Wikipedia
iswiki
https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a
MediaWiki 1.45.0-wmf.8
first-letter
Miðill
Kerfissíða
Spjall
Notandi
Notandaspjall
Wikipedia
Wikipediaspjall
Mynd
Myndaspjall
Melding
Meldingarspjall
Snið
Sniðaspjall
Hjálp
Hjálparspjall
Flokkur
Flokkaspjall
Gátt
Gáttaspjall
TimedText
TimedText talk
Module
Module talk
Event
Event talk
Lofsöngur
0
616
1922941
1910129
2025-07-08T13:31:03Z
91.186.253.17
1922941
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Lofsöngur (first recording).ogg|thumb|Lofsöngur]]
[[Mynd:Plaque outside 15 London Street, Edinburgh, Scotland 2005-02-18.jpg|thumb|Árið 1974 lét [[Menntamálaráðuneytið]] koma fyrir minningartöflum að London Street 15 í [[Edinborg]], sú fyrri er á íslensku og á henni stendur: „Íslenski þjóðsöngurinn, “Ó, Guð vors lands“ lagið og hluti ljóðsins var saminn í þessu húsi árið 1874 af [[Sveinbjörn Sveinbjörnsson|Sveinbirni Sveinbjörnssyni]] og [[Matthías Jochumsson|Matthíasi Jochumssyni]]“ og á töflunni fyrir neðan hana er ritað á ensku.]]
[[Mynd:15 London Street, Edinburgh, Scotland 2005-02-18.jpg|thumb|Víðmynd af minningartöflunum tveim við London Street 15.]]
عالفيس<onlyinclude>'''Lofsöngur''' er [[sálmur]] eftir [[Matthías Jochumsson]] við lag [[Sveinbjörn Sveinbjörnsson|Sveinbjörns Sveinbjörnssonar]] samið fyrir [[þjóðhátíð]] í tilefni af [[þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar]] árið 1874. Lag og ljóð voru frumflutt af blönduðum kór við hátíðarguðsþjónustu sem hófst klukkan 10:30 í [[Dómkirkjan í Reykjavík|Dómkirkjunni í Reykjavík]] sunnudaginn 2. ágúst 1874 sem '''Lofsöngur í minningu Íslands þúsund ára''' og var konungur Danmerkur (og þar með konungur Íslands), [[Kristján IX]], viðstaddur þá athöfn.
Ljóðið öðlaðist í kjölfar þess vinsældir meðal almennings sem þjóðsöngur og var flutt sem slíkt við [[fullveldistakan|fullveldistökuna]] 1918, sú staða ljóðs og lags var svo fest í „lög um þjóðsöng Íslendinga“,<ref>{{Cite web|url=https://www.althingi.is/lagas/nuna/1983007.html|title=7/1983: Lög um þjóðsöng Íslendinga|last=|first=|date=|website=Alþingi|language=is|archive-url=|archive-date=}}</ref> sem voru samþykkt á Alþingi 8. mars 1983 og tóku gildi 25. mars sama ár. Áður var vísan [[Eldgamla Ísafold]] eftir [[Bjarni Thorarensen|Bjarna Thorarensen]] við lagið [[God Save the Queen]] oft sungin sem einhvers konar þjóðsöngur, en það þótti ekki hæfa að notast við sama lag og aðrar þjóðir nota við þjóðsöng sinn.
Lofsöngurinn gengur oftast undir heitinu '''Ó, Guð vors lands''', sem er fyrsta ljóðlína hans og er það meðal annars notað sem heiti ljóðsins í lögum um þjóðsönginn, en er þó skrifað þar án [[komma|kommu]] á eftir [[ó|ó-inu]].</onlyinclude>
== Saga ==
Gefinn var út [[konungsúrskurður]] þann 8. september 1873 þess efnis að opinber guðsþjónusta skyldi haldin í öllum kirkjum landsins í tilefni [[1000 ára afmæli Íslandsbyggðar]] sumarið 1874, og átti [[biskup Íslands]] samkvæmt honum að ákveða messudag og ræðutexta, [[Pétur Pétursson]] sem þá þjónaði sem biskup ákvað að [[messa|messudagurinn]] skyldi vera 2. ágúst 1874 og að [[sálmur]]inn sem flytja skyldi væri [[90. Davíðssálmur]], 1.-4. og 12.-17. [[vers]], og urðu þau vers innblástur Matthíasar Jochumssonar að Lofsöngnum:{{heimild vantar|urðu þau vers innblástur Matthíasar Jochumssonar að lofsöngum}}
:Drottinn, þú hefir verið oss athvarf
:frá kyni til kyns.
:Áður en fjöllin fæddust
:og jörðin og heimurinn urðu til,
:frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð.
:Þú lætur manninn hverfa aftur til duftsins
:og segir: "Hverfið aftur, þér mannanna börn!"
:Því að þúsund ár eru í þínum augum
:sem dagurinn í gær, þegar hann er liðinn,
:já, eins og næturvaka.
:Kenn oss að telja daga vora,
:að vér megum öðlast viturt hjarta.
:Snú þú aftur, Drottinn. Hversu lengi er þess að bíða,
:að þú aumkist yfir þjóna þína?
:Metta oss að morgni með miskunn þinni,
:að vér megum fagna og gleðjast alla daga vora.
:Veit oss gleði í stað daga þeirra, er þú hefir lægt oss,
:ára þeirra, er vér höfum illt reynt.
:Lát dáðir þínar birtast þjónum þínum
:og dýrð þína börnum þeirra.
:Hylli Drottins, Guðs vors, sé yfir oss,
:styrk þú verk handa vorra.
Ljóðið var ort á [[Bretland]]seyjum veturinn 1873-1874, fyrsta erindið á heimili Sveinbjörns Sveinbjörnssonar að London Street 15 í [[Edinborg]] árið 1873, þar sem Matthías dvaldi um hríð en annað og þriðja erindið í [[Lundúnir|Lundúnum]] og segir Matthías svo frá yrkingu þess í [[sjálfsævisaga|sjálfsævisögu]] sinni, [[Sögukaflar af sjálfum mér]], í kaflanum „Þriðja útförin mín“, undirkaflanum „Hjá kunningjum á Bretlandi“:
{{tilvitnun2|Ég bjó hjá Svb. Sveinbjörnsson tónskáldi, og vorum við skólabræður. Þá orti ég nokkur smákvæði, þar á meðal „[[Lýsti sól]]“, „[[Minni Ingólfs]]“ og þar bjó ég til byrjun lofsöngsins, „Ó, guð vors lands“. Sveinbjörn athugaði vandlega textann, en kvaðst ekki treysta sér til að búa til lag við; fór svo, að ég um veturinn sendi honum aftur og aftur eggjan og áskorun að reyna sig á sálminum. Og loks kom lagið um vorið og náði nauðlega heim um Þjóðhátíðina. Síðari versin tvö orti ég í Lundúnum, og hefur mér aldrei þótt mikið til þeirra koma.}}
[[Brynjólfur Tóbíasson]] segir í bók sinni, ''Þjóðhátíðin 1874'', þannig frá fyrsta flutningi Lofsöngsins:
{{tilvitnun2|''Söngurinn í kirkjunni undir stjórn Péturs Guðjohnsen organleikara þótti áhrifamikill. Sálmar sem Helgi Hálfdánarson, síðar lektor, hafði ort við þetta tækifæri, voru sungnir. Og nú var í fyrsta sinn sunginn sálmur sr. Matthíasar Jochumssonar, er síðar var þjóðsöngur vor: Ó guð vors lands, undir hinu fagra lagi Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar, tónskálds. Hafði lofsöngur þessi djúp áhrif á marga þá, er hlýddu''.<ref>[http://www.timarit.is/?issueID=421957&pageSelected=24&lang=0 Morgunblaðið 1974]</ref>}}
=== Minningartafla ===
Árið 1974 lét [[Menntamálaráðuneytið]] koma fyrir minningartöflum að London Street 15 í [[Edinborg]], sú fyrri er á íslensku og á henni stendur: „Íslenski þjóðsöngurinn, “Ó, Guð vors lands“ lagið og hluti ljóðsins var saminn í þessu húsi árið 1874 af [[Sveinbjörn Sveinbjörnsson|Sveinbirni Sveinbjörnssyni]] og [[Matthías Jochumsson|Matthíasi Jochumssyni]]“ og á töflunni fyrir neðan hana er ritað á ensku: „The Icelandic national anthem “Ó, Guð vors lands“ by the composer Sveinbjörn Sveinbjörnsson and the poet Matthías Jochumsson was written and composed in this house in 1874.“
Frumkvæðið að því að koma fyrir töflunum átti [[doktor|dr.]] [[Símon Jóhannes Ágústsson]], sem ritaði ráðuneytinu um málið, en sendiráð Íslands í Lundúnum og [[aðalræðismaðurinn í Edinborg]] aðstoðuðu við framkvæmd þess.
Tvennt er athugavert við textann á töflunum, í fyrsta lagi er á þeim báðum staðhæft að lag og ljóð hafi verið samið 1874 en í æviminningum Matthíasar kemur fram að það hafi verið veturinn 1873-1874, í öðru lagi er misræmi á milli þeirra eftir tungumálum, á íslensku útgáfunni er staðhæft að ljóðið hafi að hluta til verið samið í húsinu sem er rétt en á þeirri ensku er staðhæft að það hafi verið samið þar sem er rangt, en síðari versin voru samin í Lundúnum.
== Umræður um að skipta um þjóðsöng ==
Reglulega hefur sú hugmynd komið upp í þjóðfélagsumræðunni að skipta um þjóðsöng og hafa þá oft verið nefnd lögin [[Ísland er land þitt]] eftir [[Magnús Þór Sigmundsson]] við texta [[Margrét Jónsdóttir (skáld)|Margrétar Jónsdóttur]] og ljóð [[Eggert Ólafsson|Eggerts Ólafssonar]] [[Ísland ögrum skorið]] við lag [[Sigvaldi Kaldalóns|Sigvalda Kaldalóns]] og [[Öxar við ána]], lag [[Helgi Helgason|Helga Helgasonar]] við ljóð [[Steingrímur Thorsteinsson|Steingríms Thorsteinssonar]]. Þjóðsöngurinn hefur einkum verið gagnrýndur fyrir að þykja torsunginn; að vera of langur, en iðulega þarf að auka spilunarhraða lagsins eða stytta það, oftast niður í fyrsta erindið, við alþjóðlega kappleiki og aðrar þjóðlegar samkomur; fyrir að vera torskilinn og að lokum fyrir að fjalla aðallega um Guð kristinna manna.
Árið 1996 (121. löggjafarþing, 35. mál) var lögð fram þingsályktunartillaga um „endurskoðun á lögum um þjóðsöng Íslendinga“ og m.a. lagt til að taka upp annan þjóðsöng ásamt lofsöngnum og hafa þá tvo þjóðsöngva (líkt og t.d. [[Nýja Sjáland]] hefur gert), tillagan var felld.
Þann 8. nóvember 2004 (131. löggjafarþing, 279. mál) lögðu tveir [[þingmaður|þingmenn]] [[sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] úr [[Norðausturkjördæmi]], [[Sigríður Ingvarsdóttir]] og [[Hilmar Gunnlaugsson]] fram [[þingsályktunartillaga|þingsályktunartillögu]] þess efnis að kannað yrði hvort rétt væri að skipta um þjóðsöng, „með það fyrir augum að taka upp nýjan þjóðsöng sem væri auðveldari í flutningi og hentaði betur til almennrar notkunar, svo sem í skólum, á íþróttakappleikjum og við önnur svipuð tækifæri.“<ref>{{Cite web|url=https://www.althingi.is/altext/131/s/0301.html|title=301/131 þáltill.: nýr þjóðsöngur|website=Alþingi|language=is|access-date=2019-08-30}}</ref> Þau mæltu einkum með tveimur staðgenglum: ljóðinu [[Ísland ögrum skorið]] og laginu [[Ísland er land þitt]]. Fyrri umræða var haldin 16. nóvember 2004 og var ákveðið skv. atkvæðagreiðslu að halda henni áfram í síðari umræðu.<ref>{{Cite web|url=https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/atkvaedagreidsla/?nnafnak=32109|title=Atkvæðagreiðsla|website=Alþingi|language=is|access-date=2019-08-30}}</ref>
Í könnun [[Gallup]] í mars 1994 var spurt tveggja spurninga: „Hvað heitir þjóðsöngurinn?“ og „Á að skipta um þjóðsöng?“
Við fyrri spurningunni svöruðu 60% „Ó guð vors lands“, 1,8% „Lofsöngur“, 6% nefndu aðra söngva, 32% aðspurðra kváðust ekki vita nafn þjóðsöngsins. Mikill munur var eftir aldri á því hvort aðspurðir vissu hver þjóðsöngurinn væri, eða um 30% 15-24 ára fólks og 90% 55-69 ára.
Við seinni spurningunni svöruðu 65% því að þeir vildu halda sig við núverandi þjóðsöng, tæplega 5% kusu Öxar við ána.<ref>{{cite web |url=http://gallup.is/main/view.jsp?branch=683612&e342RecordID=385&e342DataStoreID=514738 |title=Geymd eintak |access-date=2007-09-29 |archive-date=2007-09-29 |archive-url=https://web.archive.org/web/20070929112018/http://gallup.is/main/view.jsp?branch=683612&e342RecordID=385&e342DataStoreID=514738 |url-status=dead }}</ref>
Í annarri Gallupkönnun sem gerð var í nóvember 1996 í kjölfar umræðna á Alþingi um hvort skipta ætti um þjóðsöng, vildu 68% halda núverandi þjóðsöng og tæplega 32% vildu nýjan.<ref>{{cite web |url=http://gallup.is/main/view.jsp?branch=683612&e342RecordID=230&e342DataStoreID=514738 |title=Geymd eintak |access-date=2007-09-29 |archive-date=2007-09-29 |archive-url=https://web.archive.org/web/20070929112012/http://gallup.is/main/view.jsp?branch=683612&e342RecordID=230&e342DataStoreID=514738 |url-status=dead }}</ref> Stuðningur við þjóðsönginn jókst með hækkandi aldri en fór þó aldrei niður fyrir 50%. Athuga skal, að í hvorugri könnuninni gaf Gallup upp stærð úrtaks eða svarhlutfall.
