Wikipedia
iswiki
https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a
MediaWiki 1.45.0-wmf.5
first-letter
Miðill
Kerfissíða
Spjall
Notandi
Notandaspjall
Wikipedia
Wikipediaspjall
Mynd
Myndaspjall
Melding
Meldingarspjall
Snið
Sniðaspjall
Hjálp
Hjálparspjall
Flokkur
Flokkaspjall
Gátt
Gáttaspjall
TimedText
TimedText talk
Module
Module talk
2000
0
1006
1920778
1874687
2025-06-18T10:11:14Z
Berserkur
10188
/* Febrúar */
1920778
wikitext
text/x-wiki
{{Ár nav}}
'''2000''' ('''MM''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) var síðasta [[ár]] [[20. öldin|20. aldar]] og [[hlaupár]] sem hófst á laugardegi samkvæmt [[Gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]].
Árið var útnefnt [[Alþjóðlegt ár friðarmenningar]] og [[Alþjóðlegt ár stærðfræðinnar]].
Þetta var ár [[2000-vandinn|2000-vandans]] þar sem sumir bjuggust við því að tölvukerfi hættu að virka þar sem eldri tölvur gerðu ekki ráð fyrir hærri ártölum en 1999 en afar fá slík vandamál komu upp þegar árið gekk í garð.
== Atburðir ==
===Janúar===
[[Mynd:Celia_la_%C3%BAltima_bucardo.JPG|thumb|right|Síðasti villti pýreneaíbexinn uppstoppaður.]]
* [[1. janúar]] - Stjórnarskrárbundin tengsl [[Sænska kirkjan|Sænsku kirkjunnar]] við sænska ríkið voru rofin.
* [[1. janúar]] - Kvikmyndin ''[[Englar alheimsins (kvikmynd)|Englar alheimsins]]'' var frumsýnd á Íslandi.
* [[1. janúar]] - [[Finnur Ingólfsson]] var skipaður seðlabankastjóri.
* [[1. janúar]] - Tónverkið ''[[Longplayer]]'' hóf að spila.
* [[3. janúar]] - Sjónvarpsþátturinn ''[[Kastljós (dægurmálaþáttur)|Kastljós]]'' hóf göngu sína í [[íslenska ríkissjónvarpið|íslenska ríkissjónvarpinu]].
* [[4. janúar]] - 19 létust í [[Åsta-lestarslysið|Åsta-lestarslysinu]] í Noregi.
* [[5. janúar]] - [[Ráðstefna Al-Kaída í Kúala Lúmpúr]] hófst í Malasíu.
* [[6. janúar]] - Síðasti villti [[pýreneaíbex]]inn fannst dauður.
* [[10. janúar]] - [[America Online]] keypti [[Time Warner]] fyrir 162 milljarða bandaríkjadala. Þetta var stærsti fyrirtækjasamruni sögunnar á þeim tíma.
* [[14. janúar]] - Hæsta skráning [[Dow Jones vísitalan|Dow Jones vísitölunnar]] var við lokun; 11.722,98 stig, á hátindi [[Netbólan|Netbólunnar]].
* [[14. janúar]] - Dómstóll á vegum Sameinuðu þjóðanna dæmdi 5 [[Bosníukróatar|Bosníukróata]] í 25 ára fangelsi fyrir morð á yfir 100 Bosníumúslimum.
* [[24. janúar]] - Skæruliðahreyfingin [[Her guðs]] tók 700 gísla á sjúkrahúsi í Taílandi.
* [[29. janúar]] - [[Vísindavefurinn]] var formlega opnaður af [[forseti Íslands|forseta Íslands]].
* [[30. janúar]] - 169 fórust þegar [[Kenya Airways flug 431]] hrapaði í Atlantshafið.
* [[31. janúar]] - 88 fórust þegar [[Alaska Airlines flug 261]] hrapaði í Kyrrahaf.
===Febrúar===
[[Mynd:An_MH-53M_Pave_Low_IV_helicopter_approaches_the_refueling_basket_of_an_MC-130P_Combat_Shadow.jpg|thumb|right|Bandarísk herþyrla flýgur yfir flóðasvæði í Mósambík.]]
* [[1. febrúar]] - [[35 tíma vinnuvika]] var leidd í lög í Frakklandi.
* [[4. febrúar]] - Þýski hermdarverkamaðurinn [[Klaus-Peter Sabotta]] var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir skemmdarverk og fjárkúgun.
* [[6. febrúar]] - [[Tarja Halonen]] var kjörin forseti Finnlands.
* [[7. febrúar]] - [[Stipe Mesić]] var kjörinn forseti Króatíu.
* [[9. febrúar]] - Steypiregn í Afríku leiddu til verstu flóða í [[Mósambík]] í 50 ár og dauða 800 manna.
* [[13. febrúar]] - Síðasta myndasagan um ''[[Smáfólkið]]'' kom út, en höfundur hennar, [[Charles M. Schulz]], lést daginn áður.
* [[17. febrúar]] - Microsoft gaf út [[Windows 2000]].
* [[21. febrúar]] - [[Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn]] var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn.
* [[26. febrúar]] - [[Heklugos árið 2000|Eldgos hófst í Heklu]]. Það stóð í ellefu daga.
* [[29. febrúar]] - [[Hlaupársdagur|Hlaupársdag]] bar upp á aldarári í fyrsta sinn frá árinu [[1600]].
===Mars===
[[Mynd:Sony-PlayStation-2-30001-wController-L.jpg|thumb|right|PlayStation 2]]
* [[1. mars]] - [[Jorge Batlle]] var kosinn forseti í Úrúgvæ.
* [[1. mars]] - Ný [[stjórnarskrá Finnlands|stjórnarskrá]] tók gildi í Finnlandi.
* [[4. mars]] - [[PlayStation 2]] kom fyrst út í [[Japan]].
* [[8. mars]] - [[Naka-Meguro-lestarslysið]] átti sér stað í Japan. Tvær neðanjarðarlestar í Tókýó rákust á sem leiddi til dauða 5 manna.
* [[10. mars]] - Íslenska kvikmyndin ''[[Fíaskó]]'' var frumsýnd.
* [[10. mars]] - [[NASDAQ]]-vísitalan náði 5.048 stigum á hátindi [[Netbólan|Netbólunnar]].
* [[13. mars]] - [[Bandaríkjadalur]] varð opinber gjaldmiðill í [[Ekvador]].
* [[13. mars]] - [[José María Aznar]] sigraði þingkosningar á Spáni.
* [[20. mars]] - [[Jamil Abdullah Al-Amin]], fyrrum meðlimur [[Svörtu hlébarðarnir|Svörtu hlébarðanna]], var handtekinn eftir skotbardaga sem leiddi til dauða eins lögreglumanns.
* [[26. mars]] - [[Vladímír Pútín]] var kosinn forseti [[Rússland]]s.
===Apríl===
[[Mynd:Red_bandanas,_goggles,_gasmask.jpg|thumb|right|Mótmæli í Washington D.C.]]
* [[1. apríl]] - Siglingamiðstöðin [[Weymouth and Portland National Sailing Academy]] var opnuð.
* [[3. apríl]] - ''[[Bandaríkin gegn Microsoft]]'': Tölvufyrirtækið [[Microsoft]] var sótt til saka vegna ásakana um samkeppnishamlandi aðgerðir.
* [[5. apríl]] - [[Mori Yoshiro]] tók við sem forsætisráðherra [[Japan]]s.
* [[9. apríl]] - Sænska nunnan [[Elisabeth Hesselblad]] var lýst sæl af kaþólsku kirkjunni.
* [[15. apríl]] - „Leyniskápurinn“ með erótískum minjum frá [[Pompeii]] og [[Herculaneum]] var opnaður í [[Minjasafn Napólí|Minjasafni Napólí]] eftir aldalanga lokun.
* [[16. apríl]] - Mótmæli gegn [[hnattvæðing]]u fóru fram í [[Washington D.C.]]
* [[19. apríl]] - Nýtt húsnæði [[Listasafn Íslands|Listasafns Íslands]] var opnað í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.
* [[22. apríl]] - Alríkislögreglumenn tóku [[Elian Gonzalez]] frá ættingjum í [[Miami]], [[Flórída]].
* [[30. apríl]] - [[Faustina Kowalska]] var lýst dýrlingur í kaþólsku kirkjunni.
===Maí===
[[Mynd:Tate_Modern_viewed_from_Thames_Pleasure_Boat_-_geograph.org.uk_-_307445.jpg|thumb|right|Tate Modern í London.]]
* [[2. maí]] - [[GPS]]-kerfið var opnað að fullu fyrir almenna notendur.
* [[3. maí]] - Fyrsti [[Geocaching]]-leikurinn fór fram.
* [[4. maí]] - Tölvuvírusinn [[ILOVEYOU]] breiddist hratt um heiminn.
* [[4. maí]] - 54 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir [[Banggai]] í Indónesíu.
* [[5. maí]] - Sjaldgæf samstaða sjö himintungla, [[Sólin|Sólarinnar]], [[Tunglið|Tunglsins]] og reikistjarnanna frá [[Merkúr (reikistjarna)|Merkúr]] til [[Satúrnus (reikistjarna)|Satúrnusar]], átti sér stað á nýju Tungli.
* [[5. maí|5.]] - [[6. maí]] - Stofnfundur [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] var haldinn.
* [[12. maí]] - Listasafnið [[Tate Modern]] var opnað í London.
* [[13. maí]] - [[Olsen-bræður]] unnu [[Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2000]]. [[Einar Ágúst & Telma]] fluttu lagið „[[Tell Me!]]“ fyrir Íslands hönd.
* [[13. maí]] - 23 létust þegar sprenging varð í flugeldaverksmiðju í [[Enschede]] í Hollandi.
* [[15. maí]] - [[Fjárfestingabanki atvinnulífsins]] rann saman við [[Íslandsbanki|Íslandsbanka]].
* [[16. maí]] - [[Landspítali]] varð til við samruna Landspítalans og [[Borgarspítalinn|Borgarspítalans]].
* [[16. maí]] - [[Ahmet Necdet Sezer]] var kjörinn forseti Tyrklands.
* [[19. maí]] - [[Baneheia-málið]] í Noregi: Tveimur ungum stúlkum var nauðgað og þær myrtar í [[Kristiansand]].
* [[25. maí]] - [[Ísrael]] dró herlið sitt frá [[Líbanon]] eftir 22 ára hersetu.
===Júní===
[[Mynd:Expo_2000_Hannover,_Platz_der_Weltausstellung,_gesehen_vom_Balkon_vom_Mäntelhaus_Kaiser_an_der_Kreuzung_der_Karmarschstraße_mit_der_Osterstraße.jpg|thumb|right|Heimssýningin í Hannóver.]]
* [[1. júní]] - Heimssýningin [[Expo 2000]] hófst í Hannóver í Þýskalandi.
* [[1. júní]] - Íslenska kvikmyndin ''[[101 Reykjavík (kvikmynd)|101 Reykjavík]]'' var frumsýnd.
* [[4. júní]] - Yfir 100 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir [[Súmatra|Súmötru]].
* [[5. júní]] - Stuttmyndin ''[[405 The Movie]]'' var sett í dreifingu á Internetinu.
* [[13. júní]] - Forseti Suður-Kóreu, [[Kim Dae-jung]], heimsótti Norður-Kóreu.
* [[17. júní|17.]] og [[21. júní]] - [[Suðurlandsskjálftarnir 2000|Suðurlandsskjálftar]] skóku [[Suðurlandsundirlendið]].
* [[17. júní]] - [[Ylströndin]] var opnuð í [[Nauthólsvík]].
* [[18. júní]] - [[Vigdís Finnbogadóttir]] ræsti keppendur í [[Skippers d'Islande]]-siglingakeppninni í Paimpol í Frakklandi.
* [[23. júní]] - [[Frøya-göngin]] milli eyjanna [[Frøya]] og [[Hitra]] í Noregi voru opnuð.
* [[26. júní]] - Fyrstu drögin að [[erfðamengi]] mannsins voru gefin út af [[Human Genome Project]].
* [[26. júní]] - Kaþólska kirkjan lét [[Þrír leyndardómar Fatímu|þriðja leyndardóm Fatímu]] uppi.
* [[28. júní]] - Franska kvikmyndin ''[[Ríddu mér]]'' var frumsýnd.
* [[28. júní]] - [[Elián González]] sneri aftur til Kúbu ásamt föður sínum.
* [[30. júní]] - [[Edda - miðlun og útgáfa]] var stofnuð með samruna [[Mál og menning|Máls og menningar]] og [[Vaka-Helgafell|Vöku-Helgafells]].
* [[30. júní]] - 9 létust og 26 slösuðust í troðningi á tónleikum [[Pearl Jam]] á [[Hróarskelduhátíðin]]ni.
===Júlí===
[[Mynd:Öresundbrücke_nach_Kopenhagen.JPG|thumb|right|Eyrarsundsbrúin]]
* [[1. júlí]] - [[Eyrarsundsbrúin]] milli [[Danmörk|Danmerkur]] og [[Svíþjóð]]ar var opnuð.
* [[1. júlí]] - [[Kristnihátíðin]] var sett á [[Þingvellir|Þingvöllum]]. Fjöldi gesta á hátíðinni reyndist mun minni en búist hafði verið við.
* [[2. júlí]] - [[Alþingi]] samþykkti stofnun [[Kristnihátíðarsjóður|Kristnihátíðarsjóðs]] á hátíðarfundi á [[Þingvellir|Þingvöllum]].
* [[2. júlí]] - Frakkar sigruðu Ítali 2-1 í lokaleik [[Evrópukeppnin í knattspyrnu 2000|Evrópukeppninnar í knattspyrnu]].
* [[2. júlí]] - [[Vicente Fox]] varð forseti Mexíkó.
* [[2. júlí]] - Fyrsta lestin frá [[Kaupmannahöfn]] í Danmörku til [[Ystad]] í Svíþjóð lagði af stað.
* [[3. júlí]] - Stofnunin [[Transport for London]] var sett á fót til að hafa yfirumsjón með almenningssamöngum á Stór-Lundúnasvæðinu. Hún tók við af [[London Transport]].
* [[10. júlí]] - 10 létust þegar lek olíuleiðsla í [[Nígería|Nígeríu]] sprakk.
* [[13. júlí]] - [[Ehud Barak]] og [[Yasser Arafat]] hittust í Camp David en tókst ekki að komast að samkomulagi.
* [[14. júlí]] - Öflugt [[sólgos]] olli [[segulstormur|segulstormi]] á jörðu.
* [[17. júlí]] - [[Bashar al-Assad]] varð forseti Sýrlands.
* [[18. júlí]] - [[Alex Salmond]] sagði af sér sem leiðtogi Skoska þjóðarflokksins.
* [[25. júlí]] - Hljóðfrá [[Concorde-þota]] fórst í [[flugtak]]i í [[París]]. 114 fórust í slysinu og stuttu síðar var hætt að nota slíkar vélar.
* [[28. júlí]] - Síðasta [[ítölsk líra|ítalska líran]] var prentuð.
* [[30. júlí]] - Stafkirkja var vígð í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]]. Hún var gjöf frá Norðmönnum.
===Ágúst===
[[Mynd:CSSHLHunleyrecovery.jpg|thumb|right|''H. L. Hunley'' lyft af hafsbotni.]]
* [[3. ágúst]] - Yfir 100 manns réðust á fjölbýlishús í [[Portsmouth]] á Englandi vegna þess að þekktur barnaníðingur var talinn búa þar.
* [[7. ágúst]] - Vefurinn [[DeviantART]] hóf göngu sína.
* [[8. ágúst]] - Suðurríkjakafbátnum ''[[H. L. Hunley (kafbátur)|H. L. Hunley]]'' var bjargað af hafsbotni.
* [[10. ágúst]] - [[Ferenc Mádl]] varð forseti Ungverjalands.
* [[12. ágúst]] - Rússneski kafbáturinn ''[[Kúrsk (kafbátur)|Kúrsk]]'' sökk í Barentshafi. Allir 118 um borð fórust.
* [[14. ágúst]] - ''[[Dóra landkönnuður]]'' hóf göngu sína á Nickleodeon.
* [[14. ágúst]] - [[Nikulás 2.]] keisari var lýstur dýrlingur í [[rússneska rétttrúnaðarkirkjan|rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni]].
* [[23. ágúst]] - Kaþólski presturinn [[John Anthony Kaiser]] var myrtur í Kenýa.
* [[24. ágúst]] - Leikjatölvan [[GameCube]] frá Nintendo var kynnt.
===September===
[[Mynd:Fuel_Price_Protest_on_M6_-_geograph.org.uk_-_1009073.jpg|thumb|right|Flutningabílar tefja umferð á [[M6-þjóðvegurinn|M6-þjóðveginum]] í Bretlandi.]]
* [[5. september]] - [[Túvalú]] gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum.
* [[6. september]] - Síðasti alsænski vopnaframleiðandinn, [[Bofors]], var seldur til bandaríska fyrirtækisins [[United Defense]].
* [[6. september]] - [[Þúsaldarráðstefna Sameinuðu þjóðanna]] hófst.
* [[7. september]] - Íslenska kvikmyndin ''[[Íslenski draumurinn]]'' var frumsýnd.
* [[7. september]] - [[Eldsneytismótmælin í Bretlandi]] hófust.
* [[8. september]] - [[Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna|Þúsaldarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna]] lauk.
* [[13. september]] - [[Steve Jobs]] kynnti betaútgáfu [[Mac OS X]].
* [[15. september]] - [[Sumarólympíuleikarnir 2000|Sumarólympíuleikar]] voru settir í [[Sydney]].
* [[16. september]] - Úkraínski blaðamaðurinn [[Georgíj Gongadse]] sást síðast á lífi.
* [[22. september]] - Kauphallirnar í Amsterdam, Brussel og París runnu saman í eina og [[Euronext]] varð til.
* [[24. september]] - [[Vojislav Koštunica]] sigraði [[Slobodan Milošević]] í fyrstu umferð forsetakosninga í Serbíu og Svartfjallalandi en Milošević neitaði að viðurkenna ósigur.
*[[25. september]] - [[Vala Flosadóttir]] hlaut bronsverðlaun í stangarstökki á [[Ólympíuleikarnir|Ólympíuleikunum]] í [[Sydney]] í [[Ástralía|Ástralíu]].
* [[26. september]] - Gríska farþegaferjan ''[[Express Samina]]'' sökk við eyjuna [[Paros]]. 80 af 500 farþegum fórust.
* [[26. september]] - Mótmæli gegn [[hnattvæðing]]u fóru fram í [[Prag]].
* [[28. september]] - Ísraelski stjórnarandstöðuleiðtoginn [[Ariel Sharon]] heimsótti [[Musterisfjallið]]. [[Al-Aqsa-uppreisnin]] hófst.
* [[28. september]] - Danir höfnuðu því í þjóðaratkvæðagreiðslu að taka upp [[evra|evru]] með naumum meirihluta.
* [[29. september]] - [[Maze-fangelsið|Maze-fangelsinu]] á Norður-Írlandi var lokað.
===Október===
[[Mynd:Defense.gov News Photo 001012-N-0000N-001.jpg|thumb|right|Skemmdir á ''USS Cole''.]]
* [[Október]] - Fraktflugfélagið [[Bláfugl]] var stofnað á Íslandi.
* [[5. október]] - [[Októberbyltingin í Júgóslavíu]]: [[Slobodan Milošević]] neyddist til að segja af sér sem forseti Serbíu og Svartfjallalands.
* [[6. október]] - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin ''[[CSI]]'' hóf göngu sína á CBS.
* [[6. október]] - Bandaríska kvikmyndin ''[[Meet the Parents]]'' var frumsýnd.
* [[6. október]] - Síðasti [[Mini]]-bíllinn var framleiddur í [[Longbridge]] á Englandi.
* [[11. október]] - [[Reykjavíkurborg]] seldi húsið [[Esjuberg]] við [[Þingholtsstræti]] til hugbúnaðarfyrirtækisins [[OZ]] fyrir 70 milljónir. Þar stóð til að stofna frumkvöðlasetur en húsið hýsti áður [[Borgarbókasafn Reykjavíkur]]. Tveimur árum síðar seldi OZ svo húsið til norska myndlistarmannsins [[Odd Nerdrum]] fyrir 100 milljónir.
* [[11. október]] - 950.000 rúmmetrar af kolasora flæddu út í [[Martin-sýsla|Martin-sýslu]] í [[Kentucky]].
* [[12. október]] - Tveir sjálfsmorðssprengjumenn á vegum [[Al-Kaída]] ollu dauða 17 áhafnarmeðlima bandaríska herskipsins ''[[USS Cole]]'' í [[Aden]] í Jemen.
* [[13. október]] - [[Starfsgreinasamband Íslands]] var stofnað.
* [[13. október]] - [[OpenOffice.org]] varð til þegar [[Sun Microsystems]] gaf út frumkóða skrifstofuvöndulsins StarOffice.
* [[18. október]] - Íslenski sjónvarpsþátturinn ''[[70 mínútur]]'' hóf göngu sína á PoppTíví.
* [[21. október]] - Fimmtán leiðtogar Arabaríkja komu saman í [[Kaíró]] á fyrsta leiðtogafundi ríkjanna í fjögur ár.
* [[22. október]] - Japanska dagblaðið ''[[Mainichi Shimbun]]'' afhjúpaði svik fornleifafræðingsins [[Shinichi Fujimura]].
* [[26. október]] - Yfirvöld í [[Pakistan]] sögðu frá fundi múmíu persneskrar prinsessu í [[Balúkistan]]. [[Íran]], Pakistan og [[Talíbanar]] gerðu öll tilkall til múmíunnar þar til ári síðar að sannað var að hún var fölsun.
* [[30. október]] - Geimfarið [[Sojús TM-31]] flutti áhöfn [[Alþjóðlega geimstöðin|Alþjóðlegu geimstöðvarinnar]] út í geim. Frá þessum degi hefur alltaf verið maður staddur í geimnum.
* [[31. október]] - 83 létust þegar [[Singapore Airlines flug 006]] lenti í árekstri á [[Chiang Kai Shek-flugvöllur|Chiang Kai Shek-flugvelli]].
===Nóvember===
[[Mynd:ISS-Expedition_1-crew.jpg|thumb|right|Fyrsta áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.]]
* [[1. nóvember]] - [[Serbía og Svartfjallaland]] gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum.
* [[2. nóvember]] - Fyrsta fastaáhöfnin hóf búsetu í [[Alþjóðlega geimstöðin|Alþjóðlegu geimstöðinni]].
* [[7. nóvember]] - Hópur ræningja réðist á [[Þúsaldarhvelfingin|Þúsaldarhvelfinguna]] í London til að stela [[Þúsaldardemanturinn|Þúsaldardemantinum]] en voru gripnir af lögreglu.
* [[7. nóvember]] - [[Hillary Clinton]] tók sæti í [[öldungadeild Bandaríkjaþings]].
* [[7. nóvember]] - [[George W. Bush]] var kjörinn forseti Bandaríkjanna eftir nauman sigur á [[Al Gore]].
* [[11. nóvember]] - [[Kaprunslysið]]: 152 skíða- og snjóbrettamenn létust þegar eldur kom upp í dráttarlest inni í göngum.
* [[15. nóvember]] - Indverska fylkið [[Jharkhand]] var stofnað.
* [[16. nóvember]] - [[Bill Clinton]] heimsótti [[Víetnam]] fyrstur Bandaríkjaforseta frá lokum [[Víetnamstríðið|Víetnamstríðsins]].
* [[17. nóvember]] - [[Alberto Fujimori]] flaug til Tókýó og sendi afsögn sína sem forseti Perú með faxi.
* [[24. nóvember]] - Íslenska kvikmyndin ''[[Óskabörn þjóðarinnar]]'' var frumsýnd.
* [[27. nóvember]] - Lengstu veggöng heims, [[Lærdalsgöngin]] í Noregi, 25,5 km að lengd, voru opnuð.
* [[28. nóvember]] - Úkraínski stjórnmálamaðurinn [[Olexandr Moros]] sakaði [[Leoníd Kútsma]] forseta um aðild að morðinu á [[Georgíj Gongadse]].
===Desember===
[[Mynd:Pbc-fl-2000-recount-4.jpg|thumb|right|Mótmæli gegn endurtalningu atkvæða í Flórída.]]
* [[1. desember]] - [[Vicente Fox]] tók við embætti forseta Mexíkó.
* [[7. desember]] - Hindúahofið [[Kadisoka]] fannst við [[Yogyakarta]] í Indónesíu.
* [[12. desember]] - ''[[Bush gegn Gore]]'': [[Hæstiréttur Bandaríkjanna]] stöðvaði endurtalningu atkvæða í Flórída.
* [[15. desember]] - Þriðja og síðasta kjarnakljúfi [[Tsjernóbýlkjarnorkuverið|Tsjernóbýlkjarnorkuversins]] var lokað.
* [[22. desember]] - Þremur málverkum eftir [[Rembrandt]] var stolið frá [[Nationalmuseum]] í Stokkhólmi.
* [[24. desember]] - [[Aðfangadagsárásirnar í Indónesíu]]: Íslamskir öfgamenn stóðu fyrir sprengjuárásum á kirkjur um alla Indónesíu.
* [[25. desember]] - [[Eldsvoðinn í Luoyang]]: 309 létust í eldsvoða í verslunarmiðstöð í Kína.
* [[30. desember]] - [[Sprengjuárásirnar 30. desember]] í Filippseyjum: 22 létust í röð sprengjuárása í [[Manila]].
* [[30. desember]] - Geimkönnunarfarið [[Cassini-Huygens]] fór framhjá [[Júpíter (reikistjarna)|Júpíter]] á leið sinni til Satúrnusar.
===Ódagsettir atburðir===
* Bókin ''[[Empire (bók)|Empire]]'' kom út.
* Farsíminn [[Nokia 3310]] kom á markað.
* Íslenska líftæknifyrirtækið [[Saga Medica]] var stofnað.
* Íslenska líftæknifyrirtækið [[Orf Líftækni]] var stofnað.
* Íslenska fyrirtækið [[Haliotis]] var stofnað.
==Fædd==
* [[6. janúar]] - [[Fiete Arp]], þýskur knattspyrnumaður.
* [[24. febrúar]] - [[Jean-Manuel Mbom]], þýskur knattspyrnumaður.
* [[9. mars]] - [[Páll Hróar Beck Helgason]], íslenskur knattspyrnumaður.
* [[11. mars]] - [[Elías Rafn Ólafsson]], íslenskur knattspyrnumaður.
* [[21. mars]] - [[Matty Longstaff]], enskur knattspyrnumaður.
* [[25. mars]] - [[Jadon Sancho]], enskur knattspyrnumaður.
* [[9. maí]] - [[Ásgeir Sigurðsson (kvikmyndagerðarmaður)|Ásgeir Sigurðsson]], íslenskur kvikmyndagerðarmaður.
* [[10. maí]] - [[Percy Liza]], perúskur knattspyrnumaður.
* [[28. maí]] - [[Phil Foden]], enskur knattspyrnumaður.
* [[21. júlí]] - [[Erling Haaland]], norskur knattspyrnumaður.
* [[23. ágúst]] - [[Vincent Müller]], þýskur knattspyrnumaður.
* [[31. október]] - [[Willow Smith]], bandarísk leik- og söngkona.
==Dáin==
* [[19. janúar]] - [[Bettino Craxi]], ítalskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. [[1934]]).
* [[10. febrúar]] - [[Jim Varney]], bandarískur leikari (f. [[1949]]).
* [[26. febrúar]] - [[Louisa Matthíasdóttir]], íslensk-bandarískur myndlistarmaður (f. [[1917]]).
* [[21. mars]] - [[Magnús Ingimarsson]], íslenskur tónlistarmaður (f. [[1933]]).
* [[5. apríl]]- [[Halldór Halldórsson (málfræðingur)|Halldór Halldórsson]], íslenskur málfræðingur og prófessor (f. [[1911]]).
* [[16. apríl]] - [[Nína Björk Árnadóttir]], skáld og rithöfundur (f. [[1941]]).
* [[7. maí]] - [[Douglas Fairbanks jr.]], bandarískur leikari (f. [[1909]]).
* [[14. maí]] - [[Obuchi Keizo]], fyrrum forsætisráðherra [[Japan]]s (f. [[1937]]).
* [[15. maí]] - [[Heimir Steinsson]], íslenskur prestur (f. [[1937]]).
* [[21. maí]] - [[Barbara Cartland]], enskur rithöfundur (f. [[1901]])
* [[21. maí]] - Sir [[John Gielgud]], enskur leikari (f. [[1904]]).
* [[26. maí]] - [[Jón Kr. Gunnarsson]], íslenskur skipstjóri og rithöfundur (f. [[1929]]).
* [[5. júní]] - [[Franco Rossi]], ítalskur handritshöfundur (f. [[1919]]).
* [[10. júní]] - [[Hafez al-Assad]], forseti Sýrlands (f. [[1930]]).
* [[23. júlí]] - [[Benjamín H. J. Eiríksson]], íslenskur hagfræðingur (f. [[1910]]).
* [[5. ágúst]] - [[Alec Guinness]], breskur leikari (f. [[1914]]).
* [[17. ágúst]] - [[Robert R. Gilruth]], bandarískur geimferðastjóri (f. [[1913]]).
* [[25. ágúst]] - [[Carl Barks]], bandarískur teiknari (f. [[1901]]).
* [[3. september]] - [[Indriði G. Þorsteinsson]], rithöfundur (f. [[1926]]).
* [[28. september]] - [[Pierre Trudeau]], kanadískur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. [[1919]]).
* [[10. október]] - [[Sirimavo Bandaranaike]], forsætisráðherra Srí Lanka (f. [[1916]]).
* [[7. nóvember]] - [[Ingiríður Danadrottning]], kona Friðriks 9. (f. [[1910]]).
* [[18. desember]] - [[Kirsty MacColl]], bresk söngkona og lagahöfundur (f. [[1959]]).
* [[25. desember]] - [[Willard Van Orman Quine]], bandarískur heimspekingur (f. [[1908]]).
== [[Nóbelsverðlaunin]] ==
* [[Nóbelsverðlaun í eðlisfræði|Eðlisfræði]] - [[Zhores Ivanovich Alferov]], [[Herbert Kroemer]], [[Jack Kilby]]
* [[Nóbelsverðlaun í efnafræði|Efnafræði]] - [[Alan J Heeger]], [[Alan G MacDiarmid]], [[Hideki Shirakawa]]
* [[Nóbelsverðlaun í læknisfræði|Læknisfræði]] - [[Arvid Carlsson]], [[Paul Greengard]], [[Eric R. Kandel]]
* [[Nóbelsverðlaun í bókmenntum|Bókmenntir]] - [[Gao Xingjian]]
* [[Friðarverðlaun Nóbels|Friðarverðlaun]] - [[Kim Dae Jung]]
* [[Nóbelsverðlaun í hagfræði|Hagfræði]] - [[James Heckman]], [[Daniel McFadden]]
[[Flokkur:2000]]
[[Flokkur:1991-2000]]
7yo3syrbq7urcqmqdv6mbwodkizwwua
1991
0
1068
1920775
1910510
2025-06-18T09:54:32Z
Berserkur
10188
/* Janúar */
1920775
wikitext
text/x-wiki
{{Ár nav}}
Árið '''1991''' ('''MCMXCI''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) var 91. ár 20. aldar sem hófst á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
==Atburðir==
===Janúar===
[[Mynd:January_13_events_in_Vilnius_Lithuania.jpg|thumb|right|Maður með fána Litháens við sovéskan skriðdreka 13. janúar.]]
* [[1. janúar]] - Íslenska skipaflutningafélagið [[Samskip]] hóf starfsemi.
* [[1. janúar]] - [[Sigríður Snævarr]] var fyrst íslenskra kvenna skipuð sendiherra landsins erlendis.
* [[2. janúar]] - Danska sjónvarpsstöðin [[TV Øst]] hóf útsendingar.
* [[2. janúar]] - 327 dönsk kaupfélög („Brugser“) sameinuðust og mynduðu verslunarkeðjuna [[SuperBrugsen]].
* [[3. janúar]] - [[Wayne Gretzky]] skoraði sitt sjöhundruðasta mark.
* [[4. janúar]] - [[Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna]] fordæmdi meðferð Ísraela á Palestínumönnum.
* [[5. janúar]] - [[Fyrsta Suður-Ossetíustríðið]] hófst á því að [[Georgía|georgískar]] hersveitir réðust inn í [[Tskinvali]].
* [[12. janúar]] - [[Persaflóastríðið (1991)|Persaflóastríðið]]: [[Bandaríska þingið]] staðfesti lög sem heimiluðu [[bandaríski herinn|bandaríska hernum]] að ráðast gegn sveitum [[Írak]]a í [[Kúveit]].
* [[13. janúar]] - [[Sovétríkin|Sovéskar]] sveitir réðust á höfuðstöðvar litháíska sjónvarpsins í [[Vilnius]] og felldu fjórtán óbreytta borgara en yfir 160 særðust.
* [[16. janúar]] - [[Persaflóastríðið (1991)|Persaflóastríðið]] hófst með loftárásum bandaríkjamanna á Írak.
* [[17. janúar]] - [[Haraldur 5. Noregskonungur|Haraldur 5.]] varð konungur Noregs.
* [[17. janúar]] - [[Írak]] skaut 8 [[Scud-flaug]]um á [[Ísrael]]. 15 slösuðust.
* [[17. janúar]] - [[Heklugos árið 1991|Eldgos hófst í Heklu]]. Það var fremur smávægilegt og er talið að varla hafi komið minni gjóska upp í nokkru eiginlegu Heklugosi á sögulegum tíma.
* [[20. janúar]] - [[Skíðaskálinn í Hveradölum]] brann og var endurreistur ári síðar.
* [[26. janúar]] - [[Borgarastyrjöldin í Sómalíu]]: Stjórn [[Siad Barre]] hrökklaðist frá völdum.
* [[29. janúar]] - [[Ali Mahdi Muhammad]] tók við völdum í Sómalíu.
* [[29. janúar]] - [[Nelson Mandela]] frá [[Afríski kongressflokkurinn|Afríska kongressflokknum]] og [[Mangosuthu Buthelezi]] frá [[Inkatha-hreyfingin|Inkatha-hreyfingunni]] gerðu friðarsamkomulag til að binda enda á ofbeldi stuðningsmanna flokkanna.
===Febrúar===
[[Mynd:Destroyed_Iraqi_T-54A_or_Type_59.JPEG|thumb|right|Brunninn íraskur skriðdreki 7. febrúar.]]
* [[1. febrúar]] - 1200 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir [[Pakistan]] og [[Afganistan]].
* [[1. febrúar]] - Síðustu [[apartheid]]-lögin voru afnumin í Suður-Afríku.
* [[3. febrúar]] - Fárviðri gekk yfir [[Ísland]] og varð mikið eignatjón. Sterkasta [[vindur|vindhviða]] sem mælst hefur á Íslandi, 237 km/klst mældist í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]].
* [[3. febrúar]] - [[Ítalski kommúnistaflokkurinn]] var lagður niður.
* [[4. febrúar]] - Ísland varð fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði [[Litáen]].
* [[5. febrúar]] - Dómstóll í [[Michigan]] bannaði lækninum [[Jack Kevorkian]] að aðstoða fólk við að fremja [[sjálfsmorð]].
* [[6. febrúar]] - Tölvuleikurinn ''[[Street Fighter II: The World Warrior]]'' kom út fyrir spilakassa.
* [[7. febrúar]] – Fyrsti lýðræðislega kjörni forseti [[Haítí]], [[Jean-Bertrand Aristide]], tók við embætti.
* [[7. febrúar]] - [[Írski lýðveldisherinn]] gerði [[sprengjuvörpuárásin á Downing-stræti 10|sprengjuvörpuárás á Downing-stræti 10]] í London þar sem ríkisstjórnarfundur stóð yfir.
* [[9. febrúar]] - [[Litáen|Litháar]] völdu [[sjálfstæði]] í þjóðaratkvæðagreiðslu.
* [[11. febrúar]] - [[UNPO]], samtök þjóða án fulltrúa, voru stofnuð í [[Haag]] í Hollandi.
* [[20. febrúar]] - Þyrla [[Landhelgisgæsla Íslands|landhelgisgæslunnar]] vann mikið björgunarafrek er allri áhöfn ''Steindórs'' GK, átta manns, var bjargað eftir að skipið strandaði undir [[Krýsuvíkurbjarg]]i.
* [[20. febrúar]] - Þing [[Slóvenía|Slóveníu]] samþykkti að segja sig úr [[Júgóslavía|Júgóslavneska sambandsríkinu]].
* [[21. febrúar]] - [[Króatía]] lýsti því yfir að landið væri ekki lengur hluti af [[Júgóslavía|Júgóslavneska sambandsríkinu]].
* [[24. febrúar]] - Minnisvarði var afhjúpaður í [[Innri-Njarðvík]] um [[Sveinbjörn Egilsson]], rektor og skáld, sem þar var fæddur.
* [[25. febrúar]] - [[Persaflóastríðið (1991)|Persaflóastríðið]]: Írösk Scud-flaug hitti bandarískan herskála í [[Dhahran]], Sádí-Arabíu, með þeim afleiðingum að 29 hermenn létust og 99 særðust.
* [[26. febrúar]] - [[Persaflóastríðið (1991)|Persaflóastríðið]]: [[Saddam Hussein]] tilkynnti í útvarpi að íraksher myndi hörfa frá Kúveit. Herinn kveikti í olíulindum þegar hann hvarf frá landinu.
* [[27. febrúar]] - [[Persaflóastríðið (1991)|Persaflóastríðið]]: Írakar féllust á vopnahlé og samþykktu að afvopnast. [[George H. W. Bush]] lýsti yfir sigri og gildistöku vopnahlés.
===Mars===
[[Mynd:Demonstracije_Terazijska_cesma_1.jpg|thumb|right|Mótmæli í Belgrad 9. mars.]]
* [[1. mars]] - [[Ólafsfjarðargöngin]] formlega opnuð. Þau voru þá lengstu [[veggöng]] á Íslandi, um 3.400 metrar.
* [[3. mars]] - Upptaka náðist af því þegar nokkrir [[lögregla|lögreglumenn]] í [[Los Angeles]] börðu á [[Rodney King]] sem var kveikjan að mestu [[óeirðirnar í Los Angeles|óeirðum]] í sögu borgarinnar.
* [[3. mars]] - Yfirgnæfandi meirihluti íbúa [[Lettland]]s og [[Eistland]]s kusu með sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslum.
* [[9. mars]] - Tugþúsundir [[mótmælin í Belgrad 1991|mótmæltu]] stjórn [[Slobodan Milosevic]] í [[Belgrad]].
* [[10. mars]] - [[Davíð Oddsson]], varaformaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]], felldi [[Þorsteinn Pálsson|Þorstein Pálsson]], sitjandi formann, í formannskjöri á landsfundi flokksins.
* [[10. mars]] - [[Heimastjórnarsamtökin]] voru stofnuð á Íslandi.
* [[10. mars]] - [[Persaflóastríðið (1991)|Persaflóastríðið]]: Brottflutningur bandarísks herliðs frá Persaflóa hófst.
* [[13. mars]] - [[Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna]] tilkynnti að olíufyrirtækið [[Exxon]] hefði samþykkt að greiða 1 milljarð dala fyrir hreinsun vegna olíulekans úr skipinu ''[[Exxon Valdez]]'' í Alaska.
* [[14. mars]] - [[Sexmenningarnir frá Birmingham]], sem höfðu setið í [[bretland|bresku]] fangelsi í sextán ár vegna sprengingar á krá, voru látnir lausir er dómstóll kvað upp þann úrskurð að lögreglan hefði hagrætt eða búið til sannanir gegn þeim á sínum tíma.
* [[15. mars]] - Fjórir lögreglumenn í [[Los Angeles]] voru dæmdir fyrir að hafa barið [[Rodney King]].
* [[17. mars]] - 77% kusu með áframhaldandi sameiningu [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] í þjóðaratkvæðagreiðslu, en sex sovétlýðveldi hunsuðu kosninguna.
* [[20. mars]] - Stysta ræða í sögu [[Alþingi]]s var flutt. Hún var svohljóðandi: „Virðulegi forseti! [[Álver]]ið rísi!“ Ræðumaður var [[Ásgeir Hannes Eiríksson]].
* [[23. mars]] - [[Borgarastyrjöldin í Síerra Leóne]] hófst þegar skæruliðasamtökin [[Revolutionary United Front]] reyndu að fremja valdarán.
* [[26. mars]] - Hópur herforingja, undir stjórn [[Amadou Toumani Touré]], gerði stjórnarbyltingu í [[Malí]] og handtók [[Moussa Traoré]] forseta.
* [[26. mars]] - Suður-Ameríkuríkin [[Argentína]], [[Brasilía]], [[Úrúgvæ]] og [[Paragvæ]] stofnuðu sameiginlegan markað ríkjanna, [[Mercosur]].
* [[27. mars]] - Fyrsta [[GSM]]-símtalið var flutt yfir finnska farsímanetið [[Radiolinja]].
* [[28. mars]] - [[Volkswagen Group]] hóf samstarf við tékkneska bílaframleiðandann [[Škoda automobilová]].
* [[31. mars]] - [[Varsjárbandalagið]] var leyst upp.
* [[31. mars]] - Fyrstu fjölflokkakosningarnar voru haldnar í [[Albanía|Albaníu]].
* [[31. mars]] - Yfir 99% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði [[Georgía|Georgíu]] samþykktu.
===Apríl===
[[Mynd:MC_Agip_Abruzzo_in_fire.jpg|thumb|right|Eldur um borð í ''Agip Abruzzo''.]]
* [[1. apríl]] - Bandaríska sjónvarpsstöðin [[Comedy Central]] hóf göngu sína í kapalkerfi.
* [[2. apríl]] - Eldgos hófst í [[Pínatúbó]] á Filippseyjum.
* [[2. apríl]] - Verð neysluvara tvö- og þrefaldaðist í [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]].
* [[3. apríl]] - [[Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna]] samþykkti ályktun 687 þar sem Írak var gert að afvopnast og eyða öllum efna- og lífefnavopnum sínum.
* [[4. apríl]] - Síðasta bindi [[Alþingisbækur Íslands|Alþingisbóka Íslands]] kom út. Bindin eru 17 alls og stóð útgáfan yfir frá [[1912]].
* [[4. apríl]] - Fjórir ungir menn af víetnömskum uppruna [[gíslatakan í Sacramento|tóku 40 manns í gíslingu]] í [[Sacramento]] í Bandaríkjunum.
* [[4. apríl]] - Sænska stjórnin skipaði [[Lars Eckerdal]] biskup í Gautaborg þar sem hann var eini umsækjandinn sem samþykkti að vígja konur til prests.
* [[8. apríl]] - Gítarleikari norsku svartmálmshljómsveitarinnar [[Mayhem]], [[Øystein Aarseth]], kom að söngvara hljómsveitarinnar [[Per Yngve Ohlin]] sem hafði framið sjálfsmorð. Aarseth tók ljósmynd af líkinu sem var notuð á umslag bootleg-plötunnar ''[[Dawn of the Black Hearts]]'' fjórum árum síðar.
* [[9. apríl]] - [[Georgía]] lýsti yfir sjálfstæði frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]].
* [[10. apríl]] - 140 létust þegar farþegaferjan ''[[Moby Prince]]'' rakst á olíuflutningaskipið ''[[Agip Abruzzo]]'' í þoku við höfnina í [[Livorno]] á Ítalíu.
* [[11. apríl]] - 5 létust og yfir 50.000 tonn af olíu runnu út í sjó þegar sprenging varð í olíuflutningaskipinu ''[[Haven (skip)|Haven]]'' við [[Genúa]] á Ítalíu.
* [[14. apríl]] - Þjófar stálu 20 verkum úr [[Van Gogh-safnið|Van Gogh-safninu]] í Amsterdam. Myndirnar fundust innan við klukkutíma síðar í yfirgefnum bíl í nágrenninu.
* [[15. apríl]] - [[Evrópubandalagið]] aflétti viðskiptabanni sínu á Suður-Afríku.
* [[17. apríl]] - [[Dow Jones-vísitalan]] náði 3000 stigum í fyrsta sinn.
* [[20. apríl]] - [[Alþingiskosningar 1991|Alþingiskosningar]] voru haldnar. Fleiri listar voru í framboði en nokkru sinni, eða 11 listar alls.
* [[22. apríl]] - 84 létust í jarðskjálfta í [[Kosta Ríka]] og [[Panama]].
* [[25. apríl]] - [[Bifreið]] var ekið upp á [[Hvannadalshnúkur|Hvannadalshnúk]] í fyrsta skipti.
* [[26. apríl]] - [[Sorpa]] hóf starfsemi í Reykjavík.
* [[26. apríl]] - [[Esko Aho]] varð yngsti forsætisráðherra Finnlands, 36 ára gamall.
* [[29. apríl]] - Fellibylur gekk yfir [[Bangladess]] og um 138.000 manns fórust.
* [[30. apríl]] - [[Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar|Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks]] tók við stjórnartaumunum. [[Davíð Oddsson]] varð forsætisráðherra.
===Maí===
[[Mynd:Flickr_-_Government_Press_Office_(GPO)_-_Ethiopian_immigrants_coming_off_a_Boeing_jet.jpg|thumb|right|Eþíópískir gyðingar stíga út úr flugvél í Ísrael 24. maí.]]
* [[1. maí]] - [[Borgarastyrjöldin í Angóla]]: [[MPLA]] og [[UNITA]] samþykktu [[Bicesse-samkomulagið]].
* [[3. maí]] - Síðasti þáttur sjónvarpsþáttaraðarinnar ''[[Dallas (sjónvarpsþáttur)|Dallas]]'' var sendur út.
* [[4. maí]] - Sænska söngkonan [[Carola Häggkvist]] sigraði [[Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva]] fyrir Svíþjóð með laginu „Fångad av en stormvind“. Framlag Íslands var lagið „[[Draumur um Nínu]]“ sem dúettinn [[Stefán & Eyfi]] fluttu.
* [[12. maí]] - Fyrstu fjölflokkakosningarnar í [[Nepal]] fóru fram.
* [[15. maí]] - [[Édith Cresson]] var skipuð forsætisráðherra Frakklands, fyrst kvenna.
* [[18. maí]] - [[Sómalíland]] klauf sig frá [[Sómalía|Sómalíu]].
* [[18. maí]] - [[Helen Sharman]] varð fyrsti Bretinn í geimnum og fyrsta konan sem kom í geimstöðina [[Mír (geimstöð)|Mír]] með sovéska geimfarinu ''[[Sojús TM-12]]''.
* [[19. maí]] - Kjósendur í [[Króatía|Króatíu]] samþykktu klofning frá [[Júgóslavía|Júgóslavíu]] í þjóðaratkvæðagreiðslu.
* [[21. maí]] - [[Rajiv Gandhi]], fyrrverandi forsætisráðherra [[Indland]]s, beið bana í sjálfsmorðsárás.
* [[21. maí]] - [[Borgarastyrjöldin í Eþíópíu]]: [[Mengistu Haile Mariam]], einræðisherra í Eþíópíu, flúði til [[Simbabve]] með fjölskyldu sinni.
* [[24. maí]] - [[Salómonsaðgerðin]], leynileg aðgerð ísraelska flughersins til að flytja yfir 14.000 eþíópíska gyðinga frá Eþíópíu til Ísrael, hófst.
* [[27. maí]] - [[Landsbankinn]] yfirtók rekstur [[Samvinnubankinn|Samvinnubankans]].
* [[28. maí]] - [[Borgarastyrjöldin í Eþíópíu]]: Skæruliðar [[EPRDF]] tóku höfuðborgina, [[Addis Abeba]].
* [[31. maí]] - [[Alþingi]] kom í fyrsta sinn saman í einni deild. Það hafði starfað í tveimur deildum í 116 ár.
* [[31. maí]] - Ákvörðun Dwyer dómara í máli 13 umhverfissamtaka gegn vegalagningarverkefni í [[Norðvesturhluti Norður-Ameríku|Norðvesturhluta Norður-Ameríku]] varð til þess að varðveita gamla skóga og breyta efnahagslífi svæðisins til frambúðar.
===Júní===
[[Mynd:Pinatubo91_lateral_blast_plume_pinatubo_06-15-91-resized.jpg|thumb|right|Pínatúbó 15. júní.]]
* [[1. júní]] - Íslenska heimildarmyndin ''[[Verstöðin Ísland]]'' var frumsýnd í Vestmannaeyjum.
* [[1. júní]] - Borgarkringlan var opnuð við [[Kringlan|Kringluna]] í Reykjavík.
* [[3. júní]] - [[Unzenfjall]] í Japan gaus með þeim afleiðingum að 43 fórust í [[gjóskuhlaup]]i.
* [[4. júní]] - [[Fatos Nano]] sagði af sér sem forsætisráðherra Albaníu í kjölfar víðtækra verkfalla.
* [[4. júní]] - Stærsta [[sólgos]] sem skráð hefur verið olli óvenjumiklum [[norðurljós]]um sem sáust allt suður til Pennsylvaníu.
* [[5. júní]] - Dómur í [[Hafskipsmálið|Hafskipsmálinu]] féll í Hæstarétti.
* [[5. júní]] - Geimskutlan ''[[Columbia (geimskutla)|Columbia]]'' flutti rannsóknarstöðina [[Spacelab]] á braut um jörðu.
* [[11. júní]] - [[Volvo 850]] var kynntur.
* [[12. júní]] - Rússar kusu [[Boris Jeltsín]] forseta.
* [[12. júní]] - [[Borgarastyrjöldin á Srí Lanka]]: Stjórnarhermenn drápu 152 Tamíla í þorpinu [[Kokkadichcholai]].
* [[13. júní]] - Áhorfandi á [[Bandaríska opna meistaramótið í golfi|bandaríska opna meistaramótinu í golfi]] varð fyrir eldingu og lést.
* [[15. júní]] - Annað stærsta eldgos 20. aldar varð í [[Pínatúbó]] á Filippseyjum.
* [[17. júní]] - [[Víkingaskip]]ið ''[[Gaia (skip)|Gaia]]'' kom frá [[Noregur|Noregi]] til Reykjavíkur og hafði verið á siglingu frá 17. maí.
* [[17. júní]] - [[Suðurafríska þingið]] afnam þjóðskrárlögin frá 1950 þar sem krafist var skráningar [[kynþáttur|kynþáttar]].
* [[17. júní]] - Fjórir stærstu stjórnmálaflokkar [[Norður-Írland]]s hófu viðræður um endurheimt heimastjórnar.
* [[18. júní]] - Sænska símafyrirtækið [[Televerket]] breytti nafni sínu í [[Telia]].
* [[20. júní]] - [[Þýska þingið]] ákvað að flytja stjórnarsetur landsins til [[Berlín]]ar frá [[Bonn]].
* [[21. júní]] - [[Perlan]] í [[Öskjuhlíð]] var vígð.
* [[21. júní]] - Norska námufyrirtækið [[Sulitjelma gruber]] var lagt niður.
* [[22. júní]] - Á [[Snæfellsjökull|Snæfellsjökli]] féllu hjón niður í alldjúpa [[jökulsprunga|sprungu]] en var bjargað.
* [[23. júní]] - Fyrsti leikurinn með [[Sonic the Hedgehog (persóna)|Sonic the Hedgehog]] kom út í Japan.
* [[25. júní]] - [[Slóvenía]] og [[Króatía]] lýstu yfir sjálfstæði frá [[Júgóslavía|Júgóslavíu]] sem leiddi til [[Tíu daga stríðið|Tíu daga stríðsins]].
* [[27. júní]] - Upphaf [[Borgarastyrjöldin í Júgóslavíu|Borgarastyrjaldarinnar í Júgóslavíu]]: [[Alþýðuher Júgóslavíu]] réðist á nýstofnaða heri Króatíu og Slóveníu.
* [[28. júní]] - Sovéska efnahagsbandalagið [[COMECON]] var formlega leyst upp.
===Júlí===
[[Mynd:Medininkai_Monument_1991.jpg|thumb|right|Minnisvarði um tollverðina sjö frá Medininkai.]]
* [[1. júlí]] - Fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, [[Harri Holkeri]], hringdi fyrsta [[GSM]]-símtalið.
* [[1. júlí]] - [[Svíþjóð]] sótti formlega um aðild að [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]].
* [[1. júlí]] - [[Varsjárbandalagið]] var formlega leyst upp á fundi í [[Prag]].
* [[1. júlí]] - [[Einkaleyfastofan]] var stofnuð á Íslandi.
* [[1. júlí]] - Bandaríska kvikmyndin ''[[Tortímandinn 2: Dómsdagur]]'' var frumsýnd í Los Angeles.
* [[2. júlí]] - [[Tíu daga stríðið]]: Bardagar brutust út milli Júgóslavneska alþýðuhersins og aðskilnaðarsinna í [[Slóvenía|Slóveníu]].
* [[4. júlí]] - [[César Gaviria]], forseti Kólumbíu, aflétti umsátursástandi sem staðið hafði í sjö ár.
* [[7. júlí]] - [[Tíu daga stríðið|Tíu daga stríðinu]] í Slóveníu lauk með [[Brioni-samkomulagið|Brioni-samkomulaginu]].
* [[9. júlí]] - [[Suður-Afríka]] fékk þátttökurétt á Ólympíuleikunum eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar.
* [[16. júlí]] - [[Mikhaíl Gorbatsjev]] óskaði eftir efnahagsaðstoð frá leiðtogum [[Sjö helstu iðnríki heims|sjö helstu iðnríkja heims]].
* [[17. júlí]] - [[Arnór Guðjohnsen]] jafnaði afrek [[Ríkharður Jónsson|Ríkharðs Jónssonar]] með því að skora fjögur mörk í landsleik í knattspyrnu gegn [[Tyrkland|Tyrkjum]].
* [[18. júlí]] - [[Landamærastríð Máritaníu og Senegal|Landamærastríði Máritaníu og Senegal]] lauk með undirritun samkomulags milli ríkjanna.
* [[22. júlí]] - Bandaríski hnefaleikamaðurinn [[Mike Tyson]] var ákærður fyrir að hafa nauðgað fegurðardrottningunni [[Desiree Washington]] þremur dögum fyrr.
* [[22. júlí]] - Raðmorðinginn [[Jeffrey Dahmer]] var handtekinn eftir að líkamsleifar 11 manna fundust í íbúð hans í [[Milwaukee]].
* [[29. júlí]] - Bandaríski bankinn [[Bank of Credit and Commerce International]] var dæmdur fyrir stærstu bankasvik sögunnar sem kostuðu reikningshafa 5 milljarða dala.
* [[31. júlí]] - ''[[Börn náttúrunnar]]'', kvikmynd [[Friðrik Þór Friðriksson|Friðriks Þórs Friðrikssonar]] var frumsýnd í [[Stjörnubíó]]i.
* [[31. júlí]] - Rússneskir [[OMON]]-sérsveitarmenn myrtu sjö litháíska tollverði í þorpinu [[Medininkai]].
===Ágúst===
* [[4. ágúst]] - Skemmtiferðaskipið ''[[MTS Oceanos]]'' sökk undan strönd Suður-Afríku. Öllum um borð var bjargað.
* [[6. ágúst]] - [[Tim Berners-Lee]] sagði frá Veraldarvefnum á fréttahópnum alt.hypertext. Fyrsta vefsíðan, „info.cern.ch“, var búin til.
* [[8. ágúst]] - Stærsta bygging allra tíma, [[útvarpsmastrið í Varsjá]], hrundi.
* [[8. ágúst]] - Skipið ''Vlora'' með 12.000 albönskum flóttamönnum kom í land við [[Barí]] á Ítalíu.
* [[10. ágúst]] - [[Keflavíkurgangan 1991|Keflavíkurganga]] á vegum [[Samtök herstöðvaandstæðinga|herstöðvaandstæðinga]] var gengin frá hliði [[Keflavíkurstöðin|herstöðvarinnar]] til [[Reykjavík]]ur.
* [[11. ágúst]] - Fyrsti þátturinn í teiknimyndaþáttaröðinni ''[[Skriðdýrin]]'' fór í loftið í Bandaríkjunum.
* [[16. ágúst]] - [[Regn|Úrkomumet]] varð í [[Reykjavík]] er niður komu 18 [[millimetri|millimetrar]] á einni [[klukkustund]], en það samsvarar rúmlega fjórðungi af venjulegri mánaðarúrkomu.
* [[19. ágúst]] - [[Ágústvaldaránið]] í Sovétríkjunum: Átta sovéskir embættismenn og herforingjar rændu [[Mikhaíl Gorbatsjev]]. [[Boris Jeltsín]] hélt fræga ræðu ofan af skriðdreka við þinghúsið í Moskvu.
* [[20. ágúst]] - [[Eistland]] lýsti yfir sjálfstæði frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]].
* [[21. ágúst]] - [[Lettland]] lýsti yfir sjálfstæði frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]].
* [[22. ágúst]] - [[Ísland]] varð fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna þriggja.
* [[23. ágúst]] - [[Armenía]] lýsti yfir sjálfstæði frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]].
* [[24. ágúst]] - [[Úkraína]] lýsti yfir sjálfstæði frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]].
* [[25. ágúst]] - [[Hvíta-Rússland]] lýsti yfir sjálfstæði frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]].
* [[25. ágúst]] - [[Borgarastyrjöldin í Júgóslavíu]]: [[Júgóslavneski alþýðuherinn]] réðist á króatíska þorpið [[Vukovar]].
* [[26. ágúst]] - [[Ísland]] tók fyrst allra ríkja upp formlegt [[stjórnmálasamband]] við [[Eistland]], [[Lettland]] og [[Litáen]].
* [[27. ágúst]] - [[Moldóva]] lýsti yfir sjálfstæði frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]].
* [[29. ágúst]] - Herforinginn [[Michel Aoun]] hélt í útlegð frá [[Líbanon]].
* [[29. ágúst]] - [[Boris Jeltsín]] leysti upp og bannaði [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|Kommúnistaflokk Sovétríkjanna]].
* [[30. ágúst]] - [[Aserbaísjan]] lýsti yfir sjálfstæði frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]].
* [[31. ágúst]] - [[Kirgistan]] og [[Úsbekistan]] lýstu yfir sjálfstæði frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]].
* [[31. ágúst]] - Fjöldaslagsmál brutust út í [[Brumunddal]] í Noregi þegar leiðtogi hreyfingar gegn innflytjendum, [[Arne Myrdal]], hélt þar ræðu.
===September===
[[Mynd:Otzi-Quinson.jpg|thumb|right|Múmían Ötzi.]]
* [[2. september]] - [[Nagornó-Karabak-lýðveldið]] lýsti yfir sjálfstæði.
* [[2. september]] - [[Bandaríkin]] viðurkenndu sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.
* [[5. september]] - 83 konur og 7 karlmenn urðu fyrir [[kynferðislegt áreiti|kynferðislegu áreiti]] á 35. fundi flugsamtakanna [[Tailhook Association]] í Las Vegas.
* [[5. september]] - [[Þing Sovétríkjanna]] samþykkti að breyta Sovétríkjunum í laustengdara ríkjasamband. [[Fulltrúaráð Sovétríkjanna]] leysti sig sjálft upp.
* [[6. september]] - [[Sovétríkin]] samþykktu sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.
* [[6. september]] - Rússneska borgin Leníngrad fékk aftur sitt gamla nafn, [[Sankti Pétursborg]].
* [[8. september]] - [[Lýðveldið Makedónía]] varð sjálfstætt ríki. Um leið hófst deila þeirra við [[Grikkland]] út af heiti landsins.
* [[9. september]] - [[Tadsjikistan]] lýsti yfir sjálfstæði frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]].
* [[10. september]] - Hljómsveitin [[Nirvana]] sló í gegn með smáskífunni ''[[Smells Like Teen Spirit]]''.
* [[15. september]] - [[Sósíaldemókratar (Svíþjóð)|Sósíaldemókratar]] í Svíþjóð biðu sinn versta kosningaósigur í 60 ár í þingkosningum. Forsætisráðherrann, [[Ingvar Carlsson]], sagði af sér.
* [[16. september]] - Allar ákærur gegn [[Oliver North]] vegna þátttöku hans í [[Íran-Kontrahneykslið|Íran-Kontrahneykslinu]] voru felldar niður.
* [[17. september]] - [[Norður-Kórea]], [[Suður-Kórea]], [[Eistland]], [[Lettland]], [[Litáen]], [[Marshall-eyjar]] og [[Míkrónesía (ríki)|Míkrónesía]] urðu aðilar að Sameinuðu þjóðunum.
* [[19. september]] - Frosna múmían [[Ötzi]] fannst í [[Alpafjöll|Ölpunum]].
* [[20. september]] - Yfir 3000 manns sneru baki í [[Arne Myrdal]] þegar hann hugðist aftur halda ræðu í [[Brumunddal]] í Noregi.
* [[21. september]] - [[Armenía]] lýsti yfir sjálfstæði frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]].
* [[24. september]] - Önnur hljómplata Nirvana, ''[[Nevermind]]'', kom út.
* [[28. september]] - Stofnað var landssamband [[björgunarsveit]]a og hlaut nafnið [[Landsbjörg]].
* [[30. september]] - Bandaríski spjallþátturinn ''[[Charlie Rose (spjallþáttur)|Charlie Rose]]'' hóf göngu sína á PBS.
* [[30. september]] - Á [[Haítí]] framdi herinn valdarán og steypti [[Jean-Bertrand Aristide]] forseta af stóli.
===Október===
[[Mynd:Galileo_Gaspra_Mosaic.jpg|thumb|right|Ljósmynd af Gaspra tekin af ''Galileo''.]]
* [[1. október]] - [[Borgarastyrjöldin í Júgóslavíu]]: [[Umsátrið um Dubrovnik]] hófst.
* [[4. október]] - [[Carl Bildt]] varð forsætisráðherra Svíþjóðar.
* [[5. október]] - [[Blönduvirkjun]] var vígð.
* [[5. október]] - Fyrsta útgáfa [[Linux]]-stýrikerfiskjarnans kom út.
* [[7. október]] - [[Júgóslavneski flugherinn]] varpaði sprengju á skrifstofu forseta Króatíu, [[Franjo Tuđman]], sem slapp naumlega.
* [[8. október]] - [[Króatíska þingið]] skar á öll tengsl við Júgóslavíu.
* [[11. október]] - Íslenska landsliðið í [[brids]] vann sigur á heimsmeistaramóti í [[Yokohama]] í [[Japan]].
* [[11. október]] - [[Utanríkisleyniþjónusta Rússneska Sambandsríkisins]] var stofnuð til að taka við af [[KGB]].
* [[12. október]] - Vélbáturinn ''Jóhannes Gunnar'' GK fórst við [[Reykjanes]]. Björgunarbáturinn ''[[Oddur V. Gíslason]]'' frá [[Grindavík]] bjargaði tveggja manna áhöfn úr [[gúmmíbjörgunarbátur|gúmmíbjörgunarbáti]]. Báðir skipverjar voru kaldir og þrekaðir auk þess sem annar var með áverka á brjóstholi. Áhöfn ''Odds V. Gíslasonar'' var heiðruð fyrir björgunina.
* [[12. október]] - [[Askar Akajev]] var skipaður forseti [[Kirgistan]].
* [[13. október]] - [[Bandalag lýðræðisaflanna]] í Búlgaríu sigraði í þingkosningum. Þar með var enginn kommúnistaflokkur lengur við völd í Austur-Evrópu.
* [[16. október]] - [[Borgarastyrjöldin í Júgóslavíu]]: [[Fjöldamorðin í Gospić]] hófust.
* [[20. október]] - [[Harareyfirlýsingin]] setti fram skilyrði fyrir aðild að [[Breska samveldið|Breska samveldinu]].
* [[20. október]] - [[Oakland-eldstormurinn]] hófst. 25 fórust í eldinum.
* [[21. október]] - Samkomulag náðist milli [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]] og [[EFTA]] um að EFTA yrði hluti af [[Evrópska efnahagssvæðið|evrópska efnahagssvæðinu]] frá og með 1. janúar 1993.
* [[27. október]] - [[Túrkmenistan]] lýsti yfir sjálfstæði frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]].
* [[29. október]] - Bandaríska geimfarið ''[[Galileo (geimfar)|Galileo]]'' komst í námunda við loftsteininn [[951 Gaspra]].
* [[30. október]] - [[Madrídarráðstefnan um frið í Mið-Austurlöndum]] hófst í Madríd á Spáni.
* [[31. október]] - [[Hrekkjavökubylurinn]] hófst í norðausturhluta Bandaríkjanna.
===Nóvember===
[[Mynd:Kuwait_burn_oilfield.png|thumb|right|Brennandi olíulind í Kúveit.]]
* [[1. nóvember]] - Kvikmyndin ''[[Hvíti víkingurinn]]'' eftir [[Hrafn Gunnlaugsson]] var frumsýnd.
* [[1. nóvember]] - Bandaríska spennumyndin ''[[Ár byssunnar]]'' var frumsýnd.
* [[4. nóvember]] - [[Afríska þjóðarráðið]] leiddi almennt verkfall og krafðist aðildar að stjórn [[Suður-Afríka|Suður-Afríku]].
* [[5. nóvember]] - Lík fjölmiðlakóngsins [[Robert Maxwell]] fannst á floti við [[Kanaríeyjar]].
* [[7. nóvember]] - Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn [[Magic Johnson]] tilkynnti að hann væri með [[HIV]] sem batt enda á feril hans.
* [[7. nóvember]] - Síðasti olíueldurinn í [[Kúveit]] var slökktur.
* [[8. nóvember]] - [[Víetnamskt bátafólk]] var neytt til að snúa aftur til Víetnam frá [[Hong Kong]].
* [[8. nóvember]] - [[Evrópusambandið]] hóf að beita [[Júgóslavía|Júgóslavíu]] viðskiptaþvingunum.
* [[11. nóvember]] - Hljómsveitin [[Bless]] hélt sína síðustu tónleika.
* [[12. nóvember]] - [[Íslenska stálfélagið]] hf var tekið til gjaldþrotaskipta.
* [[13. nóvember]] - Bandaríska teiknimyndin ''[[Fríða og dýrið (kvikmynd frá 1991)|Fríða og dýrið]]'' var frumsýnd.
* [[14. nóvember]] - [[Norodom Sihanouk]] sneri aftur til Kambódíu eftir 13 ára útlegð.
* [[16. nóvember]] - Fyrsta [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu kvenna 1991|heimsmeistarakeppni kvenna]] í knattspyrnu hófst í [[Kína]].
* [[18. nóvember]] - [[Borgarastyrjöldin í Júgóslavíu]]: [[Alþýðuher Júgóslavíu]] hertók þorpið [[Vukovar]] eftir 87 daga umsátur og drap 270 króatíska stríðsfanga.
* [[18. nóvember]] - [[MI-8]]-þyrla með fulltrúa stjórnar [[Aserbaísjan]], blaðamenn og embættismenn frá Rússlandi og Kirgistan var skotin niður yfir [[Nagornó-Karabak]] af armenskum hermönnum að talið er.
* [[22. nóvember]] - Línuskipið ''Eldhamar'' GK 13 strandaði á Hópsnesi við Grindavík. Fimm af sex manna áhöfn skipsins fórust.
* [[23. nóvember]] - [[Freddie Mercury]], söngvari hljómsveitarinnar [[Queen]], lýsti því yfir að hann væri með [[alnæmi]]. Hann lést degi síðar.
* [[28. nóvember]] - [[Suður-Ossetía]] lýsti yfir sjálfstæði.
* [[29. nóvember]] - Kvikmyndahúsakeðja [[Árni Samúelsson|Árna Samúelssonar]] tók upp nafnið ''[[Sambíóin]]''.
===Desember===
[[Mynd:RIAN_archive_848095_Signing_the_Agreement_to_eliminate_the_USSR_and_establish_the_Commonwealth_of_Independent_States.jpg|thumb|right|Undirritun stofnsáttmála Samveldis sjálfstæðra ríkja 8. desember.]]
* [[1. desember]] - [[Hilmar Örn Hilmarsson]] hlaut [[Felix-verðlaunin]] fyrir tónlist sína í kvikmynd [[Friðrik Þór Friðriksson|Friðriks Þórs Friðrikssonar]], ''[[Börn náttúrunnar|Börnum náttúrunnar]]''.
* [[1. desember]] - Íbúar [[Úkraína|Úkraínu]] kusu sjálfstæði frá Sovétríkjunum með miklum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu.
* [[4. desember]] - [[Pan Am]]-flugfélagið hætti störfum.
* [[4. desember]] - Bandaríski brennuvargurinn [[John Leonard Orr]] var handtekinn í Los Angeles.
* [[8. desember]] - Leiðtogar [[Rússland]]s, [[Hvíta-Rússland]]s og [[Úkraína|Úkraínu]] stofnuðu [[Samveldi sjálfstæðra ríkja]].
* [[8. desember]] - [[Rúmenía|Rúmenar]] samþykktu nýja [[stjórnarskrá]] í [[þjóðaratkvæðagreiðsla|þjóðaratkvæðagreiðslu]].
* [[10. desember]] - Á fundi 12 aðildarlanda [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]] í [[Maastricht]] var ákveðið að taka upp nánara stjórnmála- og efnahagssamband með sameiginlegri mynt.
* [[12. desember]] - Róttækir fyrrum félagar í [[Ítalski kommúnistaflokkurinn|Ítalska kommúnistaflokknum]] stofnuðu [[Endurstofnun kommúnistaflokksins]].
* [[12. desember]] - Höfuðborg [[Nígería|Nígeríu]] var flutt frá [[Lagos]] til [[Abuja]].
* [[15. desember]] - Yfir 450 fórust þegar egypska ferjan ''[[Salem Express]]'' fórst í [[Rauðahaf]]i.
* [[16. desember]] - [[Kasakstan]] fékk sjálfstæði frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]].
* [[21. desember]] - [[Evró-Atlantshafssamstarfsráðið]] kom saman í fyrsta sinn.
* [[22. desember]] - Vopnaðir stjórnarandstöðuhópar hófu árásir á stjórnarbyggingar í [[Georgía|Georgíu]] til að steypa [[Zviad Gamsakhurdia]] af stóli.
* [[25. desember]] - [[Mikhaíl Gorbatsjev]] sagði af sér sem aðalritari sovéska kommúnistaflokksins. Afsögnin markaði endalok [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]].
* [[26. desember]] - [[Sovétríkin]] voru formlega leyst upp.
===Ódagsettir atburðir===
* [[Versalaháskóli]] var stofnaður í Frakklandi.
* Hellirinn [[Sơn Đoòng]] var uppgötvaður í Víetnam.
* Íslenska verkfræðistofan [[Efla]] var stofnuð.
* Þróun stýrikerfisins [[BeOS]] hófst.
* Íslenska fiskeldisfyrirtækið [[Stofnfiskur]] var stofnað.
* Norska hljómsveitin [[Emperor]] var stofnuð.
* Bókmenntaverðlaunin [[Davíðspenninn]] voru veitt í fyrsta sinn.
* Bandaríska hljómsveitin [[Rage Against the Machine]] var stofnuð.
* Bandaríska hljómplötuútgáfan [[Maverick Records]] var stofnuð.
* Bandaríska tónlistarútgáfufyrirtækið [[Kill Rock Stars]] var stofnað.
* Rannsóknarstofa í kynjafræðum, [[RIKK]], var stofnuð við Háskóla Íslands.
* Bandaríska hljómsveitin [[Blind Melon]] var stofnuð.
* Breska hljómsveitin [[Portishead]] var stofnuð.
==Fædd==
* [[7. janúar]] - [[Eden Hazard]], belgískur knattspyrnumaður.
[[Mynd:-Jeanine_Mason.jpg|thumb|right|Jeanine Mason]]
* [[14. janúar]] - [[Jeanine Mason]], kúbverskur dansari.
* [[22. febrúar]] - [[Robin Stjernberg]], sænskur söngvari.
* [[4. apríl]] - [[Jamie Lynn Spears]], bandarísk leik- og söngkona.
* [[22. maí]] - [[Ásgeir Þór Magnússon]], íslenskur knattspyrnumaður.
* [[23. maí]] - [[Lena Meyer-Landrut]], þýsk söngkona.
* [[28. júní]] - [[Jóhanna María Sigmundsdóttir]], íslensk stjórnmálakona.
* [[1. júlí]] - [[Atli Sigurjónsson]], íslenskur knattspyrnumaður.
* [[23. júlí]] - [[Trausti Eiríksson]], íslenskur körfuknattleiksmaður.
* [[2. ágúst]] - [[Hrafnhildur Lúthersdóttir]], íslensk sundkona.
* [[10. ágúst]] - [[Dagný Brynjarsdóttir]], íslensk knattspyrnukona.
* [[16. september]] - John and Edward ([[Jedward]]).
* [[22. október]] - [[Levi Sherwood]], nýsjálenskur mótorkrossmaður.
* [[31. október]] - [[Marianne Hasperhoven]], hollensk fyrirsæta.
* [[15. nóvember]] - [[Helga Margrét Þorsteinsdóttir]], íslensk frjálsíþróttakona.
* [[11. desember]] - [[Anna Bergendahl]], sænsk söngkona.
==Dáin==
* [[17. janúar]] - [[Ólafur 5.]], konungur [[Noregur|Noregs]] (f. [[1903]]).
* [[30. janúar]] - [[John Bardeen]], tvöfaldur nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði (f. [[1908]]).
* [[1. febrúar]] - [[Jóhann Briem]], íslenskur myndlistarmaður (f. [[1907]]).
* [[6. febrúar]] - [[Salvador Luria]], ítalskur örverufræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. [[1912]]).
[[Mynd:Margot_Fonteyn_(1968).jpg|thumb|right|Margot Fonteyn]]
* [[21. febrúar]] - [[Margot Fonteyn]], bresk ballerína (f. [[1919]]).
* [[10. mars]] - [[Jóhanna Kristín Yngvadóttir]], íslensk myndlistarkona (f. [[1953]]).
* [[12. mars]] - [[William Heinesen]], færeyskur rithöfundur (f. [[1900]]).
* [[29. mars]] - [[Lee Atwater]], bandarískur stjórnmálaráðgjafi (f. [[1951]]).
* [[3. apríl]] - [[Graham Greene]], enskur rithöfundur (f. [[1904]]).
* [[16. apríl]] - [[David Lean]], breskur kvikmyndaleikstjóri (f. [[1908]]).
* [[16. apríl]] - [[Sergio Peresson]], ítalskur fiðlusmiður (f. [[1913]]).
* [[27. apríl]] - [[Rob-Vel]], franskur teiknimyndasagnahöfundur (f. [[1909]]).
* [[1. júlí]] - [[Alfred Eisenbeisser]], rúmenskur knattspyrnu- og skautakappi (f. [[1908]])
* [[24. júlí]] - [[Isaac Bashevis Singer]], bandarískur rithöfundur (f. [[1902]]).
* [[1. september]] - [[Hannibal Valdimarsson]], íslenskur stjórnmálamaður (f. [[1903]]).
* [[2. september]] - [[Petrína K. Jakobsson]], bæjarfulltrúi í Reykjavík (f. [[1910]]).
* [[2. september]] - [[Alfonso García Robles]], mexíkóskur stjórnmálamaður (f. [[1911]]).
* [[28. september]] - [[Miles Davis]], bandarískur tónlistarmaður (f. [[1926]]).
* [[23. október]] - [[Magnús Guðbrandsson]], íslenskur knattspyrnumaður (f. [[1896]]).
* [[24. október]] - [[Eugene Wesley Roddenberry]], bandarískur handritshöfundur (f. [[1921]]).
* [[1. nóvember]] - [[Ásta Laufey Jóhannesdóttir]], íslensk sundkona (f. [[1906]]).
* [[13. nóvember]] - [[Þorsteinn Ö. Stephensen]], íslenskur leikari (f. [[1904]]).
* [[24. nóvember]] - [[Freddie Mercury]], breskur söngvari og lagahöfundur (f. [[1946]]).
* [[27. nóvember]] - [[Vilém Flusser]], tékkneskur heimspekingur (f. [[1920]]).
* [[1. desember]] - [[George J. Stigler]], hagfræðingur (f. [[1911]]).
* [[5. desember]] - [[Richard Speck]], bandarískur fjöldamorðingi (f. [[1941]])
== [[Nóbelsverðlaunin]] ==
* [[Nóbelsverðlaun í eðlisfræði|Eðlisfræði]] - [[Pierre-Gilles de Gennes]]
* [[Nóbelsverðlaun í efnafræði|Efnafræði]] - [[Richard R. Ernst]]
* [[Nóbelsverðlaun í læknisfræði|Læknisfræði]] - [[Erwin Neher]], [[Bert Sakmann]]
* [[Nóbelsverðlaun í bókmenntum|Bókmenntir]] - [[Nadine Gordimer]]
* [[Friðarverðlaun Nóbels|Friðarverðlaun]] - [[Aung San Suu Kyi]]
* [[Nóbelsverðlaun í hagfræði|Hagfræði]] - [[Ronald Coase]]
{{commonscat}}
[[Flokkur:1991]]
puxwbhxvben9hrgwabkya0o3o3jaxk0
John Forbes Nash
0
1202
1920757
1505729
2025-06-17T23:58:58Z
Tomu-Roope
106715
1920757
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:John f nash 20061102 2.jpg|thumb|right|John Forbes Nash (2006)]]
'''John Forbes Nash''' (fæddur [[13. júní]] [[1928]]; d. 23. mai [[2015]]) var [[stærðfræði]]ngur sem fékkst við [[leikjafræði]] og [[diffurrúmfræði]]. Hann deildi [[Nóbelsverðlaunin í hagfræði|nóbelsverðlaununum í hagfræði]] árið [[1994]] með tveimur öðrum leikjafræðingum, [[Reinhard Selten]] og [[John Harsanyi]].
==Ferill==
Hann hóf stærðfræðiferil sinn með miklum látum, en um þrítugt fór að bera á [[geðklofi|geðklofa]] hjá honum, sem hann hefur náð sér af rúmum 25 árum seinna.
John Nash fæddist í [[Bluefield]] í [[Vestur Virginía|Vestur Virginíu]]-fylki í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]], sonur Johns Nash eldri og Virginia Martin. Faðir hans var [[rafmagnsfræðingur]], og móðir hans tungumálakennari. Á ungum aldri eyddi hann miklum tíma í að lestur og tilraunir, sem hann gerði í svefnherbergi sínu, sem hann hafði breytt í tilraunastofu.
Á árunum [[1945]] til [[1948]] lærði hann við [[Carnegie Tæknistofnunin|Carnegie Tæknistofnunina]] í [[Pittsburgh]], með það markmið að feta í fótspor föður síns. Í stað þess öðlaðist hann mikla ást og virðingu fyrir [[stærðfræði]] og fékk áhuga á [[talnakenningin|talnakenningunni]], [[Diophantine jöfnur|Diophantine jöfnum]], [[skammtagreining|skammtagreiningu]] og [[afstæðiskenningin|afstæðiskenningunni]]. Hann nýtur þess að leysa þrautir.
Við Carnegie fékk hann áhuga á 'málamiðlanavandamálinu', sem [[John von Neumann]] hafði skilið eftir óleyst í bók sinni ''Leikjakenningin og efnahagsleg hegðun'' (''The Theory of Games and Economic Behaviour'', [[1928]]). Hann var meðlimur í leikjafræðifélaginu þar.
Frá Pittsburgh fór hann til [[Princeton University|Princeton]], þar sem hann fékkst við jafnvægiskenningu sína sem nefnist [[Nash-jafnvægi]]. Hann fékk [[doktorsnafnbót]] sína árið [[1950]] með ritgerð sinni um ''Samvinnulausa leiki''. Ritgerð hans innihélt skilgreininguna á því sem nú er þekkt sem [[Nash jafnvægi]]. 44 árum seinna var það þessi kenning sem ávann honum [[Nóbelsverðlaun í hagfræði|Nóbelsverðlaunin]]. Rannsóknir hans á þessu sviði leiddu til þriggja greina, sem hétu ''Equilibrium Points in N-person Games'' ([[1950]]), ''The Bargaining Problem'' ([[1950]]) og ''Two-person Cooprative Games'' (janúar [[1953]]).
Sumarið [[1950]] vann hann hjá RAND fyrirtækinu í [[Santa Monica, California]], þar sem hann vann svo aftur um stutt skeið [[1952]] og [[1954]]. Frá [[1950]] til [[1951]] kenndi hann [[stærðfræðigreining|stærðfræðigreiningu]] við Princeton háskóla, stundaði rannsóknir og tókst að koma sér undan herþjónustu. Á þessum tíma sannaði hann [[Nash greypingarkenningin|Nash greypingarkenninguna]], sem var mikill áfangi í rannsóknum á [[diffurrúmfræði]]-[[víðátta|víðáttum]]. Árin [[1951]]-[[1952]] var hann vísindaaðstoðarmaður við [[MIT]].
Hjá MIT kynntist hann Aliciu Lopez-Harrison de Lardé, stærðfræðinema frá [[El Salvador]], sem hann giftist í febrúar [[1957]]. Sonur þeirra, John Charles Martin (fæddur [[20. maí]] [[1959]]) var nafnlaus í heilt ár vegna þess að Alicia hafði þá nýlega sent Nash á geðveikrahæli, og henni fannst hann eiga að eiga þátt í nafngjöfinni. Eins og foreldrar sínir, varð John stærðfræðingur, en líkt og faðir sinn var hann síðar greindur sem [[geðklofi]]. Nash eignaðist annan son, John David (fæddur [[19. júní]] [[1953]]), með Eleanor Stier, en hann neitaði að eiga nokkur samskipti við þau. Hann var yfirlýstur [[tvíkynhneigð|tvíkynhneigður]], og átti nokkur náin sambönd við karlmenn á þessum tíma.
Alicia skildi við John Nash árið [[1963]], en þau tóku saman aftur árið [[1970]]. Þau voru mjög ósamrýmd þangað til árið [[1994]], þegar að John vann Nóbelsverðlaunin; en þau giftu sig aftur [[1. júní]] [[2001]].
Árið [[1958]] fór John Nash að sýna fyrstu einkenni geðveikinnar, hann varð ofsóknarbrjálaður og var lagður inn á McLean sjúkrahúsið frá apríl til maí [[1959]], þar sem að hann var greindur sem „ofsóknarbrjálaður geðklofi“. Hann dvaldi í [[París]] og [[Genf]], og fór aftur til Princeton árið [[1960]]. Þar var hann á stöðugu flakki inn og út úr geðsjúkrahúsum þar til [[1970]], þó að hann hafi verið með rannsóknarstöðu við [[Brandeis háskóli|Brandeis háskóla]] frá [[1965]]-[[1967]]. Á þrjátíu ára tímabilinu frá [[1966]] til [[1996]] gerði hann engar markverðar vísindalegar rannsóknir, en árið [[1978]] fékk hann [[John von Neumann kenningarverðlaunin]] fyrir uppfinningu sína á Nash jafnvæginu.
Geðheilsu hans batnaði mjög hægt og bítandi. Hann fékk á ný áhuga á stærðfræðilegum vandamálum og með því getu til þess að hugsa rökrétt. Hann fékk einnig áhuga á [[tölvur|tölvu]][[forritun]]. Snilli hans átti afturkvæmt á tíunda áratug [[20. öld|20. aldar]], þó svo að hugur hans væri enn veikburða.
Í desember [[2001]] var gefin út [[kvikmynd|kvikmyndin]] [[Fegurð hugans]] sem lýsti ýmsum þáttum í lífi hans á dramatískan hátt. Myndin fékk fern [[óskarsverðlaun]] árið [[2002]]. Einnig hefur verið gefin út heimildarmynd um hann frá [[PBS]], sem ber titilinn ''A brilliant Madness''.
{{Nóbelsverðlaun í hagfræði}}
[[Flokkur:Bandarískir stærðfræðingar|Nash, John Forbes]]
[[Flokkur:Bandarískir hagfræðingar|Nash, John Forbes]]
[[Flokkur:Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði|Nash, John Forbes]]
{{fde|1928|2015|Nash, John Forbes}}
fl94j226zu23d6f0fmbnad7hlpb1tos
1920759
1920757
2025-06-18T00:31:24Z
Berserkur
10188
Laga málfar
1920759
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:John f nash 20061102 2.jpg|thumb|right|John Forbes Nash (2006)]]
'''John Forbes Nash''' (fæddur [[13. júní]] [[1928]]; d. 23. maí [[2015]]) var [[stærðfræði]]ngur sem fékkst við [[leikjafræði]] og [[diffurrúmfræði]]. Hann deildi [[Nóbelsverðlaunin í hagfræði|nóbelsverðlaununum í hagfræði]] árið [[1994]] með tveimur öðrum leikjafræðingum, [[Reinhard Selten]] og [[John Harsanyi]].
==Ferill==
John Nash fæddist í [[Bluefield]] í [[Vestur Virginía|Vestur Virginíu]]-fylki í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]], sonur Johns Nash eldri og Virginia Martin. Faðir hans var [[rafmagnsfræðingur]] og móðir hans tungumálakennari. Á unga aldri eyddi hann miklum tíma við lestur og tilraunir, sem hann gerði í svefnherbergi sínu, sem hann hafði breytt í tilraunastofu.
Á árunum [[1945]] til [[1948]] lærði hann við [[Carnegie Tæknistofnunin|Carnegie Tæknistofnunina]] í [[Pittsburgh]], með það markmið að feta í fótspor föður síns. Í stað þess öðlaðist hann mikla virðingu fyrir [[stærðfræði]] og fékk áhuga á [[talnakenningin|talnakenningunni]], [[Diophantine jöfnur|Diophantine jöfnum]], [[skammtagreining|skammtagreiningu]] og [[afstæðiskenningin|afstæðiskenningunni]].
Við Carnegie fékk hann áhuga á 'málamiðlanavandamálinu', sem [[John von Neumann]] hafði skilið eftir óleyst í bók sinni ''Leikjakenningin og efnahagsleg hegðun'' (''The Theory of Games and Economic Behaviour'', [[1928]]). Hann var meðlimur í leikjafræðifélaginu þar.
Frá Pittsburgh fór hann til [[Princeton University|Princeton]], þar sem hann fékkst við jafnvægiskenningu sína sem nefnist [[Nash-jafnvægi]]. Hann fékk [[doktorsnafnbót]] sína árið [[1950]] með ritgerð sinni um ''Samvinnulausa leiki''. Ritgerð hans innihélt skilgreininguna á því sem nú er þekkt sem [[Nash jafnvægi]]. 44 árum seinna var það þessi kenning sem færði honum [[Nóbelsverðlaun í hagfræði|Nóbelsverðlaunin]]. Rannsóknir hans á þessu sviði leiddu til þriggja greina, sem hétu ''Equilibrium Points in N-person Games'' ([[1950]]), ''The Bargaining Problem'' ([[1950]]) og ''Two-person Cooprative Games'' (janúar [[1953]]).
Sumarið [[1950]] vann hann hjá RAND fyrirtækinu í [[Santa Monica, California]], þar sem hann vann svo aftur um stutt skeið [[1952]] og [[1954]]. Frá [[1950]] til [[1951]] kenndi hann [[stærðfræðigreining|stærðfræðigreiningu]] við Princeton háskóla, stundaði rannsóknir og tókst að koma sér undan herþjónustu. Á þessum tíma sannaði hann [[Nash greypingarkenningin|Nash greypingarkenninguna]], sem var mikill áfangi í rannsóknum á [[diffurrúmfræði]]-[[víðátta|víðáttum]]. Árin [[1951]]-[[1952]] var hann vísindaaðstoðarmaður við [[MIT]].
Hjá MIT kynntist hann Aliciu Lopez-Harrison de Lardé, stærðfræðinema frá [[El Salvador]], sem hann giftist í febrúar [[1957]]. Sonur þeirra, John Charles Martin (fæddur [[20. maí]] [[1959]]) var nafnlaus í heilt ár vegna þess að Alicia hafði þá nýlega sent Nash á geðveikrahæli, og henni fannst hann eiga að eiga þátt í nafngjöfinni. Eins og foreldrar sínir, varð John stærðfræðingur, en líkt og faðir sinn var hann síðar greindur með [[geðklofi|geðklofa]]. Nash eignaðist annan son, John David (fæddur [[19. júní]] [[1953]]), með Eleanor Stier, en hann neitaði að eiga nokkur samskipti við þau. Hann var yfirlýstur [[tvíkynhneigð|tvíkynhneigður]], og átti nokkur náin sambönd við karlmenn á þessum tíma.
Alicia skildi við John Nash árið [[1963]], en þau tóku saman aftur árið [[1970]]. Þau voru mjög ósamrýmd þangað til árið [[1994]], þegar að John vann Nóbelsverðlaunin; en þau giftu sig aftur [[1. júní]] [[2001]].
Árið [[1958]] fór John Nash að sýna fyrstu einkenni geðveikinnar. Hann varð ofsóknaróður og var lagður inn á McLean sjúkrahúsið frá apríl til maí [[1959]], þar sem að hann var greindur sem „ofsóknarkenndur geðklofi“. Hann dvaldi í [[París]] og [[Genf]], og fór aftur til Princeton árið [[1960]]. Þar var hann á stöðugu flakki inn og út úr geðsjúkrahúsum þar til [[1970]], þó að hann hafi verið með rannsóknarstöðu við [[Brandeis háskóli|Brandeis háskóla]] frá [[1965]]-[[1967]]. Á þrjátíu ára tímabilinu frá [[1966]] til [[1996]] gerði hann engar markverðar vísindalegar rannsóknir, en árið [[1978]] fékk hann [[John von Neumann kenningarverðlaunin]] fyrir uppfinningu sína á Nash jafnvæginu.
Geðheilsa hans batnaði mjög hægt og bítandi. Hann fékk á ný áhuga á stærðfræðilegum vandamálum og með því getu til þess að hugsa rökrétt. Hann fékk einnig áhuga á [[tölvur|tölvu]][[forritun]]. Snilli hans átti afturkvæmt á tíunda áratug [[20. öld|20. aldar]], þó svo að hugur hans væri enn veikburða.
Í desember [[2001]] var gefin út [[kvikmynd|kvikmyndin]] [[Fegurð hugans]] sem lýsti ýmsum þáttum í lífi hans á dramatískan hátt. Myndin fékk fern [[óskarsverðlaun]] árið [[2002]]. Einnig hefur verið gefin út heimildarmynd um hann frá [[PBS]], sem ber titilinn ''A Brilliant Madness''.
{{Nóbelsverðlaun í hagfræði}}
[[Flokkur:Bandarískir stærðfræðingar|Nash, John Forbes]]
[[Flokkur:Bandarískir hagfræðingar|Nash, John Forbes]]
[[Flokkur:Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði|Nash, John Forbes]]
{{fde|1928|2015|Nash, John Forbes}}
5lpuy8133vpxr9mprpqkstg893p0aaq
Wikipedia:Potturinn
4
1746
1920683
1920182
2025-06-17T17:43:57Z
MediaWiki message delivery
35226
Nýr hluti: /* Wikimedia Foundation Board of Trustees 2025 - Call for Candidates */
1920683
wikitext
text/x-wiki
<!-- Skiljið þessa línu eftir -->{{Potturinn}}__NEWSECTIONLINK____TOC__
== Hagstofan eða Þjóðskrá ==
Hvort er fylgt tölum Hagstofunnar eða Þjóðskrár? Sem dæmi vísar greinin [[Íbúar á Íslandi]] í bæði. Á ekki frekar að fara eftir Hagstofunni? [https://www.hagstofa.is/utgafur/frettasafn/mannfjoldi/hvad-bua-margir-a-islandi/ Þetta] stendur á síðunni þeirra. [[Notandi:Fyxi|Fyxi]] ([[Notandaspjall:Fyxi|spjall]]) 11. desember 2024 kl. 02:39 (UTC)
:Hagstofutölurnar eru ótvírætt réttari. Þjóðskrártölurnar eru frekar gagnslausar þegar kemur að heildarfjölda en gefa kannski fyrr vísbendingu um breytingar. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 11. desember 2024 kl. 11:26 (UTC)
::Gott að vita. Takk! --[[Notandi:Fyxi|Fyxi]] ([[Notandaspjall:Fyxi|spjall]]) 12. desember 2024 kl. 09:44 (UTC)
== Betrumbætt forsíða ==
Hef verið að fikta í forsíðunni örlítið. Ég tel mig hafa lagað og betrumbætt ýmislegt.
[[Notandi:Logiston/forsíða]]
Endilega komið með uppástungur og athugasemdir. [[Notandi:Logiston|Logiston]] ([[Notandaspjall:Logiston|spjall]]) 23. desember 2024 kl. 00:24 (UTC)
:Þannig að meginbreytingin er að styðja farsíma betur með flex. Virðist vera í lagi í grunnatriðum. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 23. desember 2024 kl. 00:47 (UTC)
::Er ég þá með leyfi möppudýra til að breyta og legga til breytinga? [[Notandi:Logiston|Logiston]] ([[Notandaspjall:Logiston|spjall]]) 24. desember 2024 kl. 13:11 (UTC)
:::Þið þurfið s.s. að afrita allan kóðann frá [[Notandi:Logiston/forsíða]]. Ég get breytt styles.css síðunni. [[Notandi:Logiston|Logiston]] ([[Notandaspjall:Logiston|spjall]]) 24. desember 2024 kl. 13:14 (UTC)
::::Gefum fólki tíma til kl 12 á laugardaginn 28. des til að taka eftir þessu. Það eru margir uppteknir núna, af augljósum ástæðum. Ef færri en tveir eru á móti getur þú þá breytt [[Snið:Forsíða/styles.css]], [[Snið:Systurverkefni]] og fært css síðu þess ([[Snið:SysturverkefniB/styles.css]]). Ég gæti fært verndunarstigið á Forsíðunni niður um eitt stig í einn klukkutíma svo breytingin þín komist í gegn. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 24. desember 2024 kl. 14:44 (UTC)
:::::Nokkrir punktar um breytingar síðan síðast:
:::::* Takkarnir ættu að vera minna áberandi, þ.e. "mw-ui-quiet". Þeir eru hannaðir til að vera notaðir fyrir aðgerðir innan sömu síðu (sjá https://doc.wikimedia.org/codex/main/components/demos/button.html) og eru notaðir þannig á hinum síðunum sem nota þá [[Wikipedia:Tillögur_að_gæðagreinum]], [[Wikipedia:Tillögur_að_úrvalsgreinum]] og [[Snið:Potturinn]].
:::::* Við erum með dökkt þema á Wikipediu og í því þema er [[Snið:LSforsíða/haus|nýji hausinn]] hvítur með allt annað á síðunni svart (sjá mynd, gamla fyrir ofan, nýja fyrir neðan). Í þessu þema er textinn í hausnum líka ljós og því ólesanlegur. Hægt er að laga þetta með því að nota dökka stílinn úr [[Snið:Forsíða/Haus/styles.css]], frá línu 128 niðrúr.
:::::[[File:Front page iswiki design comparision.png|250px]]
:::::* Ekki viss um að nýju tenglarnir neðst í sumum kassana ættu að vera þar. Það eru tvö atriði hérna. Fyrsta atriðið eru [[Wikipedia:Grein mánaðarins/2024|fyrri mánuðir]] undir grein mánaðarins, sem er með mun minni umferð en greinarnar: https://pageviews.wmcloud.org/?project=is.wikipedia.org&platform=all-access&agent=user&redirects=0&range=last-month&pages=Mex%C3%ADk%C3%B3|%C3%9Eykjustustr%C3%AD%C3%B0i%C3%B0|Spaugstofan|Aleksandra_Kollontaj|Wikipedia:Grein_m%C3%A1na%C3%B0arins/2024
::::::Seinna atriðið eru dagetningatenglarnir, undir atburðir dagsins. Dagsetningarnar sem ég skoðaði eru með mjög litla umferð og fá meiri umferð þegar þeir eru á forsíðunni, en halda því ekki lengi. Það er ólíklegt að fólk noti dagsetningartengil í nokkra daga og því ætti bara að vera tengill á daginn í dag. https://pageviews.wmcloud.org/?project=is.wikipedia.org&platform=all-access&agent=user&redirects=0&start=2024-11-13&end=2024-11-30&pages=15._n%C3%B3vember|16._n%C3%B3vember|17._n%C3%B3vember|18._n%C3%B3vember
:::::[[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 26. desember 2024 kl. 03:52 (UTC)
::::::Gott og vel.
::::::Hef afgreitt hluta af þessu. Skil reyndar ekki tvennt. Annars vegar þetta með takkana og hins vegar þetta með dagatenglana.
::::::Það sést stóraukning á umferð til dagasíðnanna þegar tengillinn til þeirra er á forsíðunni. Um er að ræða 40+ PW þann dag, sem er meira en grein mánaðarins á góðum degi. Það má eyða þessu mín vegna en það mætti prufa þetta í 2-3 daga og sjá PW-niðurstöðurnar úr því.
::::::Hvort áttu við [[Snið:Forsíða/Tengill]] eða [[Snið:Forsíða/Takki]]? Annars var það meiningin að hafa takkana áberandi (einkum þann undir grein mánaðarins sem segir lesa ;) ) til þess að beina umferð þangað og skapa eftirspurn. En ef þér líst ekki á þá, þá væri sennilega einfaldara að fjarlægja þá og setja gömlu tenglana í staðinn.
