Wikipedia iswiki https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a MediaWiki 1.45.0-wmf.6 first-letter Miðill Kerfissíða Spjall Notandi Notandaspjall Wikipedia Wikipediaspjall Mynd Myndaspjall Melding Meldingarspjall Snið Sniðaspjall Hjálp Hjálparspjall Flokkur Flokkaspjall Gátt Gáttaspjall TimedText TimedText talk Module Module talk Vladímír Pútín 0 679 1921192 1919442 2025-06-23T08:44:13Z TKSnaevarr 53243 1921192 wikitext text/x-wiki {{Forsætisráðherra | nafn = Vladímír Pútín | mynd = Владимир Путин (08-03-2024) (cropped) (higher res).jpg | myndatexti1 = Pútín árið 2024. | myndastærð = 240px | titill = [[Forseti Rússlands]] | stjórnartíð_start = [[7. maí]] [[2012]] | stjórnartíð_end = | forveri = [[Dmítríj Medvedev]] | forsætisráðherra = [[Dmítríj Medvedev]]<br>[[Míkhaíl Míshústín]] | stjórnartíð_start2 = [[31. desember]] [[1999]] | stjórnartíð_end2 = [[7. maí]] [[2008]] | forveri2 = [[Borís Jeltsín]] | eftirmaður2 = [[Dmítríj Medvedev]] | forsætisráðherra2 = [[Míkhaíl Kasjanov]]<br>[[Míkhaíl Fradkov]]<br>[[Víktor Zúbkov]] | titill3 = [[Forsætisráðherra Rússlands]] | stjórnartíð_start3 = [[15. ágúst]] [[1999]] | stjórnartíð_end3 = [[7. maí]] [[2000]] | forseti3 = [[Borís Jeltsín]] | forveri3 = [[Sergej Stepashín]] | eftirmaður3 = [[Míkhaíl Kasjanov]] | stjórnartíð_start4 = [[8. maí]] [[2008]] | stjórnartíð_end4 = [[7. maí]] [[2012]] | forseti4 = [[Dmítríj Medvedev]] | forveri4 = [[Víktor Zúbkov]] | eftirmaður4 = [[Dmítríj Medvedev]] | fæðingarnafn = Vladímír Vladímírovítsj Pútín | fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1952|10|7}} | fæðingarstaður = [[Leníngrad]], [[Sovétlýðveldið Rússland|rússneska sovétlýðveldinu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] | stjórnmálaflokkur = [[Sameinað Rússland]] | starf = Leyniþjónustumaður, stjórnmálamaður | trú = [[Rússneska rétttrúnaðarkirkjan]] | maki = Ljúdmíla Pútína (gift 1983; skilin 2014) | börn = María (f. [[1985]]) og Jekaterína (f. [[1986]]). | þjóderni = [[Rússland|Rússneskur]] | háskóli = [[Ríkisháskólinn í Sankti Pétursborg]] | bústaður = [[Kreml (Moskva)|Kreml]], [[Moskva|Moskvu]] | undirskrift = Putin signature.svg | nafn_á_frummáli = {{Nobold|Владимир Путин}} }} '''Vladímír Vladímírovítsj Pútín''' (rússneska: Владимир Владимирович Путин; f. [[7. október]] [[1952]]) er annar [[Forseti Rússlands|forseti]] [[Rússland]]s. Hann útskrifaðist frá lögfræðideild [[Ríkisháskólinn í Sankti-Pétursborg|Ríkisháskólans í Leníngrad]] árið [[1975]] og hóf störf hjá [[KGB]]. Á árunum [[1985]]-[[1990]] starfaði hann í [[Austur-Þýskaland]]i. Frá árinu [[1990]] gegndi hann ýmsum embættum, meðal annars í Ríkisháskólanum í Leníngrad, borgarstjórn [[Sankti Pétursborg]]ar og frá [[1996]] hjá stjórnvöldum í [[Kreml (Moskva)|Kreml]]. Í júlí [[1998]] var hann skipaður yfirmaður [[FSB]] (arftaka [[KGB]]) og frá mars [[1999]] var hann samtímis ritari Öryggisráðs rússneska sambandslýðveldisins. Frá [[31. desember]] [[1999]] var hann settur [[forseti Rússlands|forseti rússneska sambandslýðveldisins]] en [[26. mars]] [[2000]] var hann kosinn forseti. Hann var endurkjörinn [[14. mars]] [[2004]]. Hann varð forsætisráðherra frá 2008 til 2012 og var síðan aftur kjörinn forseti árin [[2012]], [[2018]] og [[2024]]. Vladímír Pútín talar auk [[rússneska|rússnesku]], [[þýska|þýsku]] og [[enska|ensku]]. Hann var giftur Ljúdmílu Aleksandrovnu Pútínu til ársins 2014. Þau eiga saman tvær dætur, Maríu (f. [[1985]]) og Jekaterínu (f. [[1986]]). ==Æviágrip== Pútín fæddist þann 7. október 1952 í [[Leníngrad]] í [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] og var yngstur þriggja barna foreldra sinna. Þegar hann var tólf ára byrjaði hann að æfa [[sambó]] og [[júdó]]. Hann er í dag með [[svart belti]] í júdó og er landsmeistari í са́мбо (stafsett á latnesku letri: sambó). Pútín lærði [[Þýska|þýsku]] í gagnfræðiskóla í Sankti Pétursborg og talar hana reiprennandi. Pútín hóf laganám í ríkisháskóla Leníngrad árið 1970 og útskrifaðist árið 1975. Á háskólaárunum gekk hann í [[Sovéski kommúnistaflokkurinn|sovéska kommúnistaflokkinn]] og var meðlimur hans til ársins 1991. ===Störf hjá KGB=== Árið 1975 gekk Pútín til liðs við leyniþjónustuna [[KGB]]. Hann vann í gagnnjósnum og fylgdist með útlendingum og erindrekum í Leníngrad. Frá 1985 til 1990 vann hann í [[Dresden]] í [[Austur-Þýskaland]]i.<ref name=íljósisögunnar>{{Vefheimild|url=http://www.ruv.is/frett/slagsmalahundurinn-sem-vard-forseti | titill= Slagsmálahundurinn sem varð forseti | höfundur=[[Vera Illugadóttir]]| útgefandi=[[RÚV]] | ár=2016|mánuður=12. febrúar|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=25. desember}}</ref> Opinberlega var Pútín staðsettur þar sem túlkur en umdeilt er hvað hann fékkst við þar í raun og veru. Samkvæmt sumum heimildum var vera Pútíns í Dresden viðburðalítil og starf hans gekk út á fátt annað en að fylgjast með fjölmiðlum og safna úrklippum. Aðrar heimildir herma að Pútín hafi fengist við að fá Þjóðverja til að njósna fyrir Sovétríkin og jafnvel að hann hafi átt í samstarfi við kommúníska hryðjuverkahópinn [[Rote Armee Fraktion]].<ref>{{Vefheimild|url=https://visindi.is/hvad-starfadi-putin-a-sovettimanum/| titill=Hvað starfaði Pútín á Sovéttímanum?|útgefandi=''[[Lifandi vísindi]]''| ár=2022|mánuður=26. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=10. mars}}</ref> Samkvæmt opinberri ævisögu Pútíns brenndi hann leyniskjöl KGB í borginni til þess að koma í veg fyrir að þau féllu í hendur mótmælenda þegar [[Berlínarmúrinn]] féll.<ref name=leyniþjónustan>{{Vefheimild|titill=Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|url=https://www.visir.is/g/20222235430d/ur-leynithjonustunni-i-forsetahollina|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=16. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=16. mars}}</ref> Eftir að austur-þýska kommúnistastjórnin féll sneri Pútin aftur til Leníngrad árið 1990. Þegar [[Sovéska valdaránstilraunin 1991|reynt var að fremja valdarán]] gegn [[Míkhaíl Gorbatsjov]] árið 1991 segist Pútín hafa sagt af sér og staðið með ríkisstjórninni. Hann varð síðan eftir hrun Sovétríkjanna aðstoðarmaður [[Anatolíj Sobtsjak]], borgarstjóra Pétursborgar frá 1991 til 1996. ===Forstjóri FSB og forsætisráðherra=== Árið 1996 var Pútín kallaður til starfa í Moskvu og varð árið 1998 forstjóri nýju rússnesku leyniþjónustunnar, [[Alríkislögregla Rússneska Sambandsríkisins|FSB]].<ref name=vísindavefur>{{Vísindavefurinn|28941|Hvað getið þið sagt mér um Vladimír Pútín?|höfundur=Jón Ólafsson|dags=9. janúar 2015|skoðað=23. mars 2024}}</ref> Þar sem [[Borís Jeltsín]], þáverandi forseti Rússlands, var rúinn vinsældum og mátti ekki gegna þriðja kjörtímabilinu sem forseti samkvæmt þágildandi lögum fóru bandamenn hans á þessum tíma að svipast eftir sigurvænlegum frambjóðanda sem gæti tekið við af honum og hlíft valdaklíkunni við spillingarákærum.<ref name=leyniþjónustan/> Sagt er að ólígarkinn [[Borís Berezovskíj]] hafi fyrstur stungið upp á Pútín sem rétta manninum í starfið.<ref name=vísindavefur/> Þann 15. ágúst árið 1999 útnefndi Jeltsín Pútín [[Forsætisráðherra Rússlands|forsætisráðherra]] í stjórn sinni og lýsti því jafnframt yfir að hann vildi að Pútín yrði eftirmaður sinn.<ref>{{Tímarit.is|2988013|Krónprinsinn Vladímír Pútín |útgáfudagsetning=10. ágúst 1999|blað=[[DV]]|blaðsíða=8}}</ref> Pútín var nánast óþekktur þegar hann varð forsætisráðherra og fáir bjuggust við því að hann myndi endast lengi í embættinu, enda hafði Jeltsín margsinnis skipt um forsætisráðherra á undanförnum árum. Það var einkum með framgöngu sinni í [[Seinna Téténíustríðið|seinna Téténíustríðinu]] sem Pútín vann sér upphaflega hylli rússnesku þjóðarinnar. Í september 1999 voru gerðar sprengjuárásir á íbúðablokkir í [[Moskva|Moskvu]] og [[Volgodonsk]] sem Rússar sögðu hryðjuverkamenn frá [[Téténía|Téténíu]] bera ábyrgð á.<ref>{{Vísindavefurinn|4531|Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?|höfundur=Guðmundur Ólafsson|dags=27. september 2004|skoðað=23. mars 2024}}</ref> Rússar brugðust við árásunum með því að rjúfa friðarsamkomulag sem gert hafði verið við Téténa árið 1997 og hefja innrás í Téténíu 28. september 1999. Pútín hélt fjölda vígreifra sjónvarpsávarpa á tíma innrásarinnar og uppskar fljótt miklar vinsældir hjá rússneskri alþýðu, sem var full hefndarþorsta vegna hryðjuverkaárásanna.<ref name=vera2>{{Vefheimild|titill=Dularfullar sprengingar urðu tilefni innrásar|url=https://www.ruv.is/frett/dularfullar-sprengingar-urdu-tilefni-innrasar|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2017|mánuður=21. apríl|höfundur=[[Vera Illugadóttir]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. apríl}}</ref> Frá upphafi hafa verið uppi kenningar um að leyniþjónustan FSB hafi sviðsett sprengjuárásirnar í Moskvu og Volgodonsk í þágu Pútíns til að skapa átyllu fyrir stríði í Téténíu. Þessi kenning styðst meðal annars við það að tveir starfsmenn FSB sáust koma pokum með dufti sem líktist sprengiefninu [[RDX]] fyrir í kjallara íbúðablokkar í [[Rjazan]]. Þeir voru handteknir en lögreglu svo skipað að láta þá lausa.<ref name=leyniþjónustan/> Einn þeirra sem taldi Pútín hafa sviðsett árásirnar var fyrrum FSB-liðinn [[Aleksandr Lítvínenko]], sem flúði í útlegð til Bretlands árið 2000. Lítvínenko lést árið 2006 eftir að eitrað var fyrir honum með [[Geislavirkni|geislavirka]] efninu Pólon-210.<ref>{{Vefheimild|titill=WSJ; Herða verður refsiaðgerðir gegn Pútín vegna morðsins á Litvinenko|url=https://vardberg.is/frettir/wsj-herda-verdur-refsiadgerdir-gegn-putin-vegna-mordsins-a-litvinenko/|útgefandi=[[Varðberg]]|ár=2016|mánuður=22. janúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. mars}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko|url=https://www.visir.is/g/20212158912d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2021|mánuður=21. september|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. mars|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref> Rússar gerðu linnulausar loftárásir á téténsku höfuðborgina [[Groznyj]] í um fjóra mánuði og höfðu nánast alfarið lagt hana í rúst þegar síðustu téténsku skæruliðarnir hörfuðu þaðan í lok janúar árið 2000.<ref>{{Vefheimild|titill=Tilgangslaus eyðilegging?|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/519846/|útgefandi=[[mbl.is]]| dags = 20. febrúar 2000| skoðað-dags = 22. mars 2022|aðgengi=áskrift}}</ref> ===Forseti (2000–2008)=== [[Mynd:Putin and Yeltsin cropped.jpg|thumb|left|Pútín sver forsetaeiðinn árið 2000 við hlið [[Borís Jeltsín]], fráfarandi forseta.]] Þann 31. desember 1999 sagði Jeltsín af sér og Pútín varð þar með [[starfandi forseti]] Rússlands í hans stað. Eitt af því fyrsta sem Pútín gerði í embætti var að skrifa undir tilskipun þess efnis að Jeltsín og fjölskylda hans yrðu ekki lögsótt fyrir spillingarmál sem höfðu komið upp í forsetatíð hans.<ref>{{Tímarit.is|3710738|Rússland, Rússland|útgáfudagsetning=18. desember 2003|blað=[[Fréttablaðið]]|blaðsíða=22|höfundur=[[Þorvaldur Gylfason]]}}</ref> Afsögn Jeltsíns leiddi til þess að forsetakosningar voru haldnar þremur mánuðum fyrr en stjórnarandstaðan hafði gert ráð fyrir. Pútín vann kosningarnar í fyrstu umferð með 53% greiddra atkvæða. Hann tók forsetaeiðinn þann 7. maí árið 2000. Árið 2003 var samningur gerður við Téténa þar sem Téténía varð sjálfstjórnarhérað innan rússneska sambandsríkisins undir stjórn [[Akhmad Kadyrov|Akhmads Kadyrov]], stríðsherra sem hafði gengið til liðs við Pútín í seinna Téténíustríðinu. Pútín gerði einnig samninga við rússneska [[Fáveldi|olígarka]] um stuðning þeirra við ríkisstjórn hans í skiptum fyrir að þeir héldu flestum völdum sínum. Olígarkar sem héldu ekki tryggð við stjórn Pútíns, til dæmis olíujöfurinn [[Míkhaíl Khodorkovskíj]], áttu hættu á handtöku.<ref>{{cite book|author=[[Eiríkur Bergmann]]|title=Neo-nationalism: The Rise of Nativist Populism|year=2020|page=168|publisher=Palgrave Macmillan|location=Sviss|isbn=978-3-030-41772-7|doi=10.1007/978-3-030-41773-4}}</ref> Efnahagur Rússlands náði sér smám saman á strik upp úr árinu 1999 eftir [[Fjármálakreppan í Rússlandi 1998|efnahagskreppu sem ríkt hafði í kjölfar hruns Sovétríkjanna]]. Á fyrstu tveimur kjörtímabilum Pútíns jókst kaupmáttur Rússa um 72 prósent,<ref name=stundin>{{Vefheimild |titill=Hvað tekur við af Pútín? | dags = 21. apríl 2018| skoðað-dags = 13. júní 2018|útgefandi=''[[Stundin]]''|url=https://stundin.is/grein/6558/|höfundur=Valur Gunnarsson}}</ref> einkum vegna hækkunar á olíuverði.<ref name=skoðanakönnun>{{Vefheimild |titill=Skoðanakönnun um Pútín |mánuður=6. mars|ár=2018|mánuðurskoðað=9. september|árskoðað=2018|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Gunnar Hólmsteinn Ársælsson|url=https://kjarninn.is/skodun/2018-03-05-skodanakonnun-um-putin/}}</ref> Pútín vann endurkjör árið 2004 með 71% greiddra atkvæða. ===Forsætisráðherra (2008–2012)=== [[Stjórnarskrá Rússlands|Rússneska stjórnarskráin]] meinaði Pútín að bjóða sig fram í þriðja skipti í röð í forsetakosningunum árið 2008. Því studdi Pútín fyrrverandi kosningastjóra sinn, [[Dmítríj Medvedev]], til embættisins.<ref name=vísindavefur/><ref>{{Tímarit.is|4177533|Pútín krýnir Medvedev sem arftaka sinn á forsetastóli |útgáfudagsetning=11. desember 2007|mánuðurskoðað=25. mars|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Davíð Logi Sigurðsson|blaðsíða=16}}</ref> Eftir sigur Medvedev gerðist Pútín sjálfur forsætisráðherra á ný og hélt þannig flestum völdum sínum á fjögurra ára forsetatíð Medvedev. Á þessum tíma brutust út fjöldamótmæli eftir þingkosningar þann 4. desember árið 2011 þar sem tugþúsundir Rússa mótmæltu meintu kosningasvindli.<ref>{{Vefheimild |titill=Mótmæli um allt Rússland | dags = 10. desember 2011| skoðað-dags = 25. mars 2018|útgefandi=[[mbl.is]]|url=https://www.mbl.is/frettir/forsida/2011/12/10/motmaeli_um_allt_russland/}}</ref> Forsetatíð Medvedevs var óvenjuleg meðal rússneskra leiðtoga því Pútín naut áfram verulegra valda sem forsætisráðherra. Fyrri forsætisráðherrar Rússlands höfðu jafnan verið algjörlega undirgefnir þjóðhöfðingjanum en valdatíð Medvedevs einkenndist þess í stað af nokkurs konar tvímenningabandalagi þeirra Pútíns. Haft var fyrir satt meðal flestra stjórnmálaskýrenda að annaðhvort væru þeir Medvedev og Pútín báðir jafnvoldugir í stjórninni eða þá að Pútín væri í reynd enn æðsti valdsmaður Rússlands og Medvedev forseti væri lítið meira en staðgengill eða strengjabrúða hans.<ref>{{Vefheimild |titill=Telja aðeins rými fyrir einn keisara í Rússlandi| dags = 10. desember 2008|mánuðurskoðað=8. október|árskoðað=2021|útgefandi=[[mbl.is]]|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1197300/|aðgengi=áskrift}}</ref><ref>{{Vefheimild |titill=Samþykkja að lengja kjörtímabil forseta Rússlands| dags = 10. desember 2008|mánuðurskoðað=4. mars|árskoðað=2008|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|url=https://www.visir.is/g/2008222131541}}</ref> ===Forseti (2012–2018)=== Árið 2012 bauð Pútín sig aftur fram til forseta með stuðningi Medvedev. Pútín vann kosningarnar þann 4. mars 2012 með 63.6% greiddra atkvæða. Þeir Medvedev skiptust því aftur á hlutverkum og Medvedev varð forsætisráðherra. Mikið var um ásakanir um kosningasvindl í forsetakjörinu og talsvert var um mótmæli gegn Pútín í og eftir kosningarnar. Alræmdasta uppákoman var mótmælagjörningur pönkhljómsveitarinnar [[Pussy Riot]] þann 21. febrúar, en meðlimir hennar voru í kjölfarið handteknir.<ref>{{Vefheimild |titill=Réttarhöld hafin yfir Pussy Riot | dags = 30. júlí 2012| skoðað-dags = 25. mars 2018|útgefandi=[[RÚV]]|url=http://www.ruv.is/frett/rettarhold-hafin-yfir-pussy-riot}}</ref> Um 8.000 – 20.000 mótmælendur komu saman í Moskvu þann 6. maí. Um áttatíu þeirra særðust í átökum við lögreglu og um 450 voru handteknir. Gagnmótmæli um 130.000 stuðningsmanna Pútín voru haldin á [[Lúzhníkí-leikvangurinn|Lúzhníkí-leikvanginum]] sama dag. Eftir að Pútín settist á forsetastól á ný skrifaði hann undir lög sem þjörmuðu nokkuð að samfélagi hinsegin fólks í Rússlandi. Lögin beindust gegn „áróðri [[Samkynhneigð|samkynhneigðra]]“<ref>{{Vefheimild |titill=Lög gegn sam­kyn­hneigðum í Rússlandi | dags = 25. janúar 2013| skoðað-dags = 25. mars 2018|útgefandi=[[mbl.is]]|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/01/25/log_gegn_samkynhneigdum_i_russlandi/}}</ref> og bönnuðu meðal annars notkun regnbogafánans og birtingu verka um samkynhneigð. Eftir að [[Víktor Janúkovytsj]] forseta [[Úkraína|Úkraínu]], bandamanni Pútíns, var [[Úkraínska byltingin 2014|steypt af stóli í byltingu]] árið 2014 sendi Pútín rússneska hermenn inn á [[Krímskagi|Krímskaga]] og hertók hann. Á meðan á hernáminu stóð var haldin umdeild atkvæðagreiðsla þar sem Krímverjar kusu að slíta sig frá Úkraínu og gerast sjálfstjórnarhérað í rússneska sambandsríkinu.<ref>{{Vefheimild |titill=Krímskagi formlega orðinn hluti af Rússlandi | dags = 21. mars 2014| skoðað-dags = 25. mars 2018|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|url=http://www.visir.is/g/2014140329782|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref> Í kjölfarið brutust út átök í austurhluta Úkraínu milli úkraínsku ríkisstjórnarinnar og aðskilnaðarsinna í [[Donbas]]-héruðunum sem vildu einnig ganga til liðs við Rússland. Ríkisstjórn Pútín hefur sent hermenn til stuðnings skæruliðunum í Donbas en hefur jafnan neitað að um rússneska hermenn sé að ræða. Vegna brots á fullveldi Úkraínu hafa mörg ríki beitt Rússa efnahagsþvingunum frá árinu 2014, þar á meðal Ísland. [[Mynd:Guðni Th. Jóhannesson and Vladimir Putin (2017-03-30) 01.jpg|thumb|right|Pútín (til hægri) ásamt [[Guðni Th. Jóhannesson|Guðna Th. Jóhannessyni]], forseta Íslands.]] Þann 27. febrúar 2015 var leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, [[Borís Nemtsov]], skotinn til bana stuttu frá [[Kreml (Moskva)|Kreml í Moskvu]], fáeinum dögum áður en hann ætlaði að taka þátt í friðargöngu til að mótmæla rússneskum hernaðarafskiptum í Úkraínu. Pútín skipaði sjálfur rannsóknarnefnd til að finna morðingjann.<ref>{{Vefheimild |titill=Pútín hefur umsjón með rannsókninni | dags = 28. febrúar 2015| skoðað-dags = 25. mars 2018|útgefandi=[[RÚV]]|url=http://www.ruv.is/frett/putin-hefur-umsjon-med-rannsokninni/}}</ref> Opinber skýring rannsóknarnefndarinnar er sú að morðið hafi verið framið af stuðningsmönnum [[Ramzan Kadyrov|Ramzans Kadyrov]], forseta Téténíu og eins heitasta stuðningsmanns Pútíns. Tæpum þremur vikum fyrir morðið hafði Nemtsov lýst því yfir að hann óttaðist að Pútín myndi koma sér fyrir kattarnef.<ref>{{Vefheimild |titill=Morðið hafi verið þaulskipulagt | dags = 28. febrúar 2015| skoðað-dags = 25. mars 2018|útgefandi=[[RÚV]]|url=http://www.ruv.is/frett/mordid-hafi-verid-thaulskipulagt}}</ref> Þann 30. september 2015 skipaði Pútín inngrip rússneska hersins í [[Sýrlenska borgarastyrjöldin|sýrlensku borgarastyrjöldina]] til stuðnings [[Bashar al-Assad]] Sýrlandsforseta. Rússar hófu beina þátttöku í styrjöldinni í lok mánaðarins með loftárásum bæði á [[íslamska ríkið]] og á uppreisnarhópa sem nutu stuðnings alþjóðabandalags Bandaríkjanna.<ref>{{Vefheimild|titill=Hvað eru Rúss­ar að gera í Sýr­landi?|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/09/30/hvad_eru_russar_ad_gera_i_syrlandi/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2017|mánuður=30. september|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Inngrip Rússa í styrjöldina hefur styrkt stöðu Assads verulega og stuðlað að því að sýrlenski stjórnarherinn hefur frá árinu 2015 smám saman endurheimt mikinn hluta þess landsvæðis sem glataðist til uppreisnarmanna í byrjun stríðsins.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Sunna Ósk Loga­dótt­ir|titill=Rúss­ar leiddu Assad í átt að sigri|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/03/18/russar_leiddu_assad_i_att_ad_sigri/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2018|mánuður=18. mars|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Ríkisstjórn Pútíns hefur verið ásökuð um að hafa haft afskipti af [[Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016|bandarísku forsetakosningunum árið 2016]].<ref>{{Vefheimild |titill=Tókst að sá ágrein­ingi meðal Banda­ríkja­manna | dags = 18. febrúar 2018| skoðað-dags = 25. mars 2018|útgefandi=[[mbl.is]]|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/02/18/tokst_ad_sa_agreiningi_medal_bandarikjamanna/}}</ref> Í janúar árið 2017 lýsti bandarísk rannsóknarnefnd því yfir að fullvíst væri að Pútín hefði sett á fót áróðursherferð gegn [[Hillary Clinton]] og til stuðnings [[Donald Trump]] í kosningunum. Pútín hefur ætíð neitað að hafa haft nokkur afskipti af kosningunum.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/11/19/af_hverju_skiljid_thid_okkur_ekki/|titill=„Af hverju skiljið þið okk­ur ekki?“|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2018|mánuður=19. nóvember|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=19. nóvember}}</ref> Bandamaður Pútíns, olígarkinn [[Jevgeníj Prígozhín]], hefur hins vegar viðurkennt að fyrirtæki hans hafi reynt að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum í þágu Rússlands.<ref>{{Vefheimild|titill=„Kokkur Pútíns“ viðurkennir afskipti af kosningum|url=https://www.mbl.is/frettir/burdargrein/2022/11/07/kokkur_putins_vidurkennir_afskipti_af_kosningum/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=7. nóvember 2022|skoðað=14. febrúar 2023}}</ref> ===Forseti (2018–2024)=== [[Mynd:Vladimir Putin and Sergey Shoigu - Saint-Petersburg 2017-07-30 (1).jpg|thumb|right|Pútín ásamt varnarmálaráðherranum [[Sergej Shojgú]] árið 2017.]] Pútín var endurkjörinn árið 2018 og vann sitt fjórða kjörtímabil sem forseti Rússlands með um 76% greiddra atkvæða.<ref name=kosning2018>{{Vefheimild |titill=Pútín fagnaði í Moskvu | dags = 18. mars 2018| skoðað-dags = 25. mars 2018|útgefandi=[[mbl.is]]|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/03/18/putin_fagnadi_i_moskvu/}}</ref> Í aðdraganda kosninganna hafði helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, [[Aleksej Navalnyj]], verið bannað að gefa kost á sér vegna skil­orðsbund­ins fang­els­is­dóms sem hann hafði vegna meints fjár­mála­m­is­ferl­is.<ref name= kosning2018/> Eftirlitsmönnum kom ekki um allt saman um það hvort kosningarnar hefðu farið sómasamlega fram, en almennt voru þeir þó á sama máli um að samkeppnin við Pútín hefði verið lítil sem engin.<ref>{{Vefheimild |titill=Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota | dags = 20. mars 2018| skoðað-dags = 25. mars 2018|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|url=http://www.visir.is/g/2018180329988|höfundur=Þórgnýr Einar Albertsson}}</ref> Pútín hitti [[Donald Trump]] Bandaríkjaforseta á leiðtogafundi í [[Helsinki]] þann 18. júlí 2018. Stuttu fyrir fund forsetanna hafði ákæra verið lögð fram í Bandaríkjunum gegn 12 rússneskum leyniþjónustumönnum fyrir tölvuárás á flokksþing [[Demókrataflokkurinn|Demókrataflokksins]] og forsetaframboð Hillary Clinton árið 2016.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Jónas Atli Gunnarsson|titill=Trump og Pútín hittast loksins í Helsinki | dags = 16. júlí 2018| skoðað-dags = 20. júlí 2018|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|url=https://kjarninn.is/frettir/2018-07-16-trump-og-putin-erfidum-fundi-i-helsinki/}}</ref> Á fundinum ítrekaði Pútín að Rússar hefðu ekkert haft að gera með tölvuárásirnar og Trump lýsti yfir að hann sæi „enga ástæðu“ til að draga orð Pútíns í efa.<ref>{{Vefheimild |titill=Trump tekur upp hanskann fyrir Rússa | dags = 16. júlí 2018| skoðað-dags = 25. mars 2018|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|url=https://www.frettabladid.is/frettir/trump-tekur-upp-hanskann-fyrir-russa|höfundur=Daníel Freyr Birkisson|safnslóð=https://web.archive.org/web/20190327123036/https://www.frettabladid.is/frettir/trump-tekur-upp-hanskann-fyrir-russa|safndags=27. mars 2019}}</ref> Trump bauð Pútín í opinbera heimsókn til [[Washington (borg)|Washington]] í kjölfar fundarins.<ref>{{Vefheimild |titill=Trump býður Pútín í Banda­ríkja­heim­sókn| dags = 19. júlí 2018| skoðað-dags = 25. mars 2018|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|url=https://www.frettabladid.is/frettir/trump-tekur-upp-hanskann-fyrir-russa}}</ref> Mótmæli gegn Pútín brutust út víða um Rússland og vinsældir hans dvínuðu nokkuð í september árið 2018 vegna fyrirhugaðrar hækkunar á eftirlaunaaldri í Rússlandi.<ref>{{Vefheimild |titill=Hækk­un eft­ir­launa­ald­urs mót­mælt|mánuður=2. september|ár= 2018|mánuðurskoðað=9. september |árskoðað=2018|útgefandi=mbl.is|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/09/02/haekkun_eftirlaunaaldurs_motmaelt/}}</ref><ref>{{Vefheimild |titill=Boðar óvinsælar breytingar á eftirlaunaaldri| dags = 29. ágúst 2018|mánuðurskoðað=9. september|árskoðað= 2018|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|url=https://www.frettabladid.is/frettir/boar-ovinsaelar-breytingar-a-eftirlaunaaldri|höfundur=Lovísa Arnardóttir|safnslóð=https://web.archive.org/web/20190327123158/https://www.frettabladid.is/frettir/boar-ovinsaelar-breytingar-a-eftirlaunaaldri|safndags=27. mars 2019}}</ref> Þann 15. janúar árið 2020 tilkynnti Pútín umfangsmiklar breytingar sem hann vildi gera á [[Stjórnarskrá Rússlands|rússnesku stjórnarskránni]] sem ætlað var að færa völd frá forsetaembættinu til þings­ins og rík­is­ráðs lands­ins. Breytingarnar, sem Pútin hugðist leggja í þjóðaratkvæðagreiðslu, munu gera eftirmann hans nokkuð valdaminni í forsetaembættinu en Pútín hefur verið. Sama dag og Pútín tilkynnti fyrirhuguðu breytingarnar baðst Dmítríj Medvedev lausnar fyrir ríkisstjórn sína og ríkisskattstjórinn [[Míkhaíl Míshústín]] var skipaður nýr forsætisráðherra.<ref>{{Vefheimild |titill=Rík­is­stjórn Rúss­lands sagði af sér| dags = 15. janúar 2020| skoðað-dags = 15. janúar 2020|útgefandi=[[mbl.is]]|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/01/15/rikisstjorn_russlands_sagdi_af_ser/|höfundur=Arnar Þór Ingólfsson}}</ref> Rússneska þingið samþykkti einnig með 383 atkvæðum gegn engu að þurrka út embættistíma Pútíns með stjórnarskrárbreytingunum. Samkvæmt þeirri breytingu mun Pútín geta gegnt embætti forseta til ársins 2036 ef hann ákveður að gefa aftur kost á sér.<ref>{{Vefheimild |titill=Fellir ellikerling Pútín?|mánuður=8. apríl|ár= 2020|mánuðurskoðað=8. apríl|árskoðað=2020|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|url=https://kjarninn.is/skodun/2020-04-07-fellir-ellikerling-putin/|höfundur=Gunnar Hólmsteinn Ársælsson}}</ref> Breytingarnar voru samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 1. júlí 2020.<ref>{{Vefheimild|titill=Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti breytingar Pútíns|url=https://www.ruv.is/frett/2020/07/01/yfirgnaefandi-meirihluti-samthykkti-breytingar-putins|útgefandi=RÚV|höfundur=Dagný Hulda Erlendsdóttir|ár=2020|mánuður=1. júlí|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=4. júlí}}</ref> Með stjórnarskrárbreytingunum var hjónaband einnig skilgreint sem samband milli karls og konu, fært var inn ákvæði sem felur í sér viðurkenningu á „forfeðrum sem létu [Rússum] eftir hugsjónir sínar og trú á guði“, bannað var að gera lítið úr framlagi [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] í [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldinni]] og bannað að leggja til að Rússar láti nokkurn tímann af hendi landsvæði sem þeir ráða yfir (til að mynda umdeild landsvæði eins og [[Kúrileyjar]] og [[Krímskagi|Krímskaga]]).<ref>{{Vefheimild|titill=Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá|url=https://www.visir.is/g/202010952d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Kjartan Kjartansson|ár=2020|mánuður=3. mars|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=4. júlí}}</ref> ===Innrásin í Úkraínu (2022–)=== {{aðalgrein|Stríð Rússlands og Úkraínu|Innrás Rússa í Úkraínu 2022–}} [[File:Обращение Президента Российской Федерации 2022-02-24.webm|thumb|Sjónvarpsávarp Pútíns til rússnesku þjóðarinnar þann 24. febrúar 2022. Innrás Rússa í Úkraínu hófst fáeinum mínútum eftir ávarpið.]] Undir lok ársins 2021 og í byrjun ársins 2022 söfnuðu Rússar tæplega 200.000 manna herliði við landamæri Úkraínu, sem vakti ótta í Úkraínu og á Vesturlöndum um að Pútín hygðist fyrirskipa innrás í landið.<ref>{{Vefheimild|titill=Óttinn við innrás Rússa í Úkraínu magnast enn|url=https://www.ruv.is/frett/2021/12/04/ottinn-vid-innras-russa-i-ukrainu-magnast-enn|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson|ár=2021|mánuður=4. desember|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Rússnesk stjórnvöld þvertóku ítrekað fyrir að innrás væri yfirvofandi en ráðamenn þar lögðu jafnframt fram kröfur um að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalaginu]] um alla framtíð og að bandalagið fjarlægði alla hermenn og öll vopn sín úr [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]].<ref>{{Vefheimild|titill=Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu|url=https://www.visir.is/g/20222224189d/segja-russa-naer-thvi-ad-gera-innras-i-ukrainu|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Samúel Karl Ólason|ár=2022|mánuður=17. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Þann 21. febrúar viðurkenndi Pútín sjálfstæði [[Alþýðulýðveldið Donetsk|Alþýðulýðveldanna Donetsk]] og [[Alþýðulýðveldið Lúhansk|Lúhansk]], héraða rússneskumælandi aðskilnaðarsinna sem höfðu klofið sig frá Úkraínu árið 2014 með stuðningi Rússa.<ref>{{Vefheimild|titill=Pútín viðurkennir sjálfstæði Donetsk og Luhansk|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/21/putin-vidurkennir-sjalfstaedi-donetsk-og-luhansk|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|ár=2022|mánuður=22. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Pútín sendi í kjölfarið rússneska hermenn yfir úkraínsku landamærin til að gegna „friðargæslu“ í Donetsk og Lúhansk.<ref>{{Vefheimild|titill=Hefur þegar skipað hernum inn í Donetsk og Luhansk|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/21/hefur-thegar-skipad-hernum-inn-i-donetsk-og-luhansk|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|ár=2022|mánuður=21. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Í ræðu sem Pútín hélt við viðurkenningu sína á sjálfstæði héraðanna efaðist hann um sögulegar forsendur fyrir Úkraínu sem sjálfstæðu ríki og sakaði stjórnvöld þar um að fremja þjóðarmorð.<ref>{{Vefheimild|titill=Eldræða Pútíns réttlætir innrás Rússa í Úkraínu - herlið sent af stað|url=https://stundin.is/grein/14821/eldmessa-putins-rettlaetir-innras-russa-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Stundin]]''|höfundur=Jón Trausti Reynisson|ár=2022|mánuður=21. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Þann 24. febrúar hóf Pútín allsherjar [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|innrás í Úkraínu]].<ref>{{Vefheimild|titill=Vakt­in: Alls­herj­ar­inn­rás Rúss­a í Úkra­ín­u|url=https://www.visir.is/g/20222226904d/sprengjum-rignir-yfir-kaenugard|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Atli Ísleifsson og Samúel Karl Ólason}}</ref> Rússland hefur tekið þátt í mörgum stríðum (t.d. líka í Sýrlandi) að skipan Pútíns, en stríðið í Úkraínu hefur sérstaklega sætt gagnrýni, upp úr innrásinni í febrúar 2022. Vegna þess hefur meðal annars hann persónulega sætt viðskiptaþvingunum, og lagt hefur verið til að ákæra hann fyrir stríðsglæpadómstólnum.<ref>{{Vefheimild|titill=Reglur gilda líka í stríði|url=https://kjarninn.is/skyring/reglur-gilda-lika-i-stridi/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|ár=2022|mánuður=17. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=21. september|höfundur=Erla María Markúsdóttir}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Undirbúa sérstaka saksókn gegn Pútín og fylgismönnum|url=https://www.ruv.is/frett/2022/08/25/undirbua-serstaka-saksokn-gegn-putin-og-fylgismonnum|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2022|mánuður=25. ágúst|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=21. september|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref> Dómarar [[Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn|Alþjóðlega sakamáladómstólsins]] í [[Haag]] gáfu út handtökuskipun á hendur Pútín (og [[María Lvova-Belova|Maríu Lvova-Belova]], umboðsmanni barna í Rússlandi) þann 17. mars 2023 vegna tilkynninga um að fjölda úkraínskra barna hefði verið rænt í innrásinni og þau flutt til Rússlands.<ref>{{Vefheimild|titill=Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín|url=https://www.visir.is/g/20232390943d/gefa-ut-handtokuskipun-a-hendur-putin|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|dags=17. mars 2023|skoðað=2022|mánuðurskoðað=17. mars 2023|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref> Þann 21. september tilkynnti Pútín að gripið yrði til takmarkaðrar herkvaðningar til þess að halda hernaðinum í Úkraínu áfram. Gripið var til þessa úrræðis samhliða því sem Úkraínumenn höfðu endurheimt mikið landsvæði af Rússum í gagnsókn í [[Kharkívfylki]] í austurhluta landsins. Á sama tíma hafði verið tilkynnt að leppstjórnir Rússa í Donetsk, Lúhansk, [[Khersonfylki|Kherson]] og [[Zaporízjzja-fylki|Zaporízjzja]] myndu halda atkvæðagreiðslur um það að gerast hluti af Rússneska sambandsríkinu líkt og hafði verið gert á Krímskaga árið 2014.<ref>{{Vefheimild|titill=Pútín svarar með her­kvaðningu og blæs til stór­sóknar í Úkraínu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/allt-ad-300-thusund-hermenn-verda-sendir-til-ukrainu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=21. september|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=21. september|höfundur=Einar Þór Sigurðsson|safnslóð=https://web.archive.org/web/20230324222646/https://www.frettabladid.is/frettir/allt-ad-300-thusund-hermenn-verda-sendir-til-ukrainu/|safndags=24. mars 2024}}</ref> Leppstjórnir Rússa á hernámssvæðum þeirra í Donetsk, Lúhansk, Kherson og Zaporízjzja hófu atkvæðagreiðslur um að gerast hluti af Rússlandi þann 23. september.<ref>{{Vefheimild|titill=Atkvæðagreiðsla um innlimun hafin í fjórum héruðum|url=https://www.ruv.is/frett/2022/09/23/atkvaedagreidsla-um-innlimun-hafin-i-fjorum-herudum|útgefandi=[[RÚV]]|dags=23. september 2022|skoðað=27. september 2022|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref> Fjórum dögum síðar tilkynntu héraðsstjórnir á hernumdu svæðunum í Lúhansk og suðurhlutum Kherson og Zaporízjzja að yfirgnæfandi meirihlutar kjósenda hefðu samþykkt að héruðin skyldu sameinast Rússlandi.<ref>{{Vefheimild|titill=Segja innlimun samþykkta með yfirgnæfandi stuðningi|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/09/27/segja_innlimun_samthykkta_med_yfirgnaefandi_studnin/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=27. september 2022|skoðað=27. september 2022}}</ref> Ýmsir erlendir þjóðarleiðtogar fordæmdu atkvæðagreiðslurnar og sögðu niðurstöður þeirra hafa verið ákveðnar fyrirfram. [[Volodymyr Zelenskyj]] Úkraínuforseti sagði þær markleysu og að þær myndu engu breyta um þær fyrirætlanir Úkraínumanna að endurheimta héruðin.<ref>{{Vefheimild|titill=Þakkar þjóðarleiðtogum fyrir fordæmingu atkvæðagreiðslu|url=https://www.ruv.is/frett/2022/09/21/thakkar-thjodarleidtogum-fyrir-fordaemingu-atkvaedagreidslu|útgefandi=[[RÚV]]|dags=21. september 2022|skoðað=27. september 2022|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref> Pútín tilkynnti formlega innlimun héraðanna fjögurra í Rússland þann 30. september 2022 á stórviðburði á [[Rauða torgið|Rauða torginu]] í Moskvu. Þegar Pútín tilkynnti þetta stjórnuðu Rússar engu af héruðunum fjórum í heild sinni.<ref>{{Vefheimild|titill=Bölsótaðist út í Vesturlönd|url=https://www.visir.is/g/20222318081d/bolsotadist-ut-i-vesturlond|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|dags=30. september 2022|skoðað=30. september 2022|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref> ===Forseti (2024–)=== Pútín var kjörinn til fimmta kjörtímabils síns sem forseti í forsetakosningum í mars árið 2024. Samkvæmt opinberum tölum hlaut hann um 88 prósent greiddra atkvæða.<ref>{{Vefheimild |titill=Pútín fagnar sigri |dags=17. mars 2024| skoðað-dags = 21. mars 2024|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|url=https://www.visir.is/g/20242544148d/putin-fagnar-sigri|höfundur=Jón Þór Stefánsson}}</ref> Þann 22. mars 2024 var framin [[Hryðjuverkaárásin á Crocus City Hall|hryðjuverkaárás í tónleikahöllinni Crocus City Hall]] á útjaðri Moskvu þar sem að minnsta kosti 137 manns létust.<ref>{{Vefheimild|titill=ISIS lýsir yfir á­byrgð á á­rásinni í Moskvu |url=https://www.visir.is/g/20242547140d/isis-lysir-yfir-a-byrgd-a-a-rasinni-i-moskvu|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags=22. mars 2024|skoðað=26. mars 2024|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref> Hryðjuverkasamtökin [[ISIS-K]], undirsamtök [[Íslamska ríkið|Íslamska ríkisins]], lýstu yfir ábyrgð á árásinni og birtu myndbönd af vettvangi hennar á fréttaveitu sinni.<ref>{{Vefheimild|titill=ISIS birtir hryllingsmyndbönd af á­rásinni|url=https://www.visir.is/g/20242547656d/isis-birtir-hryllingsmyndbond-af-arasinni|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags=24. mars 2024|skoðað=26. mars 2024|höfundur=Ólafur Björn Sverrisson}}</ref> Þrátt fyrir að Íslamska ríkið hafi lýst ábyrgð á hendur sér hefur stjórn Pútíns bendlað Úkraínu við hryðjuverkið. Þann 25. mars sagði Pútín íslamska öfgamenn hafa framið árásina en endurtók staðhæfingar um að þeir hefðu átt í tengslum við Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|titill=Pútin viðurkennir aðild íslamskra öfgamanna að hryðjuverkinu|url=https://vardberg.is/frettir/putin-vidurkennir-adild-islamskra-ofgamanna-ad-hrydjuverkinu/|útgefandi=[[Varðberg]]|dags=25. mars 2024|skoðað=25. mars 2024}}</ref> ==Ímynd og orðspor Pútíns== [[Mynd:Vladimir Putin beefcake-2.jpg|thumb|right|Vladímír Pútín í fríi árið 2007]] Pútín hefur notið mikilla vinsælda meðal rússneskrar alþýðu nánast frá því að hann tók við embætti.<ref>{{Vefheimild |titill=Maður eins og Pútín| dags = 27. ágúst 2002|mánuðurskoðað=9. september|árskoðað= 2018|útgefandi=[[mbl.is]]|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/684613/}}</ref> Í skoðanakönnunum hefur Pútín oftast mælst með stuðning yfir 60% Rússa og hæst hefur stuðningur við hann mælst um tæp 90%.<ref name=vísindavefur/> Aðdáendur Pútíns þakka honum fyrir að koma á efnahagslegum stöðugleika eftir fjármálakreppu tíunda áratugarins og fyrir að gera Rússland að marktæku alþjóðaveldi á ný eftir tímabil auðmýkingar sem fylgdi í kjölfar hruns Sovétríkjanna.<ref name=stundin/> Pútín hefur verið duglegur að rækta karlmennskuímynd sína og hefur sett á svið ýmsa gjörninga til þess að viðhalda henni. Meðal annars hefur hann „fyrir tilviljun“ fundið gríska forngripi frá sjöttu öld er hann stakk sér til köfunarsunds í Svartahafi og haldið aftur af hlébarða í dýragarði sem ætlaði að ráðast á fréttamenn. Hann hefur nokkrum sinnum birt myndir af sér berum að ofan í fríi úti í náttúrunni í Síberíu.<ref>{{Vefheimild |titill=Fimm skrýtnir gerningar Vladimír Pútíns og hálfguðshugmyndin | dags = 18. desember 2014|mánuðurskoðað=9. september|árskoðað= 2018|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|url=https://kjarninn.is/greinasafn/fimm-skrytnir-gerningar-vladimir-putins-og-halfgudshugmyndin/}}</ref> Pútín er þaulsætnasti leiðtogi Rússa frá tímum [[Jósef Stalín|Stalíns]]. Á stjórnartíð hans hefur þróun í átt að lýðræði í Rússlandi sem hófst á tíunda áratugnum eftir [[fall Sovétríkjanna]] að mestu leyti verið snúið við. Vegna skorts á frjálsum kosningum, fjölmiðlafrelsi og virkri stjórnarandstöðu í Rússlandi hefur í síauknum mæli verið litið á Pútín sem [[einræðisherra]] á síðari árum.<ref>{{Tímarit.is|5755026|Áhrifamenn okkar tíma|blað=[[Orðlaus]]|útgáfudagsetning=1. apríl 2005|blaðsíða=32}}</ref><ref>{{Vefheimild |titill=Pútín er dæmigerður einræðisherra í útrás| dags = 18. desember 2014| skoðað-dags = 24. mars 2022|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|url=https://www.visir.is/g/2014279399d|höfundur=Heimir Már Pétursson}}</ref><ref>{{Vefheimild |titill=Kallar Pútín einræðisherra| dags = 24. febrúar 2022| skoðað-dags = 24. mars 2022|útgefandi=[[mbl.is]]|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/02/24/kallar_putin_einraedisherra/}}</ref><ref>{{Vefheimild |titill=Segir Pútín einangraðan, rússneskan einræðisherra|mánuður=2. mars |ár=2022| skoðað-dags = 24. mars 2022|útgefandi=[[RÚV]]|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/02/segir-putin-einangradan-russneskan-einraedisherra|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> ==Eignir Pútíns== Vladímír Pútín er talinn með auðugustu mönnum heims. Samkvæmt úttekt Samtaka rannsóknarblaðamanna [[OCCRP]] og tímaritsins ''[[Forbes]]'' frá árinu 2017 nema auðæfi Pútíns og nánustu bandamanna hans um 24 milljörðum Bandaríkjadala, eða rúmum 2.500 milljörðum íslenskra króna. Mestöll þessi auðæfi eru formlega skráð á fólk í innra hring Pútíns, meðal annars vini, ættingja og pólitíska bandamenn hans.<ref>{{Vefheimild |titill=Gríðarleg auðæfi Pútíns og klíku hans|mánuður=1. nóvember|ár=2017| skoðað-dags = 24. mars 2022|útgefandi=[[RÚV]]|url=https://www.ruv.is/frett/gridarleg-audaefi-putins-og-kliku-hans|höfundur=Pálmi Jónasson}}</ref> Margir af nánustu bandamönnum Pútíns voru nefndir sem eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum í [[Panamaskjölin|Panamaskjölunum]] árið 2016.<ref>{{Vefheimild |titill=Í landi þar sem spilling er daglegt brauð| dags = 24. apríl 2016| skoðað-dags = 24. mars 2022|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|url=https://kjarninn.is/skyring/2016-04-24-i-landi-thar-sem-spilling-er-daglegt-braud/|höfundur=Ómar Þorgeirsson}}</ref> Gjarnan er fjallað um olígarka í innsta hring Pútíns, sem efnast hafa á tengslum sínum við forsetann, sem „pyngjur Pútíns.“<ref>{{Vefheimild |titill=„Pyngja Pútíns“ sett á ís og farið á eftir vinum forsetans| dags = 19. mars 2022| skoðað-dags = 24. mars 2022|útgefandi=''[[Stundin]]''|url=https://stundin.is/grein/14887/veski-putins-sett-a-is-og-farid-a-eftir-vinum-forsetans/|höfundur=Aðalsteinn Kjartansson}}</ref> ==Fjölskylduhagir== Vladímír Pútín kvæntist [[Ljúdmíla Pútína|Ljúdmílu Skrjebevnu]] árið 1983. Hún er fædd árið 1958 og ólst upp í [[Kalíníngrad]]. Hún flutti ásamt eiginmanni sínum til Þýskalands á níunda áratugnum og þar eignuðust þau tvær dætur, Maríu árið 1985 og Jekaterínu árið 1986. Eftir að Pútín komst til valda hélt hann fjölskyldu sinni úr sviðsljósinu og eiginkona hans og dætur birtust afar sjaldan með honum opinberlega. Þar sem Ljúdmíla sást sjaldan með Pútín voru orðrómar lengi á kreiki að þau væru aðeins hjón að nafninu til. Árið 2013 tilkynnti Pútín formlega að þau Ljúdmíla hefðu gengið frá skilnaði sínum.<ref>{{Vefheimild|titill=Húsbóndinn í Kreml|mánuður=6. mars|ár=2022| skoðað-dags = 18. apríl 2022|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|url=https://kjarninn.is/skyring/husbondinn-i-kreml/|höfundur=Borgþór Arngrímsson}}</ref> Auk Maríu og Jekaterínu er talið að Pútín eigi eina laundóttur, Lúízu Rozovu Krívonogíkh, sem fædd er árið 2003. Móðir hennar er milljarðamæringurinn Svetlana Krívonogíkh, sem bæði rússneskir og vestrænir fjölmiðlar hafa fullyrt að sé ástkona Pútíns.<ref>{{Vefheimild|titill=Þetta eru dætur Pútíns|mánuður=7. apríl|ár=2022| skoðað-dags = 18. apríl 2022|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|url=https://www.frettabladid.is/frettir/thetta-eru-daetur-putins/|höfundur=Jón Þór Stefánsson|safnslóð=https://web.archive.org/web/20220408175717/https://www.frettabladid.is/frettir/thetta-eru-daetur-putins/|safndags=8. apríl 2022}}</ref> ==Heimildir== * {{Cite book|author=[[Catherine Belton]]|title=Menn Pútíns: Hvernig KGB tók völdin í Rússlandi og bauð síðan Vesturlöndum byrginn|publisher=[[Ugla útgáfa]]|year=2022|place=Reykjavík|isbn=9789935217455|translator=Elínu Guðmundsdóttur|translator-link=Elín Guðmundsdóttir}} ==Tilvísanir== {{reflist}} {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | titill = [[Forsætisráðherra Rússlands]] | frá = [[15. ágúst]] [[1999]] | til = [[7. maí]] [[2000]] | fyrir = [[Sergej Stepashín]] | eftir = [[Míkhaíl Kasjanov]] }} {{Erfðatafla | titill = [[Forseti Rússlands]] | frá = [[31. desember]] [[1999]] | til = [[7. maí]] [[2008]] | fyrir = [[Borís Jeltsín]] | eftir = [[Dmítríj Medvedev]] }} {{Erfðatafla | titill = [[Forsætisráðherra Rússlands]] | frá = [[8. maí]] [[2008]] | til = [[7. maí]] [[2012]] | fyrir = [[Víktor Zúbkov]] | eftir = Dmítríj Medvedev }} {{Erfðatafla | titill = [[Forseti Rússlands]] | frá = [[7. maí]] [[2012]] | til = | fyrir = Dmítríj Medvedev | eftir = Enn í embætti }} {{Töfluendir}} {{Forsetar Rússlands}} {{DEFAULTSORT:Pútín, Vladímír}} [[Flokkur:Forsetar Rússlands]] [[Flokkur:Forsætisráðherrar Rússlands]] [[Flokkur:Fólk fætt árið 1952]] [[Flokkur:Starfsmenn FSB]] [[Flokkur:Starfsmenn KGB]] bg9a195dg9h0vw6nv65fo9k5qe0umpq 1953 0 1604 1921092 1905948 2025-06-22T16:24:35Z Berserkur 10188 /* Á Íslandi */ 1921092 wikitext text/x-wiki {{Ár| [[1950]]|[[1951]]|[[1952]]|[[1953]]|[[1954]]|[[1955]]|[[1956]]| [[1941–1950]]|[[1951–1960]]|[[1961–1970]]| [[19. öldin]]|[[20. öldin]]|[[21. öldin]]| }} Árið '''1953''' ('''MCMLIII''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) == Á Íslandi == * [[2. mars]] - 2 fórust í [[snjóflóð]]i í Svarfaðardal. * [[8. mars]] - [[Lúðrasveit verkalýðsins]] var stofnuð. * [[15. mars]] - ** [[Þjóðvarnarflokkur Íslands]] var stofnaður. ** [[Bókasafn Kópavogs]] hóf starfsemi. * [[6. maí]] - Sönglagið Fylgd eftir [[Sigursveinn D. Kristinsson|Sigursvein D. Kristinsson]] við ljóð [[Guðmundur Böðvarsson|Guðmundar Böðvarssonar]] var frumflutt á stofnþingi [[Andspyrnuhreyfing gegn her í landi|Andspyrnuhreyfingarinnar gegn her í landi]]. * [[28. júní]] - [[Alþingiskosningar 1953|Alþingiskosningar]] haldnar. [[Lýðveldisflokkurinn]], klofningur úr Sjálfstæðisflokknum bauð fram. * [[14. nóvember]] - [[Blóðbankinn]] var stofnaður á Barónstíg. * [[16. nóvember]] - [[Edduslysið]]: Fimm létust við Grundarfjörð þegar vélskipið Edda frá Hafnarfirði lenti í óveðri. <ref>[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-11-16-70-ar-lidin-fra-edduslysinu-397337 70 ár frá Edduslysinu] Rúv.is</ref> * [[23. nóvember]] - [[Félag íslenskra teiknara]] var stofnað. * [[29. nóvember]] - [[Samtök herskálabúa]] voru stofnuð, þ.e. fólk sem bjó í braggahverfum. ===Ódagsett=== * [[Hallargarðurinn]] var hannaður í miðborg Reykjavíkur. * [[Neytendasamtökin]] voru stofnuð. * [[Írafossstöð]]varvirkjun var sett í gang. * Tímaritið [[Blanda (tímarit)|Blanda]] hætti útgáfu. * Fjarskiptamöstrin við [[Loftskeytastöðin á Melunum|Loftskeytastöðina á Melunum]] voru rifin. === Fædd === * [[6. janúar]] - [[Vilhjálmur Árnason]], heimspekingur og prófessor við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]]. * [[19. febrúar]] - [[Hannes Hólmsteinn Gissurarson]], prófessor við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]]. * [[6. apríl]] - [[Þórdís Anna Kristjánsdóttir]], körfuknattleikskona og formaður KKÍ * [[12. júní]] - [[Árni Steinar Jóhannsson]], íslenskur garðyrkjufræðingur og stjórnmálamaður (d. [[2015]]). * [[19. júní]] - [[Össur Skarphéðinsson]], stjórnmálamaður * [[15. ágúst]] - [[Vigdís Grímsdóttir]], rithöfundur * [[27. ágúst]] - [[Kristinn Ágúst Friðfinnsson]], prestur og [[Sáttamiðlun|sáttamiðlari]] hjá [[Íslenska þjóðkirkjan|Þjóðkirkjunni]]. * [[28. október]] - [[Þórólfur Guðnason]], barna- og sóttvarnarlæknir * [[14. nóvember]] - [[Þorsteinn B. Sæmundsson]], stjórnmálamaður === Dáin === * [[9. október]] - [[Ingibjörg Benediktsdóttir]], skáldkona (f. [[1885]]). == Erlendis == * [[14. janúar]] - [[Josip Broz Tito]] var kosinn forseti Júgóslavíu. * [[20. janúar]] - [[Dwight D. Eisenhower]] varð forseti Bandaríkjanna. * [[5. febrúar]] - Kvikmyndin ''[[Pétur Pan (kvikmynd frá 1953)|Pétur Pan]]'' var frumsýnd. * [[13. febrúar]] - [[Christine Jorgensen]] varð fyrsta manneskjan sem fór í kynleiðréttingaraðgerð. * [[22. febrúar]] - [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1953]] hófst. * [[28. febrúar]] - [[James Watson]] og [[Francis Crick]], vísindamenn við Cambridge tilkynntu um uppgötvun byggingu [[DNA]]. * [[5. mars]] - [[Jósef Stalín]] lést af völdum heilablóðfalls sem hann fékk nokkrum dögum áður. * [[14. mars]] - [[Níkíta Khrústsjov]] varð aðalritari sovéska kommunistaflokksins. * [[26. mars]] - [[Jonas Salk]] tilkynnti um bóluefni gegn [[mænusótt]]. * [[7. apríl]] - [[Dag Hammarskjöld]] varð [[aðalritari Sameinuðu þjóðanna]]. * [[2. maí]] - [[Hússein Jórdaníukonungur]] var krýndur, 17 ára gamall. * [[29. maí]] - [[Everestfjall]] var fyrst klifið. * [[2. júní]] - [[Elísabet 2. Bretadrottning]] var krýnd. * [[5. júní]] - [[Grænland]] varð hluti af Danmörku sem danskt amt. * [[16. júní|16.]] - [[17. júní]] - [[Uppreisnin í Austur-Þýskalandi 1953|Mótmæli gegn stjórninni í Berlín]] varð blóðug og 55 létu lífið. * [[3. júlí]] - [[Nanga Parbat]], 9. hæsta fjall heims, í Pakistan var fyrst klifið. * [[27. júlí]] - [[Kóreustríðið]] endaði með friðarsamningum. * [[19. ágúst]] - [[Valdaránið í Íran 1953|Valdarán varð í Íran]] með stuðningi Bandaríkjanna og Bretlands. * [[4. september]] - [[Draumsvefn]] var uppgötvaður. * [[22. október]] - [[Laos]] hlaut sjálfstæði frá Frakklandi. * [[5. nóvember]] - [[David Ben-Gurion]] sagði af sér sem forsætisráðherra Ísraels. === Fædd === * [[7. janúar]] - [[Jenis av Rana]], færeyskur stjórnmálamaður. * [[11. febrúar]] - [[Andrew Wiles]], breskur stærðfræðingur. * [[14. febrúar]] - [[Hans Krankl]], austurriskur knattspyrnumaður. * [[28. febrúar]] - [[Paul Krugman]], bandarískur hagfræðingur. * [[12. mars]] - [[Ron Jeremy]], bandarískur klámmyndaleikari. * [[11. apríl]] - [[Andrew Wiles]], breskur stærðfræðingur. * [[29. apríl]] - [[Jon Gunnar Jørgensen]], norskur textafræðingur. * [[2. júní]] - [[Cornel West]], bandarískur rithöfundur. * [[15. júní]] - [[Xi Jinping]], forseti Kína. * [[22. júní]] - [[Cyndi Lauper]], bandarísk söngkona. * [[14. september]] - [[Robert Wisdom]], bandarískur leikari. * [[10. október]] - [[Midge Ure]], skoskur tónlistarmaður. === Dáin === * [[5. mars]] - [[Jósef Stalín]], leiðtogi Sovétríkjanna (f. [[1878]]). * [[14. mars]] - [[Klement Gottwald]], forseti Tékkóslóvakíu (f. [[1896]]). * [[16. maí]] - [[Thorvald Krabbe]], danskur landsverkfræðingur (f. [[1876]]). * 16. maí - [[Django Reinhardt]], belgískur tónlistarmaður (f. [[1910]]). * [[28. september]] - [[Edwin Hubble]], bandarískur stjörnufræðingur (f. [[1889]]). * [[6. október]] - [[Vera Múkhína]], sovéskur myndhöggvari (f. [[1889]]). * [[12. október]] - [[Hjalmar Hammarskjöld]], fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar (f. [[1862]]). * [[8. nóvember]] - [[Ívan Búnín]], rússneskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. [[1870]]). * [[9. nóvember]] - [[Ibn Sád]], fyrsti konungur Sádi-Arabíu (f. [[1876]]). * [[27. nóvember]] - [[Eugene O'Neill]], bandarískt leikritaskáld og Nóbelsverðlaunahafi (f. [[1888]]). * [[23. desember]] - [[Lavrentíj Bería]], sovéskur stjórnmálamaður (f. [[1899]]). == [[Nóbelsverðlaunin]] == * [[Nóbelsverðlaun í eðlisfræði|Eðlisfræði]] - [[Frits Zernike]] * [[Nóbelsverðlaun í efnafræði|Efnafræði]] - [[Hermann Staudinger]] * [[Nóbelsverðlaun í læknisfræði|Læknisfræði]] - [[Hans Adolf Krebs]], [[Fritz Albert Lipmann]] * [[Nóbelsverðlaun í bókmenntum|Bókmenntir]] - [[Winston Churchill|Sir Winston Leonard Spencer Churchill]] * [[Friðarverðlaun Nóbels|Friðarverðlaun]] - [[George Catlett Marshall]] ==Tilvísanir== [[Flokkur:1953]] h8otj8rg4g9b208ypbwoswkih8698iw Nine Inch Nails 0 3221 1921077 1830953 2025-06-22T13:31:58Z Berserkur 10188 1921077 wikitext text/x-wiki {{Tónlistarfólk | heiti = Nine Inch Nails | mynd = NIN @ Aragon, Chicago 10 25 2018 (46252620014).jpg | mynd_texti = [[Atticus Ross]] (vinstri) og [[Trent Reznor]] (hægri) {{nowrap|árið 2018}} | mynd_langsnið = yes | uppruni = [[Cleveland (Ohio)|Cleveland]], [[Ohio]], [[Bandaríkin|BNA]] | stefna = {{flatlist| * [[Iðnaðarrokk]] * [[Iðnaðartónlist|iðnaðar]] * [[jaðarrokk]] * [[rafrokk]] * [[iðnaðarmetall]] * [[hughrifatónlist|hughrifa]] }} | ár = 1988–núverandi | útgefandi = {{flatlist| * [[Nothing Records|Nothing]] * [[TVT Records|TVT]] * [[Interscope Records|Interscope]] * [[Columbia Records|Columbia]] * [[Capitol Records|Capitol]] * The Null Corporation }} | vefsíða = {{URL|https://nin.com}} | meðlimir = {{plainlist| * [[Trent Reznor]] * [[Atticus Ross]] }}}} '''Nine Inch Nails''' (eða '''NIN''' eins og nafnið er stytt; stílað '''NIИ''') er [[bandaríkin|bandarísk]] rokkhljómsveit sem spilar [[iðnaðartónlist]] en einnig róleg lög sem einkennast oft af [[píanó]]leik. Hún var stofnuð árið 1988 í [[Cleveland (Ohio)|Cleveland]] í [[Ohio]] af [[Trent Reznor]]. Textar sveitarinnar einkennast oft af [[sjálfshatur|sjálfshatri]] og vonleysi, frá og með breiðskífunni ''The Fragile'' hefur þó færst meiri von í textana og tónlistina en sú útgáfa endurspeglaði langa baráttu Reznors við [[geðhvörf]] og [[þunglyndi]]. ==Útgefið efni== * ''Pretty Hate Machine'' (1989) * ''Broken – EP'' (1992) * ''The Downward Spiral'' (1994) * ''The Fragile'' (1999) * ''With Teeth'' (2005) * ''Year Zero'' (2007) * ''Ghosts I–IV'' (2008) * ''The Slip'' (2008) * ''Hesitation Marks'' (2013) * ''Not the Actual Events – EP'' (2016) * ''Add Violence – EP'' (2017) * ''Bad Witch'' (2018) * ''Ghosts V: Together'' (2020) * ''Ghosts VI: Locusts'' (2020) == Tenglar == {{commons|Nine Inch Nails|Nine Inch Nails}} * {{Opinber vefsíða}} * [http://www.theninhotline.net/news/index.php Fréttasíða sem sérhæfir sig í hljómsveitinni] * [http://www.rexer.com/nin/ Lagatextar] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20050212024047/http://www.rexer.com/nin/ |date=2005-02-12 }} {{s|1988}} [[Flokkur:Bandarískar rokkhljómsveitir]] [[Flokkur:Bandarískar þungarokkshljómsveitir]] 1dcohhilp7r68bxii4dvvfnrgg8tvnx National Basketball Association 0 6455 1921210 1909623 2025-06-23T11:26:22Z Berserkur 10188 1921210 wikitext text/x-wiki {{Íþróttadeild |nafn=National Basketball Association |mynd = [[Mynd:National Basketball Association logo.svg|105px]] |Íþrótt=[[Körfubolti]] |Stofnuð=[[1946]] (sem BAA)<br>[[1949]] (sem NBA) |Fjöldi liða=30 |Land=[[Mynd:Flag of the United States.svg|21px]] [[Bandaríkin]] [[Mynd:Flag of Canada.svg|21px]] [[Kanada]] |Meistarar=[[Oklahoma City Thunder]] (2. titill) |Sigursælast= [[Boston Celtics]] (18 titlar) |Heimasíða=[http://www.nba.com/ www.NBA.com] }} '''National Basketball Association''', sem í daglegu tali kallast '''NBA''', er atvinnumannadeild [[Körfuknattleikur|körfuknattleik]] í Bandaríkjunum sem samanstendur af 30 liðum. Deildin byrjar í október og er til apríl. Frá miðjum apríl til byrjun júní er úrslitakeppni og úrslit. Deildin stendur einnig fyrir [[Bikarkeppni NBA]], sem fyrst var spiluð árið 2023.<ref>{{Cite web|url=https://www.nba.com/news/nba-cup-101|title=Emirates NBA Cup: Everything you need to know|website=NBA.com|language=en|access-date=2025-01-29}}</ref> == Saga == Deildin varð til árið 1949 þegar [[Basketball Association of America]] og [[National Basketball League (Bandaríkin)|National Basketball League]] sameinuðust til að stofna nýja deild sem myndi bera heitið National Basketball Association.<ref>{{cite news |author1=Glenn Gaff |title=Cage peace: Form 18-team league |url=https://www.newspapers.com/article/star-tribune-cage-peace-form-18-team-le/149924180/ |access-date=23 June 2024 |work=[[Star Tribune]] |date=4 August 1949 |page=20 |via=[[Newspapers.com]]}}{{open access}}</ref><ref>{{cite news |title=Pro hoop war comes to end |url=https://www.newspapers.com/article/the-spokesman-review-pro-hoop-war-comes/149924952/ |access-date=23 June 2024 |work=[[The Spokesman-Review]] |agency=[[Associated Press]] |date=4 August 1949 |page=13 |via=[[Newspapers.com]]}}{{open access}}</ref> Nokkrum árum seinna fór NBA deildin að telja sögu BAA sem sína eigin og telur því meistara þeirra meðal sinna.<ref>{{cite web |title=NBA's bogus birthday sweeps Syracuse's contributions under the confetti (Editorial Board Opinion, Video) |url=https://www.syracuse.com/opinion/2021/11/nbas-bogus-birthday-sweeps-syracuses-contributions-under-the-confetti-editorial-board-opinion-video.html |website=syracuse |access-date=December 30, 2021 |date=November 28, 2021}}</ref><ref>{{cite news|url=https://www.washingtonpost.com/sports/2022/01/21/nba-history-nbl-baa/|title=How the NBA’s 75th anniversary sweeps away its early history|author1=Curtis Harris|date=21 January 2022|work=[[The Washington Post]]|access-date=23 June 2024}}</ref> Árið 1976 sameinaðist [[American Basketball Association]] (ABA) við NBA og gengu fjögur ABA lið við það inn í deildina; [[Brooklyn Nets|New York Nets]], [[Denver Nuggets]], [[Indiana Pacers]] og [[San Antonio Spurs]].<ref>{{Cite web|url=https://www.si.com/nba/nets/news/this-day-in-history-aba-new-york-nets-merge-to-nba-01j0k9322xzm|title=This Day in History: ABA Nets Merge to NBA|date=2024-06-17|website=Brooklyn Nets On SI|language=en-US|access-date=2025-01-29}}</ref> [[Pétur Guðmundsson]] var fyrsti Íslendingurinn til að leika í NBA þegar hann gekk til liðs við [[Portland Trail Blazers]] árið 1981. Hann lék seinna með [[Los Angeles Lakers]] og [[San Antonio Spurs]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20151201382d/asgeir-og-petur-teknir-inn-i-heidursholl-isi|title=Ásgeir og Pétur teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ - Vísir|last=Jónsson|first=Óskar Ófeigur|date=2015-03-01|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-27}}</ref> == Lið == Í NBA-deildinni leika nú 30 lið, þar af 29 staðsett í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og eitt í [[Kanada]]. [[Boston Celtics]] er sigursælasta lið deildarinnar en það hefur unnið meistaratitilinn 18 sinnum.<ref>{{Cite web|url=https://www.nba.com/news/most-championships-nba-history|title=Which NBA teams have the most championships?|website=NBA.com|language=en|access-date=2025-01-29}}</ref> [[Oklahoma City Thunder]] lék gegn [[Indiana Pacers]] í úrslitunum árið 2025 og vann Oklahoma sinn 2. titil. ===Nýliðaval=== [[Nýliðaval NBA]] fer fram árlega í deildinni. Lið fá valrétt út frá ákveðnum viðmiðum og geta þau selt valréttinn öðrum liðum. === Austurdeildin === {| class="wikitable" | bgcolor="#FF0000" align="center" colspan="6"|'''<font style="color:#ffffff;">[[Austurdeildin (NBA)|Austurdeildin]]</font>''' |- ! width=25|Riðill ! width=160|Lið ! width=160|Borg, Fylki ! width=150|Heimavöllur ! width=20|Stofnað |- ! rowspan="5" | [[Atlantshafsriðill (NBA)|Atlantshafs]] | ''[[Boston Celtics]]'' | [[Boston]], [[Massachusetts]] | [[TD Garden]] | 1946 |- | ''[[Brooklyn Nets]]'' | [[Brooklyn]], [[New York-fylki|New York]] | [[Barclays Center]] | 1967 |- | ''[[New York Knicks]]'' | [[New York City|New York]], [[New York-fylki|New York]] | [[Madison Square Garden]] | 1946 |- | ''[[Philadelphia 76ers]]'' | [[Philadelphia]], [[Pennsylvania]] | [[Wells Fargo Center]] | 1939 |- | ''[[Toronto Raptors]]'' | [[Toronto]], [[Ontario]], [[Kanada]] | [[Scotiabank Arena]] | 1995 |- ! rowspan="5" | [[Miðjuriðill (NBA)|Miðju]] | ''[[Chicago Bulls]]'' | [[Chicago]], [[Illinois]] | [[United Center]] | 1966 |- | ''[[Cleveland Cavaliers]] '' | [[Cleveland, Ohio|Cleveland]], [[Ohio]] | [[Rocket Mortgage FieldHouse]] | 1970 |- |''[[Detroit Pistons]]'' |[[Detroit]], [[Michigan]] | [[Little Caesars Arena]] | 1941 |- | ''[[Indiana Pacers]]'' | [[Indianapolis]], [[Indiana (fylki)|Indiana]] | [[Bankers Life Fieldhouse]] | 1967 |- | ''[[Milwaukee Bucks]]'' | [[Milwaukee]], [[Wisconsin]] | [[Fiserv Forum]] | 1968 |- ! rowspan="5" | [[Suðausturriðill (NBA)|Suðaustur]] | ''[[Atlanta Hawks]]'' | [[Atlanta]], [[Georgía]] | [[State Farm Arena]] | 1946 |- | ''[[Charlotte Hornets]]'' | [[Charlotte (Norður-Karólína)|Charlotte]], [[Norður-Karólína]] | [[Spectrum Center]] | 2004 |- | ''[[Miami Heat]]'' | [[Miami]], [[Flórída]] | [[American Airlines Arena]] | 1988 |- | ''[[Orlando Magic]]'' | [[Orlando]], [[Flórída]] | [[Amway Center]] | 1989 |- | ''[[Washington Wizards]]'' | [[Washington (borg)|Washington]] | [[Capital One Arena]] | 1961 |} === Vesturdeildin === {| class="wikitable" | bgcolor="#0000FF" align="center" colspan="6"|''<font style="color:#ffffff;">[[Vesturdeildin (NBA)|Vesturdeildin]]</font>'' |- ! width=25|Riðill ! width=160|Lið ! width=160|Borg, Fylki ! width=150|Heimavöllur ! width=20|Stofnað |- ! rowspan="5" | [[Suðvesturriðill (NBA)|Suðvestur]] | ''[[San Antonio Spurs]]'' | [[San Antonio]], [[Texas]] | [[AT&T Center]] | 1967 |- | ''[[Houston Rockets]]'' | [[Houston]], [[Texas]] | [[Toyota Center (Houston)|Toyota Center]] | 1967 |- | ''[[Memphis Grizzlies]]'' | [[Memphis]], [[Tennessee]] | [[FedExForum]] | 1995 |- | ''[[New Orleans Pelicans]]'' | [[New Orleans]], [[Louisiana]] | [[Smoothie King Center]] | 1988 |- | ''[[Dallas Mavericks]]'' | [[Dallas]], [[Texas]] | [[American Airlines Center]] | 1980 |- ! rowspan="5" | [[Norðvesturdeild (NBA)|Norðvestur]] | ''[[Denver Nuggets]]'' | [[Denver]], [[Colorado]] | [[Pepsi Center]] | 1967 |- | ''[[Minnesota Timberwolves]]'' | [[Minneapolis]], [[Minnesota]] | [[Target Center]] | 1989 |- | ''[[Oklahoma City Thunder]]'' | [[Oklahoma City]], [[Oklahoma]] | [[Chesapeake Energy Arena]] | 1967 |- | ''[[Portland Trail Blazers]]'' | [[Portland (Oregon)|Portland]], [[Oregon]] | [[Moda Center]] | 1970 |- | ''[[Utah Jazz]]'' | [[Salt Lake City]], [[Utah]] | [[Vivint Arena]] | 1974 |- ! rowspan="5" | [[Kyrrahafsriðill (NBA)|Kyrrahafs]] | ''[[Golden State Warriors]]'' | [[San Francisco]], [[Kalifornía]] | [[Chase Center]] | 1946 |- | ''[[Los Angeles Clippers]]'' | [[Los Angeles]], [[Kalifornía]] | [[Crypto.com Arena]] | 1970 |- | ''[[Los Angeles Lakers]]'' | [[Los Angeles]], [[Kalifornía]] | [[Crypto.com Arena]] | 1946 |- | ''[[Phoenix Suns]]'' | [[Phoenix]], [[Arisóna]] | [[PHX Arena]] | 1968 |- | ''[[Sacramento Kings]]'' | [[Sacramento]], [[Kalifornía]] | [[Golden 1 Center]] | 1923 |} === Titlar === {| class="wikitable" |- !width=80|Lið !width=20|Titlar !width=250|Ár Meistaratitils |- | [[Boston Celtics]] || 18 || 1957, 1959, 1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1965, 1966, 1968, 1969, 1974, 1976, 1981, 1984, 1986, 2008, 2024 |- | [[Los Angeles Lakers|Minneapolis/Los Angeles Lakers]] || 17 || 1949<sup>1</sup>, 1950, 1952, 1953, 1954, 1972, 1980, 1982, 1985, 1987, 1988, 2000, 2001, 2002, 2009, 2010, 2020 |- | [[Golden State Warriors|Philadelphia/Golden State Warriors]] || 7|| 1947<sup>1</sup>, 1956, 1975, 2015, 2017, 2018, 2022 |- | [[Chicago Bulls]] || 6 || 1991, 1992, 1993, 1996, 1997, 1998 |- | [[San Antonio Spurs]] || 5 || 1999, 2003, 2005, 2007, 2014 |- | [[Miami Heat]] || 3 || 2006, 2012, 2013 |- | [[Philadelphia 76ers|Syracuse Nationals/Philadelphia 76ers]] || 3 || 1955, 1967, 1983 |- | [[Detroit Pistons]] || 3 || 1989, 1990, 2004 |- | [[New York Knicks]] || 2 || 1970, 1973 |- | [[Houston Rockets]] || 2 || 1994, 1995 |- | [[Milwaukee Bucks]] || 2 || 1971, 2021 |- | [[Denver Nuggets]] || 1 || 2023 |- | [[Baltimore Bullets (1944–1954)|Baltimore Bullets]] || 1 || 1948<sup>1</sup> |- | [[Sacramento Kings|Rochester Royals/Sacramento Kings]] || 1 || 1951 |- | [[Atlanta Hawks|St. Louis/Atlanta Hawks]] || 1 || 1958 |- | [[Portland Trail Blazers]] || 1 || 1977 |- | [[Washington Wizards|Washington Bullets/Wizards]] || 1 || 1978 |- | [[Seattle SuperSonics]]/[[Oklahoma City Thunder]] || 2 || 1979, 2025 |- | [[Dallas Mavericks]] || 1 || 2011 |- | [[Cleveland Cavaliers]] || 1 || 2016 |- | [[Toronto Raptors]] || 1 || 2019 |} <small>''<sup>1</sup> NBA deildin var stofnuð 1949. Meistarartitlarnir 1947-1949 unnust í [[Basketball Association of America]].''</small> ==Tölfræði== ===50 stigahæstu leikmenn frá upphafi=== <small>''Uppfært síðast í nóv.. 2024.''</small> #'''[[LeBron James]]''': 40.777 #[[Kareem Abdul-Jabbar]]: 38.387 #[[Karl Malone]]: 36.928 #[[Kobe Bryant]]: 33.643 #[[Michael Jordan]]: 32.292 #[[Dirk Nowitzki]]: 31.560 #[[Wilt Chamberlain]]: 31.419 #'''[[Kevin Durant]]''': 29.172 #[[Shaquille O'Neal]]: 28.596 #[[Carmelo Anthony]]: 28.289 #[[Moses Malone]]: 27.409 #[[Elvin Hayes]]: 27.313 #[[Hakeem Olajuwon]]: 26.946 #[[Oscar Robertson]]: 26.710 #[[Dominique Wilkins]]: 26.668 #[[Tim Duncan]]: 26.496 #[[Paul Pierce]]: 26.397 #[[John Havlicek]]: 26.395 #'''[[James Harden]]''': 26.186 #[[Kevin Garnett]]: 26.071 #[[Vince Carter]]: 25.728 #[[Alex English]]: 25.613 #'''[[Russell Westbrook]]''': 25.339 #[[Reggie Miller]]: 25.279 #[[Jerry West]]: 25.192 #[[Patrick Ewing]]: 24.815 #[[Ray Allen]]: 24.505 #[[Allen Iverson]]: 24.368 #'''[[Stephen Curry]]''': 23.898 #'''[[DeMar DeRozan]]''': 23.857 #[[Charles Barkley]]: 23.757 #[[Robert Parish]]: 23.334 #[[Adrian Dantley]]: 23.177 #[[Dwyane Wade]]: 23.165 #[[Elgin Baylor]]: 23.149 #'''[[Chris Paul]]''': 22.434 #[[Clyde Drexler]]: 22.195 #[[Gary Payton]]: 21.813 #[[Larry Bird]]: 21.791 #[[Hal Greer]]: 21.586 #'''[[Damian Lillard]]''': 21.429 #[[Walt Bellamy]]: 20.941 #[[Pau Gasol]]: 20.894 #[[Bob Pettit]]: 20.880 #[[David Robinson]]: 20.790 #[[George Gervin]]: 20.708 #[[LaMarcus Aldridge]]: 20.558 #[[Mitch Richmond]]: 20.515 #[[Joe Johnson]]: 20.407 #[[Tom Chambers]]: 20.049 ===Flestar stoðsendingar - Topp 10=== <small>''Uppfært síðast í nóv 2024.''</small> #[[John Stockton]]: 15.809 #[[Jason Kidd]]: 12.091 #'''[[Chris Paul]]''': 12.011 #'''[[LeBron James]]''': 11.129 #[[Steve Nash]]: 10.335 #[[Mark Jackson]]: 10.334 #[[Magic Johnson]]: 10.141 #[[Oscar Robertson]]: 9.887 #'''[[Russell Westbrook]]''': 9.532 #[[Isiah Thomas]]: 9.061 ===Flest fráköst - Top 15=== <small>''Uppfært síðast í nóv. 2022.''</small> #[[Wilt Chamberlain]]: 23.924 #[[Bill Russell]]: 21.620 #[[Kareem Abdul-Jabbar]]: 17.440 #[[Elvin Hayes]]: 16.279 #[[Moses Malone]]: 16.212 #[[Tim Duncan]]: 15.091 #[[Karl Malone]]: 14.968 #[[Robert Parish]]: 14.715 #[[Kevin Garnett]]: 14.662 #[[Dwight Howard]]: 14.627 #[[Nate Thurmond]]: 14.464 #[[Walt Bellamy]]: 14.241 #[[Wes Unseld]]: 13.769 #[[Hakeem Olajuwon]]: 13.748 #[[Shaquille O'Neal]]: 13.099 ===Flestar þriggja stiga körfur=== <small>''Uppfært síðast í nóv 2024.''</small> #'''[[Stephen Curry]]''': 3.788 #'''[[James Harden]]''': 2.977 #[[Ray Allen]]: 2.973 #[[Reggie Miller]]: 2.560 #'''[[Damian Lillard]]''': 2.639 #[[Kyle Korver]]: 2.450 #'''[[Klay Thompson]]''': 2.523 #'''[[LeBron James]]''': 2.441 #[[Vince Carter]]: 2.290 #[[Jason Terry]]: 2.282 #'''[[Paul George]]''': 2.268 #'''[[Kyle Lowry]]''': 2.293 #[[Jamal Crawford]]: 2.221 #[[Paul Pierce]]: 2.143 #'''[[Kevin Durant]]''': 2.055 *<small>'''Feitletrað: Leikmenn sem enn spila'''</small> === Flestir leikir === <small>''Uppfært síðast í nóv 2024.''</small> {| class="wikitable" |- !width=5|Röð !width=80|Leikmaður !width=10|Tímabil !width=20|Leikir |- | 1|| [[Robert Parish]] || 21 || 1.611 |- | 2||[[Kareem Abdul-Jabbar]] || 20 || 1.560 |- | 3||[[Vince Carter]] || 22 || 1.541 |- | 4||[[Dirk Nowitzki]] || 21 || 1.522 |- | 5||'''[[LeBron James]]''' || 21 || 1.505 |- | 6||[[John Stockton]] || 19 || 1.504 |- | 7||[[Karl Malone]] || 19 || 1.476 |- | 8||[[Kevin Garnett]] || 21 || 1.462 |- | 9||[[Kevin Willis]] || 21 || 1.424 |- | 10|| [[Jason Terry]] || 19 || 1.410 |- | 11||[[Tim Duncan]] || 19 || 1.392 |- | 12||[[Jason Kidd]] || 19 || 1.391 |- | 13||[[Reggie Miller]] || 18 || 1.389 |- | 14|| [[Clifford Robinson]] || 18 || 1.380 |- | 15||[[Kobe Bryant]] || 20 || 1.346 |- | 16||[[Paul Pierce]] || 19 || 1.343 |- |} === Flestar þrefaldar tvennur=== *''uppfært í nóv. 2024.'' {| class="wikitable" !colspan=3|Á leiktímabili |- !Númer !Nafn !Þrefaldar tvennur |- |1|| '''[[Russell Westbrook]]''' || 200 |- |2 || [[Oscar Robertson]] ||181 |- |3 || [[Magic Johnson]] || 138 |- |4 || '''[[Nikola Jokic]]''' || 132 |- |5 || '''[[LeBron James]]''' || 117 |- |6 || [[Jason Kidd]] || 107 |- |7 || '''[[James Harden]]''' || 78 |- |7 || [[Wilt Chamberlain]] || 78 |- |8 || '''[[Luka Doncic]]''' || 77 |- |9|| '''[[Domantas Sabonis]]''' || 61 |- |10 || [[Larry Bird]] || 59 |- |11 || '''[[Giannis Antetokounmpo]]''' || 46 |- |12|| [[Fat Lever]] || 43 |- |13 || [[Bob Cousy]] || 33 |- |13|| '''[[Ben Simmons]]''' || 33 |- |14|| [[Rajon Rondo]] || 32 |- |14|| '''[[Draymond Green]]''' || 32 |- |15 || [[John Havlicek]] || 31 |- |16 || [[Grant Hill]] || 29 |- |17|| [[Michael Jordan]] || 28 |- |18 || [[Elgin Baylor]] || 26 |- |19 || [[Clyde Drexler]] || 25 |} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Heimildir == {{commonscat|National Basketball Association}} * {{wpheimild|tungumál= en|titill=National Basketball Association|mánuðurskoðað= 12. feb.|árskoðað= 2019 }} * {{wpheimild|tungumál= en|titill=List of National Basketball Association career scoring leaders|mánuðurskoðað= 12. feb.|árskoðað= 2019 }} * {{wpheimild|tungumál= en|titill=List of National Basketball Association career assists leaders|mánuðurskoðað= 17. jan.|árskoðað= 2021 }} * {{wpheimild|tungumál= en|titill=List of National Basketball Association career rebounding leaders|mánuðurskoðað= 17. jan.|árskoðað= 2021 }} * {{wpheimild|tungumál= en|titill=List of National Basketball Association career 3-point scoring leaders|mánuðurskoðað= 20. jan.|árskoðað= 2021 }} * {{wpheimild|tungumál= en|titill=List of National Basketball Association career games played leaders|mánuðurskoðað= 3. feb.|árskoðað= 2021 }} * {{wpheimild|tungumál= en|titill=List of National Basketball Association career triple-double leaders|mánuðurskoðað= 1. jan.|árskoðað= 2023 }} {{S|1946}} [[Flokkur:Bandarískar körfuknattleiksdeildir]] [[Flokkur:NBA| ]] pn99y9pbvet3x3vw9k96dhn65vlr2jg Harry 0 16991 1921188 1818544 2025-06-23T08:04:40Z 149.126.87.185 1921188 wikitext text/x-wiki {{Íslenskt mannanafn | nafn = Harry | kyn = kk | nefnifall = Harry | þolfall = Harry | þágufall = Harry | eignarfall = Harrys | eiginnöfn = 28 | millinöfn = 23 | dagsetning = júlí 2007 }} '''Harry''' er [[íslenskt karlmannsnafn]]. == Dreifing á Íslandi == {{Þjóðskrártölfræði}} <timeline> ImageSize = width:600 height:320 PlotArea = left:40 right:10 top:40 bottom:40 AlignBars = late DateFormat = yyyy Period = from:1949 till:2008 TimeAxis = orientation:horizontal ScaleMajor = unit:year increment:5 start:1950 Colors = id:canvas value:white id:fyrsta value: rgb(0.1,0.1,0.7) id:seinna value: rgb(1,0.7,0) Backgroundcolors = canvas:canvas TextData = pos:(5,310) textcolor:black fontsize:S text:Fjöldi pos:(550,20) textcolor:black fontsize:S text:Ár pos:(250,310) textcolor:black fontsize:M text:Heildarfjöldi nafngifta fyrir karlmannsnafnið Harry pos:(50,315) textcolor:fyrsta fontsize:S text:fyrsta nafn pos:(50,300) textcolor:seinna fontsize:S text:seinni nöfn BarData = bar:5 text:5 bar:4 text:4 bar:3 text:3 bar:2 text:2 bar:1 text:1 LineData= color:fyrsta width:5 at:1953 frompos:40 tillpos:90 #1 at:1954 frompos:40 tillpos:90 #1 at:1956 frompos:40 tillpos:90 #1 at:1958 frompos:40 tillpos:190 #3 at:1960 frompos:40 tillpos:140 #2 at:1962 frompos:40 tillpos:90 #1 at:1964 frompos:40 tillpos:140 #2 at:1965 frompos:40 tillpos:90 #1 at:1966 frompos:40 tillpos:90 #1 at:1968 frompos:40 tillpos:140 #2 at:1969 frompos:40 tillpos:140 #2 at:1978 frompos:40 tillpos:140 #2 at:1980 frompos:40 tillpos:90 #1 at:1988 frompos:40 tillpos:90 #1 at:1995 frompos:40 tillpos:90 #1 at:2004 frompos:40 tillpos:90 #1 color:seinna width:1 at:1952 frompos:40 tillpos:90 #1 at:1954 frompos:40 tillpos:90 #1 at:1956 frompos:40 tillpos:90 #1 at:1957 frompos:40 tillpos:90 #1 at:1959 frompos:40 tillpos:90 #1 at:1965 frompos:40 tillpos:90 #1 at:1967 frompos:40 tillpos:140 #2 at:1969 frompos:40 tillpos:90 #1 at:1974 frompos:40 tillpos:90 #1 at:1975 frompos:40 tillpos:190 #3 at:1976 frompos:40 tillpos:90 #1 at:1979 frompos:40 tillpos:90 #1 at:1980 frompos:40 tillpos:90 #1 at:1981 frompos:40 tillpos:140 #2 at:1987 frompos:40 tillpos:90 #1 at:1997 frompos:40 tillpos:90 #1 at:1999 frompos:40 tillpos:140 #2 at:2000 frompos:40 tillpos:90 #1 at:2002 frompos:40 tillpos:140 #2 </timeline> <timeline> ImageSize = width:600 height:320 PlotArea = left:40 right:10 top:40 bottom:40 AlignBars = late DateFormat = yyyy Period = from:1949 till:2008 TimeAxis = orientation:horizontal ScaleMajor = unit:year increment:5 start:1950 Colors = id:canvas value:white id:fyrsta value: rgb(0.1,0.1,0.7) id:seinna value: rgb(1,0.7,0) Backgroundcolors = canvas:canvas TextData = pos:(5,310) textcolor:black fontsize:S text:Hlutfall pos:(550,20) textcolor:black fontsize:S text:Ár pos:(250,310) textcolor:black fontsize:M text:Hlutfall nafngifta fyrir karlmannsnafnið Harry pos:(50,315) textcolor:fyrsta fontsize:S text:fyrsta nafn pos:(50,300) textcolor:seinna fontsize:S text:seinni nöfn BarData = bar:5 text:1 % bar:4 text:0.8 % bar:3 text:0.6 % bar:2 text:0.4 % bar:1 text:0.2 % LineData= color:fyrsta width:5 at:1953 frompos:40 tillpos:48 #0.03% at:1954 frompos:40 tillpos:48 #0.03% at:1956 frompos:40 tillpos:48 #0.03% at:1958 frompos:40 tillpos:60 #0.08% at:1960 frompos:40 tillpos:53 #0.05% at:1962 frompos:40 tillpos:48 #0.03% at:1964 frompos:40 tillpos:53 #0.05% at:1965 frompos:40 tillpos:48 #0.03% at:1966 frompos:40 tillpos:48 #0.03% at:1968 frompos:40 tillpos:53 #0.05% at:1969 frompos:40 tillpos:55 #0.06% at:1978 frompos:40 tillpos:53 #0.05% at:1980 frompos:40 tillpos:48 #0.03% at:1988 frompos:40 tillpos:48 #0.03% at:1995 frompos:40 tillpos:48 #0.03% at:2004 frompos:40 tillpos:48 #0.03% color:seinna width:1 at:1952 frompos:40 tillpos:70 #0.12% at:1954 frompos:40 tillpos:65 #0.1% at:1956 frompos:40 tillpos:63 #0.09% at:1957 frompos:40 tillpos:63 #0.09% at:1959 frompos:40 tillpos:60 #0.08% at:1965 frompos:40 tillpos:60 #0.08% at:1967 frompos:40 tillpos:80 #0.16% at:1969 frompos:40 tillpos:60 #0.08% at:1974 frompos:40 tillpos:58 #0.07% at:1975 frompos:40 tillpos:85 #0.18% at:1976 frompos:40 tillpos:55 #0.06% at:1979 frompos:40 tillpos:55 #0.06% at:1980 frompos:40 tillpos:55 #0.06% at:1981 frompos:40 tillpos:68 #0.11% at:1987 frompos:40 tillpos:55 #0.06% at:1997 frompos:40 tillpos:55 #0.06% at:1999 frompos:40 tillpos:68 #0.11% at:2000 frompos:40 tillpos:53 #0.05% at:2002 frompos:40 tillpos:68 #0.11% </timeline> == Þekktir nafnhafar == * [[Harry S. Truman]], fyrrverandi forseti Bandaríkjanna * [[Harry Styles]], breskur tónlistarmaður * [[Harry Bretaprins]] == Heimildir == * {{vefheimild|url=http://www.rettarheimild.is/mannanofn|titill=Mannanafnaskrá|archive-url=https://vefsafn.is/is/20061115051547/http://www.rettarheimild.is/mannanofn|archive-date=15. nóvember 2006|mánuðurskoðað=10. nóvember|árskoðað=2005}} * {{þjóðskrárheimild|nóvember 2005}} [[Flokkur:Íslensk karlmannsnöfn]] 76feh6hzqgv55mp3zkn52qy1dffiu3l Anwar Sadat 0 23555 1921155 1917559 2025-06-23T03:55:51Z TKSnaevarr 53243 1921155 wikitext text/x-wiki {{Forsætisráðherra | nafn = Anwar Sadat | nafn_á_frummáli = {{Nobold|محمد أنور السادات}} | búseta = | mynd = Anwar Sadat cropped.jpg | myndastærð = | myndatexti1 = Sadat árið 1980. | titill= [[Forseti Egyptalands]] | stjórnartíð_start = [[28. september]] [[1970]] | stjórnartíð_end = [[6. október]] [[1981]] | forsætisráðherra = {{Collapsible list|title=Listi|1={{Plainlist| * [[Mahmoud Fawzi]] * [[Aziz Sedki]] * ''Hann sjálfur'' * [[Abd El Aziz Muhammad Hegazi]] * [[Mamdouh Salem]] * [[Mustafa Khalil]] * ''Hann sjálfur'' }} }} | vara_forseti= {{Collapsible list|title = Listi|1={{Plainlist| * [[Ali Sabri]] * [[Mahmoud Fawzi]] * [[Hosni Mubarak]] }} }} | forveri = [[Gamal Abdel Nasser]] | eftirmaður = [[Hosni Mubarak]] | titill2= Forsætisráðherra Egyptalands | stjórnartíð_start2 = [[15. maí]] [[1980]] | stjórnartíð_end2 = [[6. október]] [[1981]] | forseti2 = ''Hann sjálfur'' | forveri2 = [[Mustafa Khalil]] | eftirmaður2 = [[Hosni Mubarak]] | stjórnartíð_start3 = [[26. mars]] [[1973]] | stjórnartíð_end3 = [[26. september]] [[1974]] | forseti3 = ''Hann sjálfur'' | forveri3 = [[Aziz Sedki]] | eftirmaður3 = [[Abd El Aziz Muhammad Hegazi]] | fæddur = [[25. desember]] [[1918]] | fæðingarstaður = [[Monufía]], [[Egyptaland]]i | dánardagur = {{Dánardagur og aldur|1981|10|6|1918|12|25}} | dánarstaður = [[Kaíró]], Egyptalandi | orsök_dauða = Myrtur | stjórnmálaflokkur = [[Arabíska sósíalistabandalagið]] | verðlaun = [[File:Nobel prize medal.svg|15px]] [[Friðarverðlaun Nóbels]] (1978) | starf = Herforingi, stjórnmálamaður | trú = [[Súnní]] | háskóli = [[Alexandríuháskóli]] | maki = Eqbal Afifi (Madi)<br>Jehan Sadat | börn = 7 |undirskrift = Anwar El Sadat Signature.svg }} '''Mohamed Anwar al-Sadat''' ([[arabíska]]: محمد أنور السادات ''Muḥammad Anwar al-Sādāt'') ([[25. desember]] [[1918]] – [[6. október]] [[1981]]) var þriðji forseti [[Egyptaland]]s. Sadat tók við völdum eftir dauða [[Gamal Abdel Nasser|Gamals Abdel Nasser]] árið 1970. Hann leiddi Egyptaland í [[Jom kippúr-stríðið|Jom kippúr-stríðinu]] gegn [[Ísrael]] árið 1973, sem jók mjög hróður hans meðal Egypta og Araba. Eftir stríðið hóf hann hins vegar friðarviðræður við Ísrael sem leiddu til þess að skrifað var undir [[Camp David-samkomulagið]] árið 1978, en með því viðurkenndu Egyptar sjálfstæði Ísraels og fengu í staðinn aftur yfirráð yfir [[Sínaískagi|Sínaískaga]], sem Ísraelar höfðu hertekið í [[Sex daga stríðið|sex daga stríðinu]] 1967. Sadat hlaut [[friðarverðlaun Nóbels]] árið 1978 ásamt [[Menachem Begin]], forsætisráðherra Ísraels, fyrir að skrifa undir samkomulagið. Sadat var myrtur árið 1981 meðan hersýning stóð yfir af öfgamönnum sem voru mótfallnir friðarsamkomulagi hans við Ísraela. ==Æviágrip== Anwar Sadat fæddist 25. desember árið 1918 í þorpinu [[Mit Abu El Kom|Abu El Kom]] við [[Nílarfljót]]. Faðir hans var skrifstofumaður hjá [[Egyptalandsher|egypska hernum]] og móðir hans var frá [[Súdan]]. Fjölskyldan flutti síðar til [[Kaíró]], þar sem Anwar Sadat gekk í herskóla og útskrifaðist þaðan er hann var tvítugur. Einn skólafélaga hans þar var [[Gamal Abdel Nasser]], sem varð návinur Sadats.<ref name=einfari>{{Tímarit.is|1546719|Sadat: Hugrakkur og skeleggur einfari í Arabaheimi|útgáfudagsetning=7. október 1981|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=16-17}}</ref> Eftir að Sadat útskrifaðist árið 1938 stofnaði hann ásamt Nasser og félögum þeirra leynisamtök „Frjálsra liðsforingja“ innan hersins.<ref name=kohlshutter>{{Tímarit.is|1493531|Leið Sadats til Jerúsalem|útgáfudagsetning=4. desember 1977|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=33; 35|höfundur=Andreas Kohlshütter}}</ref> Sadat var handtekinn árið 1942 fyrir að aðstoða þýskan njósnara við að flýja frá Egyptalandi. Hann sat í fangelsi í tvö ár en slapp þá og tók þátt í baráttu gegn bresku nýlendustjórninni í landinu. Sadat var síðar aftur handtekinn, í þetta sinn vegna meintrar þátttöku sinnar í morði á fjármálaráðherra Egyptalands.<ref name=kohlshutter/> Sadat var sleppt árið 1948. Hann starfaði um hríð sem blaðamaður, vörubílstjóri og í fleiri störfum en fékk síðan aftur inngöngu í herinn.<ref name=einfari/> Árið 1952 tók Sadat, ásamt Nasser og fleiri egypskum herforingjum, þátt í að steypa af stóli [[Farúk Egyptalandskonungur|Farúk Egyptalandskonungi]] og gera Egyptaland að lýðveldi. Sadat varð forseti egypska þingsins árið 1960 og níu árum síðar skipaði Nasser hann varaforseta í stjórn sinni.<ref name=einfari/> Gamal Abdel Nasser lést í september árið 1970 og var Sadat þá valinn sem eftirmaður hans á forsetastól. Þegar Sadat varð forseti var víða búist við því að embættistaka hans væri aðeins bráðabirgðalausn og að forsætisráðherrann [[Ali Sabri]] yrði hinn raunverulegi „sterki maður“ stjórnarinnar. Svo fór ekki, heldur var Sadat forsetaframbjóðandi í næstu kosningum og hlaut þar formlega 90,4 prósent atkvæðanna.<ref name=jóhanna>{{Tímarit.is|1546864|Stiklað á stjórnarárum Anwar Sadats|útgáfudagsetning=10. október 1981|blað=[[Morgunblaðið]]|skoðað=1. október 2020|höfundur=[[Jóhanna Kristjónsdóttir]]}}</ref> Þann 13. maí árið 1973 komst upp um samsæri gegn Sadat, sem brást fljótt við með því að láta handtaka fjölda manns og reka Ali Sabri og fleiri ráðherra sem voru honum andsnúnir úr stjórn sinni. Var Sadat þaðan af orðinn traustur í sessi sem leiðtogi Egyptalands. Sadat efndi síðan til kosninga um nýja stjórnarskrá fyrir Egyptaland.<ref name=jóhanna/> Þegar Sadat komst til valda stóð Egyptaland í viðræðum við stjórn [[Líbía|Líbíu]] um að ríkin tvö myndu sameinast í eitt land í áföngum. Sadat dró það hins vegar að framfylgja samningnum þess efnis, sem leiddi til þess að samband hans við líbíska leiðtogann [[Muammar Gaddafi]] hríðversnaði. Sadat kallaði Gaddafi „sjúkan mann“ eftir ýmis atvik sem spilltu samstarfi þeirra, meðal annars eftir að Gaddafi skipulagði 40.000 manna kröfugöngu Líbíumanna til Kaíró til að krefjast efnda sameiningarsáttmálans og vegna gruns um að Gaddafi hygðist jafnvel skipuleggja valdarán gegn Sadat. Sadat reyndi að bæta samband Egyptalands við [[Vesturlönd]] en Gaddafi var æ nánari [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]], sem stuðlaði frekar að því að aldrei varð neitt úr sameiningunni.<ref name=jóhanna/> ===Jom kippúr-stríðið og eftirmálar=== Frá því að Sadat varð forseti gaf hann út margar yfirlýsingar um að stríð við [[Ísrael]] væri óumflýjanlegt, en að Egyptar myndu þó ekki fara í stríð fyrr en landið væri tilbúið. Þann 6. október 1973 réðust egypskir hermenn yfir [[Súesskurðurinn|Súesskurðinn]] og tókst að koma Ísraelum í opna skjöldu. Þetta var byrjunin á [[Jom kippúr-stríðið|Jom kippúr-stríðinu]], sem Sadat hafði skipulagt í samráði við [[Hafez al-Assad]], forseta Sýrlands.<ref name=jóhanna/> Egypski herinn náði miklum árangri á móti [[Ísraelsher]] á upphafsdögum Jom kippúr-stríðsins, sem jók mjög vinsældir Sadats. Tilfinning Egypta var sú að honum hefði tekist að hefna hernaðarósigra landsins gegn Ísraelum í fyrri stríðum ríkjanna á 20. öldinni.<ref>{{Tímarit.is|3519512|Sadat|útgáfudagsetning=7. október 1981|blað=[[Vísir (dagblað)|Vísir]]|blaðsíða=15}}</ref> Þótt umdeilt sé hver í raun „vann“ Jom kippúr-stríðið fannst mörgum Egyptum Sadat hafa fært þeim sjálfsvirðingu á ný.<ref name=jóhanna/> Eftir Jom kippúr-stríðið lét Sadat sleppa úr haldi fjölda [[Pólitískur fangi|pólitískra fanga]] og veita þeim sakaruppgjöf. Í apríl næsta ár kynnti Sadat nýja efnahagsáætlun þar sem gert var ráð fyrir ýmsum félagslegum umbótum, aukinni erlendri fjárfestingu og minnkuðum völdum lögreglunnar. Á þessum tíma batnaði jafnframt samband Egypta við Bandaríkin. Löndin tóku upp stjórnmálasamband í nóvember árið 1973 og [[Henry Kissinger]] utanríkisráðherra og [[Richard Nixon]] forseti komu í opinberar heimsóknir til Egyptalands á næstu árum.<ref name=jóhanna/> ===Friðarviðræður við Ísrael=== [[Mynd:Begin, Carter and Sadat at Camp David 1978.jpg|thumb|left|Sadat (til hægri) ásamt [[Menachem Begin]] og [[Jimmy Carter]] í [[Camp David]] árið 1978.]] Þrátt fyrir að hafa verið helsti hvatamaðurinn að Jom kippúr-stríðinu fór Sadat á næstu árum að þreifa fyrir sér um möguleikann á að komast að friðarsamkomulagi við Ísrael. Hann ráðfærði sig við ýmsa leiðtoga annarra [[Arabar|Arabaríkja]] en hlaut að mestu neikvæð viðbrögð.<ref name=einfari/> Árið 1977 þáði Sadat boð Ísraela um að koma í opinbera heimsókn til [[Jerúsalem]] og ávarpa ísraelska [[Knesset]]-þingið. Hann flutti þar þann 20. nóvember 55 mínútna langa ræðu þar sem hann gerði grein fyrir skilyrðum sem setja yrði við friðarsamkomulagi Egypta og Ísraela. Hann fór fram á að Ísraelar skiluðu landsvæðum sem hertekin höfðu verið í [[Sex daga stríðið|sex daga stríðinu]] og að til yrði sjálfstætt [[Palestínuríki]]. Hins vegar lofaði hann að viðurkenna og styðja tilveru Ísraelsríkis innan öruggra og verjanlegra landamæra, sem var nýmæli. Ræðu Sadats og nýrri samningaviðleitni hans var vel tekið í Ísrael og á Vesturlöndum en víða í Arabaheiminum var hann úthrópaður sem svikari gegn málstað Araba og Palestínumanna.<ref>{{Tímarit.is|3369470|Fagnað sem friðarhetju, og fordæmdur sem svikari!|útgáfudagsetning=21. nóvember 1977|blað=[[Vísir (dagblað)|Vísir]]|blaðsíða=9}}</ref> Árið 1978 fundaði Sadat ásamt [[Menachem Begin]], forsætisráðherra Ísraels, í Camp David í Bandaríkjunum í boði [[Jimmy Carter]] Bandaríkjaforseta. Niðurstaða viðræðanna var að leiðtogarnir undirrituðu [[Camp David-samkomulagið]] þann 17. september 1978 en í því fólst að Egyptar viðurkenndu sjálfstæði Ísraels og stofnuðu til stjórnmálasambands við ríkið en Ísraelar skiluðu [[Sínaískagi|Sínaískaga]] til Egyptalands. Jafnframt gerði samkomulagið ráð fyrir því að [[Palestínumenn]] á [[Vesturbakkinn|Vesturbakkanum]] og [[Gasaströndin]]ni myndu fá sjálfsstjórn að fimm árum liðnum en að Ísraelar myndu áfram fá að halda herliði þar af öryggisástæðum.<ref>{{Tímarit.is|2863077|Samningarnir í Camp David|útgáfudagsetning=1. október 1978|blað=[[Þjóðviljinn]]|blaðsíða=4-5|höfundur=Einar Már Jónsson}}</ref> Sadat og Begin hlutu [[friðarverðlaun Nóbels]] árið 1978 fyrir að skrifa undir Camp David-samkomulagið.<ref>{{Tímarit.is|3912812|Sadat og Begin hljóta friðarverðlaun Nóbels|útgáfudagsetning=28. október 1978|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=2}}</ref> ===Morðið á Sadat=== Árið 1981 hóf Sadat pólitískar hreinsanir gegn andstæðingum sínum sem skyggðu nokkuð á þá jákvæðu ímynd sem hann hafði áunnið sér í vestrænum fjölmiðlum. Á meðal þeirra tæplega 1.600 manns sem voru handteknir voru íslamistar, koptískir prestar, sósíalistar, frjálslyndir stjórnmálamenn og blaðamenn.<ref>{{Tímarit.is|1546295|Sadat: Raunsær maður rekinn áfram af ótta|útgáfudagsetning=10. október 1981|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=16-17}}</ref> Þann 6. október 1981 var Sadat skotinn til bana af [[Khaled Islambouli]], liðsmanni úr [[Bræðralag múslima|Bræðralagi múslima]]. Þegar Islambouli skaut Sadat öskraði hann: „Niður með [[faraó]]!“.<ref name=magnús>{{Cite book|title=Mið-Austurlönd: Fortíð, nútíð og framtíð|year=2018|author=Magnús Þorkell Bernharðsson|p=147|place=Reykjavík|publisher=Mál og menning|isbn=978-9979-3-3683-9}}</ref> Dauði Sadats var víða harmaður á Vesturlöndum en margir gagnrýnendur hans, sér í lagi liðsmenn [[Frelsissamtök Palestínumanna|Frelsissamtaka Palestínumanna]] (PLO), tóku morðinu fagnandi vegna tilfinningar um að Sadat hefði svikið málstað þeirra með undanlátssemi sinni gagnvart Ísraelum.<ref>{{Tímarit.is|2878974|Morðið á Sadat|útgáfudagsetning=8. október 1981|blað=[[Þjóðviljinn]]|blaðsíða=5|höfundur=Árni Bergmann}}</ref> Stjórnvöld í Egyptalandi lýstu yfir þriggja daga þjóðarsorg eftir morðið á Sadat. Athygli vakti að fáir landsmenn voru viðstaddir þegar Sadat var borinn til grafar, ólíkt útför Nassers rúmum áratugi fyrr. Margir Egyptar reiddust því að útsendingu sjónvarpsþáttarins ''[[Dallas (sjónvarpsþáttur)|Dallas]]'' var frestað vegna sorgartímabilsins. Allt þetta þótti til marks um skert traust Egypta á stjórnendum sínum undanfarinn áratuginn.