== Lagaleg staða ==
„Lög um þjóðsöng Íslendinga“, þar sem söngurinn er nefndur „Ó Guð vors lands“, voru samþykkt á Alþingi 8. mars 1983 og tóku gildi 25. mars sama ár. Þar er m.a. staðhæft að hann sé eign íslensku þjóðarinnar, að hann skuli ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu, að eigi sé heimilt að nota hann í viðskipta- eða auglýsingaskyni, að forsætisráðherra skuli skera úr um allan ágreining um rétta notkun hans og að [[Forsætisráðuneyti Íslands|forsætisráðuneytið]] fari með umráð yfir útgáfurétti hans. Forsetinn hefur svo vald til að setja nánari ákvæði um notkun hans með [[forsetaúrskurður|forsetaúrskurði]] ef þörf þykir.
Brot á lögunum vörðuðu upprunalega varðhaldi allt að 2 árum, en því var breytt með lögum nr. 82, 16. júní 1998. Eftir að þau tóku gildi varðaði brot á lögum um þjóðsöng Íslendinga fangelsisvist allt að 2 árum.
==Ljóðið==
Lofsöngurinn samanstendur af þremur erindum og er yfirleitt látið nægja að syngja það fyrsta við opinberar samkomur nema við innsetningarathöfn forseta Íslands.
=== 1. erindi ===
:Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
:Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
:Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
:þínir herskarar, tímanna safn.
:Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
:og þúsund ár dagur, ei meir:
:eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
:sem tilbiður guð sinn og deyr.
::Íslands þúsund ár,
::Íslands þúsund ár,
:eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
:sem tilbiður guð sinn og deyr.
=== 2. erindi ===
:Ó, guð, ó, guð! Vér föllum fram
:og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
:guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns,
:og vér kvökum vort helgasta mál.
:Vér kvökum og þökkum í þúsund ár,
:því þú ert vort einasta skjól.
:Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
:því þú tilbjóst vort forlagahjól.
::Íslands þúsund ár
::Íslands þúsund ár
:voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár,
:sem hitna við skínandi sól.
=== 3. erindi ===
:Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
:Vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá.
:Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
:sem að lyftir oss duftinu frá.
:Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,
:vor leiðtogi í daganna þraut
:og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf
:og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
::Íslands þúsund ár
::Íslands þúsund ár
:verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
:sem þroskast á guðsríkis braut.
== Sjá einnig ==
*[[Íslenski fáninn]]
*[[Skjaldarmerki Íslands]]
== Tilvísanir ==
<references />
== Heimild ==
* ''Sögukaflar af sjálfum mér'' eftir Matthías Jochumsson. 1959.
== Tenglar ==
{{commons|Lofsöngur|lofsöngnum}}
* [http://handrit.is/is/manuscript/view/Lbs02-0627 Upprunalegt nótnahandrit Lofsöngsins]
* [http://www.althingi.is/lagas/nuna/1983007.html Lög um þjóðsöng Íslendinga] {{lög|24|8. mars|1983}}. og [http://www.althingi.is/altext/stjt/1998.082.html lög um breytingu á þeim (ásamt öðrum lögum)] ({{lög|82|16. júní|1998}}).
* [http://althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=131&mnr=279 Tillaga til þingsályktunar um nýjan þjóðsöng,] útbýtt 8. nóvember 2004.
* [http://forsaetisraduneyti.is/upplysingar/thjodsongurinn/Sagan/ Vefsíða Forsætisráðuneytisins um þjóðsönginn] þar sem farið er í sögu hans, sýndar eru [[nóta|nótur]] fyrir blandaðan kór, [[píanó]] og karlakór, auk þess sem hýstar eru þýðingar á fyrsta erindi ljóðsins yfir á fjölmörg [[tungumál]].
* [http://forsaetisraduneyti.is/upplysingar/thjodsongurinn/Sagan/nr/1631 Þjóðsöngur Íslendinga - formáli eftir Steingrím J. Þorsteinsson - 1957]
* [http://forsaetisraduneyti.is/upplysingar/thjodsongurinn/Sagan/nr/505 Ágrip af sögu þjóðsöngsins eftir Birgi Thorlacius - 1991]
* [http://www.musik.is/Lof/lof-isl.html „Ó, Guð vors lands“ - Þjóðsöngur Íslendinga“] inniheldur m.a. sönginn [http://www.musik.is/Lof/Hljod/thodvocal.mp3 í flutningi blandaðs kórs] og [http://www.musik.is/Lof/Hljod/thjodvocal2.mp3 blandaðs kórs ásamt hljómsveit].
;Greinar um lofsöngin
* [http://www.vantru.net/2004/10/31/00.00/ ''Land vors guðs? - Saga lofsöngsins''; af Vantru.is] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20050512100256/http://www.vantru.net/2004/10/31/00.00/ |date=2005-05-12 }}.
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2741082 ''Nú vantar þjóðsönginn''; grein eftir Halldór Laxness, birtist í Þjóðviljanum 1944]
* [https://timarit.is/files/16568651 „Ætti medalíu skilið“; grein í Morgunblaðinu 1972] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20220407223414/https://timarit.is/files/16568651 |date=2022-04-07 }}
{{Gæðagrein}}
[[Flokkur:Íslensk tónlist]]
[[Flokkur:Sálmar]]
[[Flokkur:Þjóðartákn Íslands]]
[[Flokkur:Þjóðsöngvar]]
msachtdstud04nhlpvi29dfeslj7z7s
1922944
1922941
2025-07-08T14:29:15Z
Bjarki S
9
Afturkalla útgáfu [[Special:Diff/1922941|1922941]] frá [[Special:Contributions/91.186.253.17|91.186.253.17]] ([[User talk:91.186.253.17|spjall]])
1922944
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Lofsöngur (first recording).ogg|thumb|Lofsöngur]]
[[Mynd:Plaque outside 15 London Street, Edinburgh, Scotland 2005-02-18.jpg|thumb|Árið 1974 lét [[Menntamálaráðuneytið]] koma fyrir minningartöflum að London Street 15 í [[Edinborg]], sú fyrri er á íslensku og á henni stendur: „Íslenski þjóðsöngurinn, “Ó, Guð vors lands“ lagið og hluti ljóðsins var saminn í þessu húsi árið 1874 af [[Sveinbjörn Sveinbjörnsson|Sveinbirni Sveinbjörnssyni]] og [[Matthías Jochumsson|Matthíasi Jochumssyni]]“ og á töflunni fyrir neðan hana er ritað á ensku.]]
[[Mynd:15 London Street, Edinburgh, Scotland 2005-02-18.jpg|thumb|Víðmynd af minningartöflunum tveim við London Street 15.]]
<onlyinclude>'''Lofsöngur''' er [[sálmur]] eftir [[Matthías Jochumsson]] við lag [[Sveinbjörn Sveinbjörnsson|Sveinbjörns Sveinbjörnssonar]] samið fyrir [[þjóðhátíð]] í tilefni af [[þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar]] árið 1874. Lag og ljóð voru frumflutt af blönduðum kór við hátíðarguðsþjónustu sem hófst klukkan 10:30 í [[Dómkirkjan í Reykjavík|Dómkirkjunni í Reykjavík]] sunnudaginn 2. ágúst 1874 sem '''Lofsöngur í minningu Íslands þúsund ára''' og var konungur Danmerkur (og þar með konungur Íslands), [[Kristján IX]], viðstaddur þá athöfn.
Ljóðið öðlaðist í kjölfar þess vinsældir meðal almennings sem þjóðsöngur og var flutt sem slíkt við [[fullveldistakan|fullveldistökuna]] 1918, sú staða ljóðs og lags var svo fest í „lög um þjóðsöng Íslendinga“,<ref>{{Cite web|url=https://www.althingi.is/lagas/nuna/1983007.html|title=7/1983: Lög um þjóðsöng Íslendinga|last=|first=|date=|website=Alþingi|language=is|archive-url=|archive-date=}}</ref> sem voru samþykkt á Alþingi 8. mars 1983 og tóku gildi 25. mars sama ár. Áður var vísan [[Eldgamla Ísafold]] eftir [[Bjarni Thorarensen|Bjarna Thorarensen]] við lagið [[God Save the Queen]] oft sungin sem einhvers konar þjóðsöngur, en það þótti ekki hæfa að notast við sama lag og aðrar þjóðir nota við þjóðsöng sinn.
Lofsöngurinn gengur oftast undir heitinu '''Ó, Guð vors lands''', sem er fyrsta ljóðlína hans og er það meðal annars notað sem heiti ljóðsins í lögum um þjóðsönginn, en er þó skrifað þar án [[komma|kommu]] á eftir [[ó|ó-inu]].</onlyinclude>
== Saga ==
Gefinn var út [[konungsúrskurður]] þann 8. september 1873 þess efnis að opinber guðsþjónusta skyldi haldin í öllum kirkjum landsins í tilefni [[1000 ára afmæli Íslandsbyggðar]] sumarið 1874, og átti [[biskup Íslands]] samkvæmt honum að ákveða messudag og ræðutexta, [[Pétur Pétursson]] sem þá þjónaði sem biskup ákvað að [[messa|messudagurinn]] skyldi vera 2. ágúst 1874 og að [[sálmur]]inn sem flytja skyldi væri [[90. Davíðssálmur]], 1.-4. og 12.-17. [[vers]], og urðu þau vers innblástur Matthíasar Jochumssonar að Lofsöngnum:{{heimild vantar|urðu þau vers innblástur Matthíasar Jochumssonar að lofsöngum}}
:Drottinn, þú hefir verið oss athvarf
:frá kyni til kyns.
:Áður en fjöllin fæddust
:og jörðin og heimurinn urðu til,
:frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð.
:Þú lætur manninn hverfa aftur til duftsins
:og segir: "Hverfið aftur, þér mannanna börn!"
:Því að þúsund ár eru í þínum augum
:sem dagurinn í gær, þegar hann er liðinn,
:já, eins og næturvaka.
:Kenn oss að telja daga vora,
:að vér megum öðlast viturt hjarta.
:Snú þú aftur, Drottinn. Hversu lengi er þess að bíða,
:að þú aumkist yfir þjóna þína?
:Metta oss að morgni með miskunn þinni,
:að vér megum fagna og gleðjast alla daga vora.
:Veit oss gleði í stað daga þeirra, er þú hefir lægt oss,
:ára þeirra, er vér höfum illt reynt.
:Lát dáðir þínar birtast þjónum þínum
:og dýrð þína börnum þeirra.
:Hylli Drottins, Guðs vors, sé yfir oss,
:styrk þú verk handa vorra.
Ljóðið var ort á [[Bretland]]seyjum veturinn 1873-1874, fyrsta erindið á heimili Sveinbjörns Sveinbjörnssonar að London Street 15 í [[Edinborg]] árið 1873, þar sem Matthías dvaldi um hríð en annað og þriðja erindið í [[Lundúnir|Lundúnum]] og segir Matthías svo frá yrkingu þess í [[sjálfsævisaga|sjálfsævisögu]] sinni, [[Sögukaflar af sjálfum mér]], í kaflanum „Þriðja útförin mín“, undirkaflanum „Hjá kunningjum á Bretlandi“:
{{tilvitnun2|Ég bjó hjá Svb. Sveinbjörnsson tónskáldi, og vorum við skólabræður. Þá orti ég nokkur smákvæði, þar á meðal „[[Lýsti sól]]“, „[[Minni Ingólfs]]“ og þar bjó ég til byrjun lofsöngsins, „Ó, guð vors lands“. Sveinbjörn athugaði vandlega textann, en kvaðst ekki treysta sér til að búa til lag við; fór svo, að ég um veturinn sendi honum aftur og aftur eggjan og áskorun að reyna sig á sálminum. Og loks kom lagið um vorið og náði nauðlega heim um Þjóðhátíðina. Síðari versin tvö orti ég í Lundúnum, og hefur mér aldrei þótt mikið til þeirra koma.}}
[[Brynjólfur Tóbíasson]] segir í bók sinni, ''Þjóðhátíðin 1874'', þannig frá fyrsta flutningi Lofsöngsins:
{{tilvitnun2|''Söngurinn í kirkjunni undir stjórn Péturs Guðjohnsen organleikara þótti áhrifamikill. Sálmar sem Helgi Hálfdánarson, síðar lektor, hafði ort við þetta tækifæri, voru sungnir. Og nú var í fyrsta sinn sunginn sálmur sr. Matthíasar Jochumssonar, er síðar var þjóðsöngur vor: Ó guð vors lands, undir hinu fagra lagi Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar, tónskálds. Hafði lofsöngur þessi djúp áhrif á marga þá, er hlýddu''.<ref>[http://www.timarit.is/?issueID=421957&pageSelected=24&lang=0 Morgunblaðið 1974]</ref>}}
=== Minningartafla ===
Árið 1974 lét [[Menntamálaráðuneytið]] koma fyrir minningartöflum að London Street 15 í [[Edinborg]], sú fyrri er á íslensku og á henni stendur: „Íslenski þjóðsöngurinn, “Ó, Guð vors lands“ lagið og hluti ljóðsins var saminn í þessu húsi árið 1874 af [[Sveinbjörn Sveinbjörnsson|Sveinbirni Sveinbjörnssyni]] og [[Matthías Jochumsson|Matthíasi Jochumssyni]]“ og á töflunni fyrir neðan hana er ritað á ensku: „The Icelandic national anthem “Ó, Guð vors lands“ by the composer Sveinbjörn Sveinbjörnsson and the poet Matthías Jochumsson was written and composed in this house in 1874.“
Frumkvæðið að því að koma fyrir töflunum átti [[doktor|dr.]] [[Símon Jóhannes Ágústsson]], sem ritaði ráðuneytinu um málið, en sendiráð Íslands í Lundúnum og [[aðalræðismaðurinn í Edinborg]] aðstoðuðu við framkvæmd þess.
