Wikipedia
iswiki
https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a
MediaWiki 1.45.0-wmf.7
first-letter
Miðill
Kerfissíða
Spjall
Notandi
Notandaspjall
Wikipedia
Wikipediaspjall
Mynd
Myndaspjall
Melding
Meldingarspjall
Snið
Sniðaspjall
Hjálp
Hjálparspjall
Flokkur
Flokkaspjall
Gátt
Gáttaspjall
TimedText
TimedText talk
Module
Module talk
Event
Event talk
26. júlí
0
2582
1921658
1872149
2025-06-26T21:08:19Z
TKSnaevarr
53243
/* Fædd */
1921658
wikitext
text/x-wiki
{{Dagatal|júlí}}
'''26. júlí''' er 207. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (208. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 158 dagar eru eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[1139]] - [[Portúgal]] lýsti yfir sjálfstæði frá [[konungsríkið León|konungsríkinu León]].
* [[1847]] - [[Líbería]] lýsti yfir sjálfstæði.
* [[1866]] - [[Stríð Prússlands og Austurríkis]]: Friðarsáttmáli var undirritaður í Nikolsburg.
* [[1887]] - [[Ludovic Lazarus Zamenhof|Ludwik Zamenhof]] gaf út fyrstu bókina um fyrirhugaða tungumálið [[Esperanto]] (á rússnesku).
* [[1936]] - Pétur Eiríksson, 19 ára synti frá [[Drangey]] til lands, svokallað [[Grettissund]]. Þegar hann var 9 ára gamall gekk hann við hækjur.
* [[1945]] - Úrslit voru tilkynnt í bresku þingkosningunum sem fram höfðu farið [[5. júlí]] (töfin var að mestu leyti vegna þess að flytja þurfti atkvæði frá breskum hermönnum víða um heim til heimalandsins). [[Breski verkamannaflokkurinn|Verkamannaflokkurinn]] vann stórsigur og [[Winston Churchill]] fór frá völdum.
* [[1951]] - Á [[Siglufjörður|Siglufirði]] var haldið fyrsta vinabæjamót á Íslandi á vegum [[Norræna félagið|Norræna félagsins]].
* [[1951]] - Bandaríska teiknimyndin ''[[Lísa í Undralandi (kvikmynd frá 1951)|Lísa í Undralandi]]'' var frumsýnd.
* [[1952]] - [[Farouk Egyptalandskonungur|Farouk]] Egyptalandskonungur sagði af sér og [[Fuad Egyptalandskonungur|Fuad]] sonur hans tók við.
* [[1953]] - Vígð var 250 metra löng brú á [[Jökulsá í Lóni]]. Hún var þá næstlengsta brú landsins.
* [[1953]] - [[Byltingin á Kúbu]] hófst með því að [[Fidel Castro]] og menn hans gerðu misheppnað áhlaup á Moncada-herstöðina.
* [[1959]] - [[Eyjólfur Jónsson (sundkappi)|Eyjólfur Jónsson]] sundkappi synti frá Kjalarnesi til Reykjavíkur, um 10 kílómetra leið. Sundið tók um fjóra og hálfa klukkustund.
* [[1959]] - Tólf menn slösuðust í fjöldaslagsmálum á dansleik á [[Siglufjörður|Siglufirði]], en þar lágu á annað hundrað skip inni vegna brælu.
* [[1963]] - Harður jarðskjálfti varð í [[Skopje]] í Júgóslavíu (nú í [[Lýðveldið Makedónía|Lýðveldinu Makedóníu]]). 1100 manns fórust í skjálftanum.
* [[1971]] - ''[[Appollo 15]]'' var skotið á loft.
<onlyinclude>
* [[1983]] - [[Einar Vilhjálmsson]] setti Íslandsmet í [[spjótkast]]i. Metið var sett á úrvalsmóti Norðurlanda og Bandaríkjanna og varð Einar sigurvegari.
* [[1984]] - [[David Lange]] varð forsætisráðherra Nýja Sjálands.
* [[1989]] - [[Robert Tappan Morris]] var dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa skrifað [[Morris-ormurinn|Morris-orminn]].
* [[1992]] - Fyrsta [[teygjustökk]] á Íslandi var stokkið í tilefni af fimm ára afmæli [[Hard Rock Café]].
* [[1993]]- [[Miguel Indurain]] sigraði [[Tour de France]]-hjólreiðakeppnina.
* [[1993]] - Stjórn [[Kristilegi demókrataflokkurinn (Ítalía)|Kristilega demókrataflokksins]] á Ítalíu ákvað að leysa flokkinn upp.
* [[2009]] - Íslamistasamtökin [[Boko Haram]] hófu uppreisn í [[Bauchi-fylki]] í Nígeríu.
* [[2016]] - Sólarorkuknúna flugvélin ''[[Solar Impulse 2]]'' lauk hringferð sinni um hnöttinn.
* [[2018]] - Yfir 100 fórust í [[skógareldarnir í Grikklandi 2018|skógareldum í Grikklandi]].
* [[2024]] - [[Sumarólympíuleikarnir 2024|Sumarólympíuleikarnir]] eru settir í [[París]].</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[1678]] - [[Jósef 1. keisari|Jósef 1.]], keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. [[1711]]).
* [[1739]] - [[George Clinton]], varaforseti Bandaríkjanna og fylkisstjóri [[New York]] (d. [[1812]]).
* [[1856]] - [[George Bernard Shaw]], írskt leikritaskáld og [[Nóbelsverðlaun í bókmenntum|nóbelsverðlaunahafi]] (d. [[1950]]).
* [[1865]] - [[Philipp Scheidemann]], þýskur stjórnmálamaður (d. [[1939]]).
* [[1875]] - [[Carl Jung]], svissneskur sálfræðingur (d. [[1961]]).
* [[1893]] - [[George Grosz]], þýskur listmálari (d. [[1959]]).
* [[1893]] - [[E.R. Dodds]], breskur fornfræðingur (d. [[1973]]).
* [[1894]] - [[Aldous Huxley]], breskur rithöfundur (d. [[1963]]).
* [[1928]] - [[Stanley Kubrick]], bandarískur kvikmyndaleikstjóri (d. [[1999]]).
* [[1928]] - [[Francesco Cossiga]], forseti Ítalíu (d. [[2010]]).
* [[1939]] - [[John Howard]], ástralskur stjórnmálamaður.
* [[1943]] - [[Mick Jagger]], breskur tónlistarmaður.
* [[1945]] - [[Helen Mirren]], bresk leikkona.
* [[1949]] - [[Thaksin Shinawatra]], taílenskur stjórnmálamaður.
* [[1955]] - [[Asif Ali Zardari]], pakistanskur stjórnmálamaður.
* [[1959]] - [[Kevin Spacey]], bandarískur leikari.
* [[1959]] - [[Hiroshi Soejima]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1962]] - [[Sigga Beinteins]], íslensk söngkona
* [[1964]] - [[Sandra Bullock]], bandarísk leikkona.
* [[1965]] - [[Jimmy Dore]], bandarískur uppistandari.
* [[1973]] - [[Sævar Helgason]], íslenskur gítarleikari.
* [[1975]] - [[Liz Truss]], forsætisráðherra Bretlands.
* [[1980]] - [[Jacinda Ardern]], nýsjálensk stjórnmálakona.
* [[1985]] - [[Snævar Sölvi Sölvason]], íslenskur leikstjóri.
* [[1993]] - [[Taylor Momsen]], bandarísk leikkona.
== Dáin ==
* [[44 f.Kr.]] - [[Ptólemajos 14.]] (síðast minnst á lífi) (f. um 60 f.Kr.).
* [[1330]] - [[Evfemía af Pommern]], drottning Danmerkur, kona Kristófers 2. (f. [[1285]]).
* [[1471]] - [[Páll 2. páfi]].
* [[1506]] - [[Anna af Foix]], drottning Ungverjalands (f. [[1484]]).
* [[1668]] - [[Hans Svane]], danskur biskup og stjórnmálamaður (f. [[1606]]).
* [[1863]] - [[Sam Houston]], bandarískur stjórnmálamaður (f. [[1793]]).
* [[1924]] - Guðmundur Thorsteinsson ([[Muggur]]), íslenskur rithöfundur og myndlistarmaður (f. [[1891]]).
* [[1925]] – [[William Jennings Bryan]], bandarískur stjórnmálamaður (f. [[1860]]).
* [[1925]] - [[Gottlob Frege]], þýskur stærðfræðingur, heimspekingur og rökfræðingur (f. [[1848]]).
* [[1952]] - [[Eva Perón]], argentínsk söngkona og forsetafrú (f. [[1919]]).
* [[1971]] - [[Diane Arbus]], bandarískur ljósmyndari (f. [[1923]]).
* [[1977]] - [[Oskar Morgenstern]], austurrískur hagfræðingur (f. [[1902]]).
* [[1984]] - [[Ed Gein]], bandarískur raðmorðingi (f. [[1906]]).
* [[2013]] - [[Sung Jae-ki]], suðurkóreskur mannréttindafrömuður (f. [[1967]]).
* [[2023]] - [[Sinéad O'Connor]], írsk tónlistarkona (f. [[1966]]).
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Júlí]]
syk2mey13hat31c5ml4s3tbb5f2s36r
1838
0
3479
1921622
1905101
2025-06-26T12:49:59Z
Berserkur
10188
/* Erlendis */
1921622
wikitext
text/x-wiki
{{Ár|
[[1835]]|[[1836]]|[[1837]]|[[1838]]|[[1839]]|[[1840]]|[[1841]]|
[[1821–1830]]|[[1831–1840]]|[[1841–1850]]|
[[18. öldin]]|[[19. öldin]]|[[20. öldin]]|
}}
[[Mynd:Reykjavik-Holavallakg.jpg|thumb|right|[[Hólavallakirkjugarður]] var tekinn í notkun 1838.]]
[[Mynd:Morse Telegraph 1837.jpg|thumb|right|[[Ritsími]] Samuels Morse.]]
Árið '''1838''' ('''MDCCCXXXVIII''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]])
== Á Íslandi ==
* [[25. mars]] - Til landsins kom [[póstskip]], sem hafði lent í hrakningum við [[Dyrhólaey]] og hrakti til [[Noregur|Noregs]], þar sem það hafði beðið færis að komast til Íslands í fjóra mánuði.
* [[12. júní]] - Harðir [[jarðskjálfti|jarðskjálftar]] bæði fyrir norðan land og sunnan. Kirkjan á [[Knappsstaðir|Knappsstöðum]] í Stíflu stórskemmdist. Bjarghrun í [[Grímsey]] og [[Málmey (Skagafirði)|Málmey]] og einn maður beið bana. Hús skemmdust í [[Árnessýsla|Árnessýslu]], einkum á [[Eyrarbakki|Eyrarbakka]], og nokkrir menn meiddust.
* [[23. nóvember]] - [[Hólavallakirkjugarður]] í Reykjavík tekinn í notkun.
* [[Morten Hansen Tvede]] lét af embætti landfógeta og [[Stefán Gunnlaugsson]] tók við.
* Hreppstjórar [[Akrahreppur|Akrahrepps]] gerðu þjófaleit hjá [[Bólu-Hjálmar|Hjálmari Jónssyni]] í Bólu.
* Gos varð í [[Grímsvötn]]um.
* [[Sunnanpósturinn]] hætti útgáfu.
=== Fædd ===
* [[27. mars]] - [[Júlíana Jónsdóttir]], skáldkona, sem var fyrst íslenskra kvenna til að gefa út ljóðabók (d. [[1918]]).
* [[9. ágúst]] - [[Theodór Jónassen]], amtmaður og háyfirdómari (d. [[1891]]).
* [[28. ágúst]] - [[Torfi Bjarnason]], skólastjóri í Ólafsdal (d. [[1915]]).
* [[26. september]] - [[Brynjúlfur Jónsson]] frá Minna-Núpi, íslenskur rithöfundur (d. [[1930]]).
=== Dáin ===
* [[9. nóvember]] - [[Hannes Bjarnason]], prestur og skáld á Ríp (f. [[1777]]).
== Erlendis ==
[[Mynd:Boulevard du Temple by Daguerre.jpg|thumb|Boulevard du Temple. Elsta ljósmynd sem sýnir fólk. Tekið af Frakkanum Louis Daguerre.]]
* [[11. janúar]] - [[Samuel Morse]] kynnti [[Ritsími|ritsíma]] sinn í fyrsta sinn opinberlega.
* [[8. apríl]] - Áætlunarsiglingar með [[gufuskip]]um hófust á milli [[Bristol]] í Englandi og [[New York]] í Bandaríkjunum. Það var gufuskipið ''Great Western'' sem fór fyrstu ferðina.
* [[13. mars]] - Flóð urðu í [[Dóná]] við borgirnar sem urðu síðar að [[Búdapest]]. Yfir 150 létust.
* [[30. apríl]] - [[Níkaragva]] sagði sig úr [[Sambandslýðveldi Mið-Ameríku]] og lýsti yfir sjálfstæði.
* [[26. maí]] - ''Slóð táranna'': [[Sérókar]] voru fluttir nauðungarflutningum í Bandaríkjunum.
* [[28. júní]] - [[Viktoría Bretadrottning]] var krýnd.
* [[1. ágúst]] - [[Þrælahald]] var afnumið í öllum löndum [[Breska heimsveldið|breska heimsveldisins]].
* [[17. september]] - [[Bertel Thorvaldsen]] myndhöggvari sneri heim til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] frá [[Róm]] eftir að hafa búið þar frá [[1797]].
* [[1. október]] - [[Bretland|Breskur]] her réðist inn í [[Afganistan]] til að koma í veg fyrir að Rússar næðu þar yfirráðum.
* [[5. nóvember]] - [[Hondúras]] og [[Kosta Ríka]] sögðu sig úr [[Sambandslýðveldi Mið-Ameríku]] og lýstu yfir sjálfstæði.
* [[27. nóvember]] - [[Kökustríðið]] hófst. Það var milliríkjadeila milli [[Frakkland]]s og [[Mexíkó]] sem leiddi til innrásar Frakka í Mexíkó.
* Sænski efnafræðingurinn [[Jöns Jakob Berzelius]] uppgötvaði [[prótín]].
* Konur á [[Pitcairn]]-eyju urðu fyrstar í heimi til að fá [[kosningaréttur|kosningarétt]].
* [[Ahomríkið]] lagðist af á Indlandi.
* [[Duke-háskóli]] var stofnaður í Norður-Karólínu.
* [[Finnska vísindafélagið]] var stofnað.
=== Fædd ===
* [[10. maí]] - [[John Wilkes Booth]], bandarískur leikari sem myrti [[Abraham Lincoln]] (d. [[1865]]).
* [[24. júní]] - [[Jan Matejko]], pólskur listmálari (d. [[1893]]).
* [[2. september]] - [[Liliuokalani]], síðasta drottning [[Havaí]] (d. [[1917]]).
* [[25. október]] - [[Georges Bizet]], franskt tónskáld (d. [[1875]]).
* [[31. október]] - [[Luis 1.]] Portúgalskonungur (d. [[1889]]).
=== Dáin ===
* [[4. maí]] - [[Lorentz Angel Krieger]], danskur embættismaður sem var stiftamtmaður á Íslandi (f. [[1797]]).
* [[17. maí]] - [[Charles Maurice de Talleyrand]], franskur diplómati og stjórnmálamaður (f. [[1754]]).
[[Flokkur:1838]]
4pu2yz50w1tggd3scggxx4f77c7c78w
1921623
1921622
2025-06-26T12:53:05Z
Berserkur
10188
/* Erlendis */
1921623
wikitext
text/x-wiki
{{Ár|
[[1835]]|[[1836]]|[[1837]]|[[1838]]|[[1839]]|[[1840]]|[[1841]]|
[[1821–1830]]|[[1831–1840]]|[[1841–1850]]|
[[18. öldin]]|[[19. öldin]]|[[20. öldin]]|
}}
[[Mynd:Reykjavik-Holavallakg.jpg|thumb|right|[[Hólavallakirkjugarður]] var tekinn í notkun 1838.]]
[[Mynd:Morse Telegraph 1837.jpg|thumb|right|[[Ritsími]] Samuels Morse.]]
Árið '''1838''' ('''MDCCCXXXVIII''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]])
== Á Íslandi ==
* [[25. mars]] - Til landsins kom [[póstskip]], sem hafði lent í hrakningum við [[Dyrhólaey]] og hrakti til [[Noregur|Noregs]], þar sem það hafði beðið færis að komast til Íslands í fjóra mánuði.
* [[12. júní]] - Harðir [[jarðskjálfti|jarðskjálftar]] bæði fyrir norðan land og sunnan. Kirkjan á [[Knappsstaðir|Knappsstöðum]] í Stíflu stórskemmdist. Bjarghrun í [[Grímsey]] og [[Málmey (Skagafirði)|Málmey]] og einn maður beið bana. Hús skemmdust í [[Árnessýsla|Árnessýslu]], einkum á [[Eyrarbakki|Eyrarbakka]], og nokkrir menn meiddust.
* [[23. nóvember]] - [[Hólavallakirkjugarður]] í Reykjavík tekinn í notkun.
* [[Morten Hansen Tvede]] lét af embætti landfógeta og [[Stefán Gunnlaugsson]] tók við.
* Hreppstjórar [[Akrahreppur|Akrahrepps]] gerðu þjófaleit hjá [[Bólu-Hjálmar|Hjálmari Jónssyni]] í Bólu.
* Gos varð í [[Grímsvötn]]um.
* [[Sunnanpósturinn]] hætti útgáfu.
=== Fædd ===
* [[27. mars]] - [[Júlíana Jónsdóttir]], skáldkona, sem var fyrst íslenskra kvenna til að gefa út ljóðabók (d. [[1918]]).
* [[9. ágúst]] - [[Theodór Jónassen]], amtmaður og háyfirdómari (d. [[1891]]).
* [[28. ágúst]] - [[Torfi Bjarnason]], skólastjóri í Ólafsdal (d. [[1915]]).
* [[26. september]] - [[Brynjúlfur Jónsson]] frá Minna-Núpi, íslenskur rithöfundur (d. [[1930]]).
=== Dáin ===
* [[9. nóvember]] - [[Hannes Bjarnason]], prestur og skáld á Ríp (f. [[1777]]).
== Erlendis ==
[[Mynd:Boulevard du Temple by Daguerre.jpg|thumb|Boulevard du Temple. Elsta ljósmynd sem sýnir fólk. Tekið af Frakkanum Louis Daguerre.]]
* [[11. janúar]] - [[Samuel Morse]] kynnti [[Ritsími|ritsíma]] sinn í fyrsta sinn opinberlega.
* [[13. mars]] - Flóð urðu í [[Dóná]] við borgirnar sem urðu síðar að [[Búdapest]]. Yfir 150 létust.
* [[8. apríl]] - Áætlunarsiglingar með [[gufuskip]]um hófust á milli [[Bristol]] í Englandi og [[New York]] í Bandaríkjunum. Það var gufuskipið ''Great Western'' sem fór fyrstu ferðina.
* [[30. apríl]] - [[Níkaragva]] sagði sig úr [[Sambandslýðveldi Mið-Ameríku]] og lýsti yfir sjálfstæði.
* [[26. maí]] - ''Slóð táranna'': [[Sérókar]] voru fluttir nauðungarflutningum í Bandaríkjunum.
* [[28. júní]] - [[Viktoría Bretadrottning]] var krýnd.
* [[1. ágúst]] - [[Þrælahald]] var afnumið í öllum löndum [[Breska heimsveldið|breska heimsveldisins]].
* [[17. september]] - [[Bertel Thorvaldsen]] myndhöggvari sneri heim til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] frá [[Róm]] eftir að hafa búið þar frá [[1797]].
* [[1. október]] - [[Bretland|Breskur]] her réðist inn í [[Afganistan]] til að koma í veg fyrir að Rússar næðu þar yfirráðum.
* [[5. nóvember]] - [[Hondúras]] og [[Kosta Ríka]] sögðu sig úr [[Sambandslýðveldi Mið-Ameríku]] og lýstu yfir sjálfstæði.
* [[27. nóvember]] - [[Kökustríðið]] hófst. Það var milliríkjadeila milli [[Frakkland]]s og [[Mexíkó]] sem leiddi til innrásar Frakka í Mexíkó.
===Ódagsett===
* Fyrsta ljósmynd sem sýndi fólk var tekin í París.
* Sænski efnafræðingurinn [[Jöns Jakob Berzelius]] uppgötvaði [[prótín]].
* Konur á [[Pitcairn]]-eyju urðu fyrstar í heimi til að fá [[kosningaréttur|kosningarétt]].
* [[Ahomríkið]] lagðist af á Indlandi.
* [[Duke-háskóli]] var stofnaður í Norður-Karólínu.
* [[Finnska vísindafélagið]] var stofnað.
=== Fædd ===
* [[10. maí]] - [[John Wilkes Booth]], bandarískur leikari sem myrti [[Abraham Lincoln]] (d. [[1865]]).
* [[24. júní]] - [[Jan Matejko]], pólskur listmálari (d. [[1893]]).
* [[2. september]] - [[Liliuokalani]], síðasta drottning [[Havaí]] (d. [[1917]]).
* [[25. október]] - [[Georges Bizet]], franskt tónskáld (d. [[1875]]).
* [[31. október]] - [[Luis 1.]] Portúgalskonungur (d. [[1889]]).
=== Dáin ===
* [[4. maí]] - [[Lorentz Angel Krieger]], danskur embættismaður sem var stiftamtmaður á Íslandi (f. [[1797]]).
* [[17. maí]] - [[Charles Maurice de Talleyrand]], franskur diplómati og stjórnmálamaður (f. [[1754]]).
[[Flokkur:1838]]
s0wx1w8f7x5tihdwqhu43ufr5n3mm6m
Atlantshafsbandalagið
0
3630
1921740
1880444
2025-06-27T08:48:02Z
TKSnaevarr
53243
1921740
wikitext
text/x-wiki
{{Félagasamtök
|nafn =Atlantshafsbandalagið<br>{{small|''North Atlantic Treaty Organization''}}<br>{{small|''Organisation du traité de l'Atlantique nord''}}
|bakgrunnslitur =
|mynd =Flag of NATO.svg
|myndaheiti =Fáni Atlantshafsbandalagsins
|kort =North Atlantic Treaty Organization (orthographic projection).svg
|kortastærð=200px
|kortaheiti=Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins ([[2020]]) sjást hér grænlituð.
|skammstöfun=NATO (enska); OTAN (franska)
|einkennisorð=''Animus in consulendo liber''
|undanfari=
|framhald=
|stofnun={{start date and age|1949|4|4}}
|gerð=Hernaðarbandalag
|staða=
|markmið=
|höfuðstöðvar={{BEL}} [[Brussel]], [[Belgía|Belgíu]]
|staðsetning=
|hnit=
|markaðsvæði=
|meðlimir={{Collapsible list |titlestyle= background:transparent;text-align:left;font-weight:normal;
|title= 32
|{{ALB}} [[Albanía]]
|{{USA}} [[Bandaríkin]]
|{{BEL}} [[Belgía]]
|{{UK}} [[Bretland]]
|{{BGR}} [[Búlgaría]]
|{{DNK}} [[Danmörk]]
|{{EST}} [[Eistland]]
|{{FIN}} [[Finnland]]
|{{FRA}} [[Frakkland]]
|{{GRC}} [[Grikkland]]
|{{NLD}} [[Holland]]
|{{ISL}} [[Ísland]]
|{{ITA}} [[Ítalía]]
|{{CAN}} [[Kanada]]
|{{HRV}} [[Króatía]]
|{{LVA}} [[Lettland]]
|{{LTU}} [[Litáen]]
|{{LUX}} [[Lúxemborg]]
|{{MKD}} [[Norður-Makedónía]]
|{{NOR}} [[Noregur]]
|{{POL}} [[Pólland]]
|{{PRT}} [[Portúgal]]
|{{ROU}} [[Rúmenía]]
|{{SVK}} [[Slóvakía]]
|{{SVN}} [[Slóvenía]]
|{{ESP}} [[Spánn]]
|{{MNE}} [[Svartfjallaland]]
|{{SWE}} [[Svíþjóð]]
|{{CZE}} [[Tékkland]]
|{{TUR}} [[Tyrkland]]
|{{HUN}} [[Ungverjaland]]
|{{DEU}} [[Þýskaland]]}}
|tungumál=[[Enska]], [[franska]]
|titill_leiðtoga = Framkvæmdastjóri
|nafn_leiðtoga = [[Mark Rutte]]
|titill_leiðtoga2 = Yfirmaður hermálanefndarinnar
|nafn_leiðtoga2 = [[Giuseppe Cavo Dragone]]
|titill_leiðtoga3 = Yfirmaður Evrópuherstjórnarinnar
|nafn_leiðtoga3 = [[Christopher G. Cavoli]]
|titill_leiðtoga4 = Yfirmaður herstjórnarmiðstöðvarinnar
|nafn_leiðtoga4 = [[Pierre Vandier]]
|forstöðumaður=
|lykilmenn=
|móðurfélag=
|fjöldi starfsfólks=
|fjöldi sjálfboðaliða=
|vefsíða=[https://www.nato.int www.nato.int]
}}
'''Atlantshafsbandalagið''' (einnig '''NATÓ''' eftir [[enska|enskri]] [[skammstöfun]] á nafni þess: ''North Atlantic Treaty Organisation'' eða '''OTAN''' eftir [[franska|franskri]] skammstöfun á heiti þess, (''l'Organisation du traité de l'Atlantique nord'')) er [[hernaðarbandalag]]. Skrifað var undir stofnsáttmála bandalagsins í [[Washington D.C.]] [[4. apríl]] [[1949]].
Kjarni bandalagsins er 5. grein stofnsáttmálans þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í [[Evrópa|Evrópu]] eða [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]] jafngildi árás á þau öll. Sú grein var hugsuð til að gera [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] það ljóst að innrás inn í [[Vestur-Evrópa|Vestur-Evrópu]] jafngilti stríðsyfirlýsingu við [[Bandaríkin]] og allan hernaðarmátt þeirra. Á móti stofnuðu Sovétríkin ásamt bandamönnum sínum í [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]] [[Varsjárbandalagið]]. Hernaðarbandalögin tvö léku síðan aðalhlutverk í [[Kalda stríðið|Kaldastríðinu]] og því vígbúnaðarkapphlaupi og kjarnorkuvopnavæðingu sem einkenndu það. Innrás Sovétmanna í Vestur-Evrópu varð aldrei að veruleika og 5. grein NATO-samningsins hefur aðeins verið notuð einu sinni en það var [[12. september]] [[2001]] eftir [[Hryðjuverkin 11. september 2001|hryðjuverkaárás]] á Bandaríkin.
== Aðild Íslands að NATO ==
{{Aðalgrein|Óeirðirnar á Austurvelli 1949}}
Lög um inngöngu Íslands í NATO voru samþykkt á [[Alþingi]], [[30. mars]] [[1949]]. Þau voru mjög umdeild og talsverðar óeirðir urðu í sambandi samþykkt þeirra á [[Austurvöllur|Austurvelli]]. Andstæðingar NATO-aðildar kröfðust þjóðaratkvæðis um þetta mikilvæga mál en ekki var orðið við því. Hins vegar var því lofað að aldrei yrði erlendur her á íslenskri grundu á friðartímum. NATO ásamt [[Bandaríkjaher]] rak [[Keflavíkurstöðin|Keflavíkurherstöðina]] á [[Miðnesheiði]] frá [[1951]] til [[2006]].
== Aðildarríki ==
{|
|-
| valign="top" | Stofnfélagar (1949):
* [[Bandaríkin]]
* [[Belgía]]
* [[Bretland]]
* [[Danmörk]]
* [[Frakkland]]
* [[Holland]]
* [[Ísland]]
* [[Ítalía]]
* [[Kanada]]
* [[Lúxemborg]]
* [[Noregur]]
* [[Portúgal]]
|| Ríki sem fengu inngöngu síðar:
* [[Grikkland]] ([[1952]])
* [[Tyrkland]] ([[1952]])
* [[Þýskaland]] ([[1955]])
* [[Spánn]] ([[1982]])
* [[Pólland]] ([[1999]])
* [[Tékkland]] ([[1999]])
* [[Ungverjaland]] ([[1999]])
* [[Búlgaría]] ([[2004]])
* [[Eistland]] ([[2004]])
* [[Lettland]] ([[2004]])
* [[Litáen]] ([[2004]])
* [[Rúmenía]] ([[2004]])
* [[Slóvakía]] ([[2004]])
* [[Slóvenía]] ([[2004]])
* [[Albanía]] ([[2009]])
* [[Króatía]] ([[2009]])
* [[Svartfjallaland]] ([[2017]])
* [[Norður-Makedónía]] ([[2020]])
* [[Finnland]] ([[2023]])
* [[Svíþjóð]] ([[2024]])
|}
*Þýskaland gekk í sambandið sem [[Vestur-Þýskaland]], landsvæðið sem áður var [[Austur-Þýskaland]] varð hluti af NATÓ með sameiningu þýsku ríkjanna árið [[1990]].
*[[Svíþjóð]] og [[Finnland]] sóttu um aðild að bandalaginu eftir [[innrás Rússa í Úkraínu 2022]]. Finnland fékk inngöngu [[4. apríl]], 2023 og Svíþjóð [[7. mars]], 2024.
== Tenglar ==
* [http://www.nato.int Heimasíða Atlantshafsbandalagsins]
* [http://www.iceland.org/nato/islenska/ Fastanefnd Íslands hjá NATO] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20101231225703/http://www.iceland.org/nato/islenska/ |date=2010-12-31 }}
* [http://www.timarit.is/?issueID=428573&pageSelected=22&lang=0 ''Misminni frá marslokum 1949''; grein um óeirðirnar á Austurvelli 30. mars 1949; Morgunblaðið 1989]
* [http://www.natochannel.tv/?uri=channels/381662/1396674 ''The Atlantic Community: Iceland''] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120228184803/http://www.natochannel.tv/?uri=channels%2F381662%2F1396674 |date=2012-02-28 }} heimildarmynd unninn af Atlantshafsbandalaginu um Ísland frá miðjum sjötta áratugnum
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2529753 ''„Barátta milli góðs og ills : NATO-Mangi slær ekki af'']
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=981848 ''Það er enginn hlutlaus nema hóran'']
{{Atlantshafsbandalagið}}
{{Kalda stríðið}}
{{s|1949}}
{{stubbur}}
[[Flokkur:Alþjóðastofnanir]]
[[Flokkur:Atlantshafsbandalagið| ]]
[[Flokkur:Hernaðarbandalög]]
78te04sxsiu9tibk83xrpd4ntq248cm
Rúmenía
0
4173
1921696
1916995
2025-06-26T23:16:20Z
TKSnaevarr
53243
1921696
wikitext
text/x-wiki
{{land
| nafn = Rúmenía
| nafn_á_frummáli = România
| nafn_í_eignarfalli = Rúmeníu
| fáni = Flag of Romania.svg
| skjaldarmerki = Coat of arms of Romania.svg
| staðsetningarkort = EU-Romania_(orthographic_projection).svg
| tungumál = [[rúmenska]]
| höfuðborg = [[Búkarest]]
| stjórnarfar = Lýðveldi
| titill_leiðtoga1 =[[Forseti Rúmeníu|Forseti]]
| titill_leiðtoga2 =[[Forsætisráðherra Rúmeníu|Forsætisráðherra]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Nicușor Dan]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Ilie Bolojan]]
| stærðarsæti = 81
| hlutfall_vatns = 3
| flatarmál = 238.397
| mannfjöldasæti = 61
| fólksfjöldi = 19.317.984<ref name="Population">{{cite web|url=https://insse.ro/cms/sites/default/files/com_presa/com_pdf/poprez_ian2020r.pdf|title=Populaţia rezidentă la 1 Ianuarie 2020|language=ro|publisher=[[Hagstofa Rúmeníu]]|website=Insse.ro|access-date=28. ágúst 2021}}</ref>
| mannfjöldaár = 2020
| íbúar_á_ferkílómetra = 84,4
| staða = Sjálfstæði
| staða_athugasemd = frá [[Tyrkjaveldi]]
| atburður1 = [[Sjálfstæði]]
| dagsetning1 = [[9. maí]] [[1877]]
| gjaldmiðill = [[Leu]]
| VLF = 636,481
| VLF_á_mann = 32.950
| VLF_sæti = 36
| VLF_á_mann_sæti = 44
| VLF_ár = 2021
| VÞL = {{hækkun}} 0.828
| VÞL_ár = 2019
| VÞL_sæti = 49
| tímabelti = [[UTC]]+2 (UTC+3 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]])
| þjóðsöngur = [[Desteapta-te, Romane!]]
| tld = ro
| símakóði = 40
}}
[[Mynd:Ro-map.png|thumb|Kort af Rúmeníu.]]
'''Rúmenía''' ([[rúmenska]]: ''România'') er land í [[Suðaustur-Evrópa|Suðaustur-Evrópu]] vestur af [[Svartahaf]]i. Rúmenía á landamæri að [[Úkraína|Úkraínu]] og [[Moldóva|Moldóvu]] í norðaustri, [[Ungverjaland]]i og [[Serbía|Serbíu]] í vestri og [[Búlgaría|Búlgaríu]] í suðri. Í miðju landinu er [[Transilvaníusléttan]], sem er afar frjósöm og fjallend. Rúmeníu er skipt upp í 41 sýslu eða ''judeţe''.
Rúmenía er 238.391 ferkílómetrar og þar með tólfta stærsta land Evrópu. Í Rúmeníu búa tæpar 20 milljónir<ref name="Population"/> ([[2011]]) (90% rúmenskumælandi, 7% ungverskumælandi og 3% eru [[sígaunar]] eða koma annars staðar frá). Tvær milljónir búa í höfuðborginni Búkarest, sem er fjölmennasta borgin, en helstu stórborgir Rúmeníu eru með svipaðan íbúafjölda og á öllu Íslandi: [[Galati]] (249 þúsund), [[Iasi]] (290 þúsund), [[Cluj-Napoca]] (324 þúsund), [[Timisoara]] (319 þúsund), [[Craiova]] (269 þúsund), [[Constanta]] (283 þúsund) og [[Brasov]] (253 þúsund) (2011).
Opinbert tungumál landsins er rúmenska. Verg [[þjóðarframleiðsla]] ársins [[2004]] var rúmir 73 milljarðar Bandaríkjadala og hafði þá vaxið að raungildi um 8,3% frá árinu áður. Helstu áskoranir efnahagslífsins árið [[2005]] litu þannig út að verðbólgan var 8,6% og atvinnuleysið 5,9%.
== Veðurfar ==
Veðurfar í Rúmeníu er í stíl við legu landsins á miðju meginlandinu. Kaldasti mánuðurinn er [[janúar]] þar sem meðalhiti er milli mínus sjö og mínus einnar gráðu á [[celsíus]] en [[júlí]] er heitastur og er sjaldgæft að hitinn fari niður fyrir sextán gráður í þeim mánuði heldur en hann frekar nær 34 gráðunum.
== Saga ==
Saga Rúmeníu er löng og ná heimildir því sem næst aftur til [[1. öld|fyrstu aldar e.Kr]]. Árið [[106]] náðu Rómverjar yfirráðum yfir [[Dakía|Dakíu]] og ríktu þar allt fram til [[271]] þegar [[Germanar]] náðu þar völdum. Næstu stóru breytingar verða svo ekki fyrr en árið [[900]] þegar [[Transylvanía]] varð yfirráðasvæði [[Ungverjaland|Ungverja]] og aftur á [[15. öldin|15. öld]] þegar furstadæmin [[Moldavía]] og [[Vallakía]] beygðu sig undir [[Tyrkjaveldi|tyrknesk yfirráð]] og greiddu þeim skatta. En það eru einmitt þessi tvö furstadæmi sem sameinuðust um [[1860]] undir nafninu Rúmenía og fengu alþjóðlega viðurkenningu sem sjálfsstætt ríki á [[Berlínarfundurinn|Berlínarfundinum]] [[1878]].
Saga nútímaríkisins Rúmeníu nær semsagt aftur til fyrrnefndrar sameiningar. Þremur árum eftir að Rúmenía fékk sjálfstæði varð hún að [[konungsríki]]. Hið nýja konungsríki náði þó ekki til allra svæða þar sem Rúmenar bjuggu. Þannig bjuggu þrjár milljónir rúmenskumælandi fólks í Transylvaníu sem var undir ungverskri stjórn, tvær milljónir bjuggu í [[Bessarabía|Bessarabíu]] sem var undir stjórn [[Rússland|Rússa]] og lítill hópur bjó í [[Dobrúdja]] í [[Búlgaría|Búlgaríu]]. Markmið hins nýja konungsríkis var að sameina alla Rúmena í eitt ríki ([[Stór-Rúmenía]]). Þetta markmið náðist við lok [[fyrri heimsstyrjöldin|heimsstyrjaldarinnar fyrri]] þegar [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)|bandamenn]] skilgreindu Rúmeníu ásamt hluta Transylvaníu, Bessarabíu, Norður-[[Búkóvína|Búkóvínu]] og suðurhluta Dobrúdja sem andsovéskt svæði. Við þetta tvöfaldaðist Rúmenía að stærð en náði hvorki að aðlaga nýju íbúana að ríkinu né byggja upp efnahag nýju svæðanna í samræmi við efnahag landsins.
Þetta breyttist aftur [[1940]] þegar [[Sovétríkin]] yfirtóku stærstan hluta þessa svæðis og [[Þýskaland]] tók til sín Transylvaníu. Friðarsamningurinn [[1947]] þýddi fyrir Rúmeníu að norðurhluti Transylvaníu varð aftur hluti ríkisins en Bessarabía og Norður-Búkóvína voru undir sovéskum yfirráðum (í dag eru þessi héruð hlutar annars vegar [[Moldóva|Moldóvu]] og hins vegar [[Úkraína|Úkraínu]]).
Þekktastur leiðtoga Rúmeníu eftir síðari heimsstyrjöldina er vafalaust [[Nicolae Ceausescu]] enda stjórnaði hann landinu harðri hendi frá [[1965]] til [[1989]]. Það var semsagt ekki fyrr en við [[fall kommúnismans]] í Austur-Evrópu sem hann missti völdin. Í framhaldi af blóðugri [[Uppreisnin í Rúmeníu|uppreisn]] var hann tekinn af lífi ásamt konu sinni [[25. desember]] sama ár.
Rúmenía varð aðili að [[Evrópusambandið|ESB]] þann [[1. janúar]] [[2007]] en þó voru sett ákveðin höft og skilyrði varðandi inngöngu landsins.
Í lok ársins [[2006]] tóku ný [[trúarbrögð|trúarbragðalög]] gildi í Rúmeníu sem leystu af hólmi lög frá [[1948]]. Þar sem [[Vottar Jehóva]] hafa nú einnig fengið viðurkenningu sem trúfélag hefur viðurkenndum trúfélögum nú fjölgað í átján í Rúmeníu. Í nýju lögunum kemur fram að engin ein trúarbrögð í landinu séu [[ríkistrú]]arbrögð og að öll viðurkennd trúfélög séu jöfn frammi fyrir lögum landsins.
== Landafræði ==
Rúmenía er stærsta landið í Suðaustur-Evrópu. Stór hluti af landamærum landsins við Serbíu og Búlgaríu er myndaður af [[Dóná]]. Áin mætir ánni [[Prut]], sem myndar landamæri við [[Moldóva|Moldóvu]] og rennur svo út í [[Svartahaf]] við [[Dónárósar|Dónárósa]] sem eru best varðveittu stóru árósarnir í [[Evrópa|Evrópu]] og mikilvægur viðkomustaður margra tegunda [[farfugl]]a á leið til og frá [[Norður-Evrópa|Norður-Evrópu]].
Í miðju landinu eru [[Karpatafjöll]] sem skilja Transylvaníu frá Vallakíu og Moldavíu. Hæsta fjall Rúmeníu er [[Moldoveanu-tindur]] (2544 m) í suðurhluta landsins.
== Stjórnmál ==
[[Stjórnarskrá Rúmeníu]] byggist á stjórnarskrá [[Fimmta franska lýðveldið|fimmta franska lýðveldisins]] og var samþykkt með þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1991. Stjórnarfar í Rúmeníu byggist á fjölflokkakerfi og aðskilnaði [[þrjár greinar ríkisvaldsins|þriggja greina ríkisvaldsins]]. Forseti og forsætisráðherra deila með sér [[framkvæmdavald]]inu. Forsetinn er kosinn í [[almennar kosningar|almennum kosningum]] og getur mest setið tvö fimm ára kjörtímabil.
Þingið skiptist í fulltrúadeild með 346 þingsætum og öldungadeild með 140 sætum. Allir þingmenn eru kjörnir til fjögurra ára samkvæmt [[hlutfallskosning]]u. Rúmenska dómskerfið er undir miklum áhrifum frá franska dómskerfinu. Æðsti dómstóllinn er [[stjórnlagadómstóll]] sem kveður upp úr um samræmi laga við stjórnarskrána.
Í tengslum við inngönguna í ESB hefur landið ráðist í ýmsar umbætur, þar á meðal réttarfarsumbætur, og reynt að koma böndum á [[spilling]]u. Engu að síður er Rúmeníu og Búlgaríu lýst sem tveimur spilltustu löndum sambandsins.
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [http://gov.ro/ Vefur ríkisstjórnar Rúmeníu]
{{Evrópusambandið}}
{{Evrópuráðið}}
{{Atlantshafsbandalagið}}
{{Evrópa}}
[[Flokkur:Rúmenía| ]]
sa84npih6wm7yaqxx1q6vmd76suhuq1
Sjónvarp Símans
0
4496
1921730
1839471
2025-06-27T05:22:54Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921730
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Sjónvarp Símans.svg|alt=Hvítt merki Símans á bláum bakgrunni|thumb|Merki Sjónvarps Símans|125px]]
'''Sjónvarp Símans''' (áður '''SkjárEinn''') er [[Ísland|íslensk]] [[sjónvarp]]sstöð sem hóf [[útsending]]ar sínar [[20. október]] [[1999]], hún var áður rekin af [[Íslenska sjónvarpsfélagið|Íslenska sjónvarpsfélaginu]] sem var í eigu [[Síminn|Símans]], en hún fellur núna alfarið undir Símann. Stöðin var rekin með auglýsingatekjum í 10 ár og þá ókeypis fyrir almenning en var svo breytt í læsta áskriftastöð. 6 árum seinna tilkynntu stjórnendur [[Fyrirtæki|fyrirtækisins]] að opnað yrði fyrir sjónvarpsstöðina aftur ótímabundið. Hún er nú ókeypis aftur, eingöngu í [[Línuleg dagskrá|línulegri dagskrá]]. Þann 1. júní 2016 var nafni stöðvarinnar breytt úr SkjárEinn í Sjónvarp Símans til að endurspegla þá umbyltingu sem hafði orðið á stöðinni og Símanum sjálfum eftir sameiningu Símans og Skjásins árinu áður.<ref>{{Cite web |url=https://blogg.siminn.is/index.php/2016/06/01/skjareinn-verdur-ad-sjonvarpi-simans/ |title=Geymd eintak |access-date=2016-06-01 |archive-date=2016-06-01 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160601195115/https://blogg.siminn.is/index.php/2016/06/01/skjareinn-verdur-ad-sjonvarpi-simans/ |url-status=dead }}</ref>
SkjárEinn opnaði árið 2015 streymisveituna SkjárÞættir sem varð eftir sameiningu SkjásEins við Símann að Sjónvarpi Símans Premium.
== Þættir framleiddir af SkjáEinum/Sjónvarpi Símans ==
* 6 til sjö
* [[Allt í drasli]] (2005–2008)
* Djúpa laugin
* The Voice Ísland
* Dýravinir
* Ertu skarpari en skólakrakki?
* Frægir í form
* Fyndnar fjölskyldumyndir (2009)
* [[GameTíví]] (2008–2014)
* Gegndrepa
* Innlit/útlit (2009)
* [[Johnny International]]
* Matarklúbburinn (2009)
* Nýtt útlit (2009)
* [[Sigtið]]
* Sjáumst með [[Silvía Nótt|Silvíu Nótt]]
* Spjallið með Sölva (2009)
* [[Ha? (sjónvarpsþáttur)|Ha?]] (2011)
== Tenglar ==
*[https://www.siminn.is/thjonusta/sjonvarp/leidir-i-bodi/askrift/ Sjónvarp Símans]
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{s|1999}}
{{Snið:Skjárinn}}
{{stubbur|sjónvarp}}
[[Flokkur:Íslenskar sjónvarpsstöðvar]]
q1g7vtoajnlvrhjxdvumtmmxf083tey
Sýn
0
8325
1921741
1920049
2025-06-27T08:51:32Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921741
wikitext
text/x-wiki
'''Sýn''' (hét áður '''Stöð 2''') er [[ísland|íslensk]] áskriftar [[sjónvarpsstöð]] sem hefur verið starfandi frá því [[9. október]] [[1986]]. Stöðin var stofnuð að frumkvæði [[Jón Óttar Ragnarsson|Jóns Óttars Ragnarssonar]] [[matvælafræði]]ngs og [[Hans Kristján Árnason|Hans Kristjáns Árnasonar]] [[hagfræði]]ngs. [[Valgerður Matthíasdóttir]] gekk svo til liðs við þá og var áberandi í útlitshönnun og [[dagskrárgerð]] stöðvarinnar frá upphafi.
Frá [[1986]] til [[2025]] var nafn stöðvarinnar Stöð 2, en því var breytt yfir í [[Sýn (fyrirtæki)|Sýn]] í [[júní]] [[2025]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/445813|title=Ekki hægt að horfa á Stöð 2 í myndlyklum Símans frá 1. ágúst - RÚV.is|last=Markúsdóttir|first=Erla María|date=2025-06-11|website=RÚV|access-date=2025-06-11}}</ref>
== Saga Stöðvar 2 ==
=== Nýju útvarpslögin 1986 ===
Í [[Stóra BSRB verkfallið|stóra BSRB verkfallinu]] haustið [[1984]] lagðist nánast öll starfsemi [[RÚV]] niður og upp spruttu nokkrar ólöglegar [[útvarpsstöð]]var. Í kjölfarið var farið að huga að endurskoðun [[Útvarpslög|útvarpslaga]] í [[menntamálaráðherra]]tíð [[Ragnhildur Helgadóttir|Ragnhildar Helgadóttur]]. Ný lög, sem leyfðu einkareknar útvarps- og sjónvarpsstöðvar, voru samþykkt á [[Alþingi]] [[13. júní]] [[1985]] og tóku gildi í ársbyrjun 1986. Fram að þeim tíma höfðu verið starfandi á [[Ísland]]i tvær [[útvarpsstöð]]var og ein sjónvarpsstöð, [[Rás 1]] og [[Rás 2]] og [[Ríkissjónvarpið]].
=== Stofnun Stöðvar 2 ===
Stöð 2 fór í loftið [[9. október]] [[1986]] sem áskriftarstöð með læstri dagskrá þar sem þurfti að kaupa lykilnúmer og slá inn í myndlykil til að afrugla útsendinguna. Jón Óttar var sjónvarpsstjóri og þau Vala Matt voru áberandi á skjánum þessa fyrstu daga stöðvarinnar. Dagskráin var byggð upp á aðkeyptu afþreyingarefni, leiknu íslensku skemmtiefni og [[Fréttir|fréttum]]. Erfiðlega gekk að fá fjárfesta til að taka þátt í starfseminni til að byrja með. Í byrjun árs [[1987]] voru áskrifendur um fimm þúsund, en voru orðnir tæplega þrjátíu þúsund fyrir árslok. Á sama tíma fjölgaði starfsfólki og stöðin fór í samkeppni við RÚV um dagskrárgerðarfólk og fréttamenn. Frá upphafi rak [[Íslenska sjónvarpsfélagið]], stofnað 1986, Stöð 2 en árið [[1990]] rann [[Íslenska útvarpsfélagið]] sem að rak [[Bylgjan|Bylgjuna]] og [[FM 957|FM957]] inn í það. Árið [[1995]] hóf félagið að senda út útvarpsstöðirnar [[X-ið]] og [[Stjarnan (útvarpsstöð)|Stjarnan]]. Árið [[1997]] keypti félagið einnig öll hlutabréf [[Stöð 3 (1995)|Stöðvar 3]], sem að var stofnuð [[1995]] sem samkeppni við Stöð 2. Við það rann [[Stöð 3 (1995)|Stöð 3]] inn í Stöð 2.
=== Norðurljós og 365 miðlar ===
Árið [[1999]] runnu íþróttasjónvarpsstöðin [[Stöð 2 Sport|Sýn]], [[Íslenska útvarpsfélagið]] og [[Sena|Skífan]] saman í fjölmiðlasamsteypuna [[Norðurljós (fyrirtæki)|Norðurljós]]. Sama ár stofnaði fyrirtækið vef-fréttamiðilinn [[Vísir (vefmiðill)|Vísir.is]]. Á þeim tíma var fyrirtækið starfrækt að Krókhálsi 6. Sjónvarpsstöðin [[Popptíví]] var einnig í loftinu á þeim tíma, og var hún eigu [[Norðurljós (fyrirtæki)|Norðurljósa]].
Árið [[2005]] breyttist Norðurljós í [[365 miðlar]] eftir að fyrirtækið keypti [[Fréttablaðið]] af ''Frétt ehf''., við það birtust fréttir blaðsins á [[Vísir (vefmiðill)|Vísi.is]]. Frá [[2005]] til [[2006]] rak [[365 miðlar]] fréttastöðina [[NFS (fréttastofa)|NFS]], sem að sýndi fréttir allan sólarhringinn. Árið [[2006]] flutti fjölmiðlasamsteypan í Skaftahlíð 24. Margar systurstöðvar voru starfræktar undir sama fyrirtæki en árið [[2008]] voru þær allar sameinaðar undir nafn Stöðvar 2, þannig varð íþrótta-stöðin [[Sýn]] að [[Stöð 2 Sport]]. [[Sirkus (sjónvarpsstöð)|Sirkus]] varð að [[Stöð 2 Extra]] og [[Fjölvarpið]] varð að [[Stöð 2 Fjölvarp]] aftur á móti hélt [[Stöð 2 Bíó]] sínu nafni. Árið [[2013]] hætti [[Stöð 2 Extra]] ústendingum og sama ár hófu [[Stöð 2 Krakkar]] og hin nýja [[Stöð 3 (2013)|Stöð 3]] útsendingar. Árið [[2014]] keyptu [[365 miðlar]] sjónvarpsstöðvarnar [[Bravó]] og [[Mikligarður (sjónvarpsstöð)|Mikligarður]]. Miklagarði var lokað strax og Bravó árið [[2016]]. Árið 2016 stofnaði Stöð 2 streymisveituna [[Sýn+|Stöð 2 Maraþon Now]], fyrir gamalt, nýtt og erlent efni úr smiðju Stöðvar tvö. Nafninu var stytt í [[Sýn+|Stöð 2 Maraþon]] árið [[2018]].
=== Sýn ===
Árið [[2016]] sameinaðist [[365 miðlar]] [[Vodafone]]. Í kjölfar þess keypti fyrirtækið [[Sýn (fyrirtæki)|Sýn]] flest hlutabréf í [[365 miðlar|365 miðlum]] árið [[2018]], og við það átti [[Sýn (fyrirtæki)|Sýn]] Stöð 2 ásamt frekari fyrirtækjum. Við það var ákveðið að [[Fréttablaðið]] yrði aðskilið [[Sýn (fyrirtæki)|Sýn]], og var [[Fréttablaðið]] því aftur einkarekið fyrirtæki með fréttablaðið.is og aðskyldist þá [[Vísir (vefmiðill)|Vísi]]. Sama ár þá flutti Sýn húsakynnum sínum á Suðurlandsbraut 8. Árið [[2021]] tók Stöð 2 þá ákvörðun að setja fréttatíma þeirra, sem að hafði frá upphafi verið í opni dagskrá yfir í læsta dagskrá af frumkvæði [[Þórhallur Gunnarsson|Þórhalls Gunnarsson]]. Því var síðan breytt árið [[2024]], þannig að hann var aftur í opinni dagskrá. Sama ár þá breyttist [[Sýn+|Stöð 2 Maraþon]] yfir í [[Sýn+|Stöð 2+]]. Árið [[2020]] sameinuðust [[Stöð 2 Krakkar]] og [[Stöð 3 (2013)|Stöð 3]] yfir í [[Stöð 2 Fjölskylda]]. [[Stöð 2 Golf]], sem að hóf útsendingar árið [[2010]] hætti útsendingum árið [[2022]] og [[Stöð 2 Bíó]] gekk inn í [[Stöð 2 Fjölskylda]] árið [[2023]]. Rafíþróttastöðin [[Stöð 2 eSport]] lokaði á útsendingar árið [[2024]] eftir fjögur ár og [[Stöð 2 Fjölskylda]] hætti útsendingum árið [[2025]]. Þá stóðu einungis eftir Stöð 2, [[Stöð 2 Sport]] frá eitt upp í fimm, sérstök vefrás Vísis sem að bar heitið [[Stöð 2 Vísir]] og [[Vodafone Sport]], systurstöð Stöð 2 Sport.
Í [[júní]] [[2025]] eftir að rekstur [[Sýn (fyrirtæki)|Sýnar]] hafði gengið erfiðlega og gengi hlutabréfa höfðu lækkað, var ákveðið að leggja niður Stöð 2 nafnið og nota Sýn nafnið í staðinn yfir eigur fyrirtækisins. Í kjölfarið var [[Björgvin Halldórsson|Björgvini Halldórssyni]], sem að hafði verið þulur stöðvarinnar síðan árið [[1992]] skipt út fyrir [[Björn Stefánsson]]. Við það breyttist [[Sýn+|Stöð 2+]] til að mynda í [[Sýn+]], [[Sýn Sport|Stöð 2 Sport]] í [[Sýn Sport]] og [[Vísir (vefmiðill)|Stöð 2 Vísir]] varð einungis að [[Vísir (vefmiðill)|Vísi]].
== Íslenskir þættir í gegnum árin ==
=== Fréttatengt ===
* Kvöldfréttir, öll kvöld
* [[Ísland í dag]], Umsjónarmenn þáttarins fara yfir helstu tíðindi dagsins úr pólitík, menngingu og mannlífinu. Ítarlegur íþróttapakki og veðurfréttir.
* [[Ísland í bítið]]. Umsjónarmenn: Heimir, Solla og Þráinn.
* [[Silfur Egils]], sunnudagsspjallþáttur um atburði liðinnar viku. Sýnt 2005-2007.
* [[Kompás (sjónvarpsþáttur)|Kompás]], Vikulegur fréttaskýringaþáttur [[Fréttastofa Stöð 2|Fréttastofu Stöðvar 2]], þriðjudaga klukkan 21:40.
=== Innlent ===
* [[Sjálfstætt fólk (sjónvarpsþáttur)|Sjálfstætt fólk]], Jón Ársæll fylgist með daglegu lífi þekktra Íslendinga.
* [[Logi í beinni]], skemmtiþáttur þar sem [[Logi Bergmann]] fær gesti í spjall.
* [[Í fínu formi]], Hreystisæfingaþáttur, sýndur á virkum dögum.
* [[Algjör Sveppi]], barnaþáttur Sveppa - tók við af Afa.
* [[Auddi og Sveppi]], skemmtiþáttur þar sem allt er leyfilegt. Þátturinn var alltaf í opinni dagskrá.
* [[Kynin Kljást]], getraunaþáttur leikstýrður af Bryndis Schram og [[Bessi Bjarnason|Bessa Bjarnarsyni]].
* [[Viltu vinna miljón?]], íslenskur spurningaþáttur byggður á sniði á "Who Wants to be a Millionaire?". Það var hýst af [[Þorsteinn Jónsson (sjónvarpsmaður)|Þorsteinn J.]] og Jónasi R. Jónssyni.
* [[Sjónvarpsmarkaðnum]], gegnum sérstakan sjónvarpsþátt af Jóa Fel.
* [[Meistarinn]], Spurningaþáttur. Umsjónarmaður: [[Logi Bergmann Eiðsson]].
* [[Svaraðu Strax]], íslenskur spurningaleikur byggður á sniði á "Wheel of Fortune" og það var hýst af Bryndís Schram og Birni Karlssyni.
* [[Sjáðu]], þáttur í umsjá Ásgeirs Kolbeins um bíómyndir
* [[Sjónvarpsbingo]], spurningakeppni í síma.
* [[Ísland Got Talent]], Raunveruleikaþáttur sem kept er um ýmsa hæfileika - íslenska útgáfan af [[Britain's Got Talent]].
* [[Imbakonfekt]], ógleymanlegar uppákomur og frábær atriði úr Imbakassanum.
* [[Stelpurnar]], Gamanþáttur með stuttum sketsum þar sem stelpur eru í aðalhlutverki.
* [[Tekinn]], sjónvarpsþáttur í umsjón [[Auðunn Blöndal]], í anda Punk'd sem gekk út á það að hrekkja frægt fólk.
* [[Leitin að Strákunum]], Þáttur sem leitað var að arftökum strákanna Sveppa, Audda og Péturs.
* [[FC Nörd]], íþróttagamanþáttur.
* [[Næturvaktin]], leikinn þáttur um þrjá menn sem vinna á bensínstöð.
* [[Femin]], dramasería.
* [[Dagvaktin]], framhald Næturvaktarinnar, þar sem þremenningarnir eru farnir að vinna í Hótel Bjarkarlundi með skemmtilegum afleiðingum.
* [[Gnarrenburg]], gamanspjallþáttur. Gestgjafi var [[Jón Gnarr]] og settist hann að í Gnarrenburg í framtíðinni, litlum hafnarbæ í Norður-Þýskalandi.
* [[Fangavaktin]], þremenningarnir eru nú komnir á Hraunið vegna glæpa sem þeir frömdu í Dagvaktinni. Ýmsar nýjar persónur bætast við og lenda þeir félagar í ýmsum ævintýrum innan fangelsisveggjanna.
* [[Áskrifenda Klúbburinn]], spjallþáttur.
* [[Idol stjörnuleit]], íslensk útgáfa raunveruleikaþáttarins [[American Idol]]. Kynnar voru Simmi og Jói en í dómarasætunum sátu m.a. Þorvaldur Bjarni, Sigga Beinteins, Bubbi Morthens, Jón Ólafsson, Selma Björnsdóttir og Björn Jörundur.
* [[Visa Sport]], íþróttafréttaþáttur.
* [[Búbbarnir]], Fyrstu íslensku brúðuþættirnir.
* [[Strákarnir]], fjölbreyttur gamanþáttur í umsjón Audda, Sveppa, Péturs Jóhanns, Gunna Samloku, Atla og Ofur-Huga.
* [[X factor|X-Factor]], sönghæfileikakeppni þar sem eintaklingar jafnt sem hópar fá að spreyta sig. Kynnir var [[Halla Vilhjálmsdóttir]] og dómarar voru [[Páll Óskar Hjálmtýsson]], [[Einar Bárðarson]], [[Elínborg Halldórsdóttir|Ellý úr Q4U]].
* [[Einu sinni var]], þáttur þar sem fréttir eru teknar til frekari skoðunar. Umsjónarmaður: [[Eva María Jónsdóttir]].
* [[Eldsnöggt með Jóa Fel]], bakarameistarinn Jói Fel sýnir listir sínar í eldhúsinu og fær góða gesti í mat.
* [[Pressa]], fyrsta íslenska spennuþáttaröð Stöðvar 2. Þátturinn sem er í sex hlutum er eftir þá [[Óskar Jónasson]] og [[Sigurjón Kjartansson]], ásamt [[Yrsa Sigurðardóttir|Yrsu Sigurðardóttur]], [[Ævar Örn Jósepsson|Ævari Erni Jósepssyni]], [[Árni Þórarinsson|Árna Þórarinssyni]] og [[Páll Kristinn Pálsson|Páli Kristni Pálssyni]].
* [[Hæðin]], hönnunarþáttur í umsjón [[Gulli Helga|Gulla Helga]] þar sem þrjú pör fengu að hanna heimili í sínum eigin stíl.
* [[Með Afa]], barnaþáttur í umsjón Afa ([[Örn Árnason]]).
* [[Bandið hans Bubba]], einn stærsti viðburður Stöðvar 2 árið 2008. [[Bubbi Morthens]] lagði allt undir í leit að sannri rokkstjörnu framtíðarinnar, einhverjum sem söng á íslensku, fyrir íslenska rokkþjóð. Þátturinn var í beinni útsendingu og einn keppandi féll úr leik hverju sinni, þar til eftir stóð nýr söngvari fyrir Bandið hans Bubba.
* [[Fóstbræður (sjónvarpsþættir)|Fóstbræður]], stutt sjálfstæð grínatriði í þáttum með [[Jón Gnarr|Jóni Gnarr]], [[Sigurjón Kjartansson|Sigurjón Kjartanssyni]], Helgu Braga, [[Hilmir Snær Guðnason|Hilmi Snæ Guðnasyni]] og [[Benedikt Erlingsson|Benedikt Erlingssyni]].
* [[Heilsubælið]] eða heilsubælið í gervahverfi er íslenskur grínþáttur sem gerist á sjúkrahúsi.
* Barnatíminn, dagskrárliður fyrir krakka
== Tengill ==
* [http://stod2.is Vefsíða Stöðvar 2] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140404081131/http://stod2.is/ |date=2014-04-04 }}
{{365 miðlar}}
== Tilvísanir ==
[[Flokkur:Íslenskar sjónvarpsstöðvar]]
{{S|1986}}
6w9ct3dzw9zysqq5sbdvylxxh669yfl
Virginía
0
21518
1921659
1743283
2025-06-26T21:08:41Z
Sv1floki
44350
1921659
wikitext
text/x-wiki
{{Fylki Bandaríkjanna
|Fullt nafn =Virginía
|Fáni =Flag of Virginia.svg
|NafnEignarfall =Virginíu
|Skjaldarmerki =Seal of Virginia.svg
|Nafn =Virginía
|Gælunafn =Gamla fullveldið, Móðir forseta
|Kjörorð =Sic semper tyrannis ([[Latína]])
|NafnÍbúa =Virginian
|OpinbertTungumál =[[Enska]]
|Tungumál =Enska 94,6%, [[Spænska]] 5,9%
|Kort =Map of USA VA.svg
|Höfuðborg =[[Richmond]]
|StærstaBorg =[[Virginia Beach]]
|StærstaStórborgarsvæði =Norður-Virginía
|SætiFlatarmáls =35.
|FlatarmálAlls =110.785
|Breidd =320
|Lengd =690
|PCVatn =7,4
|Breiddargráða =36° 32′ N til 39° 28′ N
|Lengdargráða =75° 15′ V til 83° 41′ V
|SætiFjölda =12.
|FjöldiÍbúa =8.517.685 (2018)
|ÞéttleikiByggðar =72
|SætiÞéttleika =14.
|NafnHæstaPunkts =Mount Rogers
|HæðHæstaPunkts =1.746
|Meðalhæð =290
|LægstiPunktur =[[Atlantshafið]]
|HæðLægstaPunkts =0
|Dagsetning =25. júní 1788
|RöðDagsetningar =10.
|Ríkisstjóri =
Glenn Youngkin ([[Repúblikanaflokkurinn|R]])
|Vararíkisstjóri =Winsome Sears ([[Repúblikanaflokkurinn|R]])
|Öldungadeild = Tim Kaine (D) <br /> Mark Warner (D)
|Fulltrúadeild =6 demókratar, 5 repúblikanar
|Tímabelti =Eastern: [[UTC]]-5/-4
|Tímabelti2 =
|Póstfangsforskeyti =VA
|Stytting =
|ISOKóði =US-VA
|Vefsíða =www.virginia.gov
|Footnotes =
}}'''Virginía''' eða '''Virginíuríki''' (''Commonwealth of Virginia'') er [[Fylki Bandaríkjanna|fylki]] í suðurhluta austurstrandar [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]. Virginía er 110.785 [[ferkílómetri|ferkílómetrar]] að stærð.
Höfuðborg Virginíu heitir [[Richmond]] en stærsta borg fylkisins er [[Virginia Beach]]. Rúmlega 8,5 milljónir manns búa ([[2018]]) í Virginíu.
{{Bandaríkin}}
[[Flokkur:Virginía| ]]
[[Flokkur:Fylki í Bandaríkjunum]]
qh0ggob306ys86vdnfm3eijblqu5oap
Sjávarútvegur á Íslandi
0
23320
1921729
1910118
2025-06-27T05:22:18Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921729
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Grandi fish processing conveyor belt1 2011.jpg|thumb|right|Færibandavinna í fiskvinnslustöð HB Granda í Reykjavík.]]
'''Sjávarútvegur á Íslandi''' er [[Atvinnuvegir á Íslandi|atvinnuvegur]] á [[Ísland]] i sem nýtir [[sjávarfang]] til [[manneldi]]s og [[dýraeldi]]s. [[Sjávarútvegur]] fæst einnig við [[rannsókn]]ir í [[haffræði]], [[fiskifræði]], [[fiskveiðar]], [[matvælavinnsla|matvælavinnslu]] og [[markaðssetning]]u sjávar[[afurð]]a. Sjávarútvegur er því margþættur þó að lokamarkmiðið sé að selja fiskafurðir. Með stjórnsýslu sjávarútvegsmála fer Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.
[[Sjávarútvegur]] hefur verið mikilvæg atvinnugrein á [[Ísland]]i frá upphafi Íslandsbyggðar<ref> Víkin sjóminjasafn. ''Mikilvægi sjávarútvegs í sögu þjóðar''. Sótt 29. október 2009 af [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090813143120/maritimemuseum.is/um-safnid/].</ref>, en einhverjar gjöfulustu [[veiðislóð]]ir í [[Norður-Atlantshaf]]i eru í íslenskri [[Efnahagslögsaga|lögsögu]]. Sjávarútvegur átti þátt í að breyta Íslandi frá því að vera ein fátækasta þjóð [[Evrópa|Evrópu]] í byrjun [[19. öld|19. aldar]] í eina af efnuðustu þjóðum heims um aldamótin [[2000]].<ref name=economy>Upplýsingamiðstöð Sjávarútvegsráðuneytisins. ''Economy''. Sótt 2. desember 2009 af [http://www.fisheries.is/economy/ Fisheries.is] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20091106171052/http://www.fisheries.is/economy/ |date=2009-11-06 }}.</ref><ref>Valgerður Sverrisdóttir. (2000) ''Erindi á TÓRREK 2000''. Sótt 29. október 2009 af [http://www.idnadarraduneyti.is/radherra/raedurVS/nr/501] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20071030201811/http://www.idnadarraduneyti.is/radherra/raedurVS/nr/501 |date=2007-10-30 }}.</ref> Úr hafinu kom ekki einungis [[matur]] á borð Íslendinga því fiskurinn hefur einnig verið verðmæt [[útflutningur|útflutningsvara]] og er það enn. Saga íslensks sjávarútvegs snýst þó ekki einungis um [[efnahagur|efnahagslega]] [[velferð]], heldur hefur sjávarútvegur skipað stóran sess í íslenskri [[menning]]u og [[arfleifð]].
Sjávarútvegur stóð árið 2022 fyrir 20% útflutningsverðmæta landsins,<ref>{{vefheimild|url=https://hagstofa.is/talnaefni/efnahagur/utanrikisverslun/voru-og-thjonustuvidskipti/|titill=Vöru- og þjónustuviðskipti|vefsíða=Hagstofan|skoðað=28.2.2024}}</ref> ríflega 6% af [[Verg landsframleiðsla|vergri landframleiðslu]] og sér um það bil 3,5% íbúanna fyrir atvinnu.<ref>{{vefheimild | url=https://radarinn.is/| titill=Radarinn: Mælaborð sjávarútvegs og fiskeldis| útgefandi=SFS|skoðað=28.2.2024}}</ref>
== Saga ==
[[Mynd:Fiskvinnslukonur-1910-1920-kirkjusandur.jpg|thumb|right|Fiskvinnslukonur á Kirkjusandi í kringum 1910-1920.]]
[[Mynd:TraditionalFisherman1Ice.JPG|thumb|right|Gamaldags sjómaður í [[Bolungarvík]].]]
Vegna [[landafræði]]legrar staðsetningar Íslands og hrjóstrugs [[landslag]]s hafa Íslendingar þurft að reiða sig á fiskveiðar og [[útgerð]]. Fiskveiðar hófust um leið og norrænir menn námu land við Ísland á [[9. öldin|níundu öld]] okkar tímatals. Fátt hefur skipt Íslendinga eins miklu máli í gegnum aldirnar eins og fiskurinn í sjónum. [[Afli]]nn sem veiddur var nýttist ekki einungis til matar heldur keyptu [[England|Englendingar]], [[Frakkland|Frakkar]], [[Þýskaland|Þjóðverjar]] og [[Baskaland|Baskar]] afla af Íslendingum fyrir gott verð. Íslenskt [[hákarlalýsi]] lýsti hér áður fyrr upp stórborgir Evrópu.<ref name=jon1>Jón Þ. Þór (2002). ''Sjósókn og sjávarfang''. Saga Sjávarútvegs á Íslandi (1. bindi). Akureyri: Sjávarútvegsráðuneytið - Bókaútgáfan Hólar.</ref>
=== Árabátaöld, skútuöld og vélaöld ===
Sögu sjávarútvegsins er oft skipt upp í þrjú skeið: [[árabátaöld]], [[skútuöld]] og [[vélaöld]].
Á árabátaöld voru bátar þjóðarinnar mun verr búnir miðað við [[skip]] nútímans. Þeir voru opnir og handknúnir og allur aðbúnaður sem þykir sjálfsagður í dag, ekki til þá. Árabátaöldin er langlengsta [[tímabil]]ið, en það spannar allt frá upphafi [[byggð]]ar og að fyrsta áratug [[20. öld|20. aldar]]. Helstu tegundir [[árabátur|árabáta]] sem útgerðir notuðust við voru [[sexæringur|sexæringar]], [[áttæringur|áttæringar]], [[teinæringur|teinæringar]] og [[tólfæringur|tólfæringar]].<ref name=jon2>Jón Þ. Þór (2003). ''Uppgangsár og barningsskeið''. Saga sjávarútvegs á Íslandi (2. bindi). Akureyri: Sjávarútvegsráðuneytið - Bókaútgáfan Hólar.</ref>
Skútuöldin hófst á [[1771-1780|áttunda áratug]] [[18. öld|18. aldar]] og stóð í um það bil 130 ár. Blómaskeið tímabilsins var á seinnihluta 19. aldar og fór svo að minnka á fyrri hluta 20. aldar og voru síðustu skipin gerð út á árunum [[1926]]-[[1927]].<ref name=jon2/>
Vélaöldin hófst árið [[1902]] þegar að [[vél]] var sett í sexæring á [[Ísafjörður|Ísafirði]]. Árið [[1905]] var til einn svokallaður [[togari]] á Íslandi og var hann undir 50 [[brúttórúmlest]]ir. Menn tóku þessu tímabili almennt fagnandi, þetta þýddi að hægt var að auka fiskmagn úr sjó og sækja fiskinn á fleiri mið. Fólk fékk mun meiri vinnu við aukinn afla og Íslendingar fóru einnig að flytja ferskan fisk út til [[Bretland]]s þar sem hann var seldur á mörkuðum. Fyrsti togarinn var keyptur frá [[England]]i og var hann nefndur [[Coot]], en hann strandaði þremur árum eftir að hann var keyptur. Eftir að fyrsti togarinn var fluttur inn byrjuðu fleiri útgerðir að flytja inn togara og fjölgaði þeim jafnt og þétt. Í kringum [[1915]] voru togararnir komnir vel yfir 20 og í kringum [[1930]] voru þeir orðnir 42 talsins.<ref name=jon2/> Heildarfjöldi vélknúinna skipa árið 2007 var 1.642 skip/bátar.<ref>Upplýsingamiðstöð Sjávarútvegsráðuneytisins. ''Fisheries''. Sótt 10. apríl 2009 af [https://web.archive.org/web/20090205203310/http://www.fisheries.is/the-fisheries/fishing-vessels Fisheries.is].</ref>
[[Mynd:Stykkisholmur1.jpg|thumb|800px|center|Horft yfir höfnina í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]].]]
<!--{{Breið mynd|Stykkisholmur1.jpg|900px|Horft yfir höfnina í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]].}}-->
== Stjórnskipulag fiskveiðikerfis ==
[[Fiskveiðistjórnun]] á Íslandi hefur þróast í áföngum alla [[20. öld]]ina. Allt frá árinu [[1901]] og til ársins [[1976]] háðu Íslendingar baráttu um forræði yfir fiskimiðum sínum. Má segja að þeir hafi lítið getað stjórnað sókn í mikilvæga fiskistofna þar til því takmarki var náð árið 1976, er 200 [[míla|mílna]] [[fiskveiðilandhelgi]]n gekk í gildi. Áratugirnir síðan þá hafa einkennst af aðgerðum er hafa miðað að því að móta stjórnkerfi fiskveiða með það að leiðarljósi að þær séu í senn hagkvæmar og [[sjálfbær]]ar hvað nýtingu [[auðlind]]anna varðar.<ref name=old>Gamla upplýsingarveita Sjávarútvegsráðuneytisins (2007). ''Stjórnkerfi fiskveiða á Íslandi''. Sótt þann 19. apríl 2009 af [http://old.fisheries.is/islenska/stjornun/index.htm Old.Fisheries.is] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120315192933/http://old.fisheries.is/islenska/stjornun/index.htm |date=2012-03-15 }}.</ref>[[Mynd:IcelandRF-logo.jpg|thumb|right|Merki ábyrgra fiskveiða er auðkennismerki íslenskra sjávarafurða.]]
=== Kvótakerfið ===
''Aðalgrein: [[Íslenska kvótakerfið]]''
[[Íslenska kvótakerfið]] er fiskveiðistjórnunarkerfi sem segir til um það hversu mikið íslenskir [[sjómaður|sjómenn]] eða íslenskar [[útgerð]]ir mega veiða af hverri fisktegund á tilteknu tímabili.
Aðalmarkmið kerfisins er að sporna gegn ofveiði á nytjastofnum. Vísindalegt mat á [[sjávarauðlind]]um og ráðgjöf um [[aflamark]] úr hverjum stofni eru grundvöllur leyfilegs heildarafla sem [[Ríkisstjórn|stjórnvöld]] ákveða árlega fyrir hvern stofn. Veiðar á öðrum stofnum en þeim sem hafa aflamark eru ekki takmarkaðar eða eru ekki stundaðar.<ref name=old/>
[[Lög]] nr. 38/1990, breytt með lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða eru hornsteinn þess stjórnkerfis sem nú er unnið eftir. Með þeim var lögfest [[aflamarkskerfi]] í þeim tegundum sem veiðar eru takmarkaðar á. Framseljanlegar aflaheimildir fyrir flestar veiðar eru þá ákveðnar og veiðiheimildunum úthlutað árlega til einstakra skipa á grundvelli aflahlutdeilda þeirra í viðkomandi tegund. [[Kvóti]] skips á hverju veiðitímabili eða [[vertíð]] ræðst þannig af leyfðum heildarafla viðkomandi tegundar og hlutdeild skipsins í þeim heildarafla. Aflamarkið má flytja á milli skipa og [[framsal|framselja]] það á önnur skip en með nokkrum takmörkunum. Lögin um stjórn fiskveiða hafa tekið nokkrum breytingum frá því að þau tóku gildi í [[janúar]] [[1991]].<ref name=kvot>Alþingi (2006). ''Lög um stjórn fiskveiða nr. 116/2006''. Sótt 19. apríl 2009 af [http://www.althingi.is/lagas/nuna/2006116.html Althingi.is].</ref>[[Mynd:Icelandic trawler Askell.jpg|thumb|right|Fjölveiðiskipið ''Áskell EA 48'' (nú ''Birtingur NK'') í Seyðisfirði.]]
Ábyrgð á stjórn fiskveiða ber [[Sjávarútvegsráðherrar á Íslandi|sjávarútvegsráðherra]] og framkvæmd laga og reglugerða er lúta að þeim. Hann ákveður heildarafla að fengnum tillögum [[Hafrannsóknastofnun]]ar. Hafrannsóknastofnun er miðstöð vísindalegra [[rannsókn]]a á nytjastofnum og ber ábyrgð á ráðgjöf um árlegan hámarksafla úr þeim stofnum sem veiðar eru takmarkaðar á. Þá annast [[Fiskistofa]] eftirlit og framkvæmd laga um stjórn fiskveiða og [[Landhelgisgæslan]] [[löggæsla|löggæslu]] á miðunum.<ref name=kvot/>
Kvótakerfið hefur alla tíð verið mjög umdeilt og hefur meðal annars verið gagnrýnt fyrir að ýta undir [[brottkast]] og að kippa undirstöðunum undan [[sjávarþorp]]um sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi.
== Skip, bátar og veiðarfæri ==
[[Fiskiskip]] eins og nafnið gefur til kynna eru öll þau skip sem stunda einhvers konar fiskveiðar. Þetta eru [[Smábátur | smábátar]], [[Línubátur| línuskip/bátar]], [[Dragnótarbátur | dragnótabátar]], [[netaskip]], [[Togari | skuttogarar]], [[uppsjávarskip]] og [[fjölveiðiskip]].
Heildarfjöldi [[skip]]a við Ísland árið [[2007]] voru 1.642 fiskiskip. Af þeim voru 84 togarar, 744 voru smábátar og restin skiptist á milli hinna flokkana. Af heildarverðmætum afla ársins 2007 voru togarar með 41% af verðmætum en smábátar með einungis 1%, á meðan 58% skiptust síðan á aðrar bátagerðir.<ref>Upplýsingamiðstöð Sjávarútvegsráðuneytisins. ''Fishing Vessels''. Sótt 9. apríl 2009 af [https://web.archive.org/web/20090205203310/http://www.fisheries.is/the-fisheries/fishing-vessels Fisheries.is].</ref>[[Mynd:Chilean purse seine.jpg|thumb|right|Hringnót frá Chile full af ca. 400 tonnum af [[brynstirtla|brynstirtlu]].]]
Íslenski veiðiflotinn er einstaklega tæknilega þróaður og er notast við fjölbreytilega [[tækni]] og [[veiðarfæri]]. Veiðarfærunum er aðallega skipt í sjö flokka: [[handfæri]], [[lína (veiðarfæri)|línu]], [[fiskinet|net]], [[dragnót]], [[hringnót]], [[botnvarpa|botnvörpu eða –troll]] og [[flotvarpa|flotvörpu eða –troll]]. Þó veiðarfærin séu flokkuð í svona fáa flokka eru til ótal afbrigði af hverju veiðarfæri fyrir sig.
Hringnótir og nú nýlega flottroll hafa stærsta aflann, þar sem sóst er eftir [[uppsjávarfiskar|uppsjávarfiskum]] í fáum en fjölmennum [[torfa|torfum]]. Sá afli er oft um 2/3 hlutar heildarafla, þó ekki af aflaverðmætum þar sem uppsjávarfiskurinn er mun verðminni en [[bolfiskur]]inn. Aflahæsta veiðarfærið er botnvarpan með 40%-50% af aflaverðmætum og næst á eftir koma línuveiðarnar. Fyrir utan veiðar á [[leturhumar|humri]] eru veiðar á [[hryggleysingjar|hryggleysingjum]] frekar litlar bæði í [[verð]]i og afla. <ref>Upplýsingamiðstöð Sjávarútvegsráðuneytisins. ''Fishing Gear''. Sótt 20. apríl 2009 af [https://web.archive.org/web/20090207200238/http://www.fisheries.is/the-fisheries/fishing-gear Fisheries.is].</ref>
== Nytjastofnar við Ísland ==
Eftirfarandi eru nytjastofnar innan efnahagslögsögu Íslands.<ref>Upplýsingamiðstöð Sjávarútvegsráðuneytisins. ''Main Species''. Sótt þann 19. apríl 2009 af [http://www.fisheries.is/main-species Fisheries.is]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
{{columns-start|num=6}}
* '''[[Þorskfiskar]]'''
**[[Þorskur]]
**[[Ýsa]]
**[[Kolmunni]]
**[[Ufsi]]
**[[Langa]]
**[[Keila]]
**[[Blálanga]]
**[[Lýsa]]
{{column}}
*'''[[Flatfiskar]]'''
**[[Lúða]]
**[[Grálúða]]
**[[Skarkoli]] ([[rauðspretta]])
**[[Þykkvalúra]] ([[sólkoli]])
**[[Langlúra]]
**[[Stórkjafta]]
**[[Sandkoli]]
**[[Skrápflúra]]
{{column}}
*'''[[Karfar]]'''
**[[Karfi]] ([[gullkarfi]])
**[[Djúpkarfi]] ([[úthafskarfi]])
*'''[[Botnfiskar|Aðrir botnfiskar]]'''
**[[Hrognkelsi]] ([[grásleppa]]/[[rauðmagi]])
**[[Skötuselur]]
**[[Gulllax]]
**[[Steinbítur]]
**[[Hlýri]]
{{column}}
*'''[[Uppsjávarfiskar]]'''
**[[Síld]]
**[[Kolmunni]] ([[uppsjávarfiskar|uppsjávar-þorskfiskur]])
**[[Loðna]]
**[[Makríll]]
*'''[[Brjóskfiskar]]'''
**[[Háfur]]
**[[Skata]]
**[[Tindaskata]] ([[tindabikkja]])
**[[Hákarl]]
{{column}}
*'''[[Laxfiskar]]'''
**[[Atlantshafslax|Lax]]
**[[Urriði]] ([[sjóbirtingur]])
**[[Bleikja]]
*'''[[Hryggleysingjar]]'''
**[[Kræklingur]] ([[bláskel]])
**[[Hörpudiskur]]
**[[Kúfiskur]] ([[kúskel]])
**[[Beitukóngur]]
**[[Stóri kampalampi]] ([[rækja]])
**[[Leturhumar]]
{{column}}
*'''[[Sjávarspendýr]]'''
**[[Hvalur|Hvalir]]
**[[Selur|Selir]]
{{columns-end}}
== Fyrirtæki ==
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki skuldsettu sig mikið á árunum rétt fyrir [[bankahrunið á Íslandi]] 2008. Í einni fræðilegri úttekt var sýnt fram á að í árslok 1997 hafi nettóskuldir íslensks sjávarútvegs verið 892 millj. SDR eða 87 ma. ISK en í árslok 2008 hafi þær verið 2.473 millj. SDR sem þá var 465 ma. ISK. Þetta er því 437% hækkun eða rúmlega 5-földun á skuldum í ISK en 177% hækkun í SDR. Því er ljóst að efnahagsleg staða greinarinnar hefur stórversnað á þessu tímabili.<ref>{{vefheimild|url=http://skemman.is/item/view/1946/6750|titill=Fjárhagsstaða íslensks sjávarútvegs|höfundur=Stefán B. Gunnlaugsson|ár=2010}}</ref> Hér að neðan má sjá tíu stærstu útgerðir á Íslandi árið 2009.<ref>SAX. (2009). ''Útgerðir''. Sótt 16. apríl 2009 af [http://www.sax.is/?gluggi=utgerdir Sax.is] Á síðunni má einnig finna allar útgerðir á Íslandi, listaðar í stafrófsröð.</ref>
{|class="wikitable sortable"
!Nafn!!Aðsetur!!Skipafjöldi!!Samanlagt aflamark í þorsk­ígildi­stonnum!!Hlutfall af heildar­aflamarki
|-
|HB Grandi hf.||Reykjavík||12 skip||42.087.681 tonn||18,83%
|-
|Samherji hf.||Akureyri||13 skip||34.196.091 tonn||15,30%
|-
|Ísfélag Vestmannaeyja hf.||Vestmannaeyjar||8 skip||27.633.473 tonn||12,36%
|-
|Brim hf.||Reykjavík||8 skip||20.299.538 tonn||9,08%
|-
|Síldarvinnslan hf.||Neskaupstaður||8 skip||20.054.308 tonn||8,97%
|-
|Skinney-Þinganes hf.||Höfn í Hornafirði||11 skip||19.729.760 tonn||8,83%
|-
|Vinnslustöðin hf.||Vestmannaeyjar||9 skip||17.164.239 tonn||7,68%
|-
|Þorbjörn hf.||Grindavík||9 skip||15.477.761 tonn||6,93%
|-
|FISK-Seafood hf.||Sauðárkrókur||6 skip||14.102.548 tonn||6,31%
|-
|Vísir hf.||Grindavík||5 skip||12.756.344 tonn||5,71%
|-class="sortbottom"
|'''Samtals:'''||||'''89 skip'''||'''223.501.743 tonn'''|||
|}
== Markaðir ==
[[Mynd:EU fishing agreements.png|thumb|right|Kort af löndum eða svæðum með fiskveiðisamkomulag við ESB.]]
Framleiðsla á íslenskum [[sjávarafurð]]um er blanda af hefðbundnum- og nútíma sjávarréttamatseðli á heimsvísu. Hefðbundnir [[sjávarréttir]] samanstanda af söltuðum og reyktum afurðum fyrir markaði sem meta hvort tveggja mikils, bæði í hversdagslega rétti og fyrir veisluhöld. En þar sem nútímamaðurinn óskar bæði eftir ferskum og frystum afurðum sem uppfylla kröfur um bragð og [[Heilsa|heilsusamlegt líferni]], sér fiskmarkaðurinn um að útvega hvoru tveggja.<ref name=mark>Upplýsingamiðstöð Sjávarútvegsráðuneytisins. ''Products''. Sótt 11. apríl 2009 af [http://www.fisheries.is/products/markets Fisheries.is] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090422014035/http://www.fisheries.is/products/markets/ |date=2009-04-22 }}.</ref>
Hinn íslenski nútímafiskiðnaður flytur út vörur fyrir um það bil 170 milljarða íslenskra króna. Stærsti hlutinn fer á [[Evrópa|Evrópumarkað]] þar sem Bretlandseyjar og Spánn eru stærstu kaupendurnir. Verulegur hluti er líka fluttur út til annarra Evrópuríkja, [[Ameríka|Ameríku]], [[Asía|Asíu]] og [[Afríka|Afríku]]. Íslenskar [[vara|vörur]] eru þekktar sem hágæðavörur og hefur skapað sér hefð á þessum mörkuðum. Helsta sérkenni íslenskra sjávarafurða er rekjanleiki sem hinn íslenski [[fiskmarkaður]] hefur komið á fót. Það þýðir að neytandinn getur vitað hvenær og hvar fiskurinn sem hann var að kaupa veiddist. Einnig er sérstök áhersla lögð á að kynna fiskveiðarnar sem [[sjálfbær]]ar veiðar, að ekki sé að ganga á fiskistofnanna við Íslandsstrendur.<ref name=mark/>
Meira en helmingur af [[útflutningur|útflutningsverðmætum]] sjávarútvegs eru [[botnfiskur|botnfisktegundir]], þá aðallega [[þorskur]] en þónokkur hluti er unninn úr [[ýsa|ýsu]], [[ufsi|ufsa]] og [[karfi|karfa]]. Framleiðsla úr úthafsfiskitegundum og [[hryggleysingjar|hryggleysingjum]] er um það bil jöfn og stendur hún fyrir stærstum hluta af því sem eftir er. Síðastliðin ár hefur hluti þeirrar fyrrnefndu aukist á meðan útflutningur á hryggleysingjum hefur dregist saman.<ref name=mark/>
== Fiskeldi ==
[[Mynd:Norskhavbrukssenter2008.JPG|thumb|right|Sjókvíar í Brønnøysund í Noregi.]]
[[Fiskeldi]] á Íslandi hófst nokkru fyrir 1900 en lét lítið fyrir sér fara þar til á seinni hluta níunda áratugarins. Þá hófst mikil uppvaxtartíð í ræktun [[laxfiskar|laxfiska]]. Rekstur fiskeldisstöðvanna gekk þó brösulega og flestar þeirra urðu gjaldþrota. Árið 2008 voru um 50 skráðar fiskeldisstöðvar á landinu. Nú eru um tíu tegundir eldisfiska ræktaðar en [[bleikja]] er í miklum meirihluta.
Útflutningur fiskeldisafurða náði hámarki árið 2006 þegar yfir 5.000 tonn voru flutt út fyrir andvirði tveggja milljarða íslenskra króna. Árið 2008 minnkaði útflutningurinn um 2.000 tonn. [[Bandaríkin]] hafa til þessa verið stærsti kaupandi íslenskra eldisfiska.<ref name=eldi>Upplýsingamiðstöð Sjávarútvegsráðuneytisins. ''Aquaculture''. Sótt 2. desember 2009 af [http://www.fisheries.is/aquaculture/ Fisheries.is] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20091105034632/http://www.fisheries.is/aquaculture/ |date=2009-11-05 }}.</ref>
== Skaðvaldar í sjávarútvegi ==
=== Sýkingar ===
Fiskar fá sjúkdóma, rétt eins og aðrar lífverur. [[Fiskasjúkdómar]] geta valdið miklum skaða í [[fiskeldi]] eða skrautfiskaræktun. Sjúkdómar í fiski eru flokkaðir eftir ástæðu í [[bakteríusýking]]ar, [[sveppasýking]]ar, [[sníkill|sníkla]] (t.d. [[hringormur|hringorma]]), [[vírus|vírussjúkdóma]], [[efnaskipti|efnaskiptasjúkdóma]], sjúkdóma af völdum ástands vatnsins ([[umhverfissjúkdómur|umhverfissjúkdómar]]) og [[skortssjúkdómur|skortssjúkdóma]] eða eftir þeim líffærum sem verða fyrir sjúkdómnum. Meðferð við sjúkdómum í fiski er með ýmsum hætti og fer eftir bæði sjúkdómnum og umhverfisaðstæðum.
Haustið 2008 greindist töluvert magn af sýktri síld við strendur landsins. Þar var um að ræða sýkil sem dregur síldina til dauða. Sumarið 2009 var talið að um 30% síldarinnar væri enn sýkt.<ref> RÚV. (2009). ''Síldin enn mikið sýkt''. Sótt 25. ágúst 2009 af [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090723034231/www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item290189/ ruv.is].</ref><ref>mar.is. (2009). ''Ennþá sýkt síld fyrir suðausturlandi''. Sótt 25. ágúst 2009 af [http://www.mar.is/Frettir/Lesafrett/246 mar.is]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}.</ref>
=== Ofveiði ===
[[Mynd:Fishing down the food web.jpg|thumb|right|Veitt niður fæðuvefinn.]]
Of mikilli sókn eða svonefndri [[ofveiði]] er oftast kennt um eyðingu fiskstofna. Ofveiði verður þó að teljast vera mjög teygjanlegt [[hugtak]]. Það sem talið er skipta höfuðmáli í sambandi við eyðingu fiskstofna er ástand sjávar eða árferði, smáfiskadráp svonefnt og of mikil sókn miðað við aðstæður.<ref>Svend-Aage Malmberg (1979). ''Ástand sjávar og fiskstofna við Ísland. I. Ofveiði og hafstraumar.'' Ægir, 72: 414-419. Sótt þann 15. apríl af [http://www.hafro.is/Bokasafn/Greinar/Aegir/aegir_72-414.pdf Hafro.is].</ref>
Þegar ofveiði er við lýði í lengri tíma, veldur hún á endanum hruni fiskistofns þar sem [[tegund]]in nær ekki að fjölga sér nógu hratt til að vega á móti [[fiskveiðidauði|fiskveiðidauðanum]]. Þegar fiskur verður markaðslega [[útdauði|útdauður]], þýðir það ekki að tegundin sé sjálf útdauð heldur að ekki sé lengur hægt að stunda [[sjálfbær]]ar veiðar á tegundinni. Vandamál skapast þegar slíkar veiðar eru styrktar (t.d. af ríkinu eða [[ESB]]) þegar þær eru ekki lengur [[arðsemi|arðsamar]] og er því áfram gengið á stofn sem hefði annars fengið að vera í friði til að ná sér upp aftur.<ref>Jennings, S., Kaiser, M. og Reynolds, J. (2008). ''Marine Fisheries Ecology ''(7. útgáfa). United Kingdom: Blackwell Science Ltd. (bls. 9-10).</ref>
=== Mengun ===
Fjölmörg náttúruleg og tilbúin efni berast út í umhverfið vegna athafna mannsins og geta valdið [[mengun]]. Þar á meðal eru náttúruleg [[frumefni]] og [[efnasamband | efnasambönd]] sem hafa [[eitur]]virkni eða valda röskun á lífríki við aukinn styrk. Enn fremur framleiða menn í iðnvæddum [[samfélag|samfélögum]] fjölmörg lífræn efnasambönd sem ekki fundust í óraskaðri náttúru.
Mengandi efni geta borist hafinu eftir ýmsum leiðum: með [[á]]m og [[fljót]]um, með [[úrkoma|úrkomu]], með loftbornu [[ryk]]i, með [[skólp]]i frá [[þéttbýli]] og [[frárennsli]] [[iðnaður|iðnaðar]] og frá [[skip]]um, annað hvort við losun eða vegna [[slys]]a.<ref name=meng> Jón Ólafsson, Guðjón A. Auðunsson, Stefán Einarsson og Magnús Daníelsson (1994). Klórlífræn efni, þungmálmar og næringarsölt á Íslandsmiðum. Í Íslendingar, hafið og auðlindir þess, bls. 225-251. Ritstj.: Unnsteinn Stefánsson. Reykjavík: Vísindafélag Íslendinga.</ref>
==== Klórlífræn efni====
Notagildi margra [[klórlífræn efni | klórlífrænna efna]] byggist á stöðugleika þeirra, en það er einmitt sá eiginleiki sem veldur því að efnin brotna seint niður í náttúrunni. Vegna [[þrávirkni]] og [[fituleysni]] klórlífrænna efna safnast þau fyrir í lífverum og styrkur þeirra getur margfaldast eftir því sem ofar dregur í [[fæðukeðja|fæðukeðjunni]]. Meðal klórlífrænna efna eru meðal annars eitthvert sterkasta eitur sem þekkist eða [[dioxin]], og hið þekkta [[PCB]].<ref name=meng/>
==== Þungmálmar ====
Margir [[Málmur|þungmálmar]] eru nauðsynlegir starfsemi lífvera en geta haft eiturverkan verði styrkur þeirra óeðlilega hár. Sem dæmi má nefna [[kopar]] og [[sink]]. [[Blý]], [[kvikasilfur]] og [[kadmín]] gegna hins vegar engu nauðsynlegu hlutverki í lífríkinu. Þessir málmar geta verið skaðlegir mönnum og lífríki jafnvel við lágan styrk í fæðu og umhverfi.<ref name=meng/>
== Sjávarlíftækni ==
[[Mynd:Laufey.jpg|thumb|right|Líftækninemi við rannsóknarstörf í [[Háskólinn á Akureyri|Háskólanum á Akureyri]], eina íslenska skólanum sem býður upp á nám til B.Sc. gráðu bæði í líftækni og sjávarútvegsfræði.]]
[[Sjávarlíftækni]] er undirgrein [[líftækni]] og hvílir því á grunni [[örverufræði]], [[lífefnafræði]], [[erfðafræði]], [[sameindaerfðafræði]] og [[verkfræði]]. Líkt og í líftækni almennt, þá eru markmið sjávarlíftækninnar að finna og einangra [[lífvirk efni]] úr [[sjávarlífvera|sjávarlífverum]], nýta [[aukaafurð]]ir sjávarútvegs og [[fiskvinnsla|fiskvinnslu]] til [[verðmætasköpun]]ar og nýta sjávarlífverur til framleiðslu [[lyf]]ja og annarra verðmætra afurða.<ref name=joi>Jóhann Örlygsson (2002). ''Möguleikar í sjávarlíftækni''. Unnið fyrir Iðnaðarráðuneytið og Atvinnuþróunnarfélag Eyjafjarðar.</ref>
Höfin þekja um 71% af yfirborði [[Jörðin|plánetunnar]] og umlykja 99% af [[lífhvolf]]inu. Í hafinu er að finna fjölbreyttar aðstæður hvað varðar [[hitastig]], [[birta|birtu]], [[þrýstingur|þrýsting]], [[selta|seltu]] og [[sýrustig]], en allt eru þetta umhverfisaðstæður sem máli skipta fyrir vöxt og viðgang hinna ýmsu lífvera hafsins. Af þessum sökum er tegundasamsetning lífheims hafsins afar fjölbreytt og hefur raunar aðeins hafa verið rannsökuð að takmörkuðu leyti <Ref>
[http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item315454/ Frétt um nýjar tegundir á vef Ríkisútvarpsins 5. desember 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
</ref>. Þess má geta að aðeins er talið að um 1% lífvera í höfunum séu að einhverju eða öllu leyti rannsakaðar og að einungis um 5% af höfum jarðar hafa verið rannsökuð. Í rauninni er meira vitað um tunglið en höfin.<ref name=mar>MarineBio. ''A History of the Study of Marine Biology ''. Sótt þann 20. apríl 2009 af [http://marinebio.org/Oceans/HistoryofMarineBiology.asp MarineBio.org]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}.</ref>
=== Nýting aukaafurða ===
Reynt er að finna hagkvæm not fyrir [[úrgangur|úrgang]] sem fellur til við vinnslu á [[sjávarfang]]i. Í nýtingu sjávarfangs og úrgangs frá sjávarútvegi til framleiðslu lífvirkra efna er oft notast við [[baktería|bakteríur]] til framleiðslunnar. Gjarnan eru á ferðinni sjávarbakteríur sem hafa verið einangraðar sérstaklega vegna sérhæfni þeirra eða erfðabreyttar bakteríur sem hafa aukna getu til vinnslu lífvirkra efna. Að nýta bakteríur til þessara hluta er mjög ódýr kostur og að mörgu leyti hagkvæmari en nýting efnafræðilegra aðferða. Til langs tíma var einungis horft til nýtingar á stærri sjávarlífverum svo sem fiskum og [[þari|þara]]. Ný sóknarfæri hafa hinsvegar skapast þegar litið er til annarra lífvera sem þrífast í hafinu.<ref name=mar/>
Þetta leiðir af sér gríðarleg tækifæri til að finna lífverur sem geta framleitt — eða innihalda sjálfar — efni sem nýtast í lyfjaiðnaði og fela hugsanalega í sér [[lækning]]u við [[sjúkdómur|sjúkdómum]] sem [[maður|mannkyn]]ið hefur barist við lengi. Sjávarlíftækni er tiltölulega ný af nálinni og því gríðarlegir möguleikar í boði. Í [[Japan]] og [[Bandaríkjunum]] er mikil aukning á [[fjármagn]]i til rannsókna á þessu sviði. Á Íslandi hefur þetta farið stigvaxandi síðustu 10 til 20 árin. Þar er nú að finna fjölmörg smáfyrirtæki sem sérhæfa sig að einhverju eða öllu leyti í [[iðnaður|iðnaði]] nátengdum sjávarlíftækni. Afurðirnar eru svo nýttar í ýmsan iðnað þó svo að stærsti markhópurinn sé lyfja-, fæðubótarefna- og snyrtivöruiðnaðurinn.<ref name=joi/>
== Tengt efni ==
* [[Efnahagur Íslands]]
* [[Íslenskur landbúnaður]]
* [[Þorskastríðin]]
== Tilvísanir ==
<div class="references-small">{{reflist|2}}</div>
== Tenglar ==
=== Tenglar á íslenskar upplýsingasíður ===
* [http://www.fisheries.is Fisheries.is] Upplýsingamiðstöð á vegum íslenska sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.
* [http://www.sjavarutvegsraduneyti.is Sjávarútvegsráðuneyti.is] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20220818221306/http://sjavarutvegsraduneyti.is/ |date=2022-08-18 }} Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið.
* [http://www.hafro.is Hafró.is] Hafrannsóknarstofnunin.
* [http://www.fiskistofa.is/ Fiskistofa.is] Fiskistofa.
* [http://www.unak.is/?d=21&m=page&f=viewPage&id=579 Sjávarútvegsmiðstöð.is] Sjávarútvegsmiðstöðin við Háskólann á Akureyri.
* [http://sax.is SAX.is] Íslenskur sjávarútvegsvefur.
* [http://www.sjavarutvegur.is/ Sjávarútvegur.is] Sérhæft tenglasafn fyrir sjávarútveg.
* [http://skip.vb.is Skip.is] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20181213142334/http://skip.vb.is/ |date=2018-12-13 }} Vefur sjómanna.
* [http://www.mar.is/Forsida Mar.is] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090421171646/http://www.mar.is/Forsida/ |date=2009-04-21 }} Sérvefur um sjávarútveg.
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20060523211444/www.ruv.is/heim/frettir/sjavarutvegsmal Rúv.is] Fréttir á RÚV um sjávarútvegsmál.
{{Gæðagrein}}
[[Flokkur:Íslenskur sjávarútvegur| ]]
33q48a6vubz38z76skzsmqh4n7t35uj
Togari
0
23859
1921754
1701138
2025-06-27T09:23:10Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921754
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Togari.jpg|thumb|right|300px|Skuttogari]]
[[Mynd:Harðbakur EA3.jpg|thumb|right|300px|Togarinn Harðbakur EA3 við bryggju á Akureyri.]]
'''Togari''' er [[skip]] sem dregur/togar [[vörpu]]/[[troll]] á eftir sér við [[fiskveiðar]]. Algengt form vörpu er [[botnvarpa]].
== Íslenskar togaraveiðar ==
Fyrsti togarinn sem Íslendingar eignuðust var [[Coot]] sem kom til landsins [[6. mars]] [[1905]]. Áður fyrr takmörkuðust veiðar togara við 55-75 metra dýpi en nú geta þeir dregið vörpur á allt að 1300 metra dýpi. Stærð togara nú til dags er allt að 2.500 til 7.000 tonn. Togarar voru fyrst um skeið síðutogarar, sem tóku vörpuna inn fyrir borðstokkinn á síðu skipsins. Í dag er varpan dregin inn í skut togarans, því nefnast þeir skuttogarar. Margir gömlu síðutogaranna stunda nú veiðar á uppsjávarfiskum.
Landhelgisdeilan, sem náði hámarki í [[þorskastríðið|þorskastríðunum]] snerist um veiðar erlendra togara á því hafsvæði, sem íslensk stjórnvöld gerðu tilkall til, og hvar íslensk stjórnvöld kröfðust þess að [[togveiðar]] væru ekki stundaðar.
Útgerðarmenn togara stofnuðu [[Félag íslenskra botnvörpuskipaeigenda|Félag botnvörpuskipaeigenda]], en urðu síðar félagar í [[Landssamband íslenskra útvegsmanna|LÍÚ]].
[[Frystitæki]] um borð í nútímatogurum gera þeim kleift að vera á veiðum frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði eða uns [[lest]]ir fyllast. Togarar með slíkan búnað kallast frystitogarar.
==Aðrir tenglar==
*[http://www.sjavarutvegsraduneyti.is Sjávarútvegsráðuneytið] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20220818221306/http://sjavarutvegsraduneyti.is/ |date=2022-08-18 }}
*[http://www.liu.is Landsamband Íslenskra Útvegsmanna] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20080208124132/http://liu.is/ |date=2008-02-08 }}
*[http://ec.europa.eu/dgs/fisheries/index_en.htm Fiskistofa [[ESB]]]
*[http://www.trawlerhistory.net enskútgáfa af Togarasögunni]
*[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20050701053942/www.simnet.is/isrit/greinar/halldg1.htm Þá sofnuðum við hreinlega ofan í diskana] – rætt við Halldór Gíslason fyrrverandi togaraskipstjóra
*[http://news.bbc.co.uk/1/shared/spl/hi/pop_ups/05/sci_nat_bottom_trawled0_bottom_cleared/html/1.stm In pictures]
{{Stubbur}}
[[Flokkur:Fiskiskip]]
[[Flokkur:Vélbátar]]
19jq00vmvutp9f7s0gzst7cnk9obhd6
Francis Ford Coppola
0
26926
1921663
1841327
2025-06-26T21:12:42Z
TKSnaevarr
53243
1921663
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Francis Ford Coppola(CannesPhotoCall).jpg|thumb|Francis Ford Coppola á [[Cannes-hátíðin]]ni 2001]]
'''Francis Ford Coppola''' (fæddur [[7. apríl]] [[1939]] í [[Detroit]] í [[Michigan]]) er [[Bandaríkin|bandarískur]] [[kvikmynd]]agerðarmaður. Hann ólst upp í [[New York-borg|New York]]. Faðir hans var [[tónlistarmaður]]inn [[Carmine Coppola]] og móðir hans var [[leikkona]]. Hans frægustu kvikmyndir eru ''[[Guðfaðirinn|Guðfaðirinn 1]]'', ''[[Guðfaðirinn 2|2]]'' og ''[[Guðfaðirinn 3|3]]''.
== Kvikmyndaskrá ==
{| class="wikitable"
|+
!Ár
!Upprunalegur titill
!Íslenskur titill
!Leikstjóri
!Handritshöfundur
!Framleiðandi
!Athugasemdir
|-
|1963
|''Dementia 13''
|
|{{Já}}
|{{Já}}
|{{Nei}}
|
|-
|1966
|''You're a Big Boy Now''
|
|{{Já}}
|{{Já}}
|{{Nei}}
|
|-
|1968
|''Finian's Rainbow''
|
|{{Já}}
|{{Nei}}
|{{Nei}}
|
|-
|1969
|''The Rain People''
|
|{{Já}}
|{{Já}}
|{{Nei}}
|
|-
|1972
|''The Godfather''
|''[[Guðfaðirinn]]''
|{{Já}}
|{{Já}}
|{{Nei}}
|Handritshöfundur ásamt Mario Puzo
|-
| rowspan="2" |1974
|''The Conversation''
|
|{{Já}}
|{{Já}}
|{{Já}}
|
|-
|''The Godfather Part II''
|''Guðfaðirinn 2''
|{{Já}}
|{{Já}}
|{{Já}}
|Handritshöfundur ásamt Mario Puzo
|-
|1979
|''Apocalypse Now''
|''Dómsdagur nú''
|{{Já}}
|{{Já}}
|{{Já}}
|Handritshöfundur ásamt John Milius og Michael Herr
|-
|1982
|''One from the Heart''
|
|{{Já}}
|{{Já}}
|{{Nei}}
|Handritshöfundur ásamt Armyan Bernstein
|-
| rowspan="2" |1983
|''The Outsiders''
|''Utangarðsdrengir''
|{{Já}}
|{{Já}}
|{{Nei}}
|Handritshöfundur ásamt S. E. Hinton
|-
|''Rumble Fish''
|''Götudrengir''
|{{Já}}
|{{Já}}
|{{Já}}
|Handritshöfundur ásamt S. E. Hinton
|-
|1984
|''The Cotton Club''
|
|{{Já}}
|{{Já}}
|{{Nei}}
|Handritshöfundur ásamt William Kennedy
|-
| rowspan="2" |1986
|''Captain EO''
|
|{{Já}}
|{{Já}}
|{{Nei}}
|Stuttmynd. Handritshöfundur ásamt [[George Lucas]] og Rusty Lemorande
|-
|''Peggy Sue Got Married''
|
|{{Já}}
|{{Nei}}
|{{Nei}}
|
|-
|1987
|''Gardens of Stone''
|
|{{Já}}
|{{Nei}}
|{{Já}}
|
|-
|1988
|''Tucker: The Man and His Dream''
|
|{{Já}}
|{{Nei}}
|{{Nei}}
|
|-
|1989
|''New York Stories''
|
|{{Já}}
|{{Já}}
|{{Nei}}
|Hluti: "Life Without Zoë". Handritshöfundur ásamt Sofia Coppola
|-
|1990
|''The Godfather Part III''
|''Guðfaðirinn 3''
|{{Já}}
|{{Já}}
|{{Já}}
|Handritshöfundur ásamt Mario Puzo
|-
|1992
|''Bram Stoker's Dracula''
|
|{{Já}}
|{{Nei}}
|{{Já}}
|
|-
|1996
|''Jack''
|
|{{Já}}
|{{Nei}}
|{{Já}}
|
|-
|1997
|''The Rainmaker''
|
|{{Já}}
|{{Já}}
|{{Nei}}
|
|-
|2007
|''Youth Without Youth''
|
|{{Já}}
|{{Já}}
|{{Já}}
|
|-
|2009
|''Tetro''
|
|{{Já}}
|{{Já}}
|{{Já}}
|
|-
|2011
|''Twixt''
|
|{{Já}}
|{{Já}}
|{{Já}}
|
|-
|TBA
|''Megalopolis''
|
|{{Já}}
|{{Já}}
|{{Já}}
|Í framleiðslu
|}
{{Stubbur|æviágrip}}
{{DEFAULTSORT:Coppola, Francis Ford}}
[[Flokkur:Bandarískir kvikmyndaleikstjórar]]
[[Flokkur:Coppola-ættin]]
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1939]]
[[Flokkur:Óskarsverðlaunahafar í flokki besta leikstjóra]]
9jfib0h1o2j2w2mc4uw7cv0pq9yyqv8
Sankti Pétursborg
0
28194
1921774
1921550
2025-06-27T10:20:45Z
Akigka
183
1921774
wikitext
text/x-wiki
{{Byggð
| nafn = Sankti Pétursborg
| nafn_í_eignarfalli = Sankti Pétursborgar
| nafn_á_frummáli = Санкт-Петербург
| tegund_byggðar = [[Alríkisborg]]
| mynd = SPB Collage 2014-3.png
| mynd_texti = Svipmyndir frá Sankti Pétursborg.
| fáni = Flag of Saint Petersburg.svg
| skjaldarmerki = Coat of Arms of Saint Petersburg (2003).svg
| anthem = „[[Söngur Sankti Pétursborgar]]“<br />{{Center|[[File:Гимн Санкт-Петербурга.ogg]]}}
| image_map = {{Maplink|from=Russia/Saint_Petersburg.map|frame=yes|plain=yes|zoom=8}}
| teiknibóla_kort = Rússland
| teiknibóla_kort_texti = Staðsetning í Rússlandi
| hnit = {{Coord|59|56|15|N|30|18|31|E|type:adm1st_region:RU-SPE|display=inline,title}}
| undirskipting_gerð = Land
| undirskipting_nafn = {{flagicon|Rússland}} [[Rússland]]
| undirskipting_gerð1 = [[Alríkisumdæmi Rússlands|Alríkisumdæmi]]
| undirskipting_nafn1 = [[Norðvesturumdæmi Rússlands|Norðvesturumdæmi]]
| stofnun_titill = Stofnuð
| stofnun_dagsetning = {{Start date|1703|05|27|df=yes}}<ref name="Dates">Official website of St. Petersburg. [http://eng.gov.spb.ru/figures St. Petersburg in Figures] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090219033509/http://eng.gov.spb.ru/figures |date=19 February 2009}}</ref>
| nefnd_eftir = [[Pétur postuli|Pétri postula]]
| hlutar_gerð = Raion
| hlutar = [[#Hverfi|Sjá lista]]
| stjórn = [[Þing Sankti-Pétursborgar|Þing]]
| leiðtogi_flokkur = [[Sameinað Rússland]]
| leiðtogi_titill = [[Landstjóri Sankti-Pétursborgar|Landstjóri]]
| leiðtogi_nafn = [[Alexander Beglov]]<ref name="governor">{{Cite web |date=15 March 2023 |title=Putin appointed an official from the "LPR" as the head of Chukotka |url=https://novayagazeta.eu/articles/2023/03/15/putin-naznachil-chinovnika-iz-lnr-glavoi-chukotki-news |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20230315211509/https://novayagazeta.eu/articles/2023/03/15/putin-naznachil-chinovnika-iz-lnr-glavoi-chukotki-news |archive-date=15 March 2023 |access-date=15 March 2023 |website=Novaya Gazeta Europe |language=ru}}</ref>
| flatarmál_heild_km2 = 1439
| hæð_m = 3
| mannfjöldi_neðan = <ref name="2021Census">{{Cite web |title=Оценка численности постоянного населения по субъектам Российской Федерации |url=https://rosstat.gov.ru/storage/mediabank/tab-5_VPN-2020.xlsx |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20220901194902/https://rosstat.gov.ru/storage/mediabank/tab-5_VPN-2020.xlsx |archive-date=1 September 2022 |access-date=1 September 2022 |publisher=[[Federal State Statistics Service (Russia)|Federal State Statistics Service]]}}</ref>
| mannfjöldi_frá_og_með = [[Manntal í Rússlandi (2021)|2021]]
| mannfjöldi_heild = 5.601.911
| mannfjöldi_sæti = [[Evrópskar borgir eftir mannfjölda innan borgarmarka|4.]] í Evrópu<br />[[Rússneskar borgir eftir mannfjölda|2.]] í Rússlandi
| mannfjöldi_þéttleiki_km2 = 3992.81
| tímabelti1 = [[Moskvutími|MSK]]<ref>{{Cite web |script-title=ru:"Об исчислении времени". Официальный интернет-портал правовой информации |url=http://pravo.gov.ru/proxy/ips/?docbody=&prevDoc=102483854&backlink=1&&nd=102148085 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20200622151333/http://pravo.gov.ru/proxy/ips/?docbody=&prevDoc=102483854&backlink=1&&nd=102148085 |archive-date=22 June 2020 |access-date=19 January 2019 |language=ru}}</ref>
| utc_hliðrun1 = +3
| póstnúmer_gerð = Póstnúmer
| póstnúmer = 190000—199406
| svæðisnúmer_gerð = [[Símanúmer í Rússlandi|Svæðisnúmer]]
| svæðisnúmer = 812
| iso_code = RU-SPE
| vefsíða = https://gov.spb.ru
}}
'''Sankti Pétursborg''' ([[rússneska]]: Санкт-Петербург ''Sankt-Peterbúrg''; áður þekkt sem Petrograd 1914-1924 og Leníngrad 1924-1991) er [[borg]] sem stendur á [[Kirjálaeiði]]nu við ósa árinnar [[Neva|Nevu]] þar sem hún rennur út í [[Kirjálabotn]] í Norðvestur-[[Rússland]]i. Um 5,6 milljónir bjuggu í borginni árið 2021.
[[Pétur mikli]] Rússakeisari stofnaði borgina árið [[1703]] sem [[Evrópa|evrópska]] stórborg og var hún [[höfuðborg]] [[Rússland]]s fram að [[Októberbyltingin|októberbyltingunni]] [[1917]]. Borgin heitir þó ekki eftir Pétri mikla heldur [[Pétur postuli|Pétri postula]]. Borgin var reist þar sem áður stóð sænska virkið [[Nyenschantz]] sem Rússar höfðu lagt undir sig í [[Norðurlandaófriðurinn mikli|norðurlandaófriðnum mikla]] árið 1702. Í Rússlandi tengist borgin því stofnun [[rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæmisins]] og upphafinu á stórveldistíma Rússlands í Evrópu. Borgin var [[höfuðborg]] keisaradæmisins frá 1713 til 1918. Eftir [[októberbyltingin|októberbyltinguna]] 1917 fluttu bolsévikar höfuðborgina til [[Moskva|Moskvu]].