::::::Síðan ætlaði ég að spyrja hvað þér findist um tengilinn í fyrirsögninni "Fréttum". Á nánast öllum öðrum Wikipedium eru til gáttir fyrir fréttir en vissulega eru gáttirnar gjörsamlega óvirkar hérna. Pæling að sleppa því að hafa tengil í þessari fyrirsögn. Síðan er málið um fyrirsögnina sjálfa, hvort ætti hún að vera "Fréttir" eða "Í fréttum"? [[Notandi:Logiston|Logiston]] ([[Notandaspjall:Logiston|spjall]]) 26. desember 2024 kl. 20:31 (UTC)
:::::::Ætla leyfa þér að breyta forsíðuhaus og snið:systurverkefni eins og ég sagði.
:::::::Sáttur við takkana eins og þeir eru, var aðalega bara að búa til einhvert samningsatriði sem ég gæti gripið til ef hin atriðin væru ekki löguð. Það er að segja, ef að hin atriðin hefðu ekki verið löguð þá hefði ég sagt að næturstillingin skipti meira máli og notað takkana sem skiptimynt í samningum.
:::::::Fyrst að þú nefnir Gátt:Fréttir þá gætum við tengt í [[Wikipedia:Í fréttum...]]. Nokkuð viss um að atriði þaðan enda á dagsetningagreinum (t.d. [[28. desember]] og [[2024]]), sem er eflaust ástæðan fyrir tenglinum á 2024.
:::::::Nokkuð viss um að "Í fréttum" sé bara eldri talmáti á "Fréttir". [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 28. desember 2024 kl. 15:01 (UTC)
::::::::Gerði minniháttar lagfæringu á lesa-takkanum sem þarf að færa frá Notandi:Logiston/forsíða yfir á forsíðuna please <3 [[Notandi:Logiston|Logiston]] ([[Notandaspjall:Logiston|spjall]]) 1. janúar 2025 kl. 17:02 (UTC)
:::::::::Í staðinn fyrir að búa til nýtt redirect í hverjum mánuði, væri ekki betra að nota strengja módulinn eða ehv slíkt? Sem dæmi gæti þetta virkað (eins og þetta er uppsett núna) til að sækja heitið á núverandi grein mánaðarins.
:::::::::{{Code|<nowiki>{{#invoke:Strengur|match|s= {{Wikipedia:Grein mánaðarins/{{CURRENTMONTH}}, {{CURRENTYEAR}}}} |pattern= %[%[(.-)%]%] }}</nowiki>}} → {{#invoke:Strengur|match|s= {{Wikipedia:Grein mánaðarins/{{CURRENTMONTH}}, {{CURRENTYEAR}}}} |pattern= %[%[(.-)%]%] }}
:::::::::<br/>
:::::::::Annað líka er að það vantar tengil á [[Wikipedia:Grein mánaðarins/{{CURRENTYEAR}}|fyrri mánuði]].
:::::::::[[Notandi:Fyxi|Fyxi]] ([[Notandaspjall:Fyxi|spjall]]) 4. janúar 2025 kl. 02:20 (UTC)
::::::::::Skil ekki alveg. Hvar kemur þessi strengja módull inn?
::::::::::Held að þú sért að reyna að gera h2 fyrirsögnina á [[Wikipedia:Grein mánaðarins/01, 2025]] sjálfvirka. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 4. janúar 2025 kl. 03:15 (UTC)
:::::::::::Greinin er hard coded á forsíðunni eins og er (<nowiki>* {{Forsíða/Takki | Grikkland hið forna | Lesa }}</nowiki>) (lína 15). Þessi strengja module myndi þá koma inn í takkann svo að það sé sjálfvirkt.
:::::::::::<br/>
:::::::::::Myndi þá vera:
:::::::::::<nowiki>{{Forsíða/Takki | {{#invoke:Strengur|match|s= {{Wikipedia:Grein mánaðarins/{{CURRENTMONTH}}, {{CURRENTYEAR}}}} |pattern= %[%[(.-)%]%] }} | Lesa }}</nowiki><br/>↓
:::::::::::{{Forsíða/Takki | {{#invoke:Strengur|match|s= {{Wikipedia:Grein mánaðarins/{{CURRENTMONTH}}, {{CURRENTYEAR}}}} |pattern= %[%[(.-)%]%] }} | Lesa }}
:::::::::::<br/>
:::::::::::En þetta er bara hugmynd.
::::::::::: [[Notandi:Fyxi|Fyxi]] ([[Notandaspjall:Fyxi|spjall]]) 4. janúar 2025 kl. 03:29 (UTC)
::::::::::::Mig grunar að þetta sé miklu betra. Sparar okkur óþarfa vinnu sem er verðmætt. Og losnum líka við redirect-quoteið efst á síðunni þegar ýtt er á takkann.
::::::::::::Mín breyting er ekkert heilög. Hún átti bara að laga þetta vandamál og var í rauninni hugsuð sem tímabundin lausn. [[Notandi:Logiston|Logiston]] ([[Notandaspjall:Logiston|spjall]]) 4. janúar 2025 kl. 12:38 (UTC)
:Mjög flott :) Samt ein pæling þar sem efnisyfirlitið er horfið. Væri hægt að fá linka að „Verkefninu“ sem er í aðalvalmyndinni? Þ.e. Nýlegar breytingar, (Nýjustu greinar), Samfélagsgátt og (Potturinn) (eða þá uppfæra mobile viðmótið þar sem þeir koma ekki upp þar). [[Notandi:Fyxi|Fyxi]] ([[Notandaspjall:Fyxi|spjall]]) 29. desember 2024 kl. 00:55 (UTC)
::Ef þú opnar https://is.m.wikipedia.org/w/index.php?title=Kerfissíða:MobileOptions og velur ítarlegri ham, þá færðu tengil á nýlegar breytingar, pottinn og samfélagsgátt undir hamborgaravalmyndinni (strikunum þremur hliðiná einkennismerkinu). [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 29. desember 2024 kl. 07:38 (UTC)
:::Ah svoleiðis, takk. Virðist bara koma þegar maður er innskráður. [[Notandi:Fyxi|Fyxi]] ([[Notandaspjall:Fyxi|spjall]]) 4. janúar 2025 kl. 02:13 (UTC)
: Mjög flott breyting. Samfélagsgáttin mætti líka við sambærilegri yfirhalningu. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 29. desember 2024 kl. 14:27 (UTC)
== Listi yfir Íslendinga með greinar á öðrum tungumálum ==
Mér dettur í hug hvort það gæti ekki verið sniðugt að halda uppi verkefnissíðu með lista af Íslendingum sem eru með greinar um sig á öðrum tungumálaútgáfum Wikipediu, en ekki enn á íslensku Wikipediu? Mér finnst það sjálfsagt markmið hjá íslensku Wikipediu að vera allavega með betri upplýsingar um Ísland og Íslendinga en hin enska, svo það væri gagnlegt sem vegvísir að greinum sem vanti sérstaklega. [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 30. desember 2024 kl. 21:22 (UTC)
:Góð pæling. Það er kannski hægt að búa til einhverja fyrirspurn sem finnur sjálfvirkt greinar undir [[:en:Category:Icelandic people]] sem er vantar tungumálatengil á íslensku. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 30. desember 2024 kl. 21:31 (UTC)
:Bjó til tvo lista yfir íslendinga sem eru á ensku wikipediu en ekki þeirri íslensku: [[quarry:query/32906|lifandi]], [[quarry:query/858|látnir]]. [[:en:Category:Biography articles needing translation from Icelandic Wikipedia]] er síðan listi yfir greinar sem eru taldar stærri á íslensku wikipediu en þeirri ensku. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 31. desember 2024 kl. 01:00 (UTC)
::Flott. Greinilega mikið af síðum sem hægt er að snara yfir á íslensku ef við viljum standa ensku Wikipediu framar um íslensk málefni. [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 1. janúar 2025 kl. 21:52 (UTC)
== Greinar um skyldmenni forseta ==
Ég setti eyðingartillögu á tvær greinar @[[Notandi:Bjornkarateboy|Bjornkarateboy]] gerði um börn Höllu Tómasdóttur þar sem þau eru ekki sérlega þekkt fyrir neitt annað en móður sína, sem nægir að mínu mati augsýnilega ekki til að uppfylla markverðugleikaregluna. Hann benti hins vegar á að það eru til nokkrar greinar hér um börn og foreldra forseta sem hafa fengið að standa. Mér þykir vert að ræða þessar greinar líka og hvaða stefnu við viljum hafa um þær.
Nokkrar greinar ([[Björn Jónsson]], [[Björn Sv. Björnsson]], [[Þórarinn Eldjárn]], [[Sigrún Eldjárn]] og [[Sigríður Eiríksdóttir]]) þarfnast vart umræðu þar sem fólkið sem fjallað er um er greinilega vel þekkt fyrir eitthvað annað en fjölskyldutengsl. En síðan eru nokkrar síður jaðartilvik:
* [[Þórarinn Kr. Eldjárn]]
* [[Sigrún Sigurhjartardóttir]]
* [[Grímur Kristgeirsson]]
* [[Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar]]
* [[Jóhannes Sæmundsson]]
Þessar síður sýnast mér vera um fólk sem er ekki þekkt fyrir margt annað en að vera foreldrar forseta. Ég hugsa að Þórarinn og Grímur sleppi þar sem þeir gegndu opinberum störfum eða embættum, en ég er ekki viss um hin þrjú. Hvað finnst ykkur? [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 7. janúar 2025 kl. 16:05 (UTC)
:Jóhannes Sæmundsson er klárlega markverður einstaklingur þar sem hann lét til sín taka í málefnum tengdum íþróttakennslu og íþróttaþjálfun með góðum árangri. [[Notandi:Bjornkarateboy|Bjornkarateboy]] ([[Notandaspjall:Bjornkarateboy|spjall]]) 7. janúar 2025 kl. 16:14 (UTC)
:: Svanhildur sleppur líka sem útgefinn höfundur (bréfritari). Jóhannes var talsvert þekktur sem frjálsíþróttamaður, íþróttakennari og þjálfari (m.a. fræðslufulltrúi ÍSÍ). Grímur var auðvitað vel þekktur, en aðallega sem rakari. Hann finnst mér að eigi fremur heima í kafla um fjölskyldu ÓRG en sem sérgrein. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 7. janúar 2025 kl. 16:17 (UTC)
::: En svo má líka athuga það sjónarmið að ef það er ekki augljóst hvernig hægt væri að auka við grein um viðkomandi einstakling, svo hún verði meira en ein málsgrein, þá ætti hún kannski fremur heima sem undirkafli í grein um frægari ættingja (sjá [https://en.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Notability#Whether_to_create_standalone_pages]) --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 7. janúar 2025 kl. 16:24 (UTC)
::::Grímur Kristgeirsson var vel þekktur, þá sérstaklega fyrir vestan, löngu áður en Ólafur Ragnar varð það. Það er til nóg af efni um hann til að skrifa meira en eina málsgrein. [[Notandi:Alvaldi|Alvaldi]] ([[Notandaspjall:Alvaldi|spjall]]) 7. janúar 2025 kl. 20:04 (UTC)
:::::Svanhildur er einnig vel þekkt í tengslum við veikindi sín og er ''Svanhildarstofa'' á Hælinu, setri um sögu berklanna, m.a. nefnd eftir henni. [[Notandi:Alvaldi|Alvaldi]] ([[Notandaspjall:Alvaldi|spjall]]) 7. janúar 2025 kl. 20:27 (UTC)
::::::Já, eftir á að hyggja er ég sammála um að greinin um Svanhildi sleppi þar sem skrif hennar hafa verið gefin út og berklasetrið er nefnt eftir henni. Jóhannes mögulega líka, en greinin um hann þyrfti þá að gera betur grein fyrir því hver framlög hans í íþróttum voru, sem mér finnst hún ekki gera núna. Af þessum greinum finnst mér greinin um Sigrúnu síst eiga rétt á sér. Sú grein gefur ekki til kynna að hún hafi verið sérlega þekkt fyrir neitt annað en að eiga fræg börn. [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 7. janúar 2025 kl. 21:14 (UTC)
== Afstaða til vélþýðinga ==
Mig langar að stinga upp á stefnubreytingu varðandi vélþýðingar. Við höfum (oft) eytt umyrðalaust eða gert eyðingartillögur þar sem vélþýddur texti er settur inn lítt breyttur. Ástæðan er auðvitað að slíkur texti hefur hingað til verið "óforbetranlegur" og ekki þess virði að reyna að laga hann til. Þetta hefur hins vegar breyst síðustu 2 ár. Nú er vélþýddur texti frá sumum forritum oft bara bærilegur og hægt að setja inn með tiltölulega litlum lagfæringum. Það er enn augljóst þegar texti er settur inn óbreyttur frá vélþýðanda, en oft er hægt að gera hann góðan með litlum lagfæringum. Mér finnst það því ekki lengur eyðingarsök að texti sé frá vélþýðanda, heldur fremur tilefni til lagfæringar. Mér finnst við ættum því að nota hreingerningarsnið fremur en eyðingarsnið, nema vélþýðingin sé þeim mun verri. Hvað finnst ykkur? [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 11. janúar 2025 kl. 19:34 (UTC)
: Góður punktur, tek það til greina. --[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 11. janúar 2025 kl. 20:31 (UTC)
:'''Hafnað.''' Líttu á rannsóknir um vélarþýðingar og þar sést mjög skýrt að vélarþýðingar eru enn slæmar. Íslenska ólíkt ensku er mun flóknari, beygingarlýsingar eru helsta dæmið hérna. Það er ekki boðlegt að koma með svona fullyrðingar án þess að fletta hlutunum upp.
:Rannsóknir á íslenskum vélarþýðingum nota oft WER - word error rate, sem felur í sér hvort rétt orð er valið, ekki hvort beygingarmyndin sé rétt eða orðið passi vel í setninguna. Þannig er vélarþýðing miðeindar samkvæmt þeim sjálfum með 20% WER, en það er ekki nóg fyrir góða íslensku. Það að taka tölur frá þeim sjálfum er líka ekki góð vísindi og talan líklega í raun mun verri. Það er ekki til rannsókn á WER á íslensku í vélarþýðingunni sem [[Mw:Extension:ContentTranslate|ContentTranslate]] notar. Ef Mói væri hérna ennþá þá myndi hann setja út á allar þessar vélarþýðingar.
:Til að skoða beygingarlýsingar, skoðaðu IceNLP og Greini. Báðir möguleikarnir geta ekki snúið setningu með orðum með greini úr ensku yfir í íslensku og aftur yfir á ensku án þess að missa úr orð.
:Hvað hreingerningasniðið varðar þá er bara fleiri og fleiri greinar sem bætast þar við og ekkert sjónmál á því að það minnki niður, hvað þá niður í núll. Meðal erlenda stofnenda síðu hefur aðeins einn náð að setja fram góða þýdda grein og það var [[Notandi:Maxí|Maxí]]. Hann var að læra íslensku og þrátt fyrir það tók það hann dágóðan tíma að fá þýðinguna rétta, eftir margar athugasemdir. Þær greinar sem eru helst merktar sem vélarþýðingar af mér eru eftir erlenda stofnendur sem geta ekki lagað greinarnar. Stundum hef ég bent á [[Wikipedia:Overview]] sem þeir geta ekki farið eftir heldur, þó það sé á ensku. Merkingar með hreingerningarsniði er bara merking til að slá vandamálinu á frest um ókominn tíma. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 11. janúar 2025 kl. 20:46 (UTC)
:Wikipedia er skrifuð af notendum ekki tölvuforritum. Eins og Snævar nefndi eru þessar vélþýðingar ekki nógu góðar fyrir íslensku sama hve mörg ár hafa liðið. Menn vilja skrifa og bæta greinar um áhugamál sín en ekki laga eitthvert gervigreindarsull. ChatGPT er nákvæmasta vélþýðing sem ég þekki en samt er hún langt frá því að vera fullkomin. Hún bullar ennþá stundum orðum, beygir ekki orð rétt (einkum í fleirtölu eða kyni) og notar skrýtin orðatiltæki. Einnig getur hún ekki alltaf flett up t.d. í orðabók til að leita að viðurkenndum þýðingum o.fl. Dæmigerður notandi sem er að stofna vélþýddar síður er ekki með aðgang að gögnunum sem gera henni kleift að skrifa passlega íslensku fyrir alfræðisíðu. Að leyfa vélþýðingu myndi leiða til fleiri lægri gæða síðna þar sem höfundurinn getur ekki borið ábyrgð á þýðingu hennar.
:Höfundar ættu að nýta sér vélþýðingu til þess að skrifa meira og betur, en ekki til þess að setja texta inn þegar maður er latur. [[Notandi:Óskadddddd|Óskadddddd]] ([[Notandaspjall:Óskadddddd|spjall]]) 12. janúar 2025 kl. 12:36 (UTC)
:Ég er frekar efins um að það væri skynsamlegt skref. Ég hef frekar litið á það þannig að skánandi vélþýðingar eigi að verða til þess að við herðum frekar á kröfu um að greinar á íslensku Wikipediu séu á skiljanlegri íslensku frekar en að slaka á þeim. Þeir sem vilja lesa vélþýtt efni á íslensku geta nefnilega gert það með því að heimsækja WP á öðrum tungumálum og þýða efnið þar með hjálp þeirra tæknilausna sem eru í boði. Það er því óþarfi að búa sérstaklega til síður hér með hrátt vélþýddu efni, en auðvitað sjálfsagt að nota vélþýðingu sem hjálpartæki til að flýta fyrir þýðingum. Tilgangurinn með því að halda úti Wikipediu á íslensku hlýtur að vera að leyfa efnistökum og áherslum íslenskumælandi notenda að njóta sín. Svo tek ég líka undir með Snævari að það er ekki góð lausn að setja greinar á lélegri íslensku í viðhaldsflokka. Að hreinsa til eftir aðra er líklega óvinsælasta verkefnið á meðal notenda hér. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 12. janúar 2025 kl. 16:08 (UTC)
::Takk fyrir góð svör. Vitið þið um einhver benchmarking-próf á íslenskuþýðingum frá þessum nýju þýðendum (ég á við LLM-þýðendur eins og m.is, velthyding.is, Google Translate, Gemini og ChatGPT)? Það eru auðvitað margar greinar hér með töluvert af villum, þótt þær komi ekki frá þýðingarvélum. Þetta er frekar spurning um hvernig á að merkja þær sem eru augljóslega vélþýddar. [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 12. janúar 2025 kl. 17:12 (UTC)
:::Hérna er samantekt á þýðingarvélum og einkunnum þeirra. Athugaðu að greynir er með hlutfall yfir rétt svör, á meðan hinar þýðingarvélarnar eru með hlutfall rangra svara. Einnig inniheldur greynir beygingar, en hinir ekki. Vegna þess setti ég inn rannsókn á beygingum greynis einnig.
:::*Google Translate 2018: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1fJQLMj8O5z3Q7eKDxi1tNNrFipiEL0UDyaEF0fleZ54/edit?gid=0#gid=0 30% WER
:::*ContentTranslate NLLB-200: Ekki til
:::*Greynir (Miðeind): 66% rétt með beygingum, https://miðeind.is/is/greinar/gpt-4-fra-openai-nu-mun-betra-i-islensku-med-hjalp-mideindar
:::*2011 Google Translate, Tungutorg, Apertium: https://en.ru.is/media/skjol-td/MSc_Thesis_MarthaDisBrandt.pdf Apertium 50% WER, Tungutorg 44%, GoogleTranslate 36%
:::*Greynir beygingar og orðflokkagreining: http://linguist.is/wp-content/uploads/2020/06/arnardottir2020neural.pdf 84
:::ContentTranslate NLLB-200 og Greynir á Færeysku: https://skemman.is/bitstream/1946/46019/1/MasterThesis_Annika2023_040124.pdf NLLB-200 0,93% rétt, Greynir/GPT-4: 9,61% rétt
::::Rannsóknin segir að færeyska sé þýdd út frá íslensku og að sum orð séu íslenskuð. Það er því ljóst að NLLB-200 á íslensku er betri en þessar tölur segja til um.
:::Ég met þessar niðurstöður þannig að Greynir sé bestur, síðan GoogleTranslate í öðru sæti. Beygingarrannsóknin á greyni sýnir að greynir er veikari í þýðingum, en ekki beygingum. Sambærilegt skor á Greini við hinar vélarnar væri líklega á milli talnana tveggja, 75% rétt eða 25% WER, sem er betra en GoogleTranslate. Út frá færeysku NLLB-200 rannsókninni sést að NLLB-200 er verri en Greynir.
:::Þýðingar með ContentTranslate á Wikipediu eru sendar aftur í þýðingarvélina til að bæta hana enn frekar. Sjá [[mw:Content_translation/Machine_Translation/NLLB-200#Wikimedia_Foundation’s_obligations]]. NLLB-200 og greynir eru gerfigreindar þýðingarvélar. Ef þú lætur þau fá gögn sem eru með minna en 20% leiðrétts texta, eins og með notandann JetLowly, þá lendir þú í [[:en:Garbage in, garbage out]] aðstæðum. Þýðingarvélin fær skilaboð um að þýðingin sín sé að nær öllu leyti rétt og byggir aðrar þýðingar á því. Þýðingarnar verða verri með tímanum.
:::Þetta að ekki eyða vélarþýðingum hefur verið reynt áður. Árið 2017, á milli júlí og september og aftur í desember bjó notandinn Japan Football til [[xtools:ec/is.wikipedia.org/Japan Football|893 greinar]] sem eru allar vélarþýddar. Hann stoppaði ekki fyrr en hann var [[meta:Special:CentralAuth/Japan_Football|bannaður á öllum verkefnum í september]], fékk annað tækifæri í desember sem var brotið samstundis og var bannaður aftur.
:::Það að vélarþýddar greinar séu í sama gæðaflokki og aðrar greinar er rangt. Á [[mw:Content_translation/Deletion_statistics_comparison]] í öðrum ársfjórðungi 2022 var 13% fleiri greinum eytt sem voru búnar til af ContentTranslate, heldur en öðrum greinum. Það sama gildir um aðra ársfjórðunga á þeirri síðu. Íslenska Wikipedia endar á þessum lista þegar hlutfall greina frá ContentTranslate sem hefur verið eytt er hátt. Það er enn eitt dæmið um að vélþýðingar séu ekki nógu góðar án leiðréttinga.
:::Ég hef enga samúð með notendum sem að opna bara ContentTranslate, smella nokkrum sinnum án þess að leiðrétta nokkurn skapaðan hlut og gefa út grein þannig. Það að afrita og líma frá öðrum þýðingarvélum án leiðréttinga er alveg jafn slæmt.
:::Ég mæli með þessum vinnubrögðum:
:::# Notist við ContentTranslate, vélþýðing.is (Greynir) eða GoogleTranslate. Tungutorg og Apertium eru annars flokks þýðingarvélar og ekki nothæfar.
:::# Notandi skal hafa kunnáttu á íslensku, minnst eitt ár í íslenskukennslu eða með íslensku sem móðurmál. Notendur með minni kunnáttu geta ekki breytt beygingamyndum vegna þekkingarleysis.
:::# Notandi skal alltaf leiðrétta vélarþýðingar. Síður sem hafa verið merktar af ContentTranslate í [[:Flokkur:Síður með óathuguðum þýðingum]] hafa minna en 20% leiðréttan texta frá notenda. Notandi sem vistar slíka grein hefur verið varaður við af ContentTranslate og því er réttlætanlegt að eyða henni.
:::[[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 13. janúar 2025 kl. 08:05 (UTC)
::::Takk fyrir þetta. Ég vissi ekki af NLLB-200. Þetta eru verðmætar upplýsingar, en aðeins ein rannsókn (á Google Translate) inniheldur benchmarking upplýsingar fyrir tauganetsþýðanda á íslensku. GT hefur aðeins batnað síðan 2018, en (sýnist mér) ekki nógu mikið til að breyta þessum niðurstöðum verulega. Út frá minni eigin reynslu er GT versti tauganetsþýðandinn sem ég hef prófað. Ég er alveg sammála því að óbreyttur texti frá Content Translate hefur oftast verið ónothæfur. Ég hef oft reynt að nota CT en var kominn á það að það svaraði ekki kostnaði. Ég væri fljótari að þýða frá grunni. Ég kannski prófa það aftur. Ég er rétt að byrja að prófa m.is/thyding og Gemini Pro, en við fyrstu sýn virðast mér þessi tæki þýða mun betur en bæði GT og CT, nógu vel til að hægt væri að bera villufjölda saman við íslenskan Wikipedia-notanda með litla reynslu af textaskrifum, en ég get að vísu ekki vísað í nein alvöru próf til að staðfesta það. [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 13. janúar 2025 kl. 11:45 (UTC)
:::::Fann loks próf sem sýnir hvað þýðandinn í ContentTranslate gerir. Hann er með skorið 25% rétt [[:En:BLEU|BLEU]]. Ef ég hefði ekki verið búinn að biðja WMF um að nota Greyni/GPT-4 þá hefði ég tekið ákvörðunina í [[Wikipedia:Potturinn/Safn 27#Reverting to Google as the default Machine Translation in Icelandic Wikipedia]] til endurskoðunar. Líka, prófin sem ég vísa til eru að prófa texta frá Íslensku Wikipediu, hún hefur verið hluti af þessum prófunum í nokkur ár.
:::::M.is hefur engin próf, þannig þetta lyktar af sömu vitleysunni og umræðan "Reverting to Google as the default Machine Translation in Icelandic Wikipedia". Beiðni hafnað. M.is er ekki með skráðan þýðanda eða tokanizer. Sú vefsíða skráir bara orðabækur og hugbúnað sem skrifar texta frá talmáli. Apertium bætti sig um 5% við það að taka upp tokanizerinn Ice-NLP. Sýnir bara að metnaðurinn að hafa bestu þýðingarvélina er ekki til staðar hjá m.is. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 28. janúar 2025 kl. 05:00 (UTC)
== Launching! Join Us for Wiki Loves Ramadan 2025! ==
Dear All,
We’re happy to announce the launch of [[m:Wiki Loves Ramadan 2025|Wiki Loves Ramadan 2025]], an annual international campaign dedicated to celebrating and preserving Islamic cultures and history through the power of Wikipedia. As an active contributor to the Local Wikipedia, you are specially invited to participate in the launch.
This year’s campaign will be launched for you to join us write, edit, and improve articles that showcase the richness and diversity of Islamic traditions, history, and culture.
* Topic: [[m:Event:Wiki Loves Ramadan 2025 Campaign Launch|Wiki Loves Ramadan 2025 Campaign Launch]]
* When: Jan 19, 2025
* Time: 16:00 Universal Time UTC and runs throughout Ramadan (starting February 25, 2025).
* Join Zoom Meeting: https://us02web.zoom.us/j/88420056597?pwd=NdrpqIhrwAVPeWB8FNb258n7qngqqo.1
* Zoom meeting hosted by [[m:Wikimedia Bangladesh|Wikimedia Bangladesh]]
To get started, visit the [[m:Wiki Loves Ramadan 2025|campaign page]] for details, resources, and guidelines: Wiki Loves Ramadan 2025.
Add [[m:Wiki Loves Ramadan 2025/Participant|your community here]], and organized Wiki Loves Ramadan 2025 in your local language.
Whether you’re a first-time editor or an experienced Wikipedian, your contributions matter. Together, we can ensure Islamic cultures and traditions are well-represented and accessible to all.
Feel free to invite your community and friends too. Kindly reach out if you have any questions or need support as you prepare to participate.
Let’s make Wiki Loves Ramadan 2025 a success!
For the [[m:Wiki Loves Ramadan 2025/Team|International Team]] 16. janúar 2025 kl. 12:08 (UTC)
<!-- Message sent by User:ZI Jony@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Non-Technical_Village_Pumps_distribution_list&oldid=27568454 -->
== Tillaga að úrvalsgrein ==
Ég setti inn tillögu að úrvalsgrein fyrir bráðum þremur árum sem enginn tók afstöðu til. Gæti einhver sagt sína skoðun? Annars finnst mér að við mættum vera miklu duglegri að tilnefna úrvalsgreinar og gæðagreinar. Flestar greinarnar sem hafa þá stöðu voru samþykktar fyrir löngu, og það eru til fullt af nýrri greinum af sambærilegum gæðum. [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 18. janúar 2025 kl. 22:04 (UTC)
: Fór framhjá mér. Skal taka afstöðu núna. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 18. janúar 2025 kl. 22:23 (UTC)
:Það er líka ein tveggja ára gæðagreins tillaga. Sammála um að það séu til fleiri mögulegar gæðagreinar sem hefur aldei verið kosið um. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 18. janúar 2025 kl. 22:49 (UTC)
:Ég hef lengi ætlað mér að gera tillögur um breytingar, bæði á því hvernig greinar fá þessar gæðamerkingar og líka mögulega inntaki þeirra. Það er augljóst að þessar reglur um tilnefningar og kosningar gera ráð fyrir miklu stærra og virkara samfélagi notenda en nú er. Það er hreinlega ómögulegt að fá nýja úrvalsgrein samþykkta samkvæmt þessum reglum af því að það eru ekki einu sinni sex virkir notendur sem eru líklegir til að taka þátt í slíkri yfirferð. Svona stífar reglur um tiltekinn atkvæðafjölda og fleira ganga í raun gegn því hvernig ákvarðanir eru yfirleitt teknar á WP. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 18. janúar 2025 kl. 23:02 (UTC)
::Í sannleika sagt finnst mér líka eins og gæðastaðallinn hafi færst eitthvað til frá því að flestar eldri greinarnar voru samþykktar. Margar greinarnar sem eru í flokknum Gæðagreinar eru styttri og með færri heimildir en greinar sem hefur verið hafnað í seinni tíð, eða hafa aldrei verið tilnefndar. [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 19. janúar 2025 kl. 04:10 (UTC)
:::Það er hægt að útskýra stóran hluta þessara felldna tillaga út frá hlutfalli ytri tengla og lengd greinarinnar (lengd greinar/fjöldi ytri tengla). Ég ætla ekki að reyna að telja heimildirnar sjálfar, það er gífurleg vinna. Það getur líka verið að greinin hafi breyst nægilega mikið frá því að tillagan var lögð fram. Það hefur áður verið gert allsherjar endurmat á úrvalsgreinum og það kemur til greina að gera það sama fyrir gæðagreinar. Meðalstærð gæðagreina er 32.043 bæti.
:::Meðal felldra tillagna eru þessar greinar með hæsta hlutfallið af ytri tenglum á lengd greinar og takmarkað við greinar sem eru stærri en 32.000 bæti: [[Kanada]], [[Bandaríkin]], [[Íslenska þjóðkirkjan]], [[Ítalía]]. Fyrir utan Íslensku þjóðkirkjuna voru þessar tillögur meðal fyrstu 11 tilnefningana og Íslenska þjóðkirkjan var tilnefnd 2007.
:::Meðal samþykktra tillagna eru þessar greinar með lægsta hlutfallið af ytri tenglum á lengd greinar: [[Falklandseyjastríðið]], [[Knattspyrnufélagið Fram]], [[Íslensk sveitarfélög eftir mannfjölda]], [[Massi]], [[Jörundur hundadagakonungur]], [[Vilmundur Gylfason]].
:::Kanski byrja á að leggja þessar felldu greinar aftur fram og fara fram á endurmat á þessum samþykktu tillögum? [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 19. janúar 2025 kl. 09:01 (UTC)
=== Tilllaga ===
Legg til að breyta atkvæðafjölda fyrir tillögur til gæðagreina úr 3 í 2 og atkvæðafjölda fyrir úrvalsgreina úr 6 í 4. Endurmats atvæðafjöldi verður áfram sá sami. Þar að auki, sá sem leggur fram tillögu, bæði endurmat og tillögu um nýja gæðagrein eða úrvalsgrein, telst sem atvæði með tillögunni, svo framalega sem hann stenst kosningarétt.
*Dæmi:
Eftir að tillaga hefur verið lögð fram um nýja gæðagrein, þarf bara eitt atkvæði með tillögunni í viðbót. Ef slík tillaga fær síðan eitt atkvæði á móti þá fellur hún, enda hlutfall mótmæla yfir 25%.--[[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 19. janúar 2025 kl. 00:41 (UTC)
:Ég setti inn nokkrar tillögur að gæðagreinum. Þetta eru ekki endilega gallalausar greinar (annars myndi ég tilnefna þær sem úrvalsgreinar), en þær eru að mínu mati ekkert síðri en margar eldri greinar sem hafa stöðu gæðagreina. [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 19. janúar 2025 kl. 20:01 (UTC)
:{{Samþykkt}}. Ég er með í huga tillögu að aðeins róttækari breytingu á þessum ferlum sem ég þarf að móta aðeins betur, en þetta er skref í rétta átt. Þar sem enginn hefur mótmælt þessu í þrjár vikur, þá lít ég svo á að það sé sátt um þetta. --[[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 10. febrúar 2025 kl. 11:17 (UTC)
== Universal Code of Conduct annual review: provide your comments on the UCoC and Enforcement Guidelines ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
My apologies for writing in English.
{{Int:Please-translate}}.
I am writing to you to let you know the annual review period for the Universal Code of Conduct and Enforcement Guidelines is open now. You can make suggestions for changes through 3 February 2025. This is the first step of several to be taken for the annual review.
[[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Annual_review|Read more information and find a conversation to join on the UCoC page on Meta]].
The [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee|Universal Code of Conduct Coordinating Committee]] (U4C) is a global group dedicated to providing an equitable and consistent implementation of the UCoC. This annual review was planned and implemented by the U4C. For more information and the responsibilities of the U4C, [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee/Charter|you may review the U4C Charter]].
Please share this information with other members in your community wherever else might be appropriate.
-- In cooperation with the U4C, [[m:User:Keegan (WMF)|Keegan (WMF)]] ([[m:User talk:Keegan (WMF)|talk]]) 24. janúar 2025 kl. 01:11 (UTC)
</div>
<!-- Message sent by User:Keegan (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=27746256 -->
== Feminism and Folklore 2025 starts soon ==
<div style="border:8px maroon ridge;padding:6px;>
[[File:Feminism and Folklore 2025 logo.svg|centre|550px|frameless]]
::<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<center>''{{int:please-translate}}''</center>
Dear Wiki Community,
You are humbly invited to organize the '''[[:m:Feminism and Folklore 2025|Feminism and Folklore 2025]]''' writing competition from February 1, 2025, to March 31, 2025 on your local Wikipedia. This year, Feminism and Folklore will focus on feminism, women's issues, and gender-focused topics for the project, with a [[:c:Commons:Wiki Loves Folklore 2025|Wiki Loves Folklore]] gender gap focus and a folk culture theme on Wikipedia.
You can help Wikipedia's coverage of folklore from your area by writing or improving articles about things like folk festivals, folk dances, folk music, women and queer folklore figures, folk game athletes, women in mythology, women warriors in folklore, witches and witch hunting, fairy tales, and more. Users can help create new articles, expand or translate from a generated list of suggested articles.
Organisers are requested to work on the following action items to sign up their communities for the project:
# Create a page for the contest on the local wiki.
# Set up a campaign on '''CampWiz''' tool.
# Create the local list and mention the timeline and local and international prizes.
# Request local admins for site notice.
# Link the local page and the CampWiz link on the [[:m:Feminism and Folklore 2025/Project Page|meta project page]].
This year, the Wiki Loves Folklore Tech Team has introduced two new tools to enhance support for the campaign. These tools include the '''Article List Generator by Topic''' and '''CampWiz'''. The Article List Generator by Topic enables users to identify articles on the English Wikipedia that are not present in their native language Wikipedia. Users can customize their selection criteria, and the tool will present a table showcasing the missing articles along with suggested titles. Additionally, users have the option to download the list in both CSV and wikitable formats. Notably, the CampWiz tool will be employed for the project for the first time, empowering users to effectively host the project with a jury. Both tools are now available for use in the campaign. [https://tools.wikilovesfolklore.org/ '''Click here to access these tools''']
Learn more about the contest and prizes on our [[:m:Feminism and Folklore 2025|project page]]. Feel free to contact us on our [[:m:Talk:Feminism and Folklore 2025/Project Page|meta talk page]] or by email us if you need any assistance.
We look forward to your immense coordination.
Thank you and Best wishes,
'''[[:m:Feminism and Folklore 2025|Feminism and Folklore 2025 International Team]]'''
::::Stay connected [[File:B&W Facebook icon.png|link=https://www.facebook.com/feminismandfolklore/|30x30px]] [[File:B&W Twitter icon.png|link=https://twitter.com/wikifolklore|30x30px]]
</div></div>
--[[Notandi:MediaWiki message delivery|MediaWiki message delivery]] ([[Notandaspjall:MediaWiki message delivery|spjall]]) 29. janúar 2025 kl. 02:35 (UTC)
== Wiki Loves Folklore is back! ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
{{int:please-translate}}
[[File:Wiki Loves Folklore Logo.svg|right|150px|frameless]]
Dear Wiki Community,
You are humbly invited to participate in the '''[[:c:Commons:Wiki Loves Folklore 2025|Wiki Loves Folklore 2025]]''' an international media contest organized on Wikimedia Commons to document folklore and intangible cultural heritage from different regions, including, folk creative activities and many more. It is held every year from the '''1st till the 31st''' of March.
You can help in enriching the folklore documentation on Commons from your region by taking photos, audios, videos, and [https://commons.wikimedia.org/w/index.php?title=Special:UploadWizard&campaign=wlf_2025 submitting] them in this commons contest.
You can also [[:c:Commons:Wiki Loves Folklore 2025/Organize|organize a local contest]] in your country and support us in translating the [[:c:Commons:Wiki Loves Folklore 2025/Translations|project pages]] to help us spread the word in your native language.
Feel free to contact us on our [[:c:Commons talk:Wiki Loves Folklore 2025|project Talk page]] if you need any assistance.
'''Kind regards,'''
'''Wiki loves Folklore International Team'''
--[[Notandi:MediaWiki message delivery|MediaWiki message delivery]] ([[Notandaspjall:MediaWiki message delivery|spjall]]) 29. janúar 2025 kl. 02:35 (UTC)
</div>
<!-- Message sent by User:Tiven2240@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery/Wikipedia&oldid=26503019 -->
== Reminder: first part of the annual UCoC review closes soon ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
My apologies for writing in English.
{{Int:Please-translate}}.
This is a reminder that the first phase of the annual review period for the Universal Code of Conduct and Enforcement Guidelines will be closing soon. You can make suggestions for changes through [[d:Q614092|the end of day]], 3 February 2025. This is the first step of several to be taken for the annual review.
[[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Annual_review|Read more information and find a conversation to join on the UCoC page on Meta]]. After review of the feedback, proposals for updated text will be published on Meta in March for another round of community review.
Please share this information with other members in your community wherever else might be appropriate.
-- In cooperation with the U4C, [[m:User:Keegan (WMF)|Keegan (WMF)]] ([[m:User talk:Keegan (WMF)|talk]]) 3. febrúar 2025 kl. 00:48 (UTC)
</div>
<!-- Message sent by User:Keegan (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=28198931 -->
== Tillaga: Stílviðmið ==
Ég tel ástæðu til þess að búa til reglur um hvernig síður á wikipediu séu settar upp. [[:Flokkur:Wikipedia:Hreingerning_óskast]] er einn stærsti viðhaldsflokkurinn og það þarf skýringar á því hvernig á að laga síðurnar, sem þessar nýju reglur eiga að leysa. Í ljósi stærðar reglanna setti ég það á sérsíðu, [[Wikipedia:Potturinn/Stílviðmið]]. Athugasemdum skal bæta við á ''undirsíðuna''. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 8. febrúar 2025 kl. 13:43 (UTC)
:Flott. Einnig gæti verið þægilegt að hafa fyrirmyndir. T.d. ef búa á til grein um hljómsveit má horfa til einhverrar ákveðinnar greinar eða greina um hljómsveit. Það myndi vonandi líka hjálpa til við samræmi milli greina. [[Notandi:Cinquantecinq|Cinquantecinq]] ([[Notandaspjall:Cinquantecinq|spjall]]) 8. febrúar 2025 kl. 22:51 (UTC)
::Fyrirmyndirnar ættu að vera [[Wikipedia:Gæðagreinar]] og [[Wikipedia:Úrvalsgreinar]]. Þær gæða- og úrvalsgreinar sem ná ekki viðmiðunum laga ég bara. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 22. febrúar 2025 kl. 08:33 (UTC)
:Rýmkaði textann aðeins á tveimur stöðum. Í fyrsta lagi leyfir feitletunarreglan núna að merkja atriði, sem passar betur við röksemdarfærsluna. Í öðru lagi mega fyrirsagnir núna innihalda tengla (bæði innri og ytri tengla), en ekki heimildir. Röksemdarfærslan var að fyrirsagnir gætu ekki innihaldið tengla af tæknilegum ástæðum, sem reyndist rangt við prófun. Þessi sama prófun sýndi líka að heimildir í fyrirsögn virkar ekki, vegna þess að ekki var hægt að tengja í fyrirsögnina.
:Lít á þessar breytingar sem tiltölulega minniháttar. Í ljósi þess að tveir eru sammála (með mér meðtöldum) og enginn á móti þá geri ég þetta að reglu.--[[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 6. mars 2025 kl. 02:42 (UTC)
:: Það væri samt í andstöðu við [https://en.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Manual_of_Style/Linking] þar sem mælt er með því að tengja undir fyrirsagnir fremur en í fyrirsögninni sjálfri. Er ástæða til að bregða út af þeirri reglu? --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 6. mars 2025 kl. 14:47 (UTC)
:::Já, það er ástæða fyrir því að leyfa tengla í fyrirsögnum. Enska wikipedia bætti við sinni reglu í breytingunni [[:en:Special:Diff/291987216]] sem notar [[:en:WP:ACCESS]] sem ástæðu, sem hefur ekki þetta atriði, en wp:access er fyrir aðgengismál. Enska wikipedia byggir líka ofaná staðlinum WCA frá [[W3C]] sem segir "In some situations, authors may want to provide part of the description of the link in logically related text that provides the context for the link." ( https://www.w3.org/WAI/WCAG22/Understanding/link-purpose-in-context.html )
:::Einstaklingur sem er blindur eða hálfblindur myndi nota skjálesara hugbúnað. Sjálesarinn myndi lesa "fyrirsögn tengill <kaflatitill>". Setningin "Eftirfarandi kafli er um <nowiki>[[<kaflatitil>]]</nowiki>", sem kæmi í staðinn fyrir tengilinn í fyrirsögninni, er bara umbreyting á stikkorðum í setningu án frekara samhengis. Snið:Aðalgrein er lítið skárri, en ég ætla að leyfa þeirri notkun að vera einstaklingsbundri. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 6. mars 2025 kl. 16:49 (UTC)
== <span lang="en" dir="ltr"> Upcoming Language Community Meeting (Feb 28th, 14:00 UTC) and Newsletter</span> ==
<div lang="en" dir="ltr">
<section begin="message"/>
Hello everyone!
[[File:WP20Symbols WIKI INCUBATOR.svg|right|frameless|150x150px|alt=An image symbolising multiple languages]]
We’re excited to announce that the next '''Language Community Meeting''' is happening soon, '''February 28th at 14:00 UTC'''! If you’d like to join, simply sign up on the '''[[mw:Wikimedia_Language_and_Product_Localization/Community_meetings#28_February_2025|wiki page]]'''.
This is a participant-driven meeting where we share updates on language-related projects, discuss technical challenges in language wikis, and collaborate on solutions. In our last meeting, we covered topics like developing language keyboards, creating the Moore Wikipedia, and updates from the language support track at Wiki Indaba.
'''Got a topic to share?''' Whether it’s a technical update from your project, a challenge you need help with, or a request for interpretation support, we’d love to hear from you! Feel free to '''reply to this message''' or add agenda items to the document '''[[etherpad:p/language-community-meeting-feb-2025|here]]'''.
Also, we wanted to highlight that the sixth edition of the Language & Internationalization newsletter (January 2025) is available here: [[:mw:Special:MyLanguage/Wikimedia Language and Product Localization/Newsletter/2025/January|Wikimedia Language and Product Localization/Newsletter/2025/January]]. This newsletter provides updates from the October–December 2024 quarter on new feature development, improvements in various language-related technical projects and support efforts, details about community meetings, and ideas for contributing to projects. To stay updated, you can subscribe to the newsletter on its wiki page: [[:mw:Wikimedia Language and Product Localization/Newsletter|Wikimedia Language and Product Localization/Newsletter]].
We look forward to your ideas and participation at the language community meeting, see you there!
<section end="message"/>
</div>
<bdi lang="en" dir="ltr">[[User:MediaWiki message delivery|MediaWiki message delivery]]</bdi> 22. febrúar 2025 kl. 08:29 (UTC)
<!-- Message sent by User:SSethi (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=28217779 -->
== Hlaða inn skrá er ólæsileg í dökkri stillingu ==
[https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Kerfiss%C3%AD%C3%B0a:Hla%C3%B0a_inn Hlaða inn skrá ] er ólæsileg þegar dökk stilling er notuð. [[Notandi:Stalfur|Stalfur]] ([[Notandaspjall:Stalfur|spjall]]) 1. mars 2025 kl. 18:38 (UTC)
:Lagað. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 1. mars 2025 kl. 19:44 (UTC)
== Universal Code of Conduct annual review: proposed changes are available for comment ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
My apologies for writing in English.
{{Int:Please-translate}}.
I am writing to you to let you know that [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Annual_review/Proposed_Changes|proposed changes]] to the [[foundation:Special:MyLanguage/Policy:Universal_Code_of_Conduct/Enforcement_guidelines|Universal Code of Conduct (UCoC) Enforcement Guidelines]] and [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee/Charter|Universal Code of Conduct Coordinating Committee (U4C) Charter]] are open for review. '''[[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Annual_review/Proposed_Changes|You can provide feedback on suggested changes]]''' through the [[d:Q614092|end of day]] on Tuesday, 18 March 2025. This is the second step in the annual review process, the final step will be community voting on the proposed changes.
[[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Annual_review|Read more information and find relevant links about the process on the UCoC annual review page on Meta]].
The [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee|Universal Code of Conduct Coordinating Committee]] (U4C) is a global group dedicated to providing an equitable and consistent implementation of the UCoC. This annual review was planned and implemented by the U4C. For more information and the responsibilities of the U4C, [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee/Charter|you may review the U4C Charter]].
Please share this information with other members in your community wherever else might be appropriate.
-- In cooperation with the U4C, [[m:User:Keegan (WMF)|Keegan (WMF)]] 7. mars 2025 kl. 18:51 (UTC)
</div>
<!-- Message sent by User:Keegan (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=28307738 -->
== An improved dashboard for the Content Translation tool ==
<div lang="en" dir="ltr">
{{Int:hello}} Wikipedians,
Apologies as this message is not in your language, {{Int:please-translate}}.
The [[mediawikiwiki:Special:MyLanguage/Wikimedia_Language_and_Product_Localization|Language and Product Localization team]] has improved the [https://test.wikipedia.org/w/index.php?title=Special:ContentTranslation&filter-type=automatic&filter-id=previous-edits&active-list=suggestions&from=en&to=es Content Translation dashboard] to create a consistent experience for all contributors using mobile and desktop devices. The improved translation dashboard allows all logged-in users of the tool to enjoy a consistent experience regardless of their type of device.
With a harmonized experience, logged-in desktop users now have access to the capabilities shown in the image below.
[[file:Content_Translation_new-dashboard.png|alt=|center|thumb|576x576px|Notice that in this screenshot, the new dashboard allows: Users to adjust suggestions with the "For you" and "...More" buttons to select general topics or community-created collections (like the example of Climate topic). Also, users can use translation to create new articles (as before) and expand existing articles section by section. You can see how suggestions are provided in the new dashboard in two groups ("Create new pages" and "Expand with new sections")-one for each activity.]]
[[File:Content_Translation_dashboard_on_desktop.png|alt=|center|thumb|577x577px|In the current dashboard, you will notice that you can't adjust suggestions to select topics or community-created collections. Also, you can't expand on existing articles by translating new sections.]]
We will implement [[mw:Special:MyLanguage/Content translation#Improved translation experience|this improvement]] on your wiki '''on Monday, March 17th, 2025''' and remove the current dashboard '''by May 2025'''.
Please reach out with any questions concerning the dashboard in this thread.
Thank you!
On behalf of the Language and Product Localization team.
</div>
<bdi lang="en" dir="ltr">[[User:UOzurumba (WMF)|UOzurumba (WMF)]]</bdi> 13. mars 2025 kl. 02:55 (UTC)
<!-- Message sent by User:UOzurumba (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=User:UOzurumba_(WMF)/sandbox_CX_Unified_dashboard_announcement_list_1&oldid=28382282 -->
== <span lang="en" dir="ltr">Your wiki will be in read-only soon</span> ==
<div lang="en" dir="ltr">
<section begin="server-switch"/><div class="plainlinks">
[[:m:Special:MyLanguage/Tech/Server switch|Read this message in another language]] • [https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Special:Translate&group=page-Tech%2FServer+switch&language=&action=page&filter= {{int:please-translate}}]
The [[foundation:|Wikimedia Foundation]] will switch the traffic between its data centers. This will make sure that Wikipedia and the other Wikimedia wikis can stay online even after a disaster.
All traffic will switch on '''{{#time:j xg|2025-03-19|en}}'''. The switch will start at '''[https://zonestamp.toolforge.org/{{#time:U|2025-03-19T14:00|en}} {{#time:H:i e|2025-03-19T14:00}}]'''.
Unfortunately, because of some limitations in [[mw:Special:MyLanguage/Manual:What is MediaWiki?|MediaWiki]], all editing must stop while the switch is made. We apologize for this disruption, and we are working to minimize it in the future.
A banner will be displayed on all wikis 30 minutes before this operation happens. This banner will remain visible until the end of the operation.
'''You will be able to read, but not edit, all wikis for a short period of time.'''
*You will not be able to edit for up to an hour on {{#time:l j xg Y|2025-03-19|en}}.
*If you try to edit or save during these times, you will see an error message. We hope that no edits will be lost during these minutes, but we can't guarantee it. If you see the error message, then please wait until everything is back to normal. Then you should be able to save your edit. But, we recommend that you make a copy of your changes first, just in case.
''Other effects'':
*Background jobs will be slower and some may be dropped. Red links might not be updated as quickly as normal. If you create an article that is already linked somewhere else, the link will stay red longer than usual. Some long-running scripts will have to be stopped.
* We expect the code deployments to happen as any other week. However, some case-by-case code freezes could punctually happen if the operation require them afterwards.
* [[mw:Special:MyLanguage/GitLab|GitLab]] will be unavailable for about 90 minutes.
This project may be postponed if necessary. You can [[wikitech:Switch_Datacenter|read the schedule at wikitech.wikimedia.org]]. Any changes will be announced in the schedule.
'''Please share this information with your community.'''</div><section end="server-switch"/>
</div>
<bdi lang="en" dir="ltr">[[User:MediaWiki message delivery|MediaWiki message delivery]]</bdi> 14. mars 2025 kl. 23:14 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Non-Technical_Village_Pumps_distribution_list&oldid=28307742 -->
== Skólameistarar ==
Ég hef búið til síður um skólameistara FG en þær eru merktar sem ómarkverðar. Ég vil því grípa tækifærið og segja að það eru til minnst þrjár síður um Rektora MR sem hafa fengið að standa ansi lengi. [[Kerfissíða:Framlög/85.220.124.13|85.220.124.13]] 24. mars 2025 kl. 00:42 (UTC)
:Það eru ábyggilega greinar í flokknum [[:Flokkur:Íslenskir skólameistarar|Íslenskir skólameistarar]] sem eru ekki markverðar. Það er alveg hægt að taka umræðu um það. Svo eru menn eins og [[Sveinbjörn Egilsson]] sem er þekktastur fyrir að vera rektor MR, hann er alveg nægilega markverður. Það þarf að taka hvert dæmi fyrir sig. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 24. mars 2025 kl. 01:26 (UTC)
:Þær greinar sem tengja bæði í MR og í flokkinn eru: [[Ingimar_Jónsson]], [[Yngvi_Pétursson]], [[Helgi_Hermann_Eiríksson]] og [[Elísabet_Siemsen]]. Ef maður dæmir efnið bara út frá því sem stendur í greininni, þá er Helgi sá eini sem vann við aðra starfsstétt og gerði í því starfstétt markvert starf. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 24. mars 2025 kl. 01:42 (UTC)
::Það er alveg umræða út af fyrir sig hvort við ættum að vera með greinar um rektora menntaskóla almennt. [[Wikipedia:Markverðugleiki (fólk)|Viðmið um markverðugleika fólks]] (þótt þær séu ekki bindandi) hníga ekki sérstaklega í þá átt, og aðrar tungumálaútgáfur virðast lítið vera með greinar um kennara eða skólastjóra fyrir neðan háskólastig, nema þeir séu þekktir fyrir eitthvað annað en skólastarfið.
::Ég tel frekar borðliggjandi að grunnskólastjórar uppfylla ekki markverðugleikareglur nema þeir séu þekktir fyrir eitthvað fleira. @[[Notandi:Bjornkarateboy|Bjornkarateboy]] bjó til tvær greinar um grunnskólakennara. Í annarri greininni er tekið fram að viðkomandi hafi verið bæjarfulltrúi, sem gæti réttlætt að henni sé haldið. Í hinni greininni (um Gunnlaug Sigurðsson) kemur ekkert fram annað en að hann hafi verið grunnskólastjóri, og sú grein þyrfti því að gera betur grein fyrir störfum hans ef það á að halda henni. [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 24. mars 2025 kl. 03:19 (UTC)
::Leitaði að öllum greinunum, bæði greinum Björns og MR skólastjórunum. Fyrrgreindur listi MR skólastjóra voru allir með tug eða hundruð leitarniðurstaðna á tímarit.is, fyrir utan Yngva og Elísabetu. Elísabet var fyrsti framhaldsskóla forvarnafulltrúinn, svo hún sleppur, en Yngvi hefur ekki gert neitt markvert.
::Í flokki greina sem Björn bjó til fann ég að Gunnlaugur hafði fengið verðlaun, sem gerir hann markverðan, en rest má eyða. Greinin um Kristinn mun ekki snúast um annað en slælega dómgreind, sbr. https://gamla.mannlif.is/ordromur/skolameistarinn-kristinn-vekur-furdu/ og aðrar fréttir af sama máli. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 24. mars 2025 kl. 08:25 (UTC)
== Nöfn á varðskipum ==
Mig langar að stinga upp á samræmingu á nöfnum á greinum um íslensk varðskip. Í stað þess að þau heiti t.d. [[Þór (skip)]] eða [[Ægir (skip)]] að þau kallist [[Varðskipið Þór]] og [[Varðskipið Freyja]]. Þar sem væru fleiri en eitt skip með sama nafn þá væri það nafn skipsins og árið sem það var tekið í notkun hjá LHG, t.d. [[Varðskipið Þór (1951)]], eða árin sem það var í notkun hjá LHG, t.d. [[Varðskipið Þór (1951–1982)]]. Rökin eru að nafnið væri meira lýsandi auk þess sem þau eru oftar en ekki þekkt undir þeim nöfnum í umfjöllun. [[Notandi:Alvaldi|Alvaldi]] ([[Notandaspjall:Alvaldi|spjall]]) 26. mars 2025 kl. 11:40 (UTC)
: Eina sem ég hefði á móti því er að þá er eins og "Varðskipið" sé hluti af nafni skipsins, sem það er ekki. Hvað með t.d. [[Þór (varðskip 1951-1982)]]? Erlendis er víða hefð fyrir einhvers konar forskeyti, (MS, SS, HMS o.s.frv.), en það er þá formlegur hluti nafnsins í skipaskrá. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 26. mars 2025 kl. 12:55 (UTC)
::Það mætti færa rök fyrir því að það algenga nafn skipana (samanber [https://en.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Article_titles#Use_commonly_recognizable_names WP:COMMONNAME] á ensku WP) og því heppilegra fyrir greinina en ég væri alveg sáttur við þína tillögu þar sem hún er einnig betur lýsandi heldur en núverandi nafnahefð.
::Það er einnig spurning um að nota forskeytið V/S en Landhelgisgæslan notar það að einhverju leyti og notkun þess finnst einnig á Tímarit.is, sbr. [https://timarit.is/?q=%22V%2FS+%C3%9E%C3%B3r%22&size=100&isAdvanced=false] og [https://www.lhg.is/media/skip/thor/VSTHOR_BAEKLINGUR_ISL.pdf]. V/S stendur reyndar fyrir Varðskip. Enska WP notar ICGV (Icelandic Coast Guard Vessel) forskeytið á undan í greinum um íslensku varðskipin [https://en.wikipedia.org/wiki/ICGV_%C3%9E%C3%B3r_(2009) ICGV Þór (2009)] og LHG virðist nota það að einhverju leyti á ensku [https://www.lhg.is/media/skip/thor/VS_THOR_OneSheet_web.pdf]. [[Notandi:Alvaldi|Alvaldi]] ([[Notandaspjall:Alvaldi|spjall]]) 26. mars 2025 kl. 13:57 (UTC)
:::V/s hefur líka verið notað yfir vélskip á íslensku. [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 26. mars 2025 kl. 14:04 (UTC)
:Mér finnst í lagi að setja 'varðskipið' í titilinn (án þess að vera í sviga). Ef við tökum Ægi sem dæmi og leitum að því á tímarit.is, þá fáum við meldingu frá vefnum að hafa leitina nákvæmari. Ægir skilar líka þúsundum niðurstaðna fyrir vígslu skipsins 1968. Þannig ég tel að titilinn sé enn að fylgja eftir 'algengasta heiti viðfangsefnisins' reglunni af [[Wikipedia:Nafnavenjur greina]]. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 26. mars 2025 kl. 14:08 (UTC)
:: Mér finnst það vafasamt, af því þessi skip hafa formlegt nafn sem er að finna í opinberum gögnum (skipaskrá). Þór er þar til dæmis skráður sem "Þór RE". Að setja "Varðskipið" fyrir framan er dálítið eins og að hafa flettur á borð við "Rapparinn Kanye West", eða "Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson". --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 26. mars 2025 kl. 14:44 (UTC)
:::Ég veit ekki hvort það séu dæmi um það á is.wiki en á en.wiki má finna greinar með nöfnin [https://en.wikipedia.org/wiki/German_battleship_Bismarck German battleship ''Bismarck''], [https://en.wikipedia.org/wiki/Italian_cruiser_Guglielmo_Pepe Italian cruiser ''Guglielmo Pepe''], [https://en.wikipedia.org/wiki/Russian_aircraft_carrier_Admiral_Kuznetsov Russian aircraft carrier ''Admiral Kuznetsov]'' og [https://en.wikipedia.org/wiki/French_destroyer_Le_Fantasque French destroyer ''Le Fantasque'']. Sjá nánar á [https://en.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Naming_conventions_(ships)#Ships_from_navies_without_ship_prefixes Wikipedia:Naming conventions (ships)#Ships from navies without ship prefixes]. [[Notandi:Alvaldi|Alvaldi]] ([[Notandaspjall:Alvaldi|spjall]]) 26. mars 2025 kl. 15:18 (UTC)
::::Gildir einnig um varðskip þar sbr. [https://en.wikipedia.org/wiki/French_patrol_vessel_La_Glorieuse French patrol vessel ''La Glorieuse''] og [https://en.wikipedia.org/wiki/Japanese_patrol_vessel_Akitsushima Japanese patrol vessel ''Akitsushima'']. [[Notandi:Alvaldi|Alvaldi]] ([[Notandaspjall:Alvaldi|spjall]]) 26. mars 2025 kl. 15:34 (UTC)
::::: Þá ætti þetta að vera [[Íslenska varðskipið Þór]], eða hvað? Ég tek fram að ég hef ekki sterka skoðun á þessu. Fannst bara að flettuheitið ætti að fylgja heiti skipsins með aðgreiningu í sviga eftir þörfum, eins og venjan er. Mikilvægara er þó að vera með vandaðar greinar um þessi merkilegu skip. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 26. mars 2025 kl. 15:47 (UTC)
::::::Þætti það vera óþarfi fyrir íslensk varðskip amk í ljósi þess að þetta er íslenska Wikipedia. En sjáum hvort við fáum ekki fleiri álit hérna inn. Stefni á að renna yfir þessar greinar á næstunni og laga þær til. [[Notandi:Alvaldi|Alvaldi]] ([[Notandaspjall:Alvaldi|spjall]]) 26. mars 2025 kl. 16:17 (UTC)
::::Ég svo sem hef ekkert sterka skoðun á þessu en vildi bæta inní umræðuna að þetta eru náttúrulega erlend skip inná ensku wikipedia. Sem dæmi heitir bismarck [[:de:Bismarck_(Schiff,_1940)|Bismarck (Schiff, 1940)]] og ítalska skipið [[:it:Guglielmo_Pepe_(esploratore)|Guglielmo Pepe (esploratore)]]. S.s. ef við myndum fylgja þessu væri þetta mögulega "Ægir (varðskip)". [[Notandi:Örverpi|Örverpi]] ([[Notandaspjall:Örverpi|spjall]]) 26. mars 2025 kl. 22:07 (UTC)
== Wikipedia er ekki orðabók ==
Ég átta mig á því að Wikipedia er ekki orðabók og ég hef alloft lent í að greinum eftir mig sé eytt á þeim forsendum. Hins vegar vil ég benda á að það eru alltaf greinar hér og þar á Wikipedia sem mér finnst vera hreinar orðabókaskilgreiningar þannig ég vil spyrja: Hvar dragið þið línuna með hvort hugtak sé orðabókarskilgreining eða ekki? [[Notandi:Bjornkarateboy|Bjornkarateboy ]] ([[Notandaspjall:Bjornkarateboy|spjall]]) 30. mars 2025 kl. 22:56 (UTC)
:Geturu nefnt dæmi? [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 30. mars 2025 kl. 23:21 (UTC)
::Ég bjó eitt sinn til grein um orðin amma og afi en það er talið orðabókaskilgreining en til samanburðar þá eru til greinar um móðir og faðir sem eru ekki talin vera það. Þetta eru jú fjölskylduhugtök. [[Notandi:Bjornkarateboy|Bjornkarateboy ]] ([[Notandaspjall:Bjornkarateboy|spjall]]) 31. mars 2025 kl. 00:24 (UTC)
:Það er ekki alltaf skýr lína þarna á milli, og sum orð eða hugtök geta átt heima bæði í orðabók eða alfræðiorðabók. En þá væri umfjöllunin væntanlega af sitt hvorum toga.
:Tökum til dæmis efnisorðið „hundur“. Ef þú leitar að orðinu í alfræðiorðabók myndirðu væntanlega finna ýmsar upplýsingar um dýrategundina hund, um hegðun og líffræði hunda og sögu þeirra. Ef þú leitar að orðinu „hundur“ í orðabók finnurðu væntanlega einfalda skilgreiningu á því hvað orðið hundur þýðir, að það vísi til ferfætts spendýrs, og mögulega orðsifjar orðsins.
:Þar liggur munurinn. Efnisorð í alfræðiorðabók fjallar um hlutinn sem orðið vísar til, efnisorð í orðabók fjallar bara um merkingu orðsins.
:Sum orð eru þess eðlis að þau eiga ekki heima í alfræðiorðabók, því þau vísa almennt ekki til neins eins sérstaks hlutar. Nýleg grein þín um endurkjör er augljóst dæmi um þetta. Greinin sem þú bjóst til skilgreinir bara hvað orðið þýðir og telur nokkur dæmi um það (og vísar bókstaflega í orðabók Cambridge sem heimildar, sem bendir augljóslega til þess að þetta ætti að vera orðabókarfærsla). [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 30. mars 2025 kl. 23:43 (UTC)
::Enska Wikipedia [https://en.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Wikipedia_is_not_a_dictionary er með leibeiningar] varðandi þetta. [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 30. mars 2025 kl. 23:55 (UTC)
== Myndir ==
Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að finna af myndum ef maður bara leitar. Hef verið að setja inn myndir frá Flickr, Mapillary, Commons og bara internetinu (ef höfundaréttur er dottinn út). Er eitthvað forit sem hægt er að nota til að færa myndir af ensku Wikipedia yfir á íslensku, eins og myndina af [[Harpa (tónlistar- og ráðstefnuhús)|Hörpu]] sem ég setti inn í dag. Og sama væri hægt að gera með kvikmyndaplaköt og fleira. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 2. apríl 2025 kl. 16:13 (UTC)
:Ekki í einum pakka. Það eru til nokkur tól á [[c:Category:MediaWiki_upload_tools]] sem taka við Excel skrá og hvort tveggja býr til myndasíðu og hleður skránni inn, þó það þyrfti að stilla það af svo það virki með [[snið:mynd]]. Á Commons er hægt að nota [[c:Commons:SPARQL query service]] til að búa til þessa excel skrá. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 2. apríl 2025 kl. 17:20 (UTC)
== Final proposed modifications to the Universal Code of Conduct Enforcement Guidelines and U4C Charter now posted ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
The proposed modifications to the [[foundation:Special:MyLanguage/Policy:Universal_Code_of_Conduct/Enforcement_guidelines|Universal Code of Conduct Enforcement Guidelines]] and the U4C Charter [[m:Universal_Code_of_Conduct/Annual_review/2025/Proposed_Changes|are now on Meta-wiki for community notice]] in advance of the voting period. This final draft was developed from the previous two rounds of community review. Community members will be able to vote on these modifications starting on 17 April 2025. The vote will close on 1 May 2025, and results will be announced no later than 12 May 2025. The U4C election period, starting with a call for candidates, will open immediately following the announcement of the review results. More information will be posted on [[m:Special:MyLanguage//Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee/Election|the wiki page for the election]] soon.
Please be advised that this process will require more messages to be sent here over the next two months.
The [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee|Universal Code of Conduct Coordinating Committee (U4C)]] is a global group dedicated to providing an equitable and consistent implementation of the UCoC. This annual review was planned and implemented by the U4C. For more information and the responsibilities of the U4C, you may [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee/Charter|review the U4C Charter]].
Please share this message with members of your community so they can participate as well.
-- In cooperation with the U4C, [[m:User:Keegan (WMF)|Keegan (WMF)]] ([[m:User_talk:Keegan (WMF)|talk]]) 4. apríl 2025 kl. 02:04 (UTC)
</div>
<!-- Message sent by User:Keegan (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=28469465 -->
== Bot sem fylgist með nýjum síðum tengd Íslandi á ensku wikipedia ==
Hæ. Er hægt að búa til bot sem fylgist með greinum sem bætast við [[:en:category:iceland]]? Ég hef verið að nota [https://en.wikipedia.org/w/index.php?hidebots=1&hidecategorization=1&hideWikibase=1&target=Wikipedia%3AWikiProject_Iceland%2FLists_of_pages%2FArticles&limit=500&days=7&title=Special:RecentChangesLinked&urlversion=2 þessa síðu] til að fylgjast með breytingum á ensku wikipedia og var að fatta að það er ekki búið að uppfæra [[En:Wikipedia:WikiProject Iceland/Lists of pages/Articles|listann]] í 6 ár. Það væri líka hjálplegt að gera svipað á Commons fyrir [[:Commons:Category:Iceland|Category:Iceland]]. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 4. apríl 2025 kl. 11:04 (UTC)
:Það er til [[:en:User:AlexNewArtBot/IcelandSearchResult]] sem leitar að [[:En:User:AlexNewArtBot/Iceland|ákveðnum orðum]] í nýjum greinum. Ekki setja greinar í [[:en:Category:Iceland]], bættu frekar við [[:en:Template:WikiProject Iceland]] á spjallsíðuna samkvæmt leiðbeiningum á [[:en:Wikipedia:WikiProject Iceland/Assessment]]. Þú getur vaktlistað flokk og séð þannig hvað bætist við í hann. Assessment síðan er líka með kaflann "Assessment log" sem sýnir það sem var merkt síðast.
:Á commons fyrir óþekktar myndir er frekar notast við [[c:Category:Unidentified subjects in Iceland]] og undirflokka hans. [[c:Category:Icelandic FOP cases/pending]] inniheldur eyðingartillögur á myndum af Íslenskum byggingum. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 4. apríl 2025 kl. 11:34 (UTC)
::Takk. Er byrjaður að nota þennan Unidentified subject flokk. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 4. apríl 2025 kl. 15:49 (UTC)
== 60.000 ==
Til hamingju með 60.000 greinar. Næsta markmið: 70.000 greinar :) [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 9. apríl 2025 kl. 19:20 (UTC)
:Kærar þakkir og sömuleiðis! [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 10. apríl 2025 kl. 13:06 (UTC)
::Takk og sömuleiðis. Næsta markmið 66.666 greinar ;) --[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 10. apríl 2025 kl. 16:46 (UTC)
== Ukraine's Cultural Diplomacy Month 2025: Invitation ==
<div lang="en" dir="ltr">
[[File:UCDM 2025 general.png|180px|right]]
{{int:please-translate}}
Hello, dear Wikipedians!<br/>
[[:m:Special:MyLanguage/Wikimedia Ukraine|Wikimedia Ukraine]], in cooperation with the [[:en:Ministry of Foreign Affairs of Ukraine|MFA of Ukraine]] and [[:en:Ukrainian Institute|Ukrainian Institute]], has launched the fifth edition of writing challenge "'''[[:m:Special:MyLanguage/Ukraine's Cultural Diplomacy Month 2025|Ukraine's Cultural Diplomacy Month]]'''", which lasts from '''14th April''' until '''16th May 2025'''. The campaign is dedicated to famous Ukrainian artists of cinema, music, literature, architecture, design, and cultural phenomena of Ukraine that are now part of world heritage. We accept contributions in every language!
The most active contesters will receive prizes.
If you are interested in coordinating long-term community engagement for the campaign and becoming a local ambassador, we would love to hear from you! Please let us know your interest.
<br/>
We invite you to take part and help us improve the coverage of Ukrainian culture on Wikipedia in your language! Also, we plan to set up a [[:m:CentralNotice/Request/Ukraine's Cultural Diplomacy Month 2025|banner]] to notify users of the possibility to participate in such a challenge! [[:m:User:OlesiaLukaniuk (WMUA)|OlesiaLukaniuk (WMUA)]] ([[:m:User talk:OlesiaLukaniuk (WMUA)|talk]])
</div>
16. apríl 2025 kl. 16:11 (UTC)
<!-- Message sent by User:Hide on Rosé@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=User:OlesiaLukaniuk_(WMUA)/list_of_wikis&oldid=28552112 -->
== Vote now on the revised UCoC Enforcement Guidelines and U4C Charter ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
The voting period for the revisions to the Universal Code of Conduct Enforcement Guidelines ("UCoC EG") and the UCoC's Coordinating Committee Charter is open now through the end of 1 May (UTC) ([https://zonestamp.toolforge.org/1746162000 find in your time zone]). [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Annual_review/2025/Voter_information|Read the information on how to participate and read over the proposal before voting]] on the UCoC page on Meta-wiki.
The [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee|Universal Code of Conduct Coordinating Committee (U4C)]] is a global group dedicated to providing an equitable and consistent implementation of the UCoC. This annual review of the EG and Charter was planned and implemented by the U4C. Further information will be provided in the coming months about the review of the UCoC itself. For more information and the responsibilities of the U4C, you may [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee/Charter|review the U4C Charter]].
Please share this message with members of your community so they can participate as well.
In cooperation with the U4C -- [[m:User:Keegan (WMF)|Keegan (WMF)]] ([[m:User_talk:Keegan (WMF)|talk]]) 17. apríl 2025 kl. 00:34 (UTC)
</div>
<!-- Message sent by User:Keegan (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=28469465 -->
== Skölun mynda ==
Ég legg hérmeð til að byrja að fara eftir reglu [[Wikipedia:Margmiðlunarefni]] um stærð mynda. Það verður gert með því að fá vélmennið DatBot til að skala allar ófrjálsar myndir niður í 0.1 Megapixla. Mál á borð við [[:en:Perfect 10 v. Google, Inc.]] sýna að stærð myndanna skiptir máli. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 18. apríl 2025 kl. 13:55 (UTC)
:Flott. Hélt einmitt að það væri bot að gera þetta. En bara besta mál að byrja á því. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 18. apríl 2025 kl. 19:18 (UTC)
:Gott mál. Samþykkt. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 19. apríl 2025 kl. 13:26 (UTC)
== Virkar ekki að setja athugasemd í snið ==
Einhver sem veit af hverju athugasemdir virka ekki í sniðinu fyrir síðu [[XXXTentacion]]? Þegar ég nota sniðið 'efn' þá kemur bara einhver villa í sniðinu. Er einhver lausn eða þarf ég bara að sleppa athugasemdunum alfarið?
Þetta voru breytingar mínar: https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=XXXTentacion&diff=1912444&oldid=1912443 [[Notandi:Óskadddddd|Óskadddddd]] ([[Notandaspjall:Óskadddddd|spjall]]) 19. apríl 2025 kl. 13:15 (UTC)
:Sniðið efn virkar með Snið:Notelist sem segir hvar þessar athugasemdir birtast. Sjá breytingu frá mér. Það má auðvitað kalla þetta eitthvað annað en neðanmálsgreinar. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 19. apríl 2025 kl. 13:26 (UTC)
::Ó, kærar þakkir 🙏 [[Notandi:Óskadddddd|Óskadddddd]] ([[Notandaspjall:Óskadddddd|spjall]]) 19. apríl 2025 kl. 13:41 (UTC)
== Er virkilega rétt að segja að engar heimildir séu að finna ef heimildir eru þær sömu og á ensku; spurning um sniðið Wpheimild? ==
Ég sá að síðan mín um [[XXXTentacion]] var merkt sem „Þessi grein inniheldur engar heimildir“ en hún vísar til heimildanna á ensku Wikipediu (með sniðinu Wpheimild). Þarf ég virkilega að flytja heimildirnar yfir á íslensku Wikipediu frá ensku Wikipediu ef þær verða hvort sem er eins? Sniðið [[Snið:Wpheimild|Wpheimild]] á ekki að vera notuð sem heimild (eins og á stendur) en er síðan virkilega heimildalaus þar sem þetta er bein þýðing úr ensku Wikipediu sem er með allar heimildirnar sem yrðu hvort eð er notaðar hér? Ég hef nefnilega alltaf séð hana notuð þannig.
Þetta er aðallega spurning um hvort það sé nauðsynlegt að hafa sömu heimildirnar á þýddum síðum líka hér eða hvort það sé nóg að vísa bara í heimildirnar á ensku wikipediu; hvort það sé jafnvel einhver tilgangur í að nota þetta snið. [[Notandi:Óskadddddd|Óskadddddd]] ([[Notandaspjall:Óskadddddd|spjall]]) 22. apríl 2025 kl. 15:49 (UTC)
:Snið:wpheimild og [[snið:þýðing]] eru ekki heimildasnið. Þýðingar ættu að afrita heimildirnar frá greininni sem þær voru þýddar frá, sem ætti að vera einfalt þar sem það eru til heimildasnið frá mörgum Wikipedium á Íslensku Wikipediu. Kanski ætti snið:wpheimild að vera í öðrum kafla. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 22. apríl 2025 kl. 15:59 (UTC)
::Takk fyrir svarið. Held allavega sniðinu og set bara heimildirnar þrjár inn sem notaðar voru í upprunalega textanum. [[Notandi:Óskadddddd|Óskadddddd]] ([[Notandaspjall:Óskadddddd|spjall]]) 22. apríl 2025 kl. 16:49 (UTC)
== Sub-referencing: User testing ==
<div lang="en" dir="ltr">
[[File:Sub-referencing reuse visual.png|400px|right]]
<small>''Apologies for writing in English, please help us by providing a translation below''</small>
Hi I’m Johannes from [[:m:Wikimedia Deutschland|Wikimedia Deutschland]]'s [[:m:WMDE Technical Wishes|Technical Wishes team]]. We are making great strides with the new [[:m:WMDE Technical Wishes/Sub-referencing|sub-referencing feature]] and we’d love to invite you to take part in two activities to help us move this work further:
#'''Try it out and share your feedback'''
#:[[:m:WMDE Technical Wishes/Sub-referencing# Test the prototype|Please try]] the updated ''wikitext'' feature [https://en.wikipedia.beta.wmflabs.org/wiki/Sub-referencing on the beta wiki] and let us know what you think, either [[:m:Talk:WMDE Technical Wishes/Sub-referencing|on our talk page]] or by [https://greatquestion.co/wikimediadeutschland/talktotechwish booking a call] with our UX researcher.
#'''Get a sneak peak and help shape the ''Visual Editor'' user designs'''
#:Help us test the new design prototypes by participating in user sessions – [https://greatquestion.co/wikimediadeutschland/gxk0taud/apply sign up here to receive an invite]. We're especially hoping to speak with people from underrepresented and diverse groups. If that's you, please consider signing up! No prior or extensive editing experience is required. User sessions will start ''May 14th''.
We plan to bring this feature to Wikimedia wikis later this year. We’ll reach out to wikis for piloting in time for deployments. Creators and maintainers of reference-related tools and templates will be contacted beforehand as well.
Thank you very much for your support and encouragement so far in helping bring this feature to life! </div> <bdi lang="en" dir="ltr">[[User:Johannes Richter (WMDE)|Johannes Richter (WMDE)]] ([[User talk:Johannes Richter (WMDE)|talk]])</bdi> 28. apríl 2025 kl. 15:03 (UTC)
<!-- Message sent by User:Johannes Richter (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=User:Johannes_Richter_(WMDE)/Sub-referencing/massmessage_list&oldid=28628657 -->
== <span lang="en" dir="ltr">Vote on proposed modifications to the UCoC Enforcement Guidelines and U4C Charter</span> ==
<div lang="en" dir="ltr">
<section begin="announcement-content" />
The voting period for the revisions to the Universal Code of Conduct Enforcement Guidelines and U4C Charter closes on 1 May 2025 at 23:59 UTC ([https://zonestamp.toolforge.org/1746162000 find in your time zone]). [[m:Special:MyLanguage/Universal Code of Conduct/Annual review/2025/Voter information|Read the information on how to participate and read over the proposal before voting]] on the UCoC page on Meta-wiki.
The [[m:Special:MyLanguage/Universal Code of Conduct/Coordinating Committee|Universal Code of Conduct Coordinating Committee (U4C)]] is a global group dedicated to providing an equitable and consistent implementation of the UCoC. This annual review was planned and implemented by the U4C. For more information and the responsibilities of the U4C, you may [[m:Special:MyLanguage/Universal Code of Conduct/Coordinating Committee/Charter|review the U4C Charter]].
Please share this message with members of your community in your language, as appropriate, so they can participate as well.
In cooperation with the U4C -- <section end="announcement-content" />
</div>
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
[[m:User:Keegan (WMF)|Keegan (WMF)]] ([[m:User talk:Keegan (WMF)|talk]]) 29. apríl 2025 kl. 03:41 (UTC)</div>
<!-- Message sent by User:Keegan (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=28618011 -->
== We will be enabling the new Charts extension on your wiki soon! ==
''(Apologies for posting in English)''
Hi all! We have good news to share regarding the ongoing problem with graphs and charts affecting all wikis that use them.
As you probably know, the [[:mw:Special:MyLanguage/Extension:Graph|old Graph extension]] was disabled in 2023 [[listarchive:list/wikitech-l@lists.wikimedia.org/thread/EWL4AGBEZEDMNNFTM4FRD4MHOU3CVESO/|due to security reasons]]. We’ve worked in these two years to find a solution that could replace the old extension, and provide a safer and better solution to users who wanted to showcase graphs and charts in their articles. We therefore developed the [[:mw:Special:MyLanguage/Extension:Chart|Charts extension]], which will be replacing the old Graph extension and potentially also the [[:mw:Extension:EasyTimeline|EasyTimeline extension]].
After successfully deploying the extension on Italian, Swedish, and Hebrew Wikipedia, as well as on MediaWiki.org, as part of a pilot phase, we are now happy to announce that we are moving forward with the next phase of deployment, which will also include your wiki.
The deployment will happen in batches, and will start from '''May 6'''. Please, consult [[:mw:Special:MyLanguage/Extension:Chart/Project#Deployment Timeline|our page on MediaWiki.org]] to discover when the new Charts extension will be deployed on your wiki. You can also [[:mw:Special:MyLanguage/Extension:Chart|consult the documentation]] about the extension on MediaWiki.org.
If you have questions, need clarifications, or just want to express your opinion about it, please refer to the [[:mw:Special:MyLanguage/Extension_talk:Chart/Project|project’s talk page on Mediawiki.org]], or ping me directly under this thread. If you encounter issues using Charts once it gets enabled on your wiki, please report it on the [[:mw:Extension_talk:Chart/Project|talk page]] or at [[phab:tag/charts|Phabricator]].
Thank you in advance! -- [[User:Sannita (WMF)|User:Sannita (WMF)]] ([[User talk:Sannita (WMF)|talk]]) 6. maí 2025 kl. 15:07 (UTC)
<!-- Message sent by User:Sannita (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=User:Sannita_(WMF)/Mass_sending_test&oldid=28663781 -->
== Eyða notendaspjalli ==
Tvennt sem ég vil ræða. Annarsvegar sú hefð sem sumir notendur hafa tamið sér að tæma notendaspjall án þess að setja það í [[Hjálp:Skjalasöfn|skjalasafn]]. Mér finnst að það ættu að vera til einhverjar reglur um að það meigi ekki. Þar eru oft gagnlegar upplýsingar og segja ákveðna sögu um virkni notandans. Eina leiðin til að finna gamlar umræður er að fara í gegnum breytingarsöguna sem er mjög tímafrekt. Og fólk dettur oft ekki í hug að þar séu einhverjar gamlar umræður að finna. Annarsvegar vil ég ræða um það að nýlega var [[Kerfissíða:Aðgerðaskrár/delete|notendaspjalli eytt]]. Þetta tengist auðvitað fyrri umræðunni en er því mun verri því nú er ekki heldur hægt að skoða breytingarsöguna. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 12. maí 2025 kl. 19:52 (UTC)
: Sá bara ekki gagn af þessu. En get sjálfsagt endurvakið þetta. Verðum við að vita öll smáatriði yfir gagnslitlar pælingar og spurningar á spjallsíðu notenda?--[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 12. maí 2025 kl. 20:32 (UTC)
::Ég tel að það sé í lagi með bannaða notendur. Eftir umræðuna um verndarinnar þá gerði Björnkarateboybreytingu með IP-tölu. Það eru alveg líkur á því að hann hafi ætlað sér að minnka verndanir gagnvart IP-tölum til að brjóta bannið frekar. Karlinn hefur nokkrum sinnum lofað hinu og þessu og ekki staðið við það, þannig þó svo hann hafi sagt að umræðan hafi bara verið um að hafa ekki áhrif á aðila sem hafa ekkert með breytingardeilu að gera, þá hef ég enga trú á því. Það hefði þurft að stoppa hann af á einverjum tímapunkti, breytir litlu fyrir mér að það var núna. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 12. maí 2025 kl. 22:28 (UTC)
:Sammála. Með reglu um skjalasafn þyrfti líka að vera regla um lágmarkslíftíma spjallþráðar þangað til hann er færður í skjalasafn, til að vera viss um að umræðunni sé lokið. Þar sem spjallsíða er tæmd mætti taka útgáfuna á undan og setja í skjalasafn.
:Gætum beðið vélmenni um að bæta hlutum við í skjalasafn eftir stillingum sem notandinn velur sjálfur. Notendur þyrftu þá bara að bæta við einu sniði á notendaspjallsíðu sinni og vélmennið sér um rest. Það líka gerir okkur kleift að skipta upp skjalasöfnum [{{fullurl:Notandaspjall:Svavar Kjarrval/TechNews|action=history}} TechNews og Wikidata á notendaspjallsíðu Svavars Kjarrval] í smærri einingar. Þær síður eru reglulega að ná upp í hámarksstærð síðu, sem er rétt ofan við eitt gígabæti. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 12. maí 2025 kl. 20:45 (UTC)
::Svona regla kemur til dæmis í veg fyrir að notendur eyði út neikvæðri umræðu um sjálfan sig. Ég sé ýmislegt jákvætt við svona reglu en dettur ekkert neikvætt í hug. Nema þá að fólk nenni ekki að búa til skjalasafn, en það er hægt að leysa það með vélmenni eins og Snævar bendir á. Ég er með svoleiðis á Commons. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 12. maí 2025 kl. 21:00 (UTC)
:::Það eru síðan til ýktu dæmin sem því miður eru til. Til dæmis í skjalasafninu hjá mér er spjallþráður [[Notandaspjall:Snævar/Safn 1#You are very stupid, I will kill you and I WISH UNLIMITED BLOCK.|þar sem er morðhótun]]. Ég lít svo á að ef ég vildi fjarlægja þann þráð, þá gæti ég gert það. Ég vill hinsvegar ekki fjarlægja þann þráð. Ef einhver hefur dómsfordæmi fyrir því að fjarlægja spjallþráð, þá mun ég ekki stoppa viðkomandi af. Ég styð regluna, en ekki í bókstaflega öllum tilfellum. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 12. maí 2025 kl. 21:35 (UTC)
:Ég hef litið svo á að notendur hafi eitthvað svigrúm til þess ráða því hvort og hvernig umræður á þeirra eigin spjallsíðu eru varðveittar. Þannig er líka [[:en:Wikipedia:User_pages#Removal_of_comments,_notices,_and_warnings|línan á enskunni]]. Fyrst og fremst er notandaspjall til þess að koma ábendingu eða skilaboðum til notanda og ef hann kýs sjálfur að fjarlægja slíkt, þá er það líka merki um það að hann hafi séð og lesið efnið. Þetta er líka allt aðgengilegt í breytingaskrám ef það þarf að vísa í eitthvað síðar. Spjall á greinum eða í Pottinum er annars eðlis og ætti auðvitað að varðveita í skjalasafni nema það sé eitthvað spam eða rugl sem kemur verkefninu ekkert við. En svo á ekki heldur að nota notandaspjall sem spjallborð um eitthvað alveg óviðkomandi þannig að ég sé ekkert að því að eyða þannig innleggi. Það er þó of langt að gengið að eyða síðunni sjálfri með allri breytingaskrá. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 13. maí 2025 kl. 12:16 (UTC)
== <span lang="en" dir="ltr">Call for Candidates for the Universal Code of Conduct Coordinating Committee (U4C)</span> ==
<div lang="en" dir="ltr">
<section begin="announcement-content" />
The results of voting on the Universal Code of Conduct Enforcement Guidelines and Universal Code of Conduct Coordinating Committee (U4C) Charter is [[m:Special:MyLanguage/Universal Code of Conduct/Annual review/2025#Results|available on Meta-wiki]].
You may now [[m:Special:MyLanguage/Universal Code of Conduct/Coordinating Committee/Election/2025/Candidates|submit your candidacy to serve on the U4C]] through 29 May 2025 at 12:00 UTC. Information about [[m:Special:MyLanguage/Universal Code of Conduct/Coordinating Committee/Election/2025|eligibility, process, and the timeline are on Meta-wiki]]. Voting on candidates will open on 1 June 2025 and run for two weeks, closing on 15 June 2025 at 12:00 UTC.
If you have any questions, you can ask on [[m:Talk:Universal Code of Conduct/Coordinating Committee/Election/2025|the discussion page for the election]]. -- in cooperation with the U4C, </div><section end="announcement-content" />
</div>
<bdi lang="en" dir="ltr">[[m:User:Keegan (WMF)|Keegan (WMF)]] ([[m:User_talk:Keegan (WMF)|spjall]])</bdi> 15. maí 2025 kl. 22:07 (UTC)
<!-- Message sent by User:Keegan (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=28618011 -->
== Kort af Íslandi með greinum sem vantar ljósmyndir ==
Hæ. Ég hef verið að nota [https://earth.google.com/earth/d/1An9k4bZy4lGjWA6QRA4XJ27-7Cl7bSos?usp=sharing þetta kort] sem ég bjó til með staðsetningum sem tengjast greinum sem vantar ljósmyndir. Ykkur er velkomið að nota það ef þið hafið áhuga. Ég er með Google Earth app í símanum mínum og kíki stundum á það ef ég er á nýjum stað. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 18. maí 2025 kl. 06:48 (UTC)
:Tengillinn á kortið virkar ekki hjá mér. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 18. maí 2025 kl. 09:26 (UTC)
::Úps, núna ætti hlekkurinn að virka. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 18. maí 2025 kl. 18:40 (UTC)
== RfC ongoing regarding Abstract Wikipedia (and your project) ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
''(Apologies for posting in English, if this is not your first language)''
Hello all! We opened a discussion on Meta about a very delicate issue for the development of [[:m:Special:MyLanguage/Abstract Wikipedia|Abstract Wikipedia]]: where to store the abstract content that will be developed through functions from Wikifunctions and data from Wikidata. Since some of the hypothesis involve your project, we wanted to hear your thoughts too.
We want to make the decision process clear: we do not yet know which option we want to use, which is why we are consulting here. We will take the arguments from the Wikimedia communities into account, and we want to consult with the different communities and hear arguments that will help us with the decision. The decision will be made and communicated after the consultation period by the Foundation.
You can read the various hypothesis and have your say at [[:m:Abstract Wikipedia/Location of Abstract Content|Abstract Wikipedia/Location of Abstract Content]]. Thank you in advance! -- [[User:Sannita (WMF)|Sannita (WMF)]] ([[User talk:Sannita (WMF)|<span class="signature-talk">{{int:Talkpagelinktext}}</span>]]) 22. maí 2025 kl. 15:26 (UTC)
</div>
<!-- Message sent by User:Sannita (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=User:Sannita_(WMF)/Mass_sending_test&oldid=28768453 -->
== <span lang="en" dir="ltr">Wikimedia Foundation Board of Trustees 2025 Selection & Call for Questions</span> ==
<div lang="en" dir="ltr">
<section begin="announcement-content" />
:''[[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2025/Announcement/Selection announcement|{{int:interlanguage-link-mul}}]] • [https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Special:Translate&group=page-{{urlencode:Wikimedia Foundation elections/2025/Announcement/Selection announcement}}&language=&action=page&filter= {{int:please-translate}}]''
Dear all,
This year, the term of 2 (two) Community- and Affiliate-selected Trustees on the Wikimedia Foundation Board of Trustees will come to an end [1]. The Board invites the whole movement to participate in this year’s selection process and vote to fill those seats.
The Elections Committee will oversee this process with support from Foundation staff [2]. The Governance Committee, composed of trustees who are not candidates in the 2025 community-and-affiliate-selected trustee selection process (Raju Narisetti, Shani Evenstein Sigalov, Lorenzo Losa, Kathy Collins, Victoria Doronina and Esra’a Al Shafei) [3], is tasked with providing Board oversight for the 2025 trustee selection process and for keeping the Board informed. More details on the roles of the Elections Committee, Board, and staff are here [4].
Here are the key planned dates:
* May 22 – June 5: Announcement (this communication) and call for questions period [6]
* June 17 – July 1, 2025: Call for candidates
* July 2025: If needed, affiliates vote to shortlist candidates if more than 10 apply [5]
* August 2025: Campaign period
* August – September 2025: Two-week community voting period
* October – November 2025: Background check of selected candidates
* Board’s Meeting in December 2025: New trustees seated
Learn more about the 2025 selection process - including the detailed timeline, the candidacy process, the campaign rules, and the voter eligibility criteria - on this Meta-wiki page [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia_Foundation_elections/2025|[link]]].
'''Call for Questions'''
In each selection process, the community has the opportunity to submit questions for the Board of Trustees candidates to answer. The Election Committee selects questions from the list developed by the community for the candidates to answer. Candidates must answer all the required questions in the application in order to be eligible; otherwise their application will be disqualified. This year, the Election Committee will select 5 questions for the candidates to answer. The selected questions may be a combination of what’s been submitted from the community, if they’re alike or related. [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia_Foundation_elections/2025/Questions_for_candidates|[link]]]
'''Election Volunteers'''
Another way to be involved with the 2025 selection process is to be an Election Volunteer. Election Volunteers are a bridge between the Elections Committee and their respective community. They help ensure their community is represented and mobilize them to vote. Learn more about the program and how to join on this Meta-wiki page [[m:Wikimedia_Foundation_elections/2025/Election_volunteers|[link].]]
Thank you!
[1] https://meta.wikimedia.org/wiki/Wikimedia_Foundation_elections/2022/Results
[2] https://foundation.wikimedia.org/wiki/Committee:Elections_Committee_Charter
[3] https://foundation.wikimedia.org/wiki/Resolution:Committee_Membership,_December_2024
[4] https://meta.wikimedia.org/wiki/Wikimedia_Foundation_elections_committee/Roles
[5] https://meta.wikimedia.org/wiki/Wikimedia_Foundation_elections/2025/FAQ
[6] https://meta.wikimedia.org/wiki/Wikimedia_Foundation_elections/2025/Questions_for_candidates
Best regards,
Victoria Doronina
Board Liaison to the Elections Committee
Governance Committee<section end="announcement-content" />
</div>
[[Notandi:MediaWiki message delivery|MediaWiki message delivery]] ([[Notandaspjall:MediaWiki message delivery|spjall]]) 28. maí 2025 kl. 03:07 (UTC)
<!-- Message sent by User:RamzyM (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=28618011 -->
== <span lang="en" dir="ltr"> Upcoming Deployment of the CampaignEvents Extension</span> ==
<div lang="en" dir="ltr">
<section begin="message"/>
Hello everyone,
''(Apologies for posting in English if English is not your first language. Please help translate to your language.)''
The Campaigns Product Team is planning a global deployment of the '''[[:mw:Help:Extension:CampaignEvents|CampaignEvents extension]]''' to all Wikipedias, including this wiki, during the '''week of June 23rd'''.
This extension is designed to help organizers plan and manage events, WikiProjects, and other on-wiki collaborations - and to make these efforts more discoverable.
The three main features of this extension are:
* '''[[:m:Event_Center/Registration|Event Registration]]''': A simple way to sign up for events on the wiki.
* '''[[:m:CampaignEvents/Collaboration_list|Collaboration List]]''': A global list of events and a local list of WikiProjects, accessible at '''[[:m:Special:AllEvents|Special:AllEvents]]'''.
* '''[[:m:Campaigns/Foundation_Product_Team/Invitation_list|Invitation Lists]]''': A tool to help organizers find editors who might want to join, based on their past contributions.
'''Note''': The extension comes with a new user right called '''"Event Organizer"''', which will be managed by administrators on this wiki. Organizer tools like Event Registration and Invitation Lists will only work if someone is granted this right. The Collaboration List is available to everyone immediately after deployment.
The extension is already live on several wikis, including '''Meta, Wikidata, English Wikipedia''', and more ( [[m:CampaignEvents/Deployment_status#Current_Deployment_Status_for_CampaignEvents_extension| See the full deployment list]])
If you have any questions, concerns, or feedback, please feel free to share them on the [[m:Talk:CampaignEvents| extension talkpage]]. We’d love to hear from you before the rollout.
Thank you! <section end="message"/>
</div>
<bdi lang="en" dir="ltr">[[User:Udehb-WMF|Udehb-WMF]] ([[User talk:Udehb-WMF|spjall]]) 29. maí 2025 kl. 16:47 (UTC)</bdi>
<!-- Message sent by User:Udehb-WMF@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=User:Udehb-WMF/sandbox/deployment_audience&oldid=28803829 -->
== Umræða um varanlegt bann ==
Ég vil setja í gang umræðu um varanlegt bann gegn Bjornkarateboy.
Við höfum hingað til verið að lengja bann gegn honum um einhverja mánuði í hvert sinn sem hann ítrekar fyrri brot gegn reglum eða stílviðmiðum. Mér finnst þetta ekki nægja lengur. Bara á undanfarinni viku hefur hann búið til tvo mismunandi sokkabrúðuaðganga þrátt fyrir að vera fullkomlega meðvitaður um að það má ekki. Hann er búinn að fá ansi mörg tækifæri til að bæta ráð sitt, en hefur ekki gert það. Reynsluleysi er ekki lengur viðunandi afsökun þar sem hann er búinn að vera virkur hér í um það bil ár.