<ref name=magnús/> ==Tilvísanir== <references/> {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla |titill=[[Forseti Egyptalands]] |frá=[[1970]] |til=[[1981]] |fyrir=[[Gamal Abdel Nasser]] |eftir=[[Hosni Mubarak]] }} {{Töfluendir}} {{Forsetar Egyptalands}} {{Friðarverðlaun Nóbels}} {{fde|1918|1981|Sadat, Anwar}} {{DEFAULTSORT:Sadat, Anwar}} [[Flokkur:Forsetar Egyptalands|Sadat, Anwar]] [[Flokkur:Forsætisráðherrar Egyptalands]] [[Flokkur:Handhafar friðarverðlauna Nóbels]] [[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]] [[Flokkur:Myrtir þjóðhöfðingjar]] [[Flokkur:Varaforsetar Egyptalands]] iw303gulssj6cbnogxjwb9e38kdcaqy Flokkur:Hernaðarbandalög 14 24389 1921174 1768903 2025-06-23T07:36:32Z TKSnaevarr 53243 1921174 wikitext text/x-wiki [[Flokkur:Hernaður]] [[Flokkur:Alþjóðastofnanir]] 3xkb9mydv9keej2miv7tckd11q20kir Keisari 0 30467 1921212 1494509 2025-06-23T11:34:47Z 178.19.52.193 1921212 wikitext text/x-wiki {{Aðalstitlar}} '''Keisari''' er titill (karlkyns) [[einvaldur|einvalds]] sem er almennt séð litið svo á að sé æðri [[konungur|konungi]]. Samsvarandi titill konu er keisaraynja eða keisaradrottning, hvort sem um er að ræða ríkjandi keisaraynju eða eiginkonu ríkjandi keisara. [[Kjörkeisararnir]] voru þeir keisarar nefndir sem voru kjörsynir keisaranna á undan sér. Íslenska orðið keisari er úr [[þýska|þýsku]], ''Kaiser'', sem aftur er dregið af nafni [[Júlíus Caesar|Júlíusar Caesars]]. Slavneski titillinn [[tsar]] er dreginn af sama orði. Keisari ræður yfirleitt yfir [[keisaradæmi]] eða [[heimsveldi]] ([[ríki]] sem inniheldur mörg áður sjálfstæð ríki eða svæði sem eru landfræðilega og menningarlega aðgreind). * Í dag er titillinn eingöngu notaður um þjóðhöfðingja [[Japan]]s. * [[1976]]-[[1979|79]] tók [[Jean-Bédel Bokassa]] í [[Mið-Afríkulýðveldið|Mið-Afríkulýðveldinu]] upp titilinn og kallaði sig Bokassa 1. keisara. * Í [[Eþíópía|Eþíópíu]] var þjóðhöfðinginn kallaður keisari til [[1974]] þegar [[Haile Selassie]] sagði af sér. == Tengt efni == * [[Kjörkeisararnir]] * [[Rómarkeisari]] [[Flokkur:Keisarar| ]] [[Flokkur:Titlar]] 89qs99ktgz8c5okpl87otycd93nve89 Skemmtiferðaskip 0 30921 1921124 1904581 2025-06-22T19:16:27Z Alvaldi 71791 1921124 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Iceland Akureyri 4990.JPG|thumb|right|Skemmtiferðaskip á [[Akureyri]].]] '''Skemmtiferðaskip''' er [[farþegaskip]] þar sem siglingin sjálf og þægindin um borð eru aðalmarkmið ferðarinnar. Skemmtiferðaskip eru mikilvægur þáttur í alþjóðlegri [[ferðaþjónusta|ferðaþjónustu]] og hefur vaxið ört frá síðustu áratugum [[20. öldin|20. aldar]]. Skemmtiferðaskipin eiga sér rætur í stóru farþegaskipunum sem sigldu yfir [[Atlantshaf]]ið á fyrri hluta aldarinnar. Í upphafi voru það sömu skipin sem fengu nýtt hlutverk sem skemmtiferðaskip þegar [[farþegaflugvél]]ar tóku endanlega við af skipum um [[1960]]. Fyrstu sérsmíðuðu skemmtiferðaskipin voru tiltölulega lítil en nú á tímum eru skemmtiferðaskip risaskip, fljótandi [[hótel]], með öllum þægindum, frá [[verslunarmiðstöð]]vum að [[sundlaug]]um. {{Stubbur|skip}} {{commonscat|Cruise ships|skemmtiferðaskipum}} [[Flokkur:Skemmtiferðaskip]] jj9x95rardyrjxp6sp7hg9ayd8bxrfx Notandi:Vesteinn 2 31292 1921084 1831525 2025-06-22T13:58:22Z Vesteinn 472 1921084 wikitext text/x-wiki {{Kassar byrja}}{{babel-plain|rvk|is|en-4|de-3|da-4|la-1}}{{Notandi BA}}{{babel-plain|sagnfræði|sósíalismi|rússneska byltingin|trúleysi|guðleysi|efnishyggja}} {{Kassar enda}} Ég heiti [[Vésteinn]] [[Valgarður|Valgarðsson]], er faðir, [[Landspítali|heilbrigðisstarfsmaður]], [[Kvæðamannafélagið Iðunn|hagyrðingur]], [[sagnfræði]]ngur, [[búfræði]]ngur, veiðimaður og safnari. Ég les meira á Wikipedia en ég hef gott af, svo að mér finnst við hæfi að ég leggi smávegis af mörkum líka. Ég vinn helst í skorpum við verkefni eins og þetta. Ég álít sjálfur að þau svið sem ég geti lagt mest af mörkum séu saga, stjórnmál, trúmál, landafræði, búfræði og bragfræði. Ég er félagi í [http://www.vantru.is Vantrú], ritstýrði vefritinu [http://www.eggin.is Egginni] (sem ekki er lengur til), hef einnig fengist við [http://www.vest-1.blogspot.com blogg]. Ég var í [[Alþýðufylkingin|Alþýðufylkingunni]] sællar minningar, og er formaður [http://www.diamat.is DíaMats]. ==Greinar== '''Landafræði og staðhættir''': [[Bjarnarfjall]], [[Bleiksmýrardalur]], [[Fetlar]], [[Flateyjardalsheiði]], [[Friðarey]], [[Hólatorg]], [[Hólavallakirkjugarður]], [[Kaliningrad]], [[Lón (Austur-Skaftafellssýslu)]], [[Mikla-Flugey]], [[Leirdalsheiði]], [[Únst]], [[Wacken]], [[Þéttmerski]] '''Náttúrufræði''': [[Aðalbláber]], [[Færilús]], [[Hörð fita]], [[Látur]], [[Mygla]], [[Njálgur]], [[Refaveiðar]], [[Spánarsnigill]], [[Þrái]] '''Menning''': [[Afhending]], [[Andkristnihátíð]], [[Aríus]], [[Ábrystir]], [[Bauja]], [[Bragfræði]], [[Fjeldstedætt]], [[Guðlast]], [[Heiti og kenningar]], [[Hringhenda]], [[Íslenska þjóðkirkjan]], [[Hafmey]], [[Knudsensætt]], [[Kussungsstaðaætt]], [[Kæsing]], [[Ljóðstafir]], [[Lómatjarnarætt]], [[Minnþak]], [[Norðmannsætt]], [[Reykjalínsætt]], [[Reynistaðarætt]], [[Ríma]], [[Rímnahættir]], [[Skarðsætt (Suður-Þingeyjarsýslu)]], [[Spónamatur]], [[Steinkirkjuætt]], [[Stemma]], [[Stuðlafall]], [[Stúfhenda]], [[Tólg]], [[Valhenda]], [[Vikhenda]], [[Vídalínsætt]], [[Þorgeirsboli]] '''Saga''': [[Bjarni Halldórsson á Þingeyrum]], [[Embættisaðall]], [[Etatsráð]], [[Forseti Tékkóslóvakíu]], [[Forsætisráðherra Tékkóslóvakíu]], [[Friðrik VII]], [[Friðrik VIII]], [[Fyrsta alþjóðasambandið]], [[Geheimeráð]], [[Jústitsráð]], [[Ketilbjörn gamli]], [[Klement Gottwald]], [[Kristján X]], [[Lauritz Knudsen]], [[Orrustan við Hemmingstedt]], [[Orrustan við Lützen (1632)]], [[Páll Jónsson í Viðvík]], [[Rentukammer]], [[Söguleg efnishyggja]], [[Þorgerður brák]] '''Stjórnmál og verkalýðsmál''': [[Björn Ingi Hrafnsson]], [[Bollagötumálið]], [[Fagkrítíska útgáfan Framlag (Rót)]], [[Femínismi]], [[Félagið Ísland-Palestína]], [[Friðarhús]], [[Gagnauga (vefsíða)]], [[Íslenska útrásin]], [[Kapítalismi]], [[Maóismi]], [[Margrét Sverrisdóttir]], [[Marxismi]], [[Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna]], [[Pol Pot]], [[REI-málið]], [[Sanngjarnir viðskiptahættir]], [[SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu]], [[Sósíalistafélagið]], [[Títóismi]] '''Ýmislegt annað''': [[Fósturbarn]], [[Slysavarnarskýli]], [[Jórunn Viðar]], [[‎Valgarður Egilsson]] ==Stubbar== '''Íslenskir auðmenn''': [[Loftur Jóhannesson]], [[Jón Ásgeir Jóhannesson]] '''Saga og menning''': [[Ásbjörn dettiás]], [[Bjarni Guðmundsson]], [[Boglið]], [[Djúpadalsætt]], [[Eggvopn]], [[Erfðaskrá]], [[Erfðasynd]], [[Finnboga saga ramma]], [[Finnbogi rammi]], [[Fjárhús]], [[Forgarður helvítis]], [[Fóstbróðir]], [[Fótgöngulið]], [[Galdra-Geiri]], [[Garðar Thór Cortes]], [[Garði]], [[Gleði (veisla)]], [[Grand rokk]], [[Gunnar Þorsteinsson]], [[Hafís]], [[Hákon Finnsson]], [[Herklæði]], [[Hilmar Örn Hilmarsson]], [[Innvortis]], [[Járnsmíði]], [[Jónína Kristín Berg]], [[Jörmundur Ingi Hansen]], [[Kanelsykur]], [[Kastarhola]], [[Kró]], [[Kvæðamannafélagið Iðunn]], [[Kynskiptingur]]*, [[Landnám Íslands‎]], [[Lofthernaður]], [[Lukkuborgarætt]], [[Margrét II]], [[Munaðarleysingi]], [[Októberbyltingin]], [[Orrustan á Kolbergerheiði]], [[Riddaralið]], [[Safnaðarheimili]], [[Sifjaspell]], [[Skáldskaparmál]], [[Spænska borgarastyrjöldin]], [[Stenka Rasín]], [[Tenór]], [[Trésmíði]], [[Útburður]], [[Veiðar]], [[Viti]], [[Ysta]], [[Ystingur]], [[Ættfræði]] '''Reykjavík''': [[Aðalstræti]], [[Ánanaust]], [[Ártúnshöfði]], [[Bráðræðisholt]], [[Brákarsund]], [[Bræðraborgarstígur]], [[Eiðssker]], [[Eiðstjörn]], [[Eiðsvík]], [[Elliðaárdalur]], [[Elliðaárvogur]], [[Engeyjarrif]], [[Flugskálavegur]], [[Fúlatjörn]], [[Gamla-Hringbraut]], [[Gamli Vesturbærinn]], [[Garðastræti]], [[Garðavegur]], [[Geirsgata]], [[Geldinganes]], [[Gelgjutangi]], [[Grafarlækur (Grafarvogi)]], [[Grímsstaðaholt]], [[Grjótaþorp]], [[Gufunes]], [[Hagatorg]], [[Hlíðarhús]], [[Hofsvallagata]], [[Hólatorg (torg)]], [[Hólmarnir]], [[Hótel Winston]], [[Kalkofnsvegur]], [[Kaplaskjól]], [[Kirkjugarðsstígur]], [[Klapparstígur]], [[Klifvegur]], [[Kolasund]], [[Kolbeinshaus]], [[Kringlumýri]], [[Krossamýrarvegur]], [[Kvennagönguhólar]], [[Köllunarklettur]], [[Landakotstún]], [[Laufás við Laufásveg]], [[Lágholtstangi]], [[Leynimýri]], [[Litli-Skarfaklettur]], [[Ljósvallagata]], [[Lóugata]], [[Löngusker]], [[Melarnir]], [[Melatorg]], [[Miklatorg]], [[Mjóumýrarvegur]], [[Mýrargata]], [[Rauðarárholt]], [[Rauðarárvík]], [[Selsker]], [[Skarfaklettur]], [[Skólavörðustígur]], [[Skrauthóll]], [[Skúlahóll]], [[Snorrabraut]], [[Sogamýri]], [[Sólvallagata]], [[Suðurgata]], [[Súlugata]], [[Sæbraut]], [[Túngata]], [[Vatnsmýri]], [[Vesturgata]], [[Viðeyjarstofa]], [[Viðeyjarsund]], [[Þormóðsstaðavegur]], [[Þrastargata]], [[Þvottalaugavegur]] '''Landafræði og staðhættir''': [[Arnareyri]], [[Austari-Krókar]], [[Brekka (Hvalvatnsfirði)]], [[Brettingsstaðir]], [[Drína]], [[Eyvindará]], [[Fjörður (Suður-Þingeyjarsýslu)]], [[Fnjóskadalur]], [[Gil (Hvalvatnsfirði)]], [[Grímsland (Flateyjardalsheiði)]], [[Haukadalur í Dalasýslu]], [[Hágöngur]], [[Heiðarhús]], [[Hnjáfjall]], [[Hvalsey (Hjaltlandseyjar)|Hvalsey]], [[Hvalvatnsfjörður]], [[Höfðahverfi]], [[Jarðskjálftinn 29. maí 2008]], [[Jökulá]], [[Jörfi (bær)]], [[Kaðalstaðir]], [[Kambsmýrar]], [[Keflavík (norður)]], [[Knarrareyri]], [[Kolbergerheiði]], [[Kussungsstaðir]], [[Látrar]], [[Lómatjörn]], [[Melrakkaslétta]], [[Messuklettur]], [[Naustavík]], [[Náttfaravíkur]], [[Norðureyjar]], [[Norðureyjar, Hjaltlandseyjum]], [[Ófeigsá]], [[Skarð í Dalsmynni]], [[Sker‎]], [[Steindyr á Látraströnd]], [[Tindriðastaðir]], [[Tóftir (Flateyjardalur)]], [[Urðargil]], [[Uyeasound]], [[Útsker]], [[Útstakkur]], [[Vestari-Krókar]], [[Végeirsstaðir]], [[Yell]], [[Þorgeirsfjörður]], [[Þorgeirshöfði]], [[Þverá (Hvalvatnsfirði)]], [[Þúfa (Flateyjardalsheiði)]], [[Þönglabakki]], [[Önglabrjótsnef]] '''Stjórnmál, verkalýðsmál og grasrótarhreyfingar''': [[Andspyrna (hreyfing)]], [[Árni Stefán Jónsson]], [[Drottning]], [[EIK (m-l)]], [[Einstaklingshyggja]], [[Friðarsinni]], [[Jóhann R. Benediktsson]], [[Kaffi Hljómalind]], [[Kristín Á. Guðmundsdóttir]], [[Krónprins]], [[Menningartengsl Albaníu og Íslands]], [[Ósk Vilhjálmsdóttir]], [[Rauður vettvangur]], [[Rödd byltingarinnar]], [[Saving Iceland]], [[Sigurður Thorlacius]], [[Snarrót (félag)]], [[Stalínismi]], [[Stöðug bylting]], [[Testamentið]], [[Trotskíismi]], [[Þjóðhöfðingi]], [[Þorvaldur Þorvaldsson]] '''Yfirnáttúra og hjátrú''': [[Ásmundur Guðmundsson]], [[Biskup Íslands]], [[Evangelísk-lúthersk kirkja]], [[Geir Vídalín]], [[Hallgrímur Sveinsson]], [[Heimakirkja]], [[Helgi G. Thordersen]], [[Kirkjustaður]], [[Miðilsgáfa]], [[Ólafur Skúlason]], [[Pétur Pétursson (biskup)]], [[‎Pétur Sigurgeirsson]], [[Reykjavíkurgoðorð]], [[‎Sigurgeir Sigurðsson]], [[Skírn]], [[Skyggnigáfa]], [[Spádómsgáfa]], [[Umskiptingur]], [[Únitarismi]], [[Vinaleið]], [[Vígslubiskup]], [[Þórhallur Bjarnarson]], [[Þórhallur Guðmundsson]] - - - - - - - - - - - - - '''* Ég vil taka fram að þótt ég hafi einu sinni skrifað grein sem bar þá titilinn „Kynskiptingur“, þá mundi ég velja annað orð í dag, væntanlega „transmanneskja“. Það var ekki ætlun mín að særa neinn með þessu orðavali. ==Framundan== '''Íslensk stjórnmál''': [[Kolkrabbinn]] '''Líffræði''': [[Bandormur]], [[Jötunurt]], [[Þursaskegg]], [[Rauðber]], [[Trofim Lysenko]] '''Saga''': [[Orrustan á Katalánsvöllum]], [[Orrustan við Adríanópólis]], [[Orrustan við Karkar]], [[Orrustan við Molodi]], [[Orrustan við Gettysburg]], [[Orrustan við Agincourt]], [[Orrustan við Crécy]], [[Gamal Abdul Nasser]] '''Sósíalismi''': [[Menningarfélag Íslands og Kína]], [[Menningartengsl Íslands og Rússlands]], [[Pathfinder-bóksalan]], [[Rauðir þræðir]], [[Ungir sósíalistar]], [[Útvarp Rót]], [[Vináttufélag Íslands og Víetnam]], [[Baráttusamtökin fyrir stofnun kommúnistaflokks]], [[Lenínismi]], [[Evrópukommúnismi]], [[Felix Edmundovich Dzerzhinsky]], [[Annað alþjóðasambandið]], [[Fjórða alþjóðasambandið]], [[Kommúnistabandalagið]], [[Saga sósíalismans]], [[Stéttabarátta]], [[Karl Kautsky]], [[Eduard Bernstein]], [[Kommúnistaflokkur Nepals (maóistar)]], [[Naxalítar]], [[Partisanar]] '''Menning''': [[Hrynhenda]], [[Limra]], [[Sálmahættir]] ==Þarfnast betrumbóta== [[Bandalag starfsmanna ríkis og bæja]], [[Enver Hoxha]], [[Gúttóslagurinn]], [[Jafnaðarstefna]], [[Kommúnismi á Íslandi]], [[Kristján 9.]], [[Parísarkommúnan]], [[REI-málið]] [[de:Benutzer:Vesteinn]] [[en:User:Vesteinn]] 5e23qgpciz82bkqok79od7x2emb9yig 1921085 1921084 2025-06-22T13:59:19Z Vesteinn 472 /* Greinar */ 1921085 wikitext text/x-wiki {{Kassar byrja}}{{babel-plain|rvk|is|en-4|de-3|da-4|la-1}}{{Notandi BA}}{{babel-plain|sagnfræði|sósíalismi|rússneska byltingin|trúleysi|guðleysi|efnishyggja}} {{Kassar enda}} Ég heiti [[Vésteinn]] [[Valgarður|Valgarðsson]], er faðir, [[Landspítali|heilbrigðisstarfsmaður]], [[Kvæðamannafélagið Iðunn|hagyrðingur]], [[sagnfræði]]ngur, [[búfræði]]ngur, veiðimaður og safnari. Ég les meira á Wikipedia en ég hef gott af, svo að mér finnst við hæfi að ég leggi smávegis af mörkum líka. Ég vinn helst í skorpum við verkefni eins og þetta. Ég álít sjálfur að þau svið sem ég geti lagt mest af mörkum séu saga, stjórnmál, trúmál, landafræði, búfræði og bragfræði. Ég er félagi í [http://www.vantru.is Vantrú], ritstýrði vefritinu [http://www.eggin.is Egginni] (sem ekki er lengur til), hef einnig fengist við [http://www.vest-1.blogspot.com blogg]. Ég var í [[Alþýðufylkingin|Alþýðufylkingunni]] sællar minningar, og er formaður [http://www.diamat.is DíaMats]. ==Greinar== '''Landafræði og staðhættir''': [[Bjarnarfjall]], [[Bleiksmýrardalur]], [[Fetlar]], [[Flateyjardalsheiði]], [[Friðarey]], [[Hólatorg]], [[Hólavallakirkjugarður]], [[Kaliningrad]], [[Lón (Austur-Skaftafellssýslu)]], [[Mikla-Flugey]], [[Leirdalsheiði]], [[Únst]], [[Wacken]], [[Þéttmerski]] '''Náttúrufræði''': [[Aðalbláber]], [[Færilús]], [[Hörð fita]], [[Látur]], [[Mygla]], [[Njálgur]], [[Refaveiðar]], [[Spánarsnigill]], [[Þrái]] '''Menning''': [[Afhending]], [[Andkristnihátíð]], [[Aríus]], [[Ábrystir]], [[Bauja]], [[Bragfræði]], [[Fjeldstedætt]], [[Guðlast]], [[Heiti og kenningar]], [[Hringhenda]], [[Íslenska þjóðkirkjan]], [[Hafmey]], [[Knudsensætt]], [[Kussungsstaðaætt]], [[Kæsing]], [[Ljóðstafir]], [[Lómatjarnarætt]], [[Minnþak]], [[Norðmannsætt]], [[Reykjalínsætt]], [[Reynistaðarætt]], [[Ríma]], [[Rímnahættir]], [[Skarðsætt (Suður-Þingeyjarsýslu)]], [[Spónamatur]], [[Steinkirkjuætt]], [[Stemma]], [[Stuðlafall]], [[Stúfhenda]], [[Tólg]], [[Valhenda]], [[Vikhenda]], [[Vídalínsætt]], [[Þorgeirsboli]] '''Saga''': [[Bjarni Halldórsson á Þingeyrum]], [[Embættisaðall]], [[Etatsráð]], [[Forseti Tékkóslóvakíu]], [[Forsætisráðherra Tékkóslóvakíu]], [[Friðrik VII]], [[Friðrik VIII]], [[Fyrsta alþjóðasambandið]], [[Geheimeráð]], [[Jústitsráð]], [[Ketilbjörn gamli]], [[Klement Gottwald]], [[Kristján X]], [[Lauritz Knudsen]], [[Orrustan við Hemmingstedt]], [[Orrustan við Lützen (1632)]], [[Páll Jónsson í Viðvík]], [[Rentukammer]], [[Söguleg efnishyggja]], [[Þorgerður brák]] '''Stjórnmál og verkalýðsmál''': [[Björn Ingi Hrafnsson]], [[Bollagötumálið]], [[Fagkrítíska útgáfan Framlag (Rót)]], [[Femínismi]], [[Félagið Ísland-Palestína]], [[Friðarhús]], [[Gagnauga (vefsíða)]], [[Íslenska útrásin]], [[Kapítalismi]], [[Maóismi]], [[Margrét Sverrisdóttir]], [[Marxismi]], [[Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna]], [[Pol Pot]], [[REI-málið]], [[Sanngjarnir viðskiptahættir]], [[SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu]], [[Sósíalistafélagið]], [[Títóismi]] '''Ýmislegt annað''': [[Búfræði]], [[Fósturbarn]], [[Slysavarnarskýli]], [[Jórunn Viðar]], [[‎Valgarður Egilsson]] ==Stubbar== '''Íslenskir auðmenn''': [[Loftur Jóhannesson]], [[Jón Ásgeir Jóhannesson]] '''Saga og menning''': [[Ásbjörn dettiás]], [[Bjarni Guðmundsson]], [[Boglið]], [[Djúpadalsætt]], [[Eggvopn]], [[Erfðaskrá]], [[Erfðasynd]], [[Finnboga saga ramma]], [[Finnbogi rammi]], [[Fjárhús]], [[Forgarður helvítis]], [[Fóstbróðir]], [[Fótgöngulið]], [[Galdra-Geiri]], [[Garðar Thór Cortes]], [[Garði]], [[Gleði (veisla)]], [[Grand rokk]], [[Gunnar Þorsteinsson]], [[Hafís]], [[Hákon Finnsson]], [[Herklæði]], [[Hilmar Örn Hilmarsson]], [[Innvortis]], [[Járnsmíði]], [[Jónína Kristín Berg]], [[Jörmundur Ingi Hansen]], [[Kanelsykur]], [[Kastarhola]], [[Kró]], [[Kvæðamannafélagið Iðunn]], [[Kynskiptingur]]*, [[Landnám Íslands‎]], [[Lofthernaður]], [[Lukkuborgarætt]], [[Margrét II]], [[Munaðarleysingi]], [[Októberbyltingin]], [[Orrustan á Kolbergerheiði]], [[Riddaralið]], [[Safnaðarheimili]], [[Sifjaspell]], [[Skáldskaparmál]], [[Spænska borgarastyrjöldin]], [[Stenka Rasín]], [[Tenór]], [[Trésmíði]], [[Útburður]], [[Veiðar]], [[Viti]], [[Ysta]], [[Ystingur]], [[Ættfræði]] '''Reykjavík''': [[Aðalstræti]], [[Ánanaust]], [[Ártúnshöfði]], [[Bráðræðisholt]], [[Brákarsund]], [[Bræðraborgarstígur]], [[Eiðssker]], [[Eiðstjörn]], [[Eiðsvík]], [[Elliðaárdalur]], [[Elliðaárvogur]], [[Engeyjarrif]], [[Flugskálavegur]], [[Fúlatjörn]], [[Gamla-Hringbraut]], [[Gamli Vesturbærinn]], [[Garðastræti]], [[Garðavegur]], [[Geirsgata]], [[Geldinganes]], [[Gelgjutangi]], [[Grafarlækur (Grafarvogi)]], [[Grímsstaðaholt]], [[Grjótaþorp]], [[Gufunes]], [[Hagatorg]], [[Hlíðarhús]], [[Hofsvallagata]], [[Hólatorg (torg)]], [[Hólmarnir]], [[Hótel Winston]], [[Kalkofnsvegur]], [[Kaplaskjól]], [[Kirkjugarðsstígur]], [[Klapparstígur]], [[Klifvegur]], [[Kolasund]], [[Kolbeinshaus]], [[Kringlumýri]], [[Krossamýrarvegur]], [[Kvennagönguhólar]], [[Köllunarklettur]], [[Landakotstún]], [[Laufás við Laufásveg]], [[Lágholtstangi]], [[Leynimýri]], [[Litli-Skarfaklettur]], [[Ljósvallagata]], [[Lóugata]], [[Löngusker]], [[Melarnir]], [[Melatorg]], [[Miklatorg]], [[Mjóumýrarvegur]], [[Mýrargata]], [[Rauðarárholt]], [[Rauðarárvík]], [[Selsker]], [[Skarfaklettur]], [[Skólavörðustígur]], [[Skrauthóll]], [[Skúlahóll]], [[Snorrabraut]], [[Sogamýri]], [[Sólvallagata]], [[Suðurgata]], [[Súlugata]], [[Sæbraut]], [[Túngata]], [[Vatnsmýri]], [[Vesturgata]], [[Viðeyjarstofa]], [[Viðeyjarsund]], [[Þormóðsstaðavegur]], [[Þrastargata]], [[Þvottalaugavegur]] '''Landafræði og staðhættir''': [[Arnareyri]], [[Austari-Krókar]], [[Brekka (Hvalvatnsfirði)]], [[Brettingsstaðir]], [[Drína]], [[Eyvindará]], [[Fjörður (Suður-Þingeyjarsýslu)]], [[Fnjóskadalur]], [[Gil (Hvalvatnsfirði)]], [[Grímsland (Flateyjardalsheiði)]], [[Haukadalur í Dalasýslu]], [[Hágöngur]], [[Heiðarhús]], [[Hnjáfjall]], [[Hvalsey (Hjaltlandseyjar)|Hvalsey]], [[Hvalvatnsfjörður]], [[Höfðahverfi]], [[Jarðskjálftinn 29. maí 2008]], [[Jökulá]], [[Jörfi (bær)]], [[Kaðalstaðir]], [[Kambsmýrar]], [[Keflavík (norður)]], [[Knarrareyri]], [[Kolbergerheiði]], [[Kussungsstaðir]], [[Látrar]], [[Lómatjörn]], [[Melrakkaslétta]], [[Messuklettur]], [[Naustavík]], [[Náttfaravíkur]], [[Norðureyjar]], [[Norðureyjar, Hjaltlandseyjum]], [[Ófeigsá]], [[Skarð í Dalsmynni]], [[Sker‎]], [[Steindyr á Látraströnd]], [[Tindriðastaðir]], [[Tóftir (Flateyjardalur)]], [[Urðargil]], [[Uyeasound]], [[Útsker]], [[Útstakkur]], [[Vestari-Krókar]], [[Végeirsstaðir]], [[Yell]], [[Þorgeirsfjörður]], [[Þorgeirshöfði]], [[Þverá (Hvalvatnsfirði)]], [[Þúfa (Flateyjardalsheiði)]], [[Þönglabakki]], [[Önglabrjótsnef]] '''Stjórnmál, verkalýðsmál og grasrótarhreyfingar''': [[Andspyrna (hreyfing)]], [[Árni Stefán Jónsson]], [[Drottning]], [[EIK (m-l)]], [[Einstaklingshyggja]], [[Friðarsinni]], [[Jóhann R. Benediktsson]], [[Kaffi Hljómalind]], [[Kristín Á. Guðmundsdóttir]], [[Krónprins]], [[Menningartengsl Albaníu og Íslands]], [[Ósk Vilhjálmsdóttir]], [[Rauður vettvangur]], [[Rödd byltingarinnar]], [[Saving Iceland]], [[Sigurður Thorlacius]], [[Snarrót (félag)]], [[Stalínismi]], [[Stöðug bylting]], [[Testamentið]], [[Trotskíismi]], [[Þjóðhöfðingi]], [[Þorvaldur Þorvaldsson]] '''Yfirnáttúra og hjátrú''': [[Ásmundur Guðmundsson]], [[Biskup Íslands]], [[Evangelísk-lúthersk kirkja]], [[Geir Vídalín]], [[Hallgrímur Sveinsson]], [[Heimakirkja]], [[Helgi G. Thordersen]], [[Kirkjustaður]], [[Miðilsgáfa]], [[Ólafur Skúlason]], [[Pétur Pétursson (biskup)]], [[‎Pétur Sigurgeirsson]], [[Reykjavíkurgoðorð]], [[‎Sigurgeir Sigurðsson]], [[Skírn]], [[Skyggnigáfa]], [[Spádómsgáfa]], [[Umskiptingur]], [[Únitarismi]], [[Vinaleið]], [[Vígslubiskup]], [[Þórhallur Bjarnarson]], [[Þórhallur Guðmundsson]] - - - - - - - - - - - - - '''* Ég vil taka fram að þótt ég hafi einu sinni skrifað grein sem bar þá titilinn „Kynskiptingur“, þá mundi ég velja annað orð í dag, væntanlega „transmanneskja“. Það var ekki ætlun mín að særa neinn með þessu orðavali. ==Framundan== '''Íslensk stjórnmál''': [[Kolkrabbinn]] '''Líffræði''': [[Bandormur]], [[Jötunurt]], [[Þursaskegg]], [[Rauðber]], [[Trofim Lysenko]] '''Saga''': [[Orrustan á Katalánsvöllum]], [[Orrustan við Adríanópólis]], [[Orrustan við Karkar]], [[Orrustan við Molodi]], [[Orrustan við Gettysburg]], [[Orrustan við Agincourt]], [[Orrustan við Crécy]], [[Gamal Abdul Nasser]] '''Sósíalismi''': [[Menningarfélag Íslands og Kína]], [[Menningartengsl Íslands og Rússlands]], [[Pathfinder-bóksalan]], [[Rauðir þræðir]], [[Ungir sósíalistar]], [[Útvarp Rót]], [[Vináttufélag Íslands og Víetnam]], [[Baráttusamtökin fyrir stofnun kommúnistaflokks]], [[Lenínismi]], [[Evrópukommúnismi]], [[Felix Edmundovich Dzerzhinsky]], [[Annað alþjóðasambandið]], [[Fjórða alþjóðasambandið]], [[Kommúnistabandalagið]], [[Saga sósíalismans]], [[Stéttabarátta]], [[Karl Kautsky]], [[Eduard Bernstein]], [[Kommúnistaflokkur Nepals (maóistar)]], [[Naxalítar]], [[Partisanar]] '''Menning''': [[Hrynhenda]], [[Limra]], [[Sálmahættir]] ==Þarfnast betrumbóta== [[Bandalag starfsmanna ríkis og bæja]], [[Enver Hoxha]], [[Gúttóslagurinn]], [[Jafnaðarstefna]], [[Kommúnismi á Íslandi]], [[Kristján 9.]], [[Parísarkommúnan]], [[REI-málið]] [[de:Benutzer:Vesteinn]] [[en:User:Vesteinn]] 7m4dx8naiazzz1g5piyf4cfbrwqcbxi 1921086 1921085 2025-06-22T14:00:14Z Vesteinn 472 /* Framundan */ 1921086 wikitext text/x-wiki {{Kassar byrja}}{{babel-plain|rvk|is|en-4|de-3|da-4|la-1}}{{Notandi BA}}{{babel-plain|sagnfræði|sósíalismi|rússneska byltingin|trúleysi|guðleysi|efnishyggja}} {{Kassar enda}} Ég heiti [[Vésteinn]] [[Valgarður|Valgarðsson]], er faðir, [[Landspítali|heilbrigðisstarfsmaður]], [[Kvæðamannafélagið Iðunn|hagyrðingur]], [[sagnfræði]]ngur, [[búfræði]]ngur, veiðimaður og safnari. Ég les meira á Wikipedia en ég hef gott af, svo að mér finnst við hæfi að ég leggi smávegis af mörkum líka. Ég vinn helst í skorpum við verkefni eins og þetta. Ég álít sjálfur að þau svið sem ég geti lagt mest af mörkum séu saga, stjórnmál, trúmál, landafræði, búfræði og bragfræði. Ég er félagi í [http://www.vantru.is Vantrú], ritstýrði vefritinu [http://www.eggin.is Egginni] (sem ekki er lengur til), hef einnig fengist við [http://www.vest-1.blogspot.com blogg]. Ég var í [[Alþýðufylkingin|Alþýðufylkingunni]] sællar minningar, og er formaður [http://www.diamat.is DíaMats]. ==Greinar== '''Landafræði og staðhættir''': [[Bjarnarfjall]], [[Bleiksmýrardalur]], [[Fetlar]], [[Flateyjardalsheiði]], [[Friðarey]], [[Hólatorg]], [[Hólavallakirkjugarður]], [[Kaliningrad]], [[Lón (Austur-Skaftafellssýslu)]], [[Mikla-Flugey]], [[Leirdalsheiði]], [[Únst]], [[Wacken]], [[Þéttmerski]] '''Náttúrufræði''': [[Aðalbláber]], [[Færilús]], [[Hörð fita]], [[Látur]], [[Mygla]], [[Njálgur]], [[Refaveiðar]], [[Spánarsnigill]], [[Þrái]] '''Menning''': [[Afhending]], [[Andkristnihátíð]], [[Aríus]], [[Ábrystir]], [[Bauja]], [[Bragfræði]], [[Fjeldstedætt]], [[Guðlast]], [[Heiti og kenningar]], [[Hringhenda]], [[Íslenska þjóðkirkjan]], [[Hafmey]], [[Knudsensætt]], [[Kussungsstaðaætt]], [[Kæsing]], [[Ljóðstafir]], [[Lómatjarnarætt]], [[Minnþak]], [[Norðmannsætt]], [[Reykjalínsætt]], [[Reynistaðarætt]], [[Ríma]], [[Rímnahættir]], [[Skarðsætt (Suður-Þingeyjarsýslu)]], [[Spónamatur]], [[Steinkirkjuætt]], [[Stemma]], [[Stuðlafall]], [[Stúfhenda]], [[Tólg]], [[Valhenda]], [[Vikhenda]], [[Vídalínsætt]], [[Þorgeirsboli]] '''Saga''': [[Bjarni Halldórsson á Þingeyrum]], [[Embættisaðall]], [[Etatsráð]], [[Forseti Tékkóslóvakíu]], [[Forsætisráðherra Tékkóslóvakíu]], [[Friðrik VII]], [[Friðrik VIII]], [[Fyrsta alþjóðasambandið]], [[Geheimeráð]], [[Jústitsráð]], [[Ketilbjörn gamli]], [[Klement Gottwald]], [[Kristján X]], [[Lauritz Knudsen]], [[Orrustan við Hemmingstedt]], [[Orrustan við Lützen (1632)]], [[Páll Jónsson í Viðvík]], [[Rentukammer]], [[Söguleg efnishyggja]], [[Þorgerður brák]] '''Stjórnmál og verkalýðsmál''': [[Björn Ingi Hrafnsson]], [[Bollagötumálið]], [[Fagkrítíska útgáfan Framlag (Rót)]], [[Femínismi]], [[Félagið Ísland-Palestína]], [[Friðarhús]], [[Gagnauga (vefsíða)]], [[Íslenska útrásin]], [[Kapítalismi]], [[Maóismi]], [[Margrét Sverrisdóttir]], [[Marxismi]], [[Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna]], [[Pol Pot]], [[REI-málið]], [[Sanngjarnir viðskiptahættir]], [[SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu]], [[Sósíalistafélagið]], [[Títóismi]] '''Ýmislegt annað''': [[Búfræði]], [[Fósturbarn]], [[Slysavarnarskýli]], [[Jórunn Viðar]], [[‎Valgarður Egilsson]] ==Stubbar== '''Íslenskir auðmenn''': [[Loftur Jóhannesson]], [[Jón Ásgeir Jóhannesson]] '''Saga og menning''': [[Ásbjörn dettiás]], [[Bjarni Guðmundsson]], [[Boglið]], [[Djúpadalsætt]], [[Eggvopn]], [[Erfðaskrá]], [[Erfðasynd]], [[Finnboga saga ramma]], [[Finnbogi rammi]], [[Fjárhús]], [[Forgarður helvítis]], [[Fóstbróðir]], [[Fótgöngulið]], [[Galdra-Geiri]], [[Garðar Thór Cortes]], [[Garði]], [[Gleði (veisla)]], [[Grand rokk]], [[Gunnar Þorsteinsson]], [[Hafís]], [[Hákon Finnsson]], [[Herklæði]], [[Hilmar Örn Hilmarsson]], [[Innvortis]], [[Járnsmíði]], [[Jónína Kristín Berg]], [[Jörmundur Ingi Hansen]], [[Kanelsykur]], [[Kastarhola]], [[Kró]], [[Kvæðamannafélagið Iðunn]], [[Kynskiptingur]]*, [[Landnám Íslands‎]], [[Lofthernaður]], [[Lukkuborgarætt]], [[Margrét II]], [[Munaðarleysingi]], [[Októberbyltingin]], [[Orrustan á Kolbergerheiði]], [[Riddaralið]], [[Safnaðarheimili]], [[Sifjaspell]], [[Skáldskaparmál]], [[Spænska borgarastyrjöldin]], [[Stenka Rasín]], [[Tenór]], [[Trésmíði]], [[Útburður]], [[Veiðar]], [[Viti]], [[Ysta]], [[Ystingur]], [[Ættfræði]] '''Reykjavík''': [[Aðalstræti]], [[Ánanaust]], [[Ártúnshöfði]], [[Bráðræðisholt]], [[Brákarsund]], [[Bræðraborgarstígur]], [[Eiðssker]], [[Eiðstjörn]], [[Eiðsvík]], [[Elliðaárdalur]], [[Elliðaárvogur]], [[Engeyjarrif]], [[Flugskálavegur]], [[Fúlatjörn]], [[Gamla-Hringbraut]], [[Gamli Vesturbærinn]], [[Garðastræti]], [[Garðavegur]], [[Geirsgata]], [[Geldinganes]], [[Gelgjutangi]], [[Grafarlækur (Grafarvogi)]], [[Grímsstaðaholt]], [[Grjótaþorp]], [[Gufunes]], [[Hagatorg]], [[Hlíðarhús]], [[Hofsvallagata]], [[Hólatorg (torg)]], [[Hólmarnir]], [[Hótel Winston]], [[Kalkofnsvegur]], [[Kaplaskjól]], [[Kirkjugarðsstígur]], [[Klapparstígur]], [[Klifvegur]], [[Kolasund]], [[Kolbeinshaus]], [[Kringlumýri]], [[Krossamýrarvegur]], [[Kvennagönguhólar]], [[Köllunarklettur]], [[Landakotstún]], [[Laufás við Laufásveg]], [[Lágholtstangi]], [[Leynimýri]], [[Litli-Skarfaklettur]], [[Ljósvallagata]], [[Lóugata]], [[Löngusker]], [[Melarnir]], [[Melatorg]], [[Miklatorg]], [[Mjóumýrarvegur]], [[Mýrargata]], [[Rauðarárholt]], [[Rauðarárvík]], [[Selsker]], [[Skarfaklettur]], [[Skólavörðustígur]], [[Skrauthóll]], [[Skúlahóll]], [[Snorrabraut]], [[Sogamýri]], [[Sólvallagata]], [[Suðurgata]], [[Súlugata]], [[Sæbraut]], [[Túngata]], [[Vatnsmýri]], [[Vesturgata]], [[Viðeyjarstofa]], [[Viðeyjarsund]], [[Þormóðsstaðavegur]], [[Þrastargata]], [[Þvottalaugavegur]] '''Landafræði og staðhættir''': [[Arnareyri]], [[Austari-Krókar]], [[Brekka (Hvalvatnsfirði)]], [[Brettingsstaðir]], [[Drína]], [[Eyvindará]], [[Fjörður (Suður-Þingeyjarsýslu)]], [[Fnjóskadalur]], [[Gil (Hvalvatnsfirði)]], [[Grímsland (Flateyjardalsheiði)]], [[Haukadalur í Dalasýslu]], [[Hágöngur]], [[Heiðarhús]], [[Hnjáfjall]], [[Hvalsey (Hjaltlandseyjar)|Hvalsey]], [[Hvalvatnsfjörður]], [[Höfðahverfi]], [[Jarðskjálftinn 29. maí 2008]], [[Jökulá]], [[Jörfi (bær)]], [[Kaðalstaðir]], [[Kambsmýrar]], [[Keflavík (norður)]], [[Knarrareyri]], [[Kolbergerheiði]], [[Kussungsstaðir]], [[Látrar]], [[Lómatjörn]], [[Melrakkaslétta]], [[Messuklettur]], [[Naustavík]], [[Náttfaravíkur]], [[Norðureyjar]], [[Norðureyjar, Hjaltlandseyjum]], [[Ófeigsá]], [[Skarð í Dalsmynni]], [[Sker‎]], [[Steindyr á Látraströnd]], [[Tindriðastaðir]], [[Tóftir (Flateyjardalur)]], [[Urðargil]], [[Uyeasound]], [[Útsker]], [[Útstakkur]], [[Vestari-Krókar]], [[Végeirsstaðir]], [[Yell]], [[Þorgeirsfjörður]], [[Þorgeirshöfði]], [[Þverá (Hvalvatnsfirði)]], [[Þúfa (Flateyjardalsheiði)]], [[Þönglabakki]], [[Önglabrjótsnef]] '''Stjórnmál, verkalýðsmál og grasrótarhreyfingar''': [[Andspyrna (hreyfing)]], [[Árni Stefán Jónsson]], [[Drottning]], [[EIK (m-l)]], [[Einstaklingshyggja]], [[Friðarsinni]], [[Jóhann R. Benediktsson]], [[Kaffi Hljómalind]], [[Kristín Á. Guðmundsdóttir]], [[Krónprins]], [[Menningartengsl Albaníu og Íslands]], [[Ósk Vilhjálmsdóttir]], [[Rauður vettvangur]], [[Rödd byltingarinnar]], [[Saving Iceland]], [[Sigurður Thorlacius]], [[Snarrót (félag)]], [[Stalínismi]], [[Stöðug bylting]], [[Testamentið]], [[Trotskíismi]], [[Þjóðhöfðingi]], [[Þorvaldur Þorvaldsson]] '''Yfirnáttúra og hjátrú''': [[Ásmundur Guðmundsson]], [[Biskup Íslands]], [[Evangelísk-lúthersk kirkja]], [[Geir Vídalín]], [[Hallgrímur Sveinsson]], [[Heimakirkja]], [[Helgi G. Thordersen]], [[Kirkjustaður]], [[Miðilsgáfa]], [[Ólafur Skúlason]], [[Pétur Pétursson (biskup)]], [[‎Pétur Sigurgeirsson]], [[Reykjavíkurgoðorð]], [[‎Sigurgeir Sigurðsson]], [[Skírn]], [[Skyggnigáfa]], [[Spádómsgáfa]], [[Umskiptingur]], [[Únitarismi]], [[Vinaleið]], [[Vígslubiskup]], [[Þórhallur Bjarnarson]], [[Þórhallur Guðmundsson]] - - - - - - - - - - - - - '''* Ég vil taka fram að þótt ég hafi einu sinni skrifað grein sem bar þá titilinn „Kynskiptingur“, þá mundi ég velja annað orð í dag, væntanlega „transmanneskja“. Það var ekki ætlun mín að særa neinn með þessu orðavali. ==Framundan== '''Íslensk stjórnmál''': [[Kolkrabbinn]] '''Líffræði''': [[Bandormur]], [[Jötunurt]], [[Þursaskegg]], [[Trofim Lysenko]] '''Saga''': [[Orrustan á Katalánsvöllum]], [[Orrustan við Adríanópólis]], [[Orrustan við Karkar]], [[Orrustan við Molodi]], [[Orrustan við Gettysburg]], [[Orrustan við Agincourt]], [[Orrustan við Crécy]], [[Gamal Abdul Nasser]] '''Sósíalismi''': [[Menningarfélag Íslands og Kína]], [[Menningartengsl Íslands og Rússlands]], [[Pathfinder-bóksalan]], [[Rauðir þræðir]], [[Ungir sósíalistar]], [[Útvarp Rót]], [[Vináttufélag Íslands og Víetnam]], [[Baráttusamtökin fyrir stofnun kommúnistaflokks]], [[Lenínismi]], [[Evrópukommúnismi]], [[Felix Edmundovich Dzerzhinsky]], [[Annað alþjóðasambandið]], [[Fjórða alþjóðasambandið]], [[Kommúnistabandalagið]], [[Saga sósíalismans]], [[Stéttabarátta]], [[Karl Kautsky]], [[Eduard Bernstein]], [[Kommúnistaflokkur Nepals (maóistar)]], [[Naxalítar]], [[Partisanar]] '''Menning''': [[Hrynhenda]], [[Sálmahættir]] ==Þarfnast betrumbóta== [[Bandalag starfsmanna ríkis og bæja]], [[Enver Hoxha]], [[Gúttóslagurinn]], [[Jafnaðarstefna]], [[Kommúnismi á Íslandi]], [[Kristján 9.]], [[Parísarkommúnan]], [[REI-málið]] [[de:Benutzer:Vesteinn]] [[en:User:Vesteinn]] kihxn3k6uyhzawuy148v0q3hf40nlfr Selja (tré) 0 31427 1921133 1771877 2025-06-22T20:34:46Z Berserkur 10188 1921133 wikitext text/x-wiki {{Taxobox | color = lightgreen | name = Selja | status = {{StatusSecure}} | image = Salix caprea8.jpg | image_width = 240px | image_caption = Karlreklar Selju | regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'') | divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'') | classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'') | ordo = ''[[Malpighiales]]'' | familia = [[Víðiætt]] (''Salicaceae'') | genus = [[Víðir (ættkvísl)|Víðir]] (''Salix'') | species = '''''S. caprea''''' | binomial = ''Salix caprea'' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|L.]] }} '''Selja''' ([[fræðiheiti]]: ''Salix caprea'') er tré af [[víðiætt]]. Laufblöð hennar eru daufgræn og hærð á neðra borði. Hún verður oftast 8-10 metrar en getur mest orðið um 14 metrar á hæð. Selja kýs sér búsetu í vetrarsvölu [[meginlandsloftslag]]i og í mildu [[strandloftslag]]i, jafnt í [[Evrópa|Evrópu]] og norð-austur [[Asía|Asíu]]. Á [[Ísland]]i hefur seljan þrifist meðal annars í [[Múlakot]]i þar sem hún er orðin 12 metra há á 50 árum og nýtur sín vel inn til landsins sunnanlands. Annars þrífst hún vel um allt land og er vind og frostþolin. <ref>[https://island.is/s/land-og-skogur/skograekt/trjategundir/selja Selja] Skógræktin</ref> Trén þykja falleg garðtré, sérstaklega karltrén vegna fagurgulra reklanna. Ekki er hægt að fjölga selju með græðlingum eins og flestum víðitegundum. <gallery> Mynd:Salix caprea Male.jpg|Rekill á Selju. Mynd:Salix caprea 024.jpg|Lauf selju. Mynd:Seljur.jpg|Seljuröð í Laugardal, Reykjavík. Mynd:Salix caprea Reykjavík.jpg|thumb|miðja|Selja í garði Verkamannabústaðanna við Hringbraut. </gallery> {{commonscat|Salix caprea|Selja}} {{Wikilífverur|Salix caprea|Selja}} {{Stubbur|líffræði}} ==Tilvísanir== [[Flokkur:Víðir]] je7lpqispr3l7u0wqj1z957lorb2ase Faxaflói 0 32535 1921138 1827178 2025-06-22T21:54:36Z 2A01:6F02:315:521:E060:5069:AEAE:7413 1921138 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Faxaflói location.png|thumb|right|Kort sem sýnir Faxaflóa]] [[Mynd:2014-04-27 10-37-05 Iceland - Keflavíkurflugvelli Hafnir.jpg|thumb|Faxaflói, Reykjanesskagi í forgrunni]] '''Faxaflói''' er [[flói]] undan [[Vesturland]]i á milli [[Snæfellsnes]]s í norðri og [[Suðurnes]]ja í suðri. Helstu [[fjörður|firðir]] sem ganga út úr flóanum eru [[Borgarfjörður]], [[Hvalfjörður]], [[Kollafjörður (Reykjavík)|Kollafjörður]] og [[Hafnarfjörður]]. Við Faxaflóa standa nokkur af stærstu byggðarlögum landsins og [[höfuðborgarsvæðið]] er á suðausturströnd flóans. Í Faxaflóa eru mikilvæg [[fiskimið]]. Faxaflói gekk áður fyrr undir nafninu '''Faxaós'''. <ref>Flóki hafði hrafna þrjá með sér í haf, og er hann lét lausan hinn fyrsta, fló sá aftur um stafn; annar fló í loft upp og aftur til skips; hinn þriðji fló fram um stafn í þá átt, sem þeir fundu landið. Þeir komu austan að Horni og sigldu fyrir sunnan landið.En er þeir sigldu vestur um Reykjanes og upp lauk firðinum, svo að þeir sáu Snæfellsnes, þá ræddi Faxi um: "Þetta mun vera mikið land, er vér höfum fundið; hér eru vatnföll stór". Síðan er það kallaður Faxaóss. (Landnáma)</ref> == Tilvísanir == <references/> {{Stubbur|ísland|landafræði}} [[Flokkur:Vesturland]] [[Flokkur:Íslenskir flóar]] ot4or3jsvdrvckb6xq0y0pf8hf093zq 1921139 1921138 2025-06-22T22:16:32Z Berserkur 10188 1921139 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Faxaflói location.png|thumb|right|Kort sem sýnir Faxaflóa]] [[Mynd:2014-04-27 10-37-05 Iceland - Keflavíkurflugvelli Hafnir.jpg|thumb|Faxaflói, Reykjanesskagi í forgrunni]] '''Faxaflói''' er [[flói]] undan [[Vesturland]]i á milli [[Snæfellsnes]]s í norðri og [[Suðurnes]]ja í suðri. Helstu [[fjörður|firðir]] sem ganga út úr flóanum eru [[Borgarfjörður]], [[Hvalfjörður]], [[Kollafjörður (Reykjavík)|Kollafjörður]] og [[Hafnarfjörður]]. Við Faxaflóa standa nokkur af stærstu byggðarlögum landsins og [[höfuðborgarsvæðið]] er á suðausturströnd flóans. Í Faxaflóa eru mikilvæg [[fiskimið]]. Faxaflói gekk áður fyrr undir nafninu '''Faxaós'''. <ref>Flóki hafði hrafna þrjá með sér í haf, og er hann lét lausan hinn fyrsta, fló sá aftur um stafn; annar fló í loft upp og aftur til skips; hinn þriðji fló fram um stafn í þá átt, sem þeir fundu landið. Þeir komu austan að Horni og sigldu fyrir sunnan landið. En er þeir sigldu vestur um Reykjanes og upp lauk firðinum, svo að þeir sáu Snæfellsnes, þá ræddi Faxi um: "Þetta mun vera mikið land, er vér höfum fundið; hér eru vatnföll stór". Síðan er það kallaður Faxaóss. (Landnáma)</ref> Nafnið er tilkomið vegna förunauts [[Hrafna-Flóki|Hrafna-Flóka]], Faxa, sem lýsti flóanum sem fyrir bar. <ref>[https://www.visindavefur.is/svar.php?id=65235 Var Hrafna-Flóki til í alvöru?] Vísindavefurinn</ref> == Tilvísanir == <references/> {{Stubbur|ísland|landafræði}} [[Flokkur:Vesturland]] [[Flokkur:Íslenskir flóar]] 03mat25f9ebolh9h5szvico7y768aa2 Borís Jeltsín 0 36736 1921187 1917682 2025-06-23T07:58:10Z TKSnaevarr 53243 1921187 wikitext text/x-wiki {{Forseti | nafn = Borís Jeltsín | mynd = Борис Николаевич Ельцин-1 (cropped) (cropped).jpg | myndastærð = 240px | myndatexti1 = Jeltsín árið 1992. | titill1 = [[Forseti Rússlands]]{{efn|Embættið hét ''forseti [[Sovétlýðveldið Rússland|rússneska sovétlýðveldisins]]'' frá 10. júlí til 25. desember 1991.}} | stjórnartíð_start1 = [[10. júlí]] [[1991]] | stjórnartíð_end1 = [[31. desember]] [[1999]] | eftirmaður1 = [[Vladímír Pútín]] | vara_forseti1 = [[Aleksandr Rútskoj]] (1991–1993) | forsætisráðherra1 = {{Collapsible list|title = Listi|1=[[Ívan Sílajev]]<br />[[Oleg Lobov]] (starfandi)<br />[[Jegor Gajdar]] (starfandi)<br />[[Víktor Tsjernomyrdín]]<br />[[Sergej Kíríjenko]]<br />[[Víktor Tsjernomyrdín]] (starfandi)<br />[[Jevgeníj Prímakov]]<br />[[Sergej Stepashín]]<br />[[Vladímír Pútín]]}} | titill2 = Forseti Æðstaráðs rússneska sovétlýðveldisins | stjórnartíð_start2 = [[29. maí]] [[1990]] | stjórnartíð_end2 = [[10. júlí]] [[1991]] | forveri2 = [[Vítalíj Vorotníkov]] {{small|(sem forseti forsætisnefndar Æðstaráðsins)}} | eftirmaður2 = [[Rúslan Khasbúlatov]] | titill3 = Aðalritari flokksnefndar Kommúnistaflokksins í Moskvu | stjórnartíð_start3 = [[23. desember]] [[1985]] | stjórnartíð_end3 = [[11. nóvember]] [[1987]] | forveri3 = [[Víktor Gríshín]] | eftirmaður3 = [[Lev Zajkov]] | fæðingarnafn = Boris Nikolajevitsj Jeltsín | fæddur = [[1. febrúar]] [[1931]] | fæðingarstaður = [[Bútka]], [[Sverdlovskfylki|Sverdlovsk]], [[Sovétlýðveldið Rússland|rússneska sovétlýðveldinu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] | dánardagur = {{Dánardagur og aldur|2007|4|23|1931|2|1}} | dánarstaður = [[Moskva|Moskvu]], [[Rússland]]i | orsök_dauða = [[Hjartaáfall]] | þekktur_fyrir = Fyrsti forseti [[Rússland]]s eftir fall [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] | starf = Forseti | stjórnmálaflokkur = Óflokksbundinn (eftir 1991)<br>[[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna]] (1961–1990) | trú = [[Rússneska rétttrúnaðarkirkjan]] | maki = Naína Jeltsína (g. 1956) | börn = 2 | þjóderni = [[Rússland|Rússneskur]] | undirskrift = Yeltsin signature.svg | nafn_á_frummáli = {{Nobold|Борис Ельцин}} }} '''Borís Níkolajevítsj Jeltsín''' ([[rússneska]]: Борис Николаевич Ельцин) (1. febrúar 1931 – 23. apríl 2007) var fyrsti [[forseti Rússlands]] frá 1991 til 1999. Hann átti þátt í að leiða mótmæli gegn [[sovéska valdaránstilraunin 1991|valdaránstilraun]] harðlínumanna gegn [[Míkhaíl Gorbatsjov]] 18. ágúst 1991 sem leiddi til falls [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Í forsetatíð hans var reynt að koma á nauðsynlegum efnahagsumbótum og innleitt [[markaðshagkerfi]] sem leiddi til [[óðaverðbólga|óðaverðbólgu]]. Jeltsín og nánir samstarfsmenn hans voru auk þess ásakaðir fyrir víðtæka [[spilling]]u. Á þeim tíma náðu [[Fáveldi|ólígarkarnir]] öllum völdum í viðskiptalífi landsins. Árið 1999 gerði hann [[Vladímír Pútín]] að [[Forsætisráðherra Rússlands|forsætisráðherra]] og lýsti því yfir að hann vildi að Pútín yrði eftirmaður sinn. Þann 31. desember sagði hann svo af sér og Pútín tók við embættinu fram að forsetakosningum 26. mars 2000 þar sem hann sigraði í fyrstu umferð. Hann lést 23. apríl 2007, 76 ára að aldri. ==Æska== Borís Jeltsín fæddist þann 1. febrúar árið 1931 í þorpinu [[Bútka]] skammt frá [[Jekaterínbúrg|Sverdlovsk]] í [[Úralfjöll]]um. Foreldrar hans voru smábændur og Borís var eitt þriggja barna þeirra. Þegar [[kýr]] fjölskyldunnar dó árið 1935 flutti fjölskyldan til [[Perm (borg)|Perm]] þar sem faðir Borísar fékk vinnu sem byggingaverkamaður. Þau bjuggu þar í sameignarskála og urðu að sofa á gólfinu. Jeltsín ólst upp við fátæklegar aðstæður í Perm og hlaut litla en haldgóða grunnmenntun. Á unga aldri missti Jeltsín tvo fingur þegar hann reyndi að taka í sundur [[Handsprengja|handsprengju]] sem hann hafði stolið ásamt tveimur vinum sínum.<ref name=uppleið>{{Tímarit.is|1730476|Jeltsín á uppleið|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Guðmundur Halldórsson|blaðsíða=14-15|útgáfudagsetning=7. október 1990}}</ref> ==Stjórnmálaferill í Sovétríkjunum== Jeltsín lauk námi í Úral-tækniskólanum og vann síðan sem byggingarverkfræðingur í fjórtán ár, þar til hann var beðinn um að taka sæti í héraðsstjórn [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|Kommúnistaflokksins]] í [[Sverdlovskfylki]]. Jeltsín þótti dugnaðarmikill í því starfi og því bauð sovéski leiðtoginn [[Leoníd Brezhnev]] honum starf flokksritara á Sverdlovsk-svæðinu.<ref>{{Tímarit.is|2588099|Maðurinn sem lagði heimsveldi að fótum sér|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|blaðsíða=12-13|útgáfudagsetning=24. ágúst 1991}}</ref> Hann var á þessum tíma tryggur sovéska stjórnkerfinu og hreyfði ekki við mótbárum þegar hann fékk árið 1977 skipun um að láta rífa húsið þar sem [[Nikulás 2.]] keisari og fjölskylda hans höfðu verið tekin af lífi.<ref name=uppleið/> Frá árinu 1981 átti Jeltsín sæti í miðstjórn kommúnistaflokksins og hafði þar umsjá með stjórn byggingarmála.<ref name=fall>{{Tímarit.is|1668774|Fall Yeltsins|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Guðmundur Halldórsson|blaðsíða=20-21|útgáfudagsetning=22. nóvember 1987}}</ref> Á meðan Jeltsín var flokksritari í Sverdlovsk kynntist hann og vingaðist við [[Míkhaíl Gorbatsjov]], sem varð leiðtogi Sovétríkjanna árið 1985. Gorbatsjov gerði Jeltsín að leiðtoga kommúnistaflokksins í [[Moskva|Moskvu]] og veitti honum jafnframt sæti aukafulltrúa í [[Stjórnmálanefnd Kommúnistaflokks Sovétríkjanna|stjórnmálanefnd flokksins]]. Í þessari stöðu hafði Jeltsín aðgang að æðstu valdaklíkum Sovétríkjanna og naut allra tilheyrandi fríðinda. Að eigin sögn vandi hann sig aldrei við þann lífstíl og fór á þessum tíma að efast um kommúníska stjórnarstefnu.<ref name=uppleið/> Sem leiðtogi kommúnistaflokksins í Moskvu ræktaði Jeltsín ímynd sína sem „maður fólksins“ með því að notast við almenningssamgöngur og fara sjálfur til að versla í matvöruverslunum. Hann gagnrýndi forvera sinn, [[Víktor Gríshín]], fyrir óstjórn í borginni og lét árið 1986 reka meirihluta borgarráðsfulltrúa og embættismanna sem tengdust Gríshín. Jeltsín náði miklum vinsældum meðal Moskvubúa með því að gagnrýna forréttindi flokkselítunnar og lélega almenningsþjónustu og með átökum sínum gegn spillingu, áfengis- og fíkniefnaneyslu.<ref name=fall/> Í stjórn kommúnistaflokksins varð Jeltsín einn sýnilegasti stuðningsmaður umbótastefnu Gorbatsjovs (''[[glasnost]]'' og ''[[perestrojka]]''). Jeltsín var hins vegar enn róttækari umbótasinni en Gorbatsjov og fannst breytingarnar í frjálslyndisátt ganga bæði of skammt og of hægt. Vegna þessarar róttækni Jeltsíns komst hann upp á kant við íhaldssamari meðlimi í stjórn flokksins, sér í lagi aðstoðarritarann [[Jegor Lígatsjov]]. Á fundi stjórnmálanefndarinnar þann 21. október sauð upp úr þegar Jeltsín flutti eldræðu þar sem hann gagnrýndi Lígatsjov og bandamenn hans fyrir að standa í vegi umbótanna og beindi jafnframt gagnrýni að Gorbatsjov. Lígatsjov svaraði Jeltsín fullum hálsi og Gorbatsjov tók jafnframt afstöðu gegn Jeltsín, sem hann sakaði um að hafa sett persónulegan metnað ofar flokkshagsmunum. Jeltsín sagði í kjölfarið upp sæti sínu í stjórnmálanefndinni.<ref name=fall/> Eftir að Jeltsín hrökklaðist úr flokksforystunni hlaut hann starf í byggingarráðuneytinu og var almennt talin pólitískt dauður. Þegar fyrstu frjálsu þingkosningar Sovétríkjanna voru haldnar árið 1989 gaf Jeltsín hins vegar kost á sér til þingsætis í Moskvukjördæmi og vann sigur á móti frambjóðanda Kommúnistaflokksins með 89% atkvæða. Jeltsín varð í kjölfarið leiðtogi þingflokks stjórnarandstæðinga og myndaði bandalag við aðra umbótasinna á borð við [[Andrej Sakharov]], [[Anatolíj Sobtsjak]] og [[Gavríll Popov]].<ref name=uppleið/> Jeltsín sagði sig úr kommúnistaflokknum í júlí árið 1990 og var kjörinn forseti æðstaráðs [[Sovétlýðveldið Rússland|rússneska sovétlýðveldisins]] í júní.<ref>{{Tímarit.is|3338723|Dýrlingur eða lýðskrumari?|blað=[[Alþýðublaðið]]|blaðsíða=8-9|útgáfudagsetning=2. júní 1990}}</ref> Hann lýsti í kjölfarið yfir [[fullveldi]] Rússlands undan Sovétríkjunum þann 12. júní.<ref>{{Vefheimild|titill=Fulltrúaþingið í Rússlandi lýsir yfir fullveldi|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/51825/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=1990|mánuður=13. júní}}</ref> Með upphefð Jeltsíns var verulega grafið undan valdagrundvelli Gorbatsjovs, sem hafði þá gerst [[forseti Sovétríkjanna]].<ref>{{Tímarit.is|1723530|Upphefð Borís Jeltsíns eykur óvissu um framtíð Gorbatsjovs|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=24|útgáfudagsetning=30. maí 1990}}</ref> ==Forseti Rússlands (1991–1999)== [[Mynd:Boris Yeltsin 22 August 1991-1.jpg|thumb|left|Borís Jeltsín þann 22. ágúst 1991.]] Eftir að rússneska sovétlýðveldið lýsti yfir fullveldi var stefnt að kosningum til nýs embætti [[Forseti Rússlands|forseta Rússlands]]. Stofnun embættisins var liður í samkomulagi um aukna sjálfsstjórn lýðveldanna sem enn voru hluti af Sovétríkjunum. Þegar forsetakosningarnar voru haldnar í júní 1991 vann Jeltsín afgerandi sigur og varð þannig fyrsti þjóðkjörni þjóðhöfðingi Rússlands.<ref>{{Tímarit.is|1745560|Ný bylting í Rússlandi?|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Guðmundur Halldórsson|blaðsíða=14-15|útgáfudagsetning=16. júní 1991}}</ref> ===Fall Sovétríkjanna=== Á dögunum 19. til 21. ágúst árið 1991 reyndu harðlínumenn innan Kommúnistaflokksins að [[Sovéska valdaránstilraunin 1991|fremja valdarán]] gegn Gorbatsjov, sem var settur í stofufangelsi í sumarhúsi sínu á [[Krímskagi|Krímskaga]]. Aðgerðir valdaránsmannanna voru hins vegar illa skipulagðar og ósamhæfðar. Í Moskvu fylkti Jeltsín almenningi að baki sér til að mótmæla valdaráninu. Mótmælendur fjölmenntu að [[Hvíta húsið (Moskva)|Hvíta húsinu]] í Moskvu, þar sem rússneska þingið hafði aðsetur, og Jeltsín klifraði þar upp á [[Skriðdreki|skriðdreka]] og flutti fræga ræðu fyrir Moskvubúa. Valdamiklir herforingjar, þar á meðal [[Aleksandr Lebed]], hetja úr [[Stríð Sovétmanna í Afganistan|stríðinu í Afganistan]], lýstu yfir stuðningi við Jeltsín frekar en valdaránsmennina eða Gorbatsjov. Að lokum fór valdaránið út um þúfur en Gorbatsjov var rúinn pólitískum völdum og Jeltsín stóð eftir óskoraður sem eiginlegur leiðtogi Rússa.<ref name=vísindavefur>{{Vísindavefurinn|22451|Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna?|höfundur=Gunnar Hólmsteinn Ársælsson|dags=8. janúar 2015|skoðað=7. apríl 2024}}</ref> Þann 8. desember 1991 fundaði Jeltsín með [[Leoníd Kravtsjúk]], forseta [[Úkraína|Úkraínu]], og [[Stanislav Sjúskevitsj]], leiðtoga [[Hvíta-Rússland]]s, í [[Minsk]], og gaf með þeim út yfirlýsingu um að Sovétríkin væru ekki lengur til. Þeirra í stað yrði stofnað [[Samveldi sjálfstæðra ríkja]], sem yrði laustengt efnahagsbandalag.<ref>{{Tímarit.is|4066454|Sovétríkin horfin út af landakortinu|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=8-9|útgáfudagsetning=10. desember 1991}}</ref> Á jóladag 1991 sagði Gorbatsjov svo loks formlega af sér sem leiðtogi Sovétríkjanna og sovéski fáninn var dreginn niður af húni við [[Kreml (Moskva)|Kreml]] í síðasta sinn. Jeltsín var þaðan af forseti rússneska sambandslýðveldisins.<ref name=vísindavefur/> ===Efnahagsstefna=== Á stjórnartíð sinni réðst Jeltsín í róttækar efnahagsumbætur sem fólu í sér stórfellda [[einkavæðing]]u, [[afreglun]] og [[gjaldfelling]]u. Þessar stefnur höfðu ekki tilætluð áhrif og stuðluðu þess í stað að útbreiddu atvinnuleysi og óstjórnlegri verðbólgu. Efnahagur Rússlands skrapp næstum saman um helming frá 1991 til 1999 en fámennur hópur [[Fáveldi|olígarka]] komst hins vegar til áhrifa og hagnaðist á breytingunum.<ref>{{Vefheimild|titill=Maðurinn sem setti Sovétríkin á sorphaug sögunnar|url=https://www.vb.is/frettir/maurinn-sem-setti-sovetrikin-a-sorphaug-sogunnar/28939/|útgefandi=''[[Viðskiptablaðið]]''|ár=2007|mánuður=24. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=29. mars}}</ref> Jeltsín glataði vinsældum sínum þegar leið á forsetatíð hans vegna efnahagsóstjórnarinnar og margir Rússar misstu trú á frjálslynda lýðræðinu sem þeir höfðu bundið vonir við undir lok Sovéttímans.<ref>{{cite book|author=[[Eiríkur Bergmann]]|title=Þjóðarávarpið: Popúlísk þjóðernishyggja í hálfa öld|year=2021|page=167-168|publisher=[[JPV|JPV útgáfa]]|location=[[Reykjavík]]|isbn=978-9935-29-078-6}}</ref> ===Deilur við þingið og stjórnarkreppan 1993=== Jeltsín stofnaði aldrei sérstakan stjórnmálaflokk í kringum stefnumál sín. Þetta stuðlaði að því að hann hafði ekki stuðning vísan á rússneska þinginu (dúmunni) og lenti brátt í deilum við þingmenn, sem margir höfðu áður átt aðild að kommúnistaflokknum. Upphafsár Jeltsíns á forsetastól eftir fall Sovétríkjanna einkenndust af baráttu hans til að marka skýrari skil milli verksviða framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins og auka þannig eigin völd á kostnað þingsins. Jeltsín vildi halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að færa tiltekin völd frá þingi til forseta en þingforsetinn [[Rúslan Khasbúlatov]] neitaði að fara að ósk hans.<ref>{{Tímarit.is|1781868|Lífróður Jeltsíns|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Steingrímur Sigurgeirsson|blaðsíða=14|útgáfudagsetning=14. mars 1993}}</ref> Deilur þeirra leiddu til stjórnarkreppu í september 1993 þegar Jeltsín beitti forsetatilskipun til að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. Khasbúlatov og bandamenn hans töldu Jeltsín brjóta gegn [[Stjórnarskrá Rússlands|stjórnarskrá landsins]] með þessum gerningi og hvöttu Rússa til að mótmæla forsetanum. Samkvæmt stjórnarskránni átti forsetinn að segja af sér samhliða þingrofi og varaforsetinn, sem þá var [[Aleksandr Rútskoj]], átti að taka við forsetaembætti til bráðabirgða fram að kosningum, en Jeltsín fór ekki eftir þessu.<ref>{{Tímarit.is|1792463|Herinn heitir hlutleysi en Clinton styður Jeltsín|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=1; 20|útgáfudagsetning=22. september 1993}}</ref> [[Mynd:President Bill Clinton and President Boris Yeltsin of Russia during the Hyde Park meeting press conference (01).jpg|thumb|right|Jeltsín á góðri stundu með [[Bill Clinton]] Bandaríkjaforseta í [[Washington, D.C.|Washington]].]] Þingið neitaði að hætta störfum eftir að Jeltsín rauf þing með þessum hætti. Þess í stað lýsti það yfir vantrausti gegn Jeltsín og sór Rútskoj í embætti sem [[Starfandi forseti|starfandi forseta]] rússneska sambandslýðveldisins en Jeltsín brást við með því að senda hermenn til að leysa upp þingið með valdi. Þetta leiddi til tíu daga átaka í Moskvu í september og október 1993.<ref>{{Tímarit.is|4073655|Aðdragandi átakanna við Hvíta húsið|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=11|útgáfudagsetning=5. október 1993|höfundur=Dagur Þorleifsson}}</ref><ref>{{Tímarit.is|4073613|„Valdaráðuneytin“ og hermenn á bandi Jeltsíns|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=8|útgáfudagsetning=9. október 1993|höfundur=Dagur Þorleifsson}}</ref><ref>{{Tímarit.is|1792542|Valdabarátta Jeltsíns Rússlandsforseta og þingsins|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=24-25|útgáfudagsetning=23. september 1993}}</ref> Eftir að þingið hafði verið leyst upp á þennan hátt hélt Jeltsín þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sínar í desember 1993 og voru þær naumlega samþykktar.<ref>{{Tímarit.is|3637994|„Lýðræðislegt“ valdarán Jeltsíns|blað=[[Vikublaðið]]|blaðsíða=6|útgáfudagsetning=17. desember 1993|höfundur=Bjarni Guðbjörnsson}}</ref> Með stjórnarskrárbreytingunum jukust völd forsetaembættisins verulega, en stuðningsmenn Jeltsíns og umbóta hans hlutu hins vegar ekki gott gengi í þingkosningum sem haldnar voru samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni.<ref>{{Tímarit.is|4074356|Vopnin snerust í höndum Jeltsíns|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=5|útgáfudagsetning=14. desember 1993}}</ref> ===Stríðin í Téténíu=== Í desember 1994 sendi Jeltsín hermenn inn í [[Téténía|Téténíu]] til að endurheimta þar rússnesk yfirráð og hóf þannig [[fyrra Téténíustríðið]], sem einnig hefur verið kallað „stríð Jeltsíns.“ Á sovéttímanum hafði Téténía verið sjálfsstjórnarsvæði innan [[Sovétlýðveldið Rússland|rússneska sovétlýðveldisins]], en við hrun Sovétríkjanna höfðu Téténar lýst yfir stofnun sjálfstæðs ríkis. Stjórn Jeltsíns viðurkenndi ekki sjálfstæði Téténíu og sagðist nú vilja „skakka leikinn“ vegna fjölmargra skæra og mannrána á svæðinu.<ref name=vísindavefurinn2>{{Vísindavefurinn|4531|Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?|höfundur=Guðmundur Ólafsson|dags=27. september 2004|skoðað=23. mars 2024}}</ref> Jeltsín og stjórn hans bjuggust við því að auðvelt yrði að vinna sigur á téténsku sjálfstæðissinnunum og að sigurinn myndi vonandi auka vinsældir Jeltsíns heima fyrir. Téténar veittu hins vegar harða mótspyrnu og fylktu sér að baki téténska forsetanum [[Dzhokhar Dúdajev]] í baráttu fyrir vörn föðurlandsins. Rússneski herinn réðist inn í téténsku höfuðborgina [[Grozníj]] á gamlársdag 1994 og varpaði fjölda sprengja á hana. Eftir tveggja mánaða bardaga neyddust téténskar hersveitir til að hörfa frá Grozníj í lok febrúar 1995, en þá hafði borgin orðið fyrir verulegum skemmdum auk þess sem bæði þúsundir rússneskra hermanna og almennra téténskra borgara höfðu látið lífið.<ref name=vera>{{Vefheimild|titill=Í ljósi sögunnar - Téténía|url=https://www.ruv.is/utvarp/spila/i-ljosi-sogunnar/23795/72tl1u|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2017|mánuður=7. apríl|höfundur=[[Vera Illugadóttir]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=31. mars}}</ref> Þrátt fyrir hernám Grozníj héldu Téténar áfram mótspyrnu gegn rússneska hernum á næstu árum. Rússar héldu áfram sprengjuherferðum gegn téténsku landsbyggðinni og drápu fjölda óbreyttra borgara. Þann 7. apríl 1995 lögðu rússneskir hermenn þorpið [[Samashkí]] í rúst og drápu um 300 manns, meðal annars með eldvörpum.<ref name=vera/> Mannfallið í Téténíu og fréttir af grimmd rússneska hersins höfðu neikvæð áhrif á vinsældir Jeltsíns heima fyrir og spilltu fyrirætlunum hans um nánari sambönd við vestrænar stofnanir eins og [[Atlantshafsbandalagið]] og [[Evrópuráðið]].<ref>{{Tímarit.is|4079421|Rússar egna gildrur fyrir fjallabúa|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=7|útgáfudagsetning=7. febrúar 1995}}</ref> Fyrra Téténíustríðinu lauk árið 1996 þegar [[Aleksandr Lebed]], öryggismálastjóri Jeltsíns, samdi um frið við Téténa með friðarskilmálum sem gáfu Téténíu sjálfstæði að flestu leyti nema að nafninu til.<ref name=vísindavefurinn2/> [[Seinna Téténíustríðið]] hófst árið 1999, á síðasta ári Jeltsíns í forsetaembætti. Rússar lýstu friðarsamningana frá 1996 ógilda eftir að skæruliðasveitir undir stjórn [[Shamíl Basajev|Shamíls Basajev]] og [[Ibn al-Khattab]] gerðu árásir á rússneska sjálfsstjórnarlýðveldið [[Dagestan]] og komu nokkrum þorpum þar undir [[Wahhabismi|wahabíska]] stjórn. Til að réttlæta stríðið var einnig vísað til hryðjuverkaárása sem gerðar höfðu verið á íbúðablokkir í [[Moskva|Moskvu]] og [[Volgodonsk]] sem Rússar sögðu téténska íslamista bera ábyrgð á. Hernaðurinn í Téténíu var enn yfirstandandi þegar Jeltsín lét af forsetaembætti í lok ársins 1999.<ref name=vísindavefurinn2/> ===Forsetakosningarnar 1996=== [[Mynd:Boris Yeltsin 4 April 1996.jpg|thumb|right|Jeltsín á kosningafundi árið 1996.]] Jeltsín bauð sig fram til endurkjörs í fyrstu forsetakosningum Rússlands frá falli Sovétríkjanna árið 1996. Helsti andstæðingur hans í kosningunum var [[Gennadíj Zjúganov]], frambjóðandi [[Kommúnistaflokkur rússneska sambandsríkisins|Kommúnistaflokks rússneska sambandsríkisins]], sem gagnrýndi Jeltsín án afláts fyrir hlutverk hans í hruni Sovétríkjanna og fyrir misheppnaðar efnahagsumbætur hans.<ref>{{Tímarit.is|2939561|Boðar ný Sovétríki undir hamar og sigð|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|blaðsíða=44|útgáfudagsetning=20. apríl 1996}}</ref> Jeltsín var þegar rúinn vinsældum árið 1996 og því voru kosningarnar taldar tvísýnar og Zjúganov mældist lengi með forskot á forsetann í skoðanakönnunum. [[Bandaríkin]] og hin [[Vesturlönd|Vesturveldin]] studdu endurkjör Jeltsíns opinskátt þar sem þau vildu ekki að kommúnistar kæmust aftur til valda í Rússlandi.<ref>{{Tímarit.is|6968225|Ekki um eiginlega kosningabaráttu að ræða í Rússlandi|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=18|útgáfudagsetning=16. mars 2018|höfundur=Anna Lilja Þórisdóttir}}</ref> Þrátt fyrir óvinsældir Jeltsíns bætti hann stöðu sína gagnvart Zjúganov nokkuð í aðdraganda kosninganna.<ref>{{Tímarit.is|1856041|Harmar samstöðuskort lýðræðisafla|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=16|útgáfudagsetning=15. júní 1996}}</ref> Í kosningunum þann 16. júní 1996 fékk Jeltsín 35% atkvæða en Zjúganov 32%. Þar sem enginn hlaut meirihluta atkvæða varð að kalla til annarrar kosningaumferðar í fyrsta og eina skipti í sögu Rússlands.<ref>{{Tímarit.is|1857315|Þátttaka talin ráða úrslitum|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=15|útgáfudagsetning=3. júlí 1996|höfundur=Ásgeir Sverrisson}}</ref> Í seinni kosningaumferðinni þann 3. júlí sigraði Jeltsín Zjúganov með um þrettán prósenta mun. Jeltsín naut aðstoðar bandarískra kosningaráðgjafa úr kosningateymi [[Bill Clinton|Bills Clinton]] Bandaríkjaforseta í baráttu sinni fyrir endurkjöri. Þeir beindu athygli kjósenda frá Jeltsín sjálfum og lögðu áherslu á að hann væri sá eini sem gæti komið í veg fyrir afturhvarf til kommúnisma.<ref>{{Tímarit.is|1857848|Bandarískir ráðgjafar lykilmenn í kosningabaráttu Jeltsíns|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=23|útgáfudagsetning=11. júlí 1996}}</ref> Deilt hefur verið um hvort Jeltsín hafi haft rangt við í forsetakosningunum. Árið 2012 sagði [[Dmítríj Medvedev]], þáverandi forseti Rússlands, á fundi með fulltrúum rússnesku stjórnarandstöðunnar, um kosningarnar 1996: „Það leikur varla nokkur vafi á því hver vann kosningarnar. Það var ekki Borís Níkolajevítsj Jeltsín.“<ref>{{Vefheimild|titill=Rewriting Russian History: Did Boris Yeltsin Steal the 1996 Presidential Election?|url=http://content.time.com/time/world/article/0,8599,2107565,00.html|útgefandi=''[[Time]]''|ár=2012|mánuður=24. febrúar|tungumál=enska|höfundur=Simon Shuster|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=31. mars}}</ref> ===Upphefð Pútíns og afsögn Jeltsíns=== Jeltsín var orðinn afar óvinsæll stjórnandi á síðustu árum sínum í embætti. Rússar kenndu honum um spillingu, slæmt efnahagsástand og áframhaldandi ófrið í Téténíu, auk þess sem almenn tilfinning var um að Rússland hefði glatað stórveldisstöðu sinni á alþjóðasenunni með falli Sovétríkjanna. Árið 1998 reið [[Fjármálakreppan í Rússlandi 1998|efnahagskreppa yfir Rússland]] sem leiddi til greiðslufalls á ríkisskuldum landsins og olli verulegum hræringum á alþjóðamörkuðum.<ref>{{Vefheimild|titill=Áhyggjur af greiðslugetu Rússlands|url=https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2008/10/24/ahyggjur_af_greidslugetu_russlands/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2008|mánuður=24. október|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=1. apríl}}</ref> Þar sem útséð þótti að Jeltsín myndi ekki gegna þriðja kjörtímabili sem forseti fóru bandamenn hans að svipast eftir sigurvænlegum frambjóðanda sem gæti tekið við af honum og hlíft valdaklíkunni við spillingarákærum.<ref>{{Vefheimild|titill=Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|url=https://www.visir.is/g/20222235430d/ur-leynithjonustunni-i-forsetahollina|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=16. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=16. mars}}</ref> Sagt er að ólígarkinn [[Borís Berezovskíj]] hafi fyrstur stungið upp á [[Vladímír Pútín]], sem þá var forstjóri leyniþjónustunnar [[FSB]], sem rétta manninum í starfið.<ref>{{Vísindavefurinn|28941|Hvað getið þið sagt mér um Vladimír Pútín?|höfundur=Jón Ólafsson|dags=9. janúar 2015|skoðað=23. mars 2024}}</ref> Jeltsín útnefndi Pútín nýjan forsætisráðherra í ágúst árið 1999 og lýsti því jafnframt yfir að hann vildi að Pútín yrði eftirmaður sinn á forsetastól.<ref>{{Tímarit.is|2988013|Krónprinsinn Vladímír Pútín |útgáfudagsetning=10. ágúst 1999|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|blaðsíða=8}}</ref> Seinna Téténíustríðið hófst á svipuðum tíma og Pútín varð forsætisráðherra og hann náði fljótt vinsældum meðal Rússa með óbilgirni sinni gagnvart Téténum. Á gamlársdag 1999 sagði Jeltsín óvænt af sér sem forseti og Pútín varð þannig [[starfandi forseti]] Rússlands fram að kosningum. Eitt af því fyrsta sem Pútín gerði í forsetaembætti var að veita Jeltsín og bandamönnum hans sakaruppgjöf til að vernda þá gegn hugsanlegri lögsókn.<ref>{{Tímarit.is|3710738|Rússland, Rússland|útgáfudagsetning=18. desember 2003|blað=[[Fréttablaðið]]|blaðsíða=22|höfundur=[[Þorvaldur Gylfason]]}}</ref> ==Dauði== Borís Jeltsín lést úr hjartaslagi á sjúkrahúsi í Moskvu þann 23. apríl 2007, þá 76 ára gamall. Vladímír Pútín lýsti yfir þjóðarsorg á útfarardegi Jeltsíns tveimur dögum síðar.<ref>{{Tímarit.is|4159479|Bera Boris Jeltsín vel söguna|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Steinþór Guðbjartsson|blaðsíða=14|útgáfudagsetning=24. apríl 2007}}</ref> ==Áfengisvandi Jeltsíns== Jeltsín var alræmdur fyrir [[Alkóhólismi|óhóflegan drykkjuskap]] og fyrir að birtast oft ölvaður við opinberar athafnir. Í endurminningum sínum frá árinu 1997 minntist lífvörður Jeltsíns, [[Aleksandr Korzhakov]], þess meðal annars að Jeltsín hefði drukkið sig fullan í heimsókn hjá [[Bill Clinton]] Bandaríkjaforseta í [[Washington, D.C.|Washington]] í september 1994.<ref>{{Tímarit.is|1885075|Lífvörður Jeltsíns leysir frá skjóðunni|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=6|útgáfudagsetning=17. ágúst 1997}}</ref> Ómögulegt hafi verið að halda víni frá Jeltsín þrátt fyrir að hann ætti við alvarlega hjartagalla að stríða. Á leiðinni heim til Rússlands var áætlað að Jeltsín hefði viðkomu á [[Írska lýðveldið|Írlandi]] til að funda með [[Albert Reynolds]] forsætisráðherra. Í fluginu olli ofdrykkjan því hins vegar að Jeltsín féll í dá vegna [[hjartaslag]]s. Því varð Reynolds að bíða í fjörutíu mínútur á meðan flugvél Jeltsíns hringsólaði yfir Shannon-flugvelli svo hægt væri að gefa Jeltsín lyf og öndunarhjálp. Þegar Jeltsín náði meðvitund krafðist hann þess að fá samt að hitta Reynolds en fylgdarlið hans neitaði að hleypa honum úr vélinni og sendi hans í stað aðstoðarforsætisráðherrann [[Oleg Soskovets]].<ref>{{Tímarit.is|2958064|Þjónninn hafði varla undan að fylla glasið|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|blaðsíða=27|útgáfudagsetning=16. ágúst 1997}}</ref> Bill Clinton sagði síðar frá því að þegar Jeltsín kom í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna árið 1995 hafi leyniþjónustumenn komið að Jeltsín blindfullum og á nærbuxunum fyrir utan bústað sinn í [[Hvíta húsið|Hvíta húsinu]], þar sem hann var að reyna að ná leigubíl svo hann gæti fengið sér pizzu.<ref>{{Vefheimild|titill=Jeltsín, Reagan og Michael Douglas á HM|url=https://kjarninn.is/greinasafn/jeltsin-reagan-og-michael-douglas-a-hm/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|ár=2014|mánuður=6. júlí|höfundur=Þórður Snær Júlíusson|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=31. mars}}</ref> == Neðanmálsgreinar == <references group="lower-alpha"/> ==Tilvísanir== {{reflist}} {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | titill = [[Forseti Rússlands]] | frá = [[10. júlí]] [[1991]] | til = [[31. desember]] [[1999]] | fyrir = Fyrstur í embætti | eftir = [[Vladímír Pútín]] }} {{Töfluendir}}{{DEFAULTSORT:Jeltsín, Borís}}{{gæðagrein}} {{Forsetar Rússlands}} {{fd|1931|2007}} [[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]] [[Flokkur:Forsetar Rússlands]] [[Flokkur:Sovéskir stjórnmálamenn]] [[Flokkur:Þjóðhöfðingjar rússneska sovétlýðveldisins]] 11fgfkwmhaotx1k7mxfluswhhok4crc Spjall:Fljúgandi furðuhlutur 1 37473 1921207 1920965 2025-06-23T10:50:50Z Steinninn 952 /* Merku viðfangsefni sýnd lítilsvirðing */ Svar 1921207 wikitext text/x-wiki Gætu menn sammælst því að eyða þessari grein, því hún gefur nákvæmlega engar upplýsingar og lýsir e.t.v. aðeins hugarástandi þeirra sem trúa á slík fyrirbæri? (Gæti hugsalega gengið í orðabók, en varla í alfræðiriti.) [[Notandi:Thvj|Thvj]] 18:44, 7 febrúar 2007 (UTC) :Já, en á hinn bóginn er ekkert að því að hafa greinar um útbreiddar og vel þekktar þjóðsögur og annað af því tagi, t.d. grein um varúlfa og jólasveina o.s.frv. til að útskýra hugmyndina, sögu hennar og þar fram eftir götunum, jafnvel þótt við séum öll (eða flest alla vega) sammála um að það séu engir varúlfar eða jólasveinar til. Þess vegna mætti svo sem alveg vera til grein um fljúgandi furðuhluti líka. Það er svo annað mál að ''þessi'' grein segir lesandanum lítið eins og er. --[[Notandi:Cessator|Cessator]] 18:57, 7 febrúar 2007 (UTC) :Einhver gæti líka sagt með sömu rökum að við ættum að eyða greininni um [[guð]] og sömuleiðis greinum um einstaka guði í tilteknum trúarbrögðum. En hinar ýmsu guðlegu verur teljast alfræðilegt efni, svo hvers vegna ekki líka fljúgandi furðuhlutir? --[[Notandi:Cessator|Cessator]] 19:04, 7 febrúar 2007 (UTC) Ég var að benda á að greinin gefur engar upplýsingar og fjallar hvorki um goðsaganalgear né guðlegar verur, sem með réttu eiga heima í alfræðiriti. Ég dreg í efa Wikipediu né notendum hennar sé akkur í greinum eins og "FFH" sem eru hvorki "fugl né fiskur". Lesandinn er líklega engu nær um hvað átt sé við með "Fljúgandi furðuhlut". [[Notandi:Thvj|Thvj]] 19:19, 7 febrúar 2007 (UTC) Ég skora á stjórnendur Íslensku Wikipediu eð eyða þessari grein um FFH, því hún virðist fara í bága við Máttarstólpa Wiki, þ.e. "upplýsingar" um FFH byggjast eingöngu á "eigin rannsóknum" ýmissa manna auk þess sem að í greininni eru órökstuddar fullyrðingar og annað "kjaftæði". [[Notandi:Thvj|Thvj]] 17:50, 8 febrúar 2007 (UTC) :Í fyrsta lagi mega upplýsingar á Wikipediu alveg byggja á eigin rannsóknum ýmissa manna, svo lengi sem þær byggja ekki á eigin rannsóknum þeirra sem skrifa greinina. Upplýsingarnar þurfa bara að vera aðgengilegar á prenti eða öðrum útgefnum miðli. Upplýsingar ''um frásagnir'' fólks sem segist hafa séð FFH byggja ekki endilega á eigin rannsóknum þeirra sem skrifa hér, né heldur þurfa fullyrðingar um notkun hugtaksins að gera það eða fullyrðingar um FFH í vísindaskáldskap. Þótt ég trúi ekki á tilvist FFH þá get ég ekki annað en játað að það eru til greinar um FFH og þættir um FFH á Discovery Channel o.s.frv. sem fjalla um FFH-sögur og sem þessi grein gæti alveg vísað í. Aftur, ef þú skilur „frumrannsóknir“ eða „eigin rannsóknir“ þannig að grein um FFH ''getur ekki annað'' en byggt á frumrannsóknum, þá gildir það sama um greinar um guð og guði, jólasveina og margt annað. --[[Notandi:Cessator|Cessator]] 18:14, 8 febrúar 2007 (UTC) : Gætiru bent á dæmi um órökstudda fullyrðingu eða kjaftæði sem er að finna í greininni. [[Notandi:Orri|Orri]] 22:02, 8 febrúar 2007 (UTC) ::Það eru auðvitað engin „rök“ þannig séð í þessari grein, en hún á samt alveg 100% rétt á sér. Bara vegna þess að eitthvað sé ekki endilega til, þá má samt hafa grein um það. Teiknimyndapersónur? Persónur í bókum? Mætti ekki gera síðu um Hamlet, Gertrude, Horatio eða Rosencrantz bara vegna þess að þeir voru ekki til í alvöru? Mætti ekki skrifa grein um Superman eða Erik drauginn í operunni? Það mætti alveg eins skrifa um FFH út frá þeim rökum að þeir hafa komið fram í tugum bóka og kvikmynda, sagna og rita. Face. =} --[[Notandi:BiT|Baldur Blöndal]] 22:09, 8 febrúar 2007 (UTC) == Merku viðfangsefni sýnd lítilsvirðing == Fyrst: Orðasambandið „fljúgandi furðuhlut“ og skammstöfunina „FFH“ hygg ég til komin fyrir tilstilli ameriskra, textaðra sjónvarpsþátta á Rúvi fyrir allmörgum áratugum. Þau eru óheppileg vegna þess að furðumerkingin er ekki skilgreiningaratriði. "UFO" (nú reyndar kallað "UAP" fyrir Unidentified Anamalous Phenomenon"; ósérgreint fyrirbæri og afbrigðilegt) var upphaflega skammstöfun flugumferðarstjóra, radarvarða og slíks fólks til að tákna loftfar sem ekki var búið virkum radarsvara (transponder) og var því ekki (enn) greint til tegundar, eðlis eða ferðartilgangs. Til að radarmaður greini "UFO" þarf ekki annað en bilun í radarsvara eða að loftfar villist af leið. Um leið og fyrirbærið útskýrist rjátlast af því furðan. Og rátlist ekki af því furðan kallar mannleg skynsemi á skýringu. Það er ekki háttur skynsams fólks að skýra eitthvað út með "furðu", yppa síðan öxlum og láta sem ekkert sé, nema furðan. Furða er hvorki flokkun né skýring. Því skortir oss handhægt og hnyttilegt orð fyrir hugtak þetta. Næst: Talið hefur verið að mun meira en 90% þessarra fyrirbæra séu útskýranleg sem nátúrufyrirbæri, mannleg tæki eða tækni, eða fíflanir (dáradrættir; nörr; göbb). Eftir standa þó par hundraðshlutar, e.t.v. 1-2%, sem ógerlegt er að útskýra. Hin nákvæma prósenta er matsatriði, því það er matsatriði hversu langt skýringartilraunir skuli teygja. Vandinn liggur í því að vitni, sem ekki er unnt að tortryggja, oft mörg saman og óháð hverju öðru, skýra frá og skjalfesta eða ljósmynda hluti, ljós eða fyrirbæri sem samkvæmt nútíma visindaþekkingu fá ekki staðizt. Þá: Menn hafa því deilt um hvort fyrirbæri þessi séu „til“. Það tel ég ástæðulausa deilu, því við blasir að þau eru til, ef ekki í svonefndum raunheimi, þá alla vega í hugarheimi. Sá heimur er að sínu leyti alveg jafngildur þeim fyrrnefnda. Þar að auki virðist liggja fyrir að þau leita mjög á huga margra. Ástæða þess hlýtur að teljast verðugt athugunarefni. Þjóðsagnafræði, sálfræði og félagsfræði njóta að verðleikum fullrar virðingar. Fyrirbæri þessi eru öngvu ómerkari fyrir þá sök að falla ekki undir nútíma eðlisfræði, sem nú er reyndar á hvörfum með skammtafræðinni og virðist frekar fjalla um skynjun okkar á heiminum en hvernig hann er í alvöru. Alls er óvíst hvað út úr því muni koma. Enn: Víkipeðjugreinarnefna þessi er afr lítils virði, allt frá titli til lokapunkts. Byrja þyrfti á sögulegu yfirliti, fjalla um breytingar á fyrirbærum þessum allt til dagsins í dag, og mögulegar skýringar á þeim (bæði breytingunum og fyrirbærunum), að meðtöldum þeim möguleika að um utanjarðargeimför sé að ræða. Síðast: Eg leyfi mér að endurtaka greinarsmælkið með athugasemdum mínum; það er hvort sem er ekki lengi gert: „Fljúgandi furðuhlutur (skammst. FFH) eða fljúgandi diskur er óútskýranlegt fyrirbæri, sem sést á sveimi á himninum eða á ratsjá.“ [Djarflegt kveð eg að kalla fyrirbæri „óútskýranleg“. Virðist mér það fela í sér uppgjöf og ekkert upplýsingagildi hafa, auk þess sem skilgreining þessi fer í bág við lokasetningu greinarinnar]. „Fljúgandi furðuhlutir, oft disklaga, koma fyrir í vísindaskáldskap og eru þá yfirleitt farartæki vitsmunavera frá öðrum hnöttum.“ [Rétt mun það, en hvort skyldu för þau hafa komizt í tízku úr vísindaskáldskap, eða vísindaskáldskapur gripið til þeirra úr eigin samfélagi höfundar?]  „Engar sannanir eru til fyrir því að fljúgandi furðuhlutir séu einhverskonar farartæki eða hlutir sem ekki sé hægt að skýra út með eðlilegum hætti.“ [Í fyrsta lagi má telja þetta rangt, og í öðru lagi má spyrja hvernig í ósköpunum hægt væri að færa fram slíka sönnun. Í raun og veru er greinarhöfundur einfaldlega að biðja menn um að þegja og snúa sér að einhverju öðru]. Betur væri grein þessi órituð og önnur rituð í hennar stað. [[Notandi:Loðinn Leppr|Loðinn Leppr]] ([[Notandaspjall:Loðinn Leppr|spjall]]) 20. júní 2025 kl. 15:45 (UTC) :Óútskýranlegt má alveg vera óskýranlegt í greininni. Stjörnufræðingurinn Neil deGrasse Tyson hefur svarað mörgum þessara atriða í https://www.youtube.com/watch?v=gZDjel3dyv0 . Myndin í greininni er af fari sem er tiltölulega flatt með kúpli, en slík hönnun hefur verið gerð af bandaríska hernum í yfir áratug. Raunar staðfesti Pentagon í [https://www.bbc.com/news/uk-68515515 frétt BBC] að mörg UFO för eru í raun leynilegar tilraunir hersins. Skýrsla Pentagons sagði einnig að þó þeir hafi farið yfir hundruði mynda, þá væri ekkert sem sannaði að þau væru frá geimverum (https://apnews.com/article/ufos-extraterrestrials-aliens-pentagon-congress-5638be273b753253713a478546849e46 ). NASA gerði einnig athugun á þessu og komst að þeirri niðurstöðu að sú tækni sem notuð væri við skjalfestingu UFO gæti ekki staðfest geimför geimvera og mælti með auknu eftirliti (https://science.nasa.gov/wp-content/uploads/2023/09/uap-independent-study-team-final-report.pdf síða 29 og 21 ). Setningin sem byrjar á "engar sannanir" er í raun mjög létt að afsanna, því það þarf bara eitt tilfelli þar sem líffræðingur og stjörnufræðingur hafi staðfest að um far geimveru sé um að ræða til að hnekkja staðhæfingunni. Það ætti ekki að "órita" grein vegna þess að mótrök séu ekki til, heldur þvert á móti sýnir það fram á að greinin sé rétt skrifuð. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 20. júní 2025 kl. 19:10 (UTC) :Breyttu þá greininni Loðinn Leppr. Ekki nema þú sért hingað komin bara til að spjalla um greinar? [[Notandi:Örverpi|Örverpi]] ([[Notandaspjall:Örverpi|spjall]]) 20. júní 2025 kl. 19:20 (UTC) :Ég hef verið að fylgjast með UFO umræðunni í nokkur ár og hef margt um það að segja. En ég ætla ekki að gera það hér enda er þetta ekki vetfangur fyrir þannig umræðu. Því "spjall" á Wikipedia á ekki að nota sem spjall um viðfangsefnið heldur umræðu um greinina. Þú kemur með alskonar vangaveltur (sem ég er að mörgu leiti sammála) sem eiga bara ekki heima á "spjallinu" á Wikipedia. Eins og Örverpi bendir á þá er þér velkomið að breyta greininni. Mundu bara að skrifa frá hlutlausu sjónarhorni og vitna í heimildir. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 23. júní 2025 kl. 10:50 (UTC) ppicnzgw1tlnjorzq4z9xbdyllbu3tc 1921209 1921207 2025-06-23T10:55:56Z Steinninn 952 1921209 wikitext text/x-wiki Gætu menn sammælst því að eyða þessari grein, því hún gefur nákvæmlega engar upplýsingar og lýsir e.t.v. aðeins hugarástandi þeirra sem trúa á slík fyrirbæri? (Gæti hugsalega gengið í orðabók, en varla í alfræðiriti.) [[Notandi:Thvj|Thvj]] 18:44, 7 febrúar 2007 (UTC) :Já, en á hinn bóginn er ekkert að því að hafa greinar um útbreiddar og vel þekktar þjóðsögur og annað af því tagi, t.d. grein um varúlfa og jólasveina o.s.frv. til að útskýra hugmyndina, sögu hennar og þar fram eftir götunum, jafnvel þótt við séum öll (eða flest alla vega) sammála um að það séu engir varúlfar eða jólasveinar til. Þess vegna mætti svo sem alveg vera til grein um fljúgandi furðuhluti líka. Það er svo annað mál að ''þessi'' grein segir lesandanum lítið eins og er. --[[Notandi:Cessator|Cessator]] 18:57, 7 febrúar 2007 (UTC) :Einhver gæti líka sagt með sömu rökum að við ættum að eyða greininni um [[guð]] og sömuleiðis greinum um einstaka guði í tilteknum trúarbrögðum. En hinar ýmsu guðlegu verur teljast alfræðilegt efni, svo hvers vegna ekki líka fljúgandi furðuhlutir? --[[Notandi:Cessator|Cessator]] 19:04, 7 febrúar 2007 (UTC) Ég var að benda á að greinin gefur engar upplýsingar og fjallar hvorki um goðsaganalgear né guðlegar verur, sem með réttu eiga heima í alfræðiriti. Ég dreg í efa Wikipediu né notendum hennar sé akkur í greinum eins og "FFH" sem eru hvorki "fugl né fiskur". Lesandinn er líklega engu nær um hvað átt sé við með "Fljúgandi furðuhlut". [[Notandi:Thvj|Thvj]] 19:19, 7 febrúar 2007 (UTC) Ég skora á stjórnendur Íslensku Wikipediu eð eyða þessari grein um FFH, því hún virðist fara í bága við Máttarstólpa Wiki, þ.e. "upplýsingar" um FFH byggjast eingöngu á "eigin rannsóknum" ýmissa manna auk þess sem að í greininni eru órökstuddar fullyrðingar og annað "kjaftæði". [[Notandi:Thvj|Thvj]] 17:50, 8 febrúar 2007 (UTC) :Í fyrsta lagi mega upplýsingar á Wikipediu alveg byggja á eigin rannsóknum ýmissa manna, svo lengi sem þær byggja ekki á eigin rannsóknum þeirra sem skrifa greinina. Upplýsingarnar þurfa bara að vera aðgengilegar á prenti eða öðrum útgefnum miðli. Upplýsingar ''um frásagnir'' fólks sem segist hafa séð FFH byggja ekki endilega á eigin rannsóknum þeirra sem skrifa hér, né heldur þurfa fullyrðingar um notkun hugtaksins að gera það eða fullyrðingar um FFH í vísindaskáldskap. Þótt ég trúi ekki á tilvist FFH þá get ég ekki annað en játað að það eru til greinar um FFH og þættir um FFH á Discovery Channel o.s.frv. sem fjalla um FFH-sögur og sem þessi grein gæti alveg vísað í. Aftur, ef þú skilur „frumrannsóknir“ eða „eigin rannsóknir“ þannig að grein um FFH ''getur ekki annað'' en byggt á frumrannsóknum, þá gildir það sama um greinar um guð og guði, jólasveina og margt annað. --[[Notandi:Cessator|Cessator]] 18:14, 8 febrúar 2007 (UTC) : Gætiru bent á dæmi um órökstudda fullyrðingu eða kjaftæði sem er að finna í greininni. [[Notandi:Orri|Orri]] 22:02, 8 febrúar 2007 (UTC) ::Það eru auðvitað engin „rök“ þannig séð í þessari grein, en hún á samt alveg 100% rétt á sér. Bara vegna þess að eitthvað sé ekki endilega til, þá má samt hafa grein um það. Teiknimyndapersónur? Persónur í bókum? Mætti ekki gera síðu um Hamlet, Gertrude, Horatio eða Rosencrantz bara vegna þess að þeir voru ekki til í alvöru? Mætti ekki skrifa grein um Superman eða Erik drauginn í operunni? Það mætti alveg eins skrifa um FFH út frá þeim rökum að þeir hafa komið fram í tugum bóka og kvikmynda, sagna og rita. Face. =} --[[Notandi:BiT|Baldur Blöndal]] 22:09, 8 febrúar 2007 (UTC) == Merku viðfangsefni sýnd lítilsvirðing == Fyrst: Orðasambandið „fljúgandi furðuhlut“ og skammstöfunina „FFH“ hygg ég til komin fyrir tilstilli ameriskra, textaðra sjónvarpsþátta á Rúvi fyrir allmörgum áratugum. Þau eru óheppileg vegna þess að furðumerkingin er ekki skilgreiningaratriði. "UFO" (nú reyndar kallað "UAP" fyrir Unidentified Anamalous Phenomenon"; ósérgreint fyrirbæri og afbrigðilegt) var upphaflega skammstöfun flugumferðarstjóra, radarvarða og slíks fólks til að tákna loftfar sem ekki var búið virkum radarsvara (transponder) og var því ekki (enn) greint til tegundar, eðlis eða ferðartilgangs. Til að radarmaður greini "UFO" þarf ekki annað en bilun í radarsvara eða að loftfar villist af leið. Um leið og fyrirbærið útskýrist rjátlast af því furðan. Og rátlist ekki af því furðan kallar mannleg skynsemi á skýringu. Það er ekki háttur skynsams fólks að skýra eitthvað út með "furðu", yppa síðan öxlum og láta sem ekkert sé, nema furðan. Furða er hvorki flokkun né skýring. Því skortir oss handhægt og hnyttilegt orð fyrir hugtak þetta. Næst: Talið hefur verið að mun meira en 90% þessarra fyrirbæra séu útskýranleg sem nátúrufyrirbæri, mannleg tæki eða tækni, eða fíflanir (dáradrættir; nörr; göbb). Eftir standa þó par hundraðshlutar, e.t.v. 1-2%, sem ógerlegt er að útskýra. Hin nákvæma prósenta er matsatriði, því það er matsatriði hversu langt skýringartilraunir skuli teygja. Vandinn liggur í því að vitni, sem ekki er unnt að tortryggja, oft mörg saman og óháð hverju öðru, skýra frá og skjalfesta eða ljósmynda hluti, ljós eða fyrirbæri sem samkvæmt nútíma visindaþekkingu fá ekki staðizt. Þá: Menn hafa því deilt um hvort fyrirbæri þessi séu „til“. Það tel ég ástæðulausa deilu, því við blasir að þau eru til, ef ekki í svonefndum raunheimi, þá alla vega í hugarheimi. Sá heimur er að sínu leyti alveg jafngildur þeim fyrrnefnda. Þar að auki virðist liggja fyrir að þau leita mjög á huga margra. Ástæða þess hlýtur að teljast verðugt athugunarefni. Þjóðsagnafræði, sálfræði og félagsfræði njóta að verðleikum fullrar virðingar. Fyrirbæri þessi eru öngvu ómerkari fyrir þá sök að falla ekki undir nútíma eðlisfræði, sem nú er reyndar á hvörfum með skammtafræðinni og virðist frekar fjalla um skynjun okkar á heiminum en hvernig hann er í alvöru. Alls er óvíst hvað út úr því muni koma. Enn: Víkipeðjugreinarnefna þessi er afr lítils virði, allt frá titli til lokapunkts. Byrja þyrfti á sögulegu yfirliti, fjalla um breytingar á fyrirbærum þessum allt til dagsins í dag, og mögulegar skýringar á þeim (bæði breytingunum og fyrirbærunum), að meðtöldum þeim möguleika að um utanjarðargeimför sé að ræða. Síðast: Eg leyfi mér að endurtaka greinarsmælkið með athugasemdum mínum; það er hvort sem er ekki lengi gert: „Fljúgandi furðuhlutur (skammst. FFH) eða fljúgandi diskur er óútskýranlegt fyrirbæri, sem sést á sveimi á himninum eða á ratsjá.“ [Djarflegt kveð eg að kalla fyrirbæri „óútskýranleg“. Virðist mér það fela í sér uppgjöf og ekkert upplýsingagildi hafa, auk þess sem skilgreining þessi fer í bág við lokasetningu greinarinnar]. „Fljúgandi furðuhlutir, oft disklaga, koma fyrir í vísindaskáldskap og eru þá yfirleitt farartæki vitsmunavera frá öðrum hnöttum.“ [Rétt mun það, en hvort skyldu för þau hafa komizt í tízku úr vísindaskáldskap, eða vísindaskáldskapur gripið til þeirra úr eigin samfélagi höfundar?]  „Engar sannanir eru til fyrir því að fljúgandi furðuhlutir séu einhverskonar farartæki eða hlutir sem ekki sé hægt að skýra út með eðlilegum hætti.“ [Í fyrsta lagi má telja þetta rangt, og í öðru lagi má spyrja hvernig í ósköpunum hægt væri að færa fram slíka sönnun. Í raun og veru er greinarhöfundur einfaldlega að biðja menn um að þegja og snúa sér að einhverju öðru]. Betur væri grein þessi órituð og önnur rituð í hennar stað. [[Notandi:Loðinn Leppr|Loðinn Leppr]] ([[Notandaspjall:Loðinn Leppr|spjall]]) 20. júní 2025 kl. 15:45 (UTC) :Óútskýranlegt má alveg vera óskýranlegt í greininni. Stjörnufræðingurinn Neil deGrasse Tyson hefur svarað mörgum þessara atriða í https://www.youtube.com/watch?v=gZDjel3dyv0 . Myndin í greininni er af fari sem er tiltölulega flatt með kúpli, en slík hönnun hefur verið gerð af bandaríska hernum í yfir áratug. Raunar staðfesti Pentagon í [https://www.bbc.com/news/uk-68515515 frétt BBC] að mörg UFO för eru í raun leynilegar tilraunir hersins. Skýrsla Pentagons sagði einnig að þó þeir hafi farið yfir hundruði mynda, þá væri ekkert sem sannaði að þau væru frá geimverum (https://apnews.com/article/ufos-extraterrestrials-aliens-pentagon-congress-5638be273b753253713a478546849e46 ). NASA gerði einnig athugun á þessu og komst að þeirri niðurstöðu að sú tækni sem notuð væri við skjalfestingu UFO gæti ekki staðfest geimför geimvera og mælti með auknu eftirliti (https://science.nasa.gov/wp-content/uploads/2023/09/uap-independent-study-team-final-report.pdf síða 29 og 21 ). Setningin sem byrjar á "engar sannanir" er í raun mjög létt að afsanna, því það þarf bara eitt tilfelli þar sem líffræðingur og stjörnufræðingur hafi staðfest að um far geimveru sé um að ræða til að hnekkja staðhæfingunni. Það ætti ekki að "órita" grein vegna þess að mótrök séu ekki til, heldur þvert á móti sýnir það fram á að greinin sé rétt skrifuð. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 20. júní 2025 kl. 19:10 (UTC) :Breyttu þá greininni Loðinn Leppr. Ekki nema þú sért hingað komin bara til að spjalla um greinar? [[Notandi:Örverpi|Örverpi]] ([[Notandaspjall:Örverpi|spjall]]) 20. júní 2025 kl. 19:20 (UTC) :Ég hef verið að fylgjast með UFO umræðunni í nokkur ár og hef margt um það að segja. En ég ætla ekki að gera það hér enda er þetta ekki vetfangur fyrir þannig umræðu. Því "spjall" á Wikipedia á ekki að nota sem spjall um viðfangsefnið heldur umræðu um greinina. Þú kemur með alskonar vangaveltur (sem ég er að mörgu leiti sammála) sem eiga bara ekki heima á "spjallinu" á Wikipedia. Eina umræðan sem á í rauninni rétt á sér er spurningin um að breyta nafninu á greininni. Hugtakið ''fljúgandi furðuhlutur'' er að mörgu leiti mjög lélegt orð fyrir þetta viðfangsefni. En á Wikipedia er ekki gert mat á því hversu gott hugtakið er. Það er einfaldlega notast við það hugtak sem er mest notað í daglegu tali. Og ég held að ''fljúgandi furðuhlutur'' sé mest notað fyrir þetta hugtak á íslensku. Hvað greinina varðar þá er hún augljóslega of stutt og mætti skrifa miklu meira. Eins og Örverpi bendir á þá er þér velkomið að endurskrifa greinina. Mundu bara að skrifa frá hlutlausu sjónarhorni og vitna í heimildir. Og vertu viðbúinn því að hún verði aftur endurskrifuð af einhverjum öðrum. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 23. júní 2025 kl. 10:50 (UTC) g36v8gqw6vkky6vpt2ezsvt7e01ytsw Íþróttafélagið Þór Akureyri 0 51545 1921088 1898275 2025-06-22T14:34:03Z 89.160.192.82 Tók út að Þór hafi sameinast KA árið 1928. Aftur á móti sendu Akureyringar sameiginlega knattspyrnulið undir nafninu ÍBA og gerðu það til ársins 1974 - 1975 lék Þór því í 3. deild. 1921088 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Íþróttafélagið Þór | Gælunafn = ''Þórsarar'' | Stytt nafn = Þór | Stofnað = [[6. júní]] [[1915]] | Leikvöllur = Þórsvöllur | Stærð = 1.984 (984 sæti) | Stjórnarformaður = Ingi Björnsson | Knattspyrnustjóri = Páll Gíslason | Klukkuvörður = [[Magnús Víðisson]] | Deild = [[1. deild]] | Tímabil = 2024 | Staðsetning = 10. | pattern_la1=|pattern_b1=|pattern_ra1=| leftarm1=FF0000|body1=#FFFFFF|rightarm1=FF0000|shorts1=FF0000|socks1=#FFFFFF| pattern_la2=|pattern_b2=|pattern_ra2=| leftarm2=e300ff|body2=e300ff|rightarm2=e300ff|shorts2=000000|socks2=e300ff| | núverandi = }} '''Íþróttafélagið Þór''' er íþróttafélag sem er starfrækt á Akureyri. Það var stofnað 6. júní árið 1915 Innan félagsins eru stundaðar margar íþróttagreinar, meðal annars fótbolti, körfubolti, keila og tae-kwon-do. Handboltadeild félagsins sameinaðist [[KA]] árið 2006 undir merkjum [[Akureyri Handboltafélag]] en sundraðist samstarfið árið 2017 og leikur lið Þórs undir sínu eigin nafni á ný. == Saga == Íþróttafélagið Þór var stofnað [[6. júní]] [[1915]], og er elsta starfandi íþróttafélag á [[Akureyri]]. Stofnandi félagsins var [[Friðrik Einarsson]] og var einnig fyrsti formaður þess. Friðrik var tæplega 15 ára gamall þegar hann stofnaði [[félag]]ið, ásamt nokkrum öðrum 12-15 ára drengjum á [[Oddeyri]]. Í fyrstu hét félagið Íþróttafélag Oddeyringa, Þór. Drengirnir hófu æfingar strax við stofnun, undir stjórn Friðriks sem var óumdeildur leiðtogi hópsins. Samkvæmt fyrstu lögum Þórs, sem samþykkt voru á stofnfundinum 6. júní [[1915]], gátu aðeins þeir orðið félagar sem voru á aldrinum 10-15 ára. "Undantekning verður veitt ef það er samþykkt á fundi" segir í lögunum. Aðeins drengir voru í félaginu framan af en fyrstu stúlkurnar gengu í Þór 14. janúar 1934, fimm talsins. Heimildir herma að innganga þeirra hafi mætt nokkurri andstöðu. Árið 1951, þann 5. júli, létust 2 félagsmenn Þórs á leið til keppnisferðar til Isafjarðar <ref>{{cite web |url=http://www.thorsport.is/thorsport/D10Master.aspx?D10cID=ReadNews2&ID=5984 |title=Geymd eintak |access-date=2018-02-09 |archive-date=2018-02-10 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180210002954/http://www.thorsport.is/thorsport/D10Master.aspx?D10cID=ReadNews2&ID=5984 |url-status=dead }}</ref> Athygli vekur að í þessum fyrstu lögum er skýrt tekið fram að þeir sem gangi í félagið megi hvorki neyta [[áfengi]]s né [[tóbak]]s og þeir sem brjóta af sér þrisvar, svo upp komist, eru burtrækir úr félaginu. Þá er kveðið á um það að þeir, sem hylma yfir með félaga sem brýtur af sér, séu jafnsekir. ==Knattspyrna== ===Meistaraflokkur kvenna=== :''Sjá nánari umfjöllun á greininni [[Þór/KA]]'' Þór Akureyri og [[Knattspyrnufélag Akureyrar]] hafa haft samstarf um sameiginlegt lið meistaraflokks kvenna undir merkjum Þór/KA síðan 1999. KS kom inn í samstarfið 2001 og hét liðið Þór/KA/KS þangað til KS gekk úr því eftir 2005 tímabilið. ===Meistaraflokkur karla=== ====Leikmenn==== Meistaraflokkur karla leikur í [[1. deild karla í knattspyrnu|Inkasso deildinni]] sumarið 2019. {{Aðildarfélög ÍBA}} [[Flokkur:Íþróttabandalag Akureyrar|Þór]] [[Flokkur:Íslensk knattspyrnufélög|Þór]] {{S|1915}} 6ww5xbkntech5ojiot99qr6q8tdblwv Benazir Bhutto 0 58491 1921205 1918662 2025-06-23T10:04:45Z TKSnaevarr 53243 1921205 wikitext text/x-wiki {{Forsætisráðherra | nafn = Benazir Bhutto | nafn_á_frummáli= {{nobold|بينظير بُھٹو}} | mynd = Oliver Mark - Benazir Bhutto, Dubai 2006 (cropped).jpg | myndatexti1 = Benazir Bhutto árið 2006. | titill= Forsætisráðherra Pakistans | stjórnartíð_start = 18. október 1993 | stjórnartíð_end= 5. nóvember 1996 | forseti = [[Wasim Sajjad]] (starfandi)<br>[[Farooq Leghari]] | forveri =[[Nawaz Sharif]]<br>[[Anwar ul Haq Kakar]] {{small|(starfandi)}} | stjórnartíð_start2 = 2. desember 1988 | stjórnartíð_end2 = 6. ágúst 1990 | forseti2 = [[Ghulam Ishaq Khan]] | forveri2 = [[Muhammad Khan Junejo]] | eftirmaður2 = [[Ghulam Mustafa Jatoi]] (starfandi)<br>[[Nawaz Sharif]] | fæddur = {{fæðingardagur|1953|6|21}} | fæðingarstaður = [[Karachi]], [[Pakistan]] |dánardagur = {{Dánardagur og aldur|2007|12|27|1953|6|21}} |dánarstaður = [[Rawalpindi]], [[Púnjab (Pakistan)|Púnjab]], [[Pakistan]] | stjórnmálaflokkur = [[Þjóðarflokkur Pakistans]] | trú = [[Súnní]] | maki ={{gifting|[[Asif Ali Zardari]]|1987}} | faðir = [[Zulfikar Ali Bhutto]] | móðir = [[Nusrat Bhutto]] | börn = [[Bilawal Bhutto Zardari|Bilawal]], Bakhtawar, [[Aseefa Bhutto Zardari|Aseefa]] | háskóli = [[Radcliffe College]] (AB)<br>[[Lady Margaret Hall, Oxford]] (BA)<br>[[St Catherine's College, Oxford]] (MSt) | undirskrift = Benazir Bhutto Signature.svg | gælunafn= BB<br>Járnfrúin }} '''Benazir Bhutto''' (fædd [[21. júní]] [[1953]], látin [[27. desember]] [[2007]]) var [[Pakistan|pakistanskur]] [[stjórnmál]]amaður. Hún varð fyrsti kvenforsætisráðherra í [[Islam|íslömsku]] landi árið [[1988]] og var síðar kosin aftur árið [[1993]]. Í bæði skiptin var hún sett af af þáverandi forsetum eftir ásakanir um [[spilling]]u. Hún lést eftir skotárás og sprengjutilræði í [[Rawalpindi]] þar sem hún var að ávarpa stuðningsmenn sína.<ref>{{Vefheimild|titill= Bhutto myrt með skothríð og sprengju|url=https://www.visir.is/g/200771227033/bhutto-myrt-med-skothrid-og-sprengju-|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags= 27. desember 2007|skoðað=10. maí 2025|höfundur=Óli Tynes}}</ref> Bhutto flutti til [[Kúveit]] í sjálfskipaða [[útlegð]] frá 1999 þar til hún sneri heim til Pakistans að nýju [[18. október]] [[2007]]. Benazir Bhutto var elsta dóttir [[Zulfikar Ali Bhutto]], sem var forseti og síðar forsætisráðherra Pakistans. ==Tilvísanir== <references/> {{Stubbur|æviágrip}} {{DEFAULTSORT:Bhutto, Benazir}} {{fde|1953|2007|Bhutto, Benazir}} [[Flokkur:Forsætisráðherrar Pakistans]] [[Flokkur:Fólk nefnt í Panamaskjölunum]] 4k1ze9ly9hw2vrd7zkguz34c5icq4hx Svampdýr 0 60528 1921130 1920826 2025-06-22T20:01:40Z Svampdýr 106737 Bætt við umfjöllun um orðsifjafræði, líkamsbyggingu, frumutegundir og flokkun svampa. 1921130 wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = Svampar | fossil_range = [[Ediacara-tímabilið]] - nútíma | image = Sponge.JPG | image_width = 250px | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | domain = [[Heilkjörnungar]] (''Eukaryota'') | phylum = '''Porifera'''[[Samsíða þróunarlínur|*]] | symetry = 4ft | phylum_authority = [[Robert Edmund Grant|Grant]] in [[Robert Bentley Todd|Todd]], 1836 | subdivision_ranks = [[Flokkur (flokkunarfræði)|Flokkar]] | subdivision = * [[Kalksvampar]] (''[[Calcarea]]'') * [[Glersvampar]] (''[[Hexactinellida]]'') * [[Hornsvampar]] (''[[Demospongiae]]'') * [[Skorpusvampar]] (''[[Homoscleromorpha]]'') }} '''Svampdýr''' ([[fræðiheiti]]: ''Porifera'') eru [[hryggleysingi|hryggleysingjar]]. Flest svampdýr lifa í sjónum og voru áður fyrr þurrkuð upp og notuð í [[svampur|svampa]]. Svampdýrin eru elstu [[fjölfrumungur|fjölfrumungar]] sem búa á jörðinni og talið er að þau hafi orðið til fyrir um 580 milljónum ára. Líkamsgerð svampdýra er mjög einföld og lifnaðarhættir þeirra eru það líka. Svampdýr lifa í vatni og eru föst við undirlagið og færast ekkert nema þau séu borin burt með sterkum straumum. Langflestar tegundir svampdýra lifa í sjó, en sumar lifa í stöðuvötnum og straumvatni. Svampdýr hafa fullt af litlum opum á yfirborðinu. Sjórinn sem streymir inn um þau ber með sér ýmsar fæðuagnir og súrefni inn í holrýmið innst inni í svampdýrinu. Síðan taka frumur svampdýrsins það til sín og láta frá sér [[úrgangsefni]] og [[koltvíoxíð]]. Svo fer sjórinn aftur út um stór op, svokölluð útstreymisop. Frumur svampdýra eru sérstakar af því að hver þeirra starfar sér og er algjörlega óháð öðrum frumum með lítilli eða engri samhæfingu. Frumur svampdýra mynda því enga vefi sem er ólíkt öllum öðrum fjölfrumungum því frumur þeirra mynda allar vefi. Því eru þetta einu fjölfrumadýrin sem ekki mynda eiginlega vefi. Reyndar er hægt að lýsa svampdýri sem klasa af frumum sem búa saman. Þó laðast frumur svampdýra hver að annarri á einhvern fuðulegan hátt. Það má sanna þetta með því að þrýsta svampdýrinu saman og eftir nokkrar klukkustundir er svampdýrið aftur komið í upprunalega mynd. Ekkert annað dýr getur endurbyggt líkama sinn á þennan hátt. Svampdýr fjölga sér annaðhvort með [[kynæxlun]] eða [[kynlaus æxlun|kynlausri æxlun]]. Í kynæxlun fer samruni eggfrumu og sáðfrumu þannig fram að eggfrumur myndast í einu svampdýri og sáðfrumur í öðru. Síðan losna frumurnar út úr dýrunum og frjóvgun fer fram í vatninu utan þeirra. Af eggfrumunni sem hefur nú verið frjóvguð vex nýtt svampdýr. Kynlaus æxlun felst í því að partur losnar af svampdýrinu og breytist í nýtt dýr. Svampdýr eru elstu dýr jarðar, þ.e. fyrstu dýr sem þróuðust, út af líftrénu (''e. the [[:en:evolutionary tree|evolutionary tree]]'') <!-- af ensku WP (endilega þýða, mín stytting getur verið ónákvæm): "Sponges were first to branch off the evolutionary tree from the last common ancestor of all animals, making them the sister group of all other animals.[2]" -->og þar með eru svampdýr systurgrúppa (''e. [[:en:sister group|sister group]]'') allra annarra dýra á jörðinni. [[:en:Hexactinellid|Hexactinellid]] svampdýr er talið vera elsta núlifandi svampdýrið, áætlað allt að 15.000 ára gamalt. == Orðsifjafræði == Vísindaheitið ''Porifera'' kemur frá latneska orðinu ''porifer'', sem er dregið af ''porus'', sem þýðir op, gat eða gangur í líkama, og viðskeytinu ''-fer'', sem merkir „að bera“ eða „að bera með sér“. Heitið ''sponge'' á ensku er upprunnið úr forngríska orðinu σπόγγος eða ''spóngos''. == Líkamsbygging == Öll svampdýr hafa það sameiginlegt að hafa inn- (''e. ostium'') og útstreymisop (''e. osculum''). Innstreymisop, sem er úr gatfrumum (''e. porocyte''), leiðir vatn inn í svampholið (''e. atrium'') á meðan útstreymisopið, sem er stærra, hleypir vatninu úr svampinum út í umhverfið. Á þann máta afla sér flestir svampar næringar og kallast þá síarar. === Frumutegundir === Svampar hafa ytra (''e. pinacoderm'') og innra frumulag (''e. choanoderm''). Ytra lagið myndast af flötum ''pinacocyte'' frumum sem þekja svampinn að utan og hlífa honum gegn ytra umhverfi. Pinacocyte frumur eru hluti af vatnsstýringu með því að dragast saman og stjórna yfirborðsflatarmáli svampsins. Sumar þeirra sérhæfast svo í ''myocytes'' sem stjórna vatnsflæði með því að herpast saman í kringum op. Á milli fyrrnefndra laga er svokallað ''mesophyl'' lag þar sem ýmsum frumum er lauslega raðað og mynda kollagen, nálar og önnur efni. Innsta lagið samanstendur af svipukragafrumum (''e. choanocyte'') sem sía agnir úr vatni sem fer í gegnum svamp. Þeirra hlutverk er að beina vatni í gegnum líkama svampdýra, sía og fanga vatn til næringar. Frumurnar flytja einnig stærri agnir til nærliggjandi ''archeocyte'' til meltingar. Fyrrnefndir ''archeocyte'' eru amöbufrumur sem hreyfast í ''mesophyl'' og hafa þann hæfileika að sérhæfast í aðrar frumur eins og ''sclerocytes'', ''spongocytes'', ''collencytes'' og ''lophocytes''. == Flokkun == Nú til dags er svömpum skipt upp í fjóra flokka, eftir nálaformi og efnasamsetningu þeirra. Flokkarnir eru eftirfarandi: [[kalksvampar]] (''Calcarea''), glersvampar (''Hexactinellida''), hornsvampar (''Demospongiae'') og skorpusvampar (''Homoscleromorpha'').<ref>{{Cite book|title=Integrated principles of zoology|last=Hickman|first=Cleveland P.|last2=Keen|first2=Susan L.|last3=Eisenhour|first3=David J.|last4=Larson|first4=Allan|last5=I'Anson|first5=Helen|date=2024|publisher=McGraw Hill|isbn=978-1-266-26329-3|edition=Nineteenth edition, international student edition|location=New York, NY}}</ref> == Tenglar == * {{vísindavefurinn|3323|Hvar lifa svampdýr? Hvað éta þau?}} {{stubbur|líffræði}} [[Flokkur:Hryggleysingjar]] 984y1eeal0pbx8cufkgvqqst9hcu97v 1921146 1921130 2025-06-22T23:24:00Z Svampdýr 106737 /* Frumutegundir */ 1921146 wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = Svampar | fossil_range = [[Ediacara-tímabilið]] - nútíma | image = Sponge.JPG | image_width = 250px | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | domain = [[Heilkjörnungar]] (''Eukaryota'') | phylum = '''Porifera'''[[Samsíða þróunarlínur|*]] | symetry = 4ft | phylum_authority = [[Robert Edmund Grant|Grant]] in [[Robert Bentley Todd|Todd]], 1836 | subdivision_ranks = [[Flokkur (flokkunarfræði)|Flokkar]] | subdivision = * [[Kalksvampar]] (''[[Calcarea]]'') * [[Glersvampar]] (''[[Hexactinellida]]'') * [[Hornsvampar]] (''[[Demospongiae]]'') * [[Skorpusvampar]] (''[[Homoscleromorpha]]'') }} '''Svampdýr''' ([[fræðiheiti]]: ''Porifera'') eru [[hryggleysingi|hryggleysingjar]]. Flest svampdýr lifa í sjónum og voru áður fyrr þurrkuð upp og notuð í [[svampur|svampa]]. Svampdýrin eru elstu [[fjölfrumungur|fjölfrumungar]] sem búa á jörðinni og talið er að þau hafi orðið til fyrir um 580 milljónum ára. Líkamsgerð svampdýra er mjög einföld og lifnaðarhættir þeirra eru það líka. Svampdýr lifa í vatni og eru föst við undirlagið og færast ekkert nema þau séu borin burt með sterkum straumum. Langflestar tegundir svampdýra lifa í sjó, en sumar lifa í stöðuvötnum og straumvatni. Svampdýr hafa fullt af litlum opum á yfirborðinu. Sjórinn sem streymir inn um þau ber með sér ýmsar fæðuagnir og súrefni inn í holrýmið innst inni í svampdýrinu. Síðan taka frumur svampdýrsins það til sín og láta frá sér [[úrgangsefni]] og [[koltvíoxíð]]. Svo fer sjórinn aftur út um stór op, svokölluð útstreymisop. Frumur svampdýra eru sérstakar af því að hver þeirra starfar sér og er algjörlega óháð öðrum frumum með lítilli eða engri samhæfingu. Frumur svampdýra mynda því enga vefi sem er ólíkt öllum öðrum fjölfrumungum því frumur þeirra mynda allar vefi. Því eru þetta einu fjölfrumadýrin sem ekki mynda eiginlega vefi. Reyndar er hægt að lýsa svampdýri sem klasa af frumum sem búa saman. Þó laðast frumur svampdýra hver að annarri á einhvern fuðulegan hátt. Það má sanna þetta með því að þrýsta svampdýrinu saman og eftir nokkrar klukkustundir er svampdýrið aftur komið í upprunalega mynd. Ekkert annað dýr getur endurbyggt líkama sinn á þennan hátt. Svampdýr fjölga sér annaðhvort með [[kynæxlun]] eða [[kynlaus æxlun|kynlausri æxlun]]. Í kynæxlun fer samruni eggfrumu og sáðfrumu þannig fram að eggfrumur myndast í einu svampdýri og sáðfrumur í öðru. Síðan losna frumurnar út úr dýrunum og frjóvgun fer fram í vatninu utan þeirra. Af eggfrumunni sem hefur nú verið frjóvguð vex nýtt svampdýr. Kynlaus æxlun felst í því að partur losnar af svampdýrinu og breytist í nýtt dýr. Svampdýr eru elstu dýr jarðar, þ.e. fyrstu dýr sem þróuðust, út af líftrénu (''e. the [[:en:evolutionary tree|evolutionary tree]]'') <!-- af ensku WP (endilega þýða, mín stytting getur verið ónákvæm): "Sponges were first to branch off the evolutionary tree from the last common ancestor of all animals, making them the sister group of all other animals.[2]" -->og þar með eru svampdýr systurgrúppa (''e. [[:en:sister group|sister group]]'') allra annarra dýra á jörðinni. [[:en:Hexactinellid|Hexactinellid]] svampdýr er talið vera elsta núlifandi svampdýrið, áætlað allt að 15.000 ára gamalt. == Orðsifjafræði == Vísindaheitið ''Porifera'' kemur frá latneska orðinu ''porifer'', sem er dregið af ''porus'', sem þýðir op, gat eða gangur í líkama, og viðskeytinu ''-fer'', sem merkir „að bera“ eða „að bera með sér“. Heitið ''sponge'' á ensku er upprunnið úr forngríska orðinu σπόγγος eða ''spóngos''. == Líkamsbygging == Öll svampdýr hafa það sameiginlegt að hafa inn- (''e. ostium'') og útstreymisop (''e. osculum''). Innstreymisop, sem er úr gatfrumum (''e. porocyte''), leiðir vatn inn í svampholið (''e. atrium'') á meðan útstreymisopið, sem er stærra, hleypir vatninu úr svampinum út í umhverfið. Á þann máta afla sér flestir svampar næringar og kallast þá síarar. === Frumugerðir === Svampar hafa ytra (''e. pinacoderm'') og innra frumulag (''e. choanoderm''). Ytra lagið myndast af flötum ''pinacocyte'' frumum sem þekja svampinn að utan og hlífa honum gegn ytra umhverfi. Pinacocyte frumur eru hluti af vatnsstýringu með því að dragast saman og stjórna yfirborðsflatarmáli svampsins. Sumar þeirra sérhæfast svo í ''myocytes'' sem stjórna vatnsflæði með því að herpast saman í kringum op. Á milli fyrrnefndra laga er svokallað ''mesophyl'' lag þar sem ýmsum frumum er lauslega raðað og mynda kollagen, nálar og önnur efni. Innsta lagið samanstendur af svipukragafrumum (''e. choanocyte'') sem sía agnir úr vatni sem fer í gegnum svamp. Þeirra hlutverk er að beina vatni í gegnum líkama svampdýra, sía og fanga vatn til næringar. Frumurnar flytja einnig stærri agnir til nærliggjandi ''archeocyte'' til meltingar. Fyrrnefndir ''archeocyte'' eru amöbufrumur sem hreyfast í ''mesophyl'' og hafa þann hæfileika að sérhæfast í aðrar frumur eins og ''sclerocytes'', ''spongocytes'', ''collencytes'' og ''lophocytes''. == Flokkun == Nú til dags er svömpum skipt upp í fjóra flokka, eftir nálaformi og efnasamsetningu þeirra. Flokkarnir eru eftirfarandi: [[kalksvampar]] (''Calcarea''), glersvampar (''Hexactinellida''), hornsvampar (''Demospongiae'') og skorpusvampar (''Homoscleromorpha'').<ref>{{Cite book|title=Integrated principles of zoology|last=Hickman|first=Cleveland P.|last2=Keen|first2=Susan L.|last3=Eisenhour|first3=David J.|last4=Larson|first4=Allan|last5=I'Anson|first5=Helen|date=2024|publisher=McGraw Hill|isbn=978-1-266-26329-3|edition=Nineteenth edition, international student edition|location=New York, NY}}</ref> == Tenglar == * {{vísindavefurinn|3323|Hvar lifa svampdýr? Hvað éta þau?}} {{stubbur|líffræði}} [[Flokkur:Hryggleysingjar]] lh7pbbfbv2sz0d10vi6azbi7am1oa3e Hestur 0 64846 1921132 1913263 2025-06-22T20:31:08Z 2A01:6F01:B1C0:AC00:9C03:4EFE:A598:88EF Ég breytti ekki ég bætti við að heatar eru mjöööög cool því þeir eru það bara. Þið verðið bara að hafa það. 1921132 wikitext text/x-wiki {{Aðgreiningartengill}} {{Sjá einnig|Íslenski hesturinn{{!}}íslenska hestinn}} {{Taxobox | color = pink | name = Hestur | status = DOM | image = Finnhorse stallion.jpg | image_width = 250px | regnum = [[Dýraríkið]] (''Animalia'') | phylum = [[Seildýr]] (''Chordate'') | classis = [[Spendýr]] (''Mammalia'') | ordo = [[Hófdýr]] (''Perissodactyla'') | familia = [[Hestar]] (''Equidae'') | genus = [[Hestaættkvísl]] (''Equus'') | species = '''''E. caballus''''' | binomial = ''Equus caballus'' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 }} '''Hestur''' ([[fræðiheiti]]: ''Equus caballus'') er [[tegund]] stórra [[spendýr]]a af [[ættbálkur (líffræði)|ættbálki]] [[hófdýr]]a og eitt af sjö eftirlifandi tegundum af ''[[Equus]]''-ættkvíslinni. Hestar hafa skipt miklu máli í mótun samgangna og vinnutækja í heiminum. Talið er að hestur nútímans hafi verið fyrst notaður til að auðvelda manninum vinnu sína um 2000 f. Kr. Í dag er hesturinn meira notaður sem [[húsdýr]] og [[tómstundagaman]] en í [[þriðji heimurinn|þriðja heiminum]] er hann enn mikið notaður við ýmis störf, sérstaklega í [[landbúnaður|landbúnaði]]. [[Íslenski hesturinn]] er smærri en mörg önnur hestakyn. Hann er líka mjöööög cool. == Lífeðlisfræði == Líffæra- og lífeðlisfræði hestsins eru mjög lík eða eins milli tegunda. Þó eru til frávik s.s. í arabíska gæðingnum sem hefur færri hryggjarliði en aðrar tegundir. Stærð tegundanna er mjög breytileg sem og atferli og búsvæði. === Aldur === Lífaldur hests fer eftir kyni (tegund), umhverfi og erfðum. Í dag lifa hestar gjarnan til 25 til 30 ára aldurs en hestar í villtum stóðum lifa gjarnan styttra enda kljást þeir þar við náttúrulegt val. Elsti hesturinn er talinn hafa verið „Old Billy“ sem lifði til 62 ára aldurs.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.fbresearch.org/HorseFacts/Facts/|titill=The Mane Facts About Horse Health|mánuðurskoðað=5. mars|árskoðað=2007}}</ref> === Stærð === [[Mynd:Horse-and-pony.jpg|thumb|250 px|Stærðarmunur á hrossakynjum]] Hrossakynjum er skipt í tvo flokka eftir stærð; smáhesta og hesta. Hæðin er mæld á herðakambi og smáhestar kallast þeir hestar sem ná ekki 147 cm hæð. Skiptingin er þó ekki algild og er t.d. umdeilt hvort [[íslenski hesturinn]] sé hestur eða smáhestur. Þannig þarf einnig að fylgja byggingu og getu hesta til að ákvarða í hvorn flokkinn þeir falla í. Minnsta viðurkennda hrossategundin í heiminum er [[Falabella]] en stærsta er [[Skírir]] (e. ''Shire''). Stærsti einstaklingurinn var Sampson, síðar Mammoth, af Skíriskyni, sem náði 2.20 m hæð. Minnsti einstaklingurinn var Thumbelina (íslenska:''Þumalína'') sem þjáist af vaxtarstöðnun. Hún er 43 cm há á herðakamb.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.dailymail.co.uk/pages/live/articles/news/news.html?in_article_id=409317&in_page_id=1770|titill=„Meet Thumbelina, the World's Smallest Horse“ í ''Daily Mail''|mánuðurskoðað=5. mars|árskoðað=2007}}</ref> == Atferli == [[Mynd:Mustang Utah 2005 2.jpg|thumb|left|[[Mustang]]hestar í [[Utah]]]] Hesturinn er [[Hópdýr|hóp-]] og [[flóttadýr]] og hefur alla tíð verið veiddur af [[rándýr]]um. Eðli hans er því að flýja frá öllum hættum og þeir halda sig saman í hóp sem kallast [[stóð]]. Ef engin er undankomuleiðin snúa hestar sér til árásar eða varnar. Hross halda sig saman í hóp og eru nokkuð föst á það að fylgja stóðinu eða leiðtoganum en hestar hafa mikla hvöt til að velja sér leiðtoga. Þetta getur maðurinn nýtt sér við tamningar og þjálfun hestsins. Hestar hafa samskipti hver við annan með líkamstjáningu og hneggi. === Stóðlífið === Stóðið samanstendur af [[Stóðhestur|stóðhesti]] og [[Stóðmeri|stóðmerum]] auk afkvæma. Oft eru yngri graðhestar með í hópnum sem slást um tign í goggunarröðinni. Oftast er það elsta merin sem stjórnar hópnum í leit að fæðu og skjóli. Hún þekkist af því að hún lætur flest hrossin éta á undan sér, ef lítið er um mat, en nýtur samt mestu virðingar allra hrossanna í stóðinu. Hún fer fyrir hópnum og velur bestu og öruggustu leiðina milli beitarsvæða. Þegar hrossahópar eða stóð hvílast eru jafnan 1 til 2 sem standa og „halda vörð“ fyrir rándýrum. Hestar geta sofið standandi en gera það yfirleitt ekki nema á daginn, þá í stutta stund í einu. Á næturnar sofa þeir liggjandi. Hestur í afslöppun hvílir gjarnan aðra afturlöppina og neðri flipinn hangir slakur. Auk þess eru augun lokuð og hesturinn virðist sofa. Folöld fæðast venjulega á vorin eftir 336 daga langa meðgöngu og kallast það að merin ''kasti''. Folöldin kallast ''merfolald'' og ''hestfolald'' eftir kynjum. Fleirburar eru sjaldgæfir, en þó koma tvíburar fyrir. Merar eru þeim eiginleikum gæddar að geta gengið lengur með folaldið ef hart er í ári og gengið þá allt að 365 daga meðgöngu. Þetta er algengt á kaldari svæðum, svo sem á [[Ísland]]i, vegna þess hve vorhret eru algeng. == Þróun == [[Mynd:Cheval de Przewalski.jpg|thumb|250 px|Prezewalski-hestur í Mongólíu]] Elstu vísbendingar um að hesturinn hafi komið frá Mið-Asíu eru frá því um 4.000 f. Kr. en talið er að hófdýr hafi þróast fyrir um 10 milljón árum síðan, eftir að [[Risaeðla|risaeðlurnar]] dóu út. Þau voru helstu spendýrin fram á [[míósen]]-tímabilið þegar [[klaufdýr]] þróuðust til að nýta grasfæðu betur en þau höfðu áður gert. Hesturinn þróaðist frá því að vera með 5 tær ([[klauf]]ir) niður í 4, 3 og loks eina tá á míósen. Hestar með fleiri tær lifðu í deiglendara landi og sukku því ekki í blautan jarðveginn. Einnig breyttist fæða hestsins og hætti hann að vera laufæta í [[Skógur|skógum]] og [[kjarr]]i og fór að éta gras á sléttum meginlandanna. Fæðan varð trénismeiri og því þróaðist [[meltingarkerfi]]ð svo það gæti tekið við grófara æti. Á [[pleistósen]] stækkaði hesturinn til muna og missti 2. og 4. tána ásamt því að hann leitaði frekar út á gresjurnar í fæðuleit. Hliðartærnar minnkuðu hjá ''[[Hipparion]]'' og eina sem eftir lifir af þeim eru [[griffilbein]]in sem nútímahestar nota ekki, en eru þó til staðar. == Notkun == [[Mynd:Dutch Draught.jpg|thumb|250 px|Hollenskur dráttarhestur]] Hestar eru hafðir til margs konar nota, hvort sem það er sem tómstundagaman, til vinnu eða afurða. Hestar voru helstu vopn [[her]]ja fyrir [[Iðnbyltingin|iðnbyltinguna]] og eru einnig notaðir til sjúkraþjálfunar og í ýmsum meðferðum. === Tómstundagaman === Hestar eru notaðir til útreiða og sem félagar manna og annarra dýra, s.s. [[Nautgripur|nautgripa]] og [[Asni|asna]]. Útreiðar í náttúrunni eru stundaðar um allan heim, hvort sem það er útúrdúr fyrir keppnishesta eða fyrir hinn almenna reiðmann. === Keppnir === [[Mynd:Campeonato Argentino de Polo 2010 - 5237109478 e7ed034169 o.jpg|thumb|250 px|Hestar eru einnig notuð í íþróttum]] Keppt er í ýmsum flokkum og gerðum keppna. Helstu keppnirnar eru [[hindrunarstökk]], [[fimi]] og [[veðhlaup]]. Bandarískar búgreinakeppnir á borð við „tunnuhlaup“ og „fánareið“ eru vinsælar vestanhafs og hin besta skemmtun fyrir áhorfendur. Á [[Íslenski hesturinn|íslenska hestinum]] er keppt í gangtegundum, A- og B-flokki og [[tölt]]i auk [[Skeið (gangtegund)|skeið-spretta]]. [[Þolreið]] er einnig vinsæl. === Vinna === [[Mynd:Policja konna Poznań.jpg|thumb|left|Lögregluþjónn á hesti í [[Poznań]] í [[Pólland]]i]] Margar atvinnugreinar vinna við eða nota hesta við vinnu sína. Ef frátaldir eru [[Tamningamaður|tamningamenn]], þjálfarar og [[Dýralæknir|dýralæknar]] nota margar lögregludeildir hesta við störf sín. Bændur og skógarhöggsmenn um allan heim hafa notað hesta til dráttar og gera enn. Í [[Þróunarríki|þróunarríkjum]] eru hestar enn mikið notaðir þó að dregið hafi úr notkun þeirra í atvinnulífi [[Iðnríki|iðnríkjanna]]. === Afurðir === Afurðir hrossa eru kjöt, [[kaplamjólk]], skinn og húðir. Kaplamjólk og blóð hrossa er notað við matargerð í [[Mongólía|Mongólíu]]. Blóð úr fylfullum hryssum og fylsugum (þeir hryssur sem hafa folald á spena) er notað í frjósemislyf innan búfjárræktar. Hrosshár, þ.e. taglhár, eru notuð í fiðluboga og boga á öðrum álíka [[Hljóðfæri|hljóðfærum]]. Hyrni hófanna er notað til gerðar á hóflími, til að laga sprungur og holur í hófum lifandi hrossa. Skinn og húðir eru nýttar í klæði og efni. == Orðaforði == === Gangtegundir === * '''Fet''' er fjórtakta gangtegund, sú hægasta. Fluttur er ein fótur í einu, byrjað á öðrum hvorum afturfæti, síðan framfæti sömu hliðar, næst afturfæti hinnar hliðar hestsins og loks sá framfótur sem ekki hefur hreyfst. Gott fet felst í því að afturfætur stígi í eða vel framfyrir spor framfótar. * '''Brokk''' er tvítakta gangtegund með svifi, þ.e. tveir skástæðir fætur (t.d. vinstri aftur og hægri fram) fylgjast að og stíga samtímis í jörðina. Brokk getur verið bæði róleg og ferðarmikið. Að ''stíga brokkið'' kallast það þegar knapinn rís upp úr hnakknum í takt við hestinn, situr og stígur sitt á hvað. Þetta er gert t.d. ef hesturinn er mjög hastur eða til að hjálpa hestinum með að halda jafnvægi og takti á brokkinu. [[Mynd:Muybridge race horse animated.gif|thumb|150px|Hestur á stökki]] * '''Stökk''' er þrítakta gangtegund. Fyrst stígur í jörðina annar afturfótur, svo samtímis hinn afturfóturinn og skástæður framfótur og loks samstæður framfótur (t.d. hægri aftur, vinstri aftur og hægri fram og loks vinstri fram). Sá framfótur sem teygir sig lengra fram (lendir seinastur í jörðinni) er sá sem leiðir stökkið og kallast stökkið hægra- eða vinstrastökk eftir því. Þegar riðið er á hring, ferning eða sporbaug er innri fótur alltaf sá sem teygir sig framar. Eftirfarandi eru gangtegundir sem ekki öll hestakyn hafa: * '''[[Tölt]]''' (sjá sérgrein) * '''[[Skeið (gangtegund)|Skeið]]''' (sjá sérgrein) * '''Corto, largo, fino''' eru gangtegundir [[perú]]ska [[Paso Fino]]-hestsins. Corto líkist mest brokki hvað hraða varðar, largo er framgripsmeira og hraðara og fino er samansafnað, þ.e. hesturinn teygir afturfæturnar vel innundir búkinn. === Aldur og kyn === * '''folald''' er afkvæmi hests. Folald er unghestur undir eins árs aldri. Folöld eru skipt í '''hestfolöld''' og '''merfolöld'''. * '''geldingur''' er vanaður hestur. * '''graðhestur''' (einnig nefndur '''sönghestur''') óvanaður hestur, '''stóðhestur'''. * '''meri''' eða '''hryssa''' er kvenkyns hestur, fullorðinn. Meri sem folald gengur undir kallast '''folaldsmeri'''. * '''tryppi''' (einnig '''trippi''') er unghestur, 1-4 vetra, þó mismunandi eftir tegundum. Tryppin öðlast ''hests''heitið þegar þau hafa verið tamin og eru þroskuð bæði líkamlega og andlega. * '''vetrungur''' ársgamall hestur. Orðið er óháð kyni. === Líkamsbygging === * ''aurhorn'' (einnig nefnt ''hófþorn'', ''vaðhorn'' eða ''saurhorn'') er hornkörtur á innanverðum framfótum hesta. * ''bógur'' er á framparti hestsins, á báðum hliðum. Hann er upp af framfæti og neðan hálsins. * ''fax og toppur'' sítt og gróft hár á hálsi og enni hestsins. * ''herðakambur'' er hæsti punktur á baki hestins. Hann er notaður þegar hæð hestsins er mæld með stangarmáli. * ''herðatoppur'' er aftasti hluti faxins. * ''hófur'' er neðsti hluti allra fóta. Hann er gerður úr hyrni og vex eins og neglur á mönnum.Hófurinn er úr mjúku efni og slitnar á hörðu undirlagi ef hesturinn er ekki [[járning|járnaður]]. Sjá [[Hófur|sérgrein]] fyrir frekari upplýsingar. * ''hækill'' er liðmót á afturfótum, milli læris og fótleggs. * ''kjúka'' er liðamót á öllum fótum, neðstu liðamótin. Aftan á þeim er hárbrúskur sem kallast [[hófskegg]]. Kjúkan deyfir högg upp í fótinn og spyrnir þegar hesturinn gengur. * ''konungsnef'' er hækilbeinið á afturfæti. * ''lend'' er ofan á afturparti hestsins, hæsti hluti yfir afturfótunum. Þar eru miklir vöðvar sem drífa hestinn áfram þegar hann hleypur, sérstaklega á íslenska hestinum sem notar afturpartinn mjög mikið. * ''tagl'' er sítt hár sem samsvarar faxinu er á enda rófubeinsins. === Litir === [[Mynd:Knabstrupper Baron.jpg|thumb|Grádoppóttur [[Knabstrup]]hestur]] [[Mynd:Horse close.jpg|thumb|Jarpskjótt-, blesóttur hestur]] * ''brúnn/svartur'': ekki eru menn á eitt sáttir um það hvort hross séu svört eða ekki. Brún hross eru brún á búk með brúnt fax og tagl. Bæði fax og búkur geta upplitast af sól. Svört hross hins vegar eru tinnusvört og upplitast ekki. * ''grár'' gráir hestar fæðast í grunnlitum en lýsast svo með aldrinum vegna erfðaeiginleika. Mjög dökk-gráir hestar með hringamynstur kallast ''stein-'' eða ''apalgráir'' en mjög ljósir, jafnvel alveg hvítir eru ljósgráir. * ''jarpur'': jarpt hross er með rauð- eða brúnleitan búk og svart fax og tagl. Búkurinn getur verið annað hvort fagur rauður og kallast liturinn þá ''rauðjarpur'', eða verið brúnn og kallast þá ýmist ''korgjarpur'' eða ''dökkjarpur''. * ''leirljós'': leirljós hestur er ljós á búk og með samlitt fax eða jafnvel ljósara. Hann hefur gylltan blæ yfir sér. * ''litföróttur'': Litförótt lýsir sér þannig að hrossið hefur sinn tiltekna grunnlit en verður árstíðabundið grár því undirhárin eru grá en vindhárin í grunnlit hestsins. * ''moldóttur'': Moldóttur hestur er með gul-brúnan búk og svart fax og mön á baki að auki. Mjög dökkir moldóttir hestar kallast '''draugmoldóttir'''. * '''móálóttur''': Móálóttir hestar eru með silfurgráan búk og svart fax og tagl. Í faxinu getur verið eitthvað um ljós-brún hár. * '''rauður''': rauður hestur er með rauðleitan búk, jafnvel mjög ljósan eða dökkan. Ef hesturinn hefur gulleitt fax að auki kallast faxið [[glófext]]. * '''skjóttur''': Skjóttir litir fyrirfinnast í öllum grunnlitum. Þeir stafa af því að litarefni vantar í frumurnar á þeim skellum sem eru hvítar. Algengast eru '''rauð-''' og '''brúnskjótt''' hross. '''Önnur einkenni''' * '''blesa''' er hvít rönd í andliti sem nær frá enni niður á flipa. Sé blesan mjög breið er hesturinn breiðblesóttur og jafnvel glámblesóttur ef hvíti liturinn nær út fyrir augun og augun eru annað hvort blá (hringeygður) eða með vagli. * '''hosa''' er hvít skella á fæti en nær lengra upp en sokkur, jafnvel upp fyrir hné/hækil. * '''hringeygur''' hestur hefur blátt auga og hvítan hring í því yst. * '''leisti''' er stutt hvít skella á fæti, nær ekki upp fyrir kjúku. * '''sokkur''' er hvít skella neðst á fæti. Sokkur nær upp á miðjan fótlegg. * '''stjarna''' er hvítur hringur eða stjarna í enni. Bletturinn getur verið ýmist stór eða lítill, reglulegur eða óreglulegur að lögun. Sé mjó rönd niður úr stjörnunni kallast hún halastjarna. * '''tvístjarna''' er þegar stjarna í enni og önnur á snoppu koma saman. Jafnvel er til þrístjörnótt en það er sjaldgæfara. * '''vagl í auga''' er lítil hvít skella í auga hests. == Frægir hestar == * Búkífalos - hestur [[Alexander mikli|Alexanders mikla]] * El Morzillo - hestur [[Hernando Cortés]]ar hershöfðingja. * [[Fagri Blakkur]] - hestur í samnefndri skáldsögu. * Incitatus - uppáhalds hestur [[Calígúla|Calígúlu]] keisara * Léttfeti - hestur [[Lukku Láki|Lukku Láka]] * Litli kall (''lilla gubben'') - hestur [[Lína Langsokkur|Línu Langsokks]] * Milton - frægur hindrunarstökkshestur. * [[Seabiscuit]] - veðhlaupahestur. * [[Sleipnir]] - áttfættur hestur [[Óðinn|Óðins]] * Trigger - hestur [[Roy Rogers]] == Tilvísanir == <references/> == Heimildir == * Helgi Sigurðsson dýralæknir. 