Í [[fyrri heimstyrjöld]]inni árið 1914 var borgin nefnd Petrograd á rússnesku eða „Pétursborg“. Þýsku orðin „sankt“ og „burg“ voru fjarlægð úr nafninu. Fimm dögum eftir andlát [[Vladímír Lenín|Vladímírs Leníns]], 26. janúar 1924 var borgin nefnd Leníngrad eftir honum. Í fyrstu forsetakosningunum í Rússlandi 19. júní 1991 völdu íbúar borgarinnar í atkvæðagreiðslu að nafni hennar yrði breytt til fyrra horfs. Rússar hafa oft talað um borgina sem „glugga að Evrópu“ eða „glugga til vesturs“.<ref>{{Cite web |date=2 June 2022 |title=Russia won't close Tsar Peter's 'window to Europe', Kremlin says |url=https://www.reuters.com/world/europe/russia-does-not-plan-close-window-europe-kremlin-says-2022-06-02 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20220707140918/https://www.reuters.com/world/europe/russia-does-not-plan-close-window-europe-kremlin-says-2022-06-02 |archive-date=7 July 2022 |access-date=7 July 2022 |website=[[Reuters]]}}</ref><ref>{{Cite web |last=Glancey |first=Jonathan |date=24 May 2003 |title=Window on the west |url=https://www.theguardian.com/artanddesign/2003/may/24/architecture.artsfeatures |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20220707140916/https://www.theguardian.com/artanddesign/2003/may/24/architecture.artsfeatures |archive-date=7 July 2022 |access-date=7 July 2022 |website=[[The Guardian]]}}</ref> Borgin er nyrsta [[stórborg]] (með yfir milljón íbúa) heims. Hún hefur verið kölluð „[[Feneyjar]] norðursins“ eða „hinar rússnesku Feneyjar“, bæði út af vatnaleiðum í borginni og vegna þess hve arkitektúr og hönnun borgarinnar er innblásin af fyrirmyndum frá Vestur-Evrópu.<ref>{{Cite web |title=St. Petersburg |url=http://www.ecstudyabroad.net/stpetersburg |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20190415205546/http://www.ecstudyabroad.net/stpetersburg |archive-date=15 April 2019 |access-date=15 April 2019 |publisher=European Council}}</ref><ref>{{Cite web |title=Reise nach St. Petersburg – 6 Tage | Gruppen- und maßgeschneiderte Touren | Pauschalreisen nach Russland |url=https://www.russlanderleben.de/de/display_tour/discover_the_beauty_of_the_russian_venice.html |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20190415205546/https://www.russlanderleben.de/de/display_tour/discover_the_beauty_of_the_russian_venice.html |archive-date=15 April 2019 |access-date=15 April 2019 |website=Russlanderleben.de}}</ref><ref>{{Cite web |title=Winter in St. Petersburg |url=https://www.autentic-distribution.com/68/pid/255/Winter-in-St-Petersburg.htm |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20210505161650/https://www.autentic-distribution.com/68/pid/255/Winter-in-St-Petersburg.htm |archive-date=5 May 2021 |access-date=18 April 2019 |website=Autentic-distribution.com}}</ref> Borgin hefur líka verið kölluð „borg hinna hvítu nátta“ vegna [[miðnætursól]]arinnar á sumrin.<ref>{{Cite book |last=Doka, Konstantin Afanasʹevich |title=Saint Petersburg : the city of the white nights |date=1997 |publisher=P-2 Art Publishers |others=Doka, Natalʹi︠a︡ Aleksandrovna., Vesnin, Sergeĭ., Williams, Paul |isbn=5-8909-1031-0 |location=St. Petersburg |oclc=644640534}}</ref><ref>{{Cite web |date=31 July 2018 |title=The City of White Nights – Saint Petersburg |url=https://designcollector.net/likes/the-city-of-white-nights-saint-petersburg |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20190718174859/https://designcollector.net/likes/the-city-of-white-nights-saint-petersburg |archive-date=18 July 2019 |access-date=13 June 2019 |website=Designcollector}}</ref> Sankti Pétursborg hefur verið kölluð „[[Palmýra]] norðursins“ vegna fjölda áberandi ríkmannlegra bygginga.<ref>{{Cite journal |last=Olivia |first=Griese |date=January 2005 |title="Palmyra des Nordens": St. Petersburg – eine nordosteuropäische Metropole? |journal=Jahrbücher für Geschichte Osteuropas |publisher=[[Franz Steiner Verlag]] |volume=53 |pages=349–362 |jstor=41051447 |number=3}}</ref>
{{Clear|left}}
Miðbær borgarinnar er á heimsminjalista [[UNESCO]]. Þar á meðal er [[Vetrarhöllin]]. Nýbyggingin [[Lakhta-miðstöðin]] er hæsta bygging Evrópu (463 metrar). Yfir 200 söfn eru í borginni.
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{Stubbur|landafræði}}
{{Stjórnsýsluskipting Rússlands}}
[[Flokkur:Borgir í Rússlandi]]
[[Flokkur:Hafnarborgir]]
chtfj96pafit8a55zjum7j0luxf2nav
Beatrix Hollandsdrottning
0
30662
1921747
1916766
2025-06-27T09:01:02Z
TKSnaevarr
53243
1921747
wikitext
text/x-wiki
{{konungur
| titill = Drottning Hollands
| ætt = [[Óraníuættin]]
| skjaldarmerki = Royal coat of arms of the Netherlands.svg
| nafn = Beatrix
| mynd = Beatrix in April 2013.jpg
| skírnarnafn = Beatrix Wilhelmina Armgard
| fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1938|1|31}}
| fæðingarstaður = [[Soestdijk-höll]], [[Baarn]], [[Holland]]i
| grafinn = [[Nieuwe Kerk (Delft)|Nieuwe Kerk]], [[Delft]], Hollandi
| ríkisár = 30. apríl 1980 – 30. apríl 2013
| undirskrift = Beatrix of the Netherlands Signature.svg
| faðir = [[Bernharður Hollandsprins]]
| móðir = [[Júlíana Hollandsdrottning]]
| maki = {{gifting|[[Claus von Amsberg]]|1966|2002|orsök=dó}}
| titill_maka = Eiginmaður
| börn = {{ubl|[[Vilhjálmur Alexander Hollandskonungur|Vilhjálmur Alexander]]|[[Jóhann Hollandsprins|Jóhann]]|[[Konstantínus Hollandsprins|Konstantínus]]}}
}}
'''Beatrix Wilhelmina Armgard''' (fædd [[31. janúar]] [[1938]]) var drottning [[Holland]]s og gegndi embættinu frá [[30. apríl]] [[1980]], þegar móðir hennar, [[Júlíana Hollandsdrottning|Júlíana drottning]], eftirlét henni krúnuna, og til [[30. apríl]] [[2013]], þegar elsti sonur hennar, [[Vilhjálmur Alexander Hollandskonungur|Vilhjálmur Alexander]], tók við.<ref>{{Vefheimild|titill=Beatrix drottning Hollands segir af sér, sonur hennar tekur við|url=https://www.visir.is/g/2013474776d|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags= 29. janúar 2013|skoðað=27. júní 2025}}</ref> Þegar Beatrix var ung stúlka flúði hún land ásamt móður sinni og systur þegar [[Þýskaland|Þjóðverjar]] tóku Holland í [[seinni heimsstyrjöldin]]ni, fyrst til [[Bretland]]s árið [[1940]] og síðar til [[Ottawa]] í [[Kanada]].
== Fjölskylda ==
Árið [[1965]] trúlofaðist Beatrix þýskum manni að nafni [[Claus van Amsberg]] (f. [[6. september]] [[1926]], d. [[6. október]] [[2002]]). Val hennar á eiginmanni var umdeilt og olli miklum mótmælum þar sem van Amsberg hafði verið í [[Hitlersæskan|Hitlersæskunni]]. Hann öðlaðist þó viðurkenningu þjóðarinnar þegar frá leið og varð einn vinsælasti meðlimur konungsfjölskyldunnar. Þau eignuðust þrjá syni: [[Vilhjálmur Alexander Hollandskonungur|Vilhjálmur Alexander]] (f. [[1967]]), [[Jóhann Hollandsprins|Johan-Friso]] (f. [[1968]]; d. [[2013]]) og [[Konstantínus Hollandsprins|Constantijn]] (f. [[1969]]).
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = Drottning Hollands |
frá = 30. apríl 1980|
til = 30. apríl 2013|
fyrir = [[Júlíana Hollandsdrottning|Júlíana]] |
eftir = [[Vilhjálmur Alexander Hollandskonungur|Vilhjálmur Alexander]] |
}}
{{Töfluendir}}
{{Hollenskir þjóðhöfðingjar}}
{{stubbur|æviágrip}}
{{f|1938}}
[[Flokkur:Einvaldar Hollands]]
[[Flokkur:Óraníuættin]]
72nr3hmi435l6ob4axbiprrs3hhr3wq
1921749
1921747
2025-06-27T09:19:42Z
TKSnaevarr
53243
1921749
wikitext
text/x-wiki
{{konungur
| titill = Drottning Hollands
| ætt = [[Óraníuættin]]
| skjaldarmerki = Royal coat of arms of the Netherlands.svg
| nafn = Beatrix
| mynd = Beatrix in April 2013.jpg
| skírnarnafn = Beatrix Wilhelmina Armgard
| fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1938|1|31}}
| fæðingarstaður = [[Soestdijk-höll]], [[Baarn]], [[Holland]]i
| ríkisár = 30. apríl 1980 – 30. apríl 2013
| undirskrift = Beatrix of the Netherlands Signature.svg
| faðir = [[Bernharður Hollandsprins]]
| móðir = [[Júlíana Hollandsdrottning]]
| maki = {{gifting|[[Claus von Amsberg]]|1966|2002|orsök=dó}}
| titill_maka = Eiginmaður
| börn = {{ubl|[[Vilhjálmur Alexander Hollandskonungur|Vilhjálmur Alexander]]|[[Jóhann Hollandsprins|Jóhann]]|[[Konstantínus Hollandsprins|Konstantínus]]}}
}}
'''Beatrix Wilhelmina Armgard''' (fædd [[31. janúar]] [[1938]]) var drottning [[Holland]]s og gegndi embættinu frá [[30. apríl]] [[1980]], þegar móðir hennar, [[Júlíana Hollandsdrottning|Júlíana drottning]], eftirlét henni krúnuna, og til [[30. apríl]] [[2013]], þegar elsti sonur hennar, [[Vilhjálmur Alexander Hollandskonungur|Vilhjálmur Alexander]], tók við.<ref>{{Vefheimild|titill=Beatrix drottning Hollands segir af sér, sonur hennar tekur við|url=https://www.visir.is/g/2013474776d|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags= 29. janúar 2013|skoðað=27. júní 2025}}</ref> Þegar Beatrix var ung stúlka flúði hún land ásamt móður sinni og systur þegar [[Þýskaland|Þjóðverjar]] tóku Holland í [[seinni heimsstyrjöldin]]ni, fyrst til [[Bretland]]s árið [[1940]] og síðar til [[Ottawa]] í [[Kanada]].
== Fjölskylda ==
Árið [[1965]] trúlofaðist Beatrix þýskum manni að nafni [[Claus van Amsberg]] (f. [[6. september]] [[1926]], d. [[6. október]] [[2002]]). Val hennar á eiginmanni var umdeilt og olli miklum mótmælum þar sem van Amsberg hafði verið í [[Hitlersæskan|Hitlersæskunni]]. Hann öðlaðist þó viðurkenningu þjóðarinnar þegar frá leið og varð einn vinsælasti meðlimur konungsfjölskyldunnar. Þau eignuðust þrjá syni: [[Vilhjálmur Alexander Hollandskonungur|Vilhjálmur Alexander]] (f. [[1967]]), [[Jóhann Hollandsprins|Johan-Friso]] (f. [[1968]]; d. [[2013]]) og [[Konstantínus Hollandsprins|Constantijn]] (f. [[1969]]).
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = Drottning Hollands |
frá = 30. apríl 1980|
til = 30. apríl 2013|
fyrir = [[Júlíana Hollandsdrottning|Júlíana]] |
eftir = [[Vilhjálmur Alexander Hollandskonungur|Vilhjálmur Alexander]] |
}}
{{Töfluendir}}
{{Hollenskir þjóðhöfðingjar}}
{{stubbur|æviágrip}}
{{f|1938}}
[[Flokkur:Einvaldar Hollands]]
[[Flokkur:Óraníuættin]]
mkkv1aa3f57j169unr347k1sigvlw0c
Vilhjálmur Alexander Hollandskonungur
0
30681
1921753
1914660
2025-06-27T09:23:08Z
TKSnaevarr
53243
1921753
wikitext
text/x-wiki
{{konungur
| titill = Konungur Hollands
| ætt = [[Óraníuættin]]
| skjaldarmerki = Royal coat of arms of the Netherlands.svg
| nafn = Beatrix
| mynd = Zijne Majesteit Koning Willem-Alexander met koningsmantel april 2013.jpeg
| skírnarnafn = Willem-Alexander Claus George Ferdinand
| fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1967|4|27}}
| fæðingarstaður = [[Utrecht]], [[Holland]]i
| ríkisár = 30. apríl 2013 –
| undirskrift = Beatrix of the Netherlands Signature.svg
| faðir = [[Claus von Amsberg]]
| móðir = [[Beatrix Hollandsdrottning]]
| maki = {{gifting|[[Máxima Hollandsdrottning|Máxima Zorreguieta Cerruti]]|2002}}
| titill_maka = Drottning
| börn = {{ubl|[[Katrín Amalía Hollandsprinsessa|Katrín Amalía]]|[[Alexía Hollandsprinsessa|Alexía]]|[[Aríanna Hollandsprinsessa|Aríanna]]}}
}}
'''Vilhjálmur Alexander''' eða '''Willem-Alexander''' (''Willem-Alexander Claus George Ferdinand'') (fæddur [[27. apríl]] [[1967]]) er konungur Hollands. Hann er sonur [[Beatrix]] Hollandsdrottningar og Claus prins og tók við konungdæmi 30. apríl 2013, þegar móðir hans sagði af sér.<ref>{{Vefheimild|titill=Beatrix drottning Hollands segir af sér, sonur hennar tekur við|url=https://www.visir.is/g/2013474776d|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags= 29. janúar 2013|skoðað=27. júní 2025}}</ref> Hann varð þar með fyrsti konungur Hollands frá því að Vilhjálmur 3. lést 1890 og hafði þá verið krónprins Hollands frá 1980.
== Fjölskylda ==
Þann [[2. febrúar]] [[2002]] giftist Vilhjálmur Alexander [[Argentína|argentínskri]] konu að nafni [[Máxima Hollandsdrottning|Máxima Zorreguieta Cerruti]] (f.[[17. maí]] [[1971]]). Val hans á eiginkonu vakti í fyrstu hörð viðbrögð landsmanna, þar sem faðir Máximu hafði verið landbúnaðarráðherra í stjórnartíð argentínska forsetans [[Jorge Rafael Videla]], einræðisherra. Út af því var föður hennar ráðlagt að mæta ekki í brúðkaupið.<ref>{{Vefheimild|titill= Hollendingar elska nýju drottninguna|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/04/30/hollendingar_elska_nyju_drottninguna/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags= 30. apríl 2013 |skoðað=27. júní 2025}}</ref> Maxima og Vilhjálmur Alexander eiga þrjár dætur:
* [[Katrín Amalía Hollandsprinsessa|Katrín Amalía]] (f. [[2003]])
* [[Alexía Hollandsprinsessa|Alexía]] (f. [[2005]])
* [[Aríanna Hollandsprinsessa|Aríanna]] (f. [[2007]])
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = Konungur Hollands |
frá = 30. apríl 2013|
til =|
fyrir = [[Beatrix Hollandsdrottning|Beatrix]] |
eftir = Enn í embætti|
}}
{{Töfluendir}}
{{f|1967}}
{{Hollenskir þjóðhöfðingjar}}
{{Þjóðhöfðingjar aðildarríkja Evrópusambandsins}}
[[Flokkur:Einvaldar Hollands]]
[[Flokkur:Óraníufurstar]]
[[Flokkur:Óraníuættin]]
o2a11awuchady2yv0a9e4903fs1q0f6
1921755
1921753
2025-06-27T09:23:29Z
TKSnaevarr
53243
1921755
wikitext
text/x-wiki
{{konungur
| titill = Konungur Hollands
| ætt = [[Óraníuættin]]
| skjaldarmerki = Royal coat of arms of the Netherlands.svg
| nafn = Beatrix
| mynd = Zijne Majesteit Koning Willem-Alexander met koningsmantel april 2013.jpeg
| skírnarnafn = Willem-Alexander Claus George Ferdinand
| fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1967|4|27}}
| fæðingarstaður = [[Utrecht]], [[Holland]]i
| ríkisár = 30. apríl 2013 –
| undirskrift = Beatrix of the Netherlands Signature.svg
| faðir = [[Claus von Amsberg]]
| móðir = [[Beatrix Hollandsdrottning]]
| maki = {{gifting|[[Máxima Hollandsdrottning|Máxima Zorreguieta Cerruti]]|2002}}
| titill_maka = Drottning
| börn = {{ubl|[[Katrín Amalía Hollandsprinsessa|Katrín Amalía]]|[[Alexía Hollandsprinsessa|Alexía]]|[[Aríanna Hollandsprinsessa|Aríanna]]}}
}}
'''Vilhjálmur Alexander''' eða '''Willem-Alexander''' (''Willem-Alexander Claus George Ferdinand'') (fæddur [[27. apríl]] [[1967]]) er konungur Hollands. Hann er sonur [[Beatrix]] Hollandsdrottningar og Claus prins og tók við konungdæmi 30. apríl 2013, þegar móðir hans sagði af sér.<ref>{{Vefheimild|titill=Beatrix drottning Hollands segir af sér, sonur hennar tekur við|url=https://www.visir.is/g/2013474776d|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags= 29. janúar 2013|skoðað=27. júní 2025}}</ref> Hann varð þar með fyrsti konungur Hollands frá því að Vilhjálmur 3. lést 1890 og hafði þá verið krónprins Hollands frá 1980.
== Fjölskylda ==
Þann [[2. febrúar]] [[2002]] giftist Vilhjálmur Alexander [[Argentína|argentínskri]] konu að nafni [[Máxima Hollandsdrottning|Máxima Zorreguieta Cerruti]] (f.[[17. maí]] [[1971]]). Val hans á eiginkonu vakti í fyrstu hörð viðbrögð landsmanna, þar sem faðir Máximu hafði verið landbúnaðarráðherra í stjórnartíð argentínska forsetans [[Jorge Rafael Videla]], einræðisherra. Út af því var föður hennar ráðlagt að mæta ekki í brúðkaupið.<ref>{{Vefheimild|titill= Hollendingar elska nýju drottninguna|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/04/30/hollendingar_elska_nyju_drottninguna/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags= 30. apríl 2013 |skoðað=27. júní 2025}}</ref> Maxima og Vilhjálmur Alexander eiga þrjár dætur:
* [[Katrín Amalía Hollandsprinsessa|Katrín Amalía]] (f. [[2003]])
* [[Alexía Hollandsprinsessa|Alexía]] (f. [[2005]])
* [[Aríanna Hollandsprinsessa|Aríanna]] (f. [[2007]])
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = Konungur Hollands |
frá = 30. apríl 2013|
til =|
fyrir = [[Beatrix Hollandsdrottning|Beatrix]] |
eftir = Enn í embætti|
}}
{{Töfluendir}}
{{f|1967}}
{{Hollenskir þjóðhöfðingjar}}
{{Þjóðhöfðingjar aðildarríkja Evrópusambandsins}}
{{stubbur|æviágrip}}
[[Flokkur:Einvaldar Hollands]]
[[Flokkur:Óraníufurstar]]
[[Flokkur:Óraníuættin]]
koills9lswxgicusiqlzf13nxp44g3m
1921760
1921755
2025-06-27T09:29:25Z
TKSnaevarr
53243
1921760
wikitext
text/x-wiki
{{konungur
| titill = Konungur Hollands
| ætt = [[Óraníuættin]]
| skjaldarmerki = Royal coat of arms of the Netherlands.svg
| nafn = Beatrix
| mynd = Zijne Majesteit Koning Willem-Alexander met koningsmantel april 2013.jpeg
| skírnarnafn = Willem-Alexander Claus George Ferdinand
| fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1967|4|27}}
| fæðingarstaður = [[Utrecht]], [[Holland]]i
| ríkisár = 30. apríl 2013 –
| undirskrift = Handtekening Willem-Alexander.svg
| faðir = [[Claus von Amsberg]]
| móðir = [[Beatrix Hollandsdrottning]]
| maki = {{gifting|[[Máxima Hollandsdrottning|Máxima Zorreguieta Cerruti]]|2002}}
| titill_maka = Drottning
| börn = {{ubl|[[Katrín Amalía Hollandsprinsessa|Katrín Amalía]]|[[Alexía Hollandsprinsessa|Alexía]]|[[Aríanna Hollandsprinsessa|Aríanna]]}}
}}
'''Vilhjálmur Alexander''' eða '''Willem-Alexander''' (''Willem-Alexander Claus George Ferdinand'') (fæddur [[27. apríl]] [[1967]]) er konungur Hollands. Hann er sonur [[Beatrix]] Hollandsdrottningar og Claus prins og tók við konungdæmi 30. apríl 2013, þegar móðir hans sagði af sér.<ref>{{Vefheimild|titill=Beatrix drottning Hollands segir af sér, sonur hennar tekur við|url=https://www.visir.is/g/2013474776d|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags= 29. janúar 2013|skoðað=27. júní 2025}}</ref> Hann varð þar með fyrsti konungur Hollands frá því að Vilhjálmur 3. lést 1890 og hafði þá verið krónprins Hollands frá 1980.
== Fjölskylda ==
Þann [[2. febrúar]] [[2002]] giftist Vilhjálmur Alexander [[Argentína|argentínskri]] konu að nafni [[Máxima Hollandsdrottning|Máxima Zorreguieta Cerruti]] (f.[[17. maí]] [[1971]]). Val hans á eiginkonu vakti í fyrstu hörð viðbrögð landsmanna, þar sem faðir Máximu hafði verið landbúnaðarráðherra í stjórnartíð argentínska forsetans [[Jorge Rafael Videla]], einræðisherra. Út af því var föður hennar ráðlagt að mæta ekki í brúðkaupið.<ref>{{Vefheimild|titill= Hollendingar elska nýju drottninguna|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/04/30/hollendingar_elska_nyju_drottninguna/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags= 30. apríl 2013 |skoðað=27. júní 2025}}</ref> Maxima og Vilhjálmur Alexander eiga þrjár dætur:
* [[Katrín Amalía Hollandsprinsessa|Katrín Amalía]] (f. [[2003]])
* [[Alexía Hollandsprinsessa|Alexía]] (f. [[2005]])
* [[Aríanna Hollandsprinsessa|Aríanna]] (f. [[2007]])
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = Konungur Hollands |
frá = 30. apríl 2013|
til =|
fyrir = [[Beatrix Hollandsdrottning|Beatrix]] |
eftir = Enn í embætti|
}}
{{Töfluendir}}
{{f|1967}}
{{Hollenskir þjóðhöfðingjar}}
{{Þjóðhöfðingjar aðildarríkja Evrópusambandsins}}
{{stubbur|æviágrip}}
[[Flokkur:Einvaldar Hollands]]
[[Flokkur:Óraníufurstar]]
[[Flokkur:Óraníuættin]]
oeuyxpg39rev0b5vqt79sy0wvgynpqr
Tekjuskattur
0
31353
1921748
1540510
2025-06-27T09:08:09Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921748
wikitext
text/x-wiki
'''Tekjuskattur''' er [[skattur]] sem [[ríkið]] leggur á [[tekjur]] einstaklinga og fyrirtæki. Tekjuskattur er oftast ákveðið hlutfall frekar en [[fasti]].
== Tekjuskattur á Íslandi ==
Árið 2014 eru skattþrepin þessi:
37,30% skattur er tekinn af launum sem eru 290.000 krónur eða minna á mánuði.
39,74% skattur er tekinn af launum sem eru á bilinu 290.001 til 784.619 kr. á mánuði.
46,24% skattur er tekinn af launum sem eru 784.619 og meira á mánuði.
Heimild: [http://www.attavitinn.is/peningar/laun-og-skattur/tekjuskattur heimild] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140712063912/http://www.attavitinn.is/peningar/laun-og-skattur/tekjuskattur |date=2014-07-12 }}
== Saga ==
Tekjuskattur var fyrst lögleiddur í [[Bretland]]i árið [[1799]] til þess að standa kostnað af Napoleónsstyrjöldinni.
== Tengt efni ==
* [[Eignaskattur]]
* [[Fjármagnstekjuskattur]]
* [[Lafferkúrfan]]
* [[Útsvar]]
== Tenglar ==
* [http://www.althingi.is/lagas/nuna/2003090.html Lög um tekjuskatt]
* [http://www.rikiskassinn.is/ordskyringar/ Orðskýringar Ríkiskassanns]
* [http://skattalagasafn.is/?log=90.2003.6&cat=42&tab=2#G66 Skattlagasafn Ríkisskattsjóra, VI. kafli.]
{{Stubbur|hagfræði}}
[[Flokkur:Sköttun]]
d71qpc604vrcc8kfmtb1119e9g2mp07
Flokkur:Löggæsla á Íslandi
14
33341
1921677
1403657
2025-06-26T22:08:14Z
TKSnaevarr
53243
1921677
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Löggæsla eftir löndum|Ísland]]
[[Flokkur:Ísland]]
8tdnbjlxb57f3leudo6q5nisu9u38cv
Wikipedia:Tillögur að greinum
4
37603
1921694
1913272
2025-06-26T23:10:23Z
TKSnaevarr
53243
/* Fólk */
1921694
wikitext
text/x-wiki
__NOINDEX__
<!-- {{Skjalasafn|* [[Wikipedia:Beiðnir_um_greinar/Eldra|Eldri umræður (óvirkt)]]}} -->
Hér geturðu lagt inn tillögur að greinum sem ættu að vera til, málefnum sem ættu að koma betur fram í grein, og bent á greinar sem er brýnt að bæta.
Wikipedía er sífellt í vinnslu og það er aldrei hægt að gera allar greinar fullkomnar. Það er enginn ritstjóri á Wikipedíu og hér er allt gert í sjálfboðavinnu. Eina leiðin til þess að fullvissa sig um að grein verði skrifuð [[wikipedia:Kynning|'''er að gera það sjálfur''']]. Tilgangurinn með þessum lista er að gefa öðrum höfundum yfirsýn yfir hvað sé brýnast að bæta, kannski veit viðkomandi voða mikið um málefnið og langar að henda í góða grein um það en hafði bara ekki dottið það í hug.
Hafðu í huga:
* Þær greinar sem eru lagðar til þurfa að vera um eitthvað mjög [[wikipedia:Markvert_efni|'''markvert''']].
* Best er auðvitað að [[wikipedia:Kynning|'''skrifa greinina bara sjálfur''']].
* Láttu hlekk fylgja með á greinina þó hún sé ekki til ennþá.
* Láttu fylgja með slóðir á erlendar Wikipedíur eða slóðir á greinar um efnið.
* Láttu fylgja með stutta lýsingu á efninu ef það er ekki augljóst.
* Ef þú ert að leggja til að grein verði bætt, láttu fylgja með lýsingu hvað þarf helst að bæta (sé það ekki augljóst).
* Sumar greinar er brýnna að vinna að en aðrar, mikilvægustu greinarnar ættu að koma fram efst í viðeigandi lista.
== Efni tengt Íslandi ==
=== Almennt ===
* [[Konukot]]
* [[Krabbameinsfélag Íslands]]
* [[Ljósmæðraskóli Íslands]]
* [[Menntaskóli í tónlist]]
=== Stjórnmál ===
* [[Tvímenningskjördæmi]]
* [[Búvörusamningar]]
* [[Flugfreyjuverkfallið 1985]]
* [[Gagnagrunnsmálið]]
* [[Ólafslög]]
* [[Sólstöðusamningar]]
* [[Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík]]
* [[Guðmundur Bjarnason]]
* [[Magnús Torfi Ólafsson]]
* [[Stefán Valgeirsson]]
=== Íslandssaga ===
=== Menning ===
* [[Marshalláætlunin#Ísland|Áhrif Marshallaðstoðarinnar á Ísland]] <small>– Sumt hefur verið skrifað en annað er óljóst.</small>
* [[Skiltakarlarnir]] – <small>Greinin segir ekki mjög skýrt hvað það er sem þeir gera.</small>
=== Landafræði ===
* [[Ísafjörður (þéttbýli)|Ísafjörður]] – Voða stutt grein
=== Íþróttir ===
* [[Geir Hallsteinsson]]
* [[Íþróttamaður ársins]] (Það vantar greinar um nokkra á listanum)
* [[Ólympíumót fatlaðra]] (Má bæta greinina verulega og fjalla t.d. um þátttöku Íslendinga)
=== Menning ===
* [[Listi yfir íslensk orðatiltæki]]
* [[handrit: Hymnodia]]
* [[Langspil]] (vantar meira um sögu og heimildir)
* [[Oj, pri lusjku, pri lusjke]]<sup>[[:no:Oj, pri lusjku, pri lusjke|no]], [[:simple:Oy, pri luzhku|en]]</sup>
* [[Symfón]]
* [[Arndís Þórarinsdóttir]]
* [[José Baroja]] Scríbhneoir Sile
* [[Finnur Jónsson (myndlistamaður)]]
* [[Guðlaugur Rósinkranz]]
* [[Guðmunda Elíasdóttir]]
* [[Halldóra Thoroddsen]]
* [[Hrafnhildur Arnardóttir]]
* [[Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir]]
* [[Hulda Hákon]]
* [[Jóhann Hjálmarsson]]
* [[Karl Kvaran]]
* [[Kristinn E. Hrafnsson]]
* [[Linda Vilhjálmsdóttir]]
* [[Ólafur Haukur Símonarson]]
* [[Sigurbjörg Þrastardóttir]]
* [[Sveinn Einarsson]]
* [[Þórdís Gísladóttir]]
* [[Heiðurslaun listamanna]]
* [[Borgarlistamaður Reykjavíkur]]
=== Hljómsveitir ===
* [[World Narcosis]]
* [[Svartidauði (hljómsveit)]]
* [[Ríó Tríó]]
=== Fyrirtæki ===
* Íslensku bankarnir: [[Arion banki]] – Vantar alla sögu um Búnaðarbankann og útrás Kaupþings. Til eru góðar greinar á Wikipedíu um [[Bankahrunið á Íslandi|bankahrunið]] og þær mætti tvinna inn í greinina um bankann sjálfan. Það sama á við um [[Íslandsbanki|Íslandsbanka]] og [[Landsbankinn|Landsbankann]].
=== Fólk ===
* [[Birna Einarsdóttir]] (bankastjóri)
* [[Eva María Jónsdóttir]][http://www.visir.is/g/2009828222811] Leikkona og þulur
* [[Birkir Hólm Guðnason]] [[:en:Birkir Hólm Guðnason|(en)]] Forstjóri Icelandair 2008–2017
* [[Guðmundur Arnlaugsson]], rektor Menntaskólans við Hamrahlíð
* [[Helgi Magnússon]] (viðskiptamaður)
* [[Pétur M. Jónasson]]/[[Pétur Mikkel Jónasson]] (1920–2020) vatnavistfræðingur [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/10/13/andlat_dr_petur_m_jonasson/]
* [[Sigfús J. Johnsen]]/[[Sigfús Jóhann Johnsen]] (1940–2013) jarðeðlisfræðingur [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/06/06/andlat_sigfus_johann_johnsen/]
* [[Örnólfur Thorlacius]], rektor Menntaskólans við Hamrahlíð
== Annað ==
*[[Klassísk glíma]]<sup>[[:en:Wrestling|en]]</sup>
* [[Listi yfir heimsminjar í hættu]] [[:en:List of World Heritage Sites in danger|(en)]]
=== Vísindi og tækni ===
* [[Lögmál Arkimedesar]]
* [[Talstöð]] (eða [[VHF-talstöð]] um hátíðnitalstöðvar)
*[[Lyf]] – of stutt
=== Fyrirtæki ===
* [[Ekkert bruðl]] [[:en:No frills|(en)]] - viðskiptalíkan sem felur í sér litla peningasóun til að halda verðinu lágu.
* [[Pfizer]] [[:en:Pfizer|(en)]]
=== Fólk ===
* [[Carl Nielsen]] [[:da:Carl Nielsen|(da)]],[[:de:Carl Nielsen|(de)]],[[:en:Carl Nielsen|(en)]],[[:es:Carl Nielsen|(es)]],[[:fi:Carl Nielsen|(fi)]],[[:fr:Carl Nielsen|(fr)]],[[:it:Carl Nielsen|(it)]],[[:nl:Carl Nielsen|(nl)]],[[:nn:Carl Nielsen|(nn)]],[[:no:Carl Nielsen|(no)]],[[:sv:Carl Nielsen|(sv)]] – Danskt tónskáld
* [[Rued Langgaard]] [[:da:Rued Langgaard|(da)]],[[:de:Rued Langgaard|(de)]],[[:en:Rued Langgaard|(en)]],[[:es:Rued Langgaard|(es)]],[[:fi:Rued Langgaard|(fi)]],[[:fr:Rued Langgaard|(fr)]],[[:it:Rued Langgaard|(it)]],[[:nl:Rued Langgaard|(nl)]],[[:no:Rued Langgaard|(no)]],[[:sv:Rued Langgaard|(sv)]] – Danskt tónskáld
* [[John Cena]] [[:da:John Cena|(da)]],[[:de:John Cena|(de)]],[[:fr:John Cena|(fr)]],[[:en:John Cena|(en)]] – Bandarískur glímukappi
* [[The Undertaker]] [[:da:The Undertaker|(da)]],[[:de:The Undertaker|(de)]],[[:fr:The Undertaker|(fr)]],[[:en:The Undertaker|(en)]] – Bandarískur glímukappi
* [[Hulk Hogan]] [[:da:Hulk Hogan|(da)]],[[:de:Hulk Hogan|(de)]],[[:fr:Hulk Hogan|(fr)]],[[:en:Hulk Hogan|(en)]] – Bandarískur glímukappi
* [[Saraṇa Bhikkhu]] ([[:no:Saraṇa Bhikkhu|no]])
=== Heilsa ===
==== Sjúkdómar o.fl. ====
* [[Mænuskaði]]
* [[Kvíði]] og yfirflokkurinn [[kvíðaraskanir]] • [[Félagsfælni]]
* [[Hjartsláttartruflanir]] • [[Gáttatif]] • [[Flogaveiki]] • [[Sjálfsofnæmissjúkdómar]] • [[Fitulifur]] • [[Blóðprufa]] • [[Ógleði]] • [[Svimi]]
* [[Sóri]] (psoriasis; veit ekki hvaða nafn ætti að vera notað) [[:en:Psoriasis|(en) •]] [[Ónæmisbælandi lyf]]
* [[Sykursýki]] <small>þarf meiri umfjöllun</small> •
* [[Glútenofnæmi]] <small>umfjöllun vantar</small> •
==== Lyf og efni ====
* [[Verkjalyf]] • [[Ópíóíð]] • '''[[Nikótín]]''' – <small>Vantar umfjöllun</small> • [[Metformín|Metformin]] – <small>lyf við sykursýki 2</small>
* [[Hormón]] • [[Hormónaraskandi efni]]
* [[Bólgueyðandi verkjalyf]] [[:en:Nonsteroidal anti-inflammatory drug|(en)]]
==== Smitsjúkdómar ====
* '''[[Salmonella]]''' [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item13100/Salmonella]
* [[Lifrarbilun]] [[:en:liver failure|(en)]]
* [[Epstein–Barr veira|Epstein–Barr veiran]]
* [[Gulusótt]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item15798/Gulusott]
* [[Rauðir hundar]] (Rubella) [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item13099/Raudir-hundar-(Rubella)] • [[Adenóveira]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12463/Augnsykingar-af-voldum-adenoveira] • [[Bandormur]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item15790/Bandormslirfusyki-(cysticercosis)] • [[Basillus]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12342/Basillus] • [[Borrelíósa]] - Lyme sjúkdómur ([[Skógarmítill]]) [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item20339/Borreliosa---Lyme-sjukdomur-(Skogarmitill)] • [[Bótúlismi]] (Clostridium botulinum) [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12472/Botulismi-(Clostridium-botulinum)] • [[Creutzfeldt Jacob veiki]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item15797/Creutzfeldt-Jacob-veiki-og-afbrigdi-hennar] • [[Cryptosporidium]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12473/Cryptosporidium-syking] • [[Giardia]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12478/Giardia] • [[Hand-, fót- og munnsjúkdómur]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12481/Hand---fot--og-munnsjukdomur] • [[Hettusótt]] (Parotitis epidemica, mumps) [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item30581/Hettusott-(Parotitis-epidemica--mumps)] • [[Hérasótt]] (tularemia) [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item15799/Herasott-(tularemia)] • [[Huldusótt]] (Q-fever) [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item15802/Huldusott-(Q-fever)] • [[Jersínía]] (Yersinia enterocolitica) [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12511/Jersinia-(Yersinia-enterocolitica)] • [[Kampýlóbakter]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12512/Kampylobakter] • [[Kláðamaur]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12516/Kladamaur] • [[Kólera]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12518/Kolera] – ''<small>Greinina skortir heimildir</small>'' • [[Kynfæravörtur]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12488/Kynfaeravortur---HPV] • [[Legionella]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12522/Legionella] • [[Listería]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item13085/Listeria] • [[Meningókokkar]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item13087/Meningokokkar] • [[Metisillín ónæmur Staph. aureus]] (MÓSA) [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item15804/Metisillin-onaemur-Staph--aureus-(MOSA)] • [[Nóróveirur]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item13096/Noroveirur] • [[Perfringensgerlar]] (Clostridium perfringens) [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item13097/Perfringensgerlar-(Clostridium-perfringens)] • [[Pneumokokkar]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item13098/Pneumokokkar] • [[RS-veira]] (Respiratory Syncytial Virus) [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item22188/RS-veira-(Respiratory-Syncytial-Virus)] • [[Sígella]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item13102/Sigella] • [[Strongyloides stercoralis]] – tegund [[Þráðormar|þráðorma]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item13106/Strongyloides-stercoralis] • [[Sullaveiki]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item15805/Sullaveiki] • [[Taugaveiki]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item15808/Taugaveiki] • [[Toxóplasmi|Toxóplasmasýking]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item15807/Toxoplasmasyking] • [[Tríkínusýking]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item16300/Trikinusyking] • [[Tríkómónassýking]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item13107/Trikomonassyking] • [[Vankómýsín ónæmir enterókokkar]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item15809/Vankomysin-onaemir-enterokokkar] • [[Vesturnílarveirusótt]] [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item15810/Vesturnilarveirusott] • [[Öldusótt]] (brucellosis) [https://www.landlaeknir.is//smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item15811/Oldusott-(brucellosis)]
[[Flokkur:Wikipedia:Samvinnuverkefni]]
5b0mgh1r09qs238tfapyz66g4nfllrv
Suðurey (Færeyjum)
0
38416
1921629
1830369
2025-06-26T16:58:51Z
Berserkur
10188
1921629
wikitext
text/x-wiki
{{Aðgreiningartengill1|Suðurey|eyna [[Suðurey]] í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]]}}
[[Mynd:Suduroy.png|thumb|Kort af Suðurey]]
{{Heimildir}}
'''Suðurey''' ([[færeyska]]: ''{{lang|fo|Suðuroy}}'') er syðsta [[eyja]] [[Færeyjar|Færeyja]] og sú fjórða stærsta, 163 km². Vesturströnd eyjarinnar er hálend og þar eru mörg þverhnípt fuglabjörg en austurströndin er mjög vogskorin. Mörg sker og hólmar eru við strendur eyjarinnar. Hæsta fjall eyjarinnar er Gluggarnir (610 m) en bjargið [[Beinisvørð]] vestan við þorpið Sumba er þó langþekktast.
== Fólksfækkun ==
Íbúar Suðureyjar voru 4601 árið 2020 en voru tæplega 6000 um 1985 og hefur fækkað jafnt og þétt síðan, meðal annars vegna þess að Suðurey er sú eyja Færeyja sem liggur lengst frá hinum og eru hugmyndir uppi um að gera þangað [[neðansjávargöng]], en göngin yrðu um 20 km löng. Ungu fólki fækkar langmest; heildarfækkunin var um 16% á árunum 1985–2010 en fólki á aldrinum 20–39 ára hefur á sama tíma fækkað um 24,8% og fólki undir tvítugu um 31,5%.<ref>[https://statbank.hagstova.fo/pxweb/en/H2/H2__IB/ Hagstova Færeyja, skoðað 26.6 2025</ref>
Til Suðureyjar siglir [[ferja]] nokkrum sinnum á dag og tekur siglingin frá [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]] til ferjuhafnarinnar Krambatanga á Suðurey um tvo klukkutíma. Til eyjarinnar er einnig áætlunarflug með þyrlu.
== Byggðir ==
[[Mynd:Hvalba scenery.jpg|thumb|left|Séð frá Hvalba, nyrst á Suyðurey, yfir til [[Lítla Dímun|Litla Dímunar]].]]
Byggðirnar á Suðurey eru, taldar frá norðri til suðurs: [[Sandvík]], [[Hvalba]], [[Froðba]], [[Tvøroyri]], [[Trongisvágur]], [[Øravík]], [[Fámjin]], [[Hov]], [[Porkeri]], [[Vágur]], [[Akrar (Færeyjum)|Akrar]], [[Lopra]] og [[Sumba]]. Þær eru allar á austurströndinni nema Fámjin og Sumba. Eyðibyggðirnar [[Víkarbyrgi]] og Akrabyrgi eru á sunnanverðri eynni og eru báðar sagðar hafa farið í eyði í Svarta dauða. Víkarbyrgi byggðist raunar aftur en fór í eyði skömmu fyrir síðustu aldamót. Vegir eru milli allra byggðanna og tvenn [[jarðgöng]] sem tengja nyrstu byggðirnar tvær við syðri hluta eyjarinnar eru með elstu göngum Færeyja. Tvenn önnur göng eru á eynni.
Stærstu bæirnir eru Tvøroyri, sem er stjórnsýslumiðstöð Suðureyjar, og Vágur. Báðir standa þeir við firði umgirta fjöllum. Þessir tveir bæir skiptast á að halda árlega sumarhátíð eyjarskeggja, sem kallast [[Jóansvaka]] og er ekki ósvipuð [[Ólafsvaka|Ólafsvökunni]] í Þórshöfn en er haldin síðustu helgi í júní.
Aðalatvinnuvegir eyjarskeggja eru [[sjósókn]] og [[landbúnaður]] en fyrr á árum var [[námagröftur]] mikilvæg atvinnugrein í Hvalba. Námavinnsla var hafin þar á seinni hluta 18. aldar og árið 1954 voru unnin þar 13000 tonn af [[kol]]um, sem var 75% af kolaþörf færeyskra heimila. Náman er enn starfandi en nú vinna þar aðeins örfáir menn og öll kolin er notuð á eynni sjálfri.
== Saga ==
[[Mynd:Store houses Tvøroyri.jpg|thumb|right|Gömul verslunarhús á Tvøroyri.]]
Sagt er að munkar frá [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]] hafi sest að á Suðurey um miðja 7. öld og er hún samkvæmt því sú eyjanna sem fyrst byggðist. Einni til tveimur öldum síðar komu norrænir víkingar og settust að á eynni. Blómleg byggð er talin hafa verið í Suðurey á miðöldum en í [[Svarti dauði|Svarta dauða]] 1349 er sagt að þrír fjórðu eyjarskeggja hafi fallið í valinn og tvær byggðir að minnsta kosti lögðust í eyði.
Á 17. öld gerðu sjóræningjar oft [[strandhögg]] á eynni, drápu menn og rændu mat, svo að [[hungursneyð]] varð þar og fjöldi manna dó úr sulti. Önnur ástæða fyrir hungursneyðinni var hinn langi og erfiði róður til Þórshafnar, þar sem [[einokun]]arverslunin var, og Suðureyingar stunduðu því mikla [[launverslun]] við erlenda sjómenn. Það ástand lagaðist ekki fyrr en 1826, þegar langþreyttir Suðureyjarbúar fengu því loks framgengt að verslunin opnaði útibú á Tvøroyri.
Árið 1768 hraktist skipsflak frá Bretlandseyjum til Suðureyjar. Á því voru [[rotta|rottur]] sem dreifðust fljótt um eyna og ollu miklum skaða á fuglastofnum. {{Heimild vantar}}
== Tilvísanir ==
<references/>
== Tengill ==
* [http://www.flickr.com/photos/14716771@N05/sets/72157604369438578/ Myndir frá Suðurey] á [[Flickr]]
{{Stubbur|landafræði}}
{{Eyjar í Færeyjum}}
[[Flokkur:Eyjur í Færeyjum]]
[[Flokkur:Færeyjar]]
6se9k7as1j7zeqbh9mmy1p2jm2j05d2
Gransöngvari
0
51939
1921630
1842061
2025-06-26T17:31:16Z
Berserkur
10188
Alvöru mynd
1921630
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| color = pink
| name = Gransöngvari
| image = Chiffchaff - Phylloscopus collybita.jpg
| image_width = 240px
| image2 = Chiffchaff (Phylloscopus collybita) (W1CDR0001497 BD9).ogg
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Spörfuglar]] (''Passeriformes'')
| familia = [[Laufsöngvaraætt]] (''Phylloscopidae'')
| genus = ''[[Phylloscopus]]''
| species = '''''P. collybita'''''
| binomial = ''Phylloscopus collybita''
| binomial_authority = ([[Louis Jean Pierre Vieillot|Vieillot]], [[1817]])
}}
[[Mynd:Chiffchaff245.jpg|thumb|Hljóð gransöngvara.]]
[[File:Phylloscopus collybita collybita MHNT.ZOO.2010.11.202.17.jpg|thumb|''Phylloscopus collybita collybita'']]
'''Gransöngvari''' ([[fræðiheiti]]: ''Phylloscopus collybita'') er algengur laufsöngvari hvers heimkynni eru norðursvæði og tempruð svæði [[Evrópa|Evrópu]] og [[Asía|Asíu]].
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{Commons|Phylloscopus collybita}}
{{commonscat|Phylloscopus collybita}}
{{Wikilífverur|Phylloscopus collybita}}
{{Stubbur|fugl}}
[[Flokkur:Farfuglar á Íslandi]]
[[Flokkur:Laufsöngvarar]]
n1kce30xwg6d1xc07qo9q1v2tdtsu01
1921631
1921630
2025-06-26T17:35:37Z
Berserkur
10188
Líklega flækingur
1921631
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| color = pink
| name = Gransöngvari
| image = Chiffchaff - Phylloscopus collybita.jpg
| image_width = 240px
| image2 = Chiffchaff (Phylloscopus collybita) (W1CDR0001497 BD9).ogg
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Spörfuglar]] (''Passeriformes'')
| familia = [[Laufsöngvaraætt]] (''Phylloscopidae'')
| genus = ''[[Phylloscopus]]''
| species = '''''P. collybita'''''
| binomial = ''Phylloscopus collybita''
| binomial_authority = ([[Louis Jean Pierre Vieillot|Vieillot]], [[1817]])
}}
[[Mynd:Chiffchaff245.jpg|thumb|Hljóð gransöngvara.]]
[[File:Phylloscopus collybita collybita MHNT.ZOO.2010.11.202.17.jpg|thumb|''Phylloscopus collybita collybita'']]
'''Gransöngvari''' ([[fræðiheiti]]: ''Phylloscopus collybita'') er algengur laufsöngvari hvers heimkynni eru norðursvæði og tempruð svæði [[Evrópa|Evrópu]] og [[Asía|Asíu]].
Gransöngvari hefur flækst til Íslands og jafnvel verpt þar. <ref>[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/08/13/helsinginn_i_sokn_og_gransongvari_maettur/ Helsinginn í sókn og gransöngvari mættur] Mbl.is, birt 13. ágúst, 2018</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{Commons|Phylloscopus collybita}}
{{commonscat|Phylloscopus collybita}}
{{Wikilífverur|Phylloscopus collybita}}
{{Stubbur|fugl}}
[[Flokkur:Flækingsfuglar á Íslandi]]
[[Flokkur:Laufsöngvarar]]
e1j52rfz7qrq2kz0vm08669gjojnr6w
Elizabeth Taylor
0
52619
1921632
1757592
2025-06-26T17:47:55Z
Sv1floki
44350
1921632
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Elizabeth Taylor (1096429080).jpg|thumb|Elizabeth Taylor árið 1981.]]
'''Elizabeth Rosemond Taylor''' ([[27. febrúar]] [[1932]] – [[23. mars]] [[2011]]) var [[Bretland|bresk]]-[[Bandaríkin|bandarísk]] [[leikari|leikkona]] sem var ein þekktasta kvikmyndastjarna heims og og jafnframt sú hæstlaunaða um tíma. Hún hlaut tvenn Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki og fjölmargar viðurkenningar.
== Æviágrip ==
Foreldrar Elizabeth Taylor voru bandarískir en bjuggu í [[London]] þegar hún fæddist og er hún því oft talin bresk. Faðir hennar var listmunasali en móðirin hafði verið sviðsleikkona áður en þau giftust. Elizabetn átti einn eldri bróður, Howard, sem var þremur árum eldri en hún. Fjölskyldan flutti frá London til [[Los Angeles]] árið [[1939]] þegar Elizabeth var sjö ára vegna ófriðvænlegs ástands í Evrópu en [[seinni heimstyrjöldin]] braust út skömmu síðar.
Elísabet þótti einstaklega fallegt barn og vinir foreldra hennar hvöttu til þess að reyna að koma henni að hjá kvikmyndaveri. Hún fór í prufu hjá [[Universal Pictures]] og þar var þegar gerður við hana samningur. Hún var tíu ára þegar hún lék í fyrstu mynd sinni, ''There's one born every minute''. Universal Pictures endurnýjuðu þó ekki samninginn við Elizabeth en stuttu síðar var hún byrjuð að leika hjá [[MGM]].
Elizabeth sló í gegn 12 ára gömul þegar hún lék í kvikmyndinni ''National Velvet''. Hún var hjá [[MGM]] í 21 ár og lék í 14 kvikmyndum. Skólaganga hennar fór fram hjá MGM og hún fékk prófskírteini frá Miðskólanum í Los Angeles 18 ára gömul. Hún lék barna- og unglingahlutverk í nokkrum vinsælum myndum en öfugt við margar aðrar barnastjörnur gekk henni vel að finna sér stað í fullorðinshlutverkum þegar hún eltist. Fyrsta bitastæða fullorðinshlutverkið fékk hún í kvikmyndinni ''Father of the Bride'' 1950, þar sem hún lék á móti [[Spencer Tracy]]. Hún fékk líka mjög góða dóma fyrir hlutverk sitt í ''A Place in the Sun'' (1951). Næstu myndir hennar voru flestar lítt eftirminnilegar en árið 1955 lék hún aðalkvenhlutverkið í stórmyndinni ''The Giant'' á móti [[James Dean]] og fékk góða dóma. Hún var tilnefnd til [[Óskarsverðlaun]]a fyrir aðalhlutverk fjögur ár í röð: Fyrir ''Raintree County'' 1957, ''Cat on a Hot Tin Roof'' 1958, ''Suddenly, Last Summer'' 1959 og fékk svo loks verðlaunin fyrir ''Butterfly 8'' árið 1960.
Árið 1960 sagði hún skilið við MGM og fór til Englands til að leika í myndinni ''Cleopatra'', sem framleidd var af 20th Century Fox. Fyrir það fékk hún eina milljón dollara, sem var hæsta greiðsla sem leikkona hafði nokkru sinni fengið. Jafnframt fékk hún prósentur af tekjum og þegar upp var staðið námu tekjur hennar af myndinni sjö milljónum dollara.
Á meðan tökur á Kleópötru stóðu yfir tókust ástir með Elizabeth og mótleikara hennar, [[Richard Burton]], og giftust þau þegar þau höfðu skilið við maka sína. Þau léku saman í allnokkrum myndum og fyrstu árin hlutu myndir þeirra geysilega aðsókn; sagt var að þegar heyrðist að þau ætluðu að taka sér þriggja mánaða leyfi hefði Hollywood skolfið því næstum helmingur af tekjum bandaríska kvikmyndaiðnaðarins kæmi frá myndum sem annaðhvort þeirra eða bæði ættu þátt að. Frægust þeirra mynda sem þau léku saman í er ''Who's Afraid of Virginia Woolf?'' árið 1966 en fyrir hlutverk sitt í henni fékk Elizabeth Óskarsverðlaunin öðru sinni. En frá árinu 1967 hallaði undan fæti og myndir þeirra fengu minni aðsókn en áður. Eftir 1970 fækkaði hlutverkum hennar og síðasta kvikmyndin sem hún lék í var ''The Flintstones'' árið 1994. Hún lék þó í einni sjónvarpsmynd eftir það og kom fram í nokkrum sjónvarpsþáttaröðum.
Á síðari árum einbeitti Elizabeth Taylor sér fyrst og fremst að [[góðgerðamál|góðgerðamálum]] og var sérlega ötul við að afla fjár til [[alnæmi]]srannsókna og var ein fyrsta stjarnan sem talaði opinskátt um sjúkdóminn en góðvinur hennar og mótleikari, [[Rock Hudson]], dó úr alnæmi 1985. Árið 1992 fékk hún sérstaka viðurkenningu á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir störf sín í þágu alnæmissjúkra. Hún tók gyðingatrú árið 1959, eftir að hún giftist Mike Todd, og var eftir það ötull stuðningsmaður Ísraels og ýmissa málefna sem varða gyðinga. Árið [[1999]] aðlaði [[Elísabet 2. Bretadrottning|Elísabet]] Englandsdrottning Elizabeth Taylor og hlaut hún þá nafnbótina ''Dame Commander of the British Empire''.
[[Mynd:1963_Cleopatra_trailer_screenshot_(10).jpg|thumb|Elizabeth í myndinni Cleopatra árið 1963]]
== Makar ==
Elizabeth Taylor var á síðari árum ekki síður þekkt fyrir hjúskaparsögu sína en leikferil en hún giftist alls átta sinnum þótt eiginmennirnir væru aðeins sjö. Hún giftist hótelerfingjanum [[Conrad Hilton]] árið [[1950]] þegar hún var átján ára gömul. Hjónabandið entist í innan við ár og vorið 1952 gekk Elizabeth að eiga leikarann [[Michael Wilding]], sem var 20 árum eldri en hún. Þau eignuðust tvo syni, 1953 og 1955. Þau skildu í janúar 1957 og aðeins viku síðar giftist Elizabeth kvikmyndaframleiðandanum [[Micheal Todd]], sem var 23 árum eldri en hún. Dóttir þeirra fæddist í ágúst sama ár en 22. mars 1958 fórst Todd í flugslysi og var það eina hjónaband Elizabeth sem ekki lauk með skilnaði.
Besti vinur Todds, söngvarinn [[Eddie Fisher]], sinnti Elizabeth mjög vel eftir lát Todds og ekki leið á löngu þar til hann skildi við konu sína, [[Debbie Reynolds]], og giftist ekkjunni ungu aðeins innan við tíu mánuðum eftir slysið. Þau ættleiddu tveggja ára stúlku frá Þýskalandi. Hjónabandið stóð þó ekki traustum fótum og á meðan Elizabeth lék í myndinni Kleópatra hóf hún ástarsamband við mótleikara sinn, Richard Burton. Þau giftust 1964 og áttu í stormasömu hjónabandi sem lauk með skilnaði tíu árum síðar, en eftir aðeins hálft annað ár gengu þau í hjónaband að nýju. Síðara hjónabandið entist þó aðeins í tæpt ár og þau skildu endanlega sumarið 1976. Þau eignuðust ekki barn en Burton ættleiddi báðar dætur Elizabethar.
Í desember sama ár giftist Elizabeth bandaríska öldungadeildarþingmanninum [[John Warner]]. Hún fann sig þó ekki sem þingmannsfrú í Washington og þjáðist af þunglyndi. Hún fór í meðferð á [[Betty Ford-stofnunin]]a og viðurkenndi eftir það að hún væri alkóhólisti og hefði verið háð verkjalyfjum frá unga aldri, en hún hafði nær alla tíð átt við margvísleg heilsufarsvandamál að stríða og lenti einnig í mörgum slysum. Þau John Warner skildu 1982. Árið 1991 giftist Elizabeth svo byggingarverkamanninum [[Larry Fortensky]], sem hún hafði kynnst í einni dvöl sinni á Betty Ford-stofnuninni, en hann var 20 árum yngri en hún. Brúðkaupið var haldið á [[Neverland]]-búgarði [[Michael Jackson|Michaels Jackson]], en þau Elizabeth voru nánir vinir. Hjónabandið entist til 1996.
== Kvikmyndir Elizabeth Taylor ==
* These Old Broads 2001
* The Flintstones 1994
* Sweet Birds of Youth 1989
* Giovane Toscanini 1988
* Poker Alice 1987
* There Must Be a Pony 1986
* Malice in Wonderland 1985
* The Mirror Crack'd 1980
* Winter Kills 1979
* Return Engagement 1978
* A little Night music 1978
* Victory at Entebbe 1976
* The Blue Bird 1976
* Identikit 1974
* Ash Wednesday 1973
* Night Watch 1973
* Divorce His - Divorce Her 1973
* Hammersmith is out 1972
* Under Milk wood 1972
* Zee an Co. 1972
* The Only game in Town 1970
* Anne of the Thousand Days 1969
* Secret Ceremony 1968
* Boom 1968
* The Comedians 1967
* Reflections in a Golden Eye 1967
* Doctor Faustus 1967
* The Taming of the Shrew 1967
* Who's afraid of Virgina Woolf? 1966 (Óskarsverðlaun)
* The Sandpipers 1965
* The V.I.P.s 1963
* Cleopatra 1963
* Butterfield 8 (Óskarsverðlaun)
* Scent of Mystery 1960
* Suddenly, Last Summer 1959
* Cat on a Hot Tin Roof 1958
* Raintree Country 1957
* Giant 1956
* The Last Time i saw Paris 1954
* Beau Brummell 1954
* Elephant Walk 1954
* Rhapsody 1954
* The Girl who Had everything 1953
* Ivanhoe 1952
* Love is better than Ever 1952
* Quo Vadis 1951
* A place in the Sun 1951
* Father's Little Dividend 1951
* Father of the bride 1950
* The big Hangover 1950
* Conspirator 1949
* Little Women 1949
* Julia Misbehaves 1948
* A Date with Judy 1948
* Cynthia 1947
* Life with Father 1947
* Courage of Lassie 1946
* National Velvet 1944
* The white Cliffs of Dover 1944
* Jane Eyre 1944
* Lassie Come Home 1943
* There's One Born every minute 1942
{{commons|Elizabeth Taylor}}
{{DEFAULTSORT:Taylor, Elizabeth}}
[[Flokkur:Breskir leikarar]]
[[Flokkur:Bandarískir leikarar]]
{{fd|1932|2011}}
[[Flokkur:Óskarsverðlaunahafar í flokki bestu leikkonu í aðalhlutverki]]
quasinsmf75kdm9rq4hdh0ahi4xsxgu
Verðbréf
0
55796
1921775
1832622
2025-06-27T10:53:12Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 2 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921775
wikitext
text/x-wiki
'''Verðbréf''' er útgefið skjal sem er [[ávísun]] á verðmæti og hefur [[Peningar|peningagildi]] miðað við t.d. [[gengi]] [[hlutabréf]]a fyrirtækis. Nákvæm og fræðileg skýring á verðbréfum er að til verðbréfa teljast öll framseljanleg kröfuréttindi til peningagreiðslu eða ígildis hennar, svo og framseljanleg skilríki fyrir eignaréttindum að öðru en fasteignum eða einstökum lausafjármunum. Þegar rætt er um verðbréf í daglegu tali er oftast átt við hlutabréf eða skuldabréf.
Verðbréfum má skipta í fjóra flokka.<ref name=":1" />
* Innlend hlutabréf
* Innlend skuldabréf
* Erlend hlutabréf
* Erlend skuldabréf
== Tegundir bréfa ==
=== Hlutabréf ===
Hlutabréf eru sönnunargögn sem gefin eru út til hluthafa fyrir þeim hlut sem hann á í [[Hlutafélag|hlutafélagi]]. Þau geta verið gefin út með rafrænum hætti í verðbréfamiðstöð eða sem skriflegt skjal.<ref name=":1">Áhætta fjármálagerninga. (e.d.).
Sótt 8. maí 2015 af http://www.straumur.com/um-straum/ahaetta-fjarmalagerninga/{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} </ref> Hlutabréf virka þannig að ef fyrirtækinu sem hluthafi á bréf í gengur vel, hagnast hann en ef því gengur illa minnkar verðmæti hlutabréfsins og hann tapar. Hlutabréf er því í eðli sínu áhættusöm fjárfesting. Arður er greiddur út til hluthafa, en það er gróði fyrirtækisins, sem skiptist jafnt á milli hluthafa. Tvenns konar hlutabréf eru til. Opin hlutabréf getur hver sem er keypt og og eru slík fyrirtæki kennd við [[hlutafélag]] (hf). Lokuð bréf eru ekki á almennum markaði og eru kennd við einkahlutafélög (ehf). Hlutabréf er hægt að kaupa og selja í gegnum kauphallir, verðbréfamiðlara, banka og sparisjóði.<ref>Hvað eru hlutabréf? (2008). Sótt 8. maí 2015 af http://attavitinn.is/peningar/ordabokin/hlutabref {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130724231929/http://attavitinn.is/peningar/ordabokin/hlutabref |date=2013-07-24 }}</ref>
==== Jöfnunarhlutabréf ====
Jöfnunarbréf eru gefin út þegar markaðsverð hvers hlutar einstaka hluthafa er orðin að óþægilega hárri upphæð. Þá er brugðist við með því að búta hvern eignarhlut niður í smærri einingar, þó án þessa að hver eignarhlutur hvers hluthafa breytist. Tilgangurinn með útgáfu jöfnunarhlutabréfa er að er í flestum tilfellum sá að lækka verð á hvern hlut til þess að minni fjárfestar og aðrir geti keypt litlar upphæðir. Ekki eru allir á eitt sátti hvort þetta fyrirkomulag sé gott og best sé að lítið sé skipt með bréfin þar sem slíkt leiði til færri og betri hluthafa. Þegar jöfnunarhlutabréf eru gefin út þá lækkar verð bréfanna en að sama skapi fjölgar hlutum. Hluthafi tapar því ekki fé séu jöfnunarhlutabréf gefin út.
Dæmi. Hluthafi á 100 hluti á genginu 10 krónur á hlut. Ef félagið gefur út jöfnunarbréf á hluthafinn 200 hluti á genginu 5 krónur á hvern hlut. Ef svo vel vill að félagið greiðir arð mun hann einnig breytast með sama hætti, verður helmingi minni á hvern hlut svo arðurinn verður sá sami fyrir hluthafa. Þegar gengisþróun félaga er skoðuð yfir langan tíma verður að hafa í huga hvort félagið hafi gefið úr jöfnunarbréf í fortíð. Útgáfa slíka bréfa er venjulega merkt inn og hægt að sjá með því að skoða sögulega þróun á gengi. Enska heitið yfir jöfnunarhlutabréf er stock split.<ref>Friðbjörn Orri Ketilsson. (ritstjóri). (2006). ''Fjármálaskilgreiningar.'' Reykjavík: Vefmiðlun</ref>
=== Skuldabréf ===
Skuldabréf felur í sér skriflega yfirlýsingu þar sem útgefandinn einhliða og skilyrðislaust viðurkennir skyldu sína til að greiða ákveðna peningagreiðslu. Þeir sem gefa út skuldabréf eru yfirleitt fyrirtæki og opinberir aðilar og eru skilmálar skuldabréfa ætíð ákveðnir fyrirfram með tilliti til endurgreiðslu og [[Vextir|vaxta]], sem annaðhvort eru fastir eða breytilegir. Ýmsar leiðir eru farnar til að tryggja að skuldari gangi ekki á bak orða sinna og ýmist eru fasteignir lagðar að veði eða ábyrgðarmenn tilgreindir.
==== Ríkisskuldabréf ====
Ríkisskuldabréf gefur ríkið út til að fjármagnar rekstur sinn að hluta, sem er einn af þeim tekjustofnum sem hægt er að grípa til, auk skattstofna og annara tekjuliða. Þessi verðbréf eru í dag kölluð ríkisbréf, sem ætluð eru til langs tíma og ríkisvíxlar, sem ætlaðir eru til skemmri tíma en eins árs. Þessi bréf eru óverðtryggð og bera ýmist fasta vexti á fyrirfram gefnu tímabili eða breytilega vexti, sem geta breyst á tímabilinu. Fyrirkomulag þessarar útgáfu hefur verið talinn góður kostur fyrir almenning sem sparnaðarleið, enda höfuðstóllinn ríkistryggður, en einnig hafa ríkisskuldabréf verið vænlegur kostur fyrir fjárfesta sem vilja „geyma“ fé sitt þar sem áhætta telst minni en á almennum hlutabréfamarkaði, á bankabók o.s.frv.<ref>Landsbanki Íslands Um ríkisskuldabréf -
http://bankinn.landsbankinn.is/fjarhagur/2011/08/18/Um-Rikisskuldabref/{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
Ríkisbréf geta einnig gengið kaupum og sölum eftir að þau hafa verið keypt í fyrsta sinn. Þannig geta ný bréf á frummarkaði farið á [[Eftirmarkaður|eftirmarkað]] og miðast verðgildi þeirra þá við þróun- verðbólgu og vaxta hverju sinni. Almennt eru slík bréf eftirsótt á eftirmarkaði á óvissutímum, þegar ekki er um nýja útgáfu ríkisskuldabréfa að ræða og jafnvel þótt ríkið hafi ákveðið að lækka vexti af þessum bréfum, eða þegar ríkið ákveður að gefa út ný bréf á hagstæðum vöxtum miðað við almenna markaðinn. Skatttekjur ríkisins, almennt, standa straum af afborgun þessara bréfa á gjalddaga.
En vandi getur fylgt fjáröflun af þessu tagi. Í fjármálasögunni eru til fjölmörg dæmi þess að ríki hafi fjármagnað sig með útgáfu skuldabréfa, sem illmögulegt var að greiða til baka nema með róttækum aðhaldsaðgerðum í rekstri ríkisins, eða jafnvel alls ekki. Slíkt getur valdið miklu róti á fjármálamarkaði og jafnvel uppreisn þegnanna og að lokum falli ríkisins.
== Sjóðir ==
'''Verðbréfasjóðir''' er safn verðbréfa. Tilgangur þeirra er að dreifa áhættu og draga úr sveiflum á ávöxtun með því að fjárfesta á fleiri en einum stað. Verðbréfasjóðir gera það að verkum að fjárfesting er síður háð verðbreytingum á ákveðnum flokki verðbréfa eða einstaka fyrirtækjum. Erlend hlutabréf geta hækkað á sama tíma og innlend hlutabréf hækka, eða öfugt. Áhættan er því breytileg eftir samsetningu eigna og með því að fjárfesta í ólíkum sjóðum er áhættunni dreift.<ref>Íslenskir fjárfestar hf - Hvernig starfar verðbréfasjóðir - http://www.fjarfestar.is/verdbrefasjodir {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160214140338/http://www.fjarfestar.is/verdbrefasjodir |date=2016-02-14 }}</ref>
'''Hlutabréfasjóður eða fjárfestingasjóður''' er sjóður sem tekur við fé eða fjármagni til sameiginlegrar fjárfestingar í [[Hlutabréf|hlutabréfum]] einstaka fyrirtækja eða öðrum hlutabréfasjóðum. Tilgangur og megin markmið þessara sjóða er að ávaxta fé sjóðsfélaga og dreifa áhættu með kaupum á fjármálagjörningum útgefnumaf mörgum aðilum. Fjárfestar geta keypt hlutdeildarskírteini sem staðfestingu á eignarhlut sínum í sjóðnum og átt þannig hlutfallslega kröfu á þau [[hlutabréf]] og aðrar eignir sem sjóðurinn á. Það má því segja að með kaupum í hlutabréfasjóði séu fjárfestar að kaupa hlut í mörgum félögum í gegnum sjóðinn. Sveiflur á gengi hlutabréfasjóða geta því verið töluverðar vegna verðbreytinga á þeim hlutabréfum sem sjóðurinn fjárfestir í og vegna sveiflna á gengi [[Gjaldmiðill|gjaldmiðla]].<ref name=":0">Landsbréf hlutabréfasjóðir -http://www.landsbref.is/hlutabrefasjodir/ahaettuthaettir/</ref>
Hlutabréfasjóður fjárfestir fyrst og fremst í hlutabréfum á markaði samkvæmt fyrirfram kunngerðri fjárfestingarstefnu og fær arð greiddan af þeim eftir atvikum. Stefnur sjóða geta verið mismunandi, fjárfestingar á innlendum hlutbréfum, fjárfestingar í erlendum hlutabréfum eða blanda af innlendum og erlendum fjárfestingum. Ávöxtun sjóðsins á hverjum tíma ræðst af arðgreiðslum og af verðbreytingum á eignum sjóðsins. Styrkur hvers sjóðs ræðst af undirliggjandi eignum hans, fjárhagslegum styrk útgefenda þeirra verðbréfa, sem sjóðurinn hefur fjárfest í og fjölmörgum öðrum þáttum, sem geta haft áhrif á verð þeirra.<ref name=":0" />
== Sala og viðskipti verðbréfa ==
''Sjá einnig'' ''grein: [[Kauphöll Íslands]]''
Í kauphöllum fara viðskipti fram með hlutabréf og verðbréf. Bréfin eru nú orðið í formi tölvugagna en þau ganga engu að síður kaupum og sölum innan kauphallar. Tilboð eru gerð í bréfin í kauphöllum og sérstakir verðbréfamiðlarar hafa alla milligöngu um þessi viðskipti. Raunar eru kauphallir sem byggingar óþarfar í dag þar sem eigendur gefa skipanir um kaup og sölu í gegnum síma eða tölvupóst til verðbréfamiðlara, sem senda tilkynningu um viðskiptin til kauphallar, hvort sem bréf eru til sölu eða óskist keypt. Þá taka aðrir miðlarar við sér og bjóða bréf til sölu eða óska eftir kaupum. Öll þessi viðskipti fara í gegnum tölvukerfi kauphallar og eru þau skráð inn í sérstaka verðbréfavísitölu sem ákvarðar svo skráð viðmiðunargengi verðbréfa.
Árið 1985 var '''[[Kauphöll Íslands]]''' stofnuð af [[Seðlabanki Íslands|Seðlabanka Íslands]] og íslenskum bönkum. Árið 1986 var farið að versla með [[ríkisskuldabréf]] en viðskipti með hlutabréf hófust fjórum árum síðar, eða árið 1990. Árið 2000 varð norræn skráning kauphallanna samræmd þegar SAXESS kerfið var tekið í notkun. Um tíma sá Kauphöll Íslands um tæknilega stjórnun færeysku kauphallarinnar og við það skráðust færeysk fyrirtæki á kauphallarmarkað í íslensku kauphöllinni. Árið 2006 rann kauphöllin inn í OMX Nordic Exchange sem síðar varð hluti af [[Kauphöll Íslands|NASDAQ]].
Stærri fyrirtæki hafa aðgang að sölu hlutabréfa í [[Kauphöll Íslands]] og hafa mörg þeirra komið og farið. Nafntoguð fyrirtæki hafa verið a listum kauphallarinnar og hafa til dæmis Össur og Marel verið þar áberandi. Einnig hafa móðurfélög verslunnarkeðja og ýmis fasteignafélög verið skráð í [[Kauphöll Íslands|íslensku kauphöllina]], ásamt fjölmörgum öðrum fyrirtækjum.
Stærsta kauphöll heims er staðsett á Wall Street í New York og nefnist [[Kauphöllin í New York|New York Stock Exhange eða NYSE]].
== Tengt efni ==
* [[Kauphöll Íslands]]
* [[Hlutabréf]]
* [[Skuldabréf]]
* [[Hlutafélag]]
* [[Seðlabanki Íslands]]
* [[Ríkisskuldabréf]]
* [[NASDAQ]]
* [[Peningamarkaðssjóður]]
* [[Fyrirtæki]]
* Kauphöllin í New York – [[Kauphöllin í New York|New York Stock Exhange – NYSE]]
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Heimildir ==
* Friðbjörn Orri Ketilsson. (ritstjóri). (2006). ''Fjármálaskilgreiningar.'' Reykjavík: Vefmiðlun
* Landsbankinn. (e.d.). ''Verðbréf.'' [Bæklingur]. Reykjavík: Landsbankinn
* [http://attavitinn.is/peningar/ordabokin/hlutabref Áttavitinn - Hlutabréf] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130724231929/http://attavitinn.is/peningar/ordabokin/hlutabref |date=2013-07-24 }} sótt þann 06.05.2015
* [http://www.straumur.com/um-straum/ahaetta-fjarmalagerninga/ Straumur 2015 - Áhætta fjármálagerninga]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} sótt þann 05.05.2015
* [http://bankinn.landsbankinn.is/fjarhagur/2011/08/18/Um-Rikisskuldabref/ Landsbankinn 2015 - Ríkisskuldabréf]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} sótt þann 07.05.2015
* [http://www.vib.is/sjodir/skuldabrefasjodir/ VÍB 2015 - Skuldabréfasjóðir] sótt þann 07.05.2015
* [http://www.landsbref.is/hlutabrefasjodir/ahaettuthaettir/ Landsbréf 2015 - Hlutabréfasjóðir] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160307030129/http://www.landsbref.is/hlutabrefasjodir/ahaettuthaettir/ |date=2016-03-07 }} sótt þann 06.05.2015
* [http://www.gulfbase.com/InvestmentTutorial/Section?id=46 Gulf Base 2015 - Stock Exhange] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20150101101100/http://www.gulfbase.com/InvestmentTutorial/Section?id=46 |date=2015-01-01 }} sótt þann 04.05.2015
* [http://www.nasdaqomxnordic.com/ NASDAQ 2015] sótt þann 09.05.2015
* [[Kauphöll Íslands]] sótt þann 06.05.2015
* [[:en:Bond_(finance)|Bond (finance)]] sótt þann 06.05.2015
* [http://www.islandssjodir.is/sjodaurval/hlutabrefasjodir/ Íslandssjóðir - Hlutabréfasjóðir] sótt þann 08.05.2015
* [http://www.fjarfestar.is/verdbrefasjodir Íslenskir fjárfestar hf - Hvernig starfa verðbréfasjóður] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160214140338/http://www.fjarfestar.is/verdbrefasjodir |date=2016-02-14 }} sótt þann 09.05.2015
[[Flokkur:Fjármál]]
[[Flokkur:Viðskiptafræði]]
bdemrqibw26fill28s4nfbksae1o8is
Máxima Hollandsdrottning
0
55974
1921756
1584415
2025-06-27T09:24:56Z
TKSnaevarr
53243
1921756
wikitext
text/x-wiki
'''Máxima Hollandsdrottning''' (''Máxima Zorreguieta Cerruti'') (f.[[17. maí]] [[1971]]) er eiginkona [[Vilhjálmur Alexander Hollandsprins|Vilhjálms Alexanders Hollandskonungs]]. Hún varð drottning Hollands 30. apríl 2013, þegar [[Beatrix Hollandsdrottning|Beatrix drottning]], móðir Vilhjálms, sagði af sér og Vilhjálmur tók við.
[[Mynd:Princess Maxima when pregnant.jpg|thumb|right|220px|Máxima Hollandsprinsessa]]
== Fjölskylda ==
Máxima er frá [[Argentína|Argentínu]]. Hún er hagfræðingur að mennt og hafði starfað um árabil hjá alþjóðlegum fjárfestingafyrirtækjum. Þann [[2. febrúar]] [[2002]] giftist hún Vilhjálmi og varð fyrir vikið krónprinsessa Hollands. Val Vilhjálms á eiginkonu var umdeilt þar sem upp komst að faðir Maximu hafði verið ráðherra í stjórnartíð forsetans [[Jorge Rafael Videla]], einræðisherra.<ref>{{Vefheimild|titill= Hollendingar elska nýju drottninguna|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/04/30/hollendingar_elska_nyju_drottninguna/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags= 30. apríl 2013 |skoðað=27. júní 2025}}</ref> Seinna kom svo í ljós að faðir Maximu hefði engan þátt átt í hroðaverkunum sem fram fóru í tíð stjórnar Videla. Hún nýtur nú vinsælda í Hollandi.
Maxima og Vilhjálmur Alexander eiga þrjár dætur:
* [[Katrín Amalía Hollandsprinsessa|Katrínu Amalíu]] (f. [[2003]])
* [[Alexía Hollandsprinsessa|Alexíu]] (f. [[2005]])
* [[Aríanna Hollandsprinsessa|Aríönnu]] (f. [[2007]])
{{Stubbur|æviágrip}}
{{f|1971}}
[[Flokkur:Argentínumenn]]
[[Flokkur:Drottningar Hollands]]
[[Flokkur:Óraníuættin]]
g5gwgph4tkm8wgdyzv00hlg900wl9lx
1921757
1921756
2025-06-27T09:25:47Z
TKSnaevarr
53243
1921757
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd: Koningin-maxima-okt-15-s.jpg|thumb|right|220px|Máxima Hollandsdrottning árið 2015.]]
'''Máxima Hollandsdrottning''' (''Máxima Zorreguieta Cerruti'') (f.[[17. maí]] [[1971]]) er eiginkona [[Vilhjálmur Alexander Hollandsprins|Vilhjálms Alexanders Hollandskonungs]]. Hún varð drottning Hollands 30. apríl 2013, þegar [[Beatrix Hollandsdrottning|Beatrix drottning]], móðir Vilhjálms, sagði af sér og Vilhjálmur tók við.
== Fjölskylda ==
Máxima er frá [[Argentína|Argentínu]]. Hún er hagfræðingur að mennt og hafði starfað um árabil hjá alþjóðlegum fjárfestingafyrirtækjum. Þann [[2. febrúar]] [[2002]] giftist hún Vilhjálmi og varð fyrir vikið krónprinsessa Hollands. Val Vilhjálms á eiginkonu var umdeilt þar sem upp komst að faðir Maximu hafði verið ráðherra í stjórnartíð forsetans [[Jorge Rafael Videla]], einræðisherra.<ref>{{Vefheimild|titill= Hollendingar elska nýju drottninguna|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/04/30/hollendingar_elska_nyju_drottninguna/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags= 30. apríl 2013 |skoðað=27. júní 2025}}</ref> Seinna kom svo í ljós að faðir Maximu hefði engan þátt átt í hroðaverkunum sem fram fóru í tíð stjórnar Videla. Hún nýtur nú vinsælda í Hollandi.
Maxima og Vilhjálmur Alexander eiga þrjár dætur:
* [[Katrín Amalía Hollandsprinsessa|Katrínu Amalíu]] (f. [[2003]])
* [[Alexía Hollandsprinsessa|Alexíu]] (f. [[2005]])
* [[Aríanna Hollandsprinsessa|Aríönnu]] (f. [[2007]])
==Tilvísanir==
<references/>
{{Stubbur|æviágrip}}
{{f|1971}}
[[Flokkur:Argentínumenn]]
[[Flokkur:Drottningar Hollands]]
[[Flokkur:Óraníuættin]]
nuu9nevxmx1lcait53gnr3ih8az23gq
1921758
1921757
2025-06-27T09:26:14Z
TKSnaevarr
53243
1921758
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd: Koningin-maxima-okt-15-s.jpg|thumb|right|220px|Máxima Hollandsdrottning árið 2015.]]
'''Máxima Hollandsdrottning''' (''Máxima Zorreguieta Cerruti'') (f.[[17. maí]] [[1971]]) er eiginkona [[Vilhjálmur Alexander Hollandskonungur|Vilhjálms Alexanders Hollandskonungs]]. Hún varð drottning Hollands 30. apríl 2013, þegar [[Beatrix Hollandsdrottning|Beatrix drottning]], móðir Vilhjálms, sagði af sér og Vilhjálmur tók við.
== Fjölskylda ==
Máxima er frá [[Argentína|Argentínu]]. Hún er hagfræðingur að mennt og hafði starfað um árabil hjá alþjóðlegum fjárfestingafyrirtækjum. Þann [[2. febrúar]] [[2002]] giftist hún Vilhjálmi og varð fyrir vikið krónprinsessa Hollands. Val Vilhjálms á eiginkonu var umdeilt þar sem upp komst að faðir Maximu hafði verið ráðherra í stjórnartíð forsetans [[Jorge Rafael Videla]], einræðisherra.<ref>{{Vefheimild|titill= Hollendingar elska nýju drottninguna|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/04/30/hollendingar_elska_nyju_drottninguna/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags= 30. apríl 2013 |skoðað=27. júní 2025}}</ref> Seinna kom svo í ljós að faðir Maximu hefði engan þátt átt í hroðaverkunum sem fram fóru í tíð stjórnar Videla. Hún nýtur nú vinsælda í Hollandi.
Maxima og Vilhjálmur Alexander eiga þrjár dætur:
* [[Katrín Amalía Hollandsprinsessa|Katrínu Amalíu]] (f. [[2003]])
* [[Alexía Hollandsprinsessa|Alexíu]] (f. [[2005]])
* [[Aríanna Hollandsprinsessa|Aríönnu]] (f. [[2007]])
==Tilvísanir==
<references/>
{{Stubbur|æviágrip}}
{{f|1971}}
[[Flokkur:Argentínumenn]]
[[Flokkur:Drottningar Hollands]]
[[Flokkur:Óraníuættin]]
mm342wz6eiy6li4fmejald5610n6tax
1921759
1921758
2025-06-27T09:28:02Z
TKSnaevarr
53243
1921759
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd: Koningin-maxima-okt-15-s.jpg|thumb|right|220px|Máxima Hollandsdrottning árið 2015.]]
'''Máxima Hollandsdrottning''' (''Máxima Zorreguieta Cerruti'') (f.[[17. maí]] [[1971]]) er eiginkona [[Vilhjálmur Alexander Hollandskonungur|Vilhjálms Alexanders Hollandskonungs]]. Hún varð drottning Hollands 30. apríl 2013, þegar [[Beatrix Hollandsdrottning|Beatrix drottning]], móðir Vilhjálms, sagði af sér og Vilhjálmur tók við.
== Fjölskylda ==
Máxima er frá [[Argentína|Argentínu]]. Hún er hagfræðingur að mennt og hafði starfað um árabil hjá alþjóðlegum fjárfestingafyrirtækjum. Þann [[2. febrúar]] [[2002]] giftist hún Vilhjálmi og varð fyrir vikið krónprinsessa Hollands. Val Vilhjálms á eiginkonu var umdeilt þar sem upp komst að faðir Maximu hafði verið ráðherra í stjórnartíð forsetans [[Jorge Rafael Videla]], einræðisherra.<ref>{{Vefheimild|titill= Hollendingar elska nýju drottninguna|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/04/30/hollendingar_elska_nyju_drottninguna/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags= 30. apríl 2013 |skoðað=27. júní 2025}}</ref> Seinna kom svo í ljós að faðir Maximu hefði engan þátt átt í [[Skítuga stríðið|hroðaverkunum sem fram fóru]] í tíð stjórnar Videla. Hún nýtur nú vinsælda í Hollandi.
Maxima og Vilhjálmur Alexander eiga þrjár dætur:
* [[Katrín Amalía Hollandsprinsessa|Katrínu Amalíu]] (f. [[2003]])
* [[Alexía Hollandsprinsessa|Alexíu]] (f. [[2005]])
* [[Aríanna Hollandsprinsessa|Aríönnu]] (f. [[2007]])
==Tilvísanir==
<references/>
{{Stubbur|æviágrip}}
{{f|1971}}
[[Flokkur:Argentínumenn]]
[[Flokkur:Drottningar Hollands]]
[[Flokkur:Óraníuættin]]
8fjrpittrt7h42cslaq0frmk895vloq
Listi yfir flugvelli á Íslandi
0
59384
1921777
1921503
2025-06-27T11:09:22Z
Steinninn
952
Lagaði nokkra kóða, setti inn nöfn á flugvöllum og yfirborð
1921777
wikitext
text/x-wiki
'''Listi yfir [[flugvöllur|flugvelli]] á [[Ísland]]i''', röðuðum eftir staðsetningu.
===Skýringar===
{| class="wikitable"
| Útskýringar á litum
|-
| style="background:#88F; font-weight: bold;" | Alþjóðaflugvöllur
|-
| style="background:#AAF; font-weight: bold;" | Stór innanlandsflugvöllur, varaflugvöllur fyrir KEF, árstíðabundinn alþjóðaflugvöllur
|-
| style="background:#CCF" | Innanlandsflugvöllur með áætlunarflugi
|-
| style="background:#A4D3EE" | Flugvöllur án áætlunarflugs, rekinn af ISAVIA
|-
| style="background:#A2CD5A" | Flugvöllur sem ekki er rekinn af ISAVIA
|-
| style="background:#66CDAA" | Fyrrum flugvöllur
|-
|}
==Listi==
{| class="wikitable toptextcells sortable zebra"
! [[Listi yfir byggðir á Íslandi|Staðsetning]] !! [[ICAO airport code|ICAO]]!! [[IATA airport code|IATA]]!! Nafn !! Yfirborð
|-
| [[Keflavík]]
| BIKF
| KEF
| valign=top style="background:#88F; font-weight: bold;" | [[Keflavíkurflugvöllur]]
| Malbik
|-
| [[Akureyri]]
| BIAR
| AEY
| valign=top style="background:#AAF; font-weight: bold;" | [[Akureyrarflugvöllur]]
|-
| [[Egilsstaðir]]
| BIEG
| EGS
| valign=top style="background:#AAF; font-weight: bold;" | [[Egilsstaðaflugvöllur]]
| Malbik
|-
| [[Reykjavík]]
| BIRK
| RKV
| valign=top style="background:#AAF; font-weight: bold;" | [[Reykjavíkurflugvöllur]]
| Malbik
|-
| Bíldudalur
| BIBD
| BIU
| valign=top style="background:#CCF" | Bíldudalsflugvöllur
| Tjörubundin
|-
| Gjögur
| BIGJ
| GJR
| valign=top style="background:#CCF" | Gjögurflugvöllur
| Tjörubundin
|-
| [[Grímsey]]
| BIGR
| GRY
| valign=top style="background:#CCF" | [[Grímseyjarflugvöllur]]
| Tjörubundin
|-
| [[Höfn í Hornafirði|Höfn]]
| BIHN
| HFN
| valign=top style="background:#CCF" | [[Hornafjarðarflugvöllur]]
| Tjörubundin
|-
| [[Húsavík (Skjálfanda)|Húsavík]]
| BIHU
| HZK
| valign=top style="background:#CCF" | [[Húsavíkurflugvöllur]]
| Tjörubundin
|-
| [[Ísafjörður (Skutulsfirði)|Ísafjörður]]
| BIIS
| IFJ
| valign=top style="background:#CCF" | [[Ísafjarðarflugvöllur]]
| Tjörubundin
|-
| [[Sauðárkrókur]]
| BIKR
| SAK
| valign=top style="background:#A4D3EE" | [[Alexandersflugvöllur]]
| Tjörubundin
|-
| [[Vestmannaeyjar]]
| BIVM
| VEY
| valign=top style="background:#CCF" | [[Vestmannaeyjaflugvöllur]]
| Tjörubundin
|-
| [[Vopnafjörður]]
| BIVO
| VPN
| valign=top style="background:#CCF" | [[Vopnafjarðarflugvöllur]]
| Tjörubundin
|-
| [[Þórshöfn (Langanesi)|Þórshöfn]]
| BITN
| THO
| valign=top style="background:#CCF" | [[Þórshafnarflugvöllur]]
| Tjörubundin
|-
| Bakki
| BIBA
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Bakkaflugvöllur
|
|-
| [[Blönduós]]
| BIBL
| BLO
| valign=top style="background:#A4D3EE" | [[Blönduóssflugvöllur]]
|-
| Búðardalur
| BIBR
| <s>BQD</s>
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Búðardalsflugvöllur
|-
| Djúpivogur
| BIDV
| DJU
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Djúpavogssflugvöllur
|-
| Fagurhólmsmýri
| BIFM
| FAG
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Fagurhólsmýrarflugvöllur
|-
| Flúðir
| BIFL
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Flúðaflugvöllur
|-
| Grímsstaðir
| BIGS
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Grímstaðaflugvöllur
|-
| Hella
| BIHL
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Helluflugvöllur
|-
| Herðubreiðarlindir
| BIHE
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Herðubreiðarlindaflugvöllur
|-
| Hólmavík
| BIHK
| HVK
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Hólmavíkurflugvöllur
|-
| Húsafell
| BIHZ
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Húsafellsflugvöllur
|-
| Hveravellir
| BIHI
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Hveravallaflugvöllur
|-
| Kaldármelar
| BIKA
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Kaldármelaflugvöllur
|-
| Kerlingarfjöll
| BIKE
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Kerlingafjallaflugvöllur
|-
| Kirkjubæjarklaustur
| BIKL
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Kirkjubæjarklaustursflugvöllur
|-
| Kópasker
| BIKP
| OPA
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Kópaskersflugvöllur
|-
| Akureyri
| BIMM
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Melgerðismelaflugvöllur
|-
| [[Norðfjörður]]
| BINF
| NOR
| valign=top style="background:#A4D3EE" | [[Norðfjarðarflugvöllur]]
|-
| Nýidalur
| BIND
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Nýjadalsflugvöllur
|-
| [[Raufarhöfn]]
| BIRG
| RFN
| valign=top style="background:#A4D3EE" | [[Raufarhafnarflugvöllur]]
|-
| Reykhólar
| BIRE
| RHA
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Reykhólaflugvöllur
|-
| Reykjahlíð
| BIRL
| MVA
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Reykjahlíðarflugvöllur
|-
| Reykjanes
| BIRS
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Reykjanesflugvöllur
|-
| Rif
| BIRF
| OLI
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Rifsflugvöllur
|-
| Hellisheiði
| BISS
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Sandskeiðsflugvöllur
|-
| Skálavatn
| BISV
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Skálavatnsflugvöllur
|-
| Skógar
| BISK
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Skógasandsflugvöllur
|-
| Borgarnes
| BISR
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Stórakroppsflugvöllur
|-
| [[Stykkishólmur]]
| BIST
| SYK
| valign=top style="background:#A4D3EE" | [[Stykkishólmsflugvöllur]]
|-
| Vík
| BIVI
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Víkurflugvöllur
|-
| [[Þingeyri]]
| BITE
| TEY
| valign=top style="background:#A4D3EE" | [[Þingeyrarflugvöllur]]
| Möl
|-
| Þórsmörk
| BITM
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Þórsmerkurflugvöllur
|-
| Bakkagerði
| BIBF
| BGJ
| valign=top style="background:#" |
|-
| Breiðdalsvík
| BIBV
| BXV
| valign=top style="background:#" |
|-
| Einholtsmelar
| BIEH
|
| valign=top style="background:#"|
|-
| Grundarfjörður
| BIGF
| GUU
| valign=top style="background:#A2CD5A"| Grundarfjarðarflugvöllur
|-
| Hvammstangi
| BIHV
| <s>HVM</s>
| valign=top style="background:#" |
|-
| Hvolsvöllur
| BIMK
|
| valign=top style="background:#A2CD5A" | Múlakostsflugvöllur
|-
| Ingjaldsdalur
| BIID
| <s>HLO</s>
| valign=top style="background:#" |
|-
| Sauðá
| BISA
|
| valign=top style="background:#A2CD5A" | Sauðárflugvöllur
|-
| [[Selfoss]]
| BISF
| <s>SEL</s>
| valign=top style="background:#A2CD5A" | [[Selfossflugvöllur]]
|-
| [[Siglufjörður]]
| BISI
| SIJ
| valign=top style="background:#A2CD5A" | [[Siglufjarðarflugvöllur]]
|-
| Skaftafell
| BISL
|
| valign=top style="background:#A2CD5A" | Skaftafellsflugvöllur
|-
| Mosfellsbær
| BIMS
|
| valign=top style="background:#A2CD5A" | Tungubakkaflugvöllur
|-
| Aðalvík
|
|
| valign=top style="background:#66CDAA" |
|-
| Bakkafjörður
| BIBK
| BJD
| valign=top style="background:#66CDAA" |
|-
| Fáskrúðsfjörður
| BIFF
| <s>FAS</s>
| valign=top style="background:#66CDAA" |
|-
| Flateyri
| BIHT
| FLI
| valign=top style="background:#66CDAA" |
|-
| Hellnar
| BIDA
|
| valign=top style="background:#66CDAA" |
|-
| Ólafsfjörður
| BIOF
| OFJ
| valign=top style="background:#66CDAA" |
|-
| [[Patreksfjörður]]
| BIPA
| <s>PFJ</s>
| valign=top style="background:#66CDAA" | [[Patreksfjarðarflugvöllur]]
|-
| Selfoss
|
|
| valign=top style="background:#66CDAA" |
|-
| Seyðisfjörður
| BISJ
| <s>SEJ</s>
| valign=top style="background:#66CDAA" |
|-
| Suðureyri
| BISU
| <s>SUY</s>
| valign=top style="background:#66CDAA" |
|-
| [[Þórshöfn]]
| BITH
| <s>THO</s>
| valign=top style="background:#66CDAA" | [[Þórshafnarflugvöllur]]
|}
== Heimildir ==
* https://eaip.isavia.is/A_05-2025_2025_06_12/
* [https://www.iata.org/en/publications/directories/code-search/?airport.search=SEJ IATA.org] fyrir IATA
[[Flokkur:Listar tengdir Íslandi|Ísland]]
[[Category:Flugvellir á Íslandi| ]]
fdwif680azxo8onh947oi6eushrmydo
1921778
1921777
2025-06-27T11:19:38Z
Steinninn
952
bætti við Patterson og Hólmsheiði
1921778
wikitext
text/x-wiki
'''Listi yfir [[flugvöllur|flugvelli]] á [[Ísland]]i''', röðuðum eftir staðsetningu.
===Skýringar===
{| class="wikitable"
| Útskýringar á litum
|-
| style="background:#88F; font-weight: bold;" | Alþjóðaflugvöllur
|-
| style="background:#AAF; font-weight: bold;" | Stór innanlandsflugvöllur, varaflugvöllur fyrir KEF, árstíðabundinn alþjóðaflugvöllur
|-
| style="background:#CCF" | Innanlandsflugvöllur með áætlunarflugi
|-
| style="background:#A4D3EE" | Flugvöllur án áætlunarflugs, rekinn af ISAVIA
|-
| style="background:#A2CD5A" | Flugvöllur sem ekki er rekinn af ISAVIA
|-
| style="background:#66CDAA" | Fyrrum flugvöllur
|-
|}
==Listi==
{| class="wikitable toptextcells sortable zebra"
! [[Listi yfir byggðir á Íslandi|Staðsetning]] !! [[ICAO airport code|ICAO]]!! [[IATA airport code|IATA]]!! Nafn !! Yfirborð
|-
| [[Keflavík]]
| BIKF
| KEF
| valign=top style="background:#88F; font-weight: bold;" | [[Keflavíkurflugvöllur]]
| Malbik
|-
| [[Akureyri]]
| BIAR
| AEY
| valign=top style="background:#AAF; font-weight: bold;" | [[Akureyrarflugvöllur]]
|-
| [[Egilsstaðir]]
| BIEG
| EGS
| valign=top style="background:#AAF; font-weight: bold;" | [[Egilsstaðaflugvöllur]]
| Malbik
|-
| [[Reykjavík]]
| BIRK
| RKV
| valign=top style="background:#AAF; font-weight: bold;" | [[Reykjavíkurflugvöllur]]
| Malbik
|-
| Bíldudalur
| BIBD
| BIU
| valign=top style="background:#CCF" | Bíldudalsflugvöllur
| Tjörubundin
|-
| Gjögur
| BIGJ
| GJR
| valign=top style="background:#CCF" | Gjögurflugvöllur
| Tjörubundin
|-
| [[Grímsey]]
| BIGR
| GRY
| valign=top style="background:#CCF" | [[Grímseyjarflugvöllur]]
| Tjörubundin
|-
| [[Höfn í Hornafirði|Höfn]]
| BIHN
| HFN
| valign=top style="background:#CCF" | [[Hornafjarðarflugvöllur]]
| Tjörubundin
|-
| [[Húsavík (Skjálfanda)|Húsavík]]
| BIHU
| HZK
| valign=top style="background:#CCF" | [[Húsavíkurflugvöllur]]
| Tjörubundin
|-
| [[Ísafjörður (Skutulsfirði)|Ísafjörður]]
| BIIS
| IFJ
| valign=top style="background:#CCF" | [[Ísafjarðarflugvöllur]]
| Tjörubundin
|-
| [[Sauðárkrókur]]
| BIKR
| SAK
| valign=top style="background:#A4D3EE" | [[Alexandersflugvöllur]]
| Tjörubundin
|-
| [[Vestmannaeyjar]]
| BIVM
| VEY
| valign=top style="background:#CCF" | [[Vestmannaeyjaflugvöllur]]
| Tjörubundin
|-
| [[Vopnafjörður]]
| BIVO
| VPN
| valign=top style="background:#CCF" | [[Vopnafjarðarflugvöllur]]
| Tjörubundin
|-
| [[Þórshöfn (Langanesi)|Þórshöfn]]
| BITN
| THO
| valign=top style="background:#CCF" | [[Þórshafnarflugvöllur]]
| Tjörubundin
|-
| Bakki
| BIBA
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Bakkaflugvöllur
|
|-
| [[Blönduós]]
| BIBL
| BLO
| valign=top style="background:#A4D3EE" | [[Blönduóssflugvöllur]]
|-
| Búðardalur
| BIBR
| <s>BQD</s>
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Búðardalsflugvöllur
|-
| Djúpivogur
| BIDV
| DJU
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Djúpavogssflugvöllur
|-
| Fagurhólmsmýri
| BIFM
| FAG
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Fagurhólsmýrarflugvöllur
|-
| Flúðir
| BIFL
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Flúðaflugvöllur
|-
| Grímsstaðir
| BIGS
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Grímstaðaflugvöllur
|-
| Hella
| BIHL
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Helluflugvöllur
|-
| Herðubreiðarlindir
| BIHE
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Herðubreiðarlindaflugvöllur
|-
| Hólmavík
| BIHK
| HVK
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Hólmavíkurflugvöllur
|-
| Húsafell
| BIHZ
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Húsafellsflugvöllur
|-
| Hveravellir
| BIHI
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Hveravallaflugvöllur
|-
| Kaldármelar
| BIKA
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Kaldármelaflugvöllur
|-
| Kerlingarfjöll
| BIKE
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Kerlingafjallaflugvöllur
|-
| Kirkjubæjarklaustur
| BIKL
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Kirkjubæjarklaustursflugvöllur
|-
| Kópasker
| BIKP
| OPA
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Kópaskersflugvöllur
|-
| Akureyri
| BIMM
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Melgerðismelaflugvöllur
|-
| [[Norðfjörður]]
| BINF
| NOR
| valign=top style="background:#A4D3EE" | [[Norðfjarðarflugvöllur]]
|-
| Nýidalur
| BIND
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Nýjadalsflugvöllur
|-
| [[Raufarhöfn]]
| BIRG
| RFN
| valign=top style="background:#A4D3EE" | [[Raufarhafnarflugvöllur]]
|-
| Reykhólar
| BIRE
| RHA
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Reykhólaflugvöllur
|-
| Reykjahlíð
| BIRL
| MVA
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Reykjahlíðarflugvöllur
|-
| Reykjanes
| BIRS
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Reykjanesflugvöllur
|-
| Rif
| BIRF
| OLI
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Rifsflugvöllur
|-
| Hellisheiði
| BISS
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Sandskeiðsflugvöllur
|-
| Skálavatn
| BISV
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Skálavatnsflugvöllur
|-
| Skógar
| BISK
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Skógasandsflugvöllur
|-
| Borgarnes
| BISR
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Stórakroppsflugvöllur
|-
| [[Stykkishólmur]]
| BIST
| SYK
| valign=top style="background:#A4D3EE" | [[Stykkishólmsflugvöllur]]
|-
| Vík
| BIVI
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Víkurflugvöllur
|-
| [[Þingeyri]]
| BITE
| TEY
| valign=top style="background:#A4D3EE" | [[Þingeyrarflugvöllur]]
| Möl
|-
| Þórsmörk
| BITM
|
| valign=top style="background:#A4D3EE" | Þórsmerkurflugvöllur
|-
| Bakkagerði
| BIBF
| BGJ
| valign=top style="background:#" |
|-
| Breiðdalsvík
| BIBV
| BXV
| valign=top style="background:#" |
|-
| Einholtsmelar
| BIEH
|
| valign=top style="background:#"|
|-
| Grundarfjörður
| BIGF
| GUU
| valign=top style="background:#A2CD5A"| Grundarfjarðarflugvöllur
|-
| Hvammstangi
| BIHV
| <s>HVM</s>
| valign=top style="background:#" |
|-
| Hvolsvöllur
| BIMK
|
| valign=top style="background:#A2CD5A" | Múlakostsflugvöllur
|-
| Ingjaldsdalur
| BIID
| <s>HLO</s>
| valign=top style="background:#" |
|-
| Sauðá
| BISA
|
| valign=top style="background:#A2CD5A" | Sauðárflugvöllur
|-
| [[Selfoss]]
| BISF
| <s>SEL</s>
| valign=top style="background:#A2CD5A" | [[Selfossflugvöllur]]
|-
| [[Siglufjörður]]
| BISI
| SIJ
| valign=top style="background:#A2CD5A" | [[Siglufjarðarflugvöllur]]
|-
| Skaftafell
| BISL
|
| valign=top style="background:#A2CD5A" | Skaftafellsflugvöllur
|-
| Mosfellsbær
| BIMS
|
| valign=top style="background:#A2CD5A" | Tungubakkaflugvöllur
|-
| Aðalvík
|
|
| valign=top style="background:#66CDAA" |
|-
| Bakkafjörður
| BIBK
| BJD
| valign=top style="background:#66CDAA" |
|-
| Fáskrúðsfjörður
| BIFF
| <s>FAS</s>
| valign=top style="background:#66CDAA" |
|-
| Flateyri
| BIHT
| FLI
| valign=top style="background:#66CDAA" |
|-
| Hellnar
| BIDA
|
| valign=top style="background:#66CDAA" |
|-
| Reykjavík
|
|
| valign=top style="background:#66CDAA" | Hólmsheiðarflugvöllur
|-
| Ólafsfjörður
| BIOF
| OFJ
| valign=top style="background:#66CDAA" |
|-
| [[Patreksfjörður]]
| BIPA
| <s>PFJ</s>
| valign=top style="background:#66CDAA" | [[Patreksfjarðarflugvöllur]]
|-
| [[Keflavík]]
| BIKF
|
| valign=top style="background:#66CDAA" | Pattersonflugvöllur
|-
| Selfoss
|
|
| valign=top style="background:#66CDAA" |
|-
| Seyðisfjörður
| BISJ
| <s>SEJ</s>
| valign=top style="background:#66CDAA" |
|-
| Suðureyri
| BISU
| <s>SUY</s>
| valign=top style="background:#66CDAA" |
|-
| [[Þórshöfn]]
| BITH
| <s>THO</s>
| valign=top style="background:#66CDAA" | [[Þórshafnarflugvöllur]]
|}
== Heimildir ==
* https://eaip.isavia.is/A_05-2025_2025_06_12/
* [https://www.iata.org/en/publications/directories/code-search/?airport.search=SEJ IATA.org] fyrir IATA
[[Flokkur:Listar tengdir Íslandi|Ísland]]
[[Category:Flugvellir á Íslandi| ]]
5beis1ctprlz4e4bblhazcv80dtqzyh
Opinn aðgangur
0
62004
1921697
1916504
2025-06-26T23:24:32Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921697
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:PhD Comics Open Access Week 2012.ogv|right|thumb|9-mínútna kynningarmyndskeið um Opinn aðgang.]]
'''Opinn aðgangur''' (e. open access) er ókeypis aðgangur á [[Internet|netinu]] að heildartexta á niðurstöðum [[vísindi|vísindalegra]] rannsókna. Aðallega er talað um opinn aðgang í tengslum við útgáfu [[ritrýni|ritrýndra]] vísindagreina. Efni í opnum aðgangi má því lesa, afrita og miðla áfram með litlum eða engum takmörkunum öðrum en [[höfundarréttur|höfundarréttarlegum]].
Til eru tvær meginleiðir að opnum aðgangi: safnvistun og opin útgáfa. Helsti munurinn á opinni útgáfu og eigin safnvistun er að í opinni útgáfu eru greinarnar oftast ritrýndar.<ref name="overview">{{cite web |url=http://www.earlham.edu/~peters/fos/overview.htm |title=Open Access Overview - Focusing on open access to peer-reviewed research articles and their preprints |access-date=2011-03-09 |archive-date=2007-05-19 |archive-url=https://web.archive.org/web/20070519103647/http://www.earlham.edu/~peters/fos/overview.htm |url-status=dead }}</ref> Þekktar menntastofnanir eins og [[Harvardháskóli]]<ref>[http://osc.hul.harvard.edu/ Office for Scholarly Communication]</ref> og [[MIT]] hafa sett sér stefnu um opinn aðgang.<ref>{{Cite web |url=http://info-libraries.mit.edu/scholarly/mit-open-access/open-access-at-mit/mit-open-access-policy/ |title=MIT Faculty Open Access Policy |access-date=2011-03-09 |archive-date=2011-02-25 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110225144744/http://info-libraries.mit.edu/scholarly/mit-open-access/open-access-at-mit/mit-open-access-policy/ |url-status=dead }}</ref>
== Röksemdir ==
[[Mynd:Open Access logo PLoS white.svg|thumb|right|Merki fyrir opinn aðgang var upphaflega hannað af stofnuninni [[Public Library of Science]].]]
Hröð tækniþróun undanfarinna ára og áratuga á sviði [[upplýsingatækni]] hefur gert upplýsingamiðlun margfalt auðveldari, hraðari og ódýrari en þekktist fyrir tíma internetsins. Þessar framfarir gera opinn aðgang mögulegan. Það er að segja, engir tæknilegir annmarkar eru því til fyrirstöðu að dreifa fræðiefni með opnum hætti.
Helsta röksemdin að baki opins aðgangs að niðurstöðum rannsókna sem unnar eru af opinberum menntastofnunum er að rekstur þeirra, þar með taldar launagreiðslur til vísindamannsins, sé greiddur með [[skattur|skattfé]] almennra borgara. Því sé það óeðlilegt að afraksturinn sé afhentur þriðja aðila eða útgefanda sem svo rukki gjald fyrir aðgang.<ref>[http://www.taxpayeraccess.org/ The Alliance for Taxpayer Access]</ref> Til þess að bæta gráu ofan á svart hafa áskriftargjöld hækkað mikið á síðustu árum og jafnvel áratugum þannig að talað er um ''ritraðakrísu'' (e. [[:en:serials crisis|serials crisis]]).
Margar rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna að fræðiefni í opnum aðgangi sé lesið af fleirum og að fleiri vitni í greinar í opnum aðgangi.<ref>[http://www.fasebj.org/content/25/7/2129 Open access, readership, citations: a randomized controlled trial of scientific journal publishing]<br />[http://www.bmj.com/content/337/bmj.a568 Open access publishing, article downloads, and citations: randomised controlled trial]<br />[http://opcit.eprints.org/oacitation-biblio.html The effect of open access and downloads ('hits') on citation impact: a bibliography of studies]<br />[http://www.plosone.org/article/info%3Adoi%2F10.1371%2Fjournal.pone.0013636 Self-Selected or Mandated, Open Access Increases Citation Impact for Higher Quality Research] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20200221114301/https://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371%2Fjournal.pone.0013636 |date=2020-02-21 }}</ref> John Houghton, prófessor við Victoriaháskóla í Ástralíu, komst t.d. að þeirri niðurstöðu í rannsókn á útgáfumálum í Bretlandi, Hollandi og Danmörku að það væri hagkvæmt að auka opinn aðgang að vísindagreinum.<ref>{{Cite web |url=http://www.knowledge-exchange.info/Admin/Public/DWSDownload.aspx?File=%2fFiles%2fFiler%2fdownloads%2fOA_What_are_the_economic_benefits_-_a_comparison_of_UK-NL-DK__FINAL_logos.pdf |title=Open Access – What are the economic benefits? A comparison of the United Kingdom, Netherlands and Denmark |access-date=2011-03-11 |archive-date=2016-03-16 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160316024957/https://www.knowledge-exchange.info/Admin/Public/DWSDownload.aspx?File=/Files/Filer/downloads/OA_What_are_the_economic_benefits_-_a_comparison_of_UK-NL-DK__FINAL_logos.pdf |url-status=dead }}</ref>
== Aðferðir ==
Talað er um að tvær leiðir standi til boða við miðlun fræðiefnis í opnum aðgangi.
=== Safnvistun ===
Eigin [[safnvistun]], einnig kölluð „græna leiðin“<ref>{{vefheimild|url=https://doi.org/10.1016/j.serrev.2004.09.013|höfundur=Stevan Harnad et al.|titill=The Access/Impact Problem and the Green and Gold Roads to Open Access|ritverk=Serials Review, vol. 30, issue 4|ár=2004}}; [http://www.soros.org/openaccess/read.shtml Budapest Open Access Initiative] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20080820061017/http://www.soros.org./openaccess/read.shtml |date=2008-08-20 }}</ref>, felur í sér að höfundur gerir efni sitt aðgengilegt á netinu, venjulega með því að koma því fyrir á varðveislusafni tiltekinnar stofnunar, eins og t.d. [[háskólabókasafn]]s, eða með því að senda hana í miðlægt varðveislusafn á viðkomandi fræðasviði, t.d. PubMed fyrir greinar í [[læknisfræði]]<ref>[http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/ PubMed home]</ref> eða arXiv fyrir eðlisfræði,<ref>[http://arxiv.org/ arXiv.org e-Print archive]</ref> burt séð frá því hvort hann gefur grein sína út í hefðbundnu [[tímarit]]i eða ekki. Í slíkum söfnum er oft að finna fjölbreytt efni, drög að vísindagreinum, kennsluefni, gögn í gagnagrunnum eða á skrám, og jafnvel hljóð eða myndbandsskrár.<ref name="overview"/>
=== Opin útgáfa ===
Opin útgáfa, einnig kölluð „gullna leiðin“<ref>Stevan Harnad, ''op cit.''</ref> felur í sér að höfundur gefur greinina út í tímariti í opnum aðgangi sem gerir allar greinar sem það gefur út strax aðgengilegar í opnum aðgangi á netinu.
Um 10% af um 25.000 ritrýndum tímaritum á skrá eru gefin út í opnum aðgangi.<ref>[http://www.ulrichsweb.com/ulrichsweb/ ulrichsweb.com(TM) - The Global Source for Periodicals]</ref> Af þeim 10.000 ritrýndu tímaritum sem eru í skrá [[EPrints]] yfir útgáfustefnu tímarita eru 90% fylgjandi safnvistun í varðveislusöfnum.<ref>{{cite web |url=http://romeo.eprints.org/stats.php |title=EPrints: Journal Policies - Summary Statistics So Far |access-date=2008-02-28 |archive-date=2011-11-04 |archive-url=https://web.archive.org/web/20111104181050/http://romeo.eprints.org/stats.php |url-status=dead }}</ref> 62% styðja safnvistun á ritrýndu eintaki (eftir prentun) en 29% styðja safnvistun fyrir prentun. Í rannsókn sem gerð var árið 2009 var áætlað að 20,4% af ritrýndum fræðigreinum væru í opnum aðgangi.<ref>[http://www.plosone.org/article/info:doi/10.1371/journal.pone.0011273 Open Access to the Scientific Journal Literature: Situation 2009]</ref>
== Þróun erlendis ==
[[Bókasafn|Bókasöfn]] og [[bókasafnsfræði]]ngar hafa leikið lykilhlutverki í hreyfingunni í kringum opinn aðgang með því að benda á hækkun áskriftargjalda (''ritraðarkrísan''). Samtök rannsóknarbókasafna í Bandaríkjunum (e. ''The Association of Research Libraries'') stofnuðu samstarfsnetið ''SPARC'' (e. ''Scholarly Publishing and Academic Resources Coalition'') árið 1997 sem átti að leita lausna við vandanum um aðgangi að fræðiefni.
Fyrstu opnu fræðiritin sem voru bundin við netið (sem seinna voru nefnd í opnum aðgangi) komu fram á seinni hluta níunda áratugarins. Meðal þeirra voru ''Bryn Mawr Classical Review'',<ref>[http://bmcr.brynmawr.edu/ "The Bryn Mawr Classical Review"]. Bryn Mawr Classical Review.</ref> ''Postmodern Culture''<ref>[http://muse.jhu.edu/journals/postmodern_culture/ Project MUSE – Postmodern Culture]. Muse.jhu.edu.</ref> and ''Psycoloquy''.<ref>[http://www.cogsci.ecs.soton.ac.uk/cgi/psyc/newpsy "HyperPsycoloquy"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20131029124746/http://www.cogsci.ecs.soton.ac.uk/cgi/psyc/newpsy |date=2013-10-29 }}. Psycprints.ecs.soton.ac.uk.</ref>
=== Tíundi áratugurinn ===
[[Mynd:Development of Open Access.png|thumb|right|Graf sem sýnir þróun útgefinna greina í opnum aðgangi 1993-2009.]]
Fyrsta varðveislusafnið fyrir fræðigreinar var arXiv.org, sem var stofnað árið 1991 af Paul Ginsparg. Upprunalega átti það að vera vettvangur til birtingar á rannsóknum í vinnslu (s.k. ''preprint''). Skráning þeirra sömu og senda inn efnið er orðið venju á sviði [[eðlisfræði]] í kjölfarið. Þessi áhersla á opinn aðgang er sérstaklega áberandi á sviði [[öreindafræði]].<ref>Till, James E., 2001. [http://arxiv.org/abs/physics/0102004 "Predecessors of preprint servers"]. Arxiv.org, 4. febrúar 2001.</ref> Í dag er efni sem tilheyrir fjölda fræðigreina á arXiv, þar með talið [[tölvunarfræði]], [[stærðfræði]], [[líffræði]], [[fjármálaverkfræði]] og [[tölfræði]]. Stærstu útgefendur á sviði eðlisfræði, [[American Physical Society]] and [[Institute of Physics]] Publishing, segja birtingu á arXiv ekki hafa áhrif á fræðirit sín.<ref>Swan, Alma. 2005. [http://eprints.soton.ac.uk/261006/ "Open access self-archiving: an Introduction"]. Eprints.ecs.soton.ac.uk.</ref>
Undir lok tíunda áratugarins var búið að stofna [[PubMed]], bókasafnsskrá Heilbrigðisvísindabókasafns Bandaríkjanna (e. ''National Library of Medicine''), sem var höfð opin og jókst notkun upplýsinga úr gagnagrunninum hröðum skrefum. Margir fræðimenn höfðu þá þegar vanist því að deila vinnu sinni í gegnum [[FTP]]-þjóna. Fræðitímaritið ''The Journal of Medical Internet Research (JMIR)'', eitt fyrsta fræðitímaritið á sviði læknavísinda í opnum aðgangi var stofnað 1998 og fyrsta tölublað þess kom út 1999.
Árið 1999 var átaksverkefnið Opin varðveislusöfn (e. ''Open Archives Initiative'') stofnað sem lagði grunn að OAI-PMH (e. ''Open Archives Initiative Protocol for Metadata Harvesting'') samskiptareglunum milli rafrænna varðveislusafna. Með því var stigið stórt skref í átt að stöðlun á varðveislusöfnun. Útgáfa 2 af OAI-PMH-samskiptareglunum var síðast uppfærð árið 2008.
