Wikipedia
iswiki
https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a
MediaWiki 1.45.0-wmf.7
first-letter
Miðill
Kerfissíða
Spjall
Notandi
Notandaspjall
Wikipedia
Wikipediaspjall
Mynd
Myndaspjall
Melding
Meldingarspjall
Snið
Sniðaspjall
Hjálp
Hjálparspjall
Flokkur
Flokkaspjall
Gátt
Gáttaspjall
TimedText
TimedText talk
Module
Module talk
Event
Event talk
Varsjá
0
668
1921803
1914649
2025-06-27T14:06:57Z
Berserkur
10188
1921803
wikitext
text/x-wiki
{{Byggð
| nafn = Varsjá
| nafn_í_eignarfalli = Varsjár
| nafn_á_frummáli = Warszawa ([[pólska]])
| tegund_byggðar = [[Höfuðborg]]
| mynd = Warsaw montage.JPG
| mynd_stærð =
| mynd_alt =
| mynd_texti = Svipmyndir
| fáni = Flag of Warsaw.svg
| innsigli =
| skjaldarmerki = POL Warszawa COA.svg
| viðurnefni =
| kjörorð =
| kort =
| kort_texti =
| teiknibóla_kort = Pólland
| teiknibóla_kort_texti =
| hnit = {{Coord|52|13|48|N|21|00|40|E|region:PL_type:city(1,800,000)|display=inline,title}}
| undirskipting_gerð = Land
| undirskipting_nafn = {{fáni|Pólland}}
| undirskipting_gerð1 = [[Héruð í Póllandi|Hérað]]
| undirskipting_nafn1 = [[Masóvía (hérað)|Masóvía]]
| undirskipting_gerð2 =
| undirskipting_nafn2 =
| stofnun_titill = Stofnun
| stofnun_dagsetning = 13. öld
| leiðtogi_titill = Borgarstjóri
| leiðtogi_nafn = [[Rafał Trzaskowski]]
| leiðtogi_flokkur =
| heild_gerð =
| flatarmál_heild_km2 = 517,24
| hæð_m =
| mannfjöldi_frá_og_með = 2023
| mannfjöldi_heild = 1863056
| mannfjöldi_þéttleiki_km2 = 3601
| tímabelti = [[Mið-Evróputími|CET]]
| utc_hliðrun = +1
| tímabelti_sumartími = [[Sumartími Mið-Evrópu|CEST]]
| utc_hliðrun_sumartími = +2
| póstnúmer_gerð = Póstnúmer
| póstnúmer = 00-001 til 04-999
| svæðisnúmer = +48 22
| vefsíða = {{URL|https://en.um.warszawa.pl/}}
}}
'''Varsjá''' ([[pólska]]: ''Warszawa'', [[latína]]: ''Varsovia'') er [[höfuðborg]] [[Pólland]]s og jafnframt stærsta [[borg]] [[ríki|landsins]]. Borgin liggur við ána [[Visla]] og er um það bil 260 km frá [[Eystrasalt]]i og 300 km frá [[Karpatafjöll]]unum. Árið [[2021]] var íbúafjöldinn tæplega 1,9 milljón manns og 3,1 milljón á stórborgarsvæðinu, þannig er Varsjá 6. fjölmennasta borg [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]]. Flatarmál borgarinnar er 517,24 ferkílómetrar en stórborgarsvæðið nær yfir 6.100,43 ferkílómetra. Varsjá er í héraðinu [[Masóvía (hérað)|Masóvía]] og er stærsta borg þess.
Varsjá er er vinsæl ferðamannaborg og mikilvæg fjármálamiðstöð í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]]. {{heimild vantar}} Hún er einnig þekkt sem „fönixborgin“ af því að hún hefur staðist mörg stríð í gegnum söguna. Helsta þessara stríða var [[seinni heimsstyrjöldin]] þar sem 80 % af byggingum í borginni voru eyðilagðar en borgin var endurbyggð vandlega eftir það. Þann [[9. nóvember]] [[1940]] var borginni gefið hæsta heiðursmerki Póllands, [[Virtuti Militari]], vegna [[umsátrið um Varsjá (1939)|umsátursins um Varsjá (1939)]].
Borgin er nafni fjölda ríkja, samninga og atburða, meðal þeirra eru [[Varsjáríkjabandalagið]], [[Varsjárbandalagið]], [[hertogadæmið Varsjá]], [[Varsjársáttmálinn]], [[Varsjársamningurinn]], [[uppreisnin í Varsjá]] og [[uppreisnin í Varsjárgettóið|uppreisnin í Varsjárgettóinu]]. Óopinber söngur borgarinnar er [[Warszawianka]].
== Orðsifjar ==
Á [[pólska|pólsku]] þýðir orðið ''Warszawa'' (einnig stafað ''Warszewa'' eða ''Warszowa'') „í eigu Warsz“. ''Warsz'' er stytting á slavnesku karlmannanafni [[Warcisław]] (nafn borgarinnar [[Wrocław]] á líka rætur að rekja til þessa mannanafns). Samkvæmt þjóðsögu var Warsz fiskimaður giftur konu sem hét Sawa. Sawa var [[hafmeyja]] sem bjó í ánni [[Visla]] nálægt borginni, sem Warsz varð ástfanginn af. Í rauninni var Warsz aðalsmaður sem var uppi á [[12. öld|12.]] eða [[13. öld]] sem átti þorp sem á svæðinu þar sem hverfið [[Mariensztat]] liggur í dag. Opinbera heiti borgarinnar á pólsku er ''miasto stołeczne Warszawa'' (höfuðborgin Varsjá).
Á [[íslenska|íslensku]] var borgin stundum nefnd ''Varsjáfa'',<ref>{{vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1999677|titill=Skírnir, 44. árgangur 1870, Megintexti - Timarit.is|árskoðað=2012|mánuðurskoðað=22. mái}}</ref> ''Varsjáva''<ref>{{vefheimild|url=http://timarit.is/search_init.jsp?lang=is&orderby=score&q=varsj%E1vu&searchtype=wordsearch|titill=Timarit.is - Leita|árskoðað=2012|mánuðurskoðað=22. mái}}</ref> eða ''Varsjáv''.<ref>{{vefheimild|url=http://timarit.is/search_init.jsp?lang=is&orderby=score&q=varsj%E1v&searchtype=wordsearch|titill=Timarit.is - Leita|árskoðað=2012|mánuðurskoðað=22. mái}}</ref>
== Saga ==
=== Upphaf ===
[[Mynd:Kościół Nawiedzenia Najświętszej Marii Panny w Warszawie 2017.jpg|thumb|Maríukirkjan í Varsjá sem byggð var árið [[1411]]]]
Fyrstu byggðirnar á staðnum sem í dag er kallaður Varsjá voru [[Bródno]] (9. – 10. öld) og [[Jazdów]] (12. – 13. öld). Eftir að árás var gerð á Jazdów var sest að á svæðinu þar sem fiskiþorpið Warszowa var. Bolesław 2. [[Masóvía|Masóvíuprins]] stofnaði byggðina Varsjá um árið 1300. Í byrjun [[14. öld|14. aldar]] varð byggðin valdastóll [[Masóvíuhertogar|Masóvíuhertoganna]] og var svo gerð að höfuðbæ Masóvíu árið [[1413]]. Á þeim tíma var efnahagur Varsjár byggður á handiðnum og verslun. Þegar hertogaættin dó út var Masóvía fellt aftur inn í konungsríkið Pólland árið [[1526]].
=== 16. – 18. öld ===
[[Pólska þingið]] (p. ''Sejm'') var fyrst haft í Varsjá árið [[1529]] og var þar til frambúðar frá árinu [[1569]]. Árið [[1573]] var [[Varsjárríkjabandalagið]] myndað sem veitti íbúum [[Pólsk-litháíska samveldið|Pólsk-litháíska samveldisins]] [[trúarfrelsi]] formlega. Vegna góðrar staðsetningar á milli [[Kraká]]r og [[Vilníus]]ar varð Varsjá höfuðborg samveldisins en [[Sigmundur 3.]] konungur flutti pólsku hirðina frá Kraká til Varsjár árið [[1596]].
Árin eftir það stækkaði borgin út í úthverfin. Nokkur sjálfstæð einkahverfi í eigu aðalsmanna voru stofnuð en þeim var stjórnað með sérlögum. Á tímabilinu 1655–1658 var borgin undir umsátri þrisvar en hún var tekin og rænd af heröflum frá [[Svíþjóð]], [[Brandenborg]] og [[Transylvanía|Transylvaníu]]. Árið [[1700]] braust [[Norðurlandaófriðurinn mikli]] út og nokkrar árásir voru gerðar á Varsjá. Borgin var líka neydd til að borga framlagsfé til stríðsins.
[[Stanisław August Poniatowski]] konungur endurnýjaði [[Konunglegi kastallinn í Varsjá|Konunglega kastalann]] og gerði Varsjá að menningar- og listamiðstöð. Gælunafnið ''París austursins'' var haft um borgina eftir það.
=== 19. og 20. aldir ===
Varsjá var áfram höfuðborg [[Pólsk-litháíska samveldið|Pólsk-litháíska samveldisins]] til ársins [[1795]] þegar það varð hluti af [[konungsríkið Prússland|konungsríkinu Prússlandi]]. Þá varð Varsjá höfuðborg héraðsins [[Suður-Prussland]]s. Borgin var frelsuð af hermönnum [[Napóleon]]s árið [[1806]] og var gerð svo að höfuðborg [[hertogadæmið Varsjá|hertogadæmisins Varsjár]]. Í kjölfar [[Vínarfundurinn|Vínarráðstefnunnar]] árið [[1815]] varð Varsjá höfuðborg [[konungsríkið Pólland|konungsríkisins Póllands]], sem var [[þingbundin konungsstjórn]] í [[konungssamband]]i við [[Rússneska heimsveldið]]. Konungslegi háskólinn í Varsjá var stofnaður árið [[1816]].
[[Mynd:German airship bombing Warsaw.JPG|thumb||210px|Þýskt loftskip varpar sprengjum á Varsjá árið [[1914]]]]
Vegna fjölda brota á [[pólska stjórnarskráin|pólsku stjórnarskrárinni]] fyrir hendi Rússlands braust [[Nóvemberuppreisnin]] út árið [[1830]]. Pólsk-rússneska stríðinu 1831 lauk þó með ósigri Pólverja og sjálfstæði konungsríkisins var afnumið. Þann [[27. febrúar]] [[1861]] skaut rússneskt herlið á mannfjölda sem var að mótmæla stjórn Rússlands yfir Póllandi en fimm menn fórust í kjölfar skotárásarinnar. [[Pólska ríkisstjórnin]] var í felum í Varsjá meðan á [[Janúaruppreisnin]]ni stóð árin 1863–64.
Varsjá blómstraði í lok [[19. öld|19. aldar]] undir stjórn [[Sokrates Starynkiewicz]] (1875–92), sem var rússneskur hershöfðingi skipaður í embætti af [[Alexander 3. Rússakeisari|Alexander 3.]] Á tímum Starynkiewicz byggði [[William Lindley]] enskur verkfræðingur ásamt syni sínum [[William Heerlein Lindley]] fyrsta vatnsveitu- og frárennsliskerfið í Varsjá. Auk þess voru [[sporvagn]]akerfið, [[gas]]kerfið og [[götulýsing]]arkerfið endurbætt og stækkuð.
Samkvæmt [[manntal rússneska heimsveldisins|manntali rússneska heimsveldisins]] árið 1897 bjuggu 626.000 manns í Varsjá og borgin var á sínum tíma þriðja stærsta í heimsveldinu á eftir [[Sankti Pétursborg|Sankta Pétursborg]] og [[Moskva|Moskvu]].
Varsjá var undir þýsku hernámi frá [[4. ágúst]] [[1915]] til [[1918]]. Eftir hernámið varð hún höfuðborg nýlega sjálfstæðs Póllands árið 1918. Undir [[Stríð Sovétríkjanna og Póllands|stríði Sovétríkjanna og Póllands]]
árið [[1920]] var [[orrustan um Varsjá]] háð í úthverfunum, þar sem Pólverjarnir sigruðu [[Rauði herinn|Rauða herinn]]. Þannig stöðvaði Pólland aleitt framrás Rauða hersins.
=== Seinni heimsstyrjöldin ===
[[Mynd:Destroyed Warsaw, capital of Poland, January 1945.jpg|thumb|left|Um einn áttundi hluti bygginga í Varsjá var eyðilagður í seinni heimsstyrjöldinni.]]
Í [[seinni heimsstyrjöldin]]ni var miðsvæði Póllands, ásamt Varsjá, undir stjórn [[Allsherjarríkisstjórnin|Allsherjarríkisstjórnarinnar]] (þ. ''Generalgouvernement''), sem var þýsk [[nasismi|nasistastjórn]]. Öllum háskólum var lokað strax og allir gyðingar í borginni, nokkur hundruð þúsund manns eða 30 % af öllum íbúafjöldanum, voru fluttir inn í [[Varsjárgettóið]]. Seinna varð borgin miðstöð andspyrnunnar gegn nasistastjórn í Evrópu. Sem hluti af [[Lokalausnin]]ni skipaði [[Adolf Hitler|Hitler]] að gettóið yrði eyðilagt þann [[19. apríl]] [[1943]] en svo byrjaði [[uppreisnin í Varsjárgettóinu|uppreisn í gettóinu]] gegn honum. Þó að uppreisnarmennirnir voru ofurliði bornir og lítið vopnaðir stóðst gettóið í yfir einn mánuð. Þegar bardaganum lauk voru eftirlifendur strádrepnir og mjög fáir komust undan og tókust að fela sig.
Fyrir júlí 1944 var [[Rauði herinn]] löngu kominn inn á pólska yfirráðasvæðið og var farinn á eftir Þjóðverjunum í átt að Varsjá. [[Pólska ríkisstjórnin]] var í útlegð í London og vissi að [[Jósef Stalín|Stalín]] var á móti sjálfstæðu Póllandi. Ríkisstjórnin skipaði svo [[Heimaherinn|Heimahernum]] (p. ''Armia Krajowa'') að reyna að hrifsa stjórn á Varsjá af Þjóðverjunum áður en Rauði herinn komst þar. Af þessum sökum byrjaði [[Varsjáruppreisnin]] þann [[1. ágúst]] [[1944]] þegar Rauði herinn nálgaðist borgina. Baráttunni, sem átti að standa yfir í 48 klukkustundir, lauk eftir 63 daga. Stalín skipaði þá hermönnunum sínum að bíða fyrir utan Varsjá. Að lokum neyddist heimaherinn og baráttumennirnir sem voru að hjálpa honum til að gefast upp. Þeir voru teknir í [[stríðsfangi|stríðsfangabúðir]] og allir óbreyttir borgarar voru reknir út úr borginni. Gert er ráð fyrir að 150.000 til 200.000 pólskir óbreyttir borgarar hafi dáið þá.
Þjóðverjarnir tortímdu borginni. Hitler hunsaði skilyrði uppgjafarsamningsins, skipaði að borgin yrði eyðilögð og svo að öll bókasöfn og minjasöfn væru annaðhvort tekin til Þýskalands eða brennd. Minnismerki og stjórnarráðsbyggingar voru sprengdar í loft upp af þýsku sérliði sem hét ''Verbrennungs- und Vernichtungskommando'' („Brennslu- og eyðileggingarsveitin“). Um það bil 85 % af borginni var eyðilögð ásamt [[gamli bærinn í Varsjá|gamla bænum]] og [[Konunglegi kastalinn í Varsjá|Konunglega kastalanum]].
Þann [[17. janúar]] [[1945]] fóru sovéskir hermenn inn í rústir borgarinnar og frelsaði úthverfin frá þýsku hernámi. Borgin var fljótt tekin af [[Sovéski herinn|sovéska hernum]] sem sótti þá fram til [[Łódź]] á meðan þýskir hermenn söfnuðust saman á ný vestri.
=== Í dag ===
[[Mynd:Msza św na Pl Zwycięstwa.jpg|thumb|200px|Messa með [[Jóhannes Páll 2.|Jóhannesi Páli 2.]] árið 1979]]
Árið [[1945]] eftir að sprengjuárásum, uppreisnum, bardaga og eyðileggingu var lokið lá mestöll borgin í rústum. Eftir stríðið kom [[kommúnismi|kommúnistastjórn]] mörgum byggingarverkefnum í gang til þess að takast á við skort á húsnæði. Stór [[staðsteypt hús]] voru byggð ásamt öðrum byggingum sem voru algengar í borgum [[Austurblokkin|Austurblokkarinnar]], svo sem [[menningar- og vísindahöllin í Varsjá|Menningar- og vísindahöllin]]. Borgin endurheimti hlutverk sitt sem höfuðborg Póllands og miðstöð pólskrar menningar og stjórnmála. Margar gamlar götur, byggingar og kirkjur voru endurreistar í upprunalegri mynd. Árið [[1980]] var [[gamli bærinn í Varsjá|gamli bærinn]] skráður á [[heimsminjaskrá UNESCO]].
[[Jóhannes Páll 2.]] páfi heimsótti heimaborg sína árin 1979 og 1983 og hvatti til stuðnings fyrir verðandi hreyfinguna [[Samstaða (pólskt verkalýðsfélag)|Samstöðu]] og stuðlaði að [[andkommúnismi|andkommúnistahreyfingum]]. Árið [[1979]], eftir minna en eitt ár að hann varð páfi, hélt Jóhannes Páll 2. messu á [[Sigurtorg (Varsjá)|Sigurtorginu]] og endaði predikun sína með ákalli á að „endurnýja andlit Póllands“. Þessi orð voru þýðingarmikil fyrir Pólverja og þeir skildu þau sem hvatningu til lýðræðis.
Árið [[1995]] var [[neðanjarðarlestakerfi Varsjár]] opnað. Pólland gekk í [[Evrópusambandið]] árið [[2004]] og þar hefur verið mikill efnahagslegur vöxtur frá þessum tíma. Opnunarleikur [[EM 2012|Evrópumeistaramóts UEFA 2012]] var haldinn í Varsjá.
== Landafræði ==
[[Mynd:Varsaw SPOT 1066.jpg|thumb|200px|[[Gervihnattarmynd]] af Varsjá]]
Varsjá liggur í miðausturhluta Póllands um það bil 300 km frá [[Karpatafjöll]]unum, 260 km frá [[Eystrasalt]]i og 520 km fyrir austan [[Berlín]] í [[Þýskaland]]i. Áin [[Visla]] rennur í gegnum borgina. Borgin liggur beint í miðri [[Masóvíusléttan|Masóvíusléttunni]] og er að meðaltali 100 m yfir [[sjávarmál]]i. Hæsti punkturinn í vesturhluta borgarinnar er 115,7 yfir sjávarmáli í hverfinu Wola og hæsti punkturinn í austurhlutanum er 122,1 km yfir sjávarmáli í hverfinu Wesoła. Lægsti punkturinn er á austurbakka árinnar en hann er 75,6 m yfir sjávarmáli. Í borginni eru nokkrir hólar en þeir eru að mestu leyti manngerðir, t.d. Varsjáruppreisnarhóll (121 m) og Szczęśliwice-hóll (138 m, hæsti staðurinn í allri Varsjá).
=== Loftslag ===
Í Varsjá er [[temprað belti|temprað loftslag]] ([[Köppen-loftslagsflokkun|Köppen]]: ''Dfb'') með köldum vetrum og mildum sumrum. Meðalhiti í janúar er −3 °C og 19,3 °C í júlí. Hitastigið getur náð allt að 30 °C á sumrin. Ársmeðalúrkoma er 495 millimetrar og en blautasti mánuður ársins er júlí. Á vorin er mikill blómi og sólskin en á haustin er annaðhvort sólskinsveður eða þoka en þá er oftast svalt en ekki kalt.
=== Hverfi ===
Til ársins [[1994]] voru sjö hverfi í Varsjá: Śródmieście, Praga Północ, Praga Południe, Żoliborz, Wola, Ochota og Mokotów. Þeim var svo fjölgað og á tímabilinu 1994–2002 voru þau 11: Centrum, Białołęka, Targówek, Rembertów, Wawer, Wilanów, Ursynów, Włochy, Ursus, Bemowo og Bielany. Árið [[2002]] var bærinn Wesoła gerður að hverfi.
Varsjá er ''[[powiat]]'' (sýsla) og skiptist í 18 borgarhluta sem heita ''dzielnica'' en í hverjum borgarhluta er sér sjórnsýsla. Í hverjum borgarhluta eru nokkur hverfi með engri réttarstöðu eða stjórnsýslu. Það eru líka tvö söguleg hverfi í borginni: [[Gamli bærinn í Varsjá|gamli bærinn]] (p. ''Stare Miasto'') og [[Nýi bærinn í Varsjá|nýi bærinn]] (p. ''Nowe Miasto'') í borgarhlutanum [[Śródmieście (Varsjá)|Śródmieście]].
{|class="wikitable sortable" style="float:right;"
|-
!Hverfi ||Íbúafjöldi ||Flatarmál
|-
|[[Mokotów]] ||align=right|225.571 ||35,4 km²
|-
|[[Praga Południe]] ||align=right|182.588 ||22,4 km²
|-
|[[Ursynów]] ||align=right|148.876 ||48,6 km²
|-
|[[Wola]] ||align=right|137.692 ||19,26 km²
|-
|[[Bielany]] ||align=right|133.778 ||32,3 km²
|-
|[[Śródmieście (Varsjá)|Śródmieście]] ||align=right|126,143 ||15,57 km²
|-
|[[Targówek]] ||align=right|123.214 ||24,37 km²
|-
|[[Bemowo]] ||align=right|113.066 ||24,95 km²
|-
|[[Ochota]] ||align=right|89.383 ||9,7 km²
|-
|[[Białołęka]] ||align=right|89.234 ||73,04 km²
|-
|[[Praga Północ]] ||align=right|71.675 ||11,4 km²
|-
|[[Wawer]] ||align=right|69.898 ||79,71 km²
|-
|[[Ursus (Varsjá)|Ursus]] ||align=right|50.355 ||9,35 km²
|-
|[[Żoliborz]] ||align=right|48.060 ||8,5 km²
|-
|[[Włochy]] ||align=right|39.690 ||28,63 km²
|-
|[[Rembertów]] ||align=right|23.320 ||19,3 km²
|-
|[[Wesoła]] ||align=right|22.757 ||22,6 km²
|-
|[[Wilanów]] ||align=right|19.146 ||36,73 km²
|-
|'''Samtals''' ||align=right|1.714.446||521,81 km²
|}
{{Hverfi í Varsjá}}
=== Borgarmynd ===
==== Yfirlit ====
Saga Varsjár og Póllands endurspeglast í fjölbreyttri blöndu [[byggingarstíll|byggingarstíla]] sem er að finna í borginni. Á [[seinni heimsstyrjöldin]]ni var mestöll borgin tortímd í [[sprengjuárás]]um og [[fyrirhuguð eyðilegging|fyrirhugaðri eyðileggingu]]. Eftir að borgin var frelsuð hófst endurbygging eins og í öðrum borgum í [[alþýðulýðveldið Pólland|alþýðulýðveldinu Póllandi]]. Flestar gamlar byggingar voru endurreistar í upprunalegri mynd. Samt sem áður voru nokkrar byggingar frá [[19. öld]] sem hægt var að endurbyggja rifnar niður á sjötta og sjöunda áratugnum. Stórar [[íbúðablokk]]ir voru reistar í byggingarstíl sem var algengur í [[Austurblokkin|Austurblokkarlöndum]] á þeim tíma.
Mikið er fjárfest í [[opinber svæði|opinberum svæðum]] í Varsjá og þannig hafa alný torg verið byggð ásamt nýjum görðum og minnismerkjum. Í dag er mikið af [[samtímabyggingarlist|samtímabyggingum]] í borginni.
[[Mynd:Panorama Warszawy z PKiN.jpg|thumb|center|800px|Margar háar samtímabyggingar er að finna í Varsjá í dag]]
==== Byggingarlist ====
Í Varsjá er mikið af marglitum [[kirkja|kirkjum]], [[höll]]um og [[höfðingjasetur|höfðingjasetrum]] í næst öllum evrópskum byggingarstílum frá hverju sögutímabili. Mest áberandi eru byggingar í [[gotneskur stíll|gotneskum stíl]], [[endurreisnarstíll|endurreisnarstíl]], [[barokk]]stíl og [[nýklassískur stíll|nýklassískum stíl]] og margar þeirra eru innan göngufæris frá miðborginni.
[[Mynd:Warszawa - Pałac Łazienkowski (13).jpg|thumb|left|220px|[[Łazienki-höll]]]]
Helstu byggingarnar í gotneskum stíl eru stórar kirkjur og virki, ásamt húsum sem byggð voru fyrir miðstéttina. Dæmi um svona byggingar eru [[Jónsdómkirkja (Varsjá)|Jónsdómkirkja]] (14. öld), sem er dæmigert eintak um svokallaða „Masóvíugotneska stílinn“, [[Maríukirkja (Varsjá)|Maríukirkja]] (1411), [[raðhús]] byggt fyrir Burbach-fjölskylduna (14. öld) og [[Konunglegi kastalinn (Varsjá)|Konunglegi kastalinn]] ''Curia Maior'' (1407–1410). Nokkrar athyglisverðar byggingar í endurreisnarstílnum eru hús Baryczko-fjölskyldunnar (1562), bygging sem heitir „Svertinginn“ (17. öld) og Salwator-fjölbýlishúsið (1632). Ásamt dæmum um [[manierismi|manierismastílinn]] eru [[Konunglegi kastalinn (Varsjá)|Konunglegi kastalinn]] (1596–1619) og [[Jesúítakirkja (Varsjá)|Jesúítakirkja]] (1609–1626) í gamla bænum.
[[Mynd:Interior of the Main Building of the Warsaw University of Technology, Poland, 01.jpg|thumb|200px|[[Tækniháskólinn í Varsjá]]]]
Í lok [[17. öld|17. aldar]] var byggt mikið af kirkjum og húsum fyrir aðalsmenn. Helstu dæmin frá þessu tímabili eru [[Krasiński-höll]] (1677–1683), [[Wilanów-höll]] (1677–1696) og [[Kazimierz-kirkja]] (1688–1692). Meðal byggingar í [[rókokó]]stílnum eru [[Czapski-höll]] (1712–1721), [[Höll fjögurra vinda]] (1730) og [[Wizytki-kirkja]] (1728–1761). Byggingar í Varsjá í nýklassískum stíl einkennast af rúmfræðilegum formum og áhrifum frá rómverskum byggingum. Bestu dæmin um nýklassískan stíl eru [[Łazienki-höll]] (endurbyggð 1775–1795), [[Królikarnia]] (1782–1786), [[Karmelítakirkja (Varsjá)|Karmelítakirkja]] (1761–1783) og [[Kirkja heilagrar þrenningar (Varsjá)|Kirkja heilagrar þrenningar]] (1777–1782). Á tímum [[konungsríkið Pólland|konungsríkisins Póllands]] var mikill efnahagslegur vöxtur og aukinn áhugi á arkitektúr í kjölfarið. Áhuginn á nýklassíska stílnum var töluverður og sést í byggingum á borð við [[Mikla leikhús (Varsjá)|Mikla leikhús]] (1825–1833) og byggingarnar á [[Bankatorg (Varsjá)|Bankatorginu]] (1825–1828).
Margar byggingar í [[borgarastétt]]arstílnum voru ekki endurreistar af [[kommúnismi|kommúnistastjórninni]] eftir stríðið en sumar þeirra voru endurbyggðar í [[þjóðfélagslegt raunsæi|þjóðfélagslegum raunsæisstíl]] (svo sem hús [[fílharmóníusveit Varsjár|fílharmóníusveitar Varsjár]]). Sum dæmi um byggingar frá [[19. öld]] er samt að finna í borginni, eins og [[tækniháskólinn í Varsjá]] (1899–1902). Margar byggingar frá þessu tímabili austan megin við [[Visla|Vislu]] voru gerðar upp en eru í slæmu ástandi í dag. Borgarstjórn Varsjár hefur ákveðið að endurbyggja [[Saxahöll]]ina og [[Brühl-höll (Varsjá)|Brühl-höllina]] sem voru ásamt helstu byggingum í borginni fyrir stríðið.
[[Mynd:Socreal decoration in Warsaw.JPG|thumb|left|180px|Dæmi um [[þjóðfélagslegt raunsæi]] í Varsjá]]
Nokkur dæmi um samtímabyggingar eru [[Menningar- og vísindahöllin í Varsjá|Menningar- og vísindahöllin]] (1952–1955), sem er skýjakljúfur byggður í þjóðfélagslegum raunsæisstílnum, og Stjórnarskrártorg, þar sem fleiri byggingar í þessum stíl er að finna. Í miðju hverfinu [[Praga]] austan megin við ána eru mörg niðurnídd hús við hliðina á nýjum íbúðablokkum og verslunarmiðstöðvum.
Byggingar í [[nútímastíll|nútímastílnum]], á borð við Metropolitan Office Building á [[Piłsudski-torg]]i, sem var hönnuð af breskum arkitekt [[Norman Foster]], Bókasafn háskólans í Varsjá (BUW) eftir arkitektana Marek Budzyński og Zbigniew Badowski, skrifstofuhúsið Rondo 1, sem var hannað af [[Skidmore, Owings and Merrill]], og [[Złote Tarasy]] sem er með nokkrum hvolfþökum sem skarast, er að finna víðs vegar um borgina.
Varsjá er meðal hæstu borganna í Evrópu, 18 af 21 hæstu byggingu í Póllandi eru í Varsjá.
==== Plöntulíf og dýralíf ====
[[Mynd:5 Warszawa 071.jpg|thumb|[[Páfugl]]ar búa í Łazienki-garðinum ásamt nokkrum öðrum dýrategundum]]
Um 40 % af flatarmáli Varsjár er grænt, það er að segja almenningsgarðar, grasbrúnir og tré á götum, [[landvernd]]arsvæði og litlir skógar í útjaðri borgarinnar. Almenningsgarðar í borginni eru 82 samtals og ná yfir 8 % af flatarmáli borgarinnar. Hinir elstu þeirra [[Saxagarðurinn]] og garðarnir við hallirnir [[Krasiński-höll|Krasiński]], [[Łazienki-höll|Łazienki]] og [[Królikarnia-höll|Królikarnia]].
Saxagarðurinn er 15,5 [[hektari|ha]] að flatarmáli og var áður fyrr konunglegur garður. Í garðinum eru yfir 100 trjátegundir og breiddar göngubrautir með bökkum. [[Gröf óþekkta hermannsins (Varsjá)|Gröf óþekkta hermannsins]] er í austurhluta garðsins. Garðurinn við Krasiński-höll var gerður upp af landslagsartitektinum Franciszek Szanior á [[19. öld]] en í miðjum garðinum er enn að finna tré frá þessum tíma svo sem [[musteristré]], [[svart valhnotutré|svört valhnotutré]] og [[hesliviður|hesliviði]]. Þar eru líka margir bekkir, blóm, andatjörn og leikvelli en hann er mjög vinsæll meðal Varsjárbúa. Minnismerki um [[uppreisnin í Varsjárgettóinu|uppreisnina í Varsjárgettóinu]] er líka í garðinum.
Garðurinn við Łazienki-höll er 76 ha að flatarmáli en skipulag garðsins og plönturnar þar endurspegla sérkennilegu sögu hans. Í garðinum eru nokkur [[samkomuhús]], [[höggmynd]]ir, [[brú|brýr]] og [[tjörn|tjarnir]] en það sem aðskilur hann frá öðrum almenningsgörðum í Varsjá er [[páfugl]]ar og [[fasani|fasanar]] sem flækjast frjálsir um garðinn. Einnig eru [[vatnakarfi|vatnakarfar]] í tjörnunum. Garðurinn við Wilanów-höll er 43 ha og var opnaður í lok [[17. öld|17. aldar]]. Hann var skipulagður í frönskum stíl og minnir á [[barokk]]stíl hallarinnar. Austurhluti garðsins er næstur höllinni og er á tveimur hæðum.
== Heimildir ==
{{commons|Warszawa}}
{{reflist|2}}
{{Höfuðborgir í Evrópu}}
[[Flokkur:Varsjá| ]]
[[Flokkur:Borgir í Póllandi]]
[[Flokkur:Höfuðborgir]]
kh1li0e58sny4gq7z46hph2ktslr7i3
Dimmu Borgir
0
769
1921856
1875599
2025-06-28T01:22:51Z
Berserkur
10188
/* Tónleikameðlimir */
1921856
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:DimmuBorgirTuska2005.jpg|thumb|right|250px|Tónleikar með Dimmu Borgir árið 2005]]
'''Dimmu Borgir''' er sinfónísk [[black metal]] [[hljómsveit]] frá [[Noregur|Noregi]]. Hljómsveitin var upphaflega stofnuð í Jessheim í [[Akurshús]] í [[Noregur|Noregi]] árið [[1993]] af Shagrath, Silenoz og Tjodlav. Sveitin gaf skömmu síðar út smáskífu sem bar nafnið ''Inn I Evighetens Mørke'' ([[1994]]). Þessi stutta breiðskífa seldist upp á vikum og sveitin gaf stuttu seinna út breiðskífuna ''For All Tid'' ([[1994]]).
Hljómsveitin þróaðist úr hráum svartmálmi yfir í melódískari átt með fleiri meðlimum og hefur haft sinfóníur og kóra í tónlist sinni.
Dimmu Borgir heita eftir hraunmyndununum [[Dimmuborgir|Dimmuborgum]] nálægt [[Mývatn]]i.
== Meðlimir ==
* ''Shagrath (Stian Thoresen)'' - Söngur (1993-)
* ''Silenoz (Sven Atle Kopperud)'' - Gítar (1993-)
===Tónleikameðlimir===
*Daray (Dariusz Brzozowski) – Trommur (2008–)
*Gerlioz (Geir Bratland) – Hljómborð, hljóðgervlar (2010–)
*Victor Brandt – Bassi (2018–)
*Kjell Åge "Damage" Karlsen - Gítar (2025-)
=== Fyrrverandi meðlimir ===
* ''Galder (Thomas Rune Andersen)'' - Gítar (2001-2024)
* ''Mustis (Øyvind Johan Mustaparta)'' - Hljómborð (1998-2009)
* ''ICS Vortex (Simen Hestnaes)'' - Bassi og bakraddir (2000-2009)
* ''Archon (Lars Haider)'' - Gítar (2000-2000)
* ''Tjodalv (Kenneth Åkesson)'' - Trommur (1993-1999)
* ''Astennu (Jamie Stinson)'' - Gítar (1997-2000)
* ''Nagash (Stian Arnesen)'' - Bassi (1997-1999)
* ''Jens Petter'' - Gítar (1996-1997)
* ''Brynjard Tristan'' - Bassi (1993-1996)
* ''Stian Aarstad'' - Hljómborð (1993-1997)
* ''Nicholas Barker'' - Trommur (1999-2004)
== Útgefið efni ==
=== Breiðskífur ===
* ''[[Inn I Evighetens Mørke]]'' - ([[1994]])
* ''[[For All Tid]]'' - ([[1994]]) (endurútg. [[1997]])
* ''[[Stormblåst]]'' - ([[1996]]) (endurútg. 2005)
* ''[[Devil's Path]]'' - ([[1996]])
* ''[[Enthrone Darkness Triumphant]]'' - ([[1997]]) (endurútg. [[2002]])
* ''[[Spiritual Black Dimensions]]'' - ([[1999]]) (endurútg. [[2004]])
* ''[[Puritanical Euphoric Misanthropia]]'' - ([[2001]])
* ''[[Death Cult Armageddon]]'' - ([[2003]])
* ''[[In Sorte Diaboli]]'' - ([[2007]])
* ''[[Abrahadabra]]'' - ([[2010]])
* ''[[Eonian]]'' - ([[2018]])
===Annað===
* ''Inspiratio Profanus'' (2023) Ábreiðuplata
== Tengill ==
* [http://www.dimmu-borgir.com Heimasíða Dimmu Borga]
{{s|1993}}
[[Flokkur:Norskar hljómsveitir]]
[[Flokkur:Norskar þungarokkshljómsveitir]]
qlkzt4i9jbqnbxrf16suydn2zmptspo
Wikipedia:Potturinn
4
1746
1921840
1921390
2025-06-27T20:56:53Z
MediaWiki message delivery
35226
Nýr hluti: /* Sister Projects Task Force reviews Wikispore and Wikinews */
1921840
wikitext
text/x-wiki
<!-- Skiljið þessa línu eftir -->{{Potturinn}}__NEWSECTIONLINK____TOC__
== Hagstofan eða Þjóðskrá ==
Hvort er fylgt tölum Hagstofunnar eða Þjóðskrár? Sem dæmi vísar greinin [[Íbúar á Íslandi]] í bæði. Á ekki frekar að fara eftir Hagstofunni? [https://www.hagstofa.is/utgafur/frettasafn/mannfjoldi/hvad-bua-margir-a-islandi/ Þetta] stendur á síðunni þeirra. [[Notandi:Fyxi|Fyxi]] ([[Notandaspjall:Fyxi|spjall]]) 11. desember 2024 kl. 02:39 (UTC)
:Hagstofutölurnar eru ótvírætt réttari. Þjóðskrártölurnar eru frekar gagnslausar þegar kemur að heildarfjölda en gefa kannski fyrr vísbendingu um breytingar. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 11. desember 2024 kl. 11:26 (UTC)
::Gott að vita. Takk! --[[Notandi:Fyxi|Fyxi]] ([[Notandaspjall:Fyxi|spjall]]) 12. desember 2024 kl. 09:44 (UTC)
== Betrumbætt forsíða ==
Hef verið að fikta í forsíðunni örlítið. Ég tel mig hafa lagað og betrumbætt ýmislegt.
[[Notandi:Logiston/forsíða]]
Endilega komið með uppástungur og athugasemdir. [[Notandi:Logiston|Logiston]] ([[Notandaspjall:Logiston|spjall]]) 23. desember 2024 kl. 00:24 (UTC)
:Þannig að meginbreytingin er að styðja farsíma betur með flex. Virðist vera í lagi í grunnatriðum. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 23. desember 2024 kl. 00:47 (UTC)
::Er ég þá með leyfi möppudýra til að breyta og legga til breytinga? [[Notandi:Logiston|Logiston]] ([[Notandaspjall:Logiston|spjall]]) 24. desember 2024 kl. 13:11 (UTC)
:::Þið þurfið s.s. að afrita allan kóðann frá [[Notandi:Logiston/forsíða]]. Ég get breytt styles.css síðunni. [[Notandi:Logiston|Logiston]] ([[Notandaspjall:Logiston|spjall]]) 24. desember 2024 kl. 13:14 (UTC)
::::Gefum fólki tíma til kl 12 á laugardaginn 28. des til að taka eftir þessu. Það eru margir uppteknir núna, af augljósum ástæðum. Ef færri en tveir eru á móti getur þú þá breytt [[Snið:Forsíða/styles.css]], [[Snið:Systurverkefni]] og fært css síðu þess ([[Snið:SysturverkefniB/styles.css]]). Ég gæti fært verndunarstigið á Forsíðunni niður um eitt stig í einn klukkutíma svo breytingin þín komist í gegn. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 24. desember 2024 kl. 14:44 (UTC)
:::::Nokkrir punktar um breytingar síðan síðast:
:::::* Takkarnir ættu að vera minna áberandi, þ.e. "mw-ui-quiet". Þeir eru hannaðir til að vera notaðir fyrir aðgerðir innan sömu síðu (sjá https://doc.wikimedia.org/codex/main/components/demos/button.html) og eru notaðir þannig á hinum síðunum sem nota þá [[Wikipedia:Tillögur_að_gæðagreinum]], [[Wikipedia:Tillögur_að_úrvalsgreinum]] og [[Snið:Potturinn]].
:::::* Við erum með dökkt þema á Wikipediu og í því þema er [[Snið:LSforsíða/haus|nýji hausinn]] hvítur með allt annað á síðunni svart (sjá mynd, gamla fyrir ofan, nýja fyrir neðan). Í þessu þema er textinn í hausnum líka ljós og því ólesanlegur. Hægt er að laga þetta með því að nota dökka stílinn úr [[Snið:Forsíða/Haus/styles.css]], frá línu 128 niðrúr.
:::::[[File:Front page iswiki design comparision.png|250px]]
:::::* Ekki viss um að nýju tenglarnir neðst í sumum kassana ættu að vera þar. Það eru tvö atriði hérna. Fyrsta atriðið eru [[Wikipedia:Grein mánaðarins/2024|fyrri mánuðir]] undir grein mánaðarins, sem er með mun minni umferð en greinarnar: https://pageviews.wmcloud.org/?project=is.wikipedia.org&platform=all-access&agent=user&redirects=0&range=last-month&pages=Mex%C3%ADk%C3%B3|%C3%9Eykjustustr%C3%AD%C3%B0i%C3%B0|Spaugstofan|Aleksandra_Kollontaj|Wikipedia:Grein_m%C3%A1na%C3%B0arins/2024
::::::Seinna atriðið eru dagetningatenglarnir, undir atburðir dagsins. Dagsetningarnar sem ég skoðaði eru með mjög litla umferð og fá meiri umferð þegar þeir eru á forsíðunni, en halda því ekki lengi. Það er ólíklegt að fólk noti dagsetningartengil í nokkra daga og því ætti bara að vera tengill á daginn í dag. https://pageviews.wmcloud.org/?project=is.wikipedia.org&platform=all-access&agent=user&redirects=0&start=2024-11-13&end=2024-11-30&pages=15._n%C3%B3vember|16._n%C3%B3vember|17._n%C3%B3vember|18._n%C3%B3vember
:::::[[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 26. desember 2024 kl. 03:52 (UTC)
::::::Gott og vel.
::::::Hef afgreitt hluta af þessu. Skil reyndar ekki tvennt. Annars vegar þetta með takkana og hins vegar þetta með dagatenglana.
::::::Það sést stóraukning á umferð til dagasíðnanna þegar tengillinn til þeirra er á forsíðunni. Um er að ræða 40+ PW þann dag, sem er meira en grein mánaðarins á góðum degi. Það má eyða þessu mín vegna en það mætti prufa þetta í 2-3 daga og sjá PW-niðurstöðurnar úr því.
::::::Hvort áttu við [[Snið:Forsíða/Tengill]] eða [[Snið:Forsíða/Takki]]? Annars var það meiningin að hafa takkana áberandi (einkum þann undir grein mánaðarins sem segir lesa ;) ) til þess að beina umferð þangað og skapa eftirspurn. En ef þér líst ekki á þá, þá væri sennilega einfaldara að fjarlægja þá og setja gömlu tenglana í staðinn.
::::::Síðan ætlaði ég að spyrja hvað þér findist um tengilinn í fyrirsögninni "Fréttum". Á nánast öllum öðrum Wikipedium eru til gáttir fyrir fréttir en vissulega eru gáttirnar gjörsamlega óvirkar hérna. Pæling að sleppa því að hafa tengil í þessari fyrirsögn. Síðan er málið um fyrirsögnina sjálfa, hvort ætti hún að vera "Fréttir" eða "Í fréttum"? [[Notandi:Logiston|Logiston]] ([[Notandaspjall:Logiston|spjall]]) 26. desember 2024 kl. 20:31 (UTC)
:::::::Ætla leyfa þér að breyta forsíðuhaus og snið:systurverkefni eins og ég sagði.
:::::::Sáttur við takkana eins og þeir eru, var aðalega bara að búa til einhvert samningsatriði sem ég gæti gripið til ef hin atriðin væru ekki löguð. Það er að segja, ef að hin atriðin hefðu ekki verið löguð þá hefði ég sagt að næturstillingin skipti meira máli og notað takkana sem skiptimynt í samningum.
:::::::Fyrst að þú nefnir Gátt:Fréttir þá gætum við tengt í [[Wikipedia:Í fréttum...]]. Nokkuð viss um að atriði þaðan enda á dagsetningagreinum (t.d. [[28. desember]] og [[2024]]), sem er eflaust ástæðan fyrir tenglinum á 2024.
:::::::Nokkuð viss um að "Í fréttum" sé bara eldri talmáti á "Fréttir". [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 28. desember 2024 kl. 15:01 (UTC)
::::::::Gerði minniháttar lagfæringu á lesa-takkanum sem þarf að færa frá Notandi:Logiston/forsíða yfir á forsíðuna please <3 [[Notandi:Logiston|Logiston]] ([[Notandaspjall:Logiston|spjall]]) 1. janúar 2025 kl. 17:02 (UTC)
:::::::::Í staðinn fyrir að búa til nýtt redirect í hverjum mánuði, væri ekki betra að nota strengja módulinn eða ehv slíkt? Sem dæmi gæti þetta virkað (eins og þetta er uppsett núna) til að sækja heitið á núverandi grein mánaðarins.
:::::::::{{Code|<nowiki>{{#invoke:Strengur|match|s= {{Wikipedia:Grein mánaðarins/{{CURRENTMONTH}}, {{CURRENTYEAR}}}} |pattern= %[%[(.-)%]%] }}</nowiki>}} → {{#invoke:Strengur|match|s= {{Wikipedia:Grein mánaðarins/{{CURRENTMONTH}}, {{CURRENTYEAR}}}} |pattern= %[%[(.-)%]%] }}
:::::::::<br/>
:::::::::Annað líka er að það vantar tengil á [[Wikipedia:Grein mánaðarins/{{CURRENTYEAR}}|fyrri mánuði]].
:::::::::[[Notandi:Fyxi|Fyxi]] ([[Notandaspjall:Fyxi|spjall]]) 4. janúar 2025 kl. 02:20 (UTC)
::::::::::Skil ekki alveg. Hvar kemur þessi strengja módull inn?
::::::::::Held að þú sért að reyna að gera h2 fyrirsögnina á [[Wikipedia:Grein mánaðarins/01, 2025]] sjálfvirka. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 4. janúar 2025 kl. 03:15 (UTC)
:::::::::::Greinin er hard coded á forsíðunni eins og er (<nowiki>* {{Forsíða/Takki | Grikkland hið forna | Lesa }}</nowiki>) (lína 15). Þessi strengja module myndi þá koma inn í takkann svo að það sé sjálfvirkt.
:::::::::::<br/>
:::::::::::Myndi þá vera:
:::::::::::<nowiki>{{Forsíða/Takki | {{#invoke:Strengur|match|s= {{Wikipedia:Grein mánaðarins/{{CURRENTMONTH}}, {{CURRENTYEAR}}}} |pattern= %[%[(.-)%]%] }} | Lesa }}</nowiki><br/>↓
:::::::::::{{Forsíða/Takki | {{#invoke:Strengur|match|s= {{Wikipedia:Grein mánaðarins/{{CURRENTMONTH}}, {{CURRENTYEAR}}}} |pattern= %[%[(.-)%]%] }} | Lesa }}
:::::::::::<br/>
:::::::::::En þetta er bara hugmynd.
::::::::::: [[Notandi:Fyxi|Fyxi]] ([[Notandaspjall:Fyxi|spjall]]) 4. janúar 2025 kl. 03:29 (UTC)
::::::::::::Mig grunar að þetta sé miklu betra. Sparar okkur óþarfa vinnu sem er verðmætt. Og losnum líka við redirect-quoteið efst á síðunni þegar ýtt er á takkann.
::::::::::::Mín breyting er ekkert heilög. Hún átti bara að laga þetta vandamál og var í rauninni hugsuð sem tímabundin lausn. [[Notandi:Logiston|Logiston]] ([[Notandaspjall:Logiston|spjall]]) 4. janúar 2025 kl. 12:38 (UTC)
:Mjög flott :) Samt ein pæling þar sem efnisyfirlitið er horfið. Væri hægt að fá linka að „Verkefninu“ sem er í aðalvalmyndinni? Þ.e. Nýlegar breytingar, (Nýjustu greinar), Samfélagsgátt og (Potturinn) (eða þá uppfæra mobile viðmótið þar sem þeir koma ekki upp þar). [[Notandi:Fyxi|Fyxi]] ([[Notandaspjall:Fyxi|spjall]]) 29. desember 2024 kl. 00:55 (UTC)
::Ef þú opnar https://is.m.wikipedia.org/w/index.php?title=Kerfissíða:MobileOptions og velur ítarlegri ham, þá færðu tengil á nýlegar breytingar, pottinn og samfélagsgátt undir hamborgaravalmyndinni (strikunum þremur hliðiná einkennismerkinu). [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 29. desember 2024 kl. 07:38 (UTC)
:::Ah svoleiðis, takk. Virðist bara koma þegar maður er innskráður. [[Notandi:Fyxi|Fyxi]] ([[Notandaspjall:Fyxi|spjall]]) 4. janúar 2025 kl. 02:13 (UTC)
: Mjög flott breyting. Samfélagsgáttin mætti líka við sambærilegri yfirhalningu. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 29. desember 2024 kl. 14:27 (UTC)
== Listi yfir Íslendinga með greinar á öðrum tungumálum ==
Mér dettur í hug hvort það gæti ekki verið sniðugt að halda uppi verkefnissíðu með lista af Íslendingum sem eru með greinar um sig á öðrum tungumálaútgáfum Wikipediu, en ekki enn á íslensku Wikipediu? Mér finnst það sjálfsagt markmið hjá íslensku Wikipediu að vera allavega með betri upplýsingar um Ísland og Íslendinga en hin enska, svo það væri gagnlegt sem vegvísir að greinum sem vanti sérstaklega. [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 30. desember 2024 kl. 21:22 (UTC)
:Góð pæling. Það er kannski hægt að búa til einhverja fyrirspurn sem finnur sjálfvirkt greinar undir [[:en:Category:Icelandic people]] sem er vantar tungumálatengil á íslensku. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 30. desember 2024 kl. 21:31 (UTC)
:Bjó til tvo lista yfir íslendinga sem eru á ensku wikipediu en ekki þeirri íslensku: [[quarry:query/32906|lifandi]], [[quarry:query/858|látnir]]. [[:en:Category:Biography articles needing translation from Icelandic Wikipedia]] er síðan listi yfir greinar sem eru taldar stærri á íslensku wikipediu en þeirri ensku. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 31. desember 2024 kl. 01:00 (UTC)
::Flott. Greinilega mikið af síðum sem hægt er að snara yfir á íslensku ef við viljum standa ensku Wikipediu framar um íslensk málefni. [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 1. janúar 2025 kl. 21:52 (UTC)
== Greinar um skyldmenni forseta ==
Ég setti eyðingartillögu á tvær greinar @[[Notandi:Bjornkarateboy|Bjornkarateboy]] gerði um börn Höllu Tómasdóttur þar sem þau eru ekki sérlega þekkt fyrir neitt annað en móður sína, sem nægir að mínu mati augsýnilega ekki til að uppfylla markverðugleikaregluna. Hann benti hins vegar á að það eru til nokkrar greinar hér um börn og foreldra forseta sem hafa fengið að standa. Mér þykir vert að ræða þessar greinar líka og hvaða stefnu við viljum hafa um þær.
Nokkrar greinar ([[Björn Jónsson]], [[Björn Sv. Björnsson]], [[Þórarinn Eldjárn]], [[Sigrún Eldjárn]] og [[Sigríður Eiríksdóttir]]) þarfnast vart umræðu þar sem fólkið sem fjallað er um er greinilega vel þekkt fyrir eitthvað annað en fjölskyldutengsl. En síðan eru nokkrar síður jaðartilvik:
* [[Þórarinn Kr. Eldjárn]]
* [[Sigrún Sigurhjartardóttir]]
* [[Grímur Kristgeirsson]]
* [[Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar]]
* [[Jóhannes Sæmundsson]]
Þessar síður sýnast mér vera um fólk sem er ekki þekkt fyrir margt annað en að vera foreldrar forseta. Ég hugsa að Þórarinn og Grímur sleppi þar sem þeir gegndu opinberum störfum eða embættum, en ég er ekki viss um hin þrjú. Hvað finnst ykkur? [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 7. janúar 2025 kl. 16:05 (UTC)
:Jóhannes Sæmundsson er klárlega markverður einstaklingur þar sem hann lét til sín taka í málefnum tengdum íþróttakennslu og íþróttaþjálfun með góðum árangri. [[Notandi:Bjornkarateboy|Bjornkarateboy]] ([[Notandaspjall:Bjornkarateboy|spjall]]) 7. janúar 2025 kl. 16:14 (UTC)
:: Svanhildur sleppur líka sem útgefinn höfundur (bréfritari). Jóhannes var talsvert þekktur sem frjálsíþróttamaður, íþróttakennari og þjálfari (m.a. fræðslufulltrúi ÍSÍ). Grímur var auðvitað vel þekktur, en aðallega sem rakari. Hann finnst mér að eigi fremur heima í kafla um fjölskyldu ÓRG en sem sérgrein. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 7. janúar 2025 kl. 16:17 (UTC)
::: En svo má líka athuga það sjónarmið að ef það er ekki augljóst hvernig hægt væri að auka við grein um viðkomandi einstakling, svo hún verði meira en ein málsgrein, þá ætti hún kannski fremur heima sem undirkafli í grein um frægari ættingja (sjá [https://en.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Notability#Whether_to_create_standalone_pages]) --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 7. janúar 2025 kl. 16:24 (UTC)
::::Grímur Kristgeirsson var vel þekktur, þá sérstaklega fyrir vestan, löngu áður en Ólafur Ragnar varð það. Það er til nóg af efni um hann til að skrifa meira en eina málsgrein. [[Notandi:Alvaldi|Alvaldi]] ([[Notandaspjall:Alvaldi|spjall]]) 7. janúar 2025 kl. 20:04 (UTC)
:::::Svanhildur er einnig vel þekkt í tengslum við veikindi sín og er ''Svanhildarstofa'' á Hælinu, setri um sögu berklanna, m.a. nefnd eftir henni. [[Notandi:Alvaldi|Alvaldi]] ([[Notandaspjall:Alvaldi|spjall]]) 7. janúar 2025 kl. 20:27 (UTC)
::::::Já, eftir á að hyggja er ég sammála um að greinin um Svanhildi sleppi þar sem skrif hennar hafa verið gefin út og berklasetrið er nefnt eftir henni. Jóhannes mögulega líka, en greinin um hann þyrfti þá að gera betur grein fyrir því hver framlög hans í íþróttum voru, sem mér finnst hún ekki gera núna. Af þessum greinum finnst mér greinin um Sigrúnu síst eiga rétt á sér. Sú grein gefur ekki til kynna að hún hafi verið sérlega þekkt fyrir neitt annað en að eiga fræg börn. [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 7. janúar 2025 kl. 21:14 (UTC)
== Afstaða til vélþýðinga ==
Mig langar að stinga upp á stefnubreytingu varðandi vélþýðingar. Við höfum (oft) eytt umyrðalaust eða gert eyðingartillögur þar sem vélþýddur texti er settur inn lítt breyttur. Ástæðan er auðvitað að slíkur texti hefur hingað til verið "óforbetranlegur" og ekki þess virði að reyna að laga hann til. Þetta hefur hins vegar breyst síðustu 2 ár. Nú er vélþýddur texti frá sumum forritum oft bara bærilegur og hægt að setja inn með tiltölulega litlum lagfæringum. Það er enn augljóst þegar texti er settur inn óbreyttur frá vélþýðanda, en oft er hægt að gera hann góðan með litlum lagfæringum. Mér finnst það því ekki lengur eyðingarsök að texti sé frá vélþýðanda, heldur fremur tilefni til lagfæringar. Mér finnst við ættum því að nota hreingerningarsnið fremur en eyðingarsnið, nema vélþýðingin sé þeim mun verri. Hvað finnst ykkur? [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 11. janúar 2025 kl. 19:34 (UTC)
: Góður punktur, tek það til greina. --[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 11. janúar 2025 kl. 20:31 (UTC)
:'''Hafnað.''' Líttu á rannsóknir um vélarþýðingar og þar sést mjög skýrt að vélarþýðingar eru enn slæmar. Íslenska ólíkt ensku er mun flóknari, beygingarlýsingar eru helsta dæmið hérna. Það er ekki boðlegt að koma með svona fullyrðingar án þess að fletta hlutunum upp.
:Rannsóknir á íslenskum vélarþýðingum nota oft WER - word error rate, sem felur í sér hvort rétt orð er valið, ekki hvort beygingarmyndin sé rétt eða orðið passi vel í setninguna. Þannig er vélarþýðing miðeindar samkvæmt þeim sjálfum með 20% WER, en það er ekki nóg fyrir góða íslensku. Það að taka tölur frá þeim sjálfum er líka ekki góð vísindi og talan líklega í raun mun verri. Það er ekki til rannsókn á WER á íslensku í vélarþýðingunni sem [[Mw:Extension:ContentTranslate|ContentTranslate]] notar. Ef Mói væri hérna ennþá þá myndi hann setja út á allar þessar vélarþýðingar.
:Til að skoða beygingarlýsingar, skoðaðu IceNLP og Greini. Báðir möguleikarnir geta ekki snúið setningu með orðum með greini úr ensku yfir í íslensku og aftur yfir á ensku án þess að missa úr orð.
:Hvað hreingerningasniðið varðar þá er bara fleiri og fleiri greinar sem bætast þar við og ekkert sjónmál á því að það minnki niður, hvað þá niður í núll. Meðal erlenda stofnenda síðu hefur aðeins einn náð að setja fram góða þýdda grein og það var [[Notandi:Maxí|Maxí]]. Hann var að læra íslensku og þrátt fyrir það tók það hann dágóðan tíma að fá þýðinguna rétta, eftir margar athugasemdir. Þær greinar sem eru helst merktar sem vélarþýðingar af mér eru eftir erlenda stofnendur sem geta ekki lagað greinarnar. Stundum hef ég bent á [[Wikipedia:Overview]] sem þeir geta ekki farið eftir heldur, þó það sé á ensku. Merkingar með hreingerningarsniði er bara merking til að slá vandamálinu á frest um ókominn tíma. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 11. janúar 2025 kl. 20:46 (UTC)
:Wikipedia er skrifuð af notendum ekki tölvuforritum. Eins og Snævar nefndi eru þessar vélþýðingar ekki nógu góðar fyrir íslensku sama hve mörg ár hafa liðið. Menn vilja skrifa og bæta greinar um áhugamál sín en ekki laga eitthvert gervigreindarsull. ChatGPT er nákvæmasta vélþýðing sem ég þekki en samt er hún langt frá því að vera fullkomin. Hún bullar ennþá stundum orðum, beygir ekki orð rétt (einkum í fleirtölu eða kyni) og notar skrýtin orðatiltæki. Einnig getur hún ekki alltaf flett up t.d. í orðabók til að leita að viðurkenndum þýðingum o.fl. Dæmigerður notandi sem er að stofna vélþýddar síður er ekki með aðgang að gögnunum sem gera henni kleift að skrifa passlega íslensku fyrir alfræðisíðu. Að leyfa vélþýðingu myndi leiða til fleiri lægri gæða síðna þar sem höfundurinn getur ekki borið ábyrgð á þýðingu hennar.
:Höfundar ættu að nýta sér vélþýðingu til þess að skrifa meira og betur, en ekki til þess að setja texta inn þegar maður er latur. [[Notandi:Óskadddddd|Óskadddddd]] ([[Notandaspjall:Óskadddddd|spjall]]) 12. janúar 2025 kl. 12:36 (UTC)
:Ég er frekar efins um að það væri skynsamlegt skref. Ég hef frekar litið á það þannig að skánandi vélþýðingar eigi að verða til þess að við herðum frekar á kröfu um að greinar á íslensku Wikipediu séu á skiljanlegri íslensku frekar en að slaka á þeim. Þeir sem vilja lesa vélþýtt efni á íslensku geta nefnilega gert það með því að heimsækja WP á öðrum tungumálum og þýða efnið þar með hjálp þeirra tæknilausna sem eru í boði. Það er því óþarfi að búa sérstaklega til síður hér með hrátt vélþýddu efni, en auðvitað sjálfsagt að nota vélþýðingu sem hjálpartæki til að flýta fyrir þýðingum. Tilgangurinn með því að halda úti Wikipediu á íslensku hlýtur að vera að leyfa efnistökum og áherslum íslenskumælandi notenda að njóta sín. Svo tek ég líka undir með Snævari að það er ekki góð lausn að setja greinar á lélegri íslensku í viðhaldsflokka. Að hreinsa til eftir aðra er líklega óvinsælasta verkefnið á meðal notenda hér. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 12. janúar 2025 kl. 16:08 (UTC)
::Takk fyrir góð svör. Vitið þið um einhver benchmarking-próf á íslenskuþýðingum frá þessum nýju þýðendum (ég á við LLM-þýðendur eins og m.is, velthyding.is, Google Translate, Gemini og ChatGPT)? Það eru auðvitað margar greinar hér með töluvert af villum, þótt þær komi ekki frá þýðingarvélum. Þetta er frekar spurning um hvernig á að merkja þær sem eru augljóslega vélþýddar. [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 12. janúar 2025 kl. 17:12 (UTC)
:::Hérna er samantekt á þýðingarvélum og einkunnum þeirra. Athugaðu að greynir er með hlutfall yfir rétt svör, á meðan hinar þýðingarvélarnar eru með hlutfall rangra svara. Einnig inniheldur greynir beygingar, en hinir ekki. Vegna þess setti ég inn rannsókn á beygingum greynis einnig.
:::*Google Translate 2018: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1fJQLMj8O5z3Q7eKDxi1tNNrFipiEL0UDyaEF0fleZ54/edit?gid=0#gid=0 30% WER
:::*ContentTranslate NLLB-200: Ekki til
:::*Greynir (Miðeind): 66% rétt með beygingum, https://miðeind.is/is/greinar/gpt-4-fra-openai-nu-mun-betra-i-islensku-med-hjalp-mideindar
:::*2011 Google Translate, Tungutorg, Apertium: https://en.ru.is/media/skjol-td/MSc_Thesis_MarthaDisBrandt.pdf Apertium 50% WER, Tungutorg 44%, GoogleTranslate 36%
:::*Greynir beygingar og orðflokkagreining: http://linguist.is/wp-content/uploads/2020/06/arnardottir2020neural.pdf 84
:::ContentTranslate NLLB-200 og Greynir á Færeysku: https://skemman.is/bitstream/1946/46019/1/MasterThesis_Annika2023_040124.pdf NLLB-200 0,93% rétt, Greynir/GPT-4: 9,61% rétt
::::Rannsóknin segir að færeyska sé þýdd út frá íslensku og að sum orð séu íslenskuð. Það er því ljóst að NLLB-200 á íslensku er betri en þessar tölur segja til um.
:::Ég met þessar niðurstöður þannig að Greynir sé bestur, síðan GoogleTranslate í öðru sæti. Beygingarrannsóknin á greyni sýnir að greynir er veikari í þýðingum, en ekki beygingum. Sambærilegt skor á Greini við hinar vélarnar væri líklega á milli talnana tveggja, 75% rétt eða 25% WER, sem er betra en GoogleTranslate. Út frá færeysku NLLB-200 rannsókninni sést að NLLB-200 er verri en Greynir.
:::Þýðingar með ContentTranslate á Wikipediu eru sendar aftur í þýðingarvélina til að bæta hana enn frekar. Sjá [[mw:Content_translation/Machine_Translation/NLLB-200#Wikimedia_Foundation’s_obligations]]. NLLB-200 og greynir eru gerfigreindar þýðingarvélar. Ef þú lætur þau fá gögn sem eru með minna en 20% leiðrétts texta, eins og með notandann JetLowly, þá lendir þú í [[:en:Garbage in, garbage out]] aðstæðum. Þýðingarvélin fær skilaboð um að þýðingin sín sé að nær öllu leyti rétt og byggir aðrar þýðingar á því. Þýðingarnar verða verri með tímanum.
:::Þetta að ekki eyða vélarþýðingum hefur verið reynt áður. Árið 2017, á milli júlí og september og aftur í desember bjó notandinn Japan Football til [[xtools:ec/is.wikipedia.org/Japan Football|893 greinar]] sem eru allar vélarþýddar. Hann stoppaði ekki fyrr en hann var [[meta:Special:CentralAuth/Japan_Football|bannaður á öllum verkefnum í september]], fékk annað tækifæri í desember sem var brotið samstundis og var bannaður aftur.
:::Það að vélarþýddar greinar séu í sama gæðaflokki og aðrar greinar er rangt. Á [[mw:Content_translation/Deletion_statistics_comparison]] í öðrum ársfjórðungi 2022 var 13% fleiri greinum eytt sem voru búnar til af ContentTranslate, heldur en öðrum greinum. Það sama gildir um aðra ársfjórðunga á þeirri síðu. Íslenska Wikipedia endar á þessum lista þegar hlutfall greina frá ContentTranslate sem hefur verið eytt er hátt. Það er enn eitt dæmið um að vélþýðingar séu ekki nógu góðar án leiðréttinga.
:::Ég hef enga samúð með notendum sem að opna bara ContentTranslate, smella nokkrum sinnum án þess að leiðrétta nokkurn skapaðan hlut og gefa út grein þannig. Það að afrita og líma frá öðrum þýðingarvélum án leiðréttinga er alveg jafn slæmt.
:::Ég mæli með þessum vinnubrögðum:
:::# Notist við ContentTranslate, vélþýðing.is (Greynir) eða GoogleTranslate. Tungutorg og Apertium eru annars flokks þýðingarvélar og ekki nothæfar.
:::# Notandi skal hafa kunnáttu á íslensku, minnst eitt ár í íslenskukennslu eða með íslensku sem móðurmál. Notendur með minni kunnáttu geta ekki breytt beygingamyndum vegna þekkingarleysis.
:::# Notandi skal alltaf leiðrétta vélarþýðingar. Síður sem hafa verið merktar af ContentTranslate í [[:Flokkur:Síður með óathuguðum þýðingum]] hafa minna en 20% leiðréttan texta frá notenda. Notandi sem vistar slíka grein hefur verið varaður við af ContentTranslate og því er réttlætanlegt að eyða henni.
:::[[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 13. janúar 2025 kl. 08:05 (UTC)
::::Takk fyrir þetta. Ég vissi ekki af NLLB-200. Þetta eru verðmætar upplýsingar, en aðeins ein rannsókn (á Google Translate) inniheldur benchmarking upplýsingar fyrir tauganetsþýðanda á íslensku. GT hefur aðeins batnað síðan 2018, en (sýnist mér) ekki nógu mikið til að breyta þessum niðurstöðum verulega. Út frá minni eigin reynslu er GT versti tauganetsþýðandinn sem ég hef prófað. Ég er alveg sammála því að óbreyttur texti frá Content Translate hefur oftast verið ónothæfur. Ég hef oft reynt að nota CT en var kominn á það að það svaraði ekki kostnaði. Ég væri fljótari að þýða frá grunni. Ég kannski prófa það aftur. Ég er rétt að byrja að prófa m.is/thyding og Gemini Pro, en við fyrstu sýn virðast mér þessi tæki þýða mun betur en bæði GT og CT, nógu vel til að hægt væri að bera villufjölda saman við íslenskan Wikipedia-notanda með litla reynslu af textaskrifum, en ég get að vísu ekki vísað í nein alvöru próf til að staðfesta það. [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 13. janúar 2025 kl. 11:45 (UTC)
:::::Fann loks próf sem sýnir hvað þýðandinn í ContentTranslate gerir. Hann er með skorið 25% rétt [[:En:BLEU|BLEU]]. Ef ég hefði ekki verið búinn að biðja WMF um að nota Greyni/GPT-4 þá hefði ég tekið ákvörðunina í [[Wikipedia:Potturinn/Safn 27#Reverting to Google as the default Machine Translation in Icelandic Wikipedia]] til endurskoðunar. Líka, prófin sem ég vísa til eru að prófa texta frá Íslensku Wikipediu, hún hefur verið hluti af þessum prófunum í nokkur ár.
:::::M.is hefur engin próf, þannig þetta lyktar af sömu vitleysunni og umræðan "Reverting to Google as the default Machine Translation in Icelandic Wikipedia". Beiðni hafnað. M.is er ekki með skráðan þýðanda eða tokanizer. Sú vefsíða skráir bara orðabækur og hugbúnað sem skrifar texta frá talmáli. Apertium bætti sig um 5% við það að taka upp tokanizerinn Ice-NLP. Sýnir bara að metnaðurinn að hafa bestu þýðingarvélina er ekki til staðar hjá m.is. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 28. janúar 2025 kl. 05:00 (UTC)
== Launching! Join Us for Wiki Loves Ramadan 2025! ==
Dear All,
We’re happy to announce the launch of [[m:Wiki Loves Ramadan 2025|Wiki Loves Ramadan 2025]], an annual international campaign dedicated to celebrating and preserving Islamic cultures and history through the power of Wikipedia. As an active contributor to the Local Wikipedia, you are specially invited to participate in the launch.
This year’s campaign will be launched for you to join us write, edit, and improve articles that showcase the richness and diversity of Islamic traditions, history, and culture.
* Topic: [[m:Event:Wiki Loves Ramadan 2025 Campaign Launch|Wiki Loves Ramadan 2025 Campaign Launch]]
* When: Jan 19, 2025
* Time: 16:00 Universal Time UTC and runs throughout Ramadan (starting February 25, 2025).
* Join Zoom Meeting: https://us02web.zoom.us/j/88420056597?pwd=NdrpqIhrwAVPeWB8FNb258n7qngqqo.1
* Zoom meeting hosted by [[m:Wikimedia Bangladesh|Wikimedia Bangladesh]]
To get started, visit the [[m:Wiki Loves Ramadan 2025|campaign page]] for details, resources, and guidelines: Wiki Loves Ramadan 2025.
Add [[m:Wiki Loves Ramadan 2025/Participant|your community here]], and organized Wiki Loves Ramadan 2025 in your local language.
Whether you’re a first-time editor or an experienced Wikipedian, your contributions matter. Together, we can ensure Islamic cultures and traditions are well-represented and accessible to all.
Feel free to invite your community and friends too. Kindly reach out if you have any questions or need support as you prepare to participate.
Let’s make Wiki Loves Ramadan 2025 a success!
For the [[m:Wiki Loves Ramadan 2025/Team|International Team]] 16. janúar 2025 kl. 12:08 (UTC)
<!-- Message sent by User:ZI Jony@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Non-Technical_Village_Pumps_distribution_list&oldid=27568454 -->
== Tillaga að úrvalsgrein ==
Ég setti inn tillögu að úrvalsgrein fyrir bráðum þremur árum sem enginn tók afstöðu til. Gæti einhver sagt sína skoðun? Annars finnst mér að við mættum vera miklu duglegri að tilnefna úrvalsgreinar og gæðagreinar. Flestar greinarnar sem hafa þá stöðu voru samþykktar fyrir löngu, og það eru til fullt af nýrri greinum af sambærilegum gæðum. [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 18. janúar 2025 kl. 22:04 (UTC)
: Fór framhjá mér. Skal taka afstöðu núna. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 18. janúar 2025 kl. 22:23 (UTC)
:Það er líka ein tveggja ára gæðagreins tillaga. Sammála um að það séu til fleiri mögulegar gæðagreinar sem hefur aldei verið kosið um. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 18. janúar 2025 kl. 22:49 (UTC)
:Ég hef lengi ætlað mér að gera tillögur um breytingar, bæði á því hvernig greinar fá þessar gæðamerkingar og líka mögulega inntaki þeirra. Það er augljóst að þessar reglur um tilnefningar og kosningar gera ráð fyrir miklu stærra og virkara samfélagi notenda en nú er. Það er hreinlega ómögulegt að fá nýja úrvalsgrein samþykkta samkvæmt þessum reglum af því að það eru ekki einu sinni sex virkir notendur sem eru líklegir til að taka þátt í slíkri yfirferð. Svona stífar reglur um tiltekinn atkvæðafjölda og fleira ganga í raun gegn því hvernig ákvarðanir eru yfirleitt teknar á WP. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 18. janúar 2025 kl. 23:02 (UTC)
::Í sannleika sagt finnst mér líka eins og gæðastaðallinn hafi færst eitthvað til frá því að flestar eldri greinarnar voru samþykktar. Margar greinarnar sem eru í flokknum Gæðagreinar eru styttri og með færri heimildir en greinar sem hefur verið hafnað í seinni tíð, eða hafa aldrei verið tilnefndar. [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 19. janúar 2025 kl. 04:10 (UTC)
:::Það er hægt að útskýra stóran hluta þessara felldna tillaga út frá hlutfalli ytri tengla og lengd greinarinnar (lengd greinar/fjöldi ytri tengla). Ég ætla ekki að reyna að telja heimildirnar sjálfar, það er gífurleg vinna. Það getur líka verið að greinin hafi breyst nægilega mikið frá því að tillagan var lögð fram. Það hefur áður verið gert allsherjar endurmat á úrvalsgreinum og það kemur til greina að gera það sama fyrir gæðagreinar. Meðalstærð gæðagreina er 32.043 bæti.
:::Meðal felldra tillagna eru þessar greinar með hæsta hlutfallið af ytri tenglum á lengd greinar og takmarkað við greinar sem eru stærri en 32.000 bæti: [[Kanada]], [[Bandaríkin]], [[Íslenska þjóðkirkjan]], [[Ítalía]]. Fyrir utan Íslensku þjóðkirkjuna voru þessar tillögur meðal fyrstu 11 tilnefningana og Íslenska þjóðkirkjan var tilnefnd 2007.
:::Meðal samþykktra tillagna eru þessar greinar með lægsta hlutfallið af ytri tenglum á lengd greinar: [[Falklandseyjastríðið]], [[Knattspyrnufélagið Fram]], [[Íslensk sveitarfélög eftir mannfjölda]], [[Massi]], [[Jörundur hundadagakonungur]], [[Vilmundur Gylfason]].
:::Kanski byrja á að leggja þessar felldu greinar aftur fram og fara fram á endurmat á þessum samþykktu tillögum? [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 19. janúar 2025 kl. 09:01 (UTC)
=== Tilllaga ===
Legg til að breyta atkvæðafjölda fyrir tillögur til gæðagreina úr 3 í 2 og atkvæðafjölda fyrir úrvalsgreina úr 6 í 4. Endurmats atvæðafjöldi verður áfram sá sami. Þar að auki, sá sem leggur fram tillögu, bæði endurmat og tillögu um nýja gæðagrein eða úrvalsgrein, telst sem atvæði með tillögunni, svo framalega sem hann stenst kosningarétt.
*Dæmi:
Eftir að tillaga hefur verið lögð fram um nýja gæðagrein, þarf bara eitt atkvæði með tillögunni í viðbót. Ef slík tillaga fær síðan eitt atkvæði á móti þá fellur hún, enda hlutfall mótmæla yfir 25%.--[[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 19. janúar 2025 kl. 00:41 (UTC)
:Ég setti inn nokkrar tillögur að gæðagreinum. Þetta eru ekki endilega gallalausar greinar (annars myndi ég tilnefna þær sem úrvalsgreinar), en þær eru að mínu mati ekkert síðri en margar eldri greinar sem hafa stöðu gæðagreina. [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 19. janúar 2025 kl. 20:01 (UTC)
:{{Samþykkt}}. Ég er með í huga tillögu að aðeins róttækari breytingu á þessum ferlum sem ég þarf að móta aðeins betur, en þetta er skref í rétta átt. Þar sem enginn hefur mótmælt þessu í þrjár vikur, þá lít ég svo á að það sé sátt um þetta. --[[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 10. febrúar 2025 kl. 11:17 (UTC)
== Universal Code of Conduct annual review: provide your comments on the UCoC and Enforcement Guidelines ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
My apologies for writing in English.
{{Int:Please-translate}}.
I am writing to you to let you know the annual review period for the Universal Code of Conduct and Enforcement Guidelines is open now. You can make suggestions for changes through 3 February 2025. This is the first step of several to be taken for the annual review.
[[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Annual_review|Read more information and find a conversation to join on the UCoC page on Meta]].
The [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee|Universal Code of Conduct Coordinating Committee]] (U4C) is a global group dedicated to providing an equitable and consistent implementation of the UCoC. This annual review was planned and implemented by the U4C. For more information and the responsibilities of the U4C, [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee/Charter|you may review the U4C Charter]].
Please share this information with other members in your community wherever else might be appropriate.
-- In cooperation with the U4C, [[m:User:Keegan (WMF)|Keegan (WMF)]] ([[m:User talk:Keegan (WMF)|talk]]) 24. janúar 2025 kl. 01:11 (UTC)
</div>
<!-- Message sent by User:Keegan (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=27746256 -->
== Feminism and Folklore 2025 starts soon ==
<div style="border:8px maroon ridge;padding:6px;>
[[File:Feminism and Folklore 2025 logo.svg|centre|550px|frameless]]
::<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<center>''{{int:please-translate}}''</center>
Dear Wiki Community,
You are humbly invited to organize the '''[[:m:Feminism and Folklore 2025|Feminism and Folklore 2025]]''' writing competition from February 1, 2025, to March 31, 2025 on your local Wikipedia. This year, Feminism and Folklore will focus on feminism, women's issues, and gender-focused topics for the project, with a [[:c:Commons:Wiki Loves Folklore 2025|Wiki Loves Folklore]] gender gap focus and a folk culture theme on Wikipedia.
You can help Wikipedia's coverage of folklore from your area by writing or improving articles about things like folk festivals, folk dances, folk music, women and queer folklore figures, folk game athletes, women in mythology, women warriors in folklore, witches and witch hunting, fairy tales, and more. Users can help create new articles, expand or translate from a generated list of suggested articles.
Organisers are requested to work on the following action items to sign up their communities for the project:
# Create a page for the contest on the local wiki.
# Set up a campaign on '''CampWiz''' tool.
# Create the local list and mention the timeline and local and international prizes.
# Request local admins for site notice.
# Link the local page and the CampWiz link on the [[:m:Feminism and Folklore 2025/Project Page|meta project page]].
This year, the Wiki Loves Folklore Tech Team has introduced two new tools to enhance support for the campaign. These tools include the '''Article List Generator by Topic''' and '''CampWiz'''. The Article List Generator by Topic enables users to identify articles on the English Wikipedia that are not present in their native language Wikipedia. Users can customize their selection criteria, and the tool will present a table showcasing the missing articles along with suggested titles. Additionally, users have the option to download the list in both CSV and wikitable formats. Notably, the CampWiz tool will be employed for the project for the first time, empowering users to effectively host the project with a jury. Both tools are now available for use in the campaign. [https://tools.wikilovesfolklore.org/ '''Click here to access these tools''']
Learn more about the contest and prizes on our [[:m:Feminism and Folklore 2025|project page]]. Feel free to contact us on our [[:m:Talk:Feminism and Folklore 2025/Project Page|meta talk page]] or by email us if you need any assistance.
We look forward to your immense coordination.
Thank you and Best wishes,
'''[[:m:Feminism and Folklore 2025|Feminism and Folklore 2025 International Team]]'''
::::Stay connected [[File:B&W Facebook icon.png|link=https://www.facebook.com/feminismandfolklore/|30x30px]] [[File:B&W Twitter icon.png|link=https://twitter.com/wikifolklore|30x30px]]
</div></div>
--[[Notandi:MediaWiki message delivery|MediaWiki message delivery]] ([[Notandaspjall:MediaWiki message delivery|spjall]]) 29. janúar 2025 kl. 02:35 (UTC)
== Wiki Loves Folklore is back! ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
{{int:please-translate}}
[[File:Wiki Loves Folklore Logo.svg|right|150px|frameless]]
Dear Wiki Community,
You are humbly invited to participate in the '''[[:c:Commons:Wiki Loves Folklore 2025|Wiki Loves Folklore 2025]]''' an international media contest organized on Wikimedia Commons to document folklore and intangible cultural heritage from different regions, including, folk creative activities and many more. It is held every year from the '''1st till the 31st''' of March.
You can help in enriching the folklore documentation on Commons from your region by taking photos, audios, videos, and [https://commons.wikimedia.org/w/index.php?title=Special:UploadWizard&campaign=wlf_2025 submitting] them in this commons contest.
You can also [[:c:Commons:Wiki Loves Folklore 2025/Organize|organize a local contest]] in your country and support us in translating the [[:c:Commons:Wiki Loves Folklore 2025/Translations|project pages]] to help us spread the word in your native language.
Feel free to contact us on our [[:c:Commons talk:Wiki Loves Folklore 2025|project Talk page]] if you need any assistance.
'''Kind regards,'''
'''Wiki loves Folklore International Team'''
--[[Notandi:MediaWiki message delivery|MediaWiki message delivery]] ([[Notandaspjall:MediaWiki message delivery|spjall]]) 29. janúar 2025 kl. 02:35 (UTC)
</div>
<!-- Message sent by User:Tiven2240@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery/Wikipedia&oldid=26503019 -->
== Reminder: first part of the annual UCoC review closes soon ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
My apologies for writing in English.
{{Int:Please-translate}}.
This is a reminder that the first phase of the annual review period for the Universal Code of Conduct and Enforcement Guidelines will be closing soon. You can make suggestions for changes through [[d:Q614092|the end of day]], 3 February 2025. This is the first step of several to be taken for the annual review.
[[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Annual_review|Read more information and find a conversation to join on the UCoC page on Meta]]. After review of the feedback, proposals for updated text will be published on Meta in March for another round of community review.
Please share this information with other members in your community wherever else might be appropriate.
-- In cooperation with the U4C, [[m:User:Keegan (WMF)|Keegan (WMF)]] ([[m:User talk:Keegan (WMF)|talk]]) 3. febrúar 2025 kl. 00:48 (UTC)
</div>
<!-- Message sent by User:Keegan (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=28198931 -->
== Tillaga: Stílviðmið ==
Ég tel ástæðu til þess að búa til reglur um hvernig síður á wikipediu séu settar upp. [[:Flokkur:Wikipedia:Hreingerning_óskast]] er einn stærsti viðhaldsflokkurinn og það þarf skýringar á því hvernig á að laga síðurnar, sem þessar nýju reglur eiga að leysa. Í ljósi stærðar reglanna setti ég það á sérsíðu, [[Wikipedia:Potturinn/Stílviðmið]]. Athugasemdum skal bæta við á ''undirsíðuna''. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 8. febrúar 2025 kl. 13:43 (UTC)
:Flott. Einnig gæti verið þægilegt að hafa fyrirmyndir. T.d. ef búa á til grein um hljómsveit má horfa til einhverrar ákveðinnar greinar eða greina um hljómsveit. Það myndi vonandi líka hjálpa til við samræmi milli greina. [[Notandi:Cinquantecinq|Cinquantecinq]] ([[Notandaspjall:Cinquantecinq|spjall]]) 8. febrúar 2025 kl. 22:51 (UTC)
::Fyrirmyndirnar ættu að vera [[Wikipedia:Gæðagreinar]] og [[Wikipedia:Úrvalsgreinar]]. Þær gæða- og úrvalsgreinar sem ná ekki viðmiðunum laga ég bara. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 22. febrúar 2025 kl. 08:33 (UTC)
:Rýmkaði textann aðeins á tveimur stöðum. Í fyrsta lagi leyfir feitletunarreglan núna að merkja atriði, sem passar betur við röksemdarfærsluna. Í öðru lagi mega fyrirsagnir núna innihalda tengla (bæði innri og ytri tengla), en ekki heimildir. Röksemdarfærslan var að fyrirsagnir gætu ekki innihaldið tengla af tæknilegum ástæðum, sem reyndist rangt við prófun. Þessi sama prófun sýndi líka að heimildir í fyrirsögn virkar ekki, vegna þess að ekki var hægt að tengja í fyrirsögnina.
:Lít á þessar breytingar sem tiltölulega minniháttar. Í ljósi þess að tveir eru sammála (með mér meðtöldum) og enginn á móti þá geri ég þetta að reglu.--[[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 6. mars 2025 kl. 02:42 (UTC)
:: Það væri samt í andstöðu við [https://en.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Manual_of_Style/Linking] þar sem mælt er með því að tengja undir fyrirsagnir fremur en í fyrirsögninni sjálfri. Er ástæða til að bregða út af þeirri reglu? --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 6. mars 2025 kl. 14:47 (UTC)
:::Já, það er ástæða fyrir því að leyfa tengla í fyrirsögnum. Enska wikipedia bætti við sinni reglu í breytingunni [[:en:Special:Diff/291987216]] sem notar [[:en:WP:ACCESS]] sem ástæðu, sem hefur ekki þetta atriði, en wp:access er fyrir aðgengismál. Enska wikipedia byggir líka ofaná staðlinum WCA frá [[W3C]] sem segir "In some situations, authors may want to provide part of the description of the link in logically related text that provides the context for the link." ( https://www.w3.org/WAI/WCAG22/Understanding/link-purpose-in-context.html )
:::Einstaklingur sem er blindur eða hálfblindur myndi nota skjálesara hugbúnað. Sjálesarinn myndi lesa "fyrirsögn tengill <kaflatitill>". Setningin "Eftirfarandi kafli er um <nowiki>[[<kaflatitil>]]</nowiki>", sem kæmi í staðinn fyrir tengilinn í fyrirsögninni, er bara umbreyting á stikkorðum í setningu án frekara samhengis. Snið:Aðalgrein er lítið skárri, en ég ætla að leyfa þeirri notkun að vera einstaklingsbundri. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 6. mars 2025 kl. 16:49 (UTC)
== <span lang="en" dir="ltr"> Upcoming Language Community Meeting (Feb 28th, 14:00 UTC) and Newsletter</span> ==
<div lang="en" dir="ltr">
<section begin="message"/>
Hello everyone!
[[File:WP20Symbols WIKI INCUBATOR.svg|right|frameless|150x150px|alt=An image symbolising multiple languages]]
We’re excited to announce that the next '''Language Community Meeting''' is happening soon, '''February 28th at 14:00 UTC'''! If you’d like to join, simply sign up on the '''[[mw:Wikimedia_Language_and_Product_Localization/Community_meetings#28_February_2025|wiki page]]'''.
This is a participant-driven meeting where we share updates on language-related projects, discuss technical challenges in language wikis, and collaborate on solutions. In our last meeting, we covered topics like developing language keyboards, creating the Moore Wikipedia, and updates from the language support track at Wiki Indaba.
'''Got a topic to share?''' Whether it’s a technical update from your project, a challenge you need help with, or a request for interpretation support, we’d love to hear from you! Feel free to '''reply to this message''' or add agenda items to the document '''[[etherpad:p/language-community-meeting-feb-2025|here]]'''.
Also, we wanted to highlight that the sixth edition of the Language & Internationalization newsletter (January 2025) is available here: [[:mw:Special:MyLanguage/Wikimedia Language and Product Localization/Newsletter/2025/January|Wikimedia Language and Product Localization/Newsletter/2025/January]]. This newsletter provides updates from the October–December 2024 quarter on new feature development, improvements in various language-related technical projects and support efforts, details about community meetings, and ideas for contributing to projects. To stay updated, you can subscribe to the newsletter on its wiki page: [[:mw:Wikimedia Language and Product Localization/Newsletter|Wikimedia Language and Product Localization/Newsletter]].
We look forward to your ideas and participation at the language community meeting, see you there!
<section end="message"/>
</div>
<bdi lang="en" dir="ltr">[[User:MediaWiki message delivery|MediaWiki message delivery]]</bdi> 22. febrúar 2025 kl. 08:29 (UTC)
<!-- Message sent by User:SSethi (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=28217779 -->
== Hlaða inn skrá er ólæsileg í dökkri stillingu ==
[https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Kerfiss%C3%AD%C3%B0a:Hla%C3%B0a_inn Hlaða inn skrá ] er ólæsileg þegar dökk stilling er notuð. [[Notandi:Stalfur|Stalfur]] ([[Notandaspjall:Stalfur|spjall]]) 1. mars 2025 kl. 18:38 (UTC)
:Lagað. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 1. mars 2025 kl. 19:44 (UTC)
== Universal Code of Conduct annual review: proposed changes are available for comment ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
My apologies for writing in English.
{{Int:Please-translate}}.
I am writing to you to let you know that [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Annual_review/Proposed_Changes|proposed changes]] to the [[foundation:Special:MyLanguage/Policy:Universal_Code_of_Conduct/Enforcement_guidelines|Universal Code of Conduct (UCoC) Enforcement Guidelines]] and [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee/Charter|Universal Code of Conduct Coordinating Committee (U4C) Charter]] are open for review. '''[[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Annual_review/Proposed_Changes|You can provide feedback on suggested changes]]''' through the [[d:Q614092|end of day]] on Tuesday, 18 March 2025. This is the second step in the annual review process, the final step will be community voting on the proposed changes.
[[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Annual_review|Read more information and find relevant links about the process on the UCoC annual review page on Meta]].
The [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee|Universal Code of Conduct Coordinating Committee]] (U4C) is a global group dedicated to providing an equitable and consistent implementation of the UCoC. This annual review was planned and implemented by the U4C. For more information and the responsibilities of the U4C, [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee/Charter|you may review the U4C Charter]].
Please share this information with other members in your community wherever else might be appropriate.
-- In cooperation with the U4C, [[m:User:Keegan (WMF)|Keegan (WMF)]] 7. mars 2025 kl. 18:51 (UTC)
</div>
<!-- Message sent by User:Keegan (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=28307738 -->
== An improved dashboard for the Content Translation tool ==
<div lang="en" dir="ltr">
{{Int:hello}} Wikipedians,
Apologies as this message is not in your language, {{Int:please-translate}}.
The [[mediawikiwiki:Special:MyLanguage/Wikimedia_Language_and_Product_Localization|Language and Product Localization team]] has improved the [https://test.wikipedia.org/w/index.php?title=Special:ContentTranslation&filter-type=automatic&filter-id=previous-edits&active-list=suggestions&from=en&to=es Content Translation dashboard] to create a consistent experience for all contributors using mobile and desktop devices. The improved translation dashboard allows all logged-in users of the tool to enjoy a consistent experience regardless of their type of device.
With a harmonized experience, logged-in desktop users now have access to the capabilities shown in the image below.
[[file:Content_Translation_new-dashboard.png|alt=|center|thumb|576x576px|Notice that in this screenshot, the new dashboard allows: Users to adjust suggestions with the "For you" and "...More" buttons to select general topics or community-created collections (like the example of Climate topic). Also, users can use translation to create new articles (as before) and expand existing articles section by section. You can see how suggestions are provided in the new dashboard in two groups ("Create new pages" and "Expand with new sections")-one for each activity.]]
[[File:Content_Translation_dashboard_on_desktop.png|alt=|center|thumb|577x577px|In the current dashboard, you will notice that you can't adjust suggestions to select topics or community-created collections. Also, you can't expand on existing articles by translating new sections.]]
We will implement [[mw:Special:MyLanguage/Content translation#Improved translation experience|this improvement]] on your wiki '''on Monday, March 17th, 2025''' and remove the current dashboard '''by May 2025'''.
Please reach out with any questions concerning the dashboard in this thread.
Thank you!
On behalf of the Language and Product Localization team.
</div>
<bdi lang="en" dir="ltr">[[User:UOzurumba (WMF)|UOzurumba (WMF)]]</bdi> 13. mars 2025 kl. 02:55 (UTC)
<!-- Message sent by User:UOzurumba (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=User:UOzurumba_(WMF)/sandbox_CX_Unified_dashboard_announcement_list_1&oldid=28382282 -->
== <span lang="en" dir="ltr">Your wiki will be in read-only soon</span> ==
<div lang="en" dir="ltr">
<section begin="server-switch"/><div class="plainlinks">
[[:m:Special:MyLanguage/Tech/Server switch|Read this message in another language]] • [https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Special:Translate&group=page-Tech%2FServer+switch&language=&action=page&filter= {{int:please-translate}}]
The [[foundation:|Wikimedia Foundation]] will switch the traffic between its data centers. This will make sure that Wikipedia and the other Wikimedia wikis can stay online even after a disaster.
All traffic will switch on '''{{#time:j xg|2025-03-19|en}}'''. The switch will start at '''[https://zonestamp.toolforge.org/{{#time:U|2025-03-19T14:00|en}} {{#time:H:i e|2025-03-19T14:00}}]'''.
Unfortunately, because of some limitations in [[mw:Special:MyLanguage/Manual:What is MediaWiki?|MediaWiki]], all editing must stop while the switch is made. We apologize for this disruption, and we are working to minimize it in the future.
A banner will be displayed on all wikis 30 minutes before this operation happens. This banner will remain visible until the end of the operation.
'''You will be able to read, but not edit, all wikis for a short period of time.'''
*You will not be able to edit for up to an hour on {{#time:l j xg Y|2025-03-19|en}}.
*If you try to edit or save during these times, you will see an error message. We hope that no edits will be lost during these minutes, but we can't guarantee it. If you see the error message, then please wait until everything is back to normal. Then you should be able to save your edit. But, we recommend that you make a copy of your changes first, just in case.
''Other effects'':
*Background jobs will be slower and some may be dropped. Red links might not be updated as quickly as normal. If you create an article that is already linked somewhere else, the link will stay red longer than usual. Some long-running scripts will have to be stopped.
* We expect the code deployments to happen as any other week. However, some case-by-case code freezes could punctually happen if the operation require them afterwards.
* [[mw:Special:MyLanguage/GitLab|GitLab]] will be unavailable for about 90 minutes.
This project may be postponed if necessary. You can [[wikitech:Switch_Datacenter|read the schedule at wikitech.wikimedia.org]]. Any changes will be announced in the schedule.
'''Please share this information with your community.'''</div><section end="server-switch"/>
</div>
<bdi lang="en" dir="ltr">[[User:MediaWiki message delivery|MediaWiki message delivery]]</bdi> 14. mars 2025 kl. 23:14 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Non-Technical_Village_Pumps_distribution_list&oldid=28307742 -->
== Skólameistarar ==
Ég hef búið til síður um skólameistara FG en þær eru merktar sem ómarkverðar. Ég vil því grípa tækifærið og segja að það eru til minnst þrjár síður um Rektora MR sem hafa fengið að standa ansi lengi. [[Kerfissíða:Framlög/85.220.124.13|85.220.124.13]] 24. mars 2025 kl. 00:42 (UTC)
:Það eru ábyggilega greinar í flokknum [[:Flokkur:Íslenskir skólameistarar|Íslenskir skólameistarar]] sem eru ekki markverðar. Það er alveg hægt að taka umræðu um það. Svo eru menn eins og [[Sveinbjörn Egilsson]] sem er þekktastur fyrir að vera rektor MR, hann er alveg nægilega markverður. Það þarf að taka hvert dæmi fyrir sig. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 24. mars 2025 kl. 01:26 (UTC)
:Þær greinar sem tengja bæði í MR og í flokkinn eru: [[Ingimar_Jónsson]], [[Yngvi_Pétursson]], [[Helgi_Hermann_Eiríksson]] og [[Elísabet_Siemsen]]. Ef maður dæmir efnið bara út frá því sem stendur í greininni, þá er Helgi sá eini sem vann við aðra starfsstétt og gerði í því starfstétt markvert starf. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 24. mars 2025 kl. 01:42 (UTC)
::Það er alveg umræða út af fyrir sig hvort við ættum að vera með greinar um rektora menntaskóla almennt. [[Wikipedia:Markverðugleiki (fólk)|Viðmið um markverðugleika fólks]] (þótt þær séu ekki bindandi) hníga ekki sérstaklega í þá átt, og aðrar tungumálaútgáfur virðast lítið vera með greinar um kennara eða skólastjóra fyrir neðan háskólastig, nema þeir séu þekktir fyrir eitthvað annað en skólastarfið.
::Ég tel frekar borðliggjandi að grunnskólastjórar uppfylla ekki markverðugleikareglur nema þeir séu þekktir fyrir eitthvað fleira. @[[Notandi:Bjornkarateboy|Bjornkarateboy]] bjó til tvær greinar um grunnskólakennara. Í annarri greininni er tekið fram að viðkomandi hafi verið bæjarfulltrúi, sem gæti réttlætt að henni sé haldið. Í hinni greininni (um Gunnlaug Sigurðsson) kemur ekkert fram annað en að hann hafi verið grunnskólastjóri, og sú grein þyrfti því að gera betur grein fyrir störfum hans ef það á að halda henni. [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 24. mars 2025 kl. 03:19 (UTC)
::Leitaði að öllum greinunum, bæði greinum Björns og MR skólastjórunum. Fyrrgreindur listi MR skólastjóra voru allir með tug eða hundruð leitarniðurstaðna á tímarit.is, fyrir utan Yngva og Elísabetu. Elísabet var fyrsti framhaldsskóla forvarnafulltrúinn, svo hún sleppur, en Yngvi hefur ekki gert neitt markvert.
::Í flokki greina sem Björn bjó til fann ég að Gunnlaugur hafði fengið verðlaun, sem gerir hann markverðan, en rest má eyða. Greinin um Kristinn mun ekki snúast um annað en slælega dómgreind, sbr. https://gamla.mannlif.is/ordromur/skolameistarinn-kristinn-vekur-furdu/ og aðrar fréttir af sama máli. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 24. mars 2025 kl. 08:25 (UTC)
== Nöfn á varðskipum ==
Mig langar að stinga upp á samræmingu á nöfnum á greinum um íslensk varðskip. Í stað þess að þau heiti t.d. [[Þór (skip)]] eða [[Ægir (skip)]] að þau kallist [[Varðskipið Þór]] og [[Varðskipið Freyja]]. Þar sem væru fleiri en eitt skip með sama nafn þá væri það nafn skipsins og árið sem það var tekið í notkun hjá LHG, t.d. [[Varðskipið Þór (1951)]], eða árin sem það var í notkun hjá LHG, t.d. [[Varðskipið Þór (1951–1982)]]. Rökin eru að nafnið væri meira lýsandi auk þess sem þau eru oftar en ekki þekkt undir þeim nöfnum í umfjöllun. [[Notandi:Alvaldi|Alvaldi]] ([[Notandaspjall:Alvaldi|spjall]]) 26. mars 2025 kl. 11:40 (UTC)
: Eina sem ég hefði á móti því er að þá er eins og "Varðskipið" sé hluti af nafni skipsins, sem það er ekki. Hvað með t.d. [[Þór (varðskip 1951-1982)]]? Erlendis er víða hefð fyrir einhvers konar forskeyti, (MS, SS, HMS o.s.frv.), en það er þá formlegur hluti nafnsins í skipaskrá. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 26. mars 2025 kl. 12:55 (UTC)
::Það mætti færa rök fyrir því að það algenga nafn skipana (samanber [https://en.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Article_titles#Use_commonly_recognizable_names WP:COMMONNAME] á ensku WP) og því heppilegra fyrir greinina en ég væri alveg sáttur við þína tillögu þar sem hún er einnig betur lýsandi heldur en núverandi nafnahefð.
