Wikipedia
iswiki
https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a
MediaWiki 1.45.0-wmf.3
first-letter
Miðill
Kerfissíða
Spjall
Notandi
Notandaspjall
Wikipedia
Wikipediaspjall
Mynd
Myndaspjall
Melding
Meldingarspjall
Snið
Sniðaspjall
Hjálp
Hjálparspjall
Flokkur
Flokkaspjall
Gátt
Gáttaspjall
TimedText
TimedText talk
Module
Module talk
2003
0
993
1919493
1823680
2025-06-06T11:59:25Z
Berserkur
10188
/* Fædd */
1919493
wikitext
text/x-wiki
{{Ár nav}}
Árið '''2003''' ('''MMIII''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) var 3. ár 21. aldar sem hófst á miðvikudegi samkvæmt [[Gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]].
== Atburðir ==
===Janúar===
[[Mynd:WSF2003.jpg|thumb|right|World Social Forum í Brasilíu.]]
* [[1. janúar]] - [[Luíz Inácio Lula Da Silva]] tók við embætti sem 37. [[forseti Brasilíu]].
* [[1. janúar]] - [[Pascal Couchepin]] varð [[forseti Sviss]].
* [[5. janúar]] - 20 létust þegar tveir palestínskir sjálfsmorðssprengjumenn réðust á strætisvagnastöð í [[Tel Avív]].
* [[7. janúar]] - Vafrinn [[Safari]] kom fyrst út.
* [[9. janúar]] - Yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak, [[Hans Blix]], staðfesti að engar sannanir hefðu fundist fyrir því að Írak ætti [[gereyðingarvopn]].
* [[16. janúar]] - Sölusamningur um [[Búnaðarbankinn|Búnaðarbankann]] var undirritaður.
* [[16. janúar]] - Geimskutlan ''[[Columbia (geimskutla)|Columbia]]'' hélt í sína síðustu geimferð.
* [[18. janúar]] - [[Íslendingabók]] var opnuð almenningi.
* [[18. janúar]] - [[Skógareldar]] ollu gríðarlegu tjóni í útjaðri [[Canberra]] í [[Ástralía|Ástralíu]].
* [[21. janúar]] - Rithöfundurinn [[Hallgrímur Helgason]] birti grein í [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] um „bláu höndina“, hugtak sem síðar varð vinsælt til að lýsa áhrifum [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] í viðskiptalífinu.
* [[21. janúar]] - [[Kevin Mitnick]] fékk að nota [[tölva|tölvu]] aftur.
* [[22. janúar]] - Síðasta merkið frá geimkönnunarfarinu ''[[Pioneer 10]]'' barst til jarðar úr 7,6 milljarða mílna fjarlægð frá jörðu.
* [[24. janúar]] - Ráðstefnunni [[World Social Forum]] lauk í [[Porto Alegre]] í Brasilíu með ákalli um að hætt yrði að heyja [[fyrirbyggjandi stríð]] og að öryggisráðið beitti neitunarvaldi fyrir frið.
* [[28. janúar]] - [[Nigergate-hneykslið]]: [[George W. Bush]] sagði frá því að [[CIA]] hefði undir höndum skjöl um meint kaup [[Saddam Hussein]] á [[rýrt úran|rýrðu úrani]] frá [[Níger]]. Skjölin reyndust síðar vera fölsuð.
* [[30. janúar]] - [[Belgía]] lögleiddi [[hjónaband samkynhneigðra|hjónabönd samkynhneigðra]].
===Febrúar===
[[Mynd:London_Anti_Iraq_War_march,_15Feb_2003.jpg|thumb|right|Mótmæli gegn stríði í London.]]
* [[1. febrúar]] - Geimskutlan ''[[Columbia (geimskutla)|Columbia]]'' fórst yfir [[Texas]] þegar hún er ad koma aftur inn í andrúmsloftið. Allir geimfararnir fórust, sjö talsins.
* [[1. febrúar]] - [[Þórólfur Árnason]] tók við sem [[borgarstjórar í Reykjavík|borgarstjóri]] [[Reykjavík]]urborgar.
* [[4. febrúar]] - [[Serbía og Svartfjallaland]] hætti að nota nafnið [[Júgóslavía]] opinberlega.
* [[6. febrúar]] - Íslenska kvikmyndin ''[[Didda og dauði kötturinn (kvikmynd)|Didda og dauði kötturinn]]'' var frumsýnd.
* [[9. febrúar]] - [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] hélt fræga ræðu í [[Borgarnes]]i þar sem hún gagnrýndi afskipti Davíðs Oddssonar af viðskiptalífinu.
* [[15. febrúar]] - Alþjóðleg mótmæli fóru fram gegn [[Íraksstríðið|stríðinu í Írak]]. Meira en 6 milljónir manna mótmæltu í 600 borgum.
* [[17. febrúar]] - Egypska trúarleiðtoganum [[Abu Omar]] var rænt af útsendurum [[CIA]] í Mílanó.
* [[18. febrúar]] - 198 létust þegar maður kveikti eld í neðanjarðarlest í [[Seúl]] í Suður-Kóreu.
* [[19. febrúar]] - 302 hermenn létust þegar herflugvél hrapaði í [[Íran]].
* [[19. febrúar]] - [[Alþjóðaheilbrigðisstofnunin]] staðfesti að [[Ebóla]]faraldur væri hafinn í [[Vestur-Kongó]].
* [[21. febrúar]] - Jarðskjálfti reið yfir [[Xinjang]]. 257 fórust.
* [[24. febrúar]] - Sænska sjónvarpsstöðin [[SVT24]] hóf útsendingar.
* [[26. febrúar]] - Bandarískur kaupsýslumaður kom inn á spítala í [[Hanoi]] með [[Bráðalungnabólga|bráðalungnabólgu]], einnig þekkt sem SARS.
* [[26. febrúar]] - [[Stríðið í Darfúr]] hófst þegar skæruliðar risu gegn stjórn [[Súdan]].
* [[28. febrúar]] - Kvikmyndin ''[[Nói albínói]]'' eftir [[Dagur Kári Pétursson|Dag Kára Pétursson]] var frumsýnd.
* [[28. febrúar]] - [[Václav Klaus]] var kjörinn forseti Tékklands.
===Mars===
[[Mynd:1_RRF_engage_Iraqi_Army_positions_with_their_81mm_Mortars._Iraq._26-03-2003_MOD_45142764.jpg|thumb|right|Bandarískir hermenn varpa sprengjum á íraska hermenn sunnan við Basra.]]
* [[2. mars]] - [[Pakistan|Pakistönsk]] yfirvöld handsömuðu [[Khalid Shaikh Mohammed]] sem var álitinn standa á bak við [[Hryðjuverkin 11. september 2001]]. Einnig handtóku þeir [[Mustafa Ahmed al-Hawsawi]] sem var talinn hafa fjármagnað árásirnar.
* [[6. mars]] - [[Yasser Arafat]] útnefndi [[Mahmoud Abbas]] eftirmann sinn.
* [[8. mars]] - Íbúar [[Malta|Möltu]] samþykktu inngöngu í Evrópusambandið.
* [[12. mars]] - [[Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin]] lýsti yfir neyðarástandi vegna [[bráðalungnabólga|bráðalungnabólgu]].
* [[12. mars]] - Leyniskytta myrti [[Zoran Đinđić]] forsætisráðherra Serbíu í Belgrad.
* [[14. mars]] - [[Femínistafélag Íslands]] var stofnað.
* [[14. mars]] - [[Recep Tayyip Erdoğan]] tók við embætti forsætisráðherra Tyrklands.
* [[15. mars]] - [[Hu Jintao]] tók við sem forseti [[Alþýðulýðveldið Kína|alþýðulýðveldisins Kína]] af [[Jiang Zemin]].
* [[16. mars]] - Stærstu samræmdu fjölda[[mótmæli]] á alheimsvísu voru haldin gegn [[Íraksstríðið|stríði í Írak]].
* [[17. mars]] - [[Robin Cook]], innanríkisráðherra Bretlands sagði af sér vegna ágreinings um áætlanir um stríð á hendur [[Írak]].
* [[18. mars]] - Listi viljugra þjóða sem studdu afvopnun [[Írak]]s var birtur og var [[Ísland]] á honum.
* [[19. mars]] - [[George W. Bush]], þáverandi forseti [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]], fyrirskipaði upphaf [[Íraksstríðið|Íraksstríðsins]].
* [[20. mars]] - Hermenn frá [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]], [[Bretland]]i, [[Ástralía|Ástralíu]] og [[Pólland]]i [[innrásin í Írak|réðust inn í Írak]].
* [[20. mars]] - [[Staðlaráð Íslands]] var stofnað.
* [[23. mars]] - [[Slóvenía|Slóvenar]] samþykktu inngöngu í Evrópusambandið og NATO.
* [[24. mars]] - [[Arababandalagið]] samþykkti ályktun um að herir Bandaríkjanna og Breta yfirgæfu Írak tafarlaust.
* [[31. mars]] - 400 fórust í aurskriðu sem fór yfir námubæinn [[Chima]] í [[Bólivía|Bólivíu]].
===Apríl===
[[Mynd:SaddamStatue.jpg|thumb|right|Stytta af Saddam Hussein rifin niður í Bagdad.]]
* [[1. apríl]] - Íslenska kvikmyndin ''[[Fyrsti apríll]]'' var frumsýnd.
* [[3. apríl]] - [[Serbía og Svartfjallaland]] varð aðili að [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]].
* [[3. apríl]] - [[Risasmokkfiskur]] veiddist í [[Rosshaf]]i.
* [[3. apríl]] - [[Íraksstríðið]]: [[Bandaríkjaher]] lagði [[Alþjóðaflugvöllurinn í Bagdad|alþjóðaflugvöllinn í Bagdad]] undir sig.
* [[7. apríl]] - [[Íraksstríðið]]: [[Breski herinn]] náði [[Basra]] á sitt vald.
* [[9. apríl]] - [[Íraksstríðið]]: Bandaríkjaher náði [[Bagdad]] á sitt vald.
* [[12. apríl]] - Kjósendur í [[Ungverjaland]]i samþykktu inngöngu í Evrópusambandið.
* [[14. apríl]] - Kortlagningu gengamengis mannsins í [[Human Genome Project]] lauk.
* [[16. apríl]] - [[Aðildarsáttmálinn 2003]] um aðild 10 nýrra Evrópusambandsríkja var undirritaður af 25 ríkjum.
* [[17. apríl]] - [[Anneli Jäätteenmäki]] varð fyrsti kvenforsætisráðherra Finnlands.
* [[23. apríl]] - [[British Airways]] og [[Air France]] gáfu út yfirlýsingu um að þau myndu ekki notast við Concorde-flugvélar framar.
* [[25. apríl]] - [[Winnie Mandela]] var dæmd í sex ára fangelsi fyrir svik og þjófnað.
* [[26. apríl]] - Stórbruni varð í moskunni [[Islamic Center]] í [[Malmö]]. Slökkviliðsmenn urðu fyrir grjótkasti við störf sín.
* [[29. apríl]] - [[Bandaríkjaher]] tilkynnti að hann hygðist draga herlið sitt frá Sádí-Arabíu.
===Maí===
[[Mynd:030525중앙119구조본부_알제리_지진_출동3.jpg|thumb|right|Jarðskjálftinn í Alsír.]]
* [[1. maí]] - [[George W. Bush]] tilkynnti að hernaðaraðgerðum í Írak væri lokið.
* [[3. maí]] - 16 létust í flóðum í [[Argentína|Argentínu]].
* [[10. maí]] - [[Alþingiskosningar 2003|Alþingiskosningar]] voru haldnar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélst en Sjálfstæðismenn töpuðu fjórum þingsætum.
* [[11. maí]] - [[Saltker Cellinis|Saltkeri Cellinis]] var stolið frá [[Kunsthistorisches Museum]] í Vín.
* [[12. maí]] - 60 manns létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás í [[Téténía|Téténíu]].
* [[12. maí]] - 35 létust í fimmtán sjálfsmorðssprengjuárásum í [[Sádí-Arabía|Sádí-Arabíu]].
* [[14. maí]] - Fjöldagröf með líkamsleifum 3000 manna var uppgötvuð í Hilla, 90 km frá Bagdad.
* [[16. maí]] - [[Ólafur Ragnar Grímsson]] forseti Íslands kvæntist [[Dorrit Moussaieff]].
* [[16. maí]] - [[Hryðjuverkaárásirnar í Casablanca]]: 45 létust og yfir 100 slösuðust í fjórtán sjálfsmorðssprengjuárásum í Casablanca í Marokkó.
* [[18. maí]] - 260 létust af völdum flóða þegar hitabeltisfellibylur gekk yfir [[Srí Lanka]].
* [[19. maí]] - [[Stríðið í Aceh 2003-2004]]: [[Indónesíuher]] hóf aðgerðir í [[Aceh]]-héraði.
* [[21. maí]] - Jarðskjálfti, 6,7 á Richter með upptök við [[Boumerdès]], skók [[Alsír]]. 2300 létust.
* [[23. maí]] - [[Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin]] fór út til [[Alsír]] til rústabjörgunar.
* [[24. maí]] - [[Sertab Erener]] sigraði [[Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva]] fyrir Tyrkland með laginu „Everyway That I Can“. Framlag Íslands var lagið „[[Open Your Heart]]“.
* [[29. maí]] - [[Ludwig Scotty]] varð forseti Nárú.
===Júní===
[[Mynd:Ostindiefararen-Götheborg-avsegling-oktober-2005.jpg|thumb|right|Austur-Indíafarið ''Götheborg'' árið 2005.]]
* [[Júní]] - Tölvuleikurinn ''[[Orustan um Wesnoth (tölvuleikur)|Orustan um Wesnoth]]'' kom fyrst út.
* [[1. júní]] - Vatn hóf að safnast í [[uppistöðulón]]ið við [[Þriggja gljúfra stíflan|Þriggja gljúfra stífluna]] í [[Kína]]. Við þetta hækkaði vatnsborðið um allt að 100 metra.
* [[6. júní]] - Endurgerða Austur-Indíafarið ''[[Götheborg]]'' var sjósett í Svíþjóð.
* [[8. júní]] - Kjósendur í [[Pólland]]i samþykktu aðild að Evrópusambandinu.
* [[14. júní]] - Kjósendur í [[Tékkland]]i samþykktu aðild að Evrópusambandinu.
* [[16. júní]] - Íslenska hljómsveitin [[Hraun (hljómsveit)|Hraun]] var stofnuð.
* [[17. júní]] - Íslenska kvikmyndin ''[[Þriðja nafnið]]'' var frumsýnd.
* [[18. júní]] - Forsætisráðherra Finnlands, [[Anneli Jäätteenmäki]], neyddist til að segja af sér eftir að hafa logið að þinginu.
* [[20. júní]] - Samtökin [[Wikimedia]] voru stofnuð.
* [[27. júní]] - Tveir leiðtogar [[Al-Kaída]], [[Ayman al-Zawahiri]] og [[Suleyman Abu Ghaith]], voru handteknir í Írak.
* [[30. júní]] - [[Annað stríðið í Kongó|Öðru stríðinu í Kongó]] lauk með friðarsamningum.
===Júlí===
[[Mynd:VW_Automuseum.jpg|thumb|right|Volkswagen bjöllur á bílasafni í Wolfsburg.]]
* [[1. júlí]] - [[Íslenskar orkurannsóknir]] tóku til starfa.
* [[5. júlí]] - [[Alþjóðaheilbrigðisstofnunin]] tilkynnti að náðst hefði að takmarka útbreiðslu [[bráðalungnabólga|bráðalungnabólgu]] (SARS).
* [[5. júlí]] - 12 létust þegar téténskir sjálfsmorðssprengjumenn gerðu árás á rokktónleika í [[Tusjino]] í nágrenni Moskvu.
* [[6. júlí]] - [[Cosmic Call]]-verkefnið sendi skilaboð frá [[Jevpatoria]] á Krímskaga til fimm stjarna: [[Hip 4872]], [[HD 245409]], [[55 Cancri]], [[HD 10307]] og [[47 Ursae Majoris]]. Skilaboðin munu ná áfangastað á árunum frá 2036 til 2049.
* [[6. júlí]] - [[Ísraelsstjórn]] lét 350 palestínska fanga lausa.
* [[8. júlí]] - Um 600 fórust og 200 björguðust þegar ferja sökk í [[Bangladess]].
* [[9. júlí]] - Bandaríska kvikmyndin ''[[Sjóræningjar á Karíbahafi: Bölvun svörtu perlunnar]]'' var frumsýnd.
* [[10. júlí]] - [[Wikibækur]], systurverkefni Wikipediu, hóf göngu sína.
* [[15. júlí]] - [[Mozilla Foundation]] var stofnuð.
* [[18. júlí]] - Íslenska kvikmyndin ''[[Ussss]]'' var frumsýnd.
* [[18. júlí]] - [[Evrópuráðstefnan]] gaf út fyrstu drög að nýrri [[stjórnarskrá Evrópu]].
* [[18. júlí]] - Breski vopnaeftirlitsmaðurinn [[David Kelly]] sem dregið hafði í efa skýrslu um fund gereyðingarvopna í [[Írak]] fannst látinn.
* [[22. júlí]] - [[Uday Hussein|Uday]] og [[Qusay Hussein]], synir [[Saddam Hussein|Saddams Hussein]], voru felldir eftir umsátur um [[Mósúl]] í [[Írak]].
* [[24. júlí]] - Ástralir hófu [[RAMSI-aðgerðin]]a á [[Salómonseyjar|Salómonseyjum]] eftir að stjórn eyjanna hafði óskað eftir alþjóðlegri aðstoð vegna innanlandsófriðar.
* [[30. júlí]] - Síðasta [[Volkswagen bjalla]]n var framleidd í Mexíkó. Þá höfðu 21.529.464 bílar af þessari gerð verið framleiddir frá 1938.
* [[31. júlí]] - Fyrsta [[Roverway]]-skátamótið hófst í Portúgal.
===Ágúst===
[[Mynd:UNOfficeofHumanitarianCoordinator-Baghdad_(UN_DF-SD-04-02188).jpg|thumb|right|Eyðilegging eftir bílasprengju í hverfi Sameinuðu þjóðanna í Bagdad.]]
* [[Ágúst]] - Íslenska vefritið ''[[Vantrú]]'' hóf göngu sína.
* [[1. ágúst]] - 35 rússneskir hermenn létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás í [[Norður-Ossetía|Norður-Ossetíu]].
* [[1. ágúst]] - Menntafélagið ehf. tók við rekstri [[Stýrimannaskólinn|Stýrimannaskólans]] og [[Vélskólinn|Vélskólans]] sem voru síðar sameinaðir við [[Tækniháskóli Íslands|Tækniskólann]].
* [[11. ágúst]] - [[Seinni borgarastyrjöldin í Líberíu]] tók enda þegar [[Charles Taylor (stjórnmálamaður)|Charles Taylor]] sagði af sér og flúði land.
* [[11. ágúst]] - [[NATO]] tók yfir stjórn alþjóðlega friðargæsluliðsins í Afganistan.
* [[12. ágúst]] - Portúgalski knattspyrnumaðurinn [[Cristiano Ronaldo]] var seldur til [[Manchester United]] fyrir 12,24 milljón pund.
* [[18. ágúst]] - [[Norðurlandasamningur um almannatryggingar]] var undirritaður.
* [[18. ágúst]] - [[Menntaskólinn Hraðbraut]] hóf starfsemi sína.
* [[19. ágúst]] - [[Bílasprengja]] sprakk í hverfi [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]] í [[Bagdad]] með þeim afleiðingum að 22 létust, þar á meðal sérstakur sendimaður Sþ í Írak, [[Sergio Vieira de Mello]].
* [[19. ágúst]] - 23 létust og 100 særðust þegar sjálfsmorðssprengjumaður á vegum [[Hamas]] gerði árás á strætisvagn í [[Jerúsalem]].
* [[21. ágúst]] - [[Ísraelsher]] myrti næstráðanda Hamassamtakanna, [[Ismail Abu Shanab]], í hefndarskyni fyrir sprengjutilræðið tveimur dögum fyrr.
* [[25. ágúst]] - [[Spitzer-geimsjónaukinn|Spitzer-geimsjónaukanum]] var skotið á loft.
* [[25. ágúst]] - 50 létust þegar tvær bílasprengjur sprungu í [[Mumbai]] á Indlandi.
* [[27. ágúst]] - Plánetan [[Mars (reikistjarna)|Mars]] var nær jörðu en hún hafði verið í 60.000 ár.
* [[27. ágúst]] - Fyrstu [[sexhliða viðræðurnar]] um [[kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu]] fóru fram.
* [[29. ágúst]] - Bílasprengja sprakk við mosku í [[Nadjaf]] í Írak með þeim afleiðingum að 95 létust, þar á meðal sjítaklerkurinn [[Mohammad Baqr al Hakim]].
===September===
[[Mynd:NASA-HS201427a-HubbleUltraDeepField2014-20140603.jpg|thumb|right|Ljósmynd frá Hubble Ultra-Deep Field-verkefninu.]]
* [[4. september]] - Verslunarmiðstöðin [[Bull Ring]] var opnuð í [[Birmingham]] á Englandi.
* [[11. september]] - [[Anna Lindh]], utanríkisráðherra [[Svíþjóð]]ar, lést á sjúkrahúsi daginn eftir að ráðist var á hana og hún stungin margsinnis í verslunarmiðstöð.
* [[14. september]] - Íbúar [[Eistland]]s samþykktu aðild að [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] í þjóðaratkvæðagreiðslu.
* [[14. september]] - Ráðherrafundi [[Alþjóðaviðskiptastofnunin|Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar]] lauk án árangurs í Cancun.
* [[15. september]] - Skæruliðar úr [[Þjóðfrelsisher Kólumbíu]] rændu átta erlendum ferðamönnum í [[Ciudad Perdida]]. Þeim var sleppt 100 dögum síðar.
* [[20. september]] - [[Lettland|Lettar]] samþykktu inngöngu í [[Evrópusambandið]] í þjóðaratkvæðagreiðslu.
* [[22. september]] - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin ''[[Two and a Half Men]]'' hóf göngu sína á CBS.
* [[23. september]] - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin ''[[One Tree Hill]]'' hóf göngu sína á The WB Television Network.
* [[24. september]] - [[Hubble Ultra-Deep Field]]-verkefnið hófst þar sem [[Hubble-sjónaukinn]] tók yfir 800 myndir af agnarlitlu svæði í geimnum.
* [[25. september]] - [[Jarðskjálfti]] sem mældist átta stig á [[Richterskvarði|Richter]] reið yfir eyjuna [[Hokkaídó]].
* [[26. september]] - Tónlistarhúsið [[Auditorio de Tenerife]] var vígt á Kanaríeyjum.
* [[27. september]] - [[Geimferðastofnun Evrópu]] skaut [[SMART-1]]-gervihnettinum á braut um Tunglið.
* [[29. september]] - Netsímafyrirtækið [[Skype]] var stofnað.
===Október===
[[Mynd:Tate_Modern_(5341378679).jpg|thumb|right|''The Weather Project'' í Tate Modern.]]
* [[1. október]] - [[Íslenskur eyrir|Eyririnn]] var lagður niður og ein [[Íslensk króna|króna]] varð minnsta gjaldmiðilseiningin á [[Ísland]]i.
* [[4. október]] - Sjálfsmorðssprengjumaður myrti 19 á bar í [[Haífa]] í Ísrael.
* [[5. október]] - Ísraelskar herþotur réðust á meintar bækistöðvar hryðjuverkamanna í [[Sýrland]]i.
* [[5. október]] - Íslamskir hermenn myrtu ítalska trúboðann [[Annalena Tonelli]] í sjúkrahúsinu sem hún hafði stofnað í [[Borama]].
* [[7. október]] - [[Arnold Schwarzenegger]] var kjörinn fylkisstjóri Kaliforníu.
* [[10. október]] - Bandaríska kvikmyndin ''[[Kill Bill]]'' var frumsýnd.
* [[12. október]] - Myndvinnsluhugbúnaðurinn ''[[Hugin]]'' kom fyrst út.
* [[12. október]] - [[Michael Schumacher]] sló met [[Juan Manuel Fangio]] þegar hann sigraði [[Formúla 1|Formúlu 1]]-kappaksturinn í sjötta sinn.
* [[15. október]] - Fyrsta mannaða geimfari Kína, ''[[Shenzhou 5]]'', var skotið á loft.
* [[16. október]] - Listaverkið ''[[The Weather Project]]'' eftir [[Ólafur Elíasson|Ólaf Elíasson]] var opnað almenningi í [[Tate Modern]] í London.
* [[17. október]] - [[Friðarbogin]], samtök homma og lesbía, voru stofnuð í [[Færeyjar|Færeyjum]].
* [[19. október]] - Bátur með flóttafólki fórst við ítölsku eyjuna [[Lampedusa]]; 70 drukknuðu.
* [[24. október]] - Síðasta áætlunarflug [[Concorde]]-þotu var flogið.
* [[24. október]] - Stýrikerfið [[Mac OS X Panther]] var kynnt til sögunnar.
* [[27. október]] - 25 létust í fimm sprengjuárásum á höfuðstöðvar Rauða krossins og lögreglustöðvar í [[Bagdad]].
===Nóvember===
[[Mynd:Georgia,_Tbilisi_-_Rose_Revolution_(2003).jpg|thumb|right|Mótmæli í Tbilisi í Georgíu.]]
* [[6. nóvember]] - Fyrsta útgáfa Linuxdreifingarinnar [[Fedora (Linux)|Fedora]] kom út.
* [[8. nóvember]] - 17 létust þegar [[bílasprengja]] sprakk í íbúðahverfi í [[Ríad]] í Sádí-Arabíu.
* [[12. nóvember]] - 26 létust í sjálfsmorðssprengjuárás á bækistöðvar ítölsku herlögreglunnar í [[Nassiriya]] í Írak.
* [[14. nóvember]] - Vísindamenn í [[San Diego]] uppgötvuðu dvergreikistjörnuna [[90377 Sedna]].
* [[15. nóvember]] - 25 létust þegar bílasprengjur sprungu við samkomuhús gyðinga í [[Istanbúl]] í Tyrklandi.
* [[19. nóvember]] - [[George W. Bush]] hélt í opinbera heimsókn til [[Bretland]]s og var boðið í [[Buckingham-höll]] af [[Elísabet 2.|Elísabetu 2.]], fyrstum Bandaríkjaforseta frá 1918.
* [[20. nóvember]] - 27 létust í hryðjuverkaárás gegn breska sendiráðinu og breskum banka í [[Istanbúl]] í Tyrklandi.
* [[21. nóvember]] - Breska kvikmyndin ''[[Ástin grípur alla]]'' var frumsýnd.
* [[23. nóvember]] - [[Rósabyltingin]]: [[Eduard Shevardnadze]] sagði af sér embætti forseta Georgíu eftir mótmælaöldu í kjölfar ásakana um kosningasvindl.
* [[26. nóvember]] - [[Concorde]]-flugvélarnar voru teknar úr notkun vegna einnar brotlendingar og vegna [[hryðjuverkin 11. september 2001|hryðjuverkanna 11. september 2001]]. Concorde-vélarnar náðu allt að 2000 km/klst.
* [[27. nóvember]] - [[George W. Bush]] heimsótti herlið Bandaríkjanna í Írak á [[þakkargjörðarhátíð]]inni.
===Desember===
[[Mynd:Saddamcapture.jpg|thumb|right|Saddam Hussein eftir handtökuna.]]
* [[5. desember]] - Fyrsta breytingin á [[Íslenska|íslensku]] var gerð á [[íslenska Wikipedia|íslensku Wikipedia]] (sjá [[Wikipedia#Saga|sögu Wikipedia]]).
* [[12. desember]] - [[Jean Chrétien]] sagði af sér embætti forsætisráðherra Kanada eftir 10 ára setu.
* [[12. desember]] - Viðræður um nýja [[stjórnarskrá Evrópu]] fóru út um þúfur.
* [[13. desember]] - [[Saddam Hussein]] fannst falinn í byrgi nálægt [[Tikrit]] í [[Írak]] og var tekinn höndum af [[Bandaríkjaher]].
* [[23. desember]] - [[Alþjóðaferðamálastofnunin]] varð ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna.
* [[23. desember]] - Um 200 manns létust þegar sprenging varð í [[gaslind]] í [[Chongqing]] í Kína.
* [[26. desember]] - [[Esperanto|Fyrsta greinin]] var skrifuð í íslenska hluta [[Wikipedia|Wikipediu]].
* [[27. desember]] - Jarðskjálfti reið yfir [[Íran]]; um 30.000 fórust.
* [[27. desember]] - 13 létust þegar nokkrar bílsprengjur sprungu í pólska hverfinu í [[Kerbala]] í Írak.
* [[29. desember]] - [[Bréfasprengja|Bréfasprengjur]] bárust seðlabankastjóra Evrópu [[Jean-Claude Trichet]] og [[Europol]].
===Ódagsettir atburðir===
* Bandaríska hljómsveitin [[All time low]] var stofnuð.
* Ritið ''[[Lýðræði með raðvali og sjóðvali|Demokrati med radvalg og fondsvalg]]'' eftir [[Björn S. Stefánsson]] kom út við Oslóarháskóla.
* Fyrirtækið [[Landsnet]] var stofnað á Íslandi.
* Skáldsaga Lauren Weisberger, ''[[The Devil Wears Prada]]'', kom út í bandaríkjunum.
* [[Oyster-kort]], snertikort sem veita aðgang að almenningssamgöngum í London, voru tekin í notkun.
* Enska hljómsveitin [[Enter Shikari]] var stofnuð.
* Breska hljómsveitin [[McFly]] var stofnuð.
* Íslenska vefritið [[Gagnauga (vefsíða)|Gagnauga]] hóf göngu sína.
* Íslenska bókaútgáfan [[Skrudda (bókaútgáfa)|Skrudda]] var stofnuð.
* Enska hljómsveitin [[Noisettes]] var stofnuð.
* Tvöföldun [[Reykjanesbraut]]ar hófst.
* Íslenska hljómsveitin [[Fighting Shit]] var stofnuð.
* Íslenska hljómsveitin [[Hvanndalsbræður]] var stofnuð.
* Fyrsta keppnin í [[skákbox]]i var haldin í Berlín.
==Fædd==
* [[3. janúar]] - [[Greta Thunberg]], sænskur aðgerðasinni.
* [[23. mars]] - [[Ísak Bergmann Jóhannesson]], íslenskur knattspyrnumaður
* [[3. maí]] - [[Florian Wirtz]], þýskur knattspyrnumaður.
* [[12. maí]] - [[Madeleine McCann]], bresk stúlka sem hvarf í Portúgal.
* [[1. desember]] - [[Jackson Nicoll]], bandarískur leikari.
* [[7. desember]] - [[Katarína Amalía Hollandsprinsessa]].
==Dáin==
* [[23. janúar]] - [[Rúrik Haraldsson]], íslenskur leikari (f. [[1926]]).
* [[14. febrúar]] - Kindin [[Dolly]], fyrsta klónaða spendýrið (f. [[1996]]).
* [[18. febrúar]] - [[Isser Harel]], ísraelskur Mossad-leiðtogi (f. [[1912]]).
* [[24. febrúar]] - [[Alberto Sordi]], ítalskur leikari (f. [[1920]]).
* [[28. febrúar]] - [[Fidel Sánchez Hernández]], forseti El Salvador (f. [[1917]]).
* [[9. mars]] - [[Bernard Dowiyogo]], nárúskur stjórnmálamaður (f. [[1946]]).
* [[10. mars]] - [[Geoffrey Kirk]], breskur fornfræðingur (f. [[1921]]).
* [[13. mars]] - [[Dósóþeus Tímóteusson]], íslenskt skáld (f. [[1910]]).
* [[25. mars]] - [[Páll S. Árdal]], íslenskur heimspekingur (f. [[1924]]).
* [[30. mars]] - [[Michael Jeter]], bandarískur leikari (f. [[1952]]).
* [[21. apríl]] - [[Nina Simone]], bandarísk djasssöngkona (f. [[1933]]).
* [[26. apríl]] - [[Yun Hyon-seok]], suðurkóreskur aðgerðasinni (f. [[1984]]).
* [[1. maí]] - [[Haukur Clausen]], íslenskur frjálsíþróttamaður (f. [[1928]]).
* [[10. júní]] - [[Bernard Williams]], breskur heimspekingur (f. [[1929]]).
* [[12. júní]] - [[Gregory Peck]], bandarískur leikari (f. [[1916]]).
* [[16. júní]] - [[Georg Henrik von Wright]], finnskur heimspekingur (f. [[1916]]).
* [[26. júní]] - [[Strom Thurmond]], bandarískur stjórnmálamaður (f. [[1902]]).
* [[29. júní]] - [[Jóhannes Geir Jónsson]], íslenskur myndlistarmaður (f. [[1927]]).
* [[29. júní]] - [[Katharine Hepburn]], bandarísk leikkona (f. [[1907]]).
* [[4. júlí]] - [[Barry White]], bandarískur söngvari (f. [[1944]]).
* [[16. ágúst]] - [[Idi Amin]], forseti Úganda (f. um [[1925]]).
* [[30. ágúst]] - [[Donald Davidson]], bandarískur heimspekingur (f. [[1917]]).
* [[30. ágúst]] - [[Charles Bronson]], bandarískur leikari (f. [[1921]]).
* [[8. september]] - [[Leni Riefenstahl]], þýskur kvikmyndaleikstjóri (f. [[1902]]).
* [[11. september]] - [[Anna Lindh]], utanríkisráðherra Svíþjóðar (f. [[1957]]).
* [[12. september]] - [[Johnny Cash]], bandarískur söngvari (f. [[1932]]).
* [[14. október]] - [[Moktar Ould Daddah]], forseti Máritaníu (f. [[1924]]).
* [[30. október]] - [[Þorgeir Þorgeirson]], íslenskur kvikmyndagerðarmaður og þýðandi (f. [[1933]]).
* [[22. nóvember]] - [[Mario Beccaria]], ítalskur stjórnmálamaður (f. [[1920]]).
* [[12. desember]] - Háhyrningurinn [[Keikó]] (f. [[1976]]).
== [[Nóbelsverðlaunin]] ==
* [[Nóbelsverðlaun í eðlisfræði|Eðlisfræði]] - [[Alexei Alexeevich Abrikosov]], [[Vitaly Lazarevich Ginzburg]], [[Anthony James Leggett]]
* [[Nóbelsverðlaun í efnafræði|Efnafræði]] - [[Peter Agre]], [[Roderick MacKinnon]]
* [[Nóbelsverðlaun í læknisfræði|Læknisfræði]] - [[Paul Lauterbur]], Sir [[Peter Mansfield]]
* [[Nóbelsverðlaun í bókmenntum|Bókmenntir]] - [[John Maxwell Coetzee]]
* [[Friðarverðlaun Nóbels|Friðarverðlaun]] - [[Shirin Ebadi]]
* [[Nóbelsverðlaun í hagfræði|Hagfræði]] - [[Robert F. Engle]], [[Clive W. J. Granger]]
[[Flokkur:2003]]
[[Flokkur:2001-2010]]
fmscrzbsrfsg1eifcyx2bunrgoqe4ri
Menntaskólinn við Hamrahlíð
0
1145
1919517
1911442
2025-06-06T22:29:45Z
85.220.18.164
1919517
wikitext
text/x-wiki
{{Upplýsingar_Menntaskóli
| nafn = Menntaskólinn við Hamrahlíð
| mynd =
| skólastjóri = Helga Jóhannsdóttir
| stofnaður = Árið 1966
| nemendafélag = [[NFMH]]
| staðsetning = Hamrahlíð 10, 105 Reykjavík
| sími = 595-5200
| fax = 595-5250
| e-mail = mh@mh.is
| önnur nöfn = [[MH]]
| gælunöfn nemenda = MH-ingar
| heimasíða = [http://www.mh.is/ www.mh.is]
| einkunnarorð = Lengi lifi góða kaffið
}}
'''Menntaskólinn við Hamrahlíð (MH''') er ríkisskóli sem starfar samkvæmt íslenskum framhaldsskólalögum. Hlutverk skólans er að mennta nemendur til [[Stúdentspróf|stúdentsprófs]] með áherslu á undirbúning fyrir nám í [[Háskóli|háskólum]]. Skólinn var stofnaður árið 1966 og voru fyrstu stúdentar brautskráðir þaðan árið 1970. Fyrstu árin var [[bekkjarkerfi]] starfrækt í skólanum en árið 1972 skipti skólinn um stefnu og var fyrsti skólinn sem tók upp svokallað [[áfangakerfi]]. Í MH var boðið upp á kvöldkennslu, svokallaða [[öldungadeild]], en skólinn var sá fyrsti á landinu sem bauð upp á slíkt. Fyrsti rektor skólans var [[Guðmundur Arnlaugsson]].
Í dagskólanum er boðið upp á náttúrufræðibraut, félagsfræðibraut, málabraut, opna braut og listdansbraut auk sérnámsbrautar.
== Almennar upplýsingar um MH ==
MH var lengi vel skilgreindur sem tilraunaskóli og fékk leyfi til að fara ótroðnar slóðir á ýmsum sviðum. Má þar nefna stofnun [[Félagsfræðibraut|félagsfræðibrautar]] og síðar tónlistarbrautar til stúdentsprófs, mikla fjölbreytni valáfanga og kennslu ýmissa námsgreina sem ekki voru fyrir í námsskrá.
Árið 1997 hóf skólinn undirbúning að kennslu til alþjóðlegs stúdentsprófs, [[:en:International_Baccalaureate|International Baccalureate Diploma]], IB, og voru hinir fyrstu úr því námi brautskráðir sumarið [[2000]]. Skólinn hefur byggt upp ýmsa þjónustu við fatlaða nemendur og þróað námsefni og sérkennslu fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta nemendur sem stefna á stúdentspróf.
Húsakynni skólans eru við Hamrahlíð í Hlíðahverfinu í [[Reykjavík]]. Arkitekt byggingarinnar var Skarphéðinn Jóhannsson. Skólabyggingin er á tveimur hæðum og einkennist af stóru opnu rými á hvorri hæð. Rýmið á neðri hæðinni kallast Matgarður en á efri hæðinni er Miðgarður. Öðru megin Miðgarðs er salurinn, sem kallast Mikligarður, en hinu megin er svæði sem kallast Útgarður og er undir beru lofti. Í skeifu umhverfis Miklagarð, Miðgarð og Útgarð liggur gangur. Frá honum er gengið inn í flestar kennslustofur skólans og þær liggja ýmist að útveggjum eða að Útgarði. Við austurhlið skólabyggingarinnar var reist viðbót við skólann. Í nýbyggingunni eru kennslustofur, viðbót við bókasafn og íþróttahús. Hluti af neðri hæðinni er kallaður Norðurkjallari. Þar hefur Nemendafélag MH starfsaðstöðu. Þar eru haldnir fundir og samkomur, en einnig tónleikar, kvikmyndasýningar og aðrir viðburðir á vegum nemendafélagsins.
==Námsbrautir==
===Náttúrufræðibraut===
Náttúrufræðibraut býr nemendur undir framhaldsnám í háskóla í raunvísindum (s.s. [[líffræði]], [[jarðfræði]], [[efnafræði]] og [[eðlisfræði]]), [[stærðfræði]] og [[verkfræði]]. Brautin veitir m.a. undirstöðuþekkingu í náttúruvísindum og er góður undirbúningur undir nám í heilbrigðisgreinum og landbúnaðarfræðum.
===Félagsfræðibraut===
Félagsfræðibraut býr nemendur undir framhaldsnám í háskóla, einkum á sviði [[Félagsvísindi|félagsvísinda]]. Brautin er heppilegur undirbúningur undir margs konar nám í háskóla að undanskildum raunvísindum og verkfræði.
===Málabraut===
Málabraut veitir m.a. staðgóða þekkingu á [[enska|ensku]] og tveimur öðrum nútímamálum samkvæmt vali skólans og nemandans. Brautin er góður undirbúningur hvers konar málanáms á háskólastigi. Námið hentar sem undirbúningur háskólanáms þar sem reynir á kunnáttu í ensku eða öðrum nútímamálum, svo sem náms í ýmsum greinum félagsvísinda, [[heimspeki]], [[bókmenntafræði]] og [[málfræði]].
===Listdansbraut===
Nám á listdansbraut er góður grunnur að framhaldsnámi í listdansi. Einnig nýst námið sem undirbúningur fyrir fjölmargt annað nám á háskólastigi. Danshluti námsins fer fram utan við MH. Nemandi því bæði bóklegt og verklegt nám samtímis. Nemandi velur annaðhvort klassískan listdans eða nútímalistdans.
===IB===
[[:en:International_Baccalaureate|International Baccalaureate]] braut er krefjandi bóklegt nám sem lýkur með samræmdu prófi. Námið veitir svipuð réttindi til framhaldsnáms og íslenskt stúdentspróf. Námið tekur tvö ár að loknu undirbúningsári í framhaldsskóla og kennt er á ensku.
===Fjölnámsbraut===
Fjölnámsbraut skólans er fyrir þá nemendur sem notið hafa sérkennslu í grunnskóla og þurfa einstaklingsmiðað nám. Nemendum er að miklu leyti kennt í sérdeild en mikið er lagt upp úr að brautin sé hluti af skólaheildinni. Kennslan er byggð á námsáætlun fyrir nemendahóp eða einstakling og er hún unnin út frá markmiðum aðalnámskrár framhaldsskóla, ásamt upplýsingum um þarfir nemenda og mati á stöðu þeirra í námi og þroska. Kenndar eru 20 klukkustundir á viku þ.e. 30 kennslustundir. Nemendum býðst að stunda nám í fjögur ár og útskrifast þau með lokaskírteini um námsferil sinn frá fjölnámsbraut.
==Áfangakerfi==
Áfangakerfi var tekið upp í MH árið 1972. Með áfangakerfi fær nemandi aukið frelsi, þar sem hann getur stjórnað sínu námi og námshraða nokkurnvegin sjálfur.
Áfangi kallast skilgreint námsefni í tiltekinni grein í eina önn. Við lok annar eru þreytt próf í námsefninu eða einkunn byggð á símati yfir önnina og hlýtur þá nemandi, sem staðist hefur áfangann með tilskildum árangri, ákveðinn einingafjölda fyrir (venjulega 3 einingar).
Til að öðlast stúdentspróf frá MH þarf nemandi að ljúka 140 námseiningum af einhverri bóknámsbrautanna. Námið á hverri braut skiptist í kjarna, kjörsvið og frjálst val. Námið í kjarna er að miklu leyti sameiginlegt fyrir allar brautirnar. Nám á kjörsviði nemur samtals 30 einingum og felur í sér sérhæfingu á viðkomandi námssviði í samræmi við lokamarkmið brautarinnar. Frjálsa valið er 12 einingar og gefur það nemanda möguleika á að kynna sér nýjar námsgreinar eða dýpka kjörsvið sitt.
==Kórinn==
Við skólann er starfræktur skólakór sem telur hátt í 90 nemendur af öllum brautum. [[Kór Menntaskólans við Hamrahlíð]], sem og kór fyrir eldri og útskrifaða nemendur skólans, [[Hamrahlíðarkórinn]]. Kórstjóri skólakórsins er [[Hreiðar Ingi Þorsteinsson]] en [[Þorgerður Ingólfsdóttir]] stjórnar Hamrahlíðarkórnum.
==Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð==
{{aðalgrein|Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð}}
== Rektorar skólans==
{| class="wikitable"
|'''Rektorar MH'''
|'''Tímabil'''
|-
|Guðmundur Arnlaugsson
|1966-1980
|-
|Hjálmar Ólafsson (vegna leyfis Guðmundar)
|1975 haustönn
|-
|Örnólfur Thorlacius
|1980-1995
|-
|Sverrir Einarsson (vegna leyfis Örnólfs)
|1990-1991
|-
|Sverrir Einarsson
|1996-1998
|-
|Wincie Jóhannsdóttir (vegna leyfis Sverris)
|1996-1998
|-
|Lárus Hagalín Bjarnason
|1998-2018
|-
|Sigurborg Matthíasdóttir (vegna leyfis Lárusar)
|2007-2008
|-
|Sigurborg Matthíasdóttir (vegna leyfis Lárusar)
|2012 vorönn
|-
|Steinn Jóhannsson (vegna leyfis Lárusar)
|febrúar-apríl 2018
|-
|Steinn Jóhannsson
|2018-2025
|-
|Helga Jóhannsdóttir
|2025-
|}
== Þekktir MH-ingar ==
* [[Björk Guðmundsdóttir]], tónlistarmaður
* [[Páll Óskar|Páll Óskar Hjálmtýsson]], tónlistarmaður
* [[Hildur Guðnadóttir]], tónskáld og sellóleikari
* [[Bríet (söngkona)|Bríet]], tónlistarmaður
* [[Benedikt Erlingsson]], leikari & leikstjóri
* [[Víkingur Heiðar Ólafsson]], tónskáld & píanóleikari
* [[Sturla Atlas]], rappari
* [[Jóhann Kristófer Stefánsson]] ([[Joey Christ]]) tónlistarmaður
* [[Kristinn Sigmundsson]], söngvari
* [[Unnsteinn Manúel Stefánsson]], tónlistarmaður
* [[Logi Pedro Stefánsson]], tónlistarmaður
* [[Sigríður Thorlacius]], tónlistarmaður
* [[Villi Neto]], leikari
* [[Bragi Valdimar Skúlason]], tónlistarmaður og spekúlant um íslensku
* [[Ilmur Kristjánsdóttir]], leikari
* [[Sigrún Hjálmtýsdóttir]] (Diddú), tónlistarmaður
* {{ill|Jófríður Ákadóttir}}, tónlistarmaður og tónskáld
* [[Bergur Ebbi Benediktsson]], rithöfundur og leikari
* [[Dóri DNA|Halldór Laxness Halldórsson]] (Dóri DNA), rithöfundur og grínisti
* [[Arnaldur Indriðason]] spennusagnarithöfundur
Meðal hljómsveita sem hafa tekið sín fyrstu skref í MH eru:
* [[Stuðmenn]]
* [[Retro Stefson]]
* [[Hjaltalín]]
* [[Inspector Spacetime]]
* [[FM Belfast]]
* [[Nýdönsk]]
== Tilvísanir ==
<references />
== Hlekkir ==
* [https://Mh.is mh.is]
{{S|1966}}
[[Flokkur:Menntaskólinn við Hamrahlíð|Hamrahlíð]]
{{coord|64|07|50|N|21|54|19|W|display=title}}
[[Flokkur:Hlíðar]]
kcft6ekhxr3z74cmluom418q8pzz6fd
1943
0
1643
1919557
1912491
2025-06-07T10:06:09Z
Berserkur
10188
1919557
wikitext
text/x-wiki
{{Ár|
[[1940]]|[[1941]]|[[1942]]|[[1943]]|[[1944]]|[[1945]]|[[1946]]|
[[1931–1940]]|[[1941–1950]]|[[1951–1960]]|
[[19. öldin]]|[[20. öldin]]|[[21. öldin]]|
}}
Árið '''1943''' ('''MCMXLIII''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]])
==Á Íslandi==
* [[17. febrúar]] - [[Þormóðsslysið]], 31 fórst í sjóslysi út af Garðskaga.
* [[23. mars]] - [[Keflavíkurflugvöllur]] var opnaður af bandaríkjaher.
* [[7. apríl]] - [[Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi]] brann til grunna. Hann hafði verið íverustaður breska hernámsliðsins.
* [[16. júní]] - [[Súðin]], strandferðarskip varð fyrir loftárás þýskrar orrustuflugvélar á Skjálfandaflóa. Tveir menn létust í árásinni.
* [[29. ágúst]] - [[Sundhöll Hafnarfjarðar]] opnaði.
* [[11. nóvember]] - Leigubílastöðin [[Hreyfill (leigubílastöð)|Hreyfill]] hóf starfsemi.
* [[Einarsgarður]], almenningsgarður á mótum Barónstígs og Laufásvegar, opnaði í Reykjavík.
* [[Listamannaskálinn]] var reistur af Félagi myndlistarmanna í [[Kirkjustræti]].
*[[Alaskaösp]] var fengin til Íslands frá Alaska að frumkvæði [[Hákon Bjarnason|Hákons Bjarnasonar]], skógræktarstjóra
* Lestrarbókin [[Litla gula hænan]] kom út.
* [[Félag byltingarsinnaðra rithöfunda]] var lagt niður.
* Prentsmiðjan [[Oddi (prentsmiðja)|Oddi]] var stofnuð.
=== Fædd ===
* [[21. janúar]] - [[Arnar Jónsson]], leikari.
* [[14. maí]] - [[Ólafur Ragnar Grímsson]], 5. [[forseti Íslands]]
* [[18. október]] - [[Friðrik Sophusson]], forstjóri, alþingismaður og ráðherra
* [[5. nóvember]] - [[Þorgerður Ingólfsdóttir]], kórstjóri.
* [[17. mars]] - [[Kristján Loftsson]], íslenskur athafnamaður og eigandi Hvals hf.
* [[19. ágúst]] - [[Þór Whitehead]], sagnfræðingur
* [[25. maí]] - [[Markús Örn Antonsson]], fréttamaður og stjórnmálamaður
* [[26. desember]] - [[Jón Bjarnason|Jón Bjarnason (þingmaður)]], þingmaður
=== Dáin ===
* [[6. maí]] - [[Kristín Vídalín Jacobson]], myndlistarkona og fyrsti formaður Kvenfélagsins Hringsins.
* [[1. nóvember]] - [[Tryggvi Magnússon (íþróttamaður)|Tryggvi Magnússon]], íþróttamaður.
==Erlendis==
* [[1. janúar]] - [[Orrustan um Stalíngrad]]: Sovétmenn tilkynntu að þeir hefðu umkringt 22 þýskar herdeildir, drepið 175.000 og hertekið 138.000.
* [[14. janúar]] - [[24. janúar]]: Casablanca-ráðstefnan. [[Franklin D. Roosevelt]], bandaríkjaforseti, [[Winston Churchill]], forsætisráðherra Bretlands og frönsku hershöfðingjarnir [[Charles de Gaulle]] og [[Henri Giraud]] lögðu á ráðin um næstu skref í heimsstyrjöldinni.
* [[23. janúar]] - Breski herinn náði yfirráðum yfir Tripólí í Líbíu af Ítölum.
* [[2. febrúar]] - [[Seinni heimsstyrjöldin]]: [[Bardaginn um Stalíngrad|Bardaganum um Stalíngrad]] lauk með tapi [[nasismi|nasista]].
* [[Apríl]] - [[Litli prinsinn]], ein mest þýdda og elsta bók heims, kom út.
* [[13. maí]] - Þýskar og ítalskar hersveitir gáfust upp í Norður-Afríku.
* [[16. maí]] - Uppreisnin í [[Varsjárgettóið|Varsjárgettóinu]] lauk. Íbúar voru fluttir í útrýmingarbúðir.
* [[24. maí]] - [[Karl Dönitz]], aðmíráll nasista, skipaði kafbátum að yfirgefa Atlantshaf en þeir höfðu orðið fyrir miklum árásum.
* [[30. maí]] -
** Bandaríkjamenn hröktu Japani af Attu-eyju í [[Aljútaeyjar|Aljútaeyjum]], Alaska.
** [[Josef Mengele]], alræmdur læknir nasista hóf störf í [[Auschwitz]].
* [[10. júlí]] - Bandamenn réðust til atlögu á [[Sikiley]].
* [[24. júlí]] - Loftárásir hófust á [[Hamburg]].
* [[25. júlí]] - [[Benito Mussolini]] var handtekinn af eigin samverkamönnum. [[Ítalski fasistaflokkurinn]] var leystur upp í kjölfarið.
* [[21. september]] - [[26. september]]: Þjóðverjar tóku 5.000 ítalska uppgjafarhermenn af lífi á grísku eyjunni Kefalóníu.
* [[13. október]] - Ný stjórnvöld á Ítalíu lýstu yfir stríði á hendur Þjóðverjum.
* [[6. nóvember]] -
** Í tímaritinu ''[[Genetics (tímarit)|Genetics]]'' birtist grein eftir [[Salvador Luria]] og [[Max Delbrück]] þar sem þeir greina frá [[Tilraun Luria og Delbrücks|tilraun sinni]] og sýna fram á að [[stökkbreyting]]ar eru slembiháðar, en koma ekki til vegna aðlögunar.
** Sovétmenn frelsuðu [[Kíev]].
* [[18. nóvember]] - Breski flugherinn hóf loftárásir á [[Berlín]].
* [[22. nóvember]] - [[Líbanon]] hlaut sjálfstæði frá Frakklandi.
* [[28. nóvember]] - [[Jósef Stalín]] og [[Winston Churchill]] hittust í Teheran til að ræða stríðáætlanir í Evrópu.
*[[Hungursneyðin í Bengal 1943|Hungursneyðin í Bengal]]: Þrjár milljónir létust úr hungri í Bangladesh og Vestur-Bengal.
* [[Thule-herstöðin]] á Grænlandi hóf starfsemi.
* [[IKEA]] var stofnað.
* [[British Antarctic Survey]] var stofnað.
* [[Alþjóðasamtök kommúnista]] voru lögð niður.
=== Fædd ===
* [[19. janúar]] - [[Janis Joplin]], bandarísk söngkona.
* [[25. febrúar]] - [[George Harrison]], meðlimur Bítlanna.
* [[21. mars]] - [[Jean-Claude Fournier]], franskur teiknimyndasagnahöfundur.
* [[29. mars]] - [[Vangelis]], grískt tónskáld.
* [[5. maí]] - [[Michael Palin]], meðlimur [[Monty Python]].
* [[22. maí]] - [[Betty Williams]], norðurírskur friðarsinni.
* [[15. júní]] - [[Poul Nyrup Rasmussen]], danskur stjórnmálamaður
* [[26. júlí]] - [[Mick Jagger]], söngvari.
* [[6. september]] - [[Roger Waters]], enskur tónlistarmaður.
* [[29. september]] - [[Lech Wałęsa]], pólskur stjórnmálaleiðtogi.
* [[7. nóvember]] - [[Joni Mitchell]], kanadísk söngkona.
* [[5. desember]] - [[Eva Joly]], norsk-franskur rannsóknardómari.
* [[8. desember]] - [[Jim Morrison]], bandarískur söngvari.
* [[18. desember]] - [[Keith Richards]], enskur gítarleikari ([[The Rolling Stones]]).
* [[24. desember]] - [[Tarja Halonen]], forseti Finnlands.
=== Dáin ===
*[[7. janúar]] - [[Nikola Tesla]], serb-bandarískur uppfinningamaður
* [[22. febrúar]] - [[Sophie Scholl]], þýsk andspyrnukona.
*[[12. mars]] - [[Gustav Vigeland]], norskur myndhöggvari.
*[[28. mars]] - [[Sergej Rakhmanínov]], rússneskt tónskáld og píanóleikari
* [[21. ágúst]] - [[Henrik Pontoppidan]], danskur rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (f. [[1857]]).
* [[23. september]] - [[Ernst Trygger]], forsætisráðherra Svíþjóðar.
* [[6. október]] - [[Ignaz Trebitsch-Lincoln]], ungverskur njósnari, trúarleiðtogi og svikahrappur (f. [[1879]]).
* [[9. október]] - [[Pieter Zeeman]], hollenskur eðlisfræðingur og [[Nóbelsverðlaun í eðlisfræði|nóbelsverðlaunahafi]] (f. [[1865]]).
==[[Nóbelsverðlaunin]]==
* [[Nóbelsverðlaun_í_eðlisfræði|Eðlisfræði]] - [[Otto Stern]]
* [[Nóbelsverðlaun_í_efnafræði|Efnafræði]] - [[George de Hevesy]]
* [[Nóbelsverðlaun_í_læknisfræði|Læknisfræði]] - [[Henrik Carl Peter Dam]], [[Edward Adelbert Doisy]]
* [[Nóbelsverðlaun_í_bókmenntum|Bókmenntir]] - Voru ekki veitt þetta árið
* [[Friðarverðlaun Nóbels|Friðarverðlaun]] - Voru ekki veitt þetta árið
[[Flokkur:1943]]
g3pspsybxro32et7p0g7nzqjin7jn43
1942
0
1644
1919553
1914695
2025-06-07T10:00:01Z
Berserkur
10188
1919553
wikitext
text/x-wiki
{{Ár|
[[1939]]|[[1940]]|[[1941]]|[[1942]]|[[1943]]|[[1944]]|[[1945]]|
[[1931–1940]]|[[1941–1950]]|[[1951–1960]]|
[[19. öldin]]|[[20. öldin]]|[[21. öldin]]|
}}
[[Mynd:Olafur Thors.jpg|thumb|right|Ólafur Thors.]]
Árið '''1942''' ('''MCMXLII''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]])
== Á Íslandi ==
* [[25. janúar]] - [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 1942|Sveitarstjórnarkosningar]] voru haldnar á Íslandi.
* [[29. janúar]] - Þýskur tundurspillir sökkti bandaríska herskipinu [[USCGC Alexander Hamilton]] á Faxaflóa með þeim afleiðingum að 26 létust.
* [[7. febrúar]] - [[Húsmæðraskólinn í Reykjavík ]] tók til starfa undir stjórn [[Helga Sigurðardóttir|Helgu Sigurðardóttur]].
* [[14. febrúar]] - [[Bandalag starfsmanna ríkis og bæja]] (BSRB) var stofnað í Reykjavík.
* [[25. febrúar]] - [[Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna]] var stofnuð.
* [[15. mars]] - [[Bandaríkin|Bandarískur]] [[hermaður]] skaut að tveimur [[Ísland|Íslendingum]] og fékk annar þeirra skotið í höfuðið og lést á [[Sjúkrahús|sjúkrahúsi]] sama dag.
* [[9. apríl]] - Tveir Íslendingar og 22 Norðmenn fórust með norska skipinu Fanefeld á leið frá [[Bíldudalur|Bíldudal]] til [[Ísafjörður|Ísafjarðar]].
* [[22. apríl]] -[[Gamli flugturninn|Flugturn]] var tekinn í notkun á [[Reykjavíkurflugvöllur|Reykjavíkurflugvelli.]].
* [[26. apríl]] - [[Listamannadeilan]]: Formaður menntamálaráðs, [[Jónas Jónsson frá Hriflu]], opnaði myndlistarsýningu til háðungar þeim sem þar áttu verk.
* [[Alþingi]] samþykkti [[stjórnarskrá]]rbreytingu um nýja [[kjördæmi|kjördæmaskipan]]. En skipanin hafði áður verið umdeild (sjá [[Eiðrofsmálið]]).
* [[16. maí]] - Fyrsta ríkisstjórn [[Ólafur Thors|Ólafs Thors]] (Ólafía) tók við völdum.
* [[1. júní]] - [[Vífilfell]], gosdrykkjaframleiðandi, hóf starfsemi.
* [[5. júlí]] -
**Fyrri [[Alþingiskosningar 1942 (júlí)|Alþingiskosningar]] ársins haldnar.
** 240 manns fórust í bandarískum og breskum skipalestum vestur af [[Straumnes]]i þegar skipin lentu í tundurduflum. Annar eins fjöldi bjargaðist <ref>[https://sjavarafl.is/mesta-sjoslys-islandssogunnar/ Mesta sjóslys íslandssögunnar] Sjávarafl.is </ref>
* Á sumarþingi - [[Alþingi]] samþykkir [[stjórnarskrá]]rbreytingu öðru sinni og gengur hún við það í gildi.
* [[14. ágúst]] - Þýsk [[sprengjuflugvél]] sem stefndi til [[Reykjavík]]ur var skotin niður og var þetta fyrsta óvinaflugvél sem Bandaríkjamenn grönduðu í [[síðari heimsstyrjöld]].
* [[16. ágúst]] - Fyrsta [[golf]]mótið fór fram á Íslandi.
* [[21. ágúst]] - Vélbáturinn Skaftfellingur bjargaði 52 Þjóðverjum af sökkvandi [[kafbátur|kafbáti]] undan Bretlandsströndum.
* [[5. september]] - Fjórir drengir slösuðust og skemmdir urðu á húsum er þýskar [[sprengjuflugvél]]ar gerðu [[loftárás]] á [[Seyðisfjörður|Seyðisfjörð]].
* [[18. október|18.]] - [[19. október]] - [[Alþingiskosningar 1942 (október)|Alþingiskosningar]] haldnar við breytta [[kjördæmi|kjördæmaskipan]].
* [[4. nóvember]] - Áhöfn [[Brúarfoss (skip)|Brúarfoss]] bjargaði 44 mönnum úr áhöfn enska skipsins Daleby, sem sökkt var á milli Íslands og Bandaríkjanna.
* [[16. desember]] - Ríkisstjórn [[Björn Þórðarson|Björns Þórðarsonar]], stundum kölluð [[Kóka kóla-stjórnin]], tók við völdum.
===Ódagsett===
* Allt íslenskt launafólk öðlaðist rétt til [[orlof]]s samkvæmt lögum.
* [[Ragnar í Smára]] stofnaði bókaútgáfuna [[Helgafell (bókaforlag)|Helgafell]].
* [[Rithöfundafélag Íslands]] var stofnað.
* [[Tjarnarbíó]] hóf starfsemi.
* Framboðið [[Frjálslyndir vinstri menn]] var stofnað og lagt niður eftir dræmt gengi í kosningum.
* Bókaforlagið [[Helgafell (bókaforlag)|Helgafell]] var stofnað.
* [[Bændaflokkurinn (síðari)]] var lagður niður.
* [[Nýtt dagblað]] hætti starfsemi þegar Þjóðviljinn kom aftur út.
* [[Íþróttavöllurinn á Melunum]] var ekki lengur notaður til knattspyrnuiðkunar.
=== Fædd ===
* [[20. janúar]] - [[Jón Hjartarson]], leikari.
* [[25. febrúar]] - [[Þorsteinn Eggertsson]], myndlistarmaður og textahöfundur.
* [[21. apríl]] - [[Steingrímur Njálsson]], síbrotamaður (d. [[2013]])
* [[12. ágúst]] - [[Þorsteinn Gylfason]], heimspekingur og prófessor (d. [[2005]]).
* [[4. október]] - [[Jóhanna Sigurðardóttir]], forsætisráðherra.
* [[21. október]] - [[Ingibjörg Haraldsdóttir]], þýðandi, ljóðskáld og leikstjóri (d. [[2016]])
*[[25. október]] - [[Egill Egilsson]], rithöfundur og eðlisfræðingur (d. 2009)
* [[11. desember]] - [[Guðrún Bjarnadóttir]], fegurðardrottning og fyrirsæta.
* 26. desember - [[Einar Oddur Kristjánsson]], útgerðarmaður og stjórnmálamaður (d. [[2007]]).
=== Dáin ===
* [[26. febrúar]] - [[Bjarni Björnsson]], leikari (f. [[1890]]).
* [[19. mars]] - [[Jón Helgason (biskup)|Jón Helgason]], íslenskur biskup (f. [[1866]]).
* [[25. júlí]] - [[Örn Arnarson]] (Magnús Stefánsson), skáld (f. [[1884]]).
== Erlendis ==
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 116-168-618, Russland, Kampf um Stalingrad, Soldat mit MPi.jpg|thumb|right|Barist var um nánast hvert hús í orrustunni um Stalíngrad og aðaljárnbrautarstöð borgarinnar féll til skiptis í hendur herjanna þrettán sinnum.]]
[[Mynd:Stauning i1920-erne.jpg|thumb|right|Thorvald Stauning, forsætisráðherra Danmerkur.]]
* [[2. janúar]] - [[Japan]]ir hertóku borgina [[Manila]] á [[Filippseyjar|Filippseyjum]].
* [[10. janúar]] - [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1942|Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu]] hófst.
* [[11. janúar]] - Japanir lýstu stríði á hendur [[Holland]]i og réðust inn í Indónesíu.
* [[19. janúar]] - Japanir réðust inn í [[Búrma]].
* [[20. janúar]] - [[Wannsee-ráðstefnan]] um „endanlega lausn gyðingavandamálsins“ haldin í [[Berlín]]. Á næstu mánuðum reis fjöldi [[útrýmingarbúðir|útrýmingarbúða]].
* [[26. janúar]] - Fyrstu sveitir bandarískra hermanna lentu í Evrópu, þ.e. [[Norður-Írland]]i.
* [[2. febrúar]] - [[Franklin Roosevelt|Roosevelt]] Bandaríkjaforseti undirritaði fyrirskipun um að allir Bandaríkjamenn af japönskum uppruna skyldu fluttir í fangabúðir og eigur þeirra kyrrsettar.
* [[9. febrúar]] - [[Japan]]ir gerðu [[loftárás]] á [[Darwin (Ástralía)|Darwin]] í [[Ástralía|Ástralíu]].
* [[15. febrúar]] - [[Singapore]] gafst upp fyrir Japönum. 80.000 breskir, indverskir og ástralskir stríðsfangar voru teknir.
* [[26. febrúar]] - Kuldamet slegin víða um [[Svíþjóð]] og er dagurinn talinn kaldasti dagur 20. aldar þar í landi. 35 gráðu frost mældist á [[Skánn|Skáni]].
* [[26. apríl]] - Borgin [[Rostock]] í Þýskalandi lögð í rúst í [[loftárás]]um. Tveimur dögum síðar var [[Lübeck]] lögð í rúst og loftárásir á [[Köln]] voru gerðar rúmum mánuði síðar.
* [[7. maí]] - Bandaríkjamenn og Filippseyjingar gáfust upp fyrir Japönum á Filippseyjum.
* [[21. maí]] - Mexíkó lýsti yfir stríði á hendur Þýskalandi eftir að þýskur kafbátur sökkti mexíkönsku skipi. Níu dögum síðar bættust Ítalía og Japan við.
* [[8. júní]] - Japanskir kafbátar gerðu árásir á hafnir [[Sydney]] og Newcastle í Ástralíu.
* [[4. júlí]] - [[Vilhelm Buhl]] varð forsætisráðherra [[Danmörk|Danmerkur]] eftir að [[Thorvald Stauning]] lést í embætti.
* [[6. júlí]] - Fjölskylda [[Anna Frank|Önnu Frank]] fór í felur í [[Amsterdam]].
* [[22. ágúst]] - [[Brasilía]] lýsti yfir stríði á hendur Þýskalandi og Ítalíu.
* [[23. ágúst]] - [[Orrustan um Stalíngrad]] hófst og stóð fram í febrúarbyrjun 1943. Talið er að í henni hafi fallið á milli 1.250.000 og 1.800.000 menn.
* [[3. nóvember]] - Önnur orrustan við El-Alamein: Bandamenn hrekja brott Öxulveldin frá Egyptalandi. Meðal helstu hershöfðingja voru hinn breski [[Bernard Montgomery]] og hinn þýski [[Erwin Rommel]].
* [[9. nóvember]] - [[Erik Scavenius]] varð forsætisráðherra Danmerkur.
* [[29. nóvember]] - 548 norskir [[gyðingar]] fluttir í útrýmingarbúðir í [[Þýskaland]]i.
* [[2. desember]] - [[Manhattan-verkefnið]] um kjarnorkuvopn hófst í Bandaríkjunum.
=== Fædd ===
* [[8. janúar]] - [[Stephen Hawking]], enskur eðlisfræðingur (d. [[2018]])
* [[17. janúar]] - [[Muhammad Ali]], bandarískur hnefaleikamaður (d. [[2016]])
* [[25. janúar]] - [[Eusébio]] da Silva Ferreira, mósambísk-portúgalskur knattspyrnumaður (d. [[2014]])
* [[12. febrúar]] - [[Ehud Barak]], ísraelskur stjórnmálamaður og fyrrum forsætisráðherra [[Ísrael]].
* [[25. mars]] - [[Aretha Franklin]], bandarísk söngkona (d. [[2018]])
* [[20. apríl]] - [[Arto Paasilinna]], finnskur rithöfundur (d. [[2018]])
* [[5. maí]] - [[Tammy Wynnette]], bandarísk kántrísöngkona (d. [[1998]]).
* [[22. maí]] - [[Theodore Kaczynski]] (Unabomber), bandarískur stærðfræðingur og hryðjuverkamaður.
* [[7. júní]] - [[Muammar Gaddafi]], líbýskur einræðisherra (d. [[2011]]).
* [[17. júní]] - [[Mohamed ElBaradei]], egypskur handhafi friðarverðlauna Nóbels og fyrrverandi yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.
* [[18. júní]] - [[Paul McCartney]], breskur söngvari, tónlistarmaður og lagahöfundur.
*[[10. júlí]] - [[Ronnie James Dio]], bandarískur söngvari og tónlistarmaður. (d. 2010)
* [[13. júlí]] - [[Harrison Ford]], bandarískur leikari.
* [[2. ágúst]] - [[Isabel Allende]], rithöfundur.
* [[15. nóvember]] - [[Daniel Barenboim]], argentínsk-ísraelskur píanóleikari og hljómsveitarstjóri.
* [[17. nóvember]] - [[Martin Scorsese]], bandarískur kvikmyndaleikstjóri.
* [[20. nóvember]] - [[Joe Biden]], bandarískur stjórnmálamaður og forseti Bandaríkjanna.
* [[27. nóvember]] - [[Jimi Hendrix]], bandarískur tónlistarmaður (d. [[1970]]).
* [[21. desember]] - [[Hu Jintao]], leiðtogi Alþýðulýðveldisins Kína.
* [[6. desember]] - [[Herbjørg Wassmo]], norskur rithöfundur.
* [[13. desember]] - [[Arne Treholt]], norskur embættismaður og njósnari.
=== Dáin ===
* [[16. janúar]] - [[Carole Lombard]], bandarísk leikkona, fórst í flugslysi í Nevada (f. [[1908]]).
* [[22. febrúar]] - [[Stefan Zweig]], austurrískur rithöfundur (f. [[1881]]).
* [[21. febrúar]] - [[Thomas Madsen-Mygdal]] danskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. [[1876]]).
* [[3. maí]] - [[Thorvald Stauning]], danskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. 1873).
* [[2. júní]] - [[Reinhard Heydrich]], yfirmaður öryggisþjónustu Þriðja ríkisins (f. [[1904]]).
* [[25. ágúst]] - [[Georg prins, hertogi af Kent]], bróðir Georgs 6. Bretakonungs, fórst í flugslysi (f. [[1902]]).
* [[9. október]] - [[Símun av Skarði]], færeyskt skáld og stjórnmálamaður (f. [[1872]]).
== [[Nóbelsverðlaunin]] ==
* [[Nóbelsverðlaun í eðlisfræði|Eðlisfræði]] - Voru ekki veitt þetta árið.
* [[Nóbelsverðlaun í efnafræði|Efnafræði]] - Voru ekki veitt þetta árið
* [[Nóbelsverðlaun í læknisfræði|Læknisfræði]] - Voru ekki veitt þetta árið
* [[Nóbelsverðlaun í bókmenntum|Bókmenntir]] - Voru ekki veitt þetta árið
* [[Friðarverðlaun Nóbels|Friðarverðlaun]] - Voru ekki veitt þetta árið
==Tilvísanir==
[[Flokkur:1942]]
l3y455qx6g800wvu2sv5mx64hbp3bzd
Listi yfir íslenskar hljómsveitir
0
1994
1919511
1915705
2025-06-06T22:02:01Z
GummiVidda
106543
Bætti við listann íslenskum hljómsveitum sem vantaði
1919511
wikitext
text/x-wiki
Hér fylgir '''listi yfir íslenskar hljómsveitir''', listinn er í stafrófsróð.<br/>
{{Stafayfirlit
| hlið = nei
| miðja = já
| hægri = nei
| ekkibrot = nei
| efst = nei
| núm = já
| merki = nei
| númmerki = nei
| sjá = nei
| heimild = nei
| ath = nei
| tengill = nei
| c = já
| q = já
| w = já
| z = nei
}}
==0-9==
* [[1860 (hljómsveit)|1860]]
* [[200.000 naglbítar (hljómsveit)|200.000 naglbítar]]
==A==
* [[Abbababb (hljómsveit)|Abbababb]]
* [[Aeterna]]
* [[Agent Fresco]]
* [[Aggi Slæ & Tamlasveitin (hljómsveit)|Aggi Slæ & Tamlasveitin]]
* [[Alchemia]]
* [[Allt í einu]]
* [[Alsæla (hljómsveit)|Alsæla]]
* [[AmabAdamA]]
* [[amiina]]
* [[Ampop]]
* [[Amur Vincit Omnia (hljómsveit)|Amur Vincit Omnia]]
* [[Andlát (hljómsveit)|Andlát]]
* [[Andstæða]]
* [[Anubis]]
* [[Apollo (hljómsveit)|Appollo]]
* [[Apparat Organ Quartet]]
* [[Ask the Slave]]
* [[Aten]]
* [[Auðn (hljómsveit)|Auðn]]
== Á ==
* [[Á móti sól]]
* [[Áhrif]]
* [[Áhöfnin á Halastjörnunni]]
* [[Árblik]]
* [[Árstíðir]]
==B==
* [[b.sig]]
* [[Baggalútur (hljómsveit)|Baggalútur]]
* [[Bang Gang]]
* [[Baraflokkurinn]]
* [[Bárujárn (hljómsveit)|Bárujárn]]
* [[Beebee and the bluebirds]]
* [[Bellatrix]]
* [[Beneath]]
* [[Benni Hemm Hemm]]
* [[Bermuda (hljómsveit)|Bermuda]]
* [[BG og Ingibjörg]]
* [[BH-kvartettinn]]
* [[Bigalow]]
* [[Bisund]]
* [[Bítlavinafélagið]]
* [[Black Caribs Kuru]]
* [[Hljómsveitin Blágresi]]
* [[Bless]]
* [[Blind Bargain]]
* [[Bloodgroup]]
* [[Blóðmör]]
* [[Blæti (hljómsveit)|Blæti]]
* [[Bob (hljómsveit)|Bob]]
* [[Bob Gillan og Ztrandverðirnir (hljómsveit)|Bob Gillan]]
* [[Bootlegs]]
* [[Botnleðja]]
* [[Bógus]]
* [[Brain Police]]
* [[Breiðbandið]]
* [[Brimkló]]
* [[Brókarsótt]]
* [[Brunaliðið]]
* [[Brúðarbandið]]
* [[Bruni BB]]
* [[Buff]]
* [[Buttercup]]
* [[Búdrýgindi]]
* [[Bæjarins bestu (hljómsveit)|Bæjarins bestu]]
==C==
* [[Canora]]
* [[Captain Syrup]]
* [[Changer]]
* [[Churchouse Creepers]]
* [[Cliff Clavin (hljómsveit)|Cliff Clavin]]
* [[ClubDub]]
* [[Coral]]
* [[Collective]]
* [[C.O.T]]
* [[Cranium]]
* [[Cyber]]
==D==
* [[Dada]]
* [[Daisy Hill Puppy Farm]]
* [[Danshljómsveit Hjalta Guðgeirs]]
* [[Dark Harvest]]
* [[Das Kapital]]
*[[Days Of Our Lives]]
*[[Daysleeper]]
*[[Dáðadrengir]]
*[[Dátar]]
*[[DDT skordýraeitur (hljómsveit)|DDT skordýraeitur]]
*[[Dead Sea Apple]]
*[[Dead Skeletons]]
*Dead Union Social Theory
*[[Deep Jimi and The Zep Creams]]
* [[Devine Defilement]]
*[[Diabolus In Musica]]
*[[Dikta]]
*[[Dimma (hljómsveit)|Dimma]]
* Dirrindí
*[[Dísa (hljómsveit)|Dísa]]
*[[Dos Pilas]]
*[[Dr. Mister & Mr. Handsome]]
*[[Dr. Spock]]
*[[Drasl]]
*[[Drykkir innbyrðis]]
*[[DUST]]
*[[Dúkkulísur]]
*[[Dúmbó og Steini]]
*[[Dúndurfréttir]]
*[[Dýrið gengur laust]]
*[[Dægurlaga pönk hljómsveitin Húfa]]
*[[Dætrasynir]]
*[["Döðlurnar" (Gleðisveitin Döðlur)]]
==Ð==
* [[Ðe lónlí blú bojs]]
==E==
* [[Egó]]
* [[Eik (hljómsveit)|Eik]]
* [[Eldar (hljómsveit)|Eldar]]
* [[Ensími (hljómsveit)|Ensími]]
* [[Emilíana Torrini]]
* [[EXIZT]]
* [[Eldberg]]
* [[Exodus]]
* [[Egypta]]
==É==
* [[Ég (hljómsveit)|Ég]]
==F==
* [[F8 (hljómsveit)|F8]]
* [[Facon]]
* [[Fabb]]
* [[Fallega Gulrótin]]
* [[Farfuglarnir]]
* [[Fenjar]]
* [[Fighting Shit]]
* [[Fist]]
* [[Fídel]]
* [[Fjandakornið]]
* [[FLÍS]]
* [[Flott (hljómsveit)|FLOTT]]
* [[Flowers]]
* [[For a Minor Reflection]]
* [[Foringjarnir]]
* [[Future Future]]
* [[The Foreign Monkeys]]
* [[Forgotten Lores]]
* [[Friðryk]]
* [[Frostmark (hljómsveit)|Frostmark]]
* [[Fræbbblarnir]]
* [[Funkstrasse]]
* [[Full Time 4WD]]
* [[Fyrirbæri]]
==G==
* [[Gavin Portland]]
* [[GCD]]
* [[Geimfararnir]]
* [[Geiri Sæm og Hunangstunglið]]
* [[Gildran]]
* [[Gildrumezz]]
* [[Godchilla]]
* [[Góðir Landsmenn]]
* [[Gone Postal]]
* [[Gleðisveitin Alsæla]]
* [[Glymskrattarnir]]
* [[Gordon Riots]]
* [[Grafík (hljómsveit)|Grafík]]
* [[Graveslime]]
* [[Great Grief]]
* [[Greifarnir]]
* [[Grjóthrun]]
* [[Grýlurnar]]
* [[Guitar Islancio]]
* [[GusGus]]
* [[Gyllinæð]]
* [[Gos]]
* [[Gögl]]
==H==
* [[HAM (hljómsveit)|HAM]]
* [[Hatari]]
* [[Haukar (hljómsveit)|Haukar]]
* [[Hekkenfeld]]
* [[Helgi og hljóðfæraleikararnir]]
* [[Helgi Jónsson]]
* [[Hellvar]]
* [[Hestbak]]
* [[Highdee]]
* [[Þursaflokkurinn|Hinn íslenski þursaflokkur]]
* [[Hipsumhaps]]
* [[Hjaltalín (hljómsveit)|Hjaltalín]]
* [[Hjálmar (hljómsveit)|Hjálmar]]
* [[Hjálparsveitin]]
* [[Hjónabandið]]
* [[HLH flokkurinn]]
* [[Hljómar]]
* Hljómsveit [[Geirmundur Valtýsson|Geirmundar Valtýssonar]]
* [[Hljómsveit Ingimars Eydal]]
* [[Hljómsveit Stefáns P.]]
* [[Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar]] (Steina spil)
* [[Hljómsveitin 66]]
* [[Hoffman]]
*[[Holdris (hljómsveit)|Holdris]]
* [[Hudson Wayne]]
* [[Hundur í óskilum]]
* [[Hundslappadrífa (hljómsveit)|Hundslappadrífa]]
* [[Hvanndalsbræður]]
* [[Hæsta hendin]]
* [[Hættir]]
==I==
* [[I Adapt]]
* [[Icecross]]
* [[Icelandic Sound Company]]
* [[IceGuys]]
* [[Icy]]
* [[Igore]]
* [[Ikarus]]
* [[Indigó]]
* [[Ingó og Veðurguðirnir]]
* [[Innvortis]]
* [[INRI]]
* [[Inspector Spacetime]]
* [[Inversus]]
* [[Isidor]]
* [[In the Company of Men]]
==Í==
* [[Írafár]]
* [[Í svörtum fötum]]
==J==
* [[Jagúar (hljómsveit)|Jagúar]]
* [[Jakobínarína]]
* [[Jan Mayen (hljómsveit)|Jan Mayen]]
* [[Jarlar]]
* [[Jazzsveitin Dúi]]
* [[Jeff Who?]]
* [[Jet Black Joe]]
* [[Johnny Blaze & Hakki Brakes]]
* [[Jonee Jonee]]
* [[Júdas (hljómsveit)|Júdas]]
* [[Júpiters]]
* [[JJ]]
==K==
* [[Kalk (hljómsveit)|Kalk]]
* [[Kan]]
* [[Kaleo]]
* [[Kamarorghestar]]
* Kamp Knox
* [[Katrín Lea]]
* [[kef LAVÍK]]
* [[Kiasmos]]
* [[Kid Twist]]
* [[Kid Mistik]]
* [[Kimono (hljómsveit)|Kimono]]
* [[Kims (hljómsveit)]]
* [[Kiðlingarnir]]
* [[Kiriyama Family]]
* [[KK sextett]]
* [[Klamedía X]]
* [[Klassart]]
* [[Kolrassa krókríðandi]]
* [[Kóngulóarbandið]]
* [[Króm (hljómsveit)|Króm]]
* [[Kritikal Mazz]]
* [[KUKL]]
* [[Kul]]
* [[KUML]]
* [[Kung Fu]]
* [[KUSK]]
* [[Kvartett Ó. Jónsson & Grjóni]]
* [[Kvistar]]
* [[Kælan Mikla]]
==L==
* [[Lada Sport (hljómsveit)|Lada Sport]]
* [[Laglausir]]
* [[Land og synir (hljómsveit)|Land og synir]]
* [[Langi Seli og skuggarnir]]
* [[Leaves]]
* [[Legend]]
* [[Lhooq]]
* [[Ljósin í bænum]]
* [[Ljótu hálfvitarnir]]
* [[Lights on the Highway]]
* [[Lipstick Lovers]]
* [[Logar]]
* [[Lóla]]
* [[Lokbrá]]
* [[Lúdó og Stefán]]
* [[Love Guru]]
* [[Lækjarbræður]]
==M==
* [[MAO - Meðal Annarra Orða]]
* [[Bubbi og Mx-21]]
* [[Madre Mía]]
* [[Mammút (hljómsveit)|Mammút]]
* [[Mannakorn]]
* [[Mánar]]
* [[Maus]]
* [[MC Myasnoi]]
* [[Megasukk]]
* [[Melchior]]
* [[Mezzoforte]]
* [[Mighty Bear]]
* [[Milljónamæringarnir]]
* [[Mínus (hljómsveit)|Mínus]]
* [[Modis]]
* [[Monopolice]]
* [[Moonstix]]
* [[Morðingjarnir]]
* [[Morpholith]]
* [[Moses Hightower]]
* [[Mosi frændi]]
* [[Motion Boys]]
* [[Módel]]
* [[Mr. Clean Bass Crew]]
* [[Mr. Silla]]
* [[Muck]]
* [[Múgsefjun (hljómsveit)|Múgsefjun]]
* [[múm]]
* [[Myrká (hljómsveit)|Myrká]]
==N==
* [[Nátttröll]]
* [[Náttúra (hljómsveit)|Náttúra]]
* [[Nevolution]]
* [[Niður]]
* [[NilFisk (hljómsveit)|NilFisk]]
* [[Niturbasarnir]]
* [[Nortón]]
* [[Nýdönsk]]
* [[Nylon (hljómsveit)|Nylon]]
* [[Númer Núll]]
* [[No Practice]]
* [[No Comment]]
* [[No Class]]
* [[No Way]]
==O==
* [[O.F.L]]
* [[Of Monsters and Men]]
* [[Ofurdós]]
* [[Ojba Rasta]]
* [[Olympia]]
* [[One Week Wonder]]
* [[Orðljótur]]
* [[Orghestar]]
* [[Ormar (hljómsveit)|Ormar]]
* [[Ourlives]]
* [[Oxford (hljómsveit)|Oxford]]
* [[Oxzmá]]
* [[Oyama]]
==Ó==
* [[Óðmenn]]
* [[Ókind]]
* [[Ókindarhjarta]]
* [[Óðs Manns Æði]]
==P==
* [[PAN]]
* [[Papar (hljómsveit)|Papar]]
* [[Paradís (hljómsveit)|Paradís]]
* [[Parket]]
* [[Pascal Pinon]]
* [[Patronian]]
* [[Pax Vobis]]
* [[Pelican (hljómsveit)|Pelican]]
* [[Pikkles]]
* [[Pikknikk]]
* [[Pink Street Boys]]
* [[Plágan (hljómsveit)|Plágan]]
* [[Pláhnetan]]
* [[Póker]]
* [[Pollapönk]]
* [[Power Paladin]]
* [[Póló og Bjarki]]
* [[Potentiam]]
* [[PRIMA]]
* [[Própanól]]
* [[Purrkur Pillnikk]]
* [[Púff]]
* [[PS og co]]
==Q==
* [[Q4U]]
* [[Quarashi]]
==R==
* [[Randver (hljómsveit)|Randver]]
* [[Rass (hljómsveit)|Rass]]
* [[REKKVERK]]
* [[Reptilicus]]
* [[Rickshaw]]
* [[Ring of Gyges]]
* [[Risaeðlan]]
* [[Ríó Tríó]]
* [[Rock Paper Sisters]]
* [[Roof Tops]]
* [[Rosebud]]
* [[Retro Stefson]]
* [[Reykjavík!]]
* [[Reykjavíkurdætur]]
==S==
* [[Safnaðarfundur eftir messu]]
* [[Sagtmóðigur]]
* [[Savanna-tríóið]]
* [[Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)|Sálin hans Jóns míns]]
* [[Seabear]]
* [[Sebbi Kewl]]
* [[September 22]]
* [[Severed Crotch]]
* [[Shades of Reykjavík]]
* [[Sign]]
* [[Sigur Rós]]
* [[Singapore Sling (hljómsveit)|Singapore Sling]]
* [[Sísý Ey]]
* [[Sjöund]]
* [[Skakkamanage]]
* [[Skálmöld]]
* [[Skerðing]]
* [[Ske]]
* [[Skítamórall]]
* [[Skriðjöklar]]
* [[Skytturnar (hljómsveit)|Skytturnar]]
* [[Sléttuúlfarnir]]
* [[Slowblow]]
* [[Smaladrengirnir]]
* [[Snafu]]
* [[Sniglabandið]]
* [[Snillingarnir]]
* [[Soðin Fiðla]]
* [[Sofandi]]
* [[Sogblettir]]
* [[Sororicide]]
* [[Sóldögg (hljómsveit)|Sóldögg]]
* [[Sólstafir (hljómsveit)|Sólstafir]]
* [[Sólstrandargæjarnir]]
* [[Spaðar]]
* [[Spilverk þjóðanna]]
* [[Spooky Jetson]]
* [[Spoon]]
* [[Sprengjuhöllin]]
* [[SSSól]]
* [[Stafrænn Hákon]]
* [[Start]]
* [[Stálfélagið]]
* [[Stilluppsteypa]]
* [[Stjórnin]]
* [[Stjörnukisi]]
* [[Stolía]]
* [[Stórsveit Nix Noltes]]
* [[Strax]]
* [[Strigaskór nr. 42]]
* [[Stuðkompaníið]]
* [[Stuðlabandið]]
* [[Stuðmenn]]
* [[Svanfríður (hljómsveit)|Svanfríður]]
* [[Stæner]]
* [[Superserious]]
* [[Supersport!]]
* [[Súellen]]
* [[Súkkat (hljómsveit)|Súkkat]]
* [[Sykur (hljómsveit)|Sykur]]
* [[Sykurmolarnir]]
* [[Suðursveitin]]
* [[Svartlizt]]
* [[SZK]]
* Soma
* Stolið
==T==
* [[Tappi tíkarrass]]
* [[Tarot]]
* [[Tatarar (hljómsveit)|Tatarar]]
* [[Taugadeildin]]
* [[Táningar]]
* [[Tellus]]
* [[Tenderfoot]]
* [[Tennurnar hans afa]]
* [[Texas Jesús]]
* [[The Assassin of a Beautiful Brunette]]
* [[The Crystalline Enigma]]
* [[The Vintage Caravan]]
* [[Ten Steps Away]]
* [[The Lovely Lion]]
* [[The Telepathetics]]
* [[Tilvera]]
* [[Tívolí]]
* [[Todmobile]]
* [[Toy Machine]]
* [[Trabant (hljómsveit)|Trabant]]
* [[Trico]]
* [[Trúbrot]]
* The Sweet Parade
==U==
* [[Ultra mega technobandið Stefán]]
* [[Umsvif]]
* [[Unun]]
* [[Urmull]]
* [[Upplyfting]]
* [[Utangarðsmenn]]
==Ú==
* [[Úlpa (hljómsveit)|Úlpa]]
* [[Útlendingahræðslan]]
* [[Úlfur Úlfur]]
==V==
* [[Vafurlogi]]
* [[Vaginaboys]]
* [[Valdimar (hljómsveit)|Valdimar]]
* [[Van Hautens Kókó]]
* [[Varnaglarnir]]
* [[Varsjárbandalagið]]
* [[Vera (hljómsveit)|Vera]]
* [[Villikettirnir]]
* [[Vinir vors og blóma]]
* [[Vítamín]]
* [[Volcanova]]
* [[Vonbrigði]]
* [[Vormenn Íslands]]
* [[Výnill]]
* [[Vírus (hljómsveit)|Vírus]]
* [[Vök (hljómsveit)|Vök]]
* [[Volæði (hljómsveit)|Volæði]]
==W==
* [[Worm is green]]
* [[We Made God]]
* [[Without Gravity]]
* [[Wulfgang]]
* [[Whole Orange]]
== X ==
* [[XII (hljómsveit)|XIII]]
* [[XXX Rottweiler hundar]]
== Y ==
*[[Young Karin]]
* [[Ylja (hljómsveit)|Ylja]]
* [[Yukatan]]
* [[You You]]
==Ý==
* [[Ýr (hljómsveit)|Ýr]]
== Þ ==
* [[Þeyr (hljómsveit)|Þeyr]]
* [[Þokkabót]]
* [[Þrek]]
* [[Þriðja Hæðin]]
* [[Þrjú á palli]]
* [[Þú og ég]]
* [[Þursaflokkurinn]]
{{Stafayfirlit
| hlið = já
| miðja = já
| hægri = nei
| ekkibrot = nei
| efst = já
| núm = nei
| merki = nei
| númmerki = nei
| sjá = nei
| heimild = nei
| ath = nei
| tengill = nei
| c = já
| q = já
| w = já
| z = nei
}}
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
[[Flokkur:Listar tengdir Íslandi]]
[[Flokkur:Listar um tónlist|íslenskar hljómsveitir]]
c52ck5f7eegqwle1bknf0ha6shht8x0
1919512
1919511
2025-06-06T22:02:37Z
GummiVidda
106543
1919512
wikitext
text/x-wiki
Hér fylgir '''listi yfir íslenskar hljómsveitir''', listinn er í stafrófsróð.<br/>
{{Stafayfirlit
| hlið = nei
| miðja = já
| hægri = nei
| ekkibrot = nei
| efst = nei
| núm = já
| merki = nei
| númmerki = nei
| sjá = nei
| heimild = nei
| ath = nei
| tengill = nei
| c = já
| q = já
| w = já
| z = nei
}}
==0-9==
* [[1860 (hljómsveit)|1860]]
* [[200.000 naglbítar (hljómsveit)|200.000 naglbítar]]
==A==
* [[Abbababb (hljómsveit)|Abbababb]]
* [[Aeterna]]
* [[Agent Fresco]]
* [[Aggi Slæ & Tamlasveitin (hljómsveit)|Aggi Slæ & Tamlasveitin]]
* [[Alchemia]]
* [[Allt í einu]]
* [[Alsæla (hljómsveit)|Alsæla]]
* [[AmabAdamA]]
* [[amiina]]
* [[Ampop]]
* [[Amur Vincit Omnia (hljómsveit)|Amur Vincit Omnia]]
* [[Andlát (hljómsveit)|Andlát]]
* [[Andstæða]]
* [[Anubis]]
* [[Apollo (hljómsveit)|Appollo]]
* [[Apparat Organ Quartet]]
* [[Ask the Slave]]
* [[Aten]]
* [[Auðn (hljómsveit)|Auðn]]
== Á ==
* [[Á móti sól]]
* [[Áhrif]]
* [[Áhöfnin á Halastjörnunni]]
* [[Árblik]]
* [[Árstíðir]]
==B==
* [[b.sig]]
* [[Baggalútur (hljómsveit)|Baggalútur]]
* [[Bang Gang]]
* [[Baraflokkurinn]]
* [[Bárujárn (hljómsveit)|Bárujárn]]
* [[Beebee and the bluebirds]]
* [[Bellatrix]]
* [[Beneath]]
* [[Benni Hemm Hemm]]
* [[Bermuda (hljómsveit)|Bermuda]]
* [[BG og Ingibjörg]]
* [[BH-kvartettinn]]
* [[Bigalow]]
* [[Bisund]]
* [[Bítlavinafélagið]]
* [[Black Caribs Kuru]]
* [[Hljómsveitin Blágresi]]
* [[Bless]]
* [[Blind Bargain]]
* [[Bloodgroup]]
* [[Blóðmör]]
* [[Blæti (hljómsveit)|Blæti]]
* [[Bob (hljómsveit)|Bob]]
* [[Bob Gillan og Ztrandverðirnir (hljómsveit)|Bob Gillan]]
* [[Bootlegs]]
* [[Botnleðja]]
* [[Bógus]]
* [[Brain Police]]
* [[Breiðbandið]]
* [[Brimkló]]
* [[Brókarsótt]]
* [[Brunaliðið]]
* [[Brúðarbandið]]
* [[Bruni BB]]
* [[Buff]]
* [[Buttercup]]
* [[Búdrýgindi]]
* [[Bæjarins bestu (hljómsveit)|Bæjarins bestu]]
==C==
* [[Canora]]
* [[Captain Syrup]]
* [[Changer]]
* [[Churchouse Creepers]]
* [[Cliff Clavin (hljómsveit)|Cliff Clavin]]
* [[ClubDub]]
* [[Coral]]
* [[Collective]]
* [[C.O.T]]
* [[Cranium]]
* [[Cyber]]
==D==
* [[Dada]]
* [[Daisy Hill Puppy Farm]]
* [[Danshljómsveit Hjalta Guðgeirs]]
* [[Dark Harvest]]
* [[Das Kapital]]
*[[Days Of Our Lives]]
*[[Daysleeper]]
*[[Dáðadrengir]]
*[[Dátar]]
*[[DDT skordýraeitur (hljómsveit)|DDT skordýraeitur]]
*[[Dead Sea Apple]]
*[[Dead Skeletons]]
*Dead Union Social Theory
*[[Deep Jimi and The Zep Creams]]
* [[Devine Defilement]]
*[[Diabolus In Musica]]
*[[Dikta]]
*[[Dimma (hljómsveit)|Dimma]]
* Dirrindí
*[[Dísa (hljómsveit)|Dísa]]
*[[Dos Pilas]]
*[[Dr. Mister & Mr. Handsome]]
*[[Dr. Spock]]
*[[Drasl]]
*[[Drykkir innbyrðis]]
*[[DUST]]
*[[Dúkkulísur]]
*[[Dúmbó og Steini]]
*[[Dúndurfréttir]]
*[[Dýrið gengur laust]]
*[[Dægurlaga pönk hljómsveitin Húfa]]
*[[Dætrasynir]]
*[["Döðlurnar" (Gleðisveitin Döðlur)]]
==Ð==
* [[Ðe lónlí blú bojs]]
==E==
* [[Egó]]
* [[Eik (hljómsveit)|Eik]]
* [[Eldar (hljómsveit)|Eldar]]
* [[Ensími (hljómsveit)|Ensími]]
* [[Emilíana Torrini]]
* [[EXIZT]]
* [[Eldberg]]
* [[Exodus]]
* [[Egypta]]
==É==
* [[Ég (hljómsveit)|Ég]]
==F==
* [[F8 (hljómsveit)|F8]]
* [[Facon]]
* [[Fabb]]
* [[Fallega Gulrótin]]
* [[Farfuglarnir]]
* [[Fenjar]]
* [[Fighting Shit]]
* [[Fist]]
* [[Fídel]]
* [[Fjandakornið]]
* [[FLÍS]]
* [[Flott (hljómsveit)|FLOTT]]
* [[Flowers]]
* [[For a Minor Reflection]]
* [[Foringjarnir]]
* [[Future Future]]
* [[The Foreign Monkeys]]
* [[Forgotten Lores]]
* [[Friðryk]]
* [[Frostmark (hljómsveit)|Frostmark]]
* [[Fræbbblarnir]]
* [[Funkstrasse]]
* [[Full Time 4WD]]
* [[Fyrirbæri]]
==G==
* [[Gavin Portland]]
* [[GCD]]
* [[Geimfararnir]]
* [[Geiri Sæm og Hunangstunglið]]
* [[Gildran]]
* [[Gildrumezz]]
* [[Godchilla]]
* [[Góðir Landsmenn]]
* [[Gone Postal]]
* [[Gleðisveitin Alsæla]]
* [[Glymskrattarnir]]
* [[Gordon Riots]]
* [[Grafík (hljómsveit)|Grafík]]
* [[Graveslime]]
* [[Great Grief]]
* [[Greifarnir]]
* [[Grjóthrun]]
* [[Grýlurnar]]
* [[Guitar Islancio]]
* [[GusGus]]
* [[Gyllinæð]]
* [[Gos]]
* [[Gögl]]
==H==
* [[HAM (hljómsveit)|HAM]]
* [[Hatari]]
* [[Haukar (hljómsveit)|Haukar]]
* [[Hekkenfeld]]
* [[Helgi og hljóðfæraleikararnir]]
* [[Helgi Jónsson]]
* [[Hellvar]]
* [[Hestbak]]
* [[Highdee]]
* [[Þursaflokkurinn|Hinn íslenski þursaflokkur]]
* [[Hipsumhaps]]
* [[Hjaltalín (hljómsveit)|Hjaltalín]]
* [[Hjálmar (hljómsveit)|Hjálmar]]
* [[Hjálparsveitin]]
* [[Hjónabandið]]
* [[HLH flokkurinn]]
* [[Hljómar]]
* Hljómsveit [[Geirmundur Valtýsson|Geirmundar Valtýssonar]]
* [[Hljómsveit Ingimars Eydal]]
* [[Hljómsveit Stefáns P.]]
* [[Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar]] (Steina spil)
* [[Hljómsveitin 66]]
* [[Hoffman]]
*[[Holdris (hljómsveit)|Holdris]]
* [[Hudson Wayne]]
* [[Hundur í óskilum]]
* [[Hundslappadrífa (hljómsveit)|Hundslappadrífa]]
* [[Hvanndalsbræður]]
* [[Hæsta hendin]]
* [[Hættir]]
==I==
* [[I Adapt]]
* [[Icecross]]
* [[Icelandic Sound Company]]
* [[IceGuys]]
* [[Icy]]
* [[Igore]]
* [[Ikarus]]
* [[Indigó]]
* [[Ingó og Veðurguðirnir]]
* [[Innvortis]]
* [[INRI]]
* [[Inspector Spacetime]]
* [[Inversus]]
* [[Isidor]]
* [[In the Company of Men]]
==Í==
* [[Írafár]]
* [[Í svörtum fötum]]
==J==
* [[Jagúar (hljómsveit)|Jagúar]]
* [[Jakobínarína]]
* [[Jan Mayen (hljómsveit)|Jan Mayen]]
* [[Jarlar]]
* [[Jazzsveitin Dúi]]
* [[Jeff Who?]]
* [[Jet Black Joe]]
* [[Johnny Blaze & Hakki Brakes]]
* [[Jonee Jonee]]
* [[Júdas (hljómsveit)|Júdas]]
* [[Júpiters]]
* [[JJ]]
==K==
* [[Kalk (hljómsveit)|Kalk]]
* [[Kan]]
* [[Kaleo]]
* [[Kamarorghestar]]
* Kamp Knox
* [[Katrín Lea]]
* [[kef LAVÍK]]
* [[Kiasmos]]
* [[Kid Twist]]
* [[Kid Mistik]]
* [[Kimono (hljómsveit)|Kimono]]
* [[Kims (hljómsveit)]]
* [[Kiðlingarnir]]
* [[Kiriyama Family]]
* [[KK sextett]]
* [[Klamedía X]]
* [[Klassart]]
* [[Kolrassa krókríðandi]]
* [[Kóngulóarbandið]]
* [[Króm (hljómsveit)|Króm]]
* [[Kritikal Mazz]]
* [[KUKL]]
* [[Kul]]
* [[KUML]]
* [[Kung Fu]]
* [[KUSK]]
* [[Kvartett Ó. Jónsson & Grjóni]]
* [[Kvistar]]
* [[Kælan Mikla]]
==L==
* [[Lada Sport (hljómsveit)|Lada Sport]]
* [[Laglausir]]
* [[Land og synir (hljómsveit)|Land og synir]]
* [[Langi Seli og skuggarnir]]
* [[Leaves]]
* [[Legend]]
* [[Lhooq]]
* [[Ljósin í bænum]]
* [[Ljótu hálfvitarnir]]
* [[Lights on the Highway]]
* [[Lipstick Lovers]]
* [[Logar]]
* [[Lóla]]
* [[Lokbrá]]
* [[Lúdó og Stefán]]
* Lúna
* [[Love Guru]]
* [[Lækjarbræður]]
==M==
* [[MAO - Meðal Annarra Orða]]
* [[Bubbi og Mx-21]]
* [[Madre Mía]]
* [[Mammút (hljómsveit)|Mammút]]
* [[Mannakorn]]
* [[Mánar]]
* [[Maus]]
* [[MC Myasnoi]]
* [[Megasukk]]
* [[Melchior]]
* [[Mezzoforte]]
* [[Mighty Bear]]
* [[Milljónamæringarnir]]
* [[Mínus (hljómsveit)|Mínus]]
* [[Modis]]
* [[Monopolice]]
* [[Moonstix]]
* [[Morðingjarnir]]
* [[Morpholith]]
* [[Moses Hightower]]
* [[Mosi frændi]]
* [[Motion Boys]]
* [[Módel]]
* [[Mr. Clean Bass Crew]]
* [[Mr. Silla]]
* [[Muck]]
* [[Múgsefjun (hljómsveit)|Múgsefjun]]
* [[múm]]
* [[Myrká (hljómsveit)|Myrká]]
==N==
* [[Nátttröll]]
* [[Náttúra (hljómsveit)|Náttúra]]
* [[Nevolution]]
* [[Niður]]
* [[NilFisk (hljómsveit)|NilFisk]]
* [[Niturbasarnir]]
* [[Nortón]]
* [[Nýdönsk]]
* [[Nylon (hljómsveit)|Nylon]]
* [[Númer Núll]]
* [[No Practice]]
* [[No Comment]]
* [[No Class]]
* [[No Way]]
==O==
* [[O.F.L]]
* [[Of Monsters and Men]]
* [[Ofurdós]]
* [[Ojba Rasta]]
* [[Olympia]]
* [[One Week Wonder]]
* [[Orðljótur]]
* [[Orghestar]]
* [[Ormar (hljómsveit)|Ormar]]
* [[Ourlives]]
* [[Oxford (hljómsveit)|Oxford]]
* [[Oxzmá]]
* [[Oyama]]
==Ó==
* [[Óðmenn]]
* [[Ókind]]
* [[Ókindarhjarta]]
* [[Óðs Manns Æði]]
==P==
* [[PAN]]
* [[Papar (hljómsveit)|Papar]]
* [[Paradís (hljómsveit)|Paradís]]
* [[Parket]]
* [[Pascal Pinon]]
* [[Patronian]]
* [[Pax Vobis]]
* [[Pelican (hljómsveit)|Pelican]]
* [[Pikkles]]
* [[Pikknikk]]
* [[Pink Street Boys]]
* [[Plágan (hljómsveit)|Plágan]]
* [[Pláhnetan]]
* [[Póker]]
* [[Pollapönk]]
* [[Power Paladin]]
* [[Póló og Bjarki]]
* [[Potentiam]]
* [[PRIMA]]
* [[Própanól]]
* [[Purrkur Pillnikk]]
* [[Púff]]
* [[PS og co]]
==Q==
* [[Q4U]]
* [[Quarashi]]
==R==
* [[Randver (hljómsveit)|Randver]]
* [[Rass (hljómsveit)|Rass]]
* [[REKKVERK]]
* [[Reptilicus]]
* [[Rickshaw]]
* [[Ring of Gyges]]
* [[Risaeðlan]]
* [[Ríó Tríó]]
* [[Rock Paper Sisters]]
* [[Roof Tops]]
* [[Rosebud]]
* [[Retro Stefson]]
* [[Reykjavík!]]
* [[Reykjavíkurdætur]]
==S==
* [[Safnaðarfundur eftir messu]]
* [[Sagtmóðigur]]
* [[Savanna-tríóið]]
* [[Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)|Sálin hans Jóns míns]]
* [[Seabear]]
* [[Sebbi Kewl]]
* [[September 22]]
* [[Severed Crotch]]
* [[Shades of Reykjavík]]
* [[Sign]]
* [[Sigur Rós]]
* [[Singapore Sling (hljómsveit)|Singapore Sling]]
* [[Sísý Ey]]
* [[Sjöund]]
* [[Skakkamanage]]
* [[Skálmöld]]
* [[Skerðing]]
* [[Ske]]
* [[Skítamórall]]
* [[Skriðjöklar]]
* [[Skytturnar (hljómsveit)|Skytturnar]]
* [[Sléttuúlfarnir]]
* [[Slowblow]]
* [[Smaladrengirnir]]
* [[Snafu]]
* [[Sniglabandið]]
* [[Snillingarnir]]
* [[Soðin Fiðla]]
* [[Sofandi]]
* [[Sogblettir]]
* [[Sororicide]]
* [[Sóldögg (hljómsveit)|Sóldögg]]
* [[Sólstafir (hljómsveit)|Sólstafir]]
* [[Sólstrandargæjarnir]]
* [[Spaðar]]
* [[Spilverk þjóðanna]]
* [[Spooky Jetson]]
* [[Spoon]]
* [[Sprengjuhöllin]]
* [[SSSól]]
* [[Stafrænn Hákon]]
* [[Start]]
* [[Stálfélagið]]
* [[Stilluppsteypa]]
* [[Stjórnin]]
* [[Stjörnukisi]]
* [[Stolía]]
* [[Stórsveit Nix Noltes]]
* [[Strax]]
* [[Strigaskór nr. 42]]
* [[Stuðkompaníið]]
* [[Stuðlabandið]]
* [[Stuðmenn]]
* [[Svanfríður (hljómsveit)|Svanfríður]]
* [[Stæner]]
* [[Superserious]]
* [[Supersport!]]
* [[Súellen]]
* [[Súkkat (hljómsveit)|Súkkat]]
* [[Sykur (hljómsveit)|Sykur]]
* [[Sykurmolarnir]]
* [[Suðursveitin]]
* [[Svartlizt]]
* [[SZK]]
* Soma
* Stolið
==T==
* [[Tappi tíkarrass]]
* [[Tarot]]
* [[Tatarar (hljómsveit)|Tatarar]]
* [[Taugadeildin]]
* [[Táningar]]
* [[Tellus]]
* [[Tenderfoot]]
* [[Tennurnar hans afa]]
* [[Texas Jesús]]
* [[The Assassin of a Beautiful Brunette]]
* [[The Crystalline Enigma]]
* [[The Vintage Caravan]]
* [[Ten Steps Away]]
* [[The Lovely Lion]]
* [[The Telepathetics]]
* [[Tilvera]]
* [[Tívolí]]
* [[Todmobile]]
* [[Toy Machine]]
* [[Trabant (hljómsveit)|Trabant]]
* [[Trico]]
* [[Trúbrot]]
* The Sweet Parade
==U==
* [[Ultra mega technobandið Stefán]]
* [[Umsvif]]
* [[Unun]]
* [[Urmull]]
* [[Upplyfting]]
* [[Utangarðsmenn]]
==Ú==
* [[Úlpa (hljómsveit)|Úlpa]]
* [[Útlendingahræðslan]]
* [[Úlfur Úlfur]]
==V==
* [[Vafurlogi]]
* [[Vaginaboys]]
* [[Valdimar (hljómsveit)|Valdimar]]
* [[Van Hautens Kókó]]
* [[Varnaglarnir]]
* [[Varsjárbandalagið]]
* [[Vera (hljómsveit)|Vera]]
* [[Villikettirnir]]
* [[Vinir vors og blóma]]
* [[Vítamín]]
* [[Volcanova]]
* [[Vonbrigði]]
* [[Vormenn Íslands]]
* [[Výnill]]
* [[Vírus (hljómsveit)|Vírus]]
* [[Vök (hljómsveit)|Vök]]
* [[Volæði (hljómsveit)|Volæði]]
==W==
* [[Worm is green]]
* [[We Made God]]
* [[Without Gravity]]
* [[Wulfgang]]
* [[Whole Orange]]
== X ==
* [[XII (hljómsveit)|XIII]]
* [[XXX Rottweiler hundar]]
== Y ==
*[[Young Karin]]
* [[Ylja (hljómsveit)|Ylja]]
* [[Yukatan]]
* [[You You]]
==Ý==
* [[Ýr (hljómsveit)|Ýr]]
== Þ ==
* [[Þeyr (hljómsveit)|Þeyr]]
* [[Þokkabót]]
* [[Þrek]]
* [[Þriðja Hæðin]]
* [[Þrjú á palli]]
* [[Þú og ég]]
* [[Þursaflokkurinn]]
{{Stafayfirlit
| hlið = já
| miðja = já
| hægri = nei
| ekkibrot = nei
| efst = já
| núm = nei
| merki = nei
| númmerki = nei
| sjá = nei
| heimild = nei
| ath = nei
| tengill = nei
| c = já
| q = já
| w = já
| z = nei
}}
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
[[Flokkur:Listar tengdir Íslandi]]
[[Flokkur:Listar um tónlist|íslenskar hljómsveitir]]
7bn1cxu2v9regf7fuqajzpbal4qtdru
Listi yfir hljómsveitir
0
1995
1919513
1774832
2025-06-06T22:03:35Z
GummiVidda
106543
1919513
wikitext
text/x-wiki
{{hreingera|frekar ótæmandi....}}
== 0-9 ==
* [[10cc]]
* [[10 Speed]]
* [[50 Cent]]
* [[999]]
* [[2Pac]]
* [[3 Doors Down]]
* [[30 seconds to mars]]
== A ==
* [[A Silver Mt. Zion]]
* [[A Perfect Circle]]
* [[Abba]]
* [[AC/DC]]
* [[Accept]]
* [[Acid Mothers Temple]]
* [[Aerosmith]]
* [[A Fire Inside]] (A.F.I.)
* [[After Forever]]
* [[Air]]
* [[AKB48]]
* [[Alice in Chains]]
* [[Allman Brothers Band]]
* [[Al Di Meola]]
* [[Allan Holdsworth]]
* [[Alcatrazz]]
* [[Amon Düül I]]
* [[Amon Düül II]]
* [[...and You Will Know Us By The Trail Of Dead]]
* [[Angelic Upstarts]]
* [[Angels and Airwaves]]
* [[The Animal Collective]]
* [[Anthrax]]
* [[Aphex Twin]]
* [[The Apples In Stereo]]
* [[Apocalyptica]]
* [[The Arcade Fire]]
* [[Arctic monkeys]]
* [[Arthur Russel]]
* [[Articolo 31]]
* [[Ash Ra Tempel]]
* [[At The Drive-In]]
* [[Audioslave]]
* [[Avenged Sevenfold]]
* [[Ayreon]]
== B ==
* [[The B-52's]]
* [[Bablicon]]
* [[Babylon Zoo]]
* [[Bachman-Turner Overdrive]]
* [[Bad Religion]]
* [[Barenaked Ladies]]
* [[Basshunter]]
* [[The Beach Boys]]
* [[The Beatles]]
* [[Beastie Boys]]
* [[Bee Gees]]
* [[Benny Benassi]]
* [[Beulah]]
* [[Big Black]]
* [[Billy Talent]]
* [[Birthday Party]]
* [[Bisund]]
* [[Bítlarnir]]
* [[Black Flag]]
* [[Black Sabbath]]
* [[Blind Melon]]
* [[Blink 182]]
* [[Bloc Party]]
* [[Bloodhound Gang]]
* [[Blue Öyster Cult]]
* [[Blur]]
* [[Bob Marley and The Wailers]]
* [[Boogie Down Productions]]
* [[Boston (hljómsveit)|Boston]]
* [[Boyzone]]
* [[Bôa]]
* [[The Bravery]]
* [[Bronski Beat]]
* [[Bula Matari]]
* [[Bullet For My Valentine]]
* [[Burzum]]
* [[Buzzcocks]]
* [[Böhse Onkelz]]
* [[The Byrds]]
* [[Black Label Society]]
* [[Bring me to the Horizon]]
* [[Bruce Springsteen]]
* [[Bruce Dickinson]]
* [[The Business]]
== C ==
* [[Cabaret Voltaire]]
* [[Cake]]
* [[Calexico]]
* [[Camel (hljómsveit)]]
* [[Can]]
* [[Canned Heat]]
* [[Cannibal Corpse]]
* [[Captain Beefheart & The Magic Band]]
* [[The Cardigans|Cardigans]]
* [[Cheap Trick]]
* [[Chelsea]]
* [[Chevelle]]
* [[Chicago (hljómsveit)|Chicago]]
* [[Children of Bodom]]
* [[Chumbawamba]]
* [[Clap Your Hands Say Yeah]]
* [[The Clash]]
* [[Cluster]]
* [[Clutch]]
* [[Coldplay]]
* [[Cocteau Twins]]
* [[Comeback Kid]]
* [[Converge]]
* [[Cornelius]]
* [[Counting Crows]]
* [[Country Joe And The Fish]]
* [[The Cowsills]]
* [[Cradle of Filth]]
* [[The Cranberries]]
* [[Crash Test Dummies]]
* [[Crazy Town]]
* [[Cream]]
* [[Creed]]
* [[Creedence Clearwater Revival]]
* [[Criteria]]
* [[Crosby, Stills, Nash And Young]]
* [[The Cure]]
* [[Cypress Hill]]
* [[Cacophony]]
* [[Cat Stevens]]
* [[Celldweller]]
== D ==
* [[D12]]
* [[Damageplan]]
* [[The Dandy Warhols]]
* [[Danzig]]
* [[The Darkness]]
* [[The Datsuns]]
* [[Dave Goodman]]
* [[Dave Matthews Band]]
* [[Dead Kennedys]]
* [[Deep Purple]]
* [[Deftones]]
* [[D-Devils]]
* [[Depeche Mode]]
* [[Derek and the Dominos]]
* [[Dervish (hljómsveit)|Dervish]]
* [[Dethklok]]
* [[Detroit Spinners]]
* [[Dexy's Midnight Runners]]
* [[The Dillinger Escape Plan]]
* [[Dimmu Borgir]]
* [[Dire Straits]]
* [[Disturbed]]
* [[Dio]]
* [[Django Reinhardt]]
* [[The Doobie Brothers]]
* [[The Doors]]
* [[Down]]
* [[DragonForce]]
* [[Dr. Hook & the Medicine Show]]
* [[Dr. Octagon]]
* [[Dream Theater]]
* [[Drifters]]
* [[The Dukes of Stratosphere]]
* [[Duran Duran]]
* [[Damien Rice]]
* [[David Bowie]]
* [[Dead or Alive]]
* [[Def Leppard]]
* [[The Dixie Dregs]]
== E ==
* [[The Eagles]]
* [[Earth, Wind & Fire]]
* [[Eater]]
* [[Ebba Grön]]
* [[Eels]]
* [[Ego]]
* [[Einstürzende Neubauten]]
* [[Elbow]]
* [[Electric Light Orchestra]]
* [[Electric Six]]
* [[Electric Wizard]]
* [[Elf Power]]
* [[Elliot]]
* [[Elliott Smith]]
* [[Eloy]]
* [[Embrace(US)]]
* [[Emerson, Lake and Palmer]]
* [[Entombed]]
* [[Erasure]]
* [[The Essex Green]]
* [[Europe]]
* [[Eurythmics]]
* [[Evanescence]]
* [[The Everly Brothers]]
* [[Explosions in the Sky]]
* [[Extreme]]
== F ==
* [[The Faces]]
* [[Fairport Convention]]
* [[Finntroll]]
* [[Faith No More]]
* [[Fall Out Boy]]
* [[Fatal Microbes]]
* [[Fatboy Slim]]
* [[Faust]]
* [[Fela Kuti]]
* [[The Feelies]]
* [[Fleetwood Mac]]
* [[Flowers]]
* [[Focus]]
* [[Foo Fighters]]
* [[Foreigner]]
* [[Fort Minor]]
* [[Frankie Goes To Hollywood]]
* [[Franz Ferdinand (hljómsveit)|Franz Ferdinand]]
* [[Fucked Up]]
* [[Fugazi]]
* [[Funkadelic]]
* [[Future Future]]
* [[Frank Zappa]]
* [[Frank Sinatra]]
* [[Frank Gambale]]
== G ==
* [[Garbage]]
* [[GBH]]
* [[G.C.D.]]
* [[GDRN]]
* [[Genesis]]
* [[Gentle Giant]]
* [[George Clinton]]
* [[Gerry & the Pacemakers]]
* [[The Get Up Kids]]
* [[Giorgio Moroder]]
* [[Godsmack]]
* [[Godspeed You Black Emperor!]]
* [[Goldfrapp]]
* [[Goo Goo Dolls]]
* [[Good Charlotte]]
* [[Gorky's Zygotic Mind]]
* [[Grandmaster Flash]]
* [[Grandmaster Flash and The Furious Five]]
* [[Grateful Dead]]
* [[Grave Digger]]
* [[Green Day]]
* [[Grýlurnar]]
* [[Guano Apes]]
* [[Guns N’ Roses]]
* [[Gåte]]
* [[Gary Moore]]
== H ==
* [[Half-handed Cloud]]
* [[Hammerfall]]
* [[Hatari]]
* [[Hanson]]
* [[Helloween]]
* [[Hellyeah]]
* [[Herman's Hermits]]
* [[HIM]]
* [[Hjálmar (hljómsveit)|Hjálmar]]
* [[The High Dials]]
* [[The Hives]]
* [[HLH-Flokkurinn]]
* [[The Hope Conspiracy]]
* [[The Hollies]]
* [[House Of Pain]]
* [[Hoobastank]]
* [[Hootie & The Blowfish]]
* [[Humble Pie]]
== I ==
* [[I Adapt]]
* [[In Flames]]
* [[Incubus]]
* [[Innvortis]]
* [[Interpol (hljómsveit)|Interpol]]
* [[INXS]]
* [[Iron Butterfly]]
* [[Iron Maiden]]
== J ==
* [[Jamiroquai]]
* [[Jane's Addiction]]
* [[Jazzsveitin Dúi]]
* [[Jeff Who?]]
* [[Jefferson Airplane]]
* [[Jelly Fish]]
* [[Jethro Tull]]
* [[Jimmy Eat World]]
* [[Jimi Hendrix]]
* [[JJ72]]
* [[Joan Jett And The Blackhearts]]
* [[Joy Division]]
* [[Judas Priest]]
* [[Jarle H. Olsen]]
* [[Jason Becker]]
* [[Jeff Beck]]
* [[Jet Black Joe]]
* [[The Jimi Hendrix Experience]]
* [[Joe Satriani]]
* [[John Cale]]
* [[Johnny Cash]]
== K ==
* Kamp Knox
* [[Kaiser Chiefs]]
* [[Kaizers Orchestra]]
* [[Karlheinz Stockhausen]]
* [[Keane]]
* [[The Killers]]
* [[Killing Joke]]
* [[Killswitch Engage]]
* [[King Crimson]]
* [[Kings of Convenience]]
* [[Kitchens of Distiction]]
* [[The Kinks]]
* [[Kiss]]
* [[Klaus Schulze]]
* [[The Knack]]
* [[The Knife]]
* [[KoRn]]
* [[Kraan]]
* [[Kraftwerk]]
* [[Kyuss]]
* [[Kool And The Gang]]
* [[Kings of leon]]
== L ==
* [[L7]]
* [[La Düsseldorf]]
* [[Ladybug Transistor]]
* [[The Lambrettas]]
* [[Led Zeppelin]]
* [[Letters to Cleo]]
* [[The Libertines]]
* [[Lights on the Highway]]
* [[Linda Perhacs]]
* [[Limp Bizkit]]
* [[Linkin Park]]
* [[Liquido]]
* [[Little Richard]]
* [[Live]]
* [[The Locust]]
* [[Lostprophets]]
* [[The Lovin' Spoonful]]
* [[Lynyrd Skynyrd]]
== M ==
* [[Machinae Supremacy]]
* [[Machine Head]]
* [[Madness]]
* [[Madrugada]]
* [[The Mamas And The Papas]]
* [[Manic Street Preachers]]
* [[Marilyn Manson]]
* [[The Mars Volta]]
* [[Marshmallow Coast]]
* [[Massive Attack]]
* [[Mastodon]]
* [[Matchbox Twenty]]
* [[Mayhem]]
* [[Maximo Park]]
* [[Megadeth]]
* [[Merzbow]]
* [[Meshuggah]]
* [[Metallica]]
* [[The Minders]]
* [[Ministry]]
* [[Mitch Ryder & The Detroit Wheels]]
* [[Modest Mouse]]
* [[Mogwai]]
* [[Molotov]]
* [[Momoiro Clover Z]]
* [[The Monkees]]
* [[Motörhead]]
* [[Mötley Crüe]]
* [[Mott The Hoople]]
* [[The Mountain Goats]]
* [[Mucc]]
* [[Mudvayne]]
* [[Murderdolls]]
* [[Muse]]
* [[The Music Tapes]]
* [[My Chemical Romance]]
* [[Mugison]]
* [[Minor Threat]]
* [[Michael Angelo Batio]]
* [[Mark Knopfler]]
* [[Manowar]]
== N ==
* [[Nektar]]
* [[Neu!]]
* [[Neutral Milk Hotel]]
* [[New Found Glory]]
* [[New Model Army]]
* [[Nickelback]]
* [[Nick Cave and the Bad Seeds]]
* [[Nick Drake]]
* [[Nightwish]]
* [[Nine Inch Nails]]
* [[Nirvana (hljómsveit)|Nirvana]]
* [[No Doubt]]
* [[No Practice]]
* [[NOFX]]
* [[No Means No]]
* [[Noise Addict]]
* [[:en:N.W.A|N.W.A]][[:en:N.W.A]]
== O ==
* [[Oasis]]
* [[Of Montreal]]
* [[The Offspring]]
* [[The Olivia Tremor Control]]
* [[Opeth]]
* [[Opus]]
* [[Oranges & Lemons]]
* [[Orgy]]
* [[Ozzy Osbourne]]
== P ==
* [[Postal Service]]
* [[P.O.D.]]
* [[Pantera]]
* [[Papa Roach]]
* [[Park Ave.]]
* [[Parliament]]
* [[Pavement]]
* [[Pearl Jam]]
* [[Pere Ubu]]
* [[Pennywise]]
* [[Piano Magic]]
* [[PJ Harvey]]
* [[The Pillows]]
* [[Pink Floyd]]
* [[Pixies]]
* [[Placebo]]
* [[Plus 44]]
* [[Popol Vuh]]
* [[Poison The Well]]
* [[Polarkreis 18]]
* [[The Police]]
* [[Porcupine Tree]]
* [[Portishead]]
* [[The Pretenders]]
* [[Primal Scream]]
* [[Primus]]
* [[Prince]]
* [[Prins Póló (hjlómsveit)|Prins Póló]]
* [[Procol Harum]]
* [[The Prodigy]]
* [[Puddle of Mudd]]
* [[Pulp]]
* [[Paul Gilbert]]
== Q ==
* [[Quarashi]]
* [[Queen]]
* [[Queens of the Stone Age]]
* [[Quicksand]]
== R ==
* [[R.E.M.]]