Ég sé ekki lengur tilgang í því að vera að veita einhverjar væntingar um fleiri tækifæri með því að hafa bannið tímabundið. Hann hefur verið bannaður varanlega á einhverjum öðrum tungumálaútgáfum fyrir minni sakir. [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 31. maí 2025 kl. 11:02 (UTC)
:Ég mundi styðja varanlegt bann. En samt ein spurning. Hvaða sönnun er fyrir því að þetta er hann sem bjó til þessa sokkabrúðuaðganga? Annað en að rithátturinn er svipaður. Er einhver möguleiki að þetta sé einhver annar? [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 31. maí 2025 kl. 12:01 (UTC)
::Hann hefur staðfest tvær sokkabrúður, [[Notandaspjall:Bjornkarateboy/Safn 1#Ofurmeistarinn|Notandaspjall:Bjornkarateboy/Safn_1#Ofurmeistarinn]] og [[Notandaspjall:Doktor_Möppudýr]]. Þessir tveir aðgangar voru einnig staðfestir af [[Meta:CheckUser policy|CheckUser]] á [[Meta:Steward requests/Checkuser/2025-02#Ofurmeistarinn@is.wikipedia|Checkuser/2025-02#Ofurmeistarinn@is.wikipedia]]. Það er hafið yfir allan vafa að þessir aðgangar tengist. Hinir tveir voru stofnaðir eftir að honum var bannað að nota spjallsíðu. Bæði ritháttur, viðbrögð og val á umfjöllunarefni eru svipuð. Mætti kanski biðja um aðra CheckUser athugun á Málfarsmanninum og Seif, ef þú telur einhvern vafa á tengslum þeirra. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 31. maí 2025 kl. 12:38 (UTC)
::: Styð varanlegt bann.--[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 31. maí 2025 kl. 14:07 (UTC)
:::Myndi vilja sjá aðra CheckUser athugun fyrir Málfarsmanninum og Seif, bara upp á að við séum með vissu fyrir því. Hallast engu síður að varanlegu banni. [[Notandi:Alvaldi|Alvaldi]] ([[Notandaspjall:Alvaldi|spjall]]) 31. maí 2025 kl. 14:36 (UTC)
::::Já, það væri betra að fá staðfestingu á því. [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 31. maí 2025 kl. 16:15 (UTC)
::Aðilinn er virkur á samfélagsmiðlum og þau hugðarefni sem hann fjallar um þar rata yfirleitt hingað á svipuðum tíma í gegnum þessa aukaaðganga. Það er líka mjög ákveðið mynstur sem má sjá í því hvernig þessir aðgangar gera breytingar á öðrum tungumálaútgáfum. Það er mögulegt að biðja um checkuser athuganir til að tengja saman notendur og vistföng, en það er ekki gefið að það skili niðurstöðu þar sem IP-tölur geta breyst bæði viljandi eða óviljandi. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 31. maí 2025 kl. 17:13 (UTC)
:::Það er betra að vera með einhverja staðfestingu eða neitun heldur en enga. Allir þrír aðgangarnir hafa gert breytingu innan 90 daga gluggans sem checkuser sér, Bjornkarateboy 10. maí, Málfarsmaðurinn 28. maí og Seifur 31. maí. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 31. maí 2025 kl. 18:42 (UTC)
::::Er einhver hér sem getur skoðað þetta? [[Notandi:Alvaldi|Alvaldi]] ([[Notandaspjall:Alvaldi|spjall]]) 2. júní 2025 kl. 10:02 (UTC)
:::::Ég bað um slíka athugun á [[metawiki:Steward_requests/Checkuser#Málfarsmaðurinn@is.wikipedia|Meta]] á laugardaginn. Hún bíður afgreiðslu. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 2. júní 2025 kl. 10:24 (UTC)
::::::Sýnist að það sé búið að staðfesta að Bjornkarateboy, Ofurmeistarinn, Seifur og Málfarsmaðurinn séu einn og sami einstaklingurinn. Ég styð því varanlegt bann. [[Notandi:Alvaldi|Alvaldi]] ([[Notandaspjall:Alvaldi|spjall]]) 5. júní 2025 kl. 19:10 (UTC)
:::::::Ég styð varanlegt bann sömuleiðis. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 5. júní 2025 kl. 19:22 (UTC)
:::::::Styð varanlegt bann. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 5. júní 2025 kl. 21:00 (UTC)
:::::::sammála [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 5. júní 2025 kl. 21:39 (UTC)
:::::::Ef ég er orðinn gildur til þáttöku langar mig að kjósa varanlegu banni í vil. Óásættanleg hegðun. [[Notandi:Lafi90|Lafi90]] ([[Notandaspjall:Lafi90|spjall]]) 11. júní 2025 kl. 03:15 (UTC)
::::::::Hann fór í varanlegt bann 5. júní. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 11. júní 2025 kl. 05:18 (UTC)
== House names in Iceland, Help, sources ==
Dear Icelandic colleagues!
I need informations and sources about Icelandic house names. I once saw in a Hungarian-language women's magazine that the houses in Iceland have separate names. In 2018, I wrote a study [[https://dlib.si/stream/URN:NBN:SI:DOC-MPWYB5H1/58e20807-5bb3-4127-bf0e-96a73de12c70/PDF PDF] in Slovene about the old house names of my birthplace] and the tradition of local house names. I am now preparing to write a study on the house names of another settlement in Prekmurje.
I couldn't find any source in English about Icelandic house names. I don't speak Icelandic. However, I would like to know basic information about the Icelandic house names:
* why do houses have separate names?
* what are houses named after?
* how are these names documented?
I also need exact sources (with author, title, page, year). I hope I can count on your assistance.
<nowiki>Kind regards! ~~~~</nowiki> [[Notandi:Doncsecz~enwiki|Doncsecz~enwiki]] ([[Notandaspjall:Doncsecz~enwiki|spjall]]) 4. júní 2025 kl. 07:27 (UTC)
:Is this related to an article on Wikipedia. Doesn´t sound like that. Looks like you are writing a paper for school. So, basically you are asking us to help you write your paper? [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 4. júní 2025 kl. 08:52 (UTC)
:: Mostly older houses have been named but of course not all in bigger towns. I would perhaps ask in the Facebook group: Gömul hús á Íslandi, for more info (Old houses in Iceland).--[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 4. júní 2025 kl. 11:25 (UTC)
:If you can, just ask Google Gemini (or even ChatGPT). It can find Icelandic sources and translate them for you (It found some sources and useful information when I tried it). Your question isn't related to Wikipedia, so unfortunately we can't help much. [[Notandi:Óskadddddd|Óskadddddd]] ([[Notandaspjall:Óskadddddd|spjall]]) 4. júní 2025 kl. 11:29 (UTC)
{{ping|Steinninn}} I want to write a scientific paper. Not for school, but for a scientific journal. In the first scientific study, I mentioned the Basque Land as an example. Now I would like to mention Iceland as an example. [[Notandi:Doncsecz~enwiki|Doncsecz~enwiki]] ([[Notandaspjall:Doncsecz~enwiki|spjall]]) 4. júní 2025 kl. 19:36 (UTC)
:{{ping|Steinninn}} This work can later be used in a Wikipedia article. [[Notandi:Doncsecz~enwiki|Doncsecz~enwiki]] ([[Notandaspjall:Doncsecz~enwiki|spjall]]) 4. júní 2025 kl. 19:37 (UTC)
== Vote now in the 2025 U4C Election ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
Apologies for writing in English.
{{Int:Please-translate}}
Eligible voters are asked to participate in the 2025 [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee|Universal Code of Conduct Coordinating Committee]] election. More information–including an eligibility check, voting process information, candidate information, and a link to the vote–are available on Meta at the [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee/Election/2025|2025 Election information page]]. The vote closes on 17 June 2025 at [https://zonestamp.toolforge.org/1750161600 12:00 UTC].
Please vote if your account is eligible. Results will be available by 1 July 2025. -- In cooperation with the U4C, [[m:User:Keegan (WMF)|Keegan (WMF)]] ([[m:User talk:Keegan (WMF)|talk]]) 13. júní 2025 kl. 23:00 (UTC) </div>
<!-- Message sent by User:Keegan (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=28848819 -->
== <span lang="en" dir="ltr">Wikimedia Foundation Board of Trustees 2025 - Call for Candidates</span> ==
<div lang="en" dir="ltr">
<section begin="announcement-content" />
:''<div class="plainlinks">[[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2025/Announcement/Call for candidates|{{int:interlanguage-link-mul}}]] • [https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Special:Translate&group=page-{{urlencode:Wikimedia Foundation elections/2025/Announcement/Call for candidates}}&language=&action=page&filter= {{int:please-translate}}]</div>
Hello all,
The [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2025|call for candidates for the 2025 Wikimedia Foundation Board of Trustees selection is now open]] from June 17, 2025 – July 2, 2025 at 11:59 UTC [1]. The Board of Trustees oversees the Wikimedia Foundation's work, and each Trustee serves a three-year term [2]. This is a volunteer position.
This year, the Wikimedia community will vote in late August through September 2025 to fill two (2) seats on the Foundation Board. Could you – or someone you know – be a good fit to join the Wikimedia Foundation's Board of Trustees? [3]
Learn more about what it takes to stand for these leadership positions and how to submit your candidacy on [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2025/Candidate application|this Meta-wiki page]] or encourage someone else to run in this year's election.
Best regards,
Abhishek Suryawanshi<br />
Chair of the Elections Committee
On behalf of the Elections Committee and Governance Committee
[1] https://meta.wikimedia.org/wiki/Special:MyLanguage/Wikimedia_Foundation_elections/2025/Call_for_candidates
[2] https://foundation.wikimedia.org/wiki/Legal:Bylaws#(B)_Term.
[3] https://meta.wikimedia.org/wiki/Special:MyLanguage/Wikimedia_Foundation_elections/2025/Resources_for_candidates<section end="announcement-content" />
</div>
[[Notandi:MediaWiki message delivery|MediaWiki message delivery]] ([[Notandaspjall:MediaWiki message delivery|spjall]]) 17. júní 2025 kl. 17:43 (UTC)
<!-- Message sent by User:RamzyM (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=28866958 -->
53xwz3bek6z8i9wm22pi0ngulppytaa
26. febrúar
0
2374
1920779
1889304
2025-06-18T10:12:01Z
Berserkur
10188
/* Atburðir */
1920779
wikitext
text/x-wiki
{{Dagatal|febrúar}}
'''26. febrúar''' er 57. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 308 dagar (309 á [[hlaupár]]i) eru eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[364]] - [[Valentianus 1.]] varð keisari Rómar.
* [[1658]] - Danir sömdu um frið við Svía í Hróarskeldu og bundu þannig enda á [[Karls Gústafs-stríðið]].
* [[1719]] - Bærinn á [[Lækjamót]]i í [[Víðidalur|Víðidal]] brann og Guðbrandur Arngrímsson sýslumaður og Ragnheiður Jónsdóttir kona hans brunnu inni.
* [[1794]] - [[Kristjánsborgarhöll]] brann í fyrsta sinn.
* [[1815]] - [[Napóleon Bónaparte]] slapp frá eynni [[Elba|Elbu]], þar sem hann hafði verið í útlegð.
* [[1870]] - [[Commerzbank]] var stofnaður í Hamborg.
* [[1885]] - Samkomulag um skiptingu Afríku milli nýlenduveldanna var undirritað á [[Berlínarráðstefnan|Berlínarráðstefnunni]].
* [[1913]] - Fyrsti íslenski hárgreiðslumeistarinn, [[Kristólína Kragh]], opnaði stofu í Reykjavík.
* [[1914]] - [[Skíðafélag Reykjavíkur]] var stofnað.
* [[1930]] - Jónas Jónsson frá Hriflu, dómsmálaráðherra, birti grein, sem nefndist „[[Stóra bomba]]n“, í ''Tímanum''. Þar sagði hann frá því að Helgi Tómasson, yfirlæknir á Kleppi, teldi að Jónas væri geðveikur.
* [[1942]] - Kuldamet voru slegin víða um [[Svíþjóð]] og er dagurinn talinn kaldasti dagur 20. aldar þar í landi. 35 gráðu frost mældist á [[Skánn|Skáni]].
* [[1952]] - Forsætisráðherra Bretlands, [[Winston Churchill]], tilkynnti að þjóð hans byggi yfir kjarnorkusprengju.
* [[1953]] - Íslenskur [[lyfjafræðingur]] sem bjó í [[Suðurgata|Suðurgötu]] 2 í Reykjavík eitrar fyirr konu sinni og þremur börnum þeirra á aldrinum 3-6 ára. Þau fundust látin í húsinu sama dag.
* [[1961]] - [[Hassan 2.]] tók við krúnunni í Marokkó.
* [[1971]] - [[Sameinuðu þjóðirnar]] gerðu [[vorjafndægur]] að [[Dagur jarðar|Degi jarðar]].
* [[1972]] - [[Flóðin í Buffalo Creek]]: 125 létust og 4000 misstu heimili sín þegar stífla sem hélt affalsvatni frá kolanámu brast í [[Vestur-Virginía|Vestur-Virginíu]] í Bandaríkjunum.
* [[1974]] - Þjóðleikhúsið frumsýndi leikritið ''[[Kertalog]]'' eftir Jökul Jakobsson.
* [[1987]] - [[Íran-Kontrahneykslið]]: [[Towernefndin]] ávítti Bandaríkjaforseta fyrir að hafa ekki stjórn á starfsliði [[Bandaríska þjóðaröryggisráðið|þjóðaröryggisráðsins]].
* [[1989]] - [[Karlalandslið Íslands í handknattleik]] sigraði heimsmeistarakeppni B-liða í París. [[Kristján Arason]] skoraði sitt þúsundasta mark í landsleik.
* [[1990]] - [[Sandínistar]] biðu ósigur í kosningum í [[Níkaragva]]. [[Violeta Chamorro]] var kjörin forseti.
* [[1991]] - [[Persaflóastríðið (1991)|Persaflóastríðið]]: [[Saddam Hussein]] tilkynnti í útvarpi að íraksher myndi hörfa frá Kúveit. Herinn kveikti í olíulindum þegar hann hvarf frá landinu.
* [[1993]] - Bílasprengja sprakk undir [[World Trade Center]] í New York-borg.
* [[1994]] - [[Magnús Scheving]] varð Evrópumeistari í þolfimi.
* [[1995]] - [[Barings-banki]] í Bretlandi varð gjaldþrota.
* [[2000]] - [[Heklugos árið 2000|Eldgos hófst í Heklu]] og varði í u.þ.b. ellefu daga.
* [[2001]] - [[Nice-sáttmálinn]] var undirritaður af 15 aðildarríkjum Evrópusambandsins.
* [[2003]] - Bandarískur kaupsýslumaður kom inn á spítala í Hanoi með bráðalungnabólgu, einnig þekkta sem [[HABL]].
* [[2003]] - [[Stríðið í Darfúr]] hófst þegar skæruliðar risu gegn stjórn Súdan.
* [[2004]] - [[Boris Trajkovski]], forseti Makedóníu, fórst í flugslysi við [[Mostar]] í Bosníu og Hersegóvínu.
* [[2005]] - [[Hosni Mubarak]], [[forseti Egyptalands]], fór fram á að egypska þingið breytti stjórnarskránni til að leyfa fleiri en einn frambjóðanda í forsetakosningum.
<onlyinclude>
* [[2006]] - [[Vetrarólympíuleikarnir 2006|Vetrarólympíuleikunum]] í Tórínó lauk.
* [[2007]] - [[Alþjóðadómstóllinn]] komst að þeirri niðurstöðu að [[fjöldamorðin í Srebrenica]] hefðu verið [[þjóðarmorð]] en að [[Serbía]] bæri ekki beina ábyrgð á atburðunum.
* [[2009]] - [[Svein Harald Øygard]] var skipaður seðlabankastjóri á Íslandi.
* [[2016]] - Svisslendingurinn [[Gianni Infantino]] tók við formennsku í [[Alþjóðaknattspyrnusambandið|Alþjóðaknattspyrnusambandinu]].
* [[2017]] - Snjódýpt í [[Reykjavík]] mældist 51 sentimetrar og hafði ekki verið meiri jafnfallinn snjór í febrúarmánuði frá upphafi mælinga ([[1921]]).
* [[2018]] - [[Jarðskjálftinn í Papúu Nýju-Gíneu 2018|Jarðskjálfti]] sem mældist 7,5 reið yfir Papúu Nýju-Gíneu með þeim afleiðingum að yfir 160 létu lífið.</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[1361]] - [[Venseslás 4.]], konungur Bæheims (d. [[1419]]).
* [[1416]] - [[Kristófer af Bæjaralandi]], konungur í [[Kalmarsambandið|Kalmarsambandinu]] (d. [[1448]]).
* [[1800]] - [[Þórður Jónassen]], íslenskur stjórnmálamaður (d. [[1880]]).
* [[1802]] - [[Victor Hugo]], franskur rithöfundur (d. [[1885]]).
* [[1808]] - [[Honoré Daumier]], franskur prentlistamaður (d. [[1879]]).
* [[1829]] - [[Levi Strauss]], þýskfæddur fatahönnuður (d. [[1902]]).
* [[1842]] - [[Camille Flammarion]], franskur stjörnufræðingur (d. [[1925]]).
* [[1846]] - [[Buffalo Bill]], bandarískur frumkvöðull, embættismaður og veiðimaður (d. [[1917]]).
* [[1858]] - [[Björn Kristjánsson]], íslenskur stjórnmálamaður (d. [[1939]]).
* [[1869]] - [[Nadesjda Krúpskaja]], rússnesk byltingarkona (d. [[1939]]).
* [[1907]] - [[Shiro Teshima]], japanskur knattspyrnumaður (d. [[1982]]).
* [[1920]] - [[Hilmar Baunsgaard]], forsætisráðherra Danmerkur (d. [[1989]]).
* 1920 - [[Tony Randall]], bandarískur leikari (d. [[2004]]).
* [[1922]] - [[Karl Aage Præst]], danskur knattspyrnumaður (d. [[2011]]).
*[[1926]] - [[Gunnar Eyjólfsson]], íslenskur leikari (d. [[2016]]).
*[[1928]] - [[Ariel Sharon]], forsætisráðherra Ísraels (d. [[2014]]).
* [[1930]] - [[Sverrir Hermannsson]], íslenskur stjórnmálamaður (d. [[2018]]).
* [[1932]] - [[Johnny Cash]], bandarískur söngvari (d. [[2003]]).
* [[1949]] - [[Birna Þórðardóttir]], félagsfræðingur og aðgerðarsinni.
* [[1950]] - [[Helen Clark]], forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
* [[1953]] - [[Michael Bolton]], bandarískur söngvari.
* [[1954]] - [[Recep Tayyip Erdogan]], forseti og forsætisráðherra [[Tyrkland]]s.
* [[1958]] - [[Michel Houellebecq]], franskur rithöfundur.
* [[1967]] - [[Kazuyoshi Miura]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1971]] - [[Erykah Badu]], bandarísk söngkona.
* [[1972]] - [[Gísli Marteinn Baldursson]], íslenskur dagskrárgerðarmaður og stjórnmálamaður.
* [[1973]] - [[Ole Gunnar Solskjær]], norskur knattspyrnumaður.
* [[1974]] - [[Sébastien Loeb]], franskur ökuþór.
* [[1976]] - [[Demore Barnes]], kanadískur leikari.
* [[1977]] - [[Tim Thomas]], bandarískur körfuboltamaður.
* [[1978]] - [[Abdoulaye Diagne-Faye]], senegalskur knattspyrnumaður.
* [[1979]] - [[Pedro Mendes]], portúgalskur knattspyrnumaður.
* [[1983]] - [[Pepe]], portúgalskur knattspyrnumaður.
* [[1984]] - [[Emmanuel Adebayor]], knattspyrnumaður frá Tógó.
* [[1986]] - [[Nacho Monreal]], spænskur knattspyrnumaður.
== Dáin ==
* [[943]] - [[Mýrkjartan]], konungur á Írlandi.
* [[1154]] - [[Hróðgeir 2. Sikileyjarkonungur|Hróðgeir 2.]], konungur Sikileyjar (f. um [[1095]]).
* [[1266]] - [[Manfreð Sikileyjarkonungur|Manfreð]], konungur Sikileyjar og Napólí (f. [[1232]]).
* [[1577]] - [[Eiríkur 14.]], áður Svíakonungur (f. [[1533]]).
* [[1806]] - [[Thomas-Alexandre Dumas]], franskur herforingi (f. [[1762]]).
* [[1908]] - [[Adolf Kirchhoff]], þýskur fornfræðingur (f. [[1826]]).
* [[1909]] - [[Hermann Ebbinghaus]], þýskur heimspekingur og sálfræðingur (f. [[1850]]).
* [[1942]] - [[Bjarni Björnsson]], íslenskur leikari (f. [[1890]]).
* [[1954]] - [[Hallgrímur Benediktsson]], íslenskur athafnamaður (f. [[1885]]).
* [[1961]] - [[Alberto Galateo]], argentínskur knattspyrnumaður (f. [[1912]])
* [[1969]] - [[Karl Jaspers]], þýskur geðlæknir og heimspekingur (f. [[1883]]).
* [[1969]] - [[Levi Eshkol]], fyrrum forsætisráðherra Ísraels (f. [[1895]]).
* [[1976]] - [[Sverrir Kristjánsson]], íslenskur sagnfræðingur (f. [[1908]]).
* [[1985]] - [[Guðmundur G. Hagalín]], íslenskur rithöfundur (f. [[1898]]).
* [[1994]] - [[Bill Hicks]], bandarískur uppistandari (f. [[1961]]).
* [[1995]] - [[Þórunn Elfa Magnúsdóttir]], íslenskur rithöfundur (f. [[1910]]).
* [[2000]] - [[Louisa Matthíasdóttir]], íslensk myndlistarkona (f. [[1917]]).
* [[2004]] - [[Boris Trajkovski]], fyrrum forseti Makedóníu (f. [[1956]]).
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Febrúar]]
skxvc7wse2rpnkdziuzn8mbh01zl5c1
30. nóvember
0
2732
1920755
1903087
2025-06-17T23:34:53Z
TKSnaevarr
53243
/* Fædd */
1920755
wikitext
text/x-wiki
{{Dagatal|nóvember}}
'''30. nóvember''' er 334. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (335. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 31 dagur er eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[1016]] - [[Knútur mikli]] varð konungur Englands við lát Játmundar járnsíðu.
* [[1406]] - [[Gregoríus 12.]] (Angelo Correr) var kjörinn páfi.
* [[1450]] - [[Torfi Arason]] fékk riddarabréf hjá Kristjáni 1. Danakonungi.
* [[1495]] - Sænska setuliðið í kastalanum í [[Víborg (Rússlandi)|Viborg]] sprengdi púðurtunnur svo rússneskir umsátursmenn hörfuðu.
* [[1609]] - [[Galileo Galilei]] gerði kort af Tunglinu með aðstoð sjónauka.
* [[1612]] - Sigur [[Breska Austur-Indíafélagið|Breska Austur-Indíafélagsins]] yfir [[Portúgal|Portúgölum]] í [[orrustan við Suvali|orrustunni við Suvali]] við strendur [[Indland]]s markaði upphafið að endalokum einokunar Portúgala á verslum í [[Austur-Indíur|Austur-Indíum]].
* [[1872]] - Englendingar og Skotar gera markalaust jafntefli í fyrsta knattspyrnulandsleik sögunnar.
* [[1878]] - Þjóðsöngur [[Ástralía|Ástralíu]], ''[[Advance Australia Fair]]'', var fyrst fluttur í [[Sydney]].
* [[1886]] - Tvö skip frá [[Reykjavík]] fórust í ofsaveðri og þrettán drukknuðu.
* [[1916]] - [[Goðafossstrandið 1916]]: ''[[Goðafoss (skip)|Goðafoss]]'' strandaði í hríðarveðri við [[Straumnes]] fyrir norðan [[Aðalvík]] á [[Hornstrandir|Hornströndum]]. Skipið náðist ekki aftur á flot en mannbjörg varð. Skipið var ekki orðið tveggja ára er það strandaði.
* [[1918]] - [[Ásgeirsverslun]] á Ísafirði hætti starfsemi.
* [[1939]] - [[Vetrarstríðið]] hófst með því að Sovétríkin gerðu innrás í Finnland.
* [[1943]] - [[Hitaveita]] kom til [[Reykjavík]]ur frá Reykjum í [[Mosfellssveit]] og var fyrst tengt í [[Listasafn Einars Jónssonar]].
* [[1960]] - [[Ungmennafélagið Stjarnan]] var stofnað í [[Garðabær|Garðabæ]].
* [[1965]] - Íslenskir bankar keyptu [[Skarðsbók]] á uppboði í London, en hún var þá eina forníslenska handritið í heiminum í einkaeigu.
* [[1966]] - [[Ríkissjónvarpið]] frumsýndi skákskýringarþáttinn ''[[Í uppnámi]]'' en þátturinn var einn fyrsti sjónvarpsþátturinn sem framleiddur var á Íslandi.
* [[1981]] - Fulltrúar [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] hófu afvopnunarviðræður í [[Genf]].
* [[1982]] - Metsöluplata Michael Jackson, ''[[Thriller]]'', kom út.
* [[1984]] - [[Tamíltígrar]] hófu að myrða fólk af [[sinhalar|sinhalískum]] ættum á [[Srí Lanka]].
* [[1994]] - Eldur kom upp í skemmtiferðaskipinu ''[[Achille Lauro (skemmtiferðaskip)|Achille Lauro]]'' sem sökk í kjölfarið við [[Horn Afríku]]. Tveir farþegar fórust en 980 var bjargað.
* [[1995]] - [[Javier Solana]] var skipaður yfirmaður [[NATO]].
* [[1999]] - Samruna [[ExxonMobil]] lauk.
* [[1999]] - [[Mótmælin í Seattle 1999]] gegn [[Alþjóðaviðskiptastofnun]]inni hófust.
* [[1999]] - Sænsku dagblöðin ''[[Aftonbladet]]'', ''[[Dagens Nyheter]]'', ''[[Expressen]]'' og ''[[Svenska Dagbladet]]'' tóku sig saman um að birta nöfn og myndir af 62 nýnasistum og vélhjólaklíkuforingjum.
* [[1999]] - Kjarnorkuverinu í [[Barsebäck]] í Svíþjóð var lokað.
* [[2001]] - Bandaríski raðmorðinginn [[Gary Ridgway]] var handtekinn.
* [[2006]] - Fellibylurinn [[Durian (fellibylur)|Durian]] gekk yfir [[Filippseyjar]].
* [[2007]] - [[Kárahnjúkavirkjun]] var gangsett við formlega athöfn.
<onlyinclude>
* [[2008]] - 300 létust í átökum kristinna og múslima í [[Nígería|Nígeríu]].
* [[2010]] - Tilkynnt var hverjir hlutu kosningu til [[Kosningar til stjórnlagaþings á Íslandi 2010|Stjórnlagaþings 2011]]
* [[2013]] - Tilkynnt var um [[aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána]], svokölluð skuldaleiðrétting verðtryggðra húsnæðislána almennings sem krafa hafði verið uppi um að eitthvað yrði gert í allt frá [[Bankahrunið á Íslandi|bankahruninu 2008]].
* [[2013]] - Tölvuhakkari braust inn í tölvukerfi [[Vodafone Ísland]] og sótti þangað trúnaðargögn viðskiptavina Vodafone, þar með talin SMS-skilaboð, og setti á netið.
* [[2015]] - [[Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna 2015]] hófst í [[París]], Frakklandi.
* [[2019]] – [[Adil Abdul-Mahdi]], forsætisráðherra Íraks, sagði af sér í kjölfar [[Mótmælin í Írak 2019|mannskæðra mótmæla í landinu]].
* [[2021]] – Eyríkið [[Barbados]] lýsti yfir stofnun lýðveldis. Landstjórinn [[Sandra Mason]] varð fyrsti forseti landsins og tók við embætti þjóðhöfðingja af [[Elísabet 2. Bretadrottning|Elísabetu 2. Bretadrottningu]].
* [[2021]] – [[Magdalena Andersson]] tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar, fyrst kvenna.</onlyinclude>
* [[2024]] - [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosningar]] fóru fram.
== Fædd ==
* [[1427]] - [[Kasimír 4. Jagiellon]], konungur Póllands (d. [[1492]]).
* [[1466]] - [[Andrea Doria]], ítalskur herforingi (d. [[1560]]).
* [[1508]] - [[Andrea Palladio]], ítalskur arkitekt (d. [[1580]]).
* [[1667]] - [[Jonathan Swift]], írskur rithöfundur (d. [[1745]]).
* [[1699]] - [[Kristján 6.]] Danakonungur (d. [[1746]]).
* [[1817]] - [[Theodor Mommsen]], þýskur fornfræðingur (d. [[1903]]).
* [[1835]] - [[Mark Twain]], bandarískur rithöfundur (d. [[1910]]).
* [[1868]] - [[Haraldur Níelsson]], íslenskur guðfræðingur (d. [[1928]]).
* [[1874]] - [[Winston Churchill]], forsætisráðherra Bretlands (d. [[1965]]).
* [[1876]] - [[Ásgeir Jónsson frá Gottorp]], íslenskur rithöfundur (d. [[1963]]).
* [[1881]] - [[Hugh Marwick]], orkneyskur málfræðingur (d. [[1965]]).
* [[1897]] - [[José Pérez]], úrúgvæskur knattspyrnumaður (d. [[1920]]).
* [[1911]] - [[Shoichi Nishimura]], japanskur knattspyrnumaður (d. [[1998]]).
* [[1937]] - [[Ridley Scott]], breskur kvikmyndaleikstjóri.
* [[1944]] - [[Joseph Boakai]], líberískur stjórnmálamaður.
* [[1950]] - [[Friðrik G. Olgeirsson]], íslenskur sagnfræðingur.
* [[1952]] - [[Henry Selick]], bandarískur leikstjóri.
* [[1960]] - [[Gary Lineker]], enskur knattspyrnumaður.
* [[1965]] - [[Ben Stiller]], bandarískur leikari.
* [[1967]] - [[Styrmir Sigurðsson]], íslenskur leikstjóri.
* [[1982]] - [[Lauren Cohan]], bandarísk leikkona.
* [[1982]] - [[Elisha Cuthbert]], kanadísk leikkona.
* [[1990]] - [[Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir]], íslenskur stjórnmálamaður.
* [[1990]] - [[Magnus Carlsen]], norskur stórmeistari í skák.
== Dáin ==
* [[1016]] - [[Játmundur járnsíða]], Englandskonungur (f. [[989]]).
* [[1603]] - [[William Gilbert]], enskur vísindamaður (f. [[1544]]).
* [[1705]] - [[Katrín af Braganza]], Englandsdrottning, kona Karls 2. (f. [[1638]]).
* [[1718]] - [[Karl 12. Svíakonungur]] (f. [[1682]]).
* [[1761]] - [[John Dollond]], enskur sjóntækjafræðingur (f. [[1706]]).
* [[1897]] - [[Carl Richard Unger]], norskur málfræðingur (f. [[1817]]).
* [[1900]] - [[Oscar Wilde]], írskt skáld (f. [[1854]]).
* [[1935]] - [[Fernando Pessoa]], portúgalskt ljóðskáld (f. [[1888]]).
* [[1957]] - [[Beniamino Gigli]], ítalskur tenórsöngvari (f. [[1890]]).
* [[1959]] - [[Gísli Sveinsson]], íslenskur stjórnmálamaður (f. [[1880]]).
* [[1959]] - [[Cayetano Saporiti]], úrúgvæskur knattspyrnumarkvörður (f. [[1887]]).
* [[1984]] - [[Jiro Miyake]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1986]] - [[Emil Jónsson]], forsætisráðherra Íslands (f. [[1902]]).
* [[2007]] - [[J.L. Ackrill]], enskur fornfræðingur (f. [[1921]]).
* [[2013]] - [[Paul Walker]], bandarískur leikari (f. [[1973]]).
* [[2018]] - [[George H. W. Bush]], Bandarikjaforseti (f. [[1924]]).
* [[2021]] - [[Jón Sigurbjörnsson]], íslenskur leikari (f. [[1922]]).
* [[2022]] - [[Jiang Zemin]], forseti Alþýðulýðveldisins Kína (f. [[1926]]).
{{Mánuðirnir}}
nc5bckjd33nlzvhrpxr5g66qs34tcp9
1841
0
3408
1920681
1905086
2025-06-17T16:55:20Z
Berserkur
10188
/* Erlendis */
1920681
wikitext
text/x-wiki
{{Ár|
[[1838]]|[[1839]]|[[1840]]|[[1841]]|[[1842]]|[[1843]]|[[1844]]|
[[1831–1840]]|[[1841–1850]]|[[1851–1860]]|
[[18. öldin]]|[[19. öldin]]|[[20. öldin]]|
}}
Árið '''1841''' ('''MDCCCXLI''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]])
== Á Íslandi ==
* Júní - Embættismannanefnd undir forsæti [[Torkil Abraham Hoppe|Þorkels A. Hoppes]] stiftamtmanns ákvað að [[Reykjavík]] skyldi verða þingstaður endurreists [[Alþingi]]s.
* Konungleg tilskipun gefin út um flutning [[Menntaskólinn í Reykjavík|latínuskólans]] frá Bessastöðum til Reykjavíkur.
* [[Ný félagsrit]] kom fyrst út, rit sjálfstæðishreyfingar.
=== Fædd ===
=== Dáin ===
* [[17. maí]] - [[Tómas Sæmundsson]], prestur og einn [[Fjölnismenn|Fjölnismanna]] (f. [[1807]]).
== Erlendis ==
* [[26. janúar]] - Bretland tók yfir [[Hong Kong]].
* [[10. febrúar]] - Kanadanýlendurnar sameinuðust í eitt Kanadafylki. að var samykkt árinu áður ([[Sambandslögin 1840]]).
* Febrúar - [[Sambandslýðveldi Mið-Ameríku]] var lagt niður egar [[El Salvador]] lýsti yfir sjálfstæði.
* [[4. mars]] - [[William Henry Harrison]] varð 9. forseti Bandaríkjanna. Hann dó mánuðui síðar úr lungnabólgu.
* [[6. apríl]] - [[John Tyler]] varð 10. forseti Bandaríkjanna.
* [[3. maí]] - [[Nýja-Sjáland]] varð sérstök bresk nýlenda en var áður hluti af [[Nýja-Suður-Wales]].
* [[6. júní]] - Fyrsta [[manntal]] (e. census) fór fram í Bretlandi.
* [[18. júlí]] - [[Pedro 2. Brasilíukeisari]] var krýndur.
* [[13. október]] - [[Fyrra ópíumstríðið]]: Bretar hertóku [[Ningbo]].
* [[30. október]] - Bruni varð í [[Tower of London]]. Verðmætar brynjur eyðilögðust.
* Nóvember - Borgin [[Dallas]] var stofnuð í Texas.
===Ódagsett===
*Ferðaskrifstofan [[Thomas Cook Group]] var stofnuð í Bretlandi.
* [[Hasselblad]], sænskt ljósmyndafyrirtæki, var stofnað.
=== Fædd ===
* [[29. janúar]] - [[Henry Morton Stanley]], bandarískur blaðamaður og landkönnuður (d. [[1904]]).
* [[8. september]] - [[Antonín Dvořák]], tékkneskt [[tónskáld]] (d. [[1904]])
* [[14. desember]] - [[Louis Pio]], danskur sósíalistaleiðtogi (d. [[1894]]).
=== Dáin ===
* [[20. janúar]] - [[Jörgen Jörgensen]], Jörundur hundadagakóngur, í [[Hobart]] í [[Tasmanía|Tasmaníu]].
* [[1. júní]] - [[Nicolas Appert]], franskur uppfinningamaður (f. [[1749]]).
* [[31. október]] - [[Georg Anton Friedrich Ast]], þýskur heimspekingur og fornfræðingur (f. [[1778]]).
[[Flokkur:1841]]
6vr4bxjv1ewbfr3gkw11mygo7kilhyn
Flórens
0
5974
1920763
1920442
2025-06-18T04:39:31Z
TKSnaevarr
53243
1920763
wikitext
text/x-wiki
{{Byggð
| Nafn = Flórens
| nafn_á_frummáli = Firenze
| Mynd = Florence_2009_-_0946.jpg
| Myndatexti = Útsýni yfir borgina árið 2009.
| fáni = Flag of Florence.svg
| skjaldarmerki = FlorenceCoA.svg
| tegund_byggðar = Borg og sveitarfélag
| teiknibóla_kort_texti = Staðsetning Flórens.
| teiknibóla_kort = Ítalía
| hnit = {{coord|43|46|17|N|11|15|15|E|region:IT-52_type:city(383,000)|display=inline,title}}
| Land = [[Ítalía]]
| Titill svæðis = Hérað
| Svæði = [[Toskana]]
| Titill svæðis2 = Sýsla
| Svæði2 = [[Flórens (sýsla)|Flórens]]
| hlutar = Baronta, Callai, Galluzzo, Cascine del Riccio, Croce di Via, La Lastra, Mantignano, Ugnano, Parigi, Piazza Calda, Pontignale, San Michele a Monteripaldi, Settignano
| Flatarmál = 102,32
| Hæð yfir sjávarmáli = 50
| Ár mannfjölda = 2025
| Mannfjöldi = 362.353
| Þéttleiki byggðar = 3.500
| leiðtogi_titill1 = Borgarstjóri
| leiðtogi_nafn1 = [[Sara Funaro]] ([[Lýðræðisflokkurinn (Ítalía)|PD]])
| Póstnúmer = 50121–50145
| Tímabelti = [[UTC+1]] ([[CET]])
| Vefsíða = {{URL|comune.firenze.it}}
|}}
'''Flórens''' ([[ítalska]]: ''Firenze''; hefur verið nefnd „Fagurborg“<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1993882 Skírnir 1836]</ref> á íslensku) er höfuðstaður [[Toskana]]héraðs á [[Ítalía|Ítalíu]], auk þess að vera höfuðstaður [[Flórens (sýsla)|samnefndrar sýslu]]. Íbúafjöldi borgarinnar var um 360 þúsund árið 2022.<ref>{{cite web |url=http://dati.istat.it/Index.aspx?QueryId=19101|title=Popolazione residente al 1° gennaio; Comune: Firenze |at=Select: Italia Centrale/Toscana/Firenze/Firenze |publisher=[[Istituto Nazionale di Statistica|ISTAT]]|website=Istat.it}}</ref>
Á [[Endurreisnin|endurreisnartímanum]] var borgin [[borgríki]] og síðar höfuðborg [[stórhertogadæmið Toskana|stórhertogadæmisins Toskana]]. Hún er fræg sem heimaborg margra helstu frumkvöðla endurreisnarinnar á sviði vísinda, heimspeki og lista, eins og [[Leonardo da Vinci]], [[Galileo Galilei]], [[Michelangelo Buonarroti]] og [[Niccolò Machiavelli]]. Hún er því stundum kölluð „fæðingarstaður endurreisnarinnar“. Borgin reis til mikilla áhrifa á Ítalíuskaganum á þeim tíma og varð miðstöð fjármála og verslunar. Gjaldmiðill borgarinnar, [[flórína]]n, var lánagjaldmiðill um alla Evrópu.<ref>{{Cite web |title=Florence {{!}} History, Geography, & Culture |url=https://www.britannica.com/place/Florence |access-date=3 November 2021 |website=Encyclopedia Britannica |language=en}}</ref> Á þeim tíma komst [[Medici-ætt]] til valda í borginni, en byltingar og trúarlegt umrót settu svip á valdatíð þeirra.<ref>{{cite book |last=Brucker |first=Gene A. |title=Renaissance Florence |url=https://archive.org/details/renaissanceflore00bruc_0 |url-access=registration |year=1969 |publisher=Wiley |location=New York |isbn=978-0520046955 |page=[https://archive.org/details/renaissanceflore00bruc_0/page/23 23]}}</ref> Eftir [[sameining Ítalíu|sameiningu Ítalíu]] og stofnun konungsríkis 1865 var Flórens höfuðborg ríkisins um stutt skeið, þar til hersveitum þess tókst að leggja [[Róm]] undir sig árið 1871. [[Flórensmállýska]] varð undirstaða ítalsks ritmáls og staðlaðrar ítölsku um allt landið<ref>{{cite web |url=http://www.treccani.it/enciclopedia/storia-della-lingua_(Enciclopedia-dell'Italiano)/ |title=storia della lingua in 'Enciclopedia dell'Italiano' |publisher=Treccani.it |access-date=28 October 2017}}</ref> vegna rithöfunda á borð við [[Dante Alighieri]], [[Petrarca]] og [[Giovanni Boccaccio]].
Borgin liggur á hásléttu rétt sunnan við [[Appennínafjöll]]in, við [[Arnófljót]] í frjósömum dal þar sem áður var mýri. og atvinnulíf byggir fyrst og fremst á [[viðskipti|viðskiptum]], [[Framleiðsluiðnaður|framleiðsluiðnaði]] og [[Ferðaþjónusta|ferðaþjónustu]]. [[Fiorentina]] er helsta knattspyrnulið borgarinnar og heimavöllur þess er [[Campo di Marte]]. Í borginni er alþjóðaflugvöllur, [[Amerigo Vespucci-flugvöllur]] ([[IATA]]: FLR), almennt kallaður Peretola eftir hverfinu þar sem hann er staðsettur, en formlega kenndur við landkönnuðinn [[Amerigo Vespucci]].
Verndardýrlingur borgarinnar er [[Jóhannes skírari]] og er skírnarkirkja honum helguð fyrir framan dómkirkjuna, Santa Maria del Fiore, sem almennt er kölluð [[Duomo]]. Hátíð borgarinnar er því [[Jónsmessa]]n á miðju sumri og þá er efnt til veglegrar flugeldasýningar.
== Saga ==
Staðurinn þar sem borgin reis síðar og hæðirnar þar í kring hafa verið byggðar mönnum í árþúsund. Elstu menjar um [[stauraþorp]] þar sem borgin stendur núna eru frá 9. öld f.Kr. eða þar um bil og tengjast [[Villanovamenningin|Villanovamenningunni]]. Fyrsti bærinn þróaðist sem nýlenda frá etrúsku borginni ''Visul'' sem síðar varð [[Fiesole]]. Ástæðan fyrir staðarvalinu var líklega sú að þarna var styst á milli bakka árinnar og því auðveldast að reisa brú. Íbúar gátu hagnýtt frjósamt votlendi og skóga allt í kring um árfarveginn. Aðalvegurinn milli Rómar og [[Etrúría|Etrúríu]], [[via Cassia]], var lagður í gegnum hana yfir brúna á Arnó, hugsanlega þar sem [[Ponte Vecchio]] stendur nú.
=== Rómverska nýlendan Florentia ===
[[Mynd:Museo_Firenze_com'era,_plastico_Florentia_4.JPG|thumb|right|Líkan af hringleikahúsinu og rómversku borginni á safninu [[Firenze com'era]].]]
Þegar Etrúrarnir í Fiesole, sem höfðu lengi verið bandamenn [[Rómaveldi|Rómverja]], fengu rómverskan ríkisborgararétt á 1. öld f.Kr. (hugsanlega árið [[59 f.Kr.]]) fékk borgin nafnið ''Fæsule'', en nýlendan við ána varð hermannanýlenda fyrir rómverska uppgjafarhermenn og fékk nafnið ''Florentia''. Líklegt þykir að nafnið hafi átt að boða gott og sé dregið af sögninni ''florere'' „að blómstra“.<ref>{{Cita web|url=http://www.lanazione.it/firenze/nome-firenze-crusca-1.2076216|titolo=Perché Firenze si chiama così: la Crusca risponde - La Nazione|cognome=MonrifNet|sito=Firenze - La Nazione - Quotidiano di Firenze con le ultime notizie della Toscana e dell’Umbria|accesso=16 maggio 2016|urlarchivio=https://web.archive.org/web/20160525015629/http://www.lanazione.it/firenze/nome-firenze-crusca-1.2076216|urlmorto=no|dataarchivio=2016-05-25}}</ref> Um leið varð bærinn sjálfstæður og ótengdur Fiesole.<ref>{{Cita libro|autore1=Gianfranco Caniggia|autore2=Sylvain Malfroy|titolo=A Morphological Approach to Cities and Their Regions|data=2021|editore=Triest Verlag|città=Zurigo}}</ref>. Hefðbundið stofnár borgarinnar er 59 f.Kr. í valdatíð [[Júlíus Caesar|Júlíusar Caesars]], en líklegra þykir að hún hafi verið stofnuð í valdatíð [[Oktavíanus]]ar nokkru seinna.<ref>De Marinis, G. Becattini M., ''Firenze ritrovata'', in "Archeologia viva", XIII, n.s. 48, nov.-dic.1994, pp. 42-57</ref><ref>F.Castagnoli, ''La centuriazione di Florentia'', in «Universo», XXVIII, 1948.</ref>
Borgin var skipulögð, líkt og aðrar rómverskar borgir, sem reglulegur ferhyrningur þar sem göturnar lágu í norður-suður og austur-vestur. Miðbærinn ber enn merki þeirrar reglulegu götumyndar sem einkenndi borgina. Í miðjunni (þar sem [[Piazza della Repubblica]] stendur nú) var rómverskt torg með hof og stjórnarbyggingar allt í kring. Fyrstu borgarmúrarnir með varðturnum hafa verið reistir þegar á 1. öld f.Kr. og austan við borgina var reist meðalstórt [[hringleikahús]] sem tók 20.000 manns í sæti. Þegar á 2. öld e.Kr. var borgin orðin stærri og mikilvægari en Fiesole. [[Díókletíanus]] keisari gerði hana að höfuðborg (þar sem landstjórinn bar titilinn ''corrector Italiae'') suðurhluta Etrúríu og [[Úmbría|Úmbríu]] ([[Tuscia et Umbria]]) árið 285, og tók hana fram yfir miklu eldri borgir á borð við [[Arezzo]], Fiesole og [[Perugia]]. Landinu í kringum bæinn var skipt upp í stóra reiti sem voru afmarkaðir með skurðum og vegum, og votlendið vestan við borgina þannig þurrkað upp.<ref>F.Castagnoli, ''La centuriazione di Florentia'', in «Universo», XXVIII, 1948, pp. 361-368.</ref>
Fyrsti kristni píslarvottur borgarinnar var [[heilagur Miniatus]] sem var pyntaður til bana í hringleikahúsinu á 3. öld. Sagnir segja frá biskupnum [[Felice (biskup)|Felice]] á 4. öld, en fyrsti kristni biskupinn sem heimildir eru um er [[heilagur Zanobi]]. [[Heilagur Ambrósíus]] gisti í borginni í eitt ár undir lok 4. aldar. Stríðsátök milli [[Austurgotar|Austurgota]], [[Austrómverska ríkið|Austrómverska ríkisins]] og [[Langbarðar|Langbarða]] ollu hnignun borgarinnar og um tíma var fólksfjöldinn innan við 1000 manns.<ref>{{cite book |page=4 |author-link=Christopher Hibbert |last=Hibbert |first=Christopher |title=Florence: The Biography of a City |publisher=Penguin Books |date=1994 |isbn=0-14-016644-0}}</ref> Í valdatíð Langbarða og [[Karlungar|Karlunga]] hóf borgin aftur að vaxa.
=== Borgríkið ===
[[Mynd:Sanminiato.jpg|thumb|right|Bygging kirkjunnar San Miniato al Monte var tákn um aukinn styrk borgarinnar eftir árið 1000.]]
Á [[Miðaldir|miðöldum]] var borgin um skeið hluti af veldi [[Býsantíum]], en Grikkir rændu borgina í [[Gotastríðin|Gotastríðunum]] um miðja 6. öld. [[Narses]] náði þar völdum um skeið. Árið 572 lagði [[Klefi Langbarðakonungur]] héraðið undir sig og stofnaði hertogadæmið Tuscia með höfuðborg í [[Lucca]]. Hertogadæmið var hluti af [[konungsríki Langbarða]] (''Langobardia Major'') á Norður-Ítalíu. Þegar [[Karlamagnús]] vann sigur á Langbörðum var hertogadæminu breytt í [[Tuscia-mörk]] ári 774, en fyrsti [[markgreifinn]] af Toskana var ekki skipaður fyrr en 846 þegar [[Aðalbert 1. af Toskana]] fékk þann titil. Áður höfðu greifarnir af Lucca farið með völd yfir héraðinu. Karlamagnús heimsótti borgina tvisvar, [[781]] og [[786]]. Árið 825 var stofnaður í Flórens skóli í lögfræði, mælskulist og frjálsum listum.<ref>{{Cita web|url=http://rm.univr.it/didattica/fonti/frova/sez1/par7.htm|titolo=RM Fonti - Istruzione e educazione nel Medioevo - I, 7|sito=rm.univr.it|accesso=2021-05-18|dataarchivio=12 maggio 2021|urlarchivio=https://web.archive.org/web/20210512223918/http://rm.univr.it/didattica/fonti/frova/sez1/par7.htm|urlmorto=sì|title=Geymd eintak|access-date=2023-04-11|archive-date=2021-05-12|archive-url=https://web.archive.org/web/20210512223918/http://rm.univr.it/didattica/fonti/frova/sez1/par7.htm|url-status=dead}}</ref> Á 9. öld reru [[víkingar]] undir forystu [[Björn járnsíða|Björns járnsíðu]] upp fljótið Arnó og réðust á og rændu Fiesole. Flórens var á þeim tíma vart meira en smábær. Þar risu þó margar kirkjur á 10. öld og fyrsta Benediktínaklaustrið, [[Badia Fiorentina]], var stofnað 978 af [[Willa af Toskana|Willu af Toskana]]. Árið 1013 hófst vinna við að reisa kirkjuna [[San Miniato al Monte]].
Árið 1055 mættust [[Viktor 2. páfi]] og [[Hinrik 3. keisari]] í Flórens þar sem keisarinn lét handtaka markgreifynjuna [[Beatrix af Lothringen]] og dóttur hennar, [[Matthildur af Toskana|Matthildi]], vegna þess að Beatrix hafði gifst [[Guðfreður skeggjaði|Guðfreði skeggjaða]] sem áður hafði gert uppreisn gegn keisaranum. Þær sneru aftur til Flórens í fylgd páfa eftir að keisarinn lést 1056 og Matthildur var viðurkennd eini réttmæti erfingi markgreifadæmisins sem þá var eitt stærsta lénið í Suður-Evrópu. Morð á eiginmanni hennar (sem hún var sökuð um að hafa komið í kring) og lát móður hennar 1076 tryggðu henni mikil völd. Hún reyndi að miðla málum í [[skrýðingardeilan|skrýðingardeilunni]] milli [[Gregoríus 7.|Gregoríusar 7.]] og [[Hinrik 4. keisari|Hinriks 4.]] en keisarinn sakaði þá páfa um ósæmilegt samneyti við hana og páfi brást við með því að bannfæra keisarann. Matthildur lést 1115 og eftirmaður hennar, [[Rabodo]], var drepinn í átökum við Flórens. Eftir lát [[Hinrik 5. keisari|Hinriks 5. keisara]] 1125 veiktist vald keisaranna og borgin kom sér upp konsúlsstjórn að rómverskri fyrirmynd, sem markar upphafið að [[lýðveldið Flórens|stofnun lýðveldis]], en markgreifadæmið var lagt niður nokkrum árum síðar.
Á síðmiðöldum var Flórens, líkt og aðrar borgir Ítalíu, svið átaka milli [[Gvelfar|Gvelfa]] og [[Gíbellínar|Gíbellína]]. Í Flórens varð málstaður Gvelfa ofaná. Þeir voru „borgaralegri“ og studdu kirkjuna gegn keisaranum, en átök milli borgara og aðalsins áttu eftir að verða leiðarhnoða í stjórnmálasögu borgarinnar.
=== Lýðveldistíminn og Endurreisnin ===
[[Mynd:FlorenceSkyline.jpg|thumb|right|Horft yfir gamla miðbæinn frá ''Uffizi''-safninu. Hægra megin sést í ''Il Duomo'' en vinstra megin er kirkjan ''Orsanmichele''. Í miðjunni sést í hvolfþakið á grafhvelfingu Mediciættarinnar við ''San Lorenzo'']]
Árið 1252 kom borgin sér upp eigin gjaldmiðli, [[Flórína|flórínunni]], og skaust brátt upp fyrir helstu keppinauta sína, borgirnar [[Písa]] og [[Siena]]. Á [[14. öldin|14. öld]] var borgin orðin blómleg iðnaðarborg þar sem [[Gildi (samtök)|gildi]] hinna ýmsu iðngreina kepptust um völd og áhrif. Stuttu eftir aldamótin 1300 var holræsum borgarinnar lokað og búið til kerfi þar sem áveita skolaði úrgangi um holræsin út í ána. Á svipuðum tíma, eða 1321, var komið á fót ''Studium Generale'', eða [[Háskólinn í Flórens|háskóla]] þar sem [[Giovanni Boccaccio]] kenndi, meðal annarra. Þetta sama ár lést einn þekktasti sonur borgarinnar, [[Dante Alighieri]], í útlegð í [[Ravenna]].
Árið 1296 var hafist handa við að reisa stóra dómkirkju í takt við aukinn styrk borgarinnar. Hana hannaði [[Arnolfo di Cambio]] og átti hún að verða stærsta dómkirkja heims. Bygging hennar gekk hægt og [[kirkjuskip]]ið var ekki tilbúið fyrr en árið 1418. Þá var haldin samkeppni um hönnun [[hvolfþak]]sins þar sem [[Filippo Brunelleschi]] fór með sigur úr býtum. Bygging hvolfþaksins, sem er stærsta hvolfþak heims ef miðað er við byggingu án stoðkerfis eins og [[járnabinding]]ar, tók átján ár, en kirkjan var vígð 25. mars 1436.
[[Svarti-dauði|Svartidauði]] gekk yfir borgina árið 1348 og af áætluðum 80.000 manna íbúafjölda er ætlað að um 25.000 hafi lifað pláguna af. Brátt hófu sterkar fjölskyldur eins og [[Albizi]]ættin, [[Strozzi]]ættin og [[Medici]]ættin að takast á um völdin innan borgarráðsins. Í þessari valdabaráttu beittu þær neti áhangenda og mútum, og mikil áhersla á ytri merki auðs og valds skapaði frjóan jarðveg fyrir listamenn. Mediciættin, sem hafði hagnast af [[fjármálastarfsemi]], náði yfirhöndinni þegar [[Kosímó eldri|Kósímó eldri]] varð leiðtogi [[lýðveldi]]sins árið 1434.
Þegar sonarsonur Kósímós, [[Lorenzo il magnifico|Lorenzo]] „hinn mikilfenglegi“, varð leiðtogi borgarinnar, var Flórens í raun orðin að nokkurs konar ættarveldi. Lorenzo varð einn helsti verndari listamanna á borð við Leonardo da Vinci, Michelangelo og [[Sandro Botticelli]]. Ásakanir um spillingu og ólifnað leiddu til byltingar árið 1494 undir stjórn [[Dóminíkanareglan|svartmunksins]] [[Girolamo Savonarola]]. Á þeim tíma hóf Machiavelli feril sinn sem opinber starfsmaður í þjónustu hins endurreista lýðveldis.
=== Hertogadæmið ===
[[Mynd:Firenze-piazza signoria statue07.jpg|thumb|right|Stytta [[Giambologna]] af [[Kosímó I|Kósímó I.]] erkihertoga. ]]
Mediciættin komst brátt aftur til valda og Savonarola var brenndur á báli á torginu fyrir framan stjórnarhöllina ''[[Palazzo Vecchio]]'' árið 1498. Margir fyrrum áhangendur fjölskyldunnar, eins og Michelangelo, voru þó óánægðir með endurkomu hennar og litu orðið á Medicimenn sem einræðisherra. Mediciættin var aftur rekin frá völdum árið 1527 og lýðveldið endurreist. Með stuðningi [[Frakkakeisari|keisarans]] og [[Páfi|páfa]] náði hún þó völdum enn á ný. Frá 1537 voru Medicimenn [[Hertogi|hertogar]] af Flórens og frá 1569 stórhertogar í [[Toskana]], og var það hérað erfðaveldi þeirra næstu tvær aldirnar, eða þar til ættin dó út.
Fyrsti stórhertoginn, [[Kosímó I|Kósímó I.]] lét reisa hina miklu skrifstofubyggingu ''[[Uffizi]]'' (skrifstofurnar), eftir teikningum arkitektsins [[Giorgio Vasari]]. Vasari byggði einnig langan gang sem tengdi ''Palazzo Vecchio'' og ''Uffizi'' yfir brúna ''[[Ponte Vecchio]]'' við ''[[Palazzo Pitti]]'' (sem var bústaður hertogans eftir að eiginkona hans [[Eleónóra af Tóledó]] keypti hana). Þannig gat Kósímó ferðast á milli án þess að þurfa að fara út á götu. Gangurinn hýsir stórt safn sjálfsmynda eftir ýmsa listamenn, að stofni til frá [[17. öldin|17. öld]].
Síðasti meðlimur ættarinnar, [[Anna María Lovísa af Medici]], arfleiddi borgina að listaverkasafni fjölskyldunnar til þess að það myndi laða að ferðamenn.
=== Yfirráð Austurríkis og sameining Ítalíu ===
Árið 1737 gekk hertogadæmið í arf til [[Austurríki|austurríska konungdæmisins]] og var hluti þess þar til [[sameining Ítalíu]] átti sér stað um miðja [[19. öldin|19. öld]]. Toskana varð árið 1861 hluti af ítalska konungdæminu og árið 1865 tók Flórens við af [[Tórínó]] sem höfuðborg ríkisins þar til [[Róm]] tók við því hlutverki fimm árum síðar.
Á [[18. öldin|18.]] og [[19. öldin|19. öld]] varð borgin vinsæll viðkomustaður ferðamanna og fastur liður í ''[[Grand Tour]]'' [[Bretland|breskra]] og [[Frakkland|franskra]] aðalsmanna á slóðir klassískrar menningar. Listalíf blómstraði á kaffihúsum borgarinnar undir lok 19. aldar og í byrjun tuttugustu aldar varð ''[[fútúrismi]]nn'' leiðandi stefna í myndlist og skáldskap, en hann gagnrýndi einkum borgirnar Flórens og [[Feneyjar]] sem „borgir fortíðarhyggjunnar“.
=== Fasisminn og heimsstyrjöldin síðari ===
[[Benito Mussolini]] komst til valda á Ítalíu árið 1922 og meðal þess sem einkenndi valdatíð hans í fyrstu var umfangsmikil endurnýjun borga eins og Flórens. Á þessum tíma var lestarstöð borgarinnar, ''Stazione Santa Maria Novella,'' meðal annars reist. Í [[Heimsstyrjöldin síðari|stríðinu]] varð borgin fyrir loftárásum bandamanna og Þjóðverja sem eyðilögðu meðal annars allar brýr borgarinnar nema ''Ponte Vecchio'', en hlífðu þó öðrum helstu byggingum. Borgin var hersetin af [[Þýskaland|Þjóðverjum]] 1943 til 1944 og barist var hús úr húsi.
=== Flóðið 1966 ===
Þann 4. nóvember árið 1966 flæddi Arnófljót yfir bakka sína eftir tveggja daga stórrigningar og færði borgina í kaf. Fjöldi ómetanlegra listaverka grófust undir braki og leðju en stór hópur sjálfboðaliða auk ítalska hersins vann mikið starf við björgun þeirra. Þessi atburður varð meðal annars til þess að borgin hefur síðan verið miðstöð rannsókna og náms í [[Forvarsla|forvörslu]] listaverka.
== Borgarhverfin ==
Á [[14. öldin|14. öld]] var borginni skipti í fjögur hverfi sem heita eftir höfuðkirkjum hvers borgarhluta: ''Santa Maria Novella'', ''San Giovanni'', ''Santa Croce'' og ''Santo Spirito''. Með vexti borgarinnar hafa þessi hverfi þanist út, svo nú væri réttara að tala um þau sem borgarhluta. Borgin skiptist nú augljóslega í miklu fleiri hverfi og í daglegu tali er venja að tala um gömlu rómversku miðborgina (''Centro Storico'') sem sérstakt hverfi. Borgarmúrar Endurreisnartímans eru nú að mestu horfnir og í stað þeirra komin hraðbraut umhverfis miðborgina. Flest borgarhliðin eru þó enn uppistandandi og einnig hluti múranna, á Oltrarno. Borgin hefur vaxið langt út fyrir hina reglulegu hringmynduðu endurreisnarborg og fyllir nú upp í dalverpin til norðvesturs og suðausturs.
=== Centro Storico ===
[[Mynd:Firenze.Loggia.Perseus03.JPG|thumb|right|Aðaldyr ''Palazzo Vecchio'' með ''Perseif'' í forgrunni og ''Davíð'' í bakgrunni.]]
Gamli rómverski miðbærinn sést greinilega á borgarkortum þar sem hann kemur fram sem reglulegur ferhyrningur með allar götur beinar og eftir höfuðáttum. Eina sveigða gatan (''via Torta'') markar útlínur hringleikahússins, en að öðru leyti eru þar engar menjar um rómverskan uppruna. Á þessum litla bletti standa meðal annars ''Il Duomo'' (ásamt [[Skírnarkirkja|skírnarkirkjunni]] ''[[Battistero di San Giovanni]]'' og klukkuturninum), ''Palazzo Vecchio'' og kirkjurnar ''Orsanmichele'' og ''La Badia''. Á torginu framan við ''Palazzo Vecchio'' (''Piazza della Signoria'') getur m.a. að líta hinar frægu styttur ''Davíð'' eftir Michelangelo, ''Júdit og Hólófernes'' eftir [[Donatello]] og ''Perseif'' eftir [[Benvenuto Cellini]]. Venjan er að telja árbakkann til ríkislistasafnsins ''Gli Uffizi'' og ''Ponte Vecchio'' til miðbæjarins. Gríðarlegur fjöldi ferðamanna fer um þennan borgarhluta, eða um hálf milljón á viku á háannatíma.
=== Santa Croce ===
[[Mynd:SCroce00.jpg|thumb|right|Mynd af ''Santa Croce'' sem sýnir framhlið kirkjunnar og torgið. Klaustrið er sambyggt við kirkjuna hægra megin.]]
Santa Croce er einn fjögurra hefðbundinna borgarhluta Flórens og inniheldur hverfin ''Gavinana'', ''Viale Europa'' og ''Galluzzo,'' auk hluta ''Oltrarno'' og ''Santa Croce''. [[Santa Croce (Flórens)|Kirkjan]] er [[Fransiskanar|fransiskanakirkja]] og enn í fullri notkun. Í kirkjunni er mikið af listaverkum eftir [[Giotto]], [[Cimabue]], [[Luca della Robbia]] og Donatello, meðal annarra. Kirkjan og klaustrið skemmdust mikið í flóðinu 1966. Nálægt kirkjunni er gamla fangelsið ''[[Il Bargello]]'' sem nú hýsir listaverkasafn borgarinnar. Aðrir athyglisverðir staðir í hverfinu eru t.d. ''Piazzale Michelangelo'' og kirkjan ''San Miniato'' „hinum megin“ við ána, auk vísindasögusafnsins þar sem hægt er að sjá mælitæki Galileos.
=== Santo Spirito ===
Santo Spirito liggur allt saman „hinum megin“ við ána og nær, auk ''Santo Spirito'', yfir ''Isolotto'', ''Legnaia'', ''Soffiano'' og ''Ugniano''. Þar er meðal annars, í Brancacci-kapellunni í kirkjunni ''Santa Maria del Carmine,'' hægt að skoða fræga myndröð [[Masaccio]]s, sem margir telja upphafsmann þeirra vatnaskila sem urðu í málaralist á Endurreisnartímanum. Á þessu svæði getur að líta heillegasta hluta gömlu borgarmúranna og virkið ''Belvedere''.
=== Santa Maria Novella ===
Santa Maria Novella nær einnig yfir hverfin ''Statuto'', ''Rifredi'', ''Careggi'', ''Peretola'', ''Novoli'' og ''Brozzi''. [[Santa Maria Novella|Kirkjan]] er gömul [[Dóminíkanar|dóminíkanakirkja]] og stendur við skeiðvöll borgarinnar, sem ekki er lengur í notkun. Rétt hjá kirkjunni er samnefnd lestarstöð. Nálægt lestarstöðinni er kirkjan [[San Lorenzo]] með sambyggðu grafhýsi Medicifjölskyldunnar og samnefndum markaði. Aðeins lengra frá, við ''via Cavour'', stendur [[Palazzo Medici-Riccardi|Medicihöllin]]. Allmiklu utar, en þó í sama borgarhluta, er svo flugvöllurinn ''Peretola'' eða Vespucci-flugvöllur.
=== San Giovanni ===
San Giovanni inniheldur einnig hverfin ''Campo di Marte'', ''Le Cure'', ''Coverciano'' og ''Bellariva''. Í hverfinu eru kirkjurnar ''San Marco,'' með [[Freska|freskum]] eftir [[Fra Angelico]] og ''Santissima Annunziata'', og gamla munaðarleysingjahælið ''Spedale degli Innocenti'' með skreytingum eftir [[Luca della Robbia]]. Við sama torg og munaðarleysingjahælið stendur [[Akademían í Flórens|Akademían]] þar sem frumgerð ''Davíðs'' eftir Michelangelo stendur. Í ''Campo di Marte'' er íþróttavöllur borgarinnar og heimavöllur fótboltaliðsins ''Fiorentina''. Þar er einnig önnur aðallestarstöð borgarinnar.
== Hátíðir ==
* ''Scoppio del carro'' (vagninn sprengdur) á sér stað á [[Páskadagur|páskadag]]. Þá draga sex hvít akneyti (af [[chianina]]kyni) að morgni dags vagn skreyttan blómakrönsum um fjögur hverfi gömlu borgarinnar þar til hann staðnæmist fyrir framan dyr ''Il Duomo''. Þar eru nautin leyst frá og vír festur milli vagnsins og háaltarisins inni í kirkjunni. Við lok messunnar er kveikt á flugeldi í líki dúfu við altarið sem skýst þá eftir vírnum út í vagninn þar sem hann kveikir í flugeldum sem búið er að koma þar fyrir.
* ''San Giovanni'' ([[Jónsmessa]]) er höfuðhátíð borgarinnar, haldin 24. júní ár hvert. Þá er tilkomumikil flugeldasýning um kvöldið. Flugeldunum er skotið upp úr hlíðunum fyrir neðan ''Piazzale Michelangelo'' á ''Oltrarno'', „hinum megin“ við ána.
* ''Calcio Storico'' (sögulegur [[fótbolti]]) er íþróttamót í [[júní]] þar sem gömlu borgarhverfin fjögur keppa sín á milli á sandvelli sem komið er fyrir á torginu fyrir framan kirkjuna [[Santa Croce]]. Keppt er í litríkum búningum sem minna á klæðnað Endurreisnartímans og liðin ganga til vallarins í skrúðgöngu með fánakösturum. Leikurinn er nokkuð groddalegur og gengur út á að koma bolta yfir línu á öðrum vallarhelmingnum með öllum tiltækum ráðum.
== Íþróttir ==
===Knattspyrna===
Helsta knattspyrnulið borgarinnar er [[Fiorentina|ACF Fiorentina]]. Liðið hefur tvisvar orðið italskur meistari (1956 og 1969), fimm sinnum bikarmeistari (síðast 2001) og sigraði í [[Evrópukeppni bikarhafa]] 1961 (vann þá [[Glasgow Rangers]]). Liðið komst í úrslit í sömu keppni 1962, en tapaði þá fyrir [[Atlético Madrid]]. Liðið komst einnig í úrslit í [[Evrópukeppni meistaraliða]] 1957 (tapaði þá fyrir [[Real Madrid]]) og í úrslit í [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópukeppni félagsliða]] 1990 (tapaði þá fyrir [[Juventus]]).
Félagið komst í úrslit [[Sambandsdeild Evrópu|Sambandsdeildar Evrópu]] árið 2024.
== Matargerð ==
Toskana er auðvitað frægt fyrir matargerð, en sagt er að [[frönsk matargerðarlist]] eigi upptök sín í því þegar [[Katrín af Medici]] giftist [[Hinrik II af Frakklandi|Hinriki II]]. Frakkakonungi árið 1533 og hafði með sér flokk matsveina frá Flórens. Við borgina eru sérstaklega kenndir réttirnir ''trippa alla fiorentina'' (soðnar kýrvambir) og ''bistecca fiorentina'' (þverhandarþykk T-bein steik af chianina nauti, grilluð án krydds). Auk þess eru í borginni framleiddar margar gerðir [[san giovese|sangiovese]]<nowiki/>-víns og [[Ólífuolía|ólífuolíu]].
== Frægustu börn borgarinnar ==
Meðal þekkra einstaklinga frá Flórens eru hinir ýmsu meðlimir Medici-ættarinnar. Listinn er ekki endanlegur.
* (1321) [[Dante Alighieri]], skáld
* (1445) [[Sandro Botticelli]], málari
* (1452) [[Amerigo Vespucci]], landkönnuður og nafngefandi fyrir heimsálfuna Ameríku
* (1469) [[Niccolò Machiavelli]], heimspekingur, sagnaritari og skáld
* (1475) [[Michelangelo Buonarroti]], málari, myndhöggvari, byggingameistari
* (1475) [[Leó 11.|Leó X]]., páfi
* (1478) [[Klemens 7.|Klemens VII]]., páfi
* (1498) [[Girolamo Savonarola]], munkur og predikari
* (1519) [[Katrín af Medici]], drottning Frakklands
* (1535) [[Leó 11.|Leó XI]]., páfi
* (1568) [[Úrbanus 8.|Úrbanus VIII]]., páfi
* (1575) [[María af Medici]], drottning Frakklands
* (1652) [[Klemens 12.|Klemens XII]]., páfi
* (1768) [[Frans I (Austurríki)|Frans II]]., síðasti keisari [[Heilaga rómverska ríkið|hins heilaga rómverska ríkis]] og fyrsti keisari Austurríkis (sem Frans I.)
* (1820) [[Florence Nightingale]], ensk hjúkrunarkona
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [http://www.firenze-online.com Florence Travel Guide] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20230608164157/https://www.firenze-online.com/ |date=2023-06-08 }} (English/Italian/Deutsch/French)
* [http://www.florence-photos.eu Florence Photos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070308162119/http://www.florence-photos.eu/ |date=2007-03-08 }} (English)
* [http://wikisource.org/wiki/Il_Principe Texti ''Il Principe'' e. Machiavelli á Wikisource] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20050208013141/http://wikisource.org/wiki/Il_Principe |date=2005-02-08 }}
* [http://etext.library.adelaide.edu.au/m/machiavelli/niccolo/m149h/ Texti ''History of Florence and of the affairs of Italy from the earliest times to the death of Lorenzo the Magnificent'' e. Machiavelli á The University of Adelaide Library Electronic Texts Collection] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20050307170434/http://etext.library.adelaide.edu.au/m/machiavelli/niccolo/m149h/ |date=2005-03-07 }}
* [http://www.florenceitalyholiday.com/florence_map.htm Panorama of Florence by satellite] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20060613191404/http://www.florenceitalyholiday.com/florence_map.htm |date=2006-06-13 }}
{{Gæðagrein}}
[[Flokkur:Borgir á Ítalíu]]
[[Flokkur:Toskana]]
b71vql104y0hxbspmf0fw28swhq1irm
1920764
1920763
2025-06-18T04:56:37Z
TKSnaevarr
53243
/* Yfirráð Austurríkis og sameining Ítalíu */
1920764
wikitext
text/x-wiki
{{Byggð
| Nafn = Flórens
| nafn_á_frummáli = Firenze
| Mynd = Florence_2009_-_0946.jpg
| Myndatexti = Útsýni yfir borgina árið 2009.
| fáni = Flag of Florence.svg
| skjaldarmerki = FlorenceCoA.svg
| tegund_byggðar = Borg og sveitarfélag
| teiknibóla_kort_texti = Staðsetning Flórens.
| teiknibóla_kort = Ítalía
| hnit = {{coord|43|46|17|N|11|15|15|E|region:IT-52_type:city(383,000)|display=inline,title}}
| Land = [[Ítalía]]
| Titill svæðis = Hérað
| Svæði = [[Toskana]]
| Titill svæðis2 = Sýsla
| Svæði2 = [[Flórens (sýsla)|Flórens]]
| hlutar = Baronta, Callai, Galluzzo, Cascine del Riccio, Croce di Via, La Lastra, Mantignano, Ugnano, Parigi, Piazza Calda, Pontignale, San Michele a Monteripaldi, Settignano
| Flatarmál = 102,32
| Hæð yfir sjávarmáli = 50
| Ár mannfjölda = 2025
| Mannfjöldi = 362.353
| Þéttleiki byggðar = 3.500
| leiðtogi_titill1 = Borgarstjóri
| leiðtogi_nafn1 = [[Sara Funaro]] ([[Lýðræðisflokkurinn (Ítalía)|PD]])
| Póstnúmer = 50121–50145
| Tímabelti = [[UTC+1]] ([[CET]])
| Vefsíða = {{URL|comune.firenze.it}}
|}}
'''Flórens''' ([[ítalska]]: ''Firenze''; hefur verið nefnd „Fagurborg“<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1993882 Skírnir 1836]</ref> á íslensku) er höfuðstaður [[Toskana]]héraðs á [[Ítalía|Ítalíu]], auk þess að vera höfuðstaður [[Flórens (sýsla)|samnefndrar sýslu]]. Íbúafjöldi borgarinnar var um 360 þúsund árið 2022.<ref>{{cite web |url=http://dati.istat.it/Index.aspx?QueryId=19101|title=Popolazione residente al 1° gennaio; Comune: Firenze |at=Select: Italia Centrale/Toscana/Firenze/Firenze |publisher=[[Istituto Nazionale di Statistica|ISTAT]]|website=Istat.it}}</ref>
Á [[Endurreisnin|endurreisnartímanum]] var borgin [[borgríki]] og síðar höfuðborg [[stórhertogadæmið Toskana|stórhertogadæmisins Toskana]]. Hún er fræg sem heimaborg margra helstu frumkvöðla endurreisnarinnar á sviði vísinda, heimspeki og lista, eins og [[Leonardo da Vinci]], [[Galileo Galilei]], [[Michelangelo Buonarroti]] og [[Niccolò Machiavelli]]. Hún er því stundum kölluð „fæðingarstaður endurreisnarinnar“. Borgin reis til mikilla áhrifa á Ítalíuskaganum á þeim tíma og varð miðstöð fjármála og verslunar. Gjaldmiðill borgarinnar, [[flórína]]n, var lánagjaldmiðill um alla Evrópu.<ref>{{Cite web |title=Florence {{!}} History, Geography, & Culture |url=https://www.britannica.com/place/Florence |access-date=3 November 2021 |website=Encyclopedia Britannica |language=en}}</ref> Á þeim tíma komst [[Medici-ætt]] til valda í borginni, en byltingar og trúarlegt umrót settu svip á valdatíð þeirra.<ref>{{cite book |last=Brucker |first=Gene A. |title=Renaissance Florence |url=https://archive.org/details/renaissanceflore00bruc_0 |url-access=registration |year=1969 |publisher=Wiley |location=New York |isbn=978-0520046955 |page=[https://archive.org/details/renaissanceflore00bruc_0/page/23 23]}}</ref> Eftir [[sameining Ítalíu|sameiningu Ítalíu]] og stofnun konungsríkis 1865 var Flórens höfuðborg ríkisins um stutt skeið, þar til hersveitum þess tókst að leggja [[Róm]] undir sig árið 1871. [[Flórensmállýska]] varð undirstaða ítalsks ritmáls og staðlaðrar ítölsku um allt landið<ref>{{cite web |url=http://www.treccani.it/enciclopedia/storia-della-lingua_(Enciclopedia-dell'Italiano)/ |title=storia della lingua in 'Enciclopedia dell'Italiano' |publisher=Treccani.it |access-date=28 October 2017}}</ref> vegna rithöfunda á borð við [[Dante Alighieri]], [[Petrarca]] og [[Giovanni Boccaccio]].
Borgin liggur á hásléttu rétt sunnan við [[Appennínafjöll]]in, við [[Arnófljót]] í frjósömum dal þar sem áður var mýri. og atvinnulíf byggir fyrst og fremst á [[viðskipti|viðskiptum]], [[Framleiðsluiðnaður|framleiðsluiðnaði]] og [[Ferðaþjónusta|ferðaþjónustu]]. [[Fiorentina]] er helsta knattspyrnulið borgarinnar og heimavöllur þess er [[Campo di Marte]]. Í borginni er alþjóðaflugvöllur, [[Amerigo Vespucci-flugvöllur]] ([[IATA]]: FLR), almennt kallaður Peretola eftir hverfinu þar sem hann er staðsettur, en formlega kenndur við landkönnuðinn [[Amerigo Vespucci]].
Verndardýrlingur borgarinnar er [[Jóhannes skírari]] og er skírnarkirkja honum helguð fyrir framan dómkirkjuna, Santa Maria del Fiore, sem almennt er kölluð [[Duomo]]. Hátíð borgarinnar er því [[Jónsmessa]]n á miðju sumri og þá er efnt til veglegrar flugeldasýningar.
== Saga ==
Staðurinn þar sem borgin reis síðar og hæðirnar þar í kring hafa verið byggðar mönnum í árþúsund. Elstu menjar um [[stauraþorp]] þar sem borgin stendur núna eru frá 9. öld f.Kr. eða þar um bil og tengjast [[Villanovamenningin|Villanovamenningunni]]. Fyrsti bærinn þróaðist sem nýlenda frá etrúsku borginni ''Visul'' sem síðar varð [[Fiesole]]. Ástæðan fyrir staðarvalinu var líklega sú að þarna var styst á milli bakka árinnar og því auðveldast að reisa brú. Íbúar gátu hagnýtt frjósamt votlendi og skóga allt í kring um árfarveginn. Aðalvegurinn milli Rómar og [[Etrúría|Etrúríu]], [[via Cassia]], var lagður í gegnum hana yfir brúna á Arnó, hugsanlega þar sem [[Ponte Vecchio]] stendur nú.
=== Rómverska nýlendan Florentia ===
[[Mynd:Museo_Firenze_com'era,_plastico_Florentia_4.JPG|thumb|right|Líkan af hringleikahúsinu og rómversku borginni á safninu [[Firenze com'era]].]]
Þegar Etrúrarnir í Fiesole, sem höfðu lengi verið bandamenn [[Rómaveldi|Rómverja]], fengu rómverskan ríkisborgararétt á 1. öld f.Kr. (hugsanlega árið [[59 f.Kr.]]) fékk borgin nafnið ''Fæsule'', en nýlendan við ána varð hermannanýlenda fyrir rómverska uppgjafarhermenn og fékk nafnið ''Florentia''. Líklegt þykir að nafnið hafi átt að boða gott og sé dregið af sögninni ''florere'' „að blómstra“.<ref>{{Cita web|url=http://www.lanazione.it/firenze/nome-firenze-crusca-1.2076216|titolo=Perché Firenze si chiama così: la Crusca risponde - La Nazione|cognome=MonrifNet|sito=Firenze - La Nazione - Quotidiano di Firenze con le ultime notizie della Toscana e dell’Umbria|accesso=16 maggio 2016|urlarchivio=https://web.archive.org/web/20160525015629/http://www.lanazione.it/firenze/nome-firenze-crusca-1.2076216|urlmorto=no|dataarchivio=2016-05-25}}</ref> Um leið varð bærinn sjálfstæður og ótengdur Fiesole.<ref>{{Cita libro|autore1=Gianfranco Caniggia|autore2=Sylvain Malfroy|titolo=A Morphological Approach to Cities and Their Regions|data=2021|editore=Triest Verlag|città=Zurigo}}</ref>. Hefðbundið stofnár borgarinnar er 59 f.Kr. í valdatíð [[Júlíus Caesar|Júlíusar Caesars]], en líklegra þykir að hún hafi verið stofnuð í valdatíð [[Oktavíanus]]ar nokkru seinna.<ref>De Marinis, G. Becattini M., ''Firenze ritrovata'', in "Archeologia viva", XIII, n.s. 48, nov.-dic.1994, pp. 42-57</ref><ref>F.Castagnoli, ''La centuriazione di Florentia'', in «Universo», XXVIII, 1948.</ref>
Borgin var skipulögð, líkt og aðrar rómverskar borgir, sem reglulegur ferhyrningur þar sem göturnar lágu í norður-suður og austur-vestur. Miðbærinn ber enn merki þeirrar reglulegu götumyndar sem einkenndi borgina. Í miðjunni (þar sem [[Piazza della Repubblica]] stendur nú) var rómverskt torg með hof og stjórnarbyggingar allt í kring. Fyrstu borgarmúrarnir með varðturnum hafa verið reistir þegar á 1. öld f.Kr. og austan við borgina var reist meðalstórt [[hringleikahús]] sem tók 20.000 manns í sæti. Þegar á 2. öld e.Kr. var borgin orðin stærri og mikilvægari en Fiesole. [[Díókletíanus]] keisari gerði hana að höfuðborg (þar sem landstjórinn bar titilinn ''corrector Italiae'') suðurhluta Etrúríu og [[Úmbría|Úmbríu]] ([[Tuscia et Umbria]]) árið 285, og tók hana fram yfir miklu eldri borgir á borð við [[Arezzo]], Fiesole og [[Perugia]]. Landinu í kringum bæinn var skipt upp í stóra reiti sem voru afmarkaðir með skurðum og vegum, og votlendið vestan við borgina þannig þurrkað upp.<ref>F.Castagnoli, ''La centuriazione di Florentia'', in «Universo», XXVIII, 1948, pp. 361-368.</ref>
Fyrsti kristni píslarvottur borgarinnar var [[heilagur Miniatus]] sem var pyntaður til bana í hringleikahúsinu á 3. öld. Sagnir segja frá biskupnum [[Felice (biskup)|Felice]] á 4. öld, en fyrsti kristni biskupinn sem heimildir eru um er [[heilagur Zanobi]]. [[Heilagur Ambrósíus]] gisti í borginni í eitt ár undir lok 4. aldar. Stríðsátök milli [[Austurgotar|Austurgota]], [[Austrómverska ríkið|Austrómverska ríkisins]] og [[Langbarðar|Langbarða]] ollu hnignun borgarinnar og um tíma var fólksfjöldinn innan við 1000 manns.<ref>{{cite book |page=4 |author-link=Christopher Hibbert |last=Hibbert |first=Christopher |title=Florence: The Biography of a City |publisher=Penguin Books |date=1994 |isbn=0-14-016644-0}}</ref> Í valdatíð Langbarða og [[Karlungar|Karlunga]] hóf borgin aftur að vaxa.
=== Borgríkið ===
[[Mynd:Sanminiato.jpg|thumb|right|Bygging kirkjunnar San Miniato al Monte var tákn um aukinn styrk borgarinnar eftir árið 1000.]]
Á [[Miðaldir|miðöldum]] var borgin um skeið hluti af veldi [[Býsantíum]], en Grikkir rændu borgina í [[Gotastríðin|Gotastríðunum]] um miðja 6. öld. [[Narses]] náði þar völdum um skeið. Árið 572 lagði [[Klefi Langbarðakonungur]] héraðið undir sig og stofnaði hertogadæmið Tuscia með höfuðborg í [[Lucca]]. Hertogadæmið var hluti af [[konungsríki Langbarða]] (''Langobardia Major'') á Norður-Ítalíu. Þegar [[Karlamagnús]] vann sigur á Langbörðum var hertogadæminu breytt í [[Tuscia-mörk]] ári 774, en fyrsti [[markgreifinn]] af Toskana var ekki skipaður fyrr en 846 þegar [[Aðalbert 1. af Toskana]] fékk þann titil. Áður höfðu greifarnir af Lucca farið með völd yfir héraðinu. Karlamagnús heimsótti borgina tvisvar, [[781]] og [[786]]. Árið 825 var stofnaður í Flórens skóli í lögfræði, mælskulist og frjálsum listum.<ref>{{Cita web|url=http://rm.univr.it/didattica/fonti/frova/sez1/par7.htm|titolo=RM Fonti - Istruzione e educazione nel Medioevo - I, 7|sito=rm.univr.it|accesso=2021-05-18|dataarchivio=12 maggio 2021|urlarchivio=https://web.archive.org/web/20210512223918/http://rm.univr.it/didattica/fonti/frova/sez1/par7.htm|urlmorto=sì|title=Geymd eintak|access-date=2023-04-11|archive-date=2021-05-12|archive-url=https://web.archive.org/web/20210512223918/http://rm.univr.it/didattica/fonti/frova/sez1/par7.htm|url-status=dead}}</ref> Á 9. öld reru [[víkingar]] undir forystu [[Björn járnsíða|Björns járnsíðu]] upp fljótið Arnó og réðust á og rændu Fiesole. Flórens var á þeim tíma vart meira en smábær. Þar risu þó margar kirkjur á 10. öld og fyrsta Benediktínaklaustrið, [[Badia Fiorentina]], var stofnað 978 af [[Willa af Toskana|Willu af Toskana]]. Árið 1013 hófst vinna við að reisa kirkjuna [[San Miniato al Monte]].
Árið 1055 mættust [[Viktor 2. páfi]] og [[Hinrik 3. keisari]] í Flórens þar sem keisarinn lét handtaka markgreifynjuna [[Beatrix af Lothringen]] og dóttur hennar, [[Matthildur af Toskana|Matthildi]], vegna þess að Beatrix hafði gifst [[Guðfreður skeggjaði|Guðfreði skeggjaða]] sem áður hafði gert uppreisn gegn keisaranum. Þær sneru aftur til Flórens í fylgd páfa eftir að keisarinn lést 1056 og Matthildur var viðurkennd eini réttmæti erfingi markgreifadæmisins sem þá var eitt stærsta lénið í Suður-Evrópu. Morð á eiginmanni hennar (sem hún var sökuð um að hafa komið í kring) og lát móður hennar 1076 tryggðu henni mikil völd. Hún reyndi að miðla málum í [[skrýðingardeilan|skrýðingardeilunni]] milli [[Gregoríus 7.|Gregoríusar 7.]] og [[Hinrik 4. keisari|Hinriks 4.]] en keisarinn sakaði þá páfa um ósæmilegt samneyti við hana og páfi brást við með því að bannfæra keisarann. Matthildur lést 1115 og eftirmaður hennar, [[Rabodo]], var drepinn í átökum við Flórens. Eftir lát [[Hinrik 5. keisari|Hinriks 5. keisara]] 1125 veiktist vald keisaranna og borgin kom sér upp konsúlsstjórn að rómverskri fyrirmynd, sem markar upphafið að [[lýðveldið Flórens|stofnun lýðveldis]], en markgreifadæmið var lagt niður nokkrum árum síðar.
Á síðmiðöldum var Flórens, líkt og aðrar borgir Ítalíu, svið átaka milli [[Gvelfar|Gvelfa]] og [[Gíbellínar|Gíbellína]]. Í Flórens varð málstaður Gvelfa ofaná. Þeir voru „borgaralegri“ og studdu kirkjuna gegn keisaranum, en átök milli borgara og aðalsins áttu eftir að verða leiðarhnoða í stjórnmálasögu borgarinnar.
=== Lýðveldistíminn og Endurreisnin ===
[[Mynd:FlorenceSkyline.jpg|thumb|right|Horft yfir gamla miðbæinn frá ''Uffizi''-safninu. Hægra megin sést í ''Il Duomo'' en vinstra megin er kirkjan ''Orsanmichele''. Í miðjunni sést í hvolfþakið á grafhvelfingu Mediciættarinnar við ''San Lorenzo'']]
Árið 1252 kom borgin sér upp eigin gjaldmiðli, [[Flórína|flórínunni]], og skaust brátt upp fyrir helstu keppinauta sína, borgirnar [[Písa]] og [[Siena]]. Á [[14. öldin|14. öld]] var borgin orðin blómleg iðnaðarborg þar sem [[Gildi (samtök)|gildi]] hinna ýmsu iðngreina kepptust um völd og áhrif. Stuttu eftir aldamótin 1300 var holræsum borgarinnar lokað og búið til kerfi þar sem áveita skolaði úrgangi um holræsin út í ána. Á svipuðum tíma, eða 1321, var komið á fót ''Studium Generale'', eða [[Háskólinn í Flórens|háskóla]] þar sem [[Giovanni Boccaccio]] kenndi, meðal annarra. Þetta sama ár lést einn þekktasti sonur borgarinnar, [[Dante Alighieri]], í útlegð í [[Ravenna]].
Árið 1296 var hafist handa við að reisa stóra dómkirkju í takt við aukinn styrk borgarinnar. Hana hannaði [[Arnolfo di Cambio]] og átti hún að verða stærsta dómkirkja heims. Bygging hennar gekk hægt og [[kirkjuskip]]ið var ekki tilbúið fyrr en árið 1418. Þá var haldin samkeppni um hönnun [[hvolfþak]]sins þar sem [[Filippo Brunelleschi]] fór með sigur úr býtum. Bygging hvolfþaksins, sem er stærsta hvolfþak heims ef miðað er við byggingu án stoðkerfis eins og [[járnabinding]]ar, tók átján ár, en kirkjan var vígð 25. mars 1436.
[[Svarti-dauði|Svartidauði]] gekk yfir borgina árið 1348 og af áætluðum 80.000 manna íbúafjölda er ætlað að um 25.000 hafi lifað pláguna af. Brátt hófu sterkar fjölskyldur eins og [[Albizi]]ættin, [[Strozzi]]ættin og [[Medici]]ættin að takast á um völdin innan borgarráðsins. Í þessari valdabaráttu beittu þær neti áhangenda og mútum, og mikil áhersla á ytri merki auðs og valds skapaði frjóan jarðveg fyrir listamenn. Mediciættin, sem hafði hagnast af [[fjármálastarfsemi]], náði yfirhöndinni þegar [[Kosímó eldri|Kósímó eldri]] varð leiðtogi [[lýðveldi]]sins árið 1434.
Þegar sonarsonur Kósímós, [[Lorenzo il magnifico|Lorenzo]] „hinn mikilfenglegi“, varð leiðtogi borgarinnar, var Flórens í raun orðin að nokkurs konar ættarveldi. Lorenzo varð einn helsti verndari listamanna á borð við Leonardo da Vinci, Michelangelo og [[Sandro Botticelli]]. Ásakanir um spillingu og ólifnað leiddu til byltingar árið 1494 undir stjórn [[Dóminíkanareglan|svartmunksins]] [[Girolamo Savonarola]]. Á þeim tíma hóf Machiavelli feril sinn sem opinber starfsmaður í þjónustu hins endurreista lýðveldis.
=== Hertogadæmið ===
[[Mynd:Firenze-piazza signoria statue07.jpg|thumb|right|Stytta [[Giambologna]] af [[Kosímó I|Kósímó I.]] erkihertoga. ]]
Mediciættin komst brátt aftur til valda og Savonarola var brenndur á báli á torginu fyrir framan stjórnarhöllina ''[[Palazzo Vecchio]]'' árið 1498. Margir fyrrum áhangendur fjölskyldunnar, eins og Michelangelo, voru þó óánægðir með endurkomu hennar og litu orðið á Medicimenn sem einræðisherra. Mediciættin var aftur rekin frá völdum árið 1527 og lýðveldið endurreist. Með stuðningi [[Frakkakeisari|keisarans]] og [[Páfi|páfa]] náði hún þó völdum enn á ný. Frá 1537 voru Medicimenn [[Hertogi|hertogar]] af Flórens og frá 1569 stórhertogar í [[Toskana]], og var það hérað erfðaveldi þeirra næstu tvær aldirnar, eða þar til ættin dó út.
Fyrsti stórhertoginn, [[Kosímó I|Kósímó I.]] lét reisa hina miklu skrifstofubyggingu ''[[Uffizi]]'' (skrifstofurnar), eftir teikningum arkitektsins [[Giorgio Vasari]]. Vasari byggði einnig langan gang sem tengdi ''Palazzo Vecchio'' og ''Uffizi'' yfir brúna ''[[Ponte Vecchio]]'' við ''[[Palazzo Pitti]]'' (sem var bústaður hertogans eftir að eiginkona hans [[Eleónóra af Tóledó]] keypti hana). Þannig gat Kósímó ferðast á milli án þess að þurfa að fara út á götu. Gangurinn hýsir stórt safn sjálfsmynda eftir ýmsa listamenn, að stofni til frá [[17. öldin|17. öld]].
Síðasti meðlimur ættarinnar, [[Anna María Lovísa af Medici]], arfleiddi borgina að listaverkasafni fjölskyldunnar til þess að það myndi laða að ferðamenn.
=== Yfirráð Austurríkis og sameining Ítalíu ===
Árið 1737 gekk hertogadæmið í arf til [[Austurríki|austurríska konungdæmisins]] og var hluti þess þar til [[sameining Ítalíu]] átti sér stað um miðja [[19. öldin|19. öld]]. Toskana varð árið 1861 hluti af [[Konungsríkið Ítalía|ítalska konungdæminu]] og árið 1865 tók Flórens við af [[Tórínó]] sem höfuðborg ríkisins þar til [[Róm]] tók við því hlutverki fimm árum síðar.
Á [[18. öldin|18.]] og [[19. öldin|19. öld]] varð borgin vinsæll viðkomustaður ferðamanna og fastur liður í ''[[Grand Tour]]'' [[Bretland|breskra]] og [[Frakkland|franskra]] aðalsmanna á slóðir klassískrar menningar. Listalíf blómstraði á kaffihúsum borgarinnar undir lok 19. aldar og í byrjun tuttugustu aldar varð ''[[fútúrismi]]nn'' leiðandi stefna í myndlist og skáldskap, en hann gagnrýndi einkum borgirnar Flórens og [[Feneyjar]] sem „borgir fortíðarhyggjunnar“.
=== Fasisminn og heimsstyrjöldin síðari ===
[[Benito Mussolini]] komst til valda á Ítalíu árið 1922 og meðal þess sem einkenndi valdatíð hans í fyrstu var umfangsmikil endurnýjun borga eins og Flórens. Á þessum tíma var lestarstöð borgarinnar, ''Stazione Santa Maria Novella,'' meðal annars reist. Í [[Heimsstyrjöldin síðari|stríðinu]] varð borgin fyrir loftárásum bandamanna og Þjóðverja sem eyðilögðu meðal annars allar brýr borgarinnar nema ''Ponte Vecchio'', en hlífðu þó öðrum helstu byggingum. Borgin var hersetin af [[Þýskaland|Þjóðverjum]] 1943 til 1944 og barist var hús úr húsi.
=== Flóðið 1966 ===
Þann 4. nóvember árið 1966 flæddi Arnófljót yfir bakka sína eftir tveggja daga stórrigningar og færði borgina í kaf. Fjöldi ómetanlegra listaverka grófust undir braki og leðju en stór hópur sjálfboðaliða auk ítalska hersins vann mikið starf við björgun þeirra. Þessi atburður varð meðal annars til þess að borgin hefur síðan verið miðstöð rannsókna og náms í [[Forvarsla|forvörslu]] listaverka.
== Borgarhverfin ==
Á [[14. öldin|14. öld]] var borginni skipti í fjögur hverfi sem heita eftir höfuðkirkjum hvers borgarhluta: ''Santa Maria Novella'', ''San Giovanni'', ''Santa Croce'' og ''Santo Spirito''. Með vexti borgarinnar hafa þessi hverfi þanist út, svo nú væri réttara að tala um þau sem borgarhluta. Borgin skiptist nú augljóslega í miklu fleiri hverfi og í daglegu tali er venja að tala um gömlu rómversku miðborgina (''Centro Storico'') sem sérstakt hverfi. Borgarmúrar Endurreisnartímans eru nú að mestu horfnir og í stað þeirra komin hraðbraut umhverfis miðborgina. Flest borgarhliðin eru þó enn uppistandandi og einnig hluti múranna, á Oltrarno. Borgin hefur vaxið langt út fyrir hina reglulegu hringmynduðu endurreisnarborg og fyllir nú upp í dalverpin til norðvesturs og suðausturs.
=== Centro Storico ===
[[Mynd:Firenze.Loggia.Perseus03.JPG|thumb|right|Aðaldyr ''Palazzo Vecchio'' með ''Perseif'' í forgrunni og ''Davíð'' í bakgrunni.]]
Gamli rómverski miðbærinn sést greinilega á borgarkortum þar sem hann kemur fram sem reglulegur ferhyrningur með allar götur beinar og eftir höfuðáttum. Eina sveigða gatan (''via Torta'') markar útlínur hringleikahússins, en að öðru leyti eru þar engar menjar um rómverskan uppruna. Á þessum litla bletti standa meðal annars ''Il Duomo'' (ásamt [[Skírnarkirkja|skírnarkirkjunni]] ''[[Battistero di San Giovanni]]'' og klukkuturninum), ''Palazzo Vecchio'' og kirkjurnar ''Orsanmichele'' og ''La Badia''. Á torginu framan við ''Palazzo Vecchio'' (''Piazza della Signoria'') getur m.a. að líta hinar frægu styttur ''Davíð'' eftir Michelangelo, ''Júdit og Hólófernes'' eftir [[Donatello]] og ''Perseif'' eftir [[Benvenuto Cellini]]. Venjan er að telja árbakkann til ríkislistasafnsins ''Gli Uffizi'' og ''Ponte Vecchio'' til miðbæjarins. Gríðarlegur fjöldi ferðamanna fer um þennan borgarhluta, eða um hálf milljón á viku á háannatíma.
=== Santa Croce ===
[[Mynd:SCroce00.jpg|thumb|right|Mynd af ''Santa Croce'' sem sýnir framhlið kirkjunnar og torgið. Klaustrið er sambyggt við kirkjuna hægra megin.]]
Santa Croce er einn fjögurra hefðbundinna borgarhluta Flórens og inniheldur hverfin ''Gavinana'', ''Viale Europa'' og ''Galluzzo,'' auk hluta ''Oltrarno'' og ''Santa Croce''. [[Santa Croce (Flórens)|Kirkjan]] er [[Fransiskanar|fransiskanakirkja]] og enn í fullri notkun. Í kirkjunni er mikið af listaverkum eftir [[Giotto]], [[Cimabue]], [[Luca della Robbia]] og Donatello, meðal annarra. Kirkjan og klaustrið skemmdust mikið í flóðinu 1966. Nálægt kirkjunni er gamla fangelsið ''[[Il Bargello]]'' sem nú hýsir listaverkasafn borgarinnar. Aðrir athyglisverðir staðir í hverfinu eru t.d. ''Piazzale Michelangelo'' og kirkjan ''San Miniato'' „hinum megin“ við ána, auk vísindasögusafnsins þar sem hægt er að sjá mælitæki Galileos.
=== Santo Spirito ===
Santo Spirito liggur allt saman „hinum megin“ við ána og nær, auk ''Santo Spirito'', yfir ''Isolotto'', ''Legnaia'', ''Soffiano'' og ''Ugniano''. Þar er meðal annars, í Brancacci-kapellunni í kirkjunni ''Santa Maria del Carmine,'' hægt að skoða fræga myndröð [[Masaccio]]s, sem margir telja upphafsmann þeirra vatnaskila sem urðu í málaralist á Endurreisnartímanum. Á þessu svæði getur að líta heillegasta hluta gömlu borgarmúranna og virkið ''Belvedere''.