Tvennt er athugavert við textann á töflunum, í fyrsta lagi er á þeim báðum staðhæft að lag og ljóð hafi verið samið 1874 en í æviminningum Matthíasar kemur fram að það hafi verið veturinn 1873-1874, í öðru lagi er misræmi á milli þeirra eftir tungumálum, á íslensku útgáfunni er staðhæft að ljóðið hafi að hluta til verið samið í húsinu sem er rétt en á þeirri ensku er staðhæft að það hafi verið samið þar sem er rangt, en síðari versin voru samin í Lundúnum.
== Umræður um að skipta um þjóðsöng ==
Reglulega hefur sú hugmynd komið upp í þjóðfélagsumræðunni að skipta um þjóðsöng og hafa þá oft verið nefnd lögin [[Ísland er land þitt]] eftir [[Magnús Þór Sigmundsson]] við texta [[Margrét Jónsdóttir (skáld)|Margrétar Jónsdóttur]] og ljóð [[Eggert Ólafsson|Eggerts Ólafssonar]] [[Ísland ögrum skorið]] við lag [[Sigvaldi Kaldalóns|Sigvalda Kaldalóns]] og [[Öxar við ána]], lag [[Helgi Helgason|Helga Helgasonar]] við ljóð [[Steingrímur Thorsteinsson|Steingríms Thorsteinssonar]]. Þjóðsöngurinn hefur einkum verið gagnrýndur fyrir að þykja torsunginn; að vera of langur, en iðulega þarf að auka spilunarhraða lagsins eða stytta það, oftast niður í fyrsta erindið, við alþjóðlega kappleiki og aðrar þjóðlegar samkomur; fyrir að vera torskilinn og að lokum fyrir að fjalla aðallega um Guð kristinna manna.
Árið 1996 (121. löggjafarþing, 35. mál) var lögð fram þingsályktunartillaga um „endurskoðun á lögum um þjóðsöng Íslendinga“ og m.a. lagt til að taka upp annan þjóðsöng ásamt lofsöngnum og hafa þá tvo þjóðsöngva (líkt og t.d. [[Nýja Sjáland]] hefur gert), tillagan var felld.
Þann 8. nóvember 2004 (131. löggjafarþing, 279. mál) lögðu tveir [[þingmaður|þingmenn]] [[sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] úr [[Norðausturkjördæmi]], [[Sigríður Ingvarsdóttir]] og [[Hilmar Gunnlaugsson]] fram [[þingsályktunartillaga|þingsályktunartillögu]] þess efnis að kannað yrði hvort rétt væri að skipta um þjóðsöng, „með það fyrir augum að taka upp nýjan þjóðsöng sem væri auðveldari í flutningi og hentaði betur til almennrar notkunar, svo sem í skólum, á íþróttakappleikjum og við önnur svipuð tækifæri.“<ref>{{Cite web|url=https://www.althingi.is/altext/131/s/0301.html|title=301/131 þáltill.: nýr þjóðsöngur|website=Alþingi|language=is|access-date=2019-08-30}}</ref> Þau mæltu einkum með tveimur staðgenglum: ljóðinu [[Ísland ögrum skorið]] og laginu [[Ísland er land þitt]]. Fyrri umræða var haldin 16. nóvember 2004 og var ákveðið skv. atkvæðagreiðslu að halda henni áfram í síðari umræðu.<ref>{{Cite web|url=https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/atkvaedagreidsla/?nnafnak=32109|title=Atkvæðagreiðsla|website=Alþingi|language=is|access-date=2019-08-30}}</ref>
Í könnun [[Gallup]] í mars 1994 var spurt tveggja spurninga: „Hvað heitir þjóðsöngurinn?“ og „Á að skipta um þjóðsöng?“
Við fyrri spurningunni svöruðu 60% „Ó guð vors lands“, 1,8% „Lofsöngur“, 6% nefndu aðra söngva, 32% aðspurðra kváðust ekki vita nafn þjóðsöngsins. Mikill munur var eftir aldri á því hvort aðspurðir vissu hver þjóðsöngurinn væri, eða um 30% 15-24 ára fólks og 90% 55-69 ára.
Við seinni spurningunni svöruðu 65% því að þeir vildu halda sig við núverandi þjóðsöng, tæplega 5% kusu Öxar við ána.<ref>{{cite web |url=http://gallup.is/main/view.jsp?branch=683612&e342RecordID=385&e342DataStoreID=514738 |title=Geymd eintak |access-date=2007-09-29 |archive-date=2007-09-29 |archive-url=https://web.archive.org/web/20070929112018/http://gallup.is/main/view.jsp?branch=683612&e342RecordID=385&e342DataStoreID=514738 |url-status=dead }}</ref>
Í annarri Gallupkönnun sem gerð var í nóvember 1996 í kjölfar umræðna á Alþingi um hvort skipta ætti um þjóðsöng, vildu 68% halda núverandi þjóðsöng og tæplega 32% vildu nýjan.<ref>{{cite web |url=http://gallup.is/main/view.jsp?branch=683612&e342RecordID=230&e342DataStoreID=514738 |title=Geymd eintak |access-date=2007-09-29 |archive-date=2007-09-29 |archive-url=https://web.archive.org/web/20070929112012/http://gallup.is/main/view.jsp?branch=683612&e342RecordID=230&e342DataStoreID=514738 |url-status=dead }}</ref> Stuðningur við þjóðsönginn jókst með hækkandi aldri en fór þó aldrei niður fyrir 50%. Athuga skal, að í hvorugri könnuninni gaf Gallup upp stærð úrtaks eða svarhlutfall.
== Lagaleg staða ==
„Lög um þjóðsöng Íslendinga“, þar sem söngurinn er nefndur „Ó Guð vors lands“, voru samþykkt á Alþingi 8. mars 1983 og tóku gildi 25. mars sama ár. Þar er m.a. staðhæft að hann sé eign íslensku þjóðarinnar, að hann skuli ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu, að eigi sé heimilt að nota hann í viðskipta- eða auglýsingaskyni, að forsætisráðherra skuli skera úr um allan ágreining um rétta notkun hans og að [[Forsætisráðuneyti Íslands|forsætisráðuneytið]] fari með umráð yfir útgáfurétti hans. Forsetinn hefur svo vald til að setja nánari ákvæði um notkun hans með [[forsetaúrskurður|forsetaúrskurði]] ef þörf þykir.
Brot á lögunum vörðuðu upprunalega varðhaldi allt að 2 árum, en því var breytt með lögum nr. 82, 16. júní 1998. Eftir að þau tóku gildi varðaði brot á lögum um þjóðsöng Íslendinga fangelsisvist allt að 2 árum.
==Ljóðið==
Lofsöngurinn samanstendur af þremur erindum og er yfirleitt látið nægja að syngja það fyrsta við opinberar samkomur nema við innsetningarathöfn forseta Íslands.
=== 1. erindi ===
:Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
:Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
:Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
:þínir herskarar, tímanna safn.
:Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
:og þúsund ár dagur, ei meir:
:eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
:sem tilbiður guð sinn og deyr.
::Íslands þúsund ár,
::Íslands þúsund ár,
:eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
:sem tilbiður guð sinn og deyr.
=== 2. erindi ===
:Ó, guð, ó, guð! Vér föllum fram
:og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
:guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns,
:og vér kvökum vort helgasta mál.
:Vér kvökum og þökkum í þúsund ár,
:því þú ert vort einasta skjól.
:Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
:því þú tilbjóst vort forlagahjól.
::Íslands þúsund ár
::Íslands þúsund ár
:voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár,
:sem hitna við skínandi sól.
=== 3. erindi ===
:Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
:Vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá.
:Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
:sem að lyftir oss duftinu frá.
:Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,
:vor leiðtogi í daganna þraut
:og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf
:og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
::Íslands þúsund ár
::Íslands þúsund ár
:verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
:sem þroskast á guðsríkis braut.
== Sjá einnig ==
*[[Íslenski fáninn]]
*[[Skjaldarmerki Íslands]]
== Tilvísanir ==
<references />
== Heimild ==
* ''Sögukaflar af sjálfum mér'' eftir Matthías Jochumsson. 1959.
== Tenglar ==
{{commons|Lofsöngur|lofsöngnum}}
* [http://handrit.is/is/manuscript/view/Lbs02-0627 Upprunalegt nótnahandrit Lofsöngsins]
* [http://www.althingi.is/lagas/nuna/1983007.html Lög um þjóðsöng Íslendinga] {{lög|24|8. mars|1983}}. og [http://www.althingi.is/altext/stjt/1998.082.html lög um breytingu á þeim (ásamt öðrum lögum)] ({{lög|82|16. júní|1998}}).
* [http://althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=131&mnr=279 Tillaga til þingsályktunar um nýjan þjóðsöng,] útbýtt 8. nóvember 2004.
* [http://forsaetisraduneyti.is/upplysingar/thjodsongurinn/Sagan/ Vefsíða Forsætisráðuneytisins um þjóðsönginn] þar sem farið er í sögu hans, sýndar eru [[nóta|nótur]] fyrir blandaðan kór, [[píanó]] og karlakór, auk þess sem hýstar eru þýðingar á fyrsta erindi ljóðsins yfir á fjölmörg [[tungumál]].
* [http://forsaetisraduneyti.is/upplysingar/thjodsongurinn/Sagan/nr/1631 Þjóðsöngur Íslendinga - formáli eftir Steingrím J. Þorsteinsson - 1957]
* [http://forsaetisraduneyti.is/upplysingar/thjodsongurinn/Sagan/nr/505 Ágrip af sögu þjóðsöngsins eftir Birgi Thorlacius - 1991]
* [http://www.musik.is/Lof/lof-isl.html „Ó, Guð vors lands“ - Þjóðsöngur Íslendinga“] inniheldur m.a. sönginn [http://www.musik.is/Lof/Hljod/thodvocal.mp3 í flutningi blandaðs kórs] og [http://www.musik.is/Lof/Hljod/thjodvocal2.mp3 blandaðs kórs ásamt hljómsveit].
;Greinar um lofsöngin
* [http://www.vantru.net/2004/10/31/00.00/ ''Land vors guðs? - Saga lofsöngsins''; af Vantru.is] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20050512100256/http://www.vantru.net/2004/10/31/00.00/ |date=2005-05-12 }}.
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2741082 ''Nú vantar þjóðsönginn''; grein eftir Halldór Laxness, birtist í Þjóðviljanum 1944]
* [https://timarit.is/files/16568651 „Ætti medalíu skilið“; grein í Morgunblaðinu 1972] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20220407223414/https://timarit.is/files/16568651 |date=2022-04-07 }}
{{Gæðagrein}}
[[Flokkur:Íslensk tónlist]]
[[Flokkur:Sálmar]]
[[Flokkur:Þjóðartákn Íslands]]
[[Flokkur:Þjóðsöngvar]]
dutv84f8suegvpv24yy1wab37gfk5q9
5. apríl
0
897
1922930
1911490
2025-07-08T12:11:41Z
178.78.252.98
1922930
wikitext
text/x-wiki
{{dagatal|apríl}}
'''5. apríl''' er 95. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (96. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[Gregoríanska tímatalið|gregoríanska tímatalinu]]. 270 dagar eru eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[1058]] - [[Benedikt 10. mótpáfi]] tók við embætti.
* [[1241]] - [[Mongólaveldið|Mongólar]] sigruðu [[Bela 4.]] af [[Ungverjaland]]i í [[Orrustan við Sajo|orrustunni við Sajo]]. Landið var lagt meira og minna í auðn.
* [[1242]] - [[Alexander Nevskíj]] sigraði [[Þýsku riddararnir|Þýsku riddarana]] á [[orrustan á ísnum|orrustunni á ísnum]] á [[Peipusvatn]]i.
* [[1355]] - [[Karl 4. keisari|Karl 4.]] var krýndur keisari hins [[Heilaga rómverska keisaradæmið|Heilaga rómverska keisaradæmis]] í Róm.
* [[1534]] - Þýskir málaliðar drápu [[Jan Matthys]] á páskadag en þann dag hafði hann einmitt spáð að reiði Guðs kæmi yfir hina ranglátu.
* [[1614]] - [[Pocahontas]] og [[John Rolfe]] gengu í hjónaband í [[Jamestown]].
* [[1621]] - Skipið ''[[Mayflower]]'' sneri aftur til Englands frá Plymouth-nýlendunni.
* [[1654]] - [[Westminstersáttmálinn]] batt enda á [[fyrsta stríð Englands og Hollands]].
* [[1697]] - [[Karl 12.]] varð [[konungur Svíþjóðar]].
* [[1815]] - Eldgos hófst í fjallinu [[Tambora]] í Hollensku Austur-Indíum ([[Indónesía|Indónesíu]]). Tindur fjallsins eyddist í gífurlegu [[sprengigos]]i og tugþúsundir manna létust í gosinu eða í kjölfar þess. Mikið magn [[gjóska|gjósku]] barst út í andrúmsloftið og hafði áhrif á loftslag og veðurfar um heim allan. Talið er að meðallofthiti á jörðinni allri hafi lækkað nokkur næstu ár.
