Wikipedia
iswiki
https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a
MediaWiki 1.45.0-wmf.8
first-letter
Miðill
Kerfissíða
Spjall
Notandi
Notandaspjall
Wikipedia
Wikipediaspjall
Mynd
Myndaspjall
Melding
Meldingarspjall
Snið
Sniðaspjall
Hjálp
Hjálparspjall
Flokkur
Flokkaspjall
Gátt
Gáttaspjall
TimedText
TimedText talk
Module
Module talk
Event
Event talk
Bertrand Russell
0
3667
1922693
1917488
2025-07-05T03:04:20Z
TKSnaevarr
53243
1922693
wikitext
text/x-wiki
{{Heimspekingur |
svæði = Vestræn heimspeki |
tímabil = [[Heimspeki 20. aldar]] |
color = #B0C4DE |
image_name = Bertrand Russell transparent bg.png |
image_caption = Bertrand Russell 1907 |
nafn = Bertrand Arthur William Russell |
fæddur = [[18. maí]] [[1872]] |
látinn = {{Dánardagur og aldur|1970|2|2|1872|5|18}} |
skóli_hefð = [[Raunhyggja]], [[Rökgreiningarheimspeki]] |
helstu_ritverk = ''[[Principia Mathematica]]'', ''[[The Principles of Mathematics]]'', ''[[The Problems of Philosophy]]'', ''[[The Analysis of Mind]]'', ''[[The Analysis of Matter]]'', ''[[An Outline of Philosophy]]'', ''[[An Inquiry into Meaning and Truth]]'', ''[[History of Western Philosophy (Russell)|A History of Western Philosophy]]'', ''[[Human Knowledge: Its Scope and Limits]]'' |
helstu_viðfangsefni = [[rökfræði]], [[stærðfræði]], [[heimspeki stærðfræðinnar]], [[vísindaheimspeki]], [[þekkingarfræði]], [[málspeki]], [[hugspeki]], [[frumspeki]], [[siðfræði]] |
markverðar_kenningar = [[rökfræðileg eindahyggja]], [[ákveðin lýsing]], [[þverstæða Russells]], [[gerðahyggja]] |
áhrifavaldar = [[Evklíð]], [[Baruch Spinoza|Spinoza]], [[Gottfried Leibniz|Leibniz]], [[David Hume]], [[John Stuart Mill]], [[Alfred North Whitehead|A.N. Whitehead]], [[G.E. Moore]], [[Gottlob Frege]], [[Ludwig Wittgenstein]] |
hafði_áhrif_á = [[Ludwig Wittgenstein]], [[A.J. Ayer]], [[J.L. Austin]], [[Kurt Gödel]], [[Rudolf Carnap]], [[Karl Popper]], [[W.V.O. Quine]], [[Richard Dawkins]] |
undirskrift = Bertrand Russell signature.svg
}}
'''Bertrand Arthur William Russell, 3. jarlinn af Russell''' ([[18. maí]] [[1872]] – [[2. febrúar]] [[1970]]) var [[Bretland|breskur]] [[heimspekingur]], [[rökfræði]]ngur, [[frægir stærðfræðingar|stærðfræðingur]] og rithöfundur, sem skrifaði um mjög fjölbreytileg efni. Í [[heimspeki]] og [[stærðfræði]] er hann þekktastur fyrir að skrifa ásamt [[Alfred North Whitehead|A.N. Whitehead]] bókina ''[[Principia Mathematica]]'', sem kom út í þremur bindum á árunum [[1910]] til [[1913]]. Með verkinu hugðust þeir sýna fram á að hægt væri að leiða alla [[hrein stærðfræði|hreina stærðfræði]] út frá vissum rökfræðilegum [[frumsenda|frumsendum]]. Þeim tókst ekki ætlunarverkið en samt hefur verk þeirra reynst ákaflega áhrifaríkt. Russell er einnig mjög þekktur fyrir að uppgötva þversögnina, sem við hann er kennd: [[Russell-þversögn]]in (''the Russell paradox'').
Russell var einnig mikilvirkur höfundur bóka um samfélagsleg málefni, svo sem kvenréttindi og hjónaband, stjórnmál, stríð og stríðsvæðingu. Hann var friðarsinni og einarður andstæðingur kjarnorkuvopna. Honum voru veitt [[Nóbelsverðlaun í bókmenntum|bókmenntaverðlaun Nóbels]] árið [[1950]].
== Æviágrip ==
Bertrand Russell fæddist [[18. maí]] árið [[1872]] í Ravenscroft í [[Trellech]] í [[Monmouthhérað]]i í [[Wales]] inn í áhrifamikla frjálslynda breska yfirstéttarfjölskyldu. <ref>Sidney Hook, „Lord Russell and the War Crimes Trial“, ''Bertrand Russell: critical assessments''. A.D. Irvine (ritstj.) (New York, 1999): 1. bindi, bls. 178.</ref> Föðurafi hans, [[John Russell, 1. jarlinn Russell]], var þriðji sonur [[John Russell, 6. hertoginn af Bedford|Johns Russell, 6. hertogans af Bedford]]. [[Viktoría Englandsdrottning]] hafði tvisvar beðið hann að mynda ríkisstjórn og gegndi hann embætti forsætisráðherra hennar á [[1841-1850|5.]] og [[1861-1870|7. áratug]] [[19. öldin|19. aldar]]. Russellfjölskyldan hafði verið áhrifamikil á Englandi öldum saman og hafði komist til metorða á tíma Túdoranna á [[16. öldin|16. öld]]. Móðir Russells, Katharine Louisa (1844 – 1874) var dóttir [[Edward Stanley, 2. baron Stanley af Alderley|Edwards Stanley, 2. barons Stanley af Alderley]] og systir [[Rosalind Howard]], hertogaynju af Carlisle. Móðuramma Russells var meðal stofnenda [[Girton College, Cambridge|Girton College]] í [[Cambridge-háskóli|Cambridge]].<ref>Elizabeth Crawford, ''The Women's Suffrage Movement: A Reference Guide, 1866–1928''.</ref>
== Heimspeki ==
=== Rökgreining ===
Russell er yfirleitt talinn einn af upphafsmönnum [[rökgreiningarheimspeki]]nnar, og stundum jafnvel talinn upphafsmaður mismunandi strauma og stefna innan hennar. Í upphafi [[20. öldin|20. aldar]] átti Russell ásamt [[G.E. Moore]] mikinn þátt í að hrinda af stað bresku „uppreisninni gegn [[Hughyggja|hughyggju]]“, sem var undir miklum áhrifum frá [[Þýskaland|þýska]] heimspekingnum [[G.W.F. Hegel]] og breskum fylgjanda hans, [[F.H. Bradley]]. Þessi uppreisn átti sér hliðstæðu 30 árum síðar í [[Vínarborg]] í uppreisn [[Rökfræðileg raunhyggja|rökfræðilegra raunhyggjumanna]] gegn [[frumspeki]]nni. Russell ofbauð einkum kredda hughyggjunnar um innri vensl en samkvæmt henni verðum við að þekkja öll innri vensl fyrirbæris til að geta þekkt fyrirbærið. Russell sýndi að þetta myndi gera [[Tími|tíma]] og [[rúm]], [[vísindi]] og [[Tala|tölur]] óskiljanleg [[Hugtak|hugtök]]. Russell hélt áfram á þessari braut í [[rökfræði]] sinni ásamt [[Alfred North Whitehead|Whitehead]].
Russell og Moore leituðust við að uppræta það sem þeir töldu að væru merkingarlausar og mótsagnakenndar fullyrðingar í heimspeki og þeir miðuðu að skýrleika og nákvæmni í framsetningu raka sinna og notkun nákvæms [[tungumál]]s. Þeir tóku heimspekilegar [[staðhæfing]]ar í sundur og greindu þær í einföldustu parta sína. Russell leit einkum á rökfræðina og vísindin sem ómissandi tól heimspekingsins. Ólíkt fyrirrennurum sínum og flestum samtímamönnum taldi hann raunar ekki að til væri nein sérstök aðferð fyrir ástundun heimspeki. Hann taldi að meginverkefni heimspekingsins væri að varpa ljósi almennustu staðhæfingarnar um heiminn og að uppræta rugling og annan misskilning. Russell vildi binda enda á það sem hann áleit vera öfgar frumspekinnar. Russell tileinkaði sér [[Rakhnífur Ockhams|rakhníf Ockhams]], þ.e. þá reglu sem kennd er við [[William af Ockham]] að gera ráð fyrir sem fæstum fyrirbærum, og skipaði veglegan sess í [[aðferðafræði]] sinni.
=== Málspeki ===
Russell var ekki fyrsti heimspekingurinn sem benti á að [[tungumál]]ið væri mikilvægt til skilnings á heiminum. En Russell lagði meiri áherslu á tungumálið og ''hvernig við notum tungumálið'' í heimspeki sinni en nokkur heimspekingur hafði áður gert. Án Russells er ósennilegt að heimspekingar á borð við [[Ludwig Wittgenstein]], [[Gilbert Ryle]], [[J.L. Austin]] og [[P.F. Strawson]] hefðu farið sömu leið enda voru þeir allir að verulegu leyti að betrumbæta eða bregðast við því sem Russell hafði sagt áður. Og þeir beittu mörgum aðferðum sem hann hafði upphaflega þróað. Russell og Moore voru á einu máli um að skýr framsetning væri kostur en sú hugmynd hefur verið almennt viðtekin meðal málspekinga og annarra heimspekinga innan rökgreiningarhefðarinnar allar götur síðan.
Mikilvægasta framlag Russells til málspekinnar er [[lýsingahyggja]]n<ref>Lýsingarhyggju Russells er gerð prýðileg en kjarnyrt skil í A.D. Irvine, [http://plato.stanford.edu/entries/russell/ „Bertrand Russell“] á ''Stanford Encyclopedia of Philosophy'' (2010) (Skoðað 27. júlí 2011).</ref> sem hann setti fram í frægri grein sinni „[[Um tilvísun]]“ (e. „On Denoting“) sem birtist fyrst í ''[[Mind]]'' árið [[1905]]. Greininni lýsti stærðfræðingurinn og heimspekingurinn [[Frank P. Ramsey]] sem „fyrirmyndardæmi um heimspeki“. Kenningunni er yfirleitt lýst með dæmi um „núverandi konung Frakklands“: „Núverandi konungur Frakklands er sköllóttur“. Um hvað er þessi staðhæfing að því gefnu að það er enginn núverandi konungur Frakklands (sem er um þessar mundir lýðveldi)? [[Alexius Meinong]] hafði áður lagt til að við yrðum að gera ráð fyrir að í einhverjum skilningi væru til hlutir sem eru ekki til og að við værum að vísa til þeirra í staðhæfingum af þessu tagi. En það er vægast sagt undarleg kenning. [[Gottlob Frege|Frege]] beitti greinarmuni sínum á skilningi og merkingu og lagði til að staðhæfingar sem þessar væru hvorki [[Sannleikur|sannar]] né ósannar enda þótt þær væru merkingarbærar. En staðhæfingar á borð við „''Ef'' núverandi konungur Frakklands er sköllóttur, ''þá'' hefur núverandi konungur Frakklands ekki hár á höfðinu“ virðast ekki eingöngu vera merkingarbærar heldur augljóslega sannar, jafnvel þótt það sé enginn núverandi konungur Frakklands.
[[Mynd:Russell1907-2.jpg|thumb|right|250px|Bertrand Russell árið [[1907]].]]
Vandinn snýst um „[[Ákveðin lýsing|ákveðnar lýsingar]]“ almennt. Hvert er „rökform“ ákveðinnar lýsingar? Ákveðnar lýsingar virðast vera eins og eiginnöfn sem vísa til nákvæmlega eins hlutar. En hvað skal segja um staðhæfinguna í heild sinni ef einn hluti hennar gerir ekki það sem hann á að gera?
Lausn Russells var í fyrsta lagi að greina staðhæfinguna í heild sinni. Hann hélt því fram að það mætti umorða setninguna „Núverandi konungur Frakklands er sköllóttur“ þannig: „Til er x þannig að x er núverandi konungur Frakklands, ekkert annað en x er núverandi konungur Frakklands og x er sköllóttur“. Russell hélt því fram að sérhver ákveðin lýsing fæli í sér fullyrðingu um tilvist og fullyrðingu þess efnis að viðfangsefnið sé eitt og aðeins eitt; en þessar fullyrðingar sem fælust í ákveðinni lýsingu mætti greina að frá umsögninni sem er inntak [[staðhæfing]]arinnar. Staðhæfingin í heild sinni segir því þrennt um viðfangið: ákveðna lýsingin segir tvennt (að það sé til og að það sé það eina sem lýsingin á við um) en restin af setningunni segir þriðja atriðið um viðfangið. Ef viðfangið er ekki til eða er ekki það eina sem lýsingin getur átt við um, þá er setningin í heild sinni ósönn en ekki merkingarlaus.
Ein helstu andmælin gegn kenningu Russells eru upphaflega komin frá Strawson og eru á þá leið að ákveðnar lýsingar feli ekki í sér fullyrðingu um að viðfang þeirra sé ekki til, þær geri einungis ráð fyrir því.
[[Wittgenstein]], nemandi Russells, varð býsna áhrifamikill í málspeki, ekki síst eftir útkomu bókar hans ''Rannsóknir í heimspeki'', skömmu eftir að hann lést. Að mati Russells var málspeki Wittgensteins á síðari árum á rangri braut og hann harmaði áhrif hennar og fylgjenda Wittgensteins (ekki síst Oxford-heimspekinganna sem aðhylltust [[heimspeki hversdagsmáls]] en Russell vændi þá um [[dulhyggja|dulhyggju]]). Russell bar þó enn mikla virðingu fyrir Wittgenstein, ekki síst eldra riti hans, ''Rökfræðilegri ritgerð um heimspeki''. Russell hélt að Wittgenstein væri „ef til vill fullkomnasta dæmi um snilling í venjulegum skilningi“ sem hann vissi um, hann væri „ástríðufullur, djúpur, brjálaður og tilkomumikill“. Það var skoðun Russells að heimspeki ætti ekki að einskorðast við rannsóknir á hversdagsmáli. Sú skoðun naut minni vinsælda um miðbik 20. aldar en er orðin að má heita viðtekin skoðun á ný.
=== Þekkingarfræði ===
[[Þekkingarfræði]] Russells tók nokkrum breytingum í gegnum tíðina. Þegar hann hafði losað sig undan [[Nýhegelismi|nýhegelismanum]] sem hann daðraði við á yngri árum hélt hann fast við [[Hluthyggja|hluthyggjuna]]<ref>Um frumspeki Russells, sjá Rosalind Carey, [http://www.iep.utm.edu/russ-met/ „Russell's Metaphysics“] á ''Internet Encyclopedia of Philosophy'' (12. ágúst 2008) (Skoðað 27. júlí 2011).</ref> það sem eftir var ævinnar og taldi að skynreynsla okkar væri mikilvægasti þátturinn í tilurð [[þekking]]ar. Sumar skoðanir hans eiga síður upp á pallborðið hjá heimspekingum nú um mundir en áhrif Russells eru þó enn mikil. Enn er gengið út frá greinarmuni Russells á „[[þekking af eigin kynnum|þekkingu af eigin kynnum]]“ og „[[þekking af lýsingu|þekkingu af lýsingu]]“. Um tíma taldi Russell að við gætum einungis þekkt beint [[skynreynd]]ir okkar — hráar [[skynjun|skynjanir]] og upplifanir af [[litur|litum]], [[hljóð]]i og þar fram eftir götunum — og að allt annað, þar með taldir efnislegir hlutir sem yllu þessum skynreyndum, væri einungis hægt að álykta út frá skynreyndunum — þ.e. þekkt af lýsingu — en ekki beint af eigin kynnum okkar af þeim. Greinarmunurinn er notaður í víðara samhengi af öðrum heimspekingum en Russell hafnaði um síðir skynreyndakenningunni.
Á seinni árum hélt Russell fram einhvers konar [[Einhyggja|einhyggju]] í anda [[Baruch Spinoza]] og taldi að greinarmunurinn á hinu efnislega og hinu andlega skipti á endanum litlu eða engu máli, væri tilviljanakenndur og að hvort tveggja væri á endanum [[Smættun|smættanlegt]] í einn hlutlausan veruleika. Þetta viðhorf er keimlíkt því sem [[Bandaríkin|bandaríski]] heimspekingurinn [[William James]] hafði haldið fram og átti á endanum rætur að rekja til Spinoza, sem Russell hafði miklar mætur á. Í staðinn fyrir „hreina reynslu“ James lýsti Russell hins vegar efnivið frumskynjunar okkar sem „atburðum“, en sú afstaða er um margt lík kenningu fyrrum kennara hans og starfsfélaga, Alfreds North Whitehead um veruleikann sem verðandina.
=== Vísindaheimspeki ===
Russell kvaðst oft vera vissari um ágæti ''aðferðar'' sinnar við að stunda heimspeki, það er að segja rökgreiningaraðferðina, en um sjálfar niðurstöðurnar. [[Vísindi]]n voru eitt helsta hjálpartæki hans, auk [[stærðfræði]] og [[rökfræði]]. Russell trúði staðfastlega á [[Vísindaleg aðferð|vísindalega aðferð]], að þekking yrði til með raunprófanlegum rannsóknum sem væru ítrekað prófaðar. Engu að síður taldi hann að vísindin kæmust ekki nema að sennilegum niðurstöðum og að framfarir væru hægar. Hann trúði raunar því sama um heimspeki. Annar helsti upphafsmaður nútíma[[vísindaheimspeki]], [[Ernst Mach]], lagði mun minni áherslu á aðferðina sem slíka því hann taldi að sérhver aðferð sem leiddi til fyrirsjáanlegrar niðurstöðu væri fullnægjandi. Hann taldi einnig að meginverkefni vísindamannsins væri að spá réttilega fyrir um atburði, forspárgildi kenninga væri allt sem máli skipti. Russell taldi á hinn bóginn að endanlegt markmið bæði vísinda og heimspeki væri skilningur á [[Raunveruleikinn|raunveruleikanum]] en ekki einungis réttar forspár.
Sú staðreynd að Russell gerði vísindunum svo hátt undir höfði í heimspekilegri aðferð sinni var snar þáttur í því að gera vísindaheimspeki að sjálfstæðri undirgrein heimspekinnar sem aðrir heimspekingar sérhæfðu sig í síðar meir. Margar af hugleiðingum Russells um vísindin er að finna í riti hans ''Our Knowledge of the External World as a Field for Scientific Method in Philosophy'' sem kom út árið [[1914]]. Ritið hafði meðal annars áhrif á fylgjendur [[rökfræðileg raunhyggja|rökfræðilegrar raunhyggju]], ekki síst [[Rudolf Carnap]], sem hélt því fram að það sem öðru fremur einkenndi vísindalegar kenningar og staðhæfingar væri sannreynanleiki þeirra. Russell hafði einnig mikil áhrif á [[Karl Popper]] sem taldi að höfuðeinkenni vísindalegra kenninga og staðhæfinga væri að þær væru ''mögulega'' [[Hrekjanleiki|hrekjanlegar]].
Russell hafði mikinn áhuga á vísindum sem slíkum, einkum [[eðlisfræði]], og hann samdi nokkur rit um vísindi handa almenningi, þar á meðal ritin ''The ABC of Atoms'' sem kom út árið [[1923]] og ''The ABC of Relativity'' sem kom út árið [[1925]].
=== Siðfræði ===
Russell skrifaði heilmikið um [[siðfræði]]leg efni en taldi þó ekki að siðfræðin ætti heima innan heimspekinnar eða að hann væri að skrifa um siðfræði sem heimspekingur.<ref>Um siðfræðileg og félagsheimspekileg skrif Russells, sjá A.D. Irvine, [http://plato.stanford.edu/entries/russell/ „Bertrand Russell“] á ''Stanford Encyclopedia of Philosophy'' (2010) (Skoðað 27. júlí 2011). Ítarlegri umfjöllun má finna hjá Charles Pigden, [http://plato.stanford.edu/entries/russell-moral/ „Russell's Moral Philosophy“] á ''Stanford Encyclopedia of Philosophy'' (2007) (Skoðað 27. júlí 2011).</ref> Á yngri árum sínum varð Russell fyrir miklum áhrifum frá riti [[G.E. Moore]] ''Principia Ethica''. Eins og Moore taldi hann þá að [[siðferði]]legar [[staðreynd]]ir væru [[Hlutlægni|hlutlægar]] en yrðu einungis þekktar í gegnum [[innsæi]], þær væru einfaldir eiginleikar hluta en jafngiltu ekki (t.d. ánægja er góð) þeim náttúrulegu fyrirbærum sem þeir eru oft eignaðir (sjá [[Náttúruhyggjuskekkjan|náttúruhyggjuskekkjuna]]). Þeir töldu að þessa einföldu og óskilgreinanlegu siðferðilegu eiginleika væri ekki hægt að greina á grundvelli annarra eiginleika sem siðferðilegu eiginleikarnir eru oft kenndir við. Þegar fram liðu stundir varð hann á hinn bóginn meira sammála heimspekilegu hetjunni sinni, [[David Hume]], sem taldi að siðferðishugtök vísuðu til [[Huglægni|huglægra]] [[Gildi (siðfræði)|gilda]] sem ekki er hægt að sannreyna á sama hátt og [[staðreynd]]ir. Ásamt öðrum kenningum Russells höfðu þessar kenningar áhrif á [[Rökfræðileg raunhyggja|rökfræðilega raunhyggjumenn]], sem settu fram og þróuðu [[samhygðarhyggja|samhygðarhyggju]], sem kvað á um að siðfræðilegar staðhæfingar (auk staðhæfinga [[frumspeki]]nnar) væru í eðli sínu [[merking]]arlausar og óskiljanlegar, og jafngiltu tjáningu á [[viðhorf]]um manns og [[löngun]]um. Þrátt fyrir áhrifin sem hann hafði á rökfræðilegu raunhyggjumennina tók Russell sjálfur ekki svo djúpt í árinni, því hann taldi siðfræðilegar spurningar merkingarbærar og raunar bráðnauðsynlegar í sérhverri samfélagsumræðu. Þótt Russell væri oft lýst sem dýrlingi skynseminnar var hann þó sammála [[David Hume|Hume]] um að skynsemin ætti að vægja fyrir siðferðinu.
=== Trúarbrögð og guðstrú ===
Mest alla ævina hélt Russell því fram að [[trúarbrögð]] væru lítið annað en [[hjátrú]] og að þrátt fyrir öll jákvæð áhrif sem trúarbrögð eða [[guð]]strú gæti haft væri hún fólki skaðleg. Hann taldi að trúarbrögð og öll önnur kreddutrú (Russell áleit [[kommúnismi|kommúnisma]] og aðra kerfisbundna [[hugmyndafræði]] vera af þeim toga eins og trúarbrögðin) væru hindrun í vegi þekkingar, ælu á ótta og ósjálfstæðri hugsun og væru rótin að mörgum stríðum, kúgun og þjáningu í heiminum.
Í ræðu sinni frá [[1949]] „Am I an Atheist or an Agnostic?“ ræddi Russell um vafa sínum um hvort hann ætti að kalla sjálfan sig [[guðleysi]]ngja (e. atheist) eða [[trúleysi]]ngja (e. agnostic)<ref>Þessi greinarmunur er ekki alltaf gerður á íslensku. Fyrrnefnda orðið (atheism) getur verið notað annaðhvort um vantrú á guð (svokallað veikt trúleysi) eða þá trú að guð sé ekki til (svokallað sterkt trúleysi) en síðarnefnda orðið (agnosticism) getur verið notað um það viðhorf að maður viti ekki hvort guð er til eða ekki eða að það sé ekki hægt að vita hvort guð sé til eða ekki.</ref>:
{{Tilvitnun|Ef ég væri einungis að tala við heimspekinga myndi ég sem heimspekingur lýsa sjálfum mér sem trúleysingja, vegna þess að ég held að það sé ekki með neinu móti hægt að sýna í eitt skipti fyrir öll að það sé ekki til neinn guð. Á hinn bóginn, ef ég vil gefa venjulegum manni úti á götu rétta mynd af mér, þá held ég að ég ætti að kalla sjálfan mig guðleysingja, vegna þess að þegar ég segi að ég geti ekki sannað að guð sé ekki til, þá ætti ég að bæta því við að ég get ekki heldur sannað að guðirnir í [[Hómerskviður|Hómerskviðum]] séu ekki til.|Bertrand Russell|Collected Papers, 11. bindi: 91}}
Enda þótt Russell drægi síðar í efa tilvist guðs féllst hann þó á námsárum sínum á [[verufræðilegu rökin fyrir tilvist guðs]]:
{{Tilvitnun|Ég var [[G.W.F. Hegel|hegelssinni]] ... í tvö eða þrjú ár. Ég man nákvæmlega á hvaða augnabliki ég varð hegelssinni á fjórtánda ári mínu [árið [[1894]]]. Ég hafði farið út að kaupa tóbaksdós og var á leiðinni til baka með dósina meðfram Trinity Lane þegar ég henti henni skyndilega upp í loftið og hrópaði: „Guð minn góður í stígvélum! — verufræðilegu rökin eru rétt!“|Bertrand Russell|Autobiography of Bertrand Russell: 60}}
Margir guðfræðingar hafa bent á þessa frásögn, þar á meðal [[Louis Pojman]] í riti sínu ''Philosophy of Religion'', til þess að sýna lesendum sínum fram á að meira að segja þekktur guðlaus heimspekingur hafi fallist á þessi tilteknu rök fyrir tilvist guðs. Russell segir aftur á móti annars staðar í sjálfsævisögu sinni:
{{Tilvitnun|Um það bil tveimur árum síðar varð ég sannfærður um að það sé ekkert líf eftir dauðann. En ég trúði samt sem áður á guð vegna þess að rökin um hina „[[Heimsfræðilegu rökin|fyrstu orsök]]“ virtust óhrekjanleg. En þegar ég var átján ára gamall, skömmu áður en ég hélt til Cambridge, las ég ''Sjálfsævisögu'' [[John Stuart Mill|Mills]] þar sem ég sá að faðir hans hefði kennt honum að við spurningunni „hver skapaði mig?“ væri ekkert svar af því að um leið vaknar spurningin „Hver skapaði guð?“ Þetta varð til þess að ég hafnaði rökunum um hina „fyrstu orsök“ og varð guðleysingi.|Bertrand Russell|Autobiography of Bertrand Russell: 36}}
Til þess að svara spurningu föður Mills um hver skapaði guð þarf annaðhvort að finna guði skapara (og það leiðir til vítarunu, því hver skapaði hann?) eða halda því fram að guð sé eilífur. En ef hægt er að halda því fram að eitthvað sé eilíft er allt eins hægt að halda því fram að heimurinn sé eilífur og þá er ekki lengur nauðsynlegt að gera ráð fyrir að heimurinn eigi sér einhverja fyrstu orsök (sem væri guð).
Russell hélt seinna fram [[fimm mínútna tilgátan|fimm mínútna tilgátunni]] gegn [[Naflakenningin|naflakenningunni]] sem [[Philip Henry Gosse]] hafði sett fram í riti sínu ''Omphalos'' árið [[1857]]. Naflakenningin kveður í stuttu máli á um að guð hljóti að hafa skapað heiminn með fjöllum og fljótum og Adam og Evu með tennur og hár og nafla og þar fram eftir götunum, svo að enginn vitnisburður um að heimurinn sé eldri en [[sköpunarsagan]] segir geti verið áreiðanlegur. Russell hélt því fram að þá gæti allt eins verið að heimurinn sé fimm mínútna gamall: {{Tilvitnun|Sú tilgáta er ekki röklega óhugsandi að heimurinn hafi orðið til fyrir fimm mínútum síðan, nákvæmlega eins og hann var þá og að íbúar heimsins „muni“ eftir fortíð sem er ekki raunveruleg. Það eru engin röklega nauðsynleg tengsl milli atburða sem eiga sér stað á ólíkum tímum; þess vegna getur hvorki neitt sem er að gerast núna né neitt sem mun gerast í framtíðinni hrakið þá tilgátu að upphaf heimsins hafi verið fyrir fimm mínútum síðan.|Bertrand Russell|The Analysis of Mind (1921): 159–60}}
Russell var hafði ríka trúarhneigð á yngri árum og hafði meðal annars áhuga á [[platonismi|platonisma]]. Hann vildi uppgötva eilíf sannindi eins og hann greinir frá í ritgerðinni „A Free Man's Worship“, sem er af mörgum talin meistaraverk enda þótt Russell mislíkaði ritgerðin síðar meir. Hann hafnaði allri hjátrú en játaði fúslega að hann þráði einhverja dýpri merkingu í lífinu.
== Áhrif á heimspekina ==
Russell hafði gríðarleg áhrif á þróun nútímaheimspeki, ekki síst í enskumælandi löndum. Russell öðrum fremur gerði [[rökgreining]]u að ríkjandi aðferðafræði í heimspeki. Allar greinar [[rökgreiningarheimspeki]]nnar eiga að einhverju leyti rætur að rekja aftur til verka Russells.
Russell hafði einnig gríðarleg áhrif á einstaka heimspekinga. Ef til vill hafði hann mest áhrif á [[Ludwig Wittgenstein]], sem var nemandi hans á árunum frá [[1911]] til [[1914]]. Þó ber að hafa í huga að Wittgenstein hafði þónokkur áhrif á Russell, meðal annars að því leyti að Wittgenstein sannfærði Russell um að stærðfræðileg sannindi væru ekkert nema röksannindi. Merki um áhrif Russells á Wittgenstein eru víða sjáanleg í fyrsta riti Wittgensteins ''[[Tractatus Logico-Philosophicus|Rökfræðilegri ritgerð um heimspeki]]'', sem Wittgenstein náði að gefa út með hjálp Russells. Russell hjálpaði Wittgenstein einnig að fá ''Rökfræðilegu ritgerðina um heimpeki'' samþykkta sem doktorsritgerð og hjálpaði honum að fá kennslustöðu við [[Cambridge-háskóli|Cambridge-háskóla]] og ýmsa styrki. Þeir Russell og Wittgenstein urðu þó um síðir ósammála um nálgun Wittgensteins í málspeki. Russell taldi að nálgun Wittgensteins væri veigalítil en Wittgenstein fannst lítið til alþýðlegra ritverka Russells koma og taldi að heimspeki Russells væri yfirborðskennd. Russell hafði einnig merkjanleg áhrif á [[A.J. Ayer]], [[Rudolf Carnap]], [[Alonzo Church]], [[Kurt Gödel]], [[Karl Popper]], [[Willard Van Orman Quine|W. V. Quine]], [[David Kaplan]], [[Saul Kripke]], [[John R. Searle]] og fjölda annarra heimspekinga og rökfræðinga.
Sumir telja að áhrif Russells hafi einkum verið neikvæð, einkum þeir sem gagnrýna Russell fyrir áherslur sínar á vísindi og rökfræði með þeim afleiðingum að frumspekinni var vikið til hliðar og fyrir að halda því fram að siðfræði kæmi heimspekinni ekkert við. Margir af aðdáendum og gagnrýnendum Russells þekkja betur til samfélagsgagnrýni hans, stjórnmálaskoðana og gagnrýni á trúarbrögðin. Það er rík tilhneiging til þess að meta Russell sem heimspeking í umfjöllun um þessi efni, sem hann taldi að kæmi heimspekinni ekki við. Russell bað fólk oft að gæta að þessum greinarmuni.
Russell skildi eftir sig gríðarlegt magn rita. Allt frá unglingsárum skrifaði Russell um 3.000 orð á dag með fáum leiðréttingum; fyrsta uppkast var venjulega lokaútgáfan, jafnvel í umfjöllun um flókin og tæknileg mál.
== Helstu ritverk Russells ==
* 1896, ''German Social Democracy'' London: Longmans, Green.
* 1897, ''An Essay on the Foundations of Geometry'', Cambridge: Cambridge University Press.
* 1900, ''A Critical Exposition of the Philosophy of Leibniz'', Cambridge: Cambridge University Press.
* 1903, [http://fair-use.org/bertrand-russell/the-principles-of-mathematics ''The Principles of Mathematics''], Cambridge: Cambridge University Press.
* 1910, ''Philosophical Essays'', London: Longmans, Green.
* 1910–1913, ''[[Principia Mathematica]]'' (ásamt [[Alfred North Whitehead]]), 3 bindi, Cambridge: Cambridge University Press.
* 1912, ''[[The Problems of Philosophy]]'', London: Williams and Norgate.
* 1914, ''[[Our Knowledge of the External World as a Field for Scientific Method in Philosophy]]'', Chicago og London: Open Court Publishing.
* 1916, ''Principles of Social Reconstruction'', London: George Allen & Unwin.
* 1916, ''Justice in War-time'', Chicago: Open Court.
* 1917, ''Political Ideals'', New York: The Century Co.
* 1918, ''Mysticism and Logic and Other Essays'', London: Longmans, Green.
* 1918, ''Roads to Freedom: Socialism, Anarchism, and Syndicalism'', London: George Allen & Unwin.
* 1919, ''Introduction to Mathematical Philosophy'', London: George Allen & Unwin.
* 1920, ''The Practice and Theory of Bolshevism'', London: George Allen & Unwin.
* 1921, ''[[The Analysis of Mind]]'', London: George Allen & Unwin.
* 1922, ''The Problem of China'', London: George Allen & Unwin.
* 1923, ''The Prospects of Industrial Civilization'' (ásamt [[Dora Russell|Doru Russell]]), London: George Allen & Unwin.
* 1923, ''The ABC of Atoms'', London: Kegan Paul, Trench, Trubner.
* 1924, ''Icarus, or the Future of Science'', London: Kegan Paul, Trench, Trubner.
* 1925, ''The ABC of Relativity'', London: Kegan Paul, Trench, Trubner.
* 1925, ''What I Believe'', London: Kegan Paul, Trench, Trubner.
* 1926, ''On Education, Especially in Early Childhood'', London: George Allen & Unwin. — Íslensk þýðing: ''Uppeldið'', Rvík 1937. Ármann Halldórsson þýddi.
* 1927, ''[[The Analysis of Matter]]'', London: Kegan Paul, Trench, Trubner.
* 1927, ''[[An Outline of Philosophy]]'', London: George Allen & Unwin.
* 1927, ''[[Why I Am Not a Christian]]'', London: Watts. — Íslensk þýðing: ''Af hverju ég er ekki kristinn'', Rvík 2006. Ívar Jónsson þýddi.
* 1927, ''Selected Papers of Bertrand Russell'', New York: Modern Library.
* 1928, ''Sceptical Essays'', London: George Allen & Unwin.
* 1929, ''Marriage and Morals'', London: George Allen & Unwin.
* 1930, ''[[The Conquest of Happiness]]'', London: George Allen & Unwin. — Íslensk þýðing: ''Að höndla hamingju'', Rvík 1997. Skúli Pálsson þýddi og ritaði eftirmála.
* 1931, ''The Scientific Outlook'', London: George Allen & Unwin.
* 1932, ''Education and the Social Order'', London: George Allen & Unwin.
* 1934, ''Freedom and Organization, 1814–1914'', London: George Allen & Unwin.
* 1935, ''In Praise of Idleness'', London: George Allen & Unwin.
* 1935, ''Religion and Science'', London: Thornton Butterworth.
* 1936, ''Which Way to Peace?'', London: Jonathan Cape.
* 1937, ''The Amberley Papers: The Letters and Diaries of Lord and Lady Amberley'' (ásamt [[Patricia Russell|Patriciu Russell]]), 2 bindi, London: Leonard & Virginia Woolf at the Hogarth Press.
* 1938, ''Power: A New Social Analysis'', London: George Allen & Unwin.
* 1940, ''[[An Inquiry into Meaning and Truth]]'', New York: W. W. Norton & Company.
* 1945, ''[[History of Western Philosophy (Russell)|A History of Western Philosophy and Its Connection with Political and Social Circumstances from the Earliest Times to the Present Day]]'', New York: Simon and Schuster.
* 1948, ''[[Human Knowledge: Its Scope and Limits]]'', London: George Allen & Unwin.
* 1949, ''Authority and the Individual'', London: George Allen & Unwin. — Íslensk þýðing: ''Þjóðfélagið og einstaklingurinn'', Rvík 1951. Sveinn Ásgeirsson þýddi.
* 1950, ''Unpopular Essays'', London: George Allen & Unwin.
* 1951, ''New Hopes for a Changing World'', London: George Allen & Unwin.
* 1952, ''The Impact of Science on Society'', London: George Allen & Unwin.
* 1953, ''Satan in the Suburbs and Other Stories'', London: George Allen & Unwin.
* 1954, ''Human Society in Ethics and Politics'', London: George Allen & Unwin.
* 1954, ''Nightmares of Eminent Persons and Other Stories'', London: George Allen & Unwin.
* 1956, ''Portraits from Memory and Other Essays'', London: George Allen & Unwin.
* 1956, ''Logic and Knowledge: Essays 1901–1950'' (Robert C. Marsh, ritstj.), London: George Allen & Unwin.
* 1957, ''Why I Am Not A Christian and Other Essays on Religion and Related Subjects'' (Paul Edwards ritstj.), London: George Allen & Unwin.
* 1958, ''Understanding History and Other Essays'', New York: Philosophical Library.
* 1959, ''Common Sense and Nuclear Warfare'', London: George Allen & Unwin.
* 1959, ''[[My Philosophical Development]]'', London: George Allen & Unwin.
* 1959, ''Wisdom of the West'' (Paul Foulkes, ritstj.), London: Macdonald.
* 1960, ''Bertrand Russell Speaks His Mind'', Cleveland og New York: World Publishing Company.
* 1961, ''The Basic Writings of Bertrand Russell'' (R.E. Egner og L.E. Denonn, ritstj.), London: George Allen & Unwin.
* 1961, ''Fact and Fiction'', London: George Allen & Unwin.
* 1961, ''Has Man a Future?'', London: George Allen & Unwin.
* 1963, ''Essays in Skepticism'', New York: Philosophical Library.
* 1963, ''Unarmed Victory'', London: George Allen & Unwin.
* 1965, ''On the Philosophy of Science'' (Charles A. Fritz Jr., ritstj.), Indianapolis: The Bobbs-Merrill Company.
* 1967, ''Russell's Peace Appeals'' (Tsutomu Makino og Kazuteru Hitaka ritstj.), Japan: Eichosha's New Current Books.
* 1967, ''War Crimes in Vietnam'', London: George Allen & Unwin.
* 1967–1969, ''The Autobiography of Bertrand Russell'', 3 bindi, London: George Allen & Unwin.
* 1969, ''Dear Bertrand Russell... A Selection of his Correspondence with the General Public 1950–1968'' (Barry Feinberg og Ronald Kasrils, ritstj.), London: George Allen and Unwin.
== Tengt efni ==
* [[Gottlob Frege]]
* [[Ludwig Wittgenstein]]
* [[Lýsingarhyggja]]
* [[Málspeki]]
* [[Raunhyggja]]
* [[Teketill Russells]]
* [[Russell mótsögnin|Þversögn Russells]]
* [[Stærðfræðileg rökfræði]]
== Neðanmálsgreinar ==
{{reflist}}
== Heimildir og ítarefni ==
* {{wpheimild | tungumál = En | titill = Bertrand Russell | mánuðurskoðað = 14. nóvember | árskoðað = 2005}}
* Ayer, A.J. ''Bertrand Russell'' (New York: Viking Press, 1972).
* Blackwell, Kenneth. ''The Spinozistic Ethics of Bertrand Russell'' (London: George Allen and Unwin, 1985).
* Clark, Ronald William. ''The Life of Bertrand Russell'' (London: J. Cape, 1975).
* Clark, Ronald William. ''Bertrand Russell and His World'' (London: Thames and Hudson, 1981).
* Copi, Irving. ''The Theory of Logical Types'' (London: Routledge and Kegan Paul, 1971).
* Eames, Elizabeth R. ''Bertrand Russell's Theory of Knowledge'' (London: George Allen and Unwin, 1969).
* Griffin, Nicholas (ritstj.). ''The Cambridge Companion to Bertrand Russell'' (Cambridge: Cambridge University Press, 2003).
* Hager, Paul J. ''Continuity and Change in the Development of Russell's Philosophy'' (Dordrecht: Nijhoff, 1994).
* Hylton, Peter W. ''Russell, Idealism, and the Emergence of Analytic Philosophy'' (Oxford: Clarendon Press, 1990).
* Irvine, A.D. (ritstj.). ''Bertrand Russell: Critical Assessments'', fjögur bindi (London: Routledge, 1999).
* Irvine, A.D. og G.A. Wedeking (ritstj.). ''Russell and Analytic Philosophy'' (Toronto: University of Toronto Press, 1993).
* Jager, Ronald. ''The Development of Bertrand Russell's Philosophy'' (London: George Allen and Unwin, 1972).
* Linsky, Bernard. ''Russell's Metaphysical Logic'' (Stanford: CSLI Publications, 1999).
* Monk, Ray. ''Bertrand Russell: The Spirit of Solitude'' (London: Jonathan Cape, 1996).
* Monk, Ray. ''Bertrand Russell: The Ghost of Madness'' (London: Jonathan Cape, 2000).
* Monk, Ray og Anthony Palmer (ritstj.). ''Bertrand Russell and the Origins of Analytic Philosophy'' (Bristol: Thoemmes Press, 1996).
* Moorehead, Caroline. ''Bertrand Russell'' (New York: Viking, 1992).
* Nakhnikian, George (ritstj.). ''Bertrand Russell's Philosophy'' (London: Duckworth, 1974).
* Park, Joe. ''Bertrand Russell on Education'' (Columbus: Ohio State University Press, 1963).
* Patterson, Wayne. ''Bertrand Russell's Philosophy of Logical Atomism'' (New York: Lang, 1993).
* Pears, David F. ''Bertrand Russell and the British Tradition in Philosophy'' (London: Collins, 1967).
* Potter, Michael K. ''Bertrand Russell's Ethics'' (London: Continuum Books, 2006).
* Ryan, Alan. ''Bertrand Russell: A Political Life'' (New York: Hill and Wang, 1988).
* Sainsbury, R.M. ''Russell'' (London: Routledge & Kegan Paul, 1979).
* Slater, John G. ''Bertrand Russell'' (Bristol: Thoemmes, 1994).
* Stevens, Graham. ''The Russellian Origins of Analytical Philosophy: Bertrand Russell and the Unity of the Proposition'' (London and New York: Routledge, 2005).
== Tenglar ==
{{Wikivitnun}}
{{Commonscat|Bertrand Russell|Bertrand Russell}}
{{Wikisource|en:Author:Bertrand_Russell|Bertrand Russell}}
* {{Vísindavefurinn|67677|Hver var Bertrand Russell og hvert var framlag hans til fræða og vísinda?}}
* {{Vísindavefurinn|1655|Rakarinn í Þorlákshöfn rakar alla sem raka sig ekki sjálfir. Rakar hann sjálfan sig?}}
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3290803 ''Kaflar úr nýrri sjálfsævisögu''; 1. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1967]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3290825 ''Kaflar úr nýrri sjálfsævisögu''; 2. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1967]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3290841 ''Kaflar úr nýrri sjálfsævisögu''; 3. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1967]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3279931 ''Næstu fimmtíu árin''; grein eftir Russell í Lesbók Morgunblaðsins 1951]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1328623 ''Pólitísk trúarbrögð''; grein í Morgunblaðinu 1960]
* ''[https://books.google.is/books?id=cJ-ZCgAAQBAJ Greinar um kommúnisma, bók 2015]''
;erlendir tenglar
* {{SEP|russell|Bertrand Russell}}
* {{SEP|russell-paradox|Russell's Paradox}}
* {{IEP|p/par-russ.htm|Russell's Paradox}}
* {{IEP|p/par-rusm.htm|Russell Myhill Paradox}}
* {{IEP|p/russ-met/|Russell's Metaphysics}}
{{Nóbelsverðlaun í bókmenntum}}
{{fde|1872|1970|Russell, Bertrand}}
{{DEFAULTSORT:Russell, Bertrand}}
[[Flokkur:Breskir heimspekingar|Russell, Bertrand]]
[[Flokkur:Breskir jarlar]]
[[Flokkur:Breskir rithöfundar|Russell, Bertrand]]
[[Flokkur:Breskir stærðfræðingar|Russell, Bertrand]]
[[Flokkur:Frumspekingar|Russell, Bertrand]]
[[Flokkur:Heimspekingar 20. aldar|Russell, Bertrand]]
[[Flokkur:Málspekingar|Russell, Bertrand]]
[[Flokkur:Rökgreiningarheimspekingar|Russell, Bertrand]]
[[Flokkur:Trúleysingjar|Russell, Bertrand]]
[[Flokkur:Þekkingarfræðingar|Russell, Bertrand]]
[[Flokkur:Handhafar bókmenntaverðlauna Nóbels|Russell, Bertrand]]
[[Flokkur:Breskir húmanistar]]
3k8gsm6bu4a4al0iskygvfymx9l7a4s
Spjall:Íslenska
1
4337
1922651
1918823
2025-07-04T17:12:11Z
Óskadddddd
83612
/* Fjöldi málhafa? */ Svar
1922651
wikitext
text/x-wiki
Á [[:fi:Islannin kieli|finnsku greininni]] stendur að málið sé líka talað í winnipeg í kanada, spurning að bæta því við hér ef satt er. --{{Notandi:Ævar Arnfjörð Bjarmason/Sig}} 18:35, 20 nóv 2004 (UTC)
: Líklegast einhver hópur fólks á Nýja Íslandi sem talar enn haldagóða íslensku, svo heyrist mér á öllu að margir séu að læra það í Japan og að það sé dáldið ''inn'' að læra íslensku. Það má líklegast alveg bæta við að íslenska sé töluð í Winnipeg (og afhverju). --[[Notandi:Iceman|Friðrik Bragi Dýrfjörð]] 18:39, 20 nóv 2004 (UTC)
:: Málið er bara að ég veit ekkert um stöðu íslensku á því svæði. --{{Notandi:Ævar Arnfjörð Bjarmason/Sig}} 18:55, 20 nóv 2004 (UTC)
:::Hvað er "Nýja Ísland" og hvað þýðir "íðorð"? --[[Notandi:S.Örvarr.S|Stefán Örvarr Sigmundsson]] 04:41, 16 júlí 2007 (UTC)
::::Nýja Ísland er svæðið þar sem Íslendingar settust að í Kanada, þar er til dæmis bærinn [[Riverton, Manitoba]]. --[[Notandi:Stalfur|Stalfur]] 10:32, 16 júlí 2007 (UTC)
::::Íðorð eru orð sem tilheyra ákveðinni sérfræðigrein, tæknilegur orðaforði. Til dæmis er „örgjörvi“ íðorð. --[[Notandi:Iceman|Friðrik Bragi Dýrfjörð]] 12:18, 16 júlí 2007 (UTC)
:::::Well aren't you smart cookies. {{bros}} Var samt að spá hvort það væri eitthvað vit í því að hafa reitinn "Sæti" þar sem að þetta er svo fámælt tungumál að hann er tómur. --[[Notandi:S.Örvarr.S|Stefán Örvarr Sigmundsson]] 04:30, 22 ágúst 2007 (UTC)
==Íslenska á öðrum tungumálum==
Er það nauðsynlegt? [[Notandi:Max Naylor|Max Naylor]] 24. september 2007 kl. 20:35 (UTC)
:Þetta er ekki nauðsynlegt. Þetta verður sjálfsagt fært yfir á sérstaka grein (lista) síðar. En þetta má vera þarna meðan greininn er ekki stærri. :) --[[Notandi:Iceman|Friðrik Bragi Dýrfjörð]] 24. september 2007 kl. 21:09 (UTC)
::Já, mér finnst þetta ekki gott fyrir greinina. Líst vel á að færa þetta. Þegar greinin verður þroskaðri. --[[Notandi:S.Örvarr.S|Stefán Örvarr Sigmundsson]] 24. september 2007 kl. 22:23 (UTC)
== koktelsósa ==
er all íslensk, ekki er vitað hver fann þessa sósu upp en hún er ískensk í húd og hár tad er allveg víst
: Sjá [[Kokkteilsósa]]. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] 5. desember 2007 kl. 12:11 (UTC)
== É ==
AÐ TELJA TVEGGJAHLJÓÐASTAF É ÞAR SEM FIRRA HLJÓÐIÐ ER SAMHLJÓÐ SEM SJERHLJÓÐA ER HÆPIÐ.{{óundirritað|Badík}}
: Ég vil benda þér á þetta: [http://ismal.hi.is/Ritreglur-070306.pdf Ritreglur Íslenskrar málstöðvar Í samræmi við auglýsingar menntamálaráðuneytis nr. 132/1974, 133/1974, 184/1974 og 261/1977]. Mæli líka með [http://www.forlagid.is/?tag=halldor-halldorsson stafsetningarorðabók], t.d. Halldórs Halldórssonar. Svo er alger firra að skrifa orðið "fyrra" með i. --[[Notandi:Cessator|Cessator]] 18. janúar 2010 kl. 00:44 (UTC)
== Endurskrif ==
Ég er búinn að endurskrifa söguhluta greinarinnar, hún var mjög slæm og alls ekki auðlesin. Ég er líka búinn að setja viðburði í betri röð, vonandi flæðir textinn betur núna. Það vantar enn heimildir. Svo er bara endurskrifa restina... [[Notandi:Maxí|Maxí]] ([[Notandaspjall:Maxí|spjall]]) 3. apríl 2015 kl. 11:16 (UTC)
== Fjöldi málhafa? ==
Þessi tala 310.000-320.000 sýnist mér ansi úrelt. Íbúafjöldi hér er 350.000, reyndar 10% útlendingar. En svo má bæta við að meira en 50.000 Íslendingar búa erlendis. Þannig að tala málhafa er frekar nálægt 400.000. Hm?
[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 12. október 2018 kl. 11:33 (UTC)
: Nýleg breyting miðar við fjölda ríkisborgara. Ég er dálítið efins um að hægt sé að setja samasemmerki milli málhafa og ríkisborgara. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 30. maí 2025 kl. 13:44 (UTC)
::Allir ríkisborgarar eiga að geta talað íslensku. Núverandi tala ætti að höfða betur til fjölda málhafa og þess vegna ákvað ég að nota hana, nema einhverjar aðrar tillögur liggi í loftinu. [[Notandi:Óskadddddd|Óskadddddd]] ([[Notandaspjall:Óskadddddd|spjall]]) 4. júlí 2025 kl. 17:12 (UTC)
== Íðorð ==
Ég sé að margir tenglarnir í [[Íslenska#Íðorð|#Íðorð]] eru óvirkir og það er ekki neitt minnst á Íðorðabankann. Væri ekki betra að fjarlægja flesta tenglana og setja í staðinn tengil á [https://idordabanki.arnastofnun.is/ idordabanki.arnastofnun.is]? '''<span style="border-radius:6px;padding:1px 5px;background:#30a;">[[User:WanderingMorpheme|<span style="color:#bb87ff">Wandering</span>]][[User talk:WanderingMorpheme|<span style="color:#fcba03">Morpheme</span>]]</span>''' 29. október 2023 kl. 02:49 (UTC)
:Endilega. Skrýtið að hann sé ekki þarna. [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 29. október 2023 kl. 11:26 (UTC)
ediywqfadrh9ij2adnzehtgvksmtest
1922663
1922651
2025-07-04T20:32:56Z
Akigka
183
/* Fjöldi málhafa? */ Svar
1922663
wikitext
text/x-wiki
Á [[:fi:Islannin kieli|finnsku greininni]] stendur að málið sé líka talað í winnipeg í kanada, spurning að bæta því við hér ef satt er. --{{Notandi:Ævar Arnfjörð Bjarmason/Sig}} 18:35, 20 nóv 2004 (UTC)
: Líklegast einhver hópur fólks á Nýja Íslandi sem talar enn haldagóða íslensku, svo heyrist mér á öllu að margir séu að læra það í Japan og að það sé dáldið ''inn'' að læra íslensku. Það má líklegast alveg bæta við að íslenska sé töluð í Winnipeg (og afhverju). --[[Notandi:Iceman|Friðrik Bragi Dýrfjörð]] 18:39, 20 nóv 2004 (UTC)
:: Málið er bara að ég veit ekkert um stöðu íslensku á því svæði. --{{Notandi:Ævar Arnfjörð Bjarmason/Sig}} 18:55, 20 nóv 2004 (UTC)
:::Hvað er "Nýja Ísland" og hvað þýðir "íðorð"? --[[Notandi:S.Örvarr.S|Stefán Örvarr Sigmundsson]] 04:41, 16 júlí 2007 (UTC)
::::Nýja Ísland er svæðið þar sem Íslendingar settust að í Kanada, þar er til dæmis bærinn [[Riverton, Manitoba]]. --[[Notandi:Stalfur|Stalfur]] 10:32, 16 júlí 2007 (UTC)
::::Íðorð eru orð sem tilheyra ákveðinni sérfræðigrein, tæknilegur orðaforði. Til dæmis er „örgjörvi“ íðorð. --[[Notandi:Iceman|Friðrik Bragi Dýrfjörð]] 12:18, 16 júlí 2007 (UTC)
:::::Well aren't you smart cookies. {{bros}} Var samt að spá hvort það væri eitthvað vit í því að hafa reitinn "Sæti" þar sem að þetta er svo fámælt tungumál að hann er tómur. --[[Notandi:S.Örvarr.S|Stefán Örvarr Sigmundsson]] 04:30, 22 ágúst 2007 (UTC)
==Íslenska á öðrum tungumálum==
Er það nauðsynlegt? [[Notandi:Max Naylor|Max Naylor]] 24. september 2007 kl. 20:35 (UTC)
:Þetta er ekki nauðsynlegt. Þetta verður sjálfsagt fært yfir á sérstaka grein (lista) síðar. En þetta má vera þarna meðan greininn er ekki stærri. :) --[[Notandi:Iceman|Friðrik Bragi Dýrfjörð]] 24. september 2007 kl. 21:09 (UTC)
::Já, mér finnst þetta ekki gott fyrir greinina. Líst vel á að færa þetta. Þegar greinin verður þroskaðri. --[[Notandi:S.Örvarr.S|Stefán Örvarr Sigmundsson]] 24. september 2007 kl. 22:23 (UTC)
== koktelsósa ==
er all íslensk, ekki er vitað hver fann þessa sósu upp en hún er ískensk í húd og hár tad er allveg víst
: Sjá [[Kokkteilsósa]]. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] 5. desember 2007 kl. 12:11 (UTC)
== É ==
AÐ TELJA TVEGGJAHLJÓÐASTAF É ÞAR SEM FIRRA HLJÓÐIÐ ER SAMHLJÓÐ SEM SJERHLJÓÐA ER HÆPIÐ.{{óundirritað|Badík}}
: Ég vil benda þér á þetta: [http://ismal.hi.is/Ritreglur-070306.pdf Ritreglur Íslenskrar málstöðvar Í samræmi við auglýsingar menntamálaráðuneytis nr. 132/1974, 133/1974, 184/1974 og 261/1977]. Mæli líka með [http://www.forlagid.is/?tag=halldor-halldorsson stafsetningarorðabók], t.d. Halldórs Halldórssonar. Svo er alger firra að skrifa orðið "fyrra" með i. --[[Notandi:Cessator|Cessator]] 18. janúar 2010 kl. 00:44 (UTC)
== Endurskrif ==
Ég er búinn að endurskrifa söguhluta greinarinnar, hún var mjög slæm og alls ekki auðlesin. Ég er líka búinn að setja viðburði í betri röð, vonandi flæðir textinn betur núna. Það vantar enn heimildir. Svo er bara endurskrifa restina... [[Notandi:Maxí|Maxí]] ([[Notandaspjall:Maxí|spjall]]) 3. apríl 2015 kl. 11:16 (UTC)
== Fjöldi málhafa? ==
Þessi tala 310.000-320.000 sýnist mér ansi úrelt. Íbúafjöldi hér er 350.000, reyndar 10% útlendingar. En svo má bæta við að meira en 50.000 Íslendingar búa erlendis. Þannig að tala málhafa er frekar nálægt 400.000. Hm?
[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 12. október 2018 kl. 11:33 (UTC)
: Nýleg breyting miðar við fjölda ríkisborgara. Ég er dálítið efins um að hægt sé að setja samasemmerki milli málhafa og ríkisborgara. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 30. maí 2025 kl. 13:44 (UTC)
::Allir ríkisborgarar eiga að geta talað íslensku. Núverandi tala ætti að höfða betur til fjölda málhafa og þess vegna ákvað ég að nota hana, nema einhverjar aðrar tillögur liggi í loftinu. [[Notandi:Óskadddddd|Óskadddddd]] ([[Notandaspjall:Óskadddddd|spjall]]) 4. júlí 2025 kl. 17:12 (UTC)
:::Hvernig færðu út að allir ríkisborgarar tali íslensku? ef það eru lög þá eru þau nýleg, eða hvað? og hvað með allt það fólk sem talar íslensku en er ekki ríkisborgarar (Vestur-Íslendingar og börn brottfluttra td.)? [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 4. júlí 2025 kl. 20:32 (UTC)
== Íðorð ==
Ég sé að margir tenglarnir í [[Íslenska#Íðorð|#Íðorð]] eru óvirkir og það er ekki neitt minnst á Íðorðabankann. Væri ekki betra að fjarlægja flesta tenglana og setja í staðinn tengil á [https://idordabanki.arnastofnun.is/ idordabanki.arnastofnun.is]? '''<span style="border-radius:6px;padding:1px 5px;background:#30a;">[[User:WanderingMorpheme|<span style="color:#bb87ff">Wandering</span>]][[User talk:WanderingMorpheme|<span style="color:#fcba03">Morpheme</span>]]</span>''' 29. október 2023 kl. 02:49 (UTC)
:Endilega. Skrýtið að hann sé ekki þarna. [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 29. október 2023 kl. 11:26 (UTC)
0j8gx6ytd9a6reryaf7k0yzmt0y74m1
1922664
1922663
2025-07-04T20:36:23Z
Akigka
183
/* Fjöldi málhafa? */ Svar
1922664
wikitext
text/x-wiki
Á [[:fi:Islannin kieli|finnsku greininni]] stendur að málið sé líka talað í winnipeg í kanada, spurning að bæta því við hér ef satt er. --{{Notandi:Ævar Arnfjörð Bjarmason/Sig}} 18:35, 20 nóv 2004 (UTC)
: Líklegast einhver hópur fólks á Nýja Íslandi sem talar enn haldagóða íslensku, svo heyrist mér á öllu að margir séu að læra það í Japan og að það sé dáldið ''inn'' að læra íslensku. Það má líklegast alveg bæta við að íslenska sé töluð í Winnipeg (og afhverju). --[[Notandi:Iceman|Friðrik Bragi Dýrfjörð]] 18:39, 20 nóv 2004 (UTC)
:: Málið er bara að ég veit ekkert um stöðu íslensku á því svæði. --{{Notandi:Ævar Arnfjörð Bjarmason/Sig}} 18:55, 20 nóv 2004 (UTC)
:::Hvað er "Nýja Ísland" og hvað þýðir "íðorð"? --[[Notandi:S.Örvarr.S|Stefán Örvarr Sigmundsson]] 04:41, 16 júlí 2007 (UTC)
::::Nýja Ísland er svæðið þar sem Íslendingar settust að í Kanada, þar er til dæmis bærinn [[Riverton, Manitoba]]. --[[Notandi:Stalfur|Stalfur]] 10:32, 16 júlí 2007 (UTC)
::::Íðorð eru orð sem tilheyra ákveðinni sérfræðigrein, tæknilegur orðaforði. Til dæmis er „örgjörvi“ íðorð. --[[Notandi:Iceman|Friðrik Bragi Dýrfjörð]] 12:18, 16 júlí 2007 (UTC)
:::::Well aren't you smart cookies. {{bros}} Var samt að spá hvort það væri eitthvað vit í því að hafa reitinn "Sæti" þar sem að þetta er svo fámælt tungumál að hann er tómur. --[[Notandi:S.Örvarr.S|Stefán Örvarr Sigmundsson]] 04:30, 22 ágúst 2007 (UTC)
==Íslenska á öðrum tungumálum==
Er það nauðsynlegt? [[Notandi:Max Naylor|Max Naylor]] 24. september 2007 kl. 20:35 (UTC)
:Þetta er ekki nauðsynlegt. Þetta verður sjálfsagt fært yfir á sérstaka grein (lista) síðar. En þetta má vera þarna meðan greininn er ekki stærri. :) --[[Notandi:Iceman|Friðrik Bragi Dýrfjörð]] 24. september 2007 kl. 21:09 (UTC)
::Já, mér finnst þetta ekki gott fyrir greinina. Líst vel á að færa þetta. Þegar greinin verður þroskaðri. --[[Notandi:S.Örvarr.S|Stefán Örvarr Sigmundsson]] 24. september 2007 kl. 22:23 (UTC)
== koktelsósa ==
er all íslensk, ekki er vitað hver fann þessa sósu upp en hún er ískensk í húd og hár tad er allveg víst
: Sjá [[Kokkteilsósa]]. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] 5. desember 2007 kl. 12:11 (UTC)
== É ==
AÐ TELJA TVEGGJAHLJÓÐASTAF É ÞAR SEM FIRRA HLJÓÐIÐ ER SAMHLJÓÐ SEM SJERHLJÓÐA ER HÆPIÐ.{{óundirritað|Badík}}
: Ég vil benda þér á þetta: [http://ismal.hi.is/Ritreglur-070306.pdf Ritreglur Íslenskrar málstöðvar Í samræmi við auglýsingar menntamálaráðuneytis nr. 132/1974, 133/1974, 184/1974 og 261/1977]. Mæli líka með [http://www.forlagid.is/?tag=halldor-halldorsson stafsetningarorðabók], t.d. Halldórs Halldórssonar. Svo er alger firra að skrifa orðið "fyrra" með i. --[[Notandi:Cessator|Cessator]] 18. janúar 2010 kl. 00:44 (UTC)
== Endurskrif ==
Ég er búinn að endurskrifa söguhluta greinarinnar, hún var mjög slæm og alls ekki auðlesin. Ég er líka búinn að setja viðburði í betri röð, vonandi flæðir textinn betur núna. Það vantar enn heimildir. Svo er bara endurskrifa restina... [[Notandi:Maxí|Maxí]] ([[Notandaspjall:Maxí|spjall]]) 3. apríl 2015 kl. 11:16 (UTC)
== Fjöldi málhafa? ==
Þessi tala 310.000-320.000 sýnist mér ansi úrelt. Íbúafjöldi hér er 350.000, reyndar 10% útlendingar. En svo má bæta við að meira en 50.000 Íslendingar búa erlendis. Þannig að tala málhafa er frekar nálægt 400.000. Hm?
[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 12. október 2018 kl. 11:33 (UTC)
: Nýleg breyting miðar við fjölda ríkisborgara. Ég er dálítið efins um að hægt sé að setja samasemmerki milli málhafa og ríkisborgara. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 30. maí 2025 kl. 13:44 (UTC)
::Allir ríkisborgarar eiga að geta talað íslensku. Núverandi tala ætti að höfða betur til fjölda málhafa og þess vegna ákvað ég að nota hana, nema einhverjar aðrar tillögur liggi í loftinu. [[Notandi:Óskadddddd|Óskadddddd]] ([[Notandaspjall:Óskadddddd|spjall]]) 4. júlí 2025 kl. 17:12 (UTC)
:::Hvernig færðu út að allir ríkisborgarar tali íslensku? ef það eru lög þá eru þau nýleg, eða hvað? og hvað með allt það fólk sem talar íslensku en er ekki ríkisborgarar (Vestur-Íslendingar og börn brottfluttra td.)? [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 4. júlí 2025 kl. 20:32 (UTC)
::::átta mig samt á að það er væntanlega erfitt að áætla þessa tölu, en minnir að hún hafi yfirleitt verið metin eitthvað hærri en fjöldi ríkisborgara. Á Árnastofnun ekki einhverjar tölur? [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 4. júlí 2025 kl. 20:36 (UTC)
== Íðorð ==
Ég sé að margir tenglarnir í [[Íslenska#Íðorð|#Íðorð]] eru óvirkir og það er ekki neitt minnst á Íðorðabankann. Væri ekki betra að fjarlægja flesta tenglana og setja í staðinn tengil á [https://idordabanki.arnastofnun.is/ idordabanki.arnastofnun.is]? '''<span style="border-radius:6px;padding:1px 5px;background:#30a;">[[User:WanderingMorpheme|<span style="color:#bb87ff">Wandering</span>]][[User talk:WanderingMorpheme|<span style="color:#fcba03">Morpheme</span>]]</span>''' 29. október 2023 kl. 02:49 (UTC)
:Endilega. Skrýtið að hann sé ekki þarna. [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 29. október 2023 kl. 11:26 (UTC)
664a2esty9cmm4yj8voxeq5fd1y038w
Bubbi Morthens
0
4478
1922639
1892604
2025-07-04T13:18:56Z
212.30.214.174
1922639
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
| heiti = Bubbi Morthens
| mynd = Bubbi Morthens (285001430).jpg
| mynd_texti = Bubbi Morthens árið 2006
| mynd_stærð = 250
| fæðingarnafn = Ásbjörn Kristinsson Morthens
| fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1956|6|6}}
| fæðingarstaður = [[Reykjavík]], [[Ísland]]
| hljóðfæri = {{Hlist|Rödd|gítar|munnharpa}}
| stefna = {{Hlist|[[Rokk]]|[[blús]]}}
| starf = {{Hlist|Tónlistarmaður|lagahöfundur}}
| ár = 1979–í dag
| útgefandi = {{Hlist|Iðunnn|Steinar|Safarí|[[Gramm (útgáfa)|Gramm]]|Mistlur|Geisli|[[Sena|Skífan]]|[[Mál og menning]]|[[Sena]]|Blindsker}}
| vefsíða = {{URL|bubbi.is}}
}}
[[Mynd:bubbi-mortens_DSC02704.jpg|thumb|Bubbi Morthens, Laugardal (2007).]]
'''Ásbjörn Kristinsson Morthens''' (f. 6. júní 1956), oftast nefndur '''Bubbi Morthens''', er [[Ísland|íslenskur]] [[tónlistarmaður]]. Móðir hans var dönsk og pabbi hans hálfíslenskur og hálfnorskur.
Bubbi hefur verið þekktur í íslensku tónlistarlífi síðan á 9. áratugnum. Hann hefur verið meðlimur í ýmsum hljómsveitum, þekktastar eru [[Utangarðsmenn]] og [[Egó (hljómsveit)|Egó]], en lengst af hefur hann verið einn með gítarinn sem trúbador. Bubbi hefur í gegnum tíðina selt fleiri plötur á Íslandi en nokkur annar tónlistarmaður. Bubbi hélt tónleika sem voru kallaðir „[[Bubbi 06.06.06|06.06.06]]“ árið 2006 og voru teknir upp til útgáfu á DVD.