=== 21. öldin ===
Fyrsta alþjóðlega yfirlýsingin sem vakti mikla athygli var [[Búdapest-yfirlýsingin]] sem var gefin út í febrúar 2002. Yfirlýsingin taldi rúmlega 1.100 orð og var undirrituð af 16 fræðimönnum víðsvegar að.<ref>[http://budapestopenaccessinitiative.org/ Budapest Open Access Initiative]<br>[http://www.earlham.edu/~peters/fos/boaifaq.htm Budapest Open Access Initiative, FAQ] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20060703153606/http://www.earlham.edu/~peters/fos/boaifaq.htm |date=2006-07-03 }}</ref> Þetta var gert fyrir tilstilli meðal annars milljarðamæringsins [[George Soros]] sem lagði til fjármagn í gegnum samtök sín [[Open Society Institute]]. Þar var í fyrsta sinn mælt með tveimur leiðum: gullnu og grænu leiðinni við birtingu í opnum aðgangi. Í kjölfarið fylgdi Berlínaryfirlýsingin í október 2003.<ref>[http://oa.mpg.de/lang/en-uk/berlin-prozess/berliner-erklarung/ Berlínaryfirlýsingin]</ref> Í henni var skilgreining á fræðiefni til opins aðgangs víkkuð út til þess að ná til rannsóknarniðurstaðna, [[gögn|gagna]] og [[lýsigögn|lýsigagna]], [[stafræn endurgerð|stafrænt endurgerðs]] efnis og [[margmiðlun]]arefnis.
Samtök tækniháskóla í [[Finnland]]i hafa mótað með sér stefnu um opinn aðgang að öllum lokaritgerðum nema og rannsóknum starfsmanna.<ref>{{cite web |url=http://theseus.fi/web/guest/open-access-lausuma |title=Theseus.fi - Electronic Library of the Universities of Applied Sciences - Universities of Applied Sciences Open Access Statement |access-date=2011-03-11 |archive-date=2011-02-15 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110215123832/http://www.theseus.fi/web/guest/open-access-lausuma |url-status=dead }}</ref> Árið 2010 opnaði [[framkvæmdastjórn Evrópusambandsins]] í samvinnu við fjölda evrópskra háskóla [[varðveislusafn]]ið OpenAIRE.<ref>[http://www.openaire.eu OpenAIRE - Open Access Infrastructure Research for Europe]</ref> Í júní 2012 kom út hin svonefnda Finch-skýrsla á vegum breskra yfirvalda um það hvernig mætti auka aðgengi að rannsóknarniðurstöðum. Í henni var komist að þeirri niðurstöðu að leggja ætti áherslu á opinn aðgang, sérstaklega í þeim tilvikum þar sem rannsóknir væru fjármagnaðar af skattfé og að þróunin í átt að opnum aðgang væri umfangsmikið breytingaskeið sem Bretland ætti að taka opnum örmum.<ref>[http://www.researchinfonet.org/wp-content/uploads/2012/06/Finch-Group-report-FINAL-VERSION.pdf Accessibility, sustainability, excellence: how to expand access to research publications.]</ref> Aðeins þremur dögum eftir birtingu Finch-skýrslunnar samþykkti Vísinda- og tækniráð [[Danmörk|Danmerkur]] að skilyrða fjárveitingar til vísindarannsókna við að niðurstöðurnar yrðu birtar í opnum aðgangi.<ref>[http://fivu.dk/forskning-og-innovation/samspil-mellem-viden-og-innovation/open-science/open-access-politik-for-offentlige-forskningsrad-og-fonde/open-access-politik-for-raad-og-fonde.pdf Open Access-politik for offentlige forskningsråd og fonde]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Í júlí sama ár beindi framkvæmdastjórn ESB því til aðildarríkja sinna að setja sér stefnu um opinn aðgang.<ref>[http://ec.europa.eu/research/science-society/document_library/pdf_06/era-communication-towards-better-access-to-scientific-information_en.pdf Towards better access to scientific information: Boosting the benefits of public investments in research]</ref> Styrkir næsta rannsóknarverkefnis ESB, [[Horizon 2020]], sem hleypt verður af stokkunum 2014, verða skilyrtir við birtingu rannsóknarniðurstaðna í opnum aðgangi. Í skýrslu sem [[Þjóðbókasafn Bretlands]] og SAGE útgáfufyrirtækið unnu í sameiningu um þýðingu opins aðgangs fyrir rannsóknarbókasöfn var áætlað að hlutfall fræðigreina í opnum aðgangi myndi hækka í 15-50% á næsta áratug.<ref>{{cite web |url=http://www.uk.sagepub.com/oareport |title=Moving towards an open access future: the role of academic libraries |access-date=2013-11-14 |archive-date=2012-11-26 |archive-url=https://web.archive.org/web/20121126150222/http://www.uk.sagepub.com/oareport/ |url-status=dead }}</ref> Í Svíþjóð er rætt um að árið 2013 verði ef til vill árið sem hætt verði að spyrja hvers vegna taka ætti upp stefnu um opinn aðgang og þess í stað byrjað að velta því fyrir sér hvernig megi framkvæma hana.<ref>[http://www.sciecom.org/ojs/index.php/sciecominfo/article/view/5766/4962 Open Access in Sweden - going from why to how]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
=== Aaron Swartz-málið ===
[[Mynd:AaronSwartzPIPA.jpg|thumb|right|Aaron Swartz við mótmæli vegna [[PIPA]]-löggjafarinnar í Bandaríkjunum.]]
Í byrjun árs 2013 fyrirfór 26 ára gamall maður sér, [[Aaron Swartz]] að nafni. Þrátt fyrir ungan aldur hafði hann þegar áorkað ýmsu á sviði tölvutækni og bættu aðgengi að upplýsingum. tveimur árum fyrr hafði hann verið handtekinn og ákærður fyrir [[stórtækur þjófnaður|stórtækan þjófnað]] og innbrot í tölvur. Glæpurinn sem hann var kærður fyrir var að sækja um 4,8 milljónir skráa (~70 gígabæti) í gegnum tölvukerfi [[Massachusetts Institute of Technology|MIT-háskólans]] í Bandaríkjunum.
Það er út af fyrir sig ekki glæpur að sækja mikið magn af skjölum í gegnum tölvunet. En Swartz var frægur fyrir starf sitt á sviði tölvutækni og þekktur fyrir róttæka afstöðu varðandi opinn aðgang. Sumarið 2008 hafði hann skrifað stefnuyfirlýsingu sem hann nefndi „Guerilla Open access Manifesto“ og hefst með orðunum „''information is power. But like all power, there are those who want to keep it for themselves.''“ Í niðurlaginu segir: „''We need to download scientific journals and upload them to file sharing networks. We need to fight for guerilla Open access. With enough of us, around the world, we‘ll not just send a strong message opposing the privatization of knowledge — we‘ll make it a thing of the past. Will you join us?''“<ref>[http://archive.org/stream/GuerillaOpenAccessManifesto/Goamjuly2008_djvu.txt Full text of "Guerilla Open Access Manifesto"]</ref>
[[Ríkissaksóknari Bandaríkjanna]], [[Carmen M. Ortiz]] ákvað að lögsækja Swartz fyrir glæpi sem hefðu getað þýtt 35 ára fangelsisdóm að viðbættum þremur árum í [[stofufangelsi]] og sekt upp á 1 milljón dali. Þessi aðgerð bandaríska ríkissaksóknarans er [[forvirkar aðgerðir|forvirk]] þar sem að fórnarlamb meints glæps, [[JSTOR]], ákvað að lögsækja ekki. Glæpurinn var heldur ekki skeður, Swartz hafði ekki dreift gögnunum en hafði lýst yfir [[ásetningur|ásetningi]] um að gera það. Í kjölfarið var ríkissaksóknarinn harðlega gagnrýndur fyrir að hafa gengið fram með offorsi.<ref>[http://www.huffingtonpost.com/2013/03/25/aaron-swartz-carmen-ortiz_n_2951478.html Aaron Swartz Prosecutor Carmen Ortiz Admonished In 2004 For Aggressive Tactic]<br />[http://news.cnet.com/8301-13578_3-57570635-38/u.s-attorney-criticism-of-aaron-swartz-prosecution-is-unfair/ U.S. attorney: Criticism of Aaron Swartz prosecution is 'unfair']</ref> Ákvörðun MIT um að halda málaferlunum áfram var einnig harðlega gagnrýnd og leiddi til sérstakrar skýrslu um aðkomu MIT.<ref>[http://swartz-report.mit.edu/ Report to the President: MIT and the Prosecution of Aaron Swartz]</ref>
== Opinn aðgangur á Íslandi ==
Vorið 2006 stofnaði [[Landspítali Íslands]] Hirsluna, „rafrænt varðveislusafn sem er sérhannað til að vista, varðveita og miðla því vísinda- og fræðsluefni sem starfsmenn spítalans hafa gefið út samhliða vinnu sinni eða námi við spítalann.“<ref>[http://www.hirsla.lsh.is/lsh/pages/faq-icelandic1.html Spurningar og svör - Hirsla, varðveislusafn LSH] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140827105609/http://www.hirsla.lsh.is/lsh/pages/faq-icelandic1.html |date=2014-08-27 }}<br />[http://hirsla.lsh.is/lsh/bitstream/2336/19023/1/O2007-02-25-A2.pdf Hirsla – varðveislusafn LSH] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160404104604/http://hirsla.lsh.is/lsh/bitstream/2336/19023/1/O2007-02-25-A2.pdf |date=2016-04-04 }}</ref> Á sama ári hóf [[Háskólinn á Akureyri]] útgáfu veftímaritsins ''Nordicum-Mediterraneum'' í opnum aðgangi.<ref>[http://nome.unak.is/ Nordicum-Mediterraneum]</ref> Ári seinna hóf [[Háskólinn á Bifröst]] að gefa út ''Bifröst Journal of Social Science'' á ensku.<ref>{{cite web |url=http://bjss.bifrost.is/index.php/bjss |title=Bifröst Journal of Social Science |access-date=2011-03-10 |archive-date=2011-03-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110305063135/http://bjss.bifrost.is/index.php/bjss |url-status=dead }}</ref> Veftímaritið [[Stjórnmál og stjórnsýsla]] sem hefur komið út frá 2005 á vegum [[Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála|Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála]] hjá Háskóla Íslands er í opnum aðgangi.<ref>{{Cite web |url=http://www.stjornmalogstjornsysla.is/ |title=Stjórnmál og stjórnsýsla |access-date=2013-11-09 |archive-date=2013-10-20 |archive-url=https://web.archive.org/web/20131020130303/http://www.stjornmalogstjornsysla.is/ |url-status=dead }}</ref>
Í stefnu [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] fyrir árin 2011-2016 kemur fram að móta eigi stefnu um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum og lokaverkefnum.<ref>{{cite web |url=http://www.hi.is/skolinn/stefna_haskola_islands_2011%E2%80%932016 |title=Stefna Háskóla Íslands 2011–2016 |access-date=2012-02-06 |archive-date=2012-02-06 |archive-url=https://archive.today/20120206/http://www.hi.is/skolinn/stefna_haskola_islands_2011–2016 |url-status=dead }}</ref> Í febrúar 2014 samþykkti háskólaráð Háskóla Íslands formlega stefnu um opinn aðgang.<ref>{{cite web |url=http://www.hi.is/adalvefur/stefna_um_opinn_adgang |title=Stefna um opinn aðgang |access-date=2014-03-20 |archive-date=2014-08-15 |archive-url=https://web.archive.org/web/20140815085236/http://www.hi.is/adalvefur/stefna_um_opinn_adgang |url-status=dead }}</ref> Skemman.is er rafrænt varðveislusafn Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst, [[Háskólinn í Reykjavík|Háskólans í Reykjavík]], [[Landbúnaðarháskóli Íslands|Landbúnaðarháskóla Íslands]], [[Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn|Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns]] og [[Listaháskóli Íslands|Listaháskóla Íslands]] sem geymir lokaverkefni nemenda og rannsóknarrit kennara og fræðimanna. Sumt af því efni er í opnum aðgangi en Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn sem rekur vefinn styður opinn aðgang.<ref>[http://landsbokasafn.is/index.php/bokasafnid/um-safnid/stefna Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn - Stefna] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120803212558/http://landsbokasafn.is/index.php/bokasafnid/um-safnid/stefna |date=2012-08-03 }};[http://skemman.is/about Um vefinn | Skemman]</ref>
Í lok árs 2012 voru lög nr. 149/2012 um breytingu á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003 sett, en í þeim sagði:
{{tilvitnun2|Niðurstöður rannsókna, sem kostaðar eru með styrkjum úr sjóðum er falla undir lög þessi, skulu birtar í opnum aðgangi og vera öllum tiltækar nema um annað sé samið. Styrkþegar skulu í öllum ritsmíðum sínum um niðurstöður rannsókna geta um þátt sjóðanna í viðkomandi verki.|[http://www.althingi.is/altext/stjt/2012.149.html Lög um breytingu á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003.]}}
== Tilvísanir ==
<div class="references-small">{{reflist|colwidth=30em}}</div>
== Tenglar ==
{{Commonscat|Open access (publishing)|Opnum aðgangi}}
* [http://cyber.law.harvard.edu/hoap/Open_Access_(the_book) Open Access], bók [https://plus.google.com/109377556796183035206/about#109377556796183035206/about Peter Suber] við Harvardháskóla
* [http://www.openaire.eu OpenAIRE - Open Access Infrastructure Research for Europe]
* [http://www.plos.org/index.php Public Library of Science] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110325112732/http://www.plos.org/index.php |date=2011-03-25 }}, samtök sem vinna að opnum aðgangi vísindagreina
* [http://www.doaj.org/ Directory of Open Access Journals]
* [http://roar.eprints.org/ Registry of Open Access Repositories (ROAR)]
* [http://www.opendoar.org/ The Directory of Open Access Repositories - OpenDOAR] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110226000645/http://opendoar.org/ |date=2011-02-26 }}
* [http://dash.harvard.edu/ DASH] - efni í opnum aðgangi hjá [[Harvardháskóli|Harvardháskóla]]
* [http://ec.europa.eu/research/science-society/document_library/pdf_06/open-access-handbook_en.pdf Open Access Opportunities and Challenges], handbók gefin út af Framkvæmdastjórn ESB árið 2008
* [http://nordbib.net.dynamicweb.dk/Files/Filer/Documents%20for%20download/Open_Acces_in_the_Nordic_Countries_Hedlund_Rabow_Nordbib.pdf Open Access in the Nordic Countries - a State of the Art Report] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070716074827/http://nordbib.net.dynamicweb.dk/Files/Filer/Documents%20for%20download/Open_Acces_in_the_Nordic_Countries_Hedlund_Rabow_Nordbib.pdf |date=2007-07-16 }}, skýrsla [http://www.nordbib.net/ Nordbib] frá 2007
* [http://www.uk.sagepub.com/repository/binaries/pdf/Library-OAReport.pdf Moving towards and Open Access future] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20121031192735/http://www.uk.sagepub.com/repository/binaries/pdf/Library-OAReport.pdf |date=2012-10-31 }} (pdf), Siân Harris. A report on a roundtable commissioned by SAGE, in association with the British Library, August 2012
=== Íslenskt efni ===
* [http://www.opinvisindi.is Opin vísindi, varðveislusafn fyrir ritrýndar vísindagreinar og efni sem birtist í opnum aðgangi]
* [http://www.opinnadgangur.is Opinn aðgangur.is]
* [http://www.skemman.is Skemman.is, rafrænt varðveislusafn rekið sem samstarfsverkefni opinberu háskólanna]
* [http://hirsla.lsh.is/lsh/ Hirsla, vísinda- og fræðsluefnissafn Landspítalans] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20101201211904/http://hirsla.lsh.is/lsh/ |date=2010-12-01 }}
=== Greinar ===
* [http://www.laeknabladid.is/2005/03/nr/1928 Opið aðgengi og rafræn geymslusöfn vísindagreina], grein eftir Sólveigu Þorsteinsdóttur í Læknablaðinu 03. tbl 91. árg. 2005
* [http://www.sciecom.org/ojs/index.php/sciecominfo/article/view/4762 The University of Iceland‘s digital repository, Skemman - open access or closed?]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* [http://www.sciecom.org/ojs/index.php/sciecominfo/article/view/243 Open Access in Iceland, State-of-the-art report]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* [http://www.guardian.co.uk/science/2012/sep/07/uk-government-open-access-publishing UK government earmarks £10m for open access publishing], frétt á vef Guardian
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20140429173152/http://kjarninn.is/kerfi/wp-content/uploads/2013/10/2013_10_24.pdf Markaðsvæðing þekkingar], grein í 10. tbl. Kjarnans eftir Hrafn H. Malmquist
* [http://www.visir.is/vika-opins-adgangs/article/2013710259983 Vika opins aðgangs], grein á Visir.is 25. október 2013
{{Hugverkaréttur}}
{{Gæðagrein}}
[[Flokkur:Rannsóknir]]
[[Flokkur:Útgáfa]]
mv32p2nyex4l0lid2ayp41g1p1s5ayq
Fylki Noregs
0
62611
1921725
1842901
2025-06-27T02:00:52Z
176.72.81.59
1921725
wikitext
text/x-wiki
{{uppfæra}}
<!--[[Mynd:Fylkesinndeling2024 original.webp||thumb|right|300px]]-->
[[Mynd:Nye fylker - regjeringen.no.svg|Hér eru fylkin 11.|thumb|right|300px]]
Listi yfir '''fylki Noregs''', eftir mannfjölda. Meginlandi Noregs er skipt í 11 hluta sem kallast [[fylki]] ([[norska]]: ''fylke''). Fylkin voru kölluð ''amt'', þangað til árið [[1918]], þegar nafnið ''amt'' var breytt í ''fylke''. [[Svalbarði|Svalbarða]] er stjórnað af ríkinu og er ekki talinn fylki. Árið 2020 lét Stórþingið sameina fylki svo að þau urðu 11 (áður voru þau 19).
{| class="sortable wikitable"
!Röð
! !!Fylki!!Höfuðstaður!!Íbúafjöldi!!Landsvæði (km²)!!Þéttleiki byggðar
!Stærsti bær
|-
|03
|[[Mynd:Oslo_komm.svg|30x30dp]]||[[Ósló]]
''Oslo''
|[[Ósló]]
''Oslo''
|673 469||454,12||1.299
|Ósló
''Oslo''
|-
|11
|[[Mynd:Rogaland_våpen.svg|30x30dp]]||[[Rogaland|Ryggjafylki]]
''Rogaland''
|[[Stafangur]]
''Stavanger''
|473 526||9 377,10||45
|Stafangur
''Stavanger''
|-
|15
|[[Mynd:Møre_og_Romsdal_våpen.svg|30x30dp]]||[[Mæri og Raumsdalur]]
''Møre og Romsdal''
|[[Molde]]
''Molde''
|266 856||14 355,62||17
|[[Álasund]]
''Ålesund''
|-
|18
|[[Mynd:Nordland_våpen.svg|31x31dp]]||[[Norðurland (fylki í Noregi)|Norðurland]]
''Nordland''
|[[Bodø|Boðøy eða Boðvin]]
''Bodø''
|243 335||38 154,62||7
|Boðøy eða Boðvin
''Bodø''
|-
|30
|[[Mynd:Viken våpen.svg|alt=|30x30dp]]||[[Viken]]
''Viken''
|[[Ósló]], [[Drammen]], [[Sarpsborg]]
''Oslo, Drammen, Sarpsborg''
|1 234 374||24 592,59||
|[[Bærum|Bergheimur]]
''Bærum''
|-
|34
|[[Mynd:Innlandet våpen.svg|alt=|31x31dp]]||[[Innlandet]]
''Innlandet''
|[[Hamar (Noregi)|Hamar]]
''Hamar''
|370 994||52 072,44||
|[[Ringsaker|Ringisakur]]
''Ringsaker''
|-
|38
|[[Mynd:Vestfold og Telemark våpen.svg|alt=|28x28dp]]||[[Vestfold og Þelamörk]]
''Vestfold og Telemark''
|[[Skien]]
''Skien''
|415 777||17 465,92||
|[[Sandefjord|Sandar]]
''Sandefjord''
|-
|42
|[[Mynd:Agder våpen.svg|alt=|31x31dp]]||[[Agðir]]
''Agder''
|[[Kristiansand]], [[Arendal|Arnardalur]]
''Kristiansand, Arendal''
|303 754||16 434,12||
|Kristiansand
|-
|46
|[[Mynd:Vestland våpen.svg|alt=|29x29dp]]||[[Vesturland (fylki í Noregi)|Vesturland]]
''Vestland''
|[[Björgvin]]
''Bergen''
|631 594||33 870,99||
|Björgvin
''Bergen''
|-
|50
|[[Mynd:Trøndelag våpen.svg|alt=|30x30dp]]||[[Þrændalög]]
''Trøndelag''
''Trööndelage''
|[[Steinkjer|Steinker]]
''Steinkjer''
|458 744||42 201,59||
|[[Þrándheimur]]
''Trondheim''
|-
|54
|[[Mynd:Troms og Finnmark våpen.svg|alt=|35x35dp]]||[[Troms og Finnmark|Troms og Finnmörk]]
''Troms og Finnmark''
''Romsa ja Finnmárku''
''Tromssa ja Finmarkku''
|[[Tromsø]], [[Vadsø|Vatnsøy]]
''Tromsø, Vadsø''
|243 925||74 829,68||
|Tromsø
|}
[[Mynd:Norway counties.svg|Hér eru gömlu fylkin með Svalbarða í sviga.|thumb|right|300px]]
{{Fylki Noregs}}
[[Flokkur:Fylki Noregs]]
[[Flokkur:Listar tengdir Noregi]]
[[Flokkur:Listar yfir stjórnsýslueiningar|Noregur]]
[[ru:Административное деление Норвегии#Фюльке]]
[[zh:挪威行政區劃#郡]]
km32gczm8sr61kvyealm9mvhrjucg5l
Raunvísindi
0
70577
1921726
1866606
2025-06-27T02:29:28Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921726
wikitext
text/x-wiki
'''Raunvísindi''' teljast [[vísindi]] þau er leggja áherslu á [[náttúrulögmál]] til útskýringar á [[alheimurinn|alheiminum]]. Raunvísindi er líka notað til aðgreiningar frá [[félagsvísindi|félagsvísindum]] og [[hugvísindi|hugvísindum]].
== Sjá einnig ==
* [[Náttúruvísindi]]
== Tenglar ==
* [http://www.raust.is/ Raust - tímarit um raunvísindi og stærðfræði] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20071114041842/http://www.raust.is/ |date=2007-11-14 }}
* [http://www.raunvis.hi.is/ Raunvísindastofnun Háskóla Íslands] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20081108025030/http://www.raunvis.hi.is/ |date=2008-11-08 }}
{{stubbur}}
[[Flokkur:Raunvísindi| ]]
r1w9m3ebu0ji2ytdw7lmc7gsgkm5amm
Jan Peter Balkenende
0
82288
1921746
1654661
2025-06-27T08:58:25Z
TKSnaevarr
53243
1921746
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| forskeyti =
| nafn = Jan Peter Balkenende
| mynd = Jan Peter Balkenende 2006.jpg
| myndastærð = 230px
| myndatexti1 = Rutte árið 2006.
| titill= Forsætisráðherra Hollands
| stjórnartíð_start = 22. júlí 2002
| stjórnartíð_end = 14. október 2010
| einvaldur = [[Beatrix Hollandsdrottning|Beatrix]]
| forveri = [[Wim Kok]]
| eftirmaður = [[Mark Rutte]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1956|5|7}}
| fæðingarstaður = [[Biezelinge]], [[Holland]]i
| þjóderni = [[Holland|Hollenskur]]
| stjórnmálaflokkur = [[Kristilegi demókrataflokkurinn (Hollandi)|Kristilegi demókrataflokkurinn]]
| maki = {{gifting|Bianca Hoogendijk|1996}}
| börn = 1
| háskóli = [[Fríháskólinn í Amsterdam]] (LLB, BA, LLM, MA, PhD)
|undirskrift = Jan Peter Balkenende Signature.png
}}
'''Jan Peter Balkenende''' (f. [[7. maí]] [[1956]]) er fyrrum [[forsætisráðherra]] [[Holland]]s fyrir [[kristilegi demókrataflokkurinn (Holland)|kristilega demókrata]]. Hann er doktor í [[lögfræði]] og með gráðu í [[sagnfræði]].
{{commonscat}}
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = Forsætisráðherra Hollands|
frá = [[22. júlí]] [[2002]]|
til = [[14. október]] [[2010]]|
fyrir = [[Wim Kok]]|
eftir = [[Mark Rutte]]|
}}
{{Töfluendir}}
{{stubbur|æviágrip|stjórnmál}}
{{DEFAULTSORT:Balkenende, Jan Peter}}
{{f|1956}}
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Hollands]]
tkbd207y1b6vjwxw2mukbjp4n2axb46
In Flames
0
82632
1921628
1921587
2025-06-26T16:20:59Z
Berserkur
10188
1921628
wikitext
text/x-wiki
[[File:2015 RiP In Flames - by 2eight - 8SC9852.jpg|thumb|upright=1.8|In Flames - Rock im Park 2015]]
'''In Flames''' er [[Svíþjóð|sænsk]] [[melódískt dauðarokk|melódísk dauðarokk]]shljómsveit stofnuð árið [[1990]] í [[Gautaborg]]. Sveitin var áhrifamikil í þróun melódísks dauðarokks og hafði áhrif á [[metalcore]]-stefnuna. Sveitin hefur unnið til sænsku Grammy-verðlaunanna, t.d. fyrir plötuna ''Come Clarity'' (2006). Á ''Reroute to Remain'' (2002) hóf hún að gera tilraunir með annars konar tónlist, í ætt við [[jaðar|jaðarþungarokk]] og [[nýþungarokk]].
<ref>[https://www.allmusic.com/album/reroute-to-remain-mw0000221920#review Reroute to Remain] Allmusic</ref>
In Flames hefur tekið ýmsum breytingum á liðskipan en Anders Fridén og Björn Gelotte hafa verið með sveitinni síðan 1995. Fyrsti söngvari In Flames var Mikael Stanne og söng hann inn á fyrstu plötuna ''Lunar Strain''. Hann fór yfir í sveitina [[Dark Tranquillity]] þar sem Fridén var áður söngvari. Stanne stofnaði [[The Halo Effect]] með fyrrum meðlimum In Flames árið 2021.
Chris Broderick, fyrrum gítarleikari m.a. [[Megadeth]] hefur verið með sveitinni síðan 2019 og Liam Wilson, bassaleikari [[Dillinger Escape Plan]] frá 2024. <ref>[https://www.allmusic.com/artist/in-flames-mn0000096977#biography In Flames Biography] Allmusic</ref>
Sveitin spilaði í Hörpu sumarið [[2025]]. <ref>[https://www.dv.is/fokus/2024/11/28/flames-til-islands-sumar In Flames til Íslands í sumar] Dv.is, sótt 28. nóvember 2024</ref>
== Plötur ==
* Lunar Strain (1994)
* Subterranean (1995)
* The Jester Race (1996)
* Whoracle (1997)
* Colony (1999)
* Clayman (2000)
* Reroute to Remain (2002)
* Soundtrack to Your Escape (2004)
* Come Clarity (2006)
* A Sense of Purpose (2008)
* Sounds of a Playground Fading (2011)
* Siren Charms (2014)
* Battles (2016)
* I, the Mask (2019)
* Foregone (2023)
== Meðlimir ==
* Anders Fridén — Söngur
* Chris Broderick — Gítar
* Björn Gelotte — Gítar
* Liam Wilson — Bassi
'''Fyrrum meðlimir'''
* Peter Iwers - Bassi (1997-2016)
* Daniel Svensson - Trommur (1997-2015)
* Jesper Strömblad - Gítar (1990-2010)
* Glenn Ljungström - Gítar (1993-1997)
* Johan Larsson - Bassi (1990-1997)
* Niclas Engelin - Bassi (1997-1998, 2011-2022)
* Mikael Stanne - Söngur (1993-1995)
* Anders Iwers - Gítar (1990-1993)
* Tanner Wayne – Trommur (2018-2025)
* Joe Rikard - Trommur (2016-2018)
* Bryce Paul - Bassi (2017-2023)
* Daniel Erlandsson - Trommur (1994-1995)
{{Commonscat}}
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Sænskar hljómsveitir]]
[[Flokkur:Sænskar þungarokkshljómsveitir]]
[[Flokkur:Stofnað 1990]]
4xnweyjhixywg6v17b6lhvx3r13uylq
Músarrindill
0
91211
1921625
1827546
2025-06-26T13:46:02Z
Berserkur
10188
1921625
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Músarrindill
| image = Troglodytes troglodytes -fence-8a.jpg
| image_width = 300px
| image_caption = Músarrindill
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Spörfuglar]] (''Passeriformes'')
| familia = [[Rindlar]] (''Troglodytidae'')
| genus = ''[[Troglodytes]]''
| species = '''''T. troglodytes'''''
| binomial = ''Troglodytes troglodytes''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758
| synonyms =
''Olbiorchilus hiemalis''
}}
[[File:Gärdsmyg (Troglodytes troglodytes) - Ystad-2019.jpg|thumb|Músarrindill.]]
[[File:Troglodytes troglodytes kabylorum Hartert, E, 1910 Tébessa MHNT ZOO 2010 11 232.jpg|thumb|''Troglodytes troglodytes '']]
[[File:Cuculus canorus canorus MHNT.ZOO.2010.11.149.17.jpg|thumb| ''Cuculus canorus canorus'' + ''Troglodytes troglodytes'']]
'''Músarrindill''' ([[fræðiheiti]] ''Troglodytes troglodytes'') er mjög lítill [[spörfugl]] af ætt [[Rindlar|rindla]] og var lengi vel minnstur allra fugla á Íslandi, áður en [[glókollur]] nam land.
== Lifnaðarhættir ==
Músarrindill er fjölkvænisfugl og notar karlfuglinn söngrödd sína til að laða til sín kvenfugla. Hann kemur á varpstöðvar á undan kvenfugli og helgar sér stórt varpsetur. Hann er þekktur fyrir langa og flókna söngva. Músarrindill er staðfugl á Íslandi en færir sig um set á veturna og eru þá nálægt sjó eða lækjum þar sem auðvelt er um skjól og fæðu.
Söngur músarrindils:
[[Mynd:Troglodytes_troglodytes_song.ogg]]
== Hreiðrið ==
Músarrindillinn verpir víða í [[birki]]skógum, grónum hraunum og stundum í urðum nálægt vatni. Karlfuglinn byggir nokkur hreiður, 6 - 7 í Evrópu en færri í Ameríku. Hann byggir hreiðrin, sem er kúluhreiður, með litlu opi á hliðinni. Hreiðrið fellur vel inn í umhverfið. Karlfuglinn vefur hreiðrið og oftast býr hann til fleiri en eitt hreiður en fóðrar ekki að innan fyrr en kvenfugl hefur valið hreiðrið. Þá hjálpast fuglarnir að því að fóðra hreiðrið. Kvenfuglinn liggur á eggjunum og báðir fuglarnir fær svo ungunum fæðu.
{{Wikiorðabók|músarrindill}}
{{commons|Troglodytes troglodytes|Músarrindli}}
{{Wikilífverur|Troglodytes troglodytes|Músarrindli}}
{{stubbur|fugl}}
== Tenglar ==
* [http://www1.nams.is/fuglar/details.php?val=1&id=26 Músarrindill (Fuglavefurinn)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090522233534/http://www1.nams.is/fuglar/details.php?val=1&id=26 |date=2009-05-22 }}
* [http://www.rspb.org.uk/birds/guide/w/wren/index.asp RSPB Wren page]
* [https://archive.today/20121209102330/www.bbc.co.uk/nature/wildfacts/factfiles/362.shtml BBC Wren page]
* [http://www.birdsofbritain.co.uk/bird-guide/wren.htm Birds of Britain Wren Page] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20080517172001/http://www.birdsofbritain.co.uk/bird-guide/wren.htm |date=2008-05-17 }}
* [http://www.bbc.co.uk/nature/programmes/radio/dawn_chorus/video/wren_song.ram The Wren's song]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* [http://www.birds.cornell.edu/AllAboutBirds/BirdGuide/Winter_Wren.html Cornell Lab of Ornithology Winter Wren Page]
* [http://www.sdakotabirds.com/species/winter_wren_info.htm South Dakota Birds Winter Wren Page] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110310202021/http://sdakotabirds.com/species/winter_wren_info.htm |date=2011-03-10 }}
* [http://www.bird-stamps.org/cspecies/13505500.htm Stamps] (for 19 issues) with Circum-Polar Range-Map
* [http://ibc.lynxeds.com/species/northern-wren-troglodytes-troglodytes Winter Wren videos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140218023204/http://ibc.lynxeds.com/species/northern-wren-troglodytes-troglodytes |date=2014-02-18 }} on the Internet Bird Collection
* [http://www.ibercajalav.net/img/323_WrenTtroglodytes.pdf Ageing and sexing (PDF) by Javier Blasco-Zumeta] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20131112123918/http://www.ibercajalav.net/img/323_WrenTtroglodytes.pdf |date=2013-11-12 }}
[[Flokkur:Rindlaætt]]
lxp21h9m7n2avzgfla79fu4h6cxeqkl
Persónuleikaröskun
0
96241
1921708
1813550
2025-06-27T01:19:56Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 2 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921708
wikitext
text/x-wiki
'''Persónuleikaröskun''' er tegund [[geðröskun|geðraskana]] og [[geðsjúkdómur|geðsjúkdóma]]. Þær eru einkenni í [[atferli]] einstaklings sem koma niður á öðrum. Maður með slíka röskun nær illa að laga sig að siðum samfélagsins en er þó í eðlilegum [[raunveruleiki|veruleikatengslum]] og hefur [[Rökhugsun|rökræna]] [[hugsun]].<ref>Gylfi Ásmundsson [http://www.lydheilsustod.is/greinar/greinasafn/gedraekt/nr/800 Persónuleikaröskun] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20071216055913/http://www.lydheilsustod.is/greinar/greinasafn/gedraekt/nr/800 |date=2007-12-16 }} Lýðheilsustöð.</ref> Matsatriði er hvar mörk eru á persónuleikaröskun og venjulegu fólki. Líklega er röskunin öfgakennd einkenni hjá fólki. Þær eru gagnlegar til að skilgreina hegðunarmynstur en ekki muninn á heilbrigði einstaklinga.<ref>Jakob Smári. [http://visindavefur.is/?id=279 „Hvað er persónuleikaröskun?“]. Vísindavefurinn 23.3.2000. (Skoðað 22.2.2011).</ref>
== Persónuleikaraskanir á Íslandi ==
Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu er 11%, samkvæmt rannsókn á 805 manna úrtaki árið 2009.<ref>[http://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1411/PDF/f01.pdf Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu] Læknablaðið</ref>
==Dæmi um presónuleikaraskanir==
*[[Jaðarpersónuleikaröskun]] (e. borderline personality disorder)
*[[Aðsóknarpersónuleikaröskun]] (e. paranoid personality disorder)
*[[Andfélagsleg persónuleikröskun]] (e. antisocial personality disorder)
*[[Sjálfsdýrkandi persónuleikaröskun]] (e. narcissistic personality disorder)
*[[Árátta og þráhyggja]] (e. obsessive and compulsive personality disorder)
*[[Hliðrunarpersónuleikaröskun]] (e. avoidant personality disorder)
*[[Kleyfhuga persónuleikaröskun]] (e. schizoid personality disorder)
*[[Geðhrifa persónuleikaröskun]] (e. histrionic personality disorder)
*[[Hæðis persónuleikaröskun]] (e. dependent personality disorder)
*[[Geðklofalík persónuleikaröskun]] (e. schizotypal personality disorder)
==Tenglar==
*[https://attavitinn.is/heilsa/gedheilsa/adsoknar-personuleikaroskun/ - Áttavitinn, Aðsóknarpersónuleikaröskun] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20230525173356/https://attavitinn.is/heilsa/gedheilsa/adsoknar-personuleikaroskun/ |date=2023-05-25 }}
*[https://attavitinn.is/heilsa/gedheilsa/andfelagsleg-personuleikaroskun/- Áttavitinn, Andfélagsleg persónuleikaröskun ]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
*[https://attavitinn.is/heilsa/narsissismi/ Áttavitinn, narsissismi]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
*[https://attavitinn.is/heilsa/gedheilsa/gedhrifa-personuleikaroskun/ Áttavitinn, geðhrifa persónuleikaröskun]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
*[https://doktor.is/grein/hlidarpersonuleiki Doktor.is, hliðarpersónuleiki]
*[https://www.hun.is/hvad-er-personuleikaroskun-einkenni-og-urraedi/ Hun.is - Hvað er persónuleikaröskun?]
== Heimildir ==
<div class="references-small"><references/></div>
[[Flokkur:Geðraskanir]]
k23p8kvhf42wr5e8v8976yrdhgbsksc
Morð á Íslandi
0
100090
1921627
1921588
2025-06-26T15:28:48Z
Djúpúðga
106863
Uppfærði tölfræðina frá 2011
1921627
wikitext
text/x-wiki
Á Íslandi eru morð tiltölulega sjaldgæf, rétt rúmlega tvö morð á ári að meðaltali. Tíðnin hérlendis er hundraðfalt lægri en í morðglaðasta ríki heim, [[El Salvador]], um sex sinnum lægri en í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]], og örlitlu lægri en í [[Danmörk]]u.<ref name="UNODC">{{cite web|title=UNODC Statistics Online|url=https://dataunodc.un.org/crime/intentional-homicide-victims|publisher=United Nations Office On Drugs and Crime|accessdate=12 May 2018}}".</ref>
== Listi yfir morð á Íslandi ==
:''Sjá ítarlegri [[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969|lista yfir morð frá 1874–1969]], [[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999|lista yfir morð frá 1970–1999]], og [[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000|lista yfir morð frá 2000]]''
{| class="wikitable" style="max-width: 750px"
|+
! style="min-width: 65px;" |Ár
! style="max-width: 300px;" |Stutt lýsing
! style="min-width: 90px;" |Staðsetning
! style="min-width: 90px;" |Nánari lýsing
|-
!1692
|Morðið við Gíslakletta. Kona að nafni Ingibjörg Oddsdóttir myrðir eiginmann sinn, Gísla Pétursson. Hafði verið að halda við danska verslunarmanninn Pétur Wibe. Síðan eru Gíslaklettar svo nefndir.
|Vestmannaeyjar
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#September 1874|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1874
|Nýfætt barn myrt
|
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#September 1874|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1877
|Nýfætt barn myrt
|
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#12. september 1877|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1891
|Kona kæfð og hent í á
|[[Norðurland eystra]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#13. september 1891|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1893
|Nýfætt barn myrt
|[[Þistilfjörður]], [[Norðurland eystra|Norðurlandi eystra]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#12. janúar 1893|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1893
|Nýfætt barn myrt
|[[Egilsstaðir]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#3. júní 1893|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1903
|Barn deyr eftir mikla vanrækslu
| [[Vestur-Skaftafellssýsla|Vestur-Skaftafellsýsla]], [[Suðurland]]i
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#Ágúst 1906|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1906
|Nýfætt barn myrt
|[[Bíldudalur]], [[Vestfirðir|Vestfjörðum]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#Ágúst 1906|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="2" |1913
|Nýfætt barn myrt
|[[Furufjörður]], [[Vestfirðir|Vestfjörðum]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#6. ágúst 1913|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Kona byrlar bróður sínum rottueitur
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#1. nóvember 1913|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1929
|Þjófur myrðir húseiganda
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#30. nóvember 1929|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1941
|Tveir bandarískir hermenn skjóta á hóp manna og einn deyr<ref name="morð á 13 ára stúlku">{{vefheimild |höfundur=Alma Ómarsdóttir |titill=Morð á 13 ára stúlku á tímum hernámsins óskráð - RÚV.is |url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-04-09-mord-a-13-ara-stulku-a-timum-hernamsins-oskrad |ritverk=RÚV |dags=9. apríl 2023}}</ref>
|[[Hafnarfjörður]]
|
|-
!1942
|Bandarískur hermaður skýtur á bíl sem sinnir ekki stöðvunarmerki og drepur farþega<ref name="morð á 13 ára stúlku" />
|[[Reykjavík]]
|
|-
!1942
|Bandarískur hermaður skýtur 12 ára dreng í höfuðið<ref name="morð á 13 ára stúlku" />
|[[Reykjavík]]
|
|-
!1944
|Bandarískur hermaður ræðst á 13 ára stúlku<ref name="morð á 13 ára stúlku" />
|[[Reykjavík]]
|
|-
!1945
|'''Óupplýst''' morð á prentara sem myrtur var með barefli
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#26. desember 1945|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1947
|Maður ræðst á 2 ára stúlku með hníf í braggahverfi
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#3. maí 1947|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1952
|Maður skýtur eiginkonu sína og síðan sjálfan sig
|[[Kópavogur]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#18. júní 1952|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="2" |1953
|Maður eitrar fyrir sér og allri fjölskyldu sinni
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#26. febrúar 1953|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Líkamsárás á skemmtanalífinu
|[[Keflavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#24. mars 1953|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1957
|Maður skýtur unnustu sína.
|[[Hveragerði]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#6. janúar 1957|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1958
|Hnífsárás eftir heimiliserjur
|
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#1. mars 1958|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1959
|Ölvaður maður brýst inn á elliheimili og kyrkir konu
|[[Akranes]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#30. ágúst 1959|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1961
|Maður ber konu sína til dauða
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#1. október 1961|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1963
|'''Óupplýst''' líkamsárás
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#22. júní 1963|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1966
|Maður skýtur kærasta sinnar fyrrverandi og síðan sjálfan sig.
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#21. desember 1966|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1967
|Maður stingur fyrrverandi eiginkonu sína með hníf
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#7. janúar 1967|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="2" |1968
|'''Óupplýst''' morð á leigubílstjóra sem skotinn var hnakkann í bifreið sinni
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#18. janúar 1968|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Maður skýtur yfirmann sinn eftir að hafa verið rekinn úr vinnu
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969#9. maí 1968|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1971
|Maður stingur konu sína með hníf
|[[Seyðisfjörður]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#24. mars 1971|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="2" |1973
|Maður skýtur vin sinn með haglabyssu eftir rifrildi
|[[Höfn í Hornafirði]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#28. janúar 1973|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Maður stingur móður sína með hníf
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#26. desember 1973|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="4" |1974
|Maður bundinn og kyrktur
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#4. september 1974|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Hnífsárás
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#25. október 1974|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|'''Óupplýst''' morð eftir slagsmál
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#9. nóvember 1974|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Hnífsárás
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#8. desember 1974|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1975
|Hnífsstunga í kjölfar slagsmála
|[[Ólafsvík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#14. maí 1975|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="4" |1976
|Slagsmál milli vina enda með því að annar er kyrktur
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#10. janúar 1976|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Unglingur skýtur mann með riffli
|[[Akureyri]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#4. apríl 1976|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Unglingar slá grjóthnullungi í höfuð manns
|[[Kópavogur]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#6. júlí 1976|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Innbrotsþjófur slær húsráðenda í höfuðið með kúbeini
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#26. ágúst 1976|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="2" |1977
|Líkamsárás á samfanga
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#19. júlí 1977|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Maður skýtur unnustu sína og gerir tilraun til sjálfsmorðs
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#15. ágúst 1977|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="3" |1978
|Kona ræðst á mann sinn með hníf
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#19. febrúar 1978|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Maður sviptir sig og konu sína lífi
|[[Mosfellssveit]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#29. ágúst 1978|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Unglingur kyrkir vinkonu sína eftir rifrildi
|[[Vestfirðir]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#5. september 1978|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="2" |1979
|Hnífsárás
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#1. apríl 1979|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Maður lemur móður sína í höfuðið með kertastjaka
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#3. desember 1979|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1980
|Maður ræðst á tvo skipsfélaga sína með hníf og kastar sjálfum sér síðan í sjóinn.
|Úti á sjó
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#7. janúar 1980|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="2" |1981
|Kona hellir bensíni yfir mann sinn og kveikir í.
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#25. janúar 1981|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Maður stingur annan með skærum eftir kynferðisárás.
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#18. september 1981|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1982
|Maður skýtur [[Frakkland|franska]] konu sem hafði fengið far hjá honum eftir að rifrildi braust út
|[[Skeiðarársandur]], [[Austurland|Suðausturlandi]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#16. ágúst 1982|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1983
|Hnífsárás í nýárspartíi
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#1. janúar 1983|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="2" |1985
|Maður brenndur inni
|[[Kópavogur]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#15. mars 1985|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Hnífsárás í kjölfar slagsmála
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#September 1985|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="4" |1988
|Maður kyrkir eiginkonu sína
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#10. janúar 1988|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Maður skýtur konu sína og síðan sjálfan sig
|[[Keflavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#21. febrúar 1988|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Maður kyrkir konu eftir dansleik.
|[[Kópavogur]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#3. september 1988|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Maður í geðrofi af völdum [[ofskynjunarlyf]]sins [[LSD]] ræðst á annan með hníf.
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#15. nóvember 1988|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1989
|Ungum dreng drekkt í á. Gerandinn var 12 ára og drekkti öðrum næsta ár.
|[[Akureyri]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#5. júní 1989|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="2" |1990
|Ræningjar ráðast á afgreiðslumann á bensínstöð
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#25. apríl 1990|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Ungum dreng drekkt í á. Gerandinn var 12 ára og hafði drekkt öðrum árið áður.
|[[Akureyri]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#2. maí 1990|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="3" |1991
|Maður ræðst á konu, bæði voru þau á meðferðarheimili fyrir þroskahamlaða.
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#14. febrúar 1991|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Hnífsárás á heimili
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#17. febrúar 1991|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Grunnskólanemar ræna mann og veita honum höfuðáverka
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#3. mars 1991|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1992
|Heimiliserjur
|[[Vestmannaeyjar]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#11. janúar 1992|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1993
|Dæmdur morðingi stingur mann með hníf
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#22. ágúst 1993|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1995
|Drengur ekur á hjólreiðamann sem hafði átt barn með móður hans.
|[[Hafnarfjörður]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#13. maí 1995|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!1996
|Maður skýtur annan með haglabyssu. Sá myrti átti að hafa misnotað morðingjann kynferðislega á unglingsárum hans.
|[[Hafnarfjörður]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#29. desember 1996|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="3" |1997
|Drengur ræðst á stjúpföður sinn með hníf á nýársnótt.
|[[Sandgerði]], [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#1. janúar 1997|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Slagsmál á nektarstað
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#13. maí 1997|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Tvíburabræður ræna manni og veita honum höfuðhögg
|[[Heiðmörk]], nærri [[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#2. október 1997|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="2" |1999
|Hnífsárás
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#14. júní 1999|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Þjófur brýst inn til gamallar konu og stingur hana með hníf
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999#3. desember 1999|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="5" |2000
|Maður skýtur föður sinn með riffli, mögulega af slysni.
|
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#18. mars 2000|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Kona stungin ítrekað með hníf
|
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#15. apríl 2000|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Konu hrint fram af svölum á 10. hæð í blokk
|[[Kópavogur]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#27. maí 2000|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Kona kyrkir vin sinn í veislu
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#23. júlí 2000|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Maður sleginn í höfuð með hamri
|
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#8. nóvember 2000|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!2001
|Maður stunginn ítrekað með hníf, laminn með kylfu, og kæfður með plastpoka. Morðinginn taldi að verið væri að veitast að sér kynferðislega.
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#27. október 2001|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="5" |2002
|Maður undir áhrifum fíkniefna ræðst á annan með kjötexi án ástæðu.
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#18. febrúar 2002|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Kona stingur mann sinn eftir að hann barði hana.
|
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#6. mars 2002|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Kona kyrkir níu ára dóttur sína
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Líkamsárás á næturlífinu
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#25. maí 2002|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Hnífsárás á heimili
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#26. september 2002|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="5" |2004
|Móðir stingur unga dóttur sína með hníf.
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#31. maí 2004|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Maður myrðir sína fyrrverandi með kúbeini og losar sig við líkið úti í hrauni.
|
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#4. júlí 2004|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Kyrking
|[[Kópavogur]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#1. nóvember 2004|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Líkamsárás
|[[Keflavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#13. nóvember 2004|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Líkamsárás á veitingastað
|[[Mosfellsbær]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#12. desember 2004|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="3" |2005
|Hnífsárás í veislu
|[[Kópavogur]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#15. maí 2005|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Hnífsárás
| [[Keflavíkurstöðin|Herstöðin í Keflavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#14. ágúst 2005|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Uppdópaður maður veitist að félaga sínum með hníf
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#20. ágúst 2005|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="2" |2007
|Maður skotinn með riffli. Morðinginn svipti sig svo lífi.
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#29. júlí 2007|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Höfuðáverkar
|
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#7. október 2007|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!2009
|Höfuðáverkar
|[[Hafnarfjörður]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#17. ágúst 2009|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="3" |2010
|Tilefnislaus líkamsárás.
|[[Reykjanesbær]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#8. maí 2010|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Maður brýst inn til forstjóra sælgætisverksmiðju og ræðst á hann með hníf. Maðurinn hafði áður birt myndband af ástarjátningu sinni til kærustu forstjórans.
|[[Hafnarfjörður]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#15. ágúst 2010|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Maður gengur í skrokk á föður sínum.
|
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#14. nóvember 2010|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="3" |2011
|Maður kyrkir kærustu sína
|[[Heiðmörk]], nærri [[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#12. maí 2011|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Móðir kyrkir nýfætt barn sitt og sker í andlit þess
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#2. júlí 2011|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Maður stunginn til bana á veitingastað
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#14. júlí 2011|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!2012
|Maður stingur unnustu sína með hníf
|[[Hafnarfjörður]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#3. febrúar 2012|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="3" |2013
|Maður hristir ungt barn sitt harkalega.
|
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#17. mars 2013|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Hnífsárás á heimili
|[[Egilsstaðir]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#7. maí 2013|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Lögregla skýtur geðveilan mann á heimili sínu sem hafði skotið á móti þeim
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#2. desember 2013|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!2014
|Maður kyrkir eiginkonu sína
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#27. september 2014|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="3" |2015
|Kona stingur sambýlismann sinn með hníf
|[[Hafnarfjörður]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#14. febrúar 2015|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Kyrking
|[[Akranes]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#2. október 2015|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Morð í búsetukjarna fyrir geðfatlaða
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#október 2015|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
!2016
|Maður skýtur konu sína og síðan sjálfan sig
|[[Akranes]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#13. apríl 2016|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="4" |2017
| [[Grænland|Grænlenskur]] sjómaður tekur stúlku upp í bíl sinn niðri í [[Miðborg Reykjavíkur|miðbæ Reykjavíkur]] og kastar henni út í sjó á [[Suðurland]]i.
|[[Suðurland]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#14. janúar 2017|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Líkamsárás í Mosfellsdal
|Nágrenni [[Reykjavík]]ur
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#7. júní 2017|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Maður slær konu með glerflöskum og slökkvitæki vegna öfundar
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#21. september 2017|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Hnífsárás um nótt. Ungur [[Albanía|albanskur]] maður myrtur.
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#3. desember 2017|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="2" |2018
|Maður ræðst á bróður sinn
|[[Suðurland]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#31. mars 2018|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Tveir látast í eldsvoða eftir að kveikt er í pítsukassa
|[[Suðurland]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#31. október 2018|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="1" |2019
|Manni hrint af svölum
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#Desember 2019|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="3" |2020
|Kona fannst látin á heimili sínu. Grunur um saknæmt athæfi kom fram í krufningu
|[[Sandgerði]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#28. mars 2020|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Sonur réðst á móður og stjúpföður með hníf
|[[Hafnarfjörður]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#6. apríl 2020|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Þrír létust í eldsvoða eftir að kveikt var í húsi á Bræðraborgarstíg
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#25. júni 2020|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="2" |2021
|Maður skotinn til bana fyrir utan heimili hans í austurbænum
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#13. febrúar 2021|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Maður lést eftir líkamsárás í Kópavogi
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#13. febrúar 2021|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="3" |2022
|Maður finnst látinn fyrir framan heimili sitt
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#4. júní 2022|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Kona myrt á heimili sínu, árásaraðili deyr á staðnum
|[[Blönduós]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#21. ágúst 2022|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Maður stunginn til bana í heimahúsi
|[[Ólafsfjörður]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#3. október 2022|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="4" |2023
|Maður stunginn til bana á bílastæði í Hafnarfirði
|[[Hafnarfjörður]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#20. apríl 2023|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Konu ráðinn bani í heimahúsi
|[[Selfoss]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#27. apríl 2023|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Maður stunginn til bana í Hafnarfirði
|[[Hafnarfjörður]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#17. júni 2023|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Maður lést í heimahúsi eftir líkamsárás
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#21. september 2023|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="7" |2024
|Móðir banar barni
|[[Kópavogur]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#31. janúar 2024|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Manni banað í sumarhúsi
|[[Kiðjaberg]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#20. apríl 2024|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Kona myrt af manni sínum
|[[Akureyri]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#22. apríl 2024|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Hjón fundust látin á heimili sínu
|[[Neskaupstaður]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#22. ágúst 2024|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Stúlka lést eftir hnífaárás
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#24. ágúst 2024|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Faðir banar barni
|[[Krýsuvík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#15. september 2024|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Sonur banar móður
|[[Krýsuvík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#24. október 2024|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
! rowspan="3" |2025
|Maður lést eftir frelsissviptingu og fjárkúgun
|[[Grafarvogur]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#11. mars 2025|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Maður fannst látinn í heimahúsi
|[[Garðabær]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#11. apríl 2025|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|Feðgin fundust látin á Edition hótelinu
|[[Reykjavík]]
|[[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000#14. júní 2025|<nowiki>[</nowiki>Lesa meira<nowiki>]</nowiki>]]
|-
|
|
|}
== Eini raðmorðingi Íslandssögunnar ==
[[Axlar-Björn]], eða Björn Pétursson, (um 1555–1596) er eini Íslendingurinn sem vitað er til að hafi gerst sekur um raðmorð. Sagan segir að móður hans hafi þyrst í blóð á meðan hún gekk með Björn, og hafi faðir Björns gefið henni blóð úr sér að drekka. Ungur var hann sendur í vist hjá Ormi Þorleifssyni ríka að Knerri, en þar dysjaði hann fyrsta fórnarlamb sitt í flórnum í fjósinu. Er hann náðist árið 1596 játaði hann á sig 18 morð, en ekki er þó hægt að staðfesta þá tölu. Eftir fyrsta fórnarlambið myrti Björn aðallega ferðamenn og farandverkamenn sem áttu leið hjá landi hans, Öxl við Búðavík á Snæfellsnesi. Þeim fórnarlömbum sökkti hann í Íglutjörn fyrir neðan túnið á bænum. Kona og þrjú börn hennar höfðu beðið um gistingu hjá Birni en Björn lokkaði börnin til sín eitt í einu og drap. Móðir þeirra komst undan og gat sagt frá því sem hún varð vitni að. Eftir að upp komst um Björn var hann '''dæmdur til dauða''' á Laugarbrekkuþingi. Hann var tekinn af lífi á Laugarbrekku. Björn var festur niður og útlimir hans brotnir með trésleggjum, en það tók afar langan tíma. Eftir að búið var að mölbrjóta útlimi hans var hann afhöfðaður og síðan var líkami hans bútaður niður og einstakir partar stjaksettir, meðal annars höfuð hans. Kynfærum hans var fleygt í fang konu hans, Steinunnar/Þórdísar (''heimildum ber ekki saman um nafn hennar''), sem var látin fylgjast með aftöku bónda síns. Hún var hýdd fyrir glæpi sína. Ekki finnst annar eins morðingi í sögum Íslendinga og er Axlar-Björn því bæði sérstaklega óhugnanlegur og einstakur.<ref>[http://www.snerpa.is/net/thjod/axlarbj.htm Axlar-Björn] [http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_oxl_axlar_bjorn.htm Axlar-Björn] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130328075431/http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_oxl_axlar_bjorn.htm |date=2013-03-28 }} [http://www.visindavefur.is/svar.php?id=1987 Hver var Axlar-Björn?]</ref>
== Afbrotatölfræði lögreglunnar ==
Samkvæmt tölfræði lögreglu voru 40 morð framin á árunum 2001 - 2022. Það eru rétt tæp tvö morð á ári að meðaltali, 75% voru framin á höfuðborgarsvæðinu.<ref>{{Cite web|url=https://app.powerbi.com/view?r=eyJrIjoiZWU2YjllZjItMWQ5NC00YjExLWE0YWItODk0NTFjMDIxOTUxIiwidCI6IjUwOTQ4NGE4LWMwZmYtNDk2MC1iNWRhLTNiZGI3NWU5ODQ2MCIsImMiOjl9|title=Power BI Report|website=app.powerbi.com|access-date=2025-06-26}}</ref> Árin 1998, 2003, 2006 og 2008 voru ekki framin nein morð hér á landi.<ref>[http://logreglan.is/upload/files/rls_afbrot11.html Afbrotatölfræði 2011]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Árið 2024 voru 8 manndráp á Íslandi, þau hafa aldrei verið fleiri á einu ári.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/425595|title=Aldrei fleiri manndráp: „Eitthvað að gerast í íslensku samfélagi“ - RÚV.is|last=Sigurþórsdóttir|first=Sunna Karen|date=2024-10-24|website=RÚV|access-date=2025-06-26}}</ref> Á árunum 1999 - 2023 létust 21 kona og 33 karlmenn vegna manndrápa, þegar skoðað var tengsl milli þolenda og gerenda voru það makar eða fyrrum makar sem myrtu 40% kvennanna. Algengasta verknaðaraðferð var eggvopn í 39% tilfella þar á eftir kyrking eða köfnun í 25% tilfella. <ref>{{Cite web|url=https://www.logreglan.is/alls-hefur-21-kona-latist-vegna-manndraps-a-sidustu-25-arum/|title=Alls hefur 21 kona látist vegna manndráps á síðustu 25 árum|date=2024-11-25|website=Lögreglan|language=is|access-date=2025-06-26}}</ref>
== Refsiþyngd ==
Yfirleitt eru morðdómar 16 ár. Þyngstu dómar sem fallið hafa í morðmáli á Íslandi eru á bilinu 17-20 ára fangelsi, það eru 8 dæmi um dóma á því bili, oftast eru hegningaraukar vegna annarra brota, til dæmis fíkniefnalagabrota sem leiða til lengri dóma.<ref>[http://www.ruv.is/frett/thomas-daemdur-i-nitjan-ara-fangelsi Thomas dæmdur í nítján ára fangelsi] Vísir, skoðað 29. sept, 2017.</ref> [[Héraðsdómar Íslands|Héraðsdómur]] Reykjavíkur og Sakadómur Reykjavíkur hafa dæmt fólki í lífstíðarfangelsi eins og [https://www.althingi.is/lagas/nuna/1940019.html almenn hegningarlög] heimila.
== Sjá einnig ==
* [[Mannshvörf á Íslandi]]
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
[[Flokkur:Listar tengdir Íslandi]]
[[Flokkur:Saga Íslands]]
[[Flokkur:Ofbeldisglæpir]]
[[Flokkur:Morð]]
tfqixd4itfls8hnzepysphlc8zdzb41
Criminal Minds
0
103074
1921727
1920919
2025-06-27T02:52:02Z
Stephan1000000
67773
352
1921727
wikitext
text/x-wiki
{{Sjónvarpsþáttur
| nafn = Criminal Minds
| mynd = [[File:Criminal-Minds.svg|256px]]
| myndatexti =
| nafn2 =
| tegund = Lögreglurannsóknir, Drama, Bandaríska Alríkislögreglan, Atferlisgreiningar
| þróun = Jeff Davis
| sjónvarpsstöð = CBS
| leikarar = [[Thomas Gibson]] <br>[[Shemar Moore]]<br>[[Matthew Gray Gubler]]<br>[[A.J. Cook]]<br>[[Kirsten Vangsness]]<br>[[Paget Brewster]]<br>[[Joe Mantegna]]<br>[[Mandy Patinkin]]<br>[[Lola Glaudini]] <br> [[Rachel Nichols]]<br>[[Jeanne Tripplehorn]] <br> [[Jennifer Love Hewitt]] <br> [[Aisha Tyler]] <br> [[Adam Rodriguez]] <br> [[Damon Gupton]] <br> [[Daniel Henney]]
| Titillag = Criminal Minds þema
| land = Bandaríkin
| tungumál = Enska
| fjöldi_þáttaraða = 18
| fjöldi_þátta = 352
| staðsetning = [[Quantico]], [[Virginía]]
| lengd = 45 mín
| stöð = CBS
| myndframsetning = 480i (SDTV)<br>1081i (HDTV)
| fyrsti_þáttur = 22.09.2005
| frumsýning = 22. september 2005-
| vefsíða = http://www.cbs.com/shows/criminal_minds/
| imdb_kenni = http://www.imdb.com/title/tt0452046/
}}
'''''Criminal Minds''''' (ísl. '''''Glæpahneigð''''') er bandarískur sjónvarpsþáttur sem fjallar um lið alríkisfulltrúa sem tilheyra Atferlisgreiningardeild (AGD) Bandarísku Alríkislögreglunnar sem staðsett er í [[Quantico]], [[Virginía|Virginíu]]. Höfundurinn að þættinum er Jeff Davis.
Fyrsti þátturinn var sýndur 22. september 2005 og síðan þá hafa tólf þáttaraðir verið sýndar.
Þann 7. apríl, 2017, tilkynnti CBS að ''Criminal Minds'' hafði verið endurnýjaður fyrir þrettándu þáttaröðinni, sem var frumsýnd 27. september 2017.<ref>[http://deadline.com/2017/04/criminal-minds-renewed-season-13-cbs-1202064508/ Grein um að Criminal Minds sé endurnýjaður á Deadline Hollywood vefsíðunni]</ref>
==Framleiðsla==
=== Tökustaðir ===
Helstu tökustaðir ''Glæpahneigðar'' eru í [[Kalifornía|Kaliforníu]] þar á meðal Altadena, Glendale, Long Beach og Santa Clarita. Þátturinn hefur einnig verið tekinn upp í [[Vancouver]], [[Kanada]].<ref>[http://www.imdb.com/title/tt0452046/locations Tökustaðir Criminal Minds á IMDB síðunni]</ref>
=== Framleiðslufyrirtæki ===
Þátturinn er framleiddur af The Mark Gordon Company í samvinnu við CBS Television Studios (2009-til dags) og ABC Studios (2007-til dags).
=== Leikaraskipti ===
Árið 2006 yfirgaf leikkonan [[Lola Glaudini]] þáttinn eftir aðeins sex þætti í seríu 2 og í stað hennar kom leikkonan [[Paget Brewster]] sem kom fyrst fram í þætti níu. Í byrjun seríu 3 yfirgefur [[Mandy Patinkin]] þáttinn, en ástæða brotthvarfs hans var mismunandi áherslur á söguefnið.<ref>{{cite news | author= | title=Criminal Minds, Mandy Patinkin Confirm Parting of Ways | url=http://community.tvguide.com/blog-entry/TVGuide-News-Blog/Todays-News/Criminal-Minds-Mandy/800018648 | work=TVGuide | date= | accessdate=2008-07-06 | archive-date=2008-06-15 | archive-url=https://web.archive.org/web/20080615171504/http://community.tvguide.com/blog-entry/TVGuide-News-Blog/Todays-News/Criminal-Minds-Mandy/800018648 |url-status=dead }}</ref> Var honum skipt út fyrir leikarann [[Joe Mantegna]].
Þann 25. júní 2010 birtust fréttir um að leikkonurnar [[A.J. Cook]] og [[Paget Brewster]] myndu yfirgefa þáttinn. [[A.J. Cook]] myndi koma fram í tveimur þáttum, á meðan [[Paget Brewster]] myndi yfirgefa þáttinn um mitt tímabilið. Þessi ákvörðun CBS kom ekki vel fyrir sjónir aðdáenda og voru undirskriftunarlistar settir af stað til að halda leikkonunum inni.<ref>{{cite web |url=http://www.tvguide.com/News/Cook-Returning-Criminal-1019921.aspx |title=Geymd eintak |access-date=2011-11-05 |archive-date=2011-02-09 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110209122549/http://www.tvguide.com/News/Cook-Returning-Criminal-1019921.aspx |url-status=dead }}</ref><ref>{{cite web |url=http://www.tvguide.com/News/Cook-Criminal-Minds-Petition-1019675.aspx |title=Geymd eintak |access-date=2011-11-05 |archive-date=2011-01-23 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110123124032/http://www.tvguide.com/News/Cook-Criminal-Minds-Petition-1019675.aspx |url-status=dead }}</ref>
Þann 29. september 2010 var tilkynnt að leikkonan [[Rachel Nichols]] myndi bætast í hópinn og að hún kæmi í staðinn fyrir [[A.J. Cook]].<ref>{{cite web |url=http://www.tvguide.com/News/Criminal-Minds-Rachel-Nichols-1023830.aspx |title=Geymd eintak |access-date=2011-11-05 |archive-date=2010-11-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20101102130126/http://www.tvguide.com/News/Criminal-Minds-Rachel-Nichols-1023830.aspx |url-status=dead }}</ref>
Tilkynnt var þann 16. apríl 2011 að [[A.J. Cook]] myndi koma aftur í þáttinn eftir að hafa gert tveggja ára samning. [[Paget Brewster]] mun einnig snúa aftur þar sem ekkert varð úr nýja þættinum hennar "My Life as an Experiment". Leikkonan [[Rachel Nichols]] var ekki boðinn nýr samningur eftir enda seríu 6.<ref>{{cite web |url=http://www.tvguide.com/News/AJ-Cook-Criminal-Minds-1031952.aspx |title=Geymd eintak |access-date=2011-11-05 |archive-date=2011-12-23 |archive-url=https://web.archive.org/web/20111223083003/http://www.tvguide.com/News/AJ-Cook-Criminal-Minds-1031952.aspx |url-status=dead }}</ref><ref><[http://www.tvguide.com/News/Paget-Brewster-Returns-Criminal-Minds-1033744.aspx] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20111112120821/http://www.tvguide.com/News/Paget-Brewster-Returns-Criminal-Minds-1033744.aspx |date=2011-11-12 }}</ref>
Í tilkynningu sem Paget Brewster sendi frá sér þann 15. febrúar 2012, kemur fram að hún mundi yfirgefa [[Criminal Minds]] í þeim tilgangi að halda áfram með feril sinn í gaman sjónvarpi.<ref>[http://www.deadline.com/2012/02/paget-brewster-criminal-minds-leaving-cbs-drama/ Frétt um brotthvarf Paget Brewster úr [[Criminal Minds]] á ''Deadline Hollywood'' vefmiðlinum, 15. febrúar 2012]</ref>
Þann 14. júní 2012 tilkynnti CBS að leikkonan [[Jeanne Tripplehorn]] myndi leika nýjasta meðlim hópsins, Alex Blake. <ref>{{cite web |url=http://www.tvguide.com/News/Jeanne-Tripplehorn-Criminal-Minds-1048848.aspx |title=Geymd eintak |access-date=2012-10-29 |archive-date=2012-11-07 |archive-url=https://web.archive.org/web/20121107162633/http://www.tvguide.com/News/Jeanne-Tripplehorn-Criminal-Minds-1048848.aspx |url-status=dead }}</ref>
Í júlí 2014, tilkynnti CBS að leikkonan [[Jennifer Love Hewitt]] myndi leika nýjasta meðlim hópsins, Kate Callahan. Kemur hún í staðinn fyrir Jeanne Tripplehorn sem yfirgaf þáttinn eftir aðeins tvær þáttaraðir.<ref>{{Cite web |url=http://insidetv.ew.com/2014/07/01/jennifer-love-hewitt-criminal-minds/ |title=Jennifer Love Hewitt joins 'Criminal Minds' as series regular |access-date=2015-01-21 |archive-date=2015-01-14 |archive-url=https://web.archive.org/web/20150114091313/http://insidetv.ew.com/2014/07/01/jennifer-love-hewitt-criminal-minds/ |url-status=dead }}</ref>
CBS tilkynnti í júní 2015 að leikkonan [[Aisha Tyler]] myndi leika nýjasta meðlim hópsins, Dr. Tara Lewis. Kemur hún í staðinn fyrir [[Jennifer Love Hewitt]] sem yfirgaf þáttinn eftir aðeins eina þáttaröð.<ref>[http://www.cbs.com/shows/criminal_minds/news/1004383/the-talk-s-aisha-tyler-joins-the-cast-of-criminal-minds/ Leikkonan Aisha gengur til liðs við Criminal Minds]</ref>
=== Söguþráður ===
'''Glæpahneigð''' fylgir eftir liði alríkisfulltrúa innan Atferlisgreiningardeildar (AGD) Bandarísku Alríkislögreglunnar sem staðsett er í [[Quantico]], [[Virginía|Virginíu]]. Deildin sérhæfir sig atferlisgreiningum þar sem þau greina huga og atferli raðmorðingja, hryðjuverkamanna og verstu morðingja Bandaríkjanna.
=== Söguþráðs skipti ===
'''Glæpahneigð''' hafði söguþráðs skipti við [[Criminal Minds: Suspect Behavior]] í þættinum ''The Fight'' sem sýndur var 7. apríl 2010.
== Persónur ==
{| class="wikitable"
|- "
! Leikari || Persóna || Starf || Aðal || Auka
|-
| [[Thomas Gibson]]
| Aaron Hotchner
| Sérstakur Yfiralríkisfulltrúi/Fyrrverandi yfirmaður liðsins
| 1–12
|
|-
| [[Shemar Moore]]
| Derek Morgan
| Sérstakur Alríkisfulltrúi
| 1-11
| 12
|-
| [[Mandy Patinkin]]
| Jason Gideon
| Sérstakur Yfiralríkisfulltrúi
| 1-3
|
|-
| [[Joe Mantegna]]
| David Rossi
| Sérstakur Yfiralríkisfulltrúi
| 3–
|
|-
| [[A.J. Cook]]
| Jennifer Jareau
| Sérstakur Alríkisfulltrúi/Fyrrverandi fjölmiðla tengill
| 1-5, 7–
| 6
|-
| [[Lola Glaudini]]
| Elle Greenaway
| Sérstakur Alríkisfulltrúi
| 1-2
|
|-
| [[Paget Brewster]]
| Emily Prentiss
| Sérstakur Alríkisfulltrúi/Yfirmaður liðsins
| 2-7, 12–
| 9, 11 sem gestaleikari
|-
| [[Matthew Gray Gubler]]
| Dr. Spencer Reid
| Sérstakur Alríkisfulltrúi
| 1–
|
|-
| [[Kirsten Vangsness]]
| Penelope Garcia
| Tölvusérfræðingur
| 2–
| 1
|-
| [[Rachel Nichols]]
| Ashley Seaver
| FBI nemi/Sérstakur Alríkisfulltrúi
| 6
|
|-
| [[Jeanne Tripplehorn]]
| Alex Blake
| Sérstakur Alríkisfulltrúi/Sérfræðingur í málvísindum
| 8-9
|
|-
| [[Jennifer Love Hewitt]]
| Kate Callahan
| Sérstakur Alríkisfulltrúi/Leynilegur alríkisfulltrúi
| 10
|
|-
| [[Aisha Tyler]]
| Dr. Tara Lewis
| Sérstakur Alríkisfulltrúi/Réttarsálfræðingur
| 11
| 12-
|-
| [[Adam Rodriguez]]
| Luke Alvez
| Sérstakur Alríkisfulltrúi/Meðlimur flóttamannasveitarinnar
| 12-
|
|-
| [[Damon Gupton]]
| Stephen Walker
| Sérstakur Alríkisfulltrúi
| 12
|
|-
| [[Daniel Henney]]
| Matt Simmons
| Sérstakur Alríkisfulltrúi/Fyrrverandi meðlimur alþjóðlega liðsins
| 13
| 10,12 sem gestaleikari
|}
=== Aðalpersónur ===
* '''Sérstakur alríkisfulltrúi/Yfirmaður liðsins ''': Emily Prentiss ([[Paget Brewster]]) er dóttir fyrrverandi sendiherra og ólst upp í [[Úkraína|Úkraínu]], [[Frakkland|Frakklandi]], [[Ítalía|Ítalíu]] og Miðausturlöndum. Talar arabísku, spænsku, ítölsku og smávegis í rússnensku. Prentiss útskrifaðist frá Yale árið 1993 og hafði unnið í 10 ár hjá alríkislögreglunni áður en hún gerðist meðlimur atferlisdeildarinnar. Í þættinum ''Lauren'' í seríu 6var hún tekin sem gísl og síðan skotin til bana af Ian Doyle, en í enda þáttarins er upplýst að Prentiss lifði af en væri núna í felum undan Doyle í París. Í byrjun seríu 7 snýr hún aftur til þess að aðstoða liðið í leit sinni að Ian Doyle og syni hans. Í lok seríu 8 yfir gefur hún liðið til að vinna hjá Interpol í London. Snýr aftur í seríu 12 til að taka yfir liðinu af Hotchner.
* '''Sérstakur yfiralríkisfulltrúi''': David Rossi var í sjóhernum og eftir herinn bauðst honum starf hjá alríkislögreglunni. Rossi er einn af stofnendum atferlisdeildarinnar og er virtur atferlisfræðingur. Rossi fór snemma á eftirlaun til þess að skrifa bækur og halda fyrirlestra um atferlisfræði. Óskaði eftir því að koma aftur til að hjálpa til eftir að Jason Gideon hætti. Rossi hefur verið giftur þrisvar sinnum.
* '''Sérstakur alríkisfulltrúi''': Dr. Spencer Reid er yngsti meðlimur liðsins og með greindarvísitöluna 187. Reid útskrifaðist úr menntaskóla 12 ára og er með doktorsgráðu í stærfræði, efnafræði og verkfræði, ásamt því að hafa B.A. gráðu í sálfræði og félagsfræði. Í fjórðu seríunni kemur fram að Reid er að taka B.A. gráðu í heimsspeki. Reid gerðist meðlimur alríkislögreglunar árið 2004. Móðir hans greindist með geðklofa og býr á geiðveikrasjúkrahúsi í Las Vegas.
* '''Sérstakur alríkisfulltrúi/Fyrrverandi fjölmiðla tengiliður''': Jennifer ''JJ'' Jareau stundaði nám við Pittburgh háskólann á fótboltastyrk, ásamt því að stunda nám við Georgetown háskólann. Jareau skráði sig í alríkislögregluna eftir að hafa verið viðstödd bókaupplestur hjá David Rossi. Jareau kynnist New Orleans lögreglumanninum William LaMontagne, Jr. og saman eiga þau soninn Henry. Í byrjun seríu sex yfirgefur hún deildina til þess að vinna hjá [[Pentagon]] en snýr aftur í lok seríunnar eftir beiðni frá David Rossi. JJ er nú fullgildur atferlisgreinir. Í lok seríu 8 giftist hún William.
*'''Tölvusérfræðingur''': Penelope Garcia er hakkari og gerðist meðlimur alríkislögreglunnar eftir að hafa hakkað sig inn í tölvukerfi þeirra. Foreldrar hennar dóu í bílslysi þegar hún var 18 ára. Garcia var skotin í þættinum ''Lucky'' í seríu 3 af raðmorðingja.
=== Aukapersónur ===
*'''William LaMontagne, Jr.''' ([[Josh Stewart]]): er eiginmaður og barnsfaðir JJ. Hætti sem rannsóknarfulltrúi í New Orleans en starfar nú sem rannsóknarfulltrúi hjá lögreglunni í Washington.
*'''Mateo 'Matt' Cruz''' ([[Esai Morales]]): Yfirmaður atferlisdeildarinnar, tók við af Erin Strauss þegar hún lést. Vann með Jennifer Jareau í Afghanistan.
*'''Dr. Diana Reid''' ([[Jane Lynch]]): er móðir Spencer Reids og fyrrverandi prófessor í bókmenntum. Greindist með geðklofa og var sett á geiðveikrasjúkrahús af Spencer þegar hann var átján ára. Diana hefur einnig háa greindarvísitölu eins og sonur sinn. Las alltaf fyrir Spencer þegar hann var að alast upp og skrifar hann henni bréf á hverjum degi.
*'''Kevin Lynch''' ([[Nicholas Brendon]]): er tölvufræðingur hjá alríkislögreglunni og fyrrverandi kærasti Garcia.
=== Fyrrverandi persónur ===
* '''Sérstakur yfiralríkisfulltrúi ''': Jason Gideon ([[Mandy Patinkin]]) var besti atferlisfræðingur alríkislögreglunnar og einn af stofendum atferlisdeildarinnar. Gideon yfirgaf alríkislögregluna eftir að vinkona hans Sarah var drepin af raðmorðingjum ''Frank Breitkopf'' í hans eigin íbúð. Gideon skrifar bréf til Reids þar sem hann segist vera útbrunninn og sektarkenndin yfir andláti Söru sé of mikil fyrir hann til að halda áfram að vinna.
* '''Sérstakur alríkisfulltrúi''': Elle Greenaway ([[Lola Glaudini]]) vann áður hjá skrifstofunni í Seattle áður en hún gerðist meðlimur liðsins. Greenway var skotin af óþekktum aðila í lok seríu eitt. Snýr aftur til vinnu í byrjun seríu 2 en lendir upp á kant við Hotchner og Gideon. Í þættinum ''The Aftermath'' skýtur hún raðnauðgara til bana í köldu blóði. Lætur af störfum í þættinum ''Boogeyman''.
* '''Sérstakur alríkisfulltrúi og fjölmiðla tengiliður''': Jordan Todd ([[Meta Golding]]) kemur í staðinn fyrir Jareau þegar hún fer í fæðingarorlof. Todd vann áður í hryðjuverkadeild alríkislögreglunnar.
* '''FBI nemi''' og '''Sérstakur alríkisfulltrúi''': Ashley Seaver ([[Rachel Nichols]]) er nemi hjá alríkislögreglunni sem er beðin um að aðstoða liðið af Hotchner og Rossi. Faðir hennar Charles Beauchamp er raðmorðingji sem var kallaður ''The Redmond Ripper''. Seaver er boðið að vera meðlimur liðsins á meðan hún er að klára nám sitt hjá alríkislögreglunni. Í byrjun seríu 7 kemur fram að Seaver hafi flutt sig yfir í annað lið.
* '''Sérstakur yfiralríkisfulltrúi og yfirmaður liðsins''': Aaron Hotchner er fyrrverandi saksóknari og einn af reyndari atferlisfræðingum deildarinnar. Hotchner giftist Haley Brooks og saman áttu þau einn son, Jack. Þau skildu í seríu 3 eftir að Haley hafði fengið nóg af því að Hotchner valdi vinnuna fram yfir fjölskylduna. Í seríu 5 lifir Hotchner af skot-og hnífaárás eftir raðmorðingjann ''The Reaper'' en í lok seríunnar er Haley drepin af raðmorðingjanum. Eftir andlát Haley ákveður Hotchner að yfirgefa vinnuna en eftir samtal við mágkonu sína ákveður hann að vera áfram. <ref>{{Cite web |url=http://www.criminalmindsfanwiki.com/page/Aaron+Hotchner |title=Persónan Aaron Hotchner á Criminal Minds wikiasíðunni |access-date=2011-11-05 |archive-date=2011-11-08 |archive-url=https://web.archive.org/web/20111108165637/http://www.criminalmindsfanwiki.com/page/Aaron+Hotchner |url-status=dead }}</ref>
*'''Sérstakur alríkisfulltrúi''' og '''Sérfræðingur í málvísindum''': Alex Blake er sérfræðingur í málvísindum og prófessor við ''Georgetown háskólann''. Gerðist meðlimur liðsins í byrjun seríu 8. Alex yfirgefur liði í enda seríu 9 til þess að halda áfram að kenna í Boston.
*'''Sérstakur alríkisfulltrúi''' og '''Leynilegur alríkisfulltrúi''': Kate Callahan hefur unnið sem alríkisfulltrúi í átta ár og er sérfræðingur í leynilegum aðgerðum. Hefur bakgrunn í afbrotasálfræði og hefur seinustu þrettán árin alið upp frænku sína eftir að systir Kate og maður hennar létust þegar flugvél lenti á Pentagon árið 2001.<ref>[http://criminalminds.wikia.com/wiki/Kate_Callahan Persónan Kate Callahan úr Criminal Minds á Criminla Minds wikisíðunni]</ref>
* '''Sérstakur alríkisfulltrúi''': Derek Morgan var alinn upp af einstæðri móður og tveimur systrum. Þegar Morgan var 10 ára varð hann vitni að morði föður síns sem var lögreglumaður. Morgan var kynferðislega misþyrmt af æskulýðsfulltrúa sínum. Morgan stundaði nám við Northwestern háskólann á fótboltastyrk og eftir útskrift fór hann í Chicago lögregluna. Hefur einnig verið meðlimur sprengjusveitar.
=== Látnar persónur ===
* '''Haley Hotchner''' ([[Meredith Monroe]]) : er fyrrverandi eiginkona Aaron Hotchners og móðir sonar þeirra, Jack. Haley átti erfitt með að lifa með starfi Hotchners og skildi hún því við hann í byrjun seríu 3. Í byrjun seríu 5 eru hún og Jack sett í vitnavernd til þess að vernda þau gegn raðmorðingjanum ''The Reaper''. Í þættinum ''100'' er Haley skotin til bana af raðmorðingjanum.
*'''Erin Strauss''' ([[Jayne Atkinson]]): Var yfirmaður atferlisdeildarinnar og reynsla hennar liggur í stjórnun innan alríkislögreglunnar. Setti Prentiss inn í liðið til þess að fá upplýsingar um það sem Prentiss neitaði að gera það. Strauss skipaði JJ að taka stöðuna hjá Pentagon. Strauss er drepin af raðmorðingjanum "The Replicator" í þættinum ''Brothers Hotchner (Part 1)''.
== Þáttaraðir ==
=== Fyrsta þáttaröð ===
{{Aðalgrein|Criminal Minds (1. þáttaröð)}}
=== Önnur þáttaröð ===
{{Aðalgrein|Criminal Minds (2. þáttaröð)}}
=== Þriðja þáttaröð ===
{{Aðalgrein|Criminal Minds (3. þáttaröð)}}
=== Fjórða þáttaröð ===
{{Aðalgrein|Criminal Minds (4. þáttaröð)}}
=== Fimmta þáttaröð ===
{{Aðalgrein|Criminal Minds (5. þáttaröð)}}
=== Sjötta þáttaröð ===
{{Aðalgrein|Criminal Minds (6. þáttaröð)}}
=== Sjöunda þáttaröð ===
{{Aðalgrein|Criminal Minds (7. þáttaröð)}}
=== Áttunda þáttaröð ===
{{Aðalgrein|Criminal Minds (8. þáttaröð)}}
== Sjá einnig ==
*[[Criminal Minds: Suspect Behavior]]
== Útgáfa ==
=== Bækur ===
* ''Criminal Minds: Jump Cut'' eftir Max Allan Collins (6. nóvember, 2007).
* ''Criminal Minds: Killer Profile'' eftir Max Allan Collins (6. maí, 2008).
* ''Criminal Minds: Finishing School'' eftir Max Allan Collins (4. nóvember, 2008).
* ''Criminal Minds: Sociopaths, Serial Killers, and Other Deviants'' eftir Jeff Mariotte (9. ágúst, 2010).
=== DVD ===
{| class="wikitable"
|-
!DVD nafn
!Svæði 1
!Svæði 2
!Svæði 4
|-
|Sería 1
| 28. nóvember, 2006
| 12. febrúar, 2007
| 3. nóvember, 2007
|-
|Sería 2
| 2. október, 2007
| 5. maí, 2008
| 1. apríl, 2008
|-
|Sería 3
| 16. september, 2008
| 6. apríl, 2009
| 18. mars, 2009
|-
|Sería 4
| 8. september, 2009
| 1. mars, 2010
| 9. mars, 2010
|-
|Sería 5
| 7. september, 2010
| 28. febrúar, 2011
| 2. mars, 2011
|-
|Sería 6
| 6. september, 2011
| 28. nóvember, 2011
| 30. nóvember, 2011
|-
|Sería 7
| 4. september, 2012
| 26. nóvember, 2012
| 7. nóvember, 2012
|-
|Sería 8
| 3. september, 2013
| 9. desember, 2013
| N/A
|}
== Verðlaun og tilnefningar ==
===ASCAP Film and Television Music verðlaunin===
*2008: Verðlaun fyrir bestu sjónvarpsseríuna.
*2007: Verðlaun fyrir bestu sjónvarpsseríuna.
*2006: Verðlaun fyrir bestu sjónvarpsseríuna.
===BMI Film & TV verðlaunin===
*2009: Verðlaun fyrir bestu tónlistina í sjónvarpsseríu – Mark Mancina.
*2008: Verðlaun fyrir bestu tónlistina í sjónvarpsseríu – Mark Mancina.
===Emmy verðlaunin===
*2009: Tilnefndur fyrir bestu áhættuleikara samsetningu – Tom Elliott.
*2008: Tilnefndur fyrir bestu áhættuleikara samsetningu – Tom Elliott.
===Image verðlaunin===
*2011: Tilnefnd fyrir besta handrit í dramaseríu – Janine Sherman Barrois.
===Motion Picture Sound Editors, USA===
*2008: Tilnefnd fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu formi fyrir sjónvarp – Lisa A. Arpino.
===People´s Choice verðlaunin===
*2006: Tilnefndur sem besti nýji dramaþátturinn.
===Young Artist verðlaunin===
*2011: Verðlaun sem besta unga leikkona í gestahluverki í dramaseríu – Katlin Mastandrea.
*2011: Tilnefnd sem besta unga leikona í gestahlutverki í dramseríu – Madison Leisle.
*2010: Tilnefndur sem besti ungi leikari undir 13 ára í gestahlutverki í dramaseríu – Benjamin Stockham.
*2010: Tilnefnd sem besta unga leikkona í gestahlutverki í dramaseríu – Jordan Van Vranken.
*2009: Tilnefnd sem besta unga leikkona í gestahlutverki í dramaseríu – Brighid Felming.
*2008: Verðlaun sem besti ungi leikari í gestahlutverki í dramaseríu – Chandler Canterbury.
*2008: Tilnefndur sem besti ungi leikari í gestahlutverki í dramaseríu – Remy Thorne.
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
== Heimildir ==
*{{wpheimild|tungumál= en|titill= Criminal Minds (TV series)|mánuðurskoðað= 5. nóvember|árskoðað= 2011}}
*{{imdb title|0452046|Criminal Minds}}
*http://www.cbs.com/shows/criminal_minds/ Criminal Minds heimasíðan á CBS sjónvarpsstöðinni
*http://criminalminds.wikia.com/wiki/Criminal_Minds_Wiki Criminal Minds á wikiasíðunni
*http://www.criminalmindsfanwiki.com/ {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20111106074010/http://www.criminalmindsfanwiki.com/ |date=2011-11-06 }} CriminalMindsFanwiki.com heimasíðan
==Tenglar==
{{Wikiquote}}
* {{imdb title|0452046|Criminal Minds}}
* http://www.tv.com/shows/criminal-minds/ {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20111105014713/http://www.tv.com/shows/criminal-minds/ |date=2011-11-05 }} Criminal Minds á TV.com heimasíðunni
* http://criminalminds.wikia.com/wiki/Criminal_Minds_Wiki Criminal Minds á wikiasíðunni
* http://www.buddytv.com/criminal-minds.aspx {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20111103172816/http://www.buddytv.com/criminal-minds.aspx |date=2011-11-03 }} Criminal Minds á BuddyTV heimasíðunni
*http://www.criminalmindsfanwiki.com/ {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20111106074010/http://www.criminalmindsfanwiki.com/ |date=2011-11-06 }} CriminalMindsFanwiki.com heimasíðan
[[Flokkur:Bandarískir sjónvarpsþættir]]
n5vhh9cyh5waflllq1fygh5bw7yx2qs
Litla kaffistofan
0
105211
1921634
1906303
2025-06-26T18:00:50Z
Alvaldi
71791
1921634
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Litla Kaffistofan 2015.jpg|thumb|Litla Kaffistofan árið 2015]]
'''Litla kaffistofan''' er sjoppa á [[þjóðvegur 1|þjóðvegi 1]], [[Suðurlandsvegur|Suðurlandsveginum]], í [[Svínahraun]]i. Litla kaffistofan er í eigu [[Olís]], eins stærsta [[olíufélag]]sins á Íslandi. Litla kaffistofan var upphaflega stofnuð [[4. júní]] [[1960]].<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/06/04/litla_kaffistofan_fimmtug_i_dag/|title=Litla kaffistofan fimmtug í dag|publisher=[[Morgunblaðið]]|language=is|date=2010-06-04|access-date=2025-06-26}}</ref> Litla kaffistofan er vinsæll áningarstaður þeirra sem ferðast til og frá [[Reykjavík]], höfuðborginni, og ýmissa áfangastaða á Suður- og Austurlandi, s.s. [[Hveragerði]]s, [[Selfoss]]i, [[Vík í Mýrdal]], [[Kirkjubæjarklaustur|Kirkjubæjarklaustri]], o.fl. Skammt frá Litlu kaffistofunni er [[Hellisheiðarvirkjun]].
Árið 2023 flutti Olís bensínstöð sína frá kaffistofunni og í Norðlingaholt. Í júní 2025 var tilkynnt að Litla kaffistofan myndi loka frá og með 28. janúar og lyki þar með 65 ára rekstri hennar.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252743929d/litla-kaffi-stofan-skellir-i-las|title=Litla kaffistofan skellir í lás|author=Rafn Ágúst Ragnarsson|date=2025-06-26|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-26}}</ref>
==Tilvísanir==
{{reflist}}
== Heimildir ==
* [http://www.olis.is/thjonustustodvar/stodvar/lang/litla-kaffistofan Olís - Litla kaffistofan] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120407055714/http://www.olis.is/thjonustustodvar/stodvar/lang/litla-kaffistofan |date=2012-04-07 }}
* [http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_litla_kaffistofan.htm Litla Kaffistofan] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20080603004507/http://nat.is/travelguide/ahugav_st_litla_kaffistofan.htm |date=2008-06-03 }}
* [http://www.olis.is/um-olis/frettir/nr/530 Litla kaffistofan 50 ára]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
{{stubbur|fyrirtæki}}
[[Flokkur:Vegir á Íslandi]]
[[Flokkur:Sveitarfélagið Ölfus]]
7en022e222k4zpje5b8gwozlqtw36gl
PETA
0
110705
1921698
1907224
2025-06-26T23:44:09Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921698
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Peta.svg|thumbnail|Merki PETA]]
'''People for the Ethical Treatment of Animals'''; eða '''PETA''' var stofnað [[1980]] með það að markmiði að berjast fyrir réttindum [[Dýr|dýra]]. Samtökin halda því fram að dýr séu ekki til þess ætluð að leggja sér þau til munns, klæðast feldi þeirra eða hafa af þeim skemmtun.
PETA þjálfar fólk og fræðir almenning um misnotkun á dýrum og stuðlar að góðri meðferð þeirra.
PETA er alþjóðleg stofnun sem rekin er í góðgerðarskyni með höfuðstöðvar í Norfolk í [[Virginía (fylki)|Virginíu]]. Stofnunin er sú stærsta sinnar tegundar með fleiri en 3 milljónir félaga og stuðningsmanna.
== Saga ==
PETA samtökin voru stofnuð af Ingrid Newkirk og samstarfsmanni hennar í dýraverndunarmálum Alex Pacheco. Samtökin vöktu fyrst athygli almennings árið [[1981]], þegar svokallað „The Silver Spring monkeys„ mál var mikið í umræðunni og vakti miklar deilur. Málið fjallaði um tilraunir sem gerðar voru á 17 macaque öpum og áttu sér stað í stofnun í Silver Spring, Maryland , eða the Institute of Behavioural Research.
Málaferlin stóðu yfir í 10 ár og þar átti sér stað einstök lögregluárás á dýratilraunastofu sem varð til þess að breytingar voru gerðar á lögum í US og PETA varð þekkt stofnun á alþjóðavísu.
Síðan þá hafa aðaláherslur samtakanna verið á fjóra aðalþætti dýraverndunarmála, þar sem þau telja að dýr þjáist mest; í verksmiðjubúum, í fataiðnaði, í tilraunastofum og í skemmtanaiðnaðinum.
PETA vinnur líka að ýmsum öðrum málum svo sem grimmilegum drápum á [[bjór (nagdýr)|bjór]], fuglum og öðrum „gæludýrum“ sem og illri meðferð á tömdum dýrum. Samtökin vinna á ýmsan hátt, svo sem í gegnum almenna menntun, þau rannsaka illa meðferð á dýrum, gera rannsóknir, skoða lagalegar hliðar mála og fá þekkt fólk eins og t.d. kvikmyndastjörnur til liðs við sig ásamt því að standa fyrir herferðum í mótmælaskyni við ýmis mál.
Forseti og annar af stofnendum PETA samtakanna, Ingrid Newkirk , hefur lýst aðal markmiði samtakanna sem „ algjörri frelsun dýra.“ Þetta þýðir ekkert kjöt, enga mjólk, dýragarða eða sirkusa, enga ull, leður, veiðar, og engin gæludýr (ekki einu sinni horfa í augu hundanna). Samtökin eru líka algjörlega á móti öllum læknisfræðilegum rannsóknum sem krefjast notkunar dýra.<ref>http://www.peta.org/about/learn-about-peta/default.aspx{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} „All About PETA“] af peta.org Skoðað 6. nóv 2012</ref>
[[Mynd:SilverSpring1981.jpg|thumbnail|Silver Spring Api]]
== Ádeila ==
Þrátt fyrir stanslausar ásakanir PETA samtakanna um „siðferðilega ranga“ meðferð veitingahúsa eigenda, kaupmanna, bænda, vísindamanna, stangveiðimanna og fjölda annarra Ameríkana, hafa samtökin sjálf drepið meira en 14.000 [[Hundur|hunda]] og [[Köttur|ketti]] í höfuðstöðvum sínum í Norfolk Virginíu. Árið 2005 drápu þau meira en 90 prósent af þeim dýrum sem þau tóku frá almenningi.
Utan hreyfingarinnar hefur það valdið áhyggjum almennings hvernig PETA samtökin standa að herferðum sínum ásamt því hversu mikið af dýrum þau drepa, eða 85 prósent þeirra.
Samtökin voru gangrýnd árið 2005 af bandaríska öldungadeildarþingmanninum Jim Inhofe fyrir að veita samtökunum Animal Liberation Front (ALF) og Earth Liberation Front (ELF) fjárframlög, en FBI hefur skilgreint starfsemi beggja þessara samtaka sem innlenda hryðjuverkastarfsemi. Svör PETA við þessu voru þau að þau ættu enga aðild að hvorugum þessara samtaka og styddu ekki ofbeldi, þrátt fyrir að Newkirk hefði áður látið í ljós þá skoðun að hún myndi styðja það að dýr væru tekin úr rannsóknarstofum þótt það væri skilgreint sem ólöglegt athæfi<ref>http://holzmantweed.tumblr.com/post/32636395373/7-things-you-didnt-know-about-peta „7 things you didnt know about PETA“] af holzmantweed.tumblr.com Skoðað 6. nóv 2012</ref> <ref>http://www.targetofopportunity.com/PeTA.htm {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20121203204108/http://www.targetofopportunity.com/PeTA.htm |date=2012-12-03 }} „PeTA“] af targetofopportunity.com Skoðað 5. nóv 2012</ref>
== Lögsóknir ==
Eftir að PETA hafði lögsótt Davis sýslu í Utah, þar sem þau fullyrtu að yfirvöld þar hefðu brotið lög með því að neita að láta af hendi skjöl sem vörðuðu meira en 100 heimilislausa hunda og ketti sem dýraathvarf átti að hafa selt til Háskólans í Utah árið 2009, í sársaukafullar tilraunir sem leiddu til dauða dýranna, samþykkti sýslan að afhenda skýrslurnar og endurgreiða PETA meira en 17 þúsund dollara í lögfræðikostnað. Dýraathvarfið hætti að selja dýr til rannsóknarstofa í mars 2010 eftir að PETA fletti ofan af starfsemi háskólans og ekki var lengur talið forsvaranlegt að stunda þessa starfsemi.<ref>http://www.peta.org/about/victories/ „About PETA - Victories“] af peta.org Skoðað 5. nóv 2012</ref>
PETA lögsótti einnig Sea World og staðhæfðu að dýragarðurinn hefði brotið þrettándu grein [[Stjórnarskrá Bandaríkjanna|stjórnarskrár]] bandaríkjanna (the 13th Amendment) á háhyrningum í dýragarðinum, en hún fjallar um þrælahald og nauðungarvinnu.
Þetta vakti hneykslun hjá mörgum þar sem fólki fannst óviðeigandi að bera saman þjáningar afrísk-amerískra [[Þræll|þræla]] og aðstæður háhyrninga í skemmtigarði.<ref>http://dailycaller.com/2012/02/10/the-insanity-of-peta-its-frivolous-lawsuit-against-seaworld-compared-whales-to-black-slaves/ „The insanity of PETA: Its frivolous lawsuit against SeaWorld compared whales to black slaves
Read more: http://dailycaller.com/2012/02/10/the-insanity-of-peta-its-frivolous-lawsuit-against-seaworld-compared-whales-to-black-slaves/#ixzz2C8yL8EuI“] af dailycaller.com Skoðað 6. nóv 2012</ref>
== Baráttuaðferðir ==
Litríkar og „umdeildar“ baráttuaðferðir eins og „ verum nakin í stað þess að klæðast loðfeldi“ vekja stöðuga athygli og eru í fréttum.
„Nakta“ herferðin byrjaði fyrir nokkrum árum þegar þátttakendur í kröfugöngum – bæði karlmenn og konur – fóru í kröfugöngu með risastóra borða með þeim skilaboðum að þau myndu frekar „ vera nakin í stað þess að klæðast loðfeldi“
Fleiri slíkar mótmælagöngur hafa verið farnar um allan heim, hugmyndin þróaðist áfram og PETA samtökin fóru að fá þátttöku tilboð frá heimsþekktum einstaklingum eins og t.d. Kim Basinger og Pamelu Anderson .
Athyglisvert er að PETA byrjuðu að fá kvartanir um herferðina eftir að fyrirsætur og leikarar fóru að taka þátt, sem samtökin túlkuðu á þann veg að þátttaka frægs fólks hjálpaði þeim að ná fleirum á sitt band.
Herferðin hefur verið gríðarlega áhrifamikil og hefur verið fjallað um hana í nánast öllum stærstu dagblöðum, að meðtöldu The Wall Street Journal, The Los Angeles Times, USA Today og The Washington Post.<ref>http://www.peta.org/about/faq/why-does-peta-sometimes-use-nudity-in-its-campaigns.aspx {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20121109140224/http://www.peta.org/about/faq/Why-does-PETA-sometimes-use-nudity-in-its-campaigns.aspx |date=2012-11-09 }} „Why Does PETA sometimes use nudity in it's campaigns“] af peta.org Skoðað 6. nóv 2012</ref>
Aðgerðarsinnar PETA samtakanna reyna reglulega að ná til ungra barna allt niður í sex ára aldur með áróðri um að ekki skuli neyta mjólkur og kjöts.Þeir taka sér gjarnan stöðu við skólana til að ná til barnanna án þess að foreldrar verði þess varir. Í einu þeirra áróðursspjalda sem börnunum eru sýnd stendur; „Mamma þín drepur dýr!“ PETA samtökin stæra sig af því að þessi skilaboð nái til meira en tveggja milljóna barna á hverju ári, meðtalinn tölvupóstur sem börnunum er sendur án leyfis foreldra.<ref>http://holzmantweed.tumblr.com/post/32636395373/7-things-you-didnt-know-about-peta „7 things you didnt know about PETA“] af holzmantweed.tumblr.com Skoðað 6. nóv 2012</ref>
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [http://www.peta.org/ Heimasíða PETA]
* [http://www.petatv.com/ PETA Netsjónvarp]
* [https://twitter.com/peta Twitter síða PETA]
* [http://www.huffingtonpost.com/news/peta/ Fréttir um PETA á Huffington Post]
[[Flokkur:Bandarísk stjórnmál]]
[[Flokkur:Bandarískir aðgerðasinnar]]
[[Flokkur:Dýravernd]]
7gugxyif58a3u59y0sw1mituq8bdii2
Reykur
0
126210
1921645
1655876
2025-06-26T20:30:19Z
Sv1floki
44350
1921645
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wildfiretopanga.jpg|thumb|250px|Reykský úr [[skógareldur|skógareldi]]]]
'''Reykur''' er fjöldi [[fast efni|fastra]] og [[vökvi|fljótandi]] svífandi agna og [[lofttegund]]a sem kemur fyrir þegar [[efni]] er [[brennsla|brennt]], blandaður [[loft]]i. Reykur er yfirleitt óæskileg aukaafurð [[eldur|eld]]s (einnig [[ofn]]a, [[lampi|lampa]], [[eldstæði|eldstæða]] eða [[bál]]a), en hann nýtist til [[meindýraeyðing]]ar, [[samskipti|samskipta]], varnar eða innöndunar (það er að segja [[reykingar]]). Auk þess er reykur notaður til að bragðbæta matvæli eða bæta geymsluþol þeirra. Reykur kemur líka stundum fyrir í útblæstri úr [[sprengihreyfill|sprengihreyflum]], sérstaklega þeim sem eru díselknúnir.
Innöndun reyks er aðaldánarorsök fórnarlamba sem deyja í húsbrunum. Reykurinn drepur með blöndu hitaskaða, eitrunar og ertingar lungnanna vegna [[kolmónoxíð]]s, [[vetnisblásýra|vetnisblásýru]] og annarra brennsluafurða.
Reykagnir eru í rauninni [[loftúði]] (e. ''aerosol'') eða mistur úr föstum ögnum og fljótandi dropum sem eru næstum af þeirri stærð sem þarfnast til [[Mie-dreifing]]ar sýnilegs ljóss. Reykurinn stíflar ekki allt ljósið, en ekki er hægt að sjá í gegnum hann.
== Tengt efni ==
* [[Eldur]]
* [[Mistur]]
* [[Reykskynjari]]
* [[Þoka]]
{{stubbur|efnafræði}}
[[Flokkur:Eldur]]
[[Flokkur:Reykur]]
c1on6r4khr7yjziimpf3363zqfqi1el
2025
0
131137
1921624
1921236
2025-06-26T13:11:56Z
Berserkur
10188
1921624
wikitext
text/x-wiki
{{Ár nav}}
Árið '''2025''' ('''MMXXV''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) er í [[Gregoríanska tímatalið|gregoríanska tímatalinu]] [[almennt ár sem byrjar á miðvikudegi]].
== Atburðir ==
===Janúar===
* [[1. janúar]] -
** [[Búlgaría]] og [[Rúmenía]] gengu í [[Schengen-samstarfið]].
** Úkraína hætti gasflutningum frá Rússlandi eftir að 5 ára samningur frá 2019 rann út.
** [[Hryðjuverk]]amaður ók bíll inn í mannfjölda í [[New Orleans]]. Fimmtán dóu og yfir þrjátíu manns særðust. Fáni [[Íslamska ríkið|Íslamska ríkisins]] fannst í bíl hans.
** Skotárás var gerð í [[Svartfjallaland]]i. Tólf voru drepin.
** [[Liechtenstein]] varð 37. ríkið til að lögleiða [[hjónabönd samkynhneigðra]].
* [[4. janúar]]:
** [[Karl Nehammer]], kanslari Austurríkis, sagði af sér vegna stjórnarkreppu.
** [[Glódís Perla Viggósdóttir]] var valin [[íþróttamaður ársins]].
* [[5. janúar]] - Úkraínuher hóf gagnárás í [[Kúrskfylki]] Rússlands.
* [[6. janúar]] - [[Justin Trudeau]], forsætisráðherra Kanada, sagði af sér sem formaður Frjálslynda flokksins og sem forsætisráðherra.
* [[7. janúar]]:
** Nálægt 130 létust í jarðskjálfta í [[Tíbet]].
** Skógareldar kviknuðu við [[Los Angeles]], þeir stærstu í sögunni : Yfir 200.000 flúðu heimili sín og yfir 18.000 eignir brunnu. 29 létust. Eldarnir loguðu út janúarmánuð
* [[9. janúar]]:
**[[Mette Frederiksen]] forsætisráðherra Danmerkur hélt fund með formönnum stjórnmálaflokkanna í danska þinginu vegna ummæla Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir stjórn [[Grænland]]s.
** [[Joseph Aoun]] var kosinn forseti [[Líbanon]]s af líbanska þinginu.
* [[12. janúar]] - [[Zoran Milanović]] var kosinn forseti Króatíu á ný og hóf sitt annað kjörtímabil.
*[[ 14. janúar]] - [[2. febrúar]]: Heimsmeistaramót karla í [[handbolti|handbolta]] verður haldið í Króatíu, Danmörku og Noregi.
* [[15. janúar]]:
** [[Ísrael]] og [[Hamas]] sömdu um vopnahlé.
** Forseti Suður-Kóreu, [[Yoon Suk Yeol]] var handtekinn en hann lýsti yfir herlögum í landinu í desember.
* [[17. janúar]] - Framkvæmdir hófust við [[Fossvogsbrú]].
* [[19. janúar]] - Bandaríkin bönnuðu kínverska samfélagsmiðilinn [[TikTok]].
* [[20. janúar]] - [[Donald Trump]] tók við sem [[forseti Bandaríkjanna]].
* [[22. janúar]] - [[Hjónaband samkynhneigðra]] var leyft í [[Taíland]]i.
* [[23. janúar]] - [[Micheál Martin]] var kosinn forsætisráðherra lýðveldisins Írlands.
* [[26. janúar]] - [[Alexander Lúkasjenkó]] var endurkjörinn forseti [[Belarús]].
* [[28. janúar]] - [[Miloš Vučević]], forsætisráðherra Serbíu, sagði af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda.
* [[29. janúar]]:
** 67 létust í [[Washington D.C.]] þegar farþegaflugvél og herþyrla rákust saman í lofti.
** [[Ahmed al-Sharaa]] var skipaður 20. forseti [[Sýrland]]s.
* [[30. janúar]] - Norska ríkisstjórnin sprakk þegar Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn slitu samstarfi vegna ágreinings um innleiðingu 4. orkupakka [[ESB]].
===Febrúar===
* [[1. febrúar]] - [[Hamas]] lét af hendi 3 ísraelska gísla og [[Ísrael]] frelsaði hátt í 200 palestínska fanga. Landamærin við Rafah á Gasa opnuðu í fyrsta skipti í 8 mánuði.
* [[2. febrúar]] - [[Danska karlalandsliðið í handknattleik]] vann 4. heimsmeistaramótið í röð.
* [[4. febrúar]] - Tíu voru skotnir til bana í skotárás á skóla í [[Örebro]], Svíþjóð.
*[[7. febrúar]] - [[Einar Þorsteinsson (f. 1978)|Einar Þorsteinsson]], borgarstjóri, sleit samstarfi við Samfylkinginuna, Pírata og Viðreisn og meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur féll.
* [[11. febrúar]] - Trjáfellingar hófust í [[Öskjuhlíð]] tengd öryggi austur-vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Trén voru talin ógna flugöryggi en brautinni var lokað vegna þess.
* [[12. febrúar]] :
** [[Konstantinos Tasoulas]] var kosinn forseti [[Grikkland]]s.
** [[Klaus Iohannis]] sagði af sér sem forseti [[Rúmenía|Rúmeníu]].
* [[13. febrúar]] - Afganskur hælisleitandi keyrði inn í hóp fólks í kröfugöngu í [[München]] í Þýskalandi. Tveir létust og hátt í 40 slösuðust.
* [[18. febrúar]] - [[Rússland]] og [[Bandaríkin]] mynduðu diplómatísk tengsl að nýju og funduðu í Sádi-Arabíu um Úkraínustríðið.
* [[21. febrúar]] - [[Heiða Björg Hilmisdóttir]] var skipuð borgarstjóri Reykjavíkur í nýjum meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri Grænna og Flokks Fólksins.
* [[23. febrúar]] - Þingkosningar voru haldnar í [[Þýskaland]]i. Kristilegir demókratar og Valkostur fyrir Þýskalands urðu hlutskarpastir flokka.
* [[25. febrúar]] - Kennaraverkfalli var afstýrt á Íslandi þegar málsaðilar samþykktu tillögu [[Ástráður Haraldsson|Ástráðs Haraldssonar]], ríkissáttasemjara.
* [[28. febrúar]] - [[Volodymyr Zelenskyj]], forseti Úkraínu og [[Donald Trump]], forseti Bandaríkjanna, funduðu í Hvíta húsinu. Trump og [[JD Vance]], varaforseti, þjörmuðu að Zelenskyj og sögðu hann ekki gera nóg til að stöðva stríðið við Rússland. Nokkru síðar stöðvuðu Bandaríkin vopnasendingar til Úkraínu.
===Mars===
* [[2. mars]] - [[Guðrún Hafsteinsdóttir]] var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi.
* [[4. mars]] - Bandaríkin settu 25% [[tollur|tolla]] á vörur frá Kína, Kanada og Mexíkó.
* [[6. mars]] - [[9. mars]] - Yfir 1.000 létust í Latakía- og Tartus-héruðum í [[Sýrland]]i þegar liðsmenn hliðhollir [[Bashar al-Assad]] gerðu árásir á hermenn nýju stjórnarinnar. Stjórnarhermenn tóku fólk af lífi.
* [[9. mars]] - [[Frjálslyndi flokkurinn (Kanada)|Frjálslyndi flokkurinn]] í Kanada valdi sér nýjan leiðtoga, [[Mark Carney]], sem varð jafnframt nýr forsætisráðherra landsins fimm dögum síðar.
* [[11. mars]]:
** Þingkosningar voru haldnar á [[Grænland]]i. [[Demokraatit]] hlaut flest sæti og bar sigurorð á stjórnarflokknum [[Inuit Ataqatigiit]] sem tapaði sætum.
** [[Rodrigo Duterte]], fyrrum forseti Filippseyja, var handtekinn í Manila vegna handtökuskipunar Alþjóðlega sakamáladómstólsins.
* [[13. mars]] - [[Konstantinos Tasoulas]] varð forseti [[Grikkland]]s.
* [[18. mars]] - [[Ísrael]] drap yfir 400 manns á [[Gasa]] eftir að það sakaði [[Hamas]] um að efna ekki loforð um frelsun gísla.
* [[19. mars]] - [[Ekrem İmamoğlu]], borgarstjóri [[Istanbúl]] og tilvonandi frambjóðandi í tyrknesku forsetakosningunum var handtekinn fyrir spillingarsakir. Hundruð þúsunda mótmæltu í stærstu borgum Tyrklands.
* [[20. mars]] - [[Ásthildur Lóa Þórsdóttir]] sagði af sér sem [[mennta- og barnamálaráðherra Íslands|mennta- og barnamálaráðherra]] þegar upp komst um gamalt mál hennar hvað varðaði samband við 15 ára dreng þegar hún var 22 ára.
* [[21. mars]] - [[Netumbo Nandi-Ndaitwah]] varð forseti [[Namibía|Namibíu]].
* [[28. mars]] - [[Jarðskjálftinn í Mjanmar 2025|Jarðskjálfti af stærð 7,7]] með upptök nálægt borginni [[Mandalay]] í [[Mjanmar]] skók landið og nærliggjandi lönd. Yfir 5.400 létust.
* [[Kvikmyndaskóli Íslands]] fór í gjaldþrotameðferð.
===Apríl===
* [[1. apríl]] - [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–|Eldgosin við Sundhnúksgíga]]: Lítið [[Eldgos]] hófst suðaustan við fjallið [[Þorbjörn (fjall)|Þorbjörn]] norðan [[Grindavík]]ur. Það hófst um morguninn en var lokið um kvöldið.
* [[2. apríl]] - Bandaríkin settu tolla að lágmarki 10% á önnur ríki en t.d. 20% á ríki [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]], 34% á Kína. Ísland hlaut 10% toll á vörur.
*[[ 4. apríl]] - [[Yoon Suk-yeol]] var endanlega sviptur embætti sem forseti Suður-Kóreu af stjórnlagadómstól landsins.
* [[8. apríl]] - Yfir 220 létust þegar þak næturklúbbs hrundi í [[Dóminíska lýðveldið|Dóminíska lýðveldinu]].
* [[11. apríl]] - [[Kína]] setti 125% tolla á bandarískar vörur en Bandaríkin höfðu skömmu áður sett 145% toll á sumar kínverskar vörur.
* [[13. apríl]]:
** Ísrael gerði loftárás á síðasta starfandi sjúkrahúsið á [[Gasa]].
** Rússland gerði árás á miðbæ úkraínsku borgarinnar [[Súmy]] þar sem tugir óbreyttra borgara fórust.
** Heimssýningin [[Expo]] hófst í [[Osaka]], Japan.
** [[Daniel Noboa]] var endurkjörinn forseti [[Ekvador]].
* [[18. apríl]] - Bandaríkin gerðu árásir á [[Hútar|Húta]] í [[Jemen]]. Yfir 70 létust.
* [[22. apríl]] - Íslamskir vígamenn í drápu 26 ferðamenn í indverska [[Jammú og Kasmír]]. Indland tengdi árásirnar við pakistönsku hryðjuverkasamtökin Lashkar-e-Taiba.
* [[24. apríl]] - [[Stríð Rússlands og Úkraínu]]: Rússland gerðu eldflaugaárás á fjölbýlishús í [[Kyjiv]] þar sem 12 létust. Degi síðar var rússneski hershöfðinginn Jaroslav Moskalík drepinn með bílsprengju í Moskvu.
* [[28. apríl]] - Þingkosningar voru haldnar í [[Kanada]]. [[Frjálslyndi flokkurinn (Kanada)|Frjálslyndi flokkurinn]] vann sigur og [[Mark Carney]] varð áframhaldandi forsætisráðherra landsins.
* [[30. apríl]] - Bandaríkin og Úkraína gerðu auðlindasamning. Í skiptum fyrir aðgang að úkraínskum orku- og málmauðlindum, skuldbundu Bandaríkin sig að styrkja varnir og uppbyggingu Úkraínu.
===Maí===
* [[1. maí]] - [[Mannréttindastofnun Íslands]] tók til starfa.
* [[3. maí]] - Þingkosningar voru haldnar í [[Ástralía|Ástralíu]]. [[Verkamannaflokkurinn (Ástralía)|Verkamannaflokkurinn]] vann sigur.
* [[5. maí]] -
**[[Ísrael]] lýsti yfir áætlun um yfirtöku á [[Gasa]].
** [[Indland]] gerði loftárásir á [[Pakistan]] eftir skærur í [[Kasmír]].
* [[6. maí]]: [[Friedrich Merz]] tók við embætti [[kanslari Þýskalands|kanslara Þýskalands]].
* [[8. maí]]: [[Robert Francis Prevost]] kardínáli, var kjörinn páfi undir nafninu ''Leó 14.''.
* [[10. maí]] - [[Indland]] og [[ Pakistan]] sömdu um vopnahlé en ríkin höfðu skipst á loftárásum dögunum áður.
* [[12. maí]] - [[Verkalýðsflokkur Kúrda]] var lagður niður.
* [[13. maí]] - [[17. maí]]: [[Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva 2025|Eurovision var haldið]] í [[Basel]], Sviss. Austurríki bar sigur úr býtum.
* [[17. maí]] - Hitamet var slegið í maí fyrir Ísland þegar 26,4 gráður mældust á [[Egilsstaðir|Egilsstöðum]].