* [[1933]] - [[Alþjóðadómstóllinn]] í [[Haag]] dæmdi [[Danmörk|Dönum]] yfirráð yfir öllu [[Grænland]]i, en [[Noregur|Norðmenn]] höfðu reynt að helga sér hluta þess undir heitinu [[Land Eiríks rauða]].
* [[1940]] - [[Alþingi]] samþykkti að taka upp [[hægri umferð]] á [[Ísland]]i þann [[1. janúar]] [[1941]]. Horfið var frá þeim áformum vegna [[hernám]]s [[Bretland|Breta]], sem óku vinstra megin og gera enn.
* [[1948]] - [[Lög]] voru sett um vísindalega verndun [[fiskimið]]a [[landgrunn]]sins. Á þeim byggðist útfærsla [[fiskveiðilögsaga|fiskveiðilögsögunnar]].
* [[1951]] - [[Ethel Rosenberg|Ethel]] og [[Julius Rosenberg]] voru dæmd til dauða í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] fyrir að stunda njósnir í þágu Sovétríkjanna.
* [[1955]] - Sir [[Winston Churchill]] sagði af sér sem [[forsætisráðherra]] [[Bretland|Breta]] og dró sig í hlé frá [[stjórnmál]]um vegna heilsubrests, 80 ára gamall.
* [[1968]] - [[Kosningaréttur]] var lækkaður úr 21 ári í 20 ár.
* [[1971]] - Söngleikurinn [[Hárið (söngleikur)|Hárið]] var frumsýndur í [[Glaumbær (skemmtistaður)|Glaumbæ]].
* [[1973]] - [[Pierre Messmer]] varð forsætisráðherra í [[Frakkland]]i.
* [[1976]] - [[James Callaghan]] varð [[forsætisráðherra Bretlands]].
* [[1977]] - [[Joachim Yhombi-Opango]] varð forseti herforingjastjórnarinnar í [[Vestur-Kongó]].
* [[1986]] - [[Flugslysið í Ljósufjöllum]]: Flugvél á leið frá Ísafirði]] til Reykjavíkur fórst í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi og með henni 5 manns, en tveir lifðu af.
* 1986 - [[Diskótilræðið í Berlín]]: Sprengja sprakk á diskóteki í Vestur-Berlín með þeim afleiðingum að 3 létust.
* [[1988]] - [[Kuwait Airways flug 422|Kuwait Airways flugi 422]] var rænt. Í kjölfarið fylgdu umsátur í þremur heimsálfum og morð á tveimur farþegum.
* 1992 - [[Bosnía-Hersegóvína]] lýsti yfir [[sjálfstæði]] eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.
* 1992 - [[Bosníustríðið]]: Serbneskar hersveitir settust um [[Sarajevó]].
* 1992 - [[Alberto Fujimori]], forseti Perú, leysti upp [[þing Perú]] með tilskipun, kom á ritskoðun og lét handtaka stjórnarandstöðuþingmenn.
* 1994 - Snjóflóð fellur á skíðasvæði og um 40 sumarhús í [[Skutulsfjörður|Skutulsfirði]] með þeim afleiðingum að einn maður fórst.
* [[1994]] - [[Skotárásin í Árósaháskóla]]: Fleming Nielsen skaut tvær konur til bana og særði aðrar tvær á matsal í Árósaháskóla í Danmörku.
* [[1995]] - Bandaríska kvikmyndin ''[[The Last Supper]]'' var frumsýnd.
* [[1998]] - Stærsta hengibrú heims, [[Akashi Kaikyō-brúin]] milli eyjanna [[Shikoku]] og [[Honshū]] í Japan, var opnuð fyrir umferð.
* [[1999]] - [[Líbýa]] afhenti skoskum yfirvöldum tvo menn sem grunaðir voru um að hafa valdið sprengingunni í [[Pan Am flug 103|Pan Am flugi 103]] yfir Lockerbie.
<onlyinclude>
* [[2000]] - [[Mori Yoshiro]] tók við sem forsætisráðherra [[Japan]]s.
* [[2006]] - Slökkvistarfi vegna [[Mýraeldar|Mýraelda]] lauk að fullu.
* [[2008]] - Mótmæli gegn hernámi Kína í Tíbet áttu sér stað þar sem Ólympíukyndillinn var borinn um stræti [[London]].
* [[2009]] - [[Anders Fogh Rasmussen]] sagði af sér forsætisráðherraembætti í Danmörku eftir að hafa verið skipaður framkvæmdastjóri NATO.
* 2009 - [[Norður-Kórea]] skaut gervihnettinum [[Kwangmyŏngsŏng-2]] út í geim með eldflaug. [[Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna]] var kallað saman af því tilefni.
* [[2016]] - [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]] sagði af sér embætti forsætisráðherra Íslands í kjölfar uppljóstrana um aflandsfyrirtæki hans og eiginkonu hans.
* [[2018]] - Handtökuskipun var gefin út á hendur fyrrum forseta Brasilíu, [[Luiz Inácio Lula da Silva]], eftir að hæstiréttur ákvað að fella niður ''[[habeas corpus]]'' vegna spillingar.</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[1170]] - [[Ísabella af Hainaut]], drottning Frakklands (d. [[1190]]).
* [[1588]] - [[Thomas Hobbes]], enskur heimspekingur (d. [[1679]]).
* [[1828]] - [[Árni Thorsteinson (landfógeti)|Árni Thorsteinson]], landfógeti og alþingismaður (d. [[1907]]).
* [[1841]] - [[Hallgrímur Sveinsson]], biskup Íslands (d. [[1909]]).
* [[1900]] - [[Spencer Tracy]], bandarískur leikari (d. [[1967]]).
* [[1908]] - [[Bette Davis]], bandarísk leikkona (d. [[1989]]).
* [[1908]] - [[Herbert von Karajan]], austurrískur hljómsveitarstjóri (d. [[1989]]).
* [[1914]] - [[Gunnar Gíslason]], íslenskur prestur (d. [[2008]]).
* [[1916]] - [[Gregory Peck]], bandarískur leikari (d. [[2003]]).
* [[1928]] - [[Ágúst George]], hollenskur prestur (d. [[2008]]).
* [[1937]] - [[Colin Powell]], utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
* [[1941]] - [[Peter Greenaway]], velskur kvikmyndaleikstjóri.
* [[1941]] - [[Bas van Fraassen]], hollenskur heimspekingur.
* [[1946]] - [[Jane Asher]], ensk leikkona.
* [[1947]] - [[Gloria Macapagal-Arroyo]], forseti Filippseyja.
* [[1950]] - [[Agnetha Fältskog]], sænsk söngkona.
* [[1973]] - [[Pharrell Williams]], bandariskur songvari.
== Dáin ==
* [[1205]] - [[Ísabella, drottning Jerúsalem|Ísabella]], drottning Jerúsalem (f. [[1172]]).
* [[1534]] - [[Jan Matthys]], leiðtogi anabaptista í Münster (f. um 1500).
* [[1697]] - [[Karl 11.]] Svíakonungur (f. 1655)
* [[1821]] - [[Sæmundur Magnússon Hólm]], prestur á Helgafelli (f. [[1749]]).
* [[1923]] - [[Carnarvon lávarður]], enskur aðalsmaður (f. [[1866]]).
* [[1929]] - [[Otto Liebe]], danskur forsætisráðherra (f. [[1850]]).
* [[1958]] - [[Ásgrímur Jónsson]], íslenskur listmálari (f. [[1876]]).
* [[1954]] - [[Marta krónprinsessa Noregs]] (f. [[1901]]).
* [[1975]] - [[Chiang Kai-shek]], leiðtogi Kuomintang (f. [[1887]]).
* [[1994]] - [[Kurt Cobain]], bandarískur tónlistarmaður (f. [[1967]]).
* [[1994]] - [[Kristján Knútur Jónasson]], íslenskur framkvæmdarstjóri (f. [[1934]])
* [[1997]] - [[Allan Ginsberg]], bandarískt skáld (f. [[1926]]).
* [[1998]] - [[Jónas Árnason]], íslenskur rithöfundur (f. [[1923]]).
* [[2002]] - [[Layne Staley]], bandarískur tónlistarmaður (f. [[1967]]).
* [[2005]] - [[Saul Bellow]], bandarískur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. [[1915]]).
* [[2006]] - [[Gene Pitney]], bandarískur dægurlagasöngvari (f. [[1940]]).
* [[2008]] - [[Charlton Heston]], bandarískur leikari (f. [[1923]]).
* [[2012]] - [[Bingu wa Mutharika]], forseti Malavi (f. [[1934]]).
* [[2023]] - [[Sigurlaug Bjarnadóttir]] frá Vigur fv. alþingismaður og menntaskólakennari (f. [[1926]]).
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Apríl]]
mzo5xvuospcmqo3eqdkui3yjnr8z6he
14. apríl
0
924
1922933
1922399
2025-07-08T12:17:41Z
178.78.252.98
1922933
wikitext
text/x-wiki
{{dagatal|apríl}}
'''14. apríl''' er 104. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (105. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[Gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 261 dagur er eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[69]] - [[Fyrsti bardaginn við Bedriacum]]: Vitellius sigraði heri Othos sem framdi sjálfsvíg.
* [[193]] - [[Septimius Severus]] var hylltur af mönnum sínum sem keisari Rómar.
* [[1028]] - [[Hinrik 3. keisari|Hinrik 3.]] varð keisari hins [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkis]].
* [[1191]] - [[Selestínus 3.]] páfi tók við eftir lát [[Klemens 3.]]
* [[1205]] - [[Orrustan um Adríanópel]] milli Búlgara og hers Latverska keisaradæmisins í Konstantínópel.
* [[1695]] - [[Hafís]] barst inn á [[Faxaflói|Faxaflóa]] í fyrsta sinn síðan 1615. Ísinn barst suður með Austurlandi og svo vestur með Suðurlandi og fyrir Reykjanes.
* [[1790]] - [[Ólafur Stefánsson stiftamtmaður|Ólafur Stefánsson]] var skipaður stiftamtmaður, fyrstur Íslendinga.
* [[1814]] - [[Napóleon Bónaparte]] sagði af sér keisaratign eftir ósigur í [[Sjötta bandalagsstríðið|Sjötta bandalagsstríðinu]].
* [[1849]] - [[Ungverjaland|Ungverjar]] hófu uppreisn og lýstu yfir sjálfstæði frá [[Austurríki]].
* [[1912]] - Farþegaskipið ''[[RMS Titanic]]'' sigldi á borgarísjaka rétt fyrir miðnætti.
* [[1927]] - fyrsti [[Volvo]]-bíllinn var framleiddur í Gautaborg.
* [[1931]] - [[Þingrofsmálið]]: [[Alþingi]] var rofið og boðað til nýrra þingkosninga. Þingrofið var mjög umdeilt.
* [[1935]] - Frakkar, Bretar og Ítalir gerðu með sér [[Stresasamkomulagið]]
* [[1962]] - Handritastofnun Íslands sem síðar fékk nafnið [[Árnastofnun]] var stofnuð með sérstökum lögum þegar hillti undir lausn [[Handritamálið|Handritamálsins]].
* [[1963]] - ''[[Hrímfaxaslysið|Hrímfaxi]]'', flugvél [[Flugfélag Íslands|Flugfélags Íslands]], fórst við Osló og fórust tólf manns, flest Íslendingar.
* [[1975]] - Söngleikurinn ''[[Chorus Line]]'' var frumsýndur á Shakespearehátíð í New York-borg.
* [[1980]] - Fyrsta hljómplata Iron Maiden, ''[[Iron Maiden (hljómplata)|Iron Maiden]]'', kom út í [[Bretland]]i.
* [[1983]] - [[Ólafsvík]] fékk kaupstaðarréttindi.
* [[1984]] - [[Friðarpáskar]] voru settir í Reykjavík.
* [[1985]] - [[Alan García]] var kjörinn forseti Perú.
* [[1986]] - Allt að 1 kílóa þung [[haglél|högl]] féllu í Bangladess með þeim afleiðingum að 92 létust.
* [[1986]] - Fyrsti matsölustaður [[Hlöllabátar|Hlöllabáta]] var opnaður í Reykjavík.
* [[1987]] - [[Flugstöð Leifs Eiríkssonar]] á Keflavíkurflugvelli var vígð.
* [[1989]] - [[Game Boy]] kom fyrst á markað í [[Japan]].
* [[1990]] - Bandaríski verðbréfasalinn [[Michael Milken]] játaði sig sekan um fjársvik.
* [[1991]] - Þjófar stálu 20 verkum úr [[Van Gogh-safnið|Van Gogh-safninu]] í Amsterdam. Myndirnar fundust innan við klukkutíma síðar í yfirgefnum bíl í nágrenninu.
* [[1992]] - [[Ráðhús Reykjavíkur]] var tekið í notkun. Bygging þess kostaði á fjórða milljarð króna.
* [[1997]] - 343 fórust í eldi í tjaldbúðum pílagríma í nágrenni [[Mekka]].
* [[1999]] - [[Kosóvóstríðið]]: Flugvélar [[NATO]] réðust á bílalest með albönskum flóttamönnum fyrir mistök og drápu 79 flóttamenn.
<onlyinclude>
* [[2003]] - Kortlagningu gengamengis mannsins í [[Human Genome Project]] lauk.
* [[2007]] - 42 létust í hryðjuverkaárás í [[Karbala]] í Írak.
* [[2008]] - Bandalag hægriflokka undir forystu [[Silvio Berlusconi]] vann sigur í þingkosningum á [[Ítalíu]].