::Það er einnig spurning um að nota forskeytið V/S en Landhelgisgæslan notar það að einhverju leyti og notkun þess finnst einnig á Tímarit.is, sbr. [https://timarit.is/?q=%22V%2FS+%C3%9E%C3%B3r%22&size=100&isAdvanced=false] og [https://www.lhg.is/media/skip/thor/VSTHOR_BAEKLINGUR_ISL.pdf]. V/S stendur reyndar fyrir Varðskip. Enska WP notar ICGV (Icelandic Coast Guard Vessel) forskeytið á undan í greinum um íslensku varðskipin [https://en.wikipedia.org/wiki/ICGV_%C3%9E%C3%B3r_(2009) ICGV Þór (2009)] og LHG virðist nota það að einhverju leyti á ensku [https://www.lhg.is/media/skip/thor/VS_THOR_OneSheet_web.pdf]. [[Notandi:Alvaldi|Alvaldi]] ([[Notandaspjall:Alvaldi|spjall]]) 26. mars 2025 kl. 13:57 (UTC)
:::V/s hefur líka verið notað yfir vélskip á íslensku. [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 26. mars 2025 kl. 14:04 (UTC)
:Mér finnst í lagi að setja 'varðskipið' í titilinn (án þess að vera í sviga). Ef við tökum Ægi sem dæmi og leitum að því á tímarit.is, þá fáum við meldingu frá vefnum að hafa leitina nákvæmari. Ægir skilar líka þúsundum niðurstaðna fyrir vígslu skipsins 1968. Þannig ég tel að titilinn sé enn að fylgja eftir 'algengasta heiti viðfangsefnisins' reglunni af [[Wikipedia:Nafnavenjur greina]]. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 26. mars 2025 kl. 14:08 (UTC)
:: Mér finnst það vafasamt, af því þessi skip hafa formlegt nafn sem er að finna í opinberum gögnum (skipaskrá). Þór er þar til dæmis skráður sem "Þór RE". Að setja "Varðskipið" fyrir framan er dálítið eins og að hafa flettur á borð við "Rapparinn Kanye West", eða "Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson". --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 26. mars 2025 kl. 14:44 (UTC)
:::Ég veit ekki hvort það séu dæmi um það á is.wiki en á en.wiki má finna greinar með nöfnin [https://en.wikipedia.org/wiki/German_battleship_Bismarck German battleship ''Bismarck''], [https://en.wikipedia.org/wiki/Italian_cruiser_Guglielmo_Pepe Italian cruiser ''Guglielmo Pepe''], [https://en.wikipedia.org/wiki/Russian_aircraft_carrier_Admiral_Kuznetsov Russian aircraft carrier ''Admiral Kuznetsov]'' og [https://en.wikipedia.org/wiki/French_destroyer_Le_Fantasque French destroyer ''Le Fantasque'']. Sjá nánar á [https://en.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Naming_conventions_(ships)#Ships_from_navies_without_ship_prefixes Wikipedia:Naming conventions (ships)#Ships from navies without ship prefixes]. [[Notandi:Alvaldi|Alvaldi]] ([[Notandaspjall:Alvaldi|spjall]]) 26. mars 2025 kl. 15:18 (UTC)
::::Gildir einnig um varðskip þar sbr. [https://en.wikipedia.org/wiki/French_patrol_vessel_La_Glorieuse French patrol vessel ''La Glorieuse''] og [https://en.wikipedia.org/wiki/Japanese_patrol_vessel_Akitsushima Japanese patrol vessel ''Akitsushima'']. [[Notandi:Alvaldi|Alvaldi]] ([[Notandaspjall:Alvaldi|spjall]]) 26. mars 2025 kl. 15:34 (UTC)
::::: Þá ætti þetta að vera [[Íslenska varðskipið Þór]], eða hvað? Ég tek fram að ég hef ekki sterka skoðun á þessu. Fannst bara að flettuheitið ætti að fylgja heiti skipsins með aðgreiningu í sviga eftir þörfum, eins og venjan er. Mikilvægara er þó að vera með vandaðar greinar um þessi merkilegu skip. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 26. mars 2025 kl. 15:47 (UTC)
::::::Þætti það vera óþarfi fyrir íslensk varðskip amk í ljósi þess að þetta er íslenska Wikipedia. En sjáum hvort við fáum ekki fleiri álit hérna inn. Stefni á að renna yfir þessar greinar á næstunni og laga þær til. [[Notandi:Alvaldi|Alvaldi]] ([[Notandaspjall:Alvaldi|spjall]]) 26. mars 2025 kl. 16:17 (UTC)
::::Ég svo sem hef ekkert sterka skoðun á þessu en vildi bæta inní umræðuna að þetta eru náttúrulega erlend skip inná ensku wikipedia. Sem dæmi heitir bismarck [[:de:Bismarck_(Schiff,_1940)|Bismarck (Schiff, 1940)]] og ítalska skipið [[:it:Guglielmo_Pepe_(esploratore)|Guglielmo Pepe (esploratore)]]. S.s. ef við myndum fylgja þessu væri þetta mögulega "Ægir (varðskip)". [[Notandi:Örverpi|Örverpi]] ([[Notandaspjall:Örverpi|spjall]]) 26. mars 2025 kl. 22:07 (UTC)
== Wikipedia er ekki orðabók ==
Ég átta mig á því að Wikipedia er ekki orðabók og ég hef alloft lent í að greinum eftir mig sé eytt á þeim forsendum. Hins vegar vil ég benda á að það eru alltaf greinar hér og þar á Wikipedia sem mér finnst vera hreinar orðabókaskilgreiningar þannig ég vil spyrja: Hvar dragið þið línuna með hvort hugtak sé orðabókarskilgreining eða ekki? [[Notandi:Bjornkarateboy|Bjornkarateboy ]] ([[Notandaspjall:Bjornkarateboy|spjall]]) 30. mars 2025 kl. 22:56 (UTC)
:Geturu nefnt dæmi? [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 30. mars 2025 kl. 23:21 (UTC)
::Ég bjó eitt sinn til grein um orðin amma og afi en það er talið orðabókaskilgreining en til samanburðar þá eru til greinar um móðir og faðir sem eru ekki talin vera það. Þetta eru jú fjölskylduhugtök. [[Notandi:Bjornkarateboy|Bjornkarateboy ]] ([[Notandaspjall:Bjornkarateboy|spjall]]) 31. mars 2025 kl. 00:24 (UTC)
:Það er ekki alltaf skýr lína þarna á milli, og sum orð eða hugtök geta átt heima bæði í orðabók eða alfræðiorðabók. En þá væri umfjöllunin væntanlega af sitt hvorum toga.
:Tökum til dæmis efnisorðið „hundur“. Ef þú leitar að orðinu í alfræðiorðabók myndirðu væntanlega finna ýmsar upplýsingar um dýrategundina hund, um hegðun og líffræði hunda og sögu þeirra. Ef þú leitar að orðinu „hundur“ í orðabók finnurðu væntanlega einfalda skilgreiningu á því hvað orðið hundur þýðir, að það vísi til ferfætts spendýrs, og mögulega orðsifjar orðsins.
:Þar liggur munurinn. Efnisorð í alfræðiorðabók fjallar um hlutinn sem orðið vísar til, efnisorð í orðabók fjallar bara um merkingu orðsins.
:Sum orð eru þess eðlis að þau eiga ekki heima í alfræðiorðabók, því þau vísa almennt ekki til neins eins sérstaks hlutar. Nýleg grein þín um endurkjör er augljóst dæmi um þetta. Greinin sem þú bjóst til skilgreinir bara hvað orðið þýðir og telur nokkur dæmi um það (og vísar bókstaflega í orðabók Cambridge sem heimildar, sem bendir augljóslega til þess að þetta ætti að vera orðabókarfærsla). [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 30. mars 2025 kl. 23:43 (UTC)
::Enska Wikipedia [https://en.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Wikipedia_is_not_a_dictionary er með leibeiningar] varðandi þetta. [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 30. mars 2025 kl. 23:55 (UTC)
== Myndir ==
Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að finna af myndum ef maður bara leitar. Hef verið að setja inn myndir frá Flickr, Mapillary, Commons og bara internetinu (ef höfundaréttur er dottinn út). Er eitthvað forit sem hægt er að nota til að færa myndir af ensku Wikipedia yfir á íslensku, eins og myndina af [[Harpa (tónlistar- og ráðstefnuhús)|Hörpu]] sem ég setti inn í dag. Og sama væri hægt að gera með kvikmyndaplaköt og fleira. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 2. apríl 2025 kl. 16:13 (UTC)
:Ekki í einum pakka. Það eru til nokkur tól á [[c:Category:MediaWiki_upload_tools]] sem taka við Excel skrá og hvort tveggja býr til myndasíðu og hleður skránni inn, þó það þyrfti að stilla það af svo það virki með [[snið:mynd]]. Á Commons er hægt að nota [[c:Commons:SPARQL query service]] til að búa til þessa excel skrá. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 2. apríl 2025 kl. 17:20 (UTC)
== Final proposed modifications to the Universal Code of Conduct Enforcement Guidelines and U4C Charter now posted ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
The proposed modifications to the [[foundation:Special:MyLanguage/Policy:Universal_Code_of_Conduct/Enforcement_guidelines|Universal Code of Conduct Enforcement Guidelines]] and the U4C Charter [[m:Universal_Code_of_Conduct/Annual_review/2025/Proposed_Changes|are now on Meta-wiki for community notice]] in advance of the voting period. This final draft was developed from the previous two rounds of community review. Community members will be able to vote on these modifications starting on 17 April 2025. The vote will close on 1 May 2025, and results will be announced no later than 12 May 2025. The U4C election period, starting with a call for candidates, will open immediately following the announcement of the review results. More information will be posted on [[m:Special:MyLanguage//Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee/Election|the wiki page for the election]] soon.
Please be advised that this process will require more messages to be sent here over the next two months.
The [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee|Universal Code of Conduct Coordinating Committee (U4C)]] is a global group dedicated to providing an equitable and consistent implementation of the UCoC. This annual review was planned and implemented by the U4C. For more information and the responsibilities of the U4C, you may [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee/Charter|review the U4C Charter]].
Please share this message with members of your community so they can participate as well.
-- In cooperation with the U4C, [[m:User:Keegan (WMF)|Keegan (WMF)]] ([[m:User_talk:Keegan (WMF)|talk]]) 4. apríl 2025 kl. 02:04 (UTC)
</div>
<!-- Message sent by User:Keegan (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=28469465 -->
== Bot sem fylgist með nýjum síðum tengd Íslandi á ensku wikipedia ==
Hæ. Er hægt að búa til bot sem fylgist með greinum sem bætast við [[:en:category:iceland]]? Ég hef verið að nota [https://en.wikipedia.org/w/index.php?hidebots=1&hidecategorization=1&hideWikibase=1&target=Wikipedia%3AWikiProject_Iceland%2FLists_of_pages%2FArticles&limit=500&days=7&title=Special:RecentChangesLinked&urlversion=2 þessa síðu] til að fylgjast með breytingum á ensku wikipedia og var að fatta að það er ekki búið að uppfæra [[En:Wikipedia:WikiProject Iceland/Lists of pages/Articles|listann]] í 6 ár. Það væri líka hjálplegt að gera svipað á Commons fyrir [[:Commons:Category:Iceland|Category:Iceland]]. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 4. apríl 2025 kl. 11:04 (UTC)
:Það er til [[:en:User:AlexNewArtBot/IcelandSearchResult]] sem leitar að [[:En:User:AlexNewArtBot/Iceland|ákveðnum orðum]] í nýjum greinum. Ekki setja greinar í [[:en:Category:Iceland]], bættu frekar við [[:en:Template:WikiProject Iceland]] á spjallsíðuna samkvæmt leiðbeiningum á [[:en:Wikipedia:WikiProject Iceland/Assessment]]. Þú getur vaktlistað flokk og séð þannig hvað bætist við í hann. Assessment síðan er líka með kaflann "Assessment log" sem sýnir það sem var merkt síðast.
:Á commons fyrir óþekktar myndir er frekar notast við [[c:Category:Unidentified subjects in Iceland]] og undirflokka hans. [[c:Category:Icelandic FOP cases/pending]] inniheldur eyðingartillögur á myndum af Íslenskum byggingum. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 4. apríl 2025 kl. 11:34 (UTC)
::Takk. Er byrjaður að nota þennan Unidentified subject flokk. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 4. apríl 2025 kl. 15:49 (UTC)
== 60.000 ==
Til hamingju með 60.000 greinar. Næsta markmið: 70.000 greinar :) [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 9. apríl 2025 kl. 19:20 (UTC)
:Kærar þakkir og sömuleiðis! [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 10. apríl 2025 kl. 13:06 (UTC)
::Takk og sömuleiðis. Næsta markmið 66.666 greinar ;) --[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 10. apríl 2025 kl. 16:46 (UTC)
== Ukraine's Cultural Diplomacy Month 2025: Invitation ==
<div lang="en" dir="ltr">
[[File:UCDM 2025 general.png|180px|right]]
{{int:please-translate}}
Hello, dear Wikipedians!<br/>
[[:m:Special:MyLanguage/Wikimedia Ukraine|Wikimedia Ukraine]], in cooperation with the [[:en:Ministry of Foreign Affairs of Ukraine|MFA of Ukraine]] and [[:en:Ukrainian Institute|Ukrainian Institute]], has launched the fifth edition of writing challenge "'''[[:m:Special:MyLanguage/Ukraine's Cultural Diplomacy Month 2025|Ukraine's Cultural Diplomacy Month]]'''", which lasts from '''14th April''' until '''16th May 2025'''. The campaign is dedicated to famous Ukrainian artists of cinema, music, literature, architecture, design, and cultural phenomena of Ukraine that are now part of world heritage. We accept contributions in every language!
The most active contesters will receive prizes.
If you are interested in coordinating long-term community engagement for the campaign and becoming a local ambassador, we would love to hear from you! Please let us know your interest.
<br/>
We invite you to take part and help us improve the coverage of Ukrainian culture on Wikipedia in your language! Also, we plan to set up a [[:m:CentralNotice/Request/Ukraine's Cultural Diplomacy Month 2025|banner]] to notify users of the possibility to participate in such a challenge! [[:m:User:OlesiaLukaniuk (WMUA)|OlesiaLukaniuk (WMUA)]] ([[:m:User talk:OlesiaLukaniuk (WMUA)|talk]])
</div>
16. apríl 2025 kl. 16:11 (UTC)
<!-- Message sent by User:Hide on Rosé@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=User:OlesiaLukaniuk_(WMUA)/list_of_wikis&oldid=28552112 -->
== Vote now on the revised UCoC Enforcement Guidelines and U4C Charter ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
The voting period for the revisions to the Universal Code of Conduct Enforcement Guidelines ("UCoC EG") and the UCoC's Coordinating Committee Charter is open now through the end of 1 May (UTC) ([https://zonestamp.toolforge.org/1746162000 find in your time zone]). [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Annual_review/2025/Voter_information|Read the information on how to participate and read over the proposal before voting]] on the UCoC page on Meta-wiki.
The [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee|Universal Code of Conduct Coordinating Committee (U4C)]] is a global group dedicated to providing an equitable and consistent implementation of the UCoC. This annual review of the EG and Charter was planned and implemented by the U4C. Further information will be provided in the coming months about the review of the UCoC itself. For more information and the responsibilities of the U4C, you may [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee/Charter|review the U4C Charter]].
Please share this message with members of your community so they can participate as well.
In cooperation with the U4C -- [[m:User:Keegan (WMF)|Keegan (WMF)]] ([[m:User_talk:Keegan (WMF)|talk]]) 17. apríl 2025 kl. 00:34 (UTC)
</div>
<!-- Message sent by User:Keegan (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=28469465 -->
== Skölun mynda ==
Ég legg hérmeð til að byrja að fara eftir reglu [[Wikipedia:Margmiðlunarefni]] um stærð mynda. Það verður gert með því að fá vélmennið DatBot til að skala allar ófrjálsar myndir niður í 0.1 Megapixla. Mál á borð við [[:en:Perfect 10 v. Google, Inc.]] sýna að stærð myndanna skiptir máli. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 18. apríl 2025 kl. 13:55 (UTC)
:Flott. Hélt einmitt að það væri bot að gera þetta. En bara besta mál að byrja á því. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 18. apríl 2025 kl. 19:18 (UTC)
:Gott mál. Samþykkt. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 19. apríl 2025 kl. 13:26 (UTC)
== Virkar ekki að setja athugasemd í snið ==
Einhver sem veit af hverju athugasemdir virka ekki í sniðinu fyrir síðu [[XXXTentacion]]? Þegar ég nota sniðið 'efn' þá kemur bara einhver villa í sniðinu. Er einhver lausn eða þarf ég bara að sleppa athugasemdunum alfarið?
Þetta voru breytingar mínar: https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=XXXTentacion&diff=1912444&oldid=1912443 [[Notandi:Óskadddddd|Óskadddddd]] ([[Notandaspjall:Óskadddddd|spjall]]) 19. apríl 2025 kl. 13:15 (UTC)
:Sniðið efn virkar með Snið:Notelist sem segir hvar þessar athugasemdir birtast. Sjá breytingu frá mér. Það má auðvitað kalla þetta eitthvað annað en neðanmálsgreinar. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 19. apríl 2025 kl. 13:26 (UTC)
::Ó, kærar þakkir 🙏 [[Notandi:Óskadddddd|Óskadddddd]] ([[Notandaspjall:Óskadddddd|spjall]]) 19. apríl 2025 kl. 13:41 (UTC)
== Er virkilega rétt að segja að engar heimildir séu að finna ef heimildir eru þær sömu og á ensku; spurning um sniðið Wpheimild? ==
Ég sá að síðan mín um [[XXXTentacion]] var merkt sem „Þessi grein inniheldur engar heimildir“ en hún vísar til heimildanna á ensku Wikipediu (með sniðinu Wpheimild). Þarf ég virkilega að flytja heimildirnar yfir á íslensku Wikipediu frá ensku Wikipediu ef þær verða hvort sem er eins? Sniðið [[Snið:Wpheimild|Wpheimild]] á ekki að vera notuð sem heimild (eins og á stendur) en er síðan virkilega heimildalaus þar sem þetta er bein þýðing úr ensku Wikipediu sem er með allar heimildirnar sem yrðu hvort eð er notaðar hér? Ég hef nefnilega alltaf séð hana notuð þannig.
Þetta er aðallega spurning um hvort það sé nauðsynlegt að hafa sömu heimildirnar á þýddum síðum líka hér eða hvort það sé nóg að vísa bara í heimildirnar á ensku wikipediu; hvort það sé jafnvel einhver tilgangur í að nota þetta snið. [[Notandi:Óskadddddd|Óskadddddd]] ([[Notandaspjall:Óskadddddd|spjall]]) 22. apríl 2025 kl. 15:49 (UTC)
:Snið:wpheimild og [[snið:þýðing]] eru ekki heimildasnið. Þýðingar ættu að afrita heimildirnar frá greininni sem þær voru þýddar frá, sem ætti að vera einfalt þar sem það eru til heimildasnið frá mörgum Wikipedium á Íslensku Wikipediu. Kanski ætti snið:wpheimild að vera í öðrum kafla. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 22. apríl 2025 kl. 15:59 (UTC)
::Takk fyrir svarið. Held allavega sniðinu og set bara heimildirnar þrjár inn sem notaðar voru í upprunalega textanum. [[Notandi:Óskadddddd|Óskadddddd]] ([[Notandaspjall:Óskadddddd|spjall]]) 22. apríl 2025 kl. 16:49 (UTC)
== Sub-referencing: User testing ==
<div lang="en" dir="ltr">
[[File:Sub-referencing reuse visual.png|400px|right]]
<small>''Apologies for writing in English, please help us by providing a translation below''</small>
Hi I’m Johannes from [[:m:Wikimedia Deutschland|Wikimedia Deutschland]]'s [[:m:WMDE Technical Wishes|Technical Wishes team]]. We are making great strides with the new [[:m:WMDE Technical Wishes/Sub-referencing|sub-referencing feature]] and we’d love to invite you to take part in two activities to help us move this work further:
#'''Try it out and share your feedback'''
#:[[:m:WMDE Technical Wishes/Sub-referencing# Test the prototype|Please try]] the updated ''wikitext'' feature [https://en.wikipedia.beta.wmflabs.org/wiki/Sub-referencing on the beta wiki] and let us know what you think, either [[:m:Talk:WMDE Technical Wishes/Sub-referencing|on our talk page]] or by [https://greatquestion.co/wikimediadeutschland/talktotechwish booking a call] with our UX researcher.
#'''Get a sneak peak and help shape the ''Visual Editor'' user designs'''
#:Help us test the new design prototypes by participating in user sessions – [https://greatquestion.co/wikimediadeutschland/gxk0taud/apply sign up here to receive an invite]. We're especially hoping to speak with people from underrepresented and diverse groups. If that's you, please consider signing up! No prior or extensive editing experience is required. User sessions will start ''May 14th''.
We plan to bring this feature to Wikimedia wikis later this year. We’ll reach out to wikis for piloting in time for deployments. Creators and maintainers of reference-related tools and templates will be contacted beforehand as well.
Thank you very much for your support and encouragement so far in helping bring this feature to life! </div> <bdi lang="en" dir="ltr">[[User:Johannes Richter (WMDE)|Johannes Richter (WMDE)]] ([[User talk:Johannes Richter (WMDE)|talk]])</bdi> 28. apríl 2025 kl. 15:03 (UTC)
<!-- Message sent by User:Johannes Richter (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=User:Johannes_Richter_(WMDE)/Sub-referencing/massmessage_list&oldid=28628657 -->
== <span lang="en" dir="ltr">Vote on proposed modifications to the UCoC Enforcement Guidelines and U4C Charter</span> ==
<div lang="en" dir="ltr">
<section begin="announcement-content" />
The voting period for the revisions to the Universal Code of Conduct Enforcement Guidelines and U4C Charter closes on 1 May 2025 at 23:59 UTC ([https://zonestamp.toolforge.org/1746162000 find in your time zone]). [[m:Special:MyLanguage/Universal Code of Conduct/Annual review/2025/Voter information|Read the information on how to participate and read over the proposal before voting]] on the UCoC page on Meta-wiki.
The [[m:Special:MyLanguage/Universal Code of Conduct/Coordinating Committee|Universal Code of Conduct Coordinating Committee (U4C)]] is a global group dedicated to providing an equitable and consistent implementation of the UCoC. This annual review was planned and implemented by the U4C. For more information and the responsibilities of the U4C, you may [[m:Special:MyLanguage/Universal Code of Conduct/Coordinating Committee/Charter|review the U4C Charter]].
Please share this message with members of your community in your language, as appropriate, so they can participate as well.
In cooperation with the U4C -- <section end="announcement-content" />
</div>
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
[[m:User:Keegan (WMF)|Keegan (WMF)]] ([[m:User talk:Keegan (WMF)|talk]]) 29. apríl 2025 kl. 03:41 (UTC)</div>
<!-- Message sent by User:Keegan (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=28618011 -->
== We will be enabling the new Charts extension on your wiki soon! ==
''(Apologies for posting in English)''
Hi all! We have good news to share regarding the ongoing problem with graphs and charts affecting all wikis that use them.
As you probably know, the [[:mw:Special:MyLanguage/Extension:Graph|old Graph extension]] was disabled in 2023 [[listarchive:list/wikitech-l@lists.wikimedia.org/thread/EWL4AGBEZEDMNNFTM4FRD4MHOU3CVESO/|due to security reasons]]. We’ve worked in these two years to find a solution that could replace the old extension, and provide a safer and better solution to users who wanted to showcase graphs and charts in their articles. We therefore developed the [[:mw:Special:MyLanguage/Extension:Chart|Charts extension]], which will be replacing the old Graph extension and potentially also the [[:mw:Extension:EasyTimeline|EasyTimeline extension]].
After successfully deploying the extension on Italian, Swedish, and Hebrew Wikipedia, as well as on MediaWiki.org, as part of a pilot phase, we are now happy to announce that we are moving forward with the next phase of deployment, which will also include your wiki.
The deployment will happen in batches, and will start from '''May 6'''. Please, consult [[:mw:Special:MyLanguage/Extension:Chart/Project#Deployment Timeline|our page on MediaWiki.org]] to discover when the new Charts extension will be deployed on your wiki. You can also [[:mw:Special:MyLanguage/Extension:Chart|consult the documentation]] about the extension on MediaWiki.org.
If you have questions, need clarifications, or just want to express your opinion about it, please refer to the [[:mw:Special:MyLanguage/Extension_talk:Chart/Project|project’s talk page on Mediawiki.org]], or ping me directly under this thread. If you encounter issues using Charts once it gets enabled on your wiki, please report it on the [[:mw:Extension_talk:Chart/Project|talk page]] or at [[phab:tag/charts|Phabricator]].
Thank you in advance! -- [[User:Sannita (WMF)|User:Sannita (WMF)]] ([[User talk:Sannita (WMF)|talk]]) 6. maí 2025 kl. 15:07 (UTC)
<!-- Message sent by User:Sannita (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=User:Sannita_(WMF)/Mass_sending_test&oldid=28663781 -->
== Eyða notendaspjalli ==
Tvennt sem ég vil ræða. Annarsvegar sú hefð sem sumir notendur hafa tamið sér að tæma notendaspjall án þess að setja það í [[Hjálp:Skjalasöfn|skjalasafn]]. Mér finnst að það ættu að vera til einhverjar reglur um að það meigi ekki. Þar eru oft gagnlegar upplýsingar og segja ákveðna sögu um virkni notandans. Eina leiðin til að finna gamlar umræður er að fara í gegnum breytingarsöguna sem er mjög tímafrekt. Og fólk dettur oft ekki í hug að þar séu einhverjar gamlar umræður að finna. Annarsvegar vil ég ræða um það að nýlega var [[Kerfissíða:Aðgerðaskrár/delete|notendaspjalli eytt]]. Þetta tengist auðvitað fyrri umræðunni en er því mun verri því nú er ekki heldur hægt að skoða breytingarsöguna. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 12. maí 2025 kl. 19:52 (UTC)
: Sá bara ekki gagn af þessu. En get sjálfsagt endurvakið þetta. Verðum við að vita öll smáatriði yfir gagnslitlar pælingar og spurningar á spjallsíðu notenda?--[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 12. maí 2025 kl. 20:32 (UTC)
::Ég tel að það sé í lagi með bannaða notendur. Eftir umræðuna um verndarinnar þá gerði Björnkarateboybreytingu með IP-tölu. Það eru alveg líkur á því að hann hafi ætlað sér að minnka verndanir gagnvart IP-tölum til að brjóta bannið frekar. Karlinn hefur nokkrum sinnum lofað hinu og þessu og ekki staðið við það, þannig þó svo hann hafi sagt að umræðan hafi bara verið um að hafa ekki áhrif á aðila sem hafa ekkert með breytingardeilu að gera, þá hef ég enga trú á því. Það hefði þurft að stoppa hann af á einverjum tímapunkti, breytir litlu fyrir mér að það var núna. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 12. maí 2025 kl. 22:28 (UTC)
:Sammála. Með reglu um skjalasafn þyrfti líka að vera regla um lágmarkslíftíma spjallþráðar þangað til hann er færður í skjalasafn, til að vera viss um að umræðunni sé lokið. Þar sem spjallsíða er tæmd mætti taka útgáfuna á undan og setja í skjalasafn.
:Gætum beðið vélmenni um að bæta hlutum við í skjalasafn eftir stillingum sem notandinn velur sjálfur. Notendur þyrftu þá bara að bæta við einu sniði á notendaspjallsíðu sinni og vélmennið sér um rest. Það líka gerir okkur kleift að skipta upp skjalasöfnum [{{fullurl:Notandaspjall:Svavar Kjarrval/TechNews|action=history}} TechNews og Wikidata á notendaspjallsíðu Svavars Kjarrval] í smærri einingar. Þær síður eru reglulega að ná upp í hámarksstærð síðu, sem er rétt ofan við eitt gígabæti. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 12. maí 2025 kl. 20:45 (UTC)
::Svona regla kemur til dæmis í veg fyrir að notendur eyði út neikvæðri umræðu um sjálfan sig. Ég sé ýmislegt jákvætt við svona reglu en dettur ekkert neikvætt í hug. Nema þá að fólk nenni ekki að búa til skjalasafn, en það er hægt að leysa það með vélmenni eins og Snævar bendir á. Ég er með svoleiðis á Commons. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 12. maí 2025 kl. 21:00 (UTC)
:::Það eru síðan til ýktu dæmin sem því miður eru til. Til dæmis í skjalasafninu hjá mér er spjallþráður [[Notandaspjall:Snævar/Safn 1#You are very stupid, I will kill you and I WISH UNLIMITED BLOCK.|þar sem er morðhótun]]. Ég lít svo á að ef ég vildi fjarlægja þann þráð, þá gæti ég gert það. Ég vill hinsvegar ekki fjarlægja þann þráð. Ef einhver hefur dómsfordæmi fyrir því að fjarlægja spjallþráð, þá mun ég ekki stoppa viðkomandi af. Ég styð regluna, en ekki í bókstaflega öllum tilfellum. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 12. maí 2025 kl. 21:35 (UTC)
:Ég hef litið svo á að notendur hafi eitthvað svigrúm til þess ráða því hvort og hvernig umræður á þeirra eigin spjallsíðu eru varðveittar. Þannig er líka [[:en:Wikipedia:User_pages#Removal_of_comments,_notices,_and_warnings|línan á enskunni]]. Fyrst og fremst er notandaspjall til þess að koma ábendingu eða skilaboðum til notanda og ef hann kýs sjálfur að fjarlægja slíkt, þá er það líka merki um það að hann hafi séð og lesið efnið. Þetta er líka allt aðgengilegt í breytingaskrám ef það þarf að vísa í eitthvað síðar. Spjall á greinum eða í Pottinum er annars eðlis og ætti auðvitað að varðveita í skjalasafni nema það sé eitthvað spam eða rugl sem kemur verkefninu ekkert við. En svo á ekki heldur að nota notandaspjall sem spjallborð um eitthvað alveg óviðkomandi þannig að ég sé ekkert að því að eyða þannig innleggi. Það er þó of langt að gengið að eyða síðunni sjálfri með allri breytingaskrá. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 13. maí 2025 kl. 12:16 (UTC)
== <span lang="en" dir="ltr">Call for Candidates for the Universal Code of Conduct Coordinating Committee (U4C)</span> ==
<div lang="en" dir="ltr">
<section begin="announcement-content" />
The results of voting on the Universal Code of Conduct Enforcement Guidelines and Universal Code of Conduct Coordinating Committee (U4C) Charter is [[m:Special:MyLanguage/Universal Code of Conduct/Annual review/2025#Results|available on Meta-wiki]].
You may now [[m:Special:MyLanguage/Universal Code of Conduct/Coordinating Committee/Election/2025/Candidates|submit your candidacy to serve on the U4C]] through 29 May 2025 at 12:00 UTC. Information about [[m:Special:MyLanguage/Universal Code of Conduct/Coordinating Committee/Election/2025|eligibility, process, and the timeline are on Meta-wiki]]. Voting on candidates will open on 1 June 2025 and run for two weeks, closing on 15 June 2025 at 12:00 UTC.
If you have any questions, you can ask on [[m:Talk:Universal Code of Conduct/Coordinating Committee/Election/2025|the discussion page for the election]]. -- in cooperation with the U4C, </div><section end="announcement-content" />
</div>
<bdi lang="en" dir="ltr">[[m:User:Keegan (WMF)|Keegan (WMF)]] ([[m:User_talk:Keegan (WMF)|spjall]])</bdi> 15. maí 2025 kl. 22:07 (UTC)
<!-- Message sent by User:Keegan (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=28618011 -->
== Kort af Íslandi með greinum sem vantar ljósmyndir ==
Hæ. Ég hef verið að nota [https://earth.google.com/earth/d/1An9k4bZy4lGjWA6QRA4XJ27-7Cl7bSos?usp=sharing þetta kort] sem ég bjó til með staðsetningum sem tengjast greinum sem vantar ljósmyndir. Ykkur er velkomið að nota það ef þið hafið áhuga. Ég er með Google Earth app í símanum mínum og kíki stundum á það ef ég er á nýjum stað. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 18. maí 2025 kl. 06:48 (UTC)
:Tengillinn á kortið virkar ekki hjá mér. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 18. maí 2025 kl. 09:26 (UTC)
::Úps, núna ætti hlekkurinn að virka. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 18. maí 2025 kl. 18:40 (UTC)
== RfC ongoing regarding Abstract Wikipedia (and your project) ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
''(Apologies for posting in English, if this is not your first language)''
Hello all! We opened a discussion on Meta about a very delicate issue for the development of [[:m:Special:MyLanguage/Abstract Wikipedia|Abstract Wikipedia]]: where to store the abstract content that will be developed through functions from Wikifunctions and data from Wikidata. Since some of the hypothesis involve your project, we wanted to hear your thoughts too.
We want to make the decision process clear: we do not yet know which option we want to use, which is why we are consulting here. We will take the arguments from the Wikimedia communities into account, and we want to consult with the different communities and hear arguments that will help us with the decision. The decision will be made and communicated after the consultation period by the Foundation.
You can read the various hypothesis and have your say at [[:m:Abstract Wikipedia/Location of Abstract Content|Abstract Wikipedia/Location of Abstract Content]]. Thank you in advance! -- [[User:Sannita (WMF)|Sannita (WMF)]] ([[User talk:Sannita (WMF)|<span class="signature-talk">{{int:Talkpagelinktext}}</span>]]) 22. maí 2025 kl. 15:26 (UTC)
</div>
<!-- Message sent by User:Sannita (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=User:Sannita_(WMF)/Mass_sending_test&oldid=28768453 -->
== <span lang="en" dir="ltr">Wikimedia Foundation Board of Trustees 2025 Selection & Call for Questions</span> ==
<div lang="en" dir="ltr">
<section begin="announcement-content" />
:''[[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2025/Announcement/Selection announcement|{{int:interlanguage-link-mul}}]] • [https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Special:Translate&group=page-{{urlencode:Wikimedia Foundation elections/2025/Announcement/Selection announcement}}&language=&action=page&filter= {{int:please-translate}}]''
Dear all,
This year, the term of 2 (two) Community- and Affiliate-selected Trustees on the Wikimedia Foundation Board of Trustees will come to an end [1]. The Board invites the whole movement to participate in this year’s selection process and vote to fill those seats.
The Elections Committee will oversee this process with support from Foundation staff [2]. The Governance Committee, composed of trustees who are not candidates in the 2025 community-and-affiliate-selected trustee selection process (Raju Narisetti, Shani Evenstein Sigalov, Lorenzo Losa, Kathy Collins, Victoria Doronina and Esra’a Al Shafei) [3], is tasked with providing Board oversight for the 2025 trustee selection process and for keeping the Board informed. More details on the roles of the Elections Committee, Board, and staff are here [4].
Here are the key planned dates:
* May 22 – June 5: Announcement (this communication) and call for questions period [6]
* June 17 – July 1, 2025: Call for candidates
* July 2025: If needed, affiliates vote to shortlist candidates if more than 10 apply [5]
* August 2025: Campaign period
* August – September 2025: Two-week community voting period
* October – November 2025: Background check of selected candidates
* Board’s Meeting in December 2025: New trustees seated
Learn more about the 2025 selection process - including the detailed timeline, the candidacy process, the campaign rules, and the voter eligibility criteria - on this Meta-wiki page [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia_Foundation_elections/2025|[link]]].
'''Call for Questions'''
In each selection process, the community has the opportunity to submit questions for the Board of Trustees candidates to answer. The Election Committee selects questions from the list developed by the community for the candidates to answer. Candidates must answer all the required questions in the application in order to be eligible; otherwise their application will be disqualified. This year, the Election Committee will select 5 questions for the candidates to answer. The selected questions may be a combination of what’s been submitted from the community, if they’re alike or related. [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia_Foundation_elections/2025/Questions_for_candidates|[link]]]
'''Election Volunteers'''
Another way to be involved with the 2025 selection process is to be an Election Volunteer. Election Volunteers are a bridge between the Elections Committee and their respective community. They help ensure their community is represented and mobilize them to vote. Learn more about the program and how to join on this Meta-wiki page [[m:Wikimedia_Foundation_elections/2025/Election_volunteers|[link].]]
Thank you!
[1] https://meta.wikimedia.org/wiki/Wikimedia_Foundation_elections/2022/Results
[2] https://foundation.wikimedia.org/wiki/Committee:Elections_Committee_Charter
[3] https://foundation.wikimedia.org/wiki/Resolution:Committee_Membership,_December_2024
[4] https://meta.wikimedia.org/wiki/Wikimedia_Foundation_elections_committee/Roles
[5] https://meta.wikimedia.org/wiki/Wikimedia_Foundation_elections/2025/FAQ
[6] https://meta.wikimedia.org/wiki/Wikimedia_Foundation_elections/2025/Questions_for_candidates
Best regards,
Victoria Doronina
Board Liaison to the Elections Committee
Governance Committee<section end="announcement-content" />
</div>
[[Notandi:MediaWiki message delivery|MediaWiki message delivery]] ([[Notandaspjall:MediaWiki message delivery|spjall]]) 28. maí 2025 kl. 03:07 (UTC)
<!-- Message sent by User:RamzyM (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=28618011 -->
== <span lang="en" dir="ltr"> Upcoming Deployment of the CampaignEvents Extension</span> ==
<div lang="en" dir="ltr">
<section begin="message"/>
Hello everyone,
''(Apologies for posting in English if English is not your first language. Please help translate to your language.)''
The Campaigns Product Team is planning a global deployment of the '''[[:mw:Help:Extension:CampaignEvents|CampaignEvents extension]]''' to all Wikipedias, including this wiki, during the '''week of June 23rd'''.
This extension is designed to help organizers plan and manage events, WikiProjects, and other on-wiki collaborations - and to make these efforts more discoverable.
The three main features of this extension are:
* '''[[:m:Event_Center/Registration|Event Registration]]''': A simple way to sign up for events on the wiki.
* '''[[:m:CampaignEvents/Collaboration_list|Collaboration List]]''': A global list of events and a local list of WikiProjects, accessible at '''[[:m:Special:AllEvents|Special:AllEvents]]'''.
* '''[[:m:Campaigns/Foundation_Product_Team/Invitation_list|Invitation Lists]]''': A tool to help organizers find editors who might want to join, based on their past contributions.
'''Note''': The extension comes with a new user right called '''"Event Organizer"''', which will be managed by administrators on this wiki. Organizer tools like Event Registration and Invitation Lists will only work if someone is granted this right. The Collaboration List is available to everyone immediately after deployment.
The extension is already live on several wikis, including '''Meta, Wikidata, English Wikipedia''', and more ( [[m:CampaignEvents/Deployment_status#Current_Deployment_Status_for_CampaignEvents_extension| See the full deployment list]])
If you have any questions, concerns, or feedback, please feel free to share them on the [[m:Talk:CampaignEvents| extension talkpage]]. We’d love to hear from you before the rollout.
Thank you! <section end="message"/>
</div>
<bdi lang="en" dir="ltr">[[User:Udehb-WMF|Udehb-WMF]] ([[User talk:Udehb-WMF|spjall]]) 29. maí 2025 kl. 16:47 (UTC)</bdi>
<!-- Message sent by User:Udehb-WMF@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=User:Udehb-WMF/sandbox/deployment_audience&oldid=28803829 -->
== Umræða um varanlegt bann ==
Ég vil setja í gang umræðu um varanlegt bann gegn Bjornkarateboy.
Við höfum hingað til verið að lengja bann gegn honum um einhverja mánuði í hvert sinn sem hann ítrekar fyrri brot gegn reglum eða stílviðmiðum. Mér finnst þetta ekki nægja lengur. Bara á undanfarinni viku hefur hann búið til tvo mismunandi sokkabrúðuaðganga þrátt fyrir að vera fullkomlega meðvitaður um að það má ekki. Hann er búinn að fá ansi mörg tækifæri til að bæta ráð sitt, en hefur ekki gert það. Reynsluleysi er ekki lengur viðunandi afsökun þar sem hann er búinn að vera virkur hér í um það bil ár.
Ég sé ekki lengur tilgang í því að vera að veita einhverjar væntingar um fleiri tækifæri með því að hafa bannið tímabundið. Hann hefur verið bannaður varanlega á einhverjum öðrum tungumálaútgáfum fyrir minni sakir. [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 31. maí 2025 kl. 11:02 (UTC)
:Ég mundi styðja varanlegt bann. En samt ein spurning. Hvaða sönnun er fyrir því að þetta er hann sem bjó til þessa sokkabrúðuaðganga? Annað en að rithátturinn er svipaður. Er einhver möguleiki að þetta sé einhver annar? [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 31. maí 2025 kl. 12:01 (UTC)
::Hann hefur staðfest tvær sokkabrúður, [[Notandaspjall:Bjornkarateboy/Safn 1#Ofurmeistarinn|Notandaspjall:Bjornkarateboy/Safn_1#Ofurmeistarinn]] og [[Notandaspjall:Doktor_Möppudýr]]. Þessir tveir aðgangar voru einnig staðfestir af [[Meta:CheckUser policy|CheckUser]] á [[Meta:Steward requests/Checkuser/2025-02#Ofurmeistarinn@is.wikipedia|Checkuser/2025-02#Ofurmeistarinn@is.wikipedia]]. Það er hafið yfir allan vafa að þessir aðgangar tengist. Hinir tveir voru stofnaðir eftir að honum var bannað að nota spjallsíðu. Bæði ritháttur, viðbrögð og val á umfjöllunarefni eru svipuð. Mætti kanski biðja um aðra CheckUser athugun á Málfarsmanninum og Seif, ef þú telur einhvern vafa á tengslum þeirra. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 31. maí 2025 kl. 12:38 (UTC)
::: Styð varanlegt bann.--[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 31. maí 2025 kl. 14:07 (UTC)
:::Myndi vilja sjá aðra CheckUser athugun fyrir Málfarsmanninum og Seif, bara upp á að við séum með vissu fyrir því. Hallast engu síður að varanlegu banni. [[Notandi:Alvaldi|Alvaldi]] ([[Notandaspjall:Alvaldi|spjall]]) 31. maí 2025 kl. 14:36 (UTC)
::::Já, það væri betra að fá staðfestingu á því. [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 31. maí 2025 kl. 16:15 (UTC)
::Aðilinn er virkur á samfélagsmiðlum og þau hugðarefni sem hann fjallar um þar rata yfirleitt hingað á svipuðum tíma í gegnum þessa aukaaðganga. Það er líka mjög ákveðið mynstur sem má sjá í því hvernig þessir aðgangar gera breytingar á öðrum tungumálaútgáfum. Það er mögulegt að biðja um checkuser athuganir til að tengja saman notendur og vistföng, en það er ekki gefið að það skili niðurstöðu þar sem IP-tölur geta breyst bæði viljandi eða óviljandi. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 31. maí 2025 kl. 17:13 (UTC)
:::Það er betra að vera með einhverja staðfestingu eða neitun heldur en enga. Allir þrír aðgangarnir hafa gert breytingu innan 90 daga gluggans sem checkuser sér, Bjornkarateboy 10. maí, Málfarsmaðurinn 28. maí og Seifur 31. maí. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 31. maí 2025 kl. 18:42 (UTC)
::::Er einhver hér sem getur skoðað þetta? [[Notandi:Alvaldi|Alvaldi]] ([[Notandaspjall:Alvaldi|spjall]]) 2. júní 2025 kl. 10:02 (UTC)
:::::Ég bað um slíka athugun á [[metawiki:Steward_requests/Checkuser#Málfarsmaðurinn@is.wikipedia|Meta]] á laugardaginn. Hún bíður afgreiðslu. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 2. júní 2025 kl. 10:24 (UTC)
::::::Sýnist að það sé búið að staðfesta að Bjornkarateboy, Ofurmeistarinn, Seifur og Málfarsmaðurinn séu einn og sami einstaklingurinn. Ég styð því varanlegt bann. [[Notandi:Alvaldi|Alvaldi]] ([[Notandaspjall:Alvaldi|spjall]]) 5. júní 2025 kl. 19:10 (UTC)
:::::::Ég styð varanlegt bann sömuleiðis. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 5. júní 2025 kl. 19:22 (UTC)
:::::::Styð varanlegt bann. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 5. júní 2025 kl. 21:00 (UTC)
:::::::sammála [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 5. júní 2025 kl. 21:39 (UTC)
:::::::Ef ég er orðinn gildur til þáttöku langar mig að kjósa varanlegu banni í vil. Óásættanleg hegðun. [[Notandi:Lafi90|Lafi90]] ([[Notandaspjall:Lafi90|spjall]]) 11. júní 2025 kl. 03:15 (UTC)
::::::::Hann fór í varanlegt bann 5. júní. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 11. júní 2025 kl. 05:18 (UTC)
== House names in Iceland, Help, sources ==
Dear Icelandic colleagues!
I need informations and sources about Icelandic house names. I once saw in a Hungarian-language women's magazine that the houses in Iceland have separate names. In 2018, I wrote a study [[https://dlib.si/stream/URN:NBN:SI:DOC-MPWYB5H1/58e20807-5bb3-4127-bf0e-96a73de12c70/PDF PDF] in Slovene about the old house names of my birthplace] and the tradition of local house names. I am now preparing to write a study on the house names of another settlement in Prekmurje.
I couldn't find any source in English about Icelandic house names. I don't speak Icelandic. However, I would like to know basic information about the Icelandic house names:
* why do houses have separate names?
* what are houses named after?
* how are these names documented?
I also need exact sources (with author, title, page, year). I hope I can count on your assistance.
<nowiki>Kind regards! ~~~~</nowiki> [[Notandi:Doncsecz~enwiki|Doncsecz~enwiki]] ([[Notandaspjall:Doncsecz~enwiki|spjall]]) 4. júní 2025 kl. 07:27 (UTC)
:Is this related to an article on Wikipedia. Doesn´t sound like that. Looks like you are writing a paper for school. So, basically you are asking us to help you write your paper? [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 4. júní 2025 kl. 08:52 (UTC)
:: Mostly older houses have been named but of course not all in bigger towns. I would perhaps ask in the Facebook group: Gömul hús á Íslandi, for more info (Old houses in Iceland).--[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 4. júní 2025 kl. 11:25 (UTC)
:If you can, just ask Google Gemini (or even ChatGPT). It can find Icelandic sources and translate them for you (It found some sources and useful information when I tried it). Your question isn't related to Wikipedia, so unfortunately we can't help much. [[Notandi:Óskadddddd|Óskadddddd]] ([[Notandaspjall:Óskadddddd|spjall]]) 4. júní 2025 kl. 11:29 (UTC)
{{ping|Steinninn}} I want to write a scientific paper. Not for school, but for a scientific journal. In the first scientific study, I mentioned the Basque Land as an example. Now I would like to mention Iceland as an example. [[Notandi:Doncsecz~enwiki|Doncsecz~enwiki]] ([[Notandaspjall:Doncsecz~enwiki|spjall]]) 4. júní 2025 kl. 19:36 (UTC)
:{{ping|Steinninn}} This work can later be used in a Wikipedia article. [[Notandi:Doncsecz~enwiki|Doncsecz~enwiki]] ([[Notandaspjall:Doncsecz~enwiki|spjall]]) 4. júní 2025 kl. 19:37 (UTC)
== Vote now in the 2025 U4C Election ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
Apologies for writing in English.
{{Int:Please-translate}}
Eligible voters are asked to participate in the 2025 [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee|Universal Code of Conduct Coordinating Committee]] election. More information–including an eligibility check, voting process information, candidate information, and a link to the vote–are available on Meta at the [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Coordinating_Committee/Election/2025|2025 Election information page]]. The vote closes on 17 June 2025 at [https://zonestamp.toolforge.org/1750161600 12:00 UTC].
Please vote if your account is eligible. Results will be available by 1 July 2025. -- In cooperation with the U4C, [[m:User:Keegan (WMF)|Keegan (WMF)]] ([[m:User talk:Keegan (WMF)|talk]]) 13. júní 2025 kl. 23:00 (UTC) </div>
<!-- Message sent by User:Keegan (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=28848819 -->
== <span lang="en" dir="ltr">Wikimedia Foundation Board of Trustees 2025 - Call for Candidates</span> ==
<div lang="en" dir="ltr">
<section begin="announcement-content" />
:''<div class="plainlinks">[[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2025/Announcement/Call for candidates|{{int:interlanguage-link-mul}}]] • [https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Special:Translate&group=page-{{urlencode:Wikimedia Foundation elections/2025/Announcement/Call for candidates}}&language=&action=page&filter= {{int:please-translate}}]</div>
Hello all,
The [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2025|call for candidates for the 2025 Wikimedia Foundation Board of Trustees selection is now open]] from June 17, 2025 – July 2, 2025 at 11:59 UTC [1]. The Board of Trustees oversees the Wikimedia Foundation's work, and each Trustee serves a three-year term [2]. This is a volunteer position.
This year, the Wikimedia community will vote in late August through September 2025 to fill two (2) seats on the Foundation Board. Could you – or someone you know – be a good fit to join the Wikimedia Foundation's Board of Trustees? [3]
Learn more about what it takes to stand for these leadership positions and how to submit your candidacy on [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2025/Candidate application|this Meta-wiki page]] or encourage someone else to run in this year's election.
Best regards,
Abhishek Suryawanshi<br />
Chair of the Elections Committee
On behalf of the Elections Committee and Governance Committee
[1] https://meta.wikimedia.org/wiki/Special:MyLanguage/Wikimedia_Foundation_elections/2025/Call_for_candidates
[2] https://foundation.wikimedia.org/wiki/Legal:Bylaws#(B)_Term.
[3] https://meta.wikimedia.org/wiki/Special:MyLanguage/Wikimedia_Foundation_elections/2025/Resources_for_candidates<section end="announcement-content" />
</div>
[[Notandi:MediaWiki message delivery|MediaWiki message delivery]] ([[Notandaspjall:MediaWiki message delivery|spjall]]) 17. júní 2025 kl. 17:43 (UTC)
<!-- Message sent by User:RamzyM (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Global_message_delivery&oldid=28866958 -->
== <span lang="en" dir="ltr">Sister Projects Task Force reviews Wikispore and Wikinews</span> ==
<div lang="en" dir="ltr">
<section begin="message"/>
Dear Wikimedia Community,
The [[m:Wikimedia Foundation Community Affairs Committee|Community Affairs Committee (CAC)]] of the Wikimedia Foundation Board of Trustees assigned [[m:Wikimedia Foundation Community Affairs Committee/Sister Projects Task Force|the Sister Projects Task Force (SPTF)]] to update and implement a procedure for assessing the lifecycle of Sister Projects – wiki [[m:Wikimedia projects|projects supported by Wikimedia Foundation (WMF)]].
A vision of relevant, accessible, and impactful free knowledge has always guided the Wikimedia Movement. As the ecosystem of Wikimedia projects continues to evolve, it is crucial that we periodically review existing projects to ensure they still align with our goals and community capacity.
Despite their noble intent, some projects may no longer effectively serve their original purpose. '''Reviewing such projects is not about giving up – it's about responsible stewardship of shared resources'''. Volunteer time, staff support, infrastructure, and community attention are finite, and the non-technical costs tend to grow significantly as our ecosystem has entered a different age of the internet than the one we were founded in. Supporting inactive projects or projects that didn't meet our ambitions can unintentionally divert these resources from areas with more potential impact.
Moreover, maintaining projects that no longer reflect the quality and reliability of the Wikimedia name stands for, involves a reputational risk. An abandoned or less reliable project affects trust in the Wikimedia movement.
Lastly, '''failing to sunset or reimagine projects that are no longer working can make it much harder to start new ones'''. When the community feels bound to every past decision – no matter how outdated – we risk stagnation. A healthy ecosystem must allow for evolution, adaptation, and, when necessary, letting go. If we create the expectation that every project must exist indefinitely, we limit our ability to experiment and innovate.
Because of this, SPTF reviewed two requests concerning the lifecycle of the Sister Projects to work through and demonstrate the review process. We chose Wikispore as a case study for a possible new Sister Project opening and Wikinews as a case study for a review of an existing project. Preliminary findings were discussed with the CAC, and a community consultation on both proposals was recommended.
=== Wikispore ===
The [[m:Wikispore|application to consider Wikispore]] was submitted in 2019. SPTF decided to review this request in more depth because rather than being concentrated on a specific topic, as most of the proposals for the new Sister Projects are, Wikispore has the potential to nurture multiple start-up Sister Projects.
After careful consideration, the SPTF has decided '''not to recommend''' Wikispore as a Wikimedia Sister Project. Considering the current activity level, the current arrangement allows '''better flexibility''' and experimentation while WMF provides core infrastructural support.
We acknowledge the initiative's potential and seek community input on what would constitute a sufficient level of activity and engagement to reconsider its status in the future.
As part of the process, we shared the decision with the Wikispore community and invited one of its leaders, Pharos, to an SPTF meeting.
Currently, we especially invite feedback on measurable criteria indicating the project's readiness, such as contributor numbers, content volume, and sustained community support. This would clarify the criteria sufficient for opening a new Sister Project, including possible future Wikispore re-application. However, the numbers will always be a guide because any number can be gamed.
=== Wikinews ===
We chose to review Wikinews among existing Sister Projects because it is the one for which we have observed the highest level of concern in multiple ways.
Since the SPTF was convened in 2023, its members have asked for the community's opinions during conferences and community calls about Sister Projects that did not fulfil their promise in the Wikimedia movement.[https://commons.wikimedia.org/wiki/File:WCNA_2024._Sister_Projects_-_opening%3F_closing%3F_merging%3F_splitting%3F.pdf <nowiki>[1]</nowiki>][https://meta.wikimedia.org/wiki/Wikimedia_Foundation_Community_Affairs_Committee/Sister_Projects_Task_Force#Wikimania_2023_session_%22Sister_Projects:_past,_present_and_the_glorious_future%22 <nowiki>[2]</nowiki>][https://meta.wikimedia.org/wiki/WikiConvention_francophone/2024/Programme/Quelle_proc%C3%A9dure_pour_ouvrir_ou_fermer_un_projet_%3F <nowiki>[3]</nowiki>] Wikinews was the leading candidate for an evaluation because people from multiple language communities proposed it. Additionally, by most measures, it is the least active Sister Project, with the greatest drop in activity over the years.
While the Language Committee routinely opens and closes language versions of the Sister Projects in small languages, there has never been a valid proposal to close Wikipedia in major languages or any project in English. This is not true for Wikinews, where there was a proposal to close English Wikinews, which gained some traction but did not result in any action[https://meta.wikimedia.org/wiki/Proposals_for_closing_projects/Closure_of_English_Wikinews <nowiki>[4]</nowiki>][https://meta.wikimedia.org/wiki/WikiConvention_francophone/2024/Programme/Quelle_proc%C3%A9dure_pour_ouvrir_ou_fermer_un_projet_%3F <nowiki>[5]</nowiki>, see section 5] as well as a draft proposal to close all languages of Wikinews[https://meta.wikimedia.org/wiki/Talk:Proposals_for_closing_projects/Archive_2#Close_Wikinews_completely,_all_languages? <nowiki>[6]</nowiki>].
[[:c:File:Sister Projects Taskforce Wikinews review 2024.pdf|Initial metrics]] compiled by WMF staff also support the community's concerns about Wikinews.
Based on this report, SPTF recommends a community reevaluation of Wikinews. We conclude that its current structure and activity levels are the lowest among the existing sister projects. SPTF also recommends pausing the opening of new language editions while the consultation runs.
SPTF brings this analysis to a discussion and welcomes discussions of alternative outcomes, including potential restructuring efforts or integration with other Wikimedia initiatives.
'''Options''' mentioned so far (which might be applied to just low-activity languages or all languages) include but are not limited to:
*Restructure how Wikinews works and is linked to other current events efforts on the projects,
*Merge the content of Wikinews into the relevant language Wikipedias, possibly in a new namespace,
*Merge content into compatibly licensed external projects,
*Archive Wikinews projects.
Your insights and perspectives are invaluable in shaping the future of these projects. We encourage all interested community members to share their thoughts on the relevant discussion pages or through other designated feedback channels.
=== Feedback and next steps ===
We'd be grateful if you want to take part in a conversation on the future of these projects and the review process. We are setting up two different project pages: [[m:Public consultation about Wikispore|Public consultation about Wikispore]] and [[m:Public consultation about Wikinews|Public consultation about Wikinews]]. Please participate between 27 June 2025 and 27 July 2025, after which we will summarize the discussion to move forward. You can write in your own language.
I will also host a community conversation 16th July Wednesday 11.00 UTC and 17th July Thursday 17.00 UTC (call links to follow shortly) and will be around at Wikimania for more discussions.
<section end="message"/>
</div>
-- [[User:Victoria|Victoria]] on behalf of the Sister Project Task Force, 27. júní 2025 kl. 20:56 (UTC)
<!-- Message sent by User:Johan (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=User:Johan_(WMF)/Sister_project_MassMassage_on_behalf_of_Victoria/Target_list&oldid=28911188 -->
t7s484y7xkma9hc5lakdt4qm777ldm3
Listi yfir útvarpsstöðvar á Íslandi
0
2263
1921833
1903943
2025-06-27T18:22:56Z
31.209.158.9
Nafn fyrirtækis
1921833
wikitext
text/x-wiki
{{Hreingera}}
Eftirfarandi er '''listi yfir útvarpstöðar á Íslandi'''.
== Á landsvísu ==
[[Útvarp|Útvarpsstöðvar]] þessar nást svo til á öllu [[Ísland]]i eða nást í fleiri en einu aðskildu byggðarlagi:
{| class="wikitable"
|-
|[[Rás 1]] || [[RÚV]] || Landið allt
|-
|[[Rás 2]] || RÚV || Landið allt
|-
|[[Bylgjan]] || [[SÝN ehf / Vodafone|SÝN ehf]] || Landið allt
|-
|[[K100|K 100]]|| Árvakur ehf || Reykjavík, Suðurland, Akureyri
|-
|[[Kiss FM 104,5]] || 247 Miðlar || Reykjavík, Akureyri, Skagafjörður, Ísafjörður
|-
|[[Flash Back 91,9]] || 247 Miðlar || Reykjavík, Akureyri
|-
|'80s Flash Back
|247 Miðlar
|Reykjavík
|-
|[[FM 957]] || SÝN ehf || Landið allt
|-
|[[X-ið]]|| SÝN ehf || Reykjavík, Akureyri, [[Suðurland]], Ísafjörður
|-
|[[Lindin]] || Lindin fjölmiðlun || [[Reykjavík]], [[Ísafjörður (Skutulsfirði)|Ísafjörður]], [[Norðurland eystra]], [[Höfn í Hornafirði]], [[Vestmannaeyjar]]
|-
|[[Útvarp Saga]] || Útvarp Saga ehf || Reykjavík, Akureyri, Reykjanes
|}
==Staðbundnar útvarpsstöðvar ==
{| class="wikitable"
|-
! Útvarpsstöð || Eigandi || Útsendingarsvæði <small>(staðsetning sendis)</small> ||Úts. hófust || Tíðni (í MHz)||Annað
|-
| [[FM Xtra]] || 247 Miðlar || Reykjavík || ||101,5 ||
|-
| [[Rondó]] || RÚV og [[Háskóli Íslands]] || Reykjavík || ||87,7 ||
|-
| [[Útvarp Latibær]] || [[Latibær|LazyTown Entertainment LLC]] || Reykjavík || ||102,2 ||
|-
| [[BBC World Service]] || [[BBC]] || Reykjavík |||| 103,5 ||
|-
| [[Plús987]] || 3Plus media sf || [[Akureyri]] || ||98,7 || Hætti starfsemi 2011
|-
| [[Gull Bylgjan]] || 365 miðlar || [[Höfuðborgarsvæðið]] || ||90,9 ||
|-
| [[Útvarp Hafnarfjörður]] || Flensborgarskólinn í Hafnarfirði || Höfuðborgarsvæðið || ||97,2 || Útvarp Hafnarfjörður rekur einnig Nýbúaútvarp í samvinnu við Alþjóðahús.
|-
| Skagaútvarpið || [[Akraneskaupstaður]] || Akraneskaupstaður || ||95,0 || Einnig þekkt sem Útvarp Akranes (Sundfélag Akraness) og Útvarp Blómið (Nemendafélag FVA)
|-
| Útvarp Vestmannaeyjar || Vestmannaeyjar || || ||
|-
| Útvarp Boðun || [[Boðunarkirkjan]] || Reykjavík og Akureyri || ||105,5 ||
|-
| XA-radíó || XA-Radíó áhugamannafélag || Reykjavík og Akureyri || ||88,5 ||
|-
| [[Suðurland FM]] || [[Léttur ehf.]] || Selfoss og nágrenni || ||96,3 || [http://www.963.is/ Vefsíða Suðurland FM]
|-
|Hljóðbylgjan
|Grúb Grúb EHF
|Suðurnesin
|04.06.15
|101.2
|[[Www.hljodbylgjan.is|Vefsíða Hljóðbylgjunnar]]
|}
==Útvarpað í gegnum netstraum==
{| class="wikitable"
! Útvarpsstöð || Slóð || Gerð straums
|-
| Rás 1 || http://netradio.ruv.is:80/ras1.mp3 || HTML5 MPEG
|-
| Rás 2 || http://netradio.ruv.is:80/ras2.mp3 || HTML5 MPEG
|-
| Rondó || https://ruv-rondo-live-hls.secure.footprint.net/hls-live/ruv-ras3/_definst_/live.m3u8 {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20201210005352/https://ruv-rondo-live-hls.secure.footprint.net/hls-live/ruv-ras3/_definst_/live.m3u8 |date=2020-12-10 }} ||
|-
| RÚV núll || https://ruv-krakkaruv-live-hls.secure.footprint.net/hls-live/ruv-ras4/_definst_/live.m3u8 {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20201027060538/https://ruv-krakkaruv-live-hls.secure.footprint.net/hls-live/ruv-ras4/_definst_/live.m3u8 |date=2020-10-27 }} ||
|-
| Kiss FM 104.5 || http://www.spilarinn.is/#kissfm eða http://stream3.radio.is:443/kissfm{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} || HTML5 MPEG
|-
| Xtra - Kiss FM || http://www.spilarinn.is/#kissfmxtra eða http://stream3.radio.is:443/fmxtra{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} || HTML5 MPEG
|-
| Flash Back 91.9 || http://www.spilarinn.is/#flashback eða http://stream3.radio.is:443/flashback{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} || HTML5 MPEG
|-
| '60s Flash Back || http://www.spilarinn.is/#60s eða http://stream3.radio.is:443/60flashback{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} || HTML5 MPEG
|-
| '70s Flash Back || http://www.spilarinn.is/#70s eða http://stream3.radio.is:443/70flashback{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} || HTML5 MPEG
|-
| '80s Flash Back || http://www.spilarinn.is/#80s eða http://stream3.radio.is:443/80flashback{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} || HTML5 MOEG
|-
| '90s Flash Back || http://www.spilarinn.is/#90s eða http://stream3.radio.is:443/90flashback{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} || HTML5 MPEG
|-
| X-ið || http://www.spilarinn.is/#xid eða http://stream3.radio.is:443/tx977{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} || HTML5 MPEG
|-
| Gull-Bylgjan || http://www.spilarinn.is/#gullbylgjan eða http://stream3.radio.is:443/tgullbylgjan{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} || HTML5 MPEG
|-
| Íslenska Bylgjan || http://www.spilarinn.is/#islenskabylgjan eða http://stream3.radio.is:443/tfmx{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} || HTML5 MPEG
|-
| Bylgjan || http://www.spilarinn.is/#bylgjan eða http://stream3.radio.is:443/tbylgjan{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} || HTML5 MPEG
|-
| FM 957 || http://www.spilarinn.is/#fm957 eða http://stream3.radio.is:443/tfm957{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} || HTML5 MPEG
|-
| Plús || mms://straumur.voice.is{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} ||
|-
| Útvarp Hafnarfjörður || http://bhsp.hafnarfjordur.is/bhutvarp{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} || Windows Media
|-
| Útvarp Saga || http://www.spilarinn.is/#saga eða http://stream3.radio.is:443/saga{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} || HTML5 MPEG
|-
| Suðurland FM || http://178.19.58.119:1818/ || MP3
|-
|Hljodbylgjan fm101.2
|http://s20.myradiostream.com:12128/listen.pls{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
|Shout Cast
|-
|Jólarasin
|http://jolarasin.is
|Shout Cast
|-
|Seyðisfjörður Community Radio
|https://seydisfjordurcommunityradio.net/
|
|}
==Stöðvar sem lagt hafa niður útsendingar==
{| class="wikitable"
|-
!Útvarpsstöð || Eigandi || Útsendingarsvæði<br /><small>(eða staðsetning sendis)</small> || Tíðni (í MHz) || Úts. hófust || Úts. hætt || Annað
|-
| [[Flass 104,5|FLASS]] || Hljómar vel ehf. || [[Reykjavík]]|| 104,5 || [[1. desember]] [[2005]] || [[Nóvember]] [[2013]] || Starfsemi lögð niður nóvember 2013.
|-
| [[Reykjavík FM]] || (Upplýsingar vantar) || [[Reykjavík]]|| 101,5 || || || Er í tímabundinni pásu að sögn framkvæmdarstjóra hennar.
|-
| [[XFM]] || [[Íslenska útvarpsfélagið]] ehf || [[Reykjavík]] || 91,9 || || [[31. desember]] [[2006]] ||
|-
| [[KissFM]] || [[Íslenska útvarpsfélagið]] ehf || [[Reykjavík]], [[Akureyri]] || 89,5 / 102,5|| || [[31. desember]] [[2006]] ||
|-
| [[Kántríbær]] || [[Hallbjörn Hjartarson]] || [[Húnaflói]], [[Skagafjörður]] || 96,7 / 100,7
| || [[31. desember]] [[2006]] ||
|-
| [[Skonrokk]] || Útvarpssvið Norðurljósa || [[Reykjavík]] || 90,9 || 20. ágúst 2003 || [[12. janúar]] [[2005]] || Lögð niður vegna tapreksturs.
|-
| [[Rokk FM]] || [[Íslenska útvarpsfélagið]] ehf (fyrra) || [[Reykjavík]]|| 97,7 || 3. ágúst 2000 || [[20. Nóvember]] [[2000]] || Varð til við sameiningu X-ins og Radíó.
|-
| [[Radíó]] || [[Sigurjón Kjartansson]] og [[Jón Gnarr]] ([[Tvíhöfði (tvíeyki)|Tvíhöfði]]) || [[Reykjavík]]|| 103,7 || [[28. janúar]] [[2000]] || [[3. ágúst]] [[2000]] ||
|-
| [[Útvarp Matthildur]] || [[Íslenska fjölmiðlafélagið]], Atlantic Radio, Hans Konrad Kristjánsson || [[Reykjavík]]|| 88,5 || 1997 || [[3. ágúst]] [[2000]] ||
|-
| [[Mónó]] || [[Íslenska útvarpsfélagið]] ehf (fyrra) || Á landvísu || 87,7 ([[Reykjavík]]) || [[15. ágúst]] [[1998]] || || FM 957 tók yfir útsendingar stöðvarinnar á landsbyggðinni.
|-
| [[Frostrásin]] || Frostið EHF || [[Akureyri]] || 98,7 || || ||
|-
| Gull || Fínn Miðill, [[Íslenska útvarpsfélagið]] ehf || [[Reykjavík]]|| 90,9 || || [[31. desember]] [[2000]] ||
|-
| BBC World Service || [[BBC]] (Endurvarpað af Norðurljósum) || [[Reykjavík]]|| 90,9 || || [[20. ágúst]] [[2003]] || Norðurljós hættu endurvarpi til að senda út Skonrokk.
|-
| [[X-ið]] || [[Íslenska útvarpsfélagið]] ehf (fyrra) || [[Reykjavík]]|| 97,7 || || [[12. janúar]] [[2005]] || Lögð niður vegna tapreksturs en var endurvakin skömmu síðar.
|-
| [[X-ið]] || Fínn miðill || [[Reykjavík]]|| 97,7 || || [[3. ágúst]] [[2000]] ||
|-
| [[Radíó-X]] || [[Íslenska útvarpsfélagið]] ehf (fyrra) || [[Reykjavík]], [[Suðurland]], [[Akureyri]] || 103,7 ([[Reykjavík]]) || [[3. ágúst]] [[2000]] || || Varð til við sameiningu X-ins og Radíó.
|-
| [[Íslenska stöðin]] || Sjálfstæða útvarpsfélagið, Pýrít ehf || [[Reykjavík]]|| 91,9 || [[2002]] || ||
|-
| Steríó || Pýrít ehf || [[Reykjavík]]|| 89,5 || || ||
|-
| [[AFRTS Keflavik]] („Kaninn“) || [[Bandaríkjaher]] || [[Keflavíkurflugvöllur]] || 104,1 || [[mars (mánuður)|mars]] [[1952]] || [[1. júní]] [[2006]] || [[Bandaríkjaher]] yfirgaf Ísland.
|-
| [[Aðalstöðin]] || || [[Suðurnes]] || 90,9 || || ||
|-
| [[Útrás]] ||Félag framhaldsskólanema || [[Reykjavík]]|| 97,7 || || ||
|-
| [[Skratz]] || Fínn miðill || [[Reykjavík]]|| 94,3 || || ||
|-
| [[Muzik fm 88,5|Muzik]] || [[Íslenska sjónvarpsfélagið]], Pýrit ehf || [[Reykjavík]]|| 88,5 || [[9. ágúst]] [[2002]] || ||
|-
| [[Radíó Reykjavík]] || || || 104,5 || || [[Janúar]] [[2005]] || [[STEF]] fékk [[lögbann]] sett á stöðina.
|-
| Stjarnan || [[Íslenska útvarpsfélagið]] || || 102,2 || ''Júní 1987'' || [[20. nóvember]] [[2000]] ||
|-
| Sígild || || || 94,3 || ||
|-
| Létt || Fínn Miðill, [[Íslenska útvarpsfélagið]] ehf (fyrra) || [[Reykjavík]]|| 96,7 || [[5. nóvember 1998]] || ||
|-
| Klasíkk || Fínn Miðill, [[Íslenska útvarpsfélagið]] ehf (fyrra) || || 100,7 || || ||
|-
| Brosið || || || 96,7 || || ||
|-
| Útvarp Rót ||Rót h.f.
|Suðvesturland
|106,8
|24. janúar 1988
|5. janúar 1991
|Hlé á útsendingum 1. október 1989 til 30. mars 1990.
|-
| Hitt96 || || || 96,7 || ||
|-
| [[Útvarp Suðurlands]] || || [[Selfoss]] || 105,1 || || [[Vor|Vorið]] [[2003]] || Annaðist svæðisbundið útvarp á Suðurlandi sk. samningi við [[RÚV]].
|-
| Ljósvakinn || || || 95,7 || || ||
|-
| Jólastjarnan || || [[Reykjavík]]|| 94,3 || [[Nóvember]] [[2000]] || ||
|-
| Mix || || || 91,9 || || ||
|-
| Sólin || || [[Reykjavík]]|| 100,6 || || ||
|-
| Mix-fm || || [[Kópavogur|Kópavogi]] || 101,1 || || || Blanda af kristilegri og heimslegri tónlist
|}
==Punktar==
* Pyrit fjölmiðlun ehf breytti nafni sínu í ''Íslenska útvarpsfélagið ehf'' eftir að Ár og dagur, útgáfufélag [[Blaðið|Blaðsins]] sem er að 50% í eigu [[Árvakur]]s ([[Morgunblaðið]]) og Íslenska sjónvarpsfélagið ([[SkjárEinn]]) keyptu 97% hlutafjár í félaginu.
* Nýjustu opinberar upplýsingar um FM-tíðni á Íslandi virðist vera að finna hjá Póst- og fjárskiptastofnun {{Vefheimild|url=https://www.fjarskiptastofa.is/library?itemid=ce438e0b-7389-4a71-a243-b724f960c797|titill=Staðsetning og tíðnir hljóðvarpssenda|mánuðurskoðað=25. janúar|árskoðað=2024}}
==Heimildir==
<div class="references-2column">
* {{Vefheimild|url=http://www.visir.is/article/20080104/LIFID01/101040161&SearchID=73305168264199|titill=Sögum ekki niður sendinn|mánuðurskoðað=10. janúar|árskoðað=2008}}
* {{Vefheimild|url=http://www.visir.is/article/20061230/FRETTIR01/61230048/1205|titill=Útvarpsstöð Kántríbæjar hættir útsendingum á morgun|mánuðurskoðað=1. janúar|árskoðað=2007}}
* {{Vefheimild|url=http://www.simnet.is/viking/dv/files/isl_sidur.html|titill=tenglar (Fjölmiðlar á Íslandi 2000)|mánuðurskoðað=1. janúar|árskoðað=2007}}
* {{Vefheimild|url=http://www.xfm.is/?c=webpage&id=44&lid=9&option=links|titill=XFM 919 (Um XFM 919)|mánuðurskoðað=2. janúar|árskoðað=2007}}
* {{Vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1120199|titill=Mbl.is - Frétt - Útsendingar Radíós Reykjavíkur stöðvaðar|mánuðurskoðað=2. janúar|árskoðað=2007}}
* {{Vefheimild|url=http://www.visir.is/article/20061101/FRETTIR01/61101023&SearchID=73267885279814|titill=Visir.is - Útvarp innflytjenda hefur útsendingar á morgun|mánuðurskoðað=3. janúar|árskoðað=2007}}
* {{Vefheimild|url=http://www.visir.is/article/20050809/FRETTIR01/508090336&SearchID=73267885562312|titill=Visir.is - Lítil útvarpsstöð með stórt hjarta|mánuðurskoðað=3. janúar|árskoðað=2005}}
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041129090437/www.utvarpsaga.is/um_sogu.php Um útvarp sögu] af utvarpsaga.is
* [http://www3.menntamalaraduneyti.is/media/MRN-pdf_Upplysingar-Utgefid/Fjolmidlaskyrsla.pdf Menntamálaráðuneytið. Greinargerð nefndar menntamálaráðherra um eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, Reykjavík, 2. apríl 2004] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140106205436/http://www.menntamalaraduneyti.is/media/MRN-pdf_Upplysingar-Utgefid/Fjolmidlaskyrsla.pdf |date=2014-01-06 }}
* Whois lazytown.com
* {{Vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1120368|titill=Íslenska útvarpsfélagið leggur niður þrjár útvarpsstöðvar|mánuðurskoðað=2. janúar|árskoðað=2007}}
* {{Vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=264122|titill=Mono í loftið í dag|mánuðurskoðað=2. janúar|árskoðað=2007}}
* {{Vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=629775|titill=Mbl.is - Frétt - Radio og X-ið sameinaðar í eina stöð|mánuðurskoðað=2. janúar|árskoðað=2007}}
* {{Vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=661939|titill=Stjarnan hættir útsendingum|mánuðurskoðað=2. janúar|árskoðað=2007}}
* {{Vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=674897|titill=Gull hætt að útvarpa|mánuðurskoðað=2. janúar|árskoðað=2007}}
* {{Vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1045638|titill=BBC world ekki send út lengur|mánuðurskoðað=2. janúar|árskoðað=2007}}
* {{Vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frett.html?nid=629805|titill=Útvarpsstöðin Matthildur hefur hætt útsendingum|mánuðurskoðað=2. janúar|árskoðað=2007}}
* {{Vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=579805|titill=Tvíhöfði á nýrri útvarpsstöð|mánuðurskoðað=2. janúar|árskoðað=2007}}
* {{Vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1058010|titill=Stillt á jólin á nýrri útvarpsstöð|mánuðurskoðað=2. janúar|árskoðað=2007}}
* {{Vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1007936|titill=Ný íslensk útvarpsstöð í loftið: Íslenskum tónum fagnað|mánuðurskoðað=2. janúar|árskoðað=2007}}
* {{Vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=731455|titill=Fyrsta útvarpsstöð ÍS í loftið|mánuðurskoðað=2. janúar|árskoðað=2007}}
* {{Vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1205091|titill=„Kaninn" hættur að heyrast|mánuðurskoðað=2. janúar|árskoðað=2007}}
* {{Vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1019441|titill=Múzík 885 tekur breytingum um mánaðamótin: Topp 40 í jaðartónlist|mánuðurskoðað=2. janúar|árskoðað=2007}}
* {{Vefheimild|url=http://bella.stjr.is/utvarpsrettarnefnd/|titill=Án titils – Útvarpsréttarnefnd|mánuðurskoðað=4. janúar|árskoðað=2007}}
* Morgunblaðið, viðskiptafréttir, 20. maí 2005. Blaðið og Skjár 1 kaupa Kiss og X-FM
* {{Vefheimild|url=http://www.pfs.is/library/Myndir/Innflutt/ISLAND%20FM%20HLJ%C3%93%C3%90VARP_16.07.2013.jpg|titill=Staðsetning og tíðnir hljóðvarpssenda|mánuðurskoðað=19. ágúst|árskoðað=2015}}
</div>
[[Flokkur:Íslenskar útvarpstöðvar| ]]
[[Flokkur:Listar tengdir Íslandi]]
2vxni928yht7qk0slgrkxj8t8diccbk
1862
0
2952
1921844
1916695
2025-06-27T22:35:34Z
Berserkur
10188
/* Á Íslandi */
1921844
wikitext
text/x-wiki
{{Ár|
[[1859]]|[[1860]]|[[1861]]|[[1862]]|[[1863]]|[[1864]]|[[1865]]|
[[1851–1860]]|[[1861–1870]]|[[1871–1880]]|
[[18. öldin]]|[[19. öldin]]|[[20. öldin]]|
}}
Árið '''1862''' ('''MDCCCLXII''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]])
== Á Íslandi ==
* Júní - [[Lestrarfélag Vestmannaeyja]] var stofnað.
* [[29. ágúst]] - [[Akureyri]] hlaut kaupstaðarréttindi. <ref>[https://timarit.is/page/2680109#page/n2/mode/2up Akureyri 125 ára - Dagur, 29. ágúst, 1987] Tímarit.is</ref>
* [[1. október]] - [[Barnaskóli Reykjavíkur]] tók til starfa með 50 börnum í 3 bekkjum.
===Ódagsett===
*[[Þjóðsögur Jóns Árnasonar]] komu fyrst út. Þar komu fyrst fyrir nöfn [[jólasveinarnir|jólasveinanna 13]].
* [[Vesturgata 2|Bryggjuhúsið]] var reist á Vesturgötu 2 í Reykjavík.
=== Fædd ===
* [[26. janúar]] - [[Ólafur Davíðsson]], þjóðfræðingur (d. [[1903]]).
=== Dáin ===
* [[28. maí]] - [[Sæunn Jónsdóttir]], vinnukona (f. [[1790]])
== Erlendis ==
* [[6. janúar]] - [[Innrás Frakka í Mexíkó]]: Franskar, spænskar og breskar hersveitir komu til [[Veracruz]].
* [[21. janúar]] - [[Opel]]-bílaframleiðandinn var stofnaður.
* [[4. febrúar]] - [[Bacardi]] vínframleiðandinn var stofnaður á Kúbu.
* [[22. febrúar]] - [[Bandaríska borgarastríðið]]: [[Jefferson Davis]] varð forseti [[Suðurríkjasambandið|Suðurríkjasambandsins]].
* [[17. mars]] - Fyrsta lestarleiðin í Finnlandi opnaði milli [[Helsinki]] og [[Hämeenlinna]].
* [[5. maí]] - [[Innrás Frakka í Mexíkó]]: Frakkar biðu ósigur í orrustunni við [[Puebla]]. Dagurinn verður þjóðhátíðadagur í Mexíkó.
* [[15. maí]] - [[Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna]] var stofnað.
* [[17. september]] - [[Bandaríska borgarastríðið]]: Orrustan við Antietam: 22.000 létust.
* [[28. nóvember]] - Knattspyrnuliðið [[Notts County]] var stofnað.
* [[31. desember]] - [[Vestur-Virginía]] varð til þegar Virginíu var skipt í tvennt.
=== Fædd ===
* [[29. ágúst]] - [[Maurice Maeterlinck]], belgískt leikskáld og Nóbelsverðlaunahafi (d. [[1949]]).
* [[15. nóvember]] - [[Gerhart Hauptmann]], þýskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. [[1946]]).
=== Dáin ===
==Tilvísanir==
[[Flokkur:1862]]
jltwlb6y0x8ym8hcgo5f2b17xjcnu0r
Sovétríkin
0
3077
1921825
1919357
2025-06-27T16:01:04Z
TKSnaevarr
53243
1921825
wikitext
text/x-wiki
{{Land
| nafn = Sambandsríki sósíalískra sovétlýðvelda
| nafn_á_frummáli = {{nobold|Союз Советских Социалистических Республик<br />{{small|(Sojúz Sovetskíkh Sotsíalístítsjeskíkh Respúblík)}}}}
| nafn_í_eignarfalli = Sovétríkjanna
| fáni = Flag of the Soviet Union.svg
| skjaldarmerki = Coat of arms of the Soviet Union 1.svg
| kjörorð = Пролетарии всех стран, соединяйтесь!
| kjörorð_tungumál = Rússneska
| kjörorð_þýðing = Verkamenn allra landa sameinist!
| staðsetningarkort = Union of Soviet Socialist Republics (orthographic projection).svg
| tungumál = Ekkert ([[rússneska]] í reynd)
| höfuðborg = [[Moskva]]
| stjórnarfar = [[Flokksræði]]
| titill_leiðtoga1 = [[Leiðtogi Sovétríkjanna|Leiðtogi]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Vladímír Lenín]] (fyrstur)<br>[[Míkhaíl Gorbatsjov]] (síðastur)
| stærðarsæti = 1
| flatarmál = 22.402.200
| mannfjöldaár = 1991
| mannfjöldasæti = 3
| fólksfjöldi = 293.047.571
| íbúar_á_ferkílómetra = 13,08
| staða = Nýtt ríki
| atburður1 = Stofnun
| dagsetning1 = [[1922]]
| atburður2 = Upplausn
| dagsetning2 = [[1991]]
| VLF_ár = 1990
| VLF = 2.700
| VLF_sæti = 2
| VLF_á_mann = 9.200
| gjaldmiðill = [[sovésk rúbla]]
| tímabelti = [[UTC]] +3 til +11
| þjóðsöngur = [[Internatsjónalinn]] (til 1944)<br />[[Mynd:The Internationale.ogg]]<br />[[Gímn Sovetskogo Sojúza]]<br />[[Mynd:Soviet Anthem 1984 (or something like that).ogg]]
| tld = su
}}
'''Sovétríkin''' eða '''Ráðstjórnarríkin''' ([[rússneska]]: Советский Союз ''Sovetskíj Sojúz''), formlegt heiti '''Sambandsríki sósíalískra sovétlýðvelda''' (Союз Советских Социалистических Республик ''Sojúz Sovetskíkh Sotsíalístítsjeskíkh Respúblík'', skammstafað СССР ''SSSR'') var [[sambandsríki]] með [[sósíalismi|sósíalíska]] stjórnarskrá í [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]] og [[Asía|Asíu]] sem var stofnað árið [[1922]] og [[upplausn Sovétríkjanna|leystist upp]] árið [[1991]].
Stjórnmálakerfi Sovétríkjanna var [[Flokksræði|einsflokkskerfi]] þar sem [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna]] var við völd fram til ársins 1990. Enda þótt Sovétríkin ættu að heita sambandsríki [[Sovétlýðveldi|sovétlýðvelda]] (sem voru 15 talsins eftir 1956) með [[Moskva|Moskvu]] sem höfuðborg, var í raun um að ræða ríki sem alla tíð var mjög miðstýrt frá [[Rússland]]i. Aðrar helstu borgir Sovétríkjanna voru [[Leníngrad]], [[Kíev]], [[Minsk]], [[Taskent]], [[Almaty|Alma-Ata]] og [[Novosíbírsk]]. Sovétríkin voru stærsta ríki heims á sínum tíma, rúmlega 22.400.000 km² að stærð, og náðu yfir ellefu [[tímabelti]].
Upptökin að stofnun ríkisins lágu í [[Októberbyltingin|októberbyltingunni]] árið 1917 þegar [[Bolsévikar]] steyptu [[bráðabirgðastjórn Rússlands]] sem hafði verið mynduð eftir [[Febrúarbyltingin|febrúarbyltinguna]] af stóli, og síðasti keisari Rússlands, [[Nikulás 2.]], sagði af sér. Eftir valdarán Bolsévika undir forystu [[Vladímír Lenín|Vladímírs Lenín]], stofnuðu þeir [[Rússneska sósíalíska sambandslýðveldið]], fyrsta stjórnarskrárbundna [[sósíalistaríki]]ð. Áframhaldandi átök innan landsins leiddu til hins blóðuga [[rússneska borgarastyrjöldin|borgarastríðs]]. Eftir því sem Bolsévikar náðu undir sig meira landsvæði, stofnuðu þeir ný sósíalistaríki sem voru sjálfstæð að nafninu til. Í desember 1922 voru þessi ríki sameinuð í ein Sovétríki. Eftir dauða Leníns árið 1924 komst [[Jósef Stalín]] til valda. Stalín hóf hraða [[iðnvæðing]]u og [[samyrkjuvæðing]]u í Sovétríkjunum sem leiddu til hagvaxtar, en líka [[hungursneyðin í Sovétríkjunum 1930-1933|hungursneyðar 1930-1933]] þar sem milljónir létu lífið. [[Nauðungarvinna í Sovétríkjunum|Nauðungarvinna]] í [[Gúlagið|Gúlaginu]] var aukin verulega á þessum tíma. Stalín hóf [[hreinsanirnar miklu]] til að losa sig við raunverulega og meinta andstæðinga. Þegar [[síðari heimsstyrjöld]] braust út gerðu Þjóðverjar [[Barbarossa-aðgerðin|innrás í Sovétríkin]]. Samanlagt mannfall hermanna og almennra borgara í Sovétríkjunum í síðari heimsstyrjöld er áætlað hafa verið yfir 20 milljónir, sem var meirihluti mannfalls meðal [[bandamenn (síðari heimsstyrjöld)|bandamanna]] í stríðinu. Eftir stríðið voru sovésk [[leppríki]] stofnuð á hernámssvæðum Rauða hersins.
Eftir styrjöldina hófst [[kalda stríðið]] þar sem [[Austurblokkin]] tókst á við [[Vesturblokkin]]a. Ríkin í Vesturblokkinni tóku flest þátt í stofnun [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalagsins]] (NATO) 1949 og mörg ríkin í Austurblokkinni tóku þátt í stofnun [[Varsjárbandalagið|Varsjárbandalagsins]] 1955. Þar sem Sovétríkin höfðu bæði herlið og mikil pólitísk ítök í flestum ríkjum Austurblokkarinnar var litið á stofnun Varsjárbandalagsins sem formsatriði. Yfirmenn NATO kölluðu það „pappakastala“. Bandalögin tvö áttu aldrei í beinum stríðsátökum, en tókust á á pólitískum vettvangi og í [[leppstríð]]um. Bæði bandalögin juku hernaðarumsvif innan blokkanna tveggja. Mestu hernaðarátök innan Varsjárbandalagsins voru [[innrás Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu]] í ágúst 1968 með þátttöku allra aðildarríkja nema Albaníu og Rúmeníu. Albanía dró sig úr bandalaginu í kjölfarið. Eftir dauða Stalíns árið 1953 tók við tímabil af-Stalínsvæðingar undir forystu [[Níkíta Khrústsjov]]. Sovétmenn tóku forystuna snemma í [[geimkapphlaupið|geimkapphlaupinu]] með því að skjóta ''[[Spútnik 1]]'' á braut um jörðu, fyrsta [[Vostok 1|mannaða geimskotinu]] og með því að lenda [[Venera 7|fyrsta könnunarfarinu á yfirborði annarrar plánetu]] ([[Venus (reikistjarna)|Venus]]).
Á 8. áratug 20. aldar var þíða í samskiptum risaveldanna um stutt skeið, en spennan óx á ný í kjölfar [[innrás Sovétmanna í Afganistan|innrásar Sovétmanna í Afganistan]] árið 1979. Um miðjan 9. áratuginn reyndi síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, [[Míkhaíl Gorbatsjov]], að koma á umbótum í stjórnkerfi landsins með stefnunum ''[[glasnost]]'' og ''[[perestrojka]]''. Undir lok kalda stríðsins, árið 1989, var kommúnistastjórnum í nokkrum ríkjum Austurblokkarinnar steypt af stóli. Því fylgdi bylgja [[þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]] og [[aðskilnaðarstefna|aðskilnaðarhreyfinga]] í Sovétríkjunum. Árið 1991 var haldin [[þjóðaratkvæðagreiðslan í Sovétríkjunum 1991|þjóðaratkvæðagreiðsla]] sem sovétlýðveldin Litáen, Lettland, Eistland, Armenía, Georgía og Moldavía sniðgengu. Meirihluti kjósenda samþykktu því endurnýjað sambandsríki. Í ágúst 1991 reyndu harðlínumenn innan Sovéska kommúnistaflokksins að fremja [[valdaránið í Sovétríkjunum 1991|valdarán]] til að steypa Gorbatsjov af stóli. Valdaránið misheppnaðist og borgarstjóri Moskvu, [[Borís Jeltsín]], vakti athygli fyrir framgöngu sína við að stilla til friðar. Í kjölfarið var Sovéski kommúnistaflokkurinn bannaður og sambandsríkið [[Rússland]] tók við af Sovétríkjunum. Hin sovétlýðveldin urðu sjálfstæð ríki og [[fyrrum sovétlýðveldi]] við [[upplausn Sovétríkjanna]].
Efnahagskerfi Sovétríkjanna byggðist á [[áætlanabúskapur|áætlanabúskap]]. Sovétríkin voru í reynd ráðandi í mótun efnahagsstefnu fyrir flest ríkin í Austurblokkinni. Hagkerfi Sovétríkjanna var það annað stærsta í heimi og þaðan komu margar nýjungar á sviði tækni og vísinda. [[Sovéski herinn]] var stærsti herafli heims. Sovétríkin voru [[kjarnorkuveldi]] sem áttu líklega stærsta vopnabúr [[kjarnavopn]]a í heimi. Sovétríkin voru stofnaðili að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]] og áttu einn af fimm fastafulltrúum í [[Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna|Öryggisráðinu]]. Áður en ríkið leystist upp var það annað af tveimur [[risaveldi|risaveldum]] heims, ásamt [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]].
== Saga ==
=== Byltingin og stofnun Sovétríkjanna (1917-1927) ===
[[Mynd:19191107-lenin_second_anniversary_october_revolution_moscow.jpg|thumb|right|Lenín, Trotskíj og Kamenev fagna 2ja ára afmæli októberbyltingarinnar árið 1919.]]
Rætur Sovétríkjanna liggja í pólitískum óróa innan [[Rússaveldi]]s sem braust fyrst upp á yfirborðið í [[desembristauppreisnin]]ni 1825. Eftir [[rússneska byltingi 1905|rússnesku byltinguna 1905]] var [[Nikulás 2.]] keisari neyddur til að samþykkja stofnun fulltrúadeildar rússneska þingsins, [[Dúman|Dúmunnar]]. Keisarinn stóð gegn tilraunum til að koma á [[þingbundin konungsstjórn|þingbundinni konungsstjórn]]. Röð ósigra rússneska keisarahersins í [[fyrri heimsstyrjöld]] og matarskortur í borgum rússlands jók enn á óróa innanlands. Þann 8. mars 1917 hófust mótmæli gegn háu brauðverði í [[Petrograd]] sem leiddu til [[febrúarbyltingin|febrúarbyltingarinnar]] og afsagnar Nikulásar og keisarastjórnarinnar. Við tók sósíaldemókratísk [[bráðabirgðastjórn Rússlands|bráðabirgðastjórn]] sem hugðist standa fyrir kosningum til stjórnlagaþings og halda áfram bardögum við hlið [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöld)|Bandamanna]]. Þetta reyndist mjög óvinsæl ákvörðun. Á sama tíma spruttu upp verkamannaráð, kölluð [[sovét]], víða um land. Það stærsta og áhrifamesta, [[verkamannaráðið í Petrograd]], deildi völdum með bráðabirgðastjórninni.
[[Bolsévikar]] undir forystu [[Vladímír Lenín|Vladímírs Lenín]] börðust fyrir valdaráni sovétanna. Þann 7. október 1917 gerði [[rauði vörðurinn]], herlið Bolsévika, áhlaup á [[Vetrarhöllin]]a og handtók meðlimi bráðabirgðastjórnarinnar. Lenín lýsti yfir valdatöku sovétanna í því sem síðar var kallað [[októberbyltingin]]. Bolsévikar undirrituðu fljótt vopnahléssamninga við [[Miðveldin]] og drógu sig formlega úr stríðinu í mars 1918 með [[friðarsamningarnir í Brest-Litovsk|friðarsamningunum í Brest-Litovsk]].
[[Mynd:Russia_Famine_Saratov_1921.jpg|thumb|right|Fórnarlömb hungursneyðar í Saratov í Rússlandi 1921.]]
Eftir valdarán Bolsévika hófst langvinnt og blóðugt [[rússneska borgarastríðið|borgarastríð]] sem stóð frá 1917 til 1923. Meðal þess sem gerðist í borgarastríðinu var að bandamenn gerðu innrás í Rússland til stuðnings [[hvítliðar|hvítliðum]], Bolsévikar [[morðið á rússnesku keisarafjölskyldunni|myrtu fyrrverandi keisarann og fjölskyldu hans]] og um fimm milljónir létust í [[hungursneyðin í Rússlandi 1921-1922|hungursneyð 1921-1922]].<ref>{{Cite book |last=Mawdsley |first=Evan |url=https://archive.org/details/russiancivilwar00evan |title=The Russian Civil War |date=1 March 2007 |publisher=Pegasus Books |isbn=978-1-933648-15-6 |page=[https://archive.org/details/russiancivilwar00evan/page/287 287] |author-link=Evan Mawdsley |url-access=registration}}</ref> [[Sovét-Rússland]] reyndi að leggja undir sig öll þau lönd sem áður höfðu heyrt undir keisaradæmið, en höfðu fengið sjálfstæði við lok stríðsins. [[Rauði herinn]] lagði undir sig [[Úkraína|Úkraínu]], afganginn af [[Hvíta-Rússland]]i (utan þann hluta sem gekk til [[Pólland]]s með friðarsamningum), [[Armenía|Armeníu]], [[Aserbaísjan]] og [[Georgía|Georgíu]]; en [[Eistland]], [[Lettland]], [[Litáen]] og [[Finnland]] hrundu árásum þeirra. Rauði herinn gerði matvæli upptæk sem leiddi til margra uppreisna meðal bænda, eins og [[Tambovuppreisnin|Tambovuppreisnarinnar]] 1920-1922 sem rauði herinn braut á bak aftur.
Borgarastyrjöldin lék efnahag landsins grátt. [[Rúblan]] hrundi í verði og fólk tók aftur upp vöruskiptaverslun, auk þess sem svartamarkaðsbrask blómstraði þrátt fyrir beitingu herlaga gegn því. Árið 1921 hafði þungaiðnaður dregist saman um 20%, 90% af launum voru greidd með vörum í stað peninga, 70% af járnbrautarlestum þurftu viðgerða við, og hungursneyðin sem stafaði bæði af stríðsrekstri og þurrkum dró milli 3 og 10 milljónir manna til dauða. [[Rauða ógnin]], ofsóknir Bolsévika gegn meintum og raunverulegum óvinum, stóð frá 1918 til 1922. [[Tsjeka]], leynilögregla Bolsévika, stóð fyrir ofsóknum, pyntingum og morðum, sem talin eru hafa orðið milli 50.000 og 200.000 að bana.<ref>{{cite book |last=Lincoln |first=W. Bruce |author-link=W. Bruce Lincoln |year=1989 |title=Red Victory: A History of the Russian Civil War |url=https://archive.org/details/redvictoryhistor0000linc |publisher=Simon & Schuster |page=[https://archive.org/details/redvictoryhistor0000linc/page/n405 384] |isbn=0671631667 |quote=... the best estimates set the probable number of executions at about a hundred thousand.}}</ref>
[[Mynd:Declaration_and_Treaty_on_the_Creation_of_the_USSR-1922-page3.jpg|thumb|right|Undirskriftir á samningnum um stofnun Sovétríkjanna.]]
Þann 28. desember var [[samningur um stofnun Sambands sósíalískra sovétlýðvelda]] undirritaður af fulltrúum [[Sovétlýðveldið Rússland|Sovétlýðveldisins Rússlands]], [[Sovétlýðveldið Transkákasus|Sovétlýðveldisins Transkákasus]], [[Sovétlýðveldið Úkraína|Sovétlýðveldisins Úkraínu]] og [[Sovétlýðveldið Hvíta-Rússland|Sovétlýðveldisins Hvíta-Rússlands]].<ref>{{Cite book |last=Sakwa |first=Richard |title=The Rise and Fall of the Soviet Union, 1917–1991: 1917–1991 |url=https://archive.org/details/risefallofsoviet0000sakw |date=1999 |publisher=Routledge |isbn=978-0-415-12290-0 |pages=[https://archive.org/details/risefallofsoviet0000sakw/page/140 140]–143}}</ref> Stofnun Sovétríkjanna var formlega lýst yfir á sviði [[Bolsojleikhúsið|Bolsojleikhússins]] í Moskvu 30. desember 1922.
Enduruppbygging landsins fór fram samkvæmt [[GOELRO-áætlunin]]ni sem rússnesku sovétin höfðu samþykkt árið 1920 og varð fyrirmynd að [[fimm ára áætlun]]um Sovétríkjanna. Samkvæmt henni átti iðnvæðing landsins að byggjast á rafvæðingu Rússlands.<ref>{{Cite journal |last=Lapin |first=G. G. |year=2000 |title=70 Years of Gidroproekt and Hydroelectric Power in Russia |journal=Hydrotechnical Construction |volume=34 |issue=8/9 |pages=374–379 |doi=10.1023/A:1004107617449 |s2cid=107814516}}</ref> Þegar borgarastyrjöldinni lauk var stöku einkafyrirtækjum leyft að starfa í landinu, samhliða þjóðnýttum iðnfyrirtækjum, og matarskattur tók við af upptöku matvæla í sveitum.
Stjórn Bolsévika byggðist á [[flokksræði]] [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|Kommúnistaflokksins]] sem átti að verja landið fyrir endurkomu arðráns kapítalista. Opinber stefna stjórnarinnar var [[lýðræðisleg miðstýring]], en umdeilt er hversu virk sú stefna var í reynd. Eftir lát Leníns 1924 urðu deilur um efnahagsstefnu ríkisins og átök um völdin milli meðlima [[þríeykið (Sovétríkjunum)|þríeykisins]] sem tók við af honum: [[Lev Kamenev]] fulltrúa Sovétlýðveldisins Rússlands, [[Grígoríj Zínovjev]] fulltrúa Sovétlýðveldisins Úkraínu, og [[Jósef Stalín|Jósefs Stalín]] fulltrúa Sovétlýðveldisins Transkákasus.
=== Stalínstíminn (1927-1953) ===
Þann 3. apríl 1922 tók [[Jósef Stalín|Stalín]] við sem [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins|aðalritari Kommúnistaflokksins]]. Áður hafði Lenín skipað hann yfirmann stjórnsýslueftirlitsnefndarinnar [[Rabkrin]] sem færði honum mikil völd.<ref>{{cite web |date=12 November 2009 |title=Joseph Stalin – Biography, World War II & Facts – History |url=https://www.history.com/topics/russia/joseph-stalin |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20180912144422/https://www.history.com/topics/russia/joseph-stalin |archive-date=12 September 2018 |access-date=6 December 2021}}</ref> Smám saman náði Stalín að sölsa undir sig öll völd og losa sig við keppinauta innan flokksins. Undir lok 3. áratugarins var stjórn hans orðin [[alræði]]sstjórn. Í október 1927 voru helstu keppinautar hans, Zínovjev og [[Lev Trotskíj]], reknir úr miðnefnd flokksins og hraktir í útlegð.
[[Mynd:Kolyma_road00.jpg|thumb|right|Fangar frá [[Dalstroj]] í nauðungarvinnu við [[Kolymavegurinn|Kolymaveginn]] í [[Jakútía|Jakútíu]] sem var nefndur „beinavegurinn“.]]
Árið 1928 lagði Stalín fram fyrstu [[fimm ára áætlun]] Sovétríkjanna. Hann setti fram kenninguna um [[sósíalismi í einu landi|sósíalisma í einu landi]] í stað kenningarinnar um alheimsbyltingu sem Lenín aðhylltist. Ríkið tók yfir stjórn allra iðnfyrirtækja og hröð [[iðnvæðing]] hófst. Stalín neyddi allan landbúnað inn í [[samyrkjubú]]skap. Afleiðingin var útbreidd hungursneyð sem talin er hafa dregið milli 3 og 7 milljónir til dauða. [[Kúlakkar]] (vel stæðir bændur) voru ofsóttir og margir sendir í nauðungarvinnu í [[Gúlagið]].<ref>{{Cite book |first1=Stéphane |last1=Courtois |url=https://books.google.com/books?id=H1jsgYCoRioC&pg=PA206 |title=Livre noir du Communisme: crimes, terreur, répression |last2=Mark Kramer |date=15 October 1999 |publisher=Harvard University Press |isbn=978-0-674-07608-2 |page=206 |access-date=25 May 2020 |archive-date=22 June 2020 |archive-url=https://web.archive.org/web/20200622213827/https://books.google.com/books?id=H1jsgYCoRioC&pg=PA206 |url-status=live }}</ref> Pólitískur órói hélt áfram fram yfir miðjan 4. áratuginn, en við upphaf [[síðari heimsstyrjöld|síðari heimsstyrjaldar]] höfðu Sovétríkin byggt upp öflugan iðnað.