* [[18. maí]] -
** Kosningar til portúgalska þingsins. Sósíaldemókratar undir [[Luís Montenegro]] urðu hlutskarpastir.
** Forsetakosningar í Rúmeníu: [[Nicușor Dan]] sigraði mótherja sinn [[George Simion]] í annarri umferð.
* [[22. maí]] - Bandaríkjastjórn ákvað að banna [[Harvard-háskóli|Harvard-háskólanum]] að taka við erlendum nemendum. Dómari setti bráðabirgðalögbann á ákvörðunina.
* [[25. maí]] - Rússland gerði loftárásir á þrjátíu borgir í Úkraínu.
* [[31. maí]] - Úkraína sendi yfir 100 árásardróna á herflugvelli í 5 fylkjum Rússlands m.a. í [[Írkútskfylki]] og [[Múrmanskfylki]]. Einnig voru tvær brýr sprengdar nálægt landamærum Úkraínu.
===Júní===
* [[1. júní]] - Önnur umferð forsetakosninga í [[Pólland]]i fór fram. Hægri maðurinn, [[Karol Nawrocki]], vann nauman sigur á [[Rafał Trzaskowski]], borgarstjóra Varsjár og Evrópusinna.
* [[3. júní]]:
** Forsetakosningar voru haldnar í [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]]. Frjálslyndi frambjóðandinn, [[Lee Jae-myung]], bar sigur af hólmi.
** Endurbættur [[Laugardalsvöllur]] opnaði þegar kvennalið Íslands mætti Frakklandi.
** Hollenska ríkisstjórnin féll þegar [[Geert Wilders]] formaður Frelsisflokksins sagði sig úr henni.
* [[4. júní]] - [[Donald Trump]] bannaði ferðalög frá 12 löndum til Bandaríkjanna: 7 í Afríku, 4 í Asíu og eitt í N-Ameríku. (Afghanistan, Mjanmar, Tjad, Lýðveldið Kongó, Miðbaugs-Gínea, Eritrea, Haítí, Íran, Líbía, Sómalía, Súdan og Jemen)
* [[6. júní]] - Mótmæli brutust út í [[Los Angeles]] gegn aðgerðum ICE, stofnunar sem handtekur ólöglega innflytjendur. [[Donald Trump]] forseti Bandaríkjanna ákvað að senda þjóðvarðliða til að skerast í leikinn. [[Gavin Newsom]], ríkisstjóri Kaliforníu, fordæmdi ákvörðun Trumps.
* [[9. júní]] - [[Ísrael]] stöðvaði för skipsins Madleen sem var á leið til Gaza með hjálpargögn. Aðgerðasinninn [[Greta Thunberg]] var meðal farþega.
* [[12. júní]] - Farþegaþota með 242 manns hrapaði skömmu eftir flugtak í indversku borginni [[Ahmedabad]]. Þotan lenti á húsum þar sem tugir létust einnig. Einn komst lífs af úr flugvélinni. Alls létust nær 280 manns.
* [[13. júní]] - [[Stríð Ísraels og Írans]]: [[Ísrael]] gerði víðtækar loftárásir á [[Íran]]. Hossein Salami, leiðtogi [[Íranski byltingarvörðurinn|Íranska byltingarvarðarins]] var meðal þeirra sem fórust í árásunum og tveir háttsettir menn í íranska hernum. Íran svaraði með eldflauga og drónaárásum á Ísrael.
* [[16. júní]] - [[17. júní]]: [[Sjö helstu iðnríki heims]] funduðu í Kananaskis, [[Alberta (fylki)|Alberta]] í [[Kanada]].
* [[21. júní]] - Bandaríkin gerðu árásir á þrjá kjarnorkumiðstöðvar í [[Íran]] með [[Northrop B-2 Spirit|B-2 sprengjuflugvélum]].
* [[23. júní]] - [[Íran]] gerði loftárásir á bandarískar herstöðvar í [[Katar]].
===Júlí===
* [[1. júlí]]:
** [[Búlgaría]] tekur upp [[evra|evru]].
** [[Samkynhneigð]]ir karlmenn mega [[blóðgjöf|gefa blóð]] á Íslandi.
* [[2. júlí]] - [[27. júlí]]: Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu kvenna verður haldin í [[Sviss]].
* [[5. júlí]] - Þungarokksveitin [[Black Sabbath]] spilar sína síðustu tónleika með upphaflegu meðlimunum í heimaborg sinni [[Birmingham]].
===Ágúst===
* [[27. ágúst]] - Evrópumótið í körfubolta hefst. Íslenska landsliðið tekur þátt.
===September===
* [[8. september]] - Þingkosningar verða haldnar í Noregi.
===Október===
===Nóvember===
* [[27. nóvember]] - Heimsmeistaramót kvenna í [[handbolti|handknattleik]] hefst í Þýskalandi og Hollandi.
===Desember===
===Ódagsett===
* Noregur mun banna sölu á [[bensín]] og [[dísel]] bílum.
==Dáin==
* [[1. janúar]] - [[David Lodge]], enskur rithöfundur. (f. [[1935]])
* [[4. janúar]] - [[Árni Grétar Jóhannesson]], íslenskur tónlistarmaður, Futuregrapher (f. [[1983]])
* [[7. janúar]] - [[Jean-Marie Le Pen]], franskur stjórnmálaleiðtogi (f. [[1928]]).
* [[12. janúar]] - [[Ragnheiður Torfadóttir]], fyrsti kvenrektor Menntaskólans í Reykjavík (f. [[1937]])
* [[15. janúar]] - [[David Lynch]], bandarískur kvikmyndaleikstjóri. (f. [[1946]])
* [[24. janúar]] - [[Ellert B. Schram]], alþingis- og knattspyrnumaður. (f. [[1939]])
* [[30. janúar]] - [[Marianne Faithful]], ensk tónlistarkona (f. [[1946]])
* [[30. janúar]] - [[Ólöf Tara Harðardóttir]], íslensk baráttukona (f. [[1990]])
* [[1. febrúar]] - [[Horst Köhler]], forseti Þýskalands (f. [[1943]]).
* [[2. febrúar]] - [[Björgólfur Guðmundsson]]. íslenskur viðskiptamaður (f. [[1941]])
* [[8. febrúar]] - [[Sam Nujoma]], fyrsti forseti [[Namibía|Namibíu]] (f. [[1929]]).
* [[11. febrúar]] - [[Gísli Þór Ólafsson]], tónlistarmaður og skáld (f. [[1979]])
* [[17. febrúar]] - [[Gene Hackman]], bandarískur leikari (f. [[1930]])
* [[27. febrúar]] - [[Borís Spasskíj]], sovésk-franskur skákmeistari. (f. [[1937]])
* [[28. febrúar]] - [[Margrét Sigfúsdóttir]], hússtjórnarkennari (f. [[1947]])
* [[21. mars]] - [[George Foreman]], bandarískur hnefaleikamaður (f. [[1949]])
* [[1. apríl]] - [[Val Kilmer]], bandarískur leikari (f. [[1959]])
* [[4. apríl]] - [[Friðrik Ólafsson]], íslenskur skákmeistari (f. [[1935]])
* [[12. apríl]] - [[Steindór Andersen]], Íslenskur kvæðamaður. (f. [[1954]])
* [[13. apríl]] - [[Mario Vargas Llosa]], perúskur rithöfundur og stjórnmálamaður (f. [[1936]])
* [[14. apríl]] - [[Jónas Ingimundarson]], íslenskur píanóleikari (f. [[1944]])
* [[21. apríl]] - [[Frans páfi]] (f. [[1936]])
* [[1. maí]] -
**[[Ruth Buzzi]], bandarísk leikkona (f. [[1936]])
** [[Gunnlaugur Claessen]], hæstaréttardómari (f. [[1946]]).
* [[10. maí]] - [[Þorsteinn Vilhjálmsson]], prófessor í eðlisfræði (f. [[1940]])
* [[11. maí]] - [[Lalli Johns]], íslenskur smáglæpamaður (f. [[1951]])
* [[12. maí]] - [[Hjörtur Torfason]], hæstaréttardómari (f. [[1935]])
* [[13. maí]] - [[José Mujica]], forseti Úrúgvæ (f. [[1935]])
* [[21. maí]] - [[Alasdair MacIntyre]], skoskur heimspekingur (f. [[1929]])
* [[7. júní]] - [[Orri Harðarson]], tónlistarmaður og rithöfundur (f. [[1972]])
* [[11. júní]] - [[Brian Wilson]], bandarískur tónlistarmaður (f. [[1942]])
* [[14. júní]] - [[Violeta Chamorro]], níkarögsk stjórnmálakona (f. [[1929]])
* [[24. júní]] - [[Clark Olofsson]], sænskur glæpamaður. (f. [[1947]])
[[Flokkur:2025]]
[[Flokkur:2021-2030]]
j71mqhxf49xpg1hxh1oxf5k41ccsy3y
Sjúkraliði
0
131824
1921731
1879178
2025-06-27T05:41:53Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921731
wikitext
text/x-wiki
'''Sjúkraliði''' er fagstétt á heilbrigðissviði. Sjúkraliðar starfa bæði við almenna og sérhæfða umönnun sjúklinga og við þau hjúkrunarstörf sem þeir hafa menntun og faglega færni til að sinna. Sjúkraliðar starfa innan heilbrigðiskerfisins og starfa til dæmis á sjúkrahúsum, öldrunarheimilum, heilsugæslustöðvum og sambýlum fyrir fatlaða, svo að dæmi séu tekin.<ref>[http://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/heilbrigdisstarfsfolk/starfsleyfi/heilbrigdisstett/item13362/Sjukralidar Sjúkraliðar] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160310224937/http://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/heilbrigdisstarfsfolk/starfsleyfi/heilbrigdisstett/item13362/Sjukralidar |date=2016-03-10 }}, Skoðað 20. nóvember 2015.</ref>
==Saga==
Sjúkraliðanám var fyrst sett á stofn á Íslandi árið 1965 að danskri fyrirmynd. Sjúkraliðaskóli Íslands var stofnaður árið 1975. Sjúkraliðaskólinn var lagður niður árið 1990 og námið flutt í Fjölbrautaskólann við Ármúla/Heilbrigðisskólann og hefur síðar verið aðgengilegt á fleiri menntastofnunum. Framhaldsnám fyrir sjúkraliða hófst við Fjölbrautaskólann við Ármúla/Heilbrigðisskólann janúar 1992 <ref>[http://www.fa.is/namid/heilbrigdisskolinn/sjukralidabraut/sjukralidanam/ Sjúkraliðanám]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}, Skoðað 20. nóvember 2015</ref>.
==Störf==
Sjúkraliðar starfa undir stjórn þess hjúkrunarfræðings sem fer með stjórn á viðkomandi stofnun eða deild. Sjúkraliðar tileinka sér þekkingu á ákveðnu sérsviði hjúkrunar og taka þátt í hjúkrun og við að aðstoða og leiðbeina sjúklingum í athöfnum daglegs lífs. Þeir þurfa einnig að hafa eftirlit með og fyrirbyggja fylgikvilla sem geta komið upp í kjölfar rúmlegu sem og að leiðbeina sjúklingum við endurhæfingu. Einnig leiðbeina þeir aðstoðarfólki við aðhlynningu og aðstoða við aðlögun nýrra starfsmanna þegar það á við.
==Nám==
Sjúkraliðanám er viðurkennt starfsnám og nemendur hljóta löggildingu að því loknu samkvæmt reglugerð [[Heilbrigðisráðuneyti Íslands|Heilbrigðisráðuneytisins]]. Sjúkraliðanám er 120 eininga nám og meðalnámstími á sjúkraliðabraut er 3 ár í skóla auk starfsþjálfunar á launum í 16 vikur.
Meðal áfanga sem kenndir eru má nefna: Heilbrigðisfræði, hjúkrunarfræði bókleg, hjúkrunarfræði verkleg, líffæra- og lífeðlisfræði, líkamsbeiting, lyfjafræði, næringarfræði, sálfræði, siðfræði, sjúkdómafræði, skyndihjálp, sýklafræði og upplýsingatækni. Einnig fer fram vinnustaðatengt nám og starfsnám.
Þeir skólar sem bjóða upp á sjúkraliðabraut eru: [[Fjölbrautaskólinn við Ármúla]], [[Fjölbrautaskólinn í Breiðholti]], [[Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra]], [[Fjölbrautaskóli Suðurnesja]], [[Fjölbrautaskóli Vesturlands]], [[Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum]], [[Menntaskólinn á Ísafirði]] og [[Verkmenntaskólinn á Akureyri]]. <ref>[http://attavitinn.is/vinna/hvernig-verd-eg/hvernig-verd-eg-sjukralidi Hvernig verð ég sjúkraliði?] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20170422031054/http://attavitinn.is/vinna/hvernig-verd-eg/hvernig-verd-eg-sjukralidi |date=2017-04-22 }}, Skoðað 20. nóvember 2015.</ref>
==Sjúkraliði á ýmsum málum==
Enska: Licensed practical nurse <ref>European Commission [http://ec.europa.eu/growth/tools-databases/regprof/index.cfm?action=regprof&id_regprof=3623&id_profession=1220&tab=countries&quid=2&mode=asc&pagenum=1]</ref><br>
Danska: Social og sundhedsassistent<br>
Sænska: ''Undersköterska''.<br>
Norska: Helsefagarbeider<br>
Franska: ''Aide-soignant.''<br>
Þýska: ''Gesundheits- und Krankenpflegehelfer''.
==Tengt efni==
[[Félagsliði]]
==Tenglar==
[http://www.slfi.is/ Sjúkraliðafélag Íslands]
==Tilvísanir==
<references />
[[Flokkur:Starfsheiti]]
bk2nhzurss3b0m1mzsl514zrglcg9yn
Bangsímon
0
134220
1921644
1859678
2025-06-26T20:28:35Z
96.35.74.197
1921644
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Winnie the Pooh- White River -Ontario-20060630.jpg|thumb]]
'''Bangsimon''' ([[enska]]: ''Winnie-the-Pooh'') er aðalpersóna í barnabókaröð eftir breska rithöfundinn [[A.A. Milne]]. Tvær bækur um hann komu út árin 1926 og 1928, báðar myndskreyttar af [[E. H. Shepard]].
Frá 1977 hefur [[The Walt Disney Company]] framleitt röð vinsælla teiknimynda um Bangsímon.
Íslenskt nafn titilpersónunnar, Bangsímon, er upphaflega fengið úr [[Þjóðsögur Jóns Árnasonar|þjóðsögum Jóns Árnasonar]].<ref>{{Tímarit.is|5223454|Helga Valtýsdóttir og barnasagan|blað=[[Útvarpstíðindi]]|blaðsíða=3|útgáfudagsetning=1. desember 1952}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{stubbur|bókmenntir}}
[[Flokkur:Breskar barnabækur]]
[[Flokkur:Bangsímon]]
[[Flokkur:Skáldsagnapersónur]]
[[Flokkur:Teiknimyndapersónur]]
atuuz249w9yxjvouu580faaavjsca95
1921647
1921644
2025-06-26T20:35:50Z
TKSnaevarr
53243
Tók aftur breytingu frá [[Special:Contributions/96.35.74.197|96.35.74.197]] ([[User talk:96.35.74.197|spjall]]), til baka í síðustu útgáfu frá [[User:TKSnaevarr|TKSnaevarr]]
1859678
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:The original Winnie the Pooh toys.jpg|thumb|right|Tuskudýr Christophers Robins Milne, sonar A.A. Milne, sem urðu fyrirmyndir að helstu persónum í sögunum um Bangsímon. Bangsímon er annar frá hægri.]]
[[Mynd:Winnie the Pooh- White River -Ontario-20060630.jpg|thumb|Bangsímon - White River, Ontario]]
'''Bangsimon''' ([[enska]]: ''Winnie-the-Pooh'') er aðalpersóna í barnabókaröð eftir breska rithöfundinn [[A.A. Milne]]. Tvær bækur um hann komu út árin 1926 og 1928, báðar myndskreyttar af [[E. H. Shepard]].
Frá 1977 hefur [[The Walt Disney Company]] framleitt röð vinsælla teiknimynda um Bangsímon.
Íslenskt nafn titilpersónunnar, Bangsímon, er upphaflega fengið úr [[Þjóðsögur Jóns Árnasonar|þjóðsögum Jóns Árnasonar]].<ref>{{Tímarit.is|5223454|Helga Valtýsdóttir og barnasagan|blað=[[Útvarpstíðindi]]|blaðsíða=3|útgáfudagsetning=1. desember 1952}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{stubbur|bókmenntir}}
[[Flokkur:Breskar barnabækur]]
[[Flokkur:Bangsímon]]
[[Flokkur:Skáldsagnapersónur]]
[[Flokkur:Teiknimyndapersónur]]
c3554q8bvgqphu9qvmfifeubgi37uo1
Listasafn Reykjanesbæjar
0
141435
1921621
1859295
2025-06-26T12:20:11Z
Keflvikingur
99989
/* Tenglar */Uppfærsla á tengli fyrir heimsíðu safnsins.
1921621
wikitext
text/x-wiki
[[File:Duus hús museum 08.jpg|thumb|Sýning í Listasafni Reykjanesbæjar]]
'''Listasafn Reykjanesbæjar''' miðlar myndlist með fjölbreyttu sýningarhaldi, fyrirlestrum, leiðsögn og útgáfu. Sýningarsalur Listasafnsins er í [[Duus Safnahús|Duus Safnahúsum]] í [[Reykjanesbær|Reykjanesbæ]]. Þar er einnig sýningarsalur [[Byggðasafn Reykjanesbæjar|Byggðasafns Reykjanesbæjar]] auk fleiri sala þar sem settar eru upp tímabundnar sýningar á vegum safnanna. Listasafn Reykjanesbæjar varð að formlegu listasafni árið 2003 og telst viðurkennt safn samkvæmt skilgreiningum Safnaráðs. Verk úr safneign eru til sýnis víðs vegar í stofnunum Reykjanesbæjar. Safnkosturinn er varðveittur í safnamiðstöð Reykjanesbæjar, Ramma, og er skráður í gagnagrunninn Sarp.
== Tenglar ==
* [http://www.lrnb.is Vefsíða Listasafn Reykjanesbæjar]
* [https://sofn.reykjanesbaer.is/duushus Vefsíða Duus Safnahúsa]
{{stubbur|Ísland}}
[[Flokkur:Listasöfn á Íslandi]]
[[Flokkur:Reykjanesbær]]
ibb7o8u0djg2jkwaf95g03nr19vl7tu
Júlíana Hollandsdrottning
0
145057
1921761
1918202
2025-06-27T09:29:51Z
TKSnaevarr
53243
1921761
wikitext
text/x-wiki
{{konungur
| titill = Drottning Hollands
| ætt = [[Óraníuættin]]
| skjaldarmerki = Royal coat of arms of the Netherlands.svg
| nafn = Júlíana
| mynd = Portrait of Queen Juliana, 1973.jpg
| skírnarnafn = Juliana Louise Emma Marie Wilhelmina
| fæðingardagur = 30. apríl 1909
| fæðingarstaður = [[Haag]], [[Holland]]i
| dánardagur = {{Dánardagur og aldur|2004|3|20|1909|4|30}}
| dánarstaður = [[Baarn]], Hollandi
| grafinn = [[Nieuwe Kerk (Delft)|Nieuwe Kerk]], [[Delft]], Hollandi
| ríkisár = 4. september 1948 – 30. apríl 1980
| undirskrift = JulianaOfTheNetherlandsSignature.svg
| faðir = [[Hinrik hertogi af Mecklenburg-Schwerin]]
| móðir = [[Vilhelmína Hollandsdrottning]]
| maki = [[Bernharður Hollandsprins]] (g. 1937)
| titill_maka = Prins
| börn = [[Beatrix Hollandsdrottning|Beatrix]], [[Írena Hollandsprinsessa|Írena]], [[Margrét Hollandsprinsessa|Margrét]], [[Kristín Hollandsprinsessa|Kristín]]
}}
'''Júlíana''' (30. apríl 1909 – 20. mars 2004) var drottning [[Holland]]s frá 1948 þar til hún sagði af sér árið 1980. Hún var einkabarn [[Vilhelmína Hollandsdrottning|Vilhelmínu drottningar]] og [[Hinrik hertogi af Mecklenburg-Schwerin|Hinriks prins]]. Frá fæðingu var hún ríkisarfi að hollensku krúnunni. Hún hlaut einkamenntun og giftist árið 1937 [[Bernharður Hollandsprins|Bernharði af Lippe Biesterfeld]]. Þau eignuðust fjórar dætur: [[Beatrix Hollandsdrottning|Beatrix]], [[Írena Hollandsprinsessa|Írenu]], [[Margrét Hollandsprinsessa|Margréti]] og [[Kristín Hollandsprinsessa|Kristínu]].
Júlíana ríkti í tæp 32 ár. Á valdatíð hennar voru [[hollensku Austur-Indíur]] (nú [[Indónesía]] og [[Súrinam]]) afnýlenduvæddar og hlutu sjálfstæði frá hollenska konungsríkinu. Þegar hún lést, þá 94 ára að aldri, var hún elsti fyrrum einvaldur í heimi.
==Æviágrip==
Júlíana var tvisvar [[ríkisstjóri]] fyrir hönd Vilhelmínu drottningar áður en hún var sjálf krýnd drottning þann 6. september árið 1948 í [[Nýkirkja Amsterdam|nýkirkju Amsterdam]], tveimur dögum eftir afsögn móður sinnar. Næsta ár skrifaði Júlíana undir viðurkenningu sem færði fullveldi hollensku Austur-Indía (nú Indónesíu) í hendur lýðveldisstjórnar í Batavíu (nú [[Jakarta]]).
Valdataka Júlíönu breytti mjög ímynd krúnunnar í Hollandi: Fólk fór að tala um „einveldi á reiðhjóli“, alþýðlegt viðhorf til krúnunnar sem var Hollendingum mjög að skapi. Júlíana var lítið fyrir hefðir og glysgjarnar athafnir og var jafnan mjög látlaus og einföld í háttum. Hún kunni þó að sýna á sér virðuleika og háttvísi eins og drottningu sæmdi þegar aðstæðurnar kröfðust þess. Júlíana var mjög vinsæl, sérstaklega þegar hún stóð með íbúum Hollands eftir flóðbylgju sem skall á ströndum landsins árið 1953. Hún flutti síðar ræðu við [[Bandaríkjaþing]] í [[Washington (borg)|Washington]] þar sem hún fordæmdi [[kalda stríðið]].
===Erfiðleikar Júlíönu===
Árið 1956 komu upp deilur innan hollensku konungsfjölskyldunnar vegna vináttu Júlíönu við trúarlegan græðara að nafni [[Greet Hofmans]] sem ráðin hafði verið til að lækna augnsjúkdóm Kristínar prinsessu. Hofmans hafði mikil áhrif á Júliönu drottningu og ýtti undir [[Friðarsinni|friðarhyggju]] hjá henni sem var óboðleg hollenskum stjórnvöldum á tíma kalda stríðsins. Vinskapur Júlíönu og Hofmans spillti sambandi hennar og eiginmanns hennar og málið var lengi mjög umdeilt. Bernharður lak upplýsingum um vinskap þeirra í þýska fréttaritið ''[[Der Spiegel]]'' í von um að losna við Hofmans úr hollensku hirðinni. ''Der Spiegel'' birti grein titlaða „Zwischen Königin und Rasputin“, bókstaflega „Milli drottningarinnar og [[Raspútín]]s“.<ref>"Die Gesundbeterin : Staatskrise – Zwischen Königin und Rasputin", In: ''Der Spiegel'', vol. 1956, nr. 24, bls. 31–36</ref>
Írena prinsessa giftist árið 1964 [[Charles-Hugues af Bourbon-Parma]], einum [[Búrbónar|Búrbónanna]] sem gerðu tilkall til spænsku krúnunnar. Ráðahagurinn var umdeildur, sér í lagi þar sem Írena snerist til kaþólskrar trúar til þess að geta gifst.
Í [[Lockheed-hneykslið|Lockheed-málinu]] svokallaða árið 1975 var Bernharður sakaður um að þiggja mútur frá flugvélafyrirtækinu Lockheed og forsætisráðherrann [[Joop den Uyl]] skipaði rannsóknardómstól til þess að kanna mál hans. Júlíana hótaði að segja af sér nema að eiginmanni hennar yrði hlíft við lögsókn, sem ríkisstjórnin féllst á að gera með því skilyrði að Bernharður léti af ýmsum opinberum skyldum sem drottningarmaður og klæddist ekki einkennisbúningi sínum úr hernum framar. Í viðurkenningu sem birt var eftir dauða Bernharðs staðfesti hann að hann hefði átt hlut að máli í Lockheed-málinu og að hann hefði eignast tvær dætur í lausaleik. Hugsanlega leiddi hneykslið til ákvörðunar Júlíönu um að segja af sér. Þann 30. apríl 1980, á 71. afmælisdegi sínum, sagði Júlíana af sér og leyfði dóttur sinni, Beatrix að gerast drottning Hollands. Gamla drottningin bar þaðan af titilinn „hennar konunglega hátign Júlíana prinsessa af Hollandi“. Hún settist síðan í helgan stein ásamt Bernharði í Soestdijk-höll.
===Ævilok===
Frá árinu 2000 birtist Júlíana sjaldnar opinberlega. Hún lést í svefni sínum í Soestdijk-höll þann 20. mars árið 2004, sjötíu árum upp á dag eftir að amma hennar, [[Emma af Waldeck-Pyrmont]], lést. Útför hennar var haldin í [[Delft]] við grafhýsi Óraníuættarinnar. Eiginmaður hennar lést tæpu ári síðar, þann 1. desember 2004.
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = Drottning Hollands |
frá = [[4. september]] [[1948]]|
til = [[30. apríl]] [[1980]]|
fyrir = [[Vilhelmína Hollandsdrottning|Vilhelmína]] |
eftir = [[Beatrix Hollandsdrottning|Beatrix]] |
}}
{{Töfluendir}}
{{Hollenskir þjóðhöfðingjar}}
{{fd|1909|2004|Júlíana}}
[[Flokkur:Einvaldar Hollands]]
[[Flokkur:Óraníuættin]]
871fm0iww8hk10nuaqlybsvhpp5nz5i
Baba Vanga
0
145307
1921779
1823315
2025-06-27T11:19:44Z
TKSnaevarr
53243
1921779
wikitext
text/x-wiki
'''Baba Vanga''' ([[31. janúar]] [[1911]] – [[11. ágúst]] [[1996]]), fædd Vangeliya Pandeva Dimitrova (Вангелия Пандева Димитрова) og þekkt sem Vangelia Gushterova (Вангелия Гущерова) eftir að hún giftist, var blindur [[sjáandi]], spámiðill og lækningamiðill frá [[Búlgaría|Búlgaríu]]. Hún bjó lengst af á Rupite svæðinu í Kozhuh fjöllunum í Búlgaríu.
{{DEFAULTSORT:Vanga, Baba}}
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1911]]
[[Flokkur:Fólk dáið árið 1996]]
[[Flokkur:Búlgarar]]
lgks4wdwzhm1i3laa4ro3519vj4prk2
Bankaránið á Norrmalmstorgi
0
146065
1921633
1874534
2025-06-26T18:00:50Z
TKSnaevarr
53243
1921633
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Former_Kreditbanken_Norrmalmstorg_Stockholm_Sweden.jpg|thumb|right|Húsið þar sem ránið átti sér stað.]]
'''Bankaránið á Norrmalmstorgi''' var [[bankarán]] og [[gíslataka]] á [[Norrmalmstorg]]i í [[Stokkhólmur|Stokkhólmi]] í [[Svíþjóð]] í ágúst [[1973]]. [[Stokkhólmsheilkennið]], þar sem gísl fær samúð með gíslatökumanni, er kennt við þetta rán. Ránið hófst með því að sænski smáglæpamaðurinn [[Jan-Erik Olsson]] reyndi að ræna [[Kreditbanken]] í miðborg Stokkhólms þann [[23. ágúst]] [[1973]]. [[Sænska lögreglan]] kom strax á staðinn en Olsson skaut á þá lögreglumenn sem komu inn. Hann tók fjóra gísla og krafðist þess að vinur sinn, síbrotamaðurinn [[Clark Olofsson]], fengi að koma til hans. Olofsson var sóttur í fangelsi og sendur til Olssons til að reyna að semja um lausn gíslanna. Einn gíslanna, Kristin Enmark, sagðist vera örugg hjá gíslatökumönnunum og lýsti áhyggjum af því að aðgerðir lögreglu gætu leitt til ofbeldis. Olsson og Olofsson lokuðu sig nú inni í bankahvelfingunni ásamt gíslunum. Olsson hringdi í [[Olof Palme]] forsætisráðherra og sagðist myndu myrða gíslana ef þeir fengju ekki að fara. Þann 26. ágúst boraði lögregla gat á hvelfinguna en Olofsson skaut tvisvar í gegnum gatið og særði lögreglumann í annað skiptið. Þann 28. ágúst var [[táragas]]i hleypt inn í hvelfinguna og um hálftíma síðar gáfust Olsson og Olofsson upp.
Olsson og Olofsson voru báðir dæmdir til langrar fangavistar eftir ránið. Þeir hafa báðir framið glæpi síðan. Málið vakti athygli fyrir það hvernig gíslarnir virtust hafa fengið samúð með gíslatökumönnunum. Sænski [[afbrotafræði]]ngurinn [[Nils Bejerot]] bjó til hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ yfir þetta fyrirbæri.
==Í menningu==
Árið 2022 komu út þættirnir ''Clark'' á [[Netflix]] sem fjölluðu um ránið.
{{stubbur}}
[[Flokkur:Glæpir í Svíþjóð]]
[[Flokkur:Stokkhólmur]]
[[Flokkur:1973]]
grr1gqs5t71q2lv3kmcpvk1v65vl1ro
Melanotaenia splendida inornata
0
149863
1921656
1780461
2025-06-26T20:59:58Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921656
wikitext
text/x-wiki
{{skáletrað}}
{{Taxobox
| colour = pink
| image =
| image_caption =
| status = NE
| status_system = iucn3.1
| regnum = [[Dýr]] (''Animalia'')
| phylum = [[Seildýr]] (''Chordate'')
| classis = [[Geisluggar]] (''Actinopterygii'')
| ordo = [[Atheriniformes]]
| subordo = [[Melanotaenioidei]]
| familia = [[Regnbogafiskar]] (''Melanotaeniidae'')
| genus = ''[[Melanotaenia]]''
| species = ''[[Melanotaenia splendida|M. splendida]]''
| subspecies = '''''M. splendida inornata'''''
| trinomial = ''Melanotaenia splendida inornata''
| trinomial_authority = Castelnau, 1875
}}
'''''Melanotaenia splendida inornata''''' er [[undirtegund]] af [[regnbogafiskar|regnbogafiskum]] sem er einlend á [[Ástralía|Ástralíu]].<ref name=fishbase>Froese, Rainer and Pauly, Daniel, eds. (2006). [https://www.fishbase.se/summary/Melanotaenia-splendida.html "Melanotaenia splendida"] í FishBase. </ref><ref name="fishes">{{cite web|author1=Gomon, M.|author2=Bray, D.|year=2014|title=Eastern Rainbowfish, ''Melanotaenia splendida''|url=http://www.fishesofaustralia.net.au/home/species/3046|website=Fishes of Australia|access-date=2019-03-15|archive-date=2019-03-02|archive-url=https://web.archive.org/web/20190302162345/http://fishesofaustralia.net.au/home/species/3046|url-status=dead}}</ref>
==Tilvísanir==
{{Reflist}}
* Adrian R. Tappin: [http://rainbowfish.angfaqld.org.au/Inornata.htm Melanotaenia inornata] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190316061836/http://rainbowfish.angfaqld.org.au/Inornata.htm |date=2019-03-16 }}
{{Commons|Melanotaenia splendida inornata}}
{{Wikilífverur|Melanotaenia splendida inornata}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Regnbogafiskar]]
km86hpf3evyv7sltkfmyw72uxzl2qce
Phyllostachys carnea
0
150882
1921709
1854056
2025-06-27T01:24:39Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921709
wikitext
text/x-wiki
{{skáletrað}}
{{Taxobox
| status =
| image =
| image_caption =
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Einkímblöðungar]] (''Liliopsida'')
| ordo = [[Grasættbálkur]] (''Poales'')
| familia = [[Grasaætt]] (''Poaceae'')
| subfamilia = ''[[Bambusoideae]]''
| supertribus = ''[[Bambusodae]]''
| tribus = '''[[Bambuseae]]'''
| subtribus = [[Shibataeinae]]
| genus = ''[[Phyllostachys]]''
| species = '''''P. carnea'''
| binomial = Phyllostachys carnea
| binomial_authority = [[Guang Han Ye|G.H.Ye]] & [[Zheng Ping Wang|Z.P.Wang]]
| range_map =
| range_map_caption =
| image2 =
| image2_caption =
| synonyms =
}}
'''''Phyllostachys carnea'''''<ref name = "C132"><![CDATA[G.H.Ye & Z.P.Wang]]>, 1989 ''In: Acta Phytotax. Sin. 27: 228''</ref><ref name = "source">[http://apps.kew.org/wcsp/home.do WCSP: World Checklist of Selected Plant Families]</ref> er bambustegund sem var lýst af [[Guang Han Ye]] og [[Zheng Ping Wang]].<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/9791709|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014|archive-date= 26 mars 2016|archive-url= https://web.archive.org/web/20160326062446/http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/9791709|url-status= dead}}</ref> Hún getur orðið 2,5 m há og stönglarnir 14 til 15 mm í þvermál.<ref name = "kew">[http://www.kew.org/data/grasses-db/www/imp07999.htm Kew: GrassBase]</ref> Ættuð frá [[Kína]] (Hunan).<ref name = "eflora">[http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=242337551 Phyllostachys carnea - 湖南刚竹] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20211207152624/http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=242337551 |date=2021-12-07 }} í Flora of China</ref>
== Tenglar ==
{{reflist}}
{{commonscat|Phyllostachys carnea}}
{{wikilífverur|Phyllostachys carnea}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Phyllostachys]]
[[Flokkur:Bambus]]
eurwfmlb3q3ste2xf56ahv6iapm8pdp
Trefjasóley
0
150930
1921762
1795610
2025-06-27T09:33:43Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921762
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = ''Ranunculus hyperboreus''
| status =
| image = Ranunculus hyperboreus upernavik 2007-08-01 1.jpg
| image_caption =
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'')
| ordo = [[Sóleyjabálkur]] (''Ranunculales'')
| familia = [[Sóleyjaætt]] (''Ranunculaceae'')
| genus = [[Sóleyjar]] (''Ranunculus'')
| species = '''R. hyperboreus'''
| binomial = Ranunculus hyperboreus
| binomial_authority = [[Christen Friis Rottbøll|Rottb.]]
| range_map =
| range_map_caption =
| image2 =
| image2_caption =
| synonyms = ''Ranunculus samojedorum'' <small>[[Franz Josef Ivanovich Ruprecht|Rupr.]]</small><br>''Ranunculus natans'' var.'' intertextus'' <small>([[Edward Lee Greene|Greene]]) L.D.Benson in R.J.Davis</small><br>''Ranunculus natans'' var.'' intertextus'' <small>([[Edward Lee Greene|Greene]]) L. Benson</small><br>''Ranunculus intertextus'' <small>[[Edward Lee Greene|Greene]]</small><br>''Ranunculus hyperboreus'' var.'' turquetilianus'' <small>[[Nicholas Vladimir Polunin|Polunin]]</small><br>''Ranunculus hyperboreus'' subsp.'' tricrenatus'' <small>([[Franz Josef Ivanovich Ruprecht|Rupr.]]) V.G. Sergienko</small><br>''Ranunculus hyperboreus'' var.'' samojedorum'' <small>([[Franz Josef Ivanovich Ruprecht|Rupr.]]) Perf.</small><br>''Ranunculus hyperboreus'' subsp.'' samojedorum'' <small>([[Franz Josef Ivanovich Ruprecht|Rupr.]]) Hultén</small><br>''Ranunculus hyperboreus'' subsp.'' intertextus'' <small>([[Edward Lee Greene|Greene]]) Kapoor & A. Löve</small><br>''Ranunculus hyperboreus'' var.'' intertextus'' <small>([[Edward Lee Greene|Greene]]) [[Joseph Robert Bernard Boivin|B.Boivin]]</small><br>''Ranunculus hyperboreus'' subsp.'' arnellii'' <small>[[Nils Johan Wilhelm Scheutz|Scheutz]]</small><br>''Ranunculus ammanni'' <small>[[Johann Ernst Gunnerus|Gunnerus]]</small>
}}
'''Trefjasóley''' ([[fræðiheiti]]: ''Ranunculus hyperboreus''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16707465|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014|archive-date= 30 apríl 2019|archive-url= https://web.archive.org/web/20190430032429/http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16707465|url-status= dead}}</ref>) er [[sóleyjar]]tegund<ref name = "source">{{Cite web |url=http://worldplants.webarchiv.kit.edu/ |title=World Plants: Synonymic Checklists of the Vascular Plants of the World |access-date=2019-04-30 |archive-date=2019-03-18 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190318221109/http://worldplants.webarchiv.kit.edu/ |url-status=dead }}</ref> sem vex á nyrstu hlutum Evrópu. Henni var lýst af [[Christen Friis Rottbøll]].<ref name = "C132">Rottb., 1770 ''In: Skrift. Kjoeb. Selsk. 10: 458''</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
*[http://linnaeus.nrm.se/flora/di/ranuncula/ranun/ranuhyp.html Den virtuella floran]
{{commonscat|Ranunculus hyperboreus}}
{{wikilífverur|Ranunculus hyperboreus}}
{{stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Sóleyjaætt]]
[[Flokkur:Plöntur á Íslandi]]
6a8rmvititrm7wwm0kldx9krky9900h
Montia
0
151605
1921668
1637085
2025-06-26T21:44:16Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921668
wikitext
text/x-wiki
{{Skáletrað}}
{{Taxobox
| image =Illustration_Montia_fontana0.jpg
| image_caption = ''[[Montia fontana]]''
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'')
| ordo = [[Hjartagrasbálkur]] (''Caryophyllales'')
| familia = [[Montiaceae]]
| genus = Montia
| genus_authority = [[Carl Linnaeus|L.]]
| subdivision_ranks = [[Tegund]]ir
| subdivision = um 12, sjá texta
}}
'''''Montia'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/browse/tree/id/17279528|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014|archive-date= 30 apríl 2019|archive-url= https://web.archive.org/web/20190430033604/http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/browse/tree/id/17279528|url-status= dead}}</ref> er ættkvísl plantna í [[Montiaceae]]. Þær eru náskyldar [[Claytonia]] og hafa nokkrar tegundir verið færðar á milli.
Valdar tegundir:
*''[[Montia andina]]''
*''[[Montia angustifolia]]''
*''[[Montia australasica]]''
*''[[Montia biapiculata]]''
*''[[Montia bostockii]]''
*''[[Montia calcicola]]''
*''[[Montia campylostigma]]''
*''[[Montia chamissoi]]''
*''[[Montia dichotoma]]''
*''[[Montia diffusa]]''
*''[[Montia drucei]]''
*''[[Montia erythrophylla]]''
*''[[Montia fontana]]'' - [[Lækjagrýta]]
*''[[Montia howellii]]''
*''[[Montia linearis]]''
*''[[Montia minor]]''
*''[[Montia parvifolia]]''
*''[[Montia racemosa]]''
*''[[Montia sessiliflora]]''
*''[[Montia vassilievii]]''
<gallery>
File:Montia fontana mofo 005 php.jpg|''Montia fontana''
File:Montia chamissoi.jpg|''Montia chamissoi''
</gallery>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
==Tenglar==
*{{citation |chapter-url=http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=121145 |title=Flora of North America |chapter=''Montia'' Linnaeus, Sp. Pl. 1: 87. 1753; Gen. Pl. ed. 5, 38. 1754 |volume=4 |author=John M. Miller}}
{{commonscat|Montia}}
{{Wikilífverur|Montia}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Grýtuætt]]
bnmwrj7oesafod0rt1i0f1qjyf9nl8n
Parakeelya disperma
0
152322
1921700
1640641
2025-06-27T00:03:27Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921700
wikitext
text/x-wiki
{{Skáletrað}}
{{Taxobox
| status =
| image = Transactions and proceedings and report of the Philosophical Society of Adelaide, South Australia (1920) (14783007845).jpg
| image_caption =
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'')
| ordo = [[Hjartagrasbálkur]] (''Caryophyllales'')
| familia = [[Montiaceae]]
| genus = [[Parakeelya]]
| species = '''P. disperma'''
| binomial = Parakeelya disperma
| binomial_authority = ([[John McConnell Black|J.M. Black]]) M.A. Hershkovitz<ref name = "C132">M.A. Hershkovitz, 1999 ''In: Phytologia, 84(2): 101''</ref>
| range_map =
| range_map_caption =
| image2 =
| image2_caption =
| synonyms = ''Calandrinia disperma'' <small>[[John McConnell Black|J. M. Black]]</small>
}}
'''''Parakeelya disperma'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16893073|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014|archive-date= 26 júní 2019|archive-url= https://web.archive.org/web/20190626032125/http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16893073|url-status= dead}}</ref> er plöntutegund sem var lýst af M.A. Hershkovitz.
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{commonscat|Parakeelya disperma}}
{{Wikilífverur|Parakeelya disperma}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Grýtuætt]]
8y1loahps5qqvibxiv6kfrfc8g0myiz
Parakeelya gracilis
0
152330
1921701
1640654
2025-06-27T00:09:19Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921701
wikitext
text/x-wiki
{{Skáletrað}}
{{Taxobox
| status =
| image =
| image_caption =
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'')
| ordo = [[Hjartagrasbálkur]] (''Caryophyllales'')
| familia = [[Montiaceae]]
| genus = [[Parakeelya]]
| species = '''P. gracilis'''
| binomial = Parakeelya gracilis
| binomial_authority = ([[George Bentham|Benth.]]) M.A. Hershkovitz<ref name = "C132">M.A. Hershkovitz, 1999 ''In: Phytologia, 84(2): 102''</ref>
| range_map =
| range_map_caption =
| image2 =
| image2_caption =
| synonyms = ''Claytonia gracilis'' <small>[[Ferdinand von Mueller|F. Muell.]]</small><br>''Calandrinia gracilis'' <small>[[George Bentham|Benth.]]</small>
}}
'''''Parakeelya gracilis'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16893078|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014|archive-date= 26 júní 2019|archive-url= https://web.archive.org/web/20190626032130/http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16893078|url-status= dead}}</ref> er plöntutegund sem var lýst af M.A. Hershkovitz.
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{commonscat|Parakeelya gracilis}}
{{Wikilífverur|Parakeelya gracilis}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Grýtuætt]]
qs4pw75n5ex388diltp4h5dvp99sf79
Parakeelya pleiopetala
0
152339
1921702
1640708
2025-06-27T00:15:09Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921702
wikitext
text/x-wiki
{{Skáletrað}}
{{Taxobox
| status =
| image =
| image_caption =
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'')
| ordo = [[Hjartagrasbálkur]] (''Caryophyllales'')
| familia = [[Montiaceae]]
| genus = [[Parakeelya]]
| species = '''P. pleiopetala'''
| binomial = Parakeelya pleiopetala
| binomial_authority = ([[Ferdinand von Mueller|F. Muell.]]) M.A. Hershkovitz<ref name = "C132">M.A. Hershkovitz, 1999 ''In: Phytologia, 84(2): 102''</ref>
| range_map =
| range_map_caption =
| image2 =
| image2_caption =
| synonyms = ''Claytonia pleiopetala'' <small>[[Ferdinand von Mueller|F. Muell.]]</small><br>''Calandrinia pleiopetala'' <small>[[Ferdinand von Mueller|F. Muell.]]</small>
}}
'''''Parakeelya pleiopetala'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16893100|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014|archive-date= 26 júní 2019|archive-url= https://web.archive.org/web/20190626232454/http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16893100|url-status= dead}}</ref> er plöntutegund sem var lýst af M.A. Hershkovitz.
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{commonscat|Calandrinia pleiopetala|Calandrinia pleiopetala}}
{{Wikilífverur|Calandrinia pleiopetala|Calandrinia pleiopetala}}
{{commonscat|Parakeelya pleiopetala}}
{{Wikilífverur|Parakeelya pleiopetala}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Grýtuætt]]
bgxi9b0xge2gtfvc2x22w0qzn9ql80l
Parakeelya polypetala
0
152346
1921703
1640715
2025-06-27T00:23:18Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921703
wikitext
text/x-wiki
{{Skáletrað}}
{{Taxobox
| status =
| image =
| image_caption =
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'')
| ordo = [[Hjartagrasbálkur]] (''Caryophyllales'')
| familia = [[Montiaceae]]
| genus = [[Parakeelya]]
| species = '''P. polypetala'''
| binomial = Parakeelya polypetala
| binomial_authority = ([[Edward Fenzl|Fenzl]]) M.A. Hershkovitz<ref name = "C132">M.A. Hershkovitz, 1999 ''In: Phytologia, 84(2): 102''</ref>
| range_map =
| range_map_caption =
| image2 =
| image2_caption =
| synonyms = ''Claytonia polypetala'' <small>[[Ferdinand von Mueller|F. Muell.]]</small><br>''Calandrinia polypetala'' <small>[[Edward Fenzl|Fenzl]]</small>
}}
'''''Parakeelya polypetala'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16893107|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014|archive-date= 26 júní 2019|archive-url= https://web.archive.org/web/20190626233723/http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16893107|url-status= dead}}</ref> er plöntutegund sem var lýst af M.A. Hershkovitz.
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{commonscat|Calandrinia polypetala|Calandrinia polypetala}}
{{Wikilífverur|Calandrinia polypetala|Calandrinia polypetala}}
{{commonscat|Parakeelya polypetala}}
{{Wikilífverur|Parakeelya polypetala}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Grýtuætt]]
0layamr47dhlx0j1lexlhtq9uxbyz4b
Parakeelya volubilis
0
152363
1921707
1640732
2025-06-27T01:02:13Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921707
wikitext
text/x-wiki
{{Skáletrað}}
{{Taxobox
| status =
| image =
| image_caption =
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'')
| ordo = [[Hjartagrasbálkur]] (''Caryophyllales'')
| familia = [[Montiaceae]]
| genus = [[Parakeelya]]
| species = '''P. volubilis'''
| binomial = Parakeelya volubilis
| binomial_authority = ([[George Bentham|Benth.]]) M.A. Hershkovitz<ref name = "C132">M.A. Hershkovitz, 1999 ''In: Phytologia, 84(2): 104''</ref>
| range_map =
| range_map_caption =
| image2 =
| image2_caption =
| synonyms = ''Claytonia volubilis'' <small>[[Ferdinand von Mueller|F. Muell.]]</small><br>''Calandrinia volubilis'' <small>[[George Bentham|Benth.]]</small><br>''Calandrinia microsperma'' <small>ex v. Poelln.</small>
}}
'''''Parakeelya volubilis'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16893153|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014|archive-date= 26 júní 2019|archive-url= https://web.archive.org/web/20190626235509/http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16893153|url-status= dead}}</ref> er plöntutegund sem var lýst af M.A. Hershkovitz.
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{commonscat|Calandrinia volubilis|Calandrinia volubilis}}
{{Wikilífverur|Calandrinia volubilis|Calandrinia volubilis}}
{{commonscat|Parakeelya volubilis}}
{{Wikilífverur|Parakeelya volubilis}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Grýtuætt]]
iylbzsn4ojphv1yk5uyejo8d4tpmfwb
Parakeelya primuliflora
0
152366
1921704
1640735
2025-06-27T00:30:45Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921704
wikitext
text/x-wiki
{{Skáletrað}}
{{Taxobox
| status =
| image =
| image_caption =
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'')
| ordo = [[Hjartagrasbálkur]] (''Caryophyllales'')
| familia = [[Montiaceae]]
| genus = [[Parakeelya]]
| species = '''P. primuliflora'''
| binomial = Parakeelya primuliflora
| binomial_authority = ([[Friedrich Ludwig Diels|Diels]]) M.A. Hershkovitz<ref name = "C132">M.A. Hershkovitz, 1999 ''In: Phytologia, 84(2): 103''</ref>
| range_map =
| range_map_caption =
| image2 =
| image2_caption =
| synonyms = ''Calandrinia primuliflora'' <small>[[Friedrich Ludwig Diels|Diels]]</small>
}}
'''''Parakeelya primuliflora'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16893112|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014|archive-date= 27 júní 2019|archive-url= https://web.archive.org/web/20190627000436/http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16893112|url-status= dead}}</ref> er plöntutegund sem var lýst af M.A. Hershkovitz.
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{commonscat|Calandrinia primuliflora|Calandrinia primuliflora}}
{{Wikilífverur|Calandrinia primuliflora|Calandrinia primuliflora}}
{{commonscat|Parakeelya primuliflora}}
{{Wikilífverur|Parakeelya primuliflora}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Grýtuætt]]
ncgxp8nmp86fiqiilqp2giszqihqew1
Parakeelya pumila
0
152368
1921705
1640737
2025-06-27T00:39:32Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921705
wikitext
text/x-wiki
{{Skáletrað}}
{{Taxobox
| status =
| image =
| image_caption =
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'')
| ordo = [[Hjartagrasbálkur]] (''Caryophyllales'')
| familia = [[Montiaceae]]
| genus = [[Parakeelya]]
| species = '''P. pumila'''
| binomial = Parakeelya pumila
| binomial_authority = ([[George Bentham|Benth.]]) M.A. Hershkovitz<ref name = "C132">M.A. Hershkovitz, 1999 ''In: Phytologia, 84(2): 103''</ref>
| range_map =
| range_map_caption =
| image2 =
| image2_caption =
| synonyms = ''Claytonia pumila'' <small>([[Ferdinand von Mueller|F. Muell.]]) Tate</small><br>''Calandrinia pumila'' <small>([[George Bentham|Benth.]]) [[Ferdinand von Mueller|F. Muell.]]</small><br>''Calandrinia calyptrata'' var.'' pumila'' <small>[[George Bentham|Benth.]]</small>
}}
'''''Parakeelya pumila'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16893120|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> er plöntutegund sem var lýst af M.A. Hershkovitz.
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{commonscat|Calandrinia pumila|Calandrinia pumila}}
{{Wikilífverur|Calandrinia pumila|Calandrinia pumila}}
{{commonscat|Parakeelya pumila}}
{{Wikilífverur|Parakeelya pumila}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Grýtuætt]]
nqqbm4fxz1sx327kumzavxg8y3u5wxk
Parakeelya schistorhiza
0
152372
1921706
1640743
2025-06-27T00:55:58Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921706
wikitext
text/x-wiki
{{Skáletrað}}
{{Taxobox
| status =
| image =
| image_caption =
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'')
| ordo = [[Hjartagrasbálkur]] (''Caryophyllales'')
| familia = [[Montiaceae]]
| genus = [[Parakeelya]]
| species = '''P. schistorhiza'''
| binomial = Parakeelya schistorhiza
| binomial_authority = ([[Alexander Morrison|Morrison]]) M.A. Hershkovitz<ref name = "C132">M.A. Hershkovitz, 1999 ''In: Phytologia, 84(2): 103''</ref>
| range_map =
| range_map_caption =
| image2 =
| image2_caption =
| synonyms = ''Calandrinia schistorhiza'' <small>[[Alexander Morrison|Morrison]]</small>
}}
'''''Parakeelya schistorhiza'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16893134|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> er plöntutegund sem var lýst af M.A. Hershkovitz.
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{commonscat|Calandrinia schistorhiza|Calandrinia schistorhiza}}
{{Wikilífverur|Calandrinia schistorhiza|Calandrinia schistorhiza}}
{{commonscat|Parakeelya schistorhiza}}
{{Wikilífverur|Parakeelya schistorhiza}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Grýtuætt]]
1dhnmebetsn1db1jbducfm5td6t03js
Skurfa
0
153136
1921732
1803243
2025-06-27T05:59:25Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921732
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| status =
| image = Gewone spurrie plant Spergula arvensis.jpg
| image_caption =
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'')
| ordo = [[Hjartagrasbálkur]] (''Caryophyllales'')
| familia = [[Hjartagrasaætt]] (''Caryophyllaceae'')
| genus = [[Spergula]]
| species = '''S. arvensis'''
| binomial = Spergula arvensis
| binomial_authority = [[Carl Linnaeus|L.]]
| range_map =
| range_map_caption = Útbreiðsla
| image2 =
| image2_caption =
| synonyms =
}}
'''Skurfa''' ([[fræðiheiti]]: ''Spergula arvensis''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16877302|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014|archive-date= 28 júlí 2019|archive-url= https://web.archive.org/web/20190728002752/http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16877302|url-status= dead}}</ref>) er plöntutegund af [[hjartagrasaætt]] sem er algeng um alla Evrópu. Hún vex víða á Íslandi, en aðallega á suðurlandi.<ref name = "flora">[http://www.floraislands.is/spergarv.html Flóra Íslands - Spergula arvensis]</ref>
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{commonscat|Spergula arvensis}}
{{Wikilífverur|Spergula arvensis}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Spergula]]
[[Flokkur:Plöntur á Íslandi]]
606fu3vefjt8h7d1c961kzz1kpehu21
Svanborg Rannveig Jónsdóttir
0
153762
1921735
1848885
2025-06-27T07:53:36Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921735
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Svanborg Rannveig Jónsdóttir
| búseta =
| mynd = Svanborg Rannveig.jpg
| myndastærð = 250px
| myndatexti =
| alt =
| fæðingarnafn =
| fæðingardagur = 7. febrúar 1953
| fæðingarstaður = Fljót í Skagafirði
| dauðadagur =
| dauðastaður =
| orsök_dauða =
| virkur =
| þekktur_fyrir =
| þekkt_fyrir =
| þjóðerni =
| starf = Prófessor í listum og skapandi starfi við Menntavísindasvið [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]]
| titill =
| verðlaun =
| laun =
| trú =
| maki =
| börn =
| foreldrar =
| háskóli =
| stjórnmálaflokkur =
| niðurmál =
| hæð =
| þyngd =
| tilvitnun =
| undirskrift =
| heimasíða =
}}
'''Svanborg Rannveig Jónsdóttir''' (f. 7. febrúar 1953) er [[prófessor]] í listum og skapandi starfi við Menntavísindasvið [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]].
== Einkalíf ==
Svanborg er fædd í Fljótum í Skagafirði og er næst yngst 10 barna Jóns Einarssonar [[vélstjóri|vélstjóra]] (1917-2010) frá Siglufirði og Önnu Halldórsdóttur saumakonu og húsmóður (1913-1978) frá Ísafirði. Systkini Svanborgar eru Svanfríður (f. 1955) [[hjúkrunarfræðingur]] og hótelrekandi, Einar (1951) bókari, Ólöf Jónsdóttir (1950) bókari, Lovísa (1949) bókari, Gunnar (1947) vélvirkja- og bifvélavirkjameistari, Þórelfur leikskólakennari (1945-2015), Margrét grunnskólakennari (1944), Halldór Friðgeir (1941) vélvirki og Svana bankastarfsmaður og húsmóðir (1939).
Svanborg er gift Valdimari Jóhannssyni (1951) [[bóndi|bónda]] og eiga þau fimm börn. Börn þeirra eru Jóhann (1974) vélsmíðameistari, Bryndís (1978) [[kennari|grunnskólakennari]] Anna Sigríður (1981) [[náttúrufræðingur]], Jón Einar (1983) húsasmíðameistari og kennari og Auður Gróa (1990) [[sálfræðingur]].<ref>Svanborg Rannveig Jónsdóttir. [https://uni.hi.is/svanjons/en/um-mig/ About myself]. Sótt 27. ágúst 2019</ref>
== Ferill ==
Svanborg lauk [[landspróf|landsprófi]] frá [[Flensborgarskóli|Flensborg]] í Hafnarfirði, stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn við Sund|Menntaskólanum við Tjörnina]] 1973 og kennaraprófi frá [[Kennaraháskóli Íslands|Kennaraháskóla Íslands]] 1978. Hún lauk diplómu í smíðakennslu við Kennaraháskólann 2001 og MA í menntunarfræðum frá Félagsvísindasvið Háskóla Íslands 2005. Svanborg lauk doktorsnámi í uppeldis- og kennslufræði frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands 2011<ref name="ferilskrá">{{vefheimild|url=https://uni.hi.is/svanjons/um-mig/ferilskra/|titill=Svanborg Rannveig Jónsdóttir. Prófessor í listum og skapandi starfi. Ferilskrá|mánuðurskoðað=27. ágúst|árskoðað=2019}}</ref> og snerist rannsókn hennar um nýsköpunarkennslu í íslenskum grunnskólum.<ref>Háskóli Íslands. [https://www.hi.is/visindin/taekifaeri_i_hindrunum Tækifæri í hindrunum]. Sótt 27. ágúst 2019</ref> Heiti ritgerðarinnar er "The location of innovation education in Icelandic compulsory schools"<ref>Skemman. [https://skemman.is/handle/1946/10748 Lokaverkefni (Doktors)].Sótt 31. ágúst 2019.</ref>.
== Kennsla ==
Svanborg starfaði frá hausti 1978 sem grunnskólakennari til 2006. Svanborg innleiddi nýsköpunarmennt<ref>Svanborg R. Jónsdóttir. (2004). [http://netla.hi.is/greinar/2004/002/index.htm Nýsköpun í grunnskóla. Skapandi skóli í tengslum við raunveruleikann] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190827181042/http://netla.hi.is/greinar/2004/002/index.htm |date=2019-08-27 }}. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun.</ref> í Gnúpverjaskóla (síðar Brautarholts- og Gnúpverjaskóli og Þjórsárskóli frá 2004) og hefur verið virkur þátttakandi í þróun þess námssviðs á Íslandi. Svanborg var stundakennari við Kennaraháskólann og síðar HÍ Menntavísindasvið frá 2006 til 2011, [[lektor]] frá 2012, [[dósent]] frá 2015 og prófessor 2019. Hún hefur kennt ýmis námskeið í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á nýsköpun, sköpun og listræna nálgun í námi og kennslu. Hún hefur m.a. kennt á endurmenntunarnámskeiðum fyrir starfandi kennara frá 2003 og verið með kynningar, fræðslu og kennslu um nýsköpunarmennt víða á Íslandi og erlendis fyrir kennara, skólastjórnendur, kennaranema, stjórnmálasamtök, almenning og félagasamtök.<ref name="ferilskrá" />
== Rannsóknir ==
Rannsóknir Svanborgar hafa einkum snúist um nýsköpunar- og frumkvöðlamennt, skapandi skólastarf, breytingastarf, sameiginlega getu kennara til breytinga, starfstengda sjálfsrýni í kennslu og kennaramenntun (self-study of teaching and teacher education practice S-STTEP) og leiðsögn meistaranema.<ref>Svanborg Rannveig Jónsdóttir. Prófessor í listum og skapandi starfi. [https://uni.hi.is/svanjons/ritaskra/ Ritaskrá]. Sótt 27. ágúst 2019</ref>
Svanborg hefur stýrt tveimur rannsóknarhópum RASKA 1 og RASKA 2<ref>Háskóli Íslands. [https://www.hi.is/visindin/hinn_skapandi_thattur_i_nami Hinn skapandi þáttur í námi]. Sótt 31. ágúst 2019.</ref> sem voru starfandi kennarar sem unnu starfendarannsóknir á eigin starfi þar sem athyglinni var beint að sköpun í námi og kennslu. RASKA 1 (RAnnsókn á SKApandi skólastarfi) fór fram árin 2013-2015. Rannsóknin<ref>Svanborg R. Jónsdóttir. (2017).[https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1871187117300275 Narratives of creativity: How eight teachers on four school levels integrate creativity into teaching and learning].Thinking Skills and Creativity, 24, 127-139.</ref> náði til þriggja kennara á Menntavísindasviði og fimm íslensku- og stærðfræðikennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Kennararnir gerðu úttekt á kennslu sinni og skoðuðu hvernig þeir gætu eflt hinn skapandi þátt í framkvæmd skólastarfsins.
RASKA2 hópurinn samanstóð af átta list- og verkgreinakennara á þremur skólastigum, grunn-, framhaldsskóla og háskólastigi, sem rýndu í eigin starfshætti til að greina hvernig þeir unnu að því að efla sköpun í námi nemenda sinna. Rannsóknin fór fram árin 2016-2018.
=== Samstarf í rannsóknum ===
*Sameiginleg hópleiðsögn meistaranema. Rannsóknir á þróun hópleiðsagnar meistaranema ásamt Karen Rut Gísladóttur og Hafdísi Guðjónsdóttur. Rannsóknirnar eru hluti af stöðugri þróun í starfi kennara í kennaramenntun þar sem beitt er aðferðum starfstengdrar sjálfsrýni (e. self-study) til að skilja þróun kennslunnar og til að bæta leiðsögnina. Nokkrir ritrýndir bókarkaflar og greinar hafa verið birtar um afrakstur rannsóknanna m.a. greinin [https://www.tandfonline.com/doi/abs/10.1080/17425964.2015.1013026 ''Using Self-study to develop a third space for collaborative supervision of master´s projects in teacher education''] í tímaritinu Studying Teacher Education: A Journal of Self-Study of Teacher Education Practices, og greinin [https://ojs.hi.is/tuuom/article/view/2881?fbclid=IwAR1QrXIaGXI-ThNvwPQIQpDi7uA7Da3GGupCSY7y6kuR8AUqeK-8AUMC1M4 ''Að vinna meistaraprófsverkefni í námssamfélagi nemenda og leiðbeinenda''] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190827181039/https://ojs.hi.is/tuuom/article/view/2881%3Ffbclid%3DIwAR1QrXIaGXI-ThNvwPQIQpDi7uA7Da3GGupCSY7y6kuR8AUqeK-8AUMC1M4 |date=2019-08-27 }} í tímaritinu Tímarit um uppeldi og menntun.
*''SAM-GETA (CTE – Collective teacher efficacy in a changing world)''. Rannsókn í íslenskum skólum frá 2010 – 2016. Rannsóknin samGETA<ref>[https://skrif.hi.is/samgeta/ SamGETA. Trú kennara á sameiginlegri getu kennarahópsins] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190827182546/https://skrif.hi.is/samgeta/ |date=2019-08-27 }}. Sótt 31. ágúst 2019.</ref> gekk út á að skoða hlutverk og getu kennara til að takast á við ný og ómótuð námskrársvið s.s. vísindi og tækni í samfélaginu, menntun til sjálfbærni, nýsköpunarmennt og notkun upplýsingatækni til náms og starfa.
*Rannsókn á þróun kennaranámskeiðs um kennslu í skóla án aðgreiningar ásamt Karen Rut Gísladóttur og Hafdísi Guðjónsdóttur. Niðurstöður hafa verið birtar í nokkrum bókarköflum og ritrýndum greinum.<ref>Bank Street Occasional Paper Series. (2015). [https://educate.bankstreet.edu/cgi/viewcontent.cgi?referer=https://www.google.com/&httpsredir=1&article=1005&context=occasional-paper-series Creating meaningful learning opportunities Online]. Sótt 31. ágúst 2019.</ref>
*RASKA 1 og RASKA 2 samstarfsrannsókn kennara í hefðbundnum kennslugreinum á fjórum skólastigum um sköpun í skólastarfi 2013-2015 og list- og verkgreinakennurum 2016-2018.
*Rannsókn á þróun NFM á Fljótsdalshéraði með Rósu Gunnarsdóttur, niðurstöður m.a. birtar í bókinni [https://www.springer.com/gp/book/9789463008006 ''The road to independence: Emancipatory pedagogy''].
*''Leikum, lærum, lifum'', á vegum RannUng<ref>[http://menntavisindastofnun.hi.is/rannung RannUng] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190827181047/http://menntavisindastofnun.hi.is/rannung |date=2019-08-27 }}. Sótt 31. ágúst 2019.</ref>, starfendarannsókn hóps rannsakenda af Menntavísindaasviði með skólafólki á vettvangi um innleiðingu grunnþátta menntunar. Niðurstöður birtar í bókinni [http://haskolautgafan.hi.is/leikum_laerum_lifum ''Leikum lærum lifum''] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190827181052/http://haskolautgafan.hi.is/leikum_laerum_lifum |date=2019-08-27 }}.
*Rannsókn á nýsköpunar- og frumkvöðlamennt á framhaldsskólastigi í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð, Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti - skýrsla 2013.<ref>Svanborg R. Jónsdóttir. (2013). [http://dev.nmi.is/media/178460/lokask_rsla-svanborg-innanh_sprentun.pdf Staða nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar á framhaldsskólastigi á Íslandi og mat á þörf skóla og vinnumarkaðar fyrir fólk með slíka menntun] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190827181038/http://dev.nmi.is/media/178460/lokask_rsla-svanborg-innanh_sprentun.pdf |date=2019-08-27 }}. Nýsköpunarmiðstöð Íslands.</ref> Tvær greinar, 2013<ref>Svanborg R. Jónsdóttir, Meyvant Þórólfsson, Gunnar E. Finnbogason og Jóhanna Karlsdóttir. (2013). [http://netla.hi.is/serrit/2013/fagid_og_fraedin/006.pdf Rætur nýsköpunarog frumkvöðlamenntar í íslenskum námskrám og skólamálaumræðu] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190827181050/http://netla.hi.is/serrit/2013/fagid_og_fraedin/006.pdf |date=2019-08-27 }}. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Sérrit 2013 – Fagið og fræðin.</ref> og 2014<ref>Svanborg R. Jónsdóttir, Meyvant Þórólfsson, Jóhanna Karlsdóttir og Gunnar E. Finnbogason. (2014). [http://netla.hi.is/greinar/2014/ryn/011.pdf Að uppfæra Ísland. Sýn stjórnenda íslenskra framhaldsskóla á nýsköpunar- og frumkvöðlamennt og framkvæmd námssviðsins í námskrárfræðilegu ljósi] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190827181045/http://netla.hi.is/greinar/2014/ryn/011.pdf |date=2019-08-27 }}. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun.</ref> voru skrifaðar um grundvöll nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar og niðurstöður rannsóknarinnar í samstarfi við Meyvant Þórólfsson, Gunnar E Finnbogason og Jóhönnu Karlsdóttur.
*Þáttaka í rannsókninni ''Vilji og veruleiki''.<ref>Kennaraháskóli Íslands. (2007). [http://mennta.hi.is/starfsfolk/kristjan/vv/Short%20report%20for%20general%20distribution/VV-nokkrar-nidurstodur-des07.pdf] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210125094920/http://mennta.hi.is/starfsfolk/kristjan/vv/Short%20report%20for%20general%20distribution/VV-nokkrar-nidurstodur-des07.pdf |date=2021-01-25 }}.</ref> Frá 2005-2007 vann rannsóknarhópur við Kennaraháskóla Íslands að rannsókn á námi og kennslu í náttúru-vísindum og tækni í íslenskum skólum.
== Félagsstörf og forysta ==
Svanborg var formaður Ungmennafélags Gnúpverja 1987-89 og tók þátt í starfsemi þjálfunarsamtakanna Jóru um fimm ára bil og sat í stjórn samtakanna í tvö ár. Hún var skólastjóri Gnúpverjaskóla 1991-1992, í stjórn Kennarafélags Suðurlands 1995-1997<ref>Kennarasamband Íslands. (2016). [http://www.ki.is/ks/frettir/9-um-ks/7-gamlar-stj%C3%B3rnir-ks Gamlar stjórnir KS] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190827181039/http://www.ki.is/ks/frettir/9-um-ks/7-gamlar-stj%25C3%25B3rnir-ks |date=2019-08-27 }}. Sótt 31. ágúst 2019.</ref> og sat í stjórn Félags íslenskra smíðakennara um tveggja ára skeið.
Árið 2005 stóð hún að stofnun félags kennara og áhugafólks um nýsköpunarmennt FÍKNF (Félags íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt) – nú FLINK (Félag kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt). Hún var formaður félagsins til 2010. Svanborg stóð að stofnun félags doktorsnema við Menntavísindasvið 2007 og var formaður stjórnar frá stofnun til 2010.
Svanborg var ritstjóri Netlu (ritrýnt veftímarit um uppeldi og menntun) ásamt Torfa Hjartarsyni og Robert Berman 2012-2014.<ref>Netal. [https://netla.hi.is/?page_id=3996#toggle-id-6 Ritstjórn Netlu frá upphafi] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20191025002925/http://netla.hi.is/?page_id=3996#toggle-id-6 |date=2019-10-25 }}. Sótt 31. ágúst 2019.</ref> Hún stóð fyrir stofnun Rannsóknarstofu um skapandi skólastarf (RASK<ref>[http://menntavisindastofnun.hi.is/rask/forsida Rannsóknarstofa um skapandi skólastarf] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190827181051/http://menntavisindastofnun.hi.is/rask/forsida |date=2019-08-27 }}. Sótt 31. ágúst 2019.</ref>) á Menntavísindasviði 2012 og hefur stýrt henni síðan. Svanborg hefur mótað og stýrt kjörsviðinu Nýsköpunarmennt og margbreytileiki<ref>Háskóli Íslands. [https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=skoli&chapter=content&id=39353 Kjörsvið: Nýsköpunarmennt og margbreytileiki].</ref> í Deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði og stjórnar þeim námskeiðum sem tilheyra nýsköpunarmennt á því kjörsviði.
Svanborg stýrði Evrópuverkefninu ''PEAT-EU'' (Practical Entrepreneurial Assessment Tool for Europe) 2016-2018.<ref>Svanborg Rannveig Jónsdóttir. Prófessor í listum og skapandi starfi. [https://uni.hi.is/svanjons/ Heim]. Sótt 27. ágúst 2019</ref>
== Samstarf og þátttaka í alþjóðlegum verkefnum ==
Svanborg hefur verið í samstarfi við ýmsa aðila í menntun m.a. gegnum Evrópuverkefni. Svanborg tók þátt í Evrópuverkefninu MakEY<ref>[https://makeyproject.wordpress.com/2017/03/06/first-blog-post/ MakEY]. Sótt 31. ágúst 2019.</ref>. Verkefnið snerist um börn og notkun stafrænna miðla - heimafyrir og í nýsköpunarsmiðjum eða gerverum (e. makerspaces). Menntavísindasvið Háskóla Íslands tók þátt í MakEY<ref>MakEY. [https://makeyproject.eu/projects/iceland/ Iceland] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190827181046/https://makeyproject.eu/projects/iceland/ |date=2019-08-27 }}. Sótt 31. ágúst 2019.</ref> (Makerspaces in the early years: Enhancing digital literacy and creativity). Verkefnið var samstarfsverkefni fjölmargra háskóla og stofnana innan Evrópu og utan, undir forystu Sheffield University í Bretlandi. Nokkrar íslenskar stofnanir tóku þátt í verkefninu ásamt Menntavísindasviði HÍ (HA, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og RG Menntaráðgjöf/INNOENT).
Svanborg stýrði Evrópuverkefninu''PEAT-EU'' (Practical Entrepreneurial Assessment Tool for Europe) sem snerist um að þróa námsmat í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Samstarfsaðilar voru frá Spáni, Wales, Svíþjóð og Íslandi. Verkefnið hófst í október 2016 og lauk í október 2018. Afurðir verkefnisins eru birtar á síðunni Entre Assess.<ref>[http://entreassess.com/ Entre Assess. Erasmus+]. Sótt 31. ágúst 2019.</ref> Hún var einnig fulltrúi Háskóla Íslands, Menntavísindasviðs í verkefninu ''Find your inner inventor'' (2016-2019) sem var samstarf við pólska og tékkneska háskóla.
Svanborg var fulltrúi Menntavísindasviðs í evrópska samstarfsverkefninu ADEPTT<ref>[http://www.foster-inclusion.eu/pdf/ADEPTT_Training_model_EN.pdf ADEPTT TRAINING MODEL eng]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}. Project Number: 2011-1-ES1-LEO05-36404. Project funded by the European Commission through the Spanish NA, OAPEE. Sótt 31. ágúst 2019.</ref> sem snerist um að þróa [https://leonewel.files.wordpress.com/2013/07/adeptt-guide-version-2.pdf kennslulíkan]/námskeið fyrir kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Löndin sem áttu fulltrúa í verkefninu eru: [[Spánn]], [[Portúgal]], Flanders, [[Þýskaland]], [[Wales]], [[Noregur]] og [[Ísland]]. Verkefninu lauk í nóvember 2013.
== Námsefni ==
Svanborg hefur komið að og skrifað námsefni í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt ásamt Rósu Gunnarsdóttur og Erni Daníel Jónssyni: 2007 [https://www.idnu.is/vara/tira-skapandi-hugsun-hagnyt-nalgun/ ''Tíra – skapandi hugsun, hagnýt nálgun''], gefin út af Iðnú, Hún var einnig ráðgjafi fyrir þýðingar á útgáfu Námsgagnastofnunar á námsefninu: [https://mms.is/namsefni/nyskopunarmennt-handbok-kennara ''Komdu með í uppfinningaferð: Nýsköpunarmennt] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190827181050/https://mms.is/namsefni/nyskopunarmennt-handbok-kennara |date=2019-08-27 }} – æfingar'' 2010 og útgáfu Menntamálastofnunar 2018: [https://mms.is/namsefni?title=N%C3%BDsk%C3%B6pun+og+frumkv%C3%B6%C3%B0lafr%C3%A6%C3%B0i+&level=All&category=All&type=All&year=All&sort_by=title&sort_order=ASC&view_as=on ''Næsta stig, Nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir 7-10 bekk og Vertu þinn eigin yfirmaður, Nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir 5-7 bekk'']. Bókin [https://www.springer.com/gp/book/9789463008006 ''The road to independence: Emancipatory pedagogy''] sem Svanborg skrifaði ásamt Rósu Gunnarsdóttur er hugsuð sem kennslubók um eflandi kennslufræði nýsköpunarmenntar, fyrir kennara og aðra áhugasama um námssviðið.
== Helstu ritverk ==
=== Doktorsritgerð ===
Jónsdóttir, S. R. (2011). The location of innovation education in Icelandic compulsory schools. Unpublished Ph.D. thesis. University of Iceland, Reykjavík.
=== Greinar ===
*Jónsdóttir, S. R., & Macdonald, A. (2019). [https://www.emerald.com/insight/content/doi/10.1108/JSBED-08-2018-0251/full/html The feasibility of innovation and entrepreneurial education in middle schools]. Journal of Small Business and Enterprise Development, 26(2), 255-272.
*Svanborg R Jónsdóttir, Hafdís Guðjónsdóttir og Karen Rut Gísladóttir. (2018). [https://ojs.hi.is/tuuom/article/view/2881] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190705161142/https://ojs.hi.is/tuuom/article/view/2881 |date=2019-07-05 }} Að vinna meistaraprófsverkefni í námssamfélagi nemenda og leiðbeinenda]. Tímarit um uppeldi og menntun. 27(2), 2018, 201−223.
*Svanborg R. Jónsdóttir. (2018). [http://netla.hi.is/greinar/2018/ryn/07.pdfExchanging curriculum ideas for 21st century education: Australian ‘technologies’ and Icelandic ‘innovation education’] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190827181056/http://netla.hi.is/greinar/2018/ryn/07.pdfExchanging/ |date=2019-08-27 }}. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun.
*Svanborg R Jónsdóttir. (2017). [https://doi.org/10.1016/j.tsc.2017.02.008 Narratives of creativity: How eight teachers on four school levels integrate creativity into teaching and learning]. Thinking Skills and Creativity, 24, bls 127–139.
*Sara M. Ólafsdóttir, & Svanborg R. Jónsdóttir. (2016). [http://netla.hi.is/greinar/2016/alm/01_alm_arsrit_2016.pdf Nýsköpunarmennt í leikskólastarfi: Hugmyndir barna um hönnun leikskólalóðar]. {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20181222205509/http://netla.hi.is/greinar/2016/alm/01_alm_arsrit_2016.pdf |date=2018-12-22 }} Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun.
*Jónsdóttir, S. R, Guðjónsdóttir, H. & Gísladóttir, K. R. (2015). Using Self-study to develop a third space for collaborative super vision of master´s projects in teacher education. Studying Teacher Education: A Journal of Self-Study of Teacher Education Practices, 11(1), 32-48.
*Svanborg R. Jónsdóttir, Meyvant Þórólfsson, Jóhanna Karlsdóttir og Gunnar E. Finnbogason. (2014). [http://netla.hi.is/greinar/2014/ryn/011.pdf Að uppfæra Ísland - Sýn stjórnenda íslenskra framhaldsskóla á nýsköpunar- og frumkvöðlamennt og framkvæmd námssviðsins í námskrárfræðilegu ljósi] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190827181045/http://netla.hi.is/greinar/2014/ryn/011.pdf |date=2019-08-27 }}. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun.
*Svanborg R. Jónsdóttir and Julie Davis. (2014). [http://netla.hi.is/greinar/2014/alm/002.pdf Designing for a childhood focusing on conservation and sustainability: The Lone Pine Child and Family Centre project in Australia] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20201129014820/https://netla.hi.is/greinar/2014/alm/002.pdf |date=2020-11-29 }}. Ritstýrð grein. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun.
*Svanborg R. Jónsdóttir, Meyvant Þórólfsson, Gunnar E. Finnbogason og Jóhanna Karlsdóttir. (2013). [http://netla.hi.is/serrit/2013/fagid_og_fraedin/006.pdf Rætur nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar í íslenskum námskrám og skólamálaumræðu] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190827181050/http://netla.hi.is/serrit/2013/fagid_og_fraedin/006.pdf |date=2019-08-27 }}. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2013 – Fagið og fræðin.
*Hafdís Guðjónsdóttir og Svanborg R. Jónsdóttir. (2012). [http://netla.hi.is/menntakvika2012/008.pdf Háskólakennarar rýna í starf sitt: Þróun framhaldsnámskeiðs í kennaramenntun] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190827181047/http://netla.hi.is/menntakvika2012/008.pdf |date=2019-08-27 }}. Ráðstefnurit Netlu – Menntakvika 2012.
*Jónsdóttir, S., Page, T., Thorsteinsson, G., & Nicolescu, A. (2008). An investigation into the development of innovation education as a new subject in secondary school education Cognition, Brain, Behavior. An Interdisciplinary Journal, 12(4).
*Jónsdóttir, S. R. (2007a). [https://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/8021/Fyrirmyndarverkefni%20-%20Analysis%20of%20Entrepreneurship.pdf?sequence=1 Analysis of entrepreneurship education in vocational education and training in Iceland]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}. Reykjavík: Leonardo National Agency, Iceland.
*Jónsdóttir, S. R. (2007b). [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5016311 Nýsköpunarmennt í íslenskum grunnskólum. Uppeldi og menntun,] 16(1), 53-71.
*Jónsdóttir, S. R. (2008c). Two sides of the same coin: Innovation education and entrepreneurial education in Iceland. Bulletin of Institute of Vocational and Technical Education(5), 109-118.
*Jónsdóttir, S. R. (2004). [http://netla.hi.is/greinar/2004/002/index.htm Nýsköpun í grunnskóla. Skapandi skóli í tengslum við raunveruleikann] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190827181042/http://netla.hi.is/greinar/2004/002/index.htm |date=2019-08-27 }} [Innovation education in a compulsory school. A creative school in connection with real life]. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun.
=== Bækur ===
*Svanborg R Jónsdóttir og Rósa Gunnarsdóttir. (2017). [https://www.springer.com/gp/book/9789463008006 The road to independence: Emancipatory pedagogy]. Ritstjóri bókaflokks Bharath Sriraman. Rotterdam: Sense.
*Rósa Gunnarsdóttir, Örn Daníel Jónsson og Svanborg R. Jónsdóttir. (2007). [https://www.idnu.is/vara/tira-skapandi-hugsun-hagnyt-nalgun/ Tíra – skapandi hugsun, hagnýt nálgun]. Reykjavík: Iðnú.
=== Bókakaflar ===
*Hafdís Guðjónsdóttir, Svanborg R. Jónsdóttir og Karen Rut Gísladóttir. (2017). [https://www.springer.com/gp/book/9789811034299#aboutBook Collaborative supervision: Using core reflection to understand our supervison of master´s projects]. Í R. Brandenburg, K. Glasswell, M. Jones & J. Ryan (Ritstj.), Reflective theory and practice in teacher education (bls. 237-255). Signapore: Springer.
*Svanborg R Jónsdóttir og Karen Rut Gísladóttir. (2017). [https://www.springer.com/gp/book/9789463008693 Developing teachers´professional identities: Weaving the tapestry of professional working theory]. Í M. Dalmau, H. Guðjónsdóttir & D. Tidwell (Ritstj.), Taking a fresh look at education: Framing professional learning in education through self-study (bls. 149-168). Rotterdam: Sense.
*Ragnarsdóttir, H., & Jónsdóttir, S. R. (2017). [https://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/15443/Antologi_Vem-f%c3%a5r-vara-med_webb.pdf?sequence=1 Kreativitet i mångkulturella kontexter i Island: Fall från Reykjavik]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}. Í K. Windell, E. Peurell & G. Myrberg (ritstj.), Vem får vara med? Perspektiv på inkludering och integration i kulturlivet i de nordiska länderna (pp. 1888-204). Stockholm: Myndigheten för kulturanalys.
*Hafdís Guðjónsdóttir og Svanborg R. Jónsdóttir. (2016). [https://www.researchgate.net/publication/311558223_Emancipatory_pedagogy_for_inclusive_practices_enacting_self-study_as_methodology Emancipatory pedagogy for inclusive practices, enacting self-study as methodology]. Í D. Garbett & A. Ovens (Ritstj.) Enacting self-study as methodology for professional inquiry (bls. 299-304). Aukland: Self-Study of Teacher Education Practices (S-STEP).
*Svanborg R. Jónsdóttir og Karen Rut Gísladóttir. (2016). [https://www.researchgate.net/publication/311557912_Strengthening_teacher_identity_through_development_of_professional_working_theory Strengthening teacher identity through development of professional working theory]. Í D. Garbett & A. Ovens (Ritstj.) Enacting self-study as methodology for professional inquiry (bls. 449-454). Aukland: Self-Study of Teacher Education Practices (S-STEP).
*Lena Sólborg Valgarðsdóttir og Svanborg R. Jónsdóttir. (2016). Leikur og sköpun – samstarfsrannsókn. 5. Kafli. Kristín Karlsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir (ritstjórar). (2016). Leikum, lærum, lifum: Námssvið leikskóla og grunnþættir menntunar (bls. 95-122). Reykjavík: RannUng og Háskólaútgáfan.
*Svanborg R. Jónsdóttir. (2016). Sköpun í skólastarfi. 4. Kafli. Kristín Karlsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir (ritstjórar). (2016). Leikum, lærum, lifum: Námssvið leikskóla og grunnþættir menntunar (bls 77–94). Reykjavík: RannUng og Háskólaútgáfan.
*Guðjónsdóttir H., Gísladóttir K. R., Jónsdóttir S. R. (2014). [https://www.researchgate.net/publication/266394979_Collaborative_supervision_of_master's_projects_A_self-study_by_three_university-based_teacher_educators Collaborative supervision of master‘s projects: A self-study by three university-based teacher educators. Changing Practices for Changing Times: Past, Present and Future Possibilities for Self-Study Research]. Proceedings of The Tenth International Conference on Self-Study of Teacher Education Practices, Herstmonceux Castle, East Sussex, Uk, 2-7 August 2014. Dawn Garbett and Alan Ovens (Eds.).
*Svanborg R. Jónsdóttir og Allyson Macdonald. (2013). Pedagogy and settings in innovation education. In L. V. Shavinina (Ed.), [https://www.routledge.com/The-Routledge-International-Handbook-of-Innovation-Education-1st-Edition/Shavinina/p/book/9780415682213 The Routledge international handbook of innovation education] (pp. 273-287). London: Routledge.
*Guðjónsdóttir, H., & Jónsdóttir, S. R. (2012). Preparing teachers for teaching a diverse group of learners in a changing world. In J. R. Young, L. B. Erickson & S. Pinnegar (Eds.), The Ninth International Conference on Self-Study of Teacher Education Practices. Extending Inquiry Communities: Illuminating Teacher Education Through Self-Study (pp. 151-154). Herstmonceux Castle, East Sussex, England: Self-Study of Teacher Education Practices.
=== Skýrslur ===
*Svanborg R Jónsdóttir. (2018). [http://menntavisindastofnun.hi.is/sites/menntavisindastofnun.hi.is/files/2018.08.23._fva_fenu_verkefni_landsbyggdarvina_framtidin_er_nuna_saga_og_ferli_.pdfSkýrsla um verkefni Landsbyggðarvina: Framtíðin er núna!]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
*Svanborg R. Jónsdóttir. (2013). [http://dev.nmi.is/media/178460/lokask_rsla-svanborg-innanh_sprentun.pdf Staða nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar á framhaldsskólastigi á Íslandi og mat á þörf skóla og vinnumarkaðar fyrir fólk með slíka menntun] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190827181038/http://dev.nmi.is/media/178460/lokask_rsla-svanborg-innanh_sprentun.pdf |date=2019-08-27 }}. Reykjavík: Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
*Svanborg R. Jónsdóttir og Allyson Macdonald. (2013). [https://skemman.is/bitstream/1946/26435/1/nyskopunar-_og_frumkvodlamennt_grunnskolinn_austan_vatna.pdf Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt: Grunnskólinn austan Vatna]. Reykjavík: SamGETA og Menntavísindastofnun.
*Svanborg var meðhöfundur í [http://uni.hi.is/svanjons/ritaskra/ níu skýrslum] í verkefninu [http://mennta.hi.is/starfsfolk/kristjan/vv/Short%20report%20for%20general%20distribution/VV-nokkrar-nidurstodur-des07.pdf ''Vilja og veruleika''] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210125094920/http://mennta.hi.is/starfsfolk/kristjan/vv/Short%20report%20for%20general%20distribution/VV-nokkrar-nidurstodur-des07.pdf |date=2021-01-25 }} um náttúrufræði og tæknimenntun á Íslandi.
*Chappell, K., Craft, A., Jonsdottir, S., & Clack, J. (2008). [https://pdfs.semanticscholar.org/cd1d/648aabb0731bf0cdd6301e0f5e016f72359b.pdf ''Aspire South West'']. Report to Qualifications and Curriculum Authority.
== Heimildir ==
{{reflist}}
{{f|1953}}
[[Flokkur:Prófessorar við Háskóla Íslands]]
8tc59cu3je70hantaopojw5aqic1hok
Flokkur:Þýskir lögreglumenn
14
154509
1921653
1652279
2025-06-26T20:46:02Z
TKSnaevarr
53243
1921653
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Löggæsla í Þýskalandi]]
[[Flokkur:Lögreglumenn]]
[[Flokkur:Þjóðverjar|Lögreglumenn]]
dg8zwjp4dsh46eoactfxuq47h2ea0y4
Sýn (fyrirtæki)
0
155543
1921742
1920020
2025-06-27T08:53:09Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921742
wikitext
text/x-wiki
{{Fyrirtæki|nafn=Sýn hf.|merki=Sýn 2017 logo.svg|gerð=Hlutafélag|staðsetning=Suðurlandsbraut 8 108, [[Reykjavík]], [[Ísland]]i|starfsemi=Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki|vefur=https://syn.is/}}
'''Sýn hf.''' er fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki sem rekur net-, síma- og sjónvarpsþjónustu undir vörumerkinu Sýn ásamt því að reka vefmiðilinn [[Vísir.is]] og útvarpsstöðvarnar [[Bylgjan]], [[FM 957]] og [[X-ið]].
Árið [[2017]] keypti fyrirtækið alla miðla [[365 miðlar]] áttu, að undanskyldu því sem tengdist [[Fréttablaðið|Fréttablaðinu]].<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2017/03/14/fjarskipti_kaupa_365_midla/|title=Fjarskipti kaupa 365 miðla|publisher=[[Morgunblaðið]]|language=is|date=2017-03-14|access-date=2025-06-12}}</ref>
== Saga ==
Þann [[22. mars]] [[2018]] breytti fyrirtækið nafni sínu úr Fjarskipti hf. í Sýn hf.<ref>{{Cite web|url=https://syn.is/fjolmidlatorg/frettir/fjarskipti-hf-verda-syn-hf-22-mars-2018|title=Fjarskipti hf. verða Sýn hf.|website=syn.is|language=is|access-date=2024-03-23|archive-date=2018-10-12|archive-url=https://web.archive.org/web/20181012094418/https://syn.is/fjolmidlatorg/frettir/fjarskipti-hf-verda-syn-hf-22-mars-2018|url-status=dead}}</ref>
Þann 12. júní 2025 lagði fyrirtækið niður vörumerkin [[Vodafone]] og [[Stöð 2]] og færði alla net-, síma- og sjónvarpsþjónustu undir vörumerkið Sýn.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/06/12/vodafone_og_stod_2_verda_syn/|title=Vodafone og Stöð 2 verða Sýn|publisher=[[Morgunblaðið]]|language=is|date=2025-06-12|access-date=2025-06-12}}</ref>
==Sjónvarpsstöðvar==
*[[Sýn]]
*[[Sýn Sport]]
**Sýn Sport 2
**Sýn Sport 3
**Sýn Sport 4
**Sýn Sport 5
==Útvarpsstöðvar==
*[[Bylgjan]]
**80s Bylgjan - Netútvarp
**Gull Bylgjan - 90.9
**Létt Bylgjan - 96.7 (áður Létt 96.7)
*[[FM 957]] - 95.7
*[[X-ið 977]] - 97.7
==Vefmiðlar==
*[[Vísir.is]]
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{Sýn}}
[[Flokkur:Íslenskir fjölmiðlar]]
[[Flokkur:Íslensk fyrirtæki]]
43394uych7fa0pmej5r1i3px9dtwz1r
Erling Haaland
0
155696
1921776
1919702
2025-06-27T10:58:22Z
Porvari
94420
1921776
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnumaður
| nafn = Erling Braut Haaland
| mynd = [[File:Norway Italy - June 2025 E 07.jpg|200px]]
| fullt nafn = Erling Braut Haaland
| fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|2000|7|21|}}
| fæðingarbær = [[Leeds]]
| fæðingarland = [[England]]
| hæð = 1,94 m
| staða = Framherji
| núverandi lið = [[Manchester City]]
| númer = 17
| ár í yngri flokkum =
| yngriflokkalið = [[Bryne FK]]
| ár1 = 2016-2017
| ár2 = 2017–2018
| ár3 = 2019-2020
| ár4 = 2020-2022
| ár5 = 2022-
| lið1 = [[Bryne FK]]
| lið2 = [[Molde F.K.]]
| lið3 = [[Red Bull Salzburg]]
| lið4 = [[Borussia Dortmund]]
| lið5 = [[Manchester City]]
| leikir (mörk)1 = 16 (0)
| leikir (mörk)2 = 39 (14)
| leikir (mörk)3 = 16 (17)
| leikir (mörk)4 = 67 (62)
| leikir (mörk)5 = 97 (85)
| landsliðsár = 2019-
| landslið = [[Norska karlalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]]
| landsliðsleikir (mörk) = 43 (42)
| mfuppfært = júní 2025
| lluppfært = júní 2025
}}
'''Erling Braut Haaland''' (fæddur '''Håland'''<ref>{{Cite web|url=https://www.dagbladet.no/sport/derfor-byttet-han-fra-haland-til-haaland/71617171|title=Derfor byttet han fra Håland til Haaland|last=Hagen|first=Mathias|date=2019-09-19|website=dagbladet.no|language=no|access-date=2024-08-07}}</ref>, [[21. júlí]] [[2000]]) er [[Noregur|norskur]] [[Knattspyrna|knattspyrnumaður]] sem spilar með [[Manchester City]] og [[Norska karlalandsliðið í knattspyrnu|norska landsliðinu]]. Hann hefur skorað um 280 mörk í öllum keppnum.
Faðir hans er [[Alf-Inge Håland]], fyrrum knattspyrnumaður hjá [[Leeds United]], Manchester City og fleiri félögum.
Árið [[2016]] hóf Haaland að spila í meistaraflokki fyrir Bryne. Síðar fór hann yfir til Molde þar sem [[Ole Gunnar Solskjær]] þjálfaði hann. Í leik gegn Brann skoraði hann 4 mörk á 17 mínútum. Hann skaust upp enn frekar á stjörnuhimininn þegar hann fór til Red Bull Salzburg árið 2019 og sama ár varð hann fyrsti táningurinn til að skora í 5 leikjum í röð í [[Meistaradeild Evrópu]].
==Borussia Dortmund==
Þýska stórliðið [[Borussia Dortmund]] keypti hann í janúar 2020 og Haaland byrjaði afar vel; skoraði 5 mörk í fyrstu 2 leikjum sínum með félaginu þar sem hann kom inn sem varamaður.
Síðar á árinu skoraði hann fernu í leik.
Í mars 2021 varð hann fljótastur til að ná 20 mörkum í meistaradeildinni eða í 14 leikjum og mölbraut met [[Harry Kane]] sem náði því í 24 leikjum.
Haaland skoraði 2 mörk í 4-1 sigri á RB Leipzig þegar Dortmund vann DFB-Pokal bikarkeppnina 2021. Hann skoraði 41 mark á tímabilinu 2020-2021 í öllum keppnum. Haaland var sá yngsti til að ná 50 mörkum í Bundesliga.
==Manchester City==
===2022-2023===
Í maí 2022 náðu Haaland og City samkomulagi um að hann gerðist leikmaður félagsins í júlí.
<ref>[https://www.mancity.com/news/mens/club-statement-erling-haaland-63787789 Club statement - Erling Haaland] Mancity.com, sótt 10/5 2022</ref>
Haaland skoraði tvennu í byrjunarleik tímabilsins í ágúst 2022-2023 í 2:0 sigri gegn [[West Ham]] og þrennu þrjá heimaleiki í röð síðar. Hann byrjaði tímabilið afar vel og setti met yfir mörk skoruð í deildinni fyrir áramót eða 21 talsins.
Í Meistaradeild Evrópu skoraði Haaland 5 mörk á innan við 60 mínútum gegn [[RB Leipzig]]. Hann var markahæstur í keppninni.
Haaland sló markametið í ensku úrvalsdeildinni á einu tímabili í apríl þegar hann náði 33 mörkum en [[Mohamed Salah]] átti eldra met frá 2017-2018. Alls skoraði hann 36 mörk í 35 leikjum það tímabil og alls 52 mörk í öllum keppnum. City vann þrennu það tímabil, deild, bikar og Meistaradeild Evrópu.
==Norska landsliðið==
Haaland skoraði 9 mörk með norska U20 landsliðinu gegn Honduras árið 2019. Hann hóf frumraun sína með aðalliðinu í september sama ár.
==Verðlaun og viðurkenningar==
===Redbull Salzburg===
*Austurríska Bundesliga, meistari: 2018–19, 2019–20
*Austurríski bikarinn: 2018–19
*Leikmaður tímabilsins í Bundesliga 2019–20
===Borussia Dortmund===
*DFB-Pokal: 2020–21
*Besti framherji 2020-2021 í [[Meistaradeild Evrópu]]
*Leikmaður mánaðarins í [[Bundesliga]]: Janúar og febrúar 2020, apríl 2021.
*Leikmaður tímabilsins í Bundesliga 2020-2021
===Manchester City===
*Leikmaður mánaðarins: Ágúst 2021.
*Leikmaður tímabilsins: 2022-2023
*Markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar: 2022-2023, 2023-2024
*UEFA leikmaður tímabilsins 2022-2023
*Besti framherjinn, Gullknötturinn 2023
*[[Enska úrvalsdeildin]]: 2022-2023, 2023-2024
*[[Enski bikarinn]]: 2022-2023
*[[Meistaradeild Evrópu]]: 2022-2023
==Tilvísanir==
{{Commonscat}}
<references/>
{{DEFAULTSORT:Haaland, Erling}}
[[Flokkur:Norskir knattspyrnumenn]]
[[Flokkur:Fólk fætt árið 2000]]
ksm7q2pwggvwer844yzdlutsyw9zti1
Panulirus Cygnus
0
156697
1921699
1816943
2025-06-26T23:57:28Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 3 heimildum og merki 2 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921699
wikitext
text/x-wiki
'''Panulirus Cygnus''' er [[humar]]tegund sem lifir við vesturströnd [[Ástralía|Ástralíu]].
{{Taxobox
| species = P. cygnus
| familia = Palinuridae
| genus = Panulirus
| phylum = Arthropoda
| regnum = Animalia
| classis = Krabbadýr - Crustacea
| ordo = Decapoda
| image2 = Rock Lobster, South Island NZ (4264214423).jpg
}}
== Útlit ==
[[Vísindaleg flokkun|Ættin]] sem tegundin tilheyrir heitir á ensku ''spiny lobster'' vegna þess að á búk og andliti humranna eru hundruðir lítilla gadda sem snúa fram til að vernda skepnuna, auk tveggja stórra gadda sem eru framan á höfðinu. <ref name=":0">{{Cite web|url=https://www.fish.wa.gov.au/Species/Rock-Lobster/Pages/default.aspx|title=Rock lobster|website=www.fish.wa.gov.au|access-date=2020-04-01|archive-date=2020-03-12|archive-url=https://web.archive.org/web/20200312041557/https://fish.wa.gov.au/Species/Rock-Lobster/Pages/default.aspx|url-status=dead}}</ref>
Ástralski svipuhumarinn hefur 5 sett af fótum, þeir eru þá 10 í heildina. Augun sitja á hreyfanlegum stilkum sem koma upp úr höfðinu og fram úr höfðinu koma 2 fálmarar. Í kringum munn humarsins eru 6 litlir útlimir sem hjálpa honum að fanga og éta mat. Skel humarsins er fjólublá/brún að lit en getur verið allt frá því að vera frekar ljós og yfir í mjög dökkan lit með ljósa bletti á kviðnum. Á bæði fótleggjum og fálmurum eru ljósar rendur. <ref name=":1">{{Cite web|url=https://animaldiversity.org/accounts/Panulirus_cygnus/|title=Panulirus cygnus|last=Saunders|first=Diana|website=Animal Diversity Web|language=en|access-date=2020-04-01}}</ref>
Humarinn getur orðið allt að 5 kg þungur og 20 ára gamall. <ref name=":0" />
Það er sjáanlegur munur á milli kynjanna, en auðveldast er að átta sig á kyninu út frá fimmta settinu af fótleggjum. Kvendýrið hefur gripklær framan á fimmta pari fótleggjanna en karldýrið ekki. Annað sem er ólíkt milli kynjanna er staðsetningin á gotraufinni. Hjá kvendýrinu er gotraufin staðsett neðan við þriðja fótaparið, en hjá karldýrinu er hún neðan við fimmta fótaparið. Auk þess er kvendýrið með innri og ytri sundfætur þar sem hún geymir hrognin en karldýrið hefur einungis fjögur sett af einföldum sundfótum. <ref name=":1" />
Sérkennilegt er við humarinn að það eru ákveðnir eitlar í karldýrinu sem losa hormón sem ýtir undir þróun á karlkyns kynfærum. Þegar þessir eitlar eru græddir í kvendýr þá skiptir það um kyn. Eggjastokkarnir breytast í eistu og einstaklingurinn fer að mynda svil í stað þess að mynda hrogn. Við næstu hamskipti hverfur kvenlegt útlit útlima humarsins og einstaklingurinn fer að líkjast karldýri. <ref name=":1" />
=== Skynfæri humarsins ===
Humrarnir hafa augu og nota þau til að sjá hvert ferð sinni er heitið. Rannsóknir hafa hins vegar leitt það í ljós að humrarnir þurfa ekki á sjóninni að halda til þess að komast leiðar sinnar og enda á réttum áfangastað. Talið er að þeir notist við segulsvið jarðar til þess að rata líkt og fuglar gera. <ref name=":1" /> Í leit sinni að æti þreifar humarinn fyrir sér með fálmurunum, bragðar á sjónum í gegnum fæturna og finnur lykt með litlu útlimunum sem eru við munninn. <ref name=":2">{{Vefheimild|url=http://www.fish.wa.gov.au/Documents/recreational_fishing/fact_sheets/fact_sheet_western_rock_lobster.pdf|titill=Unlocking lobster secrets|höfundur=Department of Fisheries|útgefandi=Government of Western Australia|mánuður=mars|ár=2011|mánuðurskoðað=2020|árskoðað=apríl|safnár=}}</ref>
Ástralski humarinn hefur sérstaka leið til að framkalla hljóð, en þetta hljóð er frekar ónotalegt og líkist því einna helst að klórað sé í krítartöflu. Þetta hljóð er framkallað með því að renna stuttu fálmurunum við munninn yfir ójöfnur sem eru sitthvorum megin á höfði humarsins. Vísindamenn telja að humrarnir heyri þessi hljóð afar illa eða jafnvel alls ekki, og því er ólíklegt að þetta sé þeirra leið til að tala saman innan tegundarinnar. Líklegra er að þetta sé notað til þess að hræða í burtu rándýr. Þeir geta framkallað þessi hljóð strax eftir hamskipti þó að skel humarsins sé ennþá mjúk, en einmitt þá eru þeir viðkvæmir og auðveld bráð. <ref name=":1" />
== Lífsferillinn ==
Eftir að 2 mm langar lirfurnar hafa klakist út berast þær út á rúmsjó með hafstraumum og eru þar í 9-11 mánuði á lirfustigi. Þegar lirfustiginu líkur eru þetta um 35 mm langir smáhumrar sem berast aftur að [[Landgrunn|landgrunninu]] með vindum og [[Hafstraumur|hafstraumum]]. Stór hluti hópsins lifir þetta ferðalag ekki af. Þeir eru annahvort étnir eða berast ekki á réttan stað og ná ekki að setjast að í [[Rif|rifjunum]] þar sem humrarnir byrjar svo nýjan kafla í lífi sínu. Smáhumrar éta ekkert á leiðinni til baka á landgrunnið. Það er ekki fyrr en á landgrunnið er komið sem að humarinn fer að mynda rauða litinn sem við tengjum við hann. <ref name=":2" />
3-4 árum eftir að þeir koma á landgrunnið fara humrarnir í hamskipti seint um vorið og skelin þeirra verður þá kremlituð eða föl bleik. Þetta tímabil er á ensku kallað „whites migration“. Þegar [[Hamskipti|hamskiptunum]] er lokið halda þeir aftur út á haf á vit nýrra ævintýra á hrygningarsvæðunum. <ref name=":2" />
=== Fjölgun ===
Þegar humrarnir fjölga sér býr karlinn til sæðispoka sem hann festir neðan á kerlinguna, við aftasta fótapar hennar. Sæðispokinn er svartur og er oft talað um hann sem tjörublett. Kerlingin geymir pokann þar til að hún er tilbúin að [[Hrygning|hrygna]], þá klórar hún í tjörublettinn til að losa um svilin. [[Hrogn|Hrognin]] frjóvgast þá og renna aftur með hala hrygnunnar þar sem þau festast á sundfæturna undir hala hennar. Hrognin eru undir hala hrygnunnar í 4-8 vikur þar til þau klekjast út, en þessi tími stjórnast af hitastigi sjávar. Hrognin þroskast fyrr í heitum sjó en köldum og klekjast þá fyrr. <ref name=":2" />
== Veiðar og verðmæti ==
Ástralski humarinn veiðist einungis við vesturströnd Ástralíu og Ástralir eru eina þjóðin sem veiðir hann. Þessar veiðar eru efnahagslega mjög mikilvægar fyrir þjóðina, en humarinn hefur í gegnum tíðina verið verðmætasta tegundin sem veidd er í vestur Ástralíu. <ref name=":3">{{Cite web|url=http://www.fish.wa.gov.au/Species/Rock-Lobster/Pages/Lobster-Commercial-Fishing.aspx|title=Lobster commercial fishing|website=www.fish.wa.gov.au|access-date=2020-04-01|archive-date=2020-03-14|archive-url=https://web.archive.org/web/20200314171156/https://fish.wa.gov.au/Species/Rock-Lobster/Pages/Lobster-Commercial-Fishing.aspx|url-status=dead}}</ref> Eins og sjá má á grafinu hér til hliðar hafa veiðar á humrinum verið nokkuð stöðugar en jukust þó lítið eitt á tímabilinu 1975 til 2005. Efti 2005 hafa veiðarnar minnkað aftur en eru þó á svipuðu róli og þær voru fyrir hækkunina á áttunda áratugnum. Síðustu ár hafa verið að veiðast u.þ.b. 7.000 tonn á ári af humrinum, en þegar mest var veiddust 14.605 tonn árið 2000.
[[Mynd:Heildar_veiði_Ástralska_svipuhumarsins.png|thumb|Heildar veiði Ástralska svipuhumarsins]]
Humarinn er ýmist fluttur lifandi eða frosinn til Asíu, Bandaríkjanna og Evrópu. Hann er matreiddur á ýmsa vegu en hér eru tenglar á [https://www.lobstershack.com.au/lobster-recipes/ uppskriftasíður] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20200923000840/https://www.lobstershack.com.au/lobster-recipes/ |date=2020-09-23 }} og [https://www.youtube.com/watch?v=TbaFVMVQHnU leiðbeiningar] varðandi eldun humarsins. <ref name=":3" />
Vel er fylgst með veiðunum og einungis handhafar leyfisbréfs mega veiða humarinn. Strangar reglur gilda um veiðarnar og ýmsar takmarkanir, ásamt kvóta, hafa verið settar á til þess að vernda stofninn frá ofveiði. Dæmi um aðgerðirnar sem gripið hefur verið til eru svæðislokanir, takmarkanir á veiðibúnaði og stærð veiðiskipa. Einnig eru hrygnandi kvendýr vernduð og takmarkanir er á stærð humranna sem leyfilegt er að selja á markaði. <ref>{{Cite web|url=http://www.fish.wa.gov.au/species/rock-lobster/lobster-management/Pages/default.aspx|title=Lobster management|website=www.fish.wa.gov.au|access-date=2020-04-01}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
Árlegir rannsóknarleiðangrar eru farnir í lok hvers árs þar sem meðal annars er fylgst með því hversu margir smáhumrar eru að koma til baka inn á rifin eftir að hafa eytt fyrsta ári ævi sinnar úti á hafi. Niðurstöðurnar úr þessum rannsóknarleiðangrum gefa til kynna hversu margir humrar komast í veiðistærð 3-4 árum seinna. <ref>{{Cite web|url=https://www.fish.wa.gov.au/Species/Rock-Lobster/Lobster-Management/Pages/Puerulus-Settlement-Index.aspx|title=Puerulus settlement index|website=www.fish.wa.gov.au|access-date=2020-04-01}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Undanfarin ár hefur smáhumrum fækkað sem að koma til baka inn á rifin, en það bendir til þess að veiðin muni minnka <ref name=":4">{{Cite web|url=http://www.fish.wa.gov.au/species/rock-lobster/lobster-management/Pages/default.aspx|title=Lobster management|website=www.fish.wa.gov.au|access-date=2020-04-01|archive-date=2020-03-14|archive-url=https://web.archive.org/web/20200314171032/https://fish.wa.gov.au/Species/Rock-Lobster/Lobster-Management/Pages/default.aspx|url-status=dead}}</ref> og gæti verið ástæðan fyrir minnkaðri veiði undanfarin ár.
Árið 2000 hlutu veiðarnar (''the commercial West Coast Rock Lobster Managed Fishery - WCRLF'') í fyrsta sinn viðurkenningu frá Marine Stewardship Counsil fyrir að vera vistfræðilega sjálfbærar veiðar. Árið 2017 hlutu þau þessa viðurkenningu í fjórða sinn. <ref name=":4" />
== Æti ==
Ástralski svipuhumarinn lifir á þörungum sem finnast í [[Kóralrif|kóralrifjum]], dauðum eða dauðvona sjávardýrum sem falla til botns og ýmisskonar [[Lindýr|lindýrum]] og [[Krabbadýr|krabbadýrum]].
Humarinn lifir hinsvegar engu rólyndislífi þar sem hann er ekki efstur í [[Fæðukeðja|fæðukeðjunni]]. Margar fiskitegundir borða unga humra, og þeir humrar sem ná fullorðins aldri þurfa að vara sig á [[Kolkrabbar|kolkröbbum]] og stærri fiskum. Þeir búa hinsvegar við þann ágæta eiginleika að geta látið sér vaxa nýja fætur og fálmara í stað þeirra sem kunna að detta af eða skemmast í átökum við [[rándýr]]. <ref name=":0" />
==Tenglar==
*[https://pateklab.biology.duke.edu/audio/Spiny-Lobster Linkur með hljóðupptökum af þessu hljóði sem svipuhumrarnir framkalla.] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20200922202036/https://pateklab.biology.duke.edu/audio/Spiny-Lobster |date=2020-09-22 }}
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Humrar]]
epl8oahux5cz61m96fju4otta5sov6h
Mertensia alpina
0
161803
1921665
1707446
2025-06-26T21:21:38Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921665
wikitext
text/x-wiki
{{taxobox
| name =
| color = lightgreen
| image = Mertensia alpina (7977044753).jpg
| image_width = 250px
| image_caption =
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'')
| ordo = [[Varablómabálkur]] (''Lamiales'')
| familia = [[Munablómaætt]] (''Boraginaceae'')
| genus = ''[[Mertensia]]''
| species = M. alpina
| binomial = Mertensia alpina
| binomial_authority = ([[John Torrey|Torr.]]) [[George Don jr|G. Don]]
| synonyms = ''Pulmonaria alpina'' <small>[[John Torrey|Torr.]]</small><br>''Cerinthodes alpinum'' <small>[[Carl Ernst Otto Kuntze|Kuntze]]</small>
}}
'''Mertensia alpina'''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16700320|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014|archive-date= 13 febrúar 2021|archive-url= https://web.archive.org/web/20210213170154/http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16700320|url-status= dead}}</ref> er [[fjölær jurt]] sem er ættuð frá Klettafjöllum N-Ameríku.<ref name = "Flora">[https://plants.usda.gov/core/profile?symbol=MEAL7 Mertensia alpina (Torr.) G. Don] - USDA Plants profile - útbreiðslukort</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{commonscat|Mertensia alpina}}
{{wikilífverur|Mertensia alpina}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Munablómaætt]]
7svdiyzmqf5nok0sv3110p79c6k5r3l
Podocarpus lawrencei
0
163126
1921714
1831718
2025-06-27T01:30:30Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921714
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| image = Podocarpus lawrencei.jpg
| image_caption = ''Podocarpus lawrencei'', [[Mount Buller (Victoria)|Mt Buller]]
| status = LC
| status_system = IUCN3.1
| status_ref = <ref name=iucn>{{cite iucn | author = Farjon, A. | title = ''Podocarpus lawrencei'' | volume = 2013 | page = e.T42511A2983852 | date = 2013 | doi = 10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42511A2983852.en }}</ref>
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Berfrævingar]] (''Pinophyta'')
| classis = [[Barrtré]] (''Pinopsida'')
| ordo = [[Barrviðarbálkur]] (''Pinales'')
| familia = [[Gagnviðarætt]] (''Podocarpaceae'')
| genus = ''[[Podocarpus]]''
| species = '''''P. lawrencei'''''
| binomial = ''Podocarpus lawrencei''
| binomial_authority = [[Joseph Dalton Hooker|Hook.f.]]<ref name = "C132">Hook. f., 1845 ''In: London J. Bot. 4: 151.''</ref>
| synonyms_ref =
| synonyms = ''Podocarpus totara'' var.'' alpinus'' <small>([[Robert BrownR. Br.]] ex [[Joseph Dalton Hooker|Hook. f.]]) [[Élie Abel Carrière|Carrière]]</small><br>''Podocarpus parvifolius'' <small>[[Filippo Parlatore|Parl.]]</small><br>''Podocarpus alpinus'' var.'' lawrencei'' <small>([[Joseph Dalton Hooker|Hook. f.]]) [[Joseph Dalton Hooker|Hook. f.]]</small><br>''Podocarpus alpinus'' <small>[[Robert Brown|R. Br.]] ex [[Joseph Dalton Hooker|Hook. f.]]</small><br>''Nageia parvifolia'' <small></small><br>''Nageia alpina'' <small>([[Robert Brown|R. Br.]] ex [[Joseph Dalton Hooker|Hook. f.]]) [[Ferdinand von Mueller|F. Muell.]]</small>
}}
'''''Podocarpus lawrencei'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376818|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014|archive-date= 10 apríl 2021|archive-url= https://web.archive.org/web/20210410233939/http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376818|url-status= dead}}</ref> er lágvaxið sígrænt tré sem vex í fjalllendi suður [[Ástralía|Ástralíu]].<ref name = "source">[https://www.conifers.org/po/Podocarpus_lawrencei.php Podocarpus lawrencei] in ''Gymnosperm Database''. Christopher J. Earle </ref><ref>{{Cite web|url=https://conifersociety.org/conifers/podocarpus-lawrencei/|title=Podocarpus lawrencei {{!}} Conifer Species|website=American Conifer Society|language=en|access-date=2021-04-04}}</ref>
<gallery>
Podocarpus neriifolius in Koishikawa gardens.jpg
Podocarpus neriifolius - feuilles.JPG
Podocarpus nerifolius M1.jpg
Podocarpus nerifolius M2.jpg
Podocarpus neriifolius 5733.jpg
Podocarpus neriifolius.JPG
</gallery>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
*Farjon, A. 2001. World Checklist and Bibliography of Conifers. 2nd edition. The Royal Botanic Gardens, Kew.