* [[Radiohead]]
* [[Rage Against The Machine]]
* [[Rammstein]]
* [[Ramones]]
* [[The Rasmus]]
* [[The Records]]
* [[Refused]]
* [[Red Hot Chili Peppers]]
* [[The Rolling Stones]]
* [[The Ronettes]]
* [[Rob Zombie]]
* [[Ronnie Hudson]]
* [[Roxette]]
* [[Roxy Music]]
* [[Rush]]
* [[Ry Cooder]]
* [[Ryuchi Sakamoto]]
* [[Roger Waters]]
* [[Royksopp]]
== S ==
* [[Sagittarius]]
* [[Saint Etienne]]
* [[Santana]]
* [[Sariola]]
* [[Scisma]]
* [[Scott Henderson]]
* [[Seether]]
* [[The Seekers]]
* [[Sepultura]]
* [[Sex Pistols]]
* [[The Shadows]]
* [[The Shangri-Las]]
* [[Shawn Lane]]
* [[The Shins]]
* [[Sick Of It All]]
* [[Silverchair]]
* [[Simon and Garfunkel]]
* [[Simple Minds]]
* [[Simply Red]]
* [[Skunk Anansie]]
* [[Slayer]]
* [[Slipknot]]
* [[Sly & The Family Stone]]
* [[The Small Faces]]
* [[Smashing Pumpkins]]
* [[The Smiths]]
* [[Smokie]]
* [[Snafu]]
* [[Snow Patrol]]
* [[Soft Cell]]
* [[Sonic Youth]]
* [[Sonny & Cher]]
* [[Soulfly]]
* [[Soundgarden]]
* [[Spencer Davis Group]]
* [[Spice Girls]]
* [[Spildog]]
* [[Starsailor]]
* [[Static X]]
* [[Status Quo]]
* [[Steely Dan]]
* [[Steppenwolf]]
* [[Stereophonics]]
* [[Steve Morse]]
* [[Steve Vai]]
* [[Stevie Ray Vaughan]]
* [[Stiff Little Fingers]]
* [[Stone Roses]]
* [[Stone Temple Pilots]]
* [[The Stranglers]]
* [[The Strokes]]
* [[Styx]]
* [[Suede]]
* [[Sufjan Stevens]]
* [[The Sunshine Fix]]
* [[Sunny Day Real Estate]]
* [[Supergrass]]
* [[Supertramp]]
* [[Symphony X]]
* [[System of a Down]]
* [[Scars on Broadway]]
== T ==
* [[Takako Minekawa]]
* [[Talking Heads]]
* [[Tears for Fears]]
* [[Ten Years After]]
* [[Tenacious D]]
* [[Thin Lizzy]]
* [[This Is Hell]]
* [[Thompson Twins]]
* [[Tilly and The Wall]]
* [[Tool]]
* [[Toto]]
* [[Tragedy]]
* [[Track 7]]
* [[Traveling Wilburys]]
* [[Travis]]
* [[T. Rex]]
* [[The Troggs]]
* [[Turbonegro]]
* [[Týr]]
* [[Tribal Tech]]
== U ==
* [[U2]]
* [[Ultravox]]
* [[Unun]]
* [[Uriah Heep]]
* [[Utangarðsmenn]]
== V ==
* [[Valdimar (hljómsveit)|Valdimar]]
* [[Van Halen]]
* [[Van Morrison]]
* [[Vangelis]]
* [[Vashti Bunyan]]
* [[Velvet Revolver]]
* [[Velvet Underground]]
* [[Vera (hljómsveit)|Vera]]
* [[The Verve]]
* [[Vømmøl Spellmannslag]]
== W ==
* [[The Wailers]]
* [[The Wallflowers]]
* [[Wheatus]]
* [[Weezer]]
* [[Whitesnake]]
* [[The White Stripes]]
* [[White Zombie]]
* [[The Who]]
* [[The Wings]]
* [[Wishbone Ash]]
* [[Within Temptation]]
* [[Wooden Wand and the Vanishing Voice]]
== Y ==
* [[Yasushi Ishii]]
* [[Yardbirds]]
* [[The Yeah, Yeah, Yeahs]]
* [[Yello]]
* [[Yellow Magic Orchestra]]
* [[Yes]]
* [[Yngwie J. Malmsteen]]
== Z ==
* [[Zao]]
* [[Zwan]]
* [[ZZ Top]]
== Tengt efni==
* [[Listi yfir íslenskar hljómsveitir]]
[[Flokkur:Listar um tónlist]]
[[Flokkur:Hljómsveitir]]
[[sv:Lista över musikgrupper]]
[[uk:Список музичних виконавців та груп]]
kgax908880rdgoyexvxgatqyboiwtxy
1919514
1919513
2025-06-06T22:05:04Z
GummiVidda
106543
Added some artists.
1919514
wikitext
text/x-wiki
{{hreingera|frekar ótæmandi....}}
== 0-9 ==
* [[10cc]]
* [[10 Speed]]
* [[50 Cent]]
* [[999]]
* [[2Pac]]
* [[3 Doors Down]]
* [[30 seconds to mars]]
== A ==
* [[A Silver Mt. Zion]]
* [[A Perfect Circle]]
* [[Abba]]
* [[AC/DC]]
* [[Accept]]
* [[Acid Mothers Temple]]
* [[Aerosmith]]
* [[A Fire Inside]] (A.F.I.)
* [[After Forever]]
* [[Air]]
* [[AKB48]]
* [[Alice in Chains]]
* [[Allman Brothers Band]]
* [[Al Di Meola]]
* [[Allan Holdsworth]]
* [[Alcatrazz]]
* [[Amon Düül I]]
* [[Amon Düül II]]
* [[...and You Will Know Us By The Trail Of Dead]]
* [[Angelic Upstarts]]
* [[Angels and Airwaves]]
* [[The Animal Collective]]
* [[Anthrax]]
* [[Aphex Twin]]
* [[The Apples In Stereo]]
* [[Apocalyptica]]
* [[The Arcade Fire]]
* [[Arctic monkeys]]
* [[Arthur Russel]]
* [[Articolo 31]]
* [[Ash Ra Tempel]]
* [[At The Drive-In]]
* [[Audioslave]]
* [[Avenged Sevenfold]]
* [[Ayreon]]
== B ==
* [[The B-52's]]
* [[Bablicon]]
* [[Babylon Zoo]]
* [[Bachman-Turner Overdrive]]
* [[Bad Religion]]
* [[Barenaked Ladies]]
* [[Basshunter]]
* [[The Beach Boys]]
* [[The Beatles]]
* [[Beastie Boys]]
* [[Bee Gees]]
* [[Benny Benassi]]
* [[Beulah]]
* [[Big Black]]
* [[Billy Talent]]
* [[Birthday Party]]
* [[Bisund]]
* [[Bítlarnir]]
* [[Black Flag]]
* [[Black Sabbath]]
* [[Blind Melon]]
* [[Blink 182]]
* [[Bloc Party]]
* [[Bloodhound Gang]]
* [[Blue Öyster Cult]]
* [[Blur]]
* [[Bob Marley and The Wailers]]
* [[Boogie Down Productions]]
* [[Boston (hljómsveit)|Boston]]
* [[Boyzone]]
* [[Bôa]]
* [[The Bravery]]
* [[Bronski Beat]]
* [[Bula Matari]]
* [[Bullet For My Valentine]]
* [[Burzum]]
* [[Buzzcocks]]
* [[Böhse Onkelz]]
* [[The Byrds]]
* [[Black Label Society]]
* [[Bring me to the Horizon]]
* [[Bruce Springsteen]]
* [[Bruce Dickinson]]
* [[The Business]]
== C ==
* [[Cabaret Voltaire]]
* [[Cake]]
* [[Calexico]]
* [[Camel (hljómsveit)]]
* [[Can]]
* [[Canned Heat]]
* [[Cannibal Corpse]]
* [[Captain Beefheart & The Magic Band]]
* [[The Cardigans|Cardigans]]
* [[Cheap Trick]]
* [[Chelsea]]
* [[Chevelle]]
* [[Chicago (hljómsveit)|Chicago]]
* [[Children of Bodom]]
* [[Chumbawamba]]
* [[Clap Your Hands Say Yeah]]
* [[The Clash]]
* [[Cluster]]
* [[Clutch]]
* [[Coldplay]]
* [[Cocteau Twins]]
* [[Comeback Kid]]
* [[Converge]]
* [[Cornelius]]
* [[Counting Crows]]
* [[Country Joe And The Fish]]
* [[The Cowsills]]
* [[Cradle of Filth]]
* [[The Cranberries]]
* [[Crash Test Dummies]]
* [[Crazy Town]]
* [[Cream]]
* [[Creed]]
* [[Creedence Clearwater Revival]]
* [[Criteria]]
* [[Crosby, Stills, Nash And Young]]
* [[The Cure]]
* [[Cypress Hill]]
* [[Cacophony]]
* [[Cat Stevens]]
* [[Celldweller]]
== D ==
* [[D12]]
* [[Damageplan]]
* [[The Dandy Warhols]]
* [[Danzig]]
* [[The Darkness]]
* [[The Datsuns]]
* [[Dave Goodman]]
* [[Dave Matthews Band]]
* [[Dead Kennedys]]
* [[Deep Purple]]
* [[Deftones]]
* [[D-Devils]]
* [[Depeche Mode]]
* [[Derek and the Dominos]]
* [[Dervish (hljómsveit)|Dervish]]
* [[Dethklok]]
* [[Detroit Spinners]]
* [[Dexy's Midnight Runners]]
* [[The Dillinger Escape Plan]]
* [[Dimmu Borgir]]
* [[Dire Straits]]
* [[Disturbed]]
* [[Dio]]
* [[Django Reinhardt]]
* [[The Doobie Brothers]]
* [[The Doors]]
* [[Down]]
* [[DragonForce]]
* [[Dr. Hook & the Medicine Show]]
* [[Dr. Octagon]]
* [[Dream Theater]]
* [[Drifters]]
* [[The Dukes of Stratosphere]]
* [[Duran Duran]]
* [[Damien Rice]]
* [[David Bowie]]
* [[Dead or Alive]]
* [[Def Leppard]]
* [[The Dixie Dregs]]
== E ==
* [[The Eagles]]
* [[Earth, Wind & Fire]]
* [[Eater]]
* [[Ebba Grön]]
* [[Eels]]
* [[Ego]]
* [[Einstürzende Neubauten]]
* [[Elbow]]
* [[Electric Light Orchestra]]
* [[Electric Six]]
* [[Electric Wizard]]
* [[Elf Power]]
* [[Elliot]]
* [[Elliott Smith]]
* [[Eloy]]
* [[Embrace(US)]]
* [[Emerson, Lake and Palmer]]
* [[Entombed]]
* [[Erasure]]
* [[The Essex Green]]
* [[Europe]]
* [[Eurythmics]]
* [[Evanescence]]
* [[The Everly Brothers]]
* [[Explosions in the Sky]]
* [[Extreme]]
== F ==
* [[The Faces]]
* [[Fairport Convention]]
* [[Finntroll]]
* [[Faith No More]]
* [[Fall Out Boy]]
* [[Fatal Microbes]]
* [[Fatboy Slim]]
* [[Faust]]
* [[Fela Kuti]]
* [[The Feelies]]
* [[Fleetwood Mac]]
* [[Flowers]]
* [[Focus]]
* [[Foo Fighters]]
* [[Foreigner]]
* [[Fort Minor]]
* [[Frankie Goes To Hollywood]]
* [[Franz Ferdinand (hljómsveit)|Franz Ferdinand]]
* [[Fucked Up]]
* [[Fugazi]]
* [[Funkadelic]]
* [[Future Future]]
* [[Frank Zappa]]
* [[Frank Sinatra]]
* [[Frank Gambale]]
== G ==
* [[Garbage]]
* [[GBH]]
* [[G.C.D.]]
* [[GDRN]]
* [[Genesis]]
* [[Gentle Giant]]
* [[George Clinton]]
* [[Gerry & the Pacemakers]]
* [[The Get Up Kids]]
* [[Giorgio Moroder]]
* [[Godsmack]]
* [[Godspeed You Black Emperor!]]
* [[Goldfrapp]]
* [[Goo Goo Dolls]]
* [[Good Charlotte]]
* [[Gorky's Zygotic Mind]]
* [[Grandmaster Flash]]
* [[Grandmaster Flash and The Furious Five]]
* [[Grateful Dead]]
* [[Grave Digger]]
* [[Green Day]]
* [[Grýlurnar]]
* [[Guano Apes]]
* [[Guns N’ Roses]]
* [[Gåte]]
* [[Gary Moore]]
== H ==
* [[Half-handed Cloud]]
* [[Hammerfall]]
* [[Hatari]]
* [[Hanson]]
* [[Helloween]]
* [[Hellyeah]]
* [[Herman's Hermits]]
* [[HIM]]
* [[Hjálmar (hljómsveit)|Hjálmar]]
* [[The High Dials]]
* [[The Hives]]
* [[HLH-Flokkurinn]]
* [[The Hope Conspiracy]]
* [[The Hollies]]
* [[House Of Pain]]
* [[Hoobastank]]
* [[Hootie & The Blowfish]]
* [[Humble Pie]]
== I ==
* [[I Adapt]]
* [[In Flames]]
* [[Incubus]]
* [[Innvortis]]
* [[Interpol (hljómsveit)|Interpol]]
* [[INXS]]
* [[Iron Butterfly]]
* [[Iron Maiden]]
== J ==
* [[Jamiroquai]]
* [[Jane's Addiction]]
* [[Jazzsveitin Dúi]]
* [[Jeff Who?]]
* [[Jefferson Airplane]]
* [[Jelly Fish]]
* [[Jethro Tull]]
* [[Jimmy Eat World]]
* [[Jimi Hendrix]]
* [[JJ72]]
* [[Joan Jett And The Blackhearts]]
* [[Joy Division]]
* [[Judas Priest]]
* [[Jarle H. Olsen]]
* [[Jason Becker]]
* [[Jeff Beck]]
* [[Jet Black Joe]]
* [[The Jimi Hendrix Experience]]
* [[Joe Satriani]]
* [[John Cale]]
* [[Johnny Cash]]
== K ==
* Kamp Knox
* [[Kaiser Chiefs]]
* [[Kaizers Orchestra]]
* [[Karlheinz Stockhausen]]
* [[Keane]]
* [[The Killers]]
* [[Killing Joke]]
* [[Killswitch Engage]]
* [[King Crimson]]
* [[Kings of Convenience]]
* [[Kitchens of Distiction]]
* [[The Kinks]]
* [[Kiss]]
* [[Klaus Schulze]]
* [[The Knack]]
* [[The Knife]]
* [[KoRn]]
* [[Kraan]]
* [[Kraftwerk]]
* [[Kyuss]]
* [[Kool And The Gang]]
* [[Kings of leon]]
== L ==
* [[L7]]
* [[La Düsseldorf]]
* [[Ladybug Transistor]]
* [[The Lambrettas]]
* [[Led Zeppelin]]
* [[Letters to Cleo]]
* [[The Libertines]]
* [[Lights on the Highway]]
* [[Linda Perhacs]]
* [[Limp Bizkit]]
* [[Linkin Park]]
* [[Liquido]]
* [[Little Richard]]
* [[Live]]
* [[The Locust]]
* [[Lostprophets]]
* [[The Lovin' Spoonful]]
* Lúna
* [[Lynyrd Skynyrd]]
== M ==
* [[Machinae Supremacy]]
* [[Machine Head]]
* [[Madness]]
* [[Madrugada]]
* [[The Mamas And The Papas]]
* [[Manic Street Preachers]]
* [[Marilyn Manson]]
* [[The Mars Volta]]
* [[Marshmallow Coast]]
* [[Massive Attack]]
* [[Mastodon]]
* [[Matchbox Twenty]]
* [[Mayhem]]
* [[Maximo Park]]
* [[Megadeth]]
* [[Merzbow]]
* [[Meshuggah]]
* [[Metallica]]
* [[The Minders]]
* [[Ministry]]
* [[Mitch Ryder & The Detroit Wheels]]
* [[Modest Mouse]]
* [[Mogwai]]
* [[Molotov]]
* [[Momoiro Clover Z]]
* [[The Monkees]]
* [[Motörhead]]
* [[Mötley Crüe]]
* [[Mott The Hoople]]
* [[The Mountain Goats]]
* [[Mucc]]
* [[Mudvayne]]
* [[Murderdolls]]
* [[Muse]]
* [[The Music Tapes]]
* [[My Chemical Romance]]
* [[Mugison]]
* [[Minor Threat]]
* [[Michael Angelo Batio]]
* [[Mark Knopfler]]
* [[Manowar]]
== N ==
* [[Nektar]]
* [[Neu!]]
* [[Neutral Milk Hotel]]
* [[New Found Glory]]
* [[New Model Army]]
* [[Nickelback]]
* [[Nick Cave and the Bad Seeds]]
* [[Nick Drake]]
* [[Nightwish]]
* [[Nine Inch Nails]]
* [[Nirvana (hljómsveit)|Nirvana]]
* [[No Doubt]]
* [[No Practice]]
* [[NOFX]]
* [[No Means No]]
* [[Noise Addict]]
* [[:en:N.W.A|N.W.A]][[:en:N.W.A]]
== O ==
* [[Oasis]]
* [[Of Montreal]]
* [[The Offspring]]
* [[The Olivia Tremor Control]]
* [[Opeth]]
* [[Opus]]
* [[Oranges & Lemons]]
* [[Orgy]]
* [[Ozzy Osbourne]]
== P ==
* [[Postal Service]]
* [[P.O.D.]]
* [[Pantera]]
* [[Papa Roach]]
* [[Park Ave.]]
* [[Parliament]]
* [[Pavement]]
* [[Pearl Jam]]
* [[Pere Ubu]]
* [[Pennywise]]
* [[Piano Magic]]
* [[PJ Harvey]]
* [[The Pillows]]
* [[Pink Floyd]]
* [[Pixies]]
* [[Placebo]]
* [[Plus 44]]
* [[Popol Vuh]]
* [[Poison The Well]]
* [[Polarkreis 18]]
* [[The Police]]
* [[Porcupine Tree]]
* [[Portishead]]
* [[The Pretenders]]
* [[Primal Scream]]
* [[Primus]]
* [[Prince]]
* [[Prins Póló (hjlómsveit)|Prins Póló]]
* [[Procol Harum]]
* [[The Prodigy]]
* [[Puddle of Mudd]]
* [[Pulp]]
* [[Paul Gilbert]]
== Q ==
* [[Quarashi]]
* [[Queen]]
* [[Queens of the Stone Age]]
* [[Quicksand]]
== R ==
* [[R.E.M.]]
* [[Radiohead]]
* [[Rage Against The Machine]]
* [[Rammstein]]
* [[Ramones]]
* [[The Rasmus]]
* [[The Records]]
* [[Refused]]
* [[Red Hot Chili Peppers]]
* [[The Rolling Stones]]
* [[The Ronettes]]
* [[Rob Zombie]]
* [[Ronnie Hudson]]
* [[Roxette]]
* [[Roxy Music]]
* [[Rush]]
* [[Ry Cooder]]
* [[Ryuchi Sakamoto]]
* [[Roger Waters]]
* [[Royksopp]]
== S ==
* [[Sagittarius]]
* [[Saint Etienne]]
* [[Santana]]
* [[Sariola]]
* [[Scisma]]
* [[Scott Henderson]]
* [[Seether]]
* [[The Seekers]]
* [[Sepultura]]
* [[Sex Pistols]]
* [[The Shadows]]
* [[The Shangri-Las]]
* [[Shawn Lane]]
* [[The Shins]]
* [[Sick Of It All]]
* [[Silverchair]]
* [[Simon and Garfunkel]]
* [[Simple Minds]]
* [[Simply Red]]
* [[Skunk Anansie]]
* [[Slayer]]
* [[Slipknot]]
* [[Sly & The Family Stone]]
* [[The Small Faces]]
* [[Smashing Pumpkins]]
* [[The Smiths]]
* [[Smokie]]
* [[Snafu]]
* [[Snow Patrol]]
* [[Soft Cell]]
* [[Sonic Youth]]
* [[Sonny & Cher]]
* [[Soulfly]]
* [[Soundgarden]]
* [[Spencer Davis Group]]
* [[Spice Girls]]
* [[Spildog]]
* [[Starsailor]]
* [[Static X]]
* [[Status Quo]]
* [[Steely Dan]]
* [[Steppenwolf]]
* [[Stereophonics]]
* [[Steve Morse]]
* [[Steve Vai]]
* [[Stevie Ray Vaughan]]
* [[Stiff Little Fingers]]
* [[Stone Roses]]
* [[Stone Temple Pilots]]
* [[The Stranglers]]
* [[The Strokes]]
* [[Styx]]
* [[Suede]]
* [[Sufjan Stevens]]
* [[The Sunshine Fix]]
* [[Sunny Day Real Estate]]
* [[Supergrass]]
* [[Supertramp]]
* [[Symphony X]]
* [[System of a Down]]
* [[Scars on Broadway]]
== T ==
* [[Takako Minekawa]]
* [[Talking Heads]]
* [[Tears for Fears]]
* [[Ten Years After]]
* [[Tenacious D]]
* [[Thin Lizzy]]
* [[This Is Hell]]
* [[Thompson Twins]]
* [[Tilly and The Wall]]
* [[Tool]]
* [[Toto]]
* [[Tragedy]]
* [[Track 7]]
* [[Traveling Wilburys]]
* [[Travis]]
* [[T. Rex]]
* [[The Troggs]]
* [[Turbonegro]]
* [[Týr]]
* [[Tribal Tech]]
== U ==
* [[U2]]
* [[Ultravox]]
* [[Unun]]
* [[Uriah Heep]]
* [[Utangarðsmenn]]
== V ==
* [[Valdimar (hljómsveit)|Valdimar]]
* [[Van Halen]]
* [[Van Morrison]]
* [[Vangelis]]
* [[Vashti Bunyan]]
* [[Velvet Revolver]]
* [[Velvet Underground]]
* [[Vera (hljómsveit)|Vera]]
* [[The Verve]]
* [[Vømmøl Spellmannslag]]
== W ==
* [[The Wailers]]
* [[The Wallflowers]]
* [[Wheatus]]
* [[Weezer]]
* [[Whitesnake]]
* [[The White Stripes]]
* [[White Zombie]]
* [[The Who]]
* [[The Wings]]
* [[Wishbone Ash]]
* [[Within Temptation]]
* [[Wooden Wand and the Vanishing Voice]]
== Y ==
* [[Yasushi Ishii]]
* [[Yardbirds]]
* [[The Yeah, Yeah, Yeahs]]
* [[Yello]]
* [[Yellow Magic Orchestra]]
* [[Yes]]
* [[Yngwie J. Malmsteen]]
== Z ==
* [[Zao]]
* [[Zwan]]
* [[ZZ Top]]
== Tengt efni==
* [[Listi yfir íslenskar hljómsveitir]]
[[Flokkur:Listar um tónlist]]
[[Flokkur:Hljómsveitir]]
[[sv:Lista över musikgrupper]]
[[uk:Список музичних виконавців та груп]]
2cld53ds3dszt0e83grwbxfl4s6qnpz
1829
0
3462
1919561
1844496
2025-06-07T10:56:19Z
Berserkur
10188
/* Fædd */
1919561
wikitext
text/x-wiki
{{Ár|
[[1826]]|[[1827]]|[[1828]]|[[1829]]|[[1830]]|[[1831]]|[[1832]]|
[[1811–1820]]|[[1821–1830]]|[[1831–1840]]|
[[18. öldin]]|[[19. öldin]]|[[20. öldin]]|
}}
Árið '''1829''' ('''MDCCCXXIX''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]])
== Ísland ==
* [[Lorentz Angel Krieger]] varð [[stiftamtmaður]] Íslands.
=== Fædd ===
* [[8. janúar]] - [[Arngrímur Gíslason málari]] (d. [[1887]]).
* [[7. júlí]] - [[Hans Pétur Duus]], kaupmaður (d. [[1884]])
=== Dáin ===
* [[28. október]] - [[Hans Christoph Diederich Victor von Levetzow]], stiftamtmaður á Íslandi, í Noregi og í Danmörku (f. [[1754]]).
== Erlendis ==
* [[4. mars]] - [[Andrew Jackson]] varð forseti Bandaríkjanna.
* [[2. maí]] - [[Bretland|Bretar]] stofna [[Fanganýlenda|fanganýlenduna]] við Svansá sem var upphafið að því sem varð nýlendan og síðar fylkið [[Vestur-Ástralía]].
* [[19. júní]] - [[Robert Peel]] forsætisráðherra Bretlands stofnaði bresku stórborgarlögregluna í London (e. Metropolitan Police).
* [[14. ágúst]] - [[King's College London]]-háskólinn var stofnaður í London.
* [[14. september]] - [[Ottómanveldið]] og [[Rússland]] skrifuðu undir friðarsamninga og lauk stríði þeirra.
=== Fædd ===
* [[5. október]] - [[Chester A. Arthur]], Bandaríkjaforseti (d. [[1886]]).
=== Dáin ===
* [[6. apríl]] - [[Niels Henrik Abel]], norskur stærðfræðingur (f. [[1802]]).
[[Flokkur:1829]]
lid0nq9b1unq3nh5b1h76rh475taqe5
Menntaskólinn við Sund
0
5049
1919516
1915365
2025-06-06T22:28:46Z
85.220.18.164
/* Þekktir nemendur */
1919516
wikitext
text/x-wiki
{{Upplýsingar_Menntaskóli
|nafn = Menntaskólinn við Sund
|mynd =[[Mynd:Menntaskólinn við Sund.jpg|200px]]
|stofnaður = Árið [[1969]]
|rektor = [[Már Vilhjálmsson]]
|nemendur = 780
|nemendafélag = [[Skólafélag Menntaskólans við Sund]] (SMS)
|staðsetning = Gnoðarvogi 43, 104 Reykjavík
|fyrrum nöfn = Menntaskólinn við Tjörnina
|gælunöfn nemenda = MS-ingar
|heimasíða= [http://www.msund.is/ www.msund.is]
}}
'''Menntaskólinn við Sund''', [[skammstöfun|skammstafað]] ''MS'', er bóknámsskóli með áfangakerfi og býður nám til [[stúdentspróf]]s. Það er markmið skólans að bjóða nemendum aðeins það besta, góða þjónustu og fyrsta flokks nám óháð því á hvaða [[námsbraut]] þeir eru. Þá leggur skólinn sérstaka áherslu á að vera í fremstu röð. Þessum markmiðum sínum ætlar skólinn að ná með því að virkja frumkvæði nemenda og starfsmanna, með því að leggja áherslu á góða kennslu og fjölbreytilega [[kennslu]]hætti, nýtingu [[upplýsingatækni]] í kennslu, góðan tækjakost, samvinnu við [[fyrirtæki]] og [[stofnanir]] og símenntun starfsmanna sinna.<!-- Heimild vantar -->
==Stofnun skólans==
Þegar skólinn var stofnsettur árið [[1969]] voru einungis fjórir [[Framhaldsskóli|framhaldsskólar]] fyrir á [[Höfuðborgarsvæðið|höfuðborgarsvæðinu]], [[Menntaskólinn í Reykjavík|MR]], [[Menntaskólinn við Hamrahlíð|MH]], [[Verzlunarskóli Íslands|Verzlunarskólinn]] og [[Iðnskólinn í Reykjavík]]. Hinn yngsti þeirra, MH, hafði tekið til starfa árið [[1966]] og vegna sívaxandi sóknar í framhaldsnám var nú nauðsynlegt að stofna nýjan framhaldsskóla.
Skólinn var fyrst til húsa í gamla miðbæjarskólanum og var nefndur Menntaskólinn við Tjörnina.
Var skólinn rekinn sem útibú frá MR í upphafi og var sameiginlegur rektor yfir skólunum.
Árið [[1973]] flutti skólinn í Gnoðarvoginn og var nafninu breytt í Menntaskólinn við Sund.
Nemendur við skólann eru 780 í 33 bekkjum.
==Húsnæðismál==
Húsnæði [[Miðbæjarskólinn|Miðbæjarskólans]] þótti óhentugt að mörgu leyti. Umferðargnýr, þrengsli og kuldi gerðu nemendum og kennurum oft lífið leitt. Þrátt fyrir þetta varð skólalífið mjög blómlegt frá fyrstu tíð. Góður andi ríkti og athafnasemi nemenda í félagslífinu var með eindæmum. Hafin var útgáfa skólablaðs (Andríki; níu tölublöð skólaárið 1971-72), stofnaður kór 1972 undir stjórn eins af nemendum skólans, Snorra Sigfúsar Birgissonar, og sama ár var færð upp fyrsta leiksýning nemenda.
Nemendafjöldi jókst mjög strax á fyrstu árunum. Haustið 1971 voru þeir orðnir 541 og varð að grípa til þess ráðs að tvísetja skólann. Árið [[1972]] fékk skólinn fyrirheit ráðamanna um nýtt skólahúsnæði og var honum tryggð lóð ofarlega í [[Laugardalur|Laugardal]] (skammt fyrir vestan Glæsibæ). Draumurinn um nýja skólann varð sem kunnugt er aldrei að veruleika. Þó voru mál komin á það stig [[1973]] að skipuð hafði verið byggingarnefnd skólans, ráðinn arkitekt og veittar 2 milljónir króna á fjárlögum til undirbúnings verksins.
Hinn [[30. maí]] [[1973]] voru fyrstu stúdentarnir útskrifaðir frá skólanum, 159 að tölu. Athöfnin fór fram í Háskólabíói og hefur það verið svo síðan, að frátöldu árinu 2003 þegar athöfnin fór fram í [[Borgarleikhúsið|Borgarleikhúsinu]].
Árið 1974 var tekin sú ákvörðun að hætta við nýbyggingaráform skólans. Þess í stað var honum útvegað húsnæði í Vogaskóla. Um haustið fékkst hluti hans til afnota. Hélst sú skipan allt til vorsins [[1976]] að skólinn var starfræktur á tveimur stöðum, en þá var gamli Miðbæjarskólinn endanlega kvaddur og öll starfsemin flutt í núverandi húsnæði. Við flutninginn stórbatnaði öll aðstaða nemenda og kennara. Til dæmis var bókasafn sett á stofn, kennarar fengu vinnuherbergi, nemendur samkomusalinn Skálholt ([[1977]]) og kaffistofuna Kattholt ([[1978]]).
Þó að skólinn væri ekki lengur við Tjörnina hélt hann enn um sinn upprunalegu nafni sínu. Eftir miklar vangaveltur tók þáverandi menntamálaráðherra, [[Vilhjálmur Hjálmarsson]], af skarið, kvað upp úrskurð sinn og tilkynnti við skólaslit vorið [[1977]] að skólinn skyldi eftirleiðis heita Menntaskólinn við Sund.
Árið 1988 lét skólinn reisa listaverkið „Blómgun“ eftir [[Sigurjón Ólafsson]] á lóð skólans. Fékkst til þess styrkur úr listskreytingarsjóði.
==Stjórnendur==
Frá byrjun skólaárs 1970-1971 varð MT sjálfstæð stofnun og skipaður var rektor við skólann, [[Björn Bjarnason (f. 1944)|Björn Bjarnason]], sem gegndi því starfi til vorsins 1987. Árið 1970 var tekið upp annakerfi í skólanum, skólaárinu skipt í tvö námstímabil, haustönn og vorönn. Hefur sú skipan haldist síðan.
Haustið [[1975]] var [[Þór Vigfússon]] ráðinn fyrsti konrektor skólans. Haustið [[1978]] lét Þór af þessu starfi og tók þá við því Sigurður Ragnarsson. Gegndi hann starfi konrektors til loka skólaárs 1986-87 en tók við sem rektor sumarið 1987 er Björn Bjarnason lét af embætti. Frá sama tíma var Pétur Rasmussen ráðinn konrektor. Sumarið 1996 hætti Sigurður Ragnarsson störfum sem rektor og Eiríkur G. Guðmundsson tók við. Eiríkur lét af störfum snemma árs [[2001]] en þá tók við núverandi rektor, Már Vilhjálmsson. Pétur Rasmussen hætti sem konrektor sumarið 2002 og Hjördís Þorgeirsdóttir tók við.
Frá upphafi skólaárs 1990-91 var stofnað embætti kennslustjóra við skólan sem [[Sigurrós Erlingsdóttir]] gegnir í dag.
Árið 1974 fékk skólinn [[Ólafsdalur|Ólafsdal]] við [[Gilsfjörður|Gilsfjörð]] til afnota sem skólasel. Um árabil voru Ólafsdalsferðir vinsæll þáttur í skólastarfinu en eru nú aflagðar og húsnæðið afhent landbúnaðarráðuneytinu að nýju.
==Félagslíf==
Félagslíf nemenda við skólann hefur alla tíð verið blómlegt. Hafa ýmsar athafnir nemenda orðið að fastri hefð í skólalífinu og ber þar líklega hæst Busadaginn,85 ball skólans, Fardag og Tirnu. Busl hefur tíðkast frá fyrstu tíð þegar annarsbekkingar haustið 1970 báru Tjarnarvatn í ámu inn í skólaportið og skírðu þar busa með niðurdýfingu. Fyrstu stúdentarnir (1973) kvöddu skólann með mikilli hátíð síðasta kennsludag sem þeir nefndu Fardag. Hefur sá dagur verið með líkum hætti síðan. Einnig hafa allir stúdentahópar gefið út bókina [[Tirna|Tirnu]] (Tirna — sbr. Tjörn). Skólafélagið gefur einnig út tímaritið Steingerði sem nefnt er eftir ömmu [[Andri Snær Magnason|Andra Snæs Magnasonar]], fyrsta ritstjóra hennar.
Leikfélag MS heitir [[Thalía]] og setur það upp árleg leikverk, núna í ár Aladdín, síðast leikritið Söngleikurinn Harry potter og myrkiherrann og árið á undan var sett fram [[söngleikurinn Stjörnustríð]]
MS hefur unnið bæði [[Morfís]] ([[1989]] og [[2010]]) og [[Gettu betur]] ([[1990]]).
==Þekktir nemendur==
===Fræðimenn===
====== [[Ármann Jakobsson]], íslenskufræðingur. ======
* [[Sverrir Jakobsson]], sagnfræðingur.
===Íþróttamenn===
* [[Guðmundur Eggert Stephensen]], borðtennisspilari.<ref>[http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1086408| Grein Morgunblaðsins, 4. júní 2006: ''Lofar Góðu - Guðmundur Eggert Stephensen'']</ref>
* [[Edda Falak]], íþróttakona og hlaðvarpsstjórnandi
===Rithöfundar===
* [[Andri Snær Magnason]], [[rithöfundur]].<ref>[http://www.andrisnaer.is/um-andra/| Vefsvæði Andra Snæs Magnasonar]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* [[Einar Már Guðmundsson]], rithöfundur
* [[Einar Kárason]], rithöfundur
* [[Guðlaugur Arason]], rithöfundur
* [[Steinar Bragi|Steinar Bragi Guðmundsson]], rithöfundur
===Stjórnmálamenn===
* [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]], fyrrv. utanríkisráðherra og borgarstjóri.<ref>[http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=264| Æviágrip Ingibjargar S. Gísladóttur af vef Alþingis]</ref>
* [[Katrín Jakobsdóttir]], fyrrv. forsætisráðherra.<ref>[http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=690| Æviágrip Katrínar Jakobsdóttir af vef Alþingis]</ref>
* [[Sigrún Björk Jakobsdóttir]], fyrrv. bæjarstjóri Akureyrar.<ref>[http://www.profkjor.is/?action=profill&username=sigrunbjakobs| Æviágrip Sigrúnar B. Jakobsdóttur af prófkjörsvef Sjálfstæðisflokksins]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]], fyrrv. menntamálaráðherra.<ref>[http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=632| Æviágrip Þorgerðar K. Gunnarsdóttur af vef Alþingis]</ref>
==Tenglar==
*[http://www.msund.is Vefsíða skólans]
*[http://www.belja.is Heimasíða Skólafélags Menntaskólans við Sund] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160114090748/http://www.belja.is/ |date=2016-01-14 }}
==Heimildir==
*[http://www.itn.is/~asgeir/ms/agrip-af-sogu.htm http://www.itn.is/~asgeir/ms/agrip-af-sogu.htm]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
==Neðanmálsgreinar==
{{reflist}}
{{töflubyrjun}}
{{Sigurvegari | fyrir=[[Menntaskólinn í Kópavogi]] | titill=Sigurvegari [[Gettu betur]] | ár=[[1990]] | eftir=[[Menntaskólinn á Akureyri]]}}
{{töfluendir}}
{{framhaldsskólar}}
[[Flokkur:Menntaskólinn við Sund| ]]
{{S|1969}}
75o2jz8as4nu2163kdt5msdib88bo1y
1919521
1919516
2025-06-06T22:38:50Z
Óskadddddd
83612
Afturkalla útgáfu [[Special:Diff/1919516|1919516]] frá [[Special:Contributions/85.220.18.164|85.220.18.164]] ([[User talk:85.220.18.164|spjall]])
1919521
wikitext
text/x-wiki
{{Upplýsingar_Menntaskóli
|nafn = Menntaskólinn við Sund
|mynd =[[Mynd:Menntaskólinn við Sund.jpg|200px]]
|stofnaður = Árið [[1969]]
|rektor = [[Már Vilhjálmsson]]
|nemendur = 780
|nemendafélag = [[Skólafélag Menntaskólans við Sund]] (SMS)
|staðsetning = Gnoðarvogi 43, 104 Reykjavík
|fyrrum nöfn = Menntaskólinn við Tjörnina
|gælunöfn nemenda = MS-ingar
|heimasíða= [http://www.msund.is/ www.msund.is]
}}
'''Menntaskólinn við Sund''', [[skammstöfun|skammstafað]] ''MS'', er bóknámsskóli með áfangakerfi og býður nám til [[stúdentspróf]]s. Það er markmið skólans að bjóða nemendum aðeins það besta, góða þjónustu og fyrsta flokks nám óháð því á hvaða [[námsbraut]] þeir eru. Þá leggur skólinn sérstaka áherslu á að vera í fremstu röð. Þessum markmiðum sínum ætlar skólinn að ná með því að virkja frumkvæði nemenda og starfsmanna, með því að leggja áherslu á góða kennslu og fjölbreytilega [[kennslu]]hætti, nýtingu [[upplýsingatækni]] í kennslu, góðan tækjakost, samvinnu við [[fyrirtæki]] og [[stofnanir]] og símenntun starfsmanna sinna.<!-- Heimild vantar -->
==Stofnun skólans==
Þegar skólinn var stofnsettur árið [[1969]] voru einungis fjórir [[Framhaldsskóli|framhaldsskólar]] fyrir á [[Höfuðborgarsvæðið|höfuðborgarsvæðinu]], [[Menntaskólinn í Reykjavík|MR]], [[Menntaskólinn við Hamrahlíð|MH]], [[Verzlunarskóli Íslands|Verzlunarskólinn]] og [[Iðnskólinn í Reykjavík]]. Hinn yngsti þeirra, MH, hafði tekið til starfa árið [[1966]] og vegna sívaxandi sóknar í framhaldsnám var nú nauðsynlegt að stofna nýjan framhaldsskóla.
Skólinn var fyrst til húsa í gamla miðbæjarskólanum og var nefndur Menntaskólinn við Tjörnina.
Var skólinn rekinn sem útibú frá MR í upphafi og var sameiginlegur rektor yfir skólunum.
Árið [[1973]] flutti skólinn í Gnoðarvoginn og var nafninu breytt í Menntaskólinn við Sund.
Nemendur við skólann eru 780 í 33 bekkjum.
==Húsnæðismál==
Húsnæði [[Miðbæjarskólinn|Miðbæjarskólans]] þótti óhentugt að mörgu leyti. Umferðargnýr, þrengsli og kuldi gerðu nemendum og kennurum oft lífið leitt. Þrátt fyrir þetta varð skólalífið mjög blómlegt frá fyrstu tíð. Góður andi ríkti og athafnasemi nemenda í félagslífinu var með eindæmum. Hafin var útgáfa skólablaðs (Andríki; níu tölublöð skólaárið 1971-72), stofnaður kór 1972 undir stjórn eins af nemendum skólans, Snorra Sigfúsar Birgissonar, og sama ár var færð upp fyrsta leiksýning nemenda.
Nemendafjöldi jókst mjög strax á fyrstu árunum. Haustið 1971 voru þeir orðnir 541 og varð að grípa til þess ráðs að tvísetja skólann. Árið [[1972]] fékk skólinn fyrirheit ráðamanna um nýtt skólahúsnæði og var honum tryggð lóð ofarlega í [[Laugardalur|Laugardal]] (skammt fyrir vestan Glæsibæ). Draumurinn um nýja skólann varð sem kunnugt er aldrei að veruleika. Þó voru mál komin á það stig [[1973]] að skipuð hafði verið byggingarnefnd skólans, ráðinn arkitekt og veittar 2 milljónir króna á fjárlögum til undirbúnings verksins.
Hinn [[30. maí]] [[1973]] voru fyrstu stúdentarnir útskrifaðir frá skólanum, 159 að tölu. Athöfnin fór fram í Háskólabíói og hefur það verið svo síðan, að frátöldu árinu 2003 þegar athöfnin fór fram í [[Borgarleikhúsið|Borgarleikhúsinu]].
Árið 1974 var tekin sú ákvörðun að hætta við nýbyggingaráform skólans. Þess í stað var honum útvegað húsnæði í Vogaskóla. Um haustið fékkst hluti hans til afnota. Hélst sú skipan allt til vorsins [[1976]] að skólinn var starfræktur á tveimur stöðum, en þá var gamli Miðbæjarskólinn endanlega kvaddur og öll starfsemin flutt í núverandi húsnæði. Við flutninginn stórbatnaði öll aðstaða nemenda og kennara. Til dæmis var bókasafn sett á stofn, kennarar fengu vinnuherbergi, nemendur samkomusalinn Skálholt ([[1977]]) og kaffistofuna Kattholt ([[1978]]).
Þó að skólinn væri ekki lengur við Tjörnina hélt hann enn um sinn upprunalegu nafni sínu. Eftir miklar vangaveltur tók þáverandi menntamálaráðherra, [[Vilhjálmur Hjálmarsson]], af skarið, kvað upp úrskurð sinn og tilkynnti við skólaslit vorið [[1977]] að skólinn skyldi eftirleiðis heita Menntaskólinn við Sund.
Árið 1988 lét skólinn reisa listaverkið „Blómgun“ eftir [[Sigurjón Ólafsson]] á lóð skólans. Fékkst til þess styrkur úr listskreytingarsjóði.
==Stjórnendur==
Frá byrjun skólaárs 1970-1971 varð MT sjálfstæð stofnun og skipaður var rektor við skólann, [[Björn Bjarnason (f. 1944)|Björn Bjarnason]], sem gegndi því starfi til vorsins 1987. Árið 1970 var tekið upp annakerfi í skólanum, skólaárinu skipt í tvö námstímabil, haustönn og vorönn. Hefur sú skipan haldist síðan.
Haustið [[1975]] var [[Þór Vigfússon]] ráðinn fyrsti konrektor skólans. Haustið [[1978]] lét Þór af þessu starfi og tók þá við því Sigurður Ragnarsson. Gegndi hann starfi konrektors til loka skólaárs 1986-87 en tók við sem rektor sumarið 1987 er Björn Bjarnason lét af embætti. Frá sama tíma var Pétur Rasmussen ráðinn konrektor. Sumarið 1996 hætti Sigurður Ragnarsson störfum sem rektor og Eiríkur G. Guðmundsson tók við. Eiríkur lét af störfum snemma árs [[2001]] en þá tók við núverandi rektor, Már Vilhjálmsson. Pétur Rasmussen hætti sem konrektor sumarið 2002 og Hjördís Þorgeirsdóttir tók við.
Frá upphafi skólaárs 1990-91 var stofnað embætti kennslustjóra við skólan sem [[Sigurrós Erlingsdóttir]] gegnir í dag.
Árið 1974 fékk skólinn [[Ólafsdalur|Ólafsdal]] við [[Gilsfjörður|Gilsfjörð]] til afnota sem skólasel. Um árabil voru Ólafsdalsferðir vinsæll þáttur í skólastarfinu en eru nú aflagðar og húsnæðið afhent landbúnaðarráðuneytinu að nýju.
==Félagslíf==
Félagslíf nemenda við skólann hefur alla tíð verið blómlegt. Hafa ýmsar athafnir nemenda orðið að fastri hefð í skólalífinu og ber þar líklega hæst Busadaginn,85 ball skólans, Fardag og Tirnu. Busl hefur tíðkast frá fyrstu tíð þegar annarsbekkingar haustið 1970 báru Tjarnarvatn í ámu inn í skólaportið og skírðu þar busa með niðurdýfingu. Fyrstu stúdentarnir (1973) kvöddu skólann með mikilli hátíð síðasta kennsludag sem þeir nefndu Fardag. Hefur sá dagur verið með líkum hætti síðan. Einnig hafa allir stúdentahópar gefið út bókina [[Tirna|Tirnu]] (Tirna — sbr. Tjörn). Skólafélagið gefur einnig út tímaritið Steingerði sem nefnt er eftir ömmu [[Andri Snær Magnason|Andra Snæs Magnasonar]], fyrsta ritstjóra hennar.
Leikfélag MS heitir [[Thalía]] og setur það upp árleg leikverk, núna í ár Aladdín, síðast leikritið Söngleikurinn Harry potter og myrkiherrann og árið á undan var sett fram [[söngleikurinn Stjörnustríð]]
MS hefur unnið bæði [[Morfís]] ([[1989]] og [[2010]]) og [[Gettu betur]] ([[1990]]).
==Þekktir nemendur==
===Fræðimenn===
* [[Ármann Jakobsson]], íslenskufræðingur.
* [[Sverrir Jakobsson]], sagnfræðingur.
===Íþróttamenn===
* [[Guðmundur Eggert Stephensen]], borðtennisspilari.<ref>[http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1086408| Grein Morgunblaðsins, 4. júní 2006: ''Lofar Góðu - Guðmundur Eggert Stephensen'']</ref>
* [[Edda Falak]], íþróttakona og hlaðvarpsstjórnandi
===Rithöfundar===
* [[Andri Snær Magnason]], [[rithöfundur]].<ref>[http://www.andrisnaer.is/um-andra/| Vefsvæði Andra Snæs Magnasonar]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* [[Einar Már Guðmundsson]], rithöfundur
* [[Einar Kárason]], rithöfundur
* [[Guðlaugur Arason]], rithöfundur
* [[Steinar Bragi|Steinar Bragi Guðmundsson]], rithöfundur
===Stjórnmálamenn===
* [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]], fyrrv. utanríkisráðherra og borgarstjóri.<ref>[http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=264| Æviágrip Ingibjargar S. Gísladóttur af vef Alþingis]</ref>
* [[Katrín Jakobsdóttir]], fyrrv. menntamálaráðherra.<ref>[http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=690| Æviágrip Katrínar Jakobsdóttir af vef Alþingis]</ref>
* [[Sigrún Björk Jakobsdóttir]], fyrrv. bæjarstjóri Akureyrar.<ref>[http://www.profkjor.is/?action=profill&username=sigrunbjakobs| Æviágrip Sigrúnar B. Jakobsdóttur af prófkjörsvef Sjálfstæðisflokksins]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]], fyrrv. menntamálaráðherra.<ref>[http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=632| Æviágrip Þorgerðar K. Gunnarsdóttur af vef Alþingis]</ref>
==Tenglar==
*[http://www.msund.is Vefsíða skólans]
*[http://www.belja.is Heimasíða Skólafélags Menntaskólans við Sund] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160114090748/http://www.belja.is/ |date=2016-01-14 }}
==Heimildir==
*[http://www.itn.is/~asgeir/ms/agrip-af-sogu.htm http://www.itn.is/~asgeir/ms/agrip-af-sogu.htm]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
==Neðanmálsgreinar==
{{reflist}}
{{töflubyrjun}}
{{Sigurvegari | fyrir=[[Menntaskólinn í Kópavogi]] | titill=Sigurvegari [[Gettu betur]] | ár=[[1990]] | eftir=[[Menntaskólinn á Akureyri]]}}
{{töfluendir}}
{{framhaldsskólar}}
[[Flokkur:Menntaskólinn við Sund| ]]
{{S|1969}}
iys1n4diaeovz64if3pq17f5hnwymti
1919522
1919521
2025-06-06T22:39:48Z
Óskadddddd
83612
1919522
wikitext
text/x-wiki
{{Upplýsingar_Menntaskóli
|nafn = Menntaskólinn við Sund
|mynd =[[Mynd:Menntaskólinn við Sund.jpg|200px]]
|stofnaður = Árið [[1969]]
|rektor = [[Már Vilhjálmsson]]
|nemendur = 780
|nemendafélag = [[Skólafélag Menntaskólans við Sund]] (SMS)
|staðsetning = Gnoðarvogi 43, 104 Reykjavík
|fyrrum nöfn = Menntaskólinn við Tjörnina
|gælunöfn nemenda = MS-ingar
|heimasíða= [http://www.msund.is/ www.msund.is]
}}
'''Menntaskólinn við Sund''', [[skammstöfun|skammstafað]] ''MS'', er bóknámsskóli með áfangakerfi og býður nám til [[stúdentspróf]]s. Það er markmið skólans að bjóða nemendum aðeins það besta, góða þjónustu og fyrsta flokks nám óháð því á hvaða [[námsbraut]] þeir eru. Þá leggur skólinn sérstaka áherslu á að vera í fremstu röð. Þessum markmiðum sínum ætlar skólinn að ná með því að virkja frumkvæði nemenda og starfsmanna, með því að leggja áherslu á góða kennslu og fjölbreytilega [[kennslu]]hætti, nýtingu [[upplýsingatækni]] í kennslu, góðan tækjakost, samvinnu við [[fyrirtæki]] og [[stofnanir]] og símenntun starfsmanna sinna.<!-- Heimild vantar -->
==Stofnun skólans==
Þegar skólinn var stofnsettur árið [[1969]] voru einungis fjórir [[Framhaldsskóli|framhaldsskólar]] fyrir á [[Höfuðborgarsvæðið|höfuðborgarsvæðinu]], [[Menntaskólinn í Reykjavík|MR]], [[Menntaskólinn við Hamrahlíð|MH]], [[Verzlunarskóli Íslands|Verzlunarskólinn]] og [[Iðnskólinn í Reykjavík]]. Hinn yngsti þeirra, MH, hafði tekið til starfa árið [[1966]] og vegna sívaxandi sóknar í framhaldsnám var nú nauðsynlegt að stofna nýjan framhaldsskóla.
Skólinn var fyrst til húsa í gamla miðbæjarskólanum og var nefndur Menntaskólinn við Tjörnina.
Var skólinn rekinn sem útibú frá MR í upphafi og var sameiginlegur rektor yfir skólunum.
Árið [[1973]] flutti skólinn í Gnoðarvoginn og var nafninu breytt í Menntaskólinn við Sund.
Nemendur við skólann eru 780 í 33 bekkjum.
==Húsnæðismál==
Húsnæði [[Miðbæjarskólinn|Miðbæjarskólans]] þótti óhentugt að mörgu leyti. Umferðargnýr, þrengsli og kuldi gerðu nemendum og kennurum oft lífið leitt. Þrátt fyrir þetta varð skólalífið mjög blómlegt frá fyrstu tíð. Góður andi ríkti og athafnasemi nemenda í félagslífinu var með eindæmum. Hafin var útgáfa skólablaðs (Andríki; níu tölublöð skólaárið 1971-72), stofnaður kór 1972 undir stjórn eins af nemendum skólans, Snorra Sigfúsar Birgissonar, og sama ár var færð upp fyrsta leiksýning nemenda.
Nemendafjöldi jókst mjög strax á fyrstu árunum. Haustið 1971 voru þeir orðnir 541 og varð að grípa til þess ráðs að tvísetja skólann. Árið [[1972]] fékk skólinn fyrirheit ráðamanna um nýtt skólahúsnæði og var honum tryggð lóð ofarlega í [[Laugardalur|Laugardal]] (skammt fyrir vestan Glæsibæ). Draumurinn um nýja skólann varð sem kunnugt er aldrei að veruleika. Þó voru mál komin á það stig [[1973]] að skipuð hafði verið byggingarnefnd skólans, ráðinn arkitekt og veittar 2 milljónir króna á fjárlögum til undirbúnings verksins.
Hinn [[30. maí]] [[1973]] voru fyrstu stúdentarnir útskrifaðir frá skólanum, 159 að tölu. Athöfnin fór fram í Háskólabíói og hefur það verið svo síðan, að frátöldu árinu 2003 þegar athöfnin fór fram í [[Borgarleikhúsið|Borgarleikhúsinu]].
Árið 1974 var tekin sú ákvörðun að hætta við nýbyggingaráform skólans. Þess í stað var honum útvegað húsnæði í Vogaskóla. Um haustið fékkst hluti hans til afnota. Hélst sú skipan allt til vorsins [[1976]] að skólinn var starfræktur á tveimur stöðum, en þá var gamli Miðbæjarskólinn endanlega kvaddur og öll starfsemin flutt í núverandi húsnæði. Við flutninginn stórbatnaði öll aðstaða nemenda og kennara. Til dæmis var bókasafn sett á stofn, kennarar fengu vinnuherbergi, nemendur samkomusalinn Skálholt ([[1977]]) og kaffistofuna Kattholt ([[1978]]).
Þó að skólinn væri ekki lengur við Tjörnina hélt hann enn um sinn upprunalegu nafni sínu. Eftir miklar vangaveltur tók þáverandi menntamálaráðherra, [[Vilhjálmur Hjálmarsson]], af skarið, kvað upp úrskurð sinn og tilkynnti við skólaslit vorið [[1977]] að skólinn skyldi eftirleiðis heita Menntaskólinn við Sund.
Árið 1988 lét skólinn reisa listaverkið „Blómgun“ eftir [[Sigurjón Ólafsson]] á lóð skólans. Fékkst til þess styrkur úr listskreytingarsjóði.
==Stjórnendur==
Frá byrjun skólaárs 1970-1971 varð MT sjálfstæð stofnun og skipaður var rektor við skólann, [[Björn Bjarnason (f. 1944)|Björn Bjarnason]], sem gegndi því starfi til vorsins 1987. Árið 1970 var tekið upp annakerfi í skólanum, skólaárinu skipt í tvö námstímabil, haustönn og vorönn. Hefur sú skipan haldist síðan.
Haustið [[1975]] var [[Þór Vigfússon]] ráðinn fyrsti konrektor skólans. Haustið [[1978]] lét Þór af þessu starfi og tók þá við því Sigurður Ragnarsson. Gegndi hann starfi konrektors til loka skólaárs 1986-87 en tók við sem rektor sumarið 1987 er Björn Bjarnason lét af embætti. Frá sama tíma var Pétur Rasmussen ráðinn konrektor. Sumarið 1996 hætti Sigurður Ragnarsson störfum sem rektor og Eiríkur G. Guðmundsson tók við. Eiríkur lét af störfum snemma árs [[2001]] en þá tók við núverandi rektor, Már Vilhjálmsson. Pétur Rasmussen hætti sem konrektor sumarið 2002 og Hjördís Þorgeirsdóttir tók við.
Frá upphafi skólaárs 1990-91 var stofnað embætti kennslustjóra við skólan sem [[Sigurrós Erlingsdóttir]] gegnir í dag.
Árið 1974 fékk skólinn [[Ólafsdalur|Ólafsdal]] við [[Gilsfjörður|Gilsfjörð]] til afnota sem skólasel. Um árabil voru Ólafsdalsferðir vinsæll þáttur í skólastarfinu en eru nú aflagðar og húsnæðið afhent landbúnaðarráðuneytinu að nýju.
==Félagslíf==
Félagslíf nemenda við skólann hefur alla tíð verið blómlegt. Hafa ýmsar athafnir nemenda orðið að fastri hefð í skólalífinu og ber þar líklega hæst Busadaginn,85 ball skólans, Fardag og Tirnu. Busl hefur tíðkast frá fyrstu tíð þegar annarsbekkingar haustið 1970 báru Tjarnarvatn í ámu inn í skólaportið og skírðu þar busa með niðurdýfingu. Fyrstu stúdentarnir (1973) kvöddu skólann með mikilli hátíð síðasta kennsludag sem þeir nefndu Fardag. Hefur sá dagur verið með líkum hætti síðan. Einnig hafa allir stúdentahópar gefið út bókina [[Tirna|Tirnu]] (Tirna — sbr. Tjörn). Skólafélagið gefur einnig út tímaritið Steingerði sem nefnt er eftir ömmu [[Andri Snær Magnason|Andra Snæs Magnasonar]], fyrsta ritstjóra hennar.
Leikfélag MS heitir [[Thalía]] og setur það upp árleg leikverk, núna í ár Aladdín, síðast leikritið Söngleikurinn Harry potter og myrkiherrann og árið á undan var sett fram [[söngleikurinn Stjörnustríð]]
MS hefur unnið bæði [[Morfís]] ([[1989]] og [[2010]]) og [[Gettu betur]] ([[1990]]).
==Þekktir nemendur==
===Fræðimenn===
* [[Ármann Jakobsson]], íslenskufræðingur.
* [[Sverrir Jakobsson]], sagnfræðingur.
===Íþróttamenn===
* [[Guðmundur Eggert Stephensen]], borðtennisspilari.<ref>[http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1086408| Grein Morgunblaðsins, 4. júní 2006: ''Lofar Góðu - Guðmundur Eggert Stephensen'']</ref>
* [[Edda Falak]], íþróttakona og hlaðvarpsstjórnandi
===Rithöfundar===
* [[Andri Snær Magnason]], [[rithöfundur]].<ref>[http://www.andrisnaer.is/um-andra/| Vefsvæði Andra Snæs Magnasonar]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* [[Einar Már Guðmundsson]], rithöfundur
* [[Einar Kárason]], rithöfundur
* [[Guðlaugur Arason]], rithöfundur
* [[Steinar Bragi|Steinar Bragi Guðmundsson]], rithöfundur
===Stjórnmálamenn===
* [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]], fyrrv. utanríkisráðherra og borgarstjóri.<ref>[http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=264| Æviágrip Ingibjargar S. Gísladóttur af vef Alþingis]</ref>
* [[Katrín Jakobsdóttir]], fyrrv. forsætisráðherra og menntamálaráðherra.<ref>[http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=690| Æviágrip Katrínar Jakobsdóttir af vef Alþingis]</ref>
* [[Sigrún Björk Jakobsdóttir]], fyrrv. bæjarstjóri Akureyrar.<ref>[http://www.profkjor.is/?action=profill&username=sigrunbjakobs| Æviágrip Sigrúnar B. Jakobsdóttur af prófkjörsvef Sjálfstæðisflokksins]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]], fyrrv. menntamálaráðherra.<ref>[http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=632| Æviágrip Þorgerðar K. Gunnarsdóttur af vef Alþingis]</ref>
==Tenglar==
*[http://www.msund.is Vefsíða skólans]
*[http://www.belja.is Heimasíða Skólafélags Menntaskólans við Sund] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160114090748/http://www.belja.is/ |date=2016-01-14 }}
==Heimildir==
*[http://www.itn.is/~asgeir/ms/agrip-af-sogu.htm http://www.itn.is/~asgeir/ms/agrip-af-sogu.htm]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
==Neðanmálsgreinar==
{{reflist}}
{{töflubyrjun}}
{{Sigurvegari | fyrir=[[Menntaskólinn í Kópavogi]] | titill=Sigurvegari [[Gettu betur]] | ár=[[1990]] | eftir=[[Menntaskólinn á Akureyri]]}}
{{töfluendir}}
{{framhaldsskólar}}
[[Flokkur:Menntaskólinn við Sund| ]]
{{S|1969}}
aznr8zmyqpw8uc8sc5hoyuwl4mlcv2u
Svalbarði
0
11429
1919539
1912551
2025-06-07T06:25:47Z
R. Henrik Nilsson
84937
Mynd : UNIS The university centre in Svalbard from S in distance Adventtoppen Hiorthfjellet May 23 2025.jpg | Háskólamiðstöð Svalbarða
1919539
wikitext
text/x-wiki
{{land
|nafn_á_frummáli = Svalbard
|nafn_í_eignarfalli = Svalbarða
|land=Noregs
|fáni = Flag of Norway.svg
|skjaldarmerki = Logo of the Governor of Svalbard.svg
|staðsetningarkort = Norway-Svalbard.svg
|tungumál = [[norska]]
|höfuðborg = [[Longyearbyen]]
|þjóðsöngur = [[Kongesangen]]
|stjórnarfar = Noregsstjórn
|titill_leiðtoga1 = [[Noregskonungur|Konungur]]
|titill_leiðtoga2 = [[Sýslumaðurinn á Svalbarða|Sýslumaður]]
|nafn_leiðtoga1 = [[Haraldur 5.]]
|nafn_leiðtoga2 = [[Lars Fause]]
|flatarmál = 61.022
|mannfjöldaár = 2020
|fólksfjöldi = 2.939
|íbúar_á_ferkílómetra = 0,04
|staða = Landsvæði í [[Noregur|Noregi]]
|atburður1 = [[Svalbarðasamningurinn]]
|dagsetning1 = 9. febrúar 1920
|atburður2 = [[Svalbarðalögin]]
|dagsetning2 = 17. júlí 1925
|gjaldmiðill = [[norsk króna]] (NOK)
|tímabelti = [[UTC]]+1 (+2 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]])
|tld = no
|símakóði = 47
}}
'''Svalbarði''' ([[norska]]: ''Svalbard'') er [[eyjaklasi]] í [[Norður-Íshaf]]i, um það bil miðja vegu milli meginlands [[Evrópa|Evrópu]] og [[Norðurpóllinn|Norðurpólsins]]. Eyjarnar eru milli 74. og 81. breiddargráðu norður og 10. til 35. lengdargráðu austur. [[Spitsbergen]] er stærsta eyjan, en þar á eftir koma [[Norðausturlandið]] og [[Edge-eyja]]. Stærsta byggðin á eyjunum er [[Longyearbyen]].<ref name="SA-2021">{{cite journal |last1=Dickie |first1=Gloria |title=The World's Northernmost Town Is Changing Dramatically|format=Original title: "The Polar Crucible" |journal=Scientific American |date=1.6.2021 |volume=324|issue=6|pages=44–53|url=https://www.scientificamerican.com/article/the-worlds-northernmost-town-is-changing-dramatically/}}</ref>
Eyjarnar voru fyrst notaðar sem veiðistöð af hvalveiðimönnum sem sigldu langt norður í höf á 17. og 18. öld, en sem yfirgáfu þær síðar. [[Kolanám]] hófst þar í upphafi 20. aldar og nokkrar varanlegar byggðir voru stofnaðar. [[Svalbarðasamningurinn]] frá 1920 kveður á um yfirráð Noregs yfir eyjunum og með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 lýstu Norðmenn Svalbarða hluta af norska konungsríkinu. Svalbarði var gerður að [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði|herlausu svæði]]. Norska fyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] og rússneska fyrirtækið [[Arktikugol]] eru einu námafyrirtækin sem enn starfa á eyjunum, en rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta hafa í seinni tíð orðið mikilvægari. [[Háskólamiðstöðin á Svalbarða]] (UNIS) og [[Fræbankinn á Svalbarða]] leika lykilhlutverk í efnahagslífi eyjanna. Fyrir utan [[Longyearbyen]] eru helstu byggðir á eyjunum rússneski námabærinn [[Barentsburg]], rannsóknarstöðin [[Ny-Ålesund]] og námabærinn [[Sveagruva]]. Aðrar byggðir eru norðar en eina fólkið sem þar býr eru hópar vísindamanna sem dvelja þar tímabundið. Engir vegir liggja milli byggðanna. [[Snjósleði|Snjósleðar]], flugvélar og bátar eru helstu samgöngutækin. [[Svalbarðaflugvöllur]] í Longyearbyen er aðalsamgöngumiðstöð eyjanna.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2840513|title=Svalbarði: Ný samgöngumiðstöð á Norðurslóðum?|journal=Þjóðviljinn|year=1974|number=80|date=21.5.1974|volume=39|page=12}}</ref>
Um 60% af eyjunum eru þakin [[jökull|jöklum]] og þar eru mörg fjöll og firðir. Þar ríkir [[íshafsloftslag]] þótt hitastig sé mun hærra en annars staðar á sömu breiddargráðum. [[Flóra Svalbarða]] nýtir sér [[miðnætursól]]ina til að bæta upp fyrir [[skammdegi]]ð á veturnar. Margar tegundir sjófugla verpa á Svalbarða og þar er að finna [[tófa|tófu]], [[hreindýr]] og [[ísbjörn|ísbirni]], auk [[sjávarspendýr]]a. Á Svalbarða eru sjö þjóðgarðar og 22 friðlönd sem ná yfir 2/3 hluta af landi eyjanna.<ref>{{cite web|title=The national parks on Svalbard|website=Norwegian national parks|url=https://www.norgesnasjonalparker.no/en/nationalparks/svalbard/}}</ref>
[[Noregur]] fer með yfirráð á Svalbarða samkvæmt Svalbarðasamningnum frá 1920, en eyjarnar eru ekki stjórnsýslulegur hluti Noregs og falla ekki undir neitt norskt fylki. Þess í stað fer [[ríkisstjórn Noregs]] með stjórn eyjanna beint í gegnum skipaðan [[sýslumaðurinn á Svalbarða|sýslumann]]. Svalbarði er utan við [[Schengen-svæðið]], [[Evrópska efnahagssvæðið]] og [[Norræna vegabréfasambandið]]. [[Svalbarði og Jan Mayen]] eiga saman ISO 3166-1-landakóðann SJ þótt stjórn þeirra sé alveg aðskilin. Í Svalbarðasamningnum er kveðið á um að allir aðilar (nú yfir 40 talsins) skuli hafa rétt til að nýta auðlindir Svalbarða og að allar eyjarnar skuli vera herlaust svæði. Nú á dögum eru það eingöngu [[Rússland|Rússar]] sem nýta sér þetta ákvæði og stunda [[kol]]anám á Svalbarða. Einnig hafa [[Ísland|íslensk]] stjórnvöld vísað í þetta ákvæði varðandi [[fiskveiðar]] íslenskra skipa í grennd við Svalbarða. Svalbarði er nyrsta svæði í heimi þar sem er föst búseta.
== Heiti ==
Nafnið Svalbarði kemur fyrir í fyrsta kafla [[Landnámabók]]ar þar sem segir að frá [[Langanes]]i á Íslandi sé fjögurra dægra sigling norður til Svalbarða. Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld er sagt frá „Svalbarðsfundi“ árið 1194.<ref name="konungsannall" /> Nafnið merkir „köld strönd“ og gæti hafa átt við eitthvað annað land, til dæmis [[Jan Mayen]] eða [[Grænland]]. Með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 var ákveðið að láta eyjaklasann heita þessu norræna nafni, fremur en Spitsbergen. Það var hluti af því að staðfesta yfirráð Norðmanna.<ref name="Berg2013">{{cite journal |last1=Berg |first1=Roald |title=From "Spitsbergen" to "Svalbard". Norwegianization in Norway and in the "Norwegian Sea", 1820–1925 |journal=Acta Borealia |date=December 2013 |volume=30 |issue=2 |pages=154–173 |doi=10.1080/08003831.2013.843322|s2cid=145567480 }}</ref>
Nafnið Spitsbergen kemur frá hollenska landkönnuðinum [[Willem Barents]] sem sá hvassa fjallstinda (''spitse bergen'') á vesturströnd aðaleyjunnar. Barents vissi ekki að um eyjaklasa væri að ræða og nafnið Spitsbergen hefur því verið notað bæði um eyjaklasann og aðaleyjuna.<ref>[http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf ''In Search of Het Behouden Huys: A Survey of the Remains of the House of Willem Barentsz on Novaya Zemlya'', LOUWRENS HACQUEBORD, p. 250] {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090327084815/http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf |date=27 March 2009 }}.</ref>
== Saga ==
=== Landkönnun ===
[[Mynd:1598_map_of_the_Polar_Regions_by_Willem_Barentsz.jpg|thumb|right|Kort af Norðurslóðum eftir þriðja leiðangur Barents 1596 þar sem Svalbarði er nefndur ''Het nieuwe land'' („nýja landið“).]]
Elsta heimildin sem minnist á Svalbarða er ''[[Landnámabók]]'' frá 12. öld sem segir að frá [[Langanes]]i sé fjögurra dægra sigling til Svalbarða „í hafsbotn“.<ref>{{cite book|title=Landnámabók (Sturlubók)|chapter=1. kafli|url=https://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm}}</ref> Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld stendur við árið 1194 „Svalbarðsfundur“.<ref name="konungsannall">{{vefheimild|url=https://heimskringla.no/wiki/Konungsann%C3%A1ll|vefsíða=Heimskringla.no|titill=Konungsannáll|skoðað=12.10.2023}}</ref> Nafnið merkir einfaldlega „köld strönd“ og gæti átt við eitthvað annað land en það sem kallað er Svalbarði í dag. Rússar hafa haldið því fram að [[Pómorar]] sem búa við strendur [[Hvítahaf]]s hafi uppgötvað Svalbarða á 16. öld eða fyrr, en heimildir skortir fyrir þeirri staðhæfingu og engar minjar hafa fundist sem staðfesta veru norrænna manna eða Pómora á Svalbarða fyrir lok 16. aldar þótt það sé umdeilt.<ref>{{cite journal|author=Hultgreen, T.|year=2002|title=When did the Pomors come to Svalbard?|journal=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/080038302321117551}}</ref>
Fyrsti landkönnuðurinn sem sá Svalbarða svo vitað sé með vissu var [[Willem Barents]] sem kom auga á Svalbarða í síðasta leiðangri hans til [[Novaja Semlja]] í júní árið 1596. Hann gaf eyjunum, sem hann taldi vera eitt land, nafnið Spitsbergen („hvöss fjöll“ á hollensku). Eyjarnar voru merktar á kort sem fylgdi frásögn af leiðangrinum og urðu brátt hluti af almennum landakortum. Árið 1607 kom [[Henry Hudson]] til eyjanna og kannaði þær. Hann sagði frá því að þar væru miklar hvalavöður, sem dró að [[hvalveiði]]skip.<ref name="hacquebord">{{cite journal|author=Hacquebord, L., Steenhuisen, F., & Waterbolk, H.|year=2003|title=English and Dutch whaling trade and whaling stations in Spitsbergen (Svalbard) before 1660|journal=International Journal of Maritime History|volume=15|number=2|pages=117-134|doi=10.1177/084387140301500207}}</ref>
=== Hvalveiðar ===
[[Mynd:Walvisvangst_bij_de_kust_van_Spitsbergen_-_Dutch_whalers_near_Spitsbergen_(Abraham_Storck,_1690).jpg|thumb|right|Hvalveiðiskip við strönd Svalbarða á málverki eftir [[Abraham Storck]] frá 1690.]]
Þegar árið 1604 hélt leiðangur í veiðiferð til [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnareyjar]] undir stjórn enska selfangarans [[Steven Bennet]] á vegum [[Moskvufélagið|Moskvufélagsins]]. Þeir sáu þúsundir rostunga, en náðu aðeins að drepa nokkra vegna lítillar reynslu af slíkum veiðum. Veiðin gekk betur árið eftir og næstu ár kom hann þangað árlega þar til rostungsstofninum hafði verið útrýmt á eyjunni.<ref>{{cite book|author=Conway, M.|year=2012|title=No man's land: a history of Spitsbergen from its discovery in 1596 to the beginning of the scientific exploration of the country|publisher=Cambridge University Press}}</ref>
[[Jonas Poole]] sem var í ferðum á vegum félagsins sagði frá miklum hvalavöðum við Svalbarða og Moskvufélagið sendi brátt hvalveiðiskip þangað til að veiða [[norðhvalur|norðhvali]] fyrir verðmætt [[lýsi]]ð. Félagið reyndi að hrekja hollensk og spænsk hvalveiðiskip þaðan og gera tilkall til einkaréttar á veiðinni, sem leiddi til átaka. Það flækti enn málin að [[Kristján 4.]] gerði tilkall til eyjanna fyrir hönd [[Danaveldi]]s vegna yfirráða yfir [[Noregur|Noregi]] og Grænlandi. Árið 1614 ákváðu hollensku og ensku skipin að skipta aðaleyjunni á milli sín. Sama ár var hvalveiðifélagið [[Noordsche Compagnie]] stofnað í Hollandi. Allar þjóðirnar notuðust í fyrstu við [[Baskar|baskneska]] hvalveiðimenn, en þegar leið á dró úr því. Þegar Moskvufélagið lenti í fjárhagsörðugleikum nokkrum árum síðar náðu Hollendingar yfirhöndinni. Þeir stofnuðu hvalveiðibæinn [[Smeerenburg]] á [[Amsterdameyja|Amsterdameyju]] árið 1619.<ref name="hacquebord" />
Eftir miðja 17. öld tók hvölum að fækka við strönd Svalbarða og hvalveiðiskipin færðu sig utar. Með stærri skipum var hægt að flensa hvalina við skipshlið og flytja spikið til meginlandsins til bræðslu. Á 18. öld minnkuðu hvalveiðar Hollendinga og Bretar tóku við, en eftir aldamótin 1800 var norðhvalur nær horfinn af miðunum við Svalbarða. Um 1830 var hvalveiðum hætt.<ref>{{cite book|author=Vaughan, R.|year=1983|chapter=Historical survey of the European whaling industry|title=Arctic Whaling. Proceedings of the International symposium Arctic Whaling (February 1983|page=131|url=https://research.rug.nl/files/3409408/Arcticwhaling-complete.pdf#page=123}}</ref>
=== Pómorar ===
[[Mynd:Auguste_Mayer_La_Recherche.png|thumb|right|Teikning af Pómorakrossi á Svalbarða eftir [[Auguste Mayer]] úr leiðangri Paul Gaimard til Norðurslóða 1838.]]
Fræðimenn greinir á um það hvenær [[Pómorar]] frá ströndum [[Hvítahaf]]s tóku fyrst að stunda skinnaveiðar á Svalbarða. Á 7. áratug 20. aldar framkvæmdi sovéski fornleifafræðingurinn [[Vadím F. Starkov]] fjölda rannsókna á veiðistöðvum Pómora og notaði aldursgreiningu á viðarleifum til að rökstyðja að þeir hefðu komið þar fyrir miðja 16. öld.<ref>{{cite journal|title=When Did the Pomors Come to Svalbard?|year=2002|joural=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|doi=10.1080/080038302321117551|author=Tora Hultgreen}}</ref> Þetta var notað til að styðja við tilkall [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] til auðlindanýtingar á Svalbarða. Niðurstaðan hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum að aldur timbursins segi ekki til um aldur stöðvarinnar. Gagnrýnendur benda líka á að engar frásagnir um Pómora sé að finna í ritheimildum frá 17. öld, sem Starkov útskýrði með því að þá hefði veiði þeirra hnignað.<ref>{{cite journal|last1=Albrethsen |first1=S. E. |last2=Arlov |first2=T. B. |date=1988 |title=The Discovery of Svalbard - A Problem Reconsidered |url=http://www.sarks.fi/fa/PDF/FA5_105.pdf |journal=Fennoscandia archaeologica |publisher=Archaeological Society of Finland |volume=5}}</ref>
Flestir viðurkenna þó að frá lokum 17. aldar, eftir að landvinnslu hvalfangara lauk, hafi Pómorar byrjað að fara reglulega í veiðiferðir til Svalbarða, þar sem þeir veiddu rostunga, seli, hreindýr, refi og ísbirni. Þeir reistu veiðikofa og einkennandi og áberandi viðarkrossa, og höfðust þar við yfir vetrartímann. Flestir urðu þeir undir lok 18. aldar þegar 100 til 150 Pómorar héldu sig á Svalbarða yfir veturinn. Veiðar Pómora gengu ekki jafnhart gegn dýrastofnum og hvalveiðarnar höfðu gert og héldust því í jafnvægi.<ref>{{cite book |last=Arlov |first=Thor B. |title=A short history of Svalbard |year=1994 |url=http://urn.nb.no/URN:NBN:no-nb_digibok_2007032002001 |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |location=Oslo |isbn=82-90307-55-1}}</ref> Síðustu heimildir um vetrardvöl Pómora eru frá vetrinum 1851 til 1852. Eftir það lögðust veiðarnar af meðal annars vegna minnkandi rostungsstofna.
Norðmenn kynntust Svalbarða gegnum [[Pómoraverslunin]]a í Norður-Noregi á 18. öld. Fyrstu Norðmennirnir sem vitað er að fóru til Svalbarða voru [[Samar]] sem fengnir voru með í rússneskan leiðangur þangað 1795 frá höfninni í [[Hammerfest]].<ref>{{cite book |last=Carlheim-Gyllensköld|first=V. |title=På åttionda breddgraden. En bok om den svensk-ryska gradmätningen på Spetsbergen; den förberedande expeitionen sommaren 1898, dess färd rundt spetsbergens kuster, äfventyr i båtar och på isen; ryssars och skandinavers forna färder; m.m., m.m. |year=1900 |publisher=Albert Bonniers förlag| location=Stockholm}}</ref> Ári áður höfðu norskir veiðimenn haldið til veiða á Bjarnarey. Frá 3. áratug 19. aldar hófu Norðmenn reglulegar veiðar á Svalbarða, en [[Tromsø]] tók við af Hammerfest sem helsta höfnin. Á síðari hluta 19. aldar sigldu 27 norsk skip til Svalbarða að meðaltali. Veturinn 1872 til 1873 létust 17 norskir selveiðimenn úr blýeitrun í veiðikofa sem nefndist [[Svenskhuset]] á Svalbarða.<ref>{{cite news |url=http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |title=Arctic mystery resolved after 135 years |date=19 September 2008 |last=Goll |first=Sven |work=[[Aftenposten]] |archive-url=https://web.archive.org/web/20110629061200/http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |archive-date=29 June 2011}}</ref>
=== Rannsóknarleiðangrar ===
[[Mynd:Andrees_Station3.jpg|thumb|right|Loftbelgsstöð sem leiðangur Andrées reisti á Danska eyja 1897.]]
Á síðari hluta 18. aldar héldu nokkrir stórir rannsóknarleiðangrar til Svalbarða ýmist til að kortleggja [[Norðurslóðir]] eða freista þess að finna [[Norðausturleiðin]]a. Árið 1773 leiddi [[Constantine Phipps]] leiðangur á vegum [[breski flotinn|breska flotans]] til Svalbarða þar sem skip hans, ''[[Carcass]]'' og ''[[Racehorse]]'' festust í ísnum við [[Sjöeyjar]], en náðu að losa sig og komast heilu og höldnu til baka.<ref>{{cite journal|author=Fjågesund, P.|year=2008|title=When Science Came to the Arctic: Constantine Phipps’s Expedition to Spitsbergen in 1773|journal=Journal of Northern Studies|number=2|pages=77-91|url=https://www.diva-portal.org/smash/get/diva2:412660/FULLTEXT01.pdf}}</ref> Árið 1827 kom norski jarðfræðingurinn [[Baltazar Mathias Keilhau]] til Svalbarða og rannsakaði landið innan við ströndina.<ref>{{cite book|author=Keilhau B. M.|year=1831|title=Reise i øst- og vest-finmarken samt til beeren-eiland og spitsbergen i aarene 1827 og 1828|publisher=Johan Krohn|location=Christiania}}</ref> Veturinn 1838-1839 kom Norðurslóðaleiðangur [[Paul Gaimard]] á skipinu ''[[La Recherche]]'' til Svalbarða og fékkst þar við margvíslegar rannsóknir.<ref>{{cite book|author=Paul Gaimard|title=Voyage en Scandinavie, en Laponie, au Spitzberg et aux Feröe pendant les années 1838-1840 sur la corvette La Recherche, commandée par M. Fabvre. Publiés par ordre du Roi sous la direction de M. Paul Gaimard.|year=1842-1855|publisher=A. Bertrand|location=Paris}}</ref>
Svíar hófu að sýna Svalbarða mikinn áhuga um miðja 19. öld. Sænski náttúrufræðingurinn [[Otto Martin Torell]] rannsakaði [[jökull|jökla]] á eyjunum á 6. áratug 19. aldar. [[Adolf Erik Nordenskiöld]] tók þátt í þremur af þessum leiðöngrum Torells og leiddi eftir það frekari rannsóknir á Norðurslóðum á 7. og 8. áratugnum. Breski náttúrufræðingurinn og kortagerðamaðurinn [[Martin Conway]] gerði fyrsta kortið af landslagi eyjanna eftir leiðangur veturinn 1896-1897.<ref>{{cite web |url=http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |title=The history of place names in the Arctic |last=Ørvoll |first=Oddveig Øien |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |access-date=19 April 2012 |archive-date=29 April 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120429100718/http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |url-status=dead }}</ref>
Svalbarði var upphafsstaður fyrir nokkrar tilraunir manna til að ná [[Norðurpóllinn|norðurpólnum]] í loftfari. [[Loftbelgsleiðangur Andrées]], þar sem allir leiðangursmenn týndu lífinu, lagði upp frá stöð sem reist var á [[Danska eyja|Dönsku eyju]] 1897. Fjórar slíkar tilraunir voru gerðar út frá [[Ny-Ålesund]] á milli 1925 og 1928, þar á meðal fyrsta tilraun [[Roald Amundsen]] til að komast á norðurpólinn með [[flugbátur|flugbát]]. [[Floyd Bennett]] og [[Richard E. Byrd]] héldu því fram að þeim hefði tekist það 1926, en því hefur síðan verið hafnað.<ref name="Hisdal 1998: 103">Hisdal (1998): 103</ref> [[Loftskip]]ið ''[[Norge (loftskip)|Norge]]'' er nú talið hafa verið fyrst til að ná pólnum. Loftskip [[Umberto Nobile]], ''[[Italia (loftskip)|Italia]]'', hrapaði árið 1928 sem leiddi til umfangsmikillar leitar og björgunaraðgerða, þar sem Amundsen er talinn hafa farist.<ref name="Hisdal 1998: 103"/>
=== Námavinnsla og yfirtaka Norðmanna ===
[[Mynd:Longyear_City_1908.jpg|thumb|right|Longyear City árið 1908.]]
Kolavinnsla á Svalbarða hafði lengi verið stunduð í smáum stíl áður en iðnaðarvinnsla hófst árið 1899. Einn af þátttakendum í leiðöngrum Nordenskiölds, [[Alfred Gabriel Nathorst]], reyndi fyrstur að stofna varanlega byggð við [[Ísfjörður|Ísfjörð]] á Svalbarða og hugðist vinna þar [[fosfórít]] en ekkert varð úr þeim fyrirætlunum. [[Søren Zachariassen]] frá Tromsø stofnaði fyrsta námafyrirtækið og gerði tilkall til nokkurra staða umhverfis Ísfjörð en skorti fjármagn til að hefja þar uppbyggingu.
Fyrsta námafyrirtækið sem náði að komast á legg var [[Arctic Coal Company]] í eigu bandaríska athafnamannsins [[John Munroe Longyear]] sem keypti tilkall Norðmanna og stofnaði [[Longyearbyen|Longyear City]] árið 1906. Um 200 manns störfuðu þar árið 1910. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] var stofnað til að kaupa fyrirtæki Longyears árið 1916. [[Pyramiden]] og [[Sveagruva]] voru námabækistöðvar sem sænsk fyrirtæki stofnuðu á sama tíma, og hollenskir fjárfestar stofnuðu [[Barentsburg]] árið 1920. Norskir fjárfestar stofnuðu [[Kings Bay Kull Compani]] árið 1916 í kringum kolavinnslu í [[Konungsfjörður|Konungsfirði]].<ref>{{cite book|author=Gümrükçü, H., Soylu, Z. S., Alabaş, S., & Güneş, S.|year=2022|title=Employment and Migration in the Arctic Region: A Case Study of Spitzbergen/Svalbard Archipelago|title=The Future of the Arctic Human Population|pages=179-195|publisher=Routledge}}</ref>
Áhugi Norðmanna á auðlindum á Norðurslóðum fór vaxandi undir lok 19. aldar á sama tíma og upp kom þörf fyrir einhvers konar stjórn á námavinnslu á Svalbarða. Engin yfirvöld voru á eyjunum og námafyrirtækin áttu erfitt með að staðfesta tilkall sitt til ákveðinna staða. Árið 1907 átti Noregur frumkvæði að viðræðum milli hinna ýmsu landa sem gerðu tilkall til eyjanna. Norska ríkisstjórnin var treg til að taka að sér yfirstjórnina vegna hás kostnaðar, en það breyttist smám saman eftir því sem kolavinnslan jókst. Á [[Friðarráðstefnan í París 1919-1920|Friðarráðstefnunni í París]] 1919 var ákveðið að Noregur fengi yfirráð yfir Svalbarða. [[Svalbarðasamningurinn|Spitsbergensamningurinn]] (eins og hann hét þá) var undirritaður 9. febrúar 1920 með þeim skilyrðum að nýting auðlinda væri öllum samningsaðilum frjáls og að eyjarnar mætti ekki nota í hernaðarlegum tilgangi. Eftir nokkra umræðu um fyrirkomulag stjórnar á eyjunum voru [[Svalbarðalögin]] sett í Noregi árið 1925 þar sem ákveðið var að eyjarnar hétu Svalbarði (en ekki Spitsbergen) og að þeim skyldi stjórnað af sérstökum sýslumanni sem skipaður væri af Noregskonungi.<ref>{{cite journal|author=Berg, R.|year=2013|title=From “Spitsbergen” to “Svalbard”. Norwegianization in Norway and in the “Norwegian Sea”, 1820–1925|journal=Acta Borealia|volume=30|number=2|pages=154-173|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/08003831.2013.843322}}</ref>
Á 3. áratug 20. aldar hnignaði námavinnslunni og margar bækistöðvar voru yfirgefnar. Á endanum voru aðeins eftir Store Norske Spitsbergen Kulkompani og sovéska námafyrirtækið [[Arktikugol]] sem tók yfir nokkrar fyrrverandi námabyggðir á eyjunum. Kolaframleiðslan náði hátindi fyrir stríð árið 1936 þegar 786.000 tonn af kolum voru unnin þar. Á 4. áratugnum hófust þorskveiðar í smáum stíl við eyjarnar og reglulegar ferjusiglingar frá Noregi.
=== Síðari heimsstyrjöld ===
Fyrst eftir að Þjóðverjar [[innrásin í Noreg|réðust inn í Noreg]] 1940 hélt kolavinnslan á Svalbarða áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það var ekki fyrr en Þjóðverjar [[Barbarossa-aðgerðin|réðust inn í Sovétríkin]] 1941 að [[bandamenn (síðari heimsstyrjöld)|bandamenn]] ákváðu að flytja allt fólk þaðan og eyðileggja kolabirgðir við námurnar í [[Gauntlet-aðgerðin]]ni. Á þeim tíma hófust ferðir [[skipalestir í Norður-Atlantshafi í síðari heimsstyrjöld|skipalesta]] með hergögn og hjálpargögn til Sovétríkjanna um [[Norðurhöf]]. Í fyrstu höfðu Þjóðverjar aðallega áhuga á að koma upp [[veðurstöð]]vum á Svalbarða og komu sér upp mannaðri veðurstöð í [[Aðventufjörður|Aðventufirði]] 1941.<ref>{{cite book|author=Parker, L.|year=2017|chapter=From Ice Stations to Action Stations: The Importance of the Svalbard Archipelago in the Second World War|title=War and Geography|pages=63-75|editor=Brill Schöningh}}</ref>
Vorið 1942 var [[Fritham-aðgerðin]]ni hrint í framkvæmd, þar sem tvö norsk selveiðiskip sigldu með mannafla frá [[norska útlagastjórnin|norsku útlagastjórninni]] til Svalbarða til að taka kolanámurnar yfir. Um sumarið sendu Þjóðverjar tvö herskip þangað í [[Zitronella-aðgerðin]]ni og lögðu Longyearbyen og Barentsburg í rúst með stórskotaárás frá skipunum ''[[Tirpitz (herskip)|Tirpitz]]'' og ''[[Scharnhorst (skip)|Scharnhorst]]''. Sex Norðmenn létu lífið og yfir 30 voru sendir í fangabúðir. Aðgerðin náði þó ekki að tryggja yfirráð Þjóðverja yfir Svalbarða. Með [[Gearbox-aðgerðin]]ni og [[Gearbox II-aðgerðin]]ni sumarið 1942 tryggðu bandamenn sér aðstöðu á Svalbarða til að verja skipalestirnar um Norðurhöf. Þjóðverjar héldu þó áfram tilraunum til að koma upp veðurstöðvum á Svalbarða til að styðja við kafbátahernaðinn, eins og í [[Haudegen-aðgerðin]]ni 1944. Síðasta hersveit Þjóðverja sem gafst upp fyrir bandamönnum í Evrópu voru starfsmenn veðurstöðvarinnar í Haudegen sem gáfust upp fyrir norsku selveiðiskipi 6. september 1945.<ref>{{cite journal|author=Barr, W.|year=1986|title=Wettertrupp Haudegen: the last German Arctic weather station of World War II. Part 1.|journal=Polar Record|volume=23|number=143|pages=143-158}}</ref>
=== Samtímasaga ===
[[File:Kulltaubane.jpg|thumb|Yfirgefinn kláfur til að flytja kol.]]
Eftir styrjöldina hóf Noregur aftur starfsemi í Longyearbyen og Ny-Ålesund,<ref>{{cite book|author=Torkildsen T. & Barr S.|year=1984|title=Svalbard: Vårt nordligste Norge|publisher=Det Norske Svalbardselskap}}: 206</ref> en [[Sovétríkin]] hófu á ný námastarfsemi í Barentsburg, Pyramiden og [[Grumant]].<ref name=t202>Torkildsen (1984): 202</ref> Í námunni í Ny-Ålesund biðu 71 bana í slysum frá 1945 til 1954 og 1960 til 1963. [[Kings Bay-málið]] þar sem 21 verkamaður lét lífið, leiddi til afsagnar [[þriðja ríkisstjórn Geirhardsens|þriðju ríkisstjórnar Geirhardsens]].<ref>{{cite web |url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|archive-url=https://web.archive.org/web/20061103103405/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|url-status=dead|archive-date=3 November 2006|title=Kings Bay|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|archive-url=https://web.archive.org/web/20061109115607/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|url-status=dead|archive-date=9 November 2006|title=Kings Bay-saken|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref> Kolavinnslan var lengi rekin með tapi og norska ríkið lagði milljarða króna í að halda starfsemi og samfélagi þar úti.<ref>{{cite journal|author=Gísli Kristjánsson|year=1999|title=Ísbirnir vilja ekki fólk|journal=Dagblaðið Vísir|volume=25|number=116|page=28|url=https://timarit.is/page/2984745}}</ref><ref>{{cite journal|author=Reynir Traustason|title=Berum ekki beinin hérna|journal=Dagblaðið Vísir|year=1995|volume=21|number=122|page=10|url=https://timarit.is/page/2728632}}</ref>
Frá 1964 varð Ny-Ålesund að rannsóknarmiðstöð og aðstöðu fyrir [[Geimrannsóknastofnun Evrópu]].<ref>{{cite book|last=Arlov|first=Thor B.|title=Svalbards historie: 1596-1996|url=https://books.google.com/books?id=HRLeNQAACAAJ|access-date=22 May 2021|year=1996| publisher=Aschehoug| location=Oslo|language=no|isbn=82-03-22171-8}}: 412</ref> Prufuboranir í leit að olíu hófust árið 1963 og héldu áfram til 1984, en engar olíulindir fundust.<ref>Torkildsen (1984): 261</ref> Frá 1960 hófust reglulegar flugferðir til [[Hotellneset]];<ref>{{cite book|author1=Tjomsland, Audun |author2=Wilsberg, Kjell |name-list-style=amp |year=1995 |title=Braathens SAFE 50 år: Mot alle odds |location=Oslo |isbn=82-990400-1-9}}: 163</ref> og árið 1975 var [[Svalbarðaflugvöllur]] opnaður í Longyearbyen með heilsársþjónustu.<ref>Tjomsland and Wilsberg (1995): 162–164</ref> Nokkrar deilur urðu um fjölda Aeroflot-starfsmanna sem Sovétmenn vildu að störfuðu á vellinum.<ref>{{cite journal|author=Gísli Sveinn Loftsson|title=Tilraunir rússa til að sölsa undir sig Svalbarða|year=1976|journal=Vísir|volume=66|number=28|pages=8-9|url=https://timarit.is/page/3350424}}</ref>
Í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]] voru íbúar Sovétríkjanna tveir þriðju af íbúum eyjanna (Norðmenn voru þá einn þriðji) og heildaríbúafjöldinn rétt innan við 4000.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1638700|title=Sambýlið á Svalbarða|journal=Morgunblaðið|year=1986}}</ref><ref name=t202 /> Starfsemi Rússa hefur minnkað umtalsvert síðan þá og aðeins 450 Rússar voru á Svalbarða 2010.<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |title=Persons in settlements 1 January. 1990–2005 |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020929/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref><ref name=demographics>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |title=Non-Norwegian population in Longyearbyen, by nationality. Per 1 January. 2004 and 2005. Number of persons |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100523054216/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |archive-date=23 May 2010 |df=dmy-all }}</ref> Námabyggðinni Grumant var lokað eftir að náman var þurrausin árið 1962.<ref name=t202 /> Pyramiden var lokað árið 1998.<ref>Fløgstad (2007): 127</ref> Útflutningur á kolum frá Barentsburg stöðvaðist 2006 vegna eldsvoða,<ref name=chp10 /> en hélt áfram eftir 2010.<ref>{{Cite news|last=Staalesen |first=Atle |title=Russians restarted coal mining at Svalbard |work=Barents Observer |date=8 November 2010 |url=http://www.barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |access-date=26 January 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20101120015113/http://barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |archive-date=20 November 2010 }}</ref> Rússar lentu í tveimur flugslysum: 141 fórust með [[Vnukovo Airlines flug 2801|Vnukovo Airlines flugi 2801]] 1996<ref>{{cite web |url=http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |title=29 Aug 1996 |website=[[Aviation Safety Network]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100417153006/http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |archive-date=17 April 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þrír létust í þyrluslysinu á [[Heerodden-slysið|Heerodden]] 2008.<ref>{{cite news |url=http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |title=- Kraftig vindkast trolig årsaken |author1=Eisenträger, Stian |author2=Per Øyvind Fange |name-list-style=amp |work=[[Verdens Gang]] |date=30 March 2008 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110610164323/http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |archive-date=10 June 2011 |df=dmy-all }}</ref>
Árið 1971 var [[Svalbarðaráðið]] stofnað sem samráðsvettvangur íbúa, en það hafði engin raunveruleg völd og krafan um sveitarstjórn varð háværari eftir því sem leið að lokum 20. aldar.<ref>{{cite journal|author=Urður Gunnarsdóttir|title=Á hjara veraldar|journal=Morgunblaðið|year=1998|volume=86|number=213|pages=B 6-7|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Longyearbyen var fyrirtækisbær til 1989 þegar stofnunin Svalbard Samfundsdrift var stofnuð utan um opinbera þjónustu, menningu og menntun.<ref name=ah49>Arlov and Holm (2001): 49</ref> Árið 1993 var stofnunin seld ríkinu og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] stofnuð í staðinn, rekin sameiginlega af fjórum háskólum í Noregi.<ref name=unis>{{cite web |url=http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |title=Arctic science for global challenges |website=[[University Centre in Svalbard]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120206141732/http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |archive-date=6 February 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite journal|author=Hrafnhildur Hannesdóttir|title=Dagurinn myrkur sem nótt|journal=Morgunblaðið|volume=90|number=175|pages=14-15|year=2002|url=https://timarit.is/page/3449715}}</ref><ref>{{cite journal|author=Hörður Kristjánsson|title=Á veraldarhjara|journal=DV|year=2002|volume=92|number=112|pages=46-47|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Á 10. áratug 20. aldar jókst ferðamennska á Svalbarða og efnahagur Longyearbyen varð óháður námafyrirtækinu.<ref>{{cite journal|author=Páll Þórhallsson|year=1995|title=Þar sem engin tré festa rætur|journal=Morgunblaðið|volume=83|number=130|pages=B 16-17|url=https://timarit.is/page/1831657}}</ref><ref name="naering">{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=9 Næringsvirksomhet |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825003249/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref> Longyearbyen fékk sveitarstjórn árið 2002.<ref name=ah49 />
== Landfræði ==
[[Mynd:Parhelia on a sunny arctic morning; Svalbard.jpg|thumb|right|Sól með hjásólir (gíl og úlf) yfir Svalbarða.]]
[[Mynd:Topographic map of Svalbard.svg|thumb|right|Hæðakort af Svalbarða.]]
Svalbarðasamningurinn skilgreinir Svalbarða sem allar eyjar og sker milli 74. og 81. breiddargráðu norður, og 10. til 35. lengdargráðu austur.<ref name=npi>{{cite news |title=Svalbard |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |url=http://npweb.npolar.no/english/geografi/svalbard |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120415125926/http://www.npolar.no/en/the-arctic/svalbard/index.html |archive-date=15 April 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref name=treaty>{{cite news |title=Svalbard Treaty |publisher=[[Wikisource]] |url=http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |date=9 February 1920 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100324002033/http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |archive-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Landsvæðið er 61.022 km<sup>2</sup> að stærð. Þrjár stærstu eyjar Svalbarða eru [[Spitsbergen]] (37.673 km<sup>2</sup>), [[Nordaustlandet]] (14.443 km<sup>2</sup>) og [[Edgeøya]] (5.074 km<sup>2</sup>).<ref>{{Vísindavefurinn|48622|Hvort er stærra Ísland eða Svalbarði?|höfundur=Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir|dags=10.12.2009}}</ref> Öll þorpin á Svalbarða eru á Spitsbergen, fyrir utan veðurstöðvar á [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] og [[Hopen (Svalbarða)|Hopen]].<ref name=cia>{{cite web |url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/svalbard/ |title=Svalbard |work=[[World Fact Book]] |publisher=[[Central Intelligence Agency]] |date=15 January 2010 |access-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Norska ríkið lagði allt land á Svalbarða undir sig, sem aðrir höfðu ekki gert tilkall til, eða 95,2% af eyjaklasanum þegar Svalbarðasamningurinn gekk í gildi. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani|Store Norske]] á 4% og rússneska námafyrirtækið [[Arktikugol]] 0,4%. Aðrir einkaaðilar eiga 0,4% landsins.
Svalbarði er norðan [[norðurheimskautsbaugur|norðurheimskautsbaugs]] og þar er [[miðnætursól]] í 99 daga á sumrin og [[heimskautanótt]] í 84 daga á veturnar.<ref name=sun>Torkilsen (1984): 96–97</ref> Í Longyearbyen er bjart frá 20. apríl til 23. ágúst, og dimmt frá 26. október til 15. febrúar.<ref name=npi /> Á veturnar er oft tunglbjart og snjóþekja magnar birtuna upp.<ref name=sun /> Á Svalbarða eru [[ljósaskipti]]n löng. Fyrsta og síðasta dag skammdegisins stendur rökkrið í sjö og hálfan tíma og samfelld birta stendur tveimur vikum lengur en miðnætursólin.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen October 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=4&year=2019|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen April 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref> Á [[sumarsólstöður|sumarsólstöðum]] fer sólin neðst í 12° yfir sjóndeildarhring á miðnætti.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=6|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen June|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref>
Um 60% af Svalbarða eru þakin jökli, 30% er berg og 10% eru klædd gróðri.<ref name="Umbreit2005">{{cite book|last=Umbreit|first=Andreas |title=Spitsbergen: Svalbard, Franz Josef, Jan Mayen|url=https://books.google.com/books?id=TExU1p6Cy20C|access-date=21 May 2021|edition=3rd|year=2005|publisher=Bradt Travel Guides|location=Chalfont St. Peter, Bucks|isbn=978-1-84162-092-3}}</ref> Stærsti jökullinn er [[Austfonna]], 8.412 km<sup>2</sup>, á Nordaustlandet, og þar á eftir koma [[Olav V Land]] og [[Vestfonna]]. Á sumrin er hægt að fara á skíðum frá [[Sørkapp]] syðst á Spitsbergen að norðurströndinni, á næstum samfelldum ís. 99,3% af eyjunni [[Kvitøya]] eru þakin ís.<ref>Torkildsen (1984): 102–104</ref>
Svalbarði hefur mótast af [[ísöld|ísaldarjöklinum]] sem hefur skorið firði, dali og fjöll inn í þessa fyrrum hásléttu.<ref name="Umbreit2005" /> Hæsti tindurinn er [[Newtontoppen]] sem er 1.717 metra hár, og þar á eftir koma [[Perriertoppen]] (1.712 metrar), [[Ceresfjellet]] (1.675 metrar), [[Chadwickryggen]] (1.640 metrar) og [[Galileotoppen]] (1.637 metrar). Lengsti fjörðurinn er [[Wijdefjorden]], 108 km að lengd, og þar á eftir koma [[Isfjorden]] (107 km), [[Van Mijenfjorden]] (83 km), [[Woodfjorden]] (64 km) og [[Wahlenbergfjorden]] (46 km).<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |title=Geographical survey. Fjords and mountains |website=[[Statistics Norway]] |date=22 October 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020834/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði er hluti af [[Heimskautaflæðibasaltið|Heimskautaflæðibasaltinu]]<ref>{{cite web |url=http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |title=Research Project on the manifestation of the High Arctic Large Igneous Province (HALIP) on Svalbard |last=Maher |first=Harmon D. Jr. |website=[[University of Nebraska at Omaha]] |date=November 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100628203436/http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |archive-date=28 June 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þar reið yfir öflugasti jarðskjálfti Noregs 6. mars 2009, 6,5 að stærð.<ref>{{cite news|title=Svalbard hit by major earthquake |url=http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |agency=[[Norwegian Broadcasting Corporation]] |work=The Norway Post |date=7 March 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120314054518/http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |archive-date=14 March 2012 }}</ref>
Helstu landspendýr eru [[heimskautarefur]], [[ísbjörn]] og [[hreindýr]]. Sjávarspendýr eru meðal annars [[hvalir]], [[höfrungar]], [[selir]] og [[rostungur|rostungar]]. 165 plöntutegundir hafa fundist á Svalbarða. Ísbirnir hafa orðið 6 manns að bana síðan 1971. <ref>[https://www.visir.is/g/20202005549d/isbjorn-drap-mann-a-svalbarda Ísbjörn drap mann á Svalbarða] Vísir.is, skoðað 29. ágúst 2020</ref>
=== Eyjar ===
Eyjar á Svalbarða í röð eftir stærð:
# [[Spitsbergen]] (37.673 km²)
# [[Nordaustlandet]] (14.443 km²)
# [[Edge-eyja]] (5074 km²)
# [[Barentseyja]] (1250 km²)
# [[Hvítey]] (682 km²)
# [[Prins Karls Forland]] (615 km²)
# [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] (178 km²)
# [[Danska Eyja]]
# [[Amsterdameyja (Svalbarða)|Amsterdameyja]]
== Stjórnmál ==
[[Mynd:Longyearbyen_main_street.JPG|thumb|right|Vegna hins sérstaka skattafyrirkomulags er verð á sumum vörum mun ódýrara á Svalbarða en á meginlandi Noregs.]]
[[Svalbarðasamningurinn]] 1920 staðfesti full yfirráð Noregs yfir eyjaklasanum. Ólíkt [[Norsku Suðurskautssvæðin|Norsku Suðurskautssvæðunum]] er Svalbarði hluti af konungsríkinu Noregi og ekki [[hjálenda]]. Norsku [[Svalbarðalögin]] frá 1925 staðfestu samninginn, kváðu á um norska lögsögu á Svalbarða og stofnun sýslumannsembættis þar sem [[sýslumaður Svalbarða]] er skipaður af Noregskonungi. Svalbarði heyrir ekki undir neitt [[fylki Noregs|fylki]] og þar eru engin sveitarfélög, en [[bæjarráð Longyearbyen]] var stofnað 2002 með sambærilegt hlutverk.<ref name=naering/> Bæirnir Ny-Ålesund og Barentsburg eru enn [[fyrirtækisbær|fyrirtækisbæir]] þar sem allir innviðir eru í eigu fyrirtækjanna Kings Bay og Arktikugol.<ref name=naering /> Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa allir samningsaðilar (48 árið 2024; Ísland gerðist aðili að samningnum 31. maí 1994) leyfi til að stunda atvinnurekstur á eyjunum, án mismununar, en samkvæmt norskum lögum. Samningurinn takmarkar líka getu Noregs til að innheimta skatta á eyjunum, þannig að þar er til dæmis enginn [[virðisaukaskattur]] og lægri [[tekjuskattur]] en á meginlandinu.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/nl-19961129-068.html|website=Lovdata|title=Svalbardskatteloven|date=25.8.2021}}</ref>
<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/for/sf/fd/xd-20071204-1354.html|title=Forskrift om ligningsmyndigheter og skatteoppkrever for Svalbard|website=Lovdata|date=7.12.2007}}</ref> Skatttekjum af íbúum Svalbarða á að verja á eyjunum.<ref>{{Cite web |title=The Svalbard Treaty - Svalbard Museum |url=https://svalbardmuseum.no/en/the-svalbard-treaty |access-date=2024-06-24 |website=svalbardmuseum.no}}</ref> Á móti kemur að íbúar Svalbarða njóta ekki velferðarþjónustu, almannatrygginga og eftirlauna, nema í gegnum sín heimasveitarfélög annars staðar.<ref>{{cite news |title=From the cradle, but not to the grave |website=[[Statistics Norway]] |url=http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=http://arquivo.pt/wayback/20160515164104/http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |archive-date=15 May 2016 |df=dmy-all }}</ref>
[[Mynd:Polarsyssel.jpg|thumb|right|Sýslumaðurinn á Svalbarða notast við þjónustuskipið ''Polarsyssel''.]]
Sýslumannsembættið á Svalbarða (norska: ''Sysselmester'', áður ''Sysselmanden'' til 2021) fer bæði með völd [[fylkisstjóri (Noregi)|fylkisstjóra]] og [[lögreglustjóri|lögreglustjóra]], auk annarra skylda sem felast í [[framkvæmdavald]]inu. Meðal hlutverka embættisins er að hafa umsjón með umhverfismálum, framkvæmd laga, [[leit og björgun]], ferðaþjónustu, upplýsingaþjónustu, samskipti við erlendar byggðir, auk þess að fara með dómsvald á sumum sviðum siglingaréttar og réttarrannsókna, þó ekki á sömu sviðum og þar sem hann fer með hlutverk lögreglu.<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/Documents-and-publications/Reports-to-the-Storting-White-Papers/Reports-to-the-Storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |title=Report No. 9 to the Storting (1999–2000): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=5 The administration of Svalbard |date=29 October 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20120718092450/http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/documents-and-publications/reports-to-the-storting-white-papers/reports-to-the-storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |archive-date=18 July 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite web |url=http://lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |title=Lov om Svalbard |publisher=[[Lovdata]] |date=19 June 2009 |language=no |access-date=24 March 2010 |archive-date=9 March 2014 |archive-url=https://web.archive.org/web/20140309000141/http://www.lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |url-status=live }}</ref> Frá 2021 hefur [[Lars Fause]] gegnt embættinu, sem heyrir undir [[dómsmálaráðuneyti Noregs]] en hefur samráð við önnur ráðuneyti eftir þeirra málaflokkum.<ref>{{cite news|title=Organisation |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110723004354/http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |archive-date=23 July 2011 }}</ref>
[[Sjúkrahúsið á Svalbarða]] er rekið sem hluti af [[Háskólasjúkrahúsið í Norður-Noregi|Háskólasjúkrahúsinu í Norður-Noregi]] og [[Svalbarðaflugvöllur]] er rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Avinor]]. Önnur opinber þjónusta er rekin af [[Námastofnun Noregs]], [[Norska Norðurpólsstofnunin|Norsku Norðurpólsstofnuninni]], [[Norska skattstofan|Norsku skattstofunni]] og [[Norska þjóðkirkjan|Norsku þjóðkirkjunni]].<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=6 Administrasjon |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142633/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði heyrir undir [[Héraðsdómstóll Norður-Troms|héraðsdómstól Norður-Troms]] og [[áfrýjunardómstóll Hálogalands|áfrýjunardómstól Hálogalands]], sem báðir eru staðsettir í [[Tromsø]].<ref>{{cite web |url=http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |title=Nord-Troms tingrett |publisher=[[Norwegian National Courts Administration]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825002850/http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref>
Þótt Svalbarði sé hluti af Noregi, eru eyjarnar ekki hluti af [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]] eða [[Evrópska efnahagssvæðið|Evrópska efnahagssvæðinu]]. [[Norræna vegabréfasambandið]] gildir þar ekki heldur.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |title=Lov om gjennomføring i norsk rett av hoveddelen i avtale om Det europeiske økonomiske samarbeidsområde (EØS) m.v. (EØS-loven). |website=[[Lovdata]] |date=10 August 2007 |language=no |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20001210194300/http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |archive-date=10 December 2000 }}</ref> Fólk sem kemur til Svalbarða frá löndum utan Schengen þarf því ekki Schengen-vegabréfsáritun nema það ferðist um meginland Noregs fyrst. Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa borgarar aðildarríkjanna heimild til að dvelja og stunda atvinnustarfsemi á Svalbarða og í reynd hefur það líka gilt um borgara annarra landa. Sýslumaðurinn getur samt neitað fólki um aðgang sem ekki uppfyllir tiltekin skilyrði, til dæmis um húsnæði og tekjur til framfærslu.<ref name=residence>{{cite news |title=Entry and residence |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |access-date=24. ágúst 2015 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20150924112740/http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |archive-date=24 September 2015 |df=dmy-all }}</ref>
[[Mynd:Kystvakten_Longyearbyen_IMG_6889.JPG|thumb|right|Skip Norsku strandgæslunnar í Longyearbyen.]]
[[Rússland]] rekur ræðismannsskrifstofu í Barentsburg.<ref>{{cite news |title=Diplomatic and consular missions of Russia |publisher=[[Ministry of Foreign Affairs of Russia]] |url=http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20091002034927/http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |archive-date=2 October 2009 |df=dmy-all }}</ref> Árið 2010 var undirritað samkomulag um landamæri Rússlands og Noregs milli Svalbarða og [[Novaja Zemlja]]. Það þótti nauðsynlegt vegna áforma um olíuleit á hafsbotni.<ref>{{cite web|url=https://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|title=Russia and Norway Agree on Boundary|author=Andrew E. Kramer|website=The New York Times|date=15. september 2010|access-date=20 október 2024|archive-date=11 desember 2016|archive-url=https://web.archive.org/web/20161211175859/http://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|url-status=dead}}</ref> Umdeilt er hvort ákvæði Svalbarðasamningsins um frjálsa nýtingu náttúruauðlinda gildi um alla [[efnahagslögsaga|efnahagslögsöguna]] umhverfis Svalbarða (200 [[sjómíla|sjómílur]]), eða aðeins um [[landhelgi]]na (12 sjómílur).<ref>{{cite journal|title=Folkerettspragmatisme|journal=Kritisk juss|doi=10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|url=http://www.idunn.no/doi/10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|dato=2020-12-04|author=Tor-Inge Harbo|volume=3|lang=no|number=46|pages=222–235|issn=0804-7375}}</ref><ref>{{cite web|url=https://fiskifrettir.vb.is/segja-nordmenn-brjota-svalbardasattmalann/|title=Segja Norðmenn brjóta Svalbarðasáttmálann|website=Viðskiptablaðið|date=21.9.2016}}</ref> Öll hernaðarumsvif á Svalbarða eru bönnuð samkvæmt Svalbarðasamningnum, en þar sem norska ríkisstjórnin gerir tilkall til fullveldis yfir efnahagslögsögu Svalbarða, túlkar hún það með þeim hætti að [[Norska strandgæslan]] hafi heimild til að fara með eftirlit og löggæslu á stóru hafsvæði umhverfis eyjarnar.<ref>{{Cite web|title=Svalbard: NATO's Arctic 'Achilles' Heel' |url=https://perconcordiam.com/svalbard-natos-arctic-achilles-heel/ |website=Per Concordiam |last=Wither |first=James |date=8 September 2021 |access-date=16 August 2023}}</ref> Gagnrýni á þetta tilkall hefur einkum komið frá Evrópusambandinu, Rússlandi og Íslandi.<ref>{{Cite journal|title=The constrained politics of the Svalbard offshore area |url=https://www.sciencedirect.com/science/article/abs/pii/S0308597X08000171#! |journal=Marine Policy |last=Pedersen |first=Torbjørn |date=November 2008 |volume=32 |issue=6 |pages=913–919 |doi=10.1016/j.marpol.2008.01.006 |bibcode=2008MarPo..32..913P |access-date=17 August 2023}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.thearcticinstitute.org/norwegian-svalbard-policy-respected-contested/|website=The Arctic Institute|title=The Norwegian Svalbard Policy - Respected or Contested?|author=Ragnhild Groenning|date=22. nóvember 2017}}</ref>
== Efnahagslíf ==
Helstu atvinnugreinar á Svalbarða eru kolavinnsla, ferðaþjónusta og rannsóknir. Svalbarði er ekki hluti af [[Schengen]] eða [[EFTA|Evrópska efnahagssvæðinu]], en hver sem er má starfa þar í samræmi við norsk lög, samkvæmt Svalbarðasáttmálanum. Í reynd er þó ómögulegt að setjast að á Svalbarða nema hafa þar húsnæði sem er mjög af skornum skammti, þrátt fyrir miklar framkvæmdir síðustu ár. Nær allt húsnæði á Svalbarða er í eigu fyrirtækja og stofnana sem þar eru. Svalbarði er [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði]].
Kolavinnsla var lengi forsenda byggðar á Svalbarða og undirstaða efnahagslífsins í námabæjunum Longyearbyen, Barentsburg og Pyramiden. Lengst af var kolavinnslan samt ríkisstyrkt og tilgangur hennar fremur að tryggja yfirráð, aðgang og viðveru fólks á mikilvægu landsvæði.<ref>{{cite journal|author=Hansen, T. V.|year=2024|title=Phasing out coal on Svalbard: From a conflict of interest to a contest over symbolic capital|journal=Polar Record|volume=60|doi=10.1017/S0032247424000020}}</ref> Eftir 2010 hafa rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta tekið við sem þungamiðja efnahagslífsins. Um þriðjungur af kolaframleiðslu Norðmanna síðustu ár fór í kolaraforkuver sem sá Svalbarða fyrir raforku. Árið 2023 var raforkuverið lagt niður og raforka var eftir það framleidd með díselolíu.<ref>{{cite web|url=https://www.nrk.no/nyheter/slutt-for-kullkraftverket-i-longyearbyen--1.16601776|title=Slutt for kullkraftverket i Longyearbyen|website=NRK|date=19. október 2023}}</ref>
[[Mynd:UNIS The university centre in Svalbard from S in distance Adventtoppen Hiorthfjellet May 23 2025.jpg|thumb|right|Háskólamiðstöð Svalbarða]]
Nokkur lönd hafa komið upp rannsóknarstofum á Svalbarða. [[Pólska pólrannsóknastofnunin]] var stofnuð 1957 og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] hóf starfsemi 1993. Árið 2008 var [[Fræbankinn á Svalbarða]] tekinn í notkun. Árið 1997 tók [[Geimvísindastofnun Noregs]] jarðstöðina [[SvalSat]] í notkun á Svalbarða og 2003 var lagður sæstrengur milli [[Harstad]] í [[Troms]] og Hotellneset. Svalbarði hefur verið kynntur sem prófunarstaður fyrir siglingatæki, björgunarbúnað og byggingarefni, sem dæmi.
Um 60.000 ferðamenn heimsækja Svalbarða árlega og gistinætur eru um 150.000. Þriðjungur ferðamanna kemur með skemmtiferðaskipum á sumrin.<ref>{{cite report|url=https://www.visitsvalbard.com/dbimgs/%C3%85rsstatistikk2023.pdf|title=Svalbard-statistikken 2023
Markeds- og gjestestatistikk|publisher=Visit Svalbard|page=4}}</ref> Aukin skipaumferð vegna ferðamennsku og fiskveiða (sem hafa aukist vegna [[loftslagsbreytingar|loftslagsbreytinga]]) kalla á aukin umsvif leitar- og björgunarsveita sýslumannsins og [[Norska strandgæslan|Norsku strandgæslunnar]]. Í framhaldi hefur höfnin í Longyearbyen verið stækkuð.<ref>{{cite report|url=https://www.menon.no/wp-content/uploads/2016-Longyearbyen-hovedrapport.pdf|publisher=Kystverket|title=Ny havnestruktur i Longyearbyen|date=1. nóvember 2016}}</ref> Ákveðið var að fjölga íbúðum og gistirýmum vegna ferðaþjónustu og umsvifa háskólasetursins eftir [[snjóflóðið í Longyearbyen 2015]] þar sem 11 hús eyðilögðust og tveir létust.<ref>{{cite web|url=https://www.nrk.no/tromsogfinnmark/boligmangel-i-longyearbyen-skaper-store-problemer-for-reiselivet-1.16221834|title=Boligmangel i Longyearbyen skaper store problemer for reiselivet|date=22.12.2022|author=Rune N. Andreassen|website=NRK}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.ssb.no/bygg-bolig-og-eiendom/artikler-og-publikasjoner/rekordmange-nye-byggetillatelser|title=Rekordmange nye byggetillatelser|date=17.2.2017|website=Statistisk sentralbyrå}}</ref>
Stærstu greinar atvinnulífs á Svalbarða miðað við veltu árið 2023 voru flutningar og geymsla; fjarskipti, fjármála- og tryggingastarfsemi; byggingariðnaður; fyrirtækjaþjónusta, og gisting. Ef miðað er við ársverk eru stærstu geirarnir gisting, byggingariðnaður og fyrirtækjaþjónusta.<ref>{{cite web|url=https://www.ssb.no/virksomheter-foretak-og-regnskap/virksomheter-og-foretak/statistikk/naeringer-pa-svalbard|title=Næringar på Svalbard|website=Statistisk sentralbyrå|date=29. ágúst 2024}}</ref>
== Íbúar ==
Þrjár af eyjum Svalbarða eru byggðar: [[Spitsbergen]], [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjørnøya]] og [[Hopen]]. Árið 2020 bjuggu tæplega 3000 manns á Svalbarða, meira en helmingur af norskum uppruna. Stærstu hópar á eyjunni sem ekki hafa norskt ríkisfang eru frá Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku og Taílandi.<ref name=demographics/>
Stærsti bærinn í eyjaklasanum er [[Longyearbyen]]. Þar er sjúkrahús, grunnskóli og menntaskóli og [[Háskólasetur Svalbarða]], íþróttamiðstöð með sundlaug, bókasafn, menningarmiðstöð og kvikmyndahús,<ref name=chp10>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=10 Longyearbyen og øvrige lokalsamfunn |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142448/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> almenningsvagnar, hótel, banki<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |title=Shops/services |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100412182450/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |archive-date=12 April 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> og nokkur söfn.<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |title=Attractions |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100125232446/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |archive-date=25 January 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> Vikulega kemur út dagblaðið ''Svalbardposten''<ref>http://www.svalbardposten.no</ref>. Engin námavinnsla er eftir í Longyearbyen. Starfsemi var hætt í kolanámum í [[Sveagruva]] og Luckerfjellet árið 2017 og þeim var lokað 2020.<ref>{{Cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2019/02/15/lunckefjellet-the-end-of-an-arctic-coal-mine.html|title=Lunckefjellet: the end of an arctic coal mine|last=Stange|first=Rolf|date=2019-02-15|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-01-28}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2020/02/26/svea-nord-is-history.html|title=Svea Nord is history|last=Stange|first=Rolf|date=2020-02-26|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-10-19}}</ref>
[[Ny-Ålesund]] er varanleg rannsóknarstöð á norðvesturströnd Spitsbergen og nyrsta varanlega byggð heims. Ny-Ålesund var áður námabær og er enn rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Kings Bay]]. Þar er ferðaþjónusta takmörkuð til að draga úr áhrifum hennar á vísindastarf.<ref name=chp10 /> Íbúar í Ny-Ålesund eru 35 á veturnar og um 180 á sumrin.<ref>{{cite web|url=http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |title=Ny-Ålesund |website=[[Kings Bay (company)|Kings Bay]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20090310235351/http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |archive-date=10 March 2009 }}</ref> [[Norska veðurstofan]] rekur veðurstöðvar á Bjørnøya og Hopen, með 10 og 4 starfsmenn. Báðar stöðvarnar hýsa líka rannsóknarteymi tímabundið.<ref name=chp10 /> [[Pólska heimskautamiðstöðin]] er rekin af pólska ríkinu í [[Hornsund]] með 10 starfsmenn árið um kring.<ref name=chp10 />
[[File:Piramida Svalbard IMG 6283.JPG|thumb|Yfirgefni sovéski námabærinn [[Pyramiden]].]]
Sovéski námabærinn [[Pyramiden]] var yfirgefinn árið 1998. Eftir það var [[Barentsburg]] eina varanlega rússneska byggðin á Svalbarða. Barentsburg er í eigu fyrirtækisins Arktikugol sem rekur þar kolanámu. Til viðbótar við námavinnsluna hefur fyrirtækið opnað hótel og minjagripaverslun fyrir ferðamenn sem koma þangað frá Longyearbyen.<ref name=chp10 /> Í þorpinu eru skóli, bókasafn, íþróttamiðstöð, tómstundamiðstöð, sundlaug, býli og gróðurhús. Svipuð aðstaða er í Pyramiden. Í báðum þorpunum er að finna dæmigerðan sovéskan eftirstríðsáraarkitektúr. Þar er að finna tvær nyrstu styttur af [[Vladimír Lenín|Lenín]] í heimi, auk annarra listaverka.<ref name="Umbreit2005" /> Árið 2013 voru nokkrir starfsmenn í Pyramiden til að halda byggingunum við og reka þar lítið hótel.
== Menning ==
[[Mynd:North_Pole_Expedition_Museum_2022.jpg|thumb|right|North Pole Expedition Museum í Longyearbyen.]]
Menning á Svalbarða hefur tekið miklum breytingum eftir að námavinnslu lauk. Miklar minjar eru um námavinnsluna og heilu námabæirnir standa enn, þótt þeir séu að mestu mannlausir. Námavinnsla Sovétríkjanna hafði þann tilgang fyrst og fremst að viðhalda stöðu þeirra á Norðurslóðum, því kolavinnslan sjálf stóð aldrei undir sér. [[Pyramiden]] átti að vera eins konar „fyrirmyndarbær“ til að sýna umheiminum fram á yfirburði sovéskra lifnaðarhátta í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]]. Á Svalbarða er líka að finna eldri minjar um [[hvalveiðar]]. Síðustu ár hefur [[náttúruferðamennska]] farið vaxandi sem leggur áherslu á ósnortna náttúru og víðerni. Þannig verður umdeilt hvort líta eigi á leifar af 20. aldar iðnaði á svæðinu sem „minjar“ til að varðveita eða „rusl“ til að fjarlægja.<ref>{{cite journal|author=Kotašková, E.|year=2022|title=From mining tool to tourist attraction: Cultural heritage as a materialised form of transformation in Svalbard society. |journal=Polar Record|volume=58|doi=10.1017/S0032247422000092}}</ref> Minjar sem eru eldri en frá 1945 eru varðveittar með lögum.<ref>{{cite web|url=https://cruise-handbook.npolar.no/en/svalbard/cultural-remains.html|author=Kristin Prestvold|title=Svalbard's cultural remains - traces of history in an Arctic landscape|date=2008|website=Norsk polarinstitutt}}</ref> Nokkrum námum og hluta námabæjanna hefur verið breytt í söfn og gististaði fyrir ferðafólk.
Rannsóknarstarf, einkum loftslagsrannsóknir, hefur farið vaxandi á Svalbarða. Á milli 2003 og 2006 var rannsóknarsetrið [[Svalbard Forskningspark]] reist yfir starfsemi nokkurra rannsóknarstofnana í Longyearbyen. Þar er [[Minjasafn Svalbarða]] til húsa. Í Longyearbyen eru líka [[North Pole Expedition Museum]] og [[Gruve 3]]-náman sem er opin ferðamönnum. Þá eru minjasöfn um námavinnslu og minjar frá [[Pómorar|Pómorum]] bæði í Barentsburg og Pyramiden.
Ýmsar árlegar hátíðir eru haldnar á Svalbarða, flestar stofnaðar síðustu ár. Meðal þeirra eru „sólarhátíð“ (Solfestuka) til að fagna endurkomu sólarinnar í mars. Tónlistarhátíðir, bókmenntahátíð og matarhátíðir eru líka haldnar árlega.
==Tilvísanir==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://www.sysselmesteren.no Sýslumaðurinn á Svalbarða]
* [http://toposvalbard.npolar.no TopoSvalbard] – Gagnvirkt kort (norska/enska)
* [https://en.visitsvalbard.com/ Ferðavefur]
{{Evrópa}}
[[Flokkur:Svalbarði| ]]
h0k5xsf2wa2uhoywrt0kkk683r6hs85
Skútustaðahreppur
0
18021
1919505
1838422
2025-06-06T15:26:58Z
Андрей Бондарь
47843
Sveitarfélög Íslands
1919505
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Skjaldarmerki Skutustadahrepps.png|thumb|Byggðamerki fyrrum Skútustaðahrepps.]]