Snemma á 4. áratugnum jókst samstarf Sovétríkjanna og Vesturlanda. Sovétríkin tóku þátt í [[Afvopnunarráðstefnan í Genf|Afvopnunarráðstefnunni í Genf]] 1932 til 1934 og árið 1933 tóku Bandaríkin upp stjórnmálasamstarf við þau. Í september 1934 gerðust Sovétríkin aðildarríki [[Þjóðabandalagið|Þjóðabandalagsins]]. Þegar [[spænska borgarastyrjöldin]] braust út árið 1936 studdu Sovétríkin lýðveldissinna gegn þjóðernissinnum sem fengu stuðning frá Ítalíu og Þýskalandi.<ref>{{Cite book |last=Casanova |first=Julián |title=República y Guerra Civil. Vol. 8 de la Historia de España, dirigida por Josep Fontana y Ramón Villares |publisher=Crítica/Marcial Pons |year=2007 |isbn=978-84-8432-878-0 |location=Barcelona |pages=271–274 |language=es |author-link=Julián Casanova Ruiz}}</ref> Í desember 1936 kynnti Stalín [[stjórnarskrá Sovétríkjanna 1936|nýja stjórnarskrá]] sem á yfirborðinu virtist framsæknari en flestar vestrænar stjórnarskrár sem þá voru í gildi. Aðeins ári síðar stóðu hreinsanirnar miklu sem hæst og í „algjörlega lýðræðislegum“ kosningum til fyrsta æðstaráðs Sovétríkjanna voru aðeins óumdeildir frambjóðendur leyfðir. Þau borgaralegu réttindi, persónufrelsi og lýðræði sem stjórnarskráin boðaði reyndust því orðin tóm.<ref>{{Cite journal |last=Getty |first=J. Arch |year=1991 |title=State and Society Under Stalin: Constitutions and Elections in the 1930s |url=https://archive.org/details/sim_slavic-review_spring-1991_50_1/page/18 |journal=Slavic Review |volume=50 |issue=1 |pages=18–35 |doi=10.2307/2500596 |jstor=2500596|s2cid=163479192 }}</ref>
[[Mynd:Lavrenti_Beria_Stalins_family.jpg|thumb|right|Stalín og [[Lavrentíj Beríja]] (með dóttur Stalíns, [[Svetlana Allilujeva|Svetlönu]] í fanginu) árið 1931. Beríja bar ábyrgð á framkvæmd pólitískra ofsókna sovéska innanríkisráðuneytisins.]]
[[Hreinsanirnar miklu]] sem stóðu frá ágúst 1936 til mars 1938 urðu til þess að margir [[gamlir Bolsévikar]] sem höfðu tekið þátt í októberbyltingunni voru handteknir. Samkvæmt opnum skjölum [[sovéska innanríkisráðuneytið|sovéska innanríkisráðuneytisins]] var yfir ein og hálf milljón manna handtekin 1937 og 1938, og af þeim voru 681.692 tekin af lífi.<ref name="Thurston">{{Cite book |last=Thurston |first=Robert W. |title=Life and Terror in Stalin's Russia, 1934–1941 |date=1998 |publisher=[[Yale University Press]] |isbn=978-0-300-07442-0 |page=139 |author-link=Robert W. Thurston}}</ref> Á þessum tveimur árum voru aftökurnar fleiri en þúsund á dag.<ref>{{Cite book |first=Abbott |last=Gleason |url=https://books.google.com/books?id=JyN0hlKcfTcC&pg=PA373 |title=A companion to Russian history |publisher=Wiley-Blackwell |year=2009 |isbn=978-1-4051-3560-3 |page=373 |access-date=25 May 2020 |archive-date=5 September 2015 |archive-url=https://web.archive.org/web/20150905175409/https://books.google.com/books?id=JyN0hlKcfTcC&pg=PA373 |url-status=live }}</ref>
Eftir að hafa án árangurs reynt að gera varnarsamninga við Bretland og Frakkland gegn Þýskalandi, gerðu Sovétríkin óvænt samkomulag við Þýskaland með [[Molotov-Ribbentrop-sáttmálinn|Molotov-Ribbentrop-sáttmálanum]]<ref>{{cite web |title=Why didn't the USSR join Allies in 1939? |last=Yegorov |first=Oleg |url=https://www.rbth.com/history/331039-ussr-britain-france-talks-wwii |date=26. september 2019 |access-date=5 February 2022 |website=Russia Beyond |archive-date=6 February 2022 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220206011636/https://www.rbth.com/history/331039-ussr-britain-france-talks-wwii |url-status=live }}</ref> um það bil ári eftir að Bretland og Þýskaland undirrituðu [[München-samkomulagið]]. Samningurinn innihélt leyniákvæði um hernám samningsaðila í Austur-Evrópu<ref>{{cite web|url=https://www.theguardian.com/world/2019/aug/23/moscow-campaign-to-justify-molotov-ribbentrop-pact-sparks-outcry|title=Molotov-Ribbentrop: why is Moscow trying to justify Nazi pact?|work=[[The Guardian]]|author=Andrew Roth|date=23 August 2019}}</ref> og í kjölfarið gerðu Sovétríkin innrásir í [[Austur-Pólland]], [[Finnland]], [[Eystrasaltslöndin]], [[Bessarabía|Bessarabíu]] og [[Norður-Búkóvína|Norður-Búkóvínu]]. Þann 1. september hófu Þjóðverjar [[innrásin í Pólland|innrás í Pólland]] og þann 17. réðust Sovétríkin inn austanfrá. Þann 6. október gafst Pólland upp og Sovétmenn afhentu Þjóðverjum hluta hernámssvæðis síns. Sovétríkin innlimuðu pólsku héruðin [[Galisía (Austur-Evrópu)|Galisíu]] og vesturhluta [[Hvíta-Rússland]]s. Seint í nóvember hófst [[Vetrarstríðið]] þegar Finnar neituðu að láta undan landakröfum Sovétríkjanna. Þann 14. desember voru Sovétríkin rekin úr Þjóðabandalaginu vegna innrásarinnar í Finnland.<ref>[https://www.history.com/this-day-in-history/ussr-expelled-from-the-league-of-nations?form=MY01SV&OCID=MY01SV USSR expelled from the League of Nations] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210914013927/https://www.history.com/this-day-in-history/ussr-expelled-from-the-league-of-nations?form=MY01SV&OCID=MY01SV |date=14 September 2021 }}. www.history.com. 5 November 2009</ref> Í austri unnu Sovétmenn nokkra mikilvæga sigra á [[Japan]] í átökum um landamæri að japanska leppríkinu [[Mansjúkúó]], en 1941 gerðu ríkin [[samningur Sovétríkjanna og Japans um gagnkvæmt hlutleysi|samning Sovétríkjanna og Japans um gagnkvæmt hlutleysi]] sem tryggði að Japan gerði ekki innrás í Sovétríkin til stuðnings Þjóðverjum síðar.
Þann 22. júní 1941 rauf Þýskaland Molotov-Ribbentrop-sáttmálann og [[Barbarossa-aðgerðin|hóf innrás í Sovétríkin]]. Bardagar á [[Austurvígstöðvarnar (síðari heimsstyrjöld)|austurvígstöðvunum]] voru kallaðir „föðurlandsstríðið mikla“ í Sovétríkjunum. Þjóðverjar sendu hundruð herdeilda inn í Sovétríkin í þremur fylkingum og náðu fljótt miklu landsvæði á sitt vald. [[Rauði herinn]] náði að stöðva framsókn þeirra í [[orrustan um Moskvu|orrustunni um Moskvu]] í janúar 1942. Ósigur Þjóðverja í [[orrustan um Stalíngrad|orrustunni um Stalíngrad]] 1943 var vendipunktur í stríðinu. Eftir það náðu Sovétmenn undirtökum og sóttu fram inn í Austur-Evrópu, allt til Berlínar fram að [[uppgjöf Þjóðverja í síðari heimsstyrjöld|uppgjöf Þjóðverja]] 8. maí 1945. [[Bandaríkin]] studdu Sovétríkin ötullega í átökunum með lögum um [[bandarísku lán og leigulögin|lán og leigu]] á hergögnum fyrir allt að 11 milljarða bandaríkjadala sem voru flutt með skipalestum um Norðurhöf, Indlandshaf og Kyrrahaf. Eftir [[Jaltaráðstefnan|Jaltaráðstefnuna]] í febrúar 1945 rufu Sovétmenn samninginn við Japan og gerðu innrás í Mansjúkúó og önnur japönsk hernámssvæði 9. ágúst 1945.
[[Mynd:RIAN_archive_2153_After_bombing.jpg|thumb|right|Íbúar í Leníngrad við eyðilagðar byggingar eftir loftárásir Þjóðverja í desember 1942.]]
Mannfall í Sovétríkjunum í síðari heimsstyrjöld var gríðarlegt. Áætlað er að um 20 milljónir hafi látið lífið vegna átakanna, þar af 8,7 milljón hermenn.<ref name="1930s">{{Cite book |first=Geoffrey A. |last=Hosking |url=https://archive.org/details/russiarussianshi00hosk |title=Russia and the Russians: a history |publisher=Harvard University Press |year=2001 |isbn=978-0-674-00473-3 |page=[https://archive.org/details/russiarussianshi00hosk/page/469 469] |url-access=registration}}</ref><ref name="MOD Russian Federation">{{cite web|last1=Министерство обороны Российской Федерации|first1=MOD Russian Federation|title=On Question of war Losses (in Russian)|url=http://encyclopedia.mil.ru/encyclopedia/history/more.htm?id=11359251@cmsArticle|publisher=MOD Russian Federation|access-date=12 November 2017}}</ref> 2,8 milljónir sovéskra stríðsfanga létust vegna hungurs, illrar meðferðar eða aftaka á aðeins átta mánuðum 1941 til 1942.<ref>{{Cite book |last=Goldhagen |first=Daniel | author-link=Daniel Goldhagen |title=[[Hitler's Willing Executioners]] |page=290 |quote=2.8 million young, healthy Soviet POWs" killed by the Germans, "mainly by starvation{{nbsp}}... in less than eight months" of 1941–42, before "the decimation of Soviet POWs{{nbsp}}... was stopped" and the Germans "began to use them as laborers.}}</ref><ref>{{cite web |title=The Treatment of Soviet POWs: Starvation, Disease, and Shootings, June 1941 – January 1942 |url=https://encyclopedia.ushmm.org/content/en/article/the-treatment-of-soviet-pows-starvation-disease-and-shootings-june-1941january-1942 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20181106204101/https://encyclopedia.ushmm.org/content/en/article/the-treatment-of-soviet-pows-starvation-disease-and-shootings-june-1941january-1942 |archive-date=6 November 2018 |access-date=9 March 2019 |website=encyclopedia.ushmm.org}}</ref> Yfir tvær milljónir manna í Hvíta-Rússlandi létu lífið meðan á [[hernám Þjóðverja í Hvíta-Rússlandi|hernámi Þjóðverja]] stóð; um fjórðungur allra íbúa landsins.<ref>{{cite news |title=Belarus – World War II |url=https://countrystudies.us/belarus/10.htm |work=[[Library of Congress Country Studies]]}}</ref> Meðal þeirra voru yfir hálf milljón gyðinga sem létu lífið í [[Helförin]]ni.<ref>{{cite book|author=Waitman Wade Beorn|title=Marching into Darkness|url=https://books.google.com/books?id=S8cXAgAAQBAJ|date=6 January 2014|publisher=Harvard University Press|isbn=978-0-674-72660-4|page=28}}</ref> Rauði herinn framdi líka stríðsglæpi í Þýskalandi. Sagnfræðingar hafa áætlað að allt að tveimur milljónum þýskra kvenna og stúlkna hafi verið [[nauðgun|nauðgað]] af bakvarðasveitum Rauða hersins.<ref name=":4">{{Cite book|last=Norman M.|first=Naimark, Norman M.|title=The Russians in Germany: A History of the Soviet Zone of Occupation, 1945–1949|publisher=Cambridge: Belknap Press|year=1995|isbn=|location=|pages=70}}</ref>
Í stríðinu urðu Sovétríkin hluti af [[fjórveldin|fjórveldunum]], ásamt [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]], [[Bretland]]i og [[Kína]].<ref>{{Cite book |last=Brinkley |first=Douglas |url=https://books.google.com/books?id=HymSg_Pp7X0C&q=big+four+world+war+2&pg=PA223 |title=The New York Times Living History: World War II, 1942–1945: The Allied Counteroffensive |publisher=Macmillan, 2004 |year=2003 |isbn=978-0-8050-7247-1 |author-link=Douglas Brinkley |access-date=15 October 2020 |archive-date=15 August 2021 |archive-url=https://web.archive.org/web/20210815162717/https://books.google.com/books?id=HymSg_Pp7X0C&q=big+four+world+war+2&pg=PA223 |url-status=live }}</ref> Þessi fjögur ríki urðu síðar kjarninn í [[Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna|Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna]].<ref>{{Cite book |last=Urquhart |first=Brian |title=Looking for the Sheriff |publisher=New York Review of Books, 16 July 1998 |author-link=Brian Urquhart}}</ref> Eftir styrjöldina var smám saman tekið að líta á Sovétríkin sem [[risaveldi]] og undir lok 5. áratugarins höfðu þau tekið upp stjórnmálasamband við nær öll ríki heims. Sovétríkin hertu tökin á stjórnum ríkja í [[Austurblokkin]]ni eftir stríðið og gerðu þau í reynd að [[leppríki|leppríkjum]]. Deilur um stjórn hernámssvæða bandamanna í Evrópu leiddu til upphafs [[kalda stríðið|kalda stríðsins]] 1947. [[Varsjárbandalagið]] og [[COMECON]] voru stofnuð sem svar við stofnun [[NATO]] og [[Evrópubandalagið|Evrópubandalagsins]]. Sovétríkin hertóku mikið af innviðum [[Þýskaland]]s, [[Búlgaría|Búlgaríu]], [[Rúmenía|Rúmeníu]] og [[Ungverjaland]]s sem stríðsskaðabætur og komu á samningum við þessi lönd sem hygldu Sovétríkjunum á þeirra kostnað. Talið er að flutningar á framleiðslutækjum og vörum frá Austur-Evrópu til Sovétríkjanna hafi verið svipaður að umfangi og [[Marshall-aðstoðin]] sem Vestur-Evrópuríki nutu á sama tíma, eða 15 til 20 milljarðar bandaríkjadala að andvirði.<ref>Mark Kramer, "The Soviet Bloc and the Cold War in Europe," in {{Cite book |editor-first=Klaus | editor-last=Larresm |url=https://books.google.com/books?id=EyNcCwAAQBAJ&pg=PT174 |title=A Companion to Europe Since 1945 |publisher=Wiley |year=2014 |isbn=978-1-118-89024-0 |page=79}}</ref>
Stalínstímanum í sögu Sovétríkjanna lauk með [[dauði Stalíns|dauða Stalíns]] 5. mars 1953. Strax í valdatíð [[Níkíta Khrústsjov]] hófst uppgjör við þennan tíma og þá [[persónudýrkun]] sem fylgdi nafni Stalíns. Sagnfræðingar hafa deilt um umfang [[afbrigðileg dánartíðni í Sovétríkjunum í valdatíð Stalíns|afbrigðilegrar dánartíðni]] á Stalínstímanum. [[Robert Conquest]] nefndi töluna 20 milljónir í bókinni ''The Great Terror'' frá 1968.<ref>[[Robert Conquest]]. ''The Great Terror.'' NY Macmillan, 1968 p. 533 (20 million)</ref><ref>[[Anton Antonov-Ovseyenko]], ''The Time of Stalin,'' NY Harper & Row 1981. p. 126 (30–40 million)</ref> Þessi tala hefur oft verið gagnrýnd, og í endurskoðaðri útgáfu frá 2007 lækkaði Conquest hana í 15 milljónir.<ref>Conquest, Robert (2007) ''The Great Terror: A Reassessment, 40th Anniversary Edition'', Oxford University Press, in Preface, p. xvi: "Exact numbers may never be known with complete certainty, but the total of deaths caused by the whole range of Soviet regime's terrors can hardly be lower than some fifteen million."</ref> Þótt tölurnar séu nokkuð á reiki, er víst að margar milljónir létu lífið í valdatíð Stalíns beinlínis vegna pólitískra ofsókna og stefnu sem leiddi til manngerðra hörmunga á borð við hungursneyðina í Úkraínu 1932-1933 ([[Holodomor]]). Bandaríski sagnfræðingurinn [[Ben Kiernan]] áleit valdatíð Stalíns hafa verið þá blóðugustu í allri sögu Rússlands.<ref>{{cite book|last=Kiernan| first=Ben |author-link=Ben Kiernan| title=Blood and Soil: A World History of Genocide and Extermination from Sparta to Darfur| publisher=[[Yale University Press]]| year=2007| isbn= 9780300100983 |oclc=2007001525 |url=https://archive.org/details/bloodan_kie_2007_00_0326|url-access=registration|page=[https://archive.org/details/bloodan_kie_2007_00_0326/page/511 511]}}</ref>
=== Þíða Khrústsjovs (1953-1964) ===
Strax eftir andlát Stalíns tók nýtt þríeyki við völdum: [[Lavrentíj Beríja]] innanríkisráðherra, [[Georgíj Malenkov]] forsætisráðherra og [[Vjatsjeslav Molotov]] utanríkisráðherra. Fljótlega var Beríja handtekinn og tekinn af lífi fyrir ýmsar sakir. Eftir það tókust Malenkov og aðalritari flokksins, [[Níkíta Khrústsjov]], á um völdin. Því lauk með valdatöku Khrústsjovs árið 1956. Á flokksþingi kommúnistaflokksins í febrúar það ár gagnrýndi Khrústsjov harðlega Jósef Stalín og valdatíð hans, sérstaklega hreinsanirnar miklu, og fyrir að hafa ýtt undir [[persónudýrkun]] sem var andstæð hugsjónum kommúnismans. Þá hófst tímabil [[af-Stalínsvæðing]]ar þar sem flokkurinn losaði um tök sín á sovésku samfélagi um leið og minnismerki um Stalín voru fjarlægð og lík hans flutt úr [[grafhýsi Leníns]]. Á sama tíma leituðust Sovétríkin við að herða tökin á leppríkjunum í Austurblokkinni og [[uppreisnin í Ungverjalandi]] í nóvember 1956 var barin niður með mikilli hörku. Seint á 6. áratugnum varð [[klofningur milli Kína og Sovétríkjanna]] vegna bættra samskipta Sovétríkjanna við Vesturlönd. Mörg kommúnistaríki, eins og [[Albanía]], [[Kambódía]] og [[Sómalía]], ákváðu í kjölfarið að styðja heldur Kína. Innrásin í Ungverjaland varð líka til þess að draga úr stuðningi við Sovétríkin meðal vestrænna kommúnista, og margir þeirra kusu heldur að líta til [[Mao Zedong]] sem leiðtoga alþjóðakommúnismans.
Á þessum árum tóku Sovétríkin forystu í [[geimkapphlaupið|geimkapphlaupinu]]. Bandarískt samfélag varð fyrir [[Spútnikáfallið|áfalli]] þegar Sovétmönnum tókst að senda ''[[Spútnik 1]]'' á braut um jörðu 4. október 1957. Hundurinn [[Laika]] fór á braut um jörðu sama ár. Þann 12. apríl 1961 tókst þeim svo að senda mannað geimfar út í geim, þegar [[Júríj Gagarín]] fór heilan hring um jörðina um borð í ''[[Vostok 1]]'' og [[Valentína Tereshkova]] endurtók leikinn 1963. [[Alexej Leonov]] fór í fyrstu [[geimganga|geimgönguna]] árið 1965. Fyrsta mjúka lendingin á [[tunglið|tunglinu]] var þegar ómannaða sovéska geimfarið ''[[Luna 9]]'' lenti þar 1966. Sovétmenn sendu líka fyrstu [[geimbíll|geimbílana]] til tunglsins, [[Lunokod 1]] árið 1970 og [[Lunokod 2]] árið 1973.
Í valdatíð Khrústsjovs hófst [[þíða Khrústsjovs]] sem olli breytingum á sovésku samfélagi, stjórnmálum og menningu. Landið varð opnara gagnvart öðrum ríkjum og ný efnahagsstefna leiddi til betri lífskjara og aukinnar einkaneyslu, um leið og hagvöxtur hélst hár. Slakað var á ritskoðun. Umbætur Khrústsjovs í landbúnaði og stjórnkerfinu báru samt lítinn árangur. Árið 1962 leiddu tilraunir hans til að senda eldflaugar til Kúbu til [[Kúbudeilan|Kúbudeilunnar]] við Bandaríkin. Deilan leystist þegar Sovétríkin samþykktu að flytja eldflaugar sínar frá bæði Kúbu og Tyrklandi. Atvikið olli Khrústsjov álitshnekki og leiddi til þess að valdaklíka innan flokksins, undir forystu [[Leoníd Brezhnev]] og [[Aleksej Kosygin]], steypti honum af stóli í október 1964.
=== Stöðnunin (1964-1985) ===
Þá tók við [[Leoníd Brezhnev|Brezhnev]]-tímabilið, seinna stöðnunartímabilið. Brezhnev lagði mjög mikla áherslu á vopnaframleiðslu, til þess að halda í við Bandaríkjamenn í [[Vopnakapphlaupið|vopnakapphlaupinu.]] Þessi aukna framleiðsla á vopnum kom niður á framleiðslu neysluvarnings, sem var allur í höndum ríkisins. Þessi aukna vopnaframleiðsla kom hinsvegar ekki bara niður á neysluvarningi, heldur líka tækni- og vísindaþróun. Þetta naut ekki mikilla vinsælda meðal alþýðu í landinu.
Í kjölfar andláts Brezhnevs árið 1982 tóku við [[Júríj Andropov]] og [[Konstantín Tsjernenko]], en þeir voru báðir háaldraðir menn og voru við völd í mjög stuttan tíma. Eftir andlát Tsjernenko urðu loksins breytingar á stjórnarfari kommúnistaflokksins, og stöðnunartímabilið sem Brezhnev hafði komið á 20 árum fyrr var loks á enda þegar [[Míkhaíl Gorbatsjov]] tók við sem síðasti aðalritari Sovétríkjanna árið 1985. Valdaklíkan innan flokksins samanstóð á þessum tíma nánast eingöngu af háöldruðum flokksmönnum sem höfðu alist upp innan klíkunnar í áratugi í skjóli Brezhnevs. Brezhnev-klíkan var upphaflega aðferð hans til að minnka einveldi aðalritarans innan flokksins eins og tíðkast hafði áður fyrr en breyttist fljótlega í nokkuð spillt stjórnarráð fárra manna.
Gorbatsjov, sem varð fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna sem var fæddur eftir byltinguna, hafði ekki verið áberandi innan Brezhnev-klíkunnar en var þó náinn samstarfsmaður Andropovs og í samstarfi við hann náði Gorbatsjov að koma á töluverðum breytingum. Þessar breytingar fólust meðal annars í því að 20% af yfirstjórn kommúnistaflokksins, öldruðum brezhnevistum, var skipt út fyrir yngri róttæka kommúnista. En þrátt fyrir róttækni Andropovs og Gorbatsjovs varð hinn 72 ára gamli Tsjernenko að aðalritara við dauða Andropovs og hélt áfram með stefnu Brezhnevs í þetta eina ár sem hann var við stjórn.
=== Perestrojka og Glasnost (1985-1991) ===
Framtíð Sovétríkjanna var því ekki björt þegar Gorbatsjov tók við þeim, og þrátt fyrir að hafa eytt gríðarlegur fjárhæðum í hernað og vopnaframleiðslu, höfðu þeir orðið undir Bandaríkjamönnum í vopnakapphlaupinu. Vegna þess hve miklu Bandaríkin og Sovétríkin eyddu í hernað, drógust þau aftur úr öðrum iðnríkjum í tækniþróun. Tækniþróunin var orðin svo ör á þessum tíma að þó svo að Sovétríkin framleiddu tæknivörur fyrir almennan markað voru þau alltaf langt á eftir samtíma sínum. Þannig héldust miðstýrða hagkerfið og hernaðariðnaður í hendur við að draga Sovétríkin smátt og smátt aftur úr Vestur Evrópu og lama efnahagskerfið. Áhrifin urðu þó minni í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] þar sem [[Kapítalismi|kapítalisminn]] bætti upp tapið með því að græða á [[Heimsvaldastefna|heimsvaldastefnunni.]]
[[Míkhaíl Gorbatsjov|Gorbatsjov]] sá hversu illa stríðskommúnismi hefði farið með ríkið og vildi koma fram breytingum. Gorbatsjov fannst vera þörf fyrir að opna og betrumbæta [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|sovéskt]] samfélag sem var orðið staðnað. Hann vildi breyta pólitísku kerfi Sovétríkjanna og dreifa efnahag landsins betur.
Til þess gerði hann þrjár áætlanir:
# ''[[Glasnost]]'' („opnun“) sem snerist um að auka gagnsæi í hinu [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|sovéska]] kerfi gagnvart almenningi. Leynd hvíldi ekki lengur yfir stjórnarathöfnum og dregið var úr ritskoðun. Hætt var að bæla þjóðina niður og fékk fólk nú útrás fyrir uppsafnaða gremju.
# ''[[Perestrojka]]'' („endurskipulagning“) snerist um endurskoðun og endurskipulagning á hinu staðnaða [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|sovéska]] framleiðslukerfi og hinu pólitíska kerfi.
# ''Demokratízatsíja'' („lýðræðisvæðing“) var kynnt árið 1987. Hún snerist um að opna fyrir fleiri en einn frambjóðanda innan hins kommúnistíska kerfis en ekki koma á fjölflokkakerfi. Þjóðin fékk í fyrsta sinn síðan 1917 að kjósa um opinbera fulltrúa þjóðarinnar.<ref name=vísindavefurinn>{{Bókaheimild|titill=Kommúnisminn – Sögulegt ágrip|höfundur=Richard Pipes|útgefandi=Ugla útgáfa|ár=2014|staður=Reykjavík}}</ref><ref>{{Cite web|url=http://www.visindavefur.is/svar.php?id=22451|title=Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna?|website=Vísindavefurinn|language=is|access-date=2021-04-27}}</ref>
[[Mynd:Mikhail Gorbachev, Reykjavík summit, 1986.jpg|alt=Mikhail Gorbachev|thumb|287x287dp|[[Míkhaíl Gorbatsjov]]]]
Hann byrjaði að draga úr hernaðargjöldum og vildi enda deiluna milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Hann samdi við Bandaríkjamenn um afvopnun og kallaði herinn heim frá Afganistan, sem stuðlaði að bættum samskiptum við Vesturveldin. Einnig gerði Gorbatsjov miklar breytingar á kommúnistaflokknum sjálfum, þar sem hann skipti helmingnum af flokksforystunni út fyrir yngri stjórnmálamenn sem voru sammála hugmyndum hans. Gorbatsjov gerði miklar breytingar á efnahagskerfinu og tók að mestu leyti upp markaðshagkerfi. Hann lagði mikla áherslu á það að hann væri ekki að reyna að skemma hið kommúníska kerfi sem ríkið var byggt á, heldur gera það skilvirkara. Einnig kynnti Gorbatsjov stefnu sem átti að auka tjáningarfrelsi almúgans, auka flæði upplýsinga frá ríkisstjórninni til hans og leyfa opna og gagnrýna umræðu um ríkið auk þess að efla þáttöku fólks í stjórnmálum og auk þess var kosningakerfið innan kommúnistaflokksins gert lýðræðislegra.
Í kjölfar þess að gefa aukið tjáningarfrelsi fékk flokkurinn þó nokkurra gagnrýni. Fólk fór að krefjast frekari lífsgæða og meira frelsis og nýtti tækifærið til að mótmæla. Flokkurinn missti einnig tök á fjölmiðlum eftir að hafa slakað á ritskoðun og pólitísk og efnahagsleg vandamál sem flokkurinn hafði átt við og haldið leyndu komu upp á yfirborðið. Auk þess urðu til þjóðernislegar umbótahreyfingar í sovétlýðveldunum og árið 1990 var krafa um sjálfstæði orðin hávær. Sama ár tók miðstjórn kommúnistaflokksins þá ákvörðun að leggja niður einflokkakerfið.
Á svipuðum tíma hófust átök innan flokksins og ríkisstjórnarinnar. Annars vegar voru þar frjálslyndir kommúnistar sem vildu flýta fyrir endurbótunum og hins vegar gamlir íhaldssamir kommúnistar sem fannst endurbæturnar vera svik við kommúnismann. Óánægja meðal hersins, KGB og íhaldssamra kommúnista var orðin svo mikil að hún leiddi til valdaránstilrauna KGB undir stjórn [[Vladímír Krjútsjkov|Vladímírs Krjútsjkov]]. 18. ágúst, tveimur dögum áður en skrifa átti undir lög sem myndu minnka völd alríkisins og auka völd sovétlýðveldanna, var Gorbatsjov, sem staddur var á Krímskaga, tjáð að hann skyldi segja af sér, en þegar hann neitaði var hann tekinn til fanga og það gefið út að hann hefði sagt af sér vegna heilsubrests.
[[Mynd:VytautasLandsbergis2009121802.JPG|alt=Var fyrsti þjóðhöfðingi Litháens.|thumb|[[Vytautas Landsbergis]]]]
[[Eystrasaltslöndin]]: [[Eistland]], [[Lettland]] og [[Litáen]] voru undir stjórn Sóvétríkjanna og urðu sjálfstæð ríki á árunum 1988-1990 og síðan [[Úkraína]] árið 1991.<ref name=vísindavefurinn/>
Árið 1991 var skrifað undir frumvarp sem bannaði kommúnistaflokkinn m.a. vegna aðildar hans að valdaráninu. Í framhaldi af því skrifuðu öll fyrrum sovétlýðveldin undir samning um stofnun SSR, [[Samveldi sjálfstæðra ríkja]], en það var samningur um stjórnmálalega og efnahagslega samvinnu í kjölfar hrunsins, og 21. desember skrifuðu fulltrúar allra sovétlýðveldanna undir Alma-Ata yfirlýsinguna sem staðfesti niðurlagningu Sovétríkjanna. Fjórum dögum seinna sagði Gorbatsjov loks af sér sem forseti Sovétríkjanna og aðalritari flokksins og færði öll völd embættis síns í hendur [[Forseti Rússlands|rússneska forsetaembættinu]]. Daginn eftir viðurkenndi [[æðstaráð Sovétríkjanna]] hrunið formlega og sagði af sér.
=== Upplausn og eftirmálar ===
Sovétlýðveldin 12 sem eftir voru í sambandsríkinu héldu áfram viðræðum um framhald ríkjasambandsins, en í desember 1991 höfðu þau öll líka lýst yfir sjálfstæði, nema Rússland og [[Kasakstan]]. Á þessum tíma tók Jeltsín yfir það sem eftir var af stjórnkerfi Sovétríkjanna, þar á meðal [[Kreml]] í Moskvu. Lokahöggið kom svo 1. desember þegar íbúar Úkraínu, öflugasta lýðveldisins, samþykktu að lýsa yfir sjálfstæði með yfirgnæfandi meirihluta. Eftir brotthvarf Úkraínu var enginn raunhæfur möguleiki á að viðhalda sambandsríkinu. Þann 8. desember undirrituðu forsetar Úkraínu, Hvíta-Rússlands og Rússlands [[Belavetsa-sáttmálinn|Belavetsa-sáttmálann]] um [[upplausn Sovétríkjanna]] og stofnun [[Samveldi sjálfstæðra ríkja|Samveldis sjálfstæðra ríkja]]. Þann 21. desember undirrituðu fulltrúar allra sovétlýðveldanna nema [[Georgía|Georgíu]] og [[Eystrasaltslöndin|Eystrasaltslandanna]], [[Alma-Ata-bókunin]]a, sem staðfesti sáttmálann. Þann 25. desember sagði Gorbatsjev af sér og lýsti því yfir að embætti forseta Sovétríkjanna væri lagt niður og vald hans gengi til forseta Rússlands. Þá nótt var Sovétfáninn felldur í hinsta sinn og [[fáni Rússlands]] dreginn að húni. Daginn eftir kaus [[æðstaráð Sovétríkjanna]] að leggja sjálft sig og þar með Sovétríkin niður. [[Sovétherinn]] var áfram undir sameiginlegri stjórn, en dreifðist smám saman á ríkin.
Eftir upplausn Sovétríkjanna var [[Rússland]] viðurkennt af alþjóðasamfélaginu sem [[löglegur arftaki]] Sovétríkjanna. Rússland tók því við erlendum eignum og skuldum Sovétríkjanna. Samkvæmt [[Lissabonviðaukinn|Lissabonviðaukanum]] tók Rússland einnig við stjórn allra kjarnavopna á landsvæði fyrrum sovétlýðvelda. Úkraína hefur síðan þá dregið þessa stöðu Rússlands í efa og reynt að ná yfirráðum yfir sínum hluta af eigum Sovétríkjanna. Eftir upplausnina fór flókið ferli í gang í 15 [[fyrrum sovétlýðveldi|fyrrum sovétlýðveldum]]. Almennt er litið svo á að Rússland sé arftaki Sovétríkjanna. Það hélt öllum sendiráðum Sovétríkjanna, kjarnavopnum þeirra og fékk sæti þeirra í Öryggisráðinu. Aðeins Úkraína hafði samþykkt lög sem lýstu landið bæði arftaka Sovétlýðveldisins Úkraínu og Sovétríkjanna sjálfra.<ref>[https://zakon.rada.gov.ua/laws/main/1543-12 "ЗАКОН УКРАЇНИ Про правонаступництво України"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20191123004257/https://zakon.rada.gov.ua/laws/main/1543-12 |date=23. nóvember 2019 }} (úkraínska).</ref> Úkraína samþykkti að taka á sig 16,37% af erlendum skuldum Sovétríkjanna í staðinn fyrir hlut af erlendum eignum þeirra, en Rússland fer með yfirráð yfir þeim eignum. Ríkin deila enn um þessar eignir.<ref>{{cite web |title=Ни по-честному, ни по-братски – Москва и Киев не могут поделить советскую собственность за рубежом |url=https://news.rambler.ru/ukraine/43812763-ni-po-chestnomu-ni-po-bratski-moskva-i-kiev-ne-mogut-podelit-sovetskuyu-sobstvennost-za-rubezhom/ |website=Рамблер/новости |access-date=14 July 2020 |archive-date=15 July 2020 |archive-url=https://web.archive.org/web/20200715131651/https://news.rambler.ru/ukraine/43812763-ni-po-chestnomu-ni-po-bratski-moskva-i-kiev-ne-mogut-podelit-sovetskuyu-sobstvennost-za-rubezhom/ |url-status=live }}</ref>
Nær öll fyrrum sovétlýðveldin gengu í gegnum [[efnahagskreppa|efnahagskreppu]] vegna [[lostmeðferð (hagfræði)|lostmeðferðar]] eftir umbreytingu hagkerfisins.<ref>{{Cite book |last=Weber |first=Isabella |url=https://www.worldcat.org/oclc/1228187814 |title=How China escaped shock therapy : the market reform debate |date=2021 |publisher=[[Routledge]] |isbn=978-0-429-49012-5 |location=Abingdon, Oxon |pages=6 |oclc=1228187814}}</ref> [[Fátækt]] tífaldaðist í kjölfarið.<ref>[https://query.nytimes.com/gst/fullpage.html?res=9C07E0D8163FF931A25753C1A9669C8B63 Study Finds Poverty Deepening in Former Communist Countries], New York Times, October 12, 2000</ref> Hagfræðingurinn [[Steven Rosefielde]] rekur 3,4 milljón ótímabær andlát í Rússlandi milli 1990 og 1998 til þessarar lostmeðferðar.<ref>{{cite journal |last1= Rosefielde|first1=Steven|date=2001 |title=Premature Deaths: Russia's Radical Economic Transition in Soviet Perspective|url= https://archive.org/details/sim_europe-asia-studies_2001-12_53_8/page/n24|journal=[[Europe-Asia Studies]]|volume=53 |issue=8 |pages=1159–1176|doi= 10.1080/09668130120093174|s2cid=145733112}}</ref>
Auk fyrrum sovétlýðvelda eru sex umdeild ríki sem urðu til á svæðum sem aðskilnaðarhreyfingar náðu á sitt vald í kjölfar upplausnar Sovétríkjanna. Þetta eru [[Abkasía]], [[Transnistría]], [[Suður-Ossetía]] og [[Artsaklýðveldið]] (Nagornó-Karabak). Við þau bættust nýlega [[Alþýðulýðveldið Donetsk]] og [[Alþýðulýðveldið Luhansk]]. Að auki eru starfandi hreyfingar aðskilnaðarsinna í [[Téténía|Téténíu]], [[Gagásía|Gagásíu]] og [[Talisj]].
== Stjórnsýsluskipting ==
{{aðalgrein|Sovétlýðveldi}}
Samkvæmt stjórnarskrá landsins voru Sovétríkin [[sambandsríki]] aðgreindra sovétlýðvelda, sem voru ýmist [[einingarríki]] eins og [[Sovétlýðveldið Úkraína|Úkraína]] og [[Sovétlýðveldið Hvíta-Rússland|Hvíta-Rússland]], eða sjálf sambandsríki eins og [[Sovétlýðveldið Rússland|Rússland]] eða [[Sovétlýðveldið Transkákasía|Transkákasía]].<ref name="sakwa">Sakwa, Richard. ''Soviet Politics in Perspective''. 2nd ed. London – N.Y.: Routledge, 1998.</ref> Þessi fjögur ríki voru stofnlýðveldin sem undirrituðu sáttmálann um stofnun Sovétríkjanna í desember 1922. Árið 1924, við landsafmörkun í Mið-Asíu, voru sovétlýðveldin [[Sovétlýðveldið Úsbekistan|Úsbekistan]] og [[Sovétlýðveldið Túrkmenistan|Túrkmenistan]] stofnuð upp úr hlutum [[Sovéska sjálfsstjórnarlýðveldið Túrkestan|sjálfsstjórnarlýðveldisins Túrkestan]] innan Rússlands og tveimur sovéskum hjáríkjum, [[Sovétlýðveldið Kórasmía|Kórasmíu]] og [[Sovétlýðveldið Búkara|Búkhara]]. Árið 1929 var [[Sovétlýðveldið Tadsíkistan|Tadsíkistan]] klofið frá úsbeska sovétlýðveldinu. Þegar stjórnarskrá ársins 1936 tók gildi var transkákasíska sovétlýðveldið leyst upp og aðildarlýðveldi þess, [[Sovétlýðveldið Armenía|Armenía]], [[Sovétlýðveldið Georgía|Georgía]] og [[Sovétlýðveldið Aserbaísjan|Aserbaísjan]], fengu stöðu aðildarríkja Sovétríkjanna. Þá voru [[Sovétlýðveldið Kasakstan|Kasakstan]] og [[Sovétlýðveldið Kirgistan|Kirgistan]] klofin frá rússneska sovétlýðveldinu og fengu sömu stöðu innan ríkjasambandsins.<ref>{{cite book |last=Adams, Simon |title=Russian Republics |url=https://books.google.com/books?id=LyqIDCc-cSsC |year=2005 |page=21 |publisher=Black Rabbit Books |isbn=978-1-58340-606-9|access-date=20 June 2015|archive-url=https://web.archive.org/web/20150512041101/http://books.google.com/books?id=LyqIDCc-cSsC&dq|archive-date=12 May 2015|url-status=live}}</ref>
Í ágúst árið 1940 var [[Sovétlýðveldið Moldavía|moldavíska sovétlýðveldið]] stofnað upp úr Úkraínu og hernámssvæðum Sovétmanna í [[Bessarabía|Bessarabíu]]. Sovétríkin innlimuðu jafnframt [[Eystrasaltslöndin]] [[Sovétlýðveldið Eistland|Eistland]], [[Sovétlýðveldið Lettland|Lettland]] og [[Sovétlýðveldið Litáen|Litáen]] og gerðu þau að sovétlýðveldum. Innlimun Eystrasaltsríkjanna var ekki viðurkennd af meirihluta alþjóðasamfélagsins og var álitin [[Hernám Eystrasaltslandanna|ólöglegt hernám]]. Eftir [[Vetrarstríðið|innrás Sovétríkjanna í Finnland]] stofnuðu Sovétmenn [[Sovétlýðveldi Kirjála og Finna]] á hernámssvæði þeirra í mars 1940 en limuðu það síðan sem sjálfsstjórnarlýðveldi inn í rússneska sovétlýðveldið árið 1956. Frá júlí 1956 til september 1991 voru fimmtán aðildarlýðveldi í Sovétríkjunum (''sjá kortið að neðan'').<ref>{{cite book |last=Feldbrugge, Ferdinand Joseph Maria |title=Russian Law: The Rnd of the Soviet system and the Role of Law |url=https://books.google.com/books?id=JWt7MN3Dch8C |year=1993 |page=94 |publisher=[[Martinus Nijhoff Publishers]] |isbn=978-0-7923-2358-7|access-date=20 June 2015|archive-url=https://web.archive.org/web/20150512041218/http://books.google.com/books?id=JWt7MN3Dch8C&dq|archive-date=12 May 2015|url-status=live}}</ref>
Þótt Sovétríkin hafi að nafninu til verið bandalag jafningjaþjóða réðu [[Rússar]] í reynd langmestu um stjórn ríkisins. Yfirburðir Rússa voru svo greinilegir að mestallan þann tíma sem Sovétríkin voru til var algengt (en rangt) að fólk kallaði ríkið einfaldlega „Rússland“. Formlega séð var [[Sovétlýðveldið Rússland|rússneska sovétlýðveldið]] aðeins eitt aðildarríki innan sambandsríkisins en það var bæði langstærst (bæði landfræðilega og með tilliti til íbúafjölda), voldugast og þróaðast. Rússneska sovétlýðveldið var jafnframt iðnkjarni Sovétríkjanna. Sagnfræðingurinn Matthew White skrifaði að það hafi verið opið leyndarmál að sambandsstjórnarfyrirkomulagið væri aðeins „gluggaskraut“ fyrir yfirstjórn Rússa. Þess vegna hafi íbúar Sovétríkjanna gjarnan verið kallaðir ''Rússar'' fremur en ''Sovétmenn'' þar sem „allir vissu hver fór í raun með stjórnina“.<ref name="White 2012 368">{{cite book |title=The Great Big Book of Horrible Things |last=White |first=Matthew|author-link=Matthew White (atrocitologist) |publisher=[[W. W. Norton]] |year=2012 |page=[https://archive.org/details/greatbigbookofho0000whit/page/n389 368] |isbn=978-0-393-08192-3|title-link=The Great Big Book of Horrible Things}}</ref>
{|class="wikitable" style="margin: 1em auto 1em auto;"
|-
!colspan="2" |Lýðveldi
!Kort af lýðveldum Sovétríkjanna frá 1956 til 1991
|-
|1
|{{flagicon|Rússland|1954}} [[Sovétlýðveldið Rússland]]
|rowspan="15" style="width:350px;"|[[File:Republics of the USSR.svg|600px]]
|-
|2
|{{flagicon|Sovétlýðveldið Úkraína}} [[Sovétlýðveldið Úkraína]]
|-
|3
|{{flagicon|Sovétlýðveldið Hvíta-Rússland}} [[Sovétlýðveldið Hvíta-Rússland]]
|-
|4
| {{flagicon|Sovétlýðveldið Úsbekistan}} [[Sovétlýðveldið Úsbekistan]]
|-
|5
| {{flagicon|Sovétlýðveldið Kasakstan}} [[Sovétlýðveldið Kasakstan]]
|-
|6
| {{flagicon|Sovétlýðveldið Georgía}} [[Sovétlýðveldið Georgía]]
|-
|7
| {{flagicon|Sovétlýðveldið Aserbaísjan}} [[Sovétlýðveldið Aserbaísjan]]
|-
|8
| {{flagicon|Sovétlýðveldið Litáen}} [[Sovétlýðveldið Litáen]]
|-
|9
| {{flagicon|Sovétlýðveldið Moldavía}} [[Sovétlýðveldið Moldavía]]
|-
|10
| {{flagicon|Sovétlýðveldið Lettland}} [[Sovétlýðveldið Lettland]]
|-
|11
| {{flagicon|Sovétlýðveldið Kirgistan}} [[Sovétlýðveldið Kirgistan]]
|-
|12
| {{flagicon|Sovétlýðveldið Tadsíkistan}} [[Sovétlýðveldið Tadsíkistan]]
|-
|13
| {{flagicon|Sovétlýðveldið Armenía}} [[Sovétlýðveldið Armenía]]
|-
|14
| {{flagicon|Sovétlýðveldið Túrkmenistan}} [[Sovétlýðveldið Túrkmenistan]]
|-
|15
| {{flagicon|Sovétlýðveldið Eistland}} [[Sovétlýðveldið Eistland]]
|}
==Tilvísanir==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3276543&lang=is&navsel=666 ''Trúin á Sovjet - kaflar úr bókinni The Yoki and the Commissar, London 1945, eftir Arthur Koestler''; birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1945]
* Archie Brown, Gerald S. Smith, H. T. Willetts, Michael Kaser, John Fennell. 1982. The Cambridge Encyclopedia of Russia and the Soviet Union. Cambridge University Press.
* [http://www.britannica.com/EBchecked/topic/513251/Russia ''John C. Dewdney, Martin McCauley. Britannica. Russia.'' Sótt 18. nóv 2013 af Britannica.com]
{{stubbur|sagnfræði}}
[[Flokkur:Sovétríkin| ]]
[[Flokkur:Saga sósíalismans]]
[[Flokkur:Stofnað 1922]]
[[Flokkur:Lagt niður 1991]]
[[Flokkur:Fyrrum Evrópuríki]]
[[Flokkur:Fyrrum Asíuríki]]
cia1wwklf9mi4rtbb54x103k9lplr6r
Wikipedia:Vissir þú...
4
3491
1921800
1918755
2025-06-27T13:05:35Z
TKSnaevarr
53243
1921800
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd: Mohammad Ali Rajai, Prime Minister of Iran.jpg|frameless|right|200px|Mohammad-Ali Rajai]]
*… að fyrsta bannið við [[Dauðarefsing|dauðarefsingum]] og [[Pyntingar|pyntingum]] í nútímaríki var lagt árið 1786 í [[Stórhertogadæmið Toskana|Stórhertogadæminu Toskana]] af '''[[Leópold 2. keisari|Leópold 2. keisara]]'''?
*… að viðskiptaveldi '''[[Medici-ætt]]arinnar''' var eitt hið fyrsta sem notaði [[Höfuðbók|höfuðbækur]] í bókhaldi sínu til að hafa eftirlit með inneignum og skuldfærslum?
*… að annar [[forseti Írans]], '''[[Mohammad-Ali Rajai]]''', var myrtur eftir aðeins tvær vikur í embætti?
*… að lögreglan á [[Stór-Lundúnasvæðið|Stór-Lundúnasvæðinu]] í Englandi er kölluð '''[[Scotland Yard]]''' eftir upphaflegum höfuðstöðvum lögregluliðsins í Whitehall-höll, þar sem aðalinngangurinn sneri út að götu í [[Westminster]] sem heitir Great Scotland Yard?
*… að '''[[HMS Prince of Wales (R09)|HMS Prince of Wales]]''', sem kom til Íslands árið 2022, er stærsta herskip sem komið hefur til landsins?
[[Flokkur:Forsíðusnið]]
pyqxt3z09p2qbcjye86d5n2v1f89csx
1921802
1921800
2025-06-27T13:09:19Z
TKSnaevarr
53243
1921802
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd: Mohammad Ali Rajai, Prime Minister of Iran.jpg|frameless|right|200px|Mohammad-Ali Rajai]]
*… að fyrsta bannið við [[Dauðarefsing|dauðarefsingum]] og [[Pyntingar|pyntingum]] í nútímaríki var lagt árið 1786 í [[Stórhertogadæmið Toskana|Stórhertogadæminu Toskana]] af '''[[Leópold 2. keisari|Leópold 2. keisara]]'''?
*… að viðskiptaveldi '''[[Medici-ætt]]arinnar''' var eitt hið fyrsta sem notaði [[Höfuðbók|höfuðbækur]] í bókhaldi sínu til að hafa eftirlit með inneignum og skuldfærslum?
*… að annar [[forseti Írans]], '''[[Mohammad-Ali Rajai]]''' (''sjá mynd''), var myrtur eftir aðeins tvær vikur í embætti?
*… að lögreglan á [[Stór-Lundúnasvæðið|Stór-Lundúnasvæðinu]] í Englandi er kölluð '''[[Scotland Yard]]''' eftir upphaflegum höfuðstöðvum lögregluliðsins í Whitehall-höll, þar sem aðalinngangurinn sneri út að götu í [[Westminster]] sem heitir Great Scotland Yard?
*… að '''[[HMS Prince of Wales (R09)|HMS Prince of Wales]]''', sem kom til Íslands árið 2022, er stærsta herskip sem komið hefur til landsins?
[[Flokkur:Forsíðusnið]]
bsxaio9ecxgiwoe1zlvg6iu1xhjjzq8
Elísabet 1.
0
5117
1921814
1920588
2025-06-27T15:35:16Z
TKSnaevarr
53243
1921814
wikitext
text/x-wiki
{{Konungur
|titill = Drottning Englands og Írlands
|ætt = Túdor-ætt
|skjaldarmerki = Coat of Arms of England (1558-1603).svg
|mynd = Darnley stage 3.jpg
|nafn = Elísabet 1.
|ríkisár = 17. nóvember 1558 – 24. mars 1603
|skírnarnafn = Elizabeth Tudor
|kjörorð = ''Video et taceo''
|fæðingardagur = [[7. september]] [[1533]]
|fæðingarstaður = [[Greenwich]], [[England]]i
|dánardagur = {{Dánardagur og aldur|1603|3|24|1533|9|7}}
|dánarstaður = Richmond-höll, [[Surrey]], Englandi
|grafinn = [[Westminster Abbey]]
|undirskrift = Autograph of Elizabeth I of England.svg
|faðir = [[Hinrik 8.]]
|móðir = [[Anne Boleyn]]
|titill_maka = Drottning
}}
'''Elísabet I.''' (7. september 1533 – 24. mars 1603) var drottning [[England|Englands]] og [[Írland]]s frá 17. nóvember 1558 til dauðadags. Hún var kölluð meydrottningin. Elísabet var fimmti og síðasti einvaldur [[Túdorættarinnar]], eftir að hafa tekið við af hálfsystur sinni [[María 1. Englandsdrottning|Maríu I]], sem dó úr [[Inflúensa|inflúensu]] 17. nóvember árið 1558. Ríkisár Elísabetar einkenndust af einu mesta trúarbragðaumróti í sögu Englands.
Valdatími hennar er kallaður [[Elísabetartímabilið]] eða „gullöldin“ í sögu Englands þar sem hann einkenndist af auknum styrk og áhrifum Englendinga um allan heim.
== Saga ==
=== Æska ===
Elísabet I var skírð í höfuðið á báðum ömmum sínum, þeim Elísabet af York og Elísabet Howard. Hún var annað barn föður síns [[Hinrik 8.|Hinrik VIII]].<ref name=vísindavefur>{{Vísindavefurinn|2362|Gerði Elísabet I Englandsdrottning eitthvað merkilegt?}}</ref> Faðir hennar varð afar vonsvikinn þegar Elísabet fæddist þar sem hann langaði í karlkyns erfingja og hafði ekki fyrir því að vera viðstaddur skírn hennar.<ref name=vísindavefur/> Hinrik hafði áður slitið tengsl við páfann í Róm og gert sjálfan sig að æðsta stjórnanda [[Enska biskupakirkjan|ensku biskupakirkjunnar]] svo að hann gæti skilið við konu sína, [[Katrín af Aragóníu|Katrínu af Aragóníu]], sem hafði aðeins borið honum dætur. Hann vildi gifta sig aftur til þess að geta eignast son með annari konu. Þessi slit við kirkjuna í Róm færðu ensku krúnunni einnig allar eignir kirkjunnar þar í landi.
Elísabet var aðeins tveggja og hálfs árs þegar móðir hennar, [[Anna Boleyn]], önnur eiginkona Hinriks var líflátin að skipun hans. Önnu var gefið að sök að hafa haldið framhjá Hinriki VIII. Eftir að hjónaband þeirra Hinriks var ógilt var Elísabet lýst óskilgetin en Hinrik átti síðar eftir að taka dóttur sína í sátt á ný.<ref name=vísindavefur/> Hinrik tókst síðar að eignast son, [[Játvarður 6.|Játvarð]], en Játvarður lést aðeins sex árum á eftir Hinrik og ríkti því ekki lengi sem konungur.
Systir Elísabetar, [[María 1. Englandsdrottning|María]], tók við völdum eftir dauða Játvarðar. Á þessum tíma þurfti Elísabet að fara leynt með mótmælendatrú sína þar sem María vildi endurreisa kaþólska trú sem ríkistrú á Englandi. Á valdatíð Maríu var Elísabet um skeið fangelsuð í [[Lundúnaturn|Lundúnaturni]] og grunuð um samsæri gegn systur sinni.<ref name=vísindavefur/>
Bæði systkini Elísabetar dóu ung og því var enginn annar sem gat tekið við krúnunni. Því varð Elísabet gerð að einvaldi 25 ára gömul, eftir að María lést árið 1558.
=== Gullöld Elísabetar ===
[[Mynd:The Spanish Armada.jpg|thumb|220px|Spænski flotinn]]
Strax frá fyrsta degi valdaferilsins setti hún ráðgjöfum sínum skýr markmið til að tryggja að hún og konungsríkið myndi halda velli. Þetta varð til þess að tortryggni, varúð og vægðarleysi einkenndi valdatíð Elísabetar. Hún hélt fast í þann sið að konungsembættið stjórnaði kirkjunni, hún reyndi þó að forðast flóknar guðfræðilegar deilur. Elísabet þurfti hinsvegar að blanda sér í þau trúarstríð sem geisuðu í Evrópu á þeim tíma. Hún neyddist til þess að styðja Hollenska mótmælendur á móti Spænskum kaþólikkum.
Uppreisnir og launráð írskra og enskra kaþólikka angraði Elísabet stöðugt og hún lét setja kaþólska frænku sína, [[María Skotadrottning|Maríu skotadrottningu]] í fangelsi. Loks lét hún lífláta hana því hún var talin hættulegur kaþólikki sem gæti gert tilkall til krúnunnar.
Einn frægasti atburður í stjórnartíð Elísabetar var þegar enski flotinn sigraði þann spænska undan ströndum [[England|Englands]] árið 1588. Spænski flotinn var fram að því oft kallaður flotinn ósigrandi.
=== Meydrottningin ===
Elísabet I var stundum kölluð meydrottningin. Ráðgjafar og fleiri sem voru í kringum Elísabet vildu að hún gifti sig til að mynda bandalög, styrkja krúnuna og tryggja öryggi ríkisins. Elísabet velti nokkrum bónorðanna fyrir sér en hafnaði þó öllum þeirra á endanum. Hún vildi ekki þurfa að deila eða jafnvel missa öll völd sín til maka síns, svo Elísabet réði ógift. Hún er eina drottningin í sögu Englands sem hefur ekki gift sig.
=== Andlát ===
Elísabet I dó árið þann 24. mars árið 1603, þá 69 ára að aldri. Hún lést í Richmond-höll í [[Surrey]]. Elísabet var lengi vel langlífasti einvaldur Englands. Hún lést án erfingja og eftir hennar dag tók [[Jakob 1. Skotakonungur|Jakob I]] skotakonungur við ensku krúnunni en hann var hennar nánasti ættingi.
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = [[Listi yfir einvalda Englands|Drottning Englands]] |
frá = 1558 |
til = 1603 |
fyrir = [[María 1. Englandsdrottning|María 1.]] |
eftir = [[Jakob 6. Skotakonungur|Jakob 1.]] |
}}
{{Erfðatafla |
titill = [[Konungur Írlands|Drottning Írlands]] |
frá = 1558 |
til = 1603 |
fyrir = [[María 1. Englandsdrottning|María 1.]] |
eftir = [[Jakob 6. Skotakonungur|Jakob 1.]] |
}}
{{Töfluendir}}
{{Enskir, skoskir og breskir einvaldar}}
[[Flokkur:Enskir þjóðhöfðingjar]]
[[Flokkur:Túdor-ætt]]
{{fd|1533|1603}}
eg427vdshzrv3rd7w4x3uutlvkw9lgz
María 1. Englandsdrottning
0
5209
1921813
1583064
2025-06-27T15:35:04Z
TKSnaevarr
53243
1921813
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Mary_I_of_England.jpg|thumb|right|María I á málverki [[1554]] eftir [[Antonius Moro]]. ]]
'''María 1.''' ([[18. febrúar]] [[1516]] – [[17. nóvember]] [[1558]]) var drottning [[England]]s og [[Írland]]s samkvæmt lögum [[6. júlí]] [[1553]] en hún varð ekki yfirlýst drottning fyrr en [[19. júlí]] [[1553]], hún ríkt allt til dauðadags. Hún var dóttir [[Hinrik 8.|Hinriks 8.]] og [[Katrín af Aragon|Katrínar af Aragon]], og næstsíðasti meðlimur [[Túdorættin|Túdorættarinnar]] við völd. Hún er þekktust fyrir að hafa reynt að breyta [[ríkistrú]] Englands úr [[mótmælendatrú]] í [[Rómversk-kaþólsk trú|rómversk-kaþólska trú]]. Í valdatíð hennar voru þrjúhundruð andófsmenn aflífaðir og var hún þess vegna kölluð ''Blóð-María''. Hálfsystir hennar, [[Elísabet 1.]], tók við af henni þegar hún lést barnlaus.
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = [[Listi yfir einvalda Englands|Drottning Englands]] |
frá = 1553 |
til = 1558 |
fyrir = [[Játvarður 6.]]<br />''(de jure)''<br />[[Lafði Jane Grey]]<br />''(de facto)'' |
eftir = [[Elísabet 1.]] |
}}
{{Erfðatafla |
titill = [[Konungur Englands|Drottning Írlands]] |
frá = 1553 |
til = 1558 |
fyrir = [[Játvarður 6.]]<br />''(de jure)''<br />[[Lafði Jane Grey]]<br />''(de facto)'' |
eftir = [[Elísabet 1.]] |
}}
{{Töfluendir}}
{{Stubbur|æviágrip}}
{{fd|1516|1558}}
{{Enskir, skoskir og breskir einvaldar}}
[[Flokkur:Enskir þjóðhöfðingjar]]
[[Flokkur:Túdor-ætt]]
4v5rwlsvbe694lfgmt7gm5cuyogyg83
Nýja-Sjáland
0
6248
1921862
1877650
2025-06-28T07:20:29Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921862
wikitext
text/x-wiki
{{land
|nafn = Nýja-Sjáland
|nafn_á_frummáli = New Zealand {{mál|en}}<br />Aotearoa {{mál|mi}}
|nafn_í_eignarfalli = Nýja-Sjálands
|fáni = Flag of New Zealand.svg
|skjaldarmerki = Coat of arms of New Zealand.svg
|staðsetningarkort = NZL_orthographic_NaturalEarth.svg
|tungumál = [[nýsjálensk enska|enska]], [[maóríska]], [[nýsjálenskt táknmál]]
|höfuðborg = [[Wellington]]
|stjórnarfar = Þingbundin konungsstjórn
|titill_leiðtoga1 = [[Breska konungsveldið|Konungur]]
|titill_leiðtoga2 = [[Landstjóri Nýja-Sjálands|Landstjóri]]
|titill_leiðtoga3 = [[Forsætisráðherra Nýja-Sjálands|Forsætisráðherra]]
|nafn_leiðtoga1 = [[Karl 3. Bretakonungur|Karl 3.]]
|nafn_leiðtoga2 = [[Cindy Kiro]]
|nafn_leiðtoga3 = [[Christopher Luxon]]
|stærðarsæti = 76
|flatarmál = 268.021
|hlutfall_vatns = 1,6
|mannfjöldaár = 2017
|mannfjöldasæti = 123
|fólksfjöldi = 4.759.090
|íbúar_á_ferkílómetra = 17,5
|VLF = 173,2
|VLF_ár = 2016
|VLF_sæti = 67
|VLF_á_mann = 36.950
|VLF_á_mann_sæti = 35
|VÞL = {{hækkun}} 0.913
|gjaldmiðill = [[Nýsjálenskur dalur]]
|tímabelti = [[UTC]] +12 (UTC +13 yfir sumarið)
|umferð=vinstri
|þjóðsöngur = [[God Defend New Zealand]]<br />[[God Save the King]]
|tld = nz
|símakóði = 64
}}
'''Nýja-Sjáland''' ([[enska]]: ''New Zealand'', [[maóríska]]: ''Aotearoa'') er land í [[Eyjaálfa|Eyjaálfu]] í suðvesturhluta [[Kyrrahaf]]sins. Meginhluti ríkisins eru tvær eyjar; [[Norðurey (Nýja Sjáland)|Norðurey]] eða ''Te Ika-a-Māui'', og [[Suðurey (Nýja-Sjáland)|Suðurey]] eða ''Te Waipounamu'', auk fjölda minni eyja. Nýja Sjáland er í [[Tasmanhaf]]i í [[Suður-Kyrrahaf]]i um 1.500 km austan við [[Ástralía|Ástralíu]] og um 1.000 km sunnan við [[Nýja-Kaledónía|Nýju-Kaledóníu]], [[Fídjieyjar]] og [[Tonga]]. Vegna þess hve afskekkt landið er var það eitt síðasta byggilega landsvæðið sem menn námu. Þar þróaðist því sérstætt lífríki. Landfræðilega er Nýja-Sjáland mjög fjölbreytt vegna samblands [[landris]]s og eldvirkni. Hæsta fjall Nýja Sjálands heitir [[Mount Cook]] og er í [[Suður-Alparnir|Suður-Ölpunum]].
[[Pólýnesar]] settust að á eyjunum á milli [[1250]] og [[1300]] e.Kr. og þróuðu þar sérstaka [[maóríar|maóríska]] menningu. Hollenski landkönnuðurinn [[Abel Tasman]] sá eyjarnar fyrstur Evrópumanna árið [[1642]]. Maórar gengu [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldinu]] á hönd 1840 með [[Waitangi-samningurinn|Waitangi-friðarsamningnum]]. Árið eftir varð Nýja-Sjáland [[bresk nýlenda]] og hluti af [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldinu]]. Árið 1907 varð Nýja-Sjáland sjálfstjórnarsvæði undir bresku krúnunni. Mikill meirihluti núverandi íbúa Nýja-Sjálands eru af evrópskum uppruna og [[nýsjálensk enska|enska]] er opinbert tungumál ásamt [[maóríska|maórísku]] og [[nýsjálenskt táknmál|nýsjálensku táknmáli]]. Tæplega 15% íbúa eru Maórar.
Nýja-Sjáland er [[þróað ríki]] og situr hátt á alþjóðlegum listum sem bera saman heilsu, menntun, efnahagsfrelsi og lífsgæði íbúa ólíkra landa. Frá [[1981-1990|9. áratug 20. aldar]] hefur efnahagslíf Nýja-Sjálands smám saman verið að breytast úr miðstýrðu landbúnaðarhagkerfi í [[markaðshagkerfi]] sem byggist á þjónustu. Löggjafi Nýja-Sjálands er [[þing Nýja-Sjálands]] sem situr í einni deild, en framkvæmdavaldið er í höndum [[ríkisstjórn Nýja-Sjálands|ríkisstjórnar Nýja-Sjálands]]. [[Forsætisráðherra Nýja-Sjálands]] er stjórnarleiðtogi. [[Þjóðhöfðingi]] landsins er [[Karl 3. Bretakonungur]] og [[landstjóri Nýja-Sjálands]] fulltrúi hans. Nýja-Sjáland skiptist í 11 héruð og 67 umdæmi. [[Konungsríkið Nýja-Sjáland]] nær auk þess yfir hjálenduna [[Tókelá]], sjálfstjórnarlöndin [[Cooks-eyjar]] og [[Niue]], og [[Rosshjálendan|Rosshjálenduna]] sem er [[landakrafa]] Nýja-Sjálands á [[Suðurskautslandið|Suðurskautslandinu]]. Nýja-Sjáland er aðili að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]], [[Breska samveldið|Breska samveldinu]], [[ANZUS]]-varnarsamstarfinu, [[Efnahags- og framfarastofnunin]]ni, [[Samstarf Kyrrahafseyja|Samstarfi Kyrrahafseyja]] og [[Efnahagssamstarf Asíu- og Kyrrahafsríkjanna|Efnahagssamstarfi Asíu- og Kyrrahafsríkjanna]].
== Heiti ==
[[Mynd:Detail_of_1657_map_Polus_Antarcticus_by_Jan_Janssonius,_showing_Nova_Zeelandia.png|thumb|left|Brot af korti frá 1657 þar sem heitið ''Nova Zeelandia'' kemur fyrir.]]
Hollenski landkönnuðurinn Abel Tasman kom fyrstur Evrópumanna auga á Nýja-Sjáland og nefndi það ''Staten Landt'' þar sem hann gerði ráð fyrir því að það tengdist samnefndu landi í [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]]. Árið 1645 gáfu hollenskir kortagerðarmenn landinu nafnið ''Nova Zeelandia'' eftir hollenska héraðinu [[Sjáland (Holland)|Sjálandi]] (''Zeeland''). Breski landkönnuðurinn [[James Cook]] breytti því síðar í ensku útgáfuna ''New Zealand''.
Núverandi nafn landsins á maórísku er ''Aotearoa'' sem ef oftast þýtt sem „land hins langa hvíta skýs“. Það er ekki vitað hvort Maórar höfðu eitt heiti yfir báðar eyjarnar saman fyrir komu Evrópumanna. Aotearoa var þá aðeins heiti á Norðureyjunni. Maórar höfðu nokkur nöfn yfir hvora eyju um sig, þar á meðal ''Te Ika-a-Māui'' („fiskur [[Māui]]s“) fyrir Norðureyjuna og ''Te Waipounamu'' („vötn [[grænsteinn|grænsteinsins]]“) eða ''Te Waka o Aoraki'' („eintrjáningur [[Aoraki]]s“) fyrir Suðureyjuna.
Á fyrstu evrópsku kortunum voru eyjarnar kallaðar Norðurey, Miðey (nú Suðurey) og Suðurey (nú [[Stewart-ey]]) en um 1830 var farið að nota Norður- og Suðurey um tvær stærstu eyjarnar. [[Landfræðiráð Nýja-Sjálands]] uppgötvaði árið 2009 að heitin Norðurey og Suðurey höfðu aldrei verið formlega tekin upp. Árið 2013 var ákveðið að formleg heiti skyldu vera Norðurey eða Te Ika-a-Māui og Suðurey eða Te Waipounamu þar sem má nota ýmist enska eða maóríska heitið eða bæði.
== Saga ==
Nýja-Sjáland var eitt síðasta stóra landið sem menn settust að í. [[Kolefnisgreining]], ummerki um [[skógareyðing]]u og breytileiki [[mtDNA]] meðal Maóra benda til þess að Austur-[[Pólýnesar]] hafi fyrst sest að á eyjunum milli 1250 og 1300 og að það hafi verið lokaskrefið í langri röð leiðangra um Suður-Kyrrahaf. Á þeim mörgu öldum sem fylgdu þróuðu íbúarnir sérstaka menningu sem í dag er þekkt sem maórísk menning. Íbúarnir skiptust í ættbálka (''[[iwi]]'') og undirættbálka (''[[hapū]]'') sem stundum unnu saman, kepptu stundum sín á milli og áttu stundum í styrjöldum. Á einhverjum tímapunkti settist hópur Maóra að á [[Chatham-eyjar|Chatham-eyjum]] (sem þeir nefndu ''Rēkohu'') þar sem þeir þróuðu sérstaka [[Moriorar|Moriora]]menningu. Moriorum var nær útrýmt þegar Maórar af [[Taranaki]]-ættbálknum lögðu Chatham-eyjar undir sig á [[1831-1840|4. áratug 19. aldar]]. Síðasti Moriorinn sem vitað var um lést árið 1933.
Fyrstu Evrópumennirnir sem komu til Nýja-Sjálands svo vitað sé voru [[Holland|hollenski]] landkönnuðurinn [[Abel Tasman]] og áhöfn hans árið [[1642]]. Til átaka kom milli þeirra og innfæddra og fjórir áhafnarmeðlimir og einn Maóri voru drepnir. Engir Evrópumenn komu til landsins eftir það fyrr en árið 1769 þegar [[James Cook]] kortlagði nær alla strandlengjuna. Í kjölfar Cooks komu fjöldi evrópskra og norðuramerískra [[hvalveiði]]-, [[selveiði]]- og kaupskipa til landsins. Þeir versluðu við innfædda og seldu þeim meðal annars mat, járnhluti og [[byssa|byssur]]. [[Kartafla]]n og byssan höfðu mikil áhrif á samfélag Maóra. Kartaflan gaf af sér stöðugri og meiri matarbirgðir en áður höfðu þekkst og gerði þannig lengri styrjaldir mögulegar. [[Byssustríðin]] milli ættbálka Maóra stóðu frá 1801 til 1840 og urðu til þess að milli 30 og 40.000 Maórar týndu lífinu. Ásamt sjúkdómum sem Evrópumenn báru með sér urðu þessi átök til þess að fjöldi Maóra varð aðeins 40% af því sem hann hafði verið fyrir komu Evrópumanna. Snemma á 19. öld hófu trúboðar starfsemi á eyjunum og sneru meirihluta Maóra smám saman til [[kristni]].
[[Mynd:1863_Meeting_of_Settlers_and_Maoris_at_Hawke%27s_Bay,_New_Zealand.jpg|thumb|right|Mynd frá 1863 sem sýnir fund evrópskra landnema og Maóra.]]
Árið 1788 var [[Arthur Phillip]] skipaður landstjóri yfir nýlendunni [[Nýja Suður-Wales]] sem samkvæmt skipunarbréfi hans náði líka yfir Nýja-Sjáland. Árið 1832 skipaði breska ríkisstjórnin [[James Busby]] ráðherra á eyjunum í kjölfar bænarskjals frá Maórum á Norðurey. Þegar franski ævintýramaðurinn [[Charles de Thierry]] tilkynnti árið 1835 að hann hygðist stofna ríki á Nýja-Sjálandi sendu [[Sameinaðir ættbálkar Nýja-Sjálands]] [[Vilhjálmur 4. Bretakonungur|Vilhjálmi 4.]] [[Sjálfstæðisyfirlýsing Nýja-Sjálands|Sjálfstæðisyfirlýsingu Nýja-Sjálands]] þar sem þeir báðu um vernd. [[Nýja-Sjálandsfélagið]] hóf um sama leyti að kaupa land af ættbálkahöfðingjunum til að stofna nýlendu. Þetta varð til þess að [[Breska nýlenduskrifstofan]] sendi [[William Hobson]] til að gera tilkall til eyjanna fyrir hönd [[Bretland]]s og semja við ættbálkahöfðingjana. [[Waitangi-samningurinn]] var fyrst undirritaður í [[Eyjaflói|Eyjaflóa]] [[6. febrúar]] [[1840]]. Þann [[21. maí]] sama ár lýsti Hobson því yfir að eyjarnar væru breskt yfirráðasvæði þótt enn ættu margir eftir að undirrita samninginn. Eftir undirritun samningsins jókst landnám fólks frá Bretlandi.
Stjórn Nýja-Sjálands var aðskilin frá stjórn nýlendunnar Nýja Suður-Wales 1. júlí 1841. Nýlendan fékk heimastjórn árið 1852 og fyrsta þing Nýja-Sjálands kom saman árið 1854. Árið 1856 fékk nýlendan sjálfstjórn í öllum málum nema þeim sem vörðuðu Maóra (það fengu þeir hins vegar um miðjan [[1861-1870|7. áratuginn]]). Áhyggjur af því að Suðurey klyfi sig frá nýlendunni leiddu til þess að forsætisráðherrann [[Alfred Domett]] flutti höfuðborgina frá [[Auckland]] til [[Wellington]] við [[Cook-sund]]. Átök milli landnema og Maóra um landrými leiddu til [[Nýsjálensku styrjaldirnar|Nýsjálensku styrjaldanna]] á [[1861-1870|7.]] og [[1871-1880|8. áratug]] 19. aldar. Í þeim misstu Maórar stærstan hluta landa sinna.
Fyrsti skipulegi stjórnmálaflokkur Nýja-Sjálands, [[nýsjálenski frjálslyndi flokkurinn]], komst til valda árið 1891. Ríkisstjórn [[Richard Seddon]] innleiddi mikilvægar umbætur í félags- og efnahagsmálum. Árið 1893 var Nýja-Sjáland með fyrstu löndum heims sem lögleiddi almennan kosningarétt kvenna og árið 1894 urðu samningar milli atvinnurekenda og verkafólks lögbundnir. Fyrsta almenna eftirlaunakerfið í löndum bresku krúnunnar var sett á stofn af ríkisstjórn Seddons árið 1898.
Að ósk nýsjálenska þingsins lýsti [[Játvarður 7.]] því yfir að Nýja-Sjáland væri sjálfstjórnarríki innan Breska heimsveldisins. [[Westminster-samþykktin]] var lögleidd 1947 og fól í sér að breska þingið gæti ekki sett Nýja-Sjálandi lög án samþykkis nýsjálenska þingsins.
Nýja-Sjáland tók þátt í bæði [[Fyrri heimsstyrjöld|fyrri]] og [[síðari heimsstyrjöld]]. [[Kreppan mikla]] á [[1931-1940|4. áratug 20. aldar]] hafði líka mikil áhrif og leiddi til fyrstu ríkisstjórnar [[nýsjálenski verkamannaflokkurinn|nýsjálenska verkamannaflokksins]] 1935. Sú stjórn innleiddi [[velferðarkerfi]] og [[verndartollar|verndartolla]]. Eftir síðari heimsstyrjöld naut Nýja-Sjáland vaxandi velgengni efnahagslega. Margir Maórar hurfu frá hefðbundnum byggðum sínum og settust að í borgunum. [[Mótmælahreyfing Maóra]] varð til snemma á [[1971-1980|8. áratug 20. aldar]] og krafðist aukinnar viðurkenningar maórískrar menningar, endurheimtar lands og að Waitangi-samningurinn væri virtur. [[Waitangi-dómstóllinn]] var stofnaður árið 1975 til að skera úr um deilumál vegna samningsins. Ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur samið við marga ættbálka Maóra um bætur vegna þessara brota . Á sama tíma hóf stjórn verkamannaflokksins efnahagsumbætur sem meðal annars fólust í skattalækkunum og að draga úr umsvifum ríkisins.
== Landfræði ==
[[File:New Zealand 23 October 2002.jpg|right|thumbnail|upright|Snævi þaktir [[Suður-Alparnir]] rísa yfir Suðurey, meðan [[Norðurlandsskagi]] Norðureyjar teygir sig í átt að heittempraða beltinu.|alt=Gervihnattarmynd af Nýja-Sjálandi.]]
Nýja-Sjáland er nærri miðju [[Vatnshvolf|vatnshvelsins]] og skiptist í tvær stórar eyjar og yfir [[Eyjar Nýja-Sjálands|700 minni eyjar]].<ref name="Walrond1">{{cite book|last=Walrond|first=Carl|title=[[Te Ara: The Encyclopedia of New Zealand]]|date=8 February 2005|chapter=Natural environment – Geography and geology|chapter-url=https://teara.govt.nz/en/natural-environment/page-1}}</ref> Aðaleyjarnar tvær ([[Norðurey (Nýja-Sjálandi)|Norðurey]], eða ''Te Ika-a-Māui'', og [[Suðurey (Nýja-Sjálandi)|Suðurey]] eða ''Te Waipounamu'') liggja sitt hvorum megin við [[Cook-sund]] sem er 22 km á breidd þar sem það er grennst.<ref>{{cite encyclopedia |editor-first=Alexander |editor-last=McLintock |title=The Sea Floor |url=http://www.teara.govt.nz/en/1966/cook-strait/1 |access-date=13 January 2011 |date=April 2009 |orig-year=1966 |encyclopedia=An Encyclopaedia of New Zealand |archive-date=20 janúar 2013 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130120164724/http://www.teara.govt.nz/en/1966/cook-strait/1 |url-status=dead }}</ref> Fyrir utan Norðurey og Suðurey eru fimm stærstu byggðu eyjarnar [[Stewart-eyja]] (handan [[Foveaux-sund]]s), [[Chatham-eyja]], [[Great Barrier-eyja]] (í [[Hauraki-flói|Hauraki-flóa]]),<ref>{{cite web |url= http://www.aucklandcity.govt.nz/auckland/introduction/hauraki/default.asp |title=Hauraki Gulf islands |publisher=[[Auckland City Council]] |access-date=13 January 2011 |url-status=dead |archive-url= https://web.archive.org/web/20101225020855/http://www.aucklandcity.govt.nz/auckland/introduction/hauraki/default.asp |archive-date=25 December 2010}}</ref> [[D'Urville-eyja (Nýja-Sjálandi)|D'Urville-eyja]] (í [[Marlborough-sund]]um)<ref>{{cite web |last=Hindmarsh |date=2006 |url= http://www.historic.org.nz/en/Publications/HeritageNZMagazine/HeritageNz2006/HNZ06-DiscoveringDUrville.aspx |title=Discovering D'Urville |publisher=Heritage New Zealand |access-date=13 January 2011 |url-status=dead |archive-url= https://web.archive.org/web/20110511071150/http://www.historic.org.nz/en/Publications/HeritageNZMagazine/HeritageNz2006/HNZ06-DiscoveringDUrville.aspx |archive-date=11 May 2011}}</ref> og [[Waiheke-eyja]] (um 22 km frá miðju Auckland).<ref>{{cite web |url= http://www.auckland-coastguard.org.nz/Information/Distance+Tables.html |title=Distance tables |publisher=Auckland Coastguard |access-date=2 March 2011 |url-status=dead |archive-url= https://web.archive.org/web/20110123074649/http://www.auckland-coastguard.org.nz/Information/Distance%2BTables.html |archive-date=23 January 2011}}</ref>
Nýja-Sjáland er langt og mjótt. Landið er 1600 km frá norðri til suðurs og breiðast 400 km<ref>{{cite book |title=Heinemann New Zealand atlas |publisher=[[Heinemann (publisher)|Heinemann Publishers]] |first=D. W. |last=McKenzie |date=1987|isbn=0-7900-0187-X}}</ref> með um 15.000 km langa strandlengju.<ref name="CIA">{{cite web |title=New Zealand |work=[[The World Factbook]] |date=25 February 2021 |publisher=[[US Central Intelligence Agency]] |url= https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/new-zealand/ |access-date=20 March 2021}}</ref> Flatarmál landsins er 268.000 km².<ref>{{cite web |url= http://www2.stats.govt.nz/domino/external/PASFull/pasfull.nsf/84bf91b1a7b5d7204c256809000460a4/4c2567ef00247c6acc25697a00043f15?OpenDocument|title=Geography |publisher=[[Statistics New Zealand]] |access-date=21 December 2009 |date=1999|url-status=dead |archive-url= https://web.archive.org/web/20100522061011/http://www2.stats.govt.nz/domino/external/PASFull/pasfull.nsf/84bf91b1a7b5d7204c256809000460a4/4c2567ef00247c6acc25697a00043f15?OpenDocument |archive-date=22 May 2010}}</ref> Landið ræður yfir mörgum eyjum sem liggja langt úti í hafi og hefur langa strandlengju sem þýðir að landhelgi þess er ein af þeim stærstu í heimi, yfir 15 sinnum stærri en fastalandið.<ref>{{cite book |title=Offshore Options: Managing Environmental Effects in New Zealand's Exclusive Economic Zone |publisher=[[Ministry for the Environment (New Zealand)|Ministry for the Environment]] |date=2005 |location=Wellington |url=http://www.mfe.govt.nz/sites/default/files/offshore-options-jun05.pdf |isbn=0-478-25916-6 |access-date=23 June 2017 |archive-date=11 April 2019 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190411222516/http://www.mfe.govt.nz/sites/default/files/offshore-options-jun05.pdf |url-status=dead }}</ref>
{{multiple image
| align = left
| direction = vertical
| width = 200
| image1 = Mt Cook, NZ.jpg
| caption1 = [[Aoraki]] er hæsta fjall Nýja-Sjálands, 3724 metrar á hæð.
| alt1 = Stórt fjall með stöðuvatn í forgrunni
| image2 = New Zealand moutain ranges.jpg
| caption2 = Suður-Alparnir liggja eftir Suðurey 500 metrar á lengd.
| alt2 = Snævi þakinn fjallgarður
| total_width =
}}
Norðurey er stærsta þurrlendi Nýja-Sjálands. [[Suður-Alparnir]] skipta henni eftir endilöngu.<ref>{{cite book |title=The rise and fall of the Southern Alps |url=https://archive.org/details/risefallofsouthe0000coat |first=Glen |last= Coates |publisher=[[Canterbury University Press]] |date=2002|page=[https://archive.org/details/risefallofsouthe0000coat/page/15 15]|isbn=0-908812-93-0}}</ref> Þar eru 18 tindar sem ná 3000 metra hæð. Hæsti tindurinn er [[Aoraki]] (Cook-fjall), 3724 metrar yfir sjávarmáli.{{sfn|Garden|2005|p=52}} [[Fiordland]] einkennist af bröttum fjöllum og djúpum fjörðum sem urðu til vegna hreyfinga ísaldarjökulsins á þessu suðvesturhorni Suðureyjar.<ref>{{cite book |first=David |last=Grant |chapter=Southland places – Fiordland's coast |title=[[Te Ara: The Encyclopedia of New Zealand]] |date=March 2009 |chapter-url= http://www.TeAra.govt.nz/en/southland-places/10 |access-date=14 January 2011}}</ref> Norðurey hefur minna af fjöllum en meiri [[eldvirkni]].<ref>{{cite web |title=Central North Island volcanoes |publisher=[[New Zealand Department of Conservation]] |access-date=14 January 2011 |url= http://www.doc.govt.nz/parks-and-recreation/national-parks/tongariro/features/central-north-island-volcanoes/ |archive-url= https://web.archive.org/web/20101229222806/http://www.doc.govt.nz/parks-and-recreation/national-parks/tongariro/features/central-north-island-volcanoes/ |archive-date=29 December 2010|url-status=dead}}</ref> [[Taupō-gosbeltið]] hefur myndað stóran hluta af hraunsléttu Norðureyjar. Þar er líka hæsta fjall Norðureyjar, [[Ruapehu-fjall]] (2797 metrar). Á hraunsléttunni er líka stærsta stöðuvatn landsins, [[Taupō-vatn]],<ref name=Walrond1 /> ofan í gíg eins af virkustu [[ofureldfjall|ofureldfjöllum]] heims.<ref>{{cite web |url= http://www.geonet.org.nz/volcano/activity/taupo/about.html |title=Taupō |publisher=[[GNS Science]] |access-date=2 April 2011 |url-status=dead |archive-url= https://web.archive.org/web/20110324025353/http://www.geonet.org.nz/volcano/activity/taupo/about.html |archive-date=24 March 2011}}</ref> Eldgos og jarðskjálftar eru fremur algeng á Nýja-Sjálandi.
Fjölbreytt landslag Nýja-Sjálands stafar af því að landið er á mörkum [[Kyrrahafsflekinn|Kyrrahafsflekans]] og [[Indó-Ástralíuflekinn|Indó-Ástralíuflekans]].<ref name="Keith 2009">{{cite book |first1=Keith |last1=Lewis |first2=Scott |last2=Nodder |first3=Lionel |last3=Carter |chapter=Sea floor geology – Active plate boundaries |title=[[Te Ara: The Encyclopedia of New Zealand]] |date=March 2009 |chapter-url= http://www.TeAra.govt.nz/en/sea-floor-geology/2 |access-date=4 February 2011}}</ref> Nýja-Sjáland er hluti af [[Sjálandía|Sjálandíu]] sem er [[örmeginland]], um helmingi minna en Ástralía, sem sökk smám saman eftir að hafa losnað frá risameginlandinu [[Gondvana]].<ref>{{Cite journal |last1=Wallis |first1=G. P. |last2=Trewick |first2=S. A. |doi=10.1111/j.1365-294X.2009.04294.x |title=New Zealand phylogeography: Evolution on a small continent |journal=Molecular Ecology |volume=18 |issue=17 |pages=3548–3580 |date=2009 |pmid= 19674312 |s2cid=22049973 |doi-access=free}}</ref><ref>{{Cite book |last1=Mortimer |first1=Nick |last2=Campbell |first2=Hamish |title=Zealandia: Our Continent Revealed |date=2014 |isbn=978-0-14-357156-8 |location=Auckland |oclc=887230882}}</ref> Fyrir um 25 milljónum ára urðu breytingar á [[landrek]]i til þess að [[Kaikoura-fellingin]] hófst. Þetta sést best í Suður-Ölpunum sem mynduðust við samþjöppun jarðskorpunnar við [[Alpamisgengið]]. Annars staðar er [[sökkbelti]] á flekaskilunum, sem myndar [[Puysegur-djúpáll|Puysegur-djúpálinn]] í suðri, [[Hikurangi-djúpáll|Hikurangi-djúpálinn]] austan við Norðurey og [[Kermadec-djúpáll|Kermadec-djúpálinn]] og [[Tonga-djúpáll|Tonga-djúpálinn]]<ref>{{cite journal |first1=Dawn |last1=Wright |first2=Sherman |last2=Bloomer |first3=Christopher |last3=MacLeod |first4=Brian |last4=Taylor |first5=Andrew |last5=Goodliffe |title=Bathymetry of the Tonga Trench and Forearc: A Map Series |date=2000 |journal=Marine Geophysical Researches |volume=21 |issue=5 |pages=489–512 |doi=10.1023/A:1026514914220 |bibcode=2000MarGR..21..489W |s2cid=6072675 |url= https://www.semanticscholar.org/paper/a49f4f6026bd6bf26f3403fdc3981371ec4a34e0}}</ref> enn norðar.<ref name="Keith 2009" />
Ásamt Ástralíu myndar Nýja-Sjáland heimshluta sem er nefndur [[Ástralasía]].<ref name=NZOD>{{cite encyclopedia |title=Australasia |encyclopedia=New Zealand Oxford Dictionary |publisher=[[Oxford University Press]] |date=2005 |isbn=9780195584516 |doi=10.1093/acref/9780195584516.001.0001|editor1-last=Deverson |editor1-first=Tony |editor2-last=Kennedy |editor2-first=Graeme}}</ref> Landið er líka suðvestasti hluti heimshluta sem nefnist [[Pólýnesía]].<ref>{{cite book |last1=Hobbs |first1=Joseph J. |title=Fundamentals of World Regional Geography |date=2016 |publisher=Cengage Learning |isbn=9781305854956 |page=367 |url= https://books.google.com/books?id=0rUaCgAAQBAJ&pg=PA367}}</ref> [[Eyjaálfa]] er heimsálfa sem nær yfir [[Ástralía (meginland)|ástralska meginlandið]], Nýja-Sjáland og mörg eyríki í Kyrrahafi sem ekki teljast með öðrum heimsálfum.<ref>{{cite book |last1=Hillstrom |first1=Kevin |last2=Collier Hillstrom |first2=Laurie |title=Australia, Oceania, and Antarctica: A Continental Overview of Environmental Issues |volume=3 |date=2003 |publisher=[[ABC-Clio]] |isbn=9781576076941 |page=25}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://www.govt.nz/ Opinber vefgátt nýsjálensku ríkisstjórnarinnar]
* [https://www.newzealand.com/int/ Opinber vefgátt fyrir ferðamenn til Nýja Sjálands]
* [https://www.visindavefur.is/svar.php?id=59026 Vísindavefur: Hvað getið þið sagt mér um dýralíf Nýja-Sjálands?]
===Greinar===
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4361932 ''Nýja-Sjáland''; grein í Fálkanum 1944]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3151150 ''Nýja Sjáland''; grein í Frjálsri verslun 1960]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4368840 ''Nýja Sjáland í dag''; grein í Fálkanum 1952]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4403239 ''Nýja Sjáland''; grein í Ljósberanum 1939]
{{Stubbur|landafræði}}
{{Breska samveldið}}
{{APEC}}
{{Efnahags- og framfarastofnunin}}
{{Eyjaálfa}}
[[Flokkur:Nýja-Sjáland]]
pa5txpbkhe3wq1c7mgvkps1vjon2v7s
Jón (mannsnafn)
0
16253
1921860
1920671
2025-06-28T02:36:40Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921860
wikitext
text/x-wiki
{{Íslenskt mannanafn
| nafn = Jón
| kyn = kk
| nefnifall = Jón
| þolfall = Jón
| þágufall = Jóni
| eignarfall = Jóns
| eiginnöfn = 5.052
| millinöfn = 1.042
| dagsetning = júlí 2007
| dagsetning_fyrsta = 2023
| dagsetning_fyrsta_kyn = kk
}}
'''Jón''' er [[Íslenskt mannanafn|íslenskt karlmannsnafn]], [[nafn]]ið er stytting á [[Jóhannes]].<ref>Guðrún Kvaran (2011): 349.</ref> Jón er algengasta karlmannsnafn á Íslandi.<ref>{{Cite web|url=https://px.hagstofa.is/pxispxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__Faeddirdanir__Nofn__Nofnkk/MAN11101.px/|title=Eiginnöfn karla 1. janúar 2023|website=PxWeb|language=is|access-date=2025-06-17}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
== Dreifing á Íslandi ==
{{Þjóðskrártölfræði}}
<timeline>
ImageSize = width:600 height:320
PlotArea = left:40 right:10 top:40 bottom:40
AlignBars = late
DateFormat = yyyy
Period = from:1949 till:2008
TimeAxis = orientation:horizontal
ScaleMajor = unit:year increment:5 start:1950
Colors =
id:canvas value:white
id:fyrsta value: rgb(0.1,0.1,0.7)
id:seinna value: rgb(1,0.7,0)
Backgroundcolors = canvas:canvas
TextData =
pos:(5,310) textcolor:black fontsize:S
text:Fjöldi
pos:(550,20) textcolor:black fontsize:S
text:Ár
pos:(250,310) textcolor:black fontsize:M
text:Heildarfjöldi nafngifta fyrir karlmannsnafnið Jón
pos:(50,315) textcolor:fyrsta fontsize:S
text:fyrsta nafn
pos:(50,300) textcolor:seinna fontsize:S
text:seinni nöfn
BarData =
bar:5 text:130
bar:4 text:104
bar:3 text:78
bar:2 text:52
bar:1 text:26
LineData=
color:fyrsta
width:5
at:1950 frompos:40 tillpos:225 #96
at:1951 frompos:40 tillpos:203 #85
at:1952 frompos:40 tillpos:223 #95
at:1953 frompos:40 tillpos:250 #109
at:1954 frompos:40 tillpos:280 #125
at:1955 frompos:40 tillpos:277 #123
at:1956 frompos:40 tillpos:240 #104
at:1957 frompos:40 tillpos:257 #113
at:1958 frompos:40 tillpos:250 #109
at:1959 frompos:40 tillpos:253 #111
at:1960 frompos:40 tillpos:234 #101
at:1961 frompos:40 tillpos:205 #86
at:1962 frompos:40 tillpos:246 #107
at:1963 frompos:40 tillpos:277 #123
at:1964 frompos:40 tillpos:253 #111
at:1965 frompos:40 tillpos:242 #105
at:1966 frompos:40 tillpos:219 #93
at:1967 frompos:40 tillpos:236 #102
at:1968 frompos:40 tillpos:236 #102
at:1969 frompos:40 tillpos:228 #98
at:1970 frompos:40 tillpos:205 #86
at:1971 frompos:40 tillpos:225 #96
at:1972 frompos:40 tillpos:219 #93
at:1973 frompos:40 tillpos:203 #85
at:1974 frompos:40 tillpos:182 #74
at:1975 frompos:40 tillpos:209 #88
at:1976 frompos:40 tillpos:200 #83
at:1977 frompos:40 tillpos:178 #72
at:1978 frompos:40 tillpos:171 #68
at:1979 frompos:40 tillpos:217 #92
at:1980 frompos:40 tillpos:203 #85
at:1981 frompos:40 tillpos:194 #80
at:1982 frompos:40 tillpos:178 #72
at:1983 frompos:40 tillpos:188 #77
at:1984 frompos:40 tillpos:178 #72
at:1985 frompos:40 tillpos:171 #68
at:1986 frompos:40 tillpos:175 #70
at:1987 frompos:40 tillpos:157 #61
at:1988 frompos:40 tillpos:169 #67
at:1989 frompos:40 tillpos:186 #76
at:1990 frompos:40 tillpos:175 #70
at:1991 frompos:40 tillpos:203 #85
at:1992 frompos:40 tillpos:171 #68
at:1993 frompos:40 tillpos:155 #60
at:1994 frompos:40 tillpos:155 #60
at:1995 frompos:40 tillpos:177 #71
at:1996 frompos:40 tillpos:163 #64
at:1997 frompos:40 tillpos:136 #50
at:1998 frompos:40 tillpos:157 #61
at:1999 frompos:40 tillpos:117 #40
at:2000 frompos:40 tillpos:146 #55
at:2001 frompos:40 tillpos:128 #46
at:2002 frompos:40 tillpos:105 #34
at:2003 frompos:40 tillpos:125 #44
at:2004 frompos:40 tillpos:136 #50
at:2005 frompos:40 tillpos:142 #53
at:2006 frompos:40 tillpos:123 #43
color:seinna
width:1
at:1950 frompos:40 tillpos:67 #14
at:1951 frompos:40 tillpos:63 #12
at:1952 frompos:40 tillpos:78 #20
at:1953 frompos:40 tillpos:102 #32
at:1954 frompos:40 tillpos:78 #20
at:1955 frompos:40 tillpos:88 #25
at:1956 frompos:40 tillpos:77 #19
at:1957 frompos:40 tillpos:59 #10
at:1958 frompos:40 tillpos:77 #19
at:1959 frompos:40 tillpos:94 #28
at:1960 frompos:40 tillpos:78 #20
at:1961 frompos:40 tillpos:94 #28
at:1962 frompos:40 tillpos:75 #18
at:1963 frompos:40 tillpos:73 #17
at:1964 frompos:40 tillpos:77 #19
at:1965 frompos:40 tillpos:84 #23
at:1966 frompos:40 tillpos:82 #22
at:1967 frompos:40 tillpos:71 #16
at:1968 frompos:40 tillpos:78 #20
at:1969 frompos:40 tillpos:77 #19
at:1970 frompos:40 tillpos:71 #16
at:1971 frompos:40 tillpos:75 #18
at:1972 frompos:40 tillpos:77 #19
at:1973 frompos:40 tillpos:80 #21
at:1974 frompos:40 tillpos:71 #16
at:1975 frompos:40 tillpos:86 #24
at:1976 frompos:40 tillpos:63 #12
at:1977 frompos:40 tillpos:69 #15
at:1978 frompos:40 tillpos:73 #17
at:1979 frompos:40 tillpos:69 #15
at:1980 frompos:40 tillpos:63 #12
at:1981 frompos:40 tillpos:78 #20
at:1982 frompos:40 tillpos:63 #12
at:1983 frompos:40 tillpos:61 #11
at:1984 frompos:40 tillpos:71 #16
at:1985 frompos:40 tillpos:67 #14
at:1986 frompos:40 tillpos:63 #12
at:1987 frompos:40 tillpos:71 #16
at:1988 frompos:40 tillpos:80 #21
at:1989 frompos:40 tillpos:69 #15
at:1990 frompos:40 tillpos:67 #14
at:1991 frompos:40 tillpos:69 #15
at:1992 frompos:40 tillpos:71 #16
at:1993 frompos:40 tillpos:63 #12
at:1994 frompos:40 tillpos:65 #13
at:1995 frompos:40 tillpos:67 #14
at:1996 frompos:40 tillpos:55 #8
at:1997 frompos:40 tillpos:59 #10
at:1998 frompos:40 tillpos:63 #12
at:1999 frompos:40 tillpos:50 #5
at:2000 frompos:40 tillpos:57 #9
at:2001 frompos:40 tillpos:65 #13
at:2002 frompos:40 tillpos:71 #16
at:2003 frompos:40 tillpos:52 #6
at:2004 frompos:40 tillpos:65 #13
at:2005 frompos:40 tillpos:67 #14
at:2006 frompos:40 tillpos:57 #9
</timeline>
<timeline>
ImageSize = width:600 height:320
PlotArea = left:40 right:10 top:40 bottom:40
AlignBars = late
DateFormat = yyyy
Period = from:1949 till:2008
TimeAxis = orientation:horizontal
ScaleMajor = unit:year increment:5 start:1950
Colors =
id:canvas value:white
id:fyrsta value: rgb(0.1,0.1,0.7)
id:seinna value: rgb(1,0.7,0)
Backgroundcolors = canvas:canvas
TextData =
pos:(5,310) textcolor:black fontsize:S
text:Hlutfall
pos:(550,20) textcolor:black fontsize:S
text:Ár
pos:(250,310) textcolor:black fontsize:M
text:Hlutfall nafngifta fyrir karlmannsnafnið Jón
pos:(50,315) textcolor:fyrsta fontsize:S
text:fyrsta nafn
pos:(50,300) textcolor:seinna fontsize:S
text:seinni nöfn
BarData =
bar:5 text:4 %
bar:4 text:3.2 %
bar:3 text:2.4 %
bar:2 text:1.6 %
bar:1 text:0.8 %
LineData=
color:fyrsta
width:5
at:1950 frompos:40 tillpos:239 #3.18%
at:1951 frompos:40 tillpos:223 #2.92%
at:1952 frompos:40 tillpos:220 #2.88%
at:1953 frompos:40 tillpos:231 #3.05%
at:1954 frompos:40 tillpos:255 #3.44%
at:1955 frompos:40 tillpos:248 #3.33%
at:1956 frompos:40 tillpos:208 #2.69%
at:1957 frompos:40 tillpos:217 #2.83%
at:1958 frompos:40 tillpos:220 #2.88%
at:1959 frompos:40 tillpos:209 #2.71%
at:1960 frompos:40 tillpos:193 #2.45%
at:1961 frompos:40 tillpos:178 #2.21%
at:1962 frompos:40 tillpos:204 #2.62%
at:1963 frompos:40 tillpos:226 #2.97%
at:1964 frompos:40 tillpos:209 #2.71%
at:1965 frompos:40 tillpos:198 #2.52%
at:1966 frompos:40 tillpos:177 #2.19%
at:1967 frompos:40 tillpos:200 #2.56%
at:1968 frompos:40 tillpos:199 #2.54%
at:1969 frompos:40 tillpos:198 #2.53%
at:1970 frompos:40 tillpos:181 #2.26%
at:1971 frompos:40 tillpos:181 #2.26%
at:1972 frompos:40 tillpos:167 #2.03%
at:1973 frompos:40 tillpos:153 #1.81%
at:1974 frompos:40 tillpos:148 #1.72%
at:1975 frompos:40 tillpos:164 #1.98%
at:1976 frompos:40 tillpos:154 #1.83%
at:1977 frompos:40 tillpos:149 #1.75%
at:1978 frompos:40 tillpos:137 #1.55%
at:1979 frompos:40 tillpos:159 #1.91%
at:1980 frompos:40 tillpos:148 #1.73%
at:1981 frompos:40 tillpos:146 #1.69%
at:1982 frompos:40 tillpos:135 #1.52%
at:1983 frompos:40 tillpos:148 #1.73%
at:1984 frompos:40 tillpos:145 #1.68%
at:1985 frompos:40 tillpos:148 #1.73%
at:1986 frompos:40 tillpos:149 #1.74%
at:1987 frompos:40 tillpos:128 #1.4%
at:1988 frompos:40 tillpos:132 #1.47%
at:1989 frompos:40 tillpos:149 #1.75%
at:1990 frompos:40 tillpos:133 #1.48%
at:1991 frompos:40 tillpos:155 #1.84%
at:1992 frompos:40 tillpos:130 #1.44%
at:1993 frompos:40 tillpos:122 #1.31%
at:1994 frompos:40 tillpos:122 #1.31%
at:1995 frompos:40 tillpos:138 #1.57%
at:1996 frompos:40 tillpos:126 #1.38%
at:1997 frompos:40 tillpos:110 #1.12%
at:1998 frompos:40 tillpos:126 #1.37%
at:1999 frompos:40 tillpos:99 #0.95%
at:2000 frompos:40 tillpos:114 #1.19%
at:2001 frompos:40 tillpos:106 #1.05%
at:2002 frompos:40 tillpos:89 #0.79%
at:2003 frompos:40 tillpos:102 #0.99%
at:2004 frompos:40 tillpos:108 #1.09%
at:2005 frompos:40 tillpos:111 #1.14%
at:2006 frompos:40 tillpos:99 #0.95%
color:seinna
width:1
at:1950 frompos:40 tillpos:175 #2.16%
at:1951 frompos:40 tillpos:148 #1.73%
at:1952 frompos:40 tillpos:179 #2.22%
at:1953 frompos:40 tillpos:234 #3.11%
at:1954 frompos:40 tillpos:154 #1.82%
at:1955 frompos:40 tillpos:178 #2.2%
at:1956 frompos:40 tillpos:140 #1.6%
at:1957 frompos:40 tillpos:91 #0.82%
at:1958 frompos:40 tillpos:143 #1.65%
at:1959 frompos:40 tillpos:178 #2.21%
at:1960 frompos:40 tillpos:139 #1.59%
at:1961 frompos:40 tillpos:183 #2.29%
at:1962 frompos:40 tillpos:127 #1.39%
at:1963 frompos:40 tillpos:124 #1.34%
at:1964 frompos:40 tillpos:132 #1.47%
at:1965 frompos:40 tillpos:149 #1.75%
at:1966 frompos:40 tillpos:141 #1.61%
at:1967 frompos:40 tillpos:116 #1.22%
at:1968 frompos:40 tillpos:133 #1.49%
at:1969 frompos:40 tillpos:129 #1.42%
at:1970 frompos:40 tillpos:116 #1.21%
at:1971 frompos:40 tillpos:111 #1.14%
at:1972 frompos:40 tillpos:108 #1.09%
at:1973 frompos:40 tillpos:112 #1.15%
at:1974 frompos:40 tillpos:101 #0.97%
at:1975 frompos:40 tillpos:126 #1.38%
at:1976 frompos:40 tillpos:82 #0.67%
at:1977 frompos:40 tillpos:99 #0.95%
at:1978 frompos:40 tillpos:103 #1%
at:1979 frompos:40 tillpos:90 #0.8%
at:1980 frompos:40 tillpos:79 #0.62%
at:1981 frompos:40 tillpos:107 #1.07%
at:1982 frompos:40 tillpos:80 #0.64%
at:1983 frompos:40 tillpos:79 #0.62%
at:1984 frompos:40 tillpos:100 #0.96%
at:1985 frompos:40 tillpos:97 #0.91%
at:1986 frompos:40 tillpos:87 #0.75%
at:1987 frompos:40 tillpos:98 #0.92%
at:1988 frompos:40 tillpos:114 #1.18%
at:1989 frompos:40 tillpos:94 #0.87%
at:1990 frompos:40 tillpos:86 #0.73%
at:1991 frompos:40 tillpos:90 #0.8%
at:1992 frompos:40 tillpos:91 #0.82%
at:1993 frompos:40 tillpos:80 #0.64%
at:1994 frompos:40 tillpos:82 #0.67%
at:1995 frompos:40 tillpos:86 #0.73%
at:1996 frompos:40 tillpos:65 #0.4%
at:1997 frompos:40 tillpos:73 #0.52%
at:1998 frompos:40 tillpos:79 #0.63%
at:1999 frompos:40 tillpos:58 #0.28%
at:2000 frompos:40 tillpos:68 #0.45%
at:2001 frompos:40 tillpos:83 #0.69%
at:2002 frompos:40 tillpos:93 #0.84%
at:2003 frompos:40 tillpos:59 #0.31%
at:2004 frompos:40 tillpos:80 #0.64%
at:2005 frompos:40 tillpos:84 #0.7%
at:2006 frompos:40 tillpos:69 #0.47%
</timeline>
== Þekktir nafnhafar ==
* [[Jón Hnefill Aðalsteinsson]]
* [[Jón Bjarni Atlason]]
* [[Jón Arason]]
* [[Jón Árnason]]
* [[Jón Þór Birgisson]]
* [[Jón Ólafur Eiríksson]]
* [[Jón Gerreksson]]
* [[Jón Gnarr]]
* [[Jón Baldvin Hannibalsson]]
* [[Jón Helgason]]
* [[Jón korpur Hrafnsson]]
* [[Jón Hreggviðsson]]
* [[Jón Kristjánsson]]
* [[Jón Rói Jacobsen]]
* [[Jón Ásgeir Jóhannesson]]
* [[Jón Laxdal]]
* [[Jón Leifs]]
* [[Jón Loftsson]]
* [[Jón Magnússon]]
* [[Jón Arnar Magnússon]]
* [[Jón Ólafsson (journalist)]]
* [[Jón Ögmundsson]]
* [[Jón Kalman Stefánsson]]
* [[Jón Páll Sigmarsson]]
* [[Jón Sigurðsson]]
* [[Jón Trausti Sigurðarson]]
* [[Jón Jósep Snæbjörnsson]]
*[[Jón Jónsson (tónlistarmaður)|Jón Jónsson]]
* [[Jón Sveinsson]]
* [[Jón Thoroddsen]]
* [[Jón Trausti]]
* [[Jón Þorláksson]]
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
== Heimildir ==
* Guðrún Kvaran. ''Nöfn Íslendinga'' 2. útgáfa (Reykjavík: Forlagið, 2011).