Bubbi kemur úr fjölskyldu listamanna. Pabbi hans, Kristinn Morthens, var myndlistarmaður. Föðurbróðir Bubba, [[Haukur Morthens]], var frægur söngvari. Eldri bróðir Bubba, Þorlákur Morthens, oftast kallaður [[Tolli]], var söngvari á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en er núna myndlistarmaður.
== Fyrstu árin ==
=== Æska ===
Ásbjörn Kristinsson Morthens fæddist þann 6. júní 1956 í Reykjavík. Hann er sonur hjónanna Grethe Skotte Pedersen (1929–1982), húsmóður og listakonu, og Kristins Morthens (1917–2002), listamanns. Grethe var dönsk og Kristinn hálfnorskur og hálfíslenskur. Ásbjörn er yngstur fjögurra bræðra. Eldri bræður hans eru þeir Arthúr Morthens (1948–2016), Sveinn Allan Morthens (* 1951) og Þorlákur (Tolli) Morthens (* 1953). Ásbjörn og fjölskyldan bjuggu fyrstu fjögur ár Ásbjarnar á þriðju hæð [[Barónsstígur|Barónstígs 43]], en fluttu síðan um vorið 1960 í blokk við Gnoðarvoginn.
==== Ísland ====
Ásbjörn byrjaði menntun sína hér á landi, í tímakennslu hjá [[Árelíus Níelsson|séra Árelíusi Níelssyni]], og segir hann að hann og Árelíus hafi orðið miklir vinir. Þorleifur Guðjónsson, sem átti eftir að spila með Ásbirni í Egóinu tveimur áratugum eða svo seinna, var einnig í tímakennslu hjá Árelíusi. Eftir tímakennsluna hjá Árelíusi fór Ásbjörn í [[Vogaskóli|Vogaskóla]]. Í ævisögu sinni frá 1990, sem Silja Aðalsteinsdóttir ritaði, talaði hann um hvernig honum var strítt í skóla fyrir talerfiðleika sína. <blockquote>Ég var smámæltur, gat ekki sagt S eðlilega og var sendur til talkennara. Ég mætti stíft, skrópaði ekki eitt einasta skipti. Mér var strítt á því að vera að læra að tala, en ég tók því með ró. Ég vissi að það yrði tímabundið.</blockquote>
==== Danmörk ====
Árið 1971, þegar Ásbjörn var 15 ára, flutti hann með mömmu sinni og frænda sínum Bergþóri, sem átti eftir að vera með honum í Egóinu, til [[Danmörk|Danmerkur]]. Þegar þangað var komið sendi mamma Ásbjarnar hann og Bergþór í heimavistarskóla í [[Fredericia]] á [[Jótland|Jótlandi]]. Í fyrrnefndri ævisögu sinni talaði Ásbjörn um skólavistina.<blockquote>Mömmu var sagt að þetta var afskaplega góður skóli, en hann reyndist vera beint út úr sögu fyrir Charles Dickens. Menn urðu að vera í skólabúningum, öllum var troðið í kapellu á hverjum morgni til að syngja sálma, krakkarnir voru barðir á fingurna með spanskreyr fyrir minnstu yfirsjónir, hífðir upp á eyrunum og agaðir út í eitt með eilífum hótunum.</blockquote>Vist Bubba í þessum skóla endaði svo einn dag þegar frændi hans, Bergþór, og vinur hans voru á leið í skólann og keyrt var á þá. Bergþór slapp vel, en hinn strákurinn meiddist illa. Þegar þeir komu svo í skólann var þeim refsað fyrir að koma skólanum í vandræði. Bergþór sagði Ásbirni frá þessu öllu og Ásbjörn hringdi í Grethe, móður sína. Þegar hann rak söguna í ævisögu sinni frá 1990, talaði Ásbjörn um þegar umsjónarkennari strákanna labbaði inn á vist þegar Grethe var að hlúa að strákunum.<blockquote>Mamma segir við hann: "Ég fer með syni mína héðan í dag. Ég ætla ekki að kæra ykkur, en ég held að þið ættuð að hringja á sjúkrabíl handa þessum dreng." Þá segir kennarinn – hann kenndi okkur smíði: "Hvis de ikke opfører sig ordentlig så giv dem bare nogen øretæver! – ef þeir haga sér ekki skikkanlega skaltu bara löðrunga þá." Þá labbaði mamma að honum, kerrti hnakkann og sagði "það segir enginn hvernig ég el upp mín börn mín. Og ef einhver á skilið löðrung, þá ert það þú!" Hann varð alveg eins og aumingi.</blockquote>Núna þegar að strákarnir voru fluttir út af heimavistinni og inn á mömmu Bubba, sem leigði íbúð í [[Árósar|Árósum]], þurfti Grethe að finna stærra húsnæði fyrir þau þrjú. Að lokum fluttu þau inn í íbúð sem Pétur Hauksson, sonur Hauks D. Þórðarssonar, yfirlæknis á Reykjalundi, og kærasta hans áttu.
== Einkalíf ==
{{hreingera}}
=== Hjónabönd og börn ===
Bubbi hefur verið giftur þrisvar sinnum. Hann var giftur fyrstu eiginkonu sinni, Ingu Sólveigu Friðjónsdóttur ljósmyndara, frá 1980 til 1984.<ref>[https://timarit.is/page/5480663?iabr=on#page/n9/mode/2up ''Stormasöm ár með rokkstjörnu Íslands''], DV, 16. október 2004, bls. 10–11</ref> Hann samdi ''[[Kona (breiðskífa)|Konu]]'', fyrstu skilnaðarplötu sína, um Ingu. Hann var giftur annari eiginkonu sinni, Brynju Gunnarsdóttur, fyrrverandi bankastarfsmaður og núverandi eigandi útfarastofu, frá 1988 til 2004. Þau eignuðust þrjú börn saman: Hörð (Hort) (* 1990); Grétu (* 1992) og Brynjar Úlf (* 1998). Bubbi samdi ''[[Ást (breiðskífa)|Ást]]'' og ''[[...í sex skrefa fjarlægð frá paradís]]'', aðra og þriðju skilnaðarplötuna sína, um Brynju. Bubbi giftist þriðju og núverandi eiginkonu sinni, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur, 7. júní 2008 og þau eiga tvö börn saman: Dögun París (* 2009) og Aþenu Lind (* 2012).<ref>[https://timarit.is/page/4274551?iabr=on#page/n28/mode/1up ''Að viðurkenna ósigur minn er stærsti sigur lífs míns''], Fréttablaðið, 20. maí 2009, bls. 5 (sérblað „Blaðið“)</ref><ref>[https://timarit.is/page/5771205?iabr=on#page/n31/mode/1up ''Draumur í Kjós''], Fréttablaðið, 15. júní 2012, bls. 6–8 (sérblað „Lífið“)</ref>
=== Neysla ===
Bubbi talaði og hefur talað mjög opinberlega um neyslu sína sem hann glímdi við frá barnæsku til 1985. Það gerði hann t.d. í laginu ''Manstu'' af plötunni ''[[Dögun]]'' (1987) og í ''Bubbi'', fyrstu ævisögu sinni sem [[Silja Aðalsteinsdóttir]] skrifaði árið 1990.
Eftir að Bubbi fór í meðferð 15. janúar 1985 hélst hann edrú. Í viðtali við [[Alþýðublaðið]] um ljóðaplötu sína frá 1996, ''[[Hvíta hliðin á svörtu]]'', sagði hann að það væri „rökkur í ljóðunum“ og að þau fjalli að stórum hluta um eiturlyf.<ref>[https://timarit.is/page/3347561?iabr=on#page/n4/mode/1up ''Djöfull mikið plastík í poppinu''], Alþýðublaðið, 22. maí 1996, bls. 5</ref> Í ljóði úr ''Öskraðu gat á myrkrið'' (2015) talaði Bubbi um fyrstu kynni sín af kókaíni.
Árið 2001 tók Bubbi þátt í átaki gegn fikiniefnum þar sem hann fór í skóla til að tala við nemendur og foreldra um sína reynslu af fikniefnaneyslu.<ref>[https://timarit.is/page/2442067?iabr=on#page/n3/mode/1up ''Veldu rétt í minningu látinna vina''], Dagur–Helgarútgáfa, 17. mars 2001, bls. 28</ref><ref>[https://timarit.is/page/7350966?iabr=on#page/n67/mode/1up ''Landsliðsmaður í lygi''], Morgunblaðið, 5. nóvember 2020, bls. 68</ref>
=== Ameríkuferð ===
Snemma árs 1984 fór Bubbi ásamt vini sínum og fyrrverandi Utangarðsmanni Danna Pollock út til [[Los Angeles]]. Pælingin með ferðinni var upprunalega að stofna nýja hljómsveit. Eiginkona Bubba á þessum tíma, Inga Sólveig Friðjónsdóttir, var úti í Los Angeles að læra ljósmyndun. Þegar Bubba bar að garði var Inga byrjuð að slá sér upp með öðrum manni, eins og Bubbi segir í ævisögu sinni frá 1990. Bubbi var djúpt í neyslu á þessum tíma og, þegar heim var komið aftur, var hann búinn með mestalla peningana sem hann hafði farið út með.<blockquote>Ég fór með honum til LA og San Fransisco þar sem konan hans var. Þetta var bara flipp í raun og veru. Hann talaði um að fara í stúdíó og ég fór með einhverja gítara en þeir voru aldrei notaðir og það varð ekkert af því. Hann var bara að elta konuna og kókið.
Danny Pollock, Bubbi Morthens: Ferillinn í fjörtíu ár, 2020.</blockquote>Á meðan hann var úti bauðst Bubba aðalhlutverk í stórmynd um goðið [[Þór (norræn goðafræði)|Þór]].<blockquote>Aldrei fékk ég að sjá handrit að kvikmyndinni, en þegar ég fékk loksins að sjá grunn að handriti varð ég skelkaður. Þetta reyndist vera þriðja flokks ævintýra- og ofbeldismynd. Þegar myndin byrjar átti Þór að sitja uppi á himnum með hinum guðunum, en svo fær hann leyfi til að fara niður til jarðar í einn dag. Hann lendir vitaskuld í Los Angeles, í gervi manns en með yfirnáttúrulega hæfileika. Svo kynnist hann stúlku í hvelli og skemmtir sér svo vel að hann neitar að koma til baka og fellur í ónáð hjá Óðni! Inn í þetta átti að koma pönktónlist og svo átti ég að fara með Völuspá á íslensku! Algert Rugl, maður.</blockquote>
== Þátttaka í mótmælum ==
Bubbi Morthens tók virkan þátt í ýmsum mótmælafundum veturinn 2008–9. Aðeins tveimur dögum eftir ávarp [[Geir H. Haarde|Geirs H. Haarde]] þann 6. október boðaði Bubbi til einna fyrstu mótmælanna vegna bankahrunsins. Þann 8. október 2008 boðaði hann til samstöðutónleika á [[Austurvöllur|Austurvelli]]. Yfirskrift tónleikanna var „krónan er fallin“ og mættu um 300 manns á tónleikana. Hljómsveitin [[Stríð og Friður]] spilaði með Bubba á tónleikunum og þar hljómaði lagið ''Ein stór fjölskylda'' í frumflutningi Bubba. Samkvæmt [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] einkenndi ládeyða stemmninguna á Austurvelli þennan dag, en lagið var bjartsýnisóður til þjóðarinnar. Fólk mætti með skilti með trúarlegum boðskap og hægt var að kaupa boli með áletruninni „Bankanum þínum er sama um þig“.<ref>[https://timarit.is/page/4201399?iabr=on#page/n41/mode/1up ''Ládeyða á Austurvelli''], Morgunblaðið, 9. október 2008, bls. 42</ref>
Þann 10. nóvember 2008 sungu [[Björn Jörundur Friðbjörnsson]] og Bubbi saman á blaðamannafundi til að vekja athygli á samstöðutónleikum sem haldnir voru í [[Laugardalshöll]] þann 16. nóvember<ref>[https://timarit.is/page/4203696?iabr=on#page/n20/mode/1up ''Af öllu hjarta''], Morgunblaðið, 11. nóvember 2008, bls. 21</ref>. Björn og Bubbi sungu lagið ''Er völlur grær''. Hugmyndin að tónleikunum kom frá Bubba og sá Lára Ómarsdóttir um kynningarmál fyrir tónleikana<ref>[https://timarit.is/page/4010191?iabr=on#page/n31/mode/1up ''Lára til liðs við Bubba''], Fréttablaðið, 11. nóvember 2008, bls. 20</ref>. Allir gáfu vinnu sína við tónleikana, en Bubbi sagði að til af tónleikunum yrði þá vantaði 1,5 milljón krónur fyrir rafmagni og þrifum frá [[Reykjavíkurborg]].<ref>[https://timarit.is/page/4203467?iabr=on#page/n47/mode/1up ''Bubbi ákveðinn í að halda tónleika''], Morgunblaðið, 7. nóvember 2008, bls. 42</ref> Þeir peningar komu ekki frá Reykjavíkurborg, en tónleikarnir voru samt haldnir. Þeir báru yfirskriftina „Áfram með lífið“. Aðgangseyrir var ókeypis og meðal þeirra sem komu fram ásamt Bubba voru [[Baggalútur (hljómsveit)|Baggalútur]], [[Lay Low]], [[Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)|Sálin hans Jóns míns]], [[HAM (hljómsveit)|Ham]], [[Ragnheiður Gröndal]], [[Stuðmenn]], Buff og [[Nýdönsk]].<ref>[https://timarit.is/page/4204139?iabr=on#page/n39/mode/1up ''Hlýleg stemning á samstöðutónleikum''], Morgunblaðið, 17. nóvember 2008, bls. 40</ref>
23. maí 2009 héldu [[Hagsmunasamtök heimilanna]] samstöðufund á sérstökum útifundi á Austurvelli til að minna á það „neyðarástand“ sem þá var uppi í íslensku þjóðfélagi. Um fjögur hundruð manns mættu samkvæmt lögreglu. Hljómsveitin [[Egó (hljómsveit)|Egó]] með Bubba í fararbroddi spilaði nokkur lög á tónleikunum.<ref>[https://timarit.is/page/5253581?iabr=on#page/n10/mode/1up ''Vilja enga ölmusu, heldur leiðréttingu''], Morgunblaðið, 25. maí 2009, bls. 11</ref>
== Plötur ==
=== Breiðskífur ===
* ''[[Ísbjarnarblús]]'' (1980)
* ''[[Plágan]]'' (1981)
* ''[[Fingraför (breiðskífa)|Fingraför]]'' (1983)
* ''[[Ný spor]]'' (1984)
* ''[[Kona (breiðskífa)|Kona]]'' (1985)
* ''[[Frelsi til sölu]]'' (1986)
* ''[[Dögun (breiðskífa)|Dögun]]'' (1987)
* ''[[Serbian Flower]]'' (1988)
* ''[[Bláir draumar]]'' með [[Megas]]i (1988)
* ''[[Nóttin langa]]'' (1989)
* ''[[Sögur af landi]]'' (1990)
* ''[[Von (breiðskífa)|Von]]'' (1992)
* ''[[Lífið er ljúft]]'' (1993)
* ''[[3 heimar]]'' (1994)
* ''[[Í skugga Morthens]]'' (1995)
* ''[[Allar áttir]]'' (1996)
* ''[[Hvíta hliðin á svörtu]]'' (1996)
* ''[[Trúir þú á engla]]'' (1997)
* ''[[Arfur (breiðskífa)|Arfur]]'' (1998)
* ''[[Bellman]]'' (2000)
* ''[[Nýbúinn]]'' (2001)
* ''[[Sól að morgni]]'' (2002)
* ''[[1000 kossa nótt]]'' (2003)
* ''[[Tvíburinn]]'' (2004)
* ''[[Ást (breiðskífa)|Ást]]'' (2005)
* ''[[...í sex skrefa fjarlægð frá paradís]]'' (2005)
* ''[[Lögin mín]]'' (2006)
* ''[[Bláir]]'' (2006)
* ''[[Fjórir naglar]]'' (2008)
* ''[[Sólskuggarnir|Ég trúi á þig]]'' (2011) (Sena)
* ''[[Sólskuggarnir|Þorpið]]'' (2012) (Sena)
* ''[[Stormurinn]]'' (2013) (Sena)
* ''[[Æsku minnar jól]]'' (2013) (Sena)
* ''[[18 Konur]]'' (2015)
* ''[[Tungumál (plata)|Túngumál]]'' (2017)
* ''[[Regnbogans stræti]]'' (2019)
* ''Sjálfsmynd'' (2021)
* ''[[Ljós og skuggar]]'' (2023)
* ''[[Dansaðu]]'' (2024)
=== Smáskífur ===
* ''[[Skapar fegurðin hamingjuna]]'' (1987)
* ''[[Moon In The Gutter]]'' (1988)
* ''[[56 (smáskífa)|56]]'' (1988)
* ''[[Blómið|Hver er næstur]]'' (1989)
* ''[[Mér líkar það]]'' (1999)
* ''Nei nei nei – Tjáningarfrelsi'' (2004)
* ''Ég er kominn heim'' (2008)
* ''[[Bubbi og Stórsveit Reykjavíkur|Ísbjarnarblús]]'' (smáskífa fyrir Bubba og Stórsveit Reykjavíkur, 2008)
* ''Sól bros þín'' (smáskífa fyrir Túngumál, 2017)
* ''Ég hef enga skoðun'' (smáskífa fyrir Tungumál, 2017)
* ''Ég rata ekki heim'' (2018)
* ''Gamalt vor'' (2018)
* ''Velkomin'' (smáskífa fyrir Regnbogans stræti, 2020)
* ''Án þín'' (smáskífa fyrir Regnbogans stræti, 2019, með [[Katrín Halldóra Sigurðardóttir|Katrínu Halldóru]])
* ''Límdu saman heiminn minn'' (smáskífa fyrir Regnbogans stræti, 2019)
* ''Regnbogans stræti'' (smáskífa fyrir Regnbogans stræti, 2019)
* ''Skríða'' (smáskífa fyrir Regnbogans stræti, 2020)
* ''Þöggun'' (2020, með [[Hjálmar (hljómsveit)|Hjálmum]])
* ''[[Sól rís]]'' (smáskífa fyrir Sjálfsmynd, 2020)
* ''[[Á horni hamingjunnar]]'' (smáskífa fyrir Sjálfsmynd, 2021)
* ''Ástrós'' (smáskífa fyrir Sjálfsmynd, 2021, með [[Bríet (söngkona)|BRÍETI]])
* ''Ennþá er tími'' (smáskífa fyrir Sjálfsmynd, 2021)
* ''Ertu góður?'' (smáskífa fyrir Sjálfsmynd, 2021)
* ''Sunnudagur (með laugardagskvöld í fanginu)'' (2022)
* ''[[Tárin falla hægt]]'' (með [[Auður (tónlistarmaður)|Auði]], 2022)
=== Safnplötur ===
* ''[[Línudans (breiðskífa)|Línudans]]'' (1983)
* ''[[Sögur 1980-1990 (safnplata)|Sögur 1980–1990]]'' (1999)
* ''[[Sögur II 1990-2000 (safnplata)|Sögur II 1990–2000]]'' (2000)
* ''[[Blindsker (Safnplata)|Blindsker]]'' (safnplata í tilefni [[Blindsker (heimildarmynd)|samnefndrar heimildarmyndar]] um Bubba) (2004)
* ''[[Góð verk 07]]'' (safnplata) (2007)
* ''[[Sögur af ást, landi og þjóð 1980-2010]]'' (2010)
* ''[[06.06.16]]'' (2016)
* ''[[Sól rís 1980-2020]]'' (2020)
=== Tónleikaplötur ===
* ''[[Blús fyrir Rikka]]'' (1986)
* ''[[Ég er]]'' (1991)
* ''[[Bubbi 06.06.06]]'' (tónleikaplata) (2006)
* ''[[Bubbi og Stórsveit Reykjavíkur]]'' (2008)
* ''[[Bubbi og Dimma]]'' (tónleikaplata, hljómsveitin [[Dimma (hljómsveit)|Dimma]] spilar undir) (2015)
* ''[[Minnismerki (breiðskífa)|Minnismerki]]'' (2016) Með Dimmu
'''Birtist á'''
* Mitt líf, bauðs eitthvað betra? (Bjarni Tryggvason, 1986), lagið Ástardraumur (ásamt Bjarna Tryggvasyni)
* Tiggarens tal (Imperiet, 1988), lagið I hennes sovrum (kassagítar)
* Og augun opnast ([[Hilmar Oddsson]], 1989), lögin Hrikaleg, Og augun opnast, Allur lurkum laminn og Vakandi, sofandi.
* Andartak (Rabbi, 1991), lagið Hve lengi? (með Sævari Sverrissyni)
* Stóri draumurinn (Orri Harðarsson, 1994), lagið Uppgjörið (með Orra Harðarssyni)
* Bitte nú (Borgardætur, 1995), lagið Gott líf (með [[Ragnar Bjarnason|Ragnari Bjarnassyni]], [[Kristján Kristjánsson (f. 1956)|KK]] og Borgardætrum)
* Litla hryllingsbúðin (Úr söngleik, 1999), lögin Gemmér og Matarhlé.
* Með stuð í hjarta ([[Rúnar Júlíusson]], 1996), lagið Fæstir fá það frítt (kvittaðu fyrir lífsstílin) (ásamt Rúnari Júlíussyni)
* Kóróna Landsins (Ómar Ragnarsson, 2003), lagið Maður og hvalur,
* Jameson (Papar, 2011), lagið Hæ hoppsa-sí
* Dúett 3 ([[Björgvin Halldórsson]], 2013), lagið Það er gott að elska (með Björgvini Halldórssyni)
* Tíminn líður hratt (Magnús Eiríksson, 2015), lagið Braggablús.
* Undrabarnið (Haki, 2021), lagið Flýg.
== [[GCD]] (með [[Rúnar Júlíusson|Rúnari Júlíussyni]]) ==
Árið 1991 var Bubbi byrjaður að verða tíður gestur [[Rúnar Júlíusson|Rúnars Júlíussonar]] á heimili hins síðarnefnda í Keflavík. Þar töluðu þeir um tónlist, sömdu tónlist og unnu að tónlist. Ásamt Bubba í þessum heimsóknum var Óttar Felix Hauksson, athafnamaður og fyrrum söngvari hljómsveitarinnar [[Flosi og Pops - Það er svo geggjað|Pops]]. Rúnar hafði flutt með Bubba tvö [[Hljómar|Hljómalög]] á útgáfutónleikum plötu Bubba ''Sögur af landi'' á skemmtistaðnum Ömmu Lú í desember árið áður, ásamt því að hafa komið fram á Þorláksmessutónleikum Bubba. Í æsku hafði Rúnar verið hálfgert átrúnaðargoð Bubba, svo það að vinna með Rúnari var draumur hjá Bubba. Úr heimsóknunum kom fram hljómsveitin GCD. Nafnið kom frá þeim hljómum sem oftast voru notaðir í lögum sveitarinnar, að sögn Óttars. Sveitin gaf út þrjár breiðskífur á fjórum árum, en Bubbi og Rúnar áttu eftir að vinna meira saman í framtíðinni. Eftir andlát Rúnars árið 2008 kom sonur Rúnars, Júlíus, í stað föðurs síns og söng til dæmis með sveitinni á [[Ljósanótt]] í Keflavík 2009.<ref>{{Cite web|url=https://glatkistan.com/2020/02/12/gcd/ |title=GCD (1991–1995) |first=Helgi |last=J |date=2020-02-12 |website=Glatkistan |access-date=2024-12-20}}</ref>
* GCD (1991)
* [[Svefnvana]] (1993)
* Teika (1995)
* Mýrdalssandur (safnplata) (2002)
== Hljómsveitir (í tímaröð) ==
* [[Utangarðsmenn]] (1980–1981) (2000) (2006)
* [[Egó (hljómsveit)|Egó]] (1981–1984) (2004–?)
* [[Das Kapital (hljómsveit)|Das Kapital]] (1984) (2006)
* MX-21 (1986–1987) (2006)
* [[Blómið]] (1989)
* [[GCD]] (1991–1995) (2006)
* [[Stríð og Friður]] (2001–)
* [[Sólskuggarnir]] (2011)
* [[Spaðadrottningarnar]] (2015)
== Bækur ==
* Bubbi (skrifuð af [[Silja Aðalsteinsdóttir|Silju Aðalsteinsdóttur]], 1990)
* Rúmið hans Árna (fyrsta bók Bubba sem rithöfundur, 1994)
* BOX (skrifuð af Bubba og Sverri Agnarssyni, 1998)
* Djúpríkið (gerð af Bubba og breska rithöfundinum Robert Jackson, 2004)
* Ballaðan um Bubba Morthens (skrifuð af Bubba í samstarfi við Jóni Atla Jónassyni, 2006)
* Að kasta flugu í straumvatn er að tala við Guð (skrifuð af Bubba, 2007)
* Áin (skrifuð af Bubba, 2009)
* Bubbi – Samtalsbók (skrifuð af Árna Árnasyni, 2010)
* Veiðisögur Bubba (skrifuð af Bubba, 2011)
* Bubbi Morthens: Ferillinn í fjörutíu ár (skrifuð af Árna Matthíassyni, 2020)
=== Ljóðabækur ===
* Net (2008)
* Öskraðu gat á myrkrið (2015)
* Hreistur (2017)
* Rof (2018)
* Velkominn (2019)
* Orð, ekkert nema orð (2021)
* Föðurráð (2024)
== Kvikmyndir, söngleikir og sjónvarpsþættir ==
* [[Rokk í Reykjavík]] (1982) – birtist í fararbroddi [[Egó (hljómsveit)|Egósins]]
* Kvöldstund með listamanni (1986) – [[Megas]] tekur viðtal við Bubba.
* Kvöldstund með listamanni (1987) – Bubbi tekur viðtal við Megas.
* Bubbi, [[Hörður Torfason]] og Megas: Hljómleikar í [[Háskólabíó|Háskólabíói]] (1988) – Upptaka frá tónleikum sem Bubbi, Hörður Torfason og Megas héldu gegn [[Alnæmi|eyðni]] 30. nóvember 1988.
* Carmen Negra (1998) – Söngleikur frumsýndur í Íslensku óperunni. Bubbi syngur hlutverk hermannsins Remendado.
* Litla hryllingsbúðin (1999) – Bubbi syngur hlutverk plöntunnar.
* Blindsker (2004) – Heimildarmynd um ævi Bubba.
* Bubbi og Stórsveit Reykjavíkur (2008) – Upptaka frá tónleikum Bubba og Stórsveit Reykjavíkur sem haldnir voru 4. Janúar sama ár
* Áin – Ættbálkurinn á bakkanum (2009) – Heimildarmynd um laxveiði
* Ísland Got Talent (2014) – Raunveruleikaþættir byggðir á Got Talent þáttunum
== Tenglar ==
* [https://bubbi.is/ Vefsíða Bubba]
* [https://gamli.bubbi.is/index.php Fyrrverandi vefsíða Bubba]
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
[[Flokkur:Bubbi Morthens| ]]
{{f|1956}}
[[Flokkur:Íslenskir tónlistarmenn]]
[[Flokkur:Íslenskir söngvarar]]
[[Flokkur:Handhafar riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu]]
r790egp7osmjjdtngojznhqbkb9m4td
1922640
1922639
2025-07-04T13:28:43Z
Akigka
183
Tók aftur breytingu frá [[Special:Contributions/212.30.214.174|212.30.214.174]] ([[User talk:212.30.214.174|spjall]]), til baka í síðustu útgáfu frá [[User:Stillbusy|Stillbusy]]
1892604
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
| heiti = Bubbi Morthens
| mynd = Bubbi Morthens (285001430).jpg
| mynd_texti = Bubbi Morthens árið 2006
| mynd_stærð = 250
| fæðingarnafn = Ásbjörn Kristinsson Morthens
| fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1956|6|6}}
| fæðingarstaður = [[Reykjavík]], [[Ísland]]
| hljóðfæri = {{Hlist|Rödd|gítar|munnharpa}}
| stefna = {{Hlist|[[Rokk]]|[[blús]]}}
| starf = {{Hlist|Tónlistarmaður|lagahöfundur}}
| ár = 1979–í dag
| útgefandi = {{Hlist|Iðunnn|Steinar|Safarí|[[Gramm (útgáfa)|Gramm]]|Mistlur|Geisli|[[Sena|Skífan]]|[[Mál og menning]]|[[Sena]]|Blindsker}}
| vefsíða = {{URL|bubbi.is}}
}}
[[Mynd:bubbi-mortens_DSC02704.jpg|thumb|Bubbi Morthens, Laugardal (2007).]]
'''Ásbjörn Kristinsson Morthens''' (f. 6. júní 1956), oftast nefndur '''Bubbi Morthens''', er [[Ísland|íslenskur]] [[tónlistarmaður]]. Móðir hans var dönsk og pabbi hans hálfíslenskur og hálfnorskur.
Bubbi hefur verið þekktur í íslensku tónlistarlífi síðan á 9. áratugnum. Hann hefur verið meðlimur í ýmsum hljómsveitum, þekktastar eru [[Utangarðsmenn]] og [[Egó (hljómsveit)|Egó]], en lengst af hefur hann verið einn með gítarinn sem trúbador. Bubbi hefur í gegnum tíðina selt fleiri plötur á Íslandi en nokkur annar tónlistarmaður. Bubbi hélt tónleika sem voru kallaðir „[[Bubbi 06.06.06|06.06.06]]“ árið 2006 og voru teknir upp til útgáfu á DVD.
Bubbi kemur úr fjölskyldu listamanna. Pabbi hans, Kristinn Morthens, var myndlistarmaður. Föðurbróðir Bubba, [[Haukur Morthens]], var frægur söngvari. Eldri bróðir Bubba, Þorlákur Morthens, oftast kallaður [[Tolli]], var söngvari á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en er núna myndlistarmaður.
== Fyrstu árin ==
=== Æska ===
Ásbjörn Kristinsson Morthens fæddist þann 6. júní 1956 í Reykjavík. Hann er sonur hjónanna Grethe Skotte Pedersen (1929–1982), húsmóður og listakonu, og Kristins Morthens (1917–2002), listamanns. Grethe var dönsk og Kristinn hálfnorskur og hálfíslenskur. Ásbjörn er yngstur fjögurra bræðra. Eldri bræður hans eru þeir Arthúr Morthens (1948–2016), Sveinn Allan Morthens (* 1951) og Þorlákur (Tolli) Morthens (* 1953). Ásbjörn og fjölskyldan bjuggu fyrstu fjögur ár Ásbjarnar á þriðju hæð [[Barónsstígur|Barónstígs 43]], en fluttu síðan um vorið 1960 í blokk við Gnoðarvoginn.
==== Ísland ====
Ásbjörn byrjaði menntun sína hér á landi, í tímakennslu hjá [[Árelíus Níelsson|séra Árelíusi Níelssyni]], og segir hann að hann og Árelíus hafi orðið miklir vinir. Þorleifur Guðjónsson, sem átti eftir að spila með Ásbirni í Egóinu tveimur áratugum eða svo seinna, var einnig í tímakennslu hjá Árelíusi. Eftir tímakennsluna hjá Árelíusi fór Ásbjörn í [[Vogaskóli|Vogaskóla]]. Í ævisögu sinni frá 1990, sem Silja Aðalsteinsdóttir ritaði, talaði hann um hvernig honum var strítt í skóla fyrir talerfiðleika sína. <blockquote>Ég var smámæltur, gat ekki sagt S eðlilega og var sendur til talkennara. Ég mætti stíft, skrópaði ekki eitt einasta skipti. Mér var strítt á því að vera að læra að tala, en ég tók því með ró. Ég vissi að það yrði tímabundið.</blockquote>
==== Danmörk ====
Árið 1971, þegar Ásbjörn var 15 ára, flutti hann með mömmu sinni og frænda sínum Bergþóri, sem átti eftir að vera með honum í Egóinu, til [[Danmörk|Danmerkur]]. Þegar þangað var komið sendi mamma Ásbjarnar hann og Bergþór í heimavistarskóla í [[Fredericia]] á [[Jótland|Jótlandi]]. Í fyrrnefndri ævisögu sinni talaði Ásbjörn um skólavistina.<blockquote>Mömmu var sagt að þetta var afskaplega góður skóli, en hann reyndist vera beint út úr sögu fyrir Charles Dickens. Menn urðu að vera í skólabúningum, öllum var troðið í kapellu á hverjum morgni til að syngja sálma, krakkarnir voru barðir á fingurna með spanskreyr fyrir minnstu yfirsjónir, hífðir upp á eyrunum og agaðir út í eitt með eilífum hótunum.</blockquote>Vist Bubba í þessum skóla endaði svo einn dag þegar frændi hans, Bergþór, og vinur hans voru á leið í skólann og keyrt var á þá. Bergþór slapp vel, en hinn strákurinn meiddist illa. Þegar þeir komu svo í skólann var þeim refsað fyrir að koma skólanum í vandræði. Bergþór sagði Ásbirni frá þessu öllu og Ásbjörn hringdi í Grethe, móður sína. Þegar hann rak söguna í ævisögu sinni frá 1990, talaði Ásbjörn um þegar umsjónarkennari strákanna labbaði inn á vist þegar Grethe var að hlúa að strákunum.<blockquote>Mamma segir við hann: "Ég fer með syni mína héðan í dag. Ég ætla ekki að kæra ykkur, en ég held að þið ættuð að hringja á sjúkrabíl handa þessum dreng." Þá segir kennarinn – hann kenndi okkur smíði: "Hvis de ikke opfører sig ordentlig så giv dem bare nogen øretæver! – ef þeir haga sér ekki skikkanlega skaltu bara löðrunga þá." Þá labbaði mamma að honum, kerrti hnakkann og sagði "það segir enginn hvernig ég el upp mín börn mín. Og ef einhver á skilið löðrung, þá ert það þú!" Hann varð alveg eins og aumingi.</blockquote>Núna þegar að strákarnir voru fluttir út af heimavistinni og inn á mömmu Bubba, sem leigði íbúð í [[Árósar|Árósum]], þurfti Grethe að finna stærra húsnæði fyrir þau þrjú. Að lokum fluttu þau inn í íbúð sem Pétur Hauksson, sonur Hauks D. Þórðarssonar, yfirlæknis á Reykjalundi, og kærasta hans áttu.
== Einkalíf ==
{{hreingera}}
=== Hjónabönd og börn ===
Bubbi hefur verið giftur þrisvar sinnum. Hann var giftur fyrstu eiginkonu sinni, Ingu Sólveigu Friðjónsdóttur ljósmyndara, frá 1980 til 1984.<ref>[https://timarit.is/page/5480663?iabr=on#page/n9/mode/2up ''Stormasöm ár með rokkstjörnu Íslands''], DV, 16. október 2004, bls. 10–11</ref> Hann samdi ''[[Kona (breiðskífa)|Konu]]'', fyrstu skilnaðarplötu sína, um Ingu. Hann var giftur annari eiginkonu sinni, Brynju Gunnarsdóttur, fyrrverandi bankastarfsmaður og núverandi eigandi útfarastofu, frá 1988 til 2004. Þau eignuðust þrjú börn saman: Hörð (* 1990); Grétu (* 1992) og Brynjar Úlf (* 1998). Bubbi samdi ''[[Ást (breiðskífa)|Ást]]'' og ''[[...í sex skrefa fjarlægð frá paradís]]'', aðra og þriðju skilnaðarplötuna sína, um Brynju. Bubbi giftist þriðju og núverandi eiginkonu sinni, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur, 7. júní 2008 og þau eiga tvö börn saman: Dögun París (* 2009) og Aþenu Lind (* 2012).<ref>[https://timarit.is/page/4274551?iabr=on#page/n28/mode/1up ''Að viðurkenna ósigur minn er stærsti sigur lífs míns''], Fréttablaðið, 20. maí 2009, bls. 5 (sérblað „Blaðið“)</ref><ref>[https://timarit.is/page/5771205?iabr=on#page/n31/mode/1up ''Draumur í Kjós''], Fréttablaðið, 15. júní 2012, bls. 6–8 (sérblað „Lífið“)</ref>
=== Neysla ===
Bubbi talaði og hefur talað mjög opinberlega um neyslu sína sem hann glímdi við frá barnæsku til 1985. Það gerði hann t.d. í laginu ''Manstu'' af plötunni ''[[Dögun]]'' (1987) og í ''Bubbi'', fyrstu ævisögu sinni sem [[Silja Aðalsteinsdóttir]] skrifaði árið 1990.
Eftir að Bubbi fór í meðferð 15. janúar 1985 hélst hann edrú. Í viðtali við [[Alþýðublaðið]] um ljóðaplötu sína frá 1996, ''[[Hvíta hliðin á svörtu]]'', sagði hann að það væri „rökkur í ljóðunum“ og að þau fjalli að stórum hluta um eiturlyf.<ref>[https://timarit.is/page/3347561?iabr=on#page/n4/mode/1up ''Djöfull mikið plastík í poppinu''], Alþýðublaðið, 22. maí 1996, bls. 5</ref> Í ljóði úr ''Öskraðu gat á myrkrið'' (2015) talaði Bubbi um fyrstu kynni sín af kókaíni.
Árið 2001 tók Bubbi þátt í átaki gegn fikiniefnum þar sem hann fór í skóla til að tala við nemendur og foreldra um sína reynslu af fikniefnaneyslu.<ref>[https://timarit.is/page/2442067?iabr=on#page/n3/mode/1up ''Veldu rétt í minningu látinna vina''], Dagur–Helgarútgáfa, 17. mars 2001, bls. 28</ref><ref>[https://timarit.is/page/7350966?iabr=on#page/n67/mode/1up ''Landsliðsmaður í lygi''], Morgunblaðið, 5. nóvember 2020, bls. 68</ref>
=== Ameríkuferð ===
Snemma árs 1984 fór Bubbi ásamt vini sínum og fyrrverandi Utangarðsmanni Danna Pollock út til [[Los Angeles]]. Pælingin með ferðinni var upprunalega að stofna nýja hljómsveit. Eiginkona Bubba á þessum tíma, Inga Sólveig Friðjónsdóttir, var úti í Los Angeles að læra ljósmyndun. Þegar Bubba bar að garði var Inga byrjuð að slá sér upp með öðrum manni, eins og Bubbi segir í ævisögu sinni frá 1990. Bubbi var djúpt í neyslu á þessum tíma og, þegar heim var komið aftur, var hann búinn með mestalla peningana sem hann hafði farið út með.<blockquote>Ég fór með honum til LA og San Fransisco þar sem konan hans var. Þetta var bara flipp í raun og veru. Hann talaði um að fara í stúdíó og ég fór með einhverja gítara en þeir voru aldrei notaðir og það varð ekkert af því. Hann var bara að elta konuna og kókið.
Danny Pollock, Bubbi Morthens: Ferillinn í fjörtíu ár, 2020.</blockquote>Á meðan hann var úti bauðst Bubba aðalhlutverk í stórmynd um goðið [[Þór (norræn goðafræði)|Þór]].<blockquote>Aldrei fékk ég að sjá handrit að kvikmyndinni, en þegar ég fékk loksins að sjá grunn að handriti varð ég skelkaður. Þetta reyndist vera þriðja flokks ævintýra- og ofbeldismynd. Þegar myndin byrjar átti Þór að sitja uppi á himnum með hinum guðunum, en svo fær hann leyfi til að fara niður til jarðar í einn dag. Hann lendir vitaskuld í Los Angeles, í gervi manns en með yfirnáttúrulega hæfileika. Svo kynnist hann stúlku í hvelli og skemmtir sér svo vel að hann neitar að koma til baka og fellur í ónáð hjá Óðni! Inn í þetta átti að koma pönktónlist og svo átti ég að fara með Völuspá á íslensku! Algert Rugl, maður.</blockquote>
== Þátttaka í mótmælum ==
Bubbi Morthens tók virkan þátt í ýmsum mótmælafundum veturinn 2008–9. Aðeins tveimur dögum eftir ávarp [[Geir H. Haarde|Geirs H. Haarde]] þann 6. október boðaði Bubbi til einna fyrstu mótmælanna vegna bankahrunsins. Þann 8. október 2008 boðaði hann til samstöðutónleika á [[Austurvöllur|Austurvelli]]. Yfirskrift tónleikanna var „krónan er fallin“ og mættu um 300 manns á tónleikana. Hljómsveitin [[Stríð og Friður]] spilaði með Bubba á tónleikunum og þar hljómaði lagið ''Ein stór fjölskylda'' í frumflutningi Bubba. Samkvæmt [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] einkenndi ládeyða stemmninguna á Austurvelli þennan dag, en lagið var bjartsýnisóður til þjóðarinnar. Fólk mætti með skilti með trúarlegum boðskap og hægt var að kaupa boli með áletruninni „Bankanum þínum er sama um þig“.<ref>[https://timarit.is/page/4201399?iabr=on#page/n41/mode/1up ''Ládeyða á Austurvelli''], Morgunblaðið, 9. október 2008, bls. 42</ref>
Þann 10. nóvember 2008 sungu [[Björn Jörundur Friðbjörnsson]] og Bubbi saman á blaðamannafundi til að vekja athygli á samstöðutónleikum sem haldnir voru í [[Laugardalshöll]] þann 16. nóvember<ref>[https://timarit.is/page/4203696?iabr=on#page/n20/mode/1up ''Af öllu hjarta''], Morgunblaðið, 11. nóvember 2008, bls. 21</ref>. Björn og Bubbi sungu lagið ''Er völlur grær''. Hugmyndin að tónleikunum kom frá Bubba og sá Lára Ómarsdóttir um kynningarmál fyrir tónleikana<ref>[https://timarit.is/page/4010191?iabr=on#page/n31/mode/1up ''Lára til liðs við Bubba''], Fréttablaðið, 11. nóvember 2008, bls. 20</ref>. Allir gáfu vinnu sína við tónleikana, en Bubbi sagði að til af tónleikunum yrði þá vantaði 1,5 milljón krónur fyrir rafmagni og þrifum frá [[Reykjavíkurborg]].<ref>[https://timarit.is/page/4203467?iabr=on#page/n47/mode/1up ''Bubbi ákveðinn í að halda tónleika''], Morgunblaðið, 7. nóvember 2008, bls. 42</ref> Þeir peningar komu ekki frá Reykjavíkurborg, en tónleikarnir voru samt haldnir. Þeir báru yfirskriftina „Áfram með lífið“. Aðgangseyrir var ókeypis og meðal þeirra sem komu fram ásamt Bubba voru [[Baggalútur (hljómsveit)|Baggalútur]], [[Lay Low]], [[Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)|Sálin hans Jóns míns]], [[HAM (hljómsveit)|Ham]], [[Ragnheiður Gröndal]], [[Stuðmenn]], Buff og [[Nýdönsk]].<ref>[https://timarit.is/page/4204139?iabr=on#page/n39/mode/1up ''Hlýleg stemning á samstöðutónleikum''], Morgunblaðið, 17. nóvember 2008, bls. 40</ref>
23. maí 2009 héldu [[Hagsmunasamtök heimilanna]] samstöðufund á sérstökum útifundi á Austurvelli til að minna á það „neyðarástand“ sem þá var uppi í íslensku þjóðfélagi. Um fjögur hundruð manns mættu samkvæmt lögreglu. Hljómsveitin [[Egó (hljómsveit)|Egó]] með Bubba í fararbroddi spilaði nokkur lög á tónleikunum.<ref>[https://timarit.is/page/5253581?iabr=on#page/n10/mode/1up ''Vilja enga ölmusu, heldur leiðréttingu''], Morgunblaðið, 25. maí 2009, bls. 11</ref>
== Plötur ==
=== Breiðskífur ===
* ''[[Ísbjarnarblús]]'' (1980)
* ''[[Plágan]]'' (1981)
* ''[[Fingraför (breiðskífa)|Fingraför]]'' (1983)
* ''[[Ný spor]]'' (1984)
* ''[[Kona (breiðskífa)|Kona]]'' (1985)
* ''[[Frelsi til sölu]]'' (1986)
* ''[[Dögun (breiðskífa)|Dögun]]'' (1987)
* ''[[Serbian Flower]]'' (1988)
* ''[[Bláir draumar]]'' með [[Megas]]i (1988)
* ''[[Nóttin langa]]'' (1989)
* ''[[Sögur af landi]]'' (1990)
* ''[[Von (breiðskífa)|Von]]'' (1992)
* ''[[Lífið er ljúft]]'' (1993)
* ''[[3 heimar]]'' (1994)
* ''[[Í skugga Morthens]]'' (1995)
* ''[[Allar áttir]]'' (1996)
* ''[[Hvíta hliðin á svörtu]]'' (1996)
* ''[[Trúir þú á engla]]'' (1997)
* ''[[Arfur (breiðskífa)|Arfur]]'' (1998)
* ''[[Bellman]]'' (2000)
* ''[[Nýbúinn]]'' (2001)
* ''[[Sól að morgni]]'' (2002)
* ''[[1000 kossa nótt]]'' (2003)
* ''[[Tvíburinn]]'' (2004)
* ''[[Ást (breiðskífa)|Ást]]'' (2005)
* ''[[...í sex skrefa fjarlægð frá paradís]]'' (2005)
* ''[[Lögin mín]]'' (2006)
* ''[[Bláir]]'' (2006)
* ''[[Fjórir naglar]]'' (2008)
* ''[[Sólskuggarnir|Ég trúi á þig]]'' (2011) (Sena)
* ''[[Sólskuggarnir|Þorpið]]'' (2012) (Sena)
* ''[[Stormurinn]]'' (2013) (Sena)
* ''[[Æsku minnar jól]]'' (2013) (Sena)
* ''[[18 Konur]]'' (2015)
* ''[[Tungumál (plata)|Túngumál]]'' (2017)
* ''[[Regnbogans stræti]]'' (2019)
* ''Sjálfsmynd'' (2021)
* ''[[Ljós og skuggar]]'' (2023)
* ''[[Dansaðu]]'' (2024)
=== Smáskífur ===
* ''[[Skapar fegurðin hamingjuna]]'' (1987)
* ''[[Moon In The Gutter]]'' (1988)
* ''[[56 (smáskífa)|56]]'' (1988)
* ''[[Blómið|Hver er næstur]]'' (1989)
* ''[[Mér líkar það]]'' (1999)
* ''Nei nei nei – Tjáningarfrelsi'' (2004)
* ''Ég er kominn heim'' (2008)
* ''[[Bubbi og Stórsveit Reykjavíkur|Ísbjarnarblús]]'' (smáskífa fyrir Bubba og Stórsveit Reykjavíkur, 2008)
* ''Sól bros þín'' (smáskífa fyrir Túngumál, 2017)
* ''Ég hef enga skoðun'' (smáskífa fyrir Tungumál, 2017)
* ''Ég rata ekki heim'' (2018)
* ''Gamalt vor'' (2018)
* ''Velkomin'' (smáskífa fyrir Regnbogans stræti, 2020)
* ''Án þín'' (smáskífa fyrir Regnbogans stræti, 2019, með [[Katrín Halldóra Sigurðardóttir|Katrínu Halldóru]])
* ''Límdu saman heiminn minn'' (smáskífa fyrir Regnbogans stræti, 2019)
* ''Regnbogans stræti'' (smáskífa fyrir Regnbogans stræti, 2019)
* ''Skríða'' (smáskífa fyrir Regnbogans stræti, 2020)
* ''Þöggun'' (2020, með [[Hjálmar (hljómsveit)|Hjálmum]])
* ''[[Sól rís]]'' (smáskífa fyrir Sjálfsmynd, 2020)
* ''[[Á horni hamingjunnar]]'' (smáskífa fyrir Sjálfsmynd, 2021)
* ''Ástrós'' (smáskífa fyrir Sjálfsmynd, 2021, með [[Bríet (söngkona)|BRÍETI]])
* ''Ennþá er tími'' (smáskífa fyrir Sjálfsmynd, 2021)
* ''Ertu góður?'' (smáskífa fyrir Sjálfsmynd, 2021)
* ''Sunnudagur (með laugardagskvöld í fanginu)'' (2022)
* ''[[Tárin falla hægt]]'' (með [[Auður (tónlistarmaður)|Auði]], 2022)
=== Safnplötur ===
* ''[[Línudans (breiðskífa)|Línudans]]'' (1983)
* ''[[Sögur 1980-1990 (safnplata)|Sögur 1980–1990]]'' (1999)
* ''[[Sögur II 1990-2000 (safnplata)|Sögur II 1990–2000]]'' (2000)
* ''[[Blindsker (Safnplata)|Blindsker]]'' (safnplata í tilefni [[Blindsker (heimildarmynd)|samnefndrar heimildarmyndar]] um Bubba) (2004)
* ''[[Góð verk 07]]'' (safnplata) (2007)
* ''[[Sögur af ást, landi og þjóð 1980-2010]]'' (2010)
* ''[[06.06.16]]'' (2016)
* ''[[Sól rís 1980-2020]]'' (2020)
=== Tónleikaplötur ===
* ''[[Blús fyrir Rikka]]'' (1986)
* ''[[Ég er]]'' (1991)
* ''[[Bubbi 06.06.06]]'' (tónleikaplata) (2006)
* ''[[Bubbi og Stórsveit Reykjavíkur]]'' (2008)
* ''[[Bubbi og Dimma]]'' (tónleikaplata, hljómsveitin [[Dimma (hljómsveit)|Dimma]] spilar undir) (2015)
* ''[[Minnismerki (breiðskífa)|Minnismerki]]'' (2016) Með Dimmu
'''Birtist á'''
* Mitt líf, bauðs eitthvað betra? (Bjarni Tryggvason, 1986), lagið Ástardraumur (ásamt Bjarna Tryggvasyni)
* Tiggarens tal (Imperiet, 1988), lagið I hennes sovrum (kassagítar)
* Og augun opnast ([[Hilmar Oddsson]], 1989), lögin Hrikaleg, Og augun opnast, Allur lurkum laminn og Vakandi, sofandi.
* Andartak (Rabbi, 1991), lagið Hve lengi? (með Sævari Sverrissyni)
* Stóri draumurinn (Orri Harðarsson, 1994), lagið Uppgjörið (með Orra Harðarssyni)
* Bitte nú (Borgardætur, 1995), lagið Gott líf (með [[Ragnar Bjarnason|Ragnari Bjarnassyni]], [[Kristján Kristjánsson (f. 1956)|KK]] og Borgardætrum)
* Litla hryllingsbúðin (Úr söngleik, 1999), lögin Gemmér og Matarhlé.
* Með stuð í hjarta ([[Rúnar Júlíusson]], 1996), lagið Fæstir fá það frítt (kvittaðu fyrir lífsstílin) (ásamt Rúnari Júlíussyni)
* Kóróna Landsins (Ómar Ragnarsson, 2003), lagið Maður og hvalur,
* Jameson (Papar, 2011), lagið Hæ hoppsa-sí
* Dúett 3 ([[Björgvin Halldórsson]], 2013), lagið Það er gott að elska (með Björgvini Halldórssyni)
* Tíminn líður hratt (Magnús Eiríksson, 2015), lagið Braggablús.
* Undrabarnið (Haki, 2021), lagið Flýg.
== [[GCD]] (með [[Rúnar Júlíusson|Rúnari Júlíussyni]]) ==
Árið 1991 var Bubbi byrjaður að verða tíður gestur [[Rúnar Júlíusson|Rúnars Júlíussonar]] á heimili hins síðarnefnda í Keflavík. Þar töluðu þeir um tónlist, sömdu tónlist og unnu að tónlist. Ásamt Bubba í þessum heimsóknum var Óttar Felix Hauksson, athafnamaður og fyrrum söngvari hljómsveitarinnar [[Flosi og Pops - Það er svo geggjað|Pops]]. Rúnar hafði flutt með Bubba tvö [[Hljómar|Hljómalög]] á útgáfutónleikum plötu Bubba ''Sögur af landi'' á skemmtistaðnum Ömmu Lú í desember árið áður, ásamt því að hafa komið fram á Þorláksmessutónleikum Bubba. Í æsku hafði Rúnar verið hálfgert átrúnaðargoð Bubba, svo það að vinna með Rúnari var draumur hjá Bubba. Úr heimsóknunum kom fram hljómsveitin GCD. Nafnið kom frá þeim hljómum sem oftast voru notaðir í lögum sveitarinnar, að sögn Óttars. Sveitin gaf út þrjár breiðskífur á fjórum árum, en Bubbi og Rúnar áttu eftir að vinna meira saman í framtíðinni. Eftir andlát Rúnars árið 2008 kom sonur Rúnars, Júlíus, í stað föðurs síns og söng til dæmis með sveitinni á [[Ljósanótt]] í Keflavík 2009.<ref>{{Cite web|url=https://glatkistan.com/2020/02/12/gcd/ |title=GCD (1991–1995) |first=Helgi |last=J |date=2020-02-12 |website=Glatkistan |access-date=2024-12-20}}</ref>
* GCD (1991)
* [[Svefnvana]] (1993)
* Teika (1995)
* Mýrdalssandur (safnplata) (2002)
== Hljómsveitir (í tímaröð) ==
* [[Utangarðsmenn]] (1980–1981) (2000) (2006)
* [[Egó (hljómsveit)|Egó]] (1981–1984) (2004–?)
* [[Das Kapital (hljómsveit)|Das Kapital]] (1984) (2006)
* MX-21 (1986–1987) (2006)
* [[Blómið]] (1989)
* [[GCD]] (1991–1995) (2006)
* [[Stríð og Friður]] (2001–)
* [[Sólskuggarnir]] (2011)
* [[Spaðadrottningarnar]] (2015)
== Bækur ==
* Bubbi (skrifuð af [[Silja Aðalsteinsdóttir|Silju Aðalsteinsdóttur]], 1990)
* Rúmið hans Árna (fyrsta bók Bubba sem rithöfundur, 1994)
* BOX (skrifuð af Bubba og Sverri Agnarssyni, 1998)
* Djúpríkið (gerð af Bubba og breska rithöfundinum Robert Jackson, 2004)
* Ballaðan um Bubba Morthens (skrifuð af Bubba í samstarfi við Jóni Atla Jónassyni, 2006)
* Að kasta flugu í straumvatn er að tala við Guð (skrifuð af Bubba, 2007)
* Áin (skrifuð af Bubba, 2009)
* Bubbi – Samtalsbók (skrifuð af Árna Árnasyni, 2010)
* Veiðisögur Bubba (skrifuð af Bubba, 2011)
* Bubbi Morthens: Ferillinn í fjörutíu ár (skrifuð af Árna Matthíassyni, 2020)
=== Ljóðabækur ===
* Net (2008)
* Öskraðu gat á myrkrið (2015)
* Hreistur (2017)
* Rof (2018)
* Velkominn (2019)
* Orð, ekkert nema orð (2021)
* Föðurráð (2024)
== Kvikmyndir, söngleikir og sjónvarpsþættir ==
* [[Rokk í Reykjavík]] (1982) – birtist í fararbroddi [[Egó (hljómsveit)|Egósins]]
* Kvöldstund með listamanni (1986) – [[Megas]] tekur viðtal við Bubba.
* Kvöldstund með listamanni (1987) – Bubbi tekur viðtal við Megas.
* Bubbi, [[Hörður Torfason]] og Megas: Hljómleikar í [[Háskólabíó|Háskólabíói]] (1988) – Upptaka frá tónleikum sem Bubbi, Hörður Torfason og Megas héldu gegn [[Alnæmi|eyðni]] 30. nóvember 1988.
* Carmen Negra (1998) – Söngleikur frumsýndur í Íslensku óperunni. Bubbi syngur hlutverk hermannsins Remendado.
* Litla hryllingsbúðin (1999) – Bubbi syngur hlutverk plöntunnar.
* Blindsker (2004) – Heimildarmynd um ævi Bubba.
* Bubbi og Stórsveit Reykjavíkur (2008) – Upptaka frá tónleikum Bubba og Stórsveit Reykjavíkur sem haldnir voru 4. Janúar sama ár
* Áin – Ættbálkurinn á bakkanum (2009) – Heimildarmynd um laxveiði
* Ísland Got Talent (2014) – Raunveruleikaþættir byggðir á Got Talent þáttunum
== Tenglar ==
* [https://bubbi.is/ Vefsíða Bubba]
* [https://gamli.bubbi.is/index.php Fyrrverandi vefsíða Bubba]
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
[[Flokkur:Bubbi Morthens| ]]
{{f|1956}}
[[Flokkur:Íslenskir tónlistarmenn]]
[[Flokkur:Íslenskir söngvarar]]
[[Flokkur:Handhafar riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu]]
h7yksf01otbqhkxxn1jur87wlhyi9es
Eðlismassi
0
10591
1922647
1880211
2025-07-04T16:03:11Z
Berserkur
10188
1922647
wikitext
text/x-wiki
'''Eðlismassi''', stundum nefndur '''(eðlis)þéttleiki''', er [[hlutfall]] [[massi|massa]] og [[rúmmál]]s fyrir efni sem er samleitt í því magni sem til athugunar er, táknaður með gríska stafnum [[hró]] (''ρ''). [[SI]]-mælieining er [[kílógramm]] á [[rúmmetri|rúmmetra]] (kg/m<sup>3</sup>).
Skilgreining:
:<math>\rho = \frac {m}{V}</math>
þar sem <math>m</math> er massinn en <math>V</math> rúmmál.
Eðlismassi efnis er ''eðliseiginleiki,'' en er háður ástandi efnisins, s.s. [[hiti|hita]] og [[þrýstingur|þrýstingi]]. Þetta á einkum við efni í [[hamur (efnafræði)|gasham]].
[[Flokkur:Efnafræði]]
[[Flokkur:Eðlisfræði]]
0k39c3zg3tyjad9o83srzyu637ocxcr
Moldóva
0
10673
1922678
1899111
2025-07-04T23:17:57Z
85.220.62.127
1922678
wikitext
text/x-wiki
{{distinguish|Moldóva|sögulega héraðið [[Moldavía|Moldavíu]]}}
{{land
| nafn = Lýðveldið Moldóva
| nafn_á_frummáli = Republica Moldova
| nafn_í_eignarfalli = Moldóvu
| fáni = Flag of Moldova.svg
| skjaldarmerki = Coat of arms of Moldova.svg
| staðsetningarkort = Location_Moldova_Europe.png
| þjóðsöngur = [[Limba Noastră]]
| tungumál = [[rúmenska]]
| höfuðborg = [[Kisíná]]
| stjórnarfar = [[Lýðveldi]]
| titill_leiðtoga1 = [[Forseti Moldóvu|Forseti]]
| titill_leiðtoga2 =[[Forsætisráðherra Moldóvu|Forsætisráðherra]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Maia Sandu]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Dorin Recean]]
| stærðarsæti = 138
| flatarmál = 33.846
| hlutfall_vatns = 1,4
| mannfjöldaár = 2021
| fólksfjöldi = 2.597.100
| mannfjöldasæti = 132
| íbúar_á_ferkílómetra = 85,5
| VLF_ár = 2021
| VLF = 36,886
| VLF_sæti = 134
| VLF_á_mann = 14.257
| VLF_á_mann_sæti = 118
| VÞL = {{hækkun}} 0.750
| VÞL_ár = 2019
| VÞL_sæti = 90
| staða = [[Sjálfstæði]]
| atburður1 = Frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| dagsetning1 = [[27. ágúst]] [[1991]]
| gjaldmiðill = [[Leu]] (MDL)
| tímabelti = [[UTC]] +2/+3
| tld = md
| símakóði = +373
}}
'''Moldóva''' er [[landlukt]] [[land]] í [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]] með [[landamæri]] að [[Rúmenía|Rúmeníu]] til vesturs og [[Úkraína|Úkraínu]] til norðurs, austurs og suðurs. Í landinu búa um 2,5 milljónir manna og stærð þess nemur um þriðjungi Íslands. Höfuðborgin heitir [[Kisíná]] (ritað Chișinău á rúmensku). Tveir þriðju landsmanna tala [[rúmenska|rúmensku]] sem er opinbert tungumál landsins.
Landið var frá fornu fari austurhluti furstadæmisins [[Moldavía|Moldavíu]] en árið 1812 lét [[Tyrkjaveldi]] [[Rússneska keisaradæmið|Rússneska keisaradæminu]] þennan hluta í té. Landið var þá þekkt sem [[Bessarabía]]. Vesturhlutinn varð hluti af [[Furstadæmið Rúmenía|Furstadæminu Rúmeníu]] þegar það varð til árið 1859. Eftir [[fyrri heimsstyrjöld]] lagði Rúmenía landið undir sig en [[Sovétríkin]] viðurkenndu ekki þau yfirráð. Í [[síðari heimsstyrjöld]] lögðu Sovétríkin Bessarabíu aftur undir sig. Moldóva lýsti síðan yfir sjálfstæði eftir hina misheppnuðu [[valdaránstilraunin í Sovétríkjunum 1991|valdaránstilraun 1991]].
Austan við ána [[Dnjestr]] sem rennur í gegnum landið er héraðið [[Transnistría]] þar sem meirihluti íbúa er [[rússneska|rússneskumælandi]]. Transnistría lýsti yfir stofnun sjálfstæðs sovétlýðveldis árið 1990. Moldóva reyndi að leggja héraðið undir sig í [[stríðið um Transnistríu|stríðinu um Transnistríu]] en mistókst þar sem héraðið fékk herstyrk frá Rússlandi og Úkraínu. Héraðið er því ''de facto'' sjálfstætt þótt alþjóðasamfélagið líti enn á það sem hluta Moldóvu.
Moldóva er dæmigert landbúnaðarland. Þar eru meðal annars stór ræktarlönd með [[vínviður|vínþrúgum]] til [[vín]]framleiðslu og [[rós]]um fyrir [[ilmefni|ilmefnaiðnaðinn]].
==Heiti==
Landið dregur nafn sitt af fljótinu [[Moldóva (á)|Moldóvu]] en árdalur þess var valdamiðstöð þegar [[furstadæmið Moldóva]] var stofnað árið [[1359]]. Ekki er ljóst af hverju fljótið dregur nafn sitt. Sagnaritararnir [[Grigore Ureche]] og [[Dimitrie Cantemir]] segja frá því að fyrsti furstinn, [[Dragoș]], hafi verið á [[úruxi|úruxaveiðum]] og að hundur hans, Molda, hafi drukknað í fljótinu, uppgefinn eftir eltingarleikinn. Furstinn hafi nefnt fljótið eftir hundinum og furstadæmið síðan dregið nafn sitt af ánni. Sögulega héraðið [[Moldavía]] sem furstadæmið náði yfir nær frá [[Austur-Karpatafjöll]]um að [[Dnjestr]]<nowiki/>-fljóti, og land þess er nú að hluta innan núverandi Rúmeníu, að hluta öll Moldóva og að hluta innan landamæra Úkraínu.
Um stutt skeið á [[1991-2000|10. áratug 20. aldar]] var nafnið skrifað bæði Moldóva og Moldavía. Eftir [[upplausn Sovétríkjanna]] hefur einungis rúmenska útgáfan, Moldóva, verið notuð. Formlegt heiti landsins er Lýðveldið Moldóva.
== Saga ==
Árið 2010 fann N. K. Anisjutkin steinverkfæri úr tinnu af [[Olduvai-gerð]] í Bayraki, sem eru 800.000 til 1,2 milljón ára gömul og elstu ummerki um [[maður|menn]] í Moldóvu.<ref>{{cite web| url= http://paleogeo.org/article3.html|title= GEOARCHAEOLOGY OF THE EARLIEST PALEOLITHIC SITES (OLDOWAN) IN THE NORTH CAUCASUS AND THE EAST EUROPE| publisher= paleogeo.org|date= 2011| url-status= dead| archive-url= https://web.archive.org/web/20130520090413/http://paleogeo.org/article3.html| archive-date= 20 May 2013 | quote = Early Paleolithic cultural layers with tools of oldowan type was discovered in East Caucasus (Dagestan, Russia) by Kh. Amirkhanov (2006) and Dniester valley (Moldova) by N. Anisjutkin (2010).}}</ref> Elstu merki um nútímamenn í Austur-Evrópu eru frá því fyrir 44.000 árum. Á [[nýsteinöld]] var Moldóva í miðju svæðis sem kennt er við [[Tripolye-menningin|Tripolye-menninguna]] og stóð frá því um 5500 til 2750 f.o.t. Hún einkenndist af fastri búsetu, landbúnaði og kvikfjárrækt og fagurlega skreyttum leirmunum.<ref>
{{cite journal
| last1= Constantinescu| first1= Bogdan
| last2= Bugoi| first2= Roxana| last3= Pantos| first3= Emmanuel
| last4= Popovici| first4= Dragomir
| title= Phase and chemical composition analysis of pigments used in Cucuteni Neolithic painted ceramics
| journal= Documenta Praehistorica| volume= XXXIV| pages= 281–288
| publisher= Department of Archaeology, Faculty of Arts, University of Ljubljana
| location= Ljubljana| year= 2007| issn= 1408-967X| oclc= 41553667
| df= dmy-all
| doi= 10.4312/dp.34.21
| doi-access= free}}
</ref>
Í [[fornöld]] bjuggu [[Karpar (þjóð)|karpískir ættbálkar]] þar sem nú er Moldóva. Milli 1. og 7. aldar e.o.t. náðu [[Rómaveldi|Rómverjar]] yfirráðum yfir landinu tímabundið nokkrum sinnum. Vegna staðsetningar sinnar á mörkum Asíu og Evrópu fóru margir innrásarherir um Moldóvu frá [[síðfornöld]] til [[ármiðaldir|ármiðalda]]; þar á meðal [[Gotar]], [[Húnar]], [[Avarar]], [[Búlgarar]], [[Magýarar]], [[Patsinakar]], [[Kúmanar]], [[Mongólar]] og [[Tatarar]].
Í upphafi 10. aldar varð Moldóva hluti af [[Garðaríki]] eftir því sem það stækkaði í átt að [[Svartahaf]]i. Fram að innrás Mongóla árið 1240 var Moldóva jaðarsvæði innan Garðaríkis, að mestu byggt austurslavneskum ættbálkum eins og [[Úlitsar|Úlitsum]] og [[Tivertsar|Tivertsum]], og sat undir stöðugum árásum frá Patsinökum.<ref>V. Klyuchevsky, The course of the Russian history. v.1: "Myslʹ.1987, {{ISBN|5-244-00072-1}}</ref> Landið var ýmist hluti af [[furstadæmið Halits|furstadæmisins Halits]], eða á áhrifasvæði þess. Fræðimenn hafa talið sig fundið vísanir í forfeður [[Rúmenar|Rúmena]], [[Vallakar|Vallaka]] (sem ''blökkumenn''), á sænskum rúnasteini frá 11. öld. Árið 1164 var [[Andronikos 1. Komnenos|Andronikos Komnenos]], síðar keisari, tekinn höndum af þeim, hugsanlega þar sem nú er Moldóva.