[[File:Skútustaðahreppur kort.png|thumb|Skútustaðahreppur]]
{{CommonsCat}}
'''Skútustaðahreppur''' var [[Sveitarfélög Íslands|sveitarfélag]] í [[Suður-Þingeyjarsýsla|Suður-Þingeyjarsýslu]] frá fornu fari sem nú hefur sameinast [[Þingeyjarsveit]]. Byggð þar var nánast öll í [[Mývatnssveit]], þar á meðal [[þorp]]ið [[Reykjahlíð (Mývatnssveit)|Reykjahlíð]] en mikill meirihluti hins víðfeðma sveitarfélags var í [[óbyggðir|óbyggðum]] og náði það upp á miðjan [[Vatnajökull|Vatnajökul]].
Í atkvæðagreiðslu [[5. júní]] [[2021]] samþykktu íbúar hreppsins sameiningu við [[Þingeyjarsveit]] með 67,7% greiddra atkvæða.<ref>[https://www.vikubladid.is/is/frettir/skutustadahreppur-og-thingeyjarsveit-sameinast „Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit sameinast“ - Vikublaðið, 7. júní 2021.]</ref> Sameiningin tók gildi í kjölfar [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022|sveitarstjórnarkosninga 2022]] og var ákveðið á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar að hið sameinaða sveitarfélag skyldi bera heitið Þingeyjarsveit.
== Heimildir ==
<references/>
== Tengill ==
* [http://www.skutustadahreppur.is/ Heimasíða Skútustaðahrepps] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20200813034008/http://skutustadahreppur.is/ |date=2020-08-13 }}
{{EYÞING}}
[[Flokkur:Skútustaðahreppur| ]]
[[Flokkur:Lagt niður 2022]]
dneiick4jlhexdgfcrhvudv5k2foqpc
Samkynhneigð
0
28841
1919518
1919182
2025-06-06T22:33:33Z
Óskadddddd
83612
1919518
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Lafond Sappho and Homer.jpg|thumb|310px|Hér sést [[Forngrikkir|forngrikkinn]] [[Saffó]] syngja fyrir [[Hómer]], umkringd konum. Saffó var talin samkynhneigð og bjó í eynni ''[[Lesbos]]'', þaðan er orðið ''lesbía'' komið. Málverkið er frá 1824. ]]
[[Image:Édouard-Henri Avril (19).jpg|thumb|Édouard-Henri Avril, 1860]]'''Samkynhneigð''' nefnist það þegar einstaklingur laðast [[Tilfinning|tilfinningalega]] og/eða [[Kynlíf|kynferðislega]] aðallega að einstaklingum af sama [[Kyn (líffræði)|kyni]] og hann sjálfur. Samkynhneigðir [[Karl|karlmenn]] eru oft kallaðir '''hommar''', samkynhneigðar [[Kona|konur]] '''lesbíur'''.
Samkynhneigð er ásamt [[tvíkynhneigð]] og [[gagnkynhneigð]] ein af þremur helstu flokkum á [[Kynhneigð|kynhneigðarskalanum]]. Ekki er vitað hvað veldur mismunandi [[kynhneigð]] í mönnum, en talið er að það orsakist af samspili [[Gen|erfðaþátta]], [[Hormón|hormóna]], og umhverfisþátta í [[Þungun|móðurkviði]] og að fólk hafi ekki val um það.<ref name="Lamanna">{{cite book|author1=Mary Ann Lamanna|author2=Agnes Riedmann|author3=Susan D Stewart|title=Marriages, Families, and Relationships: Making Choices in a Diverse Society|publisher=[[Cengage Learning]]|isbn=1305176898|year=2014|page=82|accessdate=February 11, 2016|url=https://books.google.com/books?id=fofaAgAAQBAJ&pg=PA82|quote=The reason some individuals develop a gay sexual identity has not been definitively established – nor do we yet understand the development of heterosexuality. The American Psychological Association (APA) takes the position that a variety of factors impact a person's sexuality. The most recent literature from the APA says that sexual orientation is not a choice that can be changed at will, and that sexual orientation is most likely the result of a complex interaction of environmental, cognitive and biological factors...is shaped at an early age...[and evidence suggests] biological, including genetic or inborn hormonal factors, play a significant role in a person's sexuality (American Psychological Association 2010).}}</ref><ref name="Stuart">{{cite book|author=Gail Wiscarz Stuart|title=Principles and Practice of Psychiatric Nursing|publisher=[[Elsevier Health Sciences]]|isbn=032329412X|year=2014|page=502|accessdate=February 11, 2016|url=https://books.google.com/books?id=ivALBAAAQBAJ&pg=PA502|quote=No conclusive evidence supports any one specific cause of homosexuality; however, most researchers agree that biological and social factors influence the development of sexual orientation.}}</ref><ref name="Långström2010">{{Cite journal|last1=Långström|first1=N.|last2=Rahman|first2=Q.|last3=Carlström|first3=E.|last4=Lichtenstein|first4=P.|title=Genetic and Environmental Effects on Same-sex Sexual Behavior: A Population Study of Twins in Sweden|doi=10.1007/s10508-008-9386-1|journal=Archives of Sexual Behavior|volume=39|issue=1|pages=75–80|year=2008|pmid=18536986|pmc=}}</ref> Vísbendingar benda ekki til þess að kynhneigð ráðist af [[uppeldi]].<ref name="rcp20072">{{cite web|url=http://www.rcpsych.ac.uk/workinpsychiatry/specialinterestgroups/gaylesbian/submissiontothecofe.aspx|title=Submission to the Church of England's Listening Exercise on Human Sexuality|publisher=The Royal College of Psychiatrists|accessdate=13 June 2013}}</ref> Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að samkynhneigð, líkt og aðrar kynhneigðir, sé eðlilegur hluti af breytileika innan margra [[Tegund (líffræði)|dýrategunda.]]<ref name="apahelp">{{cite web|title=Sexual orientation, homosexuality and bisexuality|publisher=[[American Psychological Association]]|accessdate=August 10, 2013|url=http://www.apa.org/helpcenter/sexual-orientation.aspx|archivedate=8 August 2013|archiveurl=https://web.archive.org/web/20130808032050/http://www.apa.org/helpcenter/sexual-orientation.aspx}}</ref><ref name="PAHO">{{cite web|title="Therapies" to change sexual orientation lack medical justification and threaten health|url=http://new.paho.org/hq/index.php?option=com_content&task=view&id=6803&Itemid=1926|publisher=Pan American Health Organization|accessdate=26 May 2012|url-status = dead|archiveurl=https://web.archive.org/web/20120523040848/http://new.paho.org/hq/index.php?option=com_content&task=view&id=6803&Itemid=1926|archivedate=23 May 2012|df=dmy-all}}</ref> [[Sálfræðimeðferð|Sálfræðimeðferðir]] og önnur inngrip hafa ekki sýnt að þau geti haft áhrif á kynhneigð.<ref name="apa2009">American Psychological Association: [http://www.apa.org/about/governance/council/policy/sexual-orientation.aspx Resolution on Appropriate Affirmative Responses to Sexual Orientation Distress and Change Efforts]</ref>
Í kringum 3,5% af fullorðnum skilgreina sig sem sam- eða tvíkynhneigð samkvæmt könnun sem gerð var í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] árið 2011.<ref>{{cite web|url=http://williamsinstitute.law.ucla.edu/research/census-lgbt-demographics-studies/how-many-people-are-lesbian-gay-bisexual-and-transgender|author=Gary Gates|title=How Many People are Lesbian, Gay, Bisexual and Transgender?|publisher=''[[UCLA School of Law#Sexual orientation law|The Williams Institute]]''|date=April 2011|accessdate=May 12, 2014|archive-date=júlí 21, 2017|archive-url=https://web.archive.org/web/20170721165514/http://williamsinstitute.law.ucla.edu/research/census-lgbt-demographics-studies/how-many-people-are-lesbian-gay-bisexual-and-transgender/|url-status = dead}}</ref><ref>{{cite web|url=http://williamsinstitute.law.ucla.edu/wp-content/uploads/Gates-How-Many-People-LGBT-Apr-2011.pdf|format=PDF|author=Gary Gates|title=How many people are lesbian, gay, bisexual, and transgender?|publisher=''[[UCLA School of Law#Sexual orientation law|The Williams Institute]]''|page=1|date=April 2011}}</ref> Á milli 2% og 11% af fullorðnum hafa átt í einhverju kynferðislegu sambandi við einstakling af sama kyni.<ref name="Billy1993">{{Cite journal|doi=10.2307/2136206|vauthors=Billy JO, Tanfer K, Grady WR, Klepinger DH|title=The sexual behavior of men in the United States|jstor=2136206|journal=Family Planning Perspectives|volume=25|issue=2|pages=52–60|year=1993|pmid=8491287}}</ref><ref name="Binson1995">{{Cite journal|doi=10.1080/00224499509551795|first1=Diane|last1=Binson|first2=Stuart|last2=Michaels|first3=Ron|last3=Stall|first4=Thomas J.|last4=Coates|first5=John H.|last5=Gagnon|first6=Joseph A.|last6=Catania|year=1995|title=Prevalence and Social Distribution of Men Who Have Sex with Men: United States and Its Urban Centers|url=https://archive.org/details/sim_journal-of-sex-research_1995_32_3/page/245|journal=The Journal of Sex Research|volume=32|issue=3|pages=245–54|jstor=3812794}}</ref><ref name="Johnson1992">{{Cite journal|vauthors=Johnson AM, Wadsworth J, Wellings K, Bradshaw S, Field J|title=Sexual lifestyles and HIV risk|journal=Nature|volume=360|issue=6403|pages=410–2|date=December 1992|pmid=1448163|doi=10.1038/360410a0}}</ref><ref name="Bogaert2004">{{Cite journal|author=Bogaert AF|title=The prevalence of male homosexuality: the effect of fraternal birth order and variations in family size|journal=Journal of Theoretical Biology|volume=230|issue=1|pages=33–7|date=September 2004|pmid=15275997|doi=10.1016/j.jtbi.2004.04.035}} Bogaert argues that: "The prevalence of male homosexuality is debated. One widely reported early estimate was 10% (e.g., Marmor, 1980; Voeller, 1990). Some recent data provided support for this estimate (Bagley and Tremblay, 1998), but most recent large national samples suggest that the prevalence of male homosexuality in modern western societies, including the United States, is lower than this early estimate (e.g., 1–2% in Billy et al., 1993; 2–3% in Laumann et al., 1994; 6% in Sell et al., 1995; 1–3% in Wellings et al., 1994). It is of note, however, that homosexuality is defined in different ways in these studies. For example, some use same-sex behavior and not same-sex attraction as the operational definition of homosexuality (e.g., Billy et al., 1993); many sex researchers (e.g., Bailey et al., 2000; Bogaert, 2003; Money, 1988; Zucker and Bradley, 1995) now emphasize attraction over overt behavior in conceptualizing sexual orientation." (p. 33) Also: "...the prevalence of male homosexuality (in particular, same-sex attraction) varies over time and across societies (and hence is a "moving target") in part because of two effects: (1) variations in fertility rate or family size; and (2) the fraternal birth order effect. Thus, even if accurately measured in one country at one time, the rate of male homosexuality is subject to change and is not generalizable over time or across societies." (p. 33)</ref> Í [[Bretland|breskri]] könnun frá 2010 sögðust 95% [[Bretland|Breta]] skilgreina sig sem [[Gagnkynhneigð|gagnkynhneigða]], 1,5% sem sam- eða tvíkynhneigða, og 3,5% voru óvissir eða svöruðu ekki spurningunni.<ref name="more-or-less-2010-10-01">{{cite web|last=Harford|first=Tim|title=More or Less examines Office for National Statistics figures on gay, lesbian and bisexual people|url=http://www.bbc.co.uk/programmes/b00tznbk|publisher=BBC|date=1 October 2010}}</ref><ref>{{cite web|title=Measuring Sexual Identity : Evaluation Report, 2010|url=http://www.ons.gov.uk/ons/rel/ethnicity/measuring-sexual-identity---evaluation-report/2010/index.html|publisher=[[Office for National Statistics]]|date=23 September 2010}}</ref>
== Samkynhneigð til forna ==
[[Mynd:Deanna Geiger and Janine Nelson Geiger v. Kitzhaber.jpg|thumb|Lesbíur ([[Bandaríkin]], 2013).]]
Hugmyndin um samkynhneigð er tiltölulega ný af nálinni og varla til fyrir lok 19. aldar en þá varð mikið hneykslismál í kringum rithöfundinn [[Oscar Wilde]] sem var fangelsaður fyrir að hafa átt samræði við aðra karlmenn.<ref name=":0">{{Cite web|url=https://www.visindavefur.is/svar.php?id=5460|title=Þekktist samkynhneigð á víkingatímanum?|website=Vísindavefurinn|language=is|access-date=2025-05-06}}</ref> Miklar umræður hafa staðið yfir um hvort hugmyndin um samkynhneigð hafi verið til staðar í [[fornöld]] eða á [[Miðaldir|miðöldum]], jafnvel þótt hugtakið sjálft hafi ekki verið til. Miðaldafræðingurinn [[John Boswell]] taldi að eins konar samkynhneigð pör hefðu verið til á miðöldum, en margir fræðimenn hafa andmælt því og nýjustu rannsóknir hafna hugtakinu samkynhneigð að mestu leyti. Flestir eru á því að á [[Víkingaöld|víkingatímanum]] (800-1100) hafi einstaklingar sem höfðu áhuga á fólki af sama kyni hvorki talið sig samkynhneigða né talið sig geta valið á milli þess að elska karla eða konur. Núverandi flokkun byggir að miklu leyti á tilfinningum einstaklingsins og hverjum hann laðast að, en í ýmsum samfélögum hefur sú flokkun ekki verið til og fólk þá flokkað eftir því með hverjum það stundar kynlíf eða hvaða hlutverki það gegnir í kynlífi.
=== Hugmyndin milli menningarheima ===
Tekið var saman yfirlit yfir helstu menningarheima sem voru uppi fyrir tíma [[Iðnbyltingin|iðnbyltingarinnar]]. Af 42 menningarheimum voru 41% eindregið á móti kynferðislegri hegðun milli einstaklinga af sama kyni, hjá 21% var sú hegðun tekin í sátt eða hunsuð, og hjá 12% var hugmyndin óþekkt. Í annarri samantekt af 70 menningarheimum var hugmyndin um þá hegðun til staðar hjá 41%, en hjá 59% var hugmyndin sjaldgæf eða ekki til staðar.<ref>Adolescence and puberty By John Bancroft, June Machover Reinisch, p.162</ref>
Í þeim menningarheimum sem byggja á [[Abrahamísk trúarbrögð|Abrahamstrú]] ([[Kristni]], [[Íslam]], [[Gyðingdómur]]) hefur verið harkaleg andstaða við [[endaþarmsmök]] og þau talin siðferðisbrot og brot á lögmálum náttúrunnar. Andstaða við endaþarmsmök var þó til staðar á undan Kristninni og var líka algeng í [[Grikkland hið forna|Grikklandi hinu forna]]. [[Platon|Platón]] kallaði þau ónáttúruleg.<ref>"... sow illegitimate and bastard seed in courtesans, or sterile seed in males in defiance of nature." Plato in THE LAWS (Book VIII p.841 edition of Stephanus) or p.340, edition of Penguin Books, 1972.</ref>
==== Grikkland hið forna ====
Í [[Grikkland hið forna|Grikklandi hinu forna]] var kynlíf milli karlmanns og drengs algengt og þótti gegna góðu hlutverki í [[uppeldi]] unglinga. Gerður var greinarmunur á samkynja kynlífi og samböndum, ástarsambönd voru litin hornauga og vanalega ekki leyfð. Litið var niður á þá sem létu drottna yfir sér í kynmökum einkum eftir unglingsár, en slíkt átti ekki við um þá sem voru í drottnandi hlutverki. Skilningur Grikkja á hugmyndinni um samkynhneigð var því verulega frábrugðinn okkar nútímaskilningi. Lítið er vitað um samkynhneigðar konur í Grikklandi hinu forna, en ljóðskáldið [[Saffó]] frá eyjunni [[Lesbos]] skrifaði ástríðufull ljóð til bæði karla og kvenna og því var á [[19. öldin|19. öld]] byrjað að nota nafn hennar og stað til að lýsa samkynhneigð í konum, t.d. í íslensku ''lesbía'' og ''lesbísk'' en einnig ''saffísk''.<ref>{{Cite web|url=https://ordsifjabok.arnastofnun.is/faersla/10908|title=Íslensk orðsifjabók|website=ordsifjabok.arnastofnun.is|language=|access-date=2025-05-16}}</ref>
==== Frumbyggjar Ameríku ====
Hjá [[Frumbyggjar Ameríku|frumbyggjum Ameríku]] fyrir [[Nýlendustefna|nýlendutímann]] var samkynhneigð í allt öðrum flokki sem er ekki sambærileg núverandi flokkun. Hjá þeim voru sumir taldir búa yfir tvöföldum anda og uppfylltu hlutverk nokkurs konar ''þriðja kyns'' í samfélaginu. Hlutverkið var að einhverju leyti trúarlegt og var hluti af trúarlegum athöfnum.<ref name="glbtqlatinamerica">{{citation|first=Ben|last=Pablo|year=2004|url=http://www.glbtq.com/social-sciences/latin_america_colonial.html|title=Latin America: Colonial|periodical=[[glbtq.com]]|accessdate=1 August 2007|url-status = dead|archiveurl=https://web.archive.org/web/20071211012339/http://www.glbtq.com/social-sciences/latin_america_colonial.html|archivedate=11 December 2007|df=}}</ref><ref name="glbtqmex">{{cite encyclopedia|last=Murray|first=Stephen|authorlink=Stephen O. Murray|editor=Claude J. Summers|work=glbtq: An Encyclopedia of Gay, Lesbian, Bisexual, Transgender, and Queer Culture|title=Mexico|url=http://www.glbtq.com/social-sciences/mexico.html|accessdate=1 August 2007|year=2004|publisher=[[glbtq.com|glbtq, Inc.]]|url-status = dead|archiveurl=https://web.archive.org/web/20071102132531/http://www.glbtq.com/social-sciences/mexico.html|archivedate=2 November 2007|df=dmy-all}}</ref>
=== Á Íslandi ===
Samkynja kynlíf, einkum milli karlmanna, var lengi vel litið hornauga á [[Ísland|Íslandi]]. Hugtakið '''''ergi''''', notað um karla sem töldust hegða sér kvenlega, er elsta túlkunin á samkynhneigð hér á landi og þekktist á víkingaöld.<ref name=":0" /><ref>{{Cite web|url=https://ordsifjabok.arnastofnun.is/faersla/3182|title=Íslensk orðsifjabók|website=ordsifjabok.arnastofnun.is|language=|access-date=2025-05-06}}</ref> Þegar hugmyndir um samkynhneigð fóru að breiðast út í lok 19. aldar tíðkuðust orðin '''''kynvilla''''' og '''''kynhvörf''''' í merkingunni [[sjúkdómur]] þar sem samkynhneigð var talin óeðlileg.<ref>{{Tímarit.is|1611252|Saga orðanna|útgáfudagsetning=07.05.1985|blað=Morgunblaðið|höfundur=Böðvar Björnsson|blaðsíða=49}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://blondal.arnastofnun.is/faersla/236765|title=Orðabók Sigfúsar Blöndal|website=blondal.arnastofnun.is|language=is|access-date=2025-05-06}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://idord.arnastofnun.is/faersla/471864|title=Íðorðabankinn|website=idord.arnastofnun.is|access-date=2025-05-15}}</ref> Þessi þrjú orð þykja afar úrelt og þekkjast nú á dögum í neikvæðri merkingu.<ref>{{Cite web|url=https://islenskordabok.arnastofnun.is/ord/25247|title=Íslensk nútímamálsorðabók|website=islenskordabok.arnastofnun.is|language=|access-date=2025-05-06}}</ref>
==== Víkingaöld (800-1100) ====
Á miðöldum (800-1100) var hugtakið ''ergi'' til, sem hafði neikvæða merkingu. Það fól í sér að karlmennska karlmanns var dregin í efa og hann talinn hegða sér kvenlega, vera ragur eða blauður. ''Ergi'' fól meðal annars í sér að hafa verið „sorðinn“ af öðrum karlmanni. Slíkar ásakanir, er kölluðust fullréttisorð, heimiluðu mönnum að grípa til hefnda samkvæmt íslenskum lögum. Einnig gat skeggleysi eða barnleysi orðið til þess að menn voru sakaðir um ergi.<ref name=":0" />
Tréníð var myndræn birting á níði, oft um kynlíf karla. Dæmi úr Bjarnar sögu Hítdælakappa sýnir neikvæða sýn á kynlífi milli karlmanna. Þar var munur gerður á „virkum“ og „óvirkum“ þátttakendum, þar sem hið síðarnefnda var álitið ergi. Níð af þessu tagi og skriftaboð kirkjunnar, sem töldu slíkt syndsamlegt ásamt [[Framhjáhald|framhjáhaldi]], kynlífi með dýrum og [[sjálfsfróun]], snérust um kynlíf en ekki ást. Hins vegar var bann ekki lagt við kynlífi með börnum.<ref name=":0" />
Hugmyndin um tiltekinn hóp „samkynhneigðra“ var hvorki til staðar í skriftaboðum né níði. Líklega var álitið að allir menn væru færir um að drýgja þessa „synd“. Þrátt fyrir að kynlíf karla hafi verið álitin synd, ásamt framhjáhaldi og sjálfsfróun, virðist hún ekki hafa verið sérstaklega áberandi í [[Skriftaboð Þorláks helga|skriftaboðum Þorláks helga]] frá 1179. Hugtakið samkynhneigð eins og það þekkist í dag var óþekkt á þessum tíma. Þrátt fyrir að líklegt var að kynferðisleg ástríða milli karla hafi alltaf verið til, en hún var túlkuð og skilgreind á mismunandi hátt.<ref name=":0" />
== Að koma út úr skápnum ==
[[File:Johanna_sigurdardottir_official_portrait.jpg|thumb|[[Jóhanna Sigurðardóttir]], fyrrverandi [[Forsætisráðherra Íslands|forsætisráðherra]], var fyrsti þjóðarleiðtoginn sem lýsti opinberlega yfir samkynhneigð sinni.<ref>{{cite news|title=Iceland Picks the World's First Openly Gay PM|work=TIME|author=Moody, Jonas|url=http://content.time.com/time/world/article/0,8599,1875032,00.html|date=30 January 2009|accessdate=13 November 2013}}</ref>]]
[[Mynd:Tim Cook 2009 cropped.jpg|thumb|Tim Cook, forstjóri [[Apple Inc.|Apple]], kom opinberlega út sem samkynhneigður árið 2014.]]
[[Gagnkynhneigð]] er algengasta kynhneigðin og því er oft reiknað með að einstaklingur sé gagnkynhneigður ef annað er ekki tekið fram, þessi hugsunarháttur kallast [[gagnkynhneigðarhyggja]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visindavefur.is/svar.php?id=61818#|title=Hvað er gagnkynhneigðarhyggja?|website=Vísindavefurinn|language=is|access-date=2025-05-15}}</ref> Það að gera öðrum grein fyrir kynhneigð sinni eða kynvitund er oft kallað ''að koma út úr skápnum'', en einnig ''að'' ''koma úr felum'' eða einfaldlega ''að koma út''.<ref>{{Cite web|url=https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2826|title=Hvaðan kemur orðtakið|website=Vísindavefurinn|language=is|access-date=2025-05-15}}</ref> Það þarf ekki að vera gert með nokkurri yfirlýsingu heldur einungis með því að hætta að vera í felum með málefnið. Það að koma út er persónulegt ferli sem gerist á mismunandi tíma eftir fólki, þar sem upplifanir og tilfinningar fólks eru mismunandi. Eftir að einstaklingur áttar sig á því að hann laðast að einhverju leyti að sama kyni getur það tekið tíma fyrir sjálfsmynd hans að aðlagast því og fyrir viðkomandi að vera reiðubúinn að ganga á móti væntingum þess samfélags sem hann býr í.
== Réttindabarátta ==
Undanfarna áratugi hefur réttindabarátta samkynhneigðra tekið stakkaskiptum. Í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] þykir réttindabaráttan hafa byrjað af alvöru þegar kom til kasta milli [[Mótmæli|mótmælenda]] og [[Lögregla|lögreglu]] við barinn ''Stonewall'' í [[New York-borg|New York]] borg árið 1969 og með tilkomu fyrstu kröfugöngunnar ([[Gleðiganga|gleðigöngunnar]]) árið þar á eftir. Þegar [[HIV-veira|HIV]]<nowiki/>- og [[Alnæmi|alnæmisfaraldurinn]] geisaði um miðjan 9. áratug síðustu aldar meðal samkynhneigðra manna leiddi það til mikillar andstöðu frá almenningi í þeirra garð og var réttindabaráttan lengi að hrista af sér mótlætið.
=== Á Íslandi ===
Á Íslandi var það [[Hörður Torfason]] sem var fyrstur til að lýsa opinberlega yfir samkynhneigð sinni árið [[1975]]. Hann var þegar þjóðþekkt tónskáld. Í kjölfarið varð hann fyrir miklum fordómum og fluttist brott af Íslandi um tíma.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2021-08-25-eg-var-alitinn-glaepamadur|title=„Ég var álitinn glæpamaður“ - RÚV.is|date=2021-08-25|website=RÚV|access-date=2025-05-15}}</ref>
Árið 2010 voru [[Hjónaband samkynhneigðra|samkynja hjónabönd]] lögleidd af íslenska ríkinu.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2020-06-11-10-ar-fra-logleidingu-hjonabands-samkynhneigdra|title=10 ár frá lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra - RÚV.is|date=2020-06-11|website=RÚV|access-date=2025-05-15}}</ref> Staða hinsegin fólks á Íslandi er nokkuð góð, sér í lagi samanborið við önnur lönd, og njóta samkynhneigðir fullra lagalegra réttinda.<ref>{{Cite web|url=https://www.equaldex.com/region/iceland|title=LGBT Rights in Iceland|website=Equaldex|language=en|access-date=2025-05-15}}</ref> Félagslegt samþykki hefur stóraukist á örfáum áratugum.<ref>{{Cite web|url=https://samtokin78.is/sp-7228/|title=87% Íslendinga fylgjandi því að samkynhneigðir gangi í hjónaband|last=Arnarsson|first=Daníel|date=2004-06-30|website=Samtökin '78|language=is|access-date=2025-05-15}}</ref> Þó eru enn til staðar fordómar í samfélaginu.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/2018180229515/fordomar-gegn-hinsegin-folki-enn-tha-til-stadar-a-islandi|title=Fordómar gegn hinsegin fólki enn þá til staðar á Íslandi - Vísir|last=Hrönn|first=Guðný|date=2018-02-23|website=visir.is|language=is|access-date=2025-05-15}}</ref>
== Félagssamtök á Íslandi ==
*'''[[Samtökin '78]]''' eru aðalbaráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Samtökin halda úti opnu húsi og rekur ungliðahreyfingu ásamt því að vera hinsegin félagsmiðstöð í samstarfi við Reykjavíkurborg.
*'''[[HIN – Hinsegin Norðurland]]''' er fræðslu- og stuðningssamtök fyrir hinsegin fólk á [[Norðurland|Norðurlandi]].
*'''[[Q – félag hinsegin stúdenta]]''' er baráttufélag hinsegin stúdenta og fólks í háskólum Íslands.
*'''[[Trans Ísland]]''' er félag [[Trans fólk|trans fólks]] á Íslandi.
== Tengt efni ==
* [[Gagnkynhneigð]]
* [[Tvíkynhneigð]]
== Tenglar ==
{{Wikiorðabók|samkynhneigð}}
{{commonscat|Homosexuality}}
=== Íslensk félög, hópar og samtök ===
* [http://www.gaypride.is Hinsegin dagar - GayPride ]
* [http://www.samtokin78.is Samtökin '78 ]
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041116120622/www.simnet.is/nn/ Samtökin 78 á Norðurlandi S78N]
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041023074330/www.ma.is/bleikt/ Samkynhneigð í MA]
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041103062315/www.samtokin78.is/unglidar Ungliðar S78]
=== Alþjóðleg samtök ===
* [http://www.gaysport.info/eglsf/ EGLSF - European Gay & Lesbian Sport Federation ]
* [http://www.tgeu.net European TransGender Network ]
* [http://www.ilga-europe.org/ ILGA Europe ]
* [http://www.ilga.org/ ILGA ]
* [http://www.interpride.org InterPride ]
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
[[Flokkur:Maðurinn]]
[[Flokkur:Kynhneigð]]
[[Flokkur:Meðfæddir eiginleikar]]
[[Flokkur:Samkynhneigð]]
booz8yuhxkio5g1ofjvtocs1qw1bxso
Tottenham Hotspur F.C.
0
42886
1919562
1916873
2025-06-07T11:28:33Z
Berserkur
10188
1919562
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnulið
| Fullt nafn = Tottenham Hotspur F.C.
| mynd = [[Mynd:Tottenham Hotspur Badge.png|150px]]
| Gælunafn =Spurs, Lilywhites
| Stytt nafn =Tottenham Hotspur
| Stofnað =1882, sem ''Hotspur F.C.''
| Leikvöllur =[[Tottenham Hotspur Stadium]]
| Stærð = 62.062
| Stjórnarformaður = {{ENG}} [[Daniel Levy]]
| Knattspyrnustjóri = Laust
| Deild =[[Enska úrvalsdeildin]]
| Tímabil =2024-2025
| Staðsetning = 17. sæti
| pattern_la1 = _tottenham1920h
| pattern_b1 = _tottenham1920h
| pattern_ra1 = _tottenham1920h
| pattern_sh1 =
| pattern_so1 = _tottenham1920h
| leftarm1 = FFFFFF
| body1 = FFFFFF
| rightarm1 = FFFFFF
| shorts1 = 000040
| socks1 = FFFFFF
| pattern_la2 = _thfc201920a
| pattern_b2 = _tottenham1920a
| pattern_ra2 = _thfc201920a
| pattern_sh2 =
| pattern_so2 = _tottenham1920a
| leftarm2 = 000040
| body2 = 000040
| rightarm2 = 000040
| shorts2 = 000040
| socks2 = 000040
| pattern_la3 = _tottenham2223t1
| pattern_b3 = _tottenham2223t1
| pattern_ra3 = _tottenham2223t1
| pattern_sh3 = _tottenham2223t1
| pattern_so3 = _tottenham2223t1
| leftarm3 = 4CB2D2
| body3 = 4CB2D2
| rightarm3 = 4CB2D2
| shorts3 = 4CB2D2
| socks3 = 4CB2D2
}}
'''Tottenham Hotspur''' er knattspyrnulið í [[Enska úrvalsdeildin|ensku úrvalsdeildinni]] og er frá norður-[[London]]. [[Guðni Bergsson]] og [[Gylfi Þór Sigurðsson]] hafa spilað með félaginu.
== Saga ==
== Tengsl Tottenham við gyðinga ==
Tottenham Hotspur hefur lengi átt farsælt samband við gyðingasamfélagið í Tottenham hverfinu í London. Samfélagið óx hratt umaldamótin 1900 vegna þess að gyðingar frá [[Rússneska keisaradæmið|Rússneska keisaradæminu]] flúðu ofsóknir þar í landi. Margir enduðu í [[Bretland|Bretlandi]] og komu sér vel fyrir í London þar sem þeir gátu haldið í menningu sína og siði. Margi fluttu lengra norður á London svæðinu og í Tottenham hverfinu voru næg atvinnutækifæri. Áhrifamenn í samfélagi gyðinga hvöttu þá til að flytjast frá troðfullu [[Whitechapel]] og [[Brick Lane]] til Tottenham. Næstu 30 til 40 árin fléttaðist Tottenham Hotspurs við líf gyðinga af verkamannastétt í hverfinu sem voru fjölmennir í götum milli Hale og [[Landsdowne Road]]. Fyrir marga gyðinga var mikilvægt að aðlgast Bretlandi og fótbolti mikilvægur þáttur í því ferli. Margir kynslóðir breskra gyðinga hafa síðan þá fæðst og alist upp sem stuðningsmenn Tottenham Hotspur.
Stuðningsmenn Tottenham hafa lengi talað um sjálfa sig sem gyðingaher (e. Yid Army) sem er umdeilt og hefur liðið beðið stuðningsmenn um að hætta að nota þetta orð þar sem það er talið niðrandi fyrir gyðinga.
Sumarið 2023 Manor Solomon keyptir til Tottenham Hotspur og var hann fyrsti gyðingurinn sem spilaði fyrir félagið í 16 ár.
==Titlar==
{|border="1" cellspacing="0" cellpadding="2"
! style="background:lightblue;" | Keppni
! style="background:lightblue;" | Titlar
! style="background:lightblue;" | Ár
|-----
| [[Premier League|Enskir meistarar]] || '''2'''
| 1950/51, 1960/61
|-----
| [[Enski bikarinn|Enskir bikarmeistarar]] || '''8'''
| 1901, 1921, 1961, 1962, 1967, 1981, 1982, 1991
|-----
| [[Enski deildabikarinn|Enskir deildabikarmeistarar]] || '''4 ''' || 1971, 1973, 1999, 2008
|-----
| [[Samfélagsskjöldurinn]] || '''7'''
| 1921, 1951, 1961, 1962, 1967, 1981, 1991
|-----
| [[Evrópukeppni bikarhafa]] || '''1'''
| 1962/63
|-----
| [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópukeppni félagsliða ]] || '''2''' || [[UEFA Cup 1971/72|1971/1972]], [[UEFA Cup 1983/84|1983/1984]]
|-----
| [[FA Youth Cup]] || '''3''' || 1970, 1974, 1990
|}
*Titlar í [[Enska meistaradeildin|Ensku meistaradeildinni]]: 1919/20 og 1949/50.
*2. sæti í [[Enski bikarinn|Enska bikarnum]]: 1987.
*2. sæti í [[Enski deildabikarinn|Enska deildabikarnum]]: 1982, 2002 og 2009
===Evrópukeppnir===
* [[Evrópukeppni félagsliða]]: 2025
*2. sæti í [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópukeppni félagsliða]]: 1973/74.
* [[Meistaradeild Evrópu]]: 2. sæti: 2019
==Þjálfarar hjá Tottenham==
:*''Feitletruðu stafirnir segja til um tímann sem þeir voru stjórar hjá Tottenham Hotspur:''
::*''(C)'' – Bráðabirgðastjóri (Caretaker)
::*''(FTC)'' – þjálfari
{|
|-
| valign="top" |
* 1898 {{ENG}} [[Frank Brettell]]
* 1899 {{SKO}} [[John Cameron]]
* 1907 {{ENG}} [[Fred Kirkham]]
* 1912 {{SKO}} [[Peter McWilliam]]
* 1927 {{ENG}} [[Billy Minter]]
* 1930 {{ENG}} [[Percy Smith]]
* 1935 {{ENG}} [[Wally Hardinge]] ''(C)''
* 1935 {{ENG}} [[Jack Tresadern]]
* 1938 {{SKO}} [[Peter McWilliam]]
* 1942 {{ENG}} [[Arthur Turner]]
* 1946 {{ENG}} [[Joe Hulme]]
* 1949 {{ENG}} [[Arthur Rowe]]
* 1955 {{ENG}} [[Jimmy Anderson]]
* 1958 {{ENG}} [[Bill Nicholson]]
* 1974 {{NIL}} [[Terry Neill]]
* 1976 {{ENG}} [[Keith Burkinshaw]]
* 1984 {{ENG}} [[Peter Shreeves]]
* 1986 {{ENG}} [[David Pleat]]
* 1987 {{ENG}} [[Doug Livermore]] og {{ENG}} [[Trevor Hartley]] ''(C)''
* 1987 {{ENG}} [[Terry Venables]]
* 1991 {{ENG}} [[Peter Shreeves]]
* 1992 {{ENG}} [[Doug Livermore]] og {{ENG}} [[Ray Clemence]] ''(FTC)''
| valign="top" |
* 1993 {{ARG}} [[Osvaldo Ardiles]]
* 1994 {{ENG}} [[Steve Perryman]] ''(C)''
* 1994 {{ENG}} [[Gerry Francis]]
* 1997 {{IRL}} [[Chris Hughton]] ''(C)''
* 1997 {{SUI}} [[Christian Gross]]
* 1998 {{ENG}} [[David Pleat]] ''(C)''
* 1998 {{SKO}} [[George Graham]]
* 2001 {{ENG}} [[David Pleat]] ''(C)''
* 2001 {{ENG}} [[Glenn Hoddle]]
* 2003 {{ENG}} [[David Pleat]] ''(C)''
* 2004 {{FRA}} [[Jacques Santini]]
* 2004 {{NLD}} [[Martin Jol]]
* 2007 {{ENG}} [[Clive Allen]] ''(C)''
* 2007 {{ESP}} [[Juande Ramos]]
* 2008 {{ENG}} [[Harry Redknapp]]
* 2012 {{PRT}} [[André Villas-Boas]]
* 2013 {{ENG}} [[Tim Sherwood]]
* 2014 {{ARG}} [[Mauricio Pochettino]]
* 2019 {{PRT}} [[José Mourinho]]
* 2021 {{PRT}} [[Nuno Espírito Santo]] (júní-október)
* 2021 {{ITA}} [[Antonio Conte]]
* 2023 {{AUS}} [[Ange Postecoglou]]
|}
==Leikmaður ársins==
* 1987 {{ENG}} [[Gary Mabbutt]]
* 1988 {{ENG}} [[Chris Waddle]]
* 1989 {{NOR}} [[Erik Thorstvedt]]
* 1990 {{ENG}} [[Paul Gascoigne]]
* 1991 {{ENG}} [[Paul Allen]]
* 1992 {{ENG}} [[Gary Lineker]]
* 1993 {{ENG}} [[Darren Anderton]]
* 1994 {{GER}} [[Jürgen Klinsmann]]
* 1995 {{ENG}} [[Teddy Sheringham]]
* 1996 {{ENG}} [[Sol Campbell]]
* 1997 {{ENG}} [[Sol Campbell]]
* 1998 {{FRA}} [[David Ginola]]
* 1999 {{IRL}} [[Stephen Carr]]
* 2000 {{IRL}} [[Stephen Carr]]
* 2001 {{SKO}} [[Neil Sullivan]]
* 2002 {{WAL}} [[Simon Davies]]
* 2003 {{IRL}} [[Robbie Keane]]
* 2004 {{ENG}} [[Jermain Defoe]]
* 2005–06 {{IRL}} [[Robbie Keane]]
* 2006–07 {{BGR}} [[Dimitar Berbatov]]
* 2007–08 {{IRL}} [[Robbie Keane]]
* 2008–09 {{ENG}} [[Aaron Lennon]]
* 2009–10 {{ENG}} [[Michael Dawson]]
* 2010–11 {{HRV}} [[Luka Modrić]]
* 2011–12 {{ENG}} [[Scott Parker]]
* 2012–13 {{WAL}} [[Gareth Bale]]
* 2013–14 {{DNK}} [[Christian Eriksen]]
* 2014–15 {{ENG}} [[Harry Kane]]
* 2015–16 {{BEL}} [[Toby Alderweireld]]
* 2016-17 {{DNK}} [[Christian Eriksen]]
* 2017-18 {{BEL}} [[Jan Vertonghen]]
* 2018-19 {{KOR}} [[Son Heung-min]]
* 2020-21 {{ENG}} [[Harry Kane]]
* 2021–22 {{KOR}} Son Heung-min
* 2022-23 {{ENG}} Harry Kane
==Íslendingar sem hafa spilað með félaginu==
*[[Emil Hallfreðsson]]
*[[Guðni Bergsson]]
*[[Gylfi Þór Sigurðsson|Gylfi Sigurðsson]]
*[[Eiður Smári Guðjohnsen]]
{{Enska úrvalsdeildin}}
{{S|1882}}
[[Flokkur:Ensk knattspyrnufélög]]
6y3q7wz8yfwohjau6bc4u55w6ebecul
1919565
1919562
2025-06-07T11:36:30Z
Berserkur
10188
Ekkert á Tottenham H. history um þetta, vantar heimildir, fullsértækt.
1919565
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnulið
| Fullt nafn = Tottenham Hotspur F.C.
| mynd = [[Mynd:Tottenham Hotspur Badge.png|150px]]
| Gælunafn =Spurs, Lilywhites
| Stytt nafn =Tottenham Hotspur
| Stofnað =1882, sem ''Hotspur F.C.''
| Leikvöllur =[[Tottenham Hotspur Stadium]]
| Stærð = 62.062
| Stjórnarformaður = {{ENG}} [[Daniel Levy]]
| Knattspyrnustjóri = Laust
| Deild =[[Enska úrvalsdeildin]]
| Tímabil =2024-2025
| Staðsetning = 17. sæti
| pattern_la1 = _tottenham1920h
| pattern_b1 = _tottenham1920h
| pattern_ra1 = _tottenham1920h
| pattern_sh1 =
| pattern_so1 = _tottenham1920h
| leftarm1 = FFFFFF
| body1 = FFFFFF
| rightarm1 = FFFFFF
| shorts1 = 000040
| socks1 = FFFFFF
| pattern_la2 = _thfc201920a
| pattern_b2 = _tottenham1920a
| pattern_ra2 = _thfc201920a
| pattern_sh2 =
| pattern_so2 = _tottenham1920a
| leftarm2 = 000040
| body2 = 000040
| rightarm2 = 000040
| shorts2 = 000040
| socks2 = 000040
| pattern_la3 = _tottenham2223t1
| pattern_b3 = _tottenham2223t1
| pattern_ra3 = _tottenham2223t1
| pattern_sh3 = _tottenham2223t1
| pattern_so3 = _tottenham2223t1
| leftarm3 = 4CB2D2
| body3 = 4CB2D2
| rightarm3 = 4CB2D2
| shorts3 = 4CB2D2
| socks3 = 4CB2D2
}}
'''Tottenham Hotspur''' er knattspyrnulið í [[Enska úrvalsdeildin|ensku úrvalsdeildinni]] og er frá norður-[[London]]. [[Guðni Bergsson]] og [[Gylfi Þór Sigurðsson]] hafa spilað með félaginu.
==Titlar==
{|border="1" cellspacing="0" cellpadding="2"
! style="background:lightblue;" | Keppni
! style="background:lightblue;" | Titlar
! style="background:lightblue;" | Ár
|-----
| [[Premier League|Enskir meistarar]] || '''2'''
| 1950/51, 1960/61
|-----
| [[Enski bikarinn|Enskir bikarmeistarar]] || '''8'''
| 1901, 1921, 1961, 1962, 1967, 1981, 1982, 1991
|-----
| [[Enski deildabikarinn|Enskir deildabikarmeistarar]] || '''4 ''' || 1971, 1973, 1999, 2008
|-----
| [[Samfélagsskjöldurinn]] || '''7'''
| 1921, 1951, 1961, 1962, 1967, 1981, 1991
|-----
| [[Evrópukeppni bikarhafa]] || '''1'''
| 1962/63
|-----
| [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópukeppni félagsliða ]] || '''2''' || [[UEFA Cup 1971/72|1971/1972]], [[UEFA Cup 1983/84|1983/1984]]
|-----
| [[FA Youth Cup]] || '''3''' || 1970, 1974, 1990
|}
*Titlar í [[Enska meistaradeildin|Ensku meistaradeildinni]]: 1919/20 og 1949/50.
*2. sæti í [[Enski bikarinn|Enska bikarnum]]: 1987.
*2. sæti í [[Enski deildabikarinn|Enska deildabikarnum]]: 1982, 2002 og 2009
===Evrópukeppnir===
* [[Evrópukeppni félagsliða]]: 2025
*2. sæti í [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópukeppni félagsliða]]: 1973/74.
* [[Meistaradeild Evrópu]]: 2. sæti: 2019
==Þjálfarar hjá Tottenham==
:*''Feitletruðu stafirnir segja til um tímann sem þeir voru stjórar hjá Tottenham Hotspur:''
::*''(C)'' – Bráðabirgðastjóri (Caretaker)
::*''(FTC)'' – þjálfari
{|
|-
| valign="top" |
* 1898 {{ENG}} [[Frank Brettell]]
* 1899 {{SKO}} [[John Cameron]]
* 1907 {{ENG}} [[Fred Kirkham]]
* 1912 {{SKO}} [[Peter McWilliam]]
* 1927 {{ENG}} [[Billy Minter]]
* 1930 {{ENG}} [[Percy Smith]]
* 1935 {{ENG}} [[Wally Hardinge]] ''(C)''
* 1935 {{ENG}} [[Jack Tresadern]]
* 1938 {{SKO}} [[Peter McWilliam]]
* 1942 {{ENG}} [[Arthur Turner]]
* 1946 {{ENG}} [[Joe Hulme]]
* 1949 {{ENG}} [[Arthur Rowe]]
* 1955 {{ENG}} [[Jimmy Anderson]]
* 1958 {{ENG}} [[Bill Nicholson]]
* 1974 {{NIL}} [[Terry Neill]]
* 1976 {{ENG}} [[Keith Burkinshaw]]
* 1984 {{ENG}} [[Peter Shreeves]]
* 1986 {{ENG}} [[David Pleat]]
* 1987 {{ENG}} [[Doug Livermore]] og {{ENG}} [[Trevor Hartley]] ''(C)''
* 1987 {{ENG}} [[Terry Venables]]
* 1991 {{ENG}} [[Peter Shreeves]]
* 1992 {{ENG}} [[Doug Livermore]] og {{ENG}} [[Ray Clemence]] ''(FTC)''
| valign="top" |
* 1993 {{ARG}} [[Osvaldo Ardiles]]
* 1994 {{ENG}} [[Steve Perryman]] ''(C)''
* 1994 {{ENG}} [[Gerry Francis]]
* 1997 {{IRL}} [[Chris Hughton]] ''(C)''
* 1997 {{SUI}} [[Christian Gross]]
* 1998 {{ENG}} [[David Pleat]] ''(C)''
* 1998 {{SKO}} [[George Graham]]
* 2001 {{ENG}} [[David Pleat]] ''(C)''
* 2001 {{ENG}} [[Glenn Hoddle]]
* 2003 {{ENG}} [[David Pleat]] ''(C)''
* 2004 {{FRA}} [[Jacques Santini]]
* 2004 {{NLD}} [[Martin Jol]]
* 2007 {{ENG}} [[Clive Allen]] ''(C)''
* 2007 {{ESP}} [[Juande Ramos]]
* 2008 {{ENG}} [[Harry Redknapp]]
* 2012 {{PRT}} [[André Villas-Boas]]
* 2013 {{ENG}} [[Tim Sherwood]]
* 2014 {{ARG}} [[Mauricio Pochettino]]
* 2019 {{PRT}} [[José Mourinho]]
* 2021 {{PRT}} [[Nuno Espírito Santo]] (júní-október)
* 2021 {{ITA}} [[Antonio Conte]]
* 2023 {{AUS}} [[Ange Postecoglou]]
|}
==Leikmaður ársins==
* 1987 {{ENG}} [[Gary Mabbutt]]
* 1988 {{ENG}} [[Chris Waddle]]
* 1989 {{NOR}} [[Erik Thorstvedt]]
* 1990 {{ENG}} [[Paul Gascoigne]]
* 1991 {{ENG}} [[Paul Allen]]
* 1992 {{ENG}} [[Gary Lineker]]
* 1993 {{ENG}} [[Darren Anderton]]
* 1994 {{GER}} [[Jürgen Klinsmann]]
* 1995 {{ENG}} [[Teddy Sheringham]]
* 1996 {{ENG}} [[Sol Campbell]]
* 1997 {{ENG}} [[Sol Campbell]]
* 1998 {{FRA}} [[David Ginola]]
* 1999 {{IRL}} [[Stephen Carr]]
* 2000 {{IRL}} [[Stephen Carr]]
* 2001 {{SKO}} [[Neil Sullivan]]
* 2002 {{WAL}} [[Simon Davies]]
* 2003 {{IRL}} [[Robbie Keane]]
* 2004 {{ENG}} [[Jermain Defoe]]
* 2005–06 {{IRL}} [[Robbie Keane]]
* 2006–07 {{BGR}} [[Dimitar Berbatov]]
* 2007–08 {{IRL}} [[Robbie Keane]]
* 2008–09 {{ENG}} [[Aaron Lennon]]
* 2009–10 {{ENG}} [[Michael Dawson]]
* 2010–11 {{HRV}} [[Luka Modrić]]
* 2011–12 {{ENG}} [[Scott Parker]]
* 2012–13 {{WAL}} [[Gareth Bale]]
* 2013–14 {{DNK}} [[Christian Eriksen]]
* 2014–15 {{ENG}} [[Harry Kane]]
* 2015–16 {{BEL}} [[Toby Alderweireld]]
* 2016-17 {{DNK}} [[Christian Eriksen]]
* 2017-18 {{BEL}} [[Jan Vertonghen]]
* 2018-19 {{KOR}} [[Son Heung-min]]
* 2020-21 {{ENG}} [[Harry Kane]]
* 2021–22 {{KOR}} Son Heung-min
* 2022-23 {{ENG}} Harry Kane
==Íslendingar sem hafa spilað með félaginu==
*[[Emil Hallfreðsson]]
*[[Guðni Bergsson]]
*[[Gylfi Þór Sigurðsson|Gylfi Sigurðsson]]
*[[Eiður Smári Guðjohnsen]]
{{Enska úrvalsdeildin}}
{{S|1882}}
[[Flokkur:Ensk knattspyrnufélög]]
8bt938y67xdn5ek6r111ndw36pym3zw
Laugardalsvöllur
0
43427
1919542
1885559
2025-06-07T09:39:39Z
Berserkur
10188
1919542
wikitext
text/x-wiki
{{Leikvangur
| nafn = Laugardalsvöllur
| gælunafn =
| mynd = [[Mynd:Laugardalsvöllur, Iceland's national football stadium.jpg|250px]]
| myndatexti =
| fullt_nafn =
| staðsetning = [[Reykjavík]], [[Ísland]]
| hnit = {{hnit|64|08|36.8|N|21|52|44.3|W|type:landmark}}
| byggður = [[1958]]
| opnaður = [[1959]]
| endurnýjaður =
| stækkaður = 1965-1970 - Vesturstúkan stækkuð og yfirbyggð <br>[[1997]] (seinni stúka)<br>[[2007]] (eldri stúkan)<br>2024-2025 (hybridgras og færsla vallar, stækkun)
| lokaður =
| rifinn =
| eigandi = [[KSÍ]]
| yfirborð = Gras (hybrid frá júní. 2025)
| byggingakostnaður =
| arkitekt = Gísli Halldórsson
| verktaki =
| verkefnisstjóri =
| eldri_nöfn =
| notendur = [[Íslenska knattspyrnulandsliðið]]
| sætafjöldi = 9.800
| stæðisfjöldi = 10.000+
| stærð = 105 x 68 metrar
}}
'''Laugardalsvöllur''' er knattspyrnuþjóðarleikvangur [[Ísland|Íslands]] og einnig stærsti leikvangur Íslands. Völlurinn er aðallega notaður við iðkun [[knattspyrna|knattspyrnu]] en einnig hefur verið aðstaða fyrir [[frjálsar íþróttir]] á honum. Þá hafa stórtónleikar verið haldnir á honum (t.d. [[Elton John]], [[Guns N' Roses]] og [[Ed Sheeran]]). [[Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu]] og [[íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu]]. [[Knattspyrnufélagið Fram]] var með afnot af vellinum um skeið.
==Saga==
Fyrsti leikur á vellinum var Ísland á móti Noregi árið 1957. <ref>[https://timarit.is/page/1311096#page/n1/mode/2up Sigur Norðmanna verðskuldaður.] Morgunblaðið, 9. júlí 1957</ref> Völlurinn opnaði þó ekki formlega fyrr en 1959. Stúkan var endurgerð milli 1965 til 1970. Árið 1992 komu flóðljós á völlinn og árið 1997 kom ný stúka austan megin sem tók 3.500 manns. Gamla stúkan vestan megin var svo stækkuð árið 2007.
Metaðsókn á völlinn var árið [[2004]] þegar [[Ísland]] tók á móti [[Ítalía|Ítalíu]] en þá voru samtals 20.204 áhorfendur. [[Ísland]] sigraði í leiknum með 2 mörkum gegn engu.<ref>[http://soccernet.espn.go.com/report?id=157667&cc=5739 soccernet.espn.go.com/report?id=157667&cc=5739] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20050128184255/http://soccernet.espn.go.com/report?id=157667&cc=5739 |date=2005-01-28 }}, „''Iceland v Italy Report''“, skoðað 15. maí 2007.</ref>
=== Stækkun 2024-2025===
Byrjaðar eru framkvæmdir á vellinum sem standa 2024 til 2025. Þá verður lagt hybridgras á völlinn. <ref>[https://www.visir.is/g/20242615550d/leggja-hybrid-gras-a-laugardalsvoll-og-frjalsithrottir-fa-adra-adstodu Hybrid gras á Laugardalsvöll] Vísir, sótt 2/9 2024</ref>
<ref>[https://www.ruv.is/frettir/ithrottir/2024-10-17-formadur-ksi-loksins-komid-af-stad-og-verkid-hafid-424990 Formaður KSÍ: „Loksins komið af stað og verkið hafið“] Rúv, sótt 17. október 2024</ref>
Völlurinn verður færður í vestur í átt að gömlu, stærri stúkunni og verður hlaupabrautin fjarlægð. Fyrirhugað er að byggja nýja stúku austan megin og að byggja stúkur hringinn um völlinn. <ref>[https://www.ruv.is/frettir/ithrottir/2024-10-16-faera-grasid-naer-stukunni-424872 Færa grasið nær stúkunni] Rúv, sótt 17. október 2024</ref>
<gallery>
Mynd:Laugardalsvöllur.jpg||Stúkan sem reist var 1997. Hún verður rifinn þegar völlurinn verður endurnýjaður árið 2025.
File:Laugardalsvollur from south west.JPG|Gamla stúkan, 2012.
File:Laugardalsvollur 4.jpg
IcelandvsSlovakia.jpg|Ísland - Slóvenía 2009.
</gallery>
==Tilvísanir==
{{reflist}}
==Tenglar==
* [https://www.ksi.is/mannvirki/vellir/laugardalsvollur/ KSÍ -Laugardalsvöllur] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20230613051114/https://www.ksi.is/mannvirki/vellir/laugardalsvollur/ |date=2023-06-13 }}
{{Stubbur|íþrótt}}
[[Flokkur:Íslenskir frjálsíþróttaleikvangar]]
[[Flokkur:Íþróttir á Íslandi]]
[[Flokkur:Íslensk margnota íþróttamannvirki]]
{{s|1959}}
lrsnzi0e2jlccucpgi21kcqgm17m2re
Greinarmerki
0
62588
1919538
1657542
2025-06-07T06:21:49Z
Swift
3138
Smá hreingerning.
1919538
wikitext
text/x-wiki
'''Greinarmerki''' (eða '''lesmerki''' eða '''lestrarmerki''') er merki til skýringar eða glöggvunar í [[lesmál]]i. Notkun greinarmerkja fer eftir tungumáli, en helstu greinarmerkin sem notuð er á [[íslenska|íslensku]] eru:<ref>{{bókaheimild|titill=Handbók um ritun og frágang|höfundur=Ingibjörg Axelsdóttir|höfundur2=Þórunn Blöndal|útgefandi=Mál og menning|ár=2010|bls=63–66}}</ref>
{| class="wikitable"
|+Bandstrik<ref name=":0">{{Cite web|url=https://www.reddit.com/r/Iceland/comments/e6eh06/þankastrik_íslenskar_gæsalappir_úrfellingarmerki/|title=r/Iceland - Þankastrik (—) Íslenskar gæsalappir („“) úrfellingarmerki (‘’) (,‘) (“”) (””) (’) (’) (’) o.fl.|website=reddit|language=en-US|access-date=2019-12-05}}</ref>
!Tákn
!Íslenskt heiti
!Dæmi
!Alt kóði
!UTF-32
|-
|<code>-</code>
|Bandstrik/tengistrik
|Brennu-Njáll, inn- og útborganir
|Alt+45
|U+002D
|-
|<code>–</code>
|En dash, Hálfstrik
|24.–25. Nóvember, 1939–1945
|Alt+0150
|U+2013
|-
|<code>—</code>
|Em dash, Þankastrik
|Í HÍ — og hvergi nema þar — er kennd bókasafnsfræði
|Alt+0151
|U+2014
|-
|<code>⸺</code>
|Tvöfalt þankastrik
|Þegar þú ert alveg kjaftstopp⸺
|Alt+2E3A
|Alt+2E3A
|-
|<code>⸻</code>
|Þrefalt þankastrik
|Tell me Mr. Prime minister about Wintris. "I... ⸻ uh... ⸻ if I recall ⸻ correctly...
|Alt+2E3B
|U+2E3B
|}
<br />
{| class="wikitable"
|+Tilvitnunarmerki<ref name=":0" />
!Tákn
!Íslenskt heiti
!Dæmi
!Alt kóði
|-
|<code>„“</code>
|fráhverfar tvíklær misstæðar (99 niðri og 66 uppi)
|„íslenskar gæsalappir“
|Alt+0132 og Alt+0147
|-
|<code>,‘</code>
|fráhverfar klær misstæðar (9 niðri og 6 uppi)
|,merking orða eða orðasambanda‘
|Alt+0130
|-
|<code>‘’</code>
|aðhverfar klær hástæðar (6 og 9)
|‘merking orða eða orðasambanda’
|
|}
Nokkur dæmi um sambærileg erlend greinarmerki:
{| class="wikitable"
!Tákn
!Íslenskt heiti
!Dæmi
!Alt kóði
!UTF-32
|-
|<code>“”</code>
|aðhverfar tvíklær hástæðar (66 og 99)
|“bandarísk-ensk”
|Alt+0147 og Alt+0148
|-
|<code>‘’</code>
|aðhverfar klær hástæðar (6 og 9)
|‘bresk-ensk’
|Alt+0145 og Alt+0146
|-
|<code>””</code>
|einshverfar tvíklær hástæðar (99 og 99)
|”sænsk”
|Alt+0148
|}
<br />
{| class="wikitable"
|+Úrfellingarmerki<ref name=":0" />
!Tákn
!Íslenskt heiti
!Enskt heiti
!Dæmi
!Alt kóði
!UTF-32
|-
|<code>'</code>
|Högg
|Typewriter apostrophe
|It's a good day.
|Alt+39
|U+0027
|-
|<code>’</code>
|Kló
|Right Single Quotation Mark
|It’s a good day.
|Alt+0146
|U+2019
|-
|<code>…</code>
|Úrfellingarpunktar; úrfellingarmerki
|ellipsis
|Köttur úti í mýri … úti er ævintýri
|Alt+0133
|U+2026
|}
Íslensk greinarmerki:
* [[Bandstrik]] ( '''-''' )
* [[Gæsalappir]], bæði einfaldar ( ''', ‘''' ) og tvöfaldar ( '''„ “''' )
* [[Hornklofar]] ( '''[ ]''' )
* [[Oddklofar]] ( '''< >''' )
* [[Komma]], högg ( ''',''' )
* [[Punktur]], depill ( '''.''' )
* [[Semikomma]], depilhögg ( ''';''' )
* [[Spurningarmerki]] ( '''?''' )
* [[Svigar]] ( '''( )''' )
* [[Upphrópunarmerki]], köllunarmerki ( '''!''' )
* [[Tvípunktur]], tvídepill ( ''':''' )
* [[Þankastrik]] ( '''—''' )
* [[Þrípunktur (greinarmerki)|Þrípunktur]] ( '''…''' )
Auk þessara greinarmerkja eru:
* Ávísunarmerki ( '''☞''' )
* [[At-merki]] ( '''@''' )
* [[Bakstrik]] ( '''\''' )
* Dauðamerki ( '''†''' )
* Greinarmerki ( '''§''' )
* [[Og-merki]] ( '''&''' )
* [[Skástrik]] ( '''/''' )
* [[Stjörnumerki (greinarmerki)|Stjörnumerki]] ( '''*''' )
* [[Tilda]] ( '''~''' )
* [[Tvíkross]] ( '''#''' )
* [[Undirstrik]] ( '''_''' )
* [[Úrfellingarmerki]] ( '''<nowiki>'</nowiki>''' )
Flest þessara merkja eru notuð í [[tölvunarfræði]]. Eftirfarandi merkin eru sérmerki og [[gjaldmiðill|gjaldmiðla]]merki:
* [[Dollaramerki]] ( '''$''' )
* [[Evrumerki]] ( '''€''' )
* [[Höfundaréttarmerki]] ( '''©''' )
* [[Pundmerki]] ( '''£''' )
* [[Prósentumerki]] ( '''%''' )
* [[Tvíbroddur]] ( '''ˆ''' )
* [[Skrásett vörumerki]] ( '''®''' )
* [[Vörumerki]] ( '''™''' )
* [[Pípumerki]] ( '''|''' )
== Heimildir ==
{{reflist|2}}
== Tenglar ==
* [http://visindavefur.is/svar.php?id=6579 ''Hvenær var upphaflega farið að nota punkta, kommur og greinaskil?''; af Vísindavefnum]
{{Stubbur}}
[[Flokkur:Greinarmerki| ]]
sa5t3dzmas8rc6cri2pgcsw206bu468
Alibýfluga
0
63067
1919560
1917825
2025-06-07T10:43:03Z
AnRo0002
15490
([[c:GR|GR]]) [[c:COM:FR|File renamed]]: [[File:Dead Nettle (Lamium album) - geograph.org.uk - 403952.jpg]] → [[File:Lamium album - geograph.org.uk - 403952.jpg]]
1919560
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Alibýfluga
| image = Honeybee landing on milkthistle02.jpg
| image_width = 250px
| image_caption = Alibýfluga að nálgast blóm [[Maríuþistill|maríuþistils]] <!-- ég veðja bara á að þetta sé Silybum marianum -->
| regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'')
| phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'')
| classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'')
| ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'')
| subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'')
| superfamilia = ''[[Apoidea]]''
| familia = ''[[Apidae]]''
| subfamilia = ''[[Apinae]]''
| tribus = ''[[Apini]]''
| genus = ''[[Apis]]''
| species = '''''Alibýfluga'''''
| binomial = ''Apis mellifera''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758
| synonyms = *''Apis mellifica'' <small>Linnaeus, 1761</small>
*''Apis gregaria'' <small>Geoffroy, 1762</small>
*''Apis cerifera'' <small>Scopoli, 1770</small>
*''Apis daurica'' <small>Fischer von Waldheim, 1843</small>
*''Apis mellifica germanica'' <small>Pollmann, 1879</small>
*''Apis mellifica nigrita'' <small>Lucas, 1882</small>
*''Apis mellifica mellifica lehzeni'' <small>Buttel-Reepen, 1906 (Unav.)</small>
*''Apis mellifica mellifica silvarum'' <small>Goetze, 1964 (Unav.)</small>
| subdivision_ranks = [[Undirtegund]]ir
| subdivision = '''[[Evrópa|Norðvestur Evrópa]]'''
* [[Apis mellifera iberica|''A. m. iberica'']]
* [[Apis mellifera intermissa|''A. m. intermissa'']]
* [[Apis mellifera mellifera|''A. m. mellifera'']]
* [[Apis mellifera sahariensis|''A. m. sahariensis'']]
'''[[Evrópa|Suðvestur Evrópa]]'''
* [[Apis mellifera carnica|''A. m. carnica'']]
* [[Apis mellifera cecropia|''A. m. cecropia'']]
* [[Apis mellifera ligustica|''A. m. ligustica'']]
* [[Apis mellifera macedonica|''A. m. macedonica'']]
* [[Apis mellifera ruttneri|''A.m. ruttneri'']]
* [[Apis mellifera sicula|''A. m. sicula'']]
'''[[Miðausturlönd]]'''
* [[Apis mellifera adamii|''A. m. adamii'']]
* [[Apis mellifera anatoliaca|''A. m. anatoliaca'']]
* [[Apis mellifera armeniaca|''A. m. armeniaca'']]
* [[Apis mellifera caucasica|''A. m. caucasica'']]
* [[Apis mellifera cypria|''A. m. cypria'']]
* [[Apis mellifera meda|''A. m. meda'']]
* [[Apis mellifera syriaca|''A. m. syriaca'']]
'''[[Afríka]]'''
* [[Apis mellifera adansonii|''A. m. adansonii'']]
* [[Apis mellifera capensis|''A. m. capensis'']]
* [[Apis mellifera intermissa|''A. m. intermissa'']]
* [[Apis mellifera lamarckii|''A. m. lamarckii'']]
* [[Apis mellifera litorea|''A. m. litorea'']]
* [[Apis mellifera major|''A. m. major'']]
* [[Apis mellifera monticola|''A. m. monticola'']]
* [[Apis mellifera sahariensis|''A. m. sahariensis'']]
* [[Apis mellifera scutellata|''A. m. scutellata'']]
* [[Apis mellifera unicolor|''A. m. unicolor'']]
* [[Apis mellifera jemenitica|''A. m. jemenitica'']]
'''[[Asía]]'''
* [[Apis mellifera pomonella|''A. m. pomonella'']]
}}
'''Alibýfluga''' ([[fræðiheiti]]: ''Apis mellifera'') er önnur tveggja tegunda hunangsbýa sem ræktuð er að ráði. Hin er Austurasískt bý ([[Apis cerana]]). Alibýflugan skiftist í allnokkrar undirtegundir (sjá hér til hliðar), en nú er stór hluti býræktenda með svonefndan [[Apis mellifera cv. Buckfast|Buckfast stofn]], en hann er upphafnlega blendingur af [[Apis mellifera mellifera|''A. m. mellifera'']] og [[Apis mellifera ligustica|''A. m. ligustica'']], síðar einnig blandaður við fjölda annarra undirtegunda. Það er einmitt sá stofn sem er ræktaður hérlendis. Víða um heim herja margs konar plágur á alibýflugur (t.d. [[Nosema apis|Nosema]] og [[Varroa]]) en enn sem komið er finnast þær verstu ekki hérlendis. Þess vegna er mikið lagt upp úr ströngu eftirliti með innflutningi og eingöngu frá sjúkdómafríum svæðum.
[[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]]
== Aðrar tegundir ==
Auk ''Apis mellifera,'' eru 6 aðrar tegundir í ættkvíslinni ''Apis''. Þær eru ''[[Apis andreniformis]], [[Apis florea]], [[Apis dorsata]], [[Apis cerana]], [[Apis koschevnikovi]], og [[Apis nigrocincta]].''<ref>Winston, Mark L. The biology of the honey bee. Harvard University Press, 1991.</ref> Þessar tegundir, fyrir utan ''Apis mellifera,'' eiga uppruna sinn í Suður og Suðaustur Asíu. Aðeins ''Apis mellifera'' er talin eiga uppruna sinn í Evrópu, Asíu og Afríku.<ref>Deborah R. Smith, Lynn Villafuerte, Gard Otisc & Michael R. Palmer (2000). "Biogeography of ''Apis cerana'' F. and ''A. nigrocincta'' Smith: insights from mtDNA studies" (PDF). ''Apidologie'' '''31''' (2): 265–279.doi:10.1051/apido:2000121. Archived from the original (PDF) on February 29, 2012.</ref>
== Lífsferill ==
=== Lífsferill búsins ===
Þegar nýjar drottningar eru við að koma úr púpu, þá tekur gamla drottningin tvo þriðju hluta af vinnuflugum búsins til að stofna nýtt. Nefnist hópurinn svermur og reynir hann að finna heppilegan stað til að hafa nýtt bú á (oft holan trjábol, eða tóman kassa). Gerist þetta vanalega á vorin eða snemmsumars þegar nóg er af blómum með blómasafa og frjói.
[[Mynd:A_swarm_of_Apis_mellifera_-_20051109.jpg|alt=Swarm of honey bees on a wooden fence rail|vinstri|thumb|Býsvermur. Býflugur eru ekki árásargjarnar á meðan þær sverma, því þær hafa ekkert bú eða birgðir til að verja.]]
Á meðan eru ungu drottningarnar að skríða úr púpu og berjast þær um yfirráð á gamla búinu þar til einungis ein stendur eftir lifandi. Á meðan hún er ófrjóvguð getur hún verpt, en afkvæmin verða þá aðeins druntar (karlar). Hún fer í nokkur mökunarflug þegar hún hefur náð yfirráðum og makast í hvert skifti við 1 til 17 drunta.<ref>{{cite journal|last1=Page|first1=Robert E.|date=1980|title=The Evolution of Multiple Mating Behavior by Honey Bee Queens (Apis mellifera L.)|url=https://archive.org/details/sim_genetics_1980-09_96_1/page/253|journal=Genetics|volume=96|issue=1|pages=253–273|doi=10.1093/genetics/96.1.263|pmc=1214294|pmid=7203010}}</ref> Þegar mökunarflugin eru afstaðin, sem er vanalega innan tveggja vikna eftir að hún braust úr púpu, þá heldur hún sig í búinu til að verpa.
Yfir sumarið getur fjöldi býa í heilbrigðu búi orðið á milli 40.000 til 80.000.Þær safna vetrarforða sem samanstendur af blómasafa og frjói. Á meðan kalt er eru flugurnar daufar og hreyfa sig lítið nema til að halda hita í búinu (yfir 20–22 °C).
=== Lífsferill einstaklinga ===
Eins og aðrar flugutegundir, þá skiftist líf alibýflugna í fjóra hluta; egg, lirfa, púpa og fullorðin fluga. Að auki skiftist líf fullorðinna vinnuflugna í tímabil. Drottningin verpir einu eggi í klakhólf í vaxkökunni. Eggið klekst út í augnlausa og fótalausa lirfu sem er fóðruð af fósturflugu (vinnuflugu sem sér um innviði búsins). Eftir um viku er lirfan lokuð af í klakhólfinu af fósturflugunni og lirfan byrjar að púpa sig. Eftir aðra viku brýst hún út úr púpunni sem fullorðin fluga. Algangt er að vaxkakan sé með afmarkaða hluta með klakhólfum og aðrir séu með frjó og/eða hunangsbirgðir.
Fyrstu 10 dagar vinnuflugna fara í að sjá um að hreinsa búið og fóðra lirfurnar. Þar á eftir myndar mynda þær vax í vaxkökuna. Á 16da til 20ta degi sjá þær um að ganga frá blómasafa og frjói frá eldri flugum. Eftir 20ta dag sjá þær um að leita að og sækja blómasafa og frjó til æviloka.
== Afurðir ==
=== Hunang ===
Hunang er aðalafurð býflugnabúa. Gera þær það með því að safna blómasafa og hunangsdögg (frá blaðlúsum) og bæta við ensýmum og þurrka (úr um 80% niður í 18% vatnsinnihald). Eftir stendur sætt sýróp<ref name="NHB carbs">National Honey Board. [http://www.honey.com/images/downloads/carb.pdf "Carbohydrates and the Sweetness of Honey"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110701123525/http://www.honey.com/images/downloads/carb.pdf|date=1 July 2011}}. Last accessed 1 June 2012.</ref> sem er með sérstakt bragð (fer eftir uppruna) og geymist jafnvel í árþúsund.<ref name="crane book">{{cite book|title=The World History of Beekeeping and Honey Hunting|last1=Crane|first1=Ethel Eva|date=1999|publisher=Routledge|isbn=9781136746703}}</ref> Býflugur hafa jafnvel notað sælgæti sem hluta af hunangsleginum.<ref>{{Cite web|url=https://futurism.com/day-honey-tuned-blue|title=The Day the Honey Turned Blue|website=Futurism|access-date=2022-08-23}}</ref> Hunangið er forði sem búið notar til að lifa af skorttímabil eins og t.d. vetur.
Þarf safa úr um 1000 blómum til að fylla hunangsmagann, eða um 40 mg.
=== Vax ===
Fullorðnar þernur mynda ("svitna") bývax í kirtlum á kviði, og nota það til að mynda veggi og lok á vaxkökurnar.<ref name="Sanford">{{cite journal|last1=Sanford|first1=M.T.|last2=Dietz|first2=A.|year=1976|title=The fine structure of the wax gland of the honey bee (Apis mellifera L.).|url=https://hal.archives-ouvertes.fr/hal-00890403/file/hal-00890403.pdf|journal=Apidologie|volume=7|issue=3|pages=197–207|doi=10.1051/apido:19760301|doi-access=free}}</ref> Þegar hunangið er tekið er hægt að taka vaxið í leiðinni og nýta í kerti og innsigli auk annars.
=== Frjóbrauð ===
Vinnuflugurnar safna frjóum í svokallaða frjókörfu (gróp úr hárum á legg flugnanna). Þær afhenda svo öðrum yngri vinnuflugum frjóið og þær aftur blanda ensýmum og hunangi saman við og gera kúlur eða korn úr frjóinu.<ref>{{Cite book|title=The Pollen Book|last=Bogdanov|first=Stefan|publisher=Bee Product Science|year=2017|volume=2|pages=1–31|chapter=Chapter 2:Pollen: Nutrition, Functional Properties, Health|access-date=2022-04-04|orig-year=2011|chapter-url=http://www.bee-hexagon.net/pollen/|archive-url=https://web.archive.org/web/20190719064141/http://www.bee-hexagon.net/pollen/|archive-date=2019-07-19|url-status=live}}</ref> Því er svo safnað í sérstök hólf.
Frjóið er aðal próteingjafi flugnanna.<ref name="SammataroAvitabile1998">{{cite book|url=https://books.google.com/books?id=ZLLB2fh55aQC|title=The Beekeeper's Handbook|last1=Sammataro|first1=Diana|last2=Avitabile|first2=Alphonse|publisher=Cornell University Press|year=1998|isbn=978-0-8014-8503-9|page=60|access-date=2018-04-03|archive-url=https://web.archive.org/web/20200625211012/https://books.google.com/books?id=ZLLB2fh55aQC|archive-date=2020-06-25|url-status=live}}</ref>
=== Býþéttir ===
Býþéttir (propolis) er harpixkennd blanda sem flugurnar nota til að þétta búið.<ref>{{cite journal|last1=Simone-Finstrom|first1=Michael|last2=Spivak|first2=Marla|date=May–June 2010|title=Propolis and bee health: The natural history and significance of resin use by honey bees|journal=Apidologie|volume=41|issue=3|pages=295–311|doi=10.1051/apido/2010016|doi-access=free}}</ref> Til að gera hann safna þær kvoðu af brumum og könglum og öðrum jurtauppruna. Það er notað í náttúrulækningum, talið hjálpa gegn kvefi og flensu<ref>{{cite web|url=https://www.nlm.nih.gov/medlineplus/druginfo/natural/390.html|title=Propolis:MedlinePlus Supplements|date=January 19, 2012|publisher=U.S. National Library of Medicine}}</ref> (óstaðfest). Einnig hefur það verið notað í meðhöndlun á viði, t.d. fiðlur.<ref>{{cite journal|author=Gambichler T|author2=Boms S|author3=Freitag M|date=April 2004|title=Contact dermatitis and other skin conditions in instrumental musicians|journal=BMC Dermatol.|volume=4|pages=3|doi=10.1186/1471-5945-4-3|pmc=416484|pmid=15090069}}</ref> Býþétirinn getur valdið vandræðum í hunangsframleiðslu, því stundum eru rammarnir límdir saman eða einingarnar. Það veldur einnig aukinni vinnu við að þrífa búin. Misjafnt er milli afbrigða hversu mikið flugurnar safna af þétti: [[Apis mellifera mellifera|brúnar]] safna miklu, en [[Buckfastbý|Buckfast]] safna litlu sem engu.
=== Royal jelly ===
Royal jelly myndað í kirtlum í höfði vinnubýa og gefið öllum býlirfum, hvort sem þær eiga eftir að verða druntar, vinnuflugur eða drottningar. Verðandi druntar og vinnuflugur fá það hinsvegar einungis í þrjá daga, en drottningarlirfurnar fá það allt lirfustigið.<ref>{{cite journal|last1=Jung-Hoffmann|first1=L|year=1966|title=Die Determination von Königin und Arbeiterin der Honigbiene|journal=Z Bienenforsch|volume=8|pages=296–322}}</ref> Það hefur verið selt sem undralyf, en engar staðfestar heimildir eru um virkni<ref>{{cite journal|date=2011|title=Scientific Opinion|journal=EFSA Journal|volume=9|issue=4|pages=2083|doi=10.2903/j.efsa.2011.2083|doi-access=free}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.fda.gov/NewsEvents/Newsroom/PressAnnouncements/ucm207416.htm|title=Federal Government Seizes Dozens of Misbranded Drug Products: FDA warned company about making medical claims for bee-derived products|date=Apr 5, 2010|publisher=[[Food and Drug Administration]]}}</ref> aðrar en að valda frjókornaofnæmi.<ref>{{cite journal|last1=Leung|first1=R|last2=Ho|first2=A|last3=Chan|first3=J|last4=Choy|first4=D|last5=Lai|first5=CK|date=March 1997|title=Royal jelly consumption and hypersensitivity in the community|url=https://archive.org/details/sim_clinical-and-experimental-allergy_1997-03_27_3/page/333|journal=Clin. Exp. Allergy|volume=27|issue=3|pages=333–6|doi=10.1111/j.1365-2222.1997.tb00712.x|pmid=9088660|s2cid=19626487}}</ref>
== Sjúkdómar ==
=== Varroa ===
''[[Varroa destructor]]'' og ''[[Varroa jacobsoni|V. jacobsoni]]''
=== Loftsekkjamítill ===
''[[Loftsekkjamítill|Acarapis woodi]]''
=== Kalkbroddur ===
''[[Ascosphaera apis]]''
=== Steinbroddur ===
''[[Aspergillus fumigatus]]'', ''[[Aspergillus flavus|A. flavus]]'', og ''[[Aspergillus niger|A. niger]]''.
=== Nosema ===
''[[Nosema apis]]''
=== ''Aethina tumida'' ===
''[[Aethina tumida]]''
=== ''Galleria mellonella'' ===
''[[Galleria mellonella]]''
=== American foulbrood ===
''[[Paenibacillus larvae]]''
=== European foulbrood ===
''[[Melissococcus plutonius]]''
== Plöntur fyrir býflugur ==
Gildin fyrir blómasafann og frjókornin eru frá 1 (lélegt) til 3 (gott).<ref name=":0" /><ref name=":1" /><ref>{{Cite web|url=https://biplanter.dk/plants/list|title=Plantdb|website=biplanter.dk|access-date=2022-07-22}}</ref> Ekkert gildi þýðir að upplýsingar vantar eða að að magn sé of lítið til að nýtast.<ref name=":0">http://www.biavl.dk/images/2011/stories/pdf/biplantekalender202007.pdf{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} [https://biplanter.dk/plants/list Uppfærður hlekkur]</ref><ref>{{Cite web|url=https://alltombiodling.se/bivaxter/|title=Biväxter – ALLT OM BIODLING|language=sv-SE|access-date=2022-07-22}}</ref> Einnig hvort tegundin sé heppileg fyrir bý/humlur með langa/stutta tungu.
=== Hentugar plöntur á Íslandi ===
{| class="wikitable sortable collapsible collapsed"
|-
! Mynd !!Íslenskt nafn!!Vísindanafn !! Nektar !! Frjó
!Stutt
tunga<ref name=":2">{{Cite web|url=https://webbutiken.jordbruksverket.se/sv/artiklar/jo226.html|title=Blommor för bin|website=webbutiken.jordbruksverket.se|access-date=2022-07-23|archive-date=2022-07-14|archive-url=https://web.archive.org/web/20220714002957/https://webbutiken.jordbruksverket.se/sv/artiklar/jo226.html|url-status=dead}}</ref>
!Löng
tunga<ref name=":2" />
! Tími
!Frjókornalitur
|-
| [[Image:Crocus_vernus_1.jpg|120px]]||Krókus|| ''[[Crocus]]'' || 1 || 3
|1
| ||Apríl, maí
|style="background: #FC6;"|ljósbrúnt til gult
|-
| [[Image:Blausternchen_2.jpg|120px]]||Síberíulilja|| ''[[Scilla sibirica]]'' || 2 || 1
|
| ||Maí til júní
|style="background: #369"|bláleitt
|-
| [[Image:Allium_ursinum0.jpg|120px]]||Bjarnarlaukur|| ''[[Allium ursinum]]'' || 3 || 1
|1
|1||Júní
|
|-
| [[Image:Allium_schoenoprasum_in_NH_01.jpg|120px]]||Graslaukur|| ''[[Allium schoenoprasum]]'' || 3 || 1
|1
|1||Júní
|style="background: #FF9;"| gulleitt
|-
| [[Image:Glory of the Snow.JPG|120px]]||Snæstjarna|| ''[[Chionodoxa]]'' || 2 || 1
|1
|1||Maí
|style="background: #369"|bláleitt
|-
| [[Image:Prolećno_cveće_3.JPG|120px]]||Lykill|| ''[[Primula]]'' || || 1
|1
|1||Apríl, maí, júní, júlí. Eftir tegundum
|style="background: #FF9;"|gulleitt
|-
| [[Image:Strom1.jpg|120px]]||Heggur|| ''[[Prunus padus]]'' || 3 || 3
|
| ||Júní
|style="background: #FF9;"|gulleitt
|-
| [[Image:Sorbus and stone (Kivach Nature Reserve).JPG|120px]]||Ilmreynir|| ''[[Sorbus aucuparia]]'' || 2 || 3
|
| ||Júní
|style="background:#FFBA00"|gulbrúnt
|-
| [[Image:Rubus idaeus Oulu, Finland 09.06.2013.jpg|120px]]||Hindber|| ''[[Rubus idaeus]]'' || 3 || 3
|
| || júní, júlí
| style="background:grey;"|gráleitt
|-
| [[Image:Zilverschoon plant Potentilla anserina.jpg|120px]]||Tágamura|| ''[[Potentilla anserina]]'' || 1 || 2
|1
| ||Júní
|
|-
| [[Image:Reinroser.JPG|120px]]||Holtasóley|| ''[[Dryas octopetala]]'' || ||
|
| ||Maí, júní
|
|-
| [[Image:Potentilla_atrosanguinea.jpg|120px]]||Blendingsmura|| ''[[Potentilla x hybrida]]'' || 1 || 2
|1
| ||Júlí, ágúst
|
|-
| [[Image:Fragaria_vesca_LC0389.jpg|120px]]||Villijarðarber|| ''[[Fragaria vesca]]'' || 2 || 2
|1
|1||Júlí
|ljós rauðgult
|-
| [[Image:Geum_rivale_flowers.jpg|120px]]||Fjalldalafífill|| ''[[Geum rivale]]'' || 2 || 2
|2
|2||Júní, júlí
|
|-
| [[Image:Moeraspirea plant Filipendula ulmaria.jpg|120px]]||Mjaðurt|| ''[[Filipendula ulmaria]]'' || || 3<ref name=":1" />
|1
|1||Júní, júlí
|breytilegir gulir til brúnir litir
|-
| [[Image:Jalokiurunkannus_Corydalis_nobilis_VI08_C_H4791.jpg|120px]]||Lævirkjaspori|| ''[[Corydalis nobilis]]'' || ||
|
| ||Júní
|
|-
| [[Image:Bayrischer Wald 9928.JPG|120px]]||Hófsóley|| ''[[Caltha palustris]]'' || 2 || 3<ref name=":1" />
|1
|1||Júní
|style="background: #FF9;"| gulbrúnt
|-
| [[Image:Pulsatilla_vulgaris-700px.jpg|120px]]||Geitabjalla|| ''[[Pulsatilla vulgaris]]'' || 2 || 2
|
| ||Maí, júní
|
|-
| [[Image:Anemone_nemorosa_001.JPG|120px]]||Skógarsóley|| ''[[Anemone nemorosa]]'' || || 3
|1
|1||Júní
|hvítt til gulleitt
|-
| [[Image:Aconogonon alaskanum (7833495202).jpg|120px]]||Snæsúra|| ''[[Aconogonon alaskanum]]'' || 3||3
|1
|2||Júní, júlí. Svipuð slöngusúru
|
|-
| [[Image:PolygonumBistortaBulgaria1.jpg|120px]]||Slöngusúra|| ''[[Bistorta officinalis]]'' || 3||3
|1
| 2||Júní, júlí
|style="background: #708090"|gráblátt
|-
| [[Image:Diverse fotografier fra Totenåsen og Mjøslandet 34.jpg|120px]]||Rabbabari|| ''[[Rabarbari|Rheum officinalis]]'' || 3|| 1
|
| ||Júní, júlí
|
|-
| [[Image:Anthyllis-vulneraria.JPG|120px]]||Gullkollur|| ''[[Anthyllis vulneraria]]'' || 1 || 2<ref name=":1" />
|
| ||Júní, júlí
|
|-
| [[Image:Lotus_corniculatus10.JPG|120px]]||Maríuskór|| ''[[Lotus corniculatus]]'' || 3 || 1<ref name=":1" />
|3
|3||Júní
|ljósbrúnt
|-
| [[Image:Hedysarum alpinum.png|120px]]||Lykkjur|| ''[[Hedysarum]]'' || 3 || 2<ref name=":1" />
|
| ||Júní, júlí
|
|-
| [[Image:Trifolium repens 001.JPG|120px]]||Hvítsmári|| ''[[Trifolium repens]]'' || 3 || 3
|3
|3||Júní, júlí
|style="background: #FC3;"|ljósbrúnt
|-
| [[Image:Trifolium pratense Oulu, Finland 10.06.2013.jpg|120px]]||Rauðsmári|| ''[[Trifolium pratense]]'' || 3 || 3
|2
|3||Júlí, ágúst
|style="background: #753313; color: white;"|brúnleitt
|-
| [[Image:Trifolium medium 1.jpg|120px]]||Skógarsmári|| ''[[Trifolium medium]]'' || 3|| 3
|
| ||Ágúst, september
|style="background: #FC3;"|ljósbrúnt
|-
| [[Image:Baerentraube ML0002.jpg|120px]]||Umfeðmingur|| ''[[Vicia cracca ]]''|| ||
|
| ||Júlí - ágúst
|
|-
| [[Image:Maitohorsma_(Epilobium_angustifolium).JPG|120px]]||Sigurskúfur|| ''[[Epilobium angustifolium]]'' || 3 || 1
|
| ||Júlí
| style="background:#00f;"|bláleitt
|-
| [[Image:Chamerion_latifolium_upernavik_2007-08-06_4.jpg|120px]]||Eyrarrós|| ''[[Epilobium latifolium]]'' || 3 || 1
|
| ||Júní
| style="background:#00f;"|bláleitt
|-
| [[Image:Sedum villosum Moor-Mauerpfeffer.JPG|120px]]||Hnoðrar|| ''[[Sedum]]'' || 2 || 2
|
| ||Júní til september (eftir tegundum)
|
|-
| [[Image:Claytonia_sibirica_Eglinton.JPG|120px]]||Síberíublaðka|| ''[[Montia siberica]]'' || 3 || 2
|
| ||Maí, júní
|
|-
| [[Image:Cerastium_alpinum_ssp_lanatum_1.JPG|120px]]||Músareyra|| ''[[Cerastium alpinum]]'' || 1|| 1
|
| ||Maí, júní
|style="background: #FC6;"|gulbrúnt
|-
| [[Image:Mertensia ciliata 002.JPG|120px]]||Bláliljur|| ''[[Mertensia]]'' || ||
|
| ||Júní júlí. líklega sambærileg við lyfjajurt
|
|-
| [[Image:Pulmonaria saccharata (3497086606).jpg|120px]]||Lyfjajurt|| ''[[Pulmonaria]]'' || 2 || 2
|2
|3|| Maí, júní
|
|-
| [[Image:Phacelia.jpg|120px]]||Hunangsjurt|| ''[[Phacelia tanacetifolia]]'' || 3 || 3
|2
|1||Júlí
|
|-
| [[Image:Lamium album - geograph.org.uk - 403952.jpg|120px]] || [[Ljósatvítönn]]||''[[Lamium album]]'' || 3 || 2
|2
|3||Júní - Júlí
|hvítt
|-
| [[Image:Geranium_sylvaticum_(1).JPG|120px]]||Blágresi|| ''[[Geranium sylvaticum]]'' || 2<ref name=":1">Anna Maurizio & Ina Grafl. 1969. ''Das Trachtpflanzenbuch''. Ehrenwirth Verlag, München. </ref>|| 2
|2
|2||Júní
|bláleitt til rautt
|-
| [[Image:Tuftedsaxifrage-1.jpg|120px]]||Þúfusteinbrjótur|| ''[[Saxifraga cespitosa]]'' || ||
|
| ||Maí, júní
|
|-
| [[Image:Rhodiola_rosea_a3.jpg|120px]]||Burnirót|| ''[[Rhodiola rosea]]'' || 2 || 2
|
| ||Júní
|
|-
| [[Image:Draba norvegica IMG 3693 bergrublom longyeardalen.JPG|120px]]||Vorblóm|| ''[[Draba]]'' || ||
|
| ||Maí, júní
|
|-
| [[Image:Aurinia saxatilis sl6.jpg|120px]]||Nálablóm|| ''[[Alyssum]]'' || 3 || 1
|
| ||Júní, júlí
|
|-
| [[Image:Brassica napus 002.JPG|120px]]||Repja|| ''[[Brassica napus]]'' || 3 || 3
|
| ||Júní, júlí
|
|-
| [[Image:Puna-ailakki Silene dioica DSC03011 C.JPG|120px]]||Dagstjarna|| ''[[Silene dioica]]'' || 1|| 1
|1
|2||Júní til september
|
|-
| [[Image:Viola tricolor maritima kz3.jpg|120px]]||Þrenningarfjóla|| ''[[Viola tricolor]]'' || 1 || 1
|
| ||Maí, júní
|
|-
| [[Image:Blackcurrant 1.jpg|120px]]||Sólber|| ''[[Ribes nigrum]]'' || 3 || 2
|
| ||Maí, júní
|style="background: #FC6;"|gulbrúnt
|-
| [[Image:Ribes rubrum 1.jpg|120px]]||Rifs|| ''[[Ribes rubrum]]'' || 3 || 2
|
| ||Maí, júní
|style="background: #FC6;"|gulbrúnt
|-
| [[Image:Gewöhnlicher Löwenzahn Taraxacum officinale agg. big.jpg|120px]]||Túnfífill|| ''[[Taraxacum]]'' || 3 || 3
|3
|3||Apríl til júní
|style="background: #F93;"|gulleitt til rauðgult
|-
|[[Image:Iregular-toothed Hawkweed Hieracium lepidulum (6301341125).jpg|120px]]
|Undafífill
|[[Fellafífill|Hieracium]] sp.
|2
|2
|1
|
|Júlí, ágúst
|style="background: #FF9;"| gulleitt
|-
|[[Image:Nordschitz-Leontodon hispidus.tif|120px]]
|Skarifífill
|[[Leontodon]]
|2
|2
|1
|
|Júní, júlí, ágúst
|
|-
| [[Image:Hieracium aurantiacum Saarland 07.jpg|120px]]||Roðafífill|| ''[[Hieracium aurantiacum]]''|| 2|| 2
|1
|1<ref name=":2" />||Júlí, ágúst
|style="background: #FF9;"| gulleitt
|-
| [[Image:Achillea millefolium vallee-de-grace-amiens 80 22062007 1.jpg|120px]]||Vallhumall|| ''[[Achillea millefolium]]''|| 1 || 1<ref name=":1" />
|
| ||Júlí, ágúst
|
|-
| [[Image:Calluna vulgaris11.jpg|120px]]||Beitilyng|| ''[[Calluna vulgaris]]''|| 3 || 1
|
| ||Ágúst,september
|
|-
| [[Image:Baerentraube ML0002.jpg|120px]]||Sortulyng|| ''[[Arctostaphylos uva-ursi]]''|| ||
|
| ||Júní
|
|-
| [[Image:Vaccinium uliginosum upernavik 2007-07-02 1.jpg|120px]]||Bláberjalyng|| ''[[Vaccinium uliginosum]]'' || 2 || 2
|
| ||Maí, júní
|style="background: #F93;"|
|-
| [[Image:Salix glauca hg.jpg|120px]]||Víðir|| ''[[Salix]]'' || 3 || 3
|
| ||Maí, júní
|gult til ólífugrænt
|-
| [[Image:Calluna vulgaris11.jpg|120px]]||Beitilyng|| ''[[Calluna vulgaris]]''|| 3 || 1
|
| ||Ágúst,september
|
|-
| [[Image:Acer pseudoplatanus infloresc kz.JPG|120px]]||Garðahlynur|| ''[[Acer platanoides]]''|| ||
|
| ||Júní
|style="background:olive"|gulgrænt
|-
| [[Image:Alnus incana rugosa leaves.jpg|120px]]||Gráelri|| ''[[Alnus incana]]''|| ||
|
| ||Júní
|style="background:#FFBA00"|brúngult
|-
| [[Image:Sambucus canadensis W IMG 3144.jpg|120px]]||Ameríkuyllir|| ''[[Sambucus canadensis]]''|| ||
|
| ||Júní
|style="background: #E9BF00;"|gulleitt
|-
|}<ref>Bienenweide Arbeitsblatt 207, Bieneninstitut Kirchhain, 2001</ref><ref>Tew, James [https://web.archive.org/web/20011205082832/http://ohioline.osu.edu/hyg-fact/2000/2168.html Some Ohio Nectar and Pollen Producing Plants] [[Ohio State University]] Extension Fact Sheet, 2000</ref><ref>Stahlman, Dana [http://www.beeclass.com/DTS/master.htm Honey Plants Flowering Plants/Trees] 2004</ref><ref>Hodges, Dorothy; The pollen loads of the honeybee, Bee Research Association Limited, London, 1952</ref><ref>Lamp, Thomas; [http://me.in-berlin.de/~tlamp/beefood.html Bienennährpflanzen 1 : Gehölze] Nov 1999; accessed 05/2005</ref>
|style="background:olive"|
=== Eitraðar plöntur ===
Nokkrar tegundir geta valdið eitrun í býflugum og ekki síst alibýflugum. Er það helst [[Lyngrós|lyngrósi]]<nowiki/>r ''(andromedotoxin'' eða ''acetylandromedol)'' og [[sóleyjar]] (''protoanemonin)'',<ref>{{Cite web|url=https://missapismellifera.com/2014/11/11/winter-studies-the-poison-honey/|title=Winter studies: The poison honey|last=Maund|first=Emma|date=2014-11-11|website=Mrs Apis Mellifera|language=en|access-date=2022-07-28|archive-date=2022-07-28|archive-url=https://web.archive.org/web/20220728011235/https://missapismellifera.com/2014/11/11/winter-studies-the-poison-honey/|url-status=dead}}</ref> en einnig [[Senecio jacobaea]] (''pyrrolizidine alkaloids)''.
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}{{commonscat|Apis mellifera}}
{{Wikilífverur|Apis mellifera}}
[[Flokkur:Býflugur]]
64sca8l25j20s68dx6th9l7wvpxxk9l
Hvítasunnudagur
0
65921
1919532
1863777
2025-06-07T01:43:16Z
2A01:6F02:128:7781:7CB1:D9E3:A723:83FD
1919532
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Folio_79r_-_Pentecostes.jpg|thumb|right|Niðurför heilags anda á handritalýsingu frá 15. öld.]]
'''Hvítasunnudagur''' (áður fyrr stundum nefndur '''hvítdrottinsdagur''', '''píkisdagur''' eða '''pikkisdagur''' <ref>píkisdag(u)r, pikkisdag(u)r k. † ‘hvítasunnudagur’; sbr. nno. pins, d. pinse. To. úr mlþ. pinkesten, < mlat. pentecoste < gr. pentēkosté̄, eiginl. ‘hinn fimmtugasti’ ɔ fimmtugasti dagur frá páskum. (Íslensk orðsifjabók)</ref>) er [[hátíð]] í [[kirkjuár]]i [[Kristni|kristinnar]] [[kirkja|kirkju]]. Hann er 49. dagurinn eftir [[páskar|páskadag]] og tíundi dagurinn eftir [[uppstigningardagur|uppstigningardag]]. [[Forngríska|Forngrískt]] heiti hans er πεντηκοστή [ἡμέρα] (pentekostē [hēmera]) sem merkir fimmtugasti (dagur). Dagsins er minnst sem þess dags þegar [[heilagur andi]] kom yfir [[lærisveinarnir|lærisveinana]] og aðra fylgjendur [[Jesú]] eins og lýst er í [[Postulasagan|Postulasögunni]].
== Frídagur á Íslandi ==
Mánudagurinn eftir hvítasunnudag, annar í hvítasunnu, er almennur frídagur á Íslandi og víðar í Evrópu. Einnig var fram til ársins [[1770]] þriðji í hvítasunnu almennur frídagur, en það ár var hann afhelgaður. Eins var með þriðja í [[jól]]um, þriðja í [[Páskar|páskum]] og [[Þrettándinn|þrettándann]], sem einnig höfðu verið helgi- og frídagar. Þessi fækkun helgidaga var hluti af [[Helgidagaumbæturnar 1770|helgidagaumbótunum]] í [[Dansk-norska ríkið|Dansk-norska ríkinu]] árið [[1770]].<ref>{{vísindavefurinn|85141|Hvað er svona merkilegt við daginn eftir hvítasunnu?|höfundur=Jón Gunnar Þorsteinsson|dags=12.7.2023}}</ref>
== Hvítasunnudagur á næstu árum ==
* 2024 - 19. maí
* 2025 - 8. júní
* 2026 - 24. maí
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{wikiorðabók|hvítasunnudagur}}
{{kristnar hátíðir}}
[[Flokkur:Dagatal]]
[[Flokkur:Kristnar hátíðir]]
[[Flokkur:Hræranlegar hátíðir]]
[[Flokkur:Íslenskir fánadagar]]
[[Flokkur:Lögbundnir frídagar á Íslandi]]
39qu8lu42oc0vcvsh3jyq92iz66r7af
1919537
1919532
2025-06-07T04:31:39Z
TKSnaevarr
53243
Tók aftur breytingu frá [[Special:Contributions/2A01:6F02:128:7781:7CB1:D9E3:A723:83FD|2A01:6F02:128:7781:7CB1:D9E3:A723:83FD]] ([[User talk:2A01:6F02:128:7781:7CB1:D9E3:A723:83FD|spjall]]), til baka í síðustu útgáfu frá [[User:Akigka|Akigka]]
1863777
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Folio_79r_-_Pentecostes.jpg|thumb|right|Niðurför heilags anda á handritalýsingu frá 15. öld.]]
'''Hvítasunnudagur''' (áður fyrr stundum nefndur '''hvítdrottinsdagur''', '''píkisdagur''' eða '''pikkisdagur''') er [[hátíð]] í [[kirkjuár]]i [[Kristni|kristinnar]] [[kirkja|kirkju]]. Hann er 49. dagurinn eftir [[páskar|páskadag]] og tíundi dagurinn eftir [[uppstigningardagur|uppstigningardag]]. [[Forngríska|Forngrískt]] heiti hans er πεντηκοστή [ἡμέρα] (pentekostē [hēmera]) sem merkir fimmtugasti (dagur). Dagsins er minnst sem þess dags þegar [[heilagur andi]] kom yfir [[lærisveinarnir|lærisveinana]] og aðra fylgjendur [[Jesú]] eins og lýst er í [[Postulasagan|Postulasögunni]].
== Frídagur á Íslandi ==
Mánudagurinn eftir hvítasunnudag, annar í hvítasunnu, er almennur frídagur á Íslandi og víðar í Evrópu. Einnig var fram til ársins [[1770]] þriðji í hvítasunnu almennur frídagur, en það ár var hann afhelgaður. Eins var með þriðja í [[jól]]um, þriðja í [[Páskar|páskum]] og [[Þrettándinn|þrettándann]], sem einnig höfðu verið helgi- og frídagar. Þessi fækkun helgidaga var hluti af [[Helgidagaumbæturnar 1770|helgidagaumbótunum]] í [[Dansk-norska ríkið|Dansk-norska ríkinu]] árið [[1770]].<ref>{{vísindavefurinn|85141|Hvað er svona merkilegt við daginn eftir hvítasunnu?|höfundur=Jón Gunnar Þorsteinsson|dags=12.7.2023}}</ref>
== Hvítasunnudagur á næstu árum ==
* 2024 - 19. maí
* 2025 - 8. júní
* 2026 - 24. maí
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{wikiorðabók|hvítasunnudagur}}
{{kristnar hátíðir}}
[[Flokkur:Dagatal]]
[[Flokkur:Kristnar hátíðir]]
[[Flokkur:Hræranlegar hátíðir]]
[[Flokkur:Íslenskir fánadagar]]
[[Flokkur:Lögbundnir frídagar á Íslandi]]
bf73o2iehmtjntzx27yzgtbh4y9ec33
Grand Theft Auto 2
0
70403
1919524
1864604
2025-06-06T22:44:10Z
Apakall
33652
1919524
wikitext
text/x-wiki
'''''Grand Theft Auto 2''''' er [[tölvuleikur]] sem var gefinn út árið [[1999]] af [[Rockstar Games]]. Í honum fer maður í hlutverk [[Claude Speed]] og gerist leikurinn árið [[2013]]. Hann er svipaður eldri leikjunum en það er þó búið að bæta [[grafíkina]] aðeins. Leikurinn snýst um að gera [[störf]] fyrir [[mafíur]] og láta þær virða mann. Það er samt mikill munur á [[PlayStation]] og [[Einkatölva|PC]] útgáfunni vegna þess að PlayStation tölvan þoldi ekki alveg leikinn þannig að það er meira hægt í PC útgáfunni.
== Tónlist ==
{{Aðalgrein|Tónlist í Grand Theft Auto 2}}
Mikið úrval af [[tónlist]] er í leiknum en öll [[Lag|lögin]] eru skálduð upp af fyrirtækinu sem gaf út leikinn.
[[Flokkur:Tölvuleikir]]
[[Flokkur:Grand Theft Auto]]
[[de:Grand Theft Auto (Spiele)#GTA 2 (1999)]]
p6q7ckw98nvy1nzrxwotd7sjlgmw30c
Grand Theft Auto III
0
70724
1919523
1618432
2025-06-06T22:40:40Z
Apakall
33652
1919523
wikitext
text/x-wiki
'''''Grand Theft Auto III''''' er leikur í [[Grand Theft Auto|''Grand Theft Auto'']] tölvuleikjaseríunni, útgefinn í október [[2001]] af [[Rockstar Games]] fyrir [[PlayStation 2]]. Leikurinn var sá fyrsti í seríunni í þrívídd og framhald af [[Grand Theft Auto 2|''Grand Theft Auto 2'']] og fyrirrennari [[Grand Theft Auto Vice City|''Grand Theft Auto: Vice City'']]. Hann var líka vinsælasti [[tölvuleikurinn]] árið [[2001]].
== Lýsing ==
Leiksvið ''Grand Theft Auto III'' er Liberty City, skálduð bandarísk stórborg. Aðalpersónan Claude fremur bankarán með kærustu sinni Catalinu sem svíkur hann og hleypst á brott með Kólombíumanni. Claude er handtekinn og dæmdur í 10 ára fangelsi. Þegar verið er að flytja hann og tvo aðra fanga; 8-Ball sem er félagi Claude og svo eldri Kólombíumann, gera samlandar þess gamla árás á sendibílinn og frelsa hann. Claude og 8-Ball frelsast líka og fyrr en varir stendur Claude í útistöðum við Kolombígengi Liberty City m.a. gegnum vinnu sínu fyrir japönsku mafíuna Yakuza.
Við árásina þar sem þremenningarnir frelsast skemmdist Callahan bridge sem tengir Portland og Staunton Island. Vegna þess er leiksviðið í byrjun takmarkað við Portland en með tímanum þegar áhrif Claude hafa aukist er Callahan brúin löguð og þar með opnast fyrir annað hverfi - Staunton Island. Að lokum opnast fyrir þriðja hverfið, Shoreside Vale.
Claude er þögul persóna, þ.e. hann heyrist aldrei tala en í ''Grand Theft Auto III'' og er aldrei nefndur á nafn. Í [[Grand Theft Auto San Andreas|''Grand Theft Auto: San Andreas'']] (framhald af ''Grand Theft Auto: Vice City'') kallast hann Claude en er ekki spilanleg persóna.
[[Flokkur:Tölvuleikir]]
[[Flokkur:Grand Theft Auto]]
axwbslhn7dnun8pxzbf5wu8eaywpeb2
Kynhneigð
0
74333
1919519
1919186
2025-06-06T22:35:03Z
Óskadddddd
83612
1919519
wikitext
text/x-wiki
'''Kynhneigð''' er lýsing á því hvaða [[Kyn (líffræði)|kyni]] einhver laðast [[Tilfinning|tilfinningalega]] og/eða [[Kynlíf|kynferðislega]] að. Fólk upplifir kynhneigð á mismunandi máta. Þar að auki eru skilgreiningar og flokkanir hvorki þær sömu milli [[Samfélag|samfélaga]] né milli einstaklinga. Það er ekki óalgengt að tilfinningaleg hrifning leiði af sér kynferðislega löngun, en það þarf ekki að vera svo.
Þrír helstu flokkarnir á kynhneigðarskalanum eru [[gagnkynhneigð]], [[samkynhneigð]], og [[tvíkynhneigð]]. Ekki er vitað hvað veldur mismunandi [[kynhneigð]] í mönnum, en talið er að það orsakist af samspili [[Gen|erfðaþátta]], [[Hormón|hormóna]], og umhverfisþátta í [[Þungun|móðurkviði]] og að fólk hafi ekki val um það.<ref name="Lamanna3">{{cite book|url=https://books.google.com/books?id=fofaAgAAQBAJ&pg=PA82|title=Marriages, Families, and Relationships: Making Choices in a Diverse Society|author1=Mary Ann Lamanna|author2=Agnes Riedmann|author3=Susan D Stewart|publisher=[[Cengage Learning]]|year=2014|isbn=1305176898|page=82|quote=The reason some individuals develop a gay sexual identity has not been definitively established – nor do we yet understand the development of heterosexuality. The American Psychological Association (APA) takes the position that a variety of factors impact a person's sexuality. The most recent literature from the APA says that sexual orientation is not a choice that can be changed at will, and that sexual orientation is most likely the result of a complex interaction of environmental, cognitive and biological factors...is shaped at an early age...[and evidence suggests] biological, including genetic or inborn hormonal factors, play a significant role in a person's sexuality (American Psychological Association 2010).|accessdate=February 11, 2016}}</ref><ref name="Stuart3">{{cite book|url=https://books.google.com/books?id=ivALBAAAQBAJ&pg=PA502|title=Principles and Practice of Psychiatric Nursing|author=Gail Wiscarz Stuart|publisher=[[Elsevier Health Sciences]]|year=2014|isbn=032329412X|page=502|quote=No conclusive evidence supports any one specific cause of homosexuality; however, most researchers agree that biological and social factors influence the development of sexual orientation.|accessdate=February 11, 2016}}</ref><ref name="Långström20102">{{Cite journal |last1=Långström |first1=N. |last2=Rahman |first2=Q. |last3=Carlström |first3=E. |last4=Lichtenstein |first4=P. |year=2008 |title=Genetic and Environmental Effects on Same-sex Sexual Behavior: A Population Study of Twins in Sweden |journal=Archives of Sexual Behavior |volume=39 |issue=1 |pages=75–80 |doi=10.1007/s10508-008-9386-1 |pmc= |pmid=18536986}}</ref> Gagnkynhneigð er algengasta kynhneigðin, en vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að margvíslegar kynhneigðir eru eðlilegur hluti af breytileika innan margra [[Tegund (líffræði)|dýrategunda.]]<ref name="apahelp">{{cite web|title=Sexual orientation, homosexuality and bisexuality|publisher=[[American Psychological Association]]|accessdate=August 10, 2013|url=http://www.apa.org/helpcenter/sexual-orientation.aspx|archivedate=8 August 2013|archiveurl=https://web.archive.org/web/20130808032050/http://www.apa.org/helpcenter/sexual-orientation.aspx}}</ref><ref name="PAHO">{{cite web|title="Therapies" to change sexual orientation lack medical justification and threaten health|url=http://new.paho.org/hq/index.php?option=com_content&task=view&id=6803&Itemid=1926|publisher=Pan American Health Organization|accessdate=26 May 2012|url-status = dead|archiveurl=https://web.archive.org/web/20120523040848/http://new.paho.org/hq/index.php?option=com_content&task=view&id=6803&Itemid=1926|archivedate=23 May 2012|df=dmy-all}}</ref> [[Sálfræðimeðferð|Sálfræðimeðferðir]] og önnur inngrip hafa ekki sýnt að þau geti haft áhrif á kynhneigð.<ref name="apa2009">American Psychological Association: [http://www.apa.org/about/governance/council/policy/sexual-orientation.aspx Resolution on Appropriate Affirmative Responses to Sexual Orientation Distress and Change Efforts]</ref>
Í kringum 3,5% af fullorðnum skilgreina sig sem sam- eða tvíkynhneigð samkvæmt könnun sem gerð var í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] árið 2011.<ref>{{cite web|url=http://williamsinstitute.law.ucla.edu/research/census-lgbt-demographics-studies/how-many-people-are-lesbian-gay-bisexual-and-transgender|author=Gary Gates|title=How Many People are Lesbian, Gay, Bisexual and Transgender?|publisher=''[[UCLA School of Law#Sexual orientation law|The Williams Institute]]''|date=April 2011|accessdate=May 12, 2014|archive-date=júlí 21, 2017|archive-url=https://web.archive.org/web/20170721165514/http://williamsinstitute.law.ucla.edu/research/census-lgbt-demographics-studies/how-many-people-are-lesbian-gay-bisexual-and-transgender/|url-status = dead}}</ref><ref>{{cite web|url=http://williamsinstitute.law.ucla.edu/wp-content/uploads/Gates-How-Many-People-LGBT-Apr-2011.pdf|format=PDF|author=Gary Gates|title=How many people are lesbian, gay, bisexual, and transgender?|publisher=''[[UCLA School of Law#Sexual orientation law|The Williams Institute]]''|page=1|date=April 2011}}</ref> Á milli 2% og 11% af fullorðnum hafa átt í einhverju kynferðislegu sambandi við einstakling af sama kyni.<ref name="Billy1993">{{Cite journal|doi=10.2307/2136206|vauthors=Billy JO, Tanfer K, Grady WR, Klepinger DH|title=The sexual behavior of men in the United States|jstor=2136206|journal=Family Planning Perspectives|volume=25|issue=2|pages=52–60|year=1993|pmid=8491287}}</ref><ref name="Binson1995">{{Cite journal|doi=10.1080/00224499509551795|first1=Diane|last1=Binson|first2=Stuart|last2=Michaels|first3=Ron|last3=Stall|first4=Thomas J.|last4=Coates|first5=John H.|last5=Gagnon|first6=Joseph A.|last6=Catania|year=1995|title=Prevalence and Social Distribution of Men Who Have Sex with Men: United States and Its Urban Centers|url=https://archive.org/details/sim_journal-of-sex-research_1995_32_3/page/245|journal=The Journal of Sex Research|volume=32|issue=3|pages=245–54|jstor=3812794}}</ref><ref name="Johnson1992">{{Cite journal|vauthors=Johnson AM, Wadsworth J, Wellings K, Bradshaw S, Field J|title=Sexual lifestyles and HIV risk|journal=Nature|volume=360|issue=6403|pages=410–2|date=December 1992|pmid=1448163|doi=10.1038/360410a0}}</ref><ref name="Bogaert2004">{{Cite journal|author=Bogaert AF|title=The prevalence of male homosexuality: the effect of fraternal birth order and variations in family size|journal=Journal of Theoretical Biology|volume=230|issue=1|pages=33–7|date=September 2004|pmid=15275997|doi=10.1016/j.jtbi.2004.04.035}} Bogaert argues that: "The prevalence of male homosexuality is debated. One widely reported early estimate was 10% (e.g., Marmor, 1980; Voeller, 1990). Some recent data provided support for this estimate (Bagley and Tremblay, 1998), but most recent large national samples suggest that the prevalence of male homosexuality in modern western societies, including the United States, is lower than this early estimate (e.g., 1–2% in Billy et al., 1993; 2–3% in Laumann et al., 1994; 6% in Sell et al., 1995; 1–3% in Wellings et al., 1994). It is of note, however, that homosexuality is defined in different ways in these studies. For example, some use same-sex behavior and not same-sex attraction as the operational definition of homosexuality (e.g., Billy et al., 1993); many sex researchers (e.g., Bailey et al., 2000; Bogaert, 2003; Money, 1988; Zucker and Bradley, 1995) now emphasize attraction over overt behavior in conceptualizing sexual orientation." (p. 33) Also: "...the prevalence of male homosexuality (in particular, same-sex attraction) varies over time and across societies (and hence is a "moving target") in part because of two effects: (1) variations in fertility rate or family size; and (2) the fraternal birth order effect. Thus, even if accurately measured in one country at one time, the rate of male homosexuality is subject to change and is not generalizable over time or across societies." (p. 33)</ref> Í [[Bretland|breskri]] könnun frá 2010 sögðust 95% [[Bretland|Breta]] skilgreina sig sem [[Gagnkynhneigð|gagnkynhneigða]], 1,5% sem sam- eða tvíkynhneigða, og 3,5% voru óvissir eða svöruðu ekki spurningunni.<ref name="more-or-less-2010-10-01">{{cite web|last=Harford|first=Tim|title=More or Less examines Office for National Statistics figures on gay, lesbian and bisexual people|url=http://www.bbc.co.uk/programmes/b00tznbk|publisher=BBC|date=1 October 2010}}</ref><ref>{{cite web|title=Measuring Sexual Identity : Evaluation Report, 2010|url=http://www.ons.gov.uk/ons/rel/ethnicity/measuring-sexual-identity---evaluation-report/2010/index.html|publisher=[[Office for National Statistics]]|date=23 September 2010}}</ref>
[[Eikynhneigð|Eikynhneigðir]] einstaklingar eru þeir sem laðast aldrei eða nær aldrei kynferðislega að öðru fólki. Breytilegt er hvort það fólk hafi kynhvöt eða ekki.<ref>{{Cite web|url=https://otila.is/hinsegin-regnhlifin/kynhneigd/eikynhneigd/|title=Eikynhneigð|website=Hinsegin frá Ö til A|language=is|access-date=2019-04-11}}</ref>
== Kynhneigðarskalinn ==
Nokkur fjölbreytileiki er í birtingarmyndum kynhneigðar og kynhegðunar fólks og hafa sumir lagt til að þetta megi setja fram á skala og lýsa kynhneigð frá [[Gagnkynhneigð|gangkynhneigð]] til [[Samkynhneigð|samkynhneigðar]]. Þekktasti skalinn er Kinsey-skalinn sem líffræðingurinn [[Alfred Kinsey]] setti fram árið [[1948]] í riti sínu þar sem hann lýsti [[kynhegðun]] almennings en ritið olli nokkurri hneykslun. Skalar sem þessi eru að miklu leyti einföldun, en þykja oft þægilegir til flokkunar:
{| class="wikitable"
!Stig á Kinsey-skalanum
!Lýsing
|-
| style="text-align:center" |0
|Eingöngu gagnkynhneigð
|-
| style="text-align:center" |1
|Aðallega gagnkynhneigð, smá samkynhneigð
|-
| style="text-align:center" |2
|Aðallega gagnkynhneigð, en töluverð samkynhneigð
|-
| style="text-align:center" |3
|Jöfn gagnkynhneigð og samkynhneigð
|-
| style="text-align:center" |4
|Aðallega samkynhneigð, en töluverð gagnkynhneigð
|-
| style="text-align:center" |5
|Aðallega samkynhneigð, smá gagnkynhneigð
|-
| style="text-align:center" |6
|Eingöngu samkynhneigð
|-
| style="text-align:center;background:white" |'''X'''
| style="background:white" |Engin saga um kynferðisleg sambönd,
engin viðbrögð við kynferðislegum spurningum
|}
Sumir upplifa kynhneigð sem óhaggandi fyrirbæri, en aðrir upplifa kynhneigð sem breytilegt fyrirbæri.<ref>{{cite web|url=http://knowledgex.camh.net/amhspecialists/Screening_Assessment/assessment/ARQ2/Pages/arq2_question_a2.aspx|title=Question A2: Sexual orientation|publisher=Centre for Addiction and Mental Health|archiveurl=https://web.archive.org/web/20141228033920/http://knowledgex.camh.net/amhspecialists/Screening_Assessment/assessment/ARQ2/Pages/arq2_question_a2.aspx|archivedate=28 December 2014|accessdate=3 February 2015|url-status=dead|df=dmy-all}}</ref><ref name="What is">[http://www.psychiatry.org/lgbt-sexual-orientation "LGBT-Sexual Orientation: What is Sexual Orientation?"] {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140628094701/http://www.psychiatry.org/lgbt-sexual-orientation|date=28 June 2014}}, the official web pages of APA. Accessed April 9, 2015</ref>
== Heimildir ==
<references/>
== Tenglar ==
*[http://www.otila.is Hinsegin frá Ö til A]
*[http://www.samtokin78.is Samtökin '78]
*[http://www.samkynhneigd.is Samkynhneigð.is]
*[https://www.visindavefur.is/search/?q=kynhneigð Kynhneigð á Vísindavefnum]
*[http://doktor.is/?s=kynhneigð Kynhneigð á Doktor.is]
[[Flokkur:Kynhneigð]]
917eyc0mil84qgyfgtlcvtz4inne19x
1919520
1919519
2025-06-06T22:35:31Z
Óskadddddd
83612
1919520
wikitext
text/x-wiki
'''Kynhneigð''' er lýsing á því hvaða [[Kyn (líffræði)|kyni]] einhver laðast [[Tilfinning|tilfinningalega]] og/eða [[Kynlíf|kynferðislega]] að. Fólk upplifir kynhneigð á mismunandi máta. Þar að auki eru skilgreiningar og flokkanir hvorki þær sömu milli [[Samfélag|samfélaga]] né milli einstaklinga. Það er ekki óalgengt að tilfinningaleg hrifning leiði af sér kynferðislega löngun, en það þarf ekki að vera svo.
Þrír helstu flokkarnir á kynhneigðarskalanum eru [[gagnkynhneigð]], [[samkynhneigð]], og [[tvíkynhneigð]]. Ekki er vitað hvað veldur mismunandi kynhneigð í mönnum, en talið er að það orsakist af samspili [[Gen|erfðaþátta]], [[Hormón|hormóna]], og umhverfisþátta í [[Þungun|móðurkviði]] og að fólk hafi ekki val um það.<ref name="Lamanna3">{{cite book|url=https://books.google.com/books?id=fofaAgAAQBAJ&pg=PA82|title=Marriages, Families, and Relationships: Making Choices in a Diverse Society|author1=Mary Ann Lamanna|author2=Agnes Riedmann|author3=Susan D Stewart|publisher=[[Cengage Learning]]|year=2014|isbn=1305176898|page=82|quote=The reason some individuals develop a gay sexual identity has not been definitively established – nor do we yet understand the development of heterosexuality. The American Psychological Association (APA) takes the position that a variety of factors impact a person's sexuality. The most recent literature from the APA says that sexual orientation is not a choice that can be changed at will, and that sexual orientation is most likely the result of a complex interaction of environmental, cognitive and biological factors...is shaped at an early age...[and evidence suggests] biological, including genetic or inborn hormonal factors, play a significant role in a person's sexuality (American Psychological Association 2010).|accessdate=February 11, 2016}}</ref><ref name="Stuart3">{{cite book|url=https://books.google.com/books?id=ivALBAAAQBAJ&pg=PA502|title=Principles and Practice of Psychiatric Nursing|author=Gail Wiscarz Stuart|publisher=[[Elsevier Health Sciences]]|year=2014|isbn=032329412X|page=502|quote=No conclusive evidence supports any one specific cause of homosexuality; however, most researchers agree that biological and social factors influence the development of sexual orientation.|accessdate=February 11, 2016}}</ref><ref name="Långström20102">{{Cite journal |last1=Långström |first1=N. |last2=Rahman |first2=Q. |last3=Carlström |first3=E. |last4=Lichtenstein |first4=P. |year=2008 |title=Genetic and Environmental Effects on Same-sex Sexual Behavior: A Population Study of Twins in Sweden |journal=Archives of Sexual Behavior |volume=39 |issue=1 |pages=75–80 |doi=10.1007/s10508-008-9386-1 |pmc= |pmid=18536986}}</ref> Gagnkynhneigð er algengasta kynhneigðin, en vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að margvíslegar kynhneigðir eru eðlilegur hluti af breytileika innan margra [[Tegund (líffræði)|dýrategunda.]]<ref name="apahelp">{{cite web|title=Sexual orientation, homosexuality and bisexuality|publisher=[[American Psychological Association]]|accessdate=August 10, 2013|url=http://www.apa.org/helpcenter/sexual-orientation.aspx|archivedate=8 August 2013|archiveurl=https://web.archive.org/web/20130808032050/http://www.apa.org/helpcenter/sexual-orientation.aspx}}</ref><ref name="PAHO">{{cite web|title="Therapies" to change sexual orientation lack medical justification and threaten health|url=http://new.paho.org/hq/index.php?option=com_content&task=view&id=6803&Itemid=1926|publisher=Pan American Health Organization|accessdate=26 May 2012|url-status = dead|archiveurl=https://web.archive.org/web/20120523040848/http://new.paho.org/hq/index.php?option=com_content&task=view&id=6803&Itemid=1926|archivedate=23 May 2012|df=dmy-all}}</ref> [[Sálfræðimeðferð|Sálfræðimeðferðir]] og önnur inngrip hafa ekki sýnt að þau geti haft áhrif á kynhneigð.<ref name="apa2009">American Psychological Association: [http://www.apa.org/about/governance/council/policy/sexual-orientation.aspx Resolution on Appropriate Affirmative Responses to Sexual Orientation Distress and Change Efforts]</ref>
Í kringum 3,5% af fullorðnum skilgreina sig sem sam- eða tvíkynhneigð samkvæmt könnun sem gerð var í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] árið 2011.<ref>{{cite web|url=http://williamsinstitute.law.ucla.edu/research/census-lgbt-demographics-studies/how-many-people-are-lesbian-gay-bisexual-and-transgender|author=Gary Gates|title=How Many People are Lesbian, Gay, Bisexual and Transgender?|publisher=''[[UCLA School of Law#Sexual orientation law|The Williams Institute]]''|date=April 2011|accessdate=May 12, 2014|archive-date=júlí 21, 2017|archive-url=https://web.archive.org/web/20170721165514/http://williamsinstitute.law.ucla.edu/research/census-lgbt-demographics-studies/how-many-people-are-lesbian-gay-bisexual-and-transgender/|url-status = dead}}</ref><ref>{{cite web|url=http://williamsinstitute.law.ucla.edu/wp-content/uploads/Gates-How-Many-People-LGBT-Apr-2011.pdf|format=PDF|author=Gary Gates|title=How many people are lesbian, gay, bisexual, and transgender?|publisher=''[[UCLA School of Law#Sexual orientation law|The Williams Institute]]''|page=1|date=April 2011}}</ref> Á milli 2% og 11% af fullorðnum hafa átt í einhverju kynferðislegu sambandi við einstakling af sama kyni.<ref name="Billy1993">{{Cite journal|doi=10.2307/2136206|vauthors=Billy JO, Tanfer K, Grady WR, Klepinger DH|title=The sexual behavior of men in the United States|jstor=2136206|journal=Family Planning Perspectives|volume=25|issue=2|pages=52–60|year=1993|pmid=8491287}}</ref><ref name="Binson1995">{{Cite journal|doi=10.1080/00224499509551795|first1=Diane|last1=Binson|first2=Stuart|last2=Michaels|first3=Ron|last3=Stall|first4=Thomas J.|last4=Coates|first5=John H.|last5=Gagnon|first6=Joseph A.|last6=Catania|year=1995|title=Prevalence and Social Distribution of Men Who Have Sex with Men: United States and Its Urban Centers|url=https://archive.org/details/sim_journal-of-sex-research_1995_32_3/page/245|journal=The Journal of Sex Research|volume=32|issue=3|pages=245–54|jstor=3812794}}</ref><ref name="Johnson1992">{{Cite journal|vauthors=Johnson AM, Wadsworth J, Wellings K, Bradshaw S, Field J|title=Sexual lifestyles and HIV risk|journal=Nature|volume=360|issue=6403|pages=410–2|date=December 1992|pmid=1448163|doi=10.1038/360410a0}}</ref><ref name="Bogaert2004">{{Cite journal|author=Bogaert AF|title=The prevalence of male homosexuality: the effect of fraternal birth order and variations in family size|journal=Journal of Theoretical Biology|volume=230|issue=1|pages=33–7|date=September 2004|pmid=15275997|doi=10.1016/j.jtbi.2004.04.035}} Bogaert argues that: "The prevalence of male homosexuality is debated. One widely reported early estimate was 10% (e.g., Marmor, 1980; Voeller, 1990). Some recent data provided support for this estimate (Bagley and Tremblay, 1998), but most recent large national samples suggest that the prevalence of male homosexuality in modern western societies, including the United States, is lower than this early estimate (e.g., 1–2% in Billy et al., 1993; 2–3% in Laumann et al., 1994; 6% in Sell et al., 1995; 1–3% in Wellings et al., 1994). It is of note, however, that homosexuality is defined in different ways in these studies. For example, some use same-sex behavior and not same-sex attraction as the operational definition of homosexuality (e.g., Billy et al., 1993); many sex researchers (e.g., Bailey et al., 2000; Bogaert, 2003; Money, 1988; Zucker and Bradley, 1995) now emphasize attraction over overt behavior in conceptualizing sexual orientation." (p. 33) Also: "...the prevalence of male homosexuality (in particular, same-sex attraction) varies over time and across societies (and hence is a "moving target") in part because of two effects: (1) variations in fertility rate or family size; and (2) the fraternal birth order effect. Thus, even if accurately measured in one country at one time, the rate of male homosexuality is subject to change and is not generalizable over time or across societies." (p. 33)</ref> Í [[Bretland|breskri]] könnun frá 2010 sögðust 95% [[Bretland|Breta]] skilgreina sig sem [[Gagnkynhneigð|gagnkynhneigða]], 1,5% sem sam- eða tvíkynhneigða, og 3,5% voru óvissir eða svöruðu ekki spurningunni.<ref name="more-or-less-2010-10-01">{{cite web|last=Harford|first=Tim|title=More or Less examines Office for National Statistics figures on gay, lesbian and bisexual people|url=http://www.bbc.co.uk/programmes/b00tznbk|publisher=BBC|date=1 October 2010}}</ref><ref>{{cite web|title=Measuring Sexual Identity : Evaluation Report, 2010|url=http://www.ons.gov.uk/ons/rel/ethnicity/measuring-sexual-identity---evaluation-report/2010/index.html|publisher=[[Office for National Statistics]]|date=23 September 2010}}</ref>
[[Eikynhneigð|Eikynhneigðir]] einstaklingar eru þeir sem laðast aldrei eða nær aldrei kynferðislega að öðru fólki. Breytilegt er hvort það fólk hafi kynhvöt eða ekki.<ref>{{Cite web|url=https://otila.is/hinsegin-regnhlifin/kynhneigd/eikynhneigd/|title=Eikynhneigð|website=Hinsegin frá Ö til A|language=is|access-date=2019-04-11}}</ref>
== Kynhneigðarskalinn ==
Nokkur fjölbreytileiki er í birtingarmyndum kynhneigðar og kynhegðunar fólks og hafa sumir lagt til að þetta megi setja fram á skala og lýsa kynhneigð frá [[Gagnkynhneigð|gangkynhneigð]] til [[Samkynhneigð|samkynhneigðar]]. Þekktasti skalinn er Kinsey-skalinn sem líffræðingurinn [[Alfred Kinsey]] setti fram árið [[1948]] í riti sínu þar sem hann lýsti [[kynhegðun]] almennings en ritið olli nokkurri hneykslun. Skalar sem þessi eru að miklu leyti einföldun, en þykja oft þægilegir til flokkunar:
{| class="wikitable"
!Stig á Kinsey-skalanum
!Lýsing
|-
| style="text-align:center" |0
|Eingöngu gagnkynhneigð
|-
| style="text-align:center" |1
|Aðallega gagnkynhneigð, smá samkynhneigð
|-
| style="text-align:center" |2
|Aðallega gagnkynhneigð, en töluverð samkynhneigð
|-
| style="text-align:center" |3
|Jöfn gagnkynhneigð og samkynhneigð
|-
| style="text-align:center" |4
|Aðallega samkynhneigð, en töluverð gagnkynhneigð
|-
| style="text-align:center" |5
|Aðallega samkynhneigð, smá gagnkynhneigð
|-
| style="text-align:center" |6
|Eingöngu samkynhneigð
|-
| style="text-align:center;background:white" |'''X'''
| style="background:white" |Engin saga um kynferðisleg sambönd,
engin viðbrögð við kynferðislegum spurningum
|}
Sumir upplifa kynhneigð sem óhaggandi fyrirbæri, en aðrir upplifa kynhneigð sem breytilegt fyrirbæri.<ref>{{cite web|url=http://knowledgex.camh.net/amhspecialists/Screening_Assessment/assessment/ARQ2/Pages/arq2_question_a2.aspx|title=Question A2: Sexual orientation|publisher=Centre for Addiction and Mental Health|archiveurl=https://web.archive.org/web/20141228033920/http://knowledgex.camh.net/amhspecialists/Screening_Assessment/assessment/ARQ2/Pages/arq2_question_a2.aspx|archivedate=28 December 2014|accessdate=3 February 2015|url-status=dead|df=dmy-all}}</ref><ref name="What is">[http://www.psychiatry.org/lgbt-sexual-orientation "LGBT-Sexual Orientation: What is Sexual Orientation?"] {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140628094701/http://www.psychiatry.org/lgbt-sexual-orientation|date=28 June 2014}}, the official web pages of APA. Accessed April 9, 2015</ref>
== Heimildir ==
<references/>
== Tenglar ==
*[http://www.otila.is Hinsegin frá Ö til A]
*[http://www.samtokin78.is Samtökin '78]
*[http://www.samkynhneigd.is Samkynhneigð.is]
*[https://www.visindavefur.is/search/?q=kynhneigð Kynhneigð á Vísindavefnum]
*[http://doktor.is/?s=kynhneigð Kynhneigð á Doktor.is]
[[Flokkur:Kynhneigð]]
cey6i2emg6as86th6z46bzq546ufcux
Brúðubíllinn
0
77966
1919508
1868581
2025-06-06T21:04:42Z
TKSnaevarr
53243
1919508
wikitext
text/x-wiki
'''Brúðubíllinn''' er brúðuleikhús undir stjórn [[Hörður Bent Steffensen|Harðar Bent Steffensen]] sem hefur aðsetur í sendiferðabíl. Brúðleikhúsið setur upp flestar sýningar sínar í görðum og barnaheimilum á [[höfuðborgarsvæðið|höfuðborgarsvæðinu]] og víðar á [[Ísland]]. Sýningar fara aðallega fram að sumri til.