* {{vefheimild|url=http://www.rettarheimild.is/mannanofn|titill=Mannanafnaskrá|archive-url=https://vefsafn.is/is/20041116130735/http://rettarheimild.is/mannanofn/|archive-date=16. nóvember 2004|mánuðurskoðað=10. nóvember|árskoðað=2005}}
* {{þjóðskrárheimild|nóvember 2005}}
[[Flokkur:Íslensk karlmannsnöfn]]
d3be3w8zjhvn1i0f9u3tuodlf6x8w2z
Hvalnes
0
23748
1921829
1892652
2025-06-27T17:07:54Z
Steinninn
952
Skipti um mynd
1921829
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Eystra_Horn_Iceland_(163199053).jpeg|thumb|right|Hvalnes.]]
'''Hvalnes''' í [[Lón (Austur-Skaftafellssýslu)|Lóni]] er austasti bær í [[Austur-Skaftafellssýsla|Austur-Skaftafellssýslu]] og stendur undir [[Eystrahorn]]i. Hvalneskrókurinn var löggild [[siglingahöfn]] [[1912]]. Þar var byggður [[viti]] árið [[1954]]. [[Tyrkjaránið|Tyrkir]] komu á land á Hvalnesi árið [[1627]] en fundu ekkert fólk, því það var allt í [[sel]]i.
== Heimildir ==
* {{Vefheimild|url=http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_hvalnes.htm|titill=Hvalnes, Eystra Horn|mánuðurskoðað=20. febrúar|árskoðað=2006}}
{{Stubbur|ísland|landafræði}}
[[Flokkur:Austur-Skaftafellssýsla]]
[[Flokkur:Íslenskir sveitabæir]]
[[Flokkur:Lón]]
rq9g4g1hezbnu9qj982qc1vnyfovzfg
Vilhjálmur Alexander Hollandskonungur
0
30681
1921861
1921760
2025-06-28T06:35:17Z
TKSnaevarr
53243
Vúps.
1921861
wikitext
text/x-wiki
{{konungur
| titill = Konungur Hollands
| ætt = [[Óraníuættin]]
| skjaldarmerki = Royal coat of arms of the Netherlands.svg
| nafn = Vilhjálmur Alexander
| mynd = Zijne Majesteit Koning Willem-Alexander met koningsmantel april 2013.jpeg
| skírnarnafn = Willem-Alexander Claus George Ferdinand
| fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1967|4|27}}
| fæðingarstaður = [[Utrecht]], [[Holland]]i
| ríkisár = 30. apríl 2013 –
| undirskrift = Handtekening Willem-Alexander.svg
| faðir = [[Claus von Amsberg]]
| móðir = [[Beatrix Hollandsdrottning]]
| maki = {{gifting|[[Máxima Hollandsdrottning|Máxima Zorreguieta Cerruti]]|2002}}
| titill_maka = Drottning
| börn = {{ubl|[[Katrín Amalía Hollandsprinsessa|Katrín Amalía]]|[[Alexía Hollandsprinsessa|Alexía]]|[[Aríanna Hollandsprinsessa|Aríanna]]}}
}}
'''Vilhjálmur Alexander''' eða '''Willem-Alexander''' (''Willem-Alexander Claus George Ferdinand'') (fæddur [[27. apríl]] [[1967]]) er konungur Hollands. Hann er sonur [[Beatrix]] Hollandsdrottningar og Claus prins og tók við konungdæmi 30. apríl 2013, þegar móðir hans sagði af sér.<ref>{{Vefheimild|titill=Beatrix drottning Hollands segir af sér, sonur hennar tekur við|url=https://www.visir.is/g/2013474776d|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags= 29. janúar 2013|skoðað=27. júní 2025}}</ref> Hann varð þar með fyrsti konungur Hollands frá því að Vilhjálmur 3. lést 1890 og hafði þá verið krónprins Hollands frá 1980.
== Fjölskylda ==
Þann [[2. febrúar]] [[2002]] giftist Vilhjálmur Alexander [[Argentína|argentínskri]] konu að nafni [[Máxima Hollandsdrottning|Máxima Zorreguieta Cerruti]] (f.[[17. maí]] [[1971]]). Val hans á eiginkonu vakti í fyrstu hörð viðbrögð landsmanna, þar sem faðir Máximu hafði verið landbúnaðarráðherra í stjórnartíð argentínska forsetans [[Jorge Rafael Videla]], einræðisherra. Út af því var föður hennar ráðlagt að mæta ekki í brúðkaupið.<ref>{{Vefheimild|titill= Hollendingar elska nýju drottninguna|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/04/30/hollendingar_elska_nyju_drottninguna/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags= 30. apríl 2013 |skoðað=27. júní 2025}}</ref> Maxima og Vilhjálmur Alexander eiga þrjár dætur:
* [[Katrín Amalía Hollandsprinsessa|Katrín Amalía]] (f. [[2003]])
* [[Alexía Hollandsprinsessa|Alexía]] (f. [[2005]])
* [[Aríanna Hollandsprinsessa|Aríanna]] (f. [[2007]])
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = Konungur Hollands |
frá = 30. apríl 2013|
til =|
fyrir = [[Beatrix Hollandsdrottning|Beatrix]] |
eftir = Enn í embætti|
}}
{{Töfluendir}}
{{f|1967}}
{{Hollenskir þjóðhöfðingjar}}
{{Þjóðhöfðingjar aðildarríkja Evrópusambandsins}}
{{stubbur|æviágrip}}
[[Flokkur:Einvaldar Hollands]]
[[Flokkur:Óraníufurstar]]
[[Flokkur:Óraníuættin]]
gluppr0cdr9amldgpexmz1wz92xonmg
Þórhallur Guðmundsson
0
37904
1921805
1868780
2025-06-27T14:13:23Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921805
wikitext
text/x-wiki
'''Þórhallur Guðmundsson''' (f. [[1961]]), oftast kallaður '''Þórhallur miðill''', er íslenskur [[miðilsgáfa|spámiðill]]. Hann stundar svokölluð miðilsstörf og var sagður hafa miðilsgáfu. Hann er einn þekktasti núlifandi starfandi miðill Íslands og var með þætti í fjölmiðlum þar til upp komst um kynferðisbrot hans gagnvart skjólstæðingi. Þórhallur var dæmdur í 18 mánaða fangelsi árið 2021 vegna brots sem framið var 2010.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20212075050d/thorhallur-midill-i-atjan-manada-fangelsi-fyrir-kynferdisbrot|title=Þórhallur miðill í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot - Vísir|last=Daðason|first=Kolbeinn Tumi|date=2021-02-18|website=visir.is|language=is|access-date=2024-06-29}}</ref> Þórhallur hefur verið sakaður um mörg fleiri brot gegn ungum skjólstæðingum.<ref>{{Cite web|url=https://www.mannlif.is/frettir/eg-fyrirgaf-sjalfum-mer-thetta-var-ekki-mer-ad-kenna/|title=„Ég fyrirgaf sjálfum mér, þetta var ekki mér að kenna“|first=Ragna Gestsdóttir|publisher=Mannlíf|publication-date=14. júní 2020}}</ref>
Þórhallur starfaði í útvarpi og sjónvarpi í á annan áratug. Þáttur hans „Lífsaugað“ hefur verið á dagskrá [[Bylgjan|Bylgjunnar]] og [[Stöð tvö|Stöðvar tvö]], Lífsaugað fluttist yfir á norðlensku útvarpsstöðina VOICE í ágúst árið [[2006]] en hætti í loftinu í maí árið [[2008]]. Árið [[2015]] fór Þórhallur í þættina [[Brestir (sjónvarpsþættir)|Bresti]] á Stöð 2 en þar reyndi þáttastjórnandi á miðilshæfileika.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/2015150339803|title=Brestir: Nafnið „Tobbi“ kom til hans frá látnum afa - Vísir|website=visir.is|access-date=2020-04-08}}</ref>
Hann hefur einnig starfað bæði með Sálarrannsóknafélagi Reykjavíkur og Sálarrannsóknafélagi Akureyrar og starfar enn með því fyrrnefnda.
==Tenglar==
* [http://www.stod2.visir.is/?PageID=651 Um Lífsaugað á vef Stöðvar tvö] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070311120432/http://www.stod2.visir.is/?PageID=651 |date=2007-03-11 }}
* [http://www.bylgjan.is/?PageID=1332 Um Lífsaugað á vef Bylgjunnar]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* [http://voice.is/?m=page&f=viewPage&id=23 Um þátt Þórhalls á Voice 987] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070224211232/http://www.voice.is/?m=page&f=viewPage&id=23 |date=2007-02-24 }}
{{Stubbur|æviágrip}}
{{f|1961}}
== Heimildir ==
<references/>
[[Flokkur:Íslenskir miðlar]]
[[Flokkur:Íslenskt sjónvarpsfólk]]
k3dsyf906qcdgl314fqdajuhp5kents
Jóhann Karl 1.
0
41104
1921821
1755589
2025-06-27T15:42:29Z
TKSnaevarr
53243
1921821
wikitext
text/x-wiki
{{konungur
| titill = Konungur Spánar
| skjaldarmerki = Coat of Arms of Spanish Monarch.svg
| ætt = [[Búrbónar|Búrbónaætt]]
| nafn = Jóhann Karl 1.
| mynd = Posado tras la entrega de los premios Fondena 2014 (cropped).jpeg
| skírnarnafn = Juan Carlos Alfonso Víctor María de Borbón y Borbón-Dos Sicilias
| fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1938|1|5}}
| fæðingarstaður = [[Róm]], [[Konungsríkið Ítalía|Ítalíu]]
| ríkisár = [[22. nóvember]] [[1975]] – [[19. júní]] [[2014]]
| undirskrift = Juan Carlos I of Spain Signature.svg
| faðir = [[Don Juan, hertogi af Barselóna]]
| móðir = [[Victoria Eugenie af Battenberg]]
| maki = [[Soffía Spánardrottning]]
| titill_maka = Drottning
| börn = [[Helena, hertogaynjan af Lugo]], [[Kristín, hertogaynjan af Palma, Mallorca]], [[Filippus_6._Spánarkonungur|Felippus 6. Spánarkóngur]]
}}
'''Jóhann Karl I''' (''Juan Alfonso Carlos Víctor María de Borbón y Borbón-Dos Sicilias'') (f. [[1938]]) var konungur [[Spánn|Spánar]] frá [[1975]] til [[2014]]. Hann er sonur [[Don Juan de Borbón]], sem var sonur [[Alfonsó XIII Spánarkonungur|Alfonsós XIII Spánarkonungs]], og móðir Jóhanns var [[Maria Mercedes af Bourbon-Orleans]].
Jóhann Karl varð konungur [[1975]] er hann tók við af [[Francisco Franco]] sem lést það ár. Hann steig af stóli þann 19. júní [[2014]] og sonur hans, [[Filippus_6._Spánarkonungur|Filippus 6.]] tók við krúnunni.
Þann 15. mars árið 2020 svipti Filippus konungur föður sinn öllum ellilífeyri og afsalaði sér öllum arfi frá honum. Þetta var gert vegna uppljóstrana um að Jóhann Karl hefði tekið við um 90 milljónum evra frá [[Sádi-Arabía|Sádi-Arabíu]] í gegnum aflandsreikninga.<ref>{{Vefheimild|titill=Hneykslismál innan spænsku konungsfjölskyldunnar|url=https://www.ruv.is/frett/hneykslismal-innan-spaensku-konungsfjolskyldunnar|útgefandi=RÚV|höfundur=Andri Yrkill Valsson|mánuður=15. mars|ár=2020|mánuðurskoðað=17. mars|árskoðað=2020}}</ref> Í ágúst 2020 fór Jóhann Karl í sjálfskipaða útlegð frá Spáni vegna hneykslisins.<ref>{{Vefheimild|titill=Fyrrverandi Spánarkonungur farinn í útlegð|url=https://www.ruv.is/frett/2020/08/03/fyrrverandi-spanarkonungur-farinn-i-utlegd|útgefandi=RÚV|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|mánuður=3. ágúst|ár=2020|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2020}}</ref> Hann settist að í [[Sameinuðu arabísku furstadæmin|Sameinuðu arabísku furstadæmunum]]<ref>{{Vefheimild|titill=Í útlegð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/08/17/i_utlegd_i_sameinudu_arabisku_furstadaemunum/|útgefandi=mbl.is|mánuður=17. ágúst|ár=2020|mánuðurskoðað=24. ágúst|árskoðað=2020}}</ref> en sneri heim til Spánar í maí árið 2022.<ref>{{Vefheimild|titill=Fyrrverandi Spánarkonungur snýr heim úr útlegð|url=https://www.visir.is/g/20222265996d/fyrrverandi-spanarkonungur-snyr-heim-ur-utlegd|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuður=21. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. maí|árskoðað=2022|höfundur=Jóhann Hlíðar Harðarson }}</ref>
==Fjölskylda==
Þann [[14. maí]] [[1962]] giftist Jóhann [[Soffía Grikklandsprinsessa|Soffíu Grikklandsprinsessu]] en faðir hennar var konungur [[Grikkland]]s. Þeim varð þriggja barna auðið og eiga samtals 8 barnabörn:
Börn þeirra eru:
* [[Helena, hertogaynjan af Lugo]] (Elena María Isabel Dominica de los Silos de Borbón y de Grecia) (f. [[1963]]). Árið [[1995]] giftist hún Jaime de Marichalar, hertoga af Lugo. Þau eiga tvö börn: Felipe Juan Froilán (f. [[1998]]) Victoria Federica (f. [[2000]]).
* [[Kristín, hertogaynjan af Palma, Mallorca]] (Cristina Federica Victoria Antonia de la Santísima Trinidad de Borbón y de Grecia) (f. [[1965]]). Árið [[1997]] giftist hún Iñaki Urdangarin, hertoga af [[Palma]], [[Mallorca]]. Þau eiga fjögur börn: Juan Valentín (f. [[1999]]), Pablo Nicolás (f. [[2000]]), Miguel (f. [[2002]]) og Irene (f. [[2005]])
* [[Filippus_6._Spánarkonungur|Felippus 6. Spánarkóngur]] (Felipe Juan Pablo Alfonso de Todos los Santos de Borbón y de Grecia) (f. [[1968]]). Árið [[2004]] giftist hann [[Letizia, prinsessan af Asturias|Letiziu Ortiz]]. Þau eiga tvær dætur: [[Leonor Spánarprinsessa|Leonor]] (f. [[2005]]) og Sofia (f. [[2007]]). Þann 19. júní varð hann konungur Spánar.
== Tengill ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3297418 ''Juan Carlos, konungur Spánar''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1976]
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla | fyrir=[[Francisco Franco]]<br>{{small|(sem ''Caudillo'')}}| titill=Konungur Spánar | frá=[[22. nóvember]] [[1975]] | til=[[19. júní]] [[2014]] | eftir=[[Filippus 6. Spánarkonungur|Filippus 6.]]}}
{{Töfluendir}}
{{f|1938}}
{{Spænskir einvaldar}}
[[Flokkur:Einvaldar Spánar]]
[[Flokkur:Búrbónar]]
[[Flokkur:Handhafar stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu]]
s9waz6qwa97ehwdzri95hi18oz5h1ob
Breiðablik
0
43120
1921806
1899470
2025-06-27T14:37:48Z
Heljarbangsi34
106849
/* Titlar */ Bætti við meistaraflokk kvenna titli
1921806
wikitext
text/x-wiki
{{aðgreiningartengill1|[[Breiðablik (norræn goðafræði)|Breiðablik]]|heimkynni [[Baldur]]s í norrænni goðafræði}}
{{Knattspyrnulið
| Fullt nafn = Breiðablik
| Mynd = [[Mynd:Breidablik.png|130px]]
| Gælunafn =
| Stofnað = 12. febrúar 1950
| Leikvöllur = [[Kópavogsvöllur]] og [[Smárinn (íþróttahús)|Smárinn]]
| Stærð = 2.501
| Stjórnarformaður = [[Flosi Eiríksson]], formaður knattspyrnudeildar
| Knattspyrnustjóri = Karla: {{ISL}} [[Halldór Árnason]],<br>Kvenna: {{ISL}} [[Ásmundur Arnarsson]]
| Deild = [[Úrvalsdeild karla í knattspyrnu|Pepsí deild karla]],<br>[[Úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu|Pepsí deild kvenna]],<br>[[Iceland Express-deild karla]]
| Tímabil = 2024
| Staðsetning = 1. sæti (karla),<br> ?. sæti (kvenna)
| pattern_la1 = _shoulder_stripes_white_stripes_half
| pattern_b1 = _adidas_snake_white_white_shoulder_stripes
| pattern_ra1 = _shoulder_stripes_white_stripes_half|
| leftarm1 = 1a7e48
| body1 = 197b48
| rightarm1 = 197b48
| shorts1 = FFFFFF
| socks1 = FFFFFF
| pattern_la2 = _nig10a
| pattern_b2 = _nig10a
| pattern_ra2 = _nig10a
| leftarm2 = FFFFFF
| body2 = FFFFFF
| rightarm2 = FFFFFF
| shorts2 = 1a7b48
| socks2 = 1a7b48
| pattern_b3 = _gais1112h
| pattern_ra3 = _gais1112h
| leftarm3 = 208040
| body3 = 208040
| rightarm3 = 208040
| shorts3 = 000000
| socks3 = 000000
}}
'''Breiðablik''' er [[Ísland|íslenskt]] ungmennafélag sem keppir í [[dans]]i, [[Frjálsar íþróttir|frjálsum íþróttum]], [[karate]], [[knattspyrna|knattspyrnu]], [[kraftlyftingar|kraftlyftingum]], [[körfuknattleikur|körfuknattleik]], [[Rafíþrótt|rafíþróttum]], [[skíðaíþróttir|skíðaíþróttum]], [[sund (hreyfing)|sundi]] og [[taekwondo]].
Félagið var stofnað 12. febrúar [[1950]].
Umgjörðin sem Breiðablik hefur uppá að bjóða er ein sú langbesta á Íslandi í dag enda hefur liðið tvö knattspyrnuhús í Kópavogi að velja úr ásamt frábærum grasvöllum um allan Kópavogsbæ. Kópavogsvöllur er heimavöllur liðsins.
Kvennalið Breiðabliks í fóltbolta varð fyrsta íslenska knattspyrnuliðið til að komast í riðlakeppni í Evrópukeppni þegar þær tóku þátt í [[Meistaradeild kvenna í knattspyrnu 2021-2022]].
== Titlar ==
=== Knattspyrna kvenna ===
* 17 sinnum [[Úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu|Íslandsmeistarar]]
* 11 sinnum [[Bikarkeppni kvenna í knattspyrnu|bikarmeistarar]]
* 3 sinnum [[Deildarbikarkeppni kvenna í knattspyrnu|deildarbikarmeistarar]]
=== Knattspyrna karla ===
* 3 sinnum [[Úrvalsdeild karla í knattspyrnu|Íslandsmeistarar]]
* 1 sinni [[Bikarkeppni karla í knattspyrnu|bikarmeistarar]]
* 2 sinnum [[Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu|deildarbikarmeistarar]]
=== Körfuknattleikur kvenna===
* 1 sinni
{{s|1950}}
[[Flokkur:Breiðablik]]
[[Flokkur:Íslensk frjálsíþróttafélög|Breiðablik]]
[[Flokkur:Íslensk karatefélög|Breiðablik]]
[[Flokkur:Íslensk knattspyrnufélög|Breiðablik]]
[[Flokkur:Íslensk kraftlyftingafélög|Breiðablik]]
[[Flokkur:Íslensk körfuknattleiksfélög|Breiðablik]]
[[Flokkur:Íslensk sundfélög|Breiðablik]]
[[Flokkur:Íslensk skíðaíþróttafélög|Breiðablik]]
[[Flokkur:Íslensk sundfélög|Breiðablik]]
[[Flokkur:Íslensk taekwondo-félög|Breiðablik]]
r3de7bz65jekaw8aaunmgakgl8dzfce
1921807
1921806
2025-06-27T14:40:10Z
Heljarbangsi34
106849
/* Titlar */ breyta titlum
1921807
wikitext
text/x-wiki
{{aðgreiningartengill1|[[Breiðablik (norræn goðafræði)|Breiðablik]]|heimkynni [[Baldur]]s í norrænni goðafræði}}
{{Knattspyrnulið
| Fullt nafn = Breiðablik
| Mynd = [[Mynd:Breidablik.png|130px]]
| Gælunafn =
| Stofnað = 12. febrúar 1950
| Leikvöllur = [[Kópavogsvöllur]] og [[Smárinn (íþróttahús)|Smárinn]]
| Stærð = 2.501
| Stjórnarformaður = [[Flosi Eiríksson]], formaður knattspyrnudeildar
| Knattspyrnustjóri = Karla: {{ISL}} [[Halldór Árnason]],<br>Kvenna: {{ISL}} [[Ásmundur Arnarsson]]
| Deild = [[Úrvalsdeild karla í knattspyrnu|Pepsí deild karla]],<br>[[Úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu|Pepsí deild kvenna]],<br>[[Iceland Express-deild karla]]
| Tímabil = 2024
| Staðsetning = 1. sæti (karla),<br> ?. sæti (kvenna)
| pattern_la1 = _shoulder_stripes_white_stripes_half
| pattern_b1 = _adidas_snake_white_white_shoulder_stripes
| pattern_ra1 = _shoulder_stripes_white_stripes_half|
| leftarm1 = 1a7e48
| body1 = 197b48
| rightarm1 = 197b48
| shorts1 = FFFFFF
| socks1 = FFFFFF
| pattern_la2 = _nig10a
| pattern_b2 = _nig10a
| pattern_ra2 = _nig10a
| leftarm2 = FFFFFF
| body2 = FFFFFF
| rightarm2 = FFFFFF
| shorts2 = 1a7b48
| socks2 = 1a7b48
| pattern_b3 = _gais1112h
| pattern_ra3 = _gais1112h
| leftarm3 = 208040
| body3 = 208040
| rightarm3 = 208040
| shorts3 = 000000
| socks3 = 000000
}}
'''Breiðablik''' er [[Ísland|íslenskt]] ungmennafélag sem keppir í [[dans]]i, [[Frjálsar íþróttir|frjálsum íþróttum]], [[karate]], [[knattspyrna|knattspyrnu]], [[kraftlyftingar|kraftlyftingum]], [[körfuknattleikur|körfuknattleik]], [[Rafíþrótt|rafíþróttum]], [[skíðaíþróttir|skíðaíþróttum]], [[sund (hreyfing)|sundi]] og [[taekwondo]].
Félagið var stofnað 12. febrúar [[1950]].
Umgjörðin sem Breiðablik hefur uppá að bjóða er ein sú langbesta á Íslandi í dag enda hefur liðið tvö knattspyrnuhús í Kópavogi að velja úr ásamt frábærum grasvöllum um allan Kópavogsbæ. Kópavogsvöllur er heimavöllur liðsins.
Kvennalið Breiðabliks í fóltbolta varð fyrsta íslenska knattspyrnuliðið til að komast í riðlakeppni í Evrópukeppni þegar þær tóku þátt í [[Meistaradeild kvenna í knattspyrnu 2021-2022]].
== Titlar ==
=== Knattspyrna kvenna ===
* 19 sinnum [[Úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu|Íslandsmeistarar]]
* 11 sinnum [[Bikarkeppni kvenna í knattspyrnu|bikarmeistarar]]
* 3 sinnum [[Deildarbikarkeppni kvenna í knattspyrnu|deildarbikarmeistarar]]
=== Knattspyrna karla ===
* 3 sinnum [[Úrvalsdeild karla í knattspyrnu|Íslandsmeistarar]]
* 1 sinni [[Bikarkeppni karla í knattspyrnu|bikarmeistarar]]
* 2 sinnum [[Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu|deildarbikarmeistarar]]
=== Körfuknattleikur kvenna===
* 1 sinni [[Úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik|Íslandsmeistarar]]
{{s|1950}}
[[Flokkur:Breiðablik]]
[[Flokkur:Íslensk frjálsíþróttafélög|Breiðablik]]
[[Flokkur:Íslensk karatefélög|Breiðablik]]
[[Flokkur:Íslensk knattspyrnufélög|Breiðablik]]
[[Flokkur:Íslensk kraftlyftingafélög|Breiðablik]]
[[Flokkur:Íslensk körfuknattleiksfélög|Breiðablik]]
[[Flokkur:Íslensk sundfélög|Breiðablik]]
[[Flokkur:Íslensk skíðaíþróttafélög|Breiðablik]]
[[Flokkur:Íslensk sundfélög|Breiðablik]]
[[Flokkur:Íslensk taekwondo-félög|Breiðablik]]
snbdly2nccqfevaid08944po6qfp9sk
Michael Jordan
0
49485
1921869
1921238
2025-06-28T09:14:05Z
Alvaldi
71791
Uppfært
1921869
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox basketball biography
| name = Michael Jordan
| image = Jordan by Lipofsky 16577.jpg
| caption =
| alt =
| birth_date = {{birth date and age|1963|2|17}}
| birth_place = [[Brooklyn|Brooklyn, New York]], U.S.
| height_ft = 6
| height_in = 6
| weight_lbs = 216
| national_team = {{flagdeco|USA}} [[Bandaríska karlalandsliðið í körfuknattleik|Bandaríkin]] (1983–1984, 1992)
| college = North Carolina (1981–1984)
| draftyear = 1984
| draftround = 1
| draftpick = 3
| draftteam = [[Chicago Bulls]]
| career_start = 1984–1993, 1995–1998, 2001
| career_end = 2003
| career_position = Skotbakvörður
| career_number = 23, 12,{{efn|Jordan lék í ómerktri treyju númer 12 í leik á móti [[Orlando Magic]] þann 14. febrúar 1990 eftir að treyju hans númer 23 hafði verið stolið.<ref>Chris Strauss (December 12, 2012). [https://www.usatoday.com/story/gameon/2012/12/12/nba-jordan-bulls-12/1763265/ "The greatest No. 12 that no one is talking about"]. {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20221008123352/https://www.usatoday.com/story/gameon/2012/12/12/nba-jordan-bulls-12/1763265/ |date=October 8, 2022 }}. ''USA Today''. Retrieved October 30, 2023.</ref>}} 45
| years1 = 1984–1992
| team1 = [[Chicago Bulls]]
| years2 = 1994–1998
| team2= [[Chicago Bulls]]
| years3 = 2001–2003
| team3 = [[Washington Wizards]]
| stats_league = NBA
| stat1label = Stig
| stat1value = 32.292 (30,1 ppg)
| stat2label = Fráköst
| stat2value = 6.672 (6,2 rpg)
| stat3label = Stoðsendingar
| stat3value = 5.633 (5,3 apg)
}}
'''Michael Jeffrey Jordan''' (fæddur [[17. febrúar]] [[1963]] í [[Brooklyn]], [[New York borg|New York]]) er fyrrverandi [[Körfuknattleikur|körfuknattleiksmaður]]. Hann er talinn einn af bestu körfuknattleiksmönnum allra tíma, ef ekki sá besti og var einn best markaðssetti íþróttamaður sinnar kynslóðar ásamt því að leika lykilhlutverk í að breiða út vinsældir körfuknattleiks á heimsvísu á 9. og 10. áratug 20. aldar. Hann lék lengst af ferli sínum í [[NBA]]-deildinni með liði [[Chicago Bulls]], en tvö síðustu árin var hann liðsmaður [[Washington Wizards]]. Jordan spilaði 15 tímabil í NBA og vann 6 titla með Bulls. Hann er 5. stigahæsti leikmaður allra tíma í NBA.
Frá 1981–1984 spilaði hann í háskólaboltanum með Norður-Karólínuháskóla undir stjórn [[Dean Smith (körfubolti)|Dean Smith]]. Í úrslitunum 1982 gegn Georgetown, þar sem verðandi NBA-andstæðingurinn [[Patrick Ewing]] spilaði, skoraði Jordan sigurkörfuna með stökkskoti.
Jordan gekk til liðs við Bulls árið 1984 og var 3. í nýliðavalinu á eftir [[Hakeem Olajuwon]], sem valinn var af [[Houston Rockets]], og Sam Bowie, sem valinn var af [[Portland Trail Blazers]].
Jordan varð oftsinnis stigakóngur deildarinnar. Hann var eini leikmaðurinn utan [[Wilt Chamberlain]] sem skoraði yfir 3.000 stig á tímabili (1986-1987). En var einnig talinn einn af bestu varnarmönnunum og var valinn 9 sinnum í varnarlið ársins. Jordan hafði mikinn stökkkraft og sýndi það m.a. með stökki af vítalínunni í troðslukeppnum ( sem hann vann tvívegis). Hann hlaut viðurnefnin ''Air Jordan'' og ''His Airness''. Körfuboltaskór frá Nike voru á nafninu Air Jordan og fleiri vörur. Hann fékk hlutdeild af seldum skóm.
Jordan hætti í körfubolta árið 1993 stuttu eftir að faðir hans var skotinn til bana. Hann spreytti sig á í [[hafnabolti|hafnabolta]] en sneri aftur í NBA árið 1995 og vann aðra 3 titla með Bulls þrisvar í röð eins og hann gerði 1991-1993. Hann hætti aftur árið 1998 en sneri aftur 2001-2001 og spilaði fyrir [[Washington Wizards]] 2001-2003. Liðið komst ekki í úrslitakeppnina og Jordan var óánægður með liðsfélagana.
Með landsliði Bandaríkjanna lék hann 30 leiki á fjórum stórmótum og vann hann gull á þeim öllum: Pan-ameríska keppnin 1983, Sumarólympíuleikanna 1984, Ameríkumótið 1992 og Sumarólympíuleika 1992.
Jordan var eigandi og formaður NBA-liðsins [[Charlotte Hornets]] 2010-2023. Hann á 23XI Racing í NASCAR-kappakstrinum.
''The Last Dance'' er heimildamyndasería sem kom út árið 2020 um Jordan og tíma hans hjá Chicago Bulls.
==Titlar og verðlaun==
===Félagslið===
====Titlar====
* [[NBA]] meistari (6): 1991, 1992, 1993, 1996, 1997, 1998
* [[McDonald's meistaramótið]]: 1997
====Viðurkenningar og verðlaun====
* Mikilvægasti leikmaður NBA Úrslitanna (6), 1991, 1992, 1993, 1996, 1997, 1998
* Mikilvægasti leikmaður NBA (5), 1988, 1991, 1992, 1996, 1998
* Nýliði ársins í NBA: 1985
* Varnarmaður ársins í NBA: 1988
* Varnarlið ársins í NBA (10): 1987–1993, 1996–1998
* Stigakóngur NBA (10): 1987–1993, 1996–1998
* Flestir stolnir boltar í NBA (3): 1988, 1990, 1993
* Stjörnulið NBA (14): 1985–1993, 1996–1998, 2002, 2003
* Sigurvegari troðslukeppninnar NBA (2): 1987, 1988
* Besti leikmaður [[McDonald's meistaramótið|McDonald's meistaramótsins]]: 1997
===Landslið===
*Ólympíuleikarnir (2): 1984, 1992
*Ameríkuleikarnir: 1992
*Pan-Americanleikarnir: 1983
== Punktar ==
{{notelist}}
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{DEFAULTSORT:Jordan, Michael}}
{{fe|1963|Jordan, Michael}}
[[Flokkur:Bandarískir körfuknattleiksmenn]]
[[Flokkur:Bandarískir Ólympíuverðlaunahafar]]
[[Flokkur:NBA leikmenn]]
qfd7yv41sed9j5ml16v34ve20ybhn0a
1921870
1921869
2025-06-28T09:15:06Z
Alvaldi
71791
Ártöl löguð, fjarlægði reit sem þarf ekki þar sem hann er endurtekning á liðsferlinum.
1921870
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox basketball biography
| name = Michael Jordan
| image = Jordan by Lipofsky 16577.jpg
| caption =
| alt =
| birth_date = {{birth date and age|1963|2|17}}
| birth_place = [[Brooklyn|Brooklyn, New York]], U.S.
| height_ft = 6
| height_in = 6
| weight_lbs = 216
| national_team = {{flagdeco|USA}} [[Bandaríska karlalandsliðið í körfuknattleik|Bandaríkin]] (1983–1984, 1992)
| college = North Carolina (1981–1984)
| draftyear = 1984
| draftround = 1
| draftpick = 3
| draftteam = [[Chicago Bulls]]
| career_position = Skotbakvörður
| career_number = 23, 12,{{efn|Jordan lék í ómerktri treyju númer 12 í leik á móti [[Orlando Magic]] þann 14. febrúar 1990 eftir að treyju hans númer 23 hafði verið stolið.<ref>Chris Strauss (December 12, 2012). [https://www.usatoday.com/story/gameon/2012/12/12/nba-jordan-bulls-12/1763265/ "The greatest No. 12 that no one is talking about"]. {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20221008123352/https://www.usatoday.com/story/gameon/2012/12/12/nba-jordan-bulls-12/1763265/ |date=October 8, 2022 }}. ''USA Today''. Retrieved October 30, 2023.</ref>}} 45
| years1 = 1984–1993
| team1 = [[Chicago Bulls]]
| years2 = 1995–1998
| team2= [[Chicago Bulls]]
| years3 = 2001–2003
| team3 = [[Washington Wizards]]
| stats_league = NBA
| stat1label = Stig
| stat1value = 32.292 (30,1 ppg)
| stat2label = Fráköst
| stat2value = 6.672 (6,2 rpg)
| stat3label = Stoðsendingar
| stat3value = 5.633 (5,3 apg)
}}
'''Michael Jeffrey Jordan''' (fæddur [[17. febrúar]] [[1963]] í [[Brooklyn]], [[New York borg|New York]]) er fyrrverandi [[Körfuknattleikur|körfuknattleiksmaður]]. Hann er talinn einn af bestu körfuknattleiksmönnum allra tíma, ef ekki sá besti og var einn best markaðssetti íþróttamaður sinnar kynslóðar ásamt því að leika lykilhlutverk í að breiða út vinsældir körfuknattleiks á heimsvísu á 9. og 10. áratug 20. aldar. Hann lék lengst af ferli sínum í [[NBA]]-deildinni með liði [[Chicago Bulls]], en tvö síðustu árin var hann liðsmaður [[Washington Wizards]]. Jordan spilaði 15 tímabil í NBA og vann 6 titla með Bulls. Hann er 5. stigahæsti leikmaður allra tíma í NBA.
Frá 1981–1984 spilaði hann í háskólaboltanum með Norður-Karólínuháskóla undir stjórn [[Dean Smith (körfubolti)|Dean Smith]]. Í úrslitunum 1982 gegn Georgetown, þar sem verðandi NBA-andstæðingurinn [[Patrick Ewing]] spilaði, skoraði Jordan sigurkörfuna með stökkskoti.
Jordan gekk til liðs við Bulls árið 1984 og var 3. í nýliðavalinu á eftir [[Hakeem Olajuwon]], sem valinn var af [[Houston Rockets]], og Sam Bowie, sem valinn var af [[Portland Trail Blazers]].
Jordan varð oftsinnis stigakóngur deildarinnar. Hann var eini leikmaðurinn utan [[Wilt Chamberlain]] sem skoraði yfir 3.000 stig á tímabili (1986-1987). En var einnig talinn einn af bestu varnarmönnunum og var valinn 9 sinnum í varnarlið ársins. Jordan hafði mikinn stökkkraft og sýndi það m.a. með stökki af vítalínunni í troðslukeppnum ( sem hann vann tvívegis). Hann hlaut viðurnefnin ''Air Jordan'' og ''His Airness''. Körfuboltaskór frá Nike voru á nafninu Air Jordan og fleiri vörur. Hann fékk hlutdeild af seldum skóm.
Jordan hætti í körfubolta árið 1993 stuttu eftir að faðir hans var skotinn til bana. Hann spreytti sig á í [[hafnabolti|hafnabolta]] en sneri aftur í NBA árið 1995 og vann aðra 3 titla með Bulls þrisvar í röð eins og hann gerði 1991-1993. Hann hætti aftur árið 1998 en sneri aftur 2001-2001 og spilaði fyrir [[Washington Wizards]] 2001-2003. Liðið komst ekki í úrslitakeppnina og Jordan var óánægður með liðsfélagana.
Með landsliði Bandaríkjanna lék hann 30 leiki á fjórum stórmótum og vann hann gull á þeim öllum: Pan-ameríska keppnin 1983, Sumarólympíuleikanna 1984, Ameríkumótið 1992 og Sumarólympíuleika 1992.
Jordan var eigandi og formaður NBA-liðsins [[Charlotte Hornets]] 2010-2023. Hann á 23XI Racing í NASCAR-kappakstrinum.
''The Last Dance'' er heimildamyndasería sem kom út árið 2020 um Jordan og tíma hans hjá Chicago Bulls.
==Titlar og verðlaun==
===Félagslið===
====Titlar====
* [[NBA]] meistari (6): 1991, 1992, 1993, 1996, 1997, 1998
* [[McDonald's meistaramótið]]: 1997
====Viðurkenningar og verðlaun====
* Mikilvægasti leikmaður NBA Úrslitanna (6), 1991, 1992, 1993, 1996, 1997, 1998
* Mikilvægasti leikmaður NBA (5), 1988, 1991, 1992, 1996, 1998
* Nýliði ársins í NBA: 1985
* Varnarmaður ársins í NBA: 1988
* Varnarlið ársins í NBA (10): 1987–1993, 1996–1998
* Stigakóngur NBA (10): 1987–1993, 1996–1998
* Flestir stolnir boltar í NBA (3): 1988, 1990, 1993
* Stjörnulið NBA (14): 1985–1993, 1996–1998, 2002, 2003
* Sigurvegari troðslukeppninnar NBA (2): 1987, 1988
* Besti leikmaður [[McDonald's meistaramótið|McDonald's meistaramótsins]]: 1997
===Landslið===
*Ólympíuleikarnir (2): 1984, 1992
*Ameríkuleikarnir: 1992
*Pan-Americanleikarnir: 1983
== Punktar ==
{{notelist}}
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{DEFAULTSORT:Jordan, Michael}}
{{fe|1963|Jordan, Michael}}
[[Flokkur:Bandarískir körfuknattleiksmenn]]
[[Flokkur:Bandarískir Ólympíuverðlaunahafar]]
[[Flokkur:NBA leikmenn]]
jqvdifvmyl7m7mfyjao2iree4eq6xlq
Jack Nicholson
0
50898
1921858
1921386
2025-06-28T01:52:36Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921858
wikitext
text/x-wiki
{{Leikari
| name = Jack Nicholson
| image = Jack Nicholson 2001.jpg
| imagesize = 200px
| caption = Jack Nicholson árið 2001
| birthdate = {{Fæðingardagur og aldur|1937|4|22}}
| birthplace = {{USA}} [[Neptune (borg)|Neptune]], [[New Jersey]], [[USA]]
| birthname = John Joseph Nicholson
| othername =
| spouse = [[Sandra Knight]] (1962-1968) (skilin) 1 barn
| notable role = '''George Hanson''' í ''[[Easy Rider]]''<br />'''Robert Eroica Dupea''' í ''[[Five Easy Pieces]]''<br />'''Billy “Bad Ass” Buddusky''' í ''[[The Last Detail]]''<br />'''J.J. “Jake” Gittes''' í ''[[Chinatown (kvikmynd)|Chinatown]]''<br />'''Randle Patrick McMurphy''' í ''[[One Flew Over the Cuckoo's Nest (kvikmynd)|One Flew Over the Cuckoo's Nest]]''<br />'''Jack Torrance''' í ''[[The Shining (kvikmynd)|The Shining]]''<br />'''Eugene O'Neill''' í ''[[Reds (kvikmynd)|Reds]]''<br />'''Garrett Breedlove''' í ''[[Terms of Endearment]]''<br />'''Charley Partanna''' í ''[[Prizzi's Honor]]''<br />'''Francis Phelan''' í ''[[Ironweed]]''<br /> '''[[Jóker (teiknimyndapersóna)|Jack Naiper/Jókerinn]]''' í ''[[Batman (1989 kvikmynd)|Batman]]''<br />'''Col. Nathan R. Jessep''' í ''[[A Few Good Men]]''<br />'''Melvin Udall''' í ''[[As Good as It Gets]]''<br />'''Warren Schmidt''' í ''[[About Schmidt]]''<br />'''Francis "Frank" Costello''' í ''[[The Departed]]''
| academyawards = '''Besti leikari''' <br /> [[1975]] ''[[One Flew Over the Cuckoo's Nest (kvikmynd)|One Flew Over the Cuckoo's Nest]]''<br />[[1997]] ''[[As Good As It Gets]]'' <br /> '''Besti leikari í aukahlutverki''' <br />[[1983]] ''[[Terms of Endearment]]''
| goldenglobeawards = '''Besti leikari (drama)''' <br /> [[1975]] ''[[Chinatown (kvikmynd)|Chinatown]]'' <br /> [[1976]] ''[[One Flew Over the Cuckoo's Nest (kvikmynd)|One Flew Over the Cuckoo's Nest]]'' <br /> [[2003]] ''[[About Schmidt]]'' <br /> '''Besti leikari (tónlistar- eða gamanmynd)''' <br /> [[1986]] ''[[Prizzi's Honor]]'' <br /> [[1998]] ''[[As Good as It Gets]]'' <br /> '''Besti leikari í aukahlutverki''' <br /> [[1984]] ''[[Terms of Endearment]]'' <br /> '''Cecil B. DeMille-verðlaunin''' (1999)
| baftaawards = '''Besti leikari''' <br /> [[1974]] ''[[Chinatown (kvikmynd)|Chinatown]]'' ; ''[[The Last Detail]]'' <br /> [[1976]] ''[[One Flew Over the Cuckoo's Nest (kvikmynd)|One Flew Over the Cuckoo's Nest]]'' <br />
'''Besti leikari í aukahlutverki''' <br /> [[1982]] ''[[Reds (kvikmynd)|Reds]]''
| sagawards = '''Besti leikari''' <br /> [[1997]] ''[[As Good as It Gets]]''
| afiawards = '''Verðlaun fyrir framúrskarandi frammistöðu um ævina''' ([[1994]])
}}
'''John Joseph Nicholson''' (f. [[22. apríl]] [[1937]] í [[Neptune]], [[New Jersey]]), best þekktur sem '''Jack Nicholson''', er [[Bandaríkin|bandarískur]] [[leikari]].
== Ævi ==
=== Yngri ár ===
Nicolson fæddist á Jersey Shore Medical Center í [[Neptune]], [[New Jersey]]. Móðir hans hét June Frances Nicholson (betur þekkt sem ''June Nilson'') sem starfaði sem [[fatafella]].<ref>[http://www.evesmag.com/nicholsoniii.htm Young Jack Nicholson: Auspicious Beginnings] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20080803015907/http://www.evesmag.com/nicholsoniii.htm |date=2008-08-03 }}, Eve Berliner, 2001. Skoðað 7. júlí 2007</ref> Þann [[16. október]] [[1936]], 6 mánuðum áður en Nicholson fæddist hafði June gifst [[Donald Furcillo]] í Elkton, Maryland.<ref>[http://www.evesmag.com/jackmarriage.htm Marriage certificate of June Nilson and Donald Furcillo] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20081011021928/http://www.evesmag.com/jackmarriage.htm |date=2008-10-11 }}, Young Jack Nicholson: Auspicious Beginnings, Eve Berliner, 2001. Skoðað 7. júlí 2007.</ref> Þó svo að Donald Furcillo hafi staðfest að hann sé faðir Nicholson heldur [[Patrick McGilligan]] því fram að raunverulegi faðir Nicholsons sé Eddie King, umboðsmaður June.<ref name="cf">http://www.cigaraficionado.com/Cigar/CA_Profiles/People_Profile/0,2540,21,00.html {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20100331152748/http://www.cigaraficionado.com/Cigar/CA_Profiles/People_Profile/0,2540,21,00.html |date=2010-03-31 }} , Skoðað 7. júlí 2007.</ref> Nicholson hefur neitað að úr sér verði skoðað [[DNA]]-sýni til að athuga hver hans raunverulegi faðir sé.
Móðir June, Ethel, krafðist þess að taka Nicholson að sér í fóstur svo að June gæti einbeitt sér að starfsferli sínum.<ref name="cf"/> Nicholson hélt að afi hans og amma, Ethel May Rhoads og John J. Nicholson, væru foreldrar hans. Nicholson komst að því að svo var ekki árið [[1974]], þegar hann var 37 ára gamall. Blaðamaður frá „''[[Time Magazine]]''“ komst að þessu við skrif á grein um líf Nicholsons. Þá höfðu bæði móðir hans og amma látist, en þær voru þær einu sem vissu hver raunverulegi faðir hans var.<ref>http://www.jacknicholson.org/1984RollingStone.html {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20081021095326/http://www.jacknicholson.org/1984RollingStone.html |date=2008-10-21 }}. Skoðað 7. júlí 2007</ref>
Nicholson ólst upp [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólskur]],<ref>http://www.adherents.com/people/pn/Jack_Nicholson.html {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20151009094822/http://www.adherents.com/people/pn/Jack_Nicholson.html |date=2015-10-09 }}. Skoðað 7. júlí 2007</ref> en í viðtali við ''Vanity Fair'' árið [[1992]] sagðist hann ekki trúa á Guð enn.<ref>https://web.archive.org/web/20060508105408/http://www.ronaldbrucemeyer.com/rants/0422b-almanac.htm. Skoðað 7. júlí 2007</ref>
=== Upphaf leiklistarferils ===
Þegar Nicholson flutti til [[Hollywood]] var honum boðið starf hjá teiknimyndarisanum [[Hanna-Barbera]], en hann neitaði. Hann vildi heldur verða leikari.<ref>McGilligan, P.: ''Jack's Life''. W.W. Norton & Company, 1994</ref>
Nicholson hóf feril sinn sem leikari, handritshöfundur og kvikmyndaframleiðandi. Hann starfaði hjá og með [[Roger Corman]], ásamt öðrum. Hann skrifaði handritin og lék lítil hlutverk í myndunum ''[[The Cry Baby Killer]]'' ([[1958]]), ''[[The Little Shop of Horrors]]'' ([[1960]]), ''[[The Raven]]'' ([[1963]]) og ''[[The Terror]]'' ([[1963]]). Í ''The Terror'' vann hann með [[Sandra Knight]], sem hann giftist síðar.
=== Leiðin til frama ===
Nicholson hlaut sinn fyrsta [[Óskarsverðlaunin|Óskar]] fyrir leik sinn í kvikmyndinni [[One Flew Over the Cuckoo's Nest (kvikmynd)|One Flew Over the Cuckoo's Nest]] sem besti leikari í aðalhlutverki árið [[1975]]. Aðrar stórar kvikmyndir sem Nicholson hefur leikið í eru ''[[The Shining (kvikmynd)|The Shining]]'' ([[1980]]), ''[[Batman (1989 kvikmynd)|Batman]]'' ([[1989]]), ''[[As Good as It Gets]]'' ([[1997]]), ''[[About Schmidt]]'' ([[2002]]), ''[[Anger Management]]'' ([[2003]]), ''[[The Departed]]'' ([[2006]])
=== Einkalíf ===
Samkvæmt tímaritinu [[Maxim (tímarit)|Maxim]] hefur Nicholson sofið hjá yfir 2.000 kvenmönnum<ref>http://www.nydailynews.com/05-18-2006/news/story/418764p-353685c.html {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070304110807/http://www.nydailynews.com/05-18-2006/news/story/418764p-353685c.html |date=2007-03-04 }}. Skoðað 7. júlí 2007</ref> Hann á 5 börn með 4 mismunandi konum en hefur aðeins verið giftur einu sinni.<ref name="imdb bio">http://www.imdb.com/name/nm0000197/bio. Skoðað 7. júlí 2007</ref>
Börn hans eru:
* [[Jennifer Nicholson]] (f. [[1963]]) með [[Sandra Knight]] (giftur frá [[17. júní]] [[1962]] – [[8. ágúst]] [[1968]])
* [[Caleb Goddard]] (f. [[1970]]) með [[Susan Anspach]].
* [[Honey Hollman]] (f. [[1981]]) með [[Winnie Hollman]].
* [[Lorraine Nicholson]] (f. [[1990]]) og [[Raymond Nicholson]] (f. [[1992]]) með [[Rebecca Broussard]].
Lengsta sambandið hans spannaði yfir 17 ára tímabil, en það var með leikkonunni [[Anjelica Huston]], dóttir kvikmyndaleikstjórans [[John Huston]]. Sambandinu lauk þegar Anjelicu bárust fréttir af því að [[Rebecca Broussard]] væri ólétt eftir Jack.
== Verðlaun og tilnefningar ==
[[Mynd:Jack Nicholson footprint.JPG|225px|left|thumb|För eftir fætur og hendur Jack Nicholson, ásamt undirskrift hans við Grauman's Chinese Theatre.]]
=== [[Óskarsverðlaunin|Óskarinn]] ===
[[Mynd:DennisHopperJackNicholson.jpg|225px|left|thumb|[[Dennis Hopper]] and Jack Nicholson á 62. Óskarsverðlaunahátíðinni.]]
Nicholson hefur verið tilnefndur fyrir leik (aðal- eða aukahlutverk) á fimm mismunandi áratugum: 7. áratug 20. aldar, 8. áratug 20. aldar, 9. áratug 20. aldar, 10. áratug 20. aldar og 1. áratug 21. aldar. Aðeins einn leikari hefur afrekað það sama, [[Michael Caine]].
Nicholson hefur verið tilnefndur 12 sinnum (8 sinnum fyrir aðallhlutverk og 4 sinnum fyrir aukahlutverk). Hann hefur fengið flestar tilnefningar karlleikara í sögu Óskarsins. Hann hefur unnið Óskarinn samtals þrisvar sinnum.
* Tilnefndur: Besti leikari í aukahlutverki, ''[[Easy Rider]]'' (1969)
* Tilnefndur: Besti leikari í aðalhlutverki, ''[[Five Easy Pieces]]'' (1970)
* Tilnefndur: Besti leikari í aðalhlutverki, ''[[The Last Detail]]'' (1973)
* Tilnefndur: Besti leikari í aðalhlutverki, ''[[Chinatown (kvikmynd)|Chinatown]]'' (1974)
* Hlaut: Besti leikari í aðalhlutverki, ''[[One Flew Over the Cuckoo's Nest (kvikmynd)|One Flew Over the Cuckoo's Nest]]'' (1975)
* Tilnefndur: Besti leikari í aukahlutverki, ''[[Reds (kvikmynd)|Reds]]'' (1981)
* Hlaut: Besti leikari í aukahlutverki, ''[[Terms of Endearment]]'' (1983)
* Tilnefndur: Besti leikari í aðalhlutverki, ''[[Prizzi's Honor]]'' (1985)
* Tilnefndur: Besti leikari í aðalhlutverki, ''[[Ironweed]]'' (1987)
* Tilnefndur: Besti leikari í aukahlutverki, ''[[A Few Good Men]]'' (1992)
* Hlaut: Besti leikari í aðalhlutverki, ''[[As Good as It Gets]]'' (1997)
* Tilnefndur: Besti leikari í aðalhlutverki, ''[[About Schmidt]]'' (2002)
=== BAFTA-verðlaunin ===
* Tilnefndur: Besti leikari í aukahlutverki, ''[[Easy Rider]]'' (1970)
* Hlaut: Besti leikari í aðalhlutverki, ''[[The Last Detail]]'' (1975)
* Hlaut: Besti leikari í aðalhlutverki, ''[[Chinatown (kvikmynd)|Chinatown]]'' (1975)
* Hlaut: Besti leikari í aðalhlutverki, ''[[One Flew Over the Cuckoo's Nest (kvikmynd)|One Flew Over the Cuckoo's Nest]]'' (1977)
* Hlaut: Besti leikari í aukahlutverki, ''[[Reds (film)|Reds]]'' (1983)
* Tilnefndur: Besti leikari í aukahlutverki, ''[[Batman (1989 kvikmynd)|Batman]]'' (1990)
* Tilnefndur: Besti leikari í aðalhlutverki, ''[[About Schmidt]]'' (2003)
* Tilnefndur: Besti leikari í aukahlutverki, ''[[The Departed]]'' (2007)
=== Golden Globe-verðlaunin ===
* Tilnefndur: Besti leikari í aukahlutverki, ''[[Easy Rider]]'' (1969)
* Tilnefndur: Besti leikari í aðalhlutverki (drama), ''[[Five Easy Pieces]]'' (1970)
* Tilnefndur: Besti leikari í aðalhlutverki (drama), ''[[Carnal Knowledge]]'' (1971)
* Tilnefndur: Besti leikari í aðalhlutverki (drama), ''[[The Last Detail]]'' (1973)
* Hlaut: Besti leikari í aðalhlutverki (drama), ''[[Chinatown (kvikmynd)|Chinatown]]'' (1974)
* Hlaut: Besti leikari í aðalhlutverki (drama), ''[[One Flew Over the Cuckoo's Nest (kvikmynd)|One Flew Over the Cuckoo's Nest]]'' (1975)
* Tilnefndur: Besti leikari í aukahlutverki, ''[[Reds (kvikmynd)|Reds]]'' (1981)
* Hlaut: Besti leikari í aukahlutverki, ''[[Terms of Endearment]]'' (1983)
* Hlaut: Besti leikari í aðalhlutverki (tónlistar-/gamanmynd), ''[[Prizzi's Honor]]'' (1985)
* Tilnefndur: Besti leikari í aðalhlutverki (drama), ''[[Ironweed]]'' (1987)
* Tilnefndur: Besti leikari í aðalhlutverki (tónlistar-/gamanmynd), ''[[Batman (1989 kvikmynd)|Batman]]'' (1989)
* Tilnefndur: Besti leikari í aukahlutverki, ''[[A Few Good Men]]'' (1992)
* Tilnefndur: Besti leikari í aðalhlutverki (drama), ''[[Hoffa]]'' (1992)
* Hlaut: Besti leikari í aðalhlutverki (tónlistar-/gamanmynd), ''[[As Good as It Gets]]'' (1997)
* Hlaut: Cecil B. DeMille-verðlaunin (1999)
* Hlaut: Besti leikari í aðalhlutverki (drama), ''[[About Schmidt]]'' (2002)
* Tilnefndur: Besti leikari í aðalhlutverki (tónlistar-/gamanmynd), ''[[Something's Gotta Give]]'' (2003)
* Tilnefndur: Besti leikari í aukahlutverki, ''[[The Departed]]'' (2006)
=== Screen Actors Guild-verðlaunin ===
* Hlaut: Besti leikari í aðalhlutverki, ''[[As Good as It Gets]]'' (1997)
=== AFI-verðlaunin ===
Árið [[1994]] hlaut Nicholson [[AFI-verðlaunin]] fyrir leik um ævina.
== Kvikmyndaferill ==
{{Kvikmyndir með Jack Nicholson}}
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
== Tenglar ==
* {{imdb nafn|0000197}}
* {{nndb nafn|722/000022656}}
* [http://movies.yahoo.com/movie/contributor/1800020346 Jack Nicholson] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070704184516/http://movies.yahoo.com/movie/contributor/1800020346 |date=2007-07-04 }} á [[Yahoo! Movies]]
* [http://www.rollingstone.com/news/coverstory/jack_nicholson_secrets_of_the_great_seducer Rolling Stone viðtal við Jack Nicholson] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20080306201050/http://www.rollingstone.com/news/coverstory/jack_nicholson_secrets_of_the_great_seducer |date=2008-03-06 }}
* [http://www.jacknickolson.org/ Aðdáendasíða Jack Nicholson]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* [http://www.tv.com/person/64096/summary.html Jack Nicholson] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110722094306/http://www.tv.com/person/64096/summary.html |date=2011-07-22 }} á [[TV.com]]
{{DEFAULTSORT:Nicholson, Jack}}
[[Flokkur:Bandarískir leikarar]]
[[Flokkur:Óskarsverðlaunahafar í flokki besta karlleikara í aðalhlutverki]]
[[Flokkur:Óskarsverðlaunahafar í flokki besta karlleikara í aukahlutverki]]
{{f|1937}}
qtrijlo48jxlpe953v8ltnm2ojejdtt
Samband ungra framsóknarmanna
0
54843
1921866
1886375
2025-06-28T08:38:25Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921866
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálaflokkur
| flokksnafn_íslenska = Samband ungra Framsóknarmanna
| mynd =
| varaformaður = Hrafn Splidt Þorvaldsson
| formaður = Gunnar Ásgrímsson
| vefsíða = https://www.suf.is/
| stofnár = 1938
}}
'''Samband ungra Framsóknarmanna''' ('''SUF''') var stofnað þann [[13. júní]] árið [[1938]] á Laugarvatni. Sambandið mynda 20 svæðisbundin aðildarfélög. Hlutverk sambandsins er að kynna stefnu [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokksins]] á meðal ungs fólks á [[Ísland]]i, auka þátttöku og áhrif ungs fólks innan Framsóknarflokksins, berjast fyrir hagsmunamálum ungs fólks við stefnumótun innan flokksins og gera það hæfara til að taka þátt í stjórnmálastarfi.
Sambandsþing, sem haldið er árlega, er æðsta stofnun sambandsins. 13 manna stjórn fundar mánaðarlega. 6 manna framkvæmdastjórn sér um daglegan rekstur samtakanna. Skrifstofa sambandsins er að Hverfisgötu 33 í Reykjavík.
Sambandið á aðild að samtökum miðjuflokka, [[Nordiska Centerungdomens Förbund]] (NCF) sem eru samtök ungliðahreyfinga miðflokka á Norðurlöndum.
== Framkvæmdastjórn SUF ==
Formaður: Gunnar Ásgrímsson
Varaformaður: Hrafn Splidt Þorvaldsson
Ritari: Heiðdís Geirsdóttir
Gjaldkeri: Urður Björg Gísladóttir
Kynningarstjóri: Skúli Bragi Geirdal
Viðburðarstjóri: Ólöf Rún Pétursdóttir
Framkvæmdarstjórn sér um daglegan rekstur SUF<ref>{{Cite web|url=https://www.suf.is/stjorn.html|title=Framkvæmdastjórn|website=SUF|language=en|access-date=2022-01-07|archive-date=2022-01-07|archive-url=https://web.archive.org/web/20220107120026/https://www.suf.is/stjorn.html|url-status=dead}}</ref>
== Listi yfir formenn SUF<ref>{{Cite web|url=https://www.suf.is/sagan.html|title=Sagan|website=SUF|language=en|access-date=2022-09-20}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> ==
{| class="wikitable mw-collapsible"
|+
!Formaður
!Tímabil
|-
|Þórarinn Þórarinsson
|1938-1945
|-
|Jóhannes Elísasson
|1945-1948
|-
|Friðgeir Sveinsson
|1948-1952
|-
|Þráinn Valdimarsson
|1952-1956
|-
| Kristján Benediktsson
| 1956-1958
|-
|Jón Rafn Guðmundsson
|1958-1960
|-
|Örlygur Hálfdánarson
|1960-1966
|-
|Baldur Óskarsson
|1966-1970
|-
|Már Pétursson
|1970-1972
|-
|Elías Snæland Jónsson
|1972-1973
|-
|Eggert Jóhannesson
|1974-1975
|-
|Magnús Ólafsson
|1975-1978
|-
|Eiríkur Tómasson
|1978-1980
|-
|Guðni Ágústsson
|1980-1982
|-
|Finnur Ingólfsson
|1982-1986
|-
|Gissur Pétursson
|1986-1990
|-
|Siv Friðleifsdóttir
|1990-1992
|-
|Sigurður Sigurðsson
|1992-1993
|-
|Einar Kristján Jónsson
|1993-1994
|-
|Guðjón Ólafur Jónsson
|1994-1996
|-
|Árni Gunnarsson
|1996-1999
|-
|Einar Skúlason
|1999-2002
|-
|Dagný Jónsdóttir
|2002-2003
|-
|Haukur Logi Karlsson
|2003-2004
|-
|Jakob Hrafnsson
|2004-2008
|-
|Bryndís Gunnlaugsdóttir
|2008-2010
|-
|Sigurjón Kjærnested
|2010-2011
|-
|Ásta Hlín Magnúsdóttir
|2011-2013
|-
|Hafþór Eide Hafþórsson
|2013-2014
|-
|Helgi Haukur Hauksson
|2014-2015
|-
|Ágúst Bjarni Garðarsson
|2015-2016
|-
|Páll Marís Pálsson
|2016-2017
|-
|Sandra Rán Ásgrímsdóttir
|2017-2018
|-
|Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
|2018-2021
|-
|Unnur Þöll Benediktsdóttir
|2021-2023
|-
|Gunnar Ásgrímsson
|2023-
|}
== Tengill ==
<references />
* [http://www.suf.is/ Samband ungra Framsóknarmanna]
* [https://www.facebook.com/ungirframsoknarmenn Facebook]
* [https://www.instagram.com/ungframsokn/ Instagram]
[[Flokkur:Framsóknarflokkurinn]]
{{S|1938}}
mh35rvzrtw3njcepm3ceca42ezyr44s
Aðalstræti
0
56347
1921831
1841647
2025-06-27T18:07:34Z
Friðþjófur
104929
/* Forn hús við Aðalstræti */
1921831
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Center_Hotel,_Aðalstræti,_Reykjavík.jpg|thumb|right|Aðalstræti til suðurs árið 2016. Hægra megin sjást nýbyggingar frá síðari hluta 20. aldar, en vinstra megin sést Aðalstræti 7 (byggt um 1880) og gafl Miðbæjarmarkaðarins.]]
[[Mynd:Reykjavík.--Aðalstræti. (4558847490).jpg|thumb|Aðalstræti um 1900.]]
'''Aðalstræti''' er gata í miðbæ [[Reykjavík]]ur og er elsta og kannski sögufrægasta gata borgarinnar. Aðalstræti teygir sig frá mótum [[Túngata|Túngötu]] og [[Suðurgata|Suðurgötu]] í suðri til [[Vesturgata|Vesturgötu]] til norðurs. Upp af Aðalstræti til vesturs gengur [[Grjótagata]], [[Brattagata]] og [[Fischersund]]. Upprunalega í hinum danska Víkurbæ gekk Aðalstræti undir nöfnunum ''Hovedgaden'' eða ''Adelgaden''.
Núna nær Aðalstræti frá gatnamótum við [[Hafnarstræti (Reykjavík)|Hafnarstræti]] og Vesturgötu í norðri, til [[Kirkjustræti]]s í suðri, og er einstefnugata í norður með hámarkshraða 30 km/klst. Fyrir vestan götuna eru tvö nýbyggð hótel, tvær nýlegar skrifstofubyggingar og þrjú afar gömul hús, [[Ísafoldarhús]]ið, [[Geysishúsið]] og Aðalstræti 10, sem er elsta hús Reykjavíkur. Vestur úr götunni liggja Grjótagata, Brattagata og Fischersund inn í [[Grjótaþorp]] og austur úr henni [[Veltusund]] austur með fram [[Ingólfstorg]]i og [[Austurvöllur|Austurvelli]] til [[Pósthússtræti]]s. Austan við götuna eru [[Ingólfstorg]], eitt gamalt timburhús (Aðalstræti 7), eitt stórt steinsteypt hús ([[Miðbæjarmarkaðurinn]]), og [[Fógetagarðurinn]] þar sem áður var Schierbeck-garður og þar áður Víkurkirkjugarður.
==Saga==
Við Aðalstræti norðanvert eru [[Fornleifarannsóknir í Reykjavík|elstu þekktu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi]], rústir skála sem er talinn vera frá árabilinu 868-874 og þykir ekki ólíklegt að sé hin upprunalega Vík (eða Reykja-Vík) þar sem [[Ingólfur Arnarson]] nam land. Rústirnar voru grafnar upp veturinn 2001, og eru nú til sýnis almenningi á [[Landnámssýningin í Aðalstræti|Landnámssýningunni]] í kjallara nýbyggingar á horninu við Túngötu. Gatan dregur nafn sitt af því að þegar hún var lögð var hún eina gata Reykjavíkur, en það var á átjándu öld þegar [[Innréttingarnar]] stóðu sem hæst. Líklegt má telja að troðningur hafi legið þarna frá alda öðli frá bæjarhúsum Víkur og Víkurkirkju niður að sjónum, svo varla er hægt að tímasetja hvenær gatan varð eiginlega til. Gegnt Aðalstræti 12 var vatnsból sem nefndist síðar Ingólfsbrunnur og hefur þar verið settur upp [[vatnspóstur]] á nýjan leik til skrauts.
Við enda Austurstrætis stóð áður þyrping stórra timburhúsa, þar á meðal [[Hótel Ísland]] sem eyðilagðist í bruna árið 1944. Eftir það kom [[Bifreiðastöð Steindórs]] sér þar upp aðstöðu og bílaplani sem fékk seinna heitið [[Hallærisplanið]] og var vinsæll samkomustaður unglinga. Árið 1993 var Hallærisplaninu og svokölluðu Steindórsplani hinum megin við Austurstræti breytt í [[Ingólfstorg]].
Árið 1951 var gamalt timburhús við Aðalstræti 6 flutt að Efstasundi og framkvæmdir hófust við byggingu [[Morgunblaðshöllin|Morgunblaðshallarinnar]] sem var tekin í notkun 1955. Eftir 1980 stóð til að rífa [[Fjalakötturinn|Fjalaköttinn]], stórhýsi úr timbri við hlið Morgunblaðshallarinnar þar sem meðal annars hafði verið fyrsta kvikmyndahúsið í Reykjavík. Eftir miklar deilur var húsið rifið 1985 og í stað þess reis fjögurra hæða skrifstofu- og verslunarhús 1990. Árið 2003 var reist sex hæða hótelbygging við Aðalstræti 4, hinum megin við Morgunblaðshöllina.
==Húsnúmer==
Frá norðurenda Aðalstrætis, þar sem hún mætir Vesturgötu og Hafnarstræti, eru húsnúmer í Reykjavík talin. Er þá miðað við að séð frá þeim gatnamótum séu oddatöluhús vinstra megin við götu en hús með sléttum tölum hægra megin. Á sama hátt heitir [[Austurstræti]] svo vegna þess að það liggur í austur frá Aðalstræti, Vesturgata sömuleiðis í vestur og [[Suðurgata]] í suður (og reyndar örgatan Norðurstígur í norður).
== Forn hús við Aðalstræti ==
* ''Geysishúsið'', [[Aðalstræti 2]], sögufrægt verslunarhús frá árinu 1855.
* [[Fjalakötturinn]], elsta kvikmyndahús í heimi þegar húsið var rifið [[1985]].
* ''Gamli klúbbur og nýi'' - [[Thomas Henrik Thomsen]] veitingamaður í „klúbbnum“, bjó í gamla klúbbnum (''Scheelshúsi''), er stóð fyrir suðurenda Aðalstrætis. Skömmu síðar (eftir [[1844]]) var nýi klúbburinn reistur. Hann varð síðar aðsetur [[Hjálpræðisherinn|Hjálpræðishersins]]. Stóð nokkur hluti gamla klúbbsins að baki [[Herkastalinn|Herkastalans]], þangað til hann var rifinn og hið nýja hús hersins var reist (um [[1916]]).
* ''Ullarstofan'' - Ullarstofan var hús Innréttinganna og stóð syðst í Aðalstræti. Þar stóð síðar hús Davíðs Helgasonar Ólafssonar Bergmanns sem hann reisti um [[1830]], og þar sem núna er veitingastaðurinn [[Uppsalir (veitingahús)|Uppsalir]].
== Tenglar ==
* [http://www.timarit.is/?issueID=418822&pageSelected=25&lang=0 ''Aðalstræti (úr greininni Miðbærinn fyrir einni öld)''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1961]
* [http://www.timarit.is/?issueID=420534&pageSelected=6&lang=0 ''Skemmtistaður, gististaður og sjúkrahús''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1980]
* [http://www.timarit.is/?issueID=419180&pageSelected=3&lang=0 ''Svipast um í Aðalstræti''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1967]
* [http://www.timarit.is/?issueID=419253&pageSelected=0&lang=0 ''Elsta verslunarlóð í Reykjavík''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1968]
* [http://www.timarit.is/?issueID=418505&pageSelected=0&lang=0 ''Breskur hrossakaupmaður ætlaði að reisa gistihús í Reykjavík''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1957]
* [http://www.timarit.is/?issueID=435937&pageSelected=23&lang=0 ''Duchmaguer Fabrique huus 1753-1810''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1993]
* [http://www.timarit.is/?issueID=418127&pageSelected=4&lang=0 ''Gamla kirkjan í Aðalstræti, sem átti að verða dómkirkja''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1948]
* [http://www.timarit.is/?issueID=417952&pageSelected=0&lang=0 ''Merkasti bletturinn í Reykjavík''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1949]
* [http://timarit.is/?issueID=436936&pageSelected=5&lang=0 ''Duus kaupir af þeim málfiskinn''; grein í Morgunblaðinu 1997] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160305212647/http://timarit.is/?issueID=436936&pageSelected=5&lang=0 |date=2016-03-05 }}
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3379629 ''Hvað var við Aðalstræti austan götu?''; grein í Vísi 1978]
{{stubbur|Reykjavík}}
[[Flokkur:Götur í Reykjavík]]
[[Flokkur:Miðborg Reykjavíkur]]
bpl0ckmmazy5gxhbrdbs9lys698vzuw
1921838
1921831
2025-06-27T20:11:39Z
Friðþjófur
104929
/* Saga */ laga tengil
1921838
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Center_Hotel,_Aðalstræti,_Reykjavík.jpg|thumb|right|Aðalstræti til suðurs árið 2016. Hægra megin sjást nýbyggingar frá síðari hluta 20. aldar, en vinstra megin sést Aðalstræti 7 (byggt um 1880) og gafl Miðbæjarmarkaðarins.]]
[[Mynd:Reykjavík.--Aðalstræti. (4558847490).jpg|thumb|Aðalstræti um 1900.]]
'''Aðalstræti''' er gata í miðbæ [[Reykjavík]]ur og er elsta og kannski sögufrægasta gata borgarinnar. Aðalstræti teygir sig frá mótum [[Túngata|Túngötu]] og [[Suðurgata|Suðurgötu]] í suðri til [[Vesturgata|Vesturgötu]] til norðurs. Upp af Aðalstræti til vesturs gengur [[Grjótagata]], [[Brattagata]] og [[Fischersund]]. Upprunalega í hinum danska Víkurbæ gekk Aðalstræti undir nöfnunum ''Hovedgaden'' eða ''Adelgaden''.
Núna nær Aðalstræti frá gatnamótum við [[Hafnarstræti (Reykjavík)|Hafnarstræti]] og Vesturgötu í norðri, til [[Kirkjustræti]]s í suðri, og er einstefnugata í norður með hámarkshraða 30 km/klst. Fyrir vestan götuna eru tvö nýbyggð hótel, tvær nýlegar skrifstofubyggingar og þrjú afar gömul hús, [[Ísafoldarhús]]ið, [[Geysishúsið]] og Aðalstræti 10, sem er elsta hús Reykjavíkur. Vestur úr götunni liggja Grjótagata, Brattagata og Fischersund inn í [[Grjótaþorp]] og austur úr henni [[Veltusund]] austur með fram [[Ingólfstorg]]i og [[Austurvöllur|Austurvelli]] til [[Pósthússtræti]]s. Austan við götuna eru [[Ingólfstorg]], eitt gamalt timburhús (Aðalstræti 7), eitt stórt steinsteypt hús ([[Miðbæjarmarkaðurinn]]), og [[Fógetagarðurinn]] þar sem áður var Schierbeck-garður og þar áður Víkurkirkjugarður.
==Saga==
Við Aðalstræti norðanvert eru [[Fornleifarannsóknir í Reykjavík|elstu þekktu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi]], rústir skála sem er talinn vera frá árabilinu 868-874 og þykir ekki ólíklegt að sé hin upprunalega Vík (eða Reykja-Vík) þar sem [[Ingólfur Arnarson]] nam land. Rústirnar voru grafnar upp veturinn 2001, og eru nú til sýnis almenningi á [[Landnámssýningin í Aðalstræti|Landnámssýningunni]] í kjallara nýbyggingar á horninu við Túngötu. Gatan dregur nafn sitt af því að þegar hún var lögð var hún eina gata Reykjavíkur, en það var á átjándu öld þegar [[Innréttingarnar]] stóðu sem hæst. Líklegt má telja að troðningur hafi legið þarna frá alda öðli frá bæjarhúsum Víkur og Víkurkirkju niður að sjónum, svo varla er hægt að tímasetja hvenær gatan varð eiginlega til. Gegnt Aðalstræti 12 var vatnsból sem nefndist síðar Ingólfsbrunnur og hefur þar verið settur upp [[vatnspóstur]] á nýjan leik til skrauts.
Við enda Austurstrætis stóð áður þyrping stórra timburhúsa, þar á meðal [[Hótel Ísland]] sem eyðilagðist í bruna árið 1944. Eftir það kom [[Bifreiðastöð Steindórs]] sér þar upp aðstöðu og bílaplani sem fékk seinna heitið [[Hallærisplanið]] og var vinsæll samkomustaður unglinga. Árið 1993 var Hallærisplaninu og svokölluðu Steindórsplani hinum megin við Austurstræti breytt í [[Ingólfstorg]].
Árið 1951 var gamalt timburhús við Aðalstræti 6 flutt að Efstasundi og framkvæmdir hófust við byggingu [[Aðalstræti 6|Morgunblaðshallarinnar]] sem var tekin í notkun 1955. Eftir 1980 stóð til að rífa [[Fjalakötturinn|Fjalaköttinn]], stórhýsi úr timbri við hlið Morgunblaðshallarinnar þar sem meðal annars hafði verið fyrsta kvikmyndahúsið í Reykjavík. Eftir miklar deilur var húsið rifið 1985 og í stað þess reis fjögurra hæða skrifstofu- og verslunarhús 1990. Árið 2003 var reist sex hæða hótelbygging við Aðalstræti 4, hinum megin við Morgunblaðshöllina.
==Húsnúmer==
Frá norðurenda Aðalstrætis, þar sem hún mætir Vesturgötu og Hafnarstræti, eru húsnúmer í Reykjavík talin. Er þá miðað við að séð frá þeim gatnamótum séu oddatöluhús vinstra megin við götu en hús með sléttum tölum hægra megin. Á sama hátt heitir [[Austurstræti]] svo vegna þess að það liggur í austur frá Aðalstræti, Vesturgata sömuleiðis í vestur og [[Suðurgata]] í suður (og reyndar örgatan Norðurstígur í norður).
== Forn hús við Aðalstræti ==
* ''Geysishúsið'', [[Aðalstræti 2]], sögufrægt verslunarhús frá árinu 1855.
* [[Fjalakötturinn]], elsta kvikmyndahús í heimi þegar húsið var rifið [[1985]].
* ''Gamli klúbbur og nýi'' - [[Thomas Henrik Thomsen]] veitingamaður í „klúbbnum“, bjó í gamla klúbbnum (''Scheelshúsi''), er stóð fyrir suðurenda Aðalstrætis. Skömmu síðar (eftir [[1844]]) var nýi klúbburinn reistur. Hann varð síðar aðsetur [[Hjálpræðisherinn|Hjálpræðishersins]]. Stóð nokkur hluti gamla klúbbsins að baki [[Herkastalinn|Herkastalans]], þangað til hann var rifinn og hið nýja hús hersins var reist (um [[1916]]).
* ''Ullarstofan'' - Ullarstofan var hús Innréttinganna og stóð syðst í Aðalstræti. Þar stóð síðar hús Davíðs Helgasonar Ólafssonar Bergmanns sem hann reisti um [[1830]], og þar sem núna er veitingastaðurinn [[Uppsalir (veitingahús)|Uppsalir]].
== Tenglar ==
* [http://www.timarit.is/?issueID=418822&pageSelected=25&lang=0 ''Aðalstræti (úr greininni Miðbærinn fyrir einni öld)''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1961]
* [http://www.timarit.is/?issueID=420534&pageSelected=6&lang=0 ''Skemmtistaður, gististaður og sjúkrahús''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1980]
* [http://www.timarit.is/?issueID=419180&pageSelected=3&lang=0 ''Svipast um í Aðalstræti''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1967]
* [http://www.timarit.is/?issueID=419253&pageSelected=0&lang=0 ''Elsta verslunarlóð í Reykjavík''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1968]
* [http://www.timarit.is/?issueID=418505&pageSelected=0&lang=0 ''Breskur hrossakaupmaður ætlaði að reisa gistihús í Reykjavík''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1957]
* [http://www.timarit.is/?issueID=435937&pageSelected=23&lang=0 ''Duchmaguer Fabrique huus 1753-1810''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1993]
* [http://www.timarit.is/?issueID=418127&pageSelected=4&lang=0 ''Gamla kirkjan í Aðalstræti, sem átti að verða dómkirkja''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1948]
* [http://www.timarit.is/?issueID=417952&pageSelected=0&lang=0 ''Merkasti bletturinn í Reykjavík''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1949]
* [http://timarit.is/?issueID=436936&pageSelected=5&lang=0 ''Duus kaupir af þeim málfiskinn''; grein í Morgunblaðinu 1997] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160305212647/http://timarit.is/?issueID=436936&pageSelected=5&lang=0 |date=2016-03-05 }}
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3379629 ''Hvað var við Aðalstræti austan götu?''; grein í Vísi 1978]
{{stubbur|Reykjavík}}
[[Flokkur:Götur í Reykjavík]]
[[Flokkur:Miðborg Reykjavíkur]]
9j24rmwc8bk0f9t0csom00utokfihcf
Hinrik 8.
0
59462
1921810
1917761
2025-06-27T15:34:06Z
TKSnaevarr
53243
1921810
wikitext
text/x-wiki
{{Konungur
|titill = Konungur Englands og Írlands
|ætt = Túdor-ætt
|skjaldarmerki = Coat of Arms of Henry VIII of England (1509-1547).svg
|mynd = Henry-VIII-kingofengland 1491-1547.jpg
|nafn = Hinrik 8.
|ríkisár = [[22. apríl]] [[1509]] – [[28. janúar]] [[1547]]
|skírnarnafn = Henry Tudor
|kjörorð = ''Coeur Loyal''
|fæðingardagur = [[28. júní]] [[1491]]
|fæðingarstaður = [[Greenwich]], [[England]]i
|dánardagur = {{Dánardagur og aldur|1547|1|28|1491|6|28}}
|dánarstaður = Richmond-höll, [[Surrey]], Englandi
|grafinn = [[Westminster Abbey]]
|undirskrift = HenryVIIISig.svg
|faðir = [[Hinrik 7. Englandskonungur]]
|móðir = [[Elísabet af York]]
|titill_maka = Drottning
|maki = [[Katrín af Aragóníu]] (g. 1509; ógilt 1533)<br>[[Anne Boleyn]] (g. 1533; ógilt 1536)<br>[[Jane Seymour]] (g. 1536; ógilt 1537)<br>[[Anna af Cleves]] (g. 1540; ógilt 1540)<br>[[Catherine Howard]] (g. 1540; tekin af lífi 1542)<br>[[Catherine Parr]] (g. 1543)
|börn = Ýmis, þ. á m. [[Hinrik, hertogi af Cornwall]], [[María 1. Englandsdrottning|María 1.]], [[Elísabet 1.]], [[Játvarður 6.]]
}}
'''Hinrik 8.''' ([[28. júní]] [[1491]] – [[28. janúar]] [[1547]]) var konungur [[England]]s á árunum [[1509]] til [[1547]] og lávarður [[Írland]]s og síðar [[konungur Írlands]]. Hann er einna helst frægur fyrir að hafa verið kvæntur sex sinnum og að hafa stofnað [[enska biskupakirkjan|ensku biskupakirkjuna]]. Hinrik var sonur [[Hinrik 7.|Hinriks 7.]] Englandskonungs og Elísabetar af [[York]]. Þrjú af börnum Hinriks urðu þjóðhöfðingjar Englands; [[Játvarður 6.]], [[María 1. Englandsdrottning|María 1.]] og [[Elísabet 1.]].
Hinrik var fæddur árið 1491 og átti einn eldri bróður, eina eldri systur og eina yngri systur. Bróðir Hinriks, Arthúr, átti að verða erfingi ensku krúnunnar en hann dó skyndilega árið [[1502]] og því varð Hinrik erfingi. Hann kvæntist einnig eiginkonu Arthúrs, [[Katrín af Aragon|Katrínu af Aragon]]. Með Katrínu átti Hinrik dóttur, Maríu, sem síðar varð Englandsdrottning.
Hinrik reyndi síðar að fá [[páfi|páfa]] til þess að ógilda hjónabandið við Katrínu þar sem hann vildi kvænast annari konu, [[Anne Boleyn]], en það vildi páfinn ekki gera. Afleiðing þessara deilna varð sú að Hinrik sleit tengsl ensku kirkjunnar við páfann og gerðist sjálfur höfuð kirkjunnar. Hann kvæntist svo Anne Boleyn og eignaðist með henni dóttur sem skírð var Elísabet.
Árið [[1536]] var Anne Boleyn tekin af lífi eftir ásakanir um framhjáhald. Nokkrum dögum síðar kvænist Hinrik [[Jane Seymour]]. Þau eignuðust soninn Játvarð en Seymour lést árið [[1537]].
Fjórða kona Hinriks var [[Anne af Cleves]] sem hann kvæntist árið [[1540]] en það hjónaband entist aðeins í nokkra mánuði og var dæmt ógilt. Sama ár kvæntist Hinrik [[Catherine Howard]]. Árið eftir fóru af stað sögur um framhjáhald Catherine sem hún játaði og var því tekin af lífi árið [[1542]].
Hinrik kvæntist sinni síðustu eiginkonu árið [[1543]], [[Catherine Parr]], sem hann var kvæntur þar til hann lést árið 1547. Játvarður, sonur hans og Jane Seymour, tók við krúnunni af Hinrik, sem Játvarður 6. Englandskonungur.
== Tenglar ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3878775 ''Hinrik konungur VIII og konur hans sex''; grein í Tímanum 1976]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1426188 ''Afburða stjórnmálamaður eða kynóður harðstjóri?''; grein í Morgunblaðinu 1971]
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = [[Konungur Englands]] |
frá = 1509 |
til = 1547 |
fyrir = [[Hinrik 7.]] |
eftir = [[Játvarður 6.]] |
}}
{{Erfðatafla |
titill = [[Konungur Írlands]] |
frá = 1509 |
til = 1547 |
fyrir = [[Hinrik 7.]] |
eftir = [[Játvarður 6.]] |
}}
{{Töfluendir}}
{{Enskir, skoskir og breskir einvaldar}}
{{stubbur|æviágrip}}
{{fd|1491|1547}}
[[Flokkur:Konungar Englands]]
[[Flokkur:Hertogar af Jórvík]]
[[Flokkur:Túdor-ætt]]
pq8iech2dr0c0c7n2kc0ye8v6u2byz8
Hinrik 7. Englandskonungur
0
59476
1921815
1708356
2025-06-27T15:35:29Z
TKSnaevarr
53243
1921815
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Henry Seven England.jpg|thumb|200px|Hinrik 7, konungar Englands og lávarður af Írlandi.]]
'''Hinrik 7.''' ([[28. janúar]] [[1457]] – [[21. apríl]] [[1509]]), var konungur [[England]]s og lávarður af [[Írland]]i á árunum [[1485]] – [[1509]]. Hann var fyrsti konungurinn af [[Tudorættin]]ni.
Hinrik var sonur Edmund Tudor og lafði Margrétar Beaufort, sem var aðeins þrettán ára þegar hún fæddi einkason sinn og þá þegar orðin ekkja því að Edmund, sem var stuðningsmaður Hinriks 6. af Lancaster-ætt, dó í fangelsi tveimur mánuðum fyrir fæðingu hans. Hinrik ólst að mestu leyti upp hjá föðurfjölskyldu sinni í [[Wales]] og þegar [[Játvarður 4.]] af York-ættinni varð konungur árið [[1471]], flúði Hinrik til [[Frakkland]]s þar sem hann var að mestu leyti næstu fjórtán árin.
Árið [[1485]] sneri Hinrik aftur til Englands en þá var [[Ríkharður 3.]] af York-ættinni, bróðir Játvarðar 4., konungur Englands. Hinrik batt enda á Rósastríðið þegar hann varð konungur eftir að hafa sigrað her Ríkharðs 3. í [[bardaginn við Bosworth|bardaganum við Bosworth]] þar sem Ríkharður féll.
Hinrik giftist [[Elísabet af York|Elísabetu af York]] dóttur Játvarðs 4. árið [[1486]]. Með hjónabandinu má segja að ættirnar tvær hafi verið sameinaðar og þar með dró mjög úr líkum á frekari átökum. Elsti sonur þeirra, Arthúr, fæddist árið [[1486]] og fékk hann titilinn [[prins af Wales|prinsinn af Wales]] þar sem hann átti að taka við krúnunni af föður sínum. Arthúr dó hins vegar skyndilega árið [[1502]] og því varð næstelsti sonur Hinriks, sem einnig hét [[Hinrik 8.|Hinrik]], erfingi krúnunnar.
Hinrik vildi halda góðum tengslum við [[Spánn|Spán]], sem þá var að sameinast í eitt ríki, og í því skyni hafði hann gift Arthúr son sinn [[Katrín af Aragóníu|Katrínu af Aragóníu]]. Eftir lát Arthúrs vildi hann viðhalda þessum tengslum og eftir lát Arthúrs fékk hann leyfisbréf frá [[Júlíus II|Júlíusi II]] páfa fyrir giftingu Katrínar og Hinriks sonar síns, en slíkt hjónaband var annars óheimilt samkvæmt reglum kaþólsku kirkjunnar. Og eftir að Elísabet kona Hinriks lést af barnsförum [[1503]] fékk hann einnig undanþágu til að giftast Katrínu sjálfur ef honum sýndist svo. Þá höfðu reyndar aðstæður breyst á Spáni og Hinrik fékk bakþanka og sló ákvörðunum um giftingu Katrínar á frest, enda var Hinrik prins aðeins tólf ára.
Sjálfur hafði Hinrik 7. einhvern hug á að giftast aftur og sendi meðal annars fulltrúa sína til [[Napólí]] árið 1505 til að meta Jóhönnu ekkjudrottningu þar sem hugsanlega drottningu Englands en ekkert varð þó úr neinu og Hinrik dó úr [[berklar|berklum]] 21. apríl 1509. Tæpum tveimur mánuðum síðar giftust Hinrik 8. og Katrín.
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = [[Konungur Englands]] |
frá = 1485 |
til = 1509 |
fyrir = [[Ríkharður 3. Englandskonungur|Ríkharður 3.]] |
eftir = [[Hinrik 8.]] |
}}
{{Erfðatafla |
titill = [[Lávarður Írlands]] |
frá = 1485 |
til = 1509 |
fyrir = [[Ríkharður 3. Englandskonungur|Ríkharður 3.]] |
eftir = [[Hinrik 8.]] |
}}
{{Töfluendir}}
{{fd|1457|1509}}
{{Enskir, skoskir og breskir einvaldar}}
[[Flokkur:Konungar Englands]]
[[Flokkur:Túdor-ætt]]
pn7fkvaqqtcokspostkaw6hg4d0768e
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
0
67736
1921850
1785896
2025-06-27T23:08:37Z
Cinquantecinq
12601
Snið:Skemmtigarður
1921850
wikitext
text/x-wiki
{{Skemmtigarðar|nafn=Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn|heimasíða={{URL|https://mu.is/}}|opnaði=19. maí 1990|staðsetning=[[Reykjavík]]}}[[Mynd:11_kvitnia_087.JPG|thumb|right|[[Hringekja]] í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.]]
'''Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn''' er [[skemmtigarður]] og [[dýragarður]] í [[Laugardalur (hverfi)|Laugardal]] í [[Reykjavík]]. Hann er staðsettur við hliðina á [[Grasagarður Reykjavíkur|Grasagarði Reykjavíkur]].
Húsdýragarðurinn var opnaður þann 19. maí 1990. Fjölskyldugarðurinn var svo tekinn í notkun 4. júní 1993 og þá tók hið sameinaði garður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn tók til starfa.
== Heimildir ==
* [http://www.mu.is www.mu.is] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20051106010735/http://www.mu.is/ |date=2005-11-06 }}
{{Reykjavík}}
[[Flokkur:Íslenskir skemmtigarðar]]
[[Flokkur:Íslenskir dýragarðar]]
[[Flokkur:Stofnað 1990]]
anz95y6xfd5wac4ljbgc5loqaabfc16
1921852
1921850
2025-06-28T00:27:03Z
Berserkur
10188
1921852
wikitext
text/x-wiki
{{Skemmtigarðar|nafn=Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn|heimasíða={{URL|https://mu.is/}}|opnaði=19. maí 1990|staðsetning=[[Reykjavík]]}}[[Mynd:11_kvitnia_087.JPG|thumb|right|[[Hringekja]] í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.]]
'''Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn''' er [[skemmtigarður]] og [[dýragarður]] í [[Laugardalur (hverfi)|Laugardal]] í [[Reykjavík]]. Hann er staðsettur við hliðina á [[Grasagarður Reykjavíkur|Grasagarði Reykjavíkur]].
Húsdýragarðurinn var opnaður þann 19. maí 1990. Fjölskyldugarðurinn var svo tekinn í notkun 4. júní 1993 og þá tók hinn sameinaði Fjölskyldu- og húsdýragarður til starfa.
== Heimildir ==
* [http://www.mu.is www.mu.is] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20051106010735/http://www.mu.is/ |date=2005-11-06 }}
{{Reykjavík}}
[[Flokkur:Íslenskir skemmtigarðar]]
[[Flokkur:Íslenskir dýragarðar]]
[[Flokkur:Stofnað 1990]]
a024l0tsslqcxm6wusrlypnrvboir6p
Ísafjarðarkirkja
0
67811
1921785
1920957
2025-06-27T12:05:37Z
Magnús Erlingsson
106889
Bætti við upplýsingum um kirkjuna.
1921785
wikitext
text/x-wiki
{{Kirkja
| mynd = Ísafjarðarkirkja_2014_(cropped).jpg
| staður = Ísafjarðarkirkja
| dags = 2014
| ljósmyndari= Banja-Frans Mulder
| prestur = Sr. Magnús Erlingsson
| djákni =
| organisti = Hulda Bragadóttir
| æskulýðsfulltrúi = Lísbet Harðardóttir
| prestakall = [[Ísafjarðarprestakall]]
| byggingarár = 1995
| breytingar =
| kirkjugarður =
| tímabil =
| arkitekt = Hróbjartur Hróbjartsson
| tækni =
| efni = Steinsteypa
| stærð =
| turn =
| hlið =
| kór =
| skip =
| predikunarstóll =
| skírnarfontur =
| altari =
| sæti =
| annað =
| flokkur =
|}}
'''Ísafjarðarkirkja''' er [[sóknarkirkja]] [[Ísafjarðarkaupstaður|Ísafjarðarkaupstaðar]]. Núverandi kirkja var teiknuð af [[Hróbjartur Hróbjartsson|Hróbjarti Hróbjartssyni]] og vígð á uppstigningardag árið [[1995]]. Áður hafði á Ísafirði verið timburkirkja, reist [[1863]], en sú kirkja skemmdist mikið í eldsvoða [[1987]].
== Tenglar ==
*[http://kirkjukort.net/kirkjur/isafjardarkirkja_0203.html Ísafjarðarkirkja á kirkjukort.net] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160304221518/http://kirkjukort.net/kirkjur/isafjardarkirkja_0203.html |date=2016-03-04 }}
* [http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=57415 ''Átján ár frá því Ísafjarðarkirkja eyðilagðist í eldsvoða''; grein af bb.is 27.07.2005] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160304200141/http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=57415 |date=2016-03-04 }}
{{stubbur}}
[[Flokkur:Kirkjur á Íslandi]]
[[Flokkur:Hús á Ísafirði]]
coi1rbzn2l4gibqz2jcq6umc3xwwnho
1921789
1921785
2025-06-27T12:36:05Z
Magnús Erlingsson
106889
Ég bætti við sögu kirkjunnar og sagði frá altarisverkinu "Fuglar himinsins" og tiltók einnig nöfn presta og stjórnenda í kirkjunni.
1921789
wikitext
text/x-wiki
{{Kirkja
| mynd = Ísafjarðarkirkja_2014_(cropped).jpg
| staður = Ísafjarðarkirkja
| dags = 2014
| ljósmyndari= Banja-Frans Mulder
| prestur = Sr. Magnús Erlingsson
| djákni =
| organisti = Hulda Bragadóttir
| æskulýðsfulltrúi = Lísbet Harðardóttir
| prestakall = [[Ísafjarðarprestakall]]
| byggingarár = 1995
| breytingar =
| kirkjugarður =
| tímabil =
| arkitekt = Hróbjartur Hróbjartsson
| tækni =
| efni = Steinsteypa
| stærð =
| turn =
| hlið =
| kór =
| skip =
| predikunarstóll =
| skírnarfontur =
| altari =
| sæti =
| annað =
| flokkur =
|}}
'''Ísafjarðarkirkja''' er [[sóknarkirkja]] [[Ísafjarðarkaupstaður|Ísafjarðarkaupstaðar]]. Núverandi kirkja var teiknuð af [[Hróbjartur Hróbjartsson|Hróbjarti Hróbjartssyni]] og vígð á uppstigningardag árið [[1995]]. Áður hafði á Ísafirði verið timburkirkja, reist [[1863]], en sú kirkja skemmdist mikið í eldsvoða [[1987]].
Á hliðaraltari við norðurvegg kirkjunnar er ný afsteypa af Kristslíkneski Thorvaldsens, gjöf frá Hnífsdalssöfnuði, en í gömlu kirkjunni var afsteypa af sama verki. Til hliðar við Kristslíkneskið eru minningartöflur vegna nokkurra leiða, sem eru undir kirkjugólfinui. Undir gólfinu er ein steinkista en ekki er vitað hver í henni hvílir. Þann 26. nóvember árið 1997 var einstæður atburður í Ísafjarðarkirkju. Þá var jarðsungin Guðný Guðjónsdóttir. Í lok athafnarinnar var hún í kistu sinni jarðsett í gegnum kirkjugólfið og lögð til hinstu hvílu við hlið eiginmanns síns, Jóns Kristins Finnssonar. Mun þetta vera einsdæmi í kirkjusögu tuttugustu aldarinnar.<ref name=":0">Bæklingur um sögu Ísafjarðarkirkju e. sr. Magnús Erlingsson</ref>
Fyrir jólin 1995 var sett upp nýtt danskt 22 radda pípuorgel frá P. Bruhn og var andvirði orgelsins að mestu gefið af fáeinum ísfirskum fyrirtækjum. Orgelið var vígt við miðnæturmessu á jólanótt þegar þáverandi organisti kirkjunnar, Hulda Bragadóttir, lék Toccötu og Fúgu í d-moll eftir J. S. Bach. Sérstakir vígslutónleikar voru síðan haldnir í janúar en þá frumflutti Hörður Áskelsson, organisti í Hallgrímskirkju, ''Dýrð Krists'', orgelverk í sjö þáttum, sem sóknarnefndin pantaði hjá Jónasi Tómassyni tónskáldi á Ísafirði. Seinna voru fimm þættir verksins endurfluttir í Ísafjarðarkirkju og þá var búið að bæta við einsöngsrödd, sem kontratenórinn Sverrir Guðjónsson söng, og dansi, sem Lára Stefánsdóttir steig. Að frumkvæði Ingvars Jónassonar var stofnaður flygilsjóður og stóð hann fyrir kaupum á Bösendorfer hljóðfærinu, sem nú er í kirkjunni. Ísafjarðarkirkja hefur verið notuð fyrir leiksýningar og tónleika á undanförnum árum. Þess er skemmst að minnast að kórverkin ''Messías'' eftir Händel og ''Requiem'' eftir Mozart voru flutt í kirkjunni af kór og hljómsveit.