{{Commons|Podocarpus lawrencei}}
{{Wikilífverur|Podocarpus lawrencei}}
{{Stubbur|Líffræði}}
[[Flokkur:Gagnviðarætt]]
tvsywsq8tvouvwleq45pavxygsrhekj
Podocarpus henkelii
0
163272
1921711
1831716
2025-06-27T01:30:22Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921711
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| image = Podocarpus henkelii 2.jpg
| status = EN
| status_system = IUCN3.1
| status_ref = <ref name=iucn>{{cite iucn | author = Farjon, A. | title = ''Podocarpus henkelii'' | volume = 2013 | page = e.T42507A2983647 | date = 2013 | doi = 10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42507A2983647.en }}</ref>
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Berfrævingar]] (''Pinophyta'')
| classis = [[Barrtré]] (''Pinopsida'')
| ordo = [[Barrviðarbálkur]] (''Pinales'')
| familia = [[Gagnviðarætt]] (''Podocarpaceae'')
| genus = ''[[Podocarpus]]''
| species = '''''P. henkelii'''''
| binomial = ''Podocarpus henkelii''
| binomial_authority = [[Otto Stapf|Stapf]] ex [[William Dallimore|Dallim.]] & [[Albert Bruce Jackson|A.B. Jacks.]]<ref name = "C133">Stapf ex Dallim. & A.B. Jacks., 1923 ''In: Handb. Conif.: 47.''</ref>
| synonyms_ref =
| synonyms = ''Podocarpus ensiculus'' <small>[[Ronald Melville|Melville]]</small>
}}
'''''Podocarpus henkelii'''''<ref name = "C132">Grimshaw, J. & Bayton, R., 2009New trees (recent introductions to cultivation) ''Kew Publishing, Royal Botanic Gardens, Kew''</ref><ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376891|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> er sígrænt tré frá [[Suður-Afríka|S-Afríku]].<ref name = "source">[https://www.conifers.org/po/Podocarpus_henkelii.php Podocarpus henkelii] in ''Gymnosperm Database''. Christopher J. Earle </ref><ref>{{Cite web|url=https://conifersociety.org/conifers/podocarpus-henkelii/|title=Podocarpus henkelii {{!}} Conifer Species|website=American Conifer Society|language=en|access-date=2021-04-15}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{Commons|Podocarpus henkelii}}
{{Wikilífverur|Podocarpus henkelii}}
{{Stubbur|Líffræði}}
[[Flokkur:Gagnviðarætt]]
bstilaz8ywa3q07ve0dmtapn68zj1w3
Podocarpus laetus
0
163277
1921712
1716906
2025-06-27T01:30:25Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921712
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| image = Podocarpus cunninghamii 12.JPG
| image_caption =
| status = LR/lc
| status_system = IUCN2.3
| status_ref = <ref>{{Cite journal|url=https://www.iucnredlist.org/en|title=The IUCN Red List of Threatened Species|website=IUCN Red List of Threatened Species|year=2010|doi=10.2305/iucn.uk.2013-1.rlts.t42498a2983081.en|access-date=2019-05-14}}</ref>
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Berfrævingar]] (''Pinophyta'')
| classis = [[Barrtré]] (''Pinopsida'')
| ordo = [[Barrviðarbálkur]] (''Pinales'')
| familia = [[Gagnviðarætt]] (''Podocarpaceae'')
| genus = ''[[Podocarpus]]''
| species = '''''P. laetus'''''
| binomial = ''Podocarpus laetus''
| binomial_authority = Hooibr. ex [[Stephan Endlicher|Endl.]]<ref>{{cite journal|title=Brian Molloy, 'The correct name for the New Zealand endemic conifer Hall's totara (Araucariales: Podocarpaceae)'. ''Phytotaxa'' 220(2) |journal=Phytotaxa |volume=220 |issue=2 |pages=101 |doi=10.11646/phytotaxa.220.2.1 |year=2015 |last1=Molloy |first1=Brian }}</ref>
| synonyms_ref =
| synonyms = ''Podocarpus cunninghamii'' <small>[[John William Colenso|Colenso]]</small><ref name = "C132">Colenso, 1884 ''In: Visit Ruahine Mt. Range: 58.''</ref><br>''Podocarpus totara'' var.'' hallii'' <small>([[Thomas Kirk|Kirk]]) [[Robert Knud Friedrich Pilger|Pilg.]]</small><br>''Podocarpus hallii'' <small>[[Thomas Kirk|Kirk]]</small><br>''Nageia hallii'' <small>([[Thomas Kirk|Kirk]]) [[Carl Ernst Otto Kuntze|Kuntze]]</small>
}}
'''''Podocarpus laetus'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376856|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> er sígrænt tré sem vex á [[Nýja-Sjáland]]i.<ref name = "source">[https://www.conifers.org/po/Podocarpus_laetus.php Podocarpus laetus] in ''Gymnosperm Database''. Christopher J. Earle </ref><ref>{{Cite web|url=https://conifersociety.org/conifers/podocarpus-cunninghamii/|title=Podocarpus cunninghamii {{!}} Conifer Species|website=American Conifer Society|language=en|access-date=2021-04-16}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{Commons|Podocarpus laetus}}
{{Wikilífverur|Podocarpus laetus}}
{{Stubbur|Líffræði}}
[[Flokkur:Gagnviðarætt]]
dh5msfmisxx9c161enrmarextliutm2
Podocarpus nubigenus
0
163279
1921719
1831721
2025-06-27T01:30:49Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921719
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| image = Podocarpus nubigena-flores.JPG
| status = NT
| status_system = IUCN3.1
| status_ref = <ref name=iucn>{{cite iucn | author = Gardner, M. | title = ''Podocarpus nubigenus'' | volume = 2013 | page = e.T32029A2808526 | date = 2013 | doi = 10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T32029A2808526.en | access-date = 13 December 2017}}</ref>
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Berfrævingar]] (''Pinophyta'')
| classis = [[Barrtré]] (''Pinopsida'')
| ordo = [[Barrviðarbálkur]] (''Pinales'')
| familia = [[Gagnviðarætt]] (''Podocarpaceae'')
| genus = ''[[Podocarpus]]''
| species = '''''P. nubigenus'''''
| binomial = ''Podocarpus nubigenus''
| binomial_authority = [[John Lindley|Lindl.]]<ref name = "C133">Lindl., 1851 ''In: J. Hort. Soc. London 6: 264.''</ref>
| synonyms_ref =
| synonyms = ''Nageia nubigena'' <small>([[John Lindley|Lindl.]]) [[Ferdinand von Mueller|F. Muell.]]</small>
}}
'''''Podocarpus nubigenus'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376832|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014|archive-date= 16 apríl 2021|archive-url= https://web.archive.org/web/20210416005325/http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376832|url-status= dead}}</ref> er sígrænt tré frá suðurhluta [[Suður-Ameríka|S-Ameríku]].<ref name = "source">[https://www.conifers.org/po/Podocarpus_nubigenus.php Podocarpus nubigenus] in ''Gymnosperm Database''. Christopher J. Earle </ref><ref>{{Cite web|url=https://conifersociety.org/conifers/podocarpus-nubigenus/|title=Podocarpus nubigenus {{!}} Conifer Species|website=American Conifer Society|language=en|access-date=2021-04-16}}</ref>
Þetta er ein suðlægasta tegund ættkvíslinnar.<ref name = "C132">Bean, W.J., 1980Trees and shrubs hardy in the British Isles, ed. 8, Vols. 1-4 ''John Murray, London''</ref>
<gallery>
Ramas de mañío hembra (Podocarpus nubigenus).jpg
Podocarpus nubigena-hojas.JPG
Podocarpus nubigenus - árbol joven.jpg
</gallery>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{Commons|Podocarpus nubigenus}}
{{Wikilífverur|Podocarpus nubigenus}}
{{Stubbur|Líffræði}}
[[Flokkur:Gagnviðarætt]]
f0b2iorqlq7zzgjag1cgbv764srsv5t
Podocarpus lambertii
0
163287
1921713
1716937
2025-06-27T01:30:27Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921713
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| image =Gardenology.org-IMG 1383 rbgs10dec.jpg
| status = NT
| status_system = IUCN3.1
| status_ref = <ref name=iucn>Conifer Specialist Group 2000. [http://www.iucnredlist.org/details/34086/all Podocarpus lambertii]. [http://www.iucnredlist.org 2006 IUCN Red List of Threatened Species. ] Downloaded on 10 July 2007.</ref>
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Berfrævingar]] (''Pinophyta'')
| classis = [[Barrtré]] (''Pinopsida'')
| ordo = [[Barrviðarbálkur]] (''Pinales'')
| familia = [[Gagnviðarætt]] (''Podocarpaceae'')
| genus = ''[[Podocarpus]]''
| species = '''''P. lambertii'''''
| binomial = ''Podocarpus lambertii''
| binomial_authority = [[Johann Friedrich Klotzsch|Klotzsch]] ex [[Stephan Ladislaus Endlicher|Endl.]]<ref name = "C132">Klotzsch ex Endl., 1847 ''In: Syn. Conif.: 211.''</ref>
| synonyms_ref =
| synonyms = ''Nageia lambertii'' <small>([[Johann Friedrich Klotzsch|Klotzsch]] ex [[Stephan Ladislaus Endlicher|Endl.]]) [[Ferdinand von Mueller|F. Muell.]]</small>
}}
'''''Podocarpus lambertii'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376817|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> er sígrænt tré frá [[Argentína|Argentínu]] og [[Brasilía|Brasilíu]].<ref name = "source">[https://www.conifers.org/po/Podocarpus_lambertii.php Podocarpus lambertii] in ''Gymnosperm Database''. Christopher J. Earle </ref><ref>{{Cite web|url=https://conifersociety.org/conifers/podocarpus-lambertii/|title=Podocarpus lambertii {{!}} Conifer Species|website=American Conifer Society|language=en|access-date=2021-04-04}}</ref>
<gallery>
Gardenology.org-IMG 1384 rbgs10dec.jpg
</gallery>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{Commons|Podocarpus lambertii}}
{{commonscat|Podocarpus lambertii}}
{{Wikilífverur|Podocarpus lambertii}}
{{Stubbur|Líffræði}}
[[Flokkur:Gagnviðarætt]]
dbact1qzsbywmqnj1hjxmit5envsvmd
Podocarpus pendulifolius
0
163309
1921720
1717099
2025-06-27T01:30:53Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921720
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| image =
| status = EN
| status_system = IUCN3.1
| status_ref = <ref name=iucn>Farjon, A. 2013. [http://www.iucnredlist.org/details/34093/0 ''Podocarpus pendulifolius''.] The IUCN Red List of Threatened Species. Version 2015.2. Downloaded on 04 September 2015</ref>
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Berfrævingar]] (''Pinophyta'')
| classis = [[Barrtré]] (''Pinopsida'')
| ordo = [[Barrviðarbálkur]] (''Pinales'')
| familia = [[Gagnviðarætt]] (''Podocarpaceae'')
| genus = ''[[Podocarpus]]''
| species = '''''P. pendulifolius'''''
| binomial = ''Podocarpus pendulifolius''
| binomial_authority = J.T. Buchholz & [[Netta Elizabeth Gray|N.E. Gray]]<ref name = "C132">J.T. Buchholz & N.E. Gray, 1948 ''In: J. Arnold Arbor. 29: 138.''</ref>
| synonyms_ref =
| synonyms =
}}
'''''Podocarpus pendulifolius'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376896|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014|archive-date= 17 apríl 2021|archive-url= https://web.archive.org/web/20210417190223/http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376896|url-status= dead}}</ref> er sígrænt tré frá [[Venesúela]].<ref name = "source">[https://www.conifers.org/po/Podocarpus_pendulifolius.php Podocarpus pendulifolius] in ''Gymnosperm Database''. Christopher J. Earle </ref><ref>{{Cite web|url=https://conifersociety.org/conifers/podocarpus-pendulifolius/|title=Podocarpus pendulifolius {{!}} Conifer Species|website=American Conifer Society|language=en|access-date=2021-04-17}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{Commons|Podocarpus pendulifolius}}
{{Wikilífverur|Podocarpus pendulifolius}}
{{Stubbur|Líffræði}}
[[Flokkur:Gagnviðarætt]]
b0hcutzwkrmvrod5u2qa16z3gd2u8qk
Podocarpus tepuiensis
0
163310
1921723
1717098
2025-06-27T01:31:11Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921723
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| image =
| status = LC
| status_system = IUCN3.1
| status_ref = <ref name=iucn>{{Cite journal | author = Farjon, A. | title = ''Podocarpus tepuiensis'' | journal = [[The IUCN Red List of Threatened Species]] | volume = 2013 | page = e.T42535A2985758 | publisher = [[IUCN]] | date = 2013 | url = http://www.iucnredlist.org/details/42535/0 | doi = 10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42535A2985758.en | access-date = 13 December 2017}}</ref>
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Berfrævingar]] (''Pinophyta'')
| classis = [[Barrtré]] (''Pinopsida'')
| ordo = [[Barrviðarbálkur]] (''Pinales'')
| familia = [[Gagnviðarætt]] (''Podocarpaceae'')
| genus = ''[[Podocarpus]]''
| species = '''''P. tepuiensis'''''
| binomial = ''Podocarpus tepuiensis''
| binomial_authority = J.T. Buchholz & [[Netta Elizabeth Gray|N.E. Gray]]<ref name = "C132">J.T. Buchholz & N.E. Gray, 1948 ''In: J. Arnold Arbor. 29: 134.''</ref>
| synonyms_ref =
| synonyms =
}}
'''''Podocarpus tepuiensis'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376904|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> er sígrænt tré frá [[Venesúela]].<ref name = "source">[https://www.conifers.org/po/Podocarpus_tepuiensis.php Podocarpus tepuiensis] in ''Gymnosperm Database''. Christopher J. Earle </ref><ref>{{Cite web|url=https://conifersociety.org/conifers/podocarpus-tepuiensis/|title=Podocarpus tepuiensis {{!}} Conifer Species|website=American Conifer Society|language=en|access-date=2021-04-17}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{Commons|Podocarpus tepuiensis}}
{{Wikilífverur|Podocarpus tepuiensis}}
{{Stubbur|Líffræði}}
[[Flokkur:Gagnviðarætt]]
kjaq3xc0dx2d4hwndlp4ub5om81kp3r
Podocarpus steyermarkii
0
163315
1921722
1717112
2025-06-27T01:31:09Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921722
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| image =
| status = LC
| status_system = IUCN3.1
| status_ref = <ref name=iucn>{{Cite journal | author = Farjon, A. | title = ''Podocarpus steyermarkii'' | journal = [[The IUCN Red List of Threatened Species]] | volume = 2013 | page = e.T42533A2985607 | publisher = [[IUCN]] | date = 2013 | url = http://www.iucnredlist.org/details/42533/0 | doi = 10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42533A2985607.en | access-date = 13 December 2017}}</ref>
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Berfrævingar]] (''Pinophyta'')
| classis = [[Barrtré]] (''Pinopsida'')
| ordo = [[Barrviðarbálkur]] (''Pinales'')
| familia = [[Gagnviðarætt]] (''Podocarpaceae'')
| genus = ''[[Podocarpus]]''
| species = '''''P. steyermarkii'''''
| binomial = ''Podocarpus steyermarkii''
| binomial_authority = J.T. Buchholz & [[Netta Elizabeth Gray|N.E. Gray]]<ref name = "C132">J.T. Buchholz & N.E. Gray, 1948 ''In: J. Arnold Arbor. 29: 133.''</ref>
| synonyms_ref =
| synonyms =
}}
'''''Podocarpus steyermarkii'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376902|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> er sígrænt tré frá [[Venesúela]] (við landamærin að [[Gvæjana]]).<ref name = "source">[https://www.conifers.org/po/Podocarpus_steyermarkii.php Podocarpus steyermarkii] in ''Gymnosperm Database''. Christopher J. Earle </ref><ref>{{Cite web|url=https://conifersociety.org/conifers/podocarpus-steyermarkii/|title=Podocarpus steyermarkii {{!}} Conifer Species|website=American Conifer Society|language=en|access-date=2021-04-17}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{Commons|Podocarpus steyermarkii}}
{{Wikilífverur|Podocarpus steyermarkii}}
{{Stubbur|Líffræði}}
[[Flokkur:Gagnviðarætt]]
3mjknhqrvamchbknvzp1mwa9v87nowq
Podocarpus guatemalensis
0
163328
1921710
1717181
2025-06-27T01:30:19Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921710
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| image =
| status = LC
| status_system = IUCN3.1
| status_ref = <ref name=iucn>Thomas, P. & Farjon, A. 2013. [http://www.iucnredlist.org/details/34084/0 ''Podocarpus guatemalensis''.] The IUCN Red List of Threatened Species. Version 2015.2. Downloaded on 05 September 2015.</ref>
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Berfrævingar]] (''Pinophyta'')
| classis = [[Barrtré]] (''Pinopsida'')
| ordo = [[Barrviðarbálkur]] (''Pinales'')
| familia = [[Gagnviðarætt]] (''Podocarpaceae'')
| genus = ''[[Podocarpus]]''
| species = '''''P. guatemalensis'''''
| binomial = ''Podocarpus guatemalensis''
| binomial_authority = [[Paul Carpenter Standley|Standl.]]<ref name = "C132">Standl., 1924 ''In: Proc. Biol. Soc. Washington 37: 49.''</ref>
| synonyms_ref =
| synonyms = ''Podocarpus pinetorum'' <small>[[Harley Harris Bartlett|Bartlett]]</small><br>''Podocarpus guatemalensis'' var.'' pinetorum'' <small>([[Harley Harris Bartlett|Bartlett]]) J.T. Buchholz & [[Netta Elizabeth Gray|N.E. Gray]]</small><br>''Podocarpus guatemalensis'' var.'' allenii'' <small>([[Paul Carpenter Standley|Standl.]]) J.T. Buchholz & [[Netta Elizabeth Gray|N.E. Gray]]</small><br>''Podocarpus allenii'' <small>[[Paul Carpenter Standley|Standl.]]</small>
}}
'''''Podocarpus guatemalensis'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376890|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014|archive-date= 18 apríl 2021|archive-url= https://web.archive.org/web/20210418220227/http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376890|url-status= dead}}</ref> er sígrænt tré frá suðurhluta [[Mexíkó]], Mið-Ameríku, suður til [[Venesúela]] og [[Kólumbía|Kólumbíu]].<ref name = "source">[https://www.conifers.org/po/Podocarpus_guatemalensis.php Podocarpus guatemalensis] in ''Gymnosperm Database''. Christopher J. Earle </ref><ref>{{Cite web|url=https://conifersociety.org/conifers/podocarpus-guatemalensis/|title=Podocarpus guatemalensis {{!}} Conifer Species|website=American Conifer Society|language=en|access-date=2021-04-18}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{Commonscat|Podocarpus guatemalensis}}
{{Wikilífverur|Podocarpus guatemalensis}}
{{Stubbur|Líffræði}}
[[Flokkur:Gagnviðarætt]]
96tfs6wa9gbesfe3n7ieul1oc30glqw
Podocarpus levis
0
163345
1921716
1717265
2025-06-27T01:30:34Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921716
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| image =
| status = LC
| status_system = IUCN3.1
| status_ref = <ref name=iucn>{{Cite journal | author = Farjon, A. | title = ''Podocarpus levis'' | journal = [[The IUCN Red List of Threatened Species]] | volume = 2013 | page = e.T42513A2983942 | publisher = [[IUCN]] | date = 2013 | url = http://www.iucnredlist.org/details/42513/0 | doi = 10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42513A2983942.en | access-date = 13 December 2017}}</ref>
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Berfrævingar]] (''Pinophyta'')
| classis = [[Barrtré]] (''Pinopsida'')
| ordo = [[Barrviðarbálkur]] (''Pinales'')
| familia = [[Gagnviðarætt]] (''Podocarpaceae'')
| genus = ''[[Podocarpus]]''
| species = '''''P. levis'''''
| binomial = ''Podocarpus levis''
| binomial_authority = [[David John de Laubenfels|de Laub.]]<ref name = "C132">de Laub., 1979 ''In: Blumea 24 (2): 496.''</ref>
| synonyms_ref =
| synonyms =
}}
'''''Podocarpus levis'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376865|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014|archive-date= 19 apríl 2021|archive-url= https://web.archive.org/web/20210419221042/http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376865|url-status= dead}}</ref> er sígrænt tré frá [[Indónesía|Indónesíu]], [[Nýja-Gínea|Nýju-Gíneu]], [[Brúnei]] og [[Malasía|Malasíu]].<ref name = "source">[https://www.conifers.org/po/Podocarpus_levis.php Podocarpus levis] in ''Gymnosperm Database''. Christopher J. Earle </ref><ref>{{Cite web|url=https://conifersociety.org/conifers/podocarpus-levis/|title=Podocarpus levis {{!}} Conifer Species|website=American Conifer Society|language=en|access-date=2021-04-18}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{Commonscat|Podocarpus levis}}
{{Wikilífverur|Podocarpus levis}}
{{Stubbur|Líffræði}}
[[Flokkur:Gagnviðarætt]]
8hnbdxwlpowmizd73ngagn6r0vicgx1
Podocarpus novae-caledoniae
0
163349
1921718
1717270
2025-06-27T01:30:46Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921718
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| image =
| status = LR/lc
| status_system = IUCN2.3
| status_ref = <ref name=iucn>The IUCN Red List of Threatened Species 2012.2. [http://www.iucnredlist.org/details/42523/0 Podocarpus novae-caledoniae] Downloaded on 15 May 2013.</ref>
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Berfrævingar]] (''Pinophyta'')
| classis = [[Barrtré]] (''Pinopsida'')
| ordo = [[Barrviðarbálkur]] (''Pinales'')
| familia = [[Gagnviðarætt]] (''Podocarpaceae'')
| genus = ''[[Podocarpus]]''
| species = '''''P. novae-caledoniae'''''
| binomial = ''Podocarpus novae-caledoniae''
| binomial_authority = [[Eugène Vieillard|Vieill.]]<ref name = "C132">Vieill., 1862 ''In: Ann. Sci. Nat. Bot., sér. 4, 16: 56.''</ref>
| synonyms_ref =
| synonyms = ''Podocarpus beecherae'' <small>[[David John de Laubenfels|de Laub.]]</small><br>''Nageia novae-caledoniae'' <small>([[Eugène Vieillard|Vieill.]]) [[Carl Ernst Otto Kuntze|Kuntze]]</small>
}}
'''''Podocarpus novae-caledoniae'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376831|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014|archive-date= 19 apríl 2021|archive-url= https://web.archive.org/web/20210419223216/http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376831|url-status= dead}}</ref> er sígrænt tré frá [[Nýja-Kaledónía|Nýju-Kaledóníu]].<ref name = "source">[https://www.conifers.org/po/Podocarpus_novae-caledoniae.php Podocarpus novae-caledoniae] in ''Gymnosperm Database''. Christopher J. Earle </ref><ref>{{Cite web|url=https://conifersociety.org/conifers/podocarpus-novae-caledoniae/|title=Podocarpus novae-caledoniae {{!}} Conifer Species|website=American Conifer Society|language=en|access-date=2021-04-19}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{Commonscat|Podocarpus novae-caledoniae}}
{{Wikilífverur|Podocarpus novae-caledoniae}}
{{Stubbur|Líffræði}}
[[Flokkur:Gagnviðarætt]]
p654n6jymxiw7jtg3xmcd6u7d7ibw2b
Podocarpus ledermannii
0
163351
1921715
1717272
2025-06-27T01:30:33Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921715
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| image =
| status = LC
| status_system = IUCN3.1
| status_ref = <ref name=iucn>{{Cite journal | author = Farjon, A. | title = ''Podocarpus ledermannii'' | journal = [[The IUCN Red List of Threatened Species]] | volume = 2013 | page = e.T42512A2983897 | publisher = [[IUCN]] | date = 2013 | url = http://www.iucnredlist.org/details/42512/0 | doi = 10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42512A2983897.en | access-date = 13 December 2017}}</ref>
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Berfrævingar]] (''Pinophyta'')
| classis = [[Barrtré]] (''Pinopsida'')
| ordo = [[Barrviðarbálkur]] (''Pinales'')
| familia = [[Gagnviðarætt]] (''Podocarpaceae'')
| genus = ''[[Podocarpus]]''
| species = '''''P. ledermannii'''''
| binomial = ''Podocarpus ledermannii''
| binomial_authority = [[Robert Knud Friedrich Pilger|Pilg.]]<ref name = "C132">Pilg., 1916 ''In: Bot. Jahrb. Syst. 54: 210.''</ref>
| synonyms_ref =
| synonyms = ''Podocarpus idenburgensis'' <small>[[Netta Elizabeth Gray|N.E. Gray]]</small>
}}
'''''Podocarpus ledermannii'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376892|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> er sígrænt tré frá [[Indónesía|Indónesíu]] og [[Nýja-Gínea|Nýju-Gíneu]].<ref name = "source">[https://www.conifers.org/po/Podocarpus_ledermannii.php Podocarpus ledermannii] in ''Gymnosperm Database''. Christopher J. Earle </ref><ref>{{Cite web|url=https://conifersociety.org/conifers/podocarpus-ledermannii/|title=Podocarpus ledermannii {{!}} Conifer Species|website=American Conifer Society|language=en|access-date=2021-04-19}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{Commonscat|Podocarpus ledermannii}}
{{Wikilífverur|Podocarpus ledermannii}}
{{Stubbur|Líffræði}}
[[Flokkur:Gagnviðarætt]]
0h74znce5amycaiqcbpgtovsztelc3k
Podocarpus teysmannii
0
163358
1921724
1717281
2025-06-27T01:31:13Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921724
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| image =
| status = NT
| status_system = IUCN3.1
| status_ref = <ref name=iucn>{{Cite journal | author = Farjon, A. | title = ''Podocarpus teysmannii'' | journal = [[The IUCN Red List of Threatened Species]] | volume = 2013 | page = e.T42536A2985788 | publisher = [[IUCN]] | date = 2013 | url = http://www.iucnredlist.org/details/42536/0 | doi = 10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42536A2985788.en | access-date = 13 December 2017}}</ref>
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Berfrævingar]] (''Pinophyta'')
| classis = [[Barrtré]] (''Pinopsida'')
| ordo = [[Barrviðarbálkur]] (''Pinales'')
| familia = [[Gagnviðarætt]] (''Podocarpaceae'')
| genus = ''[[Podocarpus]]''
| species = '''''P. teysmannii'''''
| binomial = ''Podocarpus teysmannii''
| binomial_authority = [[Friedrich Anton Wilhelm Miquel|Miq.]]<ref name = "C132">Miq., 1859 ''In: Fl. Ned. Ind. [Fl. Ind. Batavae] 2 (7): 1072.''</ref>
| synonyms_ref =
| synonyms = ''Podocarpus neriifolius'' var.'' teysmannii'' <small>([[Friedrich Anton Wilhelm Miquel|Miq.]]) [[Jacob Wasscher|Wasscher]]</small><br>''Nageia teysmannii'' <small>([[Friedrich Anton Wilhelm Miquel|Miq.]]) [[Carl Ernst Otto Kuntze|Kuntze]]</small>
}}
'''''Podocarpus teysmannii'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376841|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014|archive-date= 19 apríl 2021|archive-url= https://web.archive.org/web/20210419231225/http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376841|url-status= dead}}</ref> er sígrænt tré frá [[Indónesía|Indónesíu]] og [[Malasía|Malasíu]].<ref name = "source">[https://www.conifers.org/po/Podocarpus_teysmannii.php Podocarpus teysmannii] in ''Gymnosperm Database''. Christopher J. Earle </ref><ref>{{Cite web|url=https://conifersociety.org/conifers/podocarpus-teysmannii/|title=Podocarpus teysmannii {{!}} Conifer Species|website=American Conifer Society|language=en|access-date=2021-04-19}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{Commonscat|Podocarpus teysmannii}}
{{Wikilífverur|Podocarpus teysmannii}}
{{Stubbur|Líffræði}}
[[Flokkur:Gagnviðarætt]]
gz2z7jd2n4ipcsoqvkjmwp2c9fmzz7m
Podocarpus longefoliolatus
0
163371
1921717
1717367
2025-06-27T01:30:36Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921717
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| image =
| status = EN
| status_system = IUCN3.1
| status_ref = <ref name=iucn>Thomas, P. 2010. [http://www.iucnredlist.org/details/42514/0 ''Podocarpus longefoliolatus''.] The IUCN Red List of Threatened Species. Version 2015.2. Downloaded on 04 September 2015.</ref>
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Berfrævingar]] (''Pinophyta'')
| classis = [[Barrtré]] (''Pinopsida'')
| ordo = [[Barrviðarbálkur]] (''Pinales'')
| familia = [[Gagnviðarætt]] (''Podocarpaceae'')
| genus = ''[[Podocarpus]]''
| species = '''''P. longefoliolatus'''''
| binomial = ''Podocarpus longefoliolatus''
| binomial_authority = [[Robert Knud Friedrich Pilger|Pilg.]]<ref name = "C132">Pilg., 1903 ''In: Engler, Pflanzenr. IV.5 [18]: 79.''</ref>
| synonyms_ref =
| synonyms = ''Podocarpus longifoliolatus'' [orth.error]
}}
'''''Podocarpus longefoliolatus'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376819|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014|archive-date= 21 apríl 2021|archive-url= https://web.archive.org/web/20210421003050/http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376819|url-status= dead}}</ref> er sígrænt tré frá [[Nýja-Kaledónía|Nýju-Kaledóníu]].<ref name = "source">[https://www.conifers.org/po/Podocarpus_longifoliolatus.php Podocarpus longifoliolatus] in ''Gymnosperm Database''. Christopher J. Earle </ref><ref>{{Cite web|url=https://conifersociety.org/conifers/podocarpus-longifoliolatus/|title=Podocarpus longifoliolatus {{!}} Conifer Species|website=American Conifer Society|language=en|access-date=2021-04-21}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{Commonscat|Podocarpus longefoliolatus}}
{{Wikilífverur|Podocarpus longefoliolatus}}
{{Stubbur|Líffræði}}
[[Flokkur:Gagnviðarætt]]
ilcgyzqvts7ueerbkr8r15e51lfatbt
Podocarpus ridleyi
0
163401
1921721
1717474
2025-06-27T01:30:58Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921721
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| image =
| status = VU
| status_system = IUCN3.1
| status_ref = <ref name=iucn>{{Cite journal | author = Farjon, A. | title = ''Podocarpus ridleyi'' | journal = [[The IUCN Red List of Threatened Species]] | volume = 2013 | page = e.T42527A2985283 | publisher = [[IUCN]] | date = 2013 | url = http://www.iucnredlist.org/details/42527/0 | doi = 10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42527A2985283.en | access-date = 13 December 2017}}</ref>
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Berfrævingar]] (''Pinophyta'')
| classis = [[Barrtré]] (''Pinopsida'')
| ordo = [[Barrviðarbálkur]] (''Pinales'')
| familia = [[Gagnviðarætt]] (''Podocarpaceae'')
| genus = ''[[Podocarpus]]''
| species = '''''P. ridleyi'''''
| binomial = ''Podocarpus ridleyi''
| binomial_authority = ([[Jacob Wasscher|Wasscher]]) [[Netta Elizabeth Gray|N.E. Gray]]<ref name = "C132">N.E. Gray, 1958 ''In: J. Arnold Arbor. 39: 435.''</ref>
| synonyms_ref =
| synonyms = ''Podocarpus neriifolius'' var.'' ridleyi'' <small>[[Jacob Wasscher|Wasscher]]</small><br>''Margbensonia ridleyi'' <small>([[Jacob Wasscher|Wasscher]]) [[Alexey Vladimir F.Ch. Bobrov|A.V. Bobrov]] & [[Aleksander Pavlovich Melikyan|Melikyan]]</small>
}}
'''''Podocarpus ridleyi'''''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376876|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014|archive-date= 22 apríl 2021|archive-url= https://web.archive.org/web/20210422161940/http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376876|url-status= dead}}</ref> er sígrænt tré frá [[Malasía|Malasíu]].<ref name = "source">[https://www.conifers.org/po/Podocarpus_ridleyi.php Podocarpus ridleyi] in ''Gymnosperm Database''. Christopher J. Earle </ref><ref>{{Cite web|url=https://conifersociety.org/conifers/podocarpus-ridleyi/|title=Podocarpus ridleyi {{!}} Conifer Species|website=American Conifer Society|language=en|access-date=2021-04-22}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{Commonscat|Podocarpus ridleyi}}
{{Wikilífverur|Podocarpus ridleyi}}
{{Stubbur|Líffræði}}
[[Flokkur:Gagnviðarætt]]
mtfhdls1qspk6k69c84ye5zizsrpf5m
Wen-Pei Fang
0
166109
1921782
1740728
2025-06-27T11:36:58Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921782
wikitext
text/x-wiki
'''Fang Wen-Pei''' (方文培) (1899–1983), var kínverskur grasafræðingur sem sérhæfði sig í ættum Rhododendron og Aceraceae. Hann vann við Grasafræðistofnunina í Kínversku fræðiakademíunni eftir að hafa útskrifast úr [https://zh.wikipedia.org/wiki/%E4%B8%9C%E5%8D%97%E5%A4%A7%E5%AD%A6 Suðausturháskólanum] í [[Nanjing]], [[Kína]]. Fang hélt áfram námi í [[Edinborgarháskóli|Edinborgarháskóla]] 1934 fékk PhD 1937.<ref>{{Cite journal|last=Fang|first=Wen-pei|date=1937|title=Monograph of Chinese Aceraceae|url=https://era.ed.ac.uk/handle/1842/32148|language=en}}</ref> Sama ár sneri hann aftur til Kína og varð líffræði prófessor í Sichuanháskóla til dauðadags.
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://www.ipni.org/a/2630-1 W.P.Fang] [[IPNI]]
* [http://archives.scu.edu.cn/detail.asp?id=210 Sichuan University Document] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110707025713/http://archives.scu.edu.cn/detail.asp?id=210 |date=2011-07-07 }}
* [https://books.google.com/books?id=M8c8IC_JluUC Taxonomic Literature], by Frans Antonie Stafleu, E. A. Mennega
* [http://ipni.org/ipni/advAuthorSearch.do?find_abbreviation=W.P.Fang IPNI entry]
* [http://www.plantsystematics.com/qikan/manage/wenzhang/FL2-2-1.pdf Notes on Dendrobenthamia] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110715092642/http://www.plantsystematics.com/qikan/manage/wenzhang/FL2-2-1.pdf |date=2011-07-15 }} by Wenpei Fang
{{fd|1899|1983}}
[[Flokkur:Kínverskir grasafræðingar]]
0lsljt5ckbeqlljqezkhfpn7ex4i4tj
Matblína
0
166254
1921654
1769557
2025-06-26T20:47:20Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921654
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| image = 2011-05-19 Stropharia rugosoannulata Farl. ex Murrill 183478.jpg
| image_caption =
| image_width = 200px
| colour = lightblue
| regnum = [[Svepparíki]] (''Fungi'')
| divisio = [[Kólfsveppir]] (''Basidiomycota'')
| classis = [[Agaricomycetes]]
| subclassis = [[Homobasidiomycetidae]]
| ordo = [[Kempubálkur]] (''Agaricales'')
| familia = [[Blínuætt]] (''Strophariaceae'')
| genus = ''[[Stropharia]]''
| species = '''''S. rugosoannulata'''''
| binomial = ''Stropharia rugosoannulata''
| binomial_authority = [[William Gibson Farlow|Farlow]] ex [[William Alphonso Murrill|Murrill]] (1922)<ref name = "col42153400">Farl. ex Murrill (1922) , In: <i>Mycologia</i> 14(3):139.</ref>
| synonyms = {{collapsible list|bullets = true
|''Geophila rugosoannulata'' <small>([[William Gilson Farlow|Farl.]] ex [[William Alphonso Murrill|Murrill]]) [[Robert Kühner|Kühner]] & [[Henri Romagnesi|Romagn.]] (1953)</small><br/>
|''Naematoloma rugosoannulatum'' <small>([[William Gilson Farlow|Farl.]] ex [[William Alphonso Murrill|Murrill]]) [[Seiya Ito|S. Ito]] (1959)</small><br/>
|''Psilocybe rugosoannulata'' <small>([[William Gilson Farlow|Farl.]] ex [[William Alphonso Murrill|Murrill]]) [[Machiel Noordeloos|Noordel.]] (1995)</small>
|''Stropharia bulbosa lutea'' <small>([[Tsuguo Hongo|Hongo]]) [[Tsuguo Hongo|Hongo]], 1965</small>
|''Stropharia rugosoannulatum'' <small>([[William Gilson Farlow|Farl.]] ex [[William Alphonso Murrill|Murrill]]) [[Seiya Ito|S. Ito]], 1959</small>
|''Stropharia rugosoannulatum luteum'' <small>([[Tsuguo Hongo|Hongo]]) [[Seiya Ito|S. Ito]], 1959</small>
|''Stropharia rugosoannulatum rugosoannulatum'' <small>([[William Gilson Farlow|Farl.]] ex [[William Alphonso Murrill|Murrill]]) [[Seiya Ito|S. Ito]], 1959</small>
|''Stropharia ferrii lutea'' <small>[[Tsuguo Hongo|Hongo]], 1952</small>
|''Stropharia ferrei luteum'' <small>([[Tsuguo Hongo|Hongo]]) [[Tsuguo Hongo|Hongo]], 1952</small>
|''Stropharia rugosoannulata lutea'' <small>[[Tsuguo Hongo|Hongo]], 1952</small>
|''Stropharia ferrei'' <small>([[Giacopo Bresàdola|Bres.]]) [[Rolf Singer|Singer]], 1951</small>
|''Stropharia ferrei ferrei'' <small>([[Giacopo Bresàdola|Bres.]]) [[Rolf Singer|Singer]], 1951</small>
|''Stropharia ferrii ferrii'' <small>[[Giacopo Bresàdola|Bres.]], 1926</small>
|''Stropharia ferrii'' <small>[[Giacopo Bresàdola|Bres.]], 1926</small>
|''Stropharia rugosoannulata rugosoannulata'' <small>[[William Gilson Farlow|Farl.]] ex [[William Alphonso Murrill|Murrill]], 1922</small>
|''Stropharia rugosoannulata rugosoannulata'' <small>[[William Gilson Farlow|Farl.]] ex [[William Alphonso Murrill|Murrill]], 1922</small>
}}
}}
'''Matblína'''<ref>{{Bókaheimild|titill=Sveppabókin|höfundur=Helgi Hallgrímsson|útgefandi=Skrudda|ár=2010|bls=271|Undirtitill=Íslenskir sveppir og sveppafræði|ISBN=978-9979-655-71-8}}</ref> ([[fræðiheiti]] ''Stropharia rugosoannulata''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2011/search/all/key/stropharia+rugosoannulata/match/1|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2019 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2019|publisher= Species 2000: Naturalis, Leiden, the Netherlands. ISSN 2405-884X. TaxonID: 42153400|accessdate= 2019-11-11|archive-date= 2022-01-09|archive-url= https://web.archive.org/web/20220109223422/http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2011/search/all/key/stropharia%20rugosoannulata/match/1|url-status= dead}}</ref>) er tegund [[ætisveppir|matsveppa]] sem eru ræktaðir víða um heim til matar. Aðal ræktunarefnið er viðarkurl og hálmur.
Hann myndar sérstakar frumur sem stinga og lama [[þráðormar|þráðorma]] sem hann svo nærist á.<ref>{{cite journal |author1=Hong Luo |author2=Xuan Li |author3=Guohong Li |author4=Yanbo Pan |author5=Keqin Zhang |name-list-style=amp |year=2006 |title=Acanthocytes of Stropharia rugosoannulata Function as a Nematode-Attacking Device |url=https://archive.org/details/sim_applied-and-environmental-microbiology_2006-04_72_4/page/2982 |journal=Appl. Environ. Microbiol. |volume=72 |issue=4 |doi=10.1128/AEM.72.4.2982-2987.2006 |pages=2982–7 |pmc=1449000 |pmid=16598005}}</ref>
<gallery>
File:2011-05-19 Stropharia rugosoannulata Farl. ex Murrill 183479.jpg
File:Kulturträuschling Stropharia rugosoannulata.jpg
File:Stropharia Rugosoannulata 2.jpg
File:Stropharia Rugosoannulata 3.jpg
File:Stropharia Rugosoannulata 4.jpg
File:Stropharia Rugosoannulata 5.jpg
</gallery>
== Útbreiðsla ==
Stropharia rugosoannulata var upphaflega lýst í Norður-Ameríku 1922, en hefur breiðst út með ræktun og viðarkurli víða um heim.<ref>''Paul Stamets - Growing Gourmet and Medicinal Mushrooms'' (1996, {{ISBN|1-58008-175-4}}) bls 335</ref> Hann finnst nú einnig í Skandinavíu.<ref>{{Cite web|url=https://artsdatabanken.no/Taxon/_/55336|title=Stropharia rugosoannulata - Artsdatabanken|website=artsdatabanken.no|access-date=2022-01-09}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://artfakta.se/|title=Artfakta från SLU Artdatabanken|website=artfakta.se|language=sv|access-date=2022-01-09}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://laji.fi/sv/taxon/MX.236429|title=jättekragskivling - Stropharia rugosoannulata {{!}} Översikt {{!}} Finlands Artdatacenter|website=laji.fi|language=fi|access-date=2022-01-09}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{commonscat|Stropharia rugosoannulata}}
{{Wikilífverur|Stropharia rugosoannulata}}
{{Stubbur|sveppir}}
[[Flokkur:Strophariaceae]]
[[Flokkur:Ætisveppir]]
hbkb7yts4gq5wmgqizbs9y25u3tbnx1
Túnblína
0
166271
1921773
1741665
2025-06-27T10:09:58Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921773
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| image = Stropharia pseudocyanea 111101w.JPG
| image_caption =
| image_width = 200px
| colour = lightblue
| regnum = [[Svepparíki]] (''Fungi'')
| divisio = [[Kólfsveppir]] (''Basidiomycota'')
| classis = [[Agaricomycetes]]
| subclassis = [[Homobasidiomycetidae]]
| ordo = [[Kempubálkur]] (''Agaricales'')
| familia = [[Blínuætt]] (''Strophariaceae'')
| genus = ''[[Stropharia]]''
| species = '''''S. pseudocyanea'''''
| binomial = ''Stropharia pseudocyanea''
| binomial_authority = ([[Jean Baptiste Desmazières|Desm.]]) [[Andrew Price Morgan|Morgan]], 1908<ref>Morgan (1908) , In: J. Mycol. 14:74</ref>
| synonyms = {{collapsible list|bullets = true
|''Stropharia pseudocyanea ochrocyanea'' <small>([[Marcel Bon|Bon]]) [[Pierre Roux|P. Roux]], 2008</small>
|''Stropharia procera'' <small>([[Hanns Kreisel|Kreisel]]) [[Marco E. Contu|Contu]], 2000</small>
|''Stropharia pseudocyanea ochrocyanea'' <small>([[Marcel Bon|Bon]]) [[Machiel Evert Nordeloos|Noordel.]], 1999</small>
|''Stropharia pseudocyanea pseudocyanea'' <small>([[Jean Baptiste Desmazières|Desm.]]) [[Machiel Evert Nordeloos|Noordel.]], 1995</small>
|''Stropharia pseudocyanea virginea'' <small>([[Jakob Emanuel Lange|J. E. Lange]]) [[Régis Courtecuisse|Courtec.]], 1986</small>
|''Stropharia albocyanea procera'' <small>[[Hanns Kreisel|Kreisel]], 1979</small>
|''Stropharia ochrocyanea'' <small>[[Marcel Bon|Bon]], 1972</small>
|''Stropharia albocyanea virginea'' <small>[[Jakob Emanuel Lange|J. E. Lange]], 1923</small>
|''Stropharia pseudocyanea pseudocyanea'' <small>([[Jean Baptiste Desmazières|Desm.]]) [[Andrew Price Morgan|Morgan]], 1908</small>
|''Stropharia pseudocyanea pseudocyanea'' <small>([[Jean Baptiste Desmazières|Desm.]]) [[Andrew Price Morgan|Morgan]], 1908</small>
|''Stropharia worthingtonii'' <small>([[Elias Fries|Fr.]]) [[Carl Ernst Otto Kuntze|Kuntze]], 1898</small>
|''Stropharia albocyaneus'' <small>([[Elias Fries|Fr.]]) [[Carl Ernst Otto Kuntze|Kuntze]], 1898</small>
|''Stropharia worthingtonii'' <small>([[Elias Fries|Fr.]]) [[Pier Andrea Saccardo|Sacc.]], 1887</small>
|''Stropharia aeruginosa albocyanea'' <small>([[Elias Fries|Fr.]]) [[Lucien Quélet|Quél.]], 1886</small>
|''Stropharia worthingtonii'' <small>[[Elias Fries|Fr.]], 1874</small>
|''Stropharia albocyanea albocyanea'' <small>([[Elias Fries|Fr.]]) [[Lucien Quélet|Quél.]], 1872</small>
|''Stropharia albocyanea'' <small>([[Elias Fries|Fr.]]) [[Lucien Quélet|Quél.]], 1872</small>
|''Stropharia albocyaneus'' <small>[[Elias Fries|Fr.]], 1838</small>
|''Stropharia pseudocyaneus'' <small>[[Jean Baptiste Desmazières|Desm.]], 1823</small>
|''Agaricus pseudocyaneus'' [[Jean Baptiste Desmazières|Desm.]] (1823)
}}
}}
'''Túnblína'''<ref>{{Bókaheimild|titill=Sveppabókin|höfundur=Helgi Hallgrímsson|útgefandi=Skrudda|ár=2010|bls=272|Undirtitill=Íslenskir sveppir og sveppafræði|ISBN=978-9979-655-71-8}}</ref> ([[fræðiheiti]] ''Stropharia pseudocyanea''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2011/search/all/key/stropharia+pseudocyanea/match/1/match/1|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2019 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2019|publisher= Species 2000: Naturalis, Leiden, the Netherlands. ISSN 2405-884X. TaxonID: 42153400|accessdate= 2019-11-11|archive-date= 2022-01-10|archive-url= https://web.archive.org/web/20220110224925/http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2011/search/all/key/stropharia+pseudocyanea/match/1/match/1|url-status= dead}}</ref>) er tegund [[Stropharia|blínusveppa]]<ref name="dyn">[http://www.dyntaxa.se/taxon/info/6076 Dyntaxa Pepparkragskivling]</ref> sem finnst í Evrópu og Norður-Ameríku.<ref>{{Cite web|url=https://artsdatabanken.no/Taxon/Stropharia%20pseudocyanea/55335|title=Stropharia pseudocyanea - Artsdatabanken|website=artsdatabanken.no|access-date=2022-01-09}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://artfakta.se/artbestamning/taxon/stropharia-pseudocyanea-6076|title=Stropharia pseudocyanea í SLU Artdatabanken|website=artfakta.se|language=sv|access-date=2022-01-09}}</ref> Tegundin er ekki talin æt.
<gallery>
Fairy ring and fairy clubs at Hopetoun House - geograph.org.uk - 1568127.jpg
Stropharia pseudocyanea (Desm.) Morgan 177742.jpg
Stropharia pseudocyanea 128409.jpg
Stropharia pseudocyanea 380028.jpg
Stropharia pseudocyanea 563711.jpg
Verdigris agaric - geograph.org.uk - 578039.jpg
</gallery>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{commonscat|Stropharia pseudocyanea}}
{{Wikilífverur|Stropharia pseudocyanea}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Strophariaceae]]
[[Flokkur:Sveppir á Íslandi]]
etsifljg65qdi9myuxpdco4tcw58sm3
Bill Russell
0
168799
1921638
1920410
2025-06-26T18:27:56Z
Alvaldi
71791
Tiltekt, infobox
1921638
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox basketball biography
| image = File:Bill Russell (cropped).jpg
| caption = Russell með [[Boston Celtics]]
| alt =
| height_ft = 6
| height_in = 10
| weight_lb = 215
| birth_date = {{Fæðingardagur|1934|2|12}}
| birth_place = Monroe, [[Louisiana]], U.S.
| death_date = {{Dánardagur og aldur|2022|7|31|1934|2|12}}
| death_place = [[Mercer Island, Washington]], U.S.
| national_team = {{flagdeco|USA}} Bandaríkin
| college = San Francisco (1953–1956)
| draft_year = 1956
| draft_round = 1
| draft_pick = 2
| draft_team = [[Atlanta Hawks|St. Louis Hawks]]
| career_start = 1956
| career_end = 1969
| career_position = Miðherji
| career_number = 6
| coach_start = 1966
| coach_end = 1988
| years1 = 1956–1969
| team1 = [[Boston Celtics]]
| cyears1 = 1966–1969
| cteam1 = Boston Celtics
| cyears2 = 1973–1976
| cteam2 = [[Seattle SuperSonics]]
| cyears3 = 1987–1988
| cteam3 = [[Sacramento Kings]]
| stats_league = NBA
| stat1label = Stig
| stat1value = 14.522 (15,1)
| stat2label = Fráköst
| stat2value = 21.620 (22,5)
| stat3label = Stoðsendingar
| stat3value = 4.100 (4,3)
| cstats_league1 = NBA
| cwin1 = 341
| closs1 = 290
}}
'''William Felton Russell''' ([[12. febrúar]], [[1934]] – [[31. júlí]], [[2022]]) var bandarískur körfuboltamaður sem spilaði sem miðvörður hjá [[Boston Celtics]] frá 1956 til 1969. Hann vann 11 [[NBA]] titla, varð MVP (Most Valuable Player) fimm sinnum og komst í stjörnulið deildarinnar 12 sinnum. Á Ólympíuleikunum vann hann gull með landsliðinu 1956. Russell var einn besti varnarmaður deildarinnar, varð frákastakóngur 4 sinnum og er næsthæstur í fráköstum frá upphafi. Hann ásamt [[Wilt Chamberlain]], vini og andstæðingi, eru þeir einu sem hafa náð meira en 50 fráköstum í leik.
Í lok ferils var hann ráðinn sem fyrsti svarti þjálfarinn í NBA þegar hann tók við Celtics, hann spilaði einnig með liðinu meðfram þjálfarastarfinu í 2 ár. Síðar þjálfaði hann líka [[Seattle SuperSonics]] og [[Sacramento Kings]].
== Æviágrip ==
Russell fæddist í Lousiana í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og ólst þar upp til 8 ára aldurs, en flutti þá til [[Oakland]] ásamt fjölskyldu sinni. Á þessum tíma var mikið af Bandarískum blökkumönnum sem fluttu til vesturstrandar Bandaríkjana vegna uppgangs í atvinnulífinu þar á [[Seinni heimsstyrjöldin|stríðsárunum]]. Á meðan fjölskyldan bjó þar lentu þau í miklli fátækt og bjuggu þau um tíma í [[Félagslegt húsnæði|félagslegu húsnæði]].
Russell var mun nánari móður sinni en föður og hafði það því mikil áhrif á hann þegar að móðir hans lést þegar hann var aðeins 12 ára. Aðdragandi andlátsins var langur en móðir hans lá lengi á spítala og dó að lokum vegna nýrnabilunnar. Hennar hinsta ósk var að Russell kæmist í gegnum háskóla.
== Körfuboltaferill ==
Á sínum yngri árum þótti Russell ekki vera framúrskarandi leikmaður. Hann þótti klaufalegur og hafði lítinn leikskilning. Með tímanum þróaði hann þó leik sinn, einkum varnarleik sem þótti óvenjulegur en afburða góður. Eftir að hafa lokið framhaldsskóla fór Russel í háskólann í San Francisco og spilaði með liði þeirra [[San Francisco Dons|Dons]] á árunum 1953-1956. Þar tók hann gríðarlegum framförum og varð fljótlega lykilmaður liðsins.
Í nýliðavalinu árið 1956 valdi [[Boston Celtics]] Russell og varð fljótlega lykilmaður í liðinu. Russel vann titil á sínu fyrsta ári með Celtics og varð fyrsti blökkumaðurinn til að verða stjarna í [[National Basketball Association|NBA]]. Russel þótti skara fram úr í varnarleik enda mjög hávaxinn, 2,08 metrar á hæð og fráköst voru hans sterkasta hlið.<ref name="britannica">{{Cite web|url=https://www.britannica.com/biography/Bill-Russell|title=Bill Russell {{!}} Biography, Height, Championships, & Facts {{!}} Britannica|date=2024-04-05|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2024-05-08}}</ref> Varnarleikur Russell var síðasta púslið sem vantaði í annars frábært lið Boston Celtics á þessum árum því áður hafði aðaláhersla flestra liða verið sóknarbolti.
== Baráttan fyrir jafnrétti ==
Russell var einnig þekktur fyrir baráttu fyrir jafnrétti blökkumanna í Bandaríkjunum. Hann notaði frægð sína til að vekja athygli á kynþáttahatri þar í landi. Undir lok ferilsins varð Boston Celtics fyrsta bandaríska liðið til að stilla upp eingöngu svörtum mönnum í byrjunarliðinu og var það ekki síst vegna áhrifa Bill Russells.<ref name="britannica"/>
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{DEFAULTSORT:Russell, Bill}}
{{fd|1934|2022}}
[[Flokkur:Bandarískir körfuknattleiksmenn]]
[[Flokkur:Bandarískir körfuknattleiksþjálfarar]]
[[Flokkur:Bandarískir Ólympíuverðlaunahafar]]
[[Flokkur:NBA leikmenn]]
54lw02ku2u0vx9b8d1wzconkdaljsjm
Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra kvennaliða í knattspyrnu
0
169081
1921652
1917029
2025-06-26T20:45:33Z
89.160.185.99
/* 30px Selfoss */
1921652
wikitext
text/x-wiki
'''Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra kvennaliða í knattspyrnu''' er tafla yfir metsigra og -tapleiki íslenskra kvennaliða í knattspyrnu. Taldar eru viðureignir liðanna í deildarkeppni [[Íslenska knattspyrnusambandið|KSÍ]].
==A-deild==
=== [[Mynd:Breidablik.png|30px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðablik]] ===
* Stærsti sigur:
18:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1988|B-deild 1988]]
* Stærsta tap:
1:8 gegn [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]], [[Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu 2004|A-deild 2004]]
=== [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|30px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar]] ===
* Stærsti sigur:
19:0 gegn [[Mynd:Stjarnan.png|20px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Stjörnunni]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1976|A-deild 1976]]
* Stærsta tap:
0:15 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu 2005|A-deild 2005]]
=== [[Mynd:Þróttur_R..png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur]] ===
* Stærsti sigur:
16:0 gegn Draupni, [[1. deild kvenna í knattspyrnu 2010|B-deild 2010]]
* Stærsta tap:
0:8 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1972|A-deild 1972]]
=== [[Mynd:UMF_Tindastoll.png|30px]] [[Ungmennafélagið Tindastóll|Tindastóll]] ===
* Stærstu sigrar:
10:1 gegn [[Íþróttafélagið Leiftur|Leiftri]]/[[UMFS Dalvík|Dalvík]], B-deild 2003
9:0 gegn [[Mynd:Leiknirf.jpg|20px]] [[Ungmennafélagið Leiknir|Leikni Fáskrúðsfirði]],B-deild 2002
* Stærsta tap:
0:09 gegn [[Mynd:Völsungur.gif|20px]] [[Íþróttafélagið Völsungur|Völsungi]], B-deild 2008
=== [[Mynd:Fjarðarbyggð.jpg|30px]][[Mynd:Höttur.svg|30px]][[Mynd:Leiknirf.jpg|30px]] [[Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar|Fjarðabyggð]]/[[Höttur]]/[[Ungmennafélagið Leiknir|Leiknir]] ===
* Stærsti sigur:
24:0 gegn [[Knattspyrnufélagið Miðbær|KM]], C-deild 2021
* Stærsta tap:
1:9 gegn [[Mynd:Augnablik_félag.svg|20px]] [[Augnablik|Augnabliki]], C-deild 2018
0:8 gegn [[Mynd:UMF_Tindastoll.png|20px]] [[Ungmennafélagið Tindastóll|Tindastóli]], C-deild 2018
=== [[Mynd:Stjarnan.png|30px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Stjarnan]] ===
* Stærsti sigur:
17:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Ægir|Ægi]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]]
* Stærsta tap:
0:19 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1978|A-deild 1978]]
=== [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Fram]] ===
* Stærstu sigrar:
11:0 gegn Grundarfirði, [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1987|B-deild 1987]]
* Stærsta tap:
0:10 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1988|A-deild 1988]]
=== [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Víkingur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingur]] ===
* Stærsti sigur:
7:0 gegn Grundarfirði, [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1985|B-deild 1985]]
* Stærsta tap:
0:10 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1981|A-deild 1981]]
=== [[Mynd:Valur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Valur]] ===
* Stærstu sigrar:
15:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1981|A-deild 1981]]
15:0 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Símadeild kvenna í knattspyrnu 2002|A-deild 2002]]
* Stærsta tap:
0:9 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], [[Símadeild kvenna í knattspyrnu 2002|A-deild 2002]]
=== [[Mynd:Thorka-logo-rgb.jpg|30px]] [[Þór/KA]] ===
* Stærstu sigrar:
10:0 gegn [[Mynd:Leiftur.png|20px]] [[Íþróttafélagið Leiftur|Leiftri]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1994|B-deild 1994]]
10:0 gegn [[Íþróttafélagið Leiftur|Leiftri]]/[[UMFS Dalvík|Dalvík]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1999|B-deild 1999]]
10:0 gegn [[Íþróttafélagið Leiftur|Leiftri]]/[[UMFS Dalvík|Dalvík]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1999|B-deild 1999]]
* Stærsta tap:
0:9 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], [[Landssímadeild kvenna í knattspyrnu 2000|A-deild 2000]]
==B-deild==
=== [[Mynd:Fylkir.png|30px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylkir]] ===
* Stærsti sigur:
15:1 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1982|B-deild 1982]]
* Stærsta tap:
0:14 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu 2006|A-deild 2006]]
=== [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|30px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]] ===
* Stærsti sigur:
22:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Ægir|Ægi]], B-deild 2004
* Stærstu töp:
1:12 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1985|A-deild 1985]]
0:11 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Pepsideild kvenna í knattspyrnu 2009|A-deild 2009]]
0:11 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]], B-deild 2013
=== [[Mynd:UMFA.png|30px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Afturelding]] ===
* Stærsti sigur:
21:0 gegn [[Ungmennafélag Hveragerðis og Ölfuss|UMFH]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1984|B-deild 1984]]
* Stærsta tap:
1:15 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1982|B-deild 1982]]
=== [[Mynd:KR Reykjavík.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]] ===
* Stærsti sigur:
18:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1994|A-deild 1994]]
* Stærsta tap:
0:9 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]]
=== [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar]] ===
* Stærsti sigur:
15:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Ægir|Ægi]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]]
* Stærsta tap:
0:18 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1994|A-deild 1994]]
=== [[Mynd:Ibv-logo.png|30px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja]] ===
* Stærstu sigrar:
11:0 gegn [[Mynd:Stjarnan.png|20px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Stjörnunni]], [[Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu 2004|A-deild 2004]]
11:0 gegn Tindastóli/Neista, B-deild 2009
11:0 gegn [[Mynd:Höttur.svg|20px]] [[Höttur|Hetti]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 2010|B-deild 2010]]
* Stærsta tap:
0:10 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðabliki]], [[Mizunodeild kvenna í knattspyrnu 1995|A-deild 1995]]
=== [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|30px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]] ===
* Stærsti sigur:
21:0 gegn [[Hvíti riddarinn|Hvíta riddaranum]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 2015|B-deild 2015]]
* Stærsta tap:
0:15 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], [[Meistaradeild kvenna í knattspyrnu 1999|A-deild 1999]]
=== [[Mynd:Grótta.png|30px]] [[Íþróttafélagið Grótta|Grótta]] ===
* Stærsti sigur:
10:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1999|B-deild 1999]]
* Stærsta tap:
0:14 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 2016|B-deild 2016]]
=== [[Mynd:HK-K.png|30px]] [[Handknattleiksfélag Kópavogs]] ===
* Stærsti sigur:
7:0 gegn [[Mynd:UMF_Sindri.jpg|20px]] [[UMF Sindri|Sindri, Höfn]], C-deild 2020
* Stærsta tap:
1:6 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 2021|B-deild 2021]]
=== [[Mynd:ÍA-Akranes.png|30px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]] ===
* Stærsti sigur:
13:0 gegn [[Ungmennafélagið Hvöt (Blönduósi)|Hvöt]]/[[Ungmennafélagið Tindastóll|Tindastóli]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 2004|B-deild 2004]]
* Stærsta tap:
0:11 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], [[Landssímadeild kvenna í knattspyrnu 2000|A-deild 2004]]
==C-deild==
=== [[Mynd:Fjölnir.png|30px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir]] ===
* Stærsti sigur:
17:0 gegn [[Knattspyrnufélagið Miðbær Reykjavík|KM]], C-deild 2021
* Stærsta tap:
0:12 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1993|B-deild 1993]]
0:12 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], [[Meistaradeild kvenna í knattspyrnu 1999|A-deild 1999]]
0:12 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Meistaradeild kvenna í knattspyrnu 1999|A-deild 1999]]
=== [[Mynd: ÍR.png|30px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur]] ===
* Stærsti sigur:
14:1 gegn [[Knattspyrnufélagið Valur|K.F.R.]]/[[Knattspyrnufélagið Ægir|Ægi]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 2006|B-deild 2006]]
13:0 gegn [[Mynd:Víðir.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víðir|Víði]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 2005|B-deild 2005]]
* Stærsta tap:
0:12 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þrótti R.]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 2002|B-deild 2002]]
=== [[Mynd:Völsungur.gif|30px]] [[Íþróttafélagið Völsungur|Völsungur]] ===
* Stærsti sigur:
13:0 gegn [[Hamrarnir|Hömrunum]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 2007|B-deild 2007]]
* Stærsta tap:
0:11 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þrótti]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 2010|B-deild 2010]]
=== [[Mynd:UMFS.png|30px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfoss]] ===
* Stærsti sigur:
16:0 gegn Smára, [[2. deild kvenna í knattspyrnu 2025|C-deild 2025]]
* Stærsta tap:
0:18 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðabliki]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1988|B-deild 1988]]
=== [[Mynd:Einherji.png|30px]] [[Ungmennafélagið Einherji|Einherji]] ===
* Stærsti sigur:
11:0 gegn [[Knattspyrnufélagið Miðbær Reykjavík|KM]], C-deild 2021
* Stærsta tap:
0:12 gegn [[Mynd:ÞrótturN.png|20px]] [[Þróttur Neskaupsstað|Þrótti Neskaupstað]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1990|B-deild 1990]]
=== [[Mynd:UMF_Sindri.jpg|30px]] [[UMF Sindri|Sindri, Höfn]] ===
* Stærsti sigur:
13:0 gegn Neista Djúpavogi, B-deild 1995
* Stærsta tap:
0:15 gegn [[Mynd:Íþróttafélag_Hafnarfjarðar.JPG|20px]] [[Íþróttafélag Hafnarfjarðar|ÍH]], C-deild 2024
==Lið sem hætt hafa starfsemi==
=== [[Mynd:Augnablik_félag.svg|30px]] [[Augnablik]] ===
* Stærstu sigrar:
9:1 gegn [[Mynd:Fjarðarbyggð.jpg|20px]][[Mynd:Höttur.svg|20px]][[Mynd:Leiknirf.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar|Fjarðabyggð]]/[[Höttur|Hetti]]/[[Ungmennafélagið Leiknir|Leikni]], C-deild 2018
8:0 gegn [[Mynd:Grótta.png|20px]] [[Íþróttafélagið Grótta|Gróttu]], B-deild 2016
8:0 gegn [[Hvíti riddarinn|Hvíta riddaranum]], B-deild 2017
* Stærstu töp:
0:7 [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], B-deild 2023
0:7 [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|30px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]], B-deild 2023
[[Flokkur:knattspyrna á Íslandi]]
q7kgyburp3govzg681xekwx0y3sfhtw
Mið-evrópski háskólinn
0
170399
1921666
1853385
2025-06-26T21:36:26Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921666
wikitext
text/x-wiki
{{hreingera}}
[[Mynd:Nádor Street 9, Central European University Front.jpg|thumb|hægri|Mið-Evrópski háskólinn.]]
'''Mið-Evrópski háskólinn''' (Central European University, CEU) er einkarekinn háskóli í Vínarborg sem er viðurkenndur í [[Austurríki]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]. Aðalmarkmið CEU er að efla opið samfélag<ref>{{cite web|url=https://www.ceu.edu/rethinking-open-society|title=Rethinking Open Societies: Schools and Departments|publisher=Central European University|accessdate=20 March 2018|archive-date=26 júlí 2022|archive-url=https://web.archive.org/web/20220726200613/https://www.ceu.edu/rethinking-open-society|url-status=dead}}</ref> og það er hátt settur háskóli í félagsvísindum og hugvísindum.<ref>{{cite web|url=https://www.ceu.edu/article/2014-10-03/ceu-top-100-universities-social-sciences-latest-times-higher-education-rankings|title=CEU in Top 100 Universities for Social Sciences and Humanities in Latest Times Higher Education Rankings|publisher=timeshighereducation|accessdate=14 June 2019}}</ref> CEU var stofnaður árið 1991 með styrk frá [[George Soros]] og var með mestan hluta starfsemi sinnar í [[Búdapest]] til september 2019.
Árið 2017 voru 1448 nemendur frá 117 löndum í CEU og 723 starfsmenn frá meira en 40 löndum.<ref name=about>{{cite web|url=https://www.ceu.edu/about|title=About CEU|publisher=Central European University|date=2018|accessdate=20 March 2018}}</ref>
==Saga==
CEU var stofnaður árið 1991 af fjármálamanninum, aðgerðasinnanum og mannvininum [[George Soros]], sem gaf háskólanum 880 milljóna dollara styrk.
Myndunin var viðbrögð við falli sósíalistablokkarinnar og hugmyndin um að stofna háskóla með áherslu á þær áskoranir sem fylgdu lýðræðisvæðingu og opnu samfélagi höfðu komið upp vorið 1989 meðal fræðimanna í nokkrum Mið-Evrópulöndum. , t.d. á fyrirlestraröð í [[Dubrovnik]] í fyrrum Júgóslavíu í apríl 1989. Tilraun til að stofna háskólann í Bratislava í þáverandi Tékkóslóvakíu var gerð á árunum 1989-1990, en féll fyrir andstöðu þjóðernissinnaðra stjórnmálamanna. Strax eftir stofnun þess árið 1991 var meginhluti fyrirtækisins staðsettur í Prag í Tékkóslóvakíu, en eftir ósætti milli Soros og tékkneskra stjórnvalda, einkum [[Václav Klaus]] forsætisráðherra, flutti fyrirtækið til ungversku höfuðborgarinnar Búdapest.
Þegar Soros varð fyrir pólitískum árásum meðal annars í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]], varð CEU einnig skotmark gagnrýni hægri sinnaðra þjóðernissinna og andstæðinga hnattvæðingar. Meðal gagnrýnenda var [[Viktor Orbán]], forsætisráðherra Ungverjalands, og ríkisstjórn hans, sem oft nefndi CEU sem „Soros-háskóla“. Í mars 2017 lagði ungversk stjórnvöld fram frumvarp sem myndi setja nýjar reglur fyrir háskóla í Ungverjalandi sem reknir eru af erlendum aðilum, með sérstaklega ströngum reglum fyrir leikara utan ESB. Fulltrúar CEU töldu að fyrirhugaðar reglugerðir miðuðust sérstaklega að CEU.
Í desember 2018 tilkynnti CEU að starfsemi hans í Ungverjalandi yrði hætt og þess í stað flytti hann til [[Vín (Austurríki)|Vínar]].<ref name="aljazeera.com">{{cite web|url=https://www.aljazeera.com/news/2018/12/george-soros-funded-university-forced-budapest-181203143206519.html|title=George Soros-funded CEU 'forced out' of Budapest|website=www.aljazeera.com}}</ref> Þessi aðgerð var vegna þess að ungversk stjórnvöld vildu ekki gera þá samninga sem nauðsynlegir eru til að CEU haldi áfram starfsemi í Ungverjalandi með nýlega innleiddri löggjöf varðandi háskóla sem reknir eru af erlendum aðilum.
==Heimildir==
{{reflist}}
{{S|1991}}
[[Flokkur:Vín (Austurríki)]]
[[Flokkur:Háskólar í Austurríki]]
46eaomukokf4dpofsv5o2pc74qq9mkj
Oidoxie
0
171096
1921648
1813832
2025-06-26T20:41:37Z
TKSnaevarr
53243
1921648
wikitext
text/x-wiki
'''Oidoxie''' var hljómsveit, stofnuð í október 1995, frá Dortmund, Þýskalandi, af tegundinni Rock Against Communism.
Hljómsveitin var viðfangsefni rannsókna [[Bundesamt für Verfassungsschutz]] (BfV) (sambandsskrifstofu til verndar stjórnarskrárinnar), sem hefur það hlutverk að fylgjast með ólýðræðislegri starfsemi í Þýskalandi.
Lagið Terrormachine, frá 2006, með hljómsveitinni Oidoxie, er þjóðsöngur við [[Combat 18]] (C18), samtök sem stofnuð voru árið 1992 eftir fundi breska þjóðarflokksins (BNP) með Chelsea Headhunters og Blood & Honour.
{{stubbur}}
[[Flokkur:Þýskar hljómsveitir]]
{{s|1995}}
i75jsxo0ew32y5wz1dn33r0r8vsuakt
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir
0
172247
1921728
1858556
2025-06-27T05:01:23Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921728
wikitext
text/x-wiki
'''Sigrún Ósk Kristjánsdóttir''' (fædd 7. september [[1980]] í [[Reykjavík]]) er íslensk fjölmiðlakona frá [[Akranes|Akranesi]]. Hún útskrifaðist árið 2007 með BA í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá [[Háskólinn á Bifröst|Háskólanum á Bifröst]].<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/6363838?iabr=on#page/n21/mode/2up/search/at%20r%C3%BAv%20sigr%C3%BAn%20%C3%B3sk%20kristj%C3%A1nsd%C3%B3ttir|title=Dagblaðið Vísir - DV - 2. tölublað (05.01.2009) - Tímarit.is|website=timarit.is|page=22|access-date=2023-01-31}}</ref>
Hún hefur starfað við dagskrárgerð hjá [[Ríkisútvarpið|RÚV]] og blaðamennsku hjá [[Fréttablaðið|Fréttablaðinu]]. Í byrjun árs 2008 tók hún við af Magnúsi Magnússyni sem ritstjóri Skessuhorns í um ár, en hún hóf blaðamannaferil sinn hjá blaðinu árið 1999.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/202079273d|title=Sigrún Ósk nýr ritstjóri Skessuhorns - Vísir|date=2007-12-20|website=visir.is|language=is|access-date=2023-01-30}}</ref> Árið 2012 gaf hún út bókina ''Gleðigjafar'' ásamt Thelmu Þorbergsdóttur. Árið 2009 hóf hún störf hjá [[365 miðlar|365 miðlum]] sem einn af þáttastjórnendum [[Ísland í dag|''Íslands í dag'']] og hefur komið að mörgum þáttum á [[Stöð 2]], en þeir þekktustu eru [[Leitin að upprunanum|''Leitin að upprunanum'']].<ref name=":0">{{Cite web|url=https://skessuhorn.rat.nepal.is/frettir/nr/132322/|title=Þættir um Neyðarlínuna og ný bók meðal verkefna hjá Sigrúnu Ósk - Skessuhorn - fréttir af Vesturlandi|last=|date=26. september 2012|website=Skessuhorn|language=is|access-date=2023-01-30|archive-date=2023-01-31|archive-url=https://web.archive.org/web/20230131033344/https://skessuhorn.rat.nepal.is/frettir/nr/132322/|url-status=dead}}</ref>
== Sjónvarpsferill ==
* ''At''<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3696855?iabr=on#page/n13/mode/2up/search/sigr%C3%BAn%20%C3%B3sk%20kristj%C3%A1nsd%C3%B3ttir%20Vilhelm%20Anton%20J%C3%B3nsson/inflections/true|title=Fréttablaðið - 201. tölublað (15.10.2002) - Tímarit.is|website=timarit.is|page=14|access-date=2023-01-31}}</ref> <small>(2002)</small>
* [[Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva]] (stigakynnir Íslands) <small>(2004)</small>
* ''Ísland í dag'' <small>(2009-2012)</small>
* ''Neyðarlínan''<ref name=":0" /> <small>(2012-2015)</small>
* [[Margra barna mæður|''Margra barna mæður'']] <small>(2015 og 2018)</small>
* [[Leitin að upprunanum|''Leitin að upprunanum'']] <small>(2016-2021)</small>
* [[Allir geta dansað|''Allir geta dansað'']]<ref>{{Cite web|url=https://skagafrettir.is/2018/02/14/eva-laufey-og-sigrun-osk-i-adalhluverki-i-nyjum-dansthaetti-a-stod-2/|title=Eva Laufey og Sigrún Ósk í aðalhluverki í nýjum dansþætti á Stöð 2|date=2018-02-14|website=Skagafréttir.is|language=is|access-date=2023-01-30}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.nutiminn.is/frettir/audunn-blondal-kynnir-allir-geta-dansad-i-vetur/|title=Auðunn Blöndal kynnir Allir geta dansað í vetur|last=|date=2019-08-23|website=Nutiminn|language=is|access-date=2023-01-30}}</ref> (kynnir) <small>(2018-2019)</small>
* ''Trans börn'' <small>(2020)</small>
* ''Ísskápastríð''<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20222283296d|title=„Mjög grimm örlög“ - Vísir|last=Agnarsdóttir|first=Dóra Júlía|date=2022-05-07|website=visir.is|language=is|access-date=2023-01-31}}</ref> (keppandi) <small>(2022)</small>
* ''[[Idol (Ísland)|Idol]]'' (kynnir) <small>(2022-2023)</small> <ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/folk/frettir/2022/08/26/aron_mola_og_sigrun_osk_kynnar_i_idol/|title=Aron Mola og Sigrún Ósk kynnar í Idol|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-01-30}}</ref>
== Verðlaun ==
{| class="wikitable sortable"
|+
!Verðlaun
!Ár
!Flokkur
!Niðurstaða
!Athugasemdir
!{{Abbr|Tilv.|Tilvísanir}}
|-
|[[Blaðamannaverðlaun Íslands]]
| rowspan="3" |2017
|Umfjöllun ársins
|{{Vann}}
|Hún sjálf fyrir ''Leitin að upprunanum''
| style="text-align:center;"|<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20171602361d|title=Jóhannes Kr. hlaut blaðamannaverðlaun ársins: Sigrún Ósk með umfjöllun ársins - Vísir|last=Olgeirsson|first=Birgir|date=2017-04-03|website=visir.is|language=is|access-date=2023-01-31}}</ref>
|-
| rowspan="13" |[[Edduverðlaunin]]
|Frétta- eða viðtalsþáttur ársins 2016
|{{Vann}}
|''Leitin að upprunanum''
| style="text-align:center;"|<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/2017408741d|title=Leitin að upprunanum vann Edduverðlaun - Vísir|last=Gunnarsson|first=Oddur Ævar|date=2017-02-26|website=visir.is|language=is|access-date=2023-01-31}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/2017410082d|title=Verðlaunahafar Eddunnar 2017: Hjartasteinn með flest verðlaun - Vísir|last=Gunnarsson|first=Oddur Ævar|date=2017-02-26|website=visir.is|language=is|access-date=2023-01-31}}</ref><ref name=":1">{{Cite web|url=https://eddan.is/tilnefningar-til-eddunar-2017/|title=Tilnefningar til Eddunar 2017|last=|date=2017-02-02|website=Eddan|language=|access-date=2023-01-31}}</ref>
|-
|Sjónvarpsmaður ársins 2016
|{{Tilnefn}}
|Hún sjálf
| style="text-align:center;"|<ref name=":1" />
|-
| rowspan="3" |2018
|Mannlífsþáttur ársins 2017
|{{Vann}}
|''Leitin að upprunanum''
| style="text-align:center;"|<ref name=":2">{{Cite web|url=https://eddan.is/edduverdlaunahatidin-2018/|title=Edduverðlaunahátíðin 2018|last=|date=2018-02-26|website=Eddan|language=|access-date=2023-01-31}}</ref><ref name=":3">{{Cite web|url=https://skagafrettir.is/2018/02/26/sigrun-osk-fekk-edduverdlaunin-annad-arid-i-rod/|title=Sigrún Ósk fékk Edduverðlaunin annað árið í röð|date=2018-02-26|website=Skagafréttir|language=is|access-date=2023-01-31}}</ref>
|-
|Sjónvarpsmaður ársins 2017
|{{Tilnefn}}
|Hún sjálf
| style="text-align:center;"|<ref name=":2" /><ref name=":3" />
|-
|Sjónvarpsefni ársins 2017
|{{Tilnefn}}
|''Leitin að upprunanum''
| style="text-align:center;"|<ref name=":2" /><ref name=":3" />
|-
|2019
|Sjónvarpsmaður ársins 2018
|{{Tilnefn}}
|Hún sjálf fyrir ''Allir geta dansað''
| style="text-align:center;"|<ref>{{Cite web|url=https://eddan.is/tilnefningar-fyrir-edduverdlaunin-2019/|title=Tilnefningar fyrir Edduverðlaunin 2019|last=|date=2019-02-07|website=Eddan|language=|access-date=2023-01-31}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.dv.is/fokus/2019/02/07/edduverdlaunin-2019-lof-mer-ad-falla-med-flestar-tilnefningar-kristin-julia-orugg-med-edduverdlaun/|title=Edduverðlaunin 2019: Lof mér að falla með flestar tilnefningar - Kristín Júlía örugg með Edduverðlaun|date=2019-02-07|website=DV|language=is|access-date=2023-01-31}}</ref>
|-
| rowspan="3" |2020
|Frétta- eða viðtalsþáttur ársins 2019
|{{Tilnefn}}
|''Leitin að upprunanum''
| style="text-align:center;"|<ref name=":4">{{Cite web|url=https://eddan.is/eddan-2020-tilnefningar/|title=Eddan 2020 - Tilnefningar|last=|date=2020-03-11|website=Eddan|language=|access-date=2023-01-31}}</ref>
|-
|Sjónvarpsmaður ársins 2019
|{{Tilnefn}}
|Hún sjálf
| style="text-align:center;"|<ref name=":4" />
|-
|Sjónvarpsefni ársins 2019
|{{Tilnefn}}
|''Leitin að upprunanum''
| style="text-align:center;"|<ref name=":4" />
|-
| rowspan="2" |2021
|Frétta- eða viðtalsþáttur ársins 2020
|{{Tilnefn}}
|Trans börn
| style="text-align:center;"|<ref name=":5">{{Cite web|url=https://eddan.is/edduverdlaunin-2021/|title=Edduverðlaunin 2021|last=|date=2021-10-03|website=Eddan|language=|access-date=2023-01-30}}</ref>
|-
|Sjónvarpsmaður ársins 2020
|{{Tilnefn}}
|Hún sjálf
| style="text-align:center;"|<ref name=":5" />
|-
| rowspan="2" |2022
|Frétta- eða viðtalsþáttur ársins 2021
|{{Tilnefn}}
|''Leitin að upprunanum''
| style="text-align:center;"|<ref name=":6">{{Cite web|url=https://eddan.is/tilnefningar-til-eddunnar-2022/|title=Tilnefningar til Eddunnar 2022|last=|date=2022-07-11|website=Eddan|language=|access-date=2023-01-31}}</ref>
|-
|Sjónvarpsmaður ársins 2021
|{{Tilnefn}}
|Hún sjálf
| style="text-align:center;"|<ref name=":6" />
|}
== Tilvísanir ==
[[Flokkur:Íslenskir sjónvarpsmenn]]
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1980]]
<references />
[[Flokkur:Íslenskar fjölmiðlakonur]]
h9dmv5qxx301zfr38rtxfwq3lf9frtk
Skógarsóley
0
173174
1921733
1799034
2025-06-27T06:17:53Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921733
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| image = Anemone nemorosa 001.JPG
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'')
| ordo = [[Sóleyjabálkur]] (''Ranunculales'')
| familia = [[Sóleyjaætt]] (''Ranunculaceae'')
| genus = [[Skógarsóleyjar]] (''Anemone'')
| species = A. nemorosa
| binomial = Anemone nemorosa
| binomial_authority = [[Carl Linnaeus|L.]]
| synonyms = * ''Anemone nemorosa'' var. ''nemorosa'' [[Carl von Linné|L.]]
* ''Anemonidium nemorosum'' ([[Carl von Linné|L.]]) [[Josef Holub|Holub]]
* ''Anemone nemorosa'' [[Pjotr (Petr) Ivanovitj Schangin|Schangin]], 1793
* ''Anemonoides nemorosa'' ([[Carl Linnaeus|L.]]) Holub
| range_map = Anemone nemorosa map1.jpg
}}
'''Skógarsóley''' ([[fræðiheiti]]: ''Anemone nemorosa''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16673955/source/tree|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>) er [[Fjölær jurt|fjölært]] [[blóm]] af [[sóleyjaætt]] sem er upprunnið frá Evrópu.
Á Íslandi er hún slæðingur.<ref>{{Cite web|url=http://www.floraislands.is/anemonem.html|title=Flóra Íslands Flóran Blómplöntur|website=www.floraislands.is|access-date=2023-03-12}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{commons|Anemone nemorosa}}
{{wikilífverur|Anemone nemorosa}}
{{stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Sóleyjaætt]]
[[Flokkur:Plöntur á Íslandi]]
bk6arn8klwifwkqjpln40tibmoqeef6
Morse lögreglufulltrúi
0
175188
1921764
1812377
2025-06-27T09:41:54Z
Akigka
183
1921764
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Inspector_Morse-logo.svg|thumb|right|Merki þáttanna.]]
'''''Morse lögreglufulltrúi''''' ([[enska]]: ''Inspector Morse'') eru [[Bretland|breskir]] [[sakamálasaga|sakamálaþættir]] byggðir á sögum [[Colin Dexter]] sem voru sýndir á bresku sjónvarpsstöðinni [[ITV]] frá 1987 til 2000. Aðalpersónur þáttanna eru rannsóknarlögreglumaðurinn Morse (leikinn af [[John Thaw]]) og aðstoðarmaður hans [[Lewis (sjónvarpsþættir)|Lewis]] ([[Kevin Whately]]). [[Sögusvið]] þáttanna er borgin [[Oxford]] og nágrenni hennar og mörg sakamálin tengjast [[Oxford-háskóli|Oxford-háskóla]]. Colin Dexter birtist sem aukaleikari í næstum öllum þáttunum. Þættirnir voru 2 tíma langir og eru 33 talsins. Þeir skiptast í 8 þáttaraðir með 3-5 þætti hver. Fyrstu sjö þáttaraðirnar voru sýndar nokkuð reglulega frá 1987 til 1993, en síðasta þáttaröðin var með fimm þætti sem voru frumsýndir einn á ári frá 1995 til 2000.
Árið 2018 voru þættirnir valdir bestu bresku sakamálaþættir allra tíma af lesendum ''[[Radio Times]]''.<ref>{{Cite web|url=https://www.radiotimes.com/news/2018-07-03/inspector-morse-named-the-greatest-british-crime-drama-of-all-time/|title=Inspector Morse named the greatest British crime drama of all time|website=Radio Times|language=en|access-date=2020-02-16}}</ref> Árið 2000 voru þeir settir í 42. sæti lista yfir [[100 bestu bresku sjónvarpsþættirnir|100 bestu bresku sjónvarpsþættina]] sem [[British Film Institute]] tók saman.
Tvær tengdar sjónvarpsþáttaraðir hafa verið gerðar eftir 2000: framhaldsþættirnir ''[[Lewis (sjónvarpsþættir)|Lewis]]'' (2006-2015) og forsöguþættirnir ''[[Endeavour (sjónvarpsþættir)|Endeavour]]'' (2012-2023).
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{stubbur}}
[[Flokkur:Breskir sakamálaþættir]]
[[Flokkur:ITV]]
{{sa|1987|2000}}
1la76jhslza5yjlv9z3ryp7zrldnkga
1921765
1921764
2025-06-27T09:43:49Z
Akigka
183
1921765
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Inspector_Morse-logo.svg|thumb|right|Merki þáttanna.]]
'''''Morse lögreglufulltrúi''''' ([[enska]]: ''Inspector Morse'') eru [[Bretland|breskir]] [[sakamálasaga|sakamálaþættir]] byggðir á sögum [[Colin Dexter]] sem voru sýndir á bresku sjónvarpsstöðinni [[ITV]] frá 1987 til 2000. Aðalpersónur þáttanna eru rannsóknarlögreglumaðurinn Morse (leikinn af [[John Thaw]]) og aðstoðarmaður hans [[Lewis (sjónvarpsþættir)|Lewis]] ([[Kevin Whately]]). [[Sögusvið]] þáttanna er borgin [[Oxford]] og nágrenni hennar og mörg sakamálin tengjast [[Oxford-háskóli|Oxford-háskóla]]. Colin Dexter birtist sem aukaleikari í næstum öllum þáttunum. Þættirnir voru 2 tíma langir og eru 33 talsins. Þeir skiptast í 8 þáttaraðir með 3-5 þætti hver. Fyrstu sjö þáttaraðirnar voru sýndar nokkuð reglulega frá 1987 til 1993, en síðasta þáttaröðin var með fimm þætti sem voru frumsýndir einn á ári frá 1995 til 2000.
Árið 2018 voru þættirnir valdir bestu bresku sakamálaþættir allra tíma af lesendum ''[[Radio Times]]''.<ref>{{Cite web|url=https://www.radiotimes.com/news/2018-07-03/inspector-morse-named-the-greatest-british-crime-drama-of-all-time/|title=Inspector Morse named the greatest British crime drama of all time|website=Radio Times|language=en|access-date=2020-02-16}}</ref> Árið 2000 voru þeir settir í 42. sæti lista yfir [[100 bestu bresku sjónvarpsþættirnir|100 bestu bresku sjónvarpsþættina]] sem [[British Film Institute]] tók saman.<ref>{{cite web | author = BFI Staff | date = 4 March 2009 | title = The BFI TV 100: 1–100 | location = London, UK | publisher = [[British Film Institute]] | url=http://www.bfi.org.uk/features/tv/100/list/list.php | archive-url=https://web.archive.org/web/20110911083558/http://www.bfi.org.uk/features/tv/100/list/list.php | archive-date=11 September 2011}}</ref>
Tvær tengdar sjónvarpsþáttaraðir hafa verið gerðar eftir 2000: framhaldsþættirnir ''[[Lewis (sjónvarpsþættir)|Lewis]]'' (2006-2015) og forsöguþættirnir ''[[Endeavour (sjónvarpsþættir)|Endeavour]]'' (2012-2023).
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{stubbur}}
[[Flokkur:Breskir sakamálaþættir]]
[[Flokkur:ITV]]
{{sa|1987|2000}}
i5a0c3wdxqbumx60etqw3lm1oejlr4k
1921769
1921765
2025-06-27T10:02:36Z
Akigka
183
1921769
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Inspector_Morse-logo.svg|thumb|right|Merki þáttanna.]]
'''''Morse lögreglufulltrúi''''' ([[enska]]: ''Inspector Morse'') eru [[Bretland|breskir]] [[sakamálasaga|sakamálaþættir]] byggðir á sögum [[Colin Dexter]] sem voru sýndir á bresku sjónvarpsstöðinni [[ITV]] frá 1987 til 2000. Aðalpersónur þáttanna eru rannsóknarlögreglumaðurinn Morse (leikinn af [[John Thaw]]) og aðstoðarmaður hans [[Lewis (sjónvarpsþættir)|Lewis]] ([[Kevin Whately]]). [[Sögusvið]] þáttanna er borgin [[Oxford]] og nágrenni hennar og mörg sakamálin tengjast [[Oxford-háskóli|Oxford-háskóla]]. Colin Dexter birtist sem aukaleikari í næstum öllum þáttunum. Þættirnir voru 2 tíma langir og eru 33 talsins. Þeir skiptast í 8 þáttaraðir með 3-5 þætti hver. Fyrstu sjö þáttaraðirnar voru sýndar nokkuð reglulega frá 1987 til 1993, en síðasta þáttaröðin var fimm þættir sem voru frumsýndir einn á ári frá 1995 til 2000.
Árið 2018 voru þættirnir valdir bestu bresku sakamálaþættir allra tíma af lesendum ''[[Radio Times]]''.<ref>{{Cite web|url=https://www.radiotimes.com/news/2018-07-03/inspector-morse-named-the-greatest-british-crime-drama-of-all-time/|title=Inspector Morse named the greatest British crime drama of all time|website=Radio Times|language=en|access-date=2020-02-16}}</ref> Árið 2000 voru þeir settir í 42. sæti lista yfir [[100 bestu bresku sjónvarpsþættirnir|100 bestu bresku sjónvarpsþættina]] sem [[British Film Institute]] tók saman.<ref>{{cite web | author = BFI Staff | date = 4 March 2009 | title = The BFI TV 100: 1–100 | location = London, UK | publisher = [[British Film Institute]] | url=http://www.bfi.org.uk/features/tv/100/list/list.php | archive-url=https://web.archive.org/web/20110911083558/http://www.bfi.org.uk/features/tv/100/list/list.php | archive-date=11 September 2011}}</ref>
Tvær tengdar sjónvarpsþáttaraðir hafa verið gerðar eftir 2000: framhaldsþættirnir ''[[Lewis (sjónvarpsþættir)|Lewis]]'' (2006-2015) og forsöguþættirnir ''[[Endeavour (sjónvarpsþættir)|Endeavour]]'' (2012-2023).
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{stubbur}}
[[Flokkur:Breskir sakamálaþættir]]
[[Flokkur:ITV]]
{{sa|1987|2000}}
kd1bgbl38o7pq01rcwnfe4exwpkns77
Nemo (rappari)
0
180727
1921681
1862651
2025-06-26T22:23:54Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921681
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
| heiti = Nemo
| mynd = Nemo PreparyES 01 (cropped).jpg
| mynd_texti = Nemo árið 2024
| fæðingarnafn = Nemo Mettler
| fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1999|8|3}}
| fæðingarstaður = [[Biel/Bienne]], [[Sviss]]
| önnur_nöfn =
| hljóðfæri = {{hlist|Rödd|fiðla|píanó|trommur}}
| stefna = {{hlist|[[Hipphopp]]|[[Popptónlist|popp]]}}
| starf = {{hlist|Rappari|söngvari}}
| ár =
| útgefandi = Bakara Music<ref>{{cite web |last=Tuchschmid |first=Benno |title=Dieser 17-jährige Zahnspangenträger wird der nächste Mundart-Rap-Star |language=de-CH |work=[[Aargauer Zeitung]] |date=2016-10-14 |url=http://www.aargauerzeitung.ch/kultur/dieser-17-jaehrige-zahnspangentraeger-wird-der-naechste-mundart-rap-star-130641392 |accessdate=2016-12-27 |archive-date=2016-12-27 |archive-url=https://web.archive.org/web/20161227123647/http://www.aargauerzeitung.ch/kultur/dieser-17-jaehrige-zahnspangentraeger-wird-der-naechste-mundart-rap-star-130641392 |url-status=dead }}</ref>
| vefsíða = {{URL|nemothings.com}}
}}
'''Nemo Mettler''' (f. 3. ágúst 1999), þekkt{{efn|Nemo skilgreinir sig sem [[kynsegin]].}} sem '''Nemo''', er [[sviss]]neskur rappari og söngvari. Nemo tók þátt í og sigraði [[Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2024]] fyrir [[Sviss í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva|Sviss]] með laginu „The Code“.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2024-05-11-sviss-vinnur-eurovision-2024-412388|title=Sviss vinnur Eurovision 2024|publisher=[[Ríkisútvarpið]]|accessdate=2024-05-12}}</ref>
== Útgefið efni ==
=== Stuttskífur ===
* ''Clownfisch'' (2015)
* ''Momänt-Kids'' (2017)
* ''Fundbüro'' (2017)
* ''Whatever Feels Right'' (2022)
== Athugasemdir ==
{{notelist}}
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{stubbur|æviágrip|tónlist}}
{{f|1999}}
[[Flokkur:Svissneskir rapparar]]
[[Flokkur:Svissneskir tónlistarmenn]]
[[Flokkur:Þátttakendur í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva]]
eozzdqrcjk72sxkpjn1lb82x60lb2pj
Sofia Coppola
0
181092
1921664
1913048
2025-06-26T21:13:35Z
TKSnaevarr
53243
1921664
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Sofia Coppola
| mynd = Sofia Coppola Cannes 2014.jpg
| mynd_texti = Sofia Coppola árið 2014.
| fæðingarnafn = Sofia Carmina Coppola
| fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1971|5|14}}
| fæðingarstaður = [[New York-borg]] í Bandaríkjunum
| önnur_nöfn = Domino Coppola
| starf = {{hlist|Kvikmyndaleikstjóri|Handritshöfundur|Framleiðandi|Leikkona}}
| ár = 1972–í dag
| maki = {{Plainlist|
* {{g|[[Spike Jonze]]|1999|2003}}
* {{g|[[Thomas Mars]]|2011}}
}}
| börn = 2
| foreldrar = {{plainlist|
* [[Francis Ford Coppola]] (faðir)
* [[Eleanor Coppola|Eleanor Neil]] (móðir)
}}
| ættingjar = {{plainlist|
* [[Carmine Coppola]] (föðurafi)
* [[Italia Coppola|Italia Pennino]] (föðuramma)
* [[Gian-Carlo Coppola]] (bróðir)
* [[Roman Coppola]] (bróðir)
* [[August Coppola]] (föðurbróðir)
* [[Talia Shire]] (föðursystir)
* [[Gia Coppola]] (bróðurdóttir)
* [[Nicolas Cage]] (bræðrungur)
* [[Jason Schwartzman]] (systrungur)
* [[Robert Schwartzman]] (systrungur)
}}
}}
'''Sofia Carmina Coppola''' (f. 14. maí 1971) er bandarískur kvikmyndaleikstjóri, handritshöfundur, framleiðandi og fyrrum leikkona. Hún hefur hlotið [[Óskarsverðlaunin|Óskarsverðlaun]], [[Golden Globe-verðlaun]], [[Gullljónið]] og verðlaun á [[Kvikmyndahátíðin í Cannes|Kvikmyndahátíðinni í Cannes]].
{{DEFAULTSORT:Coppola, Sofia}}
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1971]]
[[Flokkur:Bandarískir kvikmyndagerðarmenn]]
[[Flokkur:Coppola-ættin]]
nf7hgcugmswwgmnlvtenq6jefh1cw57
Masoud Pezeshkian
0
181384
1921651
1921469
2025-06-26T20:44:43Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 2 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921651
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Masoud Pezeshkian
| nafn_á_frummáli={{nobold|مسعود پزشکیان}}
| mynd = Masoud Pezeshkian 20250202 (cropped).jpg
| titill= [[Forseti Írans]]
| stjórnartíð_start = [[30. júlí]] [[2024]]
| stjórnartíð_end =
| einvaldur = [[Ali Khamenei]]
| vara_forseti = [[Mohammad Reza Aref]]
| forveri = [[Mohammed Mokhber]] {{small|(starfandi)}}
| myndatexti1 = Pezeshkian árið 2025.
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1954|9|29}}
| fæðingarstaður = [[Mahabad]], [[Íran]]
| þjóderni = [[Íran]]skur
| starf = Hjartaskurðlæknir
| maki = Fatemeh Majidi (d. 1994)
| börn = 4<ref>{{cite web |last1=Ahangar |first1=Ali |title=مسعود پزشكيان؛ كسي كه مثل هيچ كس نيست |url=https://www.etemadnewspaper.ir/fa/main/detail/218050/ |website=Etemaad Daily |access-date=29 June 2024}}</ref>
| háskóli = Tabriz-háskólinn í læknavísindum (MBBS)<br>Íranski háskólinn í læknavísindum
| stjórnmálaflokkur = Óflokksbundinn
| undirskrift = Masoud Pezeshkian signature.svg
}}
'''Masoud Pezeshkian''' (persneska: مسعود پزشکیان; f. 29. september 1954) er [[íran]]skur hjartaskurðlæknir og umbótasinnaður stjórnmálamaður sem er núverandi [[forseti Írans]].<ref>{{Cite web |date=6 July 2024 |title=Centrist Masoud Pezeshkian will be Iran’s next president |url=https://www.aljazeera.com/news/2024/7/6/irans-reformist-masoud-pezeshkian-wins-run-off-presidential-vote-reports |website=Al Jazeera}}</ref> Pezeshkian sat áður á íranska þinginu fyrir kjördæmið Tabriz, Osku og Azarshahr og var jafnframt varaforseti þingsins frá 2016 til 2020. Hann var heilbrigðis- og læknanámsráðherra frá 2001 til 2005 í ríkisstjórn [[Mohammad Khatami|Mohammads Khatami]].<ref>{{Cite web |title=در مورد مسعود پزشکیان در ویکیتابناک بیشتر بخوانید |url=https://www.tabnak.ir/fa/tags/5287/1/%D9%85%D8%B3%D8%B9%D9%88%D8%AF-%D9%BE%D8%B2%D8%B4%DA%A9%DB%8C%D8%A7%D9%86 |access-date=2024-06-10 |website=www.tabnak.ir |language=fa |archive-date=2024-05-30 |archive-url=https://web.archive.org/web/20240530101616/https://www.tabnak.ir/fa/tags/5287/1/%D9%85%D8%B3%D8%B9%D9%88%D8%AF-%D9%BE%D8%B2%D8%B4%DA%A9%DB%8C%D8%A7%D9%86 |url-status=dead }}</ref> Pezeshkian var kjörinn sveitarstjóri sýslanna [[Piranshahr]] og [[Naghadeh]] í [[Vestur-Aserbaísjan-fylki]] á níunda áratugnum.<ref>{{cite web | url=https://www.iranintl.com/en | title=Iran International }}</ref> Hann gaf kost á sér í forsetakosningum Írans árið 2013 en dró framboð sitt til baka, og aftur árið 2021 en hlaut ekki framboðsleyfi.<ref name="ref111">{{cite news|url=http://www.ilna.ir/%D8%A8%D8%AE%D8%B4-%D8%B3%DB%8C%D8%A7%D8%B3%DB%8C-3/351532-%D8%A7%D9%81%D8%B1%D8%A7%D8%AF-%D8%B1%D8%AF-%D8%B5%D9%84%D8%A7%D8%AD%DB%8C%D8%AA-%D8%B4%D8%AF%D9%87-%D9%81%D9%82%D8%B7-%D8%AA%D9%88%D8%A7%D9%86%D8%B3%D8%AA%D9%86%D8%AF-%DB%8C%DA%A9-%D9%86%D8%A7%D9%85%D9%87-%D8%A8%D9%86%D9%88%DB%8C%D8%B3%D9%86%D8%AF|title=افراد ردصلاحیتشده فقط توانستند یک نامه بنویسند |publisher=[[Iranian Labour News Agency]] |date= 1 March 2016|accessdate=2 March 2016}}</ref> Pezeshkian bauð sig aftur fram til forseta árið 2024, í kosningum sem haldnar voru eftir að forsetinn [[Ebrahim Raisi]] lést í þyrluslysi. Í þetta sinn hlaut Pezeshkian leyfi stjórnvalda til að bjóða sig fram og var kjörinn forseti í seinni umferð þann 5. júlí.<ref>{{Vefheimild|titill=Pezeshkian er nýr forseti Íran|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/07/06/pezeshkian_er_nyr_forseti_iran/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=6. júlí 2024|skoðað=6. júlí 2024}}</ref>
== Æska og menntun ==
Pezeshkian fæddist í [[Mahabad]] í [[Vestur-Aserbaísjan-fylki]] þann 29. september 1954<ref>{{Cite web |date=21 May 2024 |title=مسعود پزشکیان کیست؟ |trans-title=Hver er Masoud Pezeshkian? |url=https://www.entekhab.ir/fa/news/790680/%D9%85%D8%B3%D8%B9%D9%88%D8%AF-%D9%BE%D8%B2%D8%B4%DA%A9%DB%8C%D8%A7%D9%86-%DA%A9%DB%8C%D8%B3%D8%AA |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20240618200636/https://www.entekhab.ir/fa/news/790680/%D9%85%D8%B3%D8%B9%D9%88%D8%AF-%D9%BE%D8%B2%D8%B4%DA%A9%DB%8C%D8%A7%D9%86-%DA%A9%DB%8C%D8%B3%D8%AA |archive-date=18 June 2024 |access-date=28 June 2024 |website=[[Entekhab]] |language=fa}}</ref> og er kominn af írönskum Aserum.<ref>{{Cite news |last=Editorial |date=14 June 2024 |title=The Guardian view on Iran's presidential election: more choice, but little real hope of change |url=https://www.theguardian.com/commentisfree/article/2024/jun/14/the-guardian-view-on-irans-presidential-election-more-choice-but-little-real-hope-of-change |access-date=6 July 2024 |work=The Guardian |language=en-GB |issn=0261-3077}}</ref> Árið 1973 lauk hann stúdentsprófi og flutti til [[Zabol]] til að gegna herþjónustu. Á þessum tíma varð hann áhugasamur um læknisfræði. Hann sneri aftur til heimahéraðs síns eftir að hafa lokið herþjónustu og gekk í læknaskóla og útskrifaðist með gráðu í almennri læknisfræði. Á tíma [[Stríð Írans og Íraks|stríðs Írans og Íraks]] (1980–1988) fór Pezeshkian oft fram á vígstöðvarnar, þar sem hann hafði umsjón með að senda læknateymi og vann sem hermaður og herlæknir. Pezeshkian hlaut starfsleyfi sem heimilislæknir árið 1985 og hóf að kenna [[lífeðlisfræði]] við læknaskólann.
Auk [[Persneska|persnesku]] talar Pezeshkian mörg tungumál, þar á meðal [[Aserska|asersku]], [[Kúrdíska|kúrdísku]], [[Arabíska|arabísku]] og [[Enska|ensku]].<ref>{{cite news | url=https://www.rferl.org/a/iran-pezeshkian-profile-election/33012192.html | title=Who is Masud Pezeshkian, Iran's President-Elect? | newspaper=Radio Free Europe/Radio Liberty | last1=Sharifi | first1=Kian }}</ref><ref>{{Cite news |last=Wintour |first=Patrick |last2= |first2= |date=6 July 2024 |title=Masoud Pezeshkian: the former heart surgeon who became president of Iran |url=https://www.theguardian.com/world/article/2024/jul/06/masoud-pezeshkian-the-former-heart-surgeon-who-became-president-of-iran |access-date=6 July 2024 |work=The Guardian |language=en-GB |issn=0261-3077}}</ref>
Pezeshkian hélt áfram námi eftir stríðið og sérhæfði sig í almennum skurðlækningum við Tabriz-læknisfræðiskólann. Árið 1993 hlaut hann undirsérgrein í hjartaskurðlækningum við Íranska læknisfræðiskólann. Hann varð síðar sérfræðingur í hjartaskurðlækningum og varð forseti Tabriz-læknisfræðiskólans árið 1994. Hann gegndi þeirri stöðu í fimm ár.<ref>{{Cite web |title=در مورد مسعود پزشکیان در ویکیتابناک بیشتر بخوانید |url=https://www.tabnak.ir/fa/tags/5287/1/%D9%85%D8%B3%D8%B9%D9%88%D8%AF-%D9%BE%D8%B2%D8%B4%DA%A9%DB%8C%D8%A7%D9%86 |access-date=13 June 2024 |website=www.tabnak.ir |archive-date=30 maí 2024 |archive-url=https://web.archive.org/web/20240530101616/https://www.tabnak.ir/fa/tags/5287/1/%D9%85%D8%B3%D8%B9%D9%88%D8%AF-%D9%BE%D8%B2%D8%B4%DA%A9%DB%8C%D8%A7%D9%86 |url-status=dead }}</ref>
== Ferill ==
Pezeshkian hóf feril í stjórnmálum þegar hann tók sæti í ríkisstjórn [[Mohammad Khatami|Mohammads Khatami]] sem aðstoðarheilbrigðisráðherra árið 1997. Hann var útnefndur heilbrigðisráðherra fjórum árum síðar og gegndi því embætti frá 2001 til 2005.<ref>{{cite web |date=29 May 2010 |title=Persian Press Review |url=http://www.tehrantimes.com/index_View.asp?code=220282 |accessdate=9 September 2010 |work=[[Tehran Times]]}}</ref>{{dead link|date=July 2024}} Síðan þá hefur hann verið kjörinn á íranska þingið fimm sinnum fyrir kjördæmi í Tabriz, og var varaforseti þingsins frá 2016 til 2020.
Þann 6. júlí 2024 var Pezeshkian kjörinn forseti Írans eftir að hafa unnið sigur í seinni umferð forsetakosninga daginn áður með 16,3 milljónum atkvæða (53,7%) gegn 13,5 milljónum (44,3%) sem [[Saeed Jalili]] hlaut.<ref>{{cite news |last1=Fassihi |first1=Farnaz |title=Reformist Candidate Wins Iran’s Presidential Election |url=https://www.nytimes.com/2024/07/05/world/middleeast/iran-election-reformist-wins.html |access-date=6 July 2024 |work=The New York Times |date=6 July 2024 |archive-url=https://web.archive.org/web/20240706135643/https://www.nytimes.com/2024/07/05/world/middleeast/iran-election-reformist-wins.html |archive-date=6 July 2024}}</ref>
Pezeshkian er [[kóran]]kennari og upplesari [[Nahj al-balagha]], lykiltexta meðal [[sjía]]múslima.<ref>{{Cite web |title=Reformist candidate Masoud Pezeshkian shakes up Iran presidential election |url=https://www.ft.com/content/95896b95-85aa-40d0-9aa5-f06c8a769e3e |access-date=13 June 2024 |website=www.ft.com}}</ref>
== Skoðanir==
[[File:Iranian MPs Wear IRGC Uniforms 07.jpg|thumb|left|Pezeshkian og [[Mahmoud Sadeghi]] í einkennisbúningum [[Íslamska byltingarvarðliðið|íslamska byltingarvarðliðsins]] árið 2019.]]
=== Íslamska byltingarvarðliðið ===
Pezeshkian er stuðningsmaður [[Íslamska byltingarvarðliðið|íslamska byltingarvarðliðsins]] og hefur sagt að í núverandi mynd sé það „frábrugðið því sem áður var“.<ref>{{Cite AV media |url=https://www.rokna.net/video/%D8%A8%D8%AE%D8%B4-%D8%A2%D9%85%D9%88%D8%B2%D8%B4-100/1006449-%D9%85%D8%B3%D8%B9%D9%88%D8%AF-%D9%BE%D8%B2%D8%B4%DA%A9%DB%8C%D8%A7%D9%86-%D9%85%D9%86-%D8%A8%D8%A7%D8%B2-%D9%87%D9%85-%D9%84%D8%A8%D8%A7%D8%B3-%D8%B3%D9%BE%D8%A7%D9%87-%D9%85%DB%8C-%D9%BE%D9%88%D8%B4%D9%85-%D8%B3%D9%BE%D8%A7%D9%87-%D8%A8%D8%A7-%DA%86%DB%8C%D8%B2%DB%8C-%DA%A9%D9%87-%D8%A7%D9%84%D8%A7%D9%86-%D9%85%DB%8C-%D8%A8%DB%8C%D9%86%DB%8C%D8%AF-%D9%85%D8%AA%D9%81%D8%A7%D9%88%D8%AA-%D8%A7%D8%B3%D8%AA |title=مسعود پزشکیان: من بازهم لباس سپاه میپوشم/ سپاه با چیزی که الآن میبینید متفاوت است |date=13 June 2024 |language=fa |access-date=13 June 2024 |via=www.rokna.net}}</ref> Hann fordæmdi skilgreiningu ríkisstjórnar [[Donald Trump|Donalds Trump]] Bandaríkjaforseta á byltingarvarðliðinu sem hryðjuverkasamtökum árið 2019.<ref>{{Cite web |date=16 June 2024 |title=ملت با قدرت از سپاه مقتدر دفاع میکند |url=https://www.alef.ir/news/3980118119.html |access-date=16 June 2024 |website=www.alef.ir}}</ref> Eftir að Íranir skutu niður bandarískan dróna árið 2019 sakaði Pezeshkian ríkisstjórn Bandaríkjanna um hryðjuverk og lýsti ákvörðun byltingarvarðliðsins um að skjóta hann niður sem „sterku kjaftshöggi gegn glæpaleiðtogum Bandaríkjanna“.<ref>{{Cite web |date=16 June 2024 |title=پزشکیان: سپاه مشت محکمی به دهان یاوهگوییهای آمریکا زد/ طنین شعار «مرگ بر آمریکا» در مجلس |url=https://www.alef.ir/news/3980402045.html?show=text |access-date=16 June 2024 |website=www.alef.ir}}</ref> Pezeshkian klæddist einkennisbúningi byltingarvarðliðsins á háskólafundi til að svara gagnrýni og sagðist myndu klæðast honum aftur.<ref>{{Cite web |date=16 June 2024 |title=پزشکیان: من بازهم لباس سپاه میپوشم؛ سپاه اگر نبود کشور تجزیه شده بود |url=https://eslahatnews.com/%d9%be%d8%b2%d8%b4%da%a9%db%8c%d8%a7%d9%86-%d9%85%d9%86-%d8%a8%d8%a7%d8%b2-%d9%87%d9%85-%d9%84%d8%a8%d8%a7%d8%b3-%d8%b3%d9%be%d8%a7%d9%87-%d9%85%db%8c%d9%be%d9%88%d8%b4%d9%85%d8%9b-%d8%b3/ |access-date=16 June 2024 |website=اصلاحات نیوز |language=fa-IR}}</ref>
=== Gagnrýni á íranska kerfið ===
Pezeshkian hefur ítrekað gagnrýnt stjórnkerfi Írans. Á tíma mótmælanna í Íran árið 2009 flutti Pezeshkian ræðu þar sem hann gagnrýndi meðferð stjórnvalda á mótmælendum. Í ræðunni vitnaði hann til orða [[Alí ibn Abu Talib|Alís]], fyrsta [[imam]]s sjíamúslima, til [[Malik al-Ashtar|Maliks Ashtar]] um að ekki bæri að koma fram við fólk „eins og villidýr“.<ref>{{Cite web |last=Mehrabi |first=Ehsan |date=10 June 2024 |title=Who is Masoud Pezeshkian, the Only Pro-Reform Candidate? |url=https://iranwire.com/en/politics/130417-who-is-masoud-pezeshkian-the-only-pro-reform-candidate/ |website=Iran Wire}}</ref>
Pezeshkian kallaði viðbrögð íranskra stjórnvalda við mótmælunum 2018 „vísindalega og vitsmunalega röng“. Hann kenndi íranska kerfinu um mótmælin og sagði: „Við hefðum átt að gera betur“.<ref>{{Cite web |date=19 June 2024 |title=انتخابات ریاستجمهوری ایران؛ مهدی کروبی از نامزدی مسعود پزشکیان حمایت کرد |url=https://www.bbc.com/persian/articles/czdd70dk37qo |access-date=21 June 2024 |website=BBC News فارسی |language=fa}}</ref> Eftir [[Mótmælin í Íran 2022|mótmælin gegn dauða Möhsu Amini]] árið 2022 krafðist Pezeshkian þess að stofnað yrði sérstakt teymi til að meta og skýra atvikið. Þrátt fyrir að segjast telja að meðferð stjórnvalda á mótmælendunum og réttarhöldin gegn þeim stæðust ekki stjórnarskrá landsins, og krefjast þess að sakborningunum yrðu útvegaðir lögmenn, gaf hann síðar út yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi mótmælin og sagði þau ekki þjóna hagsmunum almennings.<ref>{{Cite web |last=Dagres |first=Holly |date=19 June 2024 |title=Masoud Pezeshkian is a possible game changer in the upcoming Iranian presidential election |url=https://www.atlanticcouncil.org/blogs/iransource/masoud-pezeshkian-reformist-game-changer-election-president/ |access-date=21 June 2024 |website=Atlantic Council |language=en-US}}</ref>
=== Viðhorf til þjóðernishópa ===
Pezeshkian hefur lagt áherslu á réttindi þjóðernishópa eins og [[Aserar|Asera]], [[Kúrdar|Kúrda]] og [[Balúkar|Balúka]] og segir að vernda beri réttindi allra þessara hópa. Hann styður að 15. gr. stjórnarskrár Írans verði innleidd fyrir alla þjóðernishópa. Í henni stendur: „Opinbert og sameiginlegt tungumál og stafróf fólksins í Íran er persneska. Skjöl, samskipti, opinber gögn og kennslubækur verða að vera á þessu máli en notkun staðbundinna tungumála og tungumála þjóðarbrota í fréttum og fjölmiðlum og kennsla á bókmenntum þeirra í skólum er frjáls, samhliða persneska tungumálinu.“ Pezeshkian segir að innleiðing þessarar meginreglu dragi úr hvöt aðskilnaðarsinna og andófsmanna.<ref>{{Cite news |last=رادیوفردا |date=25 April 2018 |title=پزشکیان: اصل ۱۵ قانون اساسی برای همه اجرا شود |url=https://www.radiofarda.com/a/iran-majlis-deputy-speaker-on-mother-tongue-education/29191703.html |access-date=16 June 2024 |work=رادیو فردا |language=fa}}</ref> Pezeshkian styður jafnframt að [[aserska]] verði kennd í írönskum skólum.<ref name="ref111" />
== Einkahagir ==
Eiginkona Pezeshkians var [[kvensjúkdómalæknir]].<ref>{{Cite news |title=مقامهای جمهوری اسلامی و همسرانشان؛ مردان نامدار و زنان 'بینام' |url=https://www.bbc.com/persian/iran-features-43300331 |access-date=13 June 2024 |work=BBC News فارسی |language=fa}}</ref> Hún lést ásamt yngsta syni þeirra árið 1993 í bílslysi.<ref>{{Cite news |last=Wintour |first=Patrick |last2= |first2= |date=6 July 2024 |title=Masoud Pezeshkian: the former heart surgeon who became president of Iran |url=https://www.theguardian.com/world/article/2024/jul/06/masoud-pezeshkian-the-former-heart-surgeon-who-became-president-of-iran |url-status=live |access-date=6 July 2024 |work=The Guardian |language=en-GB |issn=0261-3077}}</ref> Hann ól upp tvo eftirlifandi syni og dóttur sína einn og kvæntist aldrei aftur.<ref>{{Citation |title=مسعود پزشکیان |date=13 June 2024 |work=ویکیپدیا، دانشنامهٔ آزاد |url=https://fa.wikipedia.org/w/index.php?title=%D9%85%D8%B3%D8%B9%D9%88%D8%AF_%D9%BE%D8%B2%D8%B4%DA%A9%DB%8C%D8%A7%D9%86&oldid=39723192 |access-date=13 June 2024 |language=fa}}</ref> Dóttir hans, Zahra, er með mastersgráðu í efnafræði frá Sharif-tækniháskólanum, og vann hjá undirdeild íranska olíufélagsins áður en stjórn [[Hassan Rouhani|Hassans Rouhani]] tók við völdum. Hún er gjarnan talin pólitískur ráðgjafi.