* [[2010]] - [[Eldgosið í Eyjafjallajökli 2010|Eldgos hófst í Eyjafjallajökli]]. Eldfjallaaskan sem dreifðist yfir Evrópu olli miklum truflunum á flugumferð í álfunni.
* [[2013]] - [[Nicolás Maduro]] var kjörinn forseti [[Venesúela]].
* [[2014]]
** [[Ránið á stúlkunum frá Chibok|276 stúlkum var rænt]] úr skóla í Chibok í [[Nígeríu]].
** 75 létust þegar [[bílsprengja]] sprakk í [[höfuðborg]] [[Nígería|Nígeríu]], [[Abuja]].
* [[2018]] - [[Borgarastyrjöldin í Sýrlandi]]: Bandaríkin, Bretland og Frakkland fyrirskipuðu loftárásir á herstöðvar [[Sýrlandsher]]s vegna saríngasárásanna.
* [[2020]] – [[Donald Trump]] lýsti því yfir að Bandaríkin myndu stöðva fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[1527]] - [[Abraham Ortelius]], flæmskur kortagerðarmaður og landfræðingur (d. [[1598]]).
* [[1578]] - [[Filippus 3. Spánarkonungur]] (d. [[1621]]).
* [[1629]] - [[Christiaan Huygens]], hollenskur stærðfræðingur (d. [[1695]]).
* [[1738]] - [[William Cavendish-Bentinck, hertogi af Portland]], breskur stjórnmálamaður (d. [[1809]]).
* [[1862]] - [[Pjotr Stolypin]], forsætisráðherra Rússlands (d. 1911).
* [[1882]] - [[Moritz Schlick]], þýskur heimspekingur (d. [[1936]]).
* [[1889]] - [[Sigríður Zoëga]], íslenskur ljósmyndari (d. [[1968]]).
* [[1906]] - [[Faisal bin Abdul Aziz al-Sád]], konungur Sádi-Arabíu (d. [[1975]]).
* [[1920]] - [[Ólöf Pálsdóttir]], íslenskur myndhöggvari (d. [[2018]]).
* [[1921]] - [[Thomas Schelling]], bandarískur hagfræðingur (d. [[2016]]).
* [[1907]] - [[François Duvalier]] (Papa Doc), forseti Haítís (d. [[1971]]).
* [[1912]] - [[Arne Brustad]], norskur knattspyrnumaður (d. [[1987]]).
* [[1924]] - [[Mary Warnock]], breskur heimspekingur (d. [[2019]]).
* [[1931]] - [[Haraldur Bessason]], íslenskur fræðimaður og háskólakennari (d. [[2009]]).
* [[1934]] - [[Fredric Jameson]], bandarískur bókmenntafræðingur.
* [[1950]] - [[Mitsuru Komaeda]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1957]] - [[Haruhisa Hasegawa]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1957]] - [[Masaru Uchiyama]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1960]] - [[Brad Garrett]], bandarískur leikari.
* [[1961]] - [[Robert Carlyle]], skoskur leikari.
* [[1961]] - [[Yuji Sugano]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1961]] - [[Daniel Clowes]], bandarískur myndasöguhöfundur.
* [[1968]] - [[Heimir Eyvindarson]], íslenskur hljómborðsleikari.
* [[1969]] - [[Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir]], íslenskur stjórnmálamaður.
* [[1970]] - [[Emre Altuğ]], tyrkneskur söngvari.
* [[1973]] - [[Adrien Brody]], bandariskur leikari.
* [[1977]] - [[Sarah Michelle Gellar]], bandarisk leikkona.
* [[1983]] - [[James McFadden]], skoskur knattspyrnumaður.
* [[1996]] - [[Abigail Breslin]], bandarisk leikkona.
== Dáin ==
* [[911]] - [[Sergíus 3. páfi]].
* [[1578]] - [[Kristín Gottskálksdóttir]], íslensk húsfreyja.
* [[1620]] - [[Gísli Guðbrandsson]], íslenskur skólameistari.
* [[1647]] - [[Vigfús Gíslason]], íslenskur skólameistari (f. [[1608]]).
* [[1711]] - [[Loðvík, le Grand Dauphin]], sonur Loðvíks 14. Frakkakonungs (f. [[1661]]).
* [[1759]] - [[Georg Friedrich Händel]], þýskt tónskáld (f. [[1685]]).
* [[1872]] - [[Ólafur Stephensen (dómsmálaritari)|Ólafur Stephensen]], íslenskur lögfræðingur (f. [[1791]]).
* [[1963]] - [[Anna Borg]], íslensk leikkona (f. [[1903]]).
* [[1964]] - [[Rachel Carson]], bandarískur dýrafræðingur (f. [[1907]]).
* [[1986]] - [[Simone de Beauvoir]], franskur rithöfundur (f. [[1908]]).
* [[1998]] - [[Björn Sv. Björnsson]], íslenskur SS-maður (f. [[1909]]).
* [[2004]] - [[Haraldur Blöndal]], hæstaréttarlögmaður (f. [[1946]]).
* [[2015]] - [[Percy Sledge]], bandarískur tónlistarmaður (f. [[1940]]).
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Apríl]]
2o5ugdj1w9cm2xlocw6p7ougia5fh4k
1922934
1922933
2025-07-08T12:17:57Z
178.78.252.98
1922934
wikitext
text/x-wiki
{{dagatal|apríl}}
'''14. apríl''' er 104. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (105. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[Gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 261 dagur er eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[69]] - [[Fyrsti bardaginn við Bedriacum]]: Vitellius sigraði heri Othos sem framdi sjálfsvíg.
* [[193]] - [[Septimius Severus]] var hylltur af mönnum sínum sem keisari Rómar.
* [[1028]] - [[Hinrik 3. keisari|Hinrik 3.]] varð keisari hins [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkis]].
* [[1191]] - [[Selestínus 3.]] páfi tók við eftir lát [[Klemens 3.]]
* [[1205]] - [[Orrustan um Adríanópel]] milli Búlgara og hers Latverska keisaradæmisins í Konstantínópel.
* [[1695]] - [[Hafís]] barst inn á [[Faxaflói|Faxaflóa]] í fyrsta sinn síðan 1615. Ísinn barst suður með Austurlandi og svo vestur með Suðurlandi og fyrir Reykjanes.
* [[1790]] - [[Ólafur Stefánsson stiftamtmaður|Ólafur Stefánsson]] var skipaður stiftamtmaður, fyrstur Íslendinga.
* [[1814]] - [[Napóleon Bónaparte]] sagði af sér keisaratign eftir ósigur í [[Sjötta bandalagsstríðið|Sjötta bandalagsstríðinu]].
* [[1849]] - [[Ungverjaland|Ungverjar]] hófu uppreisn og lýstu yfir sjálfstæði frá [[Austurríki]].
* [[1912]] - Farþegaskipið ''[[RMS Titanic]]'' sigldi á borgarísjaka rétt fyrir miðnætti.
* [[1927]] - fyrsti [[Volvo]]-bíllinn var framleiddur í Gautaborg.
* [[1931]] - [[Þingrofsmálið]]: [[Alþingi]] var rofið og boðað til nýrra þingkosninga. Þingrofið var mjög umdeilt.
* [[1935]] - Frakkar, Bretar og Ítalir gerðu með sér [[Stresasamkomulagið]]
* [[1962]] - Handritastofnun Íslands sem síðar fékk nafnið [[Árnastofnun]] var stofnuð með sérstökum lögum þegar hillti undir lausn [[Handritamálið|Handritamálsins]].
* [[1963]] - ''[[Hrímfaxaslysið|Hrímfaxi]]'', flugvél [[Flugfélag Íslands|Flugfélags Íslands]], fórst við Osló og fórust tólf manns, flest Íslendingar.
* [[1975]] - Söngleikurinn ''[[Chorus Line]]'' var frumsýndur á Shakespearehátíð í New York-borg.
* [[1980]] - Fyrsta hljómplata Iron Maiden, ''[[Iron Maiden (hljómplata)|Iron Maiden]]'', kom út í [[Bretland]]i.
* [[1983]] - [[Ólafsvík]] fékk kaupstaðarréttindi.
* [[1984]] - [[Friðarpáskar]] voru settir í Reykjavík.
* [[1985]] - [[Alan García]] var kjörinn forseti Perú.
* [[1986]] - Allt að 1 kílóa þung [[haglél|högl]] féllu í Bangladess með þeim afleiðingum að 92 létust.
* [[1986]] - Fyrsti matsölustaður [[Hlöllabátar|Hlöllabáta]] var opnaður í Reykjavík.
* [[1987]] - [[Flugstöð Leifs Eiríkssonar]] á Keflavíkurflugvelli var vígð.
* [[1989]] - [[Game Boy]] kom fyrst á markað í [[Japan]].
* [[1990]] - Bandaríski verðbréfasalinn [[Michael Milken]] játaði sig sekan um fjársvik.
* [[1991]] - Þjófar stálu 20 verkum úr [[Van Gogh-safnið|Van Gogh-safninu]] í Amsterdam. Myndirnar fundust innan við klukkutíma síðar í yfirgefnum bíl í nágrenninu.
* [[1992]] - [[Ráðhús Reykjavíkur]] var tekið í notkun. Bygging þess kostaði á fjórða milljarð króna.
* [[1997]] - 343 fórust í eldi í tjaldbúðum pílagríma í nágrenni [[Mekka]].
* [[1999]] - [[Kosóvóstríðið]]: Flugvélar [[NATO]] réðust á bílalest með albönskum flóttamönnum fyrir mistök og drápu 79 flóttamenn.
<onlyinclude>
* [[2003]] - Kortlagningu gengamengis mannsins í [[Human Genome Project]] lauk.
* [[2007]] - 42 létust í hryðjuverkaárás í [[Karbala]] í Írak.
* [[2008]] - Bandalag hægriflokka undir forystu [[Silvio Berlusconi]] vann sigur í þingkosningum á [[Ítalíu]].
* [[2010]] - [[Eldgosið í Eyjafjallajökli 2010|Eldgos hófst í Eyjafjallajökli]]. Eldfjallaaskan sem dreifðist yfir Evrópu olli miklum truflunum á flugumferð í álfunni.
* [[2013]] - [[Nicolás Maduro]] var kjörinn forseti [[Venesúela]].
* [[2014]]
** [[Ránið á stúlkunum frá Chibok|276 stúlkum var rænt]] úr skóla í Chibok í [[Nígería|Nígeríu]].
** 75 létust þegar [[bílsprengja]] sprakk í [[höfuðborg]] [[Nígería|Nígeríu]], [[Abuja]].
* [[2018]] - [[Borgarastyrjöldin í Sýrlandi]]: Bandaríkin, Bretland og Frakkland fyrirskipuðu loftárásir á herstöðvar [[Sýrlandsher]]s vegna saríngasárásanna.
* [[2020]] – [[Donald Trump]] lýsti því yfir að Bandaríkin myndu stöðva fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[1527]] - [[Abraham Ortelius]], flæmskur kortagerðarmaður og landfræðingur (d. [[1598]]).
* [[1578]] - [[Filippus 3. Spánarkonungur]] (d. [[1621]]).
* [[1629]] - [[Christiaan Huygens]], hollenskur stærðfræðingur (d. [[1695]]).
* [[1738]] - [[William Cavendish-Bentinck, hertogi af Portland]], breskur stjórnmálamaður (d. [[1809]]).
* [[1862]] - [[Pjotr Stolypin]], forsætisráðherra Rússlands (d. 1911).
* [[1882]] - [[Moritz Schlick]], þýskur heimspekingur (d. [[1936]]).
* [[1889]] - [[Sigríður Zoëga]], íslenskur ljósmyndari (d. [[1968]]).
* [[1906]] - [[Faisal bin Abdul Aziz al-Sád]], konungur Sádi-Arabíu (d. [[1975]]).
* [[1920]] - [[Ólöf Pálsdóttir]], íslenskur myndhöggvari (d. [[2018]]).
* [[1921]] - [[Thomas Schelling]], bandarískur hagfræðingur (d. [[2016]]).
* [[1907]] - [[François Duvalier]] (Papa Doc), forseti Haítís (d. [[1971]]).
* [[1912]] - [[Arne Brustad]], norskur knattspyrnumaður (d. [[1987]]).
* [[1924]] - [[Mary Warnock]], breskur heimspekingur (d. [[2019]]).
* [[1931]] - [[Haraldur Bessason]], íslenskur fræðimaður og háskólakennari (d. [[2009]]).
* [[1934]] - [[Fredric Jameson]], bandarískur bókmenntafræðingur.
* [[1950]] - [[Mitsuru Komaeda]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1957]] - [[Haruhisa Hasegawa]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1957]] - [[Masaru Uchiyama]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1960]] - [[Brad Garrett]], bandarískur leikari.
* [[1961]] - [[Robert Carlyle]], skoskur leikari.
* [[1961]] - [[Yuji Sugano]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1961]] - [[Daniel Clowes]], bandarískur myndasöguhöfundur.
* [[1968]] - [[Heimir Eyvindarson]], íslenskur hljómborðsleikari.
* [[1969]] - [[Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir]], íslenskur stjórnmálamaður.
* [[1970]] - [[Emre Altuğ]], tyrkneskur söngvari.
* [[1973]] - [[Adrien Brody]], bandariskur leikari.
* [[1977]] - [[Sarah Michelle Gellar]], bandarisk leikkona.
* [[1983]] - [[James McFadden]], skoskur knattspyrnumaður.
* [[1996]] - [[Abigail Breslin]], bandarisk leikkona.
== Dáin ==
* [[911]] - [[Sergíus 3. páfi]].
* [[1578]] - [[Kristín Gottskálksdóttir]], íslensk húsfreyja.
* [[1620]] - [[Gísli Guðbrandsson]], íslenskur skólameistari.