Kórveggur Ísafjarðarkirkju stóð auður fyrstu tíu árin meðan safnaðarheimilið var innréttað. Haustið 2005 var efnt til samkeppni um hönnun nýs altarisverks. Fjórum ungum listamönnum var boðið að senda inn tillögur. Fyrir valinu varð hugmynd Ólafar Nordal, sem hún nefnir ''Fugla himinsins''. Verkið er byggt á þjóðsögunni um Lausnarann og lóurnar. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagan á þessa leið: ''Einu sinni var Kristur að mynda fugla af leiri með öðrum börnum Gyðinga á sabbatsdegi. Þegar börnin höfðu verið að þessari iðju um hríð bar þar að einn af Sadúseum; hann var aldraður og siðavandur mjög og átaldi börnin fyrir þetta athæfi þeirra á sjálfum sabbatsdeginum. Hann lét sér þó ekki nægja ákúrurnar einar heldur gekk hann að leirfuglunum og braut þá alla fyrir börnunum. Þegar Kristur sá hvað verða vildi brá hann hendi sinni yfir allar fuglamyndirnar, sem hann hafði búið til, og flugu þeir þegar upp lifandi. En það eru lóurnar og því er kvak þeirra „dýrrin“ eða „dýrrindí“, að þær syngja drottni sínum dýrð og lof fyrir lausnina frá ómildri hendi Sadúseans. Ef maður heyrir til lóunnar þetta fyrst á vorin: „Dýrrin, dýrrin“, veit það á gott; en heyri maður fyrst til hennar: „Óhú, óhú“, mun mótdrægt verða.'' Hin upprunalega helgisaga er varðveitt í ''Bernskuguðspjalli Tómasar'', sem ritað var seint á annarri öld af kristnum mönnum í Mesópótamíu. Það tilheyrir svokallaðri Tómasarhefð innan apokrýfra rita Nýja testamentisins. Sagan finnst einnig í Kóraninum í breyttri útgáfu. ''Fuglar himinsins'' er gert úr 749 lóum, sem mótaðar voru í jarðleir af sóknarbörnunum og gestum þeirra undir handleiðslu höfundarins og Ólafar Oddsdóttur leirlistakonu. Komið var upp vinnuaðstöðu í Vestrahúsinu og þangað komu ungir sem aldnir til að móta sinn fugl. Fuglarnir voru síðan brenndir í leirofni og settir upp í kirkjunni. Hver fugl er líkt og bæn viðkomandi til Guðs, tjáning hans fyrir almættinu. Þannig er þetta altaristafla safnaðarins og lofgjörð hans til Guðs. Hver fugl var merktur með númeri og teiknaður inn á uppdrátt og þannig ættu flestir að geta fundið aftur fuglinn sinn. Þegar frá líður verður verkið minning um hendurnar og fólkið, sem sköpuðu það.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/2007687550d/nytt-altarisverk-vigt-i-isafjardarkirkju|title=Nýtt altarisverk vígt í Ísafjarðarkirkju - Vísir|date=2007-03-08|website=visir.is|language=is|access-date=2025-06-27}}</ref>
Altaristaflan var vígð með messu á 11. sunnudegi eftir þrenningarhátíð, sama degi kirkjuársins og gamla Eyrarkirkjan var vígð, sem árið 2007 bar upp á 19. ágúst. Við messuna söng Kór Ísafjarðarkirkju við undirleik Margrétar Gunnarsdóttur. Ingunn Ósk Sturludóttir söng tvö einsöngslög um lóuna. Höfundur verksins, Ólöf Nordal, og formaður sóknarnefndar, Helga Friðriksdóttir, fluttu ávörp. Fyrir altari þjónuðu sóknarpresturinn, sr. Magnús Erlingsson, og prófasturinn, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, en hún var skýdd gamla rauða höklinum, sem faðir hennar, sr. Sigurður Kristjánsson (1907-1980) íklæddist við messur í hinni gömlu Ísafjaðarkirkju.
Ekki verða allir þeir prestar og aðrir starfsmenn, sem unnið hafa við Ísafjarðarkirkju á tuttugustu öld, nefndir hér. Þó ber að geta þess að sr. Sigurður Kristjánsson þjónaði Ísafjarðarkirkju í 35 ár, frá árinu 1942 til ársins 1977, þá tók við sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson og þjónaði til ársins 1989. Næstu tvö árin þjónaði hér sr. Karl V. Matthíasson. Magnús Erlingsson vígðist til Ísafjarðarkirkju árið 1991 og hefur verið hér sóknarprestur síðan þá. Árin 1997 til 2000 þjónaði prestakallinu ásamt honum sr. Skúli Sigurður Ólafsson.<ref name=":0" />
Ísafjarðarsókn nær yfir þéttbýlið við Skutulsfjörð og eins Hnífsdal. Guðmundur Magnús Kristjánsson er formaður sóknarnefndar, ritari er Hlynur Hafberg Snorrason og gjaldkeri er Andrés Guðmundsson. Kirkjuvörður er Matthildur Ásta Helgadóttir og hún er einnig meðhjálpari og kirkjugarðsvörður.
== Tenglar ==
*[http://kirkjukort.net/kirkjur/isafjardarkirkja_0203.html Ísafjarðarkirkja á kirkjukort.net] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160304221518/http://kirkjukort.net/kirkjur/isafjardarkirkja_0203.html |date=2016-03-04 }}
* [http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=57415 ''Átján ár frá því Ísafjarðarkirkja eyðilagðist í eldsvoða''; grein af bb.is 27.07.2005] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160304200141/http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=57415 |date=2016-03-04 }}
{{stubbur}}
[[Flokkur:Kirkjur á Íslandi]]
[[Flokkur:Hús á Ísafirði]]
g1ib08igwt0p81hoo2mh03dv0dajxzw
1921791
1921789
2025-06-27T12:39:02Z
Magnús Erlingsson
106889
Uppfærði og breytti upplýsingum um nafn organista
1921791
wikitext
text/x-wiki
{{Kirkja
| mynd = Ísafjarðarkirkja_2014_(cropped).jpg
| staður = Ísafjarðarkirkja
| dags = 2014
| ljósmyndari= Banja-Frans Mulder
| prestur = Sr. Magnús Erlingsson
| djákni =
| organisti = Judith P. Tobin
| æskulýðsfulltrúi =
| prestakall = [[Ísafjarðarprestakall]]
| byggingarár = 1995
| breytingar =
| kirkjugarður =
| tímabil =
| arkitekt = Hróbjartur Hróbjartsson
| tækni =
| efni = Steinsteypa
| stærð =
| turn =
| hlið =
| kór =
| skip =
| predikunarstóll =
| skírnarfontur =
| altari =
| sæti =Í kirkjunni er sæti fyrir næstum 300 mans
| annað =
| flokkur =
|}}
'''Ísafjarðarkirkja''' er [[sóknarkirkja]] [[Ísafjarðarkaupstaður|Ísafjarðarkaupstaðar]]. Núverandi kirkja var teiknuð af [[Hróbjartur Hróbjartsson|Hróbjarti Hróbjartssyni]] og vígð á uppstigningardag árið [[1995]]. Áður hafði á Ísafirði verið timburkirkja, reist [[1863]], en sú kirkja skemmdist mikið í eldsvoða [[1987]].
Á hliðaraltari við norðurvegg kirkjunnar er ný afsteypa af Kristslíkneski Thorvaldsens, gjöf frá Hnífsdalssöfnuði, en í gömlu kirkjunni var afsteypa af sama verki. Til hliðar við Kristslíkneskið eru minningartöflur vegna nokkurra leiða, sem eru undir kirkjugólfinui. Undir gólfinu er ein steinkista en ekki er vitað hver í henni hvílir. Þann 26. nóvember árið 1997 var einstæður atburður í Ísafjarðarkirkju. Þá var jarðsungin Guðný Guðjónsdóttir. Í lok athafnarinnar var hún í kistu sinni jarðsett í gegnum kirkjugólfið og lögð til hinstu hvílu við hlið eiginmanns síns, Jóns Kristins Finnssonar. Mun þetta vera einsdæmi í kirkjusögu tuttugustu aldarinnar.<ref name=":0">Bæklingur um sögu Ísafjarðarkirkju e. sr. Magnús Erlingsson</ref>
Fyrir jólin 1995 var sett upp nýtt danskt 22 radda pípuorgel frá P. Bruhn og var andvirði orgelsins að mestu gefið af fáeinum ísfirskum fyrirtækjum. Orgelið var vígt við miðnæturmessu á jólanótt þegar þáverandi organisti kirkjunnar, Hulda Bragadóttir, lék Toccötu og Fúgu í d-moll eftir J. S. Bach. Sérstakir vígslutónleikar voru síðan haldnir í janúar en þá frumflutti Hörður Áskelsson, organisti í Hallgrímskirkju, ''Dýrð Krists'', orgelverk í sjö þáttum, sem sóknarnefndin pantaði hjá Jónasi Tómassyni tónskáldi á Ísafirði. Seinna voru fimm þættir verksins endurfluttir í Ísafjarðarkirkju og þá var búið að bæta við einsöngsrödd, sem kontratenórinn Sverrir Guðjónsson söng, og dansi, sem Lára Stefánsdóttir steig. Að frumkvæði Ingvars Jónassonar var stofnaður flygilsjóður og stóð hann fyrir kaupum á Bösendorfer hljóðfærinu, sem nú er í kirkjunni. Ísafjarðarkirkja hefur verið notuð fyrir leiksýningar og tónleika á undanförnum árum. Þess er skemmst að minnast að kórverkin ''Messías'' eftir Händel og ''Requiem'' eftir Mozart voru flutt í kirkjunni af kór og hljómsveit.
Kórveggur Ísafjarðarkirkju stóð auður fyrstu tíu árin meðan safnaðarheimilið var innréttað. Haustið 2005 var efnt til samkeppni um hönnun nýs altarisverks. Fjórum ungum listamönnum var boðið að senda inn tillögur. Fyrir valinu varð hugmynd Ólafar Nordal, sem hún nefnir ''Fugla himinsins''. Verkið er byggt á þjóðsögunni um Lausnarann og lóurnar. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagan á þessa leið: ''Einu sinni var Kristur að mynda fugla af leiri með öðrum börnum Gyðinga á sabbatsdegi. Þegar börnin höfðu verið að þessari iðju um hríð bar þar að einn af Sadúseum; hann var aldraður og siðavandur mjög og átaldi börnin fyrir þetta athæfi þeirra á sjálfum sabbatsdeginum. Hann lét sér þó ekki nægja ákúrurnar einar heldur gekk hann að leirfuglunum og braut þá alla fyrir börnunum. Þegar Kristur sá hvað verða vildi brá hann hendi sinni yfir allar fuglamyndirnar, sem hann hafði búið til, og flugu þeir þegar upp lifandi. En það eru lóurnar og því er kvak þeirra „dýrrin“ eða „dýrrindí“, að þær syngja drottni sínum dýrð og lof fyrir lausnina frá ómildri hendi Sadúseans. Ef maður heyrir til lóunnar þetta fyrst á vorin: „Dýrrin, dýrrin“, veit það á gott; en heyri maður fyrst til hennar: „Óhú, óhú“, mun mótdrægt verða.'' Hin upprunalega helgisaga er varðveitt í ''Bernskuguðspjalli Tómasar'', sem ritað var seint á annarri öld af kristnum mönnum í Mesópótamíu. Það tilheyrir svokallaðri Tómasarhefð innan apokrýfra rita Nýja testamentisins. Sagan finnst einnig í Kóraninum í breyttri útgáfu. ''Fuglar himinsins'' er gert úr 749 lóum, sem mótaðar voru í jarðleir af sóknarbörnunum og gestum þeirra undir handleiðslu höfundarins og Ólafar Oddsdóttur leirlistakonu. Komið var upp vinnuaðstöðu í Vestrahúsinu og þangað komu ungir sem aldnir til að móta sinn fugl. Fuglarnir voru síðan brenndir í leirofni og settir upp í kirkjunni. Hver fugl er líkt og bæn viðkomandi til Guðs, tjáning hans fyrir almættinu. Þannig er þetta altaristafla safnaðarins og lofgjörð hans til Guðs. Hver fugl var merktur með númeri og teiknaður inn á uppdrátt og þannig ættu flestir að geta fundið aftur fuglinn sinn. Þegar frá líður verður verkið minning um hendurnar og fólkið, sem sköpuðu það.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/2007687550d/nytt-altarisverk-vigt-i-isafjardarkirkju|title=Nýtt altarisverk vígt í Ísafjarðarkirkju - Vísir|date=2007-03-08|website=visir.is|language=is|access-date=2025-06-27}}</ref>
Altaristaflan var vígð með messu á 11. sunnudegi eftir þrenningarhátíð, sama degi kirkjuársins og gamla Eyrarkirkjan var vígð, sem árið 2007 bar upp á 19. ágúst. Við messuna söng Kór Ísafjarðarkirkju við undirleik Margrétar Gunnarsdóttur. Ingunn Ósk Sturludóttir söng tvö einsöngslög um lóuna. Höfundur verksins, Ólöf Nordal, og formaður sóknarnefndar, Helga Friðriksdóttir, fluttu ávörp. Fyrir altari þjónuðu sóknarpresturinn, sr. Magnús Erlingsson, og prófasturinn, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, en hún var skýdd gamla rauða höklinum, sem faðir hennar, sr. Sigurður Kristjánsson (1907-1980) íklæddist við messur í hinni gömlu Ísafjaðarkirkju.
Ekki verða allir þeir prestar og aðrir starfsmenn, sem unnið hafa við Ísafjarðarkirkju á tuttugustu öld, nefndir hér. Þó ber að geta þess að sr. Sigurður Kristjánsson þjónaði Ísafjarðarkirkju í 35 ár, frá árinu 1942 til ársins 1977, þá tók við sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson og þjónaði til ársins 1989. Næstu tvö árin þjónaði hér sr. Karl V. Matthíasson. Magnús Erlingsson vígðist til Ísafjarðarkirkju árið 1991 og hefur verið hér sóknarprestur síðan þá. Árin 1997 til 2000 þjónaði prestakallinu ásamt honum sr. Skúli Sigurður Ólafsson.<ref name=":0" />
Ísafjarðarsókn nær yfir þéttbýlið við Skutulsfjörð og eins Hnífsdal. Guðmundur Magnús Kristjánsson er formaður sóknarnefndar, ritari er Hlynur Hafberg Snorrason og gjaldkeri er Andrés Guðmundsson. Kirkjuvörður er Matthildur Ásta Helgadóttir og hún er einnig meðhjálpari og kirkjugarðsvörður.
== Tenglar ==
*[http://kirkjukort.net/kirkjur/isafjardarkirkja_0203.html Ísafjarðarkirkja á kirkjukort.net] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160304221518/http://kirkjukort.net/kirkjur/isafjardarkirkja_0203.html |date=2016-03-04 }}
* [http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=57415 ''Átján ár frá því Ísafjarðarkirkja eyðilagðist í eldsvoða''; grein af bb.is 27.07.2005] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160304200141/http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=57415 |date=2016-03-04 }}
{{stubbur}}
[[Flokkur:Kirkjur á Íslandi]]
[[Flokkur:Hús á Ísafirði]]
gy3q990kkfeho68wcrlv1fdqbmm606h
Íslenska kvótakerfið
0
69103
1921794
1701457
2025-06-27T12:47:18Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921794
wikitext
text/x-wiki
{| class="wikitable sortable" align="right"
|+ Kvótahæstu útgerðir á Íslandi<br>{{small|(2019)}}<ref>{{vefheimild | url= http://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/frettir/aflahlutdeild-staerstu-utgerda-2 | titill = Aflahlutdeild stærstu útgerða |mánuðurskoðað = 20. janúar| árskoðað= 2020}}</ref>
|-
! style="background: silver;" | Útgerð
! style="background: silver;" | Hlutfall af heild
|-
|[[HB Grandi]]||9,76%
|-
|[[Samherji]]||6,58%
|-
|[[FISK-Seafood]]||5,27%
|-
|[[Þorbjörn (fyrirtæki)|Þorbjörn]]||5,06%
|-
|[[Síldarvinnslan]]||4,90%
|-
|[[Skinney-Þinganes]]||4,10%
|-
|[[Útgerðarfélag Reykjavíkur]]||4,04%
|-
|[[Vinnslustöðin]]||4,02%
|-
|[[Vísir (útgerðarfélag)|Vísir]]||4,01%
|-
|[[Rammi]]||3,71%
|-
|}
'''Íslenska kvótakerfið''', oft nefnt '''kvótakerfið''' í daglegu tali, er [[fiskveiðistjórnunarkerfi]] (aflamarkskerfi) sem segir til um það hversu mikið íslenskir sjómenn eða íslenskar [[útgerð]]ir mega veiða af hverri [[fisktegund]] á tilteknu tímabili. Kvótakerfinu var komið á til þess að vernda íslenska fiskistofna frá [[ofveiði]]. Það hefur sérlega mikið vægi þar sem [[sjávarútvegur]] hefur alla tíð verið veigamikill þáttur í [[efnahagur Íslands|efnahag Íslands]], þó svo að hann fari minnkandi hlutfallslega. Kvótakerfið hefur lengi verið mjög umdeilt á Íslandi.
Kvótakerfinu var upprunalega komið á með lagasetningu árið 1983, sem tók gildi árið 1984, en því var breytt talsvert með nýrri lagasetningu árið 1990.<ref>[http://www.liu.is/template1.asp?Id=327&sid=98&topid=335 Staðleysur og staðreyndir um íslenska kvótakerfið]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Í fyrstu úthlutun kvóta, á árinu 1984, var miðað við aflareynslu skipsins þrjú næstliðin ár.
[[Ágúst Einarsson]], prófessor, lýsir aflamarkskerfi þannig: „Fiskveiðistjórnunarkerfi sem notað er hérlendis. Oft einfaldlega kallað kvótakerfið. Úthlutað er hlutdeildarkvótum í einstökum fisktegundum á skip útgerðaraðila til langs tíma, til dæmis 0,1% af leyfilegum heildarafla í þorski. Síðan er úthlutað til eins árs í senn aflamarki, til dæmis 100 tonnum af þorski. Útgerðarmenn veiða kvótann eða framselja hann til annarra útgerðarmanna innan ársins (kvótaleiga) eða selja hann varanlega (kvótasala).“ <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20031118211629/www3.hi.is/~agustei/agust/ordasafn.asp Orðasafn í sjávarútvegi og tengdum greinum; af heimasíðu Ágústs Einarssonar]</ref>
== Úthlutun kvóta ==
[[Sjávarútvegsráðherrar á Íslandi|Sjávarútvegsráðherra]] ákveður heildar[[aflamark]], eða kvóta, í hverri tegund fyrir sig með reglugerð sem venjulega er gefin út í júlí ár hvert. Kvótaárið, eða fiskveiðiárið, er það tímabil sem skip skulu veiða kvóta sinn á og nær frá 1. september hvert ár til 31. ágúst. Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um heildaraflamark er venjulega byggt á ráðgjöf [[Hafrannsóknarstofnun Íslands|Hafrannsóknarstofnunar Íslands]] en ráðherra er heimilt að víkja frá þeirri ráðgjöf.
Kvótanum er úthlutað til skipa af [[Fiskistofa|Fiskistofu]], og er það tiltekið sem ákveðið hlutfall af heildarafla í viðkomandi fisktegund sem skipið má veiða. Þannig eykst kvóti skipsins ef heildaraflamark eykst, en minnkar þegar heildaraflamark minnkar. Kvótinn sem skip fær úthlutað ræðst af aflamarki skipsins síðasta fiskveiðiár, að viðbættum aflaheimildum sem skipið kann að hafa keypt en að frádregnum seldum aflaheimildum. Skip mega færa ákveðinn hluta kvóta síns á milli kvótaára, en þau mega ekki veiða fyrirfram úr kvóta næsta árs. Skip sem búið er með kvótann sinn, en hyggst halda áfram veiðum, verður annaðhvort að leigja eða kaupa viðbótarkvóta af öðru skipi.
Kvótakerfið hefur alla tíð verið mjög umdeilt og hefur meðal annars verið gagnrýnt fyrir það að ýta undir [[brottkast]] á fiski og að kippa undirstöðunum undan sjávarþorpum sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi.
Kvótaþak er á kerfinu sem á að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun fiskveiðiheimilda á of fáar hendur. Eitt fyrirtæki má mest eiga 12 % af heildarkvóta fiskveiðiflotans.
== Tegundir undir aflamarki ==
{{col-begin}}{{col-2}}
* [[Þorskur]]
* [[Ýsa]]
* [[Ufsi]]
* [[Steinbítur]]
* [[Karfi]]
* [[Grálúða]]
* [[Sandkoli]]
* [[Skrápflúra]]
* [[Skarkoli]]
* [[Þykkvalúra]]
{{col-2}}
* [[Langlúra]]
* [[Keila (fiskur)|Keila]]
* [[Langa]]
* [[Skötuselur]]
* [[Síld]] ([[íslensk sumargotssíld]])
* [[Úthafsrækja]]
* [[Humar]]
* [[Hörpudiskur]]
* [[Innfjarðarækja]]
{{col-end}}
== Sjá einnig ==
* [[Sjávarútvegur á Íslandi]]
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [http://www.sjavarutvegur.is/ Sjávarútvegur.is]
* [http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti Íslands] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20220818221306/http://sjavarutvegsraduneyti.is/ |date=2022-08-18 }}
* [http://www.liu.is Landssamband íslenskra útvegsmanna] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20080208124132/http://liu.is/ |date=2008-02-08 }}, hagsmunasamtök
* [http://www.althingi.is/lagas/nuna/2006116.html Lög um stjórn fiskveiða], 2006 nr. 116 10. ágúst
* [http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=632387ea-a159-4811-bef6-2f28f14ef123 Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2008/2009], Nr. 742/2008
=== Kvótakerfið í fjölmiðlum ===
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2891903 ''Margar leiðir til, en kvótinn sú versta''; grein í Þjóðviljanum 1984]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1593327 ''Aflakvótinn hefur leitt til verðmætaaukningar''; grein í Morgunblaðinu 1984]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2892167 ''Kvótakerfinu ekki breytt í ár''; grein í Þjóðviljanum 1984]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1601189 ''Aflamark á skip eða aflamark á fisktegundir''; grein í Morgunblaðinu 1984]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3343411 ''Bálviðri um kvótakerfið''; grein í Alþýðublaðinu 1994]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3608657 ''Flestir óánægðir með kvótakerfið''; grein í Morgunblaðinu 2004]
[[Flokkur:Íslenskur sjávarútvegur]]
[[Flokkur:Íslensk stjórnmál]]
[[Flokkur:Efnahagur Íslands]]
o70we6nsstcmtwsq4nxz4ay16dom1l8
Dennis Rodman
0
76623
1921865
1920265
2025-06-28T08:28:26Z
Alvaldi
71791
1921865
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox basketball biography
| name = Dennis Rodman
| image = Dennis Rodman ToPo.jpg
| caption = Rodman með ToPo árið 2005.
| birth_date = {{birth date and age|1961|5|13}}
| birth_place = [[Trenton, New Jersey]], U.S.
| height_ft = 6
| height_in = 7
| weight_lbs = 210
| college =
* North Central Texas (1983)
* Southeastern Oklahoma State (1983–1986)
| draft_year = 1986
| draft_round = 2
| draft_pick = 27
| draft_team = [[Detroit Pistons]]
| career_start = 1986
| career_end = 2006
| career_position = Framherji
| years1 = 1986–1993
| team1 = [[Detroit Pistons]]
| years2 = 1993–1995
| team2 = [[San Antonio Spurs]]
| years3 = 1995–1998
| team3 = [[Chicago Bulls]]
| years4 = 1999
| team4 = [[Los Angeles Lakers]]
| years5 = 2000
| team5 = [[Dallas Mavericks]]
| years6 = 2003–2004
| team6 = Long Beach Jam
| years7 =2004]]
| team7 = Fuerza Regia
| years8 = 2004–2005
| team8 = Orange County Crush
| years9 = 2005
| team9 = [[Torpan Pojat]]
| years10 = 2005–2006
| team10 = Tijuana Dragon
| years11 = 2006
| team11 = Brighton Bears
| highlights =
| stats_league = NBA
| stat1label = Stig
| stat1value = 6.683 (7,3)
| stat2label = Fráköst
| stat2value = 11.954 (13,1)
| stat3label = Stoðsendingar
| stat3value = 1.600 (1,8)
}}
'''Dennis Keith Rodman''' (fæddur [[13. maí]] [[1961]]) er [[Bandaríkin|bandarískur]] fyrrverandi körfuknattleiksmaður í [[National Basketball Association|NBA-deildinni]]. Hann lék stöðu [[kraftframherji|kraftframherja]] með [[Detroit Pistons]], [[San Antonio Spurs]], [[Chicago Bulls]], [[Los Angeles Lakers]] og [[Dallas Mavericks]]. Hann vann fimm meistaratitla með Pistons og Bulls og leiddi deildina í fráköstum 7 ár í röð, frá 1992 til 1998.<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/biography/Dennis-Rodman|title=Dennis Rodman {{!}} Facts, Statistics, Biography, & Kim Jong-Un {{!}} Britannica|date=2025-06-20|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2025-06-28}}</ref>
==Titlar og verðlaun==
===Titlar===
*[[NBA]] meistari (5): 1989, 1990, 1996, 1997, 1998
===Viðurkenningar===
*[[Stjörnuleikur NBA-deildarinnar|Stjörnuleikur NBA]] (2): 1990, 1992
*Varnarmaður ársins í NBA (2): 1990, 1991
*Varnarlið ársins í NBA (7): 1989–1993, 1995, 1996
*Frákastakóngur NBA (7): 1992–1998
*75 ára afmælislið NBA
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{stubbur|æviágrip|körfubolti}}
{{fe|1961|Rodman, Dennis}}
[[Flokkur:Bandarískir körfuknattleiksmenn|Rodman, Dennis]]
[[Flokkur:NBA leikmenn]]
3qsgcjn8a9pc957hngmmhb4tfttk4sq
Listi yfir friðuð hús á Íslandi
0
77401
1921832
1911754
2025-06-27T18:08:06Z
Friðþjófur
104929
/* Reykjavík */
1921832
wikitext
text/x-wiki
Þetta er '''listi yfir friðuð hús á [[Ísland]]i'''.
== Austurland ==
{{col-begin}}
{{col-2}}
* [[Áskirkja (Fljótsdalshérað)|Áskirkja]]
* [[Bakkagerðiskirkja]]
* [[Berufjarðarkirkja]]
* [[Beruneskirkja]]
* [[Brekkukirkja]]
* [[Bustarfell]]
* [[Búðakirkja]]
* [[Dalatangaviti]]
* [[Eiðakirkja]]
* [[Eiríksstaðakirkja]]
* [[Eskifjarðarkirkja]]
* [[Faktorshúsið]], [[Djúpivogur|Djúpavogi]]
* [[Gamla búð]], [[Eskifjörður|Eskifirði]]
* [[Gamli barnaskólinn (Seyðisfirði)|Gamli barnaskólinn]], [[Seyðisfjörður|Seyðisfirði]]
* [[Hjaltastaðakirkja]]
* [[Hofskirkja (Álftafirði)|Hofskirkja]], [[Álftafjörður|Álftafirði]]
{{col-2}}
* [[Hofskirkja (Vopnafirði)|Hofskirkja]], [[Vopnafjörður|Vopnafirði]]
* [[Hofteigskirkja]]
* [[Jensenshús]], [[Eskifjörður|Eskifirði]]
* [[Kirkjubæjarkirkja]]
* [[Klyppstaðarkirkja]]
* [[Kolfreyjustaðarkirkja]]
* [[Langabúð]], [[Djúpivogur|Djúpavogi]]
* [[Neskirkja (Norðfjarðarkirkja)|Neskirkja]] (Norðfjarðarkirkja)
* [[Papeyjarkirkja]]
* [[Randulffssjóhús]], [[Eskifjörður|Eskifirði]]
* [[Reyðarfjarðarkirkja]]
* [[Skeggjastaðakirkja]]
* [[Skriðuklaustur]]
* [[Vopnafjarðarkirkja]]
* [[Þingmúlakirkja]]
{{col-end}}
== Norðurland ==
{{col-begin}}
{{col-3}}
* [[Aðalstræti 14 (Akureyri)|Aðalstræti 14]] ([[Gudmannsminde]]), [[Akureyri]]
* [[Aðalstræti 16 (Akureyri)|Aðalstræti 16]], [[Akureyri]]
* [[Aðalstræti 4 (Akureyri)|Aðalstræti 4]] (Gamla apótekið), [[Akureyri]]
* [[Aðalstræti 44 (Akureyri)|Aðalstræti 44]] (Elínarbaukur), [[Akureyri]]
* [[Friðbjarnarhús]] [[Aðalstræti 46 (Akureyri) |Aðalstræti 46]] [[Akureyri]]
* [[Aðalstræti 50 Akureyri|Aðalstræti 50]], [[Akureyri]]
* [[Aðalstræti 52 (Akureyri)|Aðalstræti 52]], [[Akureyri]]
* [[Aðalstræti 62 (Akureyri)|Aðalstræti 62]], [[Akureyri]]
* [[Aðalstræti 66 (Akureyri)|Aðalstræti 66]] (Indriðahús), [[Akureyri]]
* [[Aðalstræti 66 A (Akureyri)|Aðalstræti 66 A]] (Smiðjan), [[Akureyri]]
* [[Akureyrarkirkja]]
* [[Auðkúla|Auðkúlukirkja]]
* [[Bakkakirkja]]
* [[Barð (Fljótum)|Barðskirkja]]
* [[Bergstaðakirkja]]
* [[Blönduóskirkja]]
* [[Bólstaðarhlíðarkirkja]]
* [[Breiðabólstaðarkirkja]]
* [[Bæjardyr]] á [[Reynistaður|Reynistað]], [[Skagafjörður|Skagafirði]]
* [[Davíðshús]], [[Akureyri]]
* [[Einarsstaðakirkja]]
* [[Eyrarlandsstofa]], [[Akureyri]]
* [[Fell í Sléttuhlíð|Fellskirkja]]
* [[Gamla Syðstabæjarhúsið]], [[Hrísey]]
* [[Garðskirkja]]
* [[Glaumbær (byggðasafn)|Glaumbær]], [[Skagafjörður|Skagafirði]]
* [[Glæsibæjarkirkja]]
* [[Goðdalir|Goðdalakirkja]]
* [[Gránufélagshúsin]]
* [[Grenivíkurkirkja]]
* [[Grenjaðarstaðarkirkja]]
* [[Grund (Eyjafjarðarsveit)|Grundarkirkja]]
* [[Hafnarstræti (Akureyri)|Hafnarstræti 11]] (Laxdalshús), [[Akureyri]]
* [[Hafnarstræti 18 (Akureyri)|Hafnarstræti 18]] (Tuliniusarhús), [[Akureyri]]
* [[Hafnarstræti 20 (Akureyri)|Hafnarstræti 20]] (Höephnershús), [[Akureyri]]
* [[Hafnarstræti (Akureyri)|Hafnarstræti 57]] (Samkomuhúsið), [[Akureyri]]
{{col-3}}
* [[Hafnarstræti (Akureyri)|Hafnarstræti 94]] (Hamborg), [[Akureyri]]
* [[Hafnarstræti (Akureyri)|Hafnarstræti 96]] (París), [[Akureyri]]
* [[Hafnarstræti (Akureyri)|Hafnarstræti 98]], [[Akureyri]]
* [[Hálskirkja]]
* [[Hof á Höfðaströnd|Hofskirkja]], [[Höfðaströnd]]
* [[Hofskirkja (Skagaströnd)|Hofskirkja]], [[Skagaströnd]]
* [[Hofsstaðir|Hofsstaðakirkja]]
* [[Hofsstofa]], Hofi í [[Hörgardalur|Hörgárdal]]
* [[Holtastaðakirkja]]
* [[Hóladómkirkja]]
* [[Hólakirkja]]
* [[Hríseyjarviti]]
* [[Húsavíkurkirkja]]
* [[Hvammskirkja]] í [[Laxárdalur|Laxárdal]]
* [[Illugastaðakirkja]]
* [[Keta á Skaga|Ketukirkja]]
* [[Kirkjuhvammskirkja]]
* [[Klukknaport]], [[Möðruvellir|Möðruvöllum]]
* [[Knappsstaðir|Knappsstaðakirkja]]
* [[Kvíabekkur|Kvíabekkjarkirkja]]
* [[Laufás (Grýtubakkahreppi)|Laufásbærinn]]
* [[Laufás (Grýtubakkahreppi)|Laufáskirkja]]
* [[Ljósavatnskirkja]]
* [[Lónsstofa]], Skipalóni, [[Eyjafjörður|Eyjafirði]]
* [[Lundarbrekkukirkja]]
* [[Lækjargata 2 A (Akureyri)|Lækjargata 2 A]] (Frökenarhús), [[Akureyri]]
* [[Lögmannshlíðarkirkja]]
* [[Menntaskólinn á Akureyri]]
* [[Miðgarðakirkja]]
* [[Minjasafnskirkjan]], [[Akureyri]]
* [[Munkaþverárkirkja]]
* [[Möðruvallakirkja]]
* [[Möðruvallakirkja (Möðruvallaklausturskirkja)]]
* [[Neskirkja (Suður-Þingeyjarsýslu)|Neskirkja]] (Suður-Þingeyjarsýslu)
* [[Nonnahús|Nonnahús]], [[Akureyri]]
* [[Norðurgata 17]] (Gamla prentsmiðjan), [[Akureyri]]
{{col-3}}
* [[Norska sjómannaheimilið]], [[Siglufjörður|Siglufirði]]
* [[Ólafsfjarðarkirkja]]
* [[Pakkhús (Hofsósi)|Pakkhús]] á [[Hofsós|Hofsósi]]
* [[Reykjakirkja]]
* [[Reynistaður|Reynistaðarkirkja]]
* [[Róaldsbrakki]], [[Siglufjörður|Siglufirði]]
* [[Sauðaneskirkja]]
* [[Sauðárkrókskirkja]]
* [[Saurbæjarkirkja]]
* [[Sigurhæðir|Sigurhæðir]], [[Akureyri]]
* [[Silfrastaðir|Silfrastaðakirkja]]
* [[Sjávarborg|Sjávarborgarkirkja]], [[Skagafjörður|Skagafirði]]
* [[Skinnastaðarkirkja]]
* [[Skútustaðakirkja]]
* [[Smíðahús (Skipalóni)|Smíðahús]], Skipalóni, [[Eyjafjörður|Eyjafirði]]
* [[Staðarbakkakirkja]]
* [[Staðarkirkja (Hrútafirði)|Staðarkirkja]]
* [[Stefánskirkja]], [[Sauðanes|Sauðanesi]]
* [[Stóru-Akrar]], bæjardyr, bæjargöng og þingstofa
* [[Svalbarðskirkja]]
* [[Svínavatnskirkja]]
* [[Sæbyhús]], [[Siglufjörður|Siglufirði]]
* [[Tjarnarkirkja]], [[Svarfaðardalur]]
* [[Undirfellskirkja]]
* [[Urðakirkja]]
* [[Vallakirkja]]
* [[Vesturhópshólakirkja]]
* [[Viðvík|Viðvíkurkirkja]]
* [[Villa Nova]], [[Sauðárkrókur|Sauðárkróki]]
* [[Víðidalstunga|Víðidalstungukirkja]]
* [[Víðimýri|Víðimýrarkirkja]]
* [[Ytri-Bægisárkirkja]]
* [[Þingeyrakirkja]] (Þingeyraklausturskirkja)
* [[Þverá, fjárhús og hlaða (Laxárdal)|Þverá, fjárhús og hlaða]], [[Laxárdalur|Laxárdal]]
* [[Þverárbærinn]]
* [[Þverárkirkja]]
{{col-end}}
== Reykjanes ==
{{col-begin}}
{{col-2}}
* [[Bessastaðir|Bessastaðakirkja]]
* [[Bessastaðir|Bessastaðastofa]]
* [[Brautarholtskirkja]]
* [[Fríkirkjan í Hafnarfirði]]
* [[Garðskagaviti]]
* [[Gljúfrasteinn]]
* [[Hafnarfjarðarkirkja]]
* [[Hvalsneskirkja]]
* [[Innri-Njarðvíkurkirkja]]
* [[Kálfatjarnarkirkja]]
* [[Keflavíkurkirkja]]
{{col-2}}
* [[Kirkjuvogskirkja]]
* [[Krýsuvíkurkirkja]]
* [[Lágafellskirkja]]
* [[Nesstofa]]
* [[Reykjanesviti]]
* [[Reynivallakirkja]]
* [[Saurbæjarkirkja]]
* [[Strandgata 55 - Fjörukráin]], [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]]
* [[Strandgata 57 - Fjörukráin]], [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]]
* [[Útskálakirkja]]
* [[Vesturgata 6 (Hafnarfirði)|Vesturgata 6]], [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]]
* [[Hallgrímskirkja í Vindáshlíð (Kjós)|Vindáshlíðarkirkja]] (Hallgrímskirkja)
{{col-end}}
== Reykjavík ==
{{col-begin}}
{{col-3}}
* [[Aðalstræti 2]]
* [[Aðalstræti 10]]
* [[Aðalstræti 16]]
* [[Alþingishúsið]]
* [[Amtmannsstígur 1]]
* [[Austurbæjarskólinn]]
* [[Austurstræti 11]]
* [[Austurstræti 16]]
* [[Austurstræti 20]]
* [[Austurstræti 22]]
* [[Austurstræti 5]]
* [[Austurstræti 9]]
* [[Árbæjarkirkja]]
* [[Bankastræti 2]]
* [[Menntaskólinn í Reykjavík#Íþaka|Bókhlaða MR - Íþaka]]
* [[Brúnavegur 8]]
* [[Dillonshús]] [[Árbæjarsafn|Árbæjarsafni]]
* [[Dómkirkjan í Reykjavík]]
* [[Efstasund 99]]
* [[MR#Fjósið|Fjósið - Menntaskólinn í Reykjavík]]
* [[Fríkirkjan í Reykjavík]]
* [[Fríkirkjuvegur 11]]
* [[Fríkirkjuvegur 3]]
* [[Garðastræti 11 A]]
* [[Garðastræti 15]]
* [[Garðastræti 23]]
* [[Grettisgata 11]]
* [[Gunnarshús]]
* [[Hafnarstræti 1-3]]
* [[Hafnarstræti 16]]
* [[Hafnarstræti 18]]
* [[Hafnarstræti 4]]
* [[Háskóli Íslands|Háskóli Íslands, Aðalbygging]]
{{col-3}}
* [[Hegningarhúsið]]
* [[Heilsuverndarstöðin í Reykjavík|Heilsuverndarstöðin]]
* [[Hverfisgata 83]]
* [[Hverfisgata 86]]
* [[Höfði]]
* [[Iðnó]]
* [[Gamli kennaraskólinn|Kennaraskólinn gamli]]
* [[Kirkjustræti 12]], [[Árbæjarsafn|Árbæjarsafni]]
* [[Kirkjutorg 6]]
* [[Landakot, gamla prestshúsið]]
* [[Basilíka Krists konungs]] (Landakotskirkja)
* [[Landakotsskóli]]
* [[Laugavegur 1]]
* [[Laugavegur 2]]
* [[Lindargata 51]]
* [[Listasafn Einars Jónssonar]]
* [[Lækjargata 10]]
* [[Lækjargata 14a|Lækjargata 14 A]] og [[Lækjargata 14b|14 B]]
* [[Lækjargata 3]]
* [[Melaskóli]]
* [[Menntaskólinn í Reykjavík]]/Lærðiskóli
* [[Menntaskólinn við Hamrahlíð]]
* [[Miðbæjarskólinn]]
* [[Neskirkja]]
* [[Norræna húsið]]
* [[Pósthússtræti 2]]
* [[Pósthússtræti 3]]
* [[Pósthússtræti 5]]
* [[Rannsóknarhús II, Tilraunast]]. [[Háskóli Íslands]]
* [[Safnahúsið við Hverfisgötu]]
* [[Sjómannaskólinn]] (Fjöltækniskóli Íslands)
* [[Skálholtsstígur 6]]
{{col-3}}
* [[Skálholtsstígur 7]]
* [[Skólastræti 5]]
* [[Skólavörðustígur 35]]
* [[Smiðshús (Árbæjarsafn)|Smiðshús]], [[Árbæjarsafn|Árbæjarsafni]]
* [[Sóleyjargata 1]]
* [[Sólheimar 5]]
* [[Stjórnarráðshúsið]]
* [[Stýrimannaskólinn (Öldugata)|Stýrimannaskólinn]]
* [[Suðurgata 7]]
* [[Sundhöll Reykjavíkur]]
* [[Tjarnargata 18]]
* [[Tjarnargata 20]]
* [[Tjarnargata 22]]
* [[Tjarnargata 24]]
* [[Tjarnargata 26]]
* [[Tjarnargata 28]]
* [[Tjarnargata 32]]
* [[Tjarnargata 33]]
* [[Tjarnargata 35]]
* [[Tómasarhagi 31]]
* [[Túngata 18]]
* [[Viðeyjarkirkja]]
* [[Viðeyjarstofa]]
* [[Þingholtsstræti 13]]
* [[Þingholtsstræti 29]]
* [[Þingholtsstræti 29 A]]
* [[Þingholtsstræti 9]]
* [[Þjóðleikhúsið]]
* [[Ægisíða 80]]
{{col-end}}
== Suðurland ==
{{col-begin}}
{{col-3}}
* [[Akureyjarkirkja]]
* [[Assistentahúsið]], [[Eyrarbakki|Eyrarbakka]]
* [[Árbæjarkirkja]]
* [[Breiðabólstaðarkirkja]]
* [[Brunnhólskirkja]]
* [[Bræðratungukirkja]]
* [[Búrfellskirkja]]
* [[Búr frá Seljalandi]] í [[Fljótshverfi]]
* [[Bænahús (Núpsstað)|Bænhús]], [[Núpsstaður|Núpsstað]]
* [[Dyrhólaviti]]
* [[Eyrarbakkakirkja]]
* [[Gaulverjabæjarkirkja]]
* [[Grafarkirkja]]
* [[Hagakirkja]]
* [[Hellukofi]], [[Hellisheiði]]
* [[Héraðsskólinn Laugarvatni]]
* [[Hlíðarendakirkja]]
* [[Hofskirkja]]
* [[Hraungerðiskirkja]]
{{col-3}}
* [[Hrepphólakirkja]]
* [[Hrunakirkja]]
* [[Húsið (Eyrarbakka)|Húsið]], [[Eyrarbakki|Eyrarbakka]]
* [[Kálfafellsstaðarkirkja]]
* [[Keldnabærinn]]
* [[Keldnakirkja]]
* [[Kotstrandarkirkja]]
* [[Krosskirkja]]
* [[Landakirkja]]
* [[Landlyst]], [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]]
* [[Langholtskirkja]]
* [[Marteinstungukirkja]]
* [[Miðdalskirkja]]
* [[Mosfellskirkja (Grímsnesi)|Mosfellskirkja]]
* [[Ólafsvallakirkja]]
* [[Prestbakkakirkja]]
* [[Rjómabúið Baugsstöðum]]
* [[Sel, eystri hlaða (Skaftafell)|Sel, eystri hlaða]], [[Skaftafell|Skaftafelli]], [[Öræfi|Öræfum]]
* [[Seljavallalaug]]
{{col-3}}
* [[Skeiðflatarkirkja]]
* [[Skemma frá Gröf (Skaftártungu)|Skemma frá Gröf]] í [[Skaftártunga|Skaftártungu]]
* [[Skemma (Varmahlíð)|Skemma]] frá [[Varmahlíð]] undir [[Eyjafjöll|Eyjafjöllum]]
* [[Skólahús Múlakoti, Síðu]]
* [[Stafafellskirkja]]
* [[Stokkseyrarkirkja]]
* [[Stóra-Núpskirkja]]
* [[Strandarkirkja]]
* [[Svefnherbergi frá Árkvörn]] í [[Fljótshlíð]]
* [[Torfastaðakirkja]]
* [[Tungufellskirkja]]
* [[Úlfljótsvatnskirkja]]
* [[Villingaholtskirkja]]
* [[Þingvallakirkja]]
* [[Þykkvabæjarklausturskirkja]]
{{col-end}}
== Vestfirðir ==
{{col-begin}}
{{col-3}}
* [[Aðalstræti 12 (Ísafirði)|Aðalstræti 12]] (Sönderborgarhús), [[Ísafjörður|Ísafirði]]
* [[Aðalstræti 16 (Ísafirði)|Aðalstræti 16]], [[Ísafjörður|Ísafirði]]
* [[Aðalstræti 8 (Ísafirði)|Aðalstræti 8]] (Jónassenshús, Grimmakot) [[Ísafjörður|Ísafirði]]
* [[Arnarnesviti]]
* [[Árneskirkja]]
* [[Betuhús]], [[Æðey]]
* [[Bíldudalskirkja]]
* [[Bjargtangaviti]]
* [[Bókhlaðan (Flatey)|Bókhlaðan]], [[Flatey]]
* [[Brjánslækjarkirkja]]
* [[Bænhús (Furufirði)|Bænhús]] [[Furufjörður|Furufirði]]
* [[Edinborgarhúsið]], [[Ísafjörður|Ísafirði]]
* [[Eyrarkirkja (Patreksfirði)|Eyrarkirkja]], [[Patreksfjörður|Patreksfirði]]
* [[Eyrarkirkja (Seyðisfirði)|Eyrarkirkja]], [[Seyðisfjörður|Seyðisfirði]]
* [[Faktorshúsið, Hæstakaupstað Ísafirði|Faktorshúsið]] Hæstakaupstað, [[Ísafjörður|Ísafirði]]
* [[Faktorshúsið, Neðstakaupstað Ísafirði|Faktorshúsið]] Neðstakaupstað, [[Ísafjörður|Ísafirði]]
* [[Félagshús (Flatey)|Félagshús]], [[Flatey]]
{{col-3}}
* [[Gamla íbúðarhúsið (Ögri)|Gamla íbúðarhúsið]] [[Ögur|Ögri]]
* [[Gamla sjúkrahúsið (Ísafirði|Gamla sjúkrahúsið)]], [[Ísafjörður|Ísafirði]]
* [[Gamli barnaskólinn (Hólmavík)|Gamli barnaskólinn]] [[Hólmavík]]
* [[Hagakirkja]]
* [[Holtskirkja]]
* [[Hólskirkja]]
* [[Hrafnseyrarkirkja]]
* [[Hraunskirkja]]
* [[Kaldrananeskirkja]]
* [[Kirkjubólskirkja]]
* [[Klausturhólar]], [[Flatey]]
* [[Kollafjarðarneskirkja]]
* [[Krambúðin Neðstakaupstað]], [[Ísafjörður|Ísafirði]]
* [[Mýrakirkja]]
* [[Nauteyrarkirkja]]
* [[Riis-hús]], [[Borðeyri]]
* [[Salthúsið (Þingeyri)|Salthúsið]] [[Þingeyri]]
{{col-3}}
* [[Sauðlauksdalskirkja]]
* [[Saurbæjarkirkja]]
* [[Selárdalskirkja]]
* [[Staðarkirkja í Aðalvík|Staðarkirkja]], [[Aðalvík]]
* [[Staðarkirkja í Grunnavík)|Staðarkirkja]], [[Grunnavík]]
* [[Staðarkirkja (Staðardal)|Staðarkirkja]], [[Staðardalur|Staðardal]]
* [[Staðarkirkja (Steingrímsfirði)|Staðarkirkja]], [[Steingrímsfjörður|Steingrímsfirði]]
* [[Stóra-Laugardalskirkja]]
* [[Sundstræti 25 A]] (Messíönuhús), [[Ísafjörður|Ísafirði]]
* [[Súðavíkurkirkja]]
* [[Tjöruhúsið Neðstakaupstað]], [[Ísafjörður|Ísafirði]]
* [[Turnhúsið Neðstakaupstað]], [[Ísafjörður|Ísafirði]]
* [[Unaðsdalskirkja]]
* [[Vatnsfjarðarkirkja]]
* [[Þingeyrarkirkja]]
* [[Ögurkirkja]]
* [[Ögurstofa]]
{{col-end}}
== Vesturland ==
{{col-begin}}
{{col-2}}
* [[Aðalgata 2]], [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]]
* [[Akrakirkja]]
* [[Akraneskirkja]]
* [[Amtmannshúsið (Arnarstapa)|Amtmannshúsið]] (Stapahúsið), [[Arnarstapi|Arnarstapa]]
* [[Álftaneskirkja]]
* [[Álftártungukirkja]]
* [[Bjarnarhafnarkirkja]]
* [[Borgarkirkja]]
* [[Búðakirkja]]
* [[Dagvarðarneskirkja]]
* [[Fiskbyrgi í Bæjarhrauni]]
* [[Fitjakirkja]]
* [[Gilsbakkakirkja]]
* [[Grímshjallur (Brokey)|Grímshjallur]], [[Brokey]]
* [[Gufudalskirkja]]
* [[Helgafellskirkja]]
* [[Hjarðarholt|Hjarðarholtskirkja]]
* [[Hvammur í Dölum|Hvammskirkja]]
* [[Hvanneyrarkirkja]]
* [[Ingjaldshólskirkja]]
{{col-2}}
* [[Innri-Hólmskirkja]]
* [[Leirárkirkja]]
* [[Malarrifsviti]]
* [[Narfeyrarkirkja]]
* [[Norska húsið]], [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]]
* [[Pakkhúsið í Ólafsvík|Pakkhúsið]] í [[Ólafsvík]]
* [[Ranakofi (Svefneyjum)|Ranakofi]], [[Svefneyjar|Svefneyjum]]
* [[Rauðamelskirkja]]
* [[Reykholtskirkja]]
* [[Setbergskirkja]]
* [[Silfurgata 4]] (Kúldshús), [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]]
* [[Skarðskirkja]]
* [[Skemma úr torfi (Öxney)|Skemma úr torfi]], [[Öxney]]
* [[Snóksdalskirkja]]
* [[Staðarfell|Staðarfellskirkja]]
* [[Staðarhólskirkja]]
* [[Staðarhraunskirkja]]
* [[Staðarkirkja]]
* [[Stafholtskirkja]]
* [[Stóra-Áskirkja]]
* [[Stykkishólmskirkja]]
{{col-end}}
== Heimildir==
* [http://www.hfrn.is/husaskra/husaskrafridud-hus/ Húsafriðunarnefnd-Friðuð hús - raðað eftir landshlutum] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20091130231206/http://www.hfrn.is/husaskra/husaskrafridud-hus/ |date=2009-11-30 }}
{{Friðuð hús á Austurlandi}}
{{Friðuð hús á Norðurlandi}}
{{Friðuð hús á Reykjanesi}}
{{Friðuð hús í Reykjavík}}
{{Friðuð hús á Suðurlandi}}
{{Friðuð hús á Vestfjörðum}}
{{Friðuð hús á Vesturlandi}}
[[Flokkur:Listar tengdir Íslandi]]
ezir33ib0us9lm18c5s368nnprfetrm
Snið:Friðuð hús í Reykjavík
10
77530
1921842
1790064
2025-06-27T21:26:58Z
Friðþjófur
104929
1921842
wikitext
text/x-wiki
{{Navbox
| name = Friðuð hús í Reykjavík
| title = [[Listi yfir friðuð hús á Íslandi#Reykjavík|Friðuð hús í Reykjavík]]
| state = {{{state<includeonly>|autocollapse</includeonly>}}}
| bodyclass = hlist
| list1 =
* [[Aðalstræti 10]]
* [[Aðalstræti 16]]
* [[Alþingishúsið]]
* [[Amtmannsstígur 1]]
* [[Austurbæjarskólinn]]
* [[Austurstræti 11]]
* [[Austurstræti 16]]
* [[Austurstræti 20]]
* [[Austurstræti 22]]
* [[Austurstræti 5]]
* [[Austurstræti 9]]
* [[Árbæjarkirkja]]
* [[Bankastræti 2]]
* [[Menntaskólinn í Reykjavík#Íþaka|Bókhlaða MR - Íþaka]]
* [[Brúnavegur 8]]
* [[Dillonshús]] [[Árbæjarsafn|Árbæjarsafni]]
* [[Dómkirkjan í Reykjavík]]
* [[Efstasund 99]]
* [[MR#Fjósið|Fjósið - Menntaskólinn í Reykjavík]]
* [[Fríkirkjan í Reykjavík]]
* [[Fríkirkjuvegur 11]]
* [[Fríkirkjuvegur 3]]
* [[Garðastræti 11 A]]
* [[Garðastræti 15]]
* [[Garðastræti 23]]
* [[Grettisgata 11]]
* [[Gunnarshús]]
* [[Hafnarstræti 1-3]]
* [[Hafnarstræti 16]]
* [[Hafnarstræti 18]]
* [[Hafnarstræti 4]]
* [[Háskóli Íslands|Háskóli Íslands, Aðalbygging]]
* [[Hegningarhúsið]]
* [[Heilsuverndarstöðin í Reykjavík|Heilsuverndarstöðin]]
* [[Hverfisgata 83]]
* [[Hverfisgata 86]]
* [[Höfði]]
* [[Iðnó]]
* [[Gamli kennaraskólinn|Kennaraskólinn gamli]]
* [[Kirkjustræti 12]], [[Árbæjarsafn|Árbæjarsafni]]
* [[Kirkjutorg 6]]
* [[Landakot, gamla prestshúsið]]
* [[Basilíka Krists konungs]] (Landakotskirkja)
* [[Landakotsskóli]]
* [[Laugavegur 1]]
* [[Laugavegur 2]]
* [[Lindargata 51]]
* [[Listasafn Einars Jónssonar]]
* [[Lækjargata 10]]
* [[Lækjargata 14a|Lækjargata 14 A]] og [[Lækjargata 14b|14 B]]
* [[Lækjargata 3]]
* [[Melaskóli]]
* [[Menntaskólinn í Reykjavík]]/Lærðiskóli
* [[Menntaskólinn við Hamrahlíð]]
* [[Miðbæjarskólinn]]
* [[Neskirkja]]
* [[Norræna húsið]]
* [[Pósthússtræti 2]]
* [[Pósthússtræti 3]]
* [[Pósthússtræti 5]]
* [[Rannsóknarhús II, Tilraunast]]. [[Háskóli Íslands]]
* [[Safnahúsið við Hverfisgötu]]
* [[Sjómannaskólinn]] (Fjöltækniskóli Íslands)
* [[Skálholtsstígur 6]]
* [[Skálholtsstígur 7]]
* [[Skólastræti 5]]
* [[Skólavörðustígur 35]]
* [[Smiðshús (Árbæjarsafn)|Smiðshús]], [[Árbæjarsafn|Árbæjarsafni]]
* [[Sóleyjargata 1]]
* [[Sólheimar 5]]
* [[Stjórnarráðshúsið]]
* [[Stýrimannaskólinn (Öldugata)|Stýrimannaskólinn]]
* [[Suðurgata 7]]
* [[Sundhöll Reykjavíkur]]
* [[Tjarnargata 18]]
* [[Tjarnargata 20]]
* [[Tjarnargata 22]]
* [[Tjarnargata 24]]
* [[Tjarnargata 26]]
* [[Tjarnargata 28]]
* [[Tjarnargata 32]]
* [[Tjarnargata 33]]
* [[Tjarnargata 35]]
* [[Tómasarhagi 31]]
* [[Túngata 18]]
* [[Vesturgata 2]]
* [[Viðeyjarkirkja]]
* [[Viðeyjarstofa]]
* [[Þingholtsstræti 13]]
* [[Þingholtsstræti 29]]
* [[Þingholtsstræti 29 A]]
* [[Þingholtsstræti 9]]
* [[Þjóðleikhúsið]]
* [[Ægisíða 80]]
}}<noinclude>
[[Flokkur:Þemasnið]]
</noinclude>
gf7nm49r2fovxq9ka2el5gb2pbwrtui
1921871
1921842
2025-06-28T10:25:20Z
Friðþjófur
104929
1921871
wikitext
text/x-wiki
{{Navbox
| name = Friðuð hús í Reykjavík
| title = [[Listi yfir friðuð hús á Íslandi#Reykjavík|Friðuð hús í Reykjavík]]
| state = {{{state<includeonly>|autocollapse</includeonly>}}}
| bodyclass = hlist
| list1 =
* [[Aðalstræti 10]]
* [[Aðalstræti 16]]
* [[Alþingishúsið]]
* [[Amtmannsstígur 1]]
* [[Austurbæjarskólinn]]
* [[Austurstræti 11]]
* [[Austurstræti 16]]
* [[Austurstræti 20]]
* [[Austurstræti 22]]
* [[Austurstræti 5]]
* [[Austurstræti 9]]
* [[Árbæjarkirkja]]
* [[Bankastræti 2]]
* [[Menntaskólinn í Reykjavík#Íþaka|Bókhlaða MR - Íþaka]]
* [[Brúnavegur 8]]
* [[Dillonshús]] [[Árbæjarsafn|Árbæjarsafni]]
* [[Dómkirkjan í Reykjavík]]
* [[Efstasund 99]]
* [[MR#Fjósið|Fjósið - Menntaskólinn í Reykjavík]]
* [[Fríkirkjan í Reykjavík]]
* [[Fríkirkjuvegur 11]]
* [[Fríkirkjuvegur 3]]
* [[Garðastræti 11 A]]
* [[Garðastræti 15]]
* [[Garðastræti 23]]
* [[Grettisgata 11]]
* [[Gunnarshús]]
* [[Hafnarstræti 1-3]]
* [[Hafnarstræti 16]]
* [[Hafnarstræti 18]]
* [[Hafnarstræti 4]]
* [[Háskóli Íslands|Háskóli Íslands, Aðalbygging]]
* [[Hegningarhúsið]]
* [[Heilsuverndarstöðin í Reykjavík|Heilsuverndarstöðin]]
* [[Hverfisgata 83]]
* [[Hverfisgata 86]]
* [[Höfði]]
* [[Iðnó]]
* [[Gamli kennaraskólinn|Kennaraskólinn gamli]]
* [[Kirkjustræti 12]], [[Árbæjarsafn|Árbæjarsafni]]
* [[Kirkjutorg 6]]
* [[Landakot, gamla prestshúsið]]
* [[Basilíka Krists konungs]] (Landakotskirkja)
* [[Landakotsskóli]]
* [[Laugavegur 1]]
* [[Laugavegur 2]]
* [[Lindargata 51]]
* [[Listasafn Einars Jónssonar]]
* [[Lækjargata 10]]
* [[Lækjargata 14a|Lækjargata 14 A]] og [[Lækjargata 14b|14 B]]
* [[Lækjargata 3]]
* [[Melaskóli]]
* [[Menntaskólinn í Reykjavík]]/Lærðiskóli
* [[Menntaskólinn við Hamrahlíð]]
* [[Miðbæjarskólinn]]
* [[Neskirkja]]
* [[Norræna húsið]]
* [[Eimskipafélagshúsið|Pósthússtræti 2]]
* [[Pósthússtræti 3]]
* [[Pósthússtræti 5]]
* [[Rannsóknarhús II, Tilraunast]]. [[Háskóli Íslands]]
* [[Safnahúsið við Hverfisgötu]]
* [[Sjómannaskólinn]] (Fjöltækniskóli Íslands)
* [[Skálholtsstígur 6]]
* [[Skálholtsstígur 7]]
* [[Skólastræti 5]]
* [[Skólavörðustígur 35]]
* [[Smiðshús (Árbæjarsafn)|Smiðshús]], [[Árbæjarsafn|Árbæjarsafni]]
* [[Sóleyjargata 1]]
* [[Sólheimar 5]]
* [[Stjórnarráðshúsið]]
* [[Stýrimannaskólinn (Öldugata)|Stýrimannaskólinn]]
* [[Suðurgata 7]]
* [[Sundhöll Reykjavíkur]]
* [[Tjarnargata 18]]
* [[Tjarnargata 20]]
* [[Tjarnargata 22]]
* [[Tjarnargata 24]]
* [[Tjarnargata 26]]
* [[Tjarnargata 28]]
* [[Tjarnargata 32]]
* [[Tjarnargata 33]]
* [[Tjarnargata 35]]
* [[Tómasarhagi 31]]
* [[Túngata 18]]
* [[Vesturgata 2]]
* [[Viðeyjarkirkja]]
* [[Viðeyjarstofa]]
* [[Þingholtsstræti 13]]
* [[Þingholtsstræti 29]]
* [[Þingholtsstræti 29 A]]
* [[Þingholtsstræti 9]]
* [[Þjóðleikhúsið]]
* [[Ægisíða 80]]
}}<noinclude>
[[Flokkur:Þemasnið]]
</noinclude>
es49jlsqvnjml7um8owgxwokck4t55w
Snið:Æviágrip lifandi fólks
10
77534
1921834
1633734
2025-06-27T18:33:38Z
Bjarki S
9
færi snið undir message box kerfið, m.a. til að það virki rétt í dökka viðmótinu
1921834
wikitext
text/x-wiki
{{tmbox
| image = [[Mynd:Crystal Clear app Login Manager.png|50px]]
| text = Þetta æviágrip er um lifandi manneskju. Vinsamlegast farið eftir leiðbeiningum Wikipediu varðandi '''[[Wikipedia:Æviágrip lifandi fólks|æviágrip lifandi fólks]]'''. Ef þú ert viðfangsefni æviágripsins og hefur athugasemdir við það þá geturðu kynnt þér leiðbeiningar á síðunni '''[[Wikipedia:Grein um mig|grein um mig]]'''.<br>Þú getur gert athugasemd hér með því að [{{SERVER}}{{localurl:{{NAMESPACE}}:{{PAGENAME}}|action=edit§ion=new}} hefja nýja umræðu]
}}<noinclude>[[Flokkur:Spjallsíðusnið]]</noinclude>
ocv9ud8dziawsc007g3a596s3r30j3q
Dáríulerki
0
87534
1921854
1856481
2025-06-28T01:14:31Z
Berserkur
10188
1921854
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Dáríulerki
| image = Larix gmelinii0.jpg
| image_width = 240px
| image_caption = Dáríulerkiskógur í norðvestur [[Síbería|Síberíu]]
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Berfrævingar]] (''Pinophyta'')
| classis = [[Barrtré]] (''Pinopsida'')
| ordo = [[Pinales]]
| familia = [[Þallarætt]] (Pinaceae)
| genus = ''[[Larix]]''
| species = '''''L. gmelinii'''''
| binomial = ''Larix gmelinii''
| binomial_authority = ([[Franz Josef Ruprecht|Rupr.]]) [[Franz Josef Ruprecht|Rupr.]]
| synonyms =
| range_map =
| range_map_width = 240px
| range_map_caption =
}}
'''Dáríulerki''' (fræðiheiti '''''Larix gmelinii''''') er [[lerki]]tegund sem upprunin er í austurhluta [[Síbería|Síberíu og]] Norðaustur-[[Mongólía|Mongólíu]], Norðaustur-[[Kína]] og [[Norður-Kórea|Norður-Kóreu]].
Dáríulerki er meðalstór [[sumargræn jurt|sumargrænt]] [[barrtré]] sem er 10 - 30 m hátt og getur ummál trjábols náð 1 me.
Tegundir af Dáríulerki eru
* ''Larix gmelinii'' var. ''gmelinii''
* ''Larix gmelinii'' var. ''japonica''
* ''Larix gmelinii'' var. ''olgensis''
[[Mynd:Larix gmelinii1.jpg|right|thumb|Skógur í Síberíu með dáríulerki]]
Dáríulerki myndar stóra skóga í austur-Síberíu og vex í 50-1,200 m hæð í grunnum jarðvegi fyrir ofan [[sífreri]]. Dáríulerki er það tré sem vex nyrst í heiminum (73°N) og það tré í heiminum sem þolir mestan kulda. Fundist hefur tré í [[Jakútía|Jakútíu]] sem er 919 ára gamalt. Erfitt hefur reynst að rækta dáríulerki á syðri breiddargráðum þar sem það er aðlagað mjög löngum vetrardvala. Í heimkynnum þess er frost alveg þangað til seinast í maí eða júní og ekkert frost svo aftur þangað til sumri lýkur.
== Tengill ==
* [http://www.conifers.org/pi/la/gmelinii.htm Gymnosperm Database: ''Larix gmelinii''] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20101229023825/http://www.conifers.org/pi/la/gmelinii.htm |date=2010-12-29 }}
* [http://www.flora33.com/is/coniferophyta/pinaceae/larix/larix_gmelinii_var_gmelinii.php Dáríulerki (Larix gmelinii var. gmelinii)]
{{commonscat|Larix gmelinii}}
{{wikilífverur|Larix gmelinii}}
[[Flokkur:Lerki]]
[[Flokkur:Þallarætt]]
{{Stubbur|líffræði}}
s8o4fxp6z512s42oogfsgcinfrbqavl
María Tudor
0
88438
1921819
1619535
2025-06-27T15:38:40Z
TKSnaevarr
53243
1921819
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:The Magdalen, National Gallery, London.jpg|thumb|right|María Tudor.]]
'''María Tudor''' ([[18. mars]] [[1496]] – [[25. júní]] [[1533]]) var yngri systir [[Hinrik 8.|Hinriks 8.]] Englandskonungs: Hún giftist [[Loðvík 12]]. Frakkakonungi og var drottning Frakklands skamma hríð. Síðar giftist hún hertoganum af [[Suffolk]].
María var dóttir [[Hinrik 7.|Hinriks 7]]. Englandskonungs og [[Elísabet af York|Elísabetar af York]]. Hún var sögð ein fallegasta prinsessa Evrópu og er svo lýst að hún hafi verið há, grönn, fölleit og græneyg, með afar sítt og fallegt rauðgullið hár. Ellefu ára gömul var hún trúlofuð Karli af Kastilíu, síðar [[Karl 5. keisari|Karli 5.]] keisara en þeirri trúlofun var síðar slitið þegar heppilegra þótti að gera annars konar pólitískt bandalag og [[9. október]] [[1514]], þegar María var 18 ára, var hún gift Loðvík 12. Frakkakonungi, sem var 52 ára, og var hún þriðja kona hans. Loðvík átti engan son á lífi og reið á að afla sér erfingja en hann dó á nýársdag [[1515]], innan við þremur mánuðum eftir brúðkaupið, og var sagt að ofreynsla í hjónasænginni hefði orðið honum að aldurtila. María reyndist ekki vera þunguð og [[Frans 1. Frakkakonungur|Frans 1.]], frændi Loðvíks, tók við konungdæminu.
Hinrik 8. sendi vin sinn, [[Charles Brandon hertogi af Suffolk|Charles Brandon]] (um 1484-1545) hertoga af Suffolk, þegar til Frakklands til að sækja Maríu. Hann mun hafa vitað að systir hans hafði áður rennt hýru auga til hertogans en tók af honum loforð um að biðja Maríu ekki. Þrátt fyrir það gengu þau í leynilegt hjónaband í Frakklandi [[3. mars]] 1515. Þar með varð Brandon í raun [[landráð]]amaður því hann hafði gifst konungborinni konu án samþykkis konungsins og þegar Hinrik komst á snoðir um hjónabandið varð hann ævareiður. Hann hlífði Brandon þó við lífláti eða fangelsun en dæmdi þau í háar sektir. Þau giftust opinberlega [[13. maí]] 1515 í Englandi. Þrátt fyrir þetta var María yfirleitt kölluð „franska drottningin“ við ensku hirðina en ekki hertogaynjan af Suffolk.
María var mjög andsnúin áformum bróður síns um að láta ógilda hjúskap hans og [[Katrín af Aragóníu|Katrínar af Aragóníu]] til að giftast [[Anna Boleyn|Önnu Boleyn]]. Anna hafði á sínum tíma verið í fylgdarliði Maríu þegar hún var send til Frakklands til að giftast og hafði þeim jafnan komið illa saman. Þetta spillti sambandi þeirra systkinanna en þau höfðu verið mjög samrýmd í bernsku og Hinrik lét elstu dóttur sína heita í höfuðið á systur sinni.
Þau hjónin áttu tvo syni sem dóu ungir og tvær dætur, Frances, sem giftist Henry Gray markgreifa af Dorset og var móðir [[lafði Jane Grey]], og Eleanor, sem giftist Henry Clifford jarli af Cumberland; afkomendur hennar hefðu erft ensku krúnuna eftir lát [[Elísabet 1.|Elísabetar 1.]] ef farið hefði verið eftir þeirri erfðaröð sem Hinrik 8. ákvað í erfðaskrá sinni. Þegar María dó 25. júní 1533 var yngri sonur þeirra enn á lífi, um tíu ára gamall og trúlofaður [[Catherine Willoughby, hertogaynja af Suffolk|Catherine Willoughby]], þrettán ára stúlku sem hertoginn hafði forræði yfir eftir lát föður hennar. En þegar hann varð ekkjumaður ákvað hann að giftast sjálfur stúlkunni, sem var vellauðug, og gengu þau í hjónanband aðeins þremur mánuðum síðar. Sonurinn dó næsta ár.
== Heimild ==
* {{wpheimild | tungumál = En | titill = Mary Tudor, Queen of France | mánuðurskoðað = 25. júní | árskoðað = 2010}}
{{fd|1496|1533}}
[[Flokkur:Drottningar Frakklands]]
[[Flokkur:Túdor-ætt]]
s6cwal0463yskf2s0845ieuwaw5f4fo
Staðgengilsbrúðkaup
0
93441
1921809
1389893
2025-06-27T15:33:31Z
TKSnaevarr
53243
1921809
wikitext
text/x-wiki
'''Staðgengilsbrúðkaup''' er [[brúðkaup]] þar sem annaðhvort brúður eða brúðgumi, hugsanlega bæði, eru fjarstödd en staðgengill svarar fyrir þann fjarstadda. Slík hjónabönd eru þó ekki lagalega bindandi nú á tímum nema í fáeinum löndum.
Fyrr á öldum voru staðgengilsbrúðkaup algeng hjá konungs- og aðalsættum Evrópu. Þegar konungsdóttir eða hefðarjómfrú giftist til fjarlægs lands eða héraðs sendi brúðguminn oft fulltrúa sinn sem giftist brúðinni sem staðgengill hans og flutti hana svo til nýrra heimkynna, þar sem önnur giftingarathöfn fór yfirleitt fram. Stundum leið þó alllangur tími þar til brúðhjónin hittust. Þannig giftist til dæmis [[Katrín af Aragóníu]] [[Arthúr prins af Wales|Arthúr prins]]i af Wales [[19. maí]] [[1499]] en þau sáust fyrst [[4. nóvember]] [[1501]] og var giftingarathöfn haldin tíu dögum síðar. Eitt þekktasta dæmið á síðari öldum er brúðkaup [[Napóleon Bónaparte|Napóleons Bónaparte]] og [[María Lovísa keisaraynja|Maríu Lovísu]], síðari konu hans, en hún giftist staðgengli keisarans [[11. mars]] [[1810]] og síðan honum sjálfum [[1. apríl]] sama ár.
Hjónabandið taldist þó ekki fullkomið fyrr en hjónin höfðu haft kynmök og þótt staðgengisbrúðkaup væri lagalega bindandi var yfirleitt auðveldara að ógilda slík hjónabönd en önnur og stundum var ekki einu sinni hirt um það. [[Anna af Bretagne|Anna hertogaynja af Bretagne]] giftist [[Maxímilían 1. af Austurríki|Maxímilían 1.]] af Austurríki [[1490]] með staðgengli en þau höfðu enn aldrei hist þegar [[Karl 8. Frakkakonungur]] þvingaði hana til að giftast sér ári síðar og [[Innósentíus VIII]] páfi lýsti svo hjónaband þeirra löglegt þar sem hjónaband Önnu og Maxímilíans hefði aldrei verið fullkomnað.
Staðgengilsbrúðkaup tíðkast enn sumstaðar, oftast vegna þess að annað hjónanna getur ekki verið viðstatt vegna herþjónustu, fangelsisvistar, farbanns eða af öðrum gildum ástæðum. Lagalegt gildi þeirra er þó misjafnt. Í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna geta hermenn í þjónustu erlendis þó notað staðgengil til að giftast maka sínum löglega. Rússneski [[geimfari]]nn [[Júríj Maletsjenko]] giftist Jekaterínu Dmítríjevu með staðgengli [[10. ágúst]] [[2003]]. Hann var þá í [[geimstöð]] á sporbaug um jörðu en hún í [[Texas]].
== Heimild ==
* {{wpheimild|tungumál = En|titill = Proxy marriage|mánuðurskoðað = 2. nóvember|árskoðað = 2010}}
[[Flokkur:Hjónaband]]
1aqytaqo2yet2dw33a76bk9jladtnyi
Katrín af Aragóníu
0
101726
1921816
1735550
2025-06-27T15:36:08Z
TKSnaevarr
53243
1921816
wikitext
text/x-wiki
{{Konungur|mynd=Catalina de Aragón, por un artista anónimo.jpg|grafinn=[[Peterborough]], [[England | Englandi]]|skjaldarmerki=Coat of Arms of Catherine of Aragon.svg|börn=[[Hinrik, hertogi af Cornwall]], <br>
[[María 1. Englandsdrottning]]|titill_maka=Makar|maki=[[Artúr, Prins af Wales]] (1501-1502), <br>
[[Hinrik VIII]] (1509-1533)|móðir=[[Ísabella I af Kastilíu]]|faðir=[[Ferdinand II af Aragóníu]]|dánarstaður=[[Kimbolton kastali | Kimbolton kastala]], [[England | Englandi]]|ætt=[[Trastámara]]|dánardagur=7. janúar 1536|fæðingarstaður=[[Alcalá de Henares]], [[Spánn | Spáni]]|fæðingardagur=16. desember 1485|skírnarnafn=Catalina de Aragón y Castilla|ríkisár=1509 - 1533|nafn=Katrín af Aragóníu|titill=Drottning Englands|undirskrift=Catherine of Aragon Signature.svg}}
'''Katrín af Aragóníu''' (enska: Katherine of Aragon, spænska: ''Catalina de Aragón'') ([[16. desember]] [[1485]] – [[7. janúar]] [[1536]]) Englandsdrottning. Katrín var dóttir [[Ísabella 1. af Kastilíu|Ísabellu af Kastilíu]] og [[Ferdinand og Ísabella|Ferdinands af Aragóníu]]. Þegar hún var þriggja ára var hún trúlofuð [[Artúr, prins af Wales|Artúri, krónprinsi Englands]]. Þau giftust 1501 en Artúr lést einungis fimm mánuðum seinna eftir skammvinn veikindi. Örlög Katrínar voru óljós um nokkurt skeið. Árið 1507 þjónaði hún sem [[sendiherra]] aragónísku krúnunnar í [[England|Englandi]], fyrst kvenna í sögu [[Evrópa|Evrópu]]. Eftir andlát móður Artúrs, [[Elísabet af York|Elísabetar af York]], íhugaði [[Hinrik 7. Englandskonungur|Hinrik VII]] að giftast sjálfur ekkju sonar síns en ekkert varð úr því. Árið 1507 þjónaði hún sem [[sendiherra]] aragónísku krúnunnar í [[England|Englandi]], fyrst kvenna í sögu [[Evrópa|Evrópu]].
Eftir andlát konungs árið 1509 ákvað hinn nýkrýndi konungur [[Hinrik 8.|Hinrik VIII]], yngri bróðir Artúrs, að giftast Katrínu og þar með endurnýja hagsmunatengsl [[Spánn|Spánar]] og [[England|Englands]]. Samkvæmt kirkjulögum þess tíma var ekki sjálfgefið að maður gæti kvænst ekkju bróður síns en Katrín sór eið þess efnis að hjónabandið hefði aldrei verið fullkomnað og í kjölfarið gaf [[Páfi|páfinn]] leyfi fyrir hjúskapnum.
Katrín giftist Hinriki í 11. júní 1509 og var krýnd drottning 23. sama mánaðar, Katrín þá 23 ára og Hinrik 17 ára. Katrín virtist til að byrja með njóta mikils trausts konungs, en þegar Hinrik fór til [[Frakkland|Frakklands]] árið 1513 skipaði hann eiginkona sín sem ríkisstjóra í fjarveru sinni. Svo fór að á meðan konungur var utan gerði konungur [[Skotland|Skotlands]], [[Jakob IV]], innrás í England. Katrín lét kalla til herlið og fór sjálf brynjuklædd og barnshafandi norður til að hafa umsjón með stríðsrekstrinum og hvetja hermenn sína til dáða.
Þar sem faðir Hinriks var fyrsti konungur af [[Tudor-ættin|Túdor-ættinni]] voru hjónin undir miklum þrýstingi til að skaffa konungdæminu erfingja. Katrín varð fljótt barnshafandi en fyrsta barn þeirra fæddist andvana. Þann 1. janúar 1511 eignaðist hún son sem fékk nafnið Hinrik. Þetta vakti mikinn fögnuð og allt virtist benda til þess að framtíð konungsættarinnar væri trygg en krónprinsinn lést innan tveggja mánaða. Katrín eignaðist tvo aðra syni næstu ár en hvorugur lifði nógu lengi til að fá nafn.
Árið 1516 fæddist eina barn hjónanna sem komst á legg. Það var dóttir sem fékk nafnið [[María 1. Englandsdrottning|María]]. Þrátt fyrir þetta var erfðaröðin ekki trygg. Fram að þeim tíma hafði engin drottning ríkt undir eigin nafni og virtist því ólíklegt að María myndi verða fyrst til þess. Þrýstingurinn á Hinrik og Katrínu til að geta af sér erfingja varð enn meiri næstu árin en ekkert gekk.
Þegar Katrín var komin af barnsburðaraldri fór konungur að leita lausna til þess að komast út úr hjónabandinu. Árið 1527 leitaði Hinrik til páfa til að ógilda hjónabandið á þeim forsendum að hann hefði í raun ekki mátt giftast ekkju bróður síns. Katrín barðist harkaleg gegn þessum málaleitunum. Hún sór að hún hefði verið skírlíf í fyrra hjónabandinu og því væru engar forsendur til þess að ógilda hið seinna. Ef Hinrik fengi vilja sínum framgengt var ljóst að það væri ekki bara til að skaða hagsmuni Katrínar sjálfrar heldur einnig leiða til þess að María dóttir þeirra yrði talin óskilgetin.
Undir venjulegum kringumstæðum hefði Hinrik að öllum líkindum átt auðvelt með að fá ósk sína samþykkta af páfa en aðstæður voru flóknar. Páfinn, [[Klemens 7.|Klement VII.]], var í raun fangi [[Karl 5. keisari|Karls V keisara]] [[Heilaga rómverska ríkið|Hins Heilaga rómverska ríkis]]. Keisarinn var einnig konungar [[Spánn|Spánar]] og sonur [[Jóhanna af Kastilíu|Jóhönnu af Kastilíu]], systur Katrínar. Klement VII var því undir miklum þrýstingu frá systursyni Katrínar að hafna beiðni Hinriks. Málið tafðist um áralangt skeið og byrjaði konungur að ráðast gegn valdi páfa á Englandi. Árið 1531 var Katrín gerð útlæg úr hirðinni en það var ekki fyrr en 1533 að Hinrik lýsti því sjálfur yfir að hjónaband þeirra væri ógilt. Í kjölfarið kvæntist konungurinn [[Anne Boleyn|Önnu Boleyn]].
Katrín leit á sig sem löglega eiginkonu Hinriks til dauðadags en hann taldi hana einungis ekkju bróður síns. Þegar hún lést árið 1536 mætti konungurinn ekki í jarðarför hennar og bannaði einnig dóttur þeirra, sem nú var talin óskilgetin, að vera viðstödd. Þáverandi eiginkona Hinriks, Anna Boleyn, fagnaði andláti keppinautar síns en nokkrum mánuðum seinna var hún tekin af lífi og dóttir hennar var, líkt og dóttir Katrínar, lýst óskilgetin. Svo fór þó að dætur þeirra beggja, systurnar [[Elísabet 1.|Elísabet]] og María, urðu fyrstar kvenna til að ríkja yfir Englandi í eigin nafni.
{{fd|1485|1536}}
[[Flokkur:Drottningar Englands]]
[[Flokkur:Túdor-ætt]]
dp3dm9med0i43fl44pr2jeliiaiuvbb
Áhættubréf
0
115545
1921783
1864358
2025-06-27T11:59:45Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921783
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wall Street Sign NYC.jpg|thumb|Wall Street í New York-borg]]
'''Áhættubréf''' (hávaxtaskuldabréf eða ruslskuldabréf) er [[skuldabréf]] sem [[Lánshæfismatsfyritæki|lánshæfismatsfyrirtæki]] meta í lágum fjárfestingarflokki. Þessi skuldabréf hafa meiri áhættu á vanskilum en gefa hærri ávöxtun en venjuleg skuldabréf til að vega upp á móti aukinni áhættu.
== Bakgrunnur áhættubréfa ==
Til eru margar gerðir [[Skuldabréf|Skuldabréfa]] sem virka á misjafnan hátt. Þegar einstaklingar taka [[lán]] fá þeir skjal í hendurnar sem staðfestir að lán hafi verið tekið með samþykki um að lánið verði greitt til baka að fullu. Skuldabréf eru til dæmis gefin út þegar fólk tekur íbúðarlán. Þar kemur fram hversu hátt lánið er, hvað miklir vextir eru á láninu og hversu langur afborgunartíminn er. Einnig eru til [[ríkisskuldabréf]]. Ríkið gefur út bréfin og eru þar með að fá lánaðan pening hjá þeim sem kaupa þau. Slík bréf, líkt og önnur skuldabréf, bera vexti, hafa lánstíma og ákveðna lánsupphæð. Þannig virka kaup á ríkisskuldabréfum í raun eins og góð sparnaðarleið sem stendur einstaklingum, fyrirtækjum og jafnvel öðrum ríkjum til boða. Þeir sem fjárfesta í ríkisskuldabréfum lána því í raun ríkinu einhverja ákveðna upphæð og ávaxta hana yfir ákveðinn tíma. Einnig er hægt að kaupa bréf hjá sumum fyrirtækjum sem, líkt og ríkið, lofar að borga umrædda upphæð til baka eftir ákveðin tíma, auk þess sem bréfið hefur ávaxtað. Geta fyrirtækisins til að standa við loforð sitt veltur á [[lánshæfiseinkunn]]/áhættumati bréfsins. Hvort fyrirtækið standi í skilum við bréfhafa fer eftir því hvort það hafi tök á að borga skuld sína til baka.<ref>[http://www.attavitinn.is/peningar/ordabokin/skuldabref í Áttavitinn] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130217035154/http://www.attavitinn.is/peningar/ordabokin/skuldabref |date=2013-02-17 }}. Skoðað 15. mars 2013.</ref><ref>[http://www.m5.is/?gluggi=frodleikur#S í M5 – Miðpunktur Atvinnulífsins]. Skoðað 15. mars 2013.</ref>
Matsfyrirtækið [[Moody's]], ásamt fleirum, sér meðal annars um að meta fjárfestingar á borð við skuldabréf. Þá er vanskilahætta fyrirtækja ákvörðuð með einhvers konar lánshæfiskerfi. Ef útgefandi skuldabréfs borgar ekki á tilskildum tíma hefur það áhrif á lánshæfiseinkunn skuldabréfsins þar sem kerfið er byggt á einmitt þessari áhættu. Lánshæfiseinkunn skuldabréfa eru frá skalanum AAA en það eru bréf sem munu ólíklega fara í vanskil, til „D“ fyrir þau sem munu pottþétt gera það. Áhættubréf, stundum kölluð ruslbréf, hafa einkunnina BB eða lægra.
Áhættubréf draga nafn sitt af því hversu mikil áhætta getur skapast ef verslað er með slík bréf. Sökum mikillar vanskilahættu teljast viðskipti með áhættubréf til [[spákaupmennska|spákaupmennsku]]. Flestir fjárfestar vilja síður kaupa slík bréf en þar sem bréf þessi hafa mjög háa vexti getur það reynst ágætlega. Þrátt fyrir vanskil geta áhættubréf mögulega haldið verðmæti sínu.<ref>[http://news.morningstar.com/classroom2/course.asp?docId=5401&page=2&CN=COM í Morning Star] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130415102701/http://news.morningstar.com/classroom2/course.asp?docId=5401&page=2&CN=COM |date=2013-04-15 }}. Skoðað 12. mars 2013.</ref><ref>[http://www.moneycrashers.com/high-yield-junk-bonds/ í Money Crashers]. Skoðað 15. mars 2013.</ref>
== Saga áhættubréfa ==
Áhættubréf urðu vinsælasta fjárfestingin á Wall Street á níunda áratugnum. Þrátt fyrir að áhættubréf hafi verið til lengi þá var það ekki fyrr en um byrjun 9. áratugarins sem þau urðu gríðarlega vinsæl. Og ekki lengi, því eins og sagan segir okkur, þá eru endurteknar bólur og hrun með þessar tegundir bréfa. Aðrar bólur fyrir utan bóluna á 8. áratugnum áttu sér stað á árabilunum 1912 – 1919 og aftur nokkrum árum seinna frá 1928 – 1931. Bólan á áttunda áratugnum var þó sú stærsta, hafði mikil áhirf og lifði lengst, frá 1977 en hrundi tólf árum seinna, árið 1989. Þá má rekja áhættubréf aftur um hundruði ára, allt til 17. aldarinnar.<ref>[http://money.howstuffworks.com/personal-finance/financial-planning/junk-bond1.htm í How Stuff Works] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130404073409/http://money.howstuffworks.com/personal-finance/financial-planning/junk-bond1.htm |date=2013-04-04 }}. Skoðað 15. mars 2013.</ref>
=== Michael Milken ===
[[Mynd:Michael Milken 1.jpg|thumb|Michael Milken]]
Michael Miklen vann fyrir fjárfestingarbankann Drexel Burnham Lambert og hann var fljótur að átta sig á gríðarlegum fjárhagsmöguleikum sem kom með rise í áhættubréfum á níunda áratugnum. Hann trúði statt og stöðugt að ávinningur áhættubréfa var meiri en líkurnar á vanskilum og með því að ráðleggja bréfaútgefundum (bond issuers) og fjárfestum að nýta sér þau til fulls, gerði hann bréfin gríðarlega vinsæl.
Milken varð einn af ríkustu mönnum í heimi vegna brasks síns með áhættubréf. Hann var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir innherjaviðskipti og verðbréfafalsanir og þurfti að borga háar skuldir. Milken fékk þá einnig lífstíðarbann frá verðbréfaviðskiptum og hefur síðan þá snúið sér að lyfjarannsóknum og hefur verið kallaður „Maðurinn sem breytti lækningum“.<ref>[http://money.howstuffworks.com/personal-finance/financial-planning/junk-bond1.htm í How Stuff Works] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130404073409/http://money.howstuffworks.com/personal-finance/financial-planning/junk-bond1.htm |date=2013-04-04 }}. Skoðað 15. mars 2013.</ref>
== Áhætta og aðrir mikilvægir þættir ==
Þegar kemur að því að fjárfesta í áhættubréfum er mikilvægt að gera sér grein fyrir þeirri áhættu sem slíkri fjárfestingu fylgir, sér í lagi ef [[vanskil]] eiga sér stað en þá stendur skuldabréfaútgefandinn ekki í skilum og þú færð peningana þína aldrei aftur.
Einnig er mikilvægt að átta sig á því hvað verið er að fara út í vegna þess að áhættubréf eru flókin fyrirbæri sem krefjast sérlega góðrar kunnáttu, einkum þekkingu á sértækri lánshæfni. Þess vegna eru [[stofnanafjárfestir|stofnanafjárfestar]] ráðandi á markaðnum, umfram almenna fjárfesta þrátt fyrir að einstaka auðjöfrar og áhugasamir einstaklingar fjárfesti beint í áhættubréfum. Eini möguleikinn fyrir almenning til að fjárfesta í áhættubréfum er í gegnum svokallaða áhættuskuldabréfasjóði. Með því getur fólk verið öruggt um að það séu sérfræðingar, sem hugsa vel um fjárfestinguna þína sem fylgjast með breytingum á virði áhættubréfa allan liðlangan daginn. Annar kostur áhættuskuldabréfasjóða er sá að fólk dregur úr áhættunni sem það tekur með því að dreifa fjárfestingunum sínum á margar ólíkar fjárfestingar.
Auk þessa er brýnt að fylgjast vel með dreifni ávöxtunar á milli áhættuskuldabréfa og bandarískra ríkisskuldabréfa. Ef litið er til sögunnar eru áhættuskuldabréf með 4-6% hærri ávöxtun en bandarísk ríkisskuldabréf. Ef ávöxtunin fer undir 4% er óskynsamlegt að fjárfesta í áhættuskuldabréfinu.<ref>[http://www.investopedia.com/articles/02/052202.asp#axzz2NRe0YgLV“ í Investopedia]. Skoðað 19. mars 2013.</ref>
[[Fátækt]] hagkerfi og hækkandi [[vextir]] geta dregið úr ávöxtun skuldabréfa, ef vextir hækka þá lækkar verð skuldabréfa. Áhættuskuldabréf fylgja vanalega langtíma vöxtum.<ref>[http://www.investopedia.com/articles/bonds/05/junkbondrisk.asp#axzz2NRdd9Op4“ í Investopedia]. Skoðað 19. mars 2013.</ref>
Að lokum er mikilvægt að skoða vel grunnvaxtaálag áhættuskuldabréfa. Upplýsingar um það er að finna á netsíðum lánshæfismatsfyrirtækja á borð við [[Moody's]] og [[Standard's and Poor's]].<ref>[http://www.investopedia.com/articles/02/052202.asp#axzz2NRe0YgLV“ í Investopedia]. Skoðað 19. mars 2013.</ref>
=== Lánshæfismat ===
Áðurnefnd fyrirtæki, Moody's og Standard's and Poor's hafa sérstakan hátt á því hvernig þau meta áhættu áhættubréfa en öllum skuldabréfum er skipt í tvo flokka eftir lánshæfi þeirra: Fjárfestingarflokkur og áhættubréf.
Fyrirtæki sem eru örugg fjárfesting hafa hátt lánshæfismat á meðan áhættusöm fyrirtæki hafa lágt lánshæfismat.
{| class="wikitable"
|-
! Moody/'s !! Standard and Poor/'s !! Flokkur !! Áhætta
|-
| Aaa || AAA || Fjárfesting || Minnsta áhætta
|-
| Aa || AA || Fjárfesting || Lítil áhætta
|-
| A || A || Fjárfesting || Lítil áhætta
|-
| Baa || BBB || Fjárfesting || Meðaláhætta
|-
| Ba, B || BB, B || Áhætta/Rusl || Mikil áhætta
|-
| Caa/Ca/C || CCC/CC/C || Áhætta/Rusl || Mest áhætta
|-
| C || D || Áhætta/Rusl || Í vanskilum
|}
Hér má sjá töflu sem sýnir mismunandi lánshæfismat á skuldabréfum. Skuldabréf í fjárfestingaflokki eru gefin út af lánveitendum sem teljast áhættulitlir eða með meðaláhættu. Skuldabréfin fá þá einkunnina AAA til BBB. Ávöxtun þessara skuldabréfa er yfirleitt ekki mikil en hættan á því að lántakandinn lendi í vanskilum á vaxtagreiðslum lánveitanda er mun minni.
Áhættubréf veita skuldabréfahöfum mun hærri ávöxtun vegna þess að lántakendur hafa yfirleitt enga aðra kosti. Lánshæfismat þeirra er lágt og gerir þeim erfiðara að afla fjár með ódýrum hætti. Áhættubréfum er yfirleitt gefin einkunnin BB/BA eða lægri.<ref>[http://www.investopedia.com/articles/02/052202.asp#axzz2NRe0YgLV“ í Investopedia]. Skoðað 19. mars 2013.</ref>
=== Flokkun áhættubréfa ===
Áhættubréf er hægt að flokka í tvennt. Annars vegar eru það „fallnir englar“ og hins vegar eru það „rísandi stjörnur“. Fallinn engill er skuldabréf sem áður hefur verið örugg fjárfesting með lítilli sem enginni áhættu en hefur síðan fallið niður í stöðu áhættubréfs vegna lélegs/lágs lánshæfismats fyrirtækisins sem gaf út skuldabréfin.
Rísandi stjörnur eru aftur á móti andstæða fallinna engla, skuldabréf frá útgáfufyrirtækjum sem eru með vaxandi/aukið lánshæfismat. Rísandi stjörnur geta verið metnar sem áhættubréf en seinna meir þróast yfir í fjárfestingarflokk.<ref>[http://www.investopedia.com/articles/02/052202.asp#axzz2NRe0YgLV“ í Investopedia]. Skoðað 19. mars 2013.</ref>
== Kostir og gallar ==
=== Kostir áhættubréfa ===
# Hærra hlutfall af tekjum. Sumum þykir þetta góð leið til að fá hærri ávöxtun af föstum tekjum.
# Verðmæti bréfsins getur hækkað. Ef óvissa ríkir um að eitthvert tiltekið fyrirtæki sé að fá þá lánshæfiseinkunn sem það á skilið og muni gera það gott í framtíðinni, gæti það reynst góð fjárfesting.
# Hafa forgang fram yfir hlutabréf í gjaldþrotaskiptum. Margir halda því fram að kaup á áhættubréfum sé slæmt, því ef fyrirtækið sem um ræðir fer í vanskil þá mun bréfið verða verðlaust. Það sem fólk áttar sig ekki á er að kaup á áhættubréfum er mun öruggara en að kaupa hlutabréf hjá sama fyrirtæki. Ef svo óheppilega vill til að fyrirtækið fer í vanskil þá er enn þá möguleiki á að fá greitt úr þrotabúinu þar sem bréfhafar skuldabréfa hafa forgang yfir þá sem eiga hlutabréf í gjaldþrotaskiptum.
# Tekjur gera verið mun traustari en af hlutabréfum. Tekjur sem skapast af skuldabréfum verða stöðugar, það er að segja ef umrætt fyrirtæki fer ekki í vanskil.
# Áhættubréf í fyrirtækjum sem þrífast á samdrætti gæti verið vanmetið. Sum fyrirtæki þrífast í raun í kreppu, slík fyrirtæki eru oft metin áhættusöm. Í sannleika sagt þurfa þessi fyrirtæki ekki að vera neitt áhættumeiri en mikilsmetin fyrirtæki sem þrífast vel í þenslu.
=== Gallar áhættubréfa ===
# Mikil vanskilahætta. Áhættubréf eru gefin út þegar líkur á vanskilum eru talin hærri en hjá samskonar fyrirtækjum. Áhættufælnir fjárfestar forðast áhættubréf eins og heitan eldinn því vanskil getur þýtt að þeir tapi allri fjárfestingunni.
# Minna flæði. Margir fjárfestar eru tregir að festa kaup á áhættubréfum þar sem erfitt getur verið að endurselja þau sökum slæms orðspors.
# Verðlag verður fyrir áhrifum af breytingum á lánshæfiseinkunn. Líkt og bætt lánshæfi fyrirtækja getur hækkað verð á skuldabréfum getur lækkandi lánshæfi að sama skapi þýtt að verðmæti skuldabréfa hríðfalli.
# Verðlag verður fyrir áhrifum af vöxtum. Öll skuldabréf verða fyrir áhrifum af breyttum vöxtum. Núgildandi bréf munu falla í verði ef vextir hækka og á móti verða verðmætari ef vextir lækka.
# Verð getur lækkað samhliða samdrætti. Þegar kreppir að hafa fjárfestar tilhneigingu til að framkvæma áhættuminni fjárfestingar með hluti eins og fé, gull eða örugg skuldabréf (investment-grade bonds). Þegar hagkerfið fer á hliðina geta áhættubréf átt erfitt uppdráttar þar sem þau eru þegar álitin áhættusöm og geta orðið enn áhættumeiri í slíkum aðstæðum.
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
== Heimildir ==
* {{wpheimild | tungumál = En | titill = High-yield debt | mánuðurskoðað = 20. mars | árskoðað = 2013}}
[[Flokkur:Hagfræði]]
[[Flokkur:Viðskiptafræði]]
rbbuug8n90k81qth491a4p3asgjum03
Spjall:Vilhjálmur Alexander Hollandskonungur
1
115994
1921835
1413180
2025-06-27T18:36:15Z
Bjarki S
9
ÆLF
1921835
wikitext
text/x-wiki
{{Æviágrip lifandi fólks}}
== King ==
Today, 30 april 2013, Willem-Alexander has become king of the Netherland. Therefore the title of this page should be changed, but I am not able to do that. The text of the article must be updated too. [[Notandi:Kwik|Kwik]] ([[Notandaspjall:Kwik|spjall]]) 30. apríl 2013 kl. 14:58 (UTC)
tqhh64wa684lqr67yi9m7jmern6jwoa
Atlético Madrid
0
125279
1921804
1895101
2025-06-27T14:10:55Z
Makenzis
56151
1921804
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnulið
| núverandi=
| Fullt nafn =Club Atlético de Madrid
| Mynd =
| Gælunafn = indios, Los Colchoneros, Los Rojiblancos
| Stytt nafn = Atlético de Madrid
| Stofnað = 1903
| Leikvöllur = [[Wanda Metropolitano]]
| Stærð = 67.703
| Stjórnarformaður = Enrique Cerezo
| Knattspyrnustjóri = [[Diego Simeone]]
| Deild = [[La Liga]]
| Tímabil = 2024-25
| Staðsetning= 3. ''(La Liga)''
| pattern_la1 = _atlmadrid2425h
| pattern_b1 = _atlmadrid2425h
| pattern_ra1 = _atlmadrid2425h
| pattern_sh1 = _atlmadrid2425h
| pattern_so1 =
| leftarm1 = FF0000
| body1 = FF0000
| rightarm1 = FF0000
| shorts1 = 0000E8
| socks1 = FF0000
| pattern_la2 = _atlmadrid2425a
| pattern_b2 = _atlmadrid2425a
| pattern_ra2 = _atlmadrid2425a
| pattern_sh2 = _atlmadrid2425a
| pattern_so2 =
| leftarm2 = C1D3E1
| body2 = C1D3E1
| rightarm2 = C1D3E1
| shorts2 = C1D3E1
| socks2 = C1D3E1
| pattern_la3 = _atletico2425t
| pattern_b3 = _atletico2425t
| pattern_ra3 = _atletico2425t
| pattern_sh3 = _atletico2425t
| leftarm3 = 0D1C45
| body3 = 0D1C45
| rightarm3 = 0D1C45
| shorts3 = 0D1C45
| socks3 = 0D1C45
}}
'''Club Atlético de Madrid''' eða '''Atlético Madrid''' er spænskt knattspyrnufélag frá [[Madríd]] sem spilar í [[La Liga|spænsku úrvalsdeildinni]]. Atlético Madrid er þriðja sigursælasta félagið í spænskri knattspyrnu með ellefu meistaratitla og tíu bikarmeistaratitla. Félagið hefur í þrígang leikið til úrslita í [[Meistaradeild Evrópu]] án þess að ná að vinna og fjórum sinnum unnið sigur í öðrum Evrópukeppnum.
==Saga==
===Stofnun og upphafsár===
Atlético Madrid var stofnað [[26. apríl]] árið [[1903]] af þremur [[baskar|Böskum]] sem búsettir voru í Madríd. Stofnendurnir litu á félagið sem nokkurs konar Madrídar-deild uppeldisfélags þeirra [[Athletic Bilbao]] sem skömmu áður hafði unnið spænsku bikarkeppnina í höfuðborginni. Árið eftir efldist félagið til muna þegar óánægðir félagar í [[Real Madrid]] gengu til liðs við það. Félagið tók þegar upp einkennisliti Athletic Bilbao, hvítan og bláan og breytti því síðar í rauðan og hvítan til samræmis við baksneska félagið. Hin nánu tengsl félaganna tveggja voru undirstrikuð í spænsku bikarkeppninni árið 1911 þegar Athletic Bilbao fór með sigur af hólmi með lánsmenn frá Atlético Madrid innanborðs.