Í [[Hýpatíukrónika|Hýpatíukróniku]] frá 13. öld er talað um [[Bolokóvenar|Bolokóvena]] (sem fræðimenn telja líka Rúmena) í löndum sem lágu að furstadæmunum [[Halits]], [[Volhyn]] og [[Kænugarður|Kænugarði]]. Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós víggirtar borgir frá þessum tíma. Talin eru upp nöfn bæja sem tengjast Vallökum á milli ánna [[Dnjestr]] og [[Dnjepr]]. [[Daníel af Galisíu]] sigraði þá í orrustu árið 1257. [[Brodnikar]] voru önnur þjóð sem byggði svæðið á 13. öld, en uppruni þeirra er umdeildur.
=== Furstadæmið Moldavía ===
[[Furstadæmið Moldavía]] var stofnað þegar [[Dragoș Vodă]] kom að ánni [[Moldóva (á)|Moldóvu]] og stofnaði þar ríki fyrir fylgjendur sína frá [[Maramureș]]. Ríki Dragoșar heyrði undir [[konungsríkið Ungverjaland]] frá miðri 14. öld, en varð sjálfstætt þegar annar vallakískur herforingi, [[Bogdan 1.]], sem hafði lent upp á kant við konunginn í Ungverjalandi, hélt yfir [[Karpatafjöll]] árið 1359 og hertók Moldavíu. Mörk furstadæmisins lágu við Karpatafjöll í vestri, Dnjester í austri, og Dóná og Svartahaf í suðri. Það náði því yfir núverandi Moldóvu, austurhluta núverandi Rúmeníu og hluta af núverandi Úkraínu. Landið nefndist ''Moldova'' á máli landsmanna, líkt og núverandi ríki. Eftirmaður Bogdans, [[Lațcu af Moldavíu]], gerði bandalag við [[Pólland]] sem keppti við Ungverjaland um áhrif á svæðinu, og tók í kjölfarið upp [[kaþólsk trú|kaþólska trú]] um 1370.
[[Pétur 1. af Moldavíu]] gerðist lénsmaður [[Ladislás 2. Jagiellon|Ladisláss 2. Jagiellon]] konungs Póllands árið 1387. Hann lánaði konungi fé til að nota í baráttunni við [[þýsku riddararnir|þýsku riddarana]] og fékk héraðið [[Pókútía|Pókútíu]] að veði. Moldavía fékk þó aldrei yfirráð yfir héraðinu sem var umdeilt milli ríkjanna fram að [[orrustan við Obertyn|orrustunni við Obertyn]] árið 1531. Pétur stækkaði ríki sitt yfir [[Dónárósar|Dónárósa]] og bróðir hans lagði ungverska bæinn [[Bilhorod-Dnistrovskyi|Cetatea Albă]] undir sig, sem gaf Moldavíu höfn við Svartahaf. Ungverjar og Pólverjar tókust á um áhrif sín í landinu. Ungverjar studdu [[Alexander 1. af Moldavíu]] til valda árið 1400, en hann gerðist svo bandamaður Pólverja og Vallaka gegn þeim.
=== Tyrkjaveldi ===
Vaxandi umsvif [[Tyrkjaveldi]]s í Suðaustur-Evrópu leiddu til átaka um Cetatea Albă árið 1420. Eftirmenn Alexanders börðust um völdin í röð styrjalda þar til [[Pétur 3. Aron]] komst til valda árið 1451 og hóf að greiða skatt til Tyrkjaveldis. [[Matthías Korvínus]] Ungverjalandskonungur lét steypa honum af stóli og studdi [[Alexăndrel af Moldavíu]] til valda.
Á þessum árum gerðu [[Krímtatarar]] ítrekað árásir á landið. Árið 1538 varð Moldavía formlega skattland Tyrkjaveldis, en hélt þó sjálfstæði sínu.<ref>{{cite web |url=http://countrystudies.us/moldova/3.htm|title=Moldova: Early History|publisher=[[Library of Congress]]|date=June 1995|access-date=26 April 2018}}</ref> [[Pólsk-litáíska samveldið]] hélt áfram að skipta sér af innanlandsmálum í Moldavíu, enda voru pólski og moldavíski aðallinn nátengdir gegnum mægðir. Þegar [[Mikael djarfi]] hernam Moldavíu og sameinaði um stutt skeið Moldavíu, [[Vallakía|Vallakíu]] og [[Transylvanía|Transylvaníu]] undir einni stjórn, sendu Pólverjar her undir stjórn [[Jan Zamoyski]] til að hrekja Vallaka frá Moldavíu. Zamoyski endurreisti Moldavíska furstann [[Ieremia Movilă]] sem gerðist lénsmaður pólska konungsins. Árið 1621 varð Moldavía svo aftur skattland Tyrkjaveldis.
Transnistría var aldrei formlega hluti furstadæmisins Moldavíu, en moldavískir bojarar áttu stórar landareignir á austurbakka Dnjester. Sagnaritarinn [[Grigore Ureche]] nefnir að [[kósakkar]] hafi ráðist á moldavísk þorp handan Dnjester, í konungsríkinu Póllandi.<ref>[[Grigore Ureche]] ''[[s:ro:Letopiseţul ţărâi Moldovei, de când s-au descălecat ţara|Letopiseţul ţărâi Moldovei, de când s-au descălecat ţara]]''</ref> Margir Moldóvar gerðust sjálfir kósakkar. [[Ioan Potcoavă]] og [[Dănilă Apostol]] urðu báðir [[höfuðsmaður|höfuðsmenn]] í Úkraínu. Þótt Moldóva væri innan áhrifasvæðis Tyrkjaveldis, var stór hluti Transnistríu hluti af Pólsk-litáíska samveldinu fram að [[skiptingar Póllands|skiptingu Póllands]] árið 1793.
=== Rússaveldi ===
Með [[Búkarestsamningurinn 1812|Búkarestsamningnum 1812]] lét Tyrkjaveldi [[Rússland]]i eftir austurhluta furstadæmisins Moldavíu, þrátt fyrir mótmæli Moldavíska aðalsins, ásamt [[Kotyn]] og gömlu [[Bessarabía|Bessarabíu]] (nú [[Budjak]]), sem Rússar höfðu þegar lagt undir sig. Þessi viðbót við Rússaveldi varð nú héraðið [[Moldavía og Bessarabía]] og naut í byrjun nokkurs sjálfræðis. Eftir 1828 minnkaði þetta sjálfræði og árið 1871 var héraðinu breytt í landstjóraumdæmið [[Bessarabía|Bessarabíu]]. Þar var hafist handa við [[rússneskuvæðing]]u og notkun [[rúmenska|rúmensku]] hætt í stjórnkerfinu og í kirkjum.<ref>{{cite web| url=http://depts.washington.edu/cartah/text_archive/clark/bc_10.shtml#bc_10| title=Bessarabia, Chapter X: The Survival of Roumanian| first=Charles Upson| last=Clark| year=1927| publisher=Dodd, Mead & Company| website=Depts.washington.edu| access-date=9 October 2013| quote=Naturally, this system resulted not in acquisition of Russian by the Moldavians, but in their almost complete illiteracy in any language.| archive-date=9 December 2012| archive-url=https://web.archive.org/web/20121209212714/http://depts.washington.edu/cartah/text_archive/clark/bc_10.shtml#bc_10| url-status=dead}}</ref>
Í [[Parísarsáttmálinn 1856|Parísarsáttmálanum 1856]] fékk furstadæmið Moldavía suðurhluta Bessarabíu og árið 1859 sameinaðist furstadæmið Vallakíu og myndaði [[Rúmenía|Rúmeníu]]. Með [[Berlínarsáttmálinn 1878|Berlínarsáttmálanum 1878]] gekk þessi suðurhluti Bessarabíu aftur til Rússlands. Rússar hvöttu til landnáms á svæðum þar sem [[Tyrkir]] höfðu verið hraktir burt, sérstaklega í nyrstu og syðstu héruðum Bessarabíu, og heimiluðu [[gyðingar|gyðingum]] fasta búsetu á svæði sem náði meðal annars yfir héraðið. Hlutfall rúmenskumælandi íbúa féll úr 86% 1816<ref>{{cite book |author=Nistor, Ion |author-link=Ion Nistor |year=1921 |title=Istoria Bassarabiei |publisher=Cernăuți}}</ref> í um 52% árið 1905.<ref>{{cite book |author=Solomon, Flavius |chapter=Die Republik Moldau und ihre Minderheiten (Länderlexikon) |title=Ethnodoc-Datenbank für Minderheitenforschung in Südostosteuropa |language=de |page=52}}</ref> [[Gyðingaofsóknir]] leiddu til þess að þúsundir gyðinga fluttust þaðan til Bandaríkjanna.<ref>{{cite web |author=Scheib, Ariel |date=23 July 1941 |title=Moldova |publisher=Jewishvirtuallibrary.org |url=https://www.jewishvirtuallibrary.org/jsource/vjw/moldova.html |access-date=9 October 2013}}</ref>
[[Fyrri heimsstyrjöldin]] varð til þess að efla sjálfsmynd íbúa Bessarabíu þegar um 300.000 íbúar voru kallaðir í [[rússneski herinn|rússneska herinn]]. Eftir [[rússneska byltingin|rússnesku byltinguna]] 1917 var stofnað þjóðarráð, [[Sfatul Țării]], sem lýsti yfir stofnun sjálfstæðs [[lýðstjórnarlýðveldið Moldavía|lýðstjórnarlýðveldis]] innan rússneska sambandsríkisins í desember 1917 og kaus ríkisstjórn.
=== Stór-Rúmenía ===
[[Rúmenski herinn]] lagði Bessarabíu undir sig í janúar 1918 eftir beiðni þjóðarráðsins. Þann 6. febrúar lýsti Bessarabía yfir sjálfstæði frá Rússlandi og óskaði aðstoðar franska hersins í Rúmeníu og rúmenska hersins.<ref>Anthony Babel: ''La Bessarabie (Bessarabia)'', Félix Alcan, Genève, Switzerland, 1931</ref> Þann 9. apríl samþykkti þjóðarráðið að sameinast konungsríkinu Rúmeníu. Sameiningin var háð skilyrðum um umbætur í landbúnaði, sjálfstjórn og virðingu fyrir mannréttindum.<ref>{{cite book |last=King |first=Charles |author-link=Charles King (professor of international affairs) |title=The Moldovans: Romania, Russia, and the politics of culture |publisher=Hoover Press |year=2000 |chapter=From Principality to Province |chapter-url=https://books.google.com/books?id=ldBFWtuv8DQC&pg=PA33 |pages=[https://archive.org/details/moldovansromania00king_0/page/33 33–35] |isbn=0-8179-9792-X |access-date=31 October 2010 |url=https://archive.org/details/moldovansromania00king_0/page/33 }}</ref> Hluti starfandi þings ákvað að fella þessi skilyrði niður þegar [[Búkóvína]] og [[Transylvanía]] sameinuðust líka, þótt sagnfræðingar hafi bent á að það hafi ekki haft umboð til þess.<ref>{{cite web |url=http://www.prm.md/search.php?id=2332&lang=rom| archive-url=https://web.archive.org/web/20071204070133/http://www.prm.md/search.php?id=2332&lang=rom |archive-date=4 December 2007 |title=Sfatul Țării ... proclaimed the Moldavian Democratic Republic |language=ro |publisher=Prm.md |access-date=9 October 2013}}</ref><ref>{{cite book |first=Charles Upson |last=Clark |title=Bessarabia: Russia and Romania on the Black Sea – View Across Dniester From Hotin Castle |publisher=Dodd, Mead & Company |location=New York |year=1927 |chapter=24:The Decay of Russian Sentiment |chapter-url=http://depts.washington.edu/cartah/text_archive/clark/bc_17.shtml#bc_17 |access-date=31 October 2013}}</ref><ref>[[Ion Pelivan]] (''Chronology'')</ref><ref>[[Petre Cazacu]] (''Moldova'', pp. 240–245).</ref><ref>Cristina Petrescu, "Contrasting/Conflicting Identities:Bessarabians, Romanians, Moldovans" in'' Nation-Building and Contested Identities'', Polirom, 2001, pg. 156</ref>
Flestir [[bandamenn (fyrri heimsstyrjöld)|bandamanna]] samþykktu sameininguna með [[Parísarsáttmálinn 1920|Parísarsáttmálanum 1920]], sem var þó ekki staðfestur af öllum.<ref name="legal">{{cite journal |title=The Legal Status of the Bukovina and Bessarabia |url=https://archive.org/details/sim_american-journal-of-international-law_1944-10_38_4/page/667 |author=Malbone W. Graham |journal=The American Journal of International Law |date=October 1944 |volume=38 |issue=4 |pages=667–673 |publisher=American Society of International Law |doi=10.2307/2192802 |jstor=2192802|s2cid=146890589 }}</ref><ref>{{cite book |last=Mitrasca |first=Marcel |title=Moldova: a Romanian province under Russian rule: diplomatic history from the archives of the great powers |publisher=Algora Publishing |year=2002 |chapter=Introduction |chapter-url=https://books.google.com/books?id=mZogbSmBR-4C&pg=PA13 |page=13 |isbn=1-892941-86-4 |access-date=31 October 2010}}</ref> [[Sovétríkin]] viðurkenndu ekki yfirráð Rúmeníu og uppreisnir gegn stjórninni áttu sér stað í [[Kotyn]] og [[Bender (Moldóvu)|Bender]]. [[Sovétlýðveldið Bessarabía]] var stofnað sem útlagastjórn. Eftir að [[Tatarbunaruppreisnin]] 1924 mistókst var sjálfstjórnarhéraðið Moldavía, sem var innan Rússlands og náði aðeins yfir Transnistríu, gert að [[Sovétlýðveldið Moldavía|sovétlýðveldinu Moldavíu]] innan [[Sovétlýðveldið Úkraína|sovétlýðveldisins Úkraínu]].
=== Síðari heimsstyrjöld og Sovéttíminn ===
Með [[Molotov-Ribbentrop-sáttmálinn|Mólotov-Ribbentrop-sáttmálanum]] milli [[Þýskaland]]s og [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] 1939 var ákveðið að Bessarabía væri innan áhrifasvæðis þeirra síðarnefndu.<ref name="Olson 1994 483">{{cite book |last=Olson |first=James |title=An Ethnohistorical Dictionary of the Russian and Soviet Empires |year=1994 |page=483}}</ref> Í júní 1940 settu Sovétríkin Rúmeníu úrslitakosti um að afhenda Bessarabíu og Norður-Búkóvínu sem Rúmenía gerði næsta dag. Skömmu síðar var sovétlýðveldið Moldavía stofnað á ný. Það náði yfir um 65% af Bessarabíu og 50% af fyrrum sovétlýðveldinu Moldavíu (Transnistríu). Þýskir íbúar yfirgáfu landið sama ár.
Þegar öxulveldin [[Barbarossa-aðgerðin|réðust inn í Sovétríkin]] lagði Rúmenía Bessarabíu og Norður-Búkóvínu aftur undir sig, auk svæðis sem var kallað [[landstjóraumdæmið Transnistría]]. Rúmenski herinn í bandalagi við þann þýska, [[helförin|myrti og flutti burt]] 300.000 gyðinga, þar á meðal 147.000 frá Bessarabíu og Búkóvínu. Af þeim létust 90.000.<ref>{{cite web |url=http://www.presidency.ro/static/ordine/RAPORT_FINAL_CPADCR.pdf |archive-url=https://web.archive.org/web/20080408193207/http://www.presidency.ro/static/ordine/RAPORT_FINAL_CPADCR.pdf |archive-date=8 April 2008 |title=Tismăneanu Report |pages=748–749 |access-date=9 October 2013}}</ref> Milli 1941 og 1944 börðust andspyrnuhópar gegn rúmensku stjórninni. Sovétherinn náði landsvæðinu aftur á sitt vald árið 1944 og endurreisti sovétlýðveldið. 256.800 Moldóvar voru skráðir í Sovétherinn fyrir [[Önnur Jassi-Kisinev-sóknin|Aðra Jassi-Kisinev-sóknina]] í ágúst 1944 og 40.592 þeirra létu lífið.<ref name="history">{{cite book |title=Istoria Republicii Moldova: din cele mai vechi timpuri pină în zilele noastre |trans-title=History of the Republic of Moldova: From Ancient Times to Our Days |editor=Asociația Oamenilor de știință din Moldova. H. Milescu-Spătaru. |edition=2nd |year=2002 |publisher=Elan Poligraf |location=Chișinău |language=ro |isbn=9975-9719-5-4 |pages=239–244}}</ref>
Milli 1940 og 1941 og 1944 til 1953 létu yfirvöld í Sovétríkjunum reglulega flytja hópa íbúa svæðisins til [[Úralfjöll|Úralfjalla]], [[Síbería|Síberíu]] og [[Kasakstan]]. Stærstu fólksflutningarnir áttu sér stað 12.-13. júní 1941 og 5.-6. júlí 1949.<ref name="tismrep">{{cite web |url=http://www.presidency.ro/static/ordine/RAPORT_FINAL_CPADCR.pdf |title=Tismăneanu Report |pages=747, 752 |language=ro |access-date=9 October 2013}}</ref> Undir stjórn Sovétríkjanna voru pólitískar ofsóknir, handtökur og aftökur algengar. Vegna þurrka og óhóflegra framleiðslukvóta sem sovétstjórnin kom á, varð útbreidd [[hungursneyð]] í suðvesturhluta Sovétríkjanna árið 1946.<ref>{{cite journal |first=Michael |last=Ellman |url=http://www.paulbogdanor.com/left/soviet/famine/ellman1947.pdf |title=The 1947 Soviet Famine and the Entitlement Approach to Famines |journal=Cambridge Journal of Economics |volume=39 |issue=24 |year=2000 |pages=603–630 |access-date=10 December 2015 |doi=10.1093/cje/24.5.603 |archive-date=25 March 2009 |archive-url=https://web.archive.org/web/20090325075851/http://www.paulbogdanor.com/left/soviet/famine/ellman1947.pdf |url-status=dead }}</ref><ref>{{cite journal |url=https://www.academia.edu/7785239 |title=Foametea din anii 1946–1947 din RSS Moldovenească: cauze și consecințe |journal=Capitol Din Lucrarea Duşmanul de Clasă. Represiuni Politice, Violenţă Şi Rezistenţă În R(A)Ss Moldovenească, 1924-1956, Chişinău, Cartier, 2015, Editia a Ii-A. Cartea Este Dispobilă În Librării |trans-title=The Mass Famine in the Moldavian SSR, 1946–1947: causes and consequences in Dusmanul de clasa. Represiuni politice, violenta si rezistenta in R(A)SS Moldoveneasca, 1924–1956 |access-date=19 October 2014|last1=Casu |first1=Igor }}</ref> Í Moldavíska sovétlýðveldinu voru 216.000 andlát og 350.000 tilvik [[vannæring]]ar skráð.<ref name="tismrep"/> Á árunum 1944 til 1953 voru nokkrir andspyrnuhópar gegn sovétstjórninni virkir í Moldóvu, en öryggislögreglunni [[NKVD]] tókst að ráða niðurlögum þeirra.<ref name="tismrep"/>
Eftir stríðið stóðu sovésk yfirvöld fyrir innflutningi rússneskumælandi fólks til Moldavíu, meðal annars til að bæta upp fólksfækkun af völdum stríðsins.<ref>Pal Kolsto, ''National Integration and Violent Conflict in Post-Soviet Societies: The Cases of Estonia and Moldova'', [[Rowman & Littlefield]], 2002, {{ISBN|0-7425-1888-4}}, pg. 202</ref> Á 8. og 9. áratugnum voru miklar fjárfestingar frá ríkinu lagðar í uppbyggingu iðnfyrirtækja og húsnæði. Yfir milljarður [[rúbla|rúblna]] var settur í byggingarverkefni í höfuðborginni, Kisinev, eftir 1971.<ref>{{cite web |url= http://www.kishinev.info/architecture_en/ |archive-url=https://web.archive.org/web/20030210034311/http://www.kishinev.info/architecture_en/ |archive-date=10 February 2003 |title=Architecture of Chișinău |publisher=on Kishinev.info |access-date=12 October 2008}}</ref>
Sovétstjórnin reyndi líka að efla sérstaka sjálfsmynd íbúa Moldóvu, sem væru ólíkir Rúmenum. Samkvæmt opinberri stefnu stjórnarinnar var tungumál Moldóva ólíkt rúmensku. Til að leggja áherslu á þennan mun var tekið upp á því að skrifa moldóvísku með [[kýrillískt letur|kýrillísku letri]] í stað [[latínuletur]]s, sem hafði verið notað til að skrifa rúmensku frá 1860. Öll andstaða við stjórnina var bæld niður og meðlimir ólöglegra stjórnmálahreyfinga fengu langa fangelsisdóma.<ref>{{cite journal |url=https://www.academia.edu/4921186 |title=Political Repressions in the Moldavian Soviet Socialist Republic after 1956: Towards a Typology Based on KGB files Igor Casu |journal=Dystopia |volume=I |issue=1–2 |year=2014 |pages=89–127 |access-date=19 October 2014}}</ref> [[Nefnd um rannsóknir á einræðisstjórn kommúnista í Moldóvu]] hefur rannsakað og birt skjöl um mannréttindabrot kommúnistastjórnarinnar síðan 2010.
Þegar umbætur í anda [[glasnost]] og [[perestrojka]] hófust í Sovétríkjunum á 9. áratugnum var Lýðræðishreyfing Moldóvu stofnuð. Hún varð síðan að [[Alþýðufylking Moldóvu|Alþýðufylkingu Moldóvu]].<ref name="lang matei">Horia C. Matei, "State lumii. Enciclopedie de istorie." Meronia, București, 2006, p. 292-294</ref><ref>{{cite web |url=http://miris.eurac.edu/mugs2/do/blob.pdf?type=pdf&serial=1047909431571 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110719192119/http://miris.eurac.edu/mugs2/do/blob.pdf?type=pdf&serial=1047909431571 |archive-date=19 July 2011 |title=Romanian Nationalism in the Republic of Moldova |author=Andrei Panici |publisher=American University in Bulgaria |year=2002 |pages=40 and 41 |access-date=9 October 2013}}</ref> Moldóva tók skref í átt að sjálfstæði frá árinu 1988 líkt og mörg önnur sovétlýðveldi. Alþýðufylkingin stóð fyrir fjöldamótmælum í Chișinău 27. ágúst 1989. Stjórn sovétlýðveldisins neyddist þá til að samþykkja tungumálalög sem lýstu því yfir að moldóvska rituð með latínuletri yrði ríkismál landsins og tengsl þess við rúmensku viðurkennd.<ref name="lang matei"/><ref name="lang law">{{cite web|format=DOC|url=http://www.iatp.md/ladom/downloads/M3.doc|title=Legea cu privire la functionarea limbilor vorbite pe teritoriul RSS Moldovenesti Nr.3465-XI din 01.09.89 Vestile nr.9/217, 1989|trans-title=The law on use of languages spoken in the Moldovan SSR No.3465-XI of 09/01/89|volume=9|issue=217|language=ro|work=Moldavian SSR News, Law regarding the usage of languages spoken on the territory of the Republic of Moldova|access-date=11 February 2006|url-status=dead|archive-url=https://web.archive.org/web/20060219024839/http://www.iatp.md/ladom/downloads/M3.doc|archive-date=19 February 2006}}</ref> Í nóvember urðu [[óeirðirnar í Rúmeníu 1989|óeirðir]] vegna andstöðu við stjórn sovétlýðveldisins.
=== Sjálfstæði ===
Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Moldóvu voru haldnar í febrúar og mars 1990. [[Mircea Snegur]] var kjörinn þingforseti og [[Mircea Druc]] forsætisráðherra. Þann 23. júní 1990 samþykkti þingið sjálfstæðisyfirlýsingu þar sem moldóvsk lög fengu forgang fram yfir lög Sovétríkjanna.<ref name="lang matei"/> Eftir [[valdaránið í Sovétríkjunum 1991|misheppnaða valdaránið]] í Sovétríkjunum 1991 lýsti Moldóva yfir fullu sjálfstæði 27. ágúst 1991. Seinna sama ár tók Moldóva þátt í stofnun [[Samveldi sjálfstæðra ríkja|Samveldis sjálfstæðra ríkja]] ásamt fleiri fyrrum sovétlýðveldum, en undirritaði ekki hernaðarþáttinn og lýsti sig hlutlaust ríki. Þremur mánuðum síðar, eða 2. mars 1992, var Moldóva viðurkennd sem sjálfstætt ríki af [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]]. Árið 1994 gerðist Moldóva aðili að [[Partnership for Peace]]-verkefni [[NATO]] og 29. júní 1995 varð landið aðili að [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]].<ref name="lang matei"/>
Í [[Transnistría|Transnistríu]] þar sem yfir helmingur íbúa er af rússneskum og úkraínskum uppruna, var lýst yfir stofnun sjálfstæðs sovétlýðveldis með höfuðborg í [[Tíraspol]] 16. ágúst 1990.<ref name="lang matei"/> Ástæðan var ótti við vaxandi þjóðernishyggju í Moldóvu. Veturinn 1991-1992 urðu átök milli moldóvskra lögregluyfirvalda, hers Transnistríu og rússneska hersins. Um vorið brutust út skammvinn [[Transnistríustríðið|vopnuð átök]] sem lyktaði með vopnahléi og stofnun hlutlauss svæðis með þrískipta lögsögu.<ref>{{cite web|publisher=[[RAND Corporation]] |website=rand.org |title=Russia's Hostile Measures: Combating Russian gray zone aggression against NATO in the contact, blunt, and surge layers of competition |year=2020 |id=RR 2539 |url=http://www.rand.org/t/RR2539}}</ref>
Í janúar 1992 tók landið upp [[markaðsbúskapur|markaðsbúskap]] með frjálsri verðlagningu sem leiddi til [[verðbólga|verðbólgu]]. Árið 1993 gaf stjórn landsins út nýjan gjaldmiðil, [[moldóvskt leu]]. Landið gekk í gegnum alvarlega efnahagskreppu milli 1992 og 2001 og meirihluti íbúa lenti undir fátæktarmörkum. Eftir 2001 tók efnahagur landsins að batna og fram til 2008 var stöðugur hagvöxtur. Í upphafi 21. aldar fluttust margir íbúar Moldóvu til annarra landa í leit að atvinnu. [[Peningasendingar]] brottfluttra Moldóva eru næstum 38% af vergri landsframleiðslu Moldóvu, sem er önnur hæsta prósenta í heimi á eftir [[Tadsíkistan]] með 45%.<ref>{{cite web|last1=Ratha|first1=Dilip|author-link=Dilip Ratha|url=http://peoplemove.worldbank.org/en/content/remittance-flows-to-developing-countries|title=Remittance flows to developing countries are estimated to exceed US$300 billion in 2008|publisher=peoplemove.worldbank.org |date=18 February 2009 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20090223020016/http://peoplemove.worldbank.org/en/content/remittance-flows-to-developing-countries |archive-date=23 February 2009}}</ref><ref>{{cite web |url=https://www.iom.int/cms/en/sites/iom/home/news-and-views/press-briefing-notes/pbn-2008/pbn-listing/information-campaign-in-moldova-seeks-to.html |archive-url=https://web.archive.org/web/20140407085911/https://www.iom.int/cms/en/sites/iom/home/news-and-views/press-briefing-notes/pbn-2008/pbn-listing/information-campaign-in-moldova-seeks-to.html |archive-date=7 April 2014 |title=Information Campaign to Increase the Efficiency of Remittance Flows |publisher=International Organization for Migration |date=9 December 2008}}</ref>
Í nóvember 2014 tók [[Seðlabanki Moldóvu]] yfir starfsemi stærstu lánafyrirtækja landsins. Rannsóknir á þeim leiddu í ljós [[Bankahneykslið í Moldóvu|víðtækt fjármálamisferli]] með lánum upp á 1 milljarð dala til fyrirtækja ísraelsk-moldóvska athafnamannsins [[Ilan Shor]].<ref>{{cite web |url=http://www.intellinews.com/audit-links-local-tycoon-to-1bn-moldovan-bank-fraud-500446512/?source=moldova&archive=bne |title=Audit links local tycoon to $1bn Moldovan bank fraud |publisher=Business New Europe |date=5 May 2015 |access-date=2 September 2015}}</ref> Hneykslið átti þátt í að auka fylgi [[Flokkur sósíalista í lýðveldinu Moldóvu|flokks sósíalista]] sem er hallur undir Rússa<ref>{{cite news |last1=Higgins |first1=Andrew |title=Moldova, Hunting Missing Millions, Finding Only Ash |date=4 June 2015 |work=[[The New York Times]] |access-date=10 March 2016 |url=https://www.nytimes.com/2015/06/05/world/europe/moldova-bank-theft.html?_r=0}}</ref> og leiddi til forsetakjörs [[Igor Dodon|Igors Dodon]] árið 2016.<ref>{{cite news |last1=Welle (www.dw.com) |first1=Deutsche |title=Pro-Russia candidate Igor Dodon to win Moldova presidential election {{!}} DW {{!}} 13 November 2016 |url=https://www.dw.com/en/pro-russia-candidate-igor-dodon-to-win-moldova-presidential-election/a-36379350 |work=DW.COM}}</ref> Árið 2020 var [[Maia Sandu]] kjörin forseti, fyrst kvenna, en hún er höll undir Evrópusambandið.<ref>{{Cite news|date=16 November 2020|title=Moldova election: Pro-EU candidate Maia Sandu wins presidency|language=en-GB|work=BBC News|url=https://www.bbc.com/news/world-europe-54942847|access-date=27 July 2021}}</ref> Í þingkosningum 2021 unnu Evrópusinnaðir flokkar stórsigur.<ref>{{Cite web|date=12 July 2021|title=President Sandu's party wins landslide victory in Moldova's snap election|url=https://www.intellinews.com/president-sandu-s-party-wins-landslide-victory-in-moldova-s-snap-election-215371/|access-date=27 July 2021|website=www.intellinews.com|language=en}}</ref>
== Landfræði ==
[[File:Malul abrupt al Nistrului Naslavcea-Verejeni Ocnita (11).jpg|thumb|Landslag á bökkum Dnjestr.]]
[[File:Dniester near Vadul lui Vodă.jpg|thumb|Strönd við Dnjester við Vadul lui Vodă.]]
Moldóva liggur milli 45. og 49. breiddargráðu norður og er að mestu milli 26. og 30. lengdargráðu austur (lítill hluti liggur austan við 30°). Landið er alls 33.851 ferkílómetrar að stærð.
Stærsti hluti landsins (um 88%) nær yfir héraðið [[Bessarabía|Bessarabíu]], milli ánna [[Prut]] og [[Dnjestr]], en mjó landræma liggur austan við Dnjestr ([[Transnistría]]). Áin Prut myndar vesturlandamæri Moldóvu. Hún rennur út í [[Dóná]] sem aftur rennur í [[Svartahaf]]. Moldóva á um 480 metra langan hluta af bakka Dónár, þar sem höfnin í [[Giurgiulești]] stendur. Í austri er Dnjestr aðaláin og rennur gegnum allt landið frá norðri til suðurs. Árnar [[Răut]], [[Bîc]], [[Ichel]] og [[Botna]] renna út í hana. Áin [[Ialpug]] rennur út í eitt lónið við ósa Dónár, en [[Cogâlnic]] rennur út í lón við Svartahaf.
Moldóva er landlukt land, þótt það liggi nálægt Svartahafi. Aðeins 3km af úkraínsku landi skilja milli suðurhluta Moldóvu og ósum [[Dnjestr]] við Svarthaf. Þótt landið sé að mestu hæðótt er hæsti punktur þess [[Bălănești-hæð]], aðeins 430 metrar á hæð. Hæðirnar í Moldóvu eru hluti af Moldavíuhálendinu sem tengist [[Karpatafjöll]]um. Þær skiptast milli Dnjestrhæða (hæðir í Norður-Moldóvu og [[Dnjestrhryggurinn]]), Moldavíusléttunnar (miðhluti Prutdals og [[Bălți-gresjan]]) og miðsléttunnar ([[Ciuluc-Soloneț-hæðir]], [[Cornești-hæðir]], [[Codri]], [[Neðri-Dnjestrhæðir]], [[Neðri-Prutdalur]] og [[Tigheci-hæðir]]). Í suðri er flatlend [[Bugeac-sléttan]]. Land Moldóvu austan við Dnjester skiptist milli [[Pódólíusléttan|Pódólíusléttunnar]] og hluta [[Evrasíugresjan|Evrasíugresjunnar]].
Helstu borgir landsins eru höfuðborgin [[Kisíná]] í miðju landsins, [[Tíraspol]] (í Transnistríu), [[Bălți]] í norðri og [[Bender (Moldóvu)|Bender]] í suðaustri. [[Comrat]] er höfuðstaður Gagaúsíu.
== Stjórnmál ==
=== Stjórnsýslueiningar ===
Moldóva skiptist í 32 stjórnsýsluumdæmi, þrjú bæjarfélög og tvö sjálfstjórnarhéruð ([[Gagaúsía]] og [[Transnistría]]). Staða Transnistríu er umdeild og Moldóva hefur ekki stjórn hennar með höndum.
Í Moldóvu eru 66 borgir og 916 sveitarfélög.
[[Mynd:Moldova_administrativa.png|250px|left]]
{{div col|colwidth=15em}}
32 stjórnsýsluumdæmi:
# [[Anenii Noi-umdæmi|Anenii Noi]]
# [[Basarabeasca-umdæmi|Basarabeasca]]
# [[Briceni-umdæmi|Briceni]]
# [[Cahul-umdæmi|Cahul]]
# [[Cantemir-umdæmi|Cantemir]]
# [[Călărași-umdæmi|Călărași]]
# [[Căușeni-umdæmi|Căușeni]]
# [[Cimișlia-umdæmi|Cimișlia]]
# [[Criuleni-umdæmi|Criuleni]]
# [[Dondușeni-umdæmi|Dondușeni]]
# [[Drochia-umdæmi|Drochia]]
# [[Dubăsari-umdæmi|Dubăsari]]
# [[Edineț-umdæmi|Edineț]]
# [[Fălești-umdæmi|Fălești]]
# [[Florești-umdæmi|Florești]]
# [[Glodeni-umdæmi|Glodeni]]
# [[Hîncești-umdæmi|Hîncești]]
# [[Ialoveni-umdæmi|Ialoveni]]
# [[Leova-umdæmi|Leova]]
# [[Nisporeni-umdæmi|Nisporeni]]
# [[Ocnița-umdæmi|Ocnița]]
# [[Orhei-umdæmi|Orhei]]
# [[Rezina-umdæmi|Rezina]]
# [[Rîșcani-umdæmi|Rîșcani]]
# [[Sîngerei-umdæmi|Sîngerei]]
# [[Soroca-umdæmi|Soroca]]
# [[Strășeni-umdæmi|Strășeni]]
# [[Șoldănești-umdæmi|Șoldănești]]
# [[Ștefan Vodă-umdæmi|Ștefan Vodă]]
# [[Taraclia-umdæmi|Taraclia]]
# [[Telenești-umdæmi|Telenești]]
# [[Ungheni-umdæmi|Ungheni]]
þrjú bæjarfélög:
# [[Chișinău]]
# [[Bălți]]
# [[Bender (Moldóvu)|Bender]]
eitt ''sjálfstjórnarsvæði'':
# [[Gagaúsía]]
og eitt ''umdeilt svæði'':
# [[Transnistría]]
{{div col end}}
{{-}}
== Menning ==
=== Íþróttir ===
Þjóðaríþrótt Moldóva er ''Trântă'', sem er [[fangbragðaíþrótt]]. [[Knattspyrna]] er hins vegar langvinsælasta íþróttin meðal almennings. Sigursælasta liðið í moldóvsku deildarkeppninni er ''FC Sheriff Tiraspol'' frá Transnistríu. Landslið Moldóvu hefur átt erfitt uppdráttar og oftar en ekki hafnað í neðsta sæti í sínum riðli í forkeppni EM og HM.
Íþróttamenn frá Moldóvu kepptu undir merkjum Sovétríkjanna á [[Ólympíuleikarnir|Ólympíuleikum]] en frá leikunum í [[Sumarólympíuleikarnir_1996|Atlanta 1996]] hefur Moldóva keppt undir eigin fána. Landið vann til sinna fyrstu verðlauna strax á leikunum í Atlanta, silfurverðlaun í [[kanó|eikjuróðri]] og bronsverðlaun í [[grísk-rónversk glímu|grísk-rómverskri glímu]]. Í [[Sumarólympíuleikarnir_2000|Sidney 2000]] hlutu Moldóvar aftur silfurverðlaun og bronsverðlaun, að þessu sinni fyrir [[skotfimi]] og [[hnefaleikar|hnefaleika]]. Fimmtu verðlaun Moldóva komu svo í [[Sumarólympíuleikarnir_2008|Peking 2008]], brons í hnefaleikum.
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{SSR}}
{{Evrópa}}
{{Evrópuráðið}}
[[Flokkur:Moldóva| ]]
[[Flokkur:Landlukt lönd]]
07qn1pbxj1elzdf6ic5qzi5qj00sad5
Íþróttamaður ársins
0
22427
1922659
1895187
2025-07-04T18:12:28Z
46.239.210.62
Maggi kallinn var nú ekki í fimleikum
1922659
wikitext
text/x-wiki
'''Íþróttamaður ársins''' eru verðlaun sem [[Samtök íþróttafréttamanna]] veita árlega þeim íþróttamanni, sem keppir innan vébanda [[ÍSÍ]], sem er talinn hafa skarað framúr.
Meðlimir samtakanna kjósa verðlaunahafann. Verðlaunin voru fyrst veitt [[1956]]. Bikar sem verðlaunahafi hefur fengið til varðveislu í ár hvert sinn frá upphafi verður afhentur [[Þjóðminjasafn Íslands|Þjóðminjasafni Íslands]] til varðveislu um ókomna tíð árið 2007 í tilefni af 50 ára afmæli bikarsins. Nýr verðlaunagripur var því afhentur verðlaunahafa ársins 2006.
== Verðlaunahafar ==
*[[1956]] – [[Vilhjálmur Einarsson]], frjálsíþróttir
*[[1957]] – Vilhjálmur Einarsson, frjálsíþróttir ''(2)''
*[[1958]] – Vilhjálmur Einarsson, frjálsíþróttir ''(3)''
*[[1959]] – [[Valbjörn Þorláksson]], frjálsíþróttir
*[[1960]] – Vilhjálmur Einarsson, frjálsíþróttir ''(4)''
*[[1961]] – Vilhjálmur Einarsson, frjálsíþróttir ''(5)''
*[[1962]] – [[Guðmundur Gíslason]], sund
*[[1963]] – [[Jón Þ. Ólafsson]], frjálsíþróttir
*[[1964]] – [[Sigríður Sigurðardóttir]], handknattleikur
*[[1965]] – Valbjörn Þorláksson, frjálsíþróttir ''(2)''
*[[1966]] – [[Kolbeinn Pálsson]], körfuknattleikur
*[[1967]] – [[Guðmundur Hermannsson]], frjálsíþróttir
*[[1968]] – [[Geir Hallsteinsson]], handknattleikur
*[[1969]] – Guðmundur Gíslason, sund ''(2)''
*[[1970]] – [[Erlendur Valdimarsson]], frjálsíþróttir
*[[1971]] – [[Hjalti Einarsson]], handknattleikur
*[[1972]] – [[Guðjón Guðmundsson]], sund
*[[1973]] – [[Guðni Kjartansson]], knattspyrna
*[[1974]] – [[Ásgeir Sigurvinsson]], knattspyrna
*[[1975]] – [[Jóhannes Eðvaldsson]], knattspyrna
*[[1976]] – [[Hreinn Halldórsson]], frjálsíþróttir
*[[1977]] – Hreinn Halldórsson, frjálsíþróttir ''(2)''
*[[1978]] – [[Skúli Óskarsson]], kraftlyftingar
*[[1979]] – Hreinn Halldórsson, frjálsíþróttir ''(3)''
*[[1980]] – Skúli Óskarsson, kraftlyftingar ''(2)''
*[[1981]] – [[Jón Páll Sigmarsson]], kraftlyftingar
*[[1982]] – [[Óskar Jakobsson]], frjálsíþróttir
*[[1983]] – [[Einar Vilhjálmsson]], frjálsíþróttir
*[[1984]] – Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrna ''(2)''
*[[1985]] – Einar Vilhjálmsson, frjálsíþróttir ''(2)''
*[[1986]] – [[Eðvarð Þór Eðvarðsson]], sund
*[[1987]] – [[Arnór Guðjohnsen]], knattspyrna
*[[1988]] – Einar Vilhjálmsson, frjálsíþróttir ''(3)''
*[[1989]] – [[Alfreð Gíslason (þjálfari)|Alfreð Gíslason]], handknattleikur
*[[1990]] – [[Bjarni Friðriksson]], júdó
*[[1991]] – [[Ragnheiður Runólfsdóttir]], sund
*[[1992]] – Sigurður Einarsson, frjálsíþróttir
*[[1993]] – [[Sigurbjörn Bárðarson]], hestaíþróttir
*[[1994]] – [[Magnús Scheving]], þolfimi
*[[1995]] – [[Jón Arnar Magnússon]], frjálsíþróttir
*[[1996]] – Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttir ''(2)''
*[[1997]] – [[Geir Sveinsson]], handknattleikur
*[[1998]] – [[Örn Arnarson]], sund
*[[1999]] – Örn Arnarson, sund ''(2)''
*[[2000]] – [[Vala Flosadóttir]], frjálsíþróttir
*[[2001]] – Örn Arnarson, sund ''(3)''
*[[2002]] – [[Ólafur Indriði Stefánsson|Ólafur Stefánsson]], handknattleikur
*[[2003]] – Ólafur Stefánsson, handknattleikur ''(2)''
*[[2004]] – [[Eiður Smári Guðjohnsen]], knattspyrna
*[[2005]] – Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrna ''(2)''
*[[2006]] – [[Guðjón Valur Sigurðsson]], handknattleikur
*[[2007]] – [[Margrét Lára Viðarsdóttir]], knattspyrna
*[[2008]] – Ólafur Stefánsson, handknattleikur ''(3)''
*[[2009]] – Ólafur Stefánsson, handknattleikur ''(4)''
*[[2010]] – [[Alexander Petersson]], handknattleikur
*[[2011]] – [[Heiðar Helguson]], knattspyrna
*[[2012]] – [[Aron Pálmarsson]], handknattleikur
*[[2013]] – [[Gylfi Þór Sigurðsson]], knattspyrna
*[[2014]] – [[Jón Arnór Stefánsson]], körfuknattleikur
*[[2015]] – [[Eygló Ósk Gústafsdóttir]], sund
*[[2016]] – Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna ''(2)''
*[[2017]] – [[Ólafía Þórunn Kristinsdóttir]], golf
*[[2018]] – [[Sara Björk Gunnarsdóttir]], knattspyrna
*[[2019]] – [[Júlían Jóhann Karl Jóhannsson]], kraftlyftingar
*[[2020]] – Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna ''(2)''
*[[2021]] – [[Ómar Ingi Magnússon]], handknattleikur
*[[2022]] – Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur ''(2)''
*[[2023]] – [[Gísli Þorgeir Kristjánsson]], handknattleikur
*[[2024]] - [[Glódís Perla Viggósdóttir]], knattspyrna
== Heimild ==
* {{tímaritsgrein|höfundur=|grein=Styttan góða afhent í síðasta sinn|titill=Morgunblaðið|árgangur=94|tölublað=2|ár=2006|blaðsíðutal=B2}}
== Tenglar ==
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20061115073250/www.sportpress.is/topp10.htm ''Topp tíu listinn í vali á Íþróttamanni ársins 1956-2007'']
{{Íþróttamaður ársins}}
{{s|1956}}
[[Flokkur:Íslensk íþróttaverðlaun]]
iesx9juxdjrvj20ydxkobjuh9zgfuv6
Kirkja hins sanna Jesú
0
22797
1922676
1773341
2025-07-04T23:06:35Z
Gyða1981
106224
Bætt við upplýsingum um sögu, trúarkenningar og starfsemi Kirkju hins sanna Jesú.
1922676
wikitext
text/x-wiki
'''Kirkja hins sanna Jesú''' (真耶穌教會) er sjálfstæð kirkjudeild stofnuð í [[Peking]] í [[Alþýðulýðveldið Kína|Kína]] árið [[1917]]. Meðlimir kirkjunnar eru um 1,5 milljónir í öllum heimsálfum. Kirkjan er kínverskt afbrigði af Hvítasunnuhreyfingunni innan [[Kristni|kristinnar trúar]], sem kom fram á byrjun [[20. öldin|20. aldar]]. Árið [[1967]] var Alþjóðaráð Kirkju hins sanna Jesú stofnað í [[Los Angeles]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]].
Kirkjan dreifðist hratt frá upphafi sínu í Peking og hefur nú samfélög í yfir 60 löndum og svæðum á sex heimsálfum. Þessi hraða útbreiðsla, án fjárhagslegs stuðnings frá erlendum trúboðum og þrátt fyrir erfiðar félagslegar og hugmyndafræðilegar aðstæður í Kína í byrjun 20. aldar, er talin af kirkjumeðlimum vera sönnun þess að Heilagur Andi vinnur og leiðir kirkjuna.<ref>{{Cite web|url=https://tjc.org/|title=International Assembly of True Jesus Church – International Assembly of True Jesus Church|language=en-US|access-date=2025-07-04}}</ref>
== Fimm grunnkenningar ==
Kirkja hins sanna Jesú byggir á fimm grunnkenningum. Þær eru eftirfarandi:
# ''[[Heilagur andi]]'': "Að öðlast hinn lofaða Heilaga Anda, sem sjá má er menn tala tungum, er trygging þess að eiga sess í Himnaríki."
# ''[[Skírn]]'': "Vatnaskíring er sakramenti syndaaflausna og endurfæðingu. Skírt er í lifandi vatni, svo sem á, sjó eða lind. Skírandinn, sem þegar hefur fengið skírn úr vatni og Heilögum Anda, framkvæmir skírnina í nafni [[Jesús Kristur|Jesú Krists]], og skal sá sem lætur skírast vera algerlega umlukinn vatni, með höfuð hneight og andlit fram."
# ''[[Altarissakramenti]]'', Þetta sakramenti er haldið til að minnast dauða Drottins Jesú Krists. Það gerir trúaðir kleift að taka þátt í holdi og blóði Drottins og eiga samfélag við hann, til að öðlast eilíft líf og rísa upp á síðasta degi. Það er framkvæmt eins oft og mögulegt er, og aðeins er notað ósýrt brauð og vínbersafi.
# ''Fótaþvottur'', Þetta sakramenti gerir kleift að eiga hlut í Drottni Jesú. Það þjónar einnig sem stöðug áminning um mikilvægi kærleika, heilagleika, auðmýktar, fyrirgefningar og þjónustu. Hver sá sem hefur fengið vatnsskírn verður að láta þvo fætur sína í nafni Jesú Krists. Gagnkvæmur fótaþvottur getur einnig verið framkvæmdur þegar við á.
# [[Hvíldardagur]], Sjöundi dagur vikunnar (laugardagur) er heilagur dagur, blessaður og helgaður af Guði. Hann er haldinn undir náð Drottins til minningar um sköpun Guðs og frelsun og með von um eilífa hvíld í komandi lífi. Kirkjan heldur almennt ekki guðsþjónustur á sunnudögum, í samræmi við þessa iðkun hvíldardagsins.
# „[[Jesús Kristur]], orðið, sem varð að hold, dó á krossinum fyrir endurlausn syndara, reis upp á þriðja degi og steig upp til himna. Hann er eini lausnari mannkynsins, skapari himnanna og jarðar og hinn eini sanni guð“.
# „Friðþæging er gefin af gæsku guðs með trú. Trúendur verða að vera háðir heilögum anda til að eltast eftir heilagleika, til að heiðra guð og til að elska mannkynið“.
# „Seinni koma drottins mun verða á efsta degi þegar hann stígur af himninum til að dæma heiminn: þau réttlátu munu öðlast eilíft líf, meðan þau illu munu verða fordæmd að eilífu“. Rekstur Kirkju hins sanna Jesú er fjármagnaður eingöngu með sjálfviljugum gjöfum frá meðlimum hennar og vinum. Kirkjan trúir því að meðlimir eigi að gefa tíund í samræmi við boð Guðs og til að endurgreiða kærleika Guðs til þeirra. Hún er rekin sem félagasamtök án hagnaðarmarkmiðs og hefur engin fjárhagsleg tengsl við fyrirtæki, góðgerðarsamtök eða ríkisstofnanir. Kirkjan heldur ekki upp á jól þar sem hvorki fæðingardagur Jesú né jólahald er skráð í Biblíunni, og uppruni 25. desember er tengdur heiðnum trúarbrögðum frekar en kristinni trú.
== Tenglar ==
* [http://members.tjc.org/sites/en/default.aspx Vefsíða Alþjóðaráðs Kirkju hins sanna Jesú] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20080314221223/http://members.tjc.org/sites/en/default.aspx |date=2008-03-14 }}
* [http://www.tjc.org/ Trúboðunarsíða Kirkju hins sanna Jesú] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210811234420/https://tjc.org/ |date=2021-08-11 }}
[[Flokkur:Kristnar kirkjudeildir]]
7uljyixxdx2puwiwrpxtqiqrleoet45
1922677
1922676
2025-07-04T23:12:02Z
Gyða1981
106224
1922677
wikitext
text/x-wiki
'''Kirkja hins sanna Jesú''' (真耶穌教會) er sjálfstæð kirkjudeild stofnuð í [[Peking]] í [[Alþýðulýðveldið Kína|Kína]] árið [[1917]]. Meðlimir kirkjunnar eru um 1,5 milljónir í öllum heimsálfum. Kirkjan er kínverskt afbrigði af Hvítasunnuhreyfingunni innan [[Kristni|kristinnar trúar]], sem kom fram á byrjun [[20. öldin|20. aldar]]. Árið [[1967]] var Alþjóðaráð Kirkju hins sanna Jesú stofnað í [[Los Angeles]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]].
Kirkjan dreifðist hratt frá upphafi sínu í Peking og hefur nú samfélög í yfir 60 löndum og svæðum á sex heimsálfum. Þessi hraða útbreiðsla, án fjárhagslegs stuðnings frá erlendum trúboðum og þrátt fyrir erfiðar félagslegar og hugmyndafræðilegar aðstæður í [[Kína]] í byrjun 20. aldar, er talin af kirkjumeðlimum vera sönnun þess að [[Heilagur andi|Heilagur Andi]] vinnur og leiðir kirkjuna.<ref>{{Cite web|url=https://tjc.org/|title=International Assembly of True Jesus Church – International Assembly of True Jesus Church|language=en-US|access-date=2025-07-04}}</ref>
== Fimm grunnkenningar ==
Kirkja hins sanna Jesú byggir á fimm grunnkenningum. Þær eru eftirfarandi:
# ''[[Heilagur andi]]'': "Að öðlast hinn lofaða Heilaga Anda, sem sjá má er menn tala tungum, er trygging þess að eiga sess í Himnaríki."
# ''[[Skírn]]'': "Vatnaskíring er [[Sakramenti|sakrament]]<nowiki/>i syndaaflausna og endurfæðingu. Skírt er í lifandi vatni, svo sem á, sjó eða lind. Skírandinn, sem þegar hefur fengið skírn úr vatni og Heilögum Anda, framkvæmir skírnina í nafni [[Jesús Kristur|Jesú Krists]], og skal sá sem lætur skírast vera algerlega umlukinn vatni, með höfuð hneight og andlit fram."
# ''[[Altarissakramenti]]'', Þetta [[sakramenti]] er haldið til að minnast dauða Drottins [[Jesús|Jesú Krists]]. Það gerir trúaðir kleift að taka þátt í holdi og blóði Drottins og eiga samfélag við hann, til að öðlast eilíft líf og rísa upp á síðasta degi. Það er framkvæmt eins oft og mögulegt er, og aðeins er notað ósýrt brauð og vínbersafi.
# ''Fótaþvottur'', Þetta [[sakramenti]] gerir kleift að eiga hlut í Drottni [[Jesús|Jesú]]. Það þjónar einnig sem stöðug áminning um mikilvægi kærleika, heilagleika, auðmýktar, fyrirgefningar og þjónustu. Hver sá sem hefur fengið vatnsskírn verður að láta þvo fætur sína í nafni [[Jesús|Jesú Krists.]] Gagnkvæmur fótaþvottur getur einnig verið framkvæmdur þegar við á.
# [[Hvíldardagur]], Sjöundi dagur vikunnar ([[laugardagur]]) er heilagur dagur, blessaður og helgaður af Guði. Hann er haldinn undir náð Drottins til minningar um sköpun Guðs og frelsun og með von um eilífa hvíld í komandi lífi. Kirkjan heldur almennt ekki guðsþjónustur á [[Sunnudagur|sunnudögum]], í samræmi við þessa iðkun hvíldardagsins.
# „[[Jesús Kristur]], orðið, sem varð að hold, dó á krossinum fyrir endurlausn syndara, reis upp á þriðja degi og steig upp til himna. Hann er eini lausnari mannkynsins, skapari himnanna og jarðar og hinn eini sanni guð“.
# „Friðþæging er gefin af gæsku guðs með trú. Trúendur verða að vera háðir heilögum anda til að eltast eftir heilagleika, til að heiðra guð og til að elska mannkynið“.
# „Seinni koma drottins mun verða á efsta degi þegar hann stígur af himninum til að dæma heiminn: þau réttlátu munu öðlast eilíft líf, meðan þau illu munu verða fordæmd að eilífu“. Rekstur Kirkju hins sanna [[Jesús|Jesú]] er fjármagnaður eingöngu með sjálfviljugum gjöfum frá meðlimum hennar og vinum. Kirkjan trúir því að meðlimir eigi að gefa tíund í samræmi við boð [[Guð|Guðs]] og til að endurgreiða kærleika Guðs til þeirra. Hún er rekin sem [[félagasamtök án hagnaðarmarkmiðs]] og hefur engin fjárhagsleg tengsl við fyrirtæki, góðgerðarsamtök eða ríkisstofnanir. Kirkjan heldur ekki upp á jól þar sem hvorki fæðingardagur [[Jesús|Jesú]] né jólahald er skráð í [[Biblíunni]], og uppruni 25. desember er tengdur heiðnum trúarbrögðum frekar en kristinni trú.
== Tenglar ==
* [http://members.tjc.org/sites/en/default.aspx Vefsíða Alþjóðaráðs Kirkju hins sanna Jesú] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20080314221223/http://members.tjc.org/sites/en/default.aspx |date=2008-03-14 }}
* [http://www.tjc.org/ Trúboðunarsíða Kirkju hins sanna Jesú] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210811234420/https://tjc.org/ |date=2021-08-11 }}
[[Flokkur:Kristnar kirkjudeildir]]
tu488l726xhd5eqdws3t6xkxj6jno1i
Margaret Thatcher
0
22898
1922682
1921397
2025-07-05T00:33:48Z
TKSnaevarr
53243
1922682
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Margaret Thatcher
| búseta =
| mynd = Margaret Thatcher stock portrait (cropped).jpg
| myndastærð = 240px
| myndatexti1 = Thatcher u. þ. b. 1995–96.
| titill= [[Forsætisráðherra Bretlands]]
| stjórnartíð_start = 4. maí 1979
| stjórnartíð_end = 28. nóvember 1990
| einvaldur = [[Elísabet 2. Bretadrottning|Elísabet 2.]]
| forveri = [[James Callaghan]]
| eftirmaður = [[John Major]]
| titill2 = Leiðtogi Íhaldsflokksins
| stjórnartíð_start2 = 11. febrúar 1975
| stjórnartíð_end2 = 28. nóvember 1990
| forveri2 = [[Edward Heath]]
| eftirmaður2 = [[John Major]]
| fæðingarnafn = Margaret Hilda Roberts
| fæddur = [[13. október]] [[1925]]
| fæðingarstaður = [[Grantham]], [[Lincolnshire]], [[England]]i
| dánardagur = {{Dánardagur og aldur|2013|4|8|1925|10|13}}
| dánarstaður = [[Ringmer]], [[Austur-Sussex]], [[England]]i
| orsök_dauða =
| stjórnmálaflokkur = [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokkurinn]]
| starf = {{Flatlist|
* Málaflutningsmaður
* Efnafræðingur
* Stjórnmálamaður
}}
| laun =
| trú =
| maki = {{gifting|[[Denis Thatcher]]|1951|2005|orsök=dó}}
| börn = {{Flatlist|
* [[Mark Thatcher|Mark]]
* [[Carol Thatcher|Carol]]
}}
| háskóli = [[Somerville College]] (MA)
| vefsíða = {{URL|margaretthatcher.org|Stofnun}}
| gælunafn = Járnfrúin
}}
'''Margaret Hilda Thatcher, Thatcher barónessa af Kesteven''' (13. október 1925 – 8. apríl 2013) var [[forsætisráðherra Bretlands]] á árunum 1979–1990 og leiðtogi [[Íhaldsflokkurinn (Bretlandi)|breska Íhaldsflokksins]] 1975–1990. Hún varð fyrst kvenna til að gegna þessum tveimur stöðum og sat einnig lengst allra samfellt sem forsætisráðherra Bretlands á [[20. öld]]. Hún var í senn einhver dáðasti og hataðasti stjórnmálamaður lands síns. Thatcher lagði ríka áherslu á að draga úr hvers kyns ríkisafskiptum, sem og á frjálsan markað og frjálst framtak. Áhrifa Thatchers gætir enn innan Breska íhaldsflokksins.
== Æviágrip ==
Thatcher fæddist í [[Grantham]] í [[Lincoln-skíri]] í Austur-[[England]]i og var skírð '''Margaret Hilda Roberts'''. Faðir hennar, Alfred Roberts, var smákaupmaður. Móðir hennar var Beatrice Roberts (fædd Beatrice Stephenson) frá Lincoln-skíri. Margrét átti eina eldri systur, Muriel. Þær systur voru aldar upp í [[Kristni|kristinni]] trú. Faðir þeirra tók þátt í stjórnmálum sem sveitarstjórnarmaður.
Margrét gekk í Huntingtower Road Primary School. Þaðan hélt hún til Oxford ([[Somerville College]]) árið [[1943]] þar sem hún lauk B.A.-prófi í [[efnafræði]] þremur árum síðar frá [[Oxford háskóli|Oxford-háskóla]], og B.Sc.-prófi ári síðar. Oxford-háskóli breytti B.A.-gráðu hennar í M.A.-gráðu árið [[1950]]. Hún varð fyrst kvenna til að vera forseti samtaka íhaldssamra stúdenta við skólann.
=== Frá upphafi stjórnmálaferils til kennslumálaráðuneytisins ===
Thatcher var yngsti frambjóðandi Breska Íhaldsflokksins í þingkosningunum [[1950]], en komst ekki á þing. Hún bauð sig aftur fram árangurslaust 1951. Það ár gekk hún að eiga efnaðan kaupsýslumann, [[Denis Thatcher]], og hóf laganám sem hún lauk tveimur árum síðar. Hún settist á þing fyrir [[Finchley]] í [[London|Lundúnum]] [[1959]] og varð kennslumálaráðherra í ríkisstjórn [[Edward Heath|Edwards Heaths]] [[1970]]. Þeirri stöðu gegndi hún þangað til Heath varð að segja af sér eftir kosningaósigur [[1974]]. Í endurminningum sínum segir Thatcher að hún hafi ekki verið í innsta hring Heaths og hafi haft lítil sem engin áhrif utan ráðuneytis síns.
Thatcher var óánægð með forystu Heaths, og þegar enginn annar virtist ætla að bjóða sig fram gegn honum í ársbyrjun [[1975]], gerði hún það og hafði óvæntan sigur. Hún markaði strax miklu afdráttarlausari stefnu en forveri hennar og hún tók með ánægju upp nafnið „járnfrúin“, eftir að rússneskt blað hafði haft það um hana.
=== Forsætisráðherra ===
[[Mynd:President Reagan and Prime Minister Margaret Thatcher at Camp David 1986.jpg|thumb|left|Sálufélagarnir og vinirnir Thatcher og [[Ronald Reagan]] í Camp David 1986]]
Eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningunum vorið 1979 myndaði Thatcher ríkisstjórn, sem létti þegar af margvíslegum höftum og tók upp stranga peningamálastefnu í anda [[Milton Friedman|Miltons Friedmans]]. Hún herti líka lagaákvæði um verkalýðsfélög, lenti í miklum útistöðum við samtök námumanna og hafði sigur. Í stjórnartíð hennar dró mjög úr valdi verkalýðshreyfingarinnar bresku, sem hafði verið mjög öflug og jafnvel sagt ríkisstjórnum fyrir verkum. Thatcher hóf stórfellda sölu ríkisfyrirtækja og húsnæðis í eigu opinberra aðila, og hafði það víðtækar afleiðingar í atvinnulífinu. Húseigendum og hluthöfum í atvinnufyrirtækjum snarfjölgaði. Thatcher var samstíga [[Ronald Reagan]] [[Bandaríkin|Bandaríkjaforseta]] í [[Kalda stríðið|Kalda stríðinu]]. Þau hurfu frá hinni svonefndu slökunarstefnu, [[detente]], og stórefldu þess í stað varnir landa sinna. Þegar herforingjastjórnin í [[Argentína|Argentínu]] lagði vorið [[1982]] undir sig [[Falklandseyjar]], sem höfðu lengi verið undir stjórn Breta, sendi Thatcher breska flotann suður í höf, og tókst honum að hrekja innrásarliðið á brott.
=== Afsögn ===
Thatcher sigraði í þingkosningunum [[1983]] og [[1987]], sem er einstæður árangur í Bretlandi á 20. öld. En þegar leið fram á þriðja kjörtímabil hennar, varð ljóst, að stuðningur við hana hafði minnkað. Margir þingmenn Íhaldsflokksins óttuðust ósigur í næstu kosningum á eftir, og Thatcher hafði með óbilgirni aflað sér margra fjandmanna innan flokks sem utan. Hún varð að segja af sér sem forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, eftir að hún hafði ekki fengið nægilegt fylgi í leiðtogakjöri í nóvember 1990. Í fyrstu studdi hún dyggilega [[John Major]], sem tók við formennsku flokksins af henni, en stuðningur hennar við Major dvínaði þegar á leið.
Hún tók sæti í lávarðadeildinni [[1992]], gaf út endurminningar sínar og sagði hiklaust skoðun sína á mönnum og málefnum. Einkum varð henni tíðrætt um þá hættu, sem einstaklingsfrelsinu stafaði af miðstýringu [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]]. Hún dró sig þó að mestu í hlé, eftir að hún hafði fengið vægt hjartaáfall, en árið [[2003]] missti hún mann sinn, Denis. Þau áttu tvö börn, tvíburana Mark og Carol.
== Áhrif ==
Thatcher dró aldrei neina dul á að lærimeistarar hennar voru hagfræðingarnir [[Friedrich A. von Hayek]] og [[Milton Friedman]]. Eins og þeir vildi hún takmarkað ríkisvald, en þó traust. Hún kvaðst vera stjórnmálamaður sannfæringar fremur en sátta. Hvaða skoðun sem menn hafa á henni, eru allir sammála um, að stjórnartíð hennar var mikið breytingaskeið á Stóra-Bretlandi. Stuðningsmenn hennar geta bent á það, sem bandaríska vikublaðið [[Newsweek]] setti í fyrirsögn á forsíðu, þegar [[Tony Blair]] sigraði í þingkosningunum [[1997]], að þetta var í raun sigur Thatchers, því að Blair datt ekki í hug að hreyfa við neinum þeim breytingum, sem Thatcher hafði gert í bresku atvinnulífi.
Áhrifa Thatchers innan Íhaldsflokksins gætir enn. Leiðtogar flokksins frá [[John Major]] til [[William Hague]], [[Iain Duncan Smith]] og [[Michael Howard]] hafa allir reynt að fóta sig í arfleifð Thatcher og hafa meðal annars þurft að leggja mat á hverju í arfleifð hennar megi hreyfa við og hverju ekki.
== Heimildir og ítarefni ==
* Abse, Leo (1989). ''Margaret, daughter of Beatrice'' (Jonathan Cape).
* Beckett, Francis (2006). ''Margaret Thatcher'' (Haus Publishing Limited).
* Campbell, John (2000). ''Margaret Thatcher; Volume One: The Grocer's Daughter'' (Pimlico).
* Campbell, John (2003). ''Margaret Thatcher; Volume Two: The Iron Lady'' (Pimlico).
* Dale, Iain (ritstj.) (2000). ''Memories of Maggie'' (Politicos).
* Jenkins, Peter (1987). ''Mrs. Thatcher's Revolution: Ending of the Socialist Era'' (Jonathan Cape).
* Letwin, Shirley Robin (1992). ''The Anatomy of Thatcherism'' (Flamingo).
* Pugh, Peter og Paul Flint (1997). ''Thatcher for Beginners'' (Icon Books).
* Seldon, Anthony og Collings, Daniel (1999). ''Britain Under Thatcher'' (Longman).
* Young, Hugo (1986). ''The Thatcher Phenomenon'' (BBC).
* Young, Hugo (1989). ''One of Us: Life of Margaret Thatcher'' (Macmillan).
* Young, Hugo (1989). ''The Iron Lady: A Biography of Margaret Thatcher'' (Farrar Straus & Giroux).