2001. ''Hestaheilsa.'' Eiðfaxi, Reykjavík. * {{wpheimild | tungumál = en | titill = Horse | mánuðurskoðað = 17. október | árskoðað = 2005}} == Tenglar == * [http://www.timarit.is/?issueID=419154&pageSelected=0&lang=0 ''Dagur hestsins''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1966] * [http://www.timarit.is/?issueID=337941&pageSelected=32&lang=0 ''Hestaþing fornmanna''; grein í Eimreiðinni 1903] [[Flokkur:Hestar| ]] 3pz0c4dqry80x97bkm8xuk8ipt9j23y 1921134 1921132 2025-06-22T20:35:18Z Berserkur 10188 Tók aftur breytingu frá [[Special:Contributions/2A01:6F01:B1C0:AC00:9C03:4EFE:A598:88EF|2A01:6F01:B1C0:AC00:9C03:4EFE:A598:88EF]] ([[User talk:2A01:6F01:B1C0:AC00:9C03:4EFE:A598:88EF|spjall]]), til baka í síðustu útgáfu frá [[User:MáneyMánadóttir|MáneyMánadóttir]] 1913263 wikitext text/x-wiki {{Aðgreiningartengill}} {{Sjá einnig|Íslenski hesturinn{{!}}íslenska hestinn}} {{Taxobox | color = pink | name = Hestur | status = DOM | image = Finnhorse stallion.jpg | image_width = 250px | regnum = [[Dýraríkið]] (''Animalia'') | phylum = [[Seildýr]] (''Chordate'') | classis = [[Spendýr]] (''Mammalia'') | ordo = [[Hófdýr]] (''Perissodactyla'') | familia = [[Hestar]] (''Equidae'') | genus = [[Hestaættkvísl]] (''Equus'') | species = '''''E. caballus''''' | binomial = ''Equus caballus'' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 }} '''Hestur''' ([[fræðiheiti]]: ''Equus caballus'') er [[tegund]] stórra [[spendýr]]a af [[ættbálkur (líffræði)|ættbálki]] [[hófdýr]]a og eitt af sjö eftirlifandi tegundum af ''[[Equus]]''-ættkvíslinni. Hestar hafa skipt miklu máli í mótun samgangna og vinnutækja í heiminum. Talið er að hestur nútímans hafi verið fyrst notaður til að auðvelda manninum vinnu sína um 2000 f. Kr. Í dag er hesturinn meira notaður sem [[húsdýr]] og [[tómstundagaman]] en í [[þriðji heimurinn|þriðja heiminum]] er hann enn mikið notaður við ýmis störf, sérstaklega í [[landbúnaður|landbúnaði]]. [[Íslenski hesturinn]] er smærri en mörg önnur hestakyn. == Lífeðlisfræði == Líffæra- og lífeðlisfræði hestsins eru mjög lík eða eins milli tegunda. Þó eru til frávik s.s. í arabíska gæðingnum sem hefur færri hryggjarliði en aðrar tegundir. Stærð tegundanna er mjög breytileg sem og atferli og búsvæði. === Aldur === Lífaldur hests fer eftir kyni (tegund), umhverfi og erfðum. Í dag lifa hestar gjarnan til 25 til 30 ára aldurs en hestar í villtum stóðum lifa gjarnan styttra enda kljást þeir þar við náttúrulegt val. Elsti hesturinn er talinn hafa verið „Old Billy“ sem lifði til 62 ára aldurs.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.fbresearch.org/HorseFacts/Facts/|titill=The Mane Facts About Horse Health|mánuðurskoðað=5. mars|árskoðað=2007}}</ref> === Stærð === [[Mynd:Horse-and-pony.jpg|thumb|250 px|Stærðarmunur á hrossakynjum]] Hrossakynjum er skipt í tvo flokka eftir stærð; smáhesta og hesta. Hæðin er mæld á herðakambi og smáhestar kallast þeir hestar sem ná ekki 147 cm hæð. Skiptingin er þó ekki algild og er t.d. umdeilt hvort [[íslenski hesturinn]] sé hestur eða smáhestur. Þannig þarf einnig að fylgja byggingu og getu hesta til að ákvarða í hvorn flokkinn þeir falla í. Minnsta viðurkennda hrossategundin í heiminum er [[Falabella]] en stærsta er [[Skírir]] (e. ''Shire''). Stærsti einstaklingurinn var Sampson, síðar Mammoth, af Skíriskyni, sem náði 2.20 m hæð. Minnsti einstaklingurinn var Thumbelina (íslenska:''Þumalína'') sem þjáist af vaxtarstöðnun. Hún er 43 cm há á herðakamb.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.dailymail.co.uk/pages/live/articles/news/news.html?in_article_id=409317&in_page_id=1770|titill=„Meet Thumbelina, the World's Smallest Horse“ í ''Daily Mail''|mánuðurskoðað=5. mars|árskoðað=2007}}</ref> == Atferli == [[Mynd:Mustang Utah 2005 2.jpg|thumb|left|[[Mustang]]hestar í [[Utah]]]] Hesturinn er [[Hópdýr|hóp-]] og [[flóttadýr]] og hefur alla tíð verið veiddur af [[rándýr]]um. Eðli hans er því að flýja frá öllum hættum og þeir halda sig saman í hóp sem kallast [[stóð]]. Ef engin er undankomuleiðin snúa hestar sér til árásar eða varnar. Hross halda sig saman í hóp og eru nokkuð föst á það að fylgja stóðinu eða leiðtoganum en hestar hafa mikla hvöt til að velja sér leiðtoga. Þetta getur maðurinn nýtt sér við tamningar og þjálfun hestsins. Hestar hafa samskipti hver við annan með líkamstjáningu og hneggi. === Stóðlífið === Stóðið samanstendur af [[Stóðhestur|stóðhesti]] og [[Stóðmeri|stóðmerum]] auk afkvæma. Oft eru yngri graðhestar með í hópnum sem slást um tign í goggunarröðinni. Oftast er það elsta merin sem stjórnar hópnum í leit að fæðu og skjóli. Hún þekkist af því að hún lætur flest hrossin éta á undan sér, ef lítið er um mat, en nýtur samt mestu virðingar allra hrossanna í stóðinu. Hún fer fyrir hópnum og velur bestu og öruggustu leiðina milli beitarsvæða. Þegar hrossahópar eða stóð hvílast eru jafnan 1 til 2 sem standa og „halda vörð“ fyrir rándýrum. Hestar geta sofið standandi en gera það yfirleitt ekki nema á daginn, þá í stutta stund í einu. Á næturnar sofa þeir liggjandi. Hestur í afslöppun hvílir gjarnan aðra afturlöppina og neðri flipinn hangir slakur. Auk þess eru augun lokuð og hesturinn virðist sofa. Folöld fæðast venjulega á vorin eftir 336 daga langa meðgöngu og kallast það að merin ''kasti''. Folöldin kallast ''merfolald'' og ''hestfolald'' eftir kynjum. Fleirburar eru sjaldgæfir, en þó koma tvíburar fyrir. Merar eru þeim eiginleikum gæddar að geta gengið lengur með folaldið ef hart er í ári og gengið þá allt að 365 daga meðgöngu. Þetta er algengt á kaldari svæðum, svo sem á [[Ísland]]i, vegna þess hve vorhret eru algeng. == Þróun == [[Mynd:Cheval de Przewalski.jpg|thumb|250 px|Prezewalski-hestur í Mongólíu]] Elstu vísbendingar um að hesturinn hafi komið frá Mið-Asíu eru frá því um 4.000 f. Kr. en talið er að hófdýr hafi þróast fyrir um 10 milljón árum síðan, eftir að [[Risaeðla|risaeðlurnar]] dóu út. Þau voru helstu spendýrin fram á [[míósen]]-tímabilið þegar [[klaufdýr]] þróuðust til að nýta grasfæðu betur en þau höfðu áður gert. Hesturinn þróaðist frá því að vera með 5 tær ([[klauf]]ir) niður í 4, 3 og loks eina tá á míósen. Hestar með fleiri tær lifðu í deiglendara landi og sukku því ekki í blautan jarðveginn. Einnig breyttist fæða hestsins og hætti hann að vera laufæta í [[Skógur|skógum]] og [[kjarr]]i og fór að éta gras á sléttum meginlandanna. Fæðan varð trénismeiri og því þróaðist [[meltingarkerfi]]ð svo það gæti tekið við grófara æti. Á [[pleistósen]] stækkaði hesturinn til muna og missti 2. og 4. tána ásamt því að hann leitaði frekar út á gresjurnar í fæðuleit. Hliðartærnar minnkuðu hjá ''[[Hipparion]]'' og eina sem eftir lifir af þeim eru [[griffilbein]]in sem nútímahestar nota ekki, en eru þó til staðar. == Notkun == [[Mynd:Dutch Draught.jpg|thumb|250 px|Hollenskur dráttarhestur]] Hestar eru hafðir til margs konar nota, hvort sem það er sem tómstundagaman, til vinnu eða afurða. Hestar voru helstu vopn [[her]]ja fyrir [[Iðnbyltingin|iðnbyltinguna]] og eru einnig notaðir til sjúkraþjálfunar og í ýmsum meðferðum. === Tómstundagaman === Hestar eru notaðir til útreiða og sem félagar manna og annarra dýra, s.s. [[Nautgripur|nautgripa]] og [[Asni|asna]]. Útreiðar í náttúrunni eru stundaðar um allan heim, hvort sem það er útúrdúr fyrir keppnishesta eða fyrir hinn almenna reiðmann. === Keppnir === [[Mynd:Campeonato Argentino de Polo 2010 - 5237109478 e7ed034169 o.jpg|thumb|250 px|Hestar eru einnig notuð í íþróttum]] Keppt er í ýmsum flokkum og gerðum keppna. Helstu keppnirnar eru [[hindrunarstökk]], [[fimi]] og [[veðhlaup]]. Bandarískar búgreinakeppnir á borð við „tunnuhlaup“ og „fánareið“ eru vinsælar vestanhafs og hin besta skemmtun fyrir áhorfendur. Á [[Íslenski hesturinn|íslenska hestinum]] er keppt í gangtegundum, A- og B-flokki og [[tölt]]i auk [[Skeið (gangtegund)|skeið-spretta]]. [[Þolreið]] er einnig vinsæl. === Vinna === [[Mynd:Policja konna Poznań.jpg|thumb|left|Lögregluþjónn á hesti í [[Poznań]] í [[Pólland]]i]] Margar atvinnugreinar vinna við eða nota hesta við vinnu sína. Ef frátaldir eru [[Tamningamaður|tamningamenn]], þjálfarar og [[Dýralæknir|dýralæknar]] nota margar lögregludeildir hesta við störf sín. Bændur og skógarhöggsmenn um allan heim hafa notað hesta til dráttar og gera enn. Í [[Þróunarríki|þróunarríkjum]] eru hestar enn mikið notaðir þó að dregið hafi úr notkun þeirra í atvinnulífi [[Iðnríki|iðnríkjanna]]. === Afurðir === Afurðir hrossa eru kjöt, [[kaplamjólk]], skinn og húðir. Kaplamjólk og blóð hrossa er notað við matargerð í [[Mongólía|Mongólíu]]. Blóð úr fylfullum hryssum og fylsugum (þeir hryssur sem hafa folald á spena) er notað í frjósemislyf innan búfjárræktar. Hrosshár, þ.e. taglhár, eru notuð í fiðluboga og boga á öðrum álíka [[Hljóðfæri|hljóðfærum]]. Hyrni hófanna er notað til gerðar á hóflími, til að laga sprungur og holur í hófum lifandi hrossa. Skinn og húðir eru nýttar í klæði og efni. == Orðaforði == === Gangtegundir === * '''Fet''' er fjórtakta gangtegund, sú hægasta. Fluttur er ein fótur í einu, byrjað á öðrum hvorum afturfæti, síðan framfæti sömu hliðar, næst afturfæti hinnar hliðar hestsins og loks sá framfótur sem ekki hefur hreyfst. Gott fet felst í því að afturfætur stígi í eða vel framfyrir spor framfótar. * '''Brokk''' er tvítakta gangtegund með svifi, þ.e. tveir skástæðir fætur (t.d. vinstri aftur og hægri fram) fylgjast að og stíga samtímis í jörðina. Brokk getur verið bæði róleg og ferðarmikið. Að ''stíga brokkið'' kallast það þegar knapinn rís upp úr hnakknum í takt við hestinn, situr og stígur sitt á hvað. Þetta er gert t.d. ef hesturinn er mjög hastur eða til að hjálpa hestinum með að halda jafnvægi og takti á brokkinu. [[Mynd:Muybridge race horse animated.gif|thumb|150px|Hestur á stökki]] * '''Stökk''' er þrítakta gangtegund. Fyrst stígur í jörðina annar afturfótur, svo samtímis hinn afturfóturinn og skástæður framfótur og loks samstæður framfótur (t.d. hægri aftur, vinstri aftur og hægri fram og loks vinstri fram). Sá framfótur sem teygir sig lengra fram (lendir seinastur í jörðinni) er sá sem leiðir stökkið og kallast stökkið hægra- eða vinstrastökk eftir því. Þegar riðið er á hring, ferning eða sporbaug er innri fótur alltaf sá sem teygir sig framar. Eftirfarandi eru gangtegundir sem ekki öll hestakyn hafa: * '''[[Tölt]]''' (sjá sérgrein) * '''[[Skeið (gangtegund)|Skeið]]''' (sjá sérgrein) * '''Corto, largo, fino''' eru gangtegundir [[perú]]ska [[Paso Fino]]-hestsins. Corto líkist mest brokki hvað hraða varðar, largo er framgripsmeira og hraðara og fino er samansafnað, þ.e. hesturinn teygir afturfæturnar vel innundir búkinn. === Aldur og kyn === * '''folald''' er afkvæmi hests. Folald er unghestur undir eins árs aldri. Folöld eru skipt í '''hestfolöld''' og '''merfolöld'''. * '''geldingur''' er vanaður hestur. * '''graðhestur''' (einnig nefndur '''sönghestur''') óvanaður hestur, '''stóðhestur'''. * '''meri''' eða '''hryssa''' er kvenkyns hestur, fullorðinn. Meri sem folald gengur undir kallast '''folaldsmeri'''. * '''tryppi''' (einnig '''trippi''') er unghestur, 1-4 vetra, þó mismunandi eftir tegundum. Tryppin öðlast ''hests''heitið þegar þau hafa verið tamin og eru þroskuð bæði líkamlega og andlega. * '''vetrungur''' ársgamall hestur. Orðið er óháð kyni. === Líkamsbygging === * ''aurhorn'' (einnig nefnt ''hófþorn'', ''vaðhorn'' eða ''saurhorn'') er hornkörtur á innanverðum framfótum hesta. * ''bógur'' er á framparti hestsins, á báðum hliðum. Hann er upp af framfæti og neðan hálsins. * ''fax og toppur'' sítt og gróft hár á hálsi og enni hestsins. * ''herðakambur'' er hæsti punktur á baki hestins. Hann er notaður þegar hæð hestsins er mæld með stangarmáli. * ''herðatoppur'' er aftasti hluti faxins. * ''hófur'' er neðsti hluti allra fóta. Hann er gerður úr hyrni og vex eins og neglur á mönnum.Hófurinn er úr mjúku efni og slitnar á hörðu undirlagi ef hesturinn er ekki [[járning|járnaður]]. Sjá [[Hófur|sérgrein]] fyrir frekari upplýsingar. * ''hækill'' er liðmót á afturfótum, milli læris og fótleggs. * ''kjúka'' er liðamót á öllum fótum, neðstu liðamótin. Aftan á þeim er hárbrúskur sem kallast [[hófskegg]]. Kjúkan deyfir högg upp í fótinn og spyrnir þegar hesturinn gengur. * ''konungsnef'' er hækilbeinið á afturfæti. * ''lend'' er ofan á afturparti hestsins, hæsti hluti yfir afturfótunum. Þar eru miklir vöðvar sem drífa hestinn áfram þegar hann hleypur, sérstaklega á íslenska hestinum sem notar afturpartinn mjög mikið. * ''tagl'' er sítt hár sem samsvarar faxinu er á enda rófubeinsins. === Litir === [[Mynd:Knabstrupper Baron.jpg|thumb|Grádoppóttur [[Knabstrup]]hestur]] [[Mynd:Horse close.jpg|thumb|Jarpskjótt-, blesóttur hestur]] * ''brúnn/svartur'': ekki eru menn á eitt sáttir um það hvort hross séu svört eða ekki. Brún hross eru brún á búk með brúnt fax og tagl. Bæði fax og búkur geta upplitast af sól. Svört hross hins vegar eru tinnusvört og upplitast ekki. * ''grár'' gráir hestar fæðast í grunnlitum en lýsast svo með aldrinum vegna erfðaeiginleika. Mjög dökk-gráir hestar með hringamynstur kallast ''stein-'' eða ''apalgráir'' en mjög ljósir, jafnvel alveg hvítir eru ljósgráir. * ''jarpur'': jarpt hross er með rauð- eða brúnleitan búk og svart fax og tagl. Búkurinn getur verið annað hvort fagur rauður og kallast liturinn þá ''rauðjarpur'', eða verið brúnn og kallast þá ýmist ''korgjarpur'' eða ''dökkjarpur''. * ''leirljós'': leirljós hestur er ljós á búk og með samlitt fax eða jafnvel ljósara. Hann hefur gylltan blæ yfir sér. * ''litföróttur'': Litförótt lýsir sér þannig að hrossið hefur sinn tiltekna grunnlit en verður árstíðabundið grár því undirhárin eru grá en vindhárin í grunnlit hestsins. * ''moldóttur'': Moldóttur hestur er með gul-brúnan búk og svart fax og mön á baki að auki. Mjög dökkir moldóttir hestar kallast '''draugmoldóttir'''. * '''móálóttur''': Móálóttir hestar eru með silfurgráan búk og svart fax og tagl. Í faxinu getur verið eitthvað um ljós-brún hár. * '''rauður''': rauður hestur er með rauðleitan búk, jafnvel mjög ljósan eða dökkan. Ef hesturinn hefur gulleitt fax að auki kallast faxið [[glófext]]. * '''skjóttur''': Skjóttir litir fyrirfinnast í öllum grunnlitum. Þeir stafa af því að litarefni vantar í frumurnar á þeim skellum sem eru hvítar. Algengast eru '''rauð-''' og '''brúnskjótt''' hross. '''Önnur einkenni''' * '''blesa''' er hvít rönd í andliti sem nær frá enni niður á flipa. Sé blesan mjög breið er hesturinn breiðblesóttur og jafnvel glámblesóttur ef hvíti liturinn nær út fyrir augun og augun eru annað hvort blá (hringeygður) eða með vagli. * '''hosa''' er hvít skella á fæti en nær lengra upp en sokkur, jafnvel upp fyrir hné/hækil. * '''hringeygur''' hestur hefur blátt auga og hvítan hring í því yst. * '''leisti''' er stutt hvít skella á fæti, nær ekki upp fyrir kjúku. * '''sokkur''' er hvít skella neðst á fæti. Sokkur nær upp á miðjan fótlegg. * '''stjarna''' er hvítur hringur eða stjarna í enni. Bletturinn getur verið ýmist stór eða lítill, reglulegur eða óreglulegur að lögun. Sé mjó rönd niður úr stjörnunni kallast hún halastjarna. * '''tvístjarna''' er þegar stjarna í enni og önnur á snoppu koma saman. Jafnvel er til þrístjörnótt en það er sjaldgæfara. * '''vagl í auga''' er lítil hvít skella í auga hests. == Frægir hestar == * Búkífalos - hestur [[Alexander mikli|Alexanders mikla]] * El Morzillo - hestur [[Hernando Cortés]]ar hershöfðingja. * [[Fagri Blakkur]] - hestur í samnefndri skáldsögu. * Incitatus - uppáhalds hestur [[Calígúla|Calígúlu]] keisara * Léttfeti - hestur [[Lukku Láki|Lukku Láka]] * Litli kall (''lilla gubben'') - hestur [[Lína Langsokkur|Línu Langsokks]] * Milton - frægur hindrunarstökkshestur. * [[Seabiscuit]] - veðhlaupahestur. * [[Sleipnir]] - áttfættur hestur [[Óðinn|Óðins]] * Trigger - hestur [[Roy Rogers]] == Tilvísanir == <references/> == Heimildir == * Helgi Sigurðsson dýralæknir. 2001. ''Hestaheilsa.'' Eiðfaxi, Reykjavík. * {{wpheimild | tungumál = en | titill = Horse | mánuðurskoðað = 17. október | árskoðað = 2005}} == Tenglar == * [http://www.timarit.is/?issueID=419154&pageSelected=0&lang=0 ''Dagur hestsins''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1966] * [http://www.timarit.is/?issueID=337941&pageSelected=32&lang=0 ''Hestaþing fornmanna''; grein í Eimreiðinni 1903] [[Flokkur:Hestar| ]] tgci2nocxnfrnk6lpe0uzl68ky1g229 Dmítríj Medvedev 0 65355 1921186 1909459 2025-06-23T07:57:13Z TKSnaevarr 53243 1921186 wikitext text/x-wiki {{Forsætisráðherra | nafn = Dmítríj Medvedev | búseta = | mynd = Dmitry Medvedev official portrait (05) (cropped).jpg | myndastærð = 240px | myndatexti1 = Medvedev árið 2016. | titill = [[Forseti Rússlands]] | stjórnartíð_start = [[7. maí]] [[2008]] | stjórnartíð_end = [[7. maí]] [[2012]] | forsætisráðherra = [[Vladímír Pútín]] | forveri = Vladímír Pútín | eftirmaður = Vladímír Pútín | titill2 = [[Forsætisráðherra Rússlands]] | stjórnartíð_start2 = [[8. maí]] [[2012]] | stjórnartíð_end2 = [[16. janúar]] [[2020]] | forseti2 = Vladímír Pútín | forveri2 = Vladímír Pútín | eftirmaður2 = [[Míkhaíl Míshústín]] | fæðingarnafn = Dmítríj Anatoljevitsj Medvedev | fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1965|9|14}} | fæðingarstaður = [[Leníngrad]], [[Sovétlýðveldið Rússland|rússneska sovétlýðveldinu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] | stjórnmálaflokkur = [[Sameinað Rússland]] | starf = Stjórnmálamaður | maki = Svetlana Línník (g. 1993) | börn = 1 | undirskrift = Signature of Dmitry Medvedev.svg | nafn_á_frummáli = {{Nobold|Дмитрий Медведев}} }} '''Dmítríj Anatoljevítsj Medvedev''' (á [[Rússneska|rússnesku]]: Дмитрий Анатольевич Медведев), fæddur [[14. september]] [[1965]]) er rússneskur stjórnmálamaður og fyrrum forseti [[Rússland|Rússneska sambandsríkisins]]. Hann er jafnframt fyrrverandi [[forsætisráðherra Rússlands]]. Hann fæddist í [[Sankti Pétursborg]], þá nefnd Leníngrad í fyrrverandi [[Ráðstjórnarríkin|Sovétríkjunum]]. Medvedev var sem óháður frambjóðandi (en þó studdur af [[Sameinað Rússland|Sameinuðu Rússlandi]], stærsta stjórnmálaflokki landsins), kjörinn þriðji forseti Rússlands þann 2. mars 2008 með 71,25% atkvæða í almennum kosningum, og tók embætti þann 7. maí 2008. Þar áður hafði hann gengt stöðu fyrsta aðstoðarforsætisráðherra rússnesku ríkisstjórnarinnar frá 14. nóvember 2005. Áður var hann starfsmannastjóri [[Vladímír Pútín|Vladímírs Pútín]] forseta. Frá árinu 2000 gengdi hann einnig stjórnarformennsku í olíufyrirtækinu [[Gazprom]]. Framboð Medvedev var stutt af Pútín þáverandi forseta. Hann gerði efnahagslega nútímavæðingu Rússlands sem sitt meginviðfangsefni sem forseti. Á forsetatíð hans háði Rússland einnig [[Stríð Rússlands og Georgíu|stutt stríð gegn Georgíu]] árið 2008. Medvedev gaf ekki kost á sér til endurkjörs að loknu kjörtímabili hans árið 2012 og studdi þess í stað endurkomu Pútíns á forsetastól. Eftir að Pútín varð forseti á gerðist Medvedev forsætisráðherra landsins. Medvedev sagði af sér sem forsætisráðherra ásamt ríkisstjórn sinni í janúar 2020 eftir að Pútín tilkynnti fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá landsins til að færa völd frá forsetaembættinu til þings­ins og rík­is­ráðs lands­ins. == Bakgrunnur == [[Mynd:Dmitry Medvedev baby photo.jpg|thumb|left|Dmítríj Medvedev tveggja ára árið 1967.]] Dmítríj Medvedev fæddist í [[Sankti Pétursborg]], þá nefnd Leníngrad í fyrrum [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]. Hann er sonur hjónanna Anatolíj Afanasevítsj Medvedev (f. 19. Nóvember 1926, d. 2004) prófessor við Tækniháskólann í Leníngrad, og móðir hans er Júlía Veníamínovna Medvedeva, (f. 21. nóvember 1939), fræðimaður og kennari við Kennaraskóla kenndan við [[Aleksandr Herzen|AI Herzen]], starfaði einnig sem leiðsögukona í Pavlovsk. Móðurleggur Medvedev eru Úkraínumenn frá [[Belgorodfylki]] við landamæri [[Úkraína|Úkraínu]]. Í föðurlegg er hann afkomandi smábænda í Kúrsk. == Námsár == Medvedev var framúrskarandi nemandi í framhaldsskóla. Hann var félagi í [[Komsomol]], ungliðahreyfingu [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna]], frá 1979 til 1991. Framtíðar eiginkona hans, Svetlana Línník var bekkjarfélagi hans. Hann útskrifaðist frá lagadeild Ríkisháskólans í Leníngrad árið 1987. Á háskólaárunum gerðist hann flokksfélagi í kommúnistaflokknum, var áhugasamur um íþróttir, einkum lyftingar, og aðdáandi ensku rokksveitanna [[Black Sabbath]] og [[Deep Purple]]. Árið 1990 hlut hann gráðu í almennum lögum frá sama háskóla. Hann var nemandi [[Anatolíj Sobtsjak|Anatolíjs Aleksandrovítsj Sobtsjak]], sem snemma varð í forystu fyrir lýðræðisumbætur í Ráðstjórnarríkjunum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Medvedev gekk til liðs við lýðræðishreyfingu Sobtsjaks árið 1988 og stýrði í reynd kosningabaráttu Sobtsjaks á þing. Sobtsjak varð síðast fyrsti borgarstjóri Leníngrad og lét það verða eitt sitt fyrsta verk að endurnefna borgina Sankti Pétursborg. Hann var borgarstjóri 1991-1996. Hann var kennari og lærifaðir bæði Pútíns og Medvedev. == Fyrstu starfsár og stjórnmálaþátttaka fyrir forsetakosningar == Á árunum 1991 og 1999 sinnti Medvedev í viðskiptum auk starfa við [[Sankti Pétursborg]]. Hann gegndi einnig stöðu dósents við fyrrum háskóla sinn sem nú hafði fengið nýtt nafn Ríkisháskólinn í Sankti Pétursborg. Á árunum 1991-1996 starfaði Medvedev sem lögfræðingur fyrir alþjóðanefnd borgarstjóraskrifstofu Sankti Pétursborgar sem [[Vladímír Pútín]] stýrði undir Sobtsjak borgarstjóra. Árið 1993 varð Medvedev lögmaður fyrirtækisin Ilim Pulp Enterprise, sem var timburfyrirtæki í Sankti Pétursborg. Síðar var fyrirtækið skráð undir nafninu Fincell, þá að helmingshlut í eigu Medvedev. Árið 1998 var hann einnig kjörinn í stjórn Bratskiy LPK sem var pappírsverksmiðja. Hann vann fyrir Ilim Pulp allt til 1999. [[Mynd:Vladimir Putin with Dmitry Medvedev-3.jpg |thumb|right|Kosningastjórinn Medvedev og forsetaframbjóðandinn Pútín 27. mars 2000, daginn eftir kosningasigur Pútíns.]] Medvedev varð einn nokkurra frá Sankti Pétursborg sem í nóvember 1999 leiddu Vladímír Pútín til æðstu valda í Moskvu. Medvedev var kosningastjóri hans. Í desember árið 2000 varð hann næstráðandi í starfsmannastjórn forsetaskrifstofunnar. Medvedev varð einn þeirra stjórnmálamanna sem stóðu Pútín forseta næst. Sem hluta af herferð Pútíns gegn spillingu í Rússlandi, ólígarka og efnahagslegri óstjórn, skipaði hann Medvedev sem stjórnarformann hins valdamikla olíufyrirtækis [[Gazprom]] árið 2000. Þar var bundin endi á stórfelld skattsvik og eignamissi félagsins undir fyrrum spilltum stjórnendum. Medvedev starfaði síðar einnig sem varaformaður stjórnar á árunum 2001-2002 og varð formaður í annað sinn í 2002. Í október 2003 varð hann síðan starfsmannastjóri forsetaskrifstofu Pútin. Í nóvember 2005 var hann skipaður af Pútín sem fyrsti aðstoðarforsætisráðherra og hlaut síðan ýmsar aðrar valdastöður. Medvedev var á þessum tíma lýst sem prúðum manni, í meðallagi frjálslyndum pragmatista, færum stjórnanda og stuðningsmanni Pútín. Hann hefur þótt gagnrýninn á alræðisstjórnun fyrrum Ráðstjórnarríkjanna. Hann er einnig þekktur sem leiðtogi „lögfræðinga Sankti Pétursborgar“, sem var einn af pólitískum hópum sem mynduðust í kringum Pútín forseta. Hefur sá hópur reynst valdamikill í Rússlandi. == Forsetakosningar 2008 == [[Mynd:Vladimir Putin 11 March 2008-1.jpg |thumb|left| Dmítríj Medvedev og Vladímír Pútín árið 2008.]] Eftir skipun hans sem fyrst aðstoðarforsætisráðherra, fóru margir stjórnmálaskýrendur að gera ráð fyrir því að Medvedev yrði tilnefndur sem arftaki Pútíns fyrir forsetakosningarnar 2008. Ýmsir aðrir voru nefndir en 10. desember 2007, tilkynnti Pútín forseti að hann styddi Medvedev sem eftirmann sinn. Það tilkynnti hann í kjölfar þess að fjórir stjórnmálaflokkar höfðu hvatt til framboðs Medvedev; Sameinað Rússland, Sanngjarnt Rússland, Landbúnaðarflokkur Rússlands og Borgaralegt Vald. Á flokksþingi stærsta flokks landsins, Sameinaðs Rússlands, 17. desember 2007 var kjörinn sem frambjóðandi þeirra. Hann skráði formlega forsetaframboð sitt 20. desember 2007 og tilkynnti að hann myndi stíga niður sem formaður Gazprom, þar sem samkvæmt lögum, sem forseti er ekki heimilt að halda önnur störf. aðra færslu. [[Mynd:Inauguration of Dmitry Medvedev, 7 May 2008-7.jpg|thumb|right| Medvedev sver forsetaeið í [[Kremlið í Moskvu|Kremlinu]] þann 7. maí 2008.]] Stjórnmálasérfræðingar sögðu val Pútín á eftirmanni myndi tryggja auðvelda kosningu, enda höfðu skoðanakannanir gefið til kynna að umtalsverður meirihluti kjósenda myndi velja þann er Pútín styddi. Fyrst verk Medvedev sem forsetaframjóðenda var tilkynna að hann myndi skipa Pútin í stöðu forsætisráðherra yrði hann kjörinn forseti. Samkvæmt stjórnarskránni gat Pútín ekki gengt stöðu forseta í þriðja kjörtímabilið, en skipun hans í forsætisráðherrastöðu tryggði honum áfram mikil völd. Stjórnarskráin heimilar honum endurkjör síðar. Sumir töldu því að Medvedev yrði því einungis forseti til málamynda. Í forsetakosningunum birtust myndir af þeim Medvedev og Pútin undir slagorðinu „Saman vinnum við“ („Вместе победим“). Landskjörstjórn Rússlands hafnað forsetaframboðum stjórnarandstöðuleiðtoganna [[Garrí Kasparov|Kasparov]] og [[Míkhaíl Kasjanov|Kasjanov]]. Þremur frambjóðendum sem var leyft að taka þátt sem ekki voru taldir ógna framboði Medvedev og gerði lítið til að ógna honum. Hann neitaði ma. að taka þátt í pólitískum umræðum við aðra frambjóðendur. Í framboðsræðum talaði Medvedev fyrir eignarrétti, afnámi reglugerðarhafta, lægri sköttum, óháðu dómskerfi, baráttu gegn spillingu, og talaði fyrir persónulegu frelsi manna í stað ánauðar. Medvedev var á þessum tíma gjarnan talinn frjálslyndari en fyrirrennari hans Pútin. [[Mynd:Obama and Medvedev look at the menu.jpg|thumb|right| Medvedev forseti í heimsókn hjá [[Barack Obama]] forseta Bandaríkjanna árið 2010.]] Medvedev var kjörinn forseti Rússlands 2. mars 2008, með stuðningi 70,28% atkvæða. Kjörsókn var yfir 69,78%. Sanngirni forsetakosninganna varð ýmsum vestrænum eftirlits- og embættismönnum ágreiningsefni. Þannig sagði fulltrúi [[Evrópuráðið|Evrópuráðsins]], Andreas Gross, að kosningarnar hefðu „hvorki verið frjálsar né sanngjarnar“. Vestrænir eftirlitsmenn sögðu ójafna skráningu frambjóðanda óeðlilega og að Medvedev hefði einokað alla sjónvarpumfjöllun. ==Forsetatíð (2008-2012) og forsætisráðherratíð (2012-2020)== Forsetatíð Medvedevs var óvenjuleg meðal rússneskra leiðtoga því forveri hans, Vladímír Pútín, hélt áfram að gegna mikilvægu hlutverki sem [[Forsætisráðherra Rússlands|forsætisráðherra]] í stjórn hans og naut mikilla valda sem slíkur. Fyrri forsætisráðherrar Rússlands höfðu jafnan verið algjörlega undirgefnir þjóðhöfðingjanum en valdatíð Medvedevs einkenndist þess í stað af nokkurs konar tvímenningabandalagi þeirra Pútíns. Haft var fyrir satt meðal flestra stjórnmálaskýrenda að annaðhvort væru þeir Medvedev og Pútín báðir jafnvoldugir í stjórninni eða þá að Pútín væri í reynd enn æðsti valdsmaður Rússlands og Medvedev forseti væri lítið meira en staðgengill eða strengjabrúða hans.<ref>{{Vefheimild |titill=Telja aðeins rými fyrir einn keisara í Rússlandi| dags = 10. desember 2008|mánuðurskoðað=8. október|árskoðað=2021|útgefandi=[[mbl.is]]|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1197300/|aðgengi=áskrift}}</ref><ref>{{Vefheimild |titill=Samþykkja að lengja kjörtímabil forseta Rússlands| dags = 10. desember 2008|mánuðurskoðað=4. mars|árskoðað=2008|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|url=https://www.visir.is/g/2008222131541}}</ref> Snemma á forsetatíð Medvedevs árið 2008 háði Rússland [[Stríð Rússlands og Georgíu|stutt stríð]] við nágrannaríki sitt, [[Georgía|Georgíu]]. Stríðið hófst eftir að Georgíumenn sendu herlið inn í héraðið [[Suður-Ossetía|Suður-Ossetíu]], sem er talið til yfirráðasvæða Georgíu en hefur haldið fram sjálfstæði og í reynd ráðið sér sjálft frá tíunda áratugi síðustu aldar. Rússar brugðust við með því að senda eigin herafla inn í Suður-Ossetíu til að reka Georgíumenn burt og réðust síðan inn í Georgíu sjálfa í gegnum Suður-Ossetíu og [[Abkasía|Abkasíu]]. Á fimm dögum unnu Rússar sigur gegn Georgíumönnum og hertóku bæði Abkasíu og Suður-Ossetíu. Í kjölfar stríðsins átti Medvedev fund með forsetum Abkasíu og Suður-Ossetíu og viðurkenndi sjálfstæði beggja ríkjanna, fyrstur þjóðarleiðtoga.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Halldór Arnarson|titill=Enn hitnar í kolunum|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4196993| dags = 27. ágúst 2008|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=21. febrúar|útgefandi=''Morgunblaðið''}}</ref> Ríkin [[Níkaragva]], [[Venesúela]], [[Nárú]] og [[Sýrland]] hafa síðan fylgt fordæmi Medvedevs og viðurkennt sjálfstæði ríkjanna tveggja en annars hefur alþjóðasamfélagið enn haldið áfram að skilgreina þau sem hluta af Georgíu. Þegar kjörtímabili Medvedevs lauk árið 2012 sóttist hann ekki eftir endurkjöri. Þess í stað mælti hann með því á flokksþingi stjórnarflokksins, [[Sameinað Rússland|Sameinaðs Rússlands]], að Pútín yrði forsetaefni flokksins á ný. Pútín vann auðveldan sigur í kosningunum og skiptist á hlutverkum við Medvedev: Pútín varð forseti á ný og Medvedev varð forsætisráðherra. Rússar kölluðu þessi hlutverkaskipti „[[hrókering]]u“ innan ríkisstjórnarinnar. Medvedev baðst lausnar ásamt ríkisstjórn sinni þann 15. janúar árið 2020 eftir að Pútín tilkynnti fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá landsins. Breytingarnar, sem áætlað er að verði lagðar í þjóðaratkvæðagreiðslu, eiga að færa völd frá forsetaembættinu til þings­ins og rík­is­ráðs lands­ins. Í stað Medvedevs útnefndi Pútín ríkisskattstjórann [[Míkhaíl Míshústín]] nýjan forsætisráðherra.<ref>{{Vefheimild |titill=Rík­is­stjórn Rúss­lands sagði af sér| dags = 15. janúar 2020| skoðað-dags = 15. janúar 2020|útgefandi=mbl.is|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/01/15/rikisstjorn_russlands_sagdi_af_ser/|höfundur=Arnar Þór Ingólfsson}}</ref> == Einkahagir == [[Mynd:Dmitry Medvedev and his wife Svetlana Medvedeva.jpg |thumb|right|Dmítríj Medvedev með eiginkonu sinni Svetlönu Medvedevu.]] Nokkrum árum eftir útskrift úr framhaldsskóla kvæntist Medvedev æskuvinkonu sinni og kærustu úr framhaldsskóla, Svetlönu Vladímírovnu Medvedevu. Svetlana og hann eiga soninn Ílja (f. 1995). Medvedev er mikill aðdáandi ensks rokks. Uppáhaldshljómsveitirnar eru Led Zeppelin, Black Sabbath, Pink Floyd og Deep Purple. Hann þykir álitlegur safnari upprunalegra vinyl platna þeirra og ku eiga allar upptökur Deep Purple. Hann sótti Deep Purple tónleika í Moskvu í febrúar 2008. Þrátt fyrir þétta dagskrá tekur Medvedev alltaf klukkutíma á hverjum morgni og aftur að kvöldi í að synda 1.500 metra. Að auki lyftir hann lóðum. Hann skokkar, spilar skák og stundar jóga. Hann er líka aðdáandi fótboltaliðsins FC Zenit í Pétursborg. Og sem Moskvubúi styður hann fótboltaliðið PFC CSKA Moskva. Hann þykir liðtækur áhugaljósmyndari. Í janúar 2010, var ein ljósmynda hans seld á góðgerðaruppboði fyrir 51 milljón rúblur ($1.750.000 USD). Medvedev heldur fiskabúr á skrifstofu sinni og fóðrar fiskana sjálfur. Hann á fresskött af Siberíukyni sem heitir Dorofei. Sá stóð í slagsmálum við kött nágrannans, [[Míkhaíl Gorbatsjov|Míkhaíls Gorbatsjov]], þannig að gelda þurfti Dorofei. Medvedev talar ágæta ensku, en vegna siðareglna talar hann eingöngu rússnesku í viðtölum. Medvedev er 162 cm á hæð. == Útgáfa == Medvedev hefur ritað tvær stuttar greinar um efni doktorsritgerðar sinnar í rússnesk lagatímarit. Hann er einnig meðhöfundur kennslubókar um borgaraleg lög fyrir háskólaútgáfu árið 1991. Hann er höfundur kennslubókar fyrir háskóla sem heitir „Spurningar um þróun Rússlands“ og kom út árið 2007, og fjallar um hlutverk rússneska ríkisins í félagslegri stefnumótun og efnahagsþróun. Hann er einnig meðhöfundur bókarinnar „Athugasemd um alríkislög". Í október 2008, setti Medvedev af stað [http://kremlin.ru/eng/sdocs/vappears.shtml kremlin.ru enskt video-blogg] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090830235524/http://kremlin.ru/eng/sdocs/vappears.shtml |date=2009-08-30 }} á forsetavef sínum. Frá 21. apríl 2009 hafa vídeoblogg hans hafa einnig verið birt á [http://community.livejournal.com/blog_medvedev/ "blog_medvedev"] sem er opinbert „LiveJournal“ Kremlverja. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál = en|titill = Dmitry Medvedev|mánuðurskoðað = 3. mars |árskoðað = 2011}} * {{Wpheimild|tungumál = ru|titill = Медведев, Дмитрий Анатольевич|mánuðurskoðað = 3. mars |árskoðað = 2011}} == Íslenskar heimildir== * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4177533 „Pútín krýnir Medvedev sem arftaka sinn á forsetastóli“], frétt í Morgunblaðinu, 338 tbl., 11. desember 2007, bls. 16. * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3447787 „Slagur um yfirráð rússneskra orkurisa - Menn Pútíns tryggja sér undirtökin í Gazprom“], frétt í Morgunblaðinu, 150 tbl., 29. júní 2002, bls. 22. * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3990952 „Stígur fram úr skugganum“], Frétt í Fréttablaðinu, 58. tbl. 28. febrúar 2008, bls. 16 * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3991376 „Medvedev lætur Pútín ráða stefnunni“], frétt í Fréttablaðinu, 63. tbl. 4. mars 2008, bls. 16. * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3627710 „Sór embættiseið”], frétt í "24 stundum", 86 tbl. 8. maí 2008, bls. 8. * [http://forseti.is/media/PDF/2010_10_22_Russland.pdf „Forseti á fund með Medvedev, forseta Rússlands”] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140717014043/http://www.forseti.is/media/PDF/2010_10_22_Russland.pdf |date=2014-07-17 }}, fréttatilkynning frá skrifstofu forseta Íslands, 22.september 2010. Forsetinn átti fund með Dmitry Medvedev forseta Rússlands. Að honum loknum buðu forseti Rússlands og eiginkona hans, Svetlana Medvedeva, íslensku forsetahjónunum til síðdegisverðar í sumarsetri forseta Rússlands í útjaðri Moskvu. ==Tilvísanir== <references/> {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | titill = [[Forseti Rússlands]] | frá = 2008 | til = 2012 | fyrir = [[Vladímír Pútín]] | eftir = [[Vladímír Pútín]] }} {{Erfðatafla | titill = [[Forsætisráðherra Rússlands]] | frá = 2012 | til = 2020 | fyrir = [[Vladímír Pútín]] | eftir = [[Míkhaíl Míshústín]] }} {{Töfluendir}} {{Forsetar Rússlands}} {{DEFAULTSORT:Medvedev, Dmítríj}} [[Flokkur:Forsetar Rússlands]] [[Flokkur:Forsætisráðherrar Rússlands]] {{f|1965}} n268bg0ko7ppmwxljk9jvlc4in1v367 Hallgrímskirkja (Hvalfirði) 0 67845 1921185 1788414 2025-06-23T07:54:09Z 149.126.87.185 1921185 wikitext text/x-wiki {{Kirkja | mynd = HallgrímskirjaHvalfjörður.JPG | staður = Saurbær á Hvalfjarðarströnd | dags =17. ágúst 2007 | ljósmyndari= Tómas Adolf Ísleifur Bickel | prestur = | prestakall = | byggingarár = Vígð 28.7.1957 | breytingar = | kirkjugarður = | tímabil = | arkitekt = Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson | tækni = | efni = Steinsteypa og múrsteinn að innan | stærð = | turn = 20 m hár | hlið = | kór = | skip = | predikunarstóll = | skírnarfontur = | altari = Lennart Segerstråle | sæti = | annað = | flokkur = |}} '''Hallgrímskirkja í Saurbæ''' (einnig þekkt sem '''Saurbæjarkirkja''') er kirkja að [[Saurbær á Hvalfjarðarströnd|Saurbæ]] á [[Hvalfjarðarströnd]] í [[Hvalfjarðarsveit]]. Kirkjan er helguð minningu [[Hallgrímur Pétursson|Hallgríms Péturssonar]] en hann var sóknarprestur í Saurbæjarprestakalli á árunum 1651 til 1669. [[Guðjón Samúelsson]] teiknaði fyrstu gerð að kirkjunni og voru undirstöður steyptar eftir hans teikningu. Árið 1953 teiknuðu Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson nýja kirkju. Kirkjan er steinsteypt og klædd [[múrsteinn|múrsteini]] að innan. Þakið er [[kopar]]klætt. Turninn er 20 metra hár. [[Gerður Helgadóttir]] gerði glerlistaverk kirkjunnar en verk hennar eru sótt í [[Passíusálmarnir|Passíusálmana]]. [[Finnland|Finnski]] listamaðurinn [[Lennart Segerstråle]] gerði [[freska|fresku]] sem er í stað [[altaristafla|altaristöflu]]. Á altari er [[róðukross]] sem talinn er frá því um 1500. Róðukrossinn var í kirkju Hallgríms á 17. öld. Ekki skal rugla kirkjunni saman við [[Hallgrímskirkja|Hallgrímskirkju]] í Reykjavík en báðar kirkjurnar heita eftir Hallgrími Péturssyni. == Sjá einnig == * [[Hallgrímskirkja (Reykjavík)|Hallgrímskirkja]] í Reykjavík. == Heimild == * [http://www.nat.is/Kirkjur/Kirkjur%20VL%20hallgrimskirkja_saurba.htm Hallgrímskirkja í Saurbæ] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120530035131/http://www.nat.is/Kirkjur/Kirkjur%20VL%20hallgrimskirkja_saurba.htm |date=2012-05-30 }} ==Tenglar== *[http://kirkjukort.net/kirkjur/hallgrimskirkja-i-saurbae_0124.html Hallgrímskirkja á kirkjukort.net] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110723173030/http://kirkjukort.net/kirkjur/hallgrimskirkja-i-saurbae_0124.html |date=2011-07-23 }} [[flokkur:Kirkjur á Íslandi]] 4o9wonar4zz1nofkncfag4jua6iog6r Sigurbjörn Einarsson 0 68765 1921096 1912379 2025-06-22T16:49:08Z Berserkur 10188 1921096 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Bischof Sigubjörn Einarsson (Kiel 56.433).jpg|thumb|right|Sigurbjörn Einarsson (1974)]] Sr. '''Sigurbjörn Einarsson''' ([[30. júní]] [[1911]] – [[28. ágúst]] [[2008]]) var [[biskup Íslands]] frá árinu [[1959]] til ársins [[1981]]. Sonur hans var [[Karl Sigurbjörnsson]]. == Æska == Sigurbjörn Einarsson fæddist á [[Efri-Steinsmýri]] í [[Meðalland]]i, [[Vestur-Skaftafellssýsla|Vestur-Skaftafellssýslu]]. == Nám == Sigurbjörn lauk stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið [[1931]] og nam almenn [[trúarbragðavísindi]], klassísk [[fornfræði]] og sögu við [[Uppsalaháskóli|Uppsalaháskól]]a. Hann lauk þaðan prófi í [[gríska|grísku]], fornfræðum og sögu árið [[1936]] og hlaut [[cand. fil.]] gráðu frá heimspekideild [[Stokkhólmsháskóli|Stokkhólmsháskóla]] árið [[1937]]. Hann lauk [[guðfræði|guðfræðipróf]]i frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] [[1938]]. Sigurbjörn stundaði framhaldsnám í nýja-testamentisfræðum við Uppsalaháskóla [[1939]], í [[trúfræði]] við [[Háskólinn í Cambridge|Háskólann í Cambridge]] sumarið [[1945]] og framhaldsnám veturinn 1947-48, meðal annars í [[Basel]]. == Starf == Séra Sigurbjörn Einarsson varð sóknarprestur í [[Breiðabólstaðarprestakall]]i á [[Skógarströnd]] 1938 og var veitt [[Hallgrímsprestakall]] í janúar [[1941]] og þjónaði þar til [[1944]] þegar hann var skipaður [[dósent]] í guðfræði við Háskóla Íslands þar sem hann hafði verið settur kennari. Hann var skipaður [[prófessor]] í guðfræði [[1949]] og gegndi því starfi til [[1959]] er hann var vígður [[biskup]] Íslands. <ref>Sigurbjörn Einarsson vígður biskup [https://timarit.is/page/1322572?iabr=on#page/n7/mode/2up Morgunblaðið 23. júní 1959 á Timarit.is].</ref> Hann þjónaði sem [[biskup Íslands]] til ársins [[1981]]. == Félags- og trúnaðarstörf == Sigurbjörn var forseti [[Framtíðin|Framtíðarinnar]] [[1931]]<ref name="forsetar Framtíðarinnar">{{Vefheimild|url=http://www.mr.is/index.php?option=com_content&view=article&id=469%3Aforsetar-framtiearinnar-1883-&catid=67&Itemid=997|titill=Forsetar Framtíðarinnar frá 1883|útgefandi=Menntaskólinn í Reykjavík}}</ref>, formaður [[bókagerðarinnar Lilja (bókagerð)|Lilju]] frá stofnun [[1943]] og til [[1959]], formaður [[Þjóðvarnarfélag Íslendinga|Þjóðvarnarfélags Íslendinga]] 1946 – 50, formaður [[Skálholtsfélagið|Skálholtsfélagins]] frá stofnun þess [[1949]]. Hann sat í stjórn [[Hið íslenska Biblíufélag|Hins íslenska Biblíufélags]] frá [[1948]] og var forseti þess 1959 – 81, forseti [[Kirkjuráð]]s og [[Kirkjuþin]]gs 1959-81 og sat í stjórn Nordiska Ekumeniska Institutet 1959 – 81. Sigurbjörn var formaður sálmabókarnefndar 1962-72, formaður þýðingarnefndar [[Nýja testamentið|Nýja testamentisins]] 1962-81 og sat í nefnd á vegum [[Lúterska heimssambandið|Lúterska heimssambandsins]] um trúariðkun og trúarlíf 1964-68. Hann var formaður Listvinafélags [[Hallgrímskirkja (Reykjavík)|Hallgrímskirkju]] 1982-87 og Skólanefndar [[Skálholtsskóli|Skálholtsskóla]] 1972-81. Í heimsstyrjöldinni síðari var Sigurbjörn einn af þremur nefndarmönnum í [[Ástandið|Ástandsnefndinni]] sem fjallaði um samskipti íslenskra kvenna og hernámsliðsins.<ref>[https://eyjan.dv.is/eyjan/2015/10/14/astandid-fanatik-og-vitleysa/ Ástandið, fanatík og vitleysa] Eyjan, skoðað 8. ágúst 2019.</ref> == Ritstörf == Sigurbjörn samdi og þýddi mörg ritverk. Þar má nefna [[Trúarbrögð mannkyns]], [[Opinberun Jóhannesar - skýringar]], [[Ævisaga Alberts Scheitzer|ævisögu Alberts Schweitzer]] og kennslurit um trúarbragðasögu og trúarlífssálfræði. Hann gaf einnig út fjölda bóka með greinum, predikunum og hugvekjum og samdi og þýddi fjölda sálma í [[Sálmabók kirkjunnar]]. == Neðanmálsgreinar == <div class="references-small"><references/></div> == Tengt efni == * [[Listi yfir biskupa Íslands]] == Tenglar == * [http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/08/28/sigurbjorn_einarsson_latinn/ ''Sigurbjörn Einarsson biskup látinn''; af mbl.is] {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Ásmundur Guðmundsson]] | titill=[[Biskup Íslands]] | frá=[[1959]] | til=[[1981]] | eftir=[[Pétur Sigurgeirsson]] }} {{Erfðatafla | fyrir=[[Sölvi Blöndal]] | titill=Forseti [[Framtíðin|Framtíðarinnar]] | frá=[[1931]] | til=[[1931]] | eftir=[[Benjamín Eiríksson]]}} {{Töfluendir}} {{Stubbur|Æviágrip}} {{Biskupar Íslands}} {{fd|1911|2008}} [[Flokkur:Biskupar Íslands]] [[Flokkur:Handhafar stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu]] [[Flokkur:Íslenskir prestar]] [[Flokkur:Prófessorar við Háskóla Íslands]] 1uzpuxf12ytvj9vybt6o8ooswdjc7kc Etrúska 0 79019 1921201 1909483 2025-06-23T09:55:25Z 79.171.97.193 1921201 wikitext text/x-wiki '''Etrúska''' var [[tungumál]] talað á [[Norður-Ítalía|Norður-Ítalíu]] fyrir innrás [[Rómaveldi|Rómverja]]. Það getur hugsast að etrúska deili uppruna með [[Lemníska|lemnísku]] og [[Retíska|retísku]] sem heitir [[frumtyrsenska]] (eða frumtyrrenska).<ref>Vísindavefurinn. ''[http://www.visindavefur.is/svar.php?id=2339 Er vitað hvaða málaætt etrúska tilheyrði og eru einhver nútímamál skyld henni?]''</ref> Stafróf [[Etrúrar|Etrúra]] kom frá [[Grikkland hið forna|Grikkjum]]. Lengsti samfelldi texti sem varðveist hefur er einungis 300 orð. Af kunnuglegum orðum sem eru ef til vill af etrúskum uppruna má nefna orðið „persóna“ sem er komið úr [[latína|latneska]] orðinu ''persona'' sem merkti gríma en það er hugsanlega komið frá etrúska orðinu ''fersu'' sem merkti gríma.<ref>Á hinn bóginn getur einnig verið að latneska orðið ''persona'' sé myndað af forskeytinu ''per''- og sögninni ''sono'' en sögnin ''persono'' merkir að gefa frá sér hljóð í gegnum eitthvað.</ref> ==Saga== Rétt eins og [[Rómaveldi|Rómverjar]] þá voru Etrúrar innfæddir íbúar Ítalíuskagans, en ekki aðfluttir frá [[Litla-Asía|Litlu-Asíu]], eins og sögusagnir herma. Á [[6. öldin f.Kr.|6. öld f.kr.]] höfðu þeir komið upp tólf borgríkjum um miðjan [[Ítalíuskagi|Ítalíuskagann]]. Menningaráhrif þeirra teygðu sig alla leið suður að [[Napólí]] og voru þeir töluvert stærri en nágrannar sínir, Rómverjar. Etrúrar voru fyrsta menningarþjóðin á Ítalíuskaganum sem lærði að skrifa. Í framhaldi af því deildu þeir kunnáttu sinni með öðrum þjóðum, m.a. Rómverjum. Aldrei hefur verið gerð fyllilega grein fyrir því að etrúska tengist á nokkurn hátt öðrum tungumálum jarðar. Vandamálið er að það hefur einfaldlega ekki fundist nógu mikill samfelldur texti til þess að geta greint tungumálið almennilega. Þó er vitað um svipaða stafi og orð úr [[föníska|fönísku]], en þau eru afar stutt og fá og hefur því fræðimönnum ekki tekist að þýða etrúsku nógu vel. == Framburður == Í þessari töflu er gerð grein fyrir hinum ýmsu breytingum sem gerðar hafa verið á etrúska stafrófinu. „Hefðbundin etrúska“, sem var meira eða minna eins og [[evboíska|evboísk gríska]], var ekki töluð en aftur á móti notuð við kennslu þeirra sem gátu lesið. „Forn-etrúska“ stafrófið var í notkun frá 8. öld til 4. aldar f.kr. áður en Etrúrar urðu hluti af Rómaveldi. „Síðetrúska“ var notuð frá 4. öld f.kr. fram á 1. öld e.kr þegar tungumálinu var meira eða minna skipt út fyrir latínu og dó svo út í kjölfarið. Eins og taflan sýnir þá er etrúska stafrófið upprunnið úr evboísk-grísku stafrófi. Það útskýrir tilurð stafanna '''F''' og '''Q''' og einnig notkunina á '''H''' fyrir ''[h]''-hljóðið og '''X''' fyrir ''[ks]''-hljóðið. Lögun bókstafana og átt rituninnar benda til þess að stafrófið hafi verið teiknað í þessari mynd fyrir almenna stöðlun gríska stafrófsins. [[Mynd:Etruiska tafla.png]] Etrúska hafði ekki eins mörg málhljóð og gríska, þannig að jafnvel þó Etrúrar hafi notast við gríska stafrófið þá notuðu þeir alls ekki alla bókstafina (t.d. '''B''', '''Δ''', '''Ζ''', '''Ο'''). Þar að auki breyttu þeir hljómi bókstafsins '''Γ''' yfir í ''[k]'' hljóð sem varð til þess að í dag eru bókstafirnir orðnir þrír sem standa fyrir það hljóð, '''C''', '''K''', og '''Q'''. Etrúrar ákváðu að nota þá alla en í mismunandi samhengi: '''K''' kemur á undan A, '''C''' á undan I og E, og '''Q''' á undan V. Bókstafurinn '''F''' stóð fyrir annað hvort [w]- eða [v]-hljóðið, eins og í evboískri grísku, en Etrúrar höfðu engu að síður ''[f]''-hljóðið. Snemma í myndun stafrófsins var stafurinn [[Mynd:Etr takn.png]] ('''HF''') notaður til þess að skrifa ''[f]''-hljóðið en var seinna meira skipt út fyrir bókstafinn 8. == Áhrif == Etrúska stafrófið varð grunnurinn að fjölda annara stafrófa, eins og til dæmis [[oskíska]] stafrófsins, [[úmbríska]] stafrófsins og hugsanlega [[rúnaletur]]s. [[Latneska stafrófið]], sem varð að einu útbreiddasta stafrófi heims, er afkomandi etrúska stafrófsins. == Neðanmálsgreinar == <div class="references-small"><references/></div> == Heimildir == * Fagan, Garreth. ''History of Rome'' (fyrirlestur). * Rodgers, Nigel og Dr. Hazel Dodge FSA. ''Roman Empire'' ==Tenglar== * [http://www.ancientscripts.com/ Etruscan] á ancientscripts.com. [[Flokkur:Útdauð tungumál]] 9wqgmhnwcwc3ysqryyg2jovapevdauq Ólafsdalsskólinn 0 88720 1921082 1826275 2025-06-22T13:42:33Z Vesteinn 472 1921082 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Ólafsdalur 2.JPG|thumb|Ólafsdalsskólinn]] '''Ólafsdalsskólinn''' var [[Búfræði|bændaskóli]] sem starfræktur var [[1880]] til 1907 í [[Ólafsdalur|Ólafsdal]] í [[Gilsfjörður|Gilsfirði]]. Skólastjóri hans var [[Torfi Bjarnason]]. Ólafsdalsskólinn var fyrsti bændaskóli á Íslandi og tilgangur með stofnun hans að kenna [[Bændasamtök Íslands|bændum]] verklega og bóklega [[Landbúnaður|jarðrækt]]. Húnvetningar höfðu haft hug á að stofna til þessa sérstaklega fyrirmyndarbú og fá Torfa til forustu þess. Í því skyni sigldi Torfi til [[Skotland]]s til að læra jarðyrkju fyrstur íslendinga og hafði Torfi meðferðis til baka [[landbúnaður|búfræðiþekkingu]] frá Skotlandi. Ólafsdalsskóli var settur á stofn fyrir sakir áhrifa strauma erlendis frá, en með stofnun hans var formgerð þekking Torfa og fleiri sem þá störfuðu víða um land sem farandbúfræðingar. Skólinn var settur i fyrsta sinn 1. júní 1880 þegar fimm ungir menn hófu þar nám. Var námsárið frá vori til vors og námstíminn tvö ár. Voru nemendur ráðnir til ársvistar í senn með áskilnaði um skipulagt jarðræktarnám. Áhersla í námi var á kennslu í notkun [[hestaverkfæri|hestaverkfæra]] við jarðræktarstörf og heyskap og komu nemendur jafnframt að smíði á eigin [[verkfæri|verkfærum]]. Bókleg kennsla var í [[Stærðfræði samheiti|reikningi]], [[efnafræði]], [[grasafræði|grasa]]- og [[Landbúnaður|jarðræktarfræði]], [[hagfræði]] og [[teikning|teikningu]], [[dýrafræði|húsdýrafræði]] og [[eðlisfræði]]. Nemendur gengu jafnt til allra verka sem og undirbúnings fyrirlestra kennarans. Innritaðir nemendur á starfstíma Ólafsdalskóla 1880-1907 töldu 154 alls. Í Skotlandsdvöl sinni 1866-1867 kynnti Torfi sér m.a [[steinsmíði]] er nýttist vel við uppbyggingu húsakosts í Ólafsdal. Skólahúsið frá 1896 var viðgert og allt yfirfarið 1995-1996 og stendur þar enn.<ref>{{cite web |url=http://www.bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2892 |title=Fylgirit með Bændablaðinu 10. júlí 2010 |access-date=2010-07-09 |archive-date=2010-07-14 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100714091517/http://www.bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2892 |url-status=dead }}</ref> == Tengt efni == * [[Ólafsdalur]] * [[Torfi Bjarnason]] * [[Guðlaug Zakaríasdóttir]] * [[Torfaljárinn]] * [[Ólafsdalsplógur]] == Tilvísanir == {{reflist}} == Tengill == * [http://www.olafsdalur.is/ Vefur Ólafsdalsfélagsins] {{stubbur|skóli}} [[Flokkur:Aflagðir skólar á Íslandi]] [[Flokkur:Íslenskur landbúnaður]] [[Flokkur:Dalabyggð]] {{s|1880}} czxarvskhfzohsf5dwkt3swvzz7jmsq 1921083 1921082 2025-06-22T13:51:35Z Vesteinn 472 /* Tengt efni */ 1921083 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Ólafsdalur 2.JPG|thumb|Ólafsdalsskólinn]] '''Ólafsdalsskólinn''' var [[Búfræði|bændaskóli]] sem starfræktur var [[1880]] til 1907 í [[Ólafsdalur|Ólafsdal]] í [[Gilsfjörður|Gilsfirði]]. Skólastjóri hans var [[Torfi Bjarnason]]. Ólafsdalsskólinn var fyrsti bændaskóli á Íslandi og tilgangur með stofnun hans að kenna [[Bændasamtök Íslands|bændum]] verklega og bóklega [[Landbúnaður|jarðrækt]]. Húnvetningar höfðu haft hug á að stofna til þessa sérstaklega fyrirmyndarbú og fá Torfa til forustu þess. Í því skyni sigldi Torfi til [[Skotland]]s til að læra jarðyrkju fyrstur íslendinga og hafði Torfi meðferðis til baka [[landbúnaður|búfræðiþekkingu]] frá Skotlandi. Ólafsdalsskóli var settur á stofn fyrir sakir áhrifa strauma erlendis frá, en með stofnun hans var formgerð þekking Torfa og fleiri sem þá störfuðu víða um land sem farandbúfræðingar. Skólinn var settur i fyrsta sinn 1. júní 1880 þegar fimm ungir menn hófu þar nám. Var námsárið frá vori til vors og námstíminn tvö ár. Voru nemendur ráðnir til ársvistar í senn með áskilnaði um skipulagt jarðræktarnám. Áhersla í námi var á kennslu í notkun [[hestaverkfæri|hestaverkfæra]] við jarðræktarstörf og heyskap og komu nemendur jafnframt að smíði á eigin [[verkfæri|verkfærum]]. Bókleg kennsla var í [[Stærðfræði samheiti|reikningi]], [[efnafræði]], [[grasafræði|grasa]]- og [[Landbúnaður|jarðræktarfræði]], [[hagfræði]] og [[teikning|teikningu]], [[dýrafræði|húsdýrafræði]] og [[eðlisfræði]]. Nemendur gengu jafnt til allra verka sem og undirbúnings fyrirlestra kennarans. Innritaðir nemendur á starfstíma Ólafsdalskóla 1880-1907 töldu 154 alls. Í Skotlandsdvöl sinni 1866-1867 kynnti Torfi sér m.a [[steinsmíði]] er nýttist vel við uppbyggingu húsakosts í Ólafsdal. Skólahúsið frá 1896 var viðgert og allt yfirfarið 1995-1996 og stendur þar enn.<ref>{{cite web |url=http://www.bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2892 |title=Fylgirit með Bændablaðinu 10. júlí 2010 |access-date=2010-07-09 |archive-date=2010-07-14 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100714091517/http://www.bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2892 |url-status=dead }}</ref> == Tengt efni == * [[Ólafsdalur]] * [[Torfi Bjarnason]] * [[Búfræði]] * [[Guðlaug Zakaríasdóttir]] * [[Torfaljárinn]] * [[Ólafsdalsplógur]] == Tilvísanir == {{reflist}} == Tengill == * [http://www.olafsdalur.is/ Vefur Ólafsdalsfélagsins] {{stubbur|skóli}} [[Flokkur:Aflagðir skólar á Íslandi]] [[Flokkur:Íslenskur landbúnaður]] [[Flokkur:Dalabyggð]] {{s|1880}} 6sq5200ebsbe91r641wv0tc3u9rpoqv Karl 8. Frakkakonungur 0 90783 1921154 1920165 2025-06-23T03:52:00Z TKSnaevarr 53243 1921154 wikitext text/x-wiki {{konungur | titill = [[Konungur Frakklands]] | ætt = [[Valois-ætt]] | skjaldarmerki = Armes charles 8 france et naples.png | nafn = Karl 8. | mynd = Charles VIII Ecole Francaise 16th century Musee de Conde Chantilly.jpg | skírnarnafn = Charles de Valois | fæðingardagur = [[30. júní]] [[1470]] | fæðingarstaður = [[Château d'Amboise]], [[Konungsríkið Frakkland|Frakkland]]i | dánardagur = {{Dánardagur og aldur|1498|4|7|1470|6|30}} | dánarstaður = Château d'Amboise, Frakklandi | grafinn = Basilique Saint-Denis, Frakklandi | ríkisár = 30. ágúst 1483 – 7. apríl 1498 | undirskrift = | faðir = [[Loðvík 11. Frakkakonungur|Loðvík 11.]] | móðir = [[Karlotta af Savoja]] | maki = [[Anna af Bretagne]] | titill_maka = Drottning | börn = 7 }} '''Karl 8.''' ([[30. júní]] [[1470]] – [[7. apríl]] [[1498]]) var konungur [[Frakkland]]s frá [[1483]] til dauðadags. Hans er einna helst minnst fyrir að hafa ráðist inn í [[Ítalía|Ítalíu]] og hafið þar með fransk-ítölsku stríðin sem settu svip sinn á fyrri hluta 16. aldar. == Æskuár == Karl var af [[Valois-ætt]], sonur [[Loðvík 11.|Loðvíks 11.]] og seinni konu hans, [[Karlotta af Savoja|Karlottu af Savoja]]. Hann var 13 ára þegar faðir hans dó og hann tók við ríkjum. Hann var heilsuveill og af samtímamönnum var hann sagður ljúfmenni en fremur fákænn og enginn stjórnandi. Samkvæmt óskum Loðvíks föður hans var ríkisstjórnin fengin í hendur [[Anna af Frakklandi, hertogaynja af Bourbon|Önnu]], eldri systur Karls, og manni hennar [[Pétur 2. af Bourbon|Pétri 2.]], hertoga af Bourbon. Anna var skarpgreind og klók og faðir hennar sagði einhverju sinni að hún væri „minnst klikkaða kona í Frakklandi“. Þau hjónin stýrðu ríkinu til [[1491]]. == Hjónaband == [[File:BNF - Latin 9474 - Jean Bourdichon - Grandes Heures d'Anne de Bretagne - f. 3r - Anne de Bretagne entre trois saintes (détail).jpg|thumb|left|Anna af Bretagne.]] Árið 1482 var gengið frá trúlofun Karls og [[Margrét af Austurríki|Margrétar af Austurríki]], dóttur [[Maximilian 1. keisari|Maximilians 1.]] keisara. Margrét, sem þá var tveggja ára, var send til frönsku hirðarinnar til að alast þar upp og læra tungumál, siði og venjur þar, eins og algengt var þegar barnungar prinsessur voru lofaðar þjóðhöfðingjum annarra landa. En árið [[1488]] fórst [[Frans 2. af Bretagne|Frans 2.]] hertogi af Bretagne af slysförum og erfingi hertogadæmisins var 11 ára dóttir hans, [[Anna af Bretagne|Anna]]. Bretónskir ráðamenn óttuðust mjög um sjálfstæði hertogadæmisins gegn ásælni Frakkakonunga og sömdu um hjónaband hennar og Maximilians keisara. Þau giftust með [[staðgengilsbrúðkaup|staðgengli]] [[1490]] og varð Anna þar með stjúpmóðir Margrétar. Frakkar neituðu að sætta sig við þetta hjónaband þar sem það þýddi að keisaraveldið átti landamæri að Frakklandi á tvo vegu. Karl 8. réðist svo inn í [[Bretagne]], Maximilian gat ekki veitt konu sinni (sem hann hafði aldrei séð) lið, og Anna neyddist til að fallast á ógildingu hjónabandsins og giftast Karli í staðinn. Þau giftust svo í desember [[1491]], þegar Anna var tæplega fimmtán ára. Hún var ekki ánægð og sýndi það meðal annars með því að koma með tvö rúm með sér til brúðkaupsins. Hjónabandið var ekki hamingjusamt en Karl var þó mun sáttari því að við brúðkaupið lauk afskiptum ættingja hans af ríkisstjórn hans. Þótt Karl hefði slitið trúlofuninni við Margréti var hún ekki send heim til [[Austurríki]]s og mun Karl hafa haft í huga að gifta hana einhverjum sem honum hentaði. Margrét var afar ósátt, enda hafði hún verið hrifin af Karli, og til eru bréf frá henni til föður hennar þar sem hún hótar því að strjúka frá [[París]] á náttkjólnum ef þess þurfi með. Árið [[1493]] var henni þó skilað aftur heim ásamt þeim heimanmundi sem henni hafði fylgt. Hún hafði alla tíð síðan horn í síðu Frakka og Frakklands. == Ítalíuherförin == Þrátt fyrir meðferð sína á Margréti og föður hennar tókst Karli að gera samning við Austurríki og einnig [[England]] og tryggja hlutleysi þeirra í hernaði þeim sem hann hafði fyrirhugað á Ítalíu. Hann hafði byggt upp stóran og vel búinn her og taldi sig eiga tilkall til konungsríkisins [[Konungsríkið Napólí|Napólí]]. Árið [[1494]] réðist hann inn á Ítalíu með stuðningi [[Innósentíus VIII|Innósentíusar VIII]] páfa, fór með her sinn suður Ítalíuskaga og tók Napólí auðveldlega. [[Alfons 2. Napólíkonungur|Alfons]] konungur var settur af og Karl krýndur konungur Napólí. Öðrum ítölskum þjóðhöfðingjum leist ekki á blikuna þegar þeir sáu hve auðveldlega Karli tókst að leggja Napólí undir sig og páfanum ekki heldur. Þeir stofnuðu and-franskt bandalag, [[Feneyjabandalagið]], og árið [[1495]] vann herlið þess sigur á her Karls, sem þurfti að hverfa aftur heim til Frakklands. Á næstu árum reyndi hann að byggja her sinn upp á ný til að geta unnið aftur lönd á Ítalíu en það tókst ekki vegna þess hve skuldugur hann var eftir Ítalíuherförina. == Dauði == Árið 1498 slasaðist Karl þegar hann var að spila [[jeu de paume]] og dó skömmu síðar. Þau Anne höfðu eignast sjö börn á sex árum en ekkert þeirra lifði föður sinn. Krúnan gekk því til frænda hans, hertogans af [[Orléans]], sem varð þá [[Loðvík 12.]] Frakkakonungur. Samkvæmt samkomulagi sem gert hafði verið þegar Karl og Anna giftust átti hún að ganga að eiga eftirmann hans ef þeim yrði ekki sona auðið og varð það úr, jafnvel þótt Loðvík væri þegar giftur [[Jóhanna af Frakklandi|Jóhönnu]] systur Karls. == Heimild == * {{wpheimild | tungumál = En | titill = Charles VIII of France | mánuðurskoðað = 4. september | árskoðað = 2010}} {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | titill = [[Konungar Frakklands|Konungur Frakklands]] | frá = [[1483]] | til = [[1498]] | fyrir = [[Loðvík 11.]] | eftir = [[Loðvík 12.]] }} {{Töfluendir}} {{fd|1470|1498}} {{Einvaldar Frakklands}} [[Flokkur:Frakkakonungar]] [[Flokkur:Valois-ætt]] [[Flokkur:Hertogar af Bretaníu]] djy2p8w8uux8sk2i42wlofhika5y9bx Arabar 0 92707 1921184 1912990 2025-06-23T07:52:19Z TKSnaevarr 53243 /* Saga */ 1921184 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Arab infobox.jpg|thumb|right|275px|Nokkrir þekktir arabar]] '''Arabar''' er [[hugtak]] sem haft er um fólk sem hefur [[arabíska|arabísku]] að móðurmáli, tilheyrir arabískri menningu eða getur rakið ætt sína til [[Arabíuskaginn|Arabíu]]. Arabar eru fjölmennastir í [[Mið-Austurlönd]]um og [[Norður-Afríka|Norður-Afríku]]. Flestir kenna þeir sig einnig við heimaland sitt og jafnvel héruð eða ættbálka. Þessi dreifða búseta og örar breytingar á seinni árum valda því að öll arabamenning er ekki steypt í nákvæmlega sama far. Trúarbrögð eru ekki heldur ótvírætt einkenni. Þótt stærstur hluti araba aðhyllist [[íslam]], er [[kristni]] gömul í löndum þeirra en reyndar fækkar því fólki hlutfallslega. Giskað er á, að fjöldi araba nemi samtals allt að 300 – 350 milljónum manna. En þeir eiga heima í mjög mörgum löndum, og nákvæma tölu er ómögulegt að reikna. == Saga == Orðið ''arabar'' finnst fyrst notað um hóp af fólki fyrir um þrjú þúsund árum. Ýmsar skýringar eru gefnar á upphaflegri merkingu, einkum ''hirðingjar í eyðimörkum''. Þáttaskil urðu í sögu araba snemma á sjöundu öld, þegar [[Múhameð]] hóf að kenna ný trúarbrögð, sem fengu mikinn hljómgrunn á meðal þeirra. Í kjölfarið fylgdu [[Landvinningar múslima|landvinningar]], og stórveldi risu. Þar á meðal voru [[Kalífadæmi hinna réttlátu|Kalífadæmin]] og [[Tyrkjaveldi|Ottómanveldið]], sem stóð frá 1299 til 1922. == Menningaráhrif frá aröbum == Á miðöldum fór að gæta í Evrópu menningaráhrifa frá aröbum í vísindum. Þeir miðluðu meðal annars margvíslegri fornmenningu og [[arabískar tölur|arabískum tölum]]. Að einhverju leyti höfðu þeir einnig áhrif í myndlist, tónlist og bókmenntum. == Heimildir == * Grabois, kúbusá: ''The Illustrated Encyclopedia of Medieval Civilization'', bls. 57 − 60, London 1980. * [http://books.google.is/books?id=BHvKrTYVqJoC&printsec=frontcover&dq=Arabs&source=bl&ots=lWRa62HO9b&sig=T70UUcUFyfDObSlWL8ZkywQhyDk&hl=is&ei=DTe3TMajONSRjAeHvLygCg&sa=X&oi=book_result&ct=result&resnum=4&ved=0CCsQ6AEwAzgK#v=onepage&q&f=false Hitti, Philip Khûri: ''The Arabs – A Short History'', Washington DC 1996 @ Google Books]. Skoðað 14. október 2010. [[Flokkur:Afrískir þjóðflokkar]] [[Flokkur:Arabar| ]] [[Flokkur:Félagsmannfræði]] [[Flokkur:Miðausturlenskir þjóðflokkar]] m344jchjudpbhjke5tdwq9vg0g85feb Alanis Morissette 0 94457 1921069 1829534 2025-06-22T13:01:37Z Berserkur 10188 Ekki grugg 1921069 wikitext text/x-wiki {{Persóna | nafn = Alanis Morissette | mynd = Alanis Morissette 5-19-2014.jpg | mynd_alt = | mynd_texti = Morissette árið 2014 | fæðingarnafn = Alanis Nadine Morissette | fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1974|6|1}} | fæðingarstaður = [[Ottawa]], [[Ontario]], [[Kanada]] | ríkisfang = {{hlist|Kanada|Bandaríkin}} | starf = {{flatlist| * Söngvari * lagahöfundur * leikari }} | ár = 1986–núverandi | maki = {{g|Mario Treadway|2010}} | börn = 3 | module = {{Tónlistarfólk|embed=yes | stefna = {{flatlist| * [[Jaðarrokk]] * [[electronica]] * [[harðrokk]] * [[indípopp]] * [[popp rokk]] }} | hljóðfæri = {{flatlist| * Rödd * gítar * munnharpa }} | útgefandi = {{flatlist| * [[MCA Records|MCA Canada]] * Maverick * [[Reprise Records|Reprise]] * [[Warner Bros. Records|Warner Bros.]] * Collective Sounds * Rough Trade }} }} | vefsíða = {{URL|alanis.com}} | undirskrift = Alanis Morissette signature, Billboard Open Letter 2016.svg }} '''Alanis Nadine Morissette''' (f. 1. júní 1974) er [[Kanada|kandadísk]] söngkona/lagasmiður, [[upptökustjóri]] og leikkona. Hún hefur unnið 16 [[Juno-verðlaun]] og sjö [[Grammy-verðlaun]]. Morissette hóf feril sinn í Kanada og hljóðritaði þar tvær [[danspopp]]hljómplötur á táningsaldri, ''[[Alanis]]'' og ''[[Now is the Time]]'' með útgáfufyrirtækinu [[MCA Records Canada]]. Fyrsta hljómplatan hennar sem gefin var út um allan heim, ''[[Jagged Little Pill]]'', er ennþá mest selda fyrsta hljómplata kvenkynssöngvara í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]], og líka heimsins alls. ''Jagged Little Pill'' hefur selst í yfir 30 milljónum eintökum. Önnur hljómplatan hennar ''[[Supposed Former Infatuation Junkie]]'' var gefin út árið 1998 og seldist líka vel. Eftir útgáfu annarrar hljómplötu byrjaði Morissette að hafa yfirumsjón með upptöku hljómplata sinna, það er: ''[[Under Rug Swept]]'', ''[[So-Called Chaos]]'' og ''[[Flavors of Entanglement]]''. Yfir 40 milljón eintök hljómplatna Morrissette hafa selst á heimsvísu. Árið 2005 varð Morissette [[Bandaríkin|bandarískur]] ríkisborgari en hélt kanadíska [[ríkisborgararéttur|ríkisborgararétti]] sínum. == Uppeldisár == Morissette fæddist í [[Ottawa]], [[Ontario]] í Kanada, dóttir Georgiu Mary Ann (fædd Feuerstein), kennara sem fæddist í [[Ungverjaland]]i, og Alans Richard Morissette, fransks-kanadísks grunnskólastjóra. Foreldrar Morissette voru heittrúaðir [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólskir]]. Morisette er tvíburi og tvíburabróður hennar heitir Wade. Þau eiga einn eldra bróður sem heitir Chad. Þegar hún var sex ára gömul byrjaði hún á að spila [[píanó]]. Árið 1984 samdi Morissette fyrsta lagið sitt, ''Fate Stay with Me'', sem hún sendi til Lindsay Morgan [[þjóðlagatónlist|þjóðlagasöngvara]], sem gerði Morissette að skjólstæðingi sínum. Morissette gaf út ''Fate Stay with Me'' á smáskífu hjá plötufyrirtæki sem þær Morissette og Morgan stofnuðu saman. Takmarkað magn eintaka var gefið út og platan var ekki mikið spiluð í útvarpi. Í grunnskóla, en hún gekk í St. Elizabeth's, var Morissette sérlega talin vel gefin og tók þátt í verkefni fyrir snjalla nemendur. Á grunnskólaaldri fór hún í Immaculata High School og Glebe Collegiate Institute í Ottawa en samtímis hélt áfram að hlúa að tónlistarferli sínum. Árið 1986 mætti hún oft í sjónvarpsþáttinn ''[[You Can't Do That on Television]]'' á [[CTV]]/[[Nickelodeon]]. Árið 1987 tók hún þátt í fyrstu Rising Star hæfileikakeppninni sem held er í [[Toronto]] við [[Canadian National Exhibition]]. == Hljómplötur == * ''Alanis'' (1991) * ''Now Is the Time'' (1992) * ''Jagged Little Pill'' (1995) * ''Supposed Former Infatuation Junkie'' (1998) * ''Under Rug Swept'' (2002) * ''So-Called Chaos'' (2004) * ''Flavors of Entanglement'' (2008) * ''Havoc and Bright Lights'' (2012) * ''Such Pretty Forks in the Road'' (2020) * ''The Storm Before the Calm'' (2022) == Kvikmyndir og sjónvarpsþættir == {| class="wikitable" |- ! colspan="3" style="background:#B0C4DE;" | Kvikmynd |- ! Ár ! Kvikmynd ! Hlutverk |- | 1999 |''[[Dogma (kvikmynd)|Dogma]]'' | Guð |- | 2001 | ''[[Jay and Silent Bob Strike Back]]'' | sjálf |- | 2004 | ''[[De-Lovely]]'' | ónefndur söngvari |- | 2005 | ''[[Fuck (kvikmynd)|Fuck]]'' | sjálf |- | 2010 | ''[[Radio Free Albemuth (kvikmynd)|Radio Free Albemuth]]'' | Sylvie |- ! colspan="3" style="background:#B0C4DE;" | Sjónvarpsþættir |- ! Ár ! Þáttur ! Hlutverk |- | 1986 |''[[You Can't Do That on Television]]'' | sjálf |- | 1999 | ''[[Sex and the City]]'' | Dawn |- | 2002 | ''[[Curb Your Enthusiasm]]'' | sjálf |- | 2004 |''[[American Dreams]]'' | Söngvari í greni |- | 2005 | ''[[Degrassi: The Next Generation]]'' | Skólaststjóri |- | 2006 | ''[[Lovespring International]]'' | Lucinda |- | 2006 | ''[[Nip/Tuck]]'' | Poppy |- | 2009–2010 | ''[[Weeds]]'' | Dr. Audra Kitson |- ! colspan="3" style="background:#B0C4DE;" | Leikrit |- ! Ár ! colspan="2" | Titill |- | 1999 | colspan="2" | ''[[The Vagina Monologues]]'' |- | 2004 | colspan="2" | ''The Exonerated'' |- | 2010 | colspan="2" | ''[[An Oak Tree]]'' |} == Heimild == * {{wpheimild|tungumál=en|titill=Alanis Morissette|mánuðurskoðað=13. desember|árskoðað=2010}} {{Fe|1974|Morissette, Alanis}} [[Flokkur:Bandarískir söngvarar]] [[Flokkur:Kanadískir söngvarar]] [[Flokkur:Kanadískir tónlistarmenn]] [[Flokkur:Kanadískir upptökustjórar]] eoqiocna2xn15z5gv1us48msvhxaum0 Ólafsviti 0 99312 1921193 1832422 2025-06-23T08:49:11Z Steinninn 952 1921193 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Háanes lighthouse (cropped2).jpg|thumb|right|Ólafsviti við Patreksfjörð.]] '''Ólafsviti''' í [[Patreksfjörður|Patreksfirði]] er [[viti]] sem byggður var árið [[1943]] og tekinn í notkun árið [[1947]]. Vitinn er 14,4 m hár steinsteyptur turn. Hann er byggður eftir teikningum Axels Sveinssonar verkfræðings. [[Gas|Gasljós]] var í vitanum til árisns 1978 en þá var hann [[rafmagn|rafvæddur]]. == Heimild == * [http://www.sjominjar.is/vitar/olafsviti-i-patreksfirdi/ Ólafsviti] á vefnum Sjóminjar Íslands {{Vitar á Íslandi}} [[flokkur:Vitar á Íslandi]] ksomy3jazl6niv2045cdgttbous67hc Víðir (ættkvísl) 0 100876 1921131 1916183 2025-06-22T20:10:25Z Berserkur 10188 /* Valdar tegundir */ 1921131 wikitext text/x-wiki {{taxobox |name = Víðir |image = Salix alba Morton.jpg |image_caption = Silkivíðir (''Salix alba'' ) |regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'') |divisio = [[Dulfrævingar]] (''Angiosperma'') |classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Eudicotyledoneae'') |unranked_ordo = ''[[Rosidae]]'' |ordo = ''[[Malpighiales]]'' | familia = [[Víðisætt]] (''Salicaceae'') |tribus = ''[[Saliceae]]'' |genus = '''''Salix''''' |genus_authority = [[Carl Linnaeus|L.]] |subdivision_ranks = Tegundir |subdivision = Um 400 tegundir |}} [[Mynd:Salix cinerea flowers-2.jpg|thumb|Reklar á víði, s.s. karlkyns æxlunarfæri með frjókornum.]] '''Víðir''' ([[fræðiheiti]] ''Salix'') er ættkvísl um 400 tegunda [[tré|trjáa]] og [[runni|runna]] af [[víðisætt]]. Þær vaxa aðallega í rökum jarðvegi á köldum og tempruðum svæðum á [[Norðurhvel|Norðurhveli]]. Auðvelt er að fjölga flestum víðitegundum með græðlingum. Víðir er oft gróðursettur á árbökkum til að verja bakkana fyrir vatnsrofi. Oft eru rætur víðis miklu lengri en stofninn. Rætur víðis eru mjög umfangsmiklar og aðgangsharðar varðandi vatn og geta stíflað framræslu- og holræsakerfi. Allar víðitegundir eru sérbýlistré, það þýðir að einstaklingarnir eru einkynja og koma annað hvort með karlkyns eða kvenkyns blóm. Blómin eru í reklum sem springa út á vorin, nokkru fyrir laufgun. Frjóvgun á sér fyrst og fremst stað með býflugum og humlum sem sækja í blómin. Karlreklarnir detta af strax eftir blómgun en kvenreklar þroskast áfram og mynda fræ. <ref>[http://www.bbl.is/frettir/fraedsluhornid/hin-vidfedma-vidiaettkvisl/15493/ Hin víðfeðma víðiættkvísl] Bændablaðið. Skoðað 16. apríl, 2016.</ref> ==Víðir á Íslandi== Innlendar tegundir eru [[gulvíðir]], [[loðvíðir]], [[grasvíðir]] og [[fjallavíðir]]. Innfluttar víðitegundir sem notaðar hafa verið helst eru [[selja (tré)|selja]], [[alaskavíðir]] og [[viðja (tré)|viðja]]. Víðir er notaður í [[skjólbelti]] á Íslandi. ==Valdar tegundir== Víðiættkvíslin samanstendur af um 400 tegundum<ref name=Mabberley>Mabberley, D.J. 1997. The Plant Book, Cambridge University Press #2: Cambridge.</ref> af lauffellandi runnum og trjám: * ''[[Salix acutifolia]]'' Willd.&nbsp;– * ''[[Salix alaxensis]]'' (Andersson) Coville;- [[Alaskavíðir]] * ''[[Salix alba]]'' L.&nbsp;– [[Silfurvíðir]] * ''[[Salix amygdaloides]]'' Andersson&nbsp;– * ''[[Salix arbuscula]]'' L. * ''[[Salix arbusculoides]]'' – * ''[[Salix arctica]]'' Pall.&nbsp;– * ''[[Salix arizonica]]'' Dorn * ''[[Salix atrocinerea]]'' Brot.&nbsp;– * ''[[Salix aurita]]'' L.&nbsp;– * ''[[Salix babylonica]]'' L.&nbsp;– * ''[[Salix bakko]]'' * ''[[Salix barclayi]]'' Andersson * ''[[Salix barrattiana]]'' – * ''[[Salix bebbiana]]'' Sarg.&nbsp;– [[Bitvíðir]] * ''[[Salix bicolor]]'' * ''[[Salix bonplandiana]]'' Kunth&nbsp;– * ''[[Salix boothii]]'' Dorn&nbsp;– * ''[[Salix brachycarpa]]'' Nutt. * ''[[Salix breweri]]'' Bebb&nbsp;– * ''[[Salix canariensis]]'' Chr. Sm. * ''[[Salix candida]]'' Flüggé ex Willd.&nbsp;– [[Bjartvíðir]] * ''[[Salix caprea]]'' L.&nbsp;– [[Selja]] * ''[[Salix caroliniana]]'' Michx.&nbsp;– * ''[[Salix chaenomeloides]]'' Kimura * ''[[Salix cinerea]]'' L.&nbsp;– * ''[[Salix cordata]]'' Michx.&nbsp;– * ''[[Salix daphnoides]]'' Vill. ;– * ''[[Salix delnortensis]]'' C.K.Schneid.&nbsp;– * ''[[Salix discolor]]'' Muhl.&nbsp;– * ''[[Salix drummondiana]]'' Barratt ex Hook.&nbsp;– * ''[[Salix eastwoodiae]]'' Cockerell ex A.Heller&nbsp;– * ''[[Salix eleagnos]]'' Scop. - * ''[[Salix eriocarpa]]'' * ''[[Salix exigua]]'' Nutt.&nbsp;– * ''[[Salix floridana]]'' * ''[[Salix fragilis]]'' L.&nbsp;– * ''[[Salix fuscescens]]'' - * ''[[Salix futura]]'' * ''[[Salix geyeriana]]'' Andersson&nbsp;– * ''[[Salix gilgiana]]'' Seemen * ''[[Salix glauca]]'' L. ;- [[Rjúpuvíðir]] * ''[[Salix glaucosericea]]'' Floderus ;- [[Orravíðir]] * ''[[Salix gooddingii]]'' C. R. Ball&nbsp;– * ''[[Salix gracilistyla]]'' Miq. * ''[[Salix hastata]]'' L.;- [[Reklavíðir]] * ''[[Salix herbacea]]'' L.&nbsp;– [[Grasvíðir]], [[Smjörlauf]] * ''[[Salix hookeriana]]'' Barratt ex Hook.&nbsp;– [[Jörfavíðir]] * ''[[Salix hultenii]]'' * ''[[Salix humboldtiana]]'' Willd. * ''[[Salix integra]]'' Thunb. * ''[[Salix interior]]'' * ''[[Salix japonica]]'' Thunb. * ''[[Salix jepsonii]]'' C.K.Schneid.&nbsp;– * ''[[Salix jessoensis]]'' Seemen * ''[[Salix koriyanagi]]'' Kimura ex Goerz * ''[[Salix kusanoi]]'' * ''[[Salix laevigata]]'' Bebb&nbsp;– * ''[[Salix lanata]]'' L.&nbsp;– [[Loðvíðir]] * ''[[Salix lapponum]]'' L. - [[Lappavíðir]] * ''[[Salix lasiolepis]]'' Benth.&nbsp;– * ''[[Salix lemmonii]]'' Bebb&nbsp;– * ''[[Salix libani]]'' – * ''[[Salix ligulifolia]]'' C.R.Ball&nbsp;– * ''[[Salix lucida]]'' Muhl.&nbsp;– [[Lensuvíðir]] * ''[[Salix lutea]]'' Nutt.&nbsp;– * ''[[Salix magnifica]]'' Hemsl. * ''[[Salix matsudana]]'' Koidz.&nbsp;– * ''[[Salix melanopsis]]'' Nutt.&nbsp;– * ''[[Salix miyabeana]]'' Seemen * ''[[Salix monticola]]'' Bebb;- [[Eirvíðir]] * ''[[Salix mucronata]]'' - * ''[[Salix microphylla]]'' Schltdl. & Cham. * ''[[Salix myrsinifolia]]'' Salisb. ** ''[[Salix myrsinifolia ssp. borealis]]'' ;- [[Viðja (tré)|Viðja]] * ''[[Salix myrsinites]] L.;- [[Myrtuvíðir]] * ''[[Salix myrtillifolia]]'' * ''[[Salix myrtilloides]]'' L.&nbsp;– * ''[[Salix nakamurana]]'' * ''[[Salix nigra]]'' Marshall&nbsp;– * ''[[Salix orestera]]'' C.K.Schneid.&nbsp;– * ''[[Salix paradoxa]]'' Kunth * ''[[Salix pentandra]]'' L.&nbsp;– [[Gljávíðir]] * ''[[Salix phylicifolia]]'' L.;- [[Gulvíðir]] * ''[[Salix pierotii]]'' – <ref>{{cite book|url=http://www.forest.go.kr/kna/special/download/English_Names_for_Korean_Native_Plants.pdf|title=English Names for Korean Native Plants|publisher=[[Korea National Arboretum]]|year=2015|isbn=978-89-97450-98-5|location=Pocheon|pages=617|access-date=22 December 2016|via=[[Korea Forest Service]]|url-status=dead|archiveurl=https://web.archive.org/web/20170525105020/http://www.forest.go.kr/kna/special/download/English_Names_for_Korean_Native_Plants.pdf|archivedate=25 May 2017|df=}}</ref> * ''[[Salix planifolia]]'' Pursh.&nbsp;– * ''[[Salix polaris]]'' Wahlenb.&nbsp;– * ''[[Salix prolixa]]'' Andersson&nbsp;– * ''[[Salix pulchra]]'' * ''[[Salix purpurea]]'' L.&nbsp;– * ''[[Salix reinii]]'' * ''[[Salix reticulata]]'' L.&nbsp;– [[Netvíðir]] * ''[[Salix retusa]]'' * ''[[Salix richardsonii]]'' * ''[[Salix rorida]]'' Lacksch. * ''[[Salix rupifraga]]'' * ''[[Salix schwerinii]]'' E. L. Wolf * ''[[Salix scouleriana]]'' Barratt ex Hook.&nbsp;– * [[Salix Sepulcralis Group|''Salix sepulcralis'' group]] – * ''[[Salix sericea]]'' Marshall&nbsp;– * ''[[Salix serissaefolia]]'' * ''[[Salix serissima]]'' (L. H. Bailey) Fernald&nbsp;— * ''[[Salix serpyllifolia]]'' * ''[[Salix sessilifolia]]'' Nutt.&nbsp;– * ''[[Salix shiraii]]'' * ''[[Salix sieboldiana]]'' * ''[[Salix sitchensis]]'' C. A. Sanson ex Bong.&nbsp;– [[Sitkavíðir]] * ''[[Salix subfragilis]]'' * ''[[Salix subopposita]]'' Miq. * ''[[Salix taraikensis]]'' * ''[[Salix tarraconensis]]'' * ''[[Salix taxifolia]]'' Kunth&nbsp;– * ''[[Salix tetrasperma]]'' Roxb.&nbsp;– * ''[[Salix triandra]]'' L.&nbsp;– * ''[[Salix udensis]]'' Trautv. & C. A. Mey. * ''[[Salix viminalis]]'' L.&nbsp;– [[Körfuvíðir]] * ''[[Salix vulpina]]'' Andersson * ''[[Salix yezoalpina]]'' Koidz. * ''[[Salix yoshinoi]]'' == Tenglar== *[https://www.skogur.is/is/nyskograekt/trjategundir-og-trjaheilsa/lauftre/viditegundir Víðitegundir - Skógrækt ríkisins] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20220701100032/https://www.skogur.is/is/nyskograekt/trjategundir-og-trjaheilsa/lauftre/viditegundir |date=2022-07-01 }} * [https://heidmork.is/vidir-salix/ Heiðmörk.is Víðir] * [http://www.pfaf.org/database/plants.php?Salix+alba ''Salix alba'' at plants for a future] * [http://www.pfaf.org/database/plants.php?Salix+purpurea ''Salix purpurea'' at plants for a future] * [http://www.1911encyclopedia.org/Willow 1911 Encyclopaedia Britannica] * [http://www.cas.vanderbilt.edu/bioimages/species/frame/saca5.htm ''Salix caroliniana'' myndir hjá bioimages.vanderbilt.edu] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120502025326/http://www.cas.vanderbilt.edu/bioimages/species/frame/saca5.htm |date=2012-05-02 }} * [http://www.cas.vanderbilt.edu/bioimages/species/frame/sani.htm ''Salix nigra'' myndir hjá bioimages.vanderbilt.edu] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120502025215/http://www.cas.vanderbilt.edu/bioimages/species/frame/sani.htm |date=2012-05-02 }} * [http://www.cirrusimage.com/tree_golden_weeping_willow.htm Weeping Willow - ''Salix alba''] Diagnostic photos, [[Morton Arboretum]] specimens *[http://www.oznet.ksu.edu/library/forst2/mf2751.pdf Willow Cuttings] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120227065846/http://www.oznet.ksu.edu/library/forst2/mf2751.pdf |date=2012-02-27 }} *[http://www.stonehousehistorygroup.org.uk/page59.html Old Willow Farm growing Cricket bats in Stonehouse Glos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110908015214/http://www.stonehousehistorygroup.org.uk/page59.html |date=2011-09-08 }} ==Tilvísanir== {{wikiorðabók|víðir}} {{Commons|Salix}} {{wikilífverur|Salix}} {{reflist}} [[Flokkur:Víðisætt]] [[Flokkur:Víðir]] j9gu9msr64vq9h0kmbl00p8g5otf7gc Forsætisráðherra Rússlands 0 107703 1921189 1904771 2025-06-23T08:11:45Z TKSnaevarr 53243 1921189 wikitext text/x-wiki {{Infobox official post | post = Forsætisráðherra | body = Rússneska sambandsríkisins | native_name = {{nobold|Председатель Правительства Российской Федерации}} | insignia = Government.ru logo.svg{{!}}class=skin-invert | insigniacaption = Merki ríkisstjórnar Rússlands | flag = Flag of Russia.svg | flagcaption = [[Fáni Rússlands]] | image = Mishustin Portrait govru.jpg | incumbent = [[Míkhaíl Míshústín]] | incumbentsince = 16. janúar 2020 | department = Framkvæmdavald ríkisstjórnar Rússlands<br>Ráðherraráð Rússlands | type = [[Ríkisstjórnarleiðtogi]] | member_of = {{ubl|[[Ríkisstjórn Rússlands|Ríkisstjórnar]]|[[Öryggisráð Rússlands|Öryggisráðs]]|[[Ríkisráð (Rússland)|Ríkisráðs]]}} | residence = [[Hvíta húsið (Moskva)|Hvíta húsið]], [[Moskva|Moskvu]] | nominator = [[Forseti Rússlands|Forseta]] | appointer = Forseta | appointer_qualified = (með samþykki ríkisdúmunnar) | termlength = Ekkert fast skipunartímabil | termlength_qualified = | constituting_instrument = [[Stjórnarskrá Rússlands]] | precursor = [[Forsætisráðherra Sovétríkjanna|Formaður ráðherraráðs Sovétríkjanna]] (1923–1991) | formation = {{ubl|{{start date and age|df=yes|1905|11|6}} (upphaflega)|{{start date and age|df=yes|1993|12|12}} (í núverandi mynd)}} | first = [[Sergej Witte]] | deputy = Aðstoðarforsætisráðherra | website = {{Official URL}} }} '''Forsætisráðherra Rússlands''' ([[rússneska]]: ''Председатель Правительства Российской Федерации'' eða ''Премьер-министр России'') er leiðtogi ríkisstjórnar [[Rússland]]s og hefur það hlutverk með höndum að stýra og samræma vinnu annarra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Núverandi forsætisráðherra Rússlands er [[Míkhaíl Míshústín]]. == Tengt efni == * [[Listi yfir forsætisráðherra Rússlands]] * [[Stjórnarskrá Rússlands]] * [[Forseti Rússlands]] [[Flokkur:Forsætisráðherrar Rússlands| ]] exq1qp31j7yd8tphxsawglv6tw1u3rz Þrass 0 116853 1921109 1863646 2025-06-22T18:08:33Z Berserkur 10188 1921109 wikitext text/x-wiki {{Tónlistarstefna | nafn = Þrass | litur = white | bakgrunns-litur = #ACBFA3 | áhrifavaldar = [[Harðkjarnapönk]] •[[Breska nýbylgjan í þungarokki]] | uppruni = Upphaf [[1981-1990|níunda áratugarins]]: <br> {{flag|Bandaríkin}}<br>{{flag|Bretland}}<br>{{flag|Þýskaland}} | hljóðfæri = [[Gítar]], [[bassi]] og [[trommur]] | vinsældir = | afleidd = [[Dauðaþrass]]<br>[[groove metal]]<br>[[metalcore]] | afbrigði = | tengdar-stefnur = [[Svartmálmur]]<br>[[Dauðarokk]]<br> | samblandaðar-stefnur = | annað = ! | fótur = }} [[Mynd:Tuska 20130629 - Testament - 40.jpg|thumb|Testament er þrassmetal sveit frá Kaliforníu (2013).]] [[Mynd:Slayer, The Fields of Rock, 2007.jpg|thumb|Slayer árið 2007]] '''Þrass''' (enska: ''Thrash'') er [[tónlistarstefna]] og ein undirgrein [[þungarokk]]sins. Þrass einkennist af mjög hröðum takti og hörku. Textarnir einkennast oftar en ekki af félagslegri ádeilu og andúð á nútíma [[ríkisvald]]i og þykja beinskeyttir. Sögulega séð eru stærstu þrasshljómsveitirnar [[Metallica]], [[Megadeth]], [[Anthrax]] og [[Slayer]] vegna áhrifa þeirra á stefnuna á 9. áratug 20. aldar, oft kallaðar ''Risarnir fjórir'' (e. ''The Big Four''). Tónlistarstefnan þróaðist í byrjun 9. áratugarins og var undir áhrifum meðal annars frá [[Harðkjarnapönk|harðkjarnapönki]] og [[Breska nýbylgjan í þungarokki|bresku nýbylgjuþungarokki]] ([[Judas Priest]], [[Iron Maiden]], [[Motörhead]] o.fl.).<ref>[http://www.allmusic.com/style/speed-thrash-metal-ma0000002874 Thrash metal] Allmusic, skoðað 23. september, 2016.</ref> Öflugar tónlistarsenur mynduðust á austurströnd og vesturströnd Bandaríkjanna en einnig í löndum eins og Þýskalandi ([[Kreator]], [[Sodom]], [[Tankard]] og [[Destruction]]) og Brasilíu ([[Sepultura]]). Einn hápunkta senunnar er talinn vera ''[[The Clash of the Titans (tónleikar)|The Clash of the Titans]]'' tónleikaferðalagið (1990–1991), þar sem Megadeth, Slayer og Anthrax spiluðu saman. Tuttugu árum seinna komu þessar hljómsveitir aftur saman ásamt Metallica og fóru á tónleikaferðalag sem ''Risarnir fjórir''. Stefnan fór í hálfgerðan dvala eftir 1991 en í upphafi árþúsundsins 2000 fór tónlistarstefnan að vakna upp á ný; nýjar hljómsveitir komu fram og gamlar hljómsveitir sóttu að endurvekja fyrri stíl. Afleiddar stefnur urðu til eins og [[dauðaþrass]] og [[groove metal]]. Þrass hafði auk þess áhrif á bæði [[dauðarokk]] og [[svartmálmur|svartmálm]]. ==Listi yfir hljómveitir sem hafa þrass í tónlist sinni== *[[Acid Reign]] (England) *[[Annihilator]] (Kanada) *[[Anthrax]] (BNA) *[[Anvil]] (Kanada) *[[Artillery]] (Danmörk) *[[Carnal Forge]] (Svíþjóð) *[[Carnivore]] (BNA) *[[Celtic Frost]] (Sviss) *[[Coroner]] (Sviss) *[[Criminal]] (Síle) *[[Cryptic Slaughter]] (BNA) *[[Darkane]] (Svíþjóð) *[[Dark Angel]] (BNA) *[[Death Angel]] (BNA) *[[Deströyer 666]] (Ástralía) *[[Destruction]] (Þýskaland) *[[Diminished]] (Ísland) *[[Evile]] (England) *[[Exhorder]] (BNA) *[[Exodus]] (BNA) *[[Forbidden]] (BNA) *[[Hatesphere]] (Danmörk) *[[The Haunted]] (Svíþjóð) *[[Hellhammer]] (Sviss) *[[Holy Moses]] (Þýskaland) *[[Iced Earth]] (BNA) *[[Kreator]] (Þýskaland) *[[Lamb Of God]] (BNA) *[[Legion of the Damned]] (Holland) *[[Living Sacrifice]] (BNA) *[[Machine Head]] (BNA) *[[Megadeth]] (BNA) *[[Meshuggah]] (Svíþjóð) *[[Metal Church]] (BNA) *[[Metallica]] (BNA) *[[Mortal Sin]] (Ástralía) *[[Municipal Waste]] (BNA) *[[Nailbomb]] (Brasilía) *[[Nevermore]] (BNA) *[[Nuclear Assault]] (BNA) *[[Onslaught]] (England) *[[Overkill]] (BNA) *[[Pantera]] (BNA) *[[Pentagram]] (Síle) *[[Pestilence]] (Holland) *[[Possessed]] (BNA) *[[Power Trip]] (BNA) *[[Prong]] (BNA) *[[Prototype]] (BNA) *[[Rage]] (Þýskaland) *[[Ratos de Porão]] (Brasilía) *[[Sabbat (hljómsveit)|Sabbat]] (England) *[[Sacred Reich]] (BNA) *[[Sadus]] (BNA) *[[Sarcofago]] (Brasilía) *[[Sepultura]] (Brasilía) *[[Slayer]] (BNA) *[[Sodom]] (Þýskaland) *[[Soziedad Alkoholika]] (Spánn) *[[Stormtroopers of Death]] (BNA) *[[Suicidal Tendencies]] (BNA) *[[Susperia]] (Noregur) *[[Tankard]] (Þýskaland) *[[Testament]] (BNA) *[[Trivium (hljómsveit)|Trivium]] (BNA) *[[Venom]] (England) *[[Vio-lence]] (BNA) *[[Voivod]] (Kanada) *[[Witchery]] (Svíþjóð) *[[Xentrix]] (England) ==Tilvísanir== {{stubbur|tónlist}} [[Flokkur:Þrass]] [[Flokkur:Þungarokk]] [[Flokkur:Tónlistarstefnur]] rs9rqjij28l4u780ywu6y6g1bb8xphb Silja Bára Ómarsdóttir 0 125633 1921208 1910776 2025-06-23T10:50:56Z Te1995 106813 1921208 wikitext text/x-wiki {{Persóna | nafn = Silja Bára R. Ómarsdóttir | búseta = | mynd = | myndastærð = | myndatexti = | alt = | titill = Rektor Háskóla Íslands | fæðingarnafn = | fæðingardagur = 23. apríl 1971 | fæðingarstaður = | dauðadagur = | dauðastaður = | orsök_dauða = | virkur = | þekktur_fyrir = | þekkt_fyrir = | þjóðerni = | starf = Rektor [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] og prófessor í stjórnmálafræði við skólann | verðlaun = | laun = | trú = | maki = | börn = | foreldrar = | háskóli = Lewis & Clark College, Suður-Kaliforníuháskóli. | stjórnmálaflokkur = | niðurmál = | hæð = | þyngd = | tilvitnun = | undirskrift = | heimasíða = www.siljabara.is }} '''Silja Bára R. Ómarsdóttir''' (f. [[23. apríl]] [[1971]]) er íslenskur alþjóðastjórnmálafræðingur og [[prófessor]] við [[stjórnmálafræði]]deild [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]]. Silja er með BA próf í alþjóðasamskiptum frá Lewis & Clark College og meistarapróf í sömu grein frá [[Suður-Kaliforníuháskóli|Suður-Kaliforníuháskóla]] í Los Angeles. Silja var meðal frambjóðenda til stjórnlagaþings, árið 2010, og var hún í framhaldinu skipuð í [[Stjórnlagaráð]], þar sem hún var formaður einnar af þremum starfsnefndum ráðsins. Silja Bára hefur setið sem formaður [[Rauði krossinn á Íslandi|Rauða Krossins á Íslandi]] síðan 2022. Vorið 2025 var Silja Bára í framboði til rektors Háskóla Íslands, bar hún sigur úr býtum með 50,7 prósent atkvæða. Hún mun því hljóta tilnefningu í embætti rektors. Í kjölfarið mun menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra skipa hana háskólarektor frá 1. júlí 2025. <ref>{{Cite web|url=https://hi.is/frettir/silja_bara_kjorin_rektor_haskola_islands|title=Silja Bára kjörin rektor Háskóla Íslands|website=Háskóli Íslands|language=is|access-date=2025-03-28}}</ref> == Tenglar == * [http://uni.hi.is/sbo/ Heimasíða Silju Báru] ==Tilvísanir== <references/> {{Rektorar Háskóla Íslands}} {{stubbur|æviágrip}} [[Flokkur:Íslenskir stjórnmálafræðingar]] {{f|1971}} [[Flokkur:Íslenskar konur]] [[Flokkur:Kjörnir fulltrúar á Stjórnlagaþing á Íslandi 2011]] [[Flokkur:Prófessorar við Háskóla Íslands]] [[Flokkur:Rektorar Háskóla Íslands]] kp773vqxeok9jyy0ry38zyj2p65hfje 1921213 1921208 2025-06-23T11:44:44Z Te1995 106813 Uppfærsla 1921213 wikitext text/x-wiki {{Persóna | nafn = Silja Bára R. Ómarsdóttir | búseta = | mynd = [[File:Silja Bára.jpg|thumb|Silja Bára - Rector of the University of Iceland]] | myndastærð = | myndatexti = | alt = | titill = Rektor Háskóla Íslands | fæðingarnafn = | fæðingardagur = 23. apríl 1971 | fæðingarstaður = | dauðadagur = | dauðastaður = | orsök_dauða = | virkur = | þekktur_fyrir = | þekkt_fyrir = | þjóðerni = | starf = Rektor [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] og prófessor í stjórnmálafræði við skólann | verðlaun = | laun = | trú = | maki = | börn = | foreldrar = | háskóli = Lewis & Clark College, Suður-Kaliforníuháskóli. | stjórnmálaflokkur = | niðurmál = | hæð = | þyngd = | tilvitnun = | undirskrift = | heimasíða = www.siljabara.is }} '''Silja Bára R. Ómarsdóttir''' (f. [[23. apríl]] [[1971]]) er íslenskur alþjóðastjórnmálafræðingur og [[prófessor]] við [[stjórnmálafræði]]deild [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]]. Hún var kjörin rektor Háskóla Íslands 27. mars 2025 og tekur við embætti 1. júlí 2025. Rannsóknir hennar beinast einkum að utanríkisstefnu Íslands, femínískri öryggis- og alþjóðamálafræði, og norðurslóðamálum. Hún er þekkt fyrir störf sín að jafnréttismálum, mannréttindamálum og í Stjórnlagaráði.<ref>{{Cite web|url=https://hi.is/frettir/silja_bara_kjorin_rektor_haskola_islands|title=Silja Bára kjörin rektor Háskóla Íslands|website=Háskóli Íslands|language=is|access-date=2025-03-28}}</ref> == Æska og menntun == Silja ólst upp í Ólafsfirði, Akureyri og Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn við Hamrahlíð|Menntaskólanum við Hamrahlíð]] árið 1990, BA-gráðu í alþjóðasamskiptum frá Lewis & Clark College árið 1995, meistaraprófi frá [[Suður-Kaliforníuháskóli|University of Southern California]] árið 1998 og doktorsprófi frá University College Cork árið 2018. == Starfsferill == '''Fræðilegur ferill''' Silja hefur starfað við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] frá árinu 2005, fyrst sem lektor og síðar sem prófessor. Hún gegndi stöðu forstöðumanns Alþjóðamálastofnunar HÍ á árunum 2006–2008<ref>{{Cite web|url=https://hi.is/starfsfolk/sbo|title=Silja Bára R. Ómarsdóttir - Prófessor|website=Háskóli Íslands|language=is|access-date=2025-06-23}}</ref>. Árið 2023 tók hún við stöðu ritstjóra hins virta fræðirits ''Scandinavian Political Studies''<ref>{{Cite web|url=https://onlinelibrary.wiley.com/page/journal/14679477/homepage/editorialboard.html|title=Scandinavian Political Studies|website=Wiley Online Library|language=en|access-date=2025-06-23}}</ref>. Hún hefur verið virk í kennslu og umsjón námsbrauta í stjórnmálafræði, jafnréttisfræðum og alþjóðamálum. '''Rannsóknir og birtingar''' Rannsóknir Silju hafa sérstaklega fjallað um áhrif kynjasjónarmiða í utanríkis- og öryggisstefnu, ásamt málefnum norðurslóða<ref>{{Cite web|url=https://iris.rais.is/is/persons/silja-b%C3%A1ra-r-%C3%B3marsd%C3%B3ttir|title=Silja Bára R. Ómarsdóttir|website=iris.rais.is|language=is-IS|access-date=2025-06-23}}</ref>. Hún hefur birt fjölda vísindagreina, bókarkafla og ritstýrt ýmsum fræðiritum, þar á meðal ''Hugtakasafni femínískra og kynjafræðilegra hugtaka'' (2021). Doktorsritgerð hennar um femíníska utanríkisstefnu hlaut viðurkenningu frá írsku samtökunum Irish Association for Contemporary European Studies árið 2019. '''Opinber og samfélagsleg störf''' Silja var kjörin fulltrúi á [[Stjórnlagaþing á Íslandi 2011|stjórnlagaþing]] árið 2010 og veitt formennsku einni af þremur nefndum ráðsins<ref>{{Cite web|url=https://stjornlagarad.is/fulltruar/fulltrui/item32944/Silja_Bara_Omarsdottir/index.html|title=Þingfulltrúar - Silja Bára Ómarsdóttir|website=stjornlagarad.is|access-date=2025-06-23}}</ref>. Hún gegndi stöðu formanns Jafnréttisráðs Íslands á árunum 2019–2021 og hefur setið í stjórn [[Rauði krossinn|Rauða krossins]] á Íslandi frá 2022, þar sem hún varð formaður árið 2023<ref>{{Cite web|url=https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir-og-utgefid-efni/frettayfirlit/almennar-frettir/silja-bara-r-omarsdottir-nyr-formadur-rauda-krossins-a-islandi/|title=Silja Bára R. Ómarsdóttir nýr formaður Rauða krossins á Íslandi|last=Vettvangur|website=Rauði krossinn á Íslandi|language=is|access-date=2025-06-23}}</ref> og gengdi því embætti þar til hún lét af stjórnarsetu 2025.<ref>{{Cite web|url=https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir-og-utgefid-efni/frettayfirlit/almennar-frettir/sigridur-tekur-vid-formennsku-af-silju-baru/|title=Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru|last=Vettvangur|website=Rauði krossinn á Íslandi|language=is|access-date=2025-06-23}}</ref> '''Rektor Háskóla Íslands''' Þann 27. mars 2025 var Silja kjörin rektor Háskóla Íslands og hlaut hún 50,7% atkvæða. Hún er önnur konan í sögu skólans til að gegna embætti rektors og tekur formlega við embættinu þann 1. júlí 2025 af [[Jón Atli Benediktsson|Jóni Atla Benediktssyni]].<ref>{{Cite web|url=https://hi.is/frettir/silja_bara_kjorin_rektor_haskola_islands|title=Silja Bára kjörin rektor Háskóla Íslands|website=Háskóli Íslands|language=is|access-date=2025-06-23}}</ref> == Tenglar == * [http://uni.hi.is/sbo/ Heimasíða Silju Báru] ==Tilvísanir== <references/> {{Rektorar Háskóla Íslands}} {{stubbur|æviágrip}} [[Flokkur:Íslenskir stjórnmálafræðingar]] {{f|1971}} [[Flokkur:Íslenskar konur]] [[Flokkur:Kjörnir fulltrúar á Stjórnlagaþing á Íslandi 2011]] [[Flokkur:Prófessorar við Háskóla Íslands]] [[Flokkur:Rektorar Háskóla Íslands]] g4oor457i9zdwlkpsz68488p3yzd26u Ruhollah Khomeini 0 126006 1921129 1920114 2025-06-22T19:53:44Z TKSnaevarr 53243 1921129 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður | nafn = Ruhollah Khomeini | nafn_á_frummáli= {{nobold|روح‌الله خمینی}} | mynd = Portrait of Ruhollah Khomeini.jpg | titill= [[Æðsti leiðtogi Írans]] | stjórnartíð_start = [[3. desember]] [[1979]] | stjórnartíð_end= [[3. júní]] [[1989]] | forseti = {{Plain list| * [[Abolhassan Banisadr]] * [[Mohammad-Ali Rajai]] * [[Ali Khamenei]]}} | forsætisráðherra = {{Plain list| * [[Mehdi Bazargan]] * [[Mohammad-Ali Rajai]] * [[Mohammad-Javad Bahonar]] * [[Mohammad-Reza Mahdavi Kani]] * [[Mir-Hossein Mousavi]]}} | forveri = ''Embætti stofnað'' | eftirmaður = [[Ali Khamenei]] | myndatexti1 = Khomeini árið 1981. | fæddur = {{fæðingardagur|1902|9|24}} | fæðingarstaður = [[Khomeyn]], [[Íran]] | dánardagur = {{Dánardagur og aldur|1989|6|3|1902|9|24}} | dánarstaður = [[Teheran]], [[Íran]] | þjóderni = [[Íran]]skur | maki = Khadijeh Saqafi ​(g. 1929)​ | börn = 7 | háskóli = Qom-klerkaskólinn |undirskrift = Ruhollah Khomeini signature.svg }} '''Ruhollah Mostafavi Moosavi Khomeini''' ([[persneska]] روح‌الله خمینی‎; [[24. september]] [[1902]] – [[3. júní]] [[1989]]) var [[íran]]skur trúarleiðtogi og leiðtogi [[íranska byltingin|írönsku byltingarinnar]] [[1979]] þar sem [[Íranskeisari|Íranskeisara]], [[Múhameð Resa Pahlavi]], var steypt af stóli. Eftir byltinguna varð Khomeini [[æðsti leiðtogi Írans]] þar til hann lést. Khomeini var líka þekktur sem [[marja'|æðstiklerkur]] Írans. Stuðningsmenn hans kalla hann [[ímam]] Khomeini, en aðrir titla hann oft [[ayatollah]] sem vísar til háttsettra sjíaklerka í [[tólfungaútgáfa sjía íslam|tólfungaútgáfu sjía íslam]]. Khomeini varð æðstiklerkur (''marja'''') eftir lát [[Seyyed Husayn Borujerdi]] árið 1963. Klerkastéttin hafði þá lengi verið í vörn gagnvart veraldlegri stjórn [[Resa Sja|Rezā Shāh]]. Khomeini hafnaði „[[Hvíta byltingin|hvítu byltingu]]“ keisarans, röð umbóta að vestrænni fyrirmynd. Vegna mótmælanna var Khomeini handtekinn um stutt skeið og síðan rekinn í útlegð. Lengst af bjó hann í [[Nadjaf]] í [[Írak]]. Hann kynti undir vaxandi andstöðu við stjórn keisarans. Eftir lát umbótasinnans [[Ali Shariati]] 1977 varð Khomeini óskoraður leiðtogi andspyrnunnar. Eftir flótta keisarans til Egyptalands í janúar [[1979]] sneri Khomeini aftur til Írans sem andlegur leiðtogi byltingarinnar. Hann barðist gegn bráðabirgðastjórn [[Shapour Bakhtiar]] og tók öll völd í febrúar. Í lok mars lýsti hann yfir stofnun íslamsks lýðveldis í Íran. Ný stjórnarskrá gerði hann að æðsta leiðtoga og stofnaði tólf manna [[klerkaráð Írans|klerkaráð]] með neitunarvald þar sem lög stangast á við [[íslam]]. ==Æviágrip== Ruhollah Khomeini fæddist árið 1902 í bænum Khomeyn, litlu þorpi um 350 km sunnan við [[Teheran]]. Hann hlaut hefðbundna skólagöngu en nam síðan [[íslömsk fræði]] við hinn virta guðfræðiskóla í Qom. Að loknu námi varð hann kennari við skólann.{{sfn|Magnús Þorkell Bernharðsson|2018|p=263}} Khomeini hafði lítil afskipti af stjórnmálum fyrr en árið 1962, þegar [[Múhameð Resa Pahlavi]], keisari Írans, hóf hina svokölluðu [[Hvíta byltingin|hvítu byltingu]]. Khomeini taldi hvítu byltinguna hafa slæm áhrif á íranskan landbúnað og hóf því að gagnrýna keisarann í predikunum sínum. Khomeini gagnrýndi keisarann jafnframt fyrir náin tengsl hans við [[Bandaríkin]] og [[Ísrael]] og sakaði hann um að vilja tortíma [[íslam]] í Íran með hjálp [[Gyðingar|Gyðinga]].