=== Santa Maria Novella ===
Santa Maria Novella nær einnig yfir hverfin ''Statuto'', ''Rifredi'', ''Careggi'', ''Peretola'', ''Novoli'' og ''Brozzi''. [[Santa Maria Novella|Kirkjan]] er gömul [[Dóminíkanar|dóminíkanakirkja]] og stendur við skeiðvöll borgarinnar, sem ekki er lengur í notkun. Rétt hjá kirkjunni er samnefnd lestarstöð. Nálægt lestarstöðinni er kirkjan [[San Lorenzo]] með sambyggðu grafhýsi Medicifjölskyldunnar og samnefndum markaði. Aðeins lengra frá, við ''via Cavour'', stendur [[Palazzo Medici-Riccardi|Medicihöllin]]. Allmiklu utar, en þó í sama borgarhluta, er svo flugvöllurinn ''Peretola'' eða Vespucci-flugvöllur.
=== San Giovanni ===
San Giovanni inniheldur einnig hverfin ''Campo di Marte'', ''Le Cure'', ''Coverciano'' og ''Bellariva''. Í hverfinu eru kirkjurnar ''San Marco,'' með [[Freska|freskum]] eftir [[Fra Angelico]] og ''Santissima Annunziata'', og gamla munaðarleysingjahælið ''Spedale degli Innocenti'' með skreytingum eftir [[Luca della Robbia]]. Við sama torg og munaðarleysingjahælið stendur [[Akademían í Flórens|Akademían]] þar sem frumgerð ''Davíðs'' eftir Michelangelo stendur. Í ''Campo di Marte'' er íþróttavöllur borgarinnar og heimavöllur fótboltaliðsins ''Fiorentina''. Þar er einnig önnur aðallestarstöð borgarinnar.
== Hátíðir ==
* ''Scoppio del carro'' (vagninn sprengdur) á sér stað á [[Páskadagur|páskadag]]. Þá draga sex hvít akneyti (af [[chianina]]kyni) að morgni dags vagn skreyttan blómakrönsum um fjögur hverfi gömlu borgarinnar þar til hann staðnæmist fyrir framan dyr ''Il Duomo''. Þar eru nautin leyst frá og vír festur milli vagnsins og háaltarisins inni í kirkjunni. Við lok messunnar er kveikt á flugeldi í líki dúfu við altarið sem skýst þá eftir vírnum út í vagninn þar sem hann kveikir í flugeldum sem búið er að koma þar fyrir.
* ''San Giovanni'' ([[Jónsmessa]]) er höfuðhátíð borgarinnar, haldin 24. júní ár hvert. Þá er tilkomumikil flugeldasýning um kvöldið. Flugeldunum er skotið upp úr hlíðunum fyrir neðan ''Piazzale Michelangelo'' á ''Oltrarno'', „hinum megin“ við ána.
* ''Calcio Storico'' (sögulegur [[fótbolti]]) er íþróttamót í [[júní]] þar sem gömlu borgarhverfin fjögur keppa sín á milli á sandvelli sem komið er fyrir á torginu fyrir framan kirkjuna [[Santa Croce]]. Keppt er í litríkum búningum sem minna á klæðnað Endurreisnartímans og liðin ganga til vallarins í skrúðgöngu með fánakösturum. Leikurinn er nokkuð groddalegur og gengur út á að koma bolta yfir línu á öðrum vallarhelmingnum með öllum tiltækum ráðum.
== Íþróttir ==
===Knattspyrna===
Helsta knattspyrnulið borgarinnar er [[Fiorentina|ACF Fiorentina]]. Liðið hefur tvisvar orðið italskur meistari (1956 og 1969), fimm sinnum bikarmeistari (síðast 2001) og sigraði í [[Evrópukeppni bikarhafa]] 1961 (vann þá [[Glasgow Rangers]]). Liðið komst í úrslit í sömu keppni 1962, en tapaði þá fyrir [[Atlético Madrid]]. Liðið komst einnig í úrslit í [[Evrópukeppni meistaraliða]] 1957 (tapaði þá fyrir [[Real Madrid]]) og í úrslit í [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópukeppni félagsliða]] 1990 (tapaði þá fyrir [[Juventus]]).
Félagið komst í úrslit [[Sambandsdeild Evrópu|Sambandsdeildar Evrópu]] árið 2024.
== Matargerð ==
Toskana er auðvitað frægt fyrir matargerð, en sagt er að [[frönsk matargerðarlist]] eigi upptök sín í því þegar [[Katrín af Medici]] giftist [[Hinrik II af Frakklandi|Hinriki II]]. Frakkakonungi árið 1533 og hafði með sér flokk matsveina frá Flórens. Við borgina eru sérstaklega kenndir réttirnir ''trippa alla fiorentina'' (soðnar kýrvambir) og ''bistecca fiorentina'' (þverhandarþykk T-bein steik af chianina nauti, grilluð án krydds). Auk þess eru í borginni framleiddar margar gerðir [[san giovese|sangiovese]]<nowiki/>-víns og [[Ólífuolía|ólífuolíu]].
== Frægustu börn borgarinnar ==
Meðal þekkra einstaklinga frá Flórens eru hinir ýmsu meðlimir Medici-ættarinnar. Listinn er ekki endanlegur.
* (1321) [[Dante Alighieri]], skáld
* (1445) [[Sandro Botticelli]], málari
* (1452) [[Amerigo Vespucci]], landkönnuður og nafngefandi fyrir heimsálfuna Ameríku
* (1469) [[Niccolò Machiavelli]], heimspekingur, sagnaritari og skáld
* (1475) [[Michelangelo Buonarroti]], málari, myndhöggvari, byggingameistari
* (1475) [[Leó 11.|Leó X]]., páfi
* (1478) [[Klemens 7.|Klemens VII]]., páfi
* (1498) [[Girolamo Savonarola]], munkur og predikari
* (1519) [[Katrín af Medici]], drottning Frakklands
* (1535) [[Leó 11.|Leó XI]]., páfi
* (1568) [[Úrbanus 8.|Úrbanus VIII]]., páfi
* (1575) [[María af Medici]], drottning Frakklands
* (1652) [[Klemens 12.|Klemens XII]]., páfi
* (1768) [[Frans I (Austurríki)|Frans II]]., síðasti keisari [[Heilaga rómverska ríkið|hins heilaga rómverska ríkis]] og fyrsti keisari Austurríkis (sem Frans I.)
* (1820) [[Florence Nightingale]], ensk hjúkrunarkona
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [http://www.firenze-online.com Florence Travel Guide] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20230608164157/https://www.firenze-online.com/ |date=2023-06-08 }} (English/Italian/Deutsch/French)
* [http://www.florence-photos.eu Florence Photos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070308162119/http://www.florence-photos.eu/ |date=2007-03-08 }} (English)
* [http://wikisource.org/wiki/Il_Principe Texti ''Il Principe'' e. Machiavelli á Wikisource] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20050208013141/http://wikisource.org/wiki/Il_Principe |date=2005-02-08 }}
* [http://etext.library.adelaide.edu.au/m/machiavelli/niccolo/m149h/ Texti ''History of Florence and of the affairs of Italy from the earliest times to the death of Lorenzo the Magnificent'' e. Machiavelli á The University of Adelaide Library Electronic Texts Collection] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20050307170434/http://etext.library.adelaide.edu.au/m/machiavelli/niccolo/m149h/ |date=2005-03-07 }}
* [http://www.florenceitalyholiday.com/florence_map.htm Panorama of Florence by satellite] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20060613191404/http://www.florenceitalyholiday.com/florence_map.htm |date=2006-06-13 }}
{{Gæðagrein}}
[[Flokkur:Borgir á Ítalíu]]
[[Flokkur:Toskana]]
se8cw1al0d4k5frnjg47waxczbrznz9
Jón (mannsnafn)
0
16253
1920671
1817911
2025-06-17T14:46:20Z
46.22.102.63
1920671
wikitext
text/x-wiki
{{Íslenskt mannanafn
| nafn = Jón
| kyn = kk
| nefnifall = Jón
| þolfall = Jón
| þágufall = Jóni
| eignarfall = Jóns
| eiginnöfn = 5.052
| millinöfn = 1.042
| dagsetning = júlí 2007
| dagsetning_fyrsta = 2023
| dagsetning_fyrsta_kyn = kk
}}
'''Jón''' er [[Íslenskt mannanafn|íslenskt karlmannsnafn]], [[nafn]]ið er stytting á [[Jóhannes]].<ref>Guðrún Kvaran (2011): 349.</ref> Jón er algengasta karlmannsnafn á Íslandi.<ref>{{Cite web|url=https://px.hagstofa.is/pxispxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__Faeddirdanir__Nofn__Nofnkk/MAN11101.px/|title=Eiginnöfn karla 1. janúar 2023|website=PxWeb|language=is|access-date=2025-06-17}}</ref>
== Dreifing á Íslandi ==
{{Þjóðskrártölfræði}}
<timeline>
ImageSize = width:600 height:320
PlotArea = left:40 right:10 top:40 bottom:40
AlignBars = late
DateFormat = yyyy
Period = from:1949 till:2008
TimeAxis = orientation:horizontal
ScaleMajor = unit:year increment:5 start:1950
Colors =
id:canvas value:white
id:fyrsta value: rgb(0.1,0.1,0.7)
id:seinna value: rgb(1,0.7,0)
Backgroundcolors = canvas:canvas
TextData =
pos:(5,310) textcolor:black fontsize:S
text:Fjöldi
pos:(550,20) textcolor:black fontsize:S
text:Ár
pos:(250,310) textcolor:black fontsize:M
text:Heildarfjöldi nafngifta fyrir karlmannsnafnið Jón
pos:(50,315) textcolor:fyrsta fontsize:S
text:fyrsta nafn
pos:(50,300) textcolor:seinna fontsize:S
text:seinni nöfn
BarData =
bar:5 text:130
bar:4 text:104
bar:3 text:78
bar:2 text:52
bar:1 text:26
LineData=
color:fyrsta
width:5
at:1950 frompos:40 tillpos:225 #96
at:1951 frompos:40 tillpos:203 #85
at:1952 frompos:40 tillpos:223 #95
at:1953 frompos:40 tillpos:250 #109
at:1954 frompos:40 tillpos:280 #125
at:1955 frompos:40 tillpos:277 #123
at:1956 frompos:40 tillpos:240 #104
at:1957 frompos:40 tillpos:257 #113
at:1958 frompos:40 tillpos:250 #109
at:1959 frompos:40 tillpos:253 #111
at:1960 frompos:40 tillpos:234 #101
at:1961 frompos:40 tillpos:205 #86
at:1962 frompos:40 tillpos:246 #107
at:1963 frompos:40 tillpos:277 #123
at:1964 frompos:40 tillpos:253 #111
at:1965 frompos:40 tillpos:242 #105
at:1966 frompos:40 tillpos:219 #93
at:1967 frompos:40 tillpos:236 #102
at:1968 frompos:40 tillpos:236 #102
at:1969 frompos:40 tillpos:228 #98
at:1970 frompos:40 tillpos:205 #86
at:1971 frompos:40 tillpos:225 #96
at:1972 frompos:40 tillpos:219 #93
at:1973 frompos:40 tillpos:203 #85
at:1974 frompos:40 tillpos:182 #74
at:1975 frompos:40 tillpos:209 #88
at:1976 frompos:40 tillpos:200 #83
at:1977 frompos:40 tillpos:178 #72
at:1978 frompos:40 tillpos:171 #68
at:1979 frompos:40 tillpos:217 #92
at:1980 frompos:40 tillpos:203 #85
at:1981 frompos:40 tillpos:194 #80
at:1982 frompos:40 tillpos:178 #72
at:1983 frompos:40 tillpos:188 #77
at:1984 frompos:40 tillpos:178 #72
at:1985 frompos:40 tillpos:171 #68
at:1986 frompos:40 tillpos:175 #70
at:1987 frompos:40 tillpos:157 #61
at:1988 frompos:40 tillpos:169 #67
at:1989 frompos:40 tillpos:186 #76
at:1990 frompos:40 tillpos:175 #70
at:1991 frompos:40 tillpos:203 #85
at:1992 frompos:40 tillpos:171 #68
at:1993 frompos:40 tillpos:155 #60
at:1994 frompos:40 tillpos:155 #60
at:1995 frompos:40 tillpos:177 #71
at:1996 frompos:40 tillpos:163 #64
at:1997 frompos:40 tillpos:136 #50
at:1998 frompos:40 tillpos:157 #61
at:1999 frompos:40 tillpos:117 #40
at:2000 frompos:40 tillpos:146 #55
at:2001 frompos:40 tillpos:128 #46
at:2002 frompos:40 tillpos:105 #34
at:2003 frompos:40 tillpos:125 #44
at:2004 frompos:40 tillpos:136 #50
at:2005 frompos:40 tillpos:142 #53
at:2006 frompos:40 tillpos:123 #43
color:seinna
width:1
at:1950 frompos:40 tillpos:67 #14
at:1951 frompos:40 tillpos:63 #12
at:1952 frompos:40 tillpos:78 #20
at:1953 frompos:40 tillpos:102 #32
at:1954 frompos:40 tillpos:78 #20
at:1955 frompos:40 tillpos:88 #25
at:1956 frompos:40 tillpos:77 #19
at:1957 frompos:40 tillpos:59 #10
at:1958 frompos:40 tillpos:77 #19
at:1959 frompos:40 tillpos:94 #28
at:1960 frompos:40 tillpos:78 #20
at:1961 frompos:40 tillpos:94 #28
at:1962 frompos:40 tillpos:75 #18
at:1963 frompos:40 tillpos:73 #17
at:1964 frompos:40 tillpos:77 #19
at:1965 frompos:40 tillpos:84 #23
at:1966 frompos:40 tillpos:82 #22
at:1967 frompos:40 tillpos:71 #16
at:1968 frompos:40 tillpos:78 #20
at:1969 frompos:40 tillpos:77 #19
at:1970 frompos:40 tillpos:71 #16
at:1971 frompos:40 tillpos:75 #18
at:1972 frompos:40 tillpos:77 #19
at:1973 frompos:40 tillpos:80 #21
at:1974 frompos:40 tillpos:71 #16
at:1975 frompos:40 tillpos:86 #24
at:1976 frompos:40 tillpos:63 #12
at:1977 frompos:40 tillpos:69 #15
at:1978 frompos:40 tillpos:73 #17
at:1979 frompos:40 tillpos:69 #15
at:1980 frompos:40 tillpos:63 #12
at:1981 frompos:40 tillpos:78 #20
at:1982 frompos:40 tillpos:63 #12
at:1983 frompos:40 tillpos:61 #11
at:1984 frompos:40 tillpos:71 #16
at:1985 frompos:40 tillpos:67 #14
at:1986 frompos:40 tillpos:63 #12
at:1987 frompos:40 tillpos:71 #16
at:1988 frompos:40 tillpos:80 #21
at:1989 frompos:40 tillpos:69 #15
at:1990 frompos:40 tillpos:67 #14
at:1991 frompos:40 tillpos:69 #15
at:1992 frompos:40 tillpos:71 #16
at:1993 frompos:40 tillpos:63 #12
at:1994 frompos:40 tillpos:65 #13
at:1995 frompos:40 tillpos:67 #14
at:1996 frompos:40 tillpos:55 #8
at:1997 frompos:40 tillpos:59 #10
at:1998 frompos:40 tillpos:63 #12
at:1999 frompos:40 tillpos:50 #5
at:2000 frompos:40 tillpos:57 #9
at:2001 frompos:40 tillpos:65 #13
at:2002 frompos:40 tillpos:71 #16
at:2003 frompos:40 tillpos:52 #6
at:2004 frompos:40 tillpos:65 #13
at:2005 frompos:40 tillpos:67 #14
at:2006 frompos:40 tillpos:57 #9
</timeline>
<timeline>
ImageSize = width:600 height:320
PlotArea = left:40 right:10 top:40 bottom:40
AlignBars = late
DateFormat = yyyy
Period = from:1949 till:2008
TimeAxis = orientation:horizontal
ScaleMajor = unit:year increment:5 start:1950
Colors =
id:canvas value:white
id:fyrsta value: rgb(0.1,0.1,0.7)
id:seinna value: rgb(1,0.7,0)
Backgroundcolors = canvas:canvas
TextData =
pos:(5,310) textcolor:black fontsize:S
text:Hlutfall
pos:(550,20) textcolor:black fontsize:S
text:Ár
pos:(250,310) textcolor:black fontsize:M
text:Hlutfall nafngifta fyrir karlmannsnafnið Jón
pos:(50,315) textcolor:fyrsta fontsize:S
text:fyrsta nafn
pos:(50,300) textcolor:seinna fontsize:S
text:seinni nöfn
BarData =
bar:5 text:4 %
bar:4 text:3.2 %
bar:3 text:2.4 %
bar:2 text:1.6 %
bar:1 text:0.8 %
LineData=
color:fyrsta
width:5
at:1950 frompos:40 tillpos:239 #3.18%
at:1951 frompos:40 tillpos:223 #2.92%
at:1952 frompos:40 tillpos:220 #2.88%
at:1953 frompos:40 tillpos:231 #3.05%
at:1954 frompos:40 tillpos:255 #3.44%
at:1955 frompos:40 tillpos:248 #3.33%
at:1956 frompos:40 tillpos:208 #2.69%
at:1957 frompos:40 tillpos:217 #2.83%
at:1958 frompos:40 tillpos:220 #2.88%
at:1959 frompos:40 tillpos:209 #2.71%
at:1960 frompos:40 tillpos:193 #2.45%
at:1961 frompos:40 tillpos:178 #2.21%
at:1962 frompos:40 tillpos:204 #2.62%
at:1963 frompos:40 tillpos:226 #2.97%
at:1964 frompos:40 tillpos:209 #2.71%
at:1965 frompos:40 tillpos:198 #2.52%
at:1966 frompos:40 tillpos:177 #2.19%
at:1967 frompos:40 tillpos:200 #2.56%
at:1968 frompos:40 tillpos:199 #2.54%
at:1969 frompos:40 tillpos:198 #2.53%
at:1970 frompos:40 tillpos:181 #2.26%
at:1971 frompos:40 tillpos:181 #2.26%
at:1972 frompos:40 tillpos:167 #2.03%
at:1973 frompos:40 tillpos:153 #1.81%
at:1974 frompos:40 tillpos:148 #1.72%
at:1975 frompos:40 tillpos:164 #1.98%
at:1976 frompos:40 tillpos:154 #1.83%
at:1977 frompos:40 tillpos:149 #1.75%
at:1978 frompos:40 tillpos:137 #1.55%
at:1979 frompos:40 tillpos:159 #1.91%
at:1980 frompos:40 tillpos:148 #1.73%
at:1981 frompos:40 tillpos:146 #1.69%
at:1982 frompos:40 tillpos:135 #1.52%
at:1983 frompos:40 tillpos:148 #1.73%
at:1984 frompos:40 tillpos:145 #1.68%
at:1985 frompos:40 tillpos:148 #1.73%
at:1986 frompos:40 tillpos:149 #1.74%
at:1987 frompos:40 tillpos:128 #1.4%
at:1988 frompos:40 tillpos:132 #1.47%
at:1989 frompos:40 tillpos:149 #1.75%
at:1990 frompos:40 tillpos:133 #1.48%
at:1991 frompos:40 tillpos:155 #1.84%
at:1992 frompos:40 tillpos:130 #1.44%
at:1993 frompos:40 tillpos:122 #1.31%
at:1994 frompos:40 tillpos:122 #1.31%
at:1995 frompos:40 tillpos:138 #1.57%
at:1996 frompos:40 tillpos:126 #1.38%
at:1997 frompos:40 tillpos:110 #1.12%
at:1998 frompos:40 tillpos:126 #1.37%
at:1999 frompos:40 tillpos:99 #0.95%
at:2000 frompos:40 tillpos:114 #1.19%
at:2001 frompos:40 tillpos:106 #1.05%
at:2002 frompos:40 tillpos:89 #0.79%
at:2003 frompos:40 tillpos:102 #0.99%
at:2004 frompos:40 tillpos:108 #1.09%
at:2005 frompos:40 tillpos:111 #1.14%
at:2006 frompos:40 tillpos:99 #0.95%
color:seinna
width:1
at:1950 frompos:40 tillpos:175 #2.16%
at:1951 frompos:40 tillpos:148 #1.73%
at:1952 frompos:40 tillpos:179 #2.22%
at:1953 frompos:40 tillpos:234 #3.11%
at:1954 frompos:40 tillpos:154 #1.82%
at:1955 frompos:40 tillpos:178 #2.2%
at:1956 frompos:40 tillpos:140 #1.6%
at:1957 frompos:40 tillpos:91 #0.82%
at:1958 frompos:40 tillpos:143 #1.65%
at:1959 frompos:40 tillpos:178 #2.21%
at:1960 frompos:40 tillpos:139 #1.59%
at:1961 frompos:40 tillpos:183 #2.29%
at:1962 frompos:40 tillpos:127 #1.39%
at:1963 frompos:40 tillpos:124 #1.34%
at:1964 frompos:40 tillpos:132 #1.47%
at:1965 frompos:40 tillpos:149 #1.75%
at:1966 frompos:40 tillpos:141 #1.61%
at:1967 frompos:40 tillpos:116 #1.22%
at:1968 frompos:40 tillpos:133 #1.49%
at:1969 frompos:40 tillpos:129 #1.42%
at:1970 frompos:40 tillpos:116 #1.21%
at:1971 frompos:40 tillpos:111 #1.14%
at:1972 frompos:40 tillpos:108 #1.09%
at:1973 frompos:40 tillpos:112 #1.15%
at:1974 frompos:40 tillpos:101 #0.97%
at:1975 frompos:40 tillpos:126 #1.38%
at:1976 frompos:40 tillpos:82 #0.67%
at:1977 frompos:40 tillpos:99 #0.95%
at:1978 frompos:40 tillpos:103 #1%
at:1979 frompos:40 tillpos:90 #0.8%
at:1980 frompos:40 tillpos:79 #0.62%
at:1981 frompos:40 tillpos:107 #1.07%
at:1982 frompos:40 tillpos:80 #0.64%
at:1983 frompos:40 tillpos:79 #0.62%
at:1984 frompos:40 tillpos:100 #0.96%
at:1985 frompos:40 tillpos:97 #0.91%
at:1986 frompos:40 tillpos:87 #0.75%
at:1987 frompos:40 tillpos:98 #0.92%
at:1988 frompos:40 tillpos:114 #1.18%
at:1989 frompos:40 tillpos:94 #0.87%
at:1990 frompos:40 tillpos:86 #0.73%
at:1991 frompos:40 tillpos:90 #0.8%
at:1992 frompos:40 tillpos:91 #0.82%
at:1993 frompos:40 tillpos:80 #0.64%
at:1994 frompos:40 tillpos:82 #0.67%
at:1995 frompos:40 tillpos:86 #0.73%
at:1996 frompos:40 tillpos:65 #0.4%
at:1997 frompos:40 tillpos:73 #0.52%
at:1998 frompos:40 tillpos:79 #0.63%
at:1999 frompos:40 tillpos:58 #0.28%
at:2000 frompos:40 tillpos:68 #0.45%
at:2001 frompos:40 tillpos:83 #0.69%
at:2002 frompos:40 tillpos:93 #0.84%
at:2003 frompos:40 tillpos:59 #0.31%
at:2004 frompos:40 tillpos:80 #0.64%
at:2005 frompos:40 tillpos:84 #0.7%
at:2006 frompos:40 tillpos:69 #0.47%
</timeline>
== Þekktir nafnhafar ==
* [[Jón Hnefill Aðalsteinsson]]
* [[Jón Bjarni Atlason]]
* [[Jón Arason]]
* [[Jón Árnason]]
* [[Jón Þór Birgisson]]
* [[Jón Ólafur Eiríksson]]
* [[Jón Gerreksson]]
* [[Jón Gnarr]]
* [[Jón Baldvin Hannibalsson]]
* [[Jón Helgason]]
* [[Jón korpur Hrafnsson]]
* [[Jón Hreggviðsson]]
* [[Jón Kristjánsson]]
* [[Jón Rói Jacobsen]]
* [[Jón Ásgeir Jóhannesson]]
* [[Jón Laxdal]]
* [[Jón Leifs]]
* [[Jón Loftsson]]
* [[Jón Magnússon]]
* [[Jón Arnar Magnússon]]
* [[Jón Ólafsson (journalist)]]
* [[Jón Ögmundsson]]
* [[Jón Kalman Stefánsson]]
* [[Jón Páll Sigmarsson]]
* [[Jón Sigurðsson]]
* [[Jón Trausti Sigurðarson]]
* [[Jón Jósep Snæbjörnsson]]
*[[Jón Jónsson (tónlistarmaður)|Jón Jónsson]]
* [[Jón Sveinsson]]
* [[Jón Thoroddsen]]
* [[Jón Trausti]]
* [[Jón Þorláksson]]
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
== Heimildir ==
* Guðrún Kvaran. ''Nöfn Íslendinga'' 2. útgáfa (Reykjavík: Forlagið, 2011).
* {{vefheimild|url=http://www.rettarheimild.is/mannanofn|titill=Mannanafnaskrá|archive-url=https://vefsafn.is/is/20041116130735/http://rettarheimild.is/mannanofn/|archive-date=16. nóvember 2004|mánuðurskoðað=10. nóvember|árskoðað=2005}}
* {{þjóðskrárheimild|nóvember 2005}}
[[Flokkur:Íslensk karlmannsnöfn]]
2wzbv8btdsmar3f8outmagx9qtob30o
Ægir (mannsnafn)
0
16757
1920675
1872222
2025-06-17T16:15:13Z
46.22.102.63
1920675
wikitext
text/x-wiki
{{aðgreiningartengill1|Ægir|[[Ægir|Ægi]], jötun í norrænni goðafræði}}
{{Íslenskt mannanafn
| nafn = Ægir
| kyn = kk
| nefnifall = Ægir
| þolfall = Ægi
| þágufall = Ægi
| eignarfall = Ægis
| eiginnöfn = 239
| millinöfn = 195
| dagsetning = júlí 2007
}}
'''Ægir''' er [[íslenskt karlmannsnafn]]. Nafnið er komið af [[Ægir|Ægi]] sem var sjávarguðinn í [[Norræn goðafræði|Norrænni goðafræði]].
== Dreifing á Íslandi ==
{{Þjóðskrártölfræði}}
<timeline>
ImageSize = width:600 height:320
PlotArea = left:40 right:10 top:40 bottom:40
AlignBars = late
DateFormat = yyyy
Period = from:1949 till:2008
TimeAxis = orientation:horizontal
ScaleMajor = unit:year increment:5 start:1950
Colors =
id:canvas value:white
id:fyrsta value: rgb(0.1,0.1,0.7)
id:seinna value: rgb(1,0.7,0)
Backgroundcolors = canvas:canvas
TextData =
pos:(5,310) textcolor:black fontsize:S
text:Fjöldi
pos:(550,20) textcolor:black fontsize:S
text:Ár
pos:(250,310) textcolor:black fontsize:M
text:Heildarfjöldi nafngifta fyrir karlmannsnafnið Ægir
pos:(50,315) textcolor:fyrsta fontsize:S
text:fyrsta nafn
pos:(50,300) textcolor:seinna fontsize:S
text:seinni nöfn
BarData =
bar:5 text:20
bar:4 text:16
bar:3 text:12
bar:2 text:8
bar:1 text:4
LineData=
color:fyrsta
width:5
at:1950 frompos:40 tillpos:65 #2
at:1951 frompos:40 tillpos:90 #4
at:1952 frompos:40 tillpos:65 #2
at:1953 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1954 frompos:40 tillpos:115 #6
at:1955 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1956 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1957 frompos:40 tillpos:65 #2
at:1958 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1959 frompos:40 tillpos:128 #7
at:1960 frompos:40 tillpos:65 #2
at:1961 frompos:40 tillpos:90 #4
at:1962 frompos:40 tillpos:90 #4
at:1963 frompos:40 tillpos:90 #4
at:1964 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1965 frompos:40 tillpos:115 #6
at:1966 frompos:40 tillpos:115 #6
at:1967 frompos:40 tillpos:115 #6
at:1968 frompos:40 tillpos:128 #7
at:1969 frompos:40 tillpos:65 #2
at:1970 frompos:40 tillpos:103 #5
at:1971 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1972 frompos:40 tillpos:90 #4
at:1973 frompos:40 tillpos:90 #4
at:1974 frompos:40 tillpos:90 #4
at:1975 frompos:40 tillpos:190 #12
at:1976 frompos:40 tillpos:128 #7
at:1977 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1978 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1979 frompos:40 tillpos:103 #5
at:1980 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1981 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1982 frompos:40 tillpos:90 #4
at:1983 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1984 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1985 frompos:40 tillpos:90 #4
at:1986 frompos:40 tillpos:90 #4
at:1987 frompos:40 tillpos:103 #5
at:1988 frompos:40 tillpos:103 #5
at:1989 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1990 frompos:40 tillpos:90 #4
at:1991 frompos:40 tillpos:65 #2
at:1992 frompos:40 tillpos:128 #7
at:1993 frompos:40 tillpos:103 #5
at:1994 frompos:40 tillpos:103 #5
at:1995 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1996 frompos:40 tillpos:103 #5
at:1997 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1998 frompos:40 tillpos:65 #2
at:1999 frompos:40 tillpos:78 #3
at:2000 frompos:40 tillpos:53 #1
at:2001 frompos:40 tillpos:90 #4
at:2002 frompos:40 tillpos:90 #4
at:2003 frompos:40 tillpos:65 #2
at:2004 frompos:40 tillpos:65 #2
at:2005 frompos:40 tillpos:115 #6
at:2006 frompos:40 tillpos:53 #1
color:seinna
width:1
at:1950 frompos:40 tillpos:53 #1
at:1951 frompos:40 tillpos:65 #2
at:1952 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1953 frompos:40 tillpos:53 #1
at:1954 frompos:40 tillpos:103 #5
at:1956 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1957 frompos:40 tillpos:53 #1
at:1958 frompos:40 tillpos:103 #5
at:1959 frompos:40 tillpos:103 #5
at:1960 frompos:40 tillpos:90 #4
at:1961 frompos:40 tillpos:65 #2
at:1962 frompos:40 tillpos:65 #2
at:1963 frompos:40 tillpos:103 #5
at:1964 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1965 frompos:40 tillpos:53 #1
at:1966 frompos:40 tillpos:53 #1
at:1967 frompos:40 tillpos:53 #1
at:1968 frompos:40 tillpos:115 #6
at:1969 frompos:40 tillpos:103 #5
at:1970 frompos:40 tillpos:128 #7
at:1971 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1972 frompos:40 tillpos:90 #4
at:1973 frompos:40 tillpos:65 #2
at:1974 frompos:40 tillpos:153 #9
at:1975 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1976 frompos:40 tillpos:115 #6
at:1977 frompos:40 tillpos:90 #4
at:1978 frompos:40 tillpos:103 #5
at:1979 frompos:40 tillpos:65 #2
at:1980 frompos:40 tillpos:128 #7
at:1981 frompos:40 tillpos:65 #2
at:1982 frompos:40 tillpos:65 #2
at:1983 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1984 frompos:40 tillpos:90 #4
at:1985 frompos:40 tillpos:65 #2
at:1986 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1987 frompos:40 tillpos:90 #4
at:1988 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1989 frompos:40 tillpos:90 #4
at:1990 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1991 frompos:40 tillpos:53 #1
at:1992 frompos:40 tillpos:78 #3
at:1993 frompos:40 tillpos:53 #1
at:1994 frompos:40 tillpos:115 #6
at:1995 frompos:40 tillpos:90 #4
at:1996 frompos:40 tillpos:53 #1
at:1997 frompos:40 tillpos:103 #5
at:1998 frompos:40 tillpos:103 #5
at:1999 frompos:40 tillpos:65 #2
at:2000 frompos:40 tillpos:78 #3
at:2001 frompos:40 tillpos:78 #3
at:2002 frompos:40 tillpos:78 #3
at:2003 frompos:40 tillpos:53 #1
at:2004 frompos:40 tillpos:128 #7
at:2005 frompos:40 tillpos:53 #1
at:2006 frompos:40 tillpos:78 #3
</timeline>
<timeline>
ImageSize = width:600 height:320
PlotArea = left:40 right:10 top:40 bottom:40
AlignBars = late
DateFormat = yyyy
Period = from:1949 till:2008
TimeAxis = orientation:horizontal
ScaleMajor = unit:year increment:5 start:1950
Colors =
id:canvas value:white
id:fyrsta value: rgb(0.1,0.1,0.7)
id:seinna value: rgb(1,0.7,0)
Backgroundcolors = canvas:canvas
TextData =
pos:(5,310) textcolor:black fontsize:S
text:Hlutfall
pos:(550,20) textcolor:black fontsize:S
text:Ár
pos:(250,310) textcolor:black fontsize:M
text:Hlutfall nafngifta fyrir karlmannsnafnið Ægir
pos:(50,315) textcolor:fyrsta fontsize:S
text:fyrsta nafn
pos:(50,300) textcolor:seinna fontsize:S
text:seinni nöfn
BarData =
bar:5 text:1 %
bar:4 text:0.8 %
bar:3 text:0.6 %
bar:2 text:0.4 %
bar:1 text:0.2 %
LineData=
color:fyrsta
width:5
at:1950 frompos:40 tillpos:58 #0.07%
at:1951 frompos:40 tillpos:75 #0.14%
at:1952 frompos:40 tillpos:58 #0.07%
at:1953 frompos:40 tillpos:63 #0.09%
at:1954 frompos:40 tillpos:83 #0.17%
at:1955 frompos:40 tillpos:63 #0.09%
at:1956 frompos:40 tillpos:60 #0.08%
at:1957 frompos:40 tillpos:53 #0.05%
at:1958 frompos:40 tillpos:60 #0.08%
at:1959 frompos:40 tillpos:85 #0.18%
at:1960 frompos:40 tillpos:53 #0.05%
at:1961 frompos:40 tillpos:68 #0.11%
at:1962 frompos:40 tillpos:65 #0.1%
at:1963 frompos:40 tillpos:65 #0.1%
at:1964 frompos:40 tillpos:60 #0.08%
at:1965 frompos:40 tillpos:78 #0.15%
at:1966 frompos:40 tillpos:78 #0.15%
at:1967 frompos:40 tillpos:80 #0.16%
at:1968 frompos:40 tillpos:85 #0.18%
at:1969 frompos:40 tillpos:55 #0.06%
at:1970 frompos:40 tillpos:75 #0.14%
at:1971 frompos:40 tillpos:60 #0.08%
at:1972 frompos:40 tillpos:63 #0.09%
at:1973 frompos:40 tillpos:63 #0.09%
at:1974 frompos:40 tillpos:65 #0.1%
at:1975 frompos:40 tillpos:108 #0.27%
at:1976 frompos:40 tillpos:80 #0.16%
at:1977 frompos:40 tillpos:60 #0.08%
at:1978 frompos:40 tillpos:58 #0.07%
at:1979 frompos:40 tillpos:68 #0.11%
at:1980 frompos:40 tillpos:58 #0.07%
at:1981 frompos:40 tillpos:58 #0.07%
at:1982 frompos:40 tillpos:63 #0.09%
at:1983 frompos:40 tillpos:58 #0.07%
at:1984 frompos:40 tillpos:58 #0.07%
at:1985 frompos:40 tillpos:68 #0.11%
at:1986 frompos:40 tillpos:65 #0.1%
at:1987 frompos:40 tillpos:70 #0.12%
at:1988 frompos:40 tillpos:68 #0.11%
at:1989 frompos:40 tillpos:58 #0.07%
at:1990 frompos:40 tillpos:63 #0.09%
at:1991 frompos:40 tillpos:53 #0.05%
at:1992 frompos:40 tillpos:78 #0.15%
at:1993 frompos:40 tillpos:68 #0.11%
at:1994 frompos:40 tillpos:68 #0.11%
at:1995 frompos:40 tillpos:58 #0.07%
at:1996 frompos:40 tillpos:68 #0.11%
at:1997 frompos:40 tillpos:58 #0.07%
at:1998 frompos:40 tillpos:53 #0.05%
at:1999 frompos:40 tillpos:60 #0.08%
at:2000 frompos:40 tillpos:48 #0.03%
at:2001 frompos:40 tillpos:65 #0.1%
at:2002 frompos:40 tillpos:65 #0.1%
at:2003 frompos:40 tillpos:53 #0.05%
at:2004 frompos:40 tillpos:53 #0.05%
at:2005 frompos:40 tillpos:73 #0.13%
at:2006 frompos:40 tillpos:48 #0.03%
color:seinna
width:1
at:1950 frompos:40 tillpos:80 #0.16%
at:1951 frompos:40 tillpos:113 #0.29%
at:1952 frompos:40 tillpos:125 #0.34%
at:1953 frompos:40 tillpos:65 #0.1%
at:1954 frompos:40 tillpos:155 #0.46%
at:1956 frompos:40 tillpos:105 #0.26%
at:1957 frompos:40 tillpos:63 #0.09%
at:1958 frompos:40 tillpos:150 #0.44%
at:1959 frompos:40 tillpos:140 #0.4%
at:1960 frompos:40 tillpos:120 #0.32%
at:1961 frompos:40 tillpos:83 #0.17%
at:1962 frompos:40 tillpos:80 #0.16%
at:1963 frompos:40 tillpos:140 #0.4%
at:1964 frompos:40 tillpos:100 #0.24%
at:1965 frompos:40 tillpos:60 #0.08%
at:1966 frompos:40 tillpos:60 #0.08%
at:1967 frompos:40 tillpos:60 #0.08%
at:1968 frompos:40 tillpos:153 #0.45%
at:1969 frompos:40 tillpos:135 #0.38%
at:1970 frompos:40 tillpos:173 #0.53%
at:1971 frompos:40 tillpos:88 #0.19%
at:1972 frompos:40 tillpos:98 #0.23%
at:1973 frompos:40 tillpos:68 #0.11%
at:1974 frompos:40 tillpos:178 #0.55%
at:1975 frompos:40 tillpos:85 #0.18%
at:1976 frompos:40 tillpos:125 #0.34%
at:1977 frompos:40 tillpos:105 #0.26%
at:1978 frompos:40 tillpos:115 #0.3%
at:1979 frompos:40 tillpos:68 #0.11%
at:1980 frompos:40 tillpos:130 #0.36%
at:1981 frompos:40 tillpos:68 #0.11%
at:1982 frompos:40 tillpos:68 #0.11%
at:1983 frompos:40 tillpos:83 #0.17%
at:1984 frompos:40 tillpos:100 #0.24%
at:1985 frompos:40 tillpos:73 #0.13%
at:1986 frompos:40 tillpos:88 #0.19%
at:1987 frompos:40 tillpos:98 #0.23%
at:1988 frompos:40 tillpos:83 #0.17%
at:1989 frompos:40 tillpos:100 #0.24%
at:1990 frompos:40 tillpos:80 #0.16%
at:1991 frompos:40 tillpos:55 #0.06%
at:1992 frompos:40 tillpos:80 #0.16%
at:1993 frompos:40 tillpos:55 #0.06%
at:1994 frompos:40 tillpos:118 #0.31%
at:1995 frompos:40 tillpos:93 #0.21%
at:1996 frompos:40 tillpos:53 #0.05%
at:1997 frompos:40 tillpos:105 #0.26%
at:1998 frompos:40 tillpos:108 #0.27%
at:1999 frompos:40 tillpos:68 #0.11%
at:2000 frompos:40 tillpos:78 #0.15%
at:2001 frompos:40 tillpos:80 #0.16%
at:2002 frompos:40 tillpos:80 #0.16%
at:2003 frompos:40 tillpos:55 #0.06%
at:2004 frompos:40 tillpos:128 #0.35%
at:2005 frompos:40 tillpos:53 #0.05%
at:2006 frompos:40 tillpos:80 #0.16%
</timeline>
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=http://www.rettarheimild.is/mannanofn|titill=Mannanafnaskrá|archive-url=https://vefsafn.is/is/20061115051547/http://www.rettarheimild.is/mannanofn|archive-date=15. nóvember 2006|mánuðurskoðað=10. nóvember|árskoðað=2005}}
* {{þjóðskrárheimild|nóvember 2005}}
[[Flokkur:Íslensk karlmannsnöfn]]
t7vh5m6a459vomicsa35fy95khwy896
Fjallkonan
0
22712
1920666
1916384
2025-06-17T13:32:54Z
Cinquantecinq
12601
/* Fjallkonan á 17. júní */ Fjallkonan 2024 og 2025
1920666
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Arnason-front.jpg|thumb|250px|right|Trérista gerð eftir þekktustu varðveittu myndrænu framsetningu fjallkonunnar. Tréristan var notuð sem formynd (e. ''frontispiece'') annars bindis ''Icelandic Legends'', þjóðsagnaútgáfu Eiríks Magnússonar og George E. J. Powell, sem kom út árið 1866.<ref>{{Cite web|url=https://baekur.is/bok/000197449/2/Icelandic|title=Bækur.is|last=Háskólabókasafn|first=Landsbókasafn Íslands-|website=baekur.is|language=is|access-date=2019-11-16}}</ref> ]]
'''Fjallkonan''' er [[þjóðartákngervingur]] [[Ísland]]s. Þjóðartákngervingar eru manngervingar þjóðar eða lands. Frægir erlendir þjóðartákngervingar eru [[Sámur frændi]], tákngervingur [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] og [[Britannía]], tákngervingur [[Bretland|Bretlands]].
== Saga Fjallkonunnar ==
=== Erlendur bakgrunnur ===
Á [[Rómantíkin|rómantíska tímabilinu]] kom upp í [[Evrópa|Evrópu]] hugmyndin um konu sem þjóðartákn. Á þessum tíma urðu til frægar táknmyndir eins og [[Híbernía]], þjóðartáknmynd [[Írland|Írlands]], [[Marianne|Maríanne]], þjóðartáknmynd [[Frakkland|Frakklands]], og [[Germanía]], þjóðartáknmynd [[Þýskaland|Þýskalands]]. Hugmyndin um kventákngerving lands og þjóðar var þó ekki ný af nálinni en eldri dæmi eru til dæmis [[Róma]], tákngervingur [[Róm|Rómaborgar]] á tímum [[Rómaveldi|Rómaveldis]], og [[Britannía]]. Ólíkt kventákngervingum frá síðari öldum, þar á meðal Fjallkonunni, voru kventákngervingar fyrri aldar jafnan gyðjur. Kventákngervingar landa og þjóða hafa stundum verið tengdir við hugmyndina um móðir jörð.<ref name=":1">{{Cite web|url=http://www.visindavefur.is/svar.php?id=6696|title=Hver er uppruni fjallkonunnar og hvaða hlutverki gegnir hún?|website=Vísindavefurinn|language=is|access-date=2019-11-16}}</ref>
=== Þróun fjallkonuímyndarinnar ===
==== Bjarni Thorarensen ====
Fyrsta þekkta notkun orðsins ''fjallkona'' er í kvæði [[Bjarni Thorarensen|Bjarna Thorarensen]] (1786–1841) ''[[Íslands minni (Eldgamla Ísafold)|Íslands minni]]'':<ref>{{Cite web|url=http://ritmalssafn.arnastofnun.is/daemi/109655|title=Ritmálssafn|website=ritmalssafn.arnastofnun.is|access-date=2019-11-16}}</ref><blockquote>
: Eldgamla Ísafold,
: ástkæra fósturmold,
: Fjallkonan fríð!
: mögum þín muntu kær
: meðan lönd gyrðir sær
: og guma girnist mær,
: gljár sól á hlíð.<ref name=":0">{{Cite web|url=http://bragi.arnastofnun.is/ljod.php?ID=3230|title=Íslands minni {{!}} BRAGI|website=bragi.arnastofnun.is|access-date=2019-11-16|archive-date=2021-10-25|archive-url=https://web.archive.org/web/20211025225012/https://bragi.arnastofnun.is/ljod.php?ID=3230|url-status=dead}}</ref></blockquote>Kvæðið var fyrst prentað árið 1819 en það er talið samið á Kaupmannahafnarárum Bjarna 1802–1811.<ref>{{Cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=992116|title=Timarit.is|last=Háskólabókasafn|first=Landsbókasafn Íslands-|website=timarit.is|language=is|access-date=2019-11-16}}</ref> Eins og í kvæðum margra íslenskra Hafnarstúdenta á rómantíska tímabilinu, þar á meðal þjóðskáldinu [[Jónas Hallgrímsson|Jónasar Hallgrímssonar]],<ref>{{Cite book|url=http://worldcat.org/oclc/939856014|title=Unir auga ímynd þinni : landið, skáldskapurinn og konan i ljóðum Jónasar Hallgrímssonar.|last=Helga Kress, 1939-|oclc=939856014}}</ref> birtist í ''Íslands minni'' heimþrá eftir fósturjörðinni. Í flestum útgáfum kvæðisins hefur sjöttu ljóðlínu kvæðisins breytt úr „og guma girnist mær“ í „gumar girnast mær“ en þann leshátt er aðeins að finna í einu handriti kvæðisins af fjórum sem gildi hafa.<ref>{{Bókaheimild|titill=Ljóðmæli Bjarna Thorarensen|útgefandi=Rannsóknastofnun í bókmenntafræði|ár=1976|höfundur=Þorleifur Hauksson|bls=180}}</ref> Í grein sem birtist í greinasafninu ''Speglanir: Konur í íslenskri bókmenntahefð og bókmenntasögu'' (2000) fjallaði [[Helga Kress]] um þessa breytingu sem er ekki í samræmi við eiginhandrit Bjarna. Hún telur að fyrri útgefendum og ýmsum öðrum karlfræðimönnum, þar á meðal [[Sigurður Nordal|Sigurði Nordal]], hafi ekki þótt viðeigandi að fjallkonan væri gerandi ljóðsins og að hún girnist karla, eðlilegra væri að karlar girntust hana.<ref>{{Cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3521556|title=Timarit.is|last=Háskólabókasafn|first=Landsbókasafn Íslands-|website=timarit.is|language=is|access-date=2019-11-16}}</ref> Helga telur að ekki sé um að ræða vísun í kynferðislega löngun fjallkonunnar í karla heldur sé fjallkonan sem móðir sem elskar syni sína og vill fá þá aftur heim frá útlöndum.<ref>{{Cite book|url=https://www.worldcat.org/oclc/50598341|title=Speglanir : konur í íslenskri bókmenntahefð og bókmenntasögu : greinasafn|last=Helga Kress.|date=2000|publisher=Háskóli Íslands|isbn=9979927348|location=Reykjavík|oclc=50598341}}</ref>
==== Eggert Ólafsson ====
Hugmyndin um konu sem tákn Íslands er þó eldri en kvæði Bjarna Thorarensens. Elsta varðveitta dæmið um hugmyndina birtist samhliða kvæði [[Eggert Ólafsson|Eggerts Ólafssonar]] ''Ofsjónir við jarðarför Lóvísu Drottningar 1752''. Með kvæðinu fylgdi myndræn framsetning ofsjónarinnar, gerð af Eggerti sjálfum. Myndin sjálf hefur glatast enda gat Eggert ekki fengið hana prentaða vegna fjárskorts. Hins vegar er varðveitt löng og nákvæm lýsing af myndinni. Í fjórða kafla lýsingarinnar er kventáknmyndinni lýst: <blockquote>
Leingst uppí dalnum, þar sem áin kemr fram, sitr kona nokkur á steini; yfir höfði henni stendr skrifað Island; hún hefir yfir sér svarta kvennskykkju þraunga; undir stuttan niðrhlut, og silfrbelti um sig, þunna skó á fótum, lítinn stinnan kraga um hálsinn, hulið höfuð með svörtu silki, og kvennhatt með silfrskildi; þessi kona hefir með öllu sorgliga ásýnd, styðr vinstri hönd undir kinn og horfir upp til himins.<ref>{{Cite book|url=http://worldcat.org/oclc/185180982|title=Kvæði Eggerts Olafssonar|last=Eggert Ólafsson, 1726-1768.|date=1974|oclc=185180982}} bls. 107-108.</ref> </blockquote>Við andlát [[Friðrik 5. Danakonungur|Friðriks V Danakonungs]] árið 1766 samdi Eggert drápu og fylgdi henni einnig myndræn framsetning. Sú mynd hefur varðveist sem og útskýring Eggerts á myndmálinu. Konan, sem Eggert kallar ýmist ''Ísland'' eða ''íslenskuna'', er í sams konar klæðum og þeim sem lýst er í ''Ofsjónum;'' dökkri síðhempu, með trafafald á höfði og barðastóran hatt þar ofan á.<ref>{{Cite web|url=http://www.sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=316474|title=Sarpur.is - Prentmynd|website=Sarpur.is|language=is|access-date=2019-11-16}}</ref> Eggert virðist ekki hafa notað heitið ''Fjallkonan'' en í lýsingu á 1766 myndinni nefnir hann hana móður. Mynd Eggerts má þó telja elstu myndrænu framsetninguna á kventákngerving Íslands.
==== Gunnlaugur Oddsson ====
Á næstu áratugum eftir að kvæði Bjarna Thorarensen birtist fetuðu mörg ljóðskáld í fótspor hans, meðal annars Sigurður Breiðfjörð, Jónas Hallgrímsson og Jón Thoroddsen. Gunnlaugur Oddsson, síðar dómkirkjuprestur, mun hafa fyrstur klætt Fjallkonuna í faldbúning.<ref name=":1" /> Fjallkona hans birtist í skálarkvæði ort fyrir minni Valgerðar Jónsdóttur biskupsfrúar í Kaupmannahöfn á jólum árið 1824. Í fyrstu tveimur erindum segir:<blockquote>
: Röðulkrýnt (sá ég) roskið sprund
: Reifað í hélu mjöll;
: Hvirflaði log um ljófa grund
: Leyptraði stjörnuhöll
: Loguðu ljósin öll;
: Landsmaðr vígðist lýðbiskup á Jólum.
: Fannhvítum hreikti faldi hátt
: Fjallkonan skörulig;
: Brimskaflar lömdu brúði þrátt,
: Brá ei við frosta rig.
: Sízt var hún sorgarlig
: Í suðurátt þá sjónareldar hvurfu.<ref>{{Cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=991987|title=Timarit.is|last=Háskólabókasafn|first=Landsbókasafn Íslands-|website=timarit.is|language=is|access-date=2019-11-16}}</ref></blockquote>Myndmál Gunnlaugs er mjög tengt náttúrunni en Fjallkonan er íklædd náttúrunni sjálfri: Hún er krýnd sólinni, reifuð snjó og höfuðbúnaður hennar er hvítur sem fönn.[[Mynd:Johann Baptiste Zwecker Lady of the Mountain Iceland.jpg|thumb|Upphafleg vatnslitamynd Zwecker, sem tréristan var gerð eftir, nú varðveitt í háskólanum í Aberystwyth. ]]
==== Johann Baptist Zwecker ====
Elsta prentaða mynd af Fjallkonunni birtist í enskri þýðingu íslenskra þjóðsagna, ''Icelandic Legends'' (1864-1866), og þekkt er mynd [[Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal|Benedikts Sveinbjarnarsonar Gröndal]] á minningarspjaldi um [[þjóðhátíðin 1874|þjóðhátíðina 1874]].
Elsta þekkta myndin af Fjallkonunni var forsíðumynd á bók enskra þýðinga íslenskra þjóðsagna, gefin út af Eiríki Magnússyni og G. E. J. Powell, ''Icelandic Legends, Collected by Jón Arnason'' (1846-66). Myndin er gerð eftir vatnslitamynd þýska myndlistamannsins Johann Baptist Zwecker eftir lýsingu Eiríks. Eiríkur lýsti myndinni í bréfi til Jóns Sigurðssonar (11 Apríl 1866) sem svo:<blockquote>Konumyndin á að tákna Ísland, því hefur hún ískórónu á höfði, sem eldar gjósa upp úr. Á öxl hennar er hrafninn, Íslands einkennilegasti fugl, Óðins forni vin og skáldanna eftirlætisgoð, fréttafugl mikill og margkunnugur. Yfir sjónum flögrar már, en yfir brimsævi tíma og sögu berast rúnakefli að landi eða upp í fang konunni, og hefur hún þegar náð einu þeirra. Þetta átti svo sem að vera symbolum (tákn) bókmenntalandsins og sögulandsins okkar. Yfir er nótt og stirndur himinn og máninn uppi. Á bak við eru fjöll, tunglroðin á eggjunum.<ref>{{Cite web|url=http://www.visindavefur.is/svar.php?id=6696|title=Hver er uppruni fjallkonunnar og hvaða hlutverki gegnir hún?|website=Vísindavefurinn|language=is|access-date=2019-11-16}}</ref></blockquote>Málverkið sjálft er varðveitt í háskólanum í Aberystwyth, Wales. Það var áður í eigu Powell, en hann ánafnaði háskólanum málverkið ásamt fleiri eigum sínum þegar hann lést 1882.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frett/fjallkonan-sjalf-er-fundin-hun-er-i-wales|title=Fjallkonan sjálf er fundin - hún er í Wales|last=aevarorn|date=2019-11-16|website=RÚV|language=en|access-date=2019-11-16}}</ref>
== Fjallkonan á 17. júní ==
Kona í gervi Fjallkonunnar kom fyrst fram á Íslendingadeginum í [[Winnipeg]] í [[Kanada]] [[1924]] og eftir lýðveldisstofnun á Íslandi [[1944]] hefur kona í [[skautbúningur|skautbúningi]] jafnan flutt ávarp fjallkonunnar við hátíðahöld á [[17. júní]]. Margar konur hafa tekið að sér hlutverk Fjallkonunnar<ref>{{Cite web|url=https://17juni.is/fjallkonan|title=Fjallkonan|date=2017-05-29|website=17. Júní|language=is|access-date=2019-11-16|archive-date=2019-11-16|archive-url=https://web.archive.org/web/20191116192453/https://17juni.is/fjallkonan|url-status=dead}}</ref> og við hátíðarhöld á [[Austurvöllur|Austurvelli]] í Reykjavík er hlutverkið jafnan í höndum ungrar leikkonu.
Fyrsta Fjallkonan á Íslandi var hin 18 ára gamla Kristjana Milla Thorsteinsson, barnabarn [[Hannes Hafstein|Hannesar Hafsteins]] og var hún valin til þess að flytja ávarp fjallkonunnar á [[Lýðveldishátíðin 1944|Lýðveldishátíðinni á Þingvöllum]] árið 1944 en ekkert varð af ávarpi hennar þrátt fyrir að hún hafi beðið uppábúin eftir að verða kölluð á svið. Sú skýring var gefin að vegna veðurs hefði ekki verið unnt að flytja ávarpið og mun það hafa verið ákvörðun þeirra sem skipulögðu hátíðarhöldin og tekin án samráðs við Kristjönu sjálfa. Í umfjöllun fjölmiðla í kjölfar lýðveldishátíðarinnar var talsvert fjallað um fjarveru fjallkonunnar en þó skýrt tekið fram að ekki væri við hana sjálfa að sakast. [[Rannveig Kristjánsdóttir]] húsmæðrakennari og þekkt kvenréttindakona, taldi fjarveru fjallkonununnar táknræna fyrir stöðu kvenna og ósýnileika þeirra við stjórnun landsins.<ref>Erla Hulda Halldórsdóttir, [http://hugras.is/2018/06/letu-fjallkonuna-hopa-af-holmi-lydveldishatidin-1944-og-veisluskrautid/ „„Þeir létu fjallkonuna hopa af hólmi“ - lýðveldishátíðin 1944 og veisluskrautið“] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20191130051701/http://hugras.is/2018/06/letu-fjallkonuna-hopa-af-holmi-lydveldishatidin-1944-og-veisluskrautid/ |date=2019-11-30 }}, ''Hugrás vefrit Hugvísindasviðs Háskóla Íslands'', 28. júní 2019. Sótt 28. nóvember 2019.</ref> Árið 2019 varð [[Aldís Amah Hamilton]], fyrst kvenna af erlendum uppruna, valin til að flytja ávarp Fjallkonunnar við hátíðarhöldin að Austurvelli.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/06/17/segir_einhver_nei_vid_thessu/|title=„Segir einhver nei við þessu?“|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2019-11-16}}</ref> Áður höfðu konur af erlendum uppruna verið í hlutverki Fjallkonunnar við hátíðarhöld á 17. júní í öðrum bæjarfélögum, til dæmis árið 2002 er Brynja Muditha Dan Gunnarsdóttir flutti ávarp Fjallkonunnar í Hafnarfirði.<ref>[https://www.mbl.is/greinasafn/grein/674087/ „Fjallkona ættuð frá framandi landi“], ''Morgunblaðið'', 19. júní 2002. Sótt 29. nóvember 2019.</ref>
=== Fjallkonutal í Reykjavík ===
{| class="wikitable"
|+
!Ár
!Fjallkona
|-
|'''2025'''
|[[Katrín Halldóra Sigurðardóttir]]
|-
|'''2024'''
|[[Ebba Katrín Finnsdóttir]]
|-
|'''2023'''
|Arndís Hrönn Egilsdóttir
|-
|''2022''
|Sylwia Zajkowska
|-
|''2021''
|Hanna María Karlsdóttir
|-
|''2020''
|[[Edda Björgvinsdóttir]]
|-
|''2019''
|Aldís Amah Hamilton
|-
|''2018''
|[[Sigrún Edda Björnsdóttir]]
|-
|''2017''
|Þóra Einarsdóttir
|-
|''2016''
|[[Linda Ásgeirsdóttir]]
|-
|''2015''
|[[Katla Margrét Þorgeirsdóttir]]
|-
|''2014''
|Valgerður Guðnadóttir
|-
|''2013''
|[[Selma Björnsdóttir]]
|-
|''2012''
|Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
|-
|''2011''
|Vigdís Hrefna Pálsdóttir
|-
|''2010''
|[[Unnur Ösp Stefánsdóttir]]
|-
|''2009''
|Elva Ósk Ólafssdóttir
|-
|''2008''
|[[Elma Lísa Gunnarsdóttir]]
|-
|''2007''
|[[Sólveig Arnarsdóttir]]
|-
|''2006''
|Elsa G Björnsdóttir og [[Tinna Hrafnsdóttir]]
|-
|''2005''
|[[Þrúður Vilhjálmsdóttir]]
|-
|''2004''
|[[Brynhildur Guðjónsdóttir]]
|-
|''2003''
|Inga María Valdemarsdóttir
|-
|''2002''
|[[Nína Dögg Filippusdóttir]]
|-
|''2001''
|Þórunn Lárusdóttir
|-
|''2000''
|Jóhanna Vigdís Arnardóttir
|-
|''1999''
|[[Þórey Sigþórsdóttir]]
|-
|''1998''
|[[Helga Braga Jónsdóttir]]
|-
|'''1997'''
|[[Halldóra Geirharðsdóttir]]
|-
|''1996''
|Margrét Vilhjálmsdóttir
|-
|''1995''
|Sigrún Sól Ólafsdóttir
|-
|''1994''
|[[Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir]]
|-
|''1993''
|[[Ólafía Hrönn Jónsdóttir]]
|-
|''1992''
|Halldóra Rósa Björnsdóttir
|-
|''1991''
|Margrét Kristín Pétursdóttir
|-
|''1990''
|María Ellingsen
|-
|''1989''
|María Sigurðardóttir
|-
|''1988''
|Þórdís Arnljótsdóttir
|-
|''1987''
|Guðný Ragnarsdóttir
|-
|''1986''
|Sigurjóna Sverrisdóttir
|-
|''1985''
|[[Sólveig Pálsdóttir]]
|-
|''1984''
|Guðrún Þórðardóttir
|-
|''1983''
|Lilja Þórisdóttir
|-
|''1982''
|Helga Jónsdóttir
|-
|''1981''
|Helga Þ. Stephensen
|-
|''1980''
|Saga Jónsdóttir
|-
|''1979''
|[[Tinna Gunnlaugsdóttir]]
|-
|''1978''
|Edda Þórarinsdóttir
|-
|''1977''
|[[Ragnheiður Steindórsdóttir]]
|-
|''1976''
|Helga Bachmann (2)
|-
|''1975''
|Anna Kristín Arngrímsdóttir
|-
|''1974''
|Halla Guðmundsdóttir
|-
|''1973''
|Valgerður Dan Jónsdóttir (2)
|-
|''1972''
|Margrét Helga Jóhannsdóttir
|-
|'''1971'''
|Kristbjörg Kjeld (2)
|-
|'''1969'''
|Valgerður Dan Jónsdóttir
|-
|'''1968'''
|Brynja Benediktsdóttir
|-
|'''1967'''
|Sigríður Þorvaldsdóttir
|-
|'''1966'''
|Margrét Guðmundsdóttir
|-
|'''1965'''
|Guðrún Ásmundsdóttir
|-
|'''1964'''
|Gerður Hjörleifsdóttir (2)
|-
|'''1963'''
|Kristín Anna Þórarinsdóttir
|-
|'''1962'''
|[[Kristbjörg Kjeld]]
|-
|'''1961'''
|Sigríður Hagalín
|-
|'''1960'''
|Þóra Friðriksdóttir
|-
|'''1959'''
|Bryndís Pétursdóttir
|-
|'''1958'''
|Helga Bachmann
|-
|'''1957'''
|Helga Valtýsdóttir
|-
|'''1956'''
|Anna Guðmundsdóttir
|-
|'''1955'''
|Guðbjörg Þorbjarnadóttir
|-
|'''1954'''
|Gerður Hjörleifsdóttir
|-
|'''1953'''
|[[Herdís Þorvaldsdóttir]]
|-
|'''1952'''
|Þóra Borg
|-
|'''1951'''
|Guðrún Indriðadóttir
|-
|'''1950'''
|Arndís Björnsdóttir
|-
|'''1949'''
|Regína Þórðardóttir
|-
|'''1948'''
|Anna Borg
|-
|'''1947'''
|Alda Möller
|-
|'''1944'''
|Kristjana Milla Thorsteinsson
|}
== Önnur notkun Fjallkonuhugtaksins ==
[[Fjallkonan (tímarit)|Samnefnt tímarit]] var gefið út, fyrst hálfsmánaðarlega og síðar vikulega, í [[Reykjavík]] frá [[1884]] til [[1911]].
==Tenglar==
* {{Vísindavefurinn|6696|Hver er uppruni fjallkonunnar og hvaða hlutverki gegnir hún?}}
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20050624205441/www.midja.is/david/textar/default.asp?Id=482 Eldgamla Ísafold]
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20051101002634/www.hitthusid.is/category.aspx?catID=1980 Fjallkonutal]
{{wikiorðabók|fjallkonan}}
== Tilvísanir ==
<references/>
[[Flokkur:Þjóðartákn Íslands]]
[[Flokkur:Þjóðgervingar]]
2xyellpyf22bhbr3hf2ma8ewlyd1gi2
Notandaspjall:130.208.247.2
3
24155
1920690
1471062
2025-06-17T19:35:37Z
Snaevar-bot
20904
fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920690
wikitext
text/x-wiki
== Varðandi BASIC (forritunarmál) og Forritunarmálið BASIC ==
Hæ,
Velkomin(n) á Wikipedia og takk fyrir greinina um BASIC.
Mig langaði bara til að benda þér á að ef þú þarft að hafa tvo mismunandi titla á sömu greininni, þá má gera það þannig að búa fyrst til greinina sjálfa undir "aðaltitlinum", og svo "aukatitilinn" með því að búa til aðra grein, en setja í hana #REDIRECT [ [Aðalgrein] ] (án bilanna).
Svo má líka benda á [[Wikipedia:Handbók]] fyrir meiri upplýsingar.
Gangi þér vel,
--[[Notandi:Gdh|Gdh]] 7. mars 2006 kl. 17:49 (UTC)
== HR-tríóið ==
Halló, halló! Nú er búið að eyða greininni um HR-tríóið í tvígang enda telst það ekki [[Wikipedia:Markverðugleiki|markvert]] í Wikipedia-skilningi. Vinsamlegast finndu annað efni til að skrifa um, gangi þér vel! — ''[[Notandi:Jóna Þórunn|Jóna Þórunn]]'' 29. mars 2008 kl. 18:32 (UTC)
== Skemmdarverk ==
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
hgzeqxlduedl972gop9om89uqxhuse5
Notandaspjall:82.112.90.2
3
30898
1920691
1849853
2025-06-17T19:35:50Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920691
wikitext
text/x-wiki
Hæ, tilraun þín {{#if:1200|á 1200 }} tókst og hefur verið fjarlægð, ef þú vilt gera frekari tilraunir vinsamlegast notaðu [[Wikipedia:Sandkassinn|sandkassann]] til að gera þær. Ef þú vilt hjálpa til á Wikipedia geturu lesið [[Wikipedia:Kynning|kynninguna fyrir byrjendur]] og [[Wikipedia:Handbók|handbókina]].--[[Notandi:Jóna Þórunn|Jóna Þórunn]] 14:02, 30 ágúst 2006 (UTC)
Hæ, tilraun þín {{#if:Lítla Dímun|á Lítla Dímun }} tókst og hefur verið fjarlægð, ef þú vilt gera frekari tilraunir vinsamlegast notaðu [[Wikipedia:Sandkassinn|sandkassann]] til að gera þær. Ef þú vilt hjálpa til á Wikipedia geturu lesið [[Wikipedia:Kynning|kynninguna fyrir byrjendur]] og [[Wikipedia:Handbók|handbókina]].--[[Notandi:Jóna Þórunn|Jóna Þórunn]] 09:17, 20 september 2006 (UTC)
== Skemmdarverk ==
{{Viðvörunartákn}}
Skemmdarverk þitt var skráð niður, en hefur nú verið fjarlægt. Ef þú heldur áfram skemmdarstarfsemi áttu von á banni í einhvern tíma. Ef þú ákveður á hinn bóginn að hjálpa til við Wikipedia geturðu lesið [[Wikipedia:Kynning|kynninguna]], þar sem þú getur lesið um verkefnið. --[[Notandi:Jóna Þórunn|Jóna Þórunn]] 09:14, 29 september 2006 (UTC)
Þú ert komin/nn í bann. Njóttu frísins. --[[Notandi:Jóna Þórunn|Jóna Þórunn]] 11:32, 9 nóvember 2006 (UTC)
sgbfdbw9qu393ee372cdy6h6ff1w1oa
Leikfélag Reykjavíkur
0
33308
1920768
1913011
2025-06-18T08:03:14Z
2A01:6F02:31B:9FE1:1849:FC72:3C42:AB9B
1920768
wikitext
text/x-wiki
'''Leikfélag Reykjavíkur''' er [[leikfélag]] sem stofnað var [[11. janúar]] [[1897]] í þeim tilgangi að standa fyrir [[leiksýning]]um í [[Reykjavík]]. Leikfélagið er það elsta á Íslandi sem hefur starfað án hlés frá stofnun.<ref name="LR">[http://www.borgarleikhus.is/leikhusid/leikfelag-reykjavikur/ Leikfélag Reykjavíkur. Ágrip af sögu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins.] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20150830002400/http://www.borgarleikhus.is/leikhusid/leikfelag-reykjavikur/ |date=2015-08-30 }}, Skoðað 30. ágúst 2015.</ref> Félagið rekur [[Borgarleikhúsið]] við Listabraut í Reykjavík en frá upphafi og til ársins [[1989]] starfaði það í [[Iðnó]] við [[Tjörnin]]a. Leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur á árunum 1972 til 1980 var [[Vigdís Finnbogadóttir]] en hún gegndi því starfi þar til hún tók við embætti forseta Íslands.
== Saga félagsins ==
Fyrsta opinbera leiksýningin á Íslandi var haldin árið 1854 í Reykjavík þegar gamanleikurinn ''Pak'' eftir [[Thomas Overskou]] var frumsýndur.<ref>{{cite web |url=http://www.leikminjasafn.is/greinar/1854/ |title=1854: Fyrsta opinbera leiksýning á Íslandi. |access-date=2015-08-31 |archive-date=2016-03-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160305174033/http://www.leikminjasafn.is/greinar/1854/ |url-status=dead }}</ref> Í kjölfari var stofnaður [[Kúlissusjóðurinn]] en hann leigði út leikmuni, búninga og tjöld.<ref>{{cite web |url=http://www.leikminjasafn.is/greinar/1866/ |title=1866: Kúlissusjóður stofnaður. |access-date=2015-08-31 |archive-date=2016-03-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160305213747/http://www.leikminjasafn.is/greinar/1866/ |url-status=dead }}</ref> Við stofnun fékk Leikfélag Reykjavíkur eignir Kúlissusjóðsins en leiksýningar félagsins voru haldnar í hinu nýbyggða Iðnaðarmannahúsi (Iðnó).
Leikfélag Reykjavíkur var áhugamannaleikfélag til ársins 1963 þegar [[Sveinn Einarsson]] varð fyrsti atvinnuleikhússtjóri félagsins. Leikarar fengu laun fyrir að taka þátt í sýningarkvöldum en starf félagsins fór fram utan dagvinnutíma því flestir meðlimar unnu annað aðalstarf.<ref name="LR" />
Þegar [[Þjóðleikhúsið]] var stofnað árið 1949 voru margir félagar Leikfélags Reykjavíkur ráðnir þangað. Þjóðleikhúsið fékk jafnframt flestar eignir félagsins. Þetta hafði neikvæð áhrif á starfsemi félagsins til skamms tíma en leiddi til ákveðinnar endurskipulagningar á starfseminni til lengri tíma.
Leikfélagið var alla tíð leigjandi í Iðnó en eftir að það varð atvinnuleikhús var leitað að stærri sýningarrýmum. Leikið var í [[Tjarnarbíó|Tjarnarbíói]], í [[Austurbæjarbíó|Austurbæjarbíói]] og í vöruskemmu við Grandaveg.<ref name="LR" /> Ákveðað var að byggja nýtt húsnæði fyrir starfsemi LR í samvinnu við Reykjavíkurborg. Húsið reis við Listabraut í Reykjavík og var nefnt [[Borgarleikhúsið]] og var tekið í notkun í október 1989.
== Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur frá 1963 ==
* [[Sveinn Einarsson]] 1963–1972
* [[Vigdís Finnbogadóttir]] 1972–1980
*[[Stefán Baldursson]] og [[Þorsteinn Gunnarsson]] 1980–1983
*[[Stefán Baldursson]] 1983–1987
*[[Hallmar Sigurðsson]] 1987–1991
*[[Sigurður Hróarsson]] 1991–1996
*[[Viðar Eggertsson]] 1996
*[[Þórhildur Þorleifsdóttir]] 1996–2000
*[[Guðjón Pedersen]] 2000–2008
*[[Magnús Geir Þórðarson]] 2008–2014
*[[Kristín Eysteinsdóttir]] 2014–2020<ref name="LR" />
*[[Brynhildur Guðjónsdóttir]] 2020-2025
*Egill Heiðar Anton Pálsson 2025-
== Tilvísanir ==
<references/>
== Heimildir ==
*[[Sveinn Einarsson]], ''Leikhúsið við Tjörnina'', Almenna Bókafélagið, 1972
*[[Sveinn Einarsson]], ''Níu ár í neðra'', Almenna bókafélagið, 1984.
*[[Þórunn Valdimarsdóttir]] og [[Eggert Þór Bernharðsson]], ''Leikfélag Reykjavíkur, Aldarsaga'', Leikfélags Reykjavíkur og Mál og menningar, 1997.
* [http://www.leikminjasafn.is/leikhus.html ''Íslensk leikhús'' eftir Jón Viðar Jónsson; grein birt á vef Leikminjasafns Íslands] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130919134417/http://leikminjasafn.is/leikhus.html |date=2013-09-19 }}, skoðað þann 19. nóvember 2013.
== Tenglar ==
* [http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3312191 ''Á hundrað ára afmæli LR''; Lesbók Morgunblaðsins 1997]
* [http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3294528 ''Leikhúsið Iðnó''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1972]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4356168 ''Leikfjelag Reykjavíkur 40 ára''; grein í Fálkanum 1937]
{{Leiklistarsamband Íslands}}
[[Flokkur:Íslensk leikfélög]]
[[Flokkur:Reykjavík]]
{{s|1897}}
0gbwccc3ina0tsnqr6kv3xepl82onyj
1920770
1920768
2025-06-18T09:03:15Z
Berserkur
10188
Tók aftur breytingu frá [[Special:Contributions/2A01:6F02:31B:9FE1:1849:FC72:3C42:AB9B|2A01:6F02:31B:9FE1:1849:FC72:3C42:AB9B]] ([[User talk:2A01:6F02:31B:9FE1:1849:FC72:3C42:AB9B|spjall]]), til baka í síðustu útgáfu frá [[User:89.160.188.158|89.160.188.158]]
1913011
wikitext
text/x-wiki
'''Leikfélag Reykjavíkur''' er [[leikfélag]] sem stofnað var [[11. janúar]] [[1897]] í þeim tilgangi að standa fyrir [[leiksýning]]um í [[Reykjavík]]. Leikfélagið er það elsta á Íslandi sem hefur starfað án hlés frá stofnun.<ref name="LR">[http://www.borgarleikhus.is/leikhusid/leikfelag-reykjavikur/ Leikfélag Reykjavíkur. Ágrip af sögu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins.] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20150830002400/http://www.borgarleikhus.is/leikhusid/leikfelag-reykjavikur/ |date=2015-08-30 }}, Skoðað 30. ágúst 2015.</ref> Félagið rekur [[Borgarleikhúsið]] við Listabraut í Reykjavík en frá upphafi og til ársins [[1989]] starfaði það í [[Iðnó]] við [[Tjörnin]]a.
== Saga félagsins ==
Fyrsta opinbera leiksýningin á Íslandi var haldin árið 1854 í Reykjavík þegar gamanleikurinn ''Pak'' eftir [[Thomas Overskou]] var frumsýndur.<ref>{{cite web |url=http://www.leikminjasafn.is/greinar/1854/ |title=1854: Fyrsta opinbera leiksýning á Íslandi. |access-date=2015-08-31 |archive-date=2016-03-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160305174033/http://www.leikminjasafn.is/greinar/1854/ |url-status=dead }}</ref> Í kjölfari var stofnaður [[Kúlissusjóðurinn]] en hann leigði út leikmuni, búninga og tjöld.<ref>{{cite web |url=http://www.leikminjasafn.is/greinar/1866/ |title=1866: Kúlissusjóður stofnaður. |access-date=2015-08-31 |archive-date=2016-03-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160305213747/http://www.leikminjasafn.is/greinar/1866/ |url-status=dead }}</ref> Við stofnun fékk Leikfélag Reykjavíkur eignir Kúlissusjóðsins en leiksýningar félagsins voru haldnar í hinu nýbyggða Iðnaðarmannahúsi (Iðnó).
Leikfélag Reykjavíkur var áhugamannaleikfélag til ársins 1963 þegar [[Sveinn Einarsson]] varð fyrsti atvinnuleikhússtjóri félagsins. Leikarar fengu laun fyrir að taka þátt í sýningarkvöldum en starf félagsins fór fram utan dagvinnutíma því flestir meðlimar unnu annað aðalstarf.<ref name="LR" />
Þegar [[Þjóðleikhúsið]] var stofnað árið 1949 voru margir félagar Leikfélags Reykjavíkur ráðnir þangað. Þjóðleikhúsið fékk jafnframt flestar eignir félagsins. Þetta hafði neikvæð áhrif á starfsemi félagsins til skamms tíma en leiddi til ákveðinnar endurskipulagningar á starfseminni til lengri tíma.
Leikfélagið var alla tíð leigjandi í Iðnó en eftir að það varð atvinnuleikhús var leitað að stærri sýningarrýmum. Leikið var í [[Tjarnarbíó|Tjarnarbíói]], í [[Austurbæjarbíó|Austurbæjarbíói]] og í vöruskemmu við Grandaveg.<ref name="LR" /> Ákveðað var að byggja nýtt húsnæði fyrir starfsemi LR í samvinnu við Reykjavíkurborg. Húsið reis við Listabraut í Reykjavík og var nefnt [[Borgarleikhúsið]] og var tekið í notkun í október 1989.
== Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur frá 1963 ==
* [[Sveinn Einarsson]] 1963–1972
* [[Vigdís Finnbogadóttir]] 1972–1980
*[[Stefán Baldursson]] og [[Þorsteinn Gunnarsson]] 1980–1983
*[[Stefán Baldursson]] 1983–1987
*[[Hallmar Sigurðsson]] 1987–1991
*[[Sigurður Hróarsson]] 1991–1996
*[[Viðar Eggertsson]] 1996
*[[Þórhildur Þorleifsdóttir]] 1996–2000
*[[Guðjón Pedersen]] 2000–2008
*[[Magnús Geir Þórðarson]] 2008–2014
*[[Kristín Eysteinsdóttir]] 2014–2020<ref name="LR" />
*[[Brynhildur Guðjónsdóttir]] 2020-2025
*Egill Heiðar Anton Pálsson 2025-
== Tilvísanir ==
<references/>
== Heimildir ==
*[[Sveinn Einarsson]], ''Leikhúsið við Tjörnina'', Almenna Bókafélagið, 1972
*[[Sveinn Einarsson]], ''Níu ár í neðra'', Almenna bókafélagið, 1984.
*[[Þórunn Valdimarsdóttir]] og [[Eggert Þór Bernharðsson]], ''Leikfélag Reykjavíkur, Aldarsaga'', Leikfélags Reykjavíkur og Mál og menningar, 1997.
* [http://www.leikminjasafn.is/leikhus.html ''Íslensk leikhús'' eftir Jón Viðar Jónsson; grein birt á vef Leikminjasafns Íslands] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130919134417/http://leikminjasafn.is/leikhus.html |date=2013-09-19 }}, skoðað þann 19. nóvember 2013.
== Tenglar ==
* [http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3312191 ''Á hundrað ára afmæli LR''; Lesbók Morgunblaðsins 1997]
* [http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3294528 ''Leikhúsið Iðnó''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1972]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4356168 ''Leikfjelag Reykjavíkur 40 ára''; grein í Fálkanum 1937]
{{Leiklistarsamband Íslands}}
[[Flokkur:Íslensk leikfélög]]
[[Flokkur:Reykjavík]]
{{s|1897}}
2i1q1aekt8osmqngaocv2wyoeukhdzp
Notandaspjall:213.220.93.202
3
33730
1920692
412448
2025-06-17T19:36:00Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920692
wikitext
text/x-wiki
==Fjarlægt==
Bulli ykkar á [[Andri Gústavsson]], [[Teitur Pétursson]], [[Síbonk]] og [[Gísli þór gíslason]] hefur verið eytt. --[[Notandi:Stalfur|Stalfur]] 11:30, 21 nóvember 2006 (UTC)
=="Ég er bestur"==
Nei. Þú ert það ekki. --[[Notandi:BiT|Baldur Blöndal]] 31. janúar 2008 kl. 11:52 (UTC)
6oufn50edho5pcjf8av93hnijzz3qbm
Notandaspjall:213.213.132.250
3
36605
1920693
803584
2025-06-17T19:36:06Z
Snaevar-bot
20904
fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920693
wikitext
text/x-wiki
== Tolli ==
Jæja, hvernig væri að læra frekar íslensku en að halda því fram að Tolli sé hræsnari í kvenkyni? Þú átt yfir höfði þér bann ef þú hættir ekki þessu bulli. --[[Notandi:Jóna Þórunn|Jóna Þórunn]] 15:03, 23 janúar 2007 (UTC)
:Þú lærir ekki? Slakaðu á í nokkra daga. --[[Notandi:Jóna Þórunn|Jóna Þórunn]] 15:04, 23 janúar 2007 (UTC)
== Skemmdarverk ==
{{Viðvörunartákn}}
Skemmdarverk þitt var skráð niður, en hefur nú verið fjarlægt. Ef þú heldur áfram skemmdarstarfsemi áttu von á banni í einhvern tíma. Ef þú ákveður á hinn bóginn að hjálpa til við Wikipedia geturðu lesið [[Wikipedia:Kynning|kynninguna]], þar sem þú getur lesið um verkefnið. — ''[[Notandi:Jóna Þórunn|Jóna Þórunn]]'' 10. október 2008 kl. 10:28 (UTC)
{{skemmdarverk}}
s0iln0pgvgc9pfptgy5f3t2xy030l29
Þjóðleikhúsið
0
36920
1920762
1910764
2025-06-18T01:47:45Z
2A01:6F02:315:521:F98F:4547:DB99:ED34
/* Húsið reist */
1920762
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Iceland-Reykjavik-National-Theatre-1.jpg|thumb|right|Þjóðleikhúsið.]]
'''Þjóðleikhúsið''' er [[leikhús]] í [[Reykjavík]] sem var vígt árið [[1950]]. Leikhúsið er rekið að einum fjórða hluta með sjálfsaflafé en þrem fjórðu hlutum með framlagi af fjárlögum.{{heimild vantar}}
== Saga ==
=== Aðdragandi ===
Árið 1873, þegar þjóðerniskennd Íslendinga fór sífellt vaxandi, varpaði [[Indriði Einarsson]] fyrst fram hugmyndum um byggingu Þjóðleikhúss í símskeyti til [[Sigurður Guðmundsson (málari)|Sigurðar Guðmundssonar]] málara. Indriði greindi svo formlega frá hugmyndum sínum í tímaritinu [[Skírnir|Skírni]] árið 1905. Árið 1922 komu fram hugmyndir um að skemmtanaskattur skyldi renna til byggingar þjóðleikhúss. Þær hugmyndir voru lögfestar ári síðar. 1925 skilaði byggingarnefnd af sér fyrstu teikningum. [[Guðjón Samúelsson]] hannaði bygginguna.
=== Húsið reist ===
[[Mynd:Reykjavik Toneeltoren van de Stadsschouwburg Links een personenauto met een re, Bestanddeelnr 190-0442.jpg|thumb|Þjóðleikhúsið árið 1934.]]
Árið 1929 var grunnur hússins tekinn og næstu tvö ár risu útveggir þessa nýja leikhúss. 1932 hættu stjórnvöld að láta skemmtanaskatt renna til leikhússins og stöðvuðust framkvæmdir því til ársins 1941. Eftir það voru framkvæmdir engar, því sama ár var leikhúsið hernumið af [[breski herinn|breska hernum]] sem notaði húsið sem hergagnageymslu. Íslensk stjórnvöld brugðu síðan á sama ráð og voru nokkur ráðuneyti með skjalageymslur þar sem í dag eru rafmagnstöflur fyrir stóra sviðið. Eftir að Bretar yfirgáfu húsið var unnið hörðum höndum að því að breyta því í leikhús og var Þjóðleikhúsið formlega vígt þann [[20. apríl]] árið 1950. [[Þjóðleikhúskjallarinn]] var opnaður árið eftir.
=== Breytingar á húsnæði ===
Í upphafi var aðeins eitt [[leiksvið]], stóra sviðið, sem er útbúið [[snúningssvið]]i sem enn er notað í dag í nánast óbreyttri mynd. Grunnur hringsviðsins er smíðaður úr járni úr gömlu [[Ölfusárbrú]]nni sem hrundi 1944. Í stóra salnum voru tvennar svalir auk hliðarstúka. Árið 1968 var byggt við húsið til austurs og það húsnæði nýtt sem smíðaverkstæði. Á sjöunda áratugnum var opnað minna svið, fyrst í húsnæði við Lindargötu 9, síðan var það flutt yfir í Leikhúskjallarann og loks yfir í húsnæði leikhússins í kjallara Lindargötu 7 [[Íþróttahús Jóns Þorsteinssonar|Íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar]]. Árið 1990 voru aðrar svalirnar fjarlægðar og halli aukinn í salnum. Þessum framkvæmdum lauk ári síðar. Um svipað leyti var smíðaverkstæðinu breytt í leikhús.
Á árunum 2006 til 2007 var ráðist í viðgerðir á þaki og ytra byrði hússins. Árið 2006 var opnað nýtt svið, Kassinn, á efri hæð hússins við Lindargötu 7 og skömmu síðar var hætt að nota smíðaverkstæðið sem leikhús. Í dag eru starfrækt þrjú leiksvið í Þjóðleikhúsinu, stóra sviðið sem tekur 445 til 499 manns í sæti, Kassinn með um 140 sæti, og Kúlan sem tekur um 100 manns í sæti.
== Þjóðleikhússtjórar frá upphafi ==
* Guðlaugur Rósinkranz 1949-1972
* Sveinn Einarsson 1972-1983
* [[Gísli Alfreðsson]] 1983-1991
* Stefán Baldursson 1991-2004
* [[Tinna Gunnlaugsdóttir]] 2005-2014
* [[Ari Matthíasson]] 2015-2019
* [[Magnús Geir Þórðarson]] 2020-
== Draugagangur ==
Í turninum, upphækkuninni yfir Stóra sviðinu, eru göngubrýr til að auðvelda starfsmönnum að athafna sig við ljósavinnu o.fl. Í brúnum er sagt að breskur hermaður hafi slasast á hernámsárunum og að hann gangi aftur og geri blásaklausum ríkisstarfsmönnum lífið leitt. En í húsinu eru líka margir ranghalar og dimm herbergi þar sem furðulegir hlutir geta átt sér stað og telja starfsmenn lítinn vafa á því að allmargir leikhúsdraugar hafi aðsetur í Þjóðleikhúsinu.
== Tenglar ==
* [http://www.leikhusid.is/ Heimasíða Þjóðleikhússins]
* [http://www.althingi.is/lagas/nuna/1998138.html Leiklistarlög]
* [http://timarit.is/?issueID=418012&pageSelected=0&lang=0 ''Faðir Þjóðleikhússins''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1950]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* [http://timarit.is/?issueID=411481&pageSelected=8&lang=0 ''Hlutverk Þjóðleikhússins''; grein í Morgunblaðinu 1950]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* [http://timarit.is/?issueID=411505&pageSelected=11&lang=0 ''Þjóðleikhúsbyggingunni aflað tekna''; frétt í Morgunblaðinu 1950]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* [http://timarit.is/?issueID=429157&pageSelected=6&lang=0 ''Um breytingar á Þjóðleikhúsinu''; grein í Morgunblaðinu 1990]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
{{stubbur|menning}}
{{Leiklistarsamband Íslands}}
{{Friðuð hús í Reykjavík}}
[[Flokkur:Opinberar stofnanir]]
[[Flokkur:Íslenskar ríkisstofnanir]]
[[Flokkur:Miðborg Reykjavíkur]]
[[Flokkur:Leikhús í Reykjavík]]
[[Flokkur:Byggingar eftir Guðjón Samúelsson]]
d9p48oxwx79t6ptyl78kvzyv2r532au
Ægir
0
42856
1920674
1878896
2025-06-17T16:12:57Z
46.22.102.63
1920674
wikitext
text/x-wiki
{{Aðgreiningartengill1|mannsnafnið [[Ægir (mannsnafn)|Ægir]]. "Ægir" getur einnig átt við Mánaðarrit um fiskiveiðar og farmennsku [[Ægir (Mánaðarrit)|Ægir]]}}
'''Ægir''' er [[jötunn]] í [[Norræn goðafræði|norræni goðafræði]] og konungur hafsins. Kona hans er [[Rán (norræn goðafræði)|Rán]] og með henni á hann [[Ægisdætur|níu dætur]]: Báru, Blóðughöddu, Bylgju, Dúfu, Hefringu, Himinglævu, Hrönn eða Dröfn, Kólgu og Unni. Ægir er jafnframt íslenskt karlmannsnafn.
{{Norræn goðafræði}}
{{Stubbur}}
[[Flokkur:Jötnar]]
h018eekj6tajurzyflfa8j2cytewccb
Notandaspjall:82.112.92.1
3
43443
1920694
247245
2025-06-17T19:36:11Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920694
wikitext
text/x-wiki
Ef þú vilt vera með eitthvern fíblagang þá mæli ég með http://en.wikipedia.org/wiki/Uncyclopedia --[[Notandi:Steinninn|Steinninn]] 16:02, 30 apríl 2007 (UTC)
Þetta er Grunnskólanettengin sem mikið af unglingum nota. Bannið stendur yfir í eitt ár, en notendur nettengingarinnar geta þó [http://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Kerfissíða:Userlogin&type=signup stofnað nýjann aðgang] og haldið þannig áfram að skrifa á Wikipedia. Hinsvegar gæti verið að það verði hindrað líka í framtíðinni ef það verður misnotað. --[[Notandi:Steinninn|Steinninn]] 13:54, 16 maí 2007 (UTC)
ia2hlpdn0bh06f67sehcgv4jp4xzwwj
Notandaspjall:213.220.104.185
3
43954
1920695
1426877
2025-06-17T19:36:13Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920695
wikitext
text/x-wiki
Það hafa komið alskonar góðar færslur, en aðalega slæmar, frá þessari IP tölu. Líklega notuð af fleyrum en einni tölvu. --[[Notandi:Steinninn|Steinninn]] <sup>([[Notandaspjall:Steinninn|spjall]])</sup> 09:21, 24 maí 2007 (UTC)
:Ég fékk bréf frá kerfisstjóra Garðaskóla, sem segir þetta vera sína IP-tölu. --[[Notandi:BiT|Baldur Blöndal]] 19. janúar 2008 kl. 20:25 (UTC)
{{Skemmdarverk}}
{{Skemmdarverk}}
{{Skemmdarverk}}
{{Skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
38wlt8hp4gg2ki5sl5bzkj4io64gzv7
Notandaspjall:194.144.119.66
3
44998
1920696
1088205
2025-06-17T19:36:15Z
Snaevar-bot
20904
fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920696
wikitext
text/x-wiki
== Tryggvi Gunnarsson ==
Eins og þú sást þá getur hver sem er sett inn hvaða efni sem er inn á Wikipediu. Hins vegar tókstu væntanlega eftir því að tilraunir þínar, sem stóðust ekki efniskröfur Wikipediu, voru þurrkaðar út nokkrum mínútum eftir að þær voru settar inn. Skemmdarverk og bull lifir sjaldnast lengur en í nokkra tíma á Wikipedium, og oftast aðeins í fáeinar mínútur. Varðandi áreiðanleika Wikipediu þá má nefna athugun sem tímaritið ''Nature'' gerði, sem og sem tímaritið ''BBC Focus''[http://en.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Wikipedia_Signpost/2006-04-17/Focus_comparison] gerði þar sem Wikipedia kom svipað og jafn vel aðeins betur út en lávarður alfræðiritanna, Britannica. --[[Notandi:Stalfur|Stalfur]] 15:16, 8 júní 2007 (UTC)
{{Skemmdarverk}}
81enybazk0ny306qab4ttsb1taqr4aj
Penélope Cruz
0
49834
1920753
1646233
2025-06-17T23:23:44Z
Berserkur
10188
1920753
wikitext
text/x-wiki
{{Leikari
| name = Penélope Cruz
| image = Penélope Cruz @ 2010 Academy Awards (cropped).jpg
| imagesize = 250px
| caption = Penélope Cruz á Óskarsverðlaunahátíðinni 2010
| birthdate = {{Fæðingardagur og aldur|1974|4|28}}
| deathdate =
| location = {{ESP}} [[Madríd]], [[Spánn|Spáni]]
| birthname = Penélope Cruz Sánchez
| notable role =
| occupation(s)=
| years active = 1990 -
}}
'''Penélope Cruz''' (f. [[28. apríl]] [[1974]]) er [[Spánn|spænsk]] leikkona.
Hún vakti mikla athygli sem ung leikkona í kvikmyndum á borð við [[Jamón, Jamón]], [[La Niña de tus ojos]] og [[Belle époque]]. Hún hefur einnig leikið í mörgum [[Bandaríkin|bandarískum]] myndum eins og [[Blow]], [[Vanilla Sky]] og [[Vicky Christina Barcelona]]. Hún er kannski betur þekkt fyrir verk sín með spænska leikstjóranum [[Pedro Almodóvar]] í [[Los abrazos rotos]], [[Volver]] og [[Todo sobre mi madre]].
Cruz hefur unnið þrenn Goya-verðlaun, tvenn evrópsk kvikmyndaverðlaun og verið valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í [[Cannes]]. Árið 2009 vann hún Óskarsverðlaunin fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki, Goyu- og BAFTA-verðlaun fyrir hlutverk sitt í [[Vicky Christina Barcelona]]. Hún er fyrsta spænska konan til þess að vinna Óskarsverðlaun.
Cruz er gift leikaranum [[Javier Bardem]] og á með honum tvö börn.
== Hlutverk í kvikmyndum ==
{{Hreingera}
{| class="wikitable"
|- bgcolor="#CCCCCC"
! Ár !! Mynd !! Hlutverk
|-
| [[1992]] || ''[[Jamón, jamón]]'' || Silvia
|-
| [[1992]] || ''[[Belle Époque]]'' || Luz
|-
| [[1997]] || ''[[Abre los ojos]]'' || Sofía
|-
| [[1997]] || ''[[Carne trémula]]'' || Isabel Plaza Caballero
|-
| [[1999]] || ''[[Todo sobre mi madre]]'' || Sister María Rosa Sanz
|-
| [[2000]] || ''[[All the Pretty Horses]]'' || Luisa
|-
| [[2000]] || ''[[Woman on Top]]'' || Isabella Oliveira
|-
| [[2001]] || ''[[Blow]]'' || Mirtha Jung
|-
| [[2001]] || ''[[Captain Corelli's Mandolin]]'' || Pelagia
|-
| [[2001]] || ''[[Vanilla Sky]]'' || Sofia Serrano
|-
| [[2003]] || ''[[Fanfan la tulipe]]'' || Adeline La Franchise
|-
| [[2003]] || ''[[Gothika]]'' || Chloe Sava
|-
| [[2004]] || ''[[Head in the Clouds]]'' || Mia
|-
| [[2004]] || ''[[Don't Move (film)|Non ti muovere]]'' || Italia
|-
| [[2004]] || ''[[Noel]]'' || Nina Vasquez
|-
| [[2005]] || ''[[Sahara]]'' || Eva Rojas
|-
| [[2006]] || ''[[Chromophobia]]'' || Gloria
|-
| [[2006]] || ''[[Bandidas]]'' || María Álvarez
|-
| [[2006]] || ''[[Volver]]'' || Raimunda
|-
| [[2007]] || ''[[Manolete]]'' || Antoñita "Lupe" Sino
|-
| [[2007]] || ''[[The Good Night]]'' || Anna
|-
| [[2007]] || ''[[The Loop]]'' ||
|-
| [[2007]] || ''[[Passion India]]'' ||
|}
{{stubbur|æviágrip|kvikmynd}}
{{f|1974}}
{{DEFAULTSORT:Cruz, Penélope}}
[[Flokkur:Óskarsverðlaunahafar í flokki bestu leikkonu í aukahlutverki]]
[[Flokkur:Spænskir leikarar]]
tekl6dnh4atdsnbcbxenhck0mmbrhzt
Unnur Ösp Stefánsdóttir
0
50543
1920677
1850148
2025-06-17T16:45:01Z
Berserkur
10188
1920677
wikitext
text/x-wiki
'''Unnur Ösp Stefánsdóttir''' (fædd [[6. apríl]] [[1976]]) er íslensk leikkona. Sambýlismaður hennar er Björn Thors og eiga þau þrjú börn.
== Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum ==
{| class="wikitable"
|-
!Ár !! Kvikmynd/Þáttur !! Hlutverk !! Athugasemdir og verðlaun
|-
|'''[[1995]]'''||''[[Nei er ekkert svar]]''||Veislugestur||
|-
|'''[[2002]]'''||''[[Reykjavik Guesthouse: Rent a Bike]]''|| ||Leikstjóri og handsritshöfundur
|-
|rowspan="3"|'''[[2004]]'''||''[[Kaldaljós]]''||Kona í móttöku||
|-
| ''[[Dís (kvikmynd)|Dís]]''||Laufey||
|-
| ''[[Áramótaskaupið 2004]]''|| ||
|-
|rowspan="2"|'''[[2006]]'''||''[[Góðir gestir]]''||Vinkona á barnum||
|-
| ''[[Áramótaskaupið 2006]]''|| ||
|-
|'''[[2017]]'''||''[[Fangar]]''||||
|-
|}
== Tenglar ==
* {{imdb nafn|1156465}}
{{stubbur|æviágrip|leikari|Ísland}}
[[Flokkur:Íslenskar leikkonur]]
[[Flokkur:Handhafar Hinnar íslensku fálkaorðu]]
{{f|1976}}
k4zbnpi7ij5w55bcg89q5eq7g7rah4c
Notandaspjall:193.4.142.75
3
54766
1920697
420962
2025-06-17T19:36:17Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920697
wikitext
text/x-wiki
Skamm, skamm, komin/nn í bann. — ''[[Notandi:Jóna Þórunn|Jóna Þórunn]]'' 11. febrúar 2008 kl. 11:41 (UTC)
db53t5jt1ctcxbk65xl1op11w13nrot
Skollakambur
0
54769
1920689
1686325
2025-06-17T19:17:31Z
Sv1floki
44350
1920689
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Skollakambur
| color = lightgreen
| image = Blechnum_spicant_%28fertile_and_sterile_fronts%29.jpg
| image_width = 250px
| divisio = [[Byrkningar]] (''Pteridophyta'')
| classis = [[Burknar]] (''Pteridopsida'')
| ordo = [[Burknabálkur]] (''Polypodiales'')
| familia = [[Skollakambsætt]] (''Blechnaceae'')
| genus = [[Skollakambar]] (''Struthiopteris'')
| species = '''Skollakambur''' (''S. spicant'')
| binomial = Struthiopteris spicant
| binomial_authority = (Lange) Wasowicz & Gabriel y Galán
| synonyms = ''Blechnum spicant'' <small>([[Carl von Linné|L.]]) [[James Edward Smith|Sm.]]</small>
}}
'''Skollakambur''' ([[fræðiheiti]]: ''Struthiopteris spicant'') er [[burkni]] sem er algengur um alla [[Evrópa|Evrópu]].