Pezeshkian er aðdáandi fótboltaliðsins [[Tractor S.C.]]<ref>{{Cite web |title=پزشکیان: اکثر بازیهای تراکتور را با نوهام محمدحسین به استادیوم میرویم /با هم بحث میکنیم؛ نقدم میکند، اما هیچوقت دعوا نمیکنیم – خبرآنلاین |url=https://www.khabaronline.ir/amp/1919716/ |access-date=16 June 2024 |website=www.khabaronline.ir}}</ref>
== Almenningsímynd ==
Heimildir telja fjölskyldu Pezeshkians vera langt frá stjórnmálalífi hans og hann er sjálfur talinn hafa flekklaust orðspor í efnahagsmálum. Pólitískir andstæðingar hans hafa hins vegar sakað hann um að vernda fólk sem er viðriðið spillingu.<ref>{{Cite web |date=16 June 2024 |title=دفاع تأسفبار پزشکیان از 2 نماینده مجلس متهم به فساد مالی در بازار خودرو! |url=https://www.rokna.net/%D8%A8%D8%AE%D8%B4-%D9%BE%D8%B1%D9%88%D9%86%D8%AF%D9%87-3/500440-%D8%AF%D9%81%D8%A7%D8%B9-%D8%AA%D8%A7%D8%B3%D9%81%D8%A8%D8%A7%D8%B1-%D9%BE%D8%B2%D8%B4%DA%A9%DB%8C%D8%A7%D9%86-%D8%A7%D8%B2-%D9%86%D9%85%D8%A7%DB%8C%D9%86%D8%AF%D9%87-%D9%85%D8%AC%D9%84%D8%B3-%D9%85%D8%AA%D9%87%D9%85-%D8%A8%D9%87-%D9%81%D8%B3%D8%A7%D8%AF-%D9%85%D8%A7%D9%84%DB%8C-%D8%AF%D8%B1-%D8%A8%D8%A7%D8%B2%D8%A7%D8%B1-%D8%AE%D9%88%D8%AF%D8%B1%D9%88 |access-date=16 June 2024 |website=رکنا |language=fa}}</ref><ref>{{Cite web |last=جهان |first=Fararu {{!}} فرارو {{!}} اخبار روز ایران و |date=16 June 2024 |title=حمله زاکانی به پزشکیان: از یک بیعدالتی محض دفاع میکرد |url=http://fararu.com/fa/news/743711/%D8%AD%D9%85%D9%84%D9%87-%D8%B2%D8%A7%DA%A9%D8%A7%D9%86%DB%8C-%D8%A8%D9%87-%D9%BE%D8%B2%D8%B4%DA%A9%DB%8C%D8%A7%D9%86-%D8%A7%D8%B2-%DB%8C%DA%A9-%D8%A8%DB%8C%E2%80%8C%D8%B9%D8%AF%D8%A7%D9%84%D8%AA%DB%8C-%D9%85%D8%AD%D8%B6-%D8%AF%D9%81%D8%A7%D8%B9-%D9%85%DB%8C%E2%80%8C%DA%A9%D8%B1%D8%AF |access-date=16 June 2024 |website=fa |language=fa}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Forseti Írans]]
| frá = [[30. júní]] [[2024]]
| til =
| fyrir = [[Mohammad Mokhber]]<br>{{small|(starfandi)}}
| eftir = Enn í embætti
}}
{{Töfluendir}}
{{Forsetar Íran}}
{{DEFAULTSORT:Pezeskhian, Masoud}}
{{f|1954}}
[[Flokkur:Forsetar Írans]]
2wngm9nl1o78sivos8d7707okivd6wx
Sámur (hundur)
0
183565
1921738
1888118
2025-06-27T08:22:01Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921738
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Gunnar at Rangá.jpg|thumb|Gunnar á Hlíðarenda]]
[[Mynd:J.K. Rowling of Kirld Ground Castle 02.jpg|thumb|Írskur úlfhundur]]
'''Sámur''' var [[hundur]] [[Gunnar Hámundarson|Gunnars Hámundarsonar]] á [[Hlíðarendi (Fljótshlíð)|Hlíðarenda]] og er einn þekktasti hundurinn í íslenskri sögu. Í [[Brennu-Njáls saga|Brennu-Njáls sögu]] kemur fram að Sámur hafi ávallt þekkt muninn á vinum og óvinum og hafi því gert Gunnari viðvart ef fjandmenn bar að garði. Talið er að Sámur hafi verið af [[Írskur úlfhundur|írsku úlfhundakyni]] sem kom frá [[Mýrkjartan|Mýrkjartani]] konungi, afa [[Hallgerður Höskuldsdóttir|Hallgerðar langbrókar]] sem síðar varð eiginkona Gunnars. Þegar Gunnar fer í heimsókn til [[Ólafur pái Höskuldsson|Ólafs Pá Höskuldssonar]] að [[Hjarðarholt (Dalasýslu)|Hjarðarholti]] í [[Dalasýsla|Dölum]], færir Ólafur honum þrjá hluti frá [[Írland|Írlandi]]: Gullhring, [[Skikkja|skikkju]] og hundinn Sám. Ólafur var bróðir Hallgerðar.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20181050102d/samur|title=Sámur - Vísir|last=Guðmundsson|first=Óttar|date=2018-10-11|website=visir.is|language=is|access-date=2024-11-17}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.hundasamur.is/greinar1/drifusogur-ur-endurminningum-tryggva-emilssonar|title=Drífusögur úr endurminningum Tryggva Emilssonar|website=Sámur - Hundaræktarfélag Íslands|language=en|access-date=2024-11-17}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
[[Mynd:Njals Saga miniature.jpg|thumb|Úr Brennu-Njáls sögu]]
Mikil atburðarás fór af stað þegar Hallgerður langbrók, lét [[Þræll|þrælinn]] [[Melkólfur|Melkólf]] ræna búið í [[Kirkjubær (Rangárvöllum)|Kirkjubæ]] þegar þröngt var í búi á Hlíðarenda. Þetta leiddi að lokum til þess að herflokkur undir forystu [[Gissur hvíti Teitsson|Gissurar hvíta]] og [[Geir goði|Geirs goða]] fer að Gunnari til að drepa hann. Þeir fara að Sámi til þess að drepa hann fyrst svo að hann geri Gunnari ekki viðvart. [[Þorkell bóndi]] á næsta bæ er þvingaður til þess að teyma Sám frá Hlíðarenda. Sámur rífur Þorkel á hol þegar hann sér óvini Gunnars. Einn vígamannanna rekur [[öxi]] í hausinn á Sámi en áður en hann drepst, rekur hann upp mikið og hátt væl sem Gunnar heyrir heim á Hlíðarenda. Þá mælti Gunnar: „Sárt ert þú leikinn Sámur fóstri og búið svo sé til ætlað að skammt skuli okkar í meðal.“<ref>{{Bókaheimild|titill=Brennu-Njáls saga|ár=1971|útgefandi=Hið íslenska bókmenntafélag|höfundur=Óþekktur höfundur}}</ref>
Sámur var grafinn austan við Hlíðarenda og var sá staður nefndur Sámsreitur.<ref>{{Vefheimild|url=https://fornleif.is/wp-content/uploads/2023/07/FS095-99021-Rangarvallasysla-I.pdf|titill=Fornleifar í Rangárvallasýslu I|höfundur=Orri Vésteinsson|höfundur2=Sædís Gunnarsdóttir|útgefandi=Fornleifastofnun Íslands|ár=1999}}</ref>
== Heimildir ==
m9ixdqd1r8oe2nstiowazz7x9m46f3j
Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025
0
183779
1921687
1921608
2025-06-26T22:39:56Z
Friðþjófur
104929
/* G-riðill */
1921687
wikitext
text/x-wiki
{{engar heimildir}}
'''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025''' verður 21. [[heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu|heimsmeistarakeppni félagsliða]] og sú langstærsta í sögunni með 32 þátttökuliðum í stað 6-8 í fyrri keppnum. Hún verður haldin í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] frá 15. júní til 13. júlí.
==Riðlakeppnin==
===A-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[SE Palmeiras|Palmeiras]]||3||1||2||0||4||2||+2||''5''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Inter Miami CF|Inter Miami]]||3||1||2||0||4||3||+1||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] ||[[FC Porto|Porto]]||3||0||2||1||5||6||-1||''2''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]]||[[Al Ahly SC|Al Ahly]]||3||0||2||1||4||6||-2||''2''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 60.927
|dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 46.275
|dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Wessam Abou Ali|Abou Ali]] 49 (sjálfsm.), [[José Manuel López|López]] 59
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 35.179
|dómari= Anthony Taylor, [[England]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Telasco Segovia|Segovia]] 47, [[Lionel Messi|Messi]] 54
|mörk2= [[Samu Aghehowa|Aghehowa]] 8 (vítasp.)
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 31.783
|dómari= Cristián Garay, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit= 2:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Tadeo Allende|Allende]] 16, [[Luis Suárez|Suárez]] 65
|mörk2= [[Paulinho]] 80, [[Maurício]] 87
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 60.914
|dómari= Szymon Marciniak, [[Pólland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|úrslit= 4:4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Rodrigo Mora|Mora]] 23, [[William Gomes|Gomes]] 50, [[Samu Aghehowa|Aghehowa]] 53, [[Pepê]] 89
|mörk2= [[Wessam Abou Ali|Abou Ali]] 15, 45+2 (vítasp.), 51, [[Mohamed Ali Ben Romdhane|Ben Romdhane]] 64
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 39.893
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
===B-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of France.svg|20px]]||[[Paris Saint-Germain|PSG]]||3||2||0||1||6||1||+5||''6''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]||3||2||0||1||3||2||+1||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] ||[[Atlético Madrid]]||3||2||0||1||4||5||-1||''6''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]||3||0||0||3||2||7||-5||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit= 4:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Fabián Ruiz|Fabián]] 19, [[Vitinha]] 45+1, [[Senny Mayulu|Mayulu]] 87, [[Lee Kang-in]] 90+7 (vítasp.)
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 80.619
|dómari= István Kovács, [[Rúmenía|Rúmeníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jair Cunha|Cunha]] 28, [[Igor Jesus]] 44
|mörk2= [[Cristian Roldan|C. Roldan]] 75
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 30.151
|dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit= 1:3
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Albert Rusnák|Rusnák]] 50
|mörk2= [[Pablo Barrios|Barrios]] 11, 55, [[Axel Witsel|Witsel]] 47
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 51.636
|dómari= Yael Falcón Pérez, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit= 0:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Igor Jesus]] 36
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 53.699
|dómari= Drew Fischer, [[Kanada]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit= 0:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Khvicha Kvaratskhelia|Kvaratskhelia]] 35, [[Achraf Hakimi|Hakimi]] 66
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 50.628
|dómari= Cristián Garay, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|úrslit= 1:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Antoine Griezmann|Griezmann]] 87
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 22.992
|dómari= César Ramos, [[Mexíkó]]
|}}
===C-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]]||[[S.L. Benfica|Benfica]]||3||2||1||0||9||2||+7||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]]||[[Bayern München]]||3||2||0||1||12||2||+10||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Boca Juniors]]||3||0||2||1||4||5||-1||''2''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] ||[[Auckland City]]||3||0||1||2||1||17||-16||''1''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit= 10:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Kingsley Coman|Coman]] 6, 21, [[Sacha Boey|Boey]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 20, 45+3, [[Thomas Müller|Müller]] 45, 89, [[Jamal Musiala|Musiala]] 67, 73 (vítasp.), 84
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 21.152
|dómari= Issa Sy, [[Senegal]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|úrslit= 2:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 21, [[Rodrigo Battaglia|Battaglia]] 27
|mörk2= [[Ángel Di María|Di María]] 45+3 (vítasp.), [[Nicolás Otamendi|Otamendi]] 84
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 55.574
|dómari= César Ramos, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit= 6:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Ángel Di María|Di María]] 45+8 (vítasp.), 90+8 (vítasp.), [[Vangelis Pavlidis|Pavlidis]] 53, [[Renato Sanches|Sanches]] 63, [[Leandro Barreiro|Barreiro]] 76, 78
|mörk2=
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 6.730
|dómari= Salman Falah, [[Katar]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Harry Kane|Kane]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 84
|mörk2= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 66
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 63.587
|dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit= 1:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Andreas Schjelderup|Schjelderup]] 13
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur= 33.287
|dómari= François Letexier, [[Frakkland|Frakklandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Christian Gray|Gray]] 52
|mörk2= [[Nathan Garrow|Garrow]] 26 (sjálfsm.)
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur= 16.899
|dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]]
|}}
===D-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]||3||2||1||0||6||2||+4||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Chelsea F.C.|Chelsea]]||3||2||0||1||6||3||+3||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] ||[[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]||3||1||0||2||1||5||-4||''3''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Los Angeles FC]]||3||0||1||2||1||4||-3||''1''
|-
|}
[[Club León]] frá [[Mexíkó]] var vikið úr keppni vegna brota á reglum um eignarhald. Þess í stað var efnt til einvígis milli Los Angeles FC og Club América um lausa sætið, sem lauk með 2:1 sigri bandaríska liðsins.
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Giorgian de Arrascaeta|De Arrascaeta]] 17, [[Luiz Araújo]] 70
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 25.797
|dómari= Danny Makkelie, [[Holland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Pedro Neto|Neto]] 34, [[Enzo Fernández|Fernández]] 79
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 22.137
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Bruno Henrique]] 62, [[Danilo]] 65, [[Wallace Yan]] 83
|mörk2= [[Pedro Neto|Neto]] 13
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 54.619
|dómari= Iván Barton, [[El Salvador]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit= 0:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Youcef Belaïli|Belaïli]] 70
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur= 13.651
|dómari= Espen Eskås, [[Noregur|Noregi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Denis Bouanga|Bouanga]] 84
|mörk2= [[Wallace Yan]] 86
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 32.933
|dómari= Salman Falahi, [[Katar]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|úrslit= 0:3
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Tosin Adarabioyo|Adarabioyo]] 45+3, [[Liam Delap|Delap]] 45+5, [[Tyrique George|George]] 90+7
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 32.967
|dómari= Yael Falcón Pérez, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
===E-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]||3||2||1||0||5||2||+3||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Monterrey|Monterrey]]||3||1||2||0||5||1||+4||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Club Atlético River Plate|River Plate]]||3||1||1||1||3||3||0||''4''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] ||[[Urawa Red Diamonds]]||3||0||0||3||2||9||-7||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Facundo Colidio|Colidio]] 12, [[Sebastián Driussi|Driussi]] 48, [[Maximiliano Meza|Meza]] 73
|mörk2= [[Yūsuke Matsuo|Matsuo]] 58 (vítasp.)
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 11.974
|dómari= Felix Zwayer, [[Þýskaland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Sergio Ramos|Ramos]] 25
|mörk2= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 42
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 40.311
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 57.393
|dómari= Slavko Vinčić, [[Slóvenía|Slóveníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 78, [[Valentín Carboni|Carboni]] 90+2
|mörk2= [[Ryōma Watanabe|Watanabe]] 11
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 25.090
|dómari= Dahane Beida, [[Máritanía|Máritaníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Francesco Pio Esposito|F. Esposito]] 72, [[Alessandro Bastoni|Bastoni]] 90+3
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 45.135
|dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|úrslit= 0:4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Nelson Deossa|Deossa]] 30, [[Germán Berterame|Berterame]] 34, 90+7, [[Jesús Manuel Corona|Corona]] 39
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 14.312
|dómari= Felix Zwayer, [[Þýskaland]]i
|}}
===F-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] ||[[Borussia Dortmund]]||3||2||1||0||5||3||+2||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Fluminense FC|Fluminense]]||3||1||2||0||4||2||+2||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]]||[[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]||3||1||1||1||3||4||0||''4''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]]||[[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]||3||0||0||3||2||6||-5||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 34.736
|dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|úrslit= 0:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Iqraam Rayners|Rayners]] 36
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 3.412
|dómari= Clément Turpin, [[Frakkland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit= 3:4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lucas Ribeiro Costa|Ribeiro]] 11, [[Iqraam Rayners|Rayners]] 62, [[Lebo Mothiba|Mothiba]] 90
|mörk2= [[Felix Nmecha|Nmecha]] 16, [[Serhou Guirassy|Guirassy]] 34, [[Jobe Bellingham|Bellingham]] 45, [[Khuliso Mudau|Mudau]] 59 (sjálfsm.)
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 14.006
|dómari= Juan Gabriel Benítez, [[Paragvæ]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit= 4:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jhon Arias|Arias]] 27, [[Nonato]] 66, [[Juan Pablo Freytes|Freytes]] 83, [[Keno]] 90+2
|mörk2= [[Lee Jin-hyun]] 37, [[Um Won-sang]] 45+3
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 29.321
|dómari= Michael Oliver, [[England]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 14.312
|dómari= Anthony Taylor, [[England]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|úrslit= 1:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Daniel Svensson|Svensson]] 36
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 8.239
|dómari= Tori Penso, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
|}}
===G-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Manchester City]]||2||2||0||0||8||0||+8||''6''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[Juventus FC|Juventus]]||2||2||0||0||9||1||+8||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]]||[[Al Ain FC|Al Ain]]||3||1||0||2||2||12||-10||''3''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] ||[[Wydad AC]]||3||0||0||3||2||8||-7||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Phil Foden|Foden]] 2, [[Jérémy Doku|Doku]] 42
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 37.446
|dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|úrslit= 0:5
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Randal Kolo Muani|Kolo Muani]] 11, 45+4, [[Francisco Conceição|Conceição]] 21, 58, [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 31
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur= 18.161
|dómari= Tori Penso, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit= 4:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Abdelmounaim Boutouil|Boutouil]] 6 (sjálfsm.), [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 16, 69, [[Dušan Vlahović|Vlahović]] 90+4 (vítasp.)
|mörk2= [[Thembinkosi Lorch|Lorch]] 25
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 31.975
|dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit= 6:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1= [[İlkay Gündoğan|Gündoğan]] 8, 73, [[Claudio Echeverri|Echeverri]] 27, [[Erling Haaland|Haaland]] 45+5 (vítasp.), [[Oscar Bobb|Bobb]] 84, [[Rayan Cherki|Cherki]] 89
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 40.392
|dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|úrslit= 1:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Cassius Mailula|Mailula]] 4
|mörk2= [[Kodjo Fo-Doh Laba|Laba]] 45+1 (vítasp.), [[Kaku]] 50
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur= 10.785
|dómari= Drew Fischer, [[Kanada]]
|}}
===H-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]]||[[Real Madrid]]||2||1||1||0||4||2||+2||''4''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]]||[[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]||2||1||1||0||2||1||+1||''4''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] ||[[Al Hilal]]||2||0||1||0||1||1||0||''2''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Pachuca|Pachuca]]||2||0||0||2||2||5||-4||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Gonzalo García|G. García]] 34
|mörk2= [[Rúben Neves|Neves]] 41 (vítasp.)
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 62.415
|dómari= Facundo Tello, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|úrslit= 1:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Bryan González|González]] 56
|mörk2= [[Oscar Gloukh|Gloukh]] 42, [[Karim Onisiwo|Onisiwo]] 76
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 5.282
|dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jude Bellingham|Bellingham]] 35, [[Arda Güler|Güler]] 43, [[Federico Valverde|Valverde]] 70
|mörk2= [[Elías Montiel|Montiel]] 80
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur= 70.248
|dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur= 16.167
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
==Útsláttarkeppni==
===16-liða úrslit===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America leikvangurinnn, Charlotte
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz leikvangurinn, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock leikvangurinn, [[Miami]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 30. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America leikvangurinn, Charlotte
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 30. júní
|lið1= 1. sæti í G-riðli
|úrslit=
|lið2= 2. sæti í H-riðli
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Camping World leikvangurinn, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 1. júlí
|lið1= 1. sæti í H-riðli
|úrslit=
|lið2= 2. sæti í G-riðli
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock leikvangurinn, [[Miami]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 1. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz leikvangurinn, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
==Heimildir==
* [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025, Heimasíða mótsins]
[[Flokkur:Knattspyrna]]
e5fzavfbashcugxf5j2gdgwvu3d96h7
1921688
1921687
2025-06-26T22:55:18Z
Friðþjófur
104929
/* G-riðill */
1921688
wikitext
text/x-wiki
{{engar heimildir}}
'''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025''' verður 21. [[heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu|heimsmeistarakeppni félagsliða]] og sú langstærsta í sögunni með 32 þátttökuliðum í stað 6-8 í fyrri keppnum. Hún verður haldin í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] frá 15. júní til 13. júlí.
==Riðlakeppnin==
===A-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[SE Palmeiras|Palmeiras]]||3||1||2||0||4||2||+2||''5''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Inter Miami CF|Inter Miami]]||3||1||2||0||4||3||+1||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] ||[[FC Porto|Porto]]||3||0||2||1||5||6||-1||''2''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]]||[[Al Ahly SC|Al Ahly]]||3||0||2||1||4||6||-2||''2''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 60.927
|dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 46.275
|dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Wessam Abou Ali|Abou Ali]] 49 (sjálfsm.), [[José Manuel López|López]] 59
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 35.179
|dómari= Anthony Taylor, [[England]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Telasco Segovia|Segovia]] 47, [[Lionel Messi|Messi]] 54
|mörk2= [[Samu Aghehowa|Aghehowa]] 8 (vítasp.)
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 31.783
|dómari= Cristián Garay, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit= 2:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Tadeo Allende|Allende]] 16, [[Luis Suárez|Suárez]] 65
|mörk2= [[Paulinho]] 80, [[Maurício]] 87
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 60.914
|dómari= Szymon Marciniak, [[Pólland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|úrslit= 4:4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Rodrigo Mora|Mora]] 23, [[William Gomes|Gomes]] 50, [[Samu Aghehowa|Aghehowa]] 53, [[Pepê]] 89
|mörk2= [[Wessam Abou Ali|Abou Ali]] 15, 45+2 (vítasp.), 51, [[Mohamed Ali Ben Romdhane|Ben Romdhane]] 64
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 39.893
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
===B-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of France.svg|20px]]||[[Paris Saint-Germain|PSG]]||3||2||0||1||6||1||+5||''6''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]||3||2||0||1||3||2||+1||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] ||[[Atlético Madrid]]||3||2||0||1||4||5||-1||''6''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]||3||0||0||3||2||7||-5||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit= 4:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Fabián Ruiz|Fabián]] 19, [[Vitinha]] 45+1, [[Senny Mayulu|Mayulu]] 87, [[Lee Kang-in]] 90+7 (vítasp.)
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 80.619
|dómari= István Kovács, [[Rúmenía|Rúmeníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jair Cunha|Cunha]] 28, [[Igor Jesus]] 44
|mörk2= [[Cristian Roldan|C. Roldan]] 75
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 30.151
|dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit= 1:3
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Albert Rusnák|Rusnák]] 50
|mörk2= [[Pablo Barrios|Barrios]] 11, 55, [[Axel Witsel|Witsel]] 47
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 51.636
|dómari= Yael Falcón Pérez, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit= 0:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Igor Jesus]] 36
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 53.699
|dómari= Drew Fischer, [[Kanada]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit= 0:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Khvicha Kvaratskhelia|Kvaratskhelia]] 35, [[Achraf Hakimi|Hakimi]] 66
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 50.628
|dómari= Cristián Garay, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|úrslit= 1:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Antoine Griezmann|Griezmann]] 87
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 22.992
|dómari= César Ramos, [[Mexíkó]]
|}}
===C-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]]||[[S.L. Benfica|Benfica]]||3||2||1||0||9||2||+7||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]]||[[Bayern München]]||3||2||0||1||12||2||+10||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Boca Juniors]]||3||0||2||1||4||5||-1||''2''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] ||[[Auckland City]]||3||0||1||2||1||17||-16||''1''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit= 10:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Kingsley Coman|Coman]] 6, 21, [[Sacha Boey|Boey]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 20, 45+3, [[Thomas Müller|Müller]] 45, 89, [[Jamal Musiala|Musiala]] 67, 73 (vítasp.), 84
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 21.152
|dómari= Issa Sy, [[Senegal]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|úrslit= 2:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 21, [[Rodrigo Battaglia|Battaglia]] 27
|mörk2= [[Ángel Di María|Di María]] 45+3 (vítasp.), [[Nicolás Otamendi|Otamendi]] 84
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 55.574
|dómari= César Ramos, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit= 6:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Ángel Di María|Di María]] 45+8 (vítasp.), 90+8 (vítasp.), [[Vangelis Pavlidis|Pavlidis]] 53, [[Renato Sanches|Sanches]] 63, [[Leandro Barreiro|Barreiro]] 76, 78
|mörk2=
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 6.730
|dómari= Salman Falah, [[Katar]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Harry Kane|Kane]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 84
|mörk2= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 66
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 63.587
|dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit= 1:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Andreas Schjelderup|Schjelderup]] 13
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur= 33.287
|dómari= François Letexier, [[Frakkland|Frakklandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Christian Gray|Gray]] 52
|mörk2= [[Nathan Garrow|Garrow]] 26 (sjálfsm.)
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur= 16.899
|dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]]
|}}
===D-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]||3||2||1||0||6||2||+4||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Chelsea F.C.|Chelsea]]||3||2||0||1||6||3||+3||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] ||[[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]||3||1||0||2||1||5||-4||''3''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Los Angeles FC]]||3||0||1||2||1||4||-3||''1''
|-
|}
[[Club León]] frá [[Mexíkó]] var vikið úr keppni vegna brota á reglum um eignarhald. Þess í stað var efnt til einvígis milli Los Angeles FC og Club América um lausa sætið, sem lauk með 2:1 sigri bandaríska liðsins.
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Giorgian de Arrascaeta|De Arrascaeta]] 17, [[Luiz Araújo]] 70
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 25.797
|dómari= Danny Makkelie, [[Holland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Pedro Neto|Neto]] 34, [[Enzo Fernández|Fernández]] 79
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 22.137
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Bruno Henrique]] 62, [[Danilo]] 65, [[Wallace Yan]] 83
|mörk2= [[Pedro Neto|Neto]] 13
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 54.619
|dómari= Iván Barton, [[El Salvador]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit= 0:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Youcef Belaïli|Belaïli]] 70
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur= 13.651
|dómari= Espen Eskås, [[Noregur|Noregi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Denis Bouanga|Bouanga]] 84
|mörk2= [[Wallace Yan]] 86
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 32.933
|dómari= Salman Falahi, [[Katar]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|úrslit= 0:3
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Tosin Adarabioyo|Adarabioyo]] 45+3, [[Liam Delap|Delap]] 45+5, [[Tyrique George|George]] 90+7
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 32.967
|dómari= Yael Falcón Pérez, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
===E-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]||3||2||1||0||5||2||+3||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Monterrey|Monterrey]]||3||1||2||0||5||1||+4||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Club Atlético River Plate|River Plate]]||3||1||1||1||3||3||0||''4''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] ||[[Urawa Red Diamonds]]||3||0||0||3||2||9||-7||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Facundo Colidio|Colidio]] 12, [[Sebastián Driussi|Driussi]] 48, [[Maximiliano Meza|Meza]] 73
|mörk2= [[Yūsuke Matsuo|Matsuo]] 58 (vítasp.)
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 11.974
|dómari= Felix Zwayer, [[Þýskaland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Sergio Ramos|Ramos]] 25
|mörk2= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 42
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 40.311
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 57.393
|dómari= Slavko Vinčić, [[Slóvenía|Slóveníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 78, [[Valentín Carboni|Carboni]] 90+2
|mörk2= [[Ryōma Watanabe|Watanabe]] 11
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 25.090
|dómari= Dahane Beida, [[Máritanía|Máritaníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Francesco Pio Esposito|F. Esposito]] 72, [[Alessandro Bastoni|Bastoni]] 90+3
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 45.135
|dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|úrslit= 0:4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Nelson Deossa|Deossa]] 30, [[Germán Berterame|Berterame]] 34, 90+7, [[Jesús Manuel Corona|Corona]] 39
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 14.312
|dómari= Felix Zwayer, [[Þýskaland]]i
|}}
===F-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] ||[[Borussia Dortmund]]||3||2||1||0||5||3||+2||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Fluminense FC|Fluminense]]||3||1||2||0||4||2||+2||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]]||[[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]||3||1||1||1||3||4||0||''4''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]]||[[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]||3||0||0||3||2||6||-5||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 34.736
|dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|úrslit= 0:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Iqraam Rayners|Rayners]] 36
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 3.412
|dómari= Clément Turpin, [[Frakkland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit= 3:4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lucas Ribeiro Costa|Ribeiro]] 11, [[Iqraam Rayners|Rayners]] 62, [[Lebo Mothiba|Mothiba]] 90
|mörk2= [[Felix Nmecha|Nmecha]] 16, [[Serhou Guirassy|Guirassy]] 34, [[Jobe Bellingham|Bellingham]] 45, [[Khuliso Mudau|Mudau]] 59 (sjálfsm.)
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 14.006
|dómari= Juan Gabriel Benítez, [[Paragvæ]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit= 4:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jhon Arias|Arias]] 27, [[Nonato]] 66, [[Juan Pablo Freytes|Freytes]] 83, [[Keno]] 90+2
|mörk2= [[Lee Jin-hyun]] 37, [[Um Won-sang]] 45+3
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 29.321
|dómari= Michael Oliver, [[England]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 14.312
|dómari= Anthony Taylor, [[England]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|úrslit= 1:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Daniel Svensson|Svensson]] 36
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 8.239
|dómari= Tori Penso, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
|}}
===G-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Manchester City]]||3||3||0||0||13||2||+11||''9''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[Juventus FC|Juventus]]||2||2||0||1||11||6||+5||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]]||[[Al Ain FC|Al Ain]]||3||1||0||2||2||12||-10||''3''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] ||[[Wydad AC]]||3||0||0||3||2||8||-7||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Phil Foden|Foden]] 2, [[Jérémy Doku|Doku]] 42
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 37.446
|dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|úrslit= 0:5
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Randal Kolo Muani|Kolo Muani]] 11, 45+4, [[Francisco Conceição|Conceição]] 21, 58, [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 31
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur= 18.161
|dómari= Tori Penso, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit= 4:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Abdelmounaim Boutouil|Boutouil]] 6 (sjálfsm.), [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 16, 69, [[Dušan Vlahović|Vlahović]] 90+4 (vítasp.)
|mörk2= [[Thembinkosi Lorch|Lorch]] 25
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 31.975
|dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit= 6:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1= [[İlkay Gündoğan|Gündoğan]] 8, 73, [[Claudio Echeverri|Echeverri]] 27, [[Erling Haaland|Haaland]] 45+5 (vítasp.), [[Oscar Bobb|Bobb]] 84, [[Rayan Cherki|Cherki]] 89
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 40.392
|dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit= 2:5
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Teun Koopmeiners|Koopmeiners]] 11, [[Dušan Vlahović|Vlahović]] 84
|mörk2= [[Jérémy Doku|Doku]] 9, [[Pierre Kalulu|Kalulu]] 26 (sjálfsm.), [[Erling Haaland|Haaland]] 52, [[Phil Foden|Foden]] 69, [[Savinho]] 75
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 54.320
|dómari= Clément Turpin, [[Frakkland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|úrslit= 1:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Cassius Mailula|Mailula]] 4
|mörk2= [[Kodjo Fo-Doh Laba|Laba]] 45+1 (vítasp.), [[Kaku]] 50
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur= 10.785
|dómari= Drew Fischer, [[Kanada]]
|}}
===H-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]]||[[Real Madrid]]||2||1||1||0||4||2||+2||''4''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]]||[[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]||2||1||1||0||2||1||+1||''4''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] ||[[Al Hilal]]||2||0||1||0||1||1||0||''2''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Pachuca|Pachuca]]||2||0||0||2||2||5||-4||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Gonzalo García|G. García]] 34
|mörk2= [[Rúben Neves|Neves]] 41 (vítasp.)
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 62.415
|dómari= Facundo Tello, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|úrslit= 1:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Bryan González|González]] 56
|mörk2= [[Oscar Gloukh|Gloukh]] 42, [[Karim Onisiwo|Onisiwo]] 76
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 5.282
|dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jude Bellingham|Bellingham]] 35, [[Arda Güler|Güler]] 43, [[Federico Valverde|Valverde]] 70
|mörk2= [[Elías Montiel|Montiel]] 80
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur= 70.248
|dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur= 16.167
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
==Útsláttarkeppni==
===16-liða úrslit===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America leikvangurinnn, Charlotte
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz leikvangurinn, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock leikvangurinn, [[Miami]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 30. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America leikvangurinn, Charlotte
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 30. júní
|lið1= 1. sæti í G-riðli
|úrslit=
|lið2= 2. sæti í H-riðli
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Camping World leikvangurinn, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 1. júlí
|lið1= 1. sæti í H-riðli
|úrslit=
|lið2= 2. sæti í G-riðli
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock leikvangurinn, [[Miami]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 1. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz leikvangurinn, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
==Heimildir==
* [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025, Heimasíða mótsins]
[[Flokkur:Knattspyrna]]
gd32d64ecjydy1bo3mwpmjy4rq7zjnb
1921690
1921688
2025-06-26T22:56:57Z
Friðþjófur
104929
/* 16-liða úrslit */
1921690
wikitext
text/x-wiki
{{engar heimildir}}
'''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025''' verður 21. [[heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu|heimsmeistarakeppni félagsliða]] og sú langstærsta í sögunni með 32 þátttökuliðum í stað 6-8 í fyrri keppnum. Hún verður haldin í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] frá 15. júní til 13. júlí.
==Riðlakeppnin==
===A-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[SE Palmeiras|Palmeiras]]||3||1||2||0||4||2||+2||''5''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Inter Miami CF|Inter Miami]]||3||1||2||0||4||3||+1||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] ||[[FC Porto|Porto]]||3||0||2||1||5||6||-1||''2''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]]||[[Al Ahly SC|Al Ahly]]||3||0||2||1||4||6||-2||''2''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 60.927
|dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 46.275
|dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Wessam Abou Ali|Abou Ali]] 49 (sjálfsm.), [[José Manuel López|López]] 59
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 35.179
|dómari= Anthony Taylor, [[England]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Telasco Segovia|Segovia]] 47, [[Lionel Messi|Messi]] 54
|mörk2= [[Samu Aghehowa|Aghehowa]] 8 (vítasp.)
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 31.783
|dómari= Cristián Garay, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit= 2:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Tadeo Allende|Allende]] 16, [[Luis Suárez|Suárez]] 65
|mörk2= [[Paulinho]] 80, [[Maurício]] 87
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 60.914
|dómari= Szymon Marciniak, [[Pólland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|úrslit= 4:4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Rodrigo Mora|Mora]] 23, [[William Gomes|Gomes]] 50, [[Samu Aghehowa|Aghehowa]] 53, [[Pepê]] 89
|mörk2= [[Wessam Abou Ali|Abou Ali]] 15, 45+2 (vítasp.), 51, [[Mohamed Ali Ben Romdhane|Ben Romdhane]] 64
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 39.893
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
===B-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of France.svg|20px]]||[[Paris Saint-Germain|PSG]]||3||2||0||1||6||1||+5||''6''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]||3||2||0||1||3||2||+1||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] ||[[Atlético Madrid]]||3||2||0||1||4||5||-1||''6''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]||3||0||0||3||2||7||-5||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit= 4:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Fabián Ruiz|Fabián]] 19, [[Vitinha]] 45+1, [[Senny Mayulu|Mayulu]] 87, [[Lee Kang-in]] 90+7 (vítasp.)
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 80.619
|dómari= István Kovács, [[Rúmenía|Rúmeníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jair Cunha|Cunha]] 28, [[Igor Jesus]] 44
|mörk2= [[Cristian Roldan|C. Roldan]] 75
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 30.151
|dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit= 1:3
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Albert Rusnák|Rusnák]] 50
|mörk2= [[Pablo Barrios|Barrios]] 11, 55, [[Axel Witsel|Witsel]] 47
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 51.636
|dómari= Yael Falcón Pérez, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit= 0:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Igor Jesus]] 36
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 53.699
|dómari= Drew Fischer, [[Kanada]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit= 0:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Khvicha Kvaratskhelia|Kvaratskhelia]] 35, [[Achraf Hakimi|Hakimi]] 66
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 50.628
|dómari= Cristián Garay, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|úrslit= 1:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Antoine Griezmann|Griezmann]] 87
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 22.992
|dómari= César Ramos, [[Mexíkó]]
|}}
===C-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]]||[[S.L. Benfica|Benfica]]||3||2||1||0||9||2||+7||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]]||[[Bayern München]]||3||2||0||1||12||2||+10||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Boca Juniors]]||3||0||2||1||4||5||-1||''2''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] ||[[Auckland City]]||3||0||1||2||1||17||-16||''1''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit= 10:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Kingsley Coman|Coman]] 6, 21, [[Sacha Boey|Boey]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 20, 45+3, [[Thomas Müller|Müller]] 45, 89, [[Jamal Musiala|Musiala]] 67, 73 (vítasp.), 84
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 21.152
|dómari= Issa Sy, [[Senegal]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|úrslit= 2:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 21, [[Rodrigo Battaglia|Battaglia]] 27
|mörk2= [[Ángel Di María|Di María]] 45+3 (vítasp.), [[Nicolás Otamendi|Otamendi]] 84
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 55.574
|dómari= César Ramos, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit= 6:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Ángel Di María|Di María]] 45+8 (vítasp.), 90+8 (vítasp.), [[Vangelis Pavlidis|Pavlidis]] 53, [[Renato Sanches|Sanches]] 63, [[Leandro Barreiro|Barreiro]] 76, 78
|mörk2=
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 6.730
|dómari= Salman Falah, [[Katar]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Harry Kane|Kane]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 84
|mörk2= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 66
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 63.587
|dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit= 1:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Andreas Schjelderup|Schjelderup]] 13
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur= 33.287
|dómari= François Letexier, [[Frakkland|Frakklandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Christian Gray|Gray]] 52
|mörk2= [[Nathan Garrow|Garrow]] 26 (sjálfsm.)
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur= 16.899
|dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]]
|}}
===D-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]||3||2||1||0||6||2||+4||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Chelsea F.C.|Chelsea]]||3||2||0||1||6||3||+3||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] ||[[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]||3||1||0||2||1||5||-4||''3''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Los Angeles FC]]||3||0||1||2||1||4||-3||''1''
|-
|}
[[Club León]] frá [[Mexíkó]] var vikið úr keppni vegna brota á reglum um eignarhald. Þess í stað var efnt til einvígis milli Los Angeles FC og Club América um lausa sætið, sem lauk með 2:1 sigri bandaríska liðsins.
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Giorgian de Arrascaeta|De Arrascaeta]] 17, [[Luiz Araújo]] 70
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 25.797
|dómari= Danny Makkelie, [[Holland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Pedro Neto|Neto]] 34, [[Enzo Fernández|Fernández]] 79
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 22.137
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Bruno Henrique]] 62, [[Danilo]] 65, [[Wallace Yan]] 83
|mörk2= [[Pedro Neto|Neto]] 13
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 54.619
|dómari= Iván Barton, [[El Salvador]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit= 0:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Youcef Belaïli|Belaïli]] 70
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur= 13.651
|dómari= Espen Eskås, [[Noregur|Noregi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Denis Bouanga|Bouanga]] 84
|mörk2= [[Wallace Yan]] 86
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 32.933
|dómari= Salman Falahi, [[Katar]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|úrslit= 0:3
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Tosin Adarabioyo|Adarabioyo]] 45+3, [[Liam Delap|Delap]] 45+5, [[Tyrique George|George]] 90+7
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 32.967
|dómari= Yael Falcón Pérez, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
===E-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]||3||2||1||0||5||2||+3||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Monterrey|Monterrey]]||3||1||2||0||5||1||+4||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Club Atlético River Plate|River Plate]]||3||1||1||1||3||3||0||''4''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] ||[[Urawa Red Diamonds]]||3||0||0||3||2||9||-7||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Facundo Colidio|Colidio]] 12, [[Sebastián Driussi|Driussi]] 48, [[Maximiliano Meza|Meza]] 73
|mörk2= [[Yūsuke Matsuo|Matsuo]] 58 (vítasp.)
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 11.974
|dómari= Felix Zwayer, [[Þýskaland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Sergio Ramos|Ramos]] 25
|mörk2= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 42
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 40.311
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 57.393
|dómari= Slavko Vinčić, [[Slóvenía|Slóveníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 78, [[Valentín Carboni|Carboni]] 90+2
|mörk2= [[Ryōma Watanabe|Watanabe]] 11
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 25.090
|dómari= Dahane Beida, [[Máritanía|Máritaníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Francesco Pio Esposito|F. Esposito]] 72, [[Alessandro Bastoni|Bastoni]] 90+3
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 45.135
|dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|úrslit= 0:4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Nelson Deossa|Deossa]] 30, [[Germán Berterame|Berterame]] 34, 90+7, [[Jesús Manuel Corona|Corona]] 39
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 14.312
|dómari= Felix Zwayer, [[Þýskaland]]i
|}}
===F-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] ||[[Borussia Dortmund]]||3||2||1||0||5||3||+2||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Fluminense FC|Fluminense]]||3||1||2||0||4||2||+2||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]]||[[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]||3||1||1||1||3||4||0||''4''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]]||[[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]||3||0||0||3||2||6||-5||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 34.736
|dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|úrslit= 0:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Iqraam Rayners|Rayners]] 36
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 3.412
|dómari= Clément Turpin, [[Frakkland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit= 3:4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lucas Ribeiro Costa|Ribeiro]] 11, [[Iqraam Rayners|Rayners]] 62, [[Lebo Mothiba|Mothiba]] 90
|mörk2= [[Felix Nmecha|Nmecha]] 16, [[Serhou Guirassy|Guirassy]] 34, [[Jobe Bellingham|Bellingham]] 45, [[Khuliso Mudau|Mudau]] 59 (sjálfsm.)
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 14.006
|dómari= Juan Gabriel Benítez, [[Paragvæ]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit= 4:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jhon Arias|Arias]] 27, [[Nonato]] 66, [[Juan Pablo Freytes|Freytes]] 83, [[Keno]] 90+2
|mörk2= [[Lee Jin-hyun]] 37, [[Um Won-sang]] 45+3
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 29.321
|dómari= Michael Oliver, [[England]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 14.312
|dómari= Anthony Taylor, [[England]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|úrslit= 1:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Daniel Svensson|Svensson]] 36
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 8.239
|dómari= Tori Penso, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
|}}
===G-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Manchester City]]||3||3||0||0||13||2||+11||''9''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[Juventus FC|Juventus]]||2||2||0||1||11||6||+5||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]]||[[Al Ain FC|Al Ain]]||3||1||0||2||2||12||-10||''3''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] ||[[Wydad AC]]||3||0||0||3||2||8||-7||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Phil Foden|Foden]] 2, [[Jérémy Doku|Doku]] 42
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 37.446
|dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|úrslit= 0:5
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Randal Kolo Muani|Kolo Muani]] 11, 45+4, [[Francisco Conceição|Conceição]] 21, 58, [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 31
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur= 18.161
|dómari= Tori Penso, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit= 4:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Abdelmounaim Boutouil|Boutouil]] 6 (sjálfsm.), [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 16, 69, [[Dušan Vlahović|Vlahović]] 90+4 (vítasp.)
|mörk2= [[Thembinkosi Lorch|Lorch]] 25
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 31.975
|dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit= 6:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1= [[İlkay Gündoğan|Gündoğan]] 8, 73, [[Claudio Echeverri|Echeverri]] 27, [[Erling Haaland|Haaland]] 45+5 (vítasp.), [[Oscar Bobb|Bobb]] 84, [[Rayan Cherki|Cherki]] 89
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 40.392
|dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit= 2:5
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Teun Koopmeiners|Koopmeiners]] 11, [[Dušan Vlahović|Vlahović]] 84
|mörk2= [[Jérémy Doku|Doku]] 9, [[Pierre Kalulu|Kalulu]] 26 (sjálfsm.), [[Erling Haaland|Haaland]] 52, [[Phil Foden|Foden]] 69, [[Savinho]] 75
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 54.320
|dómari= Clément Turpin, [[Frakkland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|úrslit= 1:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Cassius Mailula|Mailula]] 4
|mörk2= [[Kodjo Fo-Doh Laba|Laba]] 45+1 (vítasp.), [[Kaku]] 50
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur= 10.785
|dómari= Drew Fischer, [[Kanada]]
|}}
===H-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]]||[[Real Madrid]]||2||1||1||0||4||2||+2||''4''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]]||[[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]||2||1||1||0||2||1||+1||''4''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] ||[[Al Hilal]]||2||0||1||0||1||1||0||''2''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Pachuca|Pachuca]]||2||0||0||2||2||5||-4||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Gonzalo García|G. García]] 34
|mörk2= [[Rúben Neves|Neves]] 41 (vítasp.)
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 62.415
|dómari= Facundo Tello, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|úrslit= 1:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Bryan González|González]] 56
|mörk2= [[Oscar Gloukh|Gloukh]] 42, [[Karim Onisiwo|Onisiwo]] 76
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 5.282
|dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jude Bellingham|Bellingham]] 35, [[Arda Güler|Güler]] 43, [[Federico Valverde|Valverde]] 70
|mörk2= [[Elías Montiel|Montiel]] 80
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur= 70.248
|dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur= 16.167
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
==Útsláttarkeppni==
===16-liða úrslit===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America leikvangurinnn, Charlotte
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz leikvangurinn, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock leikvangurinn, [[Miami]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 30. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America leikvangurinn, Charlotte
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 30. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit=
|lið2= 2. sæti í H-riðli
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Camping World leikvangurinn, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 1. júlí
|lið1= 1. sæti í H-riðli
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock leikvangurinn, [[Miami]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 1. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz leikvangurinn, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
==Heimildir==
* [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025, Heimasíða mótsins]
[[Flokkur:Knattspyrna]]
j3b5u70actpfch18vyv2egqt6l0f7kt
1921736
1921690
2025-06-27T08:15:26Z
Friðþjófur
104929
/* H-riðill */
1921736
wikitext
text/x-wiki
{{engar heimildir}}
'''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025''' verður 21. [[heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu|heimsmeistarakeppni félagsliða]] og sú langstærsta í sögunni með 32 þátttökuliðum í stað 6-8 í fyrri keppnum. Hún verður haldin í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] frá 15. júní til 13. júlí.
==Riðlakeppnin==
===A-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[SE Palmeiras|Palmeiras]]||3||1||2||0||4||2||+2||''5''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Inter Miami CF|Inter Miami]]||3||1||2||0||4||3||+1||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] ||[[FC Porto|Porto]]||3||0||2||1||5||6||-1||''2''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]]||[[Al Ahly SC|Al Ahly]]||3||0||2||1||4||6||-2||''2''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 60.927
|dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 46.275
|dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Wessam Abou Ali|Abou Ali]] 49 (sjálfsm.), [[José Manuel López|López]] 59
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 35.179
|dómari= Anthony Taylor, [[England]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Telasco Segovia|Segovia]] 47, [[Lionel Messi|Messi]] 54
|mörk2= [[Samu Aghehowa|Aghehowa]] 8 (vítasp.)
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 31.783
|dómari= Cristián Garay, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit= 2:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Tadeo Allende|Allende]] 16, [[Luis Suárez|Suárez]] 65
|mörk2= [[Paulinho]] 80, [[Maurício]] 87
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 60.914
|dómari= Szymon Marciniak, [[Pólland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|úrslit= 4:4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Rodrigo Mora|Mora]] 23, [[William Gomes|Gomes]] 50, [[Samu Aghehowa|Aghehowa]] 53, [[Pepê]] 89
|mörk2= [[Wessam Abou Ali|Abou Ali]] 15, 45+2 (vítasp.), 51, [[Mohamed Ali Ben Romdhane|Ben Romdhane]] 64
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 39.893
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
===B-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of France.svg|20px]]||[[Paris Saint-Germain|PSG]]||3||2||0||1||6||1||+5||''6''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]||3||2||0||1||3||2||+1||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] ||[[Atlético Madrid]]||3||2||0||1||4||5||-1||''6''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]||3||0||0||3||2||7||-5||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit= 4:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Fabián Ruiz|Fabián]] 19, [[Vitinha]] 45+1, [[Senny Mayulu|Mayulu]] 87, [[Lee Kang-in]] 90+7 (vítasp.)
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 80.619
|dómari= István Kovács, [[Rúmenía|Rúmeníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jair Cunha|Cunha]] 28, [[Igor Jesus]] 44
|mörk2= [[Cristian Roldan|C. Roldan]] 75
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 30.151
|dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit= 1:3
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Albert Rusnák|Rusnák]] 50
|mörk2= [[Pablo Barrios|Barrios]] 11, 55, [[Axel Witsel|Witsel]] 47
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 51.636
|dómari= Yael Falcón Pérez, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit= 0:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Igor Jesus]] 36
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 53.699
|dómari= Drew Fischer, [[Kanada]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit= 0:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Khvicha Kvaratskhelia|Kvaratskhelia]] 35, [[Achraf Hakimi|Hakimi]] 66
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 50.628
|dómari= Cristián Garay, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|úrslit= 1:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Antoine Griezmann|Griezmann]] 87
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 22.992
|dómari= César Ramos, [[Mexíkó]]
|}}
===C-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]]||[[S.L. Benfica|Benfica]]||3||2||1||0||9||2||+7||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]]||[[Bayern München]]||3||2||0||1||12||2||+10||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Boca Juniors]]||3||0||2||1||4||5||-1||''2''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] ||[[Auckland City]]||3||0||1||2||1||17||-16||''1''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit= 10:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Kingsley Coman|Coman]] 6, 21, [[Sacha Boey|Boey]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 20, 45+3, [[Thomas Müller|Müller]] 45, 89, [[Jamal Musiala|Musiala]] 67, 73 (vítasp.), 84
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 21.152
|dómari= Issa Sy, [[Senegal]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|úrslit= 2:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 21, [[Rodrigo Battaglia|Battaglia]] 27
|mörk2= [[Ángel Di María|Di María]] 45+3 (vítasp.), [[Nicolás Otamendi|Otamendi]] 84
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 55.574
|dómari= César Ramos, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit= 6:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Ángel Di María|Di María]] 45+8 (vítasp.), 90+8 (vítasp.), [[Vangelis Pavlidis|Pavlidis]] 53, [[Renato Sanches|Sanches]] 63, [[Leandro Barreiro|Barreiro]] 76, 78
|mörk2=
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 6.730
|dómari= Salman Falah, [[Katar]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Harry Kane|Kane]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 84
|mörk2= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 66
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 63.587
|dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit= 1:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Andreas Schjelderup|Schjelderup]] 13
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur= 33.287
|dómari= François Letexier, [[Frakkland|Frakklandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Christian Gray|Gray]] 52
|mörk2= [[Nathan Garrow|Garrow]] 26 (sjálfsm.)
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur= 16.899
|dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]]
|}}
===D-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]||3||2||1||0||6||2||+4||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Chelsea F.C.|Chelsea]]||3||2||0||1||6||3||+3||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] ||[[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]||3||1||0||2||1||5||-4||''3''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Los Angeles FC]]||3||0||1||2||1||4||-3||''1''
|-
|}
[[Club León]] frá [[Mexíkó]] var vikið úr keppni vegna brota á reglum um eignarhald. Þess í stað var efnt til einvígis milli Los Angeles FC og Club América um lausa sætið, sem lauk með 2:1 sigri bandaríska liðsins.
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Giorgian de Arrascaeta|De Arrascaeta]] 17, [[Luiz Araújo]] 70
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 25.797
|dómari= Danny Makkelie, [[Holland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Pedro Neto|Neto]] 34, [[Enzo Fernández|Fernández]] 79
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 22.137
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Bruno Henrique]] 62, [[Danilo]] 65, [[Wallace Yan]] 83
|mörk2= [[Pedro Neto|Neto]] 13
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 54.619
|dómari= Iván Barton, [[El Salvador]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit= 0:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Youcef Belaïli|Belaïli]] 70
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur= 13.651
|dómari= Espen Eskås, [[Noregur|Noregi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Denis Bouanga|Bouanga]] 84
|mörk2= [[Wallace Yan]] 86
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 32.933
|dómari= Salman Falahi, [[Katar]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|úrslit= 0:3
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Tosin Adarabioyo|Adarabioyo]] 45+3, [[Liam Delap|Delap]] 45+5, [[Tyrique George|George]] 90+7
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 32.967
|dómari= Yael Falcón Pérez, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
===E-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]||3||2||1||0||5||2||+3||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Monterrey|Monterrey]]||3||1||2||0||5||1||+4||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Club Atlético River Plate|River Plate]]||3||1||1||1||3||3||0||''4''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] ||[[Urawa Red Diamonds]]||3||0||0||3||2||9||-7||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Facundo Colidio|Colidio]] 12, [[Sebastián Driussi|Driussi]] 48, [[Maximiliano Meza|Meza]] 73
|mörk2= [[Yūsuke Matsuo|Matsuo]] 58 (vítasp.)
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 11.974
|dómari= Felix Zwayer, [[Þýskaland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Sergio Ramos|Ramos]] 25
|mörk2= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 42
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 40.311
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 57.393
|dómari= Slavko Vinčić, [[Slóvenía|Slóveníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 78, [[Valentín Carboni|Carboni]] 90+2
|mörk2= [[Ryōma Watanabe|Watanabe]] 11
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 25.090
|dómari= Dahane Beida, [[Máritanía|Máritaníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Francesco Pio Esposito|F. Esposito]] 72, [[Alessandro Bastoni|Bastoni]] 90+3
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 45.135
|dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|úrslit= 0:4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Nelson Deossa|Deossa]] 30, [[Germán Berterame|Berterame]] 34, 90+7, [[Jesús Manuel Corona|Corona]] 39
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 14.312
|dómari= Felix Zwayer, [[Þýskaland]]i
|}}
===F-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] ||[[Borussia Dortmund]]||3||2||1||0||5||3||+2||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Fluminense FC|Fluminense]]||3||1||2||0||4||2||+2||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]]||[[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]||3||1||1||1||3||4||0||''4''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]]||[[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]||3||0||0||3||2||6||-5||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 34.736
|dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|úrslit= 0:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Iqraam Rayners|Rayners]] 36
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 3.412
|dómari= Clément Turpin, [[Frakkland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit= 3:4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lucas Ribeiro Costa|Ribeiro]] 11, [[Iqraam Rayners|Rayners]] 62, [[Lebo Mothiba|Mothiba]] 90
|mörk2= [[Felix Nmecha|Nmecha]] 16, [[Serhou Guirassy|Guirassy]] 34, [[Jobe Bellingham|Bellingham]] 45, [[Khuliso Mudau|Mudau]] 59 (sjálfsm.)
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 14.006
|dómari= Juan Gabriel Benítez, [[Paragvæ]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit= 4:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jhon Arias|Arias]] 27, [[Nonato]] 66, [[Juan Pablo Freytes|Freytes]] 83, [[Keno]] 90+2
|mörk2= [[Lee Jin-hyun]] 37, [[Um Won-sang]] 45+3
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 29.321
|dómari= Michael Oliver, [[England]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 14.312
|dómari= Anthony Taylor, [[England]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|úrslit= 1:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Daniel Svensson|Svensson]] 36
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 8.239
|dómari= Tori Penso, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
|}}
===G-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Manchester City]]||3||3||0||0||13||2||+11||''9''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[Juventus FC|Juventus]]||2||2||0||1||11||6||+5||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]]||[[Al Ain FC|Al Ain]]||3||1||0||2||2||12||-10||''3''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] ||[[Wydad AC]]||3||0||0||3||2||8||-7||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Phil Foden|Foden]] 2, [[Jérémy Doku|Doku]] 42
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 37.446
|dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|úrslit= 0:5
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Randal Kolo Muani|Kolo Muani]] 11, 45+4, [[Francisco Conceição|Conceição]] 21, 58, [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 31
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur= 18.161
|dómari= Tori Penso, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit= 4:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Abdelmounaim Boutouil|Boutouil]] 6 (sjálfsm.), [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 16, 69, [[Dušan Vlahović|Vlahović]] 90+4 (vítasp.)
|mörk2= [[Thembinkosi Lorch|Lorch]] 25
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 31.975
|dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit= 6:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1= [[İlkay Gündoğan|Gündoğan]] 8, 73, [[Claudio Echeverri|Echeverri]] 27, [[Erling Haaland|Haaland]] 45+5 (vítasp.), [[Oscar Bobb|Bobb]] 84, [[Rayan Cherki|Cherki]] 89
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 40.392
|dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit= 2:5
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Teun Koopmeiners|Koopmeiners]] 11, [[Dušan Vlahović|Vlahović]] 84
|mörk2= [[Jérémy Doku|Doku]] 9, [[Pierre Kalulu|Kalulu]] 26 (sjálfsm.), [[Erling Haaland|Haaland]] 52, [[Phil Foden|Foden]] 69, [[Savinho]] 75
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 54.320
|dómari= Clément Turpin, [[Frakkland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|úrslit= 1:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Cassius Mailula|Mailula]] 4
|mörk2= [[Kodjo Fo-Doh Laba|Laba]] 45+1 (vítasp.), [[Kaku]] 50
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur= 10.785
|dómari= Drew Fischer, [[Kanada]]
|}}
===H-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]]||[[Real Madrid]]||3||2||1||0||7||2||+5||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] ||[[Al Hilal]]||3||1||2||0||3||1||+2||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]]||[[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]||2||1||1||1||2||4||-2||''4''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Pachuca|Pachuca]]||3||0||0||3||2||7||-5||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Gonzalo García|G. García]] 34
|mörk2= [[Rúben Neves|Neves]] 41 (vítasp.)
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 62.415
|dómari= Facundo Tello, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|úrslit= 1:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Bryan González|González]] 56
|mörk2= [[Oscar Gloukh|Gloukh]] 42, [[Karim Onisiwo|Onisiwo]] 76
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 5.282
|dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jude Bellingham|Bellingham]] 35, [[Arda Güler|Güler]] 43, [[Federico Valverde|Valverde]] 70
|mörk2= [[Elías Montiel|Montiel]] 80
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur= 70.248
|dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur= 16.167
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit= 0:3
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Vinícius Júnior|Vinícius]] 40, [[Federico Valverde|Valverde]] 45+3, [[Gonzalo García|G. García]] 84
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 64.811
|dómari= Dahane Beida, [[Máritanía|Máritaníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Salem Al-Dawsari|S. Al-Dawsari]] 22, [[Marcos Leonardo]] 90+5
|mörk2=
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur= 14.147
|dómari= Danny Makkelie, [[Holland]]i
|}}
==Útsláttarkeppni==
===16-liða úrslit===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America leikvangurinnn, Charlotte
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz leikvangurinn, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock leikvangurinn, [[Miami]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 30. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America leikvangurinn, Charlotte
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 30. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit=
|lið2= 2. sæti í H-riðli
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Camping World leikvangurinn, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 1. júlí
|lið1= 1. sæti í H-riðli
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock leikvangurinn, [[Miami]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 1. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz leikvangurinn, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
==Heimildir==
* [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025, Heimasíða mótsins]
[[Flokkur:Knattspyrna]]
dqbmp6zv4dzie9isa5pahb0ceav612p
1921737
1921736
2025-06-27T08:16:16Z
Friðþjófur
104929
/* 16-liða úrslit */
1921737
wikitext
text/x-wiki
{{engar heimildir}}
'''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025''' verður 21. [[heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu|heimsmeistarakeppni félagsliða]] og sú langstærsta í sögunni með 32 þátttökuliðum í stað 6-8 í fyrri keppnum. Hún verður haldin í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] frá 15. júní til 13. júlí.
==Riðlakeppnin==
===A-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[SE Palmeiras|Palmeiras]]||3||1||2||0||4||2||+2||''5''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Inter Miami CF|Inter Miami]]||3||1||2||0||4||3||+1||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] ||[[FC Porto|Porto]]||3||0||2||1||5||6||-1||''2''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]]||[[Al Ahly SC|Al Ahly]]||3||0||2||1||4||6||-2||''2''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 60.927
|dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 46.275
|dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Wessam Abou Ali|Abou Ali]] 49 (sjálfsm.), [[José Manuel López|López]] 59
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 35.179
|dómari= Anthony Taylor, [[England]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Telasco Segovia|Segovia]] 47, [[Lionel Messi|Messi]] 54
|mörk2= [[Samu Aghehowa|Aghehowa]] 8 (vítasp.)
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 31.783
|dómari= Cristián Garay, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit= 2:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Tadeo Allende|Allende]] 16, [[Luis Suárez|Suárez]] 65
|mörk2= [[Paulinho]] 80, [[Maurício]] 87
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 60.914
|dómari= Szymon Marciniak, [[Pólland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|úrslit= 4:4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Rodrigo Mora|Mora]] 23, [[William Gomes|Gomes]] 50, [[Samu Aghehowa|Aghehowa]] 53, [[Pepê]] 89
|mörk2= [[Wessam Abou Ali|Abou Ali]] 15, 45+2 (vítasp.), 51, [[Mohamed Ali Ben Romdhane|Ben Romdhane]] 64
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 39.893
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
===B-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of France.svg|20px]]||[[Paris Saint-Germain|PSG]]||3||2||0||1||6||1||+5||''6''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]||3||2||0||1||3||2||+1||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] ||[[Atlético Madrid]]||3||2||0||1||4||5||-1||''6''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]||3||0||0||3||2||7||-5||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit= 4:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Fabián Ruiz|Fabián]] 19, [[Vitinha]] 45+1, [[Senny Mayulu|Mayulu]] 87, [[Lee Kang-in]] 90+7 (vítasp.)
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 80.619
|dómari= István Kovács, [[Rúmenía|Rúmeníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jair Cunha|Cunha]] 28, [[Igor Jesus]] 44
|mörk2= [[Cristian Roldan|C. Roldan]] 75
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 30.151
|dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit= 1:3
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Albert Rusnák|Rusnák]] 50
|mörk2= [[Pablo Barrios|Barrios]] 11, 55, [[Axel Witsel|Witsel]] 47
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 51.636
|dómari= Yael Falcón Pérez, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit= 0:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Igor Jesus]] 36
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 53.699
|dómari= Drew Fischer, [[Kanada]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit= 0:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Khvicha Kvaratskhelia|Kvaratskhelia]] 35, [[Achraf Hakimi|Hakimi]] 66
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 50.628
|dómari= Cristián Garay, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|úrslit= 1:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Antoine Griezmann|Griezmann]] 87
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 22.992
|dómari= César Ramos, [[Mexíkó]]
|}}
===C-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]]||[[S.L. Benfica|Benfica]]||3||2||1||0||9||2||+7||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]]||[[Bayern München]]||3||2||0||1||12||2||+10||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Boca Juniors]]||3||0||2||1||4||5||-1||''2''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] ||[[Auckland City]]||3||0||1||2||1||17||-16||''1''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit= 10:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Kingsley Coman|Coman]] 6, 21, [[Sacha Boey|Boey]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 20, 45+3, [[Thomas Müller|Müller]] 45, 89, [[Jamal Musiala|Musiala]] 67, 73 (vítasp.), 84
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 21.152
|dómari= Issa Sy, [[Senegal]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|úrslit= 2:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 21, [[Rodrigo Battaglia|Battaglia]] 27
|mörk2= [[Ángel Di María|Di María]] 45+3 (vítasp.), [[Nicolás Otamendi|Otamendi]] 84
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 55.574
|dómari= César Ramos, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit= 6:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Ángel Di María|Di María]] 45+8 (vítasp.), 90+8 (vítasp.), [[Vangelis Pavlidis|Pavlidis]] 53, [[Renato Sanches|Sanches]] 63, [[Leandro Barreiro|Barreiro]] 76, 78
|mörk2=
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 6.730
|dómari= Salman Falah, [[Katar]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Harry Kane|Kane]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 84
|mörk2= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 66
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 63.587
|dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit= 1:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Andreas Schjelderup|Schjelderup]] 13
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur= 33.287
|dómari= François Letexier, [[Frakkland|Frakklandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Christian Gray|Gray]] 52
|mörk2= [[Nathan Garrow|Garrow]] 26 (sjálfsm.)
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur= 16.899
|dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]]
|}}
===D-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]||3||2||1||0||6||2||+4||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Chelsea F.C.|Chelsea]]||3||2||0||1||6||3||+3||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] ||[[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]||3||1||0||2||1||5||-4||''3''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Los Angeles FC]]||3||0||1||2||1||4||-3||''1''
|-
|}
[[Club León]] frá [[Mexíkó]] var vikið úr keppni vegna brota á reglum um eignarhald. Þess í stað var efnt til einvígis milli Los Angeles FC og Club América um lausa sætið, sem lauk með 2:1 sigri bandaríska liðsins.
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Giorgian de Arrascaeta|De Arrascaeta]] 17, [[Luiz Araújo]] 70
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 25.797
|dómari= Danny Makkelie, [[Holland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Pedro Neto|Neto]] 34, [[Enzo Fernández|Fernández]] 79
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 22.137
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Bruno Henrique]] 62, [[Danilo]] 65, [[Wallace Yan]] 83
|mörk2= [[Pedro Neto|Neto]] 13
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 54.619
|dómari= Iván Barton, [[El Salvador]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit= 0:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Youcef Belaïli|Belaïli]] 70
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur= 13.651
|dómari= Espen Eskås, [[Noregur|Noregi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Denis Bouanga|Bouanga]] 84
|mörk2= [[Wallace Yan]] 86
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 32.933
|dómari= Salman Falahi, [[Katar]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|úrslit= 0:3
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Tosin Adarabioyo|Adarabioyo]] 45+3, [[Liam Delap|Delap]] 45+5, [[Tyrique George|George]] 90+7
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 32.967
|dómari= Yael Falcón Pérez, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
===E-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]||3||2||1||0||5||2||+3||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Monterrey|Monterrey]]||3||1||2||0||5||1||+4||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Club Atlético River Plate|River Plate]]||3||1||1||1||3||3||0||''4''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] ||[[Urawa Red Diamonds]]||3||0||0||3||2||9||-7||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Facundo Colidio|Colidio]] 12, [[Sebastián Driussi|Driussi]] 48, [[Maximiliano Meza|Meza]] 73
|mörk2= [[Yūsuke Matsuo|Matsuo]] 58 (vítasp.)
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 11.974
|dómari= Felix Zwayer, [[Þýskaland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Sergio Ramos|Ramos]] 25
|mörk2= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 42
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 40.311
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 57.393
|dómari= Slavko Vinčić, [[Slóvenía|Slóveníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 78, [[Valentín Carboni|Carboni]] 90+2
|mörk2= [[Ryōma Watanabe|Watanabe]] 11
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 25.090
|dómari= Dahane Beida, [[Máritanía|Máritaníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Francesco Pio Esposito|F. Esposito]] 72, [[Alessandro Bastoni|Bastoni]] 90+3
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 45.135
|dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|úrslit= 0:4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Nelson Deossa|Deossa]] 30, [[Germán Berterame|Berterame]] 34, 90+7, [[Jesús Manuel Corona|Corona]] 39
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 14.312
|dómari= Felix Zwayer, [[Þýskaland]]i
|}}
===F-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] ||[[Borussia Dortmund]]||3||2||1||0||5||3||+2||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Fluminense FC|Fluminense]]||3||1||2||0||4||2||+2||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]]||[[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]||3||1||1||1||3||4||0||''4''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]]||[[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]||3||0||0||3||2||6||-5||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 34.736
|dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|úrslit= 0:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Iqraam Rayners|Rayners]] 36
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 3.412
|dómari= Clément Turpin, [[Frakkland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit= 3:4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lucas Ribeiro Costa|Ribeiro]] 11, [[Iqraam Rayners|Rayners]] 62, [[Lebo Mothiba|Mothiba]] 90
|mörk2= [[Felix Nmecha|Nmecha]] 16, [[Serhou Guirassy|Guirassy]] 34, [[Jobe Bellingham|Bellingham]] 45, [[Khuliso Mudau|Mudau]] 59 (sjálfsm.)
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 14.006
|dómari= Juan Gabriel Benítez, [[Paragvæ]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit= 4:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jhon Arias|Arias]] 27, [[Nonato]] 66, [[Juan Pablo Freytes|Freytes]] 83, [[Keno]] 90+2
|mörk2= [[Lee Jin-hyun]] 37, [[Um Won-sang]] 45+3
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 29.321
|dómari= Michael Oliver, [[England]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 14.312
|dómari= Anthony Taylor, [[England]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|úrslit= 1:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Daniel Svensson|Svensson]] 36
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 8.239
|dómari= Tori Penso, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
|}}
===G-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Manchester City]]||3||3||0||0||13||2||+11||''9''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[Juventus FC|Juventus]]||2||2||0||1||11||6||+5||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]]||[[Al Ain FC|Al Ain]]||3||1||0||2||2||12||-10||''3''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] ||[[Wydad AC]]||3||0||0||3||2||8||-7||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Phil Foden|Foden]] 2, [[Jérémy Doku|Doku]] 42
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 37.446
|dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|úrslit= 0:5
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Randal Kolo Muani|Kolo Muani]] 11, 45+4, [[Francisco Conceição|Conceição]] 21, 58, [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 31
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur= 18.161
|dómari= Tori Penso, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit= 4:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Abdelmounaim Boutouil|Boutouil]] 6 (sjálfsm.), [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 16, 69, [[Dušan Vlahović|Vlahović]] 90+4 (vítasp.)
|mörk2= [[Thembinkosi Lorch|Lorch]] 25
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 31.975
|dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit= 6:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1= [[İlkay Gündoğan|Gündoğan]] 8, 73, [[Claudio Echeverri|Echeverri]] 27, [[Erling Haaland|Haaland]] 45+5 (vítasp.), [[Oscar Bobb|Bobb]] 84, [[Rayan Cherki|Cherki]] 89
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 40.392
|dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit= 2:5
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Teun Koopmeiners|Koopmeiners]] 11, [[Dušan Vlahović|Vlahović]] 84
|mörk2= [[Jérémy Doku|Doku]] 9, [[Pierre Kalulu|Kalulu]] 26 (sjálfsm.), [[Erling Haaland|Haaland]] 52, [[Phil Foden|Foden]] 69, [[Savinho]] 75
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 54.320
|dómari= Clément Turpin, [[Frakkland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|úrslit= 1:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Cassius Mailula|Mailula]] 4
|mörk2= [[Kodjo Fo-Doh Laba|Laba]] 45+1 (vítasp.), [[Kaku]] 50
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur= 10.785
|dómari= Drew Fischer, [[Kanada]]
|}}
===H-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]]||[[Real Madrid]]||3||2||1||0||7||2||+5||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] ||[[Al Hilal]]||3||1||2||0||3||1||+2||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]]||[[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]||2||1||1||1||2||4||-2||''4''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Pachuca|Pachuca]]||3||0||0||3||2||7||-5||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Gonzalo García|G. García]] 34
|mörk2= [[Rúben Neves|Neves]] 41 (vítasp.)
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 62.415
|dómari= Facundo Tello, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|úrslit= 1:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Bryan González|González]] 56
|mörk2= [[Oscar Gloukh|Gloukh]] 42, [[Karim Onisiwo|Onisiwo]] 76
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 5.282
|dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jude Bellingham|Bellingham]] 35, [[Arda Güler|Güler]] 43, [[Federico Valverde|Valverde]] 70
|mörk2= [[Elías Montiel|Montiel]] 80
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur= 70.248
|dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur= 16.167
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit= 0:3
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Vinícius Júnior|Vinícius]] 40, [[Federico Valverde|Valverde]] 45+3, [[Gonzalo García|G. García]] 84
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 64.811
|dómari= Dahane Beida, [[Máritanía|Máritaníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Salem Al-Dawsari|S. Al-Dawsari]] 22, [[Marcos Leonardo]] 90+5
|mörk2=
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur= 14.147
|dómari= Danny Makkelie, [[Holland]]i
|}}
==Útsláttarkeppni==
===16-liða úrslit===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America leikvangurinnn, Charlotte
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz leikvangurinn, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock leikvangurinn, [[Miami]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 30. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America leikvangurinn, Charlotte
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 30. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Camping World leikvangurinn, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 1. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock leikvangurinn, [[Miami]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 1. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz leikvangurinn, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
==Heimildir==
* [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025, Heimasíða mótsins]
[[Flokkur:Knattspyrna]]
jicy2nfv1jl8axycymtk239tricj021
1921751
1921737
2025-06-27T09:20:37Z
Friðþjófur
104929
/* 16-liða úrslit */
1921751
wikitext
text/x-wiki
{{engar heimildir}}
'''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025''' verður 21. [[heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu|heimsmeistarakeppni félagsliða]] og sú langstærsta í sögunni með 32 þátttökuliðum í stað 6-8 í fyrri keppnum. Hún verður haldin í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] frá 15. júní til 13. júlí.
==Riðlakeppnin==
===A-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[SE Palmeiras|Palmeiras]]||3||1||2||0||4||2||+2||''5''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Inter Miami CF|Inter Miami]]||3||1||2||0||4||3||+1||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] ||[[FC Porto|Porto]]||3||0||2||1||5||6||-1||''2''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]]||[[Al Ahly SC|Al Ahly]]||3||0||2||1||4||6||-2||''2''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 60.927
|dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 46.275
|dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Wessam Abou Ali|Abou Ali]] 49 (sjálfsm.), [[José Manuel López|López]] 59
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 35.179
|dómari= Anthony Taylor, [[England]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Telasco Segovia|Segovia]] 47, [[Lionel Messi|Messi]] 54
|mörk2= [[Samu Aghehowa|Aghehowa]] 8 (vítasp.)
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 31.783
|dómari= Cristián Garay, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit= 2:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Tadeo Allende|Allende]] 16, [[Luis Suárez|Suárez]] 65
|mörk2= [[Paulinho]] 80, [[Maurício]] 87
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 60.914
|dómari= Szymon Marciniak, [[Pólland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|úrslit= 4:4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Rodrigo Mora|Mora]] 23, [[William Gomes|Gomes]] 50, [[Samu Aghehowa|Aghehowa]] 53, [[Pepê]] 89
|mörk2= [[Wessam Abou Ali|Abou Ali]] 15, 45+2 (vítasp.), 51, [[Mohamed Ali Ben Romdhane|Ben Romdhane]] 64
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 39.893
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
===B-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of France.svg|20px]]||[[Paris Saint-Germain|PSG]]||3||2||0||1||6||1||+5||''6''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]||3||2||0||1||3||2||+1||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] ||[[Atlético Madrid]]||3||2||0||1||4||5||-1||''6''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]||3||0||0||3||2||7||-5||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit= 4:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Fabián Ruiz|Fabián]] 19, [[Vitinha]] 45+1, [[Senny Mayulu|Mayulu]] 87, [[Lee Kang-in]] 90+7 (vítasp.)
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 80.619
|dómari= István Kovács, [[Rúmenía|Rúmeníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jair Cunha|Cunha]] 28, [[Igor Jesus]] 44
|mörk2= [[Cristian Roldan|C. Roldan]] 75
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 30.151
|dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit= 1:3
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Albert Rusnák|Rusnák]] 50
|mörk2= [[Pablo Barrios|Barrios]] 11, 55, [[Axel Witsel|Witsel]] 47
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 51.636
|dómari= Yael Falcón Pérez, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit= 0:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Igor Jesus]] 36
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 53.699
|dómari= Drew Fischer, [[Kanada]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit= 0:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Khvicha Kvaratskhelia|Kvaratskhelia]] 35, [[Achraf Hakimi|Hakimi]] 66
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 50.628
|dómari= Cristián Garay, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|úrslit= 1:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Antoine Griezmann|Griezmann]] 87
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 22.992
|dómari= César Ramos, [[Mexíkó]]
|}}
===C-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]]||[[S.L. Benfica|Benfica]]||3||2||1||0||9||2||+7||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]]||[[Bayern München]]||3||2||0||1||12||2||+10||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Boca Juniors]]||3||0||2||1||4||5||-1||''2''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] ||[[Auckland City]]||3||0||1||2||1||17||-16||''1''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit= 10:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Kingsley Coman|Coman]] 6, 21, [[Sacha Boey|Boey]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 20, 45+3, [[Thomas Müller|Müller]] 45, 89, [[Jamal Musiala|Musiala]] 67, 73 (vítasp.), 84
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 21.152
|dómari= Issa Sy, [[Senegal]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|úrslit= 2:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 21, [[Rodrigo Battaglia|Battaglia]] 27
|mörk2= [[Ángel Di María|Di María]] 45+3 (vítasp.), [[Nicolás Otamendi|Otamendi]] 84
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 55.574
|dómari= César Ramos, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit= 6:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Ángel Di María|Di María]] 45+8 (vítasp.), 90+8 (vítasp.), [[Vangelis Pavlidis|Pavlidis]] 53, [[Renato Sanches|Sanches]] 63, [[Leandro Barreiro|Barreiro]] 76, 78
|mörk2=
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 6.730
|dómari= Salman Falah, [[Katar]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Harry Kane|Kane]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 84
|mörk2= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 66
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 63.587
|dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit= 1:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Andreas Schjelderup|Schjelderup]] 13
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur= 33.287
|dómari= François Letexier, [[Frakkland|Frakklandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Christian Gray|Gray]] 52
|mörk2= [[Nathan Garrow|Garrow]] 26 (sjálfsm.)
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur= 16.899
|dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]]
|}}
===D-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]||3||2||1||0||6||2||+4||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Chelsea F.C.|Chelsea]]||3||2||0||1||6||3||+3||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] ||[[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]||3||1||0||2||1||5||-4||''3''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Los Angeles FC]]||3||0||1||2||1||4||-3||''1''
|-
|}
[[Club León]] frá [[Mexíkó]] var vikið úr keppni vegna brota á reglum um eignarhald. Þess í stað var efnt til einvígis milli Los Angeles FC og Club América um lausa sætið, sem lauk með 2:1 sigri bandaríska liðsins.
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Giorgian de Arrascaeta|De Arrascaeta]] 17, [[Luiz Araújo]] 70
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 25.797
|dómari= Danny Makkelie, [[Holland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Pedro Neto|Neto]] 34, [[Enzo Fernández|Fernández]] 79
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 22.137
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Bruno Henrique]] 62, [[Danilo]] 65, [[Wallace Yan]] 83
|mörk2= [[Pedro Neto|Neto]] 13
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 54.619
|dómari= Iván Barton, [[El Salvador]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit= 0:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Youcef Belaïli|Belaïli]] 70
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur= 13.651
|dómari= Espen Eskås, [[Noregur|Noregi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Denis Bouanga|Bouanga]] 84
|mörk2= [[Wallace Yan]] 86
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 32.933
|dómari= Salman Falahi, [[Katar]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|úrslit= 0:3
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Tosin Adarabioyo|Adarabioyo]] 45+3, [[Liam Delap|Delap]] 45+5, [[Tyrique George|George]] 90+7
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 32.967
|dómari= Yael Falcón Pérez, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
===E-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]||3||2||1||0||5||2||+3||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Monterrey|Monterrey]]||3||1||2||0||5||1||+4||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Club Atlético River Plate|River Plate]]||3||1||1||1||3||3||0||''4''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] ||[[Urawa Red Diamonds]]||3||0||0||3||2||9||-7||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Facundo Colidio|Colidio]] 12, [[Sebastián Driussi|Driussi]] 48, [[Maximiliano Meza|Meza]] 73
|mörk2= [[Yūsuke Matsuo|Matsuo]] 58 (vítasp.)
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 11.974
|dómari= Felix Zwayer, [[Þýskaland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Sergio Ramos|Ramos]] 25
|mörk2= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 42
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 40.311
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 57.393
|dómari= Slavko Vinčić, [[Slóvenía|Slóveníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 78, [[Valentín Carboni|Carboni]] 90+2
|mörk2= [[Ryōma Watanabe|Watanabe]] 11
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 25.090
|dómari= Dahane Beida, [[Máritanía|Máritaníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Francesco Pio Esposito|F. Esposito]] 72, [[Alessandro Bastoni|Bastoni]] 90+3
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 45.135
|dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|úrslit= 0:4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Nelson Deossa|Deossa]] 30, [[Germán Berterame|Berterame]] 34, 90+7, [[Jesús Manuel Corona|Corona]] 39
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 14.312
|dómari= Felix Zwayer, [[Þýskaland]]i
|}}
===F-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] ||[[Borussia Dortmund]]||3||2||1||0||5||3||+2||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Fluminense FC|Fluminense]]||3||1||2||0||4||2||+2||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]]||[[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]||3||1||1||1||3||4||0||''4''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]]||[[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]||3||0||0||3||2||6||-5||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 34.736
|dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|úrslit= 0:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Iqraam Rayners|Rayners]] 36
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 3.412
|dómari= Clément Turpin, [[Frakkland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit= 3:4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lucas Ribeiro Costa|Ribeiro]] 11, [[Iqraam Rayners|Rayners]] 62, [[Lebo Mothiba|Mothiba]] 90
|mörk2= [[Felix Nmecha|Nmecha]] 16, [[Serhou Guirassy|Guirassy]] 34, [[Jobe Bellingham|Bellingham]] 45, [[Khuliso Mudau|Mudau]] 59 (sjálfsm.)
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 14.006
|dómari= Juan Gabriel Benítez, [[Paragvæ]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit= 4:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jhon Arias|Arias]] 27, [[Nonato]] 66, [[Juan Pablo Freytes|Freytes]] 83, [[Keno]] 90+2
|mörk2= [[Lee Jin-hyun]] 37, [[Um Won-sang]] 45+3
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 29.321
|dómari= Michael Oliver, [[England]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 14.312
|dómari= Anthony Taylor, [[England]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|úrslit= 1:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Daniel Svensson|Svensson]] 36
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 8.239
|dómari= Tori Penso, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
|}}
===G-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Manchester City]]||3||3||0||0||13||2||+11||''9''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[Juventus FC|Juventus]]||2||2||0||1||11||6||+5||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]]||[[Al Ain FC|Al Ain]]||3||1||0||2||2||12||-10||''3''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] ||[[Wydad AC]]||3||0||0||3||2||8||-7||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Phil Foden|Foden]] 2, [[Jérémy Doku|Doku]] 42
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 37.446
|dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|úrslit= 0:5
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Randal Kolo Muani|Kolo Muani]] 11, 45+4, [[Francisco Conceição|Conceição]] 21, 58, [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 31
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur= 18.161
|dómari= Tori Penso, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit= 4:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Abdelmounaim Boutouil|Boutouil]] 6 (sjálfsm.), [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 16, 69, [[Dušan Vlahović|Vlahović]] 90+4 (vítasp.)
|mörk2= [[Thembinkosi Lorch|Lorch]] 25
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 31.975
|dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit= 6:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1= [[İlkay Gündoğan|Gündoğan]] 8, 73, [[Claudio Echeverri|Echeverri]] 27, [[Erling Haaland|Haaland]] 45+5 (vítasp.), [[Oscar Bobb|Bobb]] 84, [[Rayan Cherki|Cherki]] 89
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 40.392
|dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit= 2:5
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Teun Koopmeiners|Koopmeiners]] 11, [[Dušan Vlahović|Vlahović]] 84
|mörk2= [[Jérémy Doku|Doku]] 9, [[Pierre Kalulu|Kalulu]] 26 (sjálfsm.), [[Erling Haaland|Haaland]] 52, [[Phil Foden|Foden]] 69, [[Savinho]] 75
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 54.320
|dómari= Clément Turpin, [[Frakkland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|úrslit= 1:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Cassius Mailula|Mailula]] 4
|mörk2= [[Kodjo Fo-Doh Laba|Laba]] 45+1 (vítasp.), [[Kaku]] 50
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur= 10.785
|dómari= Drew Fischer, [[Kanada]]
|}}
===H-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]]||[[Real Madrid]]||3||2||1||0||7||2||+5||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] ||[[Al Hilal]]||3||1||2||0||3||1||+2||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]]||[[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]||2||1||1||1||2||4||-2||''4''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Pachuca|Pachuca]]||3||0||0||3||2||7||-5||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Gonzalo García|G. García]] 34
|mörk2= [[Rúben Neves|Neves]] 41 (vítasp.)
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 62.415
|dómari= Facundo Tello, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|úrslit= 1:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Bryan González|González]] 56
|mörk2= [[Oscar Gloukh|Gloukh]] 42, [[Karim Onisiwo|Onisiwo]] 76
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 5.282
|dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jude Bellingham|Bellingham]] 35, [[Arda Güler|Güler]] 43, [[Federico Valverde|Valverde]] 70
|mörk2= [[Elías Montiel|Montiel]] 80
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur= 70.248
|dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur= 16.167
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit= 0:3
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Vinícius Júnior|Vinícius]] 40, [[Federico Valverde|Valverde]] 45+3, [[Gonzalo García|G. García]] 84
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 64.811
|dómari= Dahane Beida, [[Máritanía|Máritaníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Salem Al-Dawsari|S. Al-Dawsari]] 22, [[Marcos Leonardo]] 90+5
|mörk2=
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur= 14.147
|dómari= Danny Makkelie, [[Holland]]i
|}}
==Útsláttarkeppni==
===16-liða úrslit===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari= François Letexier, [[Frakkland|Frakklandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America leikvangurinnn, Charlotte
|áhorfendur=
|dómari= Slavko Vinčić, [[Slóvenía|Slóveníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz leikvangurinn, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock leikvangurinn, [[Miami]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 30. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America leikvangurinn, Charlotte
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 30. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Camping World leikvangurinn, [[Orlando]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 1. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock leikvangurinn, [[Miami]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 1. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz leikvangurinn, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
==Heimildir==
* [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025, Heimasíða mótsins]
[[Flokkur:Knattspyrna]]
5bhx3q6cweelfuhly36beipwozureok
Taye Atske Selassie
0
183926
1921772
1891977
2025-06-27T10:07:28Z
TKSnaevarr
53243
1921772
wikitext
text/x-wiki
{{Forseti
| nafn = Taye Atske Selassie
| nafn_á_frummáli = {{nobold|ታዬ አጽቀሥላሴ}}
| mynd = Taye Atske Selassie MFA Portrait.jpg
| myndatexti1 = Taye árið 2024.
| titill= Forseti Eþíópíu
| stjórnartíð_start = [[7. október]] [[2024]]
| forsætisráðherra = [[Abiy Ahmed]]
| forveri = [[Sahle-Work Zewde]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1956|1|13}}
| fæðingarstaður = [[Debarq]], [[Eþíópía|Eþíópíu]]
| þjóderni = [[Eþíópía|Eþíópískur]]
| háskóli = [[Háskólinn í Addis Ababa]]<br>[[Háskólinn í Lancaster]]
| starf =Erindreki
}}
'''Taye Atske Selassie Amde''' ([[amharíska]]: ታዬ አጽቀሥላሴ, f. 13. janúar 1956)<ref>{{cite web |date=10 September 2018 |title=Le nouveau Représentant permanent de l’Éthiopie auprès des Nations Unies présente ses lettres de créance |url=https://press.un.org/fr/2018/bio5138.doc.htm |access-date=8 October 2024 |website=Sameinuðu þjóðirnar}}</ref> er [[Eþíópía|eþíópískur]] erindreki og stjórnmálamaður sem hefur verið forseti Eþíópíu frá 7. október 2024.<ref>{{Cite web |date=8 February 2024 |title=H.E. Ambassador Taye Atske Selassie, is appointed as the new Foreign Minister of the Federal Democratic Republic of Ethiopia. |work=Embassy of Ethiopia |url=https://ethiopianembassy.org/h-e-ambassador-taye-atske-selassie-is-appointed-as-the-new-foreign-minister-of-the-federal-democratic-republic-of-ethiopia/ |access-date=13 March 2024 |language=en-US |archive-date=22 febrúar 2024 |archive-url=https://web.archive.org/web/20240222044123/https://ethiopianembassy.org/h-e-ambassador-taye-atske-selassie-is-appointed-as-the-new-foreign-minister-of-the-federal-democratic-republic-of-ethiopia/ |url-status=dead }}</ref><ref name=":0">{{Cite web |date=8 February 2024 |title=Ethiopia's Spy Chief Appointed as Deputy Prime Minister, Taye Atske Selassie Takes Foreign Minister Role |url=https://borkena.com/2024/02/08/ethiopias-spy-chief-appointed-as-deputy-prime-minister-taye-atske-selassie-takes-foreign-minister-role/ |access-date=13 March 2024 |website=Borkena Ethiopian News |language=en-US}}</ref><ref>{{Cite web |title=Ethiopia Appoints Amb. Taye Atske Selassie as Foreign Minister |url=https://ebc.et/english/newsdetails.aspx?newsid=5768 |access-date=13 March 2024 |website=ebc.et}}</ref> Hann hefur mörgum sinnum unnið sem sendiherra hjá [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]].<ref>{{Cite web |date=13 March 2024 |title=H.E. Mr. Taye Atske Selassie Amde Ambassador |url=https://www.unicef.org/executiveboard/media/9391/file/2022-Amb-Taye_Atske_Selassie_Amde-bio-EN-2022.01.11.pdf}}</ref> Áður en hann tók við forsetaembætti var Taye utanríkisráðherra Eþíópíu.
== Æska og menntun==
Taye fæddist í [[Debarq]] í [[Gondar]] í [[Begemder|Begemder-héraði]]. Hann lauk námi við [[Háskólinn í Addis Ababa|Háskólann í Addis Ababa]] og Háskólann í Lancaster í stjórnmálafræði, alþjóðasamskiptum og herkænskufræði.<ref>{{Cite web |date=8 February 2024 |title=Ambassador Taye Atske Selassie Faces Ethiopia-Somalia Relations as First Assignment |url=https://addisinsight.net/ambassador-taye-atske-selassie-faces-ethiopia-somalia-relations-as-first-assignment/ |access-date=13 March 2024 |website=Addis Insight |language=en-US}}</ref>
==Ferill í utanríkisþjónustu==
Taye hefur unnið sem fastafulltrúi Eþíópíu hjá Sameinuðu þjóðunum frá 2018.<ref>{{Cite web |title=New Permanent Representative of Ethiopia Presents Credentials |url=https://press.un.org/en/2018/bio5138.doc.htm |access-date=13 March 2024 |website=press.un.org}}</ref><ref>{{Citation |title=Amde, Taye Atske Selassie |work=International Year Book and Statesmen's Who's Who |url=https://referenceworks.brillonline.com/entries/international-year-book-and-statesmens-who-s-who/amde-taye-atske-selassie-SIM_person_56176 |access-date=13 March 2024 |publisher=Brill |language=en}}</ref> Áður en hann hóf störf hjá Sameinuðu þjóðunum var Taye aðalræðismaður Eþíópíu í Los Angeles og hafði gegnt mikilvægum embættum í alþjóðasamskiptum landsins í Washington, D.C. og Stokkhólmi, auk þess sem hann hafði verið sendiherra Eþíópíu í Egyptalandi.<ref>{{Cite web |date=21 May 2021 |title=Consulate General in Los Angeles hosts Business to Government Pre-Investment Virtual Meeting in West Coast of USA (May 21, 2021) |work=Embassy of Ethiopia |url=https://ethiopianembassy.org/consulate-general-in-los-angeles-hosts-business-to-government-pre-investment-virtual-meeting-in-west-coast-of-usa-may-21-2021/ |access-date=13 March 2024 |language=en-US}}</ref> Þann 18. janúar 2023 var Taye útnefndur ráðgjafi forsætisráðherra Eþíópíu í utanríkismálum.<ref>{{Cite web |date=2023-01-20 |title=PM Abiy Ahmed announces new appointments to high level positions |url=https://www.fanabc.com/english/pm-abiy-ahmed-announces-new-appointments-to-high-level-positions/ |access-date=2024-11-09 |website=Welcome to Fana Broadcasting Corporate S.C |language=en-US}}</ref>
Þann 8. febrúar 2024 tók Taye við af [[Demeke Mekonnen]] sem utanríkisráðherra Eþíópíu eftir afsögn Demeke þann 26. janúar.<ref name=":0" />
==Forsetatíð==
[[File:The Presidential Ceremony Ethiopia.jpg|thumb|Fyrrum forsetinn [[Sahle-Work Zewde]] tekur á móti nýkjörnum forseta, Selassie.]]
Þann 7. október 2024 var Taye skyndilega útnefndur forseti Eþíópíu. Hann tók við af [[Sahle-Work Zewde]], sem lét af embætti undir kringumstæðum sem deilt hefur verið um. Taye tók við embættinu á tíma mikilla áskorana í utanríkismálum Eþíópíu og átaka innanlands.<ref>{{cite news |title=Ethiopia Lawmakers Vote Taye as New President in Surprise Move |url=https://www.bloomberg.com/news/articles/2024-10-07/ethiopia-lawmakers-vote-taye-as-new-president-in-surprise-move |access-date=7 October 2024 |work=Bloomberg.com |date=7 October 2024 |language=en}}</ref><ref>{{cite news |title=Taye Atske Selassie Elected New President of Ethiopia |url=https://newscentral.africa/ethiopian-lawmakers-elect-taye-atske-selassie-as-new-president/ |access-date=7 October 2024 |work=News Central Africa |date=7 October 2024}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = Forseti Eþíópíu
| frá =[[7. október]] [[2024]]
| til =
| fyrir = [[Sahle-Work Zewde]]
| eftir = Enn í embætti
}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Taye Atske Selassie}}
{{f|1956}}
[[Flokkur:Forsetar Eþíópíu]]
[[Flokkur:Utanríkisráðherrar Eþíópíu]]
j17y2k2qrpe3ci1kasohpr2xo5f1frj
Linda Dröfn Gunnarsdóttir
0
186234
1921670
1919906
2025-06-26T21:45:22Z
TKSnaevarr
53243
1921670
wikitext
text/x-wiki
'''Linda Dröfn Gunnarsdóttir''' (f. 1975<ref>{{Vefheimild|titill= Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ |url=https://www.visir.is/g/20252704772d/mord-og-meiri-missir-eg-helt-henni-i-fanginu-og-sagdi-ad-allt-yrdi-i-lagi-|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags= 23. mars 2025 |skoðað=3. maí 2025|höfundur=Rakel Sveinsdóttir}}</ref>) er framkvæmdastýra [[Kvennaathvarfið|Kvennaathvarfsins]]. Hún tók við starfinu árið 2022 af [[Sigþrúður Guðmundsdóttir|Sigþrúði Guðmundsdóttur]].<ref name=ka>{{cite web|url=https://kvennaathvarf.is/ny-framkvaemdastyra-kvennaathvarfsins/|title=Ný framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins|publisher=Kvennaathvarfið|accessdate=5 December 2024 |language=Is}}</ref> Árið 2024 var hún valin á lista [[BBC]] yfir 100 áhrifamestu konur heims.<ref>{{Vefheimild|titill= Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims|url=https://www.visir.is/g/20242659110d/linda-drofn-a-lista-bbc-um-100-ahrifa-mestu-konur-heims|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags= 4. desember 2024|skoðað=3. maí 2025|höfundur=Lovísa Arnardóttir}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.icelandreview.com/de/gesellschaft-de/frauenhaus-in-akureyri-verliert-seine-raeumlichkeiten/|title=Frauenhaus in Akureyri verliert seine Räumlichkeiten|publisher=Iceland Review|author=Trodler, Dagmar|date=14 July 2024|accessdate=5 December 2024 |language=de}}</ref><ref name=bbc>{{cite web|url=https://www.bbc.com/news/resources/idt-4f79d09b-655a-42f8-82b4-9b2ecebab611|title=Linda Dröfn Gunnarsdóttir in BBC 100 Women 2024: Who is on the list this year?|publisher=BBC|date=2 December 2024|accessdate=5 December 2024 |language=}}</ref>
==Menntun==
Linda er með BA-gráðu í [[Spænska|spænsku]] frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] og meistaragráðu í Evrópufræðum frá [[Árósaháskóli|Árósaháskóla]]. Hún lauk einnig námi í rekstri og fjármálum frá Opna háskólanum við [[Háskólinn í Reykjavík|Háskólann í Reykjavík]]. Auk þess hefur hún kennsluréttindi frá Háskóla Íslands.<ref name=ka/><ref name=efling>{{cite web|url=https://efling.is/en/2022/01/new-efling-director/|title=New Efling director|publisher=Efling|date=6 January 2022|accessdate=5 December 2024 |language=}}</ref>
==Starfsferill==
Linda hefur starfað að stjórnun ýmissa verkefna á sveitarstjórnarstigi með flóttafólki og hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Hún var verkefnisstjóri hjá Evris, með það hlutverk að stuðla að alþjóðasamstarfi. Síðla árs 2022 var hún ráðin tímabundið sem framkvæmdastjóri stéttarfélagsins [[Efling stéttarfélag|Eflingar]]. Hún hefur einnig gegn starfi aðstoðarframkvæmdastjóri [[Fjölmenningarsetur]]s.<ref name=ka/><ref name=efling/><ref>{{cite web|url=https://mcc.is/about-us|title=About Us|publisher=Multicultural Information Centre|accessdate=5 December 2024 |language=}}</ref>
Í júní 2022 var hún skipuð framkvæmdastýra [[Kvennaathvarfið|Samtaka um kvennaathvarf]].<ref>{{cite web|url=https://www-mbl-is.translate.goog/mogginn/bladid/innskraning/?redirect=/mogginn/bladid/grein/1812587/?t%3D875786696&page_name=grein&grein_id=1812587&_x_tr_sl=is&_x_tr_tl=en&_x_tr_hl=en&_x_tr_pto=wapp|title=Linda Dröfn to the Women's Shelter|publisher=Morgunbladid|date=30 June 2022|accessdate=5 December 2024 |language=}}</ref> Hún ber ábyrgð á athvörfum samtakanna í Reykjavík og á Akureyri. Í október 2024 tókst henni að útvega nýtt húsnæði fyrir athvarfið á Akureyri og tryggja áframhaldani starfsemi þess næstu þrjú árin.<ref name=news>{{cite web|url=https://www.ruv.is/english/2024-10-21-womens-shelter-in-akureyri-secures-new-home-425273|title=Women's Shelter in Akureyri secures new home|publisher=News from Iceland|author=Adam, Darren|date=21 October 2024|accessdate=5 December 2024 |language=}}</ref>
Í desember 2024 var Linda á lista [[BBC]] yfir 100 áhrifamestu konur heims. Í umfjöllun BBC var haft eftir henni: „Fyrir 20 árum sneru 64% sem dvöldu hjá athvarfinu á endanum aftur til ofbeldismanna þeirra, en nú er sú tala aðeins 11% vegna bætts stuðnings og þjónustu.“<ref name=bbc/> Linda var sæmd riddarakrossi [[Hin íslenska fálkaorða|Hinnar íslensku fálkaorðu]] fyrir störf í þágu fjölmenningar og þolenda kynbundins ofbeldis þann 17. júní 2025.<ref>{{Vefheimild|titill= Fimmtán fengu fálkaorðuna í dag|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/06/17/fimmtan_fengu_falkaorduna_i_dag/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags= 17. júní 2025 |skoðað=26. júní 2025}}</ref>
==Tilvísanir==
{{Reflist}}
{{f|1975}}
[[Flokkur:Handhafar riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu]]
[[Flokkur:Íslenskar konur]]
5vtzk81zy4hc41h94huhajx7go2ezao
Nicușor Dan
0
186461
1921695
1920892
2025-06-26T23:15:53Z
TKSnaevarr
53243
1921695
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Nicușor Dan
| mynd = President Nicușor Dan Official Portrait (cropped) (3).jpg
| titill= Forseti Rúmeníu
| stjórnartíð_start = 26. maí 2025
| stjórnartíð_end =
| forveri = [[Klaus Iohannis]]<br>[[Ilie Bolojan]] (starfandi)
| eftirmaður =
| forsætisráðherra = [[Cătălin Predoiu]] (starfandi)<br>[[Ilie Bolojan]]
| myndatexti1 = Nicușor Dan árið 2025.
| myndastærð = 250px
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1969|12|20}}
| fæðingarstaður = [[Făgăraș]], [[Rúmenía|Rúmeníu]]
| þjóderni = [[Rúmenía|Rúmenskur]]
| maki = Mirabela Grădinaru
| stjórnmálaflokkur = Óflokksbundinn (2017–)<br>[[Bandalag til björgunar Rúmeníu]] (2016–2017)<br>[[Bandalag til björgunar Búkarest]] (2015–2016)
| börn = 2
| háskóli =[[Háskólinn í Búkarest]]<br>[[École normale supérieure]]<br>[[Université Paris 13]]
| vefsíða = {{URL|nicusordan.ro}}
}}
'''Nicușor Daniel Dan''' (f. 20. desember 1969) er [[Rúmenía|rúmenskur]] stærðfræðingur og stjórnmálamaður sem er núverandi forseti Rúmeníu
Hann stofnaði hið frjálslynda [[Bandalag til björgunar Búkarest]] (USB) árið 2015, sem hlaut nafnið [[Bandalag til björgunar Rúmeníu]] (USR) næsta ár. Dan sat á þingi frá 2016 til 2020 og var kjörinn [[borgarstjóri]] [[Búkarest]] árið 2020.<ref name="hotnews.ro">{{Cite web|url=https://www.hotnews.ro/stiri-politic-24331444-nicusor-dan-castigator-alegerilor-282-631-voturi-gabriela-firea-250-690-voturi-rezultate-finale-biroul-electoral-municipal-pentru-primaria-capitalei.htm?fbclid=IwAR24GgF--mkmru_Z-JYgwO2qNmnJHdrp7F3KAiVbneNbl4FqVei016bmo60|title=Nicuşor Dan, câştigător al alegerilor cu 282.631 de voturi. Gabriela Firea, 250.690 de voturi / Rezultatele în sectoare - date finale AEP - Politic - HotNews.ro|date=5 October 2020|access-date=6 October 2020|archive-date=22 January 2022|archive-url=https://web.archive.org/web/20220122123120/https://www.hotnews.ro/stiri-politic-24331444-nicusor-dan-castigator-alegerilor-282-631-voturi-gabriela-firea-250-690-voturi-rezultate-finale-biroul-electoral-municipal-pentru-primaria-capitalei.htm?fbclid=IwAR24GgF--mkmru_Z-JYgwO2qNmnJHdrp7F3KAiVbneNbl4FqVei016bmo60|url-status=dead}}</ref>
Dan bauð sig fram í forsetakosningum Rúmeníu árið 2025 og vann sigur í seinni umferð kosninganna gegn þjóðernissinnanum [[George Simion]] með 54% atkvæða.
== Æviágrip ==
=== Menntun og starfsferill ===
Nicușor Dan fæddist í [[Făgăraș]] í [[Brașov-sýsla|Brașov-sýslu]] þann 20. desember 1969.<ref name="minciuni">{{Lien web |langue=ro |titre=Nicușor Dan: 100 de minciuni sau promisiuni neonorate ale lui Sorin Oprescu |url=http://www.evz.ro/detalii/stiri/nicusor-dan-100-de-minciuni-sau-promisiuni-neonorate-ale-lui-sorin-oprescu-974649.html |site=[[Evenimentul Zilei]] |date=2-4-2012}}.</ref> Faðir hans var verkamaður en móðir hans endurskoðandi.<ref name="Lexpress">{{Lien web |titre=Un mathématicien Don Quichotte lutte pour défendre Bucarest |url=http://www.lexpress.fr/actualites/1/culture/un-mathematicien-don-quichotte-lutte-pour-defendre-bucarest_1025969.html |site=[[L'Express]] |date=1-9-2011}}</ref> Dan útskrifaðist með bakkalársgráðu frá Radu-Negru-skólanum í heimaborg sinni árið 1988. Hann hlaut gullmedalíu á [[Ólympíuleikarnir í stærðfræði|Ólympíuleikunum í stærðfræði]] árin 1987 og 1988 og var einn fárra keppenda sem tókst að leysa hina erfiðu [[Stærðfræðileg sönnun|stærðfræðilegu sönnun]] um [[Vieta jumping|Vieta-stökkin]].
Þegar Dan var 18 ára gamall hóf hann nám í stærðfræði við [[Háskólinn í Búkarest|Háskólann í Búkarest]].<ref name="minciuni" /> Árið 1992 flutti hann til [[Frakkland]]s til að nema við [[École normale supérieure]] og [[Université Paris 13]]. Hann sneri aftur til [[Búkarest]] árið 1998 vegna menningarmismunar og af vilja til að stuðla að breytingum í Rúmeníu.<ref name="10ani">Sandra Pralong (ed), ''De ce m-am întors în România'', [http://nicusordan.ro/sites/default/files/article/files/10-ani-in_romania_0.pdf "10 ani în România"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120514105721/http://nicusordan.ro/sites/default/files/article/files/10-ani-in_romania_0.pdf |date=2012-05-14 }}, [[Polirom]], 2010, {{ISBN|9789734617142}}</ref> Hann var einn af stofnendum og fyrsti framkvæmdastjóri {{ill|Școala Normală Superioară București|ro|Școala Normală Superioară București}}, háskóla innan stærðfræðistofnunar rúmensku akademíunnar sem hafði École normale supérieure í París að fyrirmynd.<ref name="10ani" />
=== Stjórnmálaferill ===
Árið 1998 stofnaði Nicușor Dan hreyfinguna Ungmenni í þágu samfélagsaðgerða ({{ill|Asociația „Tinerii pentru Acțiune Civică”|ro}})<ref name="10ani" /> Hann stofnaði næst samtökin Bjargið Búkarest ({{ill|Asociația Salvați Bucureștiul|ro}}) (ASB) árið 2006 til að bregðast við niðurrifi gamalla húsa sem fasteignabraskarar stóðu fyrir. Samtökin áttu líka að bregðast við byggingum íbúðablokka í friðlýstum hverfum og fækkun grænna svæða í Búkarest.<ref name="10ani" /><ref name="Lexpress" /> Samtökin unnu fjölda dómsmála gegn borgar- og sveitarstjórnum, meðal annars mál sem leiddi til þess að hætt var við byggingu 7 hektara vatnagarðs í Tineretului-almenningsgarðinum,<ref name="minciuni" /> mál sem leiddi til varðveitingar bygginga við Kiseleff-veginn í borginni og að hætt var við að rífa {{ill|Matache-torgið|ro|Piața Matache}}.<ref name="Lexpress" /> Samtökin fengu því jafnframt framgengt að breytingar voru gerðar á skipulagsreglum borgarinnar árið 2009.<ref name="minciuni" /> Nicușor Dan og ASB tókst hins vegar ekki að varðveita Marna-hótelið, sem var reist á [[Millistríðsárin|millistríðsárunum]] í [[Art Deco]]-stíl,<ref name="Lexpress" /> en var rifið árið 2011. [[Sorin Oprescu]], borgarstjóri Búkarest frá 2008 til 2015, sakaði samtökin um að vilja koma í veg fyrir þróun borgarinnar.<ref name="Lexpress" />
[[Mynd:Nicușor Dan on bicycle.jpg|thumb|right|Nicușor Dan í kosningabaráttu fyrir sveitarstjórnarkosningar í Búkarest árið 2012.]]
Nicușor Dan bauð sig fram til embættis borgarstjóra Búkarest í sveitarstjórnarkosningum Rúmeníu árið 2012.<ref>{{Lien web |titre=Nicusor Dan organizeaza un concert pentru a strange semnaturi pentru inscrierea in cursa electorala |url=http://www.hotnews.ro/stiri-alegeri_bucuresti_2012-12037101-nicusor-dan-organizeaza-concert-pentru-strange-semnaturi-pentru-inscrierea-cursa-electorala.htm |site=Hotnews |date=19-4-2012}}.</ref> Hann hafði ekkert pólitískt bakland<ref>{{Lien web |langue=ro |titre=Nicusor Dan, omul care n-a fost sprijinit de niciun partid la alegeri. Locul 3 la Primaria Capitalei |url=http://stirileprotv.ro/alegeri-locale-2012/nicusor-dan-omul-care-n-a-fost-sprijinit-de-niciun-partid-la-alegeri-locul-3-la-primaria-capitalei.html |site=stirileprotv.ro |consulté le=2017-06-02}}</ref> en hlaut 8,48 % atkvæðanna þrátt fyrir að skoðanakannanir hefðu aðeins spáð honum um 3 % stuðningi.<ref>{{Lien web |langue=ro |titre=Alegeri locale 2012 |url=http://alegeri.roaep.ro/?alegeri=alegeri-locale-2012 |site=alegeri.roaep.ro |consulté le=2017-06-02}}</ref><ref>{{Lien web |langue=ro |titre=Cum s-au compromis institutele de sondaje din România. Cazul Nicușor Dan, de la 3 la 9 la sută « voxpublica | Platforma de comentarii, bloguri si opinii REALITATEA.NET |url=http://voxpublica.realitatea.net/politica-societate/cum-s-au-compromis-institutele-de-sondaje-din-romania-cazul-nicusor-dan-de-la-3-la-9-la-suta-79827.html |site=voxpublica.realitatea.net |date=2012-06-11 |consulté le=2017-06-02}}</ref> Hann lenti þar með í fjórða sæti á eftir [[Sorin Oprescu]], sem var óháður frambjóðandi en naut stuðnings margra stjórnmálaflokka.<ref>{{Lien web |langue=ro |titre=Sorin Oprescu a admis că a fost vot politic: "Sigur că are și o componentă de vot negativ" |url=http://www.evz.ro/detalii/stiri/sorin-oprescu-a-admis-ca-a-fost-un-vor-politic-sigur-ca-are-si-o-componenta-de-vot-negat-986.html |site=evz.ro |consulté le=2017-06-02}}</ref>
Þann 1. júní 2015 tilkynnti Nicușor Dan stofnun nýs stjórnmálaafls undir nafninu Bandalag til björgunar Búkarest (USB) til að keppa í sveitarstjórnarkosningum ársins 2016 í borginni. USB hlaut rúmlega fjórðung atkvæða í kosningunum en vann hvorki borgarstjórastólinn í Búkarest né í neinum borgarhluta, þrátt fyrir gott gengi Dans sjálfs (sem hlaut 30,52 % atkvæða gegn 42,97 % sem [[Gabriela Firea]] hlaut) og [[Clotilde Armand]] í 1. hverfi borgarinnar (sem hlaut 28,77 % gegn 31,07 % sem Dan Tudorache hlaut).
Í ágúst 2016 hóf USB þátttöku í landsmálum undir nýju nafni, Bandalag til björgunar Rúmeníu (USR).<ref>{{Lien web |langue=ro |titre=Nicușor Dan: “Nu ne asumăm riscul unei alianțe pentru alegerile parlamentare” |url=https://pressone.ro/nicusor-dan-nu-ne-asumam-riscul-unei-aliante-pentru-alegerile-parlamentare/ |site=pressone.ro |date=2016-07-27 |consulté le=2017-06-02}}</ref> Nicușor Dan var kjörinn á þing í kosningum árið 2016 fyrir kjördæmi í Búkarest.
Vorið 2017 klofnaði USR vegna ágreinings um afstöðu flokksins til [[Hjónaband samkynhneigðra|hjónabands samkynhneigðra]] í Rúmeníu. Nicușor Dan vildi ekki að flokkurinn tæki afstöðu til þess að stjórnarskráin skilgreindi hjónaband sem samband milli karls og konu. Dan sagði af sér sem leiðtogi flokksins eftir að meirihluti flokksins féllst á að andmæla skilgreiningunni.<ref>{{lien web |titre=Roumanie: le mariage gay divise même chez les progressistes |périodique=RFI |date=2017-06-01 |lire en ligne=http://www.rfi.fr/europe/20170601-roumanie-le-mariage-gay-divise-meme-progressistes#./20170601-roumanie-le-mariage-gay-divise-meme-progressistes?&_suid=1499131796005010085443653808168 |consulté le=2019-7-16}}.</ref>
=== Borgarstjóri Búkarest ===
Í maí 2019 bauð Dan sig á ný fram til borgarstjóra Búkarest, í þetta sinn sem óháður frambjóðandi. Hann óskaði eftir stuðningi stjórnarandstöðuflokkanna í kosningunum. Í desember 2019 staðfesti USR að flokkurinn myndi styðja framboð hans.<ref>{{lien web|titre=Nicușor Dan est, officiellement, le candidat de l'USR à la mairie de la capitale|périodique=Digi24|date=2020-12-07|lire en ligne=https://www.digi24.ro/stiri/actualitate/politica/nicusor-dan-a-fost-anuntat-oficial-candidatul-usr-bucuresti-la-primaria-capitalei-1228217|consulté le=2020-2-20}}.</ref> Í febrúar 2020 ákvað [[Frjálslyndi þjóðarflokkurinn]] (PNL) einnig að styðja framboð Dans. Hann varð þar með sameiginlegur frambjóðandi hægriflokkanna í borginni gegn fráfarandi borgarstjóranum [[Gabriela Firea|Gabrielu Firea]] úr [[Jafnaðarmannaflokkurinn (Rúmenía)|Jafnaðarmannaflokknum]].
Þann 27. september 2020, þegar Dan var 50 ára gamall, var hann loks kjörinn borgarstjóri Búkarest í þriðju atrennu sinni að embættinu. Sigur hans batt enda á tólf ára samfellda stjórn Jafnaðarmannaflokksins í borginni.<ref>{{Lien web |langue=fr |titre=Roumanie: le mathématicien à vélo Nicusor Dan remporte la mairie de Bucarest |url=https://www.lefigaro.fr/international/le-mathematicien-a-velo-nicusor-dan-remporte-la-mairie-de-bucarest-20200928 |site= |périodique=Le Figaro |date=2020-09-28 |consulté le=2025-03-17}}</ref> Dan var endurkjörin þann 9. júní 2024.<ref>{{Lien web|url=https://www.courrierdesbalkans.fr/Roumanie-le-reformiste-Nicu%C8%99or-Dan-remporte-un-second-mandat-a-la-mairie-de-Bucarest|titre=Roumanie : le réformiste Nicușor Dan remporte un deuxième mandat à la mairie de Bucarest|périodique=Le Courrier des Balkans|date=11 6 2024}}.</ref>
=== Forsetaframboð 2025 ===
[[Mynd:George Simion versus Nicușor Dan 8.5.2025 (11).jpg|thumb|left|Dan í forsetakappræðum gegn [[George Simion]] 8. maí 2025.]]
Þann 16. desember 2024 tilkynnti Nicușor Dan að hann myndi gefa kost á sér í forsetakosningum sem yrðu haldnar næsta ár. Forsetakosningar sem höfðu verið haldnar árið 2024 höfðu þá verið ógiltar vegna ásakana um að [[Rússland|Rússar]] hefðu beitt sér á ólögmætan hátt í þágu jaðarhægriframbjóðandans [[Călin Georgescu]].
Dan bauð sig fram óháður stjórnmálaflokkum en gaf til kynna að hann þæði stuðning þeirra stjórnmálaflokka sem væru hlynntir Evrópusamstarfi á vettvangi [[Evrópusambandið|ESB]].<ref>{{Lien web |langue=fr |titre=Nicușor Dan annonce sa candidature à la présidence en tant qu'indépendant |url=https://lepetitjournal.com/bucarest/actualites/nicusor-dan-annonce-sa-candidature-la-presidence-en-tant-quindependant-399627 |site=lepetitjournal.com |consulté le=2025-03-17}}</ref> Dan ávann sér stuðning USR, sem hafði stutt [[Elena Lasconi|Elenu Lasconi]] í ógiltu kosningunum 2024. Framboð hans var einnig stutt af flokkunum Endurnýjum Evrópustarf Rúmeníu (REPER), Alþýðuhreyfingarflokknum (PMP), Græna flokknum (PV) og Hægriaflinu (FD).
Í skoðanakönnunum fyrir fyrstu umferð kosninganna mældist Dan yfirleitt með minni stuðning en jaðarhægriframbjóðandinn [[George Simion]] (úr Sameiningarbandalagi Rúmena) – sem útmálaði sjálfan sig sem eftirmann Călins Georgescu, sem fékk ekki að bjóða sig aftur fram – og með álíka mikinn stuðning og [[Crin Antonescu]].<ref>{{Lien web |langue=en |auteur=Elizaveta Gladun |titre=Romanian hard-right candidate seen winning first round of presidential poll |url=https://www.reuters.com/world/europe/romanian-hard-right-candidate-seen-winning-first-round-presidential-poll-2025-03-17/ |site=Reuters |date=17 mars 2025 |consulté le=17 mars 2025}}</ref>
Í fyrstu umferð kosninganna þann 4. maí 2025 lenti frambjóðandi þjóðernissinna og ESB-andstæðinga, George Simion, í fyrsta sæti með 40,9 % atkvæða. Nicusor Dan lenti í öðru sæti með 20,9 % sem varð til þess að kosið var milli þeirra Simions í seinni umferð.<ref>{{Lien web|url=https://www.lefigaro.fr/international/roumanie-le-premier-ministre-social-democrate-marcel-ciolacu-annonce-sa-demission-20250505|titre=Roumanie : le premier ministre social-démocrate Marcel Ciolacu annonce sa démission|périodique=[[Le Figaro]]|date=5 mai 2025}}</ref>
Í seinni umferð kosninganna vann Nicusor Dan með 53 % atkvæðanna.<ref>{{Lien web |titre=Roumanie : le candidat pro-européen remporte la présidentielle face à son rival d’extrême droite |url=https://www.liberation.fr/international/europe/presidentielle-en-roumanie-le-candidat-pro-europeen-devance-son-rival-dextreme-droite-20250518_OJGADUGL7JAI3D5HM5N7FZ3SJ4/ |site=Libération |date=18 mai 2025}}</ref><ref>{{Lien web |titre=Présidentielle en Roumanie : le pro-européen Nicusor Dan l'emporte avec un score de 54 % (95 % des bulletins dépouillés) |url=https://www.france24.com/fr/europe/20250518-en-direct-pr%C3%A9sidentielle-roumanie-pologne-l%C3%A9gislatives-portugal-r%C3%A9sultats-r%C3%A9actions-analyses |site=France 24 |date=18 mai 2025}}</ref> Hann er annar borgarstjóri Búkarest, á eftir [[Traian Băsescu]], sem hefur náð kjöri til forsetaembættis.