* [[1647]] - [[Vigfús Gíslason]], íslenskur skólameistari (f. [[1608]]).
* [[1711]] - [[Loðvík, le Grand Dauphin]], sonur Loðvíks 14. Frakkakonungs (f. [[1661]]).
* [[1759]] - [[Georg Friedrich Händel]], þýskt tónskáld (f. [[1685]]).
* [[1872]] - [[Ólafur Stephensen (dómsmálaritari)|Ólafur Stephensen]], íslenskur lögfræðingur (f. [[1791]]).
* [[1963]] - [[Anna Borg]], íslensk leikkona (f. [[1903]]).
* [[1964]] - [[Rachel Carson]], bandarískur dýrafræðingur (f. [[1907]]).
* [[1986]] - [[Simone de Beauvoir]], franskur rithöfundur (f. [[1908]]).
* [[1998]] - [[Björn Sv. Björnsson]], íslenskur SS-maður (f. [[1909]]).
* [[2004]] - [[Haraldur Blöndal]], hæstaréttarlögmaður (f. [[1946]]).
* [[2015]] - [[Percy Sledge]], bandarískur tónlistarmaður (f. [[1940]]).
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Apríl]]
bq2xb5plyz8d00h1hethklnua2vjebf
1922935
1922934
2025-07-08T12:19:19Z
178.78.252.98
1922935
wikitext
text/x-wiki
{{dagatal|apríl}}
'''14. apríl''' er 104. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (105. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[Gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 261 dagur er eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[69]] - [[Fyrsti bardaginn við Bedriacum]]: Vitellius sigraði heri Othos sem framdi sjálfsvíg.
* [[193]] - [[Septimius Severus]] var hylltur af mönnum sínum sem keisari Rómar.
* [[1028]] - [[Hinrik 3. keisari|Hinrik 3.]] varð keisari hins [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkis]].
* [[1191]] - [[Selestínus 3.]] páfi tók við eftir lát [[Klemens 3.]]
* [[1205]] - [[Orrustan um Adríanópel]] milli Búlgara og hers Latverska keisaradæmisins í Konstantínópel.
* [[1695]] - [[Hafís]] barst inn á [[Faxaflói|Faxaflóa]] í fyrsta sinn síðan 1615. Ísinn barst suður með Austurlandi og svo vestur með Suðurlandi og fyrir Reykjanes.
* [[1790]] - [[Ólafur Stefánsson stiftamtmaður|Ólafur Stefánsson]] var skipaður stiftamtmaður, fyrstur Íslendinga.
* [[1814]] - [[Napóleon Bónaparte]] sagði af sér keisaratign eftir ósigur í [[Sjötta bandalagsstríðið|Sjötta bandalagsstríðinu]].
* [[1849]] - [[Ungverjaland|Ungverjar]] hófu uppreisn og lýstu yfir sjálfstæði frá [[Austurríki]].
* [[1912]] - Farþegaskipið ''[[RMS Titanic]]'' sigldi á borgarísjaka rétt fyrir miðnætti.
* [[1927]] - fyrsti [[Volvo]]-bíllinn var framleiddur í Gautaborg.
* [[1931]] - [[Þingrofsmálið]]: [[Alþingi]] var rofið og boðað til nýrra þingkosninga. Þingrofið var mjög umdeilt.
* [[1935]] - Frakkar, Bretar og Ítalir gerðu með sér [[Stresasamkomulagið]]
* [[1962]] - Handritastofnun Íslands sem síðar fékk nafnið [[Árnastofnun]] var stofnuð með sérstökum lögum þegar hillti undir lausn [[Handritamálið|Handritamálsins]].
* [[1963]] - ''[[Hrímfaxaslysið|Hrímfaxi]]'', flugvél [[Flugfélag Íslands|Flugfélags Íslands]], fórst við Osló og fórust tólf manns, flest Íslendingar.
* [[1975]] - Söngleikurinn ''[[Chorus Line]]'' var frumsýndur á Shakespearehátíð í New York-borg.
* [[1980]] - Fyrsta hljómplata Iron Maiden, ''[[Iron Maiden (hljómplata)|Iron Maiden]]'', kom út í [[Bretland]]i.
* [[1983]] - [[Ólafsvík]] fékk kaupstaðarréttindi.
* [[1984]] - [[Friðarpáskar]] voru settir í Reykjavík.
* [[1985]] - [[Alan García]] var kjörinn forseti Perú.
* [[1986]] - Allt að 1 kílóa þung [[haglél|högl]] féllu í Bangladess með þeim afleiðingum að 92 létust.
* [[1986]] - Fyrsti matsölustaður [[Hlöllabátar|Hlöllabáta]] var opnaður í Reykjavík.
* [[1987]] - [[Flugstöð Leifs Eiríkssonar]] á Keflavíkurflugvelli var vígð.
* [[1989]] - [[Game Boy]] kom fyrst á markað í [[Japan]].
* [[1990]] - Bandaríski verðbréfasalinn [[Michael Milken]] játaði sig sekan um fjársvik.
* [[1991]] - Þjófar stálu 20 verkum úr [[Van Gogh-safnið|Van Gogh-safninu]] í Amsterdam. Myndirnar fundust innan við klukkutíma síðar í yfirgefnum bíl í nágrenninu.
* [[1992]] - [[Ráðhús Reykjavíkur]] var tekið í notkun. Bygging þess kostaði á fjórða milljarð króna.
* [[1997]] - 343 fórust í eldi í tjaldbúðum pílagríma í nágrenni [[Mekka]].
* [[1999]] - [[Kosóvóstríðið]]: Flugvélar [[NATO]] réðust á bílalest með albönskum flóttamönnum fyrir mistök og drápu 79 flóttamenn.
<onlyinclude>
* [[2003]] - Kortlagningu gengamengis mannsins í [[Human Genome Project]] lauk.
* [[2007]] - 42 létust í hryðjuverkaárás í [[Karbala]] í Írak.
* [[2008]] - Bandalag hægriflokka undir forystu [[Silvio Berlusconi]] vann sigur í þingkosningum á [[Ítalía|Ítalíu]].
* [[2010]] - [[Eldgosið í Eyjafjallajökli 2010|Eldgos hófst í Eyjafjallajökli]]. Eldfjallaaskan sem dreifðist yfir Evrópu olli miklum truflunum á flugumferð í álfunni.
* [[2013]] - [[Nicolás Maduro]] var kjörinn forseti [[Venesúela]].
* [[2014]]
** [[Ránið á stúlkunum frá Chibok|276 stúlkum var rænt]] úr skóla í Chibok í [[Nígeríu]].
** 75 létust þegar [[bílsprengja]] sprakk í [[höfuðborg]] [[Nígería|Nígeríu]], [[Abuja]].
* [[2018]] - [[Borgarastyrjöldin í Sýrlandi]]: Bandaríkin, Bretland og Frakkland fyrirskipuðu loftárásir á herstöðvar [[Sýrlandsher]]s vegna saríngasárásanna.
* [[2020]] – [[Donald Trump]] lýsti því yfir að Bandaríkin myndu stöðva fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[1527]] - [[Abraham Ortelius]], flæmskur kortagerðarmaður og landfræðingur (d. [[1598]]).
* [[1578]] - [[Filippus 3. Spánarkonungur]] (d. [[1621]]).
* [[1629]] - [[Christiaan Huygens]], hollenskur stærðfræðingur (d. [[1695]]).
* [[1738]] - [[William Cavendish-Bentinck, hertogi af Portland]], breskur stjórnmálamaður (d. [[1809]]).
* [[1862]] - [[Pjotr Stolypin]], forsætisráðherra Rússlands (d. 1911).
* [[1882]] - [[Moritz Schlick]], þýskur heimspekingur (d. [[1936]]).
* [[1889]] - [[Sigríður Zoëga]], íslenskur ljósmyndari (d. [[1968]]).
* [[1906]] - [[Faisal bin Abdul Aziz al-Sád]], konungur Sádi-Arabíu (d. [[1975]]).
* [[1920]] - [[Ólöf Pálsdóttir]], íslenskur myndhöggvari (d. [[2018]]).
* [[1921]] - [[Thomas Schelling]], bandarískur hagfræðingur (d. [[2016]]).
* [[1907]] - [[François Duvalier]] (Papa Doc), forseti Haítís (d. [[1971]]).
* [[1912]] - [[Arne Brustad]], norskur knattspyrnumaður (d. [[1987]]).
* [[1924]] - [[Mary Warnock]], breskur heimspekingur (d. [[2019]]).
* [[1931]] - [[Haraldur Bessason]], íslenskur fræðimaður og háskólakennari (d. [[2009]]).
* [[1934]] - [[Fredric Jameson]], bandarískur bókmenntafræðingur.
* [[1950]] - [[Mitsuru Komaeda]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1957]] - [[Haruhisa Hasegawa]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1957]] - [[Masaru Uchiyama]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1960]] - [[Brad Garrett]], bandarískur leikari.
* [[1961]] - [[Robert Carlyle]], skoskur leikari.
* [[1961]] - [[Yuji Sugano]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1961]] - [[Daniel Clowes]], bandarískur myndasöguhöfundur.
* [[1968]] - [[Heimir Eyvindarson]], íslenskur hljómborðsleikari.
* [[1969]] - [[Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir]], íslenskur stjórnmálamaður.
* [[1970]] - [[Emre Altuğ]], tyrkneskur söngvari.
* [[1973]] - [[Adrien Brody]], bandariskur leikari.
* [[1977]] - [[Sarah Michelle Gellar]], bandarisk leikkona.
* [[1983]] - [[James McFadden]], skoskur knattspyrnumaður.
* [[1996]] - [[Abigail Breslin]], bandarisk leikkona.
== Dáin ==
* [[911]] - [[Sergíus 3. páfi]].
* [[1578]] - [[Kristín Gottskálksdóttir]], íslensk húsfreyja.
* [[1620]] - [[Gísli Guðbrandsson]], íslenskur skólameistari.
* [[1647]] - [[Vigfús Gíslason]], íslenskur skólameistari (f. [[1608]]).
* [[1711]] - [[Loðvík, le Grand Dauphin]], sonur Loðvíks 14. Frakkakonungs (f. [[1661]]).
* [[1759]] - [[Georg Friedrich Händel]], þýskt tónskáld (f. [[1685]]).
* [[1872]] - [[Ólafur Stephensen (dómsmálaritari)|Ólafur Stephensen]], íslenskur lögfræðingur (f. [[1791]]).
* [[1963]] - [[Anna Borg]], íslensk leikkona (f. [[1903]]).
* [[1964]] - [[Rachel Carson]], bandarískur dýrafræðingur (f. [[1907]]).
* [[1986]] - [[Simone de Beauvoir]], franskur rithöfundur (f. [[1908]]).
* [[1998]] - [[Björn Sv. Björnsson]], íslenskur SS-maður (f. [[1909]]).
* [[2004]] - [[Haraldur Blöndal]], hæstaréttarlögmaður (f. [[1946]]).
* [[2015]] - [[Percy Sledge]], bandarískur tónlistarmaður (f. [[1940]]).
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Apríl]]
c6de1aihkpymhcr9hqlnqc58iom66dd
1945
0
1064
1922990
1904975
2025-07-09T10:28:52Z
Berserkur
10188
1922990
wikitext
text/x-wiki
{{Ár|
[[1942]]|[[1943]]|[[1944]]|[[1945]]|[[1946]]|[[1947]]|[[1948]]|
[[1931–1940]]|[[1941–1950]]|[[1951–1960]]|
[[19. öldin]]|[[20. öldin]]|[[21. öldin]]|
}}
Árið '''1945''' ('''MCMXLV''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]])
== Á Íslandi ==
* [[14. febrúar]] - Sýning opnuð á málverkum [[Jóhannes Kjarval|Jóhannesar Kjarvals]] í Listamannaskálanum í Reykjavík.
* [[18. mars]] - [[Félag íslenskra rithöfunda]] var stofnað.
* Um vorið - [[Verzlunarskóli Íslands|Verzlunarskólinn]] útskrifar fyrstu stúdentana.
* [[9. júlí]] - Farþegaskipið Esja lagðist að bryggju í Reykjavík með um 300 manns frá Norðurlöndum. Skipinu var fagnað af miklum mannfjölda á höfninni. Þetta var fyrsta ferð skipsins síðan [[Petsamoförin]] var farin með því við upphaf [[seinni heimsstyrjöld|heimsstyrjaldar]]. Meðal farþega voru [[Jóhann Svarfdælingur]] og [[Jón Leifs]]. Jón var handtekinn á skipinu og lokaður í klefa.
<ref>[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-07-09-handtokur-og-hungurverkfall-i-sogufraegri-ferd-esju-hingad-til-lands-447866 Handtökur og hungurverkfall í sögufrægri ferð Esju hingað til lands] Rúv, sótt 9. júlí, 2025</ref>
* [[10. október]] - [[Sjómannaskólinn]] á Rauðarárholti vígður.
* Um haustið - [[Alþingi]] hafnar beiðni bandarískra stjórnvalda um að hafa áfram herstöðvar á Íslandi eftir stríðslok.
* [[9. desember]] - [[Íþróttabandalag Siglufjarðar]] var stofnað.
* [[21. desember]] - Ný [[Ölfusárbrú]] var opnuð.
* [[Bókaútgáfan Iðunn]] hóf útgáfu.
=== Fædd ===
* [[9. mars]] - [[Guðjón Friðriksson]], sagnfræðingur og rithöfundur.
* [[7. apríl]] - [[Magnús Þór Jónsson]] ([[Megas]]), tónlistarmaður.
* [[13. apríl]] - [[Rúnar Júlíusson]], tónlistarmaður (d. [[2008]]).