Á [[Ísland]]i er skollakambur fremur sjaldgæfur en vex á láglendi þar sem snjóþyngsli eru mjög mikil í fjörðum á [[Vestfirðir|Vestfjörðum]], [[Norðurland]]i og [[Austfirðir|Austfjörðum]]. Smávaxinn burkni, [[tunguburkni]] (''Struthiopteris fallax'') var áður talinn vera [[var.|afbrigði]] skollakambs en er nú flokkaður sem sértegund. Tunguburkni vex í [[jarðhiti|jarðhita]] við [[Deildartunguhver]] en er ekki þekktur annars staðar og er hann alfriðaður.
{{Stubbur|líffræði}}
{{wikiorðabók|Skollakambur}}
{{commonscat|Struthiopteris spicant|Skollakamb}}
{{wikilífverur|Struthiopteris spicant|Skollakamb}}
[[Flokkur:Skollakambar]]
[[Flokkur:Burknar]]
[[Flokkur:Plöntur á Íslandi|Burknar]]
7u5r8sxbovzf6dymkw7xhek8y1xfj9f
Notandaspjall:82.221.47.198
3
59897
1920698
564986
2025-06-17T19:36:20Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920698
wikitext
text/x-wiki
Jæja litlu asnar, er ekki skólatími hjá ykkur? Farið að læra eitthvað. --[[Notandi:BiT|Baldur Blöndal]] 25. janúar 2008 kl. 10:44 (UTC)
:Vissirðu að orðið "plebbi" er komið af latneska orðinu ''plebs''? Í [[Róm]] til forna þýddi "Plebbi" einhver almennur borgari, bara eins og þú og ég. Tja, kannski ekki eins og ég en örugglega eins og þú. Ég vona að þú hafir lært eitthvað af þessu vegna þess að næsta skipti sem þú bætir svona drasli þá mun ég fucking blocka þig af internetinu mínu. --[[Notandi:BiT|Baldur Blöndal]] 25. janúar 2008 kl. 11:02 (UTC)
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
gnwwp6i8pxvi66rzrl2oii1tspjsifn
Notandaspjall:82.148.67.67
3
60048
1920699
1434379
2025-06-17T19:36:24Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920699
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
eszzw0y2dsjq2k1ilhtyjuam22n728w
Javier Bardem
0
62464
1920754
1646201
2025-06-17T23:25:08Z
Berserkur
10188
1920754
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Javier Bardem Cannes 2018.jpg|thumb|right|Javier Bardem]]
'''Javier Ángel Encinas Bardem''' (f. [[1. mars]] [[1969]]) er [[Spánn|spænskur]] [[leikari]] sem er þekktastur fyrir leik sinn í [[Enska|enskumælandi]] myndum eins og ''[[Before Night Falls]]'' og ''[[No Country for Old Men]]'' en í hinni síðarnefndu leikur hann ''Anton Chigurh'' og hlaut [[Óskarinn]] sem karlleikari í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína.
Bardem er giftur leikkonunni [[Penélope Cruz]] og á með henni tvö börn.
{{Stubbur|æviágrip}}
{{DEFAULTSORT:Bardem, Javier}}
{{f|1969}}
[[Flokkur:Óskarsverðlaunahafar í flokki besta karlleikara í aukahlutverki]]
[[Flokkur:Spænskir leikarar]]
ovae020unekr2o857jpg72fgindginv
Notandaspjall:82.148.70.2
3
64324
1920700
1177185
2025-06-17T19:36:29Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920700
wikitext
text/x-wiki
Farðu frekar og æfðu þig í réttritun :) — ''[[Notandi:Jóna Þórunn|Jóna Þórunn]]'' 10. apríl 2008 kl. 10:27 (UTC)
:Æfðu þig í nokkur ár og komdu svo aftur. — ''[[Notandi:Jóna Þórunn|Jóna Þórunn]]'' 10. apríl 2008 kl. 10:30 (UTC)
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
dae0u55xk4zlg8y1tvxprva9h3cyr9d
Hjörsey
0
68692
1920749
1897991
2025-06-17T21:44:37Z
Steinninn
952
Rétt í þessu
1920749
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Hjörsey.jpg|thumb|Hjörsey.]]
'''Hjörsey''' er [[eyja]] suður af [[Álftárós]] á [[Mýrar|Mýrum]] í [[Faxaflói|Faxaflóa]]. Eyjan er 5,5 km² að flatarmáli og því þriðja stærsta eyja<ref>Landshagir 2015, Hagstofa Íslands 2015, s. 416.</ref> við [[Ísland]]. Hún er vel gróin og þar var lengi stórbýli, og margbýli um skeið. Í eynni var kirkja, sem lögð var niður árið [[1896]]. Hægt er að komast á fæti frá meginlandinu til eyjarinnar á [[fjara|fjöru]] þegar [[stórstraumsfjara|stórstreymt]] er.
== Heimild ==
* {{bókaheimild|höfundur=Björn Hróarsson|titill= Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar|útgefandi=Mál og menning|ár=1994|ISBN= 9979-3-0657-2}}
[[Flokkur:Eyjar við Ísland]]
[[Flokkur:Borgarbyggð]]
642p6uwmtn09tmp7116mfddy9trfwsc
Stuðmenn
0
72168
1920756
1901030
2025-06-17T23:51:09Z
Berserkur
10188
1920756
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
|heiti = Stuðmenn
|mynd =
|stærð = 250px
|myndatexti =
|nefni =
|uppruni = [[Reykjavík]], [[Ísland|Íslandi]]
|stefna = [[Popp]]
|ár = 1970–í dag
| útgefandi =
| samvinna =
| vefsíða = http://www.studmenn.com
| meðlimir = [[Jakob Frímann Magnússon]]<br />[[Valgeir Guðjónsson]]<br />[[Ásgeir Óskarsson]]<br />[[Ragnhildur Gísladóttir]]<br />Ómar Guðjónsson<br />[[Stefanía Svavarsdóttir]]<br />[[Eyþór Ingi Gunnlaugsson]]
| fyrri_meðlimir = Gylfi Kristinsson<br />Ragnar Danielsen<br />[[Egill Ólafsson]]<br />[[Sigurður Bjóla]]<br />[[Þórður Árnason]]<br />[[Tómas Magnús Tómasson]]
}}
[[Mynd:Med allt a hreinu vhs.jpg|thumb|Hulstur fyrri kvikmyndar þeirra [[Með allt á hreinu]] frá 1982.]]
'''Stuðmenn''' er [[Ísland|íslensk]] [[popp]]hljómsveit stofnuð árið [[1970]] í [[Menntaskólinn við Hamrahlíð|Menntaskólanum við Hamrahlíð]]. Fyrsta [[smáskífa]] sveitarinnar, ''Honey, will you marry me?'', kom þó ekki út fyrr en árið [[1974]]. Upprunalegir meðlimir hljómsveitarinnar voru [[Jakob Frímann Magnússon]], [[Valgeir Guðjónsson]], Gylfi Kristinsson og Ragnar Danielsen. Stuðmenn tóku upp ''[[Sumar á Sýrlandi]]'' sem kom út sumarið 1975 og sló rækilega í gegn. Þá höfðu gengið til liðs við sveitina þeir [[Tómas Magnús Tómasson|Tómas Tómasson]], [[Egill Ólafsson]] og [[Sigurður Bjóla]]. Platan var sett upp sem hálfgildings [[konseptplata]] sem lýsti á gamansaman hátt þróun skemmtanamenningar Íslendinga úr brennivínsmenningu í hippamenningu. Ári síðar fylgdu þeir henni eftir með ''[[Tívolí (hljómplata)|Tívolí]]'' sem var meira hreinræktað og pólitískt konseptverk og varð líka gríðarvinsæl. Þá hafði Þórður Árnason gítarleikari gengið til liðs við Stuðmenn. Árið 1978 stofnuðu Egill, Tómas, [[Ásgeir Óskarsson]] og [[Þórður Árnason]] [[framúrstefnurokk]]sveitina [[Þursaflokkurinn|Þursaflokkinn]] sem gaf út fjórar hljómplötur á næstu fjórum árum. Valgeir hélt til Noregs í nám og Jakob var búsettur í London og síðar Los Angeles þar sem hann hljóðritaði nokkrar sólóplötur, m.a. fyrir Warner Brothers, Capitol og Golden Boy, sem hann fylgdi eftir með tónleikaferðum auk þess að hljóðrita og leika á tónleikum með hljómsveit Long John Baldry, Kevin Ayers o.fl.
Árið 1982 gerðu Stuðmenn kvikmyndina ''[[Með allt á hreinu]]'' ásamt [[pönk]]hljómsveitinni [[Grýlurnar|Grýlunum]] í leikstjórn [[Ágúst Guðmundsson|Ágústs Guðmundssonar]]. Kvikmyndin sló í gegn og hljómplata með lögum úr myndinni varð ekki síður vinsæl. Tveimur árum síðar gerði hljómsveitin kvikmyndina ''[[Hvítir mávar]]'' þar sem dýpra var á húmornum, enda náði hún ekki að slá við vinsældum fyrri myndarinnar þótt lögin úr henni yrðu mörg feykivinsæl, svo sem lagið „Búkalú“ sem var mánuðum saman í efstu sætum vinsældalista. Árið 1984 hélt hljómsveitin fræga [[útihátíð]] í [[Atlavík]] þar sem [[Ringo Starr]] kom fram.
Árið 1986 hélt hljómsveitin í tónleikaferð til [[Kína]] í boði kínversku stjórnarinnar. Rætt var um að Stuðmenn hefðu verið önnur vestræna popphljómsveitin sem hélt tónleika í Kína á eftir hljómsveitinni [[Wham!]]. Hljómsveitin kom fram á tólf tónleikum. Heimildarmyndin ''[[Strax í Kína]]'' var gerð um ferðina. Eftir Kína-ævintýrið tók við nokkuð hlé þar sem meðlimir hljómsveitarinnar einbeittu sér að eigin verkefnum. Árið 1987 innleiddu Stuðmenn söngvarakeppnina [[Látúnsbarkinn|Látúnsbarkann]], eins konar forvera Idol-keppninnar og sama ár kom út ''Á gæsaveiðum''. Eftir útgáfu þeirrar plötu dró Valgeir sig út úr hljómsveitinni næstu tvo áratugi. Árið 1989 kom út ''Listin að lifa'' og 1990 ''Hve glöð er vor æska''. Eftir það tók aftur við hlé þar til út komu ''Ærlegt sumarfrí'', ''Hvílík þjóð!'' ,''EP+'' 1997 og 1998. Samstarfsverkefni Stuðmanna og [[Karlakórinn Fóstbræður|Karlakórsins Fóstbræðra]], tónleikaplatan Íslenskir karlmenn sló öll sölumet árið 1998, en skífan seldist í 25.000 eintökum.
Eftir aldamótin hafa m.a. komið út stór safnplata ''Tvöfalda bítið'', hljómleikaplatan ''Á stóra sviðinu'' og hljómplatan ''Á Hlíðarenda''. Árið 2004 gerðu Stuðmenn síðan framhald af kvikmyndinni ''Með allt á hreinu'', ''[[Í takt við tímann]]'', með Ágústi Guðmundssyni og hljómsveitinni [[Quarashi]]. Samnefnd plata kom út sama ár.
Árið 2004 lék hljómsveitin m.a. í Tívolí í Kaupmannahöfn, 2005 í Royal Albert Hall í London, 2006 í Jazz Philharmonic Hall í St. Pétursborg og 2007 í Circus í Kaupmannahöfn.
Vorið 2009 kom hljómsveitin fram á minningartónleikum tileinkuðum [[Rúnar Júlíusson|Rúnari Júlíussyni]] í Laugardalshöll. Auk stofnendnanna Jakobs og Valgeirs var hljómsveitin þar skipuð hrynparinu Tómasi og Ásgeiri, gítarleikaranum Ómari Guðjónssyni og tveimur ungum forsöngvurum, Stefaníu Svavarsdóttur og Eyþóri Inga Gunnlaugssyni. Sá síðastnefndi er nafni hljómborðs- og slagverksleikarans Eyþórs Gunnarssonar sem starfað hefur með Stuðmönnum frá 1998.
Í maí 2009 gáfu Stuðmenn út smáskífu sem var tileinkuð Rúnari Júlíussyni samhliða því að flytja lokalag handknattleikskvikmyndarinnar Gott silfur gulli betra.
==Verk==
===Hljómplötur===
* ''Sumar á Sýrlandi'' (1975)
* ''Tívolí'' (1976)
* ''Með allt á hreinu'' (1982)
* ''Tórt verður til trallsins'' (1983)
* ''Grái fiðringurinn'' (1983)
* ''Kókostré og hvítir mávar'' (1985)
* ''Í góðu geimi'' (1985)
* ''Strax'' – sem hljómsveitin Strax (1987)
* ''Á gæsaveiðum'' (1987)
* ''Listin að lifa'' (1989)
* ''Hve glöð er vor æska'' (1990)
* ''Stuðmenn'' – safnplata (1993)
* ''Ærlegt sumarfrí'' – safnplata (1997)
* ''Hvílík þjóð'' (1998)
* ''EP+'' (1998)
* ''Íslenskir karlmenn'' [[Karlakórinn Fóstbræður]] syngur Stuðmannalög (1998)
* ''Í bláum skugga'' – bók með textum, gítargripum og ljósmyndum (2000)
* ''Tvöfalda bítið'' – safnplata (2001)
* ''Á stóra sviðinu'' – tónleikaplata (2002)
* ''Á Hlíðarenda'' (2003)
* ''6 geysers & a bird'' (2004)
* ''Í takt við tímann'' (2004)
* ''Stuðmenn í Royal Albert Hall '' (2005)
* ''Tapað fundið'' – Frummenn, fyrsta útgáfa Stuðmanna (2006)
* ''Astralterta - Með allt á hreinu'' (2012)
* ''Stuðmenn Á Stórtónleikum Í Hörpu'' (2012)
* ''Tívolí - Tónleikar Í Hörpu'' (2014)
* ''Sumar Á Sýrlandi - Tónleikar Í Hörpu'' (2015)
* ''Astraltertukubbur : Ásgeir Óskarsson'' (2017)
* ''Lög Allra Landsmanna - Safnplata'' (2020)
===Kvikmyndir===
* ''[[Með allt á hreinu]]'' (1982)
* ''[[Hvítir mávar]]'' (1984)
* ''[[Strax í Kína]]'' – heimildarmynd (1987)
* ''[[Í takt við tímann]]'' (2004)
* ''[[Royal Albert Hall 24.03 2005]]'' – tónleikar (2005)
===Bækur===
* Illugi Jökulsson, ''Draumur okkar beggja'', Reykjavík, Iðunn, 1983.
* Þórarinn Þórarinsson '' Í bláum skugga'', Reykjavík, Mál og Mynd, 2000
==Tengt efni==
* [[Spilverk þjóðanna]]
* [[Þursaflokkurinn]]
* [[Jakob Frímann Magnússon]]
* [[Valgeir Guðjónsson]]
* [[JFM]]
* [[Jack Magnet]]
* [[Jolli & Kóla]]
==Tenglar==
* [http://www.studmenn.com Vefur Stuðmanna]
* [https://glatkistan.com/2022/12/07/studmenn/ Saga Stuðmanna á Glatkistunni]
[[Flokkur:Íslenskar rokkhljómsveitir]]
[[Flokkur:Íslenskar popphljómsveitir]]
{{s|1970}}
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
dj2072q9s0vdhvw2d1jka3r7pczvlkt
Notandaspjall:213.167.147.210
3
73103
1920701
1235241
2025-06-17T19:36:32Z
Snaevar-bot
20904
fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920701
wikitext
text/x-wiki
== Skemmdarverk ==
{{Viðvörunartákn}}
Skemmdarverk þitt var skráð niður, en hefur nú verið fjarlægt. Ef þú heldur áfram skemmdarstarfsemi áttu von á banni í einhvern tíma. Ef þú ákveður á hinn bóginn að hjálpa til við Wikipedia geturðu lesið [[Wikipedia:Kynning|kynninguna]], þar sem þú getur lesið um verkefnið. — ''[[Notandi:Jóna Þórunn|Jóna Þórunn]]'' 20. janúar 2009 kl. 14:15 (UTC)
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
9wqbdxzxtgvoeqih81emp7ojdawwral
Notandaspjall:82.148.71.170
3
73808
1920702
1430371
2025-06-17T19:38:46Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920702
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{ábending|Ottó Tulinius|ábending=erlent mál}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
gp75kikpxaen2dsw8xxooum91akah1x
Notandaspjall:82.148.67.157
3
73999
1920703
1468064
2025-06-17T19:38:50Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920703
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
== Leiðindi í skóla ==
Ef leiðindi í skólanum eru að drepa ykkur þá er [http://uncyclopedia.wikia.com/wiki/Main_Page Unencyclopedia] betri vettvangur til að fíflast á en Wikipedia. Það er rugl-útgáfa af Wikipediu þar sem sannleikurinn er illa séður. --[[Notandi:Stalfur|Stalfur]] 14. október 2009 kl. 09:49 (UTC)
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
ivmn6oqlgatgj0e3304d8j1dvi3vba5
Notandaspjall:194.144.97.127
3
75103
1920704
713850
2025-06-17T19:38:51Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920704
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
h8lmv03y8sswmtaj2dw0ydbf8hun749
Notandaspjall:212.30.251.228
3
75762
1920705
750311
2025-06-17T19:38:53Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920705
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
h8lmv03y8sswmtaj2dw0ydbf8hun749
Notandaspjall:78.40.248.119
3
75788
1920706
812149
2025-06-17T19:38:55Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920706
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
ow318yhr58fqso8hyuikwbyhyd6byel
Notandaspjall:157.157.192.133
3
78030
1920707
718182
2025-06-17T19:38:57Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920707
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
h8lmv03y8sswmtaj2dw0ydbf8hun749
Notandaspjall:194.144.51.114
3
79338
1920709
734943
2025-06-17T19:39:15Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920709
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
h8lmv03y8sswmtaj2dw0ydbf8hun749
Notandaspjall:194.144.81.85
3
79339
1920710
734942
2025-06-17T19:39:19Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920710
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
h8lmv03y8sswmtaj2dw0ydbf8hun749
Notandaspjall:85.220.57.192
3
79525
1920711
736926
2025-06-17T19:39:23Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920711
wikitext
text/x-wiki
{{Skemmdarverk}}
d0hktqkq9dyp2fhfx61tqfqinsw40g3
Notandaspjall:85.197.216.198
3
79647
1920712
739187
2025-06-17T19:39:26Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920712
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
h8lmv03y8sswmtaj2dw0ydbf8hun749
Notandaspjall:157.157.175.177
3
79655
1920713
739389
2025-06-17T19:39:34Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920713
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
7erujb22qxwmok7i5b2wcd47jxohgvw
Notandaspjall:85.220.118.141
3
79673
1920714
739714
2025-06-17T19:39:37Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920714
wikitext
text/x-wiki
{{Skemmdarverk}}
d0hktqkq9dyp2fhfx61tqfqinsw40g3
Notandaspjall:194.18.184.15
3
80307
1920716
749853
2025-06-17T19:42:04Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920716
wikitext
text/x-wiki
{{Skemmdarverk}}
d0hktqkq9dyp2fhfx61tqfqinsw40g3
Notandaspjall:82.148.66.254
3
80621
1920717
1473514
2025-06-17T19:42:10Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920717
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
eg03w0ema9p9ukbgyc4ex9qdprw937n
Notandaspjall:82.148.70.194
3
80940
1920718
1196920
2025-06-17T19:42:22Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920718
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
{{tilraun}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
0dln3hguafs3vtec2rsz6oojkonfmv4
Notandaspjall:82.148.73.151
3
81709
1920719
1365178
2025-06-17T19:42:25Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920719
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
sd0tbipa5j4mmv1oc00oaon3i7zn9aa
Notandaspjall:82.148.72.2
3
82111
1920720
1351350
2025-06-17T19:42:28Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920720
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
mk1ef5hx5l28m824yoamykfrlzasxyg
Notandaspjall:157.157.171.92
3
82323
1920721
775411
2025-06-17T19:42:31Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920721
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
h8lmv03y8sswmtaj2dw0ydbf8hun749
Notandi:Gurkubondinn
2
82456
1920782
1178401
2025-06-18T10:53:26Z
Gurkubondinn
11672
1920782
wikitext
text/x-wiki
{{#babel:is|en-4|sv-4|stærðfræði|Ubuntu}}
Samkvæmt þjóðartrú þá ræktar Gúrkubóndinn A-gúrkur lengst inn í dal.
nhq0cldbup6fwn0v6c2puajioldten1
1920783
1920782
2025-06-18T10:53:48Z
Gurkubondinn
11672
1920783
wikitext
text/x-wiki
{{#babel:is|en-5|sv-5|stærðfræði|Ubuntu}}
Samkvæmt þjóðartrú þá ræktar Gúrkubóndinn A-gúrkur lengst inn í dal.
nu4fmrx6fljo216c77mmf9161kak46t
1920784
1920783
2025-06-18T10:54:04Z
Gurkubondinn
11672
1920784
wikitext
text/x-wiki
{{#babel:is|en-6|sv-6|stærðfræði|Ubuntu}}
Samkvæmt þjóðartrú þá ræktar Gúrkubóndinn A-gúrkur lengst inn í dal.
nngj29srrg7dwroclgl2nvii8pkrq90
1920785
1920784
2025-06-18T10:58:15Z
Gurkubondinn
11672
1920785
wikitext
text/x-wiki
{{#babel:is|sv|en-4|stærðfræði|Ubuntu}}
Samkvæmt þjóðartrú þá ræktar Gúrkubóndinn A-gúrkur lengst inn í dal.
q4wtsufmglum39k6vyph0fg7gofs5cp
1920786
1920785
2025-06-18T11:00:29Z
Gurkubondinn
11672
1920786
wikitext
text/x-wiki
{{#babel:is|sv|en-4|stærðfræði|Ubuntu}}
Samkvæmt þjóðartrú þá ræktar Gúrkubóndinn A-gúrkur lengst inn í dal.
[[en:User:Gurkubondinn]]
4z32u28kgd12s9jiwlkepxrxwlk1c6f
Notandaspjall:157.157.76.197
3
82473
1920722
777241
2025-06-17T19:42:35Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920722
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
h8lmv03y8sswmtaj2dw0ydbf8hun749
Kosningar
0
82787
1920663
1717652
2025-06-17T13:16:21Z
89.160.152.63
1920663
wikitext
text/x-wiki
'''Kosningar''' eru formleg [[ákvörðun|ákvarðanataka]] þar sem hópur manna kýs aðila í ákveðið [[embætti]]. Kosningar hafa verið notaðar til vals á slíkum fulltrúa í [[fulltrúalýðræði]] frá því á [[18. öld]]. Kosningar til embættis geta verið á stigi þjóð[[þing]]a, [[framkvæmdavald]]sins eða [[dómsvald]]sins, til [[fylki]]s- eða [[sveitarfélag|sveitarstjórna]]. Utan [[stjórnmál]]a eru kosningar notaðar hjá [[frjáls félagasamtök|frjálsum félagasamtökum]], [[hlutafélag|hlutafélögum]] og öðrum [[fyrirtæki|fyrirtækjum]]. Misjafnt er hvaða aðferðir eru notaðar í kosningum en algengast er að notast sé við meirihlutakosningu eða hlutfallskosningu.
== Tengt efni ==
* [[Alþingiskosningar]]
* [[Kosningaréttur]]
* [[Kosningaskylda]]
* [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi]]
== Tenglar ==
{{Commonscat|Elections|Kosningar}}
* [http://www.ipu.org/parline-e/parlinesearch.asp PARLINE gagnagrunnur um þjóðþing með niðurstöðu kosninga frá árinu 1966]
* [http://www.electionguide.org ElectionGuide.org — Umfjöllun um kosningar í löndum um heim allan]
* [http://www.parties-and-elections.de parties-and-elections.de: Gagnagrunnur með öllum kosningum í Evrópu frá 1945]
* [http://www.aceproject.org ACE Electoral Knowledge Network]
* [http://www.angus-reid.com/tracker/ Angus Reid Global Monitor: Election Tracker] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20060108113500/http://www.angus-reid.com/tracker/ |date=2006-01-08 }}
* [http://www.idea.int/esd/world.cfm IDEA tafla með kosningakerfum heimsins] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20051015024923/http://www.idea.int/esd/world.cfm |date=2005-10-15 }}
* [http://www.eurela.org European Election Law Association (Eurela)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20050220174520/http://www.eurela.org/ |date=2005-02-20 }}
* [http://kosningasaga.wordpress.com/ Kosningasaga]
{{stubbur|stjórnmál}}
[[Flokkur:Stjórnmál]]
ekux16xv9bhkixa69kcurc1wx7uayea
Notandaspjall:194.144.113.75
3
83556
1920723
796630
2025-06-17T19:42:38Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920723
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
h8lmv03y8sswmtaj2dw0ydbf8hun749
Notandaspjall:81.15.56.145
3
91979
1920724
1086754
2025-06-17T19:42:40Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920724
wikitext
text/x-wiki
{{tilraun}}
{{tilraun}}
7yupbv33vxlyeqlvg270csneiizvfxk
Tolli
0
92523
1920679
1708770
2025-06-17T16:50:31Z
Berserkur
10188
1920679
wikitext
text/x-wiki
'''Þorlákur Kristinsson Morthens''' (fæddur [[3. október]] [[1953]]), betur þekktur sem '''Þorlákur Morthens''' eða '''Tolli''' er [[Ísland|íslenskur]] [[myndlist]]armaður sem hefur verið þekktur fyrir [[Landslagsmálverk|landslags]] og [[Abstraktlist|abstrakt]] verk sín síðan á [[1981-1990|9. áratugnum]]. Verk Tolla eru meðal annars í eigu [[Listasafn Íslands|Listasafns Íslands]], [[Listasafn Reykjavíkur|Listasafns Reykjavíkur]] og Listasafns [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]], auk nokkurra stofnana í [[Evrópa|Evrópu]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]. Hann er bróðir [[Bubbi Morthens|Bubba Morthens]].
Tolli er fæddur og uppalinn í [[Reykjavík]]. Hann hefur málað og teiknað frá unga aldri og kom frá listrænu heimili. Hann hóf nám við [[Mndlista- og handíðaskóli Íslands|Myndlista- og handíðaskóla Íslands]] árið [[1978]] og lauk þar prófi úr nýlistadeild árið [[1983]]. Eftir það fór hann í [[Hochschule der Künste]] í [[Vestur-Berlín]] undir handleiðslu Karl-Horst Hödicke [[prófessor]]s og sneri heim [[1985]] og hefur starfað sem myndlistarmaður síðan. Fram að því hafði hann stundað sjómennsku við Íslandsstrendur, jafnt á fiskibátum og [[Togari|togurum]]. Hann var einnig farandaverkamaður í ýmsum sjávarplássum víða um Ísland og [[skógarhögg]]smaður í [[Noregur|Norður-Noregi]].
Fyrstu sýningar Tolla voru í [[Reykjavík]] og á [[Akureyri]] árið [[1982]] og fyrsta einkasýning hans var síðan í [[Gúmmívinnustofan|gúmmívinnustofunni]] í Reykjavík árið [[1984]]. Árin [[1982]] – [[1992]] sýndi hann tuttugu og tvær einkasýningar hér á landi og erlendis, og tók þátt í sautján samsýningum.
Tolli hefur rekið vinnustofu í [[Berlín]] og efnt til sýninga í [[Þýskaland]]i, [[Danmörk]]u, [[Mónakó]], [[Bretland]]i, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]]. Hann hefur einnig reynt fyrir sér í tónlist og gaf út tvær plötur með hljómsveitinni [[Ikarus]].
== Heimildir ==
* [Án höfundar]. [Án ártals] ''„Þorlákur Kristinsson (Tolli)“'' Mosfellsbær. http://www.mos.is/Menningogmannlif/Listaverk/ListaverkieiguMosfellsbaejar/thorlakurkristinssontolli{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* [Án höfundar]. 1992. ''„Spilin stokkuð Myndlist Eiríkur Þorláksson Þorlákur Kristinsson, Tolli,“'' Mbl.is. http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=93756
* [Án höfundar]. 2005. ''„Prófessorinn“'' Tolli.is. http://wayback.vefsafn.is/wayback/20081117000441/asp.internet.is/tolliweb/Icelandic/Blog.aspx
* [Án höfundar]. 2005. ''„Umsögn frá 2004“'' Tolli.is. http://wayback.vefsafn.is/wayback/20081117000441/asp.internet.is/tolliweb/Icelandic/Blog.aspx
* Aðalsteinn Ingólfsson. [Án ártals]. „Skruna“ Tolli.is http://wayback.vefsafn.is/wayback/20081117000443/asp.internet.is/tolliweb/Icelandic/Bio.aspx
* Sverrir. 1996. ''„Þeir bræður Þorlákur Kristinsson og Bubbi Morthens eru“'' Mbl.is http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=268265
== Tenglar ==
* [https://glatkistan.com/2018/01/04/tolli-morthens/ Glatkistan]
[[Flokkur:Handhafar Hinnar íslensku fálkaorðu]]
[[Flokkur:Íslenskir myndlistarmenn]]
{{f|1953}}
8tr7gg4uf5by1ldcdovuvt7sgozok5c
Notandaspjall:194.144.87.28
3
93683
1920725
1013550
2025-06-17T19:42:44Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920725
wikitext
text/x-wiki
{{tilraun}}
{{skemmdarverk}}
{{skemmdarverk}}
iphi3s73qdiwofzouduqybylq603pql
Notandaspjall:95.68.127.163
3
99716
1920726
1079283
2025-06-17T19:42:54Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920726
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
Please block indefinite now, because you are very stupid and i will kill you.--[[Kerfissíða:Framlög/95.68.127.163|95.68.127.163]] 28. júní 2011 kl. 08:41 (UTC)
:I've taken the most substantial acts of vandalism in their lives Wikipedia.--[[Kerfissíða:Framlög/95.68.127.163|95.68.127.163]] 28. júní 2011 kl. 11:28 (UTC)
::'''After unblock I will vandalize again'''!!!!!--[[Kerfissíða:Framlög/95.68.127.163|95.68.127.163]] 2. júlí 2011 kl. 14:58 (UTC)
ihfpugap77lxttx846r62srd5fws68z
Notandaspjall:78.84.131.118
3
99959
1920727
1079284
2025-06-17T19:42:57Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920727
wikitext
text/x-wiki
'''I WISH UNLIMITED BLOCK, BECAUSE AFTER TEMPORALY BLOCK, I WILL VANDALIZE AGAIN.'''--[[Kerfissíða:Framlög/78.84.131.118|78.84.131.118]] 11. júlí 2011 kl. 11:22 (UTC)
: Whatever, go watch tv --[[Notandi:Jabbi|Jabbi]] 11. júlí 2011 kl. 12:16 (UTC)
{{Skemmdarverk}}
syc9h62ikrmccb5fqpadn229ix5sfvk
Notandaspjall:46.109.114.104
3
100061
1920730
1079281
2025-06-17T19:45:40Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920730
wikitext
text/x-wiki
'''I WISH UNLIMITED BLOCK, BECAUSE AFTER TEMPORALY BLOCK, I WILL VANDALIZE AGAIN.'''--[[Kerfissíða:Framlög/46.109.114.104|46.109.114.104]] 17. júlí 2011 kl. 12:07 (UTC)
{{skemmdarverk}}
f5pcqt3g93v8kots4emt47v6n9ydfit
Notandaspjall:46.109.112.78
3
100078
1920731
1079282
2025-06-17T19:45:43Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920731
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
h8lmv03y8sswmtaj2dw0ydbf8hun749
Notandaspjall:157.157.195.25
3
100209
1920732
1083644
2025-06-17T19:45:45Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920732
wikitext
text/x-wiki
{{Tilraun}}
ixk9vnzqt472vrv4936fo9scgrhjy0x
Notandaspjall:88.149.111.85
3
100287
1920733
1085226
2025-06-17T19:45:47Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920733
wikitext
text/x-wiki
{{tilraun}}
j65kjn6yknjdkgohsyugan9g9pkwaty
Notandaspjall:194.144.212.231
3
100320
1920734
1086704
2025-06-17T19:45:49Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920734
wikitext
text/x-wiki
{{tilraun}}
j65kjn6yknjdkgohsyugan9g9pkwaty
Notandaspjall:62.198.60.58
3
100321
1920735
1086766
2025-06-17T19:45:56Z
Snaevar-bot
20904
fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920735
wikitext
text/x-wiki
== Liverpool ==
Engin heimild er fyrir því að Bjarki Hermann Helgasson sé leikmaður Liverpool og þar af leiðandi hefur framlag þitt á greininni um Liverpool verið fjarlægt. /
No references can be found about the precence of Bjarki Hermann Helgasson within the ranks of Liverpool and thus your contribution on the Liverpool article has been removed.--[[Notandi:Snaevar|Snaevar]] 2. ágúst 2011 kl. 07:45 (UTC)
81euzjbthv8e5g6g8dmlaxid4sktw9x
Notandaspjall:217.209.80.70
3
100490
1920736
1093170
2025-06-17T19:46:03Z
Snaevar-bot
20904
fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920736
wikitext
text/x-wiki
== Pelle Svanslös and Kalle Stropp ==
We only accept articles who are [[en:Wikipedia:Notability|notable]] and in Icelandic. Please do not try to create any articles who do not meet those guidelines.--[[Notandi:Snaevar|Snaevar]] 11. ágúst 2011 kl. 15:04 (UTC)
1w3wrc8se6v5qwudeium8bbhhl6qlwg
Notandaspjall:195.13.151.110
3
101282
1920737
1110736
2025-06-17T19:46:11Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920737
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
h8lmv03y8sswmtaj2dw0ydbf8hun749
Notandaspjall:195.13.151.109
3
101328
1920738
1110737
2025-06-17T19:46:13Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920738
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
h8lmv03y8sswmtaj2dw0ydbf8hun749
Notandaspjall:92.8.80.139
3
104249
1920739
1179575
2025-06-17T19:46:20Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920739
wikitext
text/x-wiki
Pu hefur fylgt tengli a siou sem ekki er til. Pu getur buio til siou meo þessu nafni meo pvi ao skrifa i formio fyrir neoan (meiri upplysingar i hjalpinni). Ef pu hefur ovart villst hingao geturou notao til baka-hnappinn i vafranum pinum.
Pu ert ao breyta spjallinu fyrir siouna: 92.8.80.139. Vinsamlegast hafou eftirfarandi i huga:
Skrifaou undir ummaeli pin meo fjorum tildum ([[Kerfissíða:Framlög/92.8.80.139|92.8.80.139]] 29. desember 2011 kl. 20:39 (UTC)).
Ef pu vilt hefja nyja umraeou, settu hana neost og byrjaou a ==lysandi fyrirsogn==
Syndu kurteisi, gerou rao fyrir gooum asetningi og foroastu personuarasir
Viovorun: Pu ert ekki innskrao(ur). Vistfang pitt skraist i breytingaskra siounnar.
== Prime Ministers of Atlasia ==
John Henry Smith 1792-1799 Independent 1757-1837 Maidstone
Adam Borton 1799-1801 Tory 1761-1830 Venus
Thomas Phillips 1801-1810 Democratic Liberal 1758-1842 Mars
Walter Samuel 1810-1815 Democratic Liberal 1770-1829 Mercury
John Musman 1815-1826 Democratic Liberal 1774-1833 Mars
William Clay-Mifford 1826-1829 Conservative Faction 1779-1844 Maidstone
Albert Jimmers 1829-1840 Liberal Faction/Whigg 1783-1858 Mars
Henry King 1840-1842 Whigg 1789-1861 Venus
James John Rhodes 1842-1845 Whigg 1800-1845 Mercury
Carl Dormer 1845-1852 Tradition 1798-1858 Venus
Matthew Warner-Smith 1852-1855 Tradition 1803-1881 Maidstone
Frank Millard 1855-1859 Tradition 1804-1862 Mars
Charles Lee-Anderson 1859-1865 Tradition 1805-1873 Mercury
William Bödner 1865-1877 Liberal 1811-1884 Germany
John O'Neill 1877-1880 Liberal 1835-1913 Maidstone
Richard Cline-Donovan 1880-1888 Democratic 1832-1897 Venus
Graham McDonald-Hill 1888-1896 Democratic 1841-1910 Maidstone
William Cleveland 1896-1900 Liberal 1848-1924 Venus
Thomas Green-Adler 1900-1914 Liberal 1869-1926 Mercury
John Edward Jones 1914-1920 Democratic 1867-1939 Maidstone
William Hïmmel 1920-1926 Democratic 1873-1956 Mercury
Charles Mustard 1926-1934 Democratic 1879-1950 Venus
Frank Lee 1934-1940 Liberal 1891-1958 Maidstone
John Darling 1940-1945 Liberal 1889-1970 Maidstone
Robert Mitchell 1945-1963 Democratic 1900-1972 Venus
Heinrich Admann 1963-1967 Democratic 1911-1996 Saturn
Nathan Crawford 1967-1975 Liberal 1927-1998 Mercury
Elliot Braun 1975-1978 Liberal 1925-2004 Mars
Diana Murphy 1978-1988 Democratic 1933- Neptune
Jimmy Rodham 1988-1991 Democratic 1930- Venus
Ben Bauch 1991-2001 Liberal 1951- Jupiter
Lewis Crosby 2001-2009 Democratic 1951- Mars
Dan Bantos 2009- Liberal 1968- Pluto
{{skemmdarverk}}
sa1i9acx72klkps233jm0r9e2iagi4n
Notandaspjall:85.220.88.210
3
113009
1920740
1327845
2025-06-17T19:46:31Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920740
wikitext
text/x-wiki
{{tilraun}}
j65kjn6yknjdkgohsyugan9g9pkwaty
Notandaspjall:94.173.120.2
3
114505
1920741
1357186
2025-06-17T19:46:35Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920741
wikitext
text/x-wiki
Please do only write articles in Icelandic. This is the Icelandic Wikipedia, after all.--[[Notandi:Snaevar|Snaevar]] ([[Notandaspjall:Snaevar|spjall]]) 12. febrúar 2013 kl. 02:27 (UTC)
qiz12r6omu5tf44nsphi75b7lh2d1i4
Notandaspjall:130.208.249.43
3
118965
1920742
1434425
2025-06-17T19:46:37Z
Snaevar-bot
20904
/* top */ fjarlægi whois upplýsingar, [[foundation:Policy:Wikimedia_Access_to_Temporary_Account_IP_Addresses_Policy#Disclosure]] using [[Project:AWB|AWB]]
1920742
wikitext
text/x-wiki
{{skemmdarverk}}
h8lmv03y8sswmtaj2dw0ydbf8hun749
Sámsstaðir
0
121489
1920758
1865647
2025-06-18T00:11:35Z
2A01:6F02:315:521:F98F:4547:DB99:ED34
1920758
wikitext
text/x-wiki
:''Má ekki rugla saman við tilraunastöðina á [[Sámsstaðir (Fljótshlíð)|Sámsstöðum]] í [[Fljótshlíð]]''.
'''Sámsstaðir''' er bæjarrúst staðsett í [[Þjórsárdalur|Þjórsárdal]] í Árnessýslu á Íslandi. Margar fornleifarannsóknir hafa verið gerðar þar. Ein fyrsta staðarathugun á föstum fornminjum á Íslandi var framkvæmd á Sámsstöðum og þetta mun vera með þeim fyrstu bæjarrústum sem grafnar voru upp beinlínis til að afla þekkingu um forna hýbýla- og lifnaðarhætti á Íslandi. Talið er að Heklugosið 1104 hafi lagt Sámsstaði í eyði.
== Staðhættir ==
Á milli [[Búrfell (Þjórsárdal)|Búrfells]] og Skeljafells er Sámsstaðaklif. Bærinn Sámsstaðir stóð framan undir Skeljafelli. Suðvestur horn Skeljafells er kallað [[Sámsstaðamúli|Sámsstaðamúli]]. Rústirnar af Sámsstöðum eru dreifðar um stórt svæði á milli Sámsstaðamúlahorns og Fossár. Búrfellsvirkjun og þau mannvirki sem fylgja henni má segja að séu reist á hinni fornu Sámsstaðarjörð.<ref>Guðrún Alda Gísladóttir, 2004.</ref>
== Elstu heimildir um Sámsstaði ==
Sámsstaðir í Þjórsdárdal eru fyrst nefndir í heimildum í Biskupaannálum Jóns Egilssonar.<ref>Sveinbjörn Rafnsson, 1976.</ref> Þar er þess getið að Hjalti á Núpi hafi haft bú á Sámsstöðum í Þjórsárdal.<ref>Jón Sigurðsson, 1856.</ref>
Sámsstaðir hafa verið kenndir við manninn Sám sem átti að hafa búið þar fyrstur. Að öðru leyti er ekki vitað meira um hann. Hann virðist ekki hafa verið forfaðir Hjalta. Hjalti eða foreldrar hans gætu hafa keypt jörðina.<ref>M.Þ. 1941-1942.</ref>
[[Árni Magnússon|Árni Magnússon]] skrifaði talsvert um eyðibyggðina í Þjórsárdal í bók sinni Chorographica Islandica og í jarðabók hans og [[Páll Vídalín|Páls Vídalíns]], þar er Sámsstaða getið. Það virðist sem að í tíð Árna hafi sést til bæjarrústa Sámsstaða.<ref>Sveinbjörn Rafnsson, 1976.</ref>
== Fornleifarannsóknir ==
[[Brynjúlfur Jónsson|Brynjúlfur Jónsson]] var sá fyrsti sem gerði uppdrátt af Sámsstöðum með lýsingu, hann gerði það árið 1861 en þessi uppdráttur virðist hafa glatast. Brynjúlfur gerði í heild þrjár lýsingar á Þjórsárdal, sá fyrstu árið 1862, aðra veturinn 1867-1868 og þá þriðju árið 1880 sem prentuð var 1885 í Árbók. Mið útgáfan er talin hafa glatast. Aðeins tvær lýsingar Brynjúlfs af Sámsstöðum eru því til: Í Lbs. 578, 4to og Árbók 1885.<ref>Sveinbjörn Rafnsson, 1976.</ref>
Sumarið 1895 rannsakaði Þorsteinn Erlingsson fornminjar á suður- og vesturlandi. Dagana 8. – 9. júlí gerði hann rannsókn á Sámsstöðum<ref>Sveinbjörn Rafnsson, 1976.</ref> og gróf í rústina,<ref>Guðrún Alda Gísladóttir, 2004.</ref> með í för var Brynjúlfur Jónsson.<ref>Sveinbjörn Rafnsson, 1976.</ref> Það barst einn gripur Þjóðminjasafninu eftir þessa rannsókn, snældusnúður úr blýi og jafnframt eini blýsnúðurinn sem hefur fundist í Þjórsárdal.<ref>Guðrún Alda Gísladóttir, 2004.</ref> Hann fannst á milli fjóss og bæjar á Sámsstöðum. Rannsókn Þorsteins 1895 var brautryðjendastarf í Þjórsárdalsrannsóknum og í íslenskri fornleifafræði almennt.<ref>Sveinbjörn Rafnsson, 1976.</ref>
Ári seinna eða sumarið 1896 kom danski fornleifafræðingurinn [[Daniel Bruun|Daniel Bruun]] til landsins til þess að rannsaka fornminjar, kunningskapur hefur verið með þeim Þorsteini því að hann getur þess að Þorsteinn hafi lánað honum teikningarnar sínar af rústum í Þjórsárdal.<ref>Sveinbjörn Rafnsson, 1976.</ref> Hann byggði lýsingu sína á skýrslu Þorsteins.<ref>Guðrún Alda Gísladóttir, 2004.</ref>
Þessar Sámsstaðarannsóknir eru á ýmsan hátt merkilegar í íslenskri fornleifafræðisögu. Hér er um að ræða einhverja fyrstu staðarathugun á föstum fornminjum á Íslandi. Þetta mun vera með þeim fyrstu bæjarrústum sem grafnar voru upp beinlínis til að afla þekkingu um forna hýbýla- og lifnaðarhætti á Íslandi. Rannsóknirnar marka jafnframt upphaf fornleifarannsókna í Þjórsárdal. Í kjölfar rannsókna Þorsteins Erlingssonar á Sámsstöðum komu til fleiri frumrannsóknir á fleiri bæjarrústum.<ref>Sveinbjörn Rafnsson, 1976.</ref>
Árið 1967 áður en framkvæmdir hófust við Búrfellsvirkjun gerði Gísli Gestsson safnvörður Þjóðminjasafnsins kort yfir fornminjasvæðið. Á því sést að heilmikið grjótdreif var vestan við bæjarrústina og mikið magn af rauðablástursleifum. Þessar minjar voru ekki skráðar að öðru leyti og var þeim eytt árið 1967.<ref>Sveinbjörn Rafnsson, 1976.</ref>
Á árunum 1971-1972 hófst fornleifauppgreftir á Sámsstöðum sem var stjórnað af Sveinbirni Rafnssyni. Markmiðið með þeirri rannsókn var tvíþætt, annarsvegar var um endurrannsókn á bæjarhúsunum að ræða en hinsvegar var gerð frumrannsókn á austasta bæjarhúsinu, fjósi og hlöðu.<ref>Sveinbjörn Rafnsson, 1976.</ref> Rannsóknirnar voru með sama sniði og í Þjórsárdalsleiðangrinum árið 1939. Grafið var niður að gólfum en farið var dýpra í lóðskurðum sem sjást á uppdrætti.<ref>Guðrún Alda Gísladóttir, 2004.</ref> Athuganir og fundnir munir voru skrásettir jafnóðum er þeir komu í ljós og teknar ljósmyndir.<ref>Sveinbjörn Rafnsson, 1976.</ref> Í ritgerð Guðrúnar Öldu Gísladóttir Gripir úr Þjórsárdal stendur „Grafin var fram bæjarrúst sem samanstóð af skála með stofu við annan enda og viðbyggingum að sjálabaki og auk hennar (útibúr eða skemma) rétt SA frá bæjarhúsum og fjós með hlöðu enn lengra SA –af“.<ref>Guðrún Alda Gísladóttir, 2004.</ref> Fjósið á Sámsstöðum er byggt smá spöl frá bæjarhúsunum en það er einkenni Þjórsárdalsbæja. Sámsstaðabærinn sver sig í ætt þeirra.<ref>Sveinbjörn Rafnsson, 1976.</ref>
== Elstu byggðaleifar ==
Við rannsóknina 1971-1972 fundust ummerki um eldri byggðarleifar undir skálatóft og voru þær um leið elstu mannvistarleifarnar á staðnum, það fannst í þeim járngjall.<ref>Guðrún Alda Gísladóttir, 2004.</ref> Svo að [rauðablástur] hefur verið stundaður á skeiði þessarar elstu byggingar.<ref>Sveinbjörn Rafnsson, 1976.</ref> Mannvistarleifarnar sem fundust undir skálanum voru taldar yngri en K~1000 því það gjóskulag fannst í torfinu en það er nú greint sem E~934. Hvíti vikurinn úr Heklu 1104 lá yfir rústum þar sem Þorsteinn Erlingsson hafði ekki grafið og víða beint ofan á gólfum, talið er að það gos hafi lagt Sámsstaði í eyði.<ref>Guðrún Alda Gísladóttir, 2004.</ref>
== Forngripir ==
210 gripir frá Sámsstöðum bárust til Þjóðminjasafnsins á árunum 1895-1971. Af þeim upplýsingum sem hafa fengist við rannsóknir á gripunum má ætla að þeir séu frá tímabilinu 900-1200 eins og flestir aðrir gripir sem fundist hafa í Þjórsárdal.<ref>Guðrún Alda Gísladóttir, 2004.</ref>
== Neðanmálsgreinar ==
<references />
== Heimildir ==
* Guðrún Alda Gísladóttir. (2004). Gripir úr Þjórsárdal. Óbirt MA-ritgerð: Háskóli Íslands, Heimspekideild.
* Jón Sigurðsson. (1856). Biskupa-annálar Jóns Egilssonar, með formála, athugagreinum og fylgiskjölum [rafræn útgáfa].
* M.Þ. (1941-1942). Þjórsdælir hinir fornu [rafræn útgáfa]. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, 48, 1-16.
* Ritstjóri óþekktur, Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta að fornu og nýju (bls. 33). Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafjelag, 1856.
* Sveinbjörn Rafnsson (1976). Sámsstaðir í Þjórsárdal [rafræn útgáfa]. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags,73, 39-120.
[[Flokkur:Þjórsárdalur]]
[[Flokkur:Íslensk eyðibýli]]
[[Flokkur:Fornleifauppgröftur á Íslandi]]
du0nw4nu18xhxgr0yyn5rc4pgdjcb0b
Úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik
0
122318
1920745
1920478
2025-06-17T20:00:42Z
Alvaldi
71791
/* Viðurkenningar */
1920745
wikitext
text/x-wiki
{{Deild keppnisíþrótta
|titill=Úrvalsdeild kvenna
|mynd=
|stofnár=1952
|ríki={{ISL}} Ísland
|neðri deild=[[1. deild kvenna í körfuknattleik|1. deild kvenna]]
|liðafjöldi=10
|píramída stig=Stig 1
|bikarar=[[Bikarkeppni kvenna í körfuknattleik)|Bikarkeppni kvenna]]
|núverandi meistarar={{Lið Keflavík}} (2024)
|sigursælasta lið={{Lið Keflavík}} (17)
|heimasíða=[http://www.kki.is kki.is]
}}
'''Úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik''' (''Bónus deild kvenna'') er efsta deild kvenna í [[körfuknattleikur|körfuknattleik]] á [[Ísland|Íslandi]] en [[Körfuknattleikssamband Íslands|Körfuknattleikssamband Íslands]] fer með málefni íþróttarinnar á Íslandi. Íslandsmót kvenna fór fyrst fram fyrri hluta árs 1953 og lengi vel hét deildin 1. deild kvenna, eða þangað til 2007 er nafninu var breytt í Úrvalsdeild kvenna.
==Meistarasaga==
===1952-1992: Án úrslitakeppni ===
{| class="wikitable"
!Tímabil
!Íslandsmeistarar
!Þjálfari
|-
|1953 ||{{Lið Ármann}}{{efn|Ármann og ÍR voru einu liðin sem voru skráð til leiks árið 1953.<ref>{{cite news |title=Körfuknattleiksmót Íslands |url=https://timarit.is/page/2763343 |access-date=6 December 2020 |work=[[Þjóðviljinn]] |date=28 April 1953 |page=8 |language=Icelandic}}</ref>}}
| {{N/A|Upplýsingar vantar}}
|-
|1954 ||colspan="2" {{N/A|Ekki leikið}}
|-
|1955 ||colspan="2" {{N/A|Ekki leikið}}
|-
|1956 ||[[Mynd:ÍR merki.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]
| {{flagicon|ISL}} [[Hrefna Ingimarsdóttir]]<ref name="heil-old-til-heilla">{{cite book |author1=Ágúst Ásgeirsson |title=Heil öld til heilla - Saga ÍR í 100 ár |date=11 March 2007 |publisher=[[Íþróttafélag Reykjavíkur]] |page=562 |accessdate=23 June 2018|url=http://ir.is/wp-content/uploads/2017/03/Saga_IR_13.pdf}}</ref>
|-
|1957 ||[[Mynd:ÍR merki.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] (2)
| {{flagicon|ISL}} [[Hrefna Ingimarsdóttir]]<ref name="heil-old-til-heilla"/>
|-
|1958 ||[[Mynd:ÍR merki.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] (3)
| {{flagicon|ISL}} [[Hrefna Ingimarsdóttir]]<ref name="heil-old-til-heilla"/>
|-
|1959 ||{{Lið Ármann}} (2)
| {{flagicon|ISL}} Ingvar Sigurbjörnsson and {{flagicon|ISL}} [[Birgir Örn Birgis]]
|-
|1960 ||{{Lið Ármann}} (3)
| {{flagicon|ISL}} Ingvar Sigurbjörnsson and {{flagicon|ISL}} [[Birgir Örn Birgis]]
|-
|1961 ||[[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
| {{N/A|Upplýsingar vantar}}
|-
|1962 ||colspan="2" {{N/A|Ekki leikið}}
|-
|1963 ||[[Mynd:ÍR merki.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] (4)
| {{N/A|Upplýsingar vantar}}
|-
|1964 ||{{Lið Skallagrímur}}{{efn|Skallagrímur sigraði [[Fimleikafélagið Björk|Björk]] og [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.<ref>{{cite news |title=Stúlkur úr Borgarfirði fyrstu Íslandsmeistararnir |url=https://timarit.is/page/1356259 |accessdate=24 February 2020 |work=[[Morgunblaðið]] |date=3 March 1964 |pages=26–27 |language=Icelandic}}</ref>}}
| {{flagicon|ISL}} Guðmundur Sigurðsson
|-
|1965 ||colspan="2" {{N/A|Ekki leikið}}
|-
|1966 ||[[Mynd:ÍR merki.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] (5){{efn|Einungis ÍR og KR skráðu sig til leiks árið 1966. Liðin léku einn leik um Íslandsmeistaratitilinn sem ÍR vann 28-18.<ref>{{cite news |title=ÍR meistari í kvennaflokki |url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2384505 |accessdate=8 August 2019 |work=[[Vísir]] |date=30 April 1966 |page=11 |language=Icelandic}}</ref>}}
| {{N/A|Upplýsingar vantar}}
|-
|1967 ||[[Mynd:ÍR merki.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] (6)
| {{N/A|Upplýsingar vantar}}
|-
|1968 ||colspan="2" {{N/A|Ekki leikið}}
|-
|1969 ||{{Lið Þór Ak.}}{{efn|Þór, sem vann norðurlandsriðilinn, átti að mæta [[KFÍ]], sem vann vesturlandsriðilinn, í leik um Íslandsmeistaratitilinn. Sökum slæms veðurs gat KFÍ ekki mætt til leiks og var Þór því dæmdur sigur.<ref>{{cite book|author1=Skapti Hallgrímsson|title=Leikni framar líkamsburðum|date=2001|publisher=[[Icelandic Basketball Federation]]|isbn=9979-60-630-4|pages=125}}</ref><ref>{{cite news |title=Þór meistari í báðum kvennaflokkunum |url=https://timarit.is/page/5175458 |access-date=6 December 2020 |work=Íslendingur - Ísafold |date=19 March 1969 |page=3 |language=Icelandic}}</ref>}}
| {{flagicon|ISL}} [[Einar Bollason]]
|-
|1970 ||[[Mynd:ÍR merki.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] (7)
| {{N/A|Upplýsingar vantar}}
|-
|1971 ||{{Lið Þór Ak.}} (2)
| {{flagicon|ISL}} Guttormur Ólafsson
|-
|1971-1972 ||[[Mynd:ÍR merki.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] (8)
| {{N/A|Upplýsingar vantar}}
|-
|1972-1973 ||[[Mynd:ÍR merki.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] (9)
| {{N/A|Upplýsingar vantar}}
|-
|1973-1974 ||[[Mynd:ÍR merki.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] (10)
| {{N/A|Upplýsingar vantar}}
|-
|1974-1975 ||[[Mynd:ÍR merki.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] (11)
| {{flagicon|ISL}} [[Einar Ólafsson (basketball)|Einar Ólafsson]]<ref>{{cite news |title=Fríður ÍR-hópur |url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1460852 |accessdate=23 June 2018 |work=[[Morgunblaðið]] |date=25 February 1975 |page=18 |language=Icelandic}}</ref>
|-
|1975-1976 ||{{Lið Þór Ak.}} (3)
| {{flagicon|ISL}} Anton Sölvason
|-
|1976-1977 ||[[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]] (2)
| {{flagicon|ISL}} [[Einar Bollason]]
|-
|1977-1978 ||[[Mynd:Íþróttafélag stúdenta merki.jpg|20px]] [[Íþróttafélag stúdenta|ÍS]]{{efn|ÍS og KR voru jöfn að stigum þegar tímabilinu lauk og léku því auka leik um Íslandsmeistaratitilinn. ÍS vann leikinn 62-51.<ref>{{cite book|author1=Skapti Hallgrímsson|title=Leikni framar líkamsburðum|date=2001|publisher=[[Icelandic Basketball Federation]]|isbn=9979-60-630-4|pages=176}}</ref>}}
| {{flagicon|USA}} [[Dirk Dunbar]]
|-
|1978-1979 ||[[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]] (3)
| {{flagicon|USA}} [[John Hudson (basketball, born 1954)|John Hudson]]
|-
|1979-1980 ||[[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]] (4)
| {{N/A|Upplýsingar vantar}}
|-
|1980-1981 ||[[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]] (5)
| {{flagicon|ISL}} [[Sigurður Hjörleifsson]]
|-
|1981-1982 ||[[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]] (6)
| {{flagicon|USA}} [[Stew Johnson]]
|-
|1982-1983 ||[[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]] (7)
| {{flagicon|USA}} [[Stew Johnson]]
|-
|1983-1984 ||[[Mynd:Íþróttafélag stúdenta merki.jpg|20px]] [[Íþróttafélag stúdenta|ÍS]] (2)
| {{flagicon|ISL}} Guðný Eiríksdóttir
|-
|1984-1985 ||[[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]] (8)
| {{flagicon|ISL}} Ingimar Jónsson
|-
|1985-1986 ||[[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]] (9)
| {{flagicon|ISL}} Ágúst Líndal
|-
|1986-1987 ||[[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]] (10)
| {{flagicon|ISL}} Ágúst Líndal
|-
|1987-1988 ||{{Lið Keflavík}}
| {{flagicon|ISL}} [[Jón Kr. Gíslason]]
|-
|1988-1989 ||{{Lið Keflavík}} (2)
| {{flagicon|ISL}} [[Jón Kr. Gíslason]]
|-
|1989-1990 ||{{Lið Keflavík}} (3)
| {{flagicon|ISL}} [[Falur Harðarson]]
|-
|1990-1991 ||[[Mynd:Íþróttafélag stúdenta merki.jpg|20px]] [[Íþróttafélag stúdenta|ÍS]] (3){{efn|ÍS, Haukar og Keflavík enduðu öll með 11 sigra í 15 leikjum í deildinni en ÍS hafði betri innbyrðis árangur á móti hinum tveimur liðunum.<ref>{{cite book|author1=Skapti Hallgrímsson|title=Leikni framar líkamsburðum|date=2001|publisher=[[Icelandic Basketball Federation]]|isbn=9979-60-630-4|pages=258}}</ref>}}
| {{flagicon|ISL}} Jóhann A. Bjarnason
|-
|1991-1992 ||{{Lið Keflavík}} (4)
| {{flagicon|ISL}} [[Sigurður Ingimundarson]]
|}
===Frá 1993: Með úrslitakeppni===
{| class="wikitable"
!Tímabil
!Íslandsmeistarar
!Þjálfari
!Deildarmeistarar
|-
|''1992-1993'' ||{{Lið Keflavík}} (5)
| {{flagicon|ISL}} [[Sigurður Ingimundarson]]||{{Lið Keflavík}} (5){{efn|Frá og með 1992-1993 tímabilinu hefur sigurvegari úrslitakeppninnar verið krýndur sigurvegari í stað liðsins með besta árangurinn í deildinni. Liðið sem endar með bestan árangur fær titilinn deildarmeistari.}}
|-
|1993-1994 ||{{Lið Keflavík}} (6)
| {{flagicon|ISL}} [[Sigurður Ingimundarson]]||{{Lið Keflavík}} (6)
|-
|1994-1995 ||{{Lið Breiðablik}}
| {{flagicon|ISL}} [[Sigurður Hjörleifsson]]||{{Lið Keflavík}} (7)
|-
|1995-1996 ||{{Lið Keflavík}} (7)
| {{flagicon|ISL}} [[Sigurður Ingimundarson]]||{{Lið Keflavík}} (8)
|-
|1996-1997 ||{{Lið Grindavík}}
| {{flagicon|ISL}} Ellert Sigurður Magnússon||{{Lið Keflavík}} (9)
|-
|1997-1998 ||{{Lið Keflavík}} (8)
| {{flagicon|ISL}} [[Anna María Sveinsdóttir]]||{{Lið Keflavík}} (10)
|-
|1998-1999 ||[[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]] (11)
| {{flagicon|ISL}} Óskar Kristjánsson||[[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]] (11)
|-
|1999-2000 ||{{Lið Keflavík}} (9)
| {{flagicon|ISL}} Kristinn Einarsson||[[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]] (12)
|-
|2000-2001 ||[[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]] (12)
| {{flagicon|ISL}} Henning Henningsson||[[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]] (13)
|-
|2001-2002 ||[[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]] (13)
| {{flagicon|Kanada}} [[Keith Vassell]]||[[Mynd:Íþróttafélag stúdenta merki.jpg|20px]] [[Íþróttafélag stúdenta|ÍS]] (4)
|-
|2002-2003 ||{{Lið Keflavík}} (10)
| {{flagicon|ISL}} [[Anna María Sveinsdóttir]]||{{Lið Keflavík}} (11)
|-
|2003-2004 ||{{Lið Keflavík}} (11)
| {{flagicon|ISL}} [[Sigurður Ingimundarson]]||{{Lið Keflavík}} (12)
|-
|2004-2005 ||{{Lið Keflavík}} (12)
| {{flagicon|ISL}} [[Sverrir Þór Sverrisson (körfubolti)|Sverrir Þór Sverrisson]]||{{Lið Keflavík}} (13)
|-
|2005-2006 ||{{Lið Haukar}}
| {{flagicon|ISL}} [[Ágúst Björgvinsson]]||{{Lið Haukar}}
|-
|2006-2007 ||{{Lið Haukar}} (2)
| {{flagicon|ISL}} [[Ágúst Björgvinsson]]||{{Lið Haukar}} (2)
|-
|2007-2008 ||{{Lið Keflavík}} (13)
| {{flagicon|ISL}} [[Jón Halldór Eðvaldsson]]||{{Lið Keflavík}} (14)
|-
|2008-2009 ||{{Lið Haukar}} (3)
| {{flagicon|ISL}} [[Yngvi Gunnlaugsson]]||{{Lið Haukar}} (3)
|-
|2009-2010 ||[[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]] (14)
| {{flagicon|ISL}} [[Benedikt Guðmundsson]]||[[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]] (14)
|-
|2010-2011 ||{{Lið Keflavík}} (14)
| {{flagicon|ISL}} [[Jón Halldór Eðvaldsson]]||{{Lið Hamar}}
|-
|2011-2012 ||{{Lið Njarðvík}}
| {{flagicon|ISL}} [[Sverrir Þór Sverrisson (körfubolti)|Sverrir Þór Sverrisson]]||{{Lið Keflavík}} (15)
|-
|2012-2013 ||{{Lið Keflavík}} (15)
| {{flagicon|ISL}} [[Sigurður Ingimundarson]]|| {{Lið Keflavík}} (16)
|-
|2013-2014 ||{{Lið Snæfell}}
| {{flagicon|ISL}} [[Ingi Þór Steinþórsson]]|| {{Lið Snæfell}}
|-
|2014-2015 ||{{Lið Snæfell}} (2)
| {{flagicon|ISL}} [[Ingi Þór Steinþórsson]]
| {{Lið Snæfell}} (2)
|-
|2015-2016:
|{{Lið Snæfell}} (3)
| {{flagicon|ISL}} [[Ingi Þór Steinþórsson]]
|{{Lið Haukar}} (3)
|-
|2016-2017
|{{Lið Keflavík}} (16)
| {{flagicon|ISL}} [[Sverrir Þór Sverrisson (körfubolti)|Sverrir Þór Sverrisson]]
|{{Lið Snæfell}} (3)
|-
|2017-2018
| {{Lið Haukar}} (4)
| {{flagicon|ISL}} Ingvar Þór Guðjónsson
|
|-
|2018-2019
| {{Lið Valur}} (1)
| {{flagicon|ISL}} [[Darri Freyr Atlason]]
|
|-
|2019-2020
|colspan=2|Engir Íslandsmeistarar krýndir{{efn|Tímabilið 2019-2020 var blásið af í mars 2020 vegna [[Covid-19-faraldurinn á Íslandi|Covid-19-faraldursins á Íslandi]].<ref>{{cite news |author1=Ingvi Þór Sæmundsson |title=Körfuboltatímabilið blásið af - Engir Íslandsmeistarar |url=https://www.visir.is/g/202021806d/korfuboltatimabilid-blasid-af-engir-islandsmeistarar |accessdate=18 March 2020 |work=[[Vísir.is]] |date=18 March 2020 |language=Icelandic}}</ref>}}
| {{Lið Valur}} (2)
|-
|2020-2021
| {{Lið Valur}} (2)
| {{flagicon|ISL}} [[Ólafur Jónas Sigurðsson]]
|
|-
|2021-2022
|{{Lið Njarðvík}} (2)
| {{flagicon|ISL}} [[Rúnar Ingi Erlingsson]]
|
|-
|2022-2023
| {{Lið Valur}} (3)
| {{flagicon|ISL}} [[Ólafur Jónas Sigurðsson]]
|
|-
|2023-2024
| {{Lið Keflavík}} (17)
| {{flagicon|ISL}} [[Sverrir Þór Sverrisson (körfubolti)|Sverrir Þór Sverrisson]]
|
|}
'''Punktar'''
{{notelist}}
==Íslandsmeistaratitlar==
{| class="wikitable"
!Félag
!Titlar
!Ár
|-
|{{Lið Keflavík}}||16
|1988, 1989, 1990, 1992, 1993, 1994, 1996, 1998, 2000, 2003, 2004, 2005, 2008, 2011, 2013, 2017
|-
|[[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]||14
|1961, 1977, 1979, 1980, 1981, 1982, 1983, 1985, 1986, 1987, 1999, 2001, 2002, 2010
|-
|{{Lið ÍR}}||11
|1956, 1957, 1958, 1963, 1966, 1967, 1970, 1972, 1973, 1974, 1975
|-
|{{Lið Ármann}}||3
|1953, 1959, 1960
|-
|[[Íþróttafélag stúdenta|ÍS]]||3
|1978, 1984, 1991
|-
|{{Lið Haukar}}||3
|2006, 2007, 2009
|-
|{{Lið Þór Ak.}}||3
|1969, 1971, 1976
|-
|{{Lið Snæfell}}||3
|2014, 2015, 2016
|-
|{{Lið Breiðablik}}||1
|1995
|-
|{{Lið Grindavík}}||1
|1997
|-
|{{Lið Njarðvík}}||1
|2012
|-
|{{Lið Skallagrímur}}||1
|1964
|-
|}
<small>''Sjá [[Listi yfir titla í íslenskum íþróttum|lista yfir titla í íslenskum íþróttum]]''</small>
== Viðurkenningar ==
{{uppfæra|hluti|2025-04-24}}
{| class="wikitable"
! colspan="2" |Besti leikmaður í Úrvalsdeild kvenna
|-
|1981 - 1982
|Emilía Sigurðardóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|1982 - 1983
|Linda Jónsdóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|1983 - 1984
|Sóley Indriðadóttir, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|1984 - 1985
|Sigrún Cora Barker, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|1985 - 1986
|Linda Jónsdóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|1986 - 1987
|Linda Jónsdóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|1987 - 1988
|Anna María Sveinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|1988 - 1989
|Anna María Sveinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|1989 - 1990
|Björg Hafsteinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|1990 - 1991
|Linda Stefánsdóttir, [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]
|-
|1991 - 1992
|Hanna Kjartansdóttir, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|1992 - 1993
|Linda Stefánsdóttir, [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]
|-
|1993 - 1994
|[[Olga Færseth]], [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|1994 - 1995
|Anna María Sveinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|1995 - 1996
|Anna María Sveinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|1996 - 1997
|Guðbjörg Norðfjörð, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|1997 - 1998
|Anna María Sveinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|1998 - 1999
|Anna María Sveinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|1999 - 2000
|Erla Þorsteinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2000 - 2001
|Kristín Björk Jónsdóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|2001 - 2002
|Alda Leif Jónsdóttir, [[Íþróttafélag stúdenta|ÍS]]
|-
|2002 - 2003
|Hildur Sigurðardóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|2003 - 2004
|Hildur Sigurðardóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|2004 - 2005
|{{ill|Helena Sverrisdóttir|en|Helena_Sverrisdóttir}}, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|2005 - 2006
|{{ill|Helena Sverrisdóttir|en|Helena_Sverrisdóttir}}, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|2006 - 2007
|{{ill|Helena Sverrisdóttir|en|Helena_Sverrisdóttir}}, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|2007 - 2008
|Pálína María Gunnlaugsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2008 - 2009
|Signý Hermannsdóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|2009 - 2010
|Signý Hermannsdóttir, [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]
|-
|2010 - 2011
|Margrét Kara Sturludóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|2011 - 2012
|Pálína María Gunnlaugsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2012 - 2013
|Pálína María Gunnlaugsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2013 - 2014
|Hildur Sigurðardóttir, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
|-
|2014 - 2015
|Hildur Sigurðardóttir, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
|-
|2015 - 2016
|{{ill|Helena Sverrisdóttir|en|Helena_Sverrisdóttir}}, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|2016 - 2017
|
|}
{| class="wikitable"
! colspan="2" |Besti ungi leikmaður í Úrvalsdeild kvenna
|-
|1993 - 1994
|Gréta María Grétarsdóttir, [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]
|-
|1994 - 1995
|Erla Reynisdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|1995 - 1996
|Sóley Sigurþórsdóttir, [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]]
|-
|1996 - 1997
|Þórunn Bjarnadóttir, [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]
|-
|1997 - 1998
|Guðrún A. Sigurðardóttir, [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]
|-
|1998 - 1999
|Hildur Sigurðardóttir, [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]
|-
|1999 - 2000
|Birna Eiríksdóttir, [[Ungmennafélagið Tindastóll|Tindastóll]]
|-
|2000 - 2001
|Svava Ósk Stefánsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2001 - 2002
|Sara Pálmadóttir, [[KFÍ]]
|-
|2002 - 2003
|{{ill|Helena Sverrisdóttir|en|Helena_Sverrisdóttir}}, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|2003 - 2004
|María Ben Erlingsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2004 - 2005
|Bryndís Guðmundsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2005 - 2006
|María Ben Erlingsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2006 - 2007
|Margrét Kara Sturludóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2007 - 2008
|Ragna Margrét Brynjarsdóttir, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|2008 - 2009
|Ragna Margrét Brynjarsdóttir, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|2009 - 2010
|Guðbjörg Sverrisdóttir, [[Íþróttafélagið Hamar|Hamar]]
|-
|2010 - 2011
|Bergþóra Tómasdóttir, [[Ungmennafélagið Fjölnir|Fjölnir]]
|-
|2011 - 2012
|Margrét Rósa Hálfdanardóttir, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|2012 - 2013
|Sara Rún Hinriksdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2013 - 2014
|Marín Laufey Davíðsdóttir, [[Íþróttafélagið Hamar|Hamar]]
|-
|2014 - 2015
|Sara Rún Hinriksdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2015 - 2016
|Thelma Dís Ágústsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2016 - 2017
|
|}
{| class="wikitable"
! colspan="2" |Besti varnarmaður í Úrvalsdeild kvenna
|-
|2002 - 2003
|Birna Valgarðsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2003 - 2004
|Hildur Sigurðardóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|2004 - 2005
|Pálína María Gunnlaugsdóttir, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|2005 - 2006
|Pálína María Gunnlaugsdóttir, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|2006 - 2007
|Pálína María Gunnlaugsdóttir, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|2007 - 2008
|Pálína María Gunnlaugsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2008 - 2009
|Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|2009 - 2010
|Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|2010 - 2011
|Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|2011 - 2012
|Pálína María Gunnlaugsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2012 - 2013
|Pálína María Gunnlaugsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2013 - 2014
|Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
|-
|2014 - 2015
|Gunnhildur Gunnarsdóttir, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
|-
|2015 - 2016
|Gunnhildur Gunnarsdóttir, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
|-
|2016 - 2017
|
|}
{| class="wikitable"
! colspan="2" |Besti erlendi leikmaður í Úrvalsdeild kvenna
|-
|1995–1996
| [[Betsy Harris]], Breiðablik<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=196721&pageId=2939943 Anna María og Teitur leikmenn ársins]</ref>
|-
|1996 - 1997
| Ekki valið
|-
|1997 - 1998
| [[Jenny Boucek]], Keflavík
|-
|1998 - 1999
|Limor Mizrachi, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|1999 - 2000
|Ebony Dickinson, KFÍ
|-
|2000 - 2001
|Jessica Gaspar, [[KFÍ]]
|-
|2001 - 2002
|Jessica Gaspar, [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]]
|-
|2002 - 2003
|Denise Shelton, [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]]
|-
|2003 - 2004
|Katie Wolfe, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|2004 - 2005
|Reshea Bristol, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2005 - 2006
|Megan Mahoney, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|2006 - 2007
|Tamara Bowie, [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]]
|-
|2007 - 2008
|TeKesha Watson, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2008 - 2009
|Slavica Dimovska, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|2009 - 2010
|Heather Ezell, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|2010 - 2011
|Jacquline Adamshick, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2011 - 2012
|Lele Hardy, [[Ungmennafélag Njarðvíkur|Njarðvík]]
|-
|2012 - 2013
|Lele Hardy, [[Ungmennafélag Njarðvíkur|Njarðvík]]
|-
|2013 - 2014
|Lele Hardy, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|2014 - 2015
|Kristen McCarthy, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
|-
|2015 - 2016
|Haiden Denise Palmer, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
|-
|2016 - 2017
| Ariana Moorer, Keflavík
|}
{| class="wikitable"
! colspan="2" |Besti þjálfari í Úrvalsdeild kvenna
|-
|2000 - 2001
|Henning Henningsson, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|2001 - 2002
|Anna María Sveinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2002 - 2003
|Einar Árni Jóhannsson, [[Ungmennafélag Njarðvíkur|Njarðvík]]
|-
|2003 - 2004
|Gréta María Grétarsdóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|2004 - 2005
|Ágúst S. Björgvinsson, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|2005 - 2006
|Ágúst S. Björgvinsson, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|2006 - 2007
|Ágúst S. Björgvinsson, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|2007 - 2008
|Jón Halldór Eðvaldsson, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2008 - 2009
|Jóhannes Árnason, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|2009 - 2010
|Benedikt Guðmundsson, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|2010 - 2011
|Jón Halldór Eðvaldsson, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2011 - 2012
|Sverrir Þór Sverrison, [[Ungmennafélag Njarðvíkur|Njarðvík]]
|-
|2012 - 2013
|Sigurður Ingimundarson, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2013 - 2014
|Ingi Þór Steinþórsson, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
|-
|2014 - 2015
|Ingi Þór Steinþórsson, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
|-
|2015 - 2016
|Ingi Þór Steinþórsson, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
|-
|2016 - 2017
|
|}
{| class="wikitable"
! colspan="2" |Prúðasti leikmaður í Úrvalsdeild kvenna
|-
|2002 - 2003
|Alda Leif Jónsdóttir, [[Íþróttafélag stúdenta|ÍS]]
|-
|2003 - 2004
|Sólveg H. Gunnlaugsdóttir, [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]]
|-
|2004 - 2005
|Sólveg H. Gunnlaugsdóttir, [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]]
|-
|2005 - 2006
|Þórunn Bjarnadóttir, [[Íþróttafélag stúdenta|ÍS]]
|-
|2006 - 2007
|Pálína María Gunnlaugsdóttir, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|2007 - 2008
|Margrét Kara Sturludóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2008 - 2009
|Hildur Sigurðardóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|2009 - 2010
|Ragna Margrét Brynjarsdóttir, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|2010 - 2011
|Hildur Sigurðardóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|2011 - 2012
|Hildur Björg Kjartansdóttir, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
|-
|2012 - 2013
|Ragna Margrét Brynjarsdóttir, [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]
|-
|2013 - 2014
|Auður Íris Ólafsdóttir, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|2014 - 2015
|Hildur Sigurðardóttir, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
|-
|2015 - 2016
|Berglind Gunnarsdóttir, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
|-
|2016 - 2017
|
|}
{| class="wikitable"
! colspan="2" |Úrvalslið í Úrvalsdeild kvenna
|-
|1987 - 1988
|Anna María Sveinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Björg Hafsteinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Herdís Erna Gunnarsdóttir, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
Marta Guðmundsdóttir, [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]]
Sólveig Pálsdóttir, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|1988 - 1989
|Anna María Sveinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Björg Hafsteinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Harpa Magnúsdóttir, [[Ungmennafélag Njarðvíkur|Njarðvík]]
Linda Jónsdóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Sigrún Cora Barker, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|1989 - 1990
|Anna María Sveinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Björg Hafsteinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Herdís Erna Gunnarsdóttir, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
Lilja Björnsdóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Linda Stefánsdóttir, [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]
|-
|1990 - 1991
|Anna María Sveinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Björg Hafsteinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Hafdís Helgadóttir, [[Íþróttafélag stúdenta|ÍS]]
Linda Stefánsdóttir, [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]
Vigdís Þórisdóttir, [[Íþróttafélag stúdenta|ÍS]]
|-
|1991 - 1992
|Anna María Sveinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Björg Hafsteinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Hanna Kjartansdóttir, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
Linda Stefánsdóttir, [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]
Vigdís Þórisdóttir, [[Íþróttafélag stúdenta|ÍS]]
|-
|1992 - 1993
|Guðbjörg Norðfjörð, [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]]
Kristín Blöndal, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Linda Stefánsdóttir, [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]
[[Olga Færseth]], [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Svanhildur Káradóttir, [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]]
|-
|1993 - 1994
|Anna Dís Sveinbjörnsdóttir, [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]]
Guðbjörg Norðfjörð, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Helga Þorvaldsdóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Linda Stefánsdóttir, [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]
[[Olga Færseth]], [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|1994 - 1995
|Anna Dís Sveinbjörnsdóttir, [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]]
Anna María Sveinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Björg Hafsteinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Helga Þorvaldsdóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Linda Stefánsdóttir, [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]
|-
|1995 - 1996
|Anna Dís Sveinbjörnsdóttir, [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]
Anna María Sveinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Guðbjörg Norðfjörð, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Helga Þorvaldsdóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Linda Stefánsdóttir, [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]
|-
|1996 - 1997
|Alda Leif Jónsdóttir, [[Íþróttafélag stúdenta|ÍS]]
Anna María Sveinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Birna Valgarðsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Erla Reynisdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Guðbjörg Norðfjörð, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|1997 - 1998
|Alda Leif Jónsdóttir, [[Íþróttafélag stúdenta|ÍS]]
Anna María Sveinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Erla Reynisdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Erla Þorsteinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Guðbjörg Norðfjörð, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|1998 - 1999
|Alda Leif Jónsdóttir, [[Íþróttafélag stúdenta|ÍS]]
Anna María Sveinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Guðbjörg Norðfjörð, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Hanna Kjartansdóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Signý Hermannsdóttir, [[Íþróttafélag stúdenta|ÍS]]
|-
|1999 - 2000
|Alda Leif Jónsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Erla Þorsteinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Guðbjörg Norðfjörð, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Hanna Kjartansdóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Sólveig H. Gunnlaugsdóttir, [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]]
|-
|2000 - 2001
|Hanna Kjartansdóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Hildur Sigurðardóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Kristín Björk Jónsdóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Marín Rós Karlsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Sólveig H. Gunnlaugsdóttir, [[KFÍ]]
|-
|2001 - 2002
|Alda Leif Jónsdóttir, [[Íþróttafélag stúdenta|ÍS]]
Birna Valgarðsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Erla Þorsteinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Helga Þorvaldsdóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Hildur Sigurðardóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Lovísa Guðmundsdóttir, [[Íþróttafélag stúdenta|ÍS]]
|-
|2002 - 2003
|Birna Valgarðsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Erla Þorsteinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Helga Þorvaldsdóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Hildur Sigurðardóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Svandís Anna Sigurðardóttir, [[Íþróttafélag stúdenta|ÍS]]
|-
|2003 - 2004
|Alda Leif Jónsdóttir, [[Íþróttafélag stúdenta|ÍS]]
Birna Valgarðsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Erla Þorsteinsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Hildur Sigurðardóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Sólveig H. Gunnlaugsdóttir, [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]]
|-
|2004 - 2005
|Alda Leif Jónsdóttir, [[Íþróttafélag stúdenta|ÍS]]
Birna Valgarðsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Bryndís Guðmundsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
{{ill|Helena Sverrisdóttir|en|Helena_Sverrisdóttir}}, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
Signý Hermannsdóttir, [[Íþróttafélag stúdenta|ÍS]]
|-
|2005 - 2006
|Birna Valgarðsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
{{ill|Helena Sverrisdóttir|en|Helena_Sverrisdóttir}}, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
Hildur Sigurðardóttir, [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]]
María Ben Erlingsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Signý Hermannsdóttir, [[Íþróttafélag stúdenta|ÍS]]
|-
|2006 - 2007
|Bryndís Guðmundsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
{{ill|Helena Sverrisdóttir|en|Helena_Sverrisdóttir}}, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
Hildur Sigurðardóttir, [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]]
Margrét Kara Sturludóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
María Ben Erlingsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2007 - 2008
|Hildur Sigurðardóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Kristrún Sigurjónsdóttir, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
Pálína María Gunnlaugsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Signý Hermannsdóttir, [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]
Sigrún Ámundardóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|2008 - 2009
|Birna Valgarðsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Hildur Sigurðardóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Kristrún Sigurjónsdóttir, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
Signý Hermannsdóttir, [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]
Sigrún Ámundardóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|2009 - 2010
|Birna Valgarðsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Hildur Sigurðardóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Kristrún Sigurjónsdóttir, [[Íþróttafélagið Hamar|Hamar]]
Margrét Kara Sturludóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Signý Hermannsdóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|2010 - 2011
|Birna Valgarðsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Bryndís Guðmundsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Margrét Kara Sturludóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
Pálína Gunnarsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Ragna Margrét Brynjarsdóttir, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
|-
|2011 - 2012
|Hildur Sigurðardóttir, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
Íris Sverrisdóttir, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
Pálína Gunnarsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Petrúnella Skúladóttir, [[Ungmennafélag Njarðvíkur|Njarðvík]]
Sigrún Ámundardóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|2012 - 2013
|Bryndís Guðmundsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Hildur Björg Kjartansdóttir, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
Hildur Sigurðardóttir, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
Kristrún Sigurjónsdóttir, [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]
Pálína Gunnarsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2013 - 2014
|Bryndís Guðmundsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
Hildur Björg Kjartansdóttir, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
Hildur Sigurðardóttir, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
Sigrún Ámundardóttir, [[KR (körfuknattleikur kvenna)|KR]]
|-
|2014 - 2015
|Bryndís Guðmundsdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
Gunnhildur Gunnarsdóttir, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
Hildur Sigurðardóttir, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
Petrúnella Skúladóttir, [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]]
Sara Rún Hinriksdóttir, [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
|-
|2015 - 2016
|Bryndís Guðmundsdóttir, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
Guðbjörg Sverrisdótir, [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]
Gunnhildur Gunnarsdóttir, [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]
{{ill|Helena Sverrisdóttir|en|Helena_Sverrisdóttir}}, [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
Sigrún Ámundardóttir, [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]]
|-
|2016 - 2017
|
|}
==Tilvísanir==
{{reflist}}
[[Flokkur:Íslenskar körfuknattleiksdeildir]]
flecwxg8o6lz87lfzdr1jk342xd8um9
Commodore PET
0
126698
1920748
1480092
2025-06-17T21:17:35Z
Sv1floki
44350
1920748
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Commodore_2001_Series-IMG_0448b.jpg|thumb|right|Commodore PET]]
'''Commodore PET''' (''Personal Electronic Transactor'') er [[einkatölva|einka]]/[[heimilistölva]] sem [[Commodore International]] setti á markað árið [[1977]]. Hún þótti sérstök fyrir að vera með öll [[jaðartæki]] ([[segulbandstæki]], [[lyklaborð]] og [[tölvuskjá]]) í einum kassa. Tölvan notaðist við [[MOS Technology 6502]]-örgjörvann sem var þá ódýrasti alhliða [[örgjörvi]]nn á markaðnum. Þetta var fyrsta eiginlega [[tölva]]n sem Commodore framleiddi. Hún náði miklum vinsældum í Bandaríkjunum og Kanada en fyrst og fremst sem skrifstofuvél þar sem aðrir aðilar á borð við [[Apple]] og [[Atari]] lögðu undir sig markaðinn fyrir heimilistölvur og skólatölvur (eftir [[1980]] náði Commodore svo stórum hluta af heimilistölvumarkaðinum með [[Commodore VIC-20]] og [[Commodore 64]]). PET-vélarnar voru markaðssettar í Evrópu sem '''CBM''' (''Commodore Business Machines'') vegna deilna við [[Philips]] um PET-nafnið.
{{CBM-tölvur}}
{{stubbur}}
[[Flokkur:Commodore International]]
[[Flokkur:Tölvur]]
0y4w8lw2q067rn0me754bzbz6820nq2
Ali Khamenei
0
134903
1920765
1920537
2025-06-18T06:45:16Z
TKSnaevarr
53243
/* Um tryggð */
1920765
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Ali Khamenei
| nafn_á_frummáli= {{nobold|سید علی حسینی}}
| mynd = Ali Khamenei at IRGC Aerospace Force 2023.jpg
| titill= [[Æðsti leiðtogi Írans]]
| stjórnartíð_start = [[4. júní]] [[1989]]
| forseti = ''Hann sjálfur''<br>[[Akbar Hashemi Rafsanjani]]<br>[[Mohammad Khatami]]<br>[[Mahmoud Ahmadinejad]]<br>[[Hassan Rouhani]]<br>[[Ebrahim Raisi]]<br>[[Mohammad Mokhber]] {{small|(starfandi)}}<br>[[Masoud Pezeshkian]]
| forveri = [[Ruhollah Khomeini]]
| titill2= [[Forseti Írans]]
| stjórnartíð_start2 = [[9. október]] [[1981]]
| stjórnartíð_end2 = [[16. ágúst]] [[1989]]
| forveri2 = [[Mohammad-Ali Rajai]]
| eftirmaður2 = [[Akbar Hashemi Rafsanjani]]
| forsætisráðherra2 = [[Mir-Hossein Mousavi]]
| einvaldur2 = [[Ruhollah Khomeini]]<br>''Hann sjálfur''
| myndatexti1 = Khamenei árið 2023.
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1939|4|19}}
| fæðingarstaður = [[Mashhad]], [[Íran]]
| þjóderni = [[Íran]]skur
| maki = Mansoureh Khojasteh Bagherzadeh (g. 1964)
| stjórnmálaflokkur =
| börn = 6
| háskóli = Qom-klerkaskólinn
|undirskrift = Khamenei signature.png
}}
'''Ali Khamenei''' ([[persneska]]: سید علی حسینی خامنهای; f. [[19. apríl]] [[1939]]<ref>[https://www.mashreghnews.ir/news/558617/ روایتی از تاریخ دقیق تولد رهبر انقلاب از زبان معظمله+عکس]</ref>) er [[íslam|múslimaklerkur]] og núverandi [[æðstiklerkur Írans]]. Hann tók við embætti eftir lát [[Ruhollah Khomeini]] árið [[1989]]. Áður var hann [[forseti Írans]] frá 1981 til 1989. Hann var náinn samstarfsmaður Khomeinis í [[íranska byltingin|írönsku byltingunni]] 1979 og var skipaður [[ímam föstudagsbæna í Teheran]] eftir að Khomeini komst til valda. Eftir lát Khomeinis var hann kjörinn æðsti leiðtogi af [[sérfræðingaráð Írans|sérfræðingaráði Írans]] þótt hann væri ekki [[marja']] (ayatollah) á þeim tíma. Hann var útnefndur marja' árið 1994 þrátt fyrir andstöðu fjögurra annarra ayatollah.
Khamenei er valdamesti stjórnmálamaður Írans. Hann er [[þjóðarleiðtogi]] og yfirmaður herafla Írans auk þess að eiga sæti í [[ríkisstjórn Írans]].
== Bakgrunnur ==
Árið 1957 flutti Khamenei til [[Najaf]] í [[Írak]] til að nema íslamska guðfræði á hæsta námsstigi í ''[[hawza]]''. Hann sneri aftur til Írans árið 1958 að ósk föður síns og hélt áfram námi sínu í klerkaskólanum í [[Qom]] frá 1958 til 1964.<ref name=":0" />
Khamenei varð kennari í íslamskri heimsspeki og gerðist fylgismaður [[Ruhollah Khomeini]]. Hann var fangelsaður í Qezel Qaleh-fangelsinu árið 1963.<ref>{{Webbref|titel=Ayatollah Khamenei's memory from the time he was imprisoned by Pahlavi regime|url=http://english.khamenei.ir/news/5963/Ayatollah-Khamenei-s-memory-from-the-time-he-was-imprisoned-by|verk=Khamenei.ir|datum=2018-09-29|hämtdatum=2020-03-16|språk=en}}</ref> Frá 1963 til 1975 var hann sex sinnum fangelsaður vegna pólitískrar mótspyrnu sinnar gegn [[Múhameð Resa Pahlavi|keisaranum]].<ref name=":0">{{Webbref|titel=Biography of Ayatollah Khamenei the Leader of the Islamic Revolution|url=http://english.khamenei.ir/news/2130/Biography-of-Ayatollah-Khamenei-the-Leader-of-the-Islamic-Revolution|verk=Khamenei.ir|datum=2014-09-07|hämtdatum=2020-03-17|språk=en}}</ref> Árið 1976 hóf hann þriggja ára þjónustu í [[Íransher]]. Hann sneri aftur til heimabæjar síns, [[Mashhad]], árið 1979, sama ár og keisaranum var steypt af stóli í [[Íranska byltingin|írönsku byltingunni]].<ref>{{Webbref|titel=Biography|url=https://www.leader.ir/en/content/14133/Biography|verk=www.leader.ir|hämtdatum=2020-03-17|språk=en}}</ref>
== Forseti ==
Khamenei var kjörinn [[forseti Írans]] árið 1982<ref name=":0" /> eftir morðið á [[Mohammad-Ali Rajai]]. Sem forseti varð Khamenei nokkurs konar táknmynd þess að hætt hefði verið við [[Veraldarhyggja|veraldarvæðingu]] írönsku stjórnarinnar eftir byltinguna og stefnt væri í átt að hreinu [[Klerkastjórn|klerkaræði]]. Stuttu eftir að Khamenei tók við forsetaembætti var honum sýnt banatilræði á fjölmiðlafundi. Andspyrnusamtökin [[Mojahedin-e-Khalq]] komu fyrir sprengju í segulbandstæki sem sprakk og skaddaði hægri hönd Khamenei. Stuðningsmenn hans litu á atvikið sem staðfestingu á stöðu Khamenei sem lifandi píslarvottar. Hann var endurkjörinn árið 1985.
== Æðsti leiðtogi ==
[[Mynd:Jumu'ah pray Ali Kamenei as Jumu'ah Imam.jpg|thumb|left|Ali Khamenei árið 1979.]]
Þegar Ruhollah Khomeini lést árið 1989 valdi sérfræðingaráð Írans Khamenei sem nýjan [[Æðsti leiðtogi Írans|æðsta leiðtoga landsins]].<ref name=":0" /> Fyrstu árin var þó jafnan talið að forsetinn [[Akbar Hashemi Rafsanjani]] væri í raun valdamesti maður stjórnarinnar.<ref>{{Tímarit.is|2920399|Samvirk forusta|blað=[[Þjóðviljinn]]|útgáfudagsetning=8. júní 1989|blaðsíða=6|höfundur=Dagur Þorleifsson}}</ref>
Árið 2010 heimsótti Khamenei helgu borgina [[Qom]] í þriðja skipti og dvaldi þar í tíu daga áður en hann sneri aftur til [[Teheran]]. Í Qom hitti hann háttsetta embættismenn, stúdenta, fræðimenn og fjölskyldur íranskra píslarvotta. Íranskur þingmaður sagði móttökurnar sem Khamenei fékk vera viðvörun til vestrænna fjölmiðla.<ref>{{Webbref|titel=Imam Khamenei Qom visit dispelled delusions|url=http://en.abna24.com/service/iran/archive/2010/10/31/211221/story.html|verk=en.abna24.com|datum=2010-10-31|hämtdatum=2020-04-01|språk=English|efternamn=P.T}}</ref> Annað skiptið sem Khamenei heimsótti Qom var árið 2000.<ref>{{Webbref|url=https://basirat.ir/fa/news/262469/|titel=مروري بر سفرهاي استاني رهبر معظم انقلاب از آغاز تاكنون|hämtdatum=2020-04-02|utgivare=basirat.ir}}</ref> Khamenei heimsótti Fatima Masumeh-helgidóminn og hélt ræðu fyrir íbúa Qom.<ref>farsi.khamenei.ir - [http://farsi.khamenei.ir/news-content?id=11577 ورود رهبر انقلاب به قم و استقبال پرشور مردم از معظمله]</ref>
== Yfirlýsingar ==
=== Um kjarnorku- og gereyðingarvopn ===
Þann 17. apríl 2010 ávarpaði Khamenei alþjóðaráðstefnu um kjarnorkuafvopnun í Teheran og lýsti yfir að auk kjarnorkuvopna væru gereyðingaropn eins og efna- og lífefnavopn alvarleg ógn við mannkynið. Hann sagði að íranska þjóðin, sem hefði sjálf orðið fyrir barðinu á [[efnavopn]]um, gerði sér grein fyrir hættunni af því að framleiða slík vopn og væri reiðubúin til að beita öllum ráðum til að sporna við þeim. Hann sagði Íran líta svo á að það bæri bannað samkvæmt íslamstrú ([[haram]]) að nota slík vopn.<ref>{{Webbref|titel=استفتائات - حرمت سلاح کشتار جمعی|url=http://farsi.khamenei.ir/treatise-content?id=228|verk=farsi.khamenei.ir|hämtdatum=2020-03-31|efternamn=Khamenei.ir|arkivurl=https://web.archive.org/web/20180612142926/http://farsi.khamenei.ir/treatise-content?id=228|arkivdatum=2018-06-12}}</ref>
=== Um hryðjuverk ===
Eftir [[Skotárásin á Charlie Hebdo|skotárásina á Charlie Hebdo]] í Frakklandi í janúar 2015 skrifaði Khamenei opið bréf til ungmenna í Evrópu og Norður-Ameríku varðandi íslam.<ref>{{Webbref|titel=The recent events in France have convinced me to directly talk to you|url=http://english.khamenei.ir/news/2436/The-recent-events-in-France-have-convinced-me-to-directly-talk|verk=Khamenei.ir|datum=2015-11-15|hämtdatum=2020-03-15|språk=en}}</ref> Eftir [[Hryðjuverkaárásirnar í París nóvember 2015|hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember 2015]] skrifaði hann annað opið bréf til ungmenna á [[Vesturlönd]]um þar sem hann sagði hryðjuverk sameiginlegt áhyggjuefni allra landa.<ref>{{Webbref|titel=Today terrorism is our common worry|url=http://english.khamenei.ir/news/2681/Today-terrorism-is-our-common-worry|verk=Khamenei.ir|datum=2015-11-29|hämtdatum=2020-03-15|språk=en}}</ref>
=== Um Ísrael ===
Þann 9. september 2015 sagði Khamenei að „hin [[Zíonismi|zíoníska]] stjórn“ yrði ekki lengur til eftir 25 ár.<ref>{{Webbref|titel=There will be no such thing as Israel in 25 years: Ayatollah Khamenei|url=http://english.khamenei.ir/news/3969/There-will-be-no-such-thing-as-Israel-in-25-years-Ayatollah|verk=Khamenei.ir|datum=2016-07-01|hämtdatum=2020-04-22|språk=en}}</ref>
=== Um tryggð ===
Þann 9. janúar 2016 lét Khamenei þau orð falla á fundi með fólki frá Qom að þeir sem sværu í dag [[Íranska byltingin|byltingunni]] hollustu sína eða endurnýjuðu hollustueið sinn væru í raun að sverja [[Múhameð|Múhameð spámanni]] hollustu sína. Hann sagði að hver sá sem sýndi [[Ruhollah Khomeini|Imam Khomeini]] hollustu í verk væri um leið að sýna hollustu sína við spámanninn.<ref>{{Webbref|titel=Massive election turnout guarantees the security of the country|url=http://english.khamenei.ir/news/3122/Massive-election-turnout-guarantees-the-security-of-the-country|verk=Khamenei.ir|datum=2016-01-09|hämtdatum=2020-04-22|språk=en}}</ref>
=== Um Sádi-Arabíu ===
Þann 21. mars 2019 sagðist Khamenei ekki vita um neina verri stjórn en þá í [[Sádi-Arabía|Sádi-Arabíu]]. Hann sagði sádi-arabísku ríkisstjórnina spillta, einræðiskennda og harðstjórnarlega. Varðandi möguleikann á því að Sádi-Arabía kæmist yfir kjarnorkutækni frá Bandaríkjunum sagðist Khamenei ekki hafa áhyggjur, enda kæmu íslamískir uppreisnarmenn til með að kollvarpa stjórn landsins innan fárra ára.<ref>{{Webbref|titel=Ayatollah Khamenei: I know no country worse than Saudi kingdom|url=https://www.tehrantimes.com/news/434254/Ayatollah-Khamenei-I-know-no-country-worse-than-Saudi-kingdom|verk=Tehran Times|datum=2019-03-21|hämtdatum=2021-12-09|språk=en}}</ref>
=== Um Bandaríkin ===
Þann 18. febrúar 2020 sagði Khamenei að einn daginn myndu [[Bandaríkin]] sökkva eins og skipið [[RMS Titanic|Titanic]]. Rétt eins og íburður Titanic hafi ekki bjargað skipinu frá því að sökkva myndi íburður Bandaríkjanna ekki bjarga þeim frá hruni.<ref>{{Webbref|titel=The US will sink like the Titanic|url=http://english.khamenei.ir/news/7375/The-US-will-sink-like-the-Titanic|verk=Khamenei.ir|datum=2020-02-19|hämtdatum=2020-04-22|språk=en}}</ref>
=== Um Covid-19-bóluefnin ===
Þann 8. janúar 2021 skrifaði Khamenei í færslu á [[Twitter]] að bresk og bandarísk [[bóluefni]] gegn [[Covid-19]] væru „algjörlega óáreiðanleg“ og að möguleiki væri á því að löndin vildu „smita aðrar þjóðir“. Twitter fjarlægði færslu Khamenei daginn eftir og sagði hana brot gegn reglum samfélagsmiðilsins.<ref>{{Webbref|titel=Twitter raderade ayatolla Khameneis inlägg om västerländska "opålitliga" coronavaccin|url=https://svenska.yle.fi/artikel/2021/01/09/twitter-raderade-ayatolla-khameneis-inlagg-om-vasterlandska-opalitliga|verk=svenska.yle.fi|hämtdatum=2021-01-16|språk=sv-FI}}</ref>
=== Um kóranbrennur og Svíþjóð ===
Eftir að eintök af [[Kóran|Kóraninum]] voru brennd í mótmælaaðgerðum árið 2023 sagði Khamenei Svíþjóð hafa lýst yfir stríði gegn hinum íslamska heimi. Talið er að þetta hafi verið vegna viðbragða sænsku stjórnarinnar við kóranbrennunum.<ref>{{Tidningsref|rubrik=Irans ledare i skarpt utspel mot Sverige: ”Tydlig upptrappning”|url=https://www.svt.se/nyheter/inrikes/irans-ledare-i-skarpt-utspel-mot-sverige-tydlig-upptrappning|tidning=SVT Nyheter|datum=2023-07-22|hämtdatum=2023-07-26|språk=sv|förnamn=Ola|efternamn=Palmström}}</ref>
== Ljóð og endurminningar ==
Khamenei var virkur í bókmenntasamtökum ásamt frægum skáldum þegar hann bjó í Mashhad og skrifaði gagnrýni um ljóð. Hann hefur sjálfur flutt nokkur ljóð undir skáldanafninu „Amin“.<ref>{{Webbref|titel=دائرة المعارف بزرگ اسلامی:خامنه ای، آیت الله سیدعلی|url=https://www.cgie.org.ir/fa/publication/entryview/16337#page-3|verk=www.cgie.org.ir|hämtdatum=2020-03-29}}</ref>
Endurminningar Khamenei komu út á [[Arabíska|arabísku]] undir titlinum ''Inna Ma as-Sabri Nasra'' árið 2019. Leiðtogi [[Hizbollah]], [[Hassan Nasrallah|Sayyid Hassan Nasrallah]], kynnti arabíska útgáfu bókarinnar á hátíðarathöfn í [[Beirút]] í febrúar 2019 í tilefni af 40 ára afmæli [[Íranska byltingin|írönsku byltingarinnar]].<ref>{{Webbref|titel=Leader Ayatollah Khamenei memoirs released|url=http://www.tehrantimes.com/news/433663/Leader-Ayatollah-Khamenei-memoirs-released|verk=Tehran Times|datum=2019-03-04|hämtdatum=2020-04-05|språk=en}}</ref><ref>{{Webbref|titel=إن مع الصبر نصرا.. مذكرات الإمام الخامنئي بالعربية +pdf|url=https://www.alkawthartv.com/news/188055|verk=https://www.alkawthartv.com {{!}} قناة الکوثر|hämtdatum=2020-04-05|språk=ar|arkivurl=https://web.archive.org/web/20191206135715/http://www.alkawthartv.com/news/188055|arkivdatum=2019-12-06}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Æðsti leiðtogi Írans]]
| frá = [[4. júní]] [[1989]]
| til =
| fyrir = [[Ruhollah Khomeini]]
| eftir = Enn í embætti
}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Forseti Írans]]
| frá = [[9. október]] [[1981]]
| til = [[16. ágúst]] [[1989]]
| fyrir = [[Mohammad-Ali Rajai]]
| eftir = [[Akbar Hashemi Rafsanjani]]
}}
{{Töfluendir}}
{{Forsetar Íran}}
{{DEFAULTSORT:Khamenei, Ali}}
[[Flokkur:Æðstuklerkar Írans]]
[[Flokkur:Forsetar Írans]]
{{f|1939}}
mzbfag2m1zbqofb2ohxad1y87g12flq
Guðni Bergsson
0
136762
1920750
1790362
2025-06-17T22:38:28Z
Joningi86
44374
1920750
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnumaður
| mynd =
| nafn = Guðni Bergsson
| fullt nafn = Guðni Bergsson
| fæðingardagur = {{Fæðingardagur og aldur|1965|7|21}}
| fæðingarbær = [[Reykjavík]]
| fæðingarland = Ísland
| hæð = 1,85m
| staða = Varnarmaður
| núverandi lið =
| númer =
| ár í yngri flokkum =
| yngriflokkalið =
| ár1 = 1983-1988
| ár2 = 1986-1987
| ár3 = 1988-1995
| ár4 = 1994
| ár5 = 1995-2003
| lið1 = [[Valur]]
| lið2 = → [[TSV 1860 München]] (lán)
| lið3 = [[Tottenham Hotspur]]
| lið4 = →[[Valur]](lán)
| lið5 = [[Bolton Wanderers]]
| leikir (mörk)1 = 94 (7)
| leikir (mörk)2 = 3 (0)
| leikir (mörk)3 = 72 (2)
| leikir (mörk)4 = 15 (0)
| leikir (mörk)5 = 270 (22)
| landsliðsár = 1995-2003
| landslið = [[Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ísland]]
| landsliðsleikir (mörk) = 80 (1)
| mfuppfært =
| lluppfært =
}}
'''Guðni Bergsson''' (fæddur 21. júlí 1965 í Reykjavík) er fyrrum knattspyrnumaður og fyrrum formaður [[KSÍ]].