{{sfn|Magnús Þorkell Bernharðsson|2018|p=264}} Árið 1963 var Khomeini handtekinn fyrir stjórnmálaskoðanir sínar og dæmdur til dauða fyrir [[föðurlandssvik]]. Íranskir klerkar, þar á meðal [[ajatolla]]nn [[Mohammad Kazem Shariatmadari]], komu Khomeini hins vegar til aðstoðar og fengu því ágegnt að keisarinn lét sleppa honum úr fangelsi. Khomeini hélt hins vegar áfram að gagnrýna keisarann eftir lausn sína úr fangavistinni, sér í lagi eftir að keisarinn innleiddi árið 1964 ný lög sem veittu Bandaríkjamönnum ný diplómatísk réttindi í Íran í skiptum fyrir að heimila vopnasölu til landsins. Þann 27. október 1964 flutti Khomeini fræga ræðu þar sem hann sagði þessi lög staðfesta að Íran væri orðin nýlenda Bandaríkjanna.{{sfn|Magnús Þorkell Bernharðsson|2018|p=264}} Í kjölfar ræðunnar var Khomeini gerður útlægur frá Íran. Hann hélt fyrst til [[Tyrkland]]s en settist síðan að í [[Najaf]] í [[Írak]]. Þar hélt Khomeini áfram virkri andstöðu gegn keisaranum. Hann predikaði, skrifaði greinar og gaf reglulega út yfirlýsingar gegn keisarastjórninni og segulbandssnældum af ræðum hans var oft smyglað til Írans þrátt fyrir tilraunir leynilögreglu keisarans, [[SAVAK]], til að uppræta þær. Þrátt fyrir að Khomeini væri tiltölulega lítið þekktur utan Írans fjölgaði fylgismönnum hans jafnt og þétt og fyrirlestrar hans voru vel sóttir.{{sfn|Magnús Þorkell Bernharðsson|2018|p=265}} Árið 1970 breytti Khomeini um stefnu og fór, fremur en að gagnrýna aðeins persónu Múhameðs Resa Pahlavi keisara, að gagnrýna keisaraembættið sem slíkt. Hann fór opinberlega að kalla eftir því að Íran yrði stýrt af [[Íslamismi|íslömsku ríkisvaldi]] sem ætti að koma í stað keisarans eftir allsherjarbyltingu. Árið 1971 gaf Khomeini út ritið ''Umboð löggjafans'' (''[[Velayat-e Faqih]]''), þar sem hann lýsti því yfir að konungsveldi líkt og Pahlavi-ríkið væru í andstöðu við vilja Guðs þar sem löggjafarvald og fullveldi lægju hjá Guði. Í stað löggjafarþings ætti því að setja á fót stofnun þar sem löglærðir klerkar túlkuðu og framfylgdu lögum Guðs.{{sfn|Magnús Þorkell Bernharðsson|2018|p=266}} Þessar hugmyndir Khomeini voru í ósamræmi við trúarlega hefð [[sjía]], þar sem umboð klerka hafði ávallt verið skilgreint á tiltekinn máta og náði ekki til pólitískra og veraldlegra mála.{{sfn|Magnús Þorkell Bernharðsson|2018|p=267}} ===Khomeini og íranska byltingin=== [[Mynd:Imam Khomeini in Mehrabad.jpg|thumb|left|Khomeini snýr aftur til Írans úr útlegðinni þann 1. febrúar 1979.]] Í aðdraganda [[Íranska byltingin|írönsku byltingarinnar]] 1978 voru margir Íranir farnir að líta á Khomeini sem raunverulegt andsvar við keisaranum, án þess endilega að kunna góð skil á hugmyndafræði hans eða framtíðarsýn. Þar sem ný öld hófst samkvæmt [[Íslamska tímatalið|íslamska tímatalinu]] í desember 1979 biðu sumir múslimar þess að nýr leiðtogi (''[[mahdi]]'') myndi birtast til að marka upphaf aldarinnar. Sumir sjíamúslimar trúðu því jafnvel að Khomeini væri hinn horfni ''[[imam]]'' og fóru því að titla Khomeini ''imam'', sem hann staðfesti aldrei en neitaði ekki heldur.{{sfn|Magnús Þorkell Bernharðsson|2018|p=269}} Gríðarleg eftirvænting ríkti því þegar Khomeini lenti á flugvellinum í Teheran þann 1. febrúar 1979, eftir að keisarinn hafði flúið land vegna byltingarinnar. Þegar Khomeini kom aftur til Írans voru ríkisvaldið, herinn og efnahagurinn í lamasessi vegna byltingarinnar og margir stjórnmálaflokkar börðust enn sín á milli um forystu innan nýja stjórnskipulagsins.{{sfn|Magnús Þorkell Bernharðsson|2018|p=270}} Flestir stjórnmálaleiðtogar bjuggust við því að Khomeini myndi setjast að í [[Qom]] og gerast eins konar andlegur leiðtogi þjóðarinnar eftir byltinguna fremur en að gegna pólitísku hlutverki, en Khomeini hafði annað í huga.{{sfn|Magnús Þorkell Bernharðsson|2018|p=271}} Eftir að Khomeini komst til valda lét hann reka forsætisráðherrann [[Shapour Bakhtiar]] og skipaði hans í stað [[Mehdi Bazargan]]. Hann stofnaði jafnframt æðstaráð kennimanna sem gat beitt neitunarvaldi gegn stjórn Bazargans. Í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars 1979 samþykktu Íranir að breyta landinu úr keisaradæmi í lýðveldi. Khomeini beitti sér fyrir því að ný stjórnarskrá landsins yrði alfarið byggð á kenningum íslams. Ný stjórnarskrá Íslamska lýðveldisins Írans byggði að miklu leyti á hugmyndum Khomeini og gerði meðal annars ráð fyrir að allar ákvarðanir [[Íransþing|íranska þingsins]] yrðu að fá samþykki tólf manna æðstaráðs sem yrði skipað löglærðum klerkum. Stjórnarskráin stofnaði jafnframt embætti [[Æðsti leiðtogi Írans|æðsta leiðtoga Írans]], sem fékk það hlutverk að stýra æðstaráðinu og vera leiðtogi þjóðarinnar í umboði og fjarveru hins horfna ''imams''.{{sfn|Magnús Þorkell Bernharðsson|2018|p=271}} Khomeini var í kjölfarið skipaður í embættið til lífstíðar.{{sfn|Magnús Þorkell Bernharðsson|2018|p=272}} ===Gíslatakan í Teheran=== Eftir að Khomeini tók völdin í Íran var starfsmönnum bandaríska sendiráðsins fækkað úr nærri eitt þúsund í aðeins sextíu. Sendiráðið lá þá undir stöðugu grjótkasti og Khomenei ól á hatri á Bandaríkjunum, sem hann kallaði „hinn mikla satan“ sem sæti að svikráðum við Írani. Þann 22. október 1979 fékk hinn brottræki fyrrum keisari Pahlavi að fara til Bandaríkjanna til að leita sér lækninga vegna krabbameins. [[Jimmy Carter]] Bandaríkjaforseti og stjórn hans neituðu að framselja keisarann til Írans, sem jók enn á reiði íransks almennings gagnvart Bandaríkjunum. Í nóvember 1979 réðust íranskir stúdentar inn í bandaríska sendiráðið og tóku starfsmenn þess og fjölskyldur þeirra í gíslingu. Sumir þeirra hugsuðu sér að hægt yrði að fá keisarann framseldan í skiptum fyrir gíslana eða koma í veg fyrir að gagnbylting yrði gerð í landinu með stuðningi Bandaríkjanna.<ref name=rúv>{{Vefheimild|titill=40 ár frá gíslatökunni í Teheran|url=https://www.ruv.is/frett/40-ar-fra-gislatokunni-i-teheran|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Pálmi Jónasson|ár=2019|mánuður=4. nóvember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. apríl}}</ref> Í fyrstu var Khomeini andsnúinn [[Gíslatakan í Teheran|gíslatökunni]] en hann skipti fljótt um skoðun og fór að hrósa gíslatökuhópnum. Gíslatakan og deilan við Bandaríkin sameinuðu írönsku þjóðina og juku byltingarandann í landinu. Í apríl 1980 skipaði Jimmy Carter hernaðaraðgerðina „Arnarkló“ til að bjarga gíslunum en hún misheppnaðist hrapalega þegar bandarískar þyrlur lentu í sandstormum og biluðu á dularfullan hátt. Einn Írani lést í aðgerðinni en átta Bandaríkjamenn. Khomeini þakkaði guðlegri forsjón fyrir hrakfarir Bandaríkjamanna og vinsældir hans jukust gífurlega á kostnað hófsamari afla innan Írans. Í samningaviðræðum um gíslanna á næstu mánuðum samþykkti Carter ítrekað niðurlægjandi skilmála um lausn gíslanna en Khomeini hafnaði öllum samningunum á síðustu stundu. Gíslunum var að endingu ekki sleppt fyrr en stuttu eftir að [[Ronald Reagan]] hafði tekið við af Carter sem forseti Bandaríkjanna eftir [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1980|forsetakosningarnar 1980]]. Gíslatökumálið styrkti mjög stöðu Khomeini og hjálpaði stuðningsmönnum hans að brjóta andstöðu í Íran á bak aftur.<ref name=rúv/> ===Stríðið við Írak=== [[Mynd:خمینی و مردم.JPG|thumb|right|Khomeini heilsar stuðningsfólki sínu.]] Eftir valdatöku Khomeini í Íran fór hann að skipta sér að innanríkismálum í nágrannaríkinu [[Írak]] og hvatti til þess að íslömsk bylting yrði gerð í landinu. Landamæraátök brutust af og til út milli ríkjanna tveggja á næstu mánuðum.<ref name=vísindavefur>{{Vísindavefurinn|20123|Af hverju hófst Persaflóastríðið fyrra?|höfundur=Ingimar Jenni Ingimarsson|dags=17. janúar 2022|skoðað=18. janúar 2025}}</ref> Þann 17. september 1980 sögðu Írakar sig frá [[Alsír-sáttmálinn|Alsír-sáttmálanum]], sem hafði verið gerður milli Írans og Íraks árið 1975 til að leysa úr landamæradeilum ríkjanna. [[Saddam Hussein]], forseti Íraks, vísaði til þess að Íran neitaði að hlíta ákvæðum sáttmálans og sagði hann ógildan vegna landamæraátakanna og afskipta Írana af innanríkismálum Íraka.<ref name=vísindavefur/> Þann 22. september 1980 hófst [[stríð Íraks og Írans]] þegar Írakar gerðu innrás í Íran. Með innrásinni gerði Saddam Hussein tilkall til [[Shatt al-Arab]]-siglingaleiðarinnar og [[Khuzestan]]s.{{sfn|Magnús Þorkell Bernharðsson|2018|p=282}} Saddam taldi að Íran væri í óreiðu vegna byltingarinnar og því lægi landið vel við höggi, þrátt fyrir að Íran væri mun stærra og fjölmennara en Írak.{{sfn|Magnús Þorkell Bernharðsson|2018|p=283}} Írökum varð nokkuð ágengt á fyrstu vikum stríðsins en eftir það komu Íranir sér upp öflugri mótspyrnu og stríðið varð að langvinnu [[þreytistríð]]i. Þvert á það sem Saddam hafði ætlað sér þjappaði stríðið Írönum saman og styrkti völd Khomeini og róttækari arms byltingaraflanna. Á þessum tíma urðu ''pasadaran-'' og ''basiji''-deildir hins nýja [[Íranski byltingarvörðurinn|Íranska byltingarvarðar]] meðal öflugustu hersveita Írana.{{sfn|Magnús Þorkell Bernharðsson|2018|p=284}} Í áróðri stjórnarinnar lagði Khomeini áherslu á stríðið sem baráttu á milli góðs og ills og á milli [[íslam]]s og trúleysingjans Saddams Hussein. Með því að stilla stríðinu upp sem stríði í þágu íslams vann Khomeini sér stuðning alþýðunnar og fékk Írani til að berjast af trúarofsa. Margir hermenn létust í sjálfsmorðsárásum gegn Írökum til þess að ávinna sér píslarvættisdauða.{{sfn|Magnús Þorkell Bernharðsson|2018|p=285}} Stríð Írans og Íraks dróst á langinn og hafði mjög slæm áhrif á atvinnuvegi Írans, sér í lagi á tekjur ríkisins af olíuframleiðslu þeirra. Þann 2. júní 1988 setti Khomeini þingforsetann [[Akbar Hashemi Rafsanjani]] yfir allan herafla íslamska lýðveldisins. Rafsanjani hóf fljótt umleitanir til að binda enda á stríðið til þess að bjarga efnahagi Írans.<ref>{{Tímarit.is|2546885|Erkiklerkur fær að geifla á eitrinu|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|útgáfudagsetning=23. júlí 1988|blaðsíða=14|höfundur=Magnús Torfi Ólafsson}}</ref> Khomeini féllst loksins á tillögu um vopnahlé þann 20. júlí 1988. Hann lýsti því yfir að sú ákvörðun hefði verið „banvænni en eitur“ en væri þó nauðsynleg til að bjarga byltingunni.{{sfn|Magnús Þorkell Bernharðsson|2018|p=288}} ===Dauðadómurinn gegn Salman Rushdie=== Árið 1989 gaf Khomeini út ''[[fatwa]]'' þar sem hann dæmdi rithöfundinn [[Salman Rushdie]] til dauða fyrir [[guðlast]]. Khomeini vísaði til þess að bók Rushdie, ''[[Söngvar Satans]]'', fæli í sér siðlausa og móðgandi umfjöllun um Múhameð spámann og eiginkonur hans, auk þess sem hann taldi að bókin rangtúlkaði og afbakaði boðskap [[kóran]]sins. Harðar deilur sköpuðust meðal múslima um lögmæti og réttmæti dauðadómsins þar sem [[sjaríalög]] gera aðeins ráð fyrir að gefa megi út ''fatwa'' að ströngum skilyrðum uppfylltum. Andstæðingar dauðadómsins bentu á að sönnunarbyrðin væri afar mikil vegna guðlasts og hinn ákærði þyrfti að játa brot sitt fyrir rétti þrisvar sinnum, sem Rushdie gerði aldrei.<ref name=vísindavefurinn>{{Vísindavefurinn|6366|Af hverju var rithöfundurinn Salman Rushdie dæmdur til dauða?|höfundur=Guðrún Margrét Guðmundsdóttir|dags=8. nóvember 2006|skoðað=21. apríl 2024}}</ref> Khomeini sagði tilgang dauðadómsins vera að verja heiður íslamstrúar og treysta bönd múslima um allan heim. Hins vegar hafa sumir fræðimenn dregir opinberar ástæður dauðadómsins í efa og haldið því fram að um hafi verið að ræða pólitíska refskák. Ætlun Khomeini hafi öðru fremur verið að bæja athygli Írana frá slæmu ástandi í landinu vegna [[Stríð Íraks og Írans|stríðs Írans og Íraks]]. Hafi hann viljað endurvekja anda íslömsku byltingarinnar með því að ganga fram sem verndari íslam á svo afgerandi hátt.<ref name=vísindavefurinn/> ==Heimildir== * {{Cite book|title=Mið-Austurlönd: Fortíð, nútíð og framtíð|year=2018|author=Magnús Þorkell Bernharðsson|place=Reykjavík|publisher=Mál og menning|isbn=978-9979-3-3683-9}} ==Tilvísanir== <references/> {{commonscat}} {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | titill = [[Æðsti leiðtogi Írans]] | frá = [[3. desember]] [[1979]] | til = [[3. júní]] [[1989]] | fyrir = Fyrstur í embætti | eftir = [[Ali Khamenei]] }} {{Töfluendir}} {{DEFAULTSORT:Khomeini, Ruhollah}} [[Flokkur:Æðstuklerkar Írans]] [[Flokkur:Íranskir byltingarmenn]] [[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]] {{fd|1902|1989}} 9cd4bpsvgiljo7a9dqg3q3oh9v0tg9c Forsætisráðherra Danmerkur 0 129550 1921190 1640756 2025-06-23T08:29:44Z TKSnaevarr 53243 1921190 wikitext text/x-wiki {{Infobox official post | post = Forsætisráðherra | body = Danmerkur | native_name = {{nobold|Danmarks statsminister}} | insignia = National coat of arms of Denmark.svg | insigniasize = 75px | insigniacaption = [[Skjaldarmerki Danmerkur]] | flag = Flag of Denmark (state).svg | flagcaption = [[Fáni Danmerkur]] | image = Mette Frederiksen Kööpenhaminassa 4.5.2022 (52049397038) (cropped).jpg | incumbent = [[Mette Frederiksen]] | incumbentsince = 27. júní 2019 | department = Framkvæmdavald ríkisstjórnar Danmerkur<br />Forsætisráðuneytið | member_of = [[Ríkisráð (Danmörk)|Ríkisráðs]]<br/>[[Ríkisstjórn Danmerkur|Ríkisstjórnar]]<br/>[[Evrópska ráðið|Evrópska ráðsins]] | residence = [[Marienborg]] | seat = [[Kristjánsborgarhöll]], [[Kaupmannahöfn]], [[Danmörk]]u | appointer = [[Konungur Danmerkur|Konungi]] | appointer_qualified = með stuðningi meirihluta [[Danska þingið|danska þingsins]] | termlength = Ekkert fast skipunartímabil | formation = {{start date and age|1848|3|22}} | first = [[Adam Wilhelm Moltke]] | deputy = Fastaritari forsætisráðherrans | salary = 1.458.000 [[Dönsk króna|DKK]] á ári<ref>{{cite web |title=Hvad tjener en minister? |trans-title=Hvað þénar ráðherra? |url=https://www.regeringen.dk/om-regeringen/hvad-tjener-en-minister/ |website=regeringen.dk |publisher=Ríkisstjórn Danmerkur |access-date=7 May 2022 |language=da |date=1 April 2022}}</ref> | website = {{url|https://stm.dk/|Opinber vefsíða}} }} '''Forsætisráðherra Danmerkur''' ([[danska]]: ''Statsminister'', bókstl. „ríkisráðherra“ er [[stjórnarleiðtogi]] [[Danmörk|Danmerkur]]. Embættið var búið til þegar [[stjórnarskrá Danmerkur]] var samþykkt [[1849]] og [[einveldi]]ð var lagt niður. Fyrsti forsætisráðherra Danmerkur var [[Adam Wilhelm Moltke]]. Forsætisráðherra leiðir [[ríkisstjórn Danmerkur]] sem er formlega skipuð af [[Danakonungur|Danakonungi]]. Skipun forsætisráðherra ræðst í reynd af stuðningi [[danska þingið|þingsins]]. Frá upphafi 20. aldar hafa flestar ríkisstjórnir Danmerkur verið [[samsteypustjórn]]ir og [[minnihlutastjórn]]ir sem þýðir að til að koma stefnumálum sínum áfram þarf stjórnin að reiða sig á stuðning minni flokka. Núverandi forsætisráðherra Danmerkur er [[Mette Frederiksen]] í samsteypustjórn [[Jafnaðarmannaflokkurinn (Danmörk)|Jafnaðarmannaflokksins]], [[Venstre]] og [[Moderaterne]]. ==Tilvísanir== <references/> {{stubbur|Danmörk|stjórnmál}} [[Flokkur:Forsætisráðherrar Danmerkur| ]] [[Flokkur:Dönsk stjórnmál]] {{s|1849}} c78trv6aro5e8c2umhw50yjhwfpv12v Johannes Larsen 0 129558 1921094 1832868 2025-06-22T16:37:42Z Akigka 183 1921094 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Johannes_Larsen_-_Self_portrait_(1946)_-_panoramio.jpg|thumb|right|Sjálfsmynd frá 1946.]] '''Johannes Larsen''' ([[1867]] – [[1961]]) var [[Danmörk|danskur]] [[listmálari]]. Hann myndskreytti útgáfu af [[Íslendingasögur|Íslendingasögum]] sem gefin var út í tilefni af [[Alþingishátíðin|Alþingishátíðinni]] árið 1930 og ferðaðist um [[Ísland]] sumurin [[1927]] og [[1930]] í þeim tilgangi. Vibeke Nørgaard Nielsen skrifaði bókina Sagafærden um hinar tvær ferðir Johannes Larsens til Íslands og er bókin byggð á dagbókum hans. Bókin hefur komið út á íslensku undir titlinum Listamaður á söguslóðum. Sigurlín Sveinbjarnardóttir þýddi bókina. Gerð hefur verið heimildarmynd eftir sögunni. == Heimildir== * ''[http://christianshavnskvarter.dk/2014/02/sagafaerden-en-udstilling-i-nordatlantens-brygge/ SAGAFÆRDEN Johannes Larsens mesterlige tegninger fra Island]''{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} * [https://nordichouse.is/da/begivenhed/maleren-johannes-larsens-sagarejser-til-island-dokumentarfilm/ Maleren Johannes Larsens sagarejser til Island – Dokumentarfilm] ==Tengill== * [https://arkiv.dk/vis/1136287 Ljósmynd af Johannes Larsen og fleirum við Urriðafoss árið 1927] {{Stubbur|æviágrip}} [[Flokkur:Danskir myndlistarmenn]] {{fd|1867|1961}} sgp96f851h5v14j8tqo4iumd4cdwm15 1921095 1921094 2025-06-22T16:38:47Z Akigka 183 1921095 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Johannes_Larsen_-_Self_portrait_(1946)_-_panoramio.jpg|thumb|right|Sjálfsmynd frá 1946.]] '''Johannes Larsen''' ([[1867]] – [[1961]]) var [[Danmörk|danskur]] [[listmálari]]. Hann myndskreytti útgáfu af [[Íslendingasögur|Íslendingasögum]] sem gefin var út í tilefni af [[Alþingishátíðin|Alþingishátíðinni]] árið 1930 og ferðaðist um [[Ísland]] sumurin [[1927]] og [[1930]] í þeim tilgangi. Vibeke Nørgaard Nielsen skrifaði bókina ''Sagafærden'' um tvær ferðir Johannes Larsens til Íslands og er bókin byggð á dagbókum hans. Bókin hefur komið út á íslensku undir titlinum ''Listamaður á söguslóðum''. Sigurlín Sveinbjarnardóttir þýddi bókina. Gerð hefur verið heimildarmynd eftir sögunni. == Heimildir== * ''[http://christianshavnskvarter.dk/2014/02/sagafaerden-en-udstilling-i-nordatlantens-brygge/ SAGAFÆRDEN Johannes Larsens mesterlige tegninger fra Island]''{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} * [https://nordichouse.is/da/begivenhed/maleren-johannes-larsens-sagarejser-til-island-dokumentarfilm/ Maleren Johannes Larsens sagarejser til Island – Dokumentarfilm] ==Tengill== * [https://arkiv.dk/vis/1136287 Ljósmynd af Johannes Larsen og fleirum við Urriðafoss árið 1927] {{Stubbur|æviágrip}} [[Flokkur:Danskir myndlistarmenn]] {{fd|1867|1961}} qpm8p0oycmcm7opzro1h5xg2cqii6zu 2025 0 131137 1921067 1921047 2025-06-22T12:30:38Z Berserkur 10188 /* Júní */ 1921067 wikitext text/x-wiki {{Ár nav}} Árið '''2025''' ('''MMXXV''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) er í [[Gregoríanska tímatalið|gregoríanska tímatalinu]] [[almennt ár sem byrjar á miðvikudegi]]. == Atburðir == ===Janúar=== * [[1. janúar]] - ** [[Búlgaría]] og [[Rúmenía]] gengu í [[Schengen-samstarfið]]. ** Úkraína hætti gasflutningum frá Rússlandi eftir að 5 ára samningur frá 2019 rann út. ** [[Hryðjuverk]]amaður ók bíll inn í mannfjölda í [[New Orleans]]. Fimmtán dóu og yfir þrjátíu manns særðust. Fáni [[Íslamska ríkið|Íslamska ríkisins]] fannst í bíl hans. ** Skotárás var gerð í [[Svartfjallaland]]i. Tólf voru drepin. ** [[Liechtenstein]] varð 37. ríkið til að lögleiða [[hjónabönd samkynhneigðra]]. * [[4. janúar]]: ** [[Karl Nehammer]], kanslari Austurríkis, sagði af sér vegna stjórnarkreppu. ** [[Glódís Perla Viggósdóttir]] var valin [[íþróttamaður ársins]]. * [[5. janúar]] - Úkraínuher hóf gagnárás í [[Kúrskfylki]] Rússlands. * [[6. janúar]] - [[Justin Trudeau]], forsætisráðherra Kanada, sagði af sér sem formaður Frjálslynda flokksins og sem forsætisráðherra. * [[7. janúar]]: ** Nálægt 130 létust í jarðskjálfta í [[Tíbet]]. ** Skógareldar kviknuðu við [[Los Angeles]], þeir stærstu í sögunni : Yfir 200.000 flúðu heimili sín og yfir 18.000 eignir brunnu. 29 létust. Eldarnir loguðu út janúarmánuð * [[9. janúar]]: **[[Mette Frederiksen]] forsætisráðherra Danmerkur hélt fund með formönnum stjórnmálaflokkanna í danska þinginu vegna ummæla Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir stjórn [[Grænland]]s. ** [[Joseph Aoun]] var kosinn forseti [[Líbanon]]s af líbanska þinginu. * [[12. janúar]] - [[Zoran Milanović]] var kosinn forseti Króatíu á ný og hóf sitt annað kjörtímabil. *[[ 14. janúar]] - [[2. febrúar]]: Heimsmeistaramót karla í [[handbolti|handbolta]] verður haldið í Króatíu, Danmörku og Noregi. * [[15. janúar]]: ** [[Ísrael]] og [[Hamas]] sömdu um vopnahlé. ** Forseti Suður-Kóreu, [[Yoon Suk Yeol]] var handtekinn en hann lýsti yfir herlögum í landinu í desember. * [[17. janúar]] - Framkvæmdir hófust við [[Fossvogsbrú]]. * [[19. janúar]] - Bandaríkin bönnuðu kínverska samfélagsmiðilinn [[TikTok]]. * [[20. janúar]] - [[Donald Trump]] tók við sem [[forseti Bandaríkjanna]]. * [[22. janúar]] - [[Hjónaband samkynhneigðra]] var leyft í [[Taíland]]i. * [[23. janúar]] - [[Micheál Martin]] var kosinn forsætisráðherra lýðveldisins Írlands. * [[26. janúar]] - [[Alexander Lúkasjenkó]] var endurkjörinn forseti [[Belarús]]. * [[28. janúar]] - [[Miloš Vučević]], forsætisráðherra Serbíu, sagði af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda. * [[29. janúar]]: ** 67 létust í [[Washington D.C.]] þegar farþegaflugvél og herþyrla rákust saman í lofti. ** [[Ahmed al-Sharaa]] var skipaður 20. forseti [[Sýrland]]s. * [[30. janúar]] - Norska ríkisstjórnin sprakk þegar Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn slitu samstarfi vegna ágreinings um innleiðingu 4. orkupakka [[ESB]]. ===Febrúar=== * [[1. febrúar]] - [[Hamas]] lét af hendi 3 ísraelska gísla og [[Ísrael]] frelsaði hátt í 200 palestínska fanga. Landamærin við Rafah á Gasa opnuðu í fyrsta skipti í 8 mánuði. * [[2. febrúar]] - [[Danska karlalandsliðið í handknattleik]] vann 4. heimsmeistaramótið í röð. * [[4. febrúar]] - Tíu voru skotnir til bana í skotárás á skóla í [[Örebro]], Svíþjóð. *[[7. febrúar]] - [[Einar Þorsteinsson (f. 1978)|Einar Þorsteinsson]], borgarstjóri, sleit samstarfi við Samfylkinginuna, Pírata og Viðreisn og meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur féll. * [[11. febrúar]] - Trjáfellingar hófust í [[Öskjuhlíð]] tengd öryggi austur-vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Trén voru talin ógna flugöryggi en brautinni var lokað vegna þess. * [[12. febrúar]] : ** [[Konstantinos Tasoulas]] var kosinn forseti [[Grikkland]]s. ** [[Klaus Iohannis]] sagði af sér sem forseti [[Rúmenía|Rúmeníu]]. * [[13. febrúar]] - Afganskur hælisleitandi keyrði inn í hóp fólks í kröfugöngu í [[München]] í Þýskalandi. Tveir létust og hátt í 40 slösuðust. * [[18. febrúar]] - [[Rússland]] og [[Bandaríkin]] mynduðu diplómatísk tengsl að nýju og funduðu í Sádi-Arabíu um Úkraínustríðið. * [[21. febrúar]] - [[Heiða Björg Hilmisdóttir]] var skipuð borgarstjóri Reykjavíkur í nýjum meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri Grænna og Flokks Fólksins. * [[23. febrúar]] - Þingkosningar voru haldnar í [[Þýskaland]]i. Kristilegir demókratar og Valkostur fyrir Þýskalands urðu hlutskarpastir flokka. * [[25. febrúar]] - Kennaraverkfalli var afstýrt á Íslandi þegar málsaðilar samþykktu tillögu [[Ástráður Haraldsson|Ástráðs Haraldssonar]], ríkissáttasemjara. * [[28. febrúar]] - [[Volodymyr Zelenskyj]], forseti Úkraínu og [[Donald Trump]], forseti Bandaríkjanna, funduðu í Hvíta húsinu. Trump og [[JD Vance]], varaforseti, þjörmuðu að Zelenskyj og sögðu hann ekki gera nóg til að stöðva stríðið við Rússland. Nokkru síðar stöðvuðu Bandaríkin vopnasendingar til Úkraínu. ===Mars=== * [[2. mars]] - [[Guðrún Hafsteinsdóttir]] var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi. * [[4. mars]] - Bandaríkin settu 25% [[tollur|tolla]] á vörur frá Kína, Kanada og Mexíkó. * [[6. mars]] - [[9. mars]] - Yfir 1.000 létust í Latakía- og Tartus-héruðum í [[Sýrland]]i þegar liðsmenn hliðhollir [[Bashar al-Assad]] gerðu árásir á hermenn nýju stjórnarinnar. Stjórnarhermenn tóku fólk af lífi. * [[9. mars]] - [[Frjálslyndi flokkurinn (Kanada)|Frjálslyndi flokkurinn]] í Kanada valdi sér nýjan leiðtoga, [[Mark Carney]], sem varð jafnframt nýr forsætisráðherra landsins fimm dögum síðar. * [[11. mars]]: ** Þingkosningar voru haldnar á [[Grænland]]i. [[Demokraatit]] hlaut flest sæti og bar sigurorð á stjórnarflokknum [[Inuit Ataqatigiit]] sem tapaði sætum. ** [[Rodrigo Duterte]], fyrrum forseti Filippseyja, var handtekinn í Manila vegna handtökuskipunar Alþjóðlega sakamáladómstólsins. * [[13. mars]] - [[Konstantinos Tasoulas]] varð forseti [[Grikkland]]s. * [[18. mars]] - [[Ísrael]] drap yfir 400 manns á [[Gasa]] eftir að það sakaði [[Hamas]] um að efna ekki loforð um frelsun gísla. * [[19. mars]] - [[Ekrem İmamoğlu]], borgarstjóri [[Istanbúl]] og tilvonandi frambjóðandi í tyrknesku forsetakosningunum var handtekinn fyrir spillingarsakir. Hundruð þúsunda mótmæltu í stærstu borgum Tyrklands. * [[20. mars]] - [[Ásthildur Lóa Þórsdóttir]] sagði af sér sem [[mennta- og barnamálaráðherra Íslands|mennta- og barnamálaráðherra]] þegar upp komst um gamalt mál hennar hvað varðaði samband við 15 ára dreng þegar hún var 22 ára. * [[21. mars]] - [[Netumbo Nandi-Ndaitwah]] varð forseti [[Namibía|Namibíu]]. * [[28. mars]] - [[Jarðskjálftinn í Mjanmar 2025|Jarðskjálfti af stærð 7,7]] með upptök nálægt borginni [[Mandalay]] í [[Mjanmar]] skók landið og nærliggjandi lönd. Yfir 5.400 létust. * [[Kvikmyndaskóli Íslands]] fór í gjaldþrotameðferð. ===Apríl=== * [[1. apríl]] - [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–|Eldgosin við Sundhnúksgíga]]: Lítið [[Eldgos]] hófst suðaustan við fjallið [[Þorbjörn (fjall)|Þorbjörn]] norðan [[Grindavík]]ur. Það hófst um morguninn en var lokið um kvöldið. * [[2. apríl]] - Bandaríkin settu tolla að lágmarki 10% á önnur ríki en t.d. 20% á ríki [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]], 34% á Kína. Ísland hlaut 10% toll á vörur. *[[ 4. apríl]] - [[Yoon Suk-yeol]] var endanlega sviptur embætti sem forseti Suður-Kóreu af stjórnlagadómstól landsins. * [[8. apríl]] - Yfir 220 létust þegar þak næturklúbbs hrundi í [[Dóminíska lýðveldið|Dóminíska lýðveldinu]]. * [[11. apríl]] - [[Kína]] setti 125% tolla á bandarískar vörur en Bandaríkin höfðu skömmu áður sett 145% toll á sumar kínverskar vörur. * [[13. apríl]]: ** Ísrael gerði loftárás á síðasta starfandi sjúkrahúsið á [[Gasa]]. ** Rússland gerði árás á miðbæ úkraínsku borgarinnar [[Súmy]] þar sem tugir óbreyttra borgara fórust. ** Heimssýningin [[Expo]] hófst í [[Osaka]], Japan. ** [[Daniel Noboa]] var endurkjörinn forseti [[Ekvador]]. * [[18. apríl]] - Bandaríkin gerðu árásir á [[Hútar|Húta]] í [[Jemen]]. Yfir 70 létust. * [[22. apríl]] - Íslamskir vígamenn í drápu 26 ferðamenn í indverska [[Jammú og Kasmír]]. Indland tengdi árásirnar við pakistönsku hryðjuverkasamtökin Lashkar-e-Taiba. * [[24. apríl]] - [[Stríð Rússlands og Úkraínu]]: Rússland gerðu eldflaugaárás á fjölbýlishús í [[Kyjiv]] þar sem 12 létust. Degi síðar var rússneski hershöfðinginn Jaroslav Moskalík drepinn með bílsprengju í Moskvu. * [[28. apríl]] - Þingkosningar voru haldnar í [[Kanada]]. [[Frjálslyndi flokkurinn (Kanada)|Frjálslyndi flokkurinn]] vann sigur og [[Mark Carney]] varð áframhaldandi forsætisráðherra landsins. * [[30. apríl]] - Bandaríkin og Úkraína gerðu auðlindasamning. Í skiptum fyrir aðgang að úkraínskum orku- og málmauðlindum, skuldbundu Bandaríkin sig að styrkja varnir og uppbyggingu Úkraínu. ===Maí=== * [[1. maí]] - [[Mannréttindastofnun Íslands]] tók til starfa. * [[3. maí]] - Þingkosningar voru haldnar í [[Ástralía|Ástralíu]]. [[Verkamannaflokkurinn (Ástralía)|Verkamannaflokkurinn]] vann sigur. * [[5. maí]] - **[[Ísrael]] lýsti yfir áætlun um yfirtöku á [[Gasa]]. ** [[Indland]] gerði loftárásir á [[Pakistan]] eftir skærur í [[Kasmír]]. * [[6. maí]]: [[Friedrich Merz]] tók við embætti [[kanslari Þýskalands|kanslara Þýskalands]]. * [[8. maí]]: [[Robert Francis Prevost]] kardínáli, var kjörinn páfi undir nafninu ''Leó 14.''. * [[10. maí]] - [[Indland]] og [[ Pakistan]] sömdu um vopnahlé en ríkin höfðu skipst á loftárásum dögunum áður. * [[12. maí]] - [[Verkalýðsflokkur Kúrda]] var lagður niður. * [[13. maí]] - [[17. maí]]: [[Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva 2025|Eurovision var haldið]] í [[Basel]], Sviss. Austurríki bar sigur úr býtum. * [[17. maí]] - Hitamet var slegið í maí fyrir Ísland þegar 26,4 gráður mældust á [[Egilsstaðir|Egilsstöðum]]. * [[18. maí]] - ** Kosningar til portúgalska þingsins. Sósíaldemókratar undir [[Luís Montenegro]] urðu hlutskarpastir. ** Forsetakosningar í Rúmeníu: [[Nicușor Dan]] sigraði mótherja sinn [[George Simion]] í annarri umferð. * [[22. maí]] - Bandaríkjastjórn ákvað að banna [[Harvard-háskóli|Harvard-háskólanum]] að taka við erlendum nemendum. Dómari setti bráðabirgðalögbann á ákvörðunina. * [[25. maí]] - Rússland gerði loftárásir á þrjátíu borgir í Úkraínu. * [[31. maí]] - Úkraína sendi yfir 100 árásardróna á herflugvelli í 5 fylkjum Rússlands m.a. í [[Írkútskfylki]] og [[Múrmanskfylki]]. Einnig voru tvær brýr sprengdar nálægt landamærum Úkraínu. ===Júní=== * [[1. júní]] - Önnur umferð forsetakosninga í [[Pólland]]i fór fram. Hægri maðurinn, [[Karol Nawrocki]], vann nauman sigur á [[Rafał Trzaskowski]], borgarstjóra Varsjár og Evrópusinna. * [[3. júní]]: ** Forsetakosningar voru haldnar í [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]]. Frjálslyndi frambjóðandinn, [[Lee Jae-myung]], bar sigur af hólmi. ** Endurbættur [[Laugardalsvöllur]] opnaði þegar kvennalið Íslands mætti Frakklandi. ** Hollenska ríkisstjórnin féll þegar [[Geert Wilders]] formaður Frelsisflokksins sagði sig úr henni. * [[4. júní]] - [[Donald Trump]] bannaði ferðalög frá 12 löndum til Bandaríkjanna: 7 í Afríku, 4 í Asíu og eitt í N-Ameríku. (Afghanistan, Mjanmar, Tjad, Lýðveldið Kongó, Miðbaugs-Gínea, Eritrea, Haítí, Íran, Líbía, Sómalía, Súdan og Jemen) * [[6. júní]] - Mótmæli brutust út í [[Los Angeles]] gegn aðgerðum ICE, stofnunar sem handtekur ólöglega innflytjendur. [[Donald Trump]] forseti Bandaríkjanna ákvað að senda þjóðvarðliða til að skerast í leikinn. [[Gavin Newsom]], ríkisstjóri Kaliforníu, fordæmdi ákvörðun Trumps. * [[9. júní]] - [[Ísrael]] stöðvaði för skipsins Madleen sem var á leið til Gaza með hjálpargögn. Aðgerðasinninn [[Greta Thunberg]] var meðal farþega. * [[12. júní]] - Farþegaþota með 242 manns hrapaði skömmu eftir flugtak í indversku borginni [[Ahmedabad]]. Þotan lenti á húsum þar sem tugir létust einnig. Einn komst lífs af úr flugvélinni. Alls létust nær 280 manns. * [[13. júní]] - [[Stríð Ísraels og Írans]]: [[Ísrael]] gerði víðtækar loftárásir á [[Íran]]. Hossein Salami, leiðtogi [[Íranski byltingarvörðurinn|Íranska byltingarvarðarins]] var meðal þeirra sem fórust í árásunum og tveir háttsettir menn í íranska hernum. Íran svaraði með eldflauga og drónaárásum á Ísrael. * [[16. júní]] - [[17. júní]]: [[Sjö helstu iðnríki heims]] funduðu í Kananaskis, [[Alberta (fylki)|Alberta]] í [[Kanada]]. * [[21. júní]] - Bandaríkin gerðu árásir á þrjá kjarnorkumiðstöðvar í [[Íran]] með [[Northrop B-2 Spirit|B-2 sprengjuflugvélum]]. ===Júlí=== * [[1. júlí]]: ** [[Búlgaría]] tekur upp [[evra|evru]]. ** [[Samkynhneigð]]ir karlmenn mega [[blóðgjöf|gefa blóð]] á Íslandi. * [[2. júlí]] - [[27. júlí]]: Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu kvenna verður haldin í [[Sviss]]. * [[5. júlí]] - Þungarokksveitin [[Black Sabbath]] spilar sína síðustu tónleika með upphaflegu meðlimunum í heimaborg sinni [[Birmingham]]. ===Ágúst=== * [[27. ágúst]] - Evrópumótið í körfubolta hefst. Íslenska landsliðið tekur þátt. ===September=== * [[8. september]] - Þingkosningar verða haldnar í Noregi. ===Október=== ===Nóvember=== * [[27. nóvember]] - Heimsmeistaramót kvenna í [[handbolti|handknattleik]] hefst í Þýskalandi og Hollandi. ===Desember=== ===Ódagsett=== * Noregur mun banna sölu á [[bensín]] og [[dísel]] bílum. ==Dáin== * [[1. janúar]] - [[David Lodge]], enskur rithöfundur. (f. [[1935]]) * [[4. janúar]] - [[Árni Grétar Jóhannesson]], íslenskur tónlistarmaður, Futuregrapher (f. [[1983]]) * [[7. janúar]] - [[Jean-Marie Le Pen]], franskur stjórnmálaleiðtogi (f. [[1928]]). * [[12. janúar]] - [[Ragnheiður Torfadóttir]], fyrsti kvenrektor Menntaskólans í Reykjavík (f. [[1937]]) * [[15. janúar]] - [[David Lynch]], bandarískur kvikmyndaleikstjóri. (f. [[1946]]) * [[24. janúar]] - [[Ellert B. Schram]], alþingis- og knattspyrnumaður. (f. [[1939]]) * [[30. janúar]] - [[Marianne Faithful]], ensk tónlistarkona (f. [[1946]]) * [[30. janúar]] - [[Ólöf Tara Harðardóttir]], íslensk baráttukona (f. [[1990]]) * [[1. febrúar]] - [[Horst Köhler]], forseti Þýskalands (f. [[1943]]). * [[2. febrúar]] - [[Björgólfur Guðmundsson]]. íslenskur viðskiptamaður (f. [[1941]]) * [[8. febrúar]] - [[Sam Nujoma]], fyrsti forseti [[Namibía|Namibíu]] (f. [[1929]]). * [[11. febrúar]] - [[Gísli Þór Ólafsson]], tónlistarmaður og skáld (f. [[1979]]) * [[17. febrúar]] - [[Gene Hackman]], bandarískur leikari (f. [[1930]]) * [[27. febrúar]] - [[Borís Spasskíj]], sovésk-franskur skákmeistari. (f. [[1937]]) * [[28. febrúar]] - [[Margrét Sigfúsdóttir]], hússtjórnarkennari (f. [[1947]]) * [[21. mars]] - [[George Foreman]], bandarískur hnefaleikamaður (f. [[1949]]) * [[1. apríl]] - [[Val Kilmer]], bandarískur leikari (f. [[1959]]) * [[4. apríl]] - [[Friðrik Ólafsson]], íslenskur skákmeistari (f. [[1935]]) * [[12. apríl]] - [[Steindór Andersen]], Íslenskur kvæðamaður. (f. [[1954]]) * [[13. apríl]] - [[Mario Vargas Llosa]], perúskur rithöfundur og stjórnmálamaður (f. [[1936]]) * [[14. apríl]] - [[Jónas Ingimundarson]], íslenskur píanóleikari (f. [[1944]]) * [[21. apríl]] - [[Frans páfi]] (f. [[1936]]) * [[1. maí]] - **[[Ruth Buzzi]], bandarísk leikkona (f. [[1936]]) ** [[Gunnlaugur Claessen]], hæstaréttardómari (f. [[1946]]). * [[10. maí]] - [[Þorsteinn Vilhjálmsson]], prófessor í eðlisfræði (f. [[1940]]) * [[11. maí]] - [[Lalli Johns]], íslenskur smáglæpamaður (f. [[1951]]) * [[12. maí]] - [[Hjörtur Torfason]], hæstaréttardómari (f. [[1935]]) * [[13. maí]] - [[José Mujica]], forseti Úrúgvæ (f. [[1935]]) * [[21. maí]] - [[Alasdair MacIntyre]], skoskur heimspekingur (f. [[1929]]) * [[7. júní]] - [[Orri Harðarson]], tónlistarmaður og rithöfundur (f. [[1972]]) * [[11. júní]] - [[Brian Wilson]], bandarískur tónlistarmaður (f. [[1942]]) * [[14. júní]] - [[Violeta Chamorro]], níkarögsk stjórnmálakona (f. [[1929]]) [[Flokkur:2025]] [[Flokkur:2021-2030]] 8zlrnvf6c8d9x8mh3gyx4s0z7mdlfsv Múhameð Resa Pahlavi 0 134896 1921147 1920914 2025-06-22T23:29:51Z TKSnaevarr 53243 1921147 wikitext text/x-wiki {{konungur | titill = Keisari Írans | ætt = Pahlavi-ætt | skjaldarmerki =Imperial Coat of Arms of Iran.svg | nafn = Múhameð Resa Pahlavi<br>محمدرضا پهلوی‎ | mynd = Mohammad Reza Pahlavi 2.jpg | skírnarnafn = Mohammad Rezâ Šâhe Pahlavi | fæðingardagur = [[26. október]] [[1919]] | fæðingarstaður = [[Teheran]], [[Persía|Persíu]] | dánardagur = {{Dánardagur og aldur|1980|7|27|1919|10|26}} | dánarstaður = [[Kaíró]], [[Egyptaland]]i | grafinn = Al-Rifa'i-moska, [[Kaíró]] | ríkisár = [[16. september]] [[1941]] – [[11. febrúar]] [[1979]] | undirskrift = Mohammadreza pahlavi signature.svg | faðir = [[Resa Sja]] | móðir = [[Tadj ol-Molouk]] | maki = Fosía af Egyptalandi (g. 1939; skilin 1948)<br>Soraja Esfandiary-Bakhtiari (g. 1951; skilin 1958)<br>Farah Diba (g. 1959) | titill_maka = Eiginkonur | börn = 5 }} '''Múhameð Resa Sja''' ([[persneska]]: محمد رضا شاه پهلوی‎‎ ''Mohammad Rezâ Šâhe Pahlavi''; [[26. október]] [[1919]] – [[27. júlí]] [[1980]]) var [[Íranskeisari]] frá [[16. september]] [[1941]] þar til honum var steypt af stóli í [[íranska byltingin|írönsku byltingunni]] [[11. febrúar]] [[1979]]. Hann tók sér titilinn ''Shāhanshāh'' („konungur konunganna“ eða [[keisari]]) [[26. október]] [[1967]]. Hann var annar og síðasti keisarinn af [[Pahlavi-ætt]] á eftir föður sínum, [[Resa Sja]]. Þegar [[Múhameð Mossadek]] sem var forsætisráðherra frá 1951 hugðist [[þjóðnýting|þjóðnýta]] olíuframleiðslu landsins [[Valdaránið í Íran 1953|framdi Pahlavi valdarán]] eftir þrýsting frá [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og [[Bretland]]i. Við það fékk hann meiri bein völd og erlend olíufyrirtæki tóku aftur yfir olíuiðnaðinn í Íran. Árið [[1963]] hleypti hann [[Hvíta byltingin|Hvítu byltingunni]] af stokkunum sem var ætlað að færa landið nær nútímanum og gera það veraldlegra. Við þetta missti hann stuðning sjíaklerka og lágstéttanna. Þetta leiddi til írönsku byltingarinnar 1979. Resa Pahlavi flúði frá Íran ásamt eiginkonu sinni [[Farah Diba]] [[17. janúar]]. Fljótlega eftir það var einveldi afnumið og Íran gert að [[íslamskt lýðveldi|íslömsku lýðveldi]] með [[klerkastjórn]]. Í útlegðinni bjó Múhameð Resa á ýmsum stöðum, meðal annars í [[Egyptaland]]i, [[Marokkó]], [[Bahamaeyjar|Bahamaeyjum]], [[Mexíkó]] og [[Panama]]. Hann lést í Egyptalandi. ==Æviágrip== Múhameð Resa Pahlavi fæddist árið 1919 í Teheran. Faðir hans, [[Resa Sja|Resa Kan]], var þá ofursti í persneska hernum.<ref name=vikan>{{Vefheimild|titill=Ævi mín og konurnar mínar þrjár|höfundur=Múhameð Resa Pahlavi|útgefandi=''Vikan''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4461934|ár=1970|mánuður=2. janúar|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. janúar}}</ref> Faðir hans varð forsætisráðherra landsins árið 1923. Árið 1925 lýsti Resa Kan sjálfan sig nýjan keisara Írans undir nafninu Resa Sja Pahlavi. Þar með varð hinn ungi Múhameð Resa krónprins nýju Pahlavi-keisaraættarinnar. Á unglingsárum sínum var Pahlavi sendur í nám til [[Sviss]]. Hann sneri aftur til Írans árið 1936 og gekk í hernaðarháskóla til ársins 1938. Eftir útskrift þaðan tók Múhameð Resa á sig hluta af verkum föður síns og fékk herflokk til þess að stjórna.<ref name=vikan/> Árið 1939 kvæntist Múhameð Resa konu sem faðir hans hafði valið fyrir hann; egypsku prinsessunni [[Fosía af Egyptalandi|Fosíu]], sem var systir [[Farúk Egyptalandskonungur|Farúks Egyptalandskonungs]].<ref name=vikan2>{{Vefheimild|titill=Fyrsta konan mín – systir Farúks|höfundur=Múhameð Resa Pahlavi|útgefandi=''Vikan''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4461980|ár=1970|mánuður=8. janúar|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. janúar}}</ref> Faðir Múhameðs Resa var mjög hallur undir [[Þriðja ríkið|Þýskaland]] og þegar [[seinni heimsstyrjöldin]] braust út leiddi þessi vinskapur til þess að hann komst upp á kant við [[Bretland|Breta]] og [[Sovétríkin|Sovétmenn]]. Herir ríkjanna tveggja réðust árið 1941 inn í Íran og neyddu Resa Sja til þess að segja af sér keisaratign. Eftir afsögn keisarans var Múhameð Resa leiddur fyrir þingið og hann sór embættiseið sem nýr keisari landsins.<ref name=vikan2/> ===Valdatíð (1941–1979)=== Múhameð Resa skildi við Fosíu árið 1944. Þau höfðu eignast eina dóttur, [[Sjahnas Pahlavi|Sjahnas]]. Árið 1951 giftist hann annarri konu sinni, írönsku leikkonunni [[Soraja Esfandiary|Soraju Esfandiary]]. Þeim Soraju varð ekki barna auðið og því ákvað Múhameð Resa árið 1958 að skilja við hana til þess að geta eignast erfingja af krúnunni.<ref name=vikan3>{{Vefheimild|titill=Skilnaður okkar Soraju gerði mig gráhærðan|höfundur=Múhameð Resa Pahlavi|útgefandi=''Vikan''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4462050|ár=1970|mánuður=15. janúar|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. janúar}}</ref> Hann giftist þriðju konu sinni, [[Fara Díba]], árið 1959 og eignaðist með henni son næsta ár.<ref name=vikan4>{{Vefheimild|titill=Ég grét þegar ég sá son minn|höfundur=Múhameð Resa Pahlavi|útgefandi=''Vikan''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4462146|ár=1970|mánuður=29. janúar|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. janúar}}</ref> Snemma á valdatíð Múhameðs Resa náðu róttækar og umbótasinnaðar hreyfingar völdum yfir borgaralegri ríkisstjórn Írans. Keisaranum var mjög illa við forsætisráðherrann úr röðum þessara umbótasinnuðu afla, [[Múhameð Mossadek]], og taldi hann vilja losna við keisarafjölskylduna úr landinu. Mossadek vann sér einnig inn óvild Bretlands og [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] eftir að lýðræðislega kjörin ríkisstjórn hans lét þjóðnýta íranska olíuiðnaðinn, sem áður hafði verið undir stjórn ensk-íranska olíufélagsins (enska: ''Anglo-Iranian Oil Company'' eða ''AIOC''). Óvild vesturveldanna til Mossadeks leiddi til þess að bresku og bandarísku leyniþjónustunnar skipulögðu [[Valdaránið í Íran 1953|valdarán gegn stjórn Mossadeks]] ásamt keisaranum. Valdaránið var framið þann 19. ágúst 1953 og leiddi til þess að Múhameð Resa varð í reynd einráður í Íran líkt og faðir hans hafði verið.<ref name=þjóðviljinn>{{Vefheimild|titill=Fall Pahlavi-ættarinnar|útgefandi=''Þjóðviljinn''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2865001|ár=1979|mánuður=26. janúar|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. janúar}}</ref> Á einræðisárum sínum beitti Múhameð Resa stórtækri leyniþjónustu sem kallaðist [[SAVAK]] og var skipulögð með [[Bandaríska leyniþjónustan|bandarísku leyniþjónustuna]] að fyrirmynd. Leyniþjónustan réð yfir heilum landshlutum Írans ef þeir þóttu ótrúir keisarastjórninni og beitti bæði pyntingum og ofsóknum gegn grunuðum andófsmönnum.<ref name=tíminn>{{Vefheimild|höfundur=Dagur Þorleifsson|titill=Frá Múhameð til Pahlavi|útgefandi=''Tíminn''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3714633|ár=1971|mánuður=16. nóvember|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. janúar}}</ref> Múhameð Resa lét fangelsa foringja stjórnarandstöðunnar, takmarkaði fjölmiðlafrelsi í Íran og stjórnaði því hvaða stjórnmálaflokkar máttu bjóða fram til þings. Lengst af var formlega séð tveggja flokka kerfi við lýði í Íran en á valdatíð Múhameðs Resa var flokksstarfsemin svo takmörkuð að landsmenn kölluðu flokkana tvo jafnan „Já“- og „Já, herra“-flokkana.<ref>{{Bókaheimild|titill=Miðausturlönd: Fortíð, nútíð og framtíð|höfundur=Magnús Þorkell Bernharðsson|útgefandi=Mál og menning|ár=2018|isbn=978-9979-3-3683-9|bls=261}}</ref> Líkt og faðir sinn var Múhameð Resa duglegur að vísa til glæstrar fortíðar Írans fyrir daga íslams í viðleitni til þess að rækta íranska þjóðernishyggju. Þá vísaði hann oft til [[Kýros mikli|Kýrosar mikla]] Persakonungs og landvinninga hans. Árið 1971 skipulagði keisarinn mikil hátíðarhöld í rústum fornu höfuðborgarinnar [[Persepólis]] til þess að fagna 2.500 ára afmæli Persaveldis.<ref name=hátíðarhöld>{{Vefheimild|titill=2500 ára afmæli Persaveldis var haldið hátíðlegt með glæsibrag!|útgefandi=''Morgunblaðið''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1426002|ár=1971|mánuður=31. október|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. janúar}}</ref> Til þess að hægt væri að halda hátíð á staðnum voru nýir vegir lagðir til Persepólis, tré voru flutt inn frá Frakklandi til að lífga upp á svæðið og tjaldborg var reist í borgarrústunum fyrir erlenda gesti. Sex klukkustunda langur kvöldverður var haldinn fyrsta daginn af fjórum sem hátíðin stóð yfir á og annan daginn hófst mikil hernaðarsýning með herliðum sem áttu að tákna allar keisaraættir sem hefðu ríkt yfir Íran. Alls er talið að kostnaðurinn við hátíðarhöldin hafi numið meira en hundrað milljónum Bandaríkjadollara. Keisarinn réttlætti síðar eyðsluna með því móti að þetta hefði verið „það minnsta sem [Íranar] gátu gert“ fyrir gestina.<ref name=íljósisögunnar>{{Vefheimild|höfundur=[[Vera Illugadóttir]]|titill=Þegar klerkar tóku við af keisara|útgefandi=''RÚV''|url=http://www.ruv.is/frett/thegar-klerkar-toku-vid-af-keisara|ár=2018|mánuður=5. janúar|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. janúar}}</ref> Ríkistekjur Írans jukust verulega við [[Olíukreppan 1973|olíukreppuna árið 1973]]. Keisarinn vildi ólmur nýta sér þessa hagsæld til þess að gera Íran að marktæku iðnaðarveldi en þessar þreifingar hans leiddu til ógætilegrar eyðslu og mikillar þenslu. Óánægja með störf keisarans jókst stöðugt, ekki síst vegna tilfinningar um að hagsældin væri einkum að skila sér til félaga keisarans á meðan alþýða landsins þurfti að glíma við verðbólgu og skort á nauðsynjavörum.<ref>{{Bókaheimild|titill=Miðausturlönd: Fortíð, nútíð og framtíð|höfundur=Magnús Þorkell Bernharðsson|útgefandi=Mál og menning|ár=2018|isbn=978-9979-3-3683-9|bls=263}}</ref> Einn helsti gagnrýnandi keisarans varð sjíaklerkurinn [[Ruhollah Khomeini]], sem sakaði Múhameð Resa um að grafa undan íslömskum gildum og um að vera strengjabrúða Bandaríkjamanna. ===Íranska byltingin=== Árið 1978 hófst mótmælaalda margvíslegra andstæðinga keisarans gegn ríkisstjórninni. Múhameð Resa var á þessum tíma þungt haldinn af [[krabbamein]]i. Honum tókst ekki að marka afgerandi stefnu gegn mótmælendunum og í reynd gerði kona hans, Fara Díba, meira til þess að skipuleggja viðbrögð stjórnvalda. Múhameð Resa reyndi að verða við kröfum mótmælendanna með því að skipa nýjan forsætisráðherra, sleppa pólitískum föngum, leyfa stjórnmálaflokka sem höfðu verið bannaðir og draga úr völdum SAVAK. Auk þess lét hann banna starfsemi næturklúbba og spilavíta til þess að reyna að sefa sjíaklerkana.<ref name=íljósisögunnar/> Sáttatillögur keisarans féllu í grýttan jarðveg og því skipti keisarinn brátt alveg um stefnu. Þann 8. september setti keisarinn [[herlög]] í Teheran, setti útgöngubann og bannaði allar fjöldasamkomur. Herlögin leiddu einungis til þess að til átaka kom milli lögreglunnar og mótmælendanna og verkamenn landsins fóru í allsherjar verkfall. Mótmælin færðust einungis í aukana á næstu mánuðum og stórir hlutar landsins féllu í hendur mótmælenda sem hliðhollir voru Khomeini. Þann 16. janúar árið 1979, er Múhameð Resa hafði í reynd misst öll tök í landinu, steig hann um borð í flugvél og hélt í útlegð til Egyptalands. Stuttu síðar sneri Ruhollah Khomeini heim til Írans úr eigin útlegð við mikinn fögnuð og stofnaði íhaldssama, íslamska [[klerkastjórn]]. Múhameð Resa, sem þá var orðinn fárveikur, entist ekki lengi í útlegðinni. Eftir að hafa ferðast á milli landa í rúmt ár lést hann úr krabbameininu í Kaíró í Egyptalandi, þar sem hann dvaldi ásamt fjölskyldu sinni í boði [[Anwar Sadat|Anwars Sadat]] Egyptalandsforseta. ==Tilvísanir== <references/> {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | titill = Íranskeisari | frá = [[16. september]] [[1941]] | til = [[11. febrúar]] [[1979]] | fyrir = [[Resa Sja]] | eftir = Keisaraveldið leyst upp<br><small>'''[[Ruhollah Khomeini]] sem [[æðstiklerkur Írans]]'''</small> }} {{Töfluendir}} {{DEFAULTSORT:Pahlavi, Mohammad Reza}} [[Flokkur:Íranskeisarar]] [[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]] [[Flokkur:Pahlavi-ætt]] {{fd|1919|1980}} ex9x4c6jawwraaio1l283dkegtk44dh Resa Sja 0 148549 1921148 1920913 2025-06-22T23:30:07Z TKSnaevarr 53243 1921148 wikitext text/x-wiki {{konungur | titill = Keisari Írans | ætt = Pahlavi-ætt | skjaldarmerki =Imperial Coat of Arms of Iran.svg | nafn = Resa Sja Pahlavi<br>رضا شاه پهلوی‎ | mynd = Reza Shah portrait.jpg | skírnarnafn = Resa Kan | fæðingardagur = [[15. mars]] [[1878]] | fæðingarstaður = Alasht, Savad Kooh, Mazandaran, [[Persía|Persíu]] | dánardagur = {{Dánardagur og aldur|1944|7|26|1878|3|15}} | dánarstaður = [[Jóhannesarborg]], [[Suður-Afríka|Suður-Afríku]] | grafinn = Al-Rifa'i-moska, [[Kaíró]] | ríkisár = [[15. desember]] [[1925]] – [[16. september]] [[1941]] | undirskrift = Reza Khan signature.svg | faðir = Abbas-Ali | móðir = Noush-Afarin | maki = Maryam Khanum<br>Tadj ol-Molouk<br>Qamar ol-Molouk<br>Esmat ol-Molouk | titill_maka = Eiginkonur | börn = 11, þ. á m. [[Múhameð Resa Pahlavi]] }} '''Resa Sja Pahlavi''' (persneska: رضا شاه پهلوی‎; 15. mars 1878 – 26. júlí 1944), yfirleitt bara kallaður '''Resa Sja''', var keisari ([[persneska]]: ''sja'') [[Íran]]s frá 15. desember 1925 þar til hann neyddist til þess að segja af sér þann 16. september 1941 í kjölfar innrásar [[Bretland|Breta]] og [[Sovétríkin|Sovétmanna]] í Íran í [[seinni heimsstyrjöldin]]ni. Stjórn hans átti töluverðan þátt í því að nútímavæða Íran og skapa heilsteypta, íranska þjóðernisvitund. ==Æviágrip== Resa Sja fæddist undir nafninu Resa Kan í héraðinu [[Mazandaran]] við [[Kaspíahaf]]. Héraðið var hluti af [[Persía|Persíu]], sem þá laut yfirráðum [[Kadjar-ætt|Kadjar-keisaraættarinnar]]. Resa Kan var þó úr fátækri, tyrkneskumælandi fjölskyldu og átti ávalt eftir að tala persnesku með áberandi tyrkneskum hreim.<ref>''Miðausturlönd: Fortíð, nútíð og framtíð'', bls. 103.</ref> Resa Kan missti föður sinn ungur að aldri og móðir hans flutti með hann til [[Teheran]].<ref name=þjóðviljinn>{{Vefheimild|titill=Fall Pahlavi-ættarinnar|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2865001|útgefandi=''Þjóðviljinn''|ár=1979|mánuður=26. janúar|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=21. janúar}}</ref> Resa gekk í herinn og varð meðlimur í sérstakri [[Kósakkar|Kósakkaherdeild]] að rússneskri fyrirmynd þegar hann var sextán ára. Í [[fyrri heimsstyrjöldin]]ni hertóku bæði [[Rússneska keisaradæmið|Rússar]] og [[Bretland|Bretar]] Persíu. Rússar höfðu sig á brott eftir að [[Rússneska byltingin 1917|bylting braust út í Rússlandi]] árið 1917 en Bretar sátu áfram og réðu Persíu í reynd á bak við tjöldin. Árið 1921 braust Kósakkaherdeildin hins vegar til valda í landinu og Resa Kan varð varnarmálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar. Hann vann sig smám saman hærra upp metorðastigann og var orðinn forsætisráðherra landsins árið 1923.<ref>''Miðausturlönd: Fortíð, nútíð og framtíð'', bls. 104</ref> ===Valdatíð (1925–1941)=== Árið 1923 taldi Resa Kan keisara Persíu, [[Ahmad Sja Kadjar]], á að yfirgefa landið og fara til Evrópu í „veikindaleyfi“. Keisarinn hlýddi honum og kom aldrei aftur. Tveimur árum eftir brottför keisarans lýsti Resa sjálfan sig nýjan keisara landsins undir nafninu Resa Sja Pahlavi. Sem keisari landsins lét Pahlavi fella úr gildi ýmis [[Íslam|íslömsk]] lög og setti þeirra í stað [[Veraldarhyggja|veraldleg]] lög sem sniðin voru að [[Frakkland|franskri]] fyrirmynd. Hann skipaði nýja dómara í stað klerka til þess að fara með dómsvald í opinberum málum og þjóðnýtti jarðeignir trúarlegra stofnana.<ref>''Miðausturlönd: Fortíð, nútíð og framtíð'', bls. 108.</ref> Pahlavi var mjög í nöp við klerkastétt landsins og gerði allt sem hann gat til að stemma stigu við valdi þeirra. Meðal annars studdi hann iðkun hinna fornu persnesku trúarbragða, [[Sóróismi|Sóróisma]], í stað íslams í landinu,<ref name=tíminn>{{Vefheimild|titill=Frá Múhameð til Pahlavi|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3714633|útgefandi=''Tíminn''|ár=1971|mánuður=16. nóvember|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. janúar|höfundur=Dagur Þorleifsson}}</ref> og ræktaði nýja íranska þjóðernishyggju þar sem áhersla var lögð á glæsta fortíð [[Persaveldi]]s fyrir tíma íslams. Sérstaklega var áhersla lögð á arfleifð heimsveldis [[Sassanídar|Sassanída]] og á landvinninga [[Kýros mikli|Kýrosar mikla]] til forna.<ref name=þjóðviljinn/> Pahlavi stóð fyrir því að farið var að tala um landið á alþjóðavettvangi sem Íran frekar en Persíu. Íran hafði verið nafn innfæddra fyrir landið í margar aldir en erlendis var nafnið Persía oftar notað til ársins 1935. Áherslan á nafnið Íran, sem merkir „land [[Aríar|aríanna]]“, var liður í því að leggja áherslu á stöðu Írans sem [[Indóevrópumenn|indóevrópskrar þjóðar]] sem ætti meira sameiginlegt með þjóðum Evrópu en með arabískum og tyrkneskum múslimaþjóðum.<ref name=þjóðviljinn/> Pahlavi lét leggja niður [[íslamska dagatalið]] og tók þess í stað upp sérstakt [[Íranska dagatalið|íranskt dagatal]] sem Íranir nota enn í dag. Nýja dagatalið er sólardagatal sem byggir að nokkru leyti á Sóróisma. Dagatalið notar þó árið [[622]], árið sem [[Múhameð]] spámaður flúði frá [[Mekka]] til [[Medína]], sem upphafsár, og því var ekki alfarið horfið frá íslömskum hefðum með nýja dagatalinu. Pahlavi skipti sér einnig af klæðaburði þegna sinna og beitti sér fyrir því að íranska þjóðin skyldi klæðast að hætti vesturlandabúa. Keisarinn setti lög sem skylduðu karlmenn til þess að klæðast vestrænum fötum og skyldaði þá til að ganga með sérstaka Pahlavi-hatta og síðan með vestræna fedora-hatta. Árið 1936 setti Pahlavi lög sem bönnuðu konum blátt áfram að bera slæður fyrir utan heimilið. Þessi lög áttu eftir að reynast óvinsæl þar sem ríkisstjórn Pahlavi beitti ofstækisfullum aðferðum til þess að láta framfylgja þeim og lögreglumenn rifu gjarnan slæður af konum sem létu sjá sig með þær á almannafæri. Íhaldssamar fjölskyldur bönnuðu dætrum sínum því oft að fara út úr húsi og konur sem ósamþykkar voru lögunum einangruðu sig heima frekar en að láta hafa af sér slæðuna.<ref>''Miðausturlönd: Fortíð, nútíð og framtíð'', bls. 110.</ref> Á millistríðsárunum ræktaði Pahlavi náið samband við [[Þriðja ríkið|Þýskaland nasismans]], einkum til að skapa mótvægi gegn áhrifum Breta í Íran og til þess að fjármagna nútímavæðingu ríkisins. Þegar [[seinni heimsstyrjöldin]] hófst viðhélt Pahlavi formlega hlutleysi, en vinskapur hans við Þjóðverja leiddi til þess að Bretar og Sovétmenn gerðu innrás í Íran árið 1943 og steyptu honum af stóli. Pahlavi hafði verið Bretum óþjáll og því settu þeir á valdastól son hans, [[Múhameð Resa Pahlavi]], sem reyndist þeim samvinnuþýðari, og átti eftir að ráða yfir Íran fram til [[Íranska byltingin|írönsku byltingarinnar]] árið 1979. Resa Sja flutti í útlegð til [[Suður-Afríka|Suður-Afríku]] og lést þar árið 1944. ==Tilvísanir== ;Heimildir * {{Bókaheimild|titill=Miðausturlönd: Fortíð, nútíð og framtíð|höfundur=Magnús Þorkell Bernharðsson|útgefandi=Mál og menning|ár=2018|isbn=978-9979-3-3683-9}} ;Tilvísanir <references/> {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | titill = Forsætisráðherra Írans | frá = [[28. október]] [[1923]] | til = [[1. nóvember]] [[1925]] | fyrir = [[Hassan Pirnia]] | eftir = [[Mohammad Ali Foroughi]] }} {{Erfðatafla | titill = Íranskeisari | frá = [[15. desember]] [[1925]] | til = [[16. september]] [[1941]] | fyrir = [[Ahmad Sja Kadjar]] | eftir = [[Múhameð Resa Pahlavi]] }} {{Töfluendir}} {{fd|1878|1944}} [[Flokkur:Forsætisráðherrar Írans]] [[Flokkur:Íranskeisarar]] [[Flokkur:Pahlavi-ætt]] [[Flokkur:Stjórnmálaleiðtogar í seinni heimsstyrjöldinni]] 8xqpcve3qk4i10xsjspwt02p1gep4zi FK Panevėžys 0 151775 1921167 1902029 2025-06-23T07:34:59Z Makenzis 56151 /* Leikmenn */ 1921167 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Futbolo klubas Panevėžys |mynd= |Gælunafn=panevėžiokai |Stytt nafn=FK Panevėžys |Stofnað=2015 |Leikvöllur=Aukštaijijos stadionas|Stærð=4,000 |Stjórnarformaður= {{LTU}} Bronius Vaitiekūnas |Knattspyrnustjóri= {{GER}} Roland Vrabec |Deild=[[A lyga]] |Tímabil=2024 |Staðsetning= 8. [[A lyga]] (D1) | pattern_la1=_whiteline|pattern_b1=_whitecollar|pattern_ra1=_whiteline| leftarm1=FF0000|body1=FF0000|rightarm1=FF0000|shorts1=FF0000|socks1=FF0000| pattern_la2=_whiteline|pattern_b2=_whitecollar|pattern_ra2=_whiteline| leftarm2=1B1BF6|body2=1B1BF6|rightarm2=1B1BF6|shorts2=1B1BF6|socks2=1B1BF6| }} [[Mynd:Aukstaitijos_stadionas_Is_Panevezio_boksto.JPG|thumb|Aukštaitijos stadionas]] '''Futbolo klubas Panevėžys''' er lið sem er í [[A lyga|litáísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu]]. Liðið var stofnað árið 2015. Núverandi völlur [[Aukštaitijos stadionas]] tekur tæp 4.000 í sæti. ==Titlar== *''[[A lyga]] (D1)'' (1): 2023 *''LFF taurė (1)'': 2020 *''Supertaurė (2):'' 2021, 2024 == Árangur (2015–...) == {|class="wikitable" ! Tímabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2015'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''8.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2015.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2016'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2016.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2017'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''10.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2017.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2018'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]]'' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| ''1.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2018.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga 2019|2019]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2019.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2020|2020]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''5.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2021''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''4.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2022''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#DEB378" style="text-align:center;"| '''3.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2022.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2023''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| '''1.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2023.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2024''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''8.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2025''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2025.html#alyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[10. júní]] 2025 {{fs start}} {{fs player|no= 1|nat=LTU|pos=GK|name=[[Vytautas Černiauskas]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no= 2|nat=LTU|pos=DF|name=[[Linas Klimavičius]]}} {{Fs player|no=13|nat=LTU|pos=DF|name=[[Gustas Žederštreimas]]}} {{Fs player|no=29|nat=LTU|pos=DF|name=[[Markas Beneta]]}} {{Fs player|no=33|nat=LTU|pos=DF|name=[[Justinas Januševskij]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{fs player|no= 7|nat=LTU|pos=MF|name=[[Ernestas Veliulis]]}} {{fs mid}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no=11|pos=FW|nat=NCA|name=[[Ariagner Smith]]}} {{Fs player|no=88|nat=LTU|pos=FW|name=[[Žygimantas Baguška]]}} {{Fs player|no=96|nat=SRB|pos=FW|name=[[Pavle Radunović]]}} {{fs end}} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [http://fk-panevezys.lt/ FK Panevėžys] * [https://alyga.lt/komanda/panevezys alyga.lt] * [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/fk-panevezys/33092/ Soccerway] * [https://globalsportsarchive.com/team/soccer/fk-panevezys/25064/ Globalsportsarchive] {{DEFAULTSORT:Panevėžys}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] sbcpphx7ah7wpkimjxsjbd5c5fhta1z 1921169 1921167 2025-06-23T07:35:17Z Makenzis 56151 /* Árangur (2015–...) */ 1921169 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Futbolo klubas Panevėžys |mynd= |Gælunafn=panevėžiokai |Stytt nafn=FK Panevėžys |Stofnað=2015 |Leikvöllur=Aukštaijijos stadionas|Stærð=4,000 |Stjórnarformaður= {{LTU}} Bronius Vaitiekūnas |Knattspyrnustjóri= {{GER}} Roland Vrabec |Deild=[[A lyga]] |Tímabil=2024 |Staðsetning= 8. [[A lyga]] (D1) | pattern_la1=_whiteline|pattern_b1=_whitecollar|pattern_ra1=_whiteline| leftarm1=FF0000|body1=FF0000|rightarm1=FF0000|shorts1=FF0000|socks1=FF0000| pattern_la2=_whiteline|pattern_b2=_whitecollar|pattern_ra2=_whiteline| leftarm2=1B1BF6|body2=1B1BF6|rightarm2=1B1BF6|shorts2=1B1BF6|socks2=1B1BF6| }} [[Mynd:Aukstaitijos_stadionas_Is_Panevezio_boksto.JPG|thumb|Aukštaitijos stadionas]] '''Futbolo klubas Panevėžys''' er lið sem er í [[A lyga|litáísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu]]. Liðið var stofnað árið 2015. Núverandi völlur [[Aukštaitijos stadionas]] tekur tæp 4.000 í sæti. ==Titlar== *''[[A lyga]] (D1)'' (1): 2023 *''LFF taurė (1)'': 2020 *''Supertaurė (2):'' 2021, 2024 == Árangur (2015–...) == {|class="wikitable" ! Tímabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2015 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 8. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2015.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2016'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2016.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2017'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''10.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2017.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2018'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]]'' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| ''1.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2018.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga 2019|2019]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2019.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2020|2020]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''5.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2021''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''4.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2022''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#DEB378" style="text-align:center;"| '''3.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2022.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2023''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| '''1.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2023.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2024''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''8.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2025''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2025.html#alyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[10. júní]] 2025 {{fs start}} {{fs player|no= 1|nat=LTU|pos=GK|name=[[Vytautas Černiauskas]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no= 2|nat=LTU|pos=DF|name=[[Linas Klimavičius]]}} {{Fs player|no=13|nat=LTU|pos=DF|name=[[Gustas Žederštreimas]]}} {{Fs player|no=29|nat=LTU|pos=DF|name=[[Markas Beneta]]}} {{Fs player|no=33|nat=LTU|pos=DF|name=[[Justinas Januševskij]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{fs player|no= 7|nat=LTU|pos=MF|name=[[Ernestas Veliulis]]}} {{fs mid}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no=11|pos=FW|nat=NCA|name=[[Ariagner Smith]]}} {{Fs player|no=88|nat=LTU|pos=FW|name=[[Žygimantas Baguška]]}} {{Fs player|no=96|nat=SRB|pos=FW|name=[[Pavle Radunović]]}} {{fs end}} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [http://fk-panevezys.lt/ FK Panevėžys] * [https://alyga.lt/komanda/panevezys alyga.lt] * [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/fk-panevezys/33092/ Soccerway] * [https://globalsportsarchive.com/team/soccer/fk-panevezys/25064/ Globalsportsarchive] {{DEFAULTSORT:Panevėžys}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] 4apuck2vaovqnmmbl2d6digabj28ebn 1921170 1921169 2025-06-23T07:35:32Z Makenzis 56151 /* Árangur (2015–...) */ 1921170 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Futbolo klubas Panevėžys |mynd= |Gælunafn=panevėžiokai |Stytt nafn=FK Panevėžys |Stofnað=2015 |Leikvöllur=Aukštaijijos stadionas|Stærð=4,000 |Stjórnarformaður= {{LTU}} Bronius Vaitiekūnas |Knattspyrnustjóri= {{GER}} Roland Vrabec |Deild=[[A lyga]] |Tímabil=2024 |Staðsetning= 8. [[A lyga]] (D1) | pattern_la1=_whiteline|pattern_b1=_whitecollar|pattern_ra1=_whiteline| leftarm1=FF0000|body1=FF0000|rightarm1=FF0000|shorts1=FF0000|socks1=FF0000| pattern_la2=_whiteline|pattern_b2=_whitecollar|pattern_ra2=_whiteline| leftarm2=1B1BF6|body2=1B1BF6|rightarm2=1B1BF6|shorts2=1B1BF6|socks2=1B1BF6| }} [[Mynd:Aukstaitijos_stadionas_Is_Panevezio_boksto.JPG|thumb|Aukštaitijos stadionas]] '''Futbolo klubas Panevėžys''' er lið sem er í [[A lyga|litáísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu]]. Liðið var stofnað árið 2015. Núverandi völlur [[Aukštaitijos stadionas]] tekur tæp 4.000 í sæti. ==Titlar== *''[[A lyga]] (D1)'' (1): 2023 *''LFF taurė (1)'': 2020 *''Supertaurė (2):'' 2021, 2024 == Árangur (2015–...) == {|class="wikitable" ! Tímabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2015 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 8. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2015.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2016 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 5. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2016.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2017'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''10.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2017.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2018'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]]'' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| ''1.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2018.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga 2019|2019]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2019.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2020|2020]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''5.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2021''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''4.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2022''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#DEB378" style="text-align:center;"| '''3.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2022.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2023''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| '''1.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2023.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2024''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''8.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2025''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2025.html#alyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[10. júní]] 2025 {{fs start}} {{fs player|no= 1|nat=LTU|pos=GK|name=[[Vytautas Černiauskas]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no= 2|nat=LTU|pos=DF|name=[[Linas Klimavičius]]}} {{Fs player|no=13|nat=LTU|pos=DF|name=[[Gustas Žederštreimas]]}} {{Fs player|no=29|nat=LTU|pos=DF|name=[[Markas Beneta]]}} {{Fs player|no=33|nat=LTU|pos=DF|name=[[Justinas Januševskij]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{fs player|no= 7|nat=LTU|pos=MF|name=[[Ernestas Veliulis]]}} {{fs mid}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no=11|pos=FW|nat=NCA|name=[[Ariagner Smith]]}} {{Fs player|no=88|nat=LTU|pos=FW|name=[[Žygimantas Baguška]]}} {{Fs player|no=96|nat=SRB|pos=FW|name=[[Pavle Radunović]]}} {{fs end}} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [http://fk-panevezys.lt/ FK Panevėžys] * [https://alyga.lt/komanda/panevezys alyga.lt] * [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/fk-panevezys/33092/ Soccerway] * [https://globalsportsarchive.com/team/soccer/fk-panevezys/25064/ Globalsportsarchive] {{DEFAULTSORT:Panevėžys}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] 47np2nqal6t6h4hkbn2lt5m83o96ae7 1921171 1921170 2025-06-23T07:35:46Z Makenzis 56151 /* Árangur (2015–...) */ 1921171 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Futbolo klubas Panevėžys |mynd= |Gælunafn=panevėžiokai |Stytt nafn=FK Panevėžys |Stofnað=2015 |Leikvöllur=Aukštaijijos stadionas|Stærð=4,000 |Stjórnarformaður= {{LTU}} Bronius Vaitiekūnas |Knattspyrnustjóri= {{GER}} Roland Vrabec |Deild=[[A lyga]] |Tímabil=2024 |Staðsetning= 8. [[A lyga]] (D1) | pattern_la1=_whiteline|pattern_b1=_whitecollar|pattern_ra1=_whiteline| leftarm1=FF0000|body1=FF0000|rightarm1=FF0000|shorts1=FF0000|socks1=FF0000| pattern_la2=_whiteline|pattern_b2=_whitecollar|pattern_ra2=_whiteline| leftarm2=1B1BF6|body2=1B1BF6|rightarm2=1B1BF6|shorts2=1B1BF6|socks2=1B1BF6| }} [[Mynd:Aukstaitijos_stadionas_Is_Panevezio_boksto.JPG|thumb|Aukštaitijos stadionas]] '''Futbolo klubas Panevėžys''' er lið sem er í [[A lyga|litáísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu]]. Liðið var stofnað árið 2015. Núverandi völlur [[Aukštaitijos stadionas]] tekur tæp 4.000 í sæti. ==Titlar== *''[[A lyga]] (D1)'' (1): 2023 *''LFF taurė (1)'': 2020 *''Supertaurė (2):'' 2021, 2024 == Árangur (2015–...) == {|class="wikitable" ! Tímabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2015 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 8. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2015.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2016 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 5. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2016.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2017 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 10. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2017.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2018'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]]'' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| ''1.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2018.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga 2019|2019]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2019.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2020|2020]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''5.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2021''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''4.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2022''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#DEB378" style="text-align:center;"| '''3.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2022.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2023''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| '''1.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2023.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2024''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''8.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2025''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2025.html#alyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[10. júní]] 2025 {{fs start}} {{fs player|no= 1|nat=LTU|pos=GK|name=[[Vytautas Černiauskas]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no= 2|nat=LTU|pos=DF|name=[[Linas Klimavičius]]}} {{Fs player|no=13|nat=LTU|pos=DF|name=[[Gustas Žederštreimas]]}} {{Fs player|no=29|nat=LTU|pos=DF|name=[[Markas Beneta]]}} {{Fs player|no=33|nat=LTU|pos=DF|name=[[Justinas Januševskij]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{fs player|no= 7|nat=LTU|pos=MF|name=[[Ernestas Veliulis]]}} {{fs mid}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no=11|pos=FW|nat=NCA|name=[[Ariagner Smith]]}} {{Fs player|no=88|nat=LTU|pos=FW|name=[[Žygimantas Baguška]]}} {{Fs player|no=96|nat=SRB|pos=FW|name=[[Pavle Radunović]]}} {{fs end}} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [http://fk-panevezys.lt/ FK Panevėžys] * [https://alyga.lt/komanda/panevezys alyga.lt] * [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/fk-panevezys/33092/ Soccerway] * [https://globalsportsarchive.com/team/soccer/fk-panevezys/25064/ Globalsportsarchive] {{DEFAULTSORT:Panevėžys}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] lc8q22g30fn8c5u5zexy4ozgonn9gww 1921172 1921171 2025-06-23T07:36:00Z Makenzis 56151 /* Árangur (2015–...) */ 1921172 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Futbolo klubas Panevėžys |mynd= |Gælunafn=panevėžiokai |Stytt nafn=FK Panevėžys |Stofnað=2015 |Leikvöllur=Aukštaijijos stadionas|Stærð=4,000 |Stjórnarformaður= {{LTU}} Bronius Vaitiekūnas |Knattspyrnustjóri= {{GER}} Roland Vrabec |Deild=[[A lyga]] |Tímabil=2024 |Staðsetning= 8. [[A lyga]] (D1) | pattern_la1=_whiteline|pattern_b1=_whitecollar|pattern_ra1=_whiteline| leftarm1=FF0000|body1=FF0000|rightarm1=FF0000|shorts1=FF0000|socks1=FF0000| pattern_la2=_whiteline|pattern_b2=_whitecollar|pattern_ra2=_whiteline| leftarm2=1B1BF6|body2=1B1BF6|rightarm2=1B1BF6|shorts2=1B1BF6|socks2=1B1BF6| }} [[Mynd:Aukstaitijos_stadionas_Is_Panevezio_boksto.JPG|thumb|Aukštaitijos stadionas]] '''Futbolo klubas Panevėžys''' er lið sem er í [[A lyga|litáísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu]]. Liðið var stofnað árið 2015. Núverandi völlur [[Aukštaitijos stadionas]] tekur tæp 4.000 í sæti. ==Titlar== *''[[A lyga]] (D1)'' (1): 2023 *''LFF taurė (1)'': 2020 *''Supertaurė (2):'' 2021, 2024 == Árangur (2015–...) == {|class="wikitable" ! Tímabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2015 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 8. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2015.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2016 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 5. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2016.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2017 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 10. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2017.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2018 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| 1. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2018.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga 2019|2019]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2019.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2020|2020]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''5.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2021''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''4.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2022''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#DEB378" style="text-align:center;"| '''3.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2022.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2023''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| '''1.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2023.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2024''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''8.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2025''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2025.html#alyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[10. júní]] 2025 {{fs start}} {{fs player|no= 1|nat=LTU|pos=GK|name=[[Vytautas Černiauskas]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no= 2|nat=LTU|pos=DF|name=[[Linas Klimavičius]]}} {{Fs player|no=13|nat=LTU|pos=DF|name=[[Gustas Žederštreimas]]}} {{Fs player|no=29|nat=LTU|pos=DF|name=[[Markas Beneta]]}} {{Fs player|no=33|nat=LTU|pos=DF|name=[[Justinas Januševskij]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{fs player|no= 7|nat=LTU|pos=MF|name=[[Ernestas Veliulis]]}} {{fs mid}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no=11|pos=FW|nat=NCA|name=[[Ariagner Smith]]}} {{Fs player|no=88|nat=LTU|pos=FW|name=[[Žygimantas Baguška]]}} {{Fs player|no=96|nat=SRB|pos=FW|name=[[Pavle Radunović]]}} {{fs end}} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [http://fk-panevezys.lt/ FK Panevėžys] * [https://alyga.lt/komanda/panevezys alyga.lt] * [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/fk-panevezys/33092/ Soccerway] * [https://globalsportsarchive.com/team/soccer/fk-panevezys/25064/ Globalsportsarchive] {{DEFAULTSORT:Panevėžys}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] hn15ox0pqvo451mhfcpjftzxy10t0dq FK Kauno Žalgiris 0 151778 1921173 1902031 2025-06-23T07:36:29Z Makenzis 56151 /* Leikmenn */ 1921173 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Futbolo klubas Kauno Žalgiris |mynd= |Gælunafn=spirdžiai |Stytt nafn=FK Kauno Žalgiris |Stofnað=2004 FK Spyris |Leikvöllur= Dariaus ir Girėno stadionas |Stærð=15,000 |Stjórnarformaður= {{LTU}} [[Mantas Kalnietis]] |Knattspyrnustjóri= {{LTU}} [[Eivinas Černiauskas]] |Deild= [[A lyga]] |Tímabil= 2024 |Staðsetning= 3. ''([[A lyga]])'' |pattern_la1=_hummelcoreXKjbw |pattern_b1=_hummelcoreXKjbw |pattern_ra1=_hummelcoreXKjbw |pattern_sh1=_hummelcoreXKjbw |pattern_so1=_hummel20g |leftarm1=FFFFFF |body1=FFFFFF |rightarm1=FFFFFF |shorts1=007020 |socks1=007020 |pattern_la2=_hummelcoreXKwb |pattern_b2=_hummelcoreXKwb |pattern_ra2=_hummelcoreXKwb |pattern_sh2=_hummelcoreXKwb |pattern_so2=_hummel20w |leftarm2=FFFFFF |body2=FFFFFF |rightarm2=FFFFFF |shorts2=FFFFFF |socks2=FFFFFF |pattern_la3=_hummelcoreXKbw |pattern_b3=_hummelcoreXKbw |pattern_ra3=_hummelcoreXKbw |pattern_sh3=_hummelcoreXKbw |pattern_so3=_hummel20b |leftarm3=000000 |body3=000000 |rightarm3=000000 |shorts3=000000 |socks3=000000 }} '''Futbolo klubas Kauno Žalgiris''' er lið sem er í [[A lyga|litáísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu]]. Liðið var stofnað árið 2004. Núverandi völlur [[Dariaus ir Girėno stadionas]] tekur tæp 15.000 í sæti. == Nafn breytingaskrá == * 2004—2015 FK Spyris * 2016—.... FK Kauno Žalgiris == Árangur (2013–...) == ; Futbolo klubas Spyris {|class="wikitable" ! Tímabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2013'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2013.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2014'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''4.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2014.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2015|2015]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2015.html#alyga</ref> |- |} ; Futbolo klubas Kauno Žalgiris {|class="wikitable" ! Tímabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2016|2016]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''8.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2016.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2017|2017]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''8.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2017.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2018|2018]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2018.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2019|2019]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''4.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2019.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2020|2020]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| ''3.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2021'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| ''3.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2022'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| ''2.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2022.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2023'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''4.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2023.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2024'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| ''3.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2025'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2025.html#alyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[23. júní]] 2025 {{fs start}} {{fs player|no=12|nat=LTU|pos=GK|name=[[Arijus Bražinskas]]}} {{Fs player|no=22|nat=LTU|pos=GK|name=[[Deividas Mikelionis]]}} {{fs player|no=55|name=[[Tomas Švedkauskas]]|nat=LTU|pos=GK}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no=|nat=NED|pos=DF|name=}} {{Fs player|no= 2|nat=LTU|pos=DF|name=[[Tautvydas Burdzilauskas]]}} {{Fs player|no=23|nat=AUT|pos=DF|name=[[Nosa Iyobosa Edokpolor|Nosa Edokpolor]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{fs mid}} {{Fs player|no=10|nat=LTU|pos=MF|name=[[Gratas Sirgėdas]]}} {{Fs player|no=15|nat=LTU|pos=MF|name=[[Karolis Šilkaitis]]}} {{Fs player|no=16|nat=NGR|pos=MF|name=[[Abdulgafar Opeyemi]]}} {{Fs player|no=19|nat=LTU|pos=MF|name=[[Fedor Černych]]}} {{Fs player|no=80|nat=LTU|pos=MF|name=[[Edvinas Kloniūnas]]}} {{Fs player|no=|name=[[Amine Benchaib]]|nat=BEL|pos=MF}} {{Fs player|no=|nat=LTU|pos=MF|name=[[Ernestas Burdzilauskas]]}} {{Fs player|no=|nat=BEL|pos=MF|name=[[Damjan Pavlović]]}} ✔️ |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{fs player|no=|name=|nat=LTU|pos=FW}} {{Fs player|no= |nat=LTU|pos=FW|name=[[Romualdas Jansonas]]}} ✔️ {{fs end}} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [http://zalgiris.lt/football/ FK Kauno Žalgiris] * [https://alyga.lt/komanda/k-zalgiris alyga.lt] * [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/spyris-kaunas/8413/ Soccerway] * [https://globalsportsarchive.com/team/soccer/fk-kauno-zalgiris/15855/ Globalsportsarchive] {{DEFAULTSORT:Kauno Žalgiris}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] jqff2q96kai1ru6cesql3b81kxzlp9w 1921175 1921173 2025-06-23T07:36:45Z Makenzis 56151 /* Árangur (2013–...) */ 1921175 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Futbolo klubas Kauno Žalgiris |mynd= |Gælunafn=spirdžiai |Stytt nafn=FK Kauno Žalgiris |Stofnað=2004 FK Spyris |Leikvöllur= Dariaus ir Girėno stadionas |Stærð=15,000 |Stjórnarformaður= {{LTU}} [[Mantas Kalnietis]] |Knattspyrnustjóri= {{LTU}} [[Eivinas Černiauskas]] |Deild= [[A lyga]] |Tímabil= 2024 |Staðsetning= 3. ''([[A lyga]])'' |pattern_la1=_hummelcoreXKjbw |pattern_b1=_hummelcoreXKjbw |pattern_ra1=_hummelcoreXKjbw |pattern_sh1=_hummelcoreXKjbw |pattern_so1=_hummel20g |leftarm1=FFFFFF |body1=FFFFFF |rightarm1=FFFFFF |shorts1=007020 |socks1=007020 |pattern_la2=_hummelcoreXKwb |pattern_b2=_hummelcoreXKwb |pattern_ra2=_hummelcoreXKwb |pattern_sh2=_hummelcoreXKwb |pattern_so2=_hummel20w |leftarm2=FFFFFF |body2=FFFFFF |rightarm2=FFFFFF |shorts2=FFFFFF |socks2=FFFFFF |pattern_la3=_hummelcoreXKbw |pattern_b3=_hummelcoreXKbw |pattern_ra3=_hummelcoreXKbw |pattern_sh3=_hummelcoreXKbw |pattern_so3=_hummel20b |leftarm3=000000 |body3=000000 |rightarm3=000000 |shorts3=000000 |socks3=000000 }} '''Futbolo klubas Kauno Žalgiris''' er lið sem er í [[A lyga|litáísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu]]. Liðið var stofnað árið 2004. Núverandi völlur [[Dariaus ir Girėno stadionas]] tekur tæp 15.000 í sæti. == Nafn breytingaskrá == * 2004—2015 FK Spyris * 2016—.... FK Kauno Žalgiris == Árangur (2013–...) == ; Futbolo klubas Spyris {|class="wikitable" ! Tímabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2013 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 5. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2013.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2014'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''4.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2014.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2015|2015]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2015.html#alyga</ref> |- |} ; Futbolo klubas Kauno Žalgiris {|class="wikitable" ! Tímabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2016|2016]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''8.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2016.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2017|2017]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''8.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2017.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2018|2018]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2018.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2019|2019]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''4.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2019.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2020|2020]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| ''3.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2021'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| ''3.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2022'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| ''2.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2022.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2023'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''4.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2023.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2024'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| ''3.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2025'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2025.html#alyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[23. júní]] 2025 {{fs start}} {{fs player|no=12|nat=LTU|pos=GK|name=[[Arijus Bražinskas]]}} {{Fs player|no=22|nat=LTU|pos=GK|name=[[Deividas Mikelionis]]}} {{fs player|no=55|name=[[Tomas Švedkauskas]]|nat=LTU|pos=GK}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no=|nat=NED|pos=DF|name=}} {{Fs player|no= 2|nat=LTU|pos=DF|name=[[Tautvydas Burdzilauskas]]}} {{Fs player|no=23|nat=AUT|pos=DF|name=[[Nosa Iyobosa Edokpolor|Nosa Edokpolor]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{fs mid}} {{Fs player|no=10|nat=LTU|pos=MF|name=[[Gratas Sirgėdas]]}} {{Fs player|no=15|nat=LTU|pos=MF|name=[[Karolis Šilkaitis]]}} {{Fs player|no=16|nat=NGR|pos=MF|name=[[Abdulgafar Opeyemi]]}} {{Fs player|no=19|nat=LTU|pos=MF|name=[[Fedor Černych]]}} {{Fs player|no=80|nat=LTU|pos=MF|name=[[Edvinas Kloniūnas]]}} {{Fs player|no=|name=[[Amine Benchaib]]|nat=BEL|pos=MF}} {{Fs player|no=|nat=LTU|pos=MF|name=[[Ernestas Burdzilauskas]]}} {{Fs player|no=|nat=BEL|pos=MF|name=[[Damjan Pavlović]]}} ✔️ |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{fs player|no=|name=|nat=LTU|pos=FW}} {{Fs player|no= |nat=LTU|pos=FW|name=[[Romualdas Jansonas]]}} ✔️ {{fs end}} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [http://zalgiris.lt/football/ FK Kauno Žalgiris] * [https://alyga.lt/komanda/k-zalgiris alyga.lt] * [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/spyris-kaunas/8413/ Soccerway] * [https://globalsportsarchive.com/team/soccer/fk-kauno-zalgiris/15855/ Globalsportsarchive] {{DEFAULTSORT:Kauno Žalgiris}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] iyisx81g35xyvsn4n9n5yosgjl2x5ti 1921176 1921175 2025-06-23T07:36:59Z Makenzis 56151 /* Árangur (2013–...) */ 1921176 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Futbolo klubas Kauno Žalgiris |mynd= |Gælunafn=spirdžiai |Stytt nafn=FK Kauno Žalgiris |Stofnað=2004 FK Spyris |Leikvöllur= Dariaus ir Girėno stadionas |Stærð=15,000 |Stjórnarformaður= {{LTU}} [[Mantas Kalnietis]] |Knattspyrnustjóri= {{LTU}} [[Eivinas Černiauskas]] |Deild= [[A lyga]] |Tímabil= 2024 |Staðsetning= 3. ''([[A lyga]])'' |pattern_la1=_hummelcoreXKjbw |pattern_b1=_hummelcoreXKjbw |pattern_ra1=_hummelcoreXKjbw |pattern_sh1=_hummelcoreXKjbw |pattern_so1=_hummel20g |leftarm1=FFFFFF |body1=FFFFFF |rightarm1=FFFFFF |shorts1=007020 |socks1=007020 |pattern_la2=_hummelcoreXKwb |pattern_b2=_hummelcoreXKwb |pattern_ra2=_hummelcoreXKwb |pattern_sh2=_hummelcoreXKwb |pattern_so2=_hummel20w |leftarm2=FFFFFF |body2=FFFFFF |rightarm2=FFFFFF |shorts2=FFFFFF |socks2=FFFFFF |pattern_la3=_hummelcoreXKbw |pattern_b3=_hummelcoreXKbw |pattern_ra3=_hummelcoreXKbw |pattern_sh3=_hummelcoreXKbw |pattern_so3=_hummel20b |leftarm3=000000 |body3=000000 |rightarm3=000000 |shorts3=000000 |socks3=000000 }} '''Futbolo klubas Kauno Žalgiris''' er lið sem er í [[A lyga|litáísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu]]. Liðið var stofnað árið 2004. Núverandi völlur [[Dariaus ir Girėno stadionas]] tekur tæp 15.000 í sæti. == Nafn breytingaskrá == * 2004—2015 FK Spyris * 2016—.... FK Kauno Žalgiris == Árangur (2013–...) == ; Futbolo klubas Spyris {|class="wikitable" ! Tímabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2013 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 5. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2013.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2014 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2014.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2015|2015]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2015.html#alyga</ref> |- |} ; Futbolo klubas Kauno Žalgiris {|class="wikitable" ! Tímabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2016|2016]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''8.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2016.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2017|2017]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''8.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2017.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2018|2018]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2018.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2019|2019]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''4.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2019.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2020|2020]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| ''3.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2021'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| ''3.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2022'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| ''2.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2022.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2023'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''4.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2023.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2024'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| ''3.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2025'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2025.html#alyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[23. júní]] 2025 {{fs start}} {{fs player|no=12|nat=LTU|pos=GK|name=[[Arijus Bražinskas]]}} {{Fs player|no=22|nat=LTU|pos=GK|name=[[Deividas Mikelionis]]}} {{fs player|no=55|name=[[Tomas Švedkauskas]]|nat=LTU|pos=GK}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no=|nat=NED|pos=DF|name=}} {{Fs player|no= 2|nat=LTU|pos=DF|name=[[Tautvydas Burdzilauskas]]}} {{Fs player|no=23|nat=AUT|pos=DF|name=[[Nosa Iyobosa Edokpolor|Nosa Edokpolor]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{fs mid}} {{Fs player|no=10|nat=LTU|pos=MF|name=[[Gratas Sirgėdas]]}} {{Fs player|no=15|nat=LTU|pos=MF|name=[[Karolis Šilkaitis]]}} {{Fs player|no=16|nat=NGR|pos=MF|name=[[Abdulgafar Opeyemi]]}} {{Fs player|no=19|nat=LTU|pos=MF|name=[[Fedor Černych]]}} {{Fs player|no=80|nat=LTU|pos=MF|name=[[Edvinas Kloniūnas]]}} {{Fs player|no=|name=[[Amine Benchaib]]|nat=BEL|pos=MF}} {{Fs player|no=|nat=LTU|pos=MF|name=[[Ernestas Burdzilauskas]]}} {{Fs player|no=|nat=BEL|pos=MF|name=[[Damjan Pavlović]]}} ✔️ |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{fs player|no=|name=|nat=LTU|pos=FW}} {{Fs player|no= |nat=LTU|pos=FW|name=[[Romualdas Jansonas]]}} ✔️ {{fs end}} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [http://zalgiris.lt/football/ FK Kauno Žalgiris] * [https://alyga.lt/komanda/k-zalgiris alyga.lt] * [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/spyris-kaunas/8413/ Soccerway] * [https://globalsportsarchive.com/team/soccer/fk-kauno-zalgiris/15855/ Globalsportsarchive] {{DEFAULTSORT:Kauno Žalgiris}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] 8r3ozbb62817fl7ff6aexh21jum2mmf 1921177 1921176 2025-06-23T07:37:14Z Makenzis 56151 /* Árangur (2013–...) */ 1921177 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Futbolo klubas Kauno Žalgiris |mynd= |Gælunafn=spirdžiai |Stytt nafn=FK Kauno Žalgiris |Stofnað=2004 FK Spyris |Leikvöllur= Dariaus ir Girėno stadionas |Stærð=15,000 |Stjórnarformaður= {{LTU}} [[Mantas Kalnietis]] |Knattspyrnustjóri= {{LTU}} [[Eivinas Černiauskas]] |Deild= [[A lyga]] |Tímabil= 2024 |Staðsetning= 3. ''([[A lyga]])'' |pattern_la1=_hummelcoreXKjbw |pattern_b1=_hummelcoreXKjbw |pattern_ra1=_hummelcoreXKjbw |pattern_sh1=_hummelcoreXKjbw |pattern_so1=_hummel20g |leftarm1=FFFFFF |body1=FFFFFF |rightarm1=FFFFFF |shorts1=007020 |socks1=007020 |pattern_la2=_hummelcoreXKwb |pattern_b2=_hummelcoreXKwb |pattern_ra2=_hummelcoreXKwb |pattern_sh2=_hummelcoreXKwb |pattern_so2=_hummel20w |leftarm2=FFFFFF |body2=FFFFFF |rightarm2=FFFFFF |shorts2=FFFFFF |socks2=FFFFFF |pattern_la3=_hummelcoreXKbw |pattern_b3=_hummelcoreXKbw |pattern_ra3=_hummelcoreXKbw |pattern_sh3=_hummelcoreXKbw |pattern_so3=_hummel20b |leftarm3=000000 |body3=000000 |rightarm3=000000 |shorts3=000000 |socks3=000000 }} '''Futbolo klubas Kauno Žalgiris''' er lið sem er í [[A lyga|litáísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu]]. Liðið var stofnað árið 2004. Núverandi völlur [[Dariaus ir Girėno stadionas]] tekur tæp 15.000 í sæti. == Nafn breytingaskrá == * 2004—2015 FK Spyris * 2016—.... FK Kauno Žalgiris == Árangur (2013–...) == ; Futbolo klubas Spyris {|class="wikitable" ! Tímabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2013 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 5. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2013.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2014 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2014.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| [[A Lyga 2015|2015]] | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 5. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2015.html#alyga</ref> |- |} ; Futbolo klubas Kauno Žalgiris {|class="wikitable" ! Tímabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2016|2016]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''8.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2016.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2017|2017]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''8.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2017.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2018|2018]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2018.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2019|2019]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''4.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2019.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2020|2020]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| ''3.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2021'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| ''3.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2022'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| ''2.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2022.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2023'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''4.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2023.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2024'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| ''3.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2025'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2025.html#alyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[23. júní]] 2025 {{fs start}} {{fs player|no=12|nat=LTU|pos=GK|name=[[Arijus Bražinskas]]}} {{Fs player|no=22|nat=LTU|pos=GK|name=[[Deividas Mikelionis]]}} {{fs player|no=55|name=[[Tomas Švedkauskas]]|nat=LTU|pos=GK}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no=|nat=NED|pos=DF|name=}} {{Fs player|no= 2|nat=LTU|pos=DF|name=[[Tautvydas Burdzilauskas]]}} {{Fs player|no=23|nat=AUT|pos=DF|name=[[Nosa Iyobosa Edokpolor|Nosa Edokpolor]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{fs mid}} {{Fs player|no=10|nat=LTU|pos=MF|name=[[Gratas Sirgėdas]]}} {{Fs player|no=15|nat=LTU|pos=MF|name=[[Karolis Šilkaitis]]}} {{Fs player|no=16|nat=NGR|pos=MF|name=[[Abdulgafar Opeyemi]]}} {{Fs player|no=19|nat=LTU|pos=MF|name=[[Fedor Černych]]}} {{Fs player|no=80|nat=LTU|pos=MF|name=[[Edvinas Kloniūnas]]}} {{Fs player|no=|name=[[Amine Benchaib]]|nat=BEL|pos=MF}} {{Fs player|no=|nat=LTU|pos=MF|name=[[Ernestas Burdzilauskas]]}} {{Fs player|no=|nat=BEL|pos=MF|name=[[Damjan Pavlović]]}} ✔️ |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{fs player|no=|name=|nat=LTU|pos=FW}} {{Fs player|no= |nat=LTU|pos=FW|name=[[Romualdas Jansonas]]}} ✔️ {{fs end}} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [http://zalgiris.lt/football/ FK Kauno Žalgiris] * [https://alyga.lt/komanda/k-zalgiris alyga.lt] * [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/spyris-kaunas/8413/ Soccerway] * [https://globalsportsarchive.com/team/soccer/fk-kauno-zalgiris/15855/ Globalsportsarchive] {{DEFAULTSORT:Kauno Žalgiris}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] pf7dfjyp2j2lqfcib9ugjuxartdeat2 FK Riteriai 0 151780 1921158 1916574 2025-06-23T07:32:15Z Makenzis 56151 /* Leikmenn */ 1921158 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Futbolo klubas Riteriai |mynd= |Gælunafn=''riteriai'' (riddarar) |Stytt nafn=FK Riteriai |Stofnað=2005 FK Trakai |Leikvöllur=LFF stadionas|Stærð=5,400 |Stjórnarformaður= {{LTU}} Jan Nevoina |Knattspyrnustjóri= |Deild=[[Pirma lyga]] |Tímabil=[[2024]] |Staðsetning=1. ''([[Pirma lyga]])'' | pattern_la1=|pattern_b1=|pattern_ra1=|leftarm1=FFFF00|body1=FFFF00|rightarm1=FFFF00|shorts1=FFFF00|socks1=FFFF00 | pattern_la2=|pattern_b2=|pattern_ra2=|leftarm2=282146|body2=282146|rightarm2=282146|shorts2=282146|socks2=282146 }} '''Futbolo klubas Riteriai''' er lið sem er í [[A lyga|litháísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu]]. Liðið var stofnað árið 2005. Núverandi völlur [[LFF stadionas]] tekur tæp 5.400 í sæti. == Nafn breytingaskrá == * 2005—2018 FK Trakai * 2019—.... FK Riteriai == Árangur (2013–...) == === FK Trakai === {|class="wikitable" ! Tímabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| 2010 | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| 3. | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| Antra lyga | bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://almis.sritis.lt/ltu10lyga2s.html</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2011 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| Pirma lyga | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2011.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2012 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| Pirma lyga | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2012.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2013 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| Pirma lyga | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| 3. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2013.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2014 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2014.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2015 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| 2. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2015.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2016 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| 2. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2016.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2017 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| 3. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2017.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2018 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| 3. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2018.html#alyga</ref> |} === FK Riteriai === {|class="wikitable" ! Tìmabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2019 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| 3. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2019.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2020 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 6. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 2021 | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 6. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 2022 | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 5. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 2023 | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#FFAAAA" style="text-align:center;"| 10. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2022.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2024 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#FFDD00" style="text-align:center;"| 1. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#1lyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[23. júni]] 2025 {{fs start}} {{fs player|no= 2|name=Nojus Stankevičius|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no= 4|name=Niclas Håkansson|nat=SWE|pos=DF}} {{Fs player|no= 5|name=Milanas Rutkovskis|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no= 7|name=Leif Estevez|nat=GER|pos=MF}} {{fs player|no= 8|name=Armandas Šveistrys|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no= 9|name=Meinardas Mikulėnas|nat=LTU|pos=FW}} {{fs player|no=10|name=Simas Civilka|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=11|name=Andrius Kaulinis|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=13|name=Gustas Gumbaravičius|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no=17|name=Deimantas Rimpa|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=18|name=[[Benjamin Mulahalilovic]]|nat=AUT|pos=MF}} {{fs mid}} {{fs player|no=19|name=[[Rokas Stanulevičius]]|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=22|name=Axel Galita|nat=FRA|pos=MF}} {{fs player|no=24|name=Jonas Usavičius|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=28|name=[[Lazar Sajčić]]|nat=SRB|pos=FW}} {{fs player|no=30|name=Karolis Šutovičius|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=37|name=Artiom Šankin|nat=LTU|pos=GK}} {{fs player|no=44|name=Kajus Stankevičius|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no=46|name=[[Jakub Wawszczyk]]|nat=POL|pos=DF}} {{fs player|no=77|name=Ernestas Zdanovič|nat=LTU|pos=FW}} {{fs player|no=80|name=Matas Latvys|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no=92|name=Kajus Andraikėnas|nat=LTU|pos=GK}} {{Fs end}} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [http://fkriteriai.lt/ FK Riteriai] * [https://alyga.lt/komanda/riteriai alyga.lt] * [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/trak-fk/17673/ Soccerway] * [https://globalsportsarchive.com/team/soccer/fk-riteriai/15849/ Globalsportsarchive] {{DEFAULTSORT:Riteriai}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] bep4r12tbjtx9fgdrki4ijhkio94t9z 1921159 1921158 2025-06-23T07:32:25Z Makenzis 56151 /* Leikmenn */ 1921159 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Futbolo klubas Riteriai |mynd= |Gælunafn=''riteriai'' (riddarar) |Stytt nafn=FK Riteriai |Stofnað=2005 FK Trakai |Leikvöllur=LFF stadionas|Stærð=5,400 |Stjórnarformaður= {{LTU}} Jan Nevoina |Knattspyrnustjóri= |Deild=[[Pirma lyga]] |Tímabil=[[2024]] |Staðsetning=1. ''([[Pirma lyga]])'' | pattern_la1=|pattern_b1=|pattern_ra1=|leftarm1=FFFF00|body1=FFFF00|rightarm1=FFFF00|shorts1=FFFF00|socks1=FFFF00 | pattern_la2=|pattern_b2=|pattern_ra2=|leftarm2=282146|body2=282146|rightarm2=282146|shorts2=282146|socks2=282146 }} '''Futbolo klubas Riteriai''' er lið sem er í [[A lyga|litháísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu]]. Liðið var stofnað árið 2005. Núverandi völlur [[LFF stadionas]] tekur tæp 5.400 í sæti. == Nafn breytingaskrá == * 2005—2018 FK Trakai * 2019—.... FK Riteriai == Árangur (2013–...) == === FK Trakai === {|class="wikitable" ! Tímabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| 2010 | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| 3. | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| Antra lyga | bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://almis.sritis.lt/ltu10lyga2s.html</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2011 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| Pirma lyga | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2011.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2012 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| Pirma lyga | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2012.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2013 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| Pirma lyga | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| 3. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2013.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2014 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2014.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2015 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| 2. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2015.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2016 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| 2. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2016.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2017 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| 3. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2017.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2018 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| 3. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2018.html#alyga</ref> |} === FK Riteriai === {|class="wikitable" ! Tìmabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2019 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| 3. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2019.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2020 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 6. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 2021 | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 6. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 2022 | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 5. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 2023 | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#FFAAAA" style="text-align:center;"| 10. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2022.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2024 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#FFDD00" style="text-align:center;"| 1. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#1lyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[23. júni]] 2025 {{fs start}} {{fs player|no= 2|name=Nojus Stankevičius|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no= 4|name=Niclas Håkansson|nat=SWE|pos=DF}} {{Fs player|no= 5|name=Milanas Rutkovskis|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no= 7|name=Leif Estevez|nat=GER|pos=MF}} {{fs player|no= 8|name=Armandas Šveistrys|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no= 9|name=Meinardas Mikulėnas|nat=LTU|pos=FW}} {{fs player|no=10|name=Simas Civilka|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=11|name=Andrius Kaulinis|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=13|name=Gustas Gumbaravičius|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no=17|name=Deimantas Rimpa|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=18|name=[[Benjamin Mulahalilovic]]|nat=AUT|pos=MF}} {{fs mid}} {{fs player|no=19|name=[[Rokas Stanulevičius]]|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=22|name=Axel Galita|nat=FRA|pos=MF}} {{fs player|no=24|name=Jonas Usavičius|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=28|name=[[Lazar Sajčić]]|nat=SRB|pos=FW}} {{fs player|no=30|name=Karolis Šutovičius|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=37|name=Artiom Šankin|nat=LTU|pos=GK}} {{fs player|no=44|name=Kajus Stankevičius|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no=77|name=Ernestas Zdanovič|nat=LTU|pos=FW}} {{fs player|no=80|name=Matas Latvys|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no=92|name=Kajus Andraikėnas|nat=LTU|pos=GK}} {{Fs end}} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [http://fkriteriai.lt/ FK Riteriai] * [https://alyga.lt/komanda/riteriai alyga.lt] * [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/trak-fk/17673/ Soccerway] * [https://globalsportsarchive.com/team/soccer/fk-riteriai/15849/ Globalsportsarchive] {{DEFAULTSORT:Riteriai}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] osvcxzxpfapiszfcxw4b3ujo9lx3kas 1921160 1921159 2025-06-23T07:32:54Z Makenzis 56151 /* Leikmenn */ 1921160 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Futbolo klubas Riteriai |mynd= |Gælunafn=''riteriai'' (riddarar) |Stytt nafn=FK Riteriai |Stofnað=2005 FK Trakai |Leikvöllur=LFF stadionas|Stærð=5,400 |Stjórnarformaður= {{LTU}} Jan Nevoina |Knattspyrnustjóri= |Deild=[[Pirma lyga]] |Tímabil=[[2024]] |Staðsetning=1. ''([[Pirma lyga]])'' | pattern_la1=|pattern_b1=|pattern_ra1=|leftarm1=FFFF00|body1=FFFF00|rightarm1=FFFF00|shorts1=FFFF00|socks1=FFFF00 | pattern_la2=|pattern_b2=|pattern_ra2=|leftarm2=282146|body2=282146|rightarm2=282146|shorts2=282146|socks2=282146 }} '''Futbolo klubas Riteriai''' er lið sem er í [[A lyga|litháísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu]]. Liðið var stofnað árið 2005. Núverandi völlur [[LFF stadionas]] tekur tæp 5.400 í sæti. == Nafn breytingaskrá == * 2005—2018 FK Trakai * 2019—.... FK Riteriai == Árangur (2013–...) == === FK Trakai === {|class="wikitable" ! Tímabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| 2010 | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| 3. | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| Antra lyga | bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://almis.sritis.lt/ltu10lyga2s.html</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2011 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| Pirma lyga | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2011.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2012 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| Pirma lyga | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2012.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2013 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| Pirma lyga | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| 3. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2013.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2014 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2014.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2015 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| 2. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2015.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2016 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| 2. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2016.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2017 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| 3. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2017.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2018 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| 3. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2018.html#alyga</ref> |} === FK Riteriai === {|class="wikitable" ! Tìmabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2019 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| 3. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2019.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2020 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 6. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 2021 | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 6. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 2022 | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 5. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 2023 | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#FFAAAA" style="text-align:center;"| 10. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2022.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2024 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#FFDD00" style="text-align:center;"| 1. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#1lyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[23. Júní]] 2025 {{fs start}} {{fs player|no= 2|name=Nojus Stankevičius|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no= 4|name=Niclas Håkansson|nat=SWE|pos=DF}} {{Fs player|no= 5|name=Milanas Rutkovskis|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no= 7|name=Leif Estevez|nat=GER|pos=MF}} {{fs player|no= 8|name=Armandas Šveistrys|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no= 9|name=Meinardas Mikulėnas|nat=LTU|pos=FW}} {{fs player|no=10|name=Simas Civilka|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=11|name=Andrius Kaulinis|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=13|name=Gustas Gumbaravičius|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no=17|name=Deimantas Rimpa|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=18|name=[[Benjamin Mulahalilovic]]|nat=AUT|pos=MF}} {{fs mid}} {{fs player|no=19|name=[[Rokas Stanulevičius]]|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=22|name=Axel Galita|nat=FRA|pos=MF}} {{fs player|no=24|name=Jonas Usavičius|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=28|name=[[Lazar Sajčić]]|nat=SRB|pos=FW}} {{fs player|no=30|name=Karolis Šutovičius|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=37|name=Artiom Šankin|nat=LTU|pos=GK}} {{fs player|no=44|name=Kajus Stankevičius|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no=77|name=Ernestas Zdanovič|nat=LTU|pos=FW}} {{fs player|no=80|name=Matas Latvys|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no=92|name=Kajus Andraikėnas|nat=LTU|pos=GK}} {{Fs end}} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [http://fkriteriai.lt/ FK Riteriai] * [https://alyga.lt/komanda/riteriai alyga.lt] * [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/trak-fk/17673/ Soccerway] * [https://globalsportsarchive.com/team/soccer/fk-riteriai/15849/ Globalsportsarchive] {{DEFAULTSORT:Riteriai}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] j6a02qn62naoafy27eiubx2rcyw7bns 1921166 1921160 2025-06-23T07:34:42Z Makenzis 56151 /* Leikmenn */ 1921166 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Futbolo klubas Riteriai |mynd= |Gælunafn=''riteriai'' (riddarar) |Stytt nafn=FK Riteriai |Stofnað=2005 FK Trakai |Leikvöllur=LFF stadionas|Stærð=5,400 |Stjórnarformaður= {{LTU}} Jan Nevoina |Knattspyrnustjóri= |Deild=[[Pirma lyga]] |Tímabil=[[2024]] |Staðsetning=1. ''([[Pirma lyga]])'' | pattern_la1=|pattern_b1=|pattern_ra1=|leftarm1=FFFF00|body1=FFFF00|rightarm1=FFFF00|shorts1=FFFF00|socks1=FFFF00 | pattern_la2=|pattern_b2=|pattern_ra2=|leftarm2=282146|body2=282146|rightarm2=282146|shorts2=282146|socks2=282146 }} '''Futbolo klubas Riteriai''' er lið sem er í [[A lyga|litháísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu]]. Liðið var stofnað árið 2005. Núverandi völlur [[LFF stadionas]] tekur tæp 5.400 í sæti. == Nafn breytingaskrá == * 2005—2018 FK Trakai * 2019—.... FK Riteriai == Árangur (2013–...) == === FK Trakai === {|class="wikitable" ! Tímabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| 2010 | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| 3. | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| Antra lyga | bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://almis.sritis.lt/ltu10lyga2s.html</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2011 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| Pirma lyga | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2011.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2012 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| Pirma lyga | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2012.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2013 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| Pirma lyga | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| 3. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2013.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2014 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2014.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2015 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| 2. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2015.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2016 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| 2. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2016.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2017 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| 3. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2017.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2018 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| 3. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2018.html#alyga</ref> |} === FK Riteriai === {|class="wikitable" ! Tìmabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2019 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| 3. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2019.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2020 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 6. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 2021 | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 6. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 2022 | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 5. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 2023 | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#FFAAAA" style="text-align:center;"| 10. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2022.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2024 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#FFDD00" style="text-align:center;"| 1. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#1lyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[23. júní]] 2025 {{fs start}} {{fs player|no= 2|name=Nojus Stankevičius|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no= 4|name=Niclas Håkansson|nat=SWE|pos=DF}} {{Fs player|no= 5|name=Milanas Rutkovskis|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no= 7|name=Leif Estevez|nat=GER|pos=MF}} {{fs player|no= 8|name=Armandas Šveistrys|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no= 9|name=Meinardas Mikulėnas|nat=LTU|pos=FW}} {{fs player|no=10|name=Simas Civilka|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=11|name=Andrius Kaulinis|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=13|name=Gustas Gumbaravičius|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no=17|name=Deimantas Rimpa|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=18|name=[[Benjamin Mulahalilovic]]|nat=AUT|pos=MF}} {{fs mid}} {{fs player|no=19|name=[[Rokas Stanulevičius]]|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=22|name=Axel Galita|nat=FRA|pos=MF}} {{fs player|no=24|name=Jonas Usavičius|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=30|name=Karolis Šutovičius|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=37|name=Artiom Šankin|nat=LTU|pos=GK}} {{fs player|no=44|name=Kajus Stankevičius|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no=77|name=Ernestas Zdanovič|nat=LTU|pos=FW}} {{fs player|no=80|name=Matas Latvys|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no=92|name=Kajus Andraikėnas|nat=LTU|pos=GK}} {{Fs end}} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [http://fkriteriai.lt/ FK Riteriai] * [https://alyga.lt/komanda/riteriai alyga.lt] * [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/trak-fk/17673/ Soccerway] * [https://globalsportsarchive.com/team/soccer/fk-riteriai/15849/ Globalsportsarchive] {{DEFAULTSORT:Riteriai}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] t7hb5tpzcwohdo1n732hns25l4lgm90 1921183 1921166 2025-06-23T07:39:33Z Makenzis 56151 /* FK Riteriai */ 1921183 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Futbolo klubas Riteriai |mynd= |Gælunafn=''riteriai'' (riddarar) |Stytt nafn=FK Riteriai |Stofnað=2005 FK Trakai |Leikvöllur=LFF stadionas|Stærð=5,400 |Stjórnarformaður= {{LTU}} Jan Nevoina |Knattspyrnustjóri= |Deild=[[Pirma lyga]] |Tímabil=[[2024]] |Staðsetning=1. ''([[Pirma lyga]])'' | pattern_la1=|pattern_b1=|pattern_ra1=|leftarm1=FFFF00|body1=FFFF00|rightarm1=FFFF00|shorts1=FFFF00|socks1=FFFF00 | pattern_la2=|pattern_b2=|pattern_ra2=|leftarm2=282146|body2=282146|rightarm2=282146|shorts2=282146|socks2=282146 }} '''Futbolo klubas Riteriai''' er lið sem er í [[A lyga|litháísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu]]. Liðið var stofnað árið 2005. Núverandi völlur [[LFF stadionas]] tekur tæp 5.400 í sæti. == Nafn breytingaskrá == * 2005—2018 FK Trakai * 2019—.... FK Riteriai == Árangur (2013–...) == === FK Trakai === {|class="wikitable" ! Tímabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| 2010 | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| 3. | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| Antra lyga | bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://almis.sritis.lt/ltu10lyga2s.html</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2011 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| Pirma lyga | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2011.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2012 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| Pirma lyga | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2012.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2013 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| Pirma lyga | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| 3. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2013.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2014 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2014.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2015 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| 2. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2015.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2016 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| 2. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2016.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2017 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| 3. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2017.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2018 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| A lyga | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| 3. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2018.html#alyga</ref> |} === FK Riteriai === {|class="wikitable" ! Tìmabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2019 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| 3. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2019.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 2020 | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 6. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 2021 | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 6. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 2022 | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 5. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 2023 | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#FFAAAA" style="text-align:center;"| 10. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2022.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2024 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#FFDD00" style="text-align:center;"| 1. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 2025 | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#FF" style="text-align:center;"| . | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2025.html#alyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[23. júní]] 2025 {{fs start}} {{fs player|no= 2|name=Nojus Stankevičius|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no= 4|name=Niclas Håkansson|nat=SWE|pos=DF}} {{Fs player|no= 5|name=Milanas Rutkovskis|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no= 7|name=Leif Estevez|nat=GER|pos=MF}} {{fs player|no= 8|name=Armandas Šveistrys|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no= 9|name=Meinardas Mikulėnas|nat=LTU|pos=FW}} {{fs player|no=10|name=Simas Civilka|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=11|name=Andrius Kaulinis|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=13|name=Gustas Gumbaravičius|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no=17|name=Deimantas Rimpa|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=18|name=[[Benjamin Mulahalilovic]]|nat=AUT|pos=MF}} {{fs mid}} {{fs player|no=19|name=[[Rokas Stanulevičius]]|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=22|name=Axel Galita|nat=FRA|pos=MF}} {{fs player|no=24|name=Jonas Usavičius|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=30|name=Karolis Šutovičius|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=37|name=Artiom Šankin|nat=LTU|pos=GK}} {{fs player|no=44|name=Kajus Stankevičius|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no=77|name=Ernestas Zdanovič|nat=LTU|pos=FW}} {{fs player|no=80|name=Matas Latvys|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no=92|name=Kajus Andraikėnas|nat=LTU|pos=GK}} {{Fs end}} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [http://fkriteriai.lt/ FK Riteriai] * [https://alyga.lt/komanda/riteriai alyga.lt] * [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/trak-fk/17673/ Soccerway] * [https://globalsportsarchive.com/team/soccer/fk-riteriai/15849/ Globalsportsarchive] {{DEFAULTSORT:Riteriai}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] necholkjq73dqcbevtgwnh6tb6b7h1d FK Žalgiris 0 151781 1921161 1902028 2025-06-23T07:33:16Z Makenzis 56151 /* Leikmenn */ 1921161 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Futbolo klubas Žalgiris |mynd= |Gælunafn=žalgiriečiai (grænn-hvítur) |Stytt nafn=FK Žalgiris |Stofnað=1947 FK Dinamo <br /> 2009 VMFD Žalgiris |Leikvöllur=LFF stadionas|Stærð=5,400 |Stjórnarformaður= {{LTU}} Vilma Venslovaitienė |Knattspyrnustjóri= {{KAZ}} Vladimir Čeburin |Deild=[[A lyga]] |Tímabil=2024 |Staðsetning= '''1.''' ''([[A lyga]])'' | pattern_la1 = | pattern_b1 = _rioave1819h | pattern_ra1 = | pattern_sh1 = _nikeblack | pattern_so1 = _nikeblack | leftarm1 = FFFFFF | body1 = FFFFFF | rightarm1 = FFFFFF | shorts1 = FFFFFF | socks1 = FFFFFF | pattern_la2 = | pattern_b2 = _rioave1819h | pattern_ra2 = | pattern_sh2 = _nikewhite | pattern_so2 = _nikewhite | leftarm2 = 00A650 | body2 = FFFFFF | rightarm2 = 00A650 | shorts2 = 00A650 | socks2 = 00A650 | pattern_la3 = | pattern_b3 = | pattern_ra3 = | pattern_sh3 = _nikewhite | pattern_so3 = _nikewhite | leftarm3 = 880000 | body3 = 880000 | rightarm3 = 880000 | shorts3 = 880000 | socks3 = 880000 }} '''Futbolo klubas Žalgiris''' er lið sem er í [[A lyga|litáísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu]]. Liðið var stofnað árið 1947. Núverandi völlur [[LFF stadionas]] tekur tæp 5.400 í sæti. == Nafn breytingaskrá == * 1947: FK Dinamo * 1948–1962: FK Spartakas * 1962–1993: FK Žalgiris * 1993–1995: FK Žalgiris-EBSW * 1995–2009: FK Žalgiris * 2009–2015: VMFD Žalgiris * 2015–....: FK Žalgiris ==Titlar== *''Meistarar i [[A lyga]]'' (11): 1991, 1992, 1999, 2013, 2014, 2015, 2016, 2020, 2021, 2022, 2024 *''LFF taurė'' (14): 1991, 1993, 1994, 1997, 2003 (r), 2012, 2013, 2014, 2015, 2016 (p), 2016 (r), 2018, 2021, 2022 *''LFF Supertaurė'' (8): 2003, 2013, 2014, 2015, 2016, 2017, 2020, 2023 == Árangur (2009–...) == {|class="wikitable" ! Tímabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2009'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''6.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito09.html#1lyga</ref> |- ||||||| |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2010|2010]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''3.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2010.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2011|2011]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| ''2.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2011.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2012|2012]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| ''2.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2012.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2013|2013]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| ''1.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2013.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2014|2014]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| ''1.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2014.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2015|2015]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| ''1.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2015.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2016|2016]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| ''1.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2016.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2017|2017]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| ''2.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2017.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2018|2018]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| ''2.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2018.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2019|2019]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| ''2.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2019.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2020|2020]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| ''1.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2021''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| '''1.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2022''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| '''1.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2022.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2023''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| '''2.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2023.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2024''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| '''1.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2025''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2025.html#alyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[23. Júní]] 2025. {{Fs start}} {{Fs player|no= 1|nat=VEN|pos=GK|name=[[Carlos Olses]]}} {{Fs player|no=70|nat=LTU|pos=GK|name=[[Dovas Elzbergas]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no=60|nat=LTU|pos=DF|name=[[Tomas Bakšys]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no= 2|nat=CIV|pos=MF|name=[[Adama Fofana (2001)|Adama Fofana]]}} {{Fs player|no=|nat=LTU|pos=MF|name=}} {{fs mid}} {{Fs player|no=10|nat=LTU|pos=MF|name=[[Paulius Golubickas]]}} {{Fs player|no=22|nat=LTU|pos=MF|name=[[Ovidijus Verbickas]]}} {{Fs player|no=17|nat=LTU|pos=MF|name=[[Giedrius Matulevičius]]}} {{Fs player|no=|nat=SRB|pos=MF|name=[[Nemanja Mihajlović]]}} ✔️ {{Fs player|no=|nat=FRA|pos=MF|name=[[Kassim Hadji]]}} ✔️ {{Fs player|no=|nat=LTU|pos=MF|name=[[Nedas Klimavičius]]}} ✔️ |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no=23|nat=LTU|pos=FW|name=[[Romualdas Jansonas]]}} {{Fs end}} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [http://fkzalgiris.lt FK Žalgiris] * [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/fk-zalgiris-vilnius/1406/ SOCCERWAY] * [https://www.sofascore.com/team/football/fk-zalgiris/5345 SOFASCORE] * [https://www.flashscore.com/team/zalgiris/fuLOijFI/ FLASHSCORE] * [https://www.transfermarkt.com/zalgiris-vilnius/startseite/verein/602 Transfermarkt] * [https://alyga.lt/komanda/zalgiris alyga.lt (FK Žalgiris)] * [https://globalsportsarchive.com/team/soccer/fk-zalgiris-vilnius/15837/ Globalsportsarchive] {{DEFAULTSORT:Žalgiris}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] e874h06qx2p4q8d15bv42r91rhflxzn FK Sūduva 0 151782 1921163 1901822 2025-06-23T07:33:58Z Makenzis 56151 /* Leikmenn */ 1921163 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Futbolo klubas Sūduva |mynd= |Gælunafn=sūduviečiai (hvítt rautt) |Stytt nafn=FK Sūduva |Stofnað=1968 |Leikvöllur=Hikvision arena (stadionas) |Stærð=6,250 |Stjórnarformaður= {{LTU}} Vidmantas Murauskas |Knattspyrnustjóri= {{LTU}} [[Donatas Vencevičius]] |Deild=[[A lyga]] |Tímabil=2024 |Staðsetning=9. ''([[A lyga]])'' | pattern_la1 = | pattern_b1 = _partizani1718a | pattern_ra1 = | pattern_sh1 = _redsides | pattern_so1 = | leftarm1 = FFFFFF | body1 = FFFFFF | rightarm1 = FFFFFF | shorts1 = FFFFFF | socks1 = FFFFFF | pattern_la2 = | pattern_b2 = _sligo1617h | pattern_ra2 = | pattern_sh2 = | pattern_so2 = | leftarm2 = FF0000 | body2 = FF0000 | rightarm2 = FF0000 | shorts2 = FF0000 | socks2 = FF0000 |pattern_la3=_redshoulders |pattern_b3=_botevvratsa1819_3rd |pattern_ra3=_redshoulders |leftarm3=000000 |body3=000000 |rightarm3=000000 |shorts3=000000 |socks3=000000 }} '''Futbolo klubas Sūduva''' er lið sem er í [[A lyga|litáísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu]]. Liðið var stofnað árið 1968. Núverandi völlur [[Hikvision Arena]] tekur tæp 6.250 í sæti. ==Titlar== *'''Meistarar i [[A lyga]] (3)''': 2017, 2018, 2019 *'''LFF taurė (3)''': 2006, 2008/09, 2019 *'''Supertaurė (4):''' 2009, 2018, 2019, 2022<ref>https://www.sportas.lt/naujiena/451019/11-m-baudiniu-serijos-metu-triumfaviusi-suduva-iskovojo-lff-supertaure</ref> == Árangur (2000–...) == {|class="wikitable" ! Tímabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''2000''' | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''3.''' | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''Antra lyga''' ''(Pietūs)'' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| '''1.''' | <ref>http://almis.sritis.lt/ltu00lyga2s.html</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2001'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]]'' | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| ''2.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito01.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2002|2002]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| ''6.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito02.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2003|2003]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| ''6.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito03.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2004|2004]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| ''7.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito04.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2005|2005]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| ''3.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito05.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2006|2006]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito06.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2007|2007]]''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| ''2.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito07.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2008|2008]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| ''4.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito08.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2009|2009]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| ''3.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito09.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2010|2010]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| ''2.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2010.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2011|2011]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| ''3.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2011.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2012|2012]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| ''3.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2012.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2013|2013]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| ''4.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2013.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2014|2014]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2014.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2015|2015]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| ''4.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2015.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2016|2016]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| ''3.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2016.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2017|2017]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| ''1.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2017.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2018|2018]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| ''1.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2018.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A Lyga 2019|2019]]'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| ''1.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2019.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2020|2020]]''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| '''2.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2021''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| '''2.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2022''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''6.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2023''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''7.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2023.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2024''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#FFCCCC" style="text-align:center;"| '''9.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2025''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#FF" style="text-align:center;"| '''.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2025.html#alyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[10. Júní]] 2025 {{Fs start}} {{Fs player|no=12|nat=LTU|name=[[Giedrius Zenkevičius]]|pos=GK}} {{Fs player|no=99|nat=LTU|name=[[Vilius Sterbys]]|pos=GK}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no= 5|nat=LTU|pos=DF|name=[[Žygimantas Baltrūnas]]}} {{Fs player|no=15|nat=SRB|pos=DF|name=[[Aleksandar Živanović]]}} {{fs player|no=18|name=[[Klāvs Kramēns]]|nat=LVA|pos=DF}} {{Fs player|no=29|nat=LTU|pos=DF|name=[[Markas Beneta]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no=13|pos=MF|nat=UKR|name=[[Maksym Pyrohov]]}} {{Fs player|no=16|nat=LTU|pos=MF|name=[[Tadas Kvietkauskas]]}} {{Fs mid}} {{Fs player|no=32|nat=LTU|pos=MF|name=[[Augustas Dubickas]]}} {{Fs player|no=88|nat=LTU|pos=MF|name=[[Dariuš Stankevičius]]}} (fra [[FK Žalgiris]]) {{Fs player|no=|pos=MF|nat=JPN|name=[[Kota Sakurai]]}} ✔️ {{Fs player|no=|pos=MF|nat=Mauritania|name=[[Amar Haïdara]]}} (fra [[FK Liepaja]]) ✔️ |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no=|nat=LTU|pos=FW|name=}} {{Fs player|no=|nat=LTU|pos=FW|name=[[Nojus Lukšys]]}} (fra [[FK Panevėžys]]) ✔️ {{Fs end}} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [http://fksuduva.lt/ FK Sūduva] * [https://www.facebook.com/fksuduva/ facebook] * [https://alyga.lt/komanda/suduva alyga.lt] * [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/fk-suduva/1409/ Soccerway] * [https://www.sofascore.com/team/football/fk-suduva-marijampole/5343 sofascore] * [https://globalsportsarchive.com/team/soccer/fk-suduva-marijampole/15841/ Globalsportsarchive] {{DEFAULTSORT:Suduva}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] bhkhkvqu09er8n0it6z0g8w4rzwd4cn FC Džiugas 0 152885 1921180 1919934 2025-06-23T07:38:10Z Makenzis 56151 /* Leikmenn */ 1921180 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Futbolo klubas Džiugas |mynd= |Gælunafn= žemaičiai |Stytt nafn=FC Džiugas |Stofnað=1923 SA Džiugas<br>1991 FK Džiugas<br/>2014 FC Džiugas |Leikvöllur=Telšių miesto stadionas|Stærð=3,000 |Stjórnarformaður= {{LTU}} Martynas Armalis |Knattspyrnustjóri= {{LTU}} Andrius Lipskis |Deild=[[A lyga]] (D1) |Tímabil=2024 |Staðsetning= 6. i ''[[A lyga]]'' (I) | pattern_la1 = _jomatoletum2ww|pattern_b1 = _jomatoletum2ww |pattern_ra1 = _jomatoletum2ww| leftarm1 = 8c1116 |body1 = 8C1116 |rightarm1 = 8c1116 |shorts1 = 8c1116 |socks1 = 8c1116| | pattern_la2 = |pattern_b2 = |pattern_ra2 =| leftarm2 = 000000 |body2 = 000000 |rightarm2 = 000000 |shorts2 = 000000 |socks2 = 000000| }} '''Futbolo klubas Džiugas''' er lið sem er í [[Pirma lyga]]. Liðið var stofnað árið [[1923]], endurreist [[1991]] og [[2014]]. Núverandi völlur [[Telšių miesto stadionas]] tekur tæp 3.000 í sæti. == Árangur (2014–...) == {|class="wikitable" ! Ár ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir ! Athugasemd |- | bgcolor="#ffffdd" style="text-align:center;"| ''2014'' | bgcolor="#ffffdd" style="text-align:center;"| ''3.'' | bgcolor="#ffffdd" style="text-align:center;"| ''Antra lyga'' | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| ''2.'' | <ref>http://almis.sritis.lt/ltu14lyga2w.html</ref> | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''kynningu'' |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[2015 LFF I Lyga|2015]]'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''Pirma lyga'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''10.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2015.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[2016 LFF I Lyga|2016]]'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''Pirma lyga'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''7.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2016.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[2017 LFF I Lyga|2017]]'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''Pirma lyga'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2017.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[2018 LFF I Lyga|2018]]'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''Pirma lyga'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2018.html#1lyga</ref><ref>{{Cite web |url=http://lietuvosfutbolas.lt/klubai/dziugas-1483/?cid=1816595 |title=2018 lietuvosfutbolas.lt |access-date=2019-07-18 |archive-date=2019-06-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190605144637/http://lietuvosfutbolas.lt/klubai/dziugas-1483/?cid=1816595 |url-status=dead }}</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[2019 LFF I Lyga|2019]]'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''Pirma lyga'' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| ''1.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2019.html#1lyga</ref> | bgcolor="#DDDDDD" style="text-align:center;"| '''<s>kynningu</s>''' |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| '''2020''' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| '''2.''' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| '''[[Pirma lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''4.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2021''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''8.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2022''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''9.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2022.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2023''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''9.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2023.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2024''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''6.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2025''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2025.html#alyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[20. júní]] 2025 {{Fs start}} {{fs player|no= 1|pos=GK|name=[[Marius Paukštė]]|nat=LTU}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no=23|pos=DF|nat=LTU|name=[[Jurgis Jankauskas]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no= 7|pos=MF|nat=LTU|name=[[Martynas Vasiliauskas (1997)|Martynas Vasiliauskas]]}} {{fs mid}} {{Fs player|no=33|nat=LTU|name=[[Lukas Ankudinovas]]|pos=MF}} {{Fs player|no=10|nat=LTU|pos=MF|name=[[Vilius Piliukaitis]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no=99|nat=BRA|pos=FW|name=}} {{Fs player|no=|nat=UKR|name=[[Oleksandr Kurtsev]]|pos=FW}} ✔️ {{Fs end}} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [http://www.fcdziugas.lt FC Džiugas] * [https://alyga.lt/komanda/dziugas alyga.lt] * [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/diugas-teliai/30669/ Soccerway] * [https://globalsportsarchive.com/team/soccer/fk-dziugas-telsiai/20684/ Globalsportsarchive] {{DEFAULTSORT:Džiugas}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] elduqe5xzzoe69soljhy3jcfyprkjcv 1921181 1921180 2025-06-23T07:38:26Z Makenzis 56151 /* Árangur (2014–...) */ 1921181 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Futbolo klubas Džiugas |mynd= |Gælunafn= žemaičiai |Stytt nafn=FC Džiugas |Stofnað=1923 SA Džiugas<br>1991 FK Džiugas<br/>2014 FC Džiugas |Leikvöllur=Telšių miesto stadionas|Stærð=3,000 |Stjórnarformaður= {{LTU}} Martynas Armalis |Knattspyrnustjóri= {{LTU}} Andrius Lipskis |Deild=[[A lyga]] (D1) |Tímabil=2024 |Staðsetning= 6. i ''[[A lyga]]'' (I) | pattern_la1 = _jomatoletum2ww|pattern_b1 = _jomatoletum2ww |pattern_ra1 = _jomatoletum2ww| leftarm1 = 8c1116 |body1 = 8C1116 |rightarm1 = 8c1116 |shorts1 = 8c1116 |socks1 = 8c1116| | pattern_la2 = |pattern_b2 = |pattern_ra2 =| leftarm2 = 000000 |body2 = 000000 |rightarm2 = 000000 |shorts2 = 000000 |socks2 = 000000| }} '''Futbolo klubas Džiugas''' er lið sem er í [[Pirma lyga]]. Liðið var stofnað árið [[1923]], endurreist [[1991]] og [[2014]]. Núverandi völlur [[Telšių miesto stadionas]] tekur tæp 3.000 í sæti. == Árangur (2014–...) == {|class="wikitable" ! Ár ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir ! Athugasemd |- | bgcolor="#ffffdd" style="text-align:center;"| 2014 | bgcolor="#ffffdd" style="text-align:center;"| 3. | bgcolor="#ffffdd" style="text-align:center;"| Antra lyga | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| 2. | <ref>http://almis.sritis.lt/ltu14lyga2w.html</ref> | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''kynningu'' |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[2015 LFF I Lyga|2015]]'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''Pirma lyga'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''10.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2015.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[2016 LFF I Lyga|2016]]'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''Pirma lyga'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''7.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2016.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[2017 LFF I Lyga|2017]]'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''Pirma lyga'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2017.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[2018 LFF I Lyga|2018]]'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''Pirma lyga'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2018.html#1lyga</ref><ref>{{Cite web |url=http://lietuvosfutbolas.lt/klubai/dziugas-1483/?cid=1816595 |title=2018 lietuvosfutbolas.lt |access-date=2019-07-18 |archive-date=2019-06-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190605144637/http://lietuvosfutbolas.lt/klubai/dziugas-1483/?cid=1816595 |url-status=dead }}</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[2019 LFF I Lyga|2019]]'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''Pirma lyga'' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| ''1.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2019.html#1lyga</ref> | bgcolor="#DDDDDD" style="text-align:center;"| '''<s>kynningu</s>''' |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| '''2020''' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| '''2.''' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| '''[[Pirma lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''4.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2021''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''8.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2022''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''9.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2022.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2023''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''9.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2023.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2024''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''6.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2025''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2025.html#alyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[20. júní]] 2025 {{Fs start}} {{fs player|no= 1|pos=GK|name=[[Marius Paukštė]]|nat=LTU}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no=23|pos=DF|nat=LTU|name=[[Jurgis Jankauskas]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no= 7|pos=MF|nat=LTU|name=[[Martynas Vasiliauskas (1997)|Martynas Vasiliauskas]]}} {{fs mid}} {{Fs player|no=33|nat=LTU|name=[[Lukas Ankudinovas]]|pos=MF}} {{Fs player|no=10|nat=LTU|pos=MF|name=[[Vilius Piliukaitis]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no=99|nat=BRA|pos=FW|name=}} {{Fs player|no=|nat=UKR|name=[[Oleksandr Kurtsev]]|pos=FW}} ✔️ {{Fs end}} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [http://www.fcdziugas.lt FC Džiugas] * [https://alyga.lt/komanda/dziugas alyga.lt] * [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/diugas-teliai/30669/ Soccerway] * [https://globalsportsarchive.com/team/soccer/fk-dziugas-telsiai/20684/ Globalsportsarchive] {{DEFAULTSORT:Džiugas}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] nushsr42sxmt9rluxupyg74grl356i0 Wikipedia:Í fréttum... 4 154362 1921144 1921002 2025-06-22T23:07:55Z TKSnaevarr 53243 1921144 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Pictures of the Israeli attack on Tehran 1 Mehr (2).jpg|200px|right|alt= Loftárásir Ísraels á Íran 2025|link= Loftárásir Ísraels á Íran 2025]] * [[22. júní]]: [[Bandaríkin]] ganga inn í '''[[stríð Ísraels og Írans]]''' með loftárásum á íranskar kjarnorkumiðstöðvar. * [[13. júní]]: [[Ísrael]] gerir '''[[Stríð Ísraels og Írans|loftárásir á kjarnorkuver og herforingja]]''' í [[Íran]] (''sjá mynd''). * [[3. júní]]: ** '''[[Lee Jae-myung]]''' er kjörinn forseti [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]]. ** Ríkisstjórn [[Holland]]s springur eftir að '''[[Geert Wilders]]''' dregur stuðning sinn við hana til baka. * [[1. júní]]: '''[[Karol Nawrocki]]''' er kjörinn forseti [[Pólland]]s. '''Yfirstandandi:''' [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2014–)|Borgarastyrjöldin í Jemen]] &nbsp;• [[Borgarastyrjöldin í Súdan (2023–)|Borgarastyrjöldin í Súdan]] &nbsp;• [[Innrás Rússa í Úkraínu]] / [[Stríð Rússlands og Úkraínu]] &nbsp;• [[Stríð Ísraels og Hamas 2023–|Stríð Ísraels og Hamas]] &nbsp;• [[Stríð Ísraels og Írans]] &nbsp;• [[Sýrlenska borgarastyrjöldin]] <br> '''Nýleg andlát''': [[Violeta Chamorro]] (14. júní) &nbsp;• [[Brian Wilson]] (11. júní) &nbsp;• [[Orri Harðarson]] (7. júní) ppr5ymwt3e0f4uir82dp8nldh4cohsw Loftskeytastöðin á Melunum 0 154434 1921090 1915947 2025-06-22T16:17:44Z Berserkur 10188 1921090 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Loftskeytastöðin á Melum.jpg|thumb|Loftskeytastöðin ]] [[Mynd:Loftskeytastöðin á Melum, Reykjavík - TFA - 1918.png|thumb|Möstrin árið 1918.]] '''Loftskeytastöðin á Melunum''' er fyrsta [[Loftskeytastöð|loftskeytastöðin]] á [[Ísland]]i, sem bæði gat tekið á móti og sent loftskeyti. Stöðin hóf starfsemi á [[Melarnir|Melunum]] í [[Reykjavík]] [[17. júní]] [[1918]] og komst því Ísland í fyrsta sinn í eiginleg [[þráðlaus samskipti]] við umheiminn. Á loftskeytastöðinni voru 77 metra há möstur sem gátu sent skeyti um 750 km í dagsbirtu en það samsvarar um það bil vegalengdinni á milli Íslands og Færeyja. Í myrkri var mögulegt að senda loftskeyti allt að 1500 km vegalengd og öll fjarskipti við skip fóru fram með [[Morse]]-kóða.<ref>{{Cite web|url=http://www.visindavefur.is/svar.php?id=48942|title=Hvað eru loftskeyti og hvenær var fyrsta loftskeytastöðin sett upp á Íslandi?|website=Vísindavefurinn|language=is|access-date=2019-10-03}}</ref> Húsnæði Loftskeytastöðvarinnar á Melunum var byggt árið 1915 og stendur við [[Brynjólfsgata|Brynjólfsgötu]] 5.<ref>Mbl.is, [https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1542912/ „Loftskeytastöðin í umsjá Háskólans“] (skoðað 27. janúar 2021)</ref> == Tilvísanir == <references /> [[Flokkur:Stofnað 1918]] [[Flokkur:Íslenskar loftskeytastöðvar]] [[Flokkur:Vesturbær Reykjavíkur]] [[Flokkur:Byggingar í Reykjavík]] 69t6iqehm80pberxf8e1vf0yah6zkcr 1921091 1921090 2025-06-22T16:22:27Z Berserkur 10188 1921091 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Loftskeytastöðin á Melum.jpg|thumb|Loftskeytastöðin ]] [[Mynd:Loftskeytastöðin á Melum, Reykjavík - TFA - 1918.png|thumb|Möstrin árið 1918.]] '''Loftskeytastöðin á Melunum''' er fyrsta [[Loftskeytastöð|loftskeytastöðin]] á [[Ísland]]i, sem bæði gat tekið á móti og sent loftskeyti. Stöðin hóf starfsemi á [[Melarnir|Melunum]] í [[Reykjavík]] [[17. júní]] [[1918]] og komst því Ísland í fyrsta sinn í eiginleg [[þráðlaus samskipti]] við umheiminn. Á loftskeytastöðinni voru 77 metra há möstur sem gátu sent skeyti um 750 km í dagsbirtu en það samsvarar um það bil vegalengdinni á milli Íslands og Færeyja. Möstrin voru rifin árið [[1953]] vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll. Í myrkri var mögulegt að senda loftskeyti allt að 1500 km vegalengd og öll fjarskipti við skip fóru fram með [[Morse]]-kóða.<ref>{{Cite web|url=http://www.visindavefur.is/svar.php?id=48942|title=Hvað eru loftskeyti og hvenær var fyrsta loftskeytastöðin sett upp á Íslandi?|website=Vísindavefurinn|language=is|access-date=2019-10-03}}</ref> Húsnæði Loftskeytastöðvarinnar á Melunum var byggt árið 1915 og stendur við [[Brynjólfsgata|Brynjólfsgötu]] 5.<ref>Mbl.is, [https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1542912/ „Loftskeytastöðin í umsjá Háskólans“] (skoðað 27. janúar 2021)</ref> == Tilvísanir == <references /> [[Flokkur:Stofnað 1918]] [[Flokkur:Íslenskar loftskeytastöðvar]] [[Flokkur:Vesturbær Reykjavíkur]] [[Flokkur:Byggingar í Reykjavík]] 5grq1jrnvquj3k5wtbum18ksmwjcxy3 Ipswich Town F.C. 0 154657 1921110 1916876 2025-06-22T18:23:40Z Vignir Óli 104824 I have Translated from the English page to the Icelandic one. I am not finished tho 1921110 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Ipswich Town Football Club | Mynd = | Gælunafn = The Blues, Tractor Boys | Stytt nafn = | Stofnað = 1878 | Leikvöllur = [[Portman Road]] | Stærð = 29.600 | Stjórnarformaður = Mike O'Leary | Knattspyrnustjóri = Kieran Mckenna | Deild = [[Enska meistaradeildin]] | Tímabil = 2024-25 | Staðsetning = 19. sæti }} '''Ipswich Town Football Club''' er enskt knattspyrnufélag í borginni [[Ipswich]], [[Suffolk]], [[England]]. Knattspyrnufélagið keppir nú í [[Enska meistaradeildin|Ensku meistaradeildinni]], sem er næstefsta atvinnumannadeild í enskri knattspyrnu. Félagið var stofnað árið 1878 en varð ekki atvinnufélag fyrr en 1936; Félagið var kjörið í [[Enska knattspyrnudeildin|knattspyrnudeildina]] árið 1938. Ipswich unnu deildina í 1961-62, sem var fyrsta tímabilið þeirra í efstu deild. Þeir enduðu í öðru sæti tímabilin 1980-81 og 1981-72. Þeir enduðu í efstu sex sætunum í efstu deildinni í tíu ár og unnu [[Enski bikarinn|Enska bikarann]] árið 1978 og [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópubikarann]] 1981. Þeir hafa aldrei tapað heimaleik í Evrópu keppnum.<ref>{{Cite news |last=Alexander |first=David |date=2002-11-01 |title=Bent relives Ipswich glory days to give Royle perfect start |url=https://www.theguardian.com/football/2002/nov/01/newsstory.sport8 |access-date=2025-06-22 |work=The Guardian |language=en-GB |issn=0261-3077}}</ref> Ipswich hefur spikað heimaleiki sína á [[Portman Road]] síðan 1884. Hefðbundnir heimalitir félagsins eru bláar treyjur með hvítum stuttbuxum og bláum sokkum. Þeir eiga í langvarandi keppni við Norwich City, sem þeir keppa við í East Anglia derby.<ref>{{Cite web|url=http://www.itfc.premiumtv.co.uk/page/ClubHistory/0,,10272~1027174,00.html|title=EAST ANGLIAN DERBY {{!}} Ipswich Town {{!}} Club {{!}} Club History {{!}} Club History|website=www.itfc.premiumtv.co.uk|archive-url=https://web.archive.org/web/20080503223958/http://www.itfc.premiumtv.co.uk/page/ClubHistory/0,,10272~1027174,00.html|archive-date=2008-05-03|access-date=2025-06-22}}</ref> Árið 2024 tryggði félagið sig upp í ensku úrvalsdeildina. Það var þar síðast 2001-2002. [[Hermann Hreiðarsson]] var um tíma hjá félaginu. == Saga == === '''Fyrstu árin og innkoma í ensku knattspyrnudeildina (1878-1954)''' === Félagið var stofnað sem áhugamannalið árið 1878 og var þekkt sem '''Ipswich A.F.C.''' þar til árið 1888 þegar það sameinaðist Ipswich Rugby Club og myndaði Ipswich Town Football Club.<ref>{{Cite web|url=https://www.tmwmtt.com/history/timeline-1880.htm|title=Pride of Anglia - Ipswich Town Football Club|website=www.tmwmtt.com|access-date=2025-06-22}}</ref> Liðið vann nokkrar bikarkeppnir, þar á meðal Suffolk Challange Cup og Suffolk Senior Cup. ==Tilvísunir== <references /> {{stubbur|knattspyrna|England}} {{enska úrvalsdeildin}} [[Flokkur:Ensk knattspyrnufélög]] {{s|1878}} if4b2gt7qbus8hi2f6rjvy98ujiw2ys 1921111 1921110 2025-06-22T18:43:37Z Vignir Óli 104824 Fyrstu árin og innkoma í ensku knattspyrnudeildina (1878-1954) 1921111 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Ipswich Town Football Club | Mynd = | Gælunafn = The Blues, Tractor Boys | Stytt nafn = | Stofnað = 1878 | Leikvöllur = [[Portman Road]] | Stærð = 30,056 | Stjórnarformaður = Mike O'Leary | Knattspyrnustjóri = Kieran Mckenna | Deild = [[Enska meistaradeildin]] | Tímabil = 2024-25 | Staðsetning = [[Enska úrvalsdeildin]], 19. sæti af 20. }} '''Ipswich Town Football Club''' er enskt knattspyrnufélag í borginni [[Ipswich]], [[Suffolk]], [[England]]. Knattspyrnufélagið keppir nú í [[Enska meistaradeildin|Ensku meistaradeildinni]], sem er næstefsta atvinnumannadeild í enskri knattspyrnu. Félagið var stofnað árið 1878 en varð ekki atvinnufélag fyrr en 1936; Félagið var kjörið í [[Enska knattspyrnudeildin|knattspyrnudeildina]] árið 1938. Ipswich unnu deildina í 1961-62, sem var fyrsta tímabilið þeirra í efstu deild. Þeir enduðu í öðru sæti tímabilin 1980-81 og 1981-72. Þeir enduðu í efstu sex sætunum í efstu deildinni í tíu ár og unnu [[Enski bikarinn|Enska bikarann]] árið 1978 og [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópubikarann]] 1981. Þeir hafa aldrei tapað heimaleik í Evrópu keppnum.<ref>{{Cite news |last=Alexander |first=David |date=2002-11-01 |title=Bent relives Ipswich glory days to give Royle perfect start |url=https://www.theguardian.com/football/2002/nov/01/newsstory.sport8 |access-date=2025-06-22 |work=The Guardian |language=en-GB |issn=0261-3077}}</ref> Ipswich hefur spikað heimaleiki sína á [[Portman Road]] síðan 1884. Hefðbundnir heimalitir félagsins eru bláar treyjur með hvítum stuttbuxum og bláum sokkum. Þeir eiga í langvarandi keppni við Norwich City, sem þeir keppa við í East Anglia derby.<ref>{{Cite web|url=http://www.itfc.premiumtv.co.uk/page/ClubHistory/0,,10272~1027174,00.html|title=EAST ANGLIAN DERBY {{!}} Ipswich Town {{!}} Club {{!}} Club History {{!}} Club History|website=www.itfc.premiumtv.co.uk|archive-url=https://web.archive.org/web/20080503223958/http://www.itfc.premiumtv.co.uk/page/ClubHistory/0,,10272~1027174,00.html|archive-date=2008-05-03|access-date=2025-06-22}}</ref> Árið 2024 tryggði félagið sig upp í ensku úrvalsdeildina. Það var þar síðast 2001-2002. [[Hermann Hreiðarsson]] var um tíma hjá félaginu. == Saga == === Fyrstu árin og innkoma í ensku knattspyrnudeildina (1878-1954) === Félagið var stofnað sem áhugamannalið árið 1878 og var þekkt sem '''Ipswich A.F.C.''' þar til árið 1888 þegar það sameinaðist Ipswich Rugby Club og myndaði Ipswich Town Football Club.<ref>{{Cite web|url=https://www.tmwmtt.com/history/timeline-1880.htm|title=Pride of Anglia - Ipswich Town Football Club|website=www.tmwmtt.com|access-date=2025-06-22}}</ref> Liðið vann nokkrar bikarkeppnir, þar á meðal Suffolk Challange Cup og Suffolk Senior Cup.<ref>{{Cite web|url=https://www.tmwmtt.com/history/honours-by-season.htm|title=Pride of Anglia - Ipswich Town Football Club|website=www.tmwmtt.com|access-date=2025-06-22}}</ref> Eftir að hafa spilað í Norfolk & Suffolk-deildinni frá 1899 og South East Anglian-deildinni á milli 1903 og 1906, byrjuðu þeir í Southern Amateur-deildinni árið 1907, eftir góðan árangur urðu þeir meistarar 1921-22 tímabilinu.<ref>{{Cite web|url=http://www.salarchives.co.uk/clubipswichtown.asp|title=SAL Archive Site|website=www.salarchives.co.uk|archive-url=https://web.archive.org/web/20090319154930/http://www.salarchives.co.uk/clubipswichtown.asp|archive-date=2009-03-19|access-date=2025-06-22}}</ref> Félagið vann deildina þrisvar sinnum til viðbótar, árin 1929-30, 1932-33 og 1933-34, áður en það varð eitt af stofnendum Eastren Counties knattspyrnudeild í lok 1934-35 tímabilsins. Ári síðar varð félagið að atvinnufélagi og byrjaði að spila í Southern-deildinni, sem þeir unnu fyrsta tímabilið og lentu í þriðja sæti eftir það.<ref>{{Citation |title=Ipswich Town F.C. |date=2025-06-10 |work=Wikipedia |url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Ipswich_Town_F.C.&oldid=1294894893 |access-date=2025-06-22 |language=en}}</ref> Ipswich var kjörið í ensku knattspyrnudeildina 30. maí, 1938 og spilaði í Third Division South þar til lok tímabilsins 1953-54, þegar liðið vann titilinn og kom upp um deild. ==Tilvísunir== <references /> {{stubbur|knattspyrna|England}} {{enska úrvalsdeildin}} [[Flokkur:Ensk knattspyrnufélög]] {{s|1878}} gwuj6nkk7mw67ikyn3iiinmfbqfrtqg DFK Dainava 0 155467 1921182 1915888 2025-06-23T07:38:47Z Makenzis 56151 /* Leikmenn */ 1921182 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Dzūkijos futbolo klubas Dainava |mynd= |Gælunafn= dainaviškiai |Stytt nafn=DFK Dainava |Stofnað= [[2016]] |Leikvöllur=Alytaus miesto stadionas |Stærð=3,000 |Stjórnarformaður= {{LTU}} Žydrūnas Lukošiūnas |Knattspyrnustjóri= |Deild=[[A lyga]] (D1) |Tímabil=2024 |Staðsetning= 4. i ''[[A lyga]]'' | pattern_la1=_baranovichi1819h|pattern_b1=_baranovichi1819h|pattern_ra1=_baranovichi1819h|pattern_sh1= _whitesides|pattern_so1=| | leftarm1=f82929|body1=F82929|rightarm1=f82929|shorts1=000044|socks1=000044| | pattern_la2=_givovacampo18ylgn|pattern_b2=_givovacampo18ylgn|pattern_ra2=_givovacampo18ylgn|pattern_sh =_givova19ny|pattern_so =_givova19ny | leftarm2=ffff00|body2=ffff00|rightarm2=ffff00|shorts2=000044|socks2=000044| }} '''Dzūkijos futbolo klubas Dainava''' er lið sem er í [[Pirma lyga]]. Liðið var stofnað árið [[2016]]. Núverandi völlur [[Alytaus miesto stadionas]] tekur tæp 3.000 í sæti. == Árangur (2016–...) == {|class="wikitable" ! Ár ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2016 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 9. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2016.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2017 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2017.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2018 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]] | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| ''2. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2018.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2019 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2019.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2020 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 6. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 2021 | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#FFAAAA" style="text-align:center;"| 10. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2022 | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| 2. | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| [[Pirma lyga]] | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| 1. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2022.html</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 2023 | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 8. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2023.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 2024 | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 2025 | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2025.html#alyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[23. júní]] 2025 {{fs start}} {{fs player|no=28|name=[[Klavs Lauva]]|nat=LAT|pos=GK}} {{fs player|no=77|name=[[Airidas Mickevičius]]|nat=LTU|pos=GK}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no=14|name=[[Ode Abdullahi]]|nat=NGR|pos=DF}} {{fs player|no=24|name=[[Naglis Paliušis]]|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no=30|name=[[Oskaras Lukošiūnas]]|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no=33|name=[[Lukas Genevičius]]|nat=LTU|pos=DF}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{fs player|no= 6|name=[[Renatas Banevičius]]|nat=LTU|pos=MF}} {{fs mid}} {{fs player|no=29|name=[[Gustas Zabita]]|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=71|name=[[Nojus Valukynas]]|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=75|nat=LTU|name=[[Ernestas Stočkūnas]] |pos=MF}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no= 7|name=[[Artiom Baftalovskij]]|nat=UKR|pos=MF}} {{fs end}} ---- ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [http://dfkdainava.com dfkdainava.com] * [https://www.facebook.com/dfkdainava/ ''Facebook''] * [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/alytis-alytus/3915/ Soccerway] * [https://globalsportsarchive.com/team/soccer/dfk-dainava/15840/ Globalsportsarchive] {{DEFAULTSORT:Dainava}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] dtr10p8zz0lb9d2d68wms3em80i3b6x FC Hegelmann 0 155468 1921178 1902046 2025-06-23T07:37:32Z Makenzis 56151 /* Leikmenn */ 1921178 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Futbolo klubas Hegelmann |mynd= |Gælunafn= fūristai |Stytt nafn=FC Hegelmann |Stofnað= [[2009]] |Leikvöllur=[[Raudondvario stadionas]] ([[Raudondvaris]])<ref>[https://alyga.lt/naujiena/turo-anonsas-hegelmann-varzovus-priims-naujuose-namuose/8775 Turo anonsas: „Hegelmann“ varžovus priims naujuose namuose]</ref> |Stærð=1,000 |Stjórnarformaður= {{LTU}} [[Dainius Šumauskas]] |Knattspyrnustjóri= {{LTU}} [[Andrius Skerla]] |Deild=[[A lyga]] (D1) |Tímabil=2024 |Staðsetning= 2. i ''[[A lyga]]'' | pattern_la1 = _hummelauthentic20w | pattern_b1 = _hummelauthentic20w | pattern_ra1 = _hummelauthentic20w | pattern_sh1 = | pattern_so1 = _hummel20w | leftarm1 = FFFFFF | body1 = FFFFFF | rightarm1 = FFFFFF | shorts1 = 0000FF | socks1 = FFFFFF | pattern_la2 = _senica1819a | pattern_b2 = _senica1819a | pattern_ra2 = _senica1819a | pattern_sh2 = _senica1617h | pattern_so2 = _hummel20tb | leftarm2 = 0000FF | body2 = 0000FF | rightarm2 = 0000FF | shorts2 = 0000FF | socks2 = 0000FF }} '''FC Hegelmann''' er lið sem er í [[A lyga]]. Liðið var stofnað árið [[2009]]. Núverandi völlur [[Raudondvario stadionas]] ([[Raudondvaris]]) eller [[NFA stadionas]] tekur tæp 1.000 í sæti. == Árstíð (2016–...) == ; FC Hegelmann Litauen {|class="wikitable" ! Árstíð ! Stig ! Deildinni ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| '''2016''' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| '''2.''' | style="background:#F4DC93;"|'''[[Pirma lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''10.''' | <ref>http://almis.sritis.lt/ltu16lyga1.html</ref> |- | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''2017''' | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''3.''' | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''[[Antra lyga]]''' | bgcolor="#F5f5f5" style="text-align:center;"| '''6.''' | <ref>http://almis.sritis.lt/ltu17lyga2s.html</ref> |- | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''2018''' | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''3.''' | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''[[Antra lyga]]''' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| '''1.''' | <ref>http://almis.sritis.lt/ltu18lyga2s.html</ref>' |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| '''2019''' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''7.'' | <ref>http://rsssf.com/tablesl/lito2019.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2020'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]]'' | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| ''2.'' | <ref>http://rsssf.com/tablesl/lito2020.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2021'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |} ; FC Hegelmann {|class="wikitable" ! Árstíð ! Stig ! Deildinni ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2022'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''4.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2022.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2023'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' |<ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2023.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2024'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| ''2.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2025'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2025.html#alyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[10. júní]] 2025 {{fs start}} {{fs player|no=16|name=[[Vincentas Šarkauskas]]|nat=LTU|pos=GK}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|name = |nat = BRA|no = 6|pos = DF}} {{Fs player|name = [[Vilius Armalas]] |nat = LTU|no =66 |pos = DF}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|name = [[Klaudijus Upstas]] |nat = LTU|no = 9 |pos = MF}} {{Fs mid}} {{Fs player|name = [[Patrick Popescu]] |nat = ROM|no = 10 |pos = MF}} {{Fs player|no=17|nat=CIV|pos=MF|name=[[Harouna Abdoul Samad]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|name=|nat=BRA|no=22|pos=FW}} {{fs end}} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [https://fchegelmann.com/ fchegelmann.com] * [https://www.facebook.com/FC-Hegelmann-1608861466023794/ FC Hegelmann: Facebook] * [https://alyga.lt/komanda/hegelmann FC Hegelmann: alyga.lt] * [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/hegelmann-litauen/30665/ FC Hegelmann: Soccerway] {{DEFAULTSORT:Hegelmann}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] opat2udd66cb66psupjuc6piwjnjfq0 1921179 1921178 2025-06-23T07:37:49Z Makenzis 56151 /* Árstíð (2016–...) */ 1921179 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Futbolo klubas Hegelmann |mynd= |Gælunafn= fūristai |Stytt nafn=FC Hegelmann |Stofnað= [[2009]] |Leikvöllur=[[Raudondvario stadionas]] ([[Raudondvaris]])<ref>[https://alyga.lt/naujiena/turo-anonsas-hegelmann-varzovus-priims-naujuose-namuose/8775 Turo anonsas: „Hegelmann“ varžovus priims naujuose namuose]</ref> |Stærð=1,000 |Stjórnarformaður= {{LTU}} [[Dainius Šumauskas]] |Knattspyrnustjóri= {{LTU}} [[Andrius Skerla]] |Deild=[[A lyga]] (D1) |Tímabil=2024 |Staðsetning= 2. i ''[[A lyga]]'' | pattern_la1 = _hummelauthentic20w | pattern_b1 = _hummelauthentic20w | pattern_ra1 = _hummelauthentic20w | pattern_sh1 = | pattern_so1 = _hummel20w | leftarm1 = FFFFFF | body1 = FFFFFF | rightarm1 = FFFFFF | shorts1 = 0000FF | socks1 = FFFFFF | pattern_la2 = _senica1819a | pattern_b2 = _senica1819a | pattern_ra2 = _senica1819a | pattern_sh2 = _senica1617h | pattern_so2 = _hummel20tb | leftarm2 = 0000FF | body2 = 0000FF | rightarm2 = 0000FF | shorts2 = 0000FF | socks2 = 0000FF }} '''FC Hegelmann''' er lið sem er í [[A lyga]]. Liðið var stofnað árið [[2009]]. Núverandi völlur [[Raudondvario stadionas]] ([[Raudondvaris]]) eller [[NFA stadionas]] tekur tæp 1.000 í sæti. == Árstíð (2016–...) == ; FC Hegelmann Litauen {|class="wikitable" ! Árstíð ! Stig ! Deildinni ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| '''2016''' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| '''2.''' | style="background:#F4DC93;"|'''[[Pirma lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''10.''' | <ref>http://almis.sritis.lt/ltu16lyga1.html</ref> |- | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''2017''' | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''3.''' | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''[[Antra lyga]]''' | bgcolor="#F5f5f5" style="text-align:center;"| '''6.''' | <ref>http://almis.sritis.lt/ltu17lyga2s.html</ref> |- | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''2018''' | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''3.''' | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''[[Antra lyga]]''' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| '''1.''' | <ref>http://almis.sritis.lt/ltu18lyga2s.html</ref>' |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| '''2019''' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''7.'' | <ref>http://rsssf.com/tablesl/lito2019.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2020'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]]'' | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| ''2.'' | <ref>http://rsssf.com/tablesl/lito2020.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2021'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref> |} ; FC Hegelmann {|class="wikitable" ! Árstíð ! Stig ! Deildinni ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 2022 | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| 1. | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| [[A lyga]] | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| 4. | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2022.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2023'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' |<ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2023.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2024'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| ''2.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2025'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2025.html#alyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[10. júní]] 2025 {{fs start}} {{fs player|no=16|name=[[Vincentas Šarkauskas]]|nat=LTU|pos=GK}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|name = |nat = BRA|no = 6|pos = DF}} {{Fs player|name = [[Vilius Armalas]] |nat = LTU|no =66 |pos = DF}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|name = [[Klaudijus Upstas]] |nat = LTU|no = 9 |pos = MF}} {{Fs mid}} {{Fs player|name = [[Patrick Popescu]] |nat = ROM|no = 10 |pos = MF}} {{Fs player|no=17|nat=CIV|pos=MF|name=[[Harouna Abdoul Samad]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|name=|nat=BRA|no=22|pos=FW}} {{fs end}} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [https://fchegelmann.com/ fchegelmann.com] * [https://www.facebook.com/FC-Hegelmann-1608861466023794/ FC Hegelmann: Facebook] * [https://alyga.lt/komanda/hegelmann FC Hegelmann: alyga.lt] * [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/hegelmann-litauen/30665/ FC Hegelmann: Soccerway] {{DEFAULTSORT:Hegelmann}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] ab4d4qyusu9sers0ikn1ie55k7s04ce Lilleström SK 0 157569 1921136 1919631 2025-06-22T21:24:09Z Nesi13 106374 Setti inn núverandi leikmannahóp 1921136 wikitext text/x-wiki {{knattspyrnulið | Fullt nafn = Lillestrøm Sportsklubb | Gælunafn = Kanarifugla (''Kanarífuglarnir''), Fugla(''Fuglarnir'') | Stofnað = 2. apríl 1917 | Leikvöllur = Åråsen Stadion, [[Lillestrøm]] | Stærð = 11.500 | Knattspyrnustjóri = {{NOR}} [[Hans Erik Ødegaard]] | Deild = [[Norska fyrsta deildin]] | pattern_b1 =_lillestrom1617h | pattern_la1 =_lillestrom1617h | pattern_la2 =_lillestrom17a | pattern_b2 = _lillestrom17a | pattern_ra1 =_lillestrom1617h | pattern_ra2 =_lillestrom17a | pattern_sh1 =_lillestrom17a | pattern_sh2 = _lillestrom1617h | pattern_so1 = | leftarm1 = 000000 | leftarm2 = 000000 | body1 = FFFF00 | body2 = 000000 | rightarm1 = 000000 | rightarm2 = 000000 | shorts1 = 000000 | shorts2 = 000000 | socks1 = FFE500 | socks2 =000000 }} '''Lillestrøm''' er [[Noregur|norskt]] [[Knattspyrna|knattspyrnu]]lið frá [[Lillestrøm]]. Heimavöllur félagsins heitir Åråsen Stadion. Lillestrøm hefur unnið norsku úrvalsdeildina 5 sinnum, síðast árið 1989 og bikarkeppnina 6 sinnum, síðast árið 2017. Meðal Íslendinga sem hafa spilað með liðinu eru [[Rúnar Kristinsson]], [[Heiðar Helguson]], [[Arnór Smárason]], [[Hólmbert Friðjónsson]] og [[Ríkharður Daðason]]. [[Teitur Þórðarson]] þjálfaði liðið um nokkurra ára skeið. == Leikmenn == === Leikmannhópur === Miðað við 22. júní 2025 {{Fs start}} {{Fs player|no=1|nat=NOR|pos=GK|name=[[Stefan Hagerup]]}} {{Fs player|no=2|nat=NOR|pos=DF|name=[[Lars Ranger]]}} {{Fs player|no=4|nat=NOR|pos=DF|name=[[Espen Garnås]]}} {{Fs player|no=5|nat=NOR|pos=DF|name=[[Sander Moen Foss]]}} {{Fs player|no=6|nat=NOR|pos=MF|name=[[Vebjørn Hoff]]}} {{Fs player|no=8|nat=NOR|pos=MF|name=[[Markus Karlsbakk]]}} {{Fs player|no=9|nat=NGA|pos=FW|name=[[Kparobo Arierhi]]}} {{Fs player|no=10|nat=NOR|pos=FW|name=[[Thomas Lehne Olsen]]}} {{Fs player|no=11|nat=DEN|pos=DF|name=[[Frederik Elkær]]}} {{Fs player|no=12|nat=NOR|pos=GK|name=[[Mads Hedenstad]]}} {{Fs player|no=14|nat=ENG|pos=FW|name=[[Jubril Adedeji]]}} {{Fs player|no=15|nat=GAM|pos=FW|name=[[Salieu Drammeh]]}} {{Fs player|no=17|nat=NOR|pos=FW|name=[[Eric Kitolano]]}} {{Fs player|no=18|nat=NOR|pos=MF|name=[[Kevin Krygård]]}} {{Fs player|no=19|nat=NOR|pos=DF|name=[[Kristoffer Tønnessen]]}} {{Fs player|no=20|nat=ANG|pos=FW|name=[[Felix Vá]]}} {{Fs player|no=21|nat=NGA|pos=DF|name=[[Tochukwu Joseph]]}} {{Fs player|no=23|nat=NOR|pos=MF|name=[[Gjermund Åsen]]}} {{Fs player|no=25|nat=NOR|pos=MF|name=[[Leandro Neto]]}} {{Fs player|no=27|nat=NOR|pos=FW|name=[[Markus Wæhler]]}} {{Fs player|no=28|nat=NOR|pos=DF|name=[[Ruben Gabrielsen]]}} {{Fs player|no=30|nat=NOR|pos=DF|name=[[Lucas Svenningsen]]}} {{Fs player|no=32|nat=NOR|pos=MF|name=[[Harald Woxen]]}} {{Fs player|no=33|nat=SEN|pos=FW|name=[[Moctar Diop]]}} {{Fs player|no=64|nat=SWE|pos=DF|name=[[Eric Larsson]]}} {{Fs player|no=90|nat=NOR|pos=FW|name=[[El Schaddai Furaha]]}} {{Fs end}} ==Úti á láni== {{Fs start}} {{Fs player|nat=NOR|pos=DF|name=[[Maximilian Balatoni]]}} {{Fs end}} [[Flokkur:Norsk knattspyrnufélög]] [[Flokkur:Lillestrøm]] hdcigum71gjehc1x8aqih10e3uhw4yc Oklahoma City Thunder 0 161756 1921211 1920327 2025-06-23T11:27:19Z Berserkur 10188 1921211 wikitext text/x-wiki {{Körfuboltalið | litur1 = | litur2 = | nafn =Oklahoma City Thunder | merki =OKC Ford Center.jpg | stærðmyndar =180px | deild =Norðvesturriðill, Vesturdeild, [[NBA]] | stofnað =1967 | saga ='''Seattle SuperSonics''' <br /> 1967–2008 <br /> '''Oklahoma City Thunder''' <br /> 2008– | völlur =[[Chesapeake Energy Arena]] | staðsetning =[[Oklahoma City]], [[Oklahoma]] | litir =Blár, rauður og gulur <br />{{litakassi|blue}} {{litakassi|red}} {{litakassi|yellow}} | eigandi = Professional Basketball Club LLC | formaður = Sam Presti | þjálfari = Mark Daigneault | titlar =1 NBA titlar<br /> 4 deildartitlar<br /> 11 riðilstitlar | heimasíða =[http://www.nba.com/thunder Thunder] }} '''Oklahoma City Thunder''' er [[körfubolti|körfuboltalið]] frá [[Oklahoma City]] í [[Oklahoma]] og spilar í [[National Basketball Association|NBA deildinni]]. Liðið hét '''Seattle SuperSonics''' frá 1967-2008 og vann einn meistaratitil árið 1979. Thunder komst í úrslit árið 2011-2012 þegar það tapaði fyrir [[Miami Heat]]. Liðið spilaði til úrslita árið 2025 gegn [[Indiana Pacers]] og vann einvígið 4-3. ==Þekktir leikmenn== *[[Kevin Durant]] *[[James Harden]] *[[Russell Westbrook]] *[[Serge Ibaka]] *[[Carmelo Anthony]] *[[Paul George]] *[[Chris Paul]] *[[Shai Gilgeous-Alexander]] ===Þekktir leikmenn Seattle SuperSonics=== *[[Shawn Kemp]] *[[Gary Payton]] *[[Ray Allen]] *[[Detlef Schrempf]] *[[Patrick Ewing]] {{NBA}} [[Flokkur:Bandarísk körfuknattleiksfélög]] [[Flokkur:Oklahoma]] [[Flokkur:Íþróttalið frá Seattle]] [[Flokkur:NBA lið]] fzx9fixha9b7s6pwaair2tp33pcs3g5 Flokkur:Bandarískir herflugmenn 14 164380 1921064 1724302 2025-06-22T12:23:13Z Alvaldi 71791 1921064 wikitext text/x-wiki [[Flokkur:Bandaríski flugherinn|Flugmenn]] [[Flokkur:Bandarískir flugmenn|Herflugmenn]] [[Flokkur:Bandarískir hermenn|Flugmenn]] [[Flokkur:Herflugmenn eftir löndum]] kb4vqbq3qtseu4s4jii7p5isevqxste Kathy Hochul 0 165233 1921196 1782063 2025-06-23T09:04:04Z TKSnaevarr 53243 1921196 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður | nafn = Kathy Hochul | mynd = Kathy Hochul March 2024.jpg | titill= [[Fylkisstjóri (Bandaríkin)|Fylkisstjóri]] [[New York-fylki|New York]] | stjórnartíð_start = [[24. ágúst]] [[2021]] | stjórnartíð_end = | vara_ríkisstjóri = {{ubl|[[Andrea Stewart-Cousins]] (starfandi)|[[Brian Benjamin]]|Andrea Stewart-Cousins (starfandi)|[[Antonio Delgado]]}} | forveri = [[Andrew Cuomo]] | titill2= [[Fulltrúadeild Bandaríkjaþings|Fulltrúadeildarþingmaður]] fyrir 26. kjördæmi [[New York-fylki|New York]] | stjórnartíð_start2 = [[1. júní]] [[2011]] | stjórnartíð_end2 = [[3. janúar]] [[2013]] | forveri2 = [[Chris Lee]] | eftirmaður2 = [[Chris Collins]] | myndatexti1 = {{small|Kathy Hochul árið 2017.}} | fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1958|8|27}} | fæðingarstaður = [[Buffalo]], [[New York-fylki|New York]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] | þjóderni = [[Bandaríkin|Bandarísk]] | maki = {{gifting|Bill Hochul|1984}} | stjórnmálaflokkur = [[Demókrataflokkurinn]] | börn = 2 | háskóli = [[Syracuse-háskóli]] (BA)<br>[[Kaþólski háskólinn í Bandaríkjunum]] (JD) | starf = Lögfræðingur, stjórnmálamaður |undirskrift =Kathy Hocul Signature.png }} '''Kathleen Courtney Hochul''' (f. 27. ágúst 1958) er [[Bandaríkin|bandarísk]] stjórnmálakona og lögfræðingur úr [[Demókrataflokkurinn|Demókrataflokknum]] sem er núverandi fylkisstjóri [[New York-fylki|New York]] og fyrst kvenna til að gegna því embætti. Hochul var áður varafylkisstjóri New York frá 2015 til 2021 en tók við embætti fylkisstjóra eftir afsögn [[Andrew Cuomo|Andrews Cuomo]] í ágúst 2021.<ref>{{Vefheimild|titill=Kathy Hochul ríkisstjóri New York fyrst kvenna|url=https://www.visir.is/g/20212146643d/kathy-hochul-rikisstjori-new-york-fyrst-kvenna|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Hólmfríður Gísladóttir|ár=2021|mánuður=24. ágúst|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=29. ágúst}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Kat­hy Hochul fyrsti kven­kyns ríkis­stjóri New York|url=https://www.frettabladid.is/frettir/kathy-hochul-fyrsti-kvenkyns-rikisstjori-new-york/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Fanndís Birna Logadóttir|ár=2021|mánuður=24. ágúst|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=29. ágúst|safnslóð=https://vefsafn.is/is/20230401111029/https://www.frettabladid.is/frettir/kathy-hochul-fyrsti-kvenkyns-rikisstjori-new-york/|safndags=1. apríl 2023}}</ref> Hochul var endurkjörin fylkisstjóri New York í kosningum í nóvember 2022.<ref>{{Vefheimild|titill=Kathy Hoschul áfram ríkisstjóri New York|url=https://www.mbl.is/frettir/burdargrein/2022/11/09/kathy_hochul_afram_rikisstjori_new_york/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=9. nóvember 2022|skoðað=10. nóvember 2022}}</ref> ==Tilvísanir== <references/> {{stubbur|stjórnmál|Bandaríkin}} {{DEFAULTSORT:Hochul, Kathy}} {{f|1958}} [[Flokkur:Bandarískir fulltrúadeildarþingmenn]] [[Flokkur:Bandarískir lögfræðingar]] [[Flokkur:Demókratar]] [[Flokkur:Fylkisstjórar New York]] kq199eeykmuboc20w9ywmp4wjjg90vn FA Šiauliai 0 165802 1921165 1902090 2025-06-23T07:34:21Z Makenzis 56151 /* Leikmenn */ 1921165 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Futbolo Akademija Šiauliai |mynd= |Gælunafn= šiauliškiai |Stytt nafn=FA Šiauliai |Stofnað=2007 |Leikvöllur=Savivaldybės stadionas|Stærð=3,400 |Stjórnarformaður= {{LTU}} Reda Mockienė |Knattspyrnustjóri= {{LAT}} Dainis Kazakevičs |Deild=[[A lyga]] (D1) |Tímabil=2024 |Staðsetning= 7. i ''[[A lyga]]'' | pattern_la1= | pattern_b1=_blackstripes | pattern_ra1= | pattern_sh = _whitesides | pattern_so = _blackline | leftarm1=000000|body1=FFFF00|rightarm1=000000|shorts1=000000|socks1=FFFF00| | pattern_la2=|pattern_b2=|pattern_ra2=| | leftarm2=FF0000|body2=FF0000|rightarm2=FF0000|shorts2=FF0000|socks2=000000| }} '''FA Šiauliai''', '''Šiaulių Futbolo Akademija,''' '''Futbolo Akademija Šiauliai''' er lið sem er í [[A lyga]]. Liðið var stofnað árið [[2007]]. Núverandi völlur [[Savivaldybės stadionas]] tekur tæp 3.400 í sæti. == Árangur (2010; 2016–) == {|class="wikitable" ! Tímabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#DBF3FF" style="text-align:center;"| '''2010''' | bgcolor="#dbf3ff" style="text-align:center;"| '''4.''' | bgcolor="#dbf3ff" style="text-align:center;"| '''[[Trečia lyga]]''' ''(Šiauliai)'' | bgcolor="#f5f5f5" style="text-align:center;"| '''9.''' | |- |||||| |- | bgcolor="#DBF3FF" style="text-align:center;"| '''2016''' | bgcolor="#dbf3ff" style="text-align:center;"| '''4.''' | bgcolor="#dbf3ff" style="text-align:center;"| '''[[Trečia lyga]]''' ''(Šiauliai)'' | bgcolor="#F5f5f5" style="text-align:center;"| '''6.''' | |- ||||||| |- | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''2017''' | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''3.''' | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''[[Antra lyga]]''' ''(Vakarai)'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''4.''' | <ref>http://almis.sritis.lt/ltu17lyga2w.html</ref> |- | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''2018''' | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''3.''' | bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''[[Antra lyga]]''' ''(Vakarai)'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''6.''' | <ref>http://almis.sritis.lt/ltu18lyga2w.html</ref> |- ||||||| |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2019'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''6.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2020'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''5.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#1lyga</ref> |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2021'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''2.'' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| ''[[Pirma lyga]]'' | bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| ''1.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#1lyga</ref> |- ||||||| |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2022'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''7.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2022.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2023'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| ''3.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2023.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2024'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''1.'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''[[A lyga]]'' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| ''7.'' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#alyga</ref> |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| ''2025'' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2025.html#alyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[23. Júní]] 2025 {{fs start}} {{fs player|no= 1|name=[[Lukas Paukštė]]|nat=LTU|pos=GK}} {{fs player|no=61|nat=LTU|pos=GK|name=[[Gustas Baliutavičius]]}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{fs player|no=44|name=[[Martynas Dapkus]]|nat=LTU|pos=DF}} {{Fs player|no=80|nat=UKR|pos=DF|name=[[Jevhenas Jefremovas]]}} {{fs player|no=|name=[[Vytas Gašpuitis]]|nat=LTU|pos=DF}} {{fs player|no=|name=[[Marko Mandić (footballer)|Marko Mandić]]|nat=SRB|pos=DF}} ✔️ |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{fs player|no=11|nat=LTU|pos=MF|name=[[Deividas Šešplaukis]]}} {{Fs player|no=13|nat=LTU|pos=MF|name=[[Daniel Romanovskij]]}} {{fs player|no=17|nat=LTU|pos=MF|name=[[Eligijus Jankauskas]]}} {{fs player|no=30|name=[[Emilis Gasiūnas]]|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=31|name=[[Gabrielius Micevičius]]|nat=LTU|pos=MF}} {{fs mid}} {{fs player|no=32|name=[[Gabijus Micevičius]]|nat=LTU|pos=MF}} {{fs player|no=10|name=[[Nikita Komissarov]]|nat=EST|pos=MF}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{fs player|no= 7|name=[[Justas Petravičius]]|nat=LTU|pos=FW}} {{fs player|no=34|name=[[Mantas Pikčiūnas]]|nat=LTU|pos=FW}} {{fs player|no=|name=[[Augustinas Klimavičius]]|nat=LTU|pos=FW}} {{fs end}} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [http://www.siauliufa.lt/ FA šiauliai] * [http://www.alyga.lt/ alyga.lt] * [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/fa-iauliai/47386/ SOCCERWAY] * [https://globalsportsarchive.com/team/soccer/fa-siauliai/36613/ Globalsportsarchive] {{s|2007}} {{DEFAULTSORT:Šiauliai}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] 4bl8847o6bc4slmsfr2vq9mm77o23qc Samtök leigjenda á Íslandi 0 174723 1921199 1902094 2025-06-23T09:48:32Z Alvaldi 71791 Merkja með að heimildir vanti fyrir staðhæfingum í greininni. 1921199 wikitext text/x-wiki {{heimildir vantar}} '''Samtök leigjenda á Íslandi''' (SLÍ) eru [[félagasamtök]] sem hafa sem aðalmarkmið að vernda hagsmuni leigjenda, bæta kjör þeirra í leigusambandi og hindra ósanngjarnar leiguhækkanir. Samtökin eru ein af fimm samtökum sem hafa starfað fyrir leigjendur á Íslandi frá (LFR) 1919 til dagsins í dag.<ref name="“skemman1”">[https://skemman.is/bitstream/1946/30833/1/M%c3%b6guleg%20%c3%barr%c3%a6%c3%b0i%20vi%c3%b0%20leiguvandanum%20sem%20r%c3%adkir%20%c3%a1%20%c3%adslenskum%20marka%c3%b0i.pdf Steinn Þorkelsson og Súsanna Edith Guðlaugsdóttir: Leigumarkaðurinn á Íslandi: Möguleg úrræði við leiguvandanum sem ríkir á markaði, bls. 1.]</ref> Þau (LÍ) voru upphaflega stofnuð árið 1939,<ref name="“skemman2”">[https://skemman.is/bitstream/1946/22490/1/Samningar%20andst%C3%A6%C3%B0ir%20l%C3%B6gum..pdf Kolbrún Arna Villadsen: Samningar andstæðir lögum, bls. 6.]</ref> en voru síðar afskráð úr félagskrá ríkisins árið 2009 vegna skorts á skýrslu um starfsemi og fjárhag.<ref name=“skemman2”/> Samtökin sem báru nafnið Leigjendasamtökin, og voru stofnuð árið 1978, hafði ekki verið með starfssemi frá því fljótlega eftir aldamót.<ref name=“skemman2”/> Árið 2013 voru núverandi samtök stofnuð og bera heitið Samtök leigjenda á Íslandi.<ref name=“skemman1”/> Fram til ársins 2019 störfuðu þau að hagsmunum leigejnda. Ári 2021 voru Samtök leigjenda á Íslandi endurreist, til að vinna að bættari velferð leigjenda og réttlæti og jöfnuði á leigumarkaði.<ref name=“skemman1”/> == Stefna og starfsemi == Samtökin hafa verið virk í að benda á húsnæðisvanda á Íslandi og koma með tillögur til úrbóta. Þau hafa m.a. gagnrýnt lög um almennar íbúðir, lög um stimpilgjald og lög um húsaleigu og leigusamninga.<ref name=“althingi1”>[https://www.althingi.is/altext/erindi/148/148-215.pdf Umsögn Samtaka leigjenda, 23. janúar 2018, um frumvarp til laga um breytingar á lögum um stimpilgjald]</ref> Þau hafa einnig lagt til að stofna sérstakan sjóð til að styrkja fyrstu kaupendur og að almennum leigufélögum sé gert auðveldara fyrir að sækja í stofnstyrki.<ref name=“althingi1”/> Samtökin hafa einnig aðstoðað við stofnun á leigufélagi á Suðurnesjum sem ætlað er að leysa hluta af vandanum sem þar hefur myndast.<ref name=“althingi1”/> Samtökin hafa einnig tekið þátt í pólitískri baráttu gegn hækkun leiguverðs og ósanngjarnri leiguvernd. Þau hafa m.a. skipulagt mótmæli, fundi og upplýsingaherferðir.<ref name=“sli”>{{Cite web |url=https://www.leigjendasamtokin.is/ |title=Samtök leigjenda á Íslandi |access-date=2023-05-20 |archive-date=2023-05-15 |archive-url=https://web.archive.org/web/20230515002157/https://www.leigjendasamtokin.is/ |url-status=dead }}</ref> Þau hafa einnig samstarfað við önnur félagasamtök, stéttarfélög og alþjóðlegar samtök sem berjast fyrir réttlátari húsnæðismálum.<ref name=“sli”/> Þau hafa einnig stutt tillögu til þingsályktunar um byggingu 5.000 leiguíbúða sem væri ætlað fyrir efnaminni leigjendur.<ref name=“althingi2”>[https://www.althingi.is/altext/148/s/0043.html 19. des. 2017. Tillaga til þingsályktunar um byggingu 5.000 leiguíbúða]</ref> 19. des. 2017. Tillagan var lagð fram af Andrés Ingi Jónsson, þingmanni frá Vinstri grænum.<ref name=“althingi3”>[https://www.althingi.is/altext/raeda/148/rad20171219T160308.html 19. des. 2017. Ræða Andrés Inga Jónssonar um tillögu til þingsályktunar um byggingu 5.000 leiguíbúða]</ref> == Saga == Á liðinni öld hafa mismunandi hagsmunafélög leigjenda barist fyrir réttlæti og öryggi á leigumarkaði. Eftirfarandi er yfirlit yfir helstu samtök leigjenda og þróun þeirra. === Leigjendafélag Reykjavíkur (LFR) === Fyrsta félag leigjenda á Íslandi, stofnað árið 1919 af Jónasi frá Hriflu og öðrum leigjendum sem vildu verjast húsnæðisskorti og háum leigum.<ref name=“leigjendafélag”>{{Tímarit.is|3882814|Leigjendafélag stofnað|id=Mánudagsblaðið - 8. Tölublað (22.11.1948)|title=|periodical=|year=|útgáfudagsetning=22.11.1948|blað=Mánudagsblaðið - 8. Tölublað|blaðsíða=8|skoðuð=3.6.2023}}</ref> Félagið gaf út tímaritið Leigjendur frá 1920 til 1939. Jónas var formaður félagsins í mörg ár og var einnig dóms- og kirkjumálaráðherra, formaður Framsóknarflokksins, rithöfundur og náttúruverndarmaður.<ref name="althingi">{{cite web|url=https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=351|title=Æviágrip þingmanna frá 1845, Jónas Jónsson frá Hriflu|first=Jónas Jónsson frá Hriflu|website=Alþingi|accessdate=2022-01-28||}}</ref><ref name=wiki>{{cite web|url=https://is.wikipedia.org/wiki/J%C3%B3nas_fr%C3%A1_Hriflu|title=Jónas frá Hriflu - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|accessdate=2022-01-28}}</ref><ref name=penninn>{{cite web|url=https://www.penninn.is/is/book/sigurdur-thorarinsson-mynd-af-manni|title=Sigurður Þórarinsson - Mynd af manni|publisher=Penninn Eymundsson|accessdate=2022-01-28|archive-date=2023-06-03|archive-url=https://web.archive.org/web/20230603182350/https://www.penninn.is/is/book/sigurdur-thorarinsson-mynd-af-manni|url-status=dead}}</ref> Félagið var lagt niður árið 1971.<ref name=“leigjendafélag”>{{Tímarit.is|3882814|Leigjendafélag stofnað|id=Mánudagsblaðið - 8. Tölublað (22.11.1948)|title=|periodical=|year=|útgáfudagsetning=22.11.1948|blað=Mánudagsblaðið - 8. Tölublað|blaðsíða=8|skoðuð=3.6.2023}}</ref><ref name="“kjartan”">{{Tímarit.is|4812792|Kjartan Ólafsson|id=|periodical=|year=|síða=|útgáfudagsetning=01.01.1934|blað=◄Bæjarskrá Reykjavíkur - 1. Tölublað (01.01.1934)}}</ref> === Leigjendafélag Íslands (LÍ) === Landsssamtök leigjenda, stofnuð árið 1971 af Sigurði Þórarinssyni og öðrum leigjendum sem vildu bæta kjör sín á leigumarkaði. Félagið gaf út tímaritið Leigjendur frá 1940 til 1967. Sigurður var fyrsti formaður félagsins og gegndi því embætti til 1974. Félagið var lagt niður árið 1989. === Leigjendasamtökin (LS) === Önnur landssamtök leigjenda, stofnuð árið 1978 af öðrum hópi leigjenda sem vildi berjast fyrir réttlæti á leigumarkaði. Markmið samtakanna var að tala fyrir leigubremsu og styrkja leigjendavernd. Samtökin voru stofnuð eftir umræður um réttindi leigjenda í tímaritinu Vinnan.<ref name="timarit">{{Tímarit.is|3882814|Leigjendafélag stofnað|id=Mánudagsblaðið - 8. Tölublað (22.11.1948)|title=|periodical=|year=|útgáfudagsetning=22.11.1948|blað=Mánudagsblaðið - 8. Tölublað|blaðsíða=8|skoðuð=3.6.2023}}</ref> Formaður samtakanna var ''[[Jón frá Pálmholti]]'' (fæddur Kjartansson 25. maí 1930 í Pálmholti, Arnarneshreppi, í Eyjafirði, dáinn á heimili sínu 13. desember 2004) 12, rithöfundur og þekktur baráttumaður fyrir bættum hag efnalítils fólks. Eftir hann liggja fjölmörg ritverk, ljóðabækur, skáldsögur, ævisögur, þýðingar, auk fjölda blaða- og tímaritagreina. Hann var formaður samtakanna frá 1978 til 1985 og frá 1989 til 2001. Eftirmaður hans var Pétur Kr. Hafstein. Samtökin voru afskráð árið 2009.<ref name="skra">{{cite web|url=https://www.skatturinn.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/4108780119|title=Leigjendasamtökin (4108780119)|website=skatturinn|accessdate=2022-01-28}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.skra.is/um-okkur/frettir/frettasafn/2009/leigjendasamtokin-afskrad-ut-af-felagskra-rikisins/|title=Leigjendasamtökin afskráð út af félagskrá ríkisins|website=Þjóðskrá|url-status=dead|accessdate=2022-01-28|quote=Þjóðskrá afskráði Leigjendasamtökin úr félagskrá ríkisins Fréttin var birt á vefnum www.skra.is þann 12. júlí 2009. Hún fjallar um að Þjóðskrá hafi tekið þá ákvörðun að afskrá Leigjendasamtökin úr félagskrá ríkisins vegna þess að samtökin hafi ekki skilað inn ársreikningi síðan árið 2005. Samkvæmt lögum um félagskrá ríkisins er skilyrði fyrir því að félag sé skráð í félagskrá ríkisins að það skili inn ársreikningi til Þjóðskrár á hverju ári. Fréttin segir að Þjóðskrá hafi sent Leigjendasamtökunum fjölda áminninga um að skila inn ársreikningi og bent á afleiðingar þess að láta það ógert. Þjóðskrá hafi einnig reynt að ná sambandi við stjórnarmenn samtakanna en án árangurs. Fréttin bætir við að afskráningin hefur engin réttaráhrif á starfsemi Leigjendasamtakanna eða réttindi leigjenda. Hún merkir hins vegar að samtökin missi rétt sinn til að taka þátt í opinberum málefnum sem varpa veginum fyrir skráð félög í félagskrá ríkisins.|}}</ref> === Leigjendaaðstoðin (LA) === Leigjendaaðstoðin var sérstök aðstoð fyrir leigjendur íbúðarhúsnæðis, sem stofnuð var af Neytendasamtökunum árið 2006, en hætti starfsemi árið 2008 vegna fjárskorts. Aðstoðin snýst meðal annars um að veita upplýsingar um réttindi og skyldur leigjenda og leigusala ásamt því að útbúa fræðsluefni og ráðleggingar um húsaleigu. Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna var endurreist árið 2016 með fjárframlagi frá félagsmálaráðuneytinu. Aðstoðin snýst meðal annars um að veita leigjendum og leigusölum aðstoð, ráð og upplýsingar varðandi leigu íbúðarhúsnæðis, auk þess að útbúa fræðsluefni og ráðleggingar um húsaleigu. Aðstoðin sinnti einnig milligöngu í deilumálum milli leigjenda og leigusala. Í fjárlögum fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna fái 100 m.kr. í fjárframlag frá ríkissjóði. Eftir afskráningu SLÍ (2019-20) tók Leigjendaaðstoðin við hlutverkinu sem aðili sem barðist fyrir hagsmunum leigjenda, en hætti síðar starfsemi (2021) vegna fjárskorts og lítils stuðnings frá yfirvöldum og sveitarfélögum<ref>[https://www.midjan.is/samtokn-leigjenda-endurreist/ 31. október 2021. Samtökn leigjenda endurreist – miðjan.is] </ref>. === Samtök leigjenda á Íslandi (SLÍ) === Núverandi Samtök leigjenda á Íslandi var stofnuð árið 2013 í kjölfar þeirra miklu neyðar sem skapaðist á leigumarkaðnum sem afleiðing af [[Bankahrunið á Íslandi|bankahruninu 2008]]. Samtökin hafa það aðalmarkmið að vernda hagsmuni leigjenda, bæta kjör þeirra í leigusambandi og hindra ósanngjarnar leiguhækkanir. === Húsaleigulögin === Húsaleigulögin eru lög sem varða leigu og leigusamninga um húsnæði á Íslandi. Lögin eru sett til að tryggja réttlæti og öryggi á leigumarkaði og að bæta kjör leigjenda og leigusala. Lögin fjalla m.a. um skilyrði leigusamninga, leigufjárhæð, verðtryggingu, uppsagnarfresti, forgangsrétt leigjenda og húsaleigubætur. === Húsaleigukönnun Hagstofu Íslands === Árið 1999 framkvæmdi [[Hagstofa Íslands]] sérstaka húsaleigukönnun til að stuðla að útreikningi leigu í húsnæðislið [[Vísitala neysluverðs|vísitölu neysluverðs]] Markmiðið var að fá betri innsýn í uppbyggingu leigumarkaðarins og mæla markaðsleigu fyrir mismunandi húsnæðistegundir. Þekking á leigumarkaði hafði þá verið takmörkuð, sem gerði þessa könnun sérstaklega mikilvæga. Könnunin náði til um 700 leigjenda og gaf mun ítarlegri upplýsingar um leigumarkaðinn en áður hafði verið safnað. Þar var m.a. spurt um húsnæði, eigendur, stærð, gerð, leigusamning, leigufjárhæð, hvað væri innifalið í leigu, leigusamningstímalengd, verðtryggingu húsaleigu, húsaleigubætur og heimilisupplýsingar. Niðurstöðurnar sýndu að um helmingur leigjenda leigði hjá einkaaðilum, þriðjungur hjá opinberum aðilum og félagasamtökum, og 15% leigðu hjá skyldmennum eða vinafólki. === Þróun húsaleigulöggjafar === Húsaleigulöggjöfin á Íslandi hefur tekið sífelldum breytingum frá upphafi 20. aldar. Eftirfarandi er yfirlit yfir helstu löggjöfarskeið og breytingar á þeim. ''1917–1926'': Fyrsta skipti sem [[Alþingi]] samþykkti lög um húsaleigu, en þau giltu aðeins í Reykjavík og voru afnumin árið 1926. Lögin settu m.a. takmörkun á leiguhækkanir og rétt leigjenda til að kæra leigusamninga til sérstakrar nefndar. ''1926–1939'': Engin lagaákvæði um húsaleigu gild á Íslandi. Leigumál voru ráðin af frjálsum samningum leigusala og leigjenda eða af venju og siðferði. ''1939–1953'': Ný lög um húsaleigu voru sett árið 1939. Lögin giltu um allt land og innihéldu m.a. ákvæði um leigubremsu, vernd leigjenda við uppsagnir, forgangsrétt leigjenda til kaupa á húsnæði og rétt til að kæra leigusamninga til sérstakrar nefndar. ''1953–1979'': Engin húsaleigulög í gildi á Íslandi, að Keflavík undanskyldri. Á þessum árum varð húsnæðiseign landsmanna algengari og hlutur leigumarkaðarins minnkaði. Leigumál voru ráðin af frjálsum samningum leigusala og leigjenda eða af venju og siðferði. ''1979–1994'': Fyrst með lögum nr. 44/1979 um húsaleigusamninga voru sett heildarlög um húsaleigusamninga á Íslandi. Lögin giltu þar til þau voru afnumin með núgildandi leigulögum nr. 36/1994. Lögin innihéldu m.a. ákvæði um skriflega gerð leigusamninga, vernd leigjenda við uppsagnir, tryggingarfé, verðtryggingu, forgangsrétt leigjenda til kaupa á húsnæði og rétt til að kæra leigusamninga til sérstakrar nefndar. ''1994–núverandi'': Ný lög um húsaleigu voru sett árið 1994. Lögin eru enn í gildi með nokkrum breytingum og viðbótum. Lögin fjalla m.a. um skilyrði leigusamninga, leigufjárhæð, verðtryggingu, uppsagnarfresti, forgangsrétt leigjenda og húsaleigubætur. === Endurreisn og núverandi starfsemi === Samtök leigjenda á Íslandi (SLÍ) eru hagsmunasamtök sem hafa það markmið að veita leigjendum húsnæðis upplýsingar og stuðning ásamt því að vinna fyrir bættum kjörum á leigumarkaði. ''2013–2016'': Samtökin voru fyrst stofnuð 21. september 2013 af hópi leigjenda sem vildu bregðast við ósanngjörnum aðstæðum á leigumarkaði. Samtökin höfðu m.a. símatíma fyrir leigjendur, gáfu út fréttabréf og heimilisblöð, og tóku þátt í umræðu um húsnæðismál á Íslandi. Starfsemi samtakanna lagðist niður eftir nokkur ár vegna skorts á fjármagni og aðildarfólki. ''2021–núverandi'': Samtökin voru endurreist af nýjum hópi sem vildi halda áfram því verki sem upphaflegu stofnendurnir höfðu hafið<ref>{{Cite web |url=https://www.leigjendasamtokin.is/ |title=Um okkur {{!}} leigjendasamtökin |access-date=2023-05-20 |archive-date=2023-05-15 |archive-url=https://web.archive.org/web/20230515002157/https://www.leigjendasamtokin.is/ |url-status=dead }}</ref>. Nýja stjórnin lagði sérstaka áherslu á að styrkja samfélag leigjenda, og að vinna fyrir aukinni sjálfbærni og stöðugleika á leigumarkaði. Samtökin bjóða m.a. leigjendum að skrá sig í samtökin, halda reglulega fundi og viðburði, gefa út fréttabréf og heimilisblöð, og taka þátt í umræðu og áhrifamálum um húsnæðismál á Íslandi. ==Áhrifafólk== [[File:Guðmundur Hrafn Arngrímsson.jpg|thumb|right|Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður SLÍ frá 2021 til dagsins í dag]] Á bak við baráttu fyrir betri kjörum leigjenda á Íslandi hafa staðið margir einstaklingar sem hafa lagt mikið starf í að stofna og styrkja leigjendasamtökin og aðstoða leigjendur með ráðgjöf og málflutning. Eftirfarandi er listi yfir nokkra af þeim sem hafa verið virkir í leigjendasamtökunum eða í pólitískri baráttu fyrir betri húsaleigulögum: *[[Jónas frá Hriflu|''Jónas Jónsson frá Hriflu'']] (1885-1968) - Formaður ''Leigjendafélags Reykjavíkur'' (LFR) frá 1919 til 1935. *[[Sigurður Þórarinsson|''Sigurður Þórarinsson'']] (1908-1983) - Formaður ''Leigjendafélags Íslands'' (LÍ) frá 1967 til 1971. * ''[[Jón frá Pálmholti]]'' (1930-2004) - Formaður ''Samtaka leigjenda'' (LS) frá 1978 til 1985 og frá 1989 til 2001. * ''Pétur Kr. Hafstein'' (f. 1948) - Eftirmaður [[Jón frá Pálmholti|Jóns frá Pálmholti]] sem formaður ''Samtaka leigjenda'' (LS). * ''Sigurlína Sigurðardóttir'' (f. 1957) - Forseti ''Leigjendaaðstoðarinnar'' (LA) frá 2013 til 2018. * ''Jóhann Már Sigurbjörnsson'' (f. 1974) - Formaður [[Samtök leigjenda á Íslandi|Samtaka leigjenda á Íslandi]] (SLÍ) frá 2013 til 2017. * ''Margrét Kristín Blöndal'' (f. 1984) - Formaður Samtaka leigjenda á Íslandi (SLÍ) frá 2017 til 2018. * ''Hólmsteinn Brekkan'' (f. 1979) - Framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi (SLÍ) frá 2014 til 2018. * ''Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir'' (f. 1969) - Lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu sem hefur lagt mikið starf í að skilgreina og endurskoða húsaleigulög á Íslandi. * ''Guðmundur Hrafn Arngrímsson'' (f. 1973) - Núverandi formaður [[Samtök leigjenda á Íslandi|Samtaka leigjenda á Íslandi]] (SLÍ) frá 2021. * ''Eyþór Árni Úlfarsson '' (f. 1983) - virkur meðlimur í samtökonum og hefur laggt mikið til samtakana og samfélagsins síðastliðinn ár [[Samtök leigjenda á Íslandi|Samtaka leigjenda á Íslandi]] (SLÍ) frá 2021. Þessi listi er ekki tæmandi og hafa margir aðrir lagt sitt af mörkum í baráttunni fyrir betri kjörum leigjenda á Íslandi. ==Framtíðin== Í dag eru [[Samtök leigjenda á Íslandi]] (SLÍ) ein af helstu baráttusamtökum leigjenda á Íslandi, og halda áfram að berjast fyrir betri kjörum fyrir leigjendur húsnæðis. Samtökin vinna m.a. með því að veita leigjendum fræðslu, ráðgjöf og stuðning, sem og að mæta fram í umræðum um húsnæðismál, leggja fram tillögur til laga og reglugerða, og vinna að aukinni sjálfbærni og stöðugleika í leigumarkaði.{{heimild vantar}} == Tilvísanir == {{reflist}} {{s|1919}} [[Flokkur:Íslensk félagasamtök]] 2pizzpuyhc19082s7axpkhh94quuseu Listi yfir hæstu byggingar á Íslandi 0 175896 1921089 1867269 2025-06-22T16:09:35Z Leikstjórinn 74989 1921089 wikitext text/x-wiki Hér má sjá '''lista yfir hæstu byggingar á Íslandi''', bæði frá hæstu byggingu hvers tíma og lista yfir hæstu byggingar sem að standa uppi í dag.<ref>{{Cite web|url=https://www.bookiceland.is/island/mannvirki/|title=Hæstu mannvirki á Íslandi - bookiceland.is|website=www.bookiceland.is|archive-url=https://web.archive.org/web/20230821214552/https://www.bookiceland.is/island/mannvirki/|archive-date=2023-08-21|access-date=2023-08-21|url-status=dead}}</ref><ref>{{Citation |title=Sjómannaskólinn í Reykjavík |date=2021-10-10 |work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið |url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Sj%C3%B3mannask%C3%B3linn_%C3%AD_Reykjav%C3%ADk&oldid=1732486 |access-date=2023-08-21 |language=is}}</ref><ref>{{Cite web|url=http://fasteignir.visir.is/property/500072|title=Fasteignir: Sólheimar, 104 Reykjavík|website=fasteignir.visir.is|archive-url=https://web.archive.org/web/20230821214551/http://fasteignir.visir.is/property/500072|archive-date=2023-08-21|access-date=2023-08-21|url-status=dead}}</ref><ref>{{Cite web|url=http://www.landspitali.is/um-landspitala/sagan/saga-landspitala/|title=Landspitali.is|website=www.landspitali.is|language=is|access-date=2023-08-21}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://borgarvefsja.reykjavik.is/borgarvefsja/|title=Borgarvefsjá|website=borgarvefsja.reykjavik.is|access-date=2023-08-21}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/5552899?iabr=on#page/n15/mode/2up/search/h%C3%A6sta%20bygging%20%C3%A1%20%C3%ADslandi|title=Dagblaðið Vísir - DV - 132. tölublað (29.12.2006) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2023-08-21}}</ref> == Listi yfir hæstu núverandi byggingar á Íslandi == {| class="wikitable" |+ !Nr. !Bygging !Ljósmynd !Borg !Vígð !Hæð |- !1 |[[Smáratorg 3|Smáraturninn]] |[[Mynd:Smáratorg 3.jpg|frameless|150x150dp]] |[[Kópavogur]] |2008 |78 metrar (20 hæðir) |- !2 |[[Hallgrímskirkja]] |[[Mynd:Hallgrímskirkja in 2019.jpg|frameless|200x200dp]] |[[Reykjavík]] |1986 |74,5 metrar |- !3 |[[Höfðatorg]] |[[Mynd:Borgartún, Reykjavík.jpg|frameless|150x150dp]] |[[Reykjavík]] |2009 |74 metrar (19 hæðir) |- !4 |[[Skuggahverfi|Vatnsstígur 16-18]] |[[Mynd:20190623 Shore 9023 (48468443126).jpg|frameless|150x150dp]] |[[Reykjavík]] |2010 |69.3 metrar |- !5 |[[Norðurturninn]] | |[[Kópavogur]] |2016 |60 metrar |- !6 |[[Grand Hótel Reykjavík]] |[[Mynd:Grand Hótel - panoramio.jpg|frameless|200x200dp]] |[[Reykjavík]] |2007 |59 metrar |- !7 |[[Hús verslunarinnar]] |[[Mynd:Street near Kringlan mall.jpg|frameless|150x150dp]] |[[Reykjavík]] |1981 |54 metrar |- !8 |Stillholt 19-21 | |[[Akranes]] |2007 |45 metrar |- !9 |[[Harpa (tónlistar- og ráðstefnuhús)|Harpa]] |[[Mynd:Harpa From Arnarhóll (33650129491).jpg|frameless|150x150dp]] |[[Reykjavík]] |2011 |43 metrar |} == Tímabil sem hæsta bygging Íslands == {| class="wikitable" |+ !Tímabil sem hæsta bygging Íslands !Bygging !Staðsetning !Hæð !Ljósmynd |- |[[1944]]<nowiki/>-<nowiki/>[[1961]] |[[Sjómannaskólinn í Reykjavík|Sjómannaskólinn]] |[[Reykjavík]] |38,7 metrar |[[Mynd:Nautical College01.jpg|frameless]] |- |[[1961]]<nowiki/>-<nowiki/>[[1967]] |[[Sólheimar (Reykjavík)|Sólheimar 23]] |[[Reykjavík]] |40,5 metrar |[[Mynd:Sólheimar 23.jpg|frameless]] |- |[[1967]]<nowiki/>-<nowiki/>[[1974]] |[[Borgarspítalinn]] |[[Reykjavík]] |50,5 metrar |[[Mynd:Borgarspítalinn 2024.jpg|frameless]] |- |[[1974]]<nowiki/>-<nowiki/>[[2008]] |[[Hallgrímskirkja]] |[[Reykjavík]] |74,5 metrar |[[Mynd:Hallgrímskirkja Reykjavík Iceland HDSR 2019 10 20 9999 546.jpg|frameless]] |- |[[2008]]<nowiki/>- |[[Smáratorg 3]] |[[Kópavogur]] |78 metrar | [[Mynd:Smáratorg_3.jpg|alt=|frameless|221x221dp]] |} == Heimildir == [[Flokkur:Mannvirki á Íslandi]] [[Flokkur:Byggingar á Íslandi]] [[Flokkur:Byggingar]] [[Flokkur:Listar]] [[Flokkur:Ísland]] meqn3xn652fnykte5cagu624dm0hbu8 1921168 1921089 2025-06-23T07:35:10Z 157.157.58.218 Það er ekki hægt að nota Wikipedia sem heimild 1921168 wikitext text/x-wiki Hér má sjá '''lista yfir hæstu byggingar á Íslandi''', bæði frá hæstu byggingu hvers tíma og lista yfir hæstu byggingar sem að standa uppi í dag.<ref>{{Cite web|url=https://www.bookiceland.is/island/mannvirki/|title=Hæstu mannvirki á Íslandi - bookiceland.is|website=www.bookiceland.is|archive-url=https://web.archive.org/web/20230821214552/https://www.bookiceland.is/island/mannvirki/|archive-date=2023-08-21|access-date=2023-08-21|url-status=dead}}</ref><ref>{{Cite web|url=http://fasteignir.visir.is/property/500072|title=Fasteignir: Sólheimar, 104 Reykjavík|website=fasteignir.visir.is|archive-url=https://web.archive.org/web/20230821214551/http://fasteignir.visir.is/property/500072|archive-date=2023-08-21|access-date=2023-08-21|url-status=dead}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://borgarvefsja.reykjavik.is/borgarvefsja/|title=Borgarvefsjá|website=borgarvefsja.reykjavik.is|access-date=2023-08-21}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/5552899?iabr=on#page/n15/mode/2up/search/h%C3%A6sta%20bygging%20%C3%A1%20%C3%ADslandi|title=Hæstu byggingar borgarinnar (DV 29.12.2006)|website=timarit.is|access-date=2023-08-21}}</ref> == Listi yfir hæstu núverandi byggingar á Íslandi == {| class="wikitable" |+ !Nr. !Bygging !Ljósmynd !Borg !Vígð !Hæð |- !1 |[[Smáratorg 3|Smáraturninn]] |[[Mynd:Smáratorg 3.jpg|frameless|150x150dp]] |[[Kópavogur]] |2008 |78 metrar (20 hæðir) |- !2 |[[Hallgrímskirkja]] |[[Mynd:Hallgrímskirkja in 2019.jpg|frameless|200x200dp]] |[[Reykjavík]] |1986 |74,5 metrar |- !3 |[[Höfðatorg]] |[[Mynd:Borgartún, Reykjavík.jpg|frameless|150x150dp]] |[[Reykjavík]] |2009 |74 metrar (19 hæðir) |- !4 |[[Skuggahverfi|Vatnsstígur 16-18]] |[[Mynd:20190623 Shore 9023 (48468443126).jpg|frameless|150x150dp]] |[[Reykjavík]] |2010 |69.3 metrar |- !5 |[[Norðurturninn]] | |[[Kópavogur]] |2016 |60 metrar |- !6 |[[Grand Hótel Reykjavík]] |[[Mynd:Grand Hótel - panoramio.jpg|frameless|200x200dp]] |[[Reykjavík]] |2007 |59 metrar |- !7 |[[Hús verslunarinnar]] |[[Mynd:Street near Kringlan mall.jpg|frameless|150x150dp]] |[[Reykjavík]] |1981 |54 metrar |- !8 |Stillholt 19-21 | |[[Akranes]] |2007 |45 metrar |- !9 |[[Harpa (tónlistar- og ráðstefnuhús)|Harpa]] |[[Mynd:Harpa From Arnarhóll (33650129491).jpg|frameless|150x150dp]] |[[Reykjavík]] |2011 |43 metrar |} == Tímabil sem hæsta bygging Íslands == {| class="wikitable" |+ !Tímabil sem hæsta bygging Íslands !Bygging !Staðsetning !Hæð !Ljósmynd |- |[[1944]]<nowiki/>-<nowiki/>[[1961]] |[[Sjómannaskólinn í Reykjavík|Sjómannaskólinn]] |[[Reykjavík]] |38,7 metrar |[[Mynd:Nautical College01.jpg|frameless]] |- |[[1961]]<nowiki/>-<nowiki/>[[1967]] |[[Sólheimar (Reykjavík)|Sólheimar 23]] |[[Reykjavík]] |40,5 metrar |[[Mynd:Sólheimar 23.jpg|frameless]] |- |[[1967]]<nowiki/>-<nowiki/>[[1974]] |[[Borgarspítalinn]] |[[Reykjavík]] |50,5 metrar<ref>{{Cite web|url=http://www.landspitali.is/um-landspitala/sagan/saga-landspitala/|title=Landspitali.is|website=www.landspitali.is|language=is|access-date=2023-08-21}}</ref> |[[Mynd:Borgarspítalinn 2024.jpg|frameless]] |- |[[1974]]<nowiki/>-<nowiki/>[[2008]] |[[Hallgrímskirkja]] |[[Reykjavík]] |74,5 metrar |[[Mynd:Hallgrímskirkja Reykjavík Iceland HDSR 2019 10 20 9999 546.jpg|frameless]] |- |[[2008]]<nowiki/>- |[[Smáratorg 3]] |[[Kópavogur]] |78 metrar | [[Mynd:Smáratorg_3.jpg|alt=|frameless|221x221dp]] |} == Heimildir == [[Flokkur:Mannvirki á Íslandi]] [[Flokkur:Byggingar á Íslandi]] [[Flokkur:Byggingar]] [[Flokkur:Listar]] [[Flokkur:Ísland]] lmecjja7s9cxjq1apfolltvdq8295va FK Transinvest 0 176912 1921162 1898597 2025-06-23T07:33:34Z Makenzis 56151 /* Leikmenn */ 1921162 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið|núverandi= |Fullt nafn=Futbolo klubas Transinvest |mynd= |Gælunafn=galiniai |Stytt nafn=FK Transinvest |Stofnað=2022 |Leikvöllur=Širvintų stadionas|Stærð=1,000 |Stjórnarformaður= {{LTU}} Salvijus Barevičius |Knattspyrnustjóri= {{LTU}} Marius Stankevičius |Deild=[[A lyga]] |Tímabil=2024 |Staðsetning= 10. [[A lyga]] | pattern_la1= | pattern_b1=_utena1819a | pattern_ra1= | leftarm1=FFDD00 | body1=FFDD00 | rightarm1=FFDD00 | shorts1=FFDD00 | socks1=FFDD00 | pattern_la2 = | pattern_b2 = _xerez1819h | pattern_ra2 = | pattern_sh2 = | pattern_so2 = | leftarm2 = 0000FF | body2 = 0000FF | rightarm2 = 0000FF | shorts2 = 0000FF | socks2 = 0000FF }} '''Futbolo klubas Transinvest''' er lið sem er í [[A lyga|litáísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu]]. Liðið var stofnað árið 2022. Núverandi völlur [[Širvintų stadionas]] tekur tæp 1.000 í sæti. ==Titlar== *'''[[Pirma lyga]] (1)''': 2023.<ref>[https://www.sportas.lt/naujiena/486556/transinvest-uzsitikrino-pirmos-lygos-nugaletoju-titula „TransINVEST“ užsitikrino Pirmos lygos nugalėtojų titulą]</ref> *'''LFF taurė (1)''': 2023 *'''Supertaurė (0):''' - == Árangur (2022–...) == {|class="wikitable" ! Tímabil ! ! Deild ! Staðsetning ! Tilvísanir |- | bgcolor="#ffffdd" style="text-align:center;"| '''2022''' | bgcolor="#ffffdd" style="text-align:center;"| '''3.''' | bgcolor="#ffffdd" style="text-align:center;"| '''[[Antra lyga]]''' | bgcolor="#FFDD00" style="text-align:center;"| '''1.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2022.html#2lyga</ref> |- ||||||| |- | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| '''2023''' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| '''2.''' | bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| '''[[Pirma lyga]]''' | bgcolor="#FFDD00" style="text-align:center;"| '''1.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2023.html#1lyga</ref> |- ||||||| |- | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2024''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]''' | bgcolor="#FFAAAA" style="text-align:center;"| '''10.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2024.html#alyga</ref> |- |} == Leikmenn == Uppfært: [[23. Júní]] 2025.<ref>https://lietuvosfutbolas.lt/klubai/fk-transinvest-36400/?cid=14242827</ref> {{Fs start}} {{Fs player|no=79|nat=UKR|name=[[Serhii Melašenko]]|pos=GK}} {{Fs player|no=89|nat=LTU|name=[[Ernest Černiavskij]]|pos=GK}} {{Fs player|no=|nat=LTU|pos=GK|name=[[Kornelijus Smilingis]]}} ✔️ |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no= 2|nat=LTU|name=[[Lukas Valvonis]] |pos=DF}} {{Fs player|no= 3|nat=LTU|name=[[Deividas Malžinskas]] |pos=DF}} {{Fs player|no= 5|nat=LTU|name=[[Arminas Čivilis]] |pos=DF}} {{Fs player|no=15|nat=LTU|name=[[Andrius Kazakevičius]] |pos=DF}} {{Fs player|no=22|nat=LTU|name=[[Deividas Volodkevič]]|pos=DF}} {{Fs player|no=30|nat=LTU|name=[[Gabrielis Nikonovas]] |pos=DF}} {{Fs player|no=40|nat=SLO|name=[[Žan Flis]] |pos=DF}} {{Fs player|no=47|nat=LTU|name=[[Aldas Korsakas]] |pos=DF}} {{Fs player|no=55|nat=LTU|name=[[Erlandas Juška]] |pos=DF}} {{Fs player|no= 5|nat=LTU|name=[[Ričardas Šveikauskas]]|pos=DF}} ✔️ |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs mid}} {{Fs player|no= 7|nat=LTU|name=[[Martynas Valukonis]]|pos=MF}} {{Fs player|no= 8|nat=LTU|name=[[Nedas Klimavičius]]|pos=MF}} {{Fs player|no=11|nat=LTU|name=[[Dominykas Kodzis]]|pos=MF}} {{Fs player|no=12|nat=LTU|name=[[Ignas Kaškelevičius]]|pos=MF}} {{Fs player|no=14|nat=JPN|name=[[Yoichi Kawachi]] |pos=MF}} {{Fs player|no=20|nat=LTU|name=[[Povilas Kiselevskis]]|pos=MF}} {{Fs player|no=24|nat=LTU|name=[[Dovydas Virkšas]]|pos=MF}} {{Fs player|no=29|nat=LTU|name=[[Kajus Bička]]|pos=MF}} {{Fs player|no=77|nat=LTU|name=[[Linas Pilibaitis]]|pos=MF|other=kap.}} {{Fs player|no=|nat=LTU|name=[[Andrius Kazakevičius]]|pos=MF}} ✔️ |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{Fs player|no=10|nat=BRA|name=[[Henrique Devens]]|pos=FW}} {{Fs player|no=|name=[[Gustas Jarusevičius]]|nat=LTU|pos=FW}} |----- ! colspan="9" bgcolor="#B0D3FB" align="left" | |----- bgcolor="#DFEDFD" {{fs end}} ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [https://fktransinvest.lt/ FK Transinvest] * [https://alyga.lt/ Pirma lyga] ''(alyga.lt)'' * [https://www.sofascore.com/team/football/fk-transinvest/411452 SOFASCORE] * [https://globalsportsarchive.com/team/soccer/fk-transinvest/54611/ Globalsportsarchive] {{DEFAULTSORT:Transinvest}} [[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]] iu4ktpzdauoulz3cs6i6t0eqg91rx9a Paetongtarn Shinawatra 0 182109 1921103 1908243 2025-06-22T17:07:39Z JetLowly 87476 1921103 wikitext text/x-wiki {{Forsætisráðherra | nafn = Paetongtarn Shinawatra | nafn_á_frummáli = {{nobold|แพทองธาร ชินวัตร}} | mynd = Prime Minister Narendra Modi at the Exchange of MoUs and Joint Press Statements along with the Prime Minister of Thailand, Ms Paetongtarn Shinawatra at Bangkok, in Thailand on April 03, 2025 (crop) (cropped).jpg | myndatexti1 = {{small|Paetongtarn árið 2025.}} | titill = Forsætisráðherra Taílands | stjórnartíð_start = [[16. ágúst]] [[2024]] | stjórnartíð_end = | einvaldur = [[Maha Vajiralongkorn]] | forveri = [[Phumtham Wechayachai]] {{small|(starfandi)}} | fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1986|8|21}} | fæðingarstaður = [[Bangkok]], [[Taíland]]i | stjórnmálaflokkur = [[Pheu Thai]] | maki = Pitaka Suksawat (g. 2019) | börn = 2 | faðir = [[Thaksin Shinawatra]] | móðir = [[Potjaman Na Pombejra]] | ættingjar = [[Yingluck Shinawatra]] (föðursystir) | háskóli = [[Chulalongkorn-háskóli]] (BA)<br>[[Háskólinn í Surrey]] (MSc) | undirskrift = PaeThongthan Shinawatra.svg }} '''Paetongtarn Shinawatra''' (f. 21. ágúst 1986) er [[Taíland|taílensk]] stjórnmála- og athafnakona sem er núverandi [[forsætisráðherra Taílands]]. Hún hefur verið leiðtogi stjórnmálaflokksins [[Pheu Thai]] frá árinu 2023. Paetongtarn Shinawatra er af hinni valdamiklu Shinawatra-ætt, sem hefur mörgum sinnum farið með stjórn landsins. Faðir hennar, [[Thaksin Shinawatra]], var forsætisráðherra Taílands frá 2001 til 2006, og föðursystir hennar, [[Yingluck Shinawatra]], var forsætisráðherra frá 2011 til 2014. Paetongtarn er yngsti forsætisráðherra í sögu Taílands og önnur konan sem hefur gegnt embættinu, á eftir Yingluck.<ref>{{Vefheimild|titill=Verður yngsti forsætisráðherra Taílands|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/08/16/verdur_yngsti_forsaetisradherra_tailands/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=16. ágúst 2024|skoðað=18. ágúst 2024}}</ref> ==Æviágrip== Paetongtarn Shinawatra gekk í einkaskóla í Taílandi og stundaði háskólanám í Bretlandi. Hún hóf síðan störf hjá Rende-hótelsamsteypunni, sem er í eigu Shinawatra-fjölskyldunnar. Eiginmaður Paetongtarn vinnur einnig hjá samsteypunni. Paetongtarn gekk í [[Pheu Thai]]-flokkinn, flokk Shinawatra-ættarinnar, árið 2021 og var útnefnd leiðtogi hans árið 2023.<ref>{{Vefheimild|titill=Dóttir Thaksin verður yngsti for­sætis­ráð­herra Taí­lands|url=https://www.visir.is/g/20242608349d/dottir-thaksin-verdur-yngsti-for-saetis-rad-herra-tai-lands|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags=16. ágúst 2024|skoðað=18. ágúst 2024|höfundur=Hólmfríður Gísladóttir}}</ref> Faðir Patongtarns, forsætisráðherrann [[Thaksin Shinawatra]], hrökklaðist frá völdum árið 2006 þegar taílenski herinn gerði valdarán gegn stjórn hans. Hið sama kom fyrir föðursystur Patongtarns, [[Yingluck Shinawatra]], sem var leyst úr embætti af hernum í valdaráni árið 2014. Þegar kosningar voru haldnar í Taílandi árið 2023 var Paetongtarn útnefnd ein af þremur forsætisráðherraefnum Pheu Thai-flokksins.<ref>{{Vefheimild|titill=For­sætis­ráð­herra­efni fæddi barn tveimur vikum fyrir kosningar|url=https://www.visir.is/g/20232409110d|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags=1. maí 2023|skoðað=18. ágúst 2024|höfundur=Bjarki Sigurðsson}}</ref> Í kosningunum lenti Pheu Thai í öðru sæti á eftir stjórnarandstöðuflokknum [[Förum áfram]], sem herinn leyfði ekki að mynda stjórn.<ref>{{Vefheimild|titill=Stjórnar­and­staðan vann mikinn sigur í Taí­landi|url=https://www.visir.is/g/20232415192d/default|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags=15. maí 2023|skoðað=18. ágúst 2024|höfundur=Atli Ísleifsson}}</ref> Pheu Thai myndaði því samsteypustjórn ásamt herstjórnarflokkunum og fasteignamógúllinn [[Srettha Thavis­in]], sem er meðlimur í flokknum, varð forsætisráðherra.<ref>{{Vefheimild|titill=Fast­eigna­mógúll nýr for­sætis­ráð­herra Taí­lands|url=https://www.visir.is/g/20232453206d/f/skodanir|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags=22. ágúst 2023|skoðað=19. ágúst 2024|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref> Srettha Thavis­in var vikið úr embætti með dómsúrskurði eftir aðeins tæpt ár sem forsætisráðherra.<ref>{{Vefheimild|titill=Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/08/14/forsaetisradherra_tailands_vikid_ur_embaetti/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=14. ágúst 2024|skoðað=18. ágúst 2024}}</ref> Paet­ongtarn Sh­inawatra var í kjölfarið kjörin nýr forsætisráðherra með rúmum helmingi atkvæða á taílenska þinginu.<ref>{{Vefheimild|titill=Paet­ongtarn Sh­inawatra verður for­sæt­is­ráð­herra Taílands|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/2024-08-16-paetongtarn-shinawatra-verdur-forsaetisradherra-tailands-419621|útgefandi=[[RÚV]]|dags=16. ágúst 2024|skoðað=18. ágúst 2024|höfundur=Hugrún Hannesdóttir Diego}}</ref> ==Tilvísanir== <references/> {{DEFAULTSORT:Shinawatra, Paetongtarn}} {{f|1986}} [[Flokkur:Forsætisráðherrar Taílands]] [[Flokkur:Taílenskir athafnamenn]] row24fyf3ncxs6ylzdtruxakh4xd94h Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025 0 183779 1921112 1921055 2025-06-22T18:43:38Z Friðþjófur 104929 /* G-riðill */ 1921112 wikitext text/x-wiki {{engar heimildir}} '''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025''' verður 21. [[heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu|heimsmeistarakeppni félagsliða]] og sú langstærsta í sögunni með 32 þátttökuliðum í stað 6-8 í fyrri keppnum. Hún verður haldin í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] frá 15. júní til 13. júlí. ==Keppnin== ===A-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[SE Palmeiras|Palmeiras]]||2||1||1||0||2||0||+2||''4'' |- |2||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Inter Miami CF|Inter Miami]]||2||1||1||0||2||1||+1||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] ||[[FC Porto|Porto]]||2||0||1||1||1||2||-1||''1'' |- |4||[[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]]||[[Al Ahly SC|Al Ahly]]||2||0||1||1||0||2||-2||''1'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 14. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= 60.927 |dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 15. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= 46.275 |dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 19. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]] |úrslit= 2:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]] |skýrsla= |mörk1= [[Wessam Abou Ali|Abou Ali]] 49 (sjálfsm.), [[José Manuel López|López]] 59 |mörk2= |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= 35.179 |dómari= Anthony Taylor, [[England]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 19. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]] |úrslit= 2:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]] |skýrsla= |mörk1= [[Telasco Segovia|Segovia]] 47, [[Lionel Messi|Messi]] 54 |mörk2= [[Samu Aghehowa|Aghehowa]] 8 (vítasp.) |leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]] |áhorfendur= 31.783 |dómari= Cristián Garay, [[Síle]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 23. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 23. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= |dómari= |}} ===B-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]||2||2||0||0||3||1||+2||''6'' |- |2||[[Mynd:Flag_of France.svg|20px]]||[[Paris Saint-Germain|PSG]]||2||1||0||1||4||1||+3||''3'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] ||[[Atlético Madrid]]||2||1||0||1||3||5||-2||''3'' |- |4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]||2||0||0||2||2||5||-3||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 15. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]] |úrslit= 4:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]] |skýrsla= |mörk1= [[Fabián Ruiz|Fabián]] 19, [[Vitinha]] 45+1, [[Senny Mayulu|Mayulu]] 87, [[Lee Kang-in]] 90+7 (vítasp.) |mörk2= |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= 80.619 |dómari= István Kovács, [[Rúmenía|Rúmeníu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 15. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]] |úrslit= 2:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]] |skýrsla= |mörk1= [[Jair Cunha|Cunha]] 28, [[Igor Jesus]] 44 |mörk2= [[Cristian Roldan|C. Roldan]] 75 |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= 30.151 |dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 19. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]] |úrslit= 1:3 |lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]] |skýrsla= |mörk1= [[Albert Rusnák|Rusnák]] 50 |mörk2= [[Pablo Barrios|Barrios]] 11, 55, [[Axel Witsel|Witsel]] 47 |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= 51.636 |dómari= Yael Falcón Pérez, [[Argentína|Argentínu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 19. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]] |úrslit= 0:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[Igor Jesus]] 36 |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= 53.699 |dómari= Drew Fischer, [[Kanada]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 23. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 23. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= |dómari= |}} ===C-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]]||[[Bayern München]]||2||2||0||0||12||1||+11||''6'' |- |2||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]]||[[S.L. Benfica|Benfica]]||2||1||1||0||8||2||+6||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Boca Juniors]]||2||0||1||1||3||4||-1||''1'' |- |4||[[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] ||[[Auckland City]]||2||0||0||2||0||16||-16||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 15. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]] |úrslit= 10:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]] |skýrsla= |mörk1= [[Kingsley Coman|Coman]] 6, 21, [[Sacha Boey|Boey]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 20, 45+3, [[Thomas Müller|Müller]] 45, 89, [[Jamal Musiala|Musiala]] 67, 73 (vítasp.), 84 |mörk2= |leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]] |áhorfendur= 21.152 |dómari= Issa Sy, [[Senegal]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 16. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]] |úrslit= 2:2 |lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]] |skýrsla= |mörk1= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 21, [[Rodrigo Battaglia|Battaglia]] 27 |mörk2= [[Ángel Di María|Di María]] 45+3 (vítasp.), [[Nicolás Otamendi|Otamendi]] 84 |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= 55.574 |dómari= César Ramos, [[Mexíkó]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 20. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]] |úrslit= 6:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]] |skýrsla= |mörk1= [[Ángel Di María|Di María]] 45+8 (vítasp.), 90+8 (vítasp.), [[Vangelis Pavlidis|Pavlidis]] 53, [[Renato Sanches|Sanches]] 63, [[Leandro Barreiro|Barreiro]] 76, 78 |mörk2= |leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]] |áhorfendur= 6.730 |dómari= Salman Falah, [[Katar]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 20. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]] |úrslit= 2:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]] |skýrsla= |mörk1= [[Harry Kane|Kane]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 84 |mörk2= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 66 |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= 63.587 |dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 24. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 24. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]] |áhorfendur= |dómari= |}} ===D-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]||2||2||0||0||5||1||+4||''6'' |- |2||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Chelsea F.C.|Chelsea]]||2||1||0||1||3||3||0||''3'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] ||[[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]||2||1||0||1||1||2||-1||''3'' |- |4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Los Angeles FC]]||2||0||0||2||0||3||-3||''0'' |- |} [[Club León]] frá [[Mexíkó]] var vikið úr keppni vegna brota á reglum um eignarhald. Þess í stað var efnt til einvígis milli Los Angeles FC og Club América um lausa sætið, sem lauk með 2:1 sigri bandaríska liðsins. {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 16. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]] |úrslit= 2:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]] |skýrsla= |mörk1= [[Giorgian de Arrascaeta|De Arrascaeta]] 17, [[Luiz Araújo]] 70 |mörk2= |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= 25.797 |dómari= Danny Makkelie, [[Holland]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 16. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]] |úrslit= 2:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]] |skýrsla= |mörk1= [[Pedro Neto|Neto]] 34, [[Enzo Fernández|Fernández]] 79 |mörk2= |leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]] |áhorfendur= 22.137 |dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 20. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]] |úrslit= 3:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]] |skýrsla= |mörk1= [[Bruno Henrique]] 62, [[Danilo]] 65, [[Wallace Yan]] 83 |mörk2= [[Pedro Neto|Neto]] 13 |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= 54.619 |dómari= Iván Barton, [[El Salvador]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 20. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]] |úrslit= 0:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[Youcef Belaïli|Belaïli]] 70 |leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]] |áhorfendur= 13.651 |dómari= Espen Eskås, [[Noregur|Noregi]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 24. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 24. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= |dómari= |}} ===E-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Club Atlético River Plate|River Plate]]||2||1||1||0||3||1||+2||''4'' |- |2||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]||2||1||1||0||3||2||+1||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Monterrey|Monterrey]]||2||0||2||0||1||1||0||''2'' |- |4||[[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] ||[[Urawa Red Diamonds]]||2||0||0||2||2||5||-3||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 17. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]] |úrslit= 3:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]] |skýrsla= |mörk1= [[Facundo Colidio|Colidio]] 12, [[Sebastián Driussi|Driussi]] 48, [[Maximiliano Meza|Meza]] 73 |mörk2= [[Yūsuke Matsuo|Matsuo]] 58 (vítasp.) |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= 11.974 |dómari= Felix Zwayer, [[Þýskaland]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 17. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]] |úrslit= 1:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]] |skýrsla= |mörk1= [[Sergio Ramos|Ramos]] 25 |mörk2= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 42 |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= 40.311 |dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 21. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= 57.393 |dómari= Slavko Vinčić, [[Slóvenía|Slóveníu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 21. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]] |úrslit= 2:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]] |skýrsla= |mörk1= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 78, [[Valentín Carboni|Carboni]] 90+2 |mörk2= [[Ryōma Watanabe|Watanabe]] 11 |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= 25.090 |dómari= Dahane Beida, [[Máritanía|Máritaníu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 25. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 25. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= |dómari= |}} ===F-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Fluminense FC|Fluminense]]||2||1||1||0||4||2||+2||''4'' |- |2||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] ||[[Borussia Dortmund]]||2||1||1||0||4||3||+1||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]]||[[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]||2||1||0||1||3||4||0||''3'' |- |4||[[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]]||[[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]||2||0||0||2||2||5||-4||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 17. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= 34.736 |dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 17. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]] |úrslit= 0:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[Iqraam Rayners|Rayners]] 36 |leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]] |áhorfendur= 3.412 |dómari= Clément Turpin, [[Frakkland]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 21. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]] |úrslit= 3:4 |lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]] |skýrsla= |mörk1= [[Lucas Ribeiro Costa|Ribeiro]] 11, [[Iqraam Rayners|Rayners]] 62, [[Lebo Mothiba|Mothiba]] 90 |mörk2= [[Felix Nmecha|Nmecha]] 16, [[Serhou Guirassy|Guirassy]] 34, [[Jobe Bellingham|Bellingham]] 45, [[Khuliso Mudau|Mudau]] 59 (sjálfsm.) |leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]] |áhorfendur= 14.006 |dómari= Juan Gabriel Benítez, [[Paragvæ]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 21. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]] |úrslit= 4:2 |lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]] |skýrsla= |mörk1= [[Jhon Arias|Arias]] 27, [[Nonato]] 66, [[Juan Pablo Freytes|Freytes]] 83, [[Keno]] 90+2 |mörk2= [[Lee Jin-hyun]] 37, [[Um Won-sang]] 45+3 |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= 29.321 |dómari= Michael Oliver, [[England]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 25. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 25. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]] |áhorfendur= |dómari= |}} ===G-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[Juventus FC|Juventus]]||2||2||0||0||9||1||+8||''6'' |- |2||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Manchester City]]||1||1||0||0||2||0||+2||''3'' |- |3||[[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]]||[[Al Ain FC|Al Ain]]||1||0||0||1||0||5||-5||''0'' |- |4||[[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] ||[[Wydad AC]]||2||0||0||2||1||6||-5||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 18. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]] |úrslit= 2:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]] |skýrsla= |mörk1= [[Phil Foden|Foden]] 2, [[Jérémy Doku|Doku]] 42 |mörk2= |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= 37.446 |dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 18. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]] |úrslit= 0:5 |lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[Randal Kolo Muani|Kolo Muani]] 11, 45+4, [[Francisco Conceição|Conceição]] 21, 58, [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 31 |leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]] |áhorfendur= 18.161 |dómari= Tori Penso, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 22. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]] |úrslit= 4:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]] |skýrsla= |mörk1= [[Abdelmounaim Boutouil|Boutouil]] 6 (sjálfsm.), [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 16, 69, [[Dušan Vlahović|Vlahović]] 90+4 (vítasp.) |mörk2= [[Thembinkosi Lorch|Lorch]] 25 |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= 31.975 |dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 22. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 26. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 26. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]] |áhorfendur= |dómari= |}} ===H-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]]||[[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]||1||1||0||0||2||1||+1||''3'' |- |2||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]]||[[Real Madrid]]||1||0||1||0||1||1||0||''1'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] ||[[Al Hilal]]||1||0||1||0||1||1||0||''1'' |- |4||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Pachuca|Pachuca]]||1||0||0||1||1||2||-1||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 18. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]] |úrslit= 1:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]] |skýrsla= |mörk1= [[Gonzalo García|G. García]] 34 |mörk2= [[Rúben Neves|Neves]] 41 (vítasp.) |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= 62.415 |dómari= Facundo Tello, [[Argentína|Argentínu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 18. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]] |úrslit= 1:2 |lið2= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]] |skýrsla= |mörk1= [[Bryan González|González]] 56 |mörk2= [[Oscar Gloukh|Gloukh]] 42, [[Karim Onisiwo|Onisiwo]] 76 |leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]] |áhorfendur= 5.282 |dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 22. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 22. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 26. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 26. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]] |áhorfendur= |dómari= |}} ==Heimildir== * [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025, Heimasíða mótsins] [[Flokkur:Knattspyrna]] tt7ku2507ar2wso5tft835jasi53lyc 1921145 1921112 2025-06-22T23:14:39Z Friðþjófur 104929 /* H-riðill */ 1921145 wikitext text/x-wiki {{engar heimildir}} '''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025''' verður 21. [[heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu|heimsmeistarakeppni félagsliða]] og sú langstærsta í sögunni með 32 þátttökuliðum í stað 6-8 í fyrri keppnum. Hún verður haldin í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] frá 15. júní til 13. júlí. ==Keppnin== ===A-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[SE Palmeiras|Palmeiras]]||2||1||1||0||2||0||+2||''4'' |- |2||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Inter Miami CF|Inter Miami]]||2||1||1||0||2||1||+1||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] ||[[FC Porto|Porto]]||2||0||1||1||1||2||-1||''1'' |- |4||[[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]]||[[Al Ahly SC|Al Ahly]]||2||0||1||1||0||2||-2||''1'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 14. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= 60.927 |dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 15. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= 46.275 |dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 19. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]] |úrslit= 2:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]] |skýrsla= |mörk1= [[Wessam Abou Ali|Abou Ali]] 49 (sjálfsm.), [[José Manuel López|López]] 59 |mörk2= |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= 35.179 |dómari= Anthony Taylor, [[England]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 19. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]] |úrslit= 2:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]] |skýrsla= |mörk1= [[Telasco Segovia|Segovia]] 47, [[Lionel Messi|Messi]] 54 |mörk2= [[Samu Aghehowa|Aghehowa]] 8 (vítasp.) |leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]] |áhorfendur= 31.783 |dómari= Cristián Garay, [[Síle]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 23. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 23. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= |dómari= |}} ===B-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]||2||2||0||0||3||1||+2||''6'' |- |2||[[Mynd:Flag_of France.svg|20px]]||[[Paris Saint-Germain|PSG]]||2||1||0||1||4||1||+3||''3'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] ||[[Atlético Madrid]]||2||1||0||1||3||5||-2||''3'' |- |4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]||2||0||0||2||2||5||-3||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 15. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]] |úrslit= 4:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]] |skýrsla= |mörk1= [[Fabián Ruiz|Fabián]] 19, [[Vitinha]] 45+1, [[Senny Mayulu|Mayulu]] 87, [[Lee Kang-in]] 90+7 (vítasp.) |mörk2= |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= 80.619 |dómari= István Kovács, [[Rúmenía|Rúmeníu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 15. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]] |úrslit= 2:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]] |skýrsla= |mörk1= [[Jair Cunha|Cunha]] 28, [[Igor Jesus]] 44 |mörk2= [[Cristian Roldan|C. Roldan]] 75 |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= 30.151 |dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 19. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]] |úrslit= 1:3 |lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]] |skýrsla= |mörk1= [[Albert Rusnák|Rusnák]] 50 |mörk2= [[Pablo Barrios|Barrios]] 11, 55, [[Axel Witsel|Witsel]] 47 |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= 51.636 |dómari= Yael Falcón Pérez, [[Argentína|Argentínu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 19. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]] |úrslit= 0:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[Igor Jesus]] 36 |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= 53.699 |dómari= Drew Fischer, [[Kanada]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 23. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 23. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= |dómari= |}} ===C-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]]||[[Bayern München]]||2||2||0||0||12||1||+11||''6'' |- |2||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]]||[[S.L. Benfica|Benfica]]||2||1||1||0||8||2||+6||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Boca Juniors]]||2||0||1||1||3||4||-1||''1'' |- |4||[[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] ||[[Auckland City]]||2||0||0||2||0||16||-16||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 15. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]] |úrslit= 10:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]] |skýrsla= |mörk1= [[Kingsley Coman|Coman]] 6, 21, [[Sacha Boey|Boey]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 20, 45+3, [[Thomas Müller|Müller]] 45, 89, [[Jamal Musiala|Musiala]] 67, 73 (vítasp.), 84 |mörk2= |leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]] |áhorfendur= 21.152 |dómari= Issa Sy, [[Senegal]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 16. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]] |úrslit= 2:2 |lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]] |skýrsla= |mörk1= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 21, [[Rodrigo Battaglia|Battaglia]] 27 |mörk2= [[Ángel Di María|Di María]] 45+3 (vítasp.), [[Nicolás Otamendi|Otamendi]] 84 |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= 55.574 |dómari= César Ramos, [[Mexíkó]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 20. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]] |úrslit= 6:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]] |skýrsla= |mörk1= [[Ángel Di María|Di María]] 45+8 (vítasp.), 90+8 (vítasp.), [[Vangelis Pavlidis|Pavlidis]] 53, [[Renato Sanches|Sanches]] 63, [[Leandro Barreiro|Barreiro]] 76, 78 |mörk2= |leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]] |áhorfendur= 6.730 |dómari= Salman Falah, [[Katar]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 20. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]] |úrslit= 2:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]] |skýrsla= |mörk1= [[Harry Kane|Kane]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 84 |mörk2= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 66 |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= 63.587 |dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 24. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 24. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]] |áhorfendur= |dómari= |}} ===D-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]||2||2||0||0||5||1||+4||''6'' |- |2||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Chelsea F.C.|Chelsea]]||2||1||0||1||3||3||0||''3'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] ||[[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]||2||1||0||1||1||2||-1||''3'' |- |4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Los Angeles FC]]||2||0||0||2||0||3||-3||''0'' |- |} [[Club León]] frá [[Mexíkó]] var vikið úr keppni vegna brota á reglum um eignarhald. Þess í stað var efnt til einvígis milli Los Angeles FC og Club América um lausa sætið, sem lauk með 2:1 sigri bandaríska liðsins. {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 16. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]] |úrslit= 2:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]] |skýrsla= |mörk1= [[Giorgian de Arrascaeta|De Arrascaeta]] 17, [[Luiz Araújo]] 70 |mörk2= |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= 25.797 |dómari= Danny Makkelie, [[Holland]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 16. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]] |úrslit= 2:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]] |skýrsla= |mörk1= [[Pedro Neto|Neto]] 34, [[Enzo Fernández|Fernández]] 79 |mörk2= |leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]] |áhorfendur= 22.137 |dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 20. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]] |úrslit= 3:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]] |skýrsla= |mörk1= [[Bruno Henrique]] 62, [[Danilo]] 65, [[Wallace Yan]] 83 |mörk2= [[Pedro Neto|Neto]] 13 |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= 54.619 |dómari= Iván Barton, [[El Salvador]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 20. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]] |úrslit= 0:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[Youcef Belaïli|Belaïli]] 70 |leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]] |áhorfendur= 13.651 |dómari= Espen Eskås, [[Noregur|Noregi]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 24. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 24. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= |dómari= |}} ===E-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Club Atlético River Plate|River Plate]]||2||1||1||0||3||1||+2||''4'' |- |2||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]||2||1||1||0||3||2||+1||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Monterrey|Monterrey]]||2||0||2||0||1||1||0||''2'' |- |4||[[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] ||[[Urawa Red Diamonds]]||2||0||0||2||2||5||-3||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 17. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]] |úrslit= 3:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]] |skýrsla= |mörk1= [[Facundo Colidio|Colidio]] 12, [[Sebastián Driussi|Driussi]] 48, [[Maximiliano Meza|Meza]] 73 |mörk2= [[Yūsuke Matsuo|Matsuo]] 58 (vítasp.) |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= 11.974 |dómari= Felix Zwayer, [[Þýskaland]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 17. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]] |úrslit= 1:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]] |skýrsla= |mörk1= [[Sergio Ramos|Ramos]] 25 |mörk2= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 42 |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= 40.311 |dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 21. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= 57.393 |dómari= Slavko Vinčić, [[Slóvenía|Slóveníu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 21. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]] |úrslit= 2:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]] |skýrsla= |mörk1= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 78, [[Valentín Carboni|Carboni]] 90+2 |mörk2= [[Ryōma Watanabe|Watanabe]] 11 |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= 25.090 |dómari= Dahane Beida, [[Máritanía|Máritaníu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 25. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 25. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= |dómari= |}} ===F-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Fluminense FC|Fluminense]]||2||1||1||0||4||2||+2||''4'' |- |2||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] ||[[Borussia Dortmund]]||2||1||1||0||4||3||+1||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]]||[[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]||2||1||0||1||3||4||0||''3'' |- |4||[[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]]||[[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]||2||0||0||2||2||5||-4||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 17. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= 34.736 |dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 17. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]] |úrslit= 0:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[Iqraam Rayners|Rayners]] 36 |leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]] |áhorfendur= 3.412 |dómari= Clément Turpin, [[Frakkland]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 21. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]] |úrslit= 3:4 |lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]] |skýrsla= |mörk1= [[Lucas Ribeiro Costa|Ribeiro]] 11, [[Iqraam Rayners|Rayners]] 62, [[Lebo Mothiba|Mothiba]] 90 |mörk2= [[Felix Nmecha|Nmecha]] 16, [[Serhou Guirassy|Guirassy]] 34, [[Jobe Bellingham|Bellingham]] 45, [[Khuliso Mudau|Mudau]] 59 (sjálfsm.) |leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]] |áhorfendur= 14.006 |dómari= Juan Gabriel Benítez, [[Paragvæ]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 21. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]] |úrslit= 4:2 |lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]] |skýrsla= |mörk1= [[Jhon Arias|Arias]] 27, [[Nonato]] 66, [[Juan Pablo Freytes|Freytes]] 83, [[Keno]] 90+2 |mörk2= [[Lee Jin-hyun]] 37, [[Um Won-sang]] 45+3 |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= 29.321 |dómari= Michael Oliver, [[England]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 25. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 25. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]] |áhorfendur= |dómari= |}} ===G-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[Juventus FC|Juventus]]||2||2||0||0||9||1||+8||''6'' |- |2||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Manchester City]]||1||1||0||0||2||0||+2||''3'' |- |3||[[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]]||[[Al Ain FC|Al Ain]]||1||0||0||1||0||5||-5||''0'' |- |4||[[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] ||[[Wydad AC]]||2||0||0||2||1||6||-5||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 18. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]] |úrslit= 2:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]] |skýrsla= |mörk1= [[Phil Foden|Foden]] 2, [[Jérémy Doku|Doku]] 42 |mörk2= |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= 37.446 |dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 18. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]] |úrslit= 0:5 |lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[Randal Kolo Muani|Kolo Muani]] 11, 45+4, [[Francisco Conceição|Conceição]] 21, 58, [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 31 |leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]] |áhorfendur= 18.161 |dómari= Tori Penso, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 22. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]] |úrslit= 4:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]] |skýrsla= |mörk1= [[Abdelmounaim Boutouil|Boutouil]] 6 (sjálfsm.), [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 16, 69, [[Dušan Vlahović|Vlahović]] 90+4 (vítasp.) |mörk2= [[Thembinkosi Lorch|Lorch]] 25 |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= 31.975 |dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 22. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 26. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 26. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]] |áhorfendur= |dómari= |}} ===H-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]]||[[Real Madrid]]||2||1||1||0||4||2||+2||''4'' |- |2||[[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]]||[[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]||1||1||0||0||2||1||+1||''3'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] ||[[Al Hilal]]||1||0||1||0||1||1||0||''1'' |- |4||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Pachuca|Pachuca]]||2||0||0||2||2||5||-4||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 18. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]] |úrslit= 1:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]] |skýrsla= |mörk1= [[Gonzalo García|G. García]] 34 |mörk2= [[Rúben Neves|Neves]] 41 (vítasp.) |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= 62.415 |dómari= Facundo Tello, [[Argentína|Argentínu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 18. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]] |úrslit= 1:2 |lið2= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]] |skýrsla= |mörk1= [[Bryan González|González]] 56 |mörk2= [[Oscar Gloukh|Gloukh]] 42, [[Karim Onisiwo|Onisiwo]] 76 |leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]] |áhorfendur= 5.282 |dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 22. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]] |úrslit= 3:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]] |skýrsla= |mörk1= [[Jude Bellingham|Bellingham]] 35, [[Arda Güler|Güler]] 43, [[Federico Valverde|Valverde]] 70 |mörk2= [[Elías Montiel|Montiel]] 80 |leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte |áhorfendur= 70.248 |dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 22. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 26. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 26. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]] |áhorfendur= |dómari= |}} ==Heimildir== * [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025, Heimasíða mótsins] [[Flokkur:Knattspyrna]] 2op4x3puhhq2s5gj12ye1wg4reue9pp 1921153 1921145 2025-06-23T00:00:52Z Friðþjófur 104929 /* H-riðill */ 1921153 wikitext text/x-wiki {{engar heimildir}} '''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025''' verður 21. [[heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu|heimsmeistarakeppni félagsliða]] og sú langstærsta í sögunni með 32 þátttökuliðum í stað 6-8 í fyrri keppnum. Hún verður haldin í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] frá 15. júní til 13. júlí. ==Keppnin== ===A-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[SE Palmeiras|Palmeiras]]||2||1||1||0||2||0||+2||''4'' |- |2||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Inter Miami CF|Inter Miami]]||2||1||1||0||2||1||+1||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] ||[[FC Porto|Porto]]||2||0||1||1||1||2||-1||''1'' |- |4||[[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]]||[[Al Ahly SC|Al Ahly]]||2||0||1||1||0||2||-2||''1'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 14. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= 60.927 |dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 15. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= 46.275 |dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 19. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]] |úrslit= 2:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]] |skýrsla= |mörk1= [[Wessam Abou Ali|Abou Ali]] 49 (sjálfsm.), [[José Manuel López|López]] 59 |mörk2= |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= 35.179 |dómari= Anthony Taylor, [[England]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 19. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]] |úrslit= 2:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]] |skýrsla= |mörk1= [[Telasco Segovia|Segovia]] 47, [[Lionel Messi|Messi]] 54 |mörk2= [[Samu Aghehowa|Aghehowa]] 8 (vítasp.) |leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]] |áhorfendur= 31.783 |dómari= Cristián Garay, [[Síle]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 23. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 23. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= |dómari= |}} ===B-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]||2||2||0||0||3||1||+2||''6'' |- |2||[[Mynd:Flag_of France.svg|20px]]||[[Paris Saint-Germain|PSG]]||2||1||0||1||4||1||+3||''3'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] ||[[Atlético Madrid]]||2||1||0||1||3||5||-2||''3'' |- |4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]||2||0||0||2||2||5||-3||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 15. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]] |úrslit= 4:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]] |skýrsla= |mörk1= [[Fabián Ruiz|Fabián]] 19, [[Vitinha]] 45+1, [[Senny Mayulu|Mayulu]] 87, [[Lee Kang-in]] 90+7 (vítasp.) |mörk2= |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= 80.619 |dómari= István Kovács, [[Rúmenía|Rúmeníu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 15. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]] |úrslit= 2:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]] |skýrsla= |mörk1= [[Jair Cunha|Cunha]] 28, [[Igor Jesus]] 44 |mörk2= [[Cristian Roldan|C. Roldan]] 75 |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= 30.151 |dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 19. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]] |úrslit= 1:3 |lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]] |skýrsla= |mörk1= [[Albert Rusnák|Rusnák]] 50 |mörk2= [[Pablo Barrios|Barrios]] 11, 55, [[Axel Witsel|Witsel]] 47 |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= 51.636 |dómari= Yael Falcón Pérez, [[Argentína|Argentínu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 19. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]] |úrslit= 0:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[Igor Jesus]] 36 |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= 53.699 |dómari= Drew Fischer, [[Kanada]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 23. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 23. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= |dómari= |}} ===C-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]]||[[Bayern München]]||2||2||0||0||12||1||+11||''6'' |- |2||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]]||[[S.L. Benfica|Benfica]]||2||1||1||0||8||2||+6||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Boca Juniors]]||2||0||1||1||3||4||-1||''1'' |- |4||[[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] ||[[Auckland City]]||2||0||0||2||0||16||-16||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 15. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]] |úrslit= 10:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]] |skýrsla= |mörk1= [[Kingsley Coman|Coman]] 6, 21, [[Sacha Boey|Boey]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 20, 45+3, [[Thomas Müller|Müller]] 45, 89, [[Jamal Musiala|Musiala]] 67, 73 (vítasp.), 84 |mörk2= |leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]] |áhorfendur= 21.152 |dómari= Issa Sy, [[Senegal]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 16. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]] |úrslit= 2:2 |lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]] |skýrsla= |mörk1= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 21, [[Rodrigo Battaglia|Battaglia]] 27 |mörk2= [[Ángel Di María|Di María]] 45+3 (vítasp.), [[Nicolás Otamendi|Otamendi]] 84 |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= 55.574 |dómari= César Ramos, [[Mexíkó]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 20. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]] |úrslit= 6:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]] |skýrsla= |mörk1= [[Ángel Di María|Di María]] 45+8 (vítasp.), 90+8 (vítasp.), [[Vangelis Pavlidis|Pavlidis]] 53, [[Renato Sanches|Sanches]] 63, [[Leandro Barreiro|Barreiro]] 76, 78 |mörk2= |leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]] |áhorfendur= 6.730 |dómari= Salman Falah, [[Katar]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 20. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]] |úrslit= 2:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]] |skýrsla= |mörk1= [[Harry Kane|Kane]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 84 |mörk2= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 66 |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= 63.587 |dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 24. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 24. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]] |áhorfendur= |dómari= |}} ===D-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]||2||2||0||0||5||1||+4||''6'' |- |2||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Chelsea F.C.|Chelsea]]||2||1||0||1||3||3||0||''3'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] ||[[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]||2||1||0||1||1||2||-1||''3'' |- |4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Los Angeles FC]]||2||0||0||2||0||3||-3||''0'' |- |} [[Club León]] frá [[Mexíkó]] var vikið úr keppni vegna brota á reglum um eignarhald. Þess í stað var efnt til einvígis milli Los Angeles FC og Club América um lausa sætið, sem lauk með 2:1 sigri bandaríska liðsins. {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 16. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]] |úrslit= 2:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]] |skýrsla= |mörk1= [[Giorgian de Arrascaeta|De Arrascaeta]] 17, [[Luiz Araújo]] 70 |mörk2= |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= 25.797 |dómari= Danny Makkelie, [[Holland]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 16. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]] |úrslit= 2:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]] |skýrsla= |mörk1= [[Pedro Neto|Neto]] 34, [[Enzo Fernández|Fernández]] 79 |mörk2= |leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]] |áhorfendur= 22.137 |dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 20. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]] |úrslit= 3:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]] |skýrsla= |mörk1= [[Bruno Henrique]] 62, [[Danilo]] 65, [[Wallace Yan]] 83 |mörk2= [[Pedro Neto|Neto]] 13 |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= 54.619 |dómari= Iván Barton, [[El Salvador]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 20. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]] |úrslit= 0:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[Youcef Belaïli|Belaïli]] 70 |leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]] |áhorfendur= 13.651 |dómari= Espen Eskås, [[Noregur|Noregi]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 24. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 24. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= |dómari= |}} ===E-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Club Atlético River Plate|River Plate]]||2||1||1||0||3||1||+2||''4'' |- |2||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]||2||1||1||0||3||2||+1||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Monterrey|Monterrey]]||2||0||2||0||1||1||0||''2'' |- |4||[[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] ||[[Urawa Red Diamonds]]||2||0||0||2||2||5||-3||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 17. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]] |úrslit= 3:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]] |skýrsla= |mörk1= [[Facundo Colidio|Colidio]] 12, [[Sebastián Driussi|Driussi]] 48, [[Maximiliano Meza|Meza]] 73 |mörk2= [[Yūsuke Matsuo|Matsuo]] 58 (vítasp.) |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= 11.974 |dómari= Felix Zwayer, [[Þýskaland]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 17. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]] |úrslit= 1:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]] |skýrsla= |mörk1= [[Sergio Ramos|Ramos]] 25 |mörk2= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 42 |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= 40.311 |dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 21. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= 57.393 |dómari= Slavko Vinčić, [[Slóvenía|Slóveníu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 21. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]] |úrslit= 2:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]] |skýrsla= |mörk1= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 78, [[Valentín Carboni|Carboni]] 90+2 |mörk2= [[Ryōma Watanabe|Watanabe]] 11 |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= 25.090 |dómari= Dahane Beida, [[Máritanía|Máritaníu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 25. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 25. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= |dómari= |}} ===F-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Fluminense FC|Fluminense]]||2||1||1||0||4||2||+2||''4'' |- |2||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] ||[[Borussia Dortmund]]||2||1||1||0||4||3||+1||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]]||[[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]||2||1||0||1||3||4||0||''3'' |- |4||[[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]]||[[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]||2||0||0||2||2||5||-4||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 17. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= 34.736 |dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 17. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]] |úrslit= 0:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[Iqraam Rayners|Rayners]] 36 |leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]] |áhorfendur= 3.412 |dómari= Clément Turpin, [[Frakkland]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 21. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]] |úrslit= 3:4 |lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]] |skýrsla= |mörk1= [[Lucas Ribeiro Costa|Ribeiro]] 11, [[Iqraam Rayners|Rayners]] 62, [[Lebo Mothiba|Mothiba]] 90 |mörk2= [[Felix Nmecha|Nmecha]] 16, [[Serhou Guirassy|Guirassy]] 34, [[Jobe Bellingham|Bellingham]] 45, [[Khuliso Mudau|Mudau]] 59 (sjálfsm.) |leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]] |áhorfendur= 14.006 |dómari= Juan Gabriel Benítez, [[Paragvæ]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 21. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]] |úrslit= 4:2 |lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]] |skýrsla= |mörk1= [[Jhon Arias|Arias]] 27, [[Nonato]] 66, [[Juan Pablo Freytes|Freytes]] 83, [[Keno]] 90+2 |mörk2= [[Lee Jin-hyun]] 37, [[Um Won-sang]] 45+3 |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= 29.321 |dómari= Michael Oliver, [[England]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 25. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 25. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]] |áhorfendur= |dómari= |}} ===G-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[Juventus FC|Juventus]]||2||2||0||0||9||1||+8||''6'' |- |2||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Manchester City]]||1||1||0||0||2||0||+2||''3'' |- |3||[[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]]||[[Al Ain FC|Al Ain]]||1||0||0||1||0||5||-5||''0'' |- |4||[[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] ||[[Wydad AC]]||2||0||0||2||1||6||-5||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 18. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]] |úrslit= 2:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]] |skýrsla= |mörk1= [[Phil Foden|Foden]] 2, [[Jérémy Doku|Doku]] 42 |mörk2= |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= 37.446 |dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 18. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]] |úrslit= 0:5 |lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[Randal Kolo Muani|Kolo Muani]] 11, 45+4, [[Francisco Conceição|Conceição]] 21, 58, [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 31 |leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]] |áhorfendur= 18.161 |dómari= Tori Penso, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 22. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]] |úrslit= 4:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]] |skýrsla= |mörk1= [[Abdelmounaim Boutouil|Boutouil]] 6 (sjálfsm.), [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 16, 69, [[Dušan Vlahović|Vlahović]] 90+4 (vítasp.) |mörk2= [[Thembinkosi Lorch|Lorch]] 25 |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= 31.975 |dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 22. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 26. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 26. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]] |áhorfendur= |dómari= |}} ===H-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]]||[[Real Madrid]]||2||1||1||0||4||2||+2||''4'' |- |2||[[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]]||[[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]||2||1||1||0||2||1||+1||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] ||[[Al Hilal]]||2||0||1||0||1||1||0||''2'' |- |4||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Pachuca|Pachuca]]||2||0||0||2||2||5||-4||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 18. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]] |úrslit= 1:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]] |skýrsla= |mörk1= [[Gonzalo García|G. García]] 34 |mörk2= [[Rúben Neves|Neves]] 41 (vítasp.) |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= 62.415 |dómari= Facundo Tello, [[Argentína|Argentínu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 18. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]] |úrslit= 1:2 |lið2= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]] |skýrsla= |mörk1= [[Bryan González|González]] 56 |mörk2= [[Oscar Gloukh|Gloukh]] 42, [[Karim Onisiwo|Onisiwo]] 76 |leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]] |áhorfendur= 5.282 |dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 22. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]] |úrslit= 3:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]] |skýrsla= |mörk1= [[Jude Bellingham|Bellingham]] 35, [[Arda Güler|Güler]] 43, [[Federico Valverde|Valverde]] 70 |mörk2= [[Elías Montiel|Montiel]] 80 |leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte |áhorfendur= 70.248 |dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 22. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]] |áhorfendur= 16.167 |dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 26. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 26. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]] |áhorfendur= |dómari= |}} ==Heimildir== * [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025, Heimasíða mótsins] [[Flokkur:Knattspyrna]] 6w2tb2o1tssncdvbju4y1d8q2g5w6du 1921200 1921153 2025-06-23T09:54:38Z Friðþjófur 104929 /* G-riðill */ 1921200 wikitext text/x-wiki {{engar heimildir}} '''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025''' verður 21. [[heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu|heimsmeistarakeppni félagsliða]] og sú langstærsta í sögunni með 32 þátttökuliðum í stað 6-8 í fyrri keppnum. Hún verður haldin í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] frá 15. júní til 13. júlí. ==Keppnin== ===A-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[SE Palmeiras|Palmeiras]]||2||1||1||0||2||0||+2||''4'' |- |2||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Inter Miami CF|Inter Miami]]||2||1||1||0||2||1||+1||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] ||[[FC Porto|Porto]]||2||0||1||1||1||2||-1||''1'' |- |4||[[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]]||[[Al Ahly SC|Al Ahly]]||2||0||1||1||0||2||-2||''1'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 14. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= 60.927 |dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 15. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= 46.275 |dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 19. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]] |úrslit= 2:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]] |skýrsla= |mörk1= [[Wessam Abou Ali|Abou Ali]] 49 (sjálfsm.), [[José Manuel López|López]] 59 |mörk2= |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= 35.179 |dómari= Anthony Taylor, [[England]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 19. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]] |úrslit= 2:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]] |skýrsla= |mörk1= [[Telasco Segovia|Segovia]] 47, [[Lionel Messi|Messi]] 54 |mörk2= [[Samu Aghehowa|Aghehowa]] 8 (vítasp.) |leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]] |áhorfendur= 31.783 |dómari= Cristián Garay, [[Síle]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 23. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 23. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= |dómari= |}} ===B-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]||2||2||0||0||3||1||+2||''6'' |- |2||[[Mynd:Flag_of France.svg|20px]]||[[Paris Saint-Germain|PSG]]||2||1||0||1||4||1||+3||''3'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] ||[[Atlético Madrid]]||2||1||0||1||3||5||-2||''3'' |- |4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]||2||0||0||2||2||5||-3||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 15. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]] |úrslit= 4:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]] |skýrsla= |mörk1= [[Fabián Ruiz|Fabián]] 19, [[Vitinha]] 45+1, [[Senny Mayulu|Mayulu]] 87, [[Lee Kang-in]] 90+7 (vítasp.) |mörk2= |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= 80.619 |dómari= István Kovács, [[Rúmenía|Rúmeníu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 15. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]] |úrslit= 2:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]] |skýrsla= |mörk1= [[Jair Cunha|Cunha]] 28, [[Igor Jesus]] 44 |mörk2= [[Cristian Roldan|C. Roldan]] 75 |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= 30.151 |dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 19. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]] |úrslit= 1:3 |lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]] |skýrsla= |mörk1= [[Albert Rusnák|Rusnák]] 50 |mörk2= [[Pablo Barrios|Barrios]] 11, 55, [[Axel Witsel|Witsel]] 47 |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= 51.636 |dómari= Yael Falcón Pérez, [[Argentína|Argentínu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 19. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]] |úrslit= 0:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[Igor Jesus]] 36 |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= 53.699 |dómari= Drew Fischer, [[Kanada]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 23. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 23. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= |dómari= |}} ===C-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]]||[[Bayern München]]||2||2||0||0||12||1||+11||''6'' |- |2||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]]||[[S.L. Benfica|Benfica]]||2||1||1||0||8||2||+6||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Boca Juniors]]||2||0||1||1||3||4||-1||''1'' |- |4||[[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] ||[[Auckland City]]||2||0||0||2||0||16||-16||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 15. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]] |úrslit= 10:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]] |skýrsla= |mörk1= [[Kingsley Coman|Coman]] 6, 21, [[Sacha Boey|Boey]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 20, 45+3, [[Thomas Müller|Müller]] 45, 89, [[Jamal Musiala|Musiala]] 67, 73 (vítasp.), 84 |mörk2= |leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]] |áhorfendur= 21.152 |dómari= Issa Sy, [[Senegal]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 16. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]] |úrslit= 2:2 |lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]] |skýrsla= |mörk1= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 21, [[Rodrigo Battaglia|Battaglia]] 27 |mörk2= [[Ángel Di María|Di María]] 45+3 (vítasp.), [[Nicolás Otamendi|Otamendi]] 84 |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= 55.574 |dómari= César Ramos, [[Mexíkó]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 20. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]] |úrslit= 6:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]] |skýrsla= |mörk1= [[Ángel Di María|Di María]] 45+8 (vítasp.), 90+8 (vítasp.), [[Vangelis Pavlidis|Pavlidis]] 53, [[Renato Sanches|Sanches]] 63, [[Leandro Barreiro|Barreiro]] 76, 78 |mörk2= |leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]] |áhorfendur= 6.730 |dómari= Salman Falah, [[Katar]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 20. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]] |úrslit= 2:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]] |skýrsla= |mörk1= [[Harry Kane|Kane]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 84 |mörk2= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 66 |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= 63.587 |dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 24. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 24. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]] |áhorfendur= |dómari= |}} ===D-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]||2||2||0||0||5||1||+4||''6'' |- |2||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Chelsea F.C.|Chelsea]]||2||1||0||1||3||3||0||''3'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] ||[[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]||2||1||0||1||1||2||-1||''3'' |- |4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Los Angeles FC]]||2||0||0||2||0||3||-3||''0'' |- |} [[Club León]] frá [[Mexíkó]] var vikið úr keppni vegna brota á reglum um eignarhald. Þess í stað var efnt til einvígis milli Los Angeles FC og Club América um lausa sætið, sem lauk með 2:1 sigri bandaríska liðsins. {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 16. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]] |úrslit= 2:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]] |skýrsla= |mörk1= [[Giorgian de Arrascaeta|De Arrascaeta]] 17, [[Luiz Araújo]] 70 |mörk2= |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= 25.797 |dómari= Danny Makkelie, [[Holland]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 16. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]] |úrslit= 2:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]] |skýrsla= |mörk1= [[Pedro Neto|Neto]] 34, [[Enzo Fernández|Fernández]] 79 |mörk2= |leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]] |áhorfendur= 22.137 |dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 20. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]] |úrslit= 3:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]] |skýrsla= |mörk1= [[Bruno Henrique]] 62, [[Danilo]] 65, [[Wallace Yan]] 83 |mörk2= [[Pedro Neto|Neto]] 13 |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= 54.619 |dómari= Iván Barton, [[El Salvador]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 20. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]] |úrslit= 0:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[Youcef Belaïli|Belaïli]] 70 |leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]] |áhorfendur= 13.651 |dómari= Espen Eskås, [[Noregur|Noregi]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 24. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 24. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= |dómari= |}} ===E-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Club Atlético River Plate|River Plate]]||2||1||1||0||3||1||+2||''4'' |- |2||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]||2||1||1||0||3||2||+1||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Monterrey|Monterrey]]||2||0||2||0||1||1||0||''2'' |- |4||[[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] ||[[Urawa Red Diamonds]]||2||0||0||2||2||5||-3||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 17. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]] |úrslit= 3:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]] |skýrsla= |mörk1= [[Facundo Colidio|Colidio]] 12, [[Sebastián Driussi|Driussi]] 48, [[Maximiliano Meza|Meza]] 73 |mörk2= [[Yūsuke Matsuo|Matsuo]] 58 (vítasp.) |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= 11.974 |dómari= Felix Zwayer, [[Þýskaland]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 17. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]] |úrslit= 1:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]] |skýrsla= |mörk1= [[Sergio Ramos|Ramos]] 25 |mörk2= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 42 |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= 40.311 |dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 21. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= 57.393 |dómari= Slavko Vinčić, [[Slóvenía|Slóveníu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 21. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]] |úrslit= 2:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]] |skýrsla= |mörk1= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 78, [[Valentín Carboni|Carboni]] 90+2 |mörk2= [[Ryōma Watanabe|Watanabe]] 11 |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= 25.090 |dómari= Dahane Beida, [[Máritanía|Máritaníu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 25. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 25. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= |dómari= |}} ===F-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Fluminense FC|Fluminense]]||2||1||1||0||4||2||+2||''4'' |- |2||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] ||[[Borussia Dortmund]]||2||1||1||0||4||3||+1||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]]||[[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]||2||1||0||1||3||4||0||''3'' |- |4||[[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]]||[[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]||2||0||0||2||2||5||-4||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 17. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= 34.736 |dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 17. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]] |úrslit= 0:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[Iqraam Rayners|Rayners]] 36 |leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]] |áhorfendur= 3.412 |dómari= Clément Turpin, [[Frakkland]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 21. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]] |úrslit= 3:4 |lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]] |skýrsla= |mörk1= [[Lucas Ribeiro Costa|Ribeiro]] 11, [[Iqraam Rayners|Rayners]] 62, [[Lebo Mothiba|Mothiba]] 90 |mörk2= [[Felix Nmecha|Nmecha]] 16, [[Serhou Guirassy|Guirassy]] 34, [[Jobe Bellingham|Bellingham]] 45, [[Khuliso Mudau|Mudau]] 59 (sjálfsm.) |leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]] |áhorfendur= 14.006 |dómari= Juan Gabriel Benítez, [[Paragvæ]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 21. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]] |úrslit= 4:2 |lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]] |skýrsla= |mörk1= [[Jhon Arias|Arias]] 27, [[Nonato]] 66, [[Juan Pablo Freytes|Freytes]] 83, [[Keno]] 90+2 |mörk2= [[Lee Jin-hyun]] 37, [[Um Won-sang]] 45+3 |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= 29.321 |dómari= Michael Oliver, [[England]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 25. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 25. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]] |áhorfendur= |dómari= |}} ===G-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Manchester City]]||2||2||0||0||8||0||+8||''6'' |- |2||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[Juventus FC|Juventus]]||2||2||0||0||9||1||+8||''6'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] ||[[Wydad AC]]||2||0||0||2||1||6||-5||''0'' |- |4||[[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]]||[[Al Ain FC|Al Ain]]||2||0||0||2||0||11||-11||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 18. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]] |úrslit= 2:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]] |skýrsla= |mörk1= [[Phil Foden|Foden]] 2, [[Jérémy Doku|Doku]] 42 |mörk2= |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= 37.446 |dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 18. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]] |úrslit= 0:5 |lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[Randal Kolo Muani|Kolo Muani]] 11, 45+4, [[Francisco Conceição|Conceição]] 21, 58, [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 31 |leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]] |áhorfendur= 18.161 |dómari= Tori Penso, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 22. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]] |úrslit= 4:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]] |skýrsla= |mörk1= [[Abdelmounaim Boutouil|Boutouil]] 6 (sjálfsm.), [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 16, 69, [[Dušan Vlahović|Vlahović]] 90+4 (vítasp.) |mörk2= [[Thembinkosi Lorch|Lorch]] 25 |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= 31.975 |dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 22. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]] |úrslit= 6:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]] |skýrsla= |mörk1= [[İlkay Gündoğan|Gündoğan]] 8, 73, [[Claudio Echeverri|Echeverri]] 27, [[Erling Haaland|Haaland]] 45+5 (vítasp.), [[Oscar Bobb|Bobb]] 84, [[Rayan Cherki|Cherki]] 89 |mörk2= |leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]] |áhorfendur= 40.392 |dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 26. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 26. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]] |áhorfendur= |dómari= |}} ===H-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]]||[[Real Madrid]]||2||1||1||0||4||2||+2||''4'' |- |2||[[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]]||[[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]||2||1||1||0||2||1||+1||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] ||[[Al Hilal]]||2||0||1||0||1||1||0||''2'' |- |4||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Pachuca|Pachuca]]||2||0||0||2||2||5||-4||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 18. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]] |úrslit= 1:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]] |skýrsla= |mörk1= [[Gonzalo García|G. García]] 34 |mörk2= [[Rúben Neves|Neves]] 41 (vítasp.) |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= 62.415 |dómari= Facundo Tello, [[Argentína|Argentínu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 18. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]] |úrslit= 1:2 |lið2= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]] |skýrsla= |mörk1= [[Bryan González|González]] 56 |mörk2= [[Oscar Gloukh|Gloukh]] 42, [[Karim Onisiwo|Onisiwo]] 76 |leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]] |áhorfendur= 5.282 |dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 22. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]] |úrslit= 3:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]] |skýrsla= |mörk1= [[Jude Bellingham|Bellingham]] 35, [[Arda Güler|Güler]] 43, [[Federico Valverde|Valverde]] 70 |mörk2= [[Elías Montiel|Montiel]] 80 |leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte |áhorfendur= 70.248 |dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 22. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]] |áhorfendur= 16.167 |dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 26. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 26. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]] |áhorfendur= |dómari= |}} ==Heimildir== * [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025, Heimasíða mótsins] [[Flokkur:Knattspyrna]] 30c35dbu3vx63jg2k65s9vhwl9tskx2 1921206 1921200 2025-06-23T10:08:28Z Friðþjófur 104929 1921206 wikitext text/x-wiki {{engar heimildir}} '''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025''' verður 21. [[heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu|heimsmeistarakeppni félagsliða]] og sú langstærsta í sögunni með 32 þátttökuliðum í stað 6-8 í fyrri keppnum. Hún verður haldin í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] frá 15. júní til 13. júlí. ==Riðlakeppnin== ===A-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[SE Palmeiras|Palmeiras]]||2||1||1||0||2||0||+2||''4'' |- |2||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Inter Miami CF|Inter Miami]]||2||1||1||0||2||1||+1||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] ||[[FC Porto|Porto]]||2||0||1||1||1||2||-1||''1'' |- |4||[[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]]||[[Al Ahly SC|Al Ahly]]||2||0||1||1||0||2||-2||''1'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 14. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= 60.927 |dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 15. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= 46.275 |dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 19. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]] |úrslit= 2:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]] |skýrsla= |mörk1= [[Wessam Abou Ali|Abou Ali]] 49 (sjálfsm.), [[José Manuel López|López]] 59 |mörk2= |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= 35.179 |dómari= Anthony Taylor, [[England]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 19. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]] |úrslit= 2:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]] |skýrsla= |mörk1= [[Telasco Segovia|Segovia]] 47, [[Lionel Messi|Messi]] 54 |mörk2= [[Samu Aghehowa|Aghehowa]] 8 (vítasp.) |leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]] |áhorfendur= 31.783 |dómari= Cristián Garay, [[Síle]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 23. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 23. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= |dómari= |}} ===B-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]||2||2||0||0||3||1||+2||''6'' |- |2||[[Mynd:Flag_of France.svg|20px]]||[[Paris Saint-Germain|PSG]]||2||1||0||1||4||1||+3||''3'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] ||[[Atlético Madrid]]||2||1||0||1||3||5||-2||''3'' |- |4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]||2||0||0||2||2||5||-3||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 15. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]] |úrslit= 4:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]] |skýrsla= |mörk1= [[Fabián Ruiz|Fabián]] 19, [[Vitinha]] 45+1, [[Senny Mayulu|Mayulu]] 87, [[Lee Kang-in]] 90+7 (vítasp.) |mörk2= |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= 80.619 |dómari= István Kovács, [[Rúmenía|Rúmeníu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 15. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]] |úrslit= 2:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]] |skýrsla= |mörk1= [[Jair Cunha|Cunha]] 28, [[Igor Jesus]] 44 |mörk2= [[Cristian Roldan|C. Roldan]] 75 |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= 30.151 |dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 19. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]] |úrslit= 1:3 |lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]] |skýrsla= |mörk1= [[Albert Rusnák|Rusnák]] 50 |mörk2= [[Pablo Barrios|Barrios]] 11, 55, [[Axel Witsel|Witsel]] 47 |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= 51.636 |dómari= Yael Falcón Pérez, [[Argentína|Argentínu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 19. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]] |úrslit= 0:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[Igor Jesus]] 36 |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= 53.699 |dómari= Drew Fischer, [[Kanada]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 23. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 23. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= |dómari= |}} ===C-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]]||[[Bayern München]]||2||2||0||0||12||1||+11||''6'' |- |2||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]]||[[S.L. Benfica|Benfica]]||2||1||1||0||8||2||+6||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Boca Juniors]]||2||0||1||1||3||4||-1||''1'' |- |4||[[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] ||[[Auckland City]]||2||0||0||2||0||16||-16||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 15. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]] |úrslit= 10:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]] |skýrsla= |mörk1= [[Kingsley Coman|Coman]] 6, 21, [[Sacha Boey|Boey]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 20, 45+3, [[Thomas Müller|Müller]] 45, 89, [[Jamal Musiala|Musiala]] 67, 73 (vítasp.), 84 |mörk2= |leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]] |áhorfendur= 21.152 |dómari= Issa Sy, [[Senegal]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 16. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]] |úrslit= 2:2 |lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]] |skýrsla= |mörk1= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 21, [[Rodrigo Battaglia|Battaglia]] 27 |mörk2= [[Ángel Di María|Di María]] 45+3 (vítasp.), [[Nicolás Otamendi|Otamendi]] 84 |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= 55.574 |dómari= César Ramos, [[Mexíkó]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 20. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]] |úrslit= 6:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]] |skýrsla= |mörk1= [[Ángel Di María|Di María]] 45+8 (vítasp.), 90+8 (vítasp.), [[Vangelis Pavlidis|Pavlidis]] 53, [[Renato Sanches|Sanches]] 63, [[Leandro Barreiro|Barreiro]] 76, 78 |mörk2= |leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]] |áhorfendur= 6.730 |dómari= Salman Falah, [[Katar]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 20. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]] |úrslit= 2:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]] |skýrsla= |mörk1= [[Harry Kane|Kane]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 84 |mörk2= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 66 |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= 63.587 |dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 24. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 24. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]] |áhorfendur= |dómari= |}} ===D-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]||2||2||0||0||5||1||+4||''6'' |- |2||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Chelsea F.C.