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla|
titill=Forseti Rúmeníu|
frá=26. maí 2025|
til=|
fyrir=[[Ilie Bolojan]]<br>{{small|(starfandi)}}|
eftir=Enn í embætti |
}}
{{Töfluendir}}
{{Þjóðhöfðingjar Rúmeníu}}
{{Þjóðhöfðingjar aðildarríkja Evrópusambandsins}}
{{f|1964}}
{{DEFAULTSORT:Dan, Nicușor}}
[[Flokkur:Forsetar Rúmeníu]]
[[Flokkur:Rúmenskir stærðfræðingar]]
7gdxwyofw3yjy6a3tg6fjgko6lms2vl
Listi yfir vita á Íslandi
0
186695
1921745
1921460
2025-06-27T08:56:48Z
Alvaldi
71791
Tengill í Gjögurtáarvita
1921745
wikitext
text/x-wiki
Eftirfarandi er '''listi yfir vita á Íslandi'''. Fyrstu vitarnir eru á suðvesturhorninu og svo farið sólarhringinn hringinn í kringum landið.
{| class="wikitable sortable"
! style="background-color:#ddd" | Mynd
! style="background-color:#ddd" | Heiti
! style="background-color:#ddd" | Ljóseinkenni
! style="background-color:#ddd" | Ljóshorn
! style="background-color:#ddd" | Sjónar-lengd
! style="background-color:#ddd" | Ljós-hæð
! style="background-color:#ddd" | Vita-hæð
! style="background-color:#ddd" | Byggingarár
! style="background-color:#ddd" | Byggingarefni
! style="background-color:#ddd" | Hönnuður
|-
| [[Mynd:Leuchtturm Island1.jpg|100px]]|| [[Reykjanesviti]] || FI(2) W 30 s. || || 22 || 69 || 26.7 || 1907-1908 || Tilhöggvið grjót og steinsteypa || Frederik Kiørboe og Thorvald Krabbe
|-
| [[Mynd:Reykjanestá lighthouse.jpg|100dp]] || Reykjanes aukaviti || FI W 3 s. || || 9 || 24 || 4.8 || 1947 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Faro de Stafnes, Suðurnes, Islandia, 2014-08-13, DD 012.JPG|100dp]]|| [[Stafnesviti]] || FI(3) WR 15 s. || Rautt austan 2°, hvítt 2°-158°, rautt norðan 158° || 12 || 13 || 11.5 || 1925 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Sandgerdi Leuchtturm.jpg|100dp]]|| [[Sandgerðisviti]] || Oc WRG 6 s. || grænt sunnan 110.5°, hvítt 110,5°-111,5°, rautt 111,5°,-171°, grænt 171° || || 25 || 22 || 1921,
1945 (hækkaður)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Gardskagaviti.jpg|100dp]]|| [[Garðskagaviti]] || FI W 5 s. || || 15 || 29 || 28.6 || 1944 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Garðskagi aukaviti || F WRG || Grænt 24°-37.5°, Rautt 37.5°-41°, Hvítt 41°-50° || 10 || 24 || || || ||
|-
| [[Mynd:Icelandic Lighthouse (4076128520).jpg|100dp]]|| [[Hólmsbergsviti]] || FI(2) WRG 20 s. || Rautt 145°, hvítt 145°-330°, grænt 330° || 16 || 35 || 12.7 || 1956,
1958 (tekin í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Vatnsnes lighthouse.jpg|100dp]] || Vatnsnesviti || FI(3) WR 10 s. || Hvítt 147°, rautt 147°-176°, hvítt 176°-342°, rautt 342° || 12 || 15 || 8.5 || 1921 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe
|-
| [[Mynd:2006-05-22-150054 Iceland Ásláksstaðir.jpg|100dp]]|| Gerðistangaviti || FI(2) WRG 10 s. || Grænt 34°-79°, hvítt 78°-236°, rautt 236°-263°, hvítt 263°-34° || 6 || 11 || 10.5 || 1918,
1919 (tekin í notkun)
| Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Hafnarfjörður || || || || || 6 || 1913-1980 || ||
|-
| [[Mynd:Álftanes lighthouse.jpg|100dp]] || Álftanesviti || Oc WRG 3 s. || grænt 147°-156.5°, hvítt 156.5°-157.5°, rautt 157.5°-167° || 8 || 5 || 4.7 || 1960 || Steinsteypa || Eggert Steinsen
|-
| [[Mynd:Bessastaðakirkja Álftanes.jpg|100dp]] || Bessastaðaviti || || || || || || 1961-1994 || ||
|-
| [[Mynd:Near Reykjavík (3431092343).jpg|100dp]]|| [[Gróttuviti]] || FI(3) WRG 20 s. || grænt 25°-67°, hvítt 67°-217°, rautt 217°-281°, grænt 281°-294° || 15 || 24 || 24 || 1897 (gamli vitinn),
1947 (núverandi viti)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| [[Mynd:Nautical College01.jpg|100dp]] || Sjómannaskólaviti || Iso WRG 4 s. || grænt 134°-154°, hvítt 154°-159.5°, rautt 159.5°-187°, hvítt 187°-194.5°, grænt 194.5°-204° || 16 || 72 || 42.5 || 1942-1944 || Steinsteypa || Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson
|-
| [[Mynd:Engey beacon.jpg|100dp]]|| [[Engeyjarviti]] || FI WRG 5 s. || rautt 353°-359.5° hvítt 359.5°-7.5°, grænt 7.5°-122.5°, hvítt 122.5°-142°, rautt 142°-202°, grænt 202°-257° || 12 || 15 || 9 || 1937 || Steinsteypa || Sigurður Flygenring
|-
| [[Mynd:Hvaleyri lighthouse.jpg|100dp]] || Hvaleyrarviti || FI WRG 6 s. || rautt 57°, hvítt 57°-230°, grænt 230° || 6 || 6 || 3 || 1948 (var reyst á Bjargtöngum árið 1913) || Járnsteypa || S.H. Lundh & Co. í Kristjaníu í Noregi
|-
| [[Mynd:Krossvík lighthouse.jpg|100dp]] || Krossvíkurviti || Oc G 5 s. || || 10 || 8 || 6.5 || 1937 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson og Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Faros de Akranes, Vesturland, Islandia, 2014-08-14, DD 017.JPG|100dp]]|| [[Akranesviti]] || FI(2) WRG 20 s. || rautt 222°-351°, hvítt 351°-134°, rautt 134°-176°, grænt 176°-201° || 15 || 24 || 22.7 || 1918 (Gamli vitinn)
1943-1944 (núverandi viti), 1947 (tekin í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Þormóðsskersviti || LFI WRG 20 s. || rautt 109°-285°, grænt 285°-334°, hvítt 334°-109° || 11 || 34 || 22.3 || 1941-1942, 1947 (tekin í notkun) || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Miðfjarðarskersviti || || || || || 6.5 || 1939-1984 || Járnsteypa ||
|-
| [[Mynd:Þjófaklettar lighthouse.jpg|100dp]] || Þjófaklettaviti || FI(2) WRG 10 s. || grænt 15°-44°, hvítt 44°-48°, rautt 48°-195° || 11 || 11 || 4 || 1987 || Trefjaplast || Sænska vitamálastofnunin
|-
| [[Mynd:Rauðanes lighthouse.jpg|100dp]] || [[Rauðanesviti]] || FI WRG 5 s. || Grænt 3.5°, hvítt 3.5°-8.5°, rautt 8.5° || 10 || 8 || 3.5 || 1940 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Kirkjuhóll lighthouse.jpg|100dp]] || Kirkjuhólsviti || FI WRG 10 s. || rautt 69.5°-105°, myrkur 105°-282°, grænt 282°-326°, hvítt 326°-69.5° || 15 || 31 || 5.9 || 1952 || Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| [[Mynd:Arnarstapi lighthouse.jpg|100dp]] || [[Arnarstapaviti]] || LFI WRG 5 s. || rautt 201°, grænt 201°-265°, hvítt 265°-340° || 11 || 18 || 3 || 1941 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Lighthouse Malarrif at Snæfellsnes peninsula.jpg|100dp]]|| [[Malarrifsviti]] || FI(4) WRG 30 s. || rautt 251°-265°, hvítt 265°-105° || 16 || 31 || 24.5 || 1917 (gamli vitinn),
1946 (núverandi viti) | Steinsteypa || Ágúst Pálsson
|-
| [[Mynd:Svörtuloft Lighthouse (2024).jpg|100dp]]|| [[Svörtuloftaviti]] || FI(2) W 10 s. || || 10 || 28 || 12.8 || 1914 (gamli vitinn)
1930 (tekinn í notkun 1931) | Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Öndverðarnes lighthouse.jpg|100dp]] || Öndverðarnesviti || FI W 3 s. || Vitinn hverfur fyrir sunnan 30° || 8 || 11 || 6.5 || 1973 || Steinsteypa || Aðalsteinn Júlíusson
|-
| || Töskuviti || FI G 3 s. || || 6 || 11 || 15 || 1981 || Stál og trefjaplast || Steingrímur Arason
|-
| [[Mynd:Háanes lighthouse (cropped2).jpg|100dp]] || Ólafsvíkurviti || FI WRG 5 s. || rautt 143°, hvítt 143°-173°, grænt 173°-222°, rautt 222°-231°, grænt 231° || 12 || 15 || 3 || 1943 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Krossnes lighthouse.jpg|100dp]] || Krossnesviti || FI(4) WRG 20 s. || Rautt 97°, hvítt 97°-128.5°, grænt 128.5°-139°, hvítt 139°-171.5°, rautt 171.5°-220°, hvítt 220°-225°, grænt 225°-281°, hvítt 281°-306°, rautt 306° || 13 || 21 || 9.3 || 1926 || steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Hnausar lighthouse.jpg|100dp]] || Grundarfjarðarviti || || || || || || 1942-2000 || steinsteypa ||
|-
| || Höskuldseyjarviti || FI WRG 6 s. || Hvítt, 60°-64.5°, rautt 64.5°-97.5°, hvítt 97.5°-155.5°, grænt 155.5°-240°, hvítt 240°-247°, rautt 247°-350.5°, grænt 350.5°-60° || 10 || 13 || 10.6 || 1926-1948 (gamli vitinn) 1948 (núverandi viti) || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Lighthouse on Elliðaey (Breiðafjörður) Iceland M74A1913.jpg|100dp]]|| Elliðaeyjarviti || FI WRG 10 s. || hvítt 75°-87°, grænt 87°-118°, hvítt 118°-126°, rautt 126°-152°, hvítt 152°-156°, grænt 156°-320°, rautt 320-75° || 12 || 45 || 8 || 1902 (fyrsti vitinn),
1905 (viti nr 2.), 1921 (viti nr 3.) 1951 (núverandi viti)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Lighthouse on Sugandisey (Breiðafjörður) Iceland.JPG|100dp]]|| Súgandiseyjarviti || FI WRG 3 s. || grænt 107°, hvítt 107°-110°, rautt 110°-157°, hvítt 157°-160°, hrænt 160° || 6 || 30 || 3 || 1948 (ljóshús á Gróttuvita frá 1897-1947) || Járnsteypa || Danska vitamálastofnunin
|-
| || Öxneyjarviti || || || || || || 1971-1996 || ||
|-
| [[Mynd:2019-08-15 01 Klofningur Lighthouse (also called Klofningsviti) near Flatey Island, Iceland.jpg|100dp]]|| Klofningsviti || FI(2) WRG 15 s. || hvítt 355.5°-357.5°, rautt 357.5°-12.5°, hvítt 12.5°-28°, grænt 28°-59°, hvítt 59°-61°, rautt 61°-128°, grænt 128°-246°, hvítt 246°-249°, rautt 249°-295°, hvítt 295°-298°, grænt 298°-355.5° || 7 || 15 || 9.3 || 1926 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Miðleiðarskersviti || FI W 8 s. || || 5 || 7 || 3 || 1955 || Timbur || Axel Sveinsson
|-
| || Skarfaklettsviti || FI W 3 s. || || 5 || 7 || 3 || 1958 || Timbur || Axel Sveinsson
|-
| || Skorarviti || FI W 5 s. || || 7 || 26 || 8.8 || 1953,
1954 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Bjargtangar.JPG|100dp]]|| Bjargtangaviti || FI(3)W 15 s. || || 16 || 60 || 5.9 || 1913 (fyrsti vitinn),
1948 (núverandi viti)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| [[Mynd:Háanes lighthouse.jpg|100dp]] || [[Ólafsviti|Ólafsviti í Patreksfirði]] || LFI WRG 20 s. || grænt 124°, hvítt 124°-179°, rautt 179°-203°, hvítt 282°-299°, rautt 299° || 15 || 26 || 14.4 || 1943,
1947 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || [[Kópanesviti]] || FI(2)W 5 s. || || 7 || 25 || 6.4 || 1971 || Steinsteypa og trefjaplast || Aðalsteinn Júlíusson
|-
| || [[Langanesviti í Arnarfirði]] || FI WRG 15 s. || grænt 40°, hvítt 40°-125°, rautt 125° || 10 || 23 || 4.8 || 1949 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Svalvogaviti || LFI(2) WRG 20 s. || grænt 48°, hvítt 48°-181°, rautt 181° || 11 || 54 || 6.3 || 1920 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Fjallaskagaviti || FI W 5 s. || || 12 || 19 || 12.7 || 1954 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || [[Sauðanesviti í Súgandafirði|Sauðanesviti við Súgandafjörð]] || FI W 20 s. || || 7 || 46 || 4.7 || 1964 || Trefjaplast || DE-NO-FA A/S Fredrikstad, Noregi
|-
| || [[Galtarviti]] || FI W 10 s. || || 12 || 32 || 13.7 || 1920 (fyrsti vitinn)
1959 (núverandi viti)
| Steinsteypa || Eggert Steinsen
|-
| [[Mynd:Bolungarvik 01.jpg|100dp]]|| Óshólaviti || FI(3) WR 20 s. || rautt 83°-137°, hvítt 137°-293° || 15 || 30 || 6.4 || 1937 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Arnarnes 1.JPG|100dp]] || Arnarnesviti || LFI WRG 10 s. || grænt 41°-135°, hvítt 135°-165°, rautt 165°-191°, grænt 191°-274.5°, hvítt 274.5°-279°, rautt 279°-311° || 15 || 64 || 5.4 || 1921 || Bárujárnsklædd járngrind || Thorvald Krabbe
|-
| || [[Æðeyjarviti]] || FI(2) WRG 22 s. || || 15 || 26 || 12.8 || 1944,
1949 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Sléttueyrarviti || FI(2) WRG 10 s. || grænt norðan 277°, hvítt 277°-287°, rautt 287°-12°, hvítt vestan 12°. Hverfur norðan 93° || 7 || 7 || 4.85 || 1949 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Straumnesviti-lighthouse-Iceland.jpg|100dp]]|| [[Straumnesviti]] || FI W 4 s. || || 10 || 30 || 23.3 || 1919,
1930 (breytt)
| Járngrind og steinsteypa || Thorvald Krabbe, Sigurður Thoroddsen, Benedikt Jónasson og Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Hornbjargsviti.jpg|thumb]]|| [[Hornbjargsviti]] || FI(2) W 20 s. || || 12 || 31 || 10.2 || 1930 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Selsker lighthouse (cropped).jpg|100dp]] || Selskersviti || Mo(N) W 30 s. || || 10 || 23 || 18.4 || 1943,
1947 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Seljanesviti.jpg|100dp]] || Seljanesviti || || || || || 3 || 1932-1992 || Steinsteypa ||
|-
| [[Mynd:Gjögur lighthouse.jpg|100dp]] || [[Gjögurviti]] || FI(4) WRG 30 s. || rautt 130°-204°, hvítt 204°-248°, grænt 248°-296°, hvítt 296°-333°, rautt 333°-44° hvítt vestan 44° || 15 || 39 || 24 || 1921 || Stál || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Bjarnarfjarðarviti || || || || || 2.3 || 1948-1995 (lagður niður 1992) || ||
|-
| [[Mynd:Grímsey lighthouse SF.jpg|100dp]] || Grímseyjarviti í Steingrímsfirði || FI WRG 10 s. || rautt 192°-235°, hvítt 235°-241°, grænt 241°-266°, rautt 266°-298°, hvítt 298°-310°, grænt 310°-330°, rautt 330°-64°, hvítt 64°-73°, grænt 73°-192° norður yfir sundið || 10 || 82 || 10.3 || 1949 || Steinsteypa || Einar Stefánsson
|-
| [[Mynd:Malarhorn lighthouse.jpg|100dp]] || [[Malarhornsviti]] || FI(2) WRG 15 s. || rautt 218°-245°, hvítt 245°-258°, grænt 258°-336°, hvítt 366°-11°, rautt 11°-82° || 15 || 27 || 3 || 1948 || Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| [[Mynd:Hólmavík lighthouse.jpg|100dp]] || Hólmarvíkurviti || FI WRG 5 s. || rautt norðan 299°, hvítt 299°-308°, grænt sunnan 308° || 13 || 12 || 3 || 1914,
1915 (tekinn í notkun)
| Járnsteypa || S.H. Lundh & Co. í Kristjaníu í Noregi
|-
| [[Mynd:Skarðsviti Lighthouse Iceland 02.jpg|100dp]]|| [[Skarðsviti]] || FI(3) WRG 30 s. || grænt sunnan 64°, rautt 64°-94°, grænt 94°-151°, hvítt 151°-157°, rautt 157°-169°, hvítt 169°-176°, grænt austan 176° || 16 || 53 || 14 || 1950,
1951 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Kálfshamarsvík2010.jpg|100dp]]|| Kálfshamarsviti || LFI(2) WRG 20 s. || grænt austan 349°, hvítt 349°-4°, rautt 34°-34°, hvítt 34°-155°, rautt austan 155° || 15 || 21 || 16.3 || 1940,
1942 (tekin í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Skagatá lighthouse.jpg|100dp]] || Skagatáarviti || FI W 10 s. || || 13 || 18 || 9.1 || 1935 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Hegranes lighthouse.jpg|100dp]] || Hegranesviti || LFI WRG 15 s. || rautt 39°-58°, hvítt 58°-75°, grænt 75°-154°, hvítt 154°-158°, rautt 158°-169°, hvítt 169°-176°, grænt 176°-232°, rautt 232°-263° || 15 || 23 || 9.6 || 1935,
1936 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Málmeyjarviti || FI(2) WRG 15 s. || grænt 346°-354°, hvítt 354°-23°, rautt 23°-77°, grænt 77°-122°, hvítt 122°-154°, rautt 154°-166° || 11 || 41 || 9.6 || 1937,
1938 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Straumnes lighthouse.jpg|100dp]] || Straumnesviti í Sléttuhlíð || FI WRG 6 s. || rautt 54°-84°, hvítt 84°-95°, grænt 95°-125.5°, hvítt 125.5°-193°, rautt 193°-209.5°, hvítt 209.5°-266°, grænt 266°-236.5°, hvítt 236.5°-250.5°, rautt 250.5°-266° || 10 || 20 || 8 || 1940,
1942 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:2014-04-29 12-34-15 Iceland - Siglufirði Siglufjörður.JPG|100dp]]|| Sauðanesviti nyrðri || FI(3) WR 20 s. || rautt austan 75°, hvítt 75°-211°, rautt austan 221° || 16 || 37 || 10.5 || 1933-1934 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Selvíkurnef lighthouse.jpg|100dp]]||| [[Selvíkurnefsviti]] || FI WRG 5 s. || Hvítt 27°-77°, grænt 77°-153°, hvítt 153°-160°, rautt 160°-205° || 13 || 20 || 8.5 || 1930,
1931 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Siglunesviti || FI W 7.5 s. || || 12 || 51 || 9.7 || 1908 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe
|-
| || Bríkurviti || FI(3) W 10 s. || || 6 || 58 || 4 || 1966 || Trefjaplast || DE-NO-FA A/S Fredrikstad, Noregi
|-
| [[Mynd:Hrólfssker lighthouse (cropped).jpg|100dp]] || Hrólfsskersviti || FI W 3 s. || || 8 || 18 || 15.4 || 1951 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Hrísey lighthouse.jpg|100dp]] || [[Hríseyjarviti]] || FI WRG 8 s. || hvítt 180°-190°, rautt 190°-265°, grænt 265°-325°, hvítt 325°-332°, rautt 332°-43°, grænt 43°-145°, hvítt 145°-166°, rautt 166°-188° || 15 || 113 || 8.3 || 1920 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| [[Mynd:Hjalteyri03.jpg|100dp]]|| Hjalteyrarviti || FI(2) WRG 20 s. || grænt 135°-153°, hvítt 153°-338°, rautt 338°-360° || 12 || 13 || 12.5 || 1920 || Stál || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| [[Mynd:Svalbarðseyri lighthouse.jpg|100dp]] || Svalbarðseyrarviti || LFI WRG 6 s. || grænt austan 346°,
hvítt
346°-65°, grænt 65°-161°,
hvítt 161°-170°, rautt austan 170°
| 11 || 9 || 7.5 || 1920,
1933 (anddyri bætt við)
| Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || [[Gjögurtáarviti]] || FI(2) W 10 s. || || 8 || 28 || 4 || 1970 || Trefjaplast || DE-NO-FA A/S Fredrikstad, Noregi
|-
| || Grímseyjarviti nyrðri || FI W 20 s. || || 15 || 27 || 9.6 || 1937,
1938 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Flatey lighthouse.jpg|100dp]] || Flateyjarviti || FI(3) W 15 s. || || 10 || 25 || 9.5 || 1963 || Steinsteypa || Skarphéðinn Jóhannsson
|-
| [[Mynd:Húsavík lighthouse.jpg|100dp]] || [[Húsavíkurviti]] || FI WRG 2,5 s. || grænt austan 37°, hvítt 37°-157°, rautt austan 157° || 15 || 49 || 11.5 || 1956 || Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| || Lundeyjarviti || FI W 5 s. || || 7 || 45 || 4 || 1977 || Trefjaplast || Sænska vitamálastofnunin
|-
| [[Mynd:Tjörnes lighthouse.jpg|100dp]] || Tjörnesviti || FI(2) W 15 s. || || 16 || 33 || 12.6 || 1929 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Mánáreyjaviti í Háey || FI W 10 s. || || 6 || 38 || 4 || 1982 || Trefjaplast || Sænska vitamálastofnunin
|-
| || [[Kópaskersviti]] || FI WRG 20 s. || rautt austan 153°, hvítt 153°-352°, grænt austan 352° || 14 || 19 || 14 || 1945,
1951 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Rauðanúpsviti || Mo(R) W 20 s. || || 16 || 66 || 7.9 || 1958 || Steinsteypa || Eggert Steinsen
|-
| || Rifstangaviti || || || || || 16 || 1911-1953 || ||
|-
| [[Mynd:Hraunhafnartangaviti_-_panoramio.jpg|100dp]] || [[Hraunhafnartangaviti]] || Mo(N) WR 30 s. || rautt sunnan 105°, hvítt 105°-209°, rautt sunnan 290° || 10 || 20 || 18.5 || 1945,
1951 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Raufarhöfn lighthouse.jpg|100dp]] || [[Raufarhafnarviti]] || FI(3) WRG 20 s. || rautt 165°-233°, hvítt 233°-294°, grænt 294°-345° || 9 || 33 || 9.6 || 1931 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Raufarhöfn || Oc G 5 s. || || || 4.5 || 3 || 1951 || Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| || Melrakkanesviti || FI WR 12 s. || rautt vestan 156°, hvítt austan 156° || 9 || 19 || 11.5 || 1956 || Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| || Grenjanesviti || LFI W 20 s. || || 15 || 24 || 19.5 || 1941,
1945 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Langanesviti || FI(2) W 10 s. || || 10 || 53 || 9.5 || 1950 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Digranes lighthouse.jpg|100dp]] || Digranesviti || FI WRG 20 s. || rautt sunnan 70°, hvítt 70°-270°, grænt sunnan 270° || 15 || 27 || 18.4 || 1943,
1947 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Kolbeinstangi lighthouse.jpg|100dp]] || [[Kolbeinstangaviti]] || LFI WRG 10 s. || grænt 205°-217°, hvítt 217°-223.5°, rautt 223°.5-237°, hvítt 237°-246°, grænt 246°-258°, hvítt 258°-264°, rautt 264°-355°, grænt 355°-28°, hvítt 28°-30°, rautt vestan 30° || 15 || 32 || 19.5 || 1942,
1944 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Bjarnareyjarviti || FI(3) W 20 s. || || 10 || 31 || 7.5 || 1944 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Kögurviti || FI WRG 15 s. || rautt vestan 165°, hvítt 165°-303°, grænt vestan 303° || 8 || 19 || 9.2 || 1945,
1951 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Glettinganesviti || LFI(2) W 30 s. || || 12 || 25 || 19.2 || 1931 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Seyðisfjörður - Höfn, light house (6808906477).jpg|100dp]]|| Brimnesviti || FI(2) WRG 10 s. || grænt 225°-253°, hvítt 253°-283°, rautt 283°-314°, grænt 314°-69°, hvítt 69°-73°, rautt 73°-90° || 8 || 12 || 6.5 || 1938 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Dalatangi.jpg|100dp]] || Dalatangaviti || FI W 5 s. || || 14 || 19 || 9.5 || 1908, 1917 (hljóðviti byggður), 1959 (radíóviti) || Steinsteypa || Thorvald Krabbe (ljósvitinn), Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal (Hljóðvitann), Eggert Steinsen (radíóvitinn)
|-
| || Norðfjarðarhornsviti || FI W 15 s. || || 6 || 14 || 4 || 1964 || Stál || Aðalsteinn Júlíusson
|-
| [[Mynd:Norðfjörður lighthouse.jpg|100dp]] || [[Norðfjarðarviti]] || FI(2) WR 7 s. || hvítt 214°-242°, rautt 242°-334°, hvítt 334°-46° || 15 || 38 || 7.8 || 1952 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Seleyjarviti || FI(3) WRG 25 s. || rautt 8°-37°, grænt 37°-65°, hvítt 65°-85°, rautt 85°-188°, hvítt 188°-8° || 8 || 27 || 13.5 || 1956 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Vattarnesviti || FI(2) WRG 15 s. || grænt 90°-127°,
hvítt 127°-136°, rautt 136°-159°, grænt 159°-216°, hvítt 216°-232°, rautt 232°-256°, hvítt 256°-286°, rautt 286°-337°, hvítt 337°-347°, grænt 347°-360°
| 15 || 26 || 12.3 || 1957 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Grímuviti || FI W 8 s. || || 12 || 23 || 3 || 1961 || Trefjaplast || DE-NO-FA A/S Fredrikstad, Noregi
|-
| || Mjóeyrarviti við Eskifjörð || FI W 2 s. || || 5 || 5 || 4 || 1927 || Steinsteypa || óþekktur
|-
| [[Mynd:Hafnarnes beacon.jpg|100dp]]|| [[Hafnarnesviti|Hafnarnesviti við Fáskrúðsfjörð]] || FI WRG 20 s. || Grænt sunnan 126°, hvítt 126°-194°, rautt 194°-257°, hvítt 258°-314°, grænt sunnan 314° || 12 || 16 || 6.5 || 1938 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Mjóeyrarviti við Fáskrúðsfjörð || FI W 5 s. || || 5 || 5 || 4 || 1925 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe
|-
| || [[Landahólsviti]] || FI WRG 4 s. || grænt 224°-272°, hvítt 272°-285°, rautt 285°-349°, hvítt 349°-351°, grænt 351°-84° || 15 || 23 || 9.5 || 1953 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Kambanesviti || FI(4) WRG 20 s. || grænt 189°-218°, rautt 218°-230°, hvítt 230°-235°, grænt 235°-270°, hvítt 270°-284°, rautt 284°-298°, hvítt 298°-320°, grænt 320°-334°, hvítt 334°-359°, rautt 359°-34°, grænt 34°-69° || 16 || 26 || 11.3 || 1922 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| [[Mynd:Selnes ligthouse.jpg|100dp]] || [[Selnesviti]] || FI WRG 8 s. || rautt 252°-267.5°, grænt 267.5°-304°, hvítt 304°-309°, rautt 309°-345°, grænt 345°-16°,
hvítt 16°-30°
| 11 || 12 || 9 || 1942,
1943 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Hlöðuviti || || || || || || 1922-1958 (fyrsti vitinn), 1957 (nýr viti reistur), 1958 (tekinn í notkun), 1984 (eyðilagðist) || ||
|-
| [[Mynd:Lighthouse at Streiti DSCF4288.jpg|100dp]] || [[Streitisviti]] || FI(3) WRG 20 s. || grænt 176°-217°, hvítt 217°-222°, rautt 222°-281°, hvítt 281°-340°, grænt 340°-3°, rautt 3°-38°, hvítt 38°-40°, grænt 40°-°58 || 14 || 17 || 2 || 1984 || Steinsteypa || Steingrímur Arason
|-
| [[Mynd:Karlsstaðatangi lighthouse.jpg|100dp]] || Karlsstaðatangaviti || FI(2) WRG 10 s. || grænt 270°-282°, rautt 282°-298°, hvítt 298°-315°, grænt 315°-332°, rautt 332°-42°, hvítt 42°-47°, grænt 47°-90° || 11 || 11 || 5.5 || 1922 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| [[Mynd:Djupivogur beacon.jpg|100dp]]|| Æðarsteinsviti || FI WRG 5 s. || grænt 134°-146°, hvítt 146°-149°, rautt 149°-259°, hvítt 259°-260°, grænt 260°-287°, rautt 287°-329° || 11 || 12 || 5.5 || 1922 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Ketilsflesjarviti || FI(3) WRG 15 s. || rautt 197°-210°, hvítt 210°-217°, grænt 217°-255°, hvítt 255°-267°, rautt 267-329°, hvítt 329-2°, grænt vestan 2° || 7 || 18 || 14.3 || 1945 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Papeyjarviti || FI WRG 10 s. || hvítt 184°-188°, grænt 188°-214°, rautt 214°-228°, hvítt 228°-240°, grænt 240°-252°, hvítt 252°-27°, rautt 27°-74°, hrænt 74°-137°, rautt 137°-184° || 12 || 62 || 8 || 1922 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Hrómundareyjarviti || || || || || || 1922-1945 || ||
|-
| [[Mynd:Hvalnes lighthouse.jpg|100dp]] || [[Hvalnesviti]] || FI(2) W 20 s. || || 15 || 27 || 11.5 || 1954,
1955 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| [[Mynd:Stokksnes lighthouse and the raging ocean (16283451759) (cropped).jpg|100dp]]|| Stokksnesviti || FI(3) WRG 30 s. || grænt 209°-245°, hvítt 245°-53°, rautt 53°-80°, grænt norðan 80° || 16 || 32 || 19.5 || 1946 || Steinsteypa || Ágúst Pálsson
|-
| [[Mynd:Hvanney lighthouse.jpg|100dp]] || Hvanneyjarviti || FI WRG 5 s. || grænt 125°-274°, hvítt 274°-286°, rautt 286°-17°, hvítt 17°-31°, grænt 31°-95° || 12 || 15 || 9.1 || 1922,
1938 (hækkaður)
| Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal. Benedikt Jónasson (1938 breytingar)
|-
| [[Mynd:Hellir lighthouse.jpg|100dp]] || Hellisviti || FI(3) WRG 15 s. || rautt 252°-315°, hvítt 315°-328°, grænt 328°-30°, rautt 30°-43° || 13 || 17 || 6 || 1952 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Suðurfjörutangaviti || FI WRG 1.5 s. || rautt 197°-218°, grænt 218°-271.5°, hvítt 271.5°-272.5°, rautt 272.5°-288° || 5 || 8 || 6.4 || 1992 || Steinsteypa || Guðjón Scheving Tryggvason
|-
| || Hrollaugseyjaviti || FI W 20 s. || || 9 || 24 || 15.6 || 1953,
1954 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Ingólfshöfðaviti || FI(2) W 10 s. || || 17 || 75 || 12.5 || 1948 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Skaftárósviti || FI W 3 s. || || 14 || 20 || 19.5 || 1953 (reistur 1911) || Stál || Thorvald Krabbe
|-
| || Skarðsfjöruviti || Mo(C) W 30 s. || || 15 || 25 || 22 || 1959 || Stál || Steingrímur Arason
|-
| || Alviðruhamraviti || Mo(R) W 20 s. || || 16 || 33 || 20.5 || 1929 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Dyrholaey lighthouse (15643496592).jpg|100dp]]|| Dyrhólaeyjarviti || FI W 10 s. || || 27 || 123 || 12.7 || 1927 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe, Guðjón Samúelsson og Benedikt Jónasson
|-
| || Bakkafjöruviti || FI W 3 s. || || 7 || 15 || 7 || 1984 || Stálsúla á Steinsteyptu húsi || Guðjón Scheving Tryggvason
|-
| [[Mynd:The lighthouse on the southern point of Heimaey.jpg|100dp]] || Stórhöfðaviti || FI(3) W 20 s. || || 16 || 125 || 7.2 || 1906 || Steinsteypa || Danska vitamálastofnunin
|-
| [[Mynd:Faxasker from the ferry Herjolfur (cropped).jpg|100dp]] || Faxaskersviti || FI W 7 s. || || 6 || 12 || 6 || 1950 || Steinsteypa og stálgrind || óþekktur
|-
| [[Mynd:Faro Urða, Heimaey, Islas Vestman, Suðurland, Islandia, 2014-08-17, DD 072 (cropped).JPG|100dp]]|| Urðarviti || FI(3) WRG 15 s. || rautt 137°-182°, hvítt 182°-206°, grænt 206°-257°, hvítt 257°-290°, rautt 290°-335°, hvítt 335°-15°, grænt 15°-60° || 15 || 30 || 7 || 1986 || Steinsteypa og trefjaplast || Steingrímur Arason
|-
| || Geirfuglaskersviti || FI W 15 s. || || 7 || 55 || 3.2 || 1956 || Járnklædd timburgrind || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Thridrangar Lighthouse, Southern Iceland - panoramio.jpg|100dp]]|| Þrídrangaviti || Mo(N) W 30 s. || || 9 || 34 || 7.4 || 1939,
1942 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Surtseyjarviti || || || || || 3.5 || 1973-1973 || Steinsteypa ||
|-
| [[Mynd:Knarrarósviti Lighthouse.jpg|100dp]]|| [[Knarrarósviti]] || LFI W 30 s. || || 16 || 30 || 26.2 || 1938-1939 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Hafnarnes lighthouse.jpg|100dp]] || Hafnarnesviti í Þorlákshöfn || FI W 3 s. || || 12 || 12 || 8.3 || 1951 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Selvogur lighthouse.jpg|100dp]] || [[Selvogsviti]] || FI(2) W 10 s. || || 14 || 21 || 19.1 || 1930,
1931 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Krísuvíkurberg lighthouse.jpg|100dp]] || Krýsuvíkurbergsviti || FI W 10 s. || || 9 || 61 || 5 || 1965 || Trefjaplast || DE-NO-FA A/S Fredrikstad, Noregi
|-
| [[Mynd:Faro de Hopsnes, Suðurland, Islandia, 2014-08-13, DD 081.JPG|100dp]]|| Hópsnesviti || LFI(3) WRG 20 s. || grænt land-272°, hvítt 272°-69°, rautt 69°-94°, hvítt 94°-land || 13 || 16 || 8.7 || 1928 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|}
==Heimildir==
*{{Bókaheimild|titill=Vitar á Íslandi|höfundur=Kristján Sveinsson|ár=2002}}
[[Flokkur:Vitar á Íslandi|!]]
[[Flokkur:Listar tengdir Íslandi|Vitar]]
3jquwslr9yj3ll5rwyti3z7n2mxnu07
Þalöt
0
186799
1921626
2025-06-26T14:15:21Z
Akigka
183
Bjó til síðu með „[[Mynd:CBP_Seizes_Hazardous_Toy_Dolls_(10928300625).jpg|thumb|Plastdúkkur frá Kína sem bandaríska tollgæslan gerði upptækar árið 2013 vegna of mikils þalatinnihalds.]] '''Þalöt''' eða '''þalatestrar''' eru [[estri|estrar]] [[þalsýra|þalsýru]]. Þalöt eru algeng [[þjálniefni]] sem er bætt í [[plast]] til að gera það sveigjanlegra, gegnsærra, og endingarbetra. Þau eru aðallega notuð í [[fjölvínýlklóríð]] (PVC).<ref>{{cite journal...“
1921626
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:CBP_Seizes_Hazardous_Toy_Dolls_(10928300625).jpg|thumb|Plastdúkkur frá Kína sem bandaríska tollgæslan gerði upptækar árið 2013 vegna of mikils þalatinnihalds.]]
'''Þalöt''' eða '''þalatestrar''' eru [[estri|estrar]] [[þalsýra|þalsýru]]. Þalöt eru algeng [[þjálniefni]] sem er bætt í [[plast]] til að gera það sveigjanlegra, gegnsærra, og endingarbetra. Þau eru aðallega notuð í [[fjölvínýlklóríð]] (PVC).<ref>{{cite journal | vauthors = Latini G, De Felice C, Verrotti A | title = Plasticizers, infant nutrition and reproductive health | journal = Reproductive Toxicology | volume = 19 | issue = 1 | pages = 27–33 | date = November 2004 | pmid = 15336709 | doi = 10.1016/j.reprotox.2004.05.011 | bibcode = 2004RepTx..19...27L }}</ref><ref>{{cite journal | vauthors = Bi M, Liu W, Luan X, Li M, Liu M, Liu W, Cui Z | title = Production, Use, and Fate of Phthalic Acid Esters for Polyvinyl Chloride Products in China | journal = Environmental Science & Technology | volume = 55 | issue = 20 | pages = 13980–13989 | date = October 2021 | pmid = 34617437 | doi = 10.1021/acs.est.1c02374 | s2cid = 238422673 | bibcode = 2021EnST...5513980B }}</ref> Þótt þalöt séu algeng þjálniefni, eru ekki öll þjálniefni þalöt.
Þalöt berast oft í líkama fólks í litlu magni með fæðu. Eitt þekktasta þalatið er [[Bis(2-etýlhexýl)þalat]] (DEHP) sem er merkt sem [[eiturefni]] og bannað í matvælaumbúðum, barnaleikföngum, snyrtivörum og öðrum neysluvörum.<ref>{{cite journal | vauthors = Ventrice P, Ventrice D, Russo E, De Sarro G | title = Phthalates: European regulation, chemistry, pharmacokinetic and related toxicity | journal = Environmental Toxicology and Pharmacology | volume = 36 | issue = 1 | pages = 88–96 | date = July 2013 | pmid = 23603460 | doi = 10.1016/j.etap.2013.03.014 | bibcode = 2013EnvTP..36...88V }}</ref> Nýlegar rannsóknir benda til neikvæðra áhrifa þalata á [[innkirtlakerfið]] og [[hormón]]astarfsemi, [[meðganga|meðgöngu]] og þroska barna.<ref name="liu">{{cite journal |vauthors=Liu B, Lu X, Jiang A, Lv Y, Zhang H, Xu B |title=Influence of maternal endocrine disrupting chemicals exposure on adverse pregnancy outcomes: A systematic review and meta-analysis |journal=Ecotoxicology and Environmental Safety |volume=270 |issue= |pages=115851 |date=January 2024 |pmid=38157800 |doi=10.1016/j.ecoenv.2023.115851 |doi-access=free |bibcode=2024EcoES.27015851L }}</ref><ref name=Zamkowska2018>{{cite journal | vauthors = Zamkowska D, Karwacka A, Jurewicz J, Radwan M | title = Environmental exposure to non-persistent endocrine disrupting chemicals and semen quality: An overview of the current epidemiological evidence | journal = International Journal of Occupational Medicine and Environmental Health | volume = 31 | issue = 4 | pages = 377–414 | date = July 2018 | pmid = 30160090 | doi = 10.13075/ijomeh.1896.01195 | doi-access = free }}</ref><ref name=Bansal2018>{{cite journal | vauthors = Bansal A, Henao-Mejia J, Simmons RA | title = Immune System: An Emerging Player in Mediating Effects of Endocrine Disruptors on Metabolic Health | journal = Endocrinology | volume = 159 | issue = 1 | pages = 32–45 | date = January 2018 | pmid = 29145569 | pmc = 5761609 | doi = 10.1210/en.2017-00882 }}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{stubbur|efnafræði}}
[[Flokkur:Þalöt|Þalöt]]
[[Flokkur:Þjálniefni]]
hzb10qcruuzbd0zhnx6tveuv8fi07zd
JaVale McGee
0
186800
1921635
2025-06-26T18:14:07Z
Alvaldi
71791
Búið til með því að þýða síðuna „[[:en:Special:Redirect/revision/1297182354|JaVale McGee]]“
1921635
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox basketball biography
| name = JaVale McGee
| image = 34McGee2010.jpg
| image_size =
| caption = McGee árið 2010
| position = Miðherji
| height_ft = 7
| height_in = 0
| weight_lb = 270
| league =
| team =
| number =
| birth_date = {{birth date and age|1988|1|19}}
| birth_place = [[Flint, Michigan]], Bandaríkin
| high_school =
| college = Nevada (2006–2008)
| draft_year = 2008
| draft_round = 1
| draft_pick = 18
| draft_team = [[Washington Wizards]]
| career_start = 2008
| career_end =
| highlights = * 3× [[NBA]] meistari (2017, 2018, 2020)
| medal_templates =
}}
'''JaVale Lindy McGee''' ({{IPAc-en|dʒ|ə|ˈ|v|eɪ|l}} {{respell|jə|VAYL}}; fæddur 19. janúar 1988) er bandarískur atvinnumaður í körfubolta. Eftir að hafa spilað háskólakörfubolta fyrir Nevada og var hann valinn af [[Washington Wizards]] í nýliðavali NBA árið 2008. Á 16 ára ferli í NBA hefur JaVale unnið NBA meistaratitilinn þrívegis; með [[Golden State Warriors]] árin 2017 og 2018 og með [[Los Angeles Lakers]] árið 2020. Árið 2021 vann hann til gullverðlauna með landsliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum.
Móðir JaVale er fyrrum körfuknattleikskonan Pamela McGee sem vann gull með Bandaríkjunum á Ólympíuleikunum vann hann gullverðlaun með bandaríska Ólympíuliðinu árið 1984.
== Tilvísanir ==
{{Reflist|30em}}
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1988]]
[[Flokkur:Bandarískir körfuknattleiksmenn]]
[[Flokkur:NBA leikmenn]]
[[Flokkur:Bandarískir ólympíuverðlaunahafar]]
q8mvppojschfea8uoiv7fwtgl2tcj2t
1921636
1921635
2025-06-26T18:21:29Z
Alvaldi
71791
Tiltekt, heimildir
1921636
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox basketball biography
| name = JaVale McGee
| image = 34McGee2010.jpg
| image_size =
| caption = McGee árið 2010
| position = Miðherji
| height_ft = 7
| height_in = 0
| weight_lb = 270
| league =
| team =
| number =
| birth_date = {{birth date and age|1988|1|19}}
| birth_place = Flint, [[Michigan]], Bandaríkin
| high_school =
| college = Nevada (2006–2008)
| draft_year = 2008
| draft_round = 1
| draft_pick = 18
| draft_team = [[Washington Wizards]]
| career_start = 2008
| career_end =
| years1 = 2008–2012
| team1 = [[Washington Wizards]]
| years2 = 2011–2015
| team2 = [[Denver Nuggets]]
| years3 = 2014–2015
| team3 = [[Philadelphia 76ers]]
| years4 = 2015–2016
| team4 = [[Dallas Mavericks]]
| years5 = 2016–2018
| team5 = [[Golden State Warriors]]
| years6 = 2018–20120
| team6 = [[Los Angeles Lakers]]
| years7 = 2020–2021
| team7 = [[Cleveland Cavaliers]]
| years8 = 2021
| team8 = Denver Nuggets
| years9 = 2021–2022
| team9 = [[Phoenix Suns]]
| years10 = 2022–2023
| team10 = Dallas Mavericks
| years11 = 2023–2024
| team11 = [[Sacramento Kings]]
| years12 = 2025–present
| team12 = [[Vaqueros de Bayamón]]
| highlights = * 3× [[NBA]] meistari (2017, 2018, 2020)
| medal_templates =
}}
'''JaVale Lindy McGee''' ({{IPAc-en|dʒ|ə|ˈ|v|eɪ|l}} {{respell|jə|VAYL}}; fæddur 19. janúar 1988) er bandarískur atvinnumaður í körfubolta. Eftir að hafa spilað háskólakörfubolta fyrir Nevada og var hann valinn af [[Washington Wizards]] í nýliðavali NBA árið 2008. Á 16 ára ferli í NBA hefur JaVale unnið NBA meistaratitilinn þrívegis; með [[Golden State Warriors]] árin 2017 og 2018 og með [[Los Angeles Lakers]] árið 2020.<ref>{{Cite news |date=2023-10-26 |title=Kings signing JaVale McGee, per sources: What role will he fill? |url=https://www.nytimes.com/athletic/4824058/2023/08/31/kings-javale-mcgee-signing/ |access-date=2025-06-26 |author1=Shams Charania|author2=Sam Amick|work=[[The New York Times]] |language=en-US |issn=0362-4331}}</ref> Árið 2021 vann hann til gullverðlauna með landsliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum.<ref name="espn-2021"/>
Móðir JaVale er fyrrum körfuknattleikskonan Pamela McGee sem vann gull með Bandaríkjunum á Ólympíuleikunum vann hann gullverðlaun með bandaríska Ólympíuliðinu árið 1984.<ref name="espn-2021">{{Cite web|url=https://www.espn.com/olympics/story/_/id/31977111/pamela-javale-mcgee-become-first-mom-son-gold-medal-duo-olympics-history|title=Golden Child: Pamela and JaVale McGee become first mother and son to win Olympic golds|author=Ashton Edmunds
|date=2021-08-07|website=ESPN.com|language=en|access-date=2025-06-26}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist|30em}}
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1988]]
[[Flokkur:Bandarískir körfuknattleiksmenn]]
[[Flokkur:NBA leikmenn]]
[[Flokkur:Bandarískir ólympíuverðlaunahafar]]
18ocf0f3ujzwmdr9c4ncg9ukvzgimw6
1921637
1921636
2025-06-26T18:21:57Z
Alvaldi
71791
1921637
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox basketball biography
| name = JaVale McGee
| image = 34McGee2010.jpg
| image_size =
| caption = McGee árið 2010
| position = Miðherji
| height_ft = 7
| height_in = 0
| weight_lb = 270
| league =
| team =
| number =
| birth_date = {{birth date and age|1988|1|19}}
| birth_place = Flint, [[Michigan]], Bandaríkin
| high_school =
| college = Nevada (2006–2008)
| draft_year = 2008
| draft_round = 1
| draft_pick = 18
| draft_team = [[Washington Wizards]]
| career_start = 2008
| career_end =
| years1 = 2008–2012
| team1 = [[Washington Wizards]]
| years2 = 2011–2015
| team2 = [[Denver Nuggets]]
| years3 = 2014–2015
| team3 = [[Philadelphia 76ers]]
| years4 = 2015–2016
| team4 = [[Dallas Mavericks]]
| years5 = 2016–2018
| team5 = [[Golden State Warriors]]
| years6 = 2018–20120
| team6 = [[Los Angeles Lakers]]
| years7 = 2020–2021
| team7 = [[Cleveland Cavaliers]]
| years8 = 2021
| team8 = Denver Nuggets
| years9 = 2021–2022
| team9 = [[Phoenix Suns]]
| years10 = 2022–2023
| team10 = Dallas Mavericks
| years11 = 2023–2024
| team11 = [[Sacramento Kings]]
| years12 = 2025–present
| team12 = [[Vaqueros de Bayamón]]
| highlights = * 3× [[NBA]] meistari (2017, 2018, 2020)
| medal_templates =
}}
'''JaVale Lindy McGee''' ({{IPAc-en|dʒ|ə|ˈ|v|eɪ|l}} {{respell|jə|VAYL}}; fæddur 19. janúar 1988) er bandarískur atvinnumaður í körfubolta. Eftir að hafa spilað háskólakörfubolta fyrir Nevada og var hann valinn af [[Washington Wizards]] í nýliðavali NBA árið 2008. Á 16 ára ferli í NBA hefur JaVale unnið NBA meistaratitilinn þrívegis; með [[Golden State Warriors]] árin 2017 og 2018 og með [[Los Angeles Lakers]] árið 2020.<ref>{{Cite news |date=2023-10-26 |title=Kings signing JaVale McGee, per sources: What role will he fill? |url=https://www.nytimes.com/athletic/4824058/2023/08/31/kings-javale-mcgee-signing/ |access-date=2025-06-26 |author1=Shams Charania|author2=Sam Amick|work=[[The New York Times]] |language=en-US |issn=0362-4331}}</ref> Árið 2021 vann hann til gullverðlauna með landsliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum.<ref name="espn-2021"/>
Móðir JaVale er fyrrum körfuknattleikskonan Pamela McGee sem vann gull með Bandaríkjunum á Ólympíuleikunum vann hann gullverðlaun með bandaríska Ólympíuliðinu árið 1984.<ref name="espn-2021">{{Cite web|url=https://www.espn.com/olympics/story/_/id/31977111/pamela-javale-mcgee-become-first-mom-son-gold-medal-duo-olympics-history|title=Golden Child: Pamela and JaVale McGee become first mother and son to win Olympic golds|author=Ashton Edmunds
|date=2021-08-07|website=ESPN.com|language=en|access-date=2025-06-26}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist|30em}}
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1988]]
[[Flokkur:Bandarískir körfuknattleiksmenn]]
[[Flokkur:NBA leikmenn]]
[[Flokkur:Bandarískir Ólympíuverðlaunahafar]]
pz1mqmaiqlij5vlv9kkx10k2i6ohg29
1921639
1921637
2025-06-26T18:32:44Z
Berserkur
10188
Tek sniðvillu
1921639
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox basketball biography
| name = JaVale McGee
| image = 34McGee2010.jpg
| image_size =
| caption = McGee árið 2010
| position = Miðherji
| height_ft = 7
| height_in = 0
| weight_lb = 270
| league =
| team =
| number =
| birth_date = {{birth date and age|1988|1|19}}
| birth_place = Flint, [[Michigan]], Bandaríkin
| high_school =
| college = Nevada (2006–2008)
| draft_year = 2008
| draft_round = 1
| draft_pick = 18
| draft_team = [[Washington Wizards]]
| career_start = 2008
| career_end =
| years1 = 2008–2012
| team1 = [[Washington Wizards]]
| years2 = 2011–2015
| team2 = [[Denver Nuggets]]
| years3 = 2014–2015
| team3 = [[Philadelphia 76ers]]
| years4 = 2015–2016
| team4 = [[Dallas Mavericks]]
| years5 = 2016–2018
| team5 = [[Golden State Warriors]]
| years6 = 2018–20120
| team6 = [[Los Angeles Lakers]]
| years7 = 2020–2021
| team7 = [[Cleveland Cavaliers]]
| years8 = 2021
| team8 = Denver Nuggets
| years9 = 2021–2022
| team9 = [[Phoenix Suns]]
| years10 = 2022–2023
| team10 = Dallas Mavericks
| years11 = 2023–2024
| team11 = [[Sacramento Kings]]
| years12 = 2025–present
| team12 = [[Vaqueros de Bayamón]]
| highlights = * 3× [[NBA]] meistari (2017, 2018, 2020)
| medal_templates =
}}
'''JaVale Lindy McGee''' (fæddur 19. janúar 1988) er bandarískur atvinnumaður í körfubolta. Eftir að hafa spilað háskólakörfubolta fyrir Nevada og var hann valinn af [[Washington Wizards]] í nýliðavali NBA árið 2008. Á 16 ára ferli í NBA hefur JaVale unnið NBA meistaratitilinn þrívegis; með [[Golden State Warriors]] árin 2017 og 2018 og með [[Los Angeles Lakers]] árið 2020.<ref>{{Cite news |date=2023-10-26 |title=Kings signing JaVale McGee, per sources: What role will he fill? |url=https://www.nytimes.com/athletic/4824058/2023/08/31/kings-javale-mcgee-signing/ |access-date=2025-06-26 |author1=Shams Charania|author2=Sam Amick|work=[[The New York Times]] |language=en-US |issn=0362-4331}}</ref> Árið 2021 vann hann til gullverðlauna með landsliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum.<ref name="espn-2021"/>
Móðir JaVale er fyrrum körfuknattleikskonan Pamela McGee sem vann gull með Bandaríkjunum á Ólympíuleikunum vann hann gullverðlaun með bandaríska Ólympíuliðinu árið 1984.<ref name="espn-2021">{{Cite web|url=https://www.espn.com/olympics/story/_/id/31977111/pamela-javale-mcgee-become-first-mom-son-gold-medal-duo-olympics-history|title=Golden Child: Pamela and JaVale McGee become first mother and son to win Olympic golds|author=Ashton Edmunds
|date=2021-08-07|website=ESPN.com|language=en|access-date=2025-06-26}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist|30em}}
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1988]]
[[Flokkur:Bandarískir körfuknattleiksmenn]]
[[Flokkur:NBA leikmenn]]
[[Flokkur:Bandarískir Ólympíuverðlaunahafar]]
lxgb211gdkst8ju89vg4n2pn6cibac1
1921734
1921639
2025-06-27T07:03:26Z
Alvaldi
71791
Lagfæring
1921734
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox basketball biography
| name = JaVale McGee
| image = 34McGee2010.jpg
| image_size =
| caption = McGee árið 2010
| position = Miðherji
| height_ft = 7
| height_in = 0
| weight_lb = 270
| league =
| team =
| number =
| birth_date = {{birth date and age|1988|1|19}}
| birth_place = Flint, [[Michigan]], Bandaríkin
| high_school =
| college = Nevada (2006–2008)
| draft_year = 2008
| draft_round = 1
| draft_pick = 18
| draft_team = [[Washington Wizards]]
| career_start = 2008
| career_end =
| years1 = 2008–2012
| team1 = [[Washington Wizards]]
| years2 = 2011–2015
| team2 = [[Denver Nuggets]]
| years3 = 2014–2015
| team3 = [[Philadelphia 76ers]]
| years4 = 2015–2016
| team4 = [[Dallas Mavericks]]
| years5 = 2016–2018
| team5 = [[Golden State Warriors]]
| years6 = 2018–20120
| team6 = [[Los Angeles Lakers]]
| years7 = 2020–2021
| team7 = [[Cleveland Cavaliers]]
| years8 = 2021
| team8 = Denver Nuggets
| years9 = 2021–2022
| team9 = [[Phoenix Suns]]
| years10 = 2022–2023
| team10 = Dallas Mavericks
| years11 = 2023–2024
| team11 = [[Sacramento Kings]]
| years12 = 2025–present
| team12 = [[Vaqueros de Bayamón]]
| highlights = * 3× [[NBA]] meistari (2017, 2018, 2020)
| medal_templates =
}}
'''JaVale Lindy McGee''' (fæddur 19. janúar 1988) er bandarískur atvinnumaður í körfubolta. Eftir að hafa spilað háskólakörfubolta fyrir Nevada og var hann valinn af [[Washington Wizards]] í nýliðavali NBA árið 2008. Á 16 ára ferli í NBA hefur JaVale unnið NBA meistaratitilinn þrívegis; með [[Golden State Warriors]] árin 2017 og 2018 og með [[Los Angeles Lakers]] árið 2020.<ref>{{Cite news |date=2023-10-26 |title=Kings signing JaVale McGee, per sources: What role will he fill? |url=https://www.nytimes.com/athletic/4824058/2023/08/31/kings-javale-mcgee-signing/ |access-date=2025-06-26 |author1=Shams Charania|author2=Sam Amick|work=[[The New York Times]] |language=en-US |issn=0362-4331}}</ref> Árið 2021 vann hann til gullverðlauna með landsliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum.<ref name="espn-2021"/>
Móðir JaVale er fyrrum körfuknattleikskonan Pamela McGee sem vann gull með Bandaríkjunum á Ólympíuleikunum árið 1984.<ref name="espn-2021">{{Cite web|url=https://www.espn.com/olympics/story/_/id/31977111/pamela-javale-mcgee-become-first-mom-son-gold-medal-duo-olympics-history|title=Golden Child: Pamela and JaVale McGee become first mother and son to win Olympic golds|author=Ashton Edmunds
|date=2021-08-07|website=ESPN.com|language=en|access-date=2025-06-26}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist|30em}}
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1988]]
[[Flokkur:Bandarískir körfuknattleiksmenn]]
[[Flokkur:NBA leikmenn]]
[[Flokkur:Bandarískir Ólympíuverðlaunahafar]]
6m0voxtwmuy5bhywy8qzjebg1g5p9ms
Nicolas Cage
0
186801
1921640
2025-06-26T19:38:09Z
TKSnaevarr
53243
Bjó til síðu með „{{Leikari | nafn = Nicolas Cage | mynd = Nicolas Cage Comic-Con 2011.jpg | mynd_stærð = 240px | mynd_texti = Cage árið 2011. | fæðingarnafn = Nicolas Kim Coppola | fæðingardagur ={{fæðingardagur og aldur|1964|1|7}} | fæðingarstaður = [[Long Beach]], [[Kalifornía|Kaliforníu]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] | þjóðerni = [[Bandaríkin|Bandarískur]] | ár = 1981– | maki...“
1921640
wikitext
text/x-wiki
{{Leikari
| nafn = Nicolas Cage
| mynd = Nicolas Cage Comic-Con 2011.jpg
| mynd_stærð = 240px
| mynd_texti = Cage árið 2011.
| fæðingarnafn = Nicolas Kim Coppola
| fæðingardagur ={{fæðingardagur og aldur|1964|1|7}}
| fæðingarstaður = [[Long Beach]], [[Kalifornía|Kaliforníu]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
| þjóðerni = [[Bandaríkin|Bandarískur]]
| ár = 1981–
| maki = {{gifting|Patricia Arquette|1995|2001|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Lisa Marie Presley|2002|2004|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Alice Kim|2004|2016|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Erika Koike|2019|2019|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Riko Shibata|2021}}
| börn = 3
| ættingjar = [[Francis Ford Coppola]] (föðurbróðir)<br>[[Sofia Coppola]] (frænka)
| helstu_hlutverk =
<!-- Verðlaun -->
| óskarsverðlaun = Besti leikari í aðalhlutverki fyrir ''[[Leaving Las Vegas]]'' (1995)
}}
'''Nicolas Kim Coppola''' (f. 7. janúar 1964),<ref>{{cite news|url= https://www.upi.com/Top_News/2019/01/07/UPI-Almanac-for-Monday-Jan-7-2019/6991546835238/?ur3=1|title= UPI Almanac for Monday, Jan, 7, 2019|agency= [[United Press International]]|date= January 7, 2019|access-date= September 21, 2019|archive-date= September 21, 2019|archive-url= https://archive.today/20190921143309/https://www.upi.com/Top_News/2019/01/07/UPI-Almanac-for-Monday-Jan-7-2019/6991546835238/?ur3=1|url-status= live|quote= actor Nicolas Cage in 1964 (age 55)}}</ref><ref name="Zt5bv">{{cite book| url=https://archive.org/details/nicolascage0000nade| url-access=registration| quote=nicolas kim coppola.| title=Nicolas Cage| first1=Corinne J.| last1=Naden| first2=Rose| last2=Blue| publisher=Lucent Books| date=2003| isbn=978-1590181362}}</ref> þekktur undir sviðsnafninu '''Nicolas Cage''', er bandarískur leikari og kvikmyndaframleiðandi. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun, meðal annars [[Óskarsverðlaunin|Óskarsverðlaun]], [[Screen Actors Guild-verðlaunin|Screen Actors Guild-verðlaun]] og [[Golden Globe-verðlaunin|Golden Globe-verðlaun]], auk þess sem hann hefur tvisvar verið tilnefndur til [[BAFTA-verðlaunin|BAFTA-verðlauna]]. Cager er þekktur fyrir fjölhæfni sína sem leikari og hann hefur öðlast sterkt persónufylgi með hlutverkum sínum í ýmsum myndum.<ref>{{Cite web |last=Sell |first=Paul R. |date=April 21, 2022 |title=To celebrate an unforgettable career, here are the 10 essential Nicolas Cage movies | The Spokesman-Review |url=https://www.spokesman.com/stories/2022/apr/21/to-celebrate-an-unforgettable-career-here-are-the-/ |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20231212161159/https://www.spokesman.com/stories/2022/apr/21/to-celebrate-an-unforgettable-career-here-are-the-/ |archive-date=December 12, 2023 |access-date=December 1, 2023 |website=www.spokesman.com}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.theguardian.com/film/2018/oct/02/mandy-nicolas-cage-the-most-maverick-actor-since-marlon-brando|title=Put the bunny back in the box: is Nicolas Cage the best actor since Marlon Brando?|date=October 2, 2018|first=Steve|last=Rose|website=[[The Guardian]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20210906144950/https://www.theguardian.com/film/2018/oct/02/mandy-nicolas-cage-the-most-maverick-actor-since-marlon-brando|archive-date=September 6, 2021|url-status=live|access-date=September 6, 2021}}</ref><ref name="Tafoya">{{cite web|url=https://www.rogerebert.com/features/the-whole-parade-on-the-incomparable-career-of-nicolas-cage|title=The Whole Parade: On the Incomparable Career of Nicolas Cage|date=May 25, 2021|first=Scout|last=Tafoya|website=[[RogerEbert.com]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20210621213622/https://www.rogerebert.com/features/the-whole-parade-on-the-incomparable-career-of-nicolas-cage|archive-date=June 21, 2021|url-status=live|access-date=June 24, 2021}}</ref>
Cage er af Coppola-ættinni, sem er með sterkar rætur í bandaríska kvikmyndaiðnaðinum. Hann hóf feril sinn í kvikmyndum á borð við ''[[Fast Times at Ridgemont High]]'' (1982) og ''[[Valley Girl]]'' (1983) og í ýmsum myndum eftir frænda sinn, [[Francis Ford Coppola]], eins og ''[[Rumble Fish]]'' (1983), ''[[The Cotton Club]]'' (1984) og ''[[Peggy Sue Got Married]]'' (1986). Hann hlaut góða dóma fyrir leik sinn í myndunum ''[[Moonstruck]]'' og ''[[Raising Arizona]]'' (báðar árið 1987) og vann síðan [[Óskarsverðlaunin sem besti leikarinn í aðalhlutverki]] fyrir leik sinn í dramamyndinni ''[[Leaving Las Vegas]]'' (1995). Hann hlaut jafnframt tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir að leika tvíburana Charlie og Donald Kaufman í gaman-dramamyndinni ''[[Adaptation]]'' (2002).
Cage hefur birst í fjölda hasarmynda, meðal annars ''[[The Rock (kvikmynd)|The Rock]]'' (1996), ''[[Con Air]]'' (1997), ''[[Face/Off]]'' (1997), ''[[Gone in 60 Seconds (kvikmynd frá 2000)|Gone in 60 Seconds]]'' (2000), [[National Treasure|''National Treasure''-myndunum]] (2004–2007), [[Ghost Rider (kvikmynd frá 2007)|''Ghost Rider''-myndunum]] (2007–2011) og ''[[Kick-Ass (kvikmynd)|Kick-Ass]]'' (2010). Hann hefur líka leikið dramatísk hlutverk í myndum eins og ''[[City of Angels (kvikmynd)|City of Angels]]'' (1998), ''[[Bringing Out the Dead]]'' (1999), ''[[The Family Man]]'' (2000), ''[[Matchstick Men]]'' (2003) og ''[[The Wicker Man (kvikmynd frá 2006)|The Wicker Man]]'' (2006). Hann hefur talsett persónur í teiknimyndum eins og ''[[The Ant Bully (kvikmynd)|The Ant Bully]]'' (2006), ''[[Astro Boy (kvikmynd)|Astro Boy]]'' (2009), [[The Croods]] (2013–2020), ''[[Teen Titans Go! To the Movies]]'' og ''[[Spider-Man: Into the Spider-Verse]]'' (báðar 2018). Hann hlaut lof gagnrýnenda á ný fyrir að fara með aðalhlutverkin í myndunum ''[[Mandy (kvikmynd frá 2018)|Mandy]]'' (2018), ''[[Pig (kvikmynd frá 2021)|Pig]]'' (2021), ''[[The Unbearable Weight of Massive Talent]]'' (2022), ''[[Dream Scenario]]'' (2023) og ''[[Longlegs]]'' (2024).<ref>{{cite news |url=https://www.washingtonpost.com/arts-entertainment/2019/08/07/enduring-strangeness-nicolas-cage |title=The enduring strangeness of Nicolas Cage |newspaper=The Washington Post |last=Nguyen |first=Terry |date=August 7, 2019 |access-date=June 23, 2021 |archive-date=July 23, 2020 |archive-url=https://web.archive.org/web/20200723144408/https://www.washingtonpost.com/arts-entertainment/2019/08/07/enduring-strangeness-nicolas-cage/ |url-status=live }}</ref><ref>{{cite web |last=Kinnucan |first=Trent |date=January 10, 2021 |title=A Tribute to Nicolas Cage: The Rise, Journey & Latest 'Adaptation' of Our 'Kick-Ass' 'National Treasure' |url=https://www.hollywoodinsider.com/nicolas-cage-tribute-journey/ |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20210111200124/https://www.hollywoodinsider.com/nicolas-cage-tribute-journey/ |archive-date=January 11, 2021 |access-date=June 23, 2021 |work=Hollywood Insider}}</ref><ref name=":0">{{Cite web |last=Hibberd |first=James |date=December 4, 2023 |title=Nicolas Cage Says He's Almost Finished: "Three or Four More Movies Left" |url=https://www.hollywoodreporter.com/movies/movie-news/nicolas-cage-retiring-movies-acting-1235709589/ |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20231204180859/https://www.hollywoodreporter.com/movies/movie-news/nicolas-cage-retiring-movies-acting-1235709589/ |archive-date=December 4, 2023 |access-date=December 4, 2023 |website=The Hollywood Reporter}}</ref>
Cage á kvikmyndafélagið [[Saturn Films]] og hefur framleitt kvikmyndir eins og ''[[Shadow of the Vampire]]'' (2000) og ''[[The Life of David Gale]]'' (2003), og leikstýrði myndinni ''[[Sonny (kvikmynd)|Sonny]]'' (2002). Cage fékk stjörnu með nafni sínu á [[Hollywood Walk of Fame]] árið 1998 fyrir framlög sín til kvikmyndaiðnaðarins. Hann var í 40. sæti á lista tímaritsins ''[[Empire]]'' yfir 100 mestu kvikmyndastjörnur allra tíma árið 2007 og var í 37. sæti á lista ''[[Premiere]]'' yfir 100 voldugustu einstaklinga í Hollywood árið 2008. Nicolas Age var einnig talinn meðal 50 bestu leikara allra tíma í skoðanakönnun ''Empire'' árið 2022.<ref>{{Cite magazine |date=December 20, 2022 |title=Empire's 50 Greatest Actors Of All Time List, Revealed |url=https://www.empireonline.com/movies/features/best-actors/ |access-date=September 25, 2024 |magazine=Empire}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Cage, Nicolas}}
{{f|1964}}
[[Flokkur:Bandarískir kvikmyndaframleiðendur]]
[[Flokkur:Bandarískir leikarar]]
[[Flokkur:Óskarsverðlaunahafar í flokki besta karlleikara í aðalhlutverki]]
c3w334xb57y52jg4p4nx6pmd3uhznzb
1921646
1921640
2025-06-26T20:34:15Z
TKSnaevarr
53243
1921646
wikitext
text/x-wiki
{{Leikari
| nafn = Nicolas Cage
| mynd = Nicolas Cage Comic-Con 2011.jpg
| mynd_stærð = 240px
| mynd_texti = Cage árið 2011.
| fæðingarnafn = Nicolas Kim Coppola
| fæðingardagur ={{fæðingardagur og aldur|1964|1|7}}
| fæðingarstaður = [[Long Beach]], [[Kalifornía|Kaliforníu]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
| þjóðerni = [[Bandaríkin|Bandarískur]]
| ár = 1981–
| maki = {{gifting|Patricia Arquette|1995|2001|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Lisa Marie Presley|2002|2004|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Alice Kim|2004|2016|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Erika Koike|2019|2019|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Riko Shibata|2021}}
| börn = 3
| ættingjar = [[Francis Ford Coppola]] (föðurbróðir)<br>[[Sofia Coppola]] (frænka)
| helstu_hlutverk =
<!-- Verðlaun -->
| óskarsverðlaun = Besti leikari í aðalhlutverki fyrir ''[[Leaving Las Vegas]]'' (1995)
| sag-verðlaun = Framúrskarandi leikur karlleikara í aðalhlutverki fyrir ''[[Leaving Las Vegas]]'' (1995)
| gg-verðlaun = Besti leikari í kvikmynd – drama fyrir ''[[Leaving Las Vegas]]'' (1995)
}}
'''Nicolas Kim Coppola''' (f. 7. janúar 1964),<ref>{{cite news|url= https://www.upi.com/Top_News/2019/01/07/UPI-Almanac-for-Monday-Jan-7-2019/6991546835238/?ur3=1|title= UPI Almanac for Monday, Jan, 7, 2019|agency= [[United Press International]]|date= January 7, 2019|access-date= September 21, 2019|archive-date= September 21, 2019|archive-url= https://archive.today/20190921143309/https://www.upi.com/Top_News/2019/01/07/UPI-Almanac-for-Monday-Jan-7-2019/6991546835238/?ur3=1|url-status= live|quote= actor Nicolas Cage in 1964 (age 55)}}</ref><ref name="Zt5bv">{{cite book| url=https://archive.org/details/nicolascage0000nade| url-access=registration| quote=nicolas kim coppola.| title=Nicolas Cage| first1=Corinne J.| last1=Naden| first2=Rose| last2=Blue| publisher=Lucent Books| date=2003| isbn=978-1590181362}}</ref> þekktur undir sviðsnafninu '''Nicolas Cage''', er bandarískur leikari og kvikmyndaframleiðandi. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun, meðal annars [[Óskarsverðlaunin|Óskarsverðlaun]], [[Screen Actors Guild-verðlaunin|Screen Actors Guild-verðlaun]] og [[Golden Globe-verðlaunin|Golden Globe-verðlaun]], auk þess sem hann hefur tvisvar verið tilnefndur til [[BAFTA-verðlaunin|BAFTA-verðlauna]]. Cager er þekktur fyrir fjölhæfni sína sem leikari og hann hefur öðlast sterkt persónufylgi með hlutverkum sínum í ýmsum myndum.<ref>{{Cite web |last=Sell |first=Paul R. |date=April 21, 2022 |title=To celebrate an unforgettable career, here are the 10 essential Nicolas Cage movies | The Spokesman-Review |url=https://www.spokesman.com/stories/2022/apr/21/to-celebrate-an-unforgettable-career-here-are-the-/ |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20231212161159/https://www.spokesman.com/stories/2022/apr/21/to-celebrate-an-unforgettable-career-here-are-the-/ |archive-date=December 12, 2023 |access-date=December 1, 2023 |website=www.spokesman.com}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.theguardian.com/film/2018/oct/02/mandy-nicolas-cage-the-most-maverick-actor-since-marlon-brando|title=Put the bunny back in the box: is Nicolas Cage the best actor since Marlon Brando?|date=October 2, 2018|first=Steve|last=Rose|website=[[The Guardian]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20210906144950/https://www.theguardian.com/film/2018/oct/02/mandy-nicolas-cage-the-most-maverick-actor-since-marlon-brando|archive-date=September 6, 2021|url-status=live|access-date=September 6, 2021}}</ref><ref name="Tafoya">{{cite web|url=https://www.rogerebert.com/features/the-whole-parade-on-the-incomparable-career-of-nicolas-cage|title=The Whole Parade: On the Incomparable Career of Nicolas Cage|date=May 25, 2021|first=Scout|last=Tafoya|website=[[RogerEbert.com]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20210621213622/https://www.rogerebert.com/features/the-whole-parade-on-the-incomparable-career-of-nicolas-cage|archive-date=June 21, 2021|url-status=live|access-date=June 24, 2021}}</ref>
Cage er af Coppola-ættinni, sem er með sterkar rætur í bandaríska kvikmyndaiðnaðinum. Hann hóf feril sinn í kvikmyndum á borð við ''[[Fast Times at Ridgemont High]]'' (1982) og ''[[Valley Girl]]'' (1983) og í ýmsum myndum eftir frænda sinn, [[Francis Ford Coppola]], eins og ''[[Rumble Fish]]'' (1983), ''[[The Cotton Club]]'' (1984) og ''[[Peggy Sue Got Married]]'' (1986). Hann hlaut góða dóma fyrir leik sinn í myndunum ''[[Moonstruck]]'' og ''[[Raising Arizona]]'' (báðar árið 1987) og vann síðan [[Óskarsverðlaunin sem besti leikarinn í aðalhlutverki]] fyrir leik sinn í dramamyndinni ''[[Leaving Las Vegas]]'' (1995). Hann hlaut jafnframt tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir að leika tvíburana Charlie og Donald Kaufman í gaman-dramamyndinni ''[[Adaptation]]'' (2002).
Cage hefur birst í fjölda hasarmynda, meðal annars ''[[The Rock (kvikmynd)|The Rock]]'' (1996), ''[[Con Air]]'' (1997), ''[[Face/Off]]'' (1997), ''[[Gone in 60 Seconds (kvikmynd frá 2000)|Gone in 60 Seconds]]'' (2000), [[National Treasure|''National Treasure''-myndunum]] (2004–2007), [[Ghost Rider (kvikmynd frá 2007)|''Ghost Rider''-myndunum]] (2007–2011) og ''[[Kick-Ass (kvikmynd)|Kick-Ass]]'' (2010). Hann hefur líka leikið dramatísk hlutverk í myndum eins og ''[[City of Angels (kvikmynd)|City of Angels]]'' (1998), ''[[Bringing Out the Dead]]'' (1999), ''[[The Family Man]]'' (2000), ''[[Matchstick Men]]'' (2003) og ''[[The Wicker Man (kvikmynd frá 2006)|The Wicker Man]]'' (2006). Hann hefur talsett persónur í teiknimyndum eins og ''[[The Ant Bully (kvikmynd)|The Ant Bully]]'' (2006), ''[[Astro Boy (kvikmynd)|Astro Boy]]'' (2009), [[The Croods]] (2013–2020), ''[[Teen Titans Go! To the Movies]]'' og ''[[Spider-Man: Into the Spider-Verse]]'' (báðar 2018). Hann hlaut lof gagnrýnenda á ný fyrir að fara með aðalhlutverkin í myndunum ''[[Mandy (kvikmynd frá 2018)|Mandy]]'' (2018), ''[[Pig (kvikmynd frá 2021)|Pig]]'' (2021), ''[[The Unbearable Weight of Massive Talent]]'' (2022), ''[[Dream Scenario]]'' (2023) og ''[[Longlegs]]'' (2024).<ref>{{cite news |url=https://www.washingtonpost.com/arts-entertainment/2019/08/07/enduring-strangeness-nicolas-cage |title=The enduring strangeness of Nicolas Cage |newspaper=The Washington Post |last=Nguyen |first=Terry |date=August 7, 2019 |access-date=June 23, 2021 |archive-date=July 23, 2020 |archive-url=https://web.archive.org/web/20200723144408/https://www.washingtonpost.com/arts-entertainment/2019/08/07/enduring-strangeness-nicolas-cage/ |url-status=live }}</ref><ref>{{cite web |last=Kinnucan |first=Trent |date=January 10, 2021 |title=A Tribute to Nicolas Cage: The Rise, Journey & Latest 'Adaptation' of Our 'Kick-Ass' 'National Treasure' |url=https://www.hollywoodinsider.com/nicolas-cage-tribute-journey/ |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20210111200124/https://www.hollywoodinsider.com/nicolas-cage-tribute-journey/ |archive-date=January 11, 2021 |access-date=June 23, 2021 |work=Hollywood Insider}}</ref><ref name=":0">{{Cite web |last=Hibberd |first=James |date=December 4, 2023 |title=Nicolas Cage Says He's Almost Finished: "Three or Four More Movies Left" |url=https://www.hollywoodreporter.com/movies/movie-news/nicolas-cage-retiring-movies-acting-1235709589/ |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20231204180859/https://www.hollywoodreporter.com/movies/movie-news/nicolas-cage-retiring-movies-acting-1235709589/ |archive-date=December 4, 2023 |access-date=December 4, 2023 |website=The Hollywood Reporter}}</ref>
Cage á kvikmyndafélagið [[Saturn Films]] og hefur framleitt kvikmyndir eins og ''[[Shadow of the Vampire]]'' (2000) og ''[[The Life of David Gale]]'' (2003), og leikstýrði myndinni ''[[Sonny (kvikmynd)|Sonny]]'' (2002). Cage fékk stjörnu með nafni sínu á [[Hollywood Walk of Fame]] árið 1998 fyrir framlög sín til kvikmyndaiðnaðarins. Hann var í 40. sæti á lista tímaritsins ''[[Empire]]'' yfir 100 mestu kvikmyndastjörnur allra tíma árið 2007 og var í 37. sæti á lista ''[[Premiere]]'' yfir 100 voldugustu einstaklinga í Hollywood árið 2008. Nicolas Age var einnig talinn meðal 50 bestu leikara allra tíma í skoðanakönnun ''Empire'' árið 2022.<ref>{{Cite magazine |date=December 20, 2022 |title=Empire's 50 Greatest Actors Of All Time List, Revealed |url=https://www.empireonline.com/movies/features/best-actors/ |access-date=September 25, 2024 |magazine=Empire}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Cage, Nicolas}}
{{f|1964}}
[[Flokkur:Bandarískir kvikmyndaframleiðendur]]
[[Flokkur:Bandarískir leikarar]]
[[Flokkur:Óskarsverðlaunahafar í flokki besta karlleikara í aðalhlutverki]]
2itbb6z9u73a2aj4v3rbqga5e2gv7lt
1921660
1921646
2025-06-26T21:10:20Z
TKSnaevarr
53243
1921660
wikitext
text/x-wiki
{{Leikari
| nafn = Nicolas Cage
| mynd = Nicolas Cage Comic-Con 2011.jpg
| mynd_stærð = 240px
| mynd_texti = Cage árið 2011.
| fæðingarnafn = Nicolas Kim Coppola
| fæðingardagur ={{fæðingardagur og aldur|1964|1|7}}
| fæðingarstaður = [[Long Beach]], [[Kalifornía|Kaliforníu]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
| þjóðerni = [[Bandaríkin|Bandarískur]]
| ár = 1981–
| maki = {{gifting|Patricia Arquette|1995|2001|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Lisa Marie Presley|2002|2004|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Alice Kim|2004|2016|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Erika Koike|2019|2019|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Riko Shibata|2021}}
| börn = 3
| ættingjar = [[Francis Ford Coppola]] (föðurbróðir)<br>[[Sofia Coppola]] (frænka)
| helstu_hlutverk =
<!-- Verðlaun -->
| óskarsverðlaun = Besti leikari í aðalhlutverki fyrir ''[[Leaving Las Vegas]]'' (1995)
| sag-verðlaun = Framúrskarandi leikur karlleikara í aðalhlutverki fyrir ''[[Leaving Las Vegas]]'' (1995)
| gg-verðlaun = Besti leikari í kvikmynd – drama fyrir ''[[Leaving Las Vegas]]'' (1995)
}}
'''Nicolas Kim Coppola''' (f. 7. janúar 1964),<ref>{{cite news|url= https://www.upi.com/Top_News/2019/01/07/UPI-Almanac-for-Monday-Jan-7-2019/6991546835238/?ur3=1|title= UPI Almanac for Monday, Jan, 7, 2019|agency= [[United Press International]]|date= January 7, 2019|access-date= September 21, 2019|archive-date= September 21, 2019|archive-url= https://archive.today/20190921143309/https://www.upi.com/Top_News/2019/01/07/UPI-Almanac-for-Monday-Jan-7-2019/6991546835238/?ur3=1|url-status= live|quote= actor Nicolas Cage in 1964 (age 55)}}</ref><ref name="Zt5bv">{{cite book| url=https://archive.org/details/nicolascage0000nade| url-access=registration| quote=nicolas kim coppola.| title=Nicolas Cage| first1=Corinne J.| last1=Naden| first2=Rose| last2=Blue| publisher=Lucent Books| date=2003| isbn=978-1590181362}}</ref> þekktur undir sviðsnafninu '''Nicolas Cage''', er bandarískur leikari og kvikmyndaframleiðandi. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun, meðal annars [[Óskarsverðlaunin|Óskarsverðlaun]], [[Screen Actors Guild-verðlaunin|Screen Actors Guild-verðlaun]] og [[Golden Globe-verðlaunin|Golden Globe-verðlaun]], auk þess sem hann hefur tvisvar verið tilnefndur til [[BAFTA-verðlaunin|BAFTA-verðlauna]]. Cage er þekktur fyrir fjölhæfni sína sem leikari og hann hefur öðlast sterkt persónufylgi með hlutverkum sínum í ýmsum myndum.<ref>{{Cite web |last=Sell |first=Paul R. |date=April 21, 2022 |title=To celebrate an unforgettable career, here are the 10 essential Nicolas Cage movies | The Spokesman-Review |url=https://www.spokesman.com/stories/2022/apr/21/to-celebrate-an-unforgettable-career-here-are-the-/ |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20231212161159/https://www.spokesman.com/stories/2022/apr/21/to-celebrate-an-unforgettable-career-here-are-the-/ |archive-date=December 12, 2023 |access-date=December 1, 2023 |website=www.spokesman.com}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.theguardian.com/film/2018/oct/02/mandy-nicolas-cage-the-most-maverick-actor-since-marlon-brando|title=Put the bunny back in the box: is Nicolas Cage the best actor since Marlon Brando?|date=October 2, 2018|first=Steve|last=Rose|website=[[The Guardian]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20210906144950/https://www.theguardian.com/film/2018/oct/02/mandy-nicolas-cage-the-most-maverick-actor-since-marlon-brando|archive-date=September 6, 2021|url-status=live|access-date=September 6, 2021}}</ref><ref name="Tafoya">{{cite web|url=https://www.rogerebert.com/features/the-whole-parade-on-the-incomparable-career-of-nicolas-cage|title=The Whole Parade: On the Incomparable Career of Nicolas Cage|date=May 25, 2021|first=Scout|last=Tafoya|website=[[RogerEbert.com]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20210621213622/https://www.rogerebert.com/features/the-whole-parade-on-the-incomparable-career-of-nicolas-cage|archive-date=June 21, 2021|url-status=live|access-date=June 24, 2021}}</ref>
Cage er af Coppola-ættinni, sem er með sterkar rætur í bandaríska kvikmyndaiðnaðinum. Hann hóf feril sinn í kvikmyndum á borð við ''[[Fast Times at Ridgemont High]]'' (1982) og ''[[Valley Girl]]'' (1983) og í ýmsum myndum eftir frænda sinn, [[Francis Ford Coppola]], eins og ''[[Rumble Fish]]'' (1983), ''[[The Cotton Club]]'' (1984) og ''[[Peggy Sue Got Married]]'' (1986). Hann hlaut góða dóma fyrir leik sinn í myndunum ''[[Moonstruck]]'' og ''[[Raising Arizona]]'' (báðar árið 1987) og vann síðan [[Óskarsverðlaunin sem besti leikarinn í aðalhlutverki]] fyrir leik sinn í dramamyndinni ''[[Leaving Las Vegas]]'' (1995). Hann hlaut jafnframt tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir að leika tvíburana Charlie og Donald Kaufman í gaman-dramamyndinni ''[[Adaptation]]'' (2002).
Cage hefur birst í fjölda hasarmynda, meðal annars ''[[The Rock (kvikmynd)|The Rock]]'' (1996), ''[[Con Air]]'' (1997), ''[[Face/Off]]'' (1997), ''[[Gone in 60 Seconds (kvikmynd frá 2000)|Gone in 60 Seconds]]'' (2000), [[National Treasure|''National Treasure''-myndunum]] (2004–2007), [[Ghost Rider (kvikmynd frá 2007)|''Ghost Rider''-myndunum]] (2007–2011) og ''[[Kick-Ass (kvikmynd)|Kick-Ass]]'' (2010). Hann hefur líka leikið dramatísk hlutverk í myndum eins og ''[[City of Angels (kvikmynd)|City of Angels]]'' (1998), ''[[Bringing Out the Dead]]'' (1999), ''[[The Family Man]]'' (2000), ''[[Matchstick Men]]'' (2003) og ''[[The Wicker Man (kvikmynd frá 2006)|The Wicker Man]]'' (2006). Hann hefur talsett persónur í teiknimyndum eins og ''[[The Ant Bully (kvikmynd)|The Ant Bully]]'' (2006), ''[[Astro Boy (kvikmynd)|Astro Boy]]'' (2009), [[The Croods]] (2013–2020), ''[[Teen Titans Go! To the Movies]]'' og ''[[Spider-Man: Into the Spider-Verse]]'' (báðar 2018). Hann hlaut lof gagnrýnenda á ný fyrir að fara með aðalhlutverkin í myndunum ''[[Mandy (kvikmynd frá 2018)|Mandy]]'' (2018), ''[[Pig (kvikmynd frá 2021)|Pig]]'' (2021), ''[[The Unbearable Weight of Massive Talent]]'' (2022), ''[[Dream Scenario]]'' (2023) og ''[[Longlegs]]'' (2024).<ref>{{cite news |url=https://www.washingtonpost.com/arts-entertainment/2019/08/07/enduring-strangeness-nicolas-cage |title=The enduring strangeness of Nicolas Cage |newspaper=The Washington Post |last=Nguyen |first=Terry |date=August 7, 2019 |access-date=June 23, 2021 |archive-date=July 23, 2020 |archive-url=https://web.archive.org/web/20200723144408/https://www.washingtonpost.com/arts-entertainment/2019/08/07/enduring-strangeness-nicolas-cage/ |url-status=live }}</ref><ref>{{cite web |last=Kinnucan |first=Trent |date=January 10, 2021 |title=A Tribute to Nicolas Cage: The Rise, Journey & Latest 'Adaptation' of Our 'Kick-Ass' 'National Treasure' |url=https://www.hollywoodinsider.com/nicolas-cage-tribute-journey/ |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20210111200124/https://www.hollywoodinsider.com/nicolas-cage-tribute-journey/ |archive-date=January 11, 2021 |access-date=June 23, 2021 |work=Hollywood Insider}}</ref><ref name=":0">{{Cite web |last=Hibberd |first=James |date=December 4, 2023 |title=Nicolas Cage Says He's Almost Finished: "Three or Four More Movies Left" |url=https://www.hollywoodreporter.com/movies/movie-news/nicolas-cage-retiring-movies-acting-1235709589/ |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20231204180859/https://www.hollywoodreporter.com/movies/movie-news/nicolas-cage-retiring-movies-acting-1235709589/ |archive-date=December 4, 2023 |access-date=December 4, 2023 |website=The Hollywood Reporter}}</ref>
Cage á kvikmyndafélagið [[Saturn Films]] og hefur framleitt kvikmyndir eins og ''[[Shadow of the Vampire]]'' (2000) og ''[[The Life of David Gale]]'' (2003), og leikstýrði myndinni ''[[Sonny (kvikmynd)|Sonny]]'' (2002). Cage fékk stjörnu með nafni sínu á [[Hollywood Walk of Fame]] árið 1998 fyrir framlög sín til kvikmyndaiðnaðarins. Hann var í 40. sæti á lista tímaritsins ''[[Empire]]'' yfir 100 mestu kvikmyndastjörnur allra tíma árið 2007 og var í 37. sæti á lista ''[[Premiere]]'' yfir 100 voldugustu einstaklinga í Hollywood árið 2008. Nicolas Age var einnig talinn meðal 50 bestu leikara allra tíma í skoðanakönnun ''Empire'' árið 2022.<ref>{{Cite magazine |date=December 20, 2022 |title=Empire's 50 Greatest Actors Of All Time List, Revealed |url=https://www.empireonline.com/movies/features/best-actors/ |access-date=September 25, 2024 |magazine=Empire}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Cage, Nicolas}}
{{f|1964}}
[[Flokkur:Bandarískir kvikmyndaframleiðendur]]
[[Flokkur:Bandarískir leikarar]]
[[Flokkur:Óskarsverðlaunahafar í flokki besta karlleikara í aðalhlutverki]]
o2jse4wx0jof7tb17gspvnemc0oh439
1921661
1921660
2025-06-26T21:10:43Z
TKSnaevarr
53243
1921661
wikitext
text/x-wiki
{{Leikari
| nafn = Nicolas Cage
| mynd = Nicolas Cage Comic-Con 2011.jpg
| mynd_stærð = 240px
| mynd_texti = Cage árið 2011.
| fæðingarnafn = Nicolas Kim Coppola
| fæðingardagur ={{fæðingardagur og aldur|1964|1|7}}
| fæðingarstaður = [[Long Beach]], [[Kalifornía|Kaliforníu]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
| þjóðerni = [[Bandaríkin|Bandarískur]]
| ár = 1981–
| maki = {{gifting|Patricia Arquette|1995|2001|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Lisa Marie Presley|2002|2004|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Alice Kim|2004|2016|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Erika Koike|2019|2019|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Riko Shibata|2021}}
| börn = 3
| ættingjar = [[Francis Ford Coppola]] (föðurbróðir)<br>[[Sofia Coppola]] (frænka)
| helstu_hlutverk =
<!-- Verðlaun -->
| óskarsverðlaun = Besti leikari í aðalhlutverki fyrir ''[[Leaving Las Vegas]]'' (1995)
| sag-verðlaun = Framúrskarandi leikur karlleikara í aðalhlutverki fyrir ''[[Leaving Las Vegas]]'' (1995)
| gg-verðlaun = Besti leikari í kvikmynd – drama fyrir ''[[Leaving Las Vegas]]'' (1995)
}}
'''Nicolas Kim Coppola''' (f. 7. janúar 1964),<ref>{{cite news|url= https://www.upi.com/Top_News/2019/01/07/UPI-Almanac-for-Monday-Jan-7-2019/6991546835238/?ur3=1|title= UPI Almanac for Monday, Jan, 7, 2019|agency= [[United Press International]]|date= January 7, 2019|access-date= September 21, 2019|archive-date= September 21, 2019|archive-url= https://archive.today/20190921143309/https://www.upi.com/Top_News/2019/01/07/UPI-Almanac-for-Monday-Jan-7-2019/6991546835238/?ur3=1|url-status= live|quote= actor Nicolas Cage in 1964 (age 55)}}</ref><ref name="Zt5bv">{{cite book| url=https://archive.org/details/nicolascage0000nade| url-access=registration| quote=nicolas kim coppola.| title=Nicolas Cage| first1=Corinne J.| last1=Naden| first2=Rose| last2=Blue| publisher=Lucent Books| date=2003| isbn=978-1590181362}}</ref> þekktur undir sviðsnafninu '''Nicolas Cage''', er bandarískur leikari og kvikmyndaframleiðandi. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun, meðal annars [[Óskarsverðlaunin|Óskarsverðlaun]], [[Screen Actors Guild-verðlaunin|Screen Actors Guild-verðlaun]] og [[Golden Globe-verðlaunin|Golden Globe-verðlaun]], auk þess sem hann hefur tvisvar verið tilnefndur til [[BAFTA-verðlaunin|BAFTA-verðlauna]]. Cage er þekktur fyrir fjölhæfni sína sem leikari og hann hefur öðlast sterkt persónufylgi með hlutverkum sínum í ýmsum myndum.<ref>{{Cite web |last=Sell |first=Paul R. |date=April 21, 2022 |title=To celebrate an unforgettable career, here are the 10 essential Nicolas Cage movies | The Spokesman-Review |url=https://www.spokesman.com/stories/2022/apr/21/to-celebrate-an-unforgettable-career-here-are-the-/ |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20231212161159/https://www.spokesman.com/stories/2022/apr/21/to-celebrate-an-unforgettable-career-here-are-the-/ |archive-date=December 12, 2023 |access-date=December 1, 2023 |website=www.spokesman.com}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.theguardian.com/film/2018/oct/02/mandy-nicolas-cage-the-most-maverick-actor-since-marlon-brando|title=Put the bunny back in the box: is Nicolas Cage the best actor since Marlon Brando?|date=October 2, 2018|first=Steve|last=Rose|website=[[The Guardian]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20210906144950/https://www.theguardian.com/film/2018/oct/02/mandy-nicolas-cage-the-most-maverick-actor-since-marlon-brando|archive-date=September 6, 2021|url-status=live|access-date=September 6, 2021}}</ref><ref name="Tafoya">{{cite web|url=https://www.rogerebert.com/features/the-whole-parade-on-the-incomparable-career-of-nicolas-cage|title=The Whole Parade: On the Incomparable Career of Nicolas Cage|date=May 25, 2021|first=Scout|last=Tafoya|website=[[RogerEbert.com]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20210621213622/https://www.rogerebert.com/features/the-whole-parade-on-the-incomparable-career-of-nicolas-cage|archive-date=June 21, 2021|url-status=live|access-date=June 24, 2021}}</ref>
Cage er af Coppola-ættinni, sem er með sterkar rætur í bandaríska kvikmyndaiðnaðinum. Hann hóf feril sinn í kvikmyndum á borð við ''[[Fast Times at Ridgemont High]]'' (1982) og ''[[Valley Girl]]'' (1983) og í ýmsum myndum eftir frænda sinn, [[Francis Ford Coppola]], eins og ''[[Rumble Fish]]'' (1983), ''[[The Cotton Club]]'' (1984) og ''[[Peggy Sue Got Married]]'' (1986). Hann hlaut góða dóma fyrir leik sinn í myndunum ''[[Moonstruck]]'' og ''[[Raising Arizona]]'' (báðar árið 1987) og vann síðan [[Óskarsverðlaunin sem besti leikarinn í aðalhlutverki]] fyrir leik sinn í dramamyndinni ''[[Leaving Las Vegas]]'' (1995). Hann hlaut jafnframt tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir að leika tvíburana Charlie og Donald Kaufman í gaman-dramamyndinni ''[[Adaptation]]'' (2002).
Cage hefur birst í fjölda hasarmynda, meðal annars ''[[The Rock (kvikmynd)|The Rock]]'' (1996), ''[[Con Air]]'' (1997), ''[[Face/Off]]'' (1997), ''[[Gone in 60 Seconds (kvikmynd frá 2000)|Gone in 60 Seconds]]'' (2000), [[National Treasure|''National Treasure''-myndunum]] (2004–2007), [[Ghost Rider (kvikmynd frá 2007)|''Ghost Rider''-myndunum]] (2007–2011) og ''[[Kick-Ass (kvikmynd)|Kick-Ass]]'' (2010). Hann hefur líka leikið dramatísk hlutverk í myndum eins og ''[[City of Angels (kvikmynd)|City of Angels]]'' (1998), ''[[Bringing Out the Dead]]'' (1999), ''[[The Family Man]]'' (2000), ''[[Matchstick Men]]'' (2003) og ''[[The Wicker Man (kvikmynd frá 2006)|The Wicker Man]]'' (2006). Hann hefur talsett persónur í teiknimyndum eins og ''[[The Ant Bully (kvikmynd)|The Ant Bully]]'' (2006), ''[[Astro Boy (kvikmynd)|Astro Boy]]'' (2009), [[The Croods]] (2013–2020), ''[[Teen Titans Go! To the Movies]]'' og ''[[Spider-Man: Into the Spider-Verse]]'' (báðar 2018). Hann hlaut lof gagnrýnenda á ný fyrir að fara með aðalhlutverkin í myndunum ''[[Mandy (kvikmynd frá 2018)|Mandy]]'' (2018), ''[[Pig (kvikmynd frá 2021)|Pig]]'' (2021), ''[[The Unbearable Weight of Massive Talent]]'' (2022), ''[[Dream Scenario]]'' (2023) og ''[[Longlegs]]'' (2024).<ref>{{cite news |url=https://www.washingtonpost.com/arts-entertainment/2019/08/07/enduring-strangeness-nicolas-cage |title=The enduring strangeness of Nicolas Cage |newspaper=The Washington Post |last=Nguyen |first=Terry |date=August 7, 2019 |access-date=June 23, 2021 |archive-date=July 23, 2020 |archive-url=https://web.archive.org/web/20200723144408/https://www.washingtonpost.com/arts-entertainment/2019/08/07/enduring-strangeness-nicolas-cage/ |url-status=live }}</ref><ref>{{cite web |last=Kinnucan |first=Trent |date=January 10, 2021 |title=A Tribute to Nicolas Cage: The Rise, Journey & Latest 'Adaptation' of Our 'Kick-Ass' 'National Treasure' |url=https://www.hollywoodinsider.com/nicolas-cage-tribute-journey/ |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20210111200124/https://www.hollywoodinsider.com/nicolas-cage-tribute-journey/ |archive-date=January 11, 2021 |access-date=June 23, 2021 |work=Hollywood Insider}}</ref><ref name=":0">{{Cite web |last=Hibberd |first=James |date=December 4, 2023 |title=Nicolas Cage Says He's Almost Finished: "Three or Four More Movies Left" |url=https://www.hollywoodreporter.com/movies/movie-news/nicolas-cage-retiring-movies-acting-1235709589/ |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20231204180859/https://www.hollywoodreporter.com/movies/movie-news/nicolas-cage-retiring-movies-acting-1235709589/ |archive-date=December 4, 2023 |access-date=December 4, 2023 |website=The Hollywood Reporter}}</ref>
Cage á kvikmyndafélagið [[Saturn Films]] og hefur framleitt kvikmyndir eins og ''[[Shadow of the Vampire]]'' (2000) og ''[[The Life of David Gale]]'' (2003), og leikstýrði myndinni ''[[Sonny (kvikmynd)|Sonny]]'' (2002). Cage fékk stjörnu með nafni sínu á [[Hollywood Walk of Fame]] árið 1998 fyrir framlög sín til kvikmyndaiðnaðarins. Hann var í 40. sæti á lista tímaritsins ''[[Empire]]'' yfir 100 mestu kvikmyndastjörnur allra tíma árið 2007 og var í 37. sæti á lista ''[[Premiere]]'' yfir 100 voldugustu einstaklinga í Hollywood árið 2008. Nicolas Age var einnig talinn meðal 50 bestu leikara allra tíma í skoðanakönnun ''Empire'' árið 2022.<ref>{{Cite magazine |date=December 20, 2022 |title=Empire's 50 Greatest Actors Of All Time List, Revealed |url=https://www.empireonline.com/movies/features/best-actors/ |access-date=September 25, 2024 |magazine=Empire}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Cage, Nicolas}}
{{f|1964}}
[[Flokkur:Bandarískir kvikmyndaframleiðendur]]
[[Flokkur:Bandarískir leikarar]]
[[Flokkur:Coppola-ættin]]
[[Flokkur:Óskarsverðlaunahafar í flokki besta karlleikara í aðalhlutverki]]
ehc44ipf2ju6woruelji8ei7yja0si5
1921689
1921661
2025-06-26T22:55:29Z
TKSnaevarr
53243
1921689
wikitext
text/x-wiki
{{Leikari
| nafn = Nicolas Cage
| mynd = Nicolas Cage Comic-Con 2011.jpg
| mynd_stærð = 240px
| mynd_texti = Cage árið 2011.
| fæðingarnafn = Nicolas Kim Coppola
| fæðingardagur ={{fæðingardagur og aldur|1964|1|7}}
| fæðingarstaður = [[Long Beach]], [[Kalifornía|Kaliforníu]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
| þjóðerni = [[Bandaríkin|Bandarískur]]
| ár = 1981–
| maki = {{gifting|Patricia Arquette|1995|2001|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Lisa Marie Presley|2002|2004|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Alice Kim|2004|2016|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Erika Koike|2019|2019|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Riko Shibata|2021}}
| börn = 3
| ættingjar = [[Francis Ford Coppola]] (föðurbróðir)<br>[[Sofia Coppola]] (frænka)
| helstu_hlutverk =
<!-- Verðlaun -->
| óskarsverðlaun = Besti leikari í aðalhlutverki fyrir ''[[Leaving Las Vegas]]'' (1995)
| sag-verðlaun = Framúrskarandi leikur karlleikara í aðalhlutverki fyrir ''[[Leaving Las Vegas]]'' (1995)
| gg-verðlaun = Besti leikari í kvikmynd – drama fyrir ''[[Leaving Las Vegas]]'' (1995)
}}
'''Nicolas Kim Coppola''' (f. 7. janúar 1964),<ref>{{cite news|url= https://www.upi.com/Top_News/2019/01/07/UPI-Almanac-for-Monday-Jan-7-2019/6991546835238/?ur3=1|title= UPI Almanac for Monday, Jan, 7, 2019|agency= [[United Press International]]|date= January 7, 2019|access-date= September 21, 2019|archive-date= September 21, 2019|archive-url= https://archive.today/20190921143309/https://www.upi.com/Top_News/2019/01/07/UPI-Almanac-for-Monday-Jan-7-2019/6991546835238/?ur3=1|url-status= live|quote= actor Nicolas Cage in 1964 (age 55)}}</ref><ref name="Zt5bv">{{cite book| url=https://archive.org/details/nicolascage0000nade| url-access=registration| quote=nicolas kim coppola.| title=Nicolas Cage| first1=Corinne J.| last1=Naden| first2=Rose| last2=Blue| publisher=Lucent Books| date=2003| isbn=978-1590181362}}</ref> þekktur undir sviðsnafninu '''Nicolas Cage''', er bandarískur leikari og kvikmyndaframleiðandi. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun, meðal annars [[Óskarsverðlaunin|Óskarsverðlaun]], [[Screen Actors Guild-verðlaunin|Screen Actors Guild-verðlaun]] og [[Golden Globe-verðlaunin|Golden Globe-verðlaun]], auk þess sem hann hefur tvisvar verið tilnefndur til [[BAFTA-verðlaunin|BAFTA-verðlauna]]. Cage er þekktur fyrir fjölhæfni sína sem leikari og hann hefur öðlast sterkt persónufylgi með hlutverkum sínum í ýmsum myndum.<ref>{{Cite web |last=Sell |first=Paul R. |date=April 21, 2022 |title=To celebrate an unforgettable career, here are the 10 essential Nicolas Cage movies | The Spokesman-Review |url=https://www.spokesman.com/stories/2022/apr/21/to-celebrate-an-unforgettable-career-here-are-the-/ |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20231212161159/https://www.spokesman.com/stories/2022/apr/21/to-celebrate-an-unforgettable-career-here-are-the-/ |archive-date=December 12, 2023 |access-date=December 1, 2023 |website=www.spokesman.com}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.theguardian.com/film/2018/oct/02/mandy-nicolas-cage-the-most-maverick-actor-since-marlon-brando|title=Put the bunny back in the box: is Nicolas Cage the best actor since Marlon Brando?|date=October 2, 2018|first=Steve|last=Rose|website=[[The Guardian]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20210906144950/https://www.theguardian.com/film/2018/oct/02/mandy-nicolas-cage-the-most-maverick-actor-since-marlon-brando|archive-date=September 6, 2021|url-status=live|access-date=September 6, 2021}}</ref><ref name="Tafoya">{{cite web|url=https://www.rogerebert.com/features/the-whole-parade-on-the-incomparable-career-of-nicolas-cage|title=The Whole Parade: On the Incomparable Career of Nicolas Cage|date=May 25, 2021|first=Scout|last=Tafoya|website=[[RogerEbert.com]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20210621213622/https://www.rogerebert.com/features/the-whole-parade-on-the-incomparable-career-of-nicolas-cage|archive-date=June 21, 2021|url-status=live|access-date=June 24, 2021}}</ref>
Cage er af Coppola-ættinni, sem er með sterkar rætur í bandaríska kvikmyndaiðnaðinum. Hann hóf feril sinn í kvikmyndum á borð við ''[[Fast Times at Ridgemont High]]'' (1982) og ''[[Valley Girl]]'' (1983) og í ýmsum myndum eftir frænda sinn, [[Francis Ford Coppola]], eins og ''[[Rumble Fish]]'' (1983), ''[[The Cotton Club]]'' (1984) og ''[[Peggy Sue Got Married]]'' (1986). Hann hlaut góða dóma fyrir leik sinn í myndunum ''[[Moonstruck]]'' og ''[[Raising Arizona]]'' (báðar árið 1987) og vann síðan [[Óskarsverðlaunin sem besti leikarinn í aðalhlutverki]] fyrir leik sinn í dramamyndinni ''[[Leaving Las Vegas]]'' (1995). Hann hlaut jafnframt tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir að leika tvíburana Charlie og Donald Kaufman í gaman-dramamyndinni ''[[Adaptation]]'' (2002).
Cage hefur birst í fjölda hasarmynda, meðal annars ''[[The Rock (kvikmynd)|The Rock]]'' (1996), ''[[Con Air]]'' (1997), ''[[Face/Off]]'' (1997), ''[[Gone in 60 Seconds (kvikmynd frá 2000)|Gone in 60 Seconds]]'' (2000), [[National Treasure|''National Treasure''-myndunum]] (2004–2007), [[Ghost Rider (kvikmynd frá 2007)|''Ghost Rider''-myndunum]] (2007–2011) og ''[[Kick-Ass (kvikmynd)|Kick-Ass]]'' (2010). Hann hefur líka leikið dramatísk hlutverk í myndum eins og ''[[City of Angels (kvikmynd)|City of Angels]]'' (1998), ''[[Bringing Out the Dead]]'' (1999), ''[[The Family Man]]'' (2000), ''[[Matchstick Men]]'' (2003) og ''[[The Wicker Man (kvikmynd frá 2006)|The Wicker Man]]'' (2006). Hann hefur talsett persónur í teiknimyndum eins og ''[[The Ant Bully (kvikmynd)|The Ant Bully]]'' (2006), ''[[Astro Boy (kvikmynd)|Astro Boy]]'' (2009), [[The Croods]] (2013–2020), ''[[Teen Titans Go! To the Movies]]'' og ''[[Spider-Man: Into the Spider-Verse]]'' (báðar 2018). Hann hlaut lof gagnrýnenda á ný fyrir að fara með aðalhlutverkin í myndunum ''[[Mandy (kvikmynd frá 2018)|Mandy]]'' (2018), ''[[Pig (kvikmynd frá 2021)|Pig]]'' (2021), ''[[The Unbearable Weight of Massive Talent]]'' (2022), ''[[Dream Scenario]]'' (2023) og ''[[Longlegs]]'' (2024).<ref>{{cite news |url=https://www.washingtonpost.com/arts-entertainment/2019/08/07/enduring-strangeness-nicolas-cage |title=The enduring strangeness of Nicolas Cage |newspaper=The Washington Post |last=Nguyen |first=Terry |date=August 7, 2019 |access-date=June 23, 2021 |archive-date=July 23, 2020 |archive-url=https://web.archive.org/web/20200723144408/https://www.washingtonpost.com/arts-entertainment/2019/08/07/enduring-strangeness-nicolas-cage/ |url-status=live }}</ref><ref>{{cite web |last=Kinnucan |first=Trent |date=January 10, 2021 |title=A Tribute to Nicolas Cage: The Rise, Journey & Latest 'Adaptation' of Our 'Kick-Ass' 'National Treasure' |url=https://www.hollywoodinsider.com/nicolas-cage-tribute-journey/ |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20210111200124/https://www.hollywoodinsider.com/nicolas-cage-tribute-journey/ |archive-date=January 11, 2021 |access-date=June 23, 2021 |work=Hollywood Insider}}</ref><ref name=":0">{{Cite web |last=Hibberd |first=James |date=December 4, 2023 |title=Nicolas Cage Says He's Almost Finished: "Three or Four More Movies Left" |url=https://www.hollywoodreporter.com/movies/movie-news/nicolas-cage-retiring-movies-acting-1235709589/ |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20231204180859/https://www.hollywoodreporter.com/movies/movie-news/nicolas-cage-retiring-movies-acting-1235709589/ |archive-date=December 4, 2023 |access-date=December 4, 2023 |website=The Hollywood Reporter}}</ref>
Cage á kvikmyndafélagið [[Saturn Films]] og hefur framleitt kvikmyndir eins og ''[[Shadow of the Vampire]]'' (2000) og ''[[The Life of David Gale]]'' (2003), og leikstýrði myndinni ''[[Sonny (kvikmynd)|Sonny]]'' (2002). Cage fékk stjörnu með nafni sínu á [[Hollywood Walk of Fame]] árið 1998 fyrir framlög sín til kvikmyndaiðnaðarins. Hann var í 40. sæti á lista tímaritsins ''[[Empire]]'' yfir 100 mestu kvikmyndastjörnur allra tíma árið 2007 og var í 37. sæti á lista ''[[Premiere]]'' yfir 100 voldugustu einstaklinga í Hollywood árið 2008. Nicolas Cage var einnig talinn meðal 50 bestu leikara allra tíma í skoðanakönnun ''Empire'' árið 2022.<ref>{{Cite magazine |date=December 20, 2022 |title=Empire's 50 Greatest Actors Of All Time List, Revealed |url=https://www.empireonline.com/movies/features/best-actors/ |access-date=September 25, 2024 |magazine=Empire}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Cage, Nicolas}}
{{f|1964}}
[[Flokkur:Bandarískir kvikmyndaframleiðendur]]
[[Flokkur:Bandarískir leikarar]]
[[Flokkur:Coppola-ættin]]
[[Flokkur:Óskarsverðlaunahafar í flokki besta karlleikara í aðalhlutverki]]
17w3btvqwjaj1q6i6xpn7orhzdak6um
1921692
1921689
2025-06-26T22:59:36Z
TKSnaevarr
53243
1921692
wikitext
text/x-wiki
{{Leikari
| nafn = Nicolas Cage
| mynd = Nicolas Cage Comic-Con 2011.jpg
| mynd_stærð = 240px
| mynd_texti = Cage árið 2011.
| fæðingarnafn = Nicolas Kim Coppola
| fæðingardagur ={{fæðingardagur og aldur|1964|1|7}}
| fæðingarstaður = [[Long Beach]], [[Kalifornía|Kaliforníu]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
| þjóðerni = [[Bandaríkin|Bandarískur]]
| ár = 1981–
| maki = {{gifting|Patricia Arquette|1995|2001|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Lisa Marie Presley|2002|2004|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Alice Kim|2004|2016|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Erika Koike|2019|2019|orsök=skildu}}<br>{{gifting|Riko Shibata|2021}}
| börn = 3
| ættingjar = [[Francis Ford Coppola]] (föðurbróðir)<br>[[Sofia Coppola]] (frænka)
| helstu_hlutverk =
| undirskrift = CageAutograph.png
<!-- Verðlaun -->
| óskarsverðlaun = Besti leikari í aðalhlutverki fyrir ''[[Leaving Las Vegas]]'' (1995)
| sag-verðlaun = Framúrskarandi leikur karlleikara í aðalhlutverki fyrir ''[[Leaving Las Vegas]]'' (1995)
| gg-verðlaun = Besti leikari í kvikmynd – drama fyrir ''[[Leaving Las Vegas]]'' (1995)
}}
'''Nicolas Kim Coppola''' (f. 7. janúar 1964),<ref>{{cite news|url= https://www.upi.com/Top_News/2019/01/07/UPI-Almanac-for-Monday-Jan-7-2019/6991546835238/?ur3=1|title= UPI Almanac for Monday, Jan, 7, 2019|agency= [[United Press International]]|date= January 7, 2019|access-date= September 21, 2019|archive-date= September 21, 2019|archive-url= https://archive.today/20190921143309/https://www.upi.com/Top_News/2019/01/07/UPI-Almanac-for-Monday-Jan-7-2019/6991546835238/?ur3=1|url-status= live|quote= actor Nicolas Cage in 1964 (age 55)}}</ref><ref name="Zt5bv">{{cite book| url=https://archive.org/details/nicolascage0000nade| url-access=registration| quote=nicolas kim coppola.| title=Nicolas Cage| first1=Corinne J.| last1=Naden| first2=Rose| last2=Blue| publisher=Lucent Books| date=2003| isbn=978-1590181362}}</ref> þekktur undir sviðsnafninu '''Nicolas Cage''', er bandarískur leikari og kvikmyndaframleiðandi. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun, meðal annars [[Óskarsverðlaunin|Óskarsverðlaun]], [[Screen Actors Guild-verðlaunin|Screen Actors Guild-verðlaun]] og [[Golden Globe-verðlaunin|Golden Globe-verðlaun]], auk þess sem hann hefur tvisvar verið tilnefndur til [[BAFTA-verðlaunin|BAFTA-verðlauna]]. Cage er þekktur fyrir fjölhæfni sína sem leikari og hann hefur öðlast sterkt persónufylgi með hlutverkum sínum í ýmsum myndum.<ref>{{Cite web |last=Sell |first=Paul R. |date=April 21, 2022 |title=To celebrate an unforgettable career, here are the 10 essential Nicolas Cage movies | The Spokesman-Review |url=https://www.spokesman.com/stories/2022/apr/21/to-celebrate-an-unforgettable-career-here-are-the-/ |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20231212161159/https://www.spokesman.com/stories/2022/apr/21/to-celebrate-an-unforgettable-career-here-are-the-/ |archive-date=December 12, 2023 |access-date=December 1, 2023 |website=www.spokesman.com}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.theguardian.com/film/2018/oct/02/mandy-nicolas-cage-the-most-maverick-actor-since-marlon-brando|title=Put the bunny back in the box: is Nicolas Cage the best actor since Marlon Brando?|date=October 2, 2018|first=Steve|last=Rose|website=[[The Guardian]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20210906144950/https://www.theguardian.com/film/2018/oct/02/mandy-nicolas-cage-the-most-maverick-actor-since-marlon-brando|archive-date=September 6, 2021|url-status=live|access-date=September 6, 2021}}</ref><ref name="Tafoya">{{cite web|url=https://www.rogerebert.com/features/the-whole-parade-on-the-incomparable-career-of-nicolas-cage|title=The Whole Parade: On the Incomparable Career of Nicolas Cage|date=May 25, 2021|first=Scout|last=Tafoya|website=[[RogerEbert.com]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20210621213622/https://www.rogerebert.com/features/the-whole-parade-on-the-incomparable-career-of-nicolas-cage|archive-date=June 21, 2021|url-status=live|access-date=June 24, 2021}}</ref>
Cage er af Coppola-ættinni, sem er með sterkar rætur í bandaríska kvikmyndaiðnaðinum. Hann hóf feril sinn í kvikmyndum á borð við ''[[Fast Times at Ridgemont High]]'' (1982) og ''[[Valley Girl]]'' (1983) og í ýmsum myndum eftir frænda sinn, [[Francis Ford Coppola]], eins og ''[[Rumble Fish]]'' (1983), ''[[The Cotton Club]]'' (1984) og ''[[Peggy Sue Got Married]]'' (1986). Hann hlaut góða dóma fyrir leik sinn í myndunum ''[[Moonstruck]]'' og ''[[Raising Arizona]]'' (báðar árið 1987) og vann síðan [[Óskarsverðlaunin sem besti leikarinn í aðalhlutverki]] fyrir leik sinn í dramamyndinni ''[[Leaving Las Vegas]]'' (1995). Hann hlaut jafnframt tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir að leika tvíburana Charlie og Donald Kaufman í gaman-dramamyndinni ''[[Adaptation]]'' (2002).