Guðni hóf ferilinn í [[Valur (íþróttafélag)|Val]] en fór til [[Tottenham Hotspur]] árið 1988. Eftir að hann yfirgaf Tottenham lagði hann stund á [[lögfræði]] en fór til [[Bolton Wanderers]] þar sem hann spilaði 270 leiki. Guðni spilaði 80 landsleiki fyrir íslenska landsliðið. Árið 2017 var Guðni kosinn formaður KSÍ. Hann sagði af sér 2021 í kjölfar gagnrýni á KSÍ vegna viðbragða um ofbeldi leikmanna karlalandsliðsins.<ref>{{Vefheimild|titill=Guðni Bergsson segir af sér|url=https://www.visir.is/g/20212148825d/gudni-bergsson-segir-af-ser|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Árni Sæberg|höfundur2=Kolbeinn Tumi Daðason|ár=2021|mánuður=28. ágúst|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=28. ágúst}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
[[Flokkur:Íslenskir knattspyrnumenn]]
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1965]]
kfaxf9t82xu3pddjs4yvt77lyole8do
1920751
1920750
2025-06-17T22:39:49Z
Joningi86
44374
1920751
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnumaður
| mynd =
| nafn = Guðni Bergsson
| fullt nafn = Guðni Bergsson
| fæðingardagur = {{Fæðingardagur og aldur|1965|7|21}}
| fæðingarbær = [[Reykjavík]]
| fæðingarland = Ísland
| hæð = 1,85m
| staða = Varnarmaður
| núverandi lið =
| númer =
| ár í yngri flokkum =
| yngriflokkalið =
| ár1 = 1983-1988
| ár2 = 1986-1987
| ár3 = 1988-1994
| ár4 = 1994
| ár5 = 1995-2003
| lið1 = [[Valur]]
| lið2 = → [[TSV 1860 München]] (lán)
| lið3 = [[Tottenham Hotspur]]
| lið4 = →[[Valur]](lán)
| lið5 = [[Bolton Wanderers]]
| leikir (mörk)1 = 94 (7)
| leikir (mörk)2 = 3 (0)
| leikir (mörk)3 = 72 (2)
| leikir (mörk)4 = 15 (0)
| leikir (mörk)5 = 270 (22)
| landsliðsár = 1995-2003
| landslið = [[Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ísland]]
| landsliðsleikir (mörk) = 80 (1)
| mfuppfært =
| lluppfært =
}}
'''Guðni Bergsson''' (fæddur 21. júlí 1965 í Reykjavík) er fyrrum knattspyrnumaður og fyrrum formaður [[KSÍ]].
Guðni hóf ferilinn í [[Valur (íþróttafélag)|Val]] en fór til [[Tottenham Hotspur]] árið 1988. Eftir að hann yfirgaf Tottenham lagði hann stund á [[lögfræði]] en fór til [[Bolton Wanderers]] þar sem hann spilaði 270 leiki. Guðni spilaði 80 landsleiki fyrir íslenska landsliðið. Árið 2017 var Guðni kosinn formaður KSÍ. Hann sagði af sér 2021 í kjölfar gagnrýni á KSÍ vegna viðbragða um ofbeldi leikmanna karlalandsliðsins.<ref>{{Vefheimild|titill=Guðni Bergsson segir af sér|url=https://www.visir.is/g/20212148825d/gudni-bergsson-segir-af-ser|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Árni Sæberg|höfundur2=Kolbeinn Tumi Daðason|ár=2021|mánuður=28. ágúst|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=28. ágúst}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
[[Flokkur:Íslenskir knattspyrnumenn]]
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1965]]
odvl6zt32v3anejmvnhl9ulcm5pfeiz
Guðrún Ágústsdóttir
0
153717
1920676
1829936
2025-06-17T16:43:07Z
Berserkur
10188
1920676
wikitext
text/x-wiki
'''Guðrún Ágústsdóttir''' (fædd [[1. janúar]] [[1947]]) er fyrrverandi [[borgarfulltrúi]] og forseti [[Borgarstjórn Reykjavíkur|borgarstjórnar Reykjavíkur]].
Guðrún fæddist í Reykjavík og foreldrar hennar voru Ragnheiður Eide Bjarnason (1924-2015) húsmóðir og Ágúst Bjarnason (1918-1994) skrifstofustjóri. Föðurafi Guðrúnar var [[Bjarni Jónsson (vígslubiskup)|Bjarni Jónsson]] vígslubiskup.
Guðrún lauk gagnfræðaprófi frá [[Kvennaskólinn í Reykjavík|Kvennaskólanum í Reykjavík]] árið 1964 og stundaði enskunám í [[London]] frá 1965-1966 og við [[Edinborgarháskóli|Edinborgarháskóla]] árið 1976. Hún var við nám í [[Menntaskólinn við Hamrahlíð|Menntaskólanum við Hamrahlíð]] frá 1979-1982. Guðrún starfaði hjá [[Landsbanki Íslands|Landsbanka Íslands]] 1965-1966, var flugfreyja hjá [[Flugfélag Íslands|Flugfélagi Íslands]] 1966 og 1967, skrifstofumaður hjá [[Sjóvá]] 1968-1970, fulltrúi hjá [[Hjúkrunarskóli Íslands|Hjúkrunarskóla Íslands]] 1971-1975 og 1978-1987. Hún var framkvæmdastjóri við undirbúning Norræns kvennaþings í Ósló frá 1986-1987 og í framkvæmdastjórn þingsins á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Hún var aðstoðarmaður [[Svavar Gestsson|Svavars Gestssonar]] menntamálaráðherra frá 1988-1991, starfsmaður [[Þjóðviljinn|Þjóðviljans]] 1991 og fræðslu- og kynningarfulltrúi hjá [[Kvennaathvarfið|Kvennaathvarfinu]] 1991-1994.
Hún var borgarfulltrúi [[Alþýðubandalagið|Alþýðubandalagsins]] í Reykjavík frá 1982-1990 og borgarfulltrúi [[Reykjavíkurlistinn|Reykjavíkurlistans]] frá 1994-2002.
Eignmaður Guðrúnar var Svavar Gestsson (1944-2021) fyrrverandi ráðherra, alþingismaður og sendiherra. Fyrri maður hennar var Kristján Árnason prófessor við Háskóla Íslands og eiga þau þrjú börn.
==Heimild==
* {{bókaheimild|höfundur= Olga Guðrún Árnadóttir (ritstj.)|titill=Á rauðum sokkum, baráttukonur segja frá|útgefandi= Háskólaútgáfan og RIKK|ár=2011|ISBN=9789979549260}}
*Pétur Ástvaldsson, ''Samtíðarmenn A-Í'' bls. 268-269, (Reykjavík, 2003)
{{f|1947}}
[[flokkur:Rauðsokkahreyfingin]]
[[Flokkur:Íslenskar stjórnmálakonur]]
[[Flokkur:Handhafar Hinnar íslensku fálkaorðu]]
[[Flokkur:Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans]]
[[Flokkur:Borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins]]
hfqk1ddhc01h8cttwznfui91zpdsp5c
Thomas Cook Group
0
154243
1920680
1650129
2025-06-17T16:53:40Z
Berserkur
10188
1920680
wikitext
text/x-wiki
{{Fyrirtæki |
nafn = Thomas Cook Group |
merki =
|
gerð = |
stofnað = 1841 |
staðsetning = [[London]], [[England]] |
lykilmenn = Frank Meysman, formaður
Peter Fankhauser (CEO) stjórnarformaður |
starfsemi = Ferðaskrifstofa, flugfélag |
vefur = http://www.thomascookgroup.com/
|Gjaldþrota= 23. september 2019|örlög=Gjaldþrota 23. september 2019}}
[[Mynd:Thomas Cook travel agency, Cross Gates Centre (22nd March 2014).JPG|thumb|Ferðaskrifstofa í Leeds.]]
'''Thomas Cook Group''' var bresk [[ferðaskrifstofa]] sem upphaflega var stofnuð sem ''Thomas Cook & Son'' árið 1841.
Thomas Cook Group myndaðist við samruna ''Thomas Cook AG'' og ''MyTravel Group'' árið 2007. Fyrirtækið var bæði flugfélag og ferðaskrifstofa og stærsta sinna tegundar á [[Bretland]]i.
Haustið 2019 varð fyrirtækið gjaldþrota og 9000 starfsmenn á Bretlandi misstu vinnuna ásamt 25.000 starfsmenn víða um heim. Í kjölfarið fóru bresk stjórnvöld í ''aðgerðina Matterhorn'' til að fljúga með strandaglópa eftir gjaldþrotið.
[[Flokkur:Bresk fyrirtæki]]
[[Flokkur:Bresk flugfélög]]
{{S|1841}}
[[Flokkur:Lagt niður 2019]]
6ksonywytw0lfoksnlmplvp0vyz75hh
Fáni Marokkó
0
156075
1920672
1907825
2025-06-17T15:09:05Z
Riad Salih
97865
Fictional flag, not based on a reliable source.
1920672
wikitext
text/x-wiki
[[File:Flag of Morocco.svg|thumb|Fáni Marokkó]]
'''Fáni Marokkó''' er rauður með grænni fimm-arma stjörnu í miðjunni. Hlutföll eru er 2:3. Fáninn tók gildi við sjálfstæði Marokkó frá Frakklandi 1956 en á sér þó mun lengri sögu. Mun rauði liturinn eiga að tákna niðja Múhammeðs.
Einliti rauði fáninn var við lýði þar til Frakkar tóku völd. Þá þótti rauði liturinn vera of líkur fánum ýmissa kommúnistaríkja og var því ákveðið að setja græna stjörnu.
== Eldri Fánar ==
<gallery>
Mynd:Flag of Morocco (1666–1915).svg|1666–1915
</gallery>
== Aðrir fánar ==
<gallery>
File:Flag of the Republic of the Rif.svg|[[Rif-lýðveldið]] skammlíft aðskilnaðarlýðveldi Berba (1921–1926)
File:Flag of International Tangier.svg|[[Tangers Alþjóðlegt Svæði]] (373 km2 svæði stjórnað af Bretum, Frökkum & Spánverjum sem rann inn í Marokkó við stofnun þess.(1923–1956)
</gallery>
{{Commonscat|National flag of Morocco}}
[[Flokkur:Marokkó]]
[[Flokkur:Þjóðfánar|Marokkó]]
6by4ik90q3a3lyey01nr4x2ujojz249
Við Djúpið
0
162554
1920661
1920619
2025-06-17T13:03:06Z
Sv1floki
44350
laga nokkrar innsláttarvillur
1920661
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Viddjupid banner midnightsun.jpg|thumb|Miðnætursól á fjallatoppum umhverfis Ísafjörð.]]
'''Tónlistarhátíðin Við Djúpið''' er árleg kammertónlistarhátíð og sumarnámskeið fyrir tónlistarnemendur á [[Ísafjörður|Ísafirði]] og nágrenni. Aðaláhersla tónleikadagskrárinnar er gömul og ný kammertónlist í flutningi erlendra og innlendra tónlistarmanna. Hátíðin er að jafnaði haldin um sumarsólstöður.<ref>{{Cite web|url=https://heimildin.is/grein/22181/thad-er-draumur-ad-koma-til-isafjardar-alltaf/|title=„Það er draumur að koma til Ísafjarðar – alltaf“|last=Jónsdóttir|first=Auður|date=2024-06-20|website=Heimildin|access-date=2025-01-21}}</ref>
Hún var fyrst haldin sumarið 2003 og var stofnuð af Guðrúnu Birgisdóttur, flautuleikara, og Pétri Jónassyni, gítarleikara. Hátíðin hefur samanstaðið frá upphafi af sumarnámskeiðum fyrir lengra komna tónlistarnemendur og tónleikahaldi. Þungamiðja tónlistarhátíðarinnar er á Ísafirði en tónleikahald var áður líka í [[Bolungarvík]], [[Flateyri]], [[Súðavíkurhreppur|Súðavík]] og víðar. Lengst af hefur Greipur Gíslason verið í forsvari hátíðarinnar, fyrst ásamt Tinnu Þorsteinsdóttur, píanóleikara, og síðar Dagnýju Arnalds, píanóleikara og -kennara, organista og kórstjóra. Síðan 2023 hefur Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, söngkennari og kórstjóri tekið við ásamt Greipi.
Hátíðin og dagskrá hennar hefur vakið athygli um árabil og námskeiðin voru eftirsótt. [[Rás 1]] hljóðritaði marga tónleika hátíðarinnar og sendi einnig út beint.<ref>{{Cite web|url=https://annit.is/dagatal/ras-1-vi%c3%b0-djupi%c3%b0-i-beinni/|title=Rás 1 við Djúpið í beinni|date=2007-06-23|website=ANNIT.IS|language=is-IS|access-date=2021-03-16}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
== Fyrstu árin (2003–5) ==
[[Mynd:Húsmæðraskólinn Ósk 2021.jpg|alt=Skólabygging Tónlistarskóla Ísafjarðar, áður Húsmæðraskólinn Ósk. Stórt steinsteypt hús á 3 hæðum.|thumb|Tónlistarskóli Ísafjarðar við Austurveg.]]
Í kjölfar fjárveitingar úr Menningarborgarsjóði og smá umhugsun stóðu Guðrún Birgisdóttir og Pétur Jónasson fyrst fyrir tónlistarhátíð við Djúpið. Þau vildu leggja áherslu á gott samstarf við heimamenn og stofnuð til samtals við tónlistarskólana á Ísafirði og í Bolungarvík og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. Þau lögðu líka áherslu á að tengjast náttúrunni, efna til gönguferða og fleira. Auk Guðrúnar og Péturs komu Martial Nardeau, Ólafur Kjartan Sigurðsson og heiðursgesturinn Jónas Ingimundarson fram á fyrstu hátíðinni auk þess að kenna á námskeiðunum.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3474321?iabr=on#page/n40/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Morgunblaðið - 175. tölublað (01.07.2003) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
Árið eftir var talið í 2. tónlistarhátíðina Við Djúpið. Guðrún og Pétur í fararbroddi en nú með Jóhönnu Linnet, Árna Heiðari Karlssyni og Halldóri Haraldssyni sem var heiðursgestur.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3724344?iabr=on#page/n46/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Fréttablaðið - 149. tölublað (03.06.2004) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
Það dró til tíðinda í sögu hátíðarinnar árið 2005 þegar hún var færð framar í júní en áður og þannig vera í samstarfi við [[Listahátíð í Reykjavík]]. Fram að því hafði hátíðin verið haldin í kringum [[sumarsólstöður]].
== 2006–8 ==
Árið 2006 höfðu heimamenn á Ísafirði milligöngu um að fá Tinnu Þorsteinsdóttur, píanóleikara til liðs við hátíðina sem listrænan stjórnanda í kjölfar þess að frumkvöðlarnir Guðrún og Pétur sögðu skilið við verkefnið. Greipur Gíslason var svo fenginn til að starfa við hlið Tinnu sem framkvæmdastjóri.
Fyrsta ár þeirra við stjórnvölinn var hátíðin mjög hefðbundin. Guðrún Birgisdóttir mætti til leiks og kenndi á flautu, [[Sigrún Hjálmtýsdóttir]] og Anna Guðný Guðmundsdóttir kenndu söng og Peter Máté kenndi á píanó. Öll komu þau fram á tónleikum á hátíðinni auk Tinnu sjálfrar og tríósins Flís. Með þátttöku þeirra má segja að sleginn hafi verið nýr tónn í skipulagningu hátíðarinnar.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3901956?iabr=on#page/n11/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Fréttablaðið - 162. tölublað (19.06.2006) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
=== Öðruvísi tónlist og hádegistónleikar 2007 ===
5. tónlistarhátíðin Við Djúpið, 2007, sker sig úr meðal hátíðanna fram að því. Breidd tónlistarinnar er meiri og boðið upp á fjölbreyttari námskeið. Evan Ziporyn frá Bandaríkjunum kenndi Gamelan-tónlist ásamt konu sinni Christine Southworth. Þau stöldruðu svo við í Reykjavík á heimleið og héldu einnig tónleika þar. Davíð Þór Jónsson kenndi spunapíanóleik á vinsælu námskeiði og hélt eftirminnilega tónleika.
Við Djúpið og Háskólasetur Vestfjarða efna sumarið 2007 í fyrsta sinn til hádegistónleikaraðar. Tónleikarnir voru haldnir í nýbyggðu anddyri Grunnskólans á Ísafirði við Aðalstræti. Þar komu fram fyrsta árið Davíð Þór annarsvegar og ATON hinsvegar. Hádegistónleikarnir voru eftir þetta fastur liður í dagskrá hátíðarinnar, allt fram á síðasta ár hennar. Oftast í grunnskólanum en einnig í [[Ísafjarðarkirkja|Ísafjarðarkirkju]] og árið 2008 alfarið í Bryggjusal [[Edinborgarhúsið|Edinborgarhússins]].
Á hátíðinni léku og kenndu einnig Erling Blöndal Bengtsson, sellóleikari og píanóleikarinn Vovka Stefán Ashkenazy. Stærri hluti hátíðarinnar fór nú fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði en áður þó svo að Tónlistarskóli Ísafjarðar hafi verið þungamiðjan sem fyrir. Til stóð að danska tónskáldið Simon Steen-Andersen yrði með tónskáldasmiðju á hátíðinni en hann forfallaðist. Íslenski samtímatónlistarhópurinn Aton kom einnig fram.
Í fyrsta sinn sendi Rás 1 beint frá tónleikum á hátíðinni en á þeim komu allir listamenn hennar fram. <ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4163996?iabr=on#page/n54/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Morgunblaðið - 162. tölublað (16.06.2007) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
=== Norrænir risar 2008 ===
Tveir norrænir listamenn sóttu hátíðina heim árið 2008. Finnski fiðluleikarinn Pekka Kuusisto lék á opnunartónleikum 17. júní ásamt Simon Crawford-Philips frá Englandi og einn aðalkennari hátíðarinnar það ár var norski píanóleikarinn Håkon Austbø. Ætla má að með komu Evans Ziporyns og Erlings Blöndal Bengtsonar árið áður og þeirra Pekka og Håkons 2008 hafi hátíðin endanlega skipað sér í fremstu röð tónlistarhátíða Íslands.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4182390?iabr=on#page/n13/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Morgunblaðið - 29. tölublað (30.01.2008) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-16}}</ref>
Auk Austbø kenndu Una Sveinbjarnardóttir á fiðlu og Hanna Dóra Sturludóttir söng. Með Hönnu Dóru var Kurt Kopecky. Að auki kenndi Agnar Már Magnússon á vinæslu spunapíanónámskeiði og fylgdi þannig í fótspor Davíðs Þórs frá árinu áður.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4192091?iabr=on#page/n19/mode/2up/search/%22vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0%22|title=Morgunblaðið - 161. tölublað (14.06.2008) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-16}}</ref>
Á tónleikadagskrá hátíðarinnar voru fernir hádegistónleikar í Bryggjusal Edinborgarhússins. Á einum þeirra Lék Anna Guðný Guðmundsdóttir kafla úr 20 tillit til Jesúbarnsins eftir Olivier Messiaen í fyrsta sinn.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4192091?iabr=on|title=Morgunblaðið - 161. tölublað (14.06.2008) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-09-16}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4193249?iabr=on|title=Lesbók Morgunblaðsins - 06. september (06.09.2008) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-09-16}}</ref> Hún átti síðar eftir að hljóta Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónlstarflytjandi ársins fyrir flutning sinn á öllu verkinu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.iston.is/verdlaun|titill=Íslensku tónlistarverðlaunin|útgefandi=Samtónn}}</ref>
=== Ný ásýnd ===
[[Mynd:Viddjupid 2008 synishorn.jpg|thumb|Sýnishorn af kynningarefni hátíðarinnar 2007 eftir Gunnar Vilhjálmsson grafískan hönnuð.]]
Árið 2007 kvað við nýjan tón í grafísku útliti hátíðarinnar. Aðstandendur Við Djúpið fengu Vinnustofu Atla Hilmarssonar til að gera kynningarefni fyrir hátíðina um sumarið. Gunnar Vilhjálmsson lagði til letur en fleiri hönnuðir á vinnustofunni komu að hönnun efnisins. Þetta samstarf hélt áfram 2008 þegar aðalmynd kynningarefnisins var af bifhárum í innra eyra mannsins. Útlitið tók svo nýja stefnu 2009 þegar Gunnar Vilhjálmsson tók yfir listræna stjórn útlits hátíðarinnar og kynnti til leiks notkun siglingafána sem áttu eftir að verða einkenni tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið til enda.
[[Mynd:Viddjupid 2010 kynningarefni.jpg|thumb|Bæklingur og boðskort, hluti kynningarefnis tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið 2010. Heildarútlitið, hannað af Gunnari Vilhjálmssyni, hlaut aðalverðlaun FÍT, Félags íslenskra teiknara.]]
Önnur útgáfa útlitsins, fyrir hátíðina 2010, hlaut aðalverðlaun [[Félag íslenskra teiknara|Félags íslenskra teiknara]] á verðlaunahátíð þeirra í mars 2011. Heildarútlitið hlaut líka verðlaun í flokknum Mörkun ársins og veggspjald hátíðarinnar verðlaun í veggspjaldaflokk.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/5362337?iabr=on#page/n33/mode/2up/search/%22f%C3%A9lags%20%C3%ADslenskra%20teiknara%22|title=Morgunblaðið - 70. tölublað (24.03.2011) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
== Ris og fall (2009–2013) ==
Blómaskeið tónlistarhátíðarinnar er án efa árin 2007–2012. Dagný Arnalds tók við listrænni stjórn af Tinnu Þorsteinsdóttur eftir hátíðina 2008. Samstarfið við ameríska kammerhópinn ACJW, síðar Declassified / Decoda hafði mikið að segja um gæði dagskrárinnar og samfellu. Þar skipti sköpum aðstoð og áhugi sellóleikarans Sæunnar Þorsteinsdóttur en hún var fastur gestur á hátíðinni frá 2011. Fjárstuðningur bandariskra stjórnvalda með fulltingi sendiráðs þeirra í Reykjavík tryggði það samstarf. Góð dagskrá og áhugaverðir tónleikar auk tónskáldavinnustofunnar gerði hátíðina einnig áhugaverða til upptöku og útsendinga á Rás 1 sem jók orðspor Við Djúpið á Íslandi.
[[Mynd:Viddjupid2009 Isafold.jpg|thumb|Kammersveitin Ísafold að afloknum tónleikum í Ísafjarðarkirkju á hátíðinni 2009. Þar frumflutti hún 3 verk eftir ný tónskáld sem sóttu tónskáldasmiðju hátíðarinnar. Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjóri, er lengst til vinstri.]]
=== Ný tónskáld ===
[[Mynd:Ný tónskáld, Við Djúpið 2011.jpg|alt=Hljóðfæraleikarar æfa nýtt tónverk á í skólastofu. |thumb|Úr vinnustofu nýrra tónskálda 2011. Ensamble ACJW æfa verk Halldórs Smárasonar undir handleiðslu Daníels Bjarnasonar.]]
Árið 2009 stóð hátíðin í fyrsta sinn, í samstarfi við Rás 1 og Kammersveitina Ísafold fyrir tónskáldakeppni og vinnustofu. Þremur tónskáldum var boðið að semja stutt hljómsveitarverk fyrir kammersveitina og fá það flutt á hátíðinni. Samhliða æfingum bauðst tónskáldunum að vinna náið með hljóðfæraleikurum Ísafoldar, hljómsveitarstjóranum Daníel Bjarnasyni og leiðbeinanda vinnustofunnar, tónskáldinu Bent Sørensen. Árið eftir stóð þremur tónskáldum til boða að semja verk fyrir blásarakvintett skipuðum hljóðfæraleikurum úr Nordic Chamber Soloists. Daníel Bjarnason tók þá við handleiðslu vinnustofunnar og gerði árin á eftir. 2011 hófst samstarf við hljóðfærahóp tengdum Carnegie Hall í Bandaríkjunum sem hélt áfram árin á eftir (fyrst Ensamble ACJW, næst The Declassified og svo Decoda).<ref>Morgunblaðið, 22. janúar 2011, bls. 46.</ref>
=== Eyrarrósin ===
Tónlistarhátíðin Við Djúpið var tilnefnd til [[Eyrarrósin|Eyrarrósarinnar]] 2012 sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Fulltrúar hátíðarinnar voru viðstödd afhendingu viðurkenningarinnar á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] í febrúar 2012. Safnasafnið á Svalbarðsströnd hlaut Eyrarrósina það ár. Skjal til staðfestingar tilnefningunni hangir í Tónlistarskóla Ísafjarðar við Austurveg á Ísafirði.
=== Vegleg afmælishátíð 2012 ===
10. árlega tónlistarhátíðin Við Djúpið fór fram 19.–24. júní 2012. Segja má að á afmælishátíðinni allir þættir hátíðarinnar, nýir og þeir sem höfðu verið hornsteinar frá upphafi, náð einhverskonar hápunkti. Glæsilegt námskeiðshald með fjölda nemenda, framúrskarandi tónleikum, hádegistónleikum, síðkvöldstónleikaröð og tónskáldastofu. Erlendir og innlendir listamenn og fjöldi áheyrenda. Aðalkennararnir voru bandaríski fiðluleikarinn Jorja Fleezanis, flautuleikarinn Stefán Ragnar Höskuldsson og góðvinur hátíðarinnar Vovka Ashkenazy kenndi á píanó. Daníel Bjarnason leiddi tónskáldastofu með kvintett úr The Declassified / Decoda og ný síðkvöldstónleikaröð, Söngvaskáldin, hóf göngu sína á Húsinu við Hafnarstræti á Ísafirði.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/5771062?iabr=on|title=Fréttablaðið - 137. tölublað (13.06.2012) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2025-01-21}}</ref>
Aukin velgengni og athygli virtist ekki gera auðveldara að afla fjár fyrir hátíðina. Engin leið var að gera samninga til lengri tíma en árs í senn og náðu endar því ekki saman, þrátt fyrir aukningu í aðsókn.
=== Síðasta árlega hátíðin 2013 ===
Dagana 19.– 23. júní 2013 fór síðasta árlega tónlistarhátíðin Við Djúpið fram á Ísafirði. Þá hafði Dagný Arnalds sagt skilið við aðstandendateymið og Greipur Gíslason einn eftir. Fáir nemendur sóttu hátíðina en framboð sumarnámskeiða hafði aukist á Íslandi, meðal annars í Reykjavík, sem dróg úr aðsókninni. Hátíðin var þó frambærileg með tónskáldastofu þátttöku Decoda frá Bandaríkjunum. Efnt var öðru sinni til síðkvöldstónleikaraðar á Húsinu á Ísafirði. Þar komu fram Valdimar Olgeirsson, Hjalti Þorkelsson , Skúli Mennski og [[Sigríður Thorlacius]]. Þrennir hádegistónleikar í Grunnskóla Ísafjarðar voru í boði í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða.
Það fór vel á því að lokatónleikar síðustu hátíðarinnar væri tileinkaðir minningu sellóleikarans og Ísfirðingsins Erlings Blöndal Bengtssonar en hann lést nokkrum vikum áður. Á tónleikunum í Ísafjarðarkirkju lék breski organistinn James McVinnie meðal annars tónlist [[Johann Sebastian Bach|J.S. Bach]]<nowiki/>s en tónlist hans var Erlingi hugleikin.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1470375/|title=Meistara minnst Við Djúpið|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2021-03-16|url-access=subscription}}</ref>
=== Sérstök útgáfa 2015 ===
[[Mynd:Viddjupid 2015 NEC.jpg|thumb|Hljómsveit yngri nemenda við New England Conservatory æfir í íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði fyrir tónleika á Við Djúpið 23. júní 2015.]]
Dagana 23.–25. júní 2015 komu góðir gestir til Ísafjarðar. Eftir áralangt samstarf hátíðarinnar við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi var komið á samband við New England Conservatory í Boston og skólahljómsveit þaðan, Youth Philharmonic Orchestra, kom til Íslands þetta sumar. Hljómsveitin hélt tónleika í íþróttahúsinu á Torfnesi. Einleikari á tónleikunum var Ari Vilhjálmsson, fyrrum nemandi við skólann. auk þess sem minni hópar buðu upp á ókeypis hádegistónleika í Grunnskólanum á Ísafirði. Nemendur úr skólahljómsveitinni gisti á ísfirskum heimilum og nutu aðstöðu í [[Menntaskólinn á Ísafirði|Menntaskólanum á Ísafirði.]]<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/6295168?iabr=on|title=Fréttablaðið - 149. tölublað (27.06.2015) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-06-15}}</ref>
== Við Djúpið hefur sig til flugs á ný (2022–2024) ==
Vorið 2022 var tilkynnt um upprisu hátíðarinnar þegar efnt var til lítillar tónlistarhátíðar dagana 17.–19. júní. Tveir kennarar buðu upp á námskeið og fernir tónleikar voru á dagskrá hátíðarinnar. Kennararnir voru Sæunn Þorsteinsdóttir, sellóleikari, sem hafði verið haukur horni í hátíðarinnar á árum áður og James Laing, kontratenór, frá Englandi. Hvort um sig komu fram á einleikstónleikum auk þess sem píanóleikarinn Erna Vala Arnardóttir kom fram á einleikstónleikum. Hátín var sett með útitónleikum á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn.
Að skipulagningu hátíðarinnar kom sem fyrr Greipur Gíslason og nú annar Ísfirðingur, Pétur Ernir Svavarsson.
[[Mynd:Viddjupid2023 decoda.jpg|alt=Tríó skipað flautuleikara, píanóleikara og sellóleikara á tónleikasviði á Ísafirði. |thumb|Tríó skipað meðlimum Decoda frá New York leikur á lokahátíð tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið 2023. Catherine Gregory á flautu, David Kaplan á píanó og Sæunn Þorsteinsdóttir á selló.]]
=== 2023: Við Djúpið sýnir styrk sinn ===
Dagana 17.–21. júní 2023 fór hátíðin á ný fram á Ísafirði. Aðalkennarar voru meðlimir kammerhópsins Decoda frá New York í Bandaríkjunum; David Kaplan á píanó, Catherine Gregory á flautu og Sæunn Þorsteinsdóttir á selló. Lögð var áhersla á kennslu í kammertónlist en einnig boðið upp á masterclassa á hljóðfæri sem og einkatíma. Tónleikar voru haldnir öll kvöld hátíðarinnar við góðar undirtektir sem á hádegistónleikar hennar sem fram fóru í Edinborgarhúsinu.
Að skipulagningu að þessu sinni auk Greips Gíslasonar kom Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, söngkona, kórstjóri og tónlistarkennari.<ref>Heimildin, 14. júlí 2023
</ref>
== Listamenn og kennarar ==
*Anna Guðný Guðmundsdóttir {{ISL}} 2006, 2008, 2010, 2012.
*Andrew Quartermain {{GBR}}
*Árni Heimir Ingólfsson {{ISL}} 2012.
*Bent Sørensen {{DNK}} 2009.
*Berglind María Tómasdótir {{ISL}} 2008.
*Catherine Gregory {{USA}} {{AUS}} 2023.
*Christine Southworth {{USA}} 2007.
*Daníel Bjarnason {{ISL}} 2009–2013.
*David Kaplan {{USA}} 2023.
*Ellis Ludwig-Leone {{USA}} 2012, 2023, 2024.
*Eliza Bagg {{USA}} 2024.
*Elizabeth Roe {{USA}} 2013.
*Erna Vala Arnardóttir {{ISL}} 2022.
*Erling Blöndal Bengtsson {{ISL}} {{DNK}} 2007
*Evan Ziporyn {{USA}} 2007.
*Goran Stevanovich {{BIH}} 2024.
*Guðrún Sigríður Birgisdóttir {{ISL}} 2003–2006.
*Halldór Haraldsson {{ISL}}
*Halldór Smárason {{ISL}} 2023, 2024.
*Hanna Dóra Sturludóttir {{ISL}} 2008.
*Håkon Austbø {{NOR}} 2008.
*Helgi Hrafn Jónsson {{ISL}} 2012.
*Herdís Anna Jónasdóttir {{ISL}} 2024.
*James Laing {{GBR}} 2022.
*James McVinnie {{GBR}} 2012, 2013.
*Jorja Fleezanis {{USA}} 2010.
*Jónas Ingimundarson {{ISL}}
*Jussanam da Silva {{BRA}} 2012
*Kurt Kopecky {{AUT}} 2005.
*Kurt Nikkanen {{FIN}}
*Meena Bhasin {{USA}} 2011–2013.
*Owen Dalby {{USA}} 2011–2013.
*Ólafur Kjartan Sigurðsson {{ISL}} 2003.
*Pekka Kuusisto {{FIN}} 2008.
*Pétur Jónasson {{ISL}} 2003–5, 2009.
*Sif Margrét Tulinius {{ISL}} 2010, 2012.
*Simon Crawford Philips {{GBR}} 2008.
*Stefán Ragnar Höskuldsson {{ISL}} 2012.
*Sæunn Þorsteinsdóttir {{ISL}} {{USA}} 2009, 2011–2013, 2022, 2023, 2024.
*Tinna Þorsteinsdóttir {{ISL}} 2006–2008.
*Una Sveinbjarnardóttir {{ISL}} 2008, 2009.
*Vovka Stefán Ashkenazy {{ISL}} 2007, 2012.
=== Tónlistarhópar ===
* Pasifica-kvartettinn {{USA}} 2005.
* Flís tríó {{ISL}} 2006.
*ATON {{ISL}} 2007.
* Kammersveitin Ísafold {{ISL}} 2009.
* Nordic Chamber Soloists {{ISL}} {{NOR}} {{SWE}} {{GER}} 2010.
* Ensemble Connect (ACJW) {{USA}} 2011.
*Dúó Harpverk {{ISL}} 2011.
* Decoda {{USA}} 2012, 2013, 2023.
* Asteío-tríó {{CAN}} 2023.
* Orchester im Treppenhaus {{GER}} 2024.
* Antigone Music Collective {{USA}} 2024.
== Helstu samstarfsaðilar ==
* Tónlistarskóli Ísafjarðar
* Tónlistarfélag Ísafjarðar
* Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar
* Edinborgarhúsið
* [[Listaháskóli Íslands]]
* Háskólasetur Vestfjarða
* [[Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi|Sendiráð Bandaríkjanna]]
* Hótel Ísafjörður
* [[Flugfélag Íslands]]
==Tilvísanir==
{{s|2003}}
[[Flokkur:Íslenskar tónlistarhátíðir]]
[[Flokkur:Ísafjörður]]
jxkpwmkcynz6l605eum9lofc26oj6gg
1920662
1920661
2025-06-17T13:08:44Z
Sv1floki
44350
1920662
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Viddjupid banner midnightsun.jpg|thumb|Miðnætursól á fjallatoppum umhverfis Ísafjörð.]]
'''Tónlistarhátíðin Við Djúpið''' er árleg kammertónlistarhátíð og sumarnámskeið fyrir tónlistarnemendur á [[Ísafjörður|Ísafirði]] og nágrenni. Aðaláhersla tónleikadagskrárinnar er gömul og ný kammertónlist í flutningi erlendra og innlendra tónlistarmanna. Hátíðin er að jafnaði haldin um sumarsólstöður.<ref>{{Cite web|url=https://heimildin.is/grein/22181/thad-er-draumur-ad-koma-til-isafjardar-alltaf/|title=„Það er draumur að koma til Ísafjarðar – alltaf“|last=Jónsdóttir|first=Auður|date=2024-06-20|website=Heimildin|access-date=2025-01-21}}</ref>
Hún var fyrst haldin sumarið 2003 og var stofnuð af Guðrúnu Birgisdóttur, flautuleikara, og Pétri Jónassyni, gítarleikara. Hátíðin hefur samanstaðið frá upphafi af sumarnámskeiðum fyrir lengra komna tónlistarnemendur og tónleikahaldi. Þungamiðja tónlistarhátíðarinnar er á Ísafirði en tónleikahald var áður líka í [[Bolungarvík]], [[Flateyri]], [[Súðavíkurhreppur|Súðavík]] og víðar. Lengst af hefur Greipur Gíslason verið í forsvari hátíðarinnar, fyrst ásamt Tinnu Þorsteinsdóttur, píanóleikara, og síðar Dagnýju Arnalds, píanóleikara og -kennara, organista og kórstjóra. Síðan 2023 hefur Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, söngkennari og kórstjóri tekið við ásamt Greipi.
Hátíðin og dagskrá hennar hefur vakið athygli um árabil og námskeiðin voru eftirsótt. [[Rás 1]] hljóðritaði marga tónleika hátíðarinnar og sendi einnig út beint.<ref>{{Cite web|url=https://annit.is/dagatal/ras-1-vi%c3%b0-djupi%c3%b0-i-beinni/|title=Rás 1 við Djúpið í beinni|date=2007-06-23|website=ANNIT.IS|language=is-IS|access-date=2021-03-16}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
== Fyrstu árin (2003–5) ==
[[Mynd:Húsmæðraskólinn Ósk 2021.jpg|alt=Skólabygging Tónlistarskóla Ísafjarðar, áður Húsmæðraskólinn Ósk. Stórt steinsteypt hús á 3 hæðum.|thumb|Tónlistarskóli Ísafjarðar við Austurveg.]]
Í kjölfar fjárveitingar úr Menningarborgarsjóði og smá umhugsun stóðu Guðrún Birgisdóttir og Pétur Jónasson fyrst fyrir tónlistarhátíð við Djúpið. Þau vildu leggja áherslu á gott samstarf við heimamenn og stofnuð til samtals við tónlistarskólana á Ísafirði og í Bolungarvík og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. Þau lögðu líka áherslu á að tengjast náttúrunni, efna til gönguferða og fleira. Auk Guðrúnar og Péturs komu Martial Nardeau, Ólafur Kjartan Sigurðsson og heiðursgesturinn Jónas Ingimundarson fram á fyrstu hátíðinni auk þess að kenna á námskeiðunum.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3474321?iabr=on#page/n40/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Morgunblaðið - 175. tölublað (01.07.2003) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
Árið eftir var talið í 2. tónlistarhátíðina Við Djúpið. Guðrún og Pétur í fararbroddi en nú með Jóhönnu Linnet, Árna Heiðari Karlssyni og Halldóri Haraldssyni sem var heiðursgestur.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3724344?iabr=on#page/n46/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Fréttablaðið - 149. tölublað (03.06.2004) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
Það dró til tíðinda í sögu hátíðarinnar árið 2005 þegar hún var færð framar í júní en áður og þannig vera í samstarfi við [[Listahátíð í Reykjavík]]. Fram að því hafði hátíðin verið haldin í kringum [[sumarsólstöður]].
== 2006–8 ==
Árið 2006 höfðu heimamenn á Ísafirði milligöngu um að fá Tinnu Þorsteinsdóttur, píanóleikara til liðs við hátíðina sem listrænan stjórnanda í kjölfar þess að frumkvöðlarnir Guðrún og Pétur sögðu skilið við verkefnið. Greipur Gíslason var svo fenginn til að starfa við hlið Tinnu sem framkvæmdastjóri.
Fyrsta ár þeirra við stjórnvölinn var hátíðin mjög hefðbundin. Guðrún Birgisdóttir mætti til leiks og kenndi á flautu, [[Sigrún Hjálmtýsdóttir]] og Anna Guðný Guðmundsdóttir kenndu söng og Peter Máté kenndi á píanó. Öll komu þau fram á tónleikum á hátíðinni auk Tinnu sjálfrar og tríósins Flís. Með þátttöku þeirra má segja að sleginn hafi verið nýr tónn í skipulagningu hátíðarinnar.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3901956?iabr=on#page/n11/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Fréttablaðið - 162. tölublað (19.06.2006) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
=== Öðruvísi tónlist og hádegistónleikar 2007 ===
5. tónlistarhátíðin Við Djúpið, 2007, sker sig úr meðal hátíðanna fram að því. Breidd tónlistarinnar er meiri og boðið upp á fjölbreyttari námskeið. Evan Ziporyn frá Bandaríkjunum kenndi Gamelan-tónlist ásamt konu sinni Christine Southworth. Þau stöldruðu svo við í Reykjavík á heimleið og héldu einnig tónleika þar. Davíð Þór Jónsson kenndi spunapíanóleik á vinsælu námskeiði og hélt eftirminnilega tónleika.
Við Djúpið og Háskólasetur Vestfjarða efna sumarið 2007 í fyrsta sinn til hádegistónleikaraðar. Tónleikarnir voru haldnir í nýbyggðu anddyri Grunnskólans á Ísafirði við Aðalstræti. Þar komu fram fyrsta árið Davíð Þór annarsvegar og ATON hinsvegar. Hádegistónleikarnir voru eftir þetta fastur liður í dagskrá hátíðarinnar, allt fram á síðasta ár hennar. Oftast í grunnskólanum en einnig í [[Ísafjarðarkirkja|Ísafjarðarkirkju]] og árið 2008 alfarið í Bryggjusal [[Edinborgarhúsið|Edinborgarhússins]].
Á hátíðinni léku og kenndu einnig Erling Blöndal Bengtsson, sellóleikari og píanóleikarinn Vovka Stefán Ashkenazy. Stærri hluti hátíðarinnar fór nú fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði en áður þó svo að Tónlistarskóli Ísafjarðar hafi verið þungamiðjan sem fyrir. Til stóð að danska tónskáldið Simon Steen-Andersen yrði með tónskáldasmiðju á hátíðinni en hann forfallaðist. Íslenski samtímatónlistarhópurinn Aton kom einnig fram.
Í fyrsta sinn sendi Rás 1 beint frá tónleikum á hátíðinni en á þeim komu allir listamenn hennar fram. <ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4163996?iabr=on#page/n54/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Morgunblaðið - 162. tölublað (16.06.2007) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
=== Norrænir risar 2008 ===
Tveir norrænir listamenn sóttu hátíðina heim árið 2008. Finnski fiðluleikarinn Pekka Kuusisto lék á opnunartónleikum 17. júní ásamt Simon Crawford-Philips frá Englandi og einn aðalkennari hátíðarinnar það ár var norski píanóleikarinn Håkon Austbø. Ætla má að með komu Evans Ziporyns og Erlings Blöndal Bengtsonar árið áður og þeirra Pekka og Håkons 2008 hafi hátíðin endanlega skipað sér í fremstu röð tónlistarhátíða Íslands.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4182390?iabr=on#page/n13/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Morgunblaðið - 29. tölublað (30.01.2008) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-16}}</ref>
Auk Austbø kenndu Una Sveinbjarnardóttir á fiðlu og Hanna Dóra Sturludóttir söng. Með Hönnu Dóru var Kurt Kopecky. Að auki kenndi Agnar Már Magnússon á vinæslu spunapíanónámskeiði og fylgdi þannig í fótspor Davíðs Þórs frá árinu áður.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4192091?iabr=on#page/n19/mode/2up/search/%22vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0%22|title=Morgunblaðið - 161. tölublað (14.06.2008) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-16}}</ref>
Á tónleikadagskrá hátíðarinnar voru fernir hádegistónleikar í Bryggjusal Edinborgarhússins. Á einum þeirra Lék Anna Guðný Guðmundsdóttir kafla úr 20 tillit til Jesúbarnsins eftir Olivier Messiaen í fyrsta sinn.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4192091?iabr=on|title=Morgunblaðið - 161. tölublað (14.06.2008) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-09-16}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4193249?iabr=on|title=Lesbók Morgunblaðsins - 06. september (06.09.2008) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-09-16}}</ref> Hún átti síðar eftir að hljóta Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónlstarflytjandi ársins fyrir flutning sinn á öllu verkinu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.iston.is/verdlaun|titill=Íslensku tónlistarverðlaunin|útgefandi=Samtónn}}</ref>
=== Ný ásýnd ===
[[Mynd:Viddjupid 2008 synishorn.jpg|thumb|Sýnishorn af kynningarefni hátíðarinnar 2007 eftir Gunnar Vilhjálmsson grafískan hönnuð.]]
Árið 2007 kvað við nýjan tón í grafísku útliti hátíðarinnar. Aðstandendur Við Djúpið fengu Vinnustofu Atla Hilmarssonar til að gera kynningarefni fyrir hátíðina um sumarið. Gunnar Vilhjálmsson lagði til letur en fleiri hönnuðir á vinnustofunni komu að hönnun efnisins. Þetta samstarf hélt áfram 2008 þegar aðalmynd kynningarefnisins var af bifhárum í innra eyra mannsins. Útlitið tók svo nýja stefnu 2009 þegar Gunnar Vilhjálmsson tók yfir listræna stjórn útlits hátíðarinnar og kynnti til leiks notkun siglingafána sem áttu eftir að verða einkenni tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið til enda.
[[Mynd:Viddjupid 2010 kynningarefni.jpg|thumb|Bæklingur og boðskort, hluti kynningarefnis tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið 2010. Heildarútlitið, hannað af Gunnari Vilhjálmssyni, hlaut aðalverðlaun FÍT, Félags íslenskra teiknara.]]
Önnur útgáfa útlitsins, fyrir hátíðina 2010, hlaut aðalverðlaun [[Félag íslenskra teiknara|Félags íslenskra teiknara]] á verðlaunahátíð þeirra í mars 2011. Heildarútlitið hlaut líka verðlaun í flokknum Mörkun ársins og veggspjald hátíðarinnar verðlaun í veggspjaldaflokk.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/5362337?iabr=on#page/n33/mode/2up/search/%22f%C3%A9lags%20%C3%ADslenskra%20teiknara%22|title=Morgunblaðið - 70. tölublað (24.03.2011) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
== Ris og fall (2009–2013) ==
Blómaskeið tónlistarhátíðarinnar er án efa árin 2007–2012. Dagný Arnalds tók við listrænni stjórn af Tinnu Þorsteinsdóttur eftir hátíðina 2008. Samstarfið við ameríska kammerhópinn ACJW, síðar Declassified / Decoda hafði mikið að segja um gæði dagskrárinnar og samfellu. Þar skipti sköpum aðstoð og áhugi sellóleikarans Sæunnar Þorsteinsdóttur en hún var fastur gestur á hátíðinni frá 2011. Fjárstuðningur bandariskra stjórnvalda með fulltingi sendiráðs þeirra í Reykjavík tryggði það samstarf. Góð dagskrá og áhugaverðir tónleikar auk tónskáldavinnustofunnar gerði hátíðina einnig áhugaverða til upptöku og útsendinga á Rás 1 sem jók orðspor Við Djúpið á Íslandi.
[[Mynd:Viddjupid2009 Isafold.jpg|thumb|Kammersveitin Ísafold að afloknum tónleikum í Ísafjarðarkirkju á hátíðinni 2009. Þar frumflutti hún 3 verk eftir ný tónskáld sem sóttu tónskáldasmiðju hátíðarinnar. Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjóri, er lengst til vinstri.]]
=== Ný tónskáld ===
[[Mynd:Ný tónskáld, Við Djúpið 2011.jpg|alt=Hljóðfæraleikarar æfa nýtt tónverk á í skólastofu. |thumb|Úr vinnustofu nýrra tónskálda 2011. Ensamble ACJW æfa verk Halldórs Smárasonar undir handleiðslu Daníels Bjarnasonar.]]
Árið 2009 stóð hátíðin í fyrsta sinn, í samstarfi við Rás 1 og Kammersveitina Ísafold fyrir tónskáldakeppni og vinnustofu. Þremur tónskáldum var boðið að semja stutt hljómsveitarverk fyrir kammersveitina og fá það flutt á hátíðinni. Samhliða æfingum bauðst tónskáldunum að vinna náið með hljóðfæraleikurum Ísafoldar, hljómsveitarstjóranum Daníel Bjarnasyni og leiðbeinanda vinnustofunnar, tónskáldinu Bent Sørensen. Árið eftir stóð þremur tónskáldum til boða að semja verk fyrir blásarakvintett skipuðum hljóðfæraleikurum úr Nordic Chamber Soloists. Daníel Bjarnason tók þá við handleiðslu vinnustofunnar og gerði árin á eftir. 2011 hófst samstarf við hljóðfærahóp tengdum Carnegie Hall í Bandaríkjunum sem hélt áfram árin á eftir (fyrst Ensamble ACJW, næst The Declassified og svo Decoda).<ref>Morgunblaðið, 22. janúar 2011, bls. 46.</ref>
=== Eyrarrósin ===
Tónlistarhátíðin Við Djúpið var tilnefnd til [[Eyrarrósin|Eyrarrósarinnar]] 2012 sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Fulltrúar hátíðarinnar voru viðstödd afhendingu viðurkenningarinnar á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] í febrúar 2012. Safnasafnið á Svalbarðsströnd hlaut Eyrarrósina það ár. Skjal til staðfestingar tilnefningunni hangir í Tónlistarskóla Ísafjarðar við Austurveg á Ísafirði.
=== Vegleg afmælishátíð 2012 ===
10. árlega tónlistarhátíðin Við Djúpið fór fram 19.–24. júní 2012. Segja má að á afmælishátíðinni allir þættir hátíðarinnar, nýir og þeir sem höfðu verið hornsteinar frá upphafi, náð einhverskonar hápunkti. Glæsilegt námskeiðshald með fjölda nemenda, framúrskarandi tónleikum, hádegistónleikum, síðkvöldstónleikaröð og tónskáldastofu. Erlendir og innlendir listamenn og fjöldi áheyrenda. Aðalkennararnir voru bandaríski fiðluleikarinn Jorja Fleezanis, flautuleikarinn Stefán Ragnar Höskuldsson og góðvinur hátíðarinnar Vovka Ashkenazy kenndi á píanó. Daníel Bjarnason leiddi tónskáldastofu með kvintett úr The Declassified / Decoda og ný síðkvöldstónleikaröð, Söngvaskáldin, hóf göngu sína á Húsinu við Hafnarstræti á Ísafirði.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/5771062?iabr=on|title=Fréttablaðið - 137. tölublað (13.06.2012) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2025-01-21}}</ref>
Aukin velgengni og athygli virtist ekki gera auðveldara að afla fjár fyrir hátíðina. Engin leið var að gera samninga til lengri tíma en árs í senn og náðu endar því ekki saman, þrátt fyrir aukningu í aðsókn.
=== Síðasta árlega hátíðin 2013 ===
Dagana 19.– 23. júní 2013 fór síðasta árlega tónlistarhátíðin Við Djúpið fram á Ísafirði. Þá hafði Dagný Arnalds sagt skilið við aðstandendateymið og Greipur Gíslason einn eftir. Fáir nemendur sóttu hátíðina en framboð sumarnámskeiða hafði aukist á Íslandi, meðal annars í Reykjavík, sem dróg úr aðsókninni. Hátíðin var þó frambærileg með tónskáldastofu þátttöku Decoda frá Bandaríkjunum. Efnt var öðru sinni til síðkvöldstónleikaraðar á Húsinu á Ísafirði. Þar komu fram Valdimar Olgeirsson, Hjalti Þorkelsson , Skúli Mennski og [[Sigríður Thorlacius]]. Þrennir hádegistónleikar í Grunnskóla Ísafjarðar voru í boði í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða.
Það fór vel á því að lokatónleikar síðustu hátíðarinnar væri tileinkaðir minningu sellóleikarans og Ísfirðingsins Erlings Blöndal Bengtssonar en hann lést nokkrum vikum áður. Á tónleikunum í Ísafjarðarkirkju lék breski organistinn James McVinnie meðal annars tónlist [[Johann Sebastian Bach|J.S. Bach]]<nowiki/>s en tónlist hans var Erlingi hugleikin.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1470375/|title=Meistara minnst Við Djúpið|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2021-03-16|url-access=subscription}}</ref>
=== Sérstök útgáfa 2015 ===
[[Mynd:Viddjupid 2015 NEC.jpg|thumb|Hljómsveit yngri nemenda við New England Conservatory æfir í íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði fyrir tónleika á Við Djúpið 23. júní 2015.]]
Dagana 23.–25. júní 2015 komu góðir gestir til Ísafjarðar. Eftir áralangt samstarf hátíðarinnar við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi var komið á samband við New England Conservatory í Boston og skólahljómsveit þaðan, Youth Philharmonic Orchestra, kom til Íslands þetta sumar. Hljómsveitin hélt tónleika í íþróttahúsinu á Torfnesi. Einleikari á tónleikunum var Ari Vilhjálmsson, fyrrum nemandi við skólann. auk þess sem minni hópar buðu upp á ókeypis hádegistónleika í Grunnskólanum á Ísafirði. Nemendur úr skólahljómsveitinni gisti á ísfirskum heimilum og nutu aðstöðu í [[Menntaskólinn á Ísafirði|Menntaskólanum á Ísafirði.]]<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/6295168?iabr=on|title=Fréttablaðið - 149. tölublað (27.06.2015) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-06-15}}</ref>
== Við Djúpið hefur sig til flugs á ný (2022–2024) ==
Vorið 2022 var tilkynnt um upprisu hátíðarinnar þegar efnt var til lítillar tónlistarhátíðar dagana 17.–19. júní. Tveir kennarar buðu upp á námskeið og fernir tónleikar voru á dagskrá hátíðarinnar. Kennararnir voru Sæunn Þorsteinsdóttir, sellóleikari, sem hafði verið haukur horni í hátíðarinnar á árum áður og James Laing, kontratenór, frá Englandi. Hvort um sig komu fram á einleikstónleikum auk þess sem píanóleikarinn Erna Vala Arnardóttir kom fram á einleikstónleikum. Hátín var sett með útitónleikum á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn.
Að skipulagningu hátíðarinnar kom sem fyrr Greipur Gíslason og nú annar Ísfirðingur, Pétur Ernir Svavarsson.
[[Mynd:Viddjupid2023 decoda.jpg|alt=Tríó skipað flautuleikara, píanóleikara og sellóleikara á tónleikasviði á Ísafirði. |thumb|Tríó skipað meðlimum Decoda frá New York leikur á lokahátíð tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið 2023. Catherine Gregory á flautu, David Kaplan á píanó og Sæunn Þorsteinsdóttir á selló.]]
=== 2023: Við Djúpið sýnir styrk sinn ===
Dagana 17.–21. júní 2023 fór hátíðin á ný fram á Ísafirði. Aðalkennarar voru meðlimir kammerhópsins Decoda frá New York í Bandaríkjunum; David Kaplan á píanó, Catherine Gregory á flautu og Sæunn Þorsteinsdóttir á selló. Lögð var áhersla á kennslu í kammertónlist en einnig boðið upp á meistarakennslu á hljóðfæri sem og einkatíma. Tónleikar voru haldnir öll kvöld hátíðarinnar við góðar undirtektir sem á hádegistónleikar hennar sem fram fóru í Edinborgarhúsinu.
Að skipulagningu að þessu sinni auk Greips Gíslasonar kom Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, söngkona, kórstjóri og tónlistarkennari.<ref>Heimildin, 14. júlí 2023
</ref>
== Listamenn og kennarar ==
*Anna Guðný Guðmundsdóttir {{ISL}} 2006, 2008, 2010, 2012.
*Andrew Quartermain {{GBR}}
*Árni Heimir Ingólfsson {{ISL}} 2012.
*Bent Sørensen {{DNK}} 2009.
*Berglind María Tómasdótir {{ISL}} 2008.
*Catherine Gregory {{USA}} {{AUS}} 2023.
*Christine Southworth {{USA}} 2007.
*Daníel Bjarnason {{ISL}} 2009–2013.
*David Kaplan {{USA}} 2023.
*Ellis Ludwig-Leone {{USA}} 2012, 2023, 2024.
*Eliza Bagg {{USA}} 2024.
*Elizabeth Roe {{USA}} 2013.
*Erna Vala Arnardóttir {{ISL}} 2022.
*Erling Blöndal Bengtsson {{ISL}} {{DNK}} 2007
*Evan Ziporyn {{USA}} 2007.
*Goran Stevanovich {{BIH}} 2024.
*Guðrún Sigríður Birgisdóttir {{ISL}} 2003–2006.
*Halldór Haraldsson {{ISL}}
*Halldór Smárason {{ISL}} 2023, 2024.
*Hanna Dóra Sturludóttir {{ISL}} 2008.
*Håkon Austbø {{NOR}} 2008.
*Helgi Hrafn Jónsson {{ISL}} 2012.
*Herdís Anna Jónasdóttir {{ISL}} 2024.
*James Laing {{GBR}} 2022.
*James McVinnie {{GBR}} 2012, 2013.
*Jorja Fleezanis {{USA}} 2010.
*Jónas Ingimundarson {{ISL}}
*Jussanam da Silva {{BRA}} 2012
*Kurt Kopecky {{AUT}} 2005.
*Kurt Nikkanen {{FIN}}
*Meena Bhasin {{USA}} 2011–2013.
*Owen Dalby {{USA}} 2011–2013.
*Ólafur Kjartan Sigurðsson {{ISL}} 2003.
*Pekka Kuusisto {{FIN}} 2008.
*Pétur Jónasson {{ISL}} 2003–5, 2009.
*Sif Margrét Tulinius {{ISL}} 2010, 2012.
*Simon Crawford Philips {{GBR}} 2008.
*Stefán Ragnar Höskuldsson {{ISL}} 2012.
*Sæunn Þorsteinsdóttir {{ISL}} {{USA}} 2009, 2011–2013, 2022, 2023, 2024.
*Tinna Þorsteinsdóttir {{ISL}} 2006–2008.
*Una Sveinbjarnardóttir {{ISL}} 2008, 2009.
*Vovka Stefán Ashkenazy {{ISL}} 2007, 2012.
=== Tónlistarhópar ===
* Pasifica-kvartettinn {{USA}} 2005.
* Flís tríó {{ISL}} 2006.
*ATON {{ISL}} 2007.
* Kammersveitin Ísafold {{ISL}} 2009.
* Nordic Chamber Soloists {{ISL}} {{NOR}} {{SWE}} {{GER}} 2010.
* Ensemble Connect (ACJW) {{USA}} 2011.
*Dúó Harpverk {{ISL}} 2011.
* Decoda {{USA}} 2012, 2013, 2023.
* Asteío-tríó {{CAN}} 2023.
* Orchester im Treppenhaus {{GER}} 2024.
* Antigone Music Collective {{USA}} 2024.
== Helstu samstarfsaðilar ==
* Tónlistarskóli Ísafjarðar
* Tónlistarfélag Ísafjarðar
* Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar
* Edinborgarhúsið
* [[Listaháskóli Íslands]]
* Háskólasetur Vestfjarða
* [[Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi|Sendiráð Bandaríkjanna]]
* Hótel Ísafjörður
* [[Flugfélag Íslands]]
==Tilvísanir==
{{s|2003}}
[[Flokkur:Íslenskar tónlistarhátíðir]]
[[Flokkur:Ísafjörður]]
597ypo9zr518zb39d469hhrdovzr849
1920664
1920662
2025-06-17T13:16:24Z
Sv1floki
44350
1920664
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Viddjupid banner midnightsun.jpg|thumb|Miðnætursól á fjallatoppum umhverfis Ísafjörð.]]
'''Tónlistarhátíðin Við Djúpið''' er árleg kammertónlistarhátíð og sumarnámskeið fyrir tónlistarnemendur á [[Ísafjörður|Ísafirði]] og nágrenni. Aðaláhersla tónleikadagskrárinnar er gömul og ný kammertónlist í flutningi erlendra og innlendra tónlistarmanna. Hátíðin er að jafnaði haldin um sumarsólstöður.<ref>{{Cite web|url=https://heimildin.is/grein/22181/thad-er-draumur-ad-koma-til-isafjardar-alltaf/|title=„Það er draumur að koma til Ísafjarðar – alltaf“|last=Jónsdóttir|first=Auður|date=2024-06-20|website=Heimildin|access-date=2025-01-21}}</ref>
Hún var fyrst haldin sumarið 2003 og var stofnuð af Guðrúnu Birgisdóttur, flautuleikara, og Pétri Jónassyni, gítarleikara. Hátíðin hefur samanstaðið frá upphafi af sumarnámskeiðum fyrir lengra komna tónlistarnemendur og tónleikahaldi. Þungamiðja tónlistarhátíðarinnar er á Ísafirði en tónleikahald var áður líka í [[Bolungarvík]], [[Flateyri]], [[Súðavíkurhreppur|Súðavík]] og víðar. Lengst af hefur Greipur Gíslason verið í forsvari hátíðarinnar, fyrst ásamt Tinnu Þorsteinsdóttur, píanóleikara, og síðar Dagnýju Arnalds, píanóleikara og -kennara, organista og kórstjóra. Síðan 2023 hefur Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, söngkennari og kórstjóri tekið við ásamt Greipi.
Hátíðin og dagskrá hennar hefur vakið athygli um árabil og námskeiðin voru eftirsótt. [[Rás 1]] hljóðritaði marga tónleika hátíðarinnar og sendi einnig út beint.<ref>{{Cite web|url=https://annit.is/dagatal/ras-1-vi%c3%b0-djupi%c3%b0-i-beinni/|title=Rás 1 við Djúpið í beinni|date=2007-06-23|website=ANNIT.IS|language=is-IS|access-date=2021-03-16}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
== Fyrstu árin (2003–5) ==
[[Mynd:Húsmæðraskólinn Ósk 2021.jpg|alt=Skólabygging Tónlistarskóla Ísafjarðar, áður Húsmæðraskólinn Ósk. Stórt steinsteypt hús á 3 hæðum.|thumb|Tónlistarskóli Ísafjarðar við Austurveg.]]
Í kjölfar fjárveitingar úr Menningarborgarsjóði og smá umhugsun stóðu Guðrún Birgisdóttir og Pétur Jónasson fyrst fyrir tónlistarhátíð við Djúpið. Þau vildu leggja áherslu á gott samstarf við heimamenn og stofnuð til samtals við tónlistarskólana á Ísafirði og í Bolungarvík og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. Þau lögðu líka áherslu á að tengjast náttúrunni, efna til gönguferða og fleira. Auk Guðrúnar og Péturs komu Martial Nardeau, Ólafur Kjartan Sigurðsson og heiðursgesturinn Jónas Ingimundarson fram á fyrstu hátíðinni auk þess að kenna á námskeiðunum.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3474321?iabr=on#page/n40/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Morgunblaðið - 175. tölublað (01.07.2003) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
Árið eftir var talið í 2. tónlistarhátíðina Við Djúpið. Guðrún og Pétur í fararbroddi en nú með Jóhönnu Linnet, Árna Heiðari Karlssyni og Halldóri Haraldssyni sem var heiðursgestur.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3724344?iabr=on#page/n46/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Fréttablaðið - 149. tölublað (03.06.2004) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
Það dró til tíðinda í sögu hátíðarinnar árið 2005 þegar hún var færð framar í júní en áður og þannig vera í samstarfi við [[Listahátíð í Reykjavík]]. Fram að því hafði hátíðin verið haldin í kringum [[sumarsólstöður]].
== 2006–8 ==
Árið 2006 höfðu heimamenn á Ísafirði milligöngu um að fá Tinnu Þorsteinsdóttur, píanóleikara til liðs við hátíðina sem listrænan stjórnanda í kjölfar þess að frumkvöðlarnir Guðrún og Pétur sögðu skilið við verkefnið. Greipur Gíslason var svo fenginn til að starfa við hlið Tinnu sem framkvæmdastjóri.
Fyrsta ár þeirra við stjórnvölinn var hátíðin mjög hefðbundin. Guðrún Birgisdóttir mætti til leiks og kenndi á flautu, [[Sigrún Hjálmtýsdóttir]] og Anna Guðný Guðmundsdóttir kenndu söng og Peter Máté kenndi á píanó. Öll komu þau fram á tónleikum á hátíðinni auk Tinnu sjálfrar og tríósins Flís. Með þátttöku þeirra má segja að sleginn hafi verið nýr tónn í skipulagningu hátíðarinnar.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3901956?iabr=on#page/n11/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Fréttablaðið - 162. tölublað (19.06.2006) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
=== Öðruvísi tónlist og hádegistónleikar 2007 ===
5. tónlistarhátíðin Við Djúpið, 2007, sker sig úr meðal hátíðanna fram að því. Breidd tónlistarinnar er meiri og boðið upp á fjölbreyttari námskeið. Evan Ziporyn frá Bandaríkjunum kenndi Gamelan-tónlist ásamt konu sinni Christine Southworth. Þau stöldruðu svo við í Reykjavík á heimleið og héldu einnig tónleika þar. Davíð Þór Jónsson kenndi spunapíanóleik á vinsælu námskeiði og hélt eftirminnilega tónleika.
Við Djúpið og Háskólasetur Vestfjarða efna sumarið 2007 í fyrsta sinn til hádegistónleikaraðar. Tónleikarnir voru haldnir í nýbyggðu anddyri Grunnskólans á Ísafirði við Aðalstræti. Þar komu fram fyrsta árið Davíð Þór annarsvegar og ATON hinsvegar. Hádegistónleikarnir voru eftir þetta fastur liður í dagskrá hátíðarinnar, allt fram á síðasta ár hennar. Oftast í grunnskólanum en einnig í [[Ísafjarðarkirkja|Ísafjarðarkirkju]] og árið 2008 alfarið í Bryggjusal [[Edinborgarhúsið|Edinborgarhússins]].
Á hátíðinni léku og kenndu einnig Erling Blöndal Bengtsson, sellóleikari og píanóleikarinn Vovka Stefán Ashkenazy. Stærri hluti hátíðarinnar fór nú fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði en áður þó svo að Tónlistarskóli Ísafjarðar hafi verið þungamiðjan sem fyrir. Til stóð að danska tónskáldið Simon Steen-Andersen yrði með tónskáldasmiðju á hátíðinni en hann forfallaðist. Íslenski samtímatónlistarhópurinn Aton kom einnig fram.
Í fyrsta sinn sendi Rás 1 beint frá tónleikum á hátíðinni en á þeim komu allir listamenn hennar fram. <ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4163996?iabr=on#page/n54/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Morgunblaðið - 162. tölublað (16.06.2007) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
=== Norrænir risar 2008 ===
Tveir norrænir listamenn sóttu hátíðina heim árið 2008. Finnski fiðluleikarinn Pekka Kuusisto lék á opnunartónleikum 17. júní ásamt Simon Crawford-Philips frá Englandi og einn aðalkennari hátíðarinnar það ár var norski píanóleikarinn Håkon Austbø. Ætla má að með komu Evans Ziporyns og Erlings Blöndal Bengtssonar árið áður og þeirra Pekka og Håkons 2008 hafi hátíðin endanlega skipað sér í fremstu röð tónlistarhátíða Íslands.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4182390?iabr=on#page/n13/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Morgunblaðið - 29. tölublað (30.01.2008) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-16}}</ref>
Auk Austbø kenndu Una Sveinbjarnardóttir á fiðlu og Hanna Dóra Sturludóttir söng. Með Hönnu Dóru var Kurt Kopecky. Að auki kenndi Agnar Már Magnússon á vinæslu spunapíanónámskeiði og fylgdi þannig í fótspor Davíðs Þórs frá árinu áður.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4192091?iabr=on#page/n19/mode/2up/search/%22vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0%22|title=Morgunblaðið - 161. tölublað (14.06.2008) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-16}}</ref>
Á tónleikadagskrá hátíðarinnar voru fernir hádegistónleikar í Bryggjusal Edinborgarhússins. Á einum þeirra Lék Anna Guðný Guðmundsdóttir kafla úr 20 tillit til Jesúbarnsins eftir Olivier Messiaen í fyrsta sinn.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4192091?iabr=on|title=Morgunblaðið - 161. tölublað (14.06.2008) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-09-16}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4193249?iabr=on|title=Lesbók Morgunblaðsins - 06. september (06.09.2008) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-09-16}}</ref> Hún átti síðar eftir að hljóta Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónlstarflytjandi ársins fyrir flutning sinn á öllu verkinu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.iston.is/verdlaun|titill=Íslensku tónlistarverðlaunin|útgefandi=Samtónn}}</ref>
=== Ný ásýnd ===
[[Mynd:Viddjupid 2008 synishorn.jpg|thumb|Sýnishorn af kynningarefni hátíðarinnar 2007 eftir Gunnar Vilhjálmsson grafískan hönnuð.]]
Árið 2007 kvað við nýjan tón í grafísku útliti hátíðarinnar. Aðstandendur Við Djúpið fengu Vinnustofu Atla Hilmarssonar til að gera kynningarefni fyrir hátíðina um sumarið. Gunnar Vilhjálmsson lagði til letur en fleiri hönnuðir á vinnustofunni komu að hönnun efnisins. Þetta samstarf hélt áfram 2008 þegar aðalmynd kynningarefnisins var af bifhárum í innra eyra mannsins. Útlitið tók svo nýja stefnu 2009 þegar Gunnar Vilhjálmsson tók yfir listræna stjórn útlits hátíðarinnar og kynnti til leiks notkun siglingafána sem áttu eftir að verða einkenni tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið til enda.
[[Mynd:Viddjupid 2010 kynningarefni.jpg|thumb|Bæklingur og boðskort, hluti kynningarefnis tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið 2010. Heildarútlitið, hannað af Gunnari Vilhjálmssyni, hlaut aðalverðlaun FÍT, Félags íslenskra teiknara.]]
Önnur útgáfa útlitsins, fyrir hátíðina 2010, hlaut aðalverðlaun [[Félag íslenskra teiknara|Félags íslenskra teiknara]] á verðlaunahátíð þeirra í mars 2011. Heildarútlitið hlaut líka verðlaun í flokknum Mörkun ársins og veggspjald hátíðarinnar verðlaun í veggspjaldaflokk.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/5362337?iabr=on#page/n33/mode/2up/search/%22f%C3%A9lags%20%C3%ADslenskra%20teiknara%22|title=Morgunblaðið - 70. tölublað (24.03.2011) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
== Ris og fall (2009–2013) ==
Blómaskeið tónlistarhátíðarinnar er án efa árin 2007–2012. Dagný Arnalds tók við listrænni stjórn af Tinnu Þorsteinsdóttur eftir hátíðina 2008. Samstarfið við ameríska kammerhópinn ACJW, síðar Declassified / Decoda hafði mikið að segja um gæði dagskrárinnar og samfellu. Þar skipti sköpum aðstoð og áhugi sellóleikarans Sæunnar Þorsteinsdóttur en hún var fastur gestur á hátíðinni frá 2011. Fjárstuðningur bandariskra stjórnvalda með fulltingi sendiráðs þeirra í Reykjavík tryggði það samstarf. Góð dagskrá og áhugaverðir tónleikar auk tónskáldavinnustofunnar gerði hátíðina einnig áhugaverða til upptöku og útsendinga á Rás 1 sem jók orðspor Við Djúpið á Íslandi.
[[Mynd:Viddjupid2009 Isafold.jpg|thumb|Kammersveitin Ísafold að afloknum tónleikum í Ísafjarðarkirkju á hátíðinni 2009. Þar frumflutti hún 3 verk eftir ný tónskáld sem sóttu tónskáldasmiðju hátíðarinnar. Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjóri, er lengst til vinstri.]]
=== Ný tónskáld ===
[[Mynd:Ný tónskáld, Við Djúpið 2011.jpg|alt=Hljóðfæraleikarar æfa nýtt tónverk á í skólastofu. |thumb|Úr vinnustofu nýrra tónskálda 2011. Ensamble ACJW æfa verk Halldórs Smárasonar undir handleiðslu Daníels Bjarnasonar.]]
Árið 2009 stóð hátíðin í fyrsta sinn, í samstarfi við Rás 1 og Kammersveitina Ísafold fyrir tónskáldakeppni og vinnustofu. Þremur tónskáldum var boðið að semja stutt hljómsveitarverk fyrir kammersveitina og fá það flutt á hátíðinni. Samhliða æfingum bauðst tónskáldunum að vinna náið með hljóðfæraleikurum Ísafoldar, hljómsveitarstjóranum Daníel Bjarnasyni og leiðbeinanda vinnustofunnar, tónskáldinu Bent Sørensen. Árið eftir stóð þremur tónskáldum til boða að semja verk fyrir blásarakvintett skipuðum hljóðfæraleikurum úr Nordic Chamber Soloists. Daníel Bjarnason tók þá við handleiðslu vinnustofunnar og gerði árin á eftir. 2011 hófst samstarf við hljóðfærahóp tengdum Carnegie Hall í Bandaríkjunum sem hélt áfram árin á eftir (fyrst Ensamble ACJW, næst The Declassified og svo Decoda).<ref>Morgunblaðið, 22. janúar 2011, bls. 46.</ref>
=== Eyrarrósin ===
Tónlistarhátíðin Við Djúpið var tilnefnd til [[Eyrarrósin|Eyrarrósarinnar]] 2012 sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Fulltrúar hátíðarinnar voru viðstödd afhendingu viðurkenningarinnar á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] í febrúar 2012. Safnasafnið á Svalbarðsströnd hlaut Eyrarrósina það ár. Skjal til staðfestingar tilnefningunni hangir í Tónlistarskóla Ísafjarðar við Austurveg á Ísafirði.
=== Vegleg afmælishátíð 2012 ===
10. árlega tónlistarhátíðin Við Djúpið fór fram 19.–24. júní 2012. Segja má að á afmælishátíðinni allir þættir hátíðarinnar, nýir og þeir sem höfðu verið hornsteinar frá upphafi, náð einhverskonar hápunkti. Glæsilegt námskeiðshald með fjölda nemenda, framúrskarandi tónleikum, hádegistónleikum, síðkvöldstónleikaröð og tónskáldastofu. Erlendir og innlendir listamenn og fjöldi áheyrenda. Aðalkennararnir voru bandaríski fiðluleikarinn Jorja Fleezanis, flautuleikarinn Stefán Ragnar Höskuldsson og góðvinur hátíðarinnar Vovka Ashkenazy kenndi á píanó. Daníel Bjarnason leiddi tónskáldastofu með kvintett úr The Declassified / Decoda og ný síðkvöldstónleikaröð, Söngvaskáldin, hóf göngu sína á Húsinu við Hafnarstræti á Ísafirði.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/5771062?iabr=on|title=Fréttablaðið - 137. tölublað (13.06.2012) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2025-01-21}}</ref>
Aukin velgengni og athygli virtist ekki gera auðveldara að afla fjár fyrir hátíðina. Engin leið var að gera samninga til lengri tíma en árs í senn og náðu endar því ekki saman, þrátt fyrir aukningu í aðsókn.
=== Síðasta árlega hátíðin 2013 ===
Dagana 19.– 23. júní 2013 fór síðasta árlega tónlistarhátíðin Við Djúpið fram á Ísafirði. Þá hafði Dagný Arnalds sagt skilið við aðstandendateymið og Greipur Gíslason einn eftir. Fáir nemendur sóttu hátíðina en framboð sumarnámskeiða hafði aukist á Íslandi, meðal annars í Reykjavík, sem dróg úr aðsókninni. Hátíðin var þó frambærileg með tónskáldastofu þátttöku Decoda frá Bandaríkjunum. Efnt var öðru sinni til síðkvöldstónleikaraðar á Húsinu á Ísafirði. Þar komu fram Valdimar Olgeirsson, Hjalti Þorkelsson , Skúli Mennski og [[Sigríður Thorlacius]]. Þrennir hádegistónleikar í Grunnskóla Ísafjarðar voru í boði í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða.
Það fór vel á því að lokatónleikar síðustu hátíðarinnar væri tileinkaðir minningu sellóleikarans og Ísfirðingsins Erlings Blöndal Bengtssonar en hann lést nokkrum vikum áður. Á tónleikunum í Ísafjarðarkirkju lék breski organistinn James McVinnie meðal annars tónlist [[Johann Sebastian Bach|J.S. Bach]]<nowiki/>s en tónlist hans var Erlingi hugleikin.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1470375/|title=Meistara minnst Við Djúpið|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2021-03-16|url-access=subscription}}</ref>
=== Sérstök útgáfa 2015 ===
[[Mynd:Viddjupid 2015 NEC.jpg|thumb|Hljómsveit yngri nemenda við New England Conservatory æfir í íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði fyrir tónleika á Við Djúpið 23. júní 2015.]]
Dagana 23.–25. júní 2015 komu góðir gestir til Ísafjarðar. Eftir áralangt samstarf hátíðarinnar við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi var komið á samband við New England Conservatory í Boston og skólahljómsveit þaðan, Youth Philharmonic Orchestra, kom til Íslands þetta sumar. Hljómsveitin hélt tónleika í íþróttahúsinu á Torfnesi. Einleikari á tónleikunum var Ari Vilhjálmsson, fyrrum nemandi við skólann. auk þess sem minni hópar buðu upp á ókeypis hádegistónleika í Grunnskólanum á Ísafirði. Nemendur úr skólahljómsveitinni gisti á ísfirskum heimilum og nutu aðstöðu í [[Menntaskólinn á Ísafirði|Menntaskólanum á Ísafirði.]]<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/6295168?iabr=on|title=Fréttablaðið - 149. tölublað (27.06.2015) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-06-15}}</ref>
== Við Djúpið hefur sig til flugs á ný (2022–2024) ==
Vorið 2022 var tilkynnt um upprisu hátíðarinnar þegar efnt var til lítillar tónlistarhátíðar dagana 17.–19. júní. Tveir kennarar buðu upp á námskeið og fernir tónleikar voru á dagskrá hátíðarinnar. Kennararnir voru Sæunn Þorsteinsdóttir, sellóleikari, sem hafði verið haukur horni í hátíðarinnar á árum áður og James Laing, kontratenór, frá Englandi. Hvort um sig komu fram á einleikstónleikum auk þess sem píanóleikarinn Erna Vala Arnardóttir kom fram á einleikstónleikum. Hátín var sett með útitónleikum á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn.
Að skipulagningu hátíðarinnar kom sem fyrr Greipur Gíslason og nú annar Ísfirðingur, Pétur Ernir Svavarsson.
[[Mynd:Viddjupid2023 decoda.jpg|alt=Tríó skipað flautuleikara, píanóleikara og sellóleikara á tónleikasviði á Ísafirði. |thumb|Tríó skipað meðlimum Decoda frá New York leikur á lokahátíð tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið 2023. Catherine Gregory á flautu, David Kaplan á píanó og Sæunn Þorsteinsdóttir á selló.]]
=== 2023: Við Djúpið sýnir styrk sinn ===
Dagana 17.–21. júní 2023 fór hátíðin á ný fram á Ísafirði. Aðalkennarar voru meðlimir kammerhópsins Decoda frá New York í Bandaríkjunum; David Kaplan á píanó, Catherine Gregory á flautu og Sæunn Þorsteinsdóttir á selló. Lögð var áhersla á kennslu í kammertónlist en einnig boðið upp á meistarakennslu á hljóðfæri sem og einkatíma. Tónleikar voru haldnir öll kvöld hátíðarinnar við góðar undirtektir sem á hádegistónleikar hennar sem fram fóru í Edinborgarhúsinu.
Að skipulagningu að þessu sinni auk Greips Gíslasonar kom Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, söngkona, kórstjóri og tónlistarkennari.<ref>Heimildin, 14. júlí 2023
</ref>
== Listamenn og kennarar ==
*Anna Guðný Guðmundsdóttir {{ISL}} 2006, 2008, 2010, 2012.
*Andrew Quartermain {{GBR}}
*Árni Heimir Ingólfsson {{ISL}} 2012.
*Bent Sørensen {{DNK}} 2009.
*Berglind María Tómasdótir {{ISL}} 2008.
*Catherine Gregory {{USA}} {{AUS}} 2023.
*Christine Southworth {{USA}} 2007.
*Daníel Bjarnason {{ISL}} 2009–2013.
*David Kaplan {{USA}} 2023.
*Ellis Ludwig-Leone {{USA}} 2012, 2023, 2024.
*Eliza Bagg {{USA}} 2024.
*Elizabeth Roe {{USA}} 2013.
*Erna Vala Arnardóttir {{ISL}} 2022.
*Erling Blöndal Bengtsson {{ISL}} {{DNK}} 2007
*Evan Ziporyn {{USA}} 2007.
*Goran Stevanovich {{BIH}} 2024.
*Guðrún Sigríður Birgisdóttir {{ISL}} 2003–2006.
*Halldór Haraldsson {{ISL}}
*Halldór Smárason {{ISL}} 2023, 2024.
*Hanna Dóra Sturludóttir {{ISL}} 2008.
*Håkon Austbø {{NOR}} 2008.
*Helgi Hrafn Jónsson {{ISL}} 2012.
*Herdís Anna Jónasdóttir {{ISL}} 2024.
*James Laing {{GBR}} 2022.
*James McVinnie {{GBR}} 2012, 2013.
*Jorja Fleezanis {{USA}} 2010.
*Jónas Ingimundarson {{ISL}}
*Jussanam da Silva {{BRA}} 2012
*Kurt Kopecky {{AUT}} 2005.
*Kurt Nikkanen {{FIN}}
*Meena Bhasin {{USA}} 2011–2013.
*Owen Dalby {{USA}} 2011–2013.
*Ólafur Kjartan Sigurðsson {{ISL}} 2003.
*Pekka Kuusisto {{FIN}} 2008.
*Pétur Jónasson {{ISL}} 2003–5, 2009.
*Sif Margrét Tulinius {{ISL}} 2010, 2012.
*Simon Crawford Philips {{GBR}} 2008.
*Stefán Ragnar Höskuldsson {{ISL}} 2012.
*Sæunn Þorsteinsdóttir {{ISL}} {{USA}} 2009, 2011–2013, 2022, 2023, 2024.
*Tinna Þorsteinsdóttir {{ISL}} 2006–2008.
*Una Sveinbjarnardóttir {{ISL}} 2008, 2009.
*Vovka Stefán Ashkenazy {{ISL}} 2007, 2012.
=== Tónlistarhópar ===
* Pasifica-kvartettinn {{USA}} 2005.
* Flís tríó {{ISL}} 2006.
*ATON {{ISL}} 2007.
* Kammersveitin Ísafold {{ISL}} 2009.
* Nordic Chamber Soloists {{ISL}} {{NOR}} {{SWE}} {{GER}} 2010.
* Ensemble Connect (ACJW) {{USA}} 2011.
*Dúó Harpverk {{ISL}} 2011.
* Decoda {{USA}} 2012, 2013, 2023.
* Asteío-tríó {{CAN}} 2023.
* Orchester im Treppenhaus {{GER}} 2024.
* Antigone Music Collective {{USA}} 2024.
== Helstu samstarfsaðilar ==
* Tónlistarskóli Ísafjarðar
* Tónlistarfélag Ísafjarðar
* Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar
* Edinborgarhúsið
* [[Listaháskóli Íslands]]
* Háskólasetur Vestfjarða
* [[Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi|Sendiráð Bandaríkjanna]]
* Hótel Ísafjörður
* [[Flugfélag Íslands]]
==Tilvísanir==
{{s|2003}}
[[Flokkur:Íslenskar tónlistarhátíðir]]
[[Flokkur:Ísafjörður]]
aqayf7td0dtgurnryofh4n6ogvu7dah
1920665
1920664
2025-06-17T13:17:23Z
Sv1floki
44350
1920665
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Viddjupid banner midnightsun.jpg|thumb|Miðnætursól á fjallatoppum umhverfis Ísafjörð.]]
'''Tónlistarhátíðin Við Djúpið''' er árleg kammertónlistarhátíð og sumarnámskeið fyrir tónlistarnemendur á [[Ísafjörður|Ísafirði]] og nágrenni. Aðaláhersla tónleikadagskrárinnar er gömul og ný kammertónlist í flutningi erlendra og innlendra tónlistarmanna. Hátíðin er að jafnaði haldin um sumarsólstöður.<ref>{{Cite web|url=https://heimildin.is/grein/22181/thad-er-draumur-ad-koma-til-isafjardar-alltaf/|title=„Það er draumur að koma til Ísafjarðar – alltaf“|last=Jónsdóttir|first=Auður|date=2024-06-20|website=Heimildin|access-date=2025-01-21}}</ref>
Hún var fyrst haldin sumarið 2003 og var stofnuð af Guðrúnu Birgisdóttur, flautuleikara, og Pétri Jónassyni, gítarleikara. Hátíðin hefur samanstaðið frá upphafi af sumarnámskeiðum fyrir lengra komna tónlistarnemendur og tónleikahaldi. Þungamiðja tónlistarhátíðarinnar er á Ísafirði en tónleikahald var áður líka í [[Bolungarvík]], [[Flateyri]], [[Súðavíkurhreppur|Súðavík]] og víðar. Lengst af hefur Greipur Gíslason verið í forsvari hátíðarinnar, fyrst ásamt Tinnu Þorsteinsdóttur, píanóleikara, og síðar Dagnýju Arnalds, píanóleikara og -kennara, organista og kórstjóra. Síðan 2023 hefur Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, söngkennari og kórstjóri tekið við ásamt Greipi.
Hátíðin og dagskrá hennar hefur vakið athygli um árabil og námskeiðin voru eftirsótt. [[Rás 1]] hljóðritaði marga tónleika hátíðarinnar og sendi einnig út beint.<ref>{{Cite web|url=https://annit.is/dagatal/ras-1-vi%c3%b0-djupi%c3%b0-i-beinni/|title=Rás 1 við Djúpið í beinni|date=2007-06-23|website=ANNIT.IS|language=is-IS|access-date=2021-03-16}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
== Fyrstu árin (2003–5) ==
[[Mynd:Húsmæðraskólinn Ósk 2021.jpg|alt=Skólabygging Tónlistarskóla Ísafjarðar, áður Húsmæðraskólinn Ósk. Stórt steinsteypt hús á 3 hæðum.|thumb|Tónlistarskóli Ísafjarðar við Austurveg.]]
Í kjölfar fjárveitingar úr Menningarborgarsjóði og smá umhugsun stóðu Guðrún Birgisdóttir og Pétur Jónasson fyrst fyrir tónlistarhátíð við Djúpið. Þau vildu leggja áherslu á gott samstarf við heimamenn og stofnuð til samtals við tónlistarskólana á Ísafirði og í Bolungarvík og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. Þau lögðu líka áherslu á að tengjast náttúrunni, efna til gönguferða og fleira. Auk Guðrúnar og Péturs komu Martial Nardeau, Ólafur Kjartan Sigurðsson og heiðursgesturinn Jónas Ingimundarson fram á fyrstu hátíðinni auk þess að kenna á námskeiðunum.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3474321?iabr=on#page/n40/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Morgunblaðið - 175. tölublað (01.07.2003) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
Árið eftir var talið í 2. tónlistarhátíðina Við Djúpið. Guðrún og Pétur í fararbroddi en nú með Jóhönnu Linnet, Árna Heiðari Karlssyni og Halldóri Haraldssyni sem var heiðursgestur.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3724344?iabr=on#page/n46/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Fréttablaðið - 149. tölublað (03.06.2004) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
Það dró til tíðinda í sögu hátíðarinnar árið 2005 þegar hún var færð framar í júní en áður og þannig vera í samstarfi við [[Listahátíð í Reykjavík]]. Fram að því hafði hátíðin verið haldin í kringum [[sumarsólstöður]].
== 2006–8 ==
Árið 2006 höfðu heimamenn á Ísafirði milligöngu um að fá Tinnu Þorsteinsdóttur, píanóleikara til liðs við hátíðina sem listrænan stjórnanda í kjölfar þess að frumkvöðlarnir Guðrún og Pétur sögðu skilið við verkefnið. Greipur Gíslason var svo fenginn til að starfa við hlið Tinnu sem framkvæmdastjóri.
Fyrsta ár þeirra við stjórnvölinn var hátíðin mjög hefðbundin. Guðrún Birgisdóttir mætti til leiks og kenndi á flautu, [[Sigrún Hjálmtýsdóttir]] og Anna Guðný Guðmundsdóttir kenndu söng og Peter Máté kenndi á píanó. Öll komu þau fram á tónleikum á hátíðinni auk Tinnu sjálfrar og tríósins Flís. Með þátttöku þeirra má segja að sleginn hafi verið nýr tónn í skipulagningu hátíðarinnar.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3901956?iabr=on#page/n11/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Fréttablaðið - 162. tölublað (19.06.2006) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
=== Öðruvísi tónlist og hádegistónleikar 2007 ===
5. tónlistarhátíðin Við Djúpið, 2007, sker sig úr meðal hátíðanna fram að því. Breidd tónlistarinnar er meiri og boðið upp á fjölbreyttari námskeið. Evan Ziporyn frá Bandaríkjunum kenndi Gamelan-tónlist ásamt konu sinni Christine Southworth. Þau stöldruðu svo við í Reykjavík á heimleið og héldu einnig tónleika þar. Davíð Þór Jónsson kenndi spunapíanóleik á vinsælu námskeiði og hélt eftirminnilega tónleika.
Við Djúpið og Háskólasetur Vestfjarða efna sumarið 2007 í fyrsta sinn til hádegistónleikaraðar. Tónleikarnir voru haldnir í nýbyggðu anddyri Grunnskólans á Ísafirði við Aðalstræti. Þar komu fram fyrsta árið Davíð Þór annarsvegar og ATON hinsvegar. Hádegistónleikarnir voru eftir þetta fastur liður í dagskrá hátíðarinnar, allt fram á síðasta ár hennar. Oftast í grunnskólanum en einnig í [[Ísafjarðarkirkja|Ísafjarðarkirkju]] og árið 2008 alfarið í Bryggjusal [[Edinborgarhúsið|Edinborgarhússins]].
Á hátíðinni léku og kenndu einnig Erling Blöndal Bengtsson, sellóleikari og píanóleikarinn Vovka Stefán Ashkenazy. Stærri hluti hátíðarinnar fór nú fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði en áður þó svo að Tónlistarskóli Ísafjarðar hafi verið þungamiðjan sem fyrir. Til stóð að danska tónskáldið Simon Steen-Andersen yrði með tónskáldasmiðju á hátíðinni en hann forfallaðist. Íslenski samtímatónlistarhópurinn Aton kom einnig fram.
Í fyrsta sinn sendi Rás 1 beint frá tónleikum á hátíðinni en á þeim komu allir listamenn hennar fram. <ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4163996?iabr=on#page/n54/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Morgunblaðið - 162. tölublað (16.06.2007) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
=== Norrænir risar 2008 ===
Tveir norrænir listamenn sóttu hátíðina heim árið 2008. Finnski fiðluleikarinn Pekka Kuusisto lék á opnunartónleikum 17. júní ásamt Simon Crawford-Philips frá Englandi og einn aðalkennari hátíðarinnar það ár var norski píanóleikarinn Håkon Austbø. Ætla má að með komu Evans Ziporyns og Erlings Blöndal Bengtssonar árið áður og þeirra Pekka og Håkons 2008 hafi hátíðin endanlega skipað sér í fremstu röð tónlistarhátíða Íslands.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4182390?iabr=on#page/n13/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Morgunblaðið - 29. tölublað (30.01.2008) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-16}}</ref>
Auk Austbø kenndu Una Sveinbjarnardóttir á fiðlu og Hanna Dóra Sturludóttir söng. Með Hönnu Dóru var Kurt Kopecky. Að auki kenndi Agnar Már Magnússon á vinæslu spunapíanónámskeiði og fylgdi þannig í fótspor Davíðs Þórs frá árinu áður.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4192091?iabr=on#page/n19/mode/2up/search/%22vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0%22|title=Morgunblaðið - 161. tölublað (14.06.2008) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-16}}</ref>
Á tónleikadagskrá hátíðarinnar voru fernir hádegistónleikar í Bryggjusal Edinborgarhússins. Á einum þeirra Lék Anna Guðný Guðmundsdóttir kafla úr 20 tillit til Jesúbarnsins eftir Olivier Messiaen í fyrsta sinn.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4192091?iabr=on|title=Morgunblaðið - 161. tölublað (14.06.2008) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-09-16}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4193249?iabr=on|title=Lesbók Morgunblaðsins - 06. september (06.09.2008) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-09-16}}</ref> Hún átti síðar eftir að hljóta Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónlstarflytjandi ársins fyrir flutning sinn á öllu verkinu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.iston.is/verdlaun|titill=Íslensku tónlistarverðlaunin|útgefandi=Samtónn}}</ref>
=== Ný ásýnd ===
[[Mynd:Viddjupid 2008 synishorn.jpg|thumb|Sýnishorn af kynningarefni hátíðarinnar 2007 eftir Gunnar Vilhjálmsson grafískan hönnuð.]]