== Tenglar ==
{{Commons|Margaret Hilda Thatcher|Margréti Hildu Thatcher}}
{{Wikiquote|Margaret Thatcher}}
* {{Vísindavefurinn|3625|Hver er merkasti leiðtogi breska Íhaldsflokksins?}}
* {{Vísindavefurinn|2978|Hvenær var hinn svokallaði „nefskattur“ Margrétar Thatcher afnuminn?}}
;erlendir
* [http://www.margaretthatcher.org/ Heimasíða Stofnunar Margrétar Thatchers]
* [http://news.bbc.co.uk/onthisday/hi/dates/stories/january/29/newsid_2506000/2506019.stm 1985: Thatcher snubbed by Oxford dons]
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla|
titill=[[Forsætisráðherra Bretlands]] |
frá=1979|
til=1990|
fyrir=[[James Callaghan]]|
eftir=[[John Major]]|
}}
{{Töfluendir}}
{{fde|1925|2013|Thatcher, Margrét}}
{{Forsætisráðherrar Bretlands}}
{{DEFAULTSORT:Thatcher, Margaret}}
[[Flokkur:Breskir barónar]]
[[Flokkur:Breskir efnafræðingar]]
[[Flokkur:Forsetar evrópska ráðsins]]
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Bretlands|Thatcher, Margrét]]
[[Flokkur:Leiðtogar breska Íhaldsflokksins]]
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
04uxvi60d3esrs9c4lj4nyz30d5n3km
Briggskip
0
23962
1922643
1922579
2025-07-04T13:31:01Z
Akigka
183
1922643
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:USS Bainbridge (1842).jpg|thumb|right|Teikning af briggskipinu ''[[USS Bainbridge]]'' sem var smíðað árið [[1842]]. ]]
'''Briggskip''' er tvímastra [[seglskip]] með [[rásegl]] á báðum möstrum, auk [[stagsegl]]a og hugsanlega [[gaffalsegl]]s á aftara mastrinu. Þessi tegund skipa kom fram um miðja [[18. öldin|18. öld]] og var algeng fram á seinni hluta [[19. öldin|19. aldar]]. Briggskip voru meðal algengustu kaupskipa á 18. öld þar sem þau voru afar hraðskreið þegar þau höfðu meðbyr. Til dæmis notuðu Danir þau mikið til að sigla til Indlands, Íslands og Grænlands. <ref>{{Bókaheimild|titill=Skipabók Fjölva|bls=114|ár=1979|útgefandi=Fjölvi útgáfa|höfundur=Enzo Angelucci|höfundur2=Attilio Cucari}}</ref>
Nafnið er úr [[enska|ensku]] og er dregið af nafni annarrar tegundar seglskipa; [[brigantína|brigantínu]].
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{Seglskútur}}
{{Stubbur|skip}}
[[Flokkur:Seglskútur]]
gbn9cgngl64pwn8gowiwqbhg40cpqqk
Freigáta
0
26451
1922668
1922607
2025-07-04T21:54:15Z
Elvar14
83773
1922668
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:La Boudeuse.jpg|thumb|right|Franska freigátan ''La Boudeuse'' um 1766.]]
'''Freigáta''' er heiti sem notað hefur verið yfir ýmsar tegundir [[herskip]]a í gegnum tíðina. Á [[skútuöld]] komu freigátur fram á sjónarsviðið undir lok [[17. öldin|17. aldar]] sem herskip með tvö [[dekk (skip)|dekk]] þar sem aðeins það efra var [[byssudekk]] en það neðra hýsti áhöfnina. Freigátur voru því minni en [[orrustuskip]] þess tíma sem voru með tvö byssudekk. [[Línuherskip|Línuskipin]] voru of þung í vöfum til að berjast óstudd og virkuðu best þegar þau börðust sem stór floti sem myndaði eina lína með visst millibil og jöfnum hraða.<ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=Skipabók Fjölva|ár=1979|bls=91-92|útgefandi=Fjölvi útgáfa|höfundur=Enzo Angelucci|höfundur2=Attilio Cucari}}</ref>
Því þróaðist 4. flokkur herskipa (breski flotinn flokkaði herskip í sex flokka á þessum tíma) sem voru notuð sem fylgdarskip fyrir línuskipin auk þess að henta vel fyrir nýlendusiglingar, skyndiárásir og árásir á kaupskip. Freigátur voru framleiddar í ýmsum stærðum og algengt að þær hefðu 32-44 [[Fallbyssa|fallbyssur]].<ref name=":0" />
Breskar og franskar freigátur heimsóttu Ísland reglulega á 18. og 19 öld. Til dæmis stoppuðu frönsku freigáturnar ''Revanche'' og ''Sirene'' undir stjórn [[Amand Leduc]] nokkrar vikur á [[Patreksfjörður|Patreksfirði]] 1806.<ref>{{Bókaheimild|titill=Histoire de la marine française sous le consulat et l'empire|höfundur=Édouard Chevalier|ár=1866|bls=260-263|útgefandi=Librairie L. Hachette}}</ref>
Freigátur voru [[fullreiðaskip]], hraðskreiðar og þóttu mjög meðfærilegar. Þær voru yfirleitt þrímastra með trjónu að framan, en lausar við íburðamiklar [[lyfting]]ar sem einkenndu fyrri skipstegundir.
Á síðari hluta [[19. öldin|19. aldar]] var hætt að nota þetta heiti og skip sem áður voru kölluð freigátur voru kölluð [[beitiskip]]. Eftir [[síðari heimsstyrjöldin]]a eru herskip sem eru minni en [[tundurspillir]] en stærri en korvettur kölluð freigátur.
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{Seglskútur}}
{{Stubbur|skip}}
[[Flokkur:Herskip]]
[[Flokkur:Seglskútur]]
3xhic13ijahua0rsy4hx3jvuu5sh1ep
1922669
1922668
2025-07-04T21:55:58Z
Elvar14
83773
1922669
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:La Boudeuse.jpg|thumb|right|Franska freigátan ''La Boudeuse'' um 1766.]]
'''Freigáta''' er heiti sem notað hefur verið yfir ýmsar tegundir [[herskip]]a í gegnum tíðina. Á [[skútuöld]] komu freigátur fram á sjónarsviðið undir lok [[17. öldin|17. aldar]] sem herskip með tvö [[dekk (skip)|dekk]] þar sem aðeins það efra var [[byssudekk]] en það neðra hýsti áhöfnina. Freigátur voru því minni en [[orrustuskip]] þess tíma sem voru með tvö byssudekk. [[Línuherskip|Línuskipin]] voru of þung í vöfum til að berjast óstudd og virkuðu best þegar þau börðust sem stór floti sem myndaði eina lína með visst millibil og jöfnum hraða.<ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=Skipabók Fjölva|ár=1979|bls=91-92|útgefandi=Fjölvi útgáfa|höfundur=Enzo Angelucci|höfundur2=Attilio Cucari}}</ref>
Því þróaðist 4. flokkur herskipa (breski flotinn flokkaði herskip í sex flokka á þessum tíma) sem voru notuð sem fylgdarskip fyrir línuskipin auk þess að henta vel fyrir nýlendusiglingar, skyndiárásir og árásir á kaupskip. Freigátur voru framleiddar í ýmsum stærðum og algengt að þær hefðu 32-52 [[Fallbyssa|fallbyssur]].<ref name=":0" />
Breskar og franskar freigátur heimsóttu Ísland reglulega á 18. og 19 öld. Til dæmis stoppuðu frönsku freigáturnar ''Revanche'' og ''Sirene'' undir stjórn [[Amand Leduc]] nokkrar vikur á [[Patreksfjörður|Patreksfirði]] 1806.<ref>{{Bókaheimild|titill=Histoire de la marine française sous le consulat et l'empire|höfundur=Édouard Chevalier|ár=1866|bls=260-263|útgefandi=Librairie L. Hachette}}</ref>
Freigátur voru [[fullreiðaskip]], hraðskreiðar og þóttu mjög meðfærilegar. Þær voru yfirleitt þrímastra með trjónu að framan, en lausar við íburðamiklar [[lyfting]]ar sem einkenndu fyrri skipstegundir.
Á síðari hluta [[19. öldin|19. aldar]] var hætt að nota þetta heiti og skip sem áður voru kölluð freigátur voru kölluð [[beitiskip]]. Eftir [[síðari heimsstyrjöldin]]a eru herskip sem eru minni en [[tundurspillir]] en stærri en korvettur kölluð freigátur.
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{Seglskútur}}
{{Stubbur|skip}}
[[Flokkur:Herskip]]
[[Flokkur:Seglskútur]]
7z24ur9xgg4ucotprjq9ua91i9v0pk6
1922671
1922669
2025-07-04T21:56:58Z
Elvar14
83773
1922671
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:La Boudeuse.jpg|thumb|right|Franska freigátan ''La Boudeuse'' um 1766.]]
'''Freigáta''' er heiti sem notað hefur verið yfir ýmsar tegundir [[herskip]]a í gegnum tíðina. Á [[skútuöld]] komu freigátur fram á sjónarsviðið undir lok [[17. öldin|17. aldar]] sem herskip með tvö [[dekk (skip)|dekk]] þar sem aðeins það efra var [[byssudekk]] en það neðra hýsti áhöfnina. Freigátur voru því minni en [[orrustuskip]] þess tíma sem voru með tvö byssudekk. [[Línuherskip|Línuskipin]] voru of þung í vöfum til að berjast óstudd og virkuðu best þegar þau börðust sem stór floti sem myndaði eina lína með visst millibil og jöfnum hraða.<ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=Skipabók Fjölva|ár=1979|bls=91-92|útgefandi=Fjölvi útgáfa|höfundur=Enzo Angelucci|höfundur2=Attilio Cucari}}</ref>
Því þróaðist 4. flokkur herskipa (breski flotinn flokkaði herskip í sex flokka á þessum tíma) sem voru notuð sem fylgdarskip fyrir línuskipin auk þess að henta vel fyrir nýlendusiglingar, skyndiárásir og árásir á kaupskip. Freigátur voru framleiddar í ýmsum stærðum og algengt að þær hefðu 32-60 [[Fallbyssa|fallbyssur]].<ref name=":0" />
Breskar og franskar freigátur heimsóttu Ísland reglulega á 18. og 19 öld. Til dæmis stoppuðu frönsku freigáturnar ''Revanche'' og ''Sirene'' undir stjórn [[Amand Leduc]] nokkrar vikur á [[Patreksfjörður|Patreksfirði]] 1806.<ref>{{Bókaheimild|titill=Histoire de la marine française sous le consulat et l'empire|höfundur=Édouard Chevalier|ár=1866|bls=260-263|útgefandi=Librairie L. Hachette}}</ref>
Freigátur voru [[fullreiðaskip]], hraðskreiðar og þóttu mjög meðfærilegar. Þær voru yfirleitt þrímastra með trjónu að framan, en lausar við íburðamiklar [[lyfting]]ar sem einkenndu fyrri skipstegundir.
Á síðari hluta [[19. öldin|19. aldar]] var hætt að nota þetta heiti og skip sem áður voru kölluð freigátur voru kölluð [[beitiskip]]. Eftir [[síðari heimsstyrjöldin]]a eru herskip sem eru minni en [[tundurspillir]] en stærri en korvettur kölluð freigátur.
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{Seglskútur}}
{{Stubbur|skip}}
[[Flokkur:Herskip]]
[[Flokkur:Seglskútur]]
rkjttl01qwymwmb68tznm1y47vfkx6m
Forseti Bandaríkjanna
0
32902
1922697
1913482
2025-07-05T06:26:20Z
Ziv
102822
([[c:GR|GR]]) [[c:COM:Duplicate|Duplicate]]: [[File:Donald Trump portrait official 2025.jpg]] → [[File:TrumpPortrait.jpg]] Exact or scaled-down duplicate: [[c::File:TrumpPortrait.jpg]]
1922697
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox official post
| post = Forseti
| body = Bandaríkjanna
| native_name = {{nobold|President of the United States of America}}
| flag = Seal Of The President Of The United States Of America.svg
| flagsize = 100px
| flagcaption = Skjaldarmerki embættis forseta Bandaríkjanna.
| flagalt = Skjaldarmerki embættis forseta Bandaríkjanna.
| image = TrumpPortrait.jpg
| alt = Donald Trump
| incumbent = [[Donald Trump]]
| incumbentsince = 20. janúar 2025
| member_of = Ríkisstjórn Bandaríkjanna
| seat = [[Hvíta húsið]], [[Washington, D.C.]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
| nominator =
| appointer = [[Kjörmannaráð (Bandaríkin)|Kjörmannaráði]]
| termlength = Fjögur ár, allt að tvenn kjörtímabil
| constituting_instrument = [[Stjórnarskrá Bandaríkjanna]]
| formation = 4. mars 1789
| first = [[George Washington]]
| deputy = [[Varaforseti Bandaríkjanna]]
| salary = $400.000 á ári
| website = {{URL|whitehouse.gov}}
}}
'''Forseti Bandaríkjanna''' ([[enska]]: '''President of the United States of America''') er hvort tveggja [[þjóðhöfðingi]] og [[Ríkisstjórnarleiðtogi|æðsti maður]] [[ríkisstjórn]]ar í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]. Embættið var stofnað við fullgildingu [[Stjórnarskrá Bandaríkjanna|stjórnarskrár Bandaríkjanna]] árið [[1789]]. [[Þrískipting ríkisvaldsins]] er í hávegum höfð í bandarískri stjórnskipun og er forsetinn yfir [[framkvæmdavald]]inu. [[Löggjafarvald]]ið liggur hjá [[Bandaríkjaþing|þinginu]] og [[dómsvald]]ið hjá [[Hæstiréttur Bandaríkjanna|Hæstarétti]]. Völd forsetans eru skilgreind í 2. grein stjórnarskrárinnar en þau eru helst að hann er æðsti yfirmaður [[Bandaríkjaher|heraflans]], getur synjað lögum staðfestingar, hann skipar ráðherra í ríkisstjórn, [[náðun|náðar]] menn og skipar með samþykki [[Öldungadeild Bandaríkjaþings|Öldungadeildarinnar]] í stöður æðstu embættismanna, sendiherra og dómara á alríkisstigi. Kjörtímabil forsetans er 4 ár og honum er ekki heimilt að sitja fleiri en tvö tímabil. Embætti [[Varaforseti Bandaríkjanna|varaforseta]] er einnig til staðar en varaforsetinn tekur við embætti forseta ef sá síðarnefndi fellur frá eða segir af sér.
Bandaríkin voru fyrsta þjóðin til þess að búa til embætti forseta til þess að gegna störfum þjóðhöfðingja í nútíma lýðveldi. Stjórnarfar af þessari gerð nefnist [[forsetaræði]] og tíðkast nú í mörgum löndum víða um heim en þó sérstaklega í [[Ameríka|Ameríku]] og [[Afríka|Afríku]]. [[Þingræði]] er hin megintegund stjórnarfars í lýðræðisríkjum og byggir á [[Bretland|breskri]] fyrirmynd, það er hið ráðandi kerfi í [[Evrópa|Evrópu]] og fyrrum nýlendum Breta. Frá upphafi hafa verið [[Listi yfir forseta Bandaríkjanna|45 forsetar]] en þar sem Grover Cleveland gegndi embættinu í tvígang er hann talinn tvívegis. Sá fyrsti var [[George Washington]] en núverandi forseti er [[Donald Trump]] og er hann númer 46 í röðinni. Frá því að Bandaríkin urðu risaveldi á fyrri hluta [[20. öldin|20. aldar]] hafa þeir sem gegnt hafa embættinu verið á meðal þekktustu manna í heiminum á hverjum tíma enda er embættið gjarnan talið vera það valdamesta í heimi.
Forseti Bandaríkjanna er oft kosinn í nóvember, fyrsta [[Þriðjudagur|þriðjudag]] eftir fyrsta [[Mánudagur|mánudag]] [[Nóvember|nóvembermánaðar]] fjórða hvert ár. Kjörinn forseti er svarinn í embætti [[20. janúar]] á nýju ári.
== Tengt efni ==
* [[Listi yfir forseta Bandaríkjanna]]
== Tenglar ==
* [http://www.whitehouse.gov/president/ Vefur Forseta Bandaríkjanna] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20080112084410/https://www.whitehouse.gov/president/ |date=2008-01-12 }}
* {{vísindavefurinn|47540|Hvaða völd hefur forseti Bandaríkjanna?}}
{{Bandarísk stjórnmál}}
[[Flokkur:Forsetar Bandaríkjanna| ]]
j768564vp7r1ua6sbpab94v2n38u5wl
Listi yfir forseta Bandaríkjanna
0
32906
1922698
1904079
2025-07-05T06:26:22Z
Ziv
102822
([[c:GR|GR]]) [[c:COM:Duplicate|Duplicate]]: [[File:Donald Trump portrait official 2025.jpg]] → [[File:TrumpPortrait.jpg]] Exact or scaled-down duplicate: [[c::File:TrumpPortrait.jpg]]
1922698
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:The White House June 2024.jpg|thumb|[[Hvíta húsið]] er heimili og skrifstofa forseta Bandaríkjanna hverju sinni.]]
Eftirfarandi er '''listi yfir alla [[Forseti Bandaríkjanna|forseta Bandaríkjanna]]''' frá upphafi til nútímans. Á listanum eru einungis þeir sem hafa verið svarnir í embætti eftir að [[stjórnarskrá Bandaríkjanna]] var samþykkt árið [[1789]]. Á listanum er enginn sem hefur einungis gegnt embættisverkum forseta Bandaríkjanna í fjarveru kjörins forseta samkvæmt [[Stjórnarskrá Bandaríkjanna|''25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna'']]. [[George H. W. Bush]], [[Dick Cheney]] og [[Kamala Harris]] hafa öll sinnt embættisskyldum tímabundið í fjarveru forseta en það hefur engin áhrif á talninguna. [[George H. W. Bush]] var síðar kjörinn forseti.
Tölurnar gefa til kynna hvar í röð kjörinna forseta viðkomandi er. Til dæmis gegndi [[George Washington]] embættinu tvö kjörtímabil í röð og er talinn fyrsti forseti Bandaríkjanna, en ekki fyrsti og annar. [[Gerald Ford]] tók við embætti eftir að [[Richard Nixon]] sagði af sér og gegndi embættinu út annað kjörtímabil Nixons. Sú staðreynd að Ford var ekki kosinn í embættið hefur ekki áhrif á talninguna, sem gerir hann að 38. forseta Bandaríkjanna. [[Grover Cleveland]] og [[Donald Trump]] gengdu embættinu tvisvar en ekki tvö kjörtímabil í röð. Af þessum sökum eru 47 forsetar á listanum en eru í raun einungis 45 einstaklingar allt í allt.
== Listi yfir forseta Bandaríkjanna ==
{| class="wikitable"
! colspan="2" |#
! colspan="2" |Forseti
!Embættistaka
!Starfslok
!Flokkur
!Varaforseti
!Tímabil
|-
! rowspan="2" |1
| rowspan="2" bgcolor="#D3D3D3" |
| rowspan="2" |[[Mynd:Gilbert Stuart Williamstown Portrait of George Washington.jpg|frameless|121x121dp]]
| rowspan="2" |[[George Washington]]
| rowspan="2" |[[30. apríl]] [[1789]]
| rowspan="2" |[[4. mars]] [[1797]]
| rowspan="2" |Enginn flokkur
| rowspan="2" |[[John Adams]]
|1
|-
|2
|-
!2
| bgcolor="#EA9978" |
|[[Mynd:John Adams A18236.jpg|frameless|121x121dp]]
|[[John Adams]]
|[[4. mars]] [[1797]]
|[[4. mars]] [[1801]]
|[[Sambandssinnaflokkurinn]]
|[[Thomas Jefferson]]
|3
|-
! rowspan="2" |3
| rowspan="2" bgcolor="#008000" |
| rowspan="2" |[[Mynd:Thomas Jefferson by Rembrandt Peale, 1800.jpg|frameless|119x119dp]]
| rowspan="2" |[[Thomas Jefferson]]
| rowspan="2" |[[4. mars]] [[1801]]
| rowspan="2" |[[4. mars]] [[1809]]
| rowspan="2" |[[Demókratískir repúblikanar]]
|[[Aaron Burr]]
|4
|-
|[[George Clinton]]
|5
|-
! rowspan="4" |4
| rowspan="4" bgcolor="#008000" |
| rowspan="4" |[[Mynd:James Madison.jpg|frameless|122x122dp]]
| rowspan="4" |[[James Madison]]
| rowspan="4" |[[4. mars]] [[1809]]
| rowspan="4" |[[4. mars]] [[1817]]
| rowspan="4" |[[Demókratískir repúblikanar]]
|[[George Clinton]]<ref name="D8">Lést af náttúrulegum orsökum í embætti.</ref>
| rowspan="2" |6
|-
|Enginn
|-
|[[Elbridge Gerry]]<ref name="D8" />
| rowspan="2" |7
|-
|Enginn
|-
! rowspan="2" |5
| rowspan="2" bgcolor="#008000" |
| rowspan="2" |[[Mynd:James Monroe White House portrait 1819.jpg|frameless|120x120dp]]
| rowspan="2" |[[James Monroe]]
| rowspan="2" |[[4. mars]] [[1817]]
| rowspan="2" |[[4. mars]] [[1825]]
| rowspan="2" |[[Demókratískir repúblikanar]]
| rowspan="2" |[[Daniel Tompkins]]
|8
|-
|9
|-
!6
| bgcolor="#008000" |
|[[Mynd:John Quincy Adams by Charles Osgood.jpg|frameless|124x124dp]]
|[[John Quincy Adams]]
|[[4. mars]] [[1825]]
|[[4. mars]] [[1829]]
|[[Demókratískir repúblikanar]]
|[[John C. Calhoun]]
|10
|-
! rowspan="3" |7
| rowspan="3" bgcolor="#3333FF" |
| rowspan="3" |[[Mynd:Andrew jackson head.jpg|frameless|121x121dp]]
| rowspan="3" |[[Andrew Jackson]]
| rowspan="3" |[[4. mars]] [[1829]]
| rowspan="3" |[[4. mars]] [[1837]]
| rowspan="3" |[[Demókrataflokkurinn]]
|[[John C. Calhoun]]<ref name="D7">Sagði af sér.</ref>
| rowspan="2" |11
|-
|Enginn
|-
|[[Martin Van Buren]]
|12
|-
!8
| bgcolor="#3333FF" |
|[[Mynd:Martin Van Buren MET ap93.19.2.jpg|frameless|120x120dp]]
|[[Martin Van Buren]]
|[[4. mars]] [[1837]]
|[[4. mars]] [[1841]]
|[[Demókrataflokkurinn]]
|[[Richard Mentor Johnson]]
|13
|-
!9
| bgcolor="#F0C862" |
|[[Mynd:William Henry Harrison by James Reid Lambdin, 1835 crop.jpg|frameless|121x121dp]]
|[[William Henry Harrison|William H. Harrison]]
|[[4. mars]] [[1841]]
|[[4. apríl]] [[1841]]<ref name="D8" />
|[[Viggar (Bandaríkin)|Viggar]]
|[[John Tyler]]
| rowspan="2" |14
|-
!10
| bgcolor="#F0C862" |
|[[Mynd:Johntyler.jpg|frameless|140x140dp]]
|[[John Tyler]]
|[[4. apríl]] [[1841]]
|[[4. mars]] [[1845]]
|[[Viggar (Bandaríkin)|Viggar]]
|Enginn
|-
!11
| bgcolor="#3333FF" |
|[[Mynd:Polk crop.jpg|frameless|126x126dp]]
|[[James K. Polk]]
|[[4. mars]] [[1845]]
|[[4. mars]] [[1849]]
|[[Demókrataflokkurinn]]
|[[George M. Dallas]]
|15
|-
!12
| bgcolor="#F0C862" |
|[[Mynd:Zachary Taylor restored and cropped.jpg|frameless|132x132dp]]
|[[Zachary Taylor]]
|[[4. mars]] [[1849]]
|[[9. júlí]] [[1850]]<ref name="D8" />
|[[Viggar (Bandaríkin)|Viggar]]
|[[Millard Fillmore]]
| rowspan="2" |16
|-
!13
| bgcolor="#F0C862" |
|[[Mynd:Fillmore.jpg|frameless|127x127dp]]
|[[Millard Fillmore]]
|[[9. júlí]] [[1850]]
|[[4. mars]] [[1853]]
|[[Viggar (Bandaríkin)|Viggar]]
|Enginn
|-
! rowspan="2" |14
| rowspan="2" bgcolor="#3333FF" |
| rowspan="2" |[[Mynd:Mathew Brady - Franklin Pierce - alternate crop (cropped)(b)(3).jpg|frameless|123x123dp]]
| rowspan="2" |[[Franklin Pierce]]
| rowspan="2" |[[4. mars]] [[1853]]
| rowspan="2" |[[4. mars]] [[1857]]
| rowspan="2" |[[Demókrataflokkurinn]]
|[[William R. King]]<ref name="D8" />
| rowspan="2" |17
|-
|Enginn
|-
!15
| bgcolor="#3333FF" |
|[[Mynd:James Buchanan.jpg|frameless|125x125dp]]
|[[James Buchanan]]
|[[4. mars]] [[1857]]
|[[4. mars]] [[1861]]
|[[Demókrataflokkurinn]]
|[[John C. Breckinridge]]
|18
|-
! rowspan="2" |16
| rowspan="2" bgcolor="#E81B23" |
| rowspan="2" |[[Mynd:Abraham Lincoln O-77 matte collodion print.jpg|frameless|129x129dp]]
| rowspan="2" |[[Abraham Lincoln]]
| rowspan="2" |[[4. mars]] [[1861]]
| rowspan="2" |[[Morðið á Abraham Lincoln|15. apríl 1865]]<ref name="D5">Ráðinn af dögum.</ref>
| rowspan="2" |[[Repúblikanaflokkurinn]]
|[[Hannibal Hamlin]]
|19
|-
|[[Andrew Johnson]]
| rowspan="2" |20
|-
!17
| bgcolor="#3333FF" |
|[[Mynd:Andrew Johnson photo portrait head and shoulders, c1870-1880-Edit1.jpg|frameless|128x128dp]]
|[[Andrew Johnson]]
|[[Morðið á Abraham Lincoln|15. apríl 1865]]
|[[4. mars]] [[1869]]
|[[Demókrataflokkurinn]]
|Enginn
|-
! rowspan="3" |18
| rowspan="3" bgcolor="#E81B23" |
| rowspan="3" |[[Mynd:Ulysses S Grant by Brady c1870-restored.jpg|frameless|125x125dp]]
| rowspan="3" |[[Ulysses S. Grant]]
| rowspan="3" |[[4. mars]] [[1869]]
| rowspan="3" |[[4. mars]] [[1877]]
| rowspan="3" |[[Repúblikanaflokkurinn]]
|[[Schuyler Colfax]]
|21
|-
|[[Henry Wilson]]<ref name="D8" />
| rowspan="2" |22
|-
|Enginn
|-
!19
| bgcolor="#E81B23" |
|[[Mynd:President Rutherford Hayes 1870 - 1880.jpg|frameless|122x122dp]]
|[[Rutherford B. Hayes]]
|[[4. mars]] [[1877]]
|[[4. mars]] [[1881]]
|[[Repúblikanaflokkurinn]]
|[[William A. Wheeler]]
|23
|-
!20
| bgcolor="#E81B23" |
|[[Mynd:James Abram Garfield, photo portrait seated.jpg|frameless|127x127dp]]
|[[James Garfield]]
|[[4. mars]] [[1881]]
|[[19. september]] [[1881]]<ref name="D5" />
|[[Repúblikanaflokkurinn]]
|[[Chester A. Arthur]]
| rowspan="2" |24
|-
!21
| bgcolor="#E81B23" |
|[[Mynd:20 Chester Arthur 3x4.jpg|frameless|133x133dp]]
|[[Chester A. Arthur]]
|[[19. september]] [[1881]]
|[[4. mars]] [[1885]]
|[[Repúblikanaflokkurinn]]
|Enginn
|-
! rowspan="2" |22
| rowspan="2" bgcolor="#3333FF" |
| rowspan="2" |[[Mynd:StephenGroverCleveland.jpg|frameless|127x127dp]]
| rowspan="2" |[[Grover Cleveland]]
| rowspan="2" |[[4. mars]] [[1885]]
| rowspan="2" |[[4. mars]] [[1889]]
| rowspan="2" |[[Demókrataflokkurinn]]
|[[Thomas A. Hendricks]]<ref name="D8" />
| rowspan="2" |25
|-
|Enginn
|-
!23
| bgcolor="#E81B23" |
|[[Mynd:Benjamin Harrison, head and shoulders bw photo, 1896.jpg|frameless|127x127dp]]
|[[Benjamin Harrison]]
|[[4. mars]] [[1889]]
|[[4. mars]] [[1893]]
|[[Repúblikanaflokkurinn]]
|[[Levi P. Morton]]
|26
|-
!24
| bgcolor="#3333FF" |
|[[Mynd:StephenGroverCleveland.jpg|frameless|127x127dp]]
|[[Grover Cleveland]]
|[[4. mars]] [[1893]]
|[[4. mars]] [[1897]]
|[[Demókrataflokkurinn]]
|[[Adlai Stevenson I|Adlai Stevenson]]
|27
|-
! rowspan="3" |25
| rowspan="5" bgcolor="#E81B23" |
| rowspan="3" |[[Mynd:Mckinley.jpg|frameless|124x124dp]]
| rowspan="3" |[[William McKinley]]
| rowspan="3" |[[4. mars]] [[1897]]
| rowspan="3" |[[14. september]] [[1901]]<ref name="D5" />
| rowspan="3" |[[Repúblikanaflokkurinn]]
|[[Garret Hobart]]
| rowspan="2" |28
|-
|Enginn
|-
|[[Theodore Roosevelt]]
| rowspan="2" |29
|-
! rowspan="2" |26
| rowspan="2" |[[Mynd:President Theodore Roosevelt, 1904.jpg|frameless|132x132dp]]
| rowspan="2" |[[Theodore Roosevelt]]
| rowspan="2" |[[14. september]] [[1901]]
| rowspan="2" |[[4. mars]] [[1909]]
| rowspan="2" |[[Repúblikanaflokkurinn]]
|Enginn
|-
|[[Charles W. Fairbanks]]
|30
|-
! rowspan="2" |27
| rowspan="2" bgcolor="#E81B23" |
| rowspan="2" |[[Mynd:William Howard Taft.jpg|frameless|130x130dp]]
| rowspan="2" |[[William Howard Taft]]
| rowspan="2" |[[4. mars]] [[1909]]
| rowspan="2" |[[4. mars]] [[1913]]
| rowspan="2" |[[Repúblikanaflokkurinn]]
|[[James S. Sherman]]<ref name="D8" />
| rowspan="2" |31
|-
|Enginn
|-
! rowspan="2" |28
| rowspan="2" bgcolor="#3333FF" |
| rowspan="2" |[[Mynd:Thomas Woodrow Wilson, Harris & Ewing bw photo portrait, 1919 - black and white (cropped).jpg|frameless|136x136dp]]
| rowspan="2" |[[Woodrow Wilson]]
| rowspan="2" |[[4. mars]] [[1913]]
| rowspan="2" |[[4. mars]] [[1921]]
| rowspan="2" |[[Demókrataflokkurinn]]
| rowspan="2" |[[Thomas R. Marshall]]
|32
|-
|33
|-
!29
| bgcolor="#E81B23" |
|[[Mynd:Warren_G_Harding_portrait_as_senator_June_1920.jpg|133x133dp]]
|[[Warren G. Harding]]
|[[4. mars]] [[1921]]
|[[2. ágúst]] [[1923]]<ref name="D8" />
|[[Repúblikanaflokkurinn]]
|[[Calvin Coolidge]]
| rowspan="2" |34
|-
! rowspan="2" |30
| rowspan="2" bgcolor="#E81B23" |
| rowspan="2" |[[Mynd:Calvin Coolidge (cropped & Greyscaled).png|frameless|133x133dp]]
| rowspan="2" |[[Calvin Coolidge]]
| rowspan="2" |[[2. ágúst]] [[1923]]
| rowspan="2" |[[4. mars]] [[1929]]
| rowspan="2" |[[Repúblikanaflokkurinn]]
|Enginn
|-
|[[Charles G. Dawes]]
|35
|-
!31
| bgcolor="#E81B23" |
|[[Mynd:President Hoover portrait.jpg|frameless|133x133dp]]
|[[Herbert Hoover]]
|[[4. mars]] [[1929]]
|[[4. mars]] [[1933]]
|[[Repúblikanaflokkurinn]]
|[[Charles Curtis]]
|36
|-
! rowspan="4" |32
| rowspan="4" bgcolor="#3333FF" |
| rowspan="4" |[[Mynd:FDR-1944-Campaign-Portrait (cropped).jpg|frameless|133x133dp]]
| rowspan="4" |[[Franklin D. Roosevelt]]
| rowspan="4" |[[4. mars]] [[1933]]
| rowspan="4" |[[12. apríl]] [[1945]]<ref name="D8" />
| rowspan="4" |[[Demókrataflokkurinn]]
| rowspan="2" |[[John Nance Garner]]
|37
|-
|38
|-
|[[Henry A. Wallace]]
|39
|-
|[[Harry S. Truman]]
| rowspan="2" |40
|-
! rowspan="2" |33
| rowspan="2" bgcolor="#3333FF" |
| rowspan="2" |[[Mynd:TRUMAN 58-766-06 (cropped).jpg|frameless|135x135dp]]
| rowspan="2" |[[Harry S. Truman]]
| rowspan="2" |[[12. apríl]] [[1945]]
| rowspan="2" |[[20. janúar]] [[1953]]
| rowspan="2" |[[Demókrataflokkurinn]]
|Enginn
|-
|[[Alben W. Barkley]]
|41
|-
! rowspan="2" |34
| rowspan="2" bgcolor="#E81B23" |
| rowspan="2" |[[Mynd:Dwight D. Eisenhower, official photo portrait, May 29, 1959 (cropped)(3).jpg|frameless|131x131dp]]
| rowspan="2" |[[Dwight Eisenhower]]
| rowspan="2" |[[20. janúar]] [[1953]]
| rowspan="2" |[[20. janúar]] [[1961]]
| rowspan="2" |[[Repúblikanaflokkurinn]]
| rowspan="2" |[[Richard Nixon]]
|42
|-
|43
|-
!35
| bgcolor="#3333FF" |
|[[Mynd:John F. Kennedy, White House color photo portrait.jpg|frameless|130x130dp]]
|[[John F. Kennedy]]
|[[20. janúar]] [[1961]]
|[[Morðið á John F. Kennedy|22. nóvember 1963]]<ref name="D5" />
|[[Demókrataflokkurinn]]
|[[Lyndon B. Johnson]]
| rowspan="2" |44
|-
! rowspan="2" |36
| rowspan="2" bgcolor="#3333FF" |
| rowspan="2" |[[Mynd:37 Lyndon Johnson 3x4.jpg|frameless|133x133dp]]
| rowspan="2" |[[Lyndon B. Johnson]]
| rowspan="2" |[[Morðið á John F. Kennedy|22. nóvember 1963]]
| rowspan="2" |[[20. janúar]] [[1969]]
| rowspan="2" |[[Demókrataflokkurinn]]
|Enginn
|-
|[[Hubert Humphrey]]
|45
|-
! rowspan="4" |37
| rowspan="4" bgcolor="#E81B23" |
| rowspan="4" |[[Mynd:Richard Nixon presidential portrait (1).jpg|frameless|133x133dp]]
| rowspan="4" |[[Richard Nixon]]
| rowspan="4" |[[20. janúar]] [[1969]]
| rowspan="4" |[[9. ágúst]] [[1974]]<ref name="D7" />
| rowspan="4" |[[Repúblikanaflokkurinn]]
| rowspan="2" |[[Spiro Agnew]]<ref name="D7" />
|46
|-
| rowspan="5" |47
|-
|Enginn
|-
|[[Gerald Ford]]
|-
! rowspan="2" |38
| rowspan="2" bgcolor="#E81B23" |
| rowspan="2" |[[Mynd:Gerald Ford presidential portrait (cropped 3).jpg|frameless|135x135dp]]
| rowspan="2" |[[Gerald Ford]]
| rowspan="2" |[[9. ágúst]] [[1974]]
| rowspan="2" |[[20. janúar]] [[1977]]
| rowspan="2" |[[Repúblikanaflokkurinn]]
|Enginn
|-
|[[Nelson Rockefeller]]
|-
!39
| bgcolor="#3333FF" |
|[[Mynd:JimmyCarterPortrait2.jpg|frameless|123x123dp]]
|[[Jimmy Carter]]
|[[20. janúar]] [[1977]]
|[[20. janúar]] [[1981]]
|[[Demókrataflokkurinn]]
|[[Walter Mondale]]
|48
|-
! rowspan="2" |40
| rowspan="2" bgcolor="#E81B23" |
| rowspan="2" |[[Mynd:Official Portrait of President Reagan 1981-cropped.jpg|frameless|131x131dp]]
| rowspan="2" |[[Ronald Reagan]]
| rowspan="2" |[[20. janúar]] [[1981]]
| rowspan="2" |[[20. janúar]] [[1989]]
| rowspan="2" |[[Repúblikanaflokkurinn]]
| rowspan="2" |[[George H. W. Bush]]
|49
|-
|50
|-
!41
| bgcolor="#E81B23" |
|[[Mynd:George H. W. Bush presidential portrait (cropped).jpg|frameless|131x131dp]]
|[[George H. W. Bush]]
|[[20. janúar]] [[1989]]
|[[20. janúar]] [[1993]]
|[[Repúblikanaflokkurinn]]
|[[Dan Quayle]]
|51
|-
! rowspan="2" |42
| rowspan="2" bgcolor="#3333FF" |
| rowspan="2" |[[Mynd:Bill Clinton.jpg|100px]]
| rowspan="2" |[[Bill Clinton]]
| rowspan="2" |[[20. janúar]] [[1993]]
| rowspan="2" |[[20. janúar]] [[2001]]
| rowspan="2" |[[Demókrataflokkurinn]]
| rowspan="2" |[[Al Gore]]
|52
|-
|53
|-
! rowspan="2" |43
| rowspan="2" bgcolor="#E81B23" |
| rowspan="2" |[[Mynd:George-W-Bush.jpeg|frameless|132x132dp]]
| rowspan="2" |[[George W. Bush]]
| rowspan="2" |[[20. janúar]] [[2001]]
| rowspan="2" |[[20. janúar]] [[2009]]
| rowspan="2" |[[Repúblikanaflokkurinn]]
| rowspan="2" |[[Dick Cheney]]
|54
|-
|55
|-
! rowspan="2" |44
| rowspan="2" bgcolor="#3333FF" |
| rowspan="2" |[[Mynd:President Barack Obama (cropped) 3.jpg|frameless|125x125dp]]
| rowspan="2" |[[Barack Obama]]
| rowspan="2" |[[20. janúar]] [[2009]]
| rowspan="2" |[[20. janúar]] [[2017]]
| rowspan="2" |[[Demókrataflokkurinn]]
| rowspan="2" |[[Joe Biden]]
|56
|-
|57
|-
!45
| bgcolor="#E81B23" |
|[[Mynd:Donald Trump official portrait (3x4 cropped 2).jpg|frameless|134x134dp]]
|[[Donald Trump]]
|[[20. janúar]] [[2017]]
|[[20. janúar]] [[2021]]
|[[Repúblikanaflokkurinn]]
|[[Mike Pence]]
|58
|-
!46
| bgcolor="#3333FF" |
|[[Mynd:Joe Biden presidential portrait (cropped).jpg|frameless|133x133dp]]
|[[Joe Biden]]
|[[20. janúar]] [[2021]]
|[[20. janúar]] [[2025]]
|[[Demókrataflokkurinn]]
|[[Kamala Harris]]
|59
|-
!47
| bgcolor="#E81B23" |
|[[Mynd:TrumpPortrait.jpg|frameless|129x129dp]]
|[[Donald Trump]]
|[[20. janúar]] [[2025]]
|Enn í embætti
|[[Repúblikanaflokkurinn]]
|[[JD Vance]]
|60
|}
== Sjá einnig ==
* [[Listi yfir varaforseta Bandaríkjanna]]
* [[Forseti Bandaríkjanna]]
* [[Varaforseti Bandaríkjanna]]
* [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum]]
== Tilvísanir ==
<div class="references-small">
<references />
</div>
{{Gæðagrein}}
{{Forsetar Bandaríkjanna}}
[[Flokkur:Forsetar Bandaríkjanna| ]]
[[Flokkur:Listar yfir þjóðhöfðingja og leiðtoga|Bandaríkjaforsetar]]
e6smf87rsj2cjt0s35hxo8md6l8l184
Harold Macmillan
0
69672
1922661
1917788
2025-07-04T18:31:25Z
TKSnaevarr
53243
1922661
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Harold Macmillan
| mynd = Harold Macmillan in 1942.jpg
| myndastærð = 250px
| myndatexti = Macmillan árið 1942.
| titill= [[Forsætisráðherra Bretlands]]
| stjórnartíð_start = [[10. janúar]] [[1957]]
| stjórnartíð_end = [[19. október]] [[1963]]
| einvaldur = [[Elísabet 2. Bretadrottning|Elísabet 2.]]
| forveri = [[Anthony Eden]]
| eftirmaður = [[Alec Douglas-Home]]
| fæddur = [[10. febrúar]] [[1894]]
| fæðingarstaður = [[Belgravia]], [[London]], [[England]]i
| dánardagur = {{Dánardagur og aldur|1986|12|29|1894|2|10}}
| dánarstaður = [[Chelwood Gate]], [[Austur-Sussex]], [[England]]i
| stjórnmálaflokkur = [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokkurinn]]
| starf = Stjórnmálamaður
| maki = Dorothy Macmillan (g. 1920; d. 1966)
| börn = Maurice, Caroline, Catherine Amery, Sarah Heath
| háskóli = [[Balliol-háskóli, Oxford]]
}}
'''Harold Macmillan, 1. jarlinn af Stockton''' ([[10. febrúar]] [[1894]] – [[29. desember]] [[1986]]) var [[Bretland|breskur]] stjórnmálamaður fyrir [[Breski íhaldsflokkurinn|Íhaldsflokkinn]] og [[forsætisráðherra Bretlands]] frá 10. janúar 1957 til 18. október 1963.
Í forsætisráðherratíð sinni studdi hann [[blandað hagkerfi]] þar sem [[Hið opinbera|ríkið]] beitti opinberum [[fjárfesting]]um til að skapa [[hagvöxtur|hagvöxt]]. Stjórnartíð hans einkenndist af miklum vexti efnahagslífsins og litlu [[atvinnuleysi]] þar sem stjórnin beitti „start-stopp“-aðferðum til að koma í veg fyrir [[verðbólga|verðbólgu]] en halda hagkerfinu gangandi um leið sem á endanum leiddi síðan til minnkandi vaxtar. Í utanríkismálum endurreisti Macmillan [[hin sérstöku tengsl Bretlands og Bandaríkjanna]], efldi [[kjarnorka|kjarnorkuáætlun]] Breta í samstarfi við Bandaríkjamenn, átti þátt í að gera [[Samkomulag um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn]] við [[Sovétríkin]] og Bandaríkin. Hann reyndi að sækja um aðgang að [[Evrópubandalagið|Evrópubandalaginu]] en [[Frakkland|Frakkar]] beittu neitunarvaldi gegn því, að hluta vegna óánægju með samstarf Breta og Bandaríkjamanna í kjarnorkumálum.
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Forsætisráðherra Bretlands]]
| frá = 1957
| til = 1963
| fyrir = [[Anthony Eden]]
| eftir = [[Alec Douglas-Home]]
}}
{{Töfluendir}}
{{Forsætisráðherrar Bretlands}}
{{DEFAULTSORT:Macmillan, Harold}}
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Bretlands]]
{{fd|1894|1986}}
[[Flokkur:Breskir jarlar]]
[[Flokkur:Fjármálaráðherrar Bretlands]]
[[Flokkur:Leiðtogar breska Íhaldsflokksins]]
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
ca34wefs2inysxswiivhvu35saq1ryu
Georg Berna
0
73264
1922684
1385542
2025-07-05T00:57:00Z
TKSnaevarr
53243
1922684
wikitext
text/x-wiki
'''Georg Berna''' (fæddur [[30. júní]] [[1836]], dáinn [[18. október]] [[1865]]) var [[Þýskaland|þýskur]] náttúrufræðingur. Hann skipulagði og fjármagnaði leiðangur, sem farinn var á ''Joacim Hinrich'' frá Hamborg [[29. maí]] [[1861]] til Noregsstranda, [[Jan Mayen]] og [[Ísland]]s.
Aðrir þátttakendur voru [[Carl Vogt]] ([[1817]] – [[1895]]) svissneskur náttúrufræðingur og rithöfundur, sem skrifaði bókina Nord-Fahrt (útg. [[1863]]) um ferðalagið. Bókin hét fullu nafni: ''Nord-Fahrt entlang der Norwegischen Küste, nach dem Nordkap, den Insel Jan Mayen und Island''. Í Bernaleiðangrinum voru líka Johann Heinrich Hasselhorst, þýskur myndlistamaður — og myndir hans skreyttu bókina. Frummyndirnar eyðilögðust trúlega í loftárásunum á [[Frankfurt]].
Georg Berna sneri heim með íslenskan kvenbúning sem varðveittur var í kastala Berna í nágrenni Frankfurt í meira en öld, hann slapp heill umdan tveimur heimsstyrjöldum. Búningnum fylgdi skotthúfa, nisti og víravirkisbelti. Árið [[1895]] var tekin ljósmynd af búningnum í kastalanum. Johann Heinrich Hasselhorst teiknaði líka 1863 ''Ladies on Horseback'' sem hékk lengi í vinnustofu Berna.
Auk þeirra voru í ferðinni: Alexander Gressly, dýrafræðingur og Alexander Herzen, læknir og lífeðlisfræðingur.
== Heimild ==
* Ponzi, Frank. ''Ísland á 19. öld''.
== Tenglar ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3305428 ''Í leit að 19. öldinni'': grein í Lesbók Morgunblaðsins 1986]
{{DEFAULTSORT:Berna, Georg}}
[[Flokkur:Þýskir vísindamenn]]
{{fd|1836|1865}}
hu6ovqwe6nmsco7q8wbxspvhlyw4uqj
Oda Nobunaga
0
75268
1922696
1917798
2025-07-05T04:39:16Z
TKSnaevarr
53243
1922696
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Oda Nobunaga
| nafn_á_frummáli = {{nobold|織田 信長}}
| mynd = Odanobunaga.jpg
| titill = ''Udaijin''
| stjórnartíð_start = [[1577]]
| stjórnartíð_end = [[1578]]
| einvaldur = [[Ōgimachi keisari]]
| titill2 = Höfuð Oda-ættarinnar
| stjórnartíð_start2 = [[1551]]
| stjórnartíð_end2 = [[1582]]
| forveri2 = [[Oda Nobuhide]]
| eftirmaður2 = [[Oda Hidenobu]]
| myndatexti1 = Mynd af Oda Nobunaga eftir Kanō Motohide (1583).
| fæddur = [[23. júní]] [[1534]]
| fæðingarstaður = [[Nagoya]]-kastala, [[Owari]], [[Japan]]
| dánardagur = {{Dánardagur og aldur|1582|6|21|1534|6|23}}
| dánarstaður = [[Honnō-ji]], [[Kýótó]], [[Japan]]
| þjóderni = [[Japan]]skur
| maki = [[Nōhime]]
| foreldrar = [[Oda Nobuhide]] og [[Tsuchida Gozen]]
| undirskrift = Oda Nobunaga Kaou 3.jpg
}}
'''Oda Nobunaga''' ([[japanska]]: 織田 信長; [[23. júní]] [[1534]] – [[21. júní]] [[1582]]) var einn af valdamestu lénsherrum ([[daimyo]]) í [[Japan]] á [[16. öldin|sextándu öld]]. Það tímabil hefur verið nefnt [[sengoku-öldin]] (japanska: 戦国時代) eða þriggja ríkja öldin, í [[Saga Japans|sögu Japans]]. Hugtakið [[daimyo]] hefur gjarnan verið þýtt sem [[barón]] á íslensku en hér verður notast við orðið [[lénsherra]] sem er meira lýsandi.
[[Sengoku-öldin]] einkenndist af blóðugum átökum [[Borgarastríð|borgarastyrjaldar]]. Nobunaga bar aðeins titilinn lénsherra en var þó valdameiri en bæði [[Keisari|keisarinn]] og [[Sjógun|sjóguninn]], sem var yfirmaður hersins. Ævi hans var undirlögð af bardögum og átökum við aðra valdamenn ríkisins. Flest öllum átökunum lauk með sigri Nobunaga en farsæld hans á bardagavellinum hjálpaði honum að leggja grunninn að sameiningu Japans undir eina stjórn. Sérviska hans og ráðsnilld hefur gert Nobunaga að einni þekktustu persónu japanskrar sögu.
== Æskuárin ==
Nobunaga fæddist [[23. júní]] árið [[1534]] í [[Nagoya]]-kastala. Hann var fyrsti sonur foreldra sinna og þar með arftaki [[Oda-ættin|Oda-ættarinnar]]. Faðir hans hét [[Nobuhide Oda]] og móðir hans [[Tsuchida Gozen]]. Aðeins tveggja ára að aldri var Nobunaga gerður að stjórnanda Nagoya-kastalans og fljótlega fór fólk að hafa orð á undarlegri hegðun hans. Það sem sætti mestri furðu var að hann lék sér stundum við önnur börn án þess að huga sérstaklega að stöðu sinni í samfélaginu. Sérstakur áhugi hans á [[Skotvopn|skotvopnum]] varð til þess að hann fékk viðurnefnið [[Owari no Outsuke]] ([[japanska]]:尾張の大うつけ) eða „flónið af Owari-héraði“. Á þessum tíma voru skotvopn álitin villimannsleg enda þóttu þau skorta þá siðfágun og glæsileika sem einkenndu sverðfimi [[Bushido|samúræjastéttarinnar]].
Oda Nobunaga varð lénsherra eftir andlát föður síns árið [[1551]], þá aðeins 17 ára. Sagan segir að Nobunaga hafi verið með alls kyns ólæti við jarðarför föður síns og meðal annars kastað reykelsum að altarinu. Uppeldisfaðir og lærimeistari Nobunaga fann fyrir svo mikilli skömm eftir þetta að hann framdi [[seppuku]] (sjálfsmorð). Skyndilegt brottfall lærimeistarans hefur eflaust verið talsvert áfall fyrir Nobunaga sem lét síðar byggja hof til heiðurs honum.
Þrátt fyrir að Nobunaga væri erfingi að lénsherratitli föður síns, landi og eignum, þá skiptist Oda-ættin í ólíkar fylkingar sem allar höfðu augastað á stól ættföðurins. Andstæðingar Nobunaga fylktu sér ýmist að baki bróður hans, [[Nobuyuki]], eða föðurbróður hans, [[Nobutomo]]. Nobunaga bar þó sigur úr býtum. Fyrst myrti hann frænda sinn Nobutomo og tók yfir [[Kiyoshi]]-kastala og gerði að höfuðsetri sínu næstu tíu árin. Bræðurnir Nobunaga og Nobuyuki tókust síðan á í bardaganum við [[Inó]] þar sem Nobunaga fór einnig með sigur af hólmi. Að beiðni móður þeirra hlífði Nobunaga lífi bróður síns. Skömmu seinna komst Nobunaga að því að Nobuyuki var að undirbúa aðra uppreisn. Nobunaga gerði sér þá upp veikindi og lét kalla á bróður sinn. Þegar Nobunyuki kom stakk Nobunaga bróður sinn til bana. Árið [[1559]] hafði Nobunaga barið niður alla andstöðu innan Oda-ættarinnar og fest sig í sessi sem lénsherra.
== Lénsherrann ==
Nobunaga lét sér ekki nægja að takast á við ættmenni sín á þessum fyrstu árum sem lénsherra. Á sama tíma sýndi hann fádæma kænsku og innsýn í [[stjórnmál]] með því að ná valdi yfir [[shugo]] (nokkurs konar yfirmaður) lénsherranna í nágrenninu. Ákveðni og kraftur Nobunaga vakti reiði og afbrýðisemi margra annarra [[ættarhöfðingi|ættarhöfðingja]]. Hernaðarlegir yfirburðir Nobunaga komu svo í ljós í [[orrustan við Okehazama|orrustunni við Okehazama]]. Í þeirri orrustu vann Nobunaga sigur á [[Yoshitomo Imagawa]] með um 1800 manna herliði en samkvæmt sögunni samanstóð herlið [[Imagawa]]-ættarinnar af tuttugu og fimm þúsund manns.
Nobunaga kom upp búðum á orrustuvellinum og fyllti þær af strábrúðum og fánum svo það liti út fyrir að [[boshi|hermenn]] hans biðu átekta. Á meðan undirbúningurinn stóð yfir í herbúðum Imagawa-ættarinnar réðst Nobunaga á þá aftan frá og kom þeim algerlega í opna skjöldu. Bent hefur verið á að hernaðarlegir yfirburðir Nobunaga hafi stafað af breyttri efnahagsstjórn sem byggði á auknu verslunar- og [[viðskiptafrelsi]]. Þannig tókst Nobunaga til dæmis að sjá fyrir nægum birgðum fyrir hermenn sína. Úrslit orrustunnar við Okehazama ollu því að Imagawa-ættin missti nær öll sín völd í landinu. [[Oda-ættbálkurinn]] frá [[Owari]] ætlaði greinilega að láta til sín taka í innanríkismálum Japans þar sem Nobunaga fór fremstur í flokki.
== Djöflakóngurinn ==
[[Mynd:Oda Nobunaga armour.jpg|thumb|right|Brynja Oda Nobunaga.]]
Ítök Oda Nobunaga jukust til muna eftir að hann gerði bandalag við [[Tokugawa Ieyasu|Motoyasu Matsudaira]] (síðar þekktur sem [[Tokugawa Ieyasu]]) þrátt fyrir að ættirnar hefðu lengi eldað saman grátt silfur. Hann gifti systur sína inn í [[Asai]]-ættina í norðri og styrkti þar með stöðu sína í kringum höfuðborgina [[Kyoto]]. Eftir að hafa sigrað [[Sato]]-ættina og lagt undir sig [[Inabayama]]-kastala árið [[1567]] settist Nobunaga að í kastalanum með hirð sína. Hann endurnefndi kastalann og þorpið í kring, [[Gifu]], og bjó til nýtt innsigli fyrir sjálfan sig sem á stóð [[Tenka Fubu]] ([[japanska]]:天下布武) sem mætti útleggja sem ‚himneskur hermáttur á jörðu‘. Þar með hafði Nobunaga opinberað ætlun sína um að sameina allt Japan undir sinni stjórn.
Ári síðar leitaði [[Ashikaga Yoshiaki]] til Nobunaga eftir hernaðarlegri aðstoð við að ná völdum á [[Ashikaga]]-sjógunaþinginu. Nobunaga greip tækifærið og réðst með fullum hermætti inn í Kyoto og gerði [[Ashikaga Yoshiaki|Yoshiaki]] að [[sjógun]] landsins. Nobunaga var boðinn titillinn [[kanrei]], sem er nokkurs konar ráðgjafi sjógunsins, en hann afþakkaði þar sem hann vildi frekar minnka völd sjógunsins og stjórna á bak við tjöldin. Í kjölfarið reiddist Yoshiaki og hófst handa við að safna liði gegn Nobunaga. Margir [[lénsherra]]r og héraðshöfðingjar réðust gegn Nobunaga og [[Oda]]-ættinni en með aðstoð Tokugawa Ieayasu (áður Motoyasu Matsudaira) tókst Nobunaga að halda stöðu sinni sem valdamesti maður Japans og binda enda á Ashikaga-sjógunastjórnina.
Í orrustunni við [[Nagashino]] árið [[1575]] uppgötvaði Nobunaga hernaðarráð sem átti eftir að veita honum yfirburði í mörgum átökum. Gallinn við að nota skotvopn í bardaga var hversu langan tíma það tók að hlaða þau upp á nýtt. Nobunaga leysti þetta með því að raða [[skotlið]]inu upp í þrjár raðir þar sem ein röð hermanna skaut, á meðan hinar tvær beygðu sig niður og hlóðu rifflana. Andstæðingar Oda Nobunaga og Tokugawa Ieayasu áttu fá svör við þessari skyndilegu og öflugu innkomu skotvopna á vígvöllinn.
Árið [[1582]] var Nobunaga búinn að tryggja völd sín í Kyoto og á [[Kanto]]-sléttunni. Árangur hans hafði hinsvegar kostað marga lífið. Nobunaga var orðinn þekktur fyrir að sýna litla samúð með andstæðingum sínum og hlífa fáum. Sá sem áður hafði verið nefndur „flónið af Owari“ varð nú þekktur sem Ma - O ([[japanska]]:魔王) eða „djöflakóngurinn“. Viðurnefnið fékk hann í kjölfar herferðar sinnar gegn [[Búddismi|búddamunkum]] [[Entayaku|Enrayaku-klaustursins]] á hinu helga [[Hei]]-fjalli í Kyoto. Klaustrið var álitið menningarlegt tákn á þessum tímum en Nobunaga lét sér fátt um finnast og brenndi það til grunna ásamt því að fyrirskipa líflát á 3-4 þúsund mönnum, konum og börnum. [[Jesúítar|jesúítinn]] [[Luis Frois]] lýsti Nobunaga sem [[Trúleysi|trúlausum]] [[einræðisherra]] en Frois naut sérlegrar góðvildar við [[hirð]] Nobunaga, enda leit japanski lénsherrann svo á að [[kristni|kristin trú]] væru tækifæri til að losna við afskiptasama búddamunka.
Á [[orrustuvöllur|orrustuvellinum]] gaf Nobunaga engin grið og eru til margar grimmdarsögur af aðförum [[Oda]]-hersins á vígvellinum. Styrkur Nobunaga lá hinsvegar í þessari meintu grimmd og hefur verið bent á að hugsanlega sé mikið af þessum sögum uppspuni kominn frá Nobunaga sjálfum til að fylla óvini sína af ótta. Einnig á hann að hafa notað grimmdina til að aga samúræja úr yfirbuguðu herliði til hlýðni. Það gerði hann með því að segja þeim að traustir samúræjar fengju að ganga í lið hans en óhollir yrðu að fremja [[sepukku]] eða yrði grimmilega refsað.
Hvað sem því líður þá hefur orðstír Nobunaga í seinni tíð verið meira í átt við fágaðan og yfirvegaðan samúræja frekar en [[harðstjóri|harðstjóra]]. Bent hefur verið á að Nobunaga hafi ætlað að ná völdum yfir Japan með því að verða viðurkenndur sem menningarlegur valdhafi ([[japanska]]:文 ‘bun’) jafnt sem hernaðarlegur ([[japanska]]:武 ‘bu’). Á hann meðal annars að hafa notað [[japanskt te|japönsku teathöfnina]] sem menningarlegt vopn í þessum tilgangi.
Seinni tíma frásagnir af persónu hans lýsa fágun frekar en grimmd eða harðneskju, eins og til dæmis í [[kowaka]]-leikritinu [[Atsumori]] þar sem Nobunaga dansar fyrir hermenn sína áður en þeir ráðast til atlögu gegn [[Imagawa]]-hernum, en atriðið er bein tilvísun í eina af frægustu [[forn-sögur|forn-sögum]] Japans, [[Heike|Sagan um Heike]] ([[japanska]]:平家物語, ‘[[Heike monogatari]]). Í þjóðsögum er Nobunaga einnig lýst sem auðmjúkum manni líðandi stundar sem hafi meðal annars útbúið hrísgrjónin fyrir hermenn sína í orrustunni við [[Okehazama]].
Ferill Nobunaga náði hápunkti árið [[1582]], eftir að hann hafði lagt flesta andstæðinga sína af velli og var að undirbúa árás í eyjuna [[Shikoku]]. Sama ár var hann svikinn af [[herforingi|herforingja]] sínum [[Mitsuhide Akechi]] sem kom Nobunaga að óvörum í [[Honno-ji]]-klaustrinu og neyddi hann til að fremja seppuku-sjálfsmorð. Ellefu dögum síðar var [[Mitsuhide Akechi]] myrtur í orrustunni við [[Yamazaki]] af [[Toyotomi Hideyoshi|Hashiba Hideyoshi]].
== Sameining Japans ==
[[Mynd:Oda Nobunaga statue in Kiyosu park.jpg|thumb|left|Stytta af Oda Nobunaga við [[Kiyosuf-kastali|Kiyosu-kastala]].]]
Sagan segir að [[Toyotomi Hideyoshi]] (áður Hashiba), sá sem náði hefndum fyrir Nobunaga, hafi byrjað sem skósveinn en síðar orðið [[hershöfðingi]]. Bóndasonurinn sem varð að hershöfðingja hélt svo starfi Nobunaga áfram og sameinaði allt Japan árið [[1590]] með aðstoð Tokugawa Ieyasu. Þeir áttu það sameiginlegt að hafa verið dyggir fylgjendur Nobunaga og stefnu hans um sameinað Japan.
Eftir dauða Nobunaga steig Toyotomi Hideyoshi upp til valda og eru þau tímamót öllu jafnan talin marka upphafið af [[Azuchi-Mmoyama|Azuchi-Momoyama-tímabilinu]] ([[1574]]-[[1600]]) í [[Saga Japans|sögu Japans]]. Því tímabili lauk þegar [[Toyotomi Hideyoshi|Toyotomi]] lést og Ieyasu tók við og hófst þá [[Tokugawa-tímabilið]]. Þessir þrír félagar eru taldir eiga heiðurinn af því að sameina allt Japan undir einni stjórn. Eitt frægasta orðatiltæki Japans er á þessa leið: „Oda lamdi saman hrísgrjónaköku landans, Hideyoshi verkaði hana og Ieyasu settist niður og snæddi hana“.
Landsvæði Nobunaga og Tokugawa í frásögnum af bardögum og hernaðarátökum Nobunaga fer ekki leynt að hann hefur verið grimmilegur harðstjóri sem brást illa við hverskyns mótlæti og hefur viðurnefni hans, djöflakóngur, eflaust verið réttlætanlegt á þessum tíma. Í því samhengi má ekki gleyma því að Nobunaga fæddist og ólst upp í borgarstyrjöld þar sem skortur á augljósum leiðtogum og yfirvaldi gerði [[Japanskir herstjórar|stríðsherrum]] kleift að ríða um héruð og drepa mann og annan. Þrátt fyrir að hann gerði það á grimmilegan hátt þá batt Nobunaga enda á eitt blóðugasta tímabilið í sögu Japans fram að [[síðari heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöld]]. Á þeim tíma sem hann var við völd afrekaði hann meðal annars að afnema [[stéttarkerfi]] sem hafði verið við lýði í þúsund ár frá [[Heian]]- og [[Nara]]-tímabilinu, minnkaði afskipti ríkisvalds af verslun og lagði grunninn að friðartímum næstu 300 ár og sameinuðu Japan. Nobunaga er því gjarnan minnst með virðingu og jafnvel þakklæti í [[japanskar þjóðsögur|japönskum þjóðsögum]] og [[japönsk menning|menningu]].
Að lokum má minnast á að ein af aðalpersónum í kvikmyndinni ''[[Kagemusha]]'' eftir leikstjórann [[Akira Kurosawa]] er byggð á ævi Nobunaga.
== Tenglar ==
* [http://www.lingling.hi.is Ling Ling] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160305082918/http://www.lingling.hi.is/ |date=2016-03-05 }}: Veftímarit um asísk fræði
* {{Vísindavefurinn|29836|Hver var Nobunaga Oda og hvaða hlutverki gegndi hann við sameiningu Japans?|höfundur=Ólafur Sólmann|dags=11. mars 2009|skoðað=12. apríl 2024}}
== Heimildir ==
* Akira, I. (1990). „Medieval Japan“ (þýð. S. Gay). Í K. Yamamura (ritstj.), ''The Cambridge History of Japan'' (3. bindi). (Cambridge, New York, Melbourne: Cambridge University Press).
* De Bary, W. T. og Y. K. Dykstra. (2001). ''Soures of Japanese Tradition: From Earliest Times Through the Sixteenth Century'' (New York: Culumbia University Press).
* Ikegami, E. (1995). ''The Taming of the Samurai'' (London, England: Harvard University Press).
* Kitagawa, Joseph M. (1987). ''On Understanding Japanese Religion'' (Princeton University Press).
* Lu, David J. (1997). ''A Documentary History'' (2. útg.). (M.E. Sharpe).
* Matsunosuke, N. (1997). ''Edo Culture: Daily Life and Diversions in Urban Japan, 1600-1868'' (þýð. G. Groemer) (University of Hawaii Press).
* Oishi, S. (1990). „The Bakuhan System“. Í C. N. a. S. Oishi (ritstj.), ''Tokugawa Japan'' (Tokyo, Japan: University of Tokyo Press).
* Sansom, G. (1961). ''A History of Japan'' (London: The Cresset Press).
* Totman, C. (ritstj.). (2000). ''A History of Japan'' (Blackwell Publishers).
* Totman, C. (1993). ''Early Modern Japan'' (Berkeley, Los Angeles, London: University of California Press).
* Yamamura, K. (ritstj.). (1990). ''The Cambridge history of Japan'' (3. bindi). (Cambridge. New York, Melbourne: Cambridge University Press).
* Varley, H. P. (1997). „Cultural Life of the Warrior Elite in the Fourteenth Century“. Í J. P. Mass (ritstj.), ''The Origins of Japan's Medieval World'' (Stanford, California: Stanford University Press): 192-208.
{{fde|1534|1582|Oda, Nobunaga}}
[[Flokkur:Japanskir herstjórar|Oda, Nobunaga]]
piy9l7olyw0qvt6b732ek5j2ar2uqzp
Gebhard Leberecht von Blücher
0
85830
1922694
1607495
2025-07-05T03:32:59Z
TKSnaevarr
53243
1922694
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Gebhard Leberecht von Blücher
| mynd = Blücher (nach Gebauer).jpg
| myndatexti = Málverk af Blücher eftir Ernst Gebauer.
| fæðingardagur = {{fæðingardagur|1742|12|16}}
| fæðingarstaður = [[Rostock]], [[Hertogadæmið Mecklenburg-Schwerin|Hertogadæminu Mecklenburg-Schwerin]], [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkinu]]
| dánardagur = {{Dánardagur og aldur|1819|9|12|1742|12|16}}
| dánarstaður = [[Krobielowice|Krobielowice]], [[Slésía|Slésíu]], [[Prússland]]i
| maki = {{gifting|Karoline Amalie von Mehling|1773|1791|orsök=dó}}<br>{{gifting|Katharine Amalie von Colomb|1795}}
| börn = 7
| undirskrift = Signatur Gebhard Leberecht von Blücher.PNG
}}
'''Gebhard Leberecht von Blücher''' ([[16. desember]] [[1742]] í [[Rostock]] – [[12. september]] [[1819]] í Krieblowitz í [[Pólland]]i) var eflaust mesti og færasti herforingi [[Prússland]]s. Hann barðist við [[Napoleon Bonaparte|Napoleon]] í nokkrum orrustum og náði loks að leggja hann að velli í [[Orrustan við Waterloo|stórorrustunni við Waterloo]] [[1815]], ásamt [[Arthur Wellesley, hertogi af Wellington|Wellington lávarði]].