Brúðubíllinn var stofnaður árið 1976 af [[Sigríður Hannesdóttir|Sigríði Hannesdóttur]] og Jóni E. Guðmundssyni. Upphaf hans má rekja allt aftur til ársins 1968 þegar Leikbrúðuland Jónsvar stofnað.<ref>{{Cite web|url=https://glatkistan.com/2019/01/02/brudubillinn/|title=Brúðubíllinn (1976-)|date=2019-01-02|website=Glatkistan|language=is-IS|access-date=2024-06-29}}</ref> Þegar Jón sagði skilið við Brúðubílinn í kringum 1980 kom [[Helga Steffensen]] í stað hans.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/06/28/andlat_sigridur_hannesdottir/|title=Andlát: Sigríður Hannesdóttir|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-06-29}}</ref> Hörður Bent Steffensen tók við stjórn Brúðubílsins árið 2025, en þá voru liðin fimm ár frá því að Helga Steffensen hætti rekstri hans.<ref>{{Vefheimild|titill=Blæs nýju lífi í Brúðubílinn|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-06-06-blaes-nyju-lifi-i-brudubilinn-445556|útgefandi=[[RÚV]]|dags= 6. júní 2025|skoðað= 6. júní 2025|höfundur=Erla María Davíðsdóttir}}</ref>
Sýningar eru í júní og júlí á hverju ári og hvortveggja mánuðinn eru frumsýnd leikrit. Þekktasta brúðan er [[Lilli]] sem var ásamt Helgu umsjónarmaður [[Stundin okkar|Stundarinnar okkar]] á árunum [[1987]]-[[1994]].
== Tengill ==
* [http://www.brudubillinn.is/ Brúðubíllinn] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090725064222/http://www.brudubillinn.is/ |date=2009-07-25 }}
* [https://glatkistan.com/2019/01/02/brudubillinn/ Glatkistan]
* {{vefheimild|url=http://www.brudubillinn.is/index.php?option=com_content&task=view&id=17&Itemid=31|titill=Saga Brúðubílsins|mánuðurskoðað=4. ágúst|árskoðað=2009}}
== Heimildir ==
<references />
[[Flokkur:Leikhús á Íslandi]]
{{S|1979}}
r8kqa8gspsom8kanzk6q096tcp4z36e
Mynd:Filogo.JPG
6
80361
1919503
1275922
2025-06-06T15:17:58Z
178.78.252.98
1919503
wikitext
text/x-wiki
== Lýsing ==
{{Mynd
| myndlýsing = Merki Flugfélags Íslands hf.
| uppruni = Flugfélag Íslands, www.flugfelag.is
| höfundaréttshafi = Flugfélag Íslands hf.
| leyfisupplýsingar =
| útskýring = Vörumerkið er notað til að koma upplýsingum um viðfangsefnið á framfæri sem ekki er hægt að gera með öðrum hætti.
| dagsetning = 7. október 2009
| aðrar_útgáfur =
}}
20vyhkq95ro6ettmv7noubpfp6my5hi
1919504
1919503
2025-06-06T15:18:21Z
178.78.252.98
1919504
wikitext
text/x-wiki
== Lýsing ==
{{Mynd
| myndlýsing = Merki Flugfélags Íslands hf.
| uppruni = Flugfélag Íslands, www.flugfelag.is
| höfundaréttshafi = Flugfélag Íslands hf.
| leyfisupplýsingar =
| útskýring = Vörumerkið er notað til að koma upplýsingum um viðfangsefnið á framfæri sem ekki er hægt að gera með öðrum hætti.
| dagsetning = 7. október 2009
| aðrar_útgáfur =
}}
== Leyfisupplýsingar: ==
{{Vörumerki|Flugfélag Íslands}}
hui0dx6enks1a0947448hsexo9x3315
Fight Club
0
87028
1919507
1722058
2025-06-06T19:21:07Z
TKSnaevarr
53243
1919507
wikitext
text/x-wiki
'''''Fight Club''''' er [[skáldsaga]] eftir [[Chuck Palahniuk]] skrifuð og útgefin [[1996]]. Bókin var gerð að [[Fight Club (kvikmynd)|samnefndri kvikmynd]] árið 1999 með [[Brad Pitt]] og [[Edward Norton]] í aðalhlutverkum.
Fight Club fylgir reynslum ónefndar aðalpersónu sem þjáist af svefnleysi, en fer til læknis sem vísar honum á að fara á stuðningshópa fyrir menn með [[eistnakrabbamein]] til að sjá „alvöru sársauka“ en verður brátt háður þessu og fer að fara á fleyri stuðnings hópa og látast vera alvarlega veik manneskja til að fá sálarútrás og nær þannig fram svefni. En síðar hittir hann konu sem heitir Marla Singer, sem er að gera það nákvæmlega sama og getur ekki grátið fyrir framan hana og fer þá aftur að þjást af svefnleysi, þangað til íbúðin hans springur vegna gasleka og hann fer að gista hjá dularfullum manni sem fer undir nafninu Tyler Durden. Saman stofna þeir leynilegan slagsmála klúbb, út frá slagsmálum þeirra í bílastæðum, sem róttæka sálfræðimeðferð.
==Tengill==
* [http://hdl.handle.net/1946/20854 „Augu mín eru opin.“ Feðraveldi, neyslumenning og kynjaímyndir í Fight Club (BA ritgerð)]
{{stubbur|bókmenntir}}
[[Flokkur:Bókaárið 1996]]
[[Flokkur:Bandarískar skáldsögur]]
awhaibfdss7kbpvizfek60mk1pof6w3
Ross Cleveland (skip)
0
94915
1919558
1913241
2025-06-07T10:06:22Z
Alvaldi
71791
/* Tilvísanir */
1919558
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:In memory of the gallant crew of the Ross Cleveland - geograph.org.uk - 4515259.jpg|thumb|Minnismerki um ''Ross Cleveland'' í Hull.]]
'''Ross Cleveland''' var [[Bretland|breskur]] [[síðutogari]] frá [[Hull]] í [[Bretland|Bretlandi]] sem fórst í [[Hamfaraveðrið í Ísafjarðardjúpi 1968|hamfaraveðrinu í Ísafjarðardjúpi]] þann [[5. febrúar]] árið [[1968]] með þeim afleiðingum að 19 manns fórust. Ísing gerði það að verkum að skipið lagðist á hliðina og sökk út af [[Arnarnes]]i við [[Skutulsfjörður|Skutulsfjörð]]. Rétt áður en skipið sökk náði skipstjórinn að senda hinstu kveðju fá skipinu.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/6967343?iabr=on#page/n3/mode/1up/|title=Skilið ástarkveðju!|author=Orri Páll Ormarsson |publisher=[[Morgunblaðið]]|page=4|date=2018-02-04|language=is|access-date=2025-04-26|via=[[Tímarit.is]]}}{{open access}}</ref>
{{Tilvitnun2|Við erum að fara! Skilið ástarkveðju minni og skipsverja til eiginkvenna okkar og fjölskyldna!|Phil Gay, skipstjóri ''Ross Cleveland''|breidd=500px}}
Þrír úr áhöfn komust í björgunarbát en einungis einn þeirra, [[Harry Eddom]], var á lífi þegar bátinn rak á land í [[Seyðisfjörður (Ísafjarðardjúpi)|Seyðisfirði]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/ovedur-sem-skildi-samfelog-eftir-i-sarum|title=Óveður sem skildi samfélög eftir í sárum |author=Halla Ólafsdóttir |publisher=[[RÚV]]|date=2019-04-18|access-date=2025-04-26}}</ref> Mikið fjölmiðlafár varð hjá breskum dagblöðum þegar fréttist af björgun hans og lenti [[Úlfur Gunnarsson]], yfirlæknir á Ísafirði, í handalögmálum við blaðamenn þegar þeir reyndu að brjóta sér leið inn á sjúkrahúsið þar sem Eddom lá.<ref name="bb-mannskaðaveður">{{Cite web|url=https://timarit.is/page/7443605?iabr=on#page/n7/mode/2up/|title=30 ár frá mannskaðaveðrinu ægilega á Vestfjörðum|publisher=[[Bæjarins besta]]|pages=8-11|language=is|date=1998-11-02|access-date=2025-04-26|via=[[Tímarit.is]]}}{{open access}}</ref>
''Ross Cleveland'' var þriðji togarinn frá Hull sem fórst á innan við mánuði, en ''St Romanus'' hvarf í kringum 11. janúar og ''Kingston Peridot'' fórst út af [[Vestfirðir|Vestfjörðum]] þann 27. janúar. Slysin þrjú sem kostuðu 58 mannslíf eru þekkt í Bretlandi sem ''Hull triple trawler tragedy'' og leiddu til víðtækra breytinga í öryggismálum breskra sjómanna.<ref>{{Cite news |date=2018-03-04 |title=Hull trawler tragedy 50th anniversary marked with service |url=https://www.bbc.com/news/uk-england-humber-43278826|publisher=[[BBC]] |access-date=2025-04-26 |language=en-GB}}</ref>
Sama dag fórst íslenski vélbáturinn [[Heiðrún II|''Heiðrún'' II]] í Ísafjarðardjúpi og togarinn [[Notts County (skip)|''Notts County'']] strandaði við [[Snæfjallaströnd]]. Sex manna áhöfn ''Heiðrúnar'' II fórst en [[Varðskipið Óðinn (1960)|varðskipið ''Óðinn'']] bjargaði 18 af 19 manna áhöfn ''Notts County''.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/a-isafirdi-51-ari-eftir-strand-notts-county|title=Á Ísafirði 51 ári eftir strand Notts County|publisher=[[RÚV]]|author=Halla Ólafsdóttir|date=2019-08-01|access-date=2025-04-26}}</ref>
==Áhöfn==
*Philip Gay - 41 árs, skipstjóri
*Alan Harper - 24 ára
*Barry Rogers - 18 ára, komst um borð í björgunarbát en lést áður en hann náði til lands.<ref name="hulldailymail"/>
*Bill Howrigg - Var settur veikur í land á Ísafirði í lok janúar og var ekki með skipinu þegar það sökk.<ref name="hulldailymail"/>
*Dennis Mayes - 42 ára
*Douglas Hairsine - 45 ára
*Frederick Sawdon - 50 ára
*George Keal - 63 ára
*George Ketley
*Harry Eddom - Eini áhafnarmeðlimurinn sem komst af úr slysinu. Var dreginn um borð í björgunarbát af Barry Rogers og Walter Hewitt.<ref name="hulldailymail">{{Cite web|url=http://tripletrawlertragedy.hulldailymail.co.uk/index.html|title=Triple Trawler Tragedy|author1=James Campbell|author2=Stuart Russell|publisher=Hull Daily Mail|website=tripletrawlertragedy.hulldailymail.co.uk|language=en|access-date=2025-04-26}}</ref>
*James McCracken - 17 ára
*Keith Hookem - 17 ára
*Kenneth Brandtman
*Maurice Pettman - 30 ára
*Maurice Swain - 22 ára
*Michael Barnes - 15 ára
*Michael Morris - 21 árs
*Rowland Thomson
*Trevor Thomson - 18 ára
*Walter Hewitt - 30 ára, komst um borð í björgunarbát en lést áður en hann náði til lands.<ref name="hulldailymail"/>
==Tilvísanir==
{{reflist}}
[[Flokkur:1968]]
[[Flokkur:Breskir togarar]]
[[Flokkur:Sjóslys við Ísland]]
[[Flokkur:Skipsflök við Ísland]]
jggvhcnpm4fxm514wkfoiq4a9yeh3xp
Grand Theft Auto: Vice City
0
104132
1919525
1851993
2025-06-06T22:46:54Z
Apakall
33652
1919525
wikitext
text/x-wiki
'''''Grand Theft Auto: Vice City''''' er tölvuleikur í [[Grand Theft Auto|''Grand Theft Auto'']] tölvuleikjaseríunni, útgefinn í október [[2002]] af [[Rockstar Games]] fyrir [[PlayStation 2]]. Leikurinn kom á eftir [[Grand Theft Auto III|''Grand Theft Auto III'']] sem var gefinn út ári fyrr en á undan [[Grand Theft Auto: San Andreas|''Grand Theft Auto: San Andreas'']].
== Lýsing ==
Leiksvið ''Grand Theft Auto: Vice City'' er samnefnd borg árið 1986. Tommy Vercetti losnar úr fangelsi og fljótlega fenginn af fyrrverandi yfirmanni sínum Sonny að kaupa kókaín. Hann er svikinn en lofar Sonny að ná fram hefndum. Leikurinn hverfist síðan um hvernig Tommy Vercetti kemst að því hver sveik hann.
Öll hönnun í leiknum; föt, bílar, söguþráður (kókaín) og mið-Amerísk áhrif bera þess skýr merki að Vice City sé eftirmynd Miami í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] á 9. áratugnum enda gerist leikurinn 1986.
{{stubbur|tölvuleikur}}
[[Flokkur:Tölvuleikir]]
[[Flokkur:Grand Theft Auto]]
rk6rjlcmfbeq7hscead9wrlg1i9nzyt
Grand Theft Auto: San Andreas
0
104137
1919526
1746975
2025-06-06T22:49:28Z
Apakall
33652
1919526
wikitext
text/x-wiki
'''''Grand Theft Auto: San Andreas''''' er tölvuleikur í tölvuleikjaröðinni [[Grand Theft Auto|''Grand Theft Auto'']]. Leikurinn var gefinn út þann [[29. október]] árið [[2004]] af [[Rockstar Games]].
Leikurinn er einn sá vinsælasti í [[Grand Theft Auto|''Grand Theft Auto'']] leikjaseríunni en hann gerist í Los Santos borginni árið 1992. Aðalpersónan heitir Carl Johnson sem er aðal maðurinn á bak við Grove Street gengið (græna gengið).
Leikurinn er mest seldi leikur fyrir [[PlayStation 2]] leikjavélina enda barn síns tíma.
{{stubbur|tölvuleikur}}
[[Flokkur:Tölvuleikir]]
[[Flokkur:Grand Theft Auto]]
mtyyt4lo7qldqljqttd5nq7ymsvoqvt
Ólöglegir innflytjendur í Bandaríkjunum
0
111839
1919494
1919443
2025-06-06T12:47:38Z
Óskadddddd
83612
1919494
wikitext
text/x-wiki
'''Ólöglegir innflytjendur í Bandaríkjunum''' eru þeir [[borgari|borgarar]] sem koma inn í [[Bandaríkin]] án viðeigandi [[dvalarleyfi]]s eða dvelja í landinu eftir að dvalarleyfi þeirra er runnið út. Þrátt fyrir strangar reglugerðir og lög í Bandaríkjunum hefur landið orðið fyrir miklum straumi ólöglegra [[aðflutningur|innflytjenda]], sem er meiri en í nokkru öðru landi.<ref>{{Cite web|url=https://www.migrationpolicy.org/article/frequently-requested-statistics-immigrants-and-immigration-united-states|title=Frequently Requested Statistics on Immigrants and Immigration in the United States|last=Batalova|first=Jeanne Batalova Jeanne|date=2025-03-11|website=migrationpolicy.org|language=en|access-date=2025-06-06}}</ref> Þetta er talið vera umtalsvert vandamál, sérstaklega í fylkjum á borð við [[Kalifornía|Kaliforníu]], [[Texas]], [[Flórída]] og [[New York-fylki|New York]], sem hýsa stærsta hluta ólöglegra innflytjenda. Mexíkó hafði lengi verið stærsta upprunaland ólöglegra innflytjenda í Bandaríkjunum en hlutfallið hefur farið lækkandi. Til dæmis voru um 37% ólöglegra innflytjenda í Bandaríkjunum frá Mexíkó árið 2022, sem er veruleg lækkun frá fyrri árum þar sem hlutfallið var yfir 50%.<ref name=":0">{{Cite web|url=https://www.pewresearch.org/short-reads/2024/07/22/what-we-know-about-unauthorized-immigrants-living-in-the-us/|title=What we know about unauthorized immigrants living in the U.S.|last=Krogstad|first=Jeffrey S. Passel and Jens Manuel|date=2024-07-22|website=Pew Research Center|language=en-US|access-date=2025-06-06}}</ref> Undanfarin ár hefur orðið vart við aukningu ólöglegra innflytjenda frá öðrum löndum, einkum frá [[Mið-Ameríka|Mið-]] og [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]], þar á meðal [[El Salvador]], [[Gvatemala]] og [[Hondúras]], sem og frá [[Indland|Indlandi]].<ref name=":0" />
Fyrir marga eru Bandaríkin æskilegt land til að flytja til. Flestir innflytjendur til Bandaríkjanna koma til landsins í leit að vinnu, til þess að komast hjá pólitískri undirokun, búa með fjölskyldunum sínum, bæta lífsskilyrði sín og barnanna sinna eða njóta menningar- og heilsugæslukerfanna. Bandaríkin verða fyrir valinu hjá mörgum innflytjendum af því bandarískir atvinnurekendur borga ólöglegum innflytjendum mun hærri laun en þeir gætu fengið í heimalandinu sínu. Bandarískir vinnuveitendur eru neyddir til þess að ráða ólöglega innflytjenda af þremur höfuðástæðum: efnahagsbreytingum á heimsvísu, þörfinni til þess að svara skortinum á starfsmönnum í láglaunastörf og ónógum refsiaðgerðum fyrir vinnuveitendur sem ráða ólöglega innflytjendur.<ref name=":1">{{Cite web|url=https://www.pewresearch.org/short-reads/2024/09/27/key-findings-about-us-immigrants/|title=What the data says about immigrants in the U.S.|last=Passel|first=Mohamad Moslimani and Jeffrey S.|date=2024-09-27|website=Pew Research Center|language=en-US|access-date=2025-06-06}}</ref>
== Saga innflytjenda í Bandaríkjunum ==
Bandaríkin eru tiltölulega ung þjóð, að miklu leyti byggð á innflytjendum. Fyrstu lögin sem takmörkuðu innflutning voru sett árið [[1790]] og beindust að innflytjendum af evrópskum uppruna. Síðar, árið [[1882]], voru sett sérstök lög sem bönnuðu [[Kína|kínverska]] innflytjendur. Þessum lögum var aflétt árið [[1943]], auk þess sem innflytjendur frá Evrópulöndum var leyft að koma.<ref name=":1" />
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}{{stubbur|Bandaríkin}}
[[Flokkur:Bandaríkin]]
[[Flokkur:Aðflutningur]]
eeux4yo2wwdbkfa24mw6k7k365qxxyf
1919495
1919494
2025-06-06T12:49:31Z
Óskadddddd
83612
hljómar betur við yfirlestur
1919495
wikitext
text/x-wiki
'''Ólöglegir innflytjendur í Bandaríkjunum''' eru þeir [[borgari|borgarar]] sem koma inn í [[Bandaríkin]] án viðeigandi [[dvalarleyfi]]s eða dvelja í landinu eftir að dvalarleyfi þeirra er runnið út. Þrátt fyrir strangar reglugerðir og lög í Bandaríkjunum hefur landið lent í miklum straumi ólöglegra [[aðflutningur|innflytjenda]], sem er meiri en í nokkru öðru landi.<ref>{{Cite web|url=https://www.migrationpolicy.org/article/frequently-requested-statistics-immigrants-and-immigration-united-states|title=Frequently Requested Statistics on Immigrants and Immigration in the United States|last=Batalova|first=Jeanne Batalova Jeanne|date=2025-03-11|website=migrationpolicy.org|language=en|access-date=2025-06-06}}</ref> Þetta er talið vera umtalsvert vandamál, sérstaklega í fylkjum á borð við [[Kalifornía|Kaliforníu]], [[Texas]], [[Flórída]] og [[New York-fylki|New York]], sem hýsa stærsta hluta ólöglegra innflytjenda. Mexíkó hafði lengi verið stærsta upprunaland ólöglegra innflytjenda í Bandaríkjunum en hlutfallið hefur farið lækkandi. Til dæmis voru um 37% ólöglegra innflytjenda í Bandaríkjunum frá Mexíkó árið 2022, sem er veruleg lækkun frá fyrri árum þar sem hlutfallið var yfir 50%.<ref name=":0">{{Cite web|url=https://www.pewresearch.org/short-reads/2024/07/22/what-we-know-about-unauthorized-immigrants-living-in-the-us/|title=What we know about unauthorized immigrants living in the U.S.|last=Krogstad|first=Jeffrey S. Passel and Jens Manuel|date=2024-07-22|website=Pew Research Center|language=en-US|access-date=2025-06-06}}</ref> Undanfarin ár hefur orðið vart við aukningu ólöglegra innflytjenda frá öðrum löndum, einkum frá [[Mið-Ameríka|Mið-]] og [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]], þar á meðal [[El Salvador]], [[Gvatemala]] og [[Hondúras]], sem og frá [[Indland|Indlandi]].<ref name=":0" />
Fyrir marga eru Bandaríkin æskilegt land til að flytja til. Flestir innflytjendur til Bandaríkjanna koma til landsins í leit að vinnu, til þess að komast hjá pólitískri undirokun, búa með fjölskyldunum sínum, bæta lífsskilyrði sín og barnanna sinna eða njóta menningar- og heilsugæslukerfanna. Bandaríkin verða fyrir valinu hjá mörgum innflytjendum af því bandarískir atvinnurekendur borga ólöglegum innflytjendum mun hærri laun en þeir gætu fengið í heimalandinu sínu. Bandarískir vinnuveitendur eru neyddir til þess að ráða ólöglega innflytjenda af þremur höfuðástæðum: efnahagsbreytingum á heimsvísu, þörfinni til þess að svara skortinum á starfsmönnum í láglaunastörf og ónógum refsiaðgerðum fyrir vinnuveitendur sem ráða ólöglega innflytjendur.<ref name=":1">{{Cite web|url=https://www.pewresearch.org/short-reads/2024/09/27/key-findings-about-us-immigrants/|title=What the data says about immigrants in the U.S.|last=Passel|first=Mohamad Moslimani and Jeffrey S.|date=2024-09-27|website=Pew Research Center|language=en-US|access-date=2025-06-06}}</ref>
== Saga innflytjenda í Bandaríkjunum ==
Bandaríkin eru tiltölulega ung þjóð, að miklu leyti byggð á innflytjendum. Fyrstu lögin sem takmörkuðu innflutning voru sett árið [[1790]] og beindust að innflytjendum af evrópskum uppruna. Síðar, árið [[1882]], voru sett sérstök lög sem bönnuðu [[Kína|kínverska]] innflytjendur. Þessum lögum var aflétt árið [[1943]], auk þess sem innflytjendur frá Evrópulöndum var leyft að koma.<ref name=":1" />
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}{{stubbur|Bandaríkin}}
[[Flokkur:Bandaríkin]]
[[Flokkur:Aðflutningur]]
khmaf1ff9uvgvszpf2pz1jltfc2mzqo
1919510
1919495
2025-06-06T21:07:45Z
Óskadddddd
83612
1919510
wikitext
text/x-wiki
'''Ólöglegir innflytjendur í Bandaríkjunum''' eru þeir [[borgari|borgarar]] sem koma inn í [[Bandaríkin]] án viðeigandi [[dvalarleyfi]]s eða dvelja í landinu eftir að dvalarleyfi þeirra er runnið út. Þrátt fyrir strangar reglugerðir og lög í Bandaríkjunum hefur landið lent í miklum straumi ólöglegra [[aðflutningur|innflytjenda]], sem er meiri en í nokkru öðru landi.<ref>{{Cite web|url=https://www.migrationpolicy.org/article/frequently-requested-statistics-immigrants-and-immigration-united-states|title=Frequently Requested Statistics on Immigrants and Immigration in the United States|last=Batalova|first=Jeanne Batalova Jeanne|date=2025-03-11|website=migrationpolicy.org|language=en|access-date=2025-06-06}}</ref> Þetta er talið vera umtalsvert vandamál, sérstaklega í fylkjum á borð við [[Kalifornía|Kaliforníu]], [[Texas]], [[Flórída]] og [[New York-fylki|New York]], sem hýsa stærsta hluta ólöglegra innflytjenda. [[Mexíkó]] hafði lengi verið stærsta upprunaland ólöglegra innflytjenda í Bandaríkjunum en hlutfallið hefur farið lækkandi. Til dæmis voru um 37% ólöglegra innflytjenda í Bandaríkjunum frá Mexíkó árið [[2022]], sem er veruleg lækkun frá fyrri árum þar sem hlutfallið var yfir 50%.<ref name=":0">{{Cite web|url=https://www.pewresearch.org/short-reads/2024/07/22/what-we-know-about-unauthorized-immigrants-living-in-the-us/|title=What we know about unauthorized immigrants living in the U.S.|last=Krogstad|first=Jeffrey S. Passel and Jens Manuel|date=2024-07-22|website=Pew Research Center|language=en-US|access-date=2025-06-06}}</ref> Undanfarin ár hefur orðið vart við aukningu ólöglegra innflytjenda frá öðrum löndum, einkum frá [[Mið-Ameríka|Mið-]] og [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]], þar á meðal [[El Salvador]], [[Gvatemala]] og [[Hondúras]], sem og frá [[Indland|Indlandi]].<ref name=":0" />
Fyrir marga eru Bandaríkin æskilegt land til að flytja til. Flestir innflytjendur til Bandaríkjanna koma til landsins í leit að vinnu, til þess að komast hjá pólitískri undirokun, búa með fjölskyldunum sínum, bæta lífsskilyrði sín og barnanna sinna eða njóta menningar- og heilsugæslukerfanna. Bandaríkin verða fyrir valinu hjá mörgum innflytjendum af því bandarískir atvinnurekendur borga ólöglegum innflytjendum mun hærri laun en þeir gætu fengið í heimalandinu sínu. Bandarískir vinnuveitendur eru neyddir til þess að ráða ólöglega innflytjenda af þremur höfuðástæðum: efnahagsbreytingum á heimsvísu, þörfinni til þess að svara skortinum á starfsmönnum í láglaunastörf og ónógum refsiaðgerðum fyrir vinnuveitendur sem ráða ólöglega innflytjendur.<ref name=":1">{{Cite web|url=https://www.pewresearch.org/short-reads/2024/09/27/key-findings-about-us-immigrants/|title=What the data says about immigrants in the U.S.|last=Passel|first=Mohamad Moslimani and Jeffrey S.|date=2024-09-27|website=Pew Research Center|language=en-US|access-date=2025-06-06}}</ref>
== Saga innflytjenda í Bandaríkjunum ==
Bandaríkin eru tiltölulega ung þjóð, að miklu leyti byggð á innflytjendum. Fyrstu lögin sem takmörkuðu innflutning voru sett árið [[1790]] og beindust að innflytjendum af evrópskum uppruna. Síðar, árið [[1882]], voru sett sérstök lög sem bönnuðu [[Kína|kínverska]] innflytjendur. Þessum lögum var aflétt árið [[1943]], auk þess sem innflytjendur frá Evrópulöndum var leyft að koma.<ref name=":1" />
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}{{stubbur|Bandaríkin}}
[[Flokkur:Bandaríkin]]
[[Flokkur:Aðflutningur]]
j0a73lwf0m3ljwj3ct2plok4nf2tpma
Grand Theft Auto V
0
117943
1919528
1746928
2025-06-06T22:55:55Z
Apakall
33652
1919528
wikitext
text/x-wiki
'''''Grand Theft Auto V''''' er [[tölvuleikur]] í ''[[Grand Theft Auto]]'' seríunni.
Leikurinn var gefinn út þann 17. september [[2013]] fyrir [[PlayStation 3]] og [[Xbox 360]] leikjavélarnar af fyrirtækinu [[Rockstar Games]].
''Grand Theft Auto V'' þénaði 1 milljarð dollara á innan við þremur dögum og sló þar af leiðandi mörg met.
== Lýsing ==
''Grand Theft Auto V'' er þriðju persónu skotleikur sem gerist í opnu umhverfi Los Santos borgar (gerð eftir [[Los Angeles]]).
Leikurinn fjallar um þrjár höfuðpersónur, þá Franklin, Michael og Trevor. Allir eiga þeir sameiginlegt að þeir eru gjarnir á að fremja glæpi eins og áður þekkist úr leikjaseríunni.
Það tekur um það bil 60 klukkutíma að klára söguþráðinn í einspilun.
== ''Grand Theft Auto Online (Netspilun)'' ==
[[Mynd:Grand Theft Auto Online Logo.svg|alt=Lógó|hægri|frameless]]
Þann 1. október 2013 opnuðu [[Rockstar Games]] fyrir netspilun í leiknum, tveimur vikum eftir útgáfu ''Grand Theft Auto V''. Margir leikmenn tilkynntu tengslörðugleika og erfiðleikum meðan á þeir voru að hlaða inn í leikinn. Rockstar gaf út uppfærslu þann 5. október til að reyna að leysa málin,<ref>{{Cite web|url=https://www.polygon.com/2013/10/6/4809270/gta-online-connection-issues-resolved-lost-items-still-being|title=GTA Online connection issues resolved, lost items still being investigated|last=Farokhmanesh|first=Megan|date=2013-10-06|website=Polygon|language=en|access-date=2021-02-08}}</ref> en vandamál voru viðvarandi seinni vikuna þar sem sumir leikmenn sögðu frá persóna þeirra sé horfnir.<ref>{{Cite web|url=https://www.videogamer.com/news/gta-online-rockstar-investigating-missing-characters-progress-and-money|title=GTA Online: Rockstar investigating missing characters, progress and money|website=VideoGamer.com|language=en|access-date=2021-02-08}}</ref> Önnur uppfærsla var gefinn út 10. október þar sem barist var gegn málunum<ref>{{Citation|title=GTA Online Deleted Character Fix Released by Rockstar - IGN|url=https://www.ign.com/articles/2013/10/10/gta-online-deleted-character-fix-released-by-rockstar|language=en|access-date=2021-02-08}}</ref>, og Rockstar buðu upp á GTA$ 500.000 (gjaldmiðil GTA 5) á reikningum allra leikmanna sem tengdir voru leiknum síðan þeir hófust sem endurgjald.<ref>{{Cite web|url=https://www.eurogamer.net/articles/2013-11-07-gta-onlines-stimulus-package-is-live|title=GTA Online's stimulus package is live|last=Matulef|first=Jeffrey|date=2013-11-07|website=Eurogamer|language=en|access-date=2021-02-08}}</ref>
Efni eftir útgáfu er stöðugt bætt við ''Grand Theft Auto Online'' með ókeypis uppfærslum á titlinum. Sumar uppfærslur bæta við nýjum leikstillingum og eiginleikum<ref>{{Cite web|url=https://www.rockstargames.com/newswire/article/51970/Free-GTA-Online-Deathmatch-Race-Creators-Update-Now-Available|title=Free GTA Online Deathmatch & Race Creators Update Now Available|last=Games|first=Rockstar|website=Rockstar Games|language=en-us|access-date=2021-02-08}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
[[Flokkur:Tölvuleikir]]
[[Flokkur:Grand Theft Auto]]
t8l91860to2yhzvfo8gckissj3bxifp
1919529
1919528
2025-06-06T22:56:17Z
Apakall
33652
1919529
wikitext
text/x-wiki
'''''Grand Theft Auto V''''' er [[tölvuleikur]] í ''[[Grand Theft Auto]]'' seríunni.
Leikurinn var gefinn út þann 17. september [[2013]] fyrir [[PlayStation 3]] og [[Xbox 360]] leikjavélarnar af fyrirtækinu [[Rockstar Games]].
''Grand Theft Auto V'' þénaði 1 milljarð dollara á innan við þremur dögum og sló þar af leiðandi mörg met.
== Lýsing ==
''Grand Theft Auto V'' er þriðju persónu skotleikur sem gerist í opnu umhverfi Los Santos borgar (gerð eftir [[Los Angeles]]).
Leikurinn fjallar um þrjár höfuðpersónur, þá Franklin, Michael og Trevor. Allir eiga þeir sameiginlegt að þeir eru gjarnir á að fremja glæpi eins og áður þekkist úr leikjaseríunni.
Það tekur um það bil 60 klukkutíma að klára söguþráðinn í einspilun.
== ''Grand Theft Auto Online (Netspilun)'' ==
[[Mynd:Grand Theft Auto Online Logo.svg|alt=Lógó|hægri|frameless]]
Þann 1. október 2013 opnuðu [[Rockstar Games]] fyrir netspilun í leiknum, tveimur vikum eftir útgáfu ''Grand Theft Auto V''. Margir leikmenn tilkynntu tengslörðugleika og erfiðleikum meðan á þeir voru að hlaða inn í leikinn. Rockstar gaf út uppfærslu þann 5. október til að reyna að leysa málin,<ref>{{Cite web|url=https://www.polygon.com/2013/10/6/4809270/gta-online-connection-issues-resolved-lost-items-still-being|title=GTA Online connection issues resolved, lost items still being investigated|last=Farokhmanesh|first=Megan|date=2013-10-06|website=Polygon|language=en|access-date=2021-02-08}}</ref> en vandamál voru viðvarandi seinni vikuna þar sem sumir leikmenn sögðu frá persóna þeirra sé horfnir.<ref>{{Cite web|url=https://www.videogamer.com/news/gta-online-rockstar-investigating-missing-characters-progress-and-money|title=GTA Online: Rockstar investigating missing characters, progress and money|website=VideoGamer.com|language=en|access-date=2021-02-08}}</ref> Önnur uppfærsla var gefinn út 10. október þar sem barist var gegn málunum<ref>{{Citation|title=GTA Online Deleted Character Fix Released by Rockstar - IGN|url=https://www.ign.com/articles/2013/10/10/gta-online-deleted-character-fix-released-by-rockstar|language=en|access-date=2021-02-08}}</ref>, og Rockstar buðu upp á GTA$ 500.000 (gjaldmiðil GTA 5) á reikningum allra leikmanna sem tengdir voru leiknum síðan þeir hófust sem endurgjald.<ref>{{Cite web|url=https://www.eurogamer.net/articles/2013-11-07-gta-onlines-stimulus-package-is-live|title=GTA Online's stimulus package is live|last=Matulef|first=Jeffrey|date=2013-11-07|website=Eurogamer|language=en|access-date=2021-02-08}}</ref>
Efni eftir útgáfu er stöðugt bætt við ''Grand Theft Auto Online'' með ókeypis uppfærslum á titlinum. Sumar uppfærslur bæta við nýjum leikstillingum og eiginleikum<ref>{{Cite web|url=https://www.rockstargames.com/newswire/article/51970/Free-GTA-Online-Deathmatch-Race-Creators-Update-Now-Available|title=Free GTA Online Deathmatch & Race Creators Update Now Available|last=Games|first=Rockstar|website=Rockstar Games|language=en-us|access-date=2021-02-08}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
[[Flokkur:Tölvuleikir]]
[[Flokkur:Grand Theft Auto]]
ekj0ios6pmetugh6rthvgvajynvvrn1
Tóbak
0
117979
1919563
1919491
2025-06-07T11:33:23Z
Óskadddddd
83612
Af hverju eru tóbaksvísur hérna??? + snurfus
1919563
wikitext
text/x-wiki
'''Tóbak''' er efni unnið úr blöðum [[Tóbaksjurtir|tóbaksjurtarinnar]] (Nicotiana tabacum). Aðalvirka efnið í tóbaki er [[nikótín]], sem er þekkt fyrir að valda fíkn. Auk nikótíns inniheldur tóbak fjölmörg önnur efnasambönd, en mörg þeirra eru krabbameinsvaldandi. Neysla tóbaks fer fram á ýmsa vegu. Tóbaks er yfirleitt neytt með því að reykja það, til dæmis í [[Píputóbak|píputóbaki]], [[Vindill|vindlum]] eða [[Sígaretta|sígarettum]]. Einnig er tóbaks neytt með því að tyggja það ([[munntóbak]]), setja það undir vörina eða sjúga það í gegnum nefið ([[neftóbak]]). Uppruni tóbaksneyslu má rekja til [[indíánar|indíána]] í [[Nýi heimurinn|Nýja heiminum]]. Eftir landafundina á 15. öld breiddist tóbaksneysla hratt um allan heim. Litið er á tóbaksreykingar sem meiri háttar [[Heilbrigðisvísindi|heilbrigðisvandamál]] vegna þess hve það er stór áhrifaþáttur í tíðni [[krabbamein]]s auk ýmissa [[öndunarfærasjúkdómar|öndunarfæra-]] og [[hjartasjúkdómar|hjartasjúkdóma]].
== Tengill ==
* [http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3311734 „Nú kann ég að reykja“, ''Lesbók Morgunblaðsins'' 1996]
* [http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2322656 „Tóbaksnautn á Íslandi að fornu“, ''Eimreiðin'' 1898]
* [http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3269812 „Þegar tóbakið kom til Evrópu“, ''Lesbók Morgunblaðsins'' 1931]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1742316 „Tóbakið sem tíðkar þjóð“, ''Morgunblaðið'' 1991]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2197716 „Tóbakið og deilurnar um það“, ''Lögbergi'' 1932]
[[Flokkur:Tóbak| ]]
md7k5iww30u4155l2krl3rmv9kepdc9
1919564
1919563
2025-06-07T11:35:11Z
Óskadddddd
83612
1919564
wikitext
text/x-wiki
'''Tóbak''' er [[fíkniefni]] unnið úr blöðum [[Tóbaksjurtir|tóbaksjurtarinnar]] (Nicotiana tabacum). Aðalvirka efnið í tóbaki er [[nikótín]], sem er þekkt fyrir að valda fíkn. Auk nikótíns inniheldur tóbak fjölmörg önnur efnasambönd, en mörg þeirra eru [[Krabbamein|krabbameinsvaldandi]]. Neysla tóbaks fer fram á ýmsa vegu. Tóbaks er yfirleitt neytt með því að [[Tóbaksreykingar|reykja]] það, til dæmis í [[Píputóbak|píputóbaki]], [[Vindill|vindlum]] eða [[Sígaretta|sígarettum]]. Einnig er tóbaks neytt með því að tyggja það ([[munntóbak]]), setja það undir vörina eða sjúga það í gegnum nefið ([[neftóbak]]). Uppruni tóbaksneyslu má rekja til [[indíánar|indíána]] í [[Nýi heimurinn|Nýja heiminum]]. Eftir landafundina á 15. öld breiddist tóbaksneysla hratt um allan heim. Litið er á tóbaksreykingar sem meiri háttar [[Heilbrigðisvísindi|heilbrigðisvandamál]] vegna þess hve það er stór áhrifaþáttur í tíðni krabbameins auk ýmissa [[öndunarfærasjúkdómar|öndunarfæra-]] og [[hjartasjúkdómar|hjartasjúkdóma]].
== Tengill ==
* [http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3311734 „Nú kann ég að reykja“, ''Lesbók Morgunblaðsins'' 1996]
* [http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2322656 „Tóbaksnautn á Íslandi að fornu“, ''Eimreiðin'' 1898]
* [http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3269812 „Þegar tóbakið kom til Evrópu“, ''Lesbók Morgunblaðsins'' 1931]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1742316 „Tóbakið sem tíðkar þjóð“, ''Morgunblaðið'' 1991]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2197716 „Tóbakið og deilurnar um það“, ''Lögbergi'' 1932]
[[Flokkur:Tóbak| ]]
dkcniz8y3li9827v1dcedr6obb3v6js
Hatari
0
149478
1919541
1904815
2025-06-07T08:34:25Z
Berserkur
10188
1919541
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
| heiti = Hatari
| mynd = Iceland-Hatari-ESC2019-002.jpg
| mynd_langsnið = yes
| mynd_alt =
| mynd_texti = Hatari í [[Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2019|Söngvakeppni evrópskra {{nowrap|sjónvarpsstöðva 2019}}]]
| önnur_nöfn =
| uppruni = [[Reykjavík]], Ísland
| ár = 2015–í dag
| stefna = {{Flatlist|
* [[Teknótónlist|Teknó]]
* [[Iðnaðartónlist|iðnaðar]]
* [[Pönk|pönk rokk]]
}}
| útgefandi = Svikamylla ehf.
| vefsíða = {{URL|hatari.is}}
| meðlimir = {{Plainlist|
* Klemens Hannigan
* Einar Stefánsson
* Davíð Katrínarson
}}
| fyrri_meðlimir = {{Plainlist|
* Matthías Haraldsson
}}
}}
'''Hatari''' er íslensk hljómsveit (eða margmiðlunarverkefni) sem var stofnuð árið 2015. Sveitin flytur [[raftónlist]]/iðnaðar[[teknó]], með ádeilutexta og líflega sviðsframkomu með [[BDSM]]<nowiki/>-ívafi. Fyrst kom sveitin saman á [[Iceland Airwaves]] árið 2016. Hatari var valin besta tónleikahljómsveit ársins 2017 af tímaritinu [[Reykjavík Grapevine]].
Hugðarefni sveitarinnar eru að eigin sögn: ''Dauðinn, umbylting á samfélagi manna, tilgerðin sem felst í mannlegri tilveru, neyslusamfélagið og heimsendir.''<ref>[http://www.ruv.is/frett/hatari-afhjupa-svikamyllu-hversdagsins Hatari afhjúpa svikamyllu hversdagsins] Rúv, skoðað 2. mars, 2019.</ref>
== Saga ==
===Upphaf===
Einar Stefánsson sem hafði lært trommuleik kynntist Klemens Hannigan í menntaskóla í Belgíu. Þeir fóru að leika sér í upptökuveri þar. Það varð grunnurinn að því sem varð indí-hljómsveitin Kjurr sem keppti í Músíktilraunum 2013. <ref>[https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2023-10-08-blokkflautur-eru-versta-uppfinning-mannsins-393051 „Blokkflautur eru versta uppfinning mannsins“] Rúv, sótt 8/10 2023</ref> Matthías Tryggvason er frændi Klemens og hófu þeir síðar að semja raftónlist. Það varð að Hatara. Árið 2016 spilaði sveitin á tónleikahátíðum eins og [[Eistnaflug]], [[LungA]], [[Norðanpaunk]] og [[Iceland Airwaves]]. Stuttskífan ''Svikamylla'' kom út árið eftir og gerði sveitin myndbönd við nokkur laga á plötunni.
=== Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva ===
[[Mynd:Eurovision 2019 Iceland.jpg|thumb|Söngvakeppnin 2019.]]
Árið 2019 vann Hatari forkeppni [[Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva|Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva]] á Íslandi með lagið „[[Hatrið mun sigra]]“.<ref>[http://www.visir.is/g/2019190309744 Hatari vann Söngvakeppnina] Vísir, skoðað 3. mars, 2019</ref> Hljómsveitin hélt út til [[Ísrael]]s og vakti þar talsverða athygli. Þrír dansarar komu fram með hópnum. Hatara voru settar línur af framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar að ganga ekki of langt í pólitískum yfirlýsingum.
Hatari endaði í 10. sæti í keppninni. Þegar stigagjöf áhorfenda var gefin dró hljómsveitin upp borða með [[Fáni Palestínu|palestínska fánanum]]. Í kjölfarið gaf sveitin út lag og myndband með samkynhneigðum palestínumanni, [[Bashar Murad]].<ref>[https://www.ruv.is/frett/nytt-lag-fra-hatara Nýt lag frá Hatara] Rúv, skoðað 24. maí, 2019.</ref>
=== Neyslutrans===
Í janúar 2020 gaf sveitin út sína fyrstu breiðskífu, ''Neyslutrans'' og myndband fyrir smáskífuna „Engin miskunn“.<ref>[https://www.ruv.is/frett/hatari-heimtir-alla Hatari heimtir alla] Rúv, skoðað 21. feb, 2020.</ref> Sveitin hélt útgáfutónleika í [[Austurbæjarbíó|Austurbæ]] og til stóð að halda á Evróputúrinn ''Europe Will Crumble'' með Cyber sem upphitunarhljómsveit. Það frestaðist vegna Covid.
=== Breytingar ===
Í júlí 2022 hefur Íris Tanja fyllt skarð fyrir Ástrós sem tók ekki þátt í nýlegum tónleikum vegna meðgöngu, en Andrean tók ekki þátt í tónleikaferðinni af persónulegum ástæðum.<ref>{{Cite web|url=https://www.frettabladid.is/lifid/iris-tanja-dansadi-med-hatara-i-evropu/|title=Íris Tanja dansaði með Hatara í Evrópu|date=2022-08-12|website=web.archive.org|access-date=2023-04-18|archive-date=2022-08-12|archive-url=https://web.archive.org/web/20220812031656/https://www.frettabladid.is/lifid/iris-tanja-dansadi-med-hatara-i-evropu/|url-status=bot: unknown}}</ref>
Í mars 2023 ákvað Mattías Haraldsson að yfirgefa hljómsveitina og einbeita sér að föðurhlutverkinu.<ref>[https://www.frettabladid.is/lifid/matti-haettur-i-hatara-klaedir-sig-ur-ledurgallanum-i-pabbapeysuna/ Matti hættur í Hatara, klæðir sig úr leðurgallanum í pabbapeysuna] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20230304180447/https://www.frettabladid.is/lifid/matti-haettur-i-hatara-klaedir-sig-ur-ledurgallanum-i-pabbapeysuna/ |date=2023-03-04 }} Fréttablaðið, sótt 4. mars 2023</ref> Næsta mánuð gaf Klemens Hannigan út smáskífu sína „Never Loved Someone So Much“. <ref>[https://www.visir.is/g/20232403380d/hatarinn-klemens-synir-a-ser-mjukar-hlidar Hatarinn Klemens sýnir á sér mjúkar hliðar] Vísir, 23/4 2023 </ref>
Síðar á árinu tók Davíð Þór Katrínarson við sem söngvari. <ref>[https://www.mbl.is/folk/frettir/2023/11/03/david_tekur_audmjukur_vid_keflinu_af_matta_i_hatara/ Davíð tekur auðmjúkur við keflinu af Matta í Hatara] Mbl.is, sótt 12/2 2024 </ref>
== Meðlimir ==
* Klemens Hannigan
* Einar Stefánsson
* Davíð Þór Katrínarson
=== Dansarar ===
* Sólbjört Sigurðardóttir
* Sigurður Andrean Sigurgeirsson
* Ástrós Guðjónsdóttir
* Ronja Mogensen
* Birta Ásmundsdóttir
=== Fyrrum meðlimir ===
* Mattías Haraldsson
=== Ferðadansarar ===
* Íris Tanja Flygenring
== Útgefið efni ==
=== Breiðskífur ===
* ''Neyslutrans'' (2020)
=== Stuttskífur ===
* ''Neysluvara'' (2017)
=== Smáskífur ===
* „Ódýr“ (2017)
* „X“ (2017)
* „Spillingardans“ (2019)
* „[[Hatrið mun sigra]]“ (2019)
* „Klefi / Samed“ (2019)
* „Klámstrákur“ (2019)
* „Engin miskunn“ (2020)
* „Dansið eða deyið“ (2022)
* „Breadcrumbs“ (2024)
* Quantity Control (2025)
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* {{Opinber vefsíða}}
{{Ísland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva}}
{{s|2015}}
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
[[Flokkur:Þátttakendur í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva]]
m8eztmq83fn7parx9mdwu6kwej7kahh
Stúdentaráð Háskóla Íslands
0
155358
1919496
1919490
2025-06-06T13:33:19Z
130.208.125.14
1919496
wikitext
text/x-wiki
{{Félagasamtök
| nafn = Stúdentaráð Háskóla Íslands
| skammstöfun = SHÍ
| stofnun = 1920
| staðsetning = Sæmundargata 4, 102 Reykjavík
| titill_leiðtoga = Forseti
| nafn_leiðtoga = Arent Orri Jónsson Claessen
| titill_leiðtoga2 = Varaforseti
| nafn_leiðtoga2 = Sylvía Martinsdóttir
| titill_leiðtoga3 = Hagsmunafulltrúi
| nafn_leiðtoga3 = Valgerður Laufey Guðmundsdóttir
| titill_leiðtoga4 = Lánasjóðsfulltrúi
| nafn_leiðtoga4 = Viktor Pétur Finnsson
| vefsíða = https://student.is
| höfuðstöðvar = Háskólatorg, Sæmundargata 2
| fjöldi starfsfólks = 8
}}
'''Stúdentaráð Háskóla Íslands''' (SHÍ) er [[Almenn félagasamtök|félag]] og vettvangur fyrir hagsmunabaráttu stúdenta við háskólann. Stúdentar kjósa fulltrúa í sviðsráð fyrir hvert fimm sviða [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] og skipa forsetar sviðsráðanna stjórn Stúdentaráðs auk forseta og varaforseta. Stúdentaráð stendur fyrir ýmiskonar starfsemi og viðburðum sem tengjast réttindavörslu og félagslífi stúdenta, en SHÍ heldur einnig og sér um útihátíðina [[Októberfest á Íslandi|Októberfest]], sem hefur verið haldin í Vatnsmýrinni frá árinu 2003.
Meðal helstu baráttumála Stúdentaráðs í gegnum tíðina hafa verið húsnæðismál og lánasjóðsmál.<ref name=":0">{{Cite web|url=https://student.is/saga-shi/|title=Saga Stúdentaráðs|website=student.is|language=is-IS|access-date=2023-02-20}}</ref>
Vaka, félag lýðræðissinniðra stúdenta er nú í meirihluta í stúdentaráði, en Vaka hefur 10 fulltrúa á móti 7 fulltrúum Röskvu, samtökum félagshyggjufólks
Forseti Stúdentaráðs er [[Arent Orri Jónsson Claessen]], fulltrúi Vöku. Varaforseti er Sylvía Martinsdóttir, hagsmunafulltrúi er Valgerður Laufey Guðmundsdóttir og lánasjóðsfulltrúi er Viktor Pétur Finnsson.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/17/arent_orri_kjorinn_forseti_studentarads/|title=Arent Orri kjörinn forseti stúdentaráðs|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-04-17}}</ref>
Stúdentaráð heldur úti réttindaskrifstofu, með aðsetur á Háskólatorgi, fyrir ofan bóksölu stúdenta. Starfsstöður SHÍ eru: Forseti, varaforseti, lánasjóðsfulltrúi, framkvæmdastjóri, hagsmunafulltrúi, alþjóðafulltrúi, ritstjóri [[Stúdentablaðið|Stúdentablaðsins]].<ref>{{Cite web|url=https://student.is/skrifstofa-studentarads/|title=Skrifstofa Stúdentaráðs|website=student.is|language=is|access-date=2023-02-20}}</ref> og kjara- og réttindafulltrúi.<ref>{{Cite web|url=https://student.is/frettir/karen-lind-radin-kjara-og-rettindafulltrui-shi/|title=Karen Lind ráðin kjara- og réttindafulltrúi SHÍ|website=student.is|language=is|access-date=2025-04-25}}</ref>
Fastanefndir sem SHÍ skipar eru níu: Alþjóðanefnd, Félagslífs- og menningarnefnd, Fjármála- og atvinnulífsnefnd, Fjölskyldunefnd, Jafnréttisnefnd, Kennslumálanefnd, Lagabreytinganefnd, Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd, Umhverfis- og samgöngunefnd.<ref>{{Cite web|url=https://student.is/nefndir/|title=Nefndir Stúdentaráðs|website=student.is|language=is|access-date=2023-02-20}}</ref>
Kosningar til Stúdentaráðs fara fram á ári hverju, en kosið er til háskólaráðs annað hvert ár. Stúdentaráðskosningar í gegnum tíðina hafa verið harkalegar eða eins og segir í Garði, tímariti Stúdentaráðs Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur, eru "þær kosningar meðal harðsóttari kosninga hérlendis"<ref name=":1">{{Bókaheimild|titill=Garður|útgefandi=Stúdentaráð Háskólans og Stúdentafélag Reykjavíkur|ár=1947|bls=45|höfundur=Páll Líndal|árgangur=1. hefti}}</ref>.
Í seinni tíð hafa kosningar til Stúdentaráðs nær alltaf verið milli Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, og Röskvu, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, og hefur meirihlutinn flakkað oftast milli fylkinganna tveggja, en Vaka hefur verið í meirihluta 44 ár, og Röskva í 20 ár.
== Helstu tímamót ==
{{Tímalína byrjun}}
* 1920 - Stofnun SHÍ.
* 1933 - Fyrstu leynilegu kosningarnar.
* 1968 - Félagsstofnun stúdenta stofnuð.
* 2003 - Fyrsta Októberfest SHÍ.
* 2013 - SHÍ sigrar í dómsmáli gegn Lánasjóði íslenskra námsmanna.
* 2019 - SHÍ tekur þátt í loftslagsverkföllum.
{{Tímalína endir}}
== Saga stúdentaráðs ==
Stúdentaráð var stofnað í desember árið [[1920]], en lagt var til á fundi Stúdentafélags Háskólans að stofnað yrði stúdentaráð við háskólann að erlendri fyrirmynd. Hlutverk ráðsins væri að sinna hagsmunum og að vera málsvari stúdenta, á meðan það var enn í verkahring Stúdentafélags Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur að hlúa að skemmtanalífi og fræðslufélögum nemenda við skólann.
Í nóvember árið 1921 stofnaði Stúdentaráð mötuneytið Mensa academica sem starfaði fram til ársins 1929. Leynilegar kosningar til Stúdentaráðs voru teknar upp árið 1933. Þá urðu til fylkingar sem buðu fram á listum í kosningum. Árið 1951 stofnaði Stúdentaráð vinnumiðlun fyrir háskólanema. [[Félagsstofnun stúdenta|Félagsstofnun Stúdenta]] var stofnuð 1968 af Stúdentaráði og [[Háskólaráð|háskólaráði]].<ref name=":0" /> Árið 2013 stefndi Stúdentaráð íslenska ríkinu og Menntasjóð Námsmanna (áður [[Lánasjóður íslenskra námsmanna|Lánasjóður Íslenskra Námsmanna]]) vegna breytinga á útlánareglum sjóðsins og hafði betur.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/08/30/studentarad_hafdi_betur_gegn_lin/|title=Stúdentaráð hafði betur gegn LÍN|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-02-20}}</ref> Í febrúar 2019 hóf Stúdentaráð loftslagsverkföll ásamt fleiri samtökum og kröfðust þess að [[Alþingi]] lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/islenskir-studentar-i-loftslagsverkfall/|title=Íslenskir stúdentar í loftslagsverkfall - RÚV.is|author1=Auður Aðalsteinsdóttir |date=2019-02-21|website=RÚV|access-date=2023-02-20}}</ref>
== Kosningar til stúdentaráðs ==
{| class="wikitable"
|-
! Ár !! Meirihluti !! Minnihluti !! Formaður
|-
| 2025 || Vaka (10 sæti) || Röskva (7 sæti) || Arent Orri Jónsson Claessen
|-
| 2024 || Vaka (9 sæti) || Röskva (8 sæti) || Arent Orri Jónsson Claessen
|-
| 2023 || Röskva (12 sæti) || Vaka (5 sæti) || Rakel Anna Boulter
|-
| 2022 || Röskva (15 sæti) || Vaka (2 sæti) || Rebekka Karlsdóttir
|-
| 2021 || Röskva (16 sæti) || Vaka (1 sæti) || Isabel Alejandra Díaz
|-
| 2020 || Röskva (14 sæti) || Vaka (3 sæti) || Isabel Alejandra Díaz
|}
== Stúdentaráð á 20. öldinni ==
=== Stofnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands ===
Haustið 1920 var Háskóli Íslands settur í tíunda sinn, en þá voru nemendur 94 og kennarar alls 20. Flestir stúdentar voru félagar í [[Stúdentafélag háskólans|Stúdentafélagi háskólans]]. Á fundi í stúdentafélaginu í janúar 1920 kynnti formaður félagsins, [[Vilhjálmur Þ. Gíslason]], síðar skólastjóri [[Verzlunarskóli Íslands|Verzlunarskólans]] og útvarpsstjóri, starfsemi stúdentaráða við erlenda háskóla. Vilhjálmur taldi heppilegt að stofna Stúdentaráð við háskólann og var samþykkt að hann hefði undirbúning að stofnun þess með höndum í samráði við Háskólaráð, sem þyrfti að samþykkja stofnunina. Háskólaráð tók vel í tillöguna og tilnefni Ólaf Lárusson prófessor til að semja reglurnar með Vilhjálmi. Vilhjálmur og Ólafur sömdu þá reglur fyrir Stúdentaráðið og voru þær fyrst lagðar fyrir almennan stúdentafund og síðan Háskólaráðið. Reglurnar voru lagðar fram á fundi stúdenta um haustið og voru samþykktar eftir miklar umræður. Reglurnar voru svo lagðar fyrir Háskólaráð sem samþykkti þær að lokum með lítilli breytingu þann 2. desember 1920.
Samkvæmt reglunum var ráðið fyrst og fremst hagsmunafélag stúdenta og fulltrúi þeirra gagnvart Háskólaráði sem og tengiliður við Stúdentaráð í öðrum löndum. Ólíkt Stúdentafélagi háskólans og Stúdentafélagi Reykjavíkur var ráðinu ekki ætlað neitt skemmti- eða menningarhlutverk.
Þá var efnt til kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands en kosningin fór fram 11. desember 1920 og voru kosnir átta menn, tveir frá hverri deild en síðan kusu þeir einn til viðbótar, og var tala fulltrúa óbreytt til ársins 1966, þó kosningafyrirkomulagi hafi verið breytt. Allar deildirnar fjórar áttu jafnmarga fulltrúa í ráðinu, þrátt fyrir að vera misstórar.
Eins og áður segir kaus Stúdentaráð svo sjálft einn mann í viðbót til setu í ráðinu og allt til ársins 1932 tilnefndi fráfarandi ráð einn mann í næsta ráð, sem kom oftar en ekki úr fjölmennustu deildunum, læknisfræði og lögfræði, og varð sá maður yfirleitt formaður í næsta ráði.
Stefán Jóhann Stefánsson, annar fulltrúi lagadeildar, sagði sig úr ráðinu "út af ágreiningi, er þar reis og var stjórnmálalegs eðlis. Fannst mér vara gengið á hlut jafnaðarmanna, vildi ekki una því og fór úr ráðinu."
Það mál sem fyrsta Stúdentaráðið eyddi mestum tíma í var að koma upp matstofu fyrir stúdenta, Mensa academica, og varð það að veruleika í byrjun nóvember 1921, eða skömmu áður en ráðið lét af störfum.<ref>{{Bókaheimild|titill=Saga Stúdentaráðs|ár=1994|höfundur=Jón Ólafur Ísberg}}</ref>
{| class="wikitable"
|+Stúdentaráð 1920-21
! Deild !! Fulltrúi !! Staða
|-
| Guðfræðideild || Þorsteinn Jóhannesson ||
|-
| Guðfræðideild || Sveinn Víkingur || Ritari
|-
| Læknadeild || Lúðvíg Guðmundsson || Varaformaður
|-
| Læknadeild || Friðrik Björnsson ||
|-
| Lagadeild || Stefán Jóhann Stefánsson ||
|-
| Lagadeild || Magnús Magnússon ||
|-
| Heimspekideild || Stefán Einarsson ||
|-
| Heimspekideild || Vilhjálmur Þ. Gíslason || Formaður
|-
| Utan kosninga || Skúli V. Guðjónsson ||
|}
=== Stúdentaráð 1944-45 ===
Við kosningarnar haustið 1944 komu fram þrír listar. A-listi, sem Félag frjálslyndra og Alþýðuflokksfélagið studdu, hlaut 83 atkvæði og 2 menn kjörna. Vaka stóð að B-listanum og haut 155 atkvæði og 4 menn kjörna, en róttækir höfðu C-listann og 3 menn kjörna.<ref name=":2">{{Bókaheimild|titill=Garður - Tímarit Stúdentafélags Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur|höfundur=Ragnar Jóhannesson|útgefandi=Stúdentaráð Háskóli Íslands|ár=|árgangur=I. hefti - 1945|bls=74-80}}</ref>
A- og C-listarnir höfðu með sér stjórnarsamvinnu og varð Bárður Daníelsson, oddviti C-listans, formaður Stúdentaráðs.<ref name=":2" />
Starfsemi stúdentaráðs 1944-45:
* Hátíðarhöld 1. desember
* Andyrisballið, dansleikur í anddyri háskólabyggingarinnar á gamlárskvöld.
* Kvöldvaka á Hótel Borg í mars 1945
* Stúdentablaðið var gefið út 1. desember og 17. júní
* Vasabók stúdenta gefin út í fyrsta skipti (í dag gefur Stúdentaráð út sambærilegt rit, eða Akademíuna)
* Boðsundskeppni var haldin í Sundhöll Reykjavíkur að tilhlutun ráðsins, á milli framhaldsskólanna í bænum.
* Síðasta vetrardag önnuðust stúdentar dagskrá útvarpsins
* Stúdentaráð hrinti af stað nýju tímariti, [[Garður, tímarit|tímaritinu Garður]], sem átti að kynna háskólann og störf han betur en kostur hafði verið áður.
* Tillögur Stúdentaráðs til ríkisstjórnarinnar: Lyfjafræðiskóli Íslands yrði gerð að sérstakri deild í HÍ, að allsherjarrannsókn yrði gerð á því hvar brýnust væri þörf á háskólamenntuðu fólki svo stúdentar gætu haft það til hliðsjónar við val á námi. Ráðherra varð við seinni tillögunni.<ref name=":2" />
Með lögum frá 14. desember 1944 var verkfræðideild stofnuð við Háskóla Íslands, en við innritun voru þá í háskólanum 388 stúdentar.<ref name=":2" />
==== Rússamálið ====
Þann 6. mars 1945 var haldinn almennur stúdentafundur, sem varð allsögulegur. Þar voru rædd ýmis mál og þar á meðal tillaga, sem fram hafði komið um það að leggja niður Stúdentafélag Háskólans. Félag þetta var athafnalítið því að Stúdentaráð er fyrst og fremst málsvari stúdenta, en félagslíf skólans var einkum bundið við hin pólitísku félög. Stúdentafélagið var gamalt innan skólans og helsta starf þess að halda fagnaðarhátíð á hverju hausti í tilefni af komu nýrra stúdenta, og nefndist þetta hóf "Rússagildi". Framsögumaður tillögunnar var Jón J. Emilsson, fulltrúi Alþýðuflokksins í Stúdentaráði. Hann taldi að stjón félagsins hefði stundum misnotað aðstöðu sína og komið fram fyrir hönd stúdenta án umboðs. Nefndi hann í því samhengi Rússlandssöfnunina. Sneri Jón ræðu sinni einkum á hendur Bárði Daníelssyni og átaldi hann fyrir ýmsar sakir, en einkum fyrir að hafa verið hluthafi í skemmtifélaginu "Árvak". Forsaga málsins er að 1943 var haldið "Rússagildi" og varð 1900 kr. tap á því. Tapið kom ekki fram á reikningum, heldur borguðu nokkrir stúdentar það að mestu úr eigin vasa, en stofnuðu síðan nefnt félag, héldu skemmtun á Hótel Borg og guldu hallann með ágóða af skemmtuninni. Taldi Jón að hér væri um að ræða hættulegt fordæmi, og hefðu einkahagsmunir vakað fyrir þeim félögum.<ref name=":2" />
Bárður og aðrir Árvaksmenn höfnuðu því að hafa starfað í eigin þágu, heldur að þeir hefðu innt af hendi óéigingjarnt starf í þágu Stúdentafélagsins. Á þessum fundi urðu allheitar umræður, og sakaði Jón Bárð um slælega forystu í málefnum stúdenta og lýsti yfir þvi, að stuðningur sinn við formann Stúdentaráðs væri fallinn niður.<ref name=":2" />
Á fundi í Stúdentaráði 10. mars 1945 báru fulltrúar Vöku fram vantraust á stjórnarforystu ráðsins, en vantraustið var fellt með 4 atkvæðum gegn 4. Jón J. Emilsson sat hjá þrátt fyrir yfirlýsingar sínar um að hafa dregið sinn stuðning til baka. Bárður hugðist segja af sér en sökum ákveðinna tilmæla félaga sinna ákvað hann að sitja enn um stund í formannssætinu. Að tilhlutan Jóns Emilssonar boðaði Stúdentaráð almennan stúdentafund 24. mars, þar sem Jón bar fram tillögu um að fundurinn samþykkti að telja vítaverða stofnun og starfsemi skemmtifélagsins "Árvaks". Var sú tillaga felld með 51 atkvæði gegn 46. Þá var borin fram tillaga um að fundurinn skoraði á Jón að fara úr Stúdentaráði. Sú tillaga var einnig felld með 43 atkvæði gegn 43.<ref name=":2" />
Á fundi Stúdentaráðs 27. mars bar Jón fram eftirfarandi tillögu:<blockquote>"Stúdentaráð lýsir hér með yfir vantrausti á stjórnarforystu kommúnista í Stúdentaráði og samþykkir að víkja formanni sínum, stud. polyt. Bárði Daníelssyni, úr sæti sínu þegar í stað. Jafnframt skorar ráðið á gjaldkera og ritara að segja af sér."<ref name=":2" /></blockquote>Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 3. Fulltrúar Vöku gerðu þá grein fyrir atkvæðum sínum, að þeir samþykktu tillöguna, ekki af því að þeir vantreystu Bárði persónulega, heldur af því, "að stefna félags þeirra væri sú, að vinna eftir megni gegn áhrifum róttækra í Háskólanum."<ref name=":2" />
Jóhannes Elíasson, fulltrúi frjálslyndra sat hjá og gerði grein fyrir því að hann teldi þann grundvöll sem stjórnarsamvinnan var byggð á, vera úr sögunni. Róttækir greiddu gagnatkvæðin.<ref name=":2" />
Ný stjórn var kjörin og áttu sæti í henni Guðmundur Vignir Jósefsson (formaður), Jóhannes Elíasson og Bárður Daníelsson. Bárður lýsti því yfir að hann kysi að taka ekki þátt í stjórninni, og var þá annar kjörinn í hans stað, Jóhannes Elíasson. Róttækir stúdentar vildu að boðað yrði til kosninga en hinar fylkingarnar höfnuðu þeirri tillögu þar sem svo stut væri eftir af starfsárinu.<ref name=":2" />
==== Hernám Gamla Garðs ====
Stúdentar bjuggu við þröngan húsakost um veturinn eins og margir aðrir bæjarbúar. Margendurteknar tilraunir til að ná Gamla Garði aftur úr hershöndum reyndust árangurslausar. Breska heimsveldið taldi hann vera svo mikilvæga bækistöð að hann mætti ekki án hans vera fyrr en Þjóðverjar væru sigraðir, en breski sendiherrann bauð að leigja stúdentum 10 bragga til íbúðar um veturinn. Almennur stúdentaundur féllst á, að hafna eindregið göfugu braggatilboði Breta og hvatti til nýrra átaka till að endurheimta Gamla Garð undir kjörorði Magnúsar frá Mel: "Sómi vor býður oss að fara einarðlega með rétt vorn".<ref name=":2" />
Á Nýja Garði varð brátt þröngbýlt, svo að þar urðu slæm námsskilyrði. Tveir menn byggðu þar flest einbýlisherbergi, en í háskólabyggingunni tókst að fá eina stofu, þar sem stúdentar gátu fengið að liggja inni, en þó varð að synja 23 "rússum" um húsnæði. Meðan húsnæðisvandræðin voru sárust eftir missi Gamla Garðs, lá fjöldi stúdenta í háskólakjallaranum, og minnti aðbúnaður þeirra fremur á verbúðarvist en samastað háskólaborgara. Ein vistarveran í kjallaranum þótti bera af öðrum og er henni lýst þannig:<ref name=":2" /><blockquote>Helga Jósefns kom hnífur í feitt,
hlotnaðist honum kamers eitt
í Háskólans kjallarahólfi.
Vænum mublum er verelsið skreytt
og vaskur á miðju gólfi.<ref name=":2" /></blockquote>Í lok skólaársins var Gamli Garður endurheimtur eftir fimm ára hersetu, en leysti þó ekki húsnæðisvanda stúdenta. Stúdentar bjuggu enn einhverja vetra í braggaíbúðum.<ref name=":2" />
=== Stúdentaráð 1945-46 ===
Störf stúdentaráðs 1945-46:
* Nefnd stofnuð til að endurreisa íþróttalífið í háskólanum
* Stúdentaráð beindi ósk til háskólaráðs um styrk til að launa söngkennara, sem myndi kenna stúdentum söng.
* Bókamálið - Vegna skorts á námsbókum stofnaði Stúdentaráð nefndir til að greina þær námsbækur sem þörf var á og pantaði inn í stórum stil.
* Rússagildi haldið hátíðlegt þann 1. desember 1945.
* Áramótadansleikurinn haldinn.
* 9. febrúar 1945 var haldinn fagnaðarhátíð vegna endurheimtar Gamla Garðs.
* Smærri dansleikir haldnir öðru hverju í Gamla Garði.<ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Garður - Tímarit Stúdentaráðs Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur|útgefandi=Stúdentaráð Háskóla Íslands og Stúdentafélag Reykjavíkur|bls=11-16|höfundur=Ragnar Jóhannesson|ár=apríl 1946|árgangur=II. hefti - apríl 1946}}</ref>
Sunnudaginn 31. mars 1946 boðuðu Stúdentaráð og Stúdentafélag Reykjavíkur til opinbers borgarafundar undir berum himni í Barnaskólaportinu í Reykjavík. Eigendur samkomuhúsanna í Reykjavík höfðu neitað stúdentum um húsnæði fyrir þennan fund. Fundurinn varðaði herstöðvamálið svokallaða en forystumenn í félagsskap stúdenta höfðu tekið höndum saman um að ýta við þjóðinni í þessu máli - og þá einkum ríkisstjórninni og Alþingi.<ref name=":3" />
Fundurinn tókst vel til og var fjölsóttur og glæsilegur. Ræðumenn voru: Guðmundur Ásmundsson, formaður Stúdentaráðs, dr. Jakob Sigurðsson, formaður Stúdentafélags Reykjavíkur, Sigurbjörgn Einarsson dósent, Kristján Eiríksson, Jóhannes Elíasson, dr. Sigurður Þórarinsson og Jón P. Emilsson. Ræðumenn kröfðust þess einróma að Bandaríkjamenn kölluðu her sinn héðan tafarlaust. Þeir lýstu því yfir að "við viljum engan erlendan her hafa á Íslandi".<ref name=":3" />
Sama dag hófu stúdentaráðið, Stúdentafélagið og stjórnmálafélögin í háskólanum útgáfu blaðsins "Við mótmælum allir".<ref name=":3" />
=== Stúdentaráð 1946-47 ===
Að minnsta kosti einu sinni hefur það gerst að fleiri en 2 fylkingar hafa verið í framboði á sama tíma, en árið 1946 voru fjórar fylkingar í framboði. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, Félag frjálslyndra stúdenta, Stúdentafélag lýðræðissinnaðra stúdenta og Félag róttækra stúdenta. Aðdragandinn var sá að flugvallarsamningurinn hafði nýlega verið gerður við Bandaríkin og valdið miklu róti í háskólanum. Þegar átökin stóðu sem hæst, var stofnað Þjóðvarnarfélag háskólastúdenta og formaður þess kjörinn Hermann Pálsson. Á stofnfundi félagsins var stjórninni falið að athuga hvort rétt væri að félagið byði fram lista við stúdentaráðskosningarnar, annað hvort eitt saman eða í bandalagi við eitt eða fleiri pólitísk félög. Stjórnin átti viðræður við fulltrúa allra pólitísku félaganna og lagði síðan fyrir félögin uppkast að málefnasamningi um framboð til stúdentaráðskoninga.<ref name=":1" /> Í uppkastinu sagði:<blockquote>"Þjóðvarnarfélag háskólastúdenta, Félag frjálslyndra stúdenta, Félag róttækra stúdenta, Stúdentafélag lýðræðissinnaðra stúdenta og Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, ákveða að bera fram sameiginlegan lista til næstu stúdentaráðskosninga.
Orsakirnar til þessarar nýbreytni er sú hætta, sem félögin telja þjóðinni stafa af flugvallarsamningnum við Bandaríkin, sem knýr alla þjóðrækna Íslendinga til einingar. Félögin telja, að hér sé um að ræða svo mikilvægt mál, að víkja beri öllum dægurmálum til hliðar. Félögin telja sér skylt að berjast markvisst fyrir því:
# að samningurinn verði túlkaður og haldinn eftir þeim skilningi, sem Íslendingum kemur bezt.
# að samningnum verði sagt upp, svo fljótt sem ákvæði samningsins leyfa,
# að dvöl Bandaríkjaliðsins, sem hingað verður sent, trufli sem minnst íslenzk þjóðlíf,
# að slíkir samningar verði ekki gerðir framvegis.
Félögin ákveða að 1. desember skuli verða almennur baráttudagur gegn áhrifum samningsins."<ref name=":1" /></blockquote>Þá var einnig tekið fram hver skipun listans skyldi vera, en allir áttu að vera félagsmenn í Þjóðvarnarfélagi háskólastúdenta en Vaka átti að fá fimm fulltrúa, Félag róttækra stúdenta tvo, Félag frjálslyndra stúdenta einn og Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sósíalista einn. Félagsfundur Vöku hafnaði þessu tilboði og tók fram að hann treysti fulltrúum Vöku eins vel til að standa vörð um frelsi og fullveldi Íslands og berjast fyrir hagsmunamálum stúdenta, hvort sem þeir væru í Þjóðvarnarfélaginu eða ekki. Hin félögin þrjú tóku tilboðinu, en ekki varð þó af samvinnu þeirra í milli eftir að Vaka hafnaði tilboðinu. Við kosningarnar komu því fram fjórir listar, en Þjóðvarnarfélagið dró sig í hlé.<ref name=":1" />
Síðan fór það svo að kosningarnar fóru af stað og voru fylkingar harðorðar um andstæðinga. Í blaði róttækra, ''Nýja stúdentablaðinu'', var sérstaklega skotið á Vökumenn, en þar sagði "Ef þú greiðir málstað Vöku atkvæði, skilur þjóðin öll það sem hreina uppgjöf við málstað stúdenta. Heiður vor er í veði." Í blaði Vöku var flestum greinum beint gegn róttækum: "Það er skylda allra stúdenta, sem vilja forða stúdentaráði frá því að verða handbendi kommúnista, að styðja eina andstæðing kommúnista, Vöku o.s.fr.v."<ref name=":1" />
Þann 2. nóvember kl. 14:00 hófst kjörfundur, en öll félögin höfðu undirbúið kosningarnar vandlega. Kosningaskrifstofur störfuðu og bílar voru á fleygiferð að sækja kjósendur og reynt var að róa í þeim, sem ekki enn voru búnir að taka ákvörðun um hvert þeirra atkvæði myndi renna. Sú venja hafði verið allgömul þá, að Vaka héldi dansleik að kvöldi kosningadagsins áður fyrr hafði hann oft verið auglýstur sem „sigurhátíð Vöku“, en þar sem reynslan staðfesti ekki alltaf réttmæti þessara orða, hafði aðeins „dansleikur“ verið auglýstur síðustu árin þar á undan. Á dansleiknum var fullt út að dyrum en niðurstöðurnar voru kynntar þar, en Vaka hlaut 194 atkvæði og fimm menn kjörna, Félag róttækra stúdenta hlaut 100 atkvæði og þrjá menn, Stúdentafélag lýðræðissinnaðra stúdenta hlaut 57 atkvæði og einn mann, en félag frjálslyndra hlaut 32 atkvæði og engan mann kjörinn.<ref name=":1" />
Hlutu því eftirfarandi kjör í Stúdentaráð 1946-47:
* Geir Hallgrímsson (Vaka) - formaður
* Gunnar Sigurðsson (Vaka)
* Ásgeir Pétursson (Vaka)
* Guðlaugur Þorvaldsson (Vaka)
* Skúli Guðmundsson (Vaka) - gjaldkeri
* Ingi R. Helgason (Félag róttækra stúdenta)
* Björn Jónsson (Félag róttækra stúdenta)
* Hermann Pálsson (Félag róttækra stúdenta) - ritari
* Þorvaldur G. Kristjánsson (Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sósíalista)<ref name=":1" />
==== Almennur stúdentafundur 20. desember 1946 ====
Seinna sama ár, þegar það verða deilur um hvort að Sigurður Bjarnason, alþingismaður, ætti að fá að flytja ávarp á fullveldisfögnuði stúdenta þann 1. desember, berst stúdentaráði skjal frá 23 háskólastúdentum sem kröfðust þess, að almennur fundur háskólastúdenta yrði haldinn um málið, þar sem sú ráðstöfun yrði borin undir atkvæði. Í lögum Stúdentaráðs er ákvæði sem tekur til almenns funds stúdenta, en hann hefur æðsta vald í málefnum þeirra, og getur breytt löglegum samþykktum stúdentaráðsins, enda sæki fundinn fjórðungur skrásettra háskólastúdenta (þá). Þá hafði Hermann Pálsson, ritari stúdentaráðs sagt af sér í mótmælaskyni við valið á Sigurði, en Geir Hallgrímsson, formaður stúdentaráðs, lýsti því yfir að hann mundi segja af sér formennsku í ráðinu, ef fundurinn hafnaði Sigurði.<ref name=":1" />
Hinn 20. nóvember var svo haldinn fjölmennur fundur háskólastúdenta, þar sem tillaga um hvort að enginn þeirra alþingismanna sem kaus með samningnum mætti flytja ávarp. Heitar umræður voru um tillöguna og Geir ítrekaði sína hótun um afsögn sína. Ýmsir skoruðu á Geir að draga hótun sína aftur, en hann gerði það ekki. Í fundarlok var tillagan borin undir atkvæði og felld með nokkrum atkvæðismun, en 69 atkvæði voru með tillögunni og 82 gegn.<ref name=":1" />
=== Stúdentaráð 1964-65 ===
Þann 21. febrúar 1964 kom nýtt stúdentaráð saman á fyrsta fund og skipti með sér verkum þannig að formaður var Auðólfur Gunnarsson, varaformaður Jón OIddsson, ritari Örn Marínósson, og gjaldkeri Geir Gunnlaugsson.
Þá var í fyrsta skiptið, samkvæmt nýjum breytingum á lögum stúdentaráðs, kjörinn sérstakur yfirmaður utanríkismála, og yfirmaður almennra félagsmála. Jón Oddsson var skipaður yfirmaður utanríkismála og Vésteinn Ólason yfirmaður almennra félagsmála.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4344127?iabr=on#page/n0/mode/2up|title=Stúdentablaðið - 2. Tölublað (01.04.1964) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2025-06-06}}</ref>
Þá voru eftirfarandi nefndir skipaðar; Fríðindanefnd, Bókmenntarkynningarnefnd, Bridgenefnd, Skáknefnd, Málfundanefnd, Leiklistarnefnd, Útvarpsnefnd, Hjónagarðsnefnd og Utanríkisnefnd. Meðal nefndarmanna voru [[Friðrik Sófusson]], síðar varaformaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]], sem sat í málefnanefnd, og [[Bogi Nilsson]], seinna ríkissaksóknari og pabbi [[Bogi Nils Bogason|Boga Nils Bogason]] forstjóra Icelandair, sat í Bridgenefndinni.
== Stúdentaráð á 21. öldinni ==
=== Stúdentaráð 2017-18 ===
Árið 2017 sigraði Röskva kosningar til Stúdentaráðs eftir átta ár Vöku í meirihluta og fékk 18 af 27 fulltúum í Stúdentaráði.
=== Stúdentaráð 2021-22 ===
Röskva vann stórsigur í kosningum til stúdentaráðs með 16 af 17 fulltrúum til stúdentaráðs.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/03/25/roskva_vann_storsigur/|title=Röskva vann stórsigur|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2025-05-28}}</ref>
=== Stúdentaráð 2022-23 ===
Árið 2023-24 hélt Röskva aftur ofurmeirihluta sínum í kosningum til stúdentaráðs, og missti aðeins einn fulltrúa en var þá með 15 fulltrúa á móti 2 fulltrúum Vöku. Heildarkjörsókn var 21,70% þar sem alls voru 2.626 atkvæði greidd en 17,95% í kosningum til háskólaráðs þar sem 2.572 voru greidd.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/03/25/roskva_sigradi_med_yfirburdum/|title=Röskva sigraði með yfirburðum|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2025-05-28}}</ref>
Eftifarandi aðilar hlutu kjör í stúdentaráð 2022-23:<ref>{{Vefheimild|url=https://student.backend.jldevelopment.is/wp-content/uploads/2022/08/Studentaradsfundur-20.04.2022-Kjorfundur.pdf|titill=Fundargerð kjörfundar|höfundur=SHÍ|mánuður=apríl|ár=2022}}</ref>
* Lilja Hrönn Ö. Hrannarsdóttir (Röskva)
* Viktor Ágústsson (Röskva)
* Dagur Kárason (Vaka)
* Diljá Ingólfsdóttir (Röskva)
* Elías Snær Torfason (Röskva)
* Andri Már Tómasson (Röskva)
* Sigríður Helga Ólafsson (Röskva)
* Dagný Þóra Óskarsdóttir (Röskva)
* Rakel Anna Boulter (Röskva)
* Draumey Ósk Ómarsdóttir (Röskva)
* Magnús Orri Aðalsteinsson (Röskva)
* Auður Eir Sigurðardóttir (Röskva)
* Bergrún Anna Birkisdóttir (Vaka)
* Ísak Kárason (Röskva)
* Brynhildur R. Þorbjarnardóttir (Röskva)
* S. Maggi Snorrason (Röskva)
* Dagmar Óladóttir (Röskva)
Í háskólaráð hlutu kjör:
* Brynhildur K Ásgeirsdóttir (Röskva)
* Katrín Björk Kristjánsdóttir (Röskva)
Forysta stúdentaráðs var eftirfarandi:
* Rebekka Karlsdóttir (forseti)
* Gréta Dögg Þórisdóttir (varaforseti)
* María Sól Antonsdóttir (lánasjóðsfulltrúi)
* Katrín Björk Kristjánsdóttir (hagsmunafulltrúi)
=== Stúdentaráð 2023-24 ===
Árið 2023-24 vann Röskva kosningar til stúdentaráðs en tapaði þó nokkrum sætum, en Röskva hafði þá 12 fulltrúa gegn 5 fulltrúum Vöku.
Eftirfarandi aðilar hlutu kjör í stúdentaráð 2023-24:<ref>{{Vefheimild|url=https://student.backend.jldevelopment.is/wp-content/uploads/2023/06/Fundargerd-19.-april-2023-kjorfundur-Studentarads.pdf|titill=Fundargerð kjörfundar|höfundur=SHÍ|mánuður=apríl|ár=2023}}</ref>
* Arna Dís Heiðarsdóttir (Röskva)
* Daníel Hjörvar Guðmundsson (Vaka)
* Emilía Björt Írisard. Bachmann (Röskva)
* Júlíus Viggó Ólafsson (Vaka)
* Kristmundur Pétursson (Röskva)
* Sigríður Helga Kárdal Ásgeirsd. (Röskva)
* Daníel Thor Myer (Röskva)
* Elísabet Sara Gísladóttir (Vaka)
* Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa (Vaka)
* Tanja Sigmundsdóttir (Röskva)
* Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir (Röskva)
* María Rós Kaldalóns (Röskva)
* Davíð Ásmundsson (Röskva)
* Eiður Snær Unnarsson (Vaka)
* Guðni Thorlacius (Röskva)
* Júlía Karín Kjartansdóttir (Röskva)
* Steinunn Kristín Guðnadóttir (Röskva)
Forysta stúdentaráðs:
* Rakel Anna Boulter (forseti)
* Dagmar Óladóttir (varaforseti)
* Gísli Laufeyjarson Höskuldsson (lánasjóðsfulltrúi)
* Rannveig Klara Guðmundsdóttir (hagsmunafulltrúi)
=== Stúdentaráð 2024-25 ===
Árið 2024-25 markar fyrsta ár Vöku í meirihluta síðan 2017, en Röskva hefði þar verið í meirihluta í 7 ár. Meirihlutinn vannst naumlega en Vaka hlaut þá 9 fulltrúa gegn 8 fulltrúum Röskvu.
Eftirfarandi aðilar hlutu kjör í stúdentaráð 2024-25:<ref>{{Vefheimild|url=https://student.backend.jldevelopment.is/wp-content/uploads/2024/05/12.-Stu%CC%81dentara%CC%81dsfundur-16.4.2024-kjo%CC%88rfundur.pdf|titill=Fundargerð kjörfundar stúdentaráðs|höfundur=SHÍ|mánuður=Apríl|ár=2024}}</ref>
* Júlíus Viggó Ólafsson (Vaka)
* Katla Ólafsdóttir (Röskva)
* Ragnheiður Geirsdóttir (Vaka)
* Birkir Snær Brynleifsson (Vaka)
* Patryk Lukasz Edel (Röskva)
* Styrmir Hallsson (Röskva)
* Tinna Eyvindardóttir (Vaka)
* Eiríkur Kúld Viktorsson (Vaka)
* Gunnar Ásgrímsson (Vaka)
* Magnús Bergmann Jónasson (Röskva)
* Ásthildur Bertha Bjarkadóttir (Vaka)
* Kristín Fríða Sigurborgardóttir (Röskva)
* Jóhann Almar Sigurðsson (Vaka)
* Ester Lind Eddudóttir (Röskva)
* Ísleifur Arnórsson (Röskva)
* Sóley Anna Jónsdóttir (Röskva)
* Anna Sóley Jónsdóttir (Vaka)
Eftirfarandi aðilar hlutu kjör í forystu stúdentaráðs:
* Arent Orri Jónsson Claessen (forseti)
* Sigurbjörg Guðmundsdóttir (varaforseti)
* Júlíus Viggó Ólafsson (lánasjóðsfulltrúi)
* Valgerður Laufey Guðmundsdóttir (hagsmunafulltrúi)
{| class="wikitable"
|-
! Ár
! Fulltrúi
! Fylking
|-
| 2024–2025 || Júlíus Viggó Ólafsson || Vaka
|-
| 2024–2025 || Katla Ólafsdóttir || Röskva
|-
| ... || ... || ...
|}
* Júlíus Viggó Ólafsson (Vaka)
* Katla Ólafsdóttir (Röskva)
* Ragnheiður Geirsdóttir (Vaka)
* Birkir Snær Brynleifsson (Vaka)
* Patryk Lukasz Edel (Röskva)
* Styrmir Hallsson (Röskva)
* Tinna Eyvindardóttir (Vaka)
* Eiríkur Kúld Viktorsson (Vaka)
* Gunnar Ásgrímsson (Vaka)
* Magnús Bergmann Jónasson (Röskva)
* Ásthildur Bertha Bjarkadóttir (Vaka)
* Kristín Fríða Sigurborgardóttir (Röskva)
* Jóhann Almar Sigurðsson (Vaka)
* Ester Lind Eddudóttir (Röskva)
* Ísleifur Arnórsson (Röskva)
* Sóley Anna Jónsdóttir (Röskva)
* Anna Sóley Jónsdóttir (Vaka)
Eftirfarandi aðilar hlutu kjör í forystu stúdentaráðs:
* Arent Orri Jónsson Claessen (forseti)
* Sigurbjörg Guðmundsdóttir (varaforseti)
* Júlíus Viggó Ólafsson (lánasjóðsfulltrúi)
* Valgerður Laufey Guðmundsdóttir (hagsmunafulltrúi)
Einnig voru ráðnir aðrir starfsmenn ráðsins, Snæfríður Blær Tindsdóttir sem alþjóðafulltrúi, [[Vésteinn Örn Pétursson]] sem ritsjóri Stúdentablaðsins og Daníel Hjörvar Guðmundsson í stöðu framkvæmdastjóra. Síðar á starfsárinu var Karen Lind Skúladóttir ráðin sem fyrsti kjarafulltrúi SHÍ.
=== Stúdentaráð 2024-25 ===
Vaka hélt velli í kosningum til stúdentaráðs og jók við meirihluta sinn með 1 fulltrúa, en 10 Vökuliðar hlutu kjör gegn 7 fulltrúum Röskvuliðum.
== Fylkingar ==
Stúdentaráð hefur tekið ýmsum breytingum í áranna rás en þó hefur eitt fyrirbæri sett svip á tilveru ráðsins frá árinu 1933, það eru listakosningar til Stúdentaráðs. Lengst af hafa fylkingar barist um meirihluta í ráðinu og þó að málefnin hafa verið ólík milli ára er saga þessara fylkinga orðin samofin Stúdentaráði.<ref name=":4">Gunnar Hörður Garðarsson. ''Framboð gegn kerfinu. Fylkingar i Stúdentaráði Háskóla Íslands'' <u>(</u>Háskóli Íslands, 2015).</ref>
Undanfarna þrjá áratugi hafa það verið fylkingarnar [[Vaka (stúdentahreyfing)|Vaka]] og [[Röskva (stúdentahreyfing)|Röskva]] sem hafa notið mest fylgis og skiptst á að hafa meirihluta nokkur ár í senn. Aðrar fylkingar hafa þó iðulega boðið fram svo sem H-listinn, [[Skrökva]] og [[Öskra]] í seinni tíð. Á árum áður voru starfandi fylkingarnar Umbótasinnar, Félag vinstrimanna, Vinstrimenn og Félag róttækra stúdenta, Félag róttækra, krata og þjóðernissinnaðra stúdenta, Félag frjálslyndra stúdenta, Félag frjálslyndra og krata, Félag róttækra stúdenta og Hægri menn..
Á árunum 1960 til 1974 var kosningum háttað öðruvísi en áður, en þá voru kosnir einstaklingar í stað fylkinga. Þetta leiddi þó ekki til þess að fylkingafyrirkomulagið lagðist af, heldur í raun efldist vinstrivængurinn ef eitthvað var því að allir einstaklingar sem töldust ekki til Vökuliða í framboði voru skilgreindir sem andstæðingar Vöku. Hópuðust því allir andstæðingar Vöku undir hatt vítt skilgreindra vinstrimanna. Þessu fyrirkomulagi var þó breytt aftur árið 1974 og var þá kosið á milli Vöku og Vinstrimanna. Frá því að fylkingafyrirkomulagið tók við aftur árið 1974 hafa níu ný framboð litið dagsins ljós.<ref name=":4" />
Árið 2013 voru einstaklingsframboð aftur leyfð, en það var meðal helstu baráttumála H-listans og Skrökvu.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/01/20/skrokva_leggur_sig_nidur/|title=Skrökva leggur sig niður|date=2012-01-20|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-03-25}}</ref> Síðan þá hafa þrisvar sinnum borist einstaklingsframboð, árin 2016, 2023 og 2024 öll á hugvísindasviði, en engin þeirra hefur hlotið kjör.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20161893334d|title=Stofnaði félag nemenda með íslenskuna sem annað mál - Vísir|author1=Þórgnýr Einar Albertsson|date=2016-02-15|website=visir.is|language=is|access-date=2023-03-25}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/23/roskva_heldur_velli/|title=Röskva heldur velli|date=2023-03-23|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-03-25}}</ref>
=== Vaka ===
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta var stofnað árið 1935 og hefur verið starfandi síðan þá. Frá stofnun hefur félagið á hverju ári staðið fyrir framboði til Stúdentaráðs.
Vaka var stofnuð árið 1935 sem svar við öðrum nýlega stofnuðum hreyfingum: Félagi róttækra háskólastúdenta , sem aðhylltist sósíalísk og kommúnísk gildi, og Félagi þjóðernissinnaðra stúdenta , sem barðist fyrir þjóðernissinnuðum gildum. Fremstur í flokki var Jóhann Hafstein, þá laganemi en síðar forsætisráðherra. Fyrir vikið varð undirheiti félagsins „félag lýðræðissinnaðra stúdenta“.
Vaka hefur þó tekið breytingum yfir tímann, en það urðu þáttaskil í starfi Vöku um miðjan 9. áratug síðustu aldar. Vaka hóf þá baráttu fyrir því að fá pólitíkina úr hagsmunabaráttu nemenda. En árunum á undan hafði Stúdentaráð til að mynda opinberlega stutt við Samtök hernaðarandstæðinga sem og berist gegn Álverinu á Grundartanga.
=== Verðandi ===
Verðandi, félag vinstri sinnaðra stúdenta, var stofnað árið 1969.
=== Vinstrimenn ===
Vinstrimenn buðu fyrst fram sem fylking árið 1974, þegar hætt var að kjósa einstaklinga til starfa innan stúdentaráðs og aftur var farið að kjósa fylkingar. Þó höfðu Vinstrimenn starfað sem heild á árunum 1960-1974 og verið sameinaðir í andstöðu sinni við Vöku á þeim tíma. Árið 1974 fóru Vinstrimenn stefnulausir sem fylking inn í kosningarnar en báru þó sigur úr bítum. Fyrsti formaður í meirihluta Vinstrimanna var Arnlín Óladóttir, læknanemi, sem jafnframt var fyrst kvenna til að gegna embætti formann Stúdentaráðs Háskóla Íslands.<ref name=":4" />
Opinber stefnumál Vinstrimanna sneru aðallega að því að vera á móti kerfinu, en þrátt fyrir skort á skýrri stefnu voru Vinstrimenn þó frekar róttækir í sinni stjórnartíð en ber hæst að nefna róttæka aðgerð undir forystu [[Össur Skarphéðinsson|Össurar Skarphéðinssonar]]. Össur hafði komið sér fyrir á þingpöllum Alþingis og hélt ræðu þar fyrir þingheim, á meðan aðrir stúdentar komu í veg fyrir að þingverðir næðu til hans. Tilefni ræðunnar var aðgerðaleysi ríkisins í lánasjóðsmálum og vakti aðgerðin mikla eftirtekt. <ref name=":4" />
Það var alltaf stutt í ágreining innan fylkingarinnar en Vinstrimenn störfuðu ekki sem ein heild nema sem andstæðingar Vöku. Á árunum 1974-1980 var fylgi Vinstrimanna að meðaltali 55%, en fylgi fylkingarinnar fór þó dvalandi síðustu árin. Það var svo árið 1979 að ungliðar stjórnmálahreyfinga á landsvísu, sem töldu sig vera vinstriflokka, sameinuðust um stofnun Félags vinstrimanna og buðu fram til stúdentaráðs. Þessir ungu vinstrisinnar töldu þörf á því að stofna alvöru vinstrisinnað afl innan Háskóla Íslands og sögðu skilið við Vinstrimenn. <ref name=":4" />
=== Félag vinstrimanna ===
Félags vinstrimanna, sem ekki má rugla við félaginu Vinstrimenn, var stofnað árið 1979 vegna ágreinings innan Vinstrimanna. Félag vinstrimanna var þá skipað ungliðum sem aðhylltust þáverandi vinstriflokka, þó ekki hafi verið bein tengsl þar á milli. Í kjölfarið var félagsskapur Vinstrimanna lagður niður.<ref name=":4" />
=== Umbótasinnar ===
Félag umbótasinna var stofnað árið 1981, en það voru aðilar sem sáu sér ekki fært að vera í slagtogi með Félagi vinstrimanna en höfðu áður átt heima innan Vinstrimanna. Umbótasinnar sátu næstu ár í meirihluta ráðsins með Vöku og Félagi vinstrimanna á víxl og í stjórnartíð Félags vinstrimanna og Umbótasinna árið 1988 var Röskva, samtök félagshyggjufólks, stofnuð árið 1988 með samruna Félags vinstrimanna og Umbótasinna.<ref name=":4" />
=== Röskva, samtök félagshyggjufólks ===
Röskva var stofnuð árið 1988 með samruna Félags vinstrimanna og Umbótasinna, en Röskva kom til með að hafa meirihluta fulltrúa í stúdentaráði öll árin 1992-2002 en svo var það fyrir tilstilli Háskólalistans árið 2005 að þrjár fylkingar áttu sæti í stjórn stúdentaráðs og meirihluti var ekki myndaður.
== Formenn SHÍ gegnum tíðina ==
Forseti (áður formaður) Stúdentaráðs er ábyrgðarstaða sem margt þjóðþekkt fólk hefur gegnt gegnum tíðina. Meðal fyrri formanna má nefna: [[Össur Skarphéðinsson]], [[Hildur Björnsdóttir|Hildi Björnsdóttur]], [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir|Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur]], [[Árni Grétar Finnsson|Árna Grétar Finnsson]], [[Dagur B. Eggertsson|Dag B. Eggertsson]] og [[Jónas Fr. Jónsson]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.student.is/formenn_shi_fra_1920_1|titill=Formenn SHÍ frá 1920|höfundur=|útgefandi=|mánuður=|ár=|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref>
Hörður Sigurgestsson var fyrstur til að gegna embætti forseta tvö ár í röð, árin 1960-1962<ref>{{Bókaheimild|titill=Í háskólanum. Stúdentaráð Háskóla Íslands 75 ára 1920-1995.|höfundur=Jón Ólafur Ísberg|ár=1995}}</ref>. Fyrsta kona til að gegna embætti forseta var Arnlín Óladóttir starfsárið 1974-1975.<ref>{{Cite web|url=https://studentabladid.is/efni/2020/12/29/fyrrum-forsetar-sh-afturhvarf-til-fortar|title=Fyrrum forsetar SHÍ: Afturhvarf til fortíðar|author1=Atli Freyr Þorvaldsson |date=29. desember 2020|website=Stúdentablaðið|language=|access-date=2023-02-20|archive-date=2023-02-20|archive-url=https://web.archive.org/web/20230220030834/https://studentabladid.is/efni/2020/12/29/fyrrum-forsetar-sh-afturhvarf-til-fortar|url-status=dead}}</ref>
{| class="wikitable sortable"
|-
! Ár
! Nafn
! Fylking
|-
| 2024– || Arent Orri Jónsson Claessen || Vaka
|-
| 2023–2024 || Rakel Anna Boulter || Röskva
|-
| 2022–2023 || Rebekka Karlsdóttir || Röskva
|-
| ... || ... || ...
|}
{| class="wikitable sortable mw-collapsible"
|+Formenn SHÍ
!Nr.
!Nafn
!Frá
!Til
!Fylking
|-
|99
|[[Arent Orri Jónsson Claessen]]
|2024
|
|Vaka
|-
|98
|Rakel Anna Boulter
|2023
|2024
||Röskva
|-
|97
|Rebekka Karsldóttir
|2022
|2023
|Röskva
|-
|100
|Isabel Alejandra Diaz
|2020
|2022
|Röskva
|-
|99
|Jóna Þórey Pétursdóttir
|2019
|2020
|Röskva
|-
|98
|Elísabet Brynjarsdóttir
|2018
|2019
|Röskva
|-
|97
|Ragna Sigurðardóttir
|2017
|2018
|Röskva
|-
|96
|Kristófer Már Maronsson
|2016
|2017
|Vaka
|-
|95
|Aron Ólafsson
|2015
|2016
|Vaka
|-
|94
|Ísak Einar Rúnarsson
|2014
|2015
|Vaka
|-
|93
|María Rut Kristinsdóttir
|2013
|2014
|Vaka
|-
|92
|Sara Sigurðardóttir
|2012
|2013
|Vaka
|-
|91
|Lilja Dögg Jónsdóttir
|2011
|2012
|Vaka
|-
|90
|Jens Fjalar Skaptason
|2010
|2011
|Vaka
|-
|89
|[[Hildur Björnsdóttir]]
|2009
|2010
|Vaka
|-
|88
|[[Björg Magnúsdóttir]]
|2008
|2009
|Röskva
|-
|87
|Dagný Ósk Aradóttir
|2007
|2008
|Röskva
|-
|86
|Sigurður Örn Hilmarsson
|2006
|2007
|Vaka
|-
|85
|Elías Jón Guðjónsson
|2005
|2006
|H-listinn
|-
|84
|Jarþrúður Ásmundsdóttir
|2004
|2005
|Vaka
|-
|83
|Davíð Gunnarsson
|2003
|2004
|Vaka
|-
|82
|Brynjólfur Stefánsson
|2002
|2003
|Vaka
|-
|81
|Þorvarður Tjörvi Ólafsson
|2001
|2002
|Röskva
|-
|80
|Eiríkur Jónsson
|2000
|2001
|Röskva
|-
|79
|Finnur Beck
|1999
|2000
|Röskva
|-
|78
|Ásdís Magnúsdóttir
|1998
|1999
|Röskva
|-
|77
|Haraldur Guðni Eiðsson
|1997
|1998
|Röskva
|-
|76
|Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
|1996
|1997
|Röskva
|-
|75
|[[Guðmundur Steingrímsson]]
|1995
|1996
|Röskva
|-
|74
|[[Dagur B. Eggertsson]]
|1994
|1995
|Röskva
|-
|73
|[[Páll Magnússon]]
|1993
|1994
|Röskva
|-
|72
|Pétur Þ. Óskarsson
|1992
|1993
|Röskva
|-
|71
|[[Steinunn Valdís Óskarsdóttir]]
|1991
|1992
|Röskva
|-
|70
|[[Sigurjón Þ. Árnason]]
|1990
|1991
|Vaka
|-
|69
|[[Jónas Fr. Jónsson]]
|1989
|1990
|Vaka
|-
|68
|[[Sveinn Andri Sveinsson]]
|1988
|1989
|Vaka
|-
|67
|Ómar Geirsson
|1987
|1988
|Umbótasinnar
|-
|66
|Eyjólfur Sveinsson
|1986
|1987
|Vaka
|-
|65
|[[Björk Vilhelmsdóttir]]
|1986
|1986
|Félag vinstrimanna
|-
|64
|Guðmundur Jóhannsson
|1985
|1986
|Vaka
|-
|63
|Stefán Kalmansson
|1984
|1985
|Vaka
|-
|62
|Aðalsteinn Steinþórsson
|1983
|1984
|Umbótasinnar
|-
|61
|Gunnar Jóhann Birgisson
|1982
|1983
|Vaka
|-
|60
|[[Finnur Ingólfsson]]
|1981
|1982
|Umbótasinnar
|-
|59
|Stefán Jóhann Stefánsson
|1980
|1981
|Félag vinstrimanna
|-
|58
|Þorgeir Pálsson
|1979
|1980
|Félag vinstrimanna
|-
|57
|Bolli Héðinsson
|1978
|1979
|Vinstrimenn
|-
|56
|[[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]]
|1977
|1978
|Vinstrimenn
|-
|55
|[[Össur Skarphéðinsson]]
|1976
|1977
|Vinstrimenn
|-
|54
|Gestur Guðmundsson
|1975
|1976
|Vinstrimenn
|-
|53
|Arnlín Óladóttir
|1974
|1975
|Vinstrimenn
|-
|52
|Halldór Ármann Sigurðsson
|1973
|1974
|Vinstrimenn
|-
|51
|Skúli Johnsen
|1965
|1966
|
|-
|50
|Björn Teitsson
|1964
|1965
|
|-
|49
|Auðólfur Gunnarsson
|1964
|1965
|
|-
|48
|Ellert B. Schram
|1963
|1964
|Vaka
|-
|47
|Jón E. Ragnarsson
|1961
|1962
|Vaka
|-
|46
|Hörður Sigurgestsson
|1960
|1961
|Vaka
|-
|45
|[[Árni Grétar Finnsson]]
|1959
|1960
|Vaka
|-
|44
|Ólafur Egilsson
|1958
|1959
|Vaka
|-
|43
|Birgir Ísleifur Gunnarsson
|1957
|1958
|Vaka
|-
|42
|Bjarni Beinteinsson
|1956
|1957
|Vaka
|-
|41
|Björgvin Guðmundsson
|1955
|1956
|Róttækir, kratar og þjóðvörn
|-
|40
|Skúli Benediktsson
|1954
|1955
|Frjálsl. og kratar
|-
|39
|Björn Hermannsson
|1953
|1954
|Félag frjálslyndra stúdenta
|-
|38
|Matthías Jóhannesson
|1952
|1953
|Vaka
|-
|37
|Bragi Sigurðsson
|1952
|1952
|Vaka
|-
|36
|Höskuldur Ólafsson
|1951
|1952
|Vaka
|-
|35
|Árni Björnsson
|1950
|1951
|Vaka
|-
|34
|Hallgrímur Sigurðsson
|1949
|1950
|Frjálsl. og kratar
|-
|33
|Bjarni V. Magnússon
|1949
|1949
|Frjálsl. og kratar
|-
|32
|Gísli Jónsson
|1948
|1948
|Vaka
|-
|31
|Tómas Tómasson
|1947
|1948
|Vaka
|-
|30
|Geir Hallgrímsson
|1946
|1947
|Vaka
|-
|29
|Guðmundur Ásmundsson
|1945
|1946
|Vaka
|-
|28
|Bárður Daníelsson
|1944
|1945
|Félag róttækra stúdenta
|-
|27
|Páll S. Pálsson
|1943
|1944
|Vinstri menn
|-
|26
|Ásberg Sigurðsson
|1942
|1943
|Vaka
|-
|25
|Einar Ingimundarson
|1941
|1942
|Vaka
|-
|24
|Þorgeir Gestsson
|1940
|1941
|Vaka
|-
|23
|Hannes Þórarinsson
|1940
|1940
|Vaka
|-
|22
|Bárður Jakobsson
|1939
|1939
|Vaka
|-
|21
|Sigurður Bjarnason
|1938
|1939
|Vaka
|-
|20
|Ólafur Bjarnason
|1937
|1938
|Vaka
|-
|19
|[[Jóhann Hafstein]]
|1936
|1937
|Vaka
|-
|18
|Ragnar Jóhannesson
|1936
|1936
|Félag róttækra stúdenta
|-
|17
|Björn Sigurðsson
|1935
|1936
|Félag róttækra stúdenta
|-
|16
|Eggert Steinþórsson
|1934
|1935
|Academia
|-
|15
|Baldur Johnsen
|1933
|1934
|Hægri menn
|-
|14
|Valdimar Stefánsson
|1933
|1933
|
|-
|13
|Sigurður Ólason
|1932
|1933
|
|-
|12
|Jón Geirsson
|1931
|1932
|
|-
|11
|Agnar Kl. Jónsson
|1930
|1931
|
|-
|10
|Bergsveinn Ólafsson
|1929
|1930
|
|-
|9
|Þorgrímur Sigurðsson
|1928
|1929
|
|-
|8
|Sig. Karl Jónasson
|1927
|1928
|
|-
|7
|Einar B. Guðmundsson
|1926
|1927
|
|-
|6
|Þorkell Jóhannesson
|1925
|1926
|
|-
|5
|Gunnlaugur Indriðason
|1924
|1925
|
|-
|4
|Thor Thors Jr.
|1923
|1924
|
|-
|3
|Björn E. Árnason
|1922
|1923
|
|-
|2
|Skúli Guðjónsson
|1921
|1922
|
|-
|1
|Vilhjálmur Þ. Gíslason
|1920
|1921
|
|}
== Tilvísanir ==
<references />
[[Flokkur:Stofnað 1920]]
[[Flokkur:Háskóli Íslands]]
[[Flokkur:Íslensk nemendafélög]]
jh43v98pzck7b6u7th4s131ojtkrk1w
1919497
1919496
2025-06-06T13:34:26Z
130.208.125.14
/* Helstu tímamót */
1919497
wikitext
text/x-wiki
{{Félagasamtök
| nafn = Stúdentaráð Háskóla Íslands
| skammstöfun = SHÍ
| stofnun = 1920
| staðsetning = Sæmundargata 4, 102 Reykjavík
| titill_leiðtoga = Forseti
| nafn_leiðtoga = Arent Orri Jónsson Claessen
| titill_leiðtoga2 = Varaforseti
| nafn_leiðtoga2 = Sylvía Martinsdóttir
| titill_leiðtoga3 = Hagsmunafulltrúi
| nafn_leiðtoga3 = Valgerður Laufey Guðmundsdóttir
| titill_leiðtoga4 = Lánasjóðsfulltrúi
| nafn_leiðtoga4 = Viktor Pétur Finnsson
| vefsíða = https://student.is
| höfuðstöðvar = Háskólatorg, Sæmundargata 2
| fjöldi starfsfólks = 8
}}
'''Stúdentaráð Háskóla Íslands''' (SHÍ) er [[Almenn félagasamtök|félag]] og vettvangur fyrir hagsmunabaráttu stúdenta við háskólann. Stúdentar kjósa fulltrúa í sviðsráð fyrir hvert fimm sviða [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] og skipa forsetar sviðsráðanna stjórn Stúdentaráðs auk forseta og varaforseta. Stúdentaráð stendur fyrir ýmiskonar starfsemi og viðburðum sem tengjast réttindavörslu og félagslífi stúdenta, en SHÍ heldur einnig og sér um útihátíðina [[Októberfest á Íslandi|Októberfest]], sem hefur verið haldin í Vatnsmýrinni frá árinu 2003.
Meðal helstu baráttumála Stúdentaráðs í gegnum tíðina hafa verið húsnæðismál og lánasjóðsmál.<ref name=":0">{{Cite web|url=https://student.is/saga-shi/|title=Saga Stúdentaráðs|website=student.is|language=is-IS|access-date=2023-02-20}}</ref>
Vaka, félag lýðræðissinniðra stúdenta er nú í meirihluta í stúdentaráði, en Vaka hefur 10 fulltrúa á móti 7 fulltrúum Röskvu, samtökum félagshyggjufólks
Forseti Stúdentaráðs er [[Arent Orri Jónsson Claessen]], fulltrúi Vöku. Varaforseti er Sylvía Martinsdóttir, hagsmunafulltrúi er Valgerður Laufey Guðmundsdóttir og lánasjóðsfulltrúi er Viktor Pétur Finnsson.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/17/arent_orri_kjorinn_forseti_studentarads/|title=Arent Orri kjörinn forseti stúdentaráðs|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-04-17}}</ref>
Stúdentaráð heldur úti réttindaskrifstofu, með aðsetur á Háskólatorgi, fyrir ofan bóksölu stúdenta. Starfsstöður SHÍ eru: Forseti, varaforseti, lánasjóðsfulltrúi, framkvæmdastjóri, hagsmunafulltrúi, alþjóðafulltrúi, ritstjóri [[Stúdentablaðið|Stúdentablaðsins]].<ref>{{Cite web|url=https://student.is/skrifstofa-studentarads/|title=Skrifstofa Stúdentaráðs|website=student.is|language=is|access-date=2023-02-20}}</ref> og kjara- og réttindafulltrúi.<ref>{{Cite web|url=https://student.is/frettir/karen-lind-radin-kjara-og-rettindafulltrui-shi/|title=Karen Lind ráðin kjara- og réttindafulltrúi SHÍ|website=student.is|language=is|access-date=2025-04-25}}</ref>
Fastanefndir sem SHÍ skipar eru níu: Alþjóðanefnd, Félagslífs- og menningarnefnd, Fjármála- og atvinnulífsnefnd, Fjölskyldunefnd, Jafnréttisnefnd, Kennslumálanefnd, Lagabreytinganefnd, Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd, Umhverfis- og samgöngunefnd.<ref>{{Cite web|url=https://student.is/nefndir/|title=Nefndir Stúdentaráðs|website=student.is|language=is|access-date=2023-02-20}}</ref>
Kosningar til Stúdentaráðs fara fram á ári hverju, en kosið er til háskólaráðs annað hvert ár. Stúdentaráðskosningar í gegnum tíðina hafa verið harkalegar eða eins og segir í Garði, tímariti Stúdentaráðs Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur, eru "þær kosningar meðal harðsóttari kosninga hérlendis"<ref name=":1">{{Bókaheimild|titill=Garður|útgefandi=Stúdentaráð Háskólans og Stúdentafélag Reykjavíkur|ár=1947|bls=45|höfundur=Páll Líndal|árgangur=1. hefti}}</ref>.
Í seinni tíð hafa kosningar til Stúdentaráðs nær alltaf verið milli Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, og Röskvu, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, og hefur meirihlutinn flakkað oftast milli fylkinganna tveggja, en Vaka hefur verið í meirihluta 44 ár, og Röskva í 20 ár.
== Helstu tímamót ==
* 1920 - Stofnun SHÍ.
* 1933 - Fyrstu leynilegu kosningarnar
* 1968 - Félagsstofnun stúdenta stofnuð
* 2003 - Fyrsta Októberfest SHÍ
* 2013 - SHÍ sigrar í dómsmáli gegn Lánasjóði íslenskra námsmanna
* 2019 - SHÍ tekur þátt í loftslagsverkföllum
== Saga stúdentaráðs ==
Stúdentaráð var stofnað í desember árið [[1920]], en lagt var til á fundi Stúdentafélags Háskólans að stofnað yrði stúdentaráð við háskólann að erlendri fyrirmynd. Hlutverk ráðsins væri að sinna hagsmunum og að vera málsvari stúdenta, á meðan það var enn í verkahring Stúdentafélags Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur að hlúa að skemmtanalífi og fræðslufélögum nemenda við skólann.
Í nóvember árið 1921 stofnaði Stúdentaráð mötuneytið Mensa academica sem starfaði fram til ársins 1929. Leynilegar kosningar til Stúdentaráðs voru teknar upp árið 1933. Þá urðu til fylkingar sem buðu fram á listum í kosningum. Árið 1951 stofnaði Stúdentaráð vinnumiðlun fyrir háskólanema. [[Félagsstofnun stúdenta|Félagsstofnun Stúdenta]] var stofnuð 1968 af Stúdentaráði og [[Háskólaráð|háskólaráði]].<ref name=":0" /> Árið 2013 stefndi Stúdentaráð íslenska ríkinu og Menntasjóð Námsmanna (áður [[Lánasjóður íslenskra námsmanna|Lánasjóður Íslenskra Námsmanna]]) vegna breytinga á útlánareglum sjóðsins og hafði betur.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/08/30/studentarad_hafdi_betur_gegn_lin/|title=Stúdentaráð hafði betur gegn LÍN|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-02-20}}</ref> Í febrúar 2019 hóf Stúdentaráð loftslagsverkföll ásamt fleiri samtökum og kröfðust þess að [[Alþingi]] lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/islenskir-studentar-i-loftslagsverkfall/|title=Íslenskir stúdentar í loftslagsverkfall - RÚV.is|author1=Auður Aðalsteinsdóttir |date=2019-02-21|website=RÚV|access-date=2023-02-20}}</ref>
== Kosningar til stúdentaráðs ==
{| class="wikitable"
|-
! Ár !! Meirihluti !! Minnihluti !! Formaður
|-
| 2025 || Vaka (10 sæti) || Röskva (7 sæti) || Arent Orri Jónsson Claessen
|-
| 2024 || Vaka (9 sæti) || Röskva (8 sæti) || Arent Orri Jónsson Claessen
|-
| 2023 || Röskva (12 sæti) || Vaka (5 sæti) || Rakel Anna Boulter
|-
| 2022 || Röskva (15 sæti) || Vaka (2 sæti) || Rebekka Karlsdóttir
|-
| 2021 || Röskva (16 sæti) || Vaka (1 sæti) || Isabel Alejandra Díaz
|-
| 2020 || Röskva (14 sæti) || Vaka (3 sæti) || Isabel Alejandra Díaz
|}
== Stúdentaráð á 20. öldinni ==
=== Stofnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands ===
Haustið 1920 var Háskóli Íslands settur í tíunda sinn, en þá voru nemendur 94 og kennarar alls 20. Flestir stúdentar voru félagar í [[Stúdentafélag háskólans|Stúdentafélagi háskólans]]. Á fundi í stúdentafélaginu í janúar 1920 kynnti formaður félagsins, [[Vilhjálmur Þ. Gíslason]], síðar skólastjóri [[Verzlunarskóli Íslands|Verzlunarskólans]] og útvarpsstjóri, starfsemi stúdentaráða við erlenda háskóla. Vilhjálmur taldi heppilegt að stofna Stúdentaráð við háskólann og var samþykkt að hann hefði undirbúning að stofnun þess með höndum í samráði við Háskólaráð, sem þyrfti að samþykkja stofnunina. Háskólaráð tók vel í tillöguna og tilnefni Ólaf Lárusson prófessor til að semja reglurnar með Vilhjálmi. Vilhjálmur og Ólafur sömdu þá reglur fyrir Stúdentaráðið og voru þær fyrst lagðar fyrir almennan stúdentafund og síðan Háskólaráðið. Reglurnar voru lagðar fram á fundi stúdenta um haustið og voru samþykktar eftir miklar umræður. Reglurnar voru svo lagðar fyrir Háskólaráð sem samþykkti þær að lokum með lítilli breytingu þann 2. desember 1920.
Samkvæmt reglunum var ráðið fyrst og fremst hagsmunafélag stúdenta og fulltrúi þeirra gagnvart Háskólaráði sem og tengiliður við Stúdentaráð í öðrum löndum. Ólíkt Stúdentafélagi háskólans og Stúdentafélagi Reykjavíkur var ráðinu ekki ætlað neitt skemmti- eða menningarhlutverk.
Þá var efnt til kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands en kosningin fór fram 11. desember 1920 og voru kosnir átta menn, tveir frá hverri deild en síðan kusu þeir einn til viðbótar, og var tala fulltrúa óbreytt til ársins 1966, þó kosningafyrirkomulagi hafi verið breytt. Allar deildirnar fjórar áttu jafnmarga fulltrúa í ráðinu, þrátt fyrir að vera misstórar.
Eins og áður segir kaus Stúdentaráð svo sjálft einn mann í viðbót til setu í ráðinu og allt til ársins 1932 tilnefndi fráfarandi ráð einn mann í næsta ráð, sem kom oftar en ekki úr fjölmennustu deildunum, læknisfræði og lögfræði, og varð sá maður yfirleitt formaður í næsta ráði.
Stefán Jóhann Stefánsson, annar fulltrúi lagadeildar, sagði sig úr ráðinu "út af ágreiningi, er þar reis og var stjórnmálalegs eðlis. Fannst mér vara gengið á hlut jafnaðarmanna, vildi ekki una því og fór úr ráðinu."