Fyrsti heimavöllurinn var ''Ronda de Vallecas'' í einu af verkamannahverfunum í sunnanverðri Madrídarborg. Árið 1919 festi ''Compañía Urbanizadora Metropolitana'', sem rak lestakerfi borgarinnar, kaup á landi undir nýjan völl og árið 1921 hóf félagið leik á nýjum heimavelli ''Estadio Metropolitano de Madrid'' og rauf þar með tengslin við móðurfélagið Athletic Bilbao. Þetta var heimavöllur Atlético til ársins 1966.
Á hinum nýja velli, sem tók rúmlega 35 þúsund áhorfendur, varð Atlético sigursælt í héraðsmótum í [[Kastilía|Kastilíu]] og komst tvívegis í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar á þriðja áratugnum en tapaði í bæði skiptin. Leiktíðina 1928-29 var það eitt af keppnisliðunum þegar [[La Liga|Spænska deildarkeppnin]] fór fram í fyrsta sinn. Árangurinn var þó takmarkaður fyrstu árin.
===Atlético og flugherinn (1939-1947)===
Eftir [[spænska borgarastyrjöldin|spænsku borgarastyrjöldina]] hófst keppni í La Liga að nýju árið 1939. Spænsk stjórnvöld höfðu lofað sveit lofthersins, ''Aviación Nacional'', sem staðsett var í [[Zaragoza]] sæti í keppninni. Þegar til átti að taka reyndist knattspyrnusambandið ekki reiðubúið til að standa við loforðið. Málamiðlunin varð sú að steypa saman vængbrotnu liði Atlético, sem misst hafði fjölda lykilmanna í átökunum og flughersins. Útkoman varð liðið ''Athletic Aviación de Madrid''.
Hið nýja lið fékk úthlutað sæti í La Liga fyrir leiktíðina 1939-40 og keppti þar undir stjórn hins [[Ricardo Zamora]]. Félagið vann sinn fyrsta meistaratitil þetta ár og varði hann árið 1941. Að kröfu [[Francisco Franco]], sem var andsnúinn erlendum nafngiftum íþróttafélaga var nafninu breytt í ''Atlético Aviación de Madrid''. Árið 1947 var svo ákveðið að fella hernaðartenginguna úr nafninu og hlaut það þá núverandi heiti sitt, ''Club Atlético de Madrid''. Sama ár bar það helst til tíðinda að Atlético vann 5:0 sigur á nágrönnum sínum í Real og er það enn í dag stærsti sigur þeirra á erkiféndunum.
===Í skugga þeirra hvítklæddu (1947-1965)===
[[Mynd:Larbi Benbarek.jpg|thumb|left|Töframaðurinn [[Larbi Benbarek]] frá Marokkó.]] Undir stjórn [[Helenio Herrera]] varð Atlético meistari á ný árin 1950 og 1951, með [[Frakkland|fransk]]/[[Marokkó|marokkóska]] leikmanninum [[Larbi Benbarek]] í broddi fylkingar. Eftir brotthvarf Herrera árið 1953 minnkaði stríðsgæfa félagsins á sama tíma og Real Madrid og [[FC Barcelona|Barcelona]] festu sig í sessi sem tvö sterkustu félagsliðin á meðan Atlético mátti sætta sig við að berjast um þriðja sætið við gamla systurfélagið Athletic Bilbao.
Á sjöunda og áttunda áratugnum efldist Atlético Madrid á nýjan leik og gerði atlögu að stöðu Barcelona sem næstöflugasta félag Spánar. Leiktíðina 1958-59 keppti liðið í [[Meistaradeildin|Evrópukeppni meistararliða]] og komst alla leið í undanúrslit, þar sem það tapaði fyrir Real Madrid í oddaleik. Árin 1960 og 1961 kom Atlético fram hefndum með því að sigra erkifjendurna í úrslitum spænska bikarsins í tvígang. Árið 1962 fór liðið svo með sigur af hólmi í [[Evrópukeppni bikarhafa]] og komst alla leið í úrslitaleikinn árið eftir.
===Meistaratitlar og úrslitaleikur í Brüssel (1965-1980)===
Segja má að blómaskeið Atlético hafi fallið saman við drottnunarskeið Real Madrid í sæpnskum fótbolta. Frá 1961-80 varð Real Madrid fjórtán sinnum meistari og var Atlético Madrid í raun eina liðið sem stóð uppi í hárinu á Real með því að vinna fjóra meistaratitla, árin 1966, 1970, 1973 og 1976. Þá hafnaði félagið þrívegis í öðru sæti. Þá varð liðið þrisvar bikarmeistari, 1965, 1972 og 1976.
Á þessum árum tefldi Atlético fram mörgum kunnum spænskum leikmönnum, en einnig voru alþjóðleg tengsl sterk. Má þar nefna [[Austurríki|austurríska]] þjálfarann [[Max Merkel]] sem stýrði liðinu til bikarmeistaratitils 1972 og meistaratitils árið eftir. Óheppileg ummæli hans utan vallar urðu þó til að kosta Merkel starfið og við af honum tók [[Argentína|Argentínumaðurinn]] [[Juan Carlos Lorenzo]], sem aðhylltist afar varnarsinnaðan en árangursríkan leikstíl sem löngum hefur verið aðalsmerki félagsins. Undir hans stjórn komst Atlético í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða árið 1974, sem fram fór í [[Brüssel]]. Mótherjarnir þar voru gríðarsterkt og stjörnuprýtt lið [[Bayern München]]. Atlético náði forystu en [[Vestur-Þýskaland|Vestur-Þjóðverjarnir]] jöfnuðu í lokin. Í aukaleiknum voru yfirburðir þýska liðsins miklir og lokatölur urðu 4:0.
Skömmu eftir úrslitaleikinn í Brüssel tók [[Luis Aragonés]] við þjálfun Atlético í frysta sinn. Hann átti eftir að gegna stöðunni fjórum sinnum á aldarfjórðungs tímabili og varð með tímanum einn áhrifamesti maður í sögu félagsins.
===Árin með Aragonés (1974-1987)===
[[Mynd:BALBUENA-INDEPENDIENTE-ATLÉTICO-MADRID.jpg|thumb|right|Independiente frá Argentínu nær forystu í úrslitaleik álfukeppninnar 1974. Atlético sigraði 2:1.]]
Luis Aragonés átti langan feril að baki sem leikmaður Atlético þegar hann var gerður að knattspyrnustjóra, 36 ára að aldri. Hans fyrsti titill vannst þegar á fyrsta ári þegar Bayern München neitaði að taka þátt í keppni Evrópumeistara og Suður-Ameríkumeistara. Atlético lagði argentínska liðið [[Club Atlético Independiente|Independiente]] í tveggja leikja einvígi og varð því heimsmeistari félagsliða í fyrsta og eina sinn.
Hann stýrði Atlético fyrst frá 1974-80 og aftur frá 1982-87. Síðar var hann kallaður til leiks frá 1991-93 og loks frá 2002-03. Undir hans stjórn varð liðið spænskur bikarmeistari og lék til úrslita í Evrópukeppni bikarhafa árið 1986. Árið eftir koms félagið í eigu stjórnmálamannsins og athafnamannsins [[Jesús Gil]] sem var við stjórnvölinn til ársins 2003. Gil þótti með afbrigðum litríkur eigandi og varð frægur fyrir að ráða og reka knattspyrnustjóra við minnsta mótlæti, auk þess að blanda sér meira í daglegan rekstur liðsins en eðlilegt þótti.
===Utangarðsmenn (1987-2005)===
Tíu ár voru liðin frá síðasta meistaratitli Atlético þegar Jesús Gil tók við stjórninni. Nýi eigandinn var staðráðinn í að slást við risana tvo og var litlu til sparað. Þar á meðal var [[Portúgal|Portúgalinn]] [[Paulo Futre]] fenginn til liðsins fyrir metfé. Þrátt fyrir þetta varð uppskeran einungis tveir bikarmeistaratitlar. Næst meistatitlinum koms Atlético veturinn 1990-91, þar sem liðið varð þó tíu stigum á eftir Barcelona. Ítrekuð vonbrigði urðu til þess að Gil rak hvern stjórann á fætur öðrum og gilti þar einu þótt um kunna kappa væri að ræða á borð við [[César Luis Menotti]], [[Ron Atkinson]], [[Javier Clemente]] og sjálfan Luis Aragonés.
[[Júgóslavía|Júgóslavinn]] [[Radomir Antić]] stýrði félaginu í þrígang á árunum 1995-2000. Hann kom til liðsins vorið 1995 eftir að hafa vakið mikla athygli sem stjóri [[Real Oviedo]], en þetta ár hafði Atlético átt í vök að verjast og ekki bjargað sér frá falli fyrr en í lokaumferðinni. Antić gerði talsverðar breytingar og tókst að byggja upp harðan kjarna með mönnum á borð við [[José Francisco Molina]] og [[Diego Simeone]] sem öllum að óvörum hafnaði Spánarmeistaratitlinum strax á fyrsta tímabili og varð liðið einnig bikarmeistari.
Ekki tókst að fylgja eftir þessum góða árangri leiktíðina 1996-97, en Atlético tók í fyrsta sinn þátt í Meistaradeildinni og féll þar út fyrir [[Ajax Amsterdam]] í vítaspyrnukeppni í fjórðungsúrslitum. Árið eftir hélt Jesús Gil áfram að eyða stórfé í leikmenn og festi t.d. kaup á [[Christian Vieri]] og [[Juninho]]. Þegar það bar ekki árangur var Radomir Antić sagt upp störfum.
Þjálfarahringekjan hélt áfram að snúast hratt hjá Atlético þar sem [[Arrigo Sacchi]] og [[Claudio Ranieri]] endust báðir í fáeina mánuði, auk þess sem Antić var fenginn aftur í skamma stund. Um svipað leyti tóku spænsk yfirvöld félagið til rannsóknar þar sem Jesús Gil var grunaður um að hafa farið á svig við lög og reglur í rekstri félagsins. Vandræðagangurinn náði hámarki sínu árið 2000 þegar Atlético Madrid féll úr efstu deild.
Búist var við að Atlético skytist beint upp í efstu deild á ný, en það tókst þó ekki fyrr en í annarri tilraun og þá undir stjórn gömlu goðsagnarinnar Luis Aragonés sem tók við liðinu í fjórða og síðasta sinn. Í liðinu sem komst aftur upp um deild vakti kornungur og efnilegur framherji, [[Fernando Torres]], talsverða athygli.
===Brotist í fremstu röð (2005-2011)===
Frá því að Aragonés lét af þjálfun Atlético sumarið 2003 til ársloka 2011 voru níu manns við stjórnvölinn hjá félaginu, lengst allra [[Mexíkó|Mexíkóinn]] [[Javier Aguirre]] frá 2006-09. Þrátt fyrir óstöðugleikann og titlaþurrðina á leikvellinum, voru mikilvæg skref fyrir uppbyggingu félagsins tekin utan hans.
Í júlí 2007 náðu stjórn Atlético og borgaryfirvöld í Madríd samkomulagi um sölu á landinu sem hýsti heimavöll félagsins, ''Vicente Calderón-leikvanginn'', þess í stað mynd Atlético eignast frjálsíþróttaleikvang borgarinnar sem reistur hafði verið snemma á tíunda áratugnum. Ljóst var að ráðast þyrfti í gagngerar endurbætur á leikvangnum og opnaði hann loks árið 2017 undir nýju heiti, ''Estadio Metropolitano''.
Veturinn 2007-08 náði liðið fjórða sæti í spænsku deildinni og komst í Meistaradeildina í fyrsta sinn í rúman áratug. Árið eftir endurtók liðið leikinn og var það ekki hvað síst að þakka markaskorun framherjans [[Diego Forlán]] frá [[Úrúgvæ]] sem hlaut gullskóinn sem markahæsti leikmaður Evrópu.
Veturinn 2009-10, undir stjórn [[Quique Sánchez Flores]] hóf Atlético leik í Meistaradeildinni en færðist síðan yfir í [[Evrópudeild UEFA]] þegar kom að 32-liða úrslitum. Fór liðið með sigur af hólmi í keppninni eftir að hafa unnið [[Liverpool FC]] í undanúrslitum og [[Fulham FC]] í úrslitaleiknum þar sem Diego Forlán gerði sigurmarkið í lok framlengingar.
===Undir Simeone (2011-)===
Í desember 2011 tók [[Diego Simeone]] við stjórn Atlético í kjölfar slaks gengis liðsins í spænsku deildinni mánuðina á undan. Þá um vorið hafði félagið með herkjum komist í Evrópudeildina. Undir stjórn Argentínumannsins vann Atlético keppnina í annað sinn á þremur árum, eftir sigur á Athletic Bilbao í spænskum úrslitaleik. Sigurinn veitti þátttökurétt í ''Evrópska ofurbikarnum'' þar sem Atlético vann [[Inter Milan]] 4:1.
Vorið 2013 bætti Simeone þriðja titlinum í safnið þegar Atlético sigraði Real Madrid í úrslitaleik spænska bikarsins og var það fyrsti sigur félagsins í borgarslagnum í heil fjórtán ár.
Leiktíðina 2013-14 tókst Atlético að vinna langþráðan meistaratitil, þann fyrsta frá árinu 1996. Viku eftir að titillinn var í höfn lék Atlético til úrslita í Meistaradeildinni í fyrsta sinn frá 1974. Andstæðingarnir voru Real Madrid og var þetta í fyrsta sinn sem tvö lið frá sömu borg mættust í úrslitum. Real hafði betur eftir framlengingu. Tveimur árum síðar mættust liðin á ný í úrslitum sömu keppni og aftur vann Real, í það skiptið eftir vítaspyrnukeppni. Árið 2018 hlaut Atlético sinn þriðja Evróputitil eftir 3:0 sigur á [[Olympique de Marseille]] í úrslitum Evrópudeildarinnar.
Vorið 2021 varð Atlético meistari í ellefta sinn eftir æsilega baráttu við Real Madrid, Barcelona og Sevilla sem lauk ekki fyrr en í síðustu umferð.
==Leikmannahópur==
''3.nóvember 2020''
{{Fs start}}
{{Fs player|no=1|nat=HRV|pos=GK|name=[[IIvo Grbić]]|other=}}
{{Fs player|no=2|nat=URY|pos=DF|name=[[José Giménez]]|other=}}
{{Fs player|no=3|nat=ESP|pos=DF|name=[[Manu Sánchez]]|other=}}
{{Fs player|no=4|nat=FRA|pos=MF|name=[[Geoffrey Kondogbia]]|other=}}
{{Fs player|no=5|nat=URY|pos=MF|name=[[Lucas Torreira]]}} (á láni frá [[Arsenal F.C.|Arsenal]])
{{Fs player|no=6|nat=ESP|pos=MF|name=[[Koke]]}} (''Fyrirliði'')
{{Fs player|no=7|nat=PRT|pos=FW|name=[[João Félix]]|other=}}
{{Fs player|no=8|nat=ESP|pos=MF|name=[[Saúl Ñíguez|Saúl]]|other=}}
{{Fs player|no=9|nat=URY|pos=FW|name=[[Luis Suárez]]|other=}}
{{Fs player|no=10|nat=ARG|pos=FW|name=[[Ángel Correa]]|other=}}
{{Fs player|no=11|nat=FRA|pos=MF|name=[[Thomas Lemar]]|other=}}
{{Fs player|no=12|nat=BRA|pos=DF|name=[[Renan Lodi]]|other=}}
{{Fs mid}}
{{Fs player|no=13|nat=SVN|pos=GK|name=[[Jan Oblak]]|other=}}
{{Fs player|no=14|nat=ESP|pos=MF|name=[[Marcos Llorente]]|other=}}
{{Fs player|no=15|nat=MNE|pos=DF|name=[[Stefan Savić]]|other=}}
{{Fs player|no=16|nat=MEX|pos=MF|name=[[Héctor Herrera]]|other=}}
{{Fs player|no=17|nat=SRB|pos=FW|name=[[Ivan Šaponjić]]|other=}}
{{Fs player|no=18|nat=BRA|pos=DF|name=[[Felip]]|other=}}
{{Fs player|no=19|nat=ESP|pos=FW|name=[[Diego Costa]]|other=}}
{{Fs player|no=20|nat=ESP|pos=MF|name=[[Vitolo]]|other=}}
{{Fs player|no=21|nat=BEL|pos=MF|name=[[Yannick Carrasco]]|other=}}
{{Fs player|no=23|nat=ENG|pos=DF|name=[[Kieran Trippier]]|other=}}
{{Fs player|no=24|nat=HRV|pos=DF|name=[[Šime Vrsaljko]]|other=}}
{{Fs end}}
==Þjálfarar==
[[Mynd:Pepe y aguero.jpg|200px|thumbnail|Atlético Madrid í leik gegn nágrönnum sínum í [[Real Madrid]] árið 2010. Atlético Madrid leikur í rauð- og hvítröndóttum treyjum.]]
Þessir þjálfarar unnu að minnstakosti einn titil sem þjálfarar Atlético Madrid:
{| class="wikitable"
|-
!Nafn
!Tímabil
!Titlar
|-
|[[Ricardo Zamora]]
|1939–46
|2 [[La Liga]], [[Copa Eva Duarte|Supercopa de España]]
|-
| [[Emilio Vidal]]
|1946–48
|[[Copa Presidente FEF]]
|-
| [[Helenio Herrera]]
|1949–53
|2 [[La Liga]], [[Copa Eva Duarte|Supercopa de España]]
|-
| [[José Villalonga]]
|1960–62
|2 [[Copa del Rey]], [[Evrópukeppni bikarhafa]]
|-
| [[Otto Bumbel]]
|1964–65
|1 [[Copa del Rey]]
|-
| [[Domènec Balmanya]]
|1965–66
|[[La Liga]]
|-
| [[Marcel Domingo]]
|1969–72, 1979–80
|[[La Liga]]
|-
| [[Max Merkel]]
|1971–73
|[[La Liga]], [[Copa del Rey]]
|-
| [[Luis Aragonés]]
|1974–80, 1982–87, 1991–93, 2001–03
|[[Intercontinental Cup (football)|Intercontinental Cup]], [[La Liga]], 3 [[Copa del Rey|Copas del Rey]],<br /> [[Supercopa de España]], [[Iberian Cup]], [[Segunda División]]
|-
| [[Tomislav Ivić]]
|1990–91
|[[Copa del Rey]]
|-
|[[Iselín Santos Ovejero]]
|1992–93, 1994–95
|[[Copa del Rey]]
|-
|[[Radomir Antić]]
|1995–98
|[[La Liga]], [[Copa del Rey]]
|-
| [[Javier Aguirre]]
|2006–09
|[[UEFA Intertoto Cup]]
|-
|[[Quique Flores]]
|2009–2011
|[[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópukeppni félagsliða]],[[Evrópski ofurbikarinn]]
|-
| [[Diego Simeone]]
|2011–
|[[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópukeppni félagsliða]], [[Evrópski ofurbikarinn]], [[Copa del Rey]], 2 [[La Liga]],<br /> [[Supercopa de España]]
|}
==Formenn==
{|
|- style="vertical-align:top"
||
* 1. Enrique Allende ''(1903)''
* 2. Eduardo de Acha ''(1903–07)''
* 3. Ricardo de Gondra ''(1907–09)''
* 4. Ramón de Cárdenas ''(1909–12)''
* 5. Julián Ruete ''(1912–19)''
* 6. Álvaro de Aguilar ''(1919–20)''
* 7. Julián Ruete ''(1920–23)''
* 8. Juan de Estefanía ''(1923–26)''
* 9. Luciano Urquijo ''(1926–31)''
* 10. Rafael González ''(1931–35)''
||
* 11. José L. del Valle ''(1935–36)''
* 12. José María Fernández ''(1936–39)''
* 13. Francisco Vives ''(1939)''
* 14. Luis Navarro ''(1939–41)''
* 15. Manuel Gallego ''(1941–45)''
* 16. Juan Touzón ''(1946–47)''
* 17. Cesáreo Galindez ''(1947–52)''
* 18. Marqués de la Florida ''(1952–55)''
* 19. Juan Suevos ''(1955)''
* 20. Javier Barroso ''(1963–64)''
||
* 21. [[Vicente Calderón]] ''(1964–80)''
* 22. Ricardo Irezábal ''(1980)''
* 23. Alfonso Cabeza ''(1980–82)''
* 24. Antonio del Hoyo ''(1982)''
* 25. Agustín Cotorruelo ''(1982)''
* 26. [[Vicente Calderón]] ''(1982–87)''
* 27. Francisco Castedo ''(1987)''
* 28. [[Jesús Gil]] ''(1987–2003)''
* 29. [[Enrique Cerezo]] ''(2003–)''
|}
==Titlar==
===Innanlands===
*'''[[La Liga]]'''
** '''Sigrar (11):''' [[1939–40 La Liga|1939–40]], [[1940–41 La Liga|1940–41]], [[1949–50 La Liga|1949–50]], [[1950–51 La Liga|1950–51]], [[1965–66 La Liga|1965–66]], [[1969–70 La Liga|1969–70]], [[1972–73 La Liga|1972–73]], [[1976–77 La Liga|1976–77]], [[1995–96 La Liga|1995–96]], [[2013–14 La Liga|2013–14]], [[2020–21 La Liga|2020–21]]
** Númer tvö (8): [[1943–44 La Liga|1943–44]], [[1957–58 La Liga|1957–58]], [[1960–61 La Liga|1960–61]], [[1962–63 La Liga|1962–63]], [[1964–65 La Liga|1964–65]], [[1973–74 La Liga|1973–74]], [[1984–85 La Liga|1984–85]], [[La Liga 1990–91|1990–91]]
*'''[[Copa del Rey]]'''
** '''Sigrar (10):''' [[1959–60 Copa del Rey|1959–60]], [[1960–61 Copa del Rey|1960–61]], [[1964–65 Copa del Rey|1964–65]], [[1971–72 Copa del Rey|1971–72]], [[1975–76 Copa del Rey|1975–76]], [[1984–85 Copa del Rey|1984–85]], [[1990–91 Copa del Rey|1990–91]], [[1991–92 Copa del Rey|1991–92]], [[1995–96 Copa del Rey|1995–96]], [[2012–13 Copa del Rey|2012–13]]
** Númer tvö (9): [[1921 Copa del Rey|1921]], [[1926 Copa del Rey|1926]], [[1956 Copa del Rey|1956]], [[1963–64 Copa del Rey|1963–64]], [[1974–75 Copa del Rey|1974–75]], [[1986–87 Copa del Rey|1986–87]], [[1998–99 Copa del Rey|1998–99]], [[Copa del Rey 1999–2000|1999-00]], [[Copa del Rey 2009–10|2009–10]]
*'''[[Supercopa de España]]'''
** '''Sigrar (2):''' [[1985 Supercopa de España|1985]], [[2014 Supercopa de España|2014]]
** Númer tvö (4): [[1991 Supercopa de España|1991]], [[1992 Supercopa de España|1992]], [[1996 Supercopa de España|1996]], [[2013 Supercopa de España|2013]]
*'''[[Segunda División]]'''
** '''Sigrar (1):''' [[Segunda División 2001–02|2001–02]]
** Númer tvö (2): [[Segunda División 1932–33|1932–33]], [[Segunda División 1933–34|1933–34]]
===Alþjóðlegar Keppnir===
*[[Meistaradeild Evrópu]]
** 2.sæti (3): 1973-1974, 2013-2014, 2015-2016
*[[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópukeppni félagsliða]]
** '''Sigrar''' (2): 2009-2010, 2011-2012
*[[Evrópski ofurbikarinn]]
** '''Sigrar (3):''' 1961-1962, 2010, 2012
** 2.sæti (2): 1962–63, 1985–86, 2014
*'''HM Félagsliða'''
** '''Sigrar (1):''' 1974
== Þekktir fyrrum leikmenn ==
{|
|- style='vertical-align:top'
||
* [[Sergio Agüero]]
* [[Diego Simeone]]
* [[Germán Burgos]]
* [[Fabricio Coloccini]]
* [[Luciano Galletti]]
* [[Rubén Ayala]]
* [[Ramón Heredia]]
* [[Iselín Ovejero]]
* [[Panadero Díaz]]
* [[Javier Pinola]]
* [[Gerhard Rodax]]
* [[Alemão]]
* [[Emerson Moisés Costa]]
* [[Juninho Paulista]]
* [[Dirceu]]
* [[Vavá]]
* [[Leivinha]]
* [[Luís Pereira]]
* [[Baltazar Maria de Morais Júnior]]
* [[Moacir Rodrigues Santos]]
* [[Mario De Oliveira Costa]]
* [[Ivan Rocha Lima]]
* [[Andrei Frascarelli]]
||
* [[Rodrigo Fabri]]
* [[Luboslav Penev]]
* [[Adolfo Valencia]]
* [[Radamel Falcao]]
* [[Jesper Grønkjær]]
* [[Armando Álvarez Álvarez]]
* [[Bernd Schuster]]
* [[Demis Nikolaidis]]
* [[José Cardona]]
* [[Christian Vieri]]
* [[Demetrio Albertini]]
* [[Avi Nimni]]
* [[Luis García Postigo]]
* [[Hugo Sánchez]]
* [[Jimmy Floyd Hasselbaink]]
* [[Celso Ayala]]
* [[Miguel Ángel Benítez]]
* [[Carlos Gamarra]]
* [[Daniel da Cruz Carvalho]]
* [[Daniel Prodan]]
* [[Cosmin Contra]]
* [[Igor Dobrovolski]]
* [[Mateja Kežman]]
||
* [[Milinko Pantić]]
* [[Quinton Fortune]]
* [[Henry Carlsson]]
* [[Gonzalo de los Santos]]
* [[Richard Núñez]]
* [[Marcelo Sosa]]
* [[Diego Forlán]]
* [[Luis Aragonés]]
* [[José Marí]]
* [[Raúl]]
* [[Julio Salinas]]
* [[Sergi Barjuán]]
* [[José Eulogio Gárate]]
* [[Francisco 'Kiko' Narváez]]
* [[Juan Carlos Valerón]]
* [[Joaquín Peiró]]
* [[Fernando Torres]]
* [[José Armando Ufarte]]
|}
[[Flokkur:Íþróttalið frá Madríd]]
[[Flokkur:Spænsk knattspyrnufélög]]
{{S|1903}}
g2g9jgx5kor1gg08s1rk877e01djwln
Jaroslav Jevdokímov
0
126943
1921859
1815974
2025-06-28T01:59:14Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921859
wikitext
text/x-wiki
{{Hreingera|Þessi grein virðist hafa verið unnin í Google Translate og er ekki á almennilegri íslensku. Uuk þess eru heimildir sem vísað er í erlendu tungumáli flestum okkar óskiljanlegu}}
{{Tónlistarfólk
| heiti = Yaroslav Evdokimov
| mynd = Ярослав Евдокимов в ЦКиОМ Северодвинска.jpg
| stærð =
| myndatexti =
| nafn = Євдокимов Ярослав Олександрович (uk.)
| nefni =
| fæðing = 22.11.1946
| dauði =
| uppruni = {{UKR}} [[Úkraína]]
| hljóðfæri =
| gerð = pop tónlist
| rödd = barítón
| stefna =
| titill =
| ár = 1972 - í dag
| útgefandi =
| samvinna =
| vefsíða = http://www.yaevdokimov.com
| meðlimir =
| fyrri_meðlimir =
}}
'''Yaroslav Evdokimov''' - (Євдокимов Ярослав Олександрович (uk.) - (f. 11. desember 1946) er úkraínskur barítónsöngvari.
== Útgáfur ==
* 1988 - Allt veruleika
* 1994 - Ekki rífa ekki skyrtunni (CD)
* 2002 - Dreamer (CD)
* 2002 - Kiss hendinni (CD)
* 2006 - Yfir ána (CD)
* 2008 - Yaroslav Evdokimov og Duo "Sladka Jagoda"(CD)
* 2012 - Return to Fall (CD)
== Heimildir ==
* Беларуская энцыклапедыя. Т. 6. – Мн., 1998. Энцыклапедыя літаратуры і мастацтва Беларусі. Т. 2. – Мн., 1985.<br />
* Encykłapiedyja biełaruskaj papularnaj muzyki. Mińsk: Zmicier Kołas, 2008, s. 368. ISBN 978-985-6783-42-8. (biał.)<br />
* [http://www.uaestrada.org/spivaki/evdokymov-yaroslav Yaroslav Evdokimov «Золотий Фонд української естради»] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20151208065608/http://www.uaestrada.org/spivaki/evdokymov-yaroslav |date=2015-12-08 }}
* [http://migraciya.com.ua/news/destiny-immigrants/ua-there-were-a-permanent-residence-permit-have-received-yaroslav-evdokimov-peoples-artist-of-belarus/ На Рівненщині посвідку на постійне проживання отримала мати Ярослава Євдокимова, Народного артиста Білорусії] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140717195010/http://migraciya.com.ua/News/destiny-immigrants/ua-there-were-a-permanent-residence-permit-have-received-yaroslav-evdokimov-peoples-artist-of-belarus/ |date=2014-07-17 }}
* http://www.oblgazeta.ru/culture/13950/<br />
* http://vpu-24korec.narod.ru/vipuskniki.html<br />
* http://www.postkomsg.com/mil/belarus/198892/ {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20141019144745/http://www.postkomsg.com/mil/belarus/198892/ |date=2014-10-19 }}<br />
* http://www.moskva.fm/artist/сладка_ягода_и_ярослав_евдокимов {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20150319073625/http://www.moskva.fm/artist/%D1%81%D0%BB%D0%B0%D0%B4%D0%BA%D0%B0_%D1%8F%D0%B3%D0%BE%D0%B4%D0%B0_%D0%B8_%D1%8F%D1%80%D0%BE%D1%81%D0%BB%D0%B0%D0%B2_%D0%B5%D0%B2%D0%B4%D0%BE%D0%BA%D0%B8%D0%BC%D0%BE%D0%B2 |date=2015-03-19 }}
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
[[Flokkur:Úkraínskir tónlistarmenn]]
{{fe|1946|Evdokimov, Yaroslav}}
nqxjnxgt0oyahw9vn8jzhq7rpbe2tm9
Anne Boleyn
0
139408
1921817
1780812
2025-06-27T15:36:34Z
TKSnaevarr
53243
1921817
wikitext
text/x-wiki
{{konungur
| titill = Drottning Englands
| ætt = Boleyn-ætt
| skjaldarmerki = Coat of Arms of Anne Boleyn.svg
| nafn = Anne Boleyn
| mynd = Anne boleyn.jpg
| skírnarnafn = Anne Boleyn
| fæðingardagur = [[1501]]
| fæðingarstaður = [[Blickling Hall]], [[Norfolk]] eða Hever-kastala, [[Kent]]
| dánardagur = [[19. maí]] [[1536]]
| dánarstaður = [[Lundúnaturn]]i, [[London|Lundúnum]]
| grafinn = Kirkju heilags Péturs í hlekkjum, Lundúnaturni, Lundúnum
| ríkisár = [[28. maí]] [[1533]] – [[17. maí]] [[1536]]
| undirskrift = Anne Boleyn Signature.svg
| faðir = [[Thomas Boleyn, jarl af Wiltshire]]
| móðir = [[Lafði Elizabeth Howard]]
| maki = [[Hinrik 8.]]
| titill_maka = Konungur
| börn = [[Elísabet 1.]]
}}
'''Anne Boleyn''' ([[1501]] – [[19. maí]] [[1536]]) var [[Englandsdrottning|drottning Englands]] frá árinu 1533 til 1536 sem önnur eiginkona [[Hinrik 8.|Hinriks 8.]] [[Konungur Englands|Englandskonungs]] og markgreifynja af Pembroke að auki.<ref>Ives, Eric ''The Life and Death of Anne Boleyn'' (2004), bls.158–59, bls.388.</ref> Hjónaband hennar við Hinrik og aftaka hennar gerðu hana að lykilpersónu í pólitískum og trúarlegum átökum sem hrundu af stað ensku [[Siðaskiptin|siðaskiptunum]]. Dóttir hennar, Elísabet, átti eftir að setjast á valdastól eftir daga Hinriks sem [[Elísabet 1.]] Englandsdrottning.
==Æviágrip==
Anne var dóttir [[Thomas Boleyn, jarl af Wiltshire|Thomas Boleyn jarls af Wiltshire]], og eiginkonu hans, [[Lafði Elizabeth Howard|Elizabeth Boleyn]] greifynju af Wiltshire. Hún var menntuð í Hollandi og Frakklandi, aðallega sem þerna fyrir [[Claude af Bretagne|Claude]] Frakkaprinsessu. Anne sneri aftur til Englands árið 1522 til að giftast írskum frænda sínum, [[James Butler, jarl af Ormond|James Butler jarli af Ormond]]. [[Thomas Wolsey|Wolsey kardínáli]] lét aflýsa brúðkaupi þeirra og Anne varð þess í stað heiðursþerna eiginkonu Hinriks 8., [[Katrín af Aragóníu|Katrínar af Aragóníu]].
Snemma árið 1523 var Anne leynilega trúlofuð [[Henry Percy]], syni jarlsins af [[Norðymbraland|Norðymbralandi]] en Wolsey kardináli lét einnig ógilda þá trúlofun í janúar 1524 og Anne var send heim til Heverkastala. Í febrúar/mars árið 1526 fór Hinrik 8. að gera hosur sínar grænar fyrir Anne. Hún stóðst daður hans og neitaði að verða frilla hans – líkt og systir hennar, María, hafði verið. Brátt varð Hinrik gagntekinn af því að ógilda hjónaband sitt við Katrínu drottningu til þess að geta gifst Anne. Þegar ljóst varð að [[Klemens 7.]] [[páfi]] væri ófáanlegur til að ógilda hjónabandið hófst upplausn [[Kaþólska kirkjan|kaþólsks valds]] í Englandi. Árið 1532 gerði Hinrik Anne að markgreifynju Pembroke.
Hinrik og Anne giftust þann 25. janúar 1533 eftir leynilegt brúðkaup þann 14. nóvember 1532. Þann 23. maí 1533 lýsti hinn nýi [[Erkibiskup af Kantaraborg|erkibiskup Kantaraborgar]], [[Thomas Cranmer]], því yfir að hjónaband Hinriks og Katrínar væri ógilt; fimm dögum síðar löggilti hann hjónaband Hinriks og Anne. Stuttu síðar lét páfinn [[Bannfæring|bannfæra]] bæði Hinrik og Cranmer. Vegna hjónabandsins og bannfæringanna klofnaði [[enska biskupakirkjan]] frá rómversk-kaþólsku kirkjunni og enska biskupakirkjan var færð undir yfirvald konungsins. Anne var krýnd Englandsdrottning þann 1. júní 1533. Þann 7. september fæddi hún dótturina Elísabetu sem síðar átti eftir að verða [[Elísabet 1.]] Englandsdrottning. Hinrik varð fyrir vonbrigðum um að hann skyldi hafa eignast dóttur en ekki son en vonaðist til að sonur kæmi næst og lýsti því yfir að hann elskaði Elísabet. Anne átti eftir að verða fyrir þremur fósturlátum og í mars 1536 var Hinrik farinn að stíga í væng við [[Jane Seymour]]. Til þess að geta kvænst Jane Seymour varð Hinrik að finna sér tylliástæðu til að binda enda á hjónaband sitt við Anne.
Hinrik hélt Anne grunaðri fyrir landráð í apríl árið 1536. Þann 2. maí var hún handtekinn og látin dúsa í [[Lundúnaturn|Lundúnaturni]] þar sem ýmsir kunningjar hennar – þ.á.m. fyrrverandi unnusti hennar, Henry Percy, og frændi hennar, [[Thomas Howard]] – réttuðu yfir henni og lýstu yfir sekt hennar þann 15. maí. Hún var hálshöggvin fjórum dögum síðar. Nútímasagnfræðingar telja ásakanirnar gegn henni, m.a. um framhjáhald, sifjaspell og áætlanir um að koma konungnum fyrir kattarnef, illa rökstuddar og ósannfærandi. Stundum er því haldið fram að Anne hafi verið sökuð um að vera [[norn]] en á þetta er ekki minnst í ákærunum.<ref>Gairdner, James. [http://www.british-history.ac.uk/letters-papers-hen8/vol10/pp349-371 Letters and Papers, Foreign and Domestic, Henry VIII, Volume 10] Janúar–júní 1536. Her Majesty's Stationery Office. Bls. 349–371.</ref><ref>Wriothesley, Charles. [https://archive.org/details/chronicleengland00wriouoft A Chronicle of England During the Reigns of the Tudors], From A.D. 1485 to 1559, 1. bindi. (1875) Camden Society. Bls. 189–226</ref>
Eftir að Elísabet dóttir hennar var krýnd drottning var Anne endurmetin sem [[píslarvottur]] og hetja ensku siðaskiptanna, sérstaklega í verkum [[John Foxe|Johns Foxe]].<ref>{{cite web|url=http://www.copperfieldreview.com/reviews/life_and_death_of_anne_boleyn.htm |title=Review: The Life and Death of Anne Boleyn |publisher=Copperfieldreview.com |date= |accessdate=26 April 2010 |url-status=dead |archiveurl=https://web.archive.org/web/20101101192001/http://copperfieldreview.com/reviews/life_and_death_of_anne_boleyn.htm |archivedate=1 November 2010}}</ref> Í gegn um aldirnar hefur hún birst eða verið getið í fjölmörgum listaverkum og skáldsögum. Hennar er minnst sem „áhrifamesta og mikilvægasta maka einvalds í sögu Englands“<ref>Ives, bls. xv.</ref> því það var hennar vegna sem Hinrik 8. lét ógilda hjónaband þeirra Katrínar af Aragóníu og lýsti yfir sjálfstæði frá Páfagarði.
==Tilvísanir==
<references/>
{{Commonscat|Anne Boleyn}}
{{DEFAULTSORT:Boleyn, Anne}}
{{fde|1501|1536|Boleyn, Anne}}
[[Flokkur:Drottningar Englands]]
[[Flokkur:Túdor-ætt]]
48pma58r8si0ua10i5qxwifomazx45f
Játvarður 6.
0
141894
1921812
1918119
2025-06-27T15:34:54Z
TKSnaevarr
53243
1921812
wikitext
text/x-wiki
{{Konungur
|titill = Konungur Englands og Írlands
|ætt = Túdor-ætt
|skjaldarmerki = Coat of Arms of England (1509-1554).svg
|mynd = Circle of William Scrots Edward VI of England.jpg
|nafn = Játvarður 6.
|ríkisár = [[28. janúar]] [[1547]] – [[6. júlí]] [[1553]]
|skírnarnafn = Edward Tudor
|kjörorð =
|fæðingardagur = [[12. október]] [[1537]]
|fæðingarstaður = [[Hampton-höll]], [[Middlesex]], [[England]]i
|dánardagur = {{Dánardagur og aldur|1553|7|6|1537|10|12}}
|dánarstaður = [[Greenwich-höll]], Englandi
|grafinn = [[Westminster Abbey]]
|undirskrift = EdwardVI Signature.svg
|faðir = [[Hinrik 8.]]
|móðir = [[Jane Seymour]]
}}
'''Játvarður 6.''' (12. október 1537 – 6. júlí 1553) var konungur Englands og Írlands frá 1547 til dauðadags. Hann var krýndur þann 20. febrúar 1547 þegar hann var níu ára og varð þar með einn yngsti einvaldur Englands.<ref>J. J. Scarisbrick, ''Henry VIII'', London, Penguin, 1971, bls. 548–549.</ref> Játvarður var sonur [[Hinrik 8.|Hinriks 8.]] og [[Jane Seymour]] og varð þriðji enski einvaldurinn af [[Tudor-ætt]].
Á valdatíð Játvarðar fór ráð ríkisstjóra með öll völd þar sem Játvarður náði aldrei lögaldri. Fyrir ráðinu fór móðurbróðir Játvarðar, [[Edward Seymour]] hertogi af Somerset, og síðan [[John Dudley]], greifi af Warwick og síðar hertogi af Norðymbralandi.
Valdatíð Játvarðar einkenndist einnig af lélegum efnahagi og samfélagsóeirðum sem leiddu til uppreisnar árið 1549. Árið 1546 barðist England í stríði gegn Skotlandi til þess að neyða Skota til að fallast á giftingu Játvarðar og [[María Skotadrottning|Maríu Skotadrottningar]]. Englendingar unnu sigur í orrustunni við Pinkie Cleugh en neyddust til að hörfa aftur til Englands þegar Frakkar réðust á bæinn Boulogne-sur-Mer á meginlandinu. Á valdatíð Játvarðar breyttist [[enska biskupakirkjan]] jafnframt og varð að skipulegri kirkjustofnun. Játvarður hafði mikinn áhuga á guðfræðilegum málefnum á meðan hann sat á konungsstól. Þótt Hinrik 8. hefði rofið tengsl ensku biskupakirkjunnar við páfann í Róm hafði hann aldrei afneitað kaþólskum sið og hefðum hans alveg. Það var í konungstíð Játvarðar sem róttækum siðbreytingum var komið á í ensku biskupakirkjunni; þ.á.m. afnám á skírlífi presta, notkun enskrar tungu í kirkjumálum og brotthvarf helgilíkneskja úr kirkjum. Skipuleggjandi þessara umbóta var [[Thomas Cranmer]], [[erkibiskup af Kantaraborg]].
Játvarður veiktist í janúar árið 1553 og þegar hirð hans gerði sér grein fyrir því að hann ætti skammt eftir ólifað skrifuðu ríkisstjórarnir upp erfðaskrá til þess að koma í veg fyrir að kaþólskur konungur kæmist aftur til valda eftir dauða hans. Játvarður útnefndi frænku sína, [[Lafði Jane Grey]], arftaka sinn, og fór framhjá hálfsystrum sínum, [[María 1. Englandsdrottning|Maríu]] (dóttur [[Katrín af Aragóníu|Katrínar af Aragóníu]]) og [[Elísabet 1.|Elísabetu]] (dóttur [[Anne Boleyn|Önnu Boleyn]]). Erfðaskrá Játvarðar var véfengd strax eftir dauða hans og Jane Grey varð ekki drottning nema í níu daga þar til María var krýnd drottning í hennar stað. María sneri við ýmsum kirkjuumbótum sem hafði verið komið á í valdatíð Játvarðar, en í síðari valdatíð Elísabetar var þó séð til þess að England varð aldrei aftur kaþólskt.
==Heimild==
* {{wpheimild | tungumál = Fr | titill = Édouard VI | mánuðurskoðað = 14. febrúar | árskoðað = 2018}}
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = [[Listi yfir einvalda Englands|Konungur Englands]] og [[Konungur Írlands|Írlands]] |
frá = [[28. janúar]] [[1547]]|
til = [[6. júlí]] [[1553]]|
fyrir = [[Hinrik 8.]] |
eftir = [[Lafði Jane Grey|Jane Grey]] |
}}
{{Töfluendir}}
{{Enskir, skoskir og breskir einvaldar}}
{{fde|1537|1553|Játvarður 6.}}
[[Flokkur:Konungar Englands]]
[[Flokkur:Túdor-ætt]]
5gs26x6p09dupvw6jei31uzo72d36q6
1921820
1921812
2025-06-27T15:40:59Z
TKSnaevarr
53243
1921820
wikitext
text/x-wiki
{{Konungur
|titill = Konungur Englands og Írlands
|ætt = Túdor-ætt
|skjaldarmerki = Coat of Arms of England (1509-1554).svg
|mynd = Circle of William Scrots Edward VI of England.jpg
|nafn = Játvarður 6.
|ríkisár = [[28. janúar]] [[1547]] – [[6. júlí]] [[1553]]
|skírnarnafn = Edward Tudor
|kjörorð =
|fæðingardagur = [[12. október]] [[1537]]
|fæðingarstaður = [[Hampton-höll]], [[Middlesex]], [[England]]i
|dánardagur = {{Dánardagur og aldur|1553|7|6|1537|10|12}}
|dánarstaður = [[Greenwich-höll]], Englandi
|grafinn = [[Westminster Abbey]]
|undirskrift = EdwardVI Signature.svg
|faðir = [[Hinrik 8.]]
|móðir = [[Jane Seymour]]
}}
'''Játvarður 6.''' (12. október 1537 – 6. júlí 1553) var konungur Englands og Írlands frá 1547 til dauðadags. Hann var krýndur þann 20. febrúar 1547 þegar hann var níu ára og varð þar með einn yngsti einvaldur Englands.<ref>J. J. Scarisbrick, ''Henry VIII'', London, Penguin, 1971, bls. 548–549.</ref> Játvarður var sonur [[Hinrik 8.|Hinriks 8.]] og [[Jane Seymour]] og varð þriðji enski erfðaeinvaldurinn af [[Tudor-ætt]].
Á valdatíð Játvarðar fór ráð ríkisstjóra með öll völd þar sem Játvarður náði aldrei lögaldri. Fyrir ráðinu fór móðurbróðir Játvarðar, [[Edward Seymour]] hertogi af Somerset, og síðan [[John Dudley]], greifi af Warwick og síðar hertogi af Norðymbralandi.
Valdatíð Játvarðar einkenndist einnig af lélegum efnahagi og samfélagsóeirðum sem leiddu til uppreisnar árið 1549. Árið 1546 barðist England í stríði gegn Skotlandi til þess að neyða Skota til að fallast á giftingu Játvarðar og [[María Skotadrottning|Maríu Skotadrottningar]]. Englendingar unnu sigur í orrustunni við Pinkie Cleugh en neyddust til að hörfa aftur til Englands þegar Frakkar réðust á bæinn Boulogne-sur-Mer á meginlandinu. Á valdatíð Játvarðar breyttist [[enska biskupakirkjan]] jafnframt og varð að skipulegri kirkjustofnun. Játvarður hafði mikinn áhuga á guðfræðilegum málefnum á meðan hann sat á konungsstól. Þótt Hinrik 8. hefði rofið tengsl ensku biskupakirkjunnar við páfann í Róm hafði hann aldrei afneitað kaþólskum sið og hefðum hans alveg. Það var í konungstíð Játvarðar sem róttækum siðbreytingum var komið á í ensku biskupakirkjunni; þ. á m. afnám á skírlífi presta, notkun enskrar tungu í kirkjumálum og brotthvarf helgilíkneskja úr kirkjum. Skipuleggjandi þessara umbóta var [[Thomas Cranmer]], [[erkibiskup af Kantaraborg]].
Játvarður veiktist í janúar árið 1553 og þegar hirð hans gerði sér grein fyrir því að hann ætti skammt eftir ólifað skrifuðu ríkisstjórarnir upp erfðaskrá til þess að koma í veg fyrir að kaþólskur konungur kæmist aftur til valda eftir dauða hans. Játvarður útnefndi frænku sína, [[Lafði Jane Grey]], arftaka sinn, og fór framhjá hálfsystrum sínum, [[María 1. Englandsdrottning|Maríu]] (dóttur [[Katrín af Aragóníu|Katrínar af Aragóníu]]) og [[Elísabet 1.|Elísabetu]] (dóttur [[Anne Boleyn|Önnu Boleyn]]). Erfðaskrá Játvarðar var véfengd strax eftir dauða hans og Jane Grey varð ekki drottning nema í níu daga þar til María var krýnd drottning í hennar stað. María sneri við ýmsum kirkjuumbótum sem hafði verið komið á í valdatíð Játvarðar, en í síðari valdatíð Elísabetar var þó séð til þess að England varð aldrei aftur kaþólskt.
==Heimild==
* {{wpheimild | tungumál = Fr | titill = Édouard VI | mánuðurskoðað = 14. febrúar | árskoðað = 2018}}
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = [[Listi yfir einvalda Englands|Konungur Englands]] og [[Konungur Írlands|Írlands]] |
frá = [[28. janúar]] [[1547]]|
til = [[6. júlí]] [[1553]]|
fyrir = [[Hinrik 8.]] |
eftir = [[Lafði Jane Grey|Jane Grey]] |
}}
{{Töfluendir}}
{{Enskir, skoskir og breskir einvaldar}}
{{fde|1537|1553|Játvarður 6.}}
[[Flokkur:Konungar Englands]]
[[Flokkur:Túdor-ætt]]
8ghnd7prlf29qyfi9be6pf7mfkmrmdc
Walter Ulbricht
0
145118
1921823
1918205
2025-06-27T15:59:31Z
TKSnaevarr
53243
/* Stjórnmálaferill */
1921823
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Walter Ulbricht
| mynd = Bundesarchiv Bild 183-J1231-1002-002 Walter Ulbricht, Neujahrsansprache.jpg
| myndatexti1 = {{small|Ulbricht árið 1970.}}
| titill= Aðalritari Sósíalíska einingarflokksins
| stjórnartíð_start = [[25. júní]] [[1950]]
| stjórnartíð_end = [[3. maí]] [[1971]]
| forveri = [[Otto Grotewohl]] og [[Wilhelm Pieck]] {{small|(formenn)}}
| eftirmaður = [[Erich Honecker]]
| titill2= Formaður ríkisráðs Austur-Þýskalands
| stjórnartíð_start2 = [[12. september]] [[1960]]
| stjórnartíð_end2 = [[1. ágúst]] [[1973]]
| forsætisráðherra2 = [[Otto Grotewohl]]<br>[[Willi Stoph]]
| forveri2 = [[Wilhelm Pieck]] {{small|(sem forseti)}}
| eftirmaður2 = [[Willi Stoph]]
| fæðingarnafn = Walter Ernst Paul Ulbricht
| fæddur = [[30. júní]] [[1893]]
| fæðingarstaður = [[Leipzig]], [[Þýska keisaraveldið|þýska keisaraveldinu]]
| dánardagur = {{Dánardagur og aldur|1973|8|1|1893|6|30}}
| dánarstaður = [[Templin]], [[Austur-Þýskaland]]i
| orsök_dauða = [[Heilablóðfall]]
| stjórnmálaflokkur = [[Sósíalíski einingarflokkurinn]] (1946–1973)<br>[[Kommúnistaflokkur Þýskalands|Kommúnistaflokkurinn]] (1920–1946)
| starf = [[Snikkari]]
| maki = Martha Schmellinsky (1920 -?)<br>Lotte Kühn (1953–1973)
}}
'''Walter Ernst Paul Ulbricht''' (30. júní 1893 – 1. ágúst 1973) var [[Þýskaland|þýskur]] stjórnmálamaður og [[Kommúnismi|kommúnisti]]. Ulbricht var einn af stofnmeðlimum [[Kommúnistaflokkur Þýskalands|þýska kommúnistaflokksins]] á árum [[Weimar-lýðveldið|Weimar-lýðveldisins]]. Á valdaárum nasista dvaldi Ulbricht í útlegð í [[Frakkland]]i og síðan í [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] en eftir að Þjóðverjar báðu ósigur í [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldinni]] sneri hann heim og tók þátt í stofnun þýska alþýðulýðveldisins, eða [[Austur-Þýskaland]]s. Ulbricht var fyrsti aðalritari [[Sósíalíski einingarflokkurinn|Sósíalíska einingarflokksins]] frá 1950 til 1971 og réði þar með lögum og lofum í austur-þýsku ríkisstjórninni. Eftir að [[Wilhelm Pieck]], forseti alþýðulýðveldisins, lést árið 1960 gerðist Ulbricht einnig þjóðhöfðingi Austur-Þýskalands og gegndi því hlutverki til dauðadags. Ulbricht var náinn samstarfsmaður [[Jósef Stalín|Jósefs Stalín]] og sá til þess að Austur-Þýskaland yrði eins náið Sovétríkjunum og hugsast gat, meðal annars með því að leiða það inn í [[Varsjárbandalagið|Varsjárbandalagið]].
==Æviágrip==
Walter Ulbricht fæddist í [[Leipzig]] árið 1893. Faðir hans var klæðskeri en móðir hans kom úr fjölskyldu strangtrúaðra sósíalista.<ref name=nyrstormur>{{Tímarit.is|5322453|Walter Ulbricht|útgáfudagsetning=10. janúar 1969|blað=[[Nýr Stormur]]|blaðsíða=4}}</ref> Báðir foreldrar hans voru meðlimir í þýska [[Jafnaðarmannaflokkurinn (Þýskaland)|Jafnaðarmannaflokknum]]. Ulbricht fór snemma að tileinka sér marxískar skoðanir og var fimmtán ára genginn í ungliðahreyfingu sósíalista og verkalýðsfélag trésmiða.<ref name=nyrstormur/>
===Stjórnmálaferill===
Í [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldinni]] vann Ulbricht að því að semja og dreifa áróðursritum gegn stríðsrekstrinum þar til hann var handtekinn og kvaddur í herinn.<ref name=mbl>{{Tímarit.is|1343618|Walter Ulbricht – maðurinn bak við múrvegginn|útgáfudagsetning=7. júní 1962|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=1; 5}}</ref> Í Belgíu reyndi hann að hvetja herdeild sína til uppreisnar og var því handtekinn.<ref name=nyrstormur/> Ulbricht dvaldi í fangelsi til stríðsloka en var sleppt þegar [[þýska keisaraveldið]] hrundi árið 1918 og [[Weimar-lýðveldið]] var stofnað. Hann sneri heim til Leipzig og tók þátt í stofnun þýska kommúnistaflokksins ásamt fyrrum meðlimum Jafnaðarmannaflokksins sem höfðu klofið sig úr þeim flokki vegna andstöðu við styrjöldina. Ulbricht sótti heimsráðstefnu kommúnista í Moskvu, hitti átrúnaðargoð sitt, [[Vladímír Lenín]], og gekk í [[Lenínskólinn|Lenínskólann]] frá 1924 til 1925.
Ulbricht og meðlimir kommúnistaflokksins stóðu fyrir miklum óeirðum á lokaárum Weimar-lýðveldisins og lentu oft í götubardögum og uppþotum gegn meðlimum [[Nasistaflokkurinn|Nasistaflokksins]] og öðrum þjóðernisflokkum. Í eitt skipti kom til slagsmála þar sem lögreglan þurfti að grípa inn í á samkomu þar sem bæði Ulbricht og nasistinn [[Joseph Goebbels]] héldu ræður.<ref>[http://www.zeit.de/1969/40/was-geschah-in-friedrichshain Was geschah in Friedrichshain], Die Zeit, 1969/40</ref>
Þegar nasistar komust til valda í Þýskalandi hófust ofsóknir á þýskum kommúnistum og formaður kommúnistaflokksins, [[Ernst Thälmann]], var handtekinn. Ulbricht tók við formannsembættinu og margir keppinautar hans hurfu eða voru myrtir til þess að tryggja hann í sessi.<ref name=nyrstormur/><ref>Frank, Mario, ''Walter Ulbricht. Eine Deutsche Biographie'' (Berlin 2001), bls. 117–121.</ref>
Ulbricht bjó í útlegð í París og [[Prag]] frá 1933 til 1937 en bjó í Sovétríkjunum frá 1937 til 1945. Í seinni heimsstyrjöldinni vann hann ásamt öðrum þýskum kommúnistum með sovésku leyniþjónustunni [[NKVD]], meðal annars við að þýða sovéskan áróður á þýsku og yfirheyra þýska stríðsfanga. [[Lavrentíj Bería]], leiðtogi NKVD, sagði um Ulbricht að hann væri „mesta fífl sem [hann hefði] nokkurn tímann séð“.<ref>Frank, Mario, ''Walter Ulbricht. Eine Deutsche Biographie'' (Berlin 2001), bls. 241.</ref>
===Leiðtogi Austur-Þýskalands===
Ulbricht sneri heim til Þýskalands eftir að nasistar voru sigraðir og tók þátt í stofnun [[Austur-Þýskaland|Alþýðulýðveldisins Þýskalands]] þann 7. október árið 1949. Ulbricht var í upphafi varaforsætisráðherra en varð árið 1950 aðalritari miðstjórnar flokksins. Eftir [[Uppreisnin í Austur-Þýskalandi 1953|uppreisnina í Austur-Þýskalandi 1953]] (þar sem eitt slagorðið var „Niður með geitskegg!“<ref name=mbl/>) lýstu Sovétmenn yfir stuðningi við Ulbricht sem óskoraðan leiðtoga Austur-Þjóðverja, þar sem þeir óttuðust að minni harðlínumaður myndi ekki geta gætt kommúnismans á vesturmörkum áhrifasvæðis þeirra. Árið 1960, eftir dauða [[Wilhelm Pieck|Wilhelms Pieck]] forseta, gerðist Ulbricht formlega æðsti maður ríkisins og yfirstjórnandi þýska alþýðuhersins.<ref name=mbl/>
Á valdatíð Ulbrichts hófst fólksflótti frá Austur-Þýskalandi sem leiddi til þess að byrjað var að byggja [[Berlínarmúrinn]] þann 13. ágúst 1961. Ulbricht beitti hermönnum og lögreglumönnum til þess að loka landamærunum við Vestur-Berlín og kveða niður allar óeirðir.<ref>Kempe, Frederick (2011). ''Berlin'' 1961. Penguin Group (USA). bls. 345.</ref>
Ulbricht rak fjölda keppinauta sinna í útlegð og stjórnartíð hans einkenndist af vöktun leynilögreglu, hervæðingu, samyrkjuvæðingu og eignarnámi verksmiðja. Hann var ekki vinsæll leiðtogi og mörg samtök voru mynduð innan flokksins til þess að losna við hann.<ref name=mbl/> Bygging Berlínarmúrsins skaðaði mjög ímynd hans og svo fór að hann neyddist til þess að segja af sér flestum embættum sínum þann 3. maí 1971 „vegna heilsubrests“. [[Erich Honecker]] tók við flestum embættum hans, en Ulbricht var áfram táknrænn þjóðhöfðingi Austur-Þýskalands til dauðadags árið 1973.
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| fyrir=[[Otto Grotewohl]] og [[Wilhelm Pieck]]
| titill=Aðalritari þýska sósíalíska einingarflokksins
| frá=[[25. júní]] [[1950]]
| til=[[3. maí]] [[1971]]
| eftir=[[Erich Honecker]]
}}
{{Erfðatafla
| fyrir=[[Wilhelm Pieck]]<br>{{small|(sem forseti Austur-Þýskalands)}}
| titill=Formaður ríkisráðs Austur-Þýskalands
| frá=[[12. september]] [[1960]]
| til=[[1. ágúst]] [[1973]]
| eftir=[[Willi Stoph]]
}}
{{töfluendir}}
{{fd|1893|1973}}
{{DEFAULTSORT:Ulbricht, Walter}}
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
[[Flokkur:Þjóðhöfðingjar Austur-Þýskalands]]
120rl8ntjt2u4s9of76hrutapxvt0nw
Bankaránið á Norrmalmstorgi
0
146065
1921795
1921633
2025-06-27T12:48:00Z
Berserkur
10188
/* Í menningu */
1921795
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Former_Kreditbanken_Norrmalmstorg_Stockholm_Sweden.jpg|thumb|right|Húsið þar sem ránið átti sér stað.]]
'''Bankaránið á Norrmalmstorgi''' var [[bankarán]] og [[gíslataka]] á [[Norrmalmstorg]]i í [[Stokkhólmur|Stokkhólmi]] í [[Svíþjóð]] í ágúst [[1973]]. [[Stokkhólmsheilkennið]], þar sem gísl fær samúð með gíslatökumanni, er kennt við þetta rán. Ránið hófst með því að sænski smáglæpamaðurinn [[Jan-Erik Olsson]] reyndi að ræna [[Kreditbanken]] í miðborg Stokkhólms þann [[23. ágúst]] [[1973]]. [[Sænska lögreglan]] kom strax á staðinn en Olsson skaut á þá lögreglumenn sem komu inn. Hann tók fjóra gísla og krafðist þess að vinur sinn, síbrotamaðurinn [[Clark Olofsson]], fengi að koma til hans. Olofsson var sóttur í fangelsi og sendur til Olssons til að reyna að semja um lausn gíslanna. Einn gíslanna, Kristin Enmark, sagðist vera örugg hjá gíslatökumönnunum og lýsti áhyggjum af því að aðgerðir lögreglu gætu leitt til ofbeldis. Olsson og Olofsson lokuðu sig nú inni í bankahvelfingunni ásamt gíslunum. Olsson hringdi í [[Olof Palme]] forsætisráðherra og sagðist myndu myrða gíslana ef þeir fengju ekki að fara. Þann 26. ágúst boraði lögregla gat á hvelfinguna en Olofsson skaut tvisvar í gegnum gatið og særði lögreglumann í annað skiptið. Þann 28. ágúst var [[táragas]]i hleypt inn í hvelfinguna og um hálftíma síðar gáfust Olsson og Olofsson upp.
Olsson og Olofsson voru báðir dæmdir til langrar fangavistar eftir ránið. Þeir hafa báðir framið glæpi síðan. Málið vakti athygli fyrir það hvernig gíslarnir virtust hafa fengið samúð með gíslatökumönnunum. Sænski [[afbrotafræði]]ngurinn [[Nils Bejerot]] bjó til hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ yfir þetta fyrirbæri.
==Í menningu==
Árið 2022 komu út þættirnir ''Clark'' á [[Netflix]] sem fjölluðu meðal annars um ránið.
{{stubbur}}
[[Flokkur:Glæpir í Svíþjóð]]
[[Flokkur:Stokkhólmur]]
[[Flokkur:1973]]
huh1xk8g2lmihg9cbwttwwx6c7wphpw
Annegret Kramp-Karrenbauer
0
151404
1921822
1892544
2025-06-27T15:44:47Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921822
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| forskeyti =
| nafn = Annegret Kramp-Karrenbauer
| mynd = AV0A3388 Dr. Frauke Gerlach, Armin Laschet Annegret Kramp-Karrenbauer (Hintergrund retuschiert).jpg
| myndatexti1 = Kramp-Karrenbauer árið 2018.
| titill= Varnarmálaráðherra Þýskalands
| stjórnartíð_start = [[16. júlí]] [[2019]]
| stjórnartíð_end = [[8. desember]] [[2021]]
| kanslari = [[Angela Merkel]]
| forveri = [[Ursula von der Leyen]]
| eftirmaður = [[Christine Lambrecht]]
| titill2= Formaður Kristilega demókrataflokksins
| stjórnartíð_start2 = [[7. desember]] [[2018]]
| stjórnartíð_end2 = [[16. janúar]] [[2021]]
| forveri2 = [[Angela Merkel]]
| eftirmaður2 = [[Armin Laschet]]
| titill3= Forsætisráðherra Saarlands
| stjórnartíð_start3 = [[10. ágúst]] [[2011]]
| stjórnartíð_end3 = [[28. febrúar]] [[2018]]
| forveri3 = [[Peter Müller]]
| eftirmaður3 = [[Tobias Hans]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1962|8|9}}
| fæðingarstaður = [[Völklingen]], [[Saarland]]i, [[Vestur-Þýskaland]]i (nú [[Þýskaland]]i)
| þjóderni = [[Þýskaland|Þýsk]]
| maki = Helmut Karrenbauer (g. 1984)
| stjórnmálaflokkur = [[Kristilegi demókrataflokkurinn (Þýskalandi)|Kristilegi demókrataflokkurinn]]
| börn = 3
| háskóli = [[Háskólinn í Saarlandi]]<br>[[Háskólinn í Trier]]
| trúarbrögð = [[Rómversk-kaþólska kirkjan|Kaþólsk]]
}}
'''Annegret Kramp-Karrenbauer''' (f. [[9. ágúst]] [[1962]]) er þýskur stjórnmálamaður sem er fyrrverandi formaður [[Kristilegi demókrataflokkurinn (Þýskalandi)|Kristilega demókrataflokksins]]<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/12/07/bandamadur_merkel_sigradi/|titill=Bandamaður Merkel sigraði|mánuður=7. desember|ár=2018|mánuðurskoðað=22. maí|árskoðað=2019|útgefandi=mbl.is}}</ref> og fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands í ríkisstjórn [[Angela Merkel|Angelu Merkel]]. Hún er stundum kölluð „AKK“ eftir upphafsstöfum sínum.
== Bakgrunnur ==
Annegret Kramp-Karrenbauer er [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólsk]] og ólst upp í [[Saarland]]i. Frá árinu 1969 gekk hún í Viktoríugrunnskólann í Püttlingen og frá 1973 í Marie-Luise-Kaschnitz-gagnfræðiskólann í [[Völklingen]], þaðan sem hún útskrifaðist árið 1982. Árið 1984 giftist hún námuverkfræðingnum Helmut Karranbauer. Hún nam [[stjórnmálafræði]] við Háskólann í Saarlandi og Háskólann í Trier og útskrifaðist þaðan með kandidatsgráðu árið 1990.
== Stjórnmálaferill ==
Eftir að hafa lokið námi vann Kramp-Karrenbauer frá 1991 til 1998 sem skipuleggjandi hjá Kristilega demókrataflokknum og frá 1999 var hún aðstoðarmaður [[Peter Müller|Peters Müller]], héraðsformanns flokksins og forsætisráðherra Saarlands.<ref>{{cite web|url=https://www.ft.com/content/eb2d5bce-155e-11e8-9376-4a6390addb44|title=‘Mini-Merkel’ moves up to Germany’s political big league|work=Financial Times|date=21. februar 2018|accessdate=7. desember 2018|archive-date=2019-02-09|archive-url=https://web.archive.org/web/20190209020134/https://www.ft.com/content/eb2d5bce-155e-11e8-9376-4a6390addb44|url-status=dead}}</ref>
===Ráðherratíð í Saarlandi===
Þann 10. ágúst árið 2011 var Kramp-Karrenbauer kjörin forsætisráðherra ríkisstjórnar Saarlands. Hún tók við stjórn hinnar svokölluðu „Jamaíkustjórnar“, sem var svo kölluð þar sem einkennislitir samstarfsflokkanna (Kristilegra demókrata, [[Frjálsi demókrataflokkurinn|Frjálsa demókrataflokksins]] og [[Græni flokkurinn (Þýskaland)|Græningjaflokksins]]) voru áþekkir [[Fáni Jamaíku|jamaíska fánanum]]. Peter Müller hafði sagt skilið við ráðherraembættið til að geta tekið við dómarasæti í hæstarétti Þýskalands.
Þann 6. janúar árið 2012, eftir 5 mánuði í embætti sem leiðtogi stjórnar Saarlands, lýsti Kramp-Karrenbauer því yfir að hún hygðist rifta stjórnarsamstarfinu vegna innanflokksdeilna í Frjálsa demókrataflokknum. Hún stofnaði þess í stað samsteypustjórn Kristilegra demókrata og [[Jafnaðarmannaflokkurinn (Þýskaland)|Jafnaðarmannaflokksins]].
Nýju stjórninni var hleypt af stokkunum þann 24. apríl árið 2012. Hvor flokkurinn fyrir sig fékk þrjá ráðherra og Kramp-Karrenbauer varð vísindaráðherra auk þess að vera forsætisráðherra.<ref>{{Cite web|url=http://www.spiegel.de/politik/deutschland/cdu-und-spd-im-saarland-einigen-sich-auf-grosse-koalition-a-829540.html|title=Saarland: CDU und SPD einigen sich auf große Koalition|work=Spiegel|date=24. febrúar 2012|accessdate=9. maí 2012}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.saarbruecker-zeitung.de/politik/themen/strategiespiel-ums-kabinett_aid-1371595|title=Strategiespiel ums Kabinett|author=Michael Jungmann og Guido Peters|work=Saarbrücker Zeitung|date=23. april 2012|accessdate=9. maí 2012}}</ref> Meðlimir beggja flokka höfðu áður samþykkt stjórnarsáttmálann í atkvæðagreiðslu.<ref>{{Cite web|url=https://www.focus.de/politik/deutschland/grosse-koalition-ist-beschlossene-sache-gruenes-licht-fuer-koalition-an-der-saar-_aid_747310.html|title=Große Koalition ist beschlossene Sache: Grünes Licht für Koalition an der Saar|work=Focus|date=4. maí 2012|accessdate=9. maí 2012|archive-date=2019-11-19|archive-url=https://web.archive.org/web/20191119092917/https://www.focus.de/politik/deutschland/grosse-koalition-ist-beschlossene-sache-gruenes-licht-fuer-koalition-an-der-saar-_aid_747310.html|url-status=dead}}</ref> Stjórn flokkanna tveggja hafði 37 af 51 þingmanni á þingi Saarlands.
Kristilegir demókratar endurnýjuðu samstarfið við Jafnaðarmenn eftir kosningar árið 2017 og Kramp-Karrenbauer hóf þriðju embættistíð sína sem forsætisráðherra Saarlands þann 17. maí sama ár.
=== Ferill í stjórnmálum sambandsríkisins ===
Frá mars til september árið 1998 sat Kramp-Karrenbauer á þýska sambandsþinginu en lét af störfum sem þingmaður eftir kosningar sama ár. Fyrir þingkosningar árið 2009 var hún meðlimur í starfshóp sem vann að því að þróa mennta- og vísindastefnu Kristilegra demókrata.
Kramp-Karrenbauer var kjörin aðalritari Kristilega demókrataflokksins í febrúar árið 2018.<ref name="sued">{{Cite web|url=https://www.sueddeutsche.de/politik/cdu-parteitag-kramp-karrenbauer-mit-grosser-mehrheit-zur-cdu-generalsekretaerin-gewaehlt-1.3883118|title=Kramp-Karrenbauer mit großer Mehrheit zur CDU-Generalsekretärin gewählt|work=Süddeutsche Zeitung|date=26. februar 2018|accessdate=7. desember 2018}}</ref><ref>{{Cite web|url=http://www.spiegel.de/international/germany/letter-from-berlin-germany-s-new-generation-of-female-political-leaders-a-741348.html|title=Germany's New Generation of Female Political Leaders|work=Der Spiegel|date=25. januar 2011|accessdate=7. desember 2018}}</ref>
Eftir að [[Angela Merkel]] lýsti yfir að hún hygðist segja af sér sem flokksformaður Kristilegra demókrata bauð Kramp-Karrenbauer sig fram til að taka við af henni. Í annarri umferð formannskjörsins hlaut hún 517 af 999 greiddum atkvæðum en mótframbjóðandinn [[Friedrich Merz]] 482. Í fyrri umferðinni hafði Kramp-Karrenbauer hlotið 450 atkvæði, Merz 392 og [[Jens Spahn]] 157.<ref>{{Cite web|url=https://www.ndr.de/nachrichten/hamburg/Kramp-Karrenbauer-ist-neue-CDU-Vorsitzende-,cdu1070.html|title=Kramp-Karrenbauer ist neue CDU-Vorsitzende|publisher=NDR|date=7. desember 2018|accessdate=7. desember 2018}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
Þegar [[Ursula von der Leyen]] varnarmálaráðherra var útnefnd í embætti forseta [[Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins|framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins]] var Kramp-Karrenbauer útnefnd til að taka við ráðherraembætti hennar.<ref>{{Vefheimild|titill=CDU-Chefin Kramp-Karrenbauer wird neue Verteidigungsministerin|url=https://www.spiegel.de/politik/deutschland/annegret-kramp-karrenbauer-nachfolge-fuer-von-der-leyen-als-verteidigungsministerin-a-1277631.html|útgefandi=''[[Spiegel]]''|ár=2019|mánuður=16. júlí|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=16. júlí|tungumál=þýska}}</ref>
Þann 10. febrúar 2020 lýsti Kramp-Karrenbauer yfir að hún yrði ekki kanslaraefni Kristilegra demókrata í þingkosningum ársins 2021 og að hún hygðist segja af sér sem formaður flokksins.<ref>{{Vefheimild|titill=Eftirmaður Merkel verður ekki næsti kanslari|url=https://www.visir.is/g/2020200219961|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2020|mánuður=10. febrúar|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=10. febrúar|höfundur=Atli Ísleifsson}}</ref> Afsögn hennar kom í kjölfar deilna um það að flokksmenn Kristilegra demókrata hefðu greitt atkvæði ásamt öfgahægriflokknum [[Valkostur fyrir Þýskaland|Valkosti fyrir Þýskaland]] um myndun nýrrar stjórnar í [[Þýringaland]]i.<ref>{{Vefheimild|titill=Afsögn í skugga fasistahneykslis|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/02/10/afsogn_i_skugga_fasistahneykslis/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2020|mánuður=10. febrúar|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=10. febrúar|höfundur=Snorri Másson}}</ref> [[Armin Laschet]] tók við af Kramp-Karrenbauer sem formaður Kristilegra demókrata eftir formannskjör þann 16. janúar 2021.<ref>{{Vefheimild|titill=Armin Laschet er arftaki Merkel|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/01/16/armin_laschet_er_arftaki_merkel/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2021|mánuður=16. janúar|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=16. janúar}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Kramp-Karrenbauer, Annegret}}
{{f|1962}}
[[Flokkur:Varnarmálaráðherrar Þýskalands]]
mctrtxl429sf6g13j1fs6fruu8wqerf
Álfablaðka
0
151834
1921786
1638019
2025-06-27T12:10:47Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921786
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| status =
| image = Lewisia disepala (Yosemite bitterroot) (32489090045).jpg
| image_caption =
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'')
| ordo = [[Hjartagrasbálkur]] (''Caryophyllales'')
| familia = [[Montiaceae]]
| genus = [[Lewisia]]
| species = '''L. disepala'''
| binomial = Lewisia disepala
| binomial_authority = [[Per Axel Rydberg|Rydb.]]<ref name = "C132">Rydb., 1932 ''In: N. Am. Fl. 21: 328''</ref>
| range_map =
| range_map_caption =
| image2 =
| image2_caption =
| synonyms = ''Lewisia rediviva'' var.'' yosemitana'' <small>K. Brandegee</small>
}}
'''Álfablaðka''' ([[fræðiheiti]]: ''Lewisia disepala''<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16892671|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014|archive-date= 24 júlí 2023|archive-url= https://web.archive.org/web/20230724172151/https://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16892671|url-status= dead}}</ref>) er fjölær jurt af ættinni [[Montiaceae]]. Hún er einlend í Sierra Nevada í Kaliforníu.<ref name = calflora>{{cite web | url = https://www.calflora.org/cgi-bin/species_query.cgi?where-taxon=Lewisia+disepala | title = ''Lewisia disepala'' | publisher = Calflora.org | accessdate = 22 March 2018}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
== Tenglar ==
*[http://ucjeps.berkeley.edu/cgi-bin/get_JM_treatment.pl?6318,6362,6371 Jepson Manual Treatment - ''Lewisia disepala'']
*[http://calphotos.berkeley.edu/cgi/img_query?query_src=photos_index&where-taxon=Lewisia+disepala ''Lewisia disepala'' - Photo gallery]
{{commonscat|Lewisia disepala}}
{{Wikilífverur|Lewisia disepala}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Grýtuætt]]
pns3c70mty8myqr8gvk7sr0ydx5jc0h
Brentford FC
0
153341
1921824
1920067
2025-06-27T16:00:05Z
Berserkur
10188
1921824
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnulið
| Fullt nafn = Brentford Football Club
| Mynd =
| Gælunafn = ''The Bees''
| Stytt nafn =
| Stofnað =1889
| Leikvöllur = [[Brentford Community Stadium]]
| Stærð = 17.250
| Stjórnarformaður = Cliff Crown
| Knattspyrnustjóri = Keith Andrews
| Deild = [[Enska úrvalsdeildin]]
| Tímabil = 2024/2025
| Staðsetning = 10. af 20
| pattern_la1 = _brentford2021h
| pattern_b1 = _brentford2021h
| pattern_ra1 = _brentford2021h
| pattern_sh1 = _redsides
| pattern_so1 = _brentford2021h
| leftarm1 = FF0000
| body1 = FF0000
| rightarm1 = FF0000
| shorts1 = 000000
| socks1 = 000000
| pattern_la2 = _brentford2021a
| pattern_b2 = _brentford2021a
| pattern_ra2 = _brentford2021a
| pattern_sh2 = _brentford2021a
| pattern_so2 = _brentford2021a
| leftarm2 = 424242
| body2 = 424242
| rightarm2 = 424242
| shorts2 = 424242
| socks2 = FF0000
| pattern_la3 = _brentford2021t
| pattern_b3 = _brentford2021t
| pattern_ra3 = _brentford2021t
| pattern_sh3 =
| pattern_so3 =
| leftarm3 = f4eee2
| body3 = f4eee2
| rightarm3 = f4eee2
| shorts3 = f4eee2
| socks3 = f4eee2
}}
[[Mynd:Griffin Park aerial 2011.jpg|thumb|Griffin Park sem var heimavöllur liðsins 1904-2020.]]
[[Mynd:Brentford Community Stadium 2020.jpg|thumb|Brentford Community Stadium er nálægt Kew Bridge.]]
'''Brentford Football Club''' er enskt knattspyrnulið frá Brentford í vestur-[[London]] sem spilar í [[enska úrvalsdeildin|ensku úrvalsdeildinni]]. Liðið var stofnað árið 1889 og spilaði á heimavelli sínum Griffin Park frá 1904-2020. Frá 2020 spilaði liðið á nýjum velli; [[Brentford Community Stadium]]. Helstu andstæðingar eru nágrannaliðin [[Fulham FC]] og [[Queens Park Rangers]].
Liðið komst í efstu deild 2021 eftir umspil en það hafði ekki spilað þar í nær 75 ár (1946-1947). Liðið endaði í 13. sæti tímabilið 2021-2022 og 9. sæti tímabilið eftir.
==Íslenskir leikmenn==
*[[Ívar Ingimarsson]] 1999-2002
*[[Patrik Gunnarsson]] 2018-2022
*[[Hákon Rafn Valdimarsson]] 2023-
{{Stubbur|knattspyrna}}
{{Enska úrvalsdeildin}}
{{S|1889}}
[[Flokkur:Ensk knattspyrnufélög]]
r9id76e1iawcdhzfuz8698pfdkxsjws
Engisprettnaætt
0
156425
1921836
1815480
2025-06-27T19:05:23Z
85.220.30.182
Tölum í texta
1921836
wikitext
text/x-wiki
'''Engisprettnaætt''' (''Acrididae'') er hópur [[skordýr]]a af ættbálki [[beinvængjur|beinvængja]] og undirættbálki [[Caelifera]] og telur tíu- til ellefuþúsund tegundir.
Stærð er á bilinu 9-80 mm og eru þær með stærri skordýrum. Búsvæði eru opin svæði og graslendi þar sem þær éta laufblöð og grös. Þær geta verið skaðvaldar fyrir uppskeru manna.
<gallery>
Acrididae grasshopper-2.jpg| Anacridium aegyptium
Coryphistes ruricola.jpg|Coryphistes ruricola
Syouryoubatta.JPG|Acrida sinerea
Melanoplus femurrubrum 20070903.jpg|Melanoplus femurrubrum
</gallery>
==Tengill==
[https://www.ni.is/biota/animalia/arthropoda/hexapoda/insecta/orthoptera/acrididae Engisprettnaætt - Náttúrufræðistofnun] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20181027160349/http://www.ni.is/biota/animalia/arthropoda/hexapoda/insecta/orthoptera/acrididae |date=2018-10-27 }}
[[Flokkur:Skordýr]]
[[Flokkur:Beinvængjur]]
g2fo3o6dlflbxek36y3x81n50y3osie
Hoya soligamiana
0
157131
1921853
1795313
2025-06-28T00:45:40Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1921853
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| status =
| image =
| image_caption =
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Magnoliopsida]] (''Magnoliopsida'')
| ordo = [[Gentianales]]
| familia = [[Apocynaceae]]
| genus = [[Hoya (ættkvísl)|Hoya]]
| species = '''H. soligamiana'''
| binomial = Hoya soligamiana
| binomial_authority = [[Dale Kloppenburg|Kloppenb.]], Siar & Cajano
| range_map =
| range_map_caption =
| image2 =
| image2_caption =
| synonyms =
}}
'''''Hoya soligamiana'''''<ref name = "C132">Kloppenb., Siar & Cajano, 2009 ''In: Asia Life Sci. 18(1): 151''</ref> er fjölær jurt í vaxblómaættkvísl.<ref name = "COL">{{cite web|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16642474|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref><ref name = "source">{{Cite web |url=http://worldplants.webarchiv.kit.edu/ |title=World Plants: Synonymic Checklists of the Vascular Plants of the World |access-date=2014-10-16 |archive-date=2019-03-18 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190318221109/http://worldplants.webarchiv.kit.edu/ |url-status=dead }}</ref> Útbreiðslan er á Filippseyjum.<ref>{{Cite web|url=http://powo.science.kew.org/taxon/urn:lsid:ipni.org:names:77104792-1|title=Hoya soligamiana Kloppenb., Siar & Cajano {{!}} Plants of the World Online {{!}} Kew Science|website=Plants of the World Online|access-date=2020-04-24}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{commonscat|Hoya soligamiana}}
{{Wikilífverur|Hoya soligamiana}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Vaxblómaættkvísl]]
k6ij1aqc0260r78idbhf2pq31swd3u3
Eimskipafélagshúsið
0
159154
1921872
1684686
2025-06-28T10:40:10Z
Friðþjófur
104929
1921872
wikitext
text/x-wiki
'''Eimskipafélagshúsið''' eða ''Pósthússtræti 2'' er hús staðsett í [[Pósthússtræti]] sem reist var árið 1919 og teiknað af [[Guðjón Samúelsson|Guðjón Samúelssyni]] sem höfuðsstöðvar [[Eimskipafélag Íslands|Eimskipafélags Íslands]]. Það gegnir í dag hlutverki [[hótel]]s og er í eigu hótelkeðjunnar [[Radisson blu]].
==Saga==
Fjögurra hæða stórhýsi Eimskipafélagsins á einhverjum besta stað í miðbænum þótti afar vönduð og metnaðarfull bygging. Afgreiðslusalur félagsins á fyrstu hæð var þiljaður að innan með eikarþiljum og í húsinu var [[lyfta]] og taldist hvort tveggja til nýjunga.
Frá upphafi var gert ráð fyrir að stækka mætta húsið til vesturs og lágu fyrir frumteikningar Guðjóns Samúelssonar að slíkri stækkun. Hún kom loks til framkvæmda árið 1979 og sá [[Halldór H. Jónsson]] um endanlega útfærslu.
Í rishæð hússins var fundarsalur, ''Kaupþingssalurinn'', sem [[Viðskiptaráð Íslands|Verslunarráð Íslands]] rak. Í honum voru fundir [[borgarstjórn Reykjavíkur|bæjarstjórnar Reykjavíkur]] haldnir á árabilinu 1932 til 1958.<ref>Kvosin: Byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur. Útg. Torfusamtökin. Reykajvík 1987, bls. 114-5.</ref>
Á þakskeggi hússins var stór skjöldur með merki Eimskipafélagsins, sólkrossi eða [[Hakakross|hakakrossi]], sem óneitanlega vakti hugrenningartengsl við einkennistákn [[nasismi|nasista]]. Ráku erlendir ferðalangar oft upp stór augu við að sjá merkið. Eftir að Eimskipafélagið flutti höfuðstöðvar sínar úr húsinu og það fékk hlutverk hótels í staðinn var merkingunni breytt og byggingarár hússins, ''1919'', sett í staðinn.
==Heimildir==
<references/>
{{Friðuð hús í Reykjavík}}
[[Flokkur:Saga Reykjavíkur]]
[[Flokkur:Byggingar í Reykjavík]]
{{s|1919}}
[[Flokkur:Byggingar eftir Guðjón Samúelsson]]
swvdi9jhzr7cx1u08nvsztkn13b2xb7
1921873
1921872
2025-06-28T10:43:55Z
Friðþjófur
104929
1921873
wikitext
text/x-wiki
'''Eimskipafélagshúsið''' eða '''Pósthússtræti 2''' er hús staðsett í [[Pósthússtræti]] sem reist var árið 1919 og teiknað af [[Guðjón Samúelsson|Guðjón Samúelssyni]] sem höfuðsstöðvar [[Eimskipafélag Íslands|Eimskipafélags Íslands]]. Það gegnir í dag hlutverki [[hótel]]s og er í eigu hótelkeðjunnar [[Radisson blu]].
==Saga==
Fjögurra hæða stórhýsi Eimskipafélagsins á einhverjum besta stað í miðbænum þótti afar vönduð og metnaðarfull bygging. Afgreiðslusalur félagsins á fyrstu hæð var þiljaður að innan með eikarþiljum og í húsinu var [[lyfta]] og taldist hvort tveggja til nýjunga.
Frá upphafi var gert ráð fyrir að stækka mætta húsið til vesturs og lágu fyrir frumteikningar Guðjóns Samúelssonar að slíkri stækkun. Hún kom loks til framkvæmda árið 1979 og sá [[Halldór H. Jónsson]] um endanlega útfærslu.
Í rishæð hússins var fundarsalur, ''Kaupþingssalurinn'', sem [[Viðskiptaráð Íslands|Verslunarráð Íslands]] rak. Í honum voru fundir [[borgarstjórn Reykjavíkur|bæjarstjórnar Reykjavíkur]] haldnir á árabilinu 1932 til 1958.<ref>Kvosin: Byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur. Útg. Torfusamtökin. Reykajvík 1987, bls. 114-5.</ref>
Á þakskeggi hússins var stór skjöldur með merki Eimskipafélagsins, sólkrossi eða [[Hakakross|hakakrossi]], sem óneitanlega vakti hugrenningartengsl við einkennistákn [[nasismi|nasista]]. Ráku erlendir ferðalangar oft upp stór augu við að sjá merkið. Eftir að Eimskipafélagið flutti höfuðstöðvar sínar úr húsinu og það fékk hlutverk hótels í staðinn var merkingunni breytt og byggingarár hússins, ''1919'', sett í staðinn.
==Heimildir==
<references/>
{{Friðuð hús í Reykjavík}}
[[Flokkur:Saga Reykjavíkur]]
[[Flokkur:Byggingar í Reykjavík]]
{{s|1919}}
[[Flokkur:Byggingar eftir Guðjón Samúelsson]]
99fc7gpqmvni2pdeukl283wtfwz31wj
Shehbaz Sharif
0
167389
1921863
1880154
2025-06-28T07:24:02Z
TKSnaevarr
53243
1921863
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Shehbaz Sharif
| nafn_á_frummáli= {{nobold|شہباز شریف}}
| mynd = Shehbaz Sharif in 2024.jpg
| myndatexti1 = Shehbaz Sharif árið 2024.
| myndastærð =240px
| titill= Forsætisráðherra Pakistans
| stjórnartíð_start = [[3. mars]] [[2024]]
| forseti = [[Arif Alvi]]<br>[[Asif Ali Zardari]]
| forveri =[[Anwar ul Haq Kakar]] {{small|(starfandi)}}
| stjórnartíð_start2 = [[11. apríl]] [[2022]]
| stjórnartíð_end2 = [[14. ágúst]] [[2023]]
| forseti2 = [[Arif Alvi]]
| forveri2 = [[Imran Khan]]
| eftirmaður2 = [[Anwar ul Haq Kakar]] {{small|(starfandi)}}
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1951|9|23}}
| fæðingarstaður = [[Lahore]], [[Pakistan]]
| stjórnmálaflokkur = [[Múslimabandalag Pakistans (N)]]
| starf = Stjórnmálamaður
| trú = [[Súnní]]
| maki = Begum Nusrat (g. 1973)<br>Tehmina Durrani (g. 2003)
| börn = 4
| háskóli = [[Government College University, Lahore]]
}}
'''Mian Muhammad Shehbaz Sharif''' (f. 23. september 1951) er [[pakistan]]skur stjórnmálamaður og núverandi forsætisráðherra Pakistans.
Shehbaz Sharif er yngri bróðir [[Nawaz Sharif]], sem hefur þrisvar verið forsætisráðherra Pakistans. Shehbaz, sem þá var forsætisráðherra í [[Púnjab (Pakistan)|Púnjab]]-héraði, tók við af Nawaz sem leiðtogi [[Múslimabandalag Pakistans (N)|Múslimabandalagsins (N)]] eftir að Nawaz var leystur úr embætti vegna meints fjármálamisferlis þegar nafn hans birtist í [[Panamaskjölin|Panamaskjölunum]] árið 2016.<ref>{{Vefheimild|titill=Ísland austursins|url=https://kjarninn.is/skyring/2017-08-12-island-austursins/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|ár=2017|mánuður=13. ágúst|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=12. apríl|höfundur=Oddur Stefánsson}}</ref> Shehbaz Sharif leiddi Múslimabandalagið í þingkosningum ársins 2018, þar sem flokkurinn tapaði fyrir [[Réttlætishreyfingin|Réttlætishreyfingu]] [[Imran Khan|Imrans Khan]].<ref>{{Tímarit.is|6975746|Stormasamri kosningabaráttu nú lokið|blað=[[Fréttablaðið]]|höfundur=Þórgnýr Einar Albertsson|útgáfudagsetning=26. júlí 2018|blaðsíða=10}}</ref>
Í apríl 2022 samþykkti stjórnarandstaðan [[Vantrauststillaga|vantrauststillögu]] gegn Imran Khan eftir að Réttlætishreyfingin missti þingmeirihluta sinn vegna liðhlaupa.<ref>{{Vefheimild|titill=Forsætisráðherra Pakistan steypt af stóli|url=https://www.visir.is/g/20222246826d/for-saetis-rad-herra-pakistan-steypt-af-stoli|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=9. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=10. apríl|höfundur=Viktor Örn Ásgeirsson}}</ref> Shehbaz Sharif var í kjölfarið kjörinn nýr forsætisráðherra af þinginu.<ref>{{Vefheimild|titill=Sharif tekur við forsætisráðherraembættinu á morgun|url=https://www.ruv.is/frett/2022/04/10/sharif-tekur-vid-forsaetisradherraembaettinu-a-morgun|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2022|mánuður=10. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=12. apríl|höfundur=Bjarni Pétur Jónsson}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Nýr forsætisráðherra í Pakistan|url=https://www.ruv.is/frett/2022/04/11/nyr-forsaetisradherra-i-pakistan|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2022|mánuður=11. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=12. apríl|höfundur=Ásgeir Tómasson}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Bróðir fyrrverandi forsætisráðherra nýr forsætisráðherra|url=https://www.visir.is/g/20222247360d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=11. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=12. apríl|höfundur=Atli Ísleifsson}}</ref>
Sharif lét rjúfa þing og efna til þingkosninga sem haldnar voru 4. febrúar 2024. Þrátt fyrir að Imran Khan hefði verið fangelsaður og að pakistanskir herforingjar hefðu beitt sér fyrir sigri Múslimabandalagsins unnu frambjóðendur Réttlætishreyfingarinnar flest þingsæti.<ref>{{Cite news |title=Pakistan’s generals look increasingly desperate |url=https://www.economist.com/asia/2024/03/14/pakistans-generals-look-increasingly-desperate |access-date=2025-06-27 |work=The Economist |issn=0013-0613}}</ref> Sharif var engu að síður kjörinn forsætisráðherra á ný í samsteypustjórn Múslimabandalagsins með [[Þjóðarflokkur Pakistans|Þjóðarflokknum]] og fleiri smærri flokkum.<ref>{{Cite news |last=Sharma |first=Shewta |date=3 March 2024 |title=Shehbaz Sharif returns as Pakistan prime minister amid chaotic scenes in parliament |url=https://www.independent.co.uk/asia/south-asia/pakistan-new-prime-minister-shehbaz-sharif-b2506134.html}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
fyrir=[[Imran Khan]]|
eftir=[[Anwar ul Haq Kakar]]<br>{{small|(starfandi)}}|
titill=Forsætisráðherra Pakistans|
frá=[[11. apríl]] [[2022]]|
til=[[14. ágúst]] [[2023]]|
}}
{{Erfðatafla |
fyrir=[[Anwar ul Haq Kakar]]<br>{{small|(starfandi)}}|
eftir=Enn í embætti|
titill=Forsætisráðherra Pakistans|
frá=[[3. mars]] [[2024]]|
til=|
}}
{{Töfluendir}}
{{stubbur|stjórnmál|æviágrip}}
{{DEFAULTSORT:Sharif, Shehbaz}}
{{f|1951}}
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Pakistans]]
f7kyvufojca0svhl5w5629bool8i2ug
Catherine Howard
0
167986
1921818
1757385
2025-06-27T15:36:57Z
TKSnaevarr
53243
1921818
wikitext
text/x-wiki
'''Catherine Howard''' (c. 1521-25 - 13. febrúar 1542) var drottning Englands frá árinu 1540 til 1542. Hún var fimmta eiginkona [[Hinrik 8.|Hinriks áttunda]].
{{stubbur|æviágrip|saga|England}}
{{fd|1521|1542}}
[[Flokkur:Drottningar Englands]]
[[Flokkur:Túdor-ætt]]
9lhzsao0k5wtmrimadez5213ouzmn4h
Bóadíkea
0
174970
1921826
1891667
2025-06-27T16:13:59Z
TKSnaevarr
53243
/* Orrustan við Paulerspury / Watling Street */
1921826
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Bóadíkea
| mynd = Queen Boudica by John Opie.jpg
| myndatexti = Bóadíkea á málverki eftir [[John Opie]].
| fæðingardagur = Í kringum árið 30
| fæðingarstaður = [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]]
| dauðadagur = Árið 60 eða 61
| dauðastaður = [[Rómverska Bretland]]i
| maki = [[Prasutagus]]
| þjóðerni = [[Íkenar|Íkeni]] ([[Keltar|keltnesk]])
| börn = 2
}}
'''Bóadíkea''' (einnig ritað sem '''Bódísea''', '''Boudica''', '''Boudicca''' eða '''Boadicea''') var [[Keltar|keltnesk]] drottning þjóðflokks [[Íkenar|Íkena]] sem bjuggu þar sem nú er [[Norfolk]] í [[England]]i. Hún leiddi uppreisn gegn [[Rómverska Bretland|hernámsliði Rómverja]] á Bretlandi árið 60 eða 61.
Ritað var um uppreisn Bóadíkeu í verkum sagnaritaranna [[Tacitus]]ar<ref>[[Tacitus]], ''[[Agricola (book)|Agricola]]'' [[wikisource:Agricola#14|14-16]]; ''[[Annals (Tacitus)|Annals]]'' [http://www.perseus.tufts.edu/cgi-bin/ptext?lookup=Tac.+Ann.+14.29 14:29-39]</ref> og [[Cassius Dio|Cassiusar Dio]].<ref>[[Cassius Dio]]. ''Roman History'' [http://penelope.uchicago.edu/Thayer/E/Roman/Texts/Cassius_Dio/62*.html#1 62:1-12]</ref> Þessi verk voru enduruppgötvuð á [[Endurreisnin|endurreisnartímanum]] en á [[Viktoríutímabilið|Viktoríutímabilinu]] var í auknum mæli farið að bera Bóadíkeu saman við [[Viktoría Bretadrottning|Viktoríu Bretadrottningu]] og henni lyft upp á stall sem [[Bretland|bresku]] þjóðartákni og þjóðhetju.
==Nafn==
Allt fram á 20. öld var nafn Bóadíkeu yfirleitt ritað sem ''Boadicea'', sem er líklega stafsetning sem upprunnin er úr stafavillum þegar verk [[Tacitus]]ar voru endurrituð á miðaldahandrit. Í ritum Tacitusar birtist nafnið bæði sem ''Boadicea'' og ''Boudicea''. Í verkum [[Cassius Dio|Cassiusar Dio]] birtist nafnið sem ''Βουδουικα'', ''Βουνδουικα'' og ''Βοδουικα''. Næsta víst er að nafnið hafi upphaflega verið ''Boudica'' eða ''Boudicca'', sem samræmist kvenkynsmynd [[frumkeltíska]] lýsingarorðsins ''*boudīka'' (sú sigursæla), sem er skylt [[Keltnesk tungumál|keltneska]] orðinu ''*bouda'' (sigur), [[írska]] orðinu ''bua'' eða ''buadh'' og [[velska]] orðinu ''buddug''. Nafnið hefur fundist skrifað „Boudica“ í [[Lúsitanía|Lúsitaniu]], „Boudiga“ í [[Bordeaux]] og „Bodicca“ í [[Bretland]]i.<ref>Graham Webster, ''Boudica: The British Revolt against Rome AD 60'', 1978; [[Guy de la Bédoyère]], [http://www.romanbritain.freeserve.co.uk/Legions.htm ''The Roman Army in Britain''] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20080310172023/http://www.romanbritain.freeserve.co.uk/Legions.htm|date=2008-03-10}}</ref>
Með hliðsjón af seinni þróun velsku og írsku ályktar [[Kenneth Jackson]] að rétt stafsetning úr [[Bretónska|bretónsku]] sé ''Boudica'' [bɒʊˈdiːkaː].<ref>[[Kenneth H. Jackson|Kenneth Jackson]], "Queen Boudicca?", ''Britannia'' 10, 1979</ref> Næsta samsvörun fyrsta sérhljóðans í nafninu í nútíma ensku er líkt og hljóðið „ow“ í orðinu ''bow''. Framburður nafnsins á ensku er [buːˈdɪkə].<ref>[http://dictionary.reference.com/browse/Boudicca Boudicca] Dictionary.com Dictionary.com Unabridged (v 1.1). Random House, Inc. (hämtad 2007-12-20).</ref>
== Bakgrunnur og fjölskylda ==
Tacitus og Dio skrifa báðir um Bóadíkeu að hún hafi verið af konungaættum. Dio segir að hún hafi verið „greindari en flestar konur“ og að hún hafi verið með langt, rautt hár sem náði niður að mjöðmum, með hrjúfa rödd og stingandi augnaráð. Hún á að hafa verið með gullinn hálshring (hugsanlega svokallaðan [[torque]]-hring), í marglitum [[Kyrtill|kyrtli]] og þykkri [[Skikkja|skikkju]] sem var haldið uppi með sylgju.
Eiginmaður Bóadíkeu var [[Prasutagus]], konungur Íkena, sem átti með henni tvær dætur.
== Drottning, uppreisnarleiðtogi og herforingi==
[[Mynd:EnglandNorfolk.png|thumb|right||Nútímasýslan [[Norfolk]] samsvarar nokkurn veginn yfirráðasvæði Íkena til forna.]]
=== Bandalag með Róm ===
Íkenar réðu yfir landsvæði sem samsvarar nokkurn veginn sýslunni Norfolk í dag. Upphaflega var ríki þeirra ekki hluti af [[Rómarveldi]] en þeir höfðu gert bandalag við Rómverja af fúsum og frjálsum vilja eftir að [[Claudius]] keisari fyrirskipaði innrás í Bretland árið 43. Þeir voru stoltir af sjálfstæði sínu og höfðu gert uppreisn árið 47 þegar þáverandi landstjóri Rómverja, [[Publius Ostorius Scapula]], hafði hótað að afvopna þá.<ref>Tacitus, ''Annals'' [http://www.perseus.tufts.edu/cgi-bin/ptext?lookup=Tac.+Ann.+12.31 12:31-32]</ref> Prasutagus, eiginmaður Bóadíkeu, lifði langa ævi og ákvað að til þess að halda völdum innan fjölskyldu sinnar skyldi hann arfleiða bæði Rómarkeisara og konu sína og tvær dætur að ríki sínu.
Á þessum tíma tíðkaðist það að Rómverjar leyfðu bandalagsríkjum sínum að viðhalda sjálfstæði á ævi leiðtogans sem hafði gert bandalagið en að hann féllist á að gefa Rómarveldi ríkið eftir dauða sinn. Til dæmis má nefna innlimun Rómverja á ríkinu [[Biþynía|Biþyníu]]<ref>[[H. H. Scullard]], ''From the Gracchi to Nero'', 1982, p. 90</ref> og [[Galatía|Galatíu]] samkvæmt slíku fyrirkomulagi.<ref>John Morris, ''Londinium: London in the Roman Empire'', 1982, pp. 107-108</ref> Í [[Rómarréttur|Rómarrétti]] voru erfðir jafnframt eingöngu viðurkenndar í karllegg.
=== Innlimun Rómar á ríki Íkena ===
Þegar Prasutagus lést hundsuðu Rómverjar óskir hans um að kona hans og dætur tækju við stjórn ríkisins og limuðu konungdæmið beint inn í Rómarveldi. Landeignir voru gerðar upptækar og margir háttsettir einstaklingar hnepptir í þrældóm. Samkvæmt Tacitusi var Bóadíkea lamin með svipum og dætrum hennar nauðgað. Dio Cassius skrifar að margir rómverskir viðskiptamenn og fjárfestar, meðal annars [[Seneca yngri]], hafi endurinnheimt skuldir sem þeir höfðu áður greitt Íkenum. Tacitus minnist ekki á þetta en hann gagnrýnir rómverska landstjórann [[Catus Decianus]]. Svo virðist sem Prasutagus hafi lifað á lánuðu fé og að eftir dauða hans hafi komið að skuldardögum fyrir þegna hans.