|Chelsea]]||2||1||0||1||3||3||0||''3'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] ||[[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]||2||1||0||1||1||2||-1||''3'' |- |4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Los Angeles FC]]||2||0||0||2||0||3||-3||''0'' |- |} [[Club León]] frá [[Mexíkó]] var vikið úr keppni vegna brota á reglum um eignarhald. Þess í stað var efnt til einvígis milli Los Angeles FC og Club América um lausa sætið, sem lauk með 2:1 sigri bandaríska liðsins. {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 16. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]] |úrslit= 2:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]] |skýrsla= |mörk1= [[Giorgian de Arrascaeta|De Arrascaeta]] 17, [[Luiz Araújo]] 70 |mörk2= |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= 25.797 |dómari= Danny Makkelie, [[Holland]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 16. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]] |úrslit= 2:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]] |skýrsla= |mörk1= [[Pedro Neto|Neto]] 34, [[Enzo Fernández|Fernández]] 79 |mörk2= |leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]] |áhorfendur= 22.137 |dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 20. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]] |úrslit= 3:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]] |skýrsla= |mörk1= [[Bruno Henrique]] 62, [[Danilo]] 65, [[Wallace Yan]] 83 |mörk2= [[Pedro Neto|Neto]] 13 |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= 54.619 |dómari= Iván Barton, [[El Salvador]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 20. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]] |úrslit= 0:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[Youcef Belaïli|Belaïli]] 70 |leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]] |áhorfendur= 13.651 |dómari= Espen Eskås, [[Noregur|Noregi]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 24. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 24. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= |dómari= |}} ===E-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Club Atlético River Plate|River Plate]]||2||1||1||0||3||1||+2||''4'' |- |2||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]||2||1||1||0||3||2||+1||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Monterrey|Monterrey]]||2||0||2||0||1||1||0||''2'' |- |4||[[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] ||[[Urawa Red Diamonds]]||2||0||0||2||2||5||-3||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 17. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]] |úrslit= 3:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]] |skýrsla= |mörk1= [[Facundo Colidio|Colidio]] 12, [[Sebastián Driussi|Driussi]] 48, [[Maximiliano Meza|Meza]] 73 |mörk2= [[Yūsuke Matsuo|Matsuo]] 58 (vítasp.) |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= 11.974 |dómari= Felix Zwayer, [[Þýskaland]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 17. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]] |úrslit= 1:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]] |skýrsla= |mörk1= [[Sergio Ramos|Ramos]] 25 |mörk2= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 42 |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= 40.311 |dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 21. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= 57.393 |dómari= Slavko Vinčić, [[Slóvenía|Slóveníu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 21. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]] |úrslit= 2:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]] |skýrsla= |mörk1= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 78, [[Valentín Carboni|Carboni]] 90+2 |mörk2= [[Ryōma Watanabe|Watanabe]] 11 |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= 25.090 |dómari= Dahane Beida, [[Máritanía|Máritaníu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 25. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 25. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Rose Bowl, Pasadena |áhorfendur= |dómari= |}} ===F-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Fluminense FC|Fluminense]]||2||1||1||0||4||2||+2||''4'' |- |2||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] ||[[Borussia Dortmund]]||2||1||1||0||4||3||+1||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]]||[[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]||2||1||0||1||3||4||0||''3'' |- |4||[[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]]||[[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]||2||0||0||2||2||5||-4||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 17. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= 34.736 |dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 17. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]] |úrslit= 0:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[Iqraam Rayners|Rayners]] 36 |leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]] |áhorfendur= 3.412 |dómari= Clément Turpin, [[Frakkland]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 21. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]] |úrslit= 3:4 |lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]] |skýrsla= |mörk1= [[Lucas Ribeiro Costa|Ribeiro]] 11, [[Iqraam Rayners|Rayners]] 62, [[Lebo Mothiba|Mothiba]] 90 |mörk2= [[Felix Nmecha|Nmecha]] 16, [[Serhou Guirassy|Guirassy]] 34, [[Jobe Bellingham|Bellingham]] 45, [[Khuliso Mudau|Mudau]] 59 (sjálfsm.) |leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]] |áhorfendur= 14.006 |dómari= Juan Gabriel Benítez, [[Paragvæ]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 21. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]] |úrslit= 4:2 |lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]] |skýrsla= |mörk1= [[Jhon Arias|Arias]] 27, [[Nonato]] 66, [[Juan Pablo Freytes|Freytes]] 83, [[Keno]] 90+2 |mörk2= [[Lee Jin-hyun]] 37, [[Um Won-sang]] 45+3 |leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford |áhorfendur= 29.321 |dómari= Michael Oliver, [[England]]i |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 25. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 25. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]] |áhorfendur= |dómari= |}} ===G-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Manchester City]]||2||2||0||0||8||0||+8||''6'' |- |2||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[Juventus FC|Juventus]]||2||2||0||0||9||1||+8||''6'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] ||[[Wydad AC]]||2||0||0||2||1||6||-5||''0'' |- |4||[[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]]||[[Al Ain FC|Al Ain]]||2||0||0||2||0||11||-11||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 18. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]] |úrslit= 2:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]] |skýrsla= |mörk1= [[Phil Foden|Foden]] 2, [[Jérémy Doku|Doku]] 42 |mörk2= |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= 37.446 |dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 18. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]] |úrslit= 0:5 |lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[Randal Kolo Muani|Kolo Muani]] 11, 45+4, [[Francisco Conceição|Conceição]] 21, 58, [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 31 |leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]] |áhorfendur= 18.161 |dómari= Tori Penso, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 22. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]] |úrslit= 4:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]] |skýrsla= |mörk1= [[Abdelmounaim Boutouil|Boutouil]] 6 (sjálfsm.), [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 16, 69, [[Dušan Vlahović|Vlahović]] 90+4 (vítasp.) |mörk2= [[Thembinkosi Lorch|Lorch]] 25 |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= 31.975 |dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 22. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]] |úrslit= 6:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]] |skýrsla= |mörk1= [[İlkay Gündoğan|Gündoğan]] 8, 73, [[Claudio Echeverri|Echeverri]] 27, [[Erling Haaland|Haaland]] 45+5 (vítasp.), [[Oscar Bobb|Bobb]] 84, [[Rayan Cherki|Cherki]] 89 |mörk2= |leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]] |áhorfendur= 40.392 |dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 26. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 26. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]] |áhorfendur= |dómari= |}} ===H-riðill=== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig |- |- |1||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]]||[[Real Madrid]]||2||1||1||0||4||2||+2||''4'' |- |2||[[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]]||[[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]||2||1||1||0||2||1||+1||''4'' |- |3||[[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] ||[[Al Hilal]]||2||0||1||0||1||1||0||''2'' |- |4||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Pachuca|Pachuca]]||2||0||0||2||2||5||-4||''0'' |- |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 18. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]] |úrslit= 1:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]] |skýrsla= |mörk1= [[Gonzalo García|G. García]] 34 |mörk2= [[Rúben Neves|Neves]] 41 (vítasp.) |leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens |áhorfendur= 62.415 |dómari= Facundo Tello, [[Argentína|Argentínu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 18. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]] |úrslit= 1:2 |lið2= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]] |skýrsla= |mörk1= [[Bryan González|González]] 56 |mörk2= [[Oscar Gloukh|Gloukh]] 42, [[Karim Onisiwo|Onisiwo]] 76 |leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]] |áhorfendur= 5.282 |dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 22. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]] |úrslit= 3:1 |lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]] |skýrsla= |mörk1= [[Jude Bellingham|Bellingham]] 35, [[Arda Güler|Güler]] 43, [[Federico Valverde|Valverde]] 70 |mörk2= [[Elías Montiel|Montiel]] 80 |leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte |áhorfendur= 70.248 |dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 22. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]] |úrslit= 0:0 |lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]] |áhorfendur= 16.167 |dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]] |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 26. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 26. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]] |úrslit= |lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]] |áhorfendur= |dómari= |}} ==Útsláttarkeppni== ===16-liða úrslit=== {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 28. júní |lið1= 1. sæti í A-riðli |úrslit= |lið2= 2. sæti í B-riðli |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 28. júní |lið1= 1. sæti í C-riðli |úrslit= |lið2= 2. sæti í D-riðli |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Bank of America leikvangurinnn, Charlotte |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 29. júní |lið1= 1. sæti í B-riðli |úrslit= |lið2= 2. sæti í A-riðli |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Mercedes-Benz leikvangurinn, [[Atlanta]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 29. júní |lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]] |úrslit= |lið2= 2. sæti í C-riðli |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Hard Rock leikvangurinn, [[Miami]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 30. júní |lið1= 1. sæti í E-riðli |úrslit= |lið2= 2. sæti í F-riðli |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Bank of America leikvangurinn, Charlotte |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 30. júní |lið1= 1. sæti í G-riðli |úrslit= |lið2= 2. sæti í H-riðli |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Camping World leikvangurinn, [[Orlando]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 1. júlí |lið1= 1. sæti í H-riðli |úrslit= |lið2= 2. sæti í G-riðli |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Hard Rock leikvangurinn, [[Miami]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 1. júlí |lið1= 1. sæti í F-riðli |úrslit= |lið2= 2. sæti í E-riðli |skýrsla= |mörk1= |mörk2= |leikvangur= Mercedes-Benz leikvangurinn, [[Atlanta]] |áhorfendur= |dómari= |}} ==Heimildir== * [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025, Heimasíða mótsins] [[Flokkur:Knattspyrna]] g45qdzgkat6urqpm9obxm56wrdwryrs Íranski byltingarvörðurinn 0 184373 1921164 1920916 2025-06-23T07:34:16Z TKSnaevarr 53243 /* Saga */ 1921164 wikitext text/x-wiki {{Félagasamtök |nafn =Varðlið íslömsku byltingarinnar<br>{{nobold|Sepāh-e Pāsdārān-e Enqelāb-e Eslāmī<br>سپاه پاسداران انقلاب اسلامی}} |bakgrunnslitur = |mynd = Seal of the Army of the Guardians of the Islamic Revolution.svg |myndaheiti =Innsigli Íranska byltingarvarðarins |kort = |kortastærð= |kortaheiti= |skammstöfun= |einkennisorð={{lang|ar|وَأَعِدُّوا لَهُمْ مَا اسْتَطَعْتُمْ مِنْ قُوَّةٍ}} {{small|([[Kóran]] 8:60)}}<br>„Kveðjið saman gegn þeim þær hersveitir og riddaralið, sem þér hafið yfir að ráða.“ |stofnun={{start date and age|1979|5|5}} |gerð= |staða= |markmið= |hugmyndafræði= |höfuðstöðvar=[[Teheran]] |staðsetning=[[Íran]] |hnit= |markaðsvæði= |starfssvæði= |skáli= |meðlimir= |tungumál= |forstöðumaður= [[Mohammad Pakpour]] |félagsforingi= |lykilmenn= |móðurfélag= |verðlaun= |fjöldi starfsfólks=≈125.000 (2024)<ref>{{cite web|date=13 April 2024 |title=Iran's Revolutionary Guards: powerful group with wide regional reach |website=[[Reuters]] |url=https://www.reuters.com/world/middle-east/irans-revolutionary-guards-powerful-group-with-wide-regional-reach-2024-04-01/}}</ref><ref name="IISS2020">{{cite book|author=The International Institute of Strategic Studies (IISS)|title=The Military Balance 2020|year=2020|publisher=[[Routledge]]|chapter=Middle East and North Africa|volume=120|number=1|isbn=978-0-367-46639-8|doi=10.1080/04597222.2020.1707968|pages=348–352|s2cid=219624897}}</ref> |vefsíða={{URL|sepahnews.ir}} }} '''Íranski byltingarvörðurinn''' (formlega ''Varðlið íslömsku byltingarinnar''; persneska: سپاه پاسداران انقلاب اسلامى; ''Sepâh-e Pâsdârân-e Enghelâb-e Eslâmi'') eru hernaðarsamtök í [[Íran]] sem eru ábyrg gagnvart [[Æðsti leiðtogi Írans|æðsta leiðtoga Írans]], þjóðhöfðingja landsins. Samkvæmt stjórnarskrá Írans er hlutverk [[Íransher|fastahers landsins]] að vernda landamæri og viðhalda allsherjarreglu í landinu en byltingarvörðurinn hefur hins vegar það hlutverk að vernda stjórnkerfi Íslamska lýðveldisins.<ref>{{Lien web|langue=en|titre=Profile: Iran's Revolutionary Guards|url=http://news.bbc.co.uk/2/hi/middle_east/7064353.stm|site=news.bbc.co.uk|date=18 octobre 2009|consulté le=15 février 2019}}</ref> Byltingarvörðurinn er afar virkur á pólitískum vettvangi.<ref>{{Lien web |auteur=Madjid Zerrouky et Ghazal Golshiri |titre=« En Iran, le pouvoir des gardiens de la révolution transforme progressivement le pays en une dictature militaire » |url=https://www.lemonde.fr/international/article/2022/10/27/en-iran-le-pouvoir-des-gardiens-de-la-revolution-transforme-progressivement-le-pays-en-une-dictature-militaire_6147558_3210.html |site=Le Monde |date=27 octobre 2022}}</ref> Margir telja samtökin í reynd valdameiri en ríkisstjórn Írans<ref name="letemps">{{Lien web |titre=En Iran, Mohammad Javad Zarif face aux Gardiens de la révolution |url=https://www.letemps.ch/monde/moyenorient/iran-mohammad-javad-zarif-face-aux-gardiens-revolution |site=Le Temps |date=28 avril 2021}}</ref> og líta á þau sem „ríki í ríkinu“.<ref name="letemps"/><ref name="lemonde"/> Byltingarvörðurinn stóð fyrir ofbeldisfullri bælingu á [[Mótmælin í Íran 2022|mótmælunum gegn dauða Möhsu Amini]] árið 2022.<ref name="lemonde">{{Lien web |auteur=Jean-Pierre Perrin |titre=Ebrahim Raïssi et les gardiens de la révolution, les deux implacables rouages de la répression iranienne |url=https://www.lemonde.fr/m-le-mag/article/2022/12/17/ebrahim-raissi-et-les-gardiens-de-la-revolution-les-deux-implacables-rouages-de-la-repression-iranienne_6154885_4500055.html |site=Le Monde |date=Jean-Pierre Perrin}}</ref> == Saga == Íranski byltingarvörðurinn var stofnaður þann 22. apríl 1979, þremur vikum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu sem staðfesti stofnun Íslamsks lýðveldis í Íran í kjölfar [[Íranska byltingin|írönsku byltingarinnar]].<ref>{{Ouvrage|langue=en|auteur1=Mehrzad Boroujerdi, Kourosh Rahimkhani|titre=Postrevolutionary Iran: A political Handbook|passage=9|éditeur=Syracuse University Press|date=2018|isbn=978-0-8156-5432-2|lire en ligne=https://irandataportal.syr.edu/wp-content/uploads/Postrevolutionary-Iran-A-Political-Handbook.pdf}}</ref> Margir af æðstu leiðtogum byltingarvarðarins voru myrtir í sjálfsmorðsárás þann 18. október 2009 í [[Zehedan]] í [[Sistan og Balúkistan]]. [[Súnní]]-íslömsku hryðjuverkasamtökin [[Jundallah]] lýstu yfir ábyrgð á árásinni.<ref>{{Lien web|langue=fr|titre=Plusieurs arrestations en Iran après l'attentat contre les Gardiens de la révolution |périodique=[[Le Monde]] |date=2009-10-20 |lire en ligne=https://www.lemonde.fr/proche-orient/article/2009/10/20/plusieurs-arrestations-en-iran-apres-l-attentat-contre-les-gardiens-de-la-revolution_1256218_3218.html |consulté le=2021-02-14 |pages= }}</ref><ref>{{Lien web |langue=fr |auteur=Delphine Minoui |titre=Après l'attentat sanglant, l'Iran accuse le Pakistan |url=https://www.lefigaro.fr/international/2009/10/19/01003-20091019ARTFIG00284-iran-un-attentat-cible-les-gardiens-de-la-revolution-.php |site=[[Le Figaro]] |date=19/10/2009 |consulté le=2021-02-14}}</ref> Þann 23. október 2018 skilgreindu [[Sádi-Arabía]] og [[Barein]] Íranska byltingarvörðinn sem [[hryðjuverk]]asamtök.<ref>{{Lien web|langue=en|titre=Saudi, Bahrain add Iran's Revolutionary Guards to terrorism lists|date=23-10-2018|url=https://www.reuters.com/article/us-saudi-bahrain-security-iran/saudi-bahrain-add-irans-revolutionary-guards-to-terrorism-lists-idUSKCN1MX288|site=reuters.com|consulté le=8 avril 2019}}</ref> [[Bandaríkin]] bættu Íranska byltingarverðinum á lista sinn yfir hryðjuverkasamtök þann 8. apríl árið 2019.<ref>{{Lien web|langue=fr-ca|titre=Washington considère les Gardiens de la révolution comme une organisation terroriste|url=https://ici.radio-canada.ca/nouvelle/1163096/washington-gardiens-revolution-organisation-terroriste|site=Radio-Canada.ca|date=2019-04-08|consulté le=2019-04-08}}.</ref><ref>{{Lien web |langue=fr|titre=Iran : les Gardiens de la révolution placés sur la liste des organisations terroristes |url=https://www.lepoint.fr/monde/iran-les-gardiens-de-la-revolution-places-sur-la-liste-des-organisations-terroristes-08-04-2019-2306433_24.php |site=Le Point |date=08/04/2019|consulté le=8 avril 2019}}</ref> Þann 19. janúar 2023 bað [[Evrópuþingið]] [[ráðherraráð Evrópusambandsins]] að bæta Íranska byltingarverðinum ásamt undirdeildum hans, Quds-sveitunum og Basij-sveitunum, á lista yfir hryðjuverkasamtök.<ref>{{lien web|site=Le Figaro|date=19 janvier 2023|titre=Iran: les eurodéputés votent pour l'inscription des Gardiens de la Révolution comme organisation terroriste, mise en garde de Téhéran|url=https://www.lefigaro.fr/flash-actu/iran-les-eurodeputes-votent-pour-l-inscription-des-gardiens-de-la-revolution-comme-organisation-terroriste-mise-en-garde-de-teheran-20230119}}</ref><ref>{{Lien web|url=https://www.europarl.europa.eu/doceo/document/RC-9-2023-0066_FR.html|titre=PROPOSITION DE RÉSOLUTION COMMUNE sur la réaction de l’Union européenne face aux manifestations et aux exécutions en Iran|date=18 1 2023|éditeur=Parlement européen}}</ref> Ráðherraráðið fór ekki að beiðni þingsins en samþykkti þó [[refsiaðgerðir]] gegn 18 manns og 19 lögaðilum.<ref>{{Lien web|url=https://www.lemonde.fr/international/article/2023/01/24/bruxelles-et-londres-approuvent-de-nouvelles-sanctions-contre-le-regime-iranien_6159071_3210.html|titre=Bruxelles et Londres approuvent de nouvelles sanctions contre le régime iranien|éditeur=Le Monde|date=24 1 2023|auteur=Philippe Jacqué}}</ref> [[Kanada]] bætti byltingarverðinum á lista sinn yfir hryðjuverkasamtök þann 19. júní 2024.<ref>{{Lien web|langue=fr-CA|prénom1=Mélanie|nom1=Marquis|titre=Les Gardiens de la révolution islamique au registre des entités terroristes|périodique=La Presse|date=2024-06-19|lire en ligne=https://www.lapresse.ca/actualites/politique/2024-06-19/les-gardiens-de-la-revolution-islamique-au-registre-des-entites-terroristes.php|consulté le=2024-06-23}}</ref> Leiðtogi byltingarvarðarins frá apríl 2019 var hershöfðinginn [[Hossein Salami]], sem var skipaður af æðstaklerki Írans, [[Ali Khamenei]].<ref>{{Lien web |langue=fr |titre=Iran: le guide suprême nomme un nouveau chef des Gardiens de la Révolution |url=https://www.voaafrique.com/a/iran-le-guide-supr%C3%AAme-nomme-un-nouveau-chef-des-gardiens-de-la-r%C3%A9volution/4885702.html |site=Voice of America |date=2019-04-22 |consulté le=2024-07-31}}</ref> Salami var drepinn í árásum Ísraelshers á höfuðstöðvar byltingarvarðarins í Teheran í upphafi [[Stríð Ísraels og Írans|stríðs Ísraels og Írans]] í júní 2025.<ref>{{vefheimild|titill=Yfirmaður byltingarvarðarins drepinn í áras Ísraels |url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/06/13/yfirmadur_byltingarvardarins_drepinn_i_aras_israels/ |útgefandi=[[mbl.is]]|dags= 13. júní 2025|skoðað= 13. júní 2025|höfundur=Hermann Nökkvi Gunnarsson}}</ref> == Lýsing == [[Mynd:IRGC naval exercise-2015 (11).jpg|thumb|right|Landgönguliðar Íranska byltingarvarðarins á heræfingu árið 2015.]] Íranski byltingarvörðurinn starfar sjálfstætt og er óháður íranska hernum. Hann er afar vel útbúinn og hefur eigið landgöngulið, lofther og fótgönguher á sínu snærum. Byltingarvörðurinn ber jafnframt ábyrgð á eigin [[skotflaug]]um sem fastaherinn fær ekki aðgang að. Höfuðstöðvar byltingarvarðarins eru í Doshan Tappeh-flugherstöðinni, sem hýsir einnig yfirstjórn íranska flughersins. Tilraunir hafa verið gerðar til að setja fastaherinn og byltingarvörðinn undir sameiginlega yfirstjórn en þær hafa náð takmörkuðum árangri. Byltingarvörðurinn var stofnaður með stjórnartilskipun þann 5. maí 1979 sem herlið sem átti eingöngu að vera ábyrgt gagnvart [[Æðsti leiðtogi Írans|æðsta leiðtoga Írans]], [[Ruhollah Khomeini]]. Byltingarvörðurinn varð fullvopnaður her á tíma [[Stríð Íraks og Írans|stríðs Íraks og Írans]], þar sem fjöldi óreyndra unglinga úr Basij-sveitum hans var sendur á víglínurnar. Mannfall byltingarvarðarins í stríðinu varð tvölfalt á við mannfall fastahersins. Árið 2000 var talið að byltingarvörðurinn teldi til sín um 13.000 menn í tuttugu deildum, þar á meðal fallhlífaliða, sérsveitarliða og landgönguliða. Fyrrum forseti Írans, [[Mahmoud Ahmadinejad]], var meðlimur í byltingarverðinum á tíma stríðsins við Írak. ==Tilvísanir== <references/> {{s|1979}} [[Flokkur:Íransher]] dtz2qifjl4zzpnri3lctjd77ckh6n91 Hanna Wróblewska 0 184405 1921156 1899112 2025-06-23T06:10:37Z TKSnaevarr 53243 1921156 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður | titill = Menningar- og þjóðminjaráðherra Póllands | stjórnartíð_start = [[13. maí]] [[2024]] | stjórnartíð_end = | forsætisráðherra = Donald Tusk | forveri = [[Bartłomiej Sienkiewicz]] | eftirmaður = | titill2 = | stjórnartíð_start2 = | stjórnartíð_end2 = | forveri2 = | titill3 = | stjórnartíð_start3 = | stjórnartíð_end3 = | forsætisráðherra3 = | forveri3 = | eftirmaður3 = | titill4 = Formaður | stjórnartíð_start4 = | stjórnartíð_end4 = | forveri4 = | eftirmaður4 = | stjórnmálaflokkur = | skammstöfun = | AÞ_CV = | AÞ_frá1 = | AÞ_til1 = | AÞ_kjördæmi1 = 5 czerwca 1968 | AÞ_flokkur1 = | fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1968|6|5}} | fæðingarstaður = [[Olsztyn]], [[Pólland]]i | þjóderni = [[Pólland|Pólsk]] | menntun = | háskóli = [[Háskólinn í Varsjá]] | stjórnartíð_end1 = }} '''Hanna Kamila Wróblewska''' (f. 5. júní 1968) er [[Pólland|pólskur]] stjórnmálamaður, [[Listfræði|listfræðingur]] og sýningarstjóri sem hefur verið menn­ing­ar­málaráðherra og þjóðminjaráðherra Póllands frá árinu [[2024]].<ref name=hw-gov-pl>{{cite web |author=serwis Gov.pl |date=2024 |title=Pólsk-íslenskt samstarf er að þróast í margar áttir |url=https://www.gov.pl/web/island/polsk-slenskt-samstarf-er-a-roast--margar-ttir |website=www.gov.pl |language=is}}</ref><ref name=pp-gov-pl>{{cite web |author=serwis Gov.pl |date=13 maja 2024 |title=Oficjalne zaprzysiężenie nowych ministrów – priorytetem niezmiennie bezpieczeństwo |url=https://www.gov.pl/web/premier/oficjalne-zaprzysiezenie-nowych-ministrow |website=www.gov.pl |language=is |access-date=2025-01-16 |archive-date=2024-05-13 |archive-url=https://web.archive.org/web/20240513160849/https://www.gov.pl/web/premier/oficjalne-zaprzysiezenie-nowych-ministrow |url-status=bot: unknown }}</ref> Hanna Wróblewska útskrifaðist frá Háskólanum í Varsjá með embættispróf í listfræði.<ref name=umcs-pl>{{cite web |author=serwis UMCS |date=2024 |title=Hanna Wróblewska - ministra kultury i dziedzictwa narodowego |url=https://www.umcs.pl/pl/hanna-wroblewska-ministra-kultury-i-dziedzictwa-narodowego,30236.htm |website=www.umcs.pl |language=is}}</ref> ==Tilvísanir== <references/> ==Tenglar== {{Commonscat|Hanna Wróblewska|Hanna Wróblewska}} {{DEFAULTSORT:WRÓBLEWSKA, Hanna}} [[Flokkur:Pólskir stjórnmálamenn]] {{f|1968}} 3vfd9csj11u9drxarahgt94bra4egtf 1921157 1921156 2025-06-23T06:11:00Z TKSnaevarr 53243 1921157 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður | titill = Menningar- og þjóðminjaráðherra Póllands | stjórnartíð_start = [[13. maí]] [[2024]] | forsætisráðherra = [[Donald Tusk]] | forveri = [[Bartłomiej Sienkiewicz]] | fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1968|6|5}} | fæðingarstaður = [[Olsztyn]], [[Pólland]]i | þjóderni = [[Pólland|Pólsk]] | háskóli = [[Háskólinn í Varsjá]] }} '''Hanna Kamila Wróblewska''' (f. 5. júní 1968) er [[Pólland|pólskur]] stjórnmálamaður, [[Listfræði|listfræðingur]] og sýningarstjóri sem hefur verið menn­ing­ar­málaráðherra og þjóðminjaráðherra Póllands frá árinu [[2024]].<ref name=hw-gov-pl>{{cite web |author=serwis Gov.pl |date=2024 |title=Pólsk-íslenskt samstarf er að þróast í margar áttir |url=https://www.gov.pl/web/island/polsk-slenskt-samstarf-er-a-roast--margar-ttir |website=www.gov.pl |language=is}}</ref><ref name=pp-gov-pl>{{cite web |author=serwis Gov.pl |date=13 maja 2024 |title=Oficjalne zaprzysiężenie nowych ministrów – priorytetem niezmiennie bezpieczeństwo |url=https://www.gov.pl/web/premier/oficjalne-zaprzysiezenie-nowych-ministrow |website=www.gov.pl |language=is |access-date=2025-01-16 |archive-date=2024-05-13 |archive-url=https://web.archive.org/web/20240513160849/https://www.gov.pl/web/premier/oficjalne-zaprzysiezenie-nowych-ministrow |url-status=bot: unknown }}</ref> Hanna Wróblewska útskrifaðist frá Háskólanum í Varsjá með embættispróf í listfræði.<ref name=umcs-pl>{{cite web |author=serwis UMCS |date=2024 |title=Hanna Wróblewska - ministra kultury i dziedzictwa narodowego |url=https://www.umcs.pl/pl/hanna-wroblewska-ministra-kultury-i-dziedzictwa-narodowego,30236.htm |website=www.umcs.pl |language=is}}</ref> ==Tilvísanir== <references/> ==Tenglar== {{Commonscat|Hanna Wróblewska|Hanna Wróblewska}} {{DEFAULTSORT:WRÓBLEWSKA, Hanna}} [[Flokkur:Pólskir stjórnmálamenn]] {{f|1968}} tn34yzxrrzgv17bd77evbcjuxqqa1cr Forsætisráðherra Indlands 0 185539 1921202 1908064 2025-06-23T09:59:00Z 2409:40D4:3100:7A8F:8000:0:0:0 1921202 wikitext text/x-wiki == List == {| class="wikitable" width="100%" style="text-align:center;" !N ! width="100px" | Portrait ! Name ! colspan="2" | Term of office ! Notable events ! Emperor |- |1 | |'''[[Mir Khalifa|Amir Nizamuddin Khalifa]]''' |1526 |1540 |[[First Battle of Panipat|1st Battle of panipat]] [[Battle of Khanwa]] |[[Babur]] (1526{{Snd}}1530) & [[Humayun]] (1530{{Snd}}1540) |- |2 | |'''[[Qaracha Khan]]''' |1540 |1550 |He was a governor of [[Kandahar|qandhar]] and humayun appoint him as Grand-Vizier of the [[Mughal Empire|Mughal State]]. |[[Humayun]] (1530{{Snd}}1556) |- |3 | | '''[[Bairam Khan]]'''<ref name="auto1">{{cite book |last1=Sharma |first1=Gauri |title=Prime Ministers Under the Mughals 1526-1707 |date=2006 |publisher=Kanishka, New Delhi |isbn=8173918236}}</ref> | 1550 | 1560 | style="font-size:90%;" | | rowspan=6 style= "background:#EAECF0" |'''[[Akbar|Akbar-i-Azam]]'''<br>{{Nastaliq|اکبر اعظم}}<br /><small>(1556-1605)</small> |- |4 | | '''[[Munim Khan]]''' |1560 |1565 | |- |5 | | '''[[Muzaffar Khan Turbati]]'''<ref>{{cite book |url= https://www.google.ca/books/edition/Medieval_India_From_Sultanat_to_the_Mugh/0Rm9MC4DDrcC?hl=en&gbpv=1&dq=no+vakil+appointed+from+1579&pg=PA136&printsec=frontcover |author= Satish Chandra |title=Medieval India: From Sultanat to the Mughals Part - II |date=2005 |publisher=Har-Anand Publications |page= 136}}</ref> | 1575 | 1579 |No Vakil was appointed after his appointment to governorship in Bengal from 1579 until 1589 |- |6 | [[File:ABU'L FAZL IBN MUBARAK (D. 1602 AD) AKBARNAMA.jpg|90px]] | '''[[Abu'l-Fazl ibn Mubarak]]'''<ref>{{cite book |author= Alfred J. Andrea, James H. Overfield |url=https://www.google.ca/books/edition/The_Human_Record_To_1700/QJsx7eQ0rwAC?hl=en&gbpv=1&bsq=1579+abul+fazl+chief+advisor&dq=1579+abul+fazl+chief+advisor&printsec=frontcover |page= 476 |title= The Human Record: To 1700 |publisher=Houghton Mifflin |quote= Abul Fazl(1551-1602), the emperor's chief advisor and confidant from 1579 until Abul Fazl's assassination at the instigation of Prince Salim, the future Emperor Jahangir(r. 1605-1627)}}</ref> | 1579 | 1602 | style="font-size:90%;" | |- |7 | | '''[[Abdul Rahim Khan-I-Khana|Khanzada Abdur Rahim]]'''<ref name="auto1">{{cite book |last1=Sharma |first1=Gauri |title=Prime Ministers Under the Mughals 1526-1707 |date=2006 |publisher=Kanishka, New Delhi |isbn=8173918236}}</ref> | 1589 | 1595 | style="font-size:90%;" | |- |8 | [[File:Mirza Aziz Koka.png|80px]] | '''[[Mirza Aziz Koka]]'''<ref name="auto1">{{cite book |last1=Sharma |first1=Gauri |title=Prime Ministers Under the Mughals 1526-1707 |date=2006 |publisher=Kanishka, New Delhi |isbn=8173918236}}</ref> | 1595 | 1605 | style="font-size:90%;" | |- |9 | | '''[[Sharifi Khan|Sharif Khan]]'''<ref name="auto1">{{cite book |last1=Sharma |first1=Gauri |title=Prime Ministers Under the Mughals 1526-1707 |date=2006 |publisher=Kanishka, New Delhi |isbn=8173918236}}</ref> | 1605 | 1611 | style="font-size:90%;" | | rowspan=3 style= "background:#EAECF0" |'''[[Jahangir]]'''<br>{{Nastaliq|جہانگیر}}<br /><small>(1605-1627)</small> |- |10 | [[File:A portrait of Mirza Ghiyas Beg aka 'I'timād-ud-Daulah', 18th century.jpg|80px]] | '''[[Mirza Ghias Beg]]'''<ref name="auto1">{{cite book |last1=Sharma |first1=Gauri |title=Prime Ministers Under the Mughals 1526-1707 |date=2006 |publisher=Kanishka, New Delhi |isbn=8173918236}}</ref> | 1611 | 1622 | style="font-size:90%;" | |- |11 | [[File:Portrait of Asaf Khan.jpg|80px]] | '''[[Abu'l-Hasan Asaf Khan]]'''<ref name="auto1">{{cite book |last1=Sharma |first1=Gauri |title=Prime Ministers Under the Mughals 1526-1707 |date=2006 |publisher=Kanishka, New Delhi |isbn=8173918236}}</ref> | 1622 | 1630 | style="font-size:90%;" | |- |12 | | '''[[Afzal Khan Shirazi]]'''<ref name="auto1">{{cite book |last1=Sharma |first1=Gauri |title=Prime Ministers Under the Mughals 1526-1707 |date=2006 |publisher=Kanishka, New Delhi |isbn=8173918236}}</ref> | 1630 | 1639 | style="font-size:90%;" | | rowspan=4 style= "background:#EAECF0" |'''[[Shah Jahan]]'''<br>{{Nastaliq|شاہ جہان}}<br /><small>(1628-1658)</small> |- |13 | | '''[[Islam Khan II|Islam Khan Mashadi]]'''<ref name="auto1">{{cite book |last1=Sharma |first1=Gauri |title=Prime Ministers Under the Mughals 1526-1707 |date=2006 |publisher=Kanishka, New Delhi |isbn=8173918236}}</ref> | 1639 | 1640 | style="font-size:90%;" | |- |14 | | '''[[Wazir Khan (Lahore)|Shaikh Ilam-ud-Din Ansari]]'''<ref>{{cite book |url= https://www.google.ca/books/edition/The_Shah_Jahan_Nama_of_Inayat_Khan/n_BtAAAAMAAJ?hl=en&gbpv=1&bsq=Alim+-+ud+-+din+prime+shah+jahan&dq=Alim+-+ud+-+din+prime+shah+jahan&printsec=frontcover |title= The Shah Jahan Nama of 'Inayat Khan: An Abridged History of the Mughal Emperor Shah Jahan)|author= Abraham Richard Fuller| date=1990 |publisher= University of Michigan |page= 602}}</ref> | 1640 | 1642 | style="font-size:90%;" | |- |15 | [[File:Sadullah Khan giving audience, c1655.jpg|80px]] | '''[[Saadullah Khan (Mughal Empire)|Sadullah Khan]]'''<ref>{{cite book |url= https://www.google.ca/books/edition/A_Pageant_of_India/Wp0BAAAAMAAJ?hl=en&gbpv=1&bsq=saadullah+khan+1641&dq=saadullah+khan+1641&printsec=frontcover |title= The Shah Jahan Nama of 'Inayat Khan: An Abridged History of the Mughal Emperor Shah Jahan, Compiled by His Royal Librarian : the Nineteenth-century Manuscript Translation of A.R. Fuller (British Library, Add. 30,777)|date= 1927 |author= Adolf Simon Waley |publisher= Constable }}</ref> | 1642 | 1656 | style="font-size:90%;" | * [[Taj Mahal]] completed |- |16 | [[File:Mir Jumla.jpg|80px]] | '''[[Mir Jumla II|Mir Jumla]]'''<ref>{{cite book |last1=Indian Institute of Public Administration |title=The Indian Journal of Public Administration: Quarterly Journal of the Indian Institute of Public Administration, Volume 22 |date=1976 |publisher=The Institute}}</ref> | 1656 | 1657 | style="font-size:90%;" | | rowspan=5 style= "background:#EAECF0" |'''[[Alamgir I]]'''<br>{{Nastaliq|عالمگیر}}<br /><small>(1658-1707)</small> |- |17 | | '''[[Jafar Khan]]'''<ref>{{cite book |url=https://www.google.ca/books/edition/Proceedings/9-RtAAAAMAAJ?hl=en&gbpv=1&bsq=fazil+khan+wazir+in+1657&dq=fazil+khan+wazir+in+1657&printsec=frontcover |title= Indian History Congress - Proceedings: Volume 42 |date=1981 |publisher= Indian History Congress}}</ref> | 1657 | 1658 | style="font-size:90%;" | |- |18 | | '''[[Fazil Khan]]'''<ref>{{cite book |url=https://www.google.ca/books/edition/Proceedings/9-RtAAAAMAAJ?hl=en&gbpv=1&bsq=fazil+khan+wazir+in+1657&dq=fazil+khan+wazir+in+1657&printsec=frontcover |title= Indian History Congress - Proceedings: Volume 42 |date=1981 |publisher= Indian History Congress}}</ref> | 1658 | 1663 | style="font-size:90%;" | |- |(17) | | '''[[Jafar Khan]]'''<ref>{{cite book |last1=Indian Institute of Public Administration |title=The Indian Journal of Public Administration: Quarterly Journal of the Indian Institute of Public Administration, Volume 22 |date=1976 |publisher=The Institute}}</ref> | 1663 | 1670 <ref>{{cite book |url= https://www.google.ca/books/edition/Proceedings/9-RtAAAAMAAJ?hl=en&gbpv=1&bsq=jafar+khan+wazir+of+aurangzeb&dq=jafar+khan+wazir+of+aurangzeb&printsec=frontcover |title= Indian History Congress Proceedings: Volume 42 |date= 1981 |publisher= Indian History Congress }}</ref> | style="font-size:90%;" | |- |19 | | '''[[Asad Khan]]'''<ref>{{cite book |last1=Krieger-Krynicki |first1=Annie |title=Captive Princess: Zebunissa, Daughter of Emperor Aurangzeb |date=2005 |publisher=University of Michigan |isbn=0195798376}}</ref> | 1675 | 1707 | style="font-size:90%;" | * [[Mughal–Maratha Wars]] *[[Anglo-Mughal War]] |- |20 | | '''[[Mun'im Khan]]'''<ref>{{cite book |last1=Kaicker |first1=Abhishek |title=The King and the People: Sovereignty and Popular Politics in Mughal Delhi |date=3 Feb 2020 |publisher=Oxford University Press |isbn=978-0190070687}}</ref> | 1707 | 1711 | style="font-size:90%;" | | rowspan=1 style= "background:#EAECF0" |'''[[Bahadur Shah I]]'''<br>{{Nastaliq|بہادر شاہ}}<br /><small>(1707-1712)</small> |- |21 | | '''[[Hidayatullah Khan]]'''<ref>{{cite book |url= https://www.google.ca/books/edition/Later_Mughal/ak5oFjTys8MC?hl=en&gbpv=1&dq=hidayatullah+khan+wazir&pg=PA128&printsec=frontcover |title= Later Mughals |author= William Irvine |page= 128 }}</ref> | 1711 | 1713 | style="font-size:90%;" | | rowspan=2 style= "background:#EAECF0" |'''[[Jahandar Shah]]'''<br>{{Nastaliq|جہاندار شاہ}}<br /><small>(1712-1713)</small> |- |22 | | '''[[Zulfiqar Khan Nusrat Jung]]'''<ref>[[John F. Richards]], ''[[The New Cambridge History of India]]: The Mughal Empire'' (New York: [[Cambridge University Press]], 1993), p. 262</ref> | 1712 | 1713 | style="font-size:90%;" | |- |23 | | '''[[Mir Rustam Ali Khan]]'''<ref name="auto1">{{cite book |last1=Sharma |first1=Gauri |title=Prime Ministers Under the Mughals 1526-1707 |date=2006 |publisher=Kanishka, New Delhi |isbn=8173918236}}</ref> | 1710 | 1737 | style="font-size:90%;" | | rowspan=2 style="background:#EAECF0" |'''[[Farrukhsiyar]]'''<br>{{Nastaliq|فرخ سیر}}<br /><small>(1713–1719)</small> |- |24 | [[File:Abdullah Khan Barha.jpg|80px]] | '''[[Sayyid Hassan Ali Khan Barha]]'''<ref>{{cite book |last1=Encyclopaedia Britannica, Inc. |title=Britannica Guide to India |date=2009 |publisher=Encyclopaedia Britannica, Inc. |isbn=978-1593398477}}</ref> | 1713 | 1720 | style="font-size:90%;" | * Mughal throne occupied by a series of puppet rulers under the Syed brothers.<ref>{{cite book|url=https://www.google.ca/books/edition/Baji_Rao_I_the_Great_Peshwa/66E5AQAAIAAJ?hl=en&gbpv=1&bsq=mughal+throne+puppet+syed+brothers&dq=mughal+throne+puppet+syed+brothers&printsec=frontcover |title= Baji Rao I, the Great Peshwa |author= C. K. Srinivasan |date= 1962 |page= 22}}</ref> |- |25 | [[File:Muḥammad Amín Xán.jpg|80px]] | '''[[Muhammad Amin Khan Turani]]'''<ref>{{cite book |last1=Encyclopaedia Britannica, Inc. |title=Britannica Guide to India |date=2009 |publisher=Encyclopaedia Britannica, Inc. |isbn=978-1593398477}}</ref> | 1720 | 1721 | style="font-size:90%;" | | rowspan="5" style="background:#EAECF0" |'''[[Muhammad Shah]]'''<br>{{Nastaliq|محمد شاہ}}<br /><small>(1719-1748)</small> |- |26 | [[File:Asaf Jah I of Hyderabad.jpg|80px]] | [[Nizam-ul-Mulk, Asaf Jah I|'''Mir Qamar-ud-Din Khan Asaf Jah I''']]<ref>{{cite book |last1=Disha Experts |title=The History Compendium for IAS Prelims General Studies Paper 1 & State PSC Exams 3rd Edition |date=17 Dec 2018 |publisher=Disha Publications |isbn=978-9388373036}}</ref> | 1721 | 1724 | style="font-size:90%;" | |- |27 | [[File:The vizier Qamar ud-Din circa 1735 Bibliothèque nationale de France, Paris.jpg|80px]] | [[Itimad-ad-Daula, Qamar-ud-Din Khan|'''Mir Fazil Qamar-ud-Din Khan''']] | 1724 | 1731 | rowspan="3" style="font-size:90%;" | *[[Battle of Delhi (1737)]] *[[Battle of Bhopal]] * [[Nader Shah's invasion of India|Nader Shah's invasion of Mughal Empire]] *[[Battle of Karnal]] *[[Indian campaign of Ahmad Shah Durrani|First invasion of Ahmad Shah Durrani]] *[[Battle of Manupur (1748)]] |- |28 |[[File:Saadat_Ali_Khan_I.jpg|127x127px]] |[[Saadat Ali Khan I]] |1731 |19 March 1739 |- |(27) |[[File:The_vizier_Qamar_ud-Din_circa_1735_Bibliothèque_nationale_de_France,_Paris.jpg|128x128px]] |[[Itimad-ad-Daula, Qamar-ud-Din Khan|'''Mir Fazil Qamar-ud-Din Khan''']] |19 March 1739 |1748 |- |29 | [[File:Safdarjung (1).jpg|80px]] | '''[[Safdar Jang]]'''<ref>{{cite book |last1=Disha Experts |title=The History Compendium for IAS Prelims General Studies Paper 1 & State PSC Exams 3rd Edition |date=17 Dec 2018 |publisher=Disha Publications |isbn=978-9388373036}}</ref> | 1748 | 1753 | style="font-size:90%;" | *[[Indian campaign of Ahmad Shah Durrani|Second invasion of Ahmad Shah Durrani]] *[[Indian campaign of Ahmad Shah Durrani|Third invasion of Ahmad Shah Durrani]] * [[Battle of Lahore (1752)]] | rowspan="3" style="background:#EAECF0" |'''[[Ahmad Shah Bahadur]]'''<br>{{Nastaliq|احمد شاہ بہادر}}<br /><small>(1748-1754)</small> |- |30 | | '''[[Intizam-ud-Daulah]]'''<ref>Khwaja, Sehar. "Fosterage and Motherhood in the Mughal Harem: Intimate Relations and the Political System in Eighteenth-Century India." Social Scientist 46, no. 5-6 (2018): 39-60. Accessed August 7, 2020. doi:10.2307/26530803.</ref> | 1753 | 1754 | style="font-size:90%;" | |- |31 |[[File:Safdarjung,_second_Nawab_of_Awadh,_Mughal_dynasty._India._early_18th_century.jpg|128x128px]] |[[Safdarjung|Muhammad Muqim]] |1 October 1754 |5 October 1754 | |- |32 | [[File:Ghází al-Dín Xán ʿImád al-Mulk.jpg|80px]] | [[Ghazi ud-Din Khan Feroze Jung III|'''Imad-ul-Mulk Feroze Jung''']]<ref>Khwaja, Sehar. "Fosterage and Motherhood in the Mughal Harem: Intimate Relations and the Political System in Eighteenth-Century India." Social Scientist 46, no. 5-6 (2018): 39-60. Accessed August 7, 2020. doi:10.2307/26530803.</ref> | 1754 | 1760 | style="font-size:90%;" | *[[Black Hole of Calcutta]] * [[Battle of Plassey]] | rowspan="1" style="background:#EAECF0" |'''[[Alamgir II]]'''<br>{{Nastaliq|عالمگیر دوم}}<br /><small>(1754-1759)</small> |- |33 | [[File:अवध के नवाब शुजाउद्दौला.jpg|80px]] |<nowiki> </nowiki> [[Shuja-ud-Daula|Jalal-ud-din Haider Abul-Mansur Khan]] | 1760 | 1775 | style="font-size:90%;" | *[[Third Battle of Panipat]] * [[Battle of Buxar]] *[[Treaty of Allahabad]] | rowspan="6" style="background:#EAECF0" |'''[[Shah Alam II]]'''<br>{{Nastaliq|شاہ عالم دوم}}<br /><small>(1760-1806)</small> |- |34 | |'''''[[Mirza Jawan Bakht (born 1749)|Mirza Jawan Bakht]]''''' |1760 |1775 | |- |35 | [[File:Asifportrait2 - Asuf ud Daula.jpg|80px]] | '''[[Asaf-ud-Daula]]''' | 1775 |1784 | style="font-size:90%;" | |- |(34) | |'''''[[Mirza Jawan Bakht (born 1749)|Mirza Jawan Bakht]]''''' |1784 |1784 | |- |(35) |[[File:Asifportrait2_-_Asuf_ud_Daula.jpg|109x109px]] |[[Asaf-ud-Daula]] |1784 |1797 | |- |36 |[[File:WazirAliKhan.jpg|109x109px]] |[[Wazir Ali Khan]] |21 September 1797&nbsp; |21 January 1798 | |} === List of Prime Minister Mughal === {| class="wikitable" width="100%" !N ! style="background-color:width="10%" |Portrait ! style="background-color width="15%" |Personal Name ! style="background-color: width="9%" |Reign ! style="background-color: width="9%" |Birth ! style="background-color: width="9%" |Death |- |(36) | align="center" |[[File:WazirAliKhan.jpg|109x109px]] | align="center" |[[Wazir Ali Khan]]{{Nastaliq|وزیر علی خان}} | align="center" |21 September 1797&nbsp;– 21 January 1798 | align="center" |1780 | align="center" |1817 |- |37 | align="center" |[[File:Saadat_Ali_Khan_II.jpg|131x131px]] | align="center" |[[Saadat Ali Khan II]]{{Nastaliq|سعادت علی خان}} | align="center" |21 January 1798&nbsp;– 11 July 1814 | align="center" |1752 | align="center" |1814 |- |38 | align="center" |[[File:Ghazi-ud-Din_Haider_Robert_Home_1820.jpg|138x138px]] | align="center" |[[Ghazi-ud-Din Haidar Shah]]{{Nastaliq|غازی الدیں حیدر شاہ}} | align="center" |11 July 1814&nbsp;– 19 October 1827 | align="center" |1769 | align="center" |1827 |- |39 | align="center" |[[File:Nasir_ud_din_haidar.jpg|134x134px]] | align="center" |[[Nasiruddin Haider|Nasir-ud-Din Haidar Shah]]{{Nastaliq|ناصر الدیں حیدر شاہ}} | align="center" |19 October 1827&nbsp;– 7 July 1837 | align="center" |1827 | align="center" |1837 |- |40 | align="center" |[[File:MuhammadAliShah.jpg|109x109px]] | align="center" |[[Muhammad Ali Shah]]{{Nastaliq|محمّد علی شاہ}} | align="center" |7 July 1837&nbsp;– 7 May 1842 | align="center" |1777 | align="center" |1842 |- |42 | align="center" |[[File:AmjadAliShah.jpg|109x109px]] | align="center" |[[Amjad Ali Shah]]{{Nastaliq|امجد علی شاہ}} | align="center" |7 May 1842&nbsp;– 13 February 1847 | align="center" |1801 | align="center" |1847 |- |43 | align="center" |[[File:Vajid_Ali_Shah.jpg|123x123px]] | align="center" |[[Wajid Ali Shah]]{{Nastaliq|واجد علی شاہ}} | align="center" |13 February 1847&nbsp;– 11 February 1856 | align="center" |1822 | align="center" |1 September 1887 |- |44 | align="center" |[[File:Begum_hazrat_mahal.jpg|135x135px]] | align="center" |[[Begum Hazrat Mahal|Begum hazrat Mahal]]{{Nastaliq|بیگم حضرت محل}} | align="center" |11 February 1856&nbsp;– 5 July1857 ''Wife of Wajid Ali Shah and mother of Birjis Qadra'' (''in rebellion'') | align="center" |1820 | align="center" |7 April 1879 |- |45 | align="center" |[[File:Birjis_Qadra.jpg|102x102px]] | align="center" |[[Birjis Qadr]]{{Nastaliq|بر جیس قدر}} | align="center" |5 July 1857 – 3 March 1858 (''in rebellion'') | align="center" |1845 | align="center" |14 August 1893 |} === List of Prime Minister Mughal === {| style="width:100%;" class="wikitable" !N ! style="width:8%;"| Portrait ! style="width:18%;"| Birth Name ! style="width:20%;" | Reign ! style="width:9%;"| Birth ! style="width:13%;"| Death ! style="width:20%;"| Notes |- |46 | style="text-align:center;" |[[File:Bahadur Shah II of India.jpg|80px]] | style="text-align:center;"|[[Bahadur Shah II|Abu Zafar Siraj al-Din Muhammad]] <br> | style="text-align:center;" |3 March 1858&nbsp;– 7 November 1862 (19 years, 360 days) | style="text-align:center;"|24 October 1775 [[Delhi]], India | style="text-align:center;"|7 November 1862 (aged 87) [[Rangoon, Myanmar]] | style="text-align:center;"|Last Mughal Emperor. Deposed by the British and was exiled to [[Myanmar|Burma]] after the [[Indian Rebellion of 1857|rebellion of 1857]]. |} === List of prime ministers of India === {| class="wikitable" style="text-align:center" |- ! rowspan="2" scope="col" |{{Abbr|No.|Number}} ! rowspan="2" scope="col" |Portrait ! rowspan="2" scope="col" |Name<br />{{small|(birth and death)}} ! colspan="2" scope="col" |Term of office ! rowspan="2" scope="col" |Party |- !Took office !Left office |- |47 | |[[Charles Wood, 1st Viscount Halifax|Charles Wood]] |1862 |1862 | rowspan="23" |[[Independent]] |- |48 | |[[Jung Bahadur Rana]] |1862 |1862 |- |49 | |[[Dost Mohammad Khan]] |1862 |1862 |- |50 | |[[Jyotirao Phule]] |1862 |1863 |- |51 | |[[James Bruce, 8th Earl of Elgin|James Bruce]] |1863 |1863 |- |52 | |[[Dayananda Saraswati]] |1863 |1863 |- |53 | |[[Ramakrishna]] |1863 |1863 |- |54 | |[[Sher Ali Khan]] |1863 |1863 |- |55 | |[[Takht Singh]] |1863 |1863 |- |56 | |[[John Lawrence, 1st Baron Lawrence|John Lawrence]] |1863 |1863 |- |57 | |[[Debendranath Tagore]] |1863 |1870 |- |58 | |[[Syed Ahmad Khan]] |1870 |1875 |- |59 | |[[Mohsin-ul-Mulk]] |1875 |1880 |- |60 | |[[Mir Turab Ali Khan, Salar Jung I]] |1880 |1883 |- |61 | |[[Ranodip Singh Kunwar]] |1883 |1883 |- |62 | |[[Mir Laiq Ali Khan, Salar Jung II]] |1883 |1883 |- |63 | |[[Keshub Chandra Sen]] |1883 |1883 |- |64 | |[[Herbert Spencer]] |1884 |1885 |- |65 | |[[Bhikaiji Cama]] |1885 |1885 |- |66 | |[[Abhayananda]] |1885 |1885 |- |67 | |[[Jaswant Singh II]] |1885 |1885 |- |68 | |[[John Wodehouse, 1st Earl of Kimberley|John Wodehouse]] |1885 |1885 |- |69 | |[[Frederick Hamilton-Temple-Blackwood, 1st Marquess of Dufferin and Ava|Frederick Hamilton]] |1885 |1885 |- |} ===List of prime ministers of India=== ;Legend {| class="wikitable sortable" style="text-align:center" width="72%" |+ ! scope="col" |{{abbr|No.|Number}} ! class="unsortable" |Portrait ! class="sortable" |Name ! scope="col" |Term of office ! scope="col" |Appointed by !Party |- ! scope="row" |70 |[[File:WCBonnerjee.jpg|alt=An image of Womesh Chandra Bonnerjee.|119x119px]] |{{sortname|Womesh Chandra|Bonnerjee}} |1885 |[[Bombay]] |[[Indian National Congress]] |- ! scope="row" |71 |[[File:Dadabhai_Naoroji.jpg|alt=An image of Dadabhai Naoroji.|111x111px]] |{{sortname|Dadabhai|Naoroji}} |1886 |[[Calcutta]] | |- ! scope="row" |72 |[[File:BadruddinTyabji.jpg|alt=An image of Badruddin Tyabji.|92x92px]] |{{sortname|Badruddin|Tyabji}} |1887 |[[Madras]] | |- ! scope="row" |73 |[[File:George_Yule.jpg|alt=An image of George Yule.|99x99px]] |{{sortname|George|Yule|George Yule (businessman)}} |1888 |Allahabad | |- ! scope="row" |74 |[[File:WilliamWedderburn.jpg|alt=An image of William Wedderburn.|106x106px]] |{{sortname|William|Wedderburn}} |1889 |Bombay | |- ! scope="row" |75 |[[File:Pherozeshah_Mehta_1996_stamp_of_India.jpg|alt=An image of Pherozesha Mehta.|111x111px]] |{{sortname|Pherozeshah|Mehta}} |1890 |Calcutta | |- ! scope="row" |76 | |{{sortname|Panapakkam|Anandacharlu}} |1891 |[[Nagpur]] | |- ! scope="row" |(70) ) |[[File:WCBonnerjee.jpg|alt=An image of Womesh Chandra Bonnerjee.|119x119px]] |{{sortname|Womesh Chandra|Bonnerjee|nolink=1}} |1892 |Allahabad | |- ! scope="row" |(71) |[[File:Dadabhai_Naoroji.jpg|alt=An image of Dadabhai Naoroji.|111x111px]] |{{sortname|Dadabhai|Naoroji|nolink=1}} |1893 |[[Lahore]] | |- ! scope="row" |77 |[[File:AlfredWebb.jpg|alt=An image of Alfred Webb.|104x104px]] |{{sortname|Alfred|Webb}} |1894 |Madras | |- ! scope="row" |78 |[[File:Surendranath_Banerjee.jpg|alt=An image of Surendranath Banerjee.|86x86px]] |{{sortname|Surendranath|Banerjee}} |1895 |[[Poona]] | |- ! scope="row" |79 |[[File:RMSayani.jpg|alt=An image of Rahimtulla M. Sayani.|104x104px]] |{{sortname|Rahimtulla M.|Sayani}} |1896 |Calcutta | |- ! scope="row" |80 |[[File:SirChetturSankaranNair.jpg|alt=An image of C Sankaran Nair.|100x100px]] |{{sortname|C. Sankaran|Nair}} |1897 |[[Amaravati]] | |- ! scope="row" |81 |[[File:AnandaMohanBose.JPG|alt=An image of Anandamohan Bose.|75x75px]] |{{sortname|Anandamohan|Bose}} |1898 |Madras | |- ! scope="row" |82 |[[File:Romesh_Chunder_Dutt.jpg|alt=An image of Romesh Chunder Dutt.|108x108px]] |{{sortname|Romesh Chunder|Dutt}} |1899 |[[Lucknow]] | |- ! scope="row" |83 |[[File:N._G._Chandavarkar_cyclopedia.png|alt=An image of N. G. Chandavarkar.|104x104px]] |{{sortname|N. G.|Chandavarkar}} |1900 |Lahore | |- ! scope="row" |84 |[[File:DinshawWacha.jpg|alt=An image of Dinshaw Edulji Wacha.|99x99px]] |{{sortname|Dinshaw Edulji|Wacha}} |1901 |Calcutta |[[Indian National Congress]] |- !85 | |[[Swami Vivekananda]] |1902 | | |- ! scope="row" |86 |[[File:Surendranath_Banerjee.jpg|alt=An image of Surendranath Banerjee.|86x86px]] |{{sortname|Surendranath|Banerjee}} |1902 |[[Ahmedabad]] | |- ! scope="row" |87 | |{{sortname|Lalmohan|Ghosh}} |1903 |Madras | |- ! scope="row" |88 |[[File:Henry_Cotton.jpg|alt=An image of Henry Cotton.|110x110px]] |{{sortname|Henry John Stedman|Cotton|Henry Cotton (civil servant)}} |1904 |Bombay | |- ! scope="row" |89 |[[File:Gopal_krishan_gokhale.jpg|alt=An image of Gopal Krishna Gokhale.|75x75px]] |{{sortname|Gopal Krishna|Gokhale}} |1905 |[[Banaras]] | |- ! scope="row" |90 |[[File:Dadabhai_Naoroji.jpg|alt=An image of Dadabhai Naoroji.|111x111px]] |{{sortname|Dadabhai|Naoroji}} |1906 |Calcutta | |- ! rowspan="2" scope="row" |91 | rowspan="2" |[[File:Rash_Bihari_Ghosh.jpg|alt=An image of Rashbihari Ghosh.|111x111px]] | rowspan="2" |{{sortname|Rashbihari|Ghosh}} |1907 |[[Surat]] | |- |1908 |Madras | |- ! scope="row" |92 |[[File:Madan_Mohan_Malaviya_1961_stamp_of_India.jpg|alt=An image of Madan Mohan Malaviya.|87x87px]] |{{sortname|Madan Mohan|Malaviya}} |1909 |Lahore | |- ! scope="row" |93 |[[File:WilliamWedderburn.jpg|alt=An image of William Wedderburn.|106x106px]] |{{sortname|William|Wedderburn}} |1910 |Allahabad | |- ! scope="row" |94 | |{{sortname|Bishan Narayan|Dar}} |1911 |Calcutta | |- ! scope="row" |95 |[[File:R_N_Mudholkar.jpg|alt=An image of Raghunath Narasinha Mudholkar.|115x115px]] |{{sortname|Raghunath Narasinha|Mudholkar}} |1912 |[[Bankipore]] | |- ! scope="row" |96 | |{{sortname|Nawab Syed Muhammad|Bahadur}} |1913 |[[Karachi]] | |- ! scope="row" |97 |[[File:Bhupendranath_Bose.jpg|96x96px]] |{{sortname|Bhupendra Nath|Bose}} |1914 |Madras | |- ! scope="row" |98 |[[File:Lord_Sina.jpg|alt=An image of Satyendra Prasanno Sinha.|97x97px]] |{{sortname|Satyendra Prasanno|Sinha|Lord Satyendra Prasanna Sinha}} |1915 |Bombay | |- ! scope="row" |99 |[[File:1916muzumdar.jpg|alt=An image of Ambica Charan Mazumdar.|100x100px]] |{{sortname|Ambica Charan|Mazumdar}} |1915 |Lucknow | |- |} ===List of prime ministers of India=== {| class="wikitable" style="text-align:center" |- ! rowspan="2" scope="col" |{{Abbr|No.|Number}} ! rowspan="2" scope="col" |Portrait ! rowspan="2" scope="col" |Name<br />{{small|(birth and death)}} ! colspan="2" scope="col" |Term of office ! rowspan="2" scope="col" |Party |- !Took office !Left office |- |100 | |[[Raja Mahendra Pratap]] (1 December 1886 – 29 April 1979) |1915 |1919 |[[Independent]] |- |101 | |[[Abdul Hafiz Mohamed Barakatullah]] (7 July 1854 – 20 September 1927) |1919 |1919 |[[Independent]] |- |102 | |[[Hari Singh Gour]] (26 November 1870 – 25 December 1949) |1919 |1923 |[[Independent]] |- |103 | |[[Motilal Nehru]] (6 May 1861 – 6 February 1931) |1923 |1930 |[[Independent]] |- |104 | |'''[[Jawaharlal Nehru]]''' (1889 –1964) |1930 |1932 |[[Independent]] |- |– | |Hari Singh Gour (26 November 1870 – 25 December 1949) |1932 |1934 |[[Independent]] |- |105 | |[[Bhulabhai Desai]] (13 October 1877 – 6 May 1946) |1934 |1936 |[[Independent]] |- |106 | |[[Abul Kalam Azad]] ( 11 November 1888 – 22 February 1958) |1936 |1943 |[[Independent]] |- |107 | |[[Mahatma Gandhi]] (2 October 1869 – 30 January 1948) |1 July 1943 |6 July 1943 |[[Independent]] |- |108 | |[[Vallabhbhai Patel]] ( 31 October 1875 – 15 December 1950) |6 July 1943 |6 July 1943 |[[Independent]] |- |119 | |[[Muhammad Ali Jinnah]] (25 December 1876 – 11 September 1948) |6 July 1943 |6 July 1943 |[[Independent]] |- |110 | |[[Liaquat Ali Khan]] (1 October 1895 – 16 October 1951) |6 July 1943 |6 July 1943 |[[Independent]] |- | rowspan="1" |'''111''' | rowspan="1" |[[File:Subhas Chandra Bose NRB.jpg|75px]] | rowspan="1" |'''[[Subhash Chandra Bose]]'''<br />{{small|(1898–1945)}} | style="height: 45px;" |6 July 1943 |18 August 1945 | rowspan="1" |[[Indian National Army]] |- | rowspan="4" |'''(104)''' | rowspan="4" |[[File:Jnehru.jpg|alt=Jawaharlal Nehru|75px]] | rowspan="4" |'''[[Jawaharlal Nehru]]'''<br />{{small|(1889–1964)}} | style="height: 45px;" |18 August 1945 |15 April 1952 | rowspan="10" |[[Indian National Congress]] |- |15 April 1952 |17 April 1957 |- |17 April 1957 |2 April 1962 |- | style="height: 45px;" |2 April 1962 |27 May 1964<small>†</small> |- | style="background-color:Wheat" | '''112''' | style="background-color:Wheat" | [[File:Gulzarilal Nanda 1.jpg|75px]] | style="background-color:Wheat" | '''[[Gulzarilal Nanda]]'''<br />{{small|(1898–1998)}} | style="background-color:Wheat" | 27 May 1964 | style="background-color:Wheat" | 9 June 1964 |- | style="height: 45px;" |'''113''' |[[File:Lal Bahadur Shastri (from stamp).jpg|75px]] |'''[[Lal Bahadur Shastri]]'''<br />{{small|(1904–1966)}} |9 June 1964 |11 January 1966<small>†</small> |- style="background-color:Wheat" | - | – |[[File:Gulzarilal Nanda 1.jpg|75px]] |'''[[Gulzarilal Nanda]]'''<br />{{small|(1898–1998)}} |11 January 1966 |24 January 1966 |- | rowspan="3" style="height: 45px;" |'''114''' | rowspan="3" |[[File:Indira Gandhi official portrait.png|111x111px]] | rowspan="3" |'''[[Indira Gandhi]]'''<br />{{small|(1917–1984)}} |24 January 1966 |4 March 1967 |- style="height: 45px;" |4 March 1967 |15 March 1971 |- | style="height: 45px;" |15 March 1971 |24 March 1977 |- |'''115''' |[[File:Morarji Desai During his visit to the United States of America (cropped).jpg|75px]] |'''[[Morarji Desai]]'''<br />{{small|(1896–1995)}} | style="height: 45px;" |24 March 1977 |28 July 1979 | rowspan="2" |[[Janata Party]] |- |116 | |'''[[Jagjivan Ram]]''' <small>(1908–1986)</small> |28 July 1979 |28 July 1979 |- |117 |[[File:Prime minister Charan Singh.jpg|118x118px]] |'''[[Charan Singh]]'''<br />{{small|(1902–1987)}} |28 July 1979 |8 January 1980{{ref label|RES|RES|RES}} | rowspan="3" |[[Janata Party (Secular)]] |- |118 | |'''[[Yashwantrao Chavan]]''' <small>(1913–1984)</small> |8 January 1980 |10 January 1980 |- |(117) |[[File:Prime_minister_Charan_Singh.jpg|118x118px]] |'''[[Charan Singh]]''' <small>(1902–1987)</small> |10 January 1980 |14 January 1980 |- | style="height: 45px;" |'''(114)''' |[[File:Indira Gandhi official portrait.png|111x111px]] |'''Indira Gandhi'''<br />{{small|(1917–1984)}} |14 January 1980{{ref label|§|§|§}} |31 October 1984<small>†</small> | rowspan="3" |[[Indian National Congress|Indian National Congress (I)]] |- | rowspan="2" style="height: 45px;" |'''119''' | rowspan="2" | | rowspan="2" |'''[[Rajiv Gandhi]]'''<br />{{small|(1944–1991)}} |31 October 1984 |31 December 1984 |- | style="height: 45px;" |31 December 1984 |2 December 1989 |- |'''120''' |[[File:Visit of Vishwanath Pratap Sing, Indian Minister for Trade, to the CEC (cropped).jpg|75px]] |'''[[Vishwanath Pratap Singh]]'''<br />{{small|(1931–2008)}} |2 December 1989 |{{nowrap|10 November 1990{{ref label|NC|NC|NC}}}} |[[Janata Dal]]<br />{{small|(''[[National Front (India)|National Front]]'')}} |- |121 | |'''[[Devi Lal]]''' <small>(1915–2001)</small> |10 November 1990 |10 November 1990 | rowspan="2" |[[Samajwadi Janata Party (Rashtriya)]] |- |'''122''' |[[File:Chandra_Shekhar_Singh_2010_stamp_of_India.jpg|75px]] |'''[[Chandra Shekhar]]'''<br />{{small|(1927–2007)}} |{{nowrap|10 November 1990}} |21 June 1991{{ref label|RES|RES|RES}} |- |'''123''' |[[File:Visit_of_Narasimha_Rao,_Indian_Minister_for_Foreign_Affairs,_to_the_CEC_(cropped)(2).jpg|75px]] |'''[[P. V. Narasimha Rao]]'''<br />{{small|(1921–2004)}} |21 June 1991 |16 May 1996 |[[Indian National Congress|Indian National Congress (I)]] |- |'''124''' |[[File:Atal Bihari Vajpayee (crop 2).jpg|75px]] |'''[[Atal Bihari Vajpayee]]'''<br />{{small|(1924–2018)}} |16 May 1996 |1 June 1996{{ref label|RES|RES|RES}} |[[Bharatiya Janata Party]] |- |'''125''' |[[File:H. D. Deve Gowda BNC.jpg|75px]] |'''[[H. D. Deve Gowda]]'''<br />{{small|(born 1933)}} |1 June 1996 |21 April 1997{{ref label|RES|RES|RES}} | rowspan="2" |[[Janata Dal]]<br />{{small|(''[[United Front (India)|United Front]]'')}} |- |'''126''' |[[File:Inder Kumar Gujral 017.jpg|75px]] |'''[[Inder Kumar Gujral]]'''<br />{{small|(1919–2012)}} |21 April 1997 |19 March 1998{{ref label|RES|RES|RES}} |- | rowspan="2" |'''(124)''' | rowspan="2" |[[File:Atal Bihari Vajpayee (crop 2).jpg|75px]] | rowspan="2" |'''Atal Bihari Vajpayee'''<br />{{small|(1924–2018)}} |19 March 1998{{ref label|§|§|§}} |{{nowrap|13 October 1999{{ref label|NC|NC|NC}}}} | rowspan="4" |[[Bharatiya Janata Party]]<br />{{small|(''[[National Democratic Alliance (India)|NDA]]'')}} |- |13 October 1999 |22 May 2002 |- |127 | |'''[[L. K. Advani|Lal Krishna Advani]]''' <small>(1927–)</small> |22 May 2002 |22 May 2002 |- |'''(124)''' |[[File:Atal_Bihari_Vajpayee_(crop_2).jpg|85x85px]] |'''Atal Bihari Vajpayee''' {{small|(1924–2018)}} |22 May 2002 |22 May 2004 |- |128 |[[File:Sonia Gandhi 2014 (cropped).jpg|75px|alt=An image of Sonia Gandhi.]] |[[Sonia Gandhi]](1946 –) |22 May 2004 |22 May 2004 | rowspan="3" |[[Indian National Congress]]<br />{{small|(''[[United Progressive Alliance|UPA]]'')}} |- | rowspan="2" |'''129''' | rowspan="2" |[[File:Official Portrait of the Prime Minister Dr. Manmohan Singh.jpg|112x112px]] | rowspan="2" |'''[[Manmohan Singh]]'''<br />{{small|(born 1932)}} |22 May 2004 |22 May 2009 |- |22 May 2009 |26 May 2014 |- | rowspan="2" |130 | rowspan="2" |[[File:Official Photograph of Prime Minister Narendra Modi Potrait.png|75px]] | rowspan="2" |'''[[Narendra Modi]]'''<br />{{small|(born 1950)}} |26 May 2014 |30 May 2019 | rowspan="2" |[[Bharatiya Janata Party]]<br />{{small|(''[[National Democratic Alliance (India)|NDA]]'')}} |- |30 May 2019 |31 December 2026 |- |131 | |[[Yogi Adityanath]] |31 December 2026 |30 May 2027 |[[Bharatiya Janata Party]] |- |} ===List of prime ministers of India=== *[[Indian Armed Forces|Military]] Indian Armed Forces {| class="wikitable" style="text-align:center" |- ! rowspan="2" scope="col" |{{Abbr|No.|Number}} ! rowspan="2" scope="col" |Portrait ! rowspan="2" scope="col" |Name<br />{{small|(birth and death)}} ! colspan="2" scope="col" |Term of office ! rowspan="2" scope="col" |Party |- !Took office !Left office |- |132 | |[[Javed Khan]] |30 May 2027 |''Incumbent'' |[[Indian Armed Forces|Military]] |} ==Tilvísanir== <references/> {{Forsætisráðherrar Indlands}} [[Flokkur:Forsætisráðherrar Indlands| ]] g908rub1bdw1ckqjr8xbsku9pyxwqyv 1921203 1921202 2025-06-23T10:00:01Z TKSnaevarr 53243 Tók aftur breytingu frá [[Special:Contributions/2409:40D4:3100:7A8F:8000:0:0:0|2409:40D4:3100:7A8F:8000:0:0:0]] ([[User talk:2409:40D4:3100:7A8F:8000:0:0:0|spjall]]), til baka í síðustu útgáfu frá [[User:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] 1908064 wikitext text/x-wiki {{Infobox official post | post = Forsætisráðherra | body = Indlands | native_name = {{nobold|{{lang|hi|Bhārata kē Pradhānamantrī}}}} | insignia = PMO India Logo.svg | insigniasize = 200px | insigniacaption = Merki forsætisráðherra Indlands | flag = Flag of India.svg | flagborder = yes | flagcaption = [[Fáni Indlands]] | image = Official Photograph of Prime Minister Narendra Modi Portrait.png | imagecaption = | imagesize = | alt = | incumbent = [[Narendra Modi]] | acting = | incumbentsince = 26. maí 2014 | department = Forsætisráðuneytið<br>Ráðherraráð sambandsins<br>Framkvæmdavald ríkisstjórnar Indlands | type = [[Ríkisstjórnarleiðtogi]] | member_of = {{plainlist|Þings Indlands <br>Sambandsráðs ráðherra|Áætlananefndar}} | residence = [[7, Lok Kalyan Marg]], [[Nýja-Delí|Nýju-Delí]], [[Delí]], [[Indland]]i | seat = Ráðuneytisbyggingin, Delí, Indlandi | nominator = Þingmönnum Lok Sabha | appointer = [[Forseti Indlands|Forseta Indlands]] | appointer_qualified = í samræmi við meirihlutastuðning hins skipaða á neðri deild þingsins | termlength = Eins lengi og forsetinn óskar; | termlength_qualified = kjörtímabil Lok Sabha er fimm ár nema þing sé rofið á undan áætlun | constituting_instrument = 74. og 75. gr. [[Stjórnarskrá Indlands|stjórnarskrár Indlands]] | precursor = Varaforseti framkvæmdaráðsins | formation = {{start date and age|df=y|1947|08|15}} | first = [[Jawaharlal Nehru]] | deputy = Aðstoðarforsætisráðherra | salary = [[₹]]280.000 {{small|(á mánuði)}}<br>[[₹]]336.0000 {{small|(á ári)}}<ref name=salary1>samkvæmt 3. kafla of {{Cite web|url=https://mha.gov.in/sites/default/files/MinisterAct1952_080714.pdf|title=laga um laun og hlunnindi ráðherra frá 1952 og reglna sem á þeim byggja|website=Innanríkisráðuneyti Indlands|access-date=28 January 2019}}</ref> | website = {{URL|https://pmindia.gov.in}} }} '''Forsætisráðherra Indlands''' er [[ríkisstjórnarleiðtogi]]<ref>74. gr. stjórnarskrár Indlands</ref> [[Indland|Lýðveldisins Indlands]]. Forsætisráðherra fer með [[framkvæmdavald]] í landinu ásamt ráðherraráði sem hann velur<ref name=majeed-roi-2>{{citation|last=Majeed|first=Akhtar|chapter=Republic of India|pages=180&ndash;207, 185|title=Constitutional Origins, Structure, and Change in Federal Countries|series=A Global Dialogue on Federalism, Volume I|editor1-last=Kincaid|editor1-first=John|editor2-last=Tarr|editor2-first=G. Alan|location=Montreal & Kingston|publisher=McGill-Queen's University Press for Forum of Federation and International Association of Centers for Federal Studies|year=2005|isbn=0-7735-2849-0|quote=...the executive authority is vested in the prime minister and in his Council of Ministers. (p. 185)}}</ref><ref name=dam-3>{{citation|last=Dam|first=Shubhankar|chapter=Executive|title=The Oxford Handbook of the Indian Constitution|editor1-last=Choudhry|editor1-first=Sujit|editor2-last=Khosla|editor2-first=Madhav|editor3-last=Mehta|editor3-first=Pratap Bhanu|location=Oxford and New York|page=307|year=2016|publisher=Oxford University Press|isbn=978-0-19-870489-8|quote=Executive power, ordinarily, is exercised by Prime Minister.}}</ref><ref name=prime-ministers-india-2>{{citation|last=Britannica|first=Eds. Encycl.|chapter= List of prime ministers of India|title=Encyclopaedia Britannica|date=20 February 2020|publisher=Encyclopædia Britannica, Inc.|chapter-url=https://www.britannica.com/topic/list-of-prime-ministers-of-India-1832692|access-date=2 April 2022|quote=Effective executive power rests with the Council of Ministers, headed by the prime minister}}</ref> þótt [[forseti Indlands]] sé að nafninu til leiðtogi framkvæmdaarms ríkisstjórnarinnar.<ref name=pillay-cri-pm-2>{{citation|last=Pillay|first=Anashri|editor1-last=Masterman|editor1-first=Roger|editor2-last=Schütze|editor2-first=Robert|isbn=978-1-107-16781-0|lccn=2019019723|doi=10.1017/9781316716731|chapter=The Constitution of the Republic of India|title=Cambridge Companion to Comparative Constitutional Law|publisher=Cambridge University Press|year=2019|pages=146&ndash;147|s2cid=219881288|quote=An elected President is the nominal head of state but exercises little power.}}</ref><ref name=majeed-roi-1>{{citation|last=Majeed|first=Akhtar|chapter=Republic of India|pages=180&ndash;207, 185|title=Constitutional Origins, Structure, and Change in Federal Countries|series=A Global Dialogue on Federalism, Volume I|editor1-last=Kincaid|editor1-first=John|editor2-last=Tarr|editor2-first=G. Alan|location=Montreal & Kingston|publisher=McGill-Queen's University Press for Forum of Federation and International Association of Centers for Federal Studies|year=2005|isbn=0-7735-2849-0|quote=...The president is the constitutional head. (p. 185)}}</ref><ref name=dam-2>{{citation|last=Dam|first=Shubhankar|chapter=Executive|title=The Oxford Handbook of the Indian Constitution|editor1-last=Choudhry|editor1-first=Sujit|editor2-last=Khosla|editor2-first=Madhav|editor3-last=Mehta|editor3-first=Pratap Bhanu|location=Oxford and New York|page=307|year=2016|publisher=Oxford University Press|isbn=978-0-19-870489-8|quote=The President is the head of the Union of India}}</ref><ref name=nsingh-india>{{citation|last=Singh|first=Nirvikar|chapter=Holding India Together: The Role of Institutions of Federalism|editor1-last=Mishra|editor1-first=Ajit|editor2-last=Ray|editor2-first=Tridip|pages=300&ndash;323, 306|publisher=Oxford University Press|year=2018|isbn=978-0-19-881255-5|title=Markets, Governance, and Institutions: In the Process of Economic Development}}</ref> Forsætisráðherrann verður að eiga sæti á annarri hvorri deild indverska þingsins.<ref name="pillay-cri-pm-3">{{citation|last=Pillay|first=Anashri|editor1-last=Masterman|editor1-first=Roger|editor2-last=Schütze|editor2-first=Robert|isbn=978-1-107-16781-0|lccn=2019019723|doi=10.1017/9781316716731|chapter=The Constitution of the Republic of India|title=Cambridge Companion to Comparative Constitutional Law|publisher=Cambridge University Press|year=2019|pages=146&ndash;147|s2cid=219881288|quote=... Like the British system, there are two houses of parliament &ndash; the Lok Sabha, which has 545 members, is the main legislative body. In practice, it is the party with a majority in the Lok Sabha which elects its leader as the Prime Minister.}}</ref> Forsætisráðherrann og stjórn hans eru ætíð ábyrg gagnvart [[Lok Sabha]], neðri deild indverska þingsins.<ref name="dam-4">{{citation|last=Dam|first=Shubhankar|chapter=Executive|title=The Oxford Handbook of the Indian Constitution|editor1-last=Choudhry|editor1-first=Sujit|editor2-last=Khosla|editor2-first=Madhav|editor3-last=Mehta|editor3-first=Pratap Bhanu|location=Oxford and New York|page=307|year=2016|publisher=Oxford University Press|isbn=978-0-19-870489-8|quote=Along with his or her cabinet, the Prime Minister is responsible to the Lower House of Parliament.}}</ref><ref name="majeed-roi-3">{{citation|last=Majeed|first=Akhtar|chapter=Republic of India|pages=180&ndash;207, 185|title=Constitutional Origins, Structure, and Change in Federal Countries|series=A Global Dialogue on Federalism, Volume I|editor1-last=Kincaid|editor1-first=John|editor2-last=Tarr|editor2-first=G. Alan|location=Montreal & Kingston|publisher=McGill-Queen's University Press for Forum of Federation and International Association of Centers for Federal Studies|year=2005|isbn=0-7735-2849-0|quote=...Both for the Union and the states, a "cabinet-type" system of parliamentary government has been instituted in which the executive is continuously responsible to the legislature. (p. 185)}}</ref> Forsætisráðherrann er útnefndur af forseta Indlands en verður að njóta trausts meirihluta þingmanna Lok Sabha, sem eru kjörnir í þingkosningum á fimm ára fresti. Forsætisráðherrann getur hvort heldur sem er verið þingmaður á Lok Sabha eða efri þingdeildarinnar [[Rajya Sabha]]. Forsætisráðherrann skipar og leysir aðra meðlimi í ráðherraráðinu úr embætti og útdeilir embættum innan ríkisstjórnarinnar. Þaulsætnasti forsætisráðherrann í sögu Indlands var [[Jawaharlal Nehru]], sem var jafnframt sá fyrsti, og sat í 16 ár og 286 daga. Á eftir honum kom stutt ráðherratíð [[Lal Bahadur Shastri]] og síðan 11 og fjögurra ára embættistímabil [[Indira Gandhi|Indira Gandhi]], en öll voru þau úr Indverska þjóðarráðsflokknum. Eftir að Indira Gandhi var myrt tók sonur hennar, [[Rajiv Gandhi]], við til 1989, en á eftir fylgdi áratugur fimm veikburða ríkisstjórna. Síðan þá hafa [[P. V. Narasimha Rao]], [[Atal Bihari Vajpayee]], [[Manmohan Singh]] og [[Narendra Modi]] lokið kjörtímabilum í embætti forsætisráðherra. Modi er núverandi forsætisráðherra Indlands, frá 26. maí 2014. ==Tilvísanir== <references/> {{Forsætisráðherrar Indlands}} [[Flokkur:Forsætisráðherrar Indlands| ]] 04mnqjqsku5fm15s8jqqcjpogz5cswh 1921204 1921203 2025-06-23T10:01:20Z TKSnaevarr 53243 1921204 wikitext text/x-wiki {{Infobox official post | post = Forsætisráðherra | body = Indlands | native_name = {{nobold|{{lang|hi|Bhārata kē Pradhānamantrī}}}} | insignia = PMO India Logo.svg | insigniasize = 200px | insigniacaption = Merki forsætisráðherra Indlands | flag = Flag of India.svg | flagborder = yes | flagcaption = [[Fáni Indlands]] | image = Official Photograph of Prime Minister Narendra Modi Portrait.png | imagecaption = | imagesize = | alt = | incumbent = [[Narendra Modi]] | acting = | incumbentsince = 26. maí 2014 | department = Forsætisráðuneytið<br>Ráðherraráð sambandsins<br>Framkvæmdavald ríkisstjórnar Indlands | type = [[Ríkisstjórnarleiðtogi]] | member_of = {{plainlist|Þings Indlands <br>Sambandsráðs ráðherra|Áætlananefndar}} | residence = [[7, Lok Kalyan Marg]], [[Nýja-Delí|Nýju-Delí]], [[Delí]], [[Indland]]i | seat = Ráðuneytisbyggingin, Delí, Indlandi | nominator = Þingmönnum Lok Sabha | appointer = [[Forseti Indlands|Forseta Indlands]] | appointer_qualified = í samræmi við meirihlutastuðning hins skipaða á neðri deild þingsins | termlength = Eins lengi og forsetinn óskar; | termlength_qualified = kjörtímabil Lok Sabha er fimm ár nema þing sé rofið á undan áætlun | constituting_instrument = 74. og 75. gr. [[Stjórnarskrá Indlands|stjórnarskrár Indlands]] | precursor = Varaforseti framkvæmdaráðsins | formation = {{start date and age|df=y|1947|08|15}} | first = [[Jawaharlal Nehru]] | deputy = Aðstoðarforsætisráðherra | salary = [[₹]]280.000 {{small|(á mánuði)}}<br>[[₹]]336.0000 {{small|(á ári)}}<ref name=salary1>samkvæmt 3. kafla {{Cite web|url=https://mha.gov.in/sites/default/files/MinisterAct1952_080714.pdf|title=laga um laun og hlunnindi ráðherra frá 1952 og reglna sem á þeim byggja|website=Innanríkisráðuneyti Indlands|access-date=28 January 2019}}</ref> | website = {{URL|https://pmindia.gov.in}} }} '''Forsætisráðherra Indlands''' er [[ríkisstjórnarleiðtogi]]<ref>74. gr. stjórnarskrár Indlands</ref> [[Indland|Lýðveldisins Indlands]]. Forsætisráðherra fer með [[framkvæmdavald]] í landinu ásamt ráðherraráði sem hann velur<ref name=majeed-roi-2>{{citation|last=Majeed|first=Akhtar|chapter=Republic of India|pages=180&ndash;207, 185|title=Constitutional Origins, Structure, and Change in Federal Countries|series=A Global Dialogue on Federalism, Volume I|editor1-last=Kincaid|editor1-first=John|editor2-last=Tarr|editor2-first=G. Alan|location=Montreal & Kingston|publisher=McGill-Queen's University Press for Forum of Federation and International Association of Centers for Federal Studies|year=2005|isbn=0-7735-2849-0|quote=...the executive authority is vested in the prime minister and in his Council of Ministers. (p. 185)}}</ref><ref name=dam-3>{{citation|last=Dam|first=Shubhankar|chapter=Executive|title=The Oxford Handbook of the Indian Constitution|editor1-last=Choudhry|editor1-first=Sujit|editor2-last=Khosla|editor2-first=Madhav|editor3-last=Mehta|editor3-first=Pratap Bhanu|location=Oxford and New York|page=307|year=2016|publisher=Oxford University Press|isbn=978-0-19-870489-8|quote=Executive power, ordinarily, is exercised by Prime Minister.}}</ref><ref name=prime-ministers-india-2>{{citation|last=Britannica|first=Eds. Encycl.|chapter= List of prime ministers of India|title=Encyclopaedia Britannica|date=20 February 2020|publisher=Encyclopædia Britannica, Inc.|chapter-url=https://www.britannica.com/topic/list-of-prime-ministers-of-India-1832692|access-date=2 April 2022|quote=Effective executive power rests with the Council of Ministers, headed by the prime minister}}</ref> þótt [[forseti Indlands]] sé að nafninu til leiðtogi framkvæmdaarms ríkisstjórnarinnar.<ref name=pillay-cri-pm-2>{{citation|last=Pillay|first=Anashri|editor1-last=Masterman|editor1-first=Roger|editor2-last=Schütze|editor2-first=Robert|isbn=978-1-107-16781-0|lccn=2019019723|doi=10.1017/9781316716731|chapter=The Constitution of the Republic of India|title=Cambridge Companion to Comparative Constitutional Law|publisher=Cambridge University Press|year=2019|pages=146&ndash;147|s2cid=219881288|quote=An elected President is the nominal head of state but exercises little power.}}</ref><ref name=majeed-roi-1>{{citation|last=Majeed|first=Akhtar|chapter=Republic of India|pages=180&ndash;207, 185|title=Constitutional Origins, Structure, and Change in Federal Countries|series=A Global Dialogue on Federalism, Volume I|editor1-last=Kincaid|editor1-first=John|editor2-last=Tarr|editor2-first=G. Alan|location=Montreal & Kingston|publisher=McGill-Queen's University Press for Forum of Federation and International Association of Centers for Federal Studies|year=2005|isbn=0-7735-2849-0|quote=...The president is the constitutional head. (p. 185)}}</ref><ref name=dam-2>{{citation|last=Dam|first=Shubhankar|chapter=Executive|title=The Oxford Handbook of the Indian Constitution|editor1-last=Choudhry|editor1-first=Sujit|editor2-last=Khosla|editor2-first=Madhav|editor3-last=Mehta|editor3-first=Pratap Bhanu|location=Oxford and New York|page=307|year=2016|publisher=Oxford University Press|isbn=978-0-19-870489-8|quote=The President is the head of the Union of India}}</ref><ref name=nsingh-india>{{citation|last=Singh|first=Nirvikar|chapter=Holding India Together: The Role of Institutions of Federalism|editor1-last=Mishra|editor1-first=Ajit|editor2-last=Ray|editor2-first=Tridip|pages=300&ndash;323, 306|publisher=Oxford University Press|year=2018|isbn=978-0-19-881255-5|title=Markets, Governance, and Institutions: In the Process of Economic Development}}</ref> Forsætisráðherrann verður að eiga sæti á annarri hvorri deild indverska þingsins.<ref name="pillay-cri-pm-3">{{citation|last=Pillay|first=Anashri|editor1-last=Masterman|editor1-first=Roger|editor2-last=Schütze|editor2-first=Robert|isbn=978-1-107-16781-0|lccn=2019019723|doi=10.1017/9781316716731|chapter=The Constitution of the Republic of India|title=Cambridge Companion to Comparative Constitutional Law|publisher=Cambridge University Press|year=2019|pages=146&ndash;147|s2cid=219881288|quote=... Like the British system, there are two houses of parliament &ndash; the Lok Sabha, which has 545 members, is the main legislative body. In practice, it is the party with a majority in the Lok Sabha which elects its leader as the Prime Minister.}}</ref> Forsætisráðherrann og stjórn hans eru ætíð ábyrg gagnvart [[Lok Sabha]], neðri deild indverska þingsins.<ref name="dam-4">{{citation|last=Dam|first=Shubhankar|chapter=Executive|title=The Oxford Handbook of the Indian Constitution|editor1-last=Choudhry|editor1-first=Sujit|editor2-last=Khosla|editor2-first=Madhav|editor3-last=Mehta|editor3-first=Pratap Bhanu|location=Oxford and New York|page=307|year=2016|publisher=Oxford University Press|isbn=978-0-19-870489-8|quote=Along with his or her cabinet, the Prime Minister is responsible to the Lower House of Parliament.}}</ref><ref name="majeed-roi-3">{{citation|last=Majeed|first=Akhtar|chapter=Republic of India|pages=180&ndash;207, 185|title=Constitutional Origins, Structure, and Change in Federal Countries|series=A Global Dialogue on Federalism, Volume I|editor1-last=Kincaid|editor1-first=John|editor2-last=Tarr|editor2-first=G. Alan|location=Montreal & Kingston|publisher=McGill-Queen's University Press for Forum of Federation and International Association of Centers for Federal Studies|year=2005|isbn=0-7735-2849-0|quote=...Both for the Union and the states, a "cabinet-type" system of parliamentary government has been instituted in which the executive is continuously responsible to the legislature. (p. 185)}}</ref> Forsætisráðherrann er útnefndur af forseta Indlands en verður að njóta trausts meirihluta þingmanna Lok Sabha, sem eru kjörnir í þingkosningum á fimm ára fresti. Forsætisráðherrann getur hvort heldur sem er verið þingmaður á Lok Sabha eða efri þingdeildarinnar [[Rajya Sabha]]. Forsætisráðherrann skipar og leysir aðra meðlimi í ráðherraráðinu úr embætti og útdeilir embættum innan ríkisstjórnarinnar. Þaulsætnasti forsætisráðherrann í sögu Indlands var [[Jawaharlal Nehru]], sem var jafnframt sá fyrsti, og sat í 16 ár og 286 daga. Á eftir honum kom stutt ráðherratíð [[Lal Bahadur Shastri]] og síðan 11 og fjögurra ára embættistímabil [[Indira Gandhi|Indira Gandhi]], en öll voru þau úr Indverska þjóðarráðsflokknum. Eftir að Indira Gandhi var myrt tók sonur hennar, [[Rajiv Gandhi]], við til 1989, en á eftir fylgdi áratugur fimm veikburða ríkisstjórna. Síðan þá hafa [[P. V. Narasimha Rao]], [[Atal Bihari Vajpayee]], [[Manmohan Singh]] og [[Narendra Modi]] lokið kjörtímabilum í embætti forsætisráðherra. Modi er núverandi forsætisráðherra Indlands, frá 26. maí 2014. ==Tilvísanir== <references/> {{Forsætisráðherrar Indlands}} [[Flokkur:Forsætisráðherrar Indlands| ]] 0ahl3b53r17bjq7n1ew2cswf9fpvt3b Stríð Ísraels og Írans 0 186733 1921056 1921000 2025-06-22T12:04:19Z Alvaldi 71791 Setti inn sniðbox 1921056 wikitext text/x-wiki {{líðandi stund}} {{Infobox military conflict | conflict = Stríð Ísraels og Írans | width = | partof = | image = {{Multiple image | border = infobox | total_width = 300 | perrow = 2/2 | image1 = Pictures of the Israeli attack on Tehran 1 Mehr (2).jpg | image2 = Trump situation room 6-21-25.jpg | image3 = June 2025 Iranian strikes on Ramat Gan (cropped).jpg | image4 = Batch 3 Avash 15.jpg | image5 = Attack on IRIB's Live News Broadcasting Studio 07.jpg | image6 = Iranian missile strike in Bat Yam, 15 June 2025. IV.jpg }} | image_size = | image_upright = | alt = | caption = | date = 13 June 2025 – nú ({{Age in years, months and days|2025|6|13}}) | place = [[Íran]], [[Ísrael]] og [[Vesturbakkinn]] | coordinates = <!--Use the {{coord}} template --> | map_type = | map_relief = | map_size = | map_marksize = | map_caption = | map_label = | territory = | result = | status = Áframhaldandi loftárásir | combatants_header = | combatant1 = {{flag|Ísrael}}<br>{{flag|Bandaríkin}} | combatant2 = {{tree list}} * {{flag|Íran}} * [[Hútar]] {{tree list/end}} | commander1 ={{plainlist| * {{nowrap|{{flagdeco|Israel}} '''[[Benjamin Netanyahu]]'''}} * {{nowrap|{{flagdeco|Israel}} [[Israel Katz]]}} * {{nowrap|{{flagdeco|USA}} [[Donald Trump]]}} * {{nowrap|{{flagdeco|USA}} [[Pete Hegseth]]}} }} | commander2 ={{plainlist| * {{nowrap|{{flagdeco|Iran}} '''[[Ali Khamenei]]'''}} * {{nowrap|{{flagdeco|Iran}} [[Masoud Pezeshkian]]}} }} | units1 = | units2 = | units3 = | strength1 = | strength2 = | strength3 = | casualties1 = | casualties2 = | casualties3 = | notes = | campaignbox = }} '''Stríð Ísraels og Írans''' hófst þann [[13. júní]], [[2025]] þegar Ísrael hóf skyndilegar loftárásir á hernaðarskotmörk og kjarnorkumiðstöðvar í Íran. <ref>{{Vefheimild|titill= Israel-Iran: How did latest conflict start and where could it lead?|höfundur= Lana Lam, Sofia Ferreira Santos, Jaroslav Lukiv & Nathan Williams|url=https://www.bbc.com/news/articles/cdj9vj8glg2o |útgefandi=BBC|ár=2025|mánuður=19. júní|árskoðað=2025|mánuðurskoðað=21. júní}}</ref> Íranskir herforingjar og kjarnorkuvísindamenn voru ráðnir af dögum. Íran svaraði með loftskeyta og drónaárásum á Ísrael. <ref>{{Vefheimild|titill="Iran's UN ambassador says 78 killed, 320 wounded in Israeli strikes – as it happened"|höfundur= Rebecca Ratcliffe; Adam Fulton, Robert Mackey, Maya Yang, Léonie Chao-Fong, Hayden Vernon, Amy Sedghi, Vicky Graham, Tom Bryant, Jonathan Yerushalmy|url= https://www.theguardian.com/world/live/2025/jun/13/israel-iran-strikes-defence-minister-tehran-middle-east-live|útgefandi=The Guardian|ár=2025|mánuður=13. júní|árskoðað=2025|mánuðurskoðað=21. júní}}</ref> Ísrael og Íran hafa átt fjandsamleg samskipti í áratugi eða frá [[Íranska byltingin|írönsku byltingunni 1979]]. Frá 2023 hafði Ísrael gert árásir á [[Hamas]] og [[Hezbollah]] sem Íran hefur stutt gegn Ísrael. Íran og Ísrael skiptust á flugskeytum árið 2024 tengt þeim átökum. <ref>{{Vefheimild|titill= Iran and Israel’s shadow war explodes into the open|höfundur=Economist|url= https://web.archive.org/web/20240414114031/https://www.economist.com/middle-east-and-africa/2024/04/14/iran-and-israels-shadow-war-explodes-into-the-open|útgefandi=The Economist|ár=2025|mánuður=13. júní|árskoðað=2025|mánuðurskoðað=21. júní}}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} [[Flokkur:Saga Ísraels]] [[Flokkur:Saga Írans]] [[Flokkur:2025]] 5bp7rzz81hdzz3ng55l129kpii24h2x 1921057 1921056 2025-06-22T12:05:02Z Alvaldi 71791 1921057 wikitext text/x-wiki {{líðandi stund}} {{Infobox military conflict | conflict = Stríð Ísraels og Írans | width = | partof = | image = {{Multiple image | border = infobox | total_width = 300 | perrow = 2/2 | image1 = Pictures of the Israeli attack on Tehran 1 Mehr (2).jpg | image2 = Trump situation room 6-21-25.jpg | image3 = June 2025 Iranian strikes on Ramat Gan (cropped).jpg | image4 = Batch 3 Avash 15.jpg | image5 = Attack on IRIB's Live News Broadcasting Studio 07.jpg | image6 = Iranian missile strike in Bat Yam, 15 June 2025. IV.jpg }} | image_size = | image_upright = | alt = | caption = | date = 13 . júní 2025 – nú ({{Age in years, months and days|2025|6|13}}) | place = [[Íran]], [[Ísrael]] og [[Vesturbakkinn]] | coordinates = <!--Use the {{coord}} template --> | map_type = | map_relief = | map_size = | map_marksize = | map_caption = | map_label = | territory = | result = | status = Áframhaldandi loftárásir | combatants_header = | combatant1 = {{flag|Ísrael}}<br>{{flag|Bandaríkin}} | combatant2 = {{tree list}} * {{flag|Íran}} * [[Hútar]] {{tree list/end}} | commander1 ={{plainlist| * {{nowrap|{{flagdeco|Israel}} '''[[Benjamin Netanyahu]]'''}} * {{nowrap|{{flagdeco|Israel}} [[Israel Katz]]}} * {{nowrap|{{flagdeco|USA}} [[Donald Trump]]}} * {{nowrap|{{flagdeco|USA}} [[Pete Hegseth]]}} }} | commander2 ={{plainlist| * {{nowrap|{{flagdeco|Iran}} '''[[Ali Khamenei]]'''}} * {{nowrap|{{flagdeco|Iran}} [[Masoud Pezeshkian]]}} }} | units1 = | units2 = | units3 = | strength1 = | strength2 = | strength3 = | casualties1 = | casualties2 = | casualties3 = | notes = | campaignbox = }} '''Stríð Ísraels og Írans''' hófst þann [[13. júní]], [[2025]] þegar Ísrael hóf skyndilegar loftárásir á hernaðarskotmörk og kjarnorkumiðstöðvar í Íran. <ref>{{Vefheimild|titill= Israel-Iran: How did latest conflict start and where could it lead?|höfundur= Lana Lam, Sofia Ferreira Santos, Jaroslav Lukiv & Nathan Williams|url=https://www.bbc.com/news/articles/cdj9vj8glg2o |útgefandi=BBC|ár=2025|mánuður=19. júní|árskoðað=2025|mánuðurskoðað=21. júní}}</ref> Íranskir herforingjar og kjarnorkuvísindamenn voru ráðnir af dögum. Íran svaraði með loftskeyta og drónaárásum á Ísrael. <ref>{{Vefheimild|titill="Iran's UN ambassador says 78 killed, 320 wounded in Israeli strikes – as it happened"|höfundur= Rebecca Ratcliffe; Adam Fulton, Robert Mackey, Maya Yang, Léonie Chao-Fong, Hayden Vernon, Amy Sedghi, Vicky Graham, Tom Bryant, Jonathan Yerushalmy|url= https://www.theguardian.com/world/live/2025/jun/13/israel-iran-strikes-defence-minister-tehran-middle-east-live|útgefandi=The Guardian|ár=2025|mánuður=13. júní|árskoðað=2025|mánuðurskoðað=21. júní}}</ref> Ísrael og Íran hafa átt fjandsamleg samskipti í áratugi eða frá [[Íranska byltingin|írönsku byltingunni 1979]]. Frá 2023 hafði Ísrael gert árásir á [[Hamas]] og [[Hezbollah]] sem Íran hefur stutt gegn Ísrael. Íran og Ísrael skiptust á flugskeytum árið 2024 tengt þeim átökum. <ref>{{Vefheimild|titill= Iran and Israel’s shadow war explodes into the open|höfundur=Economist|url= https://web.archive.org/web/20240414114031/https://www.economist.com/middle-east-and-africa/2024/04/14/iran-and-israels-shadow-war-explodes-into-the-open|útgefandi=The Economist|ár=2025|mánuður=13. júní|árskoðað=2025|mánuðurskoðað=21. júní}}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} [[Flokkur:Saga Ísraels]] [[Flokkur:Saga Írans]] [[Flokkur:2025]] ngd4mozmt7axkbuby2csp7turei48rd 1921058 1921057 2025-06-22T12:09:10Z Alvaldi 71791 Bætti við upplýsingum um þáttöku Bandaríkjana frá því í nótt. 1921058 wikitext text/x-wiki {{líðandi stund}} {{Infobox military conflict | conflict = Stríð Ísraels og Írans | width = | partof = | image = {{Multiple image | border = infobox | total_width = 300 | perrow = 2/2 | image1 = Pictures of the Israeli attack on Tehran 1 Mehr (2).jpg | image2 = Trump situation room 6-21-25.jpg | image3 = June 2025 Iranian strikes on Ramat Gan (cropped).jpg | image4 = Batch 3 Avash 15.jpg | image5 = Attack on IRIB's Live News Broadcasting Studio 07.jpg | image6 = Iranian missile strike in Bat Yam, 15 June 2025. IV.jpg }} | image_size = | image_upright = | alt = | caption = | date = 13 . júní 2025 – nú ({{Age in years, months and days|2025|6|13}}) | place = [[Íran]], [[Ísrael]] og [[Vesturbakkinn]] | coordinates = <!--Use the {{coord}} template --> | map_type = | map_relief = | map_size = | map_marksize = | map_caption = | map_label = | territory = | result = | status = Áframhaldandi loftárásir | combatants_header = | combatant1 = {{flag|Ísrael}}<br>{{flag|Bandaríkin}} | combatant2 = {{tree list}} * {{flag|Íran}} * [[Hútar]] {{tree list/end}} | commander1 ={{plainlist| * {{nowrap|{{flagdeco|Israel}} '''[[Benjamin Netanyahu]]'''}} * {{nowrap|{{flagdeco|Israel}} [[Israel Katz]]}} * {{nowrap|{{flagdeco|USA}} [[Donald Trump]]}} * {{nowrap|{{flagdeco|USA}} [[Pete Hegseth]]}} }} | commander2 ={{plainlist| * {{nowrap|{{flagdeco|Iran}} '''[[Ali Khamenei]]'''}} * {{nowrap|{{flagdeco|Iran}} [[Masoud Pezeshkian]]}} }} | units1 = | units2 = | units3 = | strength1 = | strength2 = | strength3 = | casualties1 = | casualties2 = | casualties3 = | notes = | campaignbox = }} '''Stríð Ísraels og Írans''' hófst þann [[13. júní]], [[2025]] þegar Ísrael hóf skyndilegar loftárásir á hernaðarskotmörk og kjarnorkumiðstöðvar í Íran. <ref>{{Vefheimild|titill= Israel-Iran: How did latest conflict start and where could it lead?|höfundur= Lana Lam, Sofia Ferreira Santos, Jaroslav Lukiv & Nathan Williams|url=https://www.bbc.com/news/articles/cdj9vj8glg2o |útgefandi=BBC|ár=2025|mánuður=19. júní|árskoðað=2025|mánuðurskoðað=21. júní}}</ref> Íranskir herforingjar og kjarnorkuvísindamenn voru ráðnir af dögum. Íran svaraði með loftskeyta og drónaárásum á Ísrael. <ref>{{Vefheimild|titill="Iran's UN ambassador says 78 killed, 320 wounded in Israeli strikes – as it happened"|höfundur= Rebecca Ratcliffe; Adam Fulton, Robert Mackey, Maya Yang, Léonie Chao-Fong, Hayden Vernon, Amy Sedghi, Vicky Graham, Tom Bryant, Jonathan Yerushalmy|url= https://www.theguardian.com/world/live/2025/jun/13/israel-iran-strikes-defence-minister-tehran-middle-east-live|útgefandi=The Guardian|ár=2025|mánuður=13. júní|árskoðað=2025|mánuðurskoðað=21. júní}}</ref> Þann 22. júní blönduðu Bandaríkin sér beint inn í stríðið er flugher þess gerði loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Írans með B-2 Spirit-sprengjuflugvélunum og flugskeytum sem skotið var frá kafbátum.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252741952d/a-ras-banda-rikjanna-a-iran-iran-yfirgangsseggur-midausturlandanna-verdur-ad-boda-til-fridar-|title=Á­rás Banda­ríkjanna á Íran: „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar“|author=Silja Rún Sigurbjörnsdóttir|date=2025-06-22|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-22}}</ref> Ísrael og Íran hafa átt fjandsamleg samskipti í áratugi eða frá [[Íranska byltingin|írönsku byltingunni 1979]]. Frá 2023 hafði Ísrael gert árásir á [[Hamas]] og [[Hezbollah]] sem Íran hefur stutt gegn Ísrael. Íran og Ísrael skiptust á flugskeytum árið 2024 tengt þeim átökum. <ref>{{Vefheimild|titill= Iran and Israel’s shadow war explodes into the open|höfundur=Economist|url= https://web.archive.org/web/20240414114031/https://www.economist.com/middle-east-and-africa/2024/04/14/iran-and-israels-shadow-war-explodes-into-the-open|útgefandi=The Economist|ár=2025|mánuður=13. júní|árskoðað=2025|mánuðurskoðað=21. júní}}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} [[Flokkur:Saga Ísraels]] [[Flokkur:Saga Írans]] [[Flokkur:2025]] idoq343eckzst2v7hymopp6efarzl3y 1921065 1921058 2025-06-22T12:24:46Z Alvaldi 71791 Tengill í Northrop B-2 Spirit 1921065 wikitext text/x-wiki {{líðandi stund}} {{Infobox military conflict | conflict = Stríð Ísraels og Írans | width = | partof = | image = {{Multiple image | border = infobox | total_width = 300 | perrow = 2/2 | image1 = Pictures of the Israeli attack on Tehran 1 Mehr (2).jpg | image2 = Trump situation room 6-21-25.jpg | image3 = June 2025 Iranian strikes on Ramat Gan (cropped).jpg | image4 = Batch 3 Avash 15.jpg | image5 = Attack on IRIB's Live News Broadcasting Studio 07.jpg | image6 = Iranian missile strike in Bat Yam, 15 June 2025. IV.jpg }} | image_size = | image_upright = | alt = | caption = | date = 13 . júní 2025 – nú ({{Age in years, months and days|2025|6|13}}) | place = [[Íran]], [[Ísrael]] og [[Vesturbakkinn]] | coordinates = <!--Use the {{coord}} template --> | map_type = | map_relief = | map_size = | map_marksize = | map_caption = | map_label = | territory = | result = | status = Áframhaldandi loftárásir | combatants_header = | combatant1 = {{flag|Ísrael}}<br>{{flag|Bandaríkin}} | combatant2 = {{tree list}} * {{flag|Íran}} * [[Hútar]] {{tree list/end}} | commander1 ={{plainlist| * {{nowrap|{{flagdeco|Israel}} '''[[Benjamin Netanyahu]]'''}} * {{nowrap|{{flagdeco|Israel}} [[Israel Katz]]}} * {{nowrap|{{flagdeco|USA}} [[Donald Trump]]}} * {{nowrap|{{flagdeco|USA}} [[Pete Hegseth]]}} }} | commander2 ={{plainlist| * {{nowrap|{{flagdeco|Iran}} '''[[Ali Khamenei]]'''}} * {{nowrap|{{flagdeco|Iran}} [[Masoud Pezeshkian]]}} }} | units1 = | units2 = | units3 = | strength1 = | strength2 = | strength3 = | casualties1 = | casualties2 = | casualties3 = | notes = | campaignbox = }} '''Stríð Ísraels og Írans''' hófst þann [[13. júní]], [[2025]] þegar Ísrael hóf skyndilegar loftárásir á hernaðarskotmörk og kjarnorkumiðstöðvar í Íran. <ref>{{Vefheimild|titill= Israel-Iran: How did latest conflict start and where could it lead?|höfundur= Lana Lam, Sofia Ferreira Santos, Jaroslav Lukiv & Nathan Williams|url=https://www.bbc.com/news/articles/cdj9vj8glg2o |útgefandi=BBC|ár=2025|mánuður=19. júní|árskoðað=2025|mánuðurskoðað=21. júní}}</ref> Íranskir herforingjar og kjarnorkuvísindamenn voru ráðnir af dögum. Íran svaraði með loftskeyta og drónaárásum á Ísrael. <ref>{{Vefheimild|titill="Iran's UN ambassador says 78 killed, 320 wounded in Israeli strikes – as it happened"|höfundur= Rebecca Ratcliffe; Adam Fulton, Robert Mackey, Maya Yang, Léonie Chao-Fong, Hayden Vernon, Amy Sedghi, Vicky Graham, Tom Bryant, Jonathan Yerushalmy|url= https://www.theguardian.com/world/live/2025/jun/13/israel-iran-strikes-defence-minister-tehran-middle-east-live|útgefandi=The Guardian|ár=2025|mánuður=13. júní|árskoðað=2025|mánuðurskoðað=21. júní}}</ref> Þann 22. júní blönduðu Bandaríkin sér beint inn í stríðið er flugher þess gerði loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Írans með [[Northrop B-2 Spirit|B-2 Spirit]] sprengjuflugvélunum og flugskeytum sem skotið var frá kafbátum.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252741952d/a-ras-banda-rikjanna-a-iran-iran-yfirgangsseggur-midausturlandanna-verdur-ad-boda-til-fridar-|title=Á­rás Banda­ríkjanna á Íran: „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar“|author=Silja Rún Sigurbjörnsdóttir|date=2025-06-22|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-22}}</ref> Ísrael og Íran hafa átt fjandsamleg samskipti í áratugi eða frá [[Íranska byltingin|írönsku byltingunni 1979]]. Frá 2023 hafði Ísrael gert árásir á [[Hamas]] og [[Hezbollah]] sem Íran hefur stutt gegn Ísrael. Íran og Ísrael skiptust á flugskeytum árið 2024 tengt þeim átökum. <ref>{{Vefheimild|titill= Iran and Israel’s shadow war explodes into the open|höfundur=Economist|url= https://web.archive.org/web/20240414114031/https://www.economist.com/middle-east-and-africa/2024/04/14/iran-and-israels-shadow-war-explodes-into-the-open|útgefandi=The Economist|ár=2025|mánuður=13. júní|árskoðað=2025|mánuðurskoðað=21. júní}}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} [[Flokkur:Saga Ísraels]] [[Flokkur:Saga Írans]] [[Flokkur:2025]] eee05fuvjy7x6tpj8karb89cujzf0mu 1921066 1921065 2025-06-22T12:26:32Z Alvaldi 71791 Bætti við flokkum 1921066 wikitext text/x-wiki {{líðandi stund}} {{Infobox military conflict | conflict = Stríð Ísraels og Írans | width = | partof = | image = {{Multiple image | border = infobox | total_width = 300 | perrow = 2/2 | image1 = Pictures of the Israeli attack on Tehran 1 Mehr (2).jpg | image2 = Trump situation room 6-21-25.jpg | image3 = June 2025 Iranian strikes on Ramat Gan (cropped).jpg | image4 = Batch 3 Avash 15.jpg | image5 = Attack on IRIB's Live News Broadcasting Studio 07.jpg | image6 = Iranian missile strike in Bat Yam, 15 June 2025. IV.jpg }} | image_size = | image_upright = | alt = | caption = | date = 13 . júní 2025 – nú ({{Age in years, months and days|2025|6|13}}) | place = [[Íran]], [[Ísrael]] og [[Vesturbakkinn]] | coordinates = <!--Use the {{coord}} template --> | map_type = | map_relief = | map_size = | map_marksize = | map_caption = | map_label = | territory = | result = | status = Áframhaldandi loftárásir | combatants_header = | combatant1 = {{flag|Ísrael}}<br>{{flag|Bandaríkin}} | combatant2 = {{tree list}} * {{flag|Íran}} * [[Hútar]] {{tree list/end}} | commander1 ={{plainlist| * {{nowrap|{{flagdeco|Israel}} '''[[Benjamin Netanyahu]]'''}} * {{nowrap|{{flagdeco|Israel}} [[Israel Katz]]}} * {{nowrap|{{flagdeco|USA}} [[Donald Trump]]}} * {{nowrap|{{flagdeco|USA}} [[Pete Hegseth]]}} }} | commander2 ={{plainlist| * {{nowrap|{{flagdeco|Iran}} '''[[Ali Khamenei]]'''}} * {{nowrap|{{flagdeco|Iran}} [[Masoud Pezeshkian]]}} }} | units1 = | units2 = | units3 = | strength1 = | strength2 = | strength3 = | casualties1 = | casualties2 = | casualties3 = | notes = | campaignbox = }} '''Stríð Ísraels og Írans''' hófst þann [[13. júní]], [[2025]] þegar Ísrael hóf skyndilegar loftárásir á hernaðarskotmörk og kjarnorkumiðstöðvar í Íran. <ref>{{Vefheimild|titill= Israel-Iran: How did latest conflict start and where could it lead?|höfundur= Lana Lam, Sofia Ferreira Santos, Jaroslav Lukiv & Nathan Williams|url=https://www.bbc.com/news/articles/cdj9vj8glg2o |útgefandi=BBC|ár=2025|mánuður=19. júní|árskoðað=2025|mánuðurskoðað=21. júní}}</ref> Íranskir herforingjar og kjarnorkuvísindamenn voru ráðnir af dögum. Íran svaraði með loftskeyta og drónaárásum á Ísrael. <ref>{{Vefheimild|titill="Iran's UN ambassador says 78 killed, 320 wounded in Israeli strikes – as it happened"|höfundur= Rebecca Ratcliffe; Adam Fulton, Robert Mackey, Maya Yang, Léonie Chao-Fong, Hayden Vernon, Amy Sedghi, Vicky Graham, Tom Bryant, Jonathan Yerushalmy|url= https://www.theguardian.com/world/live/2025/jun/13/israel-iran-strikes-defence-minister-tehran-middle-east-live|útgefandi=The Guardian|ár=2025|mánuður=13. júní|árskoðað=2025|mánuðurskoðað=21. júní}}</ref> Þann 22. júní blönduðu Bandaríkin sér beint inn í stríðið er flugher þess gerði loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Írans með [[Northrop B-2 Spirit|B-2 Spirit]] sprengjuflugvélunum og flugskeytum sem skotið var frá kafbátum.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252741952d/a-ras-banda-rikjanna-a-iran-iran-yfirgangsseggur-midausturlandanna-verdur-ad-boda-til-fridar-|title=Á­rás Banda­ríkjanna á Íran: „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar“|author=Silja Rún Sigurbjörnsdóttir|date=2025-06-22|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-22}}</ref> Ísrael og Íran hafa átt fjandsamleg samskipti í áratugi eða frá [[Íranska byltingin|írönsku byltingunni 1979]]. Frá 2023 hafði Ísrael gert árásir á [[Hamas]] og [[Hezbollah]] sem Íran hefur stutt gegn Ísrael. Íran og Ísrael skiptust á flugskeytum árið 2024 tengt þeim átökum. <ref>{{Vefheimild|titill= Iran and Israel’s shadow war explodes into the open|höfundur=Economist|url= https://web.archive.org/web/20240414114031/https://www.economist.com/middle-east-and-africa/2024/04/14/iran-and-israels-shadow-war-explodes-into-the-open|útgefandi=The Economist|ár=2025|mánuður=13. júní|árskoðað=2025|mánuðurskoðað=21. júní}}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} [[Flokkur:2025]] [[Flokkur:Saga Írans]] [[Flokkur:Saga Ísraels]] [[Flokkur:Stríð á 21. öld]] [[Flokkur:Stríð í Asíu]] q4qzt93m343k9x0znw9cffbd21ytcij Þýska flugmóðurskipið Graf Zeppelin 0 186735 1921120 1921033 2025-06-22T18:57:02Z Alvaldi 71791 1921120 wikitext text/x-wiki {{Skip |nafn=''Graf Zeppelin'' |mynd=Graf-Zeppelin-2.jpg |alt= |skipstjóri = |útgerð=Þýski sjóherinn |þyngd= 33.550 |lengd= 265.5 |breidd=36.2 |dýpt=8.5 |vélar= |hraði= 33.8 |tegund=[[Flugmóðurskip]] |bygging= Deutsche Werke skipasmíðastöðin,<br>[[Kiel]], Þýskalandi }} '''Þýska flugmóðurskipið ''Graf Zeppelin''''' var fyrsta og eina [[flugmóðurskip]] Þjóðverja í [[Seinni heimstyrjöldin|seinni heimstyrjöldinni]]. Skipið átti að hafa 42 [[Orrustuflugvél|orrustuflugvélar]] og [[Sprengjuflugvél|sprengjuflugvélar]]. Smíði ''Graf Zeppelin'' hófst 28. desember 1936, þegar kjölur þess var lagður í skipasmíðastöð Deutsche Werke í [[Kiel]]. Skipið, sem var nefnt til heiðurs greifanum [[Ferdinand von Zeppelin]], var sjósett 8. desember 1938 og var 85% fullgert þegar síðari heimsstyrjöldin braust út í september 1939. ''Graf Zeppelin'' var aldrei fullklárað og var aldrei formlega tekið í notkun vegna breyttra áherslna þegar leið á stríðið. Þegar Sovéski herinn nálgaðist, sökkti áhöfn skipsins því rétt fyrir utan [[Stettin]] í mars 1945.{{sfn|Kuzin & Litinskii|p=161}} Sovétríkin náðu skipinu á flot í mars 1946 en því var að lokum sökkt í vopnaprófunum norður af Póllandi 17 mánuðum síðar.{{sfn|Shirokorad|pp=108–112}} Flakið fannst af pólsku könnunarskipi í júlí 2006.