Það mál sem fyrsta Stúdentaráðið eyddi mestum tíma í var að koma upp matstofu fyrir stúdenta, Mensa academica, og varð það að veruleika í byrjun nóvember 1921, eða skömmu áður en ráðið lét af störfum.<ref>{{Bókaheimild|titill=Saga Stúdentaráðs|ár=1994|höfundur=Jón Ólafur Ísberg}}</ref>
{| class="wikitable"
|+Stúdentaráð 1920-21
! Deild !! Fulltrúi !! Staða
|-
| Guðfræðideild || Þorsteinn Jóhannesson ||
|-
| Guðfræðideild || Sveinn Víkingur || Ritari
|-
| Læknadeild || Lúðvíg Guðmundsson || Varaformaður
|-
| Læknadeild || Friðrik Björnsson ||
|-
| Lagadeild || Stefán Jóhann Stefánsson ||
|-
| Lagadeild || Magnús Magnússon ||
|-
| Heimspekideild || Stefán Einarsson ||
|-
| Heimspekideild || Vilhjálmur Þ. Gíslason || Formaður
|-
| Utan kosninga || Skúli V. Guðjónsson ||
|}
=== Stúdentaráð 1944-45 ===
Við kosningarnar haustið 1944 komu fram þrír listar. A-listi, sem Félag frjálslyndra og Alþýðuflokksfélagið studdu, hlaut 83 atkvæði og 2 menn kjörna. Vaka stóð að B-listanum og haut 155 atkvæði og 4 menn kjörna, en róttækir höfðu C-listann og 3 menn kjörna.<ref name=":2">{{Bókaheimild|titill=Garður - Tímarit Stúdentafélags Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur|höfundur=Ragnar Jóhannesson|útgefandi=Stúdentaráð Háskóli Íslands|ár=|árgangur=I. hefti - 1945|bls=74-80}}</ref>
A- og C-listarnir höfðu með sér stjórnarsamvinnu og varð Bárður Daníelsson, oddviti C-listans, formaður Stúdentaráðs.<ref name=":2" />
Starfsemi stúdentaráðs 1944-45:
* Hátíðarhöld 1. desember
* Andyrisballið, dansleikur í anddyri háskólabyggingarinnar á gamlárskvöld.
* Kvöldvaka á Hótel Borg í mars 1945
* Stúdentablaðið var gefið út 1. desember og 17. júní
* Vasabók stúdenta gefin út í fyrsta skipti (í dag gefur Stúdentaráð út sambærilegt rit, eða Akademíuna)
* Boðsundskeppni var haldin í Sundhöll Reykjavíkur að tilhlutun ráðsins, á milli framhaldsskólanna í bænum.
* Síðasta vetrardag önnuðust stúdentar dagskrá útvarpsins
* Stúdentaráð hrinti af stað nýju tímariti, [[Garður, tímarit|tímaritinu Garður]], sem átti að kynna háskólann og störf han betur en kostur hafði verið áður.
* Tillögur Stúdentaráðs til ríkisstjórnarinnar: Lyfjafræðiskóli Íslands yrði gerð að sérstakri deild í HÍ, að allsherjarrannsókn yrði gerð á því hvar brýnust væri þörf á háskólamenntuðu fólki svo stúdentar gætu haft það til hliðsjónar við val á námi. Ráðherra varð við seinni tillögunni.<ref name=":2" />
Með lögum frá 14. desember 1944 var verkfræðideild stofnuð við Háskóla Íslands, en við innritun voru þá í háskólanum 388 stúdentar.<ref name=":2" />
==== Rússamálið ====
Þann 6. mars 1945 var haldinn almennur stúdentafundur, sem varð allsögulegur. Þar voru rædd ýmis mál og þar á meðal tillaga, sem fram hafði komið um það að leggja niður Stúdentafélag Háskólans. Félag þetta var athafnalítið því að Stúdentaráð er fyrst og fremst málsvari stúdenta, en félagslíf skólans var einkum bundið við hin pólitísku félög. Stúdentafélagið var gamalt innan skólans og helsta starf þess að halda fagnaðarhátíð á hverju hausti í tilefni af komu nýrra stúdenta, og nefndist þetta hóf "Rússagildi". Framsögumaður tillögunnar var Jón J. Emilsson, fulltrúi Alþýðuflokksins í Stúdentaráði. Hann taldi að stjón félagsins hefði stundum misnotað aðstöðu sína og komið fram fyrir hönd stúdenta án umboðs. Nefndi hann í því samhengi Rússlandssöfnunina. Sneri Jón ræðu sinni einkum á hendur Bárði Daníelssyni og átaldi hann fyrir ýmsar sakir, en einkum fyrir að hafa verið hluthafi í skemmtifélaginu "Árvak". Forsaga málsins er að 1943 var haldið "Rússagildi" og varð 1900 kr. tap á því. Tapið kom ekki fram á reikningum, heldur borguðu nokkrir stúdentar það að mestu úr eigin vasa, en stofnuðu síðan nefnt félag, héldu skemmtun á Hótel Borg og guldu hallann með ágóða af skemmtuninni. Taldi Jón að hér væri um að ræða hættulegt fordæmi, og hefðu einkahagsmunir vakað fyrir þeim félögum.<ref name=":2" />
Bárður og aðrir Árvaksmenn höfnuðu því að hafa starfað í eigin þágu, heldur að þeir hefðu innt af hendi óéigingjarnt starf í þágu Stúdentafélagsins. Á þessum fundi urðu allheitar umræður, og sakaði Jón Bárð um slælega forystu í málefnum stúdenta og lýsti yfir þvi, að stuðningur sinn við formann Stúdentaráðs væri fallinn niður.<ref name=":2" />
Á fundi í Stúdentaráði 10. mars 1945 báru fulltrúar Vöku fram vantraust á stjórnarforystu ráðsins, en vantraustið var fellt með 4 atkvæðum gegn 4. Jón J. Emilsson sat hjá þrátt fyrir yfirlýsingar sínar um að hafa dregið sinn stuðning til baka. Bárður hugðist segja af sér en sökum ákveðinna tilmæla félaga sinna ákvað hann að sitja enn um stund í formannssætinu. Að tilhlutan Jóns Emilssonar boðaði Stúdentaráð almennan stúdentafund 24. mars, þar sem Jón bar fram tillögu um að fundurinn samþykkti að telja vítaverða stofnun og starfsemi skemmtifélagsins "Árvaks". Var sú tillaga felld með 51 atkvæði gegn 46. Þá var borin fram tillaga um að fundurinn skoraði á Jón að fara úr Stúdentaráði. Sú tillaga var einnig felld með 43 atkvæði gegn 43.<ref name=":2" />
Á fundi Stúdentaráðs 27. mars bar Jón fram eftirfarandi tillögu:<blockquote>"Stúdentaráð lýsir hér með yfir vantrausti á stjórnarforystu kommúnista í Stúdentaráði og samþykkir að víkja formanni sínum, stud. polyt. Bárði Daníelssyni, úr sæti sínu þegar í stað. Jafnframt skorar ráðið á gjaldkera og ritara að segja af sér."<ref name=":2" /></blockquote>Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 3. Fulltrúar Vöku gerðu þá grein fyrir atkvæðum sínum, að þeir samþykktu tillöguna, ekki af því að þeir vantreystu Bárði persónulega, heldur af því, "að stefna félags þeirra væri sú, að vinna eftir megni gegn áhrifum róttækra í Háskólanum."<ref name=":2" />
Jóhannes Elíasson, fulltrúi frjálslyndra sat hjá og gerði grein fyrir því að hann teldi þann grundvöll sem stjórnarsamvinnan var byggð á, vera úr sögunni. Róttækir greiddu gagnatkvæðin.<ref name=":2" />
Ný stjórn var kjörin og áttu sæti í henni Guðmundur Vignir Jósefsson (formaður), Jóhannes Elíasson og Bárður Daníelsson. Bárður lýsti því yfir að hann kysi að taka ekki þátt í stjórninni, og var þá annar kjörinn í hans stað, Jóhannes Elíasson. Róttækir stúdentar vildu að boðað yrði til kosninga en hinar fylkingarnar höfnuðu þeirri tillögu þar sem svo stut væri eftir af starfsárinu.<ref name=":2" />
==== Hernám Gamla Garðs ====
Stúdentar bjuggu við þröngan húsakost um veturinn eins og margir aðrir bæjarbúar. Margendurteknar tilraunir til að ná Gamla Garði aftur úr hershöndum reyndust árangurslausar. Breska heimsveldið taldi hann vera svo mikilvæga bækistöð að hann mætti ekki án hans vera fyrr en Þjóðverjar væru sigraðir, en breski sendiherrann bauð að leigja stúdentum 10 bragga til íbúðar um veturinn. Almennur stúdentaundur féllst á, að hafna eindregið göfugu braggatilboði Breta og hvatti til nýrra átaka till að endurheimta Gamla Garð undir kjörorði Magnúsar frá Mel: "Sómi vor býður oss að fara einarðlega með rétt vorn".<ref name=":2" />
Á Nýja Garði varð brátt þröngbýlt, svo að þar urðu slæm námsskilyrði. Tveir menn byggðu þar flest einbýlisherbergi, en í háskólabyggingunni tókst að fá eina stofu, þar sem stúdentar gátu fengið að liggja inni, en þó varð að synja 23 "rússum" um húsnæði. Meðan húsnæðisvandræðin voru sárust eftir missi Gamla Garðs, lá fjöldi stúdenta í háskólakjallaranum, og minnti aðbúnaður þeirra fremur á verbúðarvist en samastað háskólaborgara. Ein vistarveran í kjallaranum þótti bera af öðrum og er henni lýst þannig:<ref name=":2" /><blockquote>Helga Jósefns kom hnífur í feitt,
hlotnaðist honum kamers eitt
í Háskólans kjallarahólfi.
Vænum mublum er verelsið skreytt
og vaskur á miðju gólfi.<ref name=":2" /></blockquote>Í lok skólaársins var Gamli Garður endurheimtur eftir fimm ára hersetu, en leysti þó ekki húsnæðisvanda stúdenta. Stúdentar bjuggu enn einhverja vetra í braggaíbúðum.<ref name=":2" />
=== Stúdentaráð 1945-46 ===
Störf stúdentaráðs 1945-46:
* Nefnd stofnuð til að endurreisa íþróttalífið í háskólanum
* Stúdentaráð beindi ósk til háskólaráðs um styrk til að launa söngkennara, sem myndi kenna stúdentum söng.
* Bókamálið - Vegna skorts á námsbókum stofnaði Stúdentaráð nefndir til að greina þær námsbækur sem þörf var á og pantaði inn í stórum stil.
* Rússagildi haldið hátíðlegt þann 1. desember 1945.
* Áramótadansleikurinn haldinn.
* 9. febrúar 1945 var haldinn fagnaðarhátíð vegna endurheimtar Gamla Garðs.
* Smærri dansleikir haldnir öðru hverju í Gamla Garði.<ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Garður - Tímarit Stúdentaráðs Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur|útgefandi=Stúdentaráð Háskóla Íslands og Stúdentafélag Reykjavíkur|bls=11-16|höfundur=Ragnar Jóhannesson|ár=apríl 1946|árgangur=II. hefti - apríl 1946}}</ref>
Sunnudaginn 31. mars 1946 boðuðu Stúdentaráð og Stúdentafélag Reykjavíkur til opinbers borgarafundar undir berum himni í Barnaskólaportinu í Reykjavík. Eigendur samkomuhúsanna í Reykjavík höfðu neitað stúdentum um húsnæði fyrir þennan fund. Fundurinn varðaði herstöðvamálið svokallaða en forystumenn í félagsskap stúdenta höfðu tekið höndum saman um að ýta við þjóðinni í þessu máli - og þá einkum ríkisstjórninni og Alþingi.<ref name=":3" />
Fundurinn tókst vel til og var fjölsóttur og glæsilegur. Ræðumenn voru: Guðmundur Ásmundsson, formaður Stúdentaráðs, dr. Jakob Sigurðsson, formaður Stúdentafélags Reykjavíkur, Sigurbjörgn Einarsson dósent, Kristján Eiríksson, Jóhannes Elíasson, dr. Sigurður Þórarinsson og Jón P. Emilsson. Ræðumenn kröfðust þess einróma að Bandaríkjamenn kölluðu her sinn héðan tafarlaust. Þeir lýstu því yfir að "við viljum engan erlendan her hafa á Íslandi".<ref name=":3" />
Sama dag hófu stúdentaráðið, Stúdentafélagið og stjórnmálafélögin í háskólanum útgáfu blaðsins "Við mótmælum allir".<ref name=":3" />
=== Stúdentaráð 1946-47 ===
Að minnsta kosti einu sinni hefur það gerst að fleiri en 2 fylkingar hafa verið í framboði á sama tíma, en árið 1946 voru fjórar fylkingar í framboði. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, Félag frjálslyndra stúdenta, Stúdentafélag lýðræðissinnaðra stúdenta og Félag róttækra stúdenta. Aðdragandinn var sá að flugvallarsamningurinn hafði nýlega verið gerður við Bandaríkin og valdið miklu róti í háskólanum. Þegar átökin stóðu sem hæst, var stofnað Þjóðvarnarfélag háskólastúdenta og formaður þess kjörinn Hermann Pálsson. Á stofnfundi félagsins var stjórninni falið að athuga hvort rétt væri að félagið byði fram lista við stúdentaráðskosningarnar, annað hvort eitt saman eða í bandalagi við eitt eða fleiri pólitísk félög. Stjórnin átti viðræður við fulltrúa allra pólitísku félaganna og lagði síðan fyrir félögin uppkast að málefnasamningi um framboð til stúdentaráðskoninga.<ref name=":1" /> Í uppkastinu sagði:<blockquote>"Þjóðvarnarfélag háskólastúdenta, Félag frjálslyndra stúdenta, Félag róttækra stúdenta, Stúdentafélag lýðræðissinnaðra stúdenta og Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, ákveða að bera fram sameiginlegan lista til næstu stúdentaráðskosninga.
Orsakirnar til þessarar nýbreytni er sú hætta, sem félögin telja þjóðinni stafa af flugvallarsamningnum við Bandaríkin, sem knýr alla þjóðrækna Íslendinga til einingar. Félögin telja, að hér sé um að ræða svo mikilvægt mál, að víkja beri öllum dægurmálum til hliðar. Félögin telja sér skylt að berjast markvisst fyrir því:
# að samningurinn verði túlkaður og haldinn eftir þeim skilningi, sem Íslendingum kemur bezt.
# að samningnum verði sagt upp, svo fljótt sem ákvæði samningsins leyfa,
# að dvöl Bandaríkjaliðsins, sem hingað verður sent, trufli sem minnst íslenzk þjóðlíf,
# að slíkir samningar verði ekki gerðir framvegis.
Félögin ákveða að 1. desember skuli verða almennur baráttudagur gegn áhrifum samningsins."<ref name=":1" /></blockquote>Þá var einnig tekið fram hver skipun listans skyldi vera, en allir áttu að vera félagsmenn í Þjóðvarnarfélagi háskólastúdenta en Vaka átti að fá fimm fulltrúa, Félag róttækra stúdenta tvo, Félag frjálslyndra stúdenta einn og Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sósíalista einn. Félagsfundur Vöku hafnaði þessu tilboði og tók fram að hann treysti fulltrúum Vöku eins vel til að standa vörð um frelsi og fullveldi Íslands og berjast fyrir hagsmunamálum stúdenta, hvort sem þeir væru í Þjóðvarnarfélaginu eða ekki. Hin félögin þrjú tóku tilboðinu, en ekki varð þó af samvinnu þeirra í milli eftir að Vaka hafnaði tilboðinu. Við kosningarnar komu því fram fjórir listar, en Þjóðvarnarfélagið dró sig í hlé.<ref name=":1" />
Síðan fór það svo að kosningarnar fóru af stað og voru fylkingar harðorðar um andstæðinga. Í blaði róttækra, ''Nýja stúdentablaðinu'', var sérstaklega skotið á Vökumenn, en þar sagði "Ef þú greiðir málstað Vöku atkvæði, skilur þjóðin öll það sem hreina uppgjöf við málstað stúdenta. Heiður vor er í veði." Í blaði Vöku var flestum greinum beint gegn róttækum: "Það er skylda allra stúdenta, sem vilja forða stúdentaráði frá því að verða handbendi kommúnista, að styðja eina andstæðing kommúnista, Vöku o.s.fr.v."<ref name=":1" />
Þann 2. nóvember kl. 14:00 hófst kjörfundur, en öll félögin höfðu undirbúið kosningarnar vandlega. Kosningaskrifstofur störfuðu og bílar voru á fleygiferð að sækja kjósendur og reynt var að róa í þeim, sem ekki enn voru búnir að taka ákvörðun um hvert þeirra atkvæði myndi renna. Sú venja hafði verið allgömul þá, að Vaka héldi dansleik að kvöldi kosningadagsins áður fyrr hafði hann oft verið auglýstur sem „sigurhátíð Vöku“, en þar sem reynslan staðfesti ekki alltaf réttmæti þessara orða, hafði aðeins „dansleikur“ verið auglýstur síðustu árin þar á undan. Á dansleiknum var fullt út að dyrum en niðurstöðurnar voru kynntar þar, en Vaka hlaut 194 atkvæði og fimm menn kjörna, Félag róttækra stúdenta hlaut 100 atkvæði og þrjá menn, Stúdentafélag lýðræðissinnaðra stúdenta hlaut 57 atkvæði og einn mann, en félag frjálslyndra hlaut 32 atkvæði og engan mann kjörinn.<ref name=":1" />
Hlutu því eftirfarandi kjör í Stúdentaráð 1946-47:
* Geir Hallgrímsson (Vaka) - formaður
* Gunnar Sigurðsson (Vaka)
* Ásgeir Pétursson (Vaka)
* Guðlaugur Þorvaldsson (Vaka)
* Skúli Guðmundsson (Vaka) - gjaldkeri
* Ingi R. Helgason (Félag róttækra stúdenta)
* Björn Jónsson (Félag róttækra stúdenta)
* Hermann Pálsson (Félag róttækra stúdenta) - ritari
* Þorvaldur G. Kristjánsson (Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sósíalista)<ref name=":1" />
==== Almennur stúdentafundur 20. desember 1946 ====
Seinna sama ár, þegar það verða deilur um hvort að Sigurður Bjarnason, alþingismaður, ætti að fá að flytja ávarp á fullveldisfögnuði stúdenta þann 1. desember, berst stúdentaráði skjal frá 23 háskólastúdentum sem kröfðust þess, að almennur fundur háskólastúdenta yrði haldinn um málið, þar sem sú ráðstöfun yrði borin undir atkvæði. Í lögum Stúdentaráðs er ákvæði sem tekur til almenns funds stúdenta, en hann hefur æðsta vald í málefnum þeirra, og getur breytt löglegum samþykktum stúdentaráðsins, enda sæki fundinn fjórðungur skrásettra háskólastúdenta (þá). Þá hafði Hermann Pálsson, ritari stúdentaráðs sagt af sér í mótmælaskyni við valið á Sigurði, en Geir Hallgrímsson, formaður stúdentaráðs, lýsti því yfir að hann mundi segja af sér formennsku í ráðinu, ef fundurinn hafnaði Sigurði.<ref name=":1" />
Hinn 20. nóvember var svo haldinn fjölmennur fundur háskólastúdenta, þar sem tillaga um hvort að enginn þeirra alþingismanna sem kaus með samningnum mætti flytja ávarp. Heitar umræður voru um tillöguna og Geir ítrekaði sína hótun um afsögn sína. Ýmsir skoruðu á Geir að draga hótun sína aftur, en hann gerði það ekki. Í fundarlok var tillagan borin undir atkvæði og felld með nokkrum atkvæðismun, en 69 atkvæði voru með tillögunni og 82 gegn.<ref name=":1" />
=== Stúdentaráð 1964-65 ===
Þann 21. febrúar 1964 kom nýtt stúdentaráð saman á fyrsta fund og skipti með sér verkum þannig að formaður var Auðólfur Gunnarsson, varaformaður Jón OIddsson, ritari Örn Marínósson, og gjaldkeri Geir Gunnlaugsson.
Þá var í fyrsta skiptið, samkvæmt nýjum breytingum á lögum stúdentaráðs, kjörinn sérstakur yfirmaður utanríkismála, og yfirmaður almennra félagsmála. Jón Oddsson var skipaður yfirmaður utanríkismála og Vésteinn Ólason yfirmaður almennra félagsmála.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4344127?iabr=on#page/n0/mode/2up|title=Stúdentablaðið - 2. Tölublað (01.04.1964) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2025-06-06}}</ref>
Þá voru eftirfarandi nefndir skipaðar; Fríðindanefnd, Bókmenntarkynningarnefnd, Bridgenefnd, Skáknefnd, Málfundanefnd, Leiklistarnefnd, Útvarpsnefnd, Hjónagarðsnefnd og Utanríkisnefnd. Meðal nefndarmanna voru [[Friðrik Sófusson]], síðar varaformaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]], sem sat í málefnanefnd, og [[Bogi Nilsson]], seinna ríkissaksóknari og pabbi [[Bogi Nils Bogason|Boga Nils Bogason]] forstjóra Icelandair, sat í Bridgenefndinni.
== Stúdentaráð á 21. öldinni ==
=== Stúdentaráð 2017-18 ===
Árið 2017 sigraði Röskva kosningar til Stúdentaráðs eftir átta ár Vöku í meirihluta og fékk 18 af 27 fulltúum í Stúdentaráði.
=== Stúdentaráð 2021-22 ===
Röskva vann stórsigur í kosningum til stúdentaráðs með 16 af 17 fulltrúum til stúdentaráðs.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/03/25/roskva_vann_storsigur/|title=Röskva vann stórsigur|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2025-05-28}}</ref>
=== Stúdentaráð 2022-23 ===
Árið 2023-24 hélt Röskva aftur ofurmeirihluta sínum í kosningum til stúdentaráðs, og missti aðeins einn fulltrúa en var þá með 15 fulltrúa á móti 2 fulltrúum Vöku. Heildarkjörsókn var 21,70% þar sem alls voru 2.626 atkvæði greidd en 17,95% í kosningum til háskólaráðs þar sem 2.572 voru greidd.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/03/25/roskva_sigradi_med_yfirburdum/|title=Röskva sigraði með yfirburðum|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2025-05-28}}</ref>
Eftifarandi aðilar hlutu kjör í stúdentaráð 2022-23:<ref>{{Vefheimild|url=https://student.backend.jldevelopment.is/wp-content/uploads/2022/08/Studentaradsfundur-20.04.2022-Kjorfundur.pdf|titill=Fundargerð kjörfundar|höfundur=SHÍ|mánuður=apríl|ár=2022}}</ref>
* Lilja Hrönn Ö. Hrannarsdóttir (Röskva)
* Viktor Ágústsson (Röskva)
* Dagur Kárason (Vaka)
* Diljá Ingólfsdóttir (Röskva)
* Elías Snær Torfason (Röskva)
* Andri Már Tómasson (Röskva)
* Sigríður Helga Ólafsson (Röskva)
* Dagný Þóra Óskarsdóttir (Röskva)
* Rakel Anna Boulter (Röskva)
* Draumey Ósk Ómarsdóttir (Röskva)
* Magnús Orri Aðalsteinsson (Röskva)
* Auður Eir Sigurðardóttir (Röskva)
* Bergrún Anna Birkisdóttir (Vaka)
* Ísak Kárason (Röskva)
* Brynhildur R. Þorbjarnardóttir (Röskva)
* S. Maggi Snorrason (Röskva)
* Dagmar Óladóttir (Röskva)
Í háskólaráð hlutu kjör:
* Brynhildur K Ásgeirsdóttir (Röskva)
* Katrín Björk Kristjánsdóttir (Röskva)
Forysta stúdentaráðs var eftirfarandi:
* Rebekka Karlsdóttir (forseti)
* Gréta Dögg Þórisdóttir (varaforseti)
* María Sól Antonsdóttir (lánasjóðsfulltrúi)
* Katrín Björk Kristjánsdóttir (hagsmunafulltrúi)
=== Stúdentaráð 2023-24 ===
Árið 2023-24 vann Röskva kosningar til stúdentaráðs en tapaði þó nokkrum sætum, en Röskva hafði þá 12 fulltrúa gegn 5 fulltrúum Vöku.
Eftirfarandi aðilar hlutu kjör í stúdentaráð 2023-24:<ref>{{Vefheimild|url=https://student.backend.jldevelopment.is/wp-content/uploads/2023/06/Fundargerd-19.-april-2023-kjorfundur-Studentarads.pdf|titill=Fundargerð kjörfundar|höfundur=SHÍ|mánuður=apríl|ár=2023}}</ref>
* Arna Dís Heiðarsdóttir (Röskva)
* Daníel Hjörvar Guðmundsson (Vaka)
* Emilía Björt Írisard. Bachmann (Röskva)
* Júlíus Viggó Ólafsson (Vaka)
* Kristmundur Pétursson (Röskva)
* Sigríður Helga Kárdal Ásgeirsd. (Röskva)
* Daníel Thor Myer (Röskva)
* Elísabet Sara Gísladóttir (Vaka)
* Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa (Vaka)
* Tanja Sigmundsdóttir (Röskva)
* Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir (Röskva)
* María Rós Kaldalóns (Röskva)
* Davíð Ásmundsson (Röskva)
* Eiður Snær Unnarsson (Vaka)
* Guðni Thorlacius (Röskva)
* Júlía Karín Kjartansdóttir (Röskva)
* Steinunn Kristín Guðnadóttir (Röskva)
Forysta stúdentaráðs:
* Rakel Anna Boulter (forseti)
* Dagmar Óladóttir (varaforseti)
* Gísli Laufeyjarson Höskuldsson (lánasjóðsfulltrúi)
* Rannveig Klara Guðmundsdóttir (hagsmunafulltrúi)
=== Stúdentaráð 2024-25 ===
Árið 2024-25 markar fyrsta ár Vöku í meirihluta síðan 2017, en Röskva hefði þar verið í meirihluta í 7 ár. Meirihlutinn vannst naumlega en Vaka hlaut þá 9 fulltrúa gegn 8 fulltrúum Röskvu.
Eftirfarandi aðilar hlutu kjör í stúdentaráð 2024-25:<ref>{{Vefheimild|url=https://student.backend.jldevelopment.is/wp-content/uploads/2024/05/12.-Stu%CC%81dentara%CC%81dsfundur-16.4.2024-kjo%CC%88rfundur.pdf|titill=Fundargerð kjörfundar stúdentaráðs|höfundur=SHÍ|mánuður=Apríl|ár=2024}}</ref>
* Júlíus Viggó Ólafsson (Vaka)
* Katla Ólafsdóttir (Röskva)
* Ragnheiður Geirsdóttir (Vaka)
* Birkir Snær Brynleifsson (Vaka)
* Patryk Lukasz Edel (Röskva)
* Styrmir Hallsson (Röskva)
* Tinna Eyvindardóttir (Vaka)
* Eiríkur Kúld Viktorsson (Vaka)
* Gunnar Ásgrímsson (Vaka)
* Magnús Bergmann Jónasson (Röskva)
* Ásthildur Bertha Bjarkadóttir (Vaka)
* Kristín Fríða Sigurborgardóttir (Röskva)
* Jóhann Almar Sigurðsson (Vaka)
* Ester Lind Eddudóttir (Röskva)
* Ísleifur Arnórsson (Röskva)
* Sóley Anna Jónsdóttir (Röskva)
* Anna Sóley Jónsdóttir (Vaka)
Eftirfarandi aðilar hlutu kjör í forystu stúdentaráðs:
* Arent Orri Jónsson Claessen (forseti)
* Sigurbjörg Guðmundsdóttir (varaforseti)
* Júlíus Viggó Ólafsson (lánasjóðsfulltrúi)
* Valgerður Laufey Guðmundsdóttir (hagsmunafulltrúi)
Einnig voru ráðnir aðrir starfsmenn ráðsins, Snæfríður Blær Tindsdóttir sem alþjóðafulltrúi, [[Vésteinn Örn Pétursson]] sem ritsjóri Stúdentablaðsins og Daníel Hjörvar Guðmundsson í stöðu framkvæmdastjóra. Síðar á starfsárinu var Karen Lind Skúladóttir ráðin sem fyrsti kjarafulltrúi SHÍ.
=== Stúdentaráð 2024-25 ===
Vaka hélt velli í kosningum til stúdentaráðs og jók við meirihluta sinn með 1 fulltrúa, en 10 Vökuliðar hlutu kjör gegn 7 fulltrúum Röskvuliðum.
== Fylkingar ==
Stúdentaráð hefur tekið ýmsum breytingum í áranna rás en þó hefur eitt fyrirbæri sett svip á tilveru ráðsins frá árinu 1933, það eru listakosningar til Stúdentaráðs. Lengst af hafa fylkingar barist um meirihluta í ráðinu og þó að málefnin hafa verið ólík milli ára er saga þessara fylkinga orðin samofin Stúdentaráði.<ref name=":4">Gunnar Hörður Garðarsson. ''Framboð gegn kerfinu. Fylkingar i Stúdentaráði Háskóla Íslands'' <u>(</u>Háskóli Íslands, 2015).</ref>
Undanfarna þrjá áratugi hafa það verið fylkingarnar [[Vaka (stúdentahreyfing)|Vaka]] og [[Röskva (stúdentahreyfing)|Röskva]] sem hafa notið mest fylgis og skiptst á að hafa meirihluta nokkur ár í senn. Aðrar fylkingar hafa þó iðulega boðið fram svo sem H-listinn, [[Skrökva]] og [[Öskra]] í seinni tíð. Á árum áður voru starfandi fylkingarnar Umbótasinnar, Félag vinstrimanna, Vinstrimenn og Félag róttækra stúdenta, Félag róttækra, krata og þjóðernissinnaðra stúdenta, Félag frjálslyndra stúdenta, Félag frjálslyndra og krata, Félag róttækra stúdenta og Hægri menn..
Á árunum 1960 til 1974 var kosningum háttað öðruvísi en áður, en þá voru kosnir einstaklingar í stað fylkinga. Þetta leiddi þó ekki til þess að fylkingafyrirkomulagið lagðist af, heldur í raun efldist vinstrivængurinn ef eitthvað var því að allir einstaklingar sem töldust ekki til Vökuliða í framboði voru skilgreindir sem andstæðingar Vöku. Hópuðust því allir andstæðingar Vöku undir hatt vítt skilgreindra vinstrimanna. Þessu fyrirkomulagi var þó breytt aftur árið 1974 og var þá kosið á milli Vöku og Vinstrimanna. Frá því að fylkingafyrirkomulagið tók við aftur árið 1974 hafa níu ný framboð litið dagsins ljós.<ref name=":4" />
Árið 2013 voru einstaklingsframboð aftur leyfð, en það var meðal helstu baráttumála H-listans og Skrökvu.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/01/20/skrokva_leggur_sig_nidur/|title=Skrökva leggur sig niður|date=2012-01-20|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-03-25}}</ref> Síðan þá hafa þrisvar sinnum borist einstaklingsframboð, árin 2016, 2023 og 2024 öll á hugvísindasviði, en engin þeirra hefur hlotið kjör.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20161893334d|title=Stofnaði félag nemenda með íslenskuna sem annað mál - Vísir|author1=Þórgnýr Einar Albertsson|date=2016-02-15|website=visir.is|language=is|access-date=2023-03-25}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/23/roskva_heldur_velli/|title=Röskva heldur velli|date=2023-03-23|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-03-25}}</ref>
=== Vaka ===
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta var stofnað árið 1935 og hefur verið starfandi síðan þá. Frá stofnun hefur félagið á hverju ári staðið fyrir framboði til Stúdentaráðs.
Vaka var stofnuð árið 1935 sem svar við öðrum nýlega stofnuðum hreyfingum: Félagi róttækra háskólastúdenta , sem aðhylltist sósíalísk og kommúnísk gildi, og Félagi þjóðernissinnaðra stúdenta , sem barðist fyrir þjóðernissinnuðum gildum. Fremstur í flokki var Jóhann Hafstein, þá laganemi en síðar forsætisráðherra. Fyrir vikið varð undirheiti félagsins „félag lýðræðissinnaðra stúdenta“.
Vaka hefur þó tekið breytingum yfir tímann, en það urðu þáttaskil í starfi Vöku um miðjan 9. áratug síðustu aldar. Vaka hóf þá baráttu fyrir því að fá pólitíkina úr hagsmunabaráttu nemenda. En árunum á undan hafði Stúdentaráð til að mynda opinberlega stutt við Samtök hernaðarandstæðinga sem og berist gegn Álverinu á Grundartanga.
=== Verðandi ===
Verðandi, félag vinstri sinnaðra stúdenta, var stofnað árið 1969.
=== Vinstrimenn ===
Vinstrimenn buðu fyrst fram sem fylking árið 1974, þegar hætt var að kjósa einstaklinga til starfa innan stúdentaráðs og aftur var farið að kjósa fylkingar. Þó höfðu Vinstrimenn starfað sem heild á árunum 1960-1974 og verið sameinaðir í andstöðu sinni við Vöku á þeim tíma. Árið 1974 fóru Vinstrimenn stefnulausir sem fylking inn í kosningarnar en báru þó sigur úr bítum. Fyrsti formaður í meirihluta Vinstrimanna var Arnlín Óladóttir, læknanemi, sem jafnframt var fyrst kvenna til að gegna embætti formann Stúdentaráðs Háskóla Íslands.<ref name=":4" />
Opinber stefnumál Vinstrimanna sneru aðallega að því að vera á móti kerfinu, en þrátt fyrir skort á skýrri stefnu voru Vinstrimenn þó frekar róttækir í sinni stjórnartíð en ber hæst að nefna róttæka aðgerð undir forystu [[Össur Skarphéðinsson|Össurar Skarphéðinssonar]]. Össur hafði komið sér fyrir á þingpöllum Alþingis og hélt ræðu þar fyrir þingheim, á meðan aðrir stúdentar komu í veg fyrir að þingverðir næðu til hans. Tilefni ræðunnar var aðgerðaleysi ríkisins í lánasjóðsmálum og vakti aðgerðin mikla eftirtekt. <ref name=":4" />
Það var alltaf stutt í ágreining innan fylkingarinnar en Vinstrimenn störfuðu ekki sem ein heild nema sem andstæðingar Vöku. Á árunum 1974-1980 var fylgi Vinstrimanna að meðaltali 55%, en fylgi fylkingarinnar fór þó dvalandi síðustu árin. Það var svo árið 1979 að ungliðar stjórnmálahreyfinga á landsvísu, sem töldu sig vera vinstriflokka, sameinuðust um stofnun Félags vinstrimanna og buðu fram til stúdentaráðs. Þessir ungu vinstrisinnar töldu þörf á því að stofna alvöru vinstrisinnað afl innan Háskóla Íslands og sögðu skilið við Vinstrimenn. <ref name=":4" />
=== Félag vinstrimanna ===
Félags vinstrimanna, sem ekki má rugla við félaginu Vinstrimenn, var stofnað árið 1979 vegna ágreinings innan Vinstrimanna. Félag vinstrimanna var þá skipað ungliðum sem aðhylltust þáverandi vinstriflokka, þó ekki hafi verið bein tengsl þar á milli. Í kjölfarið var félagsskapur Vinstrimanna lagður niður.<ref name=":4" />
=== Umbótasinnar ===
Félag umbótasinna var stofnað árið 1981, en það voru aðilar sem sáu sér ekki fært að vera í slagtogi með Félagi vinstrimanna en höfðu áður átt heima innan Vinstrimanna. Umbótasinnar sátu næstu ár í meirihluta ráðsins með Vöku og Félagi vinstrimanna á víxl og í stjórnartíð Félags vinstrimanna og Umbótasinna árið 1988 var Röskva, samtök félagshyggjufólks, stofnuð árið 1988 með samruna Félags vinstrimanna og Umbótasinna.<ref name=":4" />
=== Röskva, samtök félagshyggjufólks ===
Röskva var stofnuð árið 1988 með samruna Félags vinstrimanna og Umbótasinna, en Röskva kom til með að hafa meirihluta fulltrúa í stúdentaráði öll árin 1992-2002 en svo var það fyrir tilstilli Háskólalistans árið 2005 að þrjár fylkingar áttu sæti í stjórn stúdentaráðs og meirihluti var ekki myndaður.
== Formenn SHÍ gegnum tíðina ==
Forseti (áður formaður) Stúdentaráðs er ábyrgðarstaða sem margt þjóðþekkt fólk hefur gegnt gegnum tíðina. Meðal fyrri formanna má nefna: [[Össur Skarphéðinsson]], [[Hildur Björnsdóttir|Hildi Björnsdóttur]], [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir|Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur]], [[Árni Grétar Finnsson|Árna Grétar Finnsson]], [[Dagur B. Eggertsson|Dag B. Eggertsson]] og [[Jónas Fr. Jónsson]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.student.is/formenn_shi_fra_1920_1|titill=Formenn SHÍ frá 1920|höfundur=|útgefandi=|mánuður=|ár=|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref>
Hörður Sigurgestsson var fyrstur til að gegna embætti forseta tvö ár í röð, árin 1960-1962<ref>{{Bókaheimild|titill=Í háskólanum. Stúdentaráð Háskóla Íslands 75 ára 1920-1995.|höfundur=Jón Ólafur Ísberg|ár=1995}}</ref>. Fyrsta kona til að gegna embætti forseta var Arnlín Óladóttir starfsárið 1974-1975.<ref>{{Cite web|url=https://studentabladid.is/efni/2020/12/29/fyrrum-forsetar-sh-afturhvarf-til-fortar|title=Fyrrum forsetar SHÍ: Afturhvarf til fortíðar|author1=Atli Freyr Þorvaldsson |date=29. desember 2020|website=Stúdentablaðið|language=|access-date=2023-02-20|archive-date=2023-02-20|archive-url=https://web.archive.org/web/20230220030834/https://studentabladid.is/efni/2020/12/29/fyrrum-forsetar-sh-afturhvarf-til-fortar|url-status=dead}}</ref>
{| class="wikitable sortable"
|-
! Ár
! Nafn
! Fylking
|-
| 2024– || Arent Orri Jónsson Claessen || Vaka
|-
| 2023–2024 || Rakel Anna Boulter || Röskva
|-
| 2022–2023 || Rebekka Karlsdóttir || Röskva
|-
| ... || ... || ...
|}
{| class="wikitable sortable mw-collapsible"
|+Formenn SHÍ
!Nr.
!Nafn
!Frá
!Til
!Fylking
|-
|99
|[[Arent Orri Jónsson Claessen]]
|2024
|
|Vaka
|-
|98
|Rakel Anna Boulter
|2023
|2024
||Röskva
|-
|97
|Rebekka Karsldóttir
|2022
|2023
|Röskva
|-
|100
|Isabel Alejandra Diaz
|2020
|2022
|Röskva
|-
|99
|Jóna Þórey Pétursdóttir
|2019
|2020
|Röskva
|-
|98
|Elísabet Brynjarsdóttir
|2018
|2019
|Röskva
|-
|97
|Ragna Sigurðardóttir
|2017
|2018
|Röskva
|-
|96
|Kristófer Már Maronsson
|2016
|2017
|Vaka
|-
|95
|Aron Ólafsson
|2015
|2016
|Vaka
|-
|94
|Ísak Einar Rúnarsson
|2014
|2015
|Vaka
|-
|93
|María Rut Kristinsdóttir
|2013
|2014
|Vaka
|-
|92
|Sara Sigurðardóttir
|2012
|2013
|Vaka
|-
|91
|Lilja Dögg Jónsdóttir
|2011
|2012
|Vaka
|-
|90
|Jens Fjalar Skaptason
|2010
|2011
|Vaka
|-
|89
|[[Hildur Björnsdóttir]]
|2009
|2010
|Vaka
|-
|88
|[[Björg Magnúsdóttir]]
|2008
|2009
|Röskva
|-
|87
|Dagný Ósk Aradóttir
|2007
|2008
|Röskva
|-
|86
|Sigurður Örn Hilmarsson
|2006
|2007
|Vaka
|-
|85
|Elías Jón Guðjónsson
|2005
|2006
|H-listinn
|-
|84
|Jarþrúður Ásmundsdóttir
|2004
|2005
|Vaka
|-
|83
|Davíð Gunnarsson
|2003
|2004
|Vaka
|-
|82
|Brynjólfur Stefánsson
|2002
|2003
|Vaka
|-
|81
|Þorvarður Tjörvi Ólafsson
|2001
|2002
|Röskva
|-
|80
|Eiríkur Jónsson
|2000
|2001
|Röskva
|-
|79
|Finnur Beck
|1999
|2000
|Röskva
|-
|78
|Ásdís Magnúsdóttir
|1998
|1999
|Röskva
|-
|77
|Haraldur Guðni Eiðsson
|1997
|1998
|Röskva
|-
|76
|Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
|1996
|1997
|Röskva
|-
|75
|[[Guðmundur Steingrímsson]]
|1995
|1996
|Röskva
|-
|74
|[[Dagur B. Eggertsson]]
|1994
|1995
|Röskva
|-
|73
|[[Páll Magnússon]]
|1993
|1994
|Röskva
|-
|72
|Pétur Þ. Óskarsson
|1992
|1993
|Röskva
|-
|71
|[[Steinunn Valdís Óskarsdóttir]]
|1991
|1992
|Röskva
|-
|70
|[[Sigurjón Þ. Árnason]]
|1990
|1991
|Vaka
|-
|69
|[[Jónas Fr. Jónsson]]
|1989
|1990
|Vaka
|-
|68
|[[Sveinn Andri Sveinsson]]
|1988
|1989
|Vaka
|-
|67
|Ómar Geirsson
|1987
|1988
|Umbótasinnar
|-
|66
|Eyjólfur Sveinsson
|1986
|1987
|Vaka
|-
|65
|[[Björk Vilhelmsdóttir]]
|1986
|1986
|Félag vinstrimanna
|-
|64
|Guðmundur Jóhannsson
|1985
|1986
|Vaka
|-
|63
|Stefán Kalmansson
|1984
|1985
|Vaka
|-
|62
|Aðalsteinn Steinþórsson
|1983
|1984
|Umbótasinnar
|-
|61
|Gunnar Jóhann Birgisson
|1982
|1983
|Vaka
|-
|60
|[[Finnur Ingólfsson]]
|1981
|1982
|Umbótasinnar
|-
|59
|Stefán Jóhann Stefánsson
|1980
|1981
|Félag vinstrimanna
|-
|58
|Þorgeir Pálsson
|1979
|1980
|Félag vinstrimanna
|-
|57
|Bolli Héðinsson
|1978
|1979
|Vinstrimenn
|-
|56
|[[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]]
|1977
|1978
|Vinstrimenn
|-
|55
|[[Össur Skarphéðinsson]]
|1976
|1977
|Vinstrimenn
|-
|54
|Gestur Guðmundsson
|1975
|1976
|Vinstrimenn
|-
|53
|Arnlín Óladóttir
|1974
|1975
|Vinstrimenn
|-
|52
|Halldór Ármann Sigurðsson
|1973
|1974
|Vinstrimenn
|-
|51
|Skúli Johnsen
|1965
|1966
|
|-
|50
|Björn Teitsson
|1964
|1965
|
|-
|49
|Auðólfur Gunnarsson
|1964
|1965
|
|-
|48
|Ellert B. Schram
|1963
|1964
|Vaka
|-
|47
|Jón E. Ragnarsson
|1961
|1962
|Vaka
|-
|46
|Hörður Sigurgestsson
|1960
|1961
|Vaka
|-
|45
|[[Árni Grétar Finnsson]]
|1959
|1960
|Vaka
|-
|44
|Ólafur Egilsson
|1958
|1959
|Vaka
|-
|43
|Birgir Ísleifur Gunnarsson
|1957
|1958
|Vaka
|-
|42
|Bjarni Beinteinsson
|1956
|1957
|Vaka
|-
|41
|Björgvin Guðmundsson
|1955
|1956
|Róttækir, kratar og þjóðvörn
|-
|40
|Skúli Benediktsson
|1954
|1955
|Frjálsl. og kratar
|-
|39
|Björn Hermannsson
|1953
|1954
|Félag frjálslyndra stúdenta
|-
|38
|Matthías Jóhannesson
|1952
|1953
|Vaka
|-
|37
|Bragi Sigurðsson
|1952
|1952
|Vaka
|-
|36
|Höskuldur Ólafsson
|1951
|1952
|Vaka
|-
|35
|Árni Björnsson
|1950
|1951
|Vaka
|-
|34
|Hallgrímur Sigurðsson
|1949
|1950
|Frjálsl. og kratar
|-
|33
|Bjarni V. Magnússon
|1949
|1949
|Frjálsl. og kratar
|-
|32
|Gísli Jónsson
|1948
|1948
|Vaka
|-
|31
|Tómas Tómasson
|1947
|1948
|Vaka
|-
|30
|Geir Hallgrímsson
|1946
|1947
|Vaka
|-
|29
|Guðmundur Ásmundsson
|1945
|1946
|Vaka
|-
|28
|Bárður Daníelsson
|1944
|1945
|Félag róttækra stúdenta
|-
|27
|Páll S. Pálsson
|1943
|1944
|Vinstri menn
|-
|26
|Ásberg Sigurðsson
|1942
|1943
|Vaka
|-
|25
|Einar Ingimundarson
|1941
|1942
|Vaka
|-
|24
|Þorgeir Gestsson
|1940
|1941
|Vaka
|-
|23
|Hannes Þórarinsson
|1940
|1940
|Vaka
|-
|22
|Bárður Jakobsson
|1939
|1939
|Vaka
|-
|21
|Sigurður Bjarnason
|1938
|1939
|Vaka
|-
|20
|Ólafur Bjarnason
|1937
|1938
|Vaka
|-
|19
|[[Jóhann Hafstein]]
|1936
|1937
|Vaka
|-
|18
|Ragnar Jóhannesson
|1936
|1936
|Félag róttækra stúdenta
|-
|17
|Björn Sigurðsson
|1935
|1936
|Félag róttækra stúdenta
|-
|16
|Eggert Steinþórsson
|1934
|1935
|Academia
|-
|15
|Baldur Johnsen
|1933
|1934
|Hægri menn
|-
|14
|Valdimar Stefánsson
|1933
|1933
|
|-
|13
|Sigurður Ólason
|1932
|1933
|
|-
|12
|Jón Geirsson
|1931
|1932
|
|-
|11
|Agnar Kl. Jónsson
|1930
|1931
|
|-
|10
|Bergsveinn Ólafsson
|1929
|1930
|
|-
|9
|Þorgrímur Sigurðsson
|1928
|1929
|
|-
|8
|Sig. Karl Jónasson
|1927
|1928
|
|-
|7
|Einar B. Guðmundsson
|1926
|1927
|
|-
|6
|Þorkell Jóhannesson
|1925
|1926
|
|-
|5
|Gunnlaugur Indriðason
|1924
|1925
|
|-
|4
|Thor Thors Jr.
|1923
|1924
|
|-
|3
|Björn E. Árnason
|1922
|1923
|
|-
|2
|Skúli Guðjónsson
|1921
|1922
|
|-
|1
|Vilhjálmur Þ. Gíslason
|1920
|1921
|
|}
== Tilvísanir ==
<references />
[[Flokkur:Stofnað 1920]]
[[Flokkur:Háskóli Íslands]]
[[Flokkur:Íslensk nemendafélög]]
slx853ud3n1ays9zxc9esyvxuhnb9jd
1919498
1919497
2025-06-06T13:34:55Z
130.208.125.14
/* Formenn SHÍ gegnum tíðina */
1919498
wikitext
text/x-wiki
{{Félagasamtök
| nafn = Stúdentaráð Háskóla Íslands
| skammstöfun = SHÍ
| stofnun = 1920
| staðsetning = Sæmundargata 4, 102 Reykjavík
| titill_leiðtoga = Forseti
| nafn_leiðtoga = Arent Orri Jónsson Claessen
| titill_leiðtoga2 = Varaforseti
| nafn_leiðtoga2 = Sylvía Martinsdóttir
| titill_leiðtoga3 = Hagsmunafulltrúi
| nafn_leiðtoga3 = Valgerður Laufey Guðmundsdóttir
| titill_leiðtoga4 = Lánasjóðsfulltrúi
| nafn_leiðtoga4 = Viktor Pétur Finnsson
| vefsíða = https://student.is
| höfuðstöðvar = Háskólatorg, Sæmundargata 2
| fjöldi starfsfólks = 8
}}
'''Stúdentaráð Háskóla Íslands''' (SHÍ) er [[Almenn félagasamtök|félag]] og vettvangur fyrir hagsmunabaráttu stúdenta við háskólann. Stúdentar kjósa fulltrúa í sviðsráð fyrir hvert fimm sviða [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] og skipa forsetar sviðsráðanna stjórn Stúdentaráðs auk forseta og varaforseta. Stúdentaráð stendur fyrir ýmiskonar starfsemi og viðburðum sem tengjast réttindavörslu og félagslífi stúdenta, en SHÍ heldur einnig og sér um útihátíðina [[Októberfest á Íslandi|Októberfest]], sem hefur verið haldin í Vatnsmýrinni frá árinu 2003.
Meðal helstu baráttumála Stúdentaráðs í gegnum tíðina hafa verið húsnæðismál og lánasjóðsmál.<ref name=":0">{{Cite web|url=https://student.is/saga-shi/|title=Saga Stúdentaráðs|website=student.is|language=is-IS|access-date=2023-02-20}}</ref>
Vaka, félag lýðræðissinniðra stúdenta er nú í meirihluta í stúdentaráði, en Vaka hefur 10 fulltrúa á móti 7 fulltrúum Röskvu, samtökum félagshyggjufólks
Forseti Stúdentaráðs er [[Arent Orri Jónsson Claessen]], fulltrúi Vöku. Varaforseti er Sylvía Martinsdóttir, hagsmunafulltrúi er Valgerður Laufey Guðmundsdóttir og lánasjóðsfulltrúi er Viktor Pétur Finnsson.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/17/arent_orri_kjorinn_forseti_studentarads/|title=Arent Orri kjörinn forseti stúdentaráðs|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-04-17}}</ref>
Stúdentaráð heldur úti réttindaskrifstofu, með aðsetur á Háskólatorgi, fyrir ofan bóksölu stúdenta. Starfsstöður SHÍ eru: Forseti, varaforseti, lánasjóðsfulltrúi, framkvæmdastjóri, hagsmunafulltrúi, alþjóðafulltrúi, ritstjóri [[Stúdentablaðið|Stúdentablaðsins]].<ref>{{Cite web|url=https://student.is/skrifstofa-studentarads/|title=Skrifstofa Stúdentaráðs|website=student.is|language=is|access-date=2023-02-20}}</ref> og kjara- og réttindafulltrúi.<ref>{{Cite web|url=https://student.is/frettir/karen-lind-radin-kjara-og-rettindafulltrui-shi/|title=Karen Lind ráðin kjara- og réttindafulltrúi SHÍ|website=student.is|language=is|access-date=2025-04-25}}</ref>
Fastanefndir sem SHÍ skipar eru níu: Alþjóðanefnd, Félagslífs- og menningarnefnd, Fjármála- og atvinnulífsnefnd, Fjölskyldunefnd, Jafnréttisnefnd, Kennslumálanefnd, Lagabreytinganefnd, Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd, Umhverfis- og samgöngunefnd.<ref>{{Cite web|url=https://student.is/nefndir/|title=Nefndir Stúdentaráðs|website=student.is|language=is|access-date=2023-02-20}}</ref>
Kosningar til Stúdentaráðs fara fram á ári hverju, en kosið er til háskólaráðs annað hvert ár. Stúdentaráðskosningar í gegnum tíðina hafa verið harkalegar eða eins og segir í Garði, tímariti Stúdentaráðs Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur, eru "þær kosningar meðal harðsóttari kosninga hérlendis"<ref name=":1">{{Bókaheimild|titill=Garður|útgefandi=Stúdentaráð Háskólans og Stúdentafélag Reykjavíkur|ár=1947|bls=45|höfundur=Páll Líndal|árgangur=1. hefti}}</ref>.
Í seinni tíð hafa kosningar til Stúdentaráðs nær alltaf verið milli Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, og Röskvu, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, og hefur meirihlutinn flakkað oftast milli fylkinganna tveggja, en Vaka hefur verið í meirihluta 44 ár, og Röskva í 20 ár.
== Helstu tímamót ==
* 1920 - Stofnun SHÍ.
* 1933 - Fyrstu leynilegu kosningarnar
* 1968 - Félagsstofnun stúdenta stofnuð
* 2003 - Fyrsta Októberfest SHÍ
* 2013 - SHÍ sigrar í dómsmáli gegn Lánasjóði íslenskra námsmanna
* 2019 - SHÍ tekur þátt í loftslagsverkföllum
== Saga stúdentaráðs ==
Stúdentaráð var stofnað í desember árið [[1920]], en lagt var til á fundi Stúdentafélags Háskólans að stofnað yrði stúdentaráð við háskólann að erlendri fyrirmynd. Hlutverk ráðsins væri að sinna hagsmunum og að vera málsvari stúdenta, á meðan það var enn í verkahring Stúdentafélags Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur að hlúa að skemmtanalífi og fræðslufélögum nemenda við skólann.
Í nóvember árið 1921 stofnaði Stúdentaráð mötuneytið Mensa academica sem starfaði fram til ársins 1929. Leynilegar kosningar til Stúdentaráðs voru teknar upp árið 1933. Þá urðu til fylkingar sem buðu fram á listum í kosningum. Árið 1951 stofnaði Stúdentaráð vinnumiðlun fyrir háskólanema. [[Félagsstofnun stúdenta|Félagsstofnun Stúdenta]] var stofnuð 1968 af Stúdentaráði og [[Háskólaráð|háskólaráði]].<ref name=":0" /> Árið 2013 stefndi Stúdentaráð íslenska ríkinu og Menntasjóð Námsmanna (áður [[Lánasjóður íslenskra námsmanna|Lánasjóður Íslenskra Námsmanna]]) vegna breytinga á útlánareglum sjóðsins og hafði betur.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/08/30/studentarad_hafdi_betur_gegn_lin/|title=Stúdentaráð hafði betur gegn LÍN|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-02-20}}</ref> Í febrúar 2019 hóf Stúdentaráð loftslagsverkföll ásamt fleiri samtökum og kröfðust þess að [[Alþingi]] lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/islenskir-studentar-i-loftslagsverkfall/|title=Íslenskir stúdentar í loftslagsverkfall - RÚV.is|author1=Auður Aðalsteinsdóttir |date=2019-02-21|website=RÚV|access-date=2023-02-20}}</ref>
== Kosningar til stúdentaráðs ==
{| class="wikitable"
|-
! Ár !! Meirihluti !! Minnihluti !! Formaður
|-
| 2025 || Vaka (10 sæti) || Röskva (7 sæti) || Arent Orri Jónsson Claessen
|-
| 2024 || Vaka (9 sæti) || Röskva (8 sæti) || Arent Orri Jónsson Claessen
|-
| 2023 || Röskva (12 sæti) || Vaka (5 sæti) || Rakel Anna Boulter
|-
| 2022 || Röskva (15 sæti) || Vaka (2 sæti) || Rebekka Karlsdóttir
|-
| 2021 || Röskva (16 sæti) || Vaka (1 sæti) || Isabel Alejandra Díaz
|-
| 2020 || Röskva (14 sæti) || Vaka (3 sæti) || Isabel Alejandra Díaz
|}
== Stúdentaráð á 20. öldinni ==
=== Stofnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands ===
Haustið 1920 var Háskóli Íslands settur í tíunda sinn, en þá voru nemendur 94 og kennarar alls 20. Flestir stúdentar voru félagar í [[Stúdentafélag háskólans|Stúdentafélagi háskólans]]. Á fundi í stúdentafélaginu í janúar 1920 kynnti formaður félagsins, [[Vilhjálmur Þ. Gíslason]], síðar skólastjóri [[Verzlunarskóli Íslands|Verzlunarskólans]] og útvarpsstjóri, starfsemi stúdentaráða við erlenda háskóla. Vilhjálmur taldi heppilegt að stofna Stúdentaráð við háskólann og var samþykkt að hann hefði undirbúning að stofnun þess með höndum í samráði við Háskólaráð, sem þyrfti að samþykkja stofnunina. Háskólaráð tók vel í tillöguna og tilnefni Ólaf Lárusson prófessor til að semja reglurnar með Vilhjálmi. Vilhjálmur og Ólafur sömdu þá reglur fyrir Stúdentaráðið og voru þær fyrst lagðar fyrir almennan stúdentafund og síðan Háskólaráðið. Reglurnar voru lagðar fram á fundi stúdenta um haustið og voru samþykktar eftir miklar umræður. Reglurnar voru svo lagðar fyrir Háskólaráð sem samþykkti þær að lokum með lítilli breytingu þann 2. desember 1920.
Samkvæmt reglunum var ráðið fyrst og fremst hagsmunafélag stúdenta og fulltrúi þeirra gagnvart Háskólaráði sem og tengiliður við Stúdentaráð í öðrum löndum. Ólíkt Stúdentafélagi háskólans og Stúdentafélagi Reykjavíkur var ráðinu ekki ætlað neitt skemmti- eða menningarhlutverk.
Þá var efnt til kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands en kosningin fór fram 11. desember 1920 og voru kosnir átta menn, tveir frá hverri deild en síðan kusu þeir einn til viðbótar, og var tala fulltrúa óbreytt til ársins 1966, þó kosningafyrirkomulagi hafi verið breytt. Allar deildirnar fjórar áttu jafnmarga fulltrúa í ráðinu, þrátt fyrir að vera misstórar.
Eins og áður segir kaus Stúdentaráð svo sjálft einn mann í viðbót til setu í ráðinu og allt til ársins 1932 tilnefndi fráfarandi ráð einn mann í næsta ráð, sem kom oftar en ekki úr fjölmennustu deildunum, læknisfræði og lögfræði, og varð sá maður yfirleitt formaður í næsta ráði.
Stefán Jóhann Stefánsson, annar fulltrúi lagadeildar, sagði sig úr ráðinu "út af ágreiningi, er þar reis og var stjórnmálalegs eðlis. Fannst mér vara gengið á hlut jafnaðarmanna, vildi ekki una því og fór úr ráðinu."
Það mál sem fyrsta Stúdentaráðið eyddi mestum tíma í var að koma upp matstofu fyrir stúdenta, Mensa academica, og varð það að veruleika í byrjun nóvember 1921, eða skömmu áður en ráðið lét af störfum.<ref>{{Bókaheimild|titill=Saga Stúdentaráðs|ár=1994|höfundur=Jón Ólafur Ísberg}}</ref>
{| class="wikitable"
|+Stúdentaráð 1920-21
! Deild !! Fulltrúi !! Staða
|-
| Guðfræðideild || Þorsteinn Jóhannesson ||
|-
| Guðfræðideild || Sveinn Víkingur || Ritari
|-
| Læknadeild || Lúðvíg Guðmundsson || Varaformaður
|-
| Læknadeild || Friðrik Björnsson ||
|-
| Lagadeild || Stefán Jóhann Stefánsson ||
|-
| Lagadeild || Magnús Magnússon ||
|-
| Heimspekideild || Stefán Einarsson ||
|-
| Heimspekideild || Vilhjálmur Þ. Gíslason || Formaður
|-
| Utan kosninga || Skúli V. Guðjónsson ||
|}
=== Stúdentaráð 1944-45 ===
Við kosningarnar haustið 1944 komu fram þrír listar. A-listi, sem Félag frjálslyndra og Alþýðuflokksfélagið studdu, hlaut 83 atkvæði og 2 menn kjörna. Vaka stóð að B-listanum og haut 155 atkvæði og 4 menn kjörna, en róttækir höfðu C-listann og 3 menn kjörna.<ref name=":2">{{Bókaheimild|titill=Garður - Tímarit Stúdentafélags Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur|höfundur=Ragnar Jóhannesson|útgefandi=Stúdentaráð Háskóli Íslands|ár=|árgangur=I. hefti - 1945|bls=74-80}}</ref>
A- og C-listarnir höfðu með sér stjórnarsamvinnu og varð Bárður Daníelsson, oddviti C-listans, formaður Stúdentaráðs.<ref name=":2" />
Starfsemi stúdentaráðs 1944-45:
* Hátíðarhöld 1. desember
* Andyrisballið, dansleikur í anddyri háskólabyggingarinnar á gamlárskvöld.
* Kvöldvaka á Hótel Borg í mars 1945
* Stúdentablaðið var gefið út 1. desember og 17. júní
* Vasabók stúdenta gefin út í fyrsta skipti (í dag gefur Stúdentaráð út sambærilegt rit, eða Akademíuna)
* Boðsundskeppni var haldin í Sundhöll Reykjavíkur að tilhlutun ráðsins, á milli framhaldsskólanna í bænum.
* Síðasta vetrardag önnuðust stúdentar dagskrá útvarpsins
* Stúdentaráð hrinti af stað nýju tímariti, [[Garður, tímarit|tímaritinu Garður]], sem átti að kynna háskólann og störf han betur en kostur hafði verið áður.
* Tillögur Stúdentaráðs til ríkisstjórnarinnar: Lyfjafræðiskóli Íslands yrði gerð að sérstakri deild í HÍ, að allsherjarrannsókn yrði gerð á því hvar brýnust væri þörf á háskólamenntuðu fólki svo stúdentar gætu haft það til hliðsjónar við val á námi. Ráðherra varð við seinni tillögunni.<ref name=":2" />
Með lögum frá 14. desember 1944 var verkfræðideild stofnuð við Háskóla Íslands, en við innritun voru þá í háskólanum 388 stúdentar.<ref name=":2" />
==== Rússamálið ====
Þann 6. mars 1945 var haldinn almennur stúdentafundur, sem varð allsögulegur. Þar voru rædd ýmis mál og þar á meðal tillaga, sem fram hafði komið um það að leggja niður Stúdentafélag Háskólans. Félag þetta var athafnalítið því að Stúdentaráð er fyrst og fremst málsvari stúdenta, en félagslíf skólans var einkum bundið við hin pólitísku félög. Stúdentafélagið var gamalt innan skólans og helsta starf þess að halda fagnaðarhátíð á hverju hausti í tilefni af komu nýrra stúdenta, og nefndist þetta hóf "Rússagildi". Framsögumaður tillögunnar var Jón J. Emilsson, fulltrúi Alþýðuflokksins í Stúdentaráði. Hann taldi að stjón félagsins hefði stundum misnotað aðstöðu sína og komið fram fyrir hönd stúdenta án umboðs. Nefndi hann í því samhengi Rússlandssöfnunina. Sneri Jón ræðu sinni einkum á hendur Bárði Daníelssyni og átaldi hann fyrir ýmsar sakir, en einkum fyrir að hafa verið hluthafi í skemmtifélaginu "Árvak". Forsaga málsins er að 1943 var haldið "Rússagildi" og varð 1900 kr. tap á því. Tapið kom ekki fram á reikningum, heldur borguðu nokkrir stúdentar það að mestu úr eigin vasa, en stofnuðu síðan nefnt félag, héldu skemmtun á Hótel Borg og guldu hallann með ágóða af skemmtuninni. Taldi Jón að hér væri um að ræða hættulegt fordæmi, og hefðu einkahagsmunir vakað fyrir þeim félögum.<ref name=":2" />
Bárður og aðrir Árvaksmenn höfnuðu því að hafa starfað í eigin þágu, heldur að þeir hefðu innt af hendi óéigingjarnt starf í þágu Stúdentafélagsins. Á þessum fundi urðu allheitar umræður, og sakaði Jón Bárð um slælega forystu í málefnum stúdenta og lýsti yfir þvi, að stuðningur sinn við formann Stúdentaráðs væri fallinn niður.<ref name=":2" />
Á fundi í Stúdentaráði 10. mars 1945 báru fulltrúar Vöku fram vantraust á stjórnarforystu ráðsins, en vantraustið var fellt með 4 atkvæðum gegn 4. Jón J. Emilsson sat hjá þrátt fyrir yfirlýsingar sínar um að hafa dregið sinn stuðning til baka. Bárður hugðist segja af sér en sökum ákveðinna tilmæla félaga sinna ákvað hann að sitja enn um stund í formannssætinu. Að tilhlutan Jóns Emilssonar boðaði Stúdentaráð almennan stúdentafund 24. mars, þar sem Jón bar fram tillögu um að fundurinn samþykkti að telja vítaverða stofnun og starfsemi skemmtifélagsins "Árvaks". Var sú tillaga felld með 51 atkvæði gegn 46. Þá var borin fram tillaga um að fundurinn skoraði á Jón að fara úr Stúdentaráði. Sú tillaga var einnig felld með 43 atkvæði gegn 43.<ref name=":2" />
Á fundi Stúdentaráðs 27. mars bar Jón fram eftirfarandi tillögu:<blockquote>"Stúdentaráð lýsir hér með yfir vantrausti á stjórnarforystu kommúnista í Stúdentaráði og samþykkir að víkja formanni sínum, stud. polyt. Bárði Daníelssyni, úr sæti sínu þegar í stað. Jafnframt skorar ráðið á gjaldkera og ritara að segja af sér."<ref name=":2" /></blockquote>Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 3. Fulltrúar Vöku gerðu þá grein fyrir atkvæðum sínum, að þeir samþykktu tillöguna, ekki af því að þeir vantreystu Bárði persónulega, heldur af því, "að stefna félags þeirra væri sú, að vinna eftir megni gegn áhrifum róttækra í Háskólanum."<ref name=":2" />
Jóhannes Elíasson, fulltrúi frjálslyndra sat hjá og gerði grein fyrir því að hann teldi þann grundvöll sem stjórnarsamvinnan var byggð á, vera úr sögunni. Róttækir greiddu gagnatkvæðin.<ref name=":2" />
Ný stjórn var kjörin og áttu sæti í henni Guðmundur Vignir Jósefsson (formaður), Jóhannes Elíasson og Bárður Daníelsson. Bárður lýsti því yfir að hann kysi að taka ekki þátt í stjórninni, og var þá annar kjörinn í hans stað, Jóhannes Elíasson. Róttækir stúdentar vildu að boðað yrði til kosninga en hinar fylkingarnar höfnuðu þeirri tillögu þar sem svo stut væri eftir af starfsárinu.<ref name=":2" />
==== Hernám Gamla Garðs ====
Stúdentar bjuggu við þröngan húsakost um veturinn eins og margir aðrir bæjarbúar. Margendurteknar tilraunir til að ná Gamla Garði aftur úr hershöndum reyndust árangurslausar. Breska heimsveldið taldi hann vera svo mikilvæga bækistöð að hann mætti ekki án hans vera fyrr en Þjóðverjar væru sigraðir, en breski sendiherrann bauð að leigja stúdentum 10 bragga til íbúðar um veturinn. Almennur stúdentaundur féllst á, að hafna eindregið göfugu braggatilboði Breta og hvatti til nýrra átaka till að endurheimta Gamla Garð undir kjörorði Magnúsar frá Mel: "Sómi vor býður oss að fara einarðlega með rétt vorn".<ref name=":2" />
Á Nýja Garði varð brátt þröngbýlt, svo að þar urðu slæm námsskilyrði. Tveir menn byggðu þar flest einbýlisherbergi, en í háskólabyggingunni tókst að fá eina stofu, þar sem stúdentar gátu fengið að liggja inni, en þó varð að synja 23 "rússum" um húsnæði. Meðan húsnæðisvandræðin voru sárust eftir missi Gamla Garðs, lá fjöldi stúdenta í háskólakjallaranum, og minnti aðbúnaður þeirra fremur á verbúðarvist en samastað háskólaborgara. Ein vistarveran í kjallaranum þótti bera af öðrum og er henni lýst þannig:<ref name=":2" /><blockquote>Helga Jósefns kom hnífur í feitt,
hlotnaðist honum kamers eitt
í Háskólans kjallarahólfi.
Vænum mublum er verelsið skreytt
og vaskur á miðju gólfi.<ref name=":2" /></blockquote>Í lok skólaársins var Gamli Garður endurheimtur eftir fimm ára hersetu, en leysti þó ekki húsnæðisvanda stúdenta. Stúdentar bjuggu enn einhverja vetra í braggaíbúðum.<ref name=":2" />
=== Stúdentaráð 1945-46 ===
Störf stúdentaráðs 1945-46:
* Nefnd stofnuð til að endurreisa íþróttalífið í háskólanum
* Stúdentaráð beindi ósk til háskólaráðs um styrk til að launa söngkennara, sem myndi kenna stúdentum söng.
* Bókamálið - Vegna skorts á námsbókum stofnaði Stúdentaráð nefndir til að greina þær námsbækur sem þörf var á og pantaði inn í stórum stil.
* Rússagildi haldið hátíðlegt þann 1. desember 1945.
* Áramótadansleikurinn haldinn.
* 9. febrúar 1945 var haldinn fagnaðarhátíð vegna endurheimtar Gamla Garðs.
* Smærri dansleikir haldnir öðru hverju í Gamla Garði.<ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Garður - Tímarit Stúdentaráðs Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur|útgefandi=Stúdentaráð Háskóla Íslands og Stúdentafélag Reykjavíkur|bls=11-16|höfundur=Ragnar Jóhannesson|ár=apríl 1946|árgangur=II. hefti - apríl 1946}}</ref>
Sunnudaginn 31. mars 1946 boðuðu Stúdentaráð og Stúdentafélag Reykjavíkur til opinbers borgarafundar undir berum himni í Barnaskólaportinu í Reykjavík. Eigendur samkomuhúsanna í Reykjavík höfðu neitað stúdentum um húsnæði fyrir þennan fund. Fundurinn varðaði herstöðvamálið svokallaða en forystumenn í félagsskap stúdenta höfðu tekið höndum saman um að ýta við þjóðinni í þessu máli - og þá einkum ríkisstjórninni og Alþingi.<ref name=":3" />
Fundurinn tókst vel til og var fjölsóttur og glæsilegur. Ræðumenn voru: Guðmundur Ásmundsson, formaður Stúdentaráðs, dr. Jakob Sigurðsson, formaður Stúdentafélags Reykjavíkur, Sigurbjörgn Einarsson dósent, Kristján Eiríksson, Jóhannes Elíasson, dr. Sigurður Þórarinsson og Jón P. Emilsson. Ræðumenn kröfðust þess einróma að Bandaríkjamenn kölluðu her sinn héðan tafarlaust. Þeir lýstu því yfir að "við viljum engan erlendan her hafa á Íslandi".<ref name=":3" />
Sama dag hófu stúdentaráðið, Stúdentafélagið og stjórnmálafélögin í háskólanum útgáfu blaðsins "Við mótmælum allir".<ref name=":3" />
=== Stúdentaráð 1946-47 ===
Að minnsta kosti einu sinni hefur það gerst að fleiri en 2 fylkingar hafa verið í framboði á sama tíma, en árið 1946 voru fjórar fylkingar í framboði. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, Félag frjálslyndra stúdenta, Stúdentafélag lýðræðissinnaðra stúdenta og Félag róttækra stúdenta. Aðdragandinn var sá að flugvallarsamningurinn hafði nýlega verið gerður við Bandaríkin og valdið miklu róti í háskólanum. Þegar átökin stóðu sem hæst, var stofnað Þjóðvarnarfélag háskólastúdenta og formaður þess kjörinn Hermann Pálsson. Á stofnfundi félagsins var stjórninni falið að athuga hvort rétt væri að félagið byði fram lista við stúdentaráðskosningarnar, annað hvort eitt saman eða í bandalagi við eitt eða fleiri pólitísk félög. Stjórnin átti viðræður við fulltrúa allra pólitísku félaganna og lagði síðan fyrir félögin uppkast að málefnasamningi um framboð til stúdentaráðskoninga.<ref name=":1" /> Í uppkastinu sagði:<blockquote>"Þjóðvarnarfélag háskólastúdenta, Félag frjálslyndra stúdenta, Félag róttækra stúdenta, Stúdentafélag lýðræðissinnaðra stúdenta og Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, ákveða að bera fram sameiginlegan lista til næstu stúdentaráðskosninga.
Orsakirnar til þessarar nýbreytni er sú hætta, sem félögin telja þjóðinni stafa af flugvallarsamningnum við Bandaríkin, sem knýr alla þjóðrækna Íslendinga til einingar. Félögin telja, að hér sé um að ræða svo mikilvægt mál, að víkja beri öllum dægurmálum til hliðar. Félögin telja sér skylt að berjast markvisst fyrir því:
# að samningurinn verði túlkaður og haldinn eftir þeim skilningi, sem Íslendingum kemur bezt.
# að samningnum verði sagt upp, svo fljótt sem ákvæði samningsins leyfa,
# að dvöl Bandaríkjaliðsins, sem hingað verður sent, trufli sem minnst íslenzk þjóðlíf,
# að slíkir samningar verði ekki gerðir framvegis.
Félögin ákveða að 1. desember skuli verða almennur baráttudagur gegn áhrifum samningsins."<ref name=":1" /></blockquote>Þá var einnig tekið fram hver skipun listans skyldi vera, en allir áttu að vera félagsmenn í Þjóðvarnarfélagi háskólastúdenta en Vaka átti að fá fimm fulltrúa, Félag róttækra stúdenta tvo, Félag frjálslyndra stúdenta einn og Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sósíalista einn. Félagsfundur Vöku hafnaði þessu tilboði og tók fram að hann treysti fulltrúum Vöku eins vel til að standa vörð um frelsi og fullveldi Íslands og berjast fyrir hagsmunamálum stúdenta, hvort sem þeir væru í Þjóðvarnarfélaginu eða ekki. Hin félögin þrjú tóku tilboðinu, en ekki varð þó af samvinnu þeirra í milli eftir að Vaka hafnaði tilboðinu. Við kosningarnar komu því fram fjórir listar, en Þjóðvarnarfélagið dró sig í hlé.<ref name=":1" />
Síðan fór það svo að kosningarnar fóru af stað og voru fylkingar harðorðar um andstæðinga. Í blaði róttækra, ''Nýja stúdentablaðinu'', var sérstaklega skotið á Vökumenn, en þar sagði "Ef þú greiðir málstað Vöku atkvæði, skilur þjóðin öll það sem hreina uppgjöf við málstað stúdenta. Heiður vor er í veði." Í blaði Vöku var flestum greinum beint gegn róttækum: "Það er skylda allra stúdenta, sem vilja forða stúdentaráði frá því að verða handbendi kommúnista, að styðja eina andstæðing kommúnista, Vöku o.s.fr.v."<ref name=":1" />
Þann 2. nóvember kl. 14:00 hófst kjörfundur, en öll félögin höfðu undirbúið kosningarnar vandlega. Kosningaskrifstofur störfuðu og bílar voru á fleygiferð að sækja kjósendur og reynt var að róa í þeim, sem ekki enn voru búnir að taka ákvörðun um hvert þeirra atkvæði myndi renna. Sú venja hafði verið allgömul þá, að Vaka héldi dansleik að kvöldi kosningadagsins áður fyrr hafði hann oft verið auglýstur sem „sigurhátíð Vöku“, en þar sem reynslan staðfesti ekki alltaf réttmæti þessara orða, hafði aðeins „dansleikur“ verið auglýstur síðustu árin þar á undan. Á dansleiknum var fullt út að dyrum en niðurstöðurnar voru kynntar þar, en Vaka hlaut 194 atkvæði og fimm menn kjörna, Félag róttækra stúdenta hlaut 100 atkvæði og þrjá menn, Stúdentafélag lýðræðissinnaðra stúdenta hlaut 57 atkvæði og einn mann, en félag frjálslyndra hlaut 32 atkvæði og engan mann kjörinn.<ref name=":1" />
Hlutu því eftirfarandi kjör í Stúdentaráð 1946-47:
* Geir Hallgrímsson (Vaka) - formaður
* Gunnar Sigurðsson (Vaka)
* Ásgeir Pétursson (Vaka)
* Guðlaugur Þorvaldsson (Vaka)
* Skúli Guðmundsson (Vaka) - gjaldkeri
* Ingi R. Helgason (Félag róttækra stúdenta)
* Björn Jónsson (Félag róttækra stúdenta)
* Hermann Pálsson (Félag róttækra stúdenta) - ritari
* Þorvaldur G. Kristjánsson (Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sósíalista)<ref name=":1" />
==== Almennur stúdentafundur 20. desember 1946 ====
Seinna sama ár, þegar það verða deilur um hvort að Sigurður Bjarnason, alþingismaður, ætti að fá að flytja ávarp á fullveldisfögnuði stúdenta þann 1. desember, berst stúdentaráði skjal frá 23 háskólastúdentum sem kröfðust þess, að almennur fundur háskólastúdenta yrði haldinn um málið, þar sem sú ráðstöfun yrði borin undir atkvæði. Í lögum Stúdentaráðs er ákvæði sem tekur til almenns funds stúdenta, en hann hefur æðsta vald í málefnum þeirra, og getur breytt löglegum samþykktum stúdentaráðsins, enda sæki fundinn fjórðungur skrásettra háskólastúdenta (þá). Þá hafði Hermann Pálsson, ritari stúdentaráðs sagt af sér í mótmælaskyni við valið á Sigurði, en Geir Hallgrímsson, formaður stúdentaráðs, lýsti því yfir að hann mundi segja af sér formennsku í ráðinu, ef fundurinn hafnaði Sigurði.<ref name=":1" />
Hinn 20. nóvember var svo haldinn fjölmennur fundur háskólastúdenta, þar sem tillaga um hvort að enginn þeirra alþingismanna sem kaus með samningnum mætti flytja ávarp. Heitar umræður voru um tillöguna og Geir ítrekaði sína hótun um afsögn sína. Ýmsir skoruðu á Geir að draga hótun sína aftur, en hann gerði það ekki. Í fundarlok var tillagan borin undir atkvæði og felld með nokkrum atkvæðismun, en 69 atkvæði voru með tillögunni og 82 gegn.<ref name=":1" />
=== Stúdentaráð 1964-65 ===
Þann 21. febrúar 1964 kom nýtt stúdentaráð saman á fyrsta fund og skipti með sér verkum þannig að formaður var Auðólfur Gunnarsson, varaformaður Jón OIddsson, ritari Örn Marínósson, og gjaldkeri Geir Gunnlaugsson.
Þá var í fyrsta skiptið, samkvæmt nýjum breytingum á lögum stúdentaráðs, kjörinn sérstakur yfirmaður utanríkismála, og yfirmaður almennra félagsmála. Jón Oddsson var skipaður yfirmaður utanríkismála og Vésteinn Ólason yfirmaður almennra félagsmála.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4344127?iabr=on#page/n0/mode/2up|title=Stúdentablaðið - 2. Tölublað (01.04.1964) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2025-06-06}}</ref>
Þá voru eftirfarandi nefndir skipaðar; Fríðindanefnd, Bókmenntarkynningarnefnd, Bridgenefnd, Skáknefnd, Málfundanefnd, Leiklistarnefnd, Útvarpsnefnd, Hjónagarðsnefnd og Utanríkisnefnd. Meðal nefndarmanna voru [[Friðrik Sófusson]], síðar varaformaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]], sem sat í málefnanefnd, og [[Bogi Nilsson]], seinna ríkissaksóknari og pabbi [[Bogi Nils Bogason|Boga Nils Bogason]] forstjóra Icelandair, sat í Bridgenefndinni.
== Stúdentaráð á 21. öldinni ==
=== Stúdentaráð 2017-18 ===
Árið 2017 sigraði Röskva kosningar til Stúdentaráðs eftir átta ár Vöku í meirihluta og fékk 18 af 27 fulltúum í Stúdentaráði.
=== Stúdentaráð 2021-22 ===
Röskva vann stórsigur í kosningum til stúdentaráðs með 16 af 17 fulltrúum til stúdentaráðs.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/03/25/roskva_vann_storsigur/|title=Röskva vann stórsigur|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2025-05-28}}</ref>
=== Stúdentaráð 2022-23 ===
Árið 2023-24 hélt Röskva aftur ofurmeirihluta sínum í kosningum til stúdentaráðs, og missti aðeins einn fulltrúa en var þá með 15 fulltrúa á móti 2 fulltrúum Vöku. Heildarkjörsókn var 21,70% þar sem alls voru 2.626 atkvæði greidd en 17,95% í kosningum til háskólaráðs þar sem 2.572 voru greidd.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/03/25/roskva_sigradi_med_yfirburdum/|title=Röskva sigraði með yfirburðum|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2025-05-28}}</ref>
Eftifarandi aðilar hlutu kjör í stúdentaráð 2022-23:<ref>{{Vefheimild|url=https://student.backend.jldevelopment.is/wp-content/uploads/2022/08/Studentaradsfundur-20.04.2022-Kjorfundur.pdf|titill=Fundargerð kjörfundar|höfundur=SHÍ|mánuður=apríl|ár=2022}}</ref>
* Lilja Hrönn Ö. Hrannarsdóttir (Röskva)
* Viktor Ágústsson (Röskva)
* Dagur Kárason (Vaka)
* Diljá Ingólfsdóttir (Röskva)
* Elías Snær Torfason (Röskva)
* Andri Már Tómasson (Röskva)
* Sigríður Helga Ólafsson (Röskva)
* Dagný Þóra Óskarsdóttir (Röskva)
* Rakel Anna Boulter (Röskva)
* Draumey Ósk Ómarsdóttir (Röskva)
* Magnús Orri Aðalsteinsson (Röskva)
* Auður Eir Sigurðardóttir (Röskva)
* Bergrún Anna Birkisdóttir (Vaka)
* Ísak Kárason (Röskva)
* Brynhildur R. Þorbjarnardóttir (Röskva)
* S. Maggi Snorrason (Röskva)
* Dagmar Óladóttir (Röskva)
Í háskólaráð hlutu kjör:
* Brynhildur K Ásgeirsdóttir (Röskva)
* Katrín Björk Kristjánsdóttir (Röskva)
Forysta stúdentaráðs var eftirfarandi:
* Rebekka Karlsdóttir (forseti)
* Gréta Dögg Þórisdóttir (varaforseti)
* María Sól Antonsdóttir (lánasjóðsfulltrúi)
* Katrín Björk Kristjánsdóttir (hagsmunafulltrúi)
=== Stúdentaráð 2023-24 ===
Árið 2023-24 vann Röskva kosningar til stúdentaráðs en tapaði þó nokkrum sætum, en Röskva hafði þá 12 fulltrúa gegn 5 fulltrúum Vöku.
Eftirfarandi aðilar hlutu kjör í stúdentaráð 2023-24:<ref>{{Vefheimild|url=https://student.backend.jldevelopment.is/wp-content/uploads/2023/06/Fundargerd-19.-april-2023-kjorfundur-Studentarads.pdf|titill=Fundargerð kjörfundar|höfundur=SHÍ|mánuður=apríl|ár=2023}}</ref>
* Arna Dís Heiðarsdóttir (Röskva)
* Daníel Hjörvar Guðmundsson (Vaka)
* Emilía Björt Írisard. Bachmann (Röskva)
* Júlíus Viggó Ólafsson (Vaka)
* Kristmundur Pétursson (Röskva)
* Sigríður Helga Kárdal Ásgeirsd. (Röskva)
* Daníel Thor Myer (Röskva)
* Elísabet Sara Gísladóttir (Vaka)
* Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa (Vaka)
* Tanja Sigmundsdóttir (Röskva)
* Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir (Röskva)
* María Rós Kaldalóns (Röskva)
* Davíð Ásmundsson (Röskva)
* Eiður Snær Unnarsson (Vaka)
* Guðni Thorlacius (Röskva)
* Júlía Karín Kjartansdóttir (Röskva)
* Steinunn Kristín Guðnadóttir (Röskva)
Forysta stúdentaráðs:
* Rakel Anna Boulter (forseti)
* Dagmar Óladóttir (varaforseti)
* Gísli Laufeyjarson Höskuldsson (lánasjóðsfulltrúi)
* Rannveig Klara Guðmundsdóttir (hagsmunafulltrúi)
=== Stúdentaráð 2024-25 ===
Árið 2024-25 markar fyrsta ár Vöku í meirihluta síðan 2017, en Röskva hefði þar verið í meirihluta í 7 ár. Meirihlutinn vannst naumlega en Vaka hlaut þá 9 fulltrúa gegn 8 fulltrúum Röskvu.
Eftirfarandi aðilar hlutu kjör í stúdentaráð 2024-25:<ref>{{Vefheimild|url=https://student.backend.jldevelopment.is/wp-content/uploads/2024/05/12.-Stu%CC%81dentara%CC%81dsfundur-16.4.2024-kjo%CC%88rfundur.pdf|titill=Fundargerð kjörfundar stúdentaráðs|höfundur=SHÍ|mánuður=Apríl|ár=2024}}</ref>
* Júlíus Viggó Ólafsson (Vaka)
* Katla Ólafsdóttir (Röskva)
* Ragnheiður Geirsdóttir (Vaka)
* Birkir Snær Brynleifsson (Vaka)
* Patryk Lukasz Edel (Röskva)
* Styrmir Hallsson (Röskva)
* Tinna Eyvindardóttir (Vaka)
* Eiríkur Kúld Viktorsson (Vaka)
* Gunnar Ásgrímsson (Vaka)
* Magnús Bergmann Jónasson (Röskva)
* Ásthildur Bertha Bjarkadóttir (Vaka)
* Kristín Fríða Sigurborgardóttir (Röskva)
* Jóhann Almar Sigurðsson (Vaka)
* Ester Lind Eddudóttir (Röskva)
* Ísleifur Arnórsson (Röskva)
* Sóley Anna Jónsdóttir (Röskva)
* Anna Sóley Jónsdóttir (Vaka)
Eftirfarandi aðilar hlutu kjör í forystu stúdentaráðs:
* Arent Orri Jónsson Claessen (forseti)
* Sigurbjörg Guðmundsdóttir (varaforseti)
* Júlíus Viggó Ólafsson (lánasjóðsfulltrúi)
* Valgerður Laufey Guðmundsdóttir (hagsmunafulltrúi)
Einnig voru ráðnir aðrir starfsmenn ráðsins, Snæfríður Blær Tindsdóttir sem alþjóðafulltrúi, [[Vésteinn Örn Pétursson]] sem ritsjóri Stúdentablaðsins og Daníel Hjörvar Guðmundsson í stöðu framkvæmdastjóra. Síðar á starfsárinu var Karen Lind Skúladóttir ráðin sem fyrsti kjarafulltrúi SHÍ.
=== Stúdentaráð 2024-25 ===
Vaka hélt velli í kosningum til stúdentaráðs og jók við meirihluta sinn með 1 fulltrúa, en 10 Vökuliðar hlutu kjör gegn 7 fulltrúum Röskvuliðum.
== Fylkingar ==
Stúdentaráð hefur tekið ýmsum breytingum í áranna rás en þó hefur eitt fyrirbæri sett svip á tilveru ráðsins frá árinu 1933, það eru listakosningar til Stúdentaráðs. Lengst af hafa fylkingar barist um meirihluta í ráðinu og þó að málefnin hafa verið ólík milli ára er saga þessara fylkinga orðin samofin Stúdentaráði.<ref name=":4">Gunnar Hörður Garðarsson. ''Framboð gegn kerfinu. Fylkingar i Stúdentaráði Háskóla Íslands'' <u>(</u>Háskóli Íslands, 2015).</ref>
Undanfarna þrjá áratugi hafa það verið fylkingarnar [[Vaka (stúdentahreyfing)|Vaka]] og [[Röskva (stúdentahreyfing)|Röskva]] sem hafa notið mest fylgis og skiptst á að hafa meirihluta nokkur ár í senn. Aðrar fylkingar hafa þó iðulega boðið fram svo sem H-listinn, [[Skrökva]] og [[Öskra]] í seinni tíð. Á árum áður voru starfandi fylkingarnar Umbótasinnar, Félag vinstrimanna, Vinstrimenn og Félag róttækra stúdenta, Félag róttækra, krata og þjóðernissinnaðra stúdenta, Félag frjálslyndra stúdenta, Félag frjálslyndra og krata, Félag róttækra stúdenta og Hægri menn..
Á árunum 1960 til 1974 var kosningum háttað öðruvísi en áður, en þá voru kosnir einstaklingar í stað fylkinga. Þetta leiddi þó ekki til þess að fylkingafyrirkomulagið lagðist af, heldur í raun efldist vinstrivængurinn ef eitthvað var því að allir einstaklingar sem töldust ekki til Vökuliða í framboði voru skilgreindir sem andstæðingar Vöku. Hópuðust því allir andstæðingar Vöku undir hatt vítt skilgreindra vinstrimanna. Þessu fyrirkomulagi var þó breytt aftur árið 1974 og var þá kosið á milli Vöku og Vinstrimanna. Frá því að fylkingafyrirkomulagið tók við aftur árið 1974 hafa níu ný framboð litið dagsins ljós.<ref name=":4" />
Árið 2013 voru einstaklingsframboð aftur leyfð, en það var meðal helstu baráttumála H-listans og Skrökvu.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/01/20/skrokva_leggur_sig_nidur/|title=Skrökva leggur sig niður|date=2012-01-20|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-03-25}}</ref> Síðan þá hafa þrisvar sinnum borist einstaklingsframboð, árin 2016, 2023 og 2024 öll á hugvísindasviði, en engin þeirra hefur hlotið kjör.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20161893334d|title=Stofnaði félag nemenda með íslenskuna sem annað mál - Vísir|author1=Þórgnýr Einar Albertsson|date=2016-02-15|website=visir.is|language=is|access-date=2023-03-25}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/23/roskva_heldur_velli/|title=Röskva heldur velli|date=2023-03-23|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-03-25}}</ref>
=== Vaka ===
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta var stofnað árið 1935 og hefur verið starfandi síðan þá. Frá stofnun hefur félagið á hverju ári staðið fyrir framboði til Stúdentaráðs.
Vaka var stofnuð árið 1935 sem svar við öðrum nýlega stofnuðum hreyfingum: Félagi róttækra háskólastúdenta , sem aðhylltist sósíalísk og kommúnísk gildi, og Félagi þjóðernissinnaðra stúdenta , sem barðist fyrir þjóðernissinnuðum gildum. Fremstur í flokki var Jóhann Hafstein, þá laganemi en síðar forsætisráðherra. Fyrir vikið varð undirheiti félagsins „félag lýðræðissinnaðra stúdenta“.
Vaka hefur þó tekið breytingum yfir tímann, en það urðu þáttaskil í starfi Vöku um miðjan 9. áratug síðustu aldar. Vaka hóf þá baráttu fyrir því að fá pólitíkina úr hagsmunabaráttu nemenda. En árunum á undan hafði Stúdentaráð til að mynda opinberlega stutt við Samtök hernaðarandstæðinga sem og berist gegn Álverinu á Grundartanga.
=== Verðandi ===
Verðandi, félag vinstri sinnaðra stúdenta, var stofnað árið 1969.
=== Vinstrimenn ===
Vinstrimenn buðu fyrst fram sem fylking árið 1974, þegar hætt var að kjósa einstaklinga til starfa innan stúdentaráðs og aftur var farið að kjósa fylkingar. Þó höfðu Vinstrimenn starfað sem heild á árunum 1960-1974 og verið sameinaðir í andstöðu sinni við Vöku á þeim tíma. Árið 1974 fóru Vinstrimenn stefnulausir sem fylking inn í kosningarnar en báru þó sigur úr bítum. Fyrsti formaður í meirihluta Vinstrimanna var Arnlín Óladóttir, læknanemi, sem jafnframt var fyrst kvenna til að gegna embætti formann Stúdentaráðs Háskóla Íslands.<ref name=":4" />
Opinber stefnumál Vinstrimanna sneru aðallega að því að vera á móti kerfinu, en þrátt fyrir skort á skýrri stefnu voru Vinstrimenn þó frekar róttækir í sinni stjórnartíð en ber hæst að nefna róttæka aðgerð undir forystu [[Össur Skarphéðinsson|Össurar Skarphéðinssonar]]. Össur hafði komið sér fyrir á þingpöllum Alþingis og hélt ræðu þar fyrir þingheim, á meðan aðrir stúdentar komu í veg fyrir að þingverðir næðu til hans. Tilefni ræðunnar var aðgerðaleysi ríkisins í lánasjóðsmálum og vakti aðgerðin mikla eftirtekt. <ref name=":4" />
Það var alltaf stutt í ágreining innan fylkingarinnar en Vinstrimenn störfuðu ekki sem ein heild nema sem andstæðingar Vöku. Á árunum 1974-1980 var fylgi Vinstrimanna að meðaltali 55%, en fylgi fylkingarinnar fór þó dvalandi síðustu árin. Það var svo árið 1979 að ungliðar stjórnmálahreyfinga á landsvísu, sem töldu sig vera vinstriflokka, sameinuðust um stofnun Félags vinstrimanna og buðu fram til stúdentaráðs. Þessir ungu vinstrisinnar töldu þörf á því að stofna alvöru vinstrisinnað afl innan Háskóla Íslands og sögðu skilið við Vinstrimenn. <ref name=":4" />
=== Félag vinstrimanna ===
Félags vinstrimanna, sem ekki má rugla við félaginu Vinstrimenn, var stofnað árið 1979 vegna ágreinings innan Vinstrimanna. Félag vinstrimanna var þá skipað ungliðum sem aðhylltust þáverandi vinstriflokka, þó ekki hafi verið bein tengsl þar á milli. Í kjölfarið var félagsskapur Vinstrimanna lagður niður.<ref name=":4" />
=== Umbótasinnar ===
Félag umbótasinna var stofnað árið 1981, en það voru aðilar sem sáu sér ekki fært að vera í slagtogi með Félagi vinstrimanna en höfðu áður átt heima innan Vinstrimanna. Umbótasinnar sátu næstu ár í meirihluta ráðsins með Vöku og Félagi vinstrimanna á víxl og í stjórnartíð Félags vinstrimanna og Umbótasinna árið 1988 var Röskva, samtök félagshyggjufólks, stofnuð árið 1988 með samruna Félags vinstrimanna og Umbótasinna.<ref name=":4" />
=== Röskva, samtök félagshyggjufólks ===
Röskva var stofnuð árið 1988 með samruna Félags vinstrimanna og Umbótasinna, en Röskva kom til með að hafa meirihluta fulltrúa í stúdentaráði öll árin 1992-2002 en svo var það fyrir tilstilli Háskólalistans árið 2005 að þrjár fylkingar áttu sæti í stjórn stúdentaráðs og meirihluti var ekki myndaður.
== Formenn SHÍ gegnum tíðina ==
Forseti (áður formaður) Stúdentaráðs er ábyrgðarstaða sem margt þjóðþekkt fólk hefur gegnt gegnum tíðina. Meðal fyrri formanna má nefna: [[Össur Skarphéðinsson]], [[Hildur Björnsdóttir|Hildi Björnsdóttur]], [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir|Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur]], [[Árni Grétar Finnsson|Árna Grétar Finnsson]], [[Dagur B. Eggertsson|Dag B. Eggertsson]] og [[Jónas Fr. Jónsson]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.student.is/formenn_shi_fra_1920_1|titill=Formenn SHÍ frá 1920|höfundur=|útgefandi=|mánuður=|ár=|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref>
Hörður Sigurgestsson var fyrstur til að gegna embætti forseta tvö ár í röð, árin 1960-1962<ref>{{Bókaheimild|titill=Í háskólanum. Stúdentaráð Háskóla Íslands 75 ára 1920-1995.|höfundur=Jón Ólafur Ísberg|ár=1995}}</ref>. Fyrsta kona til að gegna embætti forseta var Arnlín Óladóttir starfsárið 1974-1975.<ref>{{Cite web|url=https://studentabladid.is/efni/2020/12/29/fyrrum-forsetar-sh-afturhvarf-til-fortar|title=Fyrrum forsetar SHÍ: Afturhvarf til fortíðar|author1=Atli Freyr Þorvaldsson |date=29. desember 2020|website=Stúdentablaðið|language=|access-date=2023-02-20|archive-date=2023-02-20|archive-url=https://web.archive.org/web/20230220030834/https://studentabladid.is/efni/2020/12/29/fyrrum-forsetar-sh-afturhvarf-til-fortar|url-status=dead}}</ref>
{| class="wikitable sortable mw-collapsible"
|+Formenn SHÍ
!Nr.
!Nafn
!Frá
!Til
!Fylking
|-
|99
|[[Arent Orri Jónsson Claessen]]
|2024
|
|Vaka
|-
|98
|Rakel Anna Boulter
|2023
|2024
||Röskva
|-
|97
|Rebekka Karsldóttir
|2022
|2023
|Röskva
|-
|100
|Isabel Alejandra Diaz
|2020
|2022
|Röskva
|-
|99
|Jóna Þórey Pétursdóttir
|2019
|2020
|Röskva
|-
|98
|Elísabet Brynjarsdóttir
|2018
|2019
|Röskva
|-
|97
|Ragna Sigurðardóttir
|2017
|2018
|Röskva
|-
|96
|Kristófer Már Maronsson
|2016
|2017
|Vaka
|-
|95
|Aron Ólafsson
|2015
|2016
|Vaka
|-
|94
|Ísak Einar Rúnarsson
|2014
|2015
|Vaka
|-
|93
|María Rut Kristinsdóttir
|2013
|2014
|Vaka
|-
|92
|Sara Sigurðardóttir
|2012
|2013
|Vaka
|-
|91
|Lilja Dögg Jónsdóttir
|2011
|2012
|Vaka
|-
|90
|Jens Fjalar Skaptason
|2010
|2011
|Vaka
|-
|89
|[[Hildur Björnsdóttir]]
|2009
|2010
|Vaka
|-
|88
|[[Björg Magnúsdóttir]]
|2008
|2009
|Röskva
|-
|87
|Dagný Ósk Aradóttir
|2007
|2008
|Röskva
|-
|86
|Sigurður Örn Hilmarsson
|2006
|2007
|Vaka
|-
|85
|Elías Jón Guðjónsson
|2005
|2006
|H-listinn
|-
|84
|Jarþrúður Ásmundsdóttir
|2004
|2005
|Vaka
|-
|83
|Davíð Gunnarsson
|2003
|2004
|Vaka
|-
|82
|Brynjólfur Stefánsson
|2002
|2003
|Vaka
|-
|81
|Þorvarður Tjörvi Ólafsson
|2001
|2002
|Röskva
|-
|80
|Eiríkur Jónsson
|2000
|2001
|Röskva
|-
|79
|Finnur Beck
|1999
|2000
|Röskva
|-
|78
|Ásdís Magnúsdóttir
|1998
|1999
|Röskva
|-
|77
|Haraldur Guðni Eiðsson
|1997
|1998
|Röskva
|-
|76
|Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
|1996
|1997
|Röskva
|-
|75
|[[Guðmundur Steingrímsson]]
|1995
|1996
|Röskva
|-
|74
|[[Dagur B. Eggertsson]]
|1994
|1995
|Röskva
|-
|73
|[[Páll Magnússon]]
|1993
|1994
|Röskva
|-
|72
|Pétur Þ. Óskarsson
|1992
|1993
|Röskva
|-
|71
|[[Steinunn Valdís Óskarsdóttir]]
|1991
|1992
|Röskva
|-
|70
|[[Sigurjón Þ. Árnason]]
|1990
|1991
|Vaka
|-
|69
|[[Jónas Fr. Jónsson]]
|1989
|1990
|Vaka
|-
|68
|[[Sveinn Andri Sveinsson]]
|1988
|1989
|Vaka
|-
|67
|Ómar Geirsson
|1987
|1988
|Umbótasinnar
|-
|66
|Eyjólfur Sveinsson
|1986
|1987
|Vaka
|-
|65
|[[Björk Vilhelmsdóttir]]
|1986
|1986
|Félag vinstrimanna
|-
|64
|Guðmundur Jóhannsson
|1985
|1986
|Vaka
|-
|63
|Stefán Kalmansson
|1984
|1985
|Vaka
|-
|62
|Aðalsteinn Steinþórsson
|1983
|1984
|Umbótasinnar
|-
|61
|Gunnar Jóhann Birgisson
|1982
|1983
|Vaka
|-
|60
|[[Finnur Ingólfsson]]
|1981
|1982
|Umbótasinnar
|-
|59
|Stefán Jóhann Stefánsson
|1980
|1981
|Félag vinstrimanna
|-
|58
|Þorgeir Pálsson
|1979
|1980
|Félag vinstrimanna
|-
|57
|Bolli Héðinsson
|1978
|1979
|Vinstrimenn
|-
|56
|[[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]]
|1977
|1978
|Vinstrimenn
|-
|55
|[[Össur Skarphéðinsson]]
|1976
|1977
|Vinstrimenn
|-
|54
|Gestur Guðmundsson
|1975
|1976
|Vinstrimenn
|-
|53
|Arnlín Óladóttir
|1974
|1975
|Vinstrimenn
|-
|52
|Halldór Ármann Sigurðsson
|1973
|1974
|Vinstrimenn
|-
|51
|Skúli Johnsen
|1965
|1966
|
|-
|50
|Björn Teitsson
|1964
|1965
|
|-
|49
|Auðólfur Gunnarsson
|1964
|1965
|
|-
|48
|Ellert B. Schram
|1963
|1964
|Vaka
|-
|47
|Jón E. Ragnarsson
|1961
|1962
|Vaka
|-
|46
|Hörður Sigurgestsson
|1960
|1961
|Vaka
|-
|45
|[[Árni Grétar Finnsson]]
|1959
|1960
|Vaka
|-
|44
|Ólafur Egilsson
|1958
|1959
|Vaka
|-
|43
|Birgir Ísleifur Gunnarsson
|1957
|1958
|Vaka
|-
|42
|Bjarni Beinteinsson
|1956
|1957
|Vaka
|-
|41
|Björgvin Guðmundsson
|1955
|1956
|Róttækir, kratar og þjóðvörn
|-
|40
|Skúli Benediktsson
|1954
|1955
|Frjálsl. og kratar
|-
|39
|Björn Hermannsson
|1953
|1954
|Félag frjálslyndra stúdenta
|-
|38
|Matthías Jóhannesson
|1952
|1953
|Vaka
|-
|37
|Bragi Sigurðsson
|1952
|1952
|Vaka
|-
|36
|Höskuldur Ólafsson
|1951
|1952
|Vaka
|-
|35
|Árni Björnsson
|1950
|1951
|Vaka
|-
|34
|Hallgrímur Sigurðsson
|1949
|1950
|Frjálsl. og kratar
|-
|33
|Bjarni V. Magnússon
|1949
|1949
|Frjálsl. og kratar
|-
|32
|Gísli Jónsson
|1948
|1948
|Vaka
|-
|31
|Tómas Tómasson
|1947
|1948
|Vaka
|-
|30
|Geir Hallgrímsson
|1946
|1947
|Vaka
|-
|29
|Guðmundur Ásmundsson
|1945
|1946
|Vaka
|-
|28
|Bárður Daníelsson
|1944
|1945
|Félag róttækra stúdenta
|-
|27
|Páll S. Pálsson
|1943
|1944
|Vinstri menn
|-
|26
|Ásberg Sigurðsson
|1942
|1943
|Vaka
|-
|25
|Einar Ingimundarson
|1941
|1942
|Vaka
|-
|24
|Þorgeir Gestsson
|1940
|1941
|Vaka
|-
|23
|Hannes Þórarinsson
|1940
|1940
|Vaka
|-
|22
|Bárður Jakobsson
|1939
|1939
|Vaka
|-
|21
|Sigurður Bjarnason
|1938
|1939
|Vaka
|-
|20
|Ólafur Bjarnason
|1937
|1938
|Vaka
|-
|19
|[[Jóhann Hafstein]]
|1936
|1937
|Vaka
|-
|18
|Ragnar Jóhannesson
|1936
|1936
|Félag róttækra stúdenta
|-
|17
|Björn Sigurðsson
|1935
|1936
|Félag róttækra stúdenta
|-
|16
|Eggert Steinþórsson
|1934
|1935
|Academia
|-
|15
|Baldur Johnsen
|1933
|1934
|Hægri menn
|-
|14
|Valdimar Stefánsson
|1933
|1933
|
|-
|13
|Sigurður Ólason
|1932
|1933
|
|-
|12
|Jón Geirsson
|1931
|1932
|
|-
|11
|Agnar Kl. Jónsson
|1930
|1931
|
|-
|10
|Bergsveinn Ólafsson
|1929
|1930
|
|-
|9
|Þorgrímur Sigurðsson
|1928
|1929
|
|-
|8
|Sig. Karl Jónasson
|1927
|1928
|
|-
|7
|Einar B. Guðmundsson
|1926
|1927
|
|-
|6
|Þorkell Jóhannesson
|1925
|1926
|
|-
|5
|Gunnlaugur Indriðason
|1924
|1925
|
|-
|4
|Thor Thors Jr.
|1923
|1924
|
|-
|3
|Björn E. Árnason
|1922
|1923
|
|-
|2
|Skúli Guðjónsson
|1921
|1922
|
|-
|1
|Vilhjálmur Þ. Gíslason
|1920
|1921
|
|}
== Tilvísanir ==
<references />
[[Flokkur:Stofnað 1920]]
[[Flokkur:Háskóli Íslands]]
[[Flokkur:Íslensk nemendafélög]]
tktw2rbxv33hl5kkth15ykbx2bab7vg
1919499
1919498
2025-06-06T13:35:15Z
130.208.125.14
1919499
wikitext
text/x-wiki
{{Félagasamtök
| nafn = Stúdentaráð Háskóla Íslands
| skammstöfun = SHÍ
| stofnun = 1920
| staðsetning = Sæmundargata 4, 102 Reykjavík
| titill_leiðtoga = Forseti
| nafn_leiðtoga = Arent Orri Jónsson Claessen
| titill_leiðtoga2 = Varaforseti
| nafn_leiðtoga2 = Sylvía Martinsdóttir
| titill_leiðtoga3 = Hagsmunafulltrúi
| nafn_leiðtoga3 = Valgerður Laufey Guðmundsdóttir
| titill_leiðtoga4 = Lánasjóðsfulltrúi
| nafn_leiðtoga4 = Viktor Pétur Finnsson
| vefsíða = https://student.is
| höfuðstöðvar = Háskólatorg, Sæmundargata 2
| fjöldi starfsfólks = 8
}}
'''Stúdentaráð Háskóla Íslands''' (SHÍ) er [[Almenn félagasamtök|félag]] og vettvangur fyrir hagsmunabaráttu stúdenta við háskólann. Stúdentar kjósa fulltrúa í sviðsráð fyrir hvert fimm sviða [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] og skipa forsetar sviðsráðanna stjórn Stúdentaráðs auk forseta og varaforseta. Stúdentaráð stendur fyrir ýmiskonar starfsemi og viðburðum sem tengjast réttindavörslu og félagslífi stúdenta, en SHÍ heldur einnig og sér um útihátíðina [[Októberfest á Íslandi|Októberfest]], sem hefur verið haldin í Vatnsmýrinni frá árinu 2003.
Meðal helstu baráttumála Stúdentaráðs í gegnum tíðina hafa verið húsnæðismál og lánasjóðsmál.<ref name=":0">{{Cite web|url=https://student.is/saga-shi/|title=Saga Stúdentaráðs|website=student.is|language=is-IS|access-date=2023-02-20}}</ref>
Vaka, félag lýðræðissinniðra stúdenta er nú í meirihluta í stúdentaráði, en Vaka hefur 10 fulltrúa á móti 7 fulltrúum Röskvu, samtökum félagshyggjufólks
Forseti Stúdentaráðs er [[Arent Orri Jónsson Claessen]], fulltrúi Vöku. Varaforseti er Sylvía Martinsdóttir, hagsmunafulltrúi er Valgerður Laufey Guðmundsdóttir og lánasjóðsfulltrúi er Viktor Pétur Finnsson.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/17/arent_orri_kjorinn_forseti_studentarads/|title=Arent Orri kjörinn forseti stúdentaráðs|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-04-17}}</ref>
Stúdentaráð heldur úti réttindaskrifstofu, með aðsetur á Háskólatorgi, fyrir ofan bóksölu stúdenta. Starfsstöður SHÍ eru: Forseti, varaforseti, lánasjóðsfulltrúi, framkvæmdastjóri, hagsmunafulltrúi, alþjóðafulltrúi, ritstjóri [[Stúdentablaðið|Stúdentablaðsins]].<ref>{{Cite web|url=https://student.is/skrifstofa-studentarads/|title=Skrifstofa Stúdentaráðs|website=student.is|language=is|access-date=2023-02-20}}</ref> og kjara- og réttindafulltrúi.<ref>{{Cite web|url=https://student.is/frettir/karen-lind-radin-kjara-og-rettindafulltrui-shi/|title=Karen Lind ráðin kjara- og réttindafulltrúi SHÍ|website=student.is|language=is|access-date=2025-04-25}}</ref>
Fastanefndir sem SHÍ skipar eru níu: Alþjóðanefnd, Félagslífs- og menningarnefnd, Fjármála- og atvinnulífsnefnd, Fjölskyldunefnd, Jafnréttisnefnd, Kennslumálanefnd, Lagabreytinganefnd, Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd, Umhverfis- og samgöngunefnd.<ref>{{Cite web|url=https://student.is/nefndir/|title=Nefndir Stúdentaráðs|website=student.is|language=is|access-date=2023-02-20}}</ref>
Kosningar til Stúdentaráðs fara fram á ári hverju, en kosið er til háskólaráðs annað hvert ár. Stúdentaráðskosningar í gegnum tíðina hafa verið harkalegar eða eins og segir í Garði, tímariti Stúdentaráðs Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur, eru "þær kosningar meðal harðsóttari kosninga hérlendis"<ref name=":1">{{Bókaheimild|titill=Garður|útgefandi=Stúdentaráð Háskólans og Stúdentafélag Reykjavíkur|ár=1947|bls=45|höfundur=Páll Líndal|árgangur=1. hefti}}</ref>.
Í seinni tíð hafa kosningar til Stúdentaráðs nær alltaf verið milli Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, og Röskvu, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, og hefur meirihlutinn flakkað oftast milli fylkinganna tveggja, en Vaka hefur verið í meirihluta 44 ár, og Röskva í 20 ár.
== Helstu tímamót ==
* 1920 - Stofnun SHÍ.
* 1933 - Fyrstu leynilegu kosningarnar
* 1968 - Félagsstofnun stúdenta stofnuð
* 2003 - Fyrsta Októberfest SHÍ
* 2013 - SHÍ sigrar í dómsmáli gegn Lánasjóði íslenskra námsmanna
* 2019 - SHÍ tekur þátt í loftslagsverkföllum
== Saga stúdentaráðs ==
Stúdentaráð var stofnað í desember árið [[1920]], en lagt var til á fundi Stúdentafélags Háskólans að stofnað yrði stúdentaráð við háskólann að erlendri fyrirmynd. Hlutverk ráðsins væri að sinna hagsmunum og að vera málsvari stúdenta, á meðan það var enn í verkahring Stúdentafélags Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur að hlúa að skemmtanalífi og fræðslufélögum nemenda við skólann.
Í nóvember árið 1921 stofnaði Stúdentaráð mötuneytið Mensa academica sem starfaði fram til ársins 1929. Leynilegar kosningar til Stúdentaráðs voru teknar upp árið 1933. Þá urðu til fylkingar sem buðu fram á listum í kosningum. Árið 1951 stofnaði Stúdentaráð vinnumiðlun fyrir háskólanema. [[Félagsstofnun stúdenta|Félagsstofnun Stúdenta]] var stofnuð 1968 af Stúdentaráði og [[Háskólaráð|háskólaráði]].<ref name=":0" /> Árið 2013 stefndi Stúdentaráð íslenska ríkinu og Menntasjóð Námsmanna (áður [[Lánasjóður íslenskra námsmanna|Lánasjóður Íslenskra Námsmanna]]) vegna breytinga á útlánareglum sjóðsins og hafði betur.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/08/30/studentarad_hafdi_betur_gegn_lin/|title=Stúdentaráð hafði betur gegn LÍN|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-02-20}}</ref> Í febrúar 2019 hóf Stúdentaráð loftslagsverkföll ásamt fleiri samtökum og kröfðust þess að [[Alþingi]] lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/islenskir-studentar-i-loftslagsverkfall/|title=Íslenskir stúdentar í loftslagsverkfall - RÚV.is|author1=Auður Aðalsteinsdóttir |date=2019-02-21|website=RÚV|access-date=2023-02-20}}</ref>
== Kosningar til stúdentaráðs ==
{| class="wikitable"
|-
! Ár !! Meirihluti !! Minnihluti !! Formaður
|-
| 2025 || Vaka (10 sæti) || Röskva (7 sæti) || Arent Orri Jónsson Claessen
|-
| 2024 || Vaka (9 sæti) || Röskva (8 sæti) || Arent Orri Jónsson Claessen
|-
| 2023 || Röskva (12 sæti) || Vaka (5 sæti) || Rakel Anna Boulter
|-
| 2022 || Röskva (15 sæti) || Vaka (2 sæti) || Rebekka Karlsdóttir
|-
| 2021 || Röskva (16 sæti) || Vaka (1 sæti) || Isabel Alejandra Díaz
|-
| 2020 || Röskva (14 sæti) || Vaka (3 sæti) || Isabel Alejandra Díaz
|}
== Stúdentaráð á 20. öldinni ==
=== Stofnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands ===
Haustið 1920 var Háskóli Íslands settur í tíunda sinn, en þá voru nemendur 94 og kennarar alls 20. Flestir stúdentar voru félagar í [[Stúdentafélag háskólans|Stúdentafélagi háskólans]]. Á fundi í stúdentafélaginu í janúar 1920 kynnti formaður félagsins, [[Vilhjálmur Þ. Gíslason]], síðar skólastjóri [[Verzlunarskóli Íslands|Verzlunarskólans]] og útvarpsstjóri, starfsemi stúdentaráða við erlenda háskóla. Vilhjálmur taldi heppilegt að stofna Stúdentaráð við háskólann og var samþykkt að hann hefði undirbúning að stofnun þess með höndum í samráði við Háskólaráð, sem þyrfti að samþykkja stofnunina. Háskólaráð tók vel í tillöguna og tilnefni Ólaf Lárusson prófessor til að semja reglurnar með Vilhjálmi. Vilhjálmur og Ólafur sömdu þá reglur fyrir Stúdentaráðið og voru þær fyrst lagðar fyrir almennan stúdentafund og síðan Háskólaráðið. Reglurnar voru lagðar fram á fundi stúdenta um haustið og voru samþykktar eftir miklar umræður. Reglurnar voru svo lagðar fyrir Háskólaráð sem samþykkti þær að lokum með lítilli breytingu þann 2. desember 1920.
Samkvæmt reglunum var ráðið fyrst og fremst hagsmunafélag stúdenta og fulltrúi þeirra gagnvart Háskólaráði sem og tengiliður við Stúdentaráð í öðrum löndum. Ólíkt Stúdentafélagi háskólans og Stúdentafélagi Reykjavíkur var ráðinu ekki ætlað neitt skemmti- eða menningarhlutverk.
Þá var efnt til kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands en kosningin fór fram 11. desember 1920 og voru kosnir átta menn, tveir frá hverri deild en síðan kusu þeir einn til viðbótar, og var tala fulltrúa óbreytt til ársins 1966, þó kosningafyrirkomulagi hafi verið breytt. Allar deildirnar fjórar áttu jafnmarga fulltrúa í ráðinu, þrátt fyrir að vera misstórar.
Eins og áður segir kaus Stúdentaráð svo sjálft einn mann í viðbót til setu í ráðinu og allt til ársins 1932 tilnefndi fráfarandi ráð einn mann í næsta ráð, sem kom oftar en ekki úr fjölmennustu deildunum, læknisfræði og lögfræði, og varð sá maður yfirleitt formaður í næsta ráði.
Stefán Jóhann Stefánsson, annar fulltrúi lagadeildar, sagði sig úr ráðinu "út af ágreiningi, er þar reis og var stjórnmálalegs eðlis. Fannst mér vara gengið á hlut jafnaðarmanna, vildi ekki una því og fór úr ráðinu."
Það mál sem fyrsta Stúdentaráðið eyddi mestum tíma í var að koma upp matstofu fyrir stúdenta, Mensa academica, og varð það að veruleika í byrjun nóvember 1921, eða skömmu áður en ráðið lét af störfum.<ref>{{Bókaheimild|titill=Saga Stúdentaráðs|ár=1994|höfundur=Jón Ólafur Ísberg}}</ref>
{| class="wikitable"
|+Stúdentaráð 1920-21
! Deild !! Fulltrúi !! Staða
|-
| Guðfræðideild || Þorsteinn Jóhannesson ||
|-
| Guðfræðideild || Sveinn Víkingur || Ritari
|-
| Læknadeild || Lúðvíg Guðmundsson || Varaformaður
|-
| Læknadeild || Friðrik Björnsson ||
|-
| Lagadeild || Stefán Jóhann Stefánsson ||
|-
| Lagadeild || Magnús Magnússon ||
|-
| Heimspekideild || Stefán Einarsson ||
|-
| Heimspekideild || Vilhjálmur Þ. Gíslason || Formaður
|-
| Utan kosninga || Skúli V. Guðjónsson ||
|}
=== Stúdentaráð 1944-45 ===
Við kosningarnar haustið 1944 komu fram þrír listar. A-listi, sem Félag frjálslyndra og Alþýðuflokksfélagið studdu, hlaut 83 atkvæði og 2 menn kjörna. Vaka stóð að B-listanum og haut 155 atkvæði og 4 menn kjörna, en róttækir höfðu C-listann og 3 menn kjörna.<ref name=":2">{{Bókaheimild|titill=Garður - Tímarit Stúdentafélags Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur|höfundur=Ragnar Jóhannesson|útgefandi=Stúdentaráð Háskóli Íslands|ár=|árgangur=I. hefti - 1945|bls=74-80}}</ref>
A- og C-listarnir höfðu með sér stjórnarsamvinnu og varð Bárður Daníelsson, oddviti C-listans, formaður Stúdentaráðs.<ref name=":2" />
Starfsemi stúdentaráðs 1944-45:
* Hátíðarhöld 1. desember
* Andyrisballið, dansleikur í anddyri háskólabyggingarinnar á gamlárskvöld.
* Kvöldvaka á Hótel Borg í mars 1945
* Stúdentablaðið var gefið út 1. desember og 17. júní
* Vasabók stúdenta gefin út í fyrsta skipti (í dag gefur Stúdentaráð út sambærilegt rit, eða Akademíuna)
* Boðsundskeppni var haldin í Sundhöll Reykjavíkur að tilhlutun ráðsins, á milli framhaldsskólanna í bænum.
* Síðasta vetrardag önnuðust stúdentar dagskrá útvarpsins
* Stúdentaráð hrinti af stað nýju tímariti, [[Garður, tímarit|tímaritinu Garður]], sem átti að kynna háskólann og störf han betur en kostur hafði verið áður.
* Tillögur Stúdentaráðs til ríkisstjórnarinnar: Lyfjafræðiskóli Íslands yrði gerð að sérstakri deild í HÍ, að allsherjarrannsókn yrði gerð á því hvar brýnust væri þörf á háskólamenntuðu fólki svo stúdentar gætu haft það til hliðsjónar við val á námi. Ráðherra varð við seinni tillögunni.<ref name=":2" />
Með lögum frá 14. desember 1944 var verkfræðideild stofnuð við Háskóla Íslands, en við innritun voru þá í háskólanum 388 stúdentar.<ref name=":2" />
==== Rússamálið ====
Þann 6. mars 1945 var haldinn almennur stúdentafundur, sem varð allsögulegur. Þar voru rædd ýmis mál og þar á meðal tillaga, sem fram hafði komið um það að leggja niður Stúdentafélag Háskólans. Félag þetta var athafnalítið því að Stúdentaráð er fyrst og fremst málsvari stúdenta, en félagslíf skólans var einkum bundið við hin pólitísku félög. Stúdentafélagið var gamalt innan skólans og helsta starf þess að halda fagnaðarhátíð á hverju hausti í tilefni af komu nýrra stúdenta, og nefndist þetta hóf "Rússagildi". Framsögumaður tillögunnar var Jón J. Emilsson, fulltrúi Alþýðuflokksins í Stúdentaráði. Hann taldi að stjón félagsins hefði stundum misnotað aðstöðu sína og komið fram fyrir hönd stúdenta án umboðs. Nefndi hann í því samhengi Rússlandssöfnunina. Sneri Jón ræðu sinni einkum á hendur Bárði Daníelssyni og átaldi hann fyrir ýmsar sakir, en einkum fyrir að hafa verið hluthafi í skemmtifélaginu "Árvak". Forsaga málsins er að 1943 var haldið "Rússagildi" og varð 1900 kr. tap á því. Tapið kom ekki fram á reikningum, heldur borguðu nokkrir stúdentar það að mestu úr eigin vasa, en stofnuðu síðan nefnt félag, héldu skemmtun á Hótel Borg og guldu hallann með ágóða af skemmtuninni. Taldi Jón að hér væri um að ræða hættulegt fordæmi, og hefðu einkahagsmunir vakað fyrir þeim félögum.<ref name=":2" />
Bárður og aðrir Árvaksmenn höfnuðu því að hafa starfað í eigin þágu, heldur að þeir hefðu innt af hendi óéigingjarnt starf í þágu Stúdentafélagsins. Á þessum fundi urðu allheitar umræður, og sakaði Jón Bárð um slælega forystu í málefnum stúdenta og lýsti yfir þvi, að stuðningur sinn við formann Stúdentaráðs væri fallinn niður.<ref name=":2" />
Á fundi í Stúdentaráði 10. mars 1945 báru fulltrúar Vöku fram vantraust á stjórnarforystu ráðsins, en vantraustið var fellt með 4 atkvæðum gegn 4. Jón J. Emilsson sat hjá þrátt fyrir yfirlýsingar sínar um að hafa dregið sinn stuðning til baka. Bárður hugðist segja af sér en sökum ákveðinna tilmæla félaga sinna ákvað hann að sitja enn um stund í formannssætinu. Að tilhlutan Jóns Emilssonar boðaði Stúdentaráð almennan stúdentafund 24. mars, þar sem Jón bar fram tillögu um að fundurinn samþykkti að telja vítaverða stofnun og starfsemi skemmtifélagsins "Árvaks". Var sú tillaga felld með 51 atkvæði gegn 46. Þá var borin fram tillaga um að fundurinn skoraði á Jón að fara úr Stúdentaráði. Sú tillaga var einnig felld með 43 atkvæði gegn 43.<ref name=":2" />
Á fundi Stúdentaráðs 27. mars bar Jón fram eftirfarandi tillögu:<blockquote>"Stúdentaráð lýsir hér með yfir vantrausti á stjórnarforystu kommúnista í Stúdentaráði og samþykkir að víkja formanni sínum, stud. polyt. Bárði Daníelssyni, úr sæti sínu þegar í stað. Jafnframt skorar ráðið á gjaldkera og ritara að segja af sér."<ref name=":2" /></blockquote>Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 3. Fulltrúar Vöku gerðu þá grein fyrir atkvæðum sínum, að þeir samþykktu tillöguna, ekki af því að þeir vantreystu Bárði persónulega, heldur af því, "að stefna félags þeirra væri sú, að vinna eftir megni gegn áhrifum róttækra í Háskólanum."<ref name=":2" />
Jóhannes Elíasson, fulltrúi frjálslyndra sat hjá og gerði grein fyrir því að hann teldi þann grundvöll sem stjórnarsamvinnan var byggð á, vera úr sögunni. Róttækir greiddu gagnatkvæðin.<ref name=":2" />
Ný stjórn var kjörin og áttu sæti í henni Guðmundur Vignir Jósefsson (formaður), Jóhannes Elíasson og Bárður Daníelsson. Bárður lýsti því yfir að hann kysi að taka ekki þátt í stjórninni, og var þá annar kjörinn í hans stað, Jóhannes Elíasson. Róttækir stúdentar vildu að boðað yrði til kosninga en hinar fylkingarnar höfnuðu þeirri tillögu þar sem svo stut væri eftir af starfsárinu.<ref name=":2" />
==== Hernám Gamla Garðs ====
Stúdentar bjuggu við þröngan húsakost um veturinn eins og margir aðrir bæjarbúar. Margendurteknar tilraunir til að ná Gamla Garði aftur úr hershöndum reyndust árangurslausar. Breska heimsveldið taldi hann vera svo mikilvæga bækistöð að hann mætti ekki án hans vera fyrr en Þjóðverjar væru sigraðir, en breski sendiherrann bauð að leigja stúdentum 10 bragga til íbúðar um veturinn. Almennur stúdentaundur féllst á, að hafna eindregið göfugu braggatilboði Breta og hvatti til nýrra átaka till að endurheimta Gamla Garð undir kjörorði Magnúsar frá Mel: "Sómi vor býður oss að fara einarðlega með rétt vorn".<ref name=":2" />
Á Nýja Garði varð brátt þröngbýlt, svo að þar urðu slæm námsskilyrði. Tveir menn byggðu þar flest einbýlisherbergi, en í háskólabyggingunni tókst að fá eina stofu, þar sem stúdentar gátu fengið að liggja inni, en þó varð að synja 23 "rússum" um húsnæði. Meðan húsnæðisvandræðin voru sárust eftir missi Gamla Garðs, lá fjöldi stúdenta í háskólakjallaranum, og minnti aðbúnaður þeirra fremur á verbúðarvist en samastað háskólaborgara. Ein vistarveran í kjallaranum þótti bera af öðrum og er henni lýst þannig:<ref name=":2" /><blockquote>Helga Jósefns kom hnífur í feitt,
hlotnaðist honum kamers eitt
í Háskólans kjallarahólfi.