== Æviágrip ==
=== Skæruliði og bóndi ===
Gebhard Leberecht von Blücher fæddist 1742 í þýsku borginni Rostock, sem þá tilheyrði Prússlandi. 24 ára gamall ákváðu Blücher og bróðir hans að ganga til liðs við [[Svíþjóð|Svía]], sem börðu á Prússum skömmu eftir [[7 ára stríðið]]. Fjórum árum síðar var hann tekinn til fanga af Prússum og sendur sem fangi til bæjarins Galenbeck. Þar heimsótti mágur hans hann og fékk hann lausan gegn því að Blücher undirritaði samning þar sem hann lofaði að berjast með Prússum. Blücher hækkaði brátt í tign og varð undirforingi í hernum. En í óróa i Póllandi [[1772]] lét hann taka prest af lífi, sem grunaður var um að æsa til mótmæla og uppreisnar. Þessi atburður varð til þess að Blücher missti tign sína og sagði hann sig úr hernum í kjölfarið. Hann settist þá að í Slésíu (Pólland í dag) og gerðist stórbóndi. Þar kvæntist hann og eignaðist sjö börn. Einnig gekk hann í [[Frímúrarareglan|frímúrararegluna]] í Pommern. Það var ekki fyrr en með andláti [[Friðrik Vilhjálmur II (Prússland)|Friðriks Vilhjálms II]] Prússakonungs að Blücher var aftur tekinn í herinn. Brátt hækkaði hann í tign og varð aftur að undirforingja.
=== Orrustan við Auerstedt ===
[[Mynd:Gebhard Leberecht von Blücher in Bautzen 1813.jpg|thumb|Blücher herforingi í borginni Bautzen]]
[[1806]] réðist Napoleon inn í Prússland. Það dró til orrustu við Auerstedt og síðan við [[Jena]], reyndar sama dag. Frakkar sigruðu Prússa við Auerstedt. Ástæðan fyrir því var óþolinmæði Blüchers. Hann var foringi riddaraliðsins. Í upphafi orrustunnar hleypti hann liði sínu beint í óþreytta og betur skipaða Frakka, sem höfðu lítið fyrir því að hrinda árásinni. Seinna sama dag var síðan barist við Jena. Enn var Blücher yfir riddaraliðinu og réði yfir 8.800 riddara. Frakkar höfðu aðeins um 1.300 riddara. Hins vegar voru Frakkar með 230 fallbyssur, gegn aðeins 44 hjá Prússum. Þessar staðreyndir voru herjunum hins vegar óljósar, enda fór orrustan við Jena fram í hálfgerðri þoku. Prússar gerðu ýmis mistök í orrustunni. [[Friðrik Vilhjálmur III (Prússland)|Friðrik Vilhjálmur III]] konungur Prússlands hikaði og sendi ekki úrvalsliðið nógu snemma á orrustuvöllinn. Þess fyrir utan særðist hertoginn af [[Brúnsvík]], aðalhershöfðingi Prússa, og var úr leik. Napoleon sá hik konungs og hleypti óþreyttu liði langt inn í óskipaðan prússneska herinn, sem við það byrjaði að flýja af hólmi. Napoleon stóð uppi sem sigurvegari. Prússar misstu 10 þús menn, Frakkar um 7.500. Þegar Prússar flýðu af hólmi var þoka enn yfir svæðinu. Blücher herforingi náði hins vegar að safna saman miklu liði og stöðva flóttann. Í skjóli þokunnar tókst honum að bjarga 34 fallbyssum og flýja til norðurs.
=== Orrustan um Lübeck ===
Blücher flúði til borgarinnar [[Lübeck]] með liði sínu og fallbyssunum. Lübeck var á þessum tíma hlutlaust fríríki og herlaust. Meðan Napoleon sjálfur hertók [[Berlín]], sendi hann marskálkana [[Karl 14. Jóhann|Bernadotte]] og [[Joachim Murat|Murat]] á eftir Blücher til Lübeck. Þeir komu þangað aðeins tveimur dögum eftir að Blücher sjálfur komst þangað. Eftir að hafa skannað borgina, ákváðu Frakkar að ráðast á borgina við borgarhliðið [[Burgtor]], sem var að þeirra mati veikasta hliðið í varnarvirkjum Lübeck. Prússar vörðust þar af miklu harðfylgi, en voru langtum færri en Frakkar. Blücher skipaði fyrir að hindra inngöngu Frakka með öllum ráðum. Það tókst þó ekki. Eftir fjögurra tíma bardaga við Burgtor kom skipun um að hörfa. Fyrstu Frakkarnir voru þá að komast inn fyrir og opnuðu hliðið fyrir samherja sína fyrir utan. Þá upphófust miklir götubardagar, en í þeim tókst Prússum að hrinda árás Frakka nokkrum sinnum. En að lokum höfðu Frakkar betur og fóru rænandi og ruplandi um borgina. Mörgum Prússum tókst að flýja með Blücher herforingja í gegnum hið vel varða [[Holstentor]], sem vissi til vesturs. Lübeck var á valdi Frakka. Blücher komst hins vegar ekki langt. [[Travemünde]] var skipalaust, þar sem Svíar höfðu notað öll skip á flótta sínum undan Frökkum. Hann lokaði sig með her sínum inni í smábænum Ratekau fyrir norðan Lübeck. Bernadotte umkringdi bæinn og bað Blücher að gefast upp. Blücher fékk að halda korða sínum, meðan almennir prússneskir hermenn lögðu niður vopn. Hann var settur í frjálslegt varðhald fyrir loforðið eitt að flýja ekki burt. Eftir að hafa bjargað fallbyssunum eftir orrustuna við Jena og staðið í hárinu á Frökkunum í Lübeck, varð Blücher á augabragði víðfrægur í [[Evrópa|Evrópu]].
=== Orrustan við Leipzig ===
[[Mynd:Napoleon i Poniatowski Lipsk.jpg|thumb|Napoleon í Leipzig]]
[[1807]] var Blücher látinn laus í skiptum fyrir franska hershöfðingjann Victor. Hann fór þá til Pommern og studdi þar Svía í viðleitni sinni að halda Frökkum í skefjum fyrir austan Berlín. Þegar Napoleon beið ósigur í [[Rússland]]i [[1812]]-[[1813|13]] tóku Prússar aftur upp baráttuna gegn Frökkum. Var Blücher þá kallaður til baka til að leiða prússneska herinn. Í [[október]] 1813 var stórorrustan við [[Leipzig]] háð. Orrusta þessi gekk einnig í söguna sem ''Þriggjakeisaraorrustan'', þar sem keisarar Frakklands, [[Austurríki]]s og Rússlands leiddu saman hesta sína, ásamt Prússum. Orrustan varaði í þrjá heila daga við gríðarlegt mannfall og hallaði frekar á Napoleon. Á fjórða degi urðu Frakkar að víkja inn í Leipzig, en sameinaðir herir bandamanna náðu að taka borgina. Napoleon flúði með 100 þús manna lið til Frakklands og átti hann ekki afturkvæmt á þýska grund. Blücher var í þessari orrustu yfirmaður riddaraliðsins og hafði á að skipa 20 þús menn.
=== Orrustur í Frakklandi ===
Blücher var einn þeirra herforingja sem eltu Napoleon til Frakklands, nær alla leið til [[París]]ar. Þar dró til tveggja orrusta. [[29. janúar]] [[1814]] sigraði Napoleon herlið Blüchers við Brienne, en það var aðeins varnarsigur. [[1. febrúar]] börðust þeir aftur í orrustunni við La Rothière. Að þessu sinni hafði Blücher betur og Frakkar hörfuðu. Í báðum þessum orrustum var Blücher aðalhershöfðingi bandamanna. Ekki var barist aftur fyrr en 9. og 10. [[mars]]. Þá var Blücher með lið sitt við borgina [[Laon]] í Frakklandi. Napoleon réðist þar á bandamenn, þrátt fyrir að vera talsvert fáliðaðri. Í tveimur atlögum á tveimur dögum voru Frakkar hraktir til baka. Fyrri daginn veiktist Blücher alvarlega og varð að draga sig til baka. Hann gerði Gneisenau herforingja að yfirmanni hersins og það var hann sem náði að hrekja Napoleon burt úr Laon. Leiðin til Parísar var greið. [[30. mars]] var árásin gerð á París. Blücher veiktist aftur einmitt þegar árásin hófst og kom því ekki við sögu. Napoleon gafst upp og var sendur í útlegð til eyjarinnar [[Elba|Elbu]]. Friðrik Vilhjálmur III, konungur Prússlands, var yfir sig hrifinn af þjónustu Blüchers, að hann gaf honum heilan bæ í Slésíu (Krieblowitz í Póllandi í dag).
=== Orrustan við Waterloo ===
[[Mynd:Braine-L'Alleud_-_Butte_du_Lion_dite_de_Waterloo.jpg|thumb|Minnisvarði um orrustuna frægu í bænum Waterloo í Belgíu]]
Aðeins ári síðar var Napoleon aftur kominn á kreik. Þá sendi Friðrik Vilhjálmur Blücher með 150 þús manna herlið vestur til að berjast við Frakka. Blücher hitti á Napoleon í Ligny (fyrir norðan [[Charleroi]]) í [[Belgía|Belgíu]] [[16. júní]] 1815. Aðstæðurnar voru erfiðar fyrir Blücher. Engir Rússar voru með í för, en fáliðaðar herdeildir frá Rínarsambandinu. [[England|Englendingar]] voru í grenndinni, en Napoleon náði að komast milli Englendinga og Prússa. Takmark hans var að sigra báða heri sitt í hvoru lagi. Hann setti Michel Ney hershöfðingja í að halda Englendingum í skefjum og réðist sjálfur á Blücher í Ligny. Í orrustunni höfðu aðilarnir til skiptis betur, en að lokum setti Napoleon gamla riddaraliðið á vettvang og fóru þá Prússar að hrökklast undan. Blücher tók sjálfur þátt í orrustunni. Mitt í orrahríðinni varð hestur hans fyrir skoti og drapst samstundis. Blücher varð hins vegar undir honum og gat ekki losað sig, enda orðin 72 ára gamall. Það var honum til happs að frönsku riddararnir sáu hann ekki undir hestinum þegar þeir geystust framhjá. Þannig slapp Blücher við handtöku eða dauða. Frakkar sigruðu í orrustunni fyrir rest, en aðeins tæknilega. Þeir náðu ekki að fella Prússa eða tvístra þeim, heldur aðeins að hrekja þá til baka. Napoleon hafði ekki tíma til að sinna Prússum frekar. Hann sneri sér að Englendingum og mætti þeim tveimur dögum seinna við bæinn [[Waterloo]], en sú orrusta varð ein frægasta orrusta sögunnar. Napoleon réðist með offorsi á Englendinga og bandamenn þeirra. Þeir voru hraktir til baka nokkrum sinnum, sökum þess hve vel Englendingar höfðu komið sér fyrir. En að lokum virtust Frakkar hafa betur. Aðalhershöfðingi Englendinga var Wellington lávarður (Arthur Wellesley). Þegar Englendingar voru við það að hörfa, átti Wellington að hafa sagt: „Ég vildi að nóttin væri komin eða að Blücher væri kominn.“ Og honum varð að ósk sinni. Blücher hafði safnað liði eftir orrustuna við Ligny og kom nú Englendingum til hjálpar. Þá var klukkan orðin 1 eftir hádegi. Hann réðist á austurvæng Frakka og kom Napoleon í opna skjöldu. Við þessar aðstæður kom ótti í liði Frakka. Í stað þess að hörfa gerðu Englendingar gagnárás og brátt kom flótti í lið Frakka. Kl. 9 að kvöldi náðu Blücher og Wellington saman með herjum sínum og voru þá búnir að sigra þær frönsku herdeildir sem urðu á milli þeirra. Þeir eftirlétu Gneisenau herforingja að elta Frakka og stóðu þær mannaveiðar alla nóttina. Helmingur alla franskra hermanna féllu. Sigur bandamanna var í höfn. Strax eftir sigurinn kom það í hlut Blüchers að þramma inn í Frakkland og hertaka París, þar sem Englendingar voru of þreyttir og sárir eftir bardagann.
=== Endalok og eftirmæli ===
Seinna sama ár var Blücher sæmdur [[Járnkrossinn|járnkrossinum]], æðsta heiðursmerki Prússlands. Blücher sjálfur dró sig í hlé í bæinn sinn Krieblowitz í Slésíu. Þar lést hann 1819, aðeins fjórum árum eftir orrustuna við Waterloo. Blücher var ákaflega vinsæll meðal hermanna sinna. Hann þótti mjög sanngjarn og aftók allar líkamlegar refsingar í hernum. Hann var dugmikill og hugrekkið hans var annálað. Samt sem áður þótti hann ekki sérlega kænn. Árangur hans á vígvellinum var dugnaði hans og atorku að þakka.
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál=de|titill=Gebhard Lieberecht von Blücher|mánuðurskoðað=mars|árskoðað=2010}}
{{commonscat|Gebhard Leberecht von Blücher}}
{{DEFAULTSORT:Blücher, Gebhard Leberecht von}}
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1742]]
[[Flokkur:Fólk dáið árið 1819]]
[[Flokkur:Þýskir herforingjar]]
[[Flokkur:Herforingjar í Napóleonsstyrjöldunum]]
[[Flokkur:Þýskir furstar]]
[[Flokkur:Þýskir greifar]]
snrrtd4ndyh9hol4ftwttjvaauql36l
1922695
1922694
2025-07-05T03:34:54Z
TKSnaevarr
53243
1922695
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Gebhard Leberecht von Blücher
| mynd = Blücher (nach Gebauer).jpg
| myndatexti = Málverk af Blücher eftir Ernst Gebauer.
| fæðingardagur = {{fæðingardagur|1742|12|16}}
| fæðingarstaður = [[Rostock]], [[Hertogadæmið Mecklenburg-Schwerin|Hertogadæminu Mecklenburg-Schwerin]], [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkinu]]
| dánardagur = {{Dánardagur og aldur|1819|9|12|1742|12|16}}
| dánarstaður = [[Krobielowice|Krobielowice]], [[Slésía|Slésíu]], [[Prússland]]i
| maki = {{gifting|Karoline Amalie von Mehling|1773|1791|orsök=dó}}<br>{{gifting|Katharine Amalie von Colomb|1795}}
| börn = 7
| undirskrift = Signatur Gebhard Leberecht von Blücher.PNG
}}
'''Gebhard Leberecht von Blücher''' ([[16. desember]] [[1742]] í [[Rostock]] – [[12. september]] [[1819]] í Krieblowitz í [[Pólland]]i) var eflaust mesti og færasti herforingi [[Prússland]]s. Hann barðist við [[Napoleon Bonaparte|Napoleon]] í nokkrum orrustum og náði loks að leggja hann að velli í [[Orrustan við Waterloo|stórorrustunni við Waterloo]] [[1815]], ásamt [[Arthur Wellesley, 1. hertoginn af Wellington|Wellington lávarði]].
== Æviágrip ==
=== Skæruliði og bóndi ===
Gebhard Leberecht von Blücher fæddist 1742 í þýsku borginni Rostock, sem þá tilheyrði Prússlandi. 24 ára gamall ákváðu Blücher og bróðir hans að ganga til liðs við [[Svíþjóð|Svía]], sem börðu á Prússum skömmu eftir [[7 ára stríðið]]. Fjórum árum síðar var hann tekinn til fanga af Prússum og sendur sem fangi til bæjarins Galenbeck. Þar heimsótti mágur hans hann og fékk hann lausan gegn því að Blücher undirritaði samning þar sem hann lofaði að berjast með Prússum. Blücher hækkaði brátt í tign og varð undirforingi í hernum. En í óróa i Póllandi [[1772]] lét hann taka prest af lífi, sem grunaður var um að æsa til mótmæla og uppreisnar. Þessi atburður varð til þess að Blücher missti tign sína og sagði hann sig úr hernum í kjölfarið. Hann settist þá að í Slésíu (Pólland í dag) og gerðist stórbóndi. Þar kvæntist hann og eignaðist sjö börn. Einnig gekk hann í [[Frímúrarareglan|frímúrararegluna]] í Pommern. Það var ekki fyrr en með andláti [[Friðrik Vilhjálmur II (Prússland)|Friðriks Vilhjálms II]] Prússakonungs að Blücher var aftur tekinn í herinn. Brátt hækkaði hann í tign og varð aftur að undirforingja.
=== Orrustan við Auerstedt ===
[[Mynd:Gebhard Leberecht von Blücher in Bautzen 1813.jpg|thumb|Blücher herforingi í borginni Bautzen]]
[[1806]] réðist Napoleon inn í Prússland. Það dró til orrustu við Auerstedt og síðan við [[Jena]], reyndar sama dag. Frakkar sigruðu Prússa við Auerstedt. Ástæðan fyrir því var óþolinmæði Blüchers. Hann var foringi riddaraliðsins. Í upphafi orrustunnar hleypti hann liði sínu beint í óþreytta og betur skipaða Frakka, sem höfðu lítið fyrir því að hrinda árásinni. Seinna sama dag var síðan barist við Jena. Enn var Blücher yfir riddaraliðinu og réði yfir 8.800 riddara. Frakkar höfðu aðeins um 1.300 riddara. Hins vegar voru Frakkar með 230 fallbyssur, gegn aðeins 44 hjá Prússum. Þessar staðreyndir voru herjunum hins vegar óljósar, enda fór orrustan við Jena fram í hálfgerðri þoku. Prússar gerðu ýmis mistök í orrustunni. [[Friðrik Vilhjálmur III (Prússland)|Friðrik Vilhjálmur III]] konungur Prússlands hikaði og sendi ekki úrvalsliðið nógu snemma á orrustuvöllinn. Þess fyrir utan særðist hertoginn af [[Brúnsvík]], aðalhershöfðingi Prússa, og var úr leik. Napoleon sá hik konungs og hleypti óþreyttu liði langt inn í óskipaðan prússneska herinn, sem við það byrjaði að flýja af hólmi. Napoleon stóð uppi sem sigurvegari. Prússar misstu 10 þús menn, Frakkar um 7.500. Þegar Prússar flýðu af hólmi var þoka enn yfir svæðinu. Blücher herforingi náði hins vegar að safna saman miklu liði og stöðva flóttann. Í skjóli þokunnar tókst honum að bjarga 34 fallbyssum og flýja til norðurs.
=== Orrustan um Lübeck ===
Blücher flúði til borgarinnar [[Lübeck]] með liði sínu og fallbyssunum. Lübeck var á þessum tíma hlutlaust fríríki og herlaust. Meðan Napoleon sjálfur hertók [[Berlín]], sendi hann marskálkana [[Karl 14. Jóhann|Bernadotte]] og [[Joachim Murat|Murat]] á eftir Blücher til Lübeck. Þeir komu þangað aðeins tveimur dögum eftir að Blücher sjálfur komst þangað. Eftir að hafa skannað borgina, ákváðu Frakkar að ráðast á borgina við borgarhliðið [[Burgtor]], sem var að þeirra mati veikasta hliðið í varnarvirkjum Lübeck. Prússar vörðust þar af miklu harðfylgi, en voru langtum færri en Frakkar. Blücher skipaði fyrir að hindra inngöngu Frakka með öllum ráðum. Það tókst þó ekki. Eftir fjögurra tíma bardaga við Burgtor kom skipun um að hörfa. Fyrstu Frakkarnir voru þá að komast inn fyrir og opnuðu hliðið fyrir samherja sína fyrir utan. Þá upphófust miklir götubardagar, en í þeim tókst Prússum að hrinda árás Frakka nokkrum sinnum. En að lokum höfðu Frakkar betur og fóru rænandi og ruplandi um borgina. Mörgum Prússum tókst að flýja með Blücher herforingja í gegnum hið vel varða [[Holstentor]], sem vissi til vesturs. Lübeck var á valdi Frakka. Blücher komst hins vegar ekki langt. [[Travemünde]] var skipalaust, þar sem Svíar höfðu notað öll skip á flótta sínum undan Frökkum. Hann lokaði sig með her sínum inni í smábænum Ratekau fyrir norðan Lübeck. Bernadotte umkringdi bæinn og bað Blücher að gefast upp. Blücher fékk að halda korða sínum, meðan almennir prússneskir hermenn lögðu niður vopn. Hann var settur í frjálslegt varðhald fyrir loforðið eitt að flýja ekki burt. Eftir að hafa bjargað fallbyssunum eftir orrustuna við Jena og staðið í hárinu á Frökkunum í Lübeck, varð Blücher á augabragði víðfrægur í [[Evrópa|Evrópu]].
=== Orrustan við Leipzig ===
[[Mynd:Napoleon i Poniatowski Lipsk.jpg|thumb|Napoleon í Leipzig]]
[[1807]] var Blücher látinn laus í skiptum fyrir franska hershöfðingjann Victor. Hann fór þá til Pommern og studdi þar Svía í viðleitni sinni að halda Frökkum í skefjum fyrir austan Berlín. Þegar Napoleon beið ósigur í [[Rússland]]i [[1812]]-[[1813|13]] tóku Prússar aftur upp baráttuna gegn Frökkum. Var Blücher þá kallaður til baka til að leiða prússneska herinn. Í [[október]] 1813 var stórorrustan við [[Leipzig]] háð. Orrusta þessi gekk einnig í söguna sem ''Þriggjakeisaraorrustan'', þar sem keisarar Frakklands, [[Austurríki]]s og Rússlands leiddu saman hesta sína, ásamt Prússum. Orrustan varaði í þrjá heila daga við gríðarlegt mannfall og hallaði frekar á Napoleon. Á fjórða degi urðu Frakkar að víkja inn í Leipzig, en sameinaðir herir bandamanna náðu að taka borgina. Napoleon flúði með 100 þús manna lið til Frakklands og átti hann ekki afturkvæmt á þýska grund. Blücher var í þessari orrustu yfirmaður riddaraliðsins og hafði á að skipa 20 þús menn.
=== Orrustur í Frakklandi ===
Blücher var einn þeirra herforingja sem eltu Napoleon til Frakklands, nær alla leið til [[París]]ar. Þar dró til tveggja orrusta. [[29. janúar]] [[1814]] sigraði Napoleon herlið Blüchers við Brienne, en það var aðeins varnarsigur. [[1. febrúar]] börðust þeir aftur í orrustunni við La Rothière. Að þessu sinni hafði Blücher betur og Frakkar hörfuðu. Í báðum þessum orrustum var Blücher aðalhershöfðingi bandamanna. Ekki var barist aftur fyrr en 9. og 10. [[mars]]. Þá var Blücher með lið sitt við borgina [[Laon]] í Frakklandi. Napoleon réðist þar á bandamenn, þrátt fyrir að vera talsvert fáliðaðri. Í tveimur atlögum á tveimur dögum voru Frakkar hraktir til baka. Fyrri daginn veiktist Blücher alvarlega og varð að draga sig til baka. Hann gerði Gneisenau herforingja að yfirmanni hersins og það var hann sem náði að hrekja Napoleon burt úr Laon. Leiðin til Parísar var greið. [[30. mars]] var árásin gerð á París. Blücher veiktist aftur einmitt þegar árásin hófst og kom því ekki við sögu. Napoleon gafst upp og var sendur í útlegð til eyjarinnar [[Elba|Elbu]]. Friðrik Vilhjálmur III, konungur Prússlands, var yfir sig hrifinn af þjónustu Blüchers, að hann gaf honum heilan bæ í Slésíu (Krieblowitz í Póllandi í dag).
=== Orrustan við Waterloo ===
[[Mynd:Braine-L'Alleud_-_Butte_du_Lion_dite_de_Waterloo.jpg|thumb|Minnisvarði um orrustuna frægu í bænum Waterloo í Belgíu]]
Aðeins ári síðar var Napoleon aftur kominn á kreik. Þá sendi Friðrik Vilhjálmur Blücher með 150 þús manna herlið vestur til að berjast við Frakka. Blücher hitti á Napoleon í Ligny (fyrir norðan [[Charleroi]]) í [[Belgía|Belgíu]] [[16. júní]] 1815. Aðstæðurnar voru erfiðar fyrir Blücher. Engir Rússar voru með í för, en fáliðaðar herdeildir frá Rínarsambandinu. [[England|Englendingar]] voru í grenndinni, en Napoleon náði að komast milli Englendinga og Prússa. Takmark hans var að sigra báða heri sitt í hvoru lagi. Hann setti [[Michel Ney]] hershöfðingja í að halda Englendingum í skefjum og réðist sjálfur á Blücher í Ligny. Í orrustunni höfðu aðilarnir til skiptis betur, en að lokum setti Napoleon gamla riddaraliðið á vettvang og fóru þá Prússar að hrökklast undan. Blücher tók sjálfur þátt í orrustunni. Mitt í orrahríðinni varð hestur hans fyrir skoti og drapst samstundis. Blücher varð hins vegar undir honum og gat ekki losað sig, enda orðin 72 ára gamall. Það var honum til happs að frönsku riddararnir sáu hann ekki undir hestinum þegar þeir geystust framhjá. Þannig slapp Blücher við handtöku eða dauða.
Frakkar sigruðu í orrustunni fyrir rest, en aðeins tæknilega. Þeir náðu ekki að fella Prússa eða tvístra þeim, heldur aðeins að hrekja þá til baka. Napoleon hafði ekki tíma til að sinna Prússum frekar. Hann sneri sér að Englendingum og mætti þeim tveimur dögum seinna við bæinn [[Waterloo]], en sú orrusta varð ein frægasta orrusta sögunnar. Napoleon réðist með offorsi á Englendinga og bandamenn þeirra. Þeir voru hraktir til baka nokkrum sinnum, sökum þess hve vel Englendingar höfðu komið sér fyrir. En að lokum virtust Frakkar hafa betur. Aðalhershöfðingi Englendinga var [[Arthur Wellesley, 1. hertoginn af Wellington|Wellington lávarður]] (Arthur Wellesley). Þegar Englendingar voru við það að hörfa, átti Wellington að hafa sagt: „Ég vildi að nóttin væri komin eða að Blücher væri kominn.“ Og honum varð að ósk sinni. Blücher hafði safnað liði eftir orrustuna við Ligny og kom nú Englendingum til hjálpar. Þá var klukkan orðin 1 eftir hádegi. Hann réðist á austurvæng Frakka og kom Napoleon í opna skjöldu. Við þessar aðstæður kom ótti í liði Frakka. Í stað þess að hörfa gerðu Englendingar gagnárás og brátt kom flótti í lið Frakka.
Kl. 9 að kvöldi náðu Blücher og Wellington saman með herjum sínum og voru þá búnir að sigra þær frönsku herdeildir sem urðu á milli þeirra. Þeir eftirlétu Gneisenau herforingja að elta Frakka og stóðu þær mannaveiðar alla nóttina. Helmingur alla franskra hermanna féllu. Sigur bandamanna var í höfn. Strax eftir sigurinn kom það í hlut Blüchers að þramma inn í Frakkland og hertaka París, þar sem Englendingar voru of þreyttir og sárir eftir bardagann.
=== Endalok og eftirmæli ===
Seinna sama ár var Blücher sæmdur [[Járnkrossinn|járnkrossinum]], æðsta heiðursmerki Prússlands. Blücher sjálfur dró sig í hlé í bæinn sinn Krieblowitz í Slésíu. Þar lést hann 1819, aðeins fjórum árum eftir orrustuna við Waterloo. Blücher var ákaflega vinsæll meðal hermanna sinna. Hann þótti mjög sanngjarn og aftók allar líkamlegar refsingar í hernum. Hann var dugmikill og hugrekkið hans var annálað. Samt sem áður þótti hann ekki sérlega kænn. Árangur hans á vígvellinum var dugnaði hans og atorku að þakka.
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál=de|titill=Gebhard Lieberecht von Blücher|mánuðurskoðað=mars|árskoðað=2010}}
{{commonscat|Gebhard Leberecht von Blücher}}
{{DEFAULTSORT:Blücher, Gebhard Leberecht von}}
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1742]]
[[Flokkur:Fólk dáið árið 1819]]
[[Flokkur:Þýskir herforingjar]]
[[Flokkur:Herforingjar í Napóleonsstyrjöldunum]]
[[Flokkur:Þýskir furstar]]
[[Flokkur:Þýskir greifar]]
shwfmf7iljwitkjcjugakav1hexi194
Númeraplata
0
104203
1922680
1888593
2025-07-04T23:38:38Z
89.160.239.181
1922680
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Standard_IS_plate.jpg|thumb|230px|Íslensk númeraplata]]
'''Númeraplata''' eða '''skráningarmerki''' er málmplata með runu bók- og tölustafa, s.k. ''bílnúmer'', sem fest er á [[Farartæki|ökutæki]] til að einkenna það.
== IUV25 ==
* [[Einkamerki]]
==Bílnúmer á Íslandi==
Fyrsti bíllinn var fluttur til [[Ísland|Íslands]] árið 1904 en það var ekki fyrr en 1914 sem sumir fóru að setja bílnúmer á bílana sína. Fyrstur til að gera þetta var [[Bifreiðafélag Reykjavíkur]] sem merkti bílana sína Br1, Br2 og svo framvegis. Seinna fara [[Sýslumenn á Íslandi|Sýslumenn]] að gefa út bílnúmer en þau númer byrjuðu öll með upphafsstöfum sýslunnar. Árið 1938 var ákveðið að hver sýsla fengi bara einn bóksstaf og þá voru gefin út svokölluð emeleruð númer.<ref name=":0">{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2021-03-08-ekki-leyfilegt-ad-keyra-um-med-saerandi-bilnumer|title=Ekki leyfilegt að keyra um með særandi bílnúmer - RÚV.is|date=2021-03-08|website=RÚV|access-date=2024-09-24}}</ref> Þau voru svört með hvítum tölum og bóksstöfum.<ref>{{Cite web|url=https://www.sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=1690819|title=Sarpur.is - Bílnúmeraplata|website=Sarpur.is|language=is|access-date=2024-09-24}}</ref> Það var svo árið 1950 sem steðjanúmer tóku við því emeleruðum númerin entust mjög illa. Steðjanúmerin voru líka svört með hvítum tölum og bókstöfum. Frá og með 1. janúar 1989 tók við nýtt útlit af númeraplötum sem voru hvít með bláum bókstöfum og er það útlit sem er notað í dag. Samhliða nýju útliti komu líka nýjar reglur um bílnúmer sem fól meðal annars í sér að bílnúmer voru föst við bílinn. Áður en núverandi skráningarmerki komu til sögunnar voru reglugerðir þannig að bílar skyldu merktir með bókstaf þess svæðis þar sem eigandi bílsins átti lögheimili. Sem þýddi að ef bíllinn var seldur milli landshluta þá fékk hann nýtt bílnúmer. Eins þá gat bílaeigandi haldið bílnúmerinu og sett á nýjan bíl.<ref name=":0" />
===Skráningarbókstafir bílnúmera á gömlum skráningarmerkjum===
A - Akureyrarkaupstaður og Eyjafjarðarsýsla<br />
B - Barðastrandasýsla<br />
D - Dalasýsla<br />
E - Akraneskaupstaður<br />
F - Siglufjarðarkaupstaður<br />
G - Hafnarfjarðarkaupstaður og Gullbringu- og Kjósarsýsla<br />
H - Húnavatnssýsla<br />
Í - Ísafjarðarkaupstaður og Ísafjarðarsýsla<br />
J - Íslenskir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli<br />
JO - Erlendir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli<br />
VL - Varnarliðið<br />
VLE - Ökutæki hermanna<br />
K - Sauðárkrókskaupstaður og Skagafjarðarsýsla<br />
L - Rangárvallasýsla<br />
M - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla<br />
N - Neskaupstaður<br />
Ó - Ólafsfjarðarkaupstaður<br />
P - Snæfells- og Hnappadalssýsla<br />
R - Reykjavík<br />
S - Seyðisfjarðarkaupstaður og Norður-Múlasýsla<br />
T - Strandasýsla<br />
U - Suður-Múlasýsla<br />
V - Vestmannaeyjakaupstaður<br />
X - Árnessýsla<br />
Y - Kópavogur<br />
Z - Austur og Vestur-Skaftafellssýsla<br />
Þ - Þingeyjarsýsla<br />
Ö - Keflavíkurkaupstaður<ref>https://www.fornbill.is/numerapontun/</ref><br />
== Heimildir ==
<references/>
{{stubbur}}
[[Flokkur:Farartæki]]
gz9q2zor1vqrwudm7m7vcts6g16bj04
Harold Wilson
0
120281
1922681
1917903
2025-07-05T00:32:16Z
TKSnaevarr
53243
1922681
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| forskeyti =
| nafn = Harold Wilson
| mynd = Harold Wilson 1 Allan Warren.jpg
| titill= [[Forsætisráðherra Bretlands]]
| stjórnartíð_start = [[16. október]] [[1964]]
| stjórnartíð_end = [[19. júní]] [[1970]]
| einvaldur = [[Elísabet 2. Bretadrottning|Elísabet 2.]]
| forveri = [[Alec Douglas-Home]]
| eftirmaður = [[Edward Heath]]
| stjórnartíð_start2 = [[4. mars]] [[1974]]
| stjórnartíð_end2 = [[5. apríl]] [[1976]]
| einvaldur2 = [[Elísabet 2. Bretadrottning|Elísabet 2.]]
| forveri2 = [[Edward Heath]]
| eftirmaður2 = [[James Callaghan]]
| fæddur = [[11. mars]] [[1916]]
| fæðingarstaður = [[Huddersfield]], [[Vestur-Yorkshire]]
| dánardagur = {{Dánardagur og aldur|1995|5|24|1916|3|11}}
| dánarstaður = [[London]], [[England]]i
| þjóderni = [[Bretland|Breti]]
| stjórnmálaflokkur = [[Verkamannaflokkurinn (Bretland)| Verkamannaflokkurinn]]
| maki = [[Mary Baldwin]]
| börn = [[Robin Wilson]]<br />Giles Wilson
| háskóli = [[Oxford háskóli]]
|undirskrift =
}}
'''James Harold Wilson, Wilson barón af Rievaulx''' ([[11. mars]] [[1916]] – [[24. maí]] [[1995]]) var [[Bretland|breskur]] [[stjórnmálamaður]], meðlimur [[Verkamannaflokkurinn (Bretland)|Verkamannaflokksins]] og [[forsætisráðherra Bretlands]] frá [[1964]] til [[1970]] og [[1974]] til [[1976]]. Hann sigraði í fjórum þingkosningum og er nýlegasti forsætisráðherra Bretlands sem hefur verið í embætti oftar en einu sinni.
Hann varð þingmaður í fyrsta skiptið árið [[1945]] og var skugga[[fjármálaráðherra]] frá [[1955]] til [[1961]]. Þá var hann skugga[[utanríkisráðherra]] frá [[1961]] til [[1963]] en eftir það var hann kosinn leiðtogi Verkmannaflokksins eftir að [[Hugh Gaitskell]] lést óvænt. Hann sigraði naumlega í kosningunum 1964 en vann með töluverðan meirihluta í kosningunum 1966.
Meðan á Wilson var í embætti í fyrsta sinn var lítið [[atvinnuleysi]] og tiltöluleg efnahagsleg hagsæld en Bretland var við erlendar skuldir að stríða. Árið [[1969]] sendi Wilson [[Breski herinn|breska herinn]] til [[Norður-Írland]]s. Eftir að hann tapaði í kosningum 1970 á móti [[Edward Heath]] var hann leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins í fjögur ár. Niðurstaða kosninganna 1974 var ekki afgerandi og Verkmannaflokkurinn fór í viðræður við [[Frjálslyndi flokkurinn (Bretland)|Frjálslynda flokkinn]]. Viðræðurnar voru slitnar eftir samkomulagi var ekki náð en Wilson varð leiðtogi minnihlutaríkisstjórnar þangað til kosið var aftur í haust. Í þessum kosningum vann Verkamannaflokkurinn nauman sigur. Á þessum tíma greip efnahagskreppa mörg evrópsk lönd en árið 1976 sagði Wilson af sér skyndilega.
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla|
titill=[[Forsætisráðherra Bretlands]] |
frá=[[16. október]] [[1964]]|
til=[[19. júní]] [[1970]]|
fyrir=[[Alec Douglas-Home]]|
eftir=[[Edward Heath]]|
}}
{{Erfðatafla|
titill=[[Forsætisráðherra Bretlands]] |
frá=[[4. mars]] [[1974]]|
til=[[5. apríl]] [[1976]]|
fyrir=[[Edward Heath]]|
eftir=[[James Callaghan]]|
}}
{{Töfluendir}}
{{Forsætisráðherrar Bretlands}}
{{stubbur|stjórnmál}}
{{DEFAULTSORT:Wilson, Harold}}
[[Flokkur:Breskir barónar]]
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Bretlands|Wilson, Harold]]
[[Flokkur:Leiðtogar breska Verkamannaflokksins]]
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
{{fde|1916|1995|Wilson, Harold}}
ria6amhtlqbhycv1z0kd7cs8x38ya3w
2025
0
131137
1922638
1922501
2025-07-04T12:45:57Z
149.126.87.185
1922638
wikitext
text/x-wiki
{{Ár nav}}
Árið '''2025''' ('''MMXXV''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) er í [[Gregoríanska tímatalið|gregoríanska tímatalinu]] [[almennt ár sem byrjar á miðvikudegi]]. 2025 er núverandi ár.
== Atburðir ==
===Janúar===
* [[1. janúar]] -
** [[Búlgaría]] og [[Rúmenía]] gengu í [[Schengen-samstarfið]].
** Úkraína hætti gasflutningum frá Rússlandi eftir að 5 ára samningur frá 2019 rann út.
** [[Hryðjuverk]]amaður ók bíll inn í mannfjölda í [[New Orleans]]. Fimmtán dóu og yfir þrjátíu manns særðust. Fáni [[Íslamska ríkið|Íslamska ríkisins]] fannst í bíl hans.
** Skotárás var gerð í [[Svartfjallaland]]i. Tólf voru drepin.
** [[Liechtenstein]] varð 37. ríkið til að lögleiða [[hjónabönd samkynhneigðra]].
* [[4. janúar]]:
** [[Karl Nehammer]], kanslari Austurríkis, sagði af sér vegna stjórnarkreppu.
** [[Glódís Perla Viggósdóttir]] var valin [[íþróttamaður ársins]].
* [[5. janúar]] - Úkraínuher hóf gagnárás í [[Kúrskfylki]] Rússlands.
* [[6. janúar]] - [[Justin Trudeau]], forsætisráðherra Kanada, sagði af sér sem formaður Frjálslynda flokksins og sem forsætisráðherra.
* [[7. janúar]]:
** Nálægt 130 létust í jarðskjálfta í [[Tíbet]].
** Skógareldar kviknuðu við [[Los Angeles]], þeir stærstu í sögunni : Yfir 200.000 flúðu heimili sín og yfir 18.000 eignir brunnu. 29 létust. Eldarnir loguðu út janúarmánuð
* [[9. janúar]]:
**[[Mette Frederiksen]] forsætisráðherra Danmerkur hélt fund með formönnum stjórnmálaflokkanna í danska þinginu vegna ummæla Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir stjórn [[Grænland]]s.
** [[Joseph Aoun]] var kosinn forseti [[Líbanon]]s af líbanska þinginu.
* [[12. janúar]] - [[Zoran Milanović]] var kosinn forseti Króatíu á ný og hóf sitt annað kjörtímabil.
*[[ 14. janúar]] - [[2. febrúar]]: Heimsmeistaramót karla í [[handbolti|handbolta]] verður haldið í Króatíu, Danmörku og Noregi.
* [[15. janúar]]:
** [[Ísrael]] og [[Hamas]] sömdu um vopnahlé.
** Forseti Suður-Kóreu, [[Yoon Suk Yeol]] var handtekinn en hann lýsti yfir herlögum í landinu í desember.
* [[17. janúar]] - Framkvæmdir hófust við [[Fossvogsbrú]].
* [[19. janúar]] - Bandaríkin bönnuðu kínverska samfélagsmiðilinn [[TikTok]].
* [[20. janúar]] - [[Donald Trump]] tók við sem [[forseti Bandaríkjanna]].
* [[22. janúar]] - [[Hjónaband samkynhneigðra]] var leyft í [[Taíland]]i.
* [[23. janúar]] - [[Micheál Martin]] var kosinn forsætisráðherra lýðveldisins Írlands.
* [[26. janúar]] - [[Alexander Lúkasjenkó]] var endurkjörinn forseti [[Belarús]].
* [[28. janúar]] - [[Miloš Vučević]], forsætisráðherra Serbíu, sagði af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda.
* [[29. janúar]]:
** 67 létust í [[Washington D.C.]] þegar farþegaflugvél og herþyrla rákust saman í lofti.
** [[Ahmed al-Sharaa]] var skipaður 20. forseti [[Sýrland]]s.
* [[30. janúar]] - Norska ríkisstjórnin sprakk þegar Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn slitu samstarfi vegna ágreinings um innleiðingu 4. orkupakka [[ESB]].
===Febrúar===
* [[1. febrúar]] - [[Hamas]] lét af hendi 3 ísraelska gísla og [[Ísrael]] frelsaði hátt í 200 palestínska fanga. Landamærin við Rafah á Gasa opnuðu í fyrsta skipti í 8 mánuði.
* [[2. febrúar]] - [[Danska karlalandsliðið í handknattleik]] vann 4. heimsmeistaramótið í röð.
* [[4. febrúar]] - Tíu voru skotnir til bana í skotárás á skóla í [[Örebro]], Svíþjóð.
*[[7. febrúar]] - [[Einar Þorsteinsson (f. 1978)|Einar Þorsteinsson]], borgarstjóri, sleit samstarfi við Samfylkinginuna, Pírata og Viðreisn og meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur féll.
* [[11. febrúar]] - Trjáfellingar hófust í [[Öskjuhlíð]] tengd öryggi austur-vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Trén voru talin ógna flugöryggi en brautinni var lokað vegna þess.
* [[12. febrúar]] :
** [[Konstantinos Tasoulas]] var kosinn forseti [[Grikkland]]s.
** [[Klaus Iohannis]] sagði af sér sem forseti [[Rúmenía|Rúmeníu]].
* [[13. febrúar]] - Afganskur hælisleitandi keyrði inn í hóp fólks í kröfugöngu í [[München]] í Þýskalandi. Tveir létust og hátt í 40 slösuðust.
* [[18. febrúar]] - [[Rússland]] og [[Bandaríkin]] mynduðu diplómatísk tengsl að nýju og funduðu í Sádi-Arabíu um Úkraínustríðið.
* [[21. febrúar]] - [[Heiða Björg Hilmisdóttir]] var skipuð borgarstjóri Reykjavíkur í nýjum meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri Grænna og Flokks Fólksins.
* [[23. febrúar]] - Þingkosningar voru haldnar í [[Þýskaland]]i. Kristilegir demókratar og Valkostur fyrir Þýskalands urðu hlutskarpastir flokka.
* [[25. febrúar]] - Kennaraverkfalli var afstýrt á Íslandi þegar málsaðilar samþykktu tillögu [[Ástráður Haraldsson|Ástráðs Haraldssonar]], ríkissáttasemjara.
* [[28. febrúar]] - [[Volodymyr Zelenskyj]], forseti Úkraínu og [[Donald Trump]], forseti Bandaríkjanna, funduðu í Hvíta húsinu. Trump og [[JD Vance]], varaforseti, þjörmuðu að Zelenskyj og sögðu hann ekki gera nóg til að stöðva stríðið við Rússland. Nokkru síðar stöðvuðu Bandaríkin vopnasendingar til Úkraínu.
===Mars===
* [[2. mars]] - [[Guðrún Hafsteinsdóttir]] var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi.
* [[4. mars]] - Bandaríkin settu 25% [[tollur|tolla]] á vörur frá Kína, Kanada og Mexíkó.
* [[6. mars]] - [[9. mars]] - Yfir 1.000 létust í Latakía- og Tartus-héruðum í [[Sýrland]]i þegar liðsmenn hliðhollir [[Bashar al-Assad]] gerðu árásir á hermenn nýju stjórnarinnar. Stjórnarhermenn tóku fólk af lífi.
* [[9. mars]] - [[Frjálslyndi flokkurinn (Kanada)|Frjálslyndi flokkurinn]] í Kanada valdi sér nýjan leiðtoga, [[Mark Carney]], sem varð jafnframt nýr forsætisráðherra landsins fimm dögum síðar.
* [[11. mars]]:
** Þingkosningar voru haldnar á [[Grænland]]i. [[Demokraatit]] hlaut flest sæti og bar sigurorð á stjórnarflokknum [[Inuit Ataqatigiit]] sem tapaði sætum.
** [[Rodrigo Duterte]], fyrrum forseti Filippseyja, var handtekinn í Manila vegna handtökuskipunar Alþjóðlega sakamáladómstólsins.
* [[13. mars]] - [[Konstantinos Tasoulas]] varð forseti [[Grikkland]]s.
* [[18. mars]] - [[Ísrael]] drap yfir 400 manns á [[Gasa]] eftir að það sakaði [[Hamas]] um að efna ekki loforð um frelsun gísla.
* [[19. mars]] - [[Ekrem İmamoğlu]], borgarstjóri [[Istanbúl]] og tilvonandi frambjóðandi í tyrknesku forsetakosningunum var handtekinn fyrir spillingarsakir. Hundruð þúsunda mótmæltu í stærstu borgum Tyrklands.
* [[20. mars]] - [[Ásthildur Lóa Þórsdóttir]] sagði af sér sem [[mennta- og barnamálaráðherra Íslands|mennta- og barnamálaráðherra]] þegar upp komst um gamalt mál hennar hvað varðaði samband við 15 ára dreng þegar hún var 22 ára.
* [[21. mars]] - [[Netumbo Nandi-Ndaitwah]] varð forseti [[Namibía|Namibíu]].
* [[28. mars]] - [[Jarðskjálftinn í Mjanmar 2025|Jarðskjálfti af stærð 7,7]] með upptök nálægt borginni [[Mandalay]] í [[Mjanmar]] skók landið og nærliggjandi lönd. Yfir 5.400 létust.
* [[Kvikmyndaskóli Íslands]] fór í gjaldþrotameðferð.
===Apríl===
* [[1. apríl]] - [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–|Eldgosin við Sundhnúksgíga]]: Lítið [[Eldgos]] hófst suðaustan við fjallið [[Þorbjörn (fjall)|Þorbjörn]] norðan [[Grindavík]]ur. Það hófst um morguninn en var lokið um kvöldið.
* [[2. apríl]] - Bandaríkin settu tolla að lágmarki 10% á önnur ríki en t.d. 20% á ríki [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]], 34% á Kína. Ísland hlaut 10% toll á vörur.
*[[ 4. apríl]] - [[Yoon Suk-yeol]] var endanlega sviptur embætti sem forseti Suður-Kóreu af stjórnlagadómstól landsins.
* [[8. apríl]] - Yfir 220 létust þegar þak næturklúbbs hrundi í [[Dóminíska lýðveldið|Dóminíska lýðveldinu]].
* [[11. apríl]] - [[Kína]] setti 125% tolla á bandarískar vörur en Bandaríkin höfðu skömmu áður sett 145% toll á sumar kínverskar vörur.
* [[13. apríl]]:
** Ísrael gerði loftárás á síðasta starfandi sjúkrahúsið á [[Gasa]].
** Rússland gerði árás á miðbæ úkraínsku borgarinnar [[Súmy]] þar sem tugir óbreyttra borgara fórust.
** Heimssýningin [[Expo]] hófst í [[Osaka]], Japan.
** [[Daniel Noboa]] var endurkjörinn forseti [[Ekvador]].
* [[18. apríl]] - Bandaríkin gerðu árásir á [[Hútar|Húta]] í [[Jemen]]. Yfir 70 létust.
* [[22. apríl]] - Íslamskir vígamenn í drápu 26 ferðamenn í indverska [[Jammú og Kasmír]]. Indland tengdi árásirnar við pakistönsku hryðjuverkasamtökin Lashkar-e-Taiba.
* [[24. apríl]] - [[Stríð Rússlands og Úkraínu]]: Rússland gerðu eldflaugaárás á fjölbýlishús í [[Kyjiv]] þar sem 12 létust. Degi síðar var rússneski hershöfðinginn Jaroslav Moskalík drepinn með bílsprengju í Moskvu.
* [[28. apríl]] - Þingkosningar voru haldnar í [[Kanada]]. [[Frjálslyndi flokkurinn (Kanada)|Frjálslyndi flokkurinn]] vann sigur og [[Mark Carney]] varð áframhaldandi forsætisráðherra landsins.
* [[30. apríl]] - Bandaríkin og Úkraína gerðu auðlindasamning. Í skiptum fyrir aðgang að úkraínskum orku- og málmauðlindum, skuldbundu Bandaríkin sig að styrkja varnir og uppbyggingu Úkraínu.
===Maí===
* [[1. maí]] - [[Mannréttindastofnun Íslands]] tók til starfa.
* [[3. maí]] - Þingkosningar voru haldnar í [[Ástralía|Ástralíu]]. [[Verkamannaflokkurinn (Ástralía)|Verkamannaflokkurinn]] vann sigur.
* [[5. maí]] -
**[[Ísrael]] lýsti yfir áætlun um yfirtöku á [[Gasa]].
** [[Indland]] gerði loftárásir á [[Pakistan]] eftir skærur í [[Kasmír]].
* [[6. maí]]: [[Friedrich Merz]] tók við embætti [[kanslari Þýskalands|kanslara Þýskalands]].
* [[8. maí]]: [[Robert Francis Prevost]] kardínáli, var kjörinn páfi undir nafninu ''Leó 14.''.
* [[10. maí]] - [[Indland]] og [[ Pakistan]] sömdu um vopnahlé en ríkin höfðu skipst á loftárásum dögunum áður.
* [[12. maí]] - [[Verkalýðsflokkur Kúrda]] var lagður niður.
* [[13. maí]] - [[17. maí]]: [[Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva 2025|Eurovision var haldið]] í [[Basel]], Sviss. Austurríki bar sigur úr býtum.
* [[17. maí]] - Hitamet var slegið í maí fyrir Ísland þegar 26,4 gráður mældust á [[Egilsstaðir|Egilsstöðum]].
* [[18. maí]] -
** Kosningar til portúgalska þingsins. Sósíaldemókratar undir [[Luís Montenegro]] urðu hlutskarpastir.
** Forsetakosningar í Rúmeníu: [[Nicușor Dan]] sigraði mótherja sinn [[George Simion]] í annarri umferð.
* [[22. maí]] - Bandaríkjastjórn ákvað að banna [[Harvard-háskóli|Harvard-háskólanum]] að taka við erlendum nemendum. Dómari setti bráðabirgðalögbann á ákvörðunina.
* [[25. maí]] - Rússland gerði loftárásir á þrjátíu borgir í Úkraínu.
* [[31. maí]] - Úkraína sendi yfir 100 árásardróna á herflugvelli í 5 fylkjum Rússlands m.a. í [[Írkútskfylki]] og [[Múrmanskfylki]]. Einnig voru tvær brýr sprengdar nálægt landamærum Úkraínu.
===Júní===
* [[1. júní]] - Önnur umferð forsetakosninga í [[Pólland]]i fór fram. Hægri maðurinn, [[Karol Nawrocki]], vann nauman sigur á [[Rafał Trzaskowski]], borgarstjóra Varsjár og Evrópusinna.
* [[3. júní]]:
** Forsetakosningar voru haldnar í [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]]. Frjálslyndi frambjóðandinn, [[Lee Jae-myung]], bar sigur af hólmi.
** Endurbættur [[Laugardalsvöllur]] opnaði þegar kvennalið Íslands mætti Frakklandi.
** Hollenska ríkisstjórnin féll þegar [[Geert Wilders]] formaður Frelsisflokksins sagði sig úr henni.
* [[4. júní]] - [[Donald Trump]] bannaði ferðalög frá 12 löndum til Bandaríkjanna: 7 í Afríku, 4 í Asíu og eitt í N-Ameríku. (Afghanistan, Mjanmar, Tjad, Lýðveldið Kongó, Miðbaugs-Gínea, Eritrea, Haítí, Íran, Líbía, Sómalía, Súdan og Jemen)
* [[6. júní]] - Mótmæli brutust út í [[Los Angeles]] gegn aðgerðum ICE, stofnunar sem handtekur ólöglega innflytjendur. [[Donald Trump]] forseti Bandaríkjanna ákvað að senda þjóðvarðliða til að skerast í leikinn. [[Gavin Newsom]], ríkisstjóri Kaliforníu, fordæmdi ákvörðun Trumps.
* [[9. júní]] - [[Ísrael]] stöðvaði för skipsins Madleen sem var á leið til Gaza með hjálpargögn. Aðgerðasinninn [[Greta Thunberg]] var meðal farþega.
* [[12. júní]] - Farþegaþota með 242 manns hrapaði skömmu eftir flugtak í indversku borginni [[Ahmedabad]]. Þotan lenti á húsum þar sem tugir létust einnig. Einn komst lífs af úr flugvélinni. Alls létust nær 280 manns.
* [[13. júní]] - [[Stríð Ísraels og Írans]]: [[Ísrael]] gerði víðtækar loftárásir á [[Íran]]. Hossein Salami, leiðtogi [[Íranski byltingarvörðurinn|Íranska byltingarvarðarins]] var meðal þeirra sem fórust í árásunum og tveir háttsettir menn í íranska hernum. Íran svaraði með eldflauga og drónaárásum á Ísrael.
* [[16. júní]] - [[17. júní]]: [[Sjö helstu iðnríki heims]] funduðu í Kananaskis, [[Alberta (fylki)|Alberta]] í [[Kanada]].
* [[21. júní]] - Bandaríkin gerðu árásir á þrjá kjarnorkumiðstöðvar í [[Íran]] með [[Northrop B-2 Spirit|B-2 sprengjuflugvélum]].
* [[23. júní]] - [[Íran]] gerði loftárásir á bandarískar herstöðvar í [[Katar]].
* [[27. júní]] - [[Lýðstjórnarlýðveldið Kongó]] og [[Úganda]] gerðu friðarsamning í Bandaríkjunum til að enda átök sem byrjuðu árið [[2022]].
* [[28. júní]] - [[Gleðiganga]] var haldin í [[Búdapest]] þar sem allt að 200.000 tóku þátt. Borgastjóri borgarinnar studdi gönguna meðan [[Viktor Orbán]], forsætisráðherra landsins, sagði hana hafa verið til skammar.
===Júlí===
* [[1. júlí]]:
** [[Paetongtarn Shinawatra]], forsætisráðherra [[Taíland]] var vikið úr embætti vegna spillingarmáls.
** [[Búlgaría]] tók upp [[evra|evru]].
* [[2. júlí]] - [[27. júlí]]: Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu kvenna verður haldin í [[Sviss]].
* [[5. júlí]] - Þungarokksveitin [[Black Sabbath]] spilar sína síðustu tónleika með upphaflegu meðlimunum í heimaborg sinni [[Birmingham]].
===Ágúst===
* [[27. ágúst]] - Evrópumótið í körfubolta hefst. Íslenska landsliðið tekur þátt.
===September===
* [[8. september]] - Þingkosningar verða haldnar í Noregi.
===Október===
===Nóvember===
* [[27. nóvember]] - Heimsmeistaramót kvenna í [[handbolti|handknattleik]] hefst í Þýskalandi og Hollandi.
===Desember===
===Ódagsett===
* Noregur mun banna sölu á [[bensín]] og [[dísel]] bílum.
==Dáin==
* [[1. janúar]] - [[David Lodge]], enskur rithöfundur. (f. [[1935]])
* [[4. janúar]] - [[Árni Grétar Jóhannesson]], íslenskur tónlistarmaður, Futuregrapher (f. [[1983]])
* [[7. janúar]] - [[Jean-Marie Le Pen]], franskur stjórnmálaleiðtogi (f. [[1928]]).
* [[12. janúar]] - [[Ragnheiður Torfadóttir]], fyrsti kvenrektor Menntaskólans í Reykjavík (f. [[1937]])
* [[15. janúar]] - [[David Lynch]], bandarískur kvikmyndaleikstjóri. (f. [[1946]])
* [[24. janúar]] - [[Ellert B. Schram]], alþingis- og knattspyrnumaður. (f. [[1939]])
* [[30. janúar]] - [[Marianne Faithful]], ensk tónlistarkona (f. [[1946]])
* [[30. janúar]] - [[Ólöf Tara Harðardóttir]], íslensk baráttukona (f. [[1990]])
* [[1. febrúar]] - [[Horst Köhler]], forseti Þýskalands (f. [[1943]]).
* [[2. febrúar]] - [[Björgólfur Guðmundsson]]. íslenskur viðskiptamaður (f. [[1941]])
* [[8. febrúar]] - [[Sam Nujoma]], fyrsti forseti [[Namibía|Namibíu]] (f. [[1929]]).
* [[11. febrúar]] - [[Gísli Þór Ólafsson]], tónlistarmaður og skáld (f. [[1979]])
* [[17. febrúar]] - [[Gene Hackman]], bandarískur leikari (f. [[1930]])
* [[27. febrúar]] - [[Borís Spasskíj]], sovésk-franskur skákmeistari. (f. [[1937]])
* [[28. febrúar]] - [[Margrét Sigfúsdóttir]], hússtjórnarkennari (f. [[1947]])
* [[21. mars]] - [[George Foreman]], bandarískur hnefaleikamaður (f. [[1949]])
* [[1. apríl]] - [[Val Kilmer]], bandarískur leikari (f. [[1959]])
* [[4. apríl]] - [[Friðrik Ólafsson]], íslenskur skákmeistari (f. [[1935]])
* [[12. apríl]] - [[Steindór Andersen]], Íslenskur kvæðamaður. (f. [[1954]])
* [[13. apríl]] - [[Mario Vargas Llosa]], perúskur rithöfundur og stjórnmálamaður (f. [[1936]])
* [[14. apríl]] - [[Jónas Ingimundarson]], íslenskur píanóleikari (f. [[1944]])
* [[21. apríl]] - [[Frans páfi]] (f. [[1936]])
* [[1. maí]] -
**[[Ruth Buzzi]], bandarísk leikkona (f. [[1936]])
** [[Gunnlaugur Claessen]], hæstaréttardómari (f. [[1946]]).
* [[10. maí]] - [[Þorsteinn Vilhjálmsson]], prófessor í eðlisfræði (f. [[1940]])
* [[11. maí]] - [[Lalli Johns]], íslenskur smáglæpamaður (f. [[1951]])
* [[12. maí]] - [[Hjörtur Torfason]], hæstaréttardómari (f. [[1935]])
* [[13. maí]] - [[José Mujica]], forseti Úrúgvæ (f. [[1935]])
* [[21. maí]] - [[Alasdair MacIntyre]], skoskur heimspekingur (f. [[1929]])
* [[7. júní]] - [[Orri Harðarson]], tónlistarmaður og rithöfundur (f. [[1972]])
* [[11. júní]] - [[Brian Wilson]], bandarískur tónlistarmaður (f. [[1942]])
* [[14. júní]] - [[Violeta Chamorro]], níkarögsk stjórnmálakona (f. [[1929]])
* [[24. júní]] - [[Clark Olofsson]], sænskur glæpamaður. (f. [[1947]])
* [[30. júní]] - [[Magnús Þór Hafsteinsson]], búfræðingur og þingmaður. (f. [[1964]])
* [[3. júlí]] -
** [[Diogo Jota]], portúgalskur knattspyrnumaður (f. [[1996]])
** [[Michael Madsen]], bandarískur leikari (f. [[1957]])
[[Flokkur:2025]]
[[Flokkur:2021-2030]]
i53cn5kmnbz74ws3kocqky2allw31ei
1922641
1922638
2025-07-04T13:29:28Z
Akigka
183
Tók aftur breytingu frá [[Special:Contributions/149.126.87.185|149.126.87.185]] ([[User talk:149.126.87.185|spjall]]), til baka í síðustu útgáfu frá [[User:Berserkur|Berserkur]]
1922501
wikitext
text/x-wiki
{{Ár nav}}
Árið '''2025''' ('''MMXXV''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) er í [[Gregoríanska tímatalið|gregoríanska tímatalinu]] [[almennt ár sem byrjar á miðvikudegi]].
== Atburðir ==
===Janúar===
* [[1. janúar]] -
** [[Búlgaría]] og [[Rúmenía]] gengu í [[Schengen-samstarfið]].
** Úkraína hætti gasflutningum frá Rússlandi eftir að 5 ára samningur frá 2019 rann út.
** [[Hryðjuverk]]amaður ók bíll inn í mannfjölda í [[New Orleans]]. Fimmtán dóu og yfir þrjátíu manns særðust. Fáni [[Íslamska ríkið|Íslamska ríkisins]] fannst í bíl hans.
** Skotárás var gerð í [[Svartfjallaland]]i. Tólf voru drepin.
** [[Liechtenstein]] varð 37. ríkið til að lögleiða [[hjónabönd samkynhneigðra]].
* [[4. janúar]]:
** [[Karl Nehammer]], kanslari Austurríkis, sagði af sér vegna stjórnarkreppu.
** [[Glódís Perla Viggósdóttir]] var valin [[íþróttamaður ársins]].
* [[5. janúar]] - Úkraínuher hóf gagnárás í [[Kúrskfylki]] Rússlands.
* [[6. janúar]] - [[Justin Trudeau]], forsætisráðherra Kanada, sagði af sér sem formaður Frjálslynda flokksins og sem forsætisráðherra.
* [[7. janúar]]:
** Nálægt 130 létust í jarðskjálfta í [[Tíbet]].
** Skógareldar kviknuðu við [[Los Angeles]], þeir stærstu í sögunni : Yfir 200.000 flúðu heimili sín og yfir 18.000 eignir brunnu. 29 létust. Eldarnir loguðu út janúarmánuð
* [[9. janúar]]:
**[[Mette Frederiksen]] forsætisráðherra Danmerkur hélt fund með formönnum stjórnmálaflokkanna í danska þinginu vegna ummæla Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir stjórn [[Grænland]]s.
** [[Joseph Aoun]] var kosinn forseti [[Líbanon]]s af líbanska þinginu.
* [[12. janúar]] - [[Zoran Milanović]] var kosinn forseti Króatíu á ný og hóf sitt annað kjörtímabil.
*[[ 14. janúar]] - [[2. febrúar]]: Heimsmeistaramót karla í [[handbolti|handbolta]] verður haldið í Króatíu, Danmörku og Noregi.
* [[15. janúar]]:
** [[Ísrael]] og [[Hamas]] sömdu um vopnahlé.
** Forseti Suður-Kóreu, [[Yoon Suk Yeol]] var handtekinn en hann lýsti yfir herlögum í landinu í desember.
* [[17. janúar]] - Framkvæmdir hófust við [[Fossvogsbrú]].
* [[19. janúar]] - Bandaríkin bönnuðu kínverska samfélagsmiðilinn [[TikTok]].
* [[20. janúar]] - [[Donald Trump]] tók við sem [[forseti Bandaríkjanna]].
* [[22. janúar]] - [[Hjónaband samkynhneigðra]] var leyft í [[Taíland]]i.
* [[23. janúar]] - [[Micheál Martin]] var kosinn forsætisráðherra lýðveldisins Írlands.
* [[26. janúar]] - [[Alexander Lúkasjenkó]] var endurkjörinn forseti [[Belarús]].
* [[28. janúar]] - [[Miloš Vučević]], forsætisráðherra Serbíu, sagði af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda.
* [[29. janúar]]:
** 67 létust í [[Washington D.C.]] þegar farþegaflugvél og herþyrla rákust saman í lofti.
** [[Ahmed al-Sharaa]] var skipaður 20. forseti [[Sýrland]]s.
* [[30. janúar]] - Norska ríkisstjórnin sprakk þegar Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn slitu samstarfi vegna ágreinings um innleiðingu 4. orkupakka [[ESB]].
===Febrúar===
* [[1. febrúar]] - [[Hamas]] lét af hendi 3 ísraelska gísla og [[Ísrael]] frelsaði hátt í 200 palestínska fanga. Landamærin við Rafah á Gasa opnuðu í fyrsta skipti í 8 mánuði.
* [[2. febrúar]] - [[Danska karlalandsliðið í handknattleik]] vann 4. heimsmeistaramótið í röð.
* [[4. febrúar]] - Tíu voru skotnir til bana í skotárás á skóla í [[Örebro]], Svíþjóð.
*[[7. febrúar]] - [[Einar Þorsteinsson (f. 1978)|Einar Þorsteinsson]], borgarstjóri, sleit samstarfi við Samfylkinginuna, Pírata og Viðreisn og meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur féll.
* [[11. febrúar]] - Trjáfellingar hófust í [[Öskjuhlíð]] tengd öryggi austur-vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Trén voru talin ógna flugöryggi en brautinni var lokað vegna þess.
* [[12. febrúar]] :
** [[Konstantinos Tasoulas]] var kosinn forseti [[Grikkland]]s.
** [[Klaus Iohannis]] sagði af sér sem forseti [[Rúmenía|Rúmeníu]].
* [[13. febrúar]] - Afganskur hælisleitandi keyrði inn í hóp fólks í kröfugöngu í [[München]] í Þýskalandi. Tveir létust og hátt í 40 slösuðust.
* [[18. febrúar]] - [[Rússland]] og [[Bandaríkin]] mynduðu diplómatísk tengsl að nýju og funduðu í Sádi-Arabíu um Úkraínustríðið.
* [[21. febrúar]] - [[Heiða Björg Hilmisdóttir]] var skipuð borgarstjóri Reykjavíkur í nýjum meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri Grænna og Flokks Fólksins.
* [[23. febrúar]] - Þingkosningar voru haldnar í [[Þýskaland]]i. Kristilegir demókratar og Valkostur fyrir Þýskalands urðu hlutskarpastir flokka.
* [[25. febrúar]] - Kennaraverkfalli var afstýrt á Íslandi þegar málsaðilar samþykktu tillögu [[Ástráður Haraldsson|Ástráðs Haraldssonar]], ríkissáttasemjara.
* [[28. febrúar]] - [[Volodymyr Zelenskyj]], forseti Úkraínu og [[Donald Trump]], forseti Bandaríkjanna, funduðu í Hvíta húsinu. Trump og [[JD Vance]], varaforseti, þjörmuðu að Zelenskyj og sögðu hann ekki gera nóg til að stöðva stríðið við Rússland. Nokkru síðar stöðvuðu Bandaríkin vopnasendingar til Úkraínu.
===Mars===
* [[2. mars]] - [[Guðrún Hafsteinsdóttir]] var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi.
* [[4. mars]] - Bandaríkin settu 25% [[tollur|tolla]] á vörur frá Kína, Kanada og Mexíkó.
* [[6. mars]] - [[9. mars]] - Yfir 1.000 létust í Latakía- og Tartus-héruðum í [[Sýrland]]i þegar liðsmenn hliðhollir [[Bashar al-Assad]] gerðu árásir á hermenn nýju stjórnarinnar. Stjórnarhermenn tóku fólk af lífi.