* [[11. apríl]] - [[Vilhjálmur Vilhjálmsson (söngvari)|Vilhjálmur Vilhjálmsson]], tónlistarmaður og söngvari (d. [[1978]]).
* [[25. ágúst]] - [[Magnús Eiríksson (tónlistarmaður)|Magnús Eiríksson]], tónlistarmaður.
* [[4. september]] - [[Hörður Torfason]], íslenskur trúbadúr.
* [[29. október]] - [[Guðmundur Gunnarsson]], formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
* [[23. nóvember]] - [[Sturla Böðvarsson]], íslenskur stjórnmálamaður og ráðherra.
* [[1. desember]] - [[Ásta B. Þorsteinsdóttir]], hjúkrunarfræðingur og alþingismaður (d. [[1998]]).
* [[8. desember]] - [[Páll Skúlason]], heimspekingur og háskólarektor. (d. [[2015]])
=== Dáin ===
* [[5. maí]] - [[Guðmundur Kamban]], skáld, skotinn til bana í Kaupmannahöfn (f. [[1888]]).
* [[17. ágúst]] - [[Sigurður Thorlacius]], skólastjóri og fyrsti formaður BSRB (f. [[1900]]).
* [[16. nóvember]] - [[Sigurður Eggerz]], stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. [[1875]]).
* [[9. desember]] - [[Laufey Valdimarsdóttir]], kvenréttindakona (f. [[1890]]).
== Erlendis ==
* [[14. janúar]] - [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1945|Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu]] hófst.
* [[20. janúar]] - [[Franklin D. Roosevelt]] varð forseti Bandaríkjanna í fjórða sinn.
* [[23. janúar]] - [[Karl Dönitz]] herforingi nasista skipaði fyrir um Hannibal-aðgerðina; að rýma Þjóðverja, 900.000 borgara og 350.000 hermenn, frá austur-Prússlandi, landamærasvæðum Póllands og nærliggjandi svæðum í ljósi framrás sovéska hersins.
* [[27. janúar]] - Sovéski herinn frelsaði [[Auschwitz|Auschwitz-Birkenau]]-útrymingarbúðirnar.
* [[30. janúar]] - Mannskæðasti skipsskaði sögunnar varð þegar sovéskur [[kafbátur]] sökkti þýska skipinu Wilhelm Gustloff á [[Eystrasalt]]i og 9.343 fórust.
* [[4. febrúar|4.]] - [[11. febrúar]] - [[Jaltaráðstefnan]]: Þjóðhöfðingjar Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Bretlands ([[Franklin D. Roosevelt]], [[Jósef Stalín]] og [[Winston Churchill]]) hittust á Krímskaga til að ræða um skiptingu landsvæða eftir stríð.
* [[14. febrúar]] - Borgin [[Dresden]] í [[Þýskaland]]i lögð nær algjörlega í rúst í loftárásum.
* [[9. mars]] - Lotfárásir hófust á [[Tókíó]].
* [[22. mars]] - [[Arababandalagið]] var stofnað.
* [[29. mars]] - Síðustu árásir Þjóðverja á England.
* [[30. mars]] - [[Síðari heimsstyrjöldin]]: [[Sovétríkin|Sovétmenn]] réðust inn í [[Austurríki]] og hertaka [[Vín]].
* [[12. apríl]] - [[Harry S. Truman]] varð forseti Bandaríkjanna eftir [[Franklin D. Roosevelt]] lést í embætti.
* [[28. apríl]] - [[Benito Mussolini]] og hjákona hans Clara Petacci voru drepin og hengd upp í Mílanó eftir að hafa reynt að flýja landið.
* [[30. apríl]] - [[Adolf Hitler]] og [[Eva Braun]] frömdu sjálfsmorð.
* [[4. maí]] - Danmörk og Holland eru frelsuð af bandamönnum.
* [[8. maí]] - Síðari heimsstyrjöldinni lauk í Evrópu með uppgjöf Þjóðverja. Nefndur eftirleiðis ''[[sigurdagurinn í Evrópu]]''.
* [[17. júlí]] - [[Potsdamráðstefnan]] hófst. Bandamenn funduðu um framtíð Þýskalands.
* [[26. júlí]] - [[Winston Churchill]] sagði af sér embætti forsætisráðherra Bretlands eftir ósigur Íhaldsflokksins í kosningum.
* [[6. ágúst|6.]] og [[9. ágúst]] - [[Kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki]]: Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjum á tvær japanskar borgir. Um 300.000 létust eða særðust.
* [[15. ágúst]] - [[Síðari heimsstyrjöldin]]: [[Japanar]] gáfust upp.
* [[2. september]] -
** [[Síðari heimsstyrjöldin]]: [[Japanar]] skrifuðu formlega undir uppgjöf sína fyrir bandamönnum.
** [[Víetnam]] lýsti yfir sjálfstæði.
* [[24. október]] -
** [[Sameinuðu þjóðirnar]] voru stofnaðar.
** [[Vidkun Quisling]], samverkamaður nasista var tekinn af lífi í Noregi.
* [[29. október]] - [[Getúlio Vargas]] sagði af sér embætti forseta Brasilíu.
* [[16. nóvember]] - [[Charles de Gaulle]] var kosinn forseti Frakklands.
* [[20. nóvember]] - [[Nürnberg-réttarhöldin]] gegn stríðsglæpamönnum nasista hófust.
* [[27. desember]] - [[Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn]] og [[Alþjóðabankinn]] voru stofnaðir.
* [[Dýrabær]] kom út eftir [[George Orwell]].
* [[Billboard 200]]-tónlistarlistinn var fyrst birtur.
=== Fædd ===
* [[10. janúar]] - [[Rod Stewart]], breskur söngvari.
* [[26. janúar]] - [[Jeremy Rifkin]], bandarískur hagfræðingur og rithöfundur.
* [[6. febrúar]] - [[Bob Marley]], var jamaískur söngvari og tónlistarmaður (d. [[1981]]).
* [[8. febrúar]] - [[Kinza Clodumar]], forseti Nárú.
* [[28. mars]] - [[Rodrigo Duterte]], forseti Filippseyja.
* [[30. mars]] - [[Eric Clapton]], breskur tónlistarmaður, lagahöfundur og söngvari.
* [[2. apríl]] - [[Linda Hunt]], bandarísk leikkona.
* [[2. maí]] - [[Judge Dread]], enskur tónlistarmaður.
* [[17. júní]] - [[Ken Livingstone]], breskur stjórnmálamaður.
* [[19. júní]] - [[Aung San Suu Kyi]], mjanmarskur stjórnmálamaður og aðgerðasinni.
* [[29. júní]] - [[Chandrika Kumaratunga]], forseti Srí Lanka.
* [[1. júlí]] - [[Debbie Harry]], bandarískur rokktónlistarmaður, textahöfundur og leikkona.
* [[26. júlí]] - [[Helen Mirren]], bresk leikkona.
* [[30. júlí]] - [[Patrick Modiano]], franskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi.
* [[14. ágúst]] - [[Steve Martin]], bandarískur leikari.
* [[31. ágúst]] - [[Van Morrison]], norður-írskur söngvari og lagahöfundur.
* [[1. september]] - [[Abdrabbuh Mansur Hadi]], forseti Jemen.
* [[11. september]] - [[Franz Beckenbauer]], þýskur knattspyrnumaður.
* [[13. september]] - [[Andres Küng]], sænskur blaðamaður, rithöfundur og stjórnmálamaður (d. [[2002]]).
* [[21. september]]
** [[Bjarni Tryggvason]], kanadískur geimfari.
** [[Jerry Bruckheimer]], bandarískur kvikmyndaframleiðandi og sjónvarpsframleiðandi.
* [[26. september]] - [[William Lycan]], bandarískur heimspekingur.
* [[30. september]] - [[Ehud Olmert]], ísraelskur stjórmálamaður.
* [[1. október]] - [[Ram Nath Kovind]], forseti Indlands.
* [[13. október]] - [[Desi Bouterse]], forseti Súrínam.
* [[23. október]] - [[Kim Larsen]], danskur tónlistarmaður (d. [[2018]]).
* [[27. október]] - [[Luiz Inácio Lula da Silva]], forseti Brasilíu.
* [[11. nóvember]] - [[Daniel Ortega]], forseti Níkaragva.
* [[15. nóvember]] - [[Anni-Frid Lyngstad]], sænsk söngkona.
* [[3. desember]] - [[Božidar Dimitrov]], búlgarskur stjórnmálamaður og ráðherra.
* [[8. desember]] - [[John Banville]], írskur rithöfundur.
* [[9. desember]] - [[Michael Nouri]], bandarískur leikari.
* [[20. desember]] - [[Tom Tancredo]], bandarískur stjórnmálamaður.
* [[24. desember]] - [[Lemmy Kilmister]], breskur tónlistarmaður (d. [[2015]]).
* [[28. desember]] - [[Birendra]], konungur Nepals (d. [[2001]]).
=== Dáin ===
* [[31. mars]] - [[Anna Frank]], dagbókarhöfundur (f. [[1929]]).
* [[12. apríl]] - [[Franklin D. Roosevelt]], 32. [[forseti Bandaríkjanna]] (f. [[1882]]).
* [[28. apríl]] - [[Benito Mussolini]], ítalskur stjórnmálamaður og einræðisherra (f. [[1883]]).
* [[30. apríl]] - [[Adolf Hitler]], einræðisherra í [[Þýskaland]]i (f. [[1889]]).
* [[30. apríl]] - [[Eva Braun]], ástkona og síðast eiginkona Adolfs Hitler (f. [[1912]]).
* [[1. maí]] - [[Joseph Goebbels]], þýskur stjórnmálamaður og áróðursmálaráðherra (f. [[1897]]).
* [[23. maí]] - [[Heinrich Himmler]], yfirmaður Gestapó og SS í Þýskalandi (f. [[1900]]).
* [[5. júlí]] - [[John Curtin]], forsætisráðherra Ástralíu (f. [[1885]]).
* [[26. september]] - [[Bela Bartok]], ungverskt tónskáld (f. [[1881]]).
* [[24. október]] - [[Vidkun Quisling]], norskur stjórnmálamaður og landráðamaður (f. [[1887]]).
== [[Nóbelsverðlaunin]] ==
* [[Nóbelsverðlaun í eðlisfræði|Eðlisfræði]] - [[Wolfgang Pauli]]
* [[Nóbelsverðlaun í efnafræði|Efnafræði]] - [[Artturi Ilmari Virtanen]]
* [[Nóbelsverðlaun í læknisfræði|Læknisfræði]] - Sir [[Alexander Fleming]], [[Ernst Boris Chain]], Sir [[Howard Walter Florey]]
* [[Nóbelsverðlaun í bókmenntum|Bókmenntir]] - [[Gabriela Mistral]]
* [[Friðarverðlaun Nóbels|Friðarverðlaun]] - [[Cordell Hull]]
[[Flokkur:1945]]
ncu5fcueyce62rzm8xf5vyqk41w1x5w
31. janúar
0
2296
1922929
1918805
2025-07-08T12:10:29Z
178.78.252.98
1922929
wikitext
text/x-wiki
{{Dagatal|janúar}}
'''31. janúar''' er 31. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 334 dagar (335 á [[hlaupár]]i) eru eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[1208]] - [[Orrustan við Lena]] átti sér stað í [[Svíþjóð]] milli [[Sörkvir yngri Karlsson|Sörkvis yngri Karlssonar]] Svíakonungs, sem naut stuðnings [[Danmörk|Dana]], og [[Eiríkur Knútsson|Eiríks]], sonar [[Knútur Eiríksson|Knúts Eiríkssonar]] Svíakonungs, sem hafði norskan stuðning. Eiríkur Knútsson vann sigur og varð konungur Svíþjóðar en Sörkvir flúði til Danmerkur.
* [[1273]] - [[Orrustan um Xiangyang|Orrustunni um Xiangyang]], sem staðið hafði í sex ár, lauk með sigri [[Júanveldið|Júanveldisins]] yfir [[Songveldið|Songveldinu]].
* [[1504]] - [[Frakkland|Frakkar]] afsöluðu sér [[Konungsríkið Napólí|Napólí]] til [[Ferdinand og Ísabella|Ferdinands af Aragóníu]], sem varð konungur Napólí sem Ferdinand 3.
* [[1522]] - [[Sveinsstaðafundur]] átti sér stað; vopnuð átök milli fylgismanna [[Teitur Þorleifsson|Teits ríka Þorleifssonar]] og [[Jón Arason|Jóns Arasonar]], síðar biskups.
* [[1609]] - [[Amsterdambanki]] var stofnaður.
* [[1865]] - [[Þrettándi viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna]] var samþykktur af Bandaríkjaþingi.
* [[1881]] - [[Kirkja]]n á [[Núpur (Dýrafirði)|Núpi]] í [[Dýrafjörður|Dýrafirði]] fauk á [[haf]] út í [[ofviðri]]. Hún var nýbyggð og vönduð.
* [[1906]] - [[Jarðskjálfti]] reið yfir strönd [[Ekvador]] og [[Kólumbía|Kólumbíu]]. [[Flóðbylgja]] fylgdi í kjölfarið og að minnsta kosti 500 manns fórust.
* [[1926]] - Fyrstu [[útvarp]]sútsendingar í tilraunaskyni fóru fram á Íslandi þegar [[H.f. Útvarp]] hóf útsendingar.
* [[1943]] - [[Orrustan um Stalíngrad]]: Þýski hershöfðinginn [[Friedrich Paulus]] gafst upp þrátt fyrir skipanir [[Adolf Hitler|Hitlers]] um að berjast til síðasta manns.