Vænum mublum er verelsið skreytt
og vaskur á miðju gólfi.<ref name=":2" /></blockquote>Í lok skólaársins var Gamli Garður endurheimtur eftir fimm ára hersetu, en leysti þó ekki húsnæðisvanda stúdenta. Stúdentar bjuggu enn einhverja vetra í braggaíbúðum.<ref name=":2" />
=== Stúdentaráð 1945-46 ===
Störf stúdentaráðs 1945-46:
* Nefnd stofnuð til að endurreisa íþróttalífið í háskólanum
* Stúdentaráð beindi ósk til háskólaráðs um styrk til að launa söngkennara, sem myndi kenna stúdentum söng.
* Bókamálið - Vegna skorts á námsbókum stofnaði Stúdentaráð nefndir til að greina þær námsbækur sem þörf var á og pantaði inn í stórum stil.
* Rússagildi haldið hátíðlegt þann 1. desember 1945.
* Áramótadansleikurinn haldinn.
* 9. febrúar 1945 var haldinn fagnaðarhátíð vegna endurheimtar Gamla Garðs.
* Smærri dansleikir haldnir öðru hverju í Gamla Garði.<ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Garður - Tímarit Stúdentaráðs Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur|útgefandi=Stúdentaráð Háskóla Íslands og Stúdentafélag Reykjavíkur|bls=11-16|höfundur=Ragnar Jóhannesson|ár=apríl 1946|árgangur=II. hefti - apríl 1946}}</ref>
Sunnudaginn 31. mars 1946 boðuðu Stúdentaráð og Stúdentafélag Reykjavíkur til opinbers borgarafundar undir berum himni í Barnaskólaportinu í Reykjavík. Eigendur samkomuhúsanna í Reykjavík höfðu neitað stúdentum um húsnæði fyrir þennan fund. Fundurinn varðaði herstöðvamálið svokallaða en forystumenn í félagsskap stúdenta höfðu tekið höndum saman um að ýta við þjóðinni í þessu máli - og þá einkum ríkisstjórninni og Alþingi.<ref name=":3" />
Fundurinn tókst vel til og var fjölsóttur og glæsilegur. Ræðumenn voru: Guðmundur Ásmundsson, formaður Stúdentaráðs, dr. Jakob Sigurðsson, formaður Stúdentafélags Reykjavíkur, Sigurbjörgn Einarsson dósent, Kristján Eiríksson, Jóhannes Elíasson, dr. Sigurður Þórarinsson og Jón P. Emilsson. Ræðumenn kröfðust þess einróma að Bandaríkjamenn kölluðu her sinn héðan tafarlaust. Þeir lýstu því yfir að "við viljum engan erlendan her hafa á Íslandi".<ref name=":3" />
Sama dag hófu stúdentaráðið, Stúdentafélagið og stjórnmálafélögin í háskólanum útgáfu blaðsins "Við mótmælum allir".<ref name=":3" />
=== Stúdentaráð 1946-47 ===
Að minnsta kosti einu sinni hefur það gerst að fleiri en 2 fylkingar hafa verið í framboði á sama tíma, en árið 1946 voru fjórar fylkingar í framboði. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, Félag frjálslyndra stúdenta, Stúdentafélag lýðræðissinnaðra stúdenta og Félag róttækra stúdenta. Aðdragandinn var sá að flugvallarsamningurinn hafði nýlega verið gerður við Bandaríkin og valdið miklu róti í háskólanum. Þegar átökin stóðu sem hæst, var stofnað Þjóðvarnarfélag háskólastúdenta og formaður þess kjörinn Hermann Pálsson. Á stofnfundi félagsins var stjórninni falið að athuga hvort rétt væri að félagið byði fram lista við stúdentaráðskosningarnar, annað hvort eitt saman eða í bandalagi við eitt eða fleiri pólitísk félög. Stjórnin átti viðræður við fulltrúa allra pólitísku félaganna og lagði síðan fyrir félögin uppkast að málefnasamningi um framboð til stúdentaráðskoninga.<ref name=":1" /> Í uppkastinu sagði:<blockquote>"Þjóðvarnarfélag háskólastúdenta, Félag frjálslyndra stúdenta, Félag róttækra stúdenta, Stúdentafélag lýðræðissinnaðra stúdenta og Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, ákveða að bera fram sameiginlegan lista til næstu stúdentaráðskosninga.
Orsakirnar til þessarar nýbreytni er sú hætta, sem félögin telja þjóðinni stafa af flugvallarsamningnum við Bandaríkin, sem knýr alla þjóðrækna Íslendinga til einingar. Félögin telja, að hér sé um að ræða svo mikilvægt mál, að víkja beri öllum dægurmálum til hliðar. Félögin telja sér skylt að berjast markvisst fyrir því:
# að samningurinn verði túlkaður og haldinn eftir þeim skilningi, sem Íslendingum kemur bezt.
# að samningnum verði sagt upp, svo fljótt sem ákvæði samningsins leyfa,
# að dvöl Bandaríkjaliðsins, sem hingað verður sent, trufli sem minnst íslenzk þjóðlíf,
# að slíkir samningar verði ekki gerðir framvegis.
Félögin ákveða að 1. desember skuli verða almennur baráttudagur gegn áhrifum samningsins."<ref name=":1" /></blockquote>Þá var einnig tekið fram hver skipun listans skyldi vera, en allir áttu að vera félagsmenn í Þjóðvarnarfélagi háskólastúdenta en Vaka átti að fá fimm fulltrúa, Félag róttækra stúdenta tvo, Félag frjálslyndra stúdenta einn og Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sósíalista einn. Félagsfundur Vöku hafnaði þessu tilboði og tók fram að hann treysti fulltrúum Vöku eins vel til að standa vörð um frelsi og fullveldi Íslands og berjast fyrir hagsmunamálum stúdenta, hvort sem þeir væru í Þjóðvarnarfélaginu eða ekki. Hin félögin þrjú tóku tilboðinu, en ekki varð þó af samvinnu þeirra í milli eftir að Vaka hafnaði tilboðinu. Við kosningarnar komu því fram fjórir listar, en Þjóðvarnarfélagið dró sig í hlé.<ref name=":1" />
Síðan fór það svo að kosningarnar fóru af stað og voru fylkingar harðorðar um andstæðinga. Í blaði róttækra, ''Nýja stúdentablaðinu'', var sérstaklega skotið á Vökumenn, en þar sagði "Ef þú greiðir málstað Vöku atkvæði, skilur þjóðin öll það sem hreina uppgjöf við málstað stúdenta. Heiður vor er í veði." Í blaði Vöku var flestum greinum beint gegn róttækum: "Það er skylda allra stúdenta, sem vilja forða stúdentaráði frá því að verða handbendi kommúnista, að styðja eina andstæðing kommúnista, Vöku o.s.fr.v."<ref name=":1" />
Þann 2. nóvember kl. 14:00 hófst kjörfundur, en öll félögin höfðu undirbúið kosningarnar vandlega. Kosningaskrifstofur störfuðu og bílar voru á fleygiferð að sækja kjósendur og reynt var að róa í þeim, sem ekki enn voru búnir að taka ákvörðun um hvert þeirra atkvæði myndi renna. Sú venja hafði verið allgömul þá, að Vaka héldi dansleik að kvöldi kosningadagsins áður fyrr hafði hann oft verið auglýstur sem „sigurhátíð Vöku“, en þar sem reynslan staðfesti ekki alltaf réttmæti þessara orða, hafði aðeins „dansleikur“ verið auglýstur síðustu árin þar á undan. Á dansleiknum var fullt út að dyrum en niðurstöðurnar voru kynntar þar, en Vaka hlaut 194 atkvæði og fimm menn kjörna, Félag róttækra stúdenta hlaut 100 atkvæði og þrjá menn, Stúdentafélag lýðræðissinnaðra stúdenta hlaut 57 atkvæði og einn mann, en félag frjálslyndra hlaut 32 atkvæði og engan mann kjörinn.<ref name=":1" />
Hlutu því eftirfarandi kjör í Stúdentaráð 1946-47:
* Geir Hallgrímsson (Vaka) - formaður
* Gunnar Sigurðsson (Vaka)
* Ásgeir Pétursson (Vaka)
* Guðlaugur Þorvaldsson (Vaka)
* Skúli Guðmundsson (Vaka) - gjaldkeri
* Ingi R. Helgason (Félag róttækra stúdenta)
* Björn Jónsson (Félag róttækra stúdenta)
* Hermann Pálsson (Félag róttækra stúdenta) - ritari
* Þorvaldur G. Kristjánsson (Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sósíalista)<ref name=":1" />
==== Almennur stúdentafundur 20. desember 1946 ====
Seinna sama ár, þegar það verða deilur um hvort að Sigurður Bjarnason, alþingismaður, ætti að fá að flytja ávarp á fullveldisfögnuði stúdenta þann 1. desember, berst stúdentaráði skjal frá 23 háskólastúdentum sem kröfðust þess, að almennur fundur háskólastúdenta yrði haldinn um málið, þar sem sú ráðstöfun yrði borin undir atkvæði. Í lögum Stúdentaráðs er ákvæði sem tekur til almenns funds stúdenta, en hann hefur æðsta vald í málefnum þeirra, og getur breytt löglegum samþykktum stúdentaráðsins, enda sæki fundinn fjórðungur skrásettra háskólastúdenta (þá). Þá hafði Hermann Pálsson, ritari stúdentaráðs sagt af sér í mótmælaskyni við valið á Sigurði, en Geir Hallgrímsson, formaður stúdentaráðs, lýsti því yfir að hann mundi segja af sér formennsku í ráðinu, ef fundurinn hafnaði Sigurði.<ref name=":1" />
Hinn 20. nóvember var svo haldinn fjölmennur fundur háskólastúdenta, þar sem tillaga um hvort að enginn þeirra alþingismanna sem kaus með samningnum mætti flytja ávarp. Heitar umræður voru um tillöguna og Geir ítrekaði sína hótun um afsögn sína. Ýmsir skoruðu á Geir að draga hótun sína aftur, en hann gerði það ekki. Í fundarlok var tillagan borin undir atkvæði og felld með nokkrum atkvæðismun, en 69 atkvæði voru með tillögunni og 82 gegn.<ref name=":1" />
=== Stúdentaráð 1964-65 ===
Þann 21. febrúar 1964 kom nýtt stúdentaráð saman á fyrsta fund og skipti með sér verkum þannig að formaður var Auðólfur Gunnarsson, varaformaður Jón OIddsson, ritari Örn Marínósson, og gjaldkeri Geir Gunnlaugsson.
Þá var í fyrsta skiptið, samkvæmt nýjum breytingum á lögum stúdentaráðs, kjörinn sérstakur yfirmaður utanríkismála, og yfirmaður almennra félagsmála. Jón Oddsson var skipaður yfirmaður utanríkismála og Vésteinn Ólason yfirmaður almennra félagsmála.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4344127?iabr=on#page/n0/mode/2up|title=Stúdentablaðið - 2. Tölublað (01.04.1964) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2025-06-06}}</ref>
Þá voru eftirfarandi nefndir skipaðar; Fríðindanefnd, Bókmenntarkynningarnefnd, Bridgenefnd, Skáknefnd, Málfundanefnd, Leiklistarnefnd, Útvarpsnefnd, Hjónagarðsnefnd og Utanríkisnefnd. Meðal nefndarmanna voru [[Friðrik Sófusson]], síðar varaformaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]], sem sat í málefnanefnd, og [[Bogi Nilsson]], seinna ríkissaksóknari og pabbi [[Bogi Nils Bogason|Boga Nils Bogason]] forstjóra Icelandair, sat í Bridgenefndinni.
== Stúdentaráð á 21. öldinni ==
=== Stúdentaráð 2017-18 ===
Árið 2017 sigraði Röskva kosningar til Stúdentaráðs eftir átta ár Vöku í meirihluta og fékk 18 af 27 fulltúum í Stúdentaráði.
=== Stúdentaráð 2021-22 ===
Röskva vann stórsigur í kosningum til stúdentaráðs með 16 af 17 fulltrúum til stúdentaráðs.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/03/25/roskva_vann_storsigur/|title=Röskva vann stórsigur|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2025-05-28}}</ref>
=== Stúdentaráð 2022-23 ===
Árið 2023-24 hélt Röskva aftur ofurmeirihluta sínum í kosningum til stúdentaráðs, og missti aðeins einn fulltrúa en var þá með 15 fulltrúa á móti 2 fulltrúum Vöku. Heildarkjörsókn var 21,70% þar sem alls voru 2.626 atkvæði greidd en 17,95% í kosningum til háskólaráðs þar sem 2.572 voru greidd.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/03/25/roskva_sigradi_med_yfirburdum/|title=Röskva sigraði með yfirburðum|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2025-05-28}}</ref>
Eftifarandi aðilar hlutu kjör í stúdentaráð 2022-23:<ref>{{Vefheimild|url=https://student.backend.jldevelopment.is/wp-content/uploads/2022/08/Studentaradsfundur-20.04.2022-Kjorfundur.pdf|titill=Fundargerð kjörfundar|höfundur=SHÍ|mánuður=apríl|ár=2022}}</ref>
* Lilja Hrönn Ö. Hrannarsdóttir (Röskva)
* Viktor Ágústsson (Röskva)
* Dagur Kárason (Vaka)
* Diljá Ingólfsdóttir (Röskva)
* Elías Snær Torfason (Röskva)
* Andri Már Tómasson (Röskva)
* Sigríður Helga Ólafsson (Röskva)
* Dagný Þóra Óskarsdóttir (Röskva)
* Rakel Anna Boulter (Röskva)
* Draumey Ósk Ómarsdóttir (Röskva)
* Magnús Orri Aðalsteinsson (Röskva)
* Auður Eir Sigurðardóttir (Röskva)
* Bergrún Anna Birkisdóttir (Vaka)
* Ísak Kárason (Röskva)
* Brynhildur R. Þorbjarnardóttir (Röskva)
* S. Maggi Snorrason (Röskva)
* Dagmar Óladóttir (Röskva)
Í háskólaráð hlutu kjör:
* Brynhildur K Ásgeirsdóttir (Röskva)
* Katrín Björk Kristjánsdóttir (Röskva)
Forysta stúdentaráðs var eftirfarandi:
* Rebekka Karlsdóttir (forseti)
* Gréta Dögg Þórisdóttir (varaforseti)
* María Sól Antonsdóttir (lánasjóðsfulltrúi)
* Katrín Björk Kristjánsdóttir (hagsmunafulltrúi)
=== Stúdentaráð 2023-24 ===
Árið 2023-24 vann Röskva kosningar til stúdentaráðs en tapaði þó nokkrum sætum, en Röskva hafði þá 12 fulltrúa gegn 5 fulltrúum Vöku.
Eftirfarandi aðilar hlutu kjör í stúdentaráð 2023-24:<ref>{{Vefheimild|url=https://student.backend.jldevelopment.is/wp-content/uploads/2023/06/Fundargerd-19.-april-2023-kjorfundur-Studentarads.pdf|titill=Fundargerð kjörfundar|höfundur=SHÍ|mánuður=apríl|ár=2023}}</ref>
* Arna Dís Heiðarsdóttir (Röskva)
* Daníel Hjörvar Guðmundsson (Vaka)
* Emilía Björt Írisard. Bachmann (Röskva)
* Júlíus Viggó Ólafsson (Vaka)
* Kristmundur Pétursson (Röskva)
* Sigríður Helga Kárdal Ásgeirsd. (Röskva)
* Daníel Thor Myer (Röskva)
* Elísabet Sara Gísladóttir (Vaka)
* Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa (Vaka)
* Tanja Sigmundsdóttir (Röskva)
* Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir (Röskva)
* María Rós Kaldalóns (Röskva)
* Davíð Ásmundsson (Röskva)
* Eiður Snær Unnarsson (Vaka)
* Guðni Thorlacius (Röskva)
* Júlía Karín Kjartansdóttir (Röskva)
* Steinunn Kristín Guðnadóttir (Röskva)
Forysta stúdentaráðs:
* Rakel Anna Boulter (forseti)
* Dagmar Óladóttir (varaforseti)
* Gísli Laufeyjarson Höskuldsson (lánasjóðsfulltrúi)
* Rannveig Klara Guðmundsdóttir (hagsmunafulltrúi)
=== Stúdentaráð 2024-25 ===
Árið 2024-25 markar fyrsta ár Vöku í meirihluta síðan 2017, en Röskva hefði þar verið í meirihluta í 7 ár. Meirihlutinn vannst naumlega en Vaka hlaut þá 9 fulltrúa gegn 8 fulltrúum Röskvu.
Eftirfarandi aðilar hlutu kjör í stúdentaráð 2024-25:<ref>{{Vefheimild|url=https://student.backend.jldevelopment.is/wp-content/uploads/2024/05/12.-Stu%CC%81dentara%CC%81dsfundur-16.4.2024-kjo%CC%88rfundur.pdf|titill=Fundargerð kjörfundar stúdentaráðs|höfundur=SHÍ|mánuður=Apríl|ár=2024}}</ref>
* Júlíus Viggó Ólafsson (Vaka)
* Katla Ólafsdóttir (Röskva)
* Ragnheiður Geirsdóttir (Vaka)
* Birkir Snær Brynleifsson (Vaka)
* Patryk Lukasz Edel (Röskva)
* Styrmir Hallsson (Röskva)
* Tinna Eyvindardóttir (Vaka)
* Eiríkur Kúld Viktorsson (Vaka)
* Gunnar Ásgrímsson (Vaka)
* Magnús Bergmann Jónasson (Röskva)
* Ásthildur Bertha Bjarkadóttir (Vaka)
* Kristín Fríða Sigurborgardóttir (Röskva)
* Jóhann Almar Sigurðsson (Vaka)
* Ester Lind Eddudóttir (Röskva)
* Ísleifur Arnórsson (Röskva)
* Sóley Anna Jónsdóttir (Röskva)
* Anna Sóley Jónsdóttir (Vaka)
Eftirfarandi aðilar hlutu kjör í forystu stúdentaráðs:
* Arent Orri Jónsson Claessen (forseti)
* Sigurbjörg Guðmundsdóttir (varaforseti)
* Júlíus Viggó Ólafsson (lánasjóðsfulltrúi)
* Valgerður Laufey Guðmundsdóttir (hagsmunafulltrúi)
Einnig voru ráðnir aðrir starfsmenn ráðsins, Snæfríður Blær Tindsdóttir sem alþjóðafulltrúi, [[Vésteinn Örn Pétursson]] sem ritsjóri Stúdentablaðsins og Daníel Hjörvar Guðmundsson í stöðu framkvæmdastjóra. Síðar á starfsárinu var Karen Lind Skúladóttir ráðin sem fyrsti kjarafulltrúi SHÍ.
=== Stúdentaráð 2024-25 ===
Vaka hélt velli í kosningum til stúdentaráðs og jók við meirihluta sinn með 1 fulltrúa, en 10 Vökuliðar hlutu kjör gegn 7 fulltrúum Röskvuliðum.
== Fylkingar ==
Stúdentaráð hefur tekið ýmsum breytingum í áranna rás en þó hefur eitt fyrirbæri sett svip á tilveru ráðsins frá árinu 1933, það eru listakosningar til Stúdentaráðs. Lengst af hafa fylkingar barist um meirihluta í ráðinu og þó að málefnin hafa verið ólík milli ára er saga þessara fylkinga orðin samofin Stúdentaráði.<ref name=":4">Gunnar Hörður Garðarsson. ''Framboð gegn kerfinu. Fylkingar i Stúdentaráði Háskóla Íslands'' <u>(</u>Háskóli Íslands, 2015).</ref>
Undanfarna þrjá áratugi hafa það verið fylkingarnar [[Vaka (stúdentahreyfing)|Vaka]] og [[Röskva (stúdentahreyfing)|Röskva]] sem hafa notið mest fylgis og skiptst á að hafa meirihluta nokkur ár í senn. Aðrar fylkingar hafa þó iðulega boðið fram svo sem H-listinn, [[Skrökva]] og [[Öskra]] í seinni tíð. Á árum áður voru starfandi fylkingarnar Umbótasinnar, Félag vinstrimanna, Vinstrimenn og Félag róttækra stúdenta, Félag róttækra, krata og þjóðernissinnaðra stúdenta, Félag frjálslyndra stúdenta, Félag frjálslyndra og krata, Félag róttækra stúdenta og Hægri menn..
Á árunum 1960 til 1974 var kosningum háttað öðruvísi en áður, en þá voru kosnir einstaklingar í stað fylkinga. Þetta leiddi þó ekki til þess að fylkingafyrirkomulagið lagðist af, heldur í raun efldist vinstrivængurinn ef eitthvað var því að allir einstaklingar sem töldust ekki til Vökuliða í framboði voru skilgreindir sem andstæðingar Vöku. Hópuðust því allir andstæðingar Vöku undir hatt vítt skilgreindra vinstrimanna. Þessu fyrirkomulagi var þó breytt aftur árið 1974 og var þá kosið á milli Vöku og Vinstrimanna. Frá því að fylkingafyrirkomulagið tók við aftur árið 1974 hafa níu ný framboð litið dagsins ljós.<ref name=":4" />
Árið 2013 voru einstaklingsframboð aftur leyfð, en það var meðal helstu baráttumála H-listans og Skrökvu.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/01/20/skrokva_leggur_sig_nidur/|title=Skrökva leggur sig niður|date=2012-01-20|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-03-25}}</ref> Síðan þá hafa þrisvar sinnum borist einstaklingsframboð, árin 2016, 2023 og 2024 öll á hugvísindasviði, en engin þeirra hefur hlotið kjör.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20161893334d|title=Stofnaði félag nemenda með íslenskuna sem annað mál - Vísir|author1=Þórgnýr Einar Albertsson|date=2016-02-15|website=visir.is|language=is|access-date=2023-03-25}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/23/roskva_heldur_velli/|title=Röskva heldur velli|date=2023-03-23|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-03-25}}</ref>
=== Vaka ===
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta var stofnað árið 1935 og hefur verið starfandi síðan þá. Frá stofnun hefur félagið á hverju ári staðið fyrir framboði til Stúdentaráðs.
Vaka var stofnuð árið 1935 sem svar við öðrum nýlega stofnuðum hreyfingum: Félagi róttækra háskólastúdenta , sem aðhylltist sósíalísk og kommúnísk gildi, og Félagi þjóðernissinnaðra stúdenta , sem barðist fyrir þjóðernissinnuðum gildum. Fremstur í flokki var Jóhann Hafstein, þá laganemi en síðar forsætisráðherra. Fyrir vikið varð undirheiti félagsins „félag lýðræðissinnaðra stúdenta“.
Vaka hefur þó tekið breytingum yfir tímann, en það urðu þáttaskil í starfi Vöku um miðjan 9. áratug síðustu aldar. Vaka hóf þá baráttu fyrir því að fá pólitíkina úr hagsmunabaráttu nemenda. En árunum á undan hafði Stúdentaráð til að mynda opinberlega stutt við Samtök hernaðarandstæðinga sem og berist gegn Álverinu á Grundartanga.
=== Verðandi ===
Verðandi, félag vinstri sinnaðra stúdenta, var stofnað árið 1969.
=== Vinstrimenn ===
Vinstrimenn buðu fyrst fram sem fylking árið 1974, þegar hætt var að kjósa einstaklinga til starfa innan stúdentaráðs og aftur var farið að kjósa fylkingar. Þó höfðu Vinstrimenn starfað sem heild á árunum 1960-1974 og verið sameinaðir í andstöðu sinni við Vöku á þeim tíma. Árið 1974 fóru Vinstrimenn stefnulausir sem fylking inn í kosningarnar en báru þó sigur úr bítum. Fyrsti formaður í meirihluta Vinstrimanna var Arnlín Óladóttir, læknanemi, sem jafnframt var fyrst kvenna til að gegna embætti formann Stúdentaráðs Háskóla Íslands.<ref name=":4" />
Opinber stefnumál Vinstrimanna sneru aðallega að því að vera á móti kerfinu, en þrátt fyrir skort á skýrri stefnu voru Vinstrimenn þó frekar róttækir í sinni stjórnartíð en ber hæst að nefna róttæka aðgerð undir forystu [[Össur Skarphéðinsson|Össurar Skarphéðinssonar]]. Össur hafði komið sér fyrir á þingpöllum Alþingis og hélt ræðu þar fyrir þingheim, á meðan aðrir stúdentar komu í veg fyrir að þingverðir næðu til hans. Tilefni ræðunnar var aðgerðaleysi ríkisins í lánasjóðsmálum og vakti aðgerðin mikla eftirtekt. <ref name=":4" />
Það var alltaf stutt í ágreining innan fylkingarinnar en Vinstrimenn störfuðu ekki sem ein heild nema sem andstæðingar Vöku. Á árunum 1974-1980 var fylgi Vinstrimanna að meðaltali 55%, en fylgi fylkingarinnar fór þó dvalandi síðustu árin. Það var svo árið 1979 að ungliðar stjórnmálahreyfinga á landsvísu, sem töldu sig vera vinstriflokka, sameinuðust um stofnun Félags vinstrimanna og buðu fram til stúdentaráðs. Þessir ungu vinstrisinnar töldu þörf á því að stofna alvöru vinstrisinnað afl innan Háskóla Íslands og sögðu skilið við Vinstrimenn. <ref name=":4" />
=== Félag vinstrimanna ===
Félags vinstrimanna, sem ekki má rugla við félaginu Vinstrimenn, var stofnað árið 1979 vegna ágreinings innan Vinstrimanna. Félag vinstrimanna var þá skipað ungliðum sem aðhylltust þáverandi vinstriflokka, þó ekki hafi verið bein tengsl þar á milli. Í kjölfarið var félagsskapur Vinstrimanna lagður niður.<ref name=":4" />
=== Umbótasinnar ===
Félag umbótasinna var stofnað árið 1981, en það voru aðilar sem sáu sér ekki fært að vera í slagtogi með Félagi vinstrimanna en höfðu áður átt heima innan Vinstrimanna. Umbótasinnar sátu næstu ár í meirihluta ráðsins með Vöku og Félagi vinstrimanna á víxl og í stjórnartíð Félags vinstrimanna og Umbótasinna árið 1988 var Röskva, samtök félagshyggjufólks, stofnuð árið 1988 með samruna Félags vinstrimanna og Umbótasinna.<ref name=":4" />
=== Röskva, samtök félagshyggjufólks ===
Röskva var stofnuð árið 1988 með samruna Félags vinstrimanna og Umbótasinna, en Röskva kom til með að hafa meirihluta fulltrúa í stúdentaráði öll árin 1992-2002 en svo var það fyrir tilstilli Háskólalistans árið 2005 að þrjár fylkingar áttu sæti í stjórn stúdentaráðs og meirihluti var ekki myndaður.
== Formenn SHÍ gegnum tíðina ==
Forseti (áður formaður) Stúdentaráðs er ábyrgðarstaða sem margt þjóðþekkt fólk hefur gegnt gegnum tíðina. Meðal fyrri formanna má nefna: [[Össur Skarphéðinsson]], [[Hildur Björnsdóttir|Hildi Björnsdóttur]], [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir|Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur]], [[Árni Grétar Finnsson|Árna Grétar Finnsson]], [[Dagur B. Eggertsson|Dag B. Eggertsson]] og [[Jónas Fr. Jónsson]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.student.is/formenn_shi_fra_1920_1|titill=Formenn SHÍ frá 1920|höfundur=|útgefandi=|mánuður=|ár=|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref>
Hörður Sigurgestsson var fyrstur til að gegna embætti forseta tvö ár í röð, árin 1960-1962<ref>{{Bókaheimild|titill=Í háskólanum. Stúdentaráð Háskóla Íslands 75 ára 1920-1995.|höfundur=Jón Ólafur Ísberg|ár=1995}}</ref>. Fyrsta kona til að gegna embætti forseta var Arnlín Óladóttir starfsárið 1974-1975.<ref>{{Cite web|url=https://studentabladid.is/efni/2020/12/29/fyrrum-forsetar-sh-afturhvarf-til-fortar|title=Fyrrum forsetar SHÍ: Afturhvarf til fortíðar|author1=Atli Freyr Þorvaldsson |date=29. desember 2020|website=Stúdentablaðið|language=|access-date=2023-02-20|archive-date=2023-02-20|archive-url=https://web.archive.org/web/20230220030834/https://studentabladid.is/efni/2020/12/29/fyrrum-forsetar-sh-afturhvarf-til-fortar|url-status=dead}}</ref>
{| class="wikitable sortable mw-collapsible"
|+Formenn SHÍ
!Nr.
!Nafn
!Frá
!Til
!Fylking
|-
|99
|[[Arent Orri Jónsson Claessen]]
|2024
|
|Vaka
|-
|98
|Rakel Anna Boulter
|2023
|2024
||Röskva
|-
|97
|Rebekka Karsldóttir
|2022
|2023
|Röskva
|-
|100
|Isabel Alejandra Diaz
|2020
|2022
|Röskva
|-
|99
|Jóna Þórey Pétursdóttir
|2019
|2020
|Röskva
|-
|98
|Elísabet Brynjarsdóttir
|2018
|2019
|Röskva
|-
|97
|Ragna Sigurðardóttir
|2017
|2018
|Röskva
|-
|96
|Kristófer Már Maronsson
|2016
|2017
|Vaka
|-
|95
|Aron Ólafsson
|2015
|2016
|Vaka
|-
|94
|Ísak Einar Rúnarsson
|2014
|2015
|Vaka
|-
|93
|María Rut Kristinsdóttir
|2013
|2014
|Vaka
|-
|92
|Sara Sigurðardóttir
|2012
|2013
|Vaka
|-
|91
|Lilja Dögg Jónsdóttir
|2011
|2012
|Vaka
|-
|90
|Jens Fjalar Skaptason
|2010
|2011
|Vaka
|-
|89
|[[Hildur Björnsdóttir]]
|2009
|2010
|Vaka
|-
|88
|[[Björg Magnúsdóttir]]
|2008
|2009
|Röskva
|-
|87
|Dagný Ósk Aradóttir
|2007
|2008
|Röskva
|-
|86
|Sigurður Örn Hilmarsson
|2006
|2007
|Vaka
|-
|85
|Elías Jón Guðjónsson
|2005
|2006
|H-listinn
|-
|84
|Jarþrúður Ásmundsdóttir
|2004
|2005
|Vaka
|-
|83
|Davíð Gunnarsson
|2003
|2004
|Vaka
|-
|82
|Brynjólfur Stefánsson
|2002
|2003
|Vaka
|-
|81
|Þorvarður Tjörvi Ólafsson
|2001
|2002
|Röskva
|-
|80
|Eiríkur Jónsson
|2000
|2001
|Röskva
|-
|79
|Finnur Beck
|1999
|2000
|Röskva
|-
|78
|Ásdís Magnúsdóttir
|1998
|1999
|Röskva
|-
|77
|Haraldur Guðni Eiðsson
|1997
|1998
|Röskva
|-
|76
|Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
|1996
|1997
|Röskva
|-
|75
|[[Guðmundur Steingrímsson]]
|1995
|1996
|Röskva
|-
|74
|[[Dagur B. Eggertsson]]
|1994
|1995
|Röskva
|-
|73
|[[Páll Magnússon]]
|1993
|1994
|Röskva
|-
|72
|Pétur Þ. Óskarsson
|1992
|1993
|Röskva
|-
|71
|[[Steinunn Valdís Óskarsdóttir]]
|1991
|1992
|Röskva
|-
|70
|[[Sigurjón Þ. Árnason]]
|1990
|1991
|Vaka
|-
|69
|[[Jónas Fr. Jónsson]]
|1989
|1990
|Vaka
|-
|68
|[[Sveinn Andri Sveinsson]]
|1988
|1989
|Vaka
|-
|67
|Ómar Geirsson
|1987
|1988
|Umbótasinnar
|-
|66
|Eyjólfur Sveinsson
|1986
|1987
|Vaka
|-
|65
|[[Björk Vilhelmsdóttir]]
|1986
|1986
|Félag vinstrimanna
|-
|64
|Guðmundur Jóhannsson
|1985
|1986
|Vaka
|-
|63
|Stefán Kalmansson
|1984
|1985
|Vaka
|-
|62
|Aðalsteinn Steinþórsson
|1983
|1984
|Umbótasinnar
|-
|61
|Gunnar Jóhann Birgisson
|1982
|1983
|Vaka
|-
|60
|[[Finnur Ingólfsson]]
|1981
|1982
|Umbótasinnar
|-
|59
|Stefán Jóhann Stefánsson
|1980
|1981
|Félag vinstrimanna
|-
|58
|Þorgeir Pálsson
|1979
|1980
|Félag vinstrimanna
|-
|57
|Bolli Héðinsson
|1978
|1979
|Vinstrimenn
|-
|56
|[[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]]
|1977
|1978
|Vinstrimenn
|-
|55
|[[Össur Skarphéðinsson]]
|1976
|1977
|Vinstrimenn
|-
|54
|Gestur Guðmundsson
|1975
|1976
|Vinstrimenn
|-
|53
|Arnlín Óladóttir
|1974
|1975
|Vinstrimenn
|-
|52
|Halldór Ármann Sigurðsson
|1973
|1974
|Vinstrimenn
|-
|51
|Skúli Johnsen
|1965
|1966
|
|-
|50
|Björn Teitsson
|1964
|1965
|
|-
|49
|Auðólfur Gunnarsson
|1964
|1965
|
|-
|48
|Ellert B. Schram
|1963
|1964
|Vaka
|-
|47
|Jón E. Ragnarsson
|1961
|1962
|Vaka
|-
|46
|Hörður Sigurgestsson
|1960
|1961
|Vaka
|-
|45
|[[Árni Grétar Finnsson]]
|1959
|1960
|Vaka
|-
|44
|Ólafur Egilsson
|1958
|1959
|Vaka
|-
|43
|Birgir Ísleifur Gunnarsson
|1957
|1958
|Vaka
|-
|42
|Bjarni Beinteinsson
|1956
|1957
|Vaka
|-
|41
|Björgvin Guðmundsson
|1955
|1956
|Róttækir, kratar og þjóðvörn
|-
|40
|Skúli Benediktsson
|1954
|1955
|Frjálsl. og kratar
|-
|39
|Björn Hermannsson
|1953
|1954
|Félag frjálslyndra stúdenta
|-
|38
|Matthías Jóhannesson
|1952
|1953
|Vaka
|-
|37
|Bragi Sigurðsson
|1952
|1952
|Vaka
|-
|36
|Höskuldur Ólafsson
|1951
|1952
|Vaka
|-
|35
|Árni Björnsson
|1950
|1951
|Vaka
|-
|34
|Hallgrímur Sigurðsson
|1949
|1950
|Frjálsl. og kratar
|-
|33
|Bjarni V. Magnússon
|1949
|1949
|Frjálsl. og kratar
|-
|32
|Gísli Jónsson
|1948
|1948
|Vaka
|-
|31
|Tómas Tómasson
|1947
|1948
|Vaka
|-
|30
|Geir Hallgrímsson
|1946
|1947
|Vaka
|-
|29
|Guðmundur Ásmundsson
|1945
|1946
|Vaka
|-
|28
|Bárður Daníelsson
|1944
|1945
|Félag róttækra stúdenta
|-
|27
|Páll S. Pálsson
|1943
|1944
|Vinstri menn
|-
|26
|Ásberg Sigurðsson
|1942
|1943
|Vaka
|-
|25
|Einar Ingimundarson
|1941
|1942
|Vaka
|-
|24
|Þorgeir Gestsson
|1940
|1941
|Vaka
|-
|23
|Hannes Þórarinsson
|1940
|1940
|Vaka
|-
|22
|Bárður Jakobsson
|1939
|1939
|Vaka
|-
|21
|Sigurður Bjarnason
|1938
|1939
|Vaka
|-
|20
|Ólafur Bjarnason
|1937
|1938
|Vaka
|-
|19
|[[Jóhann Hafstein]]
|1936
|1937
|Vaka
|-
|18
|Ragnar Jóhannesson
|1936
|1936
|Félag róttækra stúdenta
|-
|17
|Björn Sigurðsson
|1935
|1936
|Félag róttækra stúdenta
|-
|16
|Eggert Steinþórsson
|1934
|1935
|Academia
|-
|15
|Baldur Johnsen
|1933
|1934
|Hægri menn
|-
|14
|Valdimar Stefánsson
|1933
|1933
|
|-
|13
|Sigurður Ólason
|1932
|1933
|
|-
|12
|Jón Geirsson
|1931
|1932
|
|-
|11
|Agnar Kl. Jónsson
|1930
|1931
|
|-
|10
|Bergsveinn Ólafsson
|1929
|1930
|
|-
|9
|Þorgrímur Sigurðsson
|1928
|1929
|
|-
|8
|Sig. Karl Jónasson
|1927
|1928
|
|-
|7
|Einar B. Guðmundsson
|1926
|1927
|
|-
|6
|Þorkell Jóhannesson
|1925
|1926
|
|-
|5
|Gunnlaugur Indriðason
|1924
|1925
|
|-
|4
|Thor Thors Jr.
|1923
|1924
|
|-
|3
|Björn E. Árnason
|1922
|1923
|
|-
|2
|Skúli Guðjónsson
|1921
|1922
|
|-
|1
|Vilhjálmur Þ. Gíslason
|1920
|1921
|
|}
== Tilvísanir ==
<references />
[[Flokkur:Stofnað 1920]]
[[Flokkur:Háskóli Íslands]]
[[Flokkur:Íslensk nemendafélög]]
0gs1mlz2kktsifu3owtwsjo4tz8nerh
1919500
1919499
2025-06-06T13:38:39Z
130.208.125.14
/* Kosningar til stúdentaráðs */
1919500
wikitext
text/x-wiki
{{Félagasamtök
| nafn = Stúdentaráð Háskóla Íslands
| skammstöfun = SHÍ
| stofnun = 1920
| staðsetning = Sæmundargata 4, 102 Reykjavík
| titill_leiðtoga = Forseti
| nafn_leiðtoga = Arent Orri Jónsson Claessen
| titill_leiðtoga2 = Varaforseti
| nafn_leiðtoga2 = Sylvía Martinsdóttir
| titill_leiðtoga3 = Hagsmunafulltrúi
| nafn_leiðtoga3 = Valgerður Laufey Guðmundsdóttir
| titill_leiðtoga4 = Lánasjóðsfulltrúi
| nafn_leiðtoga4 = Viktor Pétur Finnsson
| vefsíða = https://student.is
| höfuðstöðvar = Háskólatorg, Sæmundargata 2
| fjöldi starfsfólks = 8
}}
'''Stúdentaráð Háskóla Íslands''' (SHÍ) er [[Almenn félagasamtök|félag]] og vettvangur fyrir hagsmunabaráttu stúdenta við háskólann. Stúdentar kjósa fulltrúa í sviðsráð fyrir hvert fimm sviða [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] og skipa forsetar sviðsráðanna stjórn Stúdentaráðs auk forseta og varaforseta. Stúdentaráð stendur fyrir ýmiskonar starfsemi og viðburðum sem tengjast réttindavörslu og félagslífi stúdenta, en SHÍ heldur einnig og sér um útihátíðina [[Októberfest á Íslandi|Októberfest]], sem hefur verið haldin í Vatnsmýrinni frá árinu 2003.
Meðal helstu baráttumála Stúdentaráðs í gegnum tíðina hafa verið húsnæðismál og lánasjóðsmál.<ref name=":0">{{Cite web|url=https://student.is/saga-shi/|title=Saga Stúdentaráðs|website=student.is|language=is-IS|access-date=2023-02-20}}</ref>
Vaka, félag lýðræðissinniðra stúdenta er nú í meirihluta í stúdentaráði, en Vaka hefur 10 fulltrúa á móti 7 fulltrúum Röskvu, samtökum félagshyggjufólks
Forseti Stúdentaráðs er [[Arent Orri Jónsson Claessen]], fulltrúi Vöku. Varaforseti er Sylvía Martinsdóttir, hagsmunafulltrúi er Valgerður Laufey Guðmundsdóttir og lánasjóðsfulltrúi er Viktor Pétur Finnsson.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/17/arent_orri_kjorinn_forseti_studentarads/|title=Arent Orri kjörinn forseti stúdentaráðs|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-04-17}}</ref>
Stúdentaráð heldur úti réttindaskrifstofu, með aðsetur á Háskólatorgi, fyrir ofan bóksölu stúdenta. Starfsstöður SHÍ eru: Forseti, varaforseti, lánasjóðsfulltrúi, framkvæmdastjóri, hagsmunafulltrúi, alþjóðafulltrúi, ritstjóri [[Stúdentablaðið|Stúdentablaðsins]].<ref>{{Cite web|url=https://student.is/skrifstofa-studentarads/|title=Skrifstofa Stúdentaráðs|website=student.is|language=is|access-date=2023-02-20}}</ref> og kjara- og réttindafulltrúi.<ref>{{Cite web|url=https://student.is/frettir/karen-lind-radin-kjara-og-rettindafulltrui-shi/|title=Karen Lind ráðin kjara- og réttindafulltrúi SHÍ|website=student.is|language=is|access-date=2025-04-25}}</ref>
Fastanefndir sem SHÍ skipar eru níu: Alþjóðanefnd, Félagslífs- og menningarnefnd, Fjármála- og atvinnulífsnefnd, Fjölskyldunefnd, Jafnréttisnefnd, Kennslumálanefnd, Lagabreytinganefnd, Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd, Umhverfis- og samgöngunefnd.<ref>{{Cite web|url=https://student.is/nefndir/|title=Nefndir Stúdentaráðs|website=student.is|language=is|access-date=2023-02-20}}</ref>
Kosningar til Stúdentaráðs fara fram á ári hverju, en kosið er til háskólaráðs annað hvert ár. Stúdentaráðskosningar í gegnum tíðina hafa verið harkalegar eða eins og segir í Garði, tímariti Stúdentaráðs Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur, eru "þær kosningar meðal harðsóttari kosninga hérlendis"<ref name=":1">{{Bókaheimild|titill=Garður|útgefandi=Stúdentaráð Háskólans og Stúdentafélag Reykjavíkur|ár=1947|bls=45|höfundur=Páll Líndal|árgangur=1. hefti}}</ref>.
Í seinni tíð hafa kosningar til Stúdentaráðs nær alltaf verið milli Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, og Röskvu, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, og hefur meirihlutinn flakkað oftast milli fylkinganna tveggja, en Vaka hefur verið í meirihluta 44 ár, og Röskva í 20 ár.
== Helstu tímamót ==
* 1920 - Stofnun SHÍ.
* 1933 - Fyrstu leynilegu kosningarnar
* 1968 - Félagsstofnun stúdenta stofnuð
* 2003 - Fyrsta Októberfest SHÍ
* 2013 - SHÍ sigrar í dómsmáli gegn Lánasjóði íslenskra námsmanna
* 2019 - SHÍ tekur þátt í loftslagsverkföllum
== Saga stúdentaráðs ==
Stúdentaráð var stofnað í desember árið [[1920]], en lagt var til á fundi Stúdentafélags Háskólans að stofnað yrði stúdentaráð við háskólann að erlendri fyrirmynd. Hlutverk ráðsins væri að sinna hagsmunum og að vera málsvari stúdenta, á meðan það var enn í verkahring Stúdentafélags Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur að hlúa að skemmtanalífi og fræðslufélögum nemenda við skólann.
Í nóvember árið 1921 stofnaði Stúdentaráð mötuneytið Mensa academica sem starfaði fram til ársins 1929. Leynilegar kosningar til Stúdentaráðs voru teknar upp árið 1933. Þá urðu til fylkingar sem buðu fram á listum í kosningum. Árið 1951 stofnaði Stúdentaráð vinnumiðlun fyrir háskólanema. [[Félagsstofnun stúdenta|Félagsstofnun Stúdenta]] var stofnuð 1968 af Stúdentaráði og [[Háskólaráð|háskólaráði]].<ref name=":0" /> Árið 2013 stefndi Stúdentaráð íslenska ríkinu og Menntasjóð Námsmanna (áður [[Lánasjóður íslenskra námsmanna|Lánasjóður Íslenskra Námsmanna]]) vegna breytinga á útlánareglum sjóðsins og hafði betur.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/08/30/studentarad_hafdi_betur_gegn_lin/|title=Stúdentaráð hafði betur gegn LÍN|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-02-20}}</ref> Í febrúar 2019 hóf Stúdentaráð loftslagsverkföll ásamt fleiri samtökum og kröfðust þess að [[Alþingi]] lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/islenskir-studentar-i-loftslagsverkfall/|title=Íslenskir stúdentar í loftslagsverkfall - RÚV.is|author1=Auður Aðalsteinsdóttir |date=2019-02-21|website=RÚV|access-date=2023-02-20}}</ref>
== Kosningar til stúdentaráðs ==
{| class="wikitable"
|-
! Ár !! Meirihluti !! Minnihluti !! Formaður
|-
| 2025 || Vaka (10 sæti) || Röskva (7 sæti) || [[Arent Orri Jónsson Claessen]]
|-
| 2024 || Vaka (9 sæti) || Röskva (8 sæti) || [[Arent Orri Jónsson Claessen]]
|-
| 2023 || Röskva (12 sæti) || Vaka (5 sæti) || Rakel Anna Boulter
|-
| 2022 || Röskva (15 sæti) || Vaka (2 sæti) || Rebekka Karlsdóttir
|-
| 2021 || Röskva (16 sæti) || Vaka (1 sæti) || Isabel Alejandra Díaz
|-
| 2020 || Röskva (14 sæti) || Vaka (3 sæti) || Isabel Alejandra Díaz
|-
|2019
|Röskva
|Vaka
|Jóna Þórey Pétursdóttir
|}
== Stúdentaráð á 20. öldinni ==
=== Stofnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands ===
Haustið 1920 var Háskóli Íslands settur í tíunda sinn, en þá voru nemendur 94 og kennarar alls 20. Flestir stúdentar voru félagar í [[Stúdentafélag háskólans|Stúdentafélagi háskólans]]. Á fundi í stúdentafélaginu í janúar 1920 kynnti formaður félagsins, [[Vilhjálmur Þ. Gíslason]], síðar skólastjóri [[Verzlunarskóli Íslands|Verzlunarskólans]] og útvarpsstjóri, starfsemi stúdentaráða við erlenda háskóla. Vilhjálmur taldi heppilegt að stofna Stúdentaráð við háskólann og var samþykkt að hann hefði undirbúning að stofnun þess með höndum í samráði við Háskólaráð, sem þyrfti að samþykkja stofnunina. Háskólaráð tók vel í tillöguna og tilnefni Ólaf Lárusson prófessor til að semja reglurnar með Vilhjálmi. Vilhjálmur og Ólafur sömdu þá reglur fyrir Stúdentaráðið og voru þær fyrst lagðar fyrir almennan stúdentafund og síðan Háskólaráðið. Reglurnar voru lagðar fram á fundi stúdenta um haustið og voru samþykktar eftir miklar umræður. Reglurnar voru svo lagðar fyrir Háskólaráð sem samþykkti þær að lokum með lítilli breytingu þann 2. desember 1920.
Samkvæmt reglunum var ráðið fyrst og fremst hagsmunafélag stúdenta og fulltrúi þeirra gagnvart Háskólaráði sem og tengiliður við Stúdentaráð í öðrum löndum. Ólíkt Stúdentafélagi háskólans og Stúdentafélagi Reykjavíkur var ráðinu ekki ætlað neitt skemmti- eða menningarhlutverk.
Þá var efnt til kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands en kosningin fór fram 11. desember 1920 og voru kosnir átta menn, tveir frá hverri deild en síðan kusu þeir einn til viðbótar, og var tala fulltrúa óbreytt til ársins 1966, þó kosningafyrirkomulagi hafi verið breytt. Allar deildirnar fjórar áttu jafnmarga fulltrúa í ráðinu, þrátt fyrir að vera misstórar.
Eins og áður segir kaus Stúdentaráð svo sjálft einn mann í viðbót til setu í ráðinu og allt til ársins 1932 tilnefndi fráfarandi ráð einn mann í næsta ráð, sem kom oftar en ekki úr fjölmennustu deildunum, læknisfræði og lögfræði, og varð sá maður yfirleitt formaður í næsta ráði.
Stefán Jóhann Stefánsson, annar fulltrúi lagadeildar, sagði sig úr ráðinu "út af ágreiningi, er þar reis og var stjórnmálalegs eðlis. Fannst mér vara gengið á hlut jafnaðarmanna, vildi ekki una því og fór úr ráðinu."
Það mál sem fyrsta Stúdentaráðið eyddi mestum tíma í var að koma upp matstofu fyrir stúdenta, Mensa academica, og varð það að veruleika í byrjun nóvember 1921, eða skömmu áður en ráðið lét af störfum.<ref>{{Bókaheimild|titill=Saga Stúdentaráðs|ár=1994|höfundur=Jón Ólafur Ísberg}}</ref>
{| class="wikitable"
|+Stúdentaráð 1920-21
! Deild !! Fulltrúi !! Staða
|-
| Guðfræðideild || Þorsteinn Jóhannesson ||
|-
| Guðfræðideild || Sveinn Víkingur || Ritari
|-
| Læknadeild || Lúðvíg Guðmundsson || Varaformaður
|-
| Læknadeild || Friðrik Björnsson ||
|-
| Lagadeild || Stefán Jóhann Stefánsson ||
|-
| Lagadeild || Magnús Magnússon ||
|-
| Heimspekideild || Stefán Einarsson ||
|-
| Heimspekideild || Vilhjálmur Þ. Gíslason || Formaður
|-
| Utan kosninga || Skúli V. Guðjónsson ||
|}
=== Stúdentaráð 1944-45 ===
Við kosningarnar haustið 1944 komu fram þrír listar. A-listi, sem Félag frjálslyndra og Alþýðuflokksfélagið studdu, hlaut 83 atkvæði og 2 menn kjörna. Vaka stóð að B-listanum og haut 155 atkvæði og 4 menn kjörna, en róttækir höfðu C-listann og 3 menn kjörna.<ref name=":2">{{Bókaheimild|titill=Garður - Tímarit Stúdentafélags Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur|höfundur=Ragnar Jóhannesson|útgefandi=Stúdentaráð Háskóli Íslands|ár=|árgangur=I. hefti - 1945|bls=74-80}}</ref>
A- og C-listarnir höfðu með sér stjórnarsamvinnu og varð Bárður Daníelsson, oddviti C-listans, formaður Stúdentaráðs.<ref name=":2" />
Starfsemi stúdentaráðs 1944-45:
* Hátíðarhöld 1. desember
* Andyrisballið, dansleikur í anddyri háskólabyggingarinnar á gamlárskvöld.
* Kvöldvaka á Hótel Borg í mars 1945
* Stúdentablaðið var gefið út 1. desember og 17. júní
* Vasabók stúdenta gefin út í fyrsta skipti (í dag gefur Stúdentaráð út sambærilegt rit, eða Akademíuna)
* Boðsundskeppni var haldin í Sundhöll Reykjavíkur að tilhlutun ráðsins, á milli framhaldsskólanna í bænum.
* Síðasta vetrardag önnuðust stúdentar dagskrá útvarpsins
* Stúdentaráð hrinti af stað nýju tímariti, [[Garður, tímarit|tímaritinu Garður]], sem átti að kynna háskólann og störf han betur en kostur hafði verið áður.
* Tillögur Stúdentaráðs til ríkisstjórnarinnar: Lyfjafræðiskóli Íslands yrði gerð að sérstakri deild í HÍ, að allsherjarrannsókn yrði gerð á því hvar brýnust væri þörf á háskólamenntuðu fólki svo stúdentar gætu haft það til hliðsjónar við val á námi. Ráðherra varð við seinni tillögunni.<ref name=":2" />
Með lögum frá 14. desember 1944 var verkfræðideild stofnuð við Háskóla Íslands, en við innritun voru þá í háskólanum 388 stúdentar.<ref name=":2" />
==== Rússamálið ====
Þann 6. mars 1945 var haldinn almennur stúdentafundur, sem varð allsögulegur. Þar voru rædd ýmis mál og þar á meðal tillaga, sem fram hafði komið um það að leggja niður Stúdentafélag Háskólans. Félag þetta var athafnalítið því að Stúdentaráð er fyrst og fremst málsvari stúdenta, en félagslíf skólans var einkum bundið við hin pólitísku félög. Stúdentafélagið var gamalt innan skólans og helsta starf þess að halda fagnaðarhátíð á hverju hausti í tilefni af komu nýrra stúdenta, og nefndist þetta hóf "Rússagildi". Framsögumaður tillögunnar var Jón J. Emilsson, fulltrúi Alþýðuflokksins í Stúdentaráði. Hann taldi að stjón félagsins hefði stundum misnotað aðstöðu sína og komið fram fyrir hönd stúdenta án umboðs. Nefndi hann í því samhengi Rússlandssöfnunina. Sneri Jón ræðu sinni einkum á hendur Bárði Daníelssyni og átaldi hann fyrir ýmsar sakir, en einkum fyrir að hafa verið hluthafi í skemmtifélaginu "Árvak". Forsaga málsins er að 1943 var haldið "Rússagildi" og varð 1900 kr. tap á því. Tapið kom ekki fram á reikningum, heldur borguðu nokkrir stúdentar það að mestu úr eigin vasa, en stofnuðu síðan nefnt félag, héldu skemmtun á Hótel Borg og guldu hallann með ágóða af skemmtuninni. Taldi Jón að hér væri um að ræða hættulegt fordæmi, og hefðu einkahagsmunir vakað fyrir þeim félögum.<ref name=":2" />
Bárður og aðrir Árvaksmenn höfnuðu því að hafa starfað í eigin þágu, heldur að þeir hefðu innt af hendi óéigingjarnt starf í þágu Stúdentafélagsins. Á þessum fundi urðu allheitar umræður, og sakaði Jón Bárð um slælega forystu í málefnum stúdenta og lýsti yfir þvi, að stuðningur sinn við formann Stúdentaráðs væri fallinn niður.<ref name=":2" />
Á fundi í Stúdentaráði 10. mars 1945 báru fulltrúar Vöku fram vantraust á stjórnarforystu ráðsins, en vantraustið var fellt með 4 atkvæðum gegn 4. Jón J. Emilsson sat hjá þrátt fyrir yfirlýsingar sínar um að hafa dregið sinn stuðning til baka. Bárður hugðist segja af sér en sökum ákveðinna tilmæla félaga sinna ákvað hann að sitja enn um stund í formannssætinu. Að tilhlutan Jóns Emilssonar boðaði Stúdentaráð almennan stúdentafund 24. mars, þar sem Jón bar fram tillögu um að fundurinn samþykkti að telja vítaverða stofnun og starfsemi skemmtifélagsins "Árvaks". Var sú tillaga felld með 51 atkvæði gegn 46. Þá var borin fram tillaga um að fundurinn skoraði á Jón að fara úr Stúdentaráði. Sú tillaga var einnig felld með 43 atkvæði gegn 43.<ref name=":2" />
Á fundi Stúdentaráðs 27. mars bar Jón fram eftirfarandi tillögu:<blockquote>"Stúdentaráð lýsir hér með yfir vantrausti á stjórnarforystu kommúnista í Stúdentaráði og samþykkir að víkja formanni sínum, stud. polyt. Bárði Daníelssyni, úr sæti sínu þegar í stað. Jafnframt skorar ráðið á gjaldkera og ritara að segja af sér."<ref name=":2" /></blockquote>Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 3. Fulltrúar Vöku gerðu þá grein fyrir atkvæðum sínum, að þeir samþykktu tillöguna, ekki af því að þeir vantreystu Bárði persónulega, heldur af því, "að stefna félags þeirra væri sú, að vinna eftir megni gegn áhrifum róttækra í Háskólanum."<ref name=":2" />
Jóhannes Elíasson, fulltrúi frjálslyndra sat hjá og gerði grein fyrir því að hann teldi þann grundvöll sem stjórnarsamvinnan var byggð á, vera úr sögunni. Róttækir greiddu gagnatkvæðin.<ref name=":2" />
Ný stjórn var kjörin og áttu sæti í henni Guðmundur Vignir Jósefsson (formaður), Jóhannes Elíasson og Bárður Daníelsson. Bárður lýsti því yfir að hann kysi að taka ekki þátt í stjórninni, og var þá annar kjörinn í hans stað, Jóhannes Elíasson. Róttækir stúdentar vildu að boðað yrði til kosninga en hinar fylkingarnar höfnuðu þeirri tillögu þar sem svo stut væri eftir af starfsárinu.<ref name=":2" />
==== Hernám Gamla Garðs ====
Stúdentar bjuggu við þröngan húsakost um veturinn eins og margir aðrir bæjarbúar. Margendurteknar tilraunir til að ná Gamla Garði aftur úr hershöndum reyndust árangurslausar. Breska heimsveldið taldi hann vera svo mikilvæga bækistöð að hann mætti ekki án hans vera fyrr en Þjóðverjar væru sigraðir, en breski sendiherrann bauð að leigja stúdentum 10 bragga til íbúðar um veturinn. Almennur stúdentaundur féllst á, að hafna eindregið göfugu braggatilboði Breta og hvatti til nýrra átaka till að endurheimta Gamla Garð undir kjörorði Magnúsar frá Mel: "Sómi vor býður oss að fara einarðlega með rétt vorn".<ref name=":2" />
Á Nýja Garði varð brátt þröngbýlt, svo að þar urðu slæm námsskilyrði. Tveir menn byggðu þar flest einbýlisherbergi, en í háskólabyggingunni tókst að fá eina stofu, þar sem stúdentar gátu fengið að liggja inni, en þó varð að synja 23 "rússum" um húsnæði. Meðan húsnæðisvandræðin voru sárust eftir missi Gamla Garðs, lá fjöldi stúdenta í háskólakjallaranum, og minnti aðbúnaður þeirra fremur á verbúðarvist en samastað háskólaborgara. Ein vistarveran í kjallaranum þótti bera af öðrum og er henni lýst þannig:<ref name=":2" /><blockquote>Helga Jósefns kom hnífur í feitt,
hlotnaðist honum kamers eitt
í Háskólans kjallarahólfi.
Vænum mublum er verelsið skreytt
og vaskur á miðju gólfi.<ref name=":2" /></blockquote>Í lok skólaársins var Gamli Garður endurheimtur eftir fimm ára hersetu, en leysti þó ekki húsnæðisvanda stúdenta. Stúdentar bjuggu enn einhverja vetra í braggaíbúðum.<ref name=":2" />
=== Stúdentaráð 1945-46 ===
Störf stúdentaráðs 1945-46:
* Nefnd stofnuð til að endurreisa íþróttalífið í háskólanum
* Stúdentaráð beindi ósk til háskólaráðs um styrk til að launa söngkennara, sem myndi kenna stúdentum söng.
* Bókamálið - Vegna skorts á námsbókum stofnaði Stúdentaráð nefndir til að greina þær námsbækur sem þörf var á og pantaði inn í stórum stil.
* Rússagildi haldið hátíðlegt þann 1. desember 1945.
* Áramótadansleikurinn haldinn.
* 9. febrúar 1945 var haldinn fagnaðarhátíð vegna endurheimtar Gamla Garðs.
* Smærri dansleikir haldnir öðru hverju í Gamla Garði.<ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Garður - Tímarit Stúdentaráðs Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur|útgefandi=Stúdentaráð Háskóla Íslands og Stúdentafélag Reykjavíkur|bls=11-16|höfundur=Ragnar Jóhannesson|ár=apríl 1946|árgangur=II. hefti - apríl 1946}}</ref>
Sunnudaginn 31. mars 1946 boðuðu Stúdentaráð og Stúdentafélag Reykjavíkur til opinbers borgarafundar undir berum himni í Barnaskólaportinu í Reykjavík. Eigendur samkomuhúsanna í Reykjavík höfðu neitað stúdentum um húsnæði fyrir þennan fund. Fundurinn varðaði herstöðvamálið svokallaða en forystumenn í félagsskap stúdenta höfðu tekið höndum saman um að ýta við þjóðinni í þessu máli - og þá einkum ríkisstjórninni og Alþingi.<ref name=":3" />
Fundurinn tókst vel til og var fjölsóttur og glæsilegur. Ræðumenn voru: Guðmundur Ásmundsson, formaður Stúdentaráðs, dr. Jakob Sigurðsson, formaður Stúdentafélags Reykjavíkur, Sigurbjörgn Einarsson dósent, Kristján Eiríksson, Jóhannes Elíasson, dr. Sigurður Þórarinsson og Jón P. Emilsson. Ræðumenn kröfðust þess einróma að Bandaríkjamenn kölluðu her sinn héðan tafarlaust. Þeir lýstu því yfir að "við viljum engan erlendan her hafa á Íslandi".<ref name=":3" />
Sama dag hófu stúdentaráðið, Stúdentafélagið og stjórnmálafélögin í háskólanum útgáfu blaðsins "Við mótmælum allir".<ref name=":3" />
=== Stúdentaráð 1946-47 ===
Að minnsta kosti einu sinni hefur það gerst að fleiri en 2 fylkingar hafa verið í framboði á sama tíma, en árið 1946 voru fjórar fylkingar í framboði. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, Félag frjálslyndra stúdenta, Stúdentafélag lýðræðissinnaðra stúdenta og Félag róttækra stúdenta. Aðdragandinn var sá að flugvallarsamningurinn hafði nýlega verið gerður við Bandaríkin og valdið miklu róti í háskólanum. Þegar átökin stóðu sem hæst, var stofnað Þjóðvarnarfélag háskólastúdenta og formaður þess kjörinn Hermann Pálsson. Á stofnfundi félagsins var stjórninni falið að athuga hvort rétt væri að félagið byði fram lista við stúdentaráðskosningarnar, annað hvort eitt saman eða í bandalagi við eitt eða fleiri pólitísk félög. Stjórnin átti viðræður við fulltrúa allra pólitísku félaganna og lagði síðan fyrir félögin uppkast að málefnasamningi um framboð til stúdentaráðskoninga.<ref name=":1" /> Í uppkastinu sagði:<blockquote>"Þjóðvarnarfélag háskólastúdenta, Félag frjálslyndra stúdenta, Félag róttækra stúdenta, Stúdentafélag lýðræðissinnaðra stúdenta og Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, ákveða að bera fram sameiginlegan lista til næstu stúdentaráðskosninga.
Orsakirnar til þessarar nýbreytni er sú hætta, sem félögin telja þjóðinni stafa af flugvallarsamningnum við Bandaríkin, sem knýr alla þjóðrækna Íslendinga til einingar. Félögin telja, að hér sé um að ræða svo mikilvægt mál, að víkja beri öllum dægurmálum til hliðar. Félögin telja sér skylt að berjast markvisst fyrir því:
# að samningurinn verði túlkaður og haldinn eftir þeim skilningi, sem Íslendingum kemur bezt.
# að samningnum verði sagt upp, svo fljótt sem ákvæði samningsins leyfa,
# að dvöl Bandaríkjaliðsins, sem hingað verður sent, trufli sem minnst íslenzk þjóðlíf,
# að slíkir samningar verði ekki gerðir framvegis.
Félögin ákveða að 1. desember skuli verða almennur baráttudagur gegn áhrifum samningsins."<ref name=":1" /></blockquote>Þá var einnig tekið fram hver skipun listans skyldi vera, en allir áttu að vera félagsmenn í Þjóðvarnarfélagi háskólastúdenta en Vaka átti að fá fimm fulltrúa, Félag róttækra stúdenta tvo, Félag frjálslyndra stúdenta einn og Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sósíalista einn. Félagsfundur Vöku hafnaði þessu tilboði og tók fram að hann treysti fulltrúum Vöku eins vel til að standa vörð um frelsi og fullveldi Íslands og berjast fyrir hagsmunamálum stúdenta, hvort sem þeir væru í Þjóðvarnarfélaginu eða ekki. Hin félögin þrjú tóku tilboðinu, en ekki varð þó af samvinnu þeirra í milli eftir að Vaka hafnaði tilboðinu. Við kosningarnar komu því fram fjórir listar, en Þjóðvarnarfélagið dró sig í hlé.<ref name=":1" />
Síðan fór það svo að kosningarnar fóru af stað og voru fylkingar harðorðar um andstæðinga. Í blaði róttækra, ''Nýja stúdentablaðinu'', var sérstaklega skotið á Vökumenn, en þar sagði "Ef þú greiðir málstað Vöku atkvæði, skilur þjóðin öll það sem hreina uppgjöf við málstað stúdenta. Heiður vor er í veði." Í blaði Vöku var flestum greinum beint gegn róttækum: "Það er skylda allra stúdenta, sem vilja forða stúdentaráði frá því að verða handbendi kommúnista, að styðja eina andstæðing kommúnista, Vöku o.s.fr.v."<ref name=":1" />
Þann 2. nóvember kl. 14:00 hófst kjörfundur, en öll félögin höfðu undirbúið kosningarnar vandlega. Kosningaskrifstofur störfuðu og bílar voru á fleygiferð að sækja kjósendur og reynt var að róa í þeim, sem ekki enn voru búnir að taka ákvörðun um hvert þeirra atkvæði myndi renna. Sú venja hafði verið allgömul þá, að Vaka héldi dansleik að kvöldi kosningadagsins áður fyrr hafði hann oft verið auglýstur sem „sigurhátíð Vöku“, en þar sem reynslan staðfesti ekki alltaf réttmæti þessara orða, hafði aðeins „dansleikur“ verið auglýstur síðustu árin þar á undan. Á dansleiknum var fullt út að dyrum en niðurstöðurnar voru kynntar þar, en Vaka hlaut 194 atkvæði og fimm menn kjörna, Félag róttækra stúdenta hlaut 100 atkvæði og þrjá menn, Stúdentafélag lýðræðissinnaðra stúdenta hlaut 57 atkvæði og einn mann, en félag frjálslyndra hlaut 32 atkvæði og engan mann kjörinn.<ref name=":1" />
Hlutu því eftirfarandi kjör í Stúdentaráð 1946-47:
* Geir Hallgrímsson (Vaka) - formaður
* Gunnar Sigurðsson (Vaka)
* Ásgeir Pétursson (Vaka)
* Guðlaugur Þorvaldsson (Vaka)
* Skúli Guðmundsson (Vaka) - gjaldkeri
* Ingi R. Helgason (Félag róttækra stúdenta)
* Björn Jónsson (Félag róttækra stúdenta)
* Hermann Pálsson (Félag róttækra stúdenta) - ritari
* Þorvaldur G. Kristjánsson (Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sósíalista)<ref name=":1" />
==== Almennur stúdentafundur 20. desember 1946 ====
Seinna sama ár, þegar það verða deilur um hvort að Sigurður Bjarnason, alþingismaður, ætti að fá að flytja ávarp á fullveldisfögnuði stúdenta þann 1. desember, berst stúdentaráði skjal frá 23 háskólastúdentum sem kröfðust þess, að almennur fundur háskólastúdenta yrði haldinn um málið, þar sem sú ráðstöfun yrði borin undir atkvæði. Í lögum Stúdentaráðs er ákvæði sem tekur til almenns funds stúdenta, en hann hefur æðsta vald í málefnum þeirra, og getur breytt löglegum samþykktum stúdentaráðsins, enda sæki fundinn fjórðungur skrásettra háskólastúdenta (þá). Þá hafði Hermann Pálsson, ritari stúdentaráðs sagt af sér í mótmælaskyni við valið á Sigurði, en Geir Hallgrímsson, formaður stúdentaráðs, lýsti því yfir að hann mundi segja af sér formennsku í ráðinu, ef fundurinn hafnaði Sigurði.<ref name=":1" />
Hinn 20. nóvember var svo haldinn fjölmennur fundur háskólastúdenta, þar sem tillaga um hvort að enginn þeirra alþingismanna sem kaus með samningnum mætti flytja ávarp. Heitar umræður voru um tillöguna og Geir ítrekaði sína hótun um afsögn sína. Ýmsir skoruðu á Geir að draga hótun sína aftur, en hann gerði það ekki. Í fundarlok var tillagan borin undir atkvæði og felld með nokkrum atkvæðismun, en 69 atkvæði voru með tillögunni og 82 gegn.<ref name=":1" />
=== Stúdentaráð 1964-65 ===
Þann 21. febrúar 1964 kom nýtt stúdentaráð saman á fyrsta fund og skipti með sér verkum þannig að formaður var Auðólfur Gunnarsson, varaformaður Jón OIddsson, ritari Örn Marínósson, og gjaldkeri Geir Gunnlaugsson.
Þá var í fyrsta skiptið, samkvæmt nýjum breytingum á lögum stúdentaráðs, kjörinn sérstakur yfirmaður utanríkismála, og yfirmaður almennra félagsmála. Jón Oddsson var skipaður yfirmaður utanríkismála og Vésteinn Ólason yfirmaður almennra félagsmála.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4344127?iabr=on#page/n0/mode/2up|title=Stúdentablaðið - 2. Tölublað (01.04.1964) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2025-06-06}}</ref>
Þá voru eftirfarandi nefndir skipaðar; Fríðindanefnd, Bókmenntarkynningarnefnd, Bridgenefnd, Skáknefnd, Málfundanefnd, Leiklistarnefnd, Útvarpsnefnd, Hjónagarðsnefnd og Utanríkisnefnd. Meðal nefndarmanna voru [[Friðrik Sófusson]], síðar varaformaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]], sem sat í málefnanefnd, og [[Bogi Nilsson]], seinna ríkissaksóknari og pabbi [[Bogi Nils Bogason|Boga Nils Bogason]] forstjóra Icelandair, sat í Bridgenefndinni.
== Stúdentaráð á 21. öldinni ==
=== Stúdentaráð 2017-18 ===
Árið 2017 sigraði Röskva kosningar til Stúdentaráðs eftir átta ár Vöku í meirihluta og fékk 18 af 27 fulltúum í Stúdentaráði.
=== Stúdentaráð 2021-22 ===
Röskva vann stórsigur í kosningum til stúdentaráðs með 16 af 17 fulltrúum til stúdentaráðs.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/03/25/roskva_vann_storsigur/|title=Röskva vann stórsigur|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2025-05-28}}</ref>
=== Stúdentaráð 2022-23 ===
Árið 2023-24 hélt Röskva aftur ofurmeirihluta sínum í kosningum til stúdentaráðs, og missti aðeins einn fulltrúa en var þá með 15 fulltrúa á móti 2 fulltrúum Vöku. Heildarkjörsókn var 21,70% þar sem alls voru 2.626 atkvæði greidd en 17,95% í kosningum til háskólaráðs þar sem 2.572 voru greidd.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/03/25/roskva_sigradi_med_yfirburdum/|title=Röskva sigraði með yfirburðum|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2025-05-28}}</ref>
Eftifarandi aðilar hlutu kjör í stúdentaráð 2022-23:<ref>{{Vefheimild|url=https://student.backend.jldevelopment.is/wp-content/uploads/2022/08/Studentaradsfundur-20.04.2022-Kjorfundur.pdf|titill=Fundargerð kjörfundar|höfundur=SHÍ|mánuður=apríl|ár=2022}}</ref>
* Lilja Hrönn Ö. Hrannarsdóttir (Röskva)
* Viktor Ágústsson (Röskva)
* Dagur Kárason (Vaka)
* Diljá Ingólfsdóttir (Röskva)
* Elías Snær Torfason (Röskva)
* Andri Már Tómasson (Röskva)
* Sigríður Helga Ólafsson (Röskva)
* Dagný Þóra Óskarsdóttir (Röskva)
* Rakel Anna Boulter (Röskva)
* Draumey Ósk Ómarsdóttir (Röskva)
* Magnús Orri Aðalsteinsson (Röskva)
* Auður Eir Sigurðardóttir (Röskva)
* Bergrún Anna Birkisdóttir (Vaka)
* Ísak Kárason (Röskva)
* Brynhildur R. Þorbjarnardóttir (Röskva)
* S. Maggi Snorrason (Röskva)
* Dagmar Óladóttir (Röskva)
Í háskólaráð hlutu kjör:
* Brynhildur K Ásgeirsdóttir (Röskva)
* Katrín Björk Kristjánsdóttir (Röskva)
Forysta stúdentaráðs var eftirfarandi:
* Rebekka Karlsdóttir (forseti)
* Gréta Dögg Þórisdóttir (varaforseti)
* María Sól Antonsdóttir (lánasjóðsfulltrúi)
* Katrín Björk Kristjánsdóttir (hagsmunafulltrúi)
=== Stúdentaráð 2023-24 ===
Árið 2023-24 vann Röskva kosningar til stúdentaráðs en tapaði þó nokkrum sætum, en Röskva hafði þá 12 fulltrúa gegn 5 fulltrúum Vöku.
Eftirfarandi aðilar hlutu kjör í stúdentaráð 2023-24:<ref>{{Vefheimild|url=https://student.backend.jldevelopment.is/wp-content/uploads/2023/06/Fundargerd-19.-april-2023-kjorfundur-Studentarads.pdf|titill=Fundargerð kjörfundar|höfundur=SHÍ|mánuður=apríl|ár=2023}}</ref>
* Arna Dís Heiðarsdóttir (Röskva)
* Daníel Hjörvar Guðmundsson (Vaka)
* Emilía Björt Írisard. Bachmann (Röskva)
* Júlíus Viggó Ólafsson (Vaka)
* Kristmundur Pétursson (Röskva)
* Sigríður Helga Kárdal Ásgeirsd. (Röskva)
* Daníel Thor Myer (Röskva)
* Elísabet Sara Gísladóttir (Vaka)
* Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa (Vaka)
* Tanja Sigmundsdóttir (Röskva)
* Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir (Röskva)
* María Rós Kaldalóns (Röskva)
* Davíð Ásmundsson (Röskva)
* Eiður Snær Unnarsson (Vaka)
* Guðni Thorlacius (Röskva)
* Júlía Karín Kjartansdóttir (Röskva)
* Steinunn Kristín Guðnadóttir (Röskva)
Forysta stúdentaráðs:
* Rakel Anna Boulter (forseti)
* Dagmar Óladóttir (varaforseti)
* Gísli Laufeyjarson Höskuldsson (lánasjóðsfulltrúi)
* Rannveig Klara Guðmundsdóttir (hagsmunafulltrúi)
=== Stúdentaráð 2024-25 ===
Árið 2024-25 markar fyrsta ár Vöku í meirihluta síðan 2017, en Röskva hefði þar verið í meirihluta í 7 ár. Meirihlutinn vannst naumlega en Vaka hlaut þá 9 fulltrúa gegn 8 fulltrúum Röskvu.
Eftirfarandi aðilar hlutu kjör í stúdentaráð 2024-25:<ref>{{Vefheimild|url=https://student.backend.jldevelopment.is/wp-content/uploads/2024/05/12.-Stu%CC%81dentara%CC%81dsfundur-16.4.2024-kjo%CC%88rfundur.pdf|titill=Fundargerð kjörfundar stúdentaráðs|höfundur=SHÍ|mánuður=Apríl|ár=2024}}</ref>
* Júlíus Viggó Ólafsson (Vaka)
* Katla Ólafsdóttir (Röskva)
* Ragnheiður Geirsdóttir (Vaka)
* Birkir Snær Brynleifsson (Vaka)
* Patryk Lukasz Edel (Röskva)
* Styrmir Hallsson (Röskva)
* Tinna Eyvindardóttir (Vaka)
* Eiríkur Kúld Viktorsson (Vaka)
* Gunnar Ásgrímsson (Vaka)
* Magnús Bergmann Jónasson (Röskva)
* Ásthildur Bertha Bjarkadóttir (Vaka)
* Kristín Fríða Sigurborgardóttir (Röskva)
* Jóhann Almar Sigurðsson (Vaka)
* Ester Lind Eddudóttir (Röskva)
* Ísleifur Arnórsson (Röskva)
* Sóley Anna Jónsdóttir (Röskva)
* Anna Sóley Jónsdóttir (Vaka)
Eftirfarandi aðilar hlutu kjör í forystu stúdentaráðs:
* Arent Orri Jónsson Claessen (forseti)
* Sigurbjörg Guðmundsdóttir (varaforseti)
* Júlíus Viggó Ólafsson (lánasjóðsfulltrúi)
* Valgerður Laufey Guðmundsdóttir (hagsmunafulltrúi)
Einnig voru ráðnir aðrir starfsmenn ráðsins, Snæfríður Blær Tindsdóttir sem alþjóðafulltrúi, [[Vésteinn Örn Pétursson]] sem ritsjóri Stúdentablaðsins og Daníel Hjörvar Guðmundsson í stöðu framkvæmdastjóra. Síðar á starfsárinu var Karen Lind Skúladóttir ráðin sem fyrsti kjarafulltrúi SHÍ.
=== Stúdentaráð 2024-25 ===
Vaka hélt velli í kosningum til stúdentaráðs og jók við meirihluta sinn með 1 fulltrúa, en 10 Vökuliðar hlutu kjör gegn 7 fulltrúum Röskvuliðum.
== Fylkingar ==
Stúdentaráð hefur tekið ýmsum breytingum í áranna rás en þó hefur eitt fyrirbæri sett svip á tilveru ráðsins frá árinu 1933, það eru listakosningar til Stúdentaráðs. Lengst af hafa fylkingar barist um meirihluta í ráðinu og þó að málefnin hafa verið ólík milli ára er saga þessara fylkinga orðin samofin Stúdentaráði.<ref name=":4">Gunnar Hörður Garðarsson. ''Framboð gegn kerfinu. Fylkingar i Stúdentaráði Háskóla Íslands'' <u>(</u>Háskóli Íslands, 2015).</ref>
Undanfarna þrjá áratugi hafa það verið fylkingarnar [[Vaka (stúdentahreyfing)|Vaka]] og [[Röskva (stúdentahreyfing)|Röskva]] sem hafa notið mest fylgis og skiptst á að hafa meirihluta nokkur ár í senn. Aðrar fylkingar hafa þó iðulega boðið fram svo sem H-listinn, [[Skrökva]] og [[Öskra]] í seinni tíð. Á árum áður voru starfandi fylkingarnar Umbótasinnar, Félag vinstrimanna, Vinstrimenn og Félag róttækra stúdenta, Félag róttækra, krata og þjóðernissinnaðra stúdenta, Félag frjálslyndra stúdenta, Félag frjálslyndra og krata, Félag róttækra stúdenta og Hægri menn..
Á árunum 1960 til 1974 var kosningum háttað öðruvísi en áður, en þá voru kosnir einstaklingar í stað fylkinga. Þetta leiddi þó ekki til þess að fylkingafyrirkomulagið lagðist af, heldur í raun efldist vinstrivængurinn ef eitthvað var því að allir einstaklingar sem töldust ekki til Vökuliða í framboði voru skilgreindir sem andstæðingar Vöku. Hópuðust því allir andstæðingar Vöku undir hatt vítt skilgreindra vinstrimanna. Þessu fyrirkomulagi var þó breytt aftur árið 1974 og var þá kosið á milli Vöku og Vinstrimanna. Frá því að fylkingafyrirkomulagið tók við aftur árið 1974 hafa níu ný framboð litið dagsins ljós.<ref name=":4" />
Árið 2013 voru einstaklingsframboð aftur leyfð, en það var meðal helstu baráttumála H-listans og Skrökvu.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/01/20/skrokva_leggur_sig_nidur/|title=Skrökva leggur sig niður|date=2012-01-20|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-03-25}}</ref> Síðan þá hafa þrisvar sinnum borist einstaklingsframboð, árin 2016, 2023 og 2024 öll á hugvísindasviði, en engin þeirra hefur hlotið kjör.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20161893334d|title=Stofnaði félag nemenda með íslenskuna sem annað mál - Vísir|author1=Þórgnýr Einar Albertsson|date=2016-02-15|website=visir.is|language=is|access-date=2023-03-25}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/23/roskva_heldur_velli/|title=Röskva heldur velli|date=2023-03-23|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-03-25}}</ref>
=== Vaka ===
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta var stofnað árið 1935 og hefur verið starfandi síðan þá. Frá stofnun hefur félagið á hverju ári staðið fyrir framboði til Stúdentaráðs.
Vaka var stofnuð árið 1935 sem svar við öðrum nýlega stofnuðum hreyfingum: Félagi róttækra háskólastúdenta , sem aðhylltist sósíalísk og kommúnísk gildi, og Félagi þjóðernissinnaðra stúdenta , sem barðist fyrir þjóðernissinnuðum gildum. Fremstur í flokki var Jóhann Hafstein, þá laganemi en síðar forsætisráðherra. Fyrir vikið varð undirheiti félagsins „félag lýðræðissinnaðra stúdenta“.
Vaka hefur þó tekið breytingum yfir tímann, en það urðu þáttaskil í starfi Vöku um miðjan 9. áratug síðustu aldar. Vaka hóf þá baráttu fyrir því að fá pólitíkina úr hagsmunabaráttu nemenda. En árunum á undan hafði Stúdentaráð til að mynda opinberlega stutt við Samtök hernaðarandstæðinga sem og berist gegn Álverinu á Grundartanga.
=== Verðandi ===
Verðandi, félag vinstri sinnaðra stúdenta, var stofnað árið 1969.
=== Vinstrimenn ===
Vinstrimenn buðu fyrst fram sem fylking árið 1974, þegar hætt var að kjósa einstaklinga til starfa innan stúdentaráðs og aftur var farið að kjósa fylkingar. Þó höfðu Vinstrimenn starfað sem heild á árunum 1960-1974 og verið sameinaðir í andstöðu sinni við Vöku á þeim tíma. Árið 1974 fóru Vinstrimenn stefnulausir sem fylking inn í kosningarnar en báru þó sigur úr bítum. Fyrsti formaður í meirihluta Vinstrimanna var Arnlín Óladóttir, læknanemi, sem jafnframt var fyrst kvenna til að gegna embætti formann Stúdentaráðs Háskóla Íslands.<ref name=":4" />
Opinber stefnumál Vinstrimanna sneru aðallega að því að vera á móti kerfinu, en þrátt fyrir skort á skýrri stefnu voru Vinstrimenn þó frekar róttækir í sinni stjórnartíð en ber hæst að nefna róttæka aðgerð undir forystu [[Össur Skarphéðinsson|Össurar Skarphéðinssonar]]. Össur hafði komið sér fyrir á þingpöllum Alþingis og hélt ræðu þar fyrir þingheim, á meðan aðrir stúdentar komu í veg fyrir að þingverðir næðu til hans. Tilefni ræðunnar var aðgerðaleysi ríkisins í lánasjóðsmálum og vakti aðgerðin mikla eftirtekt. <ref name=":4" />
Það var alltaf stutt í ágreining innan fylkingarinnar en Vinstrimenn störfuðu ekki sem ein heild nema sem andstæðingar Vöku. Á árunum 1974-1980 var fylgi Vinstrimanna að meðaltali 55%, en fylgi fylkingarinnar fór þó dvalandi síðustu árin. Það var svo árið 1979 að ungliðar stjórnmálahreyfinga á landsvísu, sem töldu sig vera vinstriflokka, sameinuðust um stofnun Félags vinstrimanna og buðu fram til stúdentaráðs. Þessir ungu vinstrisinnar töldu þörf á því að stofna alvöru vinstrisinnað afl innan Háskóla Íslands og sögðu skilið við Vinstrimenn. <ref name=":4" />
=== Félag vinstrimanna ===
Félags vinstrimanna, sem ekki má rugla við félaginu Vinstrimenn, var stofnað árið 1979 vegna ágreinings innan Vinstrimanna. Félag vinstrimanna var þá skipað ungliðum sem aðhylltust þáverandi vinstriflokka, þó ekki hafi verið bein tengsl þar á milli. Í kjölfarið var félagsskapur Vinstrimanna lagður niður.<ref name=":4" />
=== Umbótasinnar ===
Félag umbótasinna var stofnað árið 1981, en það voru aðilar sem sáu sér ekki fært að vera í slagtogi með Félagi vinstrimanna en höfðu áður átt heima innan Vinstrimanna. Umbótasinnar sátu næstu ár í meirihluta ráðsins með Vöku og Félagi vinstrimanna á víxl og í stjórnartíð Félags vinstrimanna og Umbótasinna árið 1988 var Röskva, samtök félagshyggjufólks, stofnuð árið 1988 með samruna Félags vinstrimanna og Umbótasinna.<ref name=":4" />
=== Röskva, samtök félagshyggjufólks ===
Röskva var stofnuð árið 1988 með samruna Félags vinstrimanna og Umbótasinna, en Röskva kom til með að hafa meirihluta fulltrúa í stúdentaráði öll árin 1992-2002 en svo var það fyrir tilstilli Háskólalistans árið 2005 að þrjár fylkingar áttu sæti í stjórn stúdentaráðs og meirihluti var ekki myndaður.
== Formenn SHÍ gegnum tíðina ==
Forseti (áður formaður) Stúdentaráðs er ábyrgðarstaða sem margt þjóðþekkt fólk hefur gegnt gegnum tíðina. Meðal fyrri formanna má nefna: [[Össur Skarphéðinsson]], [[Hildur Björnsdóttir|Hildi Björnsdóttur]], [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir|Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur]], [[Árni Grétar Finnsson|Árna Grétar Finnsson]], [[Dagur B. Eggertsson|Dag B. Eggertsson]] og [[Jónas Fr. Jónsson]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.student.is/formenn_shi_fra_1920_1|titill=Formenn SHÍ frá 1920|höfundur=|útgefandi=|mánuður=|ár=|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref>
Hörður Sigurgestsson var fyrstur til að gegna embætti forseta tvö ár í röð, árin 1960-1962<ref>{{Bókaheimild|titill=Í háskólanum. Stúdentaráð Háskóla Íslands 75 ára 1920-1995.|höfundur=Jón Ólafur Ísberg|ár=1995}}</ref>. Fyrsta kona til að gegna embætti forseta var Arnlín Óladóttir starfsárið 1974-1975.<ref>{{Cite web|url=https://studentabladid.is/efni/2020/12/29/fyrrum-forsetar-sh-afturhvarf-til-fortar|title=Fyrrum forsetar SHÍ: Afturhvarf til fortíðar|author1=Atli Freyr Þorvaldsson |date=29. desember 2020|website=Stúdentablaðið|language=|access-date=2023-02-20|archive-date=2023-02-20|archive-url=https://web.archive.org/web/20230220030834/https://studentabladid.is/efni/2020/12/29/fyrrum-forsetar-sh-afturhvarf-til-fortar|url-status=dead}}</ref>
{| class="wikitable sortable mw-collapsible"
|+Formenn SHÍ
!Nr.
!Nafn
!Frá
!Til
!Fylking
|-
|99
|[[Arent Orri Jónsson Claessen]]
|2024
|
|Vaka
|-
|98
|Rakel Anna Boulter
|2023
|2024
||Röskva
|-
|97
|Rebekka Karsldóttir
|2022
|2023
|Röskva
|-
|100
|Isabel Alejandra Diaz
|2020
|2022
|Röskva
|-
|99
|Jóna Þórey Pétursdóttir
|2019
|2020
|Röskva
|-
|98
|Elísabet Brynjarsdóttir
|2018
|2019
|Röskva
|-
|97
|Ragna Sigurðardóttir
|2017
|2018
|Röskva
|-
|96
|Kristófer Már Maronsson
|2016
|2017
|Vaka
|-
|95
|Aron Ólafsson
|2015
|2016
|Vaka
|-
|94
|Ísak Einar Rúnarsson
|2014
|2015
|Vaka
|-
|93
|María Rut Kristinsdóttir
|2013
|2014
|Vaka
|-
|92
|Sara Sigurðardóttir
|2012
|2013
|Vaka
|-
|91
|Lilja Dögg Jónsdóttir
|2011
|2012
|Vaka
|-
|90
|Jens Fjalar Skaptason
|2010
|2011
|Vaka
|-
|89
|[[Hildur Björnsdóttir]]
|2009
|2010
|Vaka
|-
|88
|[[Björg Magnúsdóttir]]
|2008
|2009
|Röskva
|-
|87
|Dagný Ósk Aradóttir
|2007
|2008
|Röskva
|-
|86
|Sigurður Örn Hilmarsson
|2006
|2007
|Vaka
|-
|85
|Elías Jón Guðjónsson
|2005
|2006
|H-listinn
|-
|84
|Jarþrúður Ásmundsdóttir
|2004
|2005
|Vaka
|-
|83
|Davíð Gunnarsson
|2003
|2004
|Vaka
|-
|82
|Brynjólfur Stefánsson
|2002
|2003
|Vaka
|-
|81
|Þorvarður Tjörvi Ólafsson
|2001
|2002
|Röskva
|-
|80
|Eiríkur Jónsson
|2000
|2001
|Röskva
|-
|79
|Finnur Beck
|1999
|2000
|Röskva
|-
|78
|Ásdís Magnúsdóttir
|1998
|1999
|Röskva
|-
|77
|Haraldur Guðni Eiðsson
|1997
|1998
|Röskva
|-
|76
|Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
|1996
|1997
|Röskva
|-
|75
|[[Guðmundur Steingrímsson]]
|1995
|1996
|Röskva
|-
|74
|[[Dagur B. Eggertsson]]
|1994
|1995
|Röskva
|-
|73
|[[Páll Magnússon]]
|1993
|1994
|Röskva
|-
|72
|Pétur Þ. Óskarsson
|1992
|1993
|Röskva
|-
|71
|[[Steinunn Valdís Óskarsdóttir]]
|1991
|1992
|Röskva
|-
|70
|[[Sigurjón Þ. Árnason]]
|1990
|1991
|Vaka
|-
|69
|[[Jónas Fr. Jónsson]]
|1989
|1990
|Vaka
|-
|68
|[[Sveinn Andri Sveinsson]]
|1988
|1989
|Vaka
|-
|67
|Ómar Geirsson
|1987
|1988
|Umbótasinnar
|-
|66
|Eyjólfur Sveinsson
|1986
|1987
|Vaka
|-
|65
|[[Björk Vilhelmsdóttir]]
|1986
|1986
|Félag vinstrimanna
|-
|64
|Guðmundur Jóhannsson
|1985
|1986
|Vaka
|-
|63
|Stefán Kalmansson
|1984
|1985
|Vaka
|-
|62
|Aðalsteinn Steinþórsson
|1983
|1984
|Umbótasinnar
|-
|61
|Gunnar Jóhann Birgisson
|1982
|1983
|Vaka
|-
|60
|[[Finnur Ingólfsson]]
|1981
|1982
|Umbótasinnar
|-
|59
|Stefán Jóhann Stefánsson
|1980
|1981
|Félag vinstrimanna
|-
|58
|Þorgeir Pálsson
|1979
|1980
|Félag vinstrimanna
|-
|57
|Bolli Héðinsson
|1978
|1979
|Vinstrimenn
|-
|56
|[[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]]
|1977
|1978
|Vinstrimenn
|-
|55
|[[Össur Skarphéðinsson]]
|1976
|1977
|Vinstrimenn
|-
|54
|Gestur Guðmundsson
|1975
|1976
|Vinstrimenn
|-
|53
|Arnlín Óladóttir
|1974
|1975
|Vinstrimenn
|-
|52
|Halldór Ármann Sigurðsson
|1973
|1974
|Vinstrimenn
|-
|51
|Skúli Johnsen
|1965
|1966
|
|-
|50
|Björn Teitsson
|1964
|1965
|
|-
|49
|Auðólfur Gunnarsson
|1964
|1965
|
|-
|48
|Ellert B. Schram
|1963
|1964
|Vaka
|-
|47
|Jón E. Ragnarsson
|1961
|1962
|Vaka
|-
|46
|Hörður Sigurgestsson
|1960
|1961
|Vaka
|-
|45
|[[Árni Grétar Finnsson]]
|1959
|1960
|Vaka
|-
|44
|Ólafur Egilsson
|1958
|1959
|Vaka
|-
|43
|Birgir Ísleifur Gunnarsson
|1957
|1958
|Vaka
|-
|42
|Bjarni Beinteinsson
|1956
|1957
|Vaka
|-
|41
|Björgvin Guðmundsson
|1955
|1956
|Róttækir, kratar og þjóðvörn
|-
|40
|Skúli Benediktsson
|1954
|1955
|Frjálsl. og kratar
|-
|39
|Björn Hermannsson
|1953
|1954
|Félag frjálslyndra stúdenta
|-
|38
|Matthías Jóhannesson
|1952
|1953
|Vaka
|-
|37
|Bragi Sigurðsson
|1952
|1952
|Vaka
|-
|36
|Höskuldur Ólafsson
|1951
|1952
|Vaka
|-
|35
|Árni Björnsson
|1950
|1951
|Vaka
|-
|34
|Hallgrímur Sigurðsson
|1949
|1950
|Frjálsl. og kratar
|-
|33
|Bjarni V. Magnússon
|1949
|1949
|Frjálsl. og kratar
|-
|32
|Gísli Jónsson
|1948
|1948
|Vaka
|-
|31
|Tómas Tómasson
|1947
|1948
|Vaka
|-
|30
|Geir Hallgrímsson
|1946
|1947
|Vaka
|-
|29
|Guðmundur Ásmundsson
|1945
|1946
|Vaka
|-
|28
|Bárður Daníelsson
|1944
|1945
|Félag róttækra stúdenta
|-
|27
|Páll S. Pálsson
|1943
|1944
|Vinstri menn
|-
|26
|Ásberg Sigurðsson
|1942
|1943
|Vaka
|-
|25
|Einar Ingimundarson
|1941
|1942
|Vaka
|-
|24
|Þorgeir Gestsson
|1940
|1941
|Vaka
|-
|23
|Hannes Þórarinsson
|1940
|1940
|Vaka
|-
|22
|Bárður Jakobsson
|1939
|1939
|Vaka
|-
|21
|Sigurður Bjarnason
|1938
|1939
|Vaka
|-
|20
|Ólafur Bjarnason
|1937
|1938
|Vaka
|-
|19
|[[Jóhann Hafstein]]
|1936
|1937
|Vaka
|-
|18
|Ragnar Jóhannesson
|1936
|1936
|Félag róttækra stúdenta
|-
|17
|Björn Sigurðsson
|1935
|1936
|Félag róttækra stúdenta
|-
|16
|Eggert Steinþórsson
|1934
|1935
|Academia
|-
|15
|Baldur Johnsen
|1933
|1934
|Hægri menn
|-
|14
|Valdimar Stefánsson
|1933
|1933
|
|-
|13
|Sigurður Ólason
|1932
|1933
|
|-
|12
|Jón Geirsson
|1931
|1932
|
|-
|11
|Agnar Kl. Jónsson
|1930
|1931
|
|-
|10
|Bergsveinn Ólafsson
|1929
|1930
|
|-
|9
|Þorgrímur Sigurðsson
|1928
|1929
|
|-
|8
|Sig. Karl Jónasson
|1927
|1928
|
|-
|7
|Einar B. Guðmundsson
|1926
|1927
|
|-
|6
|Þorkell Jóhannesson
|1925
|1926
|
|-
|5
|Gunnlaugur Indriðason
|1924
|1925
|
|-
|4
|Thor Thors Jr.
|1923
|1924
|
|-
|3
|Björn E. Árnason
|1922
|1923
|
|-
|2
|Skúli Guðjónsson
|1921
|1922
|
|-
|1
|Vilhjálmur Þ. Gíslason
|1920
|1921
|
|}
== Tilvísanir ==
<references />
[[Flokkur:Stofnað 1920]]
[[Flokkur:Háskóli Íslands]]
[[Flokkur:Íslensk nemendafélög]]
jiciyhonzh6s5ien350xysaadx4d03y
1919501
1919500
2025-06-06T14:30:17Z
2A00:C88:4000:A004:D65:1907:B179:8F29
1919501
wikitext
text/x-wiki
{{Félagasamtök
| nafn = Stúdentaráð Háskóla Íslands
| skammstöfun = SHÍ
| stofnun = 1920
| staðsetning = Sæmundargata 4, 102 Reykjavík
| titill_leiðtoga = Forseti
| nafn_leiðtoga = Arent Orri Jónsson Claessen
| titill_leiðtoga2 = Varaforseti
| nafn_leiðtoga2 = Sylvía Martinsdóttir
| titill_leiðtoga3 = Hagsmunafulltrúi
| nafn_leiðtoga3 = Valgerður Laufey Guðmundsdóttir
| titill_leiðtoga4 = Lánasjóðsfulltrúi
| nafn_leiðtoga4 = Viktor Pétur Finnsson
| vefsíða = https://student.is
| höfuðstöðvar = Háskólatorg, Sæmundargata 2
| fjöldi starfsfólks = 8
}}
'''Stúdentaráð Háskóla Íslands''' (SHÍ) er [[Almenn félagasamtök|félag]] og vettvangur fyrir hagsmunabaráttu stúdenta við háskólann. Stúdentar kjósa fulltrúa í sviðsráð fyrir hvert fimm sviða [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] og skipa forsetar sviðsráðanna stjórn Stúdentaráðs auk forseta og varaforseta. Stúdentaráð stendur fyrir ýmiskonar starfsemi og viðburðum sem tengjast réttindavörslu og félagslífi stúdenta, en SHÍ heldur einnig og sér um útihátíðina [[Októberfest á Íslandi|Októberfest]], sem hefur verið haldin í Vatnsmýrinni frá árinu 2003.
Meðal helstu baráttumála Stúdentaráðs í gegnum tíðina hafa verið húsnæðismál og lánasjóðsmál.<ref name=":0">{{Cite web|url=https://student.is/saga-shi/|title=Saga Stúdentaráðs|website=student.is|language=is-IS|access-date=2023-02-20}}</ref>
Vaka, félag lýðræðissinniðra stúdenta er nú í meirihluta í stúdentaráði, en Vaka hefur 10 fulltrúa á móti 7 fulltrúum Röskvu, samtökum félagshyggjufólks
Forseti Stúdentaráðs er [[Arent Orri Jónsson Claessen]], fulltrúi Vöku. Varaforseti er Sylvía Martinsdóttir, hagsmunafulltrúi er Valgerður Laufey Guðmundsdóttir og lánasjóðsfulltrúi er Viktor Pétur Finnsson.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/17/arent_orri_kjorinn_forseti_studentarads/|title=Arent Orri kjörinn forseti stúdentaráðs|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-04-17}}</ref>
Stúdentaráð heldur úti réttindaskrifstofu, með aðsetur á Háskólatorgi, fyrir ofan bóksölu stúdenta. Starfsstöður SHÍ eru: Forseti, varaforseti, lánasjóðsfulltrúi, framkvæmdastjóri, hagsmunafulltrúi, alþjóðafulltrúi, ritstjóri [[Stúdentablaðið|Stúdentablaðsins]].<ref>{{Cite web|url=https://student.is/skrifstofa-studentarads/|title=Skrifstofa Stúdentaráðs|website=student.is|language=is|access-date=2023-02-20}}</ref> og kjara- og réttindafulltrúi.<ref>{{Cite web|url=https://student.is/frettir/karen-lind-radin-kjara-og-rettindafulltrui-shi/|title=Karen Lind ráðin kjara- og réttindafulltrúi SHÍ|website=student.is|language=is|access-date=2025-04-25}}</ref>
Fastanefndir sem SHÍ skipar eru níu: Alþjóðanefnd, Félagslífs- og menningarnefnd, Fjármála- og atvinnulífsnefnd, Fjölskyldunefnd, Jafnréttisnefnd, Kennslumálanefnd, Lagabreytinganefnd, Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd, Umhverfis- og samgöngunefnd.<ref>{{Cite web|url=https://student.is/nefndir/|title=Nefndir Stúdentaráðs|website=student.is|language=is|access-date=2023-02-20}}</ref>
Kosningar til Stúdentaráðs fara fram á ári hverju, en kosið er til háskólaráðs annað hvert ár. Stúdentaráðskosningar í gegnum tíðina hafa verið harkalegar eða eins og segir í Garði, tímariti Stúdentaráðs Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur, eru "þær kosningar meðal harðsóttari kosninga hérlendis"<ref name=":1">{{Bókaheimild|titill=Garður|útgefandi=Stúdentaráð Háskólans og Stúdentafélag Reykjavíkur|ár=1947|bls=45|höfundur=Páll Líndal|árgangur=1. hefti}}</ref>.
Í seinni tíð hafa kosningar til Stúdentaráðs nær alltaf verið milli Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, og Röskvu, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, og hefur meirihlutinn flakkað oftast milli fylkinganna tveggja, en Vaka hefur verið í meirihluta 44 ár, og Röskva í 20 ár.
== Helstu tímamót ==
* 1920 - Stofnun SHÍ.
* 1933 - Fyrstu leynilegu kosningarnar
* 1968 - Félagsstofnun stúdenta stofnuð
* 2003 - Fyrsta Októberfest SHÍ
* 2013 - SHÍ sigrar í dómsmáli gegn Lánasjóði íslenskra námsmanna
* 2019 - SHÍ tekur þátt í loftslagsverkföllum
== Saga stúdentaráðs ==
Stúdentaráð var stofnað í desember árið [[1920]], en lagt var til á fundi Stúdentafélags Háskólans að stofnað yrði stúdentaráð við háskólann að erlendri fyrirmynd. Hlutverk ráðsins væri að sinna hagsmunum og að vera málsvari stúdenta, á meðan það var enn í verkahring Stúdentafélags Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur að hlúa að skemmtanalífi og fræðslufélögum nemenda við skólann.
Í nóvember árið 1921 stofnaði Stúdentaráð mötuneytið Mensa academica sem starfaði fram til ársins 1929. Leynilegar kosningar til Stúdentaráðs voru teknar upp árið 1933. Þá urðu til fylkingar sem buðu fram á listum í kosningum. Árið 1951 stofnaði Stúdentaráð vinnumiðlun fyrir háskólanema. [[Félagsstofnun stúdenta|Félagsstofnun Stúdenta]] var stofnuð 1968 af Stúdentaráði og [[Háskólaráð|háskólaráði]].<ref name=":0" /> Árið 2013 stefndi Stúdentaráð íslenska ríkinu og Menntasjóð Námsmanna (áður [[Lánasjóður íslenskra námsmanna|Lánasjóður Íslenskra Námsmanna]]) vegna breytinga á útlánareglum sjóðsins og hafði betur.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/08/30/studentarad_hafdi_betur_gegn_lin/|title=Stúdentaráð hafði betur gegn LÍN|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-02-20}}</ref> Í febrúar 2019 hóf Stúdentaráð loftslagsverkföll ásamt fleiri samtökum og kröfðust þess að [[Alþingi]] lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/islenskir-studentar-i-loftslagsverkfall/|title=Íslenskir stúdentar í loftslagsverkfall - RÚV.is|author1=Auður Aðalsteinsdóttir |date=2019-02-21|website=RÚV|access-date=2023-02-20}}</ref>
== Kosningar til stúdentaráðs ==
{| class="wikitable"
|-
! Ár !! Meirihluti !! Minnihluti !! Formaður
|-
| 2025 || Vaka (10 sæti) || Röskva (7 sæti) || [[Arent Orri Jónsson Claessen]]
|-
| 2024 || Vaka (9 sæti) || Röskva (8 sæti) || [[Arent Orri Jónsson Claessen]]
|-
| 2023 || Röskva (12 sæti) || Vaka (5 sæti) || Rakel Anna Boulter
|-
| 2022 || Röskva (15 sæti) || Vaka (2 sæti) || Rebekka Karlsdóttir
|-
| 2021 || Röskva (16 sæti) || Vaka (1 sæti) || Isabel Alejandra Díaz
|-
| 2020 || Röskva (14 sæti) || Vaka (3 sæti) || Isabel Alejandra Díaz
|-
|2019
|Röskva
|Vaka
|Jóna Þórey Pétursdóttir
|}
== Stúdentaráð á 20. öldinni ==
=== Stofnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands ===
Haustið 1920 var Háskóli Íslands settur í tíunda sinn, en þá voru nemendur 94 og kennarar alls 20. Flestir stúdentar voru félagar í [[Stúdentafélag háskólans|Stúdentafélagi háskólans]]. Á fundi í stúdentafélaginu í janúar 1920 kynnti formaður félagsins, [[Vilhjálmur Þ. Gíslason]], síðar skólastjóri [[Verzlunarskóli Íslands|Verzlunarskólans]] og útvarpsstjóri, starfsemi stúdentaráða við erlenda háskóla. Vilhjálmur taldi heppilegt að stofna Stúdentaráð við háskólann og var samþykkt að hann hefði undirbúning að stofnun þess með höndum í samráði við Háskólaráð, sem þyrfti að samþykkja stofnunina. Háskólaráð tók vel í tillöguna og tilnefni Ólaf Lárusson prófessor til að semja reglurnar með Vilhjálmi. Vilhjálmur og Ólafur sömdu þá reglur fyrir Stúdentaráðið og voru þær fyrst lagðar fyrir almennan stúdentafund og síðan Háskólaráðið. Reglurnar voru lagðar fram á fundi stúdenta um haustið og voru samþykktar eftir miklar umræður. Reglurnar voru svo lagðar fyrir Háskólaráð sem samþykkti þær að lokum með lítilli breytingu þann 2. desember 1920.
Samkvæmt reglunum var ráðið fyrst og fremst hagsmunafélag stúdenta og fulltrúi þeirra gagnvart Háskólaráði sem og tengiliður við Stúdentaráð í öðrum löndum. Ólíkt Stúdentafélagi háskólans og Stúdentafélagi Reykjavíkur var ráðinu ekki ætlað neitt skemmti- eða menningarhlutverk.
Þá var efnt til kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands en kosningin fór fram 11. desember 1920 og voru kosnir átta menn, tveir frá hverri deild en síðan kusu þeir einn til viðbótar, og var tala fulltrúa óbreytt til ársins 1966, þó kosningafyrirkomulagi hafi verið breytt. Allar deildirnar fjórar áttu jafnmarga fulltrúa í ráðinu, þrátt fyrir að vera misstórar.
Eins og áður segir kaus Stúdentaráð svo sjálft einn mann í viðbót til setu í ráðinu og allt til ársins 1932 tilnefndi fráfarandi ráð einn mann í næsta ráð, sem kom oftar en ekki úr fjölmennustu deildunum, læknisfræði og lögfræði, og varð sá maður yfirleitt formaður í næsta ráði.
Stefán Jóhann Stefánsson, annar fulltrúi lagadeildar, sagði sig úr ráðinu "út af ágreiningi, er þar reis og var stjórnmálalegs eðlis. Fannst mér vara gengið á hlut jafnaðarmanna, vildi ekki una því og fór úr ráðinu."
Það mál sem fyrsta Stúdentaráðið eyddi mestum tíma í var að koma upp matstofu fyrir stúdenta, Mensa academica, og varð það að veruleika í byrjun nóvember 1921, eða skömmu áður en ráðið lét af störfum.<ref>{{Bókaheimild|titill=Saga Stúdentaráðs|ár=1994|höfundur=Jón Ólafur Ísberg}}</ref>
{| class="wikitable"
|+Stúdentaráð 1920-21
! Deild !! Fulltrúi !! Staða
|-
| Guðfræðideild || Þorsteinn Jóhannesson ||
|-
| Guðfræðideild || Sveinn Víkingur || Ritari
|-
| Læknadeild || Lúðvíg Guðmundsson || Varaformaður
|-
| Læknadeild || Friðrik Björnsson ||
|-
| Lagadeild || Stefán Jóhann Stefánsson ||
|-
| Lagadeild || Magnús Magnússon ||
|-
| Heimspekideild || Stefán Einarsson ||
|-
| Heimspekideild || Vilhjálmur Þ. Gíslason || Formaður
|-
| Utan kosninga || Skúli V. Guðjónsson ||
|}
=== Stúdentaráð 1944-45 ===
Við kosningarnar haustið 1944 komu fram þrír listar. A-listi, sem Félag frjálslyndra og Alþýðuflokksfélagið studdu, hlaut 83 atkvæði og 2 menn kjörna. Vaka stóð að B-listanum og haut 155 atkvæði og 4 menn kjörna, en róttækir höfðu C-listann og 3 menn kjörna.<ref name=":2">{{Bókaheimild|titill=Garður - Tímarit Stúdentafélags Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur|höfundur=Ragnar Jóhannesson|útgefandi=Stúdentaráð Háskóli Íslands|ár=|árgangur=I. hefti - 1945|bls=74-80}}</ref>
A- og C-listarnir höfðu með sér stjórnarsamvinnu og varð Bárður Daníelsson, oddviti C-listans, formaður Stúdentaráðs.<ref name=":2" />
Starfsemi stúdentaráðs 1944-45:
* Hátíðarhöld 1. desember
* Andyrisballið, dansleikur í anddyri háskólabyggingarinnar á gamlárskvöld.
* Kvöldvaka á Hótel Borg í mars 1945
* Stúdentablaðið var gefið út 1. desember og 17. júní
* Vasabók stúdenta gefin út í fyrsta skipti (í dag gefur Stúdentaráð út sambærilegt rit, eða Akademíuna)
* Boðsundskeppni var haldin í Sundhöll Reykjavíkur að tilhlutun ráðsins, á milli framhaldsskólanna í bænum.
* Síðasta vetrardag önnuðust stúdentar dagskrá útvarpsins
* Stúdentaráð hrinti af stað nýju tímariti, [[Garður, tímarit|tímaritinu Garður]], sem átti að kynna háskólann og störf han betur en kostur hafði verið áður.
* Tillögur Stúdentaráðs til ríkisstjórnarinnar: Lyfjafræðiskóli Íslands yrði gerð að sérstakri deild í HÍ, að allsherjarrannsókn yrði gerð á því hvar brýnust væri þörf á háskólamenntuðu fólki svo stúdentar gætu haft það til hliðsjónar við val á námi. Ráðherra varð við seinni tillögunni.<ref name=":2" />
Með lögum frá 14. desember 1944 var verkfræðideild stofnuð við Háskóla Íslands, en við innritun voru þá í háskólanum 388 stúdentar.<ref name=":2" />
==== Rússamálið ====
Þann 6. mars 1945 var haldinn almennur stúdentafundur, sem varð allsögulegur. Þar voru rædd ýmis mál og þar á meðal tillaga, sem fram hafði komið um það að leggja niður Stúdentafélag Háskólans. Félag þetta var athafnalítið því að Stúdentaráð er fyrst og fremst málsvari stúdenta, en félagslíf skólans var einkum bundið við hin pólitísku félög. Stúdentafélagið var gamalt innan skólans og helsta starf þess að halda fagnaðarhátíð á hverju hausti í tilefni af komu nýrra stúdenta, og nefndist þetta hóf "Rússagildi". Framsögumaður tillögunnar var Jón J. Emilsson, fulltrúi Alþýðuflokksins í Stúdentaráði. Hann taldi að stjón félagsins hefði stundum misnotað aðstöðu sína og komið fram fyrir hönd stúdenta án umboðs. Nefndi hann í því samhengi Rússlandssöfnunina. Sneri Jón ræðu sinni einkum á hendur Bárði Daníelssyni og átaldi hann fyrir ýmsar sakir, en einkum fyrir að hafa verið hluthafi í skemmtifélaginu "Árvak". Forsaga málsins er að 1943 var haldið "Rússagildi" og varð 1900 kr. tap á því. Tapið kom ekki fram á reikningum, heldur borguðu nokkrir stúdentar það að mestu úr eigin vasa, en stofnuðu síðan nefnt félag, héldu skemmtun á Hótel Borg og guldu hallann með ágóða af skemmtuninni. Taldi Jón að hér væri um að ræða hættulegt fordæmi, og hefðu einkahagsmunir vakað fyrir þeim félögum.<ref name=":2" />
Bárður og aðrir Árvaksmenn höfnuðu því að hafa starfað í eigin þágu, heldur að þeir hefðu innt af hendi óéigingjarnt starf í þágu Stúdentafélagsins. Á þessum fundi urðu allheitar umræður, og sakaði Jón Bárð um slælega forystu í málefnum stúdenta og lýsti yfir þvi, að stuðningur sinn við formann Stúdentaráðs væri fallinn niður.<ref name=":2" />
Á fundi í Stúdentaráði 10. mars 1945 báru fulltrúar Vöku fram vantraust á stjórnarforystu ráðsins, en vantraustið var fellt með 4 atkvæðum gegn 4. Jón J. Emilsson sat hjá þrátt fyrir yfirlýsingar sínar um að hafa dregið sinn stuðning til baka. Bárður hugðist segja af sér en sökum ákveðinna tilmæla félaga sinna ákvað hann að sitja enn um stund í formannssætinu. Að tilhlutan Jóns Emilssonar boðaði Stúdentaráð almennan stúdentafund 24. mars, þar sem Jón bar fram tillögu um að fundurinn samþykkti að telja vítaverða stofnun og starfsemi skemmtifélagsins "Árvaks". Var sú tillaga felld með 51 atkvæði gegn 46. Þá var borin fram tillaga um að fundurinn skoraði á Jón að fara úr Stúdentaráði. Sú tillaga var einnig felld með 43 atkvæði gegn 43.<ref name=":2" />
Á fundi Stúdentaráðs 27. mars bar Jón fram eftirfarandi tillögu:<blockquote>"Stúdentaráð lýsir hér með yfir vantrausti á stjórnarforystu kommúnista í Stúdentaráði og samþykkir að víkja formanni sínum, stud. polyt. Bárði Daníelssyni, úr sæti sínu þegar í stað. Jafnframt skorar ráðið á gjaldkera og ritara að segja af sér."<ref name=":2" /></blockquote>Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 3. Fulltrúar Vöku gerðu þá grein fyrir atkvæðum sínum, að þeir samþykktu tillöguna, ekki af því að þeir vantreystu Bárði persónulega, heldur af því, "að stefna félags þeirra væri sú, að vinna eftir megni gegn áhrifum róttækra í Háskólanum."<ref name=":2" />
Jóhannes Elíasson, fulltrúi frjálslyndra sat hjá og gerði grein fyrir því að hann teldi þann grundvöll sem stjórnarsamvinnan var byggð á, vera úr sögunni. Róttækir greiddu gagnatkvæðin.<ref name=":2" />
Ný stjórn var kjörin og áttu sæti í henni Guðmundur Vignir Jósefsson (formaður), Jóhannes Elíasson og Bárður Daníelsson. Bárður lýsti því yfir að hann kysi að taka ekki þátt í stjórninni, og var þá annar kjörinn í hans stað, Jóhannes Elíasson. Róttækir stúdentar vildu að boðað yrði til kosninga en hinar fylkingarnar höfnuðu þeirri tillögu þar sem svo stut væri eftir af starfsárinu.<ref name=":2" />
==== Hernám Gamla Garðs ====
Stúdentar bjuggu við þröngan húsakost um veturinn eins og margir aðrir bæjarbúar. Margendurteknar tilraunir til að ná Gamla Garði aftur úr hershöndum reyndust árangurslausar. Breska heimsveldið taldi hann vera svo mikilvæga bækistöð að hann mætti ekki án hans vera fyrr en Þjóðverjar væru sigraðir, en breski sendiherrann bauð að leigja stúdentum 10 bragga til íbúðar um veturinn. Almennur stúdentaundur féllst á, að hafna eindregið göfugu braggatilboði Breta og hvatti til nýrra átaka till að endurheimta Gamla Garð undir kjörorði Magnúsar frá Mel: "Sómi vor býður oss að fara einarðlega með rétt vorn".<ref name=":2" />
Á Nýja Garði varð brátt þröngbýlt, svo að þar urðu slæm námsskilyrði. Tveir menn byggðu þar flest einbýlisherbergi, en í háskólabyggingunni tókst að fá eina stofu, þar sem stúdentar gátu fengið að liggja inni, en þó varð að synja 23 "rússum" um húsnæði. Meðan húsnæðisvandræðin voru sárust eftir missi Gamla Garðs, lá fjöldi stúdenta í háskólakjallaranum, og minnti aðbúnaður þeirra fremur á verbúðarvist en samastað háskólaborgara. Ein vistarveran í kjallaranum þótti bera af öðrum og er henni lýst þannig:<ref name=":2" /><blockquote>Helga Jósefns kom hnífur í feitt,
hlotnaðist honum kamers eitt
í Háskólans kjallarahólfi.
Vænum mublum er verelsið skreytt
og vaskur á miðju gólfi.<ref name=":2" /></blockquote>Í lok skólaársins var Gamli Garður endurheimtur eftir fimm ára hersetu, en leysti þó ekki húsnæðisvanda stúdenta. Stúdentar bjuggu enn einhverja vetra í braggaíbúðum.<ref name=":2" />
=== Stúdentaráð 1945-46 ===
Störf stúdentaráðs 1945-46:
* Nefnd stofnuð til að endurreisa íþróttalífið í háskólanum
* Stúdentaráð beindi ósk til háskólaráðs um styrk til að launa söngkennara, sem myndi kenna stúdentum söng.
* Bókamálið - Vegna skorts á námsbókum stofnaði Stúdentaráð nefndir til að greina þær námsbækur sem þörf var á og pantaði inn í stórum stil.
* Rússagildi haldið hátíðlegt þann 1. desember 1945.
* Áramótadansleikurinn haldinn.
* 9. febrúar 1945 var haldinn fagnaðarhátíð vegna endurheimtar Gamla Garðs.
* Smærri dansleikir haldnir öðru hverju í Gamla Garði.<ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Garður - Tímarit Stúdentaráðs Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur|útgefandi=Stúdentaráð Háskóla Íslands og Stúdentafélag Reykjavíkur|bls=11-16|höfundur=Ragnar Jóhannesson|ár=apríl 1946|árgangur=II. hefti - apríl 1946}}</ref>
Sunnudaginn 31. mars 1946 boðuðu Stúdentaráð og Stúdentafélag Reykjavíkur til opinbers borgarafundar undir berum himni í Barnaskólaportinu í Reykjavík. Eigendur samkomuhúsanna í Reykjavík höfðu neitað stúdentum um húsnæði fyrir þennan fund. Fundurinn varðaði herstöðvamálið svokallaða en forystumenn í félagsskap stúdenta höfðu tekið höndum saman um að ýta við þjóðinni í þessu máli - og þá einkum ríkisstjórninni og Alþingi.<ref name=":3" />
Fundurinn tókst vel til og var fjölsóttur og glæsilegur. Ræðumenn voru: Guðmundur Ásmundsson, formaður Stúdentaráðs, dr. Jakob Sigurðsson, formaður Stúdentafélags Reykjavíkur, Sigurbjörgn Einarsson dósent, Kristján Eiríksson, Jóhannes Elíasson, dr. Sigurður Þórarinsson og Jón P. Emilsson. Ræðumenn kröfðust þess einróma að Bandaríkjamenn kölluðu her sinn héðan tafarlaust. Þeir lýstu því yfir að "við viljum engan erlendan her hafa á Íslandi".<ref name=":3" />
Sama dag hófu stúdentaráðið, Stúdentafélagið og stjórnmálafélögin í háskólanum útgáfu blaðsins "Við mótmælum allir".<ref name=":3" />
=== Stúdentaráð 1946-47 ===
Að minnsta kosti einu sinni hefur það gerst að fleiri en 2 fylkingar hafa verið í framboði á sama tíma, en árið 1946 voru fjórar fylkingar í framboði. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, Félag frjálslyndra stúdenta, Stúdentafélag lýðræðissinnaðra stúdenta og Félag róttækra stúdenta. Aðdragandinn var sá að flugvallarsamningurinn hafði nýlega verið gerður við Bandaríkin og valdið miklu róti í háskólanum. Þegar átökin stóðu sem hæst, var stofnað Þjóðvarnarfélag háskólastúdenta og formaður þess kjörinn Hermann Pálsson. Á stofnfundi félagsins var stjórninni falið að athuga hvort rétt væri að félagið byði fram lista við stúdentaráðskosningarnar, annað hvort eitt saman eða í bandalagi við eitt eða fleiri pólitísk félög. Stjórnin átti viðræður við fulltrúa allra pólitísku félaganna og lagði síðan fyrir félögin uppkast að málefnasamningi um framboð til stúdentaráðskoninga.<ref name=":1" /> Í uppkastinu sagði:<blockquote>"Þjóðvarnarfélag háskólastúdenta, Félag frjálslyndra stúdenta, Félag róttækra stúdenta, Stúdentafélag lýðræðissinnaðra stúdenta og Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, ákveða að bera fram sameiginlegan lista til næstu stúdentaráðskosninga.
Orsakirnar til þessarar nýbreytni er sú hætta, sem félögin telja þjóðinni stafa af flugvallarsamningnum við Bandaríkin, sem knýr alla þjóðrækna Íslendinga til einingar. Félögin telja, að hér sé um að ræða svo mikilvægt mál, að víkja beri öllum dægurmálum til hliðar. Félögin telja sér skylt að berjast markvisst fyrir því:
# að samningurinn verði túlkaður og haldinn eftir þeim skilningi, sem Íslendingum kemur bezt.
# að samningnum verði sagt upp, svo fljótt sem ákvæði samningsins leyfa,
# að dvöl Bandaríkjaliðsins, sem hingað verður sent, trufli sem minnst íslenzk þjóðlíf,
# að slíkir samningar verði ekki gerðir framvegis.
Félögin ákveða að 1. desember skuli verða almennur baráttudagur gegn áhrifum samningsins."<ref name=":1" /></blockquote>Þá var einnig tekið fram hver skipun listans skyldi vera, en allir áttu að vera félagsmenn í Þjóðvarnarfélagi háskólastúdenta en Vaka átti að fá fimm fulltrúa, Félag róttækra stúdenta tvo, Félag frjálslyndra stúdenta einn og Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sósíalista einn. Félagsfundur Vöku hafnaði þessu tilboði og tók fram að hann treysti fulltrúum Vöku eins vel til að standa vörð um frelsi og fullveldi Íslands og berjast fyrir hagsmunamálum stúdenta, hvort sem þeir væru í Þjóðvarnarfélaginu eða ekki. Hin félögin þrjú tóku tilboðinu, en ekki varð þó af samvinnu þeirra í milli eftir að Vaka hafnaði tilboðinu. Við kosningarnar komu því fram fjórir listar, en Þjóðvarnarfélagið dró sig í hlé.<ref name=":1" />
Síðan fór það svo að kosningarnar fóru af stað og voru fylkingar harðorðar um andstæðinga. Í blaði róttækra, ''Nýja stúdentablaðinu'', var sérstaklega skotið á Vökumenn, en þar sagði "Ef þú greiðir málstað Vöku atkvæði, skilur þjóðin öll það sem hreina uppgjöf við málstað stúdenta. Heiður vor er í veði." Í blaði Vöku var flestum greinum beint gegn róttækum: "Það er skylda allra stúdenta, sem vilja forða stúdentaráði frá því að verða handbendi kommúnista, að styðja eina andstæðing kommúnista, Vöku o.s.fr.v."<ref name=":1" />
Þann 2. nóvember kl. 14:00 hófst kjörfundur, en öll félögin höfðu undirbúið kosningarnar vandlega. Kosningaskrifstofur störfuðu og bílar voru á fleygiferð að sækja kjósendur og reynt var að róa í þeim, sem ekki enn voru búnir að taka ákvörðun um hvert þeirra atkvæði myndi renna. Sú venja hafði verið allgömul þá, að Vaka héldi dansleik að kvöldi kosningadagsins áður fyrr hafði hann oft verið auglýstur sem „sigurhátíð Vöku“, en þar sem reynslan staðfesti ekki alltaf réttmæti þessara orða, hafði aðeins „dansleikur“ verið auglýstur síðustu árin þar á undan. Á dansleiknum var fullt út að dyrum en niðurstöðurnar voru kynntar þar, en Vaka hlaut 194 atkvæði og fimm menn kjörna, Félag róttækra stúdenta hlaut 100 atkvæði og þrjá menn, Stúdentafélag lýðræðissinnaðra stúdenta hlaut 57 atkvæði og einn mann, en félag frjálslyndra hlaut 32 atkvæði og engan mann kjörinn.<ref name=":1" />
Hlutu því eftirfarandi kjör í Stúdentaráð 1946-47:
* Geir Hallgrímsson (Vaka) - formaður
* Gunnar Sigurðsson (Vaka)
* Ásgeir Pétursson (Vaka)
* Guðlaugur Þorvaldsson (Vaka)
* Skúli Guðmundsson (Vaka) - gjaldkeri
* Ingi R. Helgason (Félag róttækra stúdenta)
* Björn Jónsson (Félag róttækra stúdenta)
* Hermann Pálsson (Félag róttækra stúdenta) - ritari
* Þorvaldur G. Kristjánsson (Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sósíalista)<ref name=":1" />
==== Almennur stúdentafundur 20. desember 1946 ====
Seinna sama ár, þegar það verða deilur um hvort að Sigurður Bjarnason, alþingismaður, ætti að fá að flytja ávarp á fullveldisfögnuði stúdenta þann 1. desember, berst stúdentaráði skjal frá 23 háskólastúdentum sem kröfðust þess, að almennur fundur háskólastúdenta yrði haldinn um málið, þar sem sú ráðstöfun yrði borin undir atkvæði. Í lögum Stúdentaráðs er ákvæði sem tekur til almenns funds stúdenta, en hann hefur æðsta vald í málefnum þeirra, og getur breytt löglegum samþykktum stúdentaráðsins, enda sæki fundinn fjórðungur skrásettra háskólastúdenta (þá). Þá hafði Hermann Pálsson, ritari stúdentaráðs sagt af sér í mótmælaskyni við valið á Sigurði, en Geir Hallgrímsson, formaður stúdentaráðs, lýsti því yfir að hann mundi segja af sér formennsku í ráðinu, ef fundurinn hafnaði Sigurði.<ref name=":1" />
Hinn 20. nóvember var svo haldinn fjölmennur fundur háskólastúdenta, þar sem tillaga um hvort að enginn þeirra alþingismanna sem kaus með samningnum mætti flytja ávarp. Heitar umræður voru um tillöguna og Geir ítrekaði sína hótun um afsögn sína. Ýmsir skoruðu á Geir að draga hótun sína aftur, en hann gerði það ekki. Í fundarlok var tillagan borin undir atkvæði og felld með nokkrum atkvæðismun, en 69 atkvæði voru með tillögunni og 82 gegn.<ref name=":1" />
=== Stúdentaráð 1964-65 ===
Þann 21. febrúar 1964 kom nýtt stúdentaráð saman á fyrsta fund og skipti með sér verkum þannig að formaður var Auðólfur Gunnarsson, varaformaður Jón OIddsson, ritari Örn Marínósson, og gjaldkeri Geir Gunnlaugsson.