* [[9. mars]] - [[Frjálslyndi flokkurinn (Kanada)|Frjálslyndi flokkurinn]] í Kanada valdi sér nýjan leiðtoga, [[Mark Carney]], sem varð jafnframt nýr forsætisráðherra landsins fimm dögum síðar.
* [[11. mars]]:
** Þingkosningar voru haldnar á [[Grænland]]i. [[Demokraatit]] hlaut flest sæti og bar sigurorð á stjórnarflokknum [[Inuit Ataqatigiit]] sem tapaði sætum.
** [[Rodrigo Duterte]], fyrrum forseti Filippseyja, var handtekinn í Manila vegna handtökuskipunar Alþjóðlega sakamáladómstólsins.
* [[13. mars]] - [[Konstantinos Tasoulas]] varð forseti [[Grikkland]]s.
* [[18. mars]] - [[Ísrael]] drap yfir 400 manns á [[Gasa]] eftir að það sakaði [[Hamas]] um að efna ekki loforð um frelsun gísla.
* [[19. mars]] - [[Ekrem İmamoğlu]], borgarstjóri [[Istanbúl]] og tilvonandi frambjóðandi í tyrknesku forsetakosningunum var handtekinn fyrir spillingarsakir. Hundruð þúsunda mótmæltu í stærstu borgum Tyrklands.
* [[20. mars]] - [[Ásthildur Lóa Þórsdóttir]] sagði af sér sem [[mennta- og barnamálaráðherra Íslands|mennta- og barnamálaráðherra]] þegar upp komst um gamalt mál hennar hvað varðaði samband við 15 ára dreng þegar hún var 22 ára.
* [[21. mars]] - [[Netumbo Nandi-Ndaitwah]] varð forseti [[Namibía|Namibíu]].
* [[28. mars]] - [[Jarðskjálftinn í Mjanmar 2025|Jarðskjálfti af stærð 7,7]] með upptök nálægt borginni [[Mandalay]] í [[Mjanmar]] skók landið og nærliggjandi lönd. Yfir 5.400 létust.
* [[Kvikmyndaskóli Íslands]] fór í gjaldþrotameðferð.
===Apríl===
* [[1. apríl]] - [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–|Eldgosin við Sundhnúksgíga]]: Lítið [[Eldgos]] hófst suðaustan við fjallið [[Þorbjörn (fjall)|Þorbjörn]] norðan [[Grindavík]]ur. Það hófst um morguninn en var lokið um kvöldið.
* [[2. apríl]] - Bandaríkin settu tolla að lágmarki 10% á önnur ríki en t.d. 20% á ríki [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]], 34% á Kína. Ísland hlaut 10% toll á vörur.
*[[ 4. apríl]] - [[Yoon Suk-yeol]] var endanlega sviptur embætti sem forseti Suður-Kóreu af stjórnlagadómstól landsins.
* [[8. apríl]] - Yfir 220 létust þegar þak næturklúbbs hrundi í [[Dóminíska lýðveldið|Dóminíska lýðveldinu]].
* [[11. apríl]] - [[Kína]] setti 125% tolla á bandarískar vörur en Bandaríkin höfðu skömmu áður sett 145% toll á sumar kínverskar vörur.
* [[13. apríl]]:
** Ísrael gerði loftárás á síðasta starfandi sjúkrahúsið á [[Gasa]].
** Rússland gerði árás á miðbæ úkraínsku borgarinnar [[Súmy]] þar sem tugir óbreyttra borgara fórust.
** Heimssýningin [[Expo]] hófst í [[Osaka]], Japan.
** [[Daniel Noboa]] var endurkjörinn forseti [[Ekvador]].
* [[18. apríl]] - Bandaríkin gerðu árásir á [[Hútar|Húta]] í [[Jemen]]. Yfir 70 létust.
* [[22. apríl]] - Íslamskir vígamenn í drápu 26 ferðamenn í indverska [[Jammú og Kasmír]]. Indland tengdi árásirnar við pakistönsku hryðjuverkasamtökin Lashkar-e-Taiba.
* [[24. apríl]] - [[Stríð Rússlands og Úkraínu]]: Rússland gerðu eldflaugaárás á fjölbýlishús í [[Kyjiv]] þar sem 12 létust. Degi síðar var rússneski hershöfðinginn Jaroslav Moskalík drepinn með bílsprengju í Moskvu.
* [[28. apríl]] - Þingkosningar voru haldnar í [[Kanada]]. [[Frjálslyndi flokkurinn (Kanada)|Frjálslyndi flokkurinn]] vann sigur og [[Mark Carney]] varð áframhaldandi forsætisráðherra landsins.
* [[30. apríl]] - Bandaríkin og Úkraína gerðu auðlindasamning. Í skiptum fyrir aðgang að úkraínskum orku- og málmauðlindum, skuldbundu Bandaríkin sig að styrkja varnir og uppbyggingu Úkraínu.
===Maí===
* [[1. maí]] - [[Mannréttindastofnun Íslands]] tók til starfa.
* [[3. maí]] - Þingkosningar voru haldnar í [[Ástralía|Ástralíu]]. [[Verkamannaflokkurinn (Ástralía)|Verkamannaflokkurinn]] vann sigur.
* [[5. maí]] -
**[[Ísrael]] lýsti yfir áætlun um yfirtöku á [[Gasa]].
** [[Indland]] gerði loftárásir á [[Pakistan]] eftir skærur í [[Kasmír]].
* [[6. maí]]: [[Friedrich Merz]] tók við embætti [[kanslari Þýskalands|kanslara Þýskalands]].
* [[8. maí]]: [[Robert Francis Prevost]] kardínáli, var kjörinn páfi undir nafninu ''Leó 14.''.
* [[10. maí]] - [[Indland]] og [[ Pakistan]] sömdu um vopnahlé en ríkin höfðu skipst á loftárásum dögunum áður.
* [[12. maí]] - [[Verkalýðsflokkur Kúrda]] var lagður niður.
* [[13. maí]] - [[17. maí]]: [[Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva 2025|Eurovision var haldið]] í [[Basel]], Sviss. Austurríki bar sigur úr býtum.
* [[17. maí]] - Hitamet var slegið í maí fyrir Ísland þegar 26,4 gráður mældust á [[Egilsstaðir|Egilsstöðum]].
* [[18. maí]] -
** Kosningar til portúgalska þingsins. Sósíaldemókratar undir [[Luís Montenegro]] urðu hlutskarpastir.
** Forsetakosningar í Rúmeníu: [[Nicușor Dan]] sigraði mótherja sinn [[George Simion]] í annarri umferð.
* [[22. maí]] - Bandaríkjastjórn ákvað að banna [[Harvard-háskóli|Harvard-háskólanum]] að taka við erlendum nemendum. Dómari setti bráðabirgðalögbann á ákvörðunina.
* [[25. maí]] - Rússland gerði loftárásir á þrjátíu borgir í Úkraínu.
* [[31. maí]] - Úkraína sendi yfir 100 árásardróna á herflugvelli í 5 fylkjum Rússlands m.a. í [[Írkútskfylki]] og [[Múrmanskfylki]]. Einnig voru tvær brýr sprengdar nálægt landamærum Úkraínu.
===Júní===
* [[1. júní]] - Önnur umferð forsetakosninga í [[Pólland]]i fór fram. Hægri maðurinn, [[Karol Nawrocki]], vann nauman sigur á [[Rafał Trzaskowski]], borgarstjóra Varsjár og Evrópusinna.
* [[3. júní]]:
** Forsetakosningar voru haldnar í [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]]. Frjálslyndi frambjóðandinn, [[Lee Jae-myung]], bar sigur af hólmi.
** Endurbættur [[Laugardalsvöllur]] opnaði þegar kvennalið Íslands mætti Frakklandi.
** Hollenska ríkisstjórnin féll þegar [[Geert Wilders]] formaður Frelsisflokksins sagði sig úr henni.
* [[4. júní]] - [[Donald Trump]] bannaði ferðalög frá 12 löndum til Bandaríkjanna: 7 í Afríku, 4 í Asíu og eitt í N-Ameríku. (Afghanistan, Mjanmar, Tjad, Lýðveldið Kongó, Miðbaugs-Gínea, Eritrea, Haítí, Íran, Líbía, Sómalía, Súdan og Jemen)
* [[6. júní]] - Mótmæli brutust út í [[Los Angeles]] gegn aðgerðum ICE, stofnunar sem handtekur ólöglega innflytjendur. [[Donald Trump]] forseti Bandaríkjanna ákvað að senda þjóðvarðliða til að skerast í leikinn. [[Gavin Newsom]], ríkisstjóri Kaliforníu, fordæmdi ákvörðun Trumps.
* [[9. júní]] - [[Ísrael]] stöðvaði för skipsins Madleen sem var á leið til Gaza með hjálpargögn. Aðgerðasinninn [[Greta Thunberg]] var meðal farþega.
* [[12. júní]] - Farþegaþota með 242 manns hrapaði skömmu eftir flugtak í indversku borginni [[Ahmedabad]]. Þotan lenti á húsum þar sem tugir létust einnig. Einn komst lífs af úr flugvélinni. Alls létust nær 280 manns.
* [[13. júní]] - [[Stríð Ísraels og Írans]]: [[Ísrael]] gerði víðtækar loftárásir á [[Íran]]. Hossein Salami, leiðtogi [[Íranski byltingarvörðurinn|Íranska byltingarvarðarins]] var meðal þeirra sem fórust í árásunum og tveir háttsettir menn í íranska hernum. Íran svaraði með eldflauga og drónaárásum á Ísrael.
* [[16. júní]] - [[17. júní]]: [[Sjö helstu iðnríki heims]] funduðu í Kananaskis, [[Alberta (fylki)|Alberta]] í [[Kanada]].
* [[21. júní]] - Bandaríkin gerðu árásir á þrjá kjarnorkumiðstöðvar í [[Íran]] með [[Northrop B-2 Spirit|B-2 sprengjuflugvélum]].
* [[23. júní]] - [[Íran]] gerði loftárásir á bandarískar herstöðvar í [[Katar]].
* [[27. júní]] - [[Lýðstjórnarlýðveldið Kongó]] og [[Úganda]] gerðu friðarsamning í Bandaríkjunum til að enda átök sem byrjuðu árið [[2022]].
* [[28. júní]] - [[Gleðiganga]] var haldin í [[Búdapest]] þar sem allt að 200.000 tóku þátt. Borgastjóri borgarinnar studdi gönguna meðan [[Viktor Orbán]], forsætisráðherra landsins, sagði hana hafa verið til skammar.
===Júlí===
* [[1. júlí]]:
** [[Paetongtarn Shinawatra]], forsætisráðherra [[Taíland]] var vikið úr embætti vegna spillingarmáls.
** [[Búlgaría]] tók upp [[evra|evru]].
* [[2. júlí]] - [[27. júlí]]: Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu kvenna verður haldin í [[Sviss]].
* [[5. júlí]] - Þungarokksveitin [[Black Sabbath]] spilar sína síðustu tónleika með upphaflegu meðlimunum í heimaborg sinni [[Birmingham]].
===Ágúst===
* [[27. ágúst]] - Evrópumótið í körfubolta hefst. Íslenska landsliðið tekur þátt.
===September===
* [[8. september]] - Þingkosningar verða haldnar í Noregi.
===Október===
===Nóvember===
* [[27. nóvember]] - Heimsmeistaramót kvenna í [[handbolti|handknattleik]] hefst í Þýskalandi og Hollandi.
===Desember===
===Ódagsett===
* Noregur mun banna sölu á [[bensín]] og [[dísel]] bílum.
==Dáin==
* [[1. janúar]] - [[David Lodge]], enskur rithöfundur. (f. [[1935]])
* [[4. janúar]] - [[Árni Grétar Jóhannesson]], íslenskur tónlistarmaður, Futuregrapher (f. [[1983]])
* [[7. janúar]] - [[Jean-Marie Le Pen]], franskur stjórnmálaleiðtogi (f. [[1928]]).
* [[12. janúar]] - [[Ragnheiður Torfadóttir]], fyrsti kvenrektor Menntaskólans í Reykjavík (f. [[1937]])
* [[15. janúar]] - [[David Lynch]], bandarískur kvikmyndaleikstjóri. (f. [[1946]])
* [[24. janúar]] - [[Ellert B. Schram]], alþingis- og knattspyrnumaður. (f. [[1939]])
* [[30. janúar]] - [[Marianne Faithful]], ensk tónlistarkona (f. [[1946]])
* [[30. janúar]] - [[Ólöf Tara Harðardóttir]], íslensk baráttukona (f. [[1990]])
* [[1. febrúar]] - [[Horst Köhler]], forseti Þýskalands (f. [[1943]]).
* [[2. febrúar]] - [[Björgólfur Guðmundsson]]. íslenskur viðskiptamaður (f. [[1941]])
* [[8. febrúar]] - [[Sam Nujoma]], fyrsti forseti [[Namibía|Namibíu]] (f. [[1929]]).
* [[11. febrúar]] - [[Gísli Þór Ólafsson]], tónlistarmaður og skáld (f. [[1979]])
* [[17. febrúar]] - [[Gene Hackman]], bandarískur leikari (f. [[1930]])
* [[27. febrúar]] - [[Borís Spasskíj]], sovésk-franskur skákmeistari. (f. [[1937]])
* [[28. febrúar]] - [[Margrét Sigfúsdóttir]], hússtjórnarkennari (f. [[1947]])
* [[21. mars]] - [[George Foreman]], bandarískur hnefaleikamaður (f. [[1949]])
* [[1. apríl]] - [[Val Kilmer]], bandarískur leikari (f. [[1959]])
* [[4. apríl]] - [[Friðrik Ólafsson]], íslenskur skákmeistari (f. [[1935]])
* [[12. apríl]] - [[Steindór Andersen]], Íslenskur kvæðamaður. (f. [[1954]])
* [[13. apríl]] - [[Mario Vargas Llosa]], perúskur rithöfundur og stjórnmálamaður (f. [[1936]])
* [[14. apríl]] - [[Jónas Ingimundarson]], íslenskur píanóleikari (f. [[1944]])
* [[21. apríl]] - [[Frans páfi]] (f. [[1936]])
* [[1. maí]] -
**[[Ruth Buzzi]], bandarísk leikkona (f. [[1936]])
** [[Gunnlaugur Claessen]], hæstaréttardómari (f. [[1946]]).
* [[10. maí]] - [[Þorsteinn Vilhjálmsson]], prófessor í eðlisfræði (f. [[1940]])
* [[11. maí]] - [[Lalli Johns]], íslenskur smáglæpamaður (f. [[1951]])
* [[12. maí]] - [[Hjörtur Torfason]], hæstaréttardómari (f. [[1935]])
* [[13. maí]] - [[José Mujica]], forseti Úrúgvæ (f. [[1935]])
* [[21. maí]] - [[Alasdair MacIntyre]], skoskur heimspekingur (f. [[1929]])
* [[7. júní]] - [[Orri Harðarson]], tónlistarmaður og rithöfundur (f. [[1972]])
* [[11. júní]] - [[Brian Wilson]], bandarískur tónlistarmaður (f. [[1942]])
* [[14. júní]] - [[Violeta Chamorro]], níkarögsk stjórnmálakona (f. [[1929]])
* [[24. júní]] - [[Clark Olofsson]], sænskur glæpamaður. (f. [[1947]])
* [[30. júní]] - [[Magnús Þór Hafsteinsson]], búfræðingur og þingmaður. (f. [[1964]])
* [[3. júlí]] -
** [[Diogo Jota]], portúgalskur knattspyrnumaður (f. [[1996]])
** [[Michael Madsen]], bandarískur leikari (f. [[1957]])
[[Flokkur:2025]]
[[Flokkur:2021-2030]]
cc1vgenrs9ohodwozn70mb0iltsfud3
Anthony Eden
0
136185
1922662
1917928
2025-07-04T18:33:16Z
TKSnaevarr
53243
1922662
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Anthony Eden
| mynd = Anthony Eden (retouched).jpg
| myndastærð = 200px
| myndatexti1 = Anthony Eden árið 1942.
| titill= [[Forsætisráðherra Bretlands]]
| stjórnartíð_start = [[6. apríl]] [[1955]]
| stjórnartíð_end = [[10. janúar]] [[1957]]
| einvaldur = [[Elísabet 2. Bretadrottning|Elísabet 2.]]
| forveri = [[Winston Churchill]]
| eftirmaður = [[Harold Macmillan]]
| fæddur = [[12. júní]] [[1897]]
| fæðingarstaður = [[Windlestone Hall]], [[County Durham]], [[England]]i
| dánardagur = {{Dánardagur og aldur|1977|2|14|1897|6|12}}
| dánarstaður = [[Alvediston]], [[Wiltshire]], Englandi
| stjórnmálaflokkur = [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokkurinn]]
| starf = Stjórnmálamaður
| maki = Beatrice Beckett (g. 1923; skilin 1950);<br>Clarissa Spencer-Churchill (g. 1952)
| börn = Simon, Robert, Nicholas
| háskóli = [[Christ Church, Oxford]]
}}
'''Robert Anthony Eden, 1. jarlinn af Avon''' ([[12. júní]] [[1897]] – [[14. janúar]] [[1977]]) var [[Bretland|breskur]] [[Íhaldsflokkurinn (Bretlandi)|íhaldsmaður]] sem var [[utanríkisráðherra Bretlands]] í þremur ríkisstjórnum og síðan [[forsætisráðherra Bretlands]] í eitt og hálft ár 1955-1957.
Hann varð fyrst utanríkisráðherra aðeins 38 ára gamall í ríkisstjórn [[Neville Chamberlain]] en sagði af sér 1938 vegna undanlátsstefnu Chamberlains gagnvart fasistastjórn [[Benito Mussolini|Mussolinis]] á Ítalíu. Hann varð aftur utanríkisráðherra í ríkisstjórn [[Winston Churchill]] 1940 til 1945 og aftur 1951-1955 þegar hann tók við af Churchill sem forsætisráðherra.
Orðstír Eden beið hnekki þegar Bandaríkin neituðu að styðja hernaðaraðgerðir Breta, Frakka og Ísraela í [[Súesdeilan|Súesdeilunni]] 1956. Bretar og Frakkar neyddust því til að draga herlið sitt til baka. Þetta var sögulegt bakslag fyrir [[utanríkisstefna Bretlands|utanríkisstefnu Breta]] og fól í sér endalok áhrifavalds þeirra í [[Mið-Austurlönd]]um. Ýmsir sagnfræðingar telja að þessi viðburður marki endalok [[heimsveldi]]sstefnu Bretlands. Tveimur mánuðum síðar sagði Eden af sér vegna heilsubrests.
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Forsætisráðherra Bretlands]]
| frá = 1955
| til = 1957
| fyrir = [[Winston Churchill]]
| eftir = [[Harold Macmillan]]
}}
{{Töfluendir}}
{{Forsætisráðherrar Bretlands}}
{{stubbur|æviágrip|stjórnmál}}
{{DEFAULTSORT:Eden, Anthony}}
{{fd|1897|1977}}
[[Flokkur:Breskir jarlar]]
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Bretlands]]
[[Flokkur:Leiðtogar breska Íhaldsflokksins]]
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
[[Flokkur:Utanríkisráðherrar Bretlands]]
il4g2afei9p23v3dc808ej00r0s6hd8
Ernst von Glasersfeld
0
137406
1922687
1917930
2025-07-05T01:30:19Z
TKSnaevarr
53243
/* Tenglar */
1922687
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Ernst Von Glaserfeld
| mynd = Ernst-von-Glasersfeld 2008 - 1.jpg
| myndastærð = 250px
| myndatexti = Ernst von Glaserfeld í Vín árið 2008
| fæðingarnafn = Ernst von Glaserfeld
| fæðingardagur = [[8. mars]] [[1917]]
| fæðingarstaður = [[Munchen]], [[Bæjaraland]], [[Þýska keisaraveldið]]
| dauðadagur = {{Dánardagur og aldur|2010|11|12|1917|3|8}}
| dauðastaður = [[Leverett]], [[Massachusetts]], [[Bandaríkin]]
| orsök_dauða =
| starf = [[Heimspekingur]]<br />[[Prófessor]]<br />[[Rithöfundur]]
}}
'''Ernst von Glasersfeld''' (8. mars 1917 - 12. nóvember 2010) var [[heimspekingur]] og prófessor í [[sálfræði]] við háskólann í Georgíu og háskólann í [[Massachusetts]] í Amherst. Hann bjó til hugtakið [[róttæk hugsmíðahyggja]]. Ernst dvaldist lengi í [[Írland]]i og [[Ítalía|Ítalíu]] þar sem hann vann með [[Silvio Ceccato]] og í [[Bandaríki Norður-Ameríku|USA]]. Glaserfeld smíðaði eigin líkan róttæka hugsmíðahyggju upp úr verkum [[Giambattista Vico]], [[Jean Piaget]], [[Bishop Berkeley]], texta [[James Joyce]] í [[Finnegans Wake]] og öðrum textum.
== Tenglar ==
*Hugh Gash and Alexander Riegler (eds.) (2011) ''Commemorative Issue for Ernst von Glasersfeld''. Special Issue, Constructivist Foundations 6(2): 135-253, í opnum aðgangi á [http://www.univie.ac.at/constructivism/journal/6/2 vefsíðu tímaritsins]
* [http://www.evg-archive.net/en/ Ernst-von-Glasersfeld-Archive] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20170713142440/http://www.evg-archive.net/en/ |date=2017-07-13 }}
* [http://www.vonglasersfeld.com/ Ernst von Glasersfeld] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20170424040720/http://www.vonglasersfeld.com/ |date=2017-04-24 }}
* [http://www.srri.umass.edu/vonglasersfeld/ Biography of Ernst von Glasersfeld]
{{DEFAULTSORT:Glasersfeld, Ernst von}}
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1917]]
[[Flokkur:Fólk dáið árið 2010]]
[[Flokkur:Þýskir heimspekingar]]
[[Flokkur:Þýskir sálfræðingar]]
s0js4yfavs88tklrid7mgi4p06a6npy
Hirokazu Ninomiya
0
138401
1922686
1917970
2025-07-05T01:29:29Z
TKSnaevarr
53243
1922686
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnumaður
|nafn=Hirokazu Ninomiya
|mynd=
|fullt nafn=Hirokazu Ninomiya
|fæðingardagur={{fæðingardagur|1917|11|22}}
|fæðingarbær=[[Hyogo-hérað]]
|fæðingarland=[[Japan]]
|dánardagur={{Dánardagur og aldur|2000|3|7|1917|11|22}}
|dánarbær=[[Tokyo]]
|dánarland=[[Japan]]
|hæð=
|staða=[[Framherji]]
|núverandi lið=
|númer=
|ár=
|lið=[[Keio BRB]]
|leikir (mörk)=
|landsliðsár=1940-1954
|landslið=[[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]
|landsliðsleikir (mörk)=6 (1)
}}
'''Hirokazu Ninomiya''' ([[22. nóvember]] [[1917]] - [[7. mars]] [[2000]]) var [[japan]]skur [[Knattspyrna|knattspyrnumaður]]. Hann spilaði 6 leiki og skoraði 1 mark með landsliðinu.
==Tölfræði==
{| class="wikitable" style="text-align:center"
!colspan=3|[[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan karlalandsliðið]]
|-
!Ár!!Leikir!!Mörk
|-
|1940||1||0
|-
|1941||0||0
|-
|1942||0||0
|-
|1943||0||0
|-
|1944||0||0
|-
|1945||0||0
|-
|1946||0||0
|-
|1947||0||0
|-
|1948||0||0
|-
|1949||0||0
|-
|1950||0||0
|-
|1951||2||1
|-
|1952||0||0
|-
|1953||0||0
|-
|1954||3||0
|-
!Heild||6||1
|}
==Tenglar==
*[http://www.national-football-teams.com/player/50086/Hirokazu_Ninomiya.html National Football Teams]
*[http://www.japannationalfootballteam.com/en/players/ninomiya_hirokazu.html Japan National Football Team Database]
{{stubbur|knattspyrna}}
{{DEFAULTSORT:Ninomiya, Hirokazu}}
{{fd|1917|2000}}
[[Flokkur:Japanskir knattspyrnumenn]]
4zirt1aq7mqtzyjmizmxt5tmdk56dme
Archibald Primrose, 5. jarlinn af Rosebery
0
142512
1922660
1922482
2025-07-04T18:29:07Z
TKSnaevarr
53243
1922660
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| forskeyti =
| nafn = Jarlinn af Rosebery
| búseta =
| mynd = The Earl of Rosebery.jpg
| myndastærð = 200px
| myndatexti =
| titill= [[Forsætisráðherra Bretlands]]
| stjórnartíð_start = [[5. mars]] [[1894]]
| stjórnartíð_end = [[22. júní]] [[1895]]
| einvaldur = [[Viktoría Bretadrottning|Viktoría]]
| forveri = [[William Ewart Gladstone]]
| eftirmaður = [[Robert Gascoyne-Cecil, markgreifi af Salisbury|Markgreifinn af Salisbury]]
| fæðingarnafn = Archibald Philip Primrose
| fæddur = [[7. maí]] [[1847]]
| fæðingarstaður = [[Mayfair]], [[Middlesex]], [[Bretland]]i
| dánardagur = {{Dánardagur og aldur|1929|5|21|1847|5|7}}
| dánarstaður = [[Epsom]], [[Surrey]], Bretlandi
| orsök_dauða =
| stjórnmálaflokkur = [[Frjálslyndi flokkurinn (Bretland)|Frjálslyndi flokkurinn]]
| þekktur_fyrir =
| starf = Stjórnmálamaður
| laun =
| trú =
| maki = Hannah de Rothschild (g. 1878; d. 1890)
| börn =
| foreldrar =
| heimasíða =
| niðurmál =
| hæð =
| þyngd =
|undirskrift = Archibald Primrose, 5th Earl of Rosebery Signature.svg
}}
'''Archibald Philip Primrose, 5. jarlinn af Rosebery og 1. jarlinn af Midlothian''' (7. maí 1847 – 21. maí 1929) var breskur [[stjórnmálamaður]] úr röðum [[Frjálslyndi flokkurinn (Bretland)|Frjálslynda flokksins]] sem var forsætisráðherra Bretlands frá mars 1894 til júní 1895. Frá dauða föður síns árið 1851 til dauða afa síns árið 1868 var hann kallaður '''Dalmeny lávarður'''.
Rosebery vakti fyrst athygli Breta árið 1879 þegar hann tók þátt í kosningaherferð [[William Ewart Gladstone]]. Hann var síðan í stuttan tíma settur yfir stjórn Skotlands eftir að Gladstone vann kosningarnar og Frjálslyndir mynduðu nýja ríkisstjórn. Honum gekk best sem formaður héraðsráðs Lundúna árið 1889. Hann gekk í ríkisstjórnina árið 1885 og var tvisvar [[utanríkisráðherra]], þar sem hann gætti sérstaklega að málefnum [[Þriðja franska lýðveldið|Frakklands]] og [[Þýska keisaraveldið|Þýskalands]]. Rosebery tók við af Gladstone sem forsætisráðherra og formaður Frjálslynda flokksins árið 1894 en Frjálslyndir töpuðu þingkosningum næsta ár. Rosebery sagði af sér sem flokksformaður árið 1896 og gegndi aldrei framar opinberu embætti. Rosebery þótti frábær ræðumaður og var kunnur sem íþróttamaður, skytta, rithöfundur, sagnfræðingur og safnari. Allt þetta vakti áhuga hans meira en stjórnmálin, sem honum fannst leiðinleg og fráhrindandi. Hann færðist smám saman hægra megin við Frjálslynda flokkinn og varð harður gagnrýnandi stefnumála hans. [[Winston Churchill]] benti á að Rosebery hefði aldrei vanist lýðræðislegri samkeppni og komst svo að orði að hann „neitaði að bugta sig og sigraði því ekki.“<ref>{{cite book|last=Lawrence|first=Jon|title=Electing Our Masters : The Hustings in British Politics from Hogarth to Blair|url=https://books.google.com/books?id=vbv6Wx2RNIcC&pg=PA1|year=2009|publisher=Oxford UP|page=1}}</ref>
Rosebery var frjálslyndur [[Heimsvaldsstefna|heimsvaldssinni]] sem studdi sterkar landvarnir, heimsvaldsstefnu erlendis og samfélagsumbætur heima fyrir. Hann var á sama tíma harður andstæðingur [[Sósíalismi|sósíalisma]]. Rosebery þykir almennt hvorki hafa verið góður utanríkisráðherra<ref>{{cite book|last=Martel|first=Gordon|title=Imperial Diplomacy: Rosebery and the Failure of Foreign Policy|url=https://books.google.com/books?id=k9NuMQEACAAJ|year=1986|publisher=McGill-Queen's UP}}</ref> né forsætisráðherra.<ref>Peter Stansky, ''Ambitions and Strategies: The Struggle for the Leadership of the Liberal Party in the 1890s'' (1964)</ref><ref>Robert Rhodes James, ''Rosebery: a biography of Archibald Philip, fifth earl of Rosebery'' (1963)</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = [[Forsætisráðherra Bretlands]] |
frá = 1894|
til = 1895|
fyrir = [[William Ewart Gladstone]] |
eftir = [[Robert Gascoyne-Cecil, markgreifi af Salisbury|Markgreifinn af Salisbury]] |
}}
{{Töfluendir}}
{{Forsætisráðherrar Bretlands}}
{{fde|1847|1929|Rosebery, Archibald Primrose}}
{{DEFAULTSORT:Rosebery, Archibald Primrose}}
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Bretlands]]
[[Flokkur:Utanríkisráðherrar Bretlands]]
[[Flokkur:Breskir jarlar]]
cm24d5usr9gjs9ocg7g88ss0bwm7cne
1922683
1922660
2025-07-05T00:53:12Z
TKSnaevarr
53243
1922683
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| forskeyti =
| nafn = Jarlinn af Rosebery
| búseta =
| mynd = The Earl of Rosebery.jpg
| myndastærð = 200px
| myndatexti =
| titill= [[Forsætisráðherra Bretlands]]
| stjórnartíð_start = [[5. mars]] [[1894]]
| stjórnartíð_end = [[22. júní]] [[1895]]
| einvaldur = [[Viktoría Bretadrottning|Viktoría]]
| forveri = [[William Ewart Gladstone]]
| eftirmaður = [[Robert Gascoyne-Cecil, 3. markgreifinn af Salisbury|Markgreifinn af Salisbury]]
| fæðingarnafn = Archibald Philip Primrose
| fæddur = [[7. maí]] [[1847]]
| fæðingarstaður = [[Mayfair]], [[Middlesex]], [[Bretland]]i
| dánardagur = {{Dánardagur og aldur|1929|5|21|1847|5|7}}
| dánarstaður = [[Epsom]], [[Surrey]], Bretlandi
| orsök_dauða =
| stjórnmálaflokkur = [[Frjálslyndi flokkurinn (Bretland)|Frjálslyndi flokkurinn]]
| þekktur_fyrir =
| starf = Stjórnmálamaður
| laun =
| trú =
| maki = Hannah de Rothschild (g. 1878; d. 1890)
| börn =
| foreldrar =
| heimasíða =
| niðurmál =
| hæð =
| þyngd =
|undirskrift = Archibald Primrose, 5th Earl of Rosebery Signature.svg
}}
'''Archibald Philip Primrose, 5. jarlinn af Rosebery og 1. jarlinn af Midlothian''' (7. maí 1847 – 21. maí 1929) var breskur [[stjórnmálamaður]] úr röðum [[Frjálslyndi flokkurinn (Bretland)|Frjálslynda flokksins]] sem var forsætisráðherra Bretlands frá mars 1894 til júní 1895. Frá dauða föður síns árið 1851 til dauða afa síns árið 1868 var hann kallaður '''Dalmeny lávarður'''.
Rosebery vakti fyrst athygli Breta árið 1879 þegar hann tók þátt í kosningaherferð [[William Ewart Gladstone]]. Hann var síðan í stuttan tíma settur yfir stjórn Skotlands eftir að Gladstone vann kosningarnar og Frjálslyndir mynduðu nýja ríkisstjórn. Honum gekk best sem formaður héraðsráðs Lundúna árið 1889. Hann gekk í ríkisstjórnina árið 1885 og var tvisvar [[utanríkisráðherra]], þar sem hann gætti sérstaklega að málefnum [[Þriðja franska lýðveldið|Frakklands]] og [[Þýska keisaraveldið|Þýskalands]]. Rosebery tók við af Gladstone sem forsætisráðherra og formaður Frjálslynda flokksins árið 1894 en Frjálslyndir töpuðu þingkosningum næsta ár. Rosebery sagði af sér sem flokksformaður árið 1896 og gegndi aldrei framar opinberu embætti. Rosebery þótti frábær ræðumaður og var kunnur sem íþróttamaður, skytta, rithöfundur, sagnfræðingur og safnari. Allt þetta vakti áhuga hans meira en stjórnmálin, sem honum fannst leiðinleg og fráhrindandi. Hann færðist smám saman hægra megin við Frjálslynda flokkinn og varð harður gagnrýnandi stefnumála hans. [[Winston Churchill]] benti á að Rosebery hefði aldrei vanist lýðræðislegri samkeppni og komst svo að orði að hann „neitaði að bugta sig og sigraði því ekki.“<ref>{{cite book|last=Lawrence|first=Jon|title=Electing Our Masters : The Hustings in British Politics from Hogarth to Blair|url=https://books.google.com/books?id=vbv6Wx2RNIcC&pg=PA1|year=2009|publisher=Oxford UP|page=1}}</ref>
Rosebery var frjálslyndur [[Heimsvaldsstefna|heimsvaldssinni]] sem studdi sterkar landvarnir, heimsvaldsstefnu erlendis og samfélagsumbætur heima fyrir. Hann var á sama tíma harður andstæðingur [[Sósíalismi|sósíalisma]]. Rosebery þykir almennt hvorki hafa verið góður utanríkisráðherra<ref>{{cite book|last=Martel|first=Gordon|title=Imperial Diplomacy: Rosebery and the Failure of Foreign Policy|url=https://books.google.com/books?id=k9NuMQEACAAJ|year=1986|publisher=McGill-Queen's UP}}</ref> né forsætisráðherra.<ref>Peter Stansky, ''Ambitions and Strategies: The Struggle for the Leadership of the Liberal Party in the 1890s'' (1964)</ref><ref>Robert Rhodes James, ''Rosebery: a biography of Archibald Philip, fifth earl of Rosebery'' (1963)</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = [[Forsætisráðherra Bretlands]] |
frá = 1894|
til = 1895|
fyrir = [[William Ewart Gladstone]] |
eftir = [[Robert Gascoyne-Cecil, 3. markgreifinn af Salisbury|Markgreifinn af Salisbury]] |
}}
{{Töfluendir}}
{{Forsætisráðherrar Bretlands}}
{{fde|1847|1929|Rosebery, Archibald Primrose}}
{{DEFAULTSORT:Rosebery, Archibald Primrose}}
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Bretlands]]
[[Flokkur:Utanríkisráðherrar Bretlands]]
[[Flokkur:Breskir jarlar]]
mtwj2k2wwwz2u9ll5qtbyjfjikf50th
Henry John Temple, 3. vísigreifinn af Palmerston
0
142718
1922692
1922545
2025-07-05T03:03:35Z
TKSnaevarr
53243
/* Æviágrip */
1922692
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Vísigreifinn af Palmerston
| búseta =
| mynd = Lord Palmerston 1855.jpg
| myndastærð = 200px
| myndatexti =
| titill= [[Forsætisráðherra Bretlands]]
| stjórnartíð_start = [[6. febrúar]] [[1855]]
| stjórnartíð_end = [[19. febrúar]] [[1858]]
| einvaldur = [[Viktoría Bretadrottning|Viktoría]]
| forveri = [[George Hamilton-Gordon, 4. jarlinn af Aberdeen|Jarlinn af Aberdeen]]
| eftirmaður = [[Edward Smith-Stanley, 14. jarlinn af Derby|Jarlinn af Derby]]
| stjórnartíð_start2 = [[12. júní]] [[1859]]
| stjórnartíð_end2 = [[18. október]] [[1865]]
| einvaldur2 = [[Viktoría Bretadrottning|Viktoría]]
| forveri2 = [[Edward Smith-Stanley, 14. jarlinn af Derby|Jarlinn af Derby]]
| eftirmaður2 = [[John Russell, 1. jarlinn af Russell|Jarlinn af Russell]]
| fæðingarnafn =
| fæddur = [[20. október]] [[1784]]
| fæðingarstaður = [[Westminster]], [[Middlesex]], [[England]]i
| dánardagur = {{Dánardagur og aldur|1865|10|18|1784|10|20}}
| dánarstaður = Brocket Hall, [[Hertfordshire]], Englandi
| orsök_dauða =
| stjórnmálaflokkur = [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokkurinn]] (1806–1822)<br>[[Viggar (Bretland)|Viggar]] (1822–1859)<br>[[Frjálslyndi flokkurinn (Bretland)|Frjálslyndi flokkurinn]] (1859–1865)
| starf = Aðalsmaður, stjórnmálamaður
| maki = Emily Lamb (g. 1839)
| háskóli = [[Edinborgarháskóli]]<br>[[St. John-háskóli]] ([[Cambridge-háskóli|Cambridge]])
|undirskrift = Henry John Temple, 3rd Viscount Palmerston Signature.svg
}}
'''Henry John Temple, þriðji vísigreifinn af Palmerston''' (20. október 1784 – 18. október 1865) var breskur stjórnmálamaður sem var tvisvar [[forsætisráðherra Bretlands]] á miðri 19. öld. Palmerston réð lögum og lofum í breskri utanríkisstefnu frá 1830 til 1865, þegar [[breska heimsveldið]] var á hátindi valda sinna. Palmerston var nánast óslitið í opinberu embætti frá 1807 til dauðadags árið 1865. Hann byrjaði þingferil sinn sem [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsmaður]] en gekk til liðs við [[Viggar (Bretland)|Vigga]] árið 1830 og varð síðar fyrsti forsætisráðherra hins nýstofnaða [[Frjálslyndi flokkurinn (Bretland)|Frjálslynda flokks]] árið 1859.
==Æviágrip==
Palmerston erfði írska aðalstign föður sína árið 1802. Hann gerðist þingmaður fyrir Íhaldsmenn árið 1807 og var stríðsmálaráðherra frá 1809 til 1828. Í því embætti skipulagði hann fjármál hersins. Hann gekk fyrst í ríkisstjórn árið 1827 þegar [[George Canning]] varð forsætisráðherra, en líkt og aðrir stuðningsmenn Canning sagði hann af sér einu ári síðar.
Palmerston var utanríkisráðherra frá, 1830-4, frá 1835–41, og frá 1846–51. Í því embætti brást Palmerston snögglega við öllum stríðsátökum í Evrópu. Herská utanríkisstefna hans, sem var um margt býsna umdeild, er talin frumgerðin að frjálslyndri inngripsstefnu seinni tíma.
Palmerston varð innanríkisráðherra í samsteypustjórn [[George Hamilton-Gordon, 4. jarlinn af Aberdeen|Aberdeen lávarðar]] árið 1852 eftir að [[John Russell, 1. jarlinn af Russell|Russell lávarður]] var settur yfir utanríkisráðuneytið. Sem innanríkisráðherra sá Palmerston fyrir ýmsum samfélagsumbótum en stóð gegn umbótum í kosningakerfinu. Þegar almenningsálit snerist gegn stefnu ríkisstjórnarinnar í [[Krímstríðið|Krímstríðinu]] varð Palmerston eini maðurinn sem gat gerst forsætisráðherra og notið stuðnings meirihluta á þingi. Palmerston átti eftir að vera forsætisráðherra tvisvar, frá 1855–1858 og frá 1859–1865. Seinni forsætisráðherratíð Palmerstons lauk með dauða hans, fáeinum mánuðum áður en flokkur hans vann aukinn þingmeirihluta í kosningum. Palmerston er síðasti forsætisráðherra Bretlands til þessa dags sem hefur látist í embætti.
Palmerston mótaði almenningsálit með því að ýta undir breska þjóðerniskennd og tókst að viðhalda vinsældum sínum meðal almennings og fjölmiðla, sem kölluðu hann „Pam“, þótt [[Viktoría drottning]] og aðrir valdsmenn Bretaveldis treystu honum ekki. Palmerston hefur verið gagnrýndur fyrir að eiga í lélegum persónusamböndum og fyrir að komast sífellt upp á kant við drottninguna varðandi hlutverk hennar í mótun utanríkisstefnu.<ref>Paul Hayes, ''Modern British Foreign Policy: The Nineteenth Century 1814-80'' (1975) p 108</ref>
Sagnfræðingar líta gjarnan á Palmerston sem einn besta utanríkisráðherra Bretlands vegna hæfileika hans í að meðhöndla deilumál erlendis.
==Palmerston í dægurmenningu==
[[Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal|Benedikt Gröndal]] kvað um Palmerston:
{{Tilvitnun2|
: Palmerston hann er alltaf ungur,
: eldgamall hjassi á Bretlands ey;
: samt er hann eins og sæljón þungur,
: sérhverja glepur konu og mey.
: Úr parlamentinu títt á tánum
: trítlar hann fattur heim til sín,
: hjakkar sem gaukur heima á skjánum,
: húrrar og drekkur brennivín.<ref>{{Vefheimild|titill=Fæðingarmusteri friðarhöfðingjans – Tilefni stórstyrjaldar|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4456240|útgefandi=''[[Vikan]]''|ár=1967|mánuður=7. desember|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=20. september}}</ref>}}
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = [[Forsætisráðherra Bretlands]] |
frá = [[6. febrúar]] [[1855]]|
til = [[19. febrúar]] [[1858]]|
fyrir = [[George Hamilton-Gordon, 4. jarlinn af Aberdeen|Jarlinn af Aberdeen]] |
eftir = [[Edward Smith-Stanley, 14. jarlinn af Derby|Jarlinn af Derby]] |
}}
{{Erfðatafla |
titill = [[Forsætisráðherra Bretlands]] |
frá = [[12. júní]] [[1859]]|
til = [[18. október]] [[1865]]|
fyrir = [[Edward Smith-Stanley, 14. jarlinn af Derby|Jarlinn af Derby]] |
eftir = [[John Russell, 1. jarlinn af Russell|Jarlinn af Russell]] |
}}
{{Töfluendir}}
{{Forsætisráðherrar Bretlands}}
{{DEFAULTSORT:Palmerston, Henry John Temple}}
{{fde|1784|1865|Palmerston, Henry John Temple}}
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Bretlands]]
[[Flokkur:Utanríkisráðherrar Bretlands]]
2e6prhxvhxflnkbimjdhif4bkvzr2ep
Frjálslyndi flokkurinn (Bretland)
0
142731
1922691
1676416
2025-07-05T02:56:54Z
TKSnaevarr
53243
1922691
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálaflokkur
|litur = #ffd700
|flokksnafn_íslenska = Frjálslyndi flokkurinn<br>''Liberal Party''
|mynd = [[Mynd:Liberal Party logo (pre1988).png|150px|center|]]
|fylgi =
|formaður = [[Henry John Temple, 3. vísigreifinn af Palmerston|Palmerston lávarður]] (fyrstur)<br>[[David Steel]] (síðastur)
|varaformaður =
|þingflokksformaður =
|frkvstjr =
|stofnár = {{start date and age|1859}}
|lagt niður = {{start date and age|1988}}
|gekk í = [[Frjálslyndir demókratar|Frjálslynda demókrata]]
|höfuðstöðvar = National Liberal Club, 1 Whitehall Place<br>[[London]]
|hugmyndafræði = [[Frjálslyndishyggja]], [[verslunarfrelsi]], miðvinstri- til miðhægristefna
|einkennislitur = Gulur {{Colorbox|#ffd700}}
|vettvangur1 =
|sæti1 =
|sæti1alls =
|vettvangur2 =
|sæti2 =
|sæti2alls =
|rauður = 0
|grænn = 0
|blár = 1
|vefsíða =
|bestu kosningaúrslit =
|verstu kosningaúrslit = }}
'''Frjálslyndi flokkurinn''' (''Liberal Party'' á ensku) var stjórnmálaflokkur sem var einn af tveimur stærstu flokkum Bretlands á nítjándu öld og byrjun tuttugustu aldar.<ref name="BanchoffSmith1999">{{cite book |author1=Thomas Banchoff |author2=Mitchell Smith |title=Legitimacy and the European Union: The Contested Polity |url=https://books.google.com/books?id=GgvLEFPY8l4C&pg=PA123 |year=1999 |publisher=Routledge |page=123}}</ref>
Flokkurinn varð til á sjötta áratug 19. aldar með bandalagi [[Viggar (Bretland)|Vigga]], stuðningsmanna [[Robert Peel|Roberts Peel]] sem studdu verslunarfrelsi og róttæklinga sem voru hlynntir hugsjónum bandarísku og frönsku byltinganna. Í lok 19. aldar hafði Frjálslyndi flokkurinn myndað fjórar ríkisstjórnir undir forsæti [[William Ewart Gladstone|Williams Ewart Gladstone]]. Þótt flokkurinn væri klofinn í afstöðu sinni til írskrar heimastjórnar vann hann stórsigur í kosningum árið 1906 og myndaði ríkisstjórn á ný.
Frjálslyndi flokkurinn kom á ýmsum umbótum sem lögðu grunn að bresku velferðarríki. Formaður Frjálslyndra, [[H. H. Asquith]], var forsætisráðherra Bretlands frá 1908 til 1916. Við honum tók annar frjálslyndismaður, [[David Lloyd George]], frá 1916 til 1922. Þótt Asquith væri formaðurinn var Lloyd George jafnan mesti áhrifamaðurinn innan flokksins. Asquith var um megn að gegna embætti forsætisráðherra þjóðstjórnar á meðan á [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldinni]] stóð og því tók Lloyd George við af honum í lok ársins 1916. Asquith var þó áfram formaður Frjálslyndra. Þeir Lloyd George kepptust um völd innan flokksins næstu árin og grófu mjög undan áhrifum flokksins með þessum innanflokksdeilum.<ref>Michael Fry, "Political Change in Britain, August 1914 to December 1916: Lloyd George Replaces Asquith: The Issues Underlying the Drama." ''Historical Journal'' 31#3 (1988): 609-627.</ref>
[[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokkurinn]] var í lykilhlutverki í ríkisstjórn Lloyd George og Íhaldsmenn drógu loks stuðning sinn við hann til baka árið 1922. Í lok þriðja áratugarins hafði [[Verkamannaflokkurinn (Bretland)|Verkamannaflokkurinn]] velt Frjálslyndum úr sessi sem helsti keppinautur Íhaldsflokksins. Frjálslyndi flokkurinn beið fylgishrun frá árinu 1918 og á sjötta áratugnum vann flokkurinn ekki fleiri en sex þingsæti í kosningum. Fyrir utan minniháttar sigra í aukakosningum batnaði gæfa Frjálslynda flokkinn ekki fyrr en hann gekk í bandalag við [[Jafnaðarmannaflokkurinn (Bretland)|Jafnaðarmannaflokkinn]] árið 1981. Í kosningum ársins 1983 hlaut bandalagið um fjórðung greiddra atkvæða en þó aðeins 23 af 630 þingsætum þar sem það gaf kost á sér. Árið 1988 sameinuðust Frjálslyndir og Jafnaðarmenn og stofnuðu flokk [[Frjálslyndir demókratar|Frjálslyndra demókrata]].
==Tilvísanir==
<references/>
[[Flokkur:Breskir stjórnmálaflokkar]]
[[Flokkur:Stofnað 1859]]
[[Flokkur:Lagt niður 1988]]
s34ldptoisciuxl6po8jyfqd1uqs4to
Vichai Srivaddhanaprabha
0
147279
1922653
1898747
2025-07-04T17:27:19Z
TKSnaevarr
53243
1922653
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vichai Raksriaksorn.jpg|thumb|Vichai Srivaddhanaprabha.]]
'''Vichai Srivaddhanaprabha''' ([[taílenska]]: วิชัย ศรีวัฒนประภา, fæddur [[5. júní]] [[1958]] sem '''Vichai Raksriaksorn''', látinn [[27. október]] [[2018]]) var taílenskur viðskiptajöfur og stofnandi fríverslunarkeðjunnar King Power.
Srivaddhanaprabha var 7. ríkasti maður [[Taíland]]s. Konungur Taílands, [[Bhumibol Adulyadej]], veitti honum nafn sitt árið 2012 sem þýðir ''ljós dýrðar framþróunar''. Srivaddhanaprabha keypti enska úrvalsdeildarfélagið [[Leicester City]] árið 2010. Leicester varð meistari tímabilið 2015-2016. Árið 2017 keypti hann félagið OH Leuven í Belgíu.