Árið 2007 kvað við nýjan tón í grafísku útliti hátíðarinnar. Aðstandendur Við Djúpið fengu Vinnustofu Atla Hilmarssonar til að gera kynningarefni fyrir hátíðina um sumarið. Gunnar Vilhjálmsson lagði til letur en fleiri hönnuðir á vinnustofunni komu að hönnun efnisins. Þetta samstarf hélt áfram 2008 þegar aðalmynd kynningarefnisins var af bifhárum í innra eyra mannsins. Útlitið tók svo nýja stefnu 2009 þegar Gunnar Vilhjálmsson tók yfir listræna stjórn útlits hátíðarinnar og kynnti til leiks notkun siglingafána sem áttu eftir að verða einkenni tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið til enda.
[[Mynd:Viddjupid 2010 kynningarefni.jpg|thumb|Bæklingur og boðskort, hluti kynningarefnis tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið 2010. Heildarútlitið, hannað af Gunnari Vilhjálmssyni, hlaut aðalverðlaun FÍT, Félags íslenskra teiknara.]]
Önnur útgáfa útlitsins, fyrir hátíðina 2010, hlaut aðalverðlaun [[Félag íslenskra teiknara|Félags íslenskra teiknara]] á verðlaunahátíð þeirra í mars 2011. Heildarútlitið hlaut líka verðlaun í flokknum Mörkun ársins og veggspjald hátíðarinnar verðlaun í veggspjaldaflokk.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/5362337?iabr=on#page/n33/mode/2up/search/%22f%C3%A9lags%20%C3%ADslenskra%20teiknara%22|title=Morgunblaðið - 70. tölublað (24.03.2011) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
== Ris og fall (2009–2013) ==
Blómaskeið tónlistarhátíðarinnar er án efa árin 2007–2012. Dagný Arnalds tók við listrænni stjórn af Tinnu Þorsteinsdóttur eftir hátíðina 2008. Samstarfið við ameríska kammerhópinn ACJW, síðar Declassified / Decoda hafði mikið að segja um gæði dagskrárinnar og samfellu. Þar skipti sköpum aðstoð og áhugi sellóleikarans Sæunnar Þorsteinsdóttur en hún var fastur gestur á hátíðinni frá 2011. Fjárstuðningur bandarískra stjórnvalda með fulltingi sendiráðs þeirra í Reykjavík tryggði það samstarf. Góð dagskrá og áhugaverðir tónleikar auk tónskáldavinnustofunnar gerði hátíðina einnig áhugaverða til upptöku og útsendinga á Rás 1 sem jók orðspor Við Djúpið á Íslandi.
[[Mynd:Viddjupid2009 Isafold.jpg|thumb|Kammersveitin Ísafold að afloknum tónleikum í Ísafjarðarkirkju á hátíðinni 2009. Þar frumflutti hún 3 verk eftir ný tónskáld sem sóttu tónskáldasmiðju hátíðarinnar. Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjóri, er lengst til vinstri.]]
=== Ný tónskáld ===
[[Mynd:Ný tónskáld, Við Djúpið 2011.jpg|alt=Hljóðfæraleikarar æfa nýtt tónverk á í skólastofu. |thumb|Úr vinnustofu nýrra tónskálda 2011. Ensamble ACJW æfa verk Halldórs Smárasonar undir handleiðslu Daníels Bjarnasonar.]]
Árið 2009 stóð hátíðin í fyrsta sinn, í samstarfi við Rás 1 og Kammersveitina Ísafold fyrir tónskáldakeppni og vinnustofu. Þremur tónskáldum var boðið að semja stutt hljómsveitarverk fyrir kammersveitina og fá það flutt á hátíðinni. Samhliða æfingum bauðst tónskáldunum að vinna náið með hljóðfæraleikurum Ísafoldar, hljómsveitarstjóranum Daníel Bjarnasyni og leiðbeinanda vinnustofunnar, tónskáldinu Bent Sørensen. Árið eftir stóð þremur tónskáldum til boða að semja verk fyrir blásarakvintett skipuðum hljóðfæraleikurum úr Nordic Chamber Soloists. Daníel Bjarnason tók þá við handleiðslu vinnustofunnar og gerði árin á eftir. 2011 hófst samstarf við hljóðfærahóp tengdum Carnegie Hall í Bandaríkjunum sem hélt áfram árin á eftir (fyrst Ensamble ACJW, næst The Declassified og svo Decoda).<ref>Morgunblaðið, 22. janúar 2011, bls. 46.</ref>
=== Eyrarrósin ===
Tónlistarhátíðin Við Djúpið var tilnefnd til [[Eyrarrósin|Eyrarrósarinnar]] 2012 sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Fulltrúar hátíðarinnar voru viðstödd afhendingu viðurkenningarinnar á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] í febrúar 2012. Safnasafnið á Svalbarðsströnd hlaut Eyrarrósina það ár. Skjal til staðfestingar tilnefningunni hangir í Tónlistarskóla Ísafjarðar við Austurveg á Ísafirði.
=== Vegleg afmælishátíð 2012 ===
10. árlega tónlistarhátíðin Við Djúpið fór fram 19.–24. júní 2012. Segja má að á afmælishátíðinni allir þættir hátíðarinnar, nýir og þeir sem höfðu verið hornsteinar frá upphafi, náð einhverskonar hápunkti. Glæsilegt námskeiðshald með fjölda nemenda, framúrskarandi tónleikum, hádegistónleikum, síðkvöldstónleikaröð og tónskáldastofu. Erlendir og innlendir listamenn og fjöldi áheyrenda. Aðalkennararnir voru bandaríski fiðluleikarinn Jorja Fleezanis, flautuleikarinn Stefán Ragnar Höskuldsson og góðvinur hátíðarinnar Vovka Ashkenazy kenndi á píanó. Daníel Bjarnason leiddi tónskáldastofu með kvintett úr The Declassified / Decoda og ný síðkvöldstónleikaröð, Söngvaskáldin, hóf göngu sína á Húsinu við Hafnarstræti á Ísafirði.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/5771062?iabr=on|title=Fréttablaðið - 137. tölublað (13.06.2012) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2025-01-21}}</ref>
Aukin velgengni og athygli virtist ekki gera auðveldara að afla fjár fyrir hátíðina. Engin leið var að gera samninga til lengri tíma en árs í senn og náðu endar því ekki saman, þrátt fyrir aukningu í aðsókn.
=== Síðasta árlega hátíðin 2013 ===
Dagana 19.– 23. júní 2013 fór síðasta árlega tónlistarhátíðin Við Djúpið fram á Ísafirði. Þá hafði Dagný Arnalds sagt skilið við aðstandendateymið og Greipur Gíslason einn eftir. Fáir nemendur sóttu hátíðina en framboð sumarnámskeiða hafði aukist á Íslandi, meðal annars í Reykjavík, sem dróg úr aðsókninni. Hátíðin var þó frambærileg með tónskáldastofu þátttöku Decoda frá Bandaríkjunum. Efnt var öðru sinni til síðkvöldstónleikaraðar á Húsinu á Ísafirði. Þar komu fram Valdimar Olgeirsson, Hjalti Þorkelsson , Skúli Mennski og [[Sigríður Thorlacius]]. Þrennir hádegistónleikar í Grunnskóla Ísafjarðar voru í boði í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða.
Það fór vel á því að lokatónleikar síðustu hátíðarinnar væri tileinkaðir minningu sellóleikarans og Ísfirðingsins Erlings Blöndal Bengtssonar en hann lést nokkrum vikum áður. Á tónleikunum í Ísafjarðarkirkju lék breski organistinn James McVinnie meðal annars tónlist [[Johann Sebastian Bach|J.S. Bach]]<nowiki/>s en tónlist hans var Erlingi hugleikin.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1470375/|title=Meistara minnst Við Djúpið|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2021-03-16|url-access=subscription}}</ref>
=== Sérstök útgáfa 2015 ===
[[Mynd:Viddjupid 2015 NEC.jpg|thumb|Hljómsveit yngri nemenda við New England Conservatory æfir í íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði fyrir tónleika á Við Djúpið 23. júní 2015.]]
Dagana 23.–25. júní 2015 komu góðir gestir til Ísafjarðar. Eftir áralangt samstarf hátíðarinnar við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi var komið á samband við New England Conservatory í Boston og skólahljómsveit þaðan, Youth Philharmonic Orchestra, kom til Íslands þetta sumar. Hljómsveitin hélt tónleika í íþróttahúsinu á Torfnesi. Einleikari á tónleikunum var Ari Vilhjálmsson, fyrrum nemandi við skólann. auk þess sem minni hópar buðu upp á ókeypis hádegistónleika í Grunnskólanum á Ísafirði. Nemendur úr skólahljómsveitinni gisti á ísfirskum heimilum og nutu aðstöðu í [[Menntaskólinn á Ísafirði|Menntaskólanum á Ísafirði.]]<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/6295168?iabr=on|title=Fréttablaðið - 149. tölublað (27.06.2015) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-06-15}}</ref>
== Við Djúpið hefur sig til flugs á ný (2022–2024) ==
Vorið 2022 var tilkynnt um upprisu hátíðarinnar þegar efnt var til lítillar tónlistarhátíðar dagana 17.–19. júní. Tveir kennarar buðu upp á námskeið og fernir tónleikar voru á dagskrá hátíðarinnar. Kennararnir voru Sæunn Þorsteinsdóttir, sellóleikari, sem hafði verið haukur horni í hátíðarinnar á árum áður og James Laing, kontratenór, frá Englandi. Hvort um sig komu fram á einleikstónleikum auk þess sem píanóleikarinn Erna Vala Arnardóttir kom fram á einleikstónleikum. Hátín var sett með útitónleikum á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn.
Að skipulagningu hátíðarinnar kom sem fyrr Greipur Gíslason og nú annar Ísfirðingur, Pétur Ernir Svavarsson.
[[Mynd:Viddjupid2023 decoda.jpg|alt=Tríó skipað flautuleikara, píanóleikara og sellóleikara á tónleikasviði á Ísafirði. |thumb|Tríó skipað meðlimum Decoda frá New York leikur á lokahátíð tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið 2023. Catherine Gregory á flautu, David Kaplan á píanó og Sæunn Þorsteinsdóttir á selló.]]
=== 2023: Við Djúpið sýnir styrk sinn ===
Dagana 17.–21. júní 2023 fór hátíðin á ný fram á Ísafirði. Aðalkennarar voru meðlimir kammerhópsins Decoda frá New York í Bandaríkjunum; David Kaplan á píanó, Catherine Gregory á flautu og Sæunn Þorsteinsdóttir á selló. Lögð var áhersla á kennslu í kammertónlist en einnig boðið upp á meistarakennslu á hljóðfæri sem og einkatíma. Tónleikar voru haldnir öll kvöld hátíðarinnar við góðar undirtektir sem á hádegistónleikar hennar sem fram fóru í Edinborgarhúsinu.
Að skipulagningu að þessu sinni auk Greips Gíslasonar kom Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, söngkona, kórstjóri og tónlistarkennari.<ref>Heimildin, 14. júlí 2023
</ref>
== Listamenn og kennarar ==
*Anna Guðný Guðmundsdóttir {{ISL}} 2006, 2008, 2010, 2012.
*Andrew Quartermain {{GBR}}
*Árni Heimir Ingólfsson {{ISL}} 2012.
*Bent Sørensen {{DNK}} 2009.
*Berglind María Tómasdótir {{ISL}} 2008.
*Catherine Gregory {{USA}} {{AUS}} 2023.
*Christine Southworth {{USA}} 2007.
*Daníel Bjarnason {{ISL}} 2009–2013.
*David Kaplan {{USA}} 2023.
*Ellis Ludwig-Leone {{USA}} 2012, 2023, 2024.
*Eliza Bagg {{USA}} 2024.
*Elizabeth Roe {{USA}} 2013.
*Erna Vala Arnardóttir {{ISL}} 2022.
*Erling Blöndal Bengtsson {{ISL}} {{DNK}} 2007
*Evan Ziporyn {{USA}} 2007.
*Goran Stevanovich {{BIH}} 2024.
*Guðrún Sigríður Birgisdóttir {{ISL}} 2003–2006.
*Halldór Haraldsson {{ISL}}
*Halldór Smárason {{ISL}} 2023, 2024.
*Hanna Dóra Sturludóttir {{ISL}} 2008.
*Håkon Austbø {{NOR}} 2008.
*Helgi Hrafn Jónsson {{ISL}} 2012.
*Herdís Anna Jónasdóttir {{ISL}} 2024.
*James Laing {{GBR}} 2022.
*James McVinnie {{GBR}} 2012, 2013.
*Jorja Fleezanis {{USA}} 2010.
*Jónas Ingimundarson {{ISL}}
*Jussanam da Silva {{BRA}} 2012
*Kurt Kopecky {{AUT}} 2005.
*Kurt Nikkanen {{FIN}}
*Meena Bhasin {{USA}} 2011–2013.
*Owen Dalby {{USA}} 2011–2013.
*Ólafur Kjartan Sigurðsson {{ISL}} 2003.
*Pekka Kuusisto {{FIN}} 2008.
*Pétur Jónasson {{ISL}} 2003–5, 2009.
*Sif Margrét Tulinius {{ISL}} 2010, 2012.
*Simon Crawford Philips {{GBR}} 2008.
*Stefán Ragnar Höskuldsson {{ISL}} 2012.
*Sæunn Þorsteinsdóttir {{ISL}} {{USA}} 2009, 2011–2013, 2022, 2023, 2024.
*Tinna Þorsteinsdóttir {{ISL}} 2006–2008.
*Una Sveinbjarnardóttir {{ISL}} 2008, 2009.
*Vovka Stefán Ashkenazy {{ISL}} 2007, 2012.
=== Tónlistarhópar ===
* Pasifica-kvartettinn {{USA}} 2005.
* Flís tríó {{ISL}} 2006.
*ATON {{ISL}} 2007.
* Kammersveitin Ísafold {{ISL}} 2009.
* Nordic Chamber Soloists {{ISL}} {{NOR}} {{SWE}} {{GER}} 2010.
* Ensemble Connect (ACJW) {{USA}} 2011.
*Dúó Harpverk {{ISL}} 2011.
* Decoda {{USA}} 2012, 2013, 2023.
* Asteío-tríó {{CAN}} 2023.
* Orchester im Treppenhaus {{GER}} 2024.
* Antigone Music Collective {{USA}} 2024.
== Helstu samstarfsaðilar ==
* Tónlistarskóli Ísafjarðar
* Tónlistarfélag Ísafjarðar
* Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar
* Edinborgarhúsið
* [[Listaháskóli Íslands]]
* Háskólasetur Vestfjarða
* [[Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi|Sendiráð Bandaríkjanna]]
* Hótel Ísafjörður
* [[Flugfélag Íslands]]
==Tilvísanir==
{{s|2003}}
[[Flokkur:Íslenskar tónlistarhátíðir]]
[[Flokkur:Ísafjörður]]
89bprpy63cw5bkq0itqafjbbrzj22t6
Snið:Country data Marokkó
10
163057
1920673
1907826
2025-06-17T15:09:21Z
Riad Salih
97865
Fictional flag, not based on a reliable source, please not to be added again.
1920673
wikitext
text/x-wiki
{{ {{{1<noinclude>|country showdata</noinclude>}}}
| alias = Marokkó
| flag alias = Flag of Morocco.svg
| flag alias-1666 = Flag of Morocco (1666–1915).svg
| flag alias-1913 = Flag of Spanish Morocco.svg
| flag alias-civil = Civil Ensign of Morocco.svg
| flag alias-naval = Naval Ensign of Morocco.svg
| flag alias-army = Flag of the Royal Moroccan Army.svg
| name = {{{name|}}}
| size = {{{size|}}}
| altvar = {{{altvar|}}}
| altlink = {{{altlink|}}}
| variant = {{{variant|}}}
<noinclude>
| var5 = 1666
| var6 = 1913
| redir1 = MAR
</noinclude>
}}<noinclude>
[[Flokkur:Landfræðileg gagnasnið|Marokkó]]
</noinclude>
qq6or4dl9991hw8e15s5jla1qc6tfcv
Notandi:Leikstjórinn
2
164311
1920687
1782347
2025-06-17T18:57:29Z
Leikstjórinn
74989
1920687
wikitext
text/x-wiki
Ég átti áður [[Kerfissíða:Framlög/153.92.158.227|153.92.158.227]]
7ozvqkax0y0423pmmg5x4kvcaoatjp8
Jón Rögnvaldsson (garðyrkjumaður)
0
167201
1920787
1749292
2025-06-18T11:29:41Z
Berserkur
10188
1920787
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Jón Rögnvaldsson.jpg|thumb|Stytta af Jóni í Lystigarðinum.]]
'''Jón Rögnvaldsson''' (1895-1972) var íslenskur garðyrkjumaður.
== Búseta og fjölskylduhagir ==
Jón Rögnvaldsson var fæddur í Grjótárgerði í [[Fnjóskadalur|Fnjóskadal]] árið 1895. Hann fluttist átta ára gamall að Fífilgerði í [[Öngulsstaðahreppur|Öngulsstaðahreppi]] og bjó þar lengst af ævinnar. Var hann jafnan kenndur við bæinn. Jón var kvæntur Körlu Þorsteinsdóttur og áttu þau fjögur börn. Hann fluttist til [[Akureyri|Akureyrar]] árið 1957 og lést þar árið 1972.
== Menntun ==
Árið 1910 fór Jón á garðyrkjunámskeið í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Jón lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar árið 1917 og var þar lærisveinn Stefáns Stefánssonar grasafræðings. Jón hóf nám við [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólann í Reykjavík]] árið 1918 en veiktist af [[Spænska veikin|spönsku veikinni]] og hætti námi. Árið 1920 fór Jón til [[Kanada]] og dvaldist þar í fimm ár. Þar vann hann ýmis störf, meðal annars við skógræktarstöðina Indian Head í [[Manitoba]] og lauk garðyrkjuprófi frá landbúnaðarskólanum í [[Winnipeg]].
== Garðyrkjustöðin Flóra ==
Heimkominn 1925 rak Jón garðyrkjustöð, fyrst heima í Fífilgerði en síðar lengst af við Brekkugötu 7 á [[Akureyri]]. Garðyrkjustöðin nefndist Flóra og hana rak Jón ásamt Kristjáni bróður sínum.
== Frumkvöðlastörf ==
Jón var eldheitur hugsjónarmaður, frumherji í skógrækt, garðyrkju, grasafræði og landslagsarkitektúr. Á öllum þessum sviðum gustaði af Jóni og kom hann að stofnum margra skógarreita. Jón var hvatamaður að stofnun fyrsta skógræktarfélags á Íslandi, [[Skógræktarfélag Eyfirðinga|Skógræktarfélagi Eyfirðinga]] og var fyrsti formaður félagsins. Hann var lengi garðyrkjuráðunautur [[Akureyri|Akureyrarkaupstaðar]] og forstöðumaður [[Lystigarður Akureyrar|Lystigarðsins á Akureyri]] frá 1954 til 1970. Kom hann þar á fót fyrsta grasagarði á Íslandi og þeim nyrsta í Evrópu. Áður hafði Jón komið upp plöntusafni heima hjá sér sem varð grunnur grasagarðsins.
Jón gerði árið 1959 uppdrátt af [[skjólbelti|skjólbeltaneti]] í Kaupangssveit. Tveimur árum síðar kynnti Jón skjólbeltaáætlun sína og hvatti menn til dáða. Er hér sennilega um að ræða fyrstu skjólbeltaáætlun sem gerð hefur verið á Íslandi.
Jón stóð að stofnun margra skógarreita [[Skógræktarfélag Eyfirðinga|Skógræktarfélags Eyfirðinga]] og skipulagi annarra reita s.s. reitsins við Freyjulund, við [[Kristnesspítali|Kristneshæli]], og Húsmæðraskólann á Laugalandi. Árið 1937 gaf hann út bókina Skrúðgarðar sem í áratugi var eina íslenska handbókin um þetta efni.
Jón var heiðursfélagi í Garðyrkjufélagi Íslands, og [[Skógræktarfélag Eyfirðinga|Skógræktarfélagi Eyfirðinga]]. Hann var sæmdur [[Hin íslenska fálkaorða|fálkaorðunni]] árið 1963. Samkvæmt tillögu Skógræktarfélagsins var Arboretum Akureyri stofnað í Bæjarbrekkunum á [[Akureyri]] með hátíðlegri athöfn í Gróðrarstöðinni 18. júní 1983 á afmælisdegi Jóns og honum til heiðurs. Reist var brjóstmynd af Jóni í Lystigarðinum á 100 ára ártíð hans og tók Skógræktarfélagið þátt í því.
==Tengill==
* [https://www.kjarnaskogur.is/post/jon-rognvaldsson Jón Rögnvaldsson. Mikilhæfur leiðtogi á sviði skrúðgarðyrkju og landgræðslu - Kjarnaskógur.is]
== Heimildir ==
''Ásýnd Eyjafjarðar - Skógar að fornu og nýju - Útgáfuár 2000 - Útgefin af [[Skógræktarfélag Eyfirðinga|Skógræktarfélagi Eyfirðinga]].''
{{fd|1895|1972}}
[[Flokkur:Íslenskir garðyrkjufræðingar]]
pi9bpdzzmsuukbtmdka7wnghron73jb
Bríkurviti
0
168881
1920667
1920652
2025-06-17T14:13:13Z
Akigka
183
smá viðbætur
1920667
wikitext
text/x-wiki
'''Bríkurviti''' er hvítur 4 metra hár steinsteyptur [[viti]] við norðanvert mynni [[Ólafsfjörður|Ólafsfjarðar]] í [[Fjallabyggð]]. Vitinn var reistur árið 1966. [[Ljóseinkenni]] hans er Fl(3) W 10s (3 hvít blikkljós á 10 sekúndna fresti).
Vitinn stendur við svokallaða Sauðhúslaut þar sem er tóft af [[beitarhús]]i, á grösugum bakka undan [[Arnfinnsfjall]]i, sunnan við [[Fossdalur (Tröllaskaga)|Fossdal]] á [[Tröllaskagi|Tröllaskaga]].
== Tenglar ==
* [https://sjolag.is/vitar/brikurviti/ Bríkurviti á Sjólag.is]
{{stubbur}}
{{Vitar á Íslandi}}
[[Flokkur:Vitar á Íslandi]]
[[Flokkur:Ólafsfjörður]]
ktlghiug3ayfcvrxbnchdwehvb9mcg2
1920670
1920667
2025-06-17T14:37:41Z
Akigka
183
1920670
wikitext
text/x-wiki
'''Bríkurviti''' er hvítur 4 metra hár steinsteyptur [[viti]] við norðanvert mynni [[Ólafsfjörður|Ólafsfjarðar]] í [[Fjallabyggð]]. Vitinn var reistur árið 1966. [[Ljóseinkenni]] hans er Fl(3) W 10s (3 hvít blikkljós á 10 sekúndna fresti).
Vitinn stendur við svokallaða Sauðhúslaut þar sem er tóft af [[beitarhús]]i, á grösugum bakka undan [[Arnfinnsfjall]]i, sunnan við [[Fossdalur (Tröllaskaga)|Fossdal]] á [[Tröllaskagi|Tröllaskaga]].<ref>{{cite report|url=https://skraning.minjastofnun.is/Verkefni_1502.pdf|title=Fornleifaskráning í Ólafsfirði|publisher=Fornleifastofnun Íslands}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://sjolag.is/vitar/brikurviti/ Bríkurviti á Sjólag.is]
{{stubbur}}
{{Vitar á Íslandi}}
[[Flokkur:Vitar á Íslandi]]
[[Flokkur:Ólafsfjörður]]
4n2ydbs18bdxss9ikr0ba14w9o6bbmg
Kýríakos Mítsotakís
0
174845
1920668
1906289
2025-06-17T14:21:20Z
TKSnaevarr
53243
1920668
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Kýríakos Mítsotakís
| nafn_á_frummáli = {{Nobold|Κυριάκος Μητσοτάκης}}
| mynd = Kyriakos Mitsotakis (2021-12-08) 03 (cropped).jpg
| titill= Forsætisráðherra Grikklands
| stjórnartíð_start = [[26. júní]] [[2023]]
| forseti = [[Katerína Sakellaropúlú]]<br>[[Konstantínos Tasúlas]]
| forveri = [[Íoannís Sarmas]]
| stjórnartíð_start2 = [[8. júlí]] [[2019]]
| stjórnartíð_end2 = [[24. maí]] [[2023]]
| forseti2 = [[Prokopís Pavlopúlos]]<br>[[Katerína Sakellaropúlú]]
| forveri2 = [[Alexís Tsípras]]
| eftirmaður2 = [[Íoannís Sarmas]]
| myndatexti1 = Mítsotakís árið 2021.
| fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1968|3|4}}
| fæðingarstaður = [[Aþena|Aþenu]], [[Grikkland]]i
| þjóderni = [[Grikkland|Grískur]]
| maki = Mareva Grabowski
| stjórnmálaflokkur = [[Nýtt lýðræði]]
| börn = 3
| háskóli = [[Harvard-háskóli]] (BA, MBA)<br>[[Stanford-háskóli]] (MA)
|undirskrift =Kyriakos Mitsotakis signature.svg
}}
'''Kýríakos Mítsotakís''' ([[grískt letur]]: Κυριάκος Μητσοτάκης; f. 4. mars 1968) er [[Grikkland|grískur]] stjórnmálamaður og núverandi forsætisráðherra Grikklands. Hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2019. Mítsotakís er leiðtogi mið-hægriflokksins [[Nýtt lýðræði|Nýs lýðræðis]], sem vann afgerandi sigra í þingkosningum árin 2019 og 2023. Faðir Kýríakosar Mítsotakís var [[Konstantínos Mítsotakís]], sem var forsætisráðherra Grikklands frá 1990 til 1993.
==Æviágrip==
Kýríakos Mítsotakís er af gömlum grískum valdaættum. Hann er sonur fyrrum forsætisráðherrans [[Konstantínos Mítsotakís]], bróðir fyrrum utanríkisráðherrans [[Dora Bakojanní|Doru Bakojanní]] og frændi fyrrum forsætisráðherranna [[Elevþeríos Venízelos]] og [[Sofoklís Venízelos]]. Mítsotakís og fjölskylda hans hafa löngum verið talin til hinnar frjálslyndu miðju í grískum stjórnmálum og nokkuð vinstra megin við hörðustu fylgismenn stjórnmálaflokks þeirra, [[Nýtt lýðræði|Nýs lýðræðis]].<ref name=fbl>{{Tímarit.is|7096094|Mitsotakis sigurvegari í Grikklandi|blað=[[Fréttablaðið]]|útgáfudagsetning=8. júlí 2019|blaðsíða=6}}</ref>
Mítsotakís nam meðal annars við [[Harvard-háskóli|Harvard-háskóla]] og vann fyrir fjármálastofnanir og banka áður en hann hóf feril í stjórnmálum. Hann tók við forystu Nýs lýðræðis árið 2016 og lagði þá áherslu á að nútímavæða flokkinn. Í efnahagsmálum reyndi Nýtt lýðræði undir stjórn Mítsotakís að höfða til miðjufylgis í efnahagsmálum en hefur reynt að höfða til kjósenda öfgahægriflokksins [[Gullin dögun|Gullinnar dögunnar]] í þjóðernismálum. Þetta var meðal annars gert með því að marka harðari stefnu í útlendingamálum og andmæla samningi þáverandi grísku stjórnarinnar við nágrannaríkið Lýðveldið Makedóníu sem leiddi til þess að nafni síðarnefnda ríkisins var breytt í [[Norður-Makedónía|Norður-Makedóníu]] árið 2019.<ref name=varðberg>{{Vefheimild|titill=Mið-hægrimenn með hreinan meirihluta á gríska þinginu|url=https://vardberg.is/frettir/mid-haegrimenn-med-hreinan-meirihluta-a-griska-thinginu/|útgefandi=[[Varðberg]]|dags=7. júlí 2019|skoðað=22. maí 2023}}</ref>
Mítsotakís leiddi Nýtt lýðræði til stórsigurs í þingkosningum Grikklands árið 2019. Flokkurinn hlaut tæp fjörutíu prósent atkvæðanna, sem skilaði honum hreinum meirihluta á gríska þinginu.<ref name=fbl/> Mítsotakís tók í kjölfarið við af [[Alexís Tsípras]] sem forsætisráðherra Grikklands.
Í stjórnartíð Mítsotakís hefur verið efnahagslegur uppgangur á Grikklandi sem meðal annars leiddi til þess að matsfyrirtækið [[S&P]] hækkaði árið 2023 lánshæfismat Grikklands úr ruslflokki í fjárfestingaflokk. Skuldabréf Grikklands höfðu verið í ruslflokki frá árinu 2010.<ref>{{Vefheimild|titill=Efnahagsleg uppsveifla í Grikklandi skilar íhaldsmönnum kosningasigri|url=https://www.vb.is/frettir/efnahagsleg-uppsveifla-i-grikklandi-skilar-ihaldsmonnum-kosningasigri/|útgefandi=[[Viðskiptablaðið]]|dags=22. maí 2023|skoðað=22. maí 2023}}</ref>
Nýtt lýðræði vann aftur góðan sigur í þingkosningum árið 2023. Flokkurinn vann rúm fjörutíu prósent atkvæða en hlaut ekki hreinan meirihluta þingsæta. Mítsotakís sagðist ekki vilja mynda samsteypustjórn og að því yrði að líkindum efnt til annarrar kosningaumferðar til að treysta stjórnarmeirihlutann á þingi.<ref>{{Vefheimild|titill=Mitsotakis fagnaði sigri á Grikklandi en vill hreinan meirihluta|url=https://www.visir.is/g/20232418194d/mit-sotakis-fagnadi-sigri-a-grikk-landi-en-vill-hreinan-meiri-hluta|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|dags=22. maí 2023|skoðað=22. maí 2023|höfundur=Gunnar Reynir Valþórsson}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Lýsir yfir stórsigri en ætlar sér hreinan meirihluta
|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2023/05/21/lysir_yfir_storsigri_en_aetlar_ser_hreinan_meirihlu/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=21. maí 2023|skoðað=22. maí 2023}}</ref> Flokkur Mítsotakís vann hreinan meirihluta þegar kosningarnar voru endurteknar þann 25. júní.<ref>{{Vefheimild|titill=Lýðræðisflokkur Mitsotakis með stórsigur í Grikklandi|url=https://www.visir.is/g/20232432152d/lyd-raedis-flokkur-mit-sotakis-med-stor-sigur-i-grikk-landi|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags=25. júní 2023|skoðað=25. júní 2023|höfundur=Eiður Þór Árnason}}</ref>
Mannréttindasamtök á borð við [[Blaðamenn án landamæra]] hafa varað við því að vegið hafi verið að [[fjölmiðlafrelsi]] í Grikklandi í stjórnartíð Mítsotakís. Grikkir lentu í 107. sæti af 180 á alþjóðlegum lista samtakanna yfir fjölmiðlafrelsi árið 2023 og voru neðstir af aðildarríkjum Evrópusambandsins. Í skýrslu með listanum var meðal annars vísað til þess að leyniþjónusta stjórnarinnar hefði njósnað um blaðamenn með njósnahugbúnaði og til hótana gegn blaðamönnum. Fulltrúanefnd um mannréttindi á [[Evrópuþingið|Evrópuþinginu]] hefur lýst yfir áhyggjum af því að vegið sé gegn löggjöf og grundvallarréttindum í Grikklandi.<ref>{{Vefheimild|titill= Blaðamenn í hættu í Grikklandi|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2023/05/03/bladamenn_i_haettu_i_grikklandi/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=3. maí 2023|skoðað=17. júní 2025}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla|
titill=Forsætisráðherra Grikklands |
frá=[[8. júlí]] [[2019]]|
til=[[24. maí]] [[2023]]|
fyrir=[[Alexís Tsípras]]|
eftir=[[Íoannís Sarmas]]|
}}
{{Erfðatafla|
titill=Forsætisráðherra Grikklands |
frá=[[26. júní]] [[2023]]|
til=|
fyrir=[[Íoannís Sarmas]]|
eftir=Enn í embætti|
}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Mítsotakís, Kýríakos}}
{{f|1968}}
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Grikklands]]
i59gw1j5s664o6heyk12mnnkhcfxm7m
Risto Ryti
0
179292
1920682
1918623
2025-06-17T17:22:30Z
TKSnaevarr
53243
1920682
wikitext
text/x-wiki
{{Forseti
| nafn = Risto Ryti
| mynd = Risto Ryti, presidentti.jpg
| titill= [[Forseti Finnlands]]
| stjórnartíð_start = [[19. desember]] [[1940]]
| stjórnartíð_end = [[4. ágúst]] [[1944]]
| forsætisráðherra =[[Jukka Rangell]]<br>[[Edwin Linkomies]]
| forveri = [[Kyösti Kallio]]
| eftirmaður = [[Carl Gustaf Emil Mannerheim|C. G. E. Mannerheim]]
| titill2= Forsætisráðherra Finnlands
| stjórnartíð_start2 = [[1. desember]] [[1939]]
| stjórnartíð_end2 = [[19. desember]] [[1940]]
| forseti2 = [[Kyösti Kallio]]
| forveri2 = [[Aimo Cajander]]
| eftirmaður2 = [[Jukka Rangell]]
| myndatexti1 = Ryti á fimmta áratugnum.
| fæddur = [[3. febrúar]] [[1889]]
| fæðingarstaður = [[Huittinen]], [[Stórfurstadæmið Finnland|Stórfurstadæminu Finnlandi]], [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæminu]]
| dánardagur = {{Dánardagur og aldur|1956|10|25|1889|2|3}}
| dánarstaður = [[Helsinki]], [[Finnland]]i
| þjóderni = [[Finnland|Finnskur]]
| maki = [[Gerda Ryti|Gerda Serlachius]]
| stjórnmálaflokkur = [[Framsóknarflokkurinn (Finnland)|Framsóknarflokkurinn]]
| börn = 3
| undirskrift = Risto Ryti's signature.svg
}}
'''Risto Heikki Ryti''' (3. febrúar 1889 – 25. október 1956) var [[Finnland|finnskur]] stjórnmálamaður sem var fimmti [[forseti Finnlands]] frá 1940 til 1944.<ref>{{cite web
|url = http://www.valtioneuvosto.fi/hakemisto/ministerikortisto/ministeritiedot.asp?nro=331
|title = Ministerikortisto
|publisher = Valtioneuvosto
|access-date = 2024-03-11
|archive-date = 2017-04-27
|archive-url = https://web.archive.org/web/20170427095940/http://valtioneuvosto.fi/hakemisto/ministerikortisto/ministeritiedot.asp?nro=331
|url-status = dead
}}{{dead link|date=November 2017 |bot=InternetArchiveBot |fix-attempted=yes }}</ref> Ryti hóf stjórnmálaferil sinn á sviði [[hagfræði]] á [[Millistríðsárin|millistríðsárunum]]. Hann stofnaði til fjölda alþjóðlegra tengsla í [[Banki|bankastarfsemi]] á vettvangi [[Þjóðabandalagið|Þjóðabandalagsins]]. Ryti var [[forsætisráðherra Finnlands]] á tíma [[Vetrarstríðið|vetrarstríðsins]] og [[Millibilsfriðurinn|millibilsfriðarins]] og forseti Finnlands á tíma [[Framhaldsstríðið|framhaldsstríðsins]].
Ryti var höfundur [[Ryti–Ribbentrop-samkomulagið|Ryti-Ribbentrop-samkomulagsins]] (sem var nefnt eftir Ryti og [[Joachim von Ribbentrop]]), bréfs frá Ryti til þýska nasistaforingjans [[Adolf Hitler|Adolfs Hitler]] þar sem Ryti lofaði að Finnar myndu ekki semja einir um frið við [[Sovétríkin]] í framhaldsstríðinu nema að undangegnu samþykki [[Þriðja ríkið|Þýskalands]]. Samkomulagið var gert til að tryggja hernaðarstuðning Þjóðverja við Finna á móti sovésku [[Vyborg-Petrozavodsk-sóknin]]ni árið 1944.<ref>
{{cite book
|last1=Jokisipilä |first1=Markku
|title= Aseveljiä vai liittolaisia
|year=2004 |publisher=SKS
|isbn=951-746-609-9 |language=fi
}}
</ref> Ryti sagði af sér stuttu síðar, sem gerði eftirmanni hans, [[Carl Gustaf Emil Mannerheim|Mannerheim]], kleift að hundsa samkomulagið og semja um frið við Sovétríkin eftir að sóknin hafði verið stöðvuð.
Eftir stríðið var Ryti aðalsakborningurinn í stríðsglæparéttarhöldum sem haldin voru yfir finnskum ráðamönnum frá 1945 til 1946.{{sfnp|Turtola|2000|page= 403}} Ryto var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir [[Glæpir gegn friði|glæpi gegn friði]] en var náðaður af [[Juho Kusti Paasikivi]] forseta árið 1949. Orðspor hans var að mestu óskaddað en heilsu hans fór hrakandi og hann tók aldrei framar þátt í opinberum störfum.
== Æskuár og starfsferill ==
Risto Ryti fæddist í sveitarfélaginu [[Huittinen]] í [[Satakunta]] og var einn af sjö bræðrum. Foreldrar hans voru bóndahjónin Kaarle Evert Ryti og Ida Vivika Junttila. Þótt Ryti væri úr bændafjölskyldu tók hann sjaldan þátt í störfum á fjölskyldubýlinu í æsku þar sem hann þótti fremur hneigður til bókmennta og fræðastarfa. Hann gekk í stuttan tíma í framhaldsskólann í [[Pori]] en var annars menntaður í heimahúsum þar til hann hóf lögfræðinám í [[Háskólinn í Helsinki|Háskólanum í Helsinki]] árið 1906.
Árið 1909 sneri Ryti aftur til æskuslóða í Satakunta og hóf störf sem lögfræðingur í [[Rauma]]. Hann kynntist á þessum tíma [[Alfred Kordelin]], einum ríkasta manni í Finnlandi. Ryti gerðist lögfræðingur hans og með þeim tókst náinn vinskapur. Ryti hlaut kandítatspróf í lögfræði árið 1912. Árið 1914 flutti hann til [[Oxford]] í [[England]]i til að nema hafrétt en upphaf [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjaldarinnar]] neyddi hann til að snúa aftur til Finnlands. Þar kvæntist hann árið Gerdu Paulu Serlachius (1886–1984). Þau eignuðust þrjú börn: Henrik (1916-2002), Niilo (1919-1997) og Evu (1922-2009). Á tíma [[Októberbyltingin|októberbyltingarinnar]] árið 1917 voru Ryti og eiginkona hans vitni að því að Kordelin var myrtur af rússneskum [[Bolsévikar|bolsévika]].
== Stjórnmálamaður og bankamaður ==
Ryti barðist ekki í [[Finnska borgarastyrjöldin|finnsku borgarastyrjöldinni]], heldur hélt hann sig í skjóli ásamt fjölskyldu sinni í Helsinki, sem var undir stjórn [[Finnskir rauðliðar|rauðliða]]. Hann hóf þátttöku í stjórnmálum stuttu síðar og var kjörinn á finnska þingið fyrir [[Framsóknarflokkurinn (Finnland)|Framsóknarflokkinn]] þegar hann var þrjátíu ára gamall. Hann sat á þingi árin 1919-1923 og 1927-1929. Fyrstu ár sín á þingi var Ryti formaður dómsmálanefndar og síðar fjármálanefndarinnar. Hann átti einnig sæti í borgarráði Helsinki frá 1924 til 1927.
Árið 1921 var Ryti, þá 32 ára gamall, útnefndur fjármálaráðherra. Hann hélt því embætti til ársins 1924. Árið 1924 útnefndi [[Kaarlo Juho Ståhlberg]] forseti Ryti seðlabankastjóra og Ryti gegndi því embætti þar til hann varð forsætisráðherra árið 1939.
Árið 1925 var Ryti teflt fram sem forsetaframbjóðanda en andstæðingar hans sameinuðust að baki [[Lauri Kristian Relander]]. Stuðningur við Ryti jókst með árunum en ekki nóg til að hafa áhrif á kosningar. Á fjórða áratugnum dró Ryti sig úr daglegu stjórnmálastarfi en hélt áfram þátttöku í efnahagsmálum. Árið 1934 hlaut hann heiðursriddaranafnbót í [[Royal Victorian Order|Konunglegu viktorísku reglunni]] (KCVO) vegna framlaga hans við að bæta samskipti Bretlands og Finnlands.
== Forsætisráðherra og forseti ==
[[Mynd:Hitler Mannerheim Ryti.jpg|thumb|right|[[Hitler]], Mannerheim og Ryti árið 1942.]]
Ryti var kjörinn forsætisráðherra við byrjun [[Vetrarstríðið|vetrarstríðsins]]. Hann reyndi að meta stöðuna á raunhæfan máta fremur en of svartsýnan eða bjartsýnan. Ryti taldi aðra meðlimi ríkisstjórnarinnar á að ganga að friðarsamkomulagi og skrifaði undir [[friðarsamkomulagið í Moskvu]] þann 13. mars 1940. Með samkomulaginu glataði Finnland miklu landsvæði til Sovétríkjanna og þurfti að taka við flutningum um 400.000 manns frá hernumdu svæðunum. Í kjölfar friðarsamkomulagsins fór Ryti fyrir stjórn ríkisins ásamt [[Carl Gustaf Emil Mannerheim|Mannerheim]] marskálki, iðnjöfrinum [[Rudolf Walden]] og sósíaldemókrataforingjanum [[Väinö Tanner]] þar sem [[Kyösti Kallio]] forseti var við slæma heilsu.
Vegna veikinda Kallios voru völd forsetaembættisins færð til Ryti. Kallio batnaði aldrei og þar sem sérstakar aðstæður komu í veg fyrir að gengið yrði til forsetakosninga samþykkti finnska þingið bráðabirgðalög sem heimilaði kjörmannaráðinu frá árinu 1937 að kjósa eftirmann Kallios. Ryti var kjörinn forseti með 288 atkvæðum af 300. Sama dag og kjörið fór fram, þann 19. desember 1940, lést Kallio úr hjartaáfalli. Eftir að Ryti varð forseti fór Mannerheim áfram með yfirstjórn hersins.
== Bandalag við Þýskaland ==
Í aðdraganda vetrarstríðsins og eftir það tók Finnland upp utanríkisstefnu sem fól í sér nánara samstarf við [[Þriðja ríkið|Þýskaland]]. Þetta var ekki síst fyrir tilstilli Ryti, sem hafði áður helst verið talinn Englandsvinur. Finnland hafði áður átt í nánum tengslum við [[Bretland]] í ljósi mikillar verslunar milli ríkjanna en þegar Þjóðverjar höfðu náð sterkum tökum í [[Eystrasalt]]i urðu Finnar að leita nýrra viðskiptafélaga.
Þrátt fyrir bandalagið við Þjóðverja veittu Ryti, Tanner og Mannerheim áróðri og hugmyndafræði [[Nasismi|nasisma]] lítið vægi í Finnlandi. Ólíkt öðrum meginlandsríkjum Evrópu sem tóku þátt í [[seinni heimsstyrjöldin]]ni var Finnland undir þeirra stjórn jafnframt áfram [[lýðræði]]sríki.
Í ágúst árið 1940 samþykkti Ryti leynilegt hernaðarsamstarf með Þýskalandi til að styrkja stöðu Finnlands gagnvart Sovétríkjunum. Smám saman varð ljóst að friður á milli einræðisríkjanna tveggja myndi ekki endast til lengdar og almennt var talið, jafnvel meðal sérfræðinga, að Sovétríkin gætu ekki staðist þýska innrás.
Ryti fór að aðhyllast þá stefnu að Finnland ætti að nýta sér tækifærið og endurheimta landsvæði frá Sovétríkjunum sem hafði glatast í vetrarstríðinu ef Þýskaland ákvæði að ráðast á Sovétríkin. Þegar framhaldsstríðið hófst studdi Ryti einnig innlimun Finnlands á [[Austur-Karelía|Austur-Karelíu]], sem þjóðernissinnar höfðu kallað eftir frá [[1911-1920|öðrum áratugnum]].
== Framhaldsstríðið (1941-1944) ==
[[Mynd:Ryti Mannerheim.JPG|thumb|right|Risto Ryti forseti og [[Carl Gustaf Emil Mannerheim]] marskálkur árið 1944.]]
Þegar [[Innrásin í Sovétríkin|innrás Þjóðverja í Sovétríkin]] hófst í júní 1941 voru Finnar í fyrstu hlutlausir, þar til loftárásir Sovétmanna gáfu þeim óvænt tækifæri til að hrinda innrásaráætlunum sínum í framkvæmd nokkrum dögum síðar. Finnskir hermenn voru fljótir að endurheimta landsvæðið sem Sovétmenn höfðu hertekið í vetrarstríðinu og sóttu fram lengra inn í Sovétríkin. Margir finnskir þingmenn voru mótfallnir því að fara yfir gömlu landamærin en Ryti taldi Väinö Tanner og jafnaðarmenn á að vera áfram í ríkisstjórn sinni þrátt fyrir andstöðu þeirra gegn því að innlima Austur-Karelíu. Geta Ryti til að halda stórri samsteypustjórn á floti stuðlaði mjög að tilfinningu um þjóðarsamheldni á stríðsárunum.
Forsetatíð Ryti átti að ná yfir lok kjörtímabils Kyösti Kallio, til ársins 1943, en þar sem stjórnin gat ekki haldið forsetakosningar á tíma framhaldsstríðsins komu kjörmennirnir frá árinu 1937 saman til að kjósa Ryti á ný. Þetta óvenjulega fyrirkomulag var heimilað með stjórnarskrárbreytingu sem finnska þingið samþykkti.
Sovétmenn hófu gagnsókn á móti Finnlandi í júní 1944, þegar brestir voru komnir í samstarf Finnlands og Þýskalands vegna tilrauna Finna til að semja um frið við Sovétríkin. Finnland vantaði bæði matvæli, vopn og skotfæri og því krafðist þýski utanríkisráðherrann [[Joachim von Ribbentrop]] þess að Finnar lofuðu því að semja ekki um frið án aðkomu Þjóðverja. Ryti brást við með því að skrifa [[Ryti–Ribbentrop-samkomulagið]], sem fól í sér persónuleg vilyrði hans um að Finnland myndi ekki sækjast eftir friði í forsetatíð hans. Stuttu eftir þetta var gagnsókn Sovétmanna stöðvuð og Ryti sagði því af sér svo eftirmaður hans á forsetastól gæti hafið friðarviðræður, í þetta sinn með sterkari samningsstöðu þótt Finnar hefðu glatað flestum landvinningum sínum.
== Eftir seinni heimsstyrjöldina ==
Eftir stríðið reyndi Ryti að hefja störf við Seðlabanka Finnlands að nýju. Árið 1945 kröfðust Sovétmenn og finnskir kommúnistar þess að Ryti yrði dreginn fyrir rétt vegna „ábyrgðar hans á stríðinu“. Þetta kom finnsku þjóðinni, sem hafði mikið álit á Ryti, mjög í opna skjöldu. Eftir mikinn þrýsting frá Sovétríkjunum var Ryti dæmdur í tíu ára fangelsi eftir réttarhöld sem voru víða álitin ólögleg og réttarfarsbrestur frá finnsku sjónarhorni.
Ásamt Ryti voru sjö aðrir finnskir ráðamenn dæmdir, flestir til styttri fangelsisvistar en hann. Sakborningarnir voru dæmdir á grundvelli afturvirkra laga sem finnska þingið hafði samþykkt. Þrátt fyrir að finnska stjórnarskráin bannaði slík lög voru þau samþykkt sem stjórnarskrárbreyting með auknum meirihluta af þinginu. Bæði dómstóllinn og þingið voru undir miklum þrýstingi frá Sovétríkjunum og Bretlandi á meðan á réttarhöldunum stóð.<ref>[http://www.finlex.fi/fi/viranomaiset/foka/1992/19920420 '' Kysymys sotasyyllisyystuomion purkamisesta''] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20170807152451/http://www.finlex.fi/fi/viranomaiset/foka/1992/19920420 |date= 7. ágúst 2017 }} Ákvörðun dómsmálaráðherra Finnlands. 11-27-1992. Sótt 10-10-2007. Á finnsku.</ref> Þótt Ryti og hinir sem hlutu fangelsisdóm sættu fremur mildri meðferð í fangelsi hafði fangavistin slæm áhrif á heilsu hans. Árið 1949 voru allir sakborningarnir nema Ryti náðaðir en Ryti hafði þá verið lagður inn á sjúkrahús. Ryti var náðaður af [[Juho Kusti Paasikivi]] forseta síðar sama ár. Ryti tók aldrei framar þátt í opinberum störfum. Hann einbeitti sér að því að rita endurminningar sínar en lauk aldrei við þær vegna heilsubrests. Ryti lést árið 1956 og var jarðsettur með sæmd.
Eftir hrun Sovétríkjanna hlaut Ryti uppreist æru, en ekki formlega. Afstaða finnsku ríkisstjórnarinnar hefur verið sú að óþarfi sé að veita Ryti og hinum sakborningunum formlega uppreist æru þar sem þeir hafi aldrei glatað æru sinni til að byrja með. Hugmyndin um að ógilda formlega dómana gegn þeim afturvirkt hefur verið viðruð en henni hefur jafnan verið hafnað þar sem hún sé ekki í samræmi við finnska dómvenju.<ref>[http://www.riksdagen.fi/triphome/bin/akxhref.sh?%7BKEY%7D=KK+656/1992 ASIAKIRJA KK 656/1992 vp] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20071225015808/http://www.riksdagen.fi/triphome/bin/akxhref.sh?%7BKEY%7D=KK+656%2F1992 |date=25. december 2007 }}. (Svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn um uppreist æru þeirra sem voru dæmdir fyrir stríðsábyrgð.). Sótt 10-10-2007. á finnsku</ref>
Árið 1994 var reist stytta af Ryti nálægt finnska þinghúsinu. Árið 2004 hlaut Ryti næstflest atkvæði í atkvæðagreiðslu sjónvarpsstöðvarinnar [[YLE]] um mestu mikilmenni í sögu Finnlands.
== Ítarefni ==
* {{cite book
| editor = Barbara A. Chernow, George A. Vallasi
| title = Columbia Encyclopedia
| edition = 5
| year = 1993
| publisher = Columbia University Press
| isbn = 0-395-62438-X
| pages = bls. 2387
| quote =
| ref =
}}
* {{cite book
|editor1-first=Ulpu |editor1-last=Marjomaa
|title=100 faces from Finland |year=2000 |isbn=951-746-215-8 |publisher=Finnish Literature Society
|last=Turtola | first=Martti
|chapter=Risto Ryti
}}
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla|
titill=[[Forseti Finnlands]] |
frá=[[19. desember]] [[1940]]|
til=[[4. ágúst]] [[1944]]|
fyrir=[[Kyösti Kallio]]|
eftir=[[Carl Gustaf Emil Mannerheim|C. G. E. Mannerheim]]|
}}
{{Töfluendir}}
{{Forsetar Finnlands}}
{{Forsætisráðherrar Finnlands}}
{{DEFAULTSORT:Ryti, Risto}}
{{fd|1889|1956}}
[[Flokkur:Forsetar Finnlands]]
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Finnlands]]
[[Flokkur:Handhafar stórriddarakross með stjörnu Hinnar íslensku fálkaorðu]]
[[Flokkur:Stjórnmálaleiðtogar í seinni heimsstyrjöldinni]]
abqzlqtdgapzh60ae07wp1juboqqpic
Serena Williams
0
180140
1920761
1859284
2025-06-18T01:17:23Z
Sv1floki
44350
1920761
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Serena Williams at 2013 US Open.jpg|thumb|Serena Williams á opna bandaríska meistaramótinu árið 2013.]]
'''Serena Williams''' (f. 26. september 1981) er bandarísk fyrrum tenniskona. Hún er talin hafa verið ein besta tenniskona heims. Serena er brautryðjandi í íþróttum kvenna því hún jók mjög áhuga á [[tennis]], auk þess að vera svört kona í íþrótt þar sem leikmenn eru oftast hvítir. Á ferlinum vann Serena 23 stórmót.
== Æviágrip ==
Serena fæddist 26. september [[1981]] í Saginaw, [[Michigan]]. Foreldrar Serenu eru þau [[Richard Williams]] og [[Oracene Price]]. Serena er yngst af 5 systrum,ein þeirra er [[Venus Williams]] sem er einnig heimsfræg tenniskona. Foreldrar Serenu höfðu alltaf mikinn metnað fyrir hönd dætra sinna þegar kom að íþróttum. Þau sáu að tennis lá vel fyrir Serenu og byrjuðu að læra um íþróttina með því að lesa bækur og horfa á myndbönd svo þau gætu byrjað að þjálfa stelpurnar sjálf. Hjónin voru ekki efnuð og tennisæfingar voru of dýrar fyrir þau. Fjölskylda Serenu flutti til [[Compton]] í [[Kalifornía|Kaliforníu]] og byrjaði Serena þá að spreyta sig í tennis, þá aðeins 3 ára.
Systurnar æfðu í marga klukkutíma á dag á almenningstennisvelli. Árið [[1991]] tók Serena þátt í sínu fyrsta tennismóti „Junior United states Tennis Association Tour“ og sigraði í aldursflokknum fyrir ofan sig.
Fjölskyldan flutti þá til [[Palm Beach]] í [[Flórída]] þar sem [[Rick Macci]] tók við þjálfun þeirra. Það var í fyrsta sinn sem að menntaður tennisþjálfari kenndi þeim, því fram að því höfðu foreldrar séð um þjálfun þeirra.
Serena spilaði sinn fyrsta leik sem atvinnumaður aðeins 14 ára gömul í [[Québec|Quebec]] gegn [[Annie Miller]]. Serena tapaði þeim leik og spilaði ekki annan leik fyrr en áður [[1997]].
Serena vakti athygli vegna þess að hún leit ekki út eins og tenniskonur gerðu oft fram að því. Hún braut niður margar [[staðalmyndir]] í íþróttinni þar sem hún var ekki hvít né grönn og foreldrar hennar voru fátæk. Serena er stórgerð og vöðvastælt og hikaði ekki við að sýna tilfinningar sínar á vellinum. Einnig klæddi Serena sig í litrík föt sem féllu ekki að ríkjandi tískuviðmiðum í tennis þess tíma.<ref>{{Cite web|url=https://www.womenshistory.org/education-resources/biographies/serena-williams|title=Biography: Serena Williams|website=National Women's History Museum|language=en|access-date=2024-04-18}}</ref>
Serena og Venus systir hennar kepptu í tvíliðaleik og unnu saman 14 titla. Þar á meðal var gull á Ólympíuleikum 2000, 2008 og 2012.
== Heimildir ==
„Biography: Serena Williams“. ''[https://www.womenshistory.org/education-resources/biographies/serena-williams National Women's History Museum]'' (enska). Sótt 18. apríl 2024.
{{DEFAULTSORT:Williams, Serena}}
{{f|1981}}
[[Flokkur:Bandarískir tennisleikarar]]
57are0b2d0et9wliy87aqranecw720l
Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025
0
183779
1920686
1920656
2025-06-17T18:37:40Z
Friðþjófur
104929
/* F-riðill */
1920686
wikitext
text/x-wiki
{{engar heimildir}}
'''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025''' verður 21. [[heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu|heimsmeistarakeppni félagsliða]] og sú langstærsta í sögunni með 32 þátttökuliðum í stað 6-8 í fyrri keppnum. Hún verður haldin í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] frá 15. júní til 13. júlí.
==Keppnin==
===A-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[SE Palmeiras|Palmeiras]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]]||[[Al Ahly SC|Al Ahly]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Inter Miami CF|Inter Miami]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] ||[[FC Porto|Porto]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 60.927
|dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 46.275
|dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===B-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of France.svg|20px]]||[[Paris Saint-Germain|PSG]]||1||1||0||0||4||0||+4||''3''
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]||1||1||0||0||2||1||+1||''3''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]||1||1||0||0||2||1||-1||''0''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] ||[[Atlético Madrid]]||1||0||0||1||0||4||-4||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit= 4:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Fabián Ruiz|Fabián]] 19, [[Vitinha]] 45+1, [[Senny Mayulu|Mayulu]] 87, [[Lee Kang-in]] 90+7 (vítasp.)
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 80.619
|dómari= István Kovács, [[Rúmenía|Rúmeníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jair Cunha|Cunha]] 28, [[Igor Jesus]] 44
|mörk2= [[Cristian Roldan|C. Roldan]] 75
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 30.151
|dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===C-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]]||[[Bayern München]]||1||1||0||0||10||0||+10||''3''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]]||[[S.L. Benfica|Benfica]]||1||0||1||0||2||2||0||''1''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Boca Juniors]]||1||0||1||0||2||2||0||''1''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] ||[[Auckland City]]||1||0||0||1||0||10||-10||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit= 10:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Kingsley Coman|Coman]] 6, 21, [[Sacha Boey|Boey]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 20, 45+3, [[Thomas Müller|Müller]] 45, 89, [[Jamal Musiala|Musiala]] 67, 73 (vítasp.), 84
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 21.152
|dómari= Issa Sy, [[Senegal]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|úrslit= 2:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 21, [[Rodrigo Battaglia|Battaglia]] 27
|mörk2= [[Ángel Di María|Di María]] 45+3 (vítasp.), [[Nicolás Otamendi|Otamendi]] 84
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 55.574
|dómari= César Ramos, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===D-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]||1||1||0||0||2||0||+2||''3''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Chelsea F.C.|Chelsea]]||1||1||0||0||2||0||+2||''3''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] ||[[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]||1||0||0||1||0||2||-2||''0''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Los Angeles FC]]||1||0||0||1||0||2||-2||''0''
|-
|}
[[Club León]] frá [[Mexíkó]] var vikið úr keppni vegna brota á reglum um eignarhald. Þess í stað var efnt til einvígis milli Los Angeles FC og Club América um lausa sætið, sem lauk með 2:1 sigri bandaríska liðsins.
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Giorgian de Arrascaeta|De Arrascaeta]] 17, [[Luiz Araújo]] 70
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 25.797
|dómari= Danny Makkelie, [[Holland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Pedro Neto|Neto]] 34, [[Enzo Fernández|Fernández]] 79
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 22.137
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===E-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Club Atlético River Plate|River Plate]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] ||[[Urawa Red Diamonds]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Monterrey|Monterrey]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===F-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Fluminense FC|Fluminense]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] ||[[Borussia Dortmund]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]]||[[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]]||[[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 34.736
|dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===G-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Manchester City]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] ||[[Wydad AC]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]]||[[Al Ain FC|Al Ain]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[Juventus FC|Juventus]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===H-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]]||[[Real Madrid]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] ||[[Al Hilal]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Pachuca|Pachuca]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]]||[[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
==Heimildir==
* [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025, Heimasíða mótsins]
[[Flokkur:Knattspyrna]]
brikn9ib0e8btunlapn0aqmdgkqjj9u
1920746
1920686
2025-06-17T21:02:38Z
Friðþjófur
104929
/* F-riðill */
1920746
wikitext
text/x-wiki
{{engar heimildir}}
'''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025''' verður 21. [[heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu|heimsmeistarakeppni félagsliða]] og sú langstærsta í sögunni með 32 þátttökuliðum í stað 6-8 í fyrri keppnum. Hún verður haldin í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] frá 15. júní til 13. júlí.
==Keppnin==
===A-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[SE Palmeiras|Palmeiras]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]]||[[Al Ahly SC|Al Ahly]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Inter Miami CF|Inter Miami]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] ||[[FC Porto|Porto]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 60.927
|dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 46.275
|dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===B-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of France.svg|20px]]||[[Paris Saint-Germain|PSG]]||1||1||0||0||4||0||+4||''3''
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]||1||1||0||0||2||1||+1||''3''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]||1||1||0||0||2||1||-1||''0''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] ||[[Atlético Madrid]]||1||0||0||1||0||4||-4||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit= 4:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Fabián Ruiz|Fabián]] 19, [[Vitinha]] 45+1, [[Senny Mayulu|Mayulu]] 87, [[Lee Kang-in]] 90+7 (vítasp.)
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 80.619
|dómari= István Kovács, [[Rúmenía|Rúmeníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jair Cunha|Cunha]] 28, [[Igor Jesus]] 44
|mörk2= [[Cristian Roldan|C. Roldan]] 75
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 30.151
|dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===C-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]]||[[Bayern München]]||1||1||0||0||10||0||+10||''3''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]]||[[S.L. Benfica|Benfica]]||1||0||1||0||2||2||0||''1''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Boca Juniors]]||1||0||1||0||2||2||0||''1''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] ||[[Auckland City]]||1||0||0||1||0||10||-10||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit= 10:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Kingsley Coman|Coman]] 6, 21, [[Sacha Boey|Boey]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 20, 45+3, [[Thomas Müller|Müller]] 45, 89, [[Jamal Musiala|Musiala]] 67, 73 (vítasp.), 84
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 21.152
|dómari= Issa Sy, [[Senegal]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|úrslit= 2:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 21, [[Rodrigo Battaglia|Battaglia]] 27
|mörk2= [[Ángel Di María|Di María]] 45+3 (vítasp.), [[Nicolás Otamendi|Otamendi]] 84
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 55.574
|dómari= César Ramos, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===D-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]||1||1||0||0||2||0||+2||''3''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Chelsea F.C.|Chelsea]]||1||1||0||0||2||0||+2||''3''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] ||[[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]||1||0||0||1||0||2||-2||''0''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Los Angeles FC]]||1||0||0||1||0||2||-2||''0''
|-
|}
[[Club León]] frá [[Mexíkó]] var vikið úr keppni vegna brota á reglum um eignarhald. Þess í stað var efnt til einvígis milli Los Angeles FC og Club América um lausa sætið, sem lauk með 2:1 sigri bandaríska liðsins.
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Giorgian de Arrascaeta|De Arrascaeta]] 17, [[Luiz Araújo]] 70
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 25.797
|dómari= Danny Makkelie, [[Holland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Pedro Neto|Neto]] 34, [[Enzo Fernández|Fernández]] 79
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 22.137
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===E-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Club Atlético River Plate|River Plate]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] ||[[Urawa Red Diamonds]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Monterrey|Monterrey]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===F-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Fluminense FC|Fluminense]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] ||[[Borussia Dortmund]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]]||[[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]]||[[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 34.736
|dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===G-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Manchester City]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] ||[[Wydad AC]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]]||[[Al Ain FC|Al Ain]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[Juventus FC|Juventus]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===H-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]]||[[Real Madrid]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] ||[[Al Hilal]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Pachuca|Pachuca]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]]||[[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
==Heimildir==
* [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025, Heimasíða mótsins]
[[Flokkur:Knattspyrna]]
l6g1kssdcupgufndt5etn6oaostdwfb
1920747
1920746
2025-06-17T21:06:24Z
Friðþjófur
104929
/* E-riðill */
1920747
wikitext
text/x-wiki
{{engar heimildir}}
'''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025''' verður 21. [[heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu|heimsmeistarakeppni félagsliða]] og sú langstærsta í sögunni með 32 þátttökuliðum í stað 6-8 í fyrri keppnum. Hún verður haldin í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] frá 15. júní til 13. júlí.
==Keppnin==
===A-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[SE Palmeiras|Palmeiras]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]]||[[Al Ahly SC|Al Ahly]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Inter Miami CF|Inter Miami]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] ||[[FC Porto|Porto]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 60.927
|dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 46.275
|dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===B-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of France.svg|20px]]||[[Paris Saint-Germain|PSG]]||1||1||0||0||4||0||+4||''3''
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]||1||1||0||0||2||1||+1||''3''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]||1||1||0||0||2||1||-1||''0''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] ||[[Atlético Madrid]]||1||0||0||1||0||4||-4||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit= 4:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Fabián Ruiz|Fabián]] 19, [[Vitinha]] 45+1, [[Senny Mayulu|Mayulu]] 87, [[Lee Kang-in]] 90+7 (vítasp.)
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 80.619
|dómari= István Kovács, [[Rúmenía|Rúmeníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jair Cunha|Cunha]] 28, [[Igor Jesus]] 44
|mörk2= [[Cristian Roldan|C. Roldan]] 75
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 30.151
|dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===C-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]]||[[Bayern München]]||1||1||0||0||10||0||+10||''3''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]]||[[S.L. Benfica|Benfica]]||1||0||1||0||2||2||0||''1''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Boca Juniors]]||1||0||1||0||2||2||0||''1''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] ||[[Auckland City]]||1||0||0||1||0||10||-10||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit= 10:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Kingsley Coman|Coman]] 6, 21, [[Sacha Boey|Boey]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 20, 45+3, [[Thomas Müller|Müller]] 45, 89, [[Jamal Musiala|Musiala]] 67, 73 (vítasp.), 84
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 21.152
|dómari= Issa Sy, [[Senegal]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|úrslit= 2:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 21, [[Rodrigo Battaglia|Battaglia]] 27
|mörk2= [[Ángel Di María|Di María]] 45+3 (vítasp.), [[Nicolás Otamendi|Otamendi]] 84
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 55.574
|dómari= César Ramos, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===D-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]||1||1||0||0||2||0||+2||''3''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Chelsea F.C.|Chelsea]]||1||1||0||0||2||0||+2||''3''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] ||[[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]||1||0||0||1||0||2||-2||''0''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Los Angeles FC]]||1||0||0||1||0||2||-2||''0''
|-
|}
[[Club León]] frá [[Mexíkó]] var vikið úr keppni vegna brota á reglum um eignarhald. Þess í stað var efnt til einvígis milli Los Angeles FC og Club América um lausa sætið, sem lauk með 2:1 sigri bandaríska liðsins.
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Giorgian de Arrascaeta|De Arrascaeta]] 17, [[Luiz Araújo]] 70
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 25.797
|dómari= Danny Makkelie, [[Holland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Pedro Neto|Neto]] 34, [[Enzo Fernández|Fernández]] 79
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 22.137
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===E-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Club Atlético River Plate|River Plate]]||1||1||0||0||3||1||+2||''3''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Monterrey|Monterrey]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] ||[[Urawa Red Diamonds]]||1||0||0||1||1||3||-2||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Facundo Colidio|Colidio]] 12, [[Sebastián Driussi|Driussi]] 48, [[Maximiliano Meza|Meza]] 73
|mörk2= [[Yūsuke Matsuo|Matsuo]] 58 (vítasp.)
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 11.974
|dómari= Felix Zwayer, [[Þýskaland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===F-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Fluminense FC|Fluminense]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] ||[[Borussia Dortmund]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]]||[[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]]||[[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 34.736
|dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===G-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Manchester City]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] ||[[Wydad AC]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]]||[[Al Ain FC|Al Ain]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[Juventus FC|Juventus]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===H-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]]||[[Real Madrid]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] ||[[Al Hilal]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Pachuca|Pachuca]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]]||[[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
==Heimildir==
* [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025, Heimasíða mótsins]
[[Flokkur:Knattspyrna]]
5zu4z97olnr0s3sbhr5cx07iikwh9qv
1920766
1920747
2025-06-18T07:44:52Z
Friðþjófur
104929
/* E-riðill */
1920766
wikitext
text/x-wiki
{{engar heimildir}}
'''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025''' verður 21. [[heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu|heimsmeistarakeppni félagsliða]] og sú langstærsta í sögunni með 32 þátttökuliðum í stað 6-8 í fyrri keppnum. Hún verður haldin í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] frá 15. júní til 13. júlí.
==Keppnin==
===A-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[SE Palmeiras|Palmeiras]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]]||[[Al Ahly SC|Al Ahly]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Inter Miami CF|Inter Miami]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] ||[[FC Porto|Porto]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 60.927
|dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 46.275
|dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===B-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of France.svg|20px]]||[[Paris Saint-Germain|PSG]]||1||1||0||0||4||0||+4||''3''
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]||1||1||0||0||2||1||+1||''3''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]||1||1||0||0||2||1||-1||''0''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] ||[[Atlético Madrid]]||1||0||0||1||0||4||-4||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit= 4:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Fabián Ruiz|Fabián]] 19, [[Vitinha]] 45+1, [[Senny Mayulu|Mayulu]] 87, [[Lee Kang-in]] 90+7 (vítasp.)
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 80.619
|dómari= István Kovács, [[Rúmenía|Rúmeníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jair Cunha|Cunha]] 28, [[Igor Jesus]] 44
|mörk2= [[Cristian Roldan|C. Roldan]] 75
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 30.151
|dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===C-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]]||[[Bayern München]]||1||1||0||0||10||0||+10||''3''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]]||[[S.L. Benfica|Benfica]]||1||0||1||0||2||2||0||''1''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Boca Juniors]]||1||0||1||0||2||2||0||''1''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] ||[[Auckland City]]||1||0||0||1||0||10||-10||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit= 10:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Kingsley Coman|Coman]] 6, 21, [[Sacha Boey|Boey]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 20, 45+3, [[Thomas Müller|Müller]] 45, 89, [[Jamal Musiala|Musiala]] 67, 73 (vítasp.), 84
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 21.152
|dómari= Issa Sy, [[Senegal]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|úrslit= 2:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 21, [[Rodrigo Battaglia|Battaglia]] 27
|mörk2= [[Ángel Di María|Di María]] 45+3 (vítasp.), [[Nicolás Otamendi|Otamendi]] 84
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 55.574
|dómari= César Ramos, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===D-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]||1||1||0||0||2||0||+2||''3''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Chelsea F.C.|Chelsea]]||1||1||0||0||2||0||+2||''3''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] ||[[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]||1||0||0||1||0||2||-2||''0''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Los Angeles FC]]||1||0||0||1||0||2||-2||''0''
|-
|}
[[Club León]] frá [[Mexíkó]] var vikið úr keppni vegna brota á reglum um eignarhald. Þess í stað var efnt til einvígis milli Los Angeles FC og Club América um lausa sætið, sem lauk með 2:1 sigri bandaríska liðsins.
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Giorgian de Arrascaeta|De Arrascaeta]] 17, [[Luiz Araújo]] 70
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 25.797
|dómari= Danny Makkelie, [[Holland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Pedro Neto|Neto]] 34, [[Enzo Fernández|Fernández]] 79
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 22.137
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===E-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Club Atlético River Plate|River Plate]]||1||1||0||0||3||1||+2||''3''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Monterrey|Monterrey]]||1||0||1||0||1||1||0||''1''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]||1||0||1||0||1||1||0||''1''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] ||[[Urawa Red Diamonds]]||1||0||0||1||1||3||-2||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Facundo Colidio|Colidio]] 12, [[Sebastián Driussi|Driussi]] 48, [[Maximiliano Meza|Meza]] 73
|mörk2= [[Yūsuke Matsuo|Matsuo]] 58 (vítasp.)
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 11.974
|dómari= Felix Zwayer, [[Þýskaland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Sergio Ramos|Ramos]] 25
|mörk2= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 42
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 40.311
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===F-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Fluminense FC|Fluminense]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] ||[[Borussia Dortmund]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]]||[[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]]||[[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 34.736
|dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===G-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Manchester City]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] ||[[Wydad AC]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]]||[[Al Ain FC|Al Ain]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[Juventus FC|Juventus]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===H-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]]||[[Real Madrid]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] ||[[Al Hilal]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Pachuca|Pachuca]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]]||[[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
==Heimildir==
* [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025, Heimasíða mótsins]
[[Flokkur:Knattspyrna]]
tqp5madfdr1y7zo2amsken23yecg95u
1920767
1920766
2025-06-18T07:47:12Z
Friðþjófur
104929
/* F-riðill */
1920767
wikitext
text/x-wiki
{{engar heimildir}}
'''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025''' verður 21. [[heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu|heimsmeistarakeppni félagsliða]] og sú langstærsta í sögunni með 32 þátttökuliðum í stað 6-8 í fyrri keppnum. Hún verður haldin í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] frá 15. júní til 13. júlí.
==Keppnin==
===A-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[SE Palmeiras|Palmeiras]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]]||[[Al Ahly SC|Al Ahly]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Inter Miami CF|Inter Miami]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] ||[[FC Porto|Porto]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 60.927
|dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 46.275
|dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===B-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of France.svg|20px]]||[[Paris Saint-Germain|PSG]]||1||1||0||0||4||0||+4||''3''
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]||1||1||0||0||2||1||+1||''3''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]||1||1||0||0||2||1||-1||''0''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] ||[[Atlético Madrid]]||1||0||0||1||0||4||-4||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit= 4:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Fabián Ruiz|Fabián]] 19, [[Vitinha]] 45+1, [[Senny Mayulu|Mayulu]] 87, [[Lee Kang-in]] 90+7 (vítasp.)
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 80.619
|dómari= István Kovács, [[Rúmenía|Rúmeníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jair Cunha|Cunha]] 28, [[Igor Jesus]] 44
|mörk2= [[Cristian Roldan|C. Roldan]] 75
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 30.151
|dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===C-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]]||[[Bayern München]]||1||1||0||0||10||0||+10||''3''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]]||[[S.L. Benfica|Benfica]]||1||0||1||0||2||2||0||''1''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Boca Juniors]]||1||0||1||0||2||2||0||''1''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] ||[[Auckland City]]||1||0||0||1||0||10||-10||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit= 10:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Kingsley Coman|Coman]] 6, 21, [[Sacha Boey|Boey]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 20, 45+3, [[Thomas Müller|Müller]] 45, 89, [[Jamal Musiala|Musiala]] 67, 73 (vítasp.), 84
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 21.152
|dómari= Issa Sy, [[Senegal]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|úrslit= 2:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 21, [[Rodrigo Battaglia|Battaglia]] 27
|mörk2= [[Ángel Di María|Di María]] 45+3 (vítasp.), [[Nicolás Otamendi|Otamendi]] 84
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 55.574
|dómari= César Ramos, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===D-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]||1||1||0||0||2||0||+2||''3''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Chelsea F.C.|Chelsea]]||1||1||0||0||2||0||+2||''3''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] ||[[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]||1||0||0||1||0||2||-2||''0''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Los Angeles FC]]||1||0||0||1||0||2||-2||''0''
|-
|}
[[Club León]] frá [[Mexíkó]] var vikið úr keppni vegna brota á reglum um eignarhald. Þess í stað var efnt til einvígis milli Los Angeles FC og Club América um lausa sætið, sem lauk með 2:1 sigri bandaríska liðsins.
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Giorgian de Arrascaeta|De Arrascaeta]] 17, [[Luiz Araújo]] 70
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 25.797
|dómari= Danny Makkelie, [[Holland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Pedro Neto|Neto]] 34, [[Enzo Fernández|Fernández]] 79
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 22.137
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===E-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Club Atlético River Plate|River Plate]]||1||1||0||0||3||1||+2||''3''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Monterrey|Monterrey]]||1||0||1||0||1||1||0||''1''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]||1||0||1||0||1||1||0||''1''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] ||[[Urawa Red Diamonds]]||1||0||0||1||1||3||-2||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Facundo Colidio|Colidio]] 12, [[Sebastián Driussi|Driussi]] 48, [[Maximiliano Meza|Meza]] 73
|mörk2= [[Yūsuke Matsuo|Matsuo]] 58 (vítasp.)
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 11.974
|dómari= Felix Zwayer, [[Þýskaland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Sergio Ramos|Ramos]] 25
|mörk2= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 42
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 40.311
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===F-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]]||[[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]||1||1||0||0||1||0||+1||''3''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Fluminense FC|Fluminense]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] ||[[Borussia Dortmund]]||1||0||1||0||0||0||0||''1''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]]||[[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]||1||0||0||1||0||1||-1||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 34.736
|dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|úrslit= 0:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Iqraam Rayners|Rayners]] 36
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 3.412
|dómari= Clément Turpin, [[Frakkland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===G-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Manchester City]]||0||0||0||0||0||0||0||''0''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] ||[[Wydad AC]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]]||[[Al Ain FC|Al Ain]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[Juventus FC|Juventus]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===H-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]]||[[Real Madrid]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] ||[[Al Hilal]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Pachuca|Pachuca]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]]||[[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]||0||0||0||0||0||0||0||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
==Heimildir==
* [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025, Heimasíða mótsins]
[[Flokkur:Knattspyrna]]
psaiivpc44jkbk0s5v42ox0fwdszywl
Andrea Kimi Antonelli
0
185544
1920658
1911580
2025-06-17T12:38:30Z
Örverpi
89677
1920658
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Andrea Kimi Antonelli
| mynd = File:Antonelli Barcelona 2024 (cropped).jpg
| mynd_texti = Antonelli árið 2024
| fæðingardagur = {{birth date and age|2006|8|25|df=y}}
| fæðingarstaður = [[Bologna]], [[Ítalía]]
| starf = [[Formúla 1| Formúlu 1 ökumaður]]
| þjóðerni = {{flagicon|Ítalía}} Ítalskur
}}
'''Andrea Kimi Antonelli''' (f. 25 ágúst 2006) er ítalskur ökuþór sem keppir fyrir [[Mercedes-Benz í Formúlu 1|Mercedes]] í [[Formúla 1|Formúlu 1]].
Antonelli var í Mercedes akademíunni frá 2019<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mercedesamgf1.com/drivers/junior-driver/andrea-kimi-antonelli|titill=Andrea Kimi Antonelli|höfundur=|útgefandi=|tilvitnun=|dags=|vefsíða=mercedesamgf1.com|skoðað=24. mars 2025|archive-url=https://web.archive.org/web/20241203233509/https://www.mercedesamgf1.com/drivers/junior-driver/andrea-kimi-antonelli|archive-date=3. desember 2024}}</ref> en skrifaði undir samning um að keyra fyrir Mercedes í Formúlu 1 fyrir [[Formúla 1 2025|2025 tímabilið]] eftir að [[Lewis Hamilton]] tilkynnti að hann væri að fara til [[Scuderia Ferrari|Ferrari]]. Antonelli varð þá liðsfélagi [[George Russell]] og er hann samningsbundinn út 2025 tímabilið.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.formula1.com/en/latest/article/breaking-kimi-antonelli-confirmed-as-lewis-hamiltons-replacement-with.2TeU01Qm9BjQUlBjl9jBTm|titill=Antonelli confirmed as Hamilton’s replacement with Mercedes looking ahead to ‘next chapter’|höfundur=|útgefandi=F1|tilvitnun=|dags=31. ágúst 2024|vefsíða=formula1.com|skoðað=24. mars 2025|archive-url=|archive-date=}}</ref> Antonelli varð þriðji yngsti ökuþórinn í Formúlu 1 þegar hann keppti í Ástralska kappakstrinum 2025 aðeins 18 ára. Hann náði fyrsta verðlaunapallinum sínum í 10 keppninni sinni í Kanada þegar hann kom í mark í þriðja sæti. Hann var jafnframt þriðji yngsti ökuþórinn til að ná verðlaunapalli á eftir Max Verstappen og Lance Stroll.<ref>{{Vefheimild|url=https://theplayoffs.news/en/kimi-antonelli-gets-his-first-podium-at-the-canadian-gp/|titill=Canadian GP- Italian Prodigy Kimi Antonelli Gets His First Podium!|höfundur=Rohan Singh|útgefandi=|tilvitnun=|dags=17. júní 2025|vefsíða=theplayoffs.news|skoðað=17. júní 2025|archive-url=|archive-date=}}</ref>
Frá og með Kanadíska kappakstrinum 2025 hefur Antonelli náð einum hraðasta hring og einum verðlaunapalli.
== Heimildir ==
{{reflist}}
{{f|2006}}
[[Flokkur:Formúlu 1 ökumenn]]
[[Flokkur:Ítalskir akstursíþróttamenn]]
o4s7nwyooonyik45wx61bqkbjnn0yhh
1920659
1920658
2025-06-17T12:39:52Z
Örverpi
89677
1920659
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Andrea Kimi Antonelli
| mynd = File:Antonelli Barcelona 2024 (cropped).jpg
| mynd_texti = Antonelli árið 2024
| fæðingardagur = {{birth date and age|2006|8|25|df=y}}
| fæðingarstaður = [[Bologna]], [[Ítalía]]
| starf = [[Formúla 1| Formúlu 1 ökumaður]]
| þjóðerni = {{flagicon|Ítalía}} Ítalskur
}}
'''Andrea Kimi Antonelli''' (f. 25 ágúst 2006) er ítalskur ökuþór sem keppir fyrir [[Mercedes-Benz í Formúlu 1|Mercedes]] í [[Formúla 1|Formúlu 1]].
Antonelli var í Mercedes akademíunni frá 2019<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mercedesamgf1.com/drivers/junior-driver/andrea-kimi-antonelli|titill=Andrea Kimi Antonelli|höfundur=|útgefandi=|tilvitnun=|dags=|vefsíða=mercedesamgf1.com|skoðað=24. mars 2025|archive-url=https://web.archive.org/web/20241203233509/https://www.mercedesamgf1.com/drivers/junior-driver/andrea-kimi-antonelli|archive-date=3. desember 2024}}</ref> en skrifaði undir samning um að keyra fyrir Mercedes í Formúlu 1 fyrir [[Formúla 1 2025|2025 tímabilið]] eftir að [[Lewis Hamilton]] tilkynnti að hann væri að fara til [[Scuderia Ferrari|Ferrari]]. Antonelli varð þá liðsfélagi [[George Russell]] og er hann samningsbundinn út 2025 tímabilið.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.formula1.com/en/latest/article/breaking-kimi-antonelli-confirmed-as-lewis-hamiltons-replacement-with.2TeU01Qm9BjQUlBjl9jBTm|titill=Antonelli confirmed as Hamilton’s replacement with Mercedes looking ahead to ‘next chapter’|höfundur=|útgefandi=F1|tilvitnun=|dags=31. ágúst 2024|vefsíða=formula1.com|skoðað=24. mars 2025|archive-url=|archive-date=}}</ref> Antonelli varð þriðji yngsti ökuþórinn í Formúlu 1 þegar hann keppti í Ástralska kappakstrinum 2025 aðeins 18 ára. Hann náði fyrsta verðlaunapallinum sínum í 10 keppninni sinni í Kanada þegar hann kom í mark í þriðja sæti. Hann var jafnframt þriðji yngsti ökuþórinn til að ná verðlaunapalli á eftir [[Max Verstappen]] og [[Lance Stroll]].<ref>{{Vefheimild|url=https://theplayoffs.news/en/kimi-antonelli-gets-his-first-podium-at-the-canadian-gp/|titill=Canadian GP- Italian Prodigy Kimi Antonelli Gets His First Podium!|höfundur=Rohan Singh|útgefandi=|tilvitnun=|dags=17. júní 2025|vefsíða=theplayoffs.news|skoðað=17. júní 2025|archive-url=|archive-date=}}</ref>
Frá og með Kanadíska kappakstrinum 2025 hefur Antonelli náð einum hraðasta hring og einum verðlaunapalli.
== Heimildir ==
{{reflist}}
{{f|2006}}
[[Flokkur:Formúlu 1 ökumenn]]
[[Flokkur:Ítalskir akstursíþróttamenn]]
b4fpo43efkawdz1apo3mjhvjpmsk9hi
Orri Harðarson
0
186620
1920688
1919888
2025-06-17T19:07:35Z
213.190.104.10
Bæjarlistamaður Akranes hefur bæst við.
1920688
wikitext
text/x-wiki
'''Orri Harðarson''' (12. desember 1972 - 7. júní 2025) var íslenskur tónlistarmaður og rithöfundur, fæddur á Akranesi.<ref name="mbl-2025">{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/06/10/orri_hardarson_latinn/|title=Orri Harðarson látinn|publisher=[[Morgunblaðið]]|language=is|access-date=2025-06-10}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252737452d/orri-hardar-son-er-allur|title=Orri Harðarson er allur |author=Jakob Bjarnar|date=2025-10-06|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-10}}</ref>
Eftir Orra liggja fimm sólóplötur og þrjár bækur – þar af tvær skáldsögur. Auk þessa kom Orri að ótal hljómplötum og bókum annarra, annars vegar og gjarnan sem upptökustjóri, útsetjari, tæknimaður og/eða hljóðfæraleikari – og hins vegar sem þýðandi og editor/yfirlesari.
Orri var útnefndur bæjarlistamaður [[Akureyri|Akureyrar]] árið 2017<ref name="mbl-2025"/> og bæjarlistamaður Akraness árið 2025.
==Helstu verk==
* Drög að heimkomu (sólóplata, 1993) – Íslensku tónlistarverðlaunin, útnefning
* Stóri draumurinn (sólóplata, 1995)
* Tár (sólóplata, 2002)
* Trú (sólóplata, 2005) – Íslensku tónlistarverðlaunin, tilnefning
* Alkasamfélagið (bók um samfélagsmál, 2008) – Fræðslu- og vísindaviðurkenning Siðmenntar
* Albúm (sólóplata, 2010)
* Stundarfró (skáldsaga, 2014) – Menningarverðlaun DV, tilnefning
* Endurfundir (skáldsaga, 2016)
==Tengill==
*[https://glatkistan.com/2025/06/10/andlat-orri-hardarson-1972-2025/ Glatkistan - Orri Harðarsson]
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{f|1972}}
{{d|2025}}
[[Flokkur:Íslenskir rithöfundar]]
[[Flokkur:Íslenskir tónlistarmenn]]
rs3sv97jveoi127267buwlr52qkb14a
Listi yfir vita á Íslandi
0
186695
1920669
1920641
2025-06-17T14:36:17Z
Alvaldi
71791
Mynd fyrir Selvíkurnefsvita
1920669
wikitext
text/x-wiki
Eftirfarandi er '''listi yfir vita á Íslandi'''. Fyrstu vitarnir eru á suðvesturhorninu og svo farið sólarhringinn hringinn í kringum landið.