Þá var í fyrsta skiptið, samkvæmt nýjum breytingum á lögum stúdentaráðs, kjörinn sérstakur yfirmaður utanríkismála, og yfirmaður almennra félagsmála. Jón Oddsson var skipaður yfirmaður utanríkismála og Vésteinn Ólason yfirmaður almennra félagsmála.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4344127?iabr=on#page/n0/mode/2up|title=Stúdentablaðið - 2. Tölublað (01.04.1964) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2025-06-06}}</ref>
Þá voru eftirfarandi nefndir skipaðar; Fríðindanefnd, Bókmenntarkynningarnefnd, Bridgenefnd, Skáknefnd, Málfundanefnd, Leiklistarnefnd, Útvarpsnefnd, Hjónagarðsnefnd og Utanríkisnefnd. Meðal nefndarmanna voru [[Friðrik Sófusson]], síðar varaformaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]], sem sat í málefnanefnd, og [[Bogi Nilsson]], seinna ríkissaksóknari og pabbi [[Bogi Nils Bogason|Boga Nils Bogason]] forstjóra Icelandair, sat í Bridgenefndinni.
== Stúdentaráð á 21. öldinni ==
=== Stúdentaráð 2017-18 ===
Árið 2017 sigraði Röskva kosningar til Stúdentaráðs eftir átta ár Vöku í meirihluta og fékk 18 af 27 fulltúum í Stúdentaráði.
=== Stúdentaráð 2021-22 ===
Röskva vann stórsigur í kosningum til stúdentaráðs með 16 af 17 fulltrúum til stúdentaráðs.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/03/25/roskva_vann_storsigur/|title=Röskva vann stórsigur|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2025-05-28}}</ref>
=== Stúdentaráð 2022-23 ===
Árið 2023-24 hélt Röskva aftur ofurmeirihluta sínum í kosningum til stúdentaráðs, og missti aðeins einn fulltrúa en var þá með 15 fulltrúa á móti 2 fulltrúum Vöku. Heildarkjörsókn var 21,70% þar sem alls voru 2.626 atkvæði greidd en 17,95% í kosningum til háskólaráðs þar sem 2.572 voru greidd.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/03/25/roskva_sigradi_med_yfirburdum/|title=Röskva sigraði með yfirburðum|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2025-05-28}}</ref>
Eftifarandi aðilar hlutu kjör í stúdentaráð 2022-23:<ref>{{Vefheimild|url=https://student.backend.jldevelopment.is/wp-content/uploads/2022/08/Studentaradsfundur-20.04.2022-Kjorfundur.pdf|titill=Fundargerð kjörfundar|höfundur=SHÍ|mánuður=apríl|ár=2022}}</ref>
* Lilja Hrönn Ö. Hrannarsdóttir (Röskva)
* Viktor Ágústsson (Röskva)
* Dagur Kárason (Vaka)
* Diljá Ingólfsdóttir (Röskva)
* Elías Snær Torfason (Röskva)
* Andri Már Tómasson (Röskva)
* Sigríður Helga Ólafsson (Röskva)
* Dagný Þóra Óskarsdóttir (Röskva)
* Rakel Anna Boulter (Röskva)
* Draumey Ósk Ómarsdóttir (Röskva)
* Magnús Orri Aðalsteinsson (Röskva)
* Auður Eir Sigurðardóttir (Röskva)
* Bergrún Anna Birkisdóttir (Vaka)
* Ísak Kárason (Röskva)
* Brynhildur R. Þorbjarnardóttir (Röskva)
* S. Maggi Snorrason (Röskva)
* Dagmar Óladóttir (Röskva)
Í háskólaráð hlutu kjör:
* Brynhildur K Ásgeirsdóttir (Röskva)
* Katrín Björk Kristjánsdóttir (Röskva)
Forysta stúdentaráðs var eftirfarandi:
* Rebekka Karlsdóttir (forseti)
* Gréta Dögg Þórisdóttir (varaforseti)
* María Sól Antonsdóttir (lánasjóðsfulltrúi)
* Katrín Björk Kristjánsdóttir (hagsmunafulltrúi)
=== Stúdentaráð 2023-24 ===
Árið 2023-24 vann Röskva kosningar til stúdentaráðs en tapaði þó nokkrum sætum, en Röskva hafði þá 12 fulltrúa gegn 5 fulltrúum Vöku.
Eftirfarandi aðilar hlutu kjör í stúdentaráð 2023-24:<ref>{{Vefheimild|url=https://student.backend.jldevelopment.is/wp-content/uploads/2023/06/Fundargerd-19.-april-2023-kjorfundur-Studentarads.pdf|titill=Fundargerð kjörfundar|höfundur=SHÍ|mánuður=apríl|ár=2023}}</ref>
* Arna Dís Heiðarsdóttir (Röskva)
* Daníel Hjörvar Guðmundsson (Vaka)
* Emilía Björt Írisard. Bachmann (Röskva)
* Júlíus Viggó Ólafsson (Vaka)
* Kristmundur Pétursson (Röskva)
* Sigríður Helga Kárdal Ásgeirsd. (Röskva)
* Daníel Thor Myer (Röskva)
* Elísabet Sara Gísladóttir (Vaka)
* Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa (Vaka)
* Tanja Sigmundsdóttir (Röskva)
* Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir (Röskva)
* María Rós Kaldalóns (Röskva)
* Davíð Ásmundsson (Röskva)
* Eiður Snær Unnarsson (Vaka)
* Guðni Thorlacius (Röskva)
* Júlía Karín Kjartansdóttir (Röskva)
* Steinunn Kristín Guðnadóttir (Röskva)
Forysta stúdentaráðs:
* Rakel Anna Boulter (forseti)
* Dagmar Óladóttir (varaforseti)
* Gísli Laufeyjarson Höskuldsson (lánasjóðsfulltrúi)
* Rannveig Klara Guðmundsdóttir (hagsmunafulltrúi)
=== Stúdentaráð 2024-25 ===
Árið 2024-25 markar fyrsta ár Vöku í meirihluta síðan 2017, en Röskva hefði þar verið í meirihluta í 7 ár. Meirihlutinn vannst naumlega en Vaka hlaut þá 9 fulltrúa gegn 8 fulltrúum Röskvu.
Eftirfarandi aðilar hlutu kjör í stúdentaráð 2024-25:<ref>{{Vefheimild|url=https://student.backend.jldevelopment.is/wp-content/uploads/2024/05/12.-Stu%CC%81dentara%CC%81dsfundur-16.4.2024-kjo%CC%88rfundur.pdf|titill=Fundargerð kjörfundar stúdentaráðs|höfundur=SHÍ|mánuður=Apríl|ár=2024}}</ref>
* Júlíus Viggó Ólafsson (Vaka)
* Katla Ólafsdóttir (Röskva)
* Ragnheiður Geirsdóttir (Vaka)
* Birkir Snær Brynleifsson (Vaka)
* Patryk Lukasz Edel (Röskva)
* Styrmir Hallsson (Röskva)
* Tinna Eyvindardóttir (Vaka)
* Eiríkur Kúld Viktorsson (Vaka)
* Gunnar Ásgrímsson (Vaka)
* Magnús Bergmann Jónasson (Röskva)
* Ásthildur Bertha Bjarkadóttir (Vaka)
* Kristín Fríða Sigurborgardóttir (Röskva)
* Jóhann Almar Sigurðsson (Vaka)
* Ester Lind Eddudóttir (Röskva)
* Ísleifur Arnórsson (Röskva)
* Sóley Anna Jónsdóttir (Röskva)
* Anna Sóley Jónsdóttir (Vaka)
Eftirfarandi aðilar hlutu kjör í forystu stúdentaráðs:
* Arent Orri Jónsson Claessen (forseti)
* Sigurbjörg Guðmundsdóttir (varaforseti)
* Júlíus Viggó Ólafsson (lánasjóðsfulltrúi)
* Valgerður Laufey Guðmundsdóttir (hagsmunafulltrúi)
Einnig voru ráðnir aðrir starfsmenn ráðsins, Snæfríður Blær Tindsdóttir sem alþjóðafulltrúi, [[Vésteinn Örn Pétursson]] sem ritsjóri Stúdentablaðsins og Daníel Hjörvar Guðmundsson í stöðu framkvæmdastjóra. Síðar á starfsárinu var Karen Lind Skúladóttir ráðin sem fyrsti kjarafulltrúi SHÍ.
=== Stúdentaráð 2024-25 ===
Vaka hélt velli í kosningum til stúdentaráðs og jók við meirihluta sinn með 1 fulltrúa, en 10 Vökuliðar hlutu kjör gegn 7 fulltrúum Röskvuliðum.
== Fylkingar ==
Stúdentaráð hefur tekið ýmsum breytingum í áranna rás en þó hefur eitt fyrirbæri sett svip á tilveru ráðsins frá árinu 1933, það eru listakosningar til Stúdentaráðs. Lengst af hafa fylkingar barist um meirihluta í ráðinu og þó að málefnin hafa verið ólík milli ára er saga þessara fylkinga orðin samofin Stúdentaráði.<ref name=":4">Gunnar Hörður Garðarsson. ''Framboð gegn kerfinu. Fylkingar i Stúdentaráði Háskóla Íslands'' <u>(</u>Háskóli Íslands, 2015).</ref>
Undanfarna þrjá áratugi hafa það verið fylkingarnar [[Vaka (stúdentahreyfing)|Vaka]] og [[Röskva (stúdentahreyfing)|Röskva]] sem hafa notið mest fylgis og skiptst á að hafa meirihluta nokkur ár í senn. Aðrar fylkingar hafa þó iðulega boðið fram svo sem H-listinn, [[Skrökva]] og [[Öskra]] í seinni tíð. Á árum áður voru starfandi fylkingarnar Umbótasinnar, Félag vinstrimanna, Vinstrimenn og Félag róttækra stúdenta, Félag róttækra, krata og þjóðernissinnaðra stúdenta, Félag frjálslyndra stúdenta, Félag frjálslyndra og krata, Félag róttækra stúdenta og Hægri menn..
Á árunum 1960 til 1974 var kosningum háttað öðruvísi en áður, en þá voru kosnir einstaklingar í stað fylkinga. Þetta leiddi þó ekki til þess að fylkingafyrirkomulagið lagðist af, heldur í raun efldist vinstrivængurinn ef eitthvað var því að allir einstaklingar sem töldust ekki til Vökuliða í framboði voru skilgreindir sem andstæðingar Vöku. Hópuðust því allir andstæðingar Vöku undir hatt vítt skilgreindra vinstrimanna. Þessu fyrirkomulagi var þó breytt aftur árið 1974 og var þá kosið á milli Vöku og Vinstrimanna. Frá því að fylkingafyrirkomulagið tók við aftur árið 1974 hafa níu ný framboð litið dagsins ljós.<ref name=":4" />
Árið 2013 voru einstaklingsframboð aftur leyfð, en það var meðal helstu baráttumála H-listans og Skrökvu.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/01/20/skrokva_leggur_sig_nidur/|title=Skrökva leggur sig niður|date=2012-01-20|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-03-25}}</ref> Síðan þá hafa þrisvar sinnum borist einstaklingsframboð, árin 2016, 2023 og 2024 öll á hugvísindasviði, en engin þeirra hefur hlotið kjör.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20161893334d|title=Stofnaði félag nemenda með íslenskuna sem annað mál - Vísir|author1=Þórgnýr Einar Albertsson|date=2016-02-15|website=visir.is|language=is|access-date=2023-03-25}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/23/roskva_heldur_velli/|title=Röskva heldur velli|date=2023-03-23|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-03-25}}</ref>
=== Vaka ===
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta var stofnað árið 1935 og hefur verið starfandi síðan þá. Frá stofnun hefur félagið á hverju ári staðið fyrir framboði til Stúdentaráðs.
Vaka var stofnuð árið 1935 sem svar við öðrum nýlega stofnuðum hreyfingum: Félagi róttækra háskólastúdenta , sem aðhylltist sósíalísk og kommúnísk gildi, og Félagi þjóðernissinnaðra stúdenta , sem barðist fyrir þjóðernissinnuðum gildum. Fremstur í flokki var Jóhann Hafstein, þá laganemi en síðar forsætisráðherra. Fyrir vikið varð undirheiti félagsins „félag lýðræðissinnaðra stúdenta“.
Vaka hefur þó tekið breytingum yfir tímann, en það urðu þáttaskil í starfi Vöku um miðjan 9. áratug síðustu aldar. Vaka hóf þá baráttu fyrir því að fá pólitíkina úr hagsmunabaráttu nemenda. En árunum á undan hafði Stúdentaráð til að mynda opinberlega stutt við Samtök hernaðarandstæðinga sem og berist gegn Álverinu á Grundartanga.
=== Verðandi ===
Verðandi, félag vinstri sinnaðra stúdenta, var stofnað árið 1969.
=== Vinstrimenn ===
Vinstrimenn buðu fyrst fram sem fylking árið 1974, þegar hætt var að kjósa einstaklinga til starfa innan stúdentaráðs og aftur var farið að kjósa fylkingar. Þó höfðu Vinstrimenn starfað sem heild á árunum 1960-1974 og verið sameinaðir í andstöðu sinni við Vöku á þeim tíma. Árið 1974 fóru Vinstrimenn stefnulausir sem fylking inn í kosningarnar en báru þó sigur úr bítum. Fyrsti formaður í meirihluta Vinstrimanna var Arnlín Óladóttir, læknanemi, sem jafnframt var fyrst kvenna til að gegna embætti formann Stúdentaráðs Háskóla Íslands.<ref name=":4" />
Opinber stefnumál Vinstrimanna sneru aðallega að því að vera á móti kerfinu, en þrátt fyrir skort á skýrri stefnu voru Vinstrimenn þó frekar róttækir í sinni stjórnartíð en ber hæst að nefna róttæka aðgerð undir forystu [[Össur Skarphéðinsson|Össurar Skarphéðinssonar]]. Össur hafði komið sér fyrir á þingpöllum Alþingis og hélt ræðu þar fyrir þingheim, á meðan aðrir stúdentar komu í veg fyrir að þingverðir næðu til hans. Tilefni ræðunnar var aðgerðaleysi ríkisins í lánasjóðsmálum og vakti aðgerðin mikla eftirtekt. <ref name=":4" />
Það var alltaf stutt í ágreining innan fylkingarinnar en Vinstrimenn störfuðu ekki sem ein heild nema sem andstæðingar Vöku. Á árunum 1974-1980 var fylgi Vinstrimanna að meðaltali 55%, en fylgi fylkingarinnar fór þó dvalandi síðustu árin. Það var svo árið 1979 að ungliðar stjórnmálahreyfinga á landsvísu, sem töldu sig vera vinstriflokka, sameinuðust um stofnun Félags vinstrimanna og buðu fram til stúdentaráðs. Þessir ungu vinstrisinnar töldu þörf á því að stofna alvöru vinstrisinnað afl innan Háskóla Íslands og sögðu skilið við Vinstrimenn. <ref name=":4" />
=== Félag vinstrimanna ===
Félags vinstrimanna, sem ekki má rugla við félaginu Vinstrimenn, var stofnað árið 1979 vegna ágreinings innan Vinstrimanna. Félag vinstrimanna var þá skipað ungliðum sem aðhylltust þáverandi vinstriflokka, þó ekki hafi verið bein tengsl þar á milli. Í kjölfarið var félagsskapur Vinstrimanna lagður niður.<ref name=":4" />
=== Umbótasinnar ===
Félag umbótasinna var stofnað árið 1981, en það voru aðilar sem sáu sér ekki fært að vera í slagtogi með Félagi vinstrimanna en höfðu áður átt heima innan Vinstrimanna. Umbótasinnar sátu næstu ár í meirihluta ráðsins með Vöku og Félagi vinstrimanna á víxl og í stjórnartíð Félags vinstrimanna og Umbótasinna árið 1988 var Röskva, samtök félagshyggjufólks, stofnuð árið 1988 með samruna Félags vinstrimanna og Umbótasinna.<ref name=":4" />
=== Röskva, samtök félagshyggjufólks ===
Röskva var stofnuð árið 1988 með samruna Félags vinstrimanna og Umbótasinna, en Röskva kom til með að hafa meirihluta fulltrúa í stúdentaráði öll árin 1992-2002 en svo var það fyrir tilstilli Háskólalistans árið 2005 að þrjár fylkingar áttu sæti í stjórn stúdentaráðs og meirihluti var ekki myndaður.
== Formenn SHÍ gegnum tíðina ==
Forseti (áður formaður) Stúdentaráðs er ábyrgðarstaða sem margt þjóðþekkt fólk hefur gegnt gegnum tíðina. Meðal fyrri formanna má nefna: [[Össur Skarphéðinsson]], [[Hildur Björnsdóttir|Hildi Björnsdóttur]], [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir|Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur]], [[Árni Grétar Finnsson|Árna Grétar Finnsson]], [[Dagur B. Eggertsson|Dag B. Eggertsson]] og [[Jónas Fr. Jónsson]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.student.is/formenn_shi_fra_1920_1|titill=Formenn SHÍ frá 1920|höfundur=|útgefandi=|mánuður=|ár=|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref>
Hörður Sigurgestsson var fyrstur til að gegna embætti forseta tvö ár í röð, árin 1960-1962<ref>{{Bókaheimild|titill=Í háskólanum. Stúdentaráð Háskóla Íslands 75 ára 1920-1995.|höfundur=Jón Ólafur Ísberg|ár=1995}}</ref>. Fyrsta kona til að gegna embætti forseta var Arnlín Óladóttir starfsárið 1974-1975.<ref>{{Cite web|url=https://studentabladid.is/efni/2020/12/29/fyrrum-forsetar-sh-afturhvarf-til-fortar|title=Fyrrum forsetar SHÍ: Afturhvarf til fortíðar|author1=Atli Freyr Þorvaldsson |date=29. desember 2020|website=Stúdentablaðið|language=|access-date=2023-02-20|archive-date=2023-02-20|archive-url=https://web.archive.org/web/20230220030834/https://studentabladid.is/efni/2020/12/29/fyrrum-forsetar-sh-afturhvarf-til-fortar|url-status=dead}}</ref>
{| class="wikitable sortable mw-collapsible"
|+Formenn SHÍ
!Nr.
!Nafn
!Frá
!Til
!Fylking
|-
|99
|[[Arent Orri Jónsson Claessen]]
|2024
|
|Vaka
|-
|98
|Rakel Anna Boulter
|2023
|2024
||Röskva
|-
|97
|Rebekka Karsldóttir
|2022
|2023
|Röskva
|-
|100
|Isabel Alejandra Diaz
|2020
|2022
|Röskva
|-
|99
|Jóna Þórey Pétursdóttir
|2019
|2020
|Röskva
|-
|98
|Elísabet Brynjarsdóttir
|2018
|2019
|Röskva
|-
|97
|Ragna Sigurðardóttir
|2017
|2018
|Röskva
|-
|96
|Kristófer Már Maronsson
|2016
|2017
|Vaka
|-
|95
|Aron Ólafsson
|2015
|2016
|Vaka
|-
|94
|Ísak Einar Rúnarsson
|2014
|2015
|Vaka
|-
|93
|María Rut Kristinsdóttir
|2013
|2014
|Vaka
|-
|92
|Sara Sigurðardóttir
|2012
|2013
|Vaka
|-
|91
|Lilja Dögg Jónsdóttir
|2011
|2012
|Vaka
|-
|90
|Jens Fjalar Skaptason
|2010
|2011
|Vaka
|-
|89
|[[Hildur Björnsdóttir]]
|2009
|2010
|Vaka
|-
|88
|[[Björg Magnúsdóttir]]
|2008
|2009
|Röskva
|-
|87
|Dagný Ósk Aradóttir
|2007
|2008
|Röskva
|-
|86
|Sigurður Örn Hilmarsson
|2006
|2007
|Vaka
|-
|85
|Elías Jón Guðjónsson
|2005
|2006
|H-listinn
|-
|84
|Jarþrúður Ásmundsdóttir
|2004
|2005
|Vaka
|-
|83
|Davíð Gunnarsson
|2003
|2004
|Vaka
|-
|82
|Brynjólfur Stefánsson
|2002
|2003
|Vaka
|-
|81
|Þorvarður Tjörvi Ólafsson
|2001
|2002
|Röskva
|-
|80
|Eiríkur Jónsson
|2000
|2001
|Röskva
|-
|79
|Finnur Beck
|1999
|2000
|Röskva
|-
|78
|Ásdís Magnúsdóttir
|1998
|1999
|Röskva
|-
|77
|Haraldur Guðni Eiðsson
|1997
|1998
|Röskva
|-
|76
|Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
|1996
|1997
|Röskva
|-
|75
|[[Guðmundur Steingrímsson]]
|1995
|1996
|Röskva
|-
|74
|[[Dagur B. Eggertsson]]
|1994
|1995
|Röskva
|-
|73
|[[Páll Magnússon]]
|1993
|1994
|Röskva
|-
|72
|Pétur Þ. Óskarsson
|1992
|1993
|Röskva
|-
|71
|[[Steinunn Valdís Óskarsdóttir]]
|1991
|1992
|Röskva
|-
|70
|[[Sigurjón Þ. Árnason]]
|1990
|1991
|Vaka
|-
|69
|[[Jónas Fr. Jónsson]]
|1989
|1990
|Vaka
|-
|68
|[[Sveinn Andri Sveinsson]]
|1988
|1989
|Vaka
|-
|67
|Ómar Geirsson
|1987
|1988
|Umbótasinnar
|-
|66
|Eyjólfur Sveinsson
|1986
|1987
|Vaka
|-
|65
|[[Björk Vilhelmsdóttir]]
|1986
|1986
|Félag vinstrimanna
|-
|64
|Guðmundur Jóhannsson
|1985
|1986
|Vaka
|-
|63
|Stefán Kalmansson
|1984
|1985
|Vaka
|-
|62
|Aðalsteinn Steinþórsson
|1983
|1984
|Umbótasinnar
|-
|61
|Gunnar Jóhann Birgisson
|1982
|1983
|Vaka
|-
|60
|[[Finnur Ingólfsson]]
|1981
|1982
|Umbótasinnar
|-
|59
|Stefán Jóhann Stefánsson
|1980
|1981
|Félag vinstrimanna
|-
|58
|Þorgeir Pálsson
|1979
|1980
|Félag vinstrimanna
|-
|57
|Bolli Héðinsson
|1978
|1979
|Vinstrimenn
|-
|56
|[[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]]
|1977
|1978
|Vinstrimenn
|-
|55
|[[Össur Skarphéðinsson]]
|1976
|1977
|Vinstrimenn
|-
|54
|Gestur Guðmundsson
|1975
|1976
|Vinstrimenn
|-
|53
|Arnlín Óladóttir
|1974
|1975
|Vinstrimenn
|-
|52
|Halldór Ármann Sigurðsson
|1973
|1974
|Vinstrimenn
|-
|
|Gunnlaugur Ástgeirsson
|1972
|1973
|Vinstrimenn
|-
|
|Gylfi Jónsson
|1971
|1972
|Vinstrimenn
|-
|
|Jón Magnússon
|1970
|1971
|Vaka
|-
|
|Allan Vagn Magnússon
|1969
|1970
|Vaka
|-
|
|Höskuldur Þráinsson
|1968
|1969
|Vaka
|-
|
|Björn Bjarnason
|1967
|1968
|Vaka
|-
|51
|Skúli Johnsen
|1966
|1967
|Vaka
|-
|50
|Björn Teitsson
|1965
|1966
|Vaka
|-
|49
|Auðólfur Gunnarsson
|1964
|1965
|Vaka
|-
|48
|Ellert B. Schram
|1963
|1964
|Vaka
|-
|47
|Jón E. Ragnarsson
|1962
|1963
|Vaka
|-
|46
|Hörður Sigurgestsson
|1960
|1961
|Vaka
|-
|45
|[[Árni Grétar Finnsson]]
|1959
|1960
|Vaka
|-
|44
|Ólafur Egilsson
|1958
|1959
|Vaka
|-
|43
|Birgir Ísleifur Gunnarsson
|1957
|1958
|Vaka
|-
|42
|Bjarni Beinteinsson
|1956
|1957
|Vaka
|-
|41
|Björgvin Guðmundsson
|1955
|1956
|Róttækir, kratar og þjóðvörn
|-
|40
|Skúli Benediktsson
|1954
|1955
|Frjálsl. og kratar
|-
|39
|Björn Hermannsson
|1953
|1954
|Félag frjálslyndra stúdenta
|-
|38
|Matthías Jóhannesson
|1952
|1953
|Vaka
|-
|37
|Bragi Sigurðsson
|1952
|1952
|Vaka
|-
|36
|Höskuldur Ólafsson
|1951
|1952
|Vaka
|-
|35
|Árni Björnsson
|1950
|1951
|Vaka
|-
|34
|Hallgrímur Sigurðsson
|1949
|1950
|Frjálsl. og kratar
|-
|33
|Bjarni V. Magnússon
|1949
|1949
|Frjálsl. og kratar
|-
|32
|Gísli Jónsson
|1948
|1948
|Vaka
|-
|31
|Tómas Tómasson
|1947
|1948
|Vaka
|-
|30
|Geir Hallgrímsson
|1946
|1947
|Vaka
|-
|29
|Guðmundur Ásmundsson
|1945
|1946
|Vaka
|-
|28
|Bárður Daníelsson
|1944
|1945
|Félag róttækra stúdenta
|-
|27
|Páll S. Pálsson
|1943
|1944
|Vinstri menn
|-
|26
|Ásberg Sigurðsson
|1942
|1943
|Vaka
|-
|25
|Einar Ingimundarson
|1941
|1942
|Vaka
|-
|24
|Þorgeir Gestsson
|1940
|1941
|Vaka
|-
|23
|Hannes Þórarinsson
|1940
|1940
|Vaka
|-
|22
|Bárður Jakobsson
|1939
|1939
|Vaka
|-
|21
|Sigurður Bjarnason
|1938
|1939
|Vaka
|-
|20
|Ólafur Bjarnason
|1937
|1938
|Vaka
|-
|19
|[[Jóhann Hafstein]]
|1936
|1937
|Vaka
|-
|18
|Ragnar Jóhannesson
|1936
|1936
|Félag róttækra stúdenta
|-
|17
|Björn Sigurðsson
|1935
|1936
|Félag róttækra stúdenta
|-
|16
|Eggert Steinþórsson
|1934
|1935
|Academia
|-
|15
|Baldur Johnsen
|1933
|1934
|Hægri menn
|-
|14
|Valdimar Stefánsson
|1933
|1933
|
|-
|13
|Sigurður Ólason
|1932
|1933
|
|-
|12
|Jón Geirsson
|1931
|1932
|
|-
|11
|Agnar Kl. Jónsson
|1930
|1931
|
|-
|10
|Bergsveinn Ólafsson
|1929
|1930
|
|-
|9
|Þorgrímur Sigurðsson
|1928
|1929
|
|-
|8
|Sig. Karl Jónasson
|1927
|1928
|
|-
|7
|Einar B. Guðmundsson
|1926
|1927
|
|-
|6
|Þorkell Jóhannesson
|1925
|1926
|
|-
|5
|Gunnlaugur Indriðason
|1924
|1925
|
|-
|4
|Thor Thors Jr.
|1923
|1924
|
|-
|3
|Björn E. Árnason
|1922
|1923
|
|-
|2
|Skúli Guðjónsson
|1921
|1922
|
|-
|1
|Vilhjálmur Þ. Gíslason
|1920
|1921
|
|}
== Tilvísanir ==
<references />
[[Flokkur:Stofnað 1920]]
[[Flokkur:Háskóli Íslands]]
[[Flokkur:Íslensk nemendafélög]]
lmoybvd8va3wxxbfq1a7l2slivnt7g5
1919502
1919501
2025-06-06T14:48:24Z
2A00:C88:4000:A004:D65:1907:B179:8F29
/* Formenn SHÍ gegnum tíðina */
1919502
wikitext
text/x-wiki
{{Félagasamtök
| nafn = Stúdentaráð Háskóla Íslands
| skammstöfun = SHÍ
| stofnun = 1920
| staðsetning = Sæmundargata 4, 102 Reykjavík
| titill_leiðtoga = Forseti
| nafn_leiðtoga = Arent Orri Jónsson Claessen
| titill_leiðtoga2 = Varaforseti
| nafn_leiðtoga2 = Sylvía Martinsdóttir
| titill_leiðtoga3 = Hagsmunafulltrúi
| nafn_leiðtoga3 = Valgerður Laufey Guðmundsdóttir
| titill_leiðtoga4 = Lánasjóðsfulltrúi
| nafn_leiðtoga4 = Viktor Pétur Finnsson
| vefsíða = https://student.is
| höfuðstöðvar = Háskólatorg, Sæmundargata 2
| fjöldi starfsfólks = 8
}}
'''Stúdentaráð Háskóla Íslands''' (SHÍ) er [[Almenn félagasamtök|félag]] og vettvangur fyrir hagsmunabaráttu stúdenta við háskólann. Stúdentar kjósa fulltrúa í sviðsráð fyrir hvert fimm sviða [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] og skipa forsetar sviðsráðanna stjórn Stúdentaráðs auk forseta og varaforseta. Stúdentaráð stendur fyrir ýmiskonar starfsemi og viðburðum sem tengjast réttindavörslu og félagslífi stúdenta, en SHÍ heldur einnig og sér um útihátíðina [[Októberfest á Íslandi|Októberfest]], sem hefur verið haldin í Vatnsmýrinni frá árinu 2003.
Meðal helstu baráttumála Stúdentaráðs í gegnum tíðina hafa verið húsnæðismál og lánasjóðsmál.<ref name=":0">{{Cite web|url=https://student.is/saga-shi/|title=Saga Stúdentaráðs|website=student.is|language=is-IS|access-date=2023-02-20}}</ref>
Vaka, félag lýðræðissinniðra stúdenta er nú í meirihluta í stúdentaráði, en Vaka hefur 10 fulltrúa á móti 7 fulltrúum Röskvu, samtökum félagshyggjufólks
Forseti Stúdentaráðs er [[Arent Orri Jónsson Claessen]], fulltrúi Vöku. Varaforseti er Sylvía Martinsdóttir, hagsmunafulltrúi er Valgerður Laufey Guðmundsdóttir og lánasjóðsfulltrúi er Viktor Pétur Finnsson.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/17/arent_orri_kjorinn_forseti_studentarads/|title=Arent Orri kjörinn forseti stúdentaráðs|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-04-17}}</ref>
Stúdentaráð heldur úti réttindaskrifstofu, með aðsetur á Háskólatorgi, fyrir ofan bóksölu stúdenta. Starfsstöður SHÍ eru: Forseti, varaforseti, lánasjóðsfulltrúi, framkvæmdastjóri, hagsmunafulltrúi, alþjóðafulltrúi, ritstjóri [[Stúdentablaðið|Stúdentablaðsins]].<ref>{{Cite web|url=https://student.is/skrifstofa-studentarads/|title=Skrifstofa Stúdentaráðs|website=student.is|language=is|access-date=2023-02-20}}</ref> og kjara- og réttindafulltrúi.<ref>{{Cite web|url=https://student.is/frettir/karen-lind-radin-kjara-og-rettindafulltrui-shi/|title=Karen Lind ráðin kjara- og réttindafulltrúi SHÍ|website=student.is|language=is|access-date=2025-04-25}}</ref>
Fastanefndir sem SHÍ skipar eru níu: Alþjóðanefnd, Félagslífs- og menningarnefnd, Fjármála- og atvinnulífsnefnd, Fjölskyldunefnd, Jafnréttisnefnd, Kennslumálanefnd, Lagabreytinganefnd, Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd, Umhverfis- og samgöngunefnd.<ref>{{Cite web|url=https://student.is/nefndir/|title=Nefndir Stúdentaráðs|website=student.is|language=is|access-date=2023-02-20}}</ref>
Kosningar til Stúdentaráðs fara fram á ári hverju, en kosið er til háskólaráðs annað hvert ár. Stúdentaráðskosningar í gegnum tíðina hafa verið harkalegar eða eins og segir í Garði, tímariti Stúdentaráðs Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur, eru "þær kosningar meðal harðsóttari kosninga hérlendis"<ref name=":1">{{Bókaheimild|titill=Garður|útgefandi=Stúdentaráð Háskólans og Stúdentafélag Reykjavíkur|ár=1947|bls=45|höfundur=Páll Líndal|árgangur=1. hefti}}</ref>.
Í seinni tíð hafa kosningar til Stúdentaráðs nær alltaf verið milli Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, og Röskvu, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, og hefur meirihlutinn flakkað oftast milli fylkinganna tveggja, en Vaka hefur verið í meirihluta 44 ár, og Röskva í 20 ár.
== Helstu tímamót ==
* 1920 - Stofnun SHÍ.
* 1933 - Fyrstu leynilegu kosningarnar
* 1968 - Félagsstofnun stúdenta stofnuð
* 2003 - Fyrsta Októberfest SHÍ
* 2013 - SHÍ sigrar í dómsmáli gegn Lánasjóði íslenskra námsmanna
* 2019 - SHÍ tekur þátt í loftslagsverkföllum
== Saga stúdentaráðs ==
Stúdentaráð var stofnað í desember árið [[1920]], en lagt var til á fundi Stúdentafélags Háskólans að stofnað yrði stúdentaráð við háskólann að erlendri fyrirmynd. Hlutverk ráðsins væri að sinna hagsmunum og að vera málsvari stúdenta, á meðan það var enn í verkahring Stúdentafélags Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur að hlúa að skemmtanalífi og fræðslufélögum nemenda við skólann.
Í nóvember árið 1921 stofnaði Stúdentaráð mötuneytið Mensa academica sem starfaði fram til ársins 1929. Leynilegar kosningar til Stúdentaráðs voru teknar upp árið 1933. Þá urðu til fylkingar sem buðu fram á listum í kosningum. Árið 1951 stofnaði Stúdentaráð vinnumiðlun fyrir háskólanema. [[Félagsstofnun stúdenta|Félagsstofnun Stúdenta]] var stofnuð 1968 af Stúdentaráði og [[Háskólaráð|háskólaráði]].<ref name=":0" /> Árið 2013 stefndi Stúdentaráð íslenska ríkinu og Menntasjóð Námsmanna (áður [[Lánasjóður íslenskra námsmanna|Lánasjóður Íslenskra Námsmanna]]) vegna breytinga á útlánareglum sjóðsins og hafði betur.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/08/30/studentarad_hafdi_betur_gegn_lin/|title=Stúdentaráð hafði betur gegn LÍN|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-02-20}}</ref> Í febrúar 2019 hóf Stúdentaráð loftslagsverkföll ásamt fleiri samtökum og kröfðust þess að [[Alþingi]] lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/islenskir-studentar-i-loftslagsverkfall/|title=Íslenskir stúdentar í loftslagsverkfall - RÚV.is|author1=Auður Aðalsteinsdóttir |date=2019-02-21|website=RÚV|access-date=2023-02-20}}</ref>
== Kosningar til stúdentaráðs ==
{| class="wikitable"
|-
! Ár !! Meirihluti !! Minnihluti !! Formaður
|-
| 2025 || Vaka (10 sæti) || Röskva (7 sæti) || [[Arent Orri Jónsson Claessen]]
|-
| 2024 || Vaka (9 sæti) || Röskva (8 sæti) || [[Arent Orri Jónsson Claessen]]
|-
| 2023 || Röskva (12 sæti) || Vaka (5 sæti) || Rakel Anna Boulter
|-
| 2022 || Röskva (15 sæti) || Vaka (2 sæti) || Rebekka Karlsdóttir
|-
| 2021 || Röskva (16 sæti) || Vaka (1 sæti) || Isabel Alejandra Díaz
|-
| 2020 || Röskva (14 sæti) || Vaka (3 sæti) || Isabel Alejandra Díaz
|-
|2019
|Röskva
|Vaka
|Jóna Þórey Pétursdóttir
|}
== Stúdentaráð á 20. öldinni ==
=== Stofnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands ===
Haustið 1920 var Háskóli Íslands settur í tíunda sinn, en þá voru nemendur 94 og kennarar alls 20. Flestir stúdentar voru félagar í [[Stúdentafélag háskólans|Stúdentafélagi háskólans]]. Á fundi í stúdentafélaginu í janúar 1920 kynnti formaður félagsins, [[Vilhjálmur Þ. Gíslason]], síðar skólastjóri [[Verzlunarskóli Íslands|Verzlunarskólans]] og útvarpsstjóri, starfsemi stúdentaráða við erlenda háskóla. Vilhjálmur taldi heppilegt að stofna Stúdentaráð við háskólann og var samþykkt að hann hefði undirbúning að stofnun þess með höndum í samráði við Háskólaráð, sem þyrfti að samþykkja stofnunina. Háskólaráð tók vel í tillöguna og tilnefni Ólaf Lárusson prófessor til að semja reglurnar með Vilhjálmi. Vilhjálmur og Ólafur sömdu þá reglur fyrir Stúdentaráðið og voru þær fyrst lagðar fyrir almennan stúdentafund og síðan Háskólaráðið. Reglurnar voru lagðar fram á fundi stúdenta um haustið og voru samþykktar eftir miklar umræður. Reglurnar voru svo lagðar fyrir Háskólaráð sem samþykkti þær að lokum með lítilli breytingu þann 2. desember 1920.
Samkvæmt reglunum var ráðið fyrst og fremst hagsmunafélag stúdenta og fulltrúi þeirra gagnvart Háskólaráði sem og tengiliður við Stúdentaráð í öðrum löndum. Ólíkt Stúdentafélagi háskólans og Stúdentafélagi Reykjavíkur var ráðinu ekki ætlað neitt skemmti- eða menningarhlutverk.
Þá var efnt til kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands en kosningin fór fram 11. desember 1920 og voru kosnir átta menn, tveir frá hverri deild en síðan kusu þeir einn til viðbótar, og var tala fulltrúa óbreytt til ársins 1966, þó kosningafyrirkomulagi hafi verið breytt. Allar deildirnar fjórar áttu jafnmarga fulltrúa í ráðinu, þrátt fyrir að vera misstórar.
Eins og áður segir kaus Stúdentaráð svo sjálft einn mann í viðbót til setu í ráðinu og allt til ársins 1932 tilnefndi fráfarandi ráð einn mann í næsta ráð, sem kom oftar en ekki úr fjölmennustu deildunum, læknisfræði og lögfræði, og varð sá maður yfirleitt formaður í næsta ráði.
Stefán Jóhann Stefánsson, annar fulltrúi lagadeildar, sagði sig úr ráðinu "út af ágreiningi, er þar reis og var stjórnmálalegs eðlis. Fannst mér vara gengið á hlut jafnaðarmanna, vildi ekki una því og fór úr ráðinu."
Það mál sem fyrsta Stúdentaráðið eyddi mestum tíma í var að koma upp matstofu fyrir stúdenta, Mensa academica, og varð það að veruleika í byrjun nóvember 1921, eða skömmu áður en ráðið lét af störfum.<ref>{{Bókaheimild|titill=Saga Stúdentaráðs|ár=1994|höfundur=Jón Ólafur Ísberg}}</ref>
{| class="wikitable"
|+Stúdentaráð 1920-21
! Deild !! Fulltrúi !! Staða
|-
| Guðfræðideild || Þorsteinn Jóhannesson ||
|-
| Guðfræðideild || Sveinn Víkingur || Ritari
|-
| Læknadeild || Lúðvíg Guðmundsson || Varaformaður
|-
| Læknadeild || Friðrik Björnsson ||
|-
| Lagadeild || Stefán Jóhann Stefánsson ||
|-
| Lagadeild || Magnús Magnússon ||
|-
| Heimspekideild || Stefán Einarsson ||
|-
| Heimspekideild || Vilhjálmur Þ. Gíslason || Formaður
|-
| Utan kosninga || Skúli V. Guðjónsson ||
|}
=== Stúdentaráð 1944-45 ===
Við kosningarnar haustið 1944 komu fram þrír listar. A-listi, sem Félag frjálslyndra og Alþýðuflokksfélagið studdu, hlaut 83 atkvæði og 2 menn kjörna. Vaka stóð að B-listanum og haut 155 atkvæði og 4 menn kjörna, en róttækir höfðu C-listann og 3 menn kjörna.<ref name=":2">{{Bókaheimild|titill=Garður - Tímarit Stúdentafélags Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur|höfundur=Ragnar Jóhannesson|útgefandi=Stúdentaráð Háskóli Íslands|ár=|árgangur=I. hefti - 1945|bls=74-80}}</ref>
A- og C-listarnir höfðu með sér stjórnarsamvinnu og varð Bárður Daníelsson, oddviti C-listans, formaður Stúdentaráðs.<ref name=":2" />
Starfsemi stúdentaráðs 1944-45:
* Hátíðarhöld 1. desember
* Andyrisballið, dansleikur í anddyri háskólabyggingarinnar á gamlárskvöld.
* Kvöldvaka á Hótel Borg í mars 1945
* Stúdentablaðið var gefið út 1. desember og 17. júní
* Vasabók stúdenta gefin út í fyrsta skipti (í dag gefur Stúdentaráð út sambærilegt rit, eða Akademíuna)
* Boðsundskeppni var haldin í Sundhöll Reykjavíkur að tilhlutun ráðsins, á milli framhaldsskólanna í bænum.
* Síðasta vetrardag önnuðust stúdentar dagskrá útvarpsins
* Stúdentaráð hrinti af stað nýju tímariti, [[Garður, tímarit|tímaritinu Garður]], sem átti að kynna háskólann og störf han betur en kostur hafði verið áður.
* Tillögur Stúdentaráðs til ríkisstjórnarinnar: Lyfjafræðiskóli Íslands yrði gerð að sérstakri deild í HÍ, að allsherjarrannsókn yrði gerð á því hvar brýnust væri þörf á háskólamenntuðu fólki svo stúdentar gætu haft það til hliðsjónar við val á námi. Ráðherra varð við seinni tillögunni.<ref name=":2" />
Með lögum frá 14. desember 1944 var verkfræðideild stofnuð við Háskóla Íslands, en við innritun voru þá í háskólanum 388 stúdentar.<ref name=":2" />
==== Rússamálið ====
Þann 6. mars 1945 var haldinn almennur stúdentafundur, sem varð allsögulegur. Þar voru rædd ýmis mál og þar á meðal tillaga, sem fram hafði komið um það að leggja niður Stúdentafélag Háskólans. Félag þetta var athafnalítið því að Stúdentaráð er fyrst og fremst málsvari stúdenta, en félagslíf skólans var einkum bundið við hin pólitísku félög. Stúdentafélagið var gamalt innan skólans og helsta starf þess að halda fagnaðarhátíð á hverju hausti í tilefni af komu nýrra stúdenta, og nefndist þetta hóf "Rússagildi". Framsögumaður tillögunnar var Jón J. Emilsson, fulltrúi Alþýðuflokksins í Stúdentaráði. Hann taldi að stjón félagsins hefði stundum misnotað aðstöðu sína og komið fram fyrir hönd stúdenta án umboðs. Nefndi hann í því samhengi Rússlandssöfnunina. Sneri Jón ræðu sinni einkum á hendur Bárði Daníelssyni og átaldi hann fyrir ýmsar sakir, en einkum fyrir að hafa verið hluthafi í skemmtifélaginu "Árvak". Forsaga málsins er að 1943 var haldið "Rússagildi" og varð 1900 kr. tap á því. Tapið kom ekki fram á reikningum, heldur borguðu nokkrir stúdentar það að mestu úr eigin vasa, en stofnuðu síðan nefnt félag, héldu skemmtun á Hótel Borg og guldu hallann með ágóða af skemmtuninni. Taldi Jón að hér væri um að ræða hættulegt fordæmi, og hefðu einkahagsmunir vakað fyrir þeim félögum.<ref name=":2" />
Bárður og aðrir Árvaksmenn höfnuðu því að hafa starfað í eigin þágu, heldur að þeir hefðu innt af hendi óéigingjarnt starf í þágu Stúdentafélagsins. Á þessum fundi urðu allheitar umræður, og sakaði Jón Bárð um slælega forystu í málefnum stúdenta og lýsti yfir þvi, að stuðningur sinn við formann Stúdentaráðs væri fallinn niður.<ref name=":2" />
Á fundi í Stúdentaráði 10. mars 1945 báru fulltrúar Vöku fram vantraust á stjórnarforystu ráðsins, en vantraustið var fellt með 4 atkvæðum gegn 4. Jón J. Emilsson sat hjá þrátt fyrir yfirlýsingar sínar um að hafa dregið sinn stuðning til baka. Bárður hugðist segja af sér en sökum ákveðinna tilmæla félaga sinna ákvað hann að sitja enn um stund í formannssætinu. Að tilhlutan Jóns Emilssonar boðaði Stúdentaráð almennan stúdentafund 24. mars, þar sem Jón bar fram tillögu um að fundurinn samþykkti að telja vítaverða stofnun og starfsemi skemmtifélagsins "Árvaks". Var sú tillaga felld með 51 atkvæði gegn 46. Þá var borin fram tillaga um að fundurinn skoraði á Jón að fara úr Stúdentaráði. Sú tillaga var einnig felld með 43 atkvæði gegn 43.<ref name=":2" />
Á fundi Stúdentaráðs 27. mars bar Jón fram eftirfarandi tillögu:<blockquote>"Stúdentaráð lýsir hér með yfir vantrausti á stjórnarforystu kommúnista í Stúdentaráði og samþykkir að víkja formanni sínum, stud. polyt. Bárði Daníelssyni, úr sæti sínu þegar í stað. Jafnframt skorar ráðið á gjaldkera og ritara að segja af sér."<ref name=":2" /></blockquote>Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 3. Fulltrúar Vöku gerðu þá grein fyrir atkvæðum sínum, að þeir samþykktu tillöguna, ekki af því að þeir vantreystu Bárði persónulega, heldur af því, "að stefna félags þeirra væri sú, að vinna eftir megni gegn áhrifum róttækra í Háskólanum."<ref name=":2" />
Jóhannes Elíasson, fulltrúi frjálslyndra sat hjá og gerði grein fyrir því að hann teldi þann grundvöll sem stjórnarsamvinnan var byggð á, vera úr sögunni. Róttækir greiddu gagnatkvæðin.<ref name=":2" />
Ný stjórn var kjörin og áttu sæti í henni Guðmundur Vignir Jósefsson (formaður), Jóhannes Elíasson og Bárður Daníelsson. Bárður lýsti því yfir að hann kysi að taka ekki þátt í stjórninni, og var þá annar kjörinn í hans stað, Jóhannes Elíasson. Róttækir stúdentar vildu að boðað yrði til kosninga en hinar fylkingarnar höfnuðu þeirri tillögu þar sem svo stut væri eftir af starfsárinu.<ref name=":2" />
==== Hernám Gamla Garðs ====
Stúdentar bjuggu við þröngan húsakost um veturinn eins og margir aðrir bæjarbúar. Margendurteknar tilraunir til að ná Gamla Garði aftur úr hershöndum reyndust árangurslausar. Breska heimsveldið taldi hann vera svo mikilvæga bækistöð að hann mætti ekki án hans vera fyrr en Þjóðverjar væru sigraðir, en breski sendiherrann bauð að leigja stúdentum 10 bragga til íbúðar um veturinn. Almennur stúdentaundur féllst á, að hafna eindregið göfugu braggatilboði Breta og hvatti til nýrra átaka till að endurheimta Gamla Garð undir kjörorði Magnúsar frá Mel: "Sómi vor býður oss að fara einarðlega með rétt vorn".<ref name=":2" />
Á Nýja Garði varð brátt þröngbýlt, svo að þar urðu slæm námsskilyrði. Tveir menn byggðu þar flest einbýlisherbergi, en í háskólabyggingunni tókst að fá eina stofu, þar sem stúdentar gátu fengið að liggja inni, en þó varð að synja 23 "rússum" um húsnæði. Meðan húsnæðisvandræðin voru sárust eftir missi Gamla Garðs, lá fjöldi stúdenta í háskólakjallaranum, og minnti aðbúnaður þeirra fremur á verbúðarvist en samastað háskólaborgara. Ein vistarveran í kjallaranum þótti bera af öðrum og er henni lýst þannig:<ref name=":2" /><blockquote>Helga Jósefns kom hnífur í feitt,
hlotnaðist honum kamers eitt
í Háskólans kjallarahólfi.
Vænum mublum er verelsið skreytt
og vaskur á miðju gólfi.<ref name=":2" /></blockquote>Í lok skólaársins var Gamli Garður endurheimtur eftir fimm ára hersetu, en leysti þó ekki húsnæðisvanda stúdenta. Stúdentar bjuggu enn einhverja vetra í braggaíbúðum.<ref name=":2" />
=== Stúdentaráð 1945-46 ===
Störf stúdentaráðs 1945-46:
* Nefnd stofnuð til að endurreisa íþróttalífið í háskólanum
* Stúdentaráð beindi ósk til háskólaráðs um styrk til að launa söngkennara, sem myndi kenna stúdentum söng.
* Bókamálið - Vegna skorts á námsbókum stofnaði Stúdentaráð nefndir til að greina þær námsbækur sem þörf var á og pantaði inn í stórum stil.
* Rússagildi haldið hátíðlegt þann 1. desember 1945.
* Áramótadansleikurinn haldinn.
* 9. febrúar 1945 var haldinn fagnaðarhátíð vegna endurheimtar Gamla Garðs.
* Smærri dansleikir haldnir öðru hverju í Gamla Garði.<ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Garður - Tímarit Stúdentaráðs Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur|útgefandi=Stúdentaráð Háskóla Íslands og Stúdentafélag Reykjavíkur|bls=11-16|höfundur=Ragnar Jóhannesson|ár=apríl 1946|árgangur=II. hefti - apríl 1946}}</ref>
Sunnudaginn 31. mars 1946 boðuðu Stúdentaráð og Stúdentafélag Reykjavíkur til opinbers borgarafundar undir berum himni í Barnaskólaportinu í Reykjavík. Eigendur samkomuhúsanna í Reykjavík höfðu neitað stúdentum um húsnæði fyrir þennan fund. Fundurinn varðaði herstöðvamálið svokallaða en forystumenn í félagsskap stúdenta höfðu tekið höndum saman um að ýta við þjóðinni í þessu máli - og þá einkum ríkisstjórninni og Alþingi.<ref name=":3" />
Fundurinn tókst vel til og var fjölsóttur og glæsilegur. Ræðumenn voru: Guðmundur Ásmundsson, formaður Stúdentaráðs, dr. Jakob Sigurðsson, formaður Stúdentafélags Reykjavíkur, Sigurbjörgn Einarsson dósent, Kristján Eiríksson, Jóhannes Elíasson, dr. Sigurður Þórarinsson og Jón P. Emilsson. Ræðumenn kröfðust þess einróma að Bandaríkjamenn kölluðu her sinn héðan tafarlaust. Þeir lýstu því yfir að "við viljum engan erlendan her hafa á Íslandi".<ref name=":3" />
Sama dag hófu stúdentaráðið, Stúdentafélagið og stjórnmálafélögin í háskólanum útgáfu blaðsins "Við mótmælum allir".<ref name=":3" />
=== Stúdentaráð 1946-47 ===
Að minnsta kosti einu sinni hefur það gerst að fleiri en 2 fylkingar hafa verið í framboði á sama tíma, en árið 1946 voru fjórar fylkingar í framboði. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, Félag frjálslyndra stúdenta, Stúdentafélag lýðræðissinnaðra stúdenta og Félag róttækra stúdenta. Aðdragandinn var sá að flugvallarsamningurinn hafði nýlega verið gerður við Bandaríkin og valdið miklu róti í háskólanum. Þegar átökin stóðu sem hæst, var stofnað Þjóðvarnarfélag háskólastúdenta og formaður þess kjörinn Hermann Pálsson. Á stofnfundi félagsins var stjórninni falið að athuga hvort rétt væri að félagið byði fram lista við stúdentaráðskosningarnar, annað hvort eitt saman eða í bandalagi við eitt eða fleiri pólitísk félög. Stjórnin átti viðræður við fulltrúa allra pólitísku félaganna og lagði síðan fyrir félögin uppkast að málefnasamningi um framboð til stúdentaráðskoninga.<ref name=":1" /> Í uppkastinu sagði:<blockquote>"Þjóðvarnarfélag háskólastúdenta, Félag frjálslyndra stúdenta, Félag róttækra stúdenta, Stúdentafélag lýðræðissinnaðra stúdenta og Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, ákveða að bera fram sameiginlegan lista til næstu stúdentaráðskosninga.
Orsakirnar til þessarar nýbreytni er sú hætta, sem félögin telja þjóðinni stafa af flugvallarsamningnum við Bandaríkin, sem knýr alla þjóðrækna Íslendinga til einingar. Félögin telja, að hér sé um að ræða svo mikilvægt mál, að víkja beri öllum dægurmálum til hliðar. Félögin telja sér skylt að berjast markvisst fyrir því:
# að samningurinn verði túlkaður og haldinn eftir þeim skilningi, sem Íslendingum kemur bezt.
# að samningnum verði sagt upp, svo fljótt sem ákvæði samningsins leyfa,
# að dvöl Bandaríkjaliðsins, sem hingað verður sent, trufli sem minnst íslenzk þjóðlíf,
# að slíkir samningar verði ekki gerðir framvegis.
Félögin ákveða að 1. desember skuli verða almennur baráttudagur gegn áhrifum samningsins."<ref name=":1" /></blockquote>Þá var einnig tekið fram hver skipun listans skyldi vera, en allir áttu að vera félagsmenn í Þjóðvarnarfélagi háskólastúdenta en Vaka átti að fá fimm fulltrúa, Félag róttækra stúdenta tvo, Félag frjálslyndra stúdenta einn og Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sósíalista einn. Félagsfundur Vöku hafnaði þessu tilboði og tók fram að hann treysti fulltrúum Vöku eins vel til að standa vörð um frelsi og fullveldi Íslands og berjast fyrir hagsmunamálum stúdenta, hvort sem þeir væru í Þjóðvarnarfélaginu eða ekki. Hin félögin þrjú tóku tilboðinu, en ekki varð þó af samvinnu þeirra í milli eftir að Vaka hafnaði tilboðinu. Við kosningarnar komu því fram fjórir listar, en Þjóðvarnarfélagið dró sig í hlé.<ref name=":1" />
Síðan fór það svo að kosningarnar fóru af stað og voru fylkingar harðorðar um andstæðinga. Í blaði róttækra, ''Nýja stúdentablaðinu'', var sérstaklega skotið á Vökumenn, en þar sagði "Ef þú greiðir málstað Vöku atkvæði, skilur þjóðin öll það sem hreina uppgjöf við málstað stúdenta. Heiður vor er í veði." Í blaði Vöku var flestum greinum beint gegn róttækum: "Það er skylda allra stúdenta, sem vilja forða stúdentaráði frá því að verða handbendi kommúnista, að styðja eina andstæðing kommúnista, Vöku o.s.fr.v."<ref name=":1" />
Þann 2. nóvember kl. 14:00 hófst kjörfundur, en öll félögin höfðu undirbúið kosningarnar vandlega. Kosningaskrifstofur störfuðu og bílar voru á fleygiferð að sækja kjósendur og reynt var að róa í þeim, sem ekki enn voru búnir að taka ákvörðun um hvert þeirra atkvæði myndi renna. Sú venja hafði verið allgömul þá, að Vaka héldi dansleik að kvöldi kosningadagsins áður fyrr hafði hann oft verið auglýstur sem „sigurhátíð Vöku“, en þar sem reynslan staðfesti ekki alltaf réttmæti þessara orða, hafði aðeins „dansleikur“ verið auglýstur síðustu árin þar á undan. Á dansleiknum var fullt út að dyrum en niðurstöðurnar voru kynntar þar, en Vaka hlaut 194 atkvæði og fimm menn kjörna, Félag róttækra stúdenta hlaut 100 atkvæði og þrjá menn, Stúdentafélag lýðræðissinnaðra stúdenta hlaut 57 atkvæði og einn mann, en félag frjálslyndra hlaut 32 atkvæði og engan mann kjörinn.<ref name=":1" />
Hlutu því eftirfarandi kjör í Stúdentaráð 1946-47:
* Geir Hallgrímsson (Vaka) - formaður
* Gunnar Sigurðsson (Vaka)
* Ásgeir Pétursson (Vaka)
* Guðlaugur Þorvaldsson (Vaka)
* Skúli Guðmundsson (Vaka) - gjaldkeri
* Ingi R. Helgason (Félag róttækra stúdenta)
* Björn Jónsson (Félag róttækra stúdenta)
* Hermann Pálsson (Félag róttækra stúdenta) - ritari
* Þorvaldur G. Kristjánsson (Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sósíalista)<ref name=":1" />
==== Almennur stúdentafundur 20. desember 1946 ====
Seinna sama ár, þegar það verða deilur um hvort að Sigurður Bjarnason, alþingismaður, ætti að fá að flytja ávarp á fullveldisfögnuði stúdenta þann 1. desember, berst stúdentaráði skjal frá 23 háskólastúdentum sem kröfðust þess, að almennur fundur háskólastúdenta yrði haldinn um málið, þar sem sú ráðstöfun yrði borin undir atkvæði. Í lögum Stúdentaráðs er ákvæði sem tekur til almenns funds stúdenta, en hann hefur æðsta vald í málefnum þeirra, og getur breytt löglegum samþykktum stúdentaráðsins, enda sæki fundinn fjórðungur skrásettra háskólastúdenta (þá). Þá hafði Hermann Pálsson, ritari stúdentaráðs sagt af sér í mótmælaskyni við valið á Sigurði, en Geir Hallgrímsson, formaður stúdentaráðs, lýsti því yfir að hann mundi segja af sér formennsku í ráðinu, ef fundurinn hafnaði Sigurði.<ref name=":1" />
Hinn 20. nóvember var svo haldinn fjölmennur fundur háskólastúdenta, þar sem tillaga um hvort að enginn þeirra alþingismanna sem kaus með samningnum mætti flytja ávarp. Heitar umræður voru um tillöguna og Geir ítrekaði sína hótun um afsögn sína. Ýmsir skoruðu á Geir að draga hótun sína aftur, en hann gerði það ekki. Í fundarlok var tillagan borin undir atkvæði og felld með nokkrum atkvæðismun, en 69 atkvæði voru með tillögunni og 82 gegn.<ref name=":1" />
=== Stúdentaráð 1964-65 ===
Þann 21. febrúar 1964 kom nýtt stúdentaráð saman á fyrsta fund og skipti með sér verkum þannig að formaður var Auðólfur Gunnarsson, varaformaður Jón OIddsson, ritari Örn Marínósson, og gjaldkeri Geir Gunnlaugsson.
Þá var í fyrsta skiptið, samkvæmt nýjum breytingum á lögum stúdentaráðs, kjörinn sérstakur yfirmaður utanríkismála, og yfirmaður almennra félagsmála. Jón Oddsson var skipaður yfirmaður utanríkismála og Vésteinn Ólason yfirmaður almennra félagsmála.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4344127?iabr=on#page/n0/mode/2up|title=Stúdentablaðið - 2. Tölublað (01.04.1964) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2025-06-06}}</ref>
Þá voru eftirfarandi nefndir skipaðar; Fríðindanefnd, Bókmenntarkynningarnefnd, Bridgenefnd, Skáknefnd, Málfundanefnd, Leiklistarnefnd, Útvarpsnefnd, Hjónagarðsnefnd og Utanríkisnefnd. Meðal nefndarmanna voru [[Friðrik Sófusson]], síðar varaformaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]], sem sat í málefnanefnd, og [[Bogi Nilsson]], seinna ríkissaksóknari og pabbi [[Bogi Nils Bogason|Boga Nils Bogason]] forstjóra Icelandair, sat í Bridgenefndinni.
== Stúdentaráð á 21. öldinni ==
=== Stúdentaráð 2017-18 ===
Árið 2017 sigraði Röskva kosningar til Stúdentaráðs eftir átta ár Vöku í meirihluta og fékk 18 af 27 fulltúum í Stúdentaráði.
=== Stúdentaráð 2021-22 ===
Röskva vann stórsigur í kosningum til stúdentaráðs með 16 af 17 fulltrúum til stúdentaráðs.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/03/25/roskva_vann_storsigur/|title=Röskva vann stórsigur|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2025-05-28}}</ref>
=== Stúdentaráð 2022-23 ===
Árið 2023-24 hélt Röskva aftur ofurmeirihluta sínum í kosningum til stúdentaráðs, og missti aðeins einn fulltrúa en var þá með 15 fulltrúa á móti 2 fulltrúum Vöku. Heildarkjörsókn var 21,70% þar sem alls voru 2.626 atkvæði greidd en 17,95% í kosningum til háskólaráðs þar sem 2.572 voru greidd.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/03/25/roskva_sigradi_med_yfirburdum/|title=Röskva sigraði með yfirburðum|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2025-05-28}}</ref>
Eftifarandi aðilar hlutu kjör í stúdentaráð 2022-23:<ref>{{Vefheimild|url=https://student.backend.jldevelopment.is/wp-content/uploads/2022/08/Studentaradsfundur-20.04.2022-Kjorfundur.pdf|titill=Fundargerð kjörfundar|höfundur=SHÍ|mánuður=apríl|ár=2022}}</ref>
* Lilja Hrönn Ö. Hrannarsdóttir (Röskva)
* Viktor Ágústsson (Röskva)
* Dagur Kárason (Vaka)
* Diljá Ingólfsdóttir (Röskva)
* Elías Snær Torfason (Röskva)
* Andri Már Tómasson (Röskva)
* Sigríður Helga Ólafsson (Röskva)
* Dagný Þóra Óskarsdóttir (Röskva)
* Rakel Anna Boulter (Röskva)
* Draumey Ósk Ómarsdóttir (Röskva)
* Magnús Orri Aðalsteinsson (Röskva)
* Auður Eir Sigurðardóttir (Röskva)
* Bergrún Anna Birkisdóttir (Vaka)
* Ísak Kárason (Röskva)
* Brynhildur R. Þorbjarnardóttir (Röskva)
* S. Maggi Snorrason (Röskva)
* Dagmar Óladóttir (Röskva)
Í háskólaráð hlutu kjör:
* Brynhildur K Ásgeirsdóttir (Röskva)
* Katrín Björk Kristjánsdóttir (Röskva)
Forysta stúdentaráðs var eftirfarandi:
* Rebekka Karlsdóttir (forseti)
* Gréta Dögg Þórisdóttir (varaforseti)
* María Sól Antonsdóttir (lánasjóðsfulltrúi)
* Katrín Björk Kristjánsdóttir (hagsmunafulltrúi)
=== Stúdentaráð 2023-24 ===
Árið 2023-24 vann Röskva kosningar til stúdentaráðs en tapaði þó nokkrum sætum, en Röskva hafði þá 12 fulltrúa gegn 5 fulltrúum Vöku.
Eftirfarandi aðilar hlutu kjör í stúdentaráð 2023-24:<ref>{{Vefheimild|url=https://student.backend.jldevelopment.is/wp-content/uploads/2023/06/Fundargerd-19.-april-2023-kjorfundur-Studentarads.pdf|titill=Fundargerð kjörfundar|höfundur=SHÍ|mánuður=apríl|ár=2023}}</ref>
* Arna Dís Heiðarsdóttir (Röskva)
* Daníel Hjörvar Guðmundsson (Vaka)
* Emilía Björt Írisard. Bachmann (Röskva)
* Júlíus Viggó Ólafsson (Vaka)
* Kristmundur Pétursson (Röskva)
* Sigríður Helga Kárdal Ásgeirsd. (Röskva)
* Daníel Thor Myer (Röskva)
* Elísabet Sara Gísladóttir (Vaka)
* Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa (Vaka)
* Tanja Sigmundsdóttir (Röskva)
* Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir (Röskva)
* María Rós Kaldalóns (Röskva)
* Davíð Ásmundsson (Röskva)
* Eiður Snær Unnarsson (Vaka)
* Guðni Thorlacius (Röskva)
* Júlía Karín Kjartansdóttir (Röskva)
* Steinunn Kristín Guðnadóttir (Röskva)
Forysta stúdentaráðs:
* Rakel Anna Boulter (forseti)
* Dagmar Óladóttir (varaforseti)
* Gísli Laufeyjarson Höskuldsson (lánasjóðsfulltrúi)
* Rannveig Klara Guðmundsdóttir (hagsmunafulltrúi)
=== Stúdentaráð 2024-25 ===
Árið 2024-25 markar fyrsta ár Vöku í meirihluta síðan 2017, en Röskva hefði þar verið í meirihluta í 7 ár. Meirihlutinn vannst naumlega en Vaka hlaut þá 9 fulltrúa gegn 8 fulltrúum Röskvu.
Eftirfarandi aðilar hlutu kjör í stúdentaráð 2024-25:<ref>{{Vefheimild|url=https://student.backend.jldevelopment.is/wp-content/uploads/2024/05/12.-Stu%CC%81dentara%CC%81dsfundur-16.4.2024-kjo%CC%88rfundur.pdf|titill=Fundargerð kjörfundar stúdentaráðs|höfundur=SHÍ|mánuður=Apríl|ár=2024}}</ref>
* Júlíus Viggó Ólafsson (Vaka)
* Katla Ólafsdóttir (Röskva)
* Ragnheiður Geirsdóttir (Vaka)
* Birkir Snær Brynleifsson (Vaka)
* Patryk Lukasz Edel (Röskva)
* Styrmir Hallsson (Röskva)
* Tinna Eyvindardóttir (Vaka)
* Eiríkur Kúld Viktorsson (Vaka)
* Gunnar Ásgrímsson (Vaka)
* Magnús Bergmann Jónasson (Röskva)
* Ásthildur Bertha Bjarkadóttir (Vaka)
* Kristín Fríða Sigurborgardóttir (Röskva)
* Jóhann Almar Sigurðsson (Vaka)
* Ester Lind Eddudóttir (Röskva)
* Ísleifur Arnórsson (Röskva)
* Sóley Anna Jónsdóttir (Röskva)
* Anna Sóley Jónsdóttir (Vaka)
Eftirfarandi aðilar hlutu kjör í forystu stúdentaráðs:
* Arent Orri Jónsson Claessen (forseti)
* Sigurbjörg Guðmundsdóttir (varaforseti)
* Júlíus Viggó Ólafsson (lánasjóðsfulltrúi)
* Valgerður Laufey Guðmundsdóttir (hagsmunafulltrúi)
Einnig voru ráðnir aðrir starfsmenn ráðsins, Snæfríður Blær Tindsdóttir sem alþjóðafulltrúi, [[Vésteinn Örn Pétursson]] sem ritsjóri Stúdentablaðsins og Daníel Hjörvar Guðmundsson í stöðu framkvæmdastjóra. Síðar á starfsárinu var Karen Lind Skúladóttir ráðin sem fyrsti kjarafulltrúi SHÍ.
=== Stúdentaráð 2024-25 ===
Vaka hélt velli í kosningum til stúdentaráðs og jók við meirihluta sinn með 1 fulltrúa, en 10 Vökuliðar hlutu kjör gegn 7 fulltrúum Röskvuliðum.
== Fylkingar ==
Stúdentaráð hefur tekið ýmsum breytingum í áranna rás en þó hefur eitt fyrirbæri sett svip á tilveru ráðsins frá árinu 1933, það eru listakosningar til Stúdentaráðs. Lengst af hafa fylkingar barist um meirihluta í ráðinu og þó að málefnin hafa verið ólík milli ára er saga þessara fylkinga orðin samofin Stúdentaráði.<ref name=":4">Gunnar Hörður Garðarsson. ''Framboð gegn kerfinu. Fylkingar i Stúdentaráði Háskóla Íslands'' <u>(</u>Háskóli Íslands, 2015).</ref>
Undanfarna þrjá áratugi hafa það verið fylkingarnar [[Vaka (stúdentahreyfing)|Vaka]] og [[Röskva (stúdentahreyfing)|Röskva]] sem hafa notið mest fylgis og skiptst á að hafa meirihluta nokkur ár í senn. Aðrar fylkingar hafa þó iðulega boðið fram svo sem H-listinn, [[Skrökva]] og [[Öskra]] í seinni tíð. Á árum áður voru starfandi fylkingarnar Umbótasinnar, Félag vinstrimanna, Vinstrimenn og Félag róttækra stúdenta, Félag róttækra, krata og þjóðernissinnaðra stúdenta, Félag frjálslyndra stúdenta, Félag frjálslyndra og krata, Félag róttækra stúdenta og Hægri menn..
Á árunum 1960 til 1974 var kosningum háttað öðruvísi en áður, en þá voru kosnir einstaklingar í stað fylkinga. Þetta leiddi þó ekki til þess að fylkingafyrirkomulagið lagðist af, heldur í raun efldist vinstrivængurinn ef eitthvað var því að allir einstaklingar sem töldust ekki til Vökuliða í framboði voru skilgreindir sem andstæðingar Vöku. Hópuðust því allir andstæðingar Vöku undir hatt vítt skilgreindra vinstrimanna. Þessu fyrirkomulagi var þó breytt aftur árið 1974 og var þá kosið á milli Vöku og Vinstrimanna. Frá því að fylkingafyrirkomulagið tók við aftur árið 1974 hafa níu ný framboð litið dagsins ljós.<ref name=":4" />
Árið 2013 voru einstaklingsframboð aftur leyfð, en það var meðal helstu baráttumála H-listans og Skrökvu.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/01/20/skrokva_leggur_sig_nidur/|title=Skrökva leggur sig niður|date=2012-01-20|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-03-25}}</ref> Síðan þá hafa þrisvar sinnum borist einstaklingsframboð, árin 2016, 2023 og 2024 öll á hugvísindasviði, en engin þeirra hefur hlotið kjör.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20161893334d|title=Stofnaði félag nemenda með íslenskuna sem annað mál - Vísir|author1=Þórgnýr Einar Albertsson|date=2016-02-15|website=visir.is|language=is|access-date=2023-03-25}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/23/roskva_heldur_velli/|title=Röskva heldur velli|date=2023-03-23|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-03-25}}</ref>
=== Vaka ===
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta var stofnað árið 1935 og hefur verið starfandi síðan þá. Frá stofnun hefur félagið á hverju ári staðið fyrir framboði til Stúdentaráðs.
Vaka var stofnuð árið 1935 sem svar við öðrum nýlega stofnuðum hreyfingum: Félagi róttækra háskólastúdenta , sem aðhylltist sósíalísk og kommúnísk gildi, og Félagi þjóðernissinnaðra stúdenta , sem barðist fyrir þjóðernissinnuðum gildum. Fremstur í flokki var Jóhann Hafstein, þá laganemi en síðar forsætisráðherra. Fyrir vikið varð undirheiti félagsins „félag lýðræðissinnaðra stúdenta“.
Vaka hefur þó tekið breytingum yfir tímann, en það urðu þáttaskil í starfi Vöku um miðjan 9. áratug síðustu aldar. Vaka hóf þá baráttu fyrir því að fá pólitíkina úr hagsmunabaráttu nemenda. En árunum á undan hafði Stúdentaráð til að mynda opinberlega stutt við Samtök hernaðarandstæðinga sem og berist gegn Álverinu á Grundartanga.
=== Verðandi ===
Verðandi, félag vinstri sinnaðra stúdenta, var stofnað árið 1969.
=== Vinstrimenn ===
Vinstrimenn buðu fyrst fram sem fylking árið 1974, þegar hætt var að kjósa einstaklinga til starfa innan stúdentaráðs og aftur var farið að kjósa fylkingar. Þó höfðu Vinstrimenn starfað sem heild á árunum 1960-1974 og verið sameinaðir í andstöðu sinni við Vöku á þeim tíma. Árið 1974 fóru Vinstrimenn stefnulausir sem fylking inn í kosningarnar en báru þó sigur úr bítum. Fyrsti formaður í meirihluta Vinstrimanna var Arnlín Óladóttir, læknanemi, sem jafnframt var fyrst kvenna til að gegna embætti formann Stúdentaráðs Háskóla Íslands.<ref name=":4" />
Opinber stefnumál Vinstrimanna sneru aðallega að því að vera á móti kerfinu, en þrátt fyrir skort á skýrri stefnu voru Vinstrimenn þó frekar róttækir í sinni stjórnartíð en ber hæst að nefna róttæka aðgerð undir forystu [[Össur Skarphéðinsson|Össurar Skarphéðinssonar]]. Össur hafði komið sér fyrir á þingpöllum Alþingis og hélt ræðu þar fyrir þingheim, á meðan aðrir stúdentar komu í veg fyrir að þingverðir næðu til hans. Tilefni ræðunnar var aðgerðaleysi ríkisins í lánasjóðsmálum og vakti aðgerðin mikla eftirtekt. <ref name=":4" />
Það var alltaf stutt í ágreining innan fylkingarinnar en Vinstrimenn störfuðu ekki sem ein heild nema sem andstæðingar Vöku. Á árunum 1974-1980 var fylgi Vinstrimanna að meðaltali 55%, en fylgi fylkingarinnar fór þó dvalandi síðustu árin. Það var svo árið 1979 að ungliðar stjórnmálahreyfinga á landsvísu, sem töldu sig vera vinstriflokka, sameinuðust um stofnun Félags vinstrimanna og buðu fram til stúdentaráðs. Þessir ungu vinstrisinnar töldu þörf á því að stofna alvöru vinstrisinnað afl innan Háskóla Íslands og sögðu skilið við Vinstrimenn. <ref name=":4" />
=== Félag vinstrimanna ===
Félags vinstrimanna, sem ekki má rugla við félaginu Vinstrimenn, var stofnað árið 1979 vegna ágreinings innan Vinstrimanna. Félag vinstrimanna var þá skipað ungliðum sem aðhylltust þáverandi vinstriflokka, þó ekki hafi verið bein tengsl þar á milli. Í kjölfarið var félagsskapur Vinstrimanna lagður niður.<ref name=":4" />
=== Umbótasinnar ===
Félag umbótasinna var stofnað árið 1981, en það voru aðilar sem sáu sér ekki fært að vera í slagtogi með Félagi vinstrimanna en höfðu áður átt heima innan Vinstrimanna. Umbótasinnar sátu næstu ár í meirihluta ráðsins með Vöku og Félagi vinstrimanna á víxl og í stjórnartíð Félags vinstrimanna og Umbótasinna árið 1988 var Röskva, samtök félagshyggjufólks, stofnuð árið 1988 með samruna Félags vinstrimanna og Umbótasinna.<ref name=":4" />
=== Röskva, samtök félagshyggjufólks ===
Röskva var stofnuð árið 1988 með samruna Félags vinstrimanna og Umbótasinna, en Röskva kom til með að hafa meirihluta fulltrúa í stúdentaráði öll árin 1992-2002 en svo var það fyrir tilstilli Háskólalistans árið 2005 að þrjár fylkingar áttu sæti í stjórn stúdentaráðs og meirihluti var ekki myndaður.
== Formenn SHÍ gegnum tíðina ==
Forseti (áður formaður) Stúdentaráðs er ábyrgðarstaða sem margt þjóðþekkt fólk hefur gegnt gegnum tíðina. Meðal fyrri formanna má nefna: [[Össur Skarphéðinsson]], [[Hildur Björnsdóttir|Hildi Björnsdóttur]], [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir|Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur]], [[Árni Grétar Finnsson|Árna Grétar Finnsson]], [[Dagur B. Eggertsson|Dag B. Eggertsson]] og [[Jónas Fr. Jónsson]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.student.is/formenn_shi_fra_1920_1|titill=Formenn SHÍ frá 1920|höfundur=|útgefandi=|mánuður=|ár=|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref>
Hörður Sigurgestsson var fyrstur til að gegna embætti forseta tvö ár í röð, árin 1960-1962<ref>{{Bókaheimild|titill=Í háskólanum. Stúdentaráð Háskóla Íslands 75 ára 1920-1995.|höfundur=Jón Ólafur Ísberg|ár=1995}}</ref>. Fyrsta kona til að gegna embætti forseta var Arnlín Óladóttir starfsárið 1974-1975.<ref>{{Cite web|url=https://studentabladid.is/efni/2020/12/29/fyrrum-forsetar-sh-afturhvarf-til-fortar|title=Fyrrum forsetar SHÍ: Afturhvarf til fortíðar|author1=Atli Freyr Þorvaldsson |date=29. desember 2020|website=Stúdentablaðið|language=|access-date=2023-02-20|archive-date=2023-02-20|archive-url=https://web.archive.org/web/20230220030834/https://studentabladid.is/efni/2020/12/29/fyrrum-forsetar-sh-afturhvarf-til-fortar|url-status=dead}}</ref>
{| class="wikitable sortable mw-collapsible"
|+Formenn SHÍ
!Nr.
!Nafn
!Frá
!Til
!Fylking
|-
|109
|[[Arent Orri Jónsson Claessen]]
|2024
|
|Vaka
|-
|108
|Rakel Anna Boulter
|2023
|2024
||Röskva
|-
|107
|Rebekka Karsldóttir
|2022
|2023
|Röskva
|-
|106
|Isabel Alejandra Diaz
|2020
|2022
|Röskva
|-
|105
|Jóna Þórey Pétursdóttir
|2019
|2020
|Röskva
|-
|104
|Elísabet Brynjarsdóttir
|2018
|2019
|Röskva
|-
|103
|Ragna Sigurðardóttir
|2017
|2018
|Röskva
|-
|102
|Kristófer Már Maronsson
|2016
|2017
|Vaka
|-
|101
|Aron Ólafsson
|2015
|2016
|Vaka
|-
|100
|Ísak Einar Rúnarsson
|2014
|2015
|Vaka
|-
|99
|María Rut Kristinsdóttir
|2013
|2014
|Vaka
|-
|98
|Sara Sigurðardóttir
|2012
|2013
|Vaka
|-
|97
|Lilja Dögg Jónsdóttir
|2011
|2012
|Vaka
|-
|96
|Jens Fjalar Skaptason
|2010
|2011
|Vaka
|-
|95
|[[Hildur Björnsdóttir]]
|2009
|2010
|Vaka
|-
|94
|[[Björg Magnúsdóttir]]
|2008
|2009
|Röskva
|-
|93
|Dagný Ósk Aradóttir
|2007
|2008
|Röskva
|-
|92
|Sigurður Örn Hilmarsson
|2006
|2007
|Vaka
|-
|91
|Elías Jón Guðjónsson
|2005
|2006
|H-listinn
|-
|90
|Jarþrúður Ásmundsdóttir
|2004
|2005
|Vaka
|-
|89
|Davíð Gunnarsson
|2003
|2004
|Vaka
|-
|88
|Brynjólfur Stefánsson
|2002
|2003
|Vaka
|-
|87
|Þorvarður Tjörvi Ólafsson
|2001
|2002
|Röskva
|-
|86
|Eiríkur Jónsson
|2000
|2001
|Röskva
|-
|85
|Finnur Beck
|1999
|2000
|Röskva
|-
|84
|Ásdís Magnúsdóttir
|1998
|1999
|Röskva
|-
|83
|Haraldur Guðni Eiðsson
|1997
|1998
|Röskva
|-
|82
|Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
|1996
|1997
|Röskva
|-
|81
|[[Guðmundur Steingrímsson]]
|1995
|1996
|Röskva
|-
|80
|[[Dagur B. Eggertsson]]
|1994
|1995
|Röskva
|-
|79
|[[Páll Magnússon]]
|1993
|1994
|Röskva
|-
|78
|Pétur Þ. Óskarsson
|1992
|1993
|Röskva
|-
|77
|[[Steinunn Valdís Óskarsdóttir]]
|1991
|1992
|Röskva
|-
|76
|[[Sigurjón Þ. Árnason]]
|1990
|1991
|Vaka
|-
|75
|[[Jónas Fr. Jónsson]]
|1989
|1990
|Vaka
|-
|74
|[[Sveinn Andri Sveinsson]]
|1988
|1989
|Vaka
|-
|73
|Ómar Geirsson
|1987
|1988
|Umbótasinnar
|-
|72
|Eyjólfur Sveinsson
|1986
|1987
|Vaka
|-
|71
|[[Björk Vilhelmsdóttir]]
|1986
|1986
|Félag vinstrimanna
|-
|70
|Guðmundur Jóhannsson
|1985
|1986
|Vaka
|-
|69
|Stefán Kalmansson
|1984
|1985
|Vaka
|-
|68
|Aðalsteinn Steinþórsson
|1983
|1984
|Umbótasinnar
|-
|67
|Gunnar Jóhann Birgisson
|1982
|1983
|Vaka
|-
|66
|[[Finnur Ingólfsson]]
|1981
|1982
|Umbótasinnar
|-
|65
|Stefán Jóhann Stefánsson
|1980
|1981
|Félag vinstrimanna
|-
|64
|Þorgeir Pálsson
|1979
|1980
|Félag vinstrimanna
|-
|63
|Bolli Héðinsson
|1978
|1979
|Vinstrimenn
|-
|62
|[[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]]
|1977
|1978
|Vinstrimenn
|-
|61
|[[Össur Skarphéðinsson]]
|1976
|1977
|Vinstrimenn
|-
|60
|Gestur Guðmundsson
|1975
|1976
|Vinstrimenn
|-
|59
|Arnlín Óladóttir
|1974
|1975
|Vinstrimenn
|-
|58
|Halldór Ármann Sigurðsson
|1973
|1974
|Vinstrimenn
|-
|57
|Gunnlaugur Ástgeirsson
|1972
|1973
|Vinstrimenn
|-
|56
|Gylfi Jónsson
|1971
|1972
|Vinstrimenn
|-
|55
|Jón Magnússon
|1970
|1971
|Vaka
|-
|54
|Allan Vagn Magnússon
|1969
|1970
|Vaka
|-
|53
|Höskuldur Þráinsson
|1968
|1969
|Vaka
|-
|52
|Björn Bjarnason
|1967
|1968
|Vaka
|-
|51
|Skúli Johnsen
|1966
|1967
|Vaka
|-
|50
|Björn Teitsson
|1965
|1966
|Vaka
|-
|49
|Auðólfur Gunnarsson
|1964
|1965
|Vaka
|-
|48
|Ellert B. Schram
|1963
|1964
|Vaka
|-
|47
|Jón E. Ragnarsson
|1962
|1963
|Vaka
|-
|46
|Hörður Sigurgestsson
|1960
|1961
|Vaka
|-
|45
|[[Árni Grétar Finnsson]]
|1959
|1960
|Vaka
|-
|44
|Ólafur Egilsson
|1958
|1959
|Vaka
|-
|43
|Birgir Ísleifur Gunnarsson
|1957
|1958
|Vaka
|-
|42
|Bjarni Beinteinsson
|1956
|1957
|Vaka
|-
|41
|Björgvin Guðmundsson
|1955
|1956
|Róttækir, kratar og þjóðvörn
|-
|40
|Skúli Benediktsson
|1954
|1955
|Frjálsl. og kratar
|-
|39
|Björn Hermannsson
|1953
|1954
|Félag frjálslyndra stúdenta
|-
|38
|Matthías Jóhannesson
|1952
|1953
|Vaka
|-
|37
|Bragi Sigurðsson
|1952
|1952
|Vaka
|-
|36
|Höskuldur Ólafsson
|1951
|1952
|Vaka
|-
|35
|Árni Björnsson
|1950
|1951
|Vaka
|-
|34
|Hallgrímur Sigurðsson
|1949
|1950
|Frjálsl. og kratar
|-
|33
|Bjarni V. Magnússon
|1949
|1949
|Frjálsl. og kratar
|-
|32
|Gísli Jónsson
|1948
|1948
|Vaka
|-
|31
|Tómas Tómasson
|1947
|1948
|Vaka
|-
|30
|Geir Hallgrímsson
|1946
|1947
|Vaka
|-
|29
|Guðmundur Ásmundsson
|1945
|1946
|Vaka
|-
|28
|Bárður Daníelsson
|1944
|1945
|Félag róttækra stúdenta
|-
|27
|Páll S. Pálsson
|1943
|1944
|Vinstri menn
|-
|26
|Ásberg Sigurðsson
|1942
|1943
|Vaka
|-
|25
|Einar Ingimundarson
|1941
|1942
|Vaka
|-
|24
|Þorgeir Gestsson
|1940
|1941
|Vaka
|-
|23
|Hannes Þórarinsson
|1940
|1940
|Vaka
|-
|22
|Bárður Jakobsson
|1939
|1939
|Vaka
|-
|21
|Sigurður Bjarnason
|1938
|1939
|Vaka
|-
|20
|Ólafur Bjarnason
|1937
|1938
|Vaka
|-
|19
|[[Jóhann Hafstein]]
|1936
|1937
|Vaka
|-
|18
|Ragnar Jóhannesson
|1936
|1936
|Félag róttækra stúdenta
|-
|17
|Björn Sigurðsson
|1935
|1936
|Félag róttækra stúdenta
|-
|16
|Eggert Steinþórsson
|1934
|1935
|Academia
|-
|15
|Baldur Johnsen
|1933
|1934
|Hægri menn
|-
|14
|Valdimar Stefánsson
|1933
|1933
|
|-
|13
|Sigurður Ólason
|1932
|1933
|
|-
|12
|Jón Geirsson
|1931
|1932
|
|-
|11
|Agnar Kl. Jónsson
|1930
|1931
|
|-
|10
|Bergsveinn Ólafsson
|1929
|1930
|
|-
|9
|Þorgrímur Sigurðsson
|1928
|1929
|
|-
|8
|Sig. Karl Jónasson
|1927
|1928
|
|-
|7
|Einar B. Guðmundsson
|1926
|1927
|
|-
|6
|Þorkell Jóhannesson
|1925
|1926
|
|-
|5
|Gunnlaugur Indriðason
|1924
|1925
|
|-
|4
|Thor Thors Jr.
|1923
|1924
|
|-
|3
|Björn E. Árnason
|1922
|1923
|
|-
|2
|Skúli Guðjónsson
|1921
|1922
|
|-
|1
|Vilhjálmur Þ. Gíslason
|1920
|1921
|
|}
== Tilvísanir ==
<references />
[[Flokkur:Stofnað 1920]]
[[Flokkur:Háskóli Íslands]]
[[Flokkur:Íslensk nemendafélög]]
pbu7rubm8muw6fwy7bptm0ts051uofc
Uppreisn - ungliðahreyfing Viðreisnar
0
164208
1919535
1904821
2025-06-07T02:58:52Z
157.97.0.235
1919535
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálaflokkur
| flokksnafn_íslenska = Uppreisn
| mynd = [[File:Uppreisn Logo.svg|100px]]
| forseti = Sverrir Páll Einarsson
| varaforseti = Una Ran Tjörvadóttir
| stofnár = 2016
| vefsíða = https://www.facebook.com/uppreisn
| hugmyndafræði = [[Frjálslyndi]], [[Evrópustefna]], [[Grænt frjálslyndi]], [[Alþjóðahyggja]]
| flokksnafn_formlegt = Uppreisn - ungliðahreyfing Viðreisnar
}}
'''Uppreisn - ungliðahreyfing Viðreisnar''' var stofnuð í maí árið 2016. Uppreisn er samansafn ungs fólks sem vill frjálslyndara og opnara samfélag. Hreyfingin berst fyrir jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins og gerir það ýmist í verki eða með orðum. Meðlimir Uppreisnar sinna málefna- og trúnaðarstörfum fyrir ungliðahreyfinguna og [[Viðreisn]]. Hreyfingin tryggir að raddir ungs fólks heyrist hátt og skýrt innan Viðreisnar. Einnig stendur hreyfingin fyrir alls konar viðburðum allt árið sem eru opnir hverjum þeim sem kann að hafa áhuga.
Innan Uppreisnar starfar eitt undir félag, [[Uppreisn í Reykjavík]] semheldur utan um ungliðastarf Viðreisnar í Reykjavík.
== Saga félagsins<ref>{{Cite web|url=https://vidreisn.is/2021/05/saga-uppreisnar-unglidahreyfingar-vidreisnar/|title=Saga Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar|date=2021-05-20|website=Viðreisn|language=is-IS|access-date=2023-06-14}}</ref> ==
Uppreisn var stofnuð árið 2016. Ungt fólk hafði áberandi áhrif á tilurð og mótun Viðreisnar. Mörg þessara ungmenna áttu það sameiginlegt að hafa upplifað sig landlaus í íslenskum stjórnmálum og höfðu rætt um þann möguleika að stofna nýtt framboð frjálslyndra ungmenna. Á þeim tímapunkti fóru að berast fregnir af mögulegum nýjum flokki sem hefði frjálslyndi, almannahagsmuni og alþjóðasamstarf í öndvegi. Vorið 2014 mættust þessir hópar og stjórnmálaaflið Viðreisn byrjaði að mótast.
Haustið 2014 hittist áhugafólk hvaðanæva úr íslensku þjóðfélagi á samstöðufundi. Þar á meðal var ungt fólk sem lét vel í sér heyra varðandi sínar áherslur og hvað vantaði í íslenskum stjórnmálum. Niðurstaðan var að tilefni væri til að stofna flokk sem setti málefni neytenda á dagskrá. Að samstöðufundi loknum hafði Jóna Sólveig Elínardóttir frumkvæði að því að kalla saman þann hóp ungmenna sem mætti á fundinn, auk fleiri sem kynnu að hafa áhuga. Ungmennin mættu saman á Sjávarklasann og ræddu mögulega ungliðahreyfingu Viðreisnar, áherslur hennar og nafnagift. Það var Geir Finnsson sem varð seinna fyrsti formaður Uppreisnar í Reykjavík sem stakk upp á nafninu Uppreisn.
Þegar líða tók á haustið 2015 var í fullri alvöru farið að leggja drög að stofnun Viðreisnar og Uppreisnar og fór tíðni funda því að aukast. Ekki var aðeins hugað að málefnum heldur líka umgjörð og skipulagi flokksins og ungliðahreyfingarinnar. Farið var út á land, meðal annars til Akureyrar og fleiri kynningarfundir haldnir. Húsnæði var tekið á leigu í janúar og þá fór boltinn að rúlla mjög hratt. Fulltrúar Uppreisnar héldu áfram að láta til sín taka og áttu ríkan þátt í mótun grunnstefnu flokksins, settu svip sinn á orðfæri og tóku við formennsku í ýmsum málefnanefndum sem lögðu drög að stefnuskrá.
Vorið 2016 birtust nöfn ráðherra þáverandi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Panamaskjölum sem leiddi til stjórnarslita og þingkosninga strax um haustið. Það kom sér því vel að Viðreisn hafði undirbúið sig hratt og vel: Flokkurinn var tilbúinn fyrir kosningar og ungliðahreyfingin sömuleiðis. Ákveðið var að flýta formlegri stofnun flokksins og kom þá í ljós að ungliðahreyfingin var komin nokkrum skrefum lengra í undirbúningi en flokkurinn. Því var ''Ungliðahreyfing Viðreisnar'' stofnuð þann 20. maí 2016, fjórum dögum fyrir stofnun Viðreisnar.
Í kjölfar formlegrar stofnunar setti ungt fólk svip sinn á stofnun Viðreisnar. Ungliðar opnuðu stofnfundinn, stýrðu honum og átti formaður ungliðahreyfingarinnar sérstakt ávarp þar að auki. Nýskipuð stjórn flokksins skipaði þó nokkurn fjölda ungmenna og hlaut ungt fólk úr grasrót Viðreisnar sæti ofarlega á öllum framboðslistum flokksins fyrir alþingiskosningarnar 2016.
Ungliðahreyfingin hefur vaxið allar götur síðan og átt frumkvæði að alþjóðastarfi Viðreisnar, meðal annars með því að sækja fundi erlendis með frjálslyndum stjórnmálaöflum í Evrópusambandinu, sem leiddi síðar til aðildar Viðreisnar að ALDE, samtökum frjálslyndra flokka í Evrópu og þar með aðildar hreyfingarinnar að ungliðahreyfingunni LYMEC. Þá hefur ungliðahreyfingin staðið fyrir Uppreisnarverðlaununum, stjórnmálaskóla og fræðslufundum svo fáein dæmi verði nefnd.
Á aðalfundi hreyfingarinnar, þann 22. september 2017 var samþykkt að breyta nafni ungliðahreyfingar Viðreisnar í ''Uppreisn – Ungliðahreyfing Viðreisnar''. Tveimur vikum síðar var nýtt kennimark, eftir þáverandi formann, Dagbjart Gunnar Lúðvíksson, afhjúpað ásamt nýju nafni.
=== Forsetar ===
{| class="wikitable sortable mw-collapsible"
|+
!Forseti
!Kjörinn
!Hætti
|-
|Bjarni Halldór Janusson
|2016
|2016
|-
|Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson
|2016
|2018
|-
|Kristófer Alex Guðmundsson
|2018
|2019
|-
|Starri Reynisson
|2019
|2021
|-
|Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir
|2021
|2022
|-
|Erlingur Sigvaldason
|2022
|2023
|-
|Natan Kolbeinsson
|2023
|2023
|-
|Gabríel Ingimarsson
|2023
|2025
|-
|Sverrir Páll Einarsson
|}
== Skipulag ==
Landsfundur er æðsta vald félagsins sem kýs 7 manna framkvæmdastjórn auk 8 fulltrúa í félagastjórn. Málefnastarf félagsins fer fram á sérstöku Uppreisnarþingi.
Framkvæmdastjórn er skipuð forseta, varaforseta og 5 meðstjórnendum. Skiptir hún svo með sér verkum á fyrsta fundi. Framkvæmdastjórn sér um daglegan rekstur félagsins. Félagastjórn sér um málefnastarf milli uppreisnarþinga.
{| class="wikitable sortable mw-collapsible"
|+
!Embætti
!Nafn
|-
!Forseti
|Gabríel Ingimarsson
|-
!Varaforseti
|Draumey Ósk Ómarsdóttir
|-
|'''Ritstjóri'''
|Emma Ósk Ragnarsdóttir
|-
|'''Gjaldkeri'''
|Einar Geir Jónasson
|-
|'''Málefnastjóri'''
|Ingunn Rós Kristjánsdóttir
|-
|'''Viðburðastjóri'''
|Máni Þór Magnason
|-
|'''Samskiptastjóri'''
|Stefanía Reynisdóttir
|}
[[Flokkur:Viðreisn]]
[[Flokkur:Stofnað 2016]]
20leuz0fvlp5vjvnifnqw6xrns3c83k
1919536
1919535
2025-06-07T03:00:26Z
157.97.0.235
1919536
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálaflokkur
| flokksnafn_íslenska = Uppreisn
| mynd = [[File:Uppreisn Logo.svg|100px]]
| forseti = Sverrir Páll Einarsson
| varaforseti = Una Ran Tjörvadóttir
| stofnár = 2016
| vefsíða = https://www.facebook.com/uppreisn
| hugmyndafræði = [[Frjálslyndi]], [[Evrópustefna]], [[Grænt frjálslyndi]], [[Alþjóðahyggja]]
| flokksnafn_formlegt = Uppreisn - ungliðahreyfing Viðreisnar
}}
'''Uppreisn - ungliðahreyfing Viðreisnar''' var stofnuð í maí árið 2016. Uppreisn er samansafn ungs fólks sem vill frjálslyndara og opnara samfélag. Hreyfingin berst fyrir jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins og gerir það ýmist í verki eða með orðum. Meðlimir Uppreisnar sinna málefna- og trúnaðarstörfum fyrir ungliðahreyfinguna og [[Viðreisn]]. Hreyfingin tryggir að raddir ungs fólks heyrist hátt og skýrt innan Viðreisnar. Einnig stendur hreyfingin fyrir alls konar viðburðum allt árið sem eru opnir hverjum þeim sem kann að hafa áhuga.
Innan Uppreisnar starfar eitt undir félag, [[Uppreisn í Reykjavík]] semheldur utan um ungliðastarf Viðreisnar í Reykjavík.
== Saga félagsins<ref>{{Cite web|url=https://vidreisn.is/2021/05/saga-uppreisnar-unglidahreyfingar-vidreisnar/|title=Saga Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar|date=2021-05-20|website=Viðreisn|language=is-IS|access-date=2023-06-14}}</ref> ==
Uppreisn var stofnuð árið 2016. Ungt fólk hafði áberandi áhrif á tilurð og mótun Viðreisnar. Mörg þessara ungmenna áttu það sameiginlegt að hafa upplifað sig landlaus í íslenskum stjórnmálum og höfðu rætt um þann möguleika að stofna nýtt framboð frjálslyndra ungmenna. Á þeim tímapunkti fóru að berast fregnir af mögulegum nýjum flokki sem hefði frjálslyndi, almannahagsmuni og alþjóðasamstarf í öndvegi. Vorið 2014 mættust þessir hópar og stjórnmálaaflið Viðreisn byrjaði að mótast.
Haustið 2014 hittist áhugafólk hvaðanæva úr íslensku þjóðfélagi á samstöðufundi. Þar á meðal var ungt fólk sem lét vel í sér heyra varðandi sínar áherslur og hvað vantaði í íslenskum stjórnmálum. Niðurstaðan var að tilefni væri til að stofna flokk sem setti málefni neytenda á dagskrá. Að samstöðufundi loknum hafði Jóna Sólveig Elínardóttir frumkvæði að því að kalla saman þann hóp ungmenna sem mætti á fundinn, auk fleiri sem kynnu að hafa áhuga. Ungmennin mættu saman á Sjávarklasann og ræddu mögulega ungliðahreyfingu Viðreisnar, áherslur hennar og nafnagift. Það var Geir Finnsson sem varð seinna fyrsti formaður Uppreisnar í Reykjavík sem stakk upp á nafninu Uppreisn.
Þegar líða tók á haustið 2015 var í fullri alvöru farið að leggja drög að stofnun Viðreisnar og Uppreisnar og fór tíðni funda því að aukast. Ekki var aðeins hugað að málefnum heldur líka umgjörð og skipulagi flokksins og ungliðahreyfingarinnar. Farið var út á land, meðal annars til Akureyrar og fleiri kynningarfundir haldnir. Húsnæði var tekið á leigu í janúar og þá fór boltinn að rúlla mjög hratt. Fulltrúar Uppreisnar héldu áfram að láta til sín taka og áttu ríkan þátt í mótun grunnstefnu flokksins, settu svip sinn á orðfæri og tóku við formennsku í ýmsum málefnanefndum sem lögðu drög að stefnuskrá.
Vorið 2016 birtust nöfn ráðherra þáverandi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Panamaskjölum sem leiddi til stjórnarslita og þingkosninga strax um haustið. Það kom sér því vel að Viðreisn hafði undirbúið sig hratt og vel: Flokkurinn var tilbúinn fyrir kosningar og ungliðahreyfingin sömuleiðis. Ákveðið var að flýta formlegri stofnun flokksins og kom þá í ljós að ungliðahreyfingin var komin nokkrum skrefum lengra í undirbúningi en flokkurinn. Því var ''Ungliðahreyfing Viðreisnar'' stofnuð þann 20. maí 2016, fjórum dögum fyrir stofnun Viðreisnar.
Í kjölfar formlegrar stofnunar setti ungt fólk svip sinn á stofnun Viðreisnar. Ungliðar opnuðu stofnfundinn, stýrðu honum og átti formaður ungliðahreyfingarinnar sérstakt ávarp þar að auki. Nýskipuð stjórn flokksins skipaði þó nokkurn fjölda ungmenna og hlaut ungt fólk úr grasrót Viðreisnar sæti ofarlega á öllum framboðslistum flokksins fyrir alþingiskosningarnar 2016.
Ungliðahreyfingin hefur vaxið allar götur síðan og átt frumkvæði að alþjóðastarfi Viðreisnar, meðal annars með því að sækja fundi erlendis með frjálslyndum stjórnmálaöflum í Evrópusambandinu, sem leiddi síðar til aðildar Viðreisnar að ALDE, samtökum frjálslyndra flokka í Evrópu og þar með aðildar hreyfingarinnar að ungliðahreyfingunni LYMEC. Þá hefur ungliðahreyfingin staðið fyrir Uppreisnarverðlaununum, stjórnmálaskóla og fræðslufundum svo fáein dæmi verði nefnd.
Á aðalfundi hreyfingarinnar, þann 22. september 2017 var samþykkt að breyta nafni ungliðahreyfingar Viðreisnar í ''Uppreisn – Ungliðahreyfing Viðreisnar''. Tveimur vikum síðar var nýtt kennimark, eftir þáverandi formann, Dagbjart Gunnar Lúðvíksson, afhjúpað ásamt nýju nafni.
=== Forsetar ===
{| class="wikitable sortable mw-collapsible"
|+
!Forseti
!Kjörinn
!Hætti
|-
|Bjarni Halldór Janusson
|2016
|2016
|-
|Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson
|2016
|2018
|-
|Kristófer Alex Guðmundsson
|2018
|2019
|-
|Starri Reynisson
|2019
|2021
|-
|Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir
|2021
|2022
|-
|Erlingur Sigvaldason
|2022
|2023
|-
|Natan Kolbeinsson
|2023
|2023
|-
|Gabríel Ingimarsson
|2023
|2025
|-
|Sverrir Páll Einarsson
|2025
|}
== Skipulag ==
Landsfundur er æðsta vald félagsins sem kýs 7 manna framkvæmdastjórn auk 8 fulltrúa í félagastjórn. Málefnastarf félagsins fer fram á sérstöku Uppreisnarþingi.
Framkvæmdastjórn er skipuð forseta, varaforseta og 5 meðstjórnendum. Skiptir hún svo með sér verkum á fyrsta fundi. Framkvæmdastjórn sér um daglegan rekstur félagsins. Félagastjórn sér um málefnastarf milli uppreisnarþinga.
[[Flokkur:Viðreisn]]
[[Flokkur:Stofnað 2016]]
92wv0mgbs34njatyl6dpywgn14hmv1m
Grand Theft Auto IV
0
165678
1919527
1844516
2025-06-06T22:51:24Z
Apakall
33652
1919527
wikitext
text/x-wiki
{{skáletrað}}
'''''Grand Theft Auto IV''''' er hasar-ævintýra leikur gefinn út af [[Rockstar Games]] 28. apríl 2008. Hann er sjötti tölvuleikurinn í ''[[Grand Theft Auto]]'' seríunni. Leiksvið ''Grand Theft Auto IV'' er Liberty City, skálduð bandarísk stórborg byggð á [[New York-borg]]. Aðalpersónan er Niko Bellic sem er uppgjafahermaður frá Austur-Evrópu. Leikurinn snýst um viðleitni Nikoar til að flýja fortíð sína á meðan að hann er undir stanslausum þrýstingi völdugum glæpamönnum.
{{stubbur|tölvuleikur}}
[[Flokkur:Tölvuleikir]]
[[Flokkur:Xbox 360 leikir]]
[[Flokkur:Windows-leikir]]
[[Flokkur:PlayStation 3 leikir]]
[[Flokkur:Tölvuleikir sem eiga sér stað í Bandaríkjunum]]
[[Flokkur:Hóp- og einstaklingsleikir]]
[[Flokkur:Ævintýraleikir]]
[[Flokkur:Grand Theft Auto]]
hhmoxoms335ruutgho7dzec7wmurvh1
Paradise Lost (hljómsveit)
0
174097
1919506
1804188
2025-06-06T15:54:40Z
Berserkur
10188
1919506
wikitext
text/x-wiki
{{sjá|Paradísarmissir|ljóðið eftir Milton|hljómsveit}}
[[Mynd:Metalmania 2007 - Paradise Lost - Nick Holmes 02.jpg|thumb|Nick Holmes, 2007.]]
[[Mynd:Paradise Lost Rockharz 2018 14.jpg|thumb|Greg Macintosh, 2018.]]
'''Paradise Lost''' er ensk sveit sem spilar [[gotneskt þungarokk]] og [[dómsdagsmálmur|dómsdagsmálm]]. Hún var stofnuð árið 1988 í [[Halifax (Vestur-Jórvíkurskíri)|Halifax]] í norður-Englandi og er talin meðal frumkvöðla dómsdagsmálms (doom metal). Liðskipan sveitarinnar hefur verið stöðug fyrir utan trommarastöðuna.
Með tímanum hefur stíl hljómsveitarinnar breyst. Hún fór frá dauðarokksröddum yfir í melódískari gotneskari stíl um miðbik 10. áratugar 20. aldar. Frá 1997 til um 2002 gerði sveitin tilraunir með melódískara rokk og rafrænni stíl í ætt við [[Depeche Mode]]. Platan ''One Second'' (1997) náði allnokkrum vinsældum í Þýskalandi og á Norðurlöndum.
Eftir 2005 hóf hljómsveitin afturhvarf til sinna fyrri stíla, dauðadoom og gotnesks málms.
==Meðlimir==
*Nick Holmes – söngur (1988–)
*Gregor Mackintosh – gítar (1988–); hljómborð (1996-)
*Aaron Aedy – gítar (1988–)
*Stephen Edmondson – bassi (1988–)
*Guido Montanarini – trommur (2023–)
==Breiðskífur==
*Lost Paradise (1990)
*Gothic (1991)
*Shades of God (1992)
*Icon (1993)
*Draconian Times (1995)
*One Second (1997)
*Host (1999)
*Believe in Nothing (2001)
*Symbol of Life (2002)
*Paradise Lost (2005)
*In Requiem (2007)
*Faith Divides Us – Death Unites Us (2009)
*Tragic Idol (2012)
*The Plague Within (2015)
*Medusa (2017)
*Obsidian (2020)
*Ascension (2025)
[[Flokkur:Enskar þungarokkshljómsveitir]]
{{s|1988}}
jt4ns87cassictyyu9s86648plr83b8
The Sims
0
175331
1919515
1906026
2025-06-06T22:09:52Z
Apakall
33652
1919515
wikitext
text/x-wiki
{{Skáletrað}}
{{Tölvuleikur
| nafn = The Sims
| mynd =The Sims series logo.webp
| framleiðandi = [[Maxis]]
| myndatexti = Merki „The Sims“ seríunnar (2025–nú)
| útgefandi = [[Electronic Arts]]
| tegund = {{flatlist|
* Lífhermir
* samfélagshermir
}}
| hönnuðir = [[Will Wright]]
| leikjatölva = {{flatlist|
* [[Microsoft Windows]]
* [[Mac OS]]
* [[PlayStation 2]]
* [[GameCube]]
* [[Xbox]]
* [[Game Boy Advance]]
* [[Nintendo DS]]
* [[PlayStation Portable]]
* [[Java ME]]
* [[BlackBerry OS]]
* [[Bada]]
* [[PlayStation 3]]
* [[Xbox 360]]
* [[Wii]]
* [[Nintendo 3DS]]
* [[macOS]]
* [[PlayStation 4]]
* [[Xbox One]]
* [[iOS]]
* [[Android]]
* [[Windows Phone]]
}}
| vefsíða = {{Official website|https://www.ea.com/games/the-sims}}
}}
'''''The Sims''''' er tölvuleikjasería sem er framleidd af [[Maxis]] og gefin út af [[Electronic Arts]]. Leikir seríunnar hafa verið seldir í tæplega 200 milljónum eintaka um allan heim og er ein af mest seldu tölvuleikjaseríum allra tíma.<ref name="Hall of Fame Inductees">{{Cite web|url=http://www.museumofplay.org/press/releases/2016/05/2688-2016-world-video-game-hall-fame-inductees-announced/|title=2016 World Video Game Hall of Fame Inductees Announced|last=Rhinewald|first=Shane|last2=McElrath-Hart|first2=Noelle|date=2016-05-05|website=Strong National Museum of Play|archive-url=https://web.archive.org/web/20170202010533/https://www.museumofplay.org/press/releases/2016/05/2688-2016-world-video-game-hall-fame-inductees-announced|archive-date=2017-02-02|access-date=2017-02-03}}</ref>
Leikirnir í Sims seríunni eru að mestu leyti [[Sandkassaleikur|sandkassaleikir]], á þann hátt að þá skortir skilgreind markmið (en sumar viðbætur við leikinn og útgáfur fyrir leikjatölvur hafa bætt þeim leikstíl við leikinn). Leikmaðurinn býr til fólk sem kallast „sims“, setur þau í hús og hjálpar til við að stýra skapi þeirra og fullnægja óskum þeirra. Leikmenn geta annað hvort sett simsana sína í fyrirframbyggð hús eða byggt húsin sjálf. Hver aukapakki og nýr leikur í seríunni breytir því hvað leikmenn geta gert við simsana sína.
''The Sims'' serían er hluti af stærri ''Sim'' seríunni, sem hófst árið 1989 með leiknum ''[[SimCity]]''.
== Þróun ==
[[Mynd:Will_Wright_-_Game_Developers_Conference_2010_(2).jpg|thumb|Will Wright]]
Hönnuður leiksins, [[Will Wright]] fékk innblástur til að búa til „sýndar-dúkkuhús“ eftir að hafa misst heimilið sitt í Oakland-eldsvoðanum árið 1991 og þurft að endurbyggja líf sitt.<ref name="NewYorker">{{Cite web|url=http://www.newyorker.com/magazine/2006/11/06/game-master|title=Game Master: Will Wright changed the concept of video games with The Sims. Can he do it again with Spore?|last=Seabrook|first=John|date=2006-11-06|website=The New Yorker|archive-url=https://web.archive.org/web/20141106004902/http://www.newyorker.com/magazine/2006/11/06/game-master|archive-date=2014-11-06|access-date=2014-12-20}}</ref><ref name="Berkeleyside">{{Cite news|url=http://www.berkeleyside.com/2011/10/17/will-wright-inspired-to-make-the-sims-after-iosing-a-home/|title=Will Wright: Inspired to make The Sims after losing a home|last=Taylor|first=Tracey|date=2011-10-17|work=Berkeleyside|access-date=2014-12-20|archive-url=https://web.archive.org/web/20141221003204/http://www.berkeleyside.com/2011/10/17/will-wright-inspired-to-make-the-sims-after-iosing-a-home/|archive-date=2014-12-21}}</ref>
Að skipta um heimili og aðrar eigur sínar fékk hann til að hugsa um að aðlaga þessa lífsreynslu sína að tölvuleik. Þegar Wright bar hugmyndir sínar upp hjá stjórn [[Maxis]] voru þau efins og gáfu verkefninu lítinn stuðning og lítið fjármagn. [[Electronic Arts]] keypti Maxis árið 1997, og var stjórn Electronic Arts mun móttækilegri hugmyndinni. ''[[SimCity]]'' hafði náð miklum árangri hjá þeim, og þau sáu fyrir möguleika á að byggja upp sterka ''Sim'' seríu.<ref name="NewYorker" />
Wright hefur sagt að The Sims hafi verið ætlað sem ádeila á [[Bandaríkin|bandaríska]] neyslumenningu. Wright tók hugmyndir frá þarfapíramída bandaríska sálfræðingsins Abraham Maslow og vísindaritinu hans ''A Theory of Human Motivation'' frá 1943, ''A Pattern Language'', bók um byggingarlist og þéttbýlishönnun, og ''Maps of the Mind'', bók eftir Charles Hampden-Turner, til að þróa líkan fyrir [[gervigreind]] leiksins.
== Leikir ==
{| class="release-timeline wikitable"
|+ id="125" |Tímalína útgáfu<div class="rt-subtitle">Helstu titlar eru feitletraðir</div>
! scope="row" style="border-right:1.4em solid #0BDA51" |2000
|'''''[[The Sims (tölvuleikur)|The Sims]]'''''
|-
! scope="row" style="border-right:1.4em solid #228B22" |2001
|
|-
! scope="row" style="border-right:1.4em solid #0BDA51" |2002
|''The Sims Online''
|-
! scope="row" style="border-right:1.4em solid #0BDA51" |2003
|''The Sims Bustin' Out''
|-
! rowspan="2" scope="row" style="border-right:1.4em solid #0BDA51" |2004
| class="rt-first" |'''''[[The Sims 2]]'''''
|-
| class="rt-last" |''The Urbz: Sims in the City''
|-
! scope="row" style="border-right:1.4em solid #228B22" |2005
|
|-
! scope="row" style="border-right:1.4em solid #228B22" |2006
|
|-
! rowspan="2" scope="row" style="border-right:1.4em solid #0BDA51" |2007
| class="rt-first" |''The Sims Life Stories''
|-
| class="rt-last" |''The Sims Pet Stories''
|-
! scope="row" style="border-right:1.4em solid #0BDA51" |2008
|''The Sims Castaway Stories''
|-
! scope="row" style="border-right:1.4em solid #0BDA51" |2009
|'''''[[The Sims 3]]'''''
|-
! scope="row" style="border-right:1.4em solid #228B22" |2010
|
|-
! rowspan="3" scope="row" style="border-right:1.4em solid #0BDA51" |2011
| class="rt-first" |''The Sims Medieval''
|-
| class="rt-next" |''The Sims Social''
|-
| class="rt-last" |''The Sims FreePlay''
|-
! scope="row" style="border-right:1.4em solid #228B22" |2012
|
|-
! scope="row" style="border-right:1.4em solid #228B22" |2013
|
|-
! scope="row" style="border-right:1.4em solid #0BDA51" |2014
|'''''[[The Sims 4]]'''''
|-
! scope="row" style="border-right:1.4em solid #228B22" |2015
|
|-
! scope="row" style="border-right:1.4em solid #228B22" |2016
|
|-
! scope="row" style="border-right:1.4em solid #228B22" |2017
|
|-
! scope="row" style="border-right:1.4em solid #0BDA51" |2018
|''The Sims Mobile''
|}
=== The Sims (2000) ===
''[[The Sims (tölvuleikur)|The Sims]]'' var fyrsti leikurinn í seríunni. Leikurinn var framleiddur af Maxis og gefinn út af Electronic Arts fyrir [[Microsoft Windows]] stýrikerfið 4. febrúar 2000.<ref>{{Cite web|url=https://www.businesswire.com/news/home/20100204005467/en/EA’s-Groundbreaking-Franchise-Sims-Turns-Ten|title=EA's Groundbreaking Franchise The Sims Turns Ten|date=2010-02-04|website=Redwood City: Electronic Arts. Business Wire.|series=|publisher=|archive-url=https://web.archive.org/web/20200125221758/https://www.businesswire.com/news/home/20100204005467/en/EA’s-Groundbreaking-Franchise-Sims-Turns-Ten|archive-date=2020-01-25|access-date=2020-01-25}}</ref> Þann 22. mars 2002 varð leikurinn tekjuhæsti [[Einkatölva|PC]] tölvuleikur heimsins með 6,3 milljón seld eintök og sló þar með met [[Myst]].<ref name="best-selling">{{cite web|url=http://www.gamespot.com/articles/the-sims-overtakes-myst/1100-2857556/|title=The Sims overtakes Myst|author=Walker, Trey|date=March 22, 2002|website=[[GameSpot]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20140108083121/http://www.gamespot.com/articles/the-sims-overtakes-myst/1100-2857556/|archive-date=January 8, 2014|access-date=April 27, 2014|url-status=live}}</ref> Leikurinn tapaði titlinum við útgáfu [[Half-Life 2|''Half-Life 2'']] og [[World of Warcraft|''World of Warcraft'']] 2004.{{Heimild vantar}} Í febrúar 2005 hafði leikurinn selst í 16 milljónum eintaka.<ref>{{Cite web|url=https://www.tmcnet.com/usubmit/2005/feb/1114806.htm|title=The Sims Franchise Celebrates Its Fifth Anniversary and Continues to Break Records|date=2005-02-07|website=TMCnet.com|archive-url=https://web.archive.org/web/20080905043911/http://www.tmcnet.com/usubmit/2005/feb/1114806.htm|archive-date=2008-09-05|access-date=2025-06-06}}</ref>
Sjö stækkunarpakkar og tvær lúxus-útgáfur voru gefnar út. Þann 22. mars 2002 hafði ''The Sims'' selst í meira en 6,3 milljónum eintaka um allan heim og fór þá fram út ''Myst'' sem mest seldi PC tölvuleikur sögunnar á þeim tíma.<ref>{{Cite news|url=http://www.gamespot.com/articles/the-sims-overtakes-myst/1100-2857556/|title=The Sims overtakes Myst|last=Walker|first=Trey|date=2002-03-22|work=[[GameSpot]]|access-date=2013-12-03|archive-url=https://web.archive.org/web/20131220234636/http://www.gamespot.com/articles/the-sims-overtakes-myst/1100-2857556/|archive-date=2013-12-20}}</ref> Þegar talað er um fyrstu kynslóðina af ''The Sims'' er átt við upprunalega leikinn, alla sjö stækkunarpakkana og tvær lúxus-útgáfurnar. Maxis framleiddi allar PC útgáfur. Í febrúar 2005 hafði leikurinn selst í 16 milljónum eintaka um allan heim.<ref>{{Cite web|url=http://www.tmcnet.com/usubmit/2005/feb/1114806.htm|title=The Sims Franchise Celebrates Its Fifth Anniversary and Continues to Break Records|date=2005-02-07|website=Electronic Arts|archive-url=https://web.archive.org/web/20080905043911/http://www.tmcnet.com/usubmit/2005/feb/1114806.htm|archive-date=2008-09-05|access-date=2008-10-08}}</ref>
''The Sims'' fékk sjö stækkunarpakka:
* ''Livin' Large''
* ''House Party''
* ''Hot Date''
* ''Vacation''
* ''Unleashed''
* ''Superstar''
* ''Makin' Magic''
=== The Sims 2 (2004) ===
Þann 14. september 2004 gaf Electronic Arts ''[[The Sims 2]]''. Leikurinn var framleiddur af Mmaxis. Leikurinn gerist í fullri þrívídd, ólíkt fyrri leiknum þar sem þrívíddin var takmörkuð. Simsarnir fara í gegnum sjö æviskeið, frá barnæsku til elli og deyja svo. Annar stór nýr eiginleiki leiksins er lífsmarkmiðakerfið. Hver sims sýnir þrár og ótta í samræmi við lífsmarkmið sín og persónuleika. Þar af leiðandi ákvarðar staðan á lífsmarkmiða-mælinum skilvirkni persónunnar á að ljúka verkefnum sínum. Þegar persónan uppfillir þrár sínar fær hún lífsmarkmiða-stig, sem hægt er að nota til að kaupa verðlaun. Í leiknum eru einnig vikudagar, með helgum þar sem börn fá frí úr skóla og fullorðnir geta fengið frí frá vinnu.
Leikurinn gerist um 25 árum eftir fyrsta leikinn. Dæmi sem má finna í leiknum er að Goth-fjölskyldan hefur elst töluvert og Bella Goth hefur horfið á dularfullan hátt. Leikurinn var búinn til frá grunni þess vegna er ekki hægt að nota neitt efni frá fyrstu kynslóðinni í ''The Sims 2''. Hins vegar voru sumir hlutir og eiginleikar frá þeirri fyrstu endurgerðir fyrir ''The Sims 2.''
Átta stækkunarpakkar og níu „hluta-pakkar“ voru gefnir út fyrir ''The Sims 2''. Yfir 400 hlutir voru einnig gefnir út fyrir leikinn í gegnum The ''Sims 2'' Store.
''The Sims 2'' fékk átta stækkunarpakka:
* ''University''
* ''Nightlife''
* ''Open for Business''
* ''Pets''
* ''Seasons''
* ''Bon Voyage''
* ''FreeTime''
* ''Apartment Life''
=== The Sims 3 (2009) ===
Þann 2. júní 2009 gaf Electronic Arts ''[[The Sims 3]]''.<ref>{{Cite web|url=https://www.metacritic.com/game/pc/the-sims-3|title=The Sims 3|website=[[Metacritic]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20201117141538/https://www.metacritic.com/game/pc/the-sims-3|archive-date=2020-11-17|access-date=2021-02-13}}</ref> Leikurinn var tilkynntur af Electronic Arts í nóvember 2006. Leikurinn gerist 25 árum fyrir ''The Sims'' eru hverfi leiksins opin. Verkfæri sem leikmenn fá til sköpunnar hafa verið bætt og óskum og markmiðum hafa einnig verið bætt við. Leikurinn kynnti nýtt form leikja sem stjórnað var með litlum markmiðum sem voru kynnt sem tækifæri fyrir leikmanninn til að elta eða hafna. ''The Sims 3'' seldist í 1,4 milljónum eintaka fyrstu vikuna, sem gerði það stærstu útgáfu í sögu PC leikja á þeim tíma.<ref>{{Cite news|url=http://au.ign.com/articles/2009/07/13/the-sims-3-dominating-pc-software-sales|title=The Sims 3 Dominating PC Software Sales|last=Reilly|first=Jim|date=2009-07-13|work=IGN|access-date=2013-12-03|archive-url=https://web.archive.org/web/20150210224223/http://www.ign.com/articles/2009/07/13/the-sims-3-dominating-pc-software-sales|archive-date=2015-02-10}}</ref>
''The Sims 3'' gerist 25 árum á undan ''The Sims''. Til dæmis er Goth-fjölskyldan mun yngri og Bella Goth, sem var fullorðinn í fyrsta leiknum, er barn og heitir Bella Bachelor.
Ellefu stækkunarpakkar og níu „hluta-pakkar“ voru gefnir út fyrir ''The Sims 3''. Að auki, eru margir hlutir í boði á netinu fyrir viðbótargjald á ''The Sims 3'' Store.
''The Sims 3'' fékk ellefu stækkunarpakka:
* World Adventures
* Ambitions
* Late Night
* Generations
* Pets
* Showtime
* Supernatural
* Seasons
* University Life
* Island Paradise
* Into the Future
=== The Sims 4 (2014) ===
Electronic Arts tilkynnti ''[[The Sims 4]]'' þann 6. maí 2013.<ref>{{Cite web|url=http://www.ea.com/news/maxis-unveils-the-sims-4|title=Maxis Unveils The Sims 4|date=2013-05-06|website=[[Electronic Arts]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20131012123325/http://www.ea.com/news/maxis-unveils-the-sims-4|archive-date=2013-10-12|access-date=December 3, 2013}}</ref> Í tilkynningunni var sagt að leikurinn væri í framleiðslu hjá Maxis. ''The Sims 4'' gerist í annari tímalínu en fyrri leikir seríunnar. Seinna árið 2014 voru frekari upplýsingar um eiginleika og spilamennsku tilkynntar. Leikurinn var gefinn út 2. september 2014.