Srivaddhanaprabha lést ásamt fjórum öðrum í þyrluslysi haustið 2018 rétt fyrir utan heimavöll Leicester City FC; [[King Power Stadium]]. Það tíðkaðist hjá honum að yfirgefa völlinn í þyrlunni eftir leiki. <ref>[https://www.bbc.com/news/articles/cx2jx7gqgx5o Leicester City helicopter crash ruled an accident] BBC, sótt 28. janúar, 2025</ref>
==Heimild==
{{commonscat|Vichai Srivaddhanaprabha}}
* {{wpheimild|tungumál= en|titill= Vichai Srivaddhanaprabha|mánuðurskoðað= 29. okt.|árskoðað= 2018 }}
==Tilvísanir==
<references/>
{{stubbur|æviágrip}}
{{fde|1958|2018|Srivaddhanaprabha, Vichai}}
{{DEFAULTSORT:Srivaddhanaprabha, Vichai }}
[[Flokkur:Taílenskir athafnamenn]]
tvgzchsndnxghfokr9ms1msph3lfn3o
Turnugla
0
147868
1922665
1922594
2025-07-04T21:13:07Z
Sv1floki
44350
1922665
wikitext
text/x-wiki
{{yfirlestur}}
{{Taxobox
| name = Turnugla
| image = Tyto alba (Scopoli, 1769).jpg
| status = lc
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| divisio = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Uglur]] ('' Strigiformes'')
| familia = [[Kransuglur]] (''Tytonidae'')
| genus = '''''Tyto'''''
| species = '''T. alba'''
| binomial = ''Tyto alba''
| binomial_authority = ([[Giovanni Antonio Scopoli|Scopoli]], 1769)
| range_map = Combined distribution map of Tyto alba, Tyto furcata, Tyto javanica.png
| range_map_caption = Útbreiðsla Tyto alba, Tyto furcata og Tyto javanica
| synonyms = {{ubl
|''Strix alba'' (Scopoli, 1769)
|''Strix pratincola'' ([[Charles Lucien Bonaparte|Bonaparte]], 1838)
|''Tyto delicatula'' ([[John Gould|Gould]], 1837)
}}
}}
'''Turnugla''' er algengust og útbreiddust [[kransugla]]. Þær eru allt að 10 milljón talsins og finnast í öllum heimsálfum, að Suðurskautinu utantöldu.<ref>https://www.iucnredlist.org/species/22688504/86854321</ref>
== Útlit og sérkenni ==
Stuttar og stífar fjaðrir mynda hjartalaga andlit sem gefur turnuglunni blíðlegt útlit og er hennar sérkenni. Litur fjaðra er brúnn og gylltur að ofan en bringan ljós. Augun eru dökk og fætur hvítir og fiðraðir með beittum klóm sem henta vel til veiða. Meðalstærð fuglsins er um 25 cm að lengd og vænghaf er allt að 127 cm og er kvendýrið stærra og dekkra en karldýrið. Ávalir og mjúkdúna vængir og stuttur hali stuðla að uppbyggilegum og hljóðlausum flugstíl sem hentar vel til næturveiðanna. Erfitt er að segja til um líftíma en talið er að lífslíkur séu 2-4 ár.<ref name=":0">https://animaldiversity.org/accounts/Tyto_alba/</ref> Næm sjón og vítt sjónsvið gerir henni kleift að ákvarða fjarlægðir í veiðiferðum, augun geta ekki sameinað eina mynd en hún getur þó horft fram fyrir sig ef hallað er undir flatt.<ref>https://www1.mms.is/fuglar/frodleikur.php?id=28</ref> Snúningur höfuðsins er fyrirhafnarlítill sem kemur henni að gagni því eins og allir fuglar hefur hún ekki augnknött og eru augun því óhreyfanleg í augntóftunum.<ref>https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3169</ref> Augun eru einnig vel til náttveiðanna fallin, smágerðir og fiðraðir hringir umhverfis þau beina hljóðum að eyrum uglunnar.<ref name=":1">https://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3558098</ref> Fuglinn gefur frá sér hljóð sem minna á flaut, hvæs og hrotur og getur því reynst erfitt að vita af honum þar sem hljóðið er frábrugðið því sem einkennir uglu almennt.<ref name=":0" />
[[Mynd:Barn_Owl_RWD1.jpg|vinstri|thumb]]
== Þróun fuglsins ==
Allt að 35 undirtegundum turnuglunnar er hægt að þekkja í sundur á stærð og lit.<ref name=":0" /> Fundist hafa steingervingar ættarinnar sem nema um 5,5 milljónir ára en upphafleg beinabygging og holdafar hefur þróast úr tvöfaldri stærð sem hún er í dag. Ástæðan er ekki fullkunn en beinist að fæðuskorti, flugörðugleika sökum þyngdar og fáum möguleikum til skjóls sökum stærðar. Samspil þessara þriggja þátta er talin hafi ráðið líffræðilegri þróun fuglsins. Tyto alba er latneskt heiti uglunnar sem þýðir einfaldlega ‘hvít ugla‘ á góðri íslensku.<ref>https://en.wikipedia.org/wiki/Barn_owl</ref>
== Æxlun, afkvæmi og allt þar á milli ==
Meðal aldur kynþroska turnuglunnar er um eins árs og á við um bæði kyn. Uglan heldur sér yfirleitt við einn maka svo lengi sem hann er á lífi, þó nokkrar skýrslur um fjölkvæni séu fyrir hendi. Karlfuglinn vandar valið á kvenkosti sínum til undaneldis og ræðst val hans á þeirri sem prýðir flestum doppum, sem virðist hafa áhrif á líkur afkvæma til að verða ekki fyrir áhrifum sníkjudýra.<ref name=":2">https://www.allaboutbirds.org/bird-cams-faq-barn-owl-nest/#barn-mate-choice-</ref> Karlfuglinn hefur eistnapar í kviðarholinu og þaðan liggja sáðrásir í eina rás sem víkkar í sameiginlega rás fyrir þvag-æxlunar og þarfagangsops fugla, cloaca. Kvenfuglinn hefur einn eggjaleiðara sem leiðir frá eggjastokkunum niður í cloaca.<ref name=":3">https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2917</ref> Mökunarferlið byrjar með frumkvæði karlfugls sem laðar að sér kvendýrið með köllum og eltir hana þar til bæði karl-og kvenfugl gefa frá sér skrækjur.<ref>https://nhpbs.org/wild/barnowl.asp</ref> Bæði kynin hafa kynop sem þau leggja saman og innvortis æxlun á sér stað á nokkrum sekúndum.<ref name=":3" /> Kvendýrið verpir að meðaltali sex eggjum og stólar á makann til fæðuöflunar á meðan hún liggur í 29-34 daga á fjaðralausum kviðnum sem leiðir hita til eggjanna. Ungarnir verða sjálfstæðir eftir 3-5 vikur eftir að þeir verða fleygir. Þar sem lífslíkur uglunnar miðast við tvö ár, verpir hún oft tvisvar sinnum á ári en varptímabilið er breytilegt og miðast við loftslag tiltekins staðar.<ref name=":0" />
[[Mynd:Barn_Owl_Marais_des_Cygnes_NWR.jpg|thumb|Unganir .Barn Owl Marais des Cygnes NWR]]
== Búsvæði ==
Turnuglur eru fremur kyrrsettar en á ekki við um allar enda fer það eftir búsvæðum sem geta verið víða. Uglan er aðlöguð bæði þéttu skóglendi og opnu svæði og dafnar uglan vel í ólíkum umhverfisaðstæðum.<ref name=":2" /> Uglan getur bæði verið ein eða í pari og heldur sér oftast kyrru fyrir á daginn en í næturlagi fer hún á veiðar. Uglan vill vera í friði í skugga og lygnir aftur augum.<ref name=":1" /> Hún gerir sér hreiður í m.a trjábolum, klettasprungum, fljótabönkum og hlöðum.<ref name=":0" />
== Fæðuval og hættur ==
[[Mynd:Barn_Owl_with_prey_Norfolk.jpg|thumb|Turnugla flýgur með bráðina]]
Turnuglan er rándýr og er líkaminn vel lagaður til þess. Uglan getur nálgast bráðina án þess að hún viti af og ræðst hún á hana með fótum sínum í 1,5-4,5 metra frá jörðu og gleypir bráðina í heilu lagi. Hún veiðir smá spendýr sér til ætis þ.e, mýs, leðurblökur og kanínur en stundum verða smærri fuglar eins og starrar og þrestir uglunni að bráð. Þekkt er að uglan geymir umframmagn fæðunnar fyrir komandi afkvæmi en ekki er ljóst hvort hún sé sérhæft eða tækifærissinnað rándýr því þó að uglan virðist vera sérhæfð í að veiða smærri spendýr getur það í raun endurspeglað þá staðreynd að þessi smádýr eru jafnframt þau líklegustu til að verða á vegi uglunnar í næturlífi hennar.<ref name=":2" /> Menn eru oftar en ekki ómeðvitaðir um ferðir turnuglunnar og er hún friðsæl almennt. Hún veiðir sér bráð sem hún ræður við án afskipta lífvera sem ná yfir hennar hæð. Uglan verður sjaldan öðrum rándýrum að bráð en þegar hætta steðjar að breiðir hún út vængina í átt að óvininum og hallar hausnum fram og aftur. Ef óvinurinn, sem er yfirleitt snákur, gefst ekki upp lætur uglan sig falla á bakið og berst með klónum.<ref name=":0" />
== Heimildir ==
* (Fuglavefurinn e.d). Sjón. Sótt af https://www1.mms.is/fuglar/frodleikur.php?id=28
* Kathleen Bachynski and Mary S. Harris. (e.d). Tyto alba. Animal Diversity Web. Sótt af https://animaldiversity.org/accounts/Tyto_alba/
* All About Birds. (2010). Bird Cams FAQ: Barn Owl Nest. Sótt af https://www.allaboutbirds.org/bird-cams-faq-barn-owl-nest/#barn-mate-choice-
* (Wildlife Journal Junior e.d). Barn Owl – Tyto Alba. Sótt af https://nhpbs.org/wild/barnowl.asp
* Jón Daði Jónsson. (2002). Hvernig fjölga fuglar sér. Vísindavefurinn. Sótt af https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2917
* Hilmar Malmquist. (2017). Brandugla. Náttúruminjasafn Íslands. Sótt af http://nmsi.is/fugl_manadarins/brandugla/
* (The Barn Owl Trust e.d). Barn Owl Facts. Sótt af https://www.barnowltrust.org.uk/barn-owl-facts/
* RED LIST. (2018) Tyto alba. Common Barn-Owl. Sótt af https://www.iucnredlist.org/species/22688504/86854321
* Tíminn Sunnudagsblað. (1969). Vizkufugl er sér vel og heyrir enn betur. Sótt af<nowiki/>https://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3558098
* Drífa Gunnarsdóttir. (2003). Af hverju sjá uglur svona vel í myrkri. Sótt af https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3169
* Barn Owl. (2018). Tyto alba. Sótt af https://en.wikipedia.org/wiki/Barn_owl
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{commonscat|Tyto alba}}
{{Wikilífverur|Tyto alba}}
[[Flokkur:Uglur]]
pedzbbqo28sumq5s4mvdjqanewi2f5c
1922666
1922665
2025-07-04T21:18:45Z
Sv1floki
44350
1922666
wikitext
text/x-wiki
{{yfirlestur}}
{{Taxobox
| name = Turnugla
| image = Tyto alba (Scopoli, 1769).jpg
| status = lc
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| divisio = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Uglur]] ('' Strigiformes'')
| familia = [[Kransuglur]] (''Tytonidae'')
| genus = '''''Tyto'''''
| species = '''T. alba'''
| binomial = ''Tyto alba''
| binomial_authority = ([[Giovanni Antonio Scopoli|Scopoli]], 1769)
| range_map = Combined distribution map of Tyto alba, Tyto furcata, Tyto javanica.png
| range_map_caption = Útbreiðsla Tyto alba, Tyto furcata og Tyto javanica
| synonyms = {{ubl
|''Strix alba'' (Scopoli, 1769)
|''Strix pratincola'' ([[Charles Lucien Bonaparte|Bonaparte]], 1838)
|''Tyto delicatula'' ([[John Gould|Gould]], 1837)
}}
}}
'''Turnugla''' er algengust og útbreiddust [[kransugla]]. Þær eru allt að 10 milljón talsins og finnast í öllum heimsálfum, að Suðurskautinu utantöldu.<ref>https://www.iucnredlist.org/species/22688504/86854321</ref>
== Útlit og sérkenni ==
Stuttar og stífar fjaðrir mynda hjartalaga andlit sem gefur turnuglunni blíðlegt útlit og er hennar sérkenni. Litur fjaðra er brúnn og gylltur að ofan en bringan ljós. Augun eru dökk og fætur hvítir og fiðraðir með beittum klóm sem henta vel til veiða. Meðalstærð fuglsins er um 25 cm að lengd og vænghaf er allt að 127 cm og er kvendýrið stærra og dekkra en karldýrið. Ávalir og mjúkdúna vængir og stuttur hali stuðla að uppbyggilegum og hljóðlausum flugstíl sem hentar vel til næturveiðanna. Erfitt er að segja til um líftíma en talið er að lífslíkur séu 2-4 ár.<ref name=":0">https://animaldiversity.org/accounts/Tyto_alba/</ref> Næm sjón og vítt sjónsvið gerir henni kleift að ákvarða fjarlægðir í veiðiferðum, augun geta ekki sameinað eina mynd en hún getur þó horft fram fyrir sig ef hallað er undir flatt.<ref>https://www1.mms.is/fuglar/frodleikur.php?id=28</ref> Snúningur höfuðsins er fyrirhafnarlítill sem kemur henni að gagni því eins og allir fuglar hefur hún ekki augnknött og eru augun því óhreyfanleg í augntóftunum.<ref>https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3169</ref> Augun eru einnig vel til náttveiðanna fallin, smágerðir og fiðraðir hringir umhverfis þau beina hljóðum að eyrum uglunnar.<ref name=":1">https://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3558098</ref> Fuglinn gefur frá sér hljóð sem minna á flaut, hvæs og hrotur og getur því reynst erfitt að vita af honum þar sem hljóðið er frábrugðið því sem einkennir uglu almennt.<ref name=":0" />
[[Mynd:Barn_Owl_RWD1.jpg|vinstri|thumb]]
== Þróun fuglsins ==
Allt að 35 undirtegundum turnuglunnar er hægt að þekkja í sundur á stærð og lit.<ref name=":0" /> Fundist hafa steingervingar ættarinnar sem nema um 5,5 milljónir ára en upphafleg beinabygging og holdafar hefur þróast úr tvöfaldri stærð sem hún er í dag. Ástæðan er ekki fullkunn en beinist að fæðuskorti, flugörðugleika sökum þyngdar og fáum möguleikum til skjóls sökum stærðar. Samspil þessara þriggja þátta er talin hafi ráðið líffræðilegri þróun fuglsins. Tyto alba er latneskt heiti uglunnar sem þýðir einfaldlega ‘hvít ugla‘ á góðri íslensku.<ref>https://en.wikipedia.org/wiki/Barn_owl</ref>
== Æxlun, afkvæmi og allt þar á milli ==
Meðal aldur kynþroska turnuglunnar er um eins árs og á við um bæði kyn. Uglan heldur sér yfirleitt við einn maka svo lengi sem hann er á lífi, þó nokkrar skýrslur um fjölkvæni séu fyrir hendi. Karlfuglinn vandar valið á kvenkosti sínum til undaneldis og ræðst val hans á þeirri sem prýðir flestum doppum, sem virðist hafa áhrif á líkur afkvæma til að verða ekki fyrir áhrifum sníkjudýra.<ref name=":2">https://www.allaboutbirds.org/bird-cams-faq-barn-owl-nest/#barn-mate-choice-</ref> Karlfuglinn hefur eistnapar í kviðarholinu og þaðan liggja sáðrásir í eina rás sem víkkar í sameiginlega rás fyrir þvag-æxlunar og þarfagangsops fugla, cloaca. Kvenfuglinn hefur einn eggjaleiðara sem leiðir frá eggjastokkunum niður í cloaca.<ref name=":3">https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2917</ref> Mökunarferlið byrjar með frumkvæði karlfugls sem laðar að sér kvendýrið með köllum og eltir hana þar til bæði karl-og kvenfugl gefa frá sér skræki.<ref>https://nhpbs.org/wild/barnowl.asp</ref> Bæði kynin hafa kynop sem þau leggja saman og innvortis æxlun á sér stað á nokkrum sekúndum.<ref name=":3" /> Kvendýrið verpir að meðaltali sex eggjum og stólar á makann til fæðuöflunar á meðan hún liggur í 29-34 daga á fjaðralausum kviðnum sem leiðir hita til eggjanna. Ungarnir verða sjálfstæðir eftir 3-5 vikur eftir að þeir verða fleygir. Þar sem lífslíkur uglunnar miðast við tvö ár, verpir hún oft tvisvar sinnum á ári en varptímabilið er breytilegt og miðast við loftslag tiltekins staðar.<ref name=":0" />
[[Mynd:Barn_Owl_Marais_des_Cygnes_NWR.jpg|thumb|Unganir .Barn Owl Marais des Cygnes NWR]]
== Búsvæði ==
Turnuglur eru fremur kyrrsettar en á ekki við um allar enda fer það eftir búsvæðum sem geta verið víða. Uglan er aðlöguð bæði þéttu skóglendi og opnu svæði og dafnar uglan vel í ólíkum umhverfisaðstæðum.<ref name=":2" /> Uglan getur bæði verið ein eða í pari og heldur sér oftast kyrru fyrir á daginn en í næturlagi fer hún á veiðar. Uglan vill vera í friði í skugga og lygnir aftur augum.<ref name=":1" /> Hún gerir sér hreiður í m.a trjábolum, klettasprungum, fljótabönkum og hlöðum.<ref name=":0" />
== Fæðuval og hættur ==
[[Mynd:Barn_Owl_with_prey_Norfolk.jpg|thumb|Turnugla flýgur með bráðina]]
Turnuglan er rándýr og er líkaminn vel lagaður til þess. Uglan getur nálgast bráðina án þess að hún viti af og ræðst hún á hana með fótum sínum í 1,5-4,5 metra frá jörðu og gleypir bráðina í heilu lagi. Hún veiðir smá spendýr sér til ætis þ.e, mýs, leðurblökur og kanínur en stundum verða smærri fuglar eins og starrar og þrestir uglunni að bráð. Þekkt er að uglan geymir umframmagn fæðunnar fyrir komandi afkvæmi en ekki er ljóst hvort hún sé sérhæft eða tækifærissinnað rándýr því þó að uglan virðist vera sérhæfð í að veiða smærri spendýr getur það í raun endurspeglað þá staðreynd að þessi smádýr eru jafnframt þau líklegustu til að verða á vegi uglunnar í næturlífi hennar.<ref name=":2" /> Menn eru oftar en ekki ómeðvitaðir um ferðir turnuglunnar og er hún friðsæl almennt. Hún veiðir sér bráð sem hún ræður við án afskipta lífvera sem ná yfir hennar hæð. Uglan verður sjaldan öðrum rándýrum að bráð en þegar hætta steðjar að breiðir hún út vængina í átt að óvininum og hallar hausnum fram og aftur. Ef óvinurinn, sem er yfirleitt snákur, gefst ekki upp lætur uglan sig falla á bakið og berst með klónum.<ref name=":0" />
== Heimildir ==
* (Fuglavefurinn e.d). Sjón. Sótt af https://www1.mms.is/fuglar/frodleikur.php?id=28
* Kathleen Bachynski and Mary S. Harris. (e.d). Tyto alba. Animal Diversity Web. Sótt af https://animaldiversity.org/accounts/Tyto_alba/
* All About Birds. (2010). Bird Cams FAQ: Barn Owl Nest. Sótt af https://www.allaboutbirds.org/bird-cams-faq-barn-owl-nest/#barn-mate-choice-
* (Wildlife Journal Junior e.d). Barn Owl – Tyto Alba. Sótt af https://nhpbs.org/wild/barnowl.asp
* Jón Daði Jónsson. (2002). Hvernig fjölga fuglar sér. Vísindavefurinn. Sótt af https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2917
* Hilmar Malmquist. (2017). Brandugla. Náttúruminjasafn Íslands. Sótt af http://nmsi.is/fugl_manadarins/brandugla/
* (The Barn Owl Trust e.d). Barn Owl Facts. Sótt af https://www.barnowltrust.org.uk/barn-owl-facts/
* RED LIST. (2018) Tyto alba. Common Barn-Owl. Sótt af https://www.iucnredlist.org/species/22688504/86854321
* Tíminn Sunnudagsblað. (1969). Vizkufugl er sér vel og heyrir enn betur. Sótt af<nowiki/>https://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3558098
* Drífa Gunnarsdóttir. (2003). Af hverju sjá uglur svona vel í myrkri. Sótt af https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3169
* Barn Owl. (2018). Tyto alba. Sótt af https://en.wikipedia.org/wiki/Barn_owl
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{commonscat|Tyto alba}}
{{Wikilífverur|Tyto alba}}
[[Flokkur:Uglur]]
b2nkkls44xe8rpkvgrla14p8yody20o
1922667
1922666
2025-07-04T21:19:43Z
Sv1floki
44350
1922667
wikitext
text/x-wiki
{{yfirlestur}}
{{Taxobox
| name = Turnugla
| image = Tyto alba (Scopoli, 1769).jpg
| status = lc
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| divisio = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Uglur]] ('' Strigiformes'')
| familia = [[Kransuglur]] (''Tytonidae'')
| genus = '''''Tyto'''''
| species = '''T. alba'''
| binomial = ''Tyto alba''
| binomial_authority = ([[Giovanni Antonio Scopoli|Scopoli]], 1769)
| range_map = Combined distribution map of Tyto alba, Tyto furcata, Tyto javanica.png
| range_map_caption = Útbreiðsla Tyto alba, Tyto furcata og Tyto javanica
| synonyms = {{ubl
|''Strix alba'' (Scopoli, 1769)
|''Strix pratincola'' ([[Charles Lucien Bonaparte|Bonaparte]], 1838)
|''Tyto delicatula'' ([[John Gould|Gould]], 1837)
}}
}}
'''Turnugla''' er algengust og útbreiddust [[kransugla]]. Þær eru allt að 10 milljón talsins og finnast í öllum heimsálfum, að Suðurskautinu utantöldu.<ref>https://www.iucnredlist.org/species/22688504/86854321</ref>
== Útlit og sérkenni ==
Stuttar og stífar fjaðrir mynda hjartalaga andlit sem gefur turnuglunni blíðlegt útlit og er hennar sérkenni. Litur fjaðra er brúnn og gylltur að ofan en bringan ljós. Augun eru dökk og fætur hvítir og fiðraðir með beittum klóm sem henta vel til veiða. Meðalstærð fuglsins er um 25 cm að lengd og vænghaf er allt að 127 cm og er kvendýrið stærra og dekkra en karldýrið. Ávalir og mjúkdúna vængir og stuttur hali stuðla að uppbyggilegum og hljóðlausum flugstíl sem hentar vel til næturveiðanna. Erfitt er að segja til um líftíma en talið er að lífslíkur séu 2-4 ár.<ref name=":0">https://animaldiversity.org/accounts/Tyto_alba/</ref> Næm sjón og vítt sjónsvið gerir henni kleift að ákvarða fjarlægðir í veiðiferðum, augun geta ekki sameinað eina mynd en hún getur þó horft fram fyrir sig ef hallað er undir flatt.<ref>https://www1.mms.is/fuglar/frodleikur.php?id=28</ref> Snúningur höfuðsins er fyrirhafnarlítill sem kemur henni að gagni því eins og allir fuglar hefur hún ekki augnknött og eru augun því óhreyfanleg í augntóftunum.<ref>https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3169</ref> Augun eru einnig vel til náttveiðanna fallin, smágerðir og fiðraðir hringir umhverfis þau beina hljóðum að eyrum uglunnar.<ref name=":1">https://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3558098</ref> Fuglinn gefur frá sér hljóð sem minna á flaut, hvæs og hrotur og getur því reynst erfitt að vita af honum þar sem hljóðið er frábrugðið því sem einkennir uglu almennt.<ref name=":0" />
[[Mynd:Barn_Owl_RWD1.jpg|vinstri|thumb]]
== Þróun fuglsins ==
Allt að 35 undirtegundum turnuglunnar er hægt að þekkja í sundur á stærð og lit.<ref name=":0" /> Fundist hafa steingervingar ættarinnar sem nema um 5,5 milljónir ára en upphafleg beinabygging og holdafar hefur þróast úr tvöfaldri stærð sem hún er í dag. Ástæðan er ekki fullkunn en beinist að fæðuskorti, flugörðugleika sökum þyngdar og fáum möguleikum til skjóls sökum stærðar. Samspil þessara þriggja þátta er talin hafi ráðið líffræðilegri þróun fuglsins. Tyto alba er latneskt heiti uglunnar sem þýðir einfaldlega ‘hvít ugla‘ á góðri íslensku.<ref>https://en.wikipedia.org/wiki/Barn_owl</ref>
== Æxlun, afkvæmi og allt þar á milli ==
Meðal aldur kynþroska turnuglunnar er um eins árs og á við um bæði kyn. Uglan heldur sér yfirleitt við einn maka svo lengi sem hann er á lífi, þó nokkrar skýrslur um fjölkvæni séu fyrir hendi. Karlfuglinn vandar valið á kvenkosti sínum til undaneldis og ræðst val hans á þeirri sem prýðir flestum doppum, sem virðist hafa áhrif á líkur afkvæma til að verða ekki fyrir áhrifum sníkjudýra.<ref name=":2">https://www.allaboutbirds.org/bird-cams-faq-barn-owl-nest/#barn-mate-choice-</ref> Karlfuglinn hefur eistnapar í kviðarholinu og þaðan liggja sáðrásir í eina rás sem víkkar í sameiginlega rás fyrir þvag- æxlunar- og þarfagangsops fugla, cloaca. Kvenfuglinn hefur einn eggjaleiðara sem leiðir frá eggjastokkunum niður í cloaca.<ref name=":3">https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2917</ref> Mökunarferlið byrjar með frumkvæði karlfugls sem laðar að sér kvendýrið með köllum og eltir hana þar til bæði karl- og kvenfugl gefa frá sér skræki.<ref>https://nhpbs.org/wild/barnowl.asp</ref> Bæði kynin hafa kynop sem þau leggja saman og innvortis æxlun á sér stað á nokkrum sekúndum.<ref name=":3" /> Kvendýrið verpir að meðaltali sex eggjum og stólar á makann til fæðuöflunar á meðan hún liggur í 29-34 daga á fjaðralausum kviðnum sem leiðir hita til eggjanna. Ungarnir verða sjálfstæðir eftir 3-5 vikur eftir að þeir verða fleygir. Þar sem lífslíkur uglunnar miðast við tvö ár, verpir hún oft tvisvar sinnum á ári en varptímabilið er breytilegt og miðast við loftslag tiltekins staðar.<ref name=":0" />
[[Mynd:Barn_Owl_Marais_des_Cygnes_NWR.jpg|thumb|Unganir .Barn Owl Marais des Cygnes NWR]]
== Búsvæði ==
Turnuglur eru fremur kyrrsettar en á ekki við um allar enda fer það eftir búsvæðum sem geta verið víða. Uglan er aðlöguð bæði þéttu skóglendi og opnu svæði og dafnar uglan vel í ólíkum umhverfisaðstæðum.<ref name=":2" /> Uglan getur bæði verið ein eða í pari og heldur sér oftast kyrru fyrir á daginn en í næturlagi fer hún á veiðar. Uglan vill vera í friði í skugga og lygnir aftur augum.<ref name=":1" /> Hún gerir sér hreiður í m.a trjábolum, klettasprungum, fljótabönkum og hlöðum.<ref name=":0" />
== Fæðuval og hættur ==
[[Mynd:Barn_Owl_with_prey_Norfolk.jpg|thumb|Turnugla flýgur með bráðina]]
Turnuglan er rándýr og er líkaminn vel lagaður til þess. Uglan getur nálgast bráðina án þess að hún viti af og ræðst hún á hana með fótum sínum í 1,5-4,5 metra frá jörðu og gleypir bráðina í heilu lagi. Hún veiðir smá spendýr sér til ætis þ.e, mýs, leðurblökur og kanínur en stundum verða smærri fuglar eins og starrar og þrestir uglunni að bráð. Þekkt er að uglan geymir umframmagn fæðunnar fyrir komandi afkvæmi en ekki er ljóst hvort hún sé sérhæft eða tækifærissinnað rándýr því þó að uglan virðist vera sérhæfð í að veiða smærri spendýr getur það í raun endurspeglað þá staðreynd að þessi smádýr eru jafnframt þau líklegustu til að verða á vegi uglunnar í næturlífi hennar.<ref name=":2" /> Menn eru oftar en ekki ómeðvitaðir um ferðir turnuglunnar og er hún friðsæl almennt. Hún veiðir sér bráð sem hún ræður við án afskipta lífvera sem ná yfir hennar hæð. Uglan verður sjaldan öðrum rándýrum að bráð en þegar hætta steðjar að breiðir hún út vængina í átt að óvininum og hallar hausnum fram og aftur. Ef óvinurinn, sem er yfirleitt snákur, gefst ekki upp lætur uglan sig falla á bakið og berst með klónum.<ref name=":0" />
== Heimildir ==
* (Fuglavefurinn e.d). Sjón. Sótt af https://www1.mms.is/fuglar/frodleikur.php?id=28
* Kathleen Bachynski and Mary S. Harris. (e.d). Tyto alba. Animal Diversity Web. Sótt af https://animaldiversity.org/accounts/Tyto_alba/
* All About Birds. (2010). Bird Cams FAQ: Barn Owl Nest. Sótt af https://www.allaboutbirds.org/bird-cams-faq-barn-owl-nest/#barn-mate-choice-
* (Wildlife Journal Junior e.d). Barn Owl – Tyto Alba. Sótt af https://nhpbs.org/wild/barnowl.asp
* Jón Daði Jónsson. (2002). Hvernig fjölga fuglar sér. Vísindavefurinn. Sótt af https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2917
* Hilmar Malmquist. (2017). Brandugla. Náttúruminjasafn Íslands. Sótt af http://nmsi.is/fugl_manadarins/brandugla/
* (The Barn Owl Trust e.d). Barn Owl Facts. Sótt af https://www.barnowltrust.org.uk/barn-owl-facts/
* RED LIST. (2018) Tyto alba. Common Barn-Owl. Sótt af https://www.iucnredlist.org/species/22688504/86854321
* Tíminn Sunnudagsblað. (1969). Vizkufugl er sér vel og heyrir enn betur. Sótt af<nowiki/>https://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3558098
* Drífa Gunnarsdóttir. (2003). Af hverju sjá uglur svona vel í myrkri. Sótt af https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3169
* Barn Owl. (2018). Tyto alba. Sótt af https://en.wikipedia.org/wiki/Barn_owl
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{commonscat|Tyto alba}}
{{Wikilífverur|Tyto alba}}
[[Flokkur:Uglur]]
7r0hje0ez7p72wooneshv8qugkqsnog
1922672
1922667
2025-07-04T21:57:43Z
Sv1floki
44350
1922672
wikitext
text/x-wiki
{{yfirlestur}}
{{Taxobox
| name = Turnugla
| image = Tyto alba (Scopoli, 1769).jpg
| status = lc
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| divisio = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Uglur]] ('' Strigiformes'')
| familia = [[Kransuglur]] (''Tytonidae'')
| genus = '''''Tyto'''''
| species = '''T. alba'''
| binomial = ''Tyto alba''
| binomial_authority = ([[Giovanni Antonio Scopoli|Scopoli]], 1769)
| range_map = Combined distribution map of Tyto alba, Tyto furcata, Tyto javanica.png
| range_map_caption = Útbreiðsla Tyto alba, Tyto furcata og Tyto javanica
| synonyms = {{ubl
|''Strix alba'' (Scopoli, 1769)
|''Strix pratincola'' ([[Charles Lucien Bonaparte|Bonaparte]], 1838)
|''Tyto delicatula'' ([[John Gould|Gould]], 1837)
}}
}}
'''Turnugla''' er algengust og útbreiddust [[kransugla]]. Þær eru allt að 10 milljón talsins og finnast í öllum heimsálfum, að Suðurskautinu utantöldu.<ref>https://www.iucnredlist.org/species/22688504/86854321</ref>
== Útlit og sérkenni ==
Stuttar og stífar fjaðrir mynda hjartalaga andlit sem gefur turnuglunni blíðlegt útlit og er hennar sérkenni. Litur fjaðra er brúnn og gylltur að ofan en bringan ljós. Augun eru dökk og fætur hvítir og fiðraðir með beittum klóm sem henta vel til veiða. Meðalstærð fuglsins er um 25 cm að lengd og vænghaf er allt að 127 cm og er kvendýrið stærra og dekkra en karldýrið. Ávalir og mjúkdúna vængir og stuttur hali stuðla að uppbyggilegum og hljóðlausum flugstíl sem hentar vel til næturveiðanna. Erfitt er að segja til um líftíma en talið er að lífslíkur séu 2-4 ár.<ref name=":0">https://animaldiversity.org/accounts/Tyto_alba/</ref> Næm sjón og vítt sjónsvið gerir henni kleift að ákvarða fjarlægðir í veiðiferðum, augun geta ekki sameinað eina mynd en hún getur þó horft fram fyrir sig ef hallað er undir flatt.<ref>https://www1.mms.is/fuglar/frodleikur.php?id=28</ref> Snúningur höfuðsins er fyrirhafnarlítill sem kemur henni að gagni því eins og allir fuglar hefur hún ekki augnknött og eru augun því óhreyfanleg í augntóftunum.<ref>https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3169</ref> Augun eru einnig vel til náttveiðanna fallin, smágerðir og fiðraðir hringir umhverfis þau beina hljóðum að eyrum uglunnar.<ref name=":1">https://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3558098</ref> Fuglinn gefur frá sér hljóð sem minna á flaut, hvæs og hrotur og getur því reynst erfitt að vita af honum þar sem hljóðið er frábrugðið því sem einkennir uglu almennt.<ref name=":0" />
[[Mynd:Barn_Owl_RWD1.jpg|vinstri|thumb]]
== Þróun fuglsins ==
Allt að 35 undirtegundum turnuglunnar er hægt að þekkja í sundur á stærð og lit.<ref name=":0" /> Fundist hafa steingervingar ættarinnar sem nema um 5,5 milljónir ára en upphafleg beinabygging og holdafar hefur þróast úr tvöfaldri stærð sem hún er í dag. Ástæðan er ekki fullkunn en beinist að fæðuskorti, flugörðugleika sökum þyngdar og fáum möguleikum til skjóls sökum stærðar. Samspil þessara þriggja þátta er talin hafi ráðið líffræðilegri þróun fuglsins. Tyto alba er latneskt heiti uglunnar sem þýðir einfaldlega ‘hvít ugla‘ á góðri íslensku.<ref>https://en.wikipedia.org/wiki/Barn_owl</ref>
== Æxlun, afkvæmi og allt þar á milli ==
Meðal aldur kynþroska turnuglunnar er um eins árs og á við um bæði kyn. Uglan heldur sér yfirleitt við einn maka svo lengi sem hann er á lífi, þó nokkrar skýrslur um fjölkvæni séu fyrir hendi. Karlfuglinn vandar valið á kvenkosti sínum til undaneldis og ræðst val hans á þeirri sem prýðir flestum doppum, sem virðist hafa áhrif á líkur afkvæma til að verða ekki fyrir áhrifum sníkjudýra.<ref name=":2">https://www.allaboutbirds.org/bird-cams-faq-barn-owl-nest/#barn-mate-choice-</ref> Karlfuglinn hefur eistnapar í kviðarholinu og þaðan liggja sáðrásir í eina rás sem víkkar í sameiginlega rás fyrir þvag- æxlunar- og þarfagangsops fugla, cloaca. Kvenfuglinn hefur einn eggjaleiðara sem leiðir frá eggjastokkunum niður í cloaca.<ref name=":3">https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2917</ref> Mökunarferlið byrjar með frumkvæði karlfugls sem laðar að sér kvendýrið með köllum og eltir hana þar til bæði karl- og kvenfugl gefa frá sér skræki.<ref>https://nhpbs.org/wild/barnowl.asp</ref> Bæði kynin hafa kynop sem þau leggja saman og innvortis æxlun á sér stað á nokkrum sekúndum.<ref name=":3" /> Kvendýrið verpir að meðaltali sex eggjum og stólar á makann til fæðuöflunar á meðan hún liggur í 29-34 daga á fjaðralausum kviðnum sem leiðir hita til eggjanna. Ungarnir verða sjálfstæðir eftir 3-5 vikur eftir að þeir verða fleygir. Þar sem lífslíkur uglunnar miðast við tvö ár, verpir hún oft tvisvar sinnum á ári en varptímabilið er breytilegt og miðast við loftslag tiltekins staðar.<ref name=":0" />
[[Mynd:Barn_Owl_Marais_des_Cygnes_NWR.jpg|thumb|Unganir .Barn Owl Marais des Cygnes NWR]]
== Búsvæði ==
Turnuglur eru fremur kyrrsettar en á ekki við um allar enda fer það eftir búsvæðum sem geta verið víða. Uglan er aðlöguð bæði þéttu skóglendi og opnu svæði og dafnar uglan vel í ólíkum umhverfisaðstæðum.<ref name=":2" /> Uglan getur bæði verið ein eða í pari og heldur sér oftast kyrru fyrir á daginn en í næturlagi fer hún á veiðar. Uglan vill vera í friði í skugga og lygnir aftur augum.<ref name=":1" /> Hún gerir sér hreiður í m.a trjábolum, klettasprungum, fljótabökkum og hlöðum.<ref name=":0" />
== Fæðuval og hættur ==
[[Mynd:Barn_Owl_with_prey_Norfolk.jpg|thumb|Turnugla flýgur með bráðina]]
Turnuglan er rándýr og er líkaminn vel lagaður til þess. Uglan getur nálgast bráðina án þess að hún viti af og ræðst hún á hana með fótum sínum í 1,5-4,5 metra frá jörðu og gleypir bráðina í heilu lagi. Hún veiðir smá spendýr sér til ætis þ.e, mýs, leðurblökur og kanínur en stundum verða smærri fuglar eins og starrar og þrestir uglunni að bráð. Þekkt er að uglan geymir umframmagn fæðunnar fyrir komandi afkvæmi en ekki er ljóst hvort hún sé sérhæft eða tækifærissinnað rándýr því þó að uglan virðist vera sérhæfð í að veiða smærri spendýr getur það í raun endurspeglað þá staðreynd að þessi smádýr eru jafnframt þau líklegustu til að verða á vegi uglunnar í næturlífi hennar.<ref name=":2" /> Menn eru oftar en ekki ómeðvitaðir um ferðir turnuglunnar og er hún friðsæl almennt. Hún veiðir sér bráð sem hún ræður við án afskipta lífvera sem ná yfir hennar hæð. Uglan verður sjaldan öðrum rándýrum að bráð en þegar hætta steðjar að breiðir hún út vængina í átt að óvininum og hallar hausnum fram og aftur. Ef óvinurinn, sem er yfirleitt snákur, gefst ekki upp lætur uglan sig falla á bakið og berst með klónum.<ref name=":0" />
== Heimildir ==
* (Fuglavefurinn e.d). Sjón. Sótt af https://www1.mms.is/fuglar/frodleikur.php?id=28
* Kathleen Bachynski and Mary S. Harris. (e.d). Tyto alba. Animal Diversity Web. Sótt af https://animaldiversity.org/accounts/Tyto_alba/
* All About Birds. (2010). Bird Cams FAQ: Barn Owl Nest. Sótt af https://www.allaboutbirds.org/bird-cams-faq-barn-owl-nest/#barn-mate-choice-
* (Wildlife Journal Junior e.d). Barn Owl – Tyto Alba. Sótt af https://nhpbs.org/wild/barnowl.asp
* Jón Daði Jónsson. (2002). Hvernig fjölga fuglar sér. Vísindavefurinn. Sótt af https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2917
* Hilmar Malmquist. (2017). Brandugla. Náttúruminjasafn Íslands. Sótt af http://nmsi.is/fugl_manadarins/brandugla/
* (The Barn Owl Trust e.d). Barn Owl Facts. Sótt af https://www.barnowltrust.org.uk/barn-owl-facts/
* RED LIST. (2018) Tyto alba. Common Barn-Owl. Sótt af https://www.iucnredlist.org/species/22688504/86854321
* Tíminn Sunnudagsblað. (1969). Vizkufugl er sér vel og heyrir enn betur. Sótt af<nowiki/>https://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3558098
* Drífa Gunnarsdóttir. (2003). Af hverju sjá uglur svona vel í myrkri. Sótt af https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3169
* Barn Owl. (2018). Tyto alba. Sótt af https://en.wikipedia.org/wiki/Barn_owl
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{commonscat|Tyto alba}}
{{Wikilífverur|Tyto alba}}
[[Flokkur:Uglur]]
2tf296hqr01wyfo7nodd77oxze604v0
1922674
1922672
2025-07-04T21:58:52Z
Sv1floki
44350
1922674
wikitext
text/x-wiki
{{yfirlestur}}
{{Taxobox
| name = Turnugla
| image = Tyto alba (Scopoli, 1769).jpg
| status = lc
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| divisio = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Uglur]] ('' Strigiformes'')
| familia = [[Kransuglur]] (''Tytonidae'')
| genus = '''''Tyto'''''
| species = '''T. alba'''
| binomial = ''Tyto alba''
| binomial_authority = ([[Giovanni Antonio Scopoli|Scopoli]], 1769)
| range_map = Combined distribution map of Tyto alba, Tyto furcata, Tyto javanica.png
| range_map_caption = Útbreiðsla Tyto alba, Tyto furcata og Tyto javanica
| synonyms = {{ubl
|''Strix alba'' (Scopoli, 1769)
|''Strix pratincola'' ([[Charles Lucien Bonaparte|Bonaparte]], 1838)
|''Tyto delicatula'' ([[John Gould|Gould]], 1837)
}}
}}
'''Turnugla''' er algengust og útbreiddust [[kransugla]]. Þær eru allt að 10 milljón talsins og finnast í öllum heimsálfum, að Suðurskautinu utantöldu.<ref>https://www.iucnredlist.org/species/22688504/86854321</ref>
== Útlit og sérkenni ==
Stuttar og stífar fjaðrir mynda hjartalaga andlit sem gefur turnuglunni blíðlegt útlit og er hennar sérkenni. Litur fjaðra er brúnn og gylltur að ofan en bringan ljós. Augun eru dökk og fætur hvítir og fiðraðir með beittum klóm sem henta vel til veiða. Meðalstærð fuglsins er um 25 cm að lengd og vænghaf er allt að 127 cm og er kvendýrið stærra og dekkra en karldýrið. Ávalir og mjúkdúna vængir og stuttur hali stuðla að uppbyggilegum og hljóðlausum flugstíl sem hentar vel til næturveiðanna. Erfitt er að segja til um líftíma en talið er að lífslíkur séu 2-4 ár.<ref name=":0">https://animaldiversity.org/accounts/Tyto_alba/</ref> Næm sjón og vítt sjónsvið gerir henni kleift að ákvarða fjarlægðir í veiðiferðum, augun geta ekki sameinað eina mynd en hún getur þó horft fram fyrir sig ef hallað er undir flatt.<ref>https://www1.mms.is/fuglar/frodleikur.php?id=28</ref> Snúningur höfuðsins er fyrirhafnarlítill sem kemur henni að gagni því eins og allir fuglar hefur hún ekki augnknött og eru augun því óhreyfanleg í augntóftunum.<ref>https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3169</ref> Augun eru einnig vel til náttveiðanna fallin, smágerðir og fiðraðir hringir umhverfis þau beina hljóðum að eyrum uglunnar.<ref name=":1">https://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3558098</ref> Fuglinn gefur frá sér hljóð sem minna á flaut, hvæs og hrotur og getur því reynst erfitt að vita af honum þar sem hljóðið er frábrugðið því sem einkennir uglu almennt.<ref name=":0" />
[[Mynd:Barn_Owl_RWD1.jpg|vinstri|thumb]]
== Þróun fuglsins ==
Allt að 35 undirtegundum turnuglunnar er hægt að þekkja í sundur á stærð og lit.<ref name=":0" /> Fundist hafa steingervingar ættarinnar sem nema um 5,5 milljónir ára en upphafleg beinabygging og holdafar hefur þróast úr tvöfaldri stærð sem hún er í dag. Ástæðan er ekki fullkunn en beinist að fæðuskorti, flugörðugleika sökum þyngdar og fáum möguleikum til skjóls sökum stærðar. Samspil þessara þriggja þátta er talin hafi ráðið líffræðilegri þróun fuglsins. Tyto alba er latneskt heiti uglunnar sem þýðir einfaldlega ‘hvít ugla‘ á góðri íslensku.<ref>https://en.wikipedia.org/wiki/Barn_owl</ref>
== Æxlun, afkvæmi og allt þar á milli ==
Meðal aldur kynþroska turnuglunnar er um eins árs og á við um bæði kyn. Uglan heldur sér yfirleitt við einn maka svo lengi sem hann er á lífi, þó nokkrar skýrslur um fjölkvæni séu fyrir hendi. Karlfuglinn vandar valið á kvenkosti sínum til undaneldis og ræðst val hans á þeirri sem prýðir flestum doppum, sem virðist hafa áhrif á líkur afkvæma til að verða ekki fyrir áhrifum sníkjudýra.<ref name=":2">https://www.allaboutbirds.org/bird-cams-faq-barn-owl-nest/#barn-mate-choice-</ref> Karlfuglinn hefur eistnapar í kviðarholinu og þaðan liggja sáðrásir í eina rás sem víkkar í sameiginlega rás fyrir þvag- æxlunar- og þarfagangsops fugla, cloaca. Kvenfuglinn hefur einn eggjaleiðara sem leiðir frá eggjastokkunum niður í cloaca.<ref name=":3">https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2917</ref> Mökunarferlið byrjar með frumkvæði karlfugls sem laðar að sér kvendýrið með köllum og eltir hana þar til bæði karl- og kvenfugl gefa frá sér skræki.<ref>https://nhpbs.org/wild/barnowl.asp</ref> Bæði kynin hafa kynop sem þau leggja saman og innvortis æxlun á sér stað á nokkrum sekúndum.<ref name=":3" /> Kvendýrið verpir að meðaltali sex eggjum og stólar á makann til fæðuöflunar á meðan hún liggur í 29-34 daga á fjaðralausum kviðnum sem leiðir hita til eggjanna. Ungarnir verða sjálfstæðir eftir 3-5 vikur eftir að þeir verða fleygir. Þar sem lífslíkur uglunnar miðast við tvö ár, verpir hún oft tvisvar sinnum á ári en varptímabilið er breytilegt og miðast við loftslag tiltekins staðar.<ref name=":0" />
[[Mynd:Barn_Owl_Marais_des_Cygnes_NWR.jpg|thumb|Ungarnir. Barn Owl Marais des Cygnes NWR]]
== Búsvæði ==
Turnuglur eru fremur kyrrsettar en á ekki við um allar enda fer það eftir búsvæðum sem geta verið víða. Uglan er aðlöguð bæði þéttu skóglendi og opnu svæði og dafnar uglan vel í ólíkum umhverfisaðstæðum.<ref name=":2" /> Uglan getur bæði verið ein eða í pari og heldur sér oftast kyrru fyrir á daginn en í næturlagi fer hún á veiðar. Uglan vill vera í friði í skugga og lygnir aftur augum.<ref name=":1" /> Hún gerir sér hreiður í m.a trjábolum, klettasprungum, fljótabökkum og hlöðum.<ref name=":0" />
== Fæðuval og hættur ==
[[Mynd:Barn_Owl_with_prey_Norfolk.jpg|thumb|Turnugla flýgur með bráðina]]
Turnuglan er rándýr og er líkaminn vel lagaður til þess. Uglan getur nálgast bráðina án þess að hún viti af og ræðst hún á hana með fótum sínum í 1,5-4,5 metra frá jörðu og gleypir bráðina í heilu lagi. Hún veiðir smá spendýr sér til ætis þ.e, mýs, leðurblökur og kanínur en stundum verða smærri fuglar eins og starrar og þrestir uglunni að bráð. Þekkt er að uglan geymir umframmagn fæðunnar fyrir komandi afkvæmi en ekki er ljóst hvort hún sé sérhæft eða tækifærissinnað rándýr því þó að uglan virðist vera sérhæfð í að veiða smærri spendýr getur það í raun endurspeglað þá staðreynd að þessi smádýr eru jafnframt þau líklegustu til að verða á vegi uglunnar í næturlífi hennar.<ref name=":2" /> Menn eru oftar en ekki ómeðvitaðir um ferðir turnuglunnar og er hún friðsæl almennt. Hún veiðir sér bráð sem hún ræður við án afskipta lífvera sem ná yfir hennar hæð. Uglan verður sjaldan öðrum rándýrum að bráð en þegar hætta steðjar að breiðir hún út vængina í átt að óvininum og hallar hausnum fram og aftur. Ef óvinurinn, sem er yfirleitt snákur, gefst ekki upp lætur uglan sig falla á bakið og berst með klónum.<ref name=":0" />
== Heimildir ==
* (Fuglavefurinn e.d). Sjón. Sótt af https://www1.mms.is/fuglar/frodleikur.php?id=28
* Kathleen Bachynski and Mary S. Harris. (e.d). Tyto alba. Animal Diversity Web. Sótt af https://animaldiversity.org/accounts/Tyto_alba/
* All About Birds. (2010). Bird Cams FAQ: Barn Owl Nest. Sótt af https://www.allaboutbirds.org/bird-cams-faq-barn-owl-nest/#barn-mate-choice-
* (Wildlife Journal Junior e.d). Barn Owl – Tyto Alba. Sótt af https://nhpbs.org/wild/barnowl.asp
* Jón Daði Jónsson. (2002). Hvernig fjölga fuglar sér. Vísindavefurinn. Sótt af https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2917
* Hilmar Malmquist. (2017). Brandugla. Náttúruminjasafn Íslands. Sótt af http://nmsi.is/fugl_manadarins/brandugla/
* (The Barn Owl Trust e.d). Barn Owl Facts. Sótt af https://www.barnowltrust.org.uk/barn-owl-facts/
* RED LIST. (2018) Tyto alba. Common Barn-Owl. Sótt af https://www.iucnredlist.org/species/22688504/86854321
* Tíminn Sunnudagsblað. (1969). Vizkufugl er sér vel og heyrir enn betur. Sótt af<nowiki/>https://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3558098
* Drífa Gunnarsdóttir. (2003). Af hverju sjá uglur svona vel í myrkri. Sótt af https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3169
* Barn Owl. (2018). Tyto alba. Sótt af https://en.wikipedia.org/wiki/Barn_owl
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{commonscat|Tyto alba}}
{{Wikilífverur|Tyto alba}}
[[Flokkur:Uglur]]
n432psbgafxpuf0zn06tsbx1s7wy5f7
COVID-19
0
156197
1922655
1852202
2025-07-04T17:33:30Z
Óskadddddd
83612
Snurfus
1922655
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Fphar-11-00937-g001.jpg|thumb|Einkenni COVID-19]]
[[Mynd:Coronavirus SARS-CoV-2.jpg|thumb|Tölvugerð mynd af kórónuveirunni í rafeindasmásjá.]]
'''COVID-19''' er [[smitsjúkdómur]] af völdum [[Kórónaveira|kórónuveirunnar]] [[SARS-CoV-2]]. COVID-19 kom upp í [[Wuhan]] héraði í [[Kína]] síðla árs [[2019]] og varð að [[Covid-19 faraldurinn|kórónaveiruheimsfaraldri árið 2020]].
Veiran sem veldur COVID-19 breiðist aðallega út í gegnum úðadropa sem myndast þegar smitaður einstaklingur hóstar, hnerrar eða andar frá sér og smitast í gegnum augu, nef, munn eða kynfæri. Sjúkdómurinn hefur mismunandi áhrif eftir einstaklingum. Flestir þeir sem sýkjast fá væg eða miðlungsmikil einkenni. Sumir eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega en aðrir, hættan eykst með aldri. Þeir sem eru 60 ára og eldri eru í aukinni hættu á að fá alvarleg einkenni. Alls hafa um 7 milljónir látist úr sjúkdóminum, svo staðfest sé, og 775 milljónir smitast í faraldrinum, en þessar tölur eru vissulega vanmetnar. Í þróunarlöndum er illa haldið utan um smit og dauðsföll.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/17/15-milljonir-latist-ur-covid-19 15 milljónir látist úr covid] RÚV, sótt 17/4 2022</ref>
Á meðan faraldurinn gekk yfir var mikil áhersla lögð á hreinlæti, svo sem [[handþvottur|handþvott]], [[spritt]] og grímunotkun eða félagsforðun. Barir og líkamsræktarstaðir lokuðu ásamt fleiru. Einnig var sett samkomubann fyrir stærri viðburði. Þá var mælt með því að almenningur héldi 2 metra fjarlægð milli sín. Sóttkví var einnig beitt fyrir þá sem annaðhvort voru í návígi við smitaðan einstakling eða fyrir þá sem komu frá hættusvæðum.
Fyrsta tilvik sjúkdómsins á Íslandi greindist þann [[28. febrúar]] [[2020]].<ref>{{Cite web|date=2020-02-28|title=Fyrsta tilfelli COVID-19 greint á Íslandi|url=https://www.ruv.is/frett/fyrsta-tilfelli-covid-19-greint-a-islandi|access-date=2021-10-07|website=RÚV.is|language=is}}</ref> Þann 17. mars voru smitin 199 á [[Ísland|Íslandi]]. Um miðjan ágúst voru greind smit á Íslandi orðin um 2000 og dauðsföll vegna veirunnar 10 talsins. Sjúkdómurinn var í rénun frá lok apríl og aðeins 8 smit greindust í maí. Hins vegar fjölgaði smitum aftur um mitt sumar og aftur um haustið. Þriðja bylgja faraldursins hófst þann 11. september 2020.<ref>{{Vefheimild|url=https://kjarninn.is/skyring/2020-09-30-thridja-bylgjan-thetta-verdur-ha-tala-thad-er-alveg-ljost/|titill=Þriðja bylgjan: „Þetta verður há tala, það er alveg ljóst“|höfundur=Sunna Ósk Logadóttir|útgefandi=Kjarninn|mánuður=október|ár=2020|mánuðurskoðað=október|árskoðað=2020|safnár=}}</ref> Um miðjan október lést fyrsta manneskjan í þriðju bylgjunni úr Covid-19.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2020/10/16/lest-af-voldum-covid-19-a-landspitala|titill=Lést af völdum Covid-19 á Landspítala|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|útgefandi=RÚV|mánuður=október|ár=2020|mánuðurskoðað=október|árskoðað=2020|safnár=}}</ref> Hópsmit kom upp á Landakotsspítala og létust 13 af völdum þess.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar|titill=Tölulegar upplýsingar|höfundur=|útgefandi=Embætti landlæknis og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra|mánuður=október|ár=2020|mánuðurskoðað=október|árskoðað=2020|safnár=}}</ref> 250 hafa alls látist á Íslandi og um 209.000 smitast eða um 56% landsmanna.
Í Bretlandi, þann 8. desember 2020, fékk fyrsti einstaklingurinn í heiminum bólusetningu, sú sprauta kom frá [[Pfizer]]. Á Íslandi fékk fyrsti einstaklingurinn sprautu þann 29. desember 2020. Önnur samþykkt bóluefni ásamt Pfizer voru m.a. Moderna og AstraZeneca.
==Tengt efni==
* [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–]]
==Tenglar==
* [https://www.visindavefur.is/svar.php?id=78940 Hvaðan kom COVID-19 veiran? - Vísindavefurinn]
* [https://www.covid.is/ Upplýsingasíða embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra um COVID-19] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20200402162708/https://www.covid.is/ |date=2020-04-02 }}
* [https://covid.hi.is/ Spálíkan um fjölda tilvika og álag á heilbrigðisþjónustu]
* [https://www.landlaeknir.is/koronaveira/ Kórónaveira (Upplýsingasíður Landlæknisembættis)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20200228175205/https://www.landlaeknir.is/koronaveira/ |date=2020-02-28 }}
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Veirusjúkdómar]]
coh63c1his4gm2qjtj2xur07v73q1xj
1922656
1922655
2025-07-04T17:35:00Z
Óskadddddd
83612
1922656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Fphar-11-00937-g001.jpg|thumb|Starfsemi COVID-19]]
[[Mynd:Symptoms_of_coronavirus_disease_2019_4.0.svg|thumb|Einkenni COVID-19]]
[[Mynd:Coronavirus SARS-CoV-2.jpg|thumb|Tölvugerð mynd af kórónuveirunni í rafeindasmásjá.]]
'''COVID-19''' er [[smitsjúkdómur]] af völdum [[Kórónaveira|kórónuveirunnar]] [[SARS-CoV-2]]. COVID-19 kom upp í [[Wuhan]] héraði í [[Kína]] síðla árs [[2019]] og varð að [[Covid-19 faraldurinn|kórónaveiruheimsfaraldri árið 2020]].
Veiran sem veldur COVID-19 breiðist aðallega út í gegnum úðadropa sem myndast þegar smitaður einstaklingur hóstar, hnerrar eða andar frá sér og smitast í gegnum augu, nef, munn eða kynfæri. Sjúkdómurinn hefur mismunandi áhrif eftir einstaklingum. Flestir þeir sem sýkjast fá væg eða miðlungsmikil einkenni. Sumir eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega en aðrir, hættan eykst með aldri. Þeir sem eru 60 ára og eldri eru í aukinni hættu á að fá alvarleg einkenni. Alls hafa um 7 milljónir látist úr sjúkdóminum, svo staðfest sé, og 775 milljónir smitast í faraldrinum, en þessar tölur eru vissulega vanmetnar. Í þróunarlöndum er illa haldið utan um smit og dauðsföll.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/17/15-milljonir-latist-ur-covid-19 15 milljónir látist úr covid] RÚV, sótt 17/4 2022</ref>
Á meðan faraldurinn gekk yfir var mikil áhersla lögð á hreinlæti, svo sem [[handþvottur|handþvott]], [[spritt]] og grímunotkun eða félagsforðun. Barir og líkamsræktarstaðir lokuðu ásamt fleiru. Einnig var sett samkomubann fyrir stærri viðburði. Þá var mælt með því að almenningur héldi 2 metra fjarlægð milli sín. Sóttkví var einnig beitt fyrir þá sem annaðhvort voru í návígi við smitaðan einstakling eða fyrir þá sem komu frá hættusvæðum.
Fyrsta tilvik sjúkdómsins á Íslandi greindist þann [[28. febrúar]] [[2020]].<ref>{{Cite web|date=2020-02-28|title=Fyrsta tilfelli COVID-19 greint á Íslandi|url=https://www.ruv.is/frett/fyrsta-tilfelli-covid-19-greint-a-islandi|access-date=2021-10-07|website=RÚV.is|language=is}}</ref> Þann 17. mars voru smitin 199 á [[Ísland|Íslandi]]. Um miðjan ágúst voru greind smit á Íslandi orðin um 2000 og dauðsföll vegna veirunnar 10 talsins. Sjúkdómurinn var í rénun frá lok apríl og aðeins 8 smit greindust í maí. Hins vegar fjölgaði smitum aftur um mitt sumar og aftur um haustið. Þriðja bylgja faraldursins hófst þann 11. september 2020.<ref>{{Vefheimild|url=https://kjarninn.is/skyring/2020-09-30-thridja-bylgjan-thetta-verdur-ha-tala-thad-er-alveg-ljost/|titill=Þriðja bylgjan: „Þetta verður há tala, það er alveg ljóst“|höfundur=Sunna Ósk Logadóttir|útgefandi=Kjarninn|mánuður=október|ár=2020|mánuðurskoðað=október|árskoðað=2020|safnár=}}</ref> Um miðjan október lést fyrsta manneskjan í þriðju bylgjunni úr Covid-19.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2020/10/16/lest-af-voldum-covid-19-a-landspitala|titill=Lést af völdum Covid-19 á Landspítala|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|útgefandi=RÚV|mánuður=október|ár=2020|mánuðurskoðað=október|árskoðað=2020|safnár=}}</ref> Hópsmit kom upp á Landakotsspítala og létust 13 af völdum þess.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar|titill=Tölulegar upplýsingar|höfundur=|útgefandi=Embætti landlæknis og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra|mánuður=október|ár=2020|mánuðurskoðað=október|árskoðað=2020|safnár=}}</ref> 250 hafa alls látist á Íslandi og um 209.000 smitast eða um 56% landsmanna.
Í Bretlandi, þann 8. desember 2020, fékk fyrsti einstaklingurinn í heiminum bólusetningu, sú sprauta kom frá [[Pfizer]]. Á Íslandi fékk fyrsti einstaklingurinn sprautu þann 29. desember 2020. Önnur samþykkt bóluefni ásamt Pfizer voru m.a. Moderna og AstraZeneca.
==Tengt efni==
* [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–]]
==Tenglar==
* [https://www.visindavefur.is/svar.php?id=78940 Hvaðan kom COVID-19 veiran? - Vísindavefurinn]
* [https://www.covid.is/ Upplýsingasíða embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra um COVID-19] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20200402162708/https://www.covid.is/ |date=2020-04-02 }}
* [https://covid.hi.is/ Spálíkan um fjölda tilvika og álag á heilbrigðisþjónustu]
* [https://www.landlaeknir.is/koronaveira/ Kórónaveira (Upplýsingasíður Landlæknisembættis)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20200228175205/https://www.landlaeknir.is/koronaveira/ |date=2020-02-28 }}
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Veirusjúkdómar]]
hejra8hk88yp342i9yd4488b0ibwxgs
1922657
1922656
2025-07-04T17:37:12Z
Óskadddddd
83612
1922657
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Fphar-11-00937-g001.jpg|thumb|Starfsemi COVID-19]]
[[Mynd:Symptoms_of_coronavirus_disease_2019_4.0.svg|thumb|Einkenni COVID-19]]
[[Mynd:Coronavirus SARS-CoV-2.jpg|thumb|Tölvugerð mynd af kórónuveirunni í rafeindasmásjá.]]
'''COVID-19''' er [[smitsjúkdómur]] af völdum [[Kórónaveira|kórónuveirunnar]] [[SARS-CoV-2]]. COVID-19 kom upp í [[Wuhan|Wuhan-héraði]], í [[Kína]], síðla árs [[2019]] og varð að [[Covid-19 faraldurinn|kórónaveiruheimsfaraldri árið 2020]].
Veiran sem veldur COVID-19 breiðist aðallega út í gegnum úðadropa sem myndast þegar smitaður einstaklingur hóstar, hnerrar eða andar frá sér og smitast í gegnum augu, nef, munn eða kynfæri. Sjúkdómurinn hefur mismunandi áhrif eftir einstaklingum. Flestir þeir sem sýkjast fá væg eða miðlungsmikil einkenni. Sumir eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega en aðrir, hættan eykst með aldri. Þeir sem eru 60 ára og eldri eru í aukinni hættu á að fá alvarleg einkenni. Alls hafa um 7 milljónir látist úr sjúkdóminum, svo staðfest sé, og 775 milljónir smitast í faraldrinum, en þessar tölur eru vissulega vanmetnar. Í þróunarlöndum er illa haldið utan um smit og dauðsföll.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/17/15-milljonir-latist-ur-covid-19 15 milljónir látist úr covid] RÚV, sótt 17/4 2022</ref>
Á meðan faraldurinn gekk yfir var mikil áhersla lögð á hreinlæti, svo sem [[handþvottur|handþvott]], [[spritt]] og grímunotkun eða félagsforðun. Barir og líkamsræktarstaðir lokuðu ásamt fleiru. Einnig var sett samkomubann fyrir stærri viðburði. Þá var mælt með því að almenningur héldi 2 metra fjarlægð milli sín. Sóttkví var einnig beitt fyrir þá sem annaðhvort voru í návígi við smitaðan einstakling eða fyrir þá sem komu frá hættusvæðum.
Fyrsta tilvik sjúkdómsins á Íslandi greindist þann [[28. febrúar]] [[2020]].<ref>{{Cite web|date=2020-02-28|title=Fyrsta tilfelli COVID-19 greint á Íslandi|url=https://www.ruv.is/frett/fyrsta-tilfelli-covid-19-greint-a-islandi|access-date=2021-10-07|website=RÚV.is|language=is}}</ref> Þann 17. mars voru smitin 199 á [[Ísland|Íslandi]]. Um miðjan ágúst voru greind smit á Íslandi orðin um 2000 og dauðsföll vegna veirunnar 10 talsins. Sjúkdómurinn var í rénun frá lok apríl og aðeins 8 smit greindust í maí. Hins vegar fjölgaði smitum aftur um mitt sumar og aftur um haustið. Þriðja bylgja faraldursins hófst þann 11. september 2020.<ref>{{Vefheimild|url=https://kjarninn.is/skyring/2020-09-30-thridja-bylgjan-thetta-verdur-ha-tala-thad-er-alveg-ljost/|titill=Þriðja bylgjan: „Þetta verður há tala, það er alveg ljóst“|höfundur=Sunna Ósk Logadóttir|útgefandi=Kjarninn|mánuður=október|ár=2020|mánuðurskoðað=október|árskoðað=2020|safnár=}}</ref> Um miðjan október lést fyrsta manneskjan í þriðju bylgjunni úr Covid-19.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2020/10/16/lest-af-voldum-covid-19-a-landspitala|titill=Lést af völdum Covid-19 á Landspítala|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|útgefandi=RÚV|mánuður=október|ár=2020|mánuðurskoðað=október|árskoðað=2020|safnár=}}</ref> Hópsmit kom upp á Landakotsspítala og létust 13 af völdum þess.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar|titill=Tölulegar upplýsingar|höfundur=|útgefandi=Embætti landlæknis og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra|mánuður=október|ár=2020|mánuðurskoðað=október|árskoðað=2020|safnár=}}</ref> 250 hafa alls látist á Íslandi og um 209.000 smitast eða um 56% landsmanna.
Í Bretlandi, þann 8. desember 2020, fékk fyrsti einstaklingurinn í heiminum bólusetningu, sú sprauta kom frá [[Pfizer]]. Á Íslandi fékk fyrsti einstaklingurinn sprautu þann 29. desember 2020. Önnur samþykkt bóluefni ásamt Pfizer voru m.a. Moderna og AstraZeneca.
==Tengt efni==
* [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–]]
==Tenglar==
* [https://www.visindavefur.is/svar.php?id=78940 Hvaðan kom COVID-19 veiran? - Vísindavefurinn]
* [https://www.covid.is/ Upplýsingasíða embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra um COVID-19] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20200402162708/https://www.covid.is/ |date=2020-04-02 }}
* [https://covid.hi.is/ Spálíkan um fjölda tilvika og álag á heilbrigðisþjónustu]
* [https://www.landlaeknir.is/koronaveira/ Kórónaveira (Upplýsingasíður Landlæknisembættis)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20200228175205/https://www.landlaeknir.is/koronaveira/ |date=2020-02-28 }}
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Veirusjúkdómar]]
3fbscw4ofc7qhdnw7b4wraf4gfgfha3
Larbi Benbarek
0
160877
1922690
1796078
2025-07-05T01:32:12Z
TKSnaevarr
53243
1922690
wikitext
text/x-wiki
'''Larbi Benbarek''', '''Ben Barek''' eða '''Ben M'barek''' ([[16. júní]] [[1917]] – [[16. september]] [[1992]]) var knattspyrnumaður frá [[Marokkó]] en með [[Frakkland|franskt]] ríkisfang sem varð fyrsta þeldökka stórstjarnan í evrópskri knattspyrnu. Hann lék við góðan orðstír í Frakklandi og [[Spánn|Spáni]] áður en hann sneri aftur til heimalandsins, þar sem hann stýrði m.a. landsliðinu. Viðurnefni hans var ''Svarta perlan''.
==Ævi og ferill==
Benbarek fæddist í [[Casablanca]] sem þá tilheyrði Frakklandi. Hann hóf kornungur að leika með meistaraflokki og varð þegar eftirlæti áhorfenda. Tvítugur hélt hann til Frakklands og gekk til liðs við [[Olympique de Marseille]] árið 1938. Þar vakti hann þegar athygli fyrir tæknilega færni sína, en [[síðari heimsstyrjöldin|heimsstyrjöldin]] varð til þess að hann þurfti að snúa aftur til Marokkó þar sem hann lék til 1945.
Frá 1945-48 var hann í herbúðum franska liðsins [[Stade Français]] þar sem hann vann hug og hjörtu fótboltaáhugamanna. Hann varð fyrsti en fráleitt síðasti þeldökki knattspyrnumaðurinn til að fá viðurnefnið ''Svarta perlan''. Á þær mundir lék [[Albert Guðmundsson]] í Frakklandi og léku íþróttafréttamenn sér að því að bera þá tvo saman og var Albert stundum kallaður ''Hvíta perlan'' til að undirstrika þann samanburð.
Spænska stórliðið [[Atlético Madrid]] fékk Benbarek til liðs við sig árið 1948 og lék þar næstu fimm árin. Með hann innanborðs varð félagið tvívegis [[La Liga|Spánarmeistari]]. Frá Spáni hélt Benbarek á ný til Marseille og því næst aftur til Marokkó uns hann lagði skóna á hilluna árið 1956, nærri fertugur að aldri.
Benbarek lék þrjá landsleiki fyrir [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]] fyrir tvítugt og svo sautján leiki fyrir [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]], þann síðasta árið 1954, þá 37 ára að aldri. Síðar átti hann eftir að stýra landsliði fósturjarðar sinnar í tvígang.
Árið 1998, sex árum eftir dauða Benbarek, var honum veitt æðsta heiðursmerki sem [[FIFA]] veitir knattspyrnufólki.
{{DEFAULTSORT:Benbarek, Larbi}}
{{fd|1917|1992}}
[[Flokkur:Franskir knattspyrnumenn]]
[[Flokkur:Marokkóskir knattspyrnumenn]]
50qie23wyufe6bi6r5syerobveuemjv
Tadao Kashio
0
161539
1922688
1920943
2025-07-05T01:31:31Z
TKSnaevarr
53243
1922688
wikitext
text/x-wiki
'''Tadao Kashio''' ([[26. nóvember]] [[1917]] – [[4. mars]] [[1993]]), fæddur í [[Nankoku]], var japanskur kaupsýslumaður og verkfræðingur, stofnandi fyrirtækisins Casio.
Hann stofnaði Kashio Seisakujo skömmu eftir stríðslok í apríl 1946 og var forstjóri fyrirtækisins 1960 - 1988. Honum tókst að gera Casio að vel reknu og ábatasömu fyrirtæki á eftirstríðsárunum. Undir hans stjórn náði fyrirtækið fótfestu á erlendum mörkuðum á vörum eins og úrum, peningakössum, hátölurum, skermum og öðrum áhöldum fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
== Æfiferill ==
=== Uppruni og æska ===
Tadao var annað barn Shigeru og Kiyono Kashio. Hann fæddist í bænum Kureta-mura, þar er nú borgin Nankoku, í héraðinu Kōchi. Faðir hans var hrísgrjónabóndi, hann flutti til Tókíó með fjölskyldu sína til að vinna sem verkamaður og hjálpa til við endurreisn borgarinnar eftir stóran jarðskjálfta (stóri jarðskjálftinn af Kantō árið 1923).<ref name="KTNY">{{cita news|lingua=en|url=https://www.nytimes.com/2018/06/20/obituaries/kazuo-kashio-founder-casio-computer-dies-at-89.html|titolo=Kazuo Kashio, a Founder of Casio Computer, Dies at 89|editore=[[The New York Times]]|data=20 giugno 2018|accesso=29 giugno 2018}}</ref> Með hóflegar tekjur, notaðist pabbi hans Shigeru við almenningssamgöngur, í og úr vinnu, til að spara peninga til að borga fyrir menntun sona sinna.
=== Upphaf viðskiptaferils og hjónaband ===
Eftir að hafa tekið próf í verkfræði, fann Kashio starf sem umsjónarmarður og uppfinningamaður við stöð sem gerði litla tæknilega hlut í útvörp. Þótti hann strax sýna færni í starfi. Hann hafði áhuga á að liðsinna þjóð sinni í striðinu og setti upp einkerekið fyrirtæki sem framleiddi útbúnað í flugvélar eða flugvélahluta.
Árið 1943 kvæntist hann Shige Noguchi og með henni eignaðist hann 4 börn, 3 dætur og 1 son.
=== Upphaf Casio ===
Í apríl 1946 stofnaði Kashio í Tókíó fyrirtæki sitt Kashio Seisakujo sem framleiddi rafmagnsvörur.
Fyrsta varan sem var framleidd af fyrirtækinu var hlutur sem kallaður var tubo yubiwa, einskonar hringur sem geymdi sígarettur og þá hægt að nota báðar hendur og reykja samtímis.
Á tímabili þar sem Japan var í sárum eftir stríðið þóttu sígarettur einskonar lúxusvara en sala á þessum sígarettuhringjum gekk vel.<ref name="KTNY"/>
Á fyrstu árum fyrirtækisins var mikilvæg aðstoð þriggja yngri bræðra Tadao, Toshio (1925-2012), Kazuo (1929-2018) og Yukio (1930).
Faðirinn var á hinn bógin þessi fyrstu ár forstjóri viðskiptafélagsins.
Eftir að hafa séð vasareikni á fyrstu vörusýningunni, í Ginza-hverfinu í Tókíó árið 1949, ákváðu bræðurnir að nota gróðann af sígarettuhringnum til að þróa sinn eiginn vasareikni.
Flestir vasareiknar á þessum tíma notuðu gírabúnað og mátti setja af stað með handafli eða með litlum rafmagns-mótor.
Toshio hafði bestu þekkinguna á rafeindabúnaði og ákvað að búa til vasareikna með svonefndum solenoíðum. Þessi skrifborðsreiknir var tilbúin 1954 og var fyrsti rafmagnsvasareiknirinn sem framleiddur var í Japan.
Árið [[1957]] endurnefndu bræðurnir fyrirtækið frá Kashio Seisakujo til Casio: var þetta liður í að gera nafnið vestrænna í markaðssetningu.<ref name="KTNY"/>
Þegar faðirinn deyr árið [[1960]], verur Tadao forstjóri i hans stað.
Undir hans stjórn verður Casio mikilvægt fyrirtæki á alþjóðavettvangi á sviði rafmagnsvara.<ref>{{cita news|lingua=en|autore=Yuri Kageyama|url=https://www.washingtonpost.com/local/obituaries/kazuo-kashio-co-founder-of-casio-electronics-company-dies-at-89/2018/06/20/f5168ac2-749d-11e8-9780-b1dd6a09b549_story.html?noredirect=on&utm_term=.300dca6ff25f|titolo=Kazuo Kashio, co-founder of Casio electronics company, dies at 89|editore=[[The Washington Post]]|data=20 giugno 2018|accesso=29 giugno 2018}}</ref><ref name="Lambert">{{cita news|lingua=en|autore=Bruce Lambert|url=https://www.nytimes.com/1993/03/06/world/tadao-kashio-75-co-founded-and-led-casio-computer-co.html|titolo=Tadao Kashio, 75; Co-founded and Led Casio Computer Co.|editore=[[The New York Times]]|data=6 marzo 1993|accesso=29 giugno 2018}}</ref>
Tadao gerði sjálfur margar úrbæutur á framleiðsluvörunum, notandi þekkingu sína í verkfræði, og þökk sé áhuga hans á tónlist hafði hann persónulega umsjón með þróun sinþesítore eða hljóðgervla.<ref name="Lambert"/>
Kashio starfaði sem forstjóri fyrirtækisins þar til hann settist í helgan stein árið [[1988]], og tók þá bróðir hans Kazuo við því starfi.
=== Síðustu ár ===
Eftir að hafa látið af starfi forstjóra og látið það bróður sínum Kazuo eftir, hélt hann þó áfram af vinna sem ráðgjafi.
Hann dó á spítala í Tókíó af lungnaveiki 4 mars 1993, 75 ára að aldri.
== Tengill ==
https://astrumpeople.com/tadao-kashio-biography/ {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210123163556/https://astrumpeople.com/tadao-kashio-biography/ |date=2021-01-23 }} Saga Casíó með mynd af Tadao
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{DEFAULTSORT:Kashio, Tadao}}
{{fd|1917|1993}}
[[Flokkur:Japanskir athafnamenn]]
sjg9dftqqylopzy4ek09q1mi8mcva9u
1922689
1922688
2025-07-05T01:31:43Z
TKSnaevarr
53243
1922689
wikitext
text/x-wiki
'''Tadao Kashio''' ([[26. nóvember]] [[1917]] – [[4. mars]] [[1993]]), fæddur í [[Nankoku]], var japanskur kaupsýslumaður og verkfræðingur, stofnandi fyrirtækisins Casio.
Hann stofnaði Kashio Seisakujo skömmu eftir stríðslok í apríl 1946 og var forstjóri fyrirtækisins 1960 - 1988. Honum tókst að gera Casio að vel reknu og ábatasömu fyrirtæki á eftirstríðsárunum. Undir hans stjórn náði fyrirtækið fótfestu á erlendum mörkuðum á vörum eins og úrum, peningakössum, hátölurum, skermum og öðrum áhöldum fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
== Æfiferill ==
=== Uppruni og æska ===
Tadao var annað barn Shigeru og Kiyono Kashio. Hann fæddist í bænum Kureta-mura, þar er nú borgin Nankoku, í héraðinu Kōchi. Faðir hans var hrísgrjónabóndi, hann flutti til Tókíó með fjölskyldu sína til að vinna sem verkamaður og hjálpa til við endurreisn borgarinnar eftir stóran jarðskjálfta (stóri jarðskjálftinn af Kantō árið 1923).<ref name="KTNY">{{cita news|lingua=en|url=https://www.nytimes.com/2018/06/20/obituaries/kazuo-kashio-founder-casio-computer-dies-at-89.html|titolo=Kazuo Kashio, a Founder of Casio Computer, Dies at 89|editore=[[The New York Times]]|data=20 giugno 2018|accesso=29 giugno 2018}}</ref> Með hóflegar tekjur, notaðist pabbi hans Shigeru við almenningssamgöngur, í og úr vinnu, til að spara peninga til að borga fyrir menntun sona sinna.
=== Upphaf viðskiptaferils og hjónaband ===
Eftir að hafa tekið próf í verkfræði, fann Kashio starf sem umsjónarmarður og uppfinningamaður við stöð sem gerði litla tæknilega hlut í útvörp. Þótti hann strax sýna færni í starfi. Hann hafði áhuga á að liðsinna þjóð sinni í striðinu og setti upp einkerekið fyrirtæki sem framleiddi útbúnað í flugvélar eða flugvélahluta.
Árið 1943 kvæntist hann Shige Noguchi og með henni eignaðist hann 4 börn, 3 dætur og 1 son.
=== Upphaf Casio ===
Í apríl 1946 stofnaði Kashio í Tókíó fyrirtæki sitt Kashio Seisakujo sem framleiddi rafmagnsvörur.
Fyrsta varan sem var framleidd af fyrirtækinu var hlutur sem kallaður var tubo yubiwa, einskonar hringur sem geymdi sígarettur og þá hægt að nota báðar hendur og reykja samtímis.
Á tímabili þar sem Japan var í sárum eftir stríðið þóttu sígarettur einskonar lúxusvara en sala á þessum sígarettuhringjum gekk vel.<ref name="KTNY"/>
Á fyrstu árum fyrirtækisins var mikilvæg aðstoð þriggja yngri bræðra Tadao, Toshio (1925-2012), Kazuo (1929-2018) og Yukio (1930).
Faðirinn var á hinn bógin þessi fyrstu ár forstjóri viðskiptafélagsins.
Eftir að hafa séð vasareikni á fyrstu vörusýningunni, í Ginza-hverfinu í Tókíó árið 1949, ákváðu bræðurnir að nota gróðann af sígarettuhringnum til að þróa sinn eiginn vasareikni.
Flestir vasareiknar á þessum tíma notuðu gírabúnað og mátti setja af stað með handafli eða með litlum rafmagns-mótor.
Toshio hafði bestu þekkinguna á rafeindabúnaði og ákvað að búa til vasareikna með svonefndum solenoíðum. Þessi skrifborðsreiknir var tilbúin 1954 og var fyrsti rafmagnsvasareiknirinn sem framleiddur var í Japan.
Árið [[1957]] endurnefndu bræðurnir fyrirtækið frá Kashio Seisakujo til Casio: var þetta liður í að gera nafnið vestrænna í markaðssetningu.<ref name="KTNY"/>
Þegar faðirinn deyr árið [[1960]], verur Tadao forstjóri i hans stað.
Undir hans stjórn verður Casio mikilvægt fyrirtæki á alþjóðavettvangi á sviði rafmagnsvara.<ref>{{cita news|lingua=en|autore=Yuri Kageyama|url=https://www.washingtonpost.com/local/obituaries/kazuo-kashio-co-founder-of-casio-electronics-company-dies-at-89/2018/06/20/f5168ac2-749d-11e8-9780-b1dd6a09b549_story.html?noredirect=on&utm_term=.300dca6ff25f|titolo=Kazuo Kashio, co-founder of Casio electronics company, dies at 89|editore=[[The Washington Post]]|data=20 giugno 2018|accesso=29 giugno 2018}}</ref><ref name="Lambert">{{cita news|lingua=en|autore=Bruce Lambert|url=https://www.nytimes.com/1993/03/06/world/tadao-kashio-75-co-founded-and-led-casio-computer-co.html|titolo=Tadao Kashio, 75; Co-founded and Led Casio Computer Co.|editore=[[The New York Times]]|data=6 marzo 1993|accesso=29 giugno 2018}}</ref>
Tadao gerði sjálfur margar úrbæutur á framleiðsluvörunum, notandi þekkingu sína í verkfræði, og þökk sé áhuga hans á tónlist hafði hann persónulega umsjón með þróun sinþesítore eða hljóðgervla.<ref name="Lambert"/>
Kashio starfaði sem forstjóri fyrirtækisins þar til hann settist í helgan stein árið [[1988]], og tók þá bróðir hans Kazuo við því starfi.
=== Síðustu ár ===
Eftir að hafa látið af starfi forstjóra og látið það bróður sínum Kazuo eftir, hélt hann þó áfram af vinna sem ráðgjafi.
Hann dó á spítala í Tókíó af lungnaveiki 4 mars 1993, 75 ára að aldri.