=== Upphaf uppreisnarinnar ===
Árið 60 eða 61 fór þáverandi landstjóri Rómverja, [[Gaius Suetonius Paulinus]] í herför á eyjuna Mónu (núverandi [[Öngulsey]]) í norðurhluta [[Wales]], sem var þá vígi uppreisnarmanna og [[Drúídar|drúída]]. Íkenar nýttu sér tækifærið til að hefja eigin uppreisn ásamt [[Trínóvantar|Trínóvöntum]]. Að sögn Tacitusar voru Keltarnir undir innblæstri af sögu [[Arminius]]ar, höfðingja [[Kerúskar|Kerúska]] sem hafði rekið Rómverja frá [[Germanía|Germaníu]] árið 9, og af fordæmi Kelta sem höfðu rekið [[Julius Caesar]] frá Bretlandseyjum.<ref>Tacitus, ''Agricola'' [[Wikisource:Agricola#15|15]]</ref> Dio skrifar að Bóadíkea hafi reitt sig á spádóma, að hún hafi ákallað sigurgyðjuna [[Andraste]] og sleppt lausum [[Héri|héra]] til að sjá í hvaða átt hann færi. Nafn Bóadíkeu kann einnig að hafa skipt máli, en nafn hennar merkir „sigur“ eða „sú sigursæla“.
=== Árásin á Camulodunum ===
Fyrsta verk uppreisnarmanna var að ráðast á borgina Camulodunum (nú [[Colchester]]), hinn gamla höfuðstað Trínóvanta sem var orðinn rómversk nýlenda þar sem rómverskir uppgjafarhermenn bjuggu. Rómverjarnir í borginni höfðu farið illa með keltnesku frumbyggjana og hofið sem Rómarkeisari hafði látið reisa þar á kostnað heimamanna sjálfum sér til heiðurs gerði borgina að táknrænu skotmarki. Rómverjarnir í Camulodunum báðu Catus Decianus landstjóra um liðsauka en hann sendi þeim aðeins 200 varamenn. Hermenn Bóadíkeu lögðu undir sig illa varða borgina og lögðu hana í rúst. Síðustu varnarliðar Rómverjar leituði skjóls í hofinu og urðu að gefast upp eftir tveggja daga umsátur. Fornleifarannsóknir hafa sýnt fram á að bærinn var síðan vísvitandi og kerfisbundið jafnaður við jörðu.
Þáverandi foringi níundu spænsku hersveitarinnar, [[Quintus Petillius Cerialis]] (síðar landstjóri) reyndi að bjarga borginni en sá hluti sveitarinnar sem tók þátt í aðgerðinni var þurrkaður út og aðeins foringinn og nokkrir knapar komust undan. Catus Decianus flúði til [[Gallía|Gallíu]].
=== Árásirnar á Londinium og Verulamium ===
Þegar fréttirnar af uppreisninni bárust til Suetoniusar fór hann eftir [[Watling Street]] í gegnum yfirráðasvæði óvinarins til borgarinnar [[Londinium]] ([[London]]). Londinium var þá tiltölulega ung borg sem hafði verið stofnuð eftir yfirtöku Rómverja árið 43, en hún hafði fljótt orðið mikilvæg verslunarmiðstöð þar sem fjöldi kaupmanna bjó ásamt rómverskum embættismönnum. Suetonius íhugaði að taka sér varnarstöðu í Londinium en hann var á móti mun fjölmennari óvinaher og þar sem hann vissi af ósigri Petilliusar ákvað hann að fórna borginni til þess að bjarga skattlandinu. Her Bóadíkeu réðst á Londinium, brenndi borgina og tóku íbúana af lífi. Fornleifarannsóknir hafa sýnt fram á ummerki um bruna innan rómversku borgarmarkanna í London þar sem finna má myntir og keramík frá árinu 60.<ref>George Patrick Welch, ''Britannia: The Roman Conquest & Occupation of Britain'', 1963, p. 107</ref>
Talið er að samanlagt hafi um 70.000 til 80.000 manns látist í árásum herja Bóadíkeu á bæina þrjá. Tacitus skrifar um þessa atburði að Bretónarnir hafi ekki haft áhuga á að taka eða selja gísla, aðeins á að drepa borgarbúa. Dio skrifar að konurnar af besta ætterninu hafi verið [[Stjaksetning|stjaksettar]] í fórnarskyni, brjóst þeirra afskorin og fest við varir þeirra. Þetta mun hafa átt sér stað á helgistöðum til að helga konurnar gyðjunni Andraste.
=== Orrustan við Paulerspury / Watling Street ===
[[Mynd:Boudica statue, Westminster (8433726848).jpg|thumb|right|Bronsstytta af Bóadíkeu eftir Thomas Thornycroft stendur við Westminster-brú í London. Bóadíkea stendur á léttvagninum ásamt dætrum sínum með spjót í hægri hendi og útrétta vinstri hendi til að hvetja áfram landa sína.]]
Suetonius náði að safna liði með fjórtándu tvíburaherdeildinni, nokkrum deildum úr tuttugustu hersveitinni ''Valeria Victrix'' og öllum fáanlegum varaliðum. [[Poenius Postumus]], leiðtogi annarrar Ágústusarhersveitarinnar, hundsaði köll Suetoniusar eftir liðsauka en þrátt fyrir þetta tókst Suetoniusi að safna saman um tíu þúsund hermönnum. Hann kom hernum fyrir á ýmsum stöðum, líklega meðfram rómverska veginum [[Watling Street]] í [[Vestur-Miðhéruð (landshluti)|Vestur-Miðhéruð]]unum, í gljúfri fyrir framan skóg.
Samkvæmt Dio taldi árásarherinn nú til sín um 230.000 menn, en þessi tala er óáreiðanleg þar sem hún kemur úr ritum sem tekin voru saman löngu síðar og þar sem sagnaritarar ýktu gjarnan tölur óvinarins. Samkvæmt Tacitusi voru Keltarnir um 100.000 talsins.
Bóadíkea stýrði her sínum í hervagni með dætur sínar við hlið sér. Tacitus hefur eftir henni stutta ræðu þar sem hún lýsir sjálfri sér ekki sem aðalskonu sem hafi glatað auði sínum heldur sem venjulegri manneskju sem vilji hefna glataðs frelsis síns, svívirðinga á líkama sínum og heiðurs dætra sinna. Í ræðunni segir hún málstað sinn réttlátan, Guðina vera við hlið sér og að síðasta hersveit Rómverja sem vogaði sér gegn henni hafi farist. Hún, kona, hafi svarið að vinna sigur eða deyja. Vildu menn lifa í þrældómi væri það val þeirra sjálfra.
Þegar kom að viðureign herjanna stóðu þeir ójafnt að vígi. Keltneski herinn naut ekki lengur yfirburða vegna mannfjölda þar sem Suetonius hafði valið þröngt gil sem vígvöll. Keltarnir voru jafnframt óvanir hernaði af þessu tagi og skorti reynslu af því að stýra svo stórum hersveitum. Rómverjarnir bjuggu yfir betri búnaði og meiri heraga.
Keltarnir byrjuðu á vel heppnuðu framáhlaupi á rómverska herinn. Rómverjarnir stóðu þétt saman að baki 800 metra langrar varnarlínu. Þeir héldu velli og köstuðu spjótum gegn keltnesku áhlaupsmönnunum. Þegar ekki var meira eftir af spjótum börðust þeir í návígi við annað áhlaup Keltanna. Rómverjarnir voru með stutt sverð sem hentuðu til stunguárása en Keltarnir með lengri sverð sem ætlað var til höggárása á opnari vettvangi. Þungabrynjur og stórir skildir Rómverjanna skýldu þeim og ef einn dáti lést tók sá næsti við. Þegar Rómverjarnir í fremstu línu sóttu fram í [[oddfylking]]u reyndu Keltarnir að hörfa en gátu það ekki vegna vagna borgara og varaliða sem höfðu verið settir við öftustu víglínu sem síðasta varnarlínan.
=== Afleiðingar ===
Tacitus skrifar að næstum 80.000 Keltar hafi fallið í valinn, þar á meðal óbreyttir borgarar og varaliðar, en aðeins 400 Rómverjar. Samkvæmt honum [[Sjálfsmorð|fyrirfór]] Bóadíkea sér með því að innbyrða eitur. Dio skrifar hins vegar að hún hafi látist úr sjúkdómi og hafi hlotið glæsilega útför.
Þegar Postumus bárust fregnir af sigri Rómverja fyrirfór hann sér með því að kasta sér á sverð sitt. [[Catus Decianus]], sem hafði flúið til Gallíu, veik úr embætti fyrir [[Gaius Julius Alpinus Classicianus]]. Suetonius leiddi refsileiðangra gegn þjóðunum sem höfðu tekið þátt í uppreisninni en gagnrýni frá [[Polyclitus]]i, þræli [[Neró]]s keisara, leiddi til rannsóknar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að þessar aðgerðir væru líklegar til að espa upp frekari uppreisnir. Suetonius var því einnig leystur úr embætti og hans í stað tók við [[Publius Petronius Turpilianus]].<ref>Tacitus, ''Annals'' [[wikisource:The Annals (Tacitus)/Book 14#39|XIV.39]]</ref>
Sagnaritarinn [[Suetonius|Gaius Suetonius Tranquillus]] ritar að uppreisn Bóadíkeu hafi nánast sannfært Neró um að það væri tímabært að Rómverjar yfirgæfu Bretland.<ref>[[Suetonius]], ''Nero'' [http://penelope.uchicago.edu/Thayer/E/Roman/Texts/Suetonius/12Caesars/Nero*.html#18 18], [http://penelope.uchicago.edu/Thayer/E/Roman/Texts/Suetonius/12Caesars/Nero*.html#39 39-40]</ref>
== Munnmælasögur um Bóadíkeu==
Margar munnmælasögur og þjóðsögur eru til um Bóadíkeu.
Ein saga sem rekja má aftur til 19. aldar gengur út á að Bóadíkea [[Draugur|gangi aftur]] í [[Lincolnshire]]. Hún á að sjást akandi um á stríðsvagni sínum og margir vegfarendur segjast hafa komið auga á hana. Óvíst er hve lengi þetta á að hafa verið að gerast. Sumir segja að drottningin hafi gengið aftur allt frá dauða sínum en aðrir vilja meina að reimleikarnir hafi hafist um það leyti sem áhugi Breta jókst á sögu Bóadíkeu á 19. öld.<ref>Dan Asfar, ''Haunted Highways: Ghost Stories and Strange Tales'', 2003</ref>
Samkvæmt annarri sögu er gröf Bóadíkeu að finna undir brautarpalli 8, 9 eða 10 á [[King's Cross]]-járnbrautarstöðinni í [[London]].<ref>[http://www.findagrave.com/cgi-bin/fg.cgi?page=gr&GRid=6497 Queen Boadicea ( - 61) - Find A Grave Memorial]</ref> Þessi sögusögn kemur frá bænum Battle Bridge, sem var áður þar sem járnbrautarstöðin er nú. Íbúar Battle Bridge töldu að bærinn hefði hlotið nafn sitt eftir orrustunni sem Bóadíkea tapaði. Þetta er í dag talið vera blekking sem birtist fyrst í bókinni ''Boadicea - Warrior Queen of the Britons'' (1937), þar sem þetta er staðhæft án heimildar.<ref>Bob Trubshaw, [http://www.indigogroup.co.uk/edge/boudica6.htm "Boudica - the case for Atherstone and Kings Cross"]</ref> Líklegri skýring á örnefninu Battle Bridge er að þetta sé skrumskæling á heitinu ''Broad Ford Bridge''. Einnig hafa verið færðar fram kenningar um að gröf Bóadíkeu sé að finna í [[Parliament Hill, London|Parliament Hill]], [[Hampstead]] eða í [[Suffolk]].
==Heimildir==
* {{Tímarit.is|4289598|Bódísea ræðst á Lundúnaborg|blað=[[Samvinnan]]|útgáfudagsetning=1. febrúar 1962|blaðsíða=11-15|þýðandi=Dagur Þorleifsson}}
==Tilvísanir==
<references/>
[[Flokkur:Drottningar]]
[[Flokkur:Dauðsföll af völdum sjálfsmorða]]
[[Flokkur:Fólk fætt á 1. öld]]
[[Flokkur:Fólk dáið á 1. öld]]
[[Flokkur:Keltar]]
[[Flokkur:Saga Bretlands]]
guohe6y19ebhj71cv8kx7tfgabnwba8
Stríð Ísraels og Hamas 2023–
0
176673
1921855
1919576
2025-06-28T01:15:45Z
Lafi90
69742
tölfræðiuppfærsla sbr. enska alfræðiritið og snyrting í infoboxi
1921855
wikitext
text/x-wiki
{{líðandi stund}}
{{stríðsátök
| conflict = Stríð Ísraels og Hamas
| partof = [[Átök Araba og Ísraelsmanna|átökum Araba og Ísraelsmanna]]
| image = October 2023 Gaza−Israel conflict.svg
| image_size = 250px
| caption = {{left|1={{Legend|#F08080|Svæði undir stjórn Palestínumanna}} }}
{{left|1={{Legend|#5788FF|Svæði undir stjórn Ísraelsmanna}} }}
{{left|1={{Legend|#9bf7f0|Mesti framgangur Ísraelshers}} }}
{{left|1={{Legend|#FFFF00|Rýmingarsvæði innan Ísraels}} }}
{{left|1={{legend-line|red dashed 2px|Mesti framgangur Hamas-liða}} }}
{{left|1={{legend-line|blue dashed 2px|Svæði þar sem Ísrael hefur fyrirskipað rýmingu}} }}
| place = [[Gaza-ströndin]], [[Ísrael]]
| date = [[7. október]] [[2023]] <br />({{Aldur í árum, mánuðum og dögum|2023|10|7}})
| combatant1 = {{ISR}} [[Ísrael]] <br>
'''Bandamenn:''' <br>
[[Alþýðuöflin]] (The Popular Forces) <br>
| combatant2 = {{Hamas}} [[Hamas]] <br>
'''Bandamenn:''' <br>
[[Íslamska Jihad hreyfingin í Palestínu]] (PIJ) <br>
[[Alþýðufylkingin til frelsunar Palestínu]] (PFLP) <br>
[[Lýðræðisfylkingin til frelsunar Palestínu]] (DFLP) <br>
[[Nefndir almennrar mótstöðu í Palestínu]] (PRC) <br>
[[Alþýðufylkingin til frelsunar Palestínu - Almenn stjórn]] (PFLP-GC) <br>
[[PÍslarvottasveitir Al-Aqsa]] <br>
[[Palestínska Mujahideen-hreyfingin]] <br>
[[Palestínska frelsishreyfingin]] <br>
[[Herfylkingar Abdul al-Qadir al-Husseini]] <br>
[[Jaysh al-Ummah]] <br>
| commander1 = {{ISR}} [[Benjamín Netanjahú]] <br> {{ISR}} [[Yoav Gallant]] <br> {{ISR}} [[Israel Katz]] <br> {{ISR}} [[Benny Gantz]] <br> {{ISR}} [[Ronen Bar]] <br> {{ISR}} [[David Barnea]] <br>
| commander2 = {{Hamas}} [[Yahya Sinwar]] [[Aftaka|'''X''']] <br> {{Hamas}} [[Ismail Haniyeh]] [[Aftaka|'''X''']] <br> {{Hamas}} [[Saleh al-Arouri]] [[Aftaka|'''X''']] <br> {{Hamas}} [[Mohammed Deif]] [[Aftaka|'''X''']] <br> {{Hamas}} [[Marwan Issa]] [[Aftaka|'''X''']] <br> {{Hamas}} [[Mohammed Sinwar]] [[Aftaka|'''X''']] <br> {{Hamas}} [[Khalil al-Hayya]] <br> {{Hamas}} [[Izz al-Din al-Haddad]] <br>
| casualties1 = {{small|991 óbreyttir borgarar látnir <br> 1.024 öryggisliðar látnir <br> 13.500+ særðir (frá og með 22. jan 2025) <br> 251 í haldi eða rænt (82 látnir)}}
| casualties2 = {{small|70.553+ látnir <br> Óbein dauðsföll talin margfalt hærri <br> 14.222 týndir eða taldir látnir <br> 132.632+ særðir <br> 12.000+ í haldi}}
| strength1 = {{ISR}} 529.500
| strength2 = {{Hamas}} 20.000 - 40.000+
}}
Snemma morguns þann [[7. október]] [[2023]], gerðu [[Hamas]]-samtökin og tengd samtök yfirgripsmikla og skipulagða árás gegn [[Ísrael]]. Á bilinu 2.500–5.000 eldflaugum var skotið á landið og um 1.500 vígamenn brutust gegnum landamæragirðingar á 27 mismunandi stöðum. Þeir þustu inn í landamæri Ísraels á pallbílum, mótorhjólum, gröfum og öðrum farartækjum og réðust á óbreytta borgara, í landamærasamfélögum og á tónlistarhátíðinni Nova, og höfðu í för með sér mikinn og óhugnanlegan fjöldamorð á óbreyttum borgurum.<ref name=":1">[https://www.bbc.com/news/world-middle-east-67046750 How Hamas staged Israel lightning assault no-one thought possible] BBC, sótt 9. okt. 2023</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20232473744d|title=Lík enn að finnast á víð og dreif í þorpum og bæjum - Vísir|last=Gísladóttir|first=Hólmfríður|date=2023-11-10|website=visir.is|language=is|access-date=2025-05-23}}</ref> Vígamennirnir drápu fjölda fólks, rændu og brenndu hús og ökutæki.<ref>{{Cite web|url=https://edition.cnn.com/2023/10/09/middleeast/israel-hamas-gaza-war-explained-mime-intl|title=Israel is at war with Hamas. Here’s what to know|last=Ebrahim|first=Abbas Al Lawati,Nadeen|date=2023-10-09|website=CNN|language=en|access-date=2025-05-23}}</ref> Ástæða árásanna var skýrð sem „vegna vanhelgunar á [[Al-Aqsa-moskan|Al-Aqsa-moskunni]] og dráp (á yfir 200) Palestínumönnum á Vesturbakkanum (á árinu 2023).<ref name=":0">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20232474410d/hundrad-ara-saga-landnams-og-adskilnadar|title=Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar - Vísir|last=Jónsdóttir|first=Hallgerður Kolbrún E.|date=2023-10-14|website=visir.is|language=is|access-date=2024-07-31}}</ref> Vígamennirnir rændu um 250 manns, þar á meðal börnum, konum, öldruðum og erlendu fólki og fóru með þau yfir á Gaza-ströndina. Margar af ráns- og morðárásunum voru teknar upp á farsíma af vígamönnunum sjálfum og dreifðar á samfélagsmiðlum. Víða á Gaza-ströndinni, þar á meðal í Gaza-borg, fögnuðu almennir borgarar árásinni opinberlega. Árásin leiddi til þess að um 1.200 Ísraelsmenn létust, þar af yfir 800 óbreyttir borgarar. Meðal fórnarlambanna voru konur, börn og ungbörn, og margir þeirra voru brenndir lifandi eða illa útleiknir, sem gerði auðkenningu erfitt og tafði hana verulega.<ref name=":5">{{Cite web|url=https://www.france24.com/en/middle-east/20241007-hamas-terrorist-attacks-7-october-deadliest-day-israel-history-anniversary|title=Hamas terrorist attacks on October 7: The deadliest day in Israel's history|date=2024-10-07|website=France 24|language=en|access-date=2025-05-23}}</ref> Tugir samfélaga, svo sem Be'eri, Kfar Aza og Sderot, urðu fyrir mikilli eyðileggingu.<ref name=":5" /> Yfir 2.000 manns særðust í árásunum.<ref name=":0" /> Ísraelska leyniþjónustan var gagnrýnd fyrir að hafa ekki fengið upplýsingar um árásirnar.<ref>[https://www.ruv.is/frettir/erlent/2023-10-08-flokin-og-thaulskipulogd-aras-beint-fyrir-framan-nefid-a-israelsmonnum-393366 Flókin og þaulskipulögð árás beint fyrir framan nefið á Ísraelsmönnum] Rúv, sótt 9. okt. 2023</ref>
Ísrael brást við með loftárásum á Gaza-ströndinni og jafnaði við jörðu byggingar, þar á meðal turn sem hafði verið notaður fyrir útvarpsútsendingar og var sagður geyma skrifstofur Hamas. Hamas hefur verið sakað um að nota borgaralegar byggingar, þar á meðal skóla, sjúkrahús og moskur, í hernaðarskyni sem stjórnstöðvar, vopnageymslur og skotpalla. Ísraelsher varpa oft sprengjum með litlum sprengikrafti á þök til að vara íbúa við áður en ráðist er á slíkar byggingar.<ref>{{Cite web|url=https://www.channel4.com/news/factcheck/factcheck-hamas-civilians-human-shields|title=FactCheck: Does Hamas use civilians as human shields?|last=Worrall|first=Patrick|date=2014-07-24|website=Channel 4 News|language=en-GB|access-date=2025-05-23}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://jacobin.com/2023/11/human-shields-bombing-gaza-palestine-israel-defense-forces-morally-bankrupt|title=The “Human Shields” Defense of Bombing Gaza’s Civilians Is Morally Bankrupt|website=jacobin.com|language=en-US|access-date=2025-05-23}}</ref> Yfir 300 létust í árásum fyrsta sólarhringinn. Lokað var fyrir vatn og rafmagn til Gaza-strandarinnar á öðrum degi átakanna og loftárásum haldið áfram af hendi Ísraels.<ref name=":2">[https://www.ruv.is/frettir/erlent/2023-10-09-loka-fyrir-rafmagn-og-vatn-til-ibua-gaza-393465 Loka fyrir rafmagn og vatn til íbúa Gaza] Rúv, sótt 9. okt. 2023</ref> Ísrael safnaði 300.000 manna herliði við landamæri Gaza-strandarinnar<ref>[https://www.visir.is/g/20232473776d/inn-ras-virdist-yfir-vofandi Innrás virðist yfirvofandi] Vísir, sótt 11. okt. 2023</ref> og sagði 1,1 milljón íbúa á norðurhluta strandarinnar (Gaza-borg) að flýja suður.<ref>[https://www.ruv.is/frettir/erlent/2023-10-12-11-milljon-ibuum-a-gaza-sagt-ad-yfirgefa-heimili-sin-393832 1,1 milljón íbúum á Gaza sagt að yfirgefa heimili sín] Rúv, sótt 13. okt. 2023 </ref> Hamas hefur verið sakað um að hindra flótta borgara og nota þá sem mannlegan skjöld til að koma í veg fyrir árásir Ísraelshers.<ref>{{Cite news |last=Beaumont |first=Peter |date=2023-10-30 |title=What is a human shield and how has Hamas been accused of using them? |url=https://www.theguardian.com/world/2023/oct/30/human-shield-israel-claim-hamas-command-centre-under-hospital-palestinian-civilian-gaza-city |access-date=2025-05-23 |work=The Guardian |language=en-GB |issn=0261-3077}}</ref> Ísraelsher hefur gefið út skýrslur sem hafa haldið því fram að Hamas hafi stolið mannúðaraðstoð sem ætluð var almenningi á Gaza-ströndinni, til eigin nota.<ref>{{Cite web|url=https://abcnews.go.com/International/gaza-aid-distribution-limited-stealing-looting-amid-famine/story?id=108350971|title=Gaza aid distribution limited by stealing and looting amid famine concerns, Israeli military official claims|last=News|first=A. B. C.|website=ABC News|language=en|access-date=2025-05-23}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.channel4.com/news/hamas-stealing-aid-to-fund-terrorism-says-israeli-politician|title=‘Hamas stealing aid to fund terrorism’, says Israeli politician|date=2025-05-20|website=Channel 4 News|language=en-GB|access-date=2025-05-23}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.algemeiner.com/2024/04/22/fatah-hamas-kills-aid-workers-and-steals-food-for-itself/|title=Fatah: Hamas Kills Aid Workers and Steals Food for Itself - Algemeiner.com|last=Algemeiner|first=The|date=2024-04-22|website=www.algemeiner.com|language=en-US|access-date=2025-05-23}}</ref>
Átökin breiddust út á [[Vesturbakkinn|Júdea og Samaría]] og við landamæri Ísraels og [[Líbanon]]s þar sem eldflaugum var skotið af hálfu Hezbollah. Mannfall var á báðum svæðum.<ref>{{Cite news |date=2023-10-08 |title=Hezbollah and Israel exchange fire as Israeli soldiers continue to battle Hamas |url=https://www.lemonde.fr/en/international/article/2023/10/08/hezbollah-and-israel-exchange-fire-as-israeli-soldiers-continue-to-battle-hamas_6156563_4.html |access-date=2025-05-23 |language=en}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://english.news.cn/20231008/c8c243d8d9004e6c9c9349e6830c9bf3/c.html|title=Dozens of rockets fired from S. Lebanon to N. Israel|website=english.news.cn|language=en|access-date=2025-05-23}}</ref><ref>{{Cite news |date=2023-10-08 |title=Israel, Hezbollah exchange artillery, rocket fire |url=https://www.reuters.com/world/middle-east/israel-strikes-lebanon-after-hezbollah-hits-shebaa-farms-2023-10-08/ |access-date=2025-05-23 |work=Reuters |language=en}}</ref><ref name=":3">{{Cite web|url=https://www.aljazeera.com/news/2023/10/8/israel-hezbollah-exchange-fire-raising-regional-tensions|title=Israel, Hezbollah exchange fire, raising regional tensions|website=Al Jazeera|language=en|access-date=2024-07-31}}</ref>
== Stríðið ==
=== Upphafskafli (2023) ===
Snemma morguns þann 7. október 2023 hófu Hamas-samtökin stórfellda árás á Ísrael með þúsundum eldflauga og um 1.000 vígamönnum sem brutust í gegnum landamærin.<ref name=":1" /> Þeir réðust á óbreytta borgara og hernaðarmannvirki og rændu um 200 manns.<ref name=":1" /> Yfir 600 Ísraelsmenn létust og 2.000 særðust.<ref name=":0" /> Ísrael brást við með loftárásum á Gaza-ströndina, lokaði fyrir vatn og rafmagn og safnaði herliði við landamærin.<ref name=":2" /> Átökin breiddust út á Vesturbakkann og til Líbanon.<ref name=":3" />
Þann 17. október var sjúkrahús í suðurhluta Gaza-borgar sprengt. Samkvæmt yfirvöldum á Gaza-ströndinni létust á bilinu 90–100 óbreyttir borgarar í árásinni, og lýstu þau atvikinu sem hræðilegu fjöldamorði. Ísraelsher neitaði sök og rakti sprenginguna til íslamskra vígasamtaka sem áttu að hafa sett af stað misheppnað skot. Síðari rannsóknir frá [[Bandaríkin|bandarískum]] og öðrum [[Vesturlönd|vestrænum]] leyniþjónustum, ásamt greiningum á opnum gögnum (OSINT), hafa stutt þessa niðurstöðu.<ref>{{Cite web|url=https://www.hrw.org/news/2023/11/26/gaza-findings-october-17-al-ahli-hospital-explosion|title=Gaza: Findings on October 17 al-Ahli Hospital Explosion {{!}} Human Rights Watch|date=2023-11-26|language=en|access-date=2025-05-23}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://edition.cnn.com/2023/10/18/politics/us-intel-gaza-hospital-blast|title=US assesses that Israel is ‘not responsible’ for Gaza hospital blast {{!}} CNN Politics|last=Herb|first=Natasha Bertrand,Katie Bo Lillis,Jeremy|date=2023-10-18|website=CNN|language=en|access-date=2025-05-23}}</ref><ref>{{Cite news |last=Barnes |first=Julian E. |last2=Kingsley |first2=Patrick |last3=Cooper |first3=Helene |last4=Entous |first4=Adam |date=2023-10-18 |title=Early U.S. and Israeli Intelligence Says Palestinian Group Caused Hospital Blast |url=https://www.nytimes.com/2023/10/18/us/politics/hospital-gaza-us-intelligence.html |access-date=2025-05-23 |work=The New York Times |language=en-US |issn=0362-4331}}</ref> Í byrjun desember hafði Ísraelsher eyðilagt yfir 100.000 byggingar á Gaza-ströndinni. Ísraelsher gerði loftárásir á suðurhluta Gaza-strandarinnar, þar á meðal á [[Khan Yunis]] og [[Rafah]] og héldu áfram þaðan.<ref>{{Cite news |date=2023-11-26 |title=Human Rights Watch says rocket misfire likely cause of deadly Gaza hospital blast |url=https://www.reuters.com/world/middle-east/human-rights-watch-says-rocket-misfire-likely-cause-deadly-gaza-hospital-blast-2023-11-26/ |access-date=2025-05-23 |work=Reuters |language=en}}</ref><ref>[https://www.bbc.com/news/world-middle-east-67565872 Nearly 100,000 Gaza buildings may be damaged, satellite images show] BBC, sótt 4/12 2023</ref>
=== 2024 ===
Hernaðarátökin á árinu 2024 leiddu áfram af sér hörmulegar þjáningar. Í apríl hafði Ísraelsher drepið nær 200 hjálparstarfsmenn sem dreifðu matvælum til flóttamanna. Þessar árásir voru harðlega gagnrýndar og sumar sagðar gerðar af ásettu ráði, sem gaf tilefni til ásakana um vísvitaðar árásir á óbreytta borgara.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-middle-east-68727828 World Central Kitchen founder says Israel targeted staff car by car] BBC, sótt 4. apríl 2024</ref>
Þann 22. júlí barst sú hörmulega fregn að tveir gíslar hefðu týnt lífi í haldi Hamas-samtakanna, eins og ísraelsku réttindasamtökin ''Hostages and Missing Families Forum'' greindu frá.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/418155|title=Tveir gíslar drepnir í haldi Hamas - RÚV.is|last=Kristjánsson|first=Alexander|date=2024-07-22|website=RÚV|access-date=2024-08-01}}</ref>
Þann 31. júlí lést [[Ismail Haniyeh]], stjórnmálaleiðtogi Hamas-samtakanna, í loftárás í [[Teheran|Tehran]], höfuðborg Írans.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/418716|title=Stjórnmálaleiðtogi Hamas drepinn - RÚV.is|last=Karlsson|first=Ari Páll|date=2024-07-31|website=RÚV|access-date=2024-08-01}}</ref>
==== Ásakanir um þjóðarmorð ====
Þann [[10. ágúst]] hæfðu þrjú flugskeyti ísraelska hersins skólabyggingu í Al-Sahaba-hverfinu. Samkvæmt yfirvöldum á Gaza-ströndinni létust á bilinu 90–100 óbreyttir borgarar í árásinni, og lýstu þau atvikinu sem hræðilegu fjöldamorði. Ísraelski herinn sagðist aftur á móti hafa fellt vígamenn Hamas-samtakanna sem földu sig í fólginni stjórnstöð í skólanum.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/419304|title=Að minnsta kosti 90 drepin í árás á skóla í Gaza-borg - RÚV.is|last=Sigurðsson|first=Grétar Þór|date=2024-08-10|website=RÚV|access-date=2024-08-10}}</ref> Átökunum lauk ekki þar, en 5. desember gaf [[Amnesty International]] út skýrslu um stríðið þar sem aðgerðum Ísraels var lýst sem þjóðarmorði. Slíkar ásakanir hafa þó sætt gagnrýni undanfarin ár en [[Alþjóðadómstóllinn|Alþjóðadómstóllinn í Haag]] á eftir að kveða upp úrskurð um þjóðarmorð í máli [[Suður-Afríka|Suður-Afríku]] gegn Ísrael, sem enn er í vinnslu.<ref>{{Cite web|url=https://www.atlanticcouncil.org/blogs/menasource/coi-war-crimes-hamas-israel-october-7-gaza-hostages/|title=Unpacking the UN findings of war crimes by Hamas and Israel since October 7|last=Dagres|first=Holly|date=2024-07-26|website=Atlantic Council|language=en-US|access-date=2025-05-23}}</ref>
===2025===
Í byrjun árs 2025 var leitast við að finna lausn á átökunum og þann 15. janúar var samið um vopnahlé milli Hamas-samtakanna og Ísraelsmanna.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-01-16-samningur-um-vopnahle-tekur-gildi-a-sunnudag-433149|title=Samningur um vopnahlé tekur gildi á sunnudag - RÚV.is|last=Ómarsdóttir|first=Alma|date=2025-01-16|website=RÚV|access-date=2025-04-25}}</ref> Þessi von um frið var þó skammvinn því þann 18. mars rauf Ísrael vopnahléð og gerði loftárásir á Gaza-ströndina þar sem um 600 manns létust.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-03-31-hatt-i-thusund-drepnir-sidan-vopnahle-a-gaza-var-rofid-440156|title=Hátt í þúsund drepnir síðan vopnahlé á Gaza var rofið - RÚV.is|last=Diego|first=Hugrún Hannesdóttir|date=2025-03-31|website=RÚV|access-date=2025-04-25}}</ref>
==== Árás á bílalest hjálparstarfsmanna í Rafah ====
Þann 23. mars réðust ísraelskar hersveitir á bílalest hjálparstarfsmanna í Rafah.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-03-31-their-voru-vid-mannudarstorf-440185|title=„Þeir voru við mannúðarstörf“ - RÚV.is|last=Ragnarsdóttir|first=Ólöf|date=2025-03-31|website=RÚV|access-date=2025-04-26}}</ref> Í árásinni urðu að minnsta kosti 15 óvopnaðir hjálparstarfsmenn að bana, þar á meðal átta meðlimir Rauða hálfmánans, sex úr þjóðvarðliði Palestínu og einn starfsmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna.<ref>{{Cite web|url=https://www.ifrc.org/press-release/ifrc-condemns-killing-eight-palestine-red-crescent-medics-gaza|title=IFRC condemns the killing of eight Palestine Red Crescent medics in Gaza {{!}} IFRC|date=2025-03-30|website=www.ifrc.org|language=en|access-date=2025-05-23}}</ref>
Bílalestin sem varð fyrir árásinni samanstóð af fimm sjúkrabílum, slökkviliðsbíl og bíl Sameinuðu þjóðanna.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252716749d|title=Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna - Vísir|last=Sigurbjörnsdóttir|first=Silja Rún|date=2025-04-20|website=visir.is|language=is|access-date=2025-04-26}}</ref> Alþjóðasamtök Rauða krossins og Rauða hálfmánans fordæmdu árásirnar og sögðu drápin svívirðileg.<ref>{{Cite web|url=https://www.ifrc.org/article/statement-ifrc-appalled-killing-another-palestine-red-crescent-colleague|title=Statement: IFRC appalled by the killing of another Palestine Red Crescent colleague {{!}} IFRC|date=2024-04-21|website=www.ifrc.org|language=en|access-date=2025-05-23}}</ref> Rauði hálfmáninn sakaði ísraelska herinn um að hafa vísvitandi drepið starfsmennina og benti á að ökutæki þeirra og starfsmenn hafi verið auðsjáanlega merkt Rauða hálfmánanum.<ref>{{Cite web|url=https://www.timesofisrael.com/idf-shares-initial-details-from-gaza-ambulance-probe-says-troops-told-un-of-burial-site/|title=IDF shares initial details from Gaza ambulance probe, says troops told UN of burial site|last=page|first=Emanuel Fabian You will receive email alerts from this author Manage alert preferences on your profile page You will no longer receive email alerts from this author Manage alert preferences on your profile|website=www.timesofisrael.com|language=en-US|access-date=2025-05-23}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://edition.cnn.com/2025/04/20/middleeast/israeli-military-professional-failures-gaza-medics-intl|title=‘Professional failures’ led to killing of Palestinian medics in Gaza, says Israeli military|last=Liebermann|first=Dana Karni, Abeer Salman, Jeremy Diamond, Oren|date=2025-04-20|website=CNN|language=en|access-date=2025-05-23}}</ref>
Ísraelski herinn birti skýrslu þar sem því var haldið fram að hermenn hefðu skotið á ökutæki sem nálguðust þá „grunsamlega“ án þess að vera merkt.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252716944d|title=Skýrslan sé „full af lygum“ - Vísir|last=Sigurbjörnsdóttir|first=Silja Rún|date=2025-04-21|website=visir.is|language=is|access-date=2025-04-26}}</ref> Myndbandsupptaka sem fannst í farsíma eins viðbragðsaðilanna, sem var drepinn og fannst í fjöldagröf nærri árásarstaðnum, sýndi sjúkrabílana og slökkviliðsbílinn auðsjáanlega merktan með neyðarljósum á meðan ísraelskir hermenn réðust á þá með skothríð.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-04-06-israelsher-vidurkennir-rangfaerslur-eftir-birtingu-myndbands-440905|title=Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndbands - RÚV.is|last=Jóhannsson|first=Róbert|date=2025-04-06|website=RÚV|access-date=2025-04-26}}</ref> Krufning leiddi í ljós að bráðaliðarnir voru drepnir af ásettu ráði.<ref name=":4">{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-04-07-af-hverju-eydilogdud-thid-sjukrabilana-eftir-ad-thid-myrtud-tha-441016|title=„Af hverju eyðilögðuð þið sjúkrabílana eftir að þið myrtuð þá?“ - RÚV.is|last=Ragnarsdóttir|first=Ólöf|date=2025-04-07|website=RÚV|access-date=2025-04-26}}</ref>
Rauði hálfmáninn í Palestínu og Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans hafa krafist óháðrar rannsóknar.<ref name=":4" />
==== Hertaka Ísraels ====
Vorið 2025 tilkynnti [[Benjamín Netanjahú]], forsætisráðherra Ísrael, um nýjar og harðari aðgerðir á Gaza-ströndina með það að markmiði að útrýma Hamas-samtökunum. Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti meðal annars að hernema Gaza-ströndina um óákveðinn tíma. Ekki er ljóst hvenær aðgerðirnar hefjast, en þær munu ekki fara fram fyrr en eftir heimsókn [[Donald Trump|Donalds Trump]], Bandaríkjaforseta, til [[Mið-Austurlönd|Mið-Austurlanda]].<ref>[https://www.visir.is/g/20252722227d/ibuar-gasa-verdi-fluttir-a-brott-i-thagu-eigin-oryggis- Íbúar á Gasa verði fluttir á brott í þágu eigin öryggis] Vísir, sótt 5. maí, 2025</ref>
== Tilvísanir ==
<references/>
[[Flokkur:2023]]
[[Flokkur:Saga Ísraels]]
[[Flokkur:Saga Palestínu]]
[[Flokkur:Stríð á 21. öld]]
b5td2fcim1isbt5mmijeusbbpw3ru9q
Grunnskólinn í Hvergerði
0
182564
1921801
1916716
2025-06-27T13:07:36Z
2001:6C8:FE50:B92:24D9:276C:EB56:7ABE
Einnkunarorð skólanns voru vitlaus en ég lagaði það
1921801
wikitext
text/x-wiki
Grunnskólinn í Hveragerði er heildstæður grunnskóli með nemendur frá 1.–10. bekk. Skólinn er staðsettur í skólahúsnæði á tveimur hæðum við Skólamörk 6 í Hveragerði. Auk þess eru kennslustofur í þremur byggingum við skólann. Elsti hluti skólahúsnæðisins er frá árinu 1946 árið 1988 var viðbygging við gamla barnaskólann tekin í notkun. Árið 2002 var bætt við 6 nýjum kennslustofum og var skólinn einsetinn eftir það. Í júlí 2021 var tekin í notkun 2. hluti viðbyggingar með sex kennslustofum ásamt millirýmum og fjölnotarými.[https://grunnskoli.hveragerdi.is/is/skolinn/saga-skolans]
Til ársins 2018 hétu bekkir H-bekkir og Ö-bekkir, eftir Hveragerði og Ölfusi, en við upphaf skólaársins 2018-2019 var því breytt og bera bekkir nú upphafsstafi umsjónarkennara. [https://grunnskoli.hveragerdi.is/is/skolinn/umskolann]
Einkunnarorð skólans eru Viska - Virðing -Vinátta.
db6d0fmicc7x95fa9k0n62tzjiil30y
Næstu alþingiskosningar
0
183913
1921843
1919148
2025-06-27T21:40:37Z
Þorkell T.
93503
1921843
wikitext
text/x-wiki
{{Þingkosningar
|election_name=''Næstu Alþingiskosningar''
|country=Ísland
|type=parliamentary
|ongoing=yes
|previous_election=[[Alþingiskosningar 2024|2024]]
|next_election=
|outgoing_members=[[Kjörnir alþingismenn 2024|Fráfarandi þingmenn]]
|elected_members=|seats_for_election=63 sæti á [[Alþingi]]
|majority_seats=32
|turnout=
|election_date=Í síðasti lagi árið 2028
|results_sec=Úrslit kosninganna
|party1=[[Samfylkingin]]
|party_leader1=[[Kristrún Frostadóttir]]
|percentage1=20,8
|current_seats1=15
|last_election1=15
|party2= [[Sjálfstæðisflokkurinn]]
|party_leader2=[[Guðrún Hafsteinsdóttir]]
|percentage2=19,4
|current_seats2=14
|last_election2=14
|party3=[[Viðreisn]]
|party_leader3=[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]]
|percentage3=15,8
|current_seats3=11
|last_election3=11
|party4=[[Flokkur fólksins]]
|party_leader4=[[Inga Sæland]]
|percentage4=13,8
|current_seats4=10
|last_election4=10
|party5=[[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]]
|party_leader5=[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]]
|percentage5=12,1
|current_seats5=8
|last_election5=8
|party6=[[Framsóknarflokkurinn]]
|party_leader6=[[Sigurður Ingi Jóhannsson]]
|percentage6=7,8
|current_seats6=5
|last_election6=5
|map=
|map_size=
|map_caption=
|title=ríkisstjórn
|before_election= [[Ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur|Kristrún Frostadóttir I]]<br>{{LB|S}} {{LB|C}} {{LB|F}}
|before_image=File:Kristrún Frostadóttir 2021.jpg
|posttitle=Ný ríkisstjórn
|after_election=
|after_image=
}}
'''Næstu Alþingiskosningar''' munu fara fram í síðasta lagi árið [[2028]]. Óvíst er hvort að þær fari fram að hausti til eins og hefur verið í öllum [[Alþingiskosningar|Alþingiskosningunum]] síðan [[Alþingiskosningar 2016|2016]] eða hvort þær verði aftur að vori til eins og venjan var áður.
Núverandi ríkisstjórn er [[ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur]] sem að samanstendur af [[Samfylkingin|Samfylkingunni]], [[Viðreisn]] og [[Flokkur fólksins|Flokki Fólksins]].
== Yfirlit ==
{| class="wikitable"
! colspan="2" rowspan="2" |Merki og stafur
! rowspan="2" |Flokkur
! colspan="2" rowspan="2" |Formaður
! colspan="2" |Úrslit [[Alþingiskosningar 2024|2024]]
! rowspan="2" |Breytingar á
kjörtímabilinu
|-
!Fylgi
!Þingsæti
|-
| [[Mynd:Samfylkingin.png|frameless|75x75dp]]
|'''S'''
|[[Samfylkingin]]
|[[Mynd:Kristrún_Frostadóttir_2021.jpg|75x75dp]]
|[[Kristrún Frostadóttir]]
|20,8%
|{{Composition bar|15|63|{{Flokkslitur|Samfylkingin}}}}
|
|-
|[[Mynd:Merki sjalfstaedisflokksins.svg|frameless|75x75dp]]
|'''D'''
|[[Sjálfstæðisflokkurinn]]
|[[Mynd:Guðrún Hafsteinsdóttir 2025.jpg|frameless|75x75dp]]
|[[Guðrún Hafsteinsdóttir]]
|19,4%
|{{Composition bar|14|63|{{Flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}}}}
|
|-
|[[Mynd:Viðreisn_2024.png|75x75dp]]
|'''C'''
|[[Viðreisn]]
|[[Mynd:Þorgerður_Katrín_Gunnarsdóttir_2021.jpg|75x75dp]]
|[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir|Þorgerður Katrín]]
[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir|Gunnarsdóttir]]
|15,8%
|{{Composition bar|11|63|{{Flokkslitur|Viðreisn}}}}
|
|- style="height:3.9em"
|[[Mynd:Flokkur_fólksins_2024.svg|75x75dp]]
|'''F'''
|[[Flokkur fólksins]]
|[[Mynd:Inga Sæland 2025.jpg|frameless|75x75dp]]
|[[Inga Sæland]]
|13,8%
|{{Composition bar|10|63|{{Flokkslitur|Flokkur fólksins}}}}
|
|-
|[[Mynd:Logo-midfl.png|frameless|75x75dp]]
|'''M'''
|[[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]]
|[[Mynd:Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 2016 (cropped resized).jpg|frameless|76x76dp]]
|[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson|Sigmundur Davíð]]
[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson|Gunnlaugsson]]
|12,1%
|{{Composition bar|8|63|{{Flokkslitur|Miðflokkurinn (Ísland)}}}}
|
|-
|[[Mynd:Merki_Framsoknar_(2021).svg|75x75dp]]
|'''B'''
|[[Framsóknarflokkurinn]]
|[[Mynd:Sigurður Ingi Jóhannsson 2025.jpg|frameless|75x75dp]]
|[[Sigurður Ingi Jóhannsson]]
|7,8%
|{{Composition bar|5|63|{{Flokkslitur|Framsóknarflokkurinn}}}}
|
|-
|[[Mynd:Icelandic_Socialist_Party.svg|75x75dp]]
|'''J'''
|[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur]]
[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Íslands]]
| colspan="2" |''Ekki ákveðið''<ref>[[Sanna Magdalena Mörtudóttir]] sagði af sér sem leiðtogi flokksins þann [[26. maí]] [[2025]].</ref>
|4,0%
|{{Composition bar|0|63|{{Flokkslitur|Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)}}}}
! rowspan="3" |
|-
|[[Mynd:Píratar.png|75x75dp]]
|'''P'''
|[[Píratar]]
| colspan="2" |''Formannslaust framboð''
|3,0%
|{{Composition bar|0|63|{{Flokkslitur|Píratar}}}}
|-
|[[Mynd:Vinstri_Græn_Logo_(2021).png|frameless|75x75dp]]
|'''V'''
|[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrihreyfingin -]]
[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|grænt framboð]]
|[[Mynd:Svandís_Svavarsdóttir_2021.jpg|75x75dp]]
|[[Svandís Svavarsdóttir]]
|2,3%
|{{Composition bar|0|63|{{Flokkslitur|Vinstrihreyfingin – grænt framboð}}}}
|}
=== (B) Framsóknarflokkurinn ===
[[Sigurður Ingi Jóhannsson|Sigurði Inga Jóhannssyni]] leiddi [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokkinn]] í síðustu kosningunum í gegnum mikið tap þar sem að flokkurinn missti átta þingmenn og hlaut 7,8% atkvæða. Umræður hafa verið innan flokksins um að fá nýjan formann,<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252673857d/sjalf-staedis-menn-raeda-seinkun-en-fram-sokn-skodar-ad-flyta|title=Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta - Vísir|last=Pétursson|first=Vésteinn Örn|date=2025-11-01|website=visir.is|language=is|access-date=2025-01-11}}</ref> þrátt fyrir að [[Sigurður Ingi Jóhannsson|Sigurður Ingi]] hefur lýst yfir að hann vilji halda áfram sem formaður.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242660508d/aetlar-ad-vera-formadur-i-stjornarandstodu|title=Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu - Vísir|last=Pétursson|first=Vésteinn Örn|date=2024-06-12|website=visir.is|language=is|access-date=2025-01-11}}</ref>
=== (C) Viðreisn ===
[[Viðreisn]] hefur setið í ríkisstjórn frá [[Alþingiskosningar 2024|2024]] með [[Samfylkingin|Samfylkingunni]] og [[Flokkur fólksins|Flokki fólksins]]. [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] er enn formaður flokksins og gegnir nú embætti [[Utanríkisráðherrar á Íslandi|utanríkisráðherra]].
=== (D) Sjálfstæðisflokkurinn ===
[[Sjálfstæðisflokkurinn]] hlaut 19,4% atkvæða í síðustu kosningunum og voru ekki með í nýrri ríkisstjórn. Þann [[6. janúar]] [[2025]], einungis mánuði eftir kosningarnar lýsti [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]], fyrrum forsætisráðherra og formaður flokksins til sextán ára því yfir að hann ætlaði að hætta sem formaður flokksins og sem þingmaður og fóru fram [[Formannskosningar Sjálfstæðisflokksins|formannskosningar í byrjun mars 2025]] á [[Landsfundur Sjálfstæðisflokksins|landsfundi]] flokksins þar sem að [[Guðrún Hafsteinsdóttir]] var kjörin formaður í formannsslag gegn [[Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir|Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur]].
=== (F) Flokkur fólksins ===
[[Flokkur fólksins]] hefur setið ríkisstjórn frá [[Alþingiskosningar 2024|2024]] með [[Samfylkingin|Samfylkingunni]] og [[Viðreisn]]. [[Inga Sæland]] er enn formaður flokksins og gegnir nú embætti [[Félags- og húsnæðismálaráðherra Íslands|félagsmálaráðherra]]. Nokkur umdeild mál innan flokksins urðu sér stað á kjörtímabilinu. Það hlaut mikla athygli þegar að komst í ljós að flokkurinn væri skráð sem félagasamtök í stað stjórnmálaflokks og einnig hlaut athygli þegar að [[Sigurjón Þórðarson]], þingmaður flokksins lagði til að endurskoða ætti styrki til [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] eftir neikvæða umfjöllun blaðsins um flokkinn.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252684641d/vill-endur-skoda-styrki-til-morgun-bladsins-eftir-um-fjollun-um-flokk-folksins|title=Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins - Vísir|last=Kjartansson|first=Kjartan|date=2025-05-02|website=visir.is|language=is|access-date=2025-03-02}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252677991d/flokkur-folksins-fengid-240-milljonir-thratt-fyrir-ranga-skraningu|title=Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu - Vísir|last=Gísladóttir|first=Hólmfríður|date=2025-01-21|website=visir.is|language=is|access-date=2025-03-02}}</ref> Í [[Mars (mánuður)|mars]] [[2025]] sagði [[Ásthildur Lóa Þórsdóttir]], [[Mennta- og barnamálaráðherra Íslands|mennta- og barnamálaráðherra]] fyrir flokkinn af sér embætti eftir að það komst í ljós að þegar hún var 22 ára gömul átti hún barn með 15 ára dreng.
=== (J) Sósíalistaflokkur Íslands ===
[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur Íslands]] bauð fram í annað sinn í [[Alþingiskosningar 2024|alþingiskosningunum 2024]]. Þá var [[Sanna Magdalena Mörtudóttir]], borgarfulltrúi kosin nýr leiðtogi flokksins. Þrátt fyrir gott gengi í könnunum náði flokkurinn ekki að ná manni inn í kosningunum. Sameining þeirra þriggja vinstri flokka sem að ekki náðu manni inn á þing í síðustu kosningunum ([[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur Íslands]], [[Píratar]], [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænir]]), hefur verið rædd.<ref name=":0">{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-02-margt-vitlausara-en-ad-vinstri-flokkarnir-ihugi-sameiningu-429940|title=„Margt vitlausara“ en að vinstri flokkarnir íhugi sameiningu - RÚV.is|last=Sigurþórsdóttir|first=Sunna Karen|date=2024-12-02|website=RÚV|access-date=2025-01-11}}</ref> Mikil innanflokks átök áttu sér í flokknum í upphafi árs [[2025]]. Í [[Mars (mánuður)|mars]] [[2025]] var [[Gunnar Smári Egilsson]], stofnandi, fyrrum leiðtogi og formaður framkvæmdastjórnar flokksins sakaður um ofríki og andlegt ofbeldi af forseta ungra Sósíalista.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252700265d/lysir-of-riki-og-and-legu-of-beldi-gunnars-smara|title=Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára - Vísir|last=Pálsson|first=Magnús Jochum|date=2025-12-03|website=visir.is|language=is|access-date=2025-05-26}}</ref> Í [[apríl]] [[2025]] sagði [[Sólveig Anna Jónsdóttir]], formaður [[Efling stéttarfélag|Eflingar]] sig úr flokknum vegna „yfirgengilegrar bilaðrar stemningu".<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/442134|title=Sólveig Anna segir sig úr Sósíalistaflokknum - RÚV.is|last=Markúsdóttir|first=Erla María|date=2025-04-23|website=RÚV|access-date=2025-05-26}}</ref> Þann [[25. maí]] [[2025]] var [[Gunnar Smári Egilsson|Gunnar Smári]] kosinn úr stjórn flokksins og var [[Sæþór Benjamín Randalsson]] kosinn formaður framkvæmdastjórnar í hans stað.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252731030d/segir-sonnu-ekki-hafa-verid-hafnad|title=Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað - Vísir|last=Arnardóttir|first=Lovísa|date=2025-05-26|website=visir.is|language=is|access-date=2025-05-26}}</ref> Daginn eftir sagði [[Sanna Magdalena Mörtudóttir]], leiðtogi flokksins af sér sem leiðtogi, þrátt fyrir að hafa verið kosinn leiðtogi áfram af nýrri stjórn daginn áður.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/444716|title=Sanna hætt sem pólitískur leiðtogi Sósíalistaflokksins - RÚV.is|last=Sigurðsson|first=Grétar Þór|date=2025-05-26|website=RÚV|access-date=2025-05-26}}</ref>
=== (M) Miðflokkurinn ===
[[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] hefur setið í stjórnarandstöðu frá árinu [[2017]] og er [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]] enn formaður.
=== (P) Píratar ===
[[Píratar]] duttu út af þingi í [[Alþingiskosningar 2024|alþingiskosningunum 2024]]. Óljóst er því hvort að flokkurinn bjóði aftur fram. Sameining þeirra þriggja vinstri flokka sem að ekki náðu manni inn á þing í síðustu kosningunum ([[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur Íslands]], [[Píratar]], [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænir]]), hefur verið rædd.<ref name=":0" />
=== (S) Samfylkingin ===
[[Samfylkingin]] hlaut stórsigur í [[Alþingiskosningar 2024|kosningunum 2024]] og hlutu mest atkvæða allra flokka. Eftir kosningar myndaði flokkurinn ríkisstjórn með [[Flokkur fólksins|Flokki fólksins]] og [[Viðreisn]], þar sem að [[Kristrún Frostadóttir]] formaður [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] tók við embætti [[Forsætisráðherra Íslands|forsætisráðherra]].
=== (V) Vinstri hreyfingin – grænt framboð ===
[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænir]] duttu út af þingi í [[Alþingiskosningar 2024|alþingiskosningunum 2024]] eftir sjö ára setu í ríkisstjórn. [[Svandís Svavarsdóttir]] er enn formaður flokksins. Sameining þeirra þriggja vinstri flokka sem að ekki náðu manni inn á þing í síðustu kosningunum ([[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur Íslands]], [[Píratar]], [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænir]]), hefur verið rædd.<ref name=":0" /> Í [[maí]] [[2025]] lýsti [[Svandís Svavarsdóttir|Svandís]] því yfir að flokkurinn myndi starfa áfram og að hann myndi bjóða fram í [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2026|sveitarstjórnarkosningunum 2026]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252731091d/-vid-erum-klar-i-batana-og-med-sterka-inn-vidi-|title=„Við erum klár í bátana og með sterka innviði“ - Vísir|last=Pálsson|first=Magnús Jochum|date=2025-05-26|website=visir.is|language=is|access-date=2025-05-26}}</ref>
== Skoðanakannanir ==
{| class="wikitable sortable" style="text-align:center;font-size:90%;line-height:14px;"
|- style="height:40px;"
! style="width:150px;" rowspan="2"| Fyrirtæki
! style="width:135px;" rowspan="2"| Síðasti dagur framkvæmda
! style="width:35px;" rowspan="2"| Úrtak
! style="width:30px;" rowspan="2"| Svarhlutfall
! class="unsortable" style="width:40px;" |[[Samfylkingin|S]]
! class="unsortable" style="width:40px;" |[[Sjálfstæðisflokkurinn|D]]
! class="unsortable" style="width:40px;" |[[Viðreisn|C]]
! class="unsortable" style="width:40px;" |[[Flokkur fólksins|F]]
! class="unsortable" style="width:40px;" |[[Miðflokkurinn (Ísland)|M]]
! class="unsortable" style="width:40px;" |[[Framsóknarflokkurinn|B]]
! class="unsortable" style="width:40px;" |[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|J]]
! class="unsortable" style="width:40px;" |[[Píratar|P]]
! class="unsortable" style="width:40px;" |[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|V]]
! style="width:30px;" rowspan="2"| Aðrir
! style="width:30px;" rowspan="2"| Forskot
|-
! style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};"|
! style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};"|
! style="background:{{flokkslitur|Viðreisn}};"|
! style="background:{{flokkslitur|Flokkur fólksins}};"|
! style="background:{{flokkslitur|Miðflokkurinn}};"|
! style="background:{{flokkslitur|Framsóknarflokkurinn}};"|
! style="background:{{flokkslitur|Sósíalistaflokkurinn}};"|
! style="background:{{flokkslitur|Píratar}};"|
! style="background:{{flokkslitur|VG}};"|
|-
|[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-06-26-samfylkingin-baetir-enn-vid-sig-milli-manada-447033 Maskína]
|26. júní 2025
|–
|876
|style="background:#F6CDCF;"|'''28,1'''
|17,3
|15,3
|6,6
|13,0
|7,0
|4,4
|4,6
|3,7
|–
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,8
|-
|[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-06-02-samfylkingin-yfir-30-en-framsokn-aldrei-minni-445196 Gallup]
|1. júní 2025
|11.521
|44,9
|style="background:#F6CDCF;"|'''30,7'''
|21,7
|14,4
|7,5
|9,1
|5,5
|3,5
|3,3
|3,6
|–
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,0
|-
!
!26. maí 2025
! colspan="13" |[[Sanna Magdalena Mörtudóttir]] segir af sér sem leiðtogi [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokks Íslands]].
|-
|[https://www.visir.is/g/20252730107d/litil-hreyfing-a-fylgi-stjorn-mala-flokkanna Maskína]
|22. maí 2025
|–
|1.962
|style="background:#F6CDCF;"|'''27,4'''
|18,9
|16,8
|7,2
|9,7
|6,8
|5,0
|4,6
|3,6
|–
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,5
|-
|[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-05-03-samfylkingin-a-flugi-maelist-med-29-442774 Gallup]
|30. apríl 2025
|10.005
|46,7
|style="background:#F6CDCF;"|'''29,4'''
|22,3
|13,9
|7,4
|8,9
|6,1
|4,7
|3,2
|3,3
|0,7
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,1
|-
|[https://maskina.is/fylgi-flokka-a-althingi/ Maskína]
|22. apríl 2025
|–
|1.453
|style="background:#F6CDCF;"|'''26,2'''
|20,9
|15,8
|7,9
|10,3
|7,2
|4,9
|3,9
|2,9
|–
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 5,3
|-
|[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-04-01-samfylkingin-baetir-vid-sig-og-maelist-staerst-i-ollum-kjordaemum-440481 Gallup]
|31. mars 2025
|10.324
|47,5
|style="background:#F6CDCF;"|'''27,0'''
|22,4
|14,6
|7,7
|9,3
|5,7
|5,4
|4,0
|3,3
|–
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,6
|-
|[https://www.visir.is/g/20252706568d/sjalf-staedis-flokkur-skakar-sam-fylkingu Maskína]
|19. mars 2025
|–
|1.899
|23,3
| style="background:#C6ECFB;"| '''24,3'''
|14,8
|8,5
|10,9
|6,8
|4,9
|3,1
|3,3
|–
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 1,0
|-
!
!2. mars 2025
! colspan="13" |[[Guðrún Hafsteinsdóttir]] tekur við sem formaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] af [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarna Benediktssyni]].
|-
|[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-03-03-samfylkingin-tekur-stokk-i-nyjum-thjodarpulsi-437990 Gallup]
|2. mars 2025
|9.652
|47,2
| style="background:#F6CDCF;"| '''26,0'''
|21,5
|14,1
|8,3
|10,1
|6,3
|6,2
|3,6
|3,1
|–
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,5
|-
|[https://www.visir.is/g/20252694075d/flokkur-folksins-a-nidurleid Maskína]
|26. febrúar 2025
|–
|–
| style="background:#F6CDCF;"| '''21,9'''
|21,4
|14,9
|9,1
|11,5
|7,3
|5,5
|3,2
|2,8
|2,5<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,4% - [[Ábyrg framtíð]] með 1,1%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 0,5
|-
|[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-02-03-naerri-sjo-af-hverjum-tiu-stydja-rikisstjornina-434962 Gallup]
|2. febrúar 2025
|10.908
|48,6
| style="background:#F6CDCF;"| '''21,7'''
|20,5
|16,2
|10,6
|12,7
|6,7
|5,2
|3,5
|2,2
|0,8<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 0,7% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,1%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,2
|-
|[https://www.visir.is/g/20252681625d/sjalfstaedisflokkur-baetir-mest-vid-sig-i-nyrri-konnun Maskína]
|14. janúar 2025
|–
|966
| style="background:#F6CDCF;"| '''22,2'''
|19,3
|14,0
|12,9
|11,6
|7,2
|4,1
|3,6
|3,1
|1,9<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,4% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,5%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 2,9
|-
|[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-01-02-litlar-breytingar-a-fylgi-eftir-kosningar-432130 Gallup]
|1. janúar 2025
|3.460
|50,1
| style="background:#F6CDCF;"| '''21,4'''
|20,1
|13,8
|13,1
|12,4
|6,3
|6,0
|3,1
|2,1
|1,6<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,6% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,0%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,3
|-
|[https://www.visir.is/g/20242669675d/flokkur-folksins-dalar-eftir-kosningar Maskína]
|19. desember 2024
|–
|2.803
| style="background:#F6CDCF;"| '''23,1'''
|16,3
|16,5
|10,6
|9,0
|8,4
|6,0
|5,2
|3,8
|–
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 6,6
|- style="background:#E9E9E9;"
|[[Alþingiskosningar 2024]]
|30. nóv 2024
|–
|–
| style="background:#F6CDCF;"| '''20,8'''
|19,4
|15,8
|13,8
|12,1
|7,8
|4,0
|3,0
|2,3
|1,0<ref name=":7">[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,0% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,0%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,4
|}
{{röð|listi=[[Alþingiskosningar]]|fyrir=[[Alþingiskosningar 2024]]|eftir=''Alþingiskosningar 2032''}}
== Tilvísanir ==
[[Flokkur:2028]]
[[Flokkur:Alþingiskosningar]]
def4ww84thxi385jn506sko7lm308lc
Orrustan í Þjóðborgarskógi
0
183941
1921827
1898741
2025-06-27T16:18:57Z
TKSnaevarr
53243
/* Saga */
1921827
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox military conflict
| conflict = Orrustan í Þjóðborgarskógi
| partof = herförum Rómverja í Germaníu (12 f.Kr. – 16 e.Kr.)
| image = Otto Albert Koch Varusschlacht 1909.jpg
| alt =
| caption = Málverk af orrustunni í Þjóðborgarskógi eftir Otto Albert Koch (1909)
| date = [[8. september|8.]] – [[11. september]] [[9]]
| place = Líklega nálægt [[Kalkriese]] í [[Neðra-Saxland]]i<ref name=Smithsonian>Fergus M. Bordewich, "The Ambush that Changed History", ''[[Smithsonian (tímarit)|Smithsonian]]'' september 2005, bls. [http://www.smithsonianmag.com/history-archaeology/ambush.html?c=y&page=3 3]–[http://www.smithsonianmag.com/history-archaeology/ambush.html?c=y&page=4 4].</ref>
| coordinates = {{Coord|52.408|N|8.129|E|type:event_region:DE-NI|display=title,inline}}
| result = Sigur Germana
| combatant1 = Bandalag ýmissa þjóðflokka [[Germanir|Germana]]
* [[Angrívaríar]]
* [[Brúkterar]]
* [[Kettir (germanskur þjóðflokkur)|Kettir]]
* [[Kerúskar]]
* [[Marsar]]
* [[Súgambrar]]
* [[Úsípar]]
| combatant2 = [[Rómverska keisaradæmið]]
| commander1 = [[Arminíus]]
| commander2 = [[Publius Quinctilius Varus|Publius Varus]]{{KIA|Sjálfsmorð}}
| strength1 = 18.000–30.000:{{sfn|McNally|2011|p=23}}
* Angrívaríar: 5,000{{sfn|McNally|2011|p=26}}
* Brúkterar: 8,000{{sfn|McNally|2011|p=26}}
* Kerúskar: 8,000{{sfn|McNally|2011|p=26}}
Líklega frekari mannafli frá öðrum ættbálkum{{sfn|McNally|2011|p=26}}
| strength2 = Mat er á reiki: 14.000–22.752{{sfn|Powell|2014|p=28}}{{sfn|McNally|2011|p=21}}
| casualties1 = 5.000
| casualties2 = 16.000–20.000 drepnir{{sfn|Wells|2003|p=187}}<ref>''Kevin Sweeney, [http://www.nujournal.com/page/content.detail/id/509454.html Scholars look at factors surrounding Hermann’s victory] {{webarchive |url=https://web.archive.org/web/20110714211343/http://www.nujournal.com/page/content.detail/id/509454.html |date=July 14, 2011}}''</ref>{{efn|Næstum gervöllum hernum var tortímt, sumir kunna að hafa verið hnepptir í þrældóm, fáeinir rómverskir dátar komu sér undan inn á rómverskt yfirráðasvæði}}
}}
'''Orrustan í Þjóðborgarskógi''' eða '''orrustan í Teftóborgarskógi''', einnig kölluð '''Varusarbardaginn''', var orrusta sem háð var á milli hersveita [[Rómaveldi|Rómaveldis]] undir forystu herforingjans [[Publius Quinctilius Varus|Publiusar Varusar]] og bandalags [[Germanir|Germana]] undir forystu [[Arminíus|Arminíusar]] árið [[9]]. Orrustan, sem háð var í [[Þjóðborgarskógur|Þjóðborgarskógi]] í [[Þýskaland]]i nútímans, fór þannig að Germanir gersigruðu Rómverja og tortímdu nánast öllum her þeirra. Þessi ósigur markaði þáttaskil í sögu Evrópu þar sem hann stöðvaði varanlega útþenslu Rómaveldis inn í [[Germanía|Germaníu]] og kom í veg fyrir frekari landvinninga þeirra í norðurhluta álfunnar.
==Saga==
Á valdatíma [[Ágústus|Ágústusar keisara]] á fyrstu áratugunum eftir stofnun [[Rómverska keisaradæmið|rómverska keisaradæmisins]] lágu austanverð landamæri yfirráðasvæðis Rómverja í [[Gallía|Gallíu]] við [[Rínarfljót]]. Austan fljótsins bjuggu þjóðflokkar [[Germanir|Germana]], sem gerðu gjarnan árásir yfir landamærin til að herja á og ræna rómversk yfirráðasvæði. Ágústus vildi binda enda á þetta ástand með því að leggja Germaníu undir Rómaveldi og færa landamærin frá Rín til [[Saxelfur|Saxelfar]].<ref>{{Tímarit.is|7942575|Orrustan í Teftóborgarskógi|blað=[[Heima er bezt]]|útgáfudagsetning=1. febrúar 2007|blaðsíða=84–85|höfundur=Jón R. Hjálmarsson}}</ref> Þannig hugðist Ágústus stytta landamæralínuna og gera varnir hennar auðveldari.<ref>{{Tímarit.is|3284618|Orrustan í Teftóborgarskógi|blað=[[Lesbók Morgunblaðsins]]|höfundur=Jón R. Hjálmarsson|útgáfudagsetning=9. mars 1958|blaðsíða=125–126}}</ref>
Ágústus fól því stjúpsyni sínum, [[Nero Claudius Drusus Germanicus|Drúsusi]], sem var þá landstjóri í Gallíu, að friða Germani og leggja lönd þeirra undir Rómaveldi. Ættbálkar Germana áttu í stöðugum deilum sín á milli, sem Rómverjar notfærðu sér með því að [[deila og drottna]] milli þeirra. Drúsus náði til Saxelfar árið [[9 f.Kr.]] og lét reisa rómverskt sigurminnismerki, en á leið aftur til Gallíu féll hann af hesti sínum og lést. Eftir dauða Drúsusar var bróðir hans, [[Tíberíus]], sendur til að brjóta Germaníu til hlýðni við Rómaveldi. Tíberíus gerði gerði út mikla hernaðarleiðangra til Germaníu á árunum 8. f.Kr. til 4. e.Kr. og tókst svo vel upp að ljóst þótti að Germanía hefði verið friðþægð og hægt væri að flytja landamærin varanlega til Saxelfar.<ref name=tíminn>{{Tímarit.is|3555784|Orrustan í Teftóborgarskógi|blað=[[Tíminn]]|höfundur=Jón Hjálmarsson|útgáfudagsetning=5. febrúar 1967|blaðsíða=100–103}}</ref>
Árið [[7]] e.Kr. var maður að nafni [[Publius Quinctilius Varus]] skipaður landstjóri Rómverja í Germaníu. Hann hafði áður verið skattlandsstjóri í Sýrlandi og þótti harður í horn að taka. Varus lagði þunga skatta og ýmsar kvaðir á Germani og uppskar því töluverðar óvinsældir.<ref name=tíminn/> Hann tók við stjórn rómverska Rínarhersins, sem skipaður var fimm hersveitum. Sumir ættbálkar Germana höfðu þegar gengið til liðs við Rómverja. Einn þeirra var [[Arminíus]], höfðingi [[Kerúskar|Kerúska]], sem var yfirmaður germanskra aðstoðarsveita og hafði rómverskan borgararétt.<ref name=tíminn91>{{Tímarit.is|4066185|Germanir gersigruðu rómverskan her árið 9|blað=[[Tíminn]]|útgáfudagsetning=21. nóvember 1991|blaðsíða=8–9}}</ref>
Þegar Arminíus sneri heim úr þjónustu Rómverja leist honum illa á hvernig rómversk yfirráð höfðu leikið heimaland hans. Hann fór því að leggja á ráðin ásamt vinum sínum og öðrum germönskum höfðingjum um það hvernig mætti hrekja Rómverja frá Germaníu. Árið 9 e.Kr. bárust Varusi landstjóra fregnir af því að Germanir hefðu hafið uppreisn. Hann lagði af stað frá vetrarbúðum sínum við Rínarfljót og skipaði Arminíusi að fylgja sér ásamt nokkrum öðrum germönskum höfðingjum í þjónustu Rómaveldis. Arminíus og hinir germönsku fylgdarmennirnir fylgdu her Varusar til [[Þjóðborgarskógur|Þjóðborgarskógar]], en létu sig þá hverfa. Arminíus hafði þannig lagt á ráðin um að rómverski herinn yrði innlyksa í skóginum og umkringdur germönskum ættbálkum.<ref name=tíminn/>
Arminíus var vel kunnugur hernaðaraðferðum Rómverja og vissi því að til þess að sigra þá yrði að forðast að gera beina árás. Þess vegna hafði hann lokkað rómverska herinn eftir hliðarvegum og stýrt skæruhernaði úr runnum og kjörrum til að veikja hann.<ref name=tíminn91/> Germanir lágu í launsátri og gerðu árás á Rómverja þegar þeir voru komnir inn í mitt myrkviðið í Þjóðborgarskógi. Germönsku stríðsmennirnir gerðu árás á her Verusar úr öllum áttum á sama tíma og mikið óveður skall á svo rómverski herinn átti erfitt með viðnám. Bardaginn hélt áfram með hléum í um þrjá daga og var mótspyrnu Rómverja þá að mestu lokið. Germanir drápu mikinn meirihluta rómverska hersins, eða um þrjár legíónir (um 12.000 menn) í heild sinni. Aðrir liðsmenn Rómverja voru reknir á flótta eða handsamaðir, hnepptir í þrældóm eða þeim fórnað.<ref name=tíminn/>
Varus sjálfur særðist í bardaganum. Þegar hann sá að orrustan var töpuð og her hans að tortímast batt hann enda á eigið líf með því að falla á sverð sitt. Mönnum hans tókst ekki að grafa líkið, heldur hjuggu Kerúskar höfuðið af búknum og höfðu með sér.<ref>{{Tímarit.is|3312807|Germanía og Germanir: Friðarspillar úr þokulandinu|blað=[[Lesbók Morgunblaðsins]]|höfundur=Siglaugur Brynleifsson|útgáfudagsetning=23. ágúst 1997|blaðsíða=8–10}}</ref>
Fréttirnar af ósigrinum í Þjóðborgarskógi og gereyðingu rómversku hersveitanna vöktu mikla sorg og ótta í Rómarborg. Sagt er að Ágústus keisari hafi verið svo yfirkominn af harmi að hann hafi ekki látið raka skegg sitt eða skera hár sitt í marga mánuði. Hann hafi stundum slegið höfðinu í hurð salar síns í örvinlan og hrópað: „Varus! Varus! Skilaðu aftur hersveitunum mínum!“<ref name=tíminn/>
==Eftirmálar og síðari áhrif==
Eftir ósigurinn í Þjóðborgarskógi var Tíberíus fyrst sendur til aftur til Germaníu til að stöðva sókn Germana vestur og koma á friði. Að endingu varð niðurstaðan þó sú að Ágústus ákvað að færa landamærin aftur að Rín og hætta við fyrirætlanir um að gera Germaníu að rómversku skattlandi. Orrustan í Þjóðborgarskógi tryggði því að Germanir urðu aldrei innlimaðir í Rómaveldi.<ref name=tíminn/>
Á 19. öld varð minningin um Arminíus og orrustuna í Þjóðborgarskógi mikilvægur hluti af þýskri þjóðernishyggju. [[Hermannssúla]]n í Þýskalandi var vígð árið 1875 til að heiðra Arminíus sem þýska þjóðhetju.{{sfn|Þorsteinn Thorarensen|1982|p=160}}
==Tilvísanir==
<references/>
==Neðanmálsgreinar==
<references group="lower-alpha"/>
==Heimildir==
* {{Cite book |last=McNally |first=Michael |url=https://www.worldcat.org/oclc/610837226 |title=Teutoburg Forest, AD 9 : the destruction of Varus and his legions |date=2011 |publisher=Osprey Publishing |others=Peter Dennis |isbn=978-1-84603-581-4 |location=Oxford |oclc=610837226}}
* {{cite book |last=Powell |first=Lindsay |title=Roman Soldier versus Germanic Warrior 1st Century AD |publisher=Osprey|location=Oxford |year=2014 |isbn=978-1-4728-0349-8 }}
* {{cite book |last=Wells |first=Peter S. |url=https://books.google.com/books?id=w2x6i3N9DxMC |title=The Battle That Stopped Rome: Emperor Augustus, Arminius, and the Slaughter of the Legions in the Teutoburg Forest |publisher=W.W. Norton & Company |location=New York|date=2003 |isbn=0-393-02028-2}} Strong on archaeology; "Florus"-based theory.
* {{Cite book|author=[[Þorsteinn Thorarensen]]|title=Hátindur keisaravelda|publisher=[[Fjölvi (forlag)|Fjölvi]]|year=1982|place=Reykjavík|series=Veraldarsaga Fjölva|volume=7}}
[[Flokkur:9]]
[[Flokkur:Orrustur í fornöld]]
[[Flokkur:Saga Rómaveldis]]
[[Flokkur:Saga Þýskalands]]
rj597fnupuzwbwh0ep9n32p5jddtbhm
1921828
1921827
2025-06-27T16:19:37Z
TKSnaevarr
53243
/* Saga */
1921828
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox military conflict
| conflict = Orrustan í Þjóðborgarskógi
| partof = herförum Rómverja í Germaníu (12 f.Kr. – 16 e.Kr.)
| image = Otto Albert Koch Varusschlacht 1909.jpg
| alt =
| caption = Málverk af orrustunni í Þjóðborgarskógi eftir Otto Albert Koch (1909)
| date = [[8. september|8.]] – [[11. september]] [[9]]
| place = Líklega nálægt [[Kalkriese]] í [[Neðra-Saxland]]i<ref name=Smithsonian>Fergus M. Bordewich, "The Ambush that Changed History", ''[[Smithsonian (tímarit)|Smithsonian]]'' september 2005, bls. [http://www.smithsonianmag.com/history-archaeology/ambush.html?c=y&page=3 3]–[http://www.smithsonianmag.com/history-archaeology/ambush.html?c=y&page=4 4].</ref>
| coordinates = {{Coord|52.408|N|8.129|E|type:event_region:DE-NI|display=title,inline}}
| result = Sigur Germana
| combatant1 = Bandalag ýmissa þjóðflokka [[Germanir|Germana]]
* [[Angrívaríar]]
* [[Brúkterar]]
* [[Kettir (germanskur þjóðflokkur)|Kettir]]
* [[Kerúskar]]
* [[Marsar]]
* [[Súgambrar]]
* [[Úsípar]]
| combatant2 = [[Rómverska keisaradæmið]]
| commander1 = [[Arminíus]]
| commander2 = [[Publius Quinctilius Varus|Publius Varus]]{{KIA|Sjálfsmorð}}
| strength1 = 18.000–30.000:{{sfn|McNally|2011|p=23}}
* Angrívaríar: 5,000{{sfn|McNally|2011|p=26}}
* Brúkterar: 8,000{{sfn|McNally|2011|p=26}}
* Kerúskar: 8,000{{sfn|McNally|2011|p=26}}
Líklega frekari mannafli frá öðrum ættbálkum{{sfn|McNally|2011|p=26}}
| strength2 = Mat er á reiki: 14.000–22.752{{sfn|Powell|2014|p=28}}{{sfn|McNally|2011|p=21}}
| casualties1 = 5.000
| casualties2 = 16.000–20.000 drepnir{{sfn|Wells|2003|p=187}}<ref>''Kevin Sweeney, [http://www.nujournal.com/page/content.detail/id/509454.html Scholars look at factors surrounding Hermann’s victory] {{webarchive |url=https://web.archive.org/web/20110714211343/http://www.nujournal.com/page/content.detail/id/509454.html |date=July 14, 2011}}''</ref>{{efn|Næstum gervöllum hernum var tortímt, sumir kunna að hafa verið hnepptir í þrældóm, fáeinir rómverskir dátar komu sér undan inn á rómverskt yfirráðasvæði}}
}}
'''Orrustan í Þjóðborgarskógi''' eða '''orrustan í Teftóborgarskógi''', einnig kölluð '''Varusarbardaginn''', var orrusta sem háð var á milli hersveita [[Rómaveldi|Rómaveldis]] undir forystu herforingjans [[Publius Quinctilius Varus|Publiusar Varusar]] og bandalags [[Germanir|Germana]] undir forystu [[Arminíus|Arminíusar]] árið [[9]]. Orrustan, sem háð var í [[Þjóðborgarskógur|Þjóðborgarskógi]] í [[Þýskaland]]i nútímans, fór þannig að Germanir gersigruðu Rómverja og tortímdu nánast öllum her þeirra. Þessi ósigur markaði þáttaskil í sögu Evrópu þar sem hann stöðvaði varanlega útþenslu Rómaveldis inn í [[Germanía|Germaníu]] og kom í veg fyrir frekari landvinninga þeirra í norðurhluta álfunnar.
==Saga==
Á valdatíma [[Ágústus|Ágústusar keisara]] á fyrstu áratugunum eftir stofnun [[Rómverska keisaradæmið|rómverska keisaradæmisins]] lágu austanverð landamæri yfirráðasvæðis Rómverja í [[Gallía|Gallíu]] við [[Rínarfljót]]. Austan fljótsins bjuggu þjóðflokkar [[Germanir|Germana]], sem gerðu gjarnan árásir yfir landamærin til að herja á og ræna rómversk yfirráðasvæði. Ágústus vildi binda enda á þetta ástand með því að leggja Germaníu undir Rómaveldi og færa landamærin frá Rín til [[Saxelfur|Saxelfar]].<ref>{{Tímarit.is|7942575|Orrustan í Teftóborgarskógi|blað=[[Heima er bezt]]|útgáfudagsetning=1. febrúar 2007|blaðsíða=84–85|höfundur=Jón R. Hjálmarsson}}</ref> Þannig hugðist Ágústus stytta landamæralínuna og gera varnir hennar auðveldari.<ref>{{Tímarit.is|3284618|Orrustan í Teftóborgarskógi|blað=[[Lesbók Morgunblaðsins]]|höfundur=Jón R. Hjálmarsson|útgáfudagsetning=9. mars 1958|blaðsíða=125–126}}</ref>
Ágústus fól því stjúpsyni sínum, [[Nero Claudius Drusus Germanicus|Drúsusi]], sem var þá landstjóri í Gallíu, að friða Germani og leggja lönd þeirra undir Rómaveldi. Ættbálkar Germana áttu í stöðugum deilum sín á milli, sem Rómverjar notfærðu sér með því að [[deila og drottna]] milli þeirra. Drúsus náði til Saxelfar árið [[9 f.Kr.]] og lét reisa rómverskt sigurminnismerki, en á leið aftur til Gallíu féll hann af hesti sínum og lést. Eftir dauða Drúsusar var bróðir hans, [[Tíberíus]], sendur til að brjóta Germaníu til hlýðni við Rómaveldi. Tíberíus gerði út mikla hernaðarleiðangra til Germaníu á árunum 8. f.Kr. til 4. e.Kr. og tókst svo vel upp að ljóst þótti að Germanía hefði verið friðþægð og hægt væri að flytja landamærin varanlega til Saxelfar.<ref name=tíminn>{{Tímarit.is|3555784|Orrustan í Teftóborgarskógi|blað=[[Tíminn]]|höfundur=Jón Hjálmarsson|útgáfudagsetning=5. febrúar 1967|blaðsíða=100–103}}</ref>
Árið [[7]] e.Kr. var maður að nafni [[Publius Quinctilius Varus]] skipaður landstjóri Rómverja í Germaníu. Hann hafði áður verið skattlandsstjóri í Sýrlandi og þótti harður í horn að taka. Varus lagði þunga skatta og ýmsar kvaðir á Germani og uppskar því töluverðar óvinsældir.<ref name=tíminn/> Hann tók við stjórn rómverska Rínarhersins, sem skipaður var fimm hersveitum. Sumir ættbálkar Germana höfðu þegar gengið til liðs við Rómverja. Einn þeirra var [[Arminíus]], höfðingi [[Kerúskar|Kerúska]], sem var yfirmaður germanskra aðstoðarsveita og hafði rómverskan borgararétt.<ref name=tíminn91>{{Tímarit.is|4066185|Germanir gersigruðu rómverskan her árið 9|blað=[[Tíminn]]|útgáfudagsetning=21. nóvember 1991|blaðsíða=8–9}}</ref>
Þegar Arminíus sneri heim úr þjónustu Rómverja leist honum illa á hvernig rómversk yfirráð höfðu leikið heimaland hans. Hann fór því að leggja á ráðin ásamt vinum sínum og öðrum germönskum höfðingjum um það hvernig mætti hrekja Rómverja frá Germaníu. Árið 9 e.Kr. bárust Varusi landstjóra fregnir af því að Germanir hefðu hafið uppreisn. Hann lagði af stað frá vetrarbúðum sínum við Rínarfljót og skipaði Arminíusi að fylgja sér ásamt nokkrum öðrum germönskum höfðingjum í þjónustu Rómaveldis. Arminíus og hinir germönsku fylgdarmennirnir fylgdu her Varusar til [[Þjóðborgarskógur|Þjóðborgarskógar]], en létu sig þá hverfa. Arminíus hafði þannig lagt á ráðin um að rómverski herinn yrði innlyksa í skóginum og umkringdur germönskum ættbálkum.<ref name=tíminn/>
Arminíus var vel kunnugur hernaðaraðferðum Rómverja og vissi því að til þess að sigra þá yrði að forðast að gera beina árás. Þess vegna hafði hann lokkað rómverska herinn eftir hliðarvegum og stýrt skæruhernaði úr runnum og kjörrum til að veikja hann.<ref name=tíminn91/> Germanir lágu í launsátri og gerðu árás á Rómverja þegar þeir voru komnir inn í mitt myrkviðið í Þjóðborgarskógi. Germönsku stríðsmennirnir gerðu árás á her Verusar úr öllum áttum á sama tíma og mikið óveður skall á svo rómverski herinn átti erfitt með viðnám. Bardaginn hélt áfram með hléum í um þrjá daga og var mótspyrnu Rómverja þá að mestu lokið. Germanir drápu mikinn meirihluta rómverska hersins, eða um þrjár legíónir (um 12.000 menn) í heild sinni. Aðrir liðsmenn Rómverja voru reknir á flótta eða handsamaðir, hnepptir í þrældóm eða þeim fórnað.<ref name=tíminn/>
Varus sjálfur særðist í bardaganum. Þegar hann sá að orrustan var töpuð og her hans að tortímast batt hann enda á eigið líf með því að falla á sverð sitt. Mönnum hans tókst ekki að grafa líkið, heldur hjuggu Kerúskar höfuðið af búknum og höfðu með sér.<ref>{{Tímarit.is|3312807|Germanía og Germanir: Friðarspillar úr þokulandinu|blað=[[Lesbók Morgunblaðsins]]|höfundur=Siglaugur Brynleifsson|útgáfudagsetning=23. ágúst 1997|blaðsíða=8–10}}</ref>
Fréttirnar af ósigrinum í Þjóðborgarskógi og gereyðingu rómversku hersveitanna vöktu mikla sorg og ótta í Rómarborg. Sagt er að Ágústus keisari hafi verið svo yfirkominn af harmi að hann hafi ekki látið raka skegg sitt eða skera hár sitt í marga mánuði. Hann hafi stundum slegið höfðinu í hurð salar síns í örvinlan og hrópað: „Varus! Varus! Skilaðu aftur hersveitunum mínum!“<ref name=tíminn/>
==Eftirmálar og síðari áhrif==
Eftir ósigurinn í Þjóðborgarskógi var Tíberíus fyrst sendur til aftur til Germaníu til að stöðva sókn Germana vestur og koma á friði. Að endingu varð niðurstaðan þó sú að Ágústus ákvað að færa landamærin aftur að Rín og hætta við fyrirætlanir um að gera Germaníu að rómversku skattlandi. Orrustan í Þjóðborgarskógi tryggði því að Germanir urðu aldrei innlimaðir í Rómaveldi.<ref name=tíminn/>
Á 19. öld varð minningin um Arminíus og orrustuna í Þjóðborgarskógi mikilvægur hluti af þýskri þjóðernishyggju. [[Hermannssúla]]n í Þýskalandi var vígð árið 1875 til að heiðra Arminíus sem þýska þjóðhetju.{{sfn|Þorsteinn Thorarensen|1982|p=160}}
==Tilvísanir==
<references/>
==Neðanmálsgreinar==
<references group="lower-alpha"/>
==Heimildir==
* {{Cite book |last=McNally |first=Michael |url=https://www.worldcat.org/oclc/610837226 |title=Teutoburg Forest, AD 9 : the destruction of Varus and his legions |date=2011 |publisher=Osprey Publishing |others=Peter Dennis |isbn=978-1-84603-581-4 |location=Oxford |oclc=610837226}}
* {{cite book |last=Powell |first=Lindsay |title=Roman Soldier versus Germanic Warrior 1st Century AD |publisher=Osprey|location=Oxford |year=2014 |isbn=978-1-4728-0349-8 }}
* {{cite book |last=Wells |first=Peter S. |url=https://books.google.com/books?id=w2x6i3N9DxMC |title=The Battle That Stopped Rome: Emperor Augustus, Arminius, and the Slaughter of the Legions in the Teutoburg Forest |publisher=W.W. Norton & Company |location=New York|date=2003 |isbn=0-393-02028-2}} Strong on archaeology; "Florus"-based theory.
* {{Cite book|author=[[Þorsteinn Thorarensen]]|title=Hátindur keisaravelda|publisher=[[Fjölvi (forlag)|Fjölvi]]|year=1982|place=Reykjavík|series=Veraldarsaga Fjölva|volume=7}}
[[Flokkur:9]]
[[Flokkur:Orrustur í fornöld]]
[[Flokkur:Saga Rómaveldis]]
[[Flokkur:Saga Þýskalands]]
j2bxf3d5zhs4lltlxtm1llce3yuf3ol
Patrick Ewing
0
185022
1921867
1920290
2025-06-28T08:43:28Z
Alvaldi
71791
1921867
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox basketball biography
| name = Patrick Ewing
| image = Patrick Ewing 2021 (cropped).jpg
| image_size = 240
| caption = Ewing árið 2021
| birth_date = {{birth date and age|1962|8|5}}
| birth_place = [[Kingston (Jamaíka)|Kingston]], Jamaíka
| nationality = Jamaískur / bandarískur
| height_cm = 213
| weight_kg = 116
| national_team = {{flagdeco|USA}} [[Bandaríska karlalandsliðið í körfuknattleik|Bandaríkin]] (1984, 1992)
| college = Georgetown (1981–1985)
| career_start = 1985
| career_end = 2002
| career_position = Miðherji
| coach_start = 2002
| years1 = 1985–2000
| team1 = [[New York Knicks]]
| years2 = 2000–2001
| team2 = [[Seattle SuperSonics]]
| years3 = 2001–2002
| team3 = [[Orlando Magic]]
| highlights =
}}
'''Patrick Aloysius Ewing Sr.''' (fæddur [[5. ágúst]] [[1962]]) er jamaískur og bandarískur körfuknattleiksþjálfari og fyrrum leikmaður. Á 17 ára ferli sínum sem atvinnumaður í [[National Basketball Association|NBA deildinni]] er hann þekktastur fyrir veru sína hjá [[New York Knicks]] þar sem hann lék í 15 ár en síðustu tvö tímabil sín lék hann með [[Seattle SuperSonics]] og [[Orlando Magic]]. Ewing er almennt talinn einn af bestu miðherjum í sögu NBA og var lykilleikmaður í velgengni Knicks á tíunda áratugnum er liðið fór tvívegis í úrslit deildarinnar (1994 og 1999).<ref>Archived at [https://ghostarchive.org/varchive/youtube/20211211/XNd-XE8Es0s Ghostarchive]{{cbignore}} and the [https://web.archive.org/web/20120428210319/http://www.youtube.com/watch?v=XNd-XE8Es0s&gl=US&hl=en Wayback Machine]{{cbignore}}: {{cite web|url=https://www.youtube.com/watch?v=XNd-XE8Es0s|title=Patrick Ewing's number retired at MSG|date=March 26, 2011|access-date=July 17, 2016|via=YouTube|publisher=NBA}}{{cbignore}}</ref>
Áður en hann varð atvinnumaður lék Ewing í fjögur ár fyrir Georgtown háskólann. Þrívegis komst liðið í úrslit NCAA meistarakeppninar og varð einu sinni meistari, árið 1984. Árið 2008 útnefndi [[ESPN]] hann 16. besta háskólakörfuboltamann allra tíma.<ref>{{cite web |title=25 Greatest Players In College Basketball |url=https://www.espn.com/mens-college-basketball/news/story?id=3230172 |website=ESPN.com |access-date=January 30, 2014 |date=March 8, 2008 |archive-date=April 23, 2022 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220423020009/https://www.espn.com/mens-college-basketball/news/story?id=3230172 |url-status=live }}</ref>
Ewing var fæddur á [[Jamaíka|Jamaíku]] en fékk seinna bandarískan ríkisborgararétt og lék með [[Bandaríska karlalandsliðið í körfuknattleik|landsliði Bandaríkjanna]] á tvennum [[Sumarólympíuleikar|Ólympíuleikum]], 1984 og 1992, og vann gull á báðum.<ref name="auto">{{cite web|url=http://www.nba.com/history/players/ewing_bio.html |title=Patrick Ewing Bio |date=February 8, 2015 |access-date=July 17, 2016 |website=NBA.com |publisher=NBA |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20070221071926/http://www.nba.com/history/players/ewing_bio.html |archive-date=February 21, 2007}}</ref>
Hann var valinn ellefu sinnum í [[Stjörnuleikur NBA-deildarinnar|Stjörnuleik NBA-deildarinnar]] og í sjö sinnum í lið ársins. Árið 1996 var hann valinn einn af 50 bestu leikmönnum í sögu NBA og sem einn af 75 bestu leikmönnum í sögu NBA árið 2021.<ref>{{Cite web|title=NBA's 75 Anniversary Team Players {{!}} NBA.com {{!}} NBA.com|url=https://www.nba.com/75|access-date=2021-10-20|website=www.nba.com|archive-date=February 17, 2022|archive-url=https://web.archive.org/web/20220217170248/https://www.nba.com/75|url-status=live}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.basketball-reference.com/awards/nba_50_greatest.html|title=50 Greatest Players in NBA History|date=February 8, 2015|access-date=July 17, 2016|website=Basketball Reference|archive-date=September 3, 2022|archive-url=https://web.archive.org/web/20220903062328/https://www.basketball-reference.com/awards/nba_50_greatest.html|url-status=live}}</ref>
==Titlar==
===Georgetown===
*NCAA háskólameistari: 1984
===New York Knicks===
*[[McDonald's meistaramótið]]: 1990
===Landslið Bandaríkjanna===
*[[Sumarólympíuleikarnir|Ólympíuleikarnir]]: 1984, 1992
*Ameríkuleikarnir: 1992
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{f|1962}}
[[Flokkur:Bandarískir körfuknattleiksmenn]]
[[Flokkur:Bandarískir körfuknattleiksþjálfarar]]
[[Flokkur:Bandarískir Ólympíuverðlaunahafar]]
[[Flokkur:Jamaískir íþróttamenn]]
[[Flokkur:NBA leikmenn]]
4fgj8y71w3xdx5ey642rqpkoehu5ug2
Sani Abacha
0
185242
1921864
1918680
2025-06-28T07:35:22Z
TKSnaevarr
53243
/* Æviágrip */
1921864
wikitext
text/x-wiki
{{Forseti
| nafn = Sani Abacha
| mynd = Gen. Sani Abacha GCON.jpg
| myndatexti1 = Abacha í kringum 1993–1998
| titill= Þjóðarleiðtogi Nígeríu
| stjórnartíð_start = [[17. nóvember]] [[1993]]
| stjórnartíð_end = [[8. júní]] [[1998]]
| forveri = [[Ernest Shonekan]]
| eftirmaður = [[Abdulsalami Abubakar]]
| fæddur = [[20. september]] [[1943]]
| fæðingarstaður = [[Kano]], [[Breska Nígería|Bresku Nígeríu]]
| dánardagur = {{Dánardagur og aldur|1998|6|8|1943|9|20}}
| dánarstaður = [[Aso Villa]], [[Abuja]], [[Nígería|Nígeríu]]
| þjóderni = [[Nígería|Nígerískur]]
| stjórnmálaflokkur = Óflokksbundinn
| maki = [[Maryam Abacha]]
| börn = {{collapsible list |title=Sjá|
1=Ibrahim<br/>[[Mohammed Abacha|Mohammed]]<br/>Abba<br/>Mahmud<br/>Sadiq<br/>Zainab<br/>Fatima Gumsu<br/>Rakiya<br/>Abdullahi<br/>Mustapha<br/>}}
| vefsíða =
| undirskrift = Signature of Sani Abacha.svg
}}
'''Sani Abacha''' (20. september 1943 – 8. júní 1998) var [[Nígería|nígerískur]] hershöfðingi og [[einræðisherra]] sem var þjóðarleiðtogi Nígeríu frá árinu 1993 til dauðadags árið 1998.<ref>{{cite news|url= https://www.thisdaylive.com/index.php/2021/06/16/al-mustapha-how-abacha-died/ |date=16 June 2021 |access-date=11 February 2023 |publisher=This day live.com |last=Okocha |first=Chuks |title=Al-Mustapha: How Abacha Died}}</ref><ref name=nytimes>{{cite news|url=https://www.nytimes.com/1998/06/09/world/new-chapter-nigeria-obituary-sani-abacha-54-beacon-brutality-era-when-brutality.html |title=NEW CHAPTER IN NIGERIA: THE OBITUARY; Sani Abacha, 54, a Beacon of Brutality In an Era When Brutality Was Standard |work=[[The New York Times]] |date=9 June 1998 |access-date=11 February 2023 |last=Kaufman |first=Michael T.}}</ref>
Valdataka Abacha var síðasta [[Valdarán|valdarán hersins]] sem heppnaðist í sögu Nígeríu. Hann stýrði landinu harðri hendi og stjórn hans framdi fjölda mannréttindabrota, meðal annars pólitísk morð og aftökur án dóms og laga á andófsmönnum og stjórnarandstæðingum. Í valdatíð Abacha fékk landið slæmt orð á sig og varð mjög einangrað á alþjóðavettvangi, sérstaklega eftir aftöku umhverfisaðgerðasinnans [[Ken Saro-Wiwa]].<ref name=nytimes/><ref>{{cite web |title=Nigeria: Statements on Assassination, 6/5/'96 |url=http://www.africa.upenn.edu/Urgent_Action/dc_6596.html}}</ref>
Sani Abacha var talinn einn spilltasti einræðisherra 20. aldarinnar.<ref>{{Cite web |title=The World's All-Time Most Corrupt Leaders |url=https://www.forbes.com/2004/03/25/cx_vc_corruptslide.html |access-date=22 May 2024 |website=Forbes |language=en}}</ref> Stjórn hans hefur verið kölluð [[þjófræði]] þar sem Abacha er talinn hafa dregið sér andvirði um 2,5 milljarða Bandaríkjadala úr ríkissjóði. Abacha og fjölskylda hans földu meirihluta þýfisins í bankareikningum í Sviss og í öðrum ríkjum eins og Liechtenstein, Bretlandi og Bandaríkjunum.<ref>{{cite news |last=Barrett |first=Devlin |date=5 March 2014 |title=U.S. Seizes Largest Ever Embezzlement by Foreign Dictator |url=https://www.wsj.com/articles/u-s-announces-largest-seizure-ever-of-money-allegedly-embezzled-by-foreign-dictator-1394046818 |access-date=26 May 2020 |website=Wall Street Journal}}</ref><ref>{{cite news |date=10 October 2019 |title=African kleptocrats are finding it tougher to stash cash in the West |url=https://www.economist.com/middle-east-and-africa/2019/10/10/african-kleptocrats-are-finding-it-tougher-to-stash-cash-in-the-west |access-date=26 May 2020 |newspaper=The Economist}}</ref><ref>{{cite web |last=Olawoyin |first=Oladeinde |date=23 May 2018 |title=Again, Buhari lauds late kleptocrat dictator, Sani Abacha |url=https://www.premiumtimesng.com/news/top-news/269444-again-buhari-lauds-late-kleptocrat-dictator-sani-abacha.html |access-date=26 May 2020 |website=Premium Times (Nigeria)}}</ref><ref>{{cite web |date=5 March 2014 |title=U.S. Freezes More Than $458 Million Stolen by Former Nigerian Dictator in Largest Kleptocracy Forfeiture Action Ever Brought in the U.S. |url=https://www.justice.gov/opa/pr/us-freezes-more-458-million-stolen-former-nigerian-dictator-largest-kleptocracy-forfeiture |access-date=26 May 2020 |website=US Department of Justice}}</ref><ref>{{cite web |title=Nigeria to recover $300m stolen by its former military ruler |url=https://www.aljazeera.com/economy/2020/2/4/nigeria-to-recover-300m-stolen-by-its-former-military-ruler |access-date=8 October 2020 |website=Al Jazeera}}</ref> Eftir andlát Abacha þann 8. júní 1998 var [[fjórða nígeríska lýðveldið]] stofnað ári síðar og [[Abdulsalami Abubakar]] hershöfðingi tók við af honum sem þjóðarleiðtogi.
==Æviágrip==
Sani Abacha var af þjóðflokki [[Kanúrar|Kanúra]] en fæddist í [[Kano]], á landsvæði [[Hásar|Hása]] í norðurhluta Nígeríu. Hann útskrifaðist úr herskóla í [[Zaria]] árið 1963 og varð höfuðsmaður í nígeríska hernum árið 1967. Abacha var einn af leiðtogum [[Valdarán|herforingjabyltinganna]] sem var gerðar voru gegn borgaralega forsetanum [[Shehu Shagari]] árið 1985 og hershöfðingjanum [[Muhammadu Buhari]] árið 1985. Eftir að Buhari var steypt af stóli hélt Abacha tryggð við stjórn hershöfðingjans [[Ibrahim Babangida]]. Þann 27. ágúst 1993 sagði Babangida af sér vegna mótmæla eftir að stjórnin ógilti niðurstöður lýðræðislegra forsetakosninga þar sem borgaralegi frambjóðandinn [[Moshood Abiola]] vann sigur. Abacha var þá útnefndur varnarmálaráðherra í bráðabirgðaríkisstjórn sem Babangida skipaði.