Cage hefur birst í fjölda hasarmynda, meðal annars ''[[The Rock (kvikmynd)|The Rock]]'' (1996), ''[[Con Air]]'' (1997), ''[[Face/Off]]'' (1997), ''[[Gone in 60 Seconds (kvikmynd frá 2000)|Gone in 60 Seconds]]'' (2000), [[National Treasure|''National Treasure''-myndunum]] (2004–2007), [[Ghost Rider (kvikmynd frá 2007)|''Ghost Rider''-myndunum]] (2007–2011) og ''[[Kick-Ass (kvikmynd)|Kick-Ass]]'' (2010). Hann hefur líka leikið dramatísk hlutverk í myndum eins og ''[[City of Angels (kvikmynd)|City of Angels]]'' (1998), ''[[Bringing Out the Dead]]'' (1999), ''[[The Family Man]]'' (2000), ''[[Matchstick Men]]'' (2003) og ''[[The Wicker Man (kvikmynd frá 2006)|The Wicker Man]]'' (2006). Hann hefur talsett persónur í teiknimyndum eins og ''[[The Ant Bully (kvikmynd)|The Ant Bully]]'' (2006), ''[[Astro Boy (kvikmynd)|Astro Boy]]'' (2009), [[The Croods]] (2013–2020), ''[[Teen Titans Go! To the Movies]]'' og ''[[Spider-Man: Into the Spider-Verse]]'' (báðar 2018). Hann hlaut lof gagnrýnenda á ný fyrir að fara með aðalhlutverkin í myndunum ''[[Mandy (kvikmynd frá 2018)|Mandy]]'' (2018), ''[[Pig (kvikmynd frá 2021)|Pig]]'' (2021), ''[[The Unbearable Weight of Massive Talent]]'' (2022), ''[[Dream Scenario]]'' (2023) og ''[[Longlegs]]'' (2024).<ref>{{cite news |url=https://www.washingtonpost.com/arts-entertainment/2019/08/07/enduring-strangeness-nicolas-cage |title=The enduring strangeness of Nicolas Cage |newspaper=The Washington Post |last=Nguyen |first=Terry |date=August 7, 2019 |access-date=June 23, 2021 |archive-date=July 23, 2020 |archive-url=https://web.archive.org/web/20200723144408/https://www.washingtonpost.com/arts-entertainment/2019/08/07/enduring-strangeness-nicolas-cage/ |url-status=live }}</ref><ref>{{cite web |last=Kinnucan |first=Trent |date=January 10, 2021 |title=A Tribute to Nicolas Cage: The Rise, Journey & Latest 'Adaptation' of Our 'Kick-Ass' 'National Treasure' |url=https://www.hollywoodinsider.com/nicolas-cage-tribute-journey/ |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20210111200124/https://www.hollywoodinsider.com/nicolas-cage-tribute-journey/ |archive-date=January 11, 2021 |access-date=June 23, 2021 |work=Hollywood Insider}}</ref><ref name=":0">{{Cite web |last=Hibberd |first=James |date=December 4, 2023 |title=Nicolas Cage Says He's Almost Finished: "Three or Four More Movies Left" |url=https://www.hollywoodreporter.com/movies/movie-news/nicolas-cage-retiring-movies-acting-1235709589/ |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20231204180859/https://www.hollywoodreporter.com/movies/movie-news/nicolas-cage-retiring-movies-acting-1235709589/ |archive-date=December 4, 2023 |access-date=December 4, 2023 |website=The Hollywood Reporter}}</ref>
Cage á kvikmyndafélagið [[Saturn Films]] og hefur framleitt kvikmyndir eins og ''[[Shadow of the Vampire]]'' (2000) og ''[[The Life of David Gale]]'' (2003), og leikstýrði myndinni ''[[Sonny (kvikmynd)|Sonny]]'' (2002). Cage fékk stjörnu með nafni sínu á [[Hollywood Walk of Fame]] árið 1998 fyrir framlög sín til kvikmyndaiðnaðarins. Hann var í 40. sæti á lista tímaritsins ''[[Empire]]'' yfir 100 mestu kvikmyndastjörnur allra tíma árið 2007 og var í 37. sæti á lista ''[[Premiere]]'' yfir 100 voldugustu einstaklinga í Hollywood árið 2008. Nicolas Cage var einnig talinn meðal 50 bestu leikara allra tíma í skoðanakönnun ''Empire'' árið 2022.<ref>{{Cite magazine |date=December 20, 2022 |title=Empire's 50 Greatest Actors Of All Time List, Revealed |url=https://www.empireonline.com/movies/features/best-actors/ |access-date=September 25, 2024 |magazine=Empire}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Cage, Nicolas}}
{{f|1964}}
[[Flokkur:Bandarískir kvikmyndaframleiðendur]]
[[Flokkur:Bandarískir leikarar]]
[[Flokkur:Coppola-ættin]]
[[Flokkur:Óskarsverðlaunahafar í flokki besta karlleikara í aðalhlutverki]]
mqz1puqf3jdf6v9lxm18fy35xbppxyn
Spjall:Nicolas Cage
1
186802
1921641
2025-06-26T19:47:47Z
TKSnaevarr
53243
Bjó til síðu með „{{Æviágrip lifandi fólks}} {{Þýðing |titill= Nicolas Cage |tungumál=en |id=1294284437 }}“
1921641
wikitext
text/x-wiki
{{Æviágrip lifandi fólks}}
{{Þýðing
|titill= Nicolas Cage
|tungumál=en
|id=1294284437
}}
9psvla4756dge85p56q1t7muzus0pux
Bundesamt für Verfassungsschutz
0
186803
1921642
2025-06-26T20:27:11Z
Tobias Auffenberg
78466
Ný grein
1921642
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Bfvwappen.svg|alt=Örn þýska sambandslýviðeldsins (Bundesadler) er vinstra meginn. Í miðjunni er bálki sem er svartur efst, rauður í miðjunni og gulur neðst. Hægri meginn er texti þar sem stendur: „Bundesamt für Verfassungsschutz“.|thumb|Merki BfV]]
'''Þýska innanríkisleyniþjónstan''' '''BfV''' (þýskt nafn: '''''Bundesamt für Verfassungsschutz''''' ('''BfV'''), þýðing: '''''Sambandsstofnun til verndar stjórnarskrárinnar''''') er stofnun [[Þýskaland|Sambandslýðveldisins Þýskaland]] sem hefur það að aðalverkefni að safna og greina upplýsingar um aðgerðir gegn ''frjálsu lýðræðislegu grundvallarskipulagi'' ''Þýskalands'' og gagnnjósnum.<ref>{{Cite web|url=https://www.gesetze-im-internet.de/bverfschg/__3.html|title=§ 3 BVerfSchG - Einzelnorm|website=www.gesetze-im-internet.de|access-date=2025-06-26}}</ref> Stofnunin hefur heimild til að nota ''leyniþjónustulega upplýsingaöflun'',<ref>{{Cite web|url=https://www.gesetze-im-internet.de/bverfschg/__7.html|title=§ 7 BVerfSchG - Einzelnorm|website=www.gesetze-im-internet.de|access-date=2025-06-26}}</ref> en hefur ekkert lögregluvald.
Saman með þýsku utanríkisleyniþjónustunni (''Bundesnachrichtendienst''; BND) og gagnnjósnaþjónustuna hersins (''Militärischer Abschirmdienst''; MAD) er sambandsskrifstofan til verndar stjórnarskrárinnar ein af þremur leyniþjónustum Þýskalands.
BfV tilheyrir innanríkisráðuneyti Þýskalands (BMI). Ráðuneytið hefur tæknileg eftirlit með stofnunina undir forystu forseta BfV. Skyldur og heimildar stofunnarinnar, sem og samstarf við stofananir sambandslandanna til verndar stjórnarskrárinnar (''Landesämter für Verfassungsschutz''; LfV), eru stjórnað af sambandslögum um vernd stjórnarskrárinnar.
== Samtök sem BfV fylgist með ==
Dæmi um hópa fólks sem hefur verið eða er verið að fylgjast með af BfV eru meðal annars:
* Fólk frá samtökum sem tengjast öfgahægrisamtökum, svo sem Alternative für Deutschland, NPD, Ring Nationaler Frauen (RNF), DS-Verlag, Die Rechte, Der III. Weg, NSU, DVU, eða þeim sem tengjast þeim náið
* Fólk frá flokkum og samtökum á öfgavinstrihópum t.d. [[Kommúnistaflokkur Þýskalands|Kommúnistaflokk Þýskalands (KPD]]), [[Þýski kommúnistaflokkurinn|þýski kommúnistaflokkinn (DKP)]], [[Marxist-Leninistaflokkur Þýskalands|Marxist-Leninistaflokkur Þýskalands (MLPD)]], [[Rote Armee Fraktion|''Rote Armee Fraktion'' (RAF)]], [[Frjálsa þýska æska|Frjálsa þýska æska (FDJ)]], [[TKP/ML]], Anarkó-Syndíkalska sambandið í Þýskalandi og fleiri.
* Íslamsk bókstafstrúarsamtök eins og til dæmis [[ICCB (Kaplanasamtökin)]], [[Millî Görüş]], [[Íslamska ríkið|ISIS]], [[al-Kaída]], [[Hamas]], Jihad-samtökin, [[tyrkneska Hezbollah]], [[Bræðralag múslima|Múslímabræðralagið]] og fleiri
* Einstaklingar frá [[Verkalýðsflokkur Kúrda|PKK]], tyrkneskum öfgahægrihópum eins og [[Ülkücü-hreyfingin|Ülkücü-hreyfingunni]] og öðrum öfgahópum.
* Netárásarhópar
* ''Leyniþjónustur rússneska'' sambandsríkisins, Alþýðulýðveldisins Kína, Íslamska lýðveldisins Írans, Tyrklands og annarra ríkja sem eru virk í Þýskalandi
* [[Vísindakirkjan]] [[Vísindakirkjan|(e. ''Scientology'')]]
* Stjórnmálamenn fyrrverandi Austur-Þýskalands og annarra sósíalískra ríkja.
8u1xqpm35h36mwy3ngpf9f1ednxp5a6
1921643
1921642
2025-06-26T20:28:12Z
Tobias Auffenberg
78466
Nýr hluti: /* Tilvísanir */
1921643
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Bfvwappen.svg|alt=Örn þýska sambandslýviðeldsins (Bundesadler) er vinstra meginn. Í miðjunni er bálki sem er svartur efst, rauður í miðjunni og gulur neðst. Hægri meginn er texti þar sem stendur: „Bundesamt für Verfassungsschutz“.|thumb|Merki BfV]]
'''Þýska innanríkisleyniþjónstan''' '''BfV''' (þýskt nafn: '''''Bundesamt für Verfassungsschutz''''' ('''BfV'''), þýðing: '''''Sambandsstofnun til verndar stjórnarskrárinnar''''') er stofnun [[Þýskaland|Sambandslýðveldisins Þýskaland]] sem hefur það að aðalverkefni að safna og greina upplýsingar um aðgerðir gegn ''frjálsu lýðræðislegu grundvallarskipulagi'' ''Þýskalands'' og gagnnjósnum.<ref>{{Cite web|url=https://www.gesetze-im-internet.de/bverfschg/__3.html|title=§ 3 BVerfSchG - Einzelnorm|website=www.gesetze-im-internet.de|access-date=2025-06-26}}</ref> Stofnunin hefur heimild til að nota ''leyniþjónustulega upplýsingaöflun'',<ref>{{Cite web|url=https://www.gesetze-im-internet.de/bverfschg/__7.html|title=§ 7 BVerfSchG - Einzelnorm|website=www.gesetze-im-internet.de|access-date=2025-06-26}}</ref> en hefur ekkert lögregluvald.
Saman með þýsku utanríkisleyniþjónustunni (''Bundesnachrichtendienst''; BND) og gagnnjósnaþjónustuna hersins (''Militärischer Abschirmdienst''; MAD) er sambandsskrifstofan til verndar stjórnarskrárinnar ein af þremur leyniþjónustum Þýskalands.
BfV tilheyrir innanríkisráðuneyti Þýskalands (BMI). Ráðuneytið hefur tæknileg eftirlit með stofnunina undir forystu forseta BfV. Skyldur og heimildar stofunnarinnar, sem og samstarf við stofananir sambandslandanna til verndar stjórnarskrárinnar (''Landesämter für Verfassungsschutz''; LfV), eru stjórnað af sambandslögum um vernd stjórnarskrárinnar.
== Samtök sem BfV fylgist með ==
Dæmi um hópa fólks sem hefur verið eða er verið að fylgjast með af BfV eru meðal annars:
* Fólk frá samtökum sem tengjast öfgahægrisamtökum, svo sem Alternative für Deutschland, NPD, Ring Nationaler Frauen (RNF), DS-Verlag, Die Rechte, Der III. Weg, NSU, DVU, eða þeim sem tengjast þeim náið
* Fólk frá flokkum og samtökum á öfgavinstrihópum t.d. [[Kommúnistaflokkur Þýskalands|Kommúnistaflokk Þýskalands (KPD]]), [[Þýski kommúnistaflokkurinn|þýski kommúnistaflokkinn (DKP)]], [[Marxist-Leninistaflokkur Þýskalands|Marxist-Leninistaflokkur Þýskalands (MLPD)]], [[Rote Armee Fraktion|''Rote Armee Fraktion'' (RAF)]], [[Frjálsa þýska æska|Frjálsa þýska æska (FDJ)]], [[TKP/ML]], Anarkó-Syndíkalska sambandið í Þýskalandi og fleiri.
* Íslamsk bókstafstrúarsamtök eins og til dæmis [[ICCB (Kaplanasamtökin)]], [[Millî Görüş]], [[Íslamska ríkið|ISIS]], [[al-Kaída]], [[Hamas]], Jihad-samtökin, [[tyrkneska Hezbollah]], [[Bræðralag múslima|Múslímabræðralagið]] og fleiri
* Einstaklingar frá [[Verkalýðsflokkur Kúrda|PKK]], tyrkneskum öfgahægrihópum eins og [[Ülkücü-hreyfingin|Ülkücü-hreyfingunni]] og öðrum öfgahópum.
* Netárásarhópar
* ''Leyniþjónustur rússneska'' sambandsríkisins, Alþýðulýðveldisins Kína, Íslamska lýðveldisins Írans, Tyrklands og annarra ríkja sem eru virk í Þýskalandi
* [[Vísindakirkjan]] [[Vísindakirkjan|(e. ''Scientology'')]]
* Stjórnmálamenn fyrrverandi Austur-Þýskalands og annarra sósíalískra ríkja.
== Tilvísanir ==
o7bh2dyfow1call65ec4wkop1qnvcev
1921657
1921643
2025-06-26T21:04:31Z
TKSnaevarr
53243
1921657
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Bfvwappen.svg|alt=Örn þýska sambandslýviðeldsins (Bundesadler) er vinstra meginn. Í miðjunni er bálki sem er svartur efst, rauður í miðjunni og gulur neðst. Hægri meginn er texti þar sem stendur: „Bundesamt für Verfassungsschutz“.|thumb|Merki BfV]]
'''Þýska innanríkisleyniþjónstan''' '''BfV''' (þýskt nafn: '''''Bundesamt für Verfassungsschutz''''' ('''BfV'''), þýðing: '''''Sambandsstofnun til verndar stjórnarskrárinnar''''') er stofnun [[Þýskaland|Sambandslýðveldisins Þýskaland]] sem hefur það að aðalverkefni að safna og greina upplýsingar um aðgerðir gegn ''frjálsu lýðræðislegu grundvallarskipulagi'' ''Þýskalands'' og gagnnjósnum.<ref>{{Cite web|url=https://www.gesetze-im-internet.de/bverfschg/__3.html|title=§ 3 BVerfSchG - Einzelnorm|website=www.gesetze-im-internet.de|access-date=2025-06-26}}</ref> Stofnunin hefur heimild til að nota ''leyniþjónustulega upplýsingaöflun'',<ref>{{Cite web|url=https://www.gesetze-im-internet.de/bverfschg/__7.html|title=§ 7 BVerfSchG - Einzelnorm|website=www.gesetze-im-internet.de|access-date=2025-06-26}}</ref> en hefur ekkert lögregluvald.
Saman með þýsku utanríkisleyniþjónustunni (''Bundesnachrichtendienst''; BND) og gagnnjósnaþjónustuna hersins (''Militärischer Abschirmdienst''; MAD) er sambandsskrifstofan til verndar stjórnarskrárinnar ein af þremur leyniþjónustum Þýskalands.
BfV tilheyrir innanríkisráðuneyti Þýskalands (BMI). Ráðuneytið hefur tæknileg eftirlit með stofnunina undir forystu forseta BfV. Skyldur og heimildar stofunnarinnar, sem og samstarf við stofananir sambandslandanna til verndar stjórnarskrárinnar (''Landesämter für Verfassungsschutz''; LfV), eru stjórnað af sambandslögum um vernd stjórnarskrárinnar.
== Samtök sem BfV fylgist með ==
Dæmi um hópa fólks sem hefur verið eða er verið að fylgjast með af BfV eru meðal annars:
* Fólk frá samtökum sem tengjast öfgahægrisamtökum, svo sem Alternative für Deutschland, NPD, Ring Nationaler Frauen (RNF), DS-Verlag, Die Rechte, Der III. Weg, NSU, DVU, eða þeim sem tengjast þeim náið
* Fólk frá flokkum og samtökum á öfgavinstrihópum t.d. [[Kommúnistaflokkur Þýskalands|Kommúnistaflokk Þýskalands (KPD]]), [[Þýski kommúnistaflokkurinn|þýski kommúnistaflokkinn (DKP)]], [[Marxist-Leninistaflokkur Þýskalands|Marxist-Leninistaflokkur Þýskalands (MLPD)]], [[Rote Armee Fraktion|''Rote Armee Fraktion'' (RAF)]], [[Frjálsa þýska æska|Frjálsa þýska æska (FDJ)]], [[TKP/ML]], Anarkó-Syndíkalska sambandið í Þýskalandi og fleiri.
* Íslamsk bókstafstrúarsamtök eins og til dæmis [[ICCB (Kaplanasamtökin)]], [[Millî Görüş]], [[Íslamska ríkið|ISIS]], [[al-Kaída]], [[Hamas]], Jihad-samtökin, [[tyrkneska Hezbollah]], [[Bræðralag múslima|Múslímabræðralagið]] og fleiri
* Einstaklingar frá [[Verkalýðsflokkur Kúrda|PKK]], tyrkneskum öfgahægrihópum eins og [[Ülkücü-hreyfingin|Ülkücü-hreyfingunni]] og öðrum öfgahópum.
* Netárásarhópar
* ''Leyniþjónustur rússneska'' sambandsríkisins, Alþýðulýðveldisins Kína, Íslamska lýðveldisins Írans, Tyrklands og annarra ríkja sem eru virk í Þýskalandi
* [[Vísindakirkjan]] [[Vísindakirkjan|(e. ''Scientology'')]]
* Stjórnmálamenn fyrrverandi Austur-Þýskalands og annarra sósíalískra ríkja.
== Tilvísanir ==
<references/>
{{s|1950}}
[[Flokkur:Leyniþjónustur]]
[[Flokkur:Löggæsla í Þýskalandi]]
cmpt5ipr7dg5evxqk6ru3vllfwmwraa
1921739
1921657
2025-06-27T08:39:56Z
TKSnaevarr
53243
1921739
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Bfvwappen.svg|alt=Örn þýska sambandslýviðeldsins (Bundesadler) er vinstra meginn. Í miðjunni er bálki sem er svartur efst, rauður í miðjunni og gulur neðst. Hægri meginn er texti þar sem stendur: „Bundesamt für Verfassungsschutz“.|thumb|Merki BfV]]
'''Sambandsstofnun til verndar stjórnarskrárinnar''' (þýska: '''Bundesamt für Verfassungsschutz'''; skammstafað '''BfV''') er stofnun [[Þýskaland|Sambandslýðveldisins Þýskalands]] sem hefur það að aðalverkefni að safna og greina upplýsingar um aðgerðir gegn „frjálsu lýðræðislegu grundvallarskipulagi Þýskalands“ og gagnnjósnum.<ref>{{Cite web|url=https://www.gesetze-im-internet.de/bverfschg/__3.html|title=§ 3 BVerfSchG - Einzelnorm|website=www.gesetze-im-internet.de|access-date=2025-06-26}}</ref> Stofnunin hefur heimild til að nota „leyniþjónustulega upplýsingaöflun“,<ref>{{Cite web|url=https://www.gesetze-im-internet.de/bverfschg/__7.html|title=§ 7 BVerfSchG - Einzelnorm|website=www.gesetze-im-internet.de|access-date=2025-06-26}}</ref> en hefur ekkert lögregluvald.
Ásamt þýsku utanríkisleyniþjónustunni (''Bundesnachrichtendienst''; BND) og gagnnjósnaþjónustu hersins (''Militärischer Abschirmdienst''; MAD) er BfV ein af þremur leyniþjónustum Þýskalands.
BfV tilheyrir innanríkisráðuneyti Þýskalands (BMI). Ráðuneytið hefur tæknileg eftirlit með stofnunina undir forystu forseta BfV. Skyldur og heimildar stofunnarinnar, sem og samstarf við stofananir sambandslandanna til verndar stjórnarskrárinnar (''Landesämter für Verfassungsschutz''; LfV), eru stjórnað af sambandslögum um vernd stjórnarskrárinnar.
== Samtök sem BfV fylgist með ==
Dæmi um hópa fólks sem hefur verið eða er verið að fylgjast með af BfV eru meðal annars:
* Fólk frá samtökum sem tengjast öfgahægrisamtökum, svo sem Alternative für Deutschland, NPD, Ring Nationaler Frauen (RNF), DS-Verlag, Die Rechte, Der III. Weg, NSU, DVU, eða þeim sem tengjast þeim náið
* Fólk frá flokkum og samtökum á öfgavinstrihópum t.d. [[Kommúnistaflokkur Þýskalands|Kommúnistaflokk Þýskalands (KPD]]), [[Þýski kommúnistaflokkurinn|þýski kommúnistaflokkinn (DKP)]], [[Marxist-Leninistaflokkur Þýskalands|Marxist-Leninistaflokkur Þýskalands (MLPD)]], [[Rote Armee Fraktion|''Rote Armee Fraktion'' (RAF)]], [[Frjálsa þýska æska|Frjálsa þýska æska (FDJ)]], [[TKP/ML]], Anarkó-Syndíkalska sambandið í Þýskalandi og fleiri.
* Íslamsk bókstafstrúarsamtök eins og til dæmis [[ICCB (Kaplanasamtökin)]], [[Millî Görüş]], [[Íslamska ríkið|ISIS]], [[al-Kaída]], [[Hamas]], Jihad-samtökin, [[tyrkneska Hezbollah]], [[Bræðralag múslima|Múslímabræðralagið]] og fleiri
* Einstaklingar frá [[Verkalýðsflokkur Kúrda|PKK]], tyrkneskum öfgahægrihópum eins og [[Ülkücü-hreyfingin|Ülkücü-hreyfingunni]] og öðrum öfgahópum.
* Netárásarhópar
* ''Leyniþjónustur rússneska'' sambandsríkisins, Alþýðulýðveldisins Kína, Íslamska lýðveldisins Írans, Tyrklands og annarra ríkja sem eru virk í Þýskalandi
* [[Vísindakirkjan]] [[Vísindakirkjan|(e. ''Scientology'')]]
* Stjórnmálamenn fyrrverandi Austur-Þýskalands og annarra sósíalískra ríkja.
== Tilvísanir ==
<references/>
{{s|1950}}
[[Flokkur:Leyniþjónustur]]
[[Flokkur:Löggæsla í Þýskalandi]]
1rg3xw4hbwqozntlkccveo30241rxpu
1921780
1921739
2025-06-27T11:22:35Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Þýska innanríkisleyniþjónustan BfV]] á [[Bundesamt für Verfassungsschutz]] yfir tilvísun, án þess að skilja eftir tilvísun
1921739
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Bfvwappen.svg|alt=Örn þýska sambandslýviðeldsins (Bundesadler) er vinstra meginn. Í miðjunni er bálki sem er svartur efst, rauður í miðjunni og gulur neðst. Hægri meginn er texti þar sem stendur: „Bundesamt für Verfassungsschutz“.|thumb|Merki BfV]]
'''Sambandsstofnun til verndar stjórnarskrárinnar''' (þýska: '''Bundesamt für Verfassungsschutz'''; skammstafað '''BfV''') er stofnun [[Þýskaland|Sambandslýðveldisins Þýskalands]] sem hefur það að aðalverkefni að safna og greina upplýsingar um aðgerðir gegn „frjálsu lýðræðislegu grundvallarskipulagi Þýskalands“ og gagnnjósnum.<ref>{{Cite web|url=https://www.gesetze-im-internet.de/bverfschg/__3.html|title=§ 3 BVerfSchG - Einzelnorm|website=www.gesetze-im-internet.de|access-date=2025-06-26}}</ref> Stofnunin hefur heimild til að nota „leyniþjónustulega upplýsingaöflun“,<ref>{{Cite web|url=https://www.gesetze-im-internet.de/bverfschg/__7.html|title=§ 7 BVerfSchG - Einzelnorm|website=www.gesetze-im-internet.de|access-date=2025-06-26}}</ref> en hefur ekkert lögregluvald.
Ásamt þýsku utanríkisleyniþjónustunni (''Bundesnachrichtendienst''; BND) og gagnnjósnaþjónustu hersins (''Militärischer Abschirmdienst''; MAD) er BfV ein af þremur leyniþjónustum Þýskalands.
BfV tilheyrir innanríkisráðuneyti Þýskalands (BMI). Ráðuneytið hefur tæknileg eftirlit með stofnunina undir forystu forseta BfV. Skyldur og heimildar stofunnarinnar, sem og samstarf við stofananir sambandslandanna til verndar stjórnarskrárinnar (''Landesämter für Verfassungsschutz''; LfV), eru stjórnað af sambandslögum um vernd stjórnarskrárinnar.
== Samtök sem BfV fylgist með ==
Dæmi um hópa fólks sem hefur verið eða er verið að fylgjast með af BfV eru meðal annars:
* Fólk frá samtökum sem tengjast öfgahægrisamtökum, svo sem Alternative für Deutschland, NPD, Ring Nationaler Frauen (RNF), DS-Verlag, Die Rechte, Der III. Weg, NSU, DVU, eða þeim sem tengjast þeim náið
* Fólk frá flokkum og samtökum á öfgavinstrihópum t.d. [[Kommúnistaflokkur Þýskalands|Kommúnistaflokk Þýskalands (KPD]]), [[Þýski kommúnistaflokkurinn|þýski kommúnistaflokkinn (DKP)]], [[Marxist-Leninistaflokkur Þýskalands|Marxist-Leninistaflokkur Þýskalands (MLPD)]], [[Rote Armee Fraktion|''Rote Armee Fraktion'' (RAF)]], [[Frjálsa þýska æska|Frjálsa þýska æska (FDJ)]], [[TKP/ML]], Anarkó-Syndíkalska sambandið í Þýskalandi og fleiri.
* Íslamsk bókstafstrúarsamtök eins og til dæmis [[ICCB (Kaplanasamtökin)]], [[Millî Görüş]], [[Íslamska ríkið|ISIS]], [[al-Kaída]], [[Hamas]], Jihad-samtökin, [[tyrkneska Hezbollah]], [[Bræðralag múslima|Múslímabræðralagið]] og fleiri
* Einstaklingar frá [[Verkalýðsflokkur Kúrda|PKK]], tyrkneskum öfgahægrihópum eins og [[Ülkücü-hreyfingin|Ülkücü-hreyfingunni]] og öðrum öfgahópum.
* Netárásarhópar
* ''Leyniþjónustur rússneska'' sambandsríkisins, Alþýðulýðveldisins Kína, Íslamska lýðveldisins Írans, Tyrklands og annarra ríkja sem eru virk í Þýskalandi
* [[Vísindakirkjan]] [[Vísindakirkjan|(e. ''Scientology'')]]
* Stjórnmálamenn fyrrverandi Austur-Þýskalands og annarra sósíalískra ríkja.
== Tilvísanir ==
<references/>
{{s|1950}}
[[Flokkur:Leyniþjónustur]]
[[Flokkur:Löggæsla í Þýskalandi]]
1rg3xw4hbwqozntlkccveo30241rxpu
BfV
0
186805
1921650
2025-06-26T20:42:20Z
TKSnaevarr
53243
Tilvísun á [[Þýska innanríkisleyniþjónustan BfV]]
1921650
wikitext
text/x-wiki
#TILVÍSUN[[Þýska innanríkisleyniþjónustan BfV]]
katebjjn0ea9dgbz1612g6mux8j37dj
1921781
1921650
2025-06-27T11:22:57Z
TKSnaevarr
53243
Breytti tilvísun frá [[Þýska innanríkisleyniþjónustan BfV]] til [[Bundesamt für Verfassungsschutz]]
1921781
wikitext
text/x-wiki
#TILVÍSUN[[Bundesamt für Verfassungsschutz]]
amm39tmzokmpk463x8nfoi9sv0bbj5w
Flokkur:Löggæsla í Þýskalandi
14
186806
1921655
2025-06-26T20:51:55Z
TKSnaevarr
53243
Bjó til síðu með „[[Flokkur:Löggæsla eftir löndum]] [[Flokkur:Þýsk lög]]“
1921655
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Löggæsla eftir löndum]]
[[Flokkur:Þýsk lög]]
eb4zg5lmyajxkpqwi1gmucd9tugq345
Flokkur:Coppola-ættin
14
186807
1921662
2025-06-26T21:11:48Z
TKSnaevarr
53243
Bjó til síðu með „[[Flokkur:Bandarískar ættir]]“
1921662
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Bandarískar ættir]]
dnov6ab3asmz6xe6xhd5laond6tcefq
Ásgeir Þór Árnason
0
186808
1921667
2025-06-26T21:38:21Z
Thor artist
105466
Bjó til síðu með „'''Ásgeir Þór Árnason''' (fæddur 14. maí 1956) er íslenskur húsasmíðameistari og fyrrverandi framkvæmdastjóri [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], landssamtaka hjartasjúklinga. Hann starfaði að málefnum hjartasjúklinga um tveggja áratuga skeið og hefur einnig sinnt myndlist og leyserskurði eftir starfslok. == Ævi og störf == Ásgeir fæddist á Landspítalanum við Hringbraut og ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ásdís Ásgeirsdóttir o...“
1921667
wikitext
text/x-wiki
'''Ásgeir Þór Árnason''' (fæddur 14. maí 1956) er íslenskur húsasmíðameistari og fyrrverandi framkvæmdastjóri [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], landssamtaka hjartasjúklinga. Hann starfaði að málefnum hjartasjúklinga um tveggja áratuga skeið og hefur einnig sinnt myndlist og leyserskurði eftir starfslok.
== Ævi og störf ==
Ásgeir fæddist á Landspítalanum við Hringbraut og ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ásdís Ásgeirsdóttir og Árni Jóhannes Hallgrímsson. Hann gekk í [[Langholtsskóli|Langholtsskóla]] og lauk landsprófi frá [[Vogaskóli|Vogaskóla]]. Hann útskrifaðist úr [[Iðnskólinn í Reykjavík|Iðnskólanum í Reykjavík]] árið 1976 sem húsasmiður.
Sem barn dvaldi Ásgeir oft í [[Grundarfjörður|Grundarfirði]], þar sem fjölskylda hans hafði djúpar rætur. Faðir hans fæddist á Látravík í [[Eyrarsveit]], og móðir hans á Fornu Grund, síðar þekkt sem Grafarnes. Þar átti hann sumarheimili að Grundargötu 21 til ársins 1970, þegar hann varð fyrir alvarlegu slysi og lá 31 dag á sjúkrahúsinu í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]].
Ásgeir stundaði knattspyrnu fram á miðjan aldur, en eftir hjartastopp um fertugt glímdi hann við hjartavandamál. Hann náði bata og tók árið 1999 við sem framkvæmdastjóri Hjartaheilla, þar sem hann starfaði til 2021. Í kjölfar starfsloka hóf hann að mála myndir og vinna með leyserskurð.
== Fjölskylda ==
Ásgeir á fimm börn og hefur átt virkan þátt í fjölskyldulífi. Sonur hans, Ásgeir Bjarni (f. 1974), er húsasmiður með stóra fjölskyldu. Ágúst (f. 1978, d. 2018), var virkur í veitingarekstri í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]] og á fjögur börn. Elísabet Ósk (f. 1988) á þrjú börn. Guðný Sæbjörg (f. 1989) býr með fjölskyldu sinni í Seljahverfinu. Yngsta dóttir hans, Ásdís (f. 1991), er fötluð og býr í eigin íbúð í [[Reykjavík]].
== Skapandi störf ==
Eftir starfslok hefur Ásgeir helgað tíma sínum myndlist og leyserskurði. Hann lítur á það sem leið til að halda sér virkum líkamlega og andlega.
hifr1pe3gpowngm57pnn8e3zs0qyjk9
1921669
1921667
2025-06-26T21:44:42Z
Thor artist
105466
Thor artist
1921669
wikitext
text/x-wiki
'''Ásgeir Þór Árnason''' (fæddur 14. maí 1956) er íslenskur húsasmíðameistari og fyrrverandi framkvæmdastjóri [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], landssamtaka hjartasjúklinga. Hann starfaði að málefnum hjartasjúklinga um tveggja áratuga skeið og hefur einnig sinnt myndlist og leyserskurði eftir starfslok.
== Tenglar ==
* [https://hjartaheill.is Hjartaheill – opinber vefsíða]
* [https://www.facebook.com/thorartist.is Thor artist á Facebook]
* [https://www.instagram.com/thorartist.is Thor artist á Instagram]
* [https://www.thorartist.is Opinber heimasíða Thor artist] ''(ef til er)''
== Ævi og störf ==
Ásgeir fæddist á Landspítalanum við Hringbraut og ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ásdís Ásgeirsdóttir og Árni Jóhannes Hallgrímsson. Hann gekk í [[Langholtsskóli|Langholtsskóla]] og lauk landsprófi frá [[Vogaskóli|Vogaskóla]]. Hann útskrifaðist úr [[Iðnskólinn í Reykjavík|Iðnskólanum í Reykjavík]] árið 1976 sem húsasmiður.
Sem barn dvaldi Ásgeir oft í [[Grundarfjörður|Grundarfirði]], þar sem fjölskylda hans hafði djúpar rætur. Faðir hans fæddist á Látravík í [[Eyrarsveit]], og móðir hans á Fornu Grund, síðar þekkt sem Grafarnes. Þar átti hann sumarheimili að Grundargötu 21 til ársins 1970, þegar hann varð fyrir alvarlegu slysi og lá 31 dag á sjúkrahúsinu í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]].
Ásgeir stundaði knattspyrnu fram á miðjan aldur, en eftir hjartastopp um fertugt glímdi hann við hjartavandamál. Hann náði bata og tók árið 1999 við sem framkvæmdastjóri Hjartaheilla, þar sem hann starfaði til 2021. Í kjölfar starfsloka hóf hann að mála myndir og vinna með leyserskurð.
== Fjölskylda ==
Ásgeir á fimm börn og hefur átt virkan þátt í fjölskyldulífi. Sonur hans, Ásgeir Bjarni (f. 1974), er húsasmiður með stóra fjölskyldu. Ágúst (f. 1978, d. 2018), var virkur í veitingarekstri í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]] og á fjögur börn. Elísabet Ósk (f. 1988) á þrjú börn. Guðný Sæbjörg (f. 1989) býr með fjölskyldu sinni í Seljahverfinu. Yngsta dóttir hans, Ásdís (f. 1991), er fötluð og býr í eigin íbúð í [[Reykjavík]].
== Skapandi störf ==
Eftir starfslok hefur Ásgeir helgað tíma sínum myndlist og leyserskurði. Hann lítur á það sem leið til að halda sér virkum líkamlega og andlega.
0et258pcc3286zpd1n4rnsilczympio
1921673
1921669
2025-06-26T22:01:13Z
Berserkur
10188
1921673
wikitext
text/x-wiki
{{Eyða|ómarkvert}}'''Ásgeir Þór Árnason''' (fæddur 14. maí 1956) er íslenskur húsasmíðameistari og fyrrverandi framkvæmdastjóri [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], landssamtaka hjartasjúklinga. Hann starfaði að málefnum hjartasjúklinga um tveggja áratuga skeið og hefur einnig sinnt myndlist og leyserskurði eftir starfslok.
== Tenglar ==
* [https://hjartaheill.is Hjartaheill – opinber vefsíða]
* [https://www.facebook.com/thorartist.is Thor artist á Facebook]
* [https://www.instagram.com/thorartist.is Thor artist á Instagram]
* [https://www.thorartist.is Opinber heimasíða Thor artist] ''(ef til er)''
== Ævi og störf ==
Ásgeir fæddist á Landspítalanum við Hringbraut og ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ásdís Ásgeirsdóttir og Árni Jóhannes Hallgrímsson. Hann gekk í [[Langholtsskóli|Langholtsskóla]] og lauk landsprófi frá [[Vogaskóli|Vogaskóla]]. Hann útskrifaðist úr [[Iðnskólinn í Reykjavík|Iðnskólanum í Reykjavík]] árið 1976 sem húsasmiður.
Sem barn dvaldi Ásgeir oft í [[Grundarfjörður|Grundarfirði]], þar sem fjölskylda hans hafði djúpar rætur. Faðir hans fæddist á Látravík í [[Eyrarsveit]], og móðir hans á Fornu Grund, síðar þekkt sem Grafarnes. Þar átti hann sumarheimili að Grundargötu 21 til ársins 1970, þegar hann varð fyrir alvarlegu slysi og lá 31 dag á sjúkrahúsinu í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]].
Ásgeir stundaði knattspyrnu fram á miðjan aldur, en eftir hjartastopp um fertugt glímdi hann við hjartavandamál. Hann náði bata og tók árið 1999 við sem framkvæmdastjóri Hjartaheilla, þar sem hann starfaði til 2021. Í kjölfar starfsloka hóf hann að mála myndir og vinna með leyserskurð.
== Fjölskylda ==
Ásgeir á fimm börn og hefur átt virkan þátt í fjölskyldulífi. Sonur hans, Ásgeir Bjarni (f. 1974), er húsasmiður með stóra fjölskyldu. Ágúst (f. 1978, d. 2018), var virkur í veitingarekstri í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]] og á fjögur börn. Elísabet Ósk (f. 1988) á þrjú börn. Guðný Sæbjörg (f. 1989) býr með fjölskyldu sinni í Seljahverfinu. Yngsta dóttir hans, Ásdís (f. 1991), er fötluð og býr í eigin íbúð í [[Reykjavík]].
== Skapandi störf ==
Eftir starfslok hefur Ásgeir helgað tíma sínum myndlist og leyserskurði. Hann lítur á það sem leið til að halda sér virkum líkamlega og andlega.
r23iw5rv87p1dlhthlgqoovbxulx5eb
1921675
1921673
2025-06-26T22:06:32Z
TKSnaevarr
53243
1921675
wikitext
text/x-wiki
{{Eyða|ómarkvert}}
{{hagsmunaárekstur}}
'''Ásgeir Þór Árnason''' (fæddur 14. maí 1956) er íslenskur húsasmíðameistari og fyrrverandi framkvæmdastjóri [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], landssamtaka hjartasjúklinga. Hann starfaði að málefnum hjartasjúklinga um tveggja áratuga skeið og hefur einnig sinnt myndlist og leyserskurði eftir starfslok.
== Tenglar ==
* [https://hjartaheill.is Hjartaheill – opinber vefsíða]
* [https://www.facebook.com/thorartist.is Thor artist á Facebook]
* [https://www.instagram.com/thorartist.is Thor artist á Instagram]
* [https://www.thorartist.is Opinber heimasíða Thor artist] ''(ef til er)''
== Ævi og störf ==
Ásgeir fæddist á Landspítalanum við Hringbraut og ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ásdís Ásgeirsdóttir og Árni Jóhannes Hallgrímsson. Hann gekk í [[Langholtsskóli|Langholtsskóla]] og lauk landsprófi frá [[Vogaskóli|Vogaskóla]]. Hann útskrifaðist úr [[Iðnskólinn í Reykjavík|Iðnskólanum í Reykjavík]] árið 1976 sem húsasmiður.
Sem barn dvaldi Ásgeir oft í [[Grundarfjörður|Grundarfirði]], þar sem fjölskylda hans hafði djúpar rætur. Faðir hans fæddist á Látravík í [[Eyrarsveit]], og móðir hans á Fornu Grund, síðar þekkt sem Grafarnes. Þar átti hann sumarheimili að Grundargötu 21 til ársins 1970, þegar hann varð fyrir alvarlegu slysi og lá 31 dag á sjúkrahúsinu í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]].
Ásgeir stundaði knattspyrnu fram á miðjan aldur, en eftir hjartastopp um fertugt glímdi hann við hjartavandamál. Hann náði bata og tók árið 1999 við sem framkvæmdastjóri Hjartaheilla, þar sem hann starfaði til 2021. Í kjölfar starfsloka hóf hann að mála myndir og vinna með leyserskurð.
== Fjölskylda ==
Ásgeir á fimm börn og hefur átt virkan þátt í fjölskyldulífi. Sonur hans, Ásgeir Bjarni (f. 1974), er húsasmiður með stóra fjölskyldu. Ágúst (f. 1978, d. 2018), var virkur í veitingarekstri í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]] og á fjögur börn. Elísabet Ósk (f. 1988) á þrjú börn. Guðný Sæbjörg (f. 1989) býr með fjölskyldu sinni í Seljahverfinu. Yngsta dóttir hans, Ásdís (f. 1991), er fötluð og býr í eigin íbúð í [[Reykjavík]].
== Skapandi störf ==
Eftir starfslok hefur Ásgeir helgað tíma sínum myndlist og leyserskurði. Hann lítur á það sem leið til að halda sér virkum líkamlega og andlega.
5mt3291fsns505vqgznjl7fv2lpzpjo
1921676
1921675
2025-06-26T22:07:43Z
Thor artist
105466
1921676
wikitext
text/x-wiki
{{Eyða|ómarkvert}}
{{hagsmunaárekstur}}
'''Ásgeir Þór Árnason''' (fæddur 14. maí 1956) er íslenskur húsasmíðameistari og fyrrverandi framkvæmdastjóri [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], landssamtaka hjartasjúklinga. Hann starfaði að málefnum hjartasjúklinga um tveggja áratuga skeið og hefur einnig sinnt myndlist og leyserskurði eftir starfslok.
== Tenglar ==
* [https://hjartaheill.is Hjartaheill – opinber vefsíða]
* [https://www.facebook.com/thorartist.is Thor artist á Facebook]
* [https://www.instagram.com/thorartist.is Thor artist á Instagram]
* [https://www.thorartist.is Opinber heimasíða Thor artist] ''(ef til er)''
== Ævi og störf ==
Ásgeir fæddist á Landspítalanum við Hringbraut og ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ásdís Ásgeirsdóttir og Árni Jóhannes Hallgrímsson. Hann gekk í [[Langholtsskóli|Langholtsskóla]] og lauk landsprófi frá [[Vogaskóli|Vogaskóla]]. Hann útskrifaðist úr [[Iðnskólinn í Reykjavík|Iðnskólanum í Reykjavík]] árið 1976 sem húsasmiður.
Sem barn dvaldi Ásgeir oft í [[Grundarfjörður|Grundarfirði]], þar sem fjölskylda hans hafði djúpar rætur. Faðir hans fæddist á Látravík í [[Eyrarsveit]], og móðir hans á Fornu Grund, síðar þekkt sem Grafarnes. Þar átti hann sumarheimili að Grundargötu 21 til ársins 1970, þegar hann varð fyrir alvarlegu slysi og lá 31 dag á sjúkrahúsinu í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]].
Ásgeir stundaði knattspyrnu fram á miðjan aldur, en eftir hjartastopp um fertugt glímdi hann við hjartavandamál. Hann náði bata og tók árið 1999 við sem framkvæmdastjóri Hjartaheilla, þar sem hann starfaði til 2021. Í kjölfar starfsloka hóf hann að mála myndir og vinna með leyserskurð.
== Fjölskylda ==
Ásgeir á fimm börn og hefur tekið virkan þátt í fjölskyldulífinu þeirra. Sonur hans, Ásgeir Bjarni (f. 1974), er húsasmiður og á þrjú börn. Ágúst (f. 1978, d. 2018), var virkur í veitingarekstri í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]] og á fjögur börn. Elísabet Ósk (f. 1988) á þrjú börn. Guðný Sæbjörg (f. 1989) býr með fjölskyldu sinni í Seljahverfinu og á fjögur börn. Yngsta dóttir hans, Ásdís (f. 1991), er fötluð og býr í eigin íbúð í [[Reykjavík]].
== Skapandi störf ==
Eftir starfslok hefur Ásgeir helgað tíma sínum myndlist og leyserskurði. Hann lítur á það sem leið til að halda sér virkum líkamlega og andlega.
s9jv35okfry72ugies93eejyjzcglrd
1921752
1921676
2025-06-27T09:22:58Z
Alvaldi
71791
Tiltekt
1921752
wikitext
text/x-wiki
{{Eyða|ómarkvert}}
{{engar heimildir}}
{{hagsmunaárekstur}}
'''Ásgeir Þór Árnason''' (fæddur 14. maí 1956) er íslenskur húsasmíðameistari og fyrrverandi framkvæmdastjóri [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], landssamtaka hjartasjúklinga. Hann starfaði að málefnum hjartasjúklinga um tveggja áratuga skeið og hefur einnig sinnt myndlist og leyserskurði eftir starfslok.
== Ævi og störf ==
Ásgeir fæddist á Landspítalanum við Hringbraut og ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ásdís Ásgeirsdóttir og Árni Jóhannes Hallgrímsson. Hann gekk í [[Langholtsskóli|Langholtsskóla]] og lauk landsprófi frá [[Vogaskóli|Vogaskóla]]. Hann útskrifaðist úr [[Iðnskólinn í Reykjavík|Iðnskólanum í Reykjavík]] árið 1976 sem húsasmiður.
Sem barn dvaldi Ásgeir oft í [[Grundarfjörður|Grundarfirði]], þar sem fjölskylda hans hafði djúpar rætur. Faðir hans fæddist á Látravík í [[Eyrarsveit]], og móðir hans á Fornu Grund, síðar þekkt sem Grafarnes. Þar átti hann sumarheimili að Grundargötu 21 til ársins 1970, þegar hann varð fyrir alvarlegu slysi og lá 31 dag á sjúkrahúsinu í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]].
Ásgeir stundaði knattspyrnu fram á miðjan aldur, en eftir hjartastopp um fertugt glímdi hann við hjartavandamál. Hann náði bata og tók árið 1999 við sem framkvæmdastjóri Hjartaheilla, þar sem hann starfaði til 2021. Í kjölfar starfsloka hóf hann að mála myndir og vinna með leyserskurð.
== Fjölskylda ==
Ásgeir á fimm börn og hefur tekið virkan þátt í fjölskyldulífinu þeirra. Sonur hans, Ásgeir Bjarni (f. 1974), er húsasmiður og á þrjú börn. Ágúst (f. 1978, d. 2018), var virkur í veitingarekstri í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]] og á fjögur börn. Elísabet Ósk (f. 1988) á þrjú börn. Guðný Sæbjörg (f. 1989) býr með fjölskyldu sinni í Seljahverfinu og á fjögur börn. Yngsta dóttir hans, Ásdís (f. 1991), er fötluð og býr í eigin íbúð í [[Reykjavík]].
== Skapandi störf ==
Eftir starfslok hefur Ásgeir helgað tíma sínum myndlist og leyserskurði. Hann lítur á það sem leið til að halda sér virkum líkamlega og andlega.
== Tenglar ==
* [https://hjartaheill.is Hjartaheill – opinber vefsíða]
* [https://www.facebook.com/thorartist.is Thor artist á Facebook]
* [https://www.instagram.com/thorartist.is Thor artist á Instagram]
* [https://www.thorartist.is Opinber heimasíða Thor artist] ''(ef til er)''
ox7pil3lhwgxnkg9debz3t2nh88toqa
Notandi:Thor artist
2
186809
1921671
2025-06-26T21:57:39Z
Thor artist
105466
Bjó til síðu með „{{Infobox manneskja|nafn=Ásgeir Þór Árnason|mynd=|myndstærð=|myndtexti=|fæðingarnafn=Ásgeir Þór Árnason|fæðingardagur={{fæðingardagur og aldur|1956|5|14}}|fæðingarstaður=Reykjavík, [[Ísland]]|starfsgrein=Húsasmiður, framkvæmdastjóri, myndlistarmaður|þekkt(ur) fyrir=Framkvæmdastjórn [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], skapandi starf og samfélagsleg þátttaka|börn=5}} '''Ásgeir Þór Árnason''' (fæddur 14. maí 1956) er íslenskur húsa...“
1921671
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox manneskja|nafn=Ásgeir Þór Árnason|mynd=|myndstærð=|myndtexti=|fæðingarnafn=Ásgeir Þór Árnason|fæðingardagur={{fæðingardagur og aldur|1956|5|14}}|fæðingarstaður=Reykjavík, [[Ísland]]|starfsgrein=Húsasmiður, framkvæmdastjóri, myndlistarmaður|þekkt(ur) fyrir=Framkvæmdastjórn [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], skapandi starf og samfélagsleg þátttaka|börn=5}}
'''Ásgeir Þór Árnason''' (fæddur 14. maí 1956) er íslenskur húsasmíðameistari og fyrrverandi framkvæmdastjóri [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], landssamtaka hjartasjúklinga. Hann starfaði að málefnum hjartasjúklinga um tveggja áratuga skeið og hefur einnig sinnt myndlist og leyserskurði eftir starfslok.
== Ævi og störf ==
Ásgeir fæddist á [[Landspítali|Landspítalanum]] við Hringbraut og ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ásdís Ásgeirsdóttir og Árni Jóhannes Hallgrímsson. Hann lauk landsprófi frá [[Vogaskóli|Vogaskóla]] og útskrifaðist úr [[Iðnskólinn í Reykjavík|Iðnskólanum í Reykjavík]] árið 1976 sem húsasmiður.
Í æsku dvaldi hann á sumrin í [[Grundarfjörður|Grundarfirði]], þar sem fjölskylda hans hafði rætur. Faðir hans fæddist á Látravík í [[Eyrarsveit]] og móðir hans á Fornu Grund (síðar Grafarnes). Þar átti hann sumarheimili að Grundargötu 21, en árið 1970 lenti hann í alvarlegu slysi og dvaldi á sjúkrahúsi í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]].
Hann stundaði knattspyrnu þar til hann varð fyrir hjartastoppi á fjórða áratugnum og glímdi við hjartavandamál. Árið 1999 hóf hann störf sem framkvæmdastjóri Hjartaheilla og starfaði þar til ársins 2021.
Síðan þá hefur hann helgað sér myndlist og leyserskurði.
== Fjölskylda ==
Ásgeir á fimm börn: Ásgeir Bjarna (f. 1974), sem er húsasmiður; Ágúst (f. 1978, d. 2018), sem var virkur í veitingarekstri í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]]; og dætur sínar Elísabetu Ósk (f. 1988), Guðnýju Sæbjörgu (f. 1989), og Ásdísi (f. 1991), sem býr sjálfstætt í [[Reykjavík]]. Hann á að minnsta kosti átta barnabörn.
== Skapandi störf ==
Ásgeir hefur helgað tíma sínum myndlist og leyserskurði eftir starfslok. Hann hefur lýst þessu sem mikilvægu hlutverki í andlegri og líkamlegri vellíðan sinni.
== Tilvísanir ==
<references />
== Tenglar ==
* [https://hjartaheill.is Hjartaheill – opinber vefsíða]
== Tenglar ==
* [https://hjartaheill.is Hjartaheill – opinber vefsíða]
* [https://www.facebook.com/thorartist.is Thor artist á Facebook]
* [https://www.instagram.com/thorartist.is Thor artist á Instagram]
* [https://www.thorartist.is Opinber heimasíða Thor artist]
jaobs52jnbohewfpp2bt06vxvc7h97f
1921672
1921671
2025-06-26T22:00:05Z
Thor artist
105466
1921672
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox manneskja|nafn=Ásgeir Þór Árnason|mynd=|myndstærð=|myndtexti=|fæðingarnafn=Ásgeir Þór Árnason|fæðingardagur={{fæðingardagur og aldur|1956|5|14}}|fæðingarstaður=Reykjavík, [[Ísland]]|starfsgrein=Húsasmiður, framkvæmdastjóri, myndlistarmaður|þekkt(ur) fyrir=Framkvæmdastjórn [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], skapandi starf og samfélagsleg þátttaka|börn=5}}
'''Ásgeir Þór Árnason''' (fæddur 14. maí 1956) er íslenskur húsasmíðameistari og fyrrverandi framkvæmdastjóri [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], landssamtaka hjartasjúklinga. Hann starfaði að málefnum hjartasjúklinga um tveggja áratuga skeið og hefur einnig sinnt myndlist og leyserskurði eftir starfslok.
== Ævi og störf ==
Ásgeir fæddist á [[Landspítali|Landspítalanum]] við Hringbraut og ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ásdís Ásgeirsdóttir og Árni Jóhannes Hallgrímsson. Hann lauk landsprófi frá [[Vogaskóli|Vogaskóla]] og útskrifaðist úr [[Iðnskólinn í Reykjavík|Iðnskólanum í Reykjavík]] árið 1976 sem húsasmiður.
Í æsku dvaldi hann á sumrin í [[Grundarfjörður|Grundarfirði]], þar sem fjölskylda hans hafði rætur. Faðir hans fæddist á Látravík í [[Eyrarsveit]] og móðir hans á Fornu Grund (síðar Grafarnes). Þar átti hann sumarheimili að Grundargötu 21, en árið 1970 lenti hann í alvarlegu slysi og dvaldi á sjúkrahúsi í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]].
Hann stundaði knattspyrnu þar til hann varð fyrir hjartastoppi á fjórða áratugnum og glímdi við hjartavandamál. Árið 1999 hóf hann störf sem framkvæmdastjóri Hjartaheilla og starfaði þar til ársins 2021.
Síðan þá hefur hann helgað sér myndlist og leyserskurði.
== Fjölskylda ==
Ásgeir á fimm börn: Ásgeir Bjarna (f. 1974), sem er húsasmiður; Ágúst (f. 1978, d. 2018), sem var virkur í veitingarekstri í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]]; og dætur sínar Elísabetu Ósk (f. 1988), Guðnýju Sæbjörgu (f. 1989), og Ásdísi (f. 1991), sem býr sjálfstætt í [[Reykjavík]]. Hann á fjórtán barnabörn og fjögur langafabörn.
== Skapandi störf ==
Ásgeir hefur helgað tíma sínum myndlist og leyserskurði eftir starfslok. Hann hefur lýst þessu sem mikilvægu hlutverki í andlegri og líkamlegri vellíðan sinni.
== Tilvísanir ==
<references />
== Tenglar ==
* [https://hjartaheill.is Hjartaheill – opinber vefsíða]
== Tenglar ==
* [https://hjartaheill.is Hjartaheill – opinber vefsíða]
* [https://www.facebook.com/thorartist.is Thor artist á Facebook]
* [https://www.instagram.com/thorartist.is Thor artist á Instagram]
* [https://www.thorartist.is Opinber heimasíða Thor artist]
axxbw0hdbw66e9rr7mf571hmo5qyoac
1921674
1921672
2025-06-26T22:01:19Z
Thor artist
105466
1921674
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox manneskja|nafn=Ásgeir Þór Árnason|mynd=|myndstærð=|myndtexti=|fæðingarnafn=Ásgeir Þór Árnason|fæðingardagur={{fæðingardagur og aldur|1956|5|14}}|fæðingarstaður=Reykjavík, [[Ísland]]|starfsgrein=Húsasmiður, framkvæmdastjóri, myndlistarmaður|þekkt(ur) fyrir=Framkvæmdastjórn [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], skapandi starf og samfélagsleg þátttaka|börn=5}}
'''Ásgeir Þór Árnason''' (fæddur 14. maí 1956) er íslenskur húsasmíðameistari og fyrrverandi framkvæmdastjóri [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], landssamtaka hjartasjúklinga. Hann starfaði að málefnum hjartasjúklinga um tveggja áratuga skeið og hefur einnig sinnt myndlist og leyserskurði eftir starfslok.
== Ævi og störf ==
Ásgeir fæddist á [[Landspítali|Landspítalanum]] við Hringbraut og ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ásdís Ásgeirsdóttir og Árni Jóhannes Hallgrímsson. Hann lauk landsprófi frá [[Vogaskóli|Vogaskóla]] og útskrifaðist úr [[Iðnskólinn í Reykjavík|Iðnskólanum í Reykjavík]] árið 1976 sem húsasmiður.
Í æsku dvaldi hann á sumrin í [[Grundarfjörður|Grundarfirði]], þar sem fjölskylda hans hafði rætur. Faðir hans fæddist á Látravík í [[Eyrarsveit]] og móðir hans á Fornu Grund (síðar Grafarnes). Þar átti hann sumarheimili að Grundargötu 21, en árið 1970 lenti hann í alvarlegu slysi og dvaldi á sjúkrahúsi í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]].
Hann stundaði knattspyrnu þar til hann varð fyrir hjartastoppi á fjórða áratugnum og glímdi við hjartavandamál. Árið 1999 hóf hann störf sem framkvæmdastjóri Hjartaheilla og starfaði þar til ársins 2021.
Síðan þá hefur hann helgað sér myndlist og leyserskurði.
== Fjölskylda ==
Ásgeir á fimm börn: Ásgeir Bjarna (f. 1974), sem er húsasmiður; Ágúst (f. 1978, d. 2018), sem var virkur í veitingarekstri í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]]; og dætur sínar Elísabetu Ósk (f. 1988), Guðnýju Sæbjörgu (f. 1989), og Ásdísi (f. 1991), sem býr sjálfstætt í [[Reykjavík]]. Hann á fjórtán barnabörn og fjögur langafabörn.
== Skapandi störf ==
Ásgeir hefur helgað tíma sínum myndlist og leyserskurði eftir starfslok. Hann hefur lýst þessu sem mikilvægu hlutverki í andlegri og líkamlegri vellíðan sinni.
== Tilvísanir ==
<references />
*
== Tenglar ==
* [https://hjartaheill.is Hjartaheill – opinber vefsíða]
* [https://www.facebook.com/thorartist.is Thor artist á Facebook]
* [https://www.instagram.com/thorartist.is Thor artist á Instagram]
* [https://www.thorartist.is Opinber heimasíða Thor artist]
9cptm2a3ouz3p8zkeu0eixu7fb6pcnw
1921678
1921674
2025-06-26T22:09:03Z
Thor artist
105466
1921678
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox manneskja|nafn=Ásgeir Þór Árnason|mynd=|myndstærð=|myndtexti=|fæðingarnafn=Ásgeir Þór Árnason|fæðingardagur={{fæðingardagur og aldur|1956|5|14}}|fæðingarstaður=Reykjavík, [[Ísland]]|starfsgrein=Húsasmiður, framkvæmdastjóri, myndlistarmaður|þekkt(ur) fyrir=Framkvæmdastjórn [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], skapandi starf og samfélagsleg þátttaka|börn=5}}
'''Ásgeir Þór Árnason''' (fæddur 14. maí 1956) er íslenskur húsasmíðameistari og fyrrverandi framkvæmdastjóri [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], landssamtaka hjartasjúklinga. Hann starfaði að málefnum hjartasjúklinga um tveggja áratuga skeið og hefur einnig sinnt myndlist og leyserskurði eftir starfslok.
== Ævi og störf ==
Ásgeir fæddist á [[Landspítali|Landspítalanum]] við Hringbraut og ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ásdís Ásgeirsdóttir og Árni Jóhannes Hallgrímsson. Hann lauk landsprófi frá [[Vogaskóli|Vogaskóla]] og útskrifaðist úr [[Iðnskólinn í Reykjavík|Iðnskólanum í Reykjavík]] árið 1976 sem húsasmiður.
Í æsku dvaldi hann á sumrin í [[Grundarfjörður|Grundarfirði]], þar sem fjölskylda hans hafði rætur. Faðir hans fæddist á Látravík í [[Eyrarsveit]] og móðir hans á Fornu Grund (síðar Grafarnes). Þar átti hann sumarheimili að Grundargötu 21, en árið 1970 lenti hann í alvarlegu slysi og dvaldi á sjúkrahúsi í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]].
Hann stundaði knattspyrnu þar til hann varð fyrir hjartastoppi á fjórða áratugnum og glímdi við hjartavandamál. Árið 1999 hóf hann störf sem framkvæmdastjóri Hjartaheilla og starfaði þar til ársins 2021.
Síðan þá hefur hann helgað sér myndlist og leyserskurði.
== Fjölskylda ==
Ásgeir á fimm börn: Ásgeir Bjarna (f. 1974), sem er húsasmiður; Ágúst (f. 1978, d. 2018), sem var virkur í veitingarekstri í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]]; og dætur sínar Elísabetu Ósk (f. 1988), Guðnýju Sæbjörgu (f. 1989), og Ásdísi (f. 1991), sem býr sjálfstætt í [[Reykjavík]]. Hann á fjórtán barnabörn og fjögur langafabörn.
== Skapandi störf ==
Ásgeir hefur helgað tíma sínum myndlist og leyserskurði eftir starfslok. Hann hefur lýst þessu sem mikilvægu hlutverki í andlegri og líkamlegri vellíðan sinni.
== Tilvísanir ==
<references />
*
== Tenglar ==
* [https://hjartaheill.is Hjartaheill – opinber vefsíða]
* [https://www.facebook.com/thorartist.is Thor artist á Facebook]
* [https://www.instagram.com/thorartist.is Thor artist á Instagram]
* Opinber heimasíða Thor artist
23mq3rmtyrr33f949wz7jqy3c12p0e5
1921679
1921678
2025-06-26T22:09:24Z
Thor artist
105466
1921679
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox manneskja|nafn=Ásgeir Þór Árnason|mynd=|myndstærð=|myndtexti=|fæðingarnafn=Ásgeir Þór Árnason|fæðingardagur={{fæðingardagur og aldur|1956|5|14}}|fæðingarstaður=Reykjavík, [[Ísland]]|starfsgrein=Húsasmiður, framkvæmdastjóri, myndlistarmaður|þekkt(ur) fyrir=Framkvæmdastjórn [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], skapandi starf og samfélagsleg þátttaka|börn=5}}
'''Ásgeir Þór Árnason''' (fæddur 14. maí 1956) er íslenskur húsasmíðameistari og fyrrverandi framkvæmdastjóri [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], landssamtaka hjartasjúklinga. Hann starfaði að málefnum hjartasjúklinga um tveggja áratuga skeið og hefur einnig sinnt myndlist og leyserskurði eftir starfslok.
== Ævi og störf ==
Ásgeir fæddist á [[Landspítali|Landspítalanum]] við Hringbraut og ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ásdís Ásgeirsdóttir og Árni Jóhannes Hallgrímsson. Hann lauk landsprófi frá [[Vogaskóli|Vogaskóla]] og útskrifaðist úr [[Iðnskólinn í Reykjavík|Iðnskólanum í Reykjavík]] árið 1976 sem húsasmiður.
Í æsku dvaldi hann á sumrin í [[Grundarfjörður|Grundarfirði]], þar sem fjölskylda hans hafði rætur. Faðir hans fæddist á Látravík í [[Eyrarsveit]] og móðir hans á Fornu Grund (síðar Grafarnes). Þar átti hann sumarheimili að Grundargötu 21, en árið 1970 lenti hann í alvarlegu slysi og dvaldi á sjúkrahúsi í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]].
Hann stundaði knattspyrnu þar til hann varð fyrir hjartastoppi á fjórða áratugnum og glímdi við hjartavandamál. Árið 1999 hóf hann störf sem framkvæmdastjóri Hjartaheilla og starfaði þar til ársins 2021.
Síðan þá hefur hann helgað sér myndlist og leyserskurði.
== Fjölskylda ==
Ásgeir á fimm börn: Ásgeir Bjarna (f. 1974), sem er húsasmiður; Ágúst (f. 1978, d. 2018), sem var virkur í veitingarekstri í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]]; og dætur sínar Elísabetu Ósk (f. 1988), Guðnýju Sæbjörgu (f. 1989), og Ásdísi (f. 1991), sem býr sjálfstætt í [[Reykjavík]]. Hann á fjórtán barnabörn og fjögur langafabörn.
== Skapandi störf ==
Ásgeir hefur helgað tíma sínum myndlist og leyserskurði eftir starfslok. Hann hefur lýst þessu sem mikilvægu hlutverki í andlegri og líkamlegri vellíðan sinni.
== Tilvísanir ==
<references />
*
== Tenglar ==
* [https://hjartaheill.is Hjartaheill – opinber vefsíða]
* [https://www.facebook.com/thorartist.is Thor artist á Facebook]
* [https://www.instagram.com/thorartist.is Thor artist á Instagram]
juy1bmpj5wsqbc9ayaia6cpfpp9y84s
1921680
1921679
2025-06-26T22:20:11Z
Thor artist
105466
1921680
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox manneskja|nafn=Ásgeir Þór Árnason|mynd=|myndstærð=|myndtexti=|fæðingarnafn=Ásgeir Þór Árnason|fæðingardagur={{fæðingardagur og aldur|1956|5|14}}|fæðingarstaður=Reykjavík, [[Ísland]]|starfsgrein=Húsasmiður, framkvæmdastjóri, myndlistarmaður|þekkt(ur) fyrir=Framkvæmdastjórn [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], skapandi starf og samfélagsleg þátttaka|börn=5}}
'''Ásgeir Þór Árnason''' (fæddur 14. maí 1956) er íslenskur húsasmíðameistari og fyrrverandi framkvæmdastjóri [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], landssamtaka hjartasjúklinga. Hann starfaði að málefnum hjartasjúklinga um tveggja áratuga skeið og hefur einnig sinnt myndlist og leyserskurði eftir starfslok.
== Ævi og störf ==
Ásgeir fæddist á [[Landspítali|Landspítalanum]] við Hringbraut og ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ásdís Ásgeirsdóttir og Árni Jóhannes Hallgrímsson. Hann lauk landsprófi frá [[Vogaskóli|Vogaskóla]] og útskrifaðist úr [[Iðnskólinn í Reykjavík|Iðnskólanum í Reykjavík]] árið 1976 sem húsasmiður.
Í æsku dvaldi hann á sumrin í [[Grundarfjörður|Grundarfirði]], þar sem fjölskylda hans hafði rætur. Faðir hans fæddist á Látravík í [[Eyrarsveit]] og móðir hans á Fornu Grund (síðar Grafarnes). Þar átti hann sumarheimili að Grundargötu 21, en árið 1970 lenti hann í alvarlegu slysi og dvaldi á sjúkrahúsi í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]].
Hann stundaði knattspyrnu þar til hann varð fyrir hjartastoppi á fjórða áratugnum og glímdi við hjartavandamál. Árið 1999 hóf hann störf sem framkvæmdastjóri Hjartaheilla og starfaði þar til ársins 2021.
Síðan þá hefur hann helgað sér myndlist og leyserskurði.
== Fjölskylda ==
Ásgeir á fimm börn: Ásgeir Bjarna (f. 1974), sem er húsasmiður; Ágúst (f. 1978, d. 2018), sem var virkur í veitingarekstri í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]]; og dætur sínar Elísabetu Ósk (f. 1988), Guðnýju Sæbjörgu (f. 1989), og Ásdísi (f. 1991), sem býr sjálfstætt í [[Reykjavík]]. Hann á fjórtán barnabörn og fjögur langafabörn.
== Skapandi störf ==
Ásgeir hefur helgað tíma sínum myndlist og leyserskurði eftir starfslok. Hann hefur lýst þessu sem mikilvægu hlutverki í andlegri og líkamlegri vellíðan sinni.
---
Thor artist – Myndlist með hjartað í forgrunni
Thor artist, listamannsnafn Ásgeirs Þórs Árnasonar, sameinar lífsreynslu, náttúrutengingu og djúpa innri sýn í verkum sem tala beint til tilfinninga fólks. Eftir áratugi í samfélagsþjónustu og persónulega baráttu við erfið veikindi, sneri hann sér að myndlist og leyserskurði sem leið til að miðla – og vinna – bæði styrk og næmni lífsins.
Verk Thor artist einkennast af hreinum línum, birtuskiptum og táknrænni nálgun sem endurspegla bæði fortíð og framtíð. Þar má finna enduróm frá náttúru Vesturlands, sjávarrótum í Eyrarsveit og minningum um heitasta glóð og kaldasta sjó. Litaval hans og form gefa til kynna bæði sársauka og bata, minningar og endurnýjun – oft undir merkjum hjartans, lífsorkunnar og tengsla.
Hvort sem hann vinnur með leyserskurði, blönduðum miðlum eða málningu, sækir Thor artist innblástur í sjálft lífið – í fjölskylduna, upprunann og þögnina sem myndlistin fyllir af merkingu.
== Tilvísanir ==
<references />
*
== Tenglar ==
* [https://hjartaheill.is Hjartaheill – opinber vefsíða]
* [https://www.facebook.com/thorartist.is Thor artist á Facebook]
* [https://www.instagram.com/thorartist.is Thor artist á Instagram]
7agh51kuvp3xjchmiuvcc2zzsb9i80h
1921682
1921680
2025-06-26T22:25:08Z
Thor artist
105466
1921682
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox manneskja|nafn=Ásgeir Þór Árnason|mynd=|myndstærð=|myndtexti=|fæðingarnafn=Ásgeir Þór Árnason|fæðingardagur={{fæðingardagur og aldur|1956|5|14}}|fæðingarstaður=Reykjavík, [[Ísland]]|starfsgrein=Húsasmiður, framkvæmdastjóri, myndlistarmaður|þekkt(ur) fyrir=Framkvæmdastjórn [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], skapandi starf og samfélagsleg þátttaka|börn=5}}
'''Ásgeir Þór Árnason''' (fæddur 14. maí 1956) er íslenskur húsasmíðameistari og fyrrverandi framkvæmdastjóri [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], landssamtaka hjartasjúklinga. Hann starfaði að málefnum hjartasjúklinga um tveggja áratuga skeið og hefur einnig sinnt myndlist og leyserskurði eftir starfslok.
== Ævi og störf ==
Ásgeir fæddist á [[Landspítali|Landspítalanum]] við Hringbraut og ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ásdís Ásgeirsdóttir og Árni Jóhannes Hallgrímsson. Hann lauk landsprófi frá [[Vogaskóli|Vogaskóla]] og útskrifaðist úr [[Iðnskólinn í Reykjavík|Iðnskólanum í Reykjavík]] árið 1976 sem húsasmiður.
Í æsku dvaldi hann á sumrin í [[Grundarfjörður|Grundarfirði]], þar sem fjölskylda hans hafði rætur. Faðir hans fæddist á Látravík í [[Eyrarsveit]] og móðir hans á Fornu Grund (síðar Grafarnes). Þar átti hann sumarheimili að Grundargötu 21, en árið 1970 lenti hann í alvarlegu slysi og dvaldi á sjúkrahúsi í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]].
Hann stundaði knattspyrnu þar til hann varð fyrir hjartastoppi á fjórða áratugnum og glímdi við hjartavandamál. Árið 1999 hóf hann störf sem framkvæmdastjóri Hjartaheilla og starfaði þar til ársins 2021.
Síðan þá hefur hann helgað sér myndlist og leyserskurði.
== Fjölskylda ==
Ásgeir á fimm börn: Ásgeir Bjarna (f. 1974), sem er húsasmiður; Ágúst (f. 1978, d. 2018), sem var virkur í veitingarekstri í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]]; og dætur sínar Elísabetu Ósk (f. 1988), Guðnýju Sæbjörgu (f. 1989), og Ásdísi (f. 1991), sem býr sjálfstætt í [[Reykjavík]]. Hann á fjórtán barnabörn og fjögur langafabörn.
== Skapandi störf ==
Ásgeir hefur helgað tíma sínum myndlist og leyserskurði eftir starfslok. Hann hefur lýst þessu sem mikilvægu hlutverki í andlegri og líkamlegri vellíðan sinni.
---
Thor artist – Myndlist með hjartað í forgrunni
Thor artist, listamannsnafn Ásgeirs Þórs Árnasonar, sameinar lífsreynslu, náttúrutengingu og djúpa innri sýn í verkum sem tala beint til tilfinninga fólks. Eftir áratugi í samfélagsþjónustu og persónulega baráttu við erfið veikindi, sneri hann sér að myndlist og leyserskurði sem leið til að miðla – og vinna – bæði styrk og næmni lífsins.
Verk Thor artist einkennast af hreinum línum, birtuskiptum og táknrænni nálgun sem endurspegla bæði fortíð og framtíð. Þar má finna enduróm frá náttúru Vesturlands, sjávarrótum í Eyrarsveit og minningum um heitasta glóð og kaldasta sjó. Litaval hans og form gefa til kynna bæði sársauka og bata, minningar og endurnýjun – oft undir merkjum hjartans, lífsorkunnar og tengsla.
Hvort sem hann vinnur með leyserskurði, blönduðum miðlum eða málningu, sækir Thor artist innblástur í sjálft lífið – í fjölskylduna, upprunann og þögnina sem myndlistin fyllir af merkingu.
== Tilvísanir ==
<references />
*
== Tenglar ==
* [https://hjartaheill.is Hjartaheill – opinber vefsíða]
* [https://www.facebook.com/thorartist.is Thor artist á Facebook]
* [https://www.instagram.com/thorartist.is Thor artist á Instagram]
* Instagram @geiri1956
52sgl662s5x0y9b7ar7l1q41poeyslb
1921683
1921682
2025-06-26T22:27:02Z
Thor artist
105466
1921683
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox manneskja|nafn=Ásgeir Þór Árnason|mynd=|myndstærð=|myndtexti=|fæðingarnafn=Ásgeir Þór Árnason|fæðingardagur={{fæðingardagur og aldur|1956|5|14}}|fæðingarstaður=Reykjavík, [[Ísland]]|starfsgrein=Húsasmiður, framkvæmdastjóri, myndlistarmaður|þekkt(ur) fyrir=Framkvæmdastjórn [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], skapandi starf og samfélagsleg þátttaka|börn=5}}
'''Ásgeir Þór Árnason''' (fæddur 14. maí 1956) er íslenskur húsasmíðameistari og fyrrverandi framkvæmdastjóri [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], landssamtaka hjartasjúklinga. Hann starfaði að málefnum hjartasjúklinga um tveggja áratuga skeið og hefur einnig sinnt myndlist og leyserskurði eftir starfslok.
== Ævi og störf ==
Ásgeir fæddist á [[Landspítali|Landspítalanum]] við Hringbraut og ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ásdís Ásgeirsdóttir og Árni Jóhannes Hallgrímsson. Hann lauk landsprófi frá [[Vogaskóli|Vogaskóla]] og útskrifaðist úr [[Iðnskólinn í Reykjavík|Iðnskólanum í Reykjavík]] árið 1976 sem húsasmiður.
Í æsku dvaldi hann á sumrin í [[Grundarfjörður|Grundarfirði]], þar sem fjölskylda hans hafði rætur. Faðir hans fæddist á Látravík í [[Eyrarsveit]] og móðir hans á Fornu Grund (síðar Grafarnes). Þar átti hann sumarheimili að Grundargötu 21, en árið 1970 lenti hann í alvarlegu slysi og dvaldi á sjúkrahúsi í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]].
Hann stundaði knattspyrnu þar til hann varð fyrir hjartastoppi á fjórða áratugnum og glímdi við hjartavandamál. Árið 1999 hóf hann störf sem framkvæmdastjóri Hjartaheilla og starfaði þar til ársins 2021.
Síðan þá hefur hann helgað sér myndlist og leyserskurði.
== Fjölskylda ==
Ásgeir á fimm börn: Ásgeir Bjarna (f. 1974), sem er húsasmiður; Ágúst (f. 1978, d. 2018), sem var virkur í veitingarekstri í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]]; og dætur sínar Elísabetu Ósk (f. 1988), Guðnýju Sæbjörgu (f. 1989), og Ásdísi (f. 1991), sem býr sjálfstætt í [[Reykjavík]]. Hann á fjórtán barnabörn og fjögur langafabörn.
== Skapandi störf ==
Ásgeir hefur helgað tíma sínum myndlist og leyserskurði eftir starfslok. Hann hefur lýst þessu sem mikilvægu hlutverki í andlegri og líkamlegri vellíðan sinni.
---
Thor artist – Myndlist með hjartað í forgrunni
Thor artist, listamannsnafn Ásgeirs Þórs Árnasonar, sameinar lífsreynslu, náttúrutengingu og djúpa innri sýn í verkum sem tala beint til tilfinninga fólks. Eftir áratugi í samfélagsþjónustu og persónulega baráttu við erfið veikindi, sneri hann sér að myndlist og leyserskurði sem leið til að miðla – og vinna – bæði styrk og næmni lífsins.
Verk Thor artist einkennast af hreinum línum, birtuskiptum og táknrænni nálgun sem endurspegla bæði fortíð og framtíð. Þar má finna enduróm frá náttúru Vesturlands, sjávarrótum í Eyrarsveit og minningum um heitasta glóð og kaldasta sjó. Litaval hans og form gefa til kynna bæði sársauka og bata, minningar og endurnýjun – oft undir merkjum hjartans, lífsorkunnar og tengsla.
Hvort sem hann vinnur með leyserskurði, blönduðum miðlum eða málningu, sækir Thor artist innblástur í sjálft lífið – í fjölskylduna, upprunann og þögnina sem myndlistin fyllir af merkingu.
== Tilvísanir ==
<references />
*
== Tenglar ==
* [https://hjartaheill.is Hjartaheill – opinber vefsíða]
* [https://www.facebook.com/thorartist.is Thor artist á Facebook]
* [https://www.instagram.com/thorartist.is Thor artist á Instagram]
* Instagram @[[@geiri1956|geiri1956]]
0wusd6iqo1rtpbe0izunx6u6jm698sr
1921684
1921683
2025-06-26T22:27:38Z
Thor artist
105466
1921684
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox manneskja|nafn=Ásgeir Þór Árnason|mynd=|myndstærð=|myndtexti=|fæðingarnafn=Ásgeir Þór Árnason|fæðingardagur={{fæðingardagur og aldur|1956|5|14}}|fæðingarstaður=Reykjavík, [[Ísland]]|starfsgrein=Húsasmiður, framkvæmdastjóri, myndlistarmaður|þekkt(ur) fyrir=Framkvæmdastjórn [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], skapandi starf og samfélagsleg þátttaka|börn=5}}
'''Ásgeir Þór Árnason''' (fæddur 14. maí 1956) er íslenskur húsasmíðameistari og fyrrverandi framkvæmdastjóri [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], landssamtaka hjartasjúklinga. Hann starfaði að málefnum hjartasjúklinga um tveggja áratuga skeið og hefur einnig sinnt myndlist og leyserskurði eftir starfslok.
== Ævi og störf ==
Ásgeir fæddist á [[Landspítali|Landspítalanum]] við Hringbraut og ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ásdís Ásgeirsdóttir og Árni Jóhannes Hallgrímsson. Hann lauk landsprófi frá [[Vogaskóli|Vogaskóla]] og útskrifaðist úr [[Iðnskólinn í Reykjavík|Iðnskólanum í Reykjavík]] árið 1976 sem húsasmiður.
Í æsku dvaldi hann á sumrin í [[Grundarfjörður|Grundarfirði]], þar sem fjölskylda hans hafði rætur. Faðir hans fæddist á Látravík í [[Eyrarsveit]] og móðir hans á Fornu Grund (síðar Grafarnes). Þar átti hann sumarheimili að Grundargötu 21, en árið 1970 lenti hann í alvarlegu slysi og dvaldi á sjúkrahúsi í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]].
Hann stundaði knattspyrnu þar til hann varð fyrir hjartastoppi á fjórða áratugnum og glímdi við hjartavandamál. Árið 1999 hóf hann störf sem framkvæmdastjóri Hjartaheilla og starfaði þar til ársins 2021.
Síðan þá hefur hann helgað sér myndlist og leyserskurði.
== Fjölskylda ==
Ásgeir á fimm börn: Ásgeir Bjarna (f. 1974), sem er húsasmiður; Ágúst (f. 1978, d. 2018), sem var virkur í veitingarekstri í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]]; og dætur sínar Elísabetu Ósk (f. 1988), Guðnýju Sæbjörgu (f. 1989), og Ásdísi (f. 1991), sem býr sjálfstætt í [[Reykjavík]]. Hann á fjórtán barnabörn og fjögur langafabörn.
== Skapandi störf ==
Ásgeir hefur helgað tíma sínum myndlist og leyserskurði eftir starfslok. Hann hefur lýst þessu sem mikilvægu hlutverki í andlegri og líkamlegri vellíðan sinni.
---
Thor artist – Myndlist með hjartað í forgrunni
Thor artist, listamannsnafn Ásgeirs Þórs Árnasonar, sameinar lífsreynslu, náttúrutengingu og djúpa innri sýn í verkum sem tala beint til tilfinninga fólks. Eftir áratugi í samfélagsþjónustu og persónulega baráttu við erfið veikindi, sneri hann sér að myndlist og leyserskurði sem leið til að miðla – og vinna – bæði styrk og næmni lífsins.
Verk Thor artist einkennast af hreinum línum, birtuskiptum og táknrænni nálgun sem endurspegla bæði fortíð og framtíð. Þar má finna enduróm frá náttúru Vesturlands, sjávarrótum í Eyrarsveit og minningum um heitasta glóð og kaldasta sjó. Litaval hans og form gefa til kynna bæði sársauka og bata, minningar og endurnýjun – oft undir merkjum hjartans, lífsorkunnar og tengsla.
Hvort sem hann vinnur með leyserskurði, blönduðum miðlum eða málningu, sækir Thor artist innblástur í sjálft lífið – í fjölskylduna, upprunann og þögnina sem myndlistin fyllir af merkingu.
== Tilvísanir ==
<references />
*
== Tenglar ==
* [https://hjartaheill.is Hjartaheill – opinber vefsíða]
* [https://www.facebook.com/thorartist.is Thor artist á Facebook]
* [https://www.instagram.com/thorartist.is Thor artist á Instagram]
7agh51kuvp3xjchmiuvcc2zzsb9i80h
1921685
1921684
2025-06-26T22:30:10Z
Thor artist
105466
1921685
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox manneskja|nafn=Ásgeir Þór Árnason|mynd=|myndstærð=|myndtexti=|fæðingarnafn=Ásgeir Þór Árnason|fæðingardagur={{fæðingardagur og aldur|1956|5|14}}|fæðingarstaður=Reykjavík, [[Ísland]]|starfsgrein=Húsasmiður, framkvæmdastjóri, myndlistarmaður|þekkt(ur) fyrir=Framkvæmdastjórn [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], skapandi starf og samfélagsleg þátttaka|börn=5}}
'''Ásgeir Þór Árnason''' (fæddur 14. maí 1956) er íslenskur húsasmíðameistari og fyrrverandi framkvæmdastjóri [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], landssamtaka hjartasjúklinga. Hann starfaði að málefnum hjartasjúklinga um tveggja áratuga skeið og hefur einnig sinnt myndlist og leyserskurði eftir starfslok.
== Ævi og störf ==
Ásgeir fæddist á [[Landspítali|Landspítalanum]] við Hringbraut og ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ásdís Ásgeirsdóttir og Árni Jóhannes Hallgrímsson. Hann lauk landsprófi frá [[Vogaskóli|Vogaskóla]] og útskrifaðist úr [[Iðnskólinn í Reykjavík|Iðnskólanum í Reykjavík]] árið 1976 sem húsasmiður.
Í æsku dvaldi hann á sumrin í [[Grundarfjörður|Grundarfirði]], þar sem fjölskylda hans hafði rætur. Faðir hans fæddist á Látravík í [[Eyrarsveit]] og móðir hans á Fornu Grund (síðar Grafarnes). Þar átti hann sumarheimili að Grundargötu 21, en árið 1970 lenti hann í alvarlegu slysi og dvaldi á sjúkrahúsi í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]].
Hann stundaði knattspyrnu þar til hann varð fyrir hjartastoppi á fjórða áratugnum og glímdi við hjartavandamál. Árið 1999 hóf hann störf sem framkvæmdastjóri Hjartaheilla og starfaði þar til ársins 2021.
Síðan þá hefur hann helgað sér myndlist og leyserskurði.
== Fjölskylda ==
Ásgeir á fimm börn: Ásgeir Bjarna (f. 1974), sem er húsasmiður; Ágúst (f. 1978, d. 2018), sem var virkur í veitingarekstri í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]]; og dætur sínar Elísabetu Ósk (f. 1988), Guðnýju Sæbjörgu (f. 1989), og Ásdísi (f. 1991), sem býr sjálfstætt í [[Reykjavík]]. Hann á fjórtán barnabörn og fjögur langafabörn.
== Skapandi störf ==
Ásgeir hefur helgað tíma sínum myndlist og leyserskurði eftir starfslok. Hann hefur lýst þessu sem mikilvægu hlutverki í andlegri og líkamlegri vellíðan sinni.
---
Thor artist – Myndlist með hjartað í forgrunni
Thor artist, listamannsnafn Ásgeirs Þórs Árnasonar, sameinar lífsreynslu, náttúrutengingu og djúpa innri sýn í verkum sem tala beint til tilfinninga fólks. Eftir áratugi í samfélagsþjónustu og persónulega baráttu við erfið veikindi, sneri hann sér að myndlist og leyserskurði sem leið til að miðla – og vinna – bæði styrk og næmni lífsins.
Verk Thor artist einkennast af hreinum línum, birtuskiptum og táknrænni nálgun sem endurspegla bæði fortíð og framtíð. Þar má finna enduróm frá náttúru Vesturlands, sjávarrótum í Eyrarsveit og minningum um heitasta glóð og kaldasta sjó. Litaval hans og form gefa til kynna bæði sársauka og bata, minningar og endurnýjun – oft undir merkjum hjartans, lífsorkunnar og tengsla.
Hvort sem hann vinnur með leyserskurði, blönduðum miðlum eða málningu, sækir Thor artist innblástur í sjálft lífið – í fjölskylduna, upprunann og þögnina sem myndlistin fyllir af merkingu.
== Tilvísanir ==
<references />
*
== Tenglar ==
* [https://hjartaheill.is Hjartaheill – opinber vefsíða]
* [https://www.facebook.com/thorartist.is Thor artist á Facebook]
* [https://www.instagram.com/thorartist.is Thor artist á Instagram]
* [https://www.facebook.com/asgeirthorarnason/ Facebook Ásgeir Þór Árnason]
qmalsd3f5oi8lhgppr0kpubd1dhpi7e
1921686
1921685
2025-06-26T22:38:30Z
Thor artist
105466
1921686
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox manneskja|nafn=Ásgeir Þór Árnason|mynd=|myndstærð=|myndtexti=|fæðingarnafn=Ásgeir Þór Árnason|fæðingardagur={{fæðingardagur og aldur|1956|5|14}}|fæðingarstaður=Reykjavík, [[Ísland]]|starfsgrein=Húsasmiður, framkvæmdastjóri, myndlistarmaður|þekkt(ur) fyrir=Framkvæmdastjórn [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], skapandi starf og samfélagsleg þátttaka|börn=5}}
'''Ásgeir Þór Árnason''' (fæddur 14. maí 1956) er íslenskur húsasmíðameistari og fyrrverandi framkvæmdastjóri [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], landssamtaka hjartasjúklinga. Hann starfaði að málefnum hjartasjúklinga um tveggja áratuga skeið og hefur einnig sinnt myndlist og leyserskurði eftir starfslok.
== Ævi og störf ==
Ásgeir fæddist á [[Landspítali|Landspítalanum]] við Hringbraut og ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ásdís Ásgeirsdóttir og Árni Jóhannes Hallgrímsson. Hann lauk landsprófi frá [[Vogaskóli|Vogaskóla]] og útskrifaðist úr [[Iðnskólinn í Reykjavík|Iðnskólanum í Reykjavík]] árið 1976 sem húsasmiður.
Í æsku dvaldi hann á sumrin í [[Grundarfjörður|Grundarfirði]], þar sem fjölskylda hans hafði rætur. Faðir hans fæddist á Látravík í [[Eyrarsveit]] og móðir hans á Fornu Grund (síðar Grafarnes). Þar átti hann sumarheimili að Grundargötu 21, en árið 1970 lenti hann í alvarlegu slysi og dvaldi á sjúkrahúsi í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]].
Hann stundaði knattspyrnu þar til hann varð fyrir hjartastoppi á fjórða áratugnum og glímdi við hjartavandamál. Árið 1999 hóf hann störf sem framkvæmdastjóri Hjartaheilla og starfaði þar til ársins 2021.
Síðan þá hefur hann helgað sér myndlist og leyserskurði.
== Fjölskylda ==
Ásgeir á fimm börn: Ásgeir Bjarna (f. 1974), sem er húsasmiður; Ágúst (f. 1978, d. 2018), sem var virkur í veitingarekstri í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]]; og dætur sínar Elísabetu Ósk (f. 1988), Guðnýju Sæbjörgu (f. 1989), og Ásdísi (f. 1991), sem býr sjálfstætt í [[Reykjavík]]. Hann á fjórtán barnabörn og fjögur langafabörn.
== Skapandi störf ==
Ásgeir hefur helgað tíma sínum myndlist og leyserskurði eftir starfslok. Hann hefur lýst þessu sem mikilvægu hlutverki í andlegri og líkamlegri vellíðan sinni.
---
Thor artist – Myndlist með hjartað í forgrunni
Thor artist, listamannsnafn Ásgeirs Þórs Árnasonar, sameinar lífsreynslu, náttúrutengingu og djúpa innri sýn í verkum sem tala beint til tilfinninga fólks. Eftir áratugi í samfélagsþjónustu og persónulega baráttu við erfið veikindi, sneri hann sér að myndlist og leyserskurði sem leið til að miðla – og vinna – bæði styrk og næmni lífsins.
Verk Thor artist einkennast af hreinum línum, birtuskiptum og táknrænni nálgun sem endurspegla bæði fortíð og framtíð. Þar má finna enduróm frá náttúru Vesturlands, sjávarrótum í Eyrarsveit og minningum um heitasta glóð og kaldasta sjó. Litaval hans og form gefa til kynna bæði sársauka og bata, minningar og endurnýjun – oft undir merkjum hjartans, lífsorkunnar og tengsla.
Hvort sem hann vinnur með leyserskurði, blönduðum miðlum eða málningu, sækir Thor artist innblástur í sjálft lífið – í fjölskylduna, upprunann og þögnina sem myndlistin fyllir af merkingu.
== Tilvísanir ==
<references />
*
== Tenglar ==
* [https://hjartaheill.is Hjartaheill – opinber vefsíða]
* [https://www.facebook.com/thorartist.is Thor artist á Facebook]
* [https://www.threads.com/@geiri1956?igshid=NTc4MTIwNjQ2YQ== Thor artist á Instagram]
* [https://www.facebook.com/asgeirthorarnason/ Facebook Ásgeir Þór Árnason]
6oojo32oel8c3fjgvocixvuh9hjhc8u
1921691
1921686
2025-06-26T22:57:38Z
Thor artist
105466
1921691
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox manneskja|nafn=Ásgeir Þór Árnason|mynd=|myndstærð=|myndtexti=|fæðingarnafn=Ásgeir Þór Árnason|fæðingardagur={{fæðingardagur og aldur|1956|5|14}}|fæðingarstaður=Reykjavík, [[Ísland]]|starfsgrein=Húsasmiður, framkvæmdastjóri, myndlistarmaður|þekkt(ur) fyrir=Framkvæmdastjórn [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], skapandi starf og samfélagsleg þátttaka|börn=5}}
'''Ásgeir Þór Árnason''' (fæddur 14. maí 1956) er íslenskur húsasmíðameistari og fyrrverandi framkvæmdastjóri [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], landssamtaka hjartasjúklinga. Hann starfaði að málefnum hjartasjúklinga um tveggja áratuga skeið og hefur einnig sinnt myndlist og leyserskurði eftir starfslok.
== Ævi og störf ==
Ásgeir fæddist á [[Landspítali|Landspítalanum]] við Hringbraut og ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ásdís Ásgeirsdóttir og Árni Jóhannes Hallgrímsson. Hann lauk landsprófi frá [[Vogaskóli|Vogaskóla]] og útskrifaðist úr [[Iðnskólinn í Reykjavík|Iðnskólanum í Reykjavík]] árið 1976 sem húsasmiður.
Í æsku dvaldi hann á sumrin í [[Grundarfjörður|Grundarfirði]], þar sem fjölskylda hans hafði rætur. Faðir hans fæddist á Látravík í [[Eyrarsveit]] og móðir hans á Fornu Grund (síðar Grafarnes). Þar átti hann sumarheimili að Grundargötu 21, en árið 1970 lenti hann í alvarlegu slysi og dvaldi á sjúkrahúsi í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]].
Hann stundaði knattspyrnu þar til hann varð fyrir hjartastoppi á fjórða áratugnum og glímdi við hjartavandamál. Árið 1999 hóf hann störf sem framkvæmdastjóri Hjartaheilla og starfaði þar til ársins 2021.
Síðan þá hefur hann helgað sér myndlist og leyserskurði.
== Fjölskylda ==
Ásgeir á fimm börn: Ásgeir Bjarna (f. 1974), sem er húsasmiður; Ágúst (f. 1978, d. 2018), sem var virkur í veitingarekstri í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]]; og dætur sínar Elísabetu Ósk (f. 1988), Guðnýju Sæbjörgu (f. 1989), og Ásdísi (f. 1991), sem býr sjálfstætt í [[Reykjavík]]. Hann á fjórtán barnabörn og fjögur langafabörn.
== Skapandi störf ==
Ásgeir hefur helgað tíma sínum myndlist og leyserskurði eftir starfslok. Hann hefur lýst þessu sem mikilvægu hlutverki í andlegri og líkamlegri vellíðan sinni.
---
Thor artist – Myndlist með hjartað í forgrunni
Thor artist, listamannsnafn Ásgeirs Þórs Árnasonar, sameinar lífsreynslu, náttúrutengingu og djúpa innri sýn í verkum sem tala beint til tilfinninga fólks. Eftir áratugi í samfélagsþjónustu og persónulega baráttu við erfið veikindi, sneri hann sér að myndlist og leyserskurði sem leið til að miðla – og vinna – bæði styrk og næmni lífsins.
Verk Thor artist einkennast af hreinum línum, birtuskiptum og táknrænni nálgun sem endurspegla bæði fortíð og framtíð. Þar má finna enduróm frá náttúru Vesturlands, sjávarrótum í Eyrarsveit og minningum um heitasta glóð og kaldasta sjó. Litaval hans og form gefa til kynna bæði sársauka og bata, minningar og endurnýjun – oft undir merkjum hjartans, lífsorkunnar og tengsla.
Hvort sem hann vinnur með leyserskurði, blönduðum miðlum eða málningu, sækir Thor artist innblástur í sjálft lífið – í fjölskylduna, upprunann og þögnina sem myndlistin fyllir af merkingu.
== Tilvísanir ==
<references />Ásgeir Þór Árnason, einnig þekktur undir listamannsnafninu Thor artist, er íslenskur listamaður og samfélagslegur talsmaður. Hann hefur vakið athygli fyrir innblásin listverk sín og opinskáa umfjöllun um eigin lífsreynslu, þar á meðal alvarleg veikindi og baráttu við hjartasjúkdóma. Eftir veikindin hefur hann beint kröftum sínum að listsköpun og verið virkur í umræðu um geðheilsu, heilbrigðismál og forvarnir.
Ásgeir stundaði nám hjá listamanninum og tónskáldinu Sigfúsi Halldórssyni, og hlaut nokkrar viðurkenningar á skólaárum sínum. Nokkur verka hans voru tekin og varðveitt af Sigfúsi og færð Langholtsskóla, þar sem þau prýddu – og að öllum líkindum enn prýða – veggi skólans.
Hann starfar einnig með góðgerðarsamtökunum Hjartaheill og nýtir eigin reynslu til að efla vitund um mikilvægi lífstíls, heilbrigðis og samfélagslegrar umhyggju.
== Tenglar ==
* [https://hjartaheill.is Hjartaheill – opinber vefsíða]
* [https://www.facebook.com/thorartist.is Thor artist á Facebook]
* [https://www.threads.com/@geiri1956?igshid=NTc4MTIwNjQ2YQ== Thor artist á Instagram]
* [https://www.facebook.com/asgeirthorarnason/ Facebook Ásgeir Þór Árnason]
nofxnh9q9j8c9v0vrlsl1vtpuf5a937
1921693
1921691
2025-06-26T22:59:48Z
Thor artist
105466
1921693
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox manneskja|nafn=Ásgeir Þór Árnason|mynd=|myndstærð=|myndtexti=|fæðingarnafn=Ásgeir Þór Árnason|fæðingardagur={{fæðingardagur og aldur|1956|5|14}}|fæðingarstaður=Reykjavík, [[Ísland]]|starfsgrein=Húsasmiður, framkvæmdastjóri, myndlistarmaður|þekkt(ur) fyrir=Framkvæmdastjórn [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], skapandi starf og samfélagsleg þátttaka|börn=5}}
'''Ásgeir Þór Árnason''' (fæddur 14. maí 1956) er íslenskur húsasmíðameistari og fyrrverandi framkvæmdastjóri [[Hjartaheill|Hjartaheilla]], landssamtaka hjartasjúklinga. Hann starfaði að málefnum hjartasjúklinga um tveggja áratuga skeið og hefur einnig sinnt myndlist og leyserskurði eftir starfslok.
== Ævi og störf ==
Ásgeir fæddist á [[Landspítali|Landspítalanum]] við Hringbraut og ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ásdís Ásgeirsdóttir og Árni Jóhannes Hallgrímsson. Hann lauk landsprófi frá [[Vogaskóli|Vogaskóla]] og útskrifaðist úr [[Iðnskólinn í Reykjavík|Iðnskólanum í Reykjavík]] árið 1976 sem húsasmiður.
Í æsku dvaldi hann á sumrin í [[Grundarfjörður|Grundarfirði]], þar sem fjölskylda hans hafði rætur. Faðir hans fæddist á Látravík í [[Eyrarsveit]] og móðir hans á Fornu Grund (síðar Grafarnes). Þar átti hann sumarheimili að Grundargötu 21, en árið 1970 lenti hann í alvarlegu slysi og dvaldi á sjúkrahúsi í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]].
Hann stundaði knattspyrnu þar til hann varð fyrir hjartastoppi á fjórða áratugnum og glímdi við hjartavandamál. Árið 1999 hóf hann störf sem framkvæmdastjóri Hjartaheilla og starfaði þar til ársins 2021.
Síðan þá hefur hann helgað sér myndlist og leyserskurði.
== Fjölskylda ==
Ásgeir á fimm börn: Ásgeir Bjarna (f. 1974), sem er húsasmiður; Ágúst (f. 1978, d. 2018), sem var virkur í veitingarekstri í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]]; og dætur sínar Elísabetu Ósk (f. 1988), Guðnýju Sæbjörgu (f. 1989), og Ásdísi (f. 1991), sem býr sjálfstætt í [[Reykjavík]]. Hann á fjórtán barnabörn og fjögur langafabörn.
== Skapandi störf ==
Ásgeir hefur helgað tíma sínum myndlist og leyserskurði eftir starfslok. Hann hefur lýst þessu sem mikilvægu hlutverki í andlegri og líkamlegri vellíðan sinni.
---
Thor artist – Myndlist með hjartað í forgrunni
Thor artist, listamannsnafn Ásgeirs Þórs Árnasonar, sameinar lífsreynslu, náttúrutengingu og djúpa innri sýn í verkum sem tala beint til tilfinninga fólks. Eftir áratugi í samfélagsþjónustu og persónulega baráttu við erfið veikindi, sneri hann sér að myndlist og leyserskurði sem leið til að miðla – og vinna – bæði styrk og næmni lífsins.
Verk Thor artist einkennast af hreinum línum, birtuskiptum og táknrænni nálgun sem endurspegla bæði fortíð og framtíð. Þar má finna enduróm frá náttúru Vesturlands, sjávarrótum í Eyrarsveit og minningum um heitasta glóð og kaldasta sjó. Litaval hans og form gefa til kynna bæði sársauka og bata, minningar og endurnýjun – oft undir merkjum hjartans, lífsorkunnar og tengsla.
Hvort sem hann vinnur með leyserskurði, blönduðum miðlum eða málningu, sækir Thor artist innblástur í sjálft lífið – í fjölskylduna, upprunann og þögnina sem myndlistin fyllir af merkingu.
== Tilvísanir ==
<references />Ásgeir Þór Árnason, einnig þekktur undir listamannsnafninu Thor artist, er íslenskur listamaður og samfélagslegur talsmaður. Hann hefur vakið athygli fyrir innblásin listverk sín og opinskáa umfjöllun um eigin lífsreynslu, þar á meðal alvarleg veikindi og baráttu við hjartasjúkdóma. Eftir veikindin hefur hann beint kröftum sínum að listsköpun og verið virkur í umræðu um geðheilsu, heilbrigðismál og forvarnir.
Ásgeir stundaði nám hjá listamanninum og tónskáldinu Sigfúsi Halldórssyni, og hlaut nokkrar viðurkenningar á skólaárum sínum. Nokkur verka hans voru tekin og varðveitt af Sigfúsi og færð Langholtsskóla, þar sem þau prýddu – og að öllum líkindum enn prýða – veggi skólans. [heimild vantar]
Hann starfar einnig með góðgerðarsamtökunum Hjartaheill og nýtir eigin reynslu til að efla vitund um mikilvægi lífstíls, heilbrigðis og samfélagslegrar umhyggju.
== Tenglar ==
* [https://hjartaheill.is Hjartaheill – opinber vefsíða]
* [https://www.facebook.com/thorartist.is Thor artist á Facebook]
* [https://www.threads.com/@geiri1956?igshid=NTc4MTIwNjQ2YQ== Thor artist á Instagram]
* [https://www.facebook.com/asgeirthorarnason/ Facebook Ásgeir Þór Árnason]
t9cgrdtd3prigmmkpglcf71zsj3093k
Gjögurtáarviti
0
186810
1921743
2025-06-27T08:55:56Z
Alvaldi
71791
Bjó til síðu með „'''Gjögurtáarviti''' er [[viti]] nyrst við austanverðan [[Eyjafjörður|Eyjafjörð]]. Núverandi viti, sem stendur í 28 metra hæð, var reistur árið 1970. Áður stóð þar viti sem byggður var 1965 en eyðilagðist í gassprengingu 2. ágúst 1969.<ref name="visir-2025-06-27">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252744157d/haetta-a-ad-gjogurtaarviti-falli-i-sjoinn|title=Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn|author=Magnús Jochum Pálsson|d...“
1921743
wikitext
text/x-wiki
'''Gjögurtáarviti''' er [[viti]] nyrst við austanverðan [[Eyjafjörður|Eyjafjörð]]. Núverandi viti, sem stendur í 28 metra hæð, var reistur árið 1970. Áður stóð þar viti sem byggður var 1965 en eyðilagðist í gassprengingu 2. ágúst 1969.<ref name="visir-2025-06-27">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252744157d/haetta-a-ad-gjogurtaarviti-falli-i-sjoinn|title=Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn|author=Magnús Jochum Pálsson|date=2025-06-27|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-27}}</ref>
Í júní 2025 var vitinn tekinn að halla talsvert vegna jarðvegsbreytinga og var talin hætta á að hann myndi falla í sjóinn.<ref name="visir-2025-06-27"/>
==Tilvísanir==
{{reflist}}
[[Flokkur:Byggt 1970]]
[[Flokkur:Vitar á Íslandi]]
0hpthlh18w5vezny6pmwatdhonpyri7
1921750
1921743
2025-06-27T09:20:19Z
Alvaldi
71791
Infobox, heimild
1921750
wikitext
text/x-wiki
{{Bygging
| name = Gjögurtáarviti
| address = [[Eyjafjörður]]
| image =
| year = 1970
| builder = Vita- og hafnarmálastjórn
| design =
| material = Trefjaplast á steyptum grunni
| preserved =
}}
'''Gjögurtáarviti''' er [[viti]] nyrst við austanverðan [[Eyjafjörður|Eyjafjörð]]. Núverandi viti, sem stendur í 28 metra hæð, var reistur árið 1970. Áður stóð þar viti sem byggður var 1965 en eyðilagðist í gassprengingu 2. ágúst 1969 með þeim afleiðingum að einn starfsmaður Vita- og hafnarmálastjórnar slasaðist alvarlega.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3229244?iabr=on#page/n15/mode/1up/|title=Blossinn skall í hakkann á mér|publisher=[[Vísir (dagblað)|Vísir]]|date=1969-08-05|access-date=2025-06-27|via=Tímarit.is}}{{open access}}</ref><ref name="visir-2025-06-27">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252744157d/haetta-a-ad-gjogurtaarviti-falli-i-sjoinn|title=Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn|author=Magnús Jochum Pálsson|date=2025-06-27|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-27}}</ref>
Í júní 2025 var vitinn tekinn að halla talsvert vegna jarðvegsbreytinga og var talin hætta á að hann myndi falla í sjóinn.<ref name="visir-2025-06-27"/>
==Tilvísanir==
{{reflist}}
[[Flokkur:Byggt 1970]]
[[Flokkur:Vitar á Íslandi]]
7yilhroj5b92fsduv7cdpoo5zyhdklu
1921766
1921750
2025-06-27T09:50:07Z
Akigka
183
1921766
wikitext
text/x-wiki
{{Bygging
| name = Gjögurtáarviti
| address = [[Eyjafjörður]]
| image =
| year = 1970
| builder = Vita- og hafnarmálastjórn
| design =
| material = Trefjaplast á steyptum grunni
| preserved =
}}
'''Gjögurtáarviti''' er [[viti]] nyrst við austanverðan [[Eyjafjörður|Eyjafjörð]]. Núverandi viti, sem stendur í 28 metra hæð, var reistur árið 1970. Áður stóð þar viti sem byggður var 1965 en eyðilagðist í gassprengingu 2. ágúst 1969 með þeim afleiðingum að einn starfsmaður Vita- og hafnarmálastjórnar slasaðist alvarlega.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3229244?iabr=on#page/n15/mode/1up/|title=Blossinn skall í hakkann á mér|publisher=[[Vísir (dagblað)|Vísir]]|date=1969-08-05|access-date=2025-06-27|via=Tímarit.is}}{{open access}}</ref><ref name="visir-2025-06-27">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252744157d/haetta-a-ad-gjogurtaarviti-falli-i-sjoinn|title=Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn|author=Magnús Jochum Pálsson|date=2025-06-27|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-27}}</ref>
Í júní 2025 var vitinn tekinn að halla talsvert vegna jarðvegsbreytinga og var talin hætta á að hann myndi falla í sjóinn.<ref name="visir-2025-06-27"/>
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{Vitar á Íslandi}}
[[Flokkur:Byggt 1970]]
[[Flokkur:Vitar á Íslandi]]
2zbup5lrmrvpgdyd6p3may4ohz4m1oo
1921767
1921766
2025-06-27T09:53:36Z
Akigka
183
1921767
wikitext
text/x-wiki
{{Bygging
| name = Gjögurtáarviti
| address = [[Eyjafjörður]]
| image = Mt_Gjogur.jpg
| year = 1970
| builder = Vita- og hafnarmálastjórn
| design =
| material = Trefjaplast á steyptum grunni
| preserved =
}}
'''Gjögurtáarviti''' er [[viti]] nyrst við austanverðan [[Eyjafjörður|Eyjafjörð]] á hrygg sem liggur út frá fjallinu [[Gjögur (S-Þingeyjarsýslu)|Gjögri]]. Núverandi viti, sem stendur í 28 metra hæð, var reistur árið 1970. Áður stóð þar viti sem byggður var 1965 en eyðilagðist í gassprengingu 2. ágúst 1969 með þeim afleiðingum að einn starfsmaður Vita- og hafnarmálastjórnar slasaðist alvarlega.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3229244?iabr=on#page/n15/mode/1up/|title=Blossinn skall í hakkann á mér|publisher=[[Vísir (dagblað)|Vísir]]|date=1969-08-05|access-date=2025-06-27|via=Tímarit.is}}{{open access}}</ref><ref name="visir-2025-06-27">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252744157d/haetta-a-ad-gjogurtaarviti-falli-i-sjoinn|title=Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn|author=Magnús Jochum Pálsson|date=2025-06-27|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-27}}</ref>
Í júní 2025 var vitinn tekinn að halla talsvert vegna jarðvegsbreytinga og var talin hætta á að hann myndi falla í sjóinn.<ref name="visir-2025-06-27"/>
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{Vitar á Íslandi}}
[[Flokkur:Byggt 1970]]
[[Flokkur:Vitar á Íslandi]]
thxo8b7n0cvljdqvu5j081192nhjj2a
1921768
1921767
2025-06-27T09:55:45Z
Akigka
183
1921768
wikitext
text/x-wiki
{{Bygging
| name = Gjögurtáarviti
| address = [[Eyjafjörður]]
| image = Mt_Gjogur.jpg
| year = 1970
| builder = Vita- og hafnarmálastjórn
| design =
| material = Trefjaplast á steyptum grunni
| preserved =
}}
'''Gjögurtáarviti''' er sívalur 4 metra hár [[viti]] nyrst við austanverðan [[Eyjafjörður|Eyjafjörð]] á hrygg sem liggur út frá fjallinu [[Gjögur (S-Þingeyjarsýslu)|Gjögri]]. Núverandi viti, sem stendur í 28 metra hæð, var reistur árið 1970. Áður stóð þar viti sem byggður var 1965 en eyðilagðist í gassprengingu 2. ágúst 1969 með þeim afleiðingum að einn starfsmaður Vita- og hafnarmálastjórnar slasaðist alvarlega.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3229244?iabr=on#page/n15/mode/1up/|title=Blossinn skall í hakkann á mér|publisher=[[Vísir (dagblað)|Vísir]]|date=1969-08-05|access-date=2025-06-27|via=Tímarit.is}}{{open access}}</ref><ref name="visir-2025-06-27">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252744157d/haetta-a-ad-gjogurtaarviti-falli-i-sjoinn|title=Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn|author=Magnús Jochum Pálsson|date=2025-06-27|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-27}}</ref>
Ljóseinkenni vitans er Fl(2)W 10s (tvö hvít blikkljós á 10 sekúndna fresti).
Í júní 2025 var vitinn tekinn að halla talsvert vegna jarðvegsbreytinga og var talin hætta á að hann myndi falla í sjóinn.<ref name="visir-2025-06-27"/>
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{Vitar á Íslandi}}
[[Flokkur:Byggt 1970]]
[[Flokkur:Vitar á Íslandi]]
kd2av7nja98yl8n7z1nefd4ukyk3ifs
1921770
1921768
2025-06-27T10:05:21Z
Akigka
183
1921770
wikitext
text/x-wiki
{{Bygging
| name = Gjögurtáarviti
| address = [[Eyjafjörður]]
| image = Mt_Gjogur.jpg
| year = 1970
| builder = Vita- og hafnarmálastjórn
| design =
| material = Trefjaplast á steyptum grunni
| preserved =
}}
'''Gjögurtáarviti''' er sívalur 4 metra hár [[viti]] nyrst við austanverðan [[Eyjafjörður|Eyjafjörð]] á hrygg sem liggur út frá fjallinu [[Gjögur (S-Þingeyjarsýslu)|Gjögri]]. Núverandi viti, sem stendur í 28 metra hæð, var reistur árið 1970. Áður stóð þar viti sem byggður var 1965 en eyðilagðist í gassprengingu 2. ágúst 1969 með þeim afleiðingum að einn starfsmaður Vita- og hafnarmálastjórnar slasaðist alvarlega.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3229244?iabr=on#page/n15/mode/1up/|title=Blossinn skall í hakkann á mér|publisher=[[Vísir (dagblað)|Vísir]]|date=1969-08-05|access-date=2025-06-27|via=Tímarit.is}}{{open access}}</ref><ref name="visir-2025-06-27">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252744157d/haetta-a-ad-gjogurtaarviti-falli-i-sjoinn|title=Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn|author=Magnús Jochum Pálsson|date=2025-06-27|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-27}}</ref>
Ljóseinkenni vitans er Fl(2)W 10s (tvö hvít blikkljós á 10 sekúndna fresti).<ref>{{cite book|url=https://wp-beta.vegagerdin.is/wp-content/uploads/2025/01/vitaskra_2024.pdf|title=Vitaskrá|year=2024|publisher=Landhelgisgæsla Íslands|page=21}}</ref>
Í júní 2025 var vitinn tekinn að halla talsvert vegna jarðvegsbreytinga og var talin hætta á að hann myndi falla í sjóinn.<ref name="visir-2025-06-27"/>
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{Vitar á Íslandi}}
[[Flokkur:Byggt 1970]]
[[Flokkur:Vitar á Íslandi]]
hypwbb3kii68afihotib6zdr5c2ivp6
1921771
1921770
2025-06-27T10:07:05Z
Akigka
183
1921771
wikitext
text/x-wiki
{{Bygging
| name = Gjögurtáarviti
| address = [[Eyjafjörður]]
| image = Mt_Gjogur.jpg
| year = 1970
| builder = Vita- og hafnarmálastjórn
| design =
| material = Trefjaplast á steyptum grunni
| preserved =
}}
'''Gjögurtáarviti''' er sívalur 4 metra hár [[viti]] nyrst við austanverðan [[Eyjafjörður|Eyjafjörð]] á hrygg sem liggur út frá fjallinu [[Gjögur (S-Þingeyjarsýslu)|Gjögri]]. Núverandi viti, sem stendur í 28 metra hæð, var reistur árið 1970. Áður stóð þar viti sem byggður var 1965 en eyðilagðist í gassprengingu 2. ágúst 1969 þar sem einn starfsmaður Vita- og hafnarmálastjórnar slasaðist alvarlega.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3229244?iabr=on#page/n15/mode/1up/|title=Blossinn skall í hakkann á mér|publisher=[[Vísir (dagblað)|Vísir]]|date=1969-08-05|access-date=2025-06-27|via=Tímarit.is}}{{open access}}</ref><ref name="visir-2025-06-27">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252744157d/haetta-a-ad-gjogurtaarviti-falli-i-sjoinn|title=Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn|author=Magnús Jochum Pálsson|date=2025-06-27|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-27}}</ref>
Ljóseinkenni vitans er Fl(2)W 10s (tvö hvít blikkljós á 10 sekúndna fresti).<ref>{{cite book|url=https://wp-beta.vegagerdin.is/wp-content/uploads/2025/01/vitaskra_2024.pdf|title=Vitaskrá|year=2024|publisher=Landhelgisgæsla Íslands|page=21}}</ref>
Í júní 2025 var vitinn tekinn að halla talsvert vegna jarðvegsbreytinga og var talin hætta á að hann myndi falla í sjóinn.<ref name="visir-2025-06-27"/>
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{Vitar á Íslandi}}
[[Flokkur:Byggt 1970]]
[[Flokkur:Vitar á Íslandi]]
l1ytx8vo88a117s6lno36bqtpzc7hwq
Flokkur:Byggt 1970
14
186811
1921744
2025-06-27T08:56:08Z
Alvaldi
71791
Bjó til síðu með „[[Flokkur:Byggt á 20. öld]] [[Flokkur:1970]]“
1921744
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Byggt á 20. öld]]
[[Flokkur:1970]]
jc0ozs0s2z32zvh3eygrh4yblnlf4u3
Hlöðver Hlöðversson
0
186812
1921763
2025-06-27T09:39:26Z
TKSnaevarr
53243
Tilvísun á [[Lúðvík þýski]]
1921763
wikitext
text/x-wiki
#TILVÍSUN[[Lúðvík þýski]]
nccw4xo9v4w570c5kk82gsqzloxlpxr