{| class="wikitable sortable"
! style="background-color:#ddd" | Mynd
! style="background-color:#ddd" | Heiti
! style="background-color:#ddd" | Ljóseinkenni
! style="background-color:#ddd" | Ljóshorn
! style="background-color:#ddd" | Sjónar-lengd
! style="background-color:#ddd" | Ljós-hæð
! style="background-color:#ddd" | Vita-hæð
! style="background-color:#ddd" | Byggingarár
! style="background-color:#ddd" | Byggingarefni
! style="background-color:#ddd" | Hönnuður
|-
| [[Mynd:Leuchtturm Island1.jpg|frameless|150x150dp]]|| [[Reykjanesviti]] || FI(2) W 30 s. || || 22 || 69 || 26.7 || 1907-1908 || Tilhöggvið grjót og steinsteypa || Frederik Kiørboe og Thorvald Krabbe
|-
| || Reykjanes aukaviti || FI W 3 s. || || 9 || 24 || 4.8 || 1947 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Faro de Stafnes, Suðurnes, Islandia, 2014-08-13, DD 012.JPG|frameless|150x150dp]]|| [[Stafnesviti]] || FI(3) WR 15 s. || Rautt austan 2°, hvítt 2°-158°, rautt norðan 158° || 12 || 13 || 11.5 || 1925 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Sandgerdi Leuchtturm.jpg|frameless|202x202dp]]|| [[Sandgerðisviti]] || Oc WRG 6 s. || grænt sunnan 110.5°, hvítt 110,5°-111,5°, rautt 111,5°,-171°, grænt 171° || || 25 || 22 || 1921,
1945 (hækkaður)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Gardskagaviti.jpg|frameless|189x189dp]]|| [[Garðskagaviti]] || FI W 5 s. || || 15 || 29 || 28.6 || 1944 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Garðskagi aukaviti || F WRG || Grænt 24°-37.5°, Rautt 37.5°-41°, Hvítt 41°-50° || 10 || 24 || || || ||
|-
| [[Mynd:Icelandic Lighthouse (4076128520).jpg|frameless|170x170dp]]|| [[Hólmsbergsviti]] || FI(2) WRG 20 s. || Rautt 145°, hvítt 145°-330°, grænt 330° || 16 || 35 || 12.7 || 1956,
1958 (tekin í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Vatnsnesviti || FI(3) WR 10 s. || Hvítt 147°, rautt 147°-176°, hvítt 176°-342°, rautt 342° || 12 || 15 || 8.5 || 1921 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe
|-
| [[Mynd:2006-05-22-150054 Iceland Ásláksstaðir.jpg|frameless|150x150dp]]|| Gerðistangaviti || FI(2) WRG 10 s. || Grænt 34°-79°, hvítt 78°-236°, rautt 236°-263°, hvítt 263°-34° || 6 || 11 || 10.5 || 1918,
1919 (tekin í notkun)
| Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Hafnarfjörður || || || || || 6 || 1913-1980 || ||
|-
| || Álftanesviti || Oc WRG 3 s. || grænt 147°-156.5°, hvítt 156.5°-157.5°, rautt 157.5°-167° || 8 || 5 || 4.7 || 1960 || Steinsteypa || Eggert Steinsen
|-
| || Bessastaðaviti || || || || || || 1961-1994 || ||
|-
| [[Mynd:Near Reykjavík (3431092343).jpg|frameless|158x158dp]]|| [[Gróttuviti]] || FI(3) WRG 20 s. || grænt 25°-67°, hvítt 67°-217°, rautt 217°-281°, grænt 281°-294° || 15 || 24 || 24 || 1897 (gamli vitinn),
1947 (núverandi viti)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| || Sjómannaskólaviti || Iso WRG 4 s. || grænt 134°-154°, hvítt 154°-159.5°, rautt 159.5°-187°, hvítt 187°-194.5°, grænt 194.5°-204° || 16 || 72 || 42.5 || 1942-1944 || Steinsteypa || Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson
|-
| [[Mynd:Engey beacon.jpg|frameless|150x150dp]]|| [[Engeyjarviti]] || FI WRG 5 s. || rautt 353°-359.5° hvítt 359.5°-7.5°, grænt 7.5°-122.5°, hvítt 122.5°-142°, rautt 142°-202°, grænt 202°-257° || 12 || 15 || 9 || 1937 || Steinsteypa || Sigurður Flygenring
|-
| || Hvaleyrarviti || FI WRG 6 s. || rautt 57°, hvítt 57°-230°, grænt 230° || 6 || 6 || 3 || 1948 (var reyst á Bjargtöngum árið 1913) || Járnsteypa || S.H. Lundh & Co. í Kristjaníu í Noregi
|-
| || Krossvíkurviti || Oc G 5 s. || || 10 || 8 || 6.5 || 1937 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson og Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Faros de Akranes, Vesturland, Islandia, 2014-08-14, DD 017.JPG|frameless|150x150dp]]|| [[Akranesviti]] || FI(2) WRG 20 s. || rautt 222°-351°, hvítt 351°-134°, rautt 134°-176°, grænt 176°-201° || 15 || 24 || 22.7 || 1918 (Gamli vitinn)
1943-1944 (núverandi viti), 1947 (tekin í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Þormóðsskersviti || LFI WRG 20 s. || rautt 109°-285°, grænt 285°-334°, hvítt 334°-109° || 11 || 34 || 22.3 || 1941-1942, 1947 (tekin í notkun) || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Miðfjarðarskersviti || || || || || 6.5 || 1939-1984 || Járnsteypa ||
|-
| || Þjófaklettaviti || FI(2) WRG 10 s. || grænt 15°-44°, hvítt 44°-48°, rautt 48°-195° || 11 || 11 || 4 || 1987 || Trefjaplast || Sænska vitamálastofnunin
|-
| || [[Rauðanesviti]] || FI WRG 5 s. || Grænt 3.5°, hvítt 3.5°-8.5°, rautt 8.5° || 10 || 8 || 3.5 || 1940 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Kirkjuhólsviti || FI WRG 10 s. || rautt 69.5°-105°, myrkur 105°-282°, grænt 282°-326°, hvítt 326°-69.5° || 15 || 31 || 5.9 || 1952 || Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| || [[Arnarstapaviti]] || LFI WRG 5 s. || rautt 201°, grænt 201°-265°, hvítt 265°-340° || 11 || 18 || 3 || 1941 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Lighthouse Malarrif at Snæfellsnes peninsula.jpg|frameless|150x150dp]]|| [[Malarrifsviti]] || FI(4) WRG 30 s. || rautt 251°-265°, hvítt 265°-105° || 16 || 31 || 24.5 || 1917 (gamli vitinn),
1946 (núverandi viti)
| Steinsteypa || Ágúst Pálsson
|-
| [[Mynd:Svörtuloft Lighthouse (2024).jpg|frameless|225x225dp]]|| [[Svörtuloftaviti]] || FI(2) W 10 s. || || 10 || 28 || 12.8 || 1914 (gamli vitinn)
1930 (tekinn í notkun 1931)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Öndverðarnesviti || FI W 3 s. || Vitinn hverfur fyrir sunnan 30° || 8 || 11 || 6.5 || 1973 || Steinsteypa || Aðalsteinn Júlíusson
|-
| || Töskuviti || FI G 3 s. || || 6 || 11 || 15 || 1981 || Stál og trefjaplast || Steingrímur Arason
|-
| || Ólafsvíkurviti || FI WRG 5 s. || rautt 143°, hvítt 143°-173°, grænt 173°-222°, rautt 222°-231°, grænt 231° || 12 || 15 || 3 || 1943 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Krossnesviti || FI(4) WRG 20 s. || Rautt 97°, hvítt 97°-128.5°, grænt 128.5°-139°, hvítt 139°-171.5°, rautt 171.5°-220°, hvítt 220°-225°, grænt 225°-281°, hvítt 281°-306°, rautt 306° || 13 || 21 || 9.3 || 1926 || steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Grundarfjarðarviti || || || || || || 1942-2000 || steinsteypa ||
|-
| || Höskuldseyjarviti || FI WRG 6 s. || Hvítt, 60°-64.5°, rautt 64.5°-97.5°, hvítt 97.5°-155.5°, grænt 155.5°-240°, hvítt 240°-247°, rautt 247°-350.5°, grænt 350.5°-60° || 10 || 13 || 10.6 || 1926-1948 (gamli vitinn) 1948 (núverandi viti) || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Lighthouse on Elliðaey (Breiðafjörður) Iceland M74A1913.jpg|frameless|150x150dp]]|| Elliðaeyjarviti || FI WRG 10 s. || hvítt 75°-87°, grænt 87°-118°, hvítt 118°-126°, rautt 126°-152°, hvítt 152°-156°, grænt 156°-320°, rautt 320-75° || 12 || 45 || 8 || 1902 (fyrsti vitinn),
1905 (viti nr 2.), 1921 (viti nr 3.) 1951 (núverandi viti)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Lighthouse on Sugandisey (Breiðafjörður) Iceland.JPG|frameless|150x150dp]]|| Súgandiseyjarviti || FI WRG 3 s. || grænt 107°, hvítt 107°-110°, rautt 110°-157°, hvítt 157°-160°, hrænt 160° || 6 || 30 || 3 || 1948 (ljóshús á Gróttuvita frá 1897-1947) || Járnsteypa || Danska vitamálastofnunin
|-
| || Öxneyjarviti || || || || || || 1971-1996 || ||
|-
| [[Mynd:2019-08-15 01 Klofningur Lighthouse (also called Klofningsviti) near Flatey Island, Iceland.jpg|frameless|150x150dp]]|| Klofningsviti || FI(2) WRG 15 s. || hvítt 355.5°-357.5°, rautt 357.5°-12.5°, hvítt 12.5°-28°, grænt 28°-59°, hvítt 59°-61°, rautt 61°-128°, grænt 128°-246°, hvítt 246°-249°, rautt 249°-295°, hvítt 295°-298°, grænt 298°-355.5° || 7 || 15 || 9.3 || 1926 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Miðleiðarskersviti || FI W 8 s. || || 5 || 7 || 3 || 1955 || Timbur || Axel Sveinsson
|-
| || Skarfaklettsviti || FI W 3 s. || || 5 || 7 || 3 || 1958 || Timbur || Axel Sveinsson
|-
| || Skorarviti || FI W 5 s. || || 7 || 26 || 8.8 || 1953,
1954 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Bjargtangar.JPG|frameless|150x150dp]]|| Bjargtangaviti || FI(3)W 15 s. || || 16 || 60 || 5.9 || 1913 (fyrsti vitinn),
1948 (núverandi viti)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| || [[Ólafsviti|Ólafsviti í Patreksfirði]] || LFI WRG 20 s. || grænt 124°, hvítt 124°-179°, rautt 179°-203°, hvítt 282°-299°, rautt 299° || 15 || 26 || 14.4 || 1943,
1947 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || [[Kópanesviti]] || FI(2)W 5 s. || || 7 || 25 || 6.4 || 1971 || Steinsteypa og trefjaplast || Aðalsteinn Júlíusson
|-
| || [[Langanesviti í Arnarfirði]] || FI WRG 15 s. || grænt 40°, hvítt 40°-125°, rautt 125° || 10 || 23 || 4.8 || 1949 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Svalvogaviti || LFI(2) WRG 20 s. || grænt 48°, hvítt 48°-181°, rautt 181° || 11 || 54 || 6.3 || 1920 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Fjallaskagaviti || FI W 5 s. || || 12 || 19 || 12.7 || 1954 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || [[Sauðanesviti í Súgandafirði|Sauðanesviti við Súgandafjörð]] || FI W 20 s. || || 7 || 46 || 4.7 || 1964 || Trefjaplast || DE-NO-FA A/S Fredrikstad, Noregi
|-
| || [[Galtarviti]] || FI W 10 s. || || 12 || 32 || 13.7 || 1920 (fyrsti vitinn)
1959 (núverandi viti)
| Steinsteypa || Eggert Steinsen
|-
| [[Mynd:Bolungarvik 01.jpg|frameless|150x150dp]]|| Óshólaviti || FI(3) WR 20 s. || rautt 83°-137°, hvítt 137°-293° || 15 || 30 || 6.4 || 1937 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Arnarnesviti || LFI WRG 10 s. || grænt 41°-135°, hvítt 135°-165°, rautt 165°-191°, grænt 191°-274.5°, hvítt 274.5°-279°, rautt 279°-311° || 15 || 64 || 5.4 || 1921 || Bárujárnsklædd járngrind || Thorvald Krabbe
|-
| || [[Æðeyjarviti]] || FI(2) WRG 22 s. || || 15 || 26 || 12.8 || 1944,
1949 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Sléttueyrarviti || FI(2) WRG 10 s. || grænt norðan 277°, hvítt 277°-287°, rautt 287°-12°, hvítt vestan 12°. Hverfur norðan 93° || 7 || 7 || 4.85 || 1949 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Straumnesviti-lighthouse-Iceland.jpg|frameless|225x225dp]]|| [[Straumnesviti]] || FI W 4 s. || || 10 || 30 || 23.3 || 1919,
1930 (breytt)
| Járngrind og steinsteypa || Thorvald Krabbe, Sigurður Thoroddsen, Benedikt Jónasson og Axel Sveinsson
|-
| || [[Hornbjargsviti]] || FI(2) W 20 s. || || 12 || 31 || 10.2 || 1930 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Selskersviti || Mo(N) W 30 s. || || 10 || 23 || 18.4 || 1943,
1947 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Seljanesviti || || || || || 3 || 1932-1992 || Steinsteypa ||
|-
| || [[Gjögurviti]] || FI(4) WRG 30 s. || rautt 130°-204°, hvítt 204°-248°, grænt 248°-296°, hvítt 296°-333°, rautt 333°-44° hvítt vestan 44° || 15 || 39 || 24 || 1921 || Stál || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Bjarnarfjarðarviti || || || || || 2.3 || 1948-1995 (lagður niður 1992) || ||
|-
| || Grímseyjarviti í Steingrímsfirði || FI WRG 10 s. || rautt 192°-235°, hvítt 235°-241°, grænt 241°-266°, rautt 266°-298°, hvítt 298°-310°, grænt 310°-330°, rautt 330°-64°, hvítt 64°-73°, grænt 73°-192° norður yfir sundið || 10 || 82 || 10.3 || 1949 || Steinsteypa || Einar Stefánsson
|-
| || [[Malarhornsviti]] || FI(2) WRG 15 s. || rautt 218°-245°, hvítt 245°-258°, grænt 258°-336°, hvítt 366°-11°, rautt 11°-82° || 15 || 27 || 3 || 1948 || Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| || Hólmarvíkurviti || FI WRG 5 s. || rautt norðan 299°, hvítt 299°-308°, grænt sunnan 308° || 13 || 12 || 3 || 1914,
1915 (tekinn í notkun)
| Járnsteypa || S.H. Lundh & Co. í Kristjaníu í Noregi
|-
| [[Mynd:Skarðsviti Lighthouse Iceland 02.jpg|frameless|225x225dp]]|| [[Skarðsviti]] || FI(3) WRG 30 s. || grænt sunnan 64°, rautt 64°-94°, grænt 94°-151°, hvítt 151°-157°, rautt 157°-169°, hvítt 169°-176°, grænt austan 176° || 16 || 53 || 14 || 1950,
1951 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Kálfshamarsvík2010.jpg|frameless|150x150dp]]|| Kálfshamarsviti || LFI(2) WRG 20 s. || grænt austan 349°, hvítt 349°-4°, rautt 34°-34°, hvítt 34°-155°, rautt austan 155° || 15 || 21 || 16.3 || 1940,
1942 (tekin í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Skagatáarviti || FI W 10 s. || || 13 || 18 || 9.1 || 1935 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Hegranesviti || LFI WRG 15 s. || rautt 39°-58°, hvítt 58°-75°, grænt 75°-154°, hvítt 154°-158°, rautt 158°-169°, hvítt 169°-176°, grænt 176°-232°, rautt 232°-263° || 15 || 23 || 9.6 || 1935,
1936 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Málmeyjarviti || FI(2) WRG 15 s. || grænt 346°-354°, hvítt 354°-23°, rautt 23°-77°, grænt 77°-122°, hvítt 122°-154°, rautt 154°-166° || 11 || 41 || 9.6 || 1937,
1938 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Straumnesviti í Sléttuhlíð || FI WRG 6 s. || rautt 54°-84°, hvítt 84°-95°, grænt 95°-125.5°, hvítt 125.5°-193°, rautt 193°-209.5°, hvítt 209.5°-266°, grænt 266°-236.5°, hvítt 236.5°-250.5°, rautt 250.5°-266° || 10 || 20 || 8 || 1940,
1942 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:2014-04-29 12-34-15 Iceland - Siglufirði Siglufjörður.JPG|frameless|150x150dp]]|| Sauðanesviti nyrðri || FI(3) WR 20 s. || rautt austan 75°, hvítt 75°-211°, rautt austan 221° || 16 || 37 || 10.5 || 1933-1934 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Selvíkurnef lighthouse.jpg|frameless|150x150dp]]||| [[Selvíkurnefsviti]] || FI WRG 5 s. || Hvítt 27°-77°, grænt 77°-153°, hvítt 153°-160°, rautt 160°-205° || 13 || 20 || 8.5 || 1930,
1931 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Siglunesviti || FI W 7.5 s. || || 12 || 51 || 9.7 || 1908 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe
|-
| || Bríkurviti || FI(3) W 10 s. || || 6 || 58 || 4 || 1966 || Trefjaplast || DE-NO-FA A/S Fredrikstad, Noregi
|-
| || Hrólfsskersviti || FI W 3 s. || || 8 || 18 || 15.4 || 1951 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || [[Hríseyjarviti]] || FI WRG 8 s. || hvítt 180°-190°, rautt 190°-265°, grænt 265°-325°, hvítt 325°-332°, rautt 332°-43°, grænt 43°-145°, hvítt 145°-166°, rautt 166°-188° || 15 || 113 || 8.3 || 1920 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| [[Mynd:Hjalteyri03.jpg|frameless|150x150dp]]|| Hjalteyrarviti || FI(2) WRG 20 s. || grænt 135°-153°, hvítt 153°-338°, rautt 338°-360° || 12 || 13 || 12.5 || 1920 || Stál || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Svalbarðseyrarviti || LFI WRG 6 s. || grænt austan 346°,
hvítt
346°-65°, grænt 65°-161°,
hvítt 161°-170°, rautt austan 170°
| 11 || 9 || 7.5 || 1920,
1933 (anddyri bætt við)
| Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Gjögurtáarviti || FI(2) W 10 s. || || 8 || 28 || 4 || 1970 || Trefjaplast || DE-NO-FA A/S Fredrikstad, Noregi
|-
| || Grímseyjarviti nyrðri || FI W 20 s. || || 15 || 27 || 9.6 || 1937,
1938 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Flateyjarviti || FI(3) W 15 s. || || 10 || 25 || 9.5 || 1963 || Steinsteypa || Skarphéðinn Jóhannsson
|-
| [[Mynd:Húsavík lighthouse.jpg|frameless|150x150dp]] || [[Húsavíkurviti]] || FI WRG 2,5 s. || grænt austan 37°, hvítt 37°-157°, rautt austan 157° || 15 || 49 || 11.5 || 1956 || Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| || Lundeyjarviti || FI W 5 s. || || 7 || 45 || 4 || 1977 || Trefjaplast || Sænska vitamálastofnunin
|-
| || Tjörnesviti || FI(2) W 15 s. || || 16 || 33 || 12.6 || 1929 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Mánáreyjaviti í Háey || FI W 10 s. || || 6 || 38 || 4 || 1982 || Trefjaplast || Sænska vitamálastofnunin
|-
| || [[Kópaskersviti]] || FI WRG 20 s. || rautt austan 153°, hvítt 153°-352°, grænt austan 352° || 14 || 19 || 14 || 1945,
1951 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Rauðanúpsviti || Mo(R) W 20 s. || || 16 || 66 || 7.9 || 1958 || Steinsteypa || Eggert Steinsen
|-
| || Rifstangaviti || || || || || 16 || 1911-1953 || ||
|-
| || [[Hraunhafnartangaviti]] || Mo(N) WR 30 s. || rautt sunnan 105°, hvítt 105°-209°, rautt sunnan 290° || 10 || 20 || 18.5 || 1945,
1951 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || [[Raufarhafnarviti]] || FI(3) WRG 20 s. || rautt 165°-233°, hvítt 233°-294°, grænt 294°-345° || 9 || 33 || 9.6 || 1931 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Raufarhöfn || Oc G 5 s. || || || 4.5 || 3 || 1951 || Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| || Melrakkanesviti || FI WR 12 s. || rautt vestan 156°, hvítt austan 156° || 9 || 19 || 11.5 || 1956 || Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| || Grenjanesviti || LFI W 20 s. || || 15 || 24 || 19.5 || 1941,
1945 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Langanesviti || FI(2) W 10 s. || || 10 || 53 || 9.5 || 1950 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Digranesviti || FI WRG 20 s. || rautt sunnan 70°, hvítt 70°-270°, grænt sunnan 270° || 15 || 27 || 18.4 || 1943,
1947 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || [[Kolbeinstangaviti]] || LFI WRG 10 s. || grænt 205°-217°, hvítt 217°-223.5°, rautt 223°.5-237°, hvítt 237°-246°, grænt 246°-258°, hvítt 258°-264°, rautt 264°-355°, grænt 355°-28°, hvítt 28°-30°, rautt vestan 30° || 15 || 32 || 19.5 || 1942,
1944 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Bjarnareyjarviti || FI(3) W 20 s. || || 10 || 31 || 7.5 || 1944 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Kögurviti || FI WRG 15 s. || rautt vestan 165°, hvítt 165°-303°, grænt vestan 303° || 8 || 19 || 9.2 || 1945,
1951 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Glettinganesviti || LFI(2) W 30 s. || || 12 || 25 || 19.2 || 1931 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Seyðisfjörður - Höfn, light house (6808906477).jpg|frameless|225x225dp]]|| Brimnesviti || FI(2) WRG 10 s. || grænt 225°-253°, hvítt 253°-283°, rautt 283°-314°, grænt 314°-69°, hvítt 69°-73°, rautt 73°-90° || 8 || 12 || 6.5 || 1938 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Dalatangaviti || FI W 5 s. || || 14 || 19 || 9.5 || 1908, 1917 (hljóðviti byggður), 1959 (radíóviti) || Steinsteypa || Thorvald Krabbe (ljósvitinn), Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal (Hljóðvitann), Eggert Steinsen (radíóvitinn)
|-
| || Norðfjarðarhornsviti || FI W 15 s. || || 6 || 14 || 4 || 1964 || Stál || Aðalsteinn Júlíusson
|-
| || [[Norðfjarðarviti]] || FI(2) WR 7 s. || hvítt 214°-242°, rautt 242°-334°, hvítt 334°-46° || 15 || 38 || 7.8 || 1952 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Seleyjarviti || FI(3) WRG 25 s. || rautt 8°-37°, grænt 37°-65°, hvítt 65°-85°, rautt 85°-188°, hvítt 188°-8° || 8 || 27 || 13.5 || 1956 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Vattarnesviti || FI(2) WRG 15 s. || grænt 90°-127°,
hvítt 127°-136°, rautt 136°-159°, grænt 159°-216°, hvítt 216°-232°, rautt 232°-256°, hvítt 256°-286°, rautt 286°-337°, hvítt 337°-347°, grænt 347°-360°
| 15 || 26 || 12.3 || 1957 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Grímuviti || FI W 8 s. || || 12 || 23 || 3 || 1961 || Trefjaplast || DE-NO-FA A/S Fredrikstad, Noregi
|-
| || Mjóeyrarviti við Eskifjörð || FI W 2 s. || || 5 || 5 || 4 || 1927 || Steinsteypa || óþekktur
|-
| [[Mynd:Hafnarnes beacon.jpg|frameless|203x203dp]]|| [[Hafnarnesviti|Hafnarnesviti við Fáskrúðsfjörð]] || FI WRG 20 s. || Grænt sunnan 126°, hvítt 126°-194°, rautt 194°-257°, hvítt 258°-314°, grænt sunnan 314° || 12 || 16 || 6.5 || 1938 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Mjóeyrarviti við Fáskrúðsfjörð || FI W 5 s. || || 5 || 5 || 4 || 1925 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe
|-
| || [[Landahólsviti]] || FI WRG 4 s. || grænt 224°-272°, hvítt 272°-285°, rautt 285°-349°, hvítt 349°-351°, grænt 351°-84° || 15 || 23 || 9.5 || 1953 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Kambanesviti || FI(4) WRG 20 s. || grænt 189°-218°, rautt 218°-230°, hvítt 230°-235°, grænt 235°-270°, hvítt 270°-284°, rautt 284°-298°, hvítt 298°-320°, grænt 320°-334°, hvítt 334°-359°, rautt 359°-34°, grænt 34°-69° || 16 || 26 || 11.3 || 1922 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || [[Selnesviti]] || FI WRG 8 s. || rautt 252°-267.5°, grænt 267.5°-304°, hvítt 304°-309°, rautt 309°-345°, grænt 345°-16°,
hvítt 16°-30°
| 11 || 12 || 9 || 1942,
1943 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Hlöðuviti || || || || || || 1922-1958 (fyrsti vitinn), 1957 (nýr viti reistur), 1958 (tekinn í notkun), 1984 (eyðilagðist) || ||
|-
| || [[Streitisviti]] || FI(3) WRG 20 s. || grænt 176°-217°, hvítt 217°-222°, rautt 222°-281°, hvítt 281°-340°, grænt 340°-3°, rautt 3°-38°, hvítt 38°-40°, grænt 40°-°58 || 14 || 17 || 2 || 1984 || Steinsteypa || Steingrímur Arason
|-
| || Karlsstaðatangaviti || FI(2) WRG 10 s. || grænt 270°-282°, rautt 282°-298°, hvítt 298°-315°, grænt 315°-332°, rautt 332°-42°, hvítt 42°-47°, grænt 47°-90° || 11 || 11 || 5.5 || 1922 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| [[Mynd:Djupivogur beacon.jpg|frameless|203x203dp]]|| Æðarsteinsviti || FI WRG 5 s. || grænt 134°-146°, hvítt 146°-149°, rautt 149°-259°, hvítt 259°-260°, grænt 260°-287°, rautt 287°-329° || 11 || 12 || 5.5 || 1922 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Ketilsflesjarviti || FI(3) WRG 15 s. || rautt 197°-210°, hvítt 210°-217°, grænt 217°-255°, hvítt 255°-267°, rautt 267-329°, hvítt 329-2°, grænt vestan 2° || 7 || 18 || 14.3 || 1945 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Papeyjarviti || FI WRG 10 s. || hvítt 184°-188°, grænt 188°-214°, rautt 214°-228°, hvítt 228°-240°, grænt 240°-252°, hvítt 252°-27°, rautt 27°-74°, hrænt 74°-137°, rautt 137°-184° || 12 || 62 || 8 || 1922 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Hrómundareyjarviti || || || || || || 1922-1945 || ||
|-
| || [[Hvalnesviti]] || FI(2) W 20 s. || || 15 || 27 || 11.5 || 1954,
1955 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| [[Mynd:Stokksnes lighthouse and the raging ocean (16468751932).jpg|frameless|150x150dp]]|| Stokksnesviti || FI(3) WRG 30 s. || grænt 209°-245°, hvítt 245°-53°, rautt 53°-80°, grænt norðan 80° || 16 || 32 || 19.5 || 1946 || Steinsteypa || Ágúst Pálsson
|-
| || Hvanneyjarviti || FI WRG 5 s. || grænt 125°-274°, hvítt 274°-286°, rautt 286°-17°, hvítt 17°-31°, grænt 31°-95° || 12 || 15 || 9.1 || 1922,
1938 (hækkaður)
| Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal. Benedikt Jónasson (1938 breytingar)
|-
| || Hellisviti || FI(3) WRG 15 s. || rautt 252°-315°, hvítt 315°-328°, grænt 328°-30°, rautt 30°-43° || 13 || 17 || 6 || 1952 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Suðurfjörutangaviti || FI WRG 1.5 s. || rautt 197°-218°, grænt 218°-271.5°, hvítt 271.5°-272.5°, rautt 272.5°-288° || 5 || 8 || 6.4 || 1992 || Steinsteypa || Guðjón Scheving Tryggvason
|-
| || Hrollaugseyjaviti || FI W 20 s. || || 9 || 24 || 15.6 || 1953,
1954 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Ingólfshöfðaviti || FI(2) W 10 s. || || 17 || 75 || 12.5 || 1948 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Skaftárósviti || FI W 3 s. || || 14 || 20 || 19.5 || 1953 (reistur 1911) || Stál || Thorvald Krabbe
|-
| || Skarðsfjöruviti || Mo(C) W 30 s. || || 15 || 25 || 22 || 1959 || Stál || Steingrímur Arason
|-
| || Alviðruhamraviti || Mo(R) W 20 s. || || 16 || 33 || 20.5 || 1929 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Dyrholaey lighthouse (15643496592).jpg|frameless|150x150dp]]|| Dyrhólaeyjarviti || FI W 10 s. || || 27 || 123 || 12.7 || 1927 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe, Guðjón Samúelsson og Benedikt Jónasson
|-
| || Bakkafjöruviti || FI W 3 s. || || 7 || 15 || 7 || 1984 || Stálsúla á Steinsteyptu húsi || Guðjón Scheving Tryggvason
|-
| || Stórhöfðaviti || FI(3) W 20 s. || || 16 || 125 || 7.2 || 1906 || Steinsteypa || Danska vitamálastofnunin
|-
| || Faxaskersviti || FI W 7 s. || || 6 || 12 || 6 || 1950 || Steinsteypa og stálgrind || óþekktur
|-
| [[Mynd:Faro Urða, Heimaey, Islas Vestman, Suðurland, Islandia, 2014-08-17, DD 072 (cropped).JPG|frameless|150x150dp]]|| Urðarviti || FI(3) WRG 15 s. || rautt 137°-182°, hvítt 182°-206°, grænt 206°-257°, hvítt 257°-290°, rautt 290°-335°, hvítt 335°-15°, grænt 15°-60° || 15 || 30 || 7 || 1986 || Steinsteypa og trefjaplast || Steingrímur Arason
|-
| || Geirfuglaskersviti || FI W 15 s. || || 7 || 55 || 3.2 || 1956 || Járnklædd timburgrind || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Thridrangar Lighthouse, Southern Iceland - panoramio.jpg|frameless|150x150dp]]|| Þrídrangaviti || Mo(N) W 30 s. || || 9 || 34 || 7.4 || 1939,
1942 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Surtseyjarviti || || || || || 3.5 || 1973-1973 || Steinsteypa ||
|-
| [[Mynd:Knarrarósviti Lighthouse.jpg|frameless|200x200dp]]|| [[Knarrarósviti]] || LFI W 30 s. || || 16 || 30 || 26.2 || 1938-1939 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Hafnarnesviti í Þorlákshöfn || FI W 3 s. || || 12 || 12 || 8.3 || 1951 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || [[Selvogsviti]] || FI(2) W 10 s. || || 14 || 21 || 19.1 || 1930,
1931 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Krýsuvíkurbergsviti || FI W 10 s. || || 9 || 61 || 5 || 1965 || Trefjaplast || DE-NO-FA A/S Fredrikstad, Noregi
|-
| [[Mynd:Faro de Hopsnes, Suðurland, Islandia, 2014-08-13, DD 081.JPG|frameless|225x225dp]]|| Hópsnesviti || LFI(3) WRG 20 s. || grænt land-272°, hvítt 272°-69°, rautt 69°-94°, hvítt 94°-land || 13 || 16 || 8.7 || 1928 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|}
==Heimildir==
*{{Bókaheimild|titill=Vitar á Íslandi|höfundur=Kristján Sveinsson|ár=2002}}
[[Flokkur:Vitar á Íslandi|!]]
[[Flokkur:Listar tengdir Íslandi|Vitar]]
th7blgwt0vhr6t9cdy2imy1kx5f430l
1920769
1920669
2025-06-18T08:37:03Z
Steinninn
952
setti inn fullt af myndum frá en.w
1920769
wikitext
text/x-wiki
Eftirfarandi er '''listi yfir vita á Íslandi'''. Fyrstu vitarnir eru á suðvesturhorninu og svo farið sólarhringinn hringinn í kringum landið.
{| class="wikitable sortable"
! style="background-color:#ddd" | Mynd
! style="background-color:#ddd" | Heiti
! style="background-color:#ddd" | Ljóseinkenni
! style="background-color:#ddd" | Ljóshorn
! style="background-color:#ddd" | Sjónar-lengd
! style="background-color:#ddd" | Ljós-hæð
! style="background-color:#ddd" | Vita-hæð
! style="background-color:#ddd" | Byggingarár
! style="background-color:#ddd" | Byggingarefni
! style="background-color:#ddd" | Hönnuður
|-
| [[Mynd:Leuchtturm Island1.jpg|100px]]|| [[Reykjanesviti]] || FI(2) W 30 s. || || 22 || 69 || 26.7 || 1907-1908 || Tilhöggvið grjót og steinsteypa || Frederik Kiørboe og Thorvald Krabbe
|-
| [[Mynd:Reykjanestá lighthouse.jpg|100dp]] || Reykjanes aukaviti || FI W 3 s. || || 9 || 24 || 4.8 || 1947 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Faro de Stafnes, Suðurnes, Islandia, 2014-08-13, DD 012.JPG|100dp]]|| [[Stafnesviti]] || FI(3) WR 15 s. || Rautt austan 2°, hvítt 2°-158°, rautt norðan 158° || 12 || 13 || 11.5 || 1925 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Sandgerdi Leuchtturm.jpg|100dp]]|| [[Sandgerðisviti]] || Oc WRG 6 s. || grænt sunnan 110.5°, hvítt 110,5°-111,5°, rautt 111,5°,-171°, grænt 171° || || 25 || 22 || 1921,
1945 (hækkaður)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Gardskagaviti.jpg|100dp]]|| [[Garðskagaviti]] || FI W 5 s. || || 15 || 29 || 28.6 || 1944 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Garðskagi aukaviti || F WRG || Grænt 24°-37.5°, Rautt 37.5°-41°, Hvítt 41°-50° || 10 || 24 || || || ||
|-
| [[Mynd:Icelandic Lighthouse (4076128520).jpg|100dp]]|| [[Hólmsbergsviti]] || FI(2) WRG 20 s. || Rautt 145°, hvítt 145°-330°, grænt 330° || 16 || 35 || 12.7 || 1956,
1958 (tekin í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Vatnsnes lighthouse.jpg|100dp]] || Vatnsnesviti || FI(3) WR 10 s. || Hvítt 147°, rautt 147°-176°, hvítt 176°-342°, rautt 342° || 12 || 15 || 8.5 || 1921 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe
|-
| [[Mynd:2006-05-22-150054 Iceland Ásláksstaðir.jpg|100dp]]|| Gerðistangaviti || FI(2) WRG 10 s. || Grænt 34°-79°, hvítt 78°-236°, rautt 236°-263°, hvítt 263°-34° || 6 || 11 || 10.5 || 1918,
1919 (tekin í notkun)
| Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Hafnarfjörður || || || || || 6 || 1913-1980 || ||
|-
| [[Mynd:Álftanes lighthouse.jpg|100dp]] || Álftanesviti || Oc WRG 3 s. || grænt 147°-156.5°, hvítt 156.5°-157.5°, rautt 157.5°-167° || 8 || 5 || 4.7 || 1960 || Steinsteypa || Eggert Steinsen
|-
| || Bessastaðaviti || || || || || || 1961-1994 || ||
|-
| [[Mynd:Near Reykjavík (3431092343).jpg|100dp]]|| [[Gróttuviti]] || FI(3) WRG 20 s. || grænt 25°-67°, hvítt 67°-217°, rautt 217°-281°, grænt 281°-294° || 15 || 24 || 24 || 1897 (gamli vitinn),
1947 (núverandi viti)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| || Sjómannaskólaviti || Iso WRG 4 s. || grænt 134°-154°, hvítt 154°-159.5°, rautt 159.5°-187°, hvítt 187°-194.5°, grænt 194.5°-204° || 16 || 72 || 42.5 || 1942-1944 || Steinsteypa || Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson
|-
| [[Mynd:Engey beacon.jpg|100dp]]|| [[Engeyjarviti]] || FI WRG 5 s. || rautt 353°-359.5° hvítt 359.5°-7.5°, grænt 7.5°-122.5°, hvítt 122.5°-142°, rautt 142°-202°, grænt 202°-257° || 12 || 15 || 9 || 1937 || Steinsteypa || Sigurður Flygenring
|-
| [[Mynd:Hvaleyri lighthouse.jpg|100dp]] || Hvaleyrarviti || FI WRG 6 s. || rautt 57°, hvítt 57°-230°, grænt 230° || 6 || 6 || 3 || 1948 (var reyst á Bjargtöngum árið 1913) || Járnsteypa || S.H. Lundh & Co. í Kristjaníu í Noregi
|-
| [[Mynd:Krossvík lighthouse.jpg|100dp]] || Krossvíkurviti || Oc G 5 s. || || 10 || 8 || 6.5 || 1937 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson og Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Faros de Akranes, Vesturland, Islandia, 2014-08-14, DD 017.JPG|100dp]]|| [[Akranesviti]] || FI(2) WRG 20 s. || rautt 222°-351°, hvítt 351°-134°, rautt 134°-176°, grænt 176°-201° || 15 || 24 || 22.7 || 1918 (Gamli vitinn)
1943-1944 (núverandi viti), 1947 (tekin í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Þormóðsskersviti || LFI WRG 20 s. || rautt 109°-285°, grænt 285°-334°, hvítt 334°-109° || 11 || 34 || 22.3 || 1941-1942, 1947 (tekin í notkun) || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Miðfjarðarskersviti || || || || || 6.5 || 1939-1984 || Járnsteypa ||
|-
| [[Mynd:Þjófaklettar lighthouse.jpg|100dp]] || Þjófaklettaviti || FI(2) WRG 10 s. || grænt 15°-44°, hvítt 44°-48°, rautt 48°-195° || 11 || 11 || 4 || 1987 || Trefjaplast || Sænska vitamálastofnunin
|-
| [[Mynd:Rauðanes lighthouse.jpg|100dp]] || [[Rauðanesviti]] || FI WRG 5 s. || Grænt 3.5°, hvítt 3.5°-8.5°, rautt 8.5° || 10 || 8 || 3.5 || 1940 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Kirkjuhóll lighthouse.jpg|100dp]] || Kirkjuhólsviti || FI WRG 10 s. || rautt 69.5°-105°, myrkur 105°-282°, grænt 282°-326°, hvítt 326°-69.5° || 15 || 31 || 5.9 || 1952 || Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| [[Mynd:Arnarstapi lighthouse.jpg|100dp]] || [[Arnarstapaviti]] || LFI WRG 5 s. || rautt 201°, grænt 201°-265°, hvítt 265°-340° || 11 || 18 || 3 || 1941 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Lighthouse Malarrif at Snæfellsnes peninsula.jpg|100dp]]|| [[Malarrifsviti]] || FI(4) WRG 30 s. || rautt 251°-265°, hvítt 265°-105° || 16 || 31 || 24.5 || 1917 (gamli vitinn),
1946 (núverandi viti) | Steinsteypa || Ágúst Pálsson
|-
| [[Mynd:Svörtuloft Lighthouse (2024).jpg|100dp]]|| [[Svörtuloftaviti]] || FI(2) W 10 s. || || 10 || 28 || 12.8 || 1914 (gamli vitinn)
1930 (tekinn í notkun 1931) | Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Öndverðarnes lighthouse.jpg|100dp]] || Öndverðarnesviti || FI W 3 s. || Vitinn hverfur fyrir sunnan 30° || 8 || 11 || 6.5 || 1973 || Steinsteypa || Aðalsteinn Júlíusson
|-
| || Töskuviti || FI G 3 s. || || 6 || 11 || 15 || 1981 || Stál og trefjaplast || Steingrímur Arason
|-
| [[Mynd:Ólafsvík Lighthouse.jpg|100dp]] || Ólafsvíkurviti || FI WRG 5 s. || rautt 143°, hvítt 143°-173°, grænt 173°-222°, rautt 222°-231°, grænt 231° || 12 || 15 || 3 || 1943 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Krossnes lighthouse.jpg|100dp]] || Krossnesviti || FI(4) WRG 20 s. || Rautt 97°, hvítt 97°-128.5°, grænt 128.5°-139°, hvítt 139°-171.5°, rautt 171.5°-220°, hvítt 220°-225°, grænt 225°-281°, hvítt 281°-306°, rautt 306° || 13 || 21 || 9.3 || 1926 || steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Grundarfjarðarviti || || || || || || 1942-2000 || steinsteypa ||
|-
| || Höskuldseyjarviti || FI WRG 6 s. || Hvítt, 60°-64.5°, rautt 64.5°-97.5°, hvítt 97.5°-155.5°, grænt 155.5°-240°, hvítt 240°-247°, rautt 247°-350.5°, grænt 350.5°-60° || 10 || 13 || 10.6 || 1926-1948 (gamli vitinn) 1948 (núverandi viti) || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Lighthouse on Elliðaey (Breiðafjörður) Iceland M74A1913.jpg|100dp]]|| Elliðaeyjarviti || FI WRG 10 s. || hvítt 75°-87°, grænt 87°-118°, hvítt 118°-126°, rautt 126°-152°, hvítt 152°-156°, grænt 156°-320°, rautt 320-75° || 12 || 45 || 8 || 1902 (fyrsti vitinn),
1905 (viti nr 2.), 1921 (viti nr 3.) 1951 (núverandi viti)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Lighthouse on Sugandisey (Breiðafjörður) Iceland.JPG|100dp]]|| Súgandiseyjarviti || FI WRG 3 s. || grænt 107°, hvítt 107°-110°, rautt 110°-157°, hvítt 157°-160°, hrænt 160° || 6 || 30 || 3 || 1948 (ljóshús á Gróttuvita frá 1897-1947) || Járnsteypa || Danska vitamálastofnunin
|-
| || Öxneyjarviti || || || || || || 1971-1996 || ||
|-
| [[Mynd:2019-08-15 01 Klofningur Lighthouse (also called Klofningsviti) near Flatey Island, Iceland.jpg|100dp]]|| Klofningsviti || FI(2) WRG 15 s. || hvítt 355.5°-357.5°, rautt 357.5°-12.5°, hvítt 12.5°-28°, grænt 28°-59°, hvítt 59°-61°, rautt 61°-128°, grænt 128°-246°, hvítt 246°-249°, rautt 249°-295°, hvítt 295°-298°, grænt 298°-355.5° || 7 || 15 || 9.3 || 1926 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Miðleiðarskersviti || FI W 8 s. || || 5 || 7 || 3 || 1955 || Timbur || Axel Sveinsson
|-
| || Skarfaklettsviti || FI W 3 s. || || 5 || 7 || 3 || 1958 || Timbur || Axel Sveinsson
|-
| || Skorarviti || FI W 5 s. || || 7 || 26 || 8.8 || 1953,
1954 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Bjargtangar.JPG|100dp]]|| Bjargtangaviti || FI(3)W 15 s. || || 16 || 60 || 5.9 || 1913 (fyrsti vitinn),
1948 (núverandi viti)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| [[Mynd:Háanes lighthouse.jpg|100dp]] || [[Ólafsviti|Ólafsviti í Patreksfirði]] || LFI WRG 20 s. || grænt 124°, hvítt 124°-179°, rautt 179°-203°, hvítt 282°-299°, rautt 299° || 15 || 26 || 14.4 || 1943,
1947 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || [[Kópanesviti]] || FI(2)W 5 s. || || 7 || 25 || 6.4 || 1971 || Steinsteypa og trefjaplast || Aðalsteinn Júlíusson
|-
| || [[Langanesviti í Arnarfirði]] || FI WRG 15 s. || grænt 40°, hvítt 40°-125°, rautt 125° || 10 || 23 || 4.8 || 1949 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Svalvogaviti || LFI(2) WRG 20 s. || grænt 48°, hvítt 48°-181°, rautt 181° || 11 || 54 || 6.3 || 1920 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Fjallaskagaviti || FI W 5 s. || || 12 || 19 || 12.7 || 1954 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || [[Sauðanesviti í Súgandafirði|Sauðanesviti við Súgandafjörð]] || FI W 20 s. || || 7 || 46 || 4.7 || 1964 || Trefjaplast || DE-NO-FA A/S Fredrikstad, Noregi
|-
| || [[Galtarviti]] || FI W 10 s. || || 12 || 32 || 13.7 || 1920 (fyrsti vitinn)
1959 (núverandi viti)
| Steinsteypa || Eggert Steinsen
|-
| [[Mynd:Bolungarvik 01.jpg|100dp]]|| Óshólaviti || FI(3) WR 20 s. || rautt 83°-137°, hvítt 137°-293° || 15 || 30 || 6.4 || 1937 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Arnarnes 1.JPG|100dp]] || Arnarnesviti || LFI WRG 10 s. || grænt 41°-135°, hvítt 135°-165°, rautt 165°-191°, grænt 191°-274.5°, hvítt 274.5°-279°, rautt 279°-311° || 15 || 64 || 5.4 || 1921 || Bárujárnsklædd járngrind || Thorvald Krabbe
|-
| || [[Æðeyjarviti]] || FI(2) WRG 22 s. || || 15 || 26 || 12.8 || 1944,
1949 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Sléttueyrarviti || FI(2) WRG 10 s. || grænt norðan 277°, hvítt 277°-287°, rautt 287°-12°, hvítt vestan 12°. Hverfur norðan 93° || 7 || 7 || 4.85 || 1949 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Straumnesviti-lighthouse-Iceland.jpg|100dp]]|| [[Straumnesviti]] || FI W 4 s. || || 10 || 30 || 23.3 || 1919,
1930 (breytt)
| Járngrind og steinsteypa || Thorvald Krabbe, Sigurður Thoroddsen, Benedikt Jónasson og Axel Sveinsson
|-
| || [[Hornbjargsviti]] || FI(2) W 20 s. || || 12 || 31 || 10.2 || 1930 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Selsker lighthouse (cropped).jpg|100dp]] || Selskersviti || Mo(N) W 30 s. || || 10 || 23 || 18.4 || 1943,
1947 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Seljanesviti.jpg|100dp]] || Seljanesviti || || || || || 3 || 1932-1992 || Steinsteypa ||
|-
| [[Mynd:Gjögur lighthouse.jpg|100dp]] || [[Gjögurviti]] || FI(4) WRG 30 s. || rautt 130°-204°, hvítt 204°-248°, grænt 248°-296°, hvítt 296°-333°, rautt 333°-44° hvítt vestan 44° || 15 || 39 || 24 || 1921 || Stál || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Bjarnarfjarðarviti || || || || || 2.3 || 1948-1995 (lagður niður 1992) || ||
|-
| [[Mynd:Grímsey lighthouse SF.jpg|100dp]] || Grímseyjarviti í Steingrímsfirði || FI WRG 10 s. || rautt 192°-235°, hvítt 235°-241°, grænt 241°-266°, rautt 266°-298°, hvítt 298°-310°, grænt 310°-330°, rautt 330°-64°, hvítt 64°-73°, grænt 73°-192° norður yfir sundið || 10 || 82 || 10.3 || 1949 || Steinsteypa || Einar Stefánsson
|-
| [[Mynd:Malarhorn lighthouse.jpg|100dp]] || [[Malarhornsviti]] || FI(2) WRG 15 s. || rautt 218°-245°, hvítt 245°-258°, grænt 258°-336°, hvítt 366°-11°, rautt 11°-82° || 15 || 27 || 3 || 1948 || Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| [[Mynd:Hólmavík lighthouse.jpg|100dp]] || Hólmarvíkurviti || FI WRG 5 s. || rautt norðan 299°, hvítt 299°-308°, grænt sunnan 308° || 13 || 12 || 3 || 1914,
1915 (tekinn í notkun)
| Járnsteypa || S.H. Lundh & Co. í Kristjaníu í Noregi
|-
| [[Mynd:Skarðsviti Lighthouse Iceland 02.jpg|100dp]]|| [[Skarðsviti]] || FI(3) WRG 30 s. || grænt sunnan 64°, rautt 64°-94°, grænt 94°-151°, hvítt 151°-157°, rautt 157°-169°, hvítt 169°-176°, grænt austan 176° || 16 || 53 || 14 || 1950,
1951 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Kálfshamarsvík2010.jpg|100dp]]|| Kálfshamarsviti || LFI(2) WRG 20 s. || grænt austan 349°, hvítt 349°-4°, rautt 34°-34°, hvítt 34°-155°, rautt austan 155° || 15 || 21 || 16.3 || 1940,
1942 (tekin í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Skagatá lighthouse.jpg|100dp]] || Skagatáarviti || FI W 10 s. || || 13 || 18 || 9.1 || 1935 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Hegranes lighthouse.jpg|100dp]] || Hegranesviti || LFI WRG 15 s. || rautt 39°-58°, hvítt 58°-75°, grænt 75°-154°, hvítt 154°-158°, rautt 158°-169°, hvítt 169°-176°, grænt 176°-232°, rautt 232°-263° || 15 || 23 || 9.6 || 1935,
1936 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Málmeyjarviti || FI(2) WRG 15 s. || grænt 346°-354°, hvítt 354°-23°, rautt 23°-77°, grænt 77°-122°, hvítt 122°-154°, rautt 154°-166° || 11 || 41 || 9.6 || 1937,
1938 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Straumnes lighthouse.jpg|100dp]] || Straumnesviti í Sléttuhlíð || FI WRG 6 s. || rautt 54°-84°, hvítt 84°-95°, grænt 95°-125.5°, hvítt 125.5°-193°, rautt 193°-209.5°, hvítt 209.5°-266°, grænt 266°-236.5°, hvítt 236.5°-250.5°, rautt 250.5°-266° || 10 || 20 || 8 || 1940,
1942 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:2014-04-29 12-34-15 Iceland - Siglufirði Siglufjörður.JPG|100dp]]|| Sauðanesviti nyrðri || FI(3) WR 20 s. || rautt austan 75°, hvítt 75°-211°, rautt austan 221° || 16 || 37 || 10.5 || 1933-1934 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Selvíkurnef lighthouse.jpg|100dp]]||| [[Selvíkurnefsviti]] || FI WRG 5 s. || Hvítt 27°-77°, grænt 77°-153°, hvítt 153°-160°, rautt 160°-205° || 13 || 20 || 8.5 || 1930,
1931 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Siglunesviti || FI W 7.5 s. || || 12 || 51 || 9.7 || 1908 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe
|-
| || Bríkurviti || FI(3) W 10 s. || || 6 || 58 || 4 || 1966 || Trefjaplast || DE-NO-FA A/S Fredrikstad, Noregi
|-
| [[Mynd:Hrólfssker lighthouse (cropped).jpg|100dp]] || Hrólfsskersviti || FI W 3 s. || || 8 || 18 || 15.4 || 1951 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Hrísey lighthouse.jpg|100dp]] || [[Hríseyjarviti]] || FI WRG 8 s. || hvítt 180°-190°, rautt 190°-265°, grænt 265°-325°, hvítt 325°-332°, rautt 332°-43°, grænt 43°-145°, hvítt 145°-166°, rautt 166°-188° || 15 || 113 || 8.3 || 1920 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| [[Mynd:Hjalteyri03.jpg|100dp]]|| Hjalteyrarviti || FI(2) WRG 20 s. || grænt 135°-153°, hvítt 153°-338°, rautt 338°-360° || 12 || 13 || 12.5 || 1920 || Stál || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| [[Mynd:Svalbarðseyri lighthouse.jpg|100dp]] || Svalbarðseyrarviti || LFI WRG 6 s. || grænt austan 346°,
hvítt
346°-65°, grænt 65°-161°,
hvítt 161°-170°, rautt austan 170°
| 11 || 9 || 7.5 || 1920,
1933 (anddyri bætt við)
| Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Gjögurtáarviti || FI(2) W 10 s. || || 8 || 28 || 4 || 1970 || Trefjaplast || DE-NO-FA A/S Fredrikstad, Noregi
|-
| || Grímseyjarviti nyrðri || FI W 20 s. || || 15 || 27 || 9.6 || 1937,
1938 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Flatey lighthouse.jpg|100dp]] || Flateyjarviti || FI(3) W 15 s. || || 10 || 25 || 9.5 || 1963 || Steinsteypa || Skarphéðinn Jóhannsson
|-
| [[Mynd:Húsavík lighthouse.jpg|100dp]] || [[Húsavíkurviti]] || FI WRG 2,5 s. || grænt austan 37°, hvítt 37°-157°, rautt austan 157° || 15 || 49 || 11.5 || 1956 || Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| || Lundeyjarviti || FI W 5 s. || || 7 || 45 || 4 || 1977 || Trefjaplast || Sænska vitamálastofnunin
|-
| [[Mynd:Tjörnes lighthouse.jpg|100dp]] || Tjörnesviti || FI(2) W 15 s. || || 16 || 33 || 12.6 || 1929 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Mánáreyjaviti í Háey || FI W 10 s. || || 6 || 38 || 4 || 1982 || Trefjaplast || Sænska vitamálastofnunin
|-
| || [[Kópaskersviti]] || FI WRG 20 s. || rautt austan 153°, hvítt 153°-352°, grænt austan 352° || 14 || 19 || 14 || 1945,
1951 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Rauðanúpsviti || Mo(R) W 20 s. || || 16 || 66 || 7.9 || 1958 || Steinsteypa || Eggert Steinsen
|-
| || Rifstangaviti || || || || || 16 || 1911-1953 || ||
|-
| || [[Hraunhafnartangaviti]] || Mo(N) WR 30 s. || rautt sunnan 105°, hvítt 105°-209°, rautt sunnan 290° || 10 || 20 || 18.5 || 1945,
1951 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Raufarhöfn lighthouse.jpg|100dp]] || [[Raufarhafnarviti]] || FI(3) WRG 20 s. || rautt 165°-233°, hvítt 233°-294°, grænt 294°-345° || 9 || 33 || 9.6 || 1931 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Raufarhöfn || Oc G 5 s. || || || 4.5 || 3 || 1951 || Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| || Melrakkanesviti || FI WR 12 s. || rautt vestan 156°, hvítt austan 156° || 9 || 19 || 11.5 || 1956 || Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| || Grenjanesviti || LFI W 20 s. || || 15 || 24 || 19.5 || 1941,
1945 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Langanesviti || FI(2) W 10 s. || || 10 || 53 || 9.5 || 1950 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Digranes lighthouse.jpg|100dp]] || Digranesviti || FI WRG 20 s. || rautt sunnan 70°, hvítt 70°-270°, grænt sunnan 270° || 15 || 27 || 18.4 || 1943,
1947 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Kolbeinstangi lighthouse.jpg|100dp]] || [[Kolbeinstangaviti]] || LFI WRG 10 s. || grænt 205°-217°, hvítt 217°-223.5°, rautt 223°.5-237°, hvítt 237°-246°, grænt 246°-258°, hvítt 258°-264°, rautt 264°-355°, grænt 355°-28°, hvítt 28°-30°, rautt vestan 30° || 15 || 32 || 19.5 || 1942,
1944 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Bjarnareyjarviti || FI(3) W 20 s. || || 10 || 31 || 7.5 || 1944 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Kögurviti || FI WRG 15 s. || rautt vestan 165°, hvítt 165°-303°, grænt vestan 303° || 8 || 19 || 9.2 || 1945,
1951 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Glettinganesviti || LFI(2) W 30 s. || || 12 || 25 || 19.2 || 1931 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Seyðisfjörður - Höfn, light house (6808906477).jpg|100dp]]|| Brimnesviti || FI(2) WRG 10 s. || grænt 225°-253°, hvítt 253°-283°, rautt 283°-314°, grænt 314°-69°, hvítt 69°-73°, rautt 73°-90° || 8 || 12 || 6.5 || 1938 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Dalatangaviti || FI W 5 s. || || 14 || 19 || 9.5 || 1908, 1917 (hljóðviti byggður), 1959 (radíóviti) || Steinsteypa || Thorvald Krabbe (ljósvitinn), Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal (Hljóðvitann), Eggert Steinsen (radíóvitinn)
|-
| || Norðfjarðarhornsviti || FI W 15 s. || || 6 || 14 || 4 || 1964 || Stál || Aðalsteinn Júlíusson
|-
| [[Mynd:Norðfjörður lighthouse.jpg|100dp]] || [[Norðfjarðarviti]] || FI(2) WR 7 s. || hvítt 214°-242°, rautt 242°-334°, hvítt 334°-46° || 15 || 38 || 7.8 || 1952 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Seleyjarviti || FI(3) WRG 25 s. || rautt 8°-37°, grænt 37°-65°, hvítt 65°-85°, rautt 85°-188°, hvítt 188°-8° || 8 || 27 || 13.5 || 1956 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Vattarnesviti || FI(2) WRG 15 s. || grænt 90°-127°,
hvítt 127°-136°, rautt 136°-159°, grænt 159°-216°, hvítt 216°-232°, rautt 232°-256°, hvítt 256°-286°, rautt 286°-337°, hvítt 337°-347°, grænt 347°-360°
| 15 || 26 || 12.3 || 1957 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Grímuviti || FI W 8 s. || || 12 || 23 || 3 || 1961 || Trefjaplast || DE-NO-FA A/S Fredrikstad, Noregi
|-
| || Mjóeyrarviti við Eskifjörð || FI W 2 s. || || 5 || 5 || 4 || 1927 || Steinsteypa || óþekktur
|-
| [[Mynd:Hafnarnes beacon.jpg|100dp]]|| [[Hafnarnesviti|Hafnarnesviti við Fáskrúðsfjörð]] || FI WRG 20 s. || Grænt sunnan 126°, hvítt 126°-194°, rautt 194°-257°, hvítt 258°-314°, grænt sunnan 314° || 12 || 16 || 6.5 || 1938 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Mjóeyrarviti við Fáskrúðsfjörð || FI W 5 s. || || 5 || 5 || 4 || 1925 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe
|-
| || [[Landahólsviti]] || FI WRG 4 s. || grænt 224°-272°, hvítt 272°-285°, rautt 285°-349°, hvítt 349°-351°, grænt 351°-84° || 15 || 23 || 9.5 || 1953 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Kambanesviti || FI(4) WRG 20 s. || grænt 189°-218°, rautt 218°-230°, hvítt 230°-235°, grænt 235°-270°, hvítt 270°-284°, rautt 284°-298°, hvítt 298°-320°, grænt 320°-334°, hvítt 334°-359°, rautt 359°-34°, grænt 34°-69° || 16 || 26 || 11.3 || 1922 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| [[Mynd:Selnes ligthouse.jpg|100dp]] || [[Selnesviti]] || FI WRG 8 s. || rautt 252°-267.5°, grænt 267.5°-304°, hvítt 304°-309°, rautt 309°-345°, grænt 345°-16°,
hvítt 16°-30°
| 11 || 12 || 9 || 1942,
1943 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Hlöðuviti || || || || || || 1922-1958 (fyrsti vitinn), 1957 (nýr viti reistur), 1958 (tekinn í notkun), 1984 (eyðilagðist) || ||
|-
| [[Mynd:Lighthouse at Streiti DSCF4288.jpg|100dp]] || [[Streitisviti]] || FI(3) WRG 20 s. || grænt 176°-217°, hvítt 217°-222°, rautt 222°-281°, hvítt 281°-340°, grænt 340°-3°, rautt 3°-38°, hvítt 38°-40°, grænt 40°-°58 || 14 || 17 || 2 || 1984 || Steinsteypa || Steingrímur Arason
|-
| [[Mynd:Karlsstaðatangi lighthouse.jpg|100dp]] || Karlsstaðatangaviti || FI(2) WRG 10 s. || grænt 270°-282°, rautt 282°-298°, hvítt 298°-315°, grænt 315°-332°, rautt 332°-42°, hvítt 42°-47°, grænt 47°-90° || 11 || 11 || 5.5 || 1922 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| [[Mynd:Djupivogur beacon.jpg|100dp]]|| Æðarsteinsviti || FI WRG 5 s. || grænt 134°-146°, hvítt 146°-149°, rautt 149°-259°, hvítt 259°-260°, grænt 260°-287°, rautt 287°-329° || 11 || 12 || 5.5 || 1922 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Ketilsflesjarviti || FI(3) WRG 15 s. || rautt 197°-210°, hvítt 210°-217°, grænt 217°-255°, hvítt 255°-267°, rautt 267-329°, hvítt 329-2°, grænt vestan 2° || 7 || 18 || 14.3 || 1945 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Papeyjarviti || FI WRG 10 s. || hvítt 184°-188°, grænt 188°-214°, rautt 214°-228°, hvítt 228°-240°, grænt 240°-252°, hvítt 252°-27°, rautt 27°-74°, hrænt 74°-137°, rautt 137°-184° || 12 || 62 || 8 || 1922 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Hrómundareyjarviti || || || || || || 1922-1945 || ||
|-
| [[Mynd:Hvalnes lighthouse.jpg|100dp]] || [[Hvalnesviti]] || FI(2) W 20 s. || || 15 || 27 || 11.5 || 1954,
1955 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| [[Mynd:Stokksnes lighthouse and the raging ocean (16468751932).jpg|100dp]]|| Stokksnesviti || FI(3) WRG 30 s. || grænt 209°-245°, hvítt 245°-53°, rautt 53°-80°, grænt norðan 80° || 16 || 32 || 19.5 || 1946 || Steinsteypa || Ágúst Pálsson
|-
| [[Mynd:Hvanney lighthouse.jpg|100dp]] || Hvanneyjarviti || FI WRG 5 s. || grænt 125°-274°, hvítt 274°-286°, rautt 286°-17°, hvítt 17°-31°, grænt 31°-95° || 12 || 15 || 9.1 || 1922,
1938 (hækkaður)
| Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal. Benedikt Jónasson (1938 breytingar)
|-
| [[Mynd:Hellir lighthouse.jpg|100dp]] || Hellisviti || FI(3) WRG 15 s. || rautt 252°-315°, hvítt 315°-328°, grænt 328°-30°, rautt 30°-43° || 13 || 17 || 6 || 1952 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Suðurfjörutangaviti || FI WRG 1.5 s. || rautt 197°-218°, grænt 218°-271.5°, hvítt 271.5°-272.5°, rautt 272.5°-288° || 5 || 8 || 6.4 || 1992 || Steinsteypa || Guðjón Scheving Tryggvason
|-
| || Hrollaugseyjaviti || FI W 20 s. || || 9 || 24 || 15.6 || 1953,
1954 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Ingólfshöfðaviti || FI(2) W 10 s. || || 17 || 75 || 12.5 || 1948 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Skaftárósviti || FI W 3 s. || || 14 || 20 || 19.5 || 1953 (reistur 1911) || Stál || Thorvald Krabbe
|-
| || Skarðsfjöruviti || Mo(C) W 30 s. || || 15 || 25 || 22 || 1959 || Stál || Steingrímur Arason
|-
| || Alviðruhamraviti || Mo(R) W 20 s. || || 16 || 33 || 20.5 || 1929 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Dyrholaey lighthouse (15643496592).jpg|100dp]]|| Dyrhólaeyjarviti || FI W 10 s. || || 27 || 123 || 12.7 || 1927 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe, Guðjón Samúelsson og Benedikt Jónasson
|-
| || Bakkafjöruviti || FI W 3 s. || || 7 || 15 || 7 || 1984 || Stálsúla á Steinsteyptu húsi || Guðjón Scheving Tryggvason
|-
| || Stórhöfðaviti || FI(3) W 20 s. || || 16 || 125 || 7.2 || 1906 || Steinsteypa || Danska vitamálastofnunin
|-
| || Faxaskersviti || FI W 7 s. || || 6 || 12 || 6 || 1950 || Steinsteypa og stálgrind || óþekktur
|-
| [[Mynd:Faro Urða, Heimaey, Islas Vestman, Suðurland, Islandia, 2014-08-17, DD 072 (cropped).JPG|100dp]]|| Urðarviti || FI(3) WRG 15 s. || rautt 137°-182°, hvítt 182°-206°, grænt 206°-257°, hvítt 257°-290°, rautt 290°-335°, hvítt 335°-15°, grænt 15°-60° || 15 || 30 || 7 || 1986 || Steinsteypa og trefjaplast || Steingrímur Arason
|-
| || Geirfuglaskersviti || FI W 15 s. || || 7 || 55 || 3.2 || 1956 || Járnklædd timburgrind || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Thridrangar Lighthouse, Southern Iceland - panoramio.jpg|100dp]]|| Þrídrangaviti || Mo(N) W 30 s. || || 9 || 34 || 7.4 || 1939,
1942 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Surtseyjarviti || || || || || 3.5 || 1973-1973 || Steinsteypa ||
|-
| [[Mynd:Knarrarósviti Lighthouse.jpg|100dp]]|| [[Knarrarósviti]] || LFI W 30 s. || || 16 || 30 || 26.2 || 1938-1939 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Hafnarnes lighthouse.jpg|100dp]] || Hafnarnesviti í Þorlákshöfn || FI W 3 s. || || 12 || 12 || 8.3 || 1951 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Selvogur lighthouse.jpg|100dp]] || [[Selvogsviti]] || FI(2) W 10 s. || || 14 || 21 || 19.1 || 1930,
1931 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Krísuvíkurberg lighthouse.jpg|100dp]] || Krýsuvíkurbergsviti || FI W 10 s. || || 9 || 61 || 5 || 1965 || Trefjaplast || DE-NO-FA A/S Fredrikstad, Noregi
|-
| [[Mynd:Faro de Hopsnes, Suðurland, Islandia, 2014-08-13, DD 081.JPG|100dp]]|| Hópsnesviti || LFI(3) WRG 20 s. || grænt land-272°, hvítt 272°-69°, rautt 69°-94°, hvítt 94°-land || 13 || 16 || 8.7 || 1928 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|}
==Heimildir==
*{{Bókaheimild|titill=Vitar á Íslandi|höfundur=Kristján Sveinsson|ár=2002}}
[[Flokkur:Vitar á Íslandi|!]]
[[Flokkur:Listar tengdir Íslandi|Vitar]]
cojow13eqbolotcrb6ffxudtc10ievp
Spjall:Bríkurviti
1
186699
1920657
2025-06-17T12:29:11Z
Snævar
16586
Nýr hluti: /* Tilvísun */
1920657
wikitext
text/x-wiki
== Tilvísun ==
Sammála tilvísun. Leit að vitanum með beygingarlýsingu á tímarit.is gefur engar niðurstöður og niðurstöður af google eru að megninu til listar af vitum. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 17. júní 2025 kl. 12:29 (UTC)
gak79yozyp4g8ogfkdvyal95kfnhrbz
1920660
1920657
2025-06-17T12:40:53Z
Akigka
183
/* Tilvísun */
1920660
wikitext
text/x-wiki
== Tilvísun ==
Sammála tilvísun. Leit að vitanum með beygingarlýsingu á tímarit.is gefur engar niðurstöður og niðurstöður af google eru að megninu til listar af vitum. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 17. júní 2025 kl. 12:29 (UTC)
: Tilvísunin ætti þá að vera á Bríkur eða Ólafsfjörð þar sem væri umfjöllun um vitann, en ekki á lista. Vitar hafa oft ekkert nafn í fréttum á Tímarit.is (þú þyrftir að leita að +brík +viti +1966) þótt þeir hafi fengið það síðar. Oftast tengjast vitar sögu fáfarinna staða á landinu, tilteknum sjóslysum o.s.frv. Þeir eiga sér því allflestir merkilega sögu. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 17. júní 2025 kl. 12:40 (UTC)
r5qj93gavbfuh0b77t9b3k9cyeelvg4
Tolli Morthens
0
186700
1920678
2025-06-17T16:46:51Z
Berserkur
10188
Tilvísun á [[Tolli]]
1920678
wikitext
text/x-wiki
#TILVÍSUN[[Tolli]]
nilf2vbvmicq3kt8wzm6sze1236gb7p
Radíóviti
0
186701
1920684
2025-06-17T17:52:38Z
Akigka
183
Bjó til síðu með „[[Mynd:Racon_signal.jpg|thumb|right|Merki frá radíóvita birtist á ratsjá sem morse-kóðinn — — • — „Q“.]] '''Radíóviti''' eða '''ratsjárviti''' ([[enska]]: ''racon'', stytting á ''radio beacon'') er [[sendiviðtæki]] sem komið er fyrir á tilteknum stað, gjarnan á [[sjómerki|sjómerkjum]] eins og [[viti|vitum]] eða [[ljósbauja|ljósbaujum]], eða [[brú]]m sem siglt er undir. Þegar sendiviðtækið nemur merki frá [[ratsjá]] sendir...“
1920684
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Racon_signal.jpg|thumb|right|Merki frá radíóvita birtist á ratsjá sem morse-kóðinn — — • — „Q“.]]
'''Radíóviti''' eða '''ratsjárviti''' ([[enska]]: ''racon'', stytting á ''radio beacon'') er [[sendiviðtæki]] sem komið er fyrir á tilteknum stað, gjarnan á [[sjómerki|sjómerkjum]] eins og [[viti|vitum]] eða [[ljósbauja|ljósbaujum]], eða [[brú]]m sem siglt er undir. Þegar sendiviðtækið nemur merki frá [[ratsjá]] sendir það sjálfkrafa út [[morse]]-merki fyrir tiltekinn bókstaf. Radíóvitar eru merktir á [[sjókort]] með ''Racon(X)'' þar sem X er bókstafurinn sem vitinn sendir út. Þannig er hægt að átta sig á því hvaða sjómerki er um að ræða.
Á Íslandi eru radíóvitar staðsettir í nokkrum helstu vitum landsins. Til dæmis sendir [[Knarrarósviti]] út stafinn M (— —), og [[Garðskagaviti]] sendir út stafinn G (— — •).
{{stubbur}}
[[Flokkur:Ratsjá]]
[[Flokkur:Vitar]]
76dh9ghiiumnkfnxvph4ks6u399p3xk
1920685
1920684
2025-06-17T17:54:02Z
Akigka
183
1920685
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Racon_signal.jpg|thumb|right|Merki frá radíóvita birtist á ratsjá sem morse-kóðinn — — • — „Q“.]]
'''Radíóviti''' eða '''ratsjárviti''' ([[enska]]: ''racon'', stytting á ''radio beacon'') er [[sendiviðtæki]] sem komið er fyrir á tilteknum stað, gjarnan á [[sjómerki|sjómerkjum]] eins og [[viti|vitum]] eða [[ljósbauja|ljósbaujum]], eða [[brú]]m sem siglt er undir. Þegar sendiviðtækið nemur merki frá [[ratsjá]] sendir það sjálfkrafa út [[morse]]-merki fyrir tiltekinn bókstaf. Radíóvitar eru merktir á [[sjókort]] með ''Racon(X)'' þar sem X er bókstafurinn sem vitinn sendir út. Þannig er hægt að átta sig á því hvaða sjómerki er um að ræða.
Á Íslandi eru radíóvitar staðsettir í nokkrum helstu vitum landsins. Til dæmis sendir [[Knarrarósviti]] út stafinn M (— —), og [[Garðskagaviti]] sendir út stafinn G (— — •).<ref>{{cite book|title=Vitaskrá|publisher=Landhelgisgæsla Íslands|url=https://www.lhg.is/media/sjomaelingar_islands/Vitaskra_311018_vefutg.pdf}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{stubbur}}
[[Flokkur:Ratsjá]]
[[Flokkur:Vitar]]
6xnowuj2df8xs1g9xiay7zna8zxh2fv
A Matter of Time
0
186702
1920708
2025-06-17T19:39:10Z
HannaHanni
101087
Búið til með því að þýða síðuna „[[:en:Special:Redirect/revision/1296085164|A Matter of Time (Laufey album)]]“
1920708
wikitext
text/x-wiki
{{Plata
| nafn = A Matter of Time
| týpa = studio
| flytjandi = [[Laufey Lín Jónsdóttir|Laufey]]
| gefin_út = {{start date|2025|08|22|df=y}}
| tekin_upp =
| hljóðver =
| stefna =
| lengd =
| útgefandi = * Vingolf
* [[AWAL]]
| upptökustjóri = * Spencer Stewart
* [[Aaron Dessner]]
| síðasti_titill = [[Bewitched (Laufey)|Bewitched]]
| síðasta_ár = 2023
| næsti_titill =
| næsta_ár =
| misc = {{Singles
| name = A Matter of Time
| type = studio
| single1 = [[Silver Lining]]
| single1date = 3 April 2025
| single2 = Tough Luck
| single2date = 15 May 2025
}}
}}
'''A Matter of Time''' er væntanleg þriðja stúdíóplata íslensku söngkonunnar og lagahöfundarins [[Laufey Lín Jónsdóttir|Laufeyjar]]. Það á að koma út 22. ágúst 2025, í gegnum [[Vingolf Recordings]] og [[AWAL]]. Hún kemur í kjölfar Grammy-verðlaunaplötu hennar, [[Bewitched (Laufey)|Bewitched]], sem fékk gagnrýni og viðskiptaviðurkenningu fyrir blöndu af djass, klassík og popp.
== Lagalisti ==
{{Track listing|track1=|track2=|length1=3:17|length2=3:12|title1=[[Silver Lining]]|title2=Tough Luck|writer1={{flatlist|
* Laufey
* Stewart}}|writer2={{flatlist|
* Laufey
* Stewart}}}}
== Tilvísanir ==
[[Flokkur:Væntanlegar hljómplötur]]
[[Flokkur:Hljómplötur gefnar út árið 2025]]
ebj5typ885ga52kjdw904n291oituhs
1920715
1920708
2025-06-17T19:39:49Z
HannaHanni
101087
1920715
wikitext
text/x-wiki
{{Plata
| nafn = A Matter of Time
| týpa = studio
| flytjandi = [[Laufey Lín Jónsdóttir|Laufey]]
| gefin_út = {{start date|2025|08|22|df=y}}
| tekin_upp =
| hljóðver =
| stefna =
| lengd =
| útgefandi = * Vingolf
* [[AWAL]]
| upptökustjóri = * Spencer Stewart
* [[Aaron Dessner]]
| síðasti_titill = [[Bewitched (Laufey)|Bewitched]]
| síðasta_ár = 2023
| næsti_titill =
| næsta_ár =
| misc = {{Singles
| name = A Matter of Time
| type = studio
| single1 = [[Silver Lining]]
| single1date = 3. apríl 2025
| single2 = Tough Luck
| single2date = 15. maí 2025
}}
}}
'''A Matter of Time''' er væntanleg þriðja stúdíóplata íslensku söngkonunnar og lagahöfundarins [[Laufey Lín Jónsdóttir|Laufeyjar]]. Það á að koma út 22. ágúst 2025, í gegnum [[Vingolf Recordings]] og [[AWAL]]. Hún kemur í kjölfar Grammy-verðlaunaplötu hennar, [[Bewitched (Laufey)|Bewitched]], sem fékk gagnrýni og viðskiptaviðurkenningu fyrir blöndu af djass, klassík og popp.
== Lagalisti ==
{{Track listing|track1=|track2=|length1=3:17|length2=3:12|title1=[[Silver Lining]]|title2=Tough Luck|writer1={{flatlist|
* Laufey
* Stewart}}|writer2={{flatlist|
* Laufey
* Stewart}}}}
== Tilvísanir ==
[[Flokkur:Væntanlegar hljómplötur]]
[[Flokkur:Hljómplötur gefnar út árið 2025]]
kvlkaym5nlqy77xxvs0q9ptha0j64dy
1920729
1920715
2025-06-17T19:44:59Z
HannaHanni
101087
1920729
wikitext
text/x-wiki
{{Plata
| nafn = A Matter of Time
| týpa = studio
| flytjandi = [[Laufey Lín Jónsdóttir|Laufey]]
| gefin_út = {{start date|2025|08|22|df=y}}
| tekin_upp =
| hljóðver =
| stefna =
| lengd =
| útgefandi = * Vingolf
* [[AWAL]]
| upptökustjóri = * Spencer Stewart
* [[Aaron Dessner]]
| síðasti_titill = [[Bewitched (Laufey)|Bewitched]]
| síðasta_ár = 2023
| næsti_titill =
| næsta_ár =
| misc = {{Singles
| name = A Matter of Time
| type = studio
| single1 = [[Silver Lining]]
| single1date = 3. apríl 2025
| single2 = Tough Luck
| single2date = 15. maí 2025
}}
}}
'''A Matter of Time''' er væntanleg þriðja stúdíóplata íslensku söngkonunnar og lagahöfundarins [[Laufey Lín Jónsdóttir|Laufeyjar]]. Það á að koma út 22. ágúst 2025, í gegnum [[Vingolf Recordings]] og [[AWAL]]. Hún kemur í kjölfar Grammy-verðlaunaplötu hennar, [[Bewitched (Laufey)|Bewitched]], sem fékk gagnrýni og viðskiptaviðurkenningu fyrir blöndu af djass, klassík og popp.
== Lagalisti ==
{{Track listing|track1=|track2=|length1=3:17|length2=3:12|title1=[[Silver Lining]]|title2=Tough Luck|writer1={{flatlist|
* Laufey
* Stewart}}|writer2={{flatlist|
* Laufey
* Stewart}}}}
[[Flokkur:Væntanlegar hljómplötur]]
[[Flokkur:Hljómplötur gefnar út árið 2025]]
8mu6uo01tvdjjatw4liqaxbe37956z9
12 Tónar
0
186703
1920728
2025-06-17T19:44:36Z
HannaHanni
101087
Búið til með því að þýða síðuna „[[:en:Special:Redirect/revision/1270052614|12 Tónar]]“
1920728
wikitext
text/x-wiki
'''12 Tónar''' er plötubúð í [[Reykjavík]]. Verslunin var stofnuð árið 1998 og hefur verið vel tekið af tónlistarunnendum frá opnun. 12 Tónar er einnig sjálfstætt útgáfufyrirtæki með tæplega 80 útgáfur í vörulista sínum.
la8le1n2qlifzgjbbcdf97onl17l5yo
Jenny Boucek
0
186704
1920743
2025-06-17T19:51:26Z
Alvaldi
71791
Búið til með því að þýða síðuna „[[:en:Special:Redirect/revision/1296056569|Jenny Boucek]]“
1920743
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox basketball biography
| name = Jenny Boucek
| image = Jenny Boucek at 2 August 2015 game cropped.jpg
| image_size =
| caption = Boucek árið 2015
| position = Aðstoðar þjálfari
| league = [[NBA]]
| team = Indiana Pacers
| height_ft = 5
| height_in = 8
| weight_lb = 130
| birth_date = {{Birth date and age|1973|12|20}}
| birth_place = [[Nashville, Tennessee]], U.S.
| death_date =
| death_place =
| high_school = University School of Nashville<br>(Nashville, Tennessee)
| college = Virginia (1992–1996)
| draft_year =
| draft_league =
| career_start = 1996
| career_end = 1998
| career_position = Bakvörður
| career_number = 10, 14
| coach_start = 1999
| coach_end =
| highlights =
| medal_templates =
}}
'''Jennifer Dawn Boucek''' ({{IPAc-en|ˈ|b|uː|s|ɛ|k}} BOO-sek; fædd 20. desember 1973) er bandarískur körfuboltaþjálfari og fyrrum leikmaður. Boucek spilaði háskólakörfubolta fyrirfyrir University of Virginia og síðar sem atvinnumaður fyrir Cleveland Rockers í [[Women's National Basketball Association|WNBA]] og [[Keflavík (körfuknattleikur kvenna)|Keflavík]] á Íslandi þar sem hún varð bæði Íslands- og bikarmeistari auk þess að vera valin besti erlendi leikmaður tímabilsins.
Boucek hóf þjálfararferil sinn árið 1999 sem aðstoðarþjálfari hjá Washington Mystics. Hún starfaði síðar sem aðstoðarþjálfari Miami Sol og Seattle Storm áður en hún var útnefnd yfirþjálfari Sacramento Monarchs árið 2007. Eftir að hafa starfað sem aðstoðarþjálfari Storm aftur, varð hún yfirþjálfari liðsins árið 2015. Árið 2018 varð hún þriðja konan til að þjóna sem aðstoðarþjálfari í [[National Basketball Association|NBA]] þegar hún var ráðin af [[Sacramento Kings]]. Hún starfaði síðar sem aðstoðarþjálfari hjá [[Dallas Mavericks]] og hefur verið aðstoðarþjálfari Indiana Pacers frá árinu 2021.
== Tilvísanir ==
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1973]]
[[Flokkur:Bandarískir körfuknattleiksmenn]]
[[Flokkur:Bandarískir körfuknattleiksþjálfarar]]
[[Flokkur:Leikmenn WNBA]]
[[Flokkur:Leikmenn Úrvalsdeildar karla í körfuknattleik]]
p4udphbcnwencfzp2vt5xjfg25qxcli
1920744
1920743
2025-06-17T19:55:57Z
Alvaldi
71791
1920744
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox basketball biography
| name = Jenny Boucek
| image = Jenny Boucek at 2 August 2015 game cropped.jpg
| image_size =
| caption = Boucek árið 2015
| position = Aðstoðar þjálfari
| league = [[NBA]]
| team = Indiana Pacers
| height_ft = 5
| height_in = 8
| weight_lb = 130
| birth_date = {{Birth date and age|1973|12|20}}
| birth_place = [[Nashville, Tennessee]], U.S.
| death_date =
| death_place =
| high_school = University School of Nashville<br>(Nashville, Tennessee)
| college = Virginia (1992–1996)
| draft_year =
| draft_league =
| career_start = 1996
| career_end = 1998
| career_position = Bakvörður
| career_number = 10, 14
| coach_start = 1999
| coach_end =
| years1 = 1997
| team1 = [[Cleveland Rockers]]
| years2 = 1997–1998
| team2 = [[Keflavík (körfuknattleikur kvenna)|Keflavík]]
| cyears1 =1999
| cteam1 = [[Washington Mystics]] (aðstoðarþj.)
| cyears2 = 2000–2002
| cteam2 = [[Miami Sol]] (aðstoðarþj.)
| cyears3 = 2003–2005
| cteam3 = [[Seattle Storm]] (aðstoðarþj.)
| cyears4 = 2007–2009
| cteam4 = [[Sacramento Monarchs]]
| cyears5 = 2010–2014
| cteam5 = Seattle Storm (aðstoðarþj.)
| cyears6 = 2015–2017
| cteam6 = Seattle Storm
| cyears7 = 2017|start–2018
| cteam7 = [[Sacramento Kings]] (aðstoðarþj.)
| cyears8 = 2018–2021
| cteam8 = [[Dallas Mavericks]] (aðstoðarþj.)
| cyears9 = 2021–nú
| cteam9 = [[Indiana Pacers]] (aðstoðarþj.)
| highlights =
| medal_templates =
}}
'''Jennifer Dawn Boucek''' ({{IPAc-en|ˈ|b|uː|s|ɛ|k}} BOO-sek; fædd 20. desember 1973) er bandarískur körfuboltaþjálfari og fyrrum leikmaður. Boucek spilaði háskólakörfubolta fyrirfyrir University of Virginia og síðar sem atvinnumaður fyrir Cleveland Rockers í [[Women's National Basketball Association|WNBA]] og [[Keflavík (körfuknattleikur kvenna)|Keflavík]] á Íslandi þar sem hún varð bæði Íslands- og bikarmeistari auk þess að vera valin besti erlendi leikmaður tímabilsins.<ref name="visir-20250617">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252740179d/dottirin-talar-is-lensku-i-ur-slitum-nba-og-meira-tengd-islandi-en-adur|title=Dóttirin talar íslensku: Í úrslitum NBA og meira tengd Íslandi en áður|author=Aron Guðmundsson|date=2025-06-17|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-17}}</ref>
Boucek hóf þjálfararferil sinn árið 1999 sem aðstoðarþjálfari hjá Washington Mystics. Hún starfaði síðar sem aðstoðarþjálfari Miami Sol og Seattle Storm áður en hún var útnefnd yfirþjálfari Sacramento Monarchs árið 2007. Eftir að hafa starfað sem aðstoðarþjálfari Storm aftur, varð hún yfirþjálfari liðsins árið 2015. Árið 2018 varð hún þriðja konan til að þjóna sem aðstoðarþjálfari í [[National Basketball Association|NBA]] þegar hún var ráðin af [[Sacramento Kings]]. Hún starfaði síðar sem aðstoðarþjálfari hjá [[Dallas Mavericks]] og hefur verið aðstoðarþjálfari Indiana Pacers frá árinu 2021.<ref name="visir-20250617"/>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1973]]
[[Flokkur:Bandarískir körfuknattleiksmenn]]
[[Flokkur:Bandarískir körfuknattleiksþjálfarar]]
[[Flokkur:Leikmenn WNBA]]
[[Flokkur:Leikmenn Úrvalsdeildar karla í körfuknattleik]]
e4c4hyt0s7s7ya1myrpjylnvb9iub3m
1920752
1920744
2025-06-17T22:55:28Z
Berserkur
10188
1920752
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox basketball biography
| name = Jenny Boucek
| image = Jenny Boucek at 2 August 2015 game cropped.jpg
| image_size =
| caption = Boucek árið 2015
| position = Aðstoðarþjálfari
| league = [[NBA]]
| team = Indiana Pacers
| height_ft = 5
| height_in = 8
| weight_lb = 130
| birth_date = {{Birth date and age|1973|12|20}}
| birth_place = [[Nashville, Tennessee]], U.S.
| death_date =
| death_place =
| high_school = University School of Nashville<br>(Nashville, Tennessee)
| college = Virginia (1992–1996)
| draft_year =
| draft_league =
| career_start = 1996
| career_end = 1998
| career_position = Bakvörður
| career_number = 10, 14
| coach_start = 1999
| coach_end =
| years1 = 1997
| team1 = [[Cleveland Rockers]]
| years2 = 1997–1998
| team2 = [[Keflavík (körfuknattleikur kvenna)|Keflavík]]
| cyears1 =1999
| cteam1 = [[Washington Mystics]] (aðstoðarþj.)
| cyears2 = 2000–2002
| cteam2 = [[Miami Sol]] (aðstoðarþj.)
| cyears3 = 2003–2005
| cteam3 = [[Seattle Storm]] (aðstoðarþj.)
| cyears4 = 2007–2009
| cteam4 = [[Sacramento Monarchs]]
| cyears5 = 2010–2014
| cteam5 = Seattle Storm (aðstoðarþj.)
| cyears6 = 2015–2017
| cteam6 = Seattle Storm
| cyears7 = 2017|start–2018
| cteam7 = [[Sacramento Kings]] (aðstoðarþj.)
| cyears8 = 2018–2021
| cteam8 = [[Dallas Mavericks]] (aðstoðarþj.)
| cyears9 = 2021–nú
| cteam9 = [[Indiana Pacers]] (aðstoðarþj.)
| highlights =
| medal_templates =
}}
'''Jennifer Dawn Boucek''' ({{IPAc-en|ˈ|b|uː|s|ɛ|k}} BOO-sek; fædd 20. desember 1973) er bandarískur körfuboltaþjálfari og fyrrum leikmaður. Boucek spilaði háskólakörfubolta fyrirfyrir University of Virginia og síðar sem atvinnumaður fyrir Cleveland Rockers í [[Women's National Basketball Association|WNBA]] og [[Keflavík (körfuknattleikur kvenna)|Keflavík]] á Íslandi þar sem hún varð bæði Íslands- og bikarmeistari auk þess að vera valin besti erlendi leikmaður tímabilsins.<ref name="visir-20250617">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252740179d/dottirin-talar-is-lensku-i-ur-slitum-nba-og-meira-tengd-islandi-en-adur|title=Dóttirin talar íslensku: Í úrslitum NBA og meira tengd Íslandi en áður|author=Aron Guðmundsson|date=2025-06-17|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-17}}</ref>
Boucek hóf þjálfararferil sinn árið 1999 sem aðstoðarþjálfari hjá Washington Mystics. Hún starfaði síðar sem aðstoðarþjálfari Miami Sol og Seattle Storm áður en hún var útnefnd yfirþjálfari Sacramento Monarchs árið 2007. Eftir að hafa starfað sem aðstoðarþjálfari Storm aftur, varð hún yfirþjálfari liðsins árið 2015. Árið 2018 varð hún þriðja konan til að þjóna sem aðstoðarþjálfari í [[National Basketball Association|NBA]] þegar hún var ráðin af [[Sacramento Kings]]. Hún starfaði síðar sem aðstoðarþjálfari hjá [[Dallas Mavericks]] og hefur verið aðstoðarþjálfari [[Indiana Pacers]] frá árinu 2021.<ref name="visir-20250617"/>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1973]]
[[Flokkur:Bandarískir körfuknattleiksmenn]]
[[Flokkur:Bandarískir körfuknattleiksþjálfarar]]
[[Flokkur:Leikmenn WNBA]]
[[Flokkur:Leikmenn Úrvalsdeildar karla í körfuknattleik]]
4o2906kckuaypjw5mxtj7wj0x2suv8y
Fegurð hugans
0
186705
1920760
2025-06-18T00:33:10Z
Berserkur
10188
Tilvísun á [[Fögur hugsun]]
1920760
wikitext
text/x-wiki
#TILVÍSUN[[Fögur hugsun]]
a7prz21ob3zlkmxfhfrztv91m2z9ayu
Lakshmibai
0
186706
1920771
2025-06-18T09:04:19Z
Akigka
183
Bjó til síðu með „[[Mynd:Rani_of_Jhansi,_watercolour_on_ivory,_c._1857.png|thumb|right|Samtímamynd af Lakshmibai.]] '''Lakshmibai''' eða '''Laxmibai''', líka þekkt sem drottning (''rani'') [[Jhansi]] (fædd Manikarnika Tambe; 1828 eða 1835 – 18. júní 1858) var eiginkona [[furstadæmið Jhansi|furstans af Jhansi]], [[Gangadhar Rao]], frá 1843 þar til hann lést 1853. Þegar [[uppreisnin á Indlandi]] braust út 1857 gerðist hún leiðtogi uppreisnarmanna og barðist vi...“
1920771
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Rani_of_Jhansi,_watercolour_on_ivory,_c._1857.png|thumb|right|Samtímamynd af Lakshmibai.]]
'''Lakshmibai''' eða '''Laxmibai''', líka þekkt sem drottning (''rani'') [[Jhansi]] (fædd Manikarnika Tambe; 1828 eða 1835 – 18. júní 1858) var eiginkona [[furstadæmið Jhansi|furstans af Jhansi]], [[Gangadhar Rao]], frá 1843 þar til hann lést 1853. Þegar [[uppreisnin á Indlandi]] braust út 1857 gerðist hún leiðtogi uppreisnarmanna og barðist við [[Bretland|Breta]] í mörgum orrustum. Hún er í dag álitin þjóðhetja og mikilvæg persóna fyrir [[indversk þjóðernishyggja|indverska þjóðernishyggju]].
Hún kom frá [[Marattar|Marattafjölskyldu]] frá [[Varanasi]] og giftist ung furstanum (''[[raja]]'') af Jhansi. Við það fékk hún nafnið ''rani'' Lakshmibai. Þau eignuðust einn son sem dó ungur. Þegar Gangadhar lá fyrir dauðanum ættleiddi hann því ungan ættingja, [[Damodar Rao af Jhansi]], sem eftirmann sinn. [[Breska Austur-Indíafélagið]], sem Jhansi heyrði undir, neitaði hins vegar að samþykkja þessar ríkiserfðir og innlimaði Jhansi samkvæmt [[lögmálið um niðurfellingu ríkiserfða|lögmálinu um niðurfellingu ríkiserfða]], þrátt fyrir áköf mótmæli Lakshmibai við landstjórann [[James Broun-Ramsay]].<ref>{{cite book|last=Singh|first=Harleen|year=2014|title=The Rani of Jhansi: Gender, History, and Fable in India|location=Cambridge|publisher=Cambridge University Press|isbn=978-1-1073-3749-7}}</ref>
Árið 1857 gerðu indverskir hermenn í Jhansi uppreisn og myrtu flesta Breta sem þeir náðu til í borginni. Deilt er um að hve miklu leyti drottningin tók þátt í þessum atburðum. Hún tók hins vegar við stjórn Jhansi í kjölfarið og viðaði að sér her til að verjast innrásum utan frá.<ref>{{cite book |last=Lebra |first=Joyce |author-link=Joyce Lebra |date=1986 |url=https://scholarspace.manoa.hawaii.edu/server/api/core/bitstreams/0e84ddff-e153-48ed-be1d-8dc21e374825/content |title=The Rani of Jhansi: A Study in Female Heroism in India |publisher=[[University of Hawai'i Press]] |location=[[Honolulu]] |format=PDF |isbn=978-0-8248-0984-3}}</ref> Í byrjun voru Bretar hlutlausir gagnvart henni, en ákváðu síðar að líta á hana sem óvin. Herforinginn [[Hugh Rose, 1. barón af Strathnairn]] hertók Jhansi í mars og apríl 1858. Drottningin slapp á hestbaki og flúði til annarra uppreisnarmanna í [[Kalpi]]. Rose sigraði þau 22. maí, en þau flúðu til [[Gwalior-virki]]s þar sem Lakshmibai féll í lokaorrustu.
Eftir uppreisnina varð Lakshmibai að þjóðhetju í augum Indverja sem börðust fyrir sjálfstæði landsins. Hún er enn mikilvægt tákn sjálfstæðisbaráttu Indlands og ævi hennar hefur verið efni fjölmargra frásagna, skáldsagna og kvikmynda. Einna þekktust eru kvæðið ''Jhansi Ki Rani'' eftir [[Subhadra Kumari Chauhan]] frá 1930<ref>{{cite book |last=Singh |first=Harleen |date=2020 |chapter=India's Rebel Queen: Rani Lakshmi Bai and the 1857 Uprising |title=Women Warriors and National Heroes: Global Histories |pages=23–38 |publisher=[[Bloomsbury Academic]] |location=London |isbn=978-1-3501-2113-3}}</ref> og skáldsagan ''Jhansi ki Rani Lakshmi Bai'' eftir [[Vrindavan Lal Verma]] frá 1946.<ref>{{cite journal |last=Deshpande |first=Prachi |author-link=Prachi Deshpande |date=2008 |title=The Making of an Indian Nationalist Archive: Lakshmibai, Jhansi, and 1857 |journal=[[The Journal of Asian Studies]] |volume=67 |issue=3 |pages=855–879 |doi=10.1017/S0021911808001186}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{stubbur}}
[[Flokkur:Uppreisnin á Indlandi]]
[[Flokkur:Jhansi]]
{{d|1858}}
enttbmd9v5y6zfzjvy76fxyipgkkkpy
1920772
1920771
2025-06-18T09:20:01Z
Akigka
183
1920772
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Rani_of_Jhansi,_watercolour_on_ivory,_c._1857.png|thumb|right|Samtímamynd af Lakshmibai.]]
'''Lakshmibai''' eða '''Laxmibai''', líka þekkt sem drottning (''rani'') [[Jhansi]] (fædd Manikarnika Tambe; 1828 eða 1835 – 18. júní 1858) var eiginkona [[furstadæmið Jhansi|furstans af Jhansi]], [[Gangadhar Rao]], frá 1843 þar til hann lést 1853. Þegar [[uppreisnin á Indlandi]] braust út 1857 gerðist hún leiðtogi uppreisnarmanna og barðist við [[Bretland|Breta]] í mörgum orrustum. Hún er í dag álitin þjóðhetja og mikilvæg persóna fyrir [[indversk þjóðernishyggja|indverska þjóðernishyggju]].
Hún kom frá [[Marattar|Marattafjölskyldu]] frá [[Varanasi]] og giftist ung furstanum (''[[raja]]'') af Jhansi. Við það fékk hún nafnið ''rani'' Lakshmibai (frú hindúagyðjunnar [[Lakshmi]]). Þau eignuðust einn son sem dó ungur. Þegar Gangadhar lá fyrir dauðanum ættleiddi hann því ungan ættingja, [[Damodar Rao af Jhansi]], sem eftirmann sinn. [[Breska Austur-Indíafélagið]], sem Jhansi heyrði undir, neitaði hins vegar að samþykkja þessar ríkiserfðir og innlimaði Jhansi samkvæmt [[lögmálið um niðurfellingu ríkiserfða|lögmálinu um niðurfellingu ríkiserfða]], þrátt fyrir áköf mótmæli Lakshmibai við landstjórann [[James Broun-Ramsay]].<ref>{{cite book|last=Singh|first=Harleen|year=2014|title=The Rani of Jhansi: Gender, History, and Fable in India|location=Cambridge|publisher=Cambridge University Press|isbn=978-1-1073-3749-7}}</ref>
Árið 1857 gerðu indverskir hermenn í Jhansi uppreisn og myrtu flesta Breta sem þeir náðu til í borginni. Deilt er um að hve miklu leyti drottningin tók þátt í þessum atburðum. Hún tók hins vegar við stjórn Jhansi í kjölfarið og viðaði að sér her til að verjast innrásum utan frá.<ref>{{cite book |last=Lebra |first=Joyce |author-link=Joyce Lebra |date=1986 |url=https://scholarspace.manoa.hawaii.edu/server/api/core/bitstreams/0e84ddff-e153-48ed-be1d-8dc21e374825/content |title=The Rani of Jhansi: A Study in Female Heroism in India |publisher=[[University of Hawai'i Press]] |location=[[Honolulu]] |format=PDF |isbn=978-0-8248-0984-3}}</ref> Í byrjun voru Bretar hlutlausir gagnvart henni, en ákváðu síðar að líta á hana sem óvin. Herforinginn [[Hugh Rose, 1. barón af Strathnairn]] hertók Jhansi í mars og apríl 1858. Drottningin slapp á hestbaki og flúði til annarra uppreisnarmanna í [[Kalpi]]. Rose sigraði þau 22. maí, en þau flúðu til [[Gwalior-virki]]s þar sem Lakshmibai féll í lokaorrustu.
Eftir uppreisnina varð Lakshmibai að þjóðhetju í augum Indverja sem börðust fyrir sjálfstæði landsins. Hún er enn mikilvægt tákn sjálfstæðisbaráttu Indlands og ævi hennar hefur verið efni fjölmargra frásagna, skáldsagna og kvikmynda. Einna þekktust eru kvæðið ''Jhansi Ki Rani'' eftir [[Subhadra Kumari Chauhan]] frá 1930<ref>{{cite book |last=Singh |first=Harleen |date=2020 |chapter=India's Rebel Queen: Rani Lakshmi Bai and the 1857 Uprising |title=Women Warriors and National Heroes: Global Histories |pages=23–38 |publisher=[[Bloomsbury Academic]] |location=London |isbn=978-1-3501-2113-3}}</ref> og skáldsagan ''Jhansi ki Rani Lakshmi Bai'' eftir [[Vrindavan Lal Verma]] frá 1946.<ref>{{cite journal |last=Deshpande |first=Prachi |author-link=Prachi Deshpande |date=2008 |title=The Making of an Indian Nationalist Archive: Lakshmibai, Jhansi, and 1857 |journal=[[The Journal of Asian Studies]] |volume=67 |issue=3 |pages=855–879 |doi=10.1017/S0021911808001186}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{stubbur}}
[[Flokkur:Uppreisnin á Indlandi]]
[[Flokkur:Jhansi]]
{{d|1858}}
msvjc6c32e78y52swtrvslj3wf9cmgr
Heklugos árið 1991
0
186707
1920773
2025-06-18T09:51:48Z
Berserkur
10188
Bjó til síðu með „Gos hófst í [[Hekla|Heklu]] þann [[17. janúar]] [[1991]]. Það var lítið, svipað gosinu 1980, svipað hraunmagn rann en minni gjóska. Gosið stóð í 52 daga. <ref>[https://eldgos.is/annall-heklugosa/ Annáll Heklugosa]Eldgos.is</ref> Gosmökkurinn fór í 12 metra hæð fyrsta sólarhringinn. <ref>[https://timarit.is/page/1736679#page/n24/mode/2up Morgunblaðið, 18. janúar 1991] Tímarit.is</ref> Alls þakti hraun 23 ferkílómetra eftir gosið og va...“
1920773
wikitext
text/x-wiki
Gos hófst í [[Hekla|Heklu]] þann [[17. janúar]] [[1991]]. Það var lítið, svipað gosinu 1980, svipað hraunmagn rann en minni gjóska. Gosið stóð í 52 daga. <ref>[https://eldgos.is/annall-heklugosa/ Annáll Heklugosa]Eldgos.is</ref> Gosmökkurinn fór í 12 metra hæð fyrsta sólarhringinn. <ref>[https://timarit.is/page/1736679#page/n24/mode/2up Morgunblaðið, 18. janúar 1991] Tímarit.is</ref> Alls þakti hraun 23 ferkílómetra eftir gosið og var gosmagnið 150 milljón rúmmetrar. <ref>[https://timarit.is/page/1739806#page/n3/mode/2up Morgunblaðið, 13. mars, 1991] Tímarit.is </ref>
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
[[Flokkur:Hekla]]
[[Flokkur:1991]]
k7gn1rrdo9isue6ssbdrpxuq27hbfmi
1920774
1920773
2025-06-18T09:52:41Z
Berserkur
10188
1920774
wikitext
text/x-wiki
Gos hófst í [[Hekla|Heklu]] þann [[17. janúar]] [[1991]]. Það var lítið, svipað gosinu 1980, svipað hraunmagn rann en minni gjóska. Gosið stóð í 52 daga. <ref>[https://eldgos.is/annall-heklugosa/ Annáll Heklugosa]Eldgos.is</ref> Gosmökkurinn fór í 12 metra hæð fyrsta sólarhringinn. <ref>[https://timarit.is/page/1736679#page/n24/mode/2up Morgunblaðið, 18. janúar 1991] Tímarit.is</ref> Alls þakti hraun 23 ferkílómetra eftir gosið og var gosmagnið 150 milljón rúmmetrar. <ref>[https://timarit.is/page/1739806#page/n3/mode/2up Morgunblaðið, 13. mars, 1991] Tímarit.is </ref>
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Hekla]]
[[Flokkur:1991]]
f8cy1sslv7l9kreqr620vuhtng406jd
1920777
1920774
2025-06-18T10:09:55Z
Berserkur
10188
1920777
wikitext
text/x-wiki
Gos hófst í [[Hekla|Heklu]] þann [[17. janúar]] [[1991]]. Það var lítið, svipað gosinu 1980, svipað hraunmagn rann en minni gjóska. Gosið stóð í 52 daga. <ref>[https://eldgos.is/annall-heklugosa/ Annáll Heklugosa]Eldgos.is</ref> Gosmökkurinn fór í 12 metra hæð fyrsta sólarhringinn. <ref>[https://timarit.is/page/1736679#page/n24/mode/2up Morgunblaðið, 18. janúar 1991] Tímarit.is</ref> Alls þakti hraun 23 ferkílómetra eftir gosið og var gosmagnið 150 milljón rúmmetrar. <ref>[https://timarit.is/page/1739806#page/n3/mode/2up Morgunblaðið, 13. mars, 1991] Tímarit.is </ref>
{{Heklugos}}
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Hekla]]
[[Flokkur:1991]]
q8l5h9lbun1yb2ulbtgatpzckv8tgu7
Heklugos árið 2000
0
186708
1920776
2025-06-18T10:09:32Z
Berserkur
10188
Bjó til síðu með „Eldgos í [[Hekla|Heklu]] hófst kl. 18:17 þann [[26. febrúar]] árið [[2000]]. Hálftíma áður en gosið hófst [[Almannavarnir]] boðuðu að gos myndi hefjast innan 20-30 mínútna. Sýndu jarðskjálftamælar óróa frá kl 17:00. Gosið var öflugast fyrstu 2 tímana, virkni einangraðist svo í tvo gíga<ref>[https://timarit.is/page/1960891#page/n0/mode/2up Morgunblaðið, 29. febrúar 2000] Tímarit.is</ref> Gosinu var loki 8. mars. Magn hrauns var m...“
1920776
wikitext
text/x-wiki
Eldgos í [[Hekla|Heklu]] hófst kl. 18:17 þann [[26. febrúar]] árið [[2000]]. Hálftíma áður en gosið hófst [[Almannavarnir]] boðuðu að gos myndi hefjast innan 20-30 mínútna. Sýndu jarðskjálftamælar óróa frá kl 17:00. Gosið var öflugast fyrstu 2 tímana, virkni einangraðist svo í tvo gíga<ref>[https://timarit.is/page/1960891#page/n0/mode/2up Morgunblaðið, 29. febrúar 2000] Tímarit.is</ref> Gosinu var loki 8. mars. Magn hrauns var minni en í fyrri Heklugosum eða 18 ferkílómetrar. Rúmmál þess var 110 milljón rúmmetrar <ref>[https://timarit.is/page/1961778#page/n3/mode/2up Morgunblaðið, 9. mars 2000 ] Tímarit.is</ref>
{{Heklugos}}
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Hekla]]
[[Flokkur:2000]]
r0ddog28oxpq7c045a07u263bies9i3
Heklugos árið 1980
0
186709
1920780
2025-06-18T10:45:06Z
Berserkur
10188
Bjó til síðu með „Heklugos hófst [[17. ágúst]] árið [[1980]]. Sprunga opnaðist sem var 6 kílómetra löng á sama stað og í [[Heklugos árið 1947|Heklugosinu árið 1947]]. Breskur jarðfræðistúdent var við fjallið ásamt félaga sínum þegar það gaus og átti fótum fjör að launa meðan hann flýði gjall og hraunmola. Flúormagn í grassýnum mældist yfir hættumörkum úr ösku gossins.<ref>[https://timarit.is/page/1530261#page/n1/mode/2up Morgunblaðið 19....“
1920780
wikitext
text/x-wiki
Heklugos hófst [[17. ágúst]] árið [[1980]]. Sprunga opnaðist sem var 6 kílómetra löng á sama stað og í [[Heklugos árið 1947|Heklugosinu árið 1947]]. Breskur jarðfræðistúdent var við fjallið ásamt félaga sínum þegar það gaus og átti fótum fjör að launa meðan hann flýði gjall og hraunmola. Flúormagn í grassýnum mældist yfir hættumörkum úr ösku gossins.<ref>[https://timarit.is/page/1530261#page/n1/mode/2up Morgunblaðið 19. ágúst 1980] Tímarit.is</ref> Öskufall var vart við í afréttum Skagafjarðar. <ref>[https://timarit.is/page/1530309#page/n1/mode/2up Morgunblaðið 19. ágúst 1980] Tímarit.is</ref> Gosið stóð aðeins í 3 daga. <ref>[https://eldgos.is/annall-heklugosa/ Annáll Heklugosa] Eldgos.is</ref>
Gos hófst á ný þann [[9. apríl]] [[1981]] og er það talið framhald gossins sem hófst 1980. Það stóð í um viku og gaus úr tveimur gígum ofarlega á fjallinu. <ref>[https://timarit.is/page/3101530#page/n5/mode/2up Vísir 10. apríl 1981] Tímarit.is</ref>
{{Heklugos}}
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Hekla]]
[[Flokkur:1980]]
[[Flokkur:1981]]
ha0kkbyaj7owfc44ha8o70dgwlx8flb
1920781
1920780
2025-06-18T10:46:18Z
Berserkur
10188
1920781
wikitext
text/x-wiki
Heklugos hófst [[17. ágúst]] árið [[1980]]. Sprunga opnaðist sem var 6 kílómetra löng á sama stað og í [[Heklugos árið 1947|Heklugosinu árið 1947]]. Breskur jarðfræðistúdent var við fjallið ásamt félaga sínum þegar það gaus og átti fótum fjör að launa meðan hann flýði gjall og hraunmola. Flúormagn í grassýnum mældist yfir hættumörkum úr ösku gossins.<ref>[https://timarit.is/page/1530261#page/n1/mode/2up Morgunblaðið 19. ágúst 1980] Tímarit.is</ref> Öskufall var vart við í afréttum Skagafjarðar. <ref>[https://timarit.is/page/1530309#page/n1/mode/2up Morgunblaðið 20. ágúst 1980] Tímarit.is</ref> Gosið stóð aðeins í 3 daga. <ref>[https://eldgos.is/annall-heklugosa/ Annáll Heklugosa] Eldgos.is</ref>
Gos hófst á ný þann [[9. apríl]] [[1981]] og er það talið framhald gossins sem hófst 1980. Það stóð í um viku og gaus úr tveimur gígum ofarlega á fjallinu. <ref>[https://timarit.is/page/3101530#page/n5/mode/2up Vísir 10. apríl 1981] Tímarit.is</ref>
{{Heklugos}}
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Hekla]]
[[Flokkur:1980]]
[[Flokkur:1981]]
53yzvwzwwcaqjfcmqgcx3k9mfhs7guz
Spjall:Hið heilaga gral
1
186710
1920788
2025-06-18T11:56:22Z
Loðinn Leppr
106725
Nýr hluti: /* Hið heilaga Gral */
1920788
wikitext
text/x-wiki
== Hið heilaga Gral ==
Hinn djarfi vísindamaður og söguskoðandi Einar Pálsson (1925-1996) nefndi, að ég held, gralinn "skapkerið helga". Fróðlegt væri að heyra rök fyrir þeirri hljómfögru nafngift.
Kaþólska kirkjan hefur ekki haldið á lofti sögnum um ílát þetta, heldur fremur reynt að eyða þeim. Þær eru apókrýfar, seint til komnar, skortir sögulegan grundvöll, eru fallnar til að tengja það sem heilagt er við efnislega hluti og þannig ýja að kukli, og gætu jafnvel grafið undan áhrifamætti Rómar sem höfuðstaðar vesturkirkjunnar með því að leggja áherzlu á Bretland og Franz. Sjá https://www.newadvent.org/cathen/06719a.htm [[Notandi:Loðinn Leppr|Loðinn Leppr]] ([[Notandaspjall:Loðinn Leppr|spjall]]) 18. júní 2025 kl. 11:56 (UTC)
ra4lg8rice0qndrj4iwci7nri2usgmb