<ref>{{cite news|date= 28 July 2006|url=http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/europe/5223514.stm|title='Nazi aircraft carrier' located|work=BBC News}}</ref><ref>{{cite news|last=Boyes|first=Roger|title=Divers find Hitler's aircraft carrier|url=http://www.thetimes.co.uk/tto/news/world/europe/article2601404.ece|newspaper=[[The Times]]|date=27 July 2006|access-date=2 June 2013|archive-date=17 May 2015|archive-url=https://web.archive.org/web/20150517173001/http://www.thetimes.co.uk/tto/news/world/europe/article2601404.ece|url-status=dead}}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} ==Heimildir== * {{cite journal |last=Barker |first=Edward L. |title=War Without Aircraft Carriers |publisher=United States Naval Institute Proceedings |journal=[[Proceedings (magazine)|Proceedings]] |location=Annapolis |date=March 1954 |oclc=61522996 | ref ={{sfnRef|Barker}} }} * {{cite book |last=Breyer |first=Siegfried |title=Graf Zeppelin: The German Aircraft Carrier |location=Atglen |publisher=Schiffer Publishing Ltd |year=1989 |isbn=978-0-88740-242-5 | ref ={{sfnRef|Breyer}} }} * {{cite book |last1=Gardiner |first1=Robert |last2=Chesneau |first2=Roger | title=Conway's All the World's Fighting Ships 1922–1946 |publisher=Naval Institute Press |year=1980 |isbn=978-0-87021-913-9 |location=Annapolis |name-list-style=amp |ref={{sfnref|Gardiner & Chesneau}} }} * {{cite book | last = Gröner | first = Erich |author-link=Erich Gröner | year = 1990 | title = German Warships: 1815–1945 | volume = I: Major Surface Vessels | publisher = Naval Institute Press | location = Annapolis | isbn = 978-0-87021-790-6 | ref ={{sfnRef|Gröner}} }} * {{cite book |last=Israel |first=Ulrich H.-J. |title=Graf Zeppelin: Einziger Deutscher Flugzeugträger |location=Hamburg |publisher=Verlag Koehler/Mittler |year=1994 |isbn=978-3-7822-0602-0 | ref ={{sfnRef|Israel}} }} * {{cite journal | last1 = Kuzin | first1 = V. P. |last2=Litinskii |first2=D. Iu. |year=2008 | title =Avianosets "Graf Zeppelin"—boevoi trofei Krasnoi Armii | trans-title=Aircraft Carrier Graf Zeppelin&mdash;Battle Trophy of the Red Army | journal = Warship International | volume = 45 |issue=2 |pages=161–165 | location = Toledo | publisher = International Naval Research Organization | issn = 0043-0374 | ref ={{sfnRef|Kuzin & Litinskii}} }} * {{cite book |last=Lake | first=Jon |title=Lancaster Squadrons 1942-43 |publisher=Osprey |location=Oxford |year=2002 |isbn=978-1-84176-313-2 | ref ={{sfnRef|Lake}} }} * {{cite book | last1 = Mann | first1 = Chris | last2 = Jörgensen | first2 = Christer | year = 2003 | title = Hitler's Arctic War: the German campaigns in Norway, Finland, and the USSR, 1940–1945 | publisher = Thomas Dunne Books| location = New York | isbn = 978-0-312-31100-1 | url-access = registration | url = https://archive.org/details/hitlersarcticwar00mann |name-list-style=amp | ref ={{sfnRef|Mann & Jörgensen}} }} * {{cite book |last=Marshall |first=Francis L. |title=Sea Eagles: The Operational History of the Messerschmitt Bf 109T |location=Walton on Thames |publisher=Air Research Publications |year=1994 |isbn=978-1-871187-23-6 | ref ={{sfnRef|Marshall}} }} * {{cite journal |last=Reynolds |first=Clark G. |title=Hitler's Flattop: The End of the Beginning |publisher=United States Naval Institute Proceedings |date=January 1967 |journal=Proceedings |oclc=61522996 | ref ={{sfnRef|Reynolds}} }} * {{Cite book |last1=Rohwer |first1=Jürgen |last2=Monakov |first2=Mikhail S. |title=Stalin's Ocean-going Fleet |year=2001 |publisher=Frank Cass |isbn=978-0-7146-4895-8 |location=London |name-list-style=amp | ref ={{sfnRef|Rohwer & Monakov}} }} * {{cite journal | last = Schenk | first = Peter |year=2008 | title =German Aircraft Carrier Developments | journal = Warship International | volume = 45 |issue=2 |pages=129–158 | location = Toledo |publisher = International Naval Research Organization | issn = 0043-0374 | ref ={{sfnRef|Schenk}} }} * {{cite book |last=Shirokorad |first=Alexander |year=2004 |language=ru |title=Флот, который уничтожил Хрущёв (Flot, kotoryi unichtozhil Khruschev |publisher=AST publishers |isbn=978-5-9602-0027-1 |location=Moscow | ref ={{sfnRef|Shirokorad}} }} * {{cite book |last=Whitley |first=M.J. |title=Warship 31: Graf Zeppelin, Part 1 |location=Annapolis |publisher=United States Naval Institute Press |date=July 1984 |isbn=978-0-85177-354-4 |volume=VIII | ref ={{sfnRef|Whitley 1984}} }} * {{cite book |last=Whitley |first=M.J. |title=Warship 33: Graf Zeppelin, Part 2 |location=Annapolis |publisher=United States Naval Institute Press | year=1985 |volume=IX |isbn=978-0-87021-984-9 | ref ={{sfnRef|Whitley 1985}} }} {{DEFAULTSORT:Graf Zeppelin}} [[Flokkur:Byggt 1938]] [[Flokkur:Herskip í seinni heimsstyrjöldinni]] [[Flokkur:Þýsk flugmóðurskip]] 5yo9q57ejpgwhg6w7tglbd4kd6lvi4c Northrop B-2 Spirit 0 186739 1921059 2025-06-22T12:18:47Z Alvaldi 71791 Búið til með því að þýða síðuna „[[:en:Special:Redirect/revision/1296803394|Northrop B-2 Spirit]]“ 1921059 wikitext text/x-wiki {{Infobox aircraft|name=B-2 Spirit|image=File:B-2 Spirits on Deployment to Indo-Asia-Pacific.jpg|image_caption=A U.S. Air Force B-2 Spirit flying over the Pacific Ocean in 2016|aircraft_type=[[stealth aircraft|Stealth]] [[Strategic bomber|strategic]] [[heavy bomber]]|national_origin=United States|manufacturer=[[Northrop Corporation]] <br />[[Northrop Grumman]]|first_flight={{Start date and age|1989|07|17|df=yes}}|introduction=1 January 1997<!--Date the aircraft entered or will enter military or revenue service -->|produced=1989–2000|primary_user=[[United States Air Force]]|more_users=|number_built=21<ref name=Nat_Museum_B-2_factsheet1>[http://www.nationalmuseum.af.mil/factsheets/factsheet.asp?id=2757 "Northrop B-2A Spirit fact sheet."] {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20080228171308/http://www.nationalmuseum.af.mil/factsheets/factsheet.asp?id=2757 |date=28 February 2008}} ''National Museum of the United States Air Force''. Retrieved 13 September 2009.</ref><ref name=USAF_Almanac>Mehuron, Tamar A., Assoc. Editor. {{usurped|1=[https://web.archive.org/web/20130113101605/http://www.airforce-magazine.com/MagazineArchive/Magazine%20Documents/2009/May%202009/0509facts_fig.pdf "2009 USAF Almanac, Fact and Figures."]}} ''Air Force Magazine'', May 2009. Retrieved 13 September 2009.</ref>|successors=[[Northrop Grumman B-21 Raider]]|status=In service|developed_from=|variants=}} '''Northrop B-2 Spirit''' er bandarískur sprengjuflugvél sem er hönnuð til að vera torséð á ratsjám svo hún komast óséð í gegnum loftvarnir.<ref name="NI_Only_20_B-2s_Stealth_Bombers">{{Cite web|url=https://nationalinterest.org/blog/buzz/why-air-force-only-has-20-b-2-spirit-stealth-bombers-35802|title=Why the Air Force Only Has 20 B-2 Spirit Stealth Bombers|last=Sebastien Roblin|date=11 November 2018|website=National Interest|archive-url=https://web.archive.org/web/20200918112631/https://nationalinterest.org/blog/buzz/why-air-force-only-has-20-b-2-spirit-stealth-bombers-35802|archive-date=18 September 2020|access-date=5 November 2020}}</ref> Flugvélin var hönnuð af Northrop (seinna Northrop Grumman) með aðstoð frá [[Boeing]], Hughes og Vought og voru 21 vél byggð á árunum 1988 til 2000.<ref name="B-2_Rollout_story">{{Cite web|url=https://aviationweek.com/defense-space/aircraft-propulsion/story-behind-aviation-weeks-b-2-rollout-photo-scoop|title=The Story Behind Aviation Week's B-2 Rollout Photo Scoop|last=Norris|first=Guy|date=2022-12-02|website=aviationweek.com|access-date=}}</ref> Sprengjuvélin getur borið bæði hefðbundar sprengjur og [[Vetnissprengja|kjarnorkuvopn]].<ref name="Thess">{{Cite web|url=https://www.af.mil/About-Us/Fact-Sheets/Display/Article/104482/b-2-spirit/|title=B-2 Spirit|last=|date=|website=[[United States Air Force]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20230625025242/https://www.af.mil/About-Us/Fact-Sheets/Display/Article/104482/b-2-spirit/|archive-date=25 June 2023|access-date=14 July 2023}}</ref> Bandaríski flugherinn hefur nítján B-2 í þjónustu frá og með árinu 2024; einn eyðilagðist í 2008 og önnur skemmdist í 2022 og var tekin úr notkun. Flugherinn ætlar að nota B-2 vélarnar til ársins 2032, þegar Northrop Grumman B-21 Raider kemur í stað þeirra.<ref name="airforcetimes11feb18">{{Cite web|url=https://www.airandspaceforces.com/usaf-to-retire-b-1-b-2-in-early-2030s-as-b-21-comes-on-line/|title=USAF to Retire B-1, B-2 in Early 2030s as B-21 Comes On-Line|last=admin|date=2018-02-09|website=Air & Space Forces Magazine|language=en-US|archive-url=https://web.archive.org/web/20221217052514/https://www.airandspaceforces.com/usaf-to-retire-b-1-b-2-in-early-2030s-as-b-21-comes-on-line/|archive-date=17 December 2022|access-date=2022-12-17}}</ref> == Tilvísanir == === Heimildir === * "Flugherinn, valkostir til að hætta eða endurskipuleggja herinn myndi draga úr áætlunarútgjöldum, NSIAD-96-192." US General Accounting Office, september 1996. * {{Citation |last=Boyne |first=Walter J. |title=Air Warfare: an International Encyclopedia: A-L |year=2002 |place=Santa Barbara, California |publisher=ABC-CLIO |isbn=978-1-57607-345-2}} * {{Citation |last=Chudoba |first=Bernd |title=Stability and Control of Conventional and Unconventional Aircraft Configurations: A Generic Approach |year=2001 |place=Stoughton, Wisconsin |publisher=Books on Demand |isbn=978-3-83112-982-9}} * Crickmore, Paul og Alison J. Crickmore. North Branch, Minnesota: Zenith Imprint, 2003.  {{ISBN|0-76031-512-4}}[[ISBN (identifier)|ISBN]] [[Special:BookSources/0-76031-512-4|0-76031-512-4]].&nbsp; * Croddy, Eric og James J. Wirtz. Weapons of Mass Destruction: An Encyclopedia of Worldwide Policy, Technology, and History, 2. bindi. Santa Barbara, Kaliforníu: ABC-CLIO, 2005.  {{ISBN|1-85109-490-3}}[[ISBN (identifier)|ISBN]] [[Special:BookSources/1-85109-490-3|1-85109-490-3]].&nbsp; * Dawson, T.W.G., G.F. Kitchen og G.B. Glider. [http://www.nationalarchives.gov.uk/catalogue/displaycataloguedetails.asp?CATLN=6&CATID=4943225&SearchInit=4&SearchType=6&CATREF=AVIA+6%2F20895 ''Mælingar á ratsjá bergmálssvæði Vulkan með sjónrænum hermi.''] Farnborough, Hants, Bretland: Royal Aircraft Establishment, september 1957 National Archive Catalogue skrá, AVIA 6/20895 * {{Citation |title=Black Jets: The Development and Operation of America's Most Secret Warplanes |year=2003 |editor-last=Donald |editor-first=David |place=Norwalk, Connecticut |publisher=AIRtime |isbn=978-1-880588-67-3}} * {{Citation |last=Donald |first=David |title=The Pocket Guide to Military Aircraft: And the World's Airforces |year=2004 |place=London |publisher=Octopus Publishing Group |isbn=978-0-681-03185-2}} * Eden, Páll. "Northrop Grumman B-2 Spirit". ''Alfræðibókin um nútíma herflugvélar''. New York: Amber Books, 2004.  {{ISBN|1-904687-84-9}}[[ISBN (identifier)|ISBN]] [[Special:BookSources/1-904687-84-9|1-904687-84-9]].&nbsp; * {{Citation |last=Evans |first=Nicholas D. |title=Military Gadgets: How Advanced Technology is Transforming Today's Battlefield – and Tomorrow's |year=2004 |url=https://archive.org/details/militarygadgetsh0000evan |place=Upper Saddle River, New Jersey |publisher=FT Press |isbn=978-0-1314-4021-0}} * {{Citation |title=Illustrated Encyclopedia of 20th Century Weapons and Warfare |volume=21 |year=1978 |editor-last=Fitzsimons |editor-first=Bernard |place=London |publisher=Phoebus |isbn=978-0-8393-6175-6}} * Goodall, James C. "The Northrop B-2A Stealth Bomber. " Bandarískir Stealth Fighters and Bombers: B-2, F-117, YF-22, og YF-23. St. Paul, Minnesota: MBI Publishing Company, 1992.  {{ISBN|0-87938-609-6}}[[ISBN (identifier)|ISBN]] [[Special:BookSources/0-87938-609-6|0-87938-609-6]].&nbsp; * {{Citation |last=Griffin |first=John |title=B-2 Systems Engineering Case Study |year=2007 |url=http://www.dtic.mil/cgi-bin/GetTRDoc?AD=ADA464771&Location=U2&doc=GetTRDoc.pdf |archive-url=https://web.archive.org/web/20090822023730/http://www.dtic.mil/cgi-bin/GetTRDoc?AD=ADA464771&Location=U2&doc=GetTRDoc.pdf |archive-date=22 August 2009 |url-status=dead |place=Dayton, Ohio |publisher=Air Force Center for Systems Engineering, Air Force Institute of Technology, Wright Patterson Air Force Base |last2=Kinnu |first2=James}} * {{Citation |last=Moir |first=Ian |title=Aircraft Systems: Mechanical, Electrical and Avionics Subsystems Integration |year=2008 |place=Hoboken, New Jersey |publisher=John Wiley & Sons |isbn=978-0-4700-5996-8 |last2=Seabridge |first2=Allan G.}} * {{Citation |last=Pace |first=Steve |title=B-2 Spirit: The Most Capable War Machine on the Planet |year=1999 |place=New York |publisher=McGraw-Hill |isbn=978-0-07-134433-3}} * Pelletier, Alain J. "Towards the Ideal Aircraft: The Life and Times of the Flying Wing, Part Two". Air Enthusiast, nr. 65, september-október 1996, bls. 8-19.  &nbsp;{{ISSN|0143-5450}}[[ISSN (identifier)|ISSN]] [https://www.worldcat.org/search?fq=x0:jrnl&q=n2:0143-5450 0143-5450].&nbsp; * {{Citation |last=Richardson |first=Doug |title=Stealth Warplanes |year=2001 |place=London |publisher=Salamander Books Ltd |isbn=978-0-7603-1051-9}} * {{Citation |last=Rich |first=Ben R. |title=Skunk Works: A Personal Memoir of My Years of Lockheed |year=1996 |url=https://archive.org/details/skunkworks00benr |place=Boston |publisher=Little, Brown & Company |isbn=978-0-3167-4300-6 |last2=Janos |first2=Leo |url-access=registration}} * {{Citation |last=Rich |first=Ben |title=Skunk Works |year=1994 |url=https://archive.org/details/skunkworks00benr |place=New York |publisher=Back Bay Books |isbn=978-0-316-74330-3}} * {{Citation |last=Rip |first=Michael Russell |title=The Precision Revolution: Gps and the Future of Aerial Warfare |year=2002 |place=Annapolis, Maryland |publisher=Naval Institute Press |isbn=978-1-5575-0973-4 |last2=Hasik |first2=James M.}} * {{Citation |last=Siuru |first=William D. |title=Future Flight: The Next Generation of Aircraft Technology |year=1993 |place=New York |publisher=McGraw-Hill Professional |isbn=978-0-8306-4376-9}} * {{Citation |last=Sorenson |first=David, S. |title=The Politics of Strategic Aircraft Modernization |year=1995 |place=New York |publisher=Greenwood |isbn=978-0-275-95258-7}} * {{Citation |last=Spick |first=Mike |title=B-2 Spirit, The Great Book of Modern Warplanes |year=2000 |place=St. Paul, Minnesota |publisher=MBI |isbn=978-0-7603-0893-6}} * {{Citation |last=Sweetman |first=Bill |title=Lockheed Stealth |year=2005 |place=North Branch, Minnesota |publisher=Zenith Imprint |isbn=978-0-7603-1940-6}} * Sweetman, Bill. "Inni stealth sprengjuvélinni". Zenith Imprint, 1999.  {{ISBN|1610606892}}[[ISBN (identifier)|ISBN]] [[Special:BookSources/1610606892|1610606892]].&nbsp; * {{Citation |last=Tucker |first=Spencer C |title=The Encyclopedia of Middle East Wars: The United States in the Persian Gulf, Afghanistan, and Iraq Conflicts, Volume 1 |year=2010 |place=Santa Barbara, California |publisher=ABC-CLIO |isbn=978-1-8510-9947-4}} * {{Citation |last=Withington |first=Thomas |title=B-1B Lancer Units in Combat |year=2006 |place=Botley Oxford, UK |publisher=Osprey |isbn=978-1-8417-6992-9}} [[Flokkur:Flugvélategundir]] [[Flokkur:Bandaríski herinn]] c46ew10rir66s33r1lv3r6geg4fnycw 1921060 1921059 2025-06-22T12:19:09Z Alvaldi 71791 1921060 wikitext text/x-wiki '''Northrop B-2 Spirit''' er bandarískur sprengjuflugvél sem er hönnuð til að vera torséð á ratsjám svo hún komast óséð í gegnum loftvarnir.<ref name="NI_Only_20_B-2s_Stealth_Bombers">{{Cite web|url=https://nationalinterest.org/blog/buzz/why-air-force-only-has-20-b-2-spirit-stealth-bombers-35802|title=Why the Air Force Only Has 20 B-2 Spirit Stealth Bombers|last=Sebastien Roblin|date=11 November 2018|website=National Interest|archive-url=https://web.archive.org/web/20200918112631/https://nationalinterest.org/blog/buzz/why-air-force-only-has-20-b-2-spirit-stealth-bombers-35802|archive-date=18 September 2020|access-date=5 November 2020}}</ref> Flugvélin var hönnuð af Northrop (seinna Northrop Grumman) með aðstoð frá [[Boeing]], Hughes og Vought og voru 21 vél byggð á árunum 1988 til 2000.<ref name="B-2_Rollout_story">{{Cite web|url=https://aviationweek.com/defense-space/aircraft-propulsion/story-behind-aviation-weeks-b-2-rollout-photo-scoop|title=The Story Behind Aviation Week's B-2 Rollout Photo Scoop|last=Norris|first=Guy|date=2022-12-02|website=aviationweek.com|access-date=}}</ref> Sprengjuvélin getur borið bæði hefðbundar sprengjur og [[Vetnissprengja|kjarnorkuvopn]].<ref name="Thess">{{Cite web|url=https://www.af.mil/About-Us/Fact-Sheets/Display/Article/104482/b-2-spirit/|title=B-2 Spirit|last=|date=|website=[[United States Air Force]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20230625025242/https://www.af.mil/About-Us/Fact-Sheets/Display/Article/104482/b-2-spirit/|archive-date=25 June 2023|access-date=14 July 2023}}</ref> Bandaríski flugherinn hefur nítján B-2 í þjónustu frá og með árinu 2024; einn eyðilagðist í 2008 og önnur skemmdist í 2022 og var tekin úr notkun. Flugherinn ætlar að nota B-2 vélarnar til ársins 2032, þegar Northrop Grumman B-21 Raider kemur í stað þeirra.<ref name="airforcetimes11feb18">{{Cite web|url=https://www.airandspaceforces.com/usaf-to-retire-b-1-b-2-in-early-2030s-as-b-21-comes-on-line/|title=USAF to Retire B-1, B-2 in Early 2030s as B-21 Comes On-Line|last=admin|date=2018-02-09|website=Air & Space Forces Magazine|language=en-US|archive-url=https://web.archive.org/web/20221217052514/https://www.airandspaceforces.com/usaf-to-retire-b-1-b-2-in-early-2030s-as-b-21-comes-on-line/|archive-date=17 December 2022|access-date=2022-12-17}}</ref> == Tilvísanir == {{reflist}} === Heimildir === * "Flugherinn, valkostir til að hætta eða endurskipuleggja herinn myndi draga úr áætlunarútgjöldum, NSIAD-96-192." US General Accounting Office, september 1996. * {{Citation |last=Boyne |first=Walter J. |title=Air Warfare: an International Encyclopedia: A-L |year=2002 |place=Santa Barbara, California |publisher=ABC-CLIO |isbn=978-1-57607-345-2}} * {{Citation |last=Chudoba |first=Bernd |title=Stability and Control of Conventional and Unconventional Aircraft Configurations: A Generic Approach |year=2001 |place=Stoughton, Wisconsin |publisher=Books on Demand |isbn=978-3-83112-982-9}} * Crickmore, Paul og Alison J. Crickmore. North Branch, Minnesota: Zenith Imprint, 2003.  {{ISBN|0-76031-512-4}}[[ISBN (identifier)|ISBN]] [[Special:BookSources/0-76031-512-4|0-76031-512-4]].&nbsp; * Croddy, Eric og James J. Wirtz. Weapons of Mass Destruction: An Encyclopedia of Worldwide Policy, Technology, and History, 2. bindi. Santa Barbara, Kaliforníu: ABC-CLIO, 2005.  {{ISBN|1-85109-490-3}}[[ISBN (identifier)|ISBN]] [[Special:BookSources/1-85109-490-3|1-85109-490-3]].&nbsp; * Dawson, T.W.G., G.F. Kitchen og G.B. Glider. [http://www.nationalarchives.gov.uk/catalogue/displaycataloguedetails.asp?CATLN=6&CATID=4943225&SearchInit=4&SearchType=6&CATREF=AVIA+6%2F20895 ''Mælingar á ratsjá bergmálssvæði Vulkan með sjónrænum hermi.''] Farnborough, Hants, Bretland: Royal Aircraft Establishment, september 1957 National Archive Catalogue skrá, AVIA 6/20895 * {{Citation |title=Black Jets: The Development and Operation of America's Most Secret Warplanes |year=2003 |editor-last=Donald |editor-first=David |place=Norwalk, Connecticut |publisher=AIRtime |isbn=978-1-880588-67-3}} * {{Citation |last=Donald |first=David |title=The Pocket Guide to Military Aircraft: And the World's Airforces |year=2004 |place=London |publisher=Octopus Publishing Group |isbn=978-0-681-03185-2}} * Eden, Páll. "Northrop Grumman B-2 Spirit". ''Alfræðibókin um nútíma herflugvélar''. New York: Amber Books, 2004.  {{ISBN|1-904687-84-9}}[[ISBN (identifier)|ISBN]] [[Special:BookSources/1-904687-84-9|1-904687-84-9]].&nbsp; * {{Citation |last=Evans |first=Nicholas D. |title=Military Gadgets: How Advanced Technology is Transforming Today's Battlefield – and Tomorrow's |year=2004 |url=https://archive.org/details/militarygadgetsh0000evan |place=Upper Saddle River, New Jersey |publisher=FT Press |isbn=978-0-1314-4021-0}} * {{Citation |title=Illustrated Encyclopedia of 20th Century Weapons and Warfare |volume=21 |year=1978 |editor-last=Fitzsimons |editor-first=Bernard |place=London |publisher=Phoebus |isbn=978-0-8393-6175-6}} * Goodall, James C. "The Northrop B-2A Stealth Bomber. " Bandarískir Stealth Fighters and Bombers: B-2, F-117, YF-22, og YF-23. St. Paul, Minnesota: MBI Publishing Company, 1992.  {{ISBN|0-87938-609-6}}[[ISBN (identifier)|ISBN]] [[Special:BookSources/0-87938-609-6|0-87938-609-6]].&nbsp; * {{Citation |last=Griffin |first=John |title=B-2 Systems Engineering Case Study |year=2007 |url=http://www.dtic.mil/cgi-bin/GetTRDoc?AD=ADA464771&Location=U2&doc=GetTRDoc.pdf |archive-url=https://web.archive.org/web/20090822023730/http://www.dtic.mil/cgi-bin/GetTRDoc?AD=ADA464771&Location=U2&doc=GetTRDoc.pdf |archive-date=22 August 2009 |url-status=dead |place=Dayton, Ohio |publisher=Air Force Center for Systems Engineering, Air Force Institute of Technology, Wright Patterson Air Force Base |last2=Kinnu |first2=James}} * {{Citation |last=Moir |first=Ian |title=Aircraft Systems: Mechanical, Electrical and Avionics Subsystems Integration |year=2008 |place=Hoboken, New Jersey |publisher=John Wiley & Sons |isbn=978-0-4700-5996-8 |last2=Seabridge |first2=Allan G.}} * {{Citation |last=Pace |first=Steve |title=B-2 Spirit: The Most Capable War Machine on the Planet |year=1999 |place=New York |publisher=McGraw-Hill |isbn=978-0-07-134433-3}} * Pelletier, Alain J. "Towards the Ideal Aircraft: The Life and Times of the Flying Wing, Part Two". Air Enthusiast, nr. 65, september-október 1996, bls. 8-19.  &nbsp;{{ISSN|0143-5450}}[[ISSN (identifier)|ISSN]] [https://www.worldcat.org/search?fq=x0:jrnl&q=n2:0143-5450 0143-5450].&nbsp; * {{Citation |last=Richardson |first=Doug |title=Stealth Warplanes |year=2001 |place=London |publisher=Salamander Books Ltd |isbn=978-0-7603-1051-9}} * {{Citation |last=Rich |first=Ben R. |title=Skunk Works: A Personal Memoir of My Years of Lockheed |year=1996 |url=https://archive.org/details/skunkworks00benr |place=Boston |publisher=Little, Brown & Company |isbn=978-0-3167-4300-6 |last2=Janos |first2=Leo |url-access=registration}} * {{Citation |last=Rich |first=Ben |title=Skunk Works |year=1994 |url=https://archive.org/details/skunkworks00benr |place=New York |publisher=Back Bay Books |isbn=978-0-316-74330-3}} * {{Citation |last=Rip |first=Michael Russell |title=The Precision Revolution: Gps and the Future of Aerial Warfare |year=2002 |place=Annapolis, Maryland |publisher=Naval Institute Press |isbn=978-1-5575-0973-4 |last2=Hasik |first2=James M.}} * {{Citation |last=Siuru |first=William D. |title=Future Flight: The Next Generation of Aircraft Technology |year=1993 |place=New York |publisher=McGraw-Hill Professional |isbn=978-0-8306-4376-9}} * {{Citation |last=Sorenson |first=David, S. |title=The Politics of Strategic Aircraft Modernization |year=1995 |place=New York |publisher=Greenwood |isbn=978-0-275-95258-7}} * {{Citation |last=Spick |first=Mike |title=B-2 Spirit, The Great Book of Modern Warplanes |year=2000 |place=St. Paul, Minnesota |publisher=MBI |isbn=978-0-7603-0893-6}} * {{Citation |last=Sweetman |first=Bill |title=Lockheed Stealth |year=2005 |place=North Branch, Minnesota |publisher=Zenith Imprint |isbn=978-0-7603-1940-6}} * Sweetman, Bill. "Inni stealth sprengjuvélinni". Zenith Imprint, 1999.  {{ISBN|1610606892}}[[ISBN (identifier)|ISBN]] [[Special:BookSources/1610606892|1610606892]].&nbsp; * {{Citation |last=Tucker |first=Spencer C |title=The Encyclopedia of Middle East Wars: The United States in the Persian Gulf, Afghanistan, and Iraq Conflicts, Volume 1 |year=2010 |place=Santa Barbara, California |publisher=ABC-CLIO |isbn=978-1-8510-9947-4}} * {{Citation |last=Withington |first=Thomas |title=B-1B Lancer Units in Combat |year=2006 |place=Botley Oxford, UK |publisher=Osprey |isbn=978-1-8417-6992-9}} [[Flokkur:Flugvélategundir]] [[Flokkur:Bandaríski herinn]] 4j6u43fr85hdybm8n7dplwc6e8j2cns 1921061 1921060 2025-06-22T12:19:36Z Alvaldi 71791 Óþarfi eins og er 1921061 wikitext text/x-wiki '''Northrop B-2 Spirit''' er bandarískur sprengjuflugvél sem er hönnuð til að vera torséð á ratsjám svo hún komast óséð í gegnum loftvarnir.<ref name="NI_Only_20_B-2s_Stealth_Bombers">{{Cite web|url=https://nationalinterest.org/blog/buzz/why-air-force-only-has-20-b-2-spirit-stealth-bombers-35802|title=Why the Air Force Only Has 20 B-2 Spirit Stealth Bombers|last=Sebastien Roblin|date=11 November 2018|website=National Interest|archive-url=https://web.archive.org/web/20200918112631/https://nationalinterest.org/blog/buzz/why-air-force-only-has-20-b-2-spirit-stealth-bombers-35802|archive-date=18 September 2020|access-date=5 November 2020}}</ref> Flugvélin var hönnuð af Northrop (seinna Northrop Grumman) með aðstoð frá [[Boeing]], Hughes og Vought og voru 21 vél byggð á árunum 1988 til 2000.<ref name="B-2_Rollout_story">{{Cite web|url=https://aviationweek.com/defense-space/aircraft-propulsion/story-behind-aviation-weeks-b-2-rollout-photo-scoop|title=The Story Behind Aviation Week's B-2 Rollout Photo Scoop|last=Norris|first=Guy|date=2022-12-02|website=aviationweek.com|access-date=}}</ref> Sprengjuvélin getur borið bæði hefðbundar sprengjur og [[Vetnissprengja|kjarnorkuvopn]].<ref name="Thess">{{Cite web|url=https://www.af.mil/About-Us/Fact-Sheets/Display/Article/104482/b-2-spirit/|title=B-2 Spirit|last=|date=|website=[[United States Air Force]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20230625025242/https://www.af.mil/About-Us/Fact-Sheets/Display/Article/104482/b-2-spirit/|archive-date=25 June 2023|access-date=14 July 2023}}</ref> Bandaríski flugherinn hefur nítján B-2 í þjónustu frá og með árinu 2024; einn eyðilagðist í 2008 og önnur skemmdist í 2022 og var tekin úr notkun. Flugherinn ætlar að nota B-2 vélarnar til ársins 2032, þegar Northrop Grumman B-21 Raider kemur í stað þeirra.<ref name="airforcetimes11feb18">{{Cite web|url=https://www.airandspaceforces.com/usaf-to-retire-b-1-b-2-in-early-2030s-as-b-21-comes-on-line/|title=USAF to Retire B-1, B-2 in Early 2030s as B-21 Comes On-Line|last=admin|date=2018-02-09|website=Air & Space Forces Magazine|language=en-US|archive-url=https://web.archive.org/web/20221217052514/https://www.airandspaceforces.com/usaf-to-retire-b-1-b-2-in-early-2030s-as-b-21-comes-on-line/|archive-date=17 December 2022|access-date=2022-12-17}}</ref> == Tilvísanir == {{reflist}} [[Flokkur:Flugvélategundir]] [[Flokkur:Bandaríski herinn]] 8wns1m24ivme6mynejsirkbb5t6isiw 1921062 1921061 2025-06-22T12:21:34Z Alvaldi 71791 Bætti við mynd, flokkum 1921062 wikitext text/x-wiki [[File:B-2 Spirits on Deployment to Indo-Asia-Pacific.jpg|thumb|right|B-2 Spirit á flugi árið 2016.]] '''Northrop B-2 Spirit''' er bandarískur sprengjuflugvél sem er hönnuð til að vera torséð á ratsjám svo hún komast óséð í gegnum loftvarnir.<ref name="NI_Only_20_B-2s_Stealth_Bombers">{{Cite web|url=https://nationalinterest.org/blog/buzz/why-air-force-only-has-20-b-2-spirit-stealth-bombers-35802|title=Why the Air Force Only Has 20 B-2 Spirit Stealth Bombers|last=Sebastien Roblin|date=11 November 2018|website=National Interest|archive-url=https://web.archive.org/web/20200918112631/https://nationalinterest.org/blog/buzz/why-air-force-only-has-20-b-2-spirit-stealth-bombers-35802|archive-date=18 September 2020|access-date=5 November 2020}}</ref> Flugvélin var hönnuð af Northrop (seinna Northrop Grumman) með aðstoð frá [[Boeing]], Hughes og Vought og voru 21 vél byggð á árunum 1988 til 2000.<ref name="B-2_Rollout_story">{{Cite web|url=https://aviationweek.com/defense-space/aircraft-propulsion/story-behind-aviation-weeks-b-2-rollout-photo-scoop|title=The Story Behind Aviation Week's B-2 Rollout Photo Scoop|last=Norris|first=Guy|date=2022-12-02|website=aviationweek.com|access-date=}}</ref> Sprengjuvélin getur borið bæði hefðbundar sprengjur og [[Vetnissprengja|kjarnorkuvopn]].<ref name="Thess">{{Cite web|url=https://www.af.mil/About-Us/Fact-Sheets/Display/Article/104482/b-2-spirit/|title=B-2 Spirit|last=|date=|website=[[United States Air Force]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20230625025242/https://www.af.mil/About-Us/Fact-Sheets/Display/Article/104482/b-2-spirit/|archive-date=25 June 2023|access-date=14 July 2023}}</ref> [[Bandaríski flugherinn]] hefur nítján B-2 í þjónustu frá og með árinu 2024; einn eyðilagðist í 2008 og önnur skemmdist í 2022 og var tekin úr notkun. Flugherinn ætlar að nota B-2 vélarnar til ársins 2032, þegar Northrop Grumman B-21 Raider kemur í stað þeirra.<ref name="airforcetimes11feb18">{{Cite web|url=https://www.airandspaceforces.com/usaf-to-retire-b-1-b-2-in-early-2030s-as-b-21-comes-on-line/|title=USAF to Retire B-1, B-2 in Early 2030s as B-21 Comes On-Line|last=admin|date=2018-02-09|website=Air & Space Forces Magazine|language=en-US|archive-url=https://web.archive.org/web/20221217052514/https://www.airandspaceforces.com/usaf-to-retire-b-1-b-2-in-early-2030s-as-b-21-comes-on-line/|archive-date=17 December 2022|access-date=2022-12-17}}</ref> == Tilvísanir == {{reflist}} [[Flokkur:Bandaríski flugherinn]] [[Flokkur:Herflugvélar]] 1y8mr7ijtjvb450a7ghccfs3jkhy69o Flokkur:Bandaríski flugherinn 14 186740 1921063 2025-06-22T12:22:25Z Alvaldi 71791 Bjó til síðu með „[[Flokkur:Bandaríski herinn]]“ 1921063 wikitext text/x-wiki [[Flokkur:Bandaríski herinn]] azuvzz4y8jy0qhfv0kfh3hvrjjbghdy Meltingarkerfi mannsins 0 186741 1921068 2025-06-22T12:54:52Z Akigka 183 Tilvísun á [[Meltingarkerfið]] 1921068 wikitext text/x-wiki #TILVÍSUN[[Meltingarkerfið]] 8np0k1njvl8ogmztmiwxiptjssqw086 Búfræði 0 186742 1921070 2025-06-22T13:18:53Z Vesteinn 472 Bjó til síðu með „'''Búfræði''' (e. ''agronomy'') er samheiti yfir menntun og þjálfun á [[verknám]]sstigi, sem tengist [[Landbúnaður|landbúnaði]]. Sá sem hefur lokið námi í búfræði nefnist búfræðingur. Meðal helstu greina sem heyra undir búfræði eru [[jarðvinnsla]], fóðurverkun, [[fóðurfræði]], búfjárhald, tré- og járnsmíði, notkun dráttarvéla og vinnuvéla, [[kornrækt]], [[grasafræði]] og búrekstur. == Búfræðikennsla á Íslandi == [...“ 1921070 wikitext text/x-wiki '''Búfræði''' (e. ''agronomy'') er samheiti yfir menntun og þjálfun á [[verknám]]sstigi, sem tengist [[Landbúnaður|landbúnaði]]. Sá sem hefur lokið námi í búfræði nefnist búfræðingur. Meðal helstu greina sem heyra undir búfræði eru [[jarðvinnsla]], fóðurverkun, [[fóðurfræði]], búfjárhald, tré- og járnsmíði, notkun dráttarvéla og vinnuvéla, [[kornrækt]], [[grasafræði]] og búrekstur. == Búfræðikennsla á Íslandi == [[Torfi Bjarnason]] rak [[Ólafsdalsskólinn|Ólafsdalsskólann]] frá [[1880]] til [[1907]], en það var fyrsti skipulagði búnaðarskóli Íslands. Árið 1889 var [[Bændaskólinn á Hvanneyri]] stofnaður og hann starfar enn sem [[Landbúnaðarháskóli Íslands]]. Frá [[1883]] til [[1919]] starfaði búnaðarskóli á [[Eiðar|Eiðum]). Árið [[1882]] var stofnaður búnaðarskóli á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum í Hjaltadal]], þar sem enn er kennd [[hestafræði]] o.fl. == Búvísindi == Búvísindi eru háskólamenntun sem byggist á búfræði, en er meira fræðileg en minna verkleg. Þeir sem leggja stund á hana vinna oft seinna við ráðgjöf, t.d. sem ráðunautar. {{Landbúnaður}} {{Menntun}} [[Flokkur:Menntun]] [[Flokkur:Landbúnaður]] r6029lncmwr13wi6xx6q1ltia7egfeu 1921071 1921070 2025-06-22T13:24:37Z Vesteinn 472 1921071 wikitext text/x-wiki '''Búfræði''' (e. ''agronomy'') er samheiti yfir menntun og þjálfun á [[verknám]]sstigi, sem tengist [[Landbúnaður|landbúnaði]]. Sá sem hefur lokið námi í búfræði nefnist búfræðingur. Meðal helstu greina sem heyra undir búfræði eru [[jarðvinnsla]], fóðurverkun, [[fóðurfræði]], [[búfé|búfjárhald]], tré- og járn[[smíði]], notkun [[dráttarvél]]a og [[vinnuvél]]a, [[kornrækt]], [[grasafræði]] og búrekstur. == Búfræðikennsla á Íslandi == [[Torfi Bjarnason]] rak [[Ólafsdalsskólinn|Ólafsdalsskólann]] frá [[1880]] til [[1907]], en það var fyrsti skipulagði búnaðarskóli Íslands. Árið 1889 var [[Bændaskólinn á Hvanneyri]] stofnaður og hann starfar enn sem [[Landbúnaðarháskóli Íslands]]. Frá [[1883]] til [[1919]] starfaði búnaðarskóli á [[Eiðar|Eiðum]). Árið [[1882]] var stofnaður búnaðarskóli á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum í Hjaltadal]], þar sem enn er kennd [[hestafræði]] o.fl. == Búvísindi == Búvísindi eru háskólamenntun sem byggist á búfræði, en er meira fræðileg en minna verkleg. Þeir sem leggja stund á hana vinna oft seinna við ráðgjöf, t.d. sem ráðunautar. {{Landbúnaður}} {{Menntun}} [[Flokkur:Menntun]] [[Flokkur:Landbúnaður]] axczga2p2bfinc4gz7cl9ry9tgrg16o 1921072 1921071 2025-06-22T13:24:59Z Vesteinn 472 /* Búfræðikennsla á Íslandi */ 1921072 wikitext text/x-wiki '''Búfræði''' (e. ''agronomy'') er samheiti yfir menntun og þjálfun á [[verknám]]sstigi, sem tengist [[Landbúnaður|landbúnaði]]. Sá sem hefur lokið námi í búfræði nefnist búfræðingur. Meðal helstu greina sem heyra undir búfræði eru [[jarðvinnsla]], fóðurverkun, [[fóðurfræði]], [[búfé|búfjárhald]], tré- og járn[[smíði]], notkun [[dráttarvél]]a og [[vinnuvél]]a, [[kornrækt]], [[grasafræði]] og búrekstur. == Búfræðikennsla á Íslandi == [[Torfi Bjarnason]] rak [[Ólafsdalsskólinn|Ólafsdalsskólann]] frá [[1880]] til [[1907]], en það var fyrsti skipulagði búnaðarskóli Íslands. Árið 1889 var Bændaskólinn á Hvanneyri stofnaður og hann starfar enn sem [[Landbúnaðarháskóli Íslands]]. Frá [[1883]] til [[1919]] starfaði búnaðarskóli á [[Eiðar|Eiðum]). Árið [[1882]] var stofnaður búnaðarskóli á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum í Hjaltadal]], þar sem enn er kennd [[hestafræði]] o.fl. == Búvísindi == Búvísindi eru háskólamenntun sem byggist á búfræði, en er meira fræðileg en minna verkleg. Þeir sem leggja stund á hana vinna oft seinna við ráðgjöf, t.d. sem ráðunautar. {{Landbúnaður}} {{Menntun}} [[Flokkur:Menntun]] [[Flokkur:Landbúnaður]] l0xs48oygn9za4mxgqxew3zna78a0p9 1921073 1921072 2025-06-22T13:25:15Z Vesteinn 472 /* Búfræðikennsla á Íslandi */ 1921073 wikitext text/x-wiki '''Búfræði''' (e. ''agronomy'') er samheiti yfir menntun og þjálfun á [[verknám]]sstigi, sem tengist [[Landbúnaður|landbúnaði]]. Sá sem hefur lokið námi í búfræði nefnist búfræðingur. Meðal helstu greina sem heyra undir búfræði eru [[jarðvinnsla]], fóðurverkun, [[fóðurfræði]], [[búfé|búfjárhald]], tré- og járn[[smíði]], notkun [[dráttarvél]]a og [[vinnuvél]]a, [[kornrækt]], [[grasafræði]] og búrekstur. == Búfræðikennsla á Íslandi == [[Torfi Bjarnason]] rak [[Ólafsdalsskólinn|Ólafsdalsskólann]] frá [[1880]] til [[1907]], en það var fyrsti skipulagði búnaðarskóli Íslands. Árið 1889 var Bændaskólinn á Hvanneyri stofnaður og hann starfar enn sem [[Landbúnaðarháskóli Íslands]]. Frá [[1883]] til [[1919]] starfaði búnaðarskóli á [[Eiðar|Eiðum]]. Árið [[1882]] var stofnaður búnaðarskóli á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum í Hjaltadal]], þar sem enn er kennd [[hestafræði]] o.fl. == Búvísindi == Búvísindi eru háskólamenntun sem byggist á búfræði, en er meira fræðileg en minna verkleg. Þeir sem leggja stund á hana vinna oft seinna við ráðgjöf, t.d. sem ráðunautar. {{Landbúnaður}} {{Menntun}} [[Flokkur:Menntun]] [[Flokkur:Landbúnaður]] khg8oijp6wun7ao0hzxqw5nx2bgfh22 1921079 1921073 2025-06-22T13:32:49Z Vesteinn 472 /* Búvísindi */ 1921079 wikitext text/x-wiki '''Búfræði''' (e. ''agronomy'') er samheiti yfir menntun og þjálfun á [[verknám]]sstigi, sem tengist [[Landbúnaður|landbúnaði]]. Sá sem hefur lokið námi í búfræði nefnist búfræðingur. Meðal helstu greina sem heyra undir búfræði eru [[jarðvinnsla]], fóðurverkun, [[fóðurfræði]], [[búfé|búfjárhald]], tré- og járn[[smíði]], notkun [[dráttarvél]]a og [[vinnuvél]]a, [[kornrækt]], [[grasafræði]] og búrekstur. == Búfræðikennsla á Íslandi == [[Torfi Bjarnason]] rak [[Ólafsdalsskólinn|Ólafsdalsskólann]] frá [[1880]] til [[1907]], en það var fyrsti skipulagði búnaðarskóli Íslands. Árið 1889 var Bændaskólinn á Hvanneyri stofnaður og hann starfar enn sem [[Landbúnaðarháskóli Íslands]]. Frá [[1883]] til [[1919]] starfaði búnaðarskóli á [[Eiðar|Eiðum]]. Árið [[1882]] var stofnaður búnaðarskóli á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum í Hjaltadal]], þar sem enn er kennd [[hestafræði]] o.fl. == Búvísindi == Búvísindi eru háskólamenntun sem byggist á búfræði, en er meira fræðileg en minna verkleg. Þeir sem leggja stund á hana vinna oft seinna við ráðgjöf, t.d. sem ráðunautar. == Tenglar == -- [[Landbúnaður]] [[Flokkur:Menntun]] [[Flokkur:Landbúnaður]] r76qqn4nsb10mnvwms82l94cer2i8p9 1921080 1921079 2025-06-22T13:34:14Z Vesteinn 472 /* Búfræðikennsla á Íslandi */ 1921080 wikitext text/x-wiki '''Búfræði''' (e. ''agronomy'') er samheiti yfir menntun og þjálfun á [[verknám]]sstigi, sem tengist [[Landbúnaður|landbúnaði]]. Sá sem hefur lokið námi í búfræði nefnist búfræðingur. Meðal helstu greina sem heyra undir búfræði eru [[jarðvinnsla]], fóðurverkun, [[fóðurfræði]], [[búfé|búfjárhald]], tré- og járn[[smíði]], notkun [[dráttarvél]]a og [[vinnuvél]]a, [[kornrækt]], [[grasafræði]] og búrekstur. == Búfræðikennsla á Íslandi == [[Torfi Bjarnason]] rak [[Ólafsdalsskólinn|Ólafsdalsskólann]] frá [[1880]] til [[1907]], en það var fyrsti skipulagði búnaðarskóli Íslands. Árið [[1889]] var Bændaskólinn á [[Hvanneyri]] stofnaður og hann starfar enn sem [[Landbúnaðarháskóli Íslands]]. Frá [[1883]] til [[1919]] starfaði búnaðarskóli á [[Eiðar|Eiðum]]. Árið [[1882]] var stofnaður búnaðarskóli á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum í Hjaltadal]], þar sem enn er kennd [[hestafræði]] o.fl. == Búvísindi == Búvísindi eru háskólamenntun sem byggist á búfræði, en er meira fræðileg en minna verkleg. Þeir sem leggja stund á hana vinna oft seinna við ráðgjöf, t.d. sem ráðunautar. == Tenglar == -- [[Landbúnaður]] [[Flokkur:Menntun]] [[Flokkur:Landbúnaður]] g7b2yod1rqenvdv76t15cy6msrkphqk 1921102 1921080 2025-06-22T17:01:50Z Alvaldi 71791 Merkja síðu með að engar heimildir sé að finna í henni. 1921102 wikitext text/x-wiki {{engar heimildir}} '''Búfræði''' (e. ''agronomy'') er samheiti yfir menntun og þjálfun á [[verknám]]sstigi, sem tengist [[Landbúnaður|landbúnaði]]. Sá sem hefur lokið námi í búfræði nefnist búfræðingur. Meðal helstu greina sem heyra undir búfræði eru [[jarðvinnsla]], fóðurverkun, [[fóðurfræði]], [[búfé|búfjárhald]], tré- og járn[[smíði]], notkun [[dráttarvél]]a og [[vinnuvél]]a, [[kornrækt]], [[grasafræði]] og búrekstur. == Búfræðikennsla á Íslandi == [[Torfi Bjarnason]] rak [[Ólafsdalsskólinn|Ólafsdalsskólann]] frá [[1880]] til [[1907]], en það var fyrsti skipulagði búnaðarskóli Íslands. Árið [[1889]] var Bændaskólinn á [[Hvanneyri]] stofnaður og hann starfar enn sem [[Landbúnaðarháskóli Íslands]]. Frá [[1883]] til [[1919]] starfaði búnaðarskóli á [[Eiðar|Eiðum]]. Árið [[1882]] var stofnaður búnaðarskóli á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum í Hjaltadal]], þar sem enn er kennd [[hestafræði]] o.fl. == Búvísindi == Búvísindi eru háskólamenntun sem byggist á búfræði, en er meira fræðileg en minna verkleg. Þeir sem leggja stund á hana vinna oft seinna við ráðgjöf, t.d. sem ráðunautar. == Tenglar == *[[Landbúnaður]] [[Flokkur:Menntun]] [[Flokkur:Landbúnaður]] bfs5i9aorcnco9naayl2ue1oaeb59yk Christian Marclay 0 186743 1921074 2025-06-22T13:29:08Z Akigka 183 Bjó til síðu með „[[Mynd:Christian_Marclay_2012_Shankbone.JPG|thumb|right|Christian Marclay árið 2012.]] '''Christian Marclay''' (f. [[11. janúar]] [[1955]]) er bandarísk-svissneskur [[myndlist]]armaður og [[tónlist]]armaður sem er einkum þekktur fyrir [[klippiverk]] úr hljóði og framsetningu hljóðs í mynd. Hann á bandaríska móður og svissneskan föður, fæddist í Kaliforníu en ólst upp í Genf í Sviss. Hann hefur starfað lengst af á Manhattan í New York-b...“ 1921074 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Christian_Marclay_2012_Shankbone.JPG|thumb|right|Christian Marclay árið 2012.]] '''Christian Marclay''' (f. [[11. janúar]] [[1955]]) er bandarísk-svissneskur [[myndlist]]armaður og [[tónlist]]armaður sem er einkum þekktur fyrir [[klippiverk]] úr hljóði og framsetningu hljóðs í mynd. Hann á bandaríska móður og svissneskan föður, fæddist í Kaliforníu en ólst upp í Genf í Sviss. Hann hefur starfað lengst af á Manhattan í New York-borg og í London.<ref>Blake Gopnik, [http://www.newsweek.com/2011/06/05/the-10-most-important-artists-of-today/christian-marclay.html "The 10 Most Important Artists of Today"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20150603195720/http://www.newsweek.com/2011/06/05/the-10-most-important-artists-of-today/christian-marclay.html |date=3 June 2015 }}, ''Newsweek'', 5 June 2011. Retrieved 25 June 2011.</ref> Á 8. áratugnum hóf hann að gera tilraunir með [[snúningsskífa|snúningsskífur]] til að mynda hljóð, á sama tíma og sú aðferð þróaðist hjá [[hip hop]]-tónlistarfólki.<ref name=egs>[http://www.egs.edu/faculty/christian-marclay/biography/ European Graduate School Biography] {{webarchive |url=https://web.archive.org/web/20100527113945/http://www.egs.edu/faculty/christian-marclay/biography/ |date=27 May 2010 }}. Retrieved 25 June 2011.</ref> Hann lærði við myndlistarskóla í bæði Genf og Boston, og hefur nefnt [[flúxus]]hreyfinguna sem innblástur.<ref>{{cite web|author=Christian Marclay |url=http://www.allmusic.com/artist/christian-marclay-p42605/biography |title=Christian Marclay &#124; Biography, Albums, Streaming Links |website=[[AllMusic]] |access-date=2020-03-06}}</ref> Meðal þekktustu verka Marclays eru „Plata án umslags“ frá 1985, [[hljómplata]] með klippiverki úr hljóðum sem átti að selja án umslags svo rispur og ryk myndu safnast á hana og verða hluti af verkinu. Annað verk, „The Sound of Silence“, er einfaldlega svarthvít [[ljósmynd]] af samnefndri smáskífu [[Simon og Garfunkel]]. Árið 2010 vakti hann athygli fyrir „Klukkuna“, 24 tíma vídeóverk þar sem stutt skot úr kvikmyndum þar sem tími kemur fyrir í mynd eða hljóðrás, sett saman þannig að tíminn í myndinni samsvarar rauntíma. Verkið var frumsýnt í [[White Cube]]-galleríinu í London.<ref>{{cite news|url=https://www.theguardian.com/artanddesign/2018/sep/10/christian-marclay-the-clock-tate-modern-london |title='It's impossible!' – Christian Marclay and the 24-hour clock made of movie clips &#124; Art and design |newspaper=[[The Guardian]] |access-date=2020-03-06}}</ref><ref>[https://mubi.com/en/notebook/posts/ticked-off-against-the-clock Ticked Off: Against "The Clock" on Notebook|MUBI]</ref> Verkið vann Gullna ljónið á [[Feneyjatvíæringurinn|Feneyjatvíæringnum]] árið 2011.<ref>{{cite web |url=http://www.blouinartinfo.com/news/story/123932/artinfos-rundown-of-the-winners-of-the-golden-and-silver-lions |title=ARTINFO's Rundown of the Winners of the Golden and Silver Lions at the 54th Venice Biennale |last1=Goldstein |first1=Andrew M. |last2=Halperin |first2=Julia |date=6 June 2011 |publisher=[[Artinfo]] |access-date=30 May 2015}}</ref> == Tilvísanir == {{reflist}} {{stubbur}} {{DEFAULTSORT:Marclay, Christian}} [[Flokkur:Bandarískir myndlistarmenn]] [[Flokkur:Svissneskir myndlistarmenn]] {{f|1955}} hhw11y9llyaqqkle9vmmgtggce57hn1 1921075 1921074 2025-06-22T13:30:27Z Akigka 183 1921075 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Christian_Marclay_2012_Shankbone.JPG|thumb|right|Christian Marclay árið 2012.]] '''Christian Marclay''' (f. [[11. janúar]] [[1955]]) er bandarísk-svissneskur [[myndlist]]armaður og [[tónlist]]armaður sem er einkum þekktur fyrir [[klippiverk]] úr hljóði og framsetningu hljóðs í mynd. Hann á bandaríska móður og svissneskan föður, fæddist í Kaliforníu en ólst upp í Genf í Sviss. Hann hefur starfað lengst af á Manhattan í New York-borg og í London.<ref>Blake Gopnik, [http://www.newsweek.com/2011/06/05/the-10-most-important-artists-of-today/christian-marclay.html "The 10 Most Important Artists of Today"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20150603195720/http://www.newsweek.com/2011/06/05/the-10-most-important-artists-of-today/christian-marclay.html |date=3 June 2015 }}, ''Newsweek'', 5 June 2011. Retrieved 25 June 2011.</ref> Á 8. áratugnum hóf hann að gera tilraunir með [[snúningsskífa|snúningsskífur]] til að mynda hljóð, á sama tíma og sú aðferð þróaðist hjá [[hip hop]]-tónlistarfólki.<ref name=egs>[http://www.egs.edu/faculty/christian-marclay/biography/ European Graduate School Biography] {{webarchive |url=https://web.archive.org/web/20100527113945/http://www.egs.edu/faculty/christian-marclay/biography/ |date=27 May 2010 }}. Retrieved 25 June 2011.</ref> Hann lærði við myndlistarskóla í bæði Genf og Boston, og hefur nefnt [[flúxus]]hreyfinguna sem innblástur.<ref>{{cite web|author=Christian Marclay |url=http://www.allmusic.com/artist/christian-marclay-p42605/biography |title=Christian Marclay &#124; Biography, Albums, Streaming Links |website=[[AllMusic]] |access-date=2020-03-06}}</ref> Meðal þekktustu verka Marclays eru „Plata án umslags“ frá 1985, [[hljómplata]] með klippiverki úr hljóðum sem átti að selja án umslags svo rispur og ryk myndu safnast á hana og verða hluti af verkinu. Annað verk, „The Sound of Silence“, er einfaldlega svarthvít [[ljósmynd]] af samnefndri smáskífu [[Simon og Garfunkel]]. Árið 2010 vakti hann athygli fyrir „Klukkuna“, 24 tíma vídeóverk þar sem stutt skot úr kvikmyndum þar sem tími kemur fyrir í mynd eða hljóðrás, eru klippt saman þannig að tíminn í myndinni samsvarar rauntíma. Verkið var frumsýnt í [[White Cube]]-galleríinu í London.<ref>{{cite news|url=https://www.theguardian.com/artanddesign/2018/sep/10/christian-marclay-the-clock-tate-modern-london |title='It's impossible!' – Christian Marclay and the 24-hour clock made of movie clips &#124; Art and design |newspaper=[[The Guardian]] |access-date=2020-03-06}}</ref><ref>[https://mubi.com/en/notebook/posts/ticked-off-against-the-clock Ticked Off: Against "The Clock" on Notebook|MUBI]</ref> Verkið vann Gullna ljónið á [[Feneyjatvíæringurinn|Feneyjatvíæringnum]] árið 2011.<ref>{{cite web |url=http://www.blouinartinfo.com/news/story/123932/artinfos-rundown-of-the-winners-of-the-golden-and-silver-lions |title=ARTINFO's Rundown of the Winners of the Golden and Silver Lions at the 54th Venice Biennale |last1=Goldstein |first1=Andrew M. |last2=Halperin |first2=Julia |date=6 June 2011 |publisher=[[Artinfo]] |access-date=30 May 2015}}</ref> == Tilvísanir == {{reflist}} {{stubbur}} {{DEFAULTSORT:Marclay, Christian}} [[Flokkur:Bandarískir myndlistarmenn]] [[Flokkur:Svissneskir myndlistarmenn]] {{f|1955}} 8otln09nmuf17txa0ns0gda1bp161ua 1921076 1921075 2025-06-22T13:31:11Z Akigka 183 1921076 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Christian_Marclay_2012_Shankbone.JPG|thumb|right|Christian Marclay árið 2012.]] '''Christian Marclay''' (f. [[11. janúar]] [[1955]]) er bandarísk-svissneskur [[myndlist]]armaður og [[tónlist]]armaður sem er einkum þekktur fyrir [[klippiverk]] úr hljóði og framsetningu hljóðs í mynd. Hann á bandaríska móður og svissneskan föður, fæddist í Kaliforníu en ólst upp í Genf í Sviss. Hann hefur starfað lengst af á Manhattan í New York-borg og í London.<ref>Blake Gopnik, [http://www.newsweek.com/2011/06/05/the-10-most-important-artists-of-today/christian-marclay.html "The 10 Most Important Artists of Today"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20150603195720/http://www.newsweek.com/2011/06/05/the-10-most-important-artists-of-today/christian-marclay.html |date=3 June 2015 }}, ''Newsweek'', 5 June 2011. Retrieved 25 June 2011.</ref> Á 8. áratugnum hóf hann að gera tilraunir með [[snúningsskífa|snúningsskífur]] til að mynda hljóð, á sama tíma og sú aðferð þróaðist hjá [[hip hop]]-tónlistarfólki.<ref name=egs>[http://www.egs.edu/faculty/christian-marclay/biography/ European Graduate School Biography] {{webarchive |url=https://web.archive.org/web/20100527113945/http://www.egs.edu/faculty/christian-marclay/biography/ |date=27 May 2010 }}. Retrieved 25 June 2011.</ref> Hann lærði við myndlistarskóla í bæði Genf og Boston, og hefur nefnt [[flúxus]]hreyfinguna sem innblástur.<ref>{{cite web|author=Christian Marclay |url=http://www.allmusic.com/artist/christian-marclay-p42605/biography |title=Christian Marclay &#124; Biography, Albums, Streaming Links |website=[[AllMusic]] |access-date=2020-03-06}}</ref> Meðal þekktustu verka Marclays er „Plata án umslags“ frá 1985, [[hljómplata]] með klippiverki úr hljóðum sem átti að selja án umslags svo rispur og ryk myndu safnast á hana og verða hluti af verkinu. Annað verk, „The Sound of Silence“, er einfaldlega svarthvít [[ljósmynd]] af samnefndri smáskífu [[Simon og Garfunkel]]. Árið 2010 vakti hann athygli fyrir „Klukkuna“, 24 tíma vídeóverk þar sem stutt skot úr kvikmyndum þar sem tími kemur fyrir í mynd eða hljóðrás, eru klippt saman þannig að tíminn í myndinni samsvarar rauntíma. Verkið var frumsýnt í [[White Cube]]-galleríinu í London.<ref>{{cite news|url=https://www.theguardian.com/artanddesign/2018/sep/10/christian-marclay-the-clock-tate-modern-london |title='It's impossible!' – Christian Marclay and the 24-hour clock made of movie clips &#124; Art and design |newspaper=[[The Guardian]] |access-date=2020-03-06}}</ref><ref>[https://mubi.com/en/notebook/posts/ticked-off-against-the-clock Ticked Off: Against "The Clock" on Notebook|MUBI]</ref> Verkið vann Gullna ljónið á [[Feneyjatvíæringurinn|Feneyjatvíæringnum]] árið 2011.<ref>{{cite web |url=http://www.blouinartinfo.com/news/story/123932/artinfos-rundown-of-the-winners-of-the-golden-and-silver-lions |title=ARTINFO's Rundown of the Winners of the Golden and Silver Lions at the 54th Venice Biennale |last1=Goldstein |first1=Andrew M. |last2=Halperin |first2=Julia |date=6 June 2011 |publisher=[[Artinfo]] |access-date=30 May 2015}}</ref> == Tilvísanir == {{reflist}} {{stubbur}} {{DEFAULTSORT:Marclay, Christian}} [[Flokkur:Bandarískir myndlistarmenn]] [[Flokkur:Svissneskir myndlistarmenn]] {{f|1955}} c0elc2atj2u5jxmocjdmdi1bzs7e8rg 1921078 1921076 2025-06-22T13:32:22Z Akigka 183 1921078 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Christian_Marclay_2012_Shankbone.JPG|thumb|right|Christian Marclay árið 2012.]] '''Christian Marclay''' (f. [[11. janúar]] [[1955]]) er bandarísk-svissneskur [[myndlist]]armaður og [[tónlist]]armaður sem er einkum þekktur fyrir [[klippiverk]] úr hljóði og framsetningu hljóðs í mynd. Hann á bandaríska móður og svissneskan föður, fæddist í Kaliforníu en ólst upp í Genf í Sviss. Hann hefur starfað lengst af á Manhattan í New York-borg og í London.<ref>Blake Gopnik, [http://www.newsweek.com/2011/06/05/the-10-most-important-artists-of-today/christian-marclay.html "The 10 Most Important Artists of Today"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20150603195720/http://www.newsweek.com/2011/06/05/the-10-most-important-artists-of-today/christian-marclay.html |date=3 June 2015 }}, ''Newsweek'', 5 June 2011. Retrieved 25 June 2011.</ref> Á 8. áratugnum hóf hann að gera tilraunir með [[snúningsskífa|snúningsskífur]] til að mynda hljóð, á sama tíma og sú aðferð þróaðist hjá [[hip hop]]-tónlistarfólki.<ref name=egs>[http://www.egs.edu/faculty/christian-marclay/biography/ European Graduate School Biography] {{webarchive |url=https://web.archive.org/web/20100527113945/http://www.egs.edu/faculty/christian-marclay/biography/ |date=27 May 2010 }}. Retrieved 25 June 2011.</ref> Hann lærði við myndlistarskóla í bæði Genf og Boston, og hefur nefnt [[flúxus]]hreyfinguna sem innblástur.<ref>{{cite web|author=Christian Marclay |url=http://www.allmusic.com/artist/christian-marclay-p42605/biography |title=Christian Marclay &#124; Biography, Albums, Streaming Links |website=[[AllMusic]] |access-date=2020-03-06}}</ref> Meðal þekktustu verka Marclays er „Plata án umslags“ frá 1985, [[hljómplata]] með klippiverki úr hljóðum sem átti að selja án umslags svo rispur og ryk myndu safnast á hana og verða hluti af verkinu. Annað verk, „The Sound of Silence“, er einfaldlega svarthvít [[ljósmynd]] af samnefndri smáskífu [[Simon og Garfunkel]]. Árið 2010 vakti hann athygli fyrir „Klukkuna“, 24 tíma vídeóverk þar sem stutt skot úr kvikmyndum þar sem tími kemur fyrir í mynd eða hljóðrás, eru klippt saman þannig að tíminn í myndinni samsvarar rauntíma. Verkið var frumsýnt í [[White Cube]]-galleríinu í London.<ref>{{cite news|url=https://www.theguardian.com/artanddesign/2018/sep/10/christian-marclay-the-clock-tate-modern-london |title='It's impossible!' – Christian Marclay and the 24-hour clock made of movie clips &#124; Art and design |newspaper=[[The Guardian]] |access-date=2020-03-06}}</ref><ref>[https://mubi.com/en/notebook/posts/ticked-off-against-the-clock Ticked Off: Against "The Clock" on Notebook|MUBI]</ref> Það vann Gullna ljónið á [[Feneyjatvíæringurinn|Feneyjatvíæringnum]] árið 2011.<ref>{{cite web |url=http://www.blouinartinfo.com/news/story/123932/artinfos-rundown-of-the-winners-of-the-golden-and-silver-lions |title=ARTINFO's Rundown of the Winners of the Golden and Silver Lions at the 54th Venice Biennale |last1=Goldstein |first1=Andrew M. |last2=Halperin |first2=Julia |date=6 June 2011 |publisher=[[Artinfo]] |access-date=30 May 2015}}</ref> == Tilvísanir == {{reflist}} {{stubbur}} {{DEFAULTSORT:Marclay, Christian}} [[Flokkur:Bandarískir myndlistarmenn]] [[Flokkur:Svissneskir myndlistarmenn]] {{f|1955}} je5tgsamob65tsdlf0rsewkvrbrwpes Spjall:Búfræði 1 186744 1921081 2025-06-22T13:38:54Z Vesteinn 472 Nýr hluti: /* Erlendir tenglar */ 1921081 wikitext text/x-wiki == Erlendir tenglar == Mér hefur oft verið sagt að búfræði heiti agronomy á ensku. En agronomy er þrengri fræðigrein og snýst um jarðvinnslu og ræktun, en ekki um skepnuhald. Ég er s.s. meðvitaður um takmörkun þessarar erlendu tengingar -- en ég er ekki með betri tillögu sjálfur. --[[Notandi:Vesteinn|Vésteinn]] ([[Notandaspjall:Vesteinn|spjall]]) 22. júní 2025 kl. 13:38 (UTC) ttphoshxr3u7t2m4d0jkzm7xlj5ky49 1921087 1921081 2025-06-22T14:03:44Z Akigka 183 /* Erlendir tenglar */ 1921087 wikitext text/x-wiki == Erlendir tenglar == Mér hefur oft verið sagt að búfræði heiti agronomy á ensku. En agronomy er þrengri fræðigrein og snýst um jarðvinnslu og ræktun, en ekki um skepnuhald. Ég er s.s. meðvitaður um takmörkun þessarar erlendu tengingar -- en ég er ekki með betri tillögu sjálfur. --[[Notandi:Vesteinn|Vésteinn]] ([[Notandaspjall:Vesteinn|spjall]]) 22. júní 2025 kl. 13:38 (UTC) : Það fer svolítið eftir hvernig ''agronomy'' er skilgreind hvort hún inniheldur kvikfjárrækt eða ekki. Svo eru til heiti eins og ''farm management'' og ''agricultural science''. Í norsku inniheldur ''landbruk'' og ''jordbruk'' yfirleitt kvikfjárrækt held ég (miðað við námsleiðir í landbúnaðarskólum þar). Ég held að ''agronomy'' sé besti iw-tengillinn, en það þyrfti að bæta ensku greinina verulega. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 22. júní 2025 kl. 14:03 (UTC) r7ey58dox2cfc0i0cm7x63sza3mj7mk Flokkur:Svissneskir myndlistarmenn 14 186745 1921093 2025-06-22T16:36:15Z Akigka 183 Bjó til síðu með „[[Flokkur:Myndlistarmenn eftir löndum]] [[Flokkur:Svissneskir listamenn]]“ 1921093 wikitext text/x-wiki [[Flokkur:Myndlistarmenn eftir löndum]] [[Flokkur:Svissneskir listamenn]] hvq6w2pp64fy1vkt4slzihv6mzk96vu Just Mathias Thiele 0 186746 1921097 2025-06-22T16:57:39Z Akigka 183 Bjó til síðu með „[[Mynd:Just_Mathias_Thiele_by_Marstrand.jpg|thumb|right|Just Mathias Thiele á málverki eftir [[Wilhelm Marstrand]] frá 1850.]] '''Just Mathias Thiele''' ([[13. desember]] [[1795]] – [[9. nóvember]] [[1874]]) var [[Danmörk|danskur]] [[rithöfundur]], [[þjóðfræði|þjóðsagnasafnari]] og [[safnstjóri]]. Hann safnaði [[danskar þjóðsögur|dönskum þjóðsögum]] undir áhrifum frá [[Grimmbræður|Grimmbræðrum]] og gaf út í nokkrum bindum 1818-18...“ 1921097 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Just_Mathias_Thiele_by_Marstrand.jpg|thumb|right|Just Mathias Thiele á málverki eftir [[Wilhelm Marstrand]] frá 1850.]] '''Just Mathias Thiele''' ([[13. desember]] [[1795]] – [[9. nóvember]] [[1874]]) var [[Danmörk|danskur]] [[rithöfundur]], [[þjóðfræði|þjóðsagnasafnari]] og [[safnstjóri]]. Hann safnaði [[danskar þjóðsögur|dönskum þjóðsögum]] undir áhrifum frá [[Grimmbræður|Grimmbræðrum]] og gaf út í nokkrum bindum 1818-1823. Í ferð til [[Róm]]ar 1825 kynntist hann [[Bertel Thorvaldsen]] og ritaði tvær ævisögur hans sem komu út í nokkrum bindum 1831-1850 og 1851-1856.<ref name=Gyldendal>{{cite web|url=http://www.denstoredanske.dk/Kunst_og_kultur/Litteratur/Dansk_litteratur/1800-70/Just_Mathias_Thiele|title=J.M. Thiele |publisher=Gyldendal|accessdate=2010-10-18}}</ref> Thiele starfaði sem ritari og bókavörður [[Konunglega danska listaakademían|Konunglegu dönsku listaakademíunnar]] frá 1825 til 1871, og varð fyrsti safnvörður [[konunglega danska koparstungusafnið|konunglega danska koparstungusafnsins]]. Hann starfaði líka sem einkaritari [[Kristján 8.|Kristjáns Friðriks]] frá 1838, en Kristján tók við konungdómi í Danmörku árið eftir. == Tilvísanir == {{reflist}} {{stubbur}} {{DEFAULTSORT:Thiele, Just Mathias}} [[Flokkur:Danskir rithöfundar]] [[Flokkur:Danskir þjóðfræðingar]] [[Flokkur:Danskir safnstjórar]] {{fd|1795|1874}} 0ng8b980nkxks55rn4kqrslu2ntyv9p 1921098 1921097 2025-06-22T16:57:53Z Akigka 183 Akigka færði [[J.M. Thiele]] á [[Just Mathias Thiele]] 1921097 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Just_Mathias_Thiele_by_Marstrand.jpg|thumb|right|Just Mathias Thiele á málverki eftir [[Wilhelm Marstrand]] frá 1850.]] '''Just Mathias Thiele''' ([[13. desember]] [[1795]] – [[9. nóvember]] [[1874]]) var [[Danmörk|danskur]] [[rithöfundur]], [[þjóðfræði|þjóðsagnasafnari]] og [[safnstjóri]]. Hann safnaði [[danskar þjóðsögur|dönskum þjóðsögum]] undir áhrifum frá [[Grimmbræður|Grimmbræðrum]] og gaf út í nokkrum bindum 1818-1823. Í ferð til [[Róm]]ar 1825 kynntist hann [[Bertel Thorvaldsen]] og ritaði tvær ævisögur hans sem komu út í nokkrum bindum 1831-1850 og 1851-1856.<ref name=Gyldendal>{{cite web|url=http://www.denstoredanske.dk/Kunst_og_kultur/Litteratur/Dansk_litteratur/1800-70/Just_Mathias_Thiele|title=J.M. Thiele |publisher=Gyldendal|accessdate=2010-10-18}}</ref> Thiele starfaði sem ritari og bókavörður [[Konunglega danska listaakademían|Konunglegu dönsku listaakademíunnar]] frá 1825 til 1871, og varð fyrsti safnvörður [[konunglega danska koparstungusafnið|konunglega danska koparstungusafnsins]]. Hann starfaði líka sem einkaritari [[Kristján 8.|Kristjáns Friðriks]] frá 1838, en Kristján tók við konungdómi í Danmörku árið eftir. == Tilvísanir == {{reflist}} {{stubbur}} {{DEFAULTSORT:Thiele, Just Mathias}} [[Flokkur:Danskir rithöfundar]] [[Flokkur:Danskir þjóðfræðingar]] [[Flokkur:Danskir safnstjórar]] {{fd|1795|1874}} 0ng8b980nkxks55rn4kqrslu2ntyv9p 1921100 1921098 2025-06-22T16:58:37Z Akigka 183 1921100 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Just_Mathias_Thiele_by_Marstrand.jpg|thumb|right|Just Mathias Thiele á málverki eftir [[Wilhelm Marstrand]] frá 1850.]] '''Just Mathias Thiele''' ([[13. desember]] [[1795]] – [[9. nóvember]] [[1874]]) var [[Danmörk|danskur]] [[rithöfundur]], [[þjóðfræði|þjóðsagnasafnari]] og [[safnstjóri]]. Hann safnaði [[danskar þjóðsögur|dönskum þjóðsögum]] undir áhrifum frá [[Grimmbræður|Grimmbræðrum]] og gaf út í nokkrum bindum 1818-1823. Í ferð til [[Róm]]ar 1825 kynntist hann [[Bertel Thorvaldsen]] og ritaði tvær ævisögur hans sem komu út í nokkrum bindum 1831-1850 og 1851-1856.<ref name=Gyldendal>{{cite web|url=http://www.denstoredanske.dk/Kunst_og_kultur/Litteratur/Dansk_litteratur/1800-70/Just_Mathias_Thiele|title=J.M. Thiele |publisher=Gyldendal|accessdate=2010-10-18}}</ref> Thiele starfaði sem ritari og bókavörður [[Konunglega danska listaakademían|Konunglegu dönsku listaakademíunnar]] frá 1825 til 1871, og varð fyrsti safnvörður [[konunglega danska koparstungusafnið|konunglega danska koparstungusafnsins]]. Hann starfaði líka sem einkaritari [[Kristján 8.|Kristjáns Friðriks]] frá 1838, en Kristján tók við konungdómi í Danmörku árið eftir. == Tilvísanir == {{reflist}} {{stubbur}} {{DEFAULTSORT:Thiele, Just Mathias}} [[Flokkur:Danskir rithöfundar]] [[Flokkur:Danskir þjóðfræðingar]] [[Flokkur:Danskir safnstjórar]] [[Flokkur:Danska gullöldin]] {{fd|1795|1874}} sxxxq39irkodgprqg9q5e7m2j838j5e J.M. Thiele 0 186747 1921099 2025-06-22T16:57:53Z Akigka 183 Akigka færði [[J.M. Thiele]] á [[Just Mathias Thiele]] 1921099 wikitext text/x-wiki #tilvísun [[Just Mathias Thiele]] 6xxw6x9maw69fsqvp15edfc2zhs3bu4 Sniðaspjall:Körfuknattleiksmaður 11 186748 1921101 2025-06-22T17:00:22Z Berserkur 10188 Nýr hluti: /* Lið1,2,3 */ 1921101 wikitext text/x-wiki == Lið1,2,3 == Það vantar að breyta svo línurnar riðlast ekki í ár og lið. Sbr. fótboltinn lið1, ár1 osfrv. [[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 22. júní 2025 kl. 17:00 (UTC) ivlj5pyxmsggnejctm9wksvbv10h0x2 HMS Prince of Wales (R09) 0 186749 1921104 2025-06-22T17:32:08Z Alvaldi 71791 Bjó til síðu með „{{Skip |nafn=HMS ''Prince of Wales'' |mynd=VX-23 F-35B approaches HMS Prince of Wales.jpg |alt=HMS ''Prince of Wales'', október 2023 |skipstjóri = |útgerð=[[Konunglegi breski flotinn]] |þyngd=80.000 |lengd= 284 |breidd=73 |dýpt=11 |vélar= |hraði= 33.8 |tegund=[[Flugmóðurskip]] |bygging= Deutsche Werke skipasmíðastöðin,<br>[[Kiel]], Þýskalandi }} '''HMS ''Prince of Wales''''' (R09) er breskt [[flugmóðurskip]] og flaggskip hins Konunglegi bresk...“ 1921104 wikitext text/x-wiki {{Skip |nafn=HMS ''Prince of Wales'' |mynd=VX-23 F-35B approaches HMS Prince of Wales.jpg |alt=HMS ''Prince of Wales'', október 2023 |skipstjóri = |útgerð=[[Konunglegi breski flotinn]] |þyngd=80.000 |lengd= 284 |breidd=73 |dýpt=11 |vélar= |hraði= 33.8 |tegund=[[Flugmóðurskip]] |bygging= Deutsche Werke skipasmíðastöðin,<br>[[Kiel]], Þýskalandi }} '''HMS ''Prince of Wales''''' (R09) er breskt [[flugmóðurskip]] og flaggskip hins [[Konunglegi breski flotinn|Konunglega breska flota]]. Skipið er 280 metra langt og mesta breidd þess 73 metrar.<ref name="visir-2022"/> Flugmóðurskipið kom til Íslands árið 2022 og er stærsta herskip sem komið hefur til landsins. Fram að því var bandaríska flugmóðurskipið USS ''Wasp'', sem kom til Íslands árið 1964, það stærsta en ólíkt ''Prince of Wales'' lagðist það ekki að bryggju.<ref name="visir-2022">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20222244459d/staersta-herskip-sem-sest-hefur-a-islandi-vid-bryggju-i-reykjavik|title=Stærsta herskip sem sést hefur á Íslandi við bryggju í Reykjavík|author=Kristján Már Unnarsson|date=2022-04-04|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-22}}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} [[Flokkur:Byggt 2017]] [[Flokkur:Bresk flugmóðurskip]] 5yl9zz7ibnw9m6vwk70fxe1u6g0h5le 1921107 1921104 2025-06-22T17:48:57Z Alvaldi 71791 Bætti við upplýsingum og heimild. 1921107 wikitext text/x-wiki {{Skip |nafn=HMS ''Prince of Wales'' |mynd=VX-23 F-35B approaches HMS Prince of Wales.jpg |alt=HMS ''Prince of Wales'', október 2023 |skipstjóri = |útgerð=[[Konunglegi breski flotinn]] |þyngd=80.000 |lengd= 284 |breidd=73 |dýpt=11 |vélar= |hraði= 33.8 |tegund=[[Flugmóðurskip]] |bygging= Deutsche Werke skipasmíðastöðin,<br>[[Kiel]], Þýskalandi }} '''HMS ''Prince of Wales''''' (R09) er breskt [[flugmóðurskip]] og flaggskip hins [[Konunglegi breski flotinn|Konunglega breska flota]]. Skipið er 280 metra langt og mesta breidd þess 73 metrar.<ref name="visir-2022"/> Ákveðið var að hefja byggingu þess árið 2007 og þrátt fyrir óvissu sem skapaðist í kjölfar bankahrunsins 2008 þá hófst bygging þess árið 2011. Það var sjósett árið 2017 og afhent breskum yfirvöldum árið 2019.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-04-04-flugmodurskip-med-vandraedasogu-komid-til-reykjavikur/|title=Flugmóðurskip með vandræðasögu komið til Reykjavíkur|author=Brynjólfur Þór Guðmundsson|date=2022-04-04|publisher=[[RÚV]]|access-date=2025-06-22}}</ref> Flugmóðurskipið kom til Íslands árið 2022 og er stærsta herskip sem komið hefur til landsins. Fram að því var bandaríska flugmóðurskipið USS ''Wasp'', sem kom til Íslands árið 1964, það stærsta en ólíkt ''Prince of Wales'' lagðist það ekki að bryggju.<ref name="visir-2022">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20222244459d/staersta-herskip-sem-sest-hefur-a-islandi-vid-bryggju-i-reykjavik|title=Stærsta herskip sem sést hefur á Íslandi við bryggju í Reykjavík|author=Kristján Már Unnarsson|date=2022-04-04|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-22}}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} [[Flokkur:Byggt 2017]] [[Flokkur:Bresk flugmóðurskip]] rptdbz3x1nhsb3fdd3dl7y5hx7d06dw 1921108 1921107 2025-06-22T17:55:38Z Alvaldi 71791 1921108 wikitext text/x-wiki {{Skip |nafn=HMS ''Prince of Wales'' |mynd=VX-23 F-35B approaches HMS Prince of Wales.jpg |alt=HMS ''Prince of Wales'', október 2023 |skipstjóri = |útgerð=[[Konunglegi breski flotinn]] |þyngd=80.000 |lengd= 284 |breidd=73 |dýpt=11 |vélar= |hraði= 33.8 |tegund=[[Flugmóðurskip]] |bygging= Deutsche Werke skipasmíðastöðin,<br>[[Kiel]], Þýskalandi }} '''HMS ''Prince of Wales''''' (R09) er breskt [[flugmóðurskip]] og flaggskip hins [[Konunglegi breski flotinn|Konunglega breska flota]]. Skipið er 280 metra langt og mesta breidd þess 73 metrar.<ref name="visir-2022"/> Ákveðið var að hefja byggingu þess árið 2007 og þrátt fyrir óvissu sem skapaðist í kjölfar bankahrunsins 2008 þá hófst bygging þess árið 2011. Það var sjósett árið 2017 og afhent breskum yfirvöldum árið 2019.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-04-04-flugmodurskip-med-vandraedasogu-komid-til-reykjavikur/|title=Flugmóðurskip með vandræðasögu komið til Reykjavíkur|author=Brynjólfur Þór Guðmundsson|date=2022-04-04|publisher=[[RÚV]]|access-date=2025-06-22}}</ref> Flugmóðurskipið kom til Íslands árið 2022 og er stærsta herskip sem komið hefur til landsins. Fram að því var bandaríska flugmóðurskipið [[USS Wasp (CV-18)|USS ''Wasp'']], sem kom til Íslands árið 1964, það stærsta en ólíkt ''Prince of Wales'' lagðist það ekki að bryggju.<ref name="visir-2022">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20222244459d/staersta-herskip-sem-sest-hefur-a-islandi-vid-bryggju-i-reykjavik|title=Stærsta herskip sem sést hefur á Íslandi við bryggju í Reykjavík|author=Kristján Már Unnarsson|date=2022-04-04|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-22}}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} [[Flokkur:Byggt 2017]] [[Flokkur:Bresk flugmóðurskip]] 7xk6m8hewuqk4y23bbbulnxjocw6lge 1921114 1921108 2025-06-22T18:51:10Z Alvaldi 71791 1921114 wikitext text/x-wiki {{Skip |nafn=HMS ''Prince of Wales'' |mynd=VX-23 F-35B approaches HMS Prince of Wales.jpg |alt=HMS ''Prince of Wales'', október 2023 |skipstjóri = |útgerð=[[Konunglegi breski flotinn]] |þyngd=80.000 |lengd= 284 |breidd=73 |dýpt=11 |vélar= |hraði= 33.8 |tegund=[[Flugmóðurskip]] |bygging= Deutsche Werke skipasmíðastöðin,<br>[[Kiel]], Þýskalandi }} '''HMS ''Prince of Wales''''' (R09) er breskt [[flugmóðurskip]] og flaggskip hins [[Konunglegi breski flotinn|Konunglega breska flota]]. Skipið er 280 metra langt og mesta breidd þess 73 metrar.<ref name="visir-2022"/> Ákveðið var að hefja byggingu þess árið 2007 og þrátt fyrir óvissu sem skapaðist í kjölfar bankahrunsins 2008 þá hófst bygging þess árið 2011. Það var sjósett árið 2017 og afhent breskum yfirvöldum árið 2019.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-04-04-flugmodurskip-med-vandraedasogu-komid-til-reykjavikur/|title=Flugmóðurskip með vandræðasögu komið til Reykjavíkur|author=Brynjólfur Þór Guðmundsson|date=2022-04-04|publisher=[[RÚV]]|access-date=2025-06-22}}</ref> Flugmóðurskipið kom til Íslands árið 2022 og er stærsta herskip sem komið hefur til landsins. Fram að því var bandaríska flugmóðurskipið [[USS Wasp (CV-18)|USS ''Wasp'']], sem kom til Íslands árið 1962, það stærsta en ólíkt ''Prince of Wales'' lagðist það ekki að bryggju.<ref name="visir-2022">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20222244459d/staersta-herskip-sem-sest-hefur-a-islandi-vid-bryggju-i-reykjavik|title=Stærsta herskip sem sést hefur á Íslandi við bryggju í Reykjavík|author=Kristján Már Unnarsson|date=2022-04-04|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-22}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/2252385?iabr=on#page/n15/mode/2up/search/%22USS%20Wasp%22|title=Á heimleið eftir 4. mán. útivist|date=1962-06-07|publisher=[[Alþýðublaðið]]|pages=16, [https://timarit.is/page/2252383?iabr=on#page/n13/mode/1up/ 14]|access-date=2025-06-22|via=[[Tímarit.is]]}}{{open access}}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} [[Flokkur:Byggt 2017]] [[Flokkur:Bresk flugmóðurskip]] hvy4voh8tk1ta1lnxmi4vqkfqk5vt1i 1921119 1921114 2025-06-22T18:55:34Z Alvaldi 71791 1921119 wikitext text/x-wiki {{Skip |nafn=HMS ''Prince of Wales'' |mynd=VX-23 F-35B approaches HMS Prince of Wales.jpg |alt=HMS ''Prince of Wales'', október 2023 |skipstjóri = |útgerð=[[Konunglegi breski flotinn]] |þyngd=80.000 |lengd= 284 |breidd=73 |dýpt=11 |vélar= |hraði= 33.8 |tegund=[[Flugmóðurskip]] |bygging= Deutsche Werke skipasmíðastöðin,<br>[[Kiel]], Þýskalandi }} '''HMS ''Prince of Wales''''' (R09) er breskt [[flugmóðurskip]] og flaggskip hins [[Konunglegi breski flotinn|Konunglega breska flota]]. Skipið er 280 metra langt og mesta breidd þess 73 metrar.<ref name="visir-2022"/> Ákveðið var að hefja byggingu þess árið 2007 og þrátt fyrir óvissu sem skapaðist í kjölfar bankahrunsins 2008 þá hófst bygging þess árið 2011. Það var sjósett árið 2017 og afhent breskum yfirvöldum árið 2019.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-04-04-flugmodurskip-med-vandraedasogu-komid-til-reykjavikur/|title=Flugmóðurskip með vandræðasögu komið til Reykjavíkur|author=Brynjólfur Þór Guðmundsson|date=2022-04-04|publisher=[[RÚV]]|access-date=2025-06-22}}</ref> Flugmóðurskipið kom til Íslands árið 2022 og er stærsta herskip sem komið hefur til landsins. Fram að því var bandaríska flugmóðurskipið [[USS Wasp (CV-18)|USS ''Wasp'']], sem kom til Íslands árið 1962, það stærsta en ólíkt ''Prince of Wales'' lagðist það ekki að bryggju.<ref name="visir-2022">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20222244459d/staersta-herskip-sem-sest-hefur-a-islandi-vid-bryggju-i-reykjavik|title=Stærsta herskip sem sést hefur á Íslandi við bryggju í Reykjavík|author=Kristján Már Unnarsson|date=2022-04-04|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-22}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/2252385?iabr=on#page/n15/mode/2up/search/%22USS%20Wasp%22|title=Á heimleið eftir 4. mán. útivist|date=1962-06-07|publisher=[[Alþýðublaðið]]|pages=16, [https://timarit.is/page/2252383?iabr=on#page/n13/mode/1up/ 14]|access-date=2025-06-22|via=[[Tímarit.is]]}}{{open access}}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} {{DEFAULTSORT:Prince of Wales (R09)}} [[Flokkur:Byggt 2017]] [[Flokkur:Bresk flugmóðurskip]] t4n501kliia3mnml91o4gy34yxgw75q 1921195 1921119 2025-06-23T08:56:15Z Alvaldi 71791 Uppfæra tengla í Konunglega breska sjóherinn 1921195 wikitext text/x-wiki {{Skip |nafn=HMS ''Prince of Wales'' |mynd=VX-23 F-35B approaches HMS Prince of Wales.jpg |alt=HMS ''Prince of Wales'', október 2023 |skipstjóri = |útgerð=[[Konunglegi breski sjóherinn]] |þyngd=80.000 |lengd= 284 |breidd=73 |dýpt=11 |vélar= |hraði= 33.8 |tegund=[[Flugmóðurskip]] |bygging= Deutsche Werke skipasmíðastöðin,<br>[[Kiel]], Þýskalandi }} '''HMS ''Prince of Wales''''' (R09) er breskt [[flugmóðurskip]] og flaggskip hins [[Konunglegi breski sjóherinn|Konunglega breska sjóhers]]. Skipið er 280 metra langt og mesta breidd þess 73 metrar.<ref name="visir-2022"/> Ákveðið var að hefja byggingu þess árið 2007 og þrátt fyrir óvissu sem skapaðist í kjölfar bankahrunsins 2008 þá hófst bygging þess árið 2011. Það var sjósett árið 2017 og afhent breskum yfirvöldum árið 2019.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-04-04-flugmodurskip-med-vandraedasogu-komid-til-reykjavikur/|title=Flugmóðurskip með vandræðasögu komið til Reykjavíkur|author=Brynjólfur Þór Guðmundsson|date=2022-04-04|publisher=[[RÚV]]|access-date=2025-06-22}}</ref> Flugmóðurskipið kom til Íslands árið 2022 og er stærsta herskip sem komið hefur til landsins. Fram að því var bandaríska flugmóðurskipið [[USS Wasp (CV-18)|USS ''Wasp'']], sem kom til Íslands árið 1962, það stærsta en ólíkt ''Prince of Wales'' lagðist það ekki að bryggju.<ref name="visir-2022">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20222244459d/staersta-herskip-sem-sest-hefur-a-islandi-vid-bryggju-i-reykjavik|title=Stærsta herskip sem sést hefur á Íslandi við bryggju í Reykjavík|author=Kristján Már Unnarsson|date=2022-04-04|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-22}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/2252385?iabr=on#page/n15/mode/2up/search/%22USS%20Wasp%22|title=Á heimleið eftir 4. mán. útivist|date=1962-06-07|publisher=[[Alþýðublaðið]]|pages=16, [https://timarit.is/page/2252383?iabr=on#page/n13/mode/1up/ 14]|access-date=2025-06-22|via=[[Tímarit.is]]}}{{open access}}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} {{DEFAULTSORT:Prince of Wales (R09)}} [[Flokkur:Byggt 2017]] [[Flokkur:Bresk flugmóðurskip]] k9s2packlohjjmzuyiir8ysu0zxowon Flokkur:Byggt 2017 14 186750 1921105 2025-06-22T17:32:25Z Alvaldi 71791 Bjó til síðu með „[[Flokkur:2017]] [[Flokkur:Byggt á 21. öld]]“ 1921105 wikitext text/x-wiki [[Flokkur:2017]] [[Flokkur:Byggt á 21. öld]] shw5cm7lsgfxxj1xva24763377z0jdl Flokkur:Bresk flugmóðurskip 14 186751 1921106 2025-06-22T17:33:13Z Alvaldi 71791 Bjó til síðu með „[[Flokkur:Bresk herskip]] [[Flokkur:Flugmóðurskip]]“ 1921106 wikitext text/x-wiki [[Flokkur:Bresk herskip]] [[Flokkur:Flugmóðurskip]] 3gntwxo933jtsuzfr8mu4d16qp0pcn2 USS Wasp (CV-18) 0 186752 1921113 2025-06-22T18:50:37Z Alvaldi 71791 Bjó til síðu með „'''USS ''Wasp''''' (CV/CVA/CVS-18) var [[flugmóðurskip]] sem var í þjónustu [[Bandaríski flotinn|bandaríska flotans]] á árunum 1943 til 1972. Eftir að hafa verið tekið úr notkun var það selt í brotajárn árið 1973. Skipið kom til Íslands í júní 1962<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/2252385?iabr=on#page/n15/mode/2up/search/%22USS%20Wasp%22|title=Á heimleið eftir 4. mán. útivist|date=1962-06-07|publisher=[[Alþýðublaðið]]|pa...“ 1921113 wikitext text/x-wiki '''USS ''Wasp''''' (CV/CVA/CVS-18) var [[flugmóðurskip]] sem var í þjónustu [[Bandaríski flotinn|bandaríska flotans]] á árunum 1943 til 1972. Eftir að hafa verið tekið úr notkun var það selt í brotajárn árið 1973. Skipið kom til Íslands í júní 1962<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/2252385?iabr=on#page/n15/mode/2up/search/%22USS%20Wasp%22|title=Á heimleið eftir 4. mán. útivist|date=1962-06-07|publisher=[[Alþýðublaðið]]|pages=16, [https://timarit.is/page/2252383?iabr=on#page/n13/mode/1up/ 14]|access-date=2025-06-22|via=[[Tímarit.is]]}}{{open access}}</ref> og var stærsta herskipið sem hafði heimsótt landið þar til breska flugmóðurskipið [[HMS Prince of Wales (R09)|HMS ''Prince of Wales'']] kom til landsins árið 2022.<ref name="visir-2022">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20222244459d/staersta-herskip-sem-sest-hefur-a-islandi-vid-bryggju-i-reykjavik|title=Stærsta herskip sem sést hefur á Íslandi við bryggju í Reykjavík|author=Kristján Már Unnarsson|date=2022-04-04|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-22}}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} [[Flokkur:Byggt 1943]] [[Flokkur:Bandarísk flugmóðurskip]] jik3u8t47ag9cs6k4yt2hxzo6wocr8u 1921116 1921113 2025-06-22T18:53:52Z Alvaldi 71791 1921116 wikitext text/x-wiki [[File:USS Wasp (CVS-18) at anchor 1958.jpg|thumb|''Wasp'' árið 1958]] '''USS ''Wasp''''' (CV/CVA/CVS-18) var [[flugmóðurskip]] sem var í þjónustu [[Bandaríski flotinn|bandaríska flotans]] á árunum 1943 til 1972. Eftir að hafa verið tekið úr notkun var það selt í brotajárn árið 1973. Skipið kom til Íslands í júní 1962<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/2252385?iabr=on#page/n15/mode/2up/search/%22USS%20Wasp%22|title=Á heimleið eftir 4. mán. útivist|date=1962-06-07|publisher=[[Alþýðublaðið]]|pages=16, [https://timarit.is/page/2252383?iabr=on#page/n13/mode/1up/ 14]|access-date=2025-06-22|via=[[Tímarit.is]]}}{{open access}}</ref> og var stærsta herskipið sem hafði heimsótt landið þar til breska flugmóðurskipið [[HMS Prince of Wales (R09)|HMS ''Prince of Wales'']] kom til landsins árið 2022.<ref name="visir-2022">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20222244459d/staersta-herskip-sem-sest-hefur-a-islandi-vid-bryggju-i-reykjavik|title=Stærsta herskip sem sést hefur á Íslandi við bryggju í Reykjavík|author=Kristján Már Unnarsson|date=2022-04-04|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-22}}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} [[Flokkur:Byggt 1943]] [[Flokkur:Bandarísk flugmóðurskip]] chhygjgg33w0l4ankr8mx207kccelw0 1921118 1921116 2025-06-22T18:55:02Z Alvaldi 71791 1921118 wikitext text/x-wiki [[File:USS Wasp (CVS-18) at anchor 1958.jpg|thumb|''Wasp'' árið 1958]] '''USS ''Wasp''''' (CV/CVA/CVS-18) var [[flugmóðurskip]] sem var í þjónustu [[Bandaríski flotinn|bandaríska flotans]] á árunum 1943 til 1972. Eftir að hafa verið tekið úr notkun var það selt í brotajárn árið 1973. Skipið kom til Íslands í júní 1962<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/2252385?iabr=on#page/n15/mode/2up/search/%22USS%20Wasp%22|title=Á heimleið eftir 4. mán. útivist|date=1962-06-07|publisher=[[Alþýðublaðið]]|pages=16, [https://timarit.is/page/2252383?iabr=on#page/n13/mode/1up/ 14]|access-date=2025-06-22|via=[[Tímarit.is]]}}{{open access}}</ref> og var stærsta herskipið sem hafði heimsótt landið þar til breska flugmóðurskipið [[HMS Prince of Wales (R09)|HMS ''Prince of Wales'']] kom til landsins árið 2022.<ref name="visir-2022">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20222244459d/staersta-herskip-sem-sest-hefur-a-islandi-vid-bryggju-i-reykjavik|title=Stærsta herskip sem sést hefur á Íslandi við bryggju í Reykjavík|author=Kristján Már Unnarsson|date=2022-04-04|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-22}}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} {{DEFAULTSORT:Wasp (CV-18)}} [[Flokkur:Byggt 1943]] [[Flokkur:Bandarísk flugmóðurskip]] lbr4rw5wrdasajyaltvth5zq55c7b6i 1921198 1921118 2025-06-23T09:16:20Z Alvaldi 71791 Bætti við meiri upplýsingum um skipið. 1921198 wikitext text/x-wiki [[File:USS Wasp (CVS-18) at anchor 1958.jpg|thumb|''Wasp'' árið 1958]] '''USS ''Wasp''''' (CV/CVA/CVS-18) var [[flugmóðurskip]] af ''Essex''-gerð sem var í þjónustu [[Bandaríski flotinn|bandaríska flotans]] á árunum 1943 til 1972. Skipið átti upprunalega að heita ''Oriskany'' en var endurskýrt í höfuðið á flugmóðurskipinu [[USS Wasp (CV-7)|USS ''Wasp'' (CV-7)]] sem var sökkt árið 1942. Eins og mörg systurskip hennar var það tekið úr notkun skömmu eftir lok [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]] en var nútímavætt og tekið aftur í notkun snemma á sjötta áratugnum.<ref name="uss-wasp-google"/> Á seinni hluta ferils síns var skipið mestmegnis í notkun á [[Atlantshafið|Atlantshafinu]], [[Miðjarðarhafið|Miðjarðarhafinu]] og [[Karabíahafið|Karíbahafinu]]. Það gengdi mikilvægu hlutverki í [[Geimferðastofnun Bandaríkjanna|geimferðaáætlun Bandaríkjanna]] og þjónaði sem björgunarskip fyrir fimm verkefni í [[Gemini-geimferðaáætlunin|Gemini-geimferðaáætluninni]]: Gemini IV, Gemini VI, Gemini VII, Gemini IX og Gemini XII.<ref name="uss-wasp-google"/> Eftir að hafa verið tekið úr notkun var það selt í brotajárn árið 1973.<ref name="uss-wasp-google">{{cite book |url= https://books.google.com/books?id=I6DKJQMZFxQC&pg=PA21 |title= USS Wasp Volume 2 |publisher= Turner Publishing Company |year= 1999 |isbn=9781563114045}}</ref> Skipið kom til Íslands í byrjun júní 1962<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/2252385?iabr=on#page/n15/mode/2up/search/%22USS%20Wasp%22|title=Á heimleið eftir 4. mán. útivist|date=1962-06-07|publisher=[[Alþýðublaðið]]|pages=16, [https://timarit.is/page/2252383?iabr=on#page/n13/mode/1up/ 14]|access-date=2025-06-22|via=[[Tímarit.is]]}}{{open access}}</ref> og var stærsta herskipið sem hafði heimsótt landið þar til breska flugmóðurskipið [[HMS Prince of Wales (R09)|HMS ''Prince of Wales'']] kom til landsins árið 2022.<ref name="visir-2022">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20222244459d/staersta-herskip-sem-sest-hefur-a-islandi-vid-bryggju-i-reykjavik|title=Stærsta herskip sem sést hefur á Íslandi við bryggju í Reykjavík|author=Kristján Már Unnarsson|date=2022-04-04|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-22}}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} {{DEFAULTSORT:Wasp (CV-18)}} [[Flokkur:Byggt 1943]] [[Flokkur:Bandarísk flugmóðurskip]] [[Flokkur:Gemini geimferðaáætlunin]] gwszu0gf8a0yb5ia4a9u46hdoa796k1 Flokkur:Bandarísk flugmóðurskip 14 186753 1921115 2025-06-22T18:52:06Z Alvaldi 71791 Bjó til síðu með „[[Flokkur:Bandarísk herskip]] [[Flokkur:Flugmóðurskip]]“ 1921115 wikitext text/x-wiki [[Flokkur:Bandarísk herskip]] [[Flokkur:Flugmóðurskip]] t64d3d8jvdm0i4mu12l03kixnf6ft02 Flokkur:Byggt 1943 14 186754 1921117 2025-06-22T18:54:21Z Alvaldi 71791 Bjó til síðu með „[[Flokkur:1943]] [[Flokkur:Byggt á 20. öld]]“ 1921117 wikitext text/x-wiki [[Flokkur:1943]] [[Flokkur:Byggt á 20. öld]] 2tq1ma4e420elx4dfajutv5a8mld81b Lúðvík þýski 0 186755 1921121 2025-06-22T19:12:24Z 2A01:6F02:315:521:E060:5069:AEAE:7413 Bjó til síðu með „'''Lúðvík þýski''' ([[806]]-[[28. ágúst]] [[876]]) var konungur í austurhluta [[Frankaríki]]s, þar sem nú er Þýskaland. Lúðvík var sonur [[Lúðvík guðhræddi|Lúðvíks guðhrædda]] Frankakeisara (778-840) og sonarsonur [[Karlamagnús]]ar (d. 814). Eftir lát föður síns börðust synir hans um völdin yfir ríki hans, en sættust að lokum á þrískiptingu þess sem var staðfest í [[Verdun-samningurinn|Verdun]] [[843]]. Fékk Lúðvík au...“ 1921121 wikitext text/x-wiki '''Lúðvík þýski''' ([[806]]-[[28. ágúst]] [[876]]) var konungur í austurhluta [[Frankaríki]]s, þar sem nú er Þýskaland. Lúðvík var sonur [[Lúðvík guðhræddi|Lúðvíks guðhrædda]] Frankakeisara (778-840) og sonarsonur [[Karlamagnús]]ar (d. 814). Eftir lát föður síns börðust synir hans um völdin yfir ríki hans, en sættust að lokum á þrískiptingu þess sem var staðfest í [[Verdun-samningurinn|Verdun]] [[843]]. Fékk Lúðvík austurhluta ríkisins. Í [[Landnámabók]] er Lúðvík nefndur ''Hlöðver Hlöðversson'' og sagður keisari „fyrir norðan fjall“ og er þar átt við [[Alpafjöll]]. {{Stubbur}} ti8m11295hqg516funuolufr72m1y57 1921125 1921121 2025-06-22T19:40:45Z TKSnaevarr 53243 1921125 wikitext text/x-wiki '''Lúðvík þýski''' ([[806]]-[[28. ágúst]] [[876]]) var konungur í austurhluta [[Frankaríki]]s, þar sem nú er Þýskaland. Lúðvík var sonur [[Lúðvík guðhræddi|Lúðvíks guðhrædda]] Frankakeisara (778-840) og sonarsonur [[Karlamagnús]]ar (d. 814). Eftir lát föður síns börðust synir hans um völdin yfir ríki hans, en sættust að lokum á þrískiptingu þess sem var staðfest í [[Verdun-samningurinn|Verdun]] [[843]]. Fékk Lúðvík austurhluta ríkisins. Í [[Landnámabók]] er Lúðvík nefndur ''Hlöðver Hlöðversson'' og sagður keisari „fyrir norðan fjall“ og er þar átt við [[Alpafjöll]]. {{Stubbur}} {{fd|806|876}} [[Flokkur:Konungar Austur-Frankalands]] ibw3exrz600uw0682gclwotpur9q6gd 1921126 1921125 2025-06-22T19:43:09Z TKSnaevarr 53243 1921126 wikitext text/x-wiki '''Lúðvík þýski''' ([[806]]-[[28. ágúst]] [[876]]) var konungur í austurhluta [[Frankaríki]]s, þar sem nú er Þýskaland. Lúðvík var sonur [[Lúðvík guðhræddi|Lúðvíks guðhrædda]] Frankakeisara (778-840) og sonarsonur [[Karlamagnús]]ar (d. 814). Eftir lát föður síns börðust synir hans um völdin yfir ríki hans, en sættust að lokum á þrískiptingu þess sem var staðfest í [[Verdun-samningurinn|Verdun]] [[843]]. Fékk Lúðvík austurhluta ríkisins. Í [[Landnámabók]] er Lúðvík nefndur ''Hlöðver Hlöðversson'' og sagður keisari „fyrir norðan fjall“ og er þar átt við [[Alpafjöll]]. {{Stubbur}} {{fd|806|876}} [[Flokkur:Karlungar]] [[Flokkur:Konungar Austur-Frankalands]] s6bwi3sxrbguaqdlns22m57o3brnu1l 1921197 1921126 2025-06-23T09:12:18Z Alvaldi 71791 Merkja síðu með að engar heimildir sé að finna í henni. 1921197 wikitext text/x-wiki {{engar heimildir}} '''Lúðvík þýski''' ([[806]]-[[28. ágúst]] [[876]]) var konungur í austurhluta [[Frankaríki]]s, þar sem nú er Þýskaland. Lúðvík var sonur [[Lúðvík guðhræddi|Lúðvíks guðhrædda]] Frankakeisara (778-840) og sonarsonur [[Karlamagnús]]ar (d. 814). Eftir lát föður síns börðust synir hans um völdin yfir ríki hans, en sættust að lokum á þrískiptingu þess sem var staðfest í [[Verdun-samningurinn|Verdun]] [[843]]. Fékk Lúðvík austurhluta ríkisins. Í [[Landnámabók]] er Lúðvík nefndur ''Hlöðver Hlöðversson'' og sagður keisari „fyrir norðan fjall“ og er þar átt við [[Alpafjöll]]. {{Stubbur}} {{fd|806|876}} [[Flokkur:Karlungar]] [[Flokkur:Konungar Austur-Frankalands]] 1tts6loi5cbd6tox6oovprlsarnznxt MSC Virtuosa 0 186756 1921122 2025-06-22T19:15:26Z Alvaldi 71791 Bjó til síðu með „[[File:Msc virtuosa 2021.JPG|thumb|''MSC Virtuosa'' árið 2021.]] '''''MSC Virtuosa''''' er [[skemmtiferðaskip]] af ''Meraviglia-Plus''-flokki, byggt í [[Frakkland|Frakklandi]] árið 2019. Skipið er 181.151 brútt­ót­onn að stærð og 331 metri á lengd. Skipið kom til Íslands árið 2023 og er stærsta skip sem hefur komið til landsins.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/06/10/staersta_skip_sem_hingad_hefur_komid/|title=Stærst...“ 1921122 wikitext text/x-wiki [[File:Msc virtuosa 2021.JPG|thumb|''MSC Virtuosa'' árið 2021.]] '''''MSC Virtuosa''''' er [[skemmtiferðaskip]] af ''Meraviglia-Plus''-flokki, byggt í [[Frakkland|Frakklandi]] árið 2019. Skipið er 181.151 brútt­ót­onn að stærð og 331 metri á lengd. Skipið kom til Íslands árið 2023 og er stærsta skip sem hefur komið til landsins.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/06/10/staersta_skip_sem_hingad_hefur_komid/|title=Stærsta skip sem hingað hefur komið|publisher=[[Morgunblaðið]]|language=is|access-date=2025-06-22|date=2023-06-10}}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} [[Flokkur:Byggt 2019]] [[Flokkur:Skemmtiferðaskip]] ds8sfhz81rjnr5dwjjlk9uict4dyejr Flokkur:Skemmtiferðaskip 14 186757 1921123 2025-06-22T19:15:39Z Alvaldi 71791 Bjó til síðu með „[[Flokkur:Skip]]“ 1921123 wikitext text/x-wiki [[Flokkur:Skip]] iw8wvsa5s2r5e5j2ubaee257v0bix65 Flokkur:Fólk dáið árið 876 14 186758 1921127 2025-06-22T19:47:15Z TKSnaevarr 53243 Bjó til síðu með „[[Flokkur:Fólk dáið á 9. öld]] [[Flokkur:876]]“ 1921127 wikitext text/x-wiki [[Flokkur:Fólk dáið á 9. öld]] [[Flokkur:876]] kksrjfzij0bq1uakwpe86aclb5ka5q0 Flokkur:Fólk fætt árið 806 14 186759 1921128 2025-06-22T19:48:33Z TKSnaevarr 53243 Bjó til síðu með „[[Flokkur:Fólk fætt á 9. öld]] [[Flokkur:806]]“ 1921128 wikitext text/x-wiki [[Flokkur:Fólk fætt á 9. öld]] [[Flokkur:806]] 7nz6txqql920eqq80pgnroodxj8n7q9 Flokkur:Sjóherir 14 186760 1921135 2025-06-22T21:19:48Z Alvaldi 71791 Bjó til síðu með „[[Flokkur:Herir]]“ 1921135 wikitext text/x-wiki [[Flokkur:Herir]] qp34jkxvkey7ies72hwux6tfgeewb2z Abolhassan Banisadr 0 186761 1921140 2025-06-22T22:40:23Z TKSnaevarr 53243 Bjó til síðu með „{{Stjórnmálamaður | nafn = Abolhassan Banisadr | nafn_á_frummáli = {{nobold|ابوالحسن بنی‌صدر}} | mynd = Abolhassan Banisadr portrait 1980 2.jpg | myndatexti1 = Banisadr árið 1980. | titill= [[Forseti Írans]] | stjórnartíð_start = 4. febrúar 1980 | stjórnartíð_end = 21. júní 1981 | einvaldur = [[Ruhollah Khomeini]] | forsætisráðherra = [[Mohammad-Ali Rajai]] | forveri = ''Embætti stofnað'' | eftirmaður = Mohammad-Ali Rajai...“ 1921140 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður | nafn = Abolhassan Banisadr | nafn_á_frummáli = {{nobold|ابوالحسن بنی‌صدر}} | mynd = Abolhassan Banisadr portrait 1980 2.jpg | myndatexti1 = Banisadr árið 1980. | titill= [[Forseti Írans]] | stjórnartíð_start = 4. febrúar 1980 | stjórnartíð_end = 21. júní 1981 | einvaldur = [[Ruhollah Khomeini]] | forsætisráðherra = [[Mohammad-Ali Rajai]] | forveri = ''Embætti stofnað'' | eftirmaður = [[Mohammad-Ali Rajai]] | fæddur = {{fæðingardagur|1933|3|22}} | fæðingarstaður = [[Hamadan]], [[Íran]] | dánardagur = {{Dánardagur og aldur|2021|10|9|1933|3|22}} | dánarstaður = [[París]], [[Frakkland]]i | þjóderni = [[Íran]]skur | maki = {{gifting|Ozra Hosseini|1961}} | stjórnmálaflokkur = Óflokksbundinn<br>[[Þjóðarandspyrnuráð Írans]] (1981–1983) | börn = 3 | háskóli = [[Háskólinn í Teheran]]<br>[[Parísarháskóli]] |undirskrift = Abulhassan Banisadr signature.svg }} '''Abolhassan Banisadr''' ([[persneska]]: {{lang|fa|سید ابوالحسن بنی‌صدر}}; 22. mars 1933 – 9. október 2021) var [[íran]]skur stjórnmálamaður, rithöfundur og andófsmaður. Hann var fyrsti [[forseti Írans]] eftir að íranska keisaradæmið var leyst upp í [[Íranska byltingin|írönsku byltingunni]] 1979. Hann gegndi forsetaembættinu frá febrúar 1980 þar til [[íranska þingið]] leysti hann úr embætti í júní 1981. Áður en hann varð forseti var hann utanríkisráðherra í bráðabirgðastjórn Írans eftir byltinguna. Eftir að Banisadr var hrakinn úr embætti flúði hann frá Íran og hlaut pólitískt hæli í Frakklandi, þar sem hann tók þátt í stofnun [[Þjóðarandspyrnuráð Írans|Þjóðarandspyrnuráðs Írans]]. Banisadr einbeitti sér síðar að pólitískum skrifum um byltingarstörf sín og gagnrýni sína gegn ríkisstjórn Írans. Hann varð ötull gagnrýnandi [[Æðsti leiðtogi Írans|æðsta leiðtogans]] [[Ali Khamenei]] og meðhöndlunar landsins á forsetakosningunum 2009. ==Æviágrip== Banisadr fæddist í [[Hamadan]] í vesturhluta Írans og var sonur erkiklerks (ajatolla). Hann nam hagfræði og guðfræði við [[Háskólinn í Teheran|Háskólann í Teheran]] og tók þátt í hreyfingum stúdenta sem voru á móti írönsku keisarastjórninni. Árið 1963 slasaðist Banisadr í miklum óeirðum gegn stjórninni sem hófust að áeggjan [[Ruhollah Khomeini]] erkiklerks og sat síðan í fangelsi í fjóra mánuði.<ref name=jk>{{Tímarit.is|1542543|Byltingarmaðurinn Bani Sadr|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=23. júní 1981|blaðsíða=20|höfundur=[[Jóhanna Kristjónsdóttir]]}}</ref> Árið 1964 flúði Banisadr í útlegð til [[Frakkland]]s og hélt þar áfram námi. Hann skrifaði þar um hugmyndir sínar um framtíðarstjórnskipan Írans og hallmælti keisarastjórninni, sem hann sagði gjörspillt [[leppríki]] Bandaríkjanna. Að námi loknu kenndi Banisadr við [[Parísarháskóli|Parísarháskóla]] og ritstýrði blaði sem var andsnúið [[Múhameð Resa Pahlavi|keisaranum]] og gefið út á persnesku í Frakklandi.<ref name=jk/> Khomeini erkiklerkur kom til Frakklands árið 1978 eftir að honum hafði verið vísað burt frá [[Írak]]. Banisadr varð á þessum tíma náinn samstarfsmaður Khomeini. Á þessum tíma stóðu yfir fjöldamótmæli í Íran og keisarastjórnin riðaði til falls. Eftir að keisarinn flúði land í [[Íranska byltingin|írönsku byltingunni]] sneri Banisadr aftur til Írans ásamt Khomeini í janúar 1979. Banisadr varð meðlimur í leyniráði Írans sem fór fyrir stjórn landsins fyrstu mánuðina eftir byltinguna.<ref name=jk/> Eftir upphaf [[Gíslatakan í Teheran|gíslatökunnar í bandaríska sendiráðinu]] í Teheran um mitt árið 1979 sagði [[Mehdi Bazargan]] forsætisráðherra af sér. Banisadr varð utanríkisráðherra og fjármálaráðherra í nýrri bráðabirgðastjórn Írans. Hann sagðist vilja semja við Bandaríkjamenn um lausn gíslanna en með ummælum sínum fékk hann marga írönsku stúdentanna sem stóðu fyrir gíslatökunni upp á móti sér. Stuttu síðar var Banisadr leystur úr embætti utanríkisráðherra og var það talið vera fyrir atbeini Khomeini.<ref name=jk/> Þrátt fyrir ágreininginn studdi Khomeini Banisadr þegar hann bauð sig fram til nýs embættis [[Forseti Írans|forseta Írans]] árið 1980.<ref name=jk/> Banisadr var kjörinn fyrsti forseti landsins með um 75 prósentum atkvæða. Í kosningabaráttunni sakaði Banisadr hóp háklerka sem höfðu staðið fyrir framboði [[Hassan Habibi|Hassans Habibi]] menntamálaráðherra um tilhneigingar til afturhalds og fasisma. Eftir sigurinn lýsti Banisadr yfir stríði á hendur afturhaldsseggjum, einkum erkiklerknum [[Ali Khamenei]] og hópum sem réðu yfir ríkisfjölmiðlum Írans. Banisadr sagðist jafnframt vilja leysa úr gíslatökumálinu, styðja Afgani gegn [[Stríð Sovétmanna í Afganistan|innrás Sovétmanna]] og leysa upp [[íslamska byltingarvarðliðið]].<ref>{{Tímarit.is|975195|Íranir hafna klerkaveldi|blað=[[Helgarblaðið]]|útgáfudagsetning=1. febrúar 1980|blaðsíða=23|höfundur=Magnús Torfi Ólafsson}}</ref> Samband Banisadr við íranska klerka hélt áfram að versna eftir kjör hans til forseta. Róttækir klerkar komu í veg fyrir að Banisadr fengi leyst úr gíslatökumálinu með málamiðlunum og Khomenei tók afstöðu gegn honum í málinu. Í kosningum á [[íranska þingið]] beitti Banisadr sér ekki sérstaklega fyrir kjöri sinna stuðningsmanna en [[Íslamski lýðveldisflokkurinn]], flokkur klerkasinna, náði hins vegar miklu fylgi.<ref>{{Tímarit.is|3959978|Gljúfrið vex milli Banisadr og klerkanna|blað=[[Tíminn]]|útgáfudagsetning=9. apríl 1980|blaðsíða=6|höfundur=Kjartan Jónsson}}</ref> Vegna sigurs klerkanna í þingkosningunum neyddist Banisadr til að samþykkja að andstæðingur sinn, [[Mohammad-Ali Rajai]], yrði skipaður forsætisráðherra, en lýsti því yfir um leið að hann teldi Rajai óhæfan til stjórnarforystu. Í mars 1980 hélt Banisadr ræðu þar sem hann sagði ofstækismenn vera að breyta Íran í einræðisríki á ný þar sem spilling og úrkynjun væri allsráðandi.<ref name=jk/> Klerkarnir gagnrýndu Banisadr harkalega fyrir lélega herstjórn í upphafi [[Stríð Írans og Íraks|stríðs Írans og Íraks]].<ref>{{Tímarit.is|3974286|Forsetinn er leiðtogi stjórnarandstöðunnar|blað=[[Tíminn]]|útgáfudagsetning=14. febrúar 1981|blaðsíða=6|höfundur=Þórarinn Þórarinsson}}</ref> Khomeini tók afstöðu með þeim og lýsti því yfir að Banisadr væri ekki lengur æðsti yfirmaður hersins.<ref>{{Tímarit.is|3515285|Eru dagar Bani-Sadr taldir?|blað=[[Vísir (dagblað)|Vísir]]|útgáfudagsetning=24. júní 1981|blaðsíða=7|höfundur=Kristín Þorsteinsdóttir}}</ref> Í júní 1981 fór svo að íranska þingið kaus að lýsa Banisadr óhæfan til að gegna forsetaembættinu. Khomeini svipti Banisadr öllum völdum og dómsvöld skipuðu handtöku hans.<ref>{{Tímarit.is|3986790|Behesti hefur sigrað í Íran|blað=[[Tíminn]]|útgáfudagsetning=24. júní 1981|blaðsíða=8|höfundur=Þórarinn Þórarinsson}}</ref> Eftir að Banisadr missti völdin flúði hann frá Íran og fór aftur í útlegð til Frakklands. Banisadr lést á spítala í París þann 9. október árið 2021, 88 ára gamall. Hann hafði þá lengi glímt við veikindi.<ref>{{Vefheimild|titill= Fyrsti forseti Írans látinn|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/10/09/fyrsti_forseti_irans_latinn/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags= 9. október 2021|skoðað=21. júní 2025}}</ref> ==Tilvísanir== <references/> {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | titill = [[Forseti Írans]] | frá = 4. febrúar 1980 | til = 21. júní 1981 | fyrir = Fyrstur í embætti | eftir = [[Mohammad-Ali Rajai]] }} {{Töfluendir}} {{Forsetar Íran}} {{DEFAULTSORT:Banisadr, Abolhassan}} {{fd|1933|2021}} [[Flokkur:Forsetar Írans]] [[Flokkur:Íranskir byltingarmenn]] [[Flokkur:Íranskir rithöfundar]] dp5qv1ex7vfo3xrtasm3c123v98apq2 Abolhassan Bani-Sadr 0 186762 1921141 2025-06-22T22:43:35Z TKSnaevarr 53243 Tilvísun á [[Abolhassan Banisadr]] 1921141 wikitext text/x-wiki #TILVÍSUN[[Abolhassan Banisadr]] 64wigqcn0qdo7fb7vv5pv9czxgw42on Abolhassan Bani Sadr 0 186763 1921142 2025-06-22T22:45:49Z TKSnaevarr 53243 Tilvísun á [[Abolhassan Banisadr]] 1921142 wikitext text/x-wiki #TILVÍSUN[[Abolhassan Banisadr]] 64wigqcn0qdo7fb7vv5pv9czxgw42on Flokkur:Stofnað 1150 14 186764 1921143 2025-06-22T22:50:18Z TKSnaevarr 53243 Bjó til síðu með „[[Flokkur:1150]] [[Flokkur:Stofnað á 12. öld]]“ 1921143 wikitext text/x-wiki [[Flokkur:1150]] [[Flokkur:Stofnað á 12. öld]] 8p6gz7e3b09vibhhl1a57pl2wq9eoj5 Karlhatur 0 186765 1921149 2025-06-22T23:45:51Z TimmyTurnerxTrixieTangShipper 106802 Bjó til síðu með „Karlhatur er hatur eða fordómar gegn körlum og drengjum. Karlhatur er tilhneiging karla, sem hóps, til að vera gagnrýndir fyrir að vera karlar, frekar en fyrir það sem þeir segja eða gera. Birtingarmyndir karlhatur eru meðal annars kynjamisrétti, kynbundið ofbeldi og kynferðisleg hlutgerving karla.“ 1921149 wikitext text/x-wiki Karlhatur er hatur eða fordómar gegn körlum og drengjum. Karlhatur er tilhneiging karla, sem hóps, til að vera gagnrýndir fyrir að vera karlar, frekar en fyrir það sem þeir segja eða gera. Birtingarmyndir karlhatur eru meðal annars kynjamisrétti, kynbundið ofbeldi og kynferðisleg hlutgerving karla. kuss53ec2r622x6a6bgxtvyqojegumd 1921150 1921149 2025-06-22T23:47:07Z TimmyTurnerxTrixieTangShipper 106802 1921150 wikitext text/x-wiki '''Karlhatur''' er hatur eða fordómar gegn körlum og drengjum.<ref>{{Citation |title=misandry, n. |date=2023-03-02 |work=Oxford English Dictionary |url=https://oed.com/dictionary/misandry_n |access-date=2025-06-22 |edition=3 |publisher=Oxford University Press |language=en |doi=10.1093/oed/5787175758}}</ref> Karlhatur er tilhneiging karla, sem hóps, til að vera gagnrýndir fyrir að vera karlar, frekar en fyrir það sem þeir segja eða gera. Birtingarmyndir karlhatur eru meðal annars kynjamisrétti, kynbundið ofbeldi og kynferðisleg hlutgerving karla. cek5a36ac3nen7eqjf92zptqixpmo4r 1921151 1921150 2025-06-22T23:47:38Z TimmyTurnerxTrixieTangShipper 106802 1921151 wikitext text/x-wiki '''Karlhatur''' er hatur eða fordómar gegn körlum og drengjum. Karlhatur er tilhneiging karla, sem hóps, til að vera gagnrýndir fyrir að vera karlar, frekar en fyrir það sem þeir segja eða gera. Birtingarmyndir karlhatur eru meðal annars kynjamisrétti, kynbundið ofbeldi og kynferðisleg hlutgerving karla. kdrbf8gbrdj2imiuj2bdsoerxyhl5x0 1921152 1921151 2025-06-22T23:50:13Z TimmyTurnerxTrixieTangShipper 106802 1921152 wikitext text/x-wiki '''Karlhatur''' er hatur eða [[fordómar]] gegn körlum og drengjum. Karlhatur er tilhneiging karla, sem hóps, til að vera gagnrýndir fyrir að vera karlar, frekar en fyrir það sem þeir segja eða gera. Birtingarmyndir karlhatur eru meðal annars kynjamisrétti, kynbundið ofbeldi og kynferðisleg hlutgerving karla. ls2dd4435722ca1jmlwno0vegjv3k22 1921191 1921152 2025-06-23T08:42:30Z TKSnaevarr 53243 1921191 wikitext text/x-wiki '''Karlhatur''' er hatur eða [[fordómar]] gegn körlum og drengjum. Karlhatur er tilhneiging karla, sem hóps, til að vera gagnrýndir fyrir að vera karlar, frekar en fyrir það sem þeir segja eða gera. Birtingarmyndir karlhatur eru meðal annars kynjamisrétti, kynbundið ofbeldi og kynferðisleg hlutgerving karla. [[Flokkur:Fordómar]] [[Flokkur:Kynjamismunun]] 2p1unwg4ejttsp530fx6ohx9atsgqo4 1921194 1921191 2025-06-23T08:54:41Z Alvaldi 71791 Merkja síðu með að engar heimildir sé að finna í henni. 1921194 wikitext text/x-wiki {{engar heimildir}} '''Karlhatur''' er hatur eða [[fordómar]] gegn körlum og drengjum. Karlhatur er tilhneiging karla, sem hóps, til að vera gagnrýndir fyrir að vera karlar, frekar en fyrir það sem þeir segja eða gera. Birtingarmyndir karlhatur eru meðal annars kynjamisrétti, kynbundið ofbeldi og kynferðisleg hlutgerving karla. [[Flokkur:Fordómar]] [[Flokkur:Kynjamismunun]] l4f54lypstujkgga91zmldd2ngnuwaz