== Tengill ==
https://astrumpeople.com/tadao-kashio-biography/ {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210123163556/https://astrumpeople.com/tadao-kashio-biography/ |date=2021-01-23 }} Saga Casíó með mynd af Tadao
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{DEFAULTSORT:Kashio, Tadao}}
{{fd|1917|1993}}
[[Flokkur:Japanskir athafnamenn]]
b3svijsq88x925xpakono03qpq7oo5d
Notandi:Óskadddddd/sandkassi
2
166621
1922652
1873581
2025-07-04T17:14:40Z
Óskadddddd
83612
Tæmdi síðuna
1922652
wikitext
text/x-wiki
phoiac9h4m842xq45sp7s6u21eteeq1
William Petty
0
169326
1922685
1919124
2025-07-05T01:15:47Z
TKSnaevarr
53243
1922685
wikitext
text/x-wiki
{{sjá|William Petty, 2. jarlinn af Shelburne|breska forsætisráðherrann.}}
[[Mynd:Sir William Petty by Isaac Fuller.jpg|thumb|William Petty]]
'''William Petty''' (26.maí 1623 - 16.desember 1687) var enskur hagfræðingur, vísindamaður og heimspekingur. Petty var meðlimur í [[Konunglega breska vísindafélagið|konunglega breska vísindafélaginu]]. Petty var atkvæðamikill í stjórnmálum í valdatíð [[Oliver Cromwell]], [[Karl 2. Englandskonungur|Karls II]], og [[Jakob 2. Englandskonungur|Jakobs II]]. <ref>Medema og Samuels, (2003)</ref>
==Æviágrip==
Lífsferill Petty var mjög skrautlegur. Hann ólst upp í Romsey á Englandi en þar ráku faðir hans og afi vefnaðarvöruviðskipti, en hljópst 13 ára gamall að heiman. Eftir ár á sjó endaði hann í [[Jesúítareglan|Jesúítaskóla]] í [[Caen]] í Frakklandi, þar sem hann vakti athygli fyrir gáfur sínar og fróðleiksfýsn. Að námi loknu snéri Petty til Englands og eyddi næstu árum við ýmis störf. Hann var á sjó, starfaði sem augnlæknir í Hollandi, og sem einkaritari [[Thomas Hobbes]] í París þar sem hann var virkur þátttakandi í samræðum helstu hugsuða álfunnar. <ref>William Petty, Wikipedia, (2023)</ref>
Petty var skipaður prófessor í læknisfræði við [[Oxford-háskóli|Oxford]] árið 1650, en fylgdi her Cromwell til [[Írland]]s árið 1652 og var árið 1654 settur yfir landmælingar og manntal sem lágu til grundvallar stórfelldu landnámi Englendinga á írsku landi. Petty auðgaðist gríðarlega á Írlandi og var sakaður um ýmsa spillingu, en þær öftruðu ekki frama hans. Petty var aðlaður árið 1661.<ref name="hetweb">{{Cite web|url=https://www.hetwebsite.net/het/profiles/petty.htm|title=HET: William Petty|website=www.hetwebsite.net|access-date=2022-09-06}}</ref>
=== Landnám í Írlandi ===
Petty yfirgaf Oxford árið 1652 til að sinna læknisstörfum í her Cromwell á Írlandi. Her Cromwell starfaði við að fylgja eftir nýrri löggjöf Englendinga en hún fól í sér landnám á írsku landi sem afleiðing á átökum þeirra við Englendinga. Þeir neyddu einnig fjölmarga Íra til flutninga í héraðið Connaught. Englendingarnir seldu hluta af landinu sem þeir tóku yfir en nýttu einnig hluta af því til að verðlauna hermenn sína í staðinn fyrir að borga þeim í peningum. <ref>Sandelin o.fl., 2014, bls. 11</ref>
[[Benjamin Worsley]] var fenginn til að kortleggja og verðmeta þetta nýja land sem þeir höfðu öðlast en vegna starfshátta hans var álitið að það myndi taka rúmlega 13 ár. Petty sóttist eftir þessu hlutverki Worsley og eftir tvö ár af sannfæringu var honum treyst fyrir verkinu. Worsley notaði einungis nokkra mjög hæfa starfsmenn við verðmat sitt en Petty fékk þúsundir hermanna með sér í lið ásamt nokkrum kortagerðarmönnum og kláraði verkið á rúmum 13 mánuðum.
Þessi aðferð hjá Petty varð að þekktu fyrirbæri sem bar heitið “Down Survey” og var notað sem staðlaða aðferðin við verðmat á landi langt inn í 19. öldina. Petty auðgaðist verulega á þessu tímabili en hann eignaðist land sem var samtals rúmlega 50.000 hektara að stærð. Hluti af auði hans fékk hann sem verðlaun fyrir störf sín en restina eignaðist hann með því að kaupa land af hermönnunum sem vildu frekar fá pening fyrir sín störf.
<ref name="hetweb"/>
<ref>William Petty, Wikipedia, (2023)</ref>
=== Ásakanir um spillingu ===
Petty varð fyrir verulegum ásökunum um spillingu og svik á þessum tíma vegna þátttöku hans í yfirtöku Englendinga á írsku landi en stór hluti af þessum ásökunum átti rétt á sér en þær voru einnig að miklu leyti afleiðing pólitísks ágreinings á milli Henry Cromwell og Charles Fleetwood.<ref name="hetweb"/>
<ref>William Petty, Wikipedia, (2023)</ref>
== Framlög til hagfræði ==
Petty er talinn einn fremsti hagfræðingur Englands á 17. öld. Hann er þekktastur sem frumkvöðull í gerð hagtalna og þjóðhagsreikninga sem hann nefndi „Political Arithmetic“. Hann taldi að hægt væri að beita vísindalegri aðferð við greiningu efnahagslegra viðfangsefna. Taldi Petty að til efnahagsleg- og lýðfræðilega tölfræði væri forsenda giftusællar hagstjórnar. Aðferðafræði Petty við hagtölugerð var engu að síður mjög frumstæð, enda áreiðanlegar hagtölur af skornum skammti. Adam Smith hafnaði því hugmyndum Petty um nauðsyn hagtalna við greiningu hagfræðilegra álitaefna.
Þó Petty sé iðulega talinn til [[Merkantílismi|merkantílískra]] hagfræðinga taldi hann utanríkisviðskipti og jákvæðan viðskiptajöfnuð ekki uppsprettu auðs, heldur væri hún í raunhagkerfinu, landi og vinnu. Hann er einnig talinn einn fyrsti hagfræðingurinn, ásamt [[Richard Cantillon|Cantillon]] og [[François Quesnay|Quesnay]] til að líta á hagkerfið sem hringrásakerfi.<ref name="hist-econ-thought">{{Citation|last=Brewer|first=Anthony|title=Pre-Classical Economics in Britain|doi=10.1002/9780470999059.ch6|work=A Companion to the History of Economic Thought|pages=78–93|publisher=Blackwell Publishing Ltd|access-date=2022-09-06}}</ref> <ref>William Petty, Wikipedia, (2023)</ref>
=== Hagfræðiverk og kenningar ===
Tveir menn höfðu afgerandi áhrif á hagfræðikenningar Petty. Sá fyrsti var [[Thomas Hobbes]], sem var enskur heimspekingur, en Petty starfaði sem persónulegur ritari fyrir hann. Seinni aðilinn var maður að nafni [[Francis Bacon (heimspekingur)|Francis Bacon]] en hann var einnig enskur heimspekingur sem var gjarnan kallaður faðir raunhyggjunnar.
Áhrif [[Francis Bacon (heimspekingur)|Francis Bacon]] á Petty voru mikil. Bacon, ásamt Hobbes, var sannfærður að stærðfræði hlyti að vera undirstaða allra skynsamlegra vísinda. Þessi áhersla á nákvæmni leiddi til þess að Petty lýsti eftirminnilega yfir því að hann myndi aðeins nota mælanleg fyrirbæri í sínum vísindastörfum og myndi leitast eftir mælanlegri nákvæmni, frekar en að treysta á samanburðarhætti. Þetta skapaði nýtt viðfangsefni sem hann nefndi "Political Arithmetic". <ref>William Petty, Wikipedia, (2023)</ref>
Skrif Petty áttu sér stað fyrir raunverulega þróun stjórnmálahagfræðinnar og voru því margar fullyrðingar hans um nákvæmni ekki fullnægjandi. Engu að síður skrifaði Petty þrjú aðalverk um hagfræði en þau voru: ''Treatise of Taxes and Contributions'' (skrifuð 1662), ''Verbum Sapienti'' (1665) og ''Quantulumcunque Concerning Money'' (1682). Þessi verk, sem fengu mikla athygli árið 1690, sýndu fram á kenningar hans á stórum sviðum sem myndu síðan þróast í fyrirbærið hagfræði. <ref name="hist-econ-thought"/>
=== Peningamagn ===
Petty taldi að það væri ákveðin upphæð sem þjóð þyrfti til að knýja fram viðskipti sín. Þess vegna var hægt að hafa of lítið af peningum í umferð í hagkerfinu, sem myndi þýða að fólk þyrfti að reiða sig á viðskipti. Það væri líka mögulegt að of miklir peningar væru í hagkerfinu. En aðal spurningin var, eins og hann spyr í 3. kafla Verbum Sapienti, myndu 6 milljónir punda duga til að knýja fram viðskipti þjóðar, sérstaklega ef konungurinn vildi afla aukafjár fyrir stríðið við Holland? Svarið hans Petty lá í hraða peningaflæðisins. Með því að gera ráð fyrir peningamagnskenningunni sem hefur oft verið kennd við [[John Locke]], þar sem ''hagræn framleiðsla (Y) * verðlag (p) = peningamagn (MS) * hringrásarhraði (v)'', sagði Petty að ef hagræn framleiðsla ætti að geta aukist fyrir tiltekið peningamagn og verðlag, þyrftu „byltingar“ að eiga sér stað í smærri hringjum (þ.e.a.s. hringrásarhraði verður að vera meiri).
Það væri hægt að gera með því að stofna banka. Hann sagði beinlínis í Verbum Sapienti "né vilja peningar svara öllum endum vel stjórnaðs ríkis, þrátt fyrir mikla lækkun þeirra sem hafa orðið á þessum tuttugu árum"<ref>Petty, Willam (1970)</ref> og að meiri hraði er svarið. Hann nefnir líka að það sé ekkert einstakt við gull og silfur þegar það kemur að því að gegna hlutverki peninga og að peningar séu leiðin að markmiðinu, en ekki markmiðið sjálft. Það sem er sláandi við þessa kafla er vitsmunaleg þröngsýni hans, sem setti hann langt á undan verslunarhöfundum fyrr á öldinni. <ref>William Petty, Wikipedia, (2023)</ref>
=== Virðiskenningin ===
Petty hélt áfram með hugmyndir [[Aristóteles]] um verðmæti og kom þá með Virðiskenninguna (e.Theory of value): “Verðmæti allra hluta skulu vera metnir út frá landi eða vinnuafli”. Hvort tveggja væri megin tekjustofn ríkisins. Hann tók það þó fram að framleiðni varð einnig við listir og iðnað. Hann bætti einnig rentu við kenningu sína um virði. Auðlindarenta lands var framleiðni vinnumanns á ári umfram það sem hann neytti sjálfur eða stundaði viðskipti með til eigin neyslu.<ref>Backhaus, (2012)</ref>
=== Vextir ===
Auðlindarentuhlutfall er mjög náið hugmyndum hans um okurvexti. Á þeim tíma voru margir trúarritarar sem að fordæmdu vexti og töldu þá vera hreinlega syndsamlega. Petty vildi hins vegar meina að vextir væru umbun fyrir lánveitandann og væru því fullkomlega réttlætanlegir. Í kenningu Petty kemur fram að þar sem engin áhætta er, þá eiga vextir að vera jafnir þeirri rentu sem myndast af ákveðnu landi, sem seinna meir er nokkurn veginn þannig sem að við horfum á fjárfestingar í dag. Því meiri áhætta sem er tekin því hærri ávöxtun viljum fá af fjárfestingu. <ref>William Petty, Wikipedia, (2023)</ref>
=== Skattar ===
Hvað varðar hækkun skatta, lagði Petty mikla áherslu á neysluskatta. Hann mælti með því að almennt ættu skattar að nægja til að mæta hinum ýmsu tegundum opinberra gjalda. Petty var talsmaður hlutfallslega skatta og hann fordæmdi skatta sem voru fastar upphæðir óháðar tekjum einstaklinga. Petty trúði því að innfluttar vörur ættu að vera skattlagðar en aðeins upp að því marki sem myndi setja innfluttar vörur og innlendar vörur á sama grundvöll. Hann trúði þar með því að innfluttar og innlendar vörur ættu að vera á sama grundvelli verðlags til að skapa sem sanngjörnustu samkeppnina. Á tíma Petty var hagkerfi að þróast úr svokölluðu “vöruviðskipta hagkerfi” í “peningahagkerfi”. Í tengslum við þetta og meðvitaður um skort peningamagns taldi Petty að skattar ættu að vera greiddir í öðru formi en gulli eða silfri.<ref>William Petty, Wikipedia, (2023)</ref>
=== Laissez-faire ===
Í skrifum Petty ritaði hann oft um “Laissez-faire” eða frjálshyggju ríkisstjórn en hann varaði við of miklum afskiptum ríkisins af hagkerfinu og hvað það gæti leitt af sér. Einokun, útflutningur auðs og vöruviðskipti voru allt fyrirbæri sem Petty taldi vera bæði tilgangslaus og skaðleg fyrir þjóðir. Petty talaði einnig um mikilvægi stærðarhagkvæmni og sagði að vara yrði bæði gæðameiri og ódýrari ef fleiri starfsmenn koma að framleiðslu hennar. Hann sagði að ágóðinn yrði stærri eftir því sem framleiðslan sjálf stækkar.<ref>William Petty, Wikipedia, (2023)</ref>
=== Verkaskipting ===
Verkaskipting er hugtak sem lýsir sérhæfingu verkefna og hluta innan ákveðins framleiðsluferils. Verkaskipting er grundvallarhugtak í hagfræði og gegnir mikilvægu hlutverki við að auka framleiðni og hagkvæmni í ýmsum atvinnugreinum. Verkaskipting felst í því að skipta framleiðsluferli á vöru niður í minni sértækari verkefni. Í staðinn fyrir að einn einstaklingur eða smár hópur framleiði eina heila vöru þá einblína þau frekar á einn sértækari hluta í framleiðsluferlinu.
Í riti Petty, “Political Arithmetick”, framkvæmdi hann hagnýta rannsókn um verkaskiptingu þar sem hann sýndi fram á tilveru og gagnsemi hennar í hollenskum slipp. Venjulega verkferlið í slipp er þannig háttað að verkamenn smíða heilt skip og klára það alfarið áður en þeir hefja vinnu á öðru. Ferlið hjá Hollendingunum var hins vegar þannig að þeir höfðu skipað nokkur minni teymi sem einbeittu sér öll að mismunandi verkum í framleiðslu skipanna.
Petty notaði verkaskiptingu eftirminnilega í verðmati sínu á Írlandi (sjá kaflann ''Landnám í Írlandi'' fyrir frekari upplýsingar) en þar skipti hann upp verkinu til þess að tryggja að fólk þyrfti enga sérþekkingu til leggja sitt af mörkum. Þessi byltingarkennda aðferð leiddi til þess að hann gat fengið gríðarlegan fjölda af fólki til að hjálpa sér og klára verkið á mettíma.<ref>William Petty, Wikipedia, (2023)</ref>
== Arfleið ==
Petty er helst minnst fyrir efnahagssögu sína og tölfræðiskrif sem hann gerði fyrir tíð [[Adam Smith]], og fyrir að vera stofnmeðlimur [[Konunglega breska vísindafélagið|Konunglega breska vísindafélagsins]]. Sérstaklega áhugaverðar voru sóknir hans í tölfræðigreiningu. Verk Petty í pólitík, ásamt verkum John Graunt, lagði grunninn að nútíma manntalstækni ( e. census techniques). Vinna hans í tölfræðilegri greiningu, sem var svo útvíkkað af mönnum eins og Josiah Child, skráði nokkrar af fyrstu útlistunum á nútíma tryggingum. Vernon Louis Parrington bendir á að hann hafi snemma útskýrt vinnukenninguna um gildi eins og fjallað var um í ''Treatise of Taxes'' árið 1692.
Petty lagði grunninn fyrir nokkra hagfræðinga sem komu síðar við sögu, þar á meðal voru [[Richard Cantillon]], Adam Smith og [[Karl Marx]]. Petty og Smith deildu sömu hugmyndafræði um náttúrulögin. Þeir voru með sameiginlega trú á náttúrulegt frelsi og jafnrétti. Þeir sáu einnig báðir kosti sérhæfingar og verkaskiptingar.
Karl Marx tók upp trú Petty á að heildarvinna hóps venjulegra verkamanna skilaði mun stærra framlag til hagkerfisins en hugmyndir samtímans gerðu sér grein fyrir. Þessi trú leiddi til þess að Petty komst að þeirri niðurstöðu um að vinnuafl skilaði mestu auðæfunum. Marx trúði því hins vegar að umfram vinnuafl væri uppspretta alls gróða og að verkamaðurinn væri firrtur umfram ábata sínum og þar með samfélaginu.
Hið mikla álit Marx á Adam Smith endurspeglast í skoðun hans á greiningu Petty, sem ótal tilvitnanir í aðalverki hans [[Das Kapital]] staðfesta einnig. [[John Maynard Keynes]] sýndi fram á hvernig stjórnvöld gætu stjórnað heildareftirspurn til að örva framleiðslu og atvinnu, eins og Petty hafði gert með einfaldari dæmum á 17. öld. Keynes betrumbætti margfaldarann hans Petty ("£100-through-100-hands multiplier") og inleiddi inn í sitt eigið líkan.
Sumir telja að afrek Petty hafi komið fyrir heppni. Petty var prófessor í tónlist áður en hann lærði hjá hinum frábæra [[Thomas Hobbes]]. Hann þróaði ''"laissez-faire"'' sýn sína á hagfræði á tímum mikils tækifæra og vaxtar í sístækkandi [[Breska heimsveldið|breska heimsveldinu]]. Laissez-faire stefnur stóðu í beinni andstöðu við félagssáttmála Hobbes, sem þróaðist út frá reynslu Hobbes í mestu kreppu í sögu Englands.<ref>William Petty, Wikipedia, (2023)</ref>
== Helstu verk ==
* ''The Advice to Hartlib'' (1647)
* ''A Declaration Concerning the newly invented Art of Double Writing'' (1648)
* ''Proceedings between Sankey and Petty'' (1659)
* ''Reflections upon Ireland'' (1660)
* ''A Treatise of Taxes & Contributions'' (1662)
* ''Political Arithmetic'' (skrifuð u.þ.b. 1676, kom út að honum látnum 1690)
* ''Verbum Sapienti'' (skrifuð 1664, kom út að honum látnum 1691)
* ''Political Anatomy of Ireland'' (skrifuð 1672, kom út að honum látnum 1691)
* ''Quantulumcunque Concerning Money'' (skrifuð 1682, kom út að honum látnum 1695)
* ''An Essay Concerning the Multiplication of Mankind'' (1682)
== Heimildir ==
* {{wpheimild | tungumál = en | titill = William Petty | mánuðurskoðað = 5.október | árskoðað = 2023}}
* {{bókaheimild|höfundur= Backhaus, Jürgen Georg|titill=Handbook of the History of Economic Thought, Insights on the Founders of Modern Economics|útgefandi=Springer|ár=2012}}
* {{bókaheimild|höfundur= Petty, William|titill=The political anatomy of Ireland|útgefandi=Irish University Press|ár=1970}}
* {{vefheimild|url=https://www.hetwebsite.net/het/profiles/petty.htm|titill=Sir William Petty, 1623-1687|skoðað=(5.október 2023)}}
* {{bókaheimild|höfundur= Sandelin, B., Trautwein, H.M., Wundrak, R.|titill=A Short History of Economic Thought|útgefandi=Routledge|ár=2014}}
* {{bókaheimild|höfundur= Medema, Steven G., Samuels, Warren J. (ritstj.)|titill=The History of Economic Thought: A Reader|útgefandi=Routledge|ár=2003}}
== Tilvísanir ==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Petty, William}}
{{fd|1623|1687}}
[[Flokkur:Enskir hagfræðingar]]
b82wf3cddja3dpngjfcwqpge420yv44
Sveitarfélagið Stykkishólmur
0
172759
1922637
1914463
2025-07-04T12:20:49Z
194.105.229.237
1922637
wikitext
text/x-wiki
{{Sveitarfélagstafla
| nafn = Sveitarfélagið Stykkishólmur
| nafn_í_eignarfalli = Sveitarfélagsins Stykkishólms
| mynd = Aerial perspective of Stykkishólmur from the sea (cropped).jpg
| mynd_texti = Stykkishólmur
| skjaldarmerki = Skjaldarmerki_Stykkisholms.png
| kort = Sveitarfélagið Stykkishólmur kort.png
| hnit = {{hnit|65|04|30|N|22|43|30|W|type:city_region:IS|display=inline}}
| kjördæmi = [[Norðvesturkjördæmi]]
| þéttbýli = [[Stykkishólmur]]
| sveitarstjóri_titill = [[Bæjarstjóri]]
| sveitarstjóri = Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson
| póstnúmer = 340
| sveitarfélagsnúmer = 3716
| vefsíða = {{Url|stykkisholmur.is}}
}}
'''Sveitarfélagið Stykkishólmur''' er sveitarfélag á norðanverðu [[Snæfellsnes]]i. Með 2000+ íbúum, of að varð til við sameiningu [[Stykkishólmur|Stykkishólms]] við [[Helgafellssveit]].<ref>{{vefheimild |titill=Sameining Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar samþykkt í afgerandi kosningu |url=https://skessuhorn.is/2022/03/26/sameining-stykkisholmsbaejar-og-helgafellssveitar-samthykkt-i-afgerandi-kosningu/ |ritverk=Skessuhorn |tungumál=is}}</ref> Sameiningin tók formlega gildi [[29. maí]] [[2022]] eftir [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022|sveitarstjórnarkosningar]].
Þessi tvö sveitarfélög voru undir sama sveitarfélagi til 1892, þegar Helgafellssveit var skipt í Helgafellsveit og Stykkishólmshrepp. Stykkishólmshreppur varð síðar Stykkishólmsbær 1987 þegar hann fékk bæjarréttindi.
1994 voru kosningar um sameiningu þessara sveitarfélaga, en sú kosning var dæmd ógild vegna of stutts fyrirvara.<ref>[https://timarit.is/page/1811227 Félagsmálaráðuneytið úrskurðar kosningarnar ógildar]. Morgunblaðið. 04.08.1994.</ref>
== Heimildir ==
{{reflist}}
{{Sveitarfélög Íslands}}
{{SSV}}
{{Stubbur|ísland|landafræði}}
{{s|2022}}
[[Flokkur:Sveitarfélagið Stykkishólmur| ]]
2q7y0hxpmjm79tldy582o1ny873azhv
1922642
1922637
2025-07-04T13:29:48Z
Akigka
183
Tók aftur breytingu frá [[Special:Contributions/194.105.229.237|194.105.229.237]] ([[User talk:194.105.229.237|spjall]]), til baka í síðustu útgáfu frá [[User:Steinninn|Steinninn]]
1914463
wikitext
text/x-wiki
{{Sveitarfélagstafla
| nafn = Sveitarfélagið Stykkishólmur
| nafn_í_eignarfalli = Sveitarfélagsins Stykkishólms
| mynd = Aerial perspective of Stykkishólmur from the sea (cropped).jpg
| mynd_texti = Stykkishólmur
| skjaldarmerki = Skjaldarmerki_Stykkisholms.png
| kort = Sveitarfélagið Stykkishólmur kort.png
| hnit = {{hnit|65|04|30|N|22|43|30|W|type:city_region:IS|display=inline}}
| kjördæmi = [[Norðvesturkjördæmi]]
| þéttbýli = [[Stykkishólmur]]
| sveitarstjóri_titill = [[Bæjarstjóri]]
| sveitarstjóri = Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson
| póstnúmer = 340
| sveitarfélagsnúmer = 3716
| vefsíða = {{Url|stykkisholmur.is}}
}}
'''Sveitarfélagið Stykkishólmur''' er sveitarfélag á norðanverðu [[Snæfellsnes]]i. Það varð til við sameiningu [[Stykkishólmur|Stykkishólms]] við [[Helgafellssveit]].<ref>{{vefheimild |titill=Sameining Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar samþykkt í afgerandi kosningu |url=https://skessuhorn.is/2022/03/26/sameining-stykkisholmsbaejar-og-helgafellssveitar-samthykkt-i-afgerandi-kosningu/ |ritverk=Skessuhorn |tungumál=is}}</ref> Sameiningin tók formlega gildi [[29. maí]] [[2022]] eftir [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022|sveitarstjórnarkosningar]].
Þessi tvö sveitarfélög voru undir sama sveitarfélagi til 1892, þegar Helgafellssveit var skipt í Helgafellsveit og Stykkishólmshrepp. Stykkishólmshreppur varð síðar Stykkishólmsbær 1987 þegar hann fékk bæjarréttindi.
1994 voru kosningar um sameiningu þessara sveitarfélaga, en sú kosning var dæmd ógild vegna of stutts fyrirvara.<ref>[https://timarit.is/page/1811227 Félagsmálaráðuneytið úrskurðar kosningarnar ógildar]. Morgunblaðið. 04.08.1994.</ref>
== Heimildir ==
{{reflist}}
{{Sveitarfélög Íslands}}
{{SSV}}
{{Stubbur|ísland|landafræði}}
{{s|2022}}
[[Flokkur:Sveitarfélagið Stykkishólmur| ]]
h1v99dzht7sohg3qlwqsov491jm6js3
Ásdís Óladóttir
0
179489
1922670
1866297
2025-07-04T21:56:11Z
157.157.164.107
1922670
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Ásdís Óladóttir.jpg|thumb|Ljósmynd af Ásdísi Óladóttur]]
'''Ásdís Óladóttir''' (f. [[22. apríl]] [[1967]] í [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]]) er [[Ísland|íslenskt]] [[ljóðskáld]].
Ásdís ólst upp í [[Kópavogur|Kópavogi]], útskrifaðist sem stúdent [[1987]] frá [[Menntaskólinn í Kópavogi|Menntaskólanum í Kópavog]]<nowiki/>i. Árið [[1989]] lá leið hennar í [[Iðnskólinn í Hafnarfirði|Iðnskólann í Hafnarfirði]] þar sem hún lauk námi í [[hönnun]]. Árið 1993 stundaði Ásdís nám í hönnun við Gerrit Rietveld Academie í [[Amsterdam]].
Nýjasta ljóðabók Ásdísar, Rifsberjadalurinn kom út 2024 og var tilnefnd til fjöruverðlaunanna í flokki fagurbókmennta.
Fyrsta ljóðabók Ásdísar, ''Birta nætur'', kom út hjá Andblæ árið [[1995]]. Ljóðabækur hennar eru níu talsins (árið 2024) auk ljóðúrvals, ''Sunnudagsbíltúr''<ref>[https://bjartur-verold.is/collections/2015/products/sunnudagsbiltur Sunnudagsbíltúr]</ref>'','' sem bókaútgáfan Bjartur og Veröld gaf út [[2015]]. Ljóðabókin Einn en ekki tveir kom út árið 2004<ref>Eiríkur Örn Norðdahl, [https://timarit.is/page/3618985?iabr=on Nýrómantísk Fágun] Morgunblaðið 01.12.2004 (ritdómur um ljóðabókina Einn en ekki tveir)</ref>.
Ásdís hefur fengist við ljóðagerð frá átján ára aldri og ásamt ritstörfum unnið meðal annars við fiskverkun, hönnun, safnvörslu, verslun, ræstingar, sýningarstjórn í Gallerí 78<ref>[https://timarit.is/page/7299875?iabr=on 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 (01.06.2020)]</ref>, setið í sýningarnefnd Glerhússins, ritnefnd Andblæs, dómnefnd Ljóðstafs Jóns úr Vör auk þess sem hún var í dómnefnd ljóðasamkeppni Hinsegin daga.
Ásdís býr í [[Reykjavík]].
'''Ritverkaskrá Ásdísar Óladóttur:'''
• 2024 - Rifsberjadalurinn , Bjartur & Veröld, Reykjavík.
* 2020 - Óstöðvandi skilaboð, ljóðabók, Bjartur &Veröld, Reykjavík.
* 2015 - Sunnudagsbíltúr, ljóðaúrval, Bjartur & Veröld, Reykjavík.
* 2014 - Innri rödd úr annars höfði, ljóðabók, Bjartur & Veröld, Reykjavík.
* 2011 - Mávur ekki maður, ljóðabók, Bjartur & Veröld, Reykjavík.
* 2006 - Margradda nætur, ljóðabók, sjálfsútgáfa, Reykjavík.
* 2004 - Einn en ekki tveir, ljóðabók, sjálfsútgáfa, Reykjavík.
* 2003 - Teiknað í haustloftið, ljóðabók, sjálfsútgáfa, Reykjavík.
* 1998 - Haustmáltíð, ljóðabók, Andblær, Reykjavík.
* 1995 - Birta nætur, ljóðabók, Andblær, Reykjavík.
== Tilvísanir ==
{{f|1967}}
[[Flokkur:Íslensk ljóðskáld]]
i3u3yd4r6nzu0isru6grmbjeanvpuxl
1922675
1922670
2025-07-04T22:18:42Z
200.24.154.85
1922675
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Ásdís Óladóttir.jpg|thumb|Ljósmynd af Ásdísi Óladóttur]]
'''Ásdís Óladóttir''' (f. [[22. apríl]] [[1967]] í [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]]) er [[Ísland|íslenskt]] [[ljóðskáld]].
Ásdís ólst upp í [[Kópavogur|Kópavogi]], útskrifaðist sem stúdent [[1987]] frá [[Menntaskólinn í Kópavogi|Menntaskólanum í Kópavog]]<nowiki/>i. Árið [[1989]] lá leið hennar í [[Iðnskólinn í Hafnarfirði|Iðnskólann í Hafnarfirði]] þar sem hún lauk námi í [[hönnun]]. Árið 1993 stundaði Ásdís nám í hönnun við Gerrit Rietveld Academie í [[Amsterdam]].
Nýjasta ljóðabók Ásdísar, Rifsberjadalurinn kom út 2024 og var tilnefnd til fjöruverðlaunanna í flokki fagurbókmennta.
Fyrsta ljóðabók Ásdísar, ''Birta nætur'', kom út hjá Andblæ árið [[1995]]. Ljóðabækur hennar eru níu talsins (árið 2024) auk ljóðúrvals, ''Sunnudagsbíltúr''<ref>[https://bjartur-verold.is/collections/2015/products/sunnudagsbiltur Sunnudagsbíltúr]</ref>'','' sem bókaútgáfan Bjartur og Veröld gaf út [[2015]]. Ljóðabókin Einn en ekki tveir kom út árið 2004<ref>Eiríkur Örn Norðdahl, [https://timarit.is/page/3618985?iabr=on Nýrómantísk Fágun] Morgunblaðið 01.12.2004 (ritdómur um ljóðabókina Einn en ekki tveir)</ref>.
Ásdís hefur fengist við ljóðagerð frá átján ára aldri og ásamt ritstörfum unnið meðal annars við fiskverkun, hönnun, safnvörslu, verslun, ræstingar, sýningarstjórn í Gallerí 78<ref>[https://timarit.is/page/7299875?iabr=on 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 (01.06.2020)]</ref>, setið í sýningarnefnd Glerhússins, ritnefnd Andblæs, dómnefnd Ljóðstafs Jóns úr Vör auk þess sem hún var í dómnefnd ljóðasamkeppni Hinsegin daga.
Ásdís býr í [[Reykjavík]].
'''Ritverkaskrá Ásdísar Óladóttur:'''
* 2024 - Rifsberjadalurinn, Bjartur & Veröld, Reykjavík.
* 2020 - Óstöðvandi skilaboð, ljóðabók, Bjartur &Veröld, Reykjavík.
* 2015 - Sunnudagsbíltúr, ljóðaúrval, Bjartur & Veröld, Reykjavík.
* 2014 - Innri rödd úr annars höfði, ljóðabók, Bjartur & Veröld, Reykjavík.
* 2011 - Mávur ekki maður, ljóðabók, Bjartur & Veröld, Reykjavík.
* 2006 - Margradda nætur, ljóðabók, sjálfsútgáfa, Reykjavík.
* 2004 - Einn en ekki tveir, ljóðabók, sjálfsútgáfa, Reykjavík.
* 2003 - Teiknað í haustloftið, ljóðabók, sjálfsútgáfa, Reykjavík.
* 1998 - Haustmáltíð, ljóðabók, Andblær, Reykjavík.
* 1995 - Birta nætur, ljóðabók, Andblær, Reykjavík.
== Tilvísanir ==
{{f|1967}}
[[Flokkur:Íslensk ljóðskáld]]
b1haxq20kg7dfj3tynmaybe8na1lgsv
Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025
0
183779
1922679
1922337
2025-07-04T23:26:55Z
Friðþjófur
104929
/* Útsláttarkeppni */
1922679
wikitext
text/x-wiki
{{engar heimildir}}
'''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025''' verður 21. [[heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu|heimsmeistarakeppni félagsliða]] og sú langstærsta í sögunni með 32 þátttökuliðum í stað 6-8 í fyrri keppnum. Hún verður haldin í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] frá 15. júní til 13. júlí.
==Riðlakeppnin==
===A-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[SE Palmeiras|Palmeiras]]||3||1||2||0||4||2||+2||''5''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Inter Miami CF|Inter Miami]]||3||1||2||0||4||3||+1||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] ||[[FC Porto|Porto]]||3||0||2||1||5||6||-1||''2''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]]||[[Al Ahly SC|Al Ahly]]||3||0||2||1||4||6||-2||''2''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 60.927
|dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 46.275
|dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Wessam Abou Ali|Abou Ali]] 49 (sjálfsm.), [[José Manuel López|López]] 59
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 35.179
|dómari= Anthony Taylor, [[England]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Telasco Segovia|Segovia]] 47, [[Lionel Messi|Messi]] 54
|mörk2= [[Samu Aghehowa|Aghehowa]] 8 (vítasp.)
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 31.783
|dómari= Cristián Garay, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|úrslit= 2:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Tadeo Allende|Allende]] 16, [[Luis Suárez|Suárez]] 65
|mörk2= [[Paulinho]] 80, [[Maurício]] 87
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 60.914
|dómari= Szymon Marciniak, [[Pólland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[FC Porto|Porto]]
|úrslit= 4:4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Al Ahly SC|Al Ahly]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Rodrigo Mora|Mora]] 23, [[William Gomes|Gomes]] 50, [[Samu Aghehowa|Aghehowa]] 53, [[Pepê]] 89
|mörk2= [[Wessam Abou Ali|Abou Ali]] 15, 45+2 (vítasp.), 51, [[Mohamed Ali Ben Romdhane|Ben Romdhane]] 64
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 39.893
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
===B-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of France.svg|20px]]||[[Paris Saint-Germain|PSG]]||3||2||0||1||6||1||+5||''6''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]||3||2||0||1||3||2||+1||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] ||[[Atlético Madrid]]||3||2||0||1||4||5||-1||''6''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]||3||0||0||3||2||7||-5||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit= 4:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Fabián Ruiz|Fabián]] 19, [[Vitinha]] 45+1, [[Senny Mayulu|Mayulu]] 87, [[Lee Kang-in]] 90+7 (vítasp.)
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 80.619
|dómari= István Kovács, [[Rúmenía|Rúmeníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jair Cunha|Cunha]] 28, [[Igor Jesus]] 44
|mörk2= [[Cristian Roldan|C. Roldan]] 75
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 30.151
|dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit= 1:3
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Albert Rusnák|Rusnák]] 50
|mörk2= [[Pablo Barrios|Barrios]] 11, 55, [[Axel Witsel|Witsel]] 47
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 51.636
|dómari= Yael Falcón Pérez, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit= 0:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Igor Jesus]] 36
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 53.699
|dómari= Drew Fischer, [[Kanada]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Seattle Sounders FC|Seattle Sounders]]
|úrslit= 0:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Khvicha Kvaratskhelia|Kvaratskhelia]] 35, [[Achraf Hakimi|Hakimi]] 66
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 50.628
|dómari= Cristián Garay, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Atlético Madrid]]
|úrslit= 1:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Antoine Griezmann|Griezmann]] 87
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 22.992
|dómari= César Ramos, [[Mexíkó]]
|}}
===C-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]]||[[S.L. Benfica|Benfica]]||3||2||1||0||9||2||+7||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]]||[[Bayern München]]||3||2||0||1||12||2||+10||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Boca Juniors]]||3||0||2||1||4||5||-1||''2''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] ||[[Auckland City]]||3||0||1||2||1||17||-16||''1''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit= 10:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Kingsley Coman|Coman]] 6, 21, [[Sacha Boey|Boey]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 20, 45+3, [[Thomas Müller|Müller]] 45, 89, [[Jamal Musiala|Musiala]] 67, 73 (vítasp.), 84
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 21.152
|dómari= Issa Sy, [[Senegal]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|úrslit= 2:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 21, [[Rodrigo Battaglia|Battaglia]] 27
|mörk2= [[Ángel Di María|Di María]] 45+3 (vítasp.), [[Nicolás Otamendi|Otamendi]] 84
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 55.574
|dómari= César Ramos, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit= 6:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Ángel Di María|Di María]] 45+8 (vítasp.), 90+8 (vítasp.), [[Vangelis Pavlidis|Pavlidis]] 53, [[Renato Sanches|Sanches]] 63, [[Leandro Barreiro|Barreiro]] 76, 78
|mörk2=
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 6.730
|dómari= Salman Falah, [[Katar]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Harry Kane|Kane]] 18, [[Michael Olise|Olise]] 84
|mörk2= [[Miguel Merentiel|Merentiel]] 66
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 63.587
|dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit= 1:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Andreas Schjelderup|Schjelderup]] 13
|mörk2=
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur= 33.287
|dómari= François Letexier, [[Frakkland|Frakklandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]] [[Auckland City]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Boca Juniors]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Christian Gray|Gray]] 52
|mörk2= [[Nathan Garrow|Garrow]] 26 (sjálfsm.)
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur= 16.899
|dómari= Glenn Nyberg, [[Svíþjóð]]
|}}
===D-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]||3||2||1||0||6||2||+4||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Chelsea F.C.|Chelsea]]||3||2||0||1||6||3||+3||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] ||[[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]||3||1||0||2||1||5||-4||''3''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Los Angeles FC]]||3||0||1||2||1||4||-3||''1''
|-
|}
[[Club León]] frá [[Mexíkó]] var vikið úr keppni vegna brota á reglum um eignarhald. Þess í stað var efnt til einvígis milli Los Angeles FC og Club América um lausa sætið, sem lauk með 2:1 sigri bandaríska liðsins.
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Giorgian de Arrascaeta|De Arrascaeta]] 17, [[Luiz Araújo]] 70
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 25.797
|dómari= Danny Makkelie, [[Holland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Pedro Neto|Neto]] 34, [[Enzo Fernández|Fernández]] 79
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 22.137
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Bruno Henrique]] 62, [[Danilo]] 65, [[Wallace Yan]] 83
|mörk2= [[Pedro Neto|Neto]] 13
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 54.619
|dómari= Iván Barton, [[El Salvador]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit= 0:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Youcef Belaïli|Belaïli]] 70
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur= 13.651
|dómari= Espen Eskås, [[Noregur|Noregi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Los Angeles FC]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Denis Bouanga|Bouanga]] 84
|mörk2= [[Wallace Yan]] 86
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 32.933
|dómari= Salman Falahi, [[Katar]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Espérance Sportive de Tunis|Espérance de Tunis]]
|úrslit= 0:3
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Tosin Adarabioyo|Adarabioyo]] 45+3, [[Liam Delap|Delap]] 45+5, [[Tyrique George|George]] 90+7
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 32.967
|dómari= Yael Falcón Pérez, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
===E-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]||3||2||1||0||5||2||+3||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Monterrey|Monterrey]]||3||1||2||0||5||1||+4||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Club Atlético River Plate|River Plate]]||3||1||1||1||3||3||0||''4''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] ||[[Urawa Red Diamonds]]||3||0||0||3||2||9||-7||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Facundo Colidio|Colidio]] 12, [[Sebastián Driussi|Driussi]] 48, [[Maximiliano Meza|Meza]] 73
|mörk2= [[Yūsuke Matsuo|Matsuo]] 58 (vítasp.)
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 11.974
|dómari= Felix Zwayer, [[Þýskaland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Sergio Ramos|Ramos]] 25
|mörk2= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 42
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 40.311
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 57.393
|dómari= Slavko Vinčić, [[Slóvenía|Slóveníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lautaro Martínez|L. Martínez]] 78, [[Valentín Carboni|Carboni]] 90+2
|mörk2= [[Ryōma Watanabe|Watanabe]] 11
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 25.090
|dómari= Dahane Beida, [[Máritanía|Máritaníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Club Atlético River Plate|River Plate]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Francesco Pio Esposito|F. Esposito]] 72, [[Alessandro Bastoni|Bastoni]] 90+3
|mörk2=
|leikvangur= Lumen Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 45.135
|dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Urawa Red Diamonds]]
|úrslit= 0:4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Nelson Deossa|Deossa]] 30, [[Germán Berterame|Berterame]] 34, 90+7, [[Jesús Manuel Corona|Corona]] 39
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 14.312
|dómari= Felix Zwayer, [[Þýskaland]]i
|}}
===F-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] ||[[Borussia Dortmund]]||3||2||1||0||5||3||+2||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Fluminense FC|Fluminense]]||3||1||2||0||4||2||+2||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]]||[[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]||3||1||1||1||3||4||0||''4''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]]||[[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]||3||0||0||3||2||6||-5||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 34.736
|dómari= Ilgiz Tantashev, [[Úsbekistan]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|úrslit= 0:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Iqraam Rayners|Rayners]] 36
|leikvangur= Inter&Co Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 3.412
|dómari= Clément Turpin, [[Frakkland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit= 3:4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lucas Ribeiro Costa|Ribeiro]] 11, [[Iqraam Rayners|Rayners]] 62, [[Lebo Mothiba|Mothiba]] 90
|mörk2= [[Felix Nmecha|Nmecha]] 16, [[Serhou Guirassy|Guirassy]] 34, [[Jobe Bellingham|Bellingham]] 45, [[Khuliso Mudau|Mudau]] 59 (sjálfsm.)
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 14.006
|dómari= Juan Gabriel Benítez, [[Paragvæ]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit= 4:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jhon Arias|Arias]] 27, [[Nonato]] 66, [[Juan Pablo Freytes|Freytes]] 83, [[Keno]] 90+2
|mörk2= [[Lee Jin-hyun]] 37, [[Um Won-sang]] 45+3
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 29.321
|dómari= Michael Oliver, [[England]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Mamelodi Sundowns F.C.|Mamelodi Sundowns]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 14.312
|dómari= Anthony Taylor, [[England]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|úrslit= 1:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Ulsan HD FC|Ulsan HD]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Daniel Svensson|Svensson]] 36
|mörk2=
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 8.239
|dómari= Tori Penso, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
|}}
===G-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Manchester City]]||3||3||0||0||13||2||+11||''9''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[Juventus FC|Juventus]]||2||2||0||1||11||6||+5||''6''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]]||[[Al Ain FC|Al Ain]]||3||1||0||2||2||12||-10||''3''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] ||[[Wydad AC]]||3||0||0||3||2||8||-7||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Phil Foden|Foden]] 2, [[Jérémy Doku|Doku]] 42
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 37.446
|dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|úrslit= 0:5
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Randal Kolo Muani|Kolo Muani]] 11, 45+4, [[Francisco Conceição|Conceição]] 21, 58, [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 31
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur= 18.161
|dómari= Tori Penso, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit= 4:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Abdelmounaim Boutouil|Boutouil]] 6 (sjálfsm.), [[Kenan Yıldız|Yıldız]] 16, 69, [[Dušan Vlahović|Vlahović]] 90+4 (vítasp.)
|mörk2= [[Thembinkosi Lorch|Lorch]] 25
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 31.975
|dómari= Saíd Martínez, [[Hondúras]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit= 6:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1= [[İlkay Gündoğan|Gündoğan]] 8, 73, [[Claudio Echeverri|Echeverri]] 27, [[Erling Haaland|Haaland]] 45+5 (vítasp.), [[Oscar Bobb|Bobb]] 84, [[Rayan Cherki|Cherki]] 89
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz Stadium, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 40.392
|dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|úrslit= 2:5
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Teun Koopmeiners|Koopmeiners]] 11, [[Dušan Vlahović|Vlahović]] 84
|mörk2= [[Jérémy Doku|Doku]] 9, [[Pierre Kalulu|Kalulu]] 26 (sjálfsm.), [[Erling Haaland|Haaland]] 52, [[Phil Foden|Foden]] 69, [[Savinho]] 75
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlando]]
|áhorfendur= 54.320
|dómari= Clément Turpin, [[Frakkland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Wydad AC]]
|úrslit= 1:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of United Arab Emirates.svg|20px]] [[Al Ain FC|Al Ain]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Cassius Mailula|Mailula]] 4
|mörk2= [[Kodjo Fo-Doh Laba|Laba]] 45+1 (vítasp.), [[Kaku]] 50
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur= 10.785
|dómari= Drew Fischer, [[Kanada]]
|}}
===H-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|-
|1||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]]||[[Real Madrid]]||3||2||1||0||7||2||+5||''7''
|-
|2||[[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] ||[[Al Hilal]]||3||1||2||0||3||1||+2||''5''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]]||[[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]||2||1||1||1||2||4||-2||''4''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[C.F. Pachuca|Pachuca]]||3||0||0||3||2||7||-5||''0''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit= 1:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Gonzalo García|G. García]] 34
|mörk2= [[Rúben Neves|Neves]] 41 (vítasp.)
|leikvangur= Hard Rock Stadium, Miami Gardens
|áhorfendur= 62.415
|dómari= Facundo Tello, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|úrslit= 1:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Bryan González|González]] 56
|mörk2= [[Oscar Gloukh|Gloukh]] 42, [[Karim Onisiwo|Onisiwo]] 76
|leikvangur= TQL Stadium, [[Cincinnati]]
|áhorfendur= 5.282
|dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit= 3:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jude Bellingham|Bellingham]] 35, [[Arda Güler|Güler]] 43, [[Federico Valverde|Valverde]] 70
|mörk2= [[Elías Montiel|Montiel]] 80
|leikvangur= Bank of America Stadium, Charlotte
|áhorfendur= 70.248
|dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit= 0:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Audi Field, [[Washington, D.C.]]
|áhorfendur= 16.167
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Austria.svg|20px]] [[FC Red Bull Salzburg|Red Bull Salzburg]]
|úrslit= 0:3
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Vinícius Júnior|Vinícius]] 40, [[Federico Valverde|Valverde]] 45+3, [[Gonzalo García|G. García]] 84
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 64.811
|dómari= Dahane Beida, [[Máritanía|Máritaníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|úrslit= 2:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Pachuca|Pachuca]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Salem Al-Dawsari|S. Al-Dawsari]] 22, [[Marcos Leonardo]] 90+5
|mörk2=
|leikvangur= Geodis Park, [[Nashville]]
|áhorfendur= 14.147
|dómari= Danny Makkelie, [[Holland]]i
|}}
==Útsláttarkeppni==
===16-liða úrslit===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit= 1:0 (e.framl.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Botafogo de Futebol e Regatas|Botafogo]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Paulinho]] 100
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 33.567
|dómari= François Letexier, [[Frakkland|Frakklandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[S.L. Benfica|Benfica]]
|úrslit= 1:4 (e.framl.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Ángel Di María|Di María]] 90+5 (vítasp.)
|mörk2= [[Reece James|James]] 64, [[Christopher Nkunku|Nkunku]] 108, [[Pedro Neto|Neto]] 114, [[Kiernan Dewsbury-Hall|Dewsbury-Hall]] 117
|leikvangur= Bank of America leikvangurinnn, Charlotte
|áhorfendur= 25.929
|dómari= Slavko Vinčić, [[Slóvenía|Slóveníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit= 4:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|skýrsla=
|mörk1= [[João Neves|Neves]] 6, 39, [[Tomás Avilés|Avilés]] 44 (sjálfsm.), [[Achraf Hakimi|Hakimi]] 45+3
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz leikvangurinn, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 65.574
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Clube de Regatas do Flamengo|Flamengo]]
|úrslit= 2:4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Gerson]] 33, [[Jorginho]] 54 (vítasp.)
|mörk2= [[Erick Pulgar|Pulgar]] 6 (sjálfsm.), [[Harry Kane|Kane]] 9, 73, [[Leon Goretzka|Goretzka]] 41
|leikvangur= Hard Rock leikvangurinn, [[Miami]]
|áhorfendur= 60.914
|dómari= Michael Oliver, [[England|Englandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 30. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milano]]
|úrslit= 0:2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Germán Cano|Cano]] 3, [[Hércules]] 90+3
|leikvangur= Bank of America leikvangurinn, Charlotte
|áhorfendur= 20.030
|dómari= Iván Barton, [[El Salvador]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 30. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Manchester City]]
|úrslit= 3:4 (e.framl.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Bernardo Silva|Silva]] 9, [[Erling Haaland|Haaland]] 55, [[Phil Foden|Foden]] 104
|mörk2= [[Marcos Leonardo]] 46, 112, [[Malcom]] 52, [[Kalidou Koulibaly|Koulibaly]] 94
|leikvangur= Camping World leikvangurinn, [[Orlando]]
|áhorfendur= 42.311
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 1. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit= 1:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Juventus FC|Juventus]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Gonzalo García|G. García]] 54
|mörk2=
|leikvangur= Hard Rock leikvangurinn, [[Miami]]
|áhorfendur= 62.149
|dómari= Szymon Marciniak, [[Pólland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 1. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[C.F. Monterrey|Monterrey]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Serhou Guirassy|Guirassy]] 14, 24
|mörk2= [[Germán Berterame|Berterame]] 48
|leikvangur= Mercedes-Benz leikvangurinn, [[Atlanta]]
|áhorfendur= 31.442
|dómari= Facundo Tello, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
===Fjórðungsúrslit===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 4. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit= 2:1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Al Hilal]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Matheus Martinelli|Martinelli]] 40, [[Hércules]] 70
|mörk2= [[Marcos Leonardo|Leonardo]] 51
|leikvangur= Camping World leikvangurinn, [[Orlando]]
|áhorfendur= 43.091
|dómari= Danny Makkelie, [[Holland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 4. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[SE Palmeiras|Palmeiras]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur=
|dómari= Alireza Faghani, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 5. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Paris Saint-Germain|PSG]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Bayern München]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Mercedes-Benz leikvangurinn, [[Atlanta]]
|áhorfendur=
|dómari= Anthony Taylor, [[England]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 5. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Real Madrid]]
|úrslit=
|lið2= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Borussia Dortmund]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur=
|dómari= Ramon Abatti, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
===Undanúrslit===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 8. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Fluminense FC|Fluminense]]
|úrslit=
|lið2=
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 9. júlí
|lið1=
|úrslit=
|lið2=
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
===Úrslitaleikur===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 13. júlí
|lið1=
|úrslit=
|lið2=
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
==Heimildir==
* [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025, Heimasíða mótsins]
[[Flokkur:2025]]
[[Flokkur:Knattspyrna]]
0t7tzteyrxoftv802tqb7zj34w9yf64
Jim Ratcliffe
0
185853
1922654
1910794
2025-07-04T17:30:34Z
TKSnaevarr
53243
1922654
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| forskeyti = Sir
| nafn = <!-- titill síðu ef tómt -->
| viðskeyti =
| mynd = Jim Ratcliffe PET 2013 03 25 DSC 0554.JPG
| mynd_alt =
| mynd_texti = Ratcliffe árið 2013
| fæðingarnafn = James Arthur Ratcliffe
| fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1952|10|18}}
| fæðingarstaður = Failsworth, [[England]]
| dánardagur = <!-- {{dánardagur og aldur|ÁÁÁÁ|MM|DD|ÁÁÁÁ|MM|DD}} (dánardagur fyrst) -->
| dánarstaður =
| þjóðerni =
| önnur_nöfn =
| starf = Forstjóri og stofnandi INEOS
| ár =
| skóli = University of Birmingham<br>([[Baccalaureus Scientiarum|BSc]], MSc)<br>London Business School<br>(MBA)
| þekkt_fyrir =
| þekktustu_verk =
}}
'''Sir James Arthur Ratcliffe''' (f. 18. október 1952) er breskur auðkýfingur, efnafræðingur og viðskiptamaður. Ratcliffe er stjórnarformaður og forstjóri INEOS efnaverkfræði samsteypunnar sem hann stofnaði árið 1998.
Í maí 2018 var Ratcliffe talin einn af ríkustu mönnum Bretlands, þá metin á 21.05 milljarð punda.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ceotodaymagazine.com/2025/01/is-jim-ratcliffe-the-uks-wealthiest-man/|titill=Is Jim Ratcliffe the UK's Wealthiest Man?|höfundur=|útgefandi=|tilvitnun=|dags=31. janúar 2025|vefsíða=ceotodaymagazine.com|skoðað=9. apríl 2025|archive-url=|archive-date=}}</ref>
==Íþróttir==
Árið 2020 keypti INEOS fyrirtæki Ratcliffe 33% hlut í [[Mercedes-Benz í Formúlu 1|Mercedes Formúlu 1 liðinu]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.sportspro.com/finance-investment/investment/ineos-mercedes-f1-investment-toto-wolff-daimler/|titill=Ineos buys 33 per cent stake in Mercedes F1 team|höfundur=Michael Long|útgefandi=|tilvitnun=|dags=18. desember 2020|vefsíða=sportspro.com|skoðað=9. apríl 2025|archive-url=|archive-date=}}</ref> Í febrúar 2024, varð Ratcliffe 1/4 eigandi í knattspyrnufélaginu [[Manchester United]] og náði stjórn yfir starfsemi liðsins.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20242532415d/fullgengid-fra-kaupum-ratcliffe|titill=Fullgengið frá kaupum Ratcliffe|höfundur=Águst Orri Arnarson|útgefandi=|tilvitnun=|dags=21. febrúar 2024|vefsíða=vísir.is|skoðað=9. apríl 2025|archive-url=|archive-date=}}</ref>
==Landeignir á Íslandi==
Árið 2016 byrjaði Ratcliffe að festa kaup á landi í [[Vopnafjörður|Vopnafirði]]. Hann hélt áfram að kaupa jarðir og eftir kaup hans á Grænaþing, félag sem Jóhannes Kristinsson átti, ásamt fjórum öðrum félögum var hann komin með 30 jarðir sem hann átti meirihlut í og minnihluta í ellefu til viðbótar. Flestar þessar jarðir eru í Vopnafirði. Áætlað er að landareign hans séu á bilinu 1400 til 1500 ferkílómetrar sem samsvara um 1,4% af flatarmáli Íslands.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2019-11-04-ratcliffe-storeykur-eignaumsvif-sin-a-islandi-422741|titill=Ratcliffe stóreykur eignaumsvif sín á Íslandi|höfundur=Ingvar Haukur Guðmundsson, Katrín Ásmundsdóttir, Tryggvi Aðalbjörnsson|útgefandi=|tilvitnun=|dags=4. nóvember 2019|vefsíða=ruv.is|skoðað=9. apríl 2025|archive-url=|archive-date=}}</ref> Árið 2021 gaf hann út að hann væri hættur að kaupa jarðir á Íslandi þar sem lögum hafði verið breytt svo hann gæti ekki keypt meira.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212159550d/ratcliffe-eg-mun-ekki-kaupa-meira-land-|titill=Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“|höfundur=Óttar Kolbeinsson Proppé|útgefandi=|tilvitnun=|dags=22. september 2021|vefsíða=vísir.is|skoðað=9. apríl 2025|archive-url=|archive-date=}}</ref>
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{DEFAULTSORT:Ratcliffe, Jim}}
{{f|1952}}
[[Flokkur:Enskir athafnamenn]]
84vikzyclwt2v1n46y95lg4mn8zo56r
Amand Leduc
0
186858
1922673
1922370
2025-07-04T21:58:34Z
Elvar14
83773
1922673
wikitext
text/x-wiki
'''Amand Leduc''' var sjóliðsforingi í Franska flotanum. Hann var fæddur í [[Dunkerque]] í [[Frakkland|Frakklandi]] 1764 og lést 1832. Hann hélt til sjós tíu ára gamall 1774 á fiskiskipinu ''Thérèse''. Hann barðist á [[Sjórán|Fríbýttaranum]] ''Maraudeur'' og síðar ''Calonne'' gegn Bretum í [[bandaríska frelsisstríðið|Bandaríska frelsisstríðinu]]. Hann gekk í Franska flotann sem sjóliðsforingi 1793.<ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=Dictionnaire des capitaines de Vaisseau de Napoléon|höfundur=Danielle Quintin|höfundur2=Bernard Quintin|ár=2003|bls=212-215|útgefandi=SPM}}</ref>
=== Æviágrip ===
Til að byrja með þjónaði Leduc sem undirlautinant á léttabátnum ''Entreprise'' í umsátri Breta og bandamanna þeirra um Dunkerque 1793. Hann var hækkaður í tign árið eftir og þjónaði sem Lautinant á orrustuskipinu ''Couronne''. Hann var síðan skipaður yfirmaður briggskipsins ''Hazard'' og barðist á því í sjóorrustunni við Genóa. Hann var hækkaður upp í tign skipstjóra 1796 og gerður yfirmaður [[Freigáta|freitgátunnar]] ''Incorruptible''. Á því skipi barðist hann við Breta bæði á [[Ermasund]]i og [[Karíbahaf]]inu.<ref name=":0" />
Árið 1806 var Leduc skipaður yfirmaður leiðangurs á norðurslóðir. Skipanir hans voru að sigla norður fyrir Ísland og ráðast á bresk og rússnesk hvalveiðiskip sem voru á veiðum undan ströndum Íslands, Grænlands og Svalbarða. Flotasveitin sem Leduc stjórnaði samanstóð af freigátunni ''Revanche'' með 44 fallbyssur undir stjórn Leduc skipherra, freigátunni ''Guerriere'' með 44 fallbyssur undir stjórn Huberts skipherra, freigátunni ''Sirene'' með 40 fallbyssur undir stjórn Lamberts skipherra og [[Briggskip|briggskipinu]] ''Néarque'' undir stjórn Jourdain skipherra. <ref name=":1">{{Bókaheimild|titill=Histoire de la marine française sous le consulat et l'empire|höfundur=Édouard Chevalier|útgefandi=Librairie L. Hachette|ár=1866|bls=260-263}}</ref>
Leiðangurinn var illa undirbúinn og skorti bæði vistir og skjólfatnað. [[Skyrbjúgur]] fór fljótt að herja á frönsku sjóliðana og Leduc tók þá ákvörðun að stoppa nokkrar vikur á Patreksfirði til að gefa mönnum sínum tækifæri til að jafna sig. Leduc tókst að sökkva 14 hvalveiðiskipum en briggskipið ''Néarque'' féll í hendur breta og freigátan Guerriere gafst upp fyrir Bretum á Norður-Íshafi eftir bardaga við bresku freigátuna ''Blanche''. <ref name=":1" />
Eftir leiðangurinn á norðurslóðir var Leduc hækkaður í tign of sendur sem kapteinn á freigátunni ''D'Hautpoul'' til Karíbahafsins. Hann fór á eftirlaun frá franska flotanum 1816 og lést í Dunkerque 1832.<ref name=":0" />
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Franskir sjóliðsforingjar]]
{{fd|1764|1832}}
0e6ug50xvn794tobh4kv6tb38apvhqu
Spjall:Saving Iceland
1
186905
1922636
1922634
2025-07-04T12:10:42Z
Bjarki S
9
/* Setja í þátíð? */ Svar
1922636
wikitext
text/x-wiki
== Setja í þátíð? ==
Er tímabært að setja þessa umfjöllun í þátíð? Síðasta frétt á vef samtakanna er frá 2018, en ég finn ekkert um að þau hafi beinlínis verið lögð niður. [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 4. júlí 2025 kl. 11:32 (UTC)
:Ég held að það sé óhætt. Það má þá bara breyta því til baka ef þau taka aftur upp þráðinn. Annars hef ég áður velt þessu fyrir mér með ýmis stjórnmálasamtök og framboð sem lognast út af án þess að það sé sérstaklega fjallað um það. Er hægt að vísa í skort á umfjöllun sem heimild í sjálfu sér fyrir því að starfseminni sé lokið? [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 4. júlí 2025 kl. 12:10 (UTC)
h7dvmmi3avh0kijwseaop8tjjeyux9d
1922644
1922636
2025-07-04T13:41:10Z
Akigka
183
/* Setja í þátíð? */ Svar
1922644
wikitext
text/x-wiki
== Setja í þátíð? ==
Er tímabært að setja þessa umfjöllun í þátíð? Síðasta frétt á vef samtakanna er frá 2018, en ég finn ekkert um að þau hafi beinlínis verið lögð niður. [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 4. júlí 2025 kl. 11:32 (UTC)
:Ég held að það sé óhætt. Það má þá bara breyta því til baka ef þau taka aftur upp þráðinn. Annars hef ég áður velt þessu fyrir mér með ýmis stjórnmálasamtök og framboð sem lognast út af án þess að það sé sérstaklega fjallað um það. Er hægt að vísa í skort á umfjöllun sem heimild í sjálfu sér fyrir því að starfseminni sé lokið? [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 4. júlí 2025 kl. 12:10 (UTC)
::Það væru þá væntanlega [https://www.visindavefur.is/svar.php?id=1859 þagnarrök] (''[[:en:Argument from ignorance|argumentum ad ignorantiam]]''). [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 4. júlí 2025 kl. 13:41 (UTC)
1oyg90md20j0fr35jq21xryitp9d1xa
1922645
1922644
2025-07-04T13:44:36Z
Akigka
183
/* Setja í þátíð? */
1922645
wikitext
text/x-wiki
== Setja í þátíð? ==
Er tímabært að setja þessa umfjöllun í þátíð? Síðasta frétt á vef samtakanna er frá 2018, en ég finn ekkert um að þau hafi beinlínis verið lögð niður. [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 4. júlí 2025 kl. 11:32 (UTC)
:Ég held að það sé óhætt. Það má þá bara breyta því til baka ef þau taka aftur upp þráðinn. Annars hef ég áður velt þessu fyrir mér með ýmis stjórnmálasamtök og framboð sem lognast út af án þess að það sé sérstaklega fjallað um það. Er hægt að vísa í skort á umfjöllun sem heimild í sjálfu sér fyrir því að starfseminni sé lokið? [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 4. júlí 2025 kl. 12:10 (UTC)
::Það væru þá væntanlega [https://www.visindavefur.is/svar.php?id=1859 þagnarrök] (''[[:en:Argument from silence]]'' eða ''[[:en:Argument from ignorance]]''). [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 4. júlí 2025 kl. 13:41 (UTC)
p5gf1wm87lgvy9hbic012ux86fh79en
1922646
1922645
2025-07-04T13:49:13Z
Akigka
183
/* Setja í þátíð? */ eins gott að hafa hugtökin rétt :)
1922646
wikitext
text/x-wiki
== Setja í þátíð? ==
Er tímabært að setja þessa umfjöllun í þátíð? Síðasta frétt á vef samtakanna er frá 2018, en ég finn ekkert um að þau hafi beinlínis verið lögð niður. [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 4. júlí 2025 kl. 11:32 (UTC)
:Ég held að það sé óhætt. Það má þá bara breyta því til baka ef þau taka aftur upp þráðinn. Annars hef ég áður velt þessu fyrir mér með ýmis stjórnmálasamtök og framboð sem lognast út af án þess að það sé sérstaklega fjallað um það. Er hægt að vísa í skort á umfjöllun sem heimild í sjálfu sér fyrir því að starfseminni sé lokið? [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 4. júlí 2025 kl. 12:10 (UTC)
::Það væru þá væntanlega [https://www.visindavefur.is/svar.php?id=1859 þagnarrök] (''[[:en:Argument from silence]]'') eða fáfræðirök (''[[:en:Argument from ignorance]]''). [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 4. júlí 2025 kl. 13:41 (UTC)
qmrastzoicdx8nhdzhdxttije9sl9je
1922650
1922646
2025-07-04T17:05:43Z
Óskadddddd
83612
/* Setja í þátíð? */ Svar
1922650
wikitext
text/x-wiki
== Setja í þátíð? ==
Er tímabært að setja þessa umfjöllun í þátíð? Síðasta frétt á vef samtakanna er frá 2018, en ég finn ekkert um að þau hafi beinlínis verið lögð niður. [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 4. júlí 2025 kl. 11:32 (UTC)
:Ég held að það sé óhætt. Það má þá bara breyta því til baka ef þau taka aftur upp þráðinn. Annars hef ég áður velt þessu fyrir mér með ýmis stjórnmálasamtök og framboð sem lognast út af án þess að það sé sérstaklega fjallað um það. Er hægt að vísa í skort á umfjöllun sem heimild í sjálfu sér fyrir því að starfseminni sé lokið? [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 4. júlí 2025 kl. 12:10 (UTC)
::Það væru þá væntanlega [https://www.visindavefur.is/svar.php?id=1859 þagnarrök] (''[[:en:Argument from silence]]'') eða fáfræðirök (''[[:en:Argument from ignorance]]''). [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 4. júlí 2025 kl. 13:41 (UTC)
:Þau hafa ekki verið alþögul síðustu 7 ár. Þau síðast póstuðu á X þann 1. október 2023, eftir raunar sirkabát fjögurra ára fjarveru frá samfélagsmiðlinum. Einhver er enn á bakvið samtökin, þau eru ennþá 'til'. Það eru auðvitað margar greinar til um athafnalítil samtök í nútíð og því spyr ég hvort hafa verið einhver viðmið fyrir slík tilfelli þar sem samtök virðast hafa hætt að athafna sig, jafnvel á þeirri ensku? [[Notandi:Óskadddddd|Óskadddddd]] ([[Notandaspjall:Óskadddddd|spjall]]) 4. júlí 2025 kl. 17:05 (UTC)
nf1bvviu6ot6r2z1o0p3st19l4wh7xf
Völubein
0
186906
1922648
2025-07-04T16:13:59Z
Vesteinn
472
Created by translating the opening section from the page "[[:en:Special:Redirect/revision/1292254607|Talus bone]]"
1922648
wikitext
text/x-wiki
'''Völubein''' eða '''vala''' (lat. ''talus'') er eitt af beinunum í ökklanum. Neðri fótleggjarbeinin hvíla á völubeininu og þannig nánast allur líkamsþungi standandi manneskju. Í manneskjum tengjast engir vöðvar völubeininu.
8pw1upjqlmnoo7cgb6x1t0ltxfedfzt
1922649
1922648
2025-07-04T16:17:01Z
Vesteinn
472
1922649
wikitext
text/x-wiki
'''Völubein''' eða '''vala''' (lat. ''talus'') er eitt af beinunum í ökklanum. Neðri fótleggjarbeinin hvíla á völubeininu og þannig nánast allur líkamsþungi standandi manneskju. Í manneskjum tengjast engir vöðvar völubeininu.
== Íslensk þjóðtrú ==
Í íslenskri þjóðtrú átti að vera hægt að nota völu (venjulega úr [[sauðkind]]) til spásagna. Þá var hafður yfir formáli, já-eða-nei-spurning borin upp og svo völunni kastað. Svarið fór eftir því hvernig beinið lenti.
1casbtrn0lab7lhzf4eeuj4in6rcd04
1922658
1922649
2025-07-04T18:07:29Z
Berserkur
10188
1922658
wikitext
text/x-wiki
'''Völubein''' eða '''vala''' (lat. ''talus'') er eitt af [[bein]]unum í [[ökkli|ökklanum]]. Neðri fótleggjarbeinin hvíla á völubeininu og þannig nánast allur líkamsþungi standandi manneskju. Í manneskjum tengjast engir [[vöðvar]] völubeininu.
== Íslensk þjóðtrú ==
Í íslenskri þjóðtrú átti að vera hægt að nota völu (venjulega úr [[sauðkind]]) til spásagna. Þá var hafður yfir formáli, já-eða-nei-spurning borin upp og svo völunni kastað. Svarið fór eftir því hvernig beinið lenti. {{Heimild vantar}}
[[Flokkur:Beinagrind]]
f2y5q05x1wv6nhya3bb2cwylzcvsb8b