Til og með júní 2023 hafa fjórtán „stækkunarpakkar“, tólf „leikja-pakkar“, átján „hluta-pakkar“ og tuttugu og eitt „kit“ verið gefin út. Við útgáfu leiksins voru ýmsir eiginleikar frá fyrri leikjum sem skorti, eins og kjallarar, draugar, sundlaugar, smábörn o.fl., en því hefur verið bætt við með reglulegumm uppfærslum á leiknum. Grunnleikurinn ''The Sims 4'' var gerður ókeypis þann 18. október 2022.<ref>{{Cite web|url=https://www.ign.com/articles/the-sims-4-base-game-will-soon-become-totally-free|title=The Sims 4: Base Game Will Soon Become Totally Free|last=Leston|first=Ryan|date=2022-09-14|website=IGN|language=en|access-date=2022-09-14}}</ref><ref name=":1">{{Cite web|url=https://www.engadget.com/sims-4-base-game-free-october-18th-170505352.html|title='The Sims 4' will be free to play starting next month|website=Engadget|language=en-US|access-date=2022-09-15}}</ref>
''The Sims 4'' hefur fengið fjórtán „stækkunarpakka“ hingað til:
* Get to Work
* Get Together
* City Living
* Cats & Dogs
* Seasons
* Get Famous
* Island Living
* Discover University
* Eco Lifestyle
* Snowy Escape
* Cottage Living
* High School Years
* Growing Together
* Horse Ranch
The Sims 4 hefur einnig fengið tólf „leikja-pakka“ hingað til:
* Outdoor Retreat
* Spa Day
* Dine Out
* Vampires
* Parenthood
* Jungle Adventure
* StrangerVille
* Realm of Magic
* Star Wars: Journey to Batuu
* Dream Home Decorator
* My Wedding Stories
* Werewolves
=== ''Project Rene'' (óútgefið) ===
Þann 18. október 2022 tilkynnti Maxis að þau væru að vinna að næstu kynslóð af ''The Sims''. Verkefnið kallast „Project Rene“. Leikurinn mun gera leikmönnum kleift að spila einir eða saman. Maxis hefur sagt að þau væru enn að vinna að þessum leik og muni gefa fleiri upplýsingar síðar.<ref>{{Cite web|url=https://www.polygon.com/23404750/sims-5-project-rene-announcement|title=The Sims 5 is in early development, has cool new build mode|last=Marshall|first=Cass|date=2022-10-18|website=Polygon|language=en-US|access-date=2022-10-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.theverge.com/2022/10/18/23409302/the-sims-project-rene-next-generation-sequel|title=EA teases the "next generation" of The Sims with Project Rene|last=Webster|first=Andrew|date=2022-10-18|website=The Verge|language=en-US|access-date=2022-10-18}}</ref>
== Ytri tenglar ==
* {{Opinber vefsíða}}
* {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20020603134833/http://thesims.ea.com/|date=June 3, 2002|title=''The Sims''}}
* {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20010206194247/http://thesims.ea.com/us/|date=February 6, 2001|title=''The Sims''}}
* {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20001109023600/http://www.thesims.ea.com/|date=November 9, 2000|title=''The Sims''}}
* {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/19991008222926/http://www.thesims.com/|date=October 8, 1999|title=''The Sims''}}
== Heimildir ==
* {{wpheimild | tungumál = En | titill = The Sims | mánuðurskoðað = 2. júlí | árskoðað = 2023}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
[[Flokkur:Tölvuleikjasería]]
afhihpq7uwwvvu7kkvklw3qdhuvlz59
IceGuys
0
177870
1919533
1898513
2025-06-07T02:11:43Z
Apakall
33652
Bæti við nýjum upplýsingum og betri mynd.
1919533
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
| mynd = Iceguys Laugardalsholl 13-des-2024 2.jpg
| mynd_texti = Iceguys á tónleikum í [[Laugardalshöll]] 13. desember 2024.
| mynd_langsnið = yes
| önnur_nöfn =
| uppruni = Ísland
| stefna = [[Popptónlist|Popp]]
| ár = 2023–í dag
| útgefandi = {{flatlist|
*Fegurð er glæpur ehf
*[[Alda Music]]
}}
| meðlimir = {{ubl
|[[Aron Can]]
|[[Herra Hnetusmjör]]
|[[Friðrik Dór]]
|[[Jón Jónsson (tónlistarmaður)|Jón Jónsson]]
|[[Rúrik Gíslason]]
}}
| vefsíða =
| heiti = Iceguys
}}
'''Iceguys''' er íslensk strákahljómsveit sem var stofnuð árið 2023. Meðlimir hennar eru [[Aron Can]], [[Herra Hnetusmjör]], [[Rúrik Gíslason]] og bræðurnir [[Friðrik Dór]] og [[Jón Jónsson (tónlistarmaður)|Jón Jónsson]].<ref name=":0">{{Cite web|url=https://k100.mbl.is/frettir/2023/06/22/buast_vid_ad_sameiningin_thyki_ognvaenleg/|title=Búast við að sameiningin þyki ógnvænleg|last=Tryggvadóttir|first=Rósa Margrét|date=2023-06-22|website=K100|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref><ref name=":1">{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2023-12-22-hvad-er-eg-buinn-ad-koma-mer-ut-i-nuna-400415/|title=„Hvað er ég búinn að koma mér út í núna?“ - RÚV.is|last=Einarsdóttir|first=Júlía Margrét|date=2023-12-22|website=RÚV|access-date=2023-12-30}}</ref> Tónlistarmaðurinn [[Ásgeir Orri Ásgeirsson]] semur og [[Upptökustjóri|tekur upp]] flest lög hljómsveitarinnar.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252728269d/as-geir-og-hildur-eiga-von-a-stulku|title=Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku - Vísir|last=Óskarsdóttir|first=Svava Marín|date=2025-05-19|website=visir.is|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref> Hljómsveitin stofnaði hlutafélagið Fegurð er glæpur ehf. til að sjá um útgáfu á tónlistinni.<ref>{{Cite web|url=https://www.vb.is/frettir/iceguys-stofna-hlutafelagid-fegurd-er-glaepur-ehf/|title=IceGuys stofna hlutafélagið Fegurð er glæpur ehf.|date=2023-07-25|website=Viðskiptablaðið|access-date=2023-12-30}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://k100.mbl.is/frettir/2023/07/26/nytt_felag_iceguys_med_einstakt_nafn/|title=Nýtt félag IceGuys með einstakt nafn|date=2023-07-26|website=K100|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref> Árið 2004 hafði [[IceGuys (hljómsveit frá 2004)|samnefnd hljómsveit]] verið stofnuð.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/2004560006d/iceguys-gefa-ut-sitt-fyrsta-lag|title=Iceguys gefa út sitt fyrsta lag - Vísir|date=2004-06-15|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://k100.mbl.is/brot/spila/18823/|title=Upptökur - Upprunalegu Iceguys sættast við nýstofnað Iceguys band í beinni|date=2023-06-10|website=K100|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/folk/frettir/2023/09/09/stofnudu_iceguys_2004_og_leita_nu_rettar_sins/|title=Stofnuðu Iceguys 2004 og leita nú réttar síns|date=2023-09-09|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref>
Jón Jónsson átti frumkvæðið að stofnun hljómsveitarinnar í upphafi árs 2023 þegar hann bætti hljómsveitarmeðlimunum í spjallhóp á [[Instagram]] og bar upp hugmyndina um að stofna strákahljómsveit. Allir meðlimir hljómsveitarinnar voru fljótir að svara játandi, en Rúrik var hikandi í byrjun. Jón fékk leikstjórann og fyrrum landsliðsmarkvörðinn [[Hannes Þór Helgason]] til að leikstýra fyrsta myndbandi hljómsveitarinnar og sannfæra Rúrik um að taka þátt.<ref name=":0" /><ref name=":1" />
Þann 16. júní 2023 kom út fyrsta lagið þeirra „Rúlletta“.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20232428698d/rurik-gisla-einn-lids-manna-straka-bandsins-icegu-ys|title=Rúrik Gísla einn liðsmanna strákabandsins IceGuys - Vísir|last=Sverrisson|first=Svava Marín Óskarsdóttir,Ólafur Björn|date=2023-06-16|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://grapevine.is/music/2023/06/23/grapevine-new-music-picks-saevar-johannsson-gdrn-iceguys-more/|title=From Iceland — Grapevine New Music Picks: Sævar Jóhannsson, GDRN, IceGuys & More|date=2023-06-23|website=The Reykjavik Grapevine|language=en-US|access-date=2023-12-30}}</ref> Annað lagið þeirra „Krumla“ kom út 20. júlí 2023. Til að kynna lagið fylgdi með því tónlistarmyndband.<ref>{{Cite web|url=https://www.dv.is/fokus/2023/07/20/heitasta-strakaband-landsins-med-glodvolgan-sumarsmell/|title=Heitasta strákaband landsins með glóðvolgan sumarsmell|last=Gestsdóttir|first=Ragna|date=2023-07-20|website=DV|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref> Hljómsveitin kom óvænt fram á [[Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum]] þann 4. ágúst.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/folk/frettir/2023/08/05/iceguys_i_banastudi_i_herjolfsdal/|title=IceGuys í banastuði í Herjólfsdal|date=2023-08-05|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref> Þriðja lagið þeirra „Stingið henni í steininn“ kom út 29. september 2023. Þann 10. nóvember 2023 kom út stuttskífan ''Þessi Týpísku Jól'' þar sem samnefnt lag fylgdi.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2023-12-07-alls-konar-jol-399029/|title=Alls konar jól - RÚV.is|last=Vefritstjórn|date=2023-12-07|website=RÚV|access-date=2023-12-30}}</ref>
Í ágúst 2023 hófust upptökur á sjónvarpsþáttunum [[IceGuys (sjónvarpsþáttur)|''IceGuys'']] þar sem skyggnst var á bak við tjöldin hjá hljómsveitinni.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/folk/frettir/2023/08/15/iceguys_byrja_med_sjonvarpsthaetti/|title=IceGuys byrja með sjónvarpsþætti|last=Jónasdóttir|first=Marta María Winkel|date=2023-08-15|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20232454157d/hannes-thor-aetlar-ser-stora-hluti-med-atlavik|title=Hannes Þór ætlar sér stóra hluti með Atlavík - Vísir|last=Logason|first=Boði|date=2023-08-24|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref> Fjórir þættir voru teknir upp.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20232481736d/stjornulifid-grikk-eda-tott-|title=Stjörnulífið: „Grikk eða tott? - Vísir|last=Óskarsdóttir|first=Svava Marín|date=2023-10-30|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref> Þættirnir voru frumsýndir í [[Sjónvarp Símans|Sjónvarpi Símans]] þann 6. október 2023 og slógu áhorfsmet sjónvarpsstöðvarinnar.<ref>{{Cite web|url=https://www.vb.is/eftir-vinnu/iceguys-slegid-ahorfsmet-tvaer-vikur-i-rod/|title=IceGuys slegið áhorfsmet tvær vikur í röð|date=2023-10-18|website=Viðskiptablaðið|access-date=2023-12-30}}</ref> Þann 16. desember 2023 hélt hljómsveitin þrenna tónleika í [[Kaplakriki|Kaplakrika]] í Hafnarfirði þar sem tæplega tíu þúsund gestir mættu.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20232505007d/tvo-fellu-i-yfir-lid-og-allur-varningur-seldist-upp|title=Tvö féllu í yfirlið og allur varningur seldist upp - Vísir|last=Sturludóttir|first=Helena Rós|date=2023-12-18|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref>
Fjórða lagið þeirra, „Gemmér Gemmér“, kom út 19. júlí 2024 og naut mikilla vinsælda.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/433747|title=Mest spiluðu lögin í útvarpi árið 2024 - RÚV.is|last=Björnsdóttir|first=Anna María|date=2025-01-22|website=RÚV|access-date=2025-06-07}}</ref> Lagið hlaut verðlaun fyrir besta myndbandið á [[Hlustendaverðlaunin|Hlustendaverðlaununum 2025]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252703849d/herra-hnetu-smjor-o-tvi-raedur-sigur-vegari-hlustendaverdlaunanna|title=Herra Hnetusmjör ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlaunanna - Vísir|last=Sigurbjörnsdóttir|first=Silja Rún|last2=Logason|first2=Boði|date=2025-03-20|website=visir.is|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref> Þann 18. október 2024 gáfu þeir út plötuna ''1918'', en nafnið er tilvísun í [[Frostaveturinn mikli 1917-18|frostaveturinn mikla]]. Sama dag gáfu þeir einnig út bók.<ref>{{Cite web|url=https://k100.mbl.is/frettir/2024/10/18/iceguys_gefa_ut_bok_og_nyja_plotu/|title=IceGuys gefa út bók og nýja plötu|date=2024-10-18|website=K100|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref> Þann 15. nóvember gaf hljómsveitin út lagið „Sexy Ru“ þar sem Rúrik söng einn undir listamannsnafninu Sexy Ru.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/folk/frettir/2024/11/15/rurik_i_adalhlutverki_i_nyju_lagi_iceguys/|title=Rúrik í aðalhlutverki í nýju lagi IceGuys|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.dv.is/fokus/2024/11/15/gefur-nytt-lag-ruriks-visbendingar-um-naestu-skref-iceguys/|title=Gefur nýtt lag Rúriks vísbendingar um næstu skref ICEGUYS?|last=Gestsdóttir|first=Ragna|date=2024-11-15|website=[[DV]]|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref> Önnur þáttaröð sjónvarpsþáttanna kom út 24. nóvember. Í desember 2024 slógu þeir met þegar þeir héldu 5 tónleika í [[Laugardalshöll]] á tveimur dögum og seldu 24.000 miða, en tónleikasalurinn tekur 5.000 manns.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/430980|title=IceGuys slá met með fimm tónleikum í Laugardalshöll - RÚV.is|last=|first=Linda H. Blöndal Hrafnkelsdóttir|date=2024-12-14|website=[[RÚV]]|access-date=2024-12-14}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://ish.is/skipuleggjendur/tonleikar/|title=Tónleikar – Laugardalshöllin|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref> Í aðdraganda tónleikanna opnuðu þeir verslun í [[Kringlan|Kringlunni]] þar sem þeir seldu varning og árituðu bókina.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242666504d/iceguys-med-opna-bud-og-a-rita-bokina|title=Iceguys með opna búð og árita bókina - Vísir|last=Iceguys|date=2024-12-20|website=visir.is|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref>
Þann 21. mars 2025 gaf hljómsveitn út lagið „Stígðu inn“ og gaf í kjölfarið út ís í samstarfi við [[Kjörís]]. Hugmyndin að ísnum var innblásin af Bestís, ís sem áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir gerðu í samstarfi við Kjörís.<ref>{{Cite web|url=https://www.dfs.is/2025/04/03/kjoris-gefur-ut-is-i-samstarfi-vid-iceguys/|title=Kjörís gefur út ís í samstarfi við IceGuys|last=Jónsdóttir|first=Elín Hrönn|date=2025-04-03|website=DFS.is|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref>
== Útgefið efni ==
===Stuttskífur===
* ''Þessi Týpísku Jól'' (2023)
* ''1918'' (2024)
===Smáskífur===
* „Rúlletta“ (2023)
* „Krumla“ (2023)
* „Stingið Henni í Steininn“ (2023)
* „Gemmér Gemmér“ (2024)
* „Sexy Ru“ (2024) (ásamt [[Rúrik Gíslason|Sexy Ru]])
* „Þegar Jólin Koma“ (2024)
* „Stígðu Inn“ (2025)
== Tilvísanir ==
{{reflist}}{{Stubbur|tónlist}}
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
[[Flokkur:Stofnað 2023]]
l5gdq8idzxzsvvnre8n3vudzxoukx61
1919534
1919533
2025-06-07T02:19:15Z
Apakall
33652
1919534
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
| mynd = Iceguys Laugardalsholl 13-des-2024 2.jpg
| mynd_texti = Iceguys á tónleikum í [[Laugardalshöll]] 13. desember 2024.
| mynd_langsnið = yes
| önnur_nöfn =
| uppruni = Ísland
| stefna = [[Popptónlist|Popp]]
| ár = 2023–í dag
| útgefandi = {{flatlist|
*Fegurð er glæpur ehf
*[[Alda Music]]
}}
| meðlimir = {{ubl
|[[Aron Can]]
|[[Herra Hnetusmjör]]
|[[Friðrik Dór]]
|[[Jón Jónsson (tónlistarmaður)|Jón Jónsson]]
|[[Rúrik Gíslason]]
}}
| vefsíða =
| heiti = Iceguys
}}
'''Iceguys''' er íslensk strákahljómsveit sem var stofnuð árið 2023. Meðlimir hennar eru [[Aron Can]], [[Herra Hnetusmjör]], [[Rúrik Gíslason]] og bræðurnir [[Friðrik Dór]] og [[Jón Jónsson (tónlistarmaður)|Jón Jónsson]].<ref name=":0">{{Cite web|url=https://k100.mbl.is/frettir/2023/06/22/buast_vid_ad_sameiningin_thyki_ognvaenleg/|title=Búast við að sameiningin þyki ógnvænleg|last=Tryggvadóttir|first=Rósa Margrét|date=2023-06-22|website=K100|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref><ref name=":1">{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2023-12-22-hvad-er-eg-buinn-ad-koma-mer-ut-i-nuna-400415/|title=„Hvað er ég búinn að koma mér út í núna?“ - RÚV.is|last=Einarsdóttir|first=Júlía Margrét|date=2023-12-22|website=RÚV|access-date=2023-12-30}}</ref> Tónlistarmaðurinn [[Ásgeir Orri Ásgeirsson]] semur og [[Upptökustjóri|tekur upp]] flest lög hljómsveitarinnar.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252728269d/as-geir-og-hildur-eiga-von-a-stulku|title=Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku - Vísir|last=Óskarsdóttir|first=Svava Marín|date=2025-05-19|website=visir.is|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref> Hljómsveitin stofnaði hlutafélagið Fegurð er glæpur ehf. til að sjá um útgáfu á tónlistinni.<ref>{{Cite web|url=https://www.vb.is/frettir/iceguys-stofna-hlutafelagid-fegurd-er-glaepur-ehf/|title=IceGuys stofna hlutafélagið Fegurð er glæpur ehf.|date=2023-07-25|website=Viðskiptablaðið|access-date=2023-12-30}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://k100.mbl.is/frettir/2023/07/26/nytt_felag_iceguys_med_einstakt_nafn/|title=Nýtt félag IceGuys með einstakt nafn|date=2023-07-26|website=K100|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref> Árið 2004 hafði [[IceGuys (hljómsveit frá 2004)|samnefnd hljómsveit]] verið stofnuð.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/2004560006d/iceguys-gefa-ut-sitt-fyrsta-lag|title=Iceguys gefa út sitt fyrsta lag - Vísir|date=2004-06-15|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://k100.mbl.is/brot/spila/18823/|title=Upptökur - Upprunalegu Iceguys sættast við nýstofnað Iceguys band í beinni|date=2023-06-10|website=K100|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/folk/frettir/2023/09/09/stofnudu_iceguys_2004_og_leita_nu_rettar_sins/|title=Stofnuðu Iceguys 2004 og leita nú réttar síns|date=2023-09-09|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref>
Jón Jónsson átti frumkvæðið að stofnun hljómsveitarinnar í upphafi árs 2023 þegar hann bætti hljómsveitarmeðlimunum í spjallhóp á [[Instagram]] og bar upp hugmyndina um að stofna strákahljómsveit. Allir meðlimir hljómsveitarinnar voru fljótir að svara játandi, en Rúrik var hikandi í byrjun. Jón fékk leikstjórann og fyrrum landsliðsmarkvörðinn [[Hannes Þór Helgason]] til að leikstýra fyrsta myndbandi hljómsveitarinnar og sannfæra Rúrik um að taka þátt.<ref name=":0" /><ref name=":1" />
Þann 16. júní 2023 kom út fyrsta lagið þeirra „Rúlletta“.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20232428698d/rurik-gisla-einn-lids-manna-straka-bandsins-icegu-ys|title=Rúrik Gísla einn liðsmanna strákabandsins IceGuys - Vísir|last=Sverrisson|first=Svava Marín Óskarsdóttir,Ólafur Björn|date=2023-06-16|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://grapevine.is/music/2023/06/23/grapevine-new-music-picks-saevar-johannsson-gdrn-iceguys-more/|title=From Iceland — Grapevine New Music Picks: Sævar Jóhannsson, GDRN, IceGuys & More|date=2023-06-23|website=The Reykjavik Grapevine|language=en-US|access-date=2023-12-30}}</ref> Annað lagið þeirra „Krumla“ kom út 20. júlí 2023. Til að kynna lagið fylgdi með því tónlistarmyndband.<ref>{{Cite web|url=https://www.dv.is/fokus/2023/07/20/heitasta-strakaband-landsins-med-glodvolgan-sumarsmell/|title=Heitasta strákaband landsins með glóðvolgan sumarsmell|last=Gestsdóttir|first=Ragna|date=2023-07-20|website=DV|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref> Hljómsveitin kom óvænt fram á [[Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum]] þann 4. ágúst.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/folk/frettir/2023/08/05/iceguys_i_banastudi_i_herjolfsdal/|title=IceGuys í banastuði í Herjólfsdal|date=2023-08-05|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref> Þriðja lagið þeirra „Stingið henni í steininn“ kom út 29. september 2023. Þann 10. nóvember 2023 kom út stuttskífan ''Þessi Týpísku Jól'' þar sem samnefnt lag fylgdi.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2023-12-07-alls-konar-jol-399029/|title=Alls konar jól - RÚV.is|last=Vefritstjórn|date=2023-12-07|website=RÚV|access-date=2023-12-30}}</ref>
Í ágúst 2023 hófust upptökur á sjónvarpsþáttunum [[IceGuys (sjónvarpsþáttur)|''IceGuys'']] þar sem skyggnst var á bak við tjöldin hjá hljómsveitinni.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/folk/frettir/2023/08/15/iceguys_byrja_med_sjonvarpsthaetti/|title=IceGuys byrja með sjónvarpsþætti|last=Jónasdóttir|first=Marta María Winkel|date=2023-08-15|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20232454157d/hannes-thor-aetlar-ser-stora-hluti-med-atlavik|title=Hannes Þór ætlar sér stóra hluti með Atlavík - Vísir|last=Logason|first=Boði|date=2023-08-24|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref> Fjórir þættir voru teknir upp.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20232481736d/stjornulifid-grikk-eda-tott-|title=Stjörnulífið: „Grikk eða tott? - Vísir|last=Óskarsdóttir|first=Svava Marín|date=2023-10-30|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref> Þættirnir voru frumsýndir í [[Sjónvarp Símans|Sjónvarpi Símans]] þann 6. október 2023 og slógu áhorfsmet sjónvarpsstöðvarinnar.<ref>{{Cite web|url=https://www.vb.is/eftir-vinnu/iceguys-slegid-ahorfsmet-tvaer-vikur-i-rod/|title=IceGuys slegið áhorfsmet tvær vikur í röð|date=2023-10-18|website=Viðskiptablaðið|access-date=2023-12-30}}</ref> Þann 16. desember 2023 hélt hljómsveitin þrenna tónleika í [[Kaplakriki|Kaplakrika]] í Hafnarfirði þar sem tæplega tíu þúsund gestir mættu.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20232505007d/tvo-fellu-i-yfir-lid-og-allur-varningur-seldist-upp|title=Tvö féllu í yfirlið og allur varningur seldist upp - Vísir|last=Sturludóttir|first=Helena Rós|date=2023-12-18|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref>
Fjórða lagið þeirra, „Gemmér Gemmér“, kom út 19. júlí 2024 og naut mikilla vinsælda.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/433747|title=Mest spiluðu lögin í útvarpi árið 2024 - RÚV.is|last=Björnsdóttir|first=Anna María|date=2025-01-22|website=RÚV|access-date=2025-06-07}}</ref> Lagið hlaut verðlaun fyrir besta myndbandið á [[Hlustendaverðlaunin|Hlustendaverðlaununum 2025]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252703849d/herra-hnetu-smjor-o-tvi-raedur-sigur-vegari-hlustendaverdlaunanna|title=Herra Hnetusmjör ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlaunanna - Vísir|last=Sigurbjörnsdóttir|first=Silja Rún|last2=Logason|first2=Boði|date=2025-03-20|website=visir.is|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref> Þann 18. október 2024 gáfu þeir út plötuna ''1918'', en nafnið er tilvísun í [[Frostaveturinn mikli 1917-18|frostaveturinn mikla]]. Sama dag gáfu þeir einnig út bók.<ref>{{Cite web|url=https://k100.mbl.is/frettir/2024/10/18/iceguys_gefa_ut_bok_og_nyja_plotu/|title=IceGuys gefa út bók og nýja plötu|date=2024-10-18|website=K100|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref> Þann 15. nóvember gaf hljómsveitin út lagið „Sexy Ru“ þar sem Rúrik söng einn undir listamannsnafninu Sexy Ru.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/folk/frettir/2024/11/15/rurik_i_adalhlutverki_i_nyju_lagi_iceguys/|title=Rúrik í aðalhlutverki í nýju lagi IceGuys|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.dv.is/fokus/2024/11/15/gefur-nytt-lag-ruriks-visbendingar-um-naestu-skref-iceguys/|title=Gefur nýtt lag Rúriks vísbendingar um næstu skref ICEGUYS?|last=Gestsdóttir|first=Ragna|date=2024-11-15|website=[[DV]]|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref> Önnur þáttaröð sjónvarpsþáttanna kom út 24. nóvember. Í desember 2024 slógu þeir met þegar þeir héldu 5 tónleika í [[Laugardalshöll]] á tveimur dögum og seldu 24.000 miða, en tónleikasalurinn tekur 5.000 manns.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/430980|title=IceGuys slá met með fimm tónleikum í Laugardalshöll - RÚV.is|last=|first=Linda H. Blöndal Hrafnkelsdóttir|date=2024-12-14|website=[[RÚV]]|access-date=2024-12-14}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://ish.is/skipuleggjendur/tonleikar/|title=Tónleikar – Laugardalshöllin|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref> Í aðdraganda tónleikanna opnuðu þeir verslun í [[Kringlan|Kringlunni]] þar sem þeir seldu varning og árituðu bókina.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242666504d/iceguys-med-opna-bud-og-a-rita-bokina|title=Iceguys með opna búð og árita bókina - Vísir|last=Iceguys|date=2024-12-20|website=visir.is|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref>
Þann 21. mars 2025 gaf hljómsveitn út lagið „Stígðu inn“ og gaf í kjölfarið út ís í samstarfi við [[Kjörís]].<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/matur/frettir/2025/04/03/thad_liggur_eitthvad_i_loftinu_med_iceguys/|title=Það liggur eitthvað í loftinu með Iceguys|date=2024-04-03|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref> Hugmyndin að ísnum var innblásin af Bestís, ís sem áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir gerðu í samstarfi við Kjörís.<ref>{{Cite web|url=https://www.dfs.is/2025/04/03/kjoris-gefur-ut-is-i-samstarfi-vid-iceguys/|title=Kjörís gefur út ís í samstarfi við IceGuys|last=Jónsdóttir|first=Elín Hrönn|date=2025-04-03|website=DFS.is|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref>
== Útgefið efni ==
===Stuttskífur===
* ''Þessi Týpísku Jól'' (2023)
* ''1918'' (2024)
===Smáskífur===
* „Rúlletta“ (2023)
* „Krumla“ (2023)
* „Stingið Henni í Steininn“ (2023)
* „Gemmér Gemmér“ (2024)
* „Sexy Ru“ (2024) (ásamt [[Rúrik Gíslason|Sexy Ru]])
* „Þegar Jólin Koma“ (2024)
* „Stígðu Inn“ (2025)
== Tilvísanir ==
{{reflist}}{{Stubbur|tónlist}}
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
[[Flokkur:Stofnað 2023]]
nfckhuk6e7v8dttj1jd8mfl5pe5bhdr
1919540
1919534
2025-06-07T07:47:13Z
Berserkur
10188
1919540
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
| mynd = Iceguys Laugardalsholl 13-des-2024 2.jpg
| mynd_texti = Iceguys á tónleikum í [[Laugardalshöll]] 13. desember 2024.
| mynd_langsnið = yes
| önnur_nöfn =
| uppruni = Ísland
| stefna = [[Popptónlist|Popp]]
| ár = 2023–í dag
| útgefandi = {{flatlist|
*Fegurð er glæpur ehf
*[[Alda Music]]
}}
| meðlimir = {{ubl
|[[Aron Can]]
|[[Herra Hnetusmjör]]
|[[Friðrik Dór]]
|[[Jón Jónsson (tónlistarmaður)|Jón Jónsson]]
|[[Rúrik Gíslason]]
}}
| vefsíða =
| heiti = Iceguys
}}
'''Iceguys''' er íslensk strákahljómsveit sem var stofnuð árið 2023. Meðlimir hennar eru [[Aron Can]], [[Herra Hnetusmjör]], [[Rúrik Gíslason]] og bræðurnir [[Friðrik Dór]] og [[Jón Jónsson (tónlistarmaður)|Jón Jónsson]].<ref name=":0">{{Cite web|url=https://k100.mbl.is/frettir/2023/06/22/buast_vid_ad_sameiningin_thyki_ognvaenleg/|title=Búast við að sameiningin þyki ógnvænleg|last=Tryggvadóttir|first=Rósa Margrét|date=2023-06-22|website=K100|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref><ref name=":1">{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2023-12-22-hvad-er-eg-buinn-ad-koma-mer-ut-i-nuna-400415/|title=„Hvað er ég búinn að koma mér út í núna?“ - RÚV.is|last=Einarsdóttir|first=Júlía Margrét|date=2023-12-22|website=RÚV|access-date=2023-12-30}}</ref> Tónlistarmaðurinn [[Ásgeir Orri Ásgeirsson]] semur og [[Upptökustjóri|tekur upp]] flest lög hljómsveitarinnar.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252728269d/as-geir-og-hildur-eiga-von-a-stulku|title=Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku - Vísir|last=Óskarsdóttir|first=Svava Marín|date=2025-05-19|website=visir.is|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref> Hljómsveitin stofnaði hlutafélagið Fegurð er glæpur ehf. til að sjá um útgáfu á tónlistinni.<ref>{{Cite web|url=https://www.vb.is/frettir/iceguys-stofna-hlutafelagid-fegurd-er-glaepur-ehf/|title=IceGuys stofna hlutafélagið Fegurð er glæpur ehf.|date=2023-07-25|website=Viðskiptablaðið|access-date=2023-12-30}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://k100.mbl.is/frettir/2023/07/26/nytt_felag_iceguys_med_einstakt_nafn/|title=Nýtt félag IceGuys með einstakt nafn|date=2023-07-26|website=K100|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref> Árið 2004 hafði [[IceGuys (hljómsveit frá 2004)|samnefnd hljómsveit]] verið stofnuð.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/2004560006d/iceguys-gefa-ut-sitt-fyrsta-lag|title=Iceguys gefa út sitt fyrsta lag - Vísir|date=2004-06-15|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://k100.mbl.is/brot/spila/18823/|title=Upptökur - Upprunalegu Iceguys sættast við nýstofnað Iceguys band í beinni|date=2023-06-10|website=K100|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/folk/frettir/2023/09/09/stofnudu_iceguys_2004_og_leita_nu_rettar_sins/|title=Stofnuðu Iceguys 2004 og leita nú réttar síns|date=2023-09-09|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref>
Jón Jónsson átti frumkvæðið að stofnun hljómsveitarinnar í upphafi árs 2023 þegar hann bætti hljómsveitarmeðlimunum í spjallhóp á [[Instagram]] og bar upp hugmyndina um að stofna strákahljómsveit. Allir meðlimir hljómsveitarinnar voru fljótir að svara játandi, en Rúrik var hikandi í byrjun. Jón fékk leikstjórann og fyrrum landsliðsmarkvörðinn [[Hannes Þór Helgason]] til að leikstýra fyrsta myndbandi hljómsveitarinnar og sannfæra Rúrik um að taka þátt.<ref name=":0" /><ref name=":1" />
Þann 16. júní 2023 kom út fyrsta lagið þeirra „Rúlletta“.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20232428698d/rurik-gisla-einn-lids-manna-straka-bandsins-icegu-ys|title=Rúrik Gísla einn liðsmanna strákabandsins IceGuys - Vísir|last=Sverrisson|first=Svava Marín Óskarsdóttir,Ólafur Björn|date=2023-06-16|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://grapevine.is/music/2023/06/23/grapevine-new-music-picks-saevar-johannsson-gdrn-iceguys-more/|title=From Iceland — Grapevine New Music Picks: Sævar Jóhannsson, GDRN, IceGuys & More|date=2023-06-23|website=The Reykjavik Grapevine|language=en-US|access-date=2023-12-30}}</ref> Annað lagið þeirra „Krumla“ kom út 20. júlí 2023. Til að kynna lagið fylgdi með því tónlistarmyndband.<ref>{{Cite web|url=https://www.dv.is/fokus/2023/07/20/heitasta-strakaband-landsins-med-glodvolgan-sumarsmell/|title=Heitasta strákaband landsins með glóðvolgan sumarsmell|last=Gestsdóttir|first=Ragna|date=2023-07-20|website=DV|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref> Hljómsveitin kom óvænt fram á [[Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum]] þann 4. ágúst.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/folk/frettir/2023/08/05/iceguys_i_banastudi_i_herjolfsdal/|title=IceGuys í banastuði í Herjólfsdal|date=2023-08-05|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref> Þriðja lagið þeirra „Stingið henni í steininn“ kom út 29. september 2023. Þann 10. nóvember 2023 kom út stuttskífan ''Þessi Týpísku Jól'' þar sem samnefnt lag fylgdi.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2023-12-07-alls-konar-jol-399029/|title=Alls konar jól - RÚV.is|last=Vefritstjórn|date=2023-12-07|website=RÚV|access-date=2023-12-30}}</ref>
Í ágúst 2023 hófust upptökur á sjónvarpsþáttunum [[IceGuys (sjónvarpsþáttur)|''IceGuys'']] þar sem skyggnst var á bak við tjöldin hjá hljómsveitinni.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/folk/frettir/2023/08/15/iceguys_byrja_med_sjonvarpsthaetti/|title=IceGuys byrja með sjónvarpsþætti|last=Jónasdóttir|first=Marta María Winkel|date=2023-08-15|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20232454157d/hannes-thor-aetlar-ser-stora-hluti-med-atlavik|title=Hannes Þór ætlar sér stóra hluti með Atlavík - Vísir|last=Logason|first=Boði|date=2023-08-24|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref> Fjórir þættir voru teknir upp.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20232481736d/stjornulifid-grikk-eda-tott-|title=Stjörnulífið: „Grikk eða tott? - Vísir|last=Óskarsdóttir|first=Svava Marín|date=2023-10-30|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref> Þættirnir voru frumsýndir í [[Sjónvarp Símans|Sjónvarpi Símans]] þann 6. október 2023 og slógu áhorfsmet sjónvarpsstöðvarinnar.<ref>{{Cite web|url=https://www.vb.is/eftir-vinnu/iceguys-slegid-ahorfsmet-tvaer-vikur-i-rod/|title=IceGuys slegið áhorfsmet tvær vikur í röð|date=2023-10-18|website=Viðskiptablaðið|access-date=2023-12-30}}</ref> Þann 16. desember 2023 hélt hljómsveitin þrenna tónleika í [[Kaplakriki|Kaplakrika]] í Hafnarfirði þar sem tæplega tíu þúsund gestir mættu.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20232505007d/tvo-fellu-i-yfir-lid-og-allur-varningur-seldist-upp|title=Tvö féllu í yfirlið og allur varningur seldist upp - Vísir|last=Sturludóttir|first=Helena Rós|date=2023-12-18|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref>
Fjórða lagið þeirra, „Gemmér Gemmér“, kom út 19. júlí 2024 og naut mikilla vinsælda.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/433747|title=Mest spiluðu lögin í útvarpi árið 2024 - RÚV.is|last=Björnsdóttir|first=Anna María|date=2025-01-22|website=RÚV|access-date=2025-06-07}}</ref> Lagið hlaut verðlaun fyrir besta myndbandið á [[Hlustendaverðlaunin|Hlustendaverðlaununum 2025]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252703849d/herra-hnetu-smjor-o-tvi-raedur-sigur-vegari-hlustendaverdlaunanna|title=Herra Hnetusmjör ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlaunanna - Vísir|last=Sigurbjörnsdóttir|first=Silja Rún|last2=Logason|first2=Boði|date=2025-03-20|website=visir.is|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref> Þann 18. október 2024 gáfu þeir út plötuna ''1918'', en nafnið er tilvísun í [[Frostaveturinn mikli 1917-18|frostaveturinn mikla]]. Sama dag gáfu þeir einnig út bók.<ref>{{Cite web|url=https://k100.mbl.is/frettir/2024/10/18/iceguys_gefa_ut_bok_og_nyja_plotu/|title=IceGuys gefa út bók og nýja plötu|date=2024-10-18|website=K100|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref> Þann 15. nóvember gaf hljómsveitin út lagið „Sexy Ru“ þar sem Rúrik söng einn undir listamannsnafninu Sexy Ru.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/folk/frettir/2024/11/15/rurik_i_adalhlutverki_i_nyju_lagi_iceguys/|title=Rúrik í aðalhlutverki í nýju lagi IceGuys|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.dv.is/fokus/2024/11/15/gefur-nytt-lag-ruriks-visbendingar-um-naestu-skref-iceguys/|title=Gefur nýtt lag Rúriks vísbendingar um næstu skref ICEGUYS?|last=Gestsdóttir|first=Ragna|date=2024-11-15|website=[[DV]]|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref> Önnur þáttaröð sjónvarpsþáttanna kom út 24. nóvember. Í desember 2024 slógu þeir met þegar þeir héldu 5 tónleika í [[Laugardalshöll]] á tveimur dögum og seldu 24.000 miða, en tónleikasalurinn tekur 5.000 manns.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/430980|title=IceGuys slá met með fimm tónleikum í Laugardalshöll - RÚV.is|last=|first=Linda H. Blöndal Hrafnkelsdóttir|date=2024-12-14|website=[[RÚV]]|access-date=2024-12-14}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://ish.is/skipuleggjendur/tonleikar/|title=Tónleikar – Laugardalshöllin|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref> Í aðdraganda tónleikanna opnuðu þeir verslun í [[Kringlan|Kringlunni]] þar sem þeir seldu varning og árituðu bókina.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242666504d/iceguys-med-opna-bud-og-a-rita-bokina|title=Iceguys með opna búð og árita bókina - Vísir|last=Iceguys|date=2024-12-20|website=visir.is|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref>
Þann 21. mars 2025 gaf hljómsveitin út lagið „Stígðu inn“ og gaf í kjölfarið út ís í samstarfi við [[Kjörís]].<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/matur/frettir/2025/04/03/thad_liggur_eitthvad_i_loftinu_med_iceguys/|title=Það liggur eitthvað í loftinu með Iceguys|date=2024-04-03|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref> Hugmyndin að ísnum var innblásin af Bestís, ís sem áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir gerðu í samstarfi við Kjörís.<ref>{{Cite web|url=https://www.dfs.is/2025/04/03/kjoris-gefur-ut-is-i-samstarfi-vid-iceguys/|title=Kjörís gefur út ís í samstarfi við IceGuys|last=Jónsdóttir|first=Elín Hrönn|date=2025-04-03|website=DFS.is|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref>
== Útgefið efni ==
===Stuttskífur===
* ''Þessi Týpísku Jól'' (2023)
* ''1918'' (2024)
===Smáskífur===
* „Rúlletta“ (2023)
* „Krumla“ (2023)
* „Stingið Henni í Steininn“ (2023)
* „Gemmér Gemmér“ (2024)
* „Sexy Ru“ (2024) (ásamt [[Rúrik Gíslason|Sexy Ru]])
* „Þegar Jólin Koma“ (2024)
* „Stígðu Inn“ (2025)
== Tilvísanir ==
{{reflist}}{{Stubbur|tónlist}}
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
[[Flokkur:Stofnað 2023]]
t4ksv4rohvcal5f8h978acdbvtbz4f2
Sigríður Hannesdóttir
0
181265
1919509
1871226
2025-06-06T21:05:15Z
TKSnaevarr
53243
1919509
wikitext
text/x-wiki
{{hreingera}}
'''Sigríður Hannesdóttir''' (13. mars 1932 – 28. júní 2024) var leikkona og stofnandi [[Brúðubíllinn|Brúðubílsins]].
Sigríður var fædd 13. mars 1932 og sleit barnsskónum í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Hannes Hreinsson, verkamaður d. 1982 og Jóhanna Pétursdóttir, verkakona d. 1990.
Á unglingsárunum lærði Sigríður hjá Ævari Kvaran áður en hún hóf nám við Leiklistarskólann. Eftir að hafa klárað leiklistarnámið flutti Sigríður til Englands þar sem hún bjó og starfaði í eitt ár.
Þegar hún sneri til baka til Íslands kynntist hún Ottó Erni Péturssyni, starfsmanni ameríska sendiráðsins í Reykjavík, en þau gengu í hjónaband árið 1957.
Sigríður Hannesdóttir söng gamanvísur í samkomuhúsum víðsvegar um landið áður en hún stofnaði Brúðubilin árið 1976 ásamt Jóni Guðmundssyni. Saman lögðu þau af stað í sína fyrstu ferð á Lödu-skutbíl sem Sigríður hafði fjárfest í. Sýningar Brúðubílsins voru fyrst um sinn haldnar á gæsluvöllum í Reykjavík en fljótlega útvíkkaði starfsemin og voru til að mynda haldnar sýningar í Skálatúni, við<nowiki/>[[Kópavogshæli|Kópavogshæli]] og úti á landi.
Þegar Jón Guðmundsson sagði skilið við Brúðubílinn kom Helga Steffensen inn og gáfu þær Sigríður út tvær plötur með Brúðubílnum.
Sigríður var skemmtileg kona og hafði hvetjandi áhrif á umhverfi sitt en störf hennar bera þess skýr merki. Henni er lýst sem mikilli barnakonu og varði hún starfsævi sinni í þágu barna. Hún kenndi meðal annars framsögn og leiklist í grunnskólum og um tíma sá hún um íslenskukennslu fyrir börn starfsmanna ameríska sendiráðsins.
Einnig var hún þekkt fyrir að ljá Krumma rödd sína í sjónvarpsþáttunum Stundinni okkar árið 1967.
Á níræðisaldri gaf Sigríður út disk með gamanvísunum sem hún hafði áður sungið. En vísnatextarnir voru margir hverjir eftir hana sjálfa.
Eiginmaður Sigríðar lést árið 2017.
Börn Sigríðar og Ottós eru Birgir Ottósson f. 1958 giftur Elsu Dóru Grétarsdóttur f. 1959, Eva Ottósdóttir f. 1959 gift Eini Ingólfssyni f. 1954, Örn Ottósson f. 1963 giftur Kristbjörgu Lindu Cooper f. 1966 og Hannes Ottósson f. 1969 giftur Kristjönu Hrafnsdóttur f. 1973. Barnabörnin eru átta og barnabarnabörnin ellefu.
{{fd|1932|2024}}
[[Flokkur:Íslenskir leikarar]]
js22rj61p2nk37m4scg9mywqv4mdgtv
Framvöllur, Úlfarsárdal
0
185900
1919546
1911171
2025-06-07T09:53:27Z
Berserkur
10188
lagfæring
1919546
wikitext
text/x-wiki
'''Framvöllur''' er knattspyrnuvöllur sem er staðsetur í [[Úlfarsárdalur|Úlfarsárdal]]. Hann er heimavöllur.[[Knattspyrnufélagið Fram|Knattspyrnufélagsins Fram]]. Völlurinn opnaði árið 2022 <ref>[https://www.nordicstadiums.com/framvollur-ulfarsardal/ Framvöllur Úlfarsárdal] Nordisstadiums</ref> og tekur hann 1.650 manns í sæti. <ref>[https://www.ksi.is/mannvirki/vellir/knattspyrnuvellir/vollur/?vollur=2382 Framvöllur]KSÍ.is</ref>
===Tilvísanir==
{{s|2022}}
[[Flokkur:Íslensk íþróttamannvirki]]
s0gs3q0bts48dbjwkft36mo9pzkfccs
1919547
1919546
2025-06-07T09:54:00Z
Berserkur
10188
1919547
wikitext
text/x-wiki
'''Framvöllur''' er knattspyrnuvöllur sem er staðsetur í [[Úlfarsárdalur|Úlfarsárdal]]. Hann er heimavöllur [[Knattspyrnufélagið Fram|Knattspyrnufélagsins Fram]]. Völlurinn opnaði árið 2022 <ref>[https://www.nordicstadiums.com/framvollur-ulfarsardal/ Framvöllur Úlfarsárdal] Nordisstadiums</ref> og tekur hann 1.650 manns í sæti. <ref>[https://www.ksi.is/mannvirki/vellir/knattspyrnuvellir/vollur/?vollur=2382 Framvöllur]KSÍ.is</ref>
==Tilvísanir==
{{s|2022}}
[[Flokkur:Íslensk íþróttamannvirki]]
o2kugv7tvi6zerz4zyazbufgaicvv2m
Karol Nawrocki
0
186585
1919530
1919173
2025-06-07T01:30:05Z
8FabianS
98151
Bætt var við mörgum upplýsingum (laun, hæð, embætti, stjórnmálaskoðanir o.fl.), myndin af honum var betrumbætt og lagað var að hann væri í flokknum Lög og Réttlæti.
1919530
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Karol Nawrocki
| mynd = DHS Secretary Kristi Noem Travels to Poland - 54553881558 (Nawrocki cropped9).jpg
| titill = Forseti Póllands
| stjórnartíð_start = 6. ágúst 2025
| stjórnartíð_end =
| verðandi = já
| myndatexti1 = Karol Nawrocki árið 2025.
| forsætisráðherra = [[Donald Tusk]]
| forveri = [[Andrzej Duda]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1983|3|3}}
| fæðingarstaður = [[Gdańsk]], [[Pólland]]i
| þjóderni = [[Pólland|Pólskur]]
| maki = Marta Nawrocka
| stjórnmálaflokkur = Óflokksbundinn
| börn = 3
| háskóli = [[Háskólinn í Gdańsk]]<br>[[Tækniháskólinn í Gdańsk]]
| bústaður = [[Siedlce]], [[Gdańsk]]
| laun = 17.786,83 [[PLN]]
| menntun = Doktorspróf í sagnfræði
| hæð = 1,86 m
| embætti1 = Formaður Minningastofnunar þjóðarinnar
| term1 = 23. júlí 2021
| titill1 = Núverandi
}}
'''Karol Tadeusz Nawrocki''' (f. 3. mars 1983) er pólskur sagnfræðingur, fyrrum atvinnuíþróttamaður og stjórnmálamaður sem er verðandi forseti Póllands.<ref>{{Vefheimild|titill=Karol Nawrocki er næsti forseti|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-06-02-karol-nawrocki-er-naesti-forseti-445148|útgefandi=[[RÚV]]|dags= 2. júní 2025|skoðað=3. júní 2025|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref> Hann hefur verið formaður Þjóðminningarstofnunar Póllands frá árinu 2021 og var safnstjóri Safns um seinni heimsstyrjöldina í [[Gdańsk]] frá 2017 til 2021. Nawrocki var frambjóðandi í forsetakosningum Póllands árið 2025 með stuðningi [[Lög og réttlæti|Laga og Réttlætis]] og bar sigur úr býtum í seinni umferð þeirra gegn [[Rafał Trzaskowski]], borgarstjóra [[Varsjá|Varsjár]].<ref>{{Cite web |date=2025-06-02 |title=Wybory prezydenckie 2025: Kiedy Karol Nawrocki zostanie Prezydentem RP? [TERMINY] |url=https://www.gazetaprawna.pl/wiadomosci/kraj/artykuly/9812265,wybory-prezydenckie-2025-kiedy-karol-nawrocki-obejmie-wladze-oto-naj.html |access-date=2025-06-02 |website=www.gazetaprawna.pl |language=pl}}</ref>
==Æviágrip==
Karol Nawrocki er fyrrverandi [[Hnefaleikar|hnefaleikakappi]]. Hann er með doktorspróf í [[sagnfræði]] frá [[Háskólinn í Gdańsk|Háskólanum í Gdańsk]]. Fyrir forsetakjör sitt var Nawrocki forstöðumaður Þjóðminningarstofnunar, sem sinnir rannsóknum á nútímasögu Póllands og á glæpum [[Nasistar|nasista]] og [[Alþýðulýðveldið Pólland|kommúnistastjórnar landsins]] á 20. öld. Í því embætti hóf stofnunin herferð til að rífa niður minnisvarða frá kommúnistatímanum. Nawrocki stýrði jafnframt safni um [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldina]] í Gdańsk en var þar gagnrýndur fyrir að draga úr þætti [[Helförin|helfararinnar]] í sögu stríðsins í Póllandi.<ref name=vísir>{{Vefheimild|titill=Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi|url=https://www.visir.is/g/20252734267d/ny-kjorinn-for-seti-pol-lands-tru-raekinn-sagn-fraedingur-og-fyrr-verandi-hnefaleikakappi|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags=2. júní 2025|höfundur=
Rafn Ágúst Ragnarsson|skoðað=3. júní 2025}}</ref>
Nawrocki varð forsetaframbjóðandi í forsetakosningum Póllands árið 2025 sem var styddur af stjórnmálaflókknum [[Lög og réttlæti|Lög og Réttlæti]]. Í kosningabaráttunni stillti hann sér upp sem hluta af alþjóðlegri hreyfingu [[Þjóðernishyggja|þjóðernissinnaðra]] [[Íhaldsstefna|íhaldsmanna]] og naut stuðnings erlendra leiðtoga á borð við [[Donald Trump]] Bandaríkjaforseta og [[Viktor Orbán]] forsætisráðherra Ungverjalands. Nawrocki lofaði að stórefla [[Póllandsher|pólska herinn]] og halda áfram stuðningi við [[Úkraína|Úkraínu]] í [[Innrás Rússa í Úkraínu|stríði landsins við Rússland]].
Hann er á móti að Úkraína gerðist aðili að [[Atlantshafsbandalagið|NATO]] og [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] þar til ágreiningur í pólsk-úkraínskum samskiptum, þar á meðal endurheimt líka pólskra fórnarlamba [[Volýnsku hreinsun|volínskra drápa]], væri leystur.<ref>{{Cite web|url=https://www.pap.pl/aktualnosci/zelenski-odpowiedzial-nawrockiemu-dworczyk-jego-wypowiedz-byla-niepotrzebna-i-nalezy-ja|website=www.pap.pl|access-date=2025-06-07}}</ref> Hann gagnrýndi hins vegar úkraínskt flóttafólk sem hafði komið til Póllands vegna stríðsins.<ref name="vísir" /> Hann hefur lýst sig andstæðingur innflytjendastefnu [[Evrópusambandið|ESB]] og tilkynnt að hann ætli að segja upp [[Flóttamannasamningur|flóttamannasamningi]].<ref>{{Cite web|url=https://www.gazetaprawna.pl/wiadomosci/kraj/artykuly/9734661,nawrocki-jak-zostane-prezydentem-jednostronnie-wypowiem-pakt-migracy.html|title=Nawrocki: Jak zostanę prezydentem, jednostronnie wypowiem pakt migracyjny|date=2025-02-08|website=www.gazetaprawna.pl|language=pl|access-date=2025-06-07}}</ref> Á þingflokksþingi sínu kynnti hann „Áætlun 21“ sem felur meðal annars í sér: tryggingu um að ekki verði hækkaðir skattar, lækkun [[Virðisaukaskattur|virðisaukaskatts]], hækkun annars skattþreps, núllskatt á tekjuskatt fyrir fjölskyldur með að minnsta kosti tvö börn, auk þess að fella niður erfðafjárskatt og [[Fjármagnstekjuskattur|fjármagnstekjuskatt]].<ref>Nawrocki, K. (2025, 2. mars). ''Karol Nawrocki ogłosił 'Plan 21'. Co zawiera?'' WP Wiadomości. <nowiki>https://wiadomosci.wp.pl/karol-nawrocki-oglosil-plan-21-co-zawiera-7130814394903488a</nowiki></ref><ref>{{Cite web|url=https://dorzeczy.pl/kraj/697633/nawrocki-przedstawil-program-plan-21-zmiany-podatkowe.html|title=Nawrocki przedstawił "plan 21". Są obietnice zmian podatkowych|date=2025-03-02|website=Do Rzeczy|language=pl|access-date=2025-06-07}}</ref> Síðar lagði hann einnig fram tillögur um þróun kjarnorkuorku, á meðan haldið væri áfram að nota pólskan kol á millibils tíma.<ref>{{Cite web|url=https://businessinsider.com.pl/wiadomosci/wybory-prezydenckie-2025-karol-nawrocki-program-wyborczy/2l7n4l8|title=Karol Nawrocki wchodzi do drugiej tury. Jaki jest jego program wyborczy?|date=2025-05-29|website=Business Insider Polska|language=pl|access-date=2025-06-07}}</ref>
5. apríl 2025 kynnti Nawrocki landbúnaðaráætlun sína þar sem hann lýsti yfir andstöðu gegn Evrópusambandsins [[Græn áætlun|græna áætlun]] og samningum ESB við [[Mercosur]]<nowiki/>-ríkin. Hann gagnrýndi nýjar reglugerðir sem takmarka landbúnaðarframleiðslu, byggingu vindmylla nálægt byggðum og afnámi takmarkana á innflutningi matvæla frá Úkraínu. Einnig boðaði hann styrkingu stuðningskerfa og sérkjara lánveitinga fyrir fjölskyldubú. Hann tilkynnti forgang fyrir pólskum bændum og framlengingu takmarkana á kaupum útlendinga á landbúnaðarjörðum sem gilda til ársins 2026.<ref>{{Cite web|url=https://www.bankier.pl/wiadomosc/Stop-Zielonemu-ladowi-wsparcie-dla-rolnikow-Nawrocki-z-planem-dla-polskiej-wsi-8920366.html|title=Stop Zielonemu ładowi, wsparcie dla rolników. Nawrocki z planem dla polskiej wsi|date=2025-04-05|website=Bankier.pl|language=pl|access-date=2025-06-07}}</ref>
Í kosningabaráttunni vakti sjö ára gamalt viðtal við Nawrocki athygli, en hann hafði veitt viðtalið í dulargervi undir dulnefninu Tadeusz Batyr og hafði hrósað sjálfum sér í hástert fyrir fræðastörf sín. Á sama tíma hafði Nawrocki einnig birt samfélagsmiðlafærslu þar sem hann sagðist hafa hitt Batyr til að leiðbeina honum og kallaði bók sem birt var undir hans nafni áhugaverða.<ref>{{Vefheimild|titill= Fór í dulargervi til að lofsama sjálfan sig|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/03/29/for_i_dulargervi_til_ad_lofsama_sjalfan_sig/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags= 29. mars 2025|skoðað=3. júní 2025}}</ref>
Í fyrstu umferð tapaði hann fyrir [[Rafał Trzaskowski]] með 29,54% atkvæða gegn 31,36%. Í seinni umferð forsetakosninganna, sem fram fór 1. júní 2025, vann Nawrocki sigur. Hann hlaut 50,89 prósent atkvæðanna en mótframbjóðandi hans, [[Rafał Trzaskowski]], hlaut 49,11 prósent.<ref>{{Vefheimild|titill=Nawrocki kjörinn forseti Póllands
|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/06/02/nawrocki_kjorinn_forseti_pollands/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags= 2. júní 2025|skoðað=3. júní 2025}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla|
titill=Forseti Póllands |
frá=6. ágúst 2025|
til=|
fyrir=[[Andrzej Duda]]|
eftir=Enn í embætti|
}}
{{Töfluendir}}
{{Þjóðhöfðingjar Póllands}}
{{stubbur|æviágrip|stjórnmál}}
{{DEFAULTSORT:Nawrocki, Karol}}
{{f|1983}}
[[Flokkur:Pólskir sagnfræðingar]]
[[Flokkur:Pólskir stjórnmálamenn]]
n0p36zdgohhvdjmleysdotucglin54b
1919531
1919530
2025-06-07T01:33:04Z
8FabianS
98151
/* Tilvísanir */ Lagað heimildina.
1919531
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Karol Nawrocki
| mynd = DHS Secretary Kristi Noem Travels to Poland - 54553881558 (Nawrocki cropped9).jpg
| titill = Forseti Póllands
| stjórnartíð_start = 6. ágúst 2025
| stjórnartíð_end =
| verðandi = já
| myndatexti1 = Karol Nawrocki árið 2025.
| forsætisráðherra = [[Donald Tusk]]
| forveri = [[Andrzej Duda]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1983|3|3}}
| fæðingarstaður = [[Gdańsk]], [[Pólland]]i
| þjóderni = [[Pólland|Pólskur]]
| maki = Marta Nawrocka
| stjórnmálaflokkur = Óflokksbundinn
| börn = 3
| háskóli = [[Háskólinn í Gdańsk]]<br>[[Tækniháskólinn í Gdańsk]]
| bústaður = [[Siedlce]], [[Gdańsk]]
| laun = 17.786,83 [[PLN]]
| menntun = Doktorspróf í sagnfræði
| hæð = 1,86 m
| embætti1 = Formaður Minningastofnunar þjóðarinnar
| term1 = 23. júlí 2021
| titill1 = Núverandi
}}
'''Karol Tadeusz Nawrocki''' (f. 3. mars 1983) er pólskur sagnfræðingur, fyrrum atvinnuíþróttamaður og stjórnmálamaður sem er verðandi forseti Póllands.<ref>{{Vefheimild|titill=Karol Nawrocki er næsti forseti|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-06-02-karol-nawrocki-er-naesti-forseti-445148|útgefandi=[[RÚV]]|dags= 2. júní 2025|skoðað=3. júní 2025|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref> Hann hefur verið formaður Þjóðminningarstofnunar Póllands frá árinu 2021 og var safnstjóri Safns um seinni heimsstyrjöldina í [[Gdańsk]] frá 2017 til 2021. Nawrocki var frambjóðandi í forsetakosningum Póllands árið 2025 með stuðningi [[Lög og réttlæti|Laga og Réttlætis]] og bar sigur úr býtum í seinni umferð þeirra gegn [[Rafał Trzaskowski]], borgarstjóra [[Varsjá|Varsjár]].<ref>{{Cite web |date=2025-06-02 |title=Wybory prezydenckie 2025: Kiedy Karol Nawrocki zostanie Prezydentem RP? [TERMINY] |url=https://www.gazetaprawna.pl/wiadomosci/kraj/artykuly/9812265,wybory-prezydenckie-2025-kiedy-karol-nawrocki-obejmie-wladze-oto-naj.html |access-date=2025-06-02 |website=www.gazetaprawna.pl |language=pl}}</ref>
==Æviágrip==
Karol Nawrocki er fyrrverandi [[Hnefaleikar|hnefaleikakappi]]. Hann er með doktorspróf í [[sagnfræði]] frá [[Háskólinn í Gdańsk|Háskólanum í Gdańsk]]. Fyrir forsetakjör sitt var Nawrocki forstöðumaður Þjóðminningarstofnunar, sem sinnir rannsóknum á nútímasögu Póllands og á glæpum [[Nasistar|nasista]] og [[Alþýðulýðveldið Pólland|kommúnistastjórnar landsins]] á 20. öld. Í því embætti hóf stofnunin herferð til að rífa niður minnisvarða frá kommúnistatímanum. Nawrocki stýrði jafnframt safni um [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldina]] í Gdańsk en var þar gagnrýndur fyrir að draga úr þætti [[Helförin|helfararinnar]] í sögu stríðsins í Póllandi.<ref name=vísir>{{Vefheimild|titill=Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi|url=https://www.visir.is/g/20252734267d/ny-kjorinn-for-seti-pol-lands-tru-raekinn-sagn-fraedingur-og-fyrr-verandi-hnefaleikakappi|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags=2. júní 2025|höfundur=
Rafn Ágúst Ragnarsson|skoðað=3. júní 2025}}</ref>
Nawrocki varð forsetaframbjóðandi í forsetakosningum Póllands árið 2025 sem var styddur af stjórnmálaflókknum [[Lög og réttlæti|Lög og Réttlæti]]. Í kosningabaráttunni stillti hann sér upp sem hluta af alþjóðlegri hreyfingu [[Þjóðernishyggja|þjóðernissinnaðra]] [[Íhaldsstefna|íhaldsmanna]] og naut stuðnings erlendra leiðtoga á borð við [[Donald Trump]] Bandaríkjaforseta og [[Viktor Orbán]] forsætisráðherra Ungverjalands. Nawrocki lofaði að stórefla [[Póllandsher|pólska herinn]] og halda áfram stuðningi við [[Úkraína|Úkraínu]] í [[Innrás Rússa í Úkraínu|stríði landsins við Rússland]].
Hann er á móti að Úkraína gerðist aðili að [[Atlantshafsbandalagið|NATO]] og [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] þar til ágreiningur í pólsk-úkraínskum samskiptum, þar á meðal endurheimt líka pólskra fórnarlamba [[Volýnsku hreinsun|volínskra drápa]], væri leystur.<ref>{{Cite web|url=https://www.pap.pl/aktualnosci/zelenski-odpowiedzial-nawrockiemu-dworczyk-jego-wypowiedz-byla-niepotrzebna-i-nalezy-ja|title=Zełenski odpowiedział Nawrockiemu. Dworczyk: jego wypowiedź była niepotrzebna i należy ją skrytykować|date=16 janúar 2025|website=www.pap.pl|publisher=PAP}}</ref> Hann gagnrýndi hins vegar úkraínskt flóttafólk sem hafði komið til Póllands vegna stríðsins.<ref name="vísir" /> Hann hefur lýst sig andstæðingur innflytjendastefnu [[Evrópusambandið|ESB]] og tilkynnt að hann ætli að segja upp [[Flóttamannasamningur|flóttamannasamningi]].<ref>{{Cite web|url=https://www.gazetaprawna.pl/wiadomosci/kraj/artykuly/9734661,nawrocki-jak-zostane-prezydentem-jednostronnie-wypowiem-pakt-migracy.html|title=Nawrocki: Jak zostanę prezydentem, jednostronnie wypowiem pakt migracyjny|date=2025-02-08|website=www.gazetaprawna.pl|language=pl|access-date=2025-06-07}}</ref> Á þingflokksþingi sínu kynnti hann „Áætlun 21“ sem felur meðal annars í sér: tryggingu um að ekki verði hækkaðir skattar, lækkun [[Virðisaukaskattur|virðisaukaskatts]], hækkun annars skattþreps, núllskatt á tekjuskatt fyrir fjölskyldur með að minnsta kosti tvö börn, auk þess að fella niður erfðafjárskatt og [[Fjármagnstekjuskattur|fjármagnstekjuskatt]].<ref>Nawrocki, K. (2025, 2. mars). ''Karol Nawrocki ogłosił 'Plan 21'. Co zawiera?'' WP Wiadomości. <nowiki>https://wiadomosci.wp.pl/karol-nawrocki-oglosil-plan-21-co-zawiera-7130814394903488a</nowiki></ref><ref>{{Cite web|url=https://dorzeczy.pl/kraj/697633/nawrocki-przedstawil-program-plan-21-zmiany-podatkowe.html|title=Nawrocki przedstawił "plan 21". Są obietnice zmian podatkowych|date=2025-03-02|website=Do Rzeczy|language=pl|access-date=2025-06-07}}</ref> Síðar lagði hann einnig fram tillögur um þróun kjarnorkuorku, á meðan haldið væri áfram að nota pólskan kol á millibils tíma.<ref>{{Cite web|url=https://businessinsider.com.pl/wiadomosci/wybory-prezydenckie-2025-karol-nawrocki-program-wyborczy/2l7n4l8|title=Karol Nawrocki wchodzi do drugiej tury. Jaki jest jego program wyborczy?|date=2025-05-29|website=Business Insider Polska|language=pl|access-date=2025-06-07}}</ref>
5. apríl 2025 kynnti Nawrocki landbúnaðaráætlun sína þar sem hann lýsti yfir andstöðu gegn Evrópusambandsins [[Græn áætlun|græna áætlun]] og samningum ESB við [[Mercosur]]<nowiki/>-ríkin. Hann gagnrýndi nýjar reglugerðir sem takmarka landbúnaðarframleiðslu, byggingu vindmylla nálægt byggðum og afnámi takmarkana á innflutningi matvæla frá Úkraínu. Einnig boðaði hann styrkingu stuðningskerfa og sérkjara lánveitinga fyrir fjölskyldubú. Hann tilkynnti forgang fyrir pólskum bændum og framlengingu takmarkana á kaupum útlendinga á landbúnaðarjörðum sem gilda til ársins 2026.<ref>{{Cite web|url=https://www.bankier.pl/wiadomosc/Stop-Zielonemu-ladowi-wsparcie-dla-rolnikow-Nawrocki-z-planem-dla-polskiej-wsi-8920366.html|title=Stop Zielonemu ładowi, wsparcie dla rolników. Nawrocki z planem dla polskiej wsi|date=2025-04-05|website=Bankier.pl|language=pl|access-date=2025-06-07}}</ref>
Í kosningabaráttunni vakti sjö ára gamalt viðtal við Nawrocki athygli, en hann hafði veitt viðtalið í dulargervi undir dulnefninu Tadeusz Batyr og hafði hrósað sjálfum sér í hástert fyrir fræðastörf sín. Á sama tíma hafði Nawrocki einnig birt samfélagsmiðlafærslu þar sem hann sagðist hafa hitt Batyr til að leiðbeina honum og kallaði bók sem birt var undir hans nafni áhugaverða.<ref>{{Vefheimild|titill= Fór í dulargervi til að lofsama sjálfan sig|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/03/29/for_i_dulargervi_til_ad_lofsama_sjalfan_sig/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags= 29. mars 2025|skoðað=3. júní 2025}}</ref>
Í fyrstu umferð tapaði hann fyrir [[Rafał Trzaskowski]] með 29,54% atkvæða gegn 31,36%. Í seinni umferð forsetakosninganna, sem fram fór 1. júní 2025, vann Nawrocki sigur. Hann hlaut 50,89 prósent atkvæðanna en mótframbjóðandi hans, [[Rafał Trzaskowski]], hlaut 49,11 prósent.<ref>{{Vefheimild|titill=Nawrocki kjörinn forseti Póllands
|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/06/02/nawrocki_kjorinn_forseti_pollands/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags= 2. júní 2025|skoðað=3. júní 2025}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla|
titill=Forseti Póllands |
frá=6. ágúst 2025|
til=|
fyrir=[[Andrzej Duda]]|
eftir=Enn í embætti|
}}
{{Töfluendir}}
{{Þjóðhöfðingjar Póllands}}
{{stubbur|æviágrip|stjórnmál}}
{{DEFAULTSORT:Nawrocki, Karol}}
{{f|1983}}
[[Flokkur:Pólskir sagnfræðingar]]
[[Flokkur:Pólskir stjórnmálamenn]]
lg74q9fd4pzzzy2s99itfjl0qixt3zy
1919559
1919531
2025-06-07T10:31:33Z
5.173.170.41
1919559
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Karol Nawrocki
| mynd = DHS Secretary Kristi Noem Travels to Poland - 54553881558 (Nawrocki cropped9).jpg
| titill = Forseti Póllands
| stjórnartíð_start = 6. ágúst 2025
| stjórnartíð_end =
| verðandi = já
| myndatexti1 = Karol Nawrocki árið 2025.
| forsætisráðherra = [[Donald Tusk]]
| forveri = [[Andrzej Duda]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1983|3|3}}
| fæðingarstaður = [[Gdańsk]], [[Pólland]]i
| þjóderni = [[Pólland|Pólskur]]
| maki = Marta Nawrocka
| stjórnmálaflokkur = Óflokksbundinn
| börn = 3
| háskóli = [[Háskólinn í Gdańsk]]<br>[[Tækniháskólinn í Gdańsk]]
| bústaður = [[Siedlce]], [[Gdańsk]]
| laun = 17.786,83 [[PLN]]
| menntun = Doktorspróf í sagnfræði
| hæð = 1,86 m
| embætti1 = Formaður Minningastofnunar þjóðarinnar Póllands
| term1 = 23. júlí 2021
| titill1 = Núverandi
}}
'''Karol Tadeusz Nawrocki''' (f. 3. mars 1983) er pólskur sagnfræðingur, fyrrum atvinnuíþróttamaður og stjórnmálamaður sem er verðandi forseti Póllands.<ref>{{Vefheimild|titill=Karol Nawrocki er næsti forseti|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-06-02-karol-nawrocki-er-naesti-forseti-445148|útgefandi=[[RÚV]]|dags= 2. júní 2025|skoðað=3. júní 2025|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref> Hann hefur verið formaður Þjóðminningarstofnunar Póllands frá árinu 2021 og var safnstjóri Safns um seinni heimsstyrjöldina í [[Gdańsk]] frá 2017 til 2021. Nawrocki var frambjóðandi í forsetakosningum Póllands árið 2025 með stuðningi [[Lög og réttlæti|Laga og Réttlætis]] og bar sigur úr býtum í seinni umferð þeirra gegn [[Rafał Trzaskowski]], borgarstjóra [[Varsjá|Varsjár]].<ref>{{Cite web |date=2025-06-02 |title=Wybory prezydenckie 2025: Kiedy Karol Nawrocki zostanie Prezydentem RP? [TERMINY] |url=https://www.gazetaprawna.pl/wiadomosci/kraj/artykuly/9812265,wybory-prezydenckie-2025-kiedy-karol-nawrocki-obejmie-wladze-oto-naj.html |access-date=2025-06-02 |website=www.gazetaprawna.pl |language=pl}}</ref>
==Æviágrip==
Karol Nawrocki er fyrrverandi [[Hnefaleikar|hnefaleikakappi]]. Hann er með doktorspróf í [[sagnfræði]] frá [[Háskólinn í Gdańsk|Háskólanum í Gdańsk]]. Fyrir forsetakjör sitt var Nawrocki forstöðumaður Þjóðminningarstofnunar, sem sinnir rannsóknum á nútímasögu Póllands og á glæpum [[Nasistar|nasista]] og [[Alþýðulýðveldið Pólland|kommúnistastjórnar landsins]] á 20. öld. Í því embætti hóf stofnunin herferð til að rífa niður minnisvarða frá kommúnistatímanum. Nawrocki stýrði jafnframt safni um [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldina]] í Gdańsk en var þar gagnrýndur fyrir að draga úr þætti [[Helförin|helfararinnar]] í sögu stríðsins í Póllandi.<ref name=vísir>{{Vefheimild|titill=Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi|url=https://www.visir.is/g/20252734267d/ny-kjorinn-for-seti-pol-lands-tru-raekinn-sagn-fraedingur-og-fyrr-verandi-hnefaleikakappi|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags=2. júní 2025|höfundur=
Rafn Ágúst Ragnarsson|skoðað=3. júní 2025}}</ref>
Nawrocki varð forsetaframbjóðandi í forsetakosningum Póllands árið 2025 sem var styddur af stjórnmálaflókknum [[Lög og réttlæti|Lög og Réttlæti]]. Í kosningabaráttunni stillti hann sér upp sem hluta af alþjóðlegri hreyfingu [[Þjóðernishyggja|þjóðernissinnaðra]] [[Íhaldsstefna|íhaldsmanna]] og naut stuðnings erlendra leiðtoga á borð við [[Donald Trump]] Bandaríkjaforseta og [[Viktor Orbán]] forsætisráðherra Ungverjalands. Nawrocki lofaði að stórefla [[Póllandsher|pólska herinn]] og halda áfram stuðningi við [[Úkraína|Úkraínu]] í [[Innrás Rússa í Úkraínu|stríði landsins við Rússland]].
Hann er á móti að Úkraína gerðist aðili að [[Atlantshafsbandalagið|NATO]] og [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] þar til ágreiningur í pólsk-úkraínskum samskiptum, þar á meðal endurheimt líka pólskra fórnarlamba [[Volýnsku hreinsun|volínskra drápa]], væri leystur.<ref>{{Cite web|url=https://www.pap.pl/aktualnosci/zelenski-odpowiedzial-nawrockiemu-dworczyk-jego-wypowiedz-byla-niepotrzebna-i-nalezy-ja|title=Zełenski odpowiedział Nawrockiemu. Dworczyk: jego wypowiedź była niepotrzebna i należy ją skrytykować|date=16 janúar 2025|website=www.pap.pl|publisher=PAP}}</ref> Hann gagnrýndi hins vegar úkraínskt flóttafólk sem hafði komið til Póllands vegna stríðsins.<ref name="vísir" /> Hann hefur lýst sig andstæðingur innflytjendastefnu [[Evrópusambandið|ESB]] og tilkynnt að hann ætli að segja upp [[Flóttamannasamningur|flóttamannasamningi]].<ref>{{Cite web|url=https://www.gazetaprawna.pl/wiadomosci/kraj/artykuly/9734661,nawrocki-jak-zostane-prezydentem-jednostronnie-wypowiem-pakt-migracy.html|title=Nawrocki: Jak zostanę prezydentem, jednostronnie wypowiem pakt migracyjny|date=2025-02-08|website=www.gazetaprawna.pl|language=pl|access-date=2025-06-07}}</ref> Á þingflokksþingi sínu kynnti hann „Áætlun 21“ sem felur meðal annars í sér: tryggingu um að ekki verði hækkaðir skattar, lækkun [[Virðisaukaskattur|virðisaukaskatts]], hækkun annars skattþreps, núllskatt á tekjuskatt fyrir fjölskyldur með að minnsta kosti tvö börn, auk þess að fella niður erfðafjárskatt og [[Fjármagnstekjuskattur|fjármagnstekjuskatt]].<ref>Nawrocki, K. (2025, 2. mars). ''Karol Nawrocki ogłosił 'Plan 21'. Co zawiera?'' WP Wiadomości. <nowiki>https://wiadomosci.wp.pl/karol-nawrocki-oglosil-plan-21-co-zawiera-7130814394903488a</nowiki></ref><ref>{{Cite web|url=https://dorzeczy.pl/kraj/697633/nawrocki-przedstawil-program-plan-21-zmiany-podatkowe.html|title=Nawrocki przedstawił "plan 21". Są obietnice zmian podatkowych|date=2025-03-02|website=Do Rzeczy|language=pl|access-date=2025-06-07}}</ref> Síðar lagði hann einnig fram tillögur um þróun kjarnorkuorku, á meðan haldið væri áfram að nota pólskan kol á millibils tíma.<ref>{{Cite web|url=https://businessinsider.com.pl/wiadomosci/wybory-prezydenckie-2025-karol-nawrocki-program-wyborczy/2l7n4l8|title=Karol Nawrocki wchodzi do drugiej tury. Jaki jest jego program wyborczy?|date=2025-05-29|website=Business Insider Polska|language=pl|access-date=2025-06-07}}</ref>
5. apríl 2025 kynnti Nawrocki landbúnaðaráætlun sína þar sem hann lýsti yfir andstöðu gegn Evrópusambandsins [[Græn áætlun|græna áætlun]] og samningum ESB við [[Mercosur]]<nowiki/>-ríkin. Hann gagnrýndi nýjar reglugerðir sem takmarka landbúnaðarframleiðslu, byggingu vindmylla nálægt byggðum og afnámi takmarkana á innflutningi matvæla frá Úkraínu. Einnig boðaði hann styrkingu stuðningskerfa og sérkjara lánveitinga fyrir fjölskyldubú. Hann tilkynnti forgang fyrir pólskum bændum og framlengingu takmarkana á kaupum útlendinga á landbúnaðarjörðum sem gilda til ársins 2026.<ref>{{Cite web|url=https://www.bankier.pl/wiadomosc/Stop-Zielonemu-ladowi-wsparcie-dla-rolnikow-Nawrocki-z-planem-dla-polskiej-wsi-8920366.html|title=Stop Zielonemu ładowi, wsparcie dla rolników. Nawrocki z planem dla polskiej wsi|date=2025-04-05|website=Bankier.pl|language=pl|access-date=2025-06-07}}</ref>
Í kosningabaráttunni vakti sjö ára gamalt viðtal við Nawrocki athygli, en hann hafði veitt viðtalið í dulargervi undir dulnefninu Tadeusz Batyr og hafði hrósað sjálfum sér í hástert fyrir fræðastörf sín. Á sama tíma hafði Nawrocki einnig birt samfélagsmiðlafærslu þar sem hann sagðist hafa hitt Batyr til að leiðbeina honum og kallaði bók sem birt var undir hans nafni áhugaverða.<ref>{{Vefheimild|titill= Fór í dulargervi til að lofsama sjálfan sig|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/03/29/for_i_dulargervi_til_ad_lofsama_sjalfan_sig/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags= 29. mars 2025|skoðað=3. júní 2025}}</ref>
Í fyrstu umferð tapaði hann fyrir [[Rafał Trzaskowski]] með 29,54% atkvæða gegn 31,36%. Í seinni umferð forsetakosninganna, sem fram fór 1. júní 2025, vann Nawrocki sigur. Hann hlaut 50,89 prósent atkvæðanna en mótframbjóðandi hans, [[Rafał Trzaskowski]], hlaut 49,11 prósent.<ref>{{Vefheimild|titill=Nawrocki kjörinn forseti Póllands
|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/06/02/nawrocki_kjorinn_forseti_pollands/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags= 2. júní 2025|skoðað=3. júní 2025}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla|
titill=Forseti Póllands |
frá=6. ágúst 2025|
til=|
fyrir=[[Andrzej Duda]]|
eftir=Enn í embætti|
}}
{{Töfluendir}}
{{Þjóðhöfðingjar Póllands}}
{{stubbur|æviágrip|stjórnmál}}
{{DEFAULTSORT:Nawrocki, Karol}}
{{f|1983}}
[[Flokkur:Pólskir sagnfræðingar]]
[[Flokkur:Pólskir stjórnmálamenn]]
5mn5hzguenz18qquq81wbazgpo21py1
USCGC Alexander Hamilton
0
186604
1919543
2025-06-07T09:41:44Z
Alvaldi
71791
Búið til með því að þýða síðuna „[[:en:Special:Redirect/revision/1294269867|USCGC Alexander Hamilton]]“
1919543
wikitext
text/x-wiki
'''USCGC ''Alexander Hamilton'' (WPG-34) ''' var varðskip af Tressury-gerð sem var í þjónustu bandarísku strandgæslunnar. Skipið var nefnt eftir einum af landsfeðrum og fyrsta fjármálaráðherra Bandaríkjanna, [[Alexander Hamilton]].<ref name="USCG-Hamilton">{{Cite web|url=http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf|title=Alexander Hamilton: WPG-34|date=October 20, 2009|website=[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20170430184610/http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf|archive-date=April 30, 2017|access-date=February 1, 2011}}</ref> Skipinu var sökkt af þýskum kafbát í Faxaflóa í janúar 1942 og var fyrsta skip strandgæslunnar til að vera sökkt í síðari heimsstyrjöldinni.<ref name="USCG-First-Loss">{{Cite web|url=http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp|title=The First Loss: The Sinking of the Alexander Hamilton|last=Browning Jr.|first=Robert M.|date=September 2, 2009|website=[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20120527083909/http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp|archive-date=May 27, 2012|access-date=February 1, 2011}}</ref>
== Saga ==
''Alexander Hamilton'' var smíðaður í New York Navy Yard fyrir bandarísko strandgæsluna.<ref name="USCG-Hamilton">{{Cite web|url=http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf|title=Alexander Hamilton: WPG-34|date=October 20, 2009|website=[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20170430184610/http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf|archive-date=April 30, 2017|access-date=February 1, 2011}}<cite class="citation web cs1" data-ve-ignore="true">[http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf "Alexander Hamilton: WPG-34"] <span class="cs1-format">(PDF)</span>. ''[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]''. October 20, 2009. [https://web.archive.org/web/20170430184610/http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf Archived] <span class="cs1-format">(PDF)</span> from the original on April 30, 2017<span class="reference-accessdate">. Retrieved <span class="nowrap">February 1,</span> 2011</span>.</cite></ref> Kjölurinn var lagður 11. september 1935 og var skipið sjósett þann 6. janúar 1937.<ref name="uBoat">{{Cite web|url=http://www.uboat.net/allies/warships/ship/11068.html|title=USCGC Alexander Hamilton (WPG 34)|last=Helgason|first=Guðmundur|website=German U-boats of WWII|archive-url=https://web.archive.org/web/20100619211751/http://uboat.net/allies/warships/ship/11068.html|archive-date=19 June 2010|access-date=1 February 2011}}</ref> Strandgæslan hafði stytt nafnið í ''Hamilton'' það ár en tóku aftur upp fullt nafn í janúar 1942 eftir beiðni bandaríska sjóhersins til að forðast rugling við tundurspillinn USS ''Hamilton''.<ref name="USCG-First-Loss">{{Cite web|url=http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp|title=The First Loss: The Sinking of the Alexander Hamilton|last=Browning Jr.|first=Robert M.|date=September 2, 2009|website=[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20120527083909/http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp|archive-date=May 27, 2012|access-date=February 1, 2011}}<cite class="citation web cs1" data-ve-ignore="true" id="CITEREFBrowning_Jr.2009">Browning Jr., Robert M. (September 2, 2009). [http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp "The First Loss: The Sinking of the Alexander Hamilton"]. ''[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]''. [https://web.archive.org/web/20120527083909/http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp Archived] from the original on May 27, 2012<span class="reference-accessdate">. Retrieved <span class="nowrap">February 1,</span> 2011</span>.</cite></ref>
Þann 29. janúar 1942 varð ''Alexander Hamilton'' fyrir tundurskeytum frá þýska kafbátnum U-132, sem hafði verið að vakta ströndina á Íslandi nálægt [[Reykjavík]].<ref name="USCG-Hamilton">{{Cite web|url=http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf|title=Alexander Hamilton: WPG-34|date=October 20, 2009|website=[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20170430184610/http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf|archive-date=April 30, 2017|access-date=February 1, 2011}}<cite class="citation web cs1" data-ve-ignore="true">[http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf "Alexander Hamilton: WPG-34"] <span class="cs1-format">(PDF)</span>. ''[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]''. October 20, 2009. [https://web.archive.org/web/20170430184610/http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf Archived] <span class="cs1-format">(PDF)</span> from the original on April 30, 2017<span class="reference-accessdate">. Retrieved <span class="nowrap">February 1,</span> 2011</span>.</cite></ref> Tuttugu menn fórust samstundis og sex seinna af sárum sínum. Eftir að skipinu hvolfdi 30. janúar var björgunartilraunum á því hætt og tundurspillirinn USS ''Ericsson'' sökkti flakinu með þremur fallbyssuskotum um 45 km frá landi.<ref name="USCG-Hamilton" /><ref name="USCG-First-Loss">{{Cite web|url=http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp|title=The First Loss: The Sinking of the Alexander Hamilton|last=Browning Jr.|first=Robert M.|date=September 2, 2009|website=[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20120527083909/http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp|archive-date=May 27, 2012|access-date=February 1, 2011}}<cite class="citation web cs1" data-ve-ignore="true" id="CITEREFBrowning_Jr.2009">Browning Jr., Robert M. (September 2, 2009). [http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp "The First Loss: The Sinking of the Alexander Hamilton"]. ''[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]''. [https://web.archive.org/web/20120527083909/http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp Archived] from the original on May 27, 2012<span class="reference-accessdate">. Retrieved <span class="nowrap">February 1,</span> 2011</span>.</cite></ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
== Frekari lesning ==
* {{Cite book|url=https://books.google.com/books?id=-_BNt02kWdIC&dq=Alexander+Hamilton+WPG-34&pg=PA6|title=The United States Coast Guard in World War II: A History of Domestic and Overseas Actions|last=Ostrom|first=Thomas P.|publisher=[[McFarland & Company]]|year=2009|isbn=978-0-7864-4256-0|location=[[Jefferson, North Carolina]]|page=6|oclc=261400318}}
* {{Cite book|url=https://books.google.com/books?id=ey0i37A6YqAC&dq=Alexander+Hamilton+WPG-34&pg=PA83|title=Coast Guard Combat Veterans: Semper Paratus|last=U.S. Coast Guard|publisher=[[Turner Publishing Company]]|year=1994|isbn=978-1-56311-104-4|location=[[Paducah, Kentucky]]|oclc=34202225|author-link=United States Coast Guard}}
== Ytri tenglar ==
* [https://web.archive.org/web/20040229133305/http://www.history.navy.mil/danfs/a6/alexander_hamilton-ii.htm ''Alexander Hamilton''] í Naval Historical Center
* [https://www.history.uscg.mil/Browse-by-Topic/Assets/Water/All/Article/2149667/alexander-hamilton-1937-wpg-34/ USCGC ''Hamilton''] á history.uscg.mil
* [http://www.historycentral.com/NAVY/cutter/AlexanderHamilton2.html USS ''Alexander Hamilton''] á HistoryCentral.com
* [http://vimeo.com/teamblueimmersionfx/odyssey-to-niflheimr-the-world-of-ice Hér má finna myndband af leiðangrinum]
[[Flokkur:Byggt 1937]]
[[Flokkur:Bandarísk herskip]]
[[Flokkur:Herskip í seinni heimsstyrjöldinni]]
4vkpj86o236s0m7ocukhprxyzezvq2e
1919544
1919543
2025-06-07T09:44:30Z
Alvaldi
71791
Lagaði villur í heimildum
1919544
wikitext
text/x-wiki
'''USCGC ''Alexander Hamilton'' (WPG-34) ''' var varðskip af Tressury-gerð sem var í þjónustu bandarísku strandgæslunnar. Skipið var nefnt eftir einum af landsfeðrum og fyrsta fjármálaráðherra Bandaríkjanna, [[Alexander Hamilton]].<ref name="USCG-Hamilton">{{Cite web|url=http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf|title=Alexander Hamilton: WPG-34|date=October 20, 2009|website=[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20170430184610/http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf|archive-date=April 30, 2017|access-date=February 1, 2011}}</ref> Skipinu var sökkt af þýskum kafbát í Faxaflóa í janúar 1942 og var fyrsta skip strandgæslunnar til að vera sökkt í síðari heimsstyrjöldinni.<ref name="USCG-First-Loss">{{Cite web|url=http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp|title=The First Loss: The Sinking of the Alexander Hamilton|last=Browning Jr.|first=Robert M.|date=September 2, 2009|website=[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20120527083909/http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp|archive-date=May 27, 2012|access-date=February 1, 2011}}</ref>
== Saga ==
''Alexander Hamilton'' var smíðaður í New York Navy Yard fyrir bandarísko strandgæsluna.<ref name="USCG-Hamilton/> Kjölurinn var lagður 11. september 1935 og var skipið sjósett þann 6. janúar 1937.<ref name="uBoat">{{Cite web|url=http://www.uboat.net/allies/warships/ship/11068.html|title=USCGC Alexander Hamilton (WPG 34)|last=Helgason|first=Guðmundur|website=German U-boats of WWII|archive-url=https://web.archive.org/web/20100619211751/http://uboat.net/allies/warships/ship/11068.html|archive-date=19 June 2010|access-date=1 February 2011}}</ref> Strandgæslan hafði stytt nafnið í ''Hamilton'' það ár en tóku aftur upp fullt nafn í janúar 1942 eftir beiðni bandaríska sjóhersins til að forðast rugling við tundurspillinn USS ''Hamilton''.<ref name="USCG-First-Loss/>
Þann 29. janúar 1942 varð ''Alexander Hamilton'' fyrir tundurskeytum frá þýska kafbátnum U-132, sem hafði verið að vakta ströndina á Íslandi nálægt [[Reykjavík]].<ref name="USCG-Hamilton"/> Tuttugu menn fórust samstundis og sex seinna af sárum sínum. Eftir að skipinu hvolfdi 30. janúar var björgunartilraunum á því hætt og tundurspillirinn USS ''Ericsson'' sökkti flakinu með þremur fallbyssuskotum um 45 km frá landi.<ref name="USCG-Hamilton" /><ref name="USCG-First-Loss"/>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
== Frekari lesning ==
* {{Cite book|url=https://books.google.com/books?id=-_BNt02kWdIC&dq=Alexander+Hamilton+WPG-34&pg=PA6|title=The United States Coast Guard in World War II: A History of Domestic and Overseas Actions|last=Ostrom|first=Thomas P.|publisher=[[McFarland & Company]]|year=2009|isbn=978-0-7864-4256-0|location=[[Jefferson, North Carolina]]|page=6|oclc=261400318}}
* {{Cite book|url=https://books.google.com/books?id=ey0i37A6YqAC&dq=Alexander+Hamilton+WPG-34&pg=PA83|title=Coast Guard Combat Veterans: Semper Paratus|last=U.S. Coast Guard|publisher=[[Turner Publishing Company]]|year=1994|isbn=978-1-56311-104-4|location=[[Paducah, Kentucky]]|oclc=34202225|author-link=United States Coast Guard}}
== Ytri tenglar ==
* [https://web.archive.org/web/20040229133305/http://www.history.navy.mil/danfs/a6/alexander_hamilton-ii.htm ''Alexander Hamilton''] í Naval Historical Center
* [https://www.history.uscg.mil/Browse-by-Topic/Assets/Water/All/Article/2149667/alexander-hamilton-1937-wpg-34/ USCGC ''Hamilton''] á history.uscg.mil
* [http://www.historycentral.com/NAVY/cutter/AlexanderHamilton2.html USS ''Alexander Hamilton''] á HistoryCentral.com
* [http://vimeo.com/teamblueimmersionfx/odyssey-to-niflheimr-the-world-of-ice Hér má finna myndband af leiðangrinum]
[[Flokkur:Byggt 1937]]
[[Flokkur:Bandarísk herskip]]
[[Flokkur:Herskip í seinni heimsstyrjöldinni]]
au2it1t2uy1cuu4m6ku4uv0brhcme30
1919545
1919544
2025-06-07T09:49:37Z
Alvaldi
71791
Tiltekt, bætti við infobox.
1919545
wikitext
text/x-wiki
{{Skip
|nafn=USCGC ''Alexander Hamilton''
|mynd=USCGC Alexander Hamilton (WPG-34) Dec 1941.jpg
|alt=
|skipstjóri
|útgerð=Bandaríska strandgæslan
|þyngd= 2.350
|lengd= 100
|breidd= 12
|dýpt= 3,81
|vélar=
|hraði= 19
|tegund= [[Varðskip]]
|bygging= New York Navy Yard, Bandaríkin
}}
'''USCGC ''Alexander Hamilton'' (WPG-34) ''' var [[varðskip]] af Tressury-gerð sem var í þjónustu [[Bandaríska strandgæslan|bandarísku strandgæslunnar]]. Skipið var nefnt eftir einum af [[Landsfeður Bandaríkjanna|landsfeðrum]] og fyrsta fjármálaráðherra Bandaríkjanna, [[Alexander Hamilton]].<ref name="USCG-Hamilton">{{Cite web|url=http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf|title=Alexander Hamilton: WPG-34|date=October 20, 2009|website=[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20170430184610/http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf|archive-date=April 30, 2017|access-date=February 1, 2011}}</ref> Skipinu var sökkt af þýskum [[Kafbátur|kafbát]] í [[Faxaflói|Faxaflóa]] í janúar 1942 og var fyrsta skip strandgæslunnar til að vera sökkt í síðari heimsstyrjöldinni.<ref name="USCG-First-Loss">{{Cite web|url=http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp|title=The First Loss: The Sinking of the Alexander Hamilton|last=Browning Jr.|first=Robert M.|date=September 2, 2009|website=[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20120527083909/http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp|archive-date=May 27, 2012|access-date=February 1, 2011}}</ref>
== Saga ==
''Alexander Hamilton'' var smíðaður í New York Navy Yard fyrir bandarísku strandgæsluna.<ref name="USCG-Hamilton/> Kjölurinn var lagður 11. september 1935 og var skipið sjósett þann 6. janúar 1937.<ref name="uBoat">{{Cite web|url=http://www.uboat.net/allies/warships/ship/11068.html|title=USCGC Alexander Hamilton (WPG 34)|last=Helgason|first=Guðmundur|website=German U-boats of WWII|archive-url=https://web.archive.org/web/20100619211751/http://uboat.net/allies/warships/ship/11068.html|archive-date=19 June 2010|access-date=1 February 2011}}</ref> Strandgæslan hafði stytt nafnið í ''Hamilton'' það ár en tóku aftur upp fullt nafn í janúar 1942 eftir beiðni [[Bandaríski sjóherinn|bandaríska sjóhersins]] til að forðast rugling við tundurspillinn USS ''Hamilton''.<ref name="USCG-First-Loss/>
Þann 29. janúar 1942 varð ''Alexander Hamilton'' fyrir tundurskeytum frá [[Þýski kafbáturinn U-132|þýska kafbátnum U-132]], sem hafði verið að vakta strandlengjuna á Íslandi nálægt [[Reykjavík]].<ref name="USCG-Hamilton"/> Tuttugu menn fórust samstundis og sex seinna af sárum sínum. Eftir að skipinu hvolfdi 30. janúar var björgunartilraunum á því hætt og tundurspillirinn USS ''Ericsson'' sökkti flakinu með þremur fallbyssuskotum um 45 km frá landi.<ref name="USCG-Hamilton" /><ref name="USCG-First-Loss"/>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
== Frekari lesning ==
* {{Cite book|url=https://books.google.com/books?id=-_BNt02kWdIC&dq=Alexander+Hamilton+WPG-34&pg=PA6|title=The United States Coast Guard in World War II: A History of Domestic and Overseas Actions|last=Ostrom|first=Thomas P.|publisher=[[McFarland & Company]]|year=2009|isbn=978-0-7864-4256-0|location=[[Jefferson, North Carolina]]|page=6|oclc=261400318}}
* {{Cite book|url=https://books.google.com/books?id=ey0i37A6YqAC&dq=Alexander+Hamilton+WPG-34&pg=PA83|title=Coast Guard Combat Veterans: Semper Paratus|last=U.S. Coast Guard|publisher=[[Turner Publishing Company]]|year=1994|isbn=978-1-56311-104-4|location=[[Paducah, Kentucky]]|oclc=34202225|author-link=United States Coast Guard}}
== Ytri tenglar ==
* [https://web.archive.org/web/20040229133305/http://www.history.navy.mil/danfs/a6/alexander_hamilton-ii.htm ''Alexander Hamilton''] í Naval Historical Center
* [https://www.history.uscg.mil/Browse-by-Topic/Assets/Water/All/Article/2149667/alexander-hamilton-1937-wpg-34/ USCGC ''Hamilton''] á history.uscg.mil
* [http://www.historycentral.com/NAVY/cutter/AlexanderHamilton2.html USS ''Alexander Hamilton''] á HistoryCentral.com
* [http://vimeo.com/teamblueimmersionfx/odyssey-to-niflheimr-the-world-of-ice Hér má finna myndband af leiðangrinum]
[[Flokkur:Byggt 1937]]
[[Flokkur:Bandarísk herskip]]
[[Flokkur:Herskip í seinni heimsstyrjöldinni]]
lpm0nbo5wukfsw5sxnzxpu1xwllq176
1919548
1919545
2025-06-07T09:56:32Z
Alvaldi
71791
1919548
wikitext
text/x-wiki
{{Skip
|nafn=USCGC ''Alexander Hamilton''
|mynd=USCGC Alexander Hamilton (WPG-34) Dec 1941.jpg
|alt=
|skipstjóri
|útgerð=Bandaríska strandgæslan
|þyngd= 2.350
|lengd= 100
|breidd= 12
|dýpt= 3,81
|vélar=
|hraði= 19
|tegund= [[Varðskip]]
|bygging= New York Navy Yard, Bandaríkin
}}
'''USCGC ''Alexander Hamilton'' (WPG-34) ''' var [[varðskip]] af Tressury-gerð sem var í þjónustu [[Bandaríska strandgæslan|bandarísku strandgæslunnar]]. Skipið var nefnt eftir einum af [[Landsfeður Bandaríkjanna|landsfeðrum]] og fyrsta fjármálaráðherra Bandaríkjanna, [[Alexander Hamilton]].<ref name="USCG-Hamilton">{{Cite web|url=http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf|title=Alexander Hamilton: WPG-34|date=October 20, 2009|website=[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20170430184610/http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf|archive-date=April 30, 2017|access-date=February 1, 2011}}</ref> Skipinu var sökkt af þýskum [[Kafbátur|kafbát]] í [[Faxaflói|Faxaflóa]] í janúar 1942 og var fyrsta skip strandgæslunnar til að vera sökkt í síðari heimsstyrjöldinni.<ref name="USCG-First-Loss">{{Cite web|url=http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp|title=The First Loss: The Sinking of the Alexander Hamilton|last=Browning Jr.|first=Robert M.|date=September 2, 2009|website=[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20120527083909/http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp|archive-date=May 27, 2012|access-date=February 1, 2011}}</ref>
== Saga ==
''Alexander Hamilton'' var smíðaður í New York Navy Yard fyrir bandarísku strandgæsluna.<ref name="USCG-Hamilton/> Kjölurinn var lagður 11. september 1935 og var skipið sjósett þann 6. janúar 1937.<ref name="uBoat">{{Cite web|url=http://www.uboat.net/allies/warships/ship/11068.html|title=USCGC Alexander Hamilton (WPG 34)|last=Helgason|first=Guðmundur|website=German U-boats of WWII|archive-url=https://web.archive.org/web/20100619211751/http://uboat.net/allies/warships/ship/11068.html|archive-date=19 June 2010|access-date=1 February 2011}}</ref> Strandgæslan hafði stytt nafnið í ''Hamilton'' það ár en tóku aftur upp fullt nafn í janúar 1942 eftir beiðni [[Bandaríski sjóherinn|bandaríska sjóhersins]] til að forðast rugling við tundurspillinn USS ''Hamilton''.<ref name="USCG-First-Loss/>
Þann 29. janúar 1942 varð ''Alexander Hamilton'' fyrir tundurskeytum frá [[Þýski kafbáturinn U-132|þýska kafbátnum U-132]], sem hafði verið að vakta strandlengjuna á Íslandi nálægt [[Reykjavík]].<ref name="USCG-Hamilton"/> Tuttugu menn fórust samstundis og sex seinna af sárum sínum. Eftir að skipinu hvolfdi 30. janúar var björgunartilraunum á því hætt og tundurspillirinn USS ''Ericsson'' sökkti flakinu með þremur fallbyssuskotum um 45 km frá landi.<ref name="USCG-Hamilton" /><ref name="USCG-First-Loss"/>
==Flak==
Flak skipsins fannst árið 2009 af [[Landhelgisgæsla Íslands|Landhelgisgæslu Íslands]]. Þann 7. júlí það ár varð flugvél landhelgisgæslunnar, ''[[TF-SIF]]'', vör við olíuflekk á Faxaflóa og beindist grunur fljótlega að skipsflaki. Í ágúst fann svo [[Sjómælingabáturinn Baldur|sjómælingabáturinn ''Baldur'']] flakið á um 90 metra dýpi.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20091017535d/fundu-sokkid-herskip-i-faxafloanum|title=Fundu sokkið herskip í Faxaflóanum - Vísir|last=Grettisson|first=Valur|date=2009-08-19|website=visir.is|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
== Frekari lesning ==
* {{Cite book|url=https://books.google.com/books?id=-_BNt02kWdIC&dq=Alexander+Hamilton+WPG-34&pg=PA6|title=The United States Coast Guard in World War II: A History of Domestic and Overseas Actions|last=Ostrom|first=Thomas P.|publisher=[[McFarland & Company]]|year=2009|isbn=978-0-7864-4256-0|location=[[Jefferson, North Carolina]]|page=6|oclc=261400318}}
* {{Cite book|url=https://books.google.com/books?id=ey0i37A6YqAC&dq=Alexander+Hamilton+WPG-34&pg=PA83|title=Coast Guard Combat Veterans: Semper Paratus|last=U.S. Coast Guard|publisher=[[Turner Publishing Company]]|year=1994|isbn=978-1-56311-104-4|location=[[Paducah, Kentucky]]|oclc=34202225|author-link=United States Coast Guard}}
== Ytri tenglar ==
* [https://web.archive.org/web/20040229133305/http://www.history.navy.mil/danfs/a6/alexander_hamilton-ii.htm ''Alexander Hamilton''] í Naval Historical Center
* [https://www.history.uscg.mil/Browse-by-Topic/Assets/Water/All/Article/2149667/alexander-hamilton-1937-wpg-34/ USCGC ''Hamilton''] á history.uscg.mil
* [http://www.historycentral.com/NAVY/cutter/AlexanderHamilton2.html USS ''Alexander Hamilton''] á HistoryCentral.com
* [http://vimeo.com/teamblueimmersionfx/odyssey-to-niflheimr-the-world-of-ice Hér má finna myndband af leiðangrinum]
[[Flokkur:Byggt 1937]]
[[Flokkur:Bandarísk herskip]]
[[Flokkur:Herskip í seinni heimsstyrjöldinni]]
s20ontwkmumc84clk42k3p803s0178i
1919549
1919548
2025-06-07T09:57:02Z
Alvaldi
71791
1919549
wikitext
text/x-wiki
{{Skip
|nafn=USCGC ''Alexander Hamilton''
|mynd=USCGC Alexander Hamilton (WPG-34) Dec 1941.jpg
|alt=
|skipstjóri
|útgerð=Bandaríska strandgæslan
|þyngd= 2.350
|lengd= 100
|breidd= 12
|dýpt= 3,81
|vélar=
|hraði= 19
|tegund= [[Varðskip]]
|bygging= New York Navy Yard, Bandaríkin
}}
'''USCGC ''Alexander Hamilton'' (WPG-34) ''' var [[varðskip]] af Tressury-gerð sem var í þjónustu [[Bandaríska strandgæslan|bandarísku strandgæslunnar]]. Skipið var nefnt eftir einum af [[Landsfeður Bandaríkjanna|landsfeðrum]] og fyrsta fjármálaráðherra Bandaríkjanna, [[Alexander Hamilton]].<ref name="USCG-Hamilton">{{Cite web|url=http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf|title=Alexander Hamilton: WPG-34|date=October 20, 2009|website=[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20170430184610/http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf|archive-date=April 30, 2017|access-date=February 1, 2011}}</ref> Skipinu var sökkt af þýskum [[Kafbátur|kafbát]] í [[Faxaflói|Faxaflóa]] í janúar 1942 og var fyrsta skip strandgæslunnar til að vera sökkt í síðari heimsstyrjöldinni.<ref name="USCG-First-Loss">{{Cite web|url=http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp|title=The First Loss: The Sinking of the Alexander Hamilton|last=Browning Jr.|first=Robert M.|date=September 2, 2009|website=[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20120527083909/http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp|archive-date=May 27, 2012|access-date=February 1, 2011}}</ref>
== Saga ==
''Alexander Hamilton'' var smíðaður í New York Navy Yard fyrir bandarísku strandgæsluna.<ref name="USCG-Hamilton/> Kjölurinn var lagður 11. september 1935 og var skipið sjósett þann 6. janúar 1937.<ref name="uBoat">{{Cite web|url=http://www.uboat.net/allies/warships/ship/11068.html|title=USCGC Alexander Hamilton (WPG 34)|last=Helgason|first=Guðmundur|website=German U-boats of WWII|archive-url=https://web.archive.org/web/20100619211751/http://uboat.net/allies/warships/ship/11068.html|archive-date=19 June 2010|access-date=1 February 2011}}</ref> Strandgæslan hafði stytt nafnið í ''Hamilton'' það ár en tóku aftur upp fullt nafn í janúar 1942 eftir beiðni [[Bandaríski sjóherinn|bandaríska sjóhersins]] til að forðast rugling við tundurspillinn USS ''Hamilton''.<ref name="USCG-First-Loss/>
Þann 29. janúar 1942 varð ''Alexander Hamilton'' fyrir tundurskeytum frá [[Þýski kafbáturinn U-132|þýska kafbátnum U-132]], sem hafði verið að vakta strandlengjuna á Íslandi nálægt [[Reykjavík]].<ref name="USCG-Hamilton"/> Tuttugu menn fórust samstundis og sex seinna af sárum sínum. Eftir að skipinu hvolfdi 30. janúar var björgunartilraunum á því hætt og tundurspillirinn USS ''Ericsson'' sökkti flakinu með þremur fallbyssuskotum um 45 km frá landi.<ref name="USCG-Hamilton" /><ref name="USCG-First-Loss"/>
==Flak==
Flak skipsins fannst árið 2009 af [[Landhelgisgæsla Íslands|Landhelgisgæslu Íslands]]. Þann 7. júlí það ár varð flugvél landhelgisgæslunnar, ''[[TF-SIF]]'', vör við olíuflekk á Faxaflóa og beindist grunur fljótlega að skipsflaki. Í ágúst fann svo [[Sjómælingabáturinn Baldur|sjómælingabáturinn ''Baldur'']] flakið á um 90 metra dýpi.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20091017535d/fundu-sokkid-herskip-i-faxafloanum|title=Fundu sokkið herskip í Faxaflóanum - Vísir|last=Grettisson|first=Valur|date=2009-08-19|website=visir.is|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
== Frekari lesning ==
* {{Cite book|url=https://books.google.com/books?id=-_BNt02kWdIC&dq=Alexander+Hamilton+WPG-34&pg=PA6|title=The United States Coast Guard in World War II: A History of Domestic and Overseas Actions|last=Ostrom|first=Thomas P.|publisher=[[McFarland & Company]]|year=2009|isbn=978-0-7864-4256-0|location=[[Jefferson, North Carolina]]|page=6|oclc=261400318}}
* {{Cite book|url=https://books.google.com/books?id=ey0i37A6YqAC&dq=Alexander+Hamilton+WPG-34&pg=PA83|title=Coast Guard Combat Veterans: Semper Paratus|last=U.S. Coast Guard|publisher=[[Turner Publishing Company]]|year=1994|isbn=978-1-56311-104-4|location=[[Paducah, Kentucky]]|oclc=34202225|author-link=United States Coast Guard}}
== Ytri tenglar ==
* [https://web.archive.org/web/20040229133305/http://www.history.navy.mil/danfs/a6/alexander_hamilton-ii.htm ''Alexander Hamilton''] í Naval Historical Center
* [https://www.history.uscg.mil/Browse-by-Topic/Assets/Water/All/Article/2149667/alexander-hamilton-1937-wpg-34/ USCGC ''Hamilton''] á history.uscg.mil
* [http://www.historycentral.com/NAVY/cutter/AlexanderHamilton2.html USS ''Alexander Hamilton''] á HistoryCentral.com
* [http://vimeo.com/teamblueimmersionfx/odyssey-to-niflheimr-the-world-of-ice Hér má finna myndband af leiðangrinum]
[[Flokkur:Byggt 1937]]
[[Flokkur:Bandarísk herskip]]
[[Flokkur:Herskip í seinni heimsstyrjöldinni]]
[[Flokkur:Varðskip]]
sdh47t2m2l0eftlx0nzk7n3g8eydgnv
1919551
1919549
2025-06-07T09:58:10Z
Alvaldi
71791
1919551
wikitext
text/x-wiki
{{Skip
|nafn=USCGC ''Alexander Hamilton''
|mynd=USCGC Alexander Hamilton (WPG-34) Dec 1941.jpg
|alt=
|skipstjóri
|útgerð=Bandaríska strandgæslan
|þyngd= 2.350
|lengd= 100
|breidd= 12
|dýpt= 3,81
|vélar=
|hraði= 19
|tegund= [[Varðskip]]
|bygging= New York Navy Yard, Bandaríkin
}}
'''USCGC ''Alexander Hamilton'' (WPG-34) ''' var [[varðskip]] af Tressury-gerð sem var í þjónustu [[Bandaríska strandgæslan|bandarísku strandgæslunnar]]. Skipið var nefnt eftir einum af [[Landsfeður Bandaríkjanna|landsfeðrum]] og fyrsta fjármálaráðherra Bandaríkjanna, [[Alexander Hamilton]].<ref name="USCG-Hamilton">{{Cite web|url=http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf|title=Alexander Hamilton: WPG-34|date=October 20, 2009|website=[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20170430184610/http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf|archive-date=April 30, 2017|access-date=February 1, 2011}}</ref> Skipinu var sökkt af þýskum [[Kafbátur|kafbát]] í [[Faxaflói|Faxaflóa]] í janúar 1942 og var fyrsta skip strandgæslunnar til að vera sökkt í síðari heimsstyrjöldinni.<ref name="USCG-First-Loss">{{Cite web|url=http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp|title=The First Loss: The Sinking of the Alexander Hamilton|last=Browning Jr.|first=Robert M.|date=September 2, 2009|website=[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20120527083909/http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp|archive-date=May 27, 2012|access-date=February 1, 2011}}</ref>
== Saga ==
''Alexander Hamilton'' var smíðaður í New York Navy Yard fyrir bandarísku strandgæsluna.<ref name="USCG-Hamilton/> Kjölurinn var lagður 11. september 1935 og var skipið sjósett þann 6. janúar 1937.<ref name="uBoat">{{Cite web|url=http://www.uboat.net/allies/warships/ship/11068.html|title=USCGC Alexander Hamilton (WPG 34)|last=Helgason|first=Guðmundur|website=German U-boats of WWII|archive-url=https://web.archive.org/web/20100619211751/http://uboat.net/allies/warships/ship/11068.html|archive-date=19 June 2010|access-date=1 February 2011}}</ref> Strandgæslan hafði stytt nafnið í ''Hamilton'' það ár en tóku aftur upp fullt nafn í janúar 1942 eftir beiðni [[Bandaríski sjóherinn|bandaríska sjóhersins]] til að forðast rugling við tundurspillinn USS ''Hamilton''.<ref name="USCG-First-Loss/>
Þann 29. janúar 1942 varð ''Alexander Hamilton'' fyrir tundurskeytum frá [[Þýski kafbáturinn U-132|þýska kafbátnum U-132]], sem hafði verið að vakta strandlengjuna á Íslandi nálægt [[Reykjavík]].<ref name="USCG-Hamilton"/> Tuttugu menn fórust samstundis og sex seinna af sárum sínum. Eftir að skipinu hvolfdi 30. janúar var björgunartilraunum á því hætt og tundurspillirinn USS ''Ericsson'' sökkti flakinu með þremur fallbyssuskotum um 45 km frá landi.<ref name="USCG-Hamilton" /><ref name="USCG-First-Loss"/>
==Flak==
Flak skipsins fannst árið 2009 af [[Landhelgisgæsla Íslands|Landhelgisgæslu Íslands]]. Þann 7. júlí það ár varð flugvél landhelgisgæslunnar, ''[[TF-SIF]]'', vör við olíuflekk á Faxaflóa og beindist grunur fljótlega að skipsflaki. Í ágúst fann svo [[Sjómælingabáturinn Baldur|sjómælingabáturinn ''Baldur'']] flakið á um 90 metra dýpi.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20091017535d/fundu-sokkid-herskip-i-faxafloanum|title=Fundu sokkið herskip í Faxaflóanum - Vísir|last=Grettisson|first=Valur|date=2009-08-19|website=visir.is|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
== Frekari lesning ==
* {{Cite book|url=https://books.google.com/books?id=-_BNt02kWdIC&dq=Alexander+Hamilton+WPG-34&pg=PA6|title=The United States Coast Guard in World War II: A History of Domestic and Overseas Actions|last=Ostrom|first=Thomas P.|publisher=[[McFarland & Company]]|year=2009|isbn=978-0-7864-4256-0|location=[[Jefferson, North Carolina]]|page=6|oclc=261400318}}
* {{Cite book|url=https://books.google.com/books?id=ey0i37A6YqAC&dq=Alexander+Hamilton+WPG-34&pg=PA83|title=Coast Guard Combat Veterans: Semper Paratus|last=U.S. Coast Guard|publisher=[[Turner Publishing Company]]|year=1994|isbn=978-1-56311-104-4|location=[[Paducah, Kentucky]]|oclc=34202225|author-link=United States Coast Guard}}
== Ytri tenglar ==
* [https://web.archive.org/web/20040229133305/http://www.history.navy.mil/danfs/a6/alexander_hamilton-ii.htm ''Alexander Hamilton''] í Naval Historical Center
* [https://www.history.uscg.mil/Browse-by-Topic/Assets/Water/All/Article/2149667/alexander-hamilton-1937-wpg-34/ USCGC ''Hamilton''] á history.uscg.mil
* [http://www.historycentral.com/NAVY/cutter/AlexanderHamilton2.html USS ''Alexander Hamilton''] á HistoryCentral.com
* [http://vimeo.com/teamblueimmersionfx/odyssey-to-niflheimr-the-world-of-ice Hér má finna myndband af leiðangrinum]
[[Flokkur:Byggt 1937]]
[[Flokkur:Bandarísk herskip]]
[[Flokkur:Bandarísk varðskip]]
[[Flokkur:Herskip í seinni heimsstyrjöldinni]]
1hnoyojc4owmkio0j9ynk0yq7d55mpa
1919552
1919551
2025-06-07T09:58:58Z
Alvaldi
71791
Réttara að kalla þetta strandgæsluskip
1919552
wikitext
text/x-wiki
{{Skip
|nafn=USCGC ''Alexander Hamilton''
|mynd=USCGC Alexander Hamilton (WPG-34) Dec 1941.jpg
|alt=
|skipstjóri
|útgerð=Bandaríska strandgæslan
|þyngd= 2.350
|lengd= 100
|breidd= 12
|dýpt= 3,81
|vélar=
|hraði= 19
|tegund= [[Varðskip|Strandgæsluskip]]
|bygging= New York Navy Yard, Bandaríkin
}}
'''USCGC ''Alexander Hamilton'' (WPG-34) ''' var [[Varðskip|strandgæsluskip]] af Tressury-gerð sem var í þjónustu [[Bandaríska strandgæslan|bandarísku strandgæslunnar]]. Skipið var nefnt eftir einum af [[Landsfeður Bandaríkjanna|landsfeðrum]] og fyrsta fjármálaráðherra Bandaríkjanna, [[Alexander Hamilton]].<ref name="USCG-Hamilton">{{Cite web|url=http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf|title=Alexander Hamilton: WPG-34|date=October 20, 2009|website=[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20170430184610/http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf|archive-date=April 30, 2017|access-date=February 1, 2011}}</ref> Skipinu var sökkt af þýskum [[Kafbátur|kafbát]] í [[Faxaflói|Faxaflóa]] í janúar 1942 og var fyrsta skip strandgæslunnar til að vera sökkt í síðari heimsstyrjöldinni.<ref name="USCG-First-Loss">{{Cite web|url=http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp|title=The First Loss: The Sinking of the Alexander Hamilton|last=Browning Jr.|first=Robert M.|date=September 2, 2009|website=[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20120527083909/http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp|archive-date=May 27, 2012|access-date=February 1, 2011}}</ref>
== Saga ==
''Alexander Hamilton'' var smíðaður í New York Navy Yard fyrir bandarísku strandgæsluna.<ref name="USCG-Hamilton/> Kjölurinn var lagður 11. september 1935 og var skipið sjósett þann 6. janúar 1937.<ref name="uBoat">{{Cite web|url=http://www.uboat.net/allies/warships/ship/11068.html|title=USCGC Alexander Hamilton (WPG 34)|last=Helgason|first=Guðmundur|website=German U-boats of WWII|archive-url=https://web.archive.org/web/20100619211751/http://uboat.net/allies/warships/ship/11068.html|archive-date=19 June 2010|access-date=1 February 2011}}</ref> Strandgæslan hafði stytt nafnið í ''Hamilton'' það ár en tóku aftur upp fullt nafn í janúar 1942 eftir beiðni [[Bandaríski sjóherinn|bandaríska sjóhersins]] til að forðast rugling við tundurspillinn USS ''Hamilton''.<ref name="USCG-First-Loss/>
Þann 29. janúar 1942 varð ''Alexander Hamilton'' fyrir tundurskeytum frá [[Þýski kafbáturinn U-132|þýska kafbátnum U-132]], sem hafði verið að vakta strandlengjuna á Íslandi nálægt [[Reykjavík]].<ref name="USCG-Hamilton"/> Tuttugu menn fórust samstundis og sex seinna af sárum sínum. Eftir að skipinu hvolfdi 30. janúar var björgunartilraunum á því hætt og tundurspillirinn USS ''Ericsson'' sökkti flakinu með þremur fallbyssuskotum um 45 km frá landi.<ref name="USCG-Hamilton" /><ref name="USCG-First-Loss"/>
==Flak==
Flak skipsins fannst árið 2009 af [[Landhelgisgæsla Íslands|Landhelgisgæslu Íslands]]. Þann 7. júlí það ár varð flugvél landhelgisgæslunnar, ''[[TF-SIF]]'', vör við olíuflekk á Faxaflóa og beindist grunur fljótlega að skipsflaki. Í ágúst fann svo [[Sjómælingabáturinn Baldur|sjómælingabáturinn ''Baldur'']] flakið á um 90 metra dýpi.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20091017535d/fundu-sokkid-herskip-i-faxafloanum|title=Fundu sokkið herskip í Faxaflóanum - Vísir|last=Grettisson|first=Valur|date=2009-08-19|website=visir.is|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
== Frekari lesning ==
* {{Cite book|url=https://books.google.com/books?id=-_BNt02kWdIC&dq=Alexander+Hamilton+WPG-34&pg=PA6|title=The United States Coast Guard in World War II: A History of Domestic and Overseas Actions|last=Ostrom|first=Thomas P.|publisher=[[McFarland & Company]]|year=2009|isbn=978-0-7864-4256-0|location=[[Jefferson, North Carolina]]|page=6|oclc=261400318}}
* {{Cite book|url=https://books.google.com/books?id=ey0i37A6YqAC&dq=Alexander+Hamilton+WPG-34&pg=PA83|title=Coast Guard Combat Veterans: Semper Paratus|last=U.S. Coast Guard|publisher=[[Turner Publishing Company]]|year=1994|isbn=978-1-56311-104-4|location=[[Paducah, Kentucky]]|oclc=34202225|author-link=United States Coast Guard}}
== Ytri tenglar ==
* [https://web.archive.org/web/20040229133305/http://www.history.navy.mil/danfs/a6/alexander_hamilton-ii.htm ''Alexander Hamilton''] í Naval Historical Center
* [https://www.history.uscg.mil/Browse-by-Topic/Assets/Water/All/Article/2149667/alexander-hamilton-1937-wpg-34/ USCGC ''Hamilton''] á history.uscg.mil
* [http://www.historycentral.com/NAVY/cutter/AlexanderHamilton2.html USS ''Alexander Hamilton''] á HistoryCentral.com
* [http://vimeo.com/teamblueimmersionfx/odyssey-to-niflheimr-the-world-of-ice Hér má finna myndband af leiðangrinum]
[[Flokkur:Byggt 1937]]
[[Flokkur:Bandarísk herskip]]
[[Flokkur:Bandarísk varðskip]]
[[Flokkur:Herskip í seinni heimsstyrjöldinni]]
av2ov3n7r7jykl9obdtj865l8p4lxrv
1919556
1919552
2025-06-07T10:05:34Z
Alvaldi
71791
1919556
wikitext
text/x-wiki
{{Skip
|nafn=USCGC ''Alexander Hamilton''
|mynd=USCGC Alexander Hamilton (WPG-34) Dec 1941.jpg
|alt=
|skipstjóri
|útgerð=Bandaríska strandgæslan
|þyngd= 2.350
|lengd= 100
|breidd= 12
|dýpt= 3,81
|vélar=
|hraði= 19
|tegund= [[Varðskip|Strandgæsluskip]]
|bygging= New York Navy Yard, Bandaríkin
}}
'''USCGC ''Alexander Hamilton'' (WPG-34) ''' var [[Varðskip|strandgæsluskip]] af Tressury-gerð sem var í þjónustu [[Bandaríska strandgæslan|bandarísku strandgæslunnar]]. Skipið var nefnt eftir einum af [[Landsfeður Bandaríkjanna|landsfeðrum]] og fyrsta fjármálaráðherra Bandaríkjanna, [[Alexander Hamilton]].<ref name="USCG-Hamilton">{{Cite web|url=http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf|title=Alexander Hamilton: WPG-34|date=October 20, 2009|website=[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20170430184610/http://www.uscg.mil/history/webcutters/AlexanderHamilton1937.pdf|archive-date=April 30, 2017|access-date=February 1, 2011}}</ref> Skipinu var sökkt af þýskum [[Kafbátur|kafbát]] í [[Faxaflói|Faxaflóa]] í janúar 1942 og var fyrsta skip strandgæslunnar til að vera sökkt í síðari heimsstyrjöldinni.<ref name="USCG-First-Loss">{{Cite web|url=http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp|title=The First Loss: The Sinking of the Alexander Hamilton|last=Browning Jr.|first=Robert M.|date=September 2, 2009|website=[[United States Coast Guard|U.S. Coast Guard]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20120527083909/http://www.uscg.mil/history/articles/Hamiltonsinking.asp|archive-date=May 27, 2012|access-date=February 1, 2011}}</ref>
== Saga ==
''Alexander Hamilton'' var smíðaður í New York Navy Yard fyrir bandarísku strandgæsluna.<ref name="USCG-Hamilton/> Kjölurinn var lagður 11. september 1935 og var skipið sjósett þann 6. janúar 1937.<ref name="uBoat">{{Cite web|url=http://www.uboat.net/allies/warships/ship/11068.html|title=USCGC Alexander Hamilton (WPG 34)|last=Helgason|first=Guðmundur|website=German U-boats of WWII|archive-url=https://web.archive.org/web/20100619211751/http://uboat.net/allies/warships/ship/11068.html|archive-date=19 June 2010|access-date=1 February 2011}}</ref> Strandgæslan hafði stytt nafnið í ''Hamilton'' það ár en tóku aftur upp fullt nafn í janúar 1942 eftir beiðni [[Bandaríski sjóherinn|bandaríska sjóhersins]] til að forðast rugling við tundurspillinn USS ''Hamilton''.<ref name="USCG-First-Loss/>
Þann 29. janúar 1942 varð ''Alexander Hamilton'' fyrir tundurskeytum frá [[Þýski kafbáturinn U-132|þýska kafbátnum U-132]], sem hafði verið að vakta strandlengjuna á Íslandi nálægt [[Reykjavík]].<ref name="USCG-Hamilton"/> Tuttugu menn fórust samstundis og sex seinna af sárum sínum. Eftir að skipinu hvolfdi 30. janúar var björgunartilraunum á því hætt og tundurspillirinn USS ''Ericsson'' sökkti flakinu með þremur fallbyssuskotum um 45 km frá landi.<ref name="USCG-Hamilton" /><ref name="USCG-First-Loss"/>
==Flak==
Flak skipsins fannst árið 2009 af [[Landhelgisgæsla Íslands|Landhelgisgæslu Íslands]]. Þann 7. júlí það ár varð flugvél landhelgisgæslunnar, ''[[TF-SIF]]'', vör við olíuflekk á Faxaflóa og beindist grunur fljótlega að skipsflaki. Í ágúst fann svo [[Sjómælingabáturinn Baldur|sjómælingabáturinn ''Baldur'']] flakið á um 90 metra dýpi.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20091017535d/fundu-sokkid-herskip-i-faxafloanum|title=Fundu sokkið herskip í Faxaflóanum - Vísir|last=Grettisson|first=Valur|date=2009-08-19|website=visir.is|language=is|access-date=2025-06-07}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
== Frekari lesning ==
* {{Cite book|url=https://books.google.com/books?id=-_BNt02kWdIC&dq=Alexander+Hamilton+WPG-34&pg=PA6|title=The United States Coast Guard in World War II: A History of Domestic and Overseas Actions|last=Ostrom|first=Thomas P.|publisher=[[McFarland & Company]]|year=2009|isbn=978-0-7864-4256-0|location=[[Jefferson, North Carolina]]|page=6|oclc=261400318}}
* {{Cite book|url=https://books.google.com/books?id=ey0i37A6YqAC&dq=Alexander+Hamilton+WPG-34&pg=PA83|title=Coast Guard Combat Veterans: Semper Paratus|last=U.S. Coast Guard|publisher=[[Turner Publishing Company]]|year=1994|isbn=978-1-56311-104-4|location=[[Paducah, Kentucky]]|oclc=34202225|author-link=United States Coast Guard}}
== Ytri tenglar ==
* [https://web.archive.org/web/20040229133305/http://www.history.navy.mil/danfs/a6/alexander_hamilton-ii.htm ''Alexander Hamilton''] í Naval Historical Center
* [https://www.history.uscg.mil/Browse-by-Topic/Assets/Water/All/Article/2149667/alexander-hamilton-1937-wpg-34/ USCGC ''Hamilton''] á history.uscg.mil
* [http://www.historycentral.com/NAVY/cutter/AlexanderHamilton2.html USS ''Alexander Hamilton''] á HistoryCentral.com
* [http://vimeo.com/teamblueimmersionfx/odyssey-to-niflheimr-the-world-of-ice Hér má finna myndband af leiðangrinum]
[[Flokkur:Byggt 1937]]
[[Flokkur:Bandarísk herskip]]
[[Flokkur:Bandarísk varðskip]]
[[Flokkur:Herskip í seinni heimsstyrjöldinni]]
[[Flokkur:Skipsflök við Ísland]]
4z2y1t50u6h5t5xen671q25h66fryhq
Flokkur:Bandarísk varðskip
14
186605
1919550
2025-06-07T09:57:46Z
Alvaldi
71791
Bjó til síðu með „[[Flokkur:Bandarísk skip]] [[Flokkur:Varðskip]]“
1919550
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Bandarísk skip]]
[[Flokkur:Varðskip]]
rvzg3b6s4lo0q9282p1e7j6ho0nvzz1
Flokkur:Skipsflök við Ísland
14
186607
1919555
2025-06-07T10:04:17Z
Alvaldi
71791
Bjó til síðu með „[[Flokkur:Skip]]“
1919555
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Skip]]
iw8wvsa5s2r5e5j2ubaee257v0bix65