Í nóvember 1993 framdi Abacha valdarán og lýsti sjálfan sig þjóðarleiðtoga. Hann leysti up allrar lýðræðislegar stofnanir, rak fjölda borgaralegra embættismanna og skipaði herforingja í stöður þeirra. Abacha myndaði ríkisstjórn sem var aðallega skipuð herforingjum og lögreglumönnum. Stjórnin átti að hafa umsjón með borgaralegu framkvæmdaráði sambandsríkisins.
Í janúar 1994 lagði Abacha fram fjárlög þar sem horfið var frá efnahagsumbótum sem höfðu verið í framkvæmd frá árinu 1986. Þetta útilokaði að Nígería fengi lán frá [[Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn|Alþjóðagjaldeyrissjóðnum]]. Árið 1994 leiddu skuldasöfnun ríkisins, veikleiki iðngeirans og einræðislegt stjórnarfarið til mikillar óánægju almennings. Abacha brást við með því að kynna áætlanir um stjórnarumbætur en þegar hann kallaði til fundar um stjórnlagaþing sniðgengu lýðræðissinnar hann og Abacha bannaði alla stjórnmálastarfsemi utan ríkisstjórnarinnar. Í júní lýsti Abiola sig forseta og var handtekinn fyrir landráð. Óróinn versnaði ákaflega, sér í lagi í [[Lagos]], og verkamenn í olíugeiranum fóru í verkfall til að krefjast lausnar Abiola. Verkföll og [[borgaraleg óhlýðni]] lömuðu suðurhluta landsins og jafnvel norðurhlutinn, sem var helsta vígi herforingjanna, fór að láta í ljós óánægju með stjórnina.
Árið 1995 fordæmdi nígeríski Nóbelsverðlaunahafinn [[Wole Soyinka]] aftöku stjórnarinnar á rithöfundinum [[Ken Saro-Wiwa|Ken Saro Wiwa]] og átta andspyrnumönnum af þjóðerni [[Ogonimenn|Ogonimanna]]. Aftökurnar leiddu til þess að Nígería einangraðist mjög á alþjóðavettvangi. Fátækt og spilling jukust áfram í landinu á næstu árum, þar til Abacha lést skyndilega þann 8. júní 1998. Opinberlega dó hann úr [[hjartaáfall]]i en orðrómar fóru á kreik um að hann hafi dáið úr ofneyslu [[Frygðarauki|frygðarauka]] með vændiskonum.<ref>{{lien web|auteur=Cyril Bensimon|lire en ligne=https://www.lemonde.fr/afrique/article/2015/09/24/la-chute-sans-gloire-du-general-diendere_4769243_3212.html|jour=24|mois=septembre|année=2015|titre=La Chute sans gloire du général Diendere|périodique=[[Le Monde]]}}.</ref> Moshood Abiola lést einnig í fangelsi stuttu síðar. Hershöfðinginn [[Abdulsalami Abubakar]], sem tók við völdum af Abacha, lét völdin í hendur lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar árið 1999.
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = Þjóðarleiðtogi Nígeríu
| frá = [[17. nóvember]] [[1993]]
| til = [[8. júní]] [[1998]]
| fyrir = [[Ernest Shonekan]]
| eftir = [[Abdulsalami Abubakar]]
}}
{{Töfluendir}}
{{Þjóðhöfðingjar Nígeríu}}
{{DEFAULTSORT:Abacha, Sani}}
{{fd|1943|1998}}
[[Flokkur:Forsetar Nígeríu]]
orcqv6q69e0v5kv2q8r8gup6m2vmvym
Listi yfir vita á Íslandi
0
186695
1921874
1921745
2025-06-28T11:41:57Z
Steinninn
952
Bætti við mynd sem Diddiminn tók
1921874
wikitext
text/x-wiki
Eftirfarandi er '''listi yfir vita á Íslandi'''. Fyrstu vitarnir eru á suðvesturhorninu og svo farið sólarhringinn hringinn í kringum landið.
{| class="wikitable sortable"
! style="background-color:#ddd" | Mynd
! style="background-color:#ddd" | Heiti
! style="background-color:#ddd" | Ljóseinkenni
! style="background-color:#ddd" | Ljóshorn
! style="background-color:#ddd" | Sjónar-lengd
! style="background-color:#ddd" | Ljós-hæð
! style="background-color:#ddd" | Vita-hæð
! style="background-color:#ddd" | Byggingarár
! style="background-color:#ddd" | Byggingarefni
! style="background-color:#ddd" | Hönnuður
|-
| [[Mynd:Leuchtturm Island1.jpg|100px]]|| [[Reykjanesviti]] || FI(2) W 30 s. || || 22 || 69 || 26.7 || 1907-1908 || Tilhöggvið grjót og steinsteypa || Frederik Kiørboe og Thorvald Krabbe
|-
| [[Mynd:Reykjanestá lighthouse.jpg|100dp]] || Reykjanes aukaviti || FI W 3 s. || || 9 || 24 || 4.8 || 1947 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Faro de Stafnes, Suðurnes, Islandia, 2014-08-13, DD 012.JPG|100dp]]|| [[Stafnesviti]] || FI(3) WR 15 s. || Rautt austan 2°, hvítt 2°-158°, rautt norðan 158° || 12 || 13 || 11.5 || 1925 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Sandgerdi Leuchtturm.jpg|100dp]]|| [[Sandgerðisviti]] || Oc WRG 6 s. || grænt sunnan 110.5°, hvítt 110,5°-111,5°, rautt 111,5°,-171°, grænt 171° || || 25 || 22 || 1921,
1945 (hækkaður)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Gardskagaviti.jpg|100dp]]|| [[Garðskagaviti]] || FI W 5 s. || || 15 || 29 || 28.6 || 1944 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Garðskagi aukaviti || F WRG || Grænt 24°-37.5°, Rautt 37.5°-41°, Hvítt 41°-50° || 10 || 24 || || || ||
|-
| [[Mynd:Icelandic Lighthouse (4076128520).jpg|100dp]]|| [[Hólmsbergsviti]] || FI(2) WRG 20 s. || Rautt 145°, hvítt 145°-330°, grænt 330° || 16 || 35 || 12.7 || 1956,
1958 (tekin í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Vatnsnes lighthouse.jpg|100dp]] || Vatnsnesviti || FI(3) WR 10 s. || Hvítt 147°, rautt 147°-176°, hvítt 176°-342°, rautt 342° || 12 || 15 || 8.5 || 1921 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe
|-
| [[Mynd:2006-05-22-150054 Iceland Ásláksstaðir.jpg|100dp]]|| Gerðistangaviti || FI(2) WRG 10 s. || Grænt 34°-79°, hvítt 78°-236°, rautt 236°-263°, hvítt 263°-34° || 6 || 11 || 10.5 || 1918,
1919 (tekin í notkun)
| Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Hafnarfjörður || || || || || 6 || 1913-1980 || ||
|-
| [[Mynd:Álftanes lighthouse.jpg|100dp]] || Álftanesviti || Oc WRG 3 s. || grænt 147°-156.5°, hvítt 156.5°-157.5°, rautt 157.5°-167° || 8 || 5 || 4.7 || 1960 || Steinsteypa || Eggert Steinsen
|-
| [[Mynd:Bessastaðakirkja Álftanes.jpg|100dp]] || Bessastaðaviti || || || || || || 1961-1994 || ||
|-
| [[Mynd:Near Reykjavík (3431092343).jpg|100dp]]|| [[Gróttuviti]] || FI(3) WRG 20 s. || grænt 25°-67°, hvítt 67°-217°, rautt 217°-281°, grænt 281°-294° || 15 || 24 || 24 || 1897 (gamli vitinn),
1947 (núverandi viti)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| [[Mynd:Nautical College01.jpg|100dp]] || Sjómannaskólaviti || Iso WRG 4 s. || grænt 134°-154°, hvítt 154°-159.5°, rautt 159.5°-187°, hvítt 187°-194.5°, grænt 194.5°-204° || 16 || 72 || 42.5 || 1942-1944 || Steinsteypa || Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson
|-
| [[Mynd:Engey beacon.jpg|100dp]]|| [[Engeyjarviti]] || FI WRG 5 s. || rautt 353°-359.5° hvítt 359.5°-7.5°, grænt 7.5°-122.5°, hvítt 122.5°-142°, rautt 142°-202°, grænt 202°-257° || 12 || 15 || 9 || 1937 || Steinsteypa || Sigurður Flygenring
|-
| [[Mynd:Hvaleyri lighthouse.jpg|100dp]] || Hvaleyrarviti || FI WRG 6 s. || rautt 57°, hvítt 57°-230°, grænt 230° || 6 || 6 || 3 || 1948 (var reyst á Bjargtöngum árið 1913) || Járnsteypa || S.H. Lundh & Co. í Kristjaníu í Noregi
|-
| [[Mynd:Krossvík lighthouse.jpg|100dp]] || Krossvíkurviti || Oc G 5 s. || || 10 || 8 || 6.5 || 1937 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson og Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Faros de Akranes, Vesturland, Islandia, 2014-08-14, DD 017.JPG|100dp]]|| [[Akranesviti]] || FI(2) WRG 20 s. || rautt 222°-351°, hvítt 351°-134°, rautt 134°-176°, grænt 176°-201° || 15 || 24 || 22.7 || 1918 (Gamli vitinn)
1943-1944 (núverandi viti), 1947 (tekin í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Þormóðsskersviti || LFI WRG 20 s. || rautt 109°-285°, grænt 285°-334°, hvítt 334°-109° || 11 || 34 || 22.3 || 1941-1942, 1947 (tekin í notkun) || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Miðfjarðarskersviti || || || || || 6.5 || 1939-1984 || Járnsteypa ||
|-
| [[Mynd:Þjófaklettar lighthouse.jpg|100dp]] || Þjófaklettaviti || FI(2) WRG 10 s. || grænt 15°-44°, hvítt 44°-48°, rautt 48°-195° || 11 || 11 || 4 || 1987 || Trefjaplast || Sænska vitamálastofnunin
|-
| [[Mynd:Rauðanes lighthouse.jpg|100dp]] || [[Rauðanesviti]] || FI WRG 5 s. || Grænt 3.5°, hvítt 3.5°-8.5°, rautt 8.5° || 10 || 8 || 3.5 || 1940 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Kirkjuhóll lighthouse.jpg|100dp]] || Kirkjuhólsviti || FI WRG 10 s. || rautt 69.5°-105°, myrkur 105°-282°, grænt 282°-326°, hvítt 326°-69.5° || 15 || 31 || 5.9 || 1952 || Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| [[Mynd:Arnarstapi lighthouse.jpg|100dp]] || [[Arnarstapaviti]] || LFI WRG 5 s. || rautt 201°, grænt 201°-265°, hvítt 265°-340° || 11 || 18 || 3 || 1941 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Lighthouse Malarrif at Snæfellsnes peninsula.jpg|100dp]]|| [[Malarrifsviti]] || FI(4) WRG 30 s. || rautt 251°-265°, hvítt 265°-105° || 16 || 31 || 24.5 || 1917 (gamli vitinn),
1946 (núverandi viti) | Steinsteypa || Ágúst Pálsson
|-
| [[Mynd:Svörtuloft Lighthouse (2024).jpg|100dp]]|| [[Svörtuloftaviti]] || FI(2) W 10 s. || || 10 || 28 || 12.8 || 1914 (gamli vitinn)
1930 (tekinn í notkun 1931) | Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Öndverðarnes lighthouse.jpg|100dp]] || Öndverðarnesviti || FI W 3 s. || Vitinn hverfur fyrir sunnan 30° || 8 || 11 || 6.5 || 1973 || Steinsteypa || Aðalsteinn Júlíusson
|-
| || Töskuviti || FI G 3 s. || || 6 || 11 || 15 || 1981 || Stál og trefjaplast || Steingrímur Arason
|-
| [[Mynd:Háanes lighthouse (cropped2).jpg|100dp]] || Ólafsvíkurviti || FI WRG 5 s. || rautt 143°, hvítt 143°-173°, grænt 173°-222°, rautt 222°-231°, grænt 231° || 12 || 15 || 3 || 1943 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Krossnes lighthouse.jpg|100dp]] || Krossnesviti || FI(4) WRG 20 s. || Rautt 97°, hvítt 97°-128.5°, grænt 128.5°-139°, hvítt 139°-171.5°, rautt 171.5°-220°, hvítt 220°-225°, grænt 225°-281°, hvítt 281°-306°, rautt 306° || 13 || 21 || 9.3 || 1926 || steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Hnausar lighthouse.jpg|100dp]] || Grundarfjarðarviti || || || || || || 1942-2000 || steinsteypa ||
|-
| || Höskuldseyjarviti || FI WRG 6 s. || Hvítt, 60°-64.5°, rautt 64.5°-97.5°, hvítt 97.5°-155.5°, grænt 155.5°-240°, hvítt 240°-247°, rautt 247°-350.5°, grænt 350.5°-60° || 10 || 13 || 10.6 || 1926-1948 (gamli vitinn) 1948 (núverandi viti) || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Lighthouse on Elliðaey (Breiðafjörður) Iceland M74A1913.jpg|100dp]]|| Elliðaeyjarviti || FI WRG 10 s. || hvítt 75°-87°, grænt 87°-118°, hvítt 118°-126°, rautt 126°-152°, hvítt 152°-156°, grænt 156°-320°, rautt 320-75° || 12 || 45 || 8 || 1902 (fyrsti vitinn),
1905 (viti nr 2.), 1921 (viti nr 3.) 1951 (núverandi viti)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Lighthouse on Sugandisey (Breiðafjörður) Iceland.JPG|100dp]]|| Súgandiseyjarviti || FI WRG 3 s. || grænt 107°, hvítt 107°-110°, rautt 110°-157°, hvítt 157°-160°, hrænt 160° || 6 || 30 || 3 || 1948 (ljóshús á Gróttuvita frá 1897-1947) || Járnsteypa || Danska vitamálastofnunin
|-
| || Öxneyjarviti || || || || || || 1971-1996 || ||
|-
| [[Mynd:2019-08-15 01 Klofningur Lighthouse (also called Klofningsviti) near Flatey Island, Iceland.jpg|100dp]]|| Klofningsviti || FI(2) WRG 15 s. || hvítt 355.5°-357.5°, rautt 357.5°-12.5°, hvítt 12.5°-28°, grænt 28°-59°, hvítt 59°-61°, rautt 61°-128°, grænt 128°-246°, hvítt 246°-249°, rautt 249°-295°, hvítt 295°-298°, grænt 298°-355.5° || 7 || 15 || 9.3 || 1926 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Miðleiðarskersviti || FI W 8 s. || || 5 || 7 || 3 || 1955 || Timbur || Axel Sveinsson
|-
| || Skarfaklettsviti || FI W 3 s. || || 5 || 7 || 3 || 1958 || Timbur || Axel Sveinsson
|-
| || Skorarviti || FI W 5 s. || || 7 || 26 || 8.8 || 1953,
1954 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Bjargtangar.JPG|100dp]]|| Bjargtangaviti || FI(3)W 15 s. || || 16 || 60 || 5.9 || 1913 (fyrsti vitinn),
1948 (núverandi viti)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| [[Mynd:Háanes lighthouse.jpg|100dp]] || [[Ólafsviti|Ólafsviti í Patreksfirði]] || LFI WRG 20 s. || grænt 124°, hvítt 124°-179°, rautt 179°-203°, hvítt 282°-299°, rautt 299° || 15 || 26 || 14.4 || 1943,
1947 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || [[Kópanesviti]] || FI(2)W 5 s. || || 7 || 25 || 6.4 || 1971 || Steinsteypa og trefjaplast || Aðalsteinn Júlíusson
|-
| || [[Langanesviti í Arnarfirði]] || FI WRG 15 s. || grænt 40°, hvítt 40°-125°, rautt 125° || 10 || 23 || 4.8 || 1949 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Svalvogaviti (cropped).jpg|100dp]] || Svalvogaviti || LFI(2) WRG 20 s. || grænt 48°, hvítt 48°-181°, rautt 181° || 11 || 54 || 6.3 || 1920 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Fjallaskagaviti || FI W 5 s. || || 12 || 19 || 12.7 || 1954 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || [[Sauðanesviti í Súgandafirði|Sauðanesviti við Súgandafjörð]] || FI W 20 s. || || 7 || 46 || 4.7 || 1964 || Trefjaplast || DE-NO-FA A/S Fredrikstad, Noregi
|-
| || [[Galtarviti]] || FI W 10 s. || || 12 || 32 || 13.7 || 1920 (fyrsti vitinn)
1959 (núverandi viti)
| Steinsteypa || Eggert Steinsen
|-
| [[Mynd:Bolungarvik 01.jpg|100dp]]|| Óshólaviti || FI(3) WR 20 s. || rautt 83°-137°, hvítt 137°-293° || 15 || 30 || 6.4 || 1937 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Arnarnes 1.JPG|100dp]] || Arnarnesviti || LFI WRG 10 s. || grænt 41°-135°, hvítt 135°-165°, rautt 165°-191°, grænt 191°-274.5°, hvítt 274.5°-279°, rautt 279°-311° || 15 || 64 || 5.4 || 1921 || Bárujárnsklædd járngrind || Thorvald Krabbe
|-
| || [[Æðeyjarviti]] || FI(2) WRG 22 s. || || 15 || 26 || 12.8 || 1944,
1949 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Sléttueyrarviti || FI(2) WRG 10 s. || grænt norðan 277°, hvítt 277°-287°, rautt 287°-12°, hvítt vestan 12°. Hverfur norðan 93° || 7 || 7 || 4.85 || 1949 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Straumnesviti-lighthouse-Iceland.jpg|100dp]]|| [[Straumnesviti]] || FI W 4 s. || || 10 || 30 || 23.3 || 1919,
1930 (breytt)
| Járngrind og steinsteypa || Thorvald Krabbe, Sigurður Thoroddsen, Benedikt Jónasson og Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Hornbjargsviti.jpg|thumb]]|| [[Hornbjargsviti]] || FI(2) W 20 s. || || 12 || 31 || 10.2 || 1930 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Selsker lighthouse (cropped).jpg|100dp]] || Selskersviti || Mo(N) W 30 s. || || 10 || 23 || 18.4 || 1943,
1947 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Seljanesviti.jpg|100dp]] || Seljanesviti || || || || || 3 || 1932-1992 || Steinsteypa ||
|-
| [[Mynd:Gjögur lighthouse.jpg|100dp]] || [[Gjögurviti]] || FI(4) WRG 30 s. || rautt 130°-204°, hvítt 204°-248°, grænt 248°-296°, hvítt 296°-333°, rautt 333°-44° hvítt vestan 44° || 15 || 39 || 24 || 1921 || Stál || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Bjarnarfjarðarviti || || || || || 2.3 || 1948-1995 (lagður niður 1992) || ||
|-
| [[Mynd:Grímsey lighthouse SF.jpg|100dp]] || Grímseyjarviti í Steingrímsfirði || FI WRG 10 s. || rautt 192°-235°, hvítt 235°-241°, grænt 241°-266°, rautt 266°-298°, hvítt 298°-310°, grænt 310°-330°, rautt 330°-64°, hvítt 64°-73°, grænt 73°-192° norður yfir sundið || 10 || 82 || 10.3 || 1949 || Steinsteypa || Einar Stefánsson
|-
| [[Mynd:Malarhorn lighthouse.jpg|100dp]] || [[Malarhornsviti]] || FI(2) WRG 15 s. || rautt 218°-245°, hvítt 245°-258°, grænt 258°-336°, hvítt 366°-11°, rautt 11°-82° || 15 || 27 || 3 || 1948 || Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| [[Mynd:Hólmavík lighthouse.jpg|100dp]] || Hólmarvíkurviti || FI WRG 5 s. || rautt norðan 299°, hvítt 299°-308°, grænt sunnan 308° || 13 || 12 || 3 || 1914,
1915 (tekinn í notkun)
| Járnsteypa || S.H. Lundh & Co. í Kristjaníu í Noregi
|-
| [[Mynd:Skarðsviti Lighthouse Iceland 02.jpg|100dp]]|| [[Skarðsviti]] || FI(3) WRG 30 s. || grænt sunnan 64°, rautt 64°-94°, grænt 94°-151°, hvítt 151°-157°, rautt 157°-169°, hvítt 169°-176°, grænt austan 176° || 16 || 53 || 14 || 1950,
1951 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Kálfshamarsvík2010.jpg|100dp]]|| Kálfshamarsviti || LFI(2) WRG 20 s. || grænt austan 349°, hvítt 349°-4°, rautt 34°-34°, hvítt 34°-155°, rautt austan 155° || 15 || 21 || 16.3 || 1940,
1942 (tekin í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Skagatá lighthouse.jpg|100dp]] || Skagatáarviti || FI W 10 s. || || 13 || 18 || 9.1 || 1935 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Hegranes lighthouse.jpg|100dp]] || Hegranesviti || LFI WRG 15 s. || rautt 39°-58°, hvítt 58°-75°, grænt 75°-154°, hvítt 154°-158°, rautt 158°-169°, hvítt 169°-176°, grænt 176°-232°, rautt 232°-263° || 15 || 23 || 9.6 || 1935,
1936 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Málmeyjarviti || FI(2) WRG 15 s. || grænt 346°-354°, hvítt 354°-23°, rautt 23°-77°, grænt 77°-122°, hvítt 122°-154°, rautt 154°-166° || 11 || 41 || 9.6 || 1937,
1938 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Straumnes lighthouse.jpg|100dp]] || Straumnesviti í Sléttuhlíð || FI WRG 6 s. || rautt 54°-84°, hvítt 84°-95°, grænt 95°-125.5°, hvítt 125.5°-193°, rautt 193°-209.5°, hvítt 209.5°-266°, grænt 266°-236.5°, hvítt 236.5°-250.5°, rautt 250.5°-266° || 10 || 20 || 8 || 1940,
1942 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:2014-04-29 12-34-15 Iceland - Siglufirði Siglufjörður.JPG|100dp]]|| Sauðanesviti nyrðri || FI(3) WR 20 s. || rautt austan 75°, hvítt 75°-211°, rautt austan 221° || 16 || 37 || 10.5 || 1933-1934 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Selvíkurnef lighthouse.jpg|100dp]]||| [[Selvíkurnefsviti]] || FI WRG 5 s. || Hvítt 27°-77°, grænt 77°-153°, hvítt 153°-160°, rautt 160°-205° || 13 || 20 || 8.5 || 1930,
1931 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Siglunesviti || FI W 7.5 s. || || 12 || 51 || 9.7 || 1908 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe
|-
| || Bríkurviti || FI(3) W 10 s. || || 6 || 58 || 4 || 1966 || Trefjaplast || DE-NO-FA A/S Fredrikstad, Noregi
|-
| [[Mynd:Hrólfssker lighthouse (cropped).jpg|100dp]] || Hrólfsskersviti || FI W 3 s. || || 8 || 18 || 15.4 || 1951 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Hrísey lighthouse.jpg|100dp]] || [[Hríseyjarviti]] || FI WRG 8 s. || hvítt 180°-190°, rautt 190°-265°, grænt 265°-325°, hvítt 325°-332°, rautt 332°-43°, grænt 43°-145°, hvítt 145°-166°, rautt 166°-188° || 15 || 113 || 8.3 || 1920 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| [[Mynd:Hjalteyri03.jpg|100dp]]|| Hjalteyrarviti || FI(2) WRG 20 s. || grænt 135°-153°, hvítt 153°-338°, rautt 338°-360° || 12 || 13 || 12.5 || 1920 || Stál || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| [[Mynd:Svalbarðseyri lighthouse.jpg|100dp]] || Svalbarðseyrarviti || LFI WRG 6 s. || grænt austan 346°,
hvítt
346°-65°, grænt 65°-161°,
hvítt 161°-170°, rautt austan 170°
| 11 || 9 || 7.5 || 1920,
1933 (anddyri bætt við)
| Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || [[Gjögurtáarviti]] || FI(2) W 10 s. || || 8 || 28 || 4 || 1970 || Trefjaplast || DE-NO-FA A/S Fredrikstad, Noregi
|-
| || Grímseyjarviti nyrðri || FI W 20 s. || || 15 || 27 || 9.6 || 1937,
1938 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Flatey lighthouse.jpg|100dp]] || Flateyjarviti || FI(3) W 15 s. || || 10 || 25 || 9.5 || 1963 || Steinsteypa || Skarphéðinn Jóhannsson
|-
| [[Mynd:Húsavík lighthouse.jpg|100dp]] || [[Húsavíkurviti]] || FI WRG 2,5 s. || grænt austan 37°, hvítt 37°-157°, rautt austan 157° || 15 || 49 || 11.5 || 1956 || Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| || Lundeyjarviti || FI W 5 s. || || 7 || 45 || 4 || 1977 || Trefjaplast || Sænska vitamálastofnunin
|-
| [[Mynd:Tjörnes lighthouse.jpg|100dp]] || Tjörnesviti || FI(2) W 15 s. || || 16 || 33 || 12.6 || 1929 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Mánáreyjaviti í Háey || FI W 10 s. || || 6 || 38 || 4 || 1982 || Trefjaplast || Sænska vitamálastofnunin
|-
| || [[Kópaskersviti]] || FI WRG 20 s. || rautt austan 153°, hvítt 153°-352°, grænt austan 352° || 14 || 19 || 14 || 1945,
1951 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Rauðanúpsviti || Mo(R) W 20 s. || || 16 || 66 || 7.9 || 1958 || Steinsteypa || Eggert Steinsen
|-
| || Rifstangaviti || || || || || 16 || 1911-1953 || ||
|-
| [[Mynd:Hraunhafnartangaviti_-_panoramio.jpg|100dp]] || [[Hraunhafnartangaviti]] || Mo(N) WR 30 s. || rautt sunnan 105°, hvítt 105°-209°, rautt sunnan 290° || 10 || 20 || 18.5 || 1945,
1951 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Raufarhöfn lighthouse.jpg|100dp]] || [[Raufarhafnarviti]] || FI(3) WRG 20 s. || rautt 165°-233°, hvítt 233°-294°, grænt 294°-345° || 9 || 33 || 9.6 || 1931 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Raufarhöfn || Oc G 5 s. || || || 4.5 || 3 || 1951 || Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| || Melrakkanesviti || FI WR 12 s. || rautt vestan 156°, hvítt austan 156° || 9 || 19 || 11.5 || 1956 || Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| || Grenjanesviti || LFI W 20 s. || || 15 || 24 || 19.5 || 1941,
1945 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Langanesviti || FI(2) W 10 s. || || 10 || 53 || 9.5 || 1950 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Digranes lighthouse.jpg|100dp]] || Digranesviti || FI WRG 20 s. || rautt sunnan 70°, hvítt 70°-270°, grænt sunnan 270° || 15 || 27 || 18.4 || 1943,
1947 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Kolbeinstangi lighthouse.jpg|100dp]] || [[Kolbeinstangaviti]] || LFI WRG 10 s. || grænt 205°-217°, hvítt 217°-223.5°, rautt 223°.5-237°, hvítt 237°-246°, grænt 246°-258°, hvítt 258°-264°, rautt 264°-355°, grænt 355°-28°, hvítt 28°-30°, rautt vestan 30° || 15 || 32 || 19.5 || 1942,
1944 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Bjarnareyjarviti || FI(3) W 20 s. || || 10 || 31 || 7.5 || 1944 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Kögurviti || FI WRG 15 s. || rautt vestan 165°, hvítt 165°-303°, grænt vestan 303° || 8 || 19 || 9.2 || 1945,
1951 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Glettinganesviti || LFI(2) W 30 s. || || 12 || 25 || 19.2 || 1931 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Seyðisfjörður - Höfn, light house (6808906477).jpg|100dp]]|| Brimnesviti || FI(2) WRG 10 s. || grænt 225°-253°, hvítt 253°-283°, rautt 283°-314°, grænt 314°-69°, hvítt 69°-73°, rautt 73°-90° || 8 || 12 || 6.5 || 1938 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Dalatangi.jpg|100dp]] || Dalatangaviti || FI W 5 s. || || 14 || 19 || 9.5 || 1908, 1917 (hljóðviti byggður), 1959 (radíóviti) || Steinsteypa || Thorvald Krabbe (ljósvitinn), Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal (Hljóðvitann), Eggert Steinsen (radíóvitinn)
|-
| || Norðfjarðarhornsviti || FI W 15 s. || || 6 || 14 || 4 || 1964 || Stál || Aðalsteinn Júlíusson
|-
| [[Mynd:Norðfjörður lighthouse.jpg|100dp]] || [[Norðfjarðarviti]] || FI(2) WR 7 s. || hvítt 214°-242°, rautt 242°-334°, hvítt 334°-46° || 15 || 38 || 7.8 || 1952 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Seleyjarviti || FI(3) WRG 25 s. || rautt 8°-37°, grænt 37°-65°, hvítt 65°-85°, rautt 85°-188°, hvítt 188°-8° || 8 || 27 || 13.5 || 1956 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Vattarnesviti || FI(2) WRG 15 s. || grænt 90°-127°,
hvítt 127°-136°, rautt 136°-159°, grænt 159°-216°, hvítt 216°-232°, rautt 232°-256°, hvítt 256°-286°, rautt 286°-337°, hvítt 337°-347°, grænt 347°-360°
| 15 || 26 || 12.3 || 1957 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Grímuviti || FI W 8 s. || || 12 || 23 || 3 || 1961 || Trefjaplast || DE-NO-FA A/S Fredrikstad, Noregi
|-
| || Mjóeyrarviti við Eskifjörð || FI W 2 s. || || 5 || 5 || 4 || 1927 || Steinsteypa || óþekktur
|-
| [[Mynd:Hafnarnes beacon.jpg|100dp]]|| [[Hafnarnesviti|Hafnarnesviti við Fáskrúðsfjörð]] || FI WRG 20 s. || Grænt sunnan 126°, hvítt 126°-194°, rautt 194°-257°, hvítt 258°-314°, grænt sunnan 314° || 12 || 16 || 6.5 || 1938 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| || Mjóeyrarviti við Fáskrúðsfjörð || FI W 5 s. || || 5 || 5 || 4 || 1925 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe
|-
| || [[Landahólsviti]] || FI WRG 4 s. || grænt 224°-272°, hvítt 272°-285°, rautt 285°-349°, hvítt 349°-351°, grænt 351°-84° || 15 || 23 || 9.5 || 1953 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Kambanesviti || FI(4) WRG 20 s. || grænt 189°-218°, rautt 218°-230°, hvítt 230°-235°, grænt 235°-270°, hvítt 270°-284°, rautt 284°-298°, hvítt 298°-320°, grænt 320°-334°, hvítt 334°-359°, rautt 359°-34°, grænt 34°-69° || 16 || 26 || 11.3 || 1922 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| [[Mynd:Selnes ligthouse.jpg|100dp]] || [[Selnesviti]] || FI WRG 8 s. || rautt 252°-267.5°, grænt 267.5°-304°, hvítt 304°-309°, rautt 309°-345°, grænt 345°-16°,
hvítt 16°-30°
| 11 || 12 || 9 || 1942,
1943 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Hlöðuviti || || || || || || 1922-1958 (fyrsti vitinn), 1957 (nýr viti reistur), 1958 (tekinn í notkun), 1984 (eyðilagðist) || ||
|-
| [[Mynd:Lighthouse at Streiti DSCF4288.jpg|100dp]] || [[Streitisviti]] || FI(3) WRG 20 s. || grænt 176°-217°, hvítt 217°-222°, rautt 222°-281°, hvítt 281°-340°, grænt 340°-3°, rautt 3°-38°, hvítt 38°-40°, grænt 40°-°58 || 14 || 17 || 2 || 1984 || Steinsteypa || Steingrímur Arason
|-
| [[Mynd:Karlsstaðatangi lighthouse.jpg|100dp]] || Karlsstaðatangaviti || FI(2) WRG 10 s. || grænt 270°-282°, rautt 282°-298°, hvítt 298°-315°, grænt 315°-332°, rautt 332°-42°, hvítt 42°-47°, grænt 47°-90° || 11 || 11 || 5.5 || 1922 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| [[Mynd:Djupivogur beacon.jpg|100dp]]|| Æðarsteinsviti || FI WRG 5 s. || grænt 134°-146°, hvítt 146°-149°, rautt 149°-259°, hvítt 259°-260°, grænt 260°-287°, rautt 287°-329° || 11 || 12 || 5.5 || 1922 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Ketilsflesjarviti || FI(3) WRG 15 s. || rautt 197°-210°, hvítt 210°-217°, grænt 217°-255°, hvítt 255°-267°, rautt 267-329°, hvítt 329-2°, grænt vestan 2° || 7 || 18 || 14.3 || 1945 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Papeyjarviti || FI WRG 10 s. || hvítt 184°-188°, grænt 188°-214°, rautt 214°-228°, hvítt 228°-240°, grænt 240°-252°, hvítt 252°-27°, rautt 27°-74°, hrænt 74°-137°, rautt 137°-184° || 12 || 62 || 8 || 1922 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal
|-
| || Hrómundareyjarviti || || || || || || 1922-1945 || ||
|-
| [[Mynd:Hvalnes lighthouse.jpg|100dp]] || [[Hvalnesviti]] || FI(2) W 20 s. || || 15 || 27 || 11.5 || 1954,
1955 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson og Einar Stefánsson
|-
| [[Mynd:Stokksnes lighthouse and the raging ocean (16283451759) (cropped).jpg|100dp]]|| Stokksnesviti || FI(3) WRG 30 s. || grænt 209°-245°, hvítt 245°-53°, rautt 53°-80°, grænt norðan 80° || 16 || 32 || 19.5 || 1946 || Steinsteypa || Ágúst Pálsson
|-
| [[Mynd:Hvanney lighthouse.jpg|100dp]] || Hvanneyjarviti || FI WRG 5 s. || grænt 125°-274°, hvítt 274°-286°, rautt 286°-17°, hvítt 17°-31°, grænt 31°-95° || 12 || 15 || 9.1 || 1922,
1938 (hækkaður)
| Steinsteypa || Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal. Benedikt Jónasson (1938 breytingar)
|-
| [[Mynd:Hellir lighthouse.jpg|100dp]] || Hellisviti || FI(3) WRG 15 s. || rautt 252°-315°, hvítt 315°-328°, grænt 328°-30°, rautt 30°-43° || 13 || 17 || 6 || 1952 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Suðurfjörutangaviti || FI WRG 1.5 s. || rautt 197°-218°, grænt 218°-271.5°, hvítt 271.5°-272.5°, rautt 272.5°-288° || 5 || 8 || 6.4 || 1992 || Steinsteypa || Guðjón Scheving Tryggvason
|-
| || Hrollaugseyjaviti || FI W 20 s. || || 9 || 24 || 15.6 || 1953,
1954 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Ingólfshöfðaviti || FI(2) W 10 s. || || 17 || 75 || 12.5 || 1948 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Skaftárósviti || FI W 3 s. || || 14 || 20 || 19.5 || 1953 (reistur 1911) || Stál || Thorvald Krabbe
|-
| || Skarðsfjöruviti || Mo(C) W 30 s. || || 15 || 25 || 22 || 1959 || Stál || Steingrímur Arason
|-
| || Alviðruhamraviti || Mo(R) W 20 s. || || 16 || 33 || 20.5 || 1929 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Dyrholaey lighthouse (15643496592).jpg|100dp]]|| Dyrhólaeyjarviti || FI W 10 s. || || 27 || 123 || 12.7 || 1927 || Steinsteypa || Thorvald Krabbe, Guðjón Samúelsson og Benedikt Jónasson
|-
| || Bakkafjöruviti || FI W 3 s. || || 7 || 15 || 7 || 1984 || Stálsúla á Steinsteyptu húsi || Guðjón Scheving Tryggvason
|-
| [[Mynd:The lighthouse on the southern point of Heimaey.jpg|100dp]] || Stórhöfðaviti || FI(3) W 20 s. || || 16 || 125 || 7.2 || 1906 || Steinsteypa || Danska vitamálastofnunin
|-
| [[Mynd:Faxasker from the ferry Herjolfur (cropped).jpg|100dp]] || Faxaskersviti || FI W 7 s. || || 6 || 12 || 6 || 1950 || Steinsteypa og stálgrind || óþekktur
|-
| [[Mynd:Faro Urða, Heimaey, Islas Vestman, Suðurland, Islandia, 2014-08-17, DD 072 (cropped).JPG|100dp]]|| Urðarviti || FI(3) WRG 15 s. || rautt 137°-182°, hvítt 182°-206°, grænt 206°-257°, hvítt 257°-290°, rautt 290°-335°, hvítt 335°-15°, grænt 15°-60° || 15 || 30 || 7 || 1986 || Steinsteypa og trefjaplast || Steingrímur Arason
|-
| || Geirfuglaskersviti || FI W 15 s. || || 7 || 55 || 3.2 || 1956 || Járnklædd timburgrind || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Thridrangar Lighthouse, Southern Iceland - panoramio.jpg|100dp]]|| Þrídrangaviti || Mo(N) W 30 s. || || 9 || 34 || 7.4 || 1939,
1942 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| || Surtseyjarviti || || || || || 3.5 || 1973-1973 || Steinsteypa ||
|-
| [[Mynd:Knarrarósviti Lighthouse.jpg|100dp]]|| [[Knarrarósviti]] || LFI W 30 s. || || 16 || 30 || 26.2 || 1938-1939 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Hafnarnes lighthouse.jpg|100dp]] || Hafnarnesviti í Þorlákshöfn || FI W 3 s. || || 12 || 12 || 8.3 || 1951 || Steinsteypa || Axel Sveinsson
|-
| [[Mynd:Selvogur lighthouse.jpg|100dp]] || [[Selvogsviti]] || FI(2) W 10 s. || || 14 || 21 || 19.1 || 1930,
1931 (tekinn í notkun)
| Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|-
| [[Mynd:Krísuvíkurberg lighthouse.jpg|100dp]] || Krýsuvíkurbergsviti || FI W 10 s. || || 9 || 61 || 5 || 1965 || Trefjaplast || DE-NO-FA A/S Fredrikstad, Noregi
|-
| [[Mynd:Faro de Hopsnes, Suðurland, Islandia, 2014-08-13, DD 081.JPG|100dp]]|| Hópsnesviti || LFI(3) WRG 20 s. || grænt land-272°, hvítt 272°-69°, rautt 69°-94°, hvítt 94°-land || 13 || 16 || 8.7 || 1928 || Steinsteypa || Benedikt Jónasson
|}
==Heimildir==
*{{Bókaheimild|titill=Vitar á Íslandi|höfundur=Kristján Sveinsson|ár=2002}}
[[Flokkur:Vitar á Íslandi|!]]
[[Flokkur:Listar tengdir Íslandi|Vitar]]
37ovpjg3lmdkgl4w91ctggz2zkeg2g3
Stríð Ísraels og Írans
0
186733
1921857
1921438
2025-06-28T01:33:24Z
Lafi90
69742
Smávægilegar viðbætur í infobox í samræmi við enska alfræðiritið
1921857
wikitext
text/x-wiki
{{líðandi stund}}
{{Infobox military conflict
| conflict = Stríð Ísraels og Írans
| width =
| partof =
| image = {{Multiple image
| border = infobox
| total_width = 300
| perrow = 2/2
| image1 = Pictures of the Israeli attack on Tehran 1 Mehr (2).jpg
| image2 = Trump situation room 6-21-25.jpg
| image3 = June 2025 Iranian strikes on Ramat Gan (cropped).jpg
| image4 = Batch 3 Avash 15.jpg
| image5 = Attack on IRIB's Live News Broadcasting Studio 07.jpg
| image6 = Iranian missile strike in Bat Yam, 15 June 2025. IV.jpg
}}
| image_size =
| image_upright =
| alt =
| caption =
| date = 13 . júní 2025 – nú ({{Age in years, months and days|2025|6|13}})
| place = [[Íran]], [[Ísrael]] og [[Vesturbakkinn]]
| coordinates = <!--Use the {{coord}} template -->
| map_type =
| map_relief =
| map_size =
| map_marksize =
| map_caption =
| map_label =
| territory =
| result =
| status = Í gangi
| combatants_header =
| combatant1 = {{flag|Ísrael}}<br>{{flag|Bandaríkin}}
| combatant2 = {{tree list}}
* {{flag|Íran}}
* [[Hútar]]
{{tree list/end}}
| commander1 = {{plainlist|
* {{nowrap|{{flagdeco|Israel}} '''[[Benjamín Netanjahú]]'''}}
* {{nowrap|{{flagdeco|Israel}} [[Israel Katz]]}}
* {{nowrap|{{flagdeco|Israel}} [[Eyal Zamir]]}}
* {{nowrap|{{flagdeco|Israel}} [[Tomer Bar]]}}
* {{nowrap|{{flagdeco|Israel}} [[Tamir Yadai]]}}
* {{nowrap|{{flagdeco|Israel}} [[David Barnea]]}}
* {{nowrap|{{flagdeco|USA}} [[Donald Trump]]}}
* {{nowrap|{{flagdeco|USA}} [[Pete Hegseth]]}}
* {{nowrap|{{flagdeco|USA}} [[Dan Caine]]}}
* {{nowrap|{{flagdeco|USA}} [[Michael Kurilla]]}}
}}
| commander2 = {{plainlist|
* {{nowrap|{{flagdeco|Iran}} '''[[Ali Khamenei]]'''}}
* {{nowrap|{{flagdeco|Iran}} [[Masoud Pezeshkian]]}}
* {{nowrap|{{flagdeco|Iran}} [[Mohammad Bagheri]] [[Aftaka|'''X''']]}}
* {{nowrap|{{flagdeco|Iran}} [[Abdolrahim Mousavi]]}}
* {{nowrap|{{flagdeco|Iran}} [[Amir Hatami]]}}
* {{nowrap|{{flagdeco|Iran}} [[Hossein Salami]] [[Aftaka|'''X''']]}}
* {{nowrap|{{flagdeco|Iran}} [[Mohammad Pakpour]]}}
}}
* [[Hútar]]:
* [[Abdul-Malik al-Houthi]]
* [[Muhammad Abd al-Karim al-Ghamari]]
| units1 =
| units2 =
| units3 =
| strength1 =
| strength2 =
| strength3 =
| casualties1 =
| casualties2 =
| casualties3 =
| notes =
| campaignbox =
}}
'''Stríð Ísraels og Írans''' hófst þann [[13. júní]], [[2025]] þegar Ísrael hóf skyndilegar loftárásir á hernaðarskotmörk og kjarnorkumiðstöðvar í Íran. <ref>{{Vefheimild|titill= Israel-Iran: How did latest conflict start and where could it lead?|höfundur= Lana Lam, Sofia Ferreira Santos, Jaroslav Lukiv & Nathan Williams|url=https://www.bbc.com/news/articles/cdj9vj8glg2o |útgefandi=[[BBC]]|ár=2025|mánuður=19. júní|árskoðað=2025|mánuðurskoðað=21. júní}}</ref> Íranskir herforingjar og kjarnorkuvísindamenn voru ráðnir af dögum. Íran svaraði með loftskeyta og drónaárásum á Ísrael. <ref>{{Vefheimild|titill="Iran's UN ambassador says 78 killed, 320 wounded in Israeli strikes – as it happened"|höfundur= Rebecca Ratcliffe; Adam Fulton, Robert Mackey, Maya Yang, Léonie Chao-Fong, Hayden Vernon, Amy Sedghi, Vicky Graham, Tom Bryant, Jonathan Yerushalmy|url= https://www.theguardian.com/world/live/2025/jun/13/israel-iran-strikes-defence-minister-tehran-middle-east-live|útgefandi=[[The Guardian]]|ár=2025|mánuður=13. júní|árskoðað=2025|mánuðurskoðað=21. júní}}</ref>
Þann 22. júní blönduðu Bandaríkin sér beint inn í stríðið er flugher þess gerði loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Írans með [[Northrop B-2 Spirit|B-2 Spirit]] sprengjuflugvélunum og flugskeytum sem skotið var frá kafbátum.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252741952d/a-ras-banda-rikjanna-a-iran-iran-yfirgangsseggur-midausturlandanna-verdur-ad-boda-til-fridar-|title=Árás Bandaríkjanna á Íran: „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar“|author=Silja Rún Sigurbjörnsdóttir|date=2025-06-22|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-22}}</ref>
Þann 24. júní sömdu ríkin um vopnahlé.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/446841|title=Íranskir ríkismiðlar segja vopnahlé hafið|author=Þorgrímur Kári Snævarr|date=2025-06-24|publisher=[[RÚV]]|access-date=2025-06-24}}</ref> Stuttu seinna sökuðu Ísraelar Írani um að hafa brotið vopnahléið og hétu því að bregðast við<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252742761d/iranir-skjota-a-israela|title=Íranir skjóta á Ísraela |author=Silja Rún Sigurbjörnsdóttir|date=2025-06-24|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-24}}</ref> og síðar ásakaði [[Donald Trump]], forseti Bandaríkjanna, bæði ríkin um að hafa rofið vopnahléið í harðorðri yfirlýsingu.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20252742761d/iranir-neita-ad-hafa-skotid-eld-flaugum|title=Íranir neita að hafa skotið eldflaugum - Vísir|author1=Kjartan Kjartansson|author2=Silja Rún Sigurbjörnsdóttir|date=2025-06-24|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2025-06-24}}</ref> Seinna um daginn staðfestu bæði ríki að þau ætluðu að virða vopnahléið.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/06/24/trump_tokst_ad_koma_i_veg_fyrir_fleiri_arasir/|title=Trump tókst að koma í veg fyrir fleiri árásir|publisher=[[Morgunblaðið]]|language=is|date=2025-06-24|access-date=2025-06-24}}</ref>
Ísrael og Íran hafa átt fjandsamleg samskipti í áratugi eða frá [[Íranska byltingin|írönsku byltingunni 1979]]. Frá 2023 hafði Ísrael gert árásir á [[Hamas]] og [[Hezbollah]] sem Íran hefur stutt gegn Ísrael. Íran og Ísrael skiptust á flugskeytum árið 2024 tengt þeim átökum. <ref>{{Vefheimild|titill= Iran and Israel’s shadow war explodes into the open|höfundur=Economist|url= https://web.archive.org/web/20240414114031/https://www.economist.com/middle-east-and-africa/2024/04/14/iran-and-israels-shadow-war-explodes-into-the-open|útgefandi=The Economist|ár=2025|mánuður=13. júní|árskoðað=2025|mánuðurskoðað=21. júní}}</ref>
==Tilvísanir==
{{reflist}}
[[Flokkur:2025]]
[[Flokkur:Saga Írans]]
[[Flokkur:Saga Ísraels]]
[[Flokkur:Stríð á 21. öld]]
[[Flokkur:Stríð í Asíu]]
7eln5u8okgv5d9x5njb2z38sk5q5cvg
Fljótandi jarðgas
0
186778
1921845
1921567
2025-06-27T23:04:18Z
Bjarki S
9
Bjarki S færði [[LNG]] á [[Fljótandi jarðgas]]: Íslenskt nafn
1921567
wikitext
text/x-wiki
{{engar heimildir}}
LNG er ensk skammstöfun sem stendur fyrir ''liquefied natural gas'', þekkt á íslensku sem undirkælt fljótandi [[jarðgas]].
Undirkælt fljótandi jarðgas er leið sem notuð er til að flytja jarðgas frá framleiðslusvæðum til markaða, svo sem inn og út úr Bandaríkjunum og öðrum löndum, þar sem jarðgasleiðsluinnviðir eru ekki fyrir hendi. Jarðgasi er komið á fljótandi form með niðurkælingu í um það bil -162 gráður á [[selsíus]], en í því ástandi verður rúmmál vökvans um 600 sinnum minna en gasformsins.
LNG útflutningsstöðvar taka á móti jarðgasi um jarðgasleiðslur, kæla jarðgasið niður í fljótandi form sem dælt er á gríðarstóra undirkælda tanka á sérstökum LNG-skipum sem flytja undirkælda fljótandi jarðgasið til LNG innflutningsstöðva.
Í LNG innflutningsstöðvum er fljótandi jarðgasið losað úr LNG-skipinu og geymt í frystigeymslutönkum þar til því er svo aftur komið í loftkennt ástand eða endurgasað. Eftir endurgösun er jarðgasið iðulega flutt í gegnum jarðgasleiðsluinnviði til jarðgasorkuvera, iðnaðarmannvirkja, heimila til upphitunar og eldunar, og annarra jarðgaskaupenda.
m3jsq8hgpr2kzs1kpoej1fshnerv7vc
1921849
1921845
2025-06-27T23:08:21Z
Bjarki S
9
1921849
wikitext
text/x-wiki
{{engar heimildir}}
'''Fljótandi jarðgas''', einnig þekkt undir ensku skammstöfuninni '''LNG''' (''liquefied natural gas'')), er [[jarðgas]] sem hefur verið [[undirkæling|undirkælt]] þannig að það er á fljótandi formi.
Fljótandi jarðgas er leið sem notuð er til að flytja jarðgas frá framleiðslusvæðum til markaða, svo sem inn og út úr Bandaríkjunum og öðrum löndum, þar sem jarðgasleiðsluinnviðir eru ekki fyrir hendi. Jarðgasi er komið á fljótandi form með niðurkælingu í um það bil -162 gráður á [[selsíus]], en í því ástandi verður rúmmál vökvans um 600 sinnum minna en gasformsins.
LNG útflutningsstöðvar taka á móti jarðgasi um jarðgasleiðslur, kæla jarðgasið niður í fljótandi form sem dælt er á gríðarstóra undirkælda tanka á sérstökum LNG-skipum sem flytja undirkælda fljótandi jarðgasið til LNG innflutningsstöðva.
Í LNG innflutningsstöðvum er fljótandi jarðgasið losað úr LNG-skipinu og geymt í frystigeymslutönkum þar til því er svo aftur komið í loftkennt ástand eða endurgasað. Eftir endurgösun er jarðgasið iðulega flutt í gegnum jarðgasleiðsluinnviði til jarðgasorkuvera, iðnaðarmannvirkja, heimila til upphitunar og eldunar, og annarra jarðgaskaupenda.
t201zacsrhx2rbo6lyn7aoqt2smhy8s
1921851
1921849
2025-06-27T23:08:38Z
Bjarki S
9
1921851
wikitext
text/x-wiki
{{engar heimildir}}
'''Fljótandi jarðgas''', einnig þekkt undir ensku skammstöfuninni '''LNG''' (''liquefied natural gas''), er [[jarðgas]] sem hefur verið [[undirkæling|undirkælt]] þannig að það er á fljótandi formi.
Fljótandi jarðgas er leið sem notuð er til að flytja jarðgas frá framleiðslusvæðum til markaða, svo sem inn og út úr Bandaríkjunum og öðrum löndum, þar sem jarðgasleiðsluinnviðir eru ekki fyrir hendi. Jarðgasi er komið á fljótandi form með niðurkælingu í um það bil -162 gráður á [[selsíus]], en í því ástandi verður rúmmál vökvans um 600 sinnum minna en gasformsins.
LNG útflutningsstöðvar taka á móti jarðgasi um jarðgasleiðslur, kæla jarðgasið niður í fljótandi form sem dælt er á gríðarstóra undirkælda tanka á sérstökum LNG-skipum sem flytja undirkælda fljótandi jarðgasið til LNG innflutningsstöðva.
Í LNG innflutningsstöðvum er fljótandi jarðgasið losað úr LNG-skipinu og geymt í frystigeymslutönkum þar til því er svo aftur komið í loftkennt ástand eða endurgasað. Eftir endurgösun er jarðgasið iðulega flutt í gegnum jarðgasleiðsluinnviði til jarðgasorkuvera, iðnaðarmannvirkja, heimila til upphitunar og eldunar, og annarra jarðgaskaupenda.
mtheu0rs7fyxhtybyxkectu6839ehic
Spjall:Fljótandi jarðgas
1
186780
1921847
1921497
2025-06-27T23:04:18Z
Bjarki S
9
Bjarki S færði [[Spjall:LNG]] á [[Spjall:Fljótandi jarðgas]]: Íslenskt nafn
1921497
wikitext
text/x-wiki
== Titill ==
Er ekki til einhver betri greinartitill yfir þetta en skammstöfun úr ensku? [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 25. júní 2025 kl. 00:24 (UTC)
:Fljótandi jarðgas, sbr. önnur Norðurlandamál? [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 25. júní 2025 kl. 09:09 (UTC)
: Fljótandi gas hér t.d. https://vatnsidnadur.net/2023/04/28/lng-fljotandi-gas/
--[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 25. júní 2025 kl. 00:30 (UTC)
rqlyvhlmb8fr336t5o1wrre4h093gfo
Rafmennt
0
186786
1921788
1921523
2025-06-27T12:36:04Z
Rafmennt
106857
Umorðun á efni.
1921788
wikitext
text/x-wiki
{{Fyrirtæki
| nafn = Rafmennt
| merki = [[File:Rafmennt-logo.svg|frameless|upright=0.8]]
| gerð = Einkahlutafélag
| staðsetning = Stórhöfði 27
110 Reykjavík
| starfsemi = Fræðslustarfssemi, framhaldsskóli
| vefur = https://www.rafmennt.is/
}}
{{Eyða|Copy/paste}}
Rafmennt er þekkingarfyrirtæki sem þjónustar raf- og tækniiðnaðinn á Íslandi. Það býður upp á framhaldsnám, endurmenntun, námskeið og fyrirlestra fyrir fagfólk í greininni. Rafmennt sér einnig um kennslu í meistaraskóla, rekstur rafbók.is netbókasafns, raunfærnimat og sveinspróf.<ref>{{Cite web|url=https://www.rafmennt.is/skolinn|title=Um okkur|last=Rafmennt|website=Rafmennt|language=is|access-date=2025-06-25}}</ref>
== Sagan<ref>{{Cite web|url=https://www.rafmennt.is/skolinn/sagan|title=Sagan|last=Rafmennt|website=Rafmennt|language=is|access-date=2025-06-25}}</ref> ==
Rafiðnaðarmenn hafa frá árinu 1975 byggt upp öflugt endurmenntunarkerfi. Árið 1985 stofnuðu endurmenntunarnefndir rafiðna og rafeindavirkja Rafiðnaðarskólann, sem lengi vel var undir stjórn nefndanna. Árið 1993 tók skólanefnd Rafiðnaðarskólans formlega við ábyrgð á starfseminni, en árið 2004 var skólinn gerður að hlutafélagi, „Rafiðnaðarskólinn ehf“, í jafnri eigu RSÍ og SART.
Skólinn var upphaflega til húsa í Skipholti, síðar í Skeifunni 11b frá 1989 til 2009, og flutti þá á Stórhöfða 27. Árið 2010 var fyrsta hæðin þar innréttuð sérstaklega fyrir starfsemi skólans.
Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins var stofnuð árið 1996 til að annast umsýslu sveinsprófa og námssamninga, endurskoðun grunnnáms rafiðnaðarmanna og kynningu á námi fyrir ungt fólk. Skrifstofan gerði námsefni í rafiðngreinum aðgengilegt nemendum án kostnaðar á vefnum rafbok.is.
Árið 2018 sameinuðust Rafiðnaðarskólinn og Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins undir merkjum Rafmenntar, fræðsluseturs rafiðnaðarins. Með sameiningunni var öll fræðslustarfsemi rafiðnaðarmanna, frá grunnnámi til meistaraskóla og endurmenntunar, færð undir eitt félag. Markmiðið var að bæta þjónustu við félagsmenn, nýta fjármagn menntasjóðs betur og auka fjölbreytni námskeiða og kynningu á nýrri tækni. RAFMENNT er í jafnri eigu RSÍ og SART.
== Tilvísanir ==
4x6u1wj0xn675fy35vk3tsd4tkklyvu
1921792
1921788
2025-06-27T12:41:42Z
Rafmennt
106857
Bæta við að Rafmennt sé framhaldsskóli
1921792
wikitext
text/x-wiki
{{Fyrirtæki
| nafn = Rafmennt
| merki = [[File:Rafmennt-logo.svg|frameless|upright=0.8]]
| gerð = Einkahlutafélag
| staðsetning = Stórhöfði 27
110 Reykjavík
| starfsemi = Fræðslustarfssemi, framhaldsskóli
| vefur = https://www.rafmennt.is/
}}
{{Eyða|Copy/paste}}
Rafmennt er þekkingarfyrirtæki og framhaldsskóli sem þjónustar raf- og tækniiðnaðinn á Íslandi. Það býður upp á framhaldsnám, endurmenntun, námskeið og fyrirlestra fyrir fagfólk í greininni. Rafmennt sér einnig um kennslu í meistaraskóla, rekstur rafbók.is netbókasafns, raunfærnimat og sveinspróf.<ref>{{Cite web|url=https://www.rafmennt.is/skolinn|title=Um okkur|last=Rafmennt|website=Rafmennt|language=is|access-date=2025-06-25}}</ref>
== Sagan<ref>{{Cite web|url=https://www.rafmennt.is/skolinn/sagan|title=Sagan|last=Rafmennt|website=Rafmennt|language=is|access-date=2025-06-25}}</ref> ==
Rafiðnaðarmenn hafa frá árinu 1975 byggt upp öflugt endurmenntunarkerfi. Árið 1985 stofnuðu endurmenntunarnefndir rafiðna og rafeindavirkja Rafiðnaðarskólann, sem lengi vel var undir stjórn nefndanna. Árið 1993 tók skólanefnd Rafiðnaðarskólans formlega við ábyrgð á starfseminni, en árið 2004 var skólinn gerður að hlutafélagi, „Rafiðnaðarskólinn ehf“, í jafnri eigu RSÍ og SART.
Skólinn var upphaflega til húsa í Skipholti, síðar í Skeifunni 11b frá 1989 til 2009, og flutti þá á Stórhöfða 27. Árið 2010 var fyrsta hæðin þar innréttuð sérstaklega fyrir starfsemi skólans.
Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins var stofnuð árið 1996 til að annast umsýslu sveinsprófa og námssamninga, endurskoðun grunnnáms rafiðnaðarmanna og kynningu á námi fyrir ungt fólk. Skrifstofan gerði námsefni í rafiðngreinum aðgengilegt nemendum án kostnaðar á vefnum rafbok.is.
Árið 2018 sameinuðust Rafiðnaðarskólinn og Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins undir merkjum Rafmenntar, fræðsluseturs rafiðnaðarins. Með sameiningunni var öll fræðslustarfsemi rafiðnaðarmanna, frá grunnnámi til meistaraskóla og endurmenntunar, færð undir eitt félag. Markmiðið var að bæta þjónustu við félagsmenn, nýta fjármagn menntasjóðs betur og auka fjölbreytni námskeiða og kynningu á nýrri tækni. RAFMENNT er í jafnri eigu RSÍ og SART.
== Tilvísanir ==
a72urhdtaos8e3sma42wmltoyiiuez9
1921793
1921792
2025-06-27T12:42:35Z
Rafmennt
106857
Nafnið er Rafmennt í dag en ekki RAFMENNT.
1921793
wikitext
text/x-wiki
{{Fyrirtæki
| nafn = Rafmennt
| merki = [[File:Rafmennt-logo.svg|frameless|upright=0.8]]
| gerð = Einkahlutafélag
| staðsetning = Stórhöfði 27
110 Reykjavík
| starfsemi = Fræðslustarfssemi, framhaldsskóli
| vefur = https://www.rafmennt.is/
}}
{{Eyða|Copy/paste}}
Rafmennt er þekkingarfyrirtæki og framhaldsskóli sem þjónustar raf- og tækniiðnaðinn á Íslandi. Það býður upp á framhaldsnám, endurmenntun, námskeið og fyrirlestra fyrir fagfólk í greininni. Rafmennt sér einnig um kennslu í meistaraskóla, rekstur rafbók.is netbókasafns, raunfærnimat og sveinspróf.<ref>{{Cite web|url=https://www.rafmennt.is/skolinn|title=Um okkur|last=Rafmennt|website=Rafmennt|language=is|access-date=2025-06-25}}</ref>
== Sagan<ref>{{Cite web|url=https://www.rafmennt.is/skolinn/sagan|title=Sagan|last=Rafmennt|website=Rafmennt|language=is|access-date=2025-06-25}}</ref> ==
Rafiðnaðarmenn hafa frá árinu 1975 byggt upp öflugt endurmenntunarkerfi. Árið 1985 stofnuðu endurmenntunarnefndir rafiðna og rafeindavirkja Rafiðnaðarskólann, sem lengi vel var undir stjórn nefndanna. Árið 1993 tók skólanefnd Rafiðnaðarskólans formlega við ábyrgð á starfseminni, en árið 2004 var skólinn gerður að hlutafélagi, „Rafiðnaðarskólinn ehf“, í jafnri eigu RSÍ og SART.
Skólinn var upphaflega til húsa í Skipholti, síðar í Skeifunni 11b frá 1989 til 2009, og flutti þá á Stórhöfða 27. Árið 2010 var fyrsta hæðin þar innréttuð sérstaklega fyrir starfsemi skólans.
Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins var stofnuð árið 1996 til að annast umsýslu sveinsprófa og námssamninga, endurskoðun grunnnáms rafiðnaðarmanna og kynningu á námi fyrir ungt fólk. Skrifstofan gerði námsefni í rafiðngreinum aðgengilegt nemendum án kostnaðar á vefnum rafbok.is.
Árið 2018 sameinuðust Rafiðnaðarskólinn og Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins undir merkjum Rafmenntar, fræðsluseturs rafiðnaðarins. Með sameiningunni var öll fræðslustarfsemi rafiðnaðarmanna, frá grunnnámi til meistaraskóla og endurmenntunar, færð undir eitt félag. Markmiðið var að bæta þjónustu við félagsmenn, nýta fjármagn menntasjóðs betur og auka fjölbreytni námskeiða og kynningu á nýrri tækni. Rafmennt er í jafnri eigu RSÍ og SART.
== Tilvísanir ==
a6ihj0d4cop4ndml3wqmbgj6ile8vdx
1921797
1921793
2025-06-27T12:55:37Z
Rafmennt
106857
Bæta við að Rafmennt hafi fengið viðurkenningu sem framhaldsskóli
1921797
wikitext
text/x-wiki
{{Fyrirtæki
| nafn = Rafmennt
| merki = [[File:Rafmennt-logo.svg|frameless|upright=0.8]]
| gerð = Einkahlutafélag
| staðsetning = Stórhöfði 27
110 Reykjavík
| starfsemi = Fræðslustarfssemi, framhaldsskóli
| vefur = https://www.rafmennt.is/
}}
{{Eyða|Copy/paste}}
Rafmennt er þekkingarfyrirtæki og framhaldsskóli sem þjónustar raf- og tækniiðnaðinn á Íslandi. Það býður upp á framhaldsnám, endurmenntun, námskeið og fyrirlestra fyrir fagfólk í greininni. Rafmennt sér einnig um kennslu í meistaraskóla, rekstur rafbók.is netbókasafns, raunfærnimat og sveinspróf.<ref>{{Cite web|url=https://www.rafmennt.is/skolinn|title=Um okkur|last=Rafmennt|website=Rafmennt|language=is|access-date=2025-06-25}}</ref>
== Sagan<ref>{{Cite web|url=https://www.rafmennt.is/skolinn/sagan|title=Sagan|last=Rafmennt|website=Rafmennt|language=is|access-date=2025-06-25}}</ref> ==
Rafiðnaðarmenn hafa frá árinu 1975 byggt upp öflugt endurmenntunarkerfi. Árið 1985 stofnuðu endurmenntunarnefndir rafiðna og rafeindavirkja Rafiðnaðarskólann, sem lengi vel var undir stjórn nefndanna. Árið 1993 tók skólanefnd Rafiðnaðarskólans formlega við ábyrgð á starfseminni, en árið 2004 var skólinn gerður að hlutafélagi, „Rafiðnaðarskólinn ehf“, í jafnri eigu RSÍ og SART.
Skólinn var upphaflega til húsa í Skipholti, síðar í Skeifunni 11b frá 1989 til 2009, og flutti þá á Stórhöfða 27. Árið 2010 var fyrsta hæðin þar innréttuð sérstaklega fyrir starfsemi skólans.
Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins var stofnuð árið 1996 til að annast umsýslu sveinsprófa og námssamninga, endurskoðun grunnnáms rafiðnaðarmanna og kynningu á námi fyrir ungt fólk. Skrifstofan gerði námsefni í rafiðngreinum aðgengilegt nemendum án kostnaðar á vefnum rafbok.is.
Árið 2018 sameinuðust Rafiðnaðarskólinn og Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins undir merkjum Rafmenntar, fræðsluseturs rafiðnaðarins. Með sameiningunni var öll fræðslustarfsemi rafiðnaðarmanna, frá grunnnámi til meistaraskóla og endurmenntunar, færð undir eitt félag. Markmiðið var að bæta þjónustu við félagsmenn, nýta fjármagn menntasjóðs betur og auka fjölbreytni námskeiða og kynningu á nýrri tækni.
Rafmennt fékk síðan viðurkenningu sem einkarekinn framhaldsskóli árið 2022<ref>{{Vefheimild|url=https://www.rafmennt.is/static/files/arskyrslurofl/Vidurkenningmenntamalastofnun/rafmennt-fjarhagslegt-mat-april-2022.pdf|titill=Mat á fjárhagsmálefnum og tryggingum Rafmenntar ehf vegna umsóknar um
viðurkenningu sem einkarekinn framhaldsskóli.}}</ref> og var endurnýjuð árið 2024<ref>{{Vefheimild|url=https://www.rafmennt.is/static/files/Framhaldsskoli/vidurkenning_uppfaerd_2024_rafmennt.pdf|titill=Viðurkenning Rafmenntar ehf. sem einkaskóli á framhaldsskólastigi, tímabilið
10.07.2024 – 10.07.2027}}</ref>.
Rafmennt er í jafnri eigu RSÍ og SART.
== Tilvísanir ==
p6s352du2ki1xew3ql1i8whqpw3vteu
1921798
1921797
2025-06-27T12:57:42Z
Rafmennt
106857
Bæta við tenglum á RSÍ og SART
1921798
wikitext
text/x-wiki
{{Fyrirtæki
| nafn = Rafmennt
| merki = [[File:Rafmennt-logo.svg|frameless|upright=0.8]]
| gerð = Einkahlutafélag
| staðsetning = Stórhöfði 27
110 Reykjavík
| starfsemi = Fræðslustarfssemi, framhaldsskóli
| vefur = https://www.rafmennt.is/
}}
{{Eyða|Copy/paste}}
Rafmennt er þekkingarfyrirtæki og framhaldsskóli sem þjónustar raf- og tækniiðnaðinn á Íslandi. Það býður upp á framhaldsnám, endurmenntun, námskeið og fyrirlestra fyrir fagfólk í greininni. Rafmennt sér einnig um kennslu í meistaraskóla, rekstur rafbók.is netbókasafns, raunfærnimat og sveinspróf.<ref>{{Cite web|url=https://www.rafmennt.is/skolinn|title=Um okkur|last=Rafmennt|website=Rafmennt|language=is|access-date=2025-06-25}}</ref>
== Sagan<ref>{{Cite web|url=https://www.rafmennt.is/skolinn/sagan|title=Sagan|last=Rafmennt|website=Rafmennt|language=is|access-date=2025-06-25}}</ref> ==
Rafiðnaðarmenn hafa frá árinu 1975 byggt upp öflugt endurmenntunarkerfi. Árið 1985 stofnuðu endurmenntunarnefndir rafiðna og rafeindavirkja Rafiðnaðarskólann, sem lengi vel var undir stjórn nefndanna. Árið 1993 tók skólanefnd Rafiðnaðarskólans formlega við ábyrgð á starfseminni, en árið 2004 var skólinn gerður að hlutafélagi, „Rafiðnaðarskólinn ehf“, í jafnri eigu [[Rafiðnaðarsamband Íslands|RSÍ]] og [[Samtök rafverktaka|SART]].
Skólinn var upphaflega til húsa í Skipholti, síðar í Skeifunni 11b frá 1989 til 2009, og flutti þá á Stórhöfða 27. Árið 2010 var fyrsta hæðin þar innréttuð sérstaklega fyrir starfsemi skólans.
Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins var stofnuð árið 1996 til að annast umsýslu sveinsprófa og námssamninga, endurskoðun grunnnáms rafiðnaðarmanna og kynningu á námi fyrir ungt fólk. Skrifstofan gerði námsefni í rafiðngreinum aðgengilegt nemendum án kostnaðar á vefnum rafbok.is.
Árið 2018 sameinuðust Rafiðnaðarskólinn og Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins undir merkjum Rafmenntar, fræðsluseturs rafiðnaðarins. Með sameiningunni var öll fræðslustarfsemi rafiðnaðarmanna, frá grunnnámi til meistaraskóla og endurmenntunar, færð undir eitt félag. Markmiðið var að bæta þjónustu við félagsmenn, nýta fjármagn menntasjóðs betur og auka fjölbreytni námskeiða og kynningu á nýrri tækni.
Rafmennt fékk síðan viðurkenningu sem einkarekinn framhaldsskóli árið 2022<ref>{{Vefheimild|url=https://www.rafmennt.is/static/files/arskyrslurofl/Vidurkenningmenntamalastofnun/rafmennt-fjarhagslegt-mat-april-2022.pdf|titill=Mat á fjárhagsmálefnum og tryggingum Rafmenntar ehf vegna umsóknar um
viðurkenningu sem einkarekinn framhaldsskóli.}}</ref> og var endurnýjuð árið 2024<ref>{{Vefheimild|url=https://www.rafmennt.is/static/files/Framhaldsskoli/vidurkenning_uppfaerd_2024_rafmennt.pdf|titill=Viðurkenning Rafmenntar ehf. sem einkaskóli á framhaldsskólastigi, tímabilið
10.07.2024 – 10.07.2027}}</ref>.
Rafmennt er í jafnri eigu [[Rafiðnaðarsamband Íslands|RSÍ]] og [[Samtök rafverktaka|SART]].
== Tilvísanir ==
iqildomrrvol0wff1hgtj3ly1qjxfwa
Spjall:Rafmennt
1
186788
1921787
1921521
2025-06-27T12:33:49Z
Rafmennt
106857
Setja inn ástæðu afhverju texti er í lagi.
1921787
wikitext
text/x-wiki
== Texti ==
Textinn er orðrétt af heimasíðunni. Eru það vinnubrögð sem eru ásættanlegt? [[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 25. júní 2025 kl. 12:15 (UTC)
:Nei, það er það ekki. Annað hvort að eyða greininni enda höfundaréttsbrot að afrita texta eða endurskrifa hana frá grunni. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 25. júní 2025 kl. 14:49 (UTC)
:Já. Þetta er ekki höfundarréttarbrot, gögn frá Rafmennt sett inn af Rafmennt. Það er enginn tilgangur að endurskrifa. Þetta er góður texti sem á vel heima hérna. [[Notandi:Rafmennt|Rafmennt]] ([[Notandaspjall:Rafmennt|spjall]]) 27. júní 2025 kl. 12:33 (UTC)
cwpd0gb25pnosg15vjb2bpdch4wnkle
1921790
1921787
2025-06-27T12:36:33Z
Rafmennt
106857
/* Texti */ Svar
1921790
wikitext
text/x-wiki
== Texti ==
Textinn er orðrétt af heimasíðunni. Eru það vinnubrögð sem eru ásættanlegt? [[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 25. júní 2025 kl. 12:15 (UTC)
:Nei, það er það ekki. Annað hvort að eyða greininni enda höfundaréttsbrot að afrita texta eða endurskrifa hana frá grunni. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 25. júní 2025 kl. 14:49 (UTC)
:Já. Þetta er ekki höfundarréttarbrot, gögn frá Rafmennt sett inn af Rafmennt. Það er enginn tilgangur að endurskrifa. Þetta er góður texti sem á vel heima hérna. [[Notandi:Rafmennt|Rafmennt]] ([[Notandaspjall:Rafmennt|spjall]]) 27. júní 2025 kl. 12:33 (UTC)
::Búinn að umorða textann aðeins. [[Notandi:Rafmennt|Rafmennt]] ([[Notandaspjall:Rafmennt|spjall]]) 27. júní 2025 kl. 12:36 (UTC)
bxd7jyh8y0bd6ri1pywjdo45l7fgir9
1921796
1921790
2025-06-27T12:49:14Z
Rafmennt
106857
/* Texti */ Svar
1921796
wikitext
text/x-wiki
== Texti ==
Textinn er orðrétt af heimasíðunni. Eru það vinnubrögð sem eru ásættanlegt? [[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 25. júní 2025 kl. 12:15 (UTC)
:Nei, það er það ekki. Annað hvort að eyða greininni enda höfundaréttsbrot að afrita texta eða endurskrifa hana frá grunni. [[Notandi:Steinninn|Steinn]][[Notandaspjall:Steinninn|inn]] 25. júní 2025 kl. 14:49 (UTC)
:Já. Þetta er ekki höfundarréttarbrot, gögn frá Rafmennt sett inn af Rafmennt. Það er enginn tilgangur að endurskrifa. Þetta er góður texti sem á vel heima hérna. [[Notandi:Rafmennt|Rafmennt]] ([[Notandaspjall:Rafmennt|spjall]]) 27. júní 2025 kl. 12:33 (UTC)
::Búinn að umorða textann aðeins. [[Notandi:Rafmennt|Rafmennt]] ([[Notandaspjall:Rafmennt|spjall]]) 27. júní 2025 kl. 12:36 (UTC)
::Vill taka það líka fram að ég veit að Rafmennt á ekki síðuna hér á WP en að gögnin eru sett inn af okkur til að koma síðunni af stað. Vona að þessi umorðun geri það að verkun að þið séuð sátt(ir). :) [[Notandi:Rafmennt|Rafmennt]] ([[Notandaspjall:Rafmennt|spjall]]) 27. júní 2025 kl. 12:49 (UTC)
he7ouufrbs7xnufdjwy1nze4ql0u5is
JaVale McGee
0
186800
1921868
1921734
2025-06-28T08:43:55Z
Alvaldi
71791
1921868
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox basketball biography
| name = JaVale McGee
| image = 34McGee2010.jpg
| image_size =
| caption = McGee árið 2010
| position = Miðherji
| height_ft = 7
| height_in = 0
| weight_lb = 270
| league =
| team =
| number =
| birth_date = {{birth date and age|1988|1|19}}
| birth_place = Flint, [[Michigan]], Bandaríkin
| national_team = {{flagdeco|USA}} [[Bandaríska karlalandsliðið í körfuknattleik|Bandaríkin]] (1992)
| college = Nevada (2006–2008)
| draft_year = 2008
| draft_round = 1
| draft_pick = 18
| draft_team = [[Washington Wizards]]
| career_start = 2008
| career_end =
| years1 = 2008–2012
| team1 = [[Washington Wizards]]
| years2 = 2011–2015
| team2 = [[Denver Nuggets]]
| years3 = 2014–2015
| team3 = [[Philadelphia 76ers]]
| years4 = 2015–2016
| team4 = [[Dallas Mavericks]]
| years5 = 2016–2018
| team5 = [[Golden State Warriors]]
| years6 = 2018–20120
| team6 = [[Los Angeles Lakers]]
| years7 = 2020–2021
| team7 = [[Cleveland Cavaliers]]
| years8 = 2021
| team8 = Denver Nuggets
| years9 = 2021–2022
| team9 = [[Phoenix Suns]]
| years10 = 2022–2023
| team10 = Dallas Mavericks
| years11 = 2023–2024
| team11 = [[Sacramento Kings]]
| years12 = 2025–present
| team12 = [[Vaqueros de Bayamón]]
| highlights = * 3× [[NBA]] meistari (2017, 2018, 2020)
| medal_templates =
}}
'''JaVale Lindy McGee''' (fæddur 19. janúar 1988) er bandarískur atvinnumaður í körfubolta. Eftir að hafa spilað háskólakörfubolta fyrir Nevada og var hann valinn af [[Washington Wizards]] í nýliðavali NBA árið 2008. Á 16 ára ferli í NBA hefur JaVale unnið NBA meistaratitilinn þrívegis; með [[Golden State Warriors]] árin 2017 og 2018 og með [[Los Angeles Lakers]] árið 2020.<ref>{{Cite news |date=2023-10-26 |title=Kings signing JaVale McGee, per sources: What role will he fill? |url=https://www.nytimes.com/athletic/4824058/2023/08/31/kings-javale-mcgee-signing/ |access-date=2025-06-26 |author1=Shams Charania|author2=Sam Amick|work=[[The New York Times]] |language=en-US |issn=0362-4331}}</ref> Árið 2021 vann hann til gullverðlauna með landsliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum.<ref name="espn-2021"/>
Móðir JaVale er fyrrum körfuknattleikskonan Pamela McGee sem vann gull með Bandaríkjunum á Ólympíuleikunum árið 1984.<ref name="espn-2021">{{Cite web|url=https://www.espn.com/olympics/story/_/id/31977111/pamela-javale-mcgee-become-first-mom-son-gold-medal-duo-olympics-history|title=Golden Child: Pamela and JaVale McGee become first mother and son to win Olympic golds|author=Ashton Edmunds
|date=2021-08-07|website=ESPN.com|language=en|access-date=2025-06-26}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist|30em}}
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1988]]
[[Flokkur:Bandarískir körfuknattleiksmenn]]
[[Flokkur:NBA leikmenn]]
[[Flokkur:Bandarískir Ólympíuverðlaunahafar]]
egctpqdel4hsrv7jov3osi28yxo10gn
Bundesamt für Verfassungsschutz
0
186803
1921784
1921780
2025-06-27T12:02:46Z
TKSnaevarr
53243
1921784
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Bfvwappen.svg|alt=Örn þýska sambandslýviðeldsins (Bundesadler) er vinstra meginn. Í miðjunni er bálki sem er svartur efst, rauður í miðjunni og gulur neðst. Hægri meginn er texti þar sem stendur: „Bundesamt für Verfassungsschutz“.|thumb|Merki BfV]]
'''Sambandsstofnun til verndar stjórnarskrárinnar''' (þýska: '''Bundesamt für Verfassungsschutz'''; skammstafað '''BfV''') er stofnun [[Þýskaland|Sambandslýðveldisins Þýskalands]] sem hefur það að aðalverkefni að safna og greina upplýsingar um aðgerðir gegn „frjálsu lýðræðislegu grundvallarskipulagi Þýskalands“ og gagnnjósnum.<ref>{{Cite web|url=https://www.gesetze-im-internet.de/bverfschg/__3.html|title=§ 3 BVerfSchG - Einzelnorm|website=www.gesetze-im-internet.de|access-date=2025-06-26}}</ref> Stofnunin hefur heimild til að nota „leyniþjónustulega upplýsingaöflun“,<ref>{{Cite web|url=https://www.gesetze-im-internet.de/bverfschg/__7.html|title=§ 7 BVerfSchG - Einzelnorm|website=www.gesetze-im-internet.de|access-date=2025-06-26}}</ref> en hefur ekkert lögregluvald.
Ásamt þýsku utanríkisleyniþjónustunni (''Bundesnachrichtendienst''; BND) og gagnnjósnaþjónustu hersins (''Militärischer Abschirmdienst''; MAD) er BfV ein af þremur leyniþjónustum Þýskalands.
BfV tilheyrir innanríkisráðuneyti Þýskalands (BMI). Ráðuneytið hefur tæknileg eftirlit með stofnunina undir forystu forseta BfV. Skyldur og heimildar stofunnarinnar, sem og samstarf við stofananir sambandslandanna til verndar stjórnarskrárinnar (''Landesämter für Verfassungsschutz''; LfV), eru stjórnað af sambandslögum um vernd stjórnarskrárinnar.
== Samtök sem BfV fylgist með ==
Dæmi um hópa fólks sem hefur verið eða er verið að fylgjast með af BfV eru meðal annars:
* Fólk frá samtökum sem tengjast öfgahægrisamtökum, svo sem [[Valkostur fyrir Þýskaland|Valkosti fyrir Þýskaland]], [[Þjóðarlýðræðisflokkur Þýskalands|Þjóðarlýðræðisflokknum]], [[Þýska röddin|Þýsku röddinni]], [[Hægrið (Þýskaland)|Hægrinu]], [[Þriðja leiðin (Þýskaland)|Þriðju leiðinni]], [[Neðanjarðarhreyfing þjóðernissósíalista|Neðanjarðarhreyfingu þjóðernissósíalista]], [[Þjóðarfylkingin (Þýskaland)|Þjóðarfylkingunni]] eða þeim sem tengjast þeim náið.
* Fólk frá öfgavinstriflokkum og -samtökum, t.d. [[Kommúnistaflokkur Þýskalands|Kommúnistaflokki Þýskalands]], [[Þýski kommúnistaflokkurinn|Þýska kommúnistaflokknum]], [[Marx-lenínistaflokkur Þýskalands|Marx-lenínistaflokki Þýskalands]], [[Rote Armee Fraktion|Rauðu herdeildinni]], [[Frjáls æskulýður Þýskalands|Frjálsum æskulýð Þýskalands]], [[Kommúnistaflokkur Tyrklands/Marx-lenínistar|TKP/ML]], [[Freie Arbeiter*innen-Union|Frjálsu sambandi verkamanna- og kvenna]] og fleiri.
* Íslamsk bókstafstrúarsamtök eins og til dæmis [[Kalifatstaat|Kalífaríkið]], [[Millî Görüş]], [[Íslamska ríkið|ISIS]], [[al-Kaída]], [[Hamas]], [[Jihad|jíhadistasamtök]], [[Tyrkneska Hezbollah]], [[Bræðralag múslima]] og fleiri.
* Einstaklingar frá [[Verkalýðsflokkur Kúrda|Verkalýðsflokki Kúrda]] (PKK) og tyrkneskum öfgahægrihópum eins og [[Gráu úlfarnir|Gráu úlfunum]] og öðrum öfgahópum.
* [[Tölvuárás|Netárásarhópar]].
* Leyniþjónustur [[Rússland|Rússneska sambandsríkisins]], [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]], [[Íran|Íslamska lýðveldisins Írans]], [[Tyrkland|Tyrklands]] og annarra ríkja sem eru virk í Þýskalandi.
* [[Vísindakirkjan]].
* Stjórnmálamenn fyrrverandi [[Austur-Þýskaland]]s og annarra sósíalískra ríkja.
== Tilvísanir ==
<references/>
{{s|1950}}
[[Flokkur:Leyniþjónustur]]
[[Flokkur:Löggæsla í Þýskalandi]]
1fo6zfrxgzcu9dan9elzy4z2hfq1pib
1921808
1921784
2025-06-27T15:27:16Z
TKSnaevarr
53243
1921808
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Bfvwappen.svg|alt=Örn þýska sambandslýviðeldsins (Bundesadler) er vinstra meginn. Í miðjunni er bálki sem er svartur efst, rauður í miðjunni og gulur neðst. Hægri meginn er texti þar sem stendur: „Bundesamt für Verfassungsschutz“.|thumb|Merki BfV]]
'''Sambandsstofnun til verndar stjórnarskrárinnar''' (þýska: '''Bundesamt für Verfassungsschutz'''; skammstafað '''BfV''') er stofnun [[Þýskaland|Sambandslýðveldisins Þýskalands]] sem hefur það að aðalverkefni að safna og greina upplýsingar um aðgerðir gegn „frjálsu lýðræðislegu grundvallarskipulagi Þýskalands“ og gagnnjósnum.<ref>{{Cite web|url=https://www.gesetze-im-internet.de/bverfschg/__3.html|title=§ 3 BVerfSchG - Einzelnorm|website=www.gesetze-im-internet.de|access-date=2025-06-26}}</ref> Stofnunin hefur heimild til að nota „leyniþjónustulega upplýsingaöflun“,<ref>{{Cite web|url=https://www.gesetze-im-internet.de/bverfschg/__7.html|title=§ 7 BVerfSchG - Einzelnorm|website=www.gesetze-im-internet.de|access-date=2025-06-26}}</ref> en hefur ekkert lögregluvald.
Ásamt þýsku utanríkisleyniþjónustunni (''Bundesnachrichtendienst''; BND) og gagnnjósnaþjónustu hersins (''Militärischer Abschirmdienst''; MAD) er BfV ein af þremur leyniþjónustum Þýskalands.
BfV tilheyrir innanríkisráðuneyti Þýskalands (BMI). Ráðuneytið hefur tæknilegt eftirlit með stofnuninni undir forystu forseta BfV. Skyldur og heimildir stofunnarinnar, sem og samstarf við stofananir sambandslandanna til verndar stjórnarskrárinnar (''Landesämter für Verfassungsschutz''; LfV), byggjast á sambandslögum um vernd stjórnarskrárinnar.
== Samtök sem BfV fylgist með ==
Dæmi um hópa fólks sem hefur verið eða er verið að fylgjast með af BfV eru meðal annars:
* Fólk frá samtökum sem tengjast öfgahægrisamtökum, svo sem [[Valkostur fyrir Þýskaland|Valkosti fyrir Þýskaland]], [[Þjóðarlýðræðisflokkur Þýskalands|Þjóðarlýðræðisflokknum]], [[Þýska röddin|Þýsku röddinni]], [[Hægrið (Þýskaland)|Hægrinu]], [[Þriðja leiðin (Þýskaland)|Þriðju leiðinni]], [[Neðanjarðarhreyfing þjóðernissósíalista|Neðanjarðarhreyfingu þjóðernissósíalista]], [[Þjóðarfylkingin (Þýskaland)|Þjóðarfylkingunni]] eða þeim sem tengjast þeim náið.
* Fólk frá öfgavinstriflokkum og -samtökum, t.d. [[Kommúnistaflokkur Þýskalands|Kommúnistaflokki Þýskalands]], [[Þýski kommúnistaflokkurinn|Þýska kommúnistaflokknum]], [[Marx-lenínistaflokkur Þýskalands|Marx-lenínistaflokki Þýskalands]], [[Rote Armee Fraktion|Rauðu herdeildinni]], [[Frjáls æskulýður Þýskalands|Frjálsum æskulýð Þýskalands]], [[Kommúnistaflokkur Tyrklands/Marx-lenínistar|TKP/ML]], [[Freie Arbeiter*innen-Union|Frjálsu sambandi verkamanna- og kvenna]] og fleiri.
* Íslamsk bókstafstrúarsamtök eins og til dæmis [[Kalifatstaat|Kalífaríkið]], [[Millî Görüş]], [[Íslamska ríkið|ISIS]], [[al-Kaída]], [[Hamas]], [[Jihad|jíhadistasamtök]], [[Tyrkneska Hezbollah]], [[Bræðralag múslima]] og fleiri.
* Einstaklingar frá [[Verkalýðsflokkur Kúrda|Verkalýðsflokki Kúrda]] (PKK) og tyrkneskum öfgahægrihópum eins og [[Gráu úlfarnir|Gráu úlfunum]] og öðrum öfgahópum.
* [[Tölvuárás|Netárásarhópar]].
* Leyniþjónustur [[Rússland|Rússneska sambandsríkisins]], [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]], [[Íran|Íslamska lýðveldisins Írans]], [[Tyrkland|Tyrklands]] og annarra ríkja sem eru virk í Þýskalandi.
* [[Vísindakirkjan]].
* Stjórnmálamenn fyrrverandi [[Austur-Þýskaland]]s og annarra sósíalískra ríkja.
== Tilvísanir ==
<references/>
{{s|1950}}
[[Flokkur:Leyniþjónustur]]
[[Flokkur:Löggæsla í Þýskalandi]]
irijcddgb830uj8a6kssg87lycp9bw6
Rafiðnaðarskólinn
0
186813
1921799
2025-06-27T13:00:05Z
Rafmennt
106857
Útbúa síðu fyrir gamla nafnið á Rafmennt
1921799
wikitext
text/x-wiki
#REDIRECT [[Rafmennt]]
reqb5vmpz78yveb4o8x37srovnbioxg
Flokkur:Túdor-ætt
14
186814
1921811
2025-06-27T15:34:20Z
TKSnaevarr
53243
Bjó til síðu með „[[Flokkur:Evrópskar konungsættir]]“
1921811
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Evrópskar konungsættir]]
eviu23vlgm2u3s3wwe6q3ozupyrqwwe
Aðalstræti 2
0
186815
1921830
2025-06-27T17:57:01Z
Friðþjófur
104929
Bjó til síðu með „'''Aðalstræti 2''' eða '''Geysishúsið''' er [[Ísland|íslenskt]] hús sem stendur við [[Aðalstræti]] í [[Reykjavík]]. Það er eitt sögufrægasta hús [[Reykjavík]]ur og hefur hýst ýmsa starfsemi. ==Saga== Fyrstu verslunarhúsin í Reykjavík risu á lóð Aðalstrætis 2 þegar hús [[Konungsverslunin síðari|Konungsverslunarinnar]] voru flutt í land úr [[Örfirisey]]. Óljóst er þó að hve miklu leyti hægt var að endurreisa gömlu húsin...“
1921830
wikitext
text/x-wiki
'''Aðalstræti 2''' eða '''Geysishúsið''' er [[Ísland|íslenskt]] hús sem stendur við [[Aðalstræti]] í [[Reykjavík]]. Það er eitt sögufrægasta hús [[Reykjavík]]ur og hefur hýst ýmsa starfsemi.
==Saga==
Fyrstu verslunarhúsin í Reykjavík risu á lóð Aðalstrætis 2 þegar hús [[Konungsverslunin síðari|Konungsverslunarinnar]] voru flutt í land úr [[Örfirisey]]. Óljóst er þó að hve miklu leyti hægt var að endurreisa gömlu húsin eða hvort nothæft byggingarefni úr þeim var einungis nýtt í nýju byggingarnar.
Síðasti verslunarstjóri Konungsverslunarinnar, Johan Chr. Sunchenberg, sem einnig gegndi starfi forstöðumanns [[Innréttingarnar|Innréttinganna]] tók við rekstrinum eftir að konungsversluninni var slitið og rak til dauðadags 1805 eða 1806 og varð þar með fyrsti kaupmaðurinn í Reykjavík. Eftir dauða Sunchenberg lauk föstum verslunarrekstri í húsunum um skeið og þau komust í eigu ýmissa aðila.
Árið 1853 keypti Robert Tærgesen kaupmaður húsin, lét rífa þau og reisa núverandi mannvirki tveimur árum síðar. Athygli vakti að hið nýja hús var tvílyft, sem var fágætt á þeim árum. Waldimar Fischer kaupmaður eignaðist húsið árið 1865 og rak þar verslun um langt árabil. [[Fischersund]] í [[Grjótaþorp|Grjótaþorpi]] er við hann kennt.
Athafnamaðurinn H. P. Duus, sem rekið hafði umfangsmikla verslun og útgerð í [[Keflavík]] festu kaup á Fischersverslun árið 1904 og var það um þær mundir eitt stærsta fyrirtæki landsins en endaði í gjaldþroti árið 1927. Þá opnaði ''Ingólfs apótek'' í húsinu og starfaði þar um nokkurt skeið. Síðar var ''Veiðarfæraverslunin Geysir'' starfrækt í húsinu um langt árabil og dregur það nafn sitt af henni í huga margra Reykvíkinga. Ýmis starfsemi hefur verið í Aðalstræti 2 á liðnum árum, auk þess sem húsið hefur verið tengt við bakbyggingar með mikilli glerhvelfingu.<ref>Kvosin: Byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur. Útg. Torfusamtökin. Reykajvík 1987, bls. 67-68.</ref>
==Heimildir==
<references/>
{{Friðuð hús í Reykjavík}}
[[Flokkur:Saga Reykjavíkur]]
[[Flokkur:Byggingar í Reykjavík]]
3cp293my0m9syssdlmvakeud717d2vg
Aðalstræti 6
0
186816
1921837
2025-06-27T20:10:38Z
Friðþjófur
104929
Bjó til síðu með „'''Aðalstræti 6''' eða '''Morgunblaðshöllin''' er [[Ísland|íslenskt]] hús sem stendur við [[Aðalstræti]] í [[Reykjavík]]. Ýmsir aðilar hafa búið og starfað á lóð hússins sem hýsir í dag ''Center Hotels Plaza''. ==Saga== Lóð Aðalstrætis lá norðan húsa [[Innréttingarnar|Innréttinganna]] en sunnan við verslunarhús [[Konungsverslunin síðari|Konungsverslunarinnar]]. Hún stóð lengi auð en árið 1825 var reist á henni íbúðar...“
1921837
wikitext
text/x-wiki
'''Aðalstræti 6''' eða '''Morgunblaðshöllin''' er [[Ísland|íslenskt]] hús sem stendur við [[Aðalstræti]] í [[Reykjavík]]. Ýmsir aðilar hafa búið og starfað á lóð hússins sem hýsir í dag ''Center Hotels Plaza''.
==Saga==
Lóð Aðalstrætis lá norðan húsa [[Innréttingarnar|Innréttinganna]] en sunnan við verslunarhús [[Konungsverslunin síðari|Konungsverslunarinnar]]. Hún stóð lengi auð en árið 1825 var reist á henni íbúðarhús sem komst árið 1844 í eigu [[Þórður Jónassen|Þórðar Jónassen]] háyfirdómara og var þá nefnt ''Þórðar Jónassenhús''.
Sigurður Jónsson járnsmiður eignaðist húsið árið 1892, byggði við það og reisti smiðju aftar á lóðinni. Árið 1922 var ''Vélsmiðjan Héðinn'' stofnuð í smiðjuhúsi þessu og rekin þar til ársins 1962.
Kristilegu samtökin [[KFUM og KFUK|KFUM]] voru arfleidd að húsunum á lóðinni sem aftur seldu þau [[Árvakur|Árvakri]], útgáfufélagi [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]]. Öll mannvirkin voru rifin á árinu 1951 þegar hafist var handa við byggingu höfuðstöðva blaðsins, sexlyfts steinhúss eftir teikningum Gunnars Hanssonar arkitekts. Það gekk almennt undir heitinu ''Morgunblaðshöllinn'' í munni Reykvíkinga.<ref>Kvosin: Byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur. Útg. Torfusamtökin. Reykajvík 1987, bls. 70.</ref>
Árið 1955 opnaði verslunarmiðstöðin [[Vesturver]] á neðstu hæðum hússins. Þar var að finna fjölda verslana undir einu þaki.
==Heimildir==
<references/>
[[Flokkur:Saga Reykjavíkur]]
[[Flokkur:Byggingar í Reykjavík]]
38gqoz3bi8ysx00xye96zlyfpx5wu0h
1921839
1921837
2025-06-27T20:12:09Z
Friðþjófur
104929
/* Saga */
1921839
wikitext
text/x-wiki
'''Aðalstræti 6''' eða '''Morgunblaðshöllin''' er [[Ísland|íslenskt]] hús sem stendur við [[Aðalstræti]] í [[Reykjavík]]. Ýmsir aðilar hafa búið og starfað á lóð hússins sem hýsir í dag ''Center Hotels Plaza''.
==Saga==
Lóð Aðalstrætis lá norðan húsa [[Innréttingarnar|Innréttinganna]] en sunnan við verslunarhús [[Konungsverslunin síðari|Konungsverslunarinnar]]. Hún stóð lengi auð en árið 1825 var reist á henni íbúðarhús sem komst árið 1844 í eigu [[Þórður Jónassen|Þórðar Jónassen]] háyfirdómara og var þá nefnt ''Þórðar Jónassenhús''.
Sigurður Jónsson járnsmiður eignaðist húsið árið 1892, byggði við það og reisti smiðju aftar á lóðinni. Árið 1922 var ''Vélsmiðjan Héðinn'' stofnuð í smiðjuhúsi þessu og rekin þar til ársins 1962.
Kristilegu samtökin [[KFUM og KFUK|KFUM]] voru arfleidd að húsunum á lóðinni sem aftur seldu þau [[Árvakur|Árvakri]], útgáfufélagi [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]]. Öll mannvirkin voru rifin eða flutt á braut á árinu 1951 þegar hafist var handa við byggingu höfuðstöðva blaðsins, sexlyfts steinhúss eftir teikningum Gunnars Hanssonar arkitekts. Það gekk almennt undir heitinu ''Morgunblaðshöllinn'' í munni Reykvíkinga.<ref>Kvosin: Byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur. Útg. Torfusamtökin. Reykajvík 1987, bls. 70.</ref>
Árið 1955 opnaði verslunarmiðstöðin [[Vesturver]] á neðstu hæðum hússins. Þar var að finna fjölda verslana undir einu þaki.
==Heimildir==
<references/>
[[Flokkur:Saga Reykjavíkur]]
[[Flokkur:Byggingar í Reykjavík]]
27rkl2trbib6wy1kn1i4sy3yjm6mqh5
Vesturgata 2
0
186817
1921841
2025-06-27T21:25:54Z
Friðþjófur
104929
Bjó til síðu með „'''Vesturgata 2''', '''Bryggjuhúsið''' - einnig kallað '''Kaffi Reykjavík''' er [[Ísland|íslenskt]] hús sem stendur við [[Vesturgata|Vesturgötu]] í [[Reykjavík]]. Númeraröð allra húsa í borginni reiknast út frá húsinu, sem stundum er rætt um sem ''hlið Reykjavíkur''. ==Saga== Bryggjuhúsið var reist árið 1862 af C.P.A. Kock, umsjónarmanni póstferða til Íslands og síðar stofnanda Sameinaða danska gufuskipafélagið|Sameinaða dans...“
1921841
wikitext
text/x-wiki
'''Vesturgata 2''', '''Bryggjuhúsið''' - einnig kallað '''Kaffi Reykjavík''' er [[Ísland|íslenskt]] hús sem stendur við [[Vesturgata|Vesturgötu]] í [[Reykjavík]]. Númeraröð allra húsa í borginni reiknast út frá húsinu, sem stundum er rætt um sem ''hlið Reykjavíkur''.
==Saga==
Bryggjuhúsið var reist árið 1862 af C.P.A. Kock, umsjónarmanni póstferða til Íslands og síðar stofnanda [[Sameinaða danska gufuskipafélagið|Sameinaða danska gufuskipafélagsins]]. Húsið var reist við norðurenda [[Aðalstræti]]s upp af einni aðalbryggju bæjarins. Kvöð var sett á byggingarleyfið að opið og frjálst aðgengi yrði að bryggjunni og var því opið port í gegnum húsið mitt og varð það því í huga margra eins konar borgarhlið.
Þegar farið var að númera hús í Reykjavík var ákveðið að skilgreina Vesturgötu 2 sem miðpunkt bæjarins og hús talin frá Bryggjuhúsinu, með jafnar tölur á hægri hönd en oddatölur til vinstri.
Sameinaða gufuskipafélagið eignaðist hluta af húsinu og bryggjunni norðan við það fyrir starfsemi sína árið 1870. Tíu árum síðar eignaðist Fischer kaupmaður, sem rak verslun sína handan götunnar í [[Aðalstræti 2]], húsið og þaðan komst það í eigu Duus-verslunar árið 1904.
Árið 1927 festi innflutningsfyrirtækið ''Nathan & Olsen'' kaup á Bryggjuhúsinu og lét hækka það svo það varð tvílyft eftir. Af öðrum fyrirtækjum sem starfrækt hafa verið í húsinu má nefna útsölu [[Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins|ÁTVR]] og veitinga- og öldurhúsið ''Kaffi Reykjavík'' sem starfaði þar um langt árabil.<ref>Kvosin: Byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur. Útg. Torfusamtökin. Reykajvík 1987, bls. 91-92.</ref>
==Heimildir==
<references/>
{{Friðuð hús í Reykjavík}}
[[Flokkur:Saga Reykjavíkur]]
[[Flokkur:Byggingar í Reykjavík]]
{{s|1862}}
rhy0bqsggvyovyj8qkjhqn15jw9a8y2
LNG
0
186818
1921846
2025-06-27T23:04:18Z
Bjarki S
9
Bjarki S færði [[LNG]] á [[Fljótandi jarðgas]]: Íslenskt nafn
1921846
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Fljótandi jarðgas]]
nextf5ko86amzjqv2cm8dy8l1ft3z4g
Spjall:LNG
1
186819
1921848
2025-06-27T23:04:18Z
Bjarki S
9
Bjarki S færði [[Spjall:LNG]] á [[Spjall:Fljótandi jarðgas]]: Íslenskt nafn
1921848
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Spjall:Fljótandi jarðgas]]
td78n2ek02cjddzlsf7avg8p0j868pg