* [[1951]] - Flugvélin ''[[Glitfaxaslysið|Glitfaxi]]'' fórst með 20 manns innanborðs út af [[Vatnsleysuströnd]] í aðflugi til [[Reykjavík]]ur. Hún var að koma frá [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]].
* [[1954]] - [[sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 1954|Sveitarstjórnarkosningar]] voru haldnar á Íslandi.
* [[1968]] - [[Nárú]] lýsti yfir sjálfstæði frá [[Ástralía|Ástralíu]].
* [[1971]] - Mannaða geimfarið ''[[Apollo 14]]'' lagði upp í ferð til tunglsins.
* [[1980]] - [[Ferðamaður|Ferðamönnum]] var leyft að kaupa [[bjór (öl)|bjór]] við komuna til [[Ísland]]s.
* [[1980]] - [[Borgarastyrjöldin í Gvatemala]]: Lögregla réðist inn í spænska sendiráðið í [[Gvatemalaborg]] þar sem mótmælendur höfðust við, [[bruni spænska sendiráðsins í Gvatemala|brenndu það]] og myrtu 36 manns. Spænski sendiherrann slapp naumlega með því að skríða út um glugga.
* [[1981]] - Allsherjar[[manntal]] var tekið á [[Ísland]]i, það 22. í [[röð]]inni síðan [[1703]].
* [[1982]] - Samtök um [[kvennaframboð]] voru stofnuð af konum í [[Reykjavík]].
* [[1987]] - Síðustu [[Ohrbach's]]-versluninni var lokað í New York.
* [[1990]] - Fyrsti [[Rússland|rússneski]] [[McDonalds]]staðurinn var opnaður í [[Moskva|Moskvu]].
* [[1990]] - Hófsami músliminn [[Rashad Khalifa]] var myrtur í Tucson, Arisóna. Talið er að morðingi hans hafi verið meðlimur í [[Al-Kaída]].
* [[1992]] - Þjóðhöfðingjar 12 fastalanda öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og flestra hinna aðildarlandanna hittust í [[New York-borg]] til að ræða [[ný heimsskipan|nýja heimsskipan]] í kjölfar endaloka [[Kalda stríðið|Kalda stríðsins]].
* [[1996]] - [[Tamíltígrar]] gerðu sprengjuárás á [[Seðlabanki Srí Lanka|Seðlabanka Srí Lanka]] í [[Kólombó]]. 86 létust og 1400 særðust.
* [[1996]] - 122 létust þegar 9,1 tonn af [[dínamít]]i sprungu í ólöglegri sprengiefnaverksmiðju undir íbúðarblokk í [[Shaoyang]] í Kína.
* [[1999]] - Fyrsti þátturinn af ''[[Family Guy]]'' var sendur út í Bandaríkjunum.
* [[2000]] - 88 fórust þegar Alaska Airlines flug 261 hrapaði í [[Kyrrahaf]].
<onlyinclude>
* [[2001]] - [[Abdel Basset al-Megrahi]], líbískur hryðjuverkamaður, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að sprengja farþegaþotu frá [[Pan American World Airways|PanAm]] yfir [[Lockerbie]] í [[Skotland]]i árið [[1988]] með þeim afleiðingum að 270 manns fórust.
* [[2010]] - Íslenska handknattleikslandsliðið hlaut bronsverðlaun á [[Evrópumeistaramót karla í handknattleik 2010|Evrópumeistaramótinu í Austurríki]].
* [[2012]] - Sprengja var sprengd við [[Hverfisgata|Hverfisgötu]] 6, skamman spöl frá [[Stjórnarráðshúsið|Stjórnarráðshúsinu]]. Karlmaður sást flýta sér af vettvangi í hvítum sendibíl en myndir af bæði manninum og bílnum náðust á [[öryggismyndavél]]ar.
* [[2015]] - [[Sergio Mattarella]] var kjörinn forseti Ítalíu.
* [[2016]] - [[Barnalánið]] var á gjalddaga.
* [[2016]] - Þrjár hryðjuverkaárásir á skóla í [[Damaskus]] ollu 60 dauðsföllum. [[Íslamska ríkið]] lýsti yfir ábyrgð á árásunum.
* [[2018]] - [[Tunglmyrkvi]] átti sér stað en daginn áður var Tunglið [[ofurmáni]] vegna nálægðar við jörðu og [[blámáni]] (annað fullt tungl í mánuði).
* [[2020]] – [[Bretland]] yfirgaf [[Evrópusambandið]] formlega.
* [[2021]] - [[Nguyễn Phú Trọng]] var kjörinn aðalritari [[Víetnamski kommúnistaflokkurinn|Víetnamska kommúnistaflokksins]] í þriðja sinn.</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[1512]] - [[Hinrik 1. Portúgalskonungur]] (d. [[1580]]).
* [[1543]] - [[Tokugawa Ieyasu]], japanskur herstjóri (d. [[1616]]).
* [[1686]] - [[Hans Egede]], danskur trúboði (d. [[1758]]).
* [[1699]] - [[Mathias Haydn]], austurrískur vagnsmiður (d. [[1763]]).
* [[1756]] - [[Maria Theresa af Savoja]], kona Karls 10., síðar Frakkakonungs (d. [[1805]]).
* [[1797]] - [[Franz Schubert]], austurrískt tónskáld (d. [[1828]]).
* [[1884]] - [[Theodor Heuss]], fyrsti forseti Vestur-Þýskalands (d. [[1963]]).
* [[1902]] - [[Tallulah Bankhead]], bandarísk leikkona (d. [[1968]]).
* [[1902]] - [[Alva Myrdal]], sænskur stjórnmálamaður og rithöfundur, handhafi [[Friðarverðlaun Nóbels|Friðarverðlauna Nóbels]] (d. [[1986]]).
* [[1905]] - [[John O'Hara]], bandarískur rithöfundur (d. [[1970]]).
* [[1907]] - [[Jakob Tryggvason]], íslenskur tónlistarmaður (d. [[1999]]).
* [[1923]] - [[Norman Mailer]], bandarískur rithöfundur (d. [[2007]]).
* [[1929]] - [[Jean Simmons]], bresk leikkona (d. [[2010]]).
* [[1935]] - [[Kenzaburo Oe]] japanskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi.
* [[1938]] - [[Beatrix Hollandsdrottning]].
* [[1941]] - [[Eugene Terre'Blanche]], suðurafrískur baráttumaður (d. [[2010]]).
* [[1942]] - [[Jean-Pierre Bourtayre]], franskur lagahöfundur.
* [[1953]] - [[Herdís Þórðardóttir]], íslenskur stjórnmálamaður.
* [[1956]] - [[Johnny Rotten]], breskur söngvari ([[Sex Pistols]]).
* [[1964]] - [[Jeff Hanneman]], bandarískur gítarleikari ([[Slayer]]).
* [[1970]] - [[Minnie Driver]], bresk leik- og söngkona.
* [[1974]] - [[Ian Huntley]], enskur morðingi.
* [[1981]] - [[Justin Timberlake]], bandarískur söngvari.
* [[1982]] - [[Helena Paparizou]], grísk söngkona.
* [[1985]] - [[Thor Möger Pedersen]], danskur stjórnmálamaður.
== Dáin ==
* [[1398]] - [[Sukō]] Japanskeisari (f. [[1334]]).
* [[1580]] - [[Hinrik 1. Portúgalskonungur]] (f. [[1512]]).
* [[1606]] - [[Guy Fawkes]], einn þátttakenda í [[Púðursamsærið|Púðursamsærinu]] í [[England]]i (f. [[1570]]).
* [[1719]] - [[Þormóður Torfason]], íslenskur sagnaritari (f. [[1636]]).
* [[1824]] - [[Tómas Klog]], íslenskur læknir (f. [[1768]]).
* [[1933]] - [[John Galsworthy]], breskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. [[1867]])
* [[1974]] - [[Samuel Goldwyn]], bandarískur framkvæmdastjóri-kvikmyndastúdíós (f. [[1882]]).
* [[1986]] - [[Moderato Wisintainer|Moderato]], brasilískur knattspyrnumaður (f. [[1902]]).
* [[1989]] - [[William Stephenson]], kanadískur njósnari (f. [[1897]]).
* [[1989]] - [[Kristján Albertsson]], íslenskur rithöfundur (f. [[1897]]).
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Janúar]]
6spwoip2hcywwcqr9uds45rip4xpi7f
17. júlí
0
2553
1922936
1919954
2025-07-08T12:21:40Z
178.78.252.98
1922936
wikitext
text/x-wiki
{{Dagatal|júlí}}
'''17. júlí''' er 198. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (199. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 167 dagar eru eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[330 f.Kr.]] - [[Daríus 3.]] var myrtur af [[Bessus]]i landstjóra í [[Baktría|Baktríu]].
* [[561]] - [[Jóhannes 3. páfi|Jóhannes 3.]] varð páfi.
* [[1086]] - [[Knútur helgi|Knútur]] Danakonungur, Benedikt bróðir hans og fleiri voru myrtir í dómkirkjunni í [[Óðinsvé]]um eftir að kirkjugrið höfðu verið rofin.
* [[1203]] - Krossfararriddarar úr [[Fjórða krossferðin|Fjórðu krossferðinni]] réðust á Konstantínópel, lögðu borgina undir sig og rændu og rupluðu. [[Alexíus 3. Angelus]] Býsanskeisari flúði borgina og fór í útlegð.
* [[1212]] - [[Orrustan við Navas de Tolosa]]. Kristnu konungsríkin á [[Spánn|Spáni]] unnu öruggan sigur á [[Almóhadar|Almóhödum]].
* [[1310]] - Friðarsamningar voru undirritaðir í [[Helsingjaborg]] milli [[Svíþjóð|Svía]], [[Danmörk|Dana]] og [[Norengur|Norðmanna]].
* [[1328]] - [[Davíð 2. Skotakonungur|Davíð]], krónprins [[Skotland]]s (síðar Davíð 2.) giftist [[Jóhanna af Englandi, Skotadrottning|Jóhönnu]], dóttur [[Játvarður 2.|Játvarðs 2.]] Englandskonungs. Hann var þá fjögurra ára en brúðurin nýorðin sjö ára.
* [[1385]] - [[Karl 6. Frakkakonungur]] gekk að eiga [[Ísabella af Bæjaralandi|Ísabellu af Bæjaralandi]].
* [[1429]] - [[Karl 7. Frakkakonungur|Karl 7.]] var krýndur konungur Frakklands í [[Reims]].
* [[1453]] - [[Hundrað ára stríðið|Hundrað ára stríðinu]] lauk með sigri Frakka í [[orrustan við Castillon|orrustunni við Castillon]].
* [[1505]] - Norska ríkisráðið dæmdi [[Kai von Ahlefeldt]] frá hirðstjórn á Íslandi.
* [[1601]] - Elísabet, dóttir [[Tycho Brahe]], giftist aðalsmanninum [[Franz Tengnagel]] í [[Prag]].
* [[1676]] - [[Eiturmálið]] komst í hámæli í [[Frakkland]]i þegar [[Marie-Madeleine-Marguerite d'Aubray]] var tekin af lífi fyrir að hafa myrt föður sinn og bræður með eitri.
* [[1683]] - [[Orrustan um Penghu|Orrustunni um Penghu]] lauk á Taívan.
* [[1695]] - [[Skotlandsbanki]] var stofnaður.
* [[1743]] - [[Sunnefumál]]: [[Sunnefa Jónsdóttir]] lýsti því yfir á Alþingi að [[Hans Wium]] sýslumaður væri faðir að barninu sem hún ól á meðan hún var fangi hans, en ekki Jón bróðir hennar.
* [[1751]] - [[Innréttingarnar]], hlutafélag um eflingu iðnaðar á Íslandi, voru stofnaðar á Þingvöllum að frumkvæði Skúla Magnússonar landfógeta.
* [[1761]] - Fyrsti áfangi [[Bridgewater-skurðurinn|Bridgewater-skurðarins]] var opnaður í Bretlandi.
* [[1762]] - [[Katrín 2. Rússakeisaraynja|Katrín 2.]] varð einvaldur í Rússlandi eftir að Pétur 3. var myrtur.
* [[1897]] - [[Gullæðið í Klondike]] hófst.
* [[1918]] - [[Nikulás 2. Rússakeisari]], kona hans og börn ásamt þjónustufólki tekin af lífi í [[Ekaterínburg]] í Rússlandi.
* [[1930]] - [[Þýskaland|Þýska]] [[loftskip]]ið Graf Zeppelin kom til [[Ísland]]s og flaug yfir alla suðurströnd landsins. Það kom aftur ári síðar.
* [[1932]] - Á [[Skólavörðuholt]]i í [[Reykjavík]] var afhjúpuð stytta af [[Leifur Eiríksson|Leifi heppna Eiríkssyni]]. Styttan var gjöf [[Bandaríkin|Bandaríkjamanna]] til [[Ísland|Íslendinga]] í tilefni af þúsund ára afmæli [[Alþingi]]s árið [[1930]].
* [[1936]] - [[Spænska borgarastyrjöldin]] hófst.
* [[1942]] - [[Orrustan um Stalingrad]] hófst.
* [[1945]] - [[Potsdam-ráðstefnan]] hófst. Þar hitust Harry S Truman Bandaríkjaforseti, Jósef Stalín, leiðtogi Sovétríkjanna og Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands. Fundur þeirra stóð til [[2. ágúst]].
* [[1946]] - Fyrsti [[landsleikur]] Íslands í knattspyrnu var leikinn í Reykjavík og voru Danir andstæðingarnir. Leiknum lauk með sigri Dana, 3:0.
* [[1963]] - [[Minjasafnið á Akureyri ]] héraðs- og byggðasafn Eyfirðinga, opnaði formlega við Aðalstræti 58 á Akureyri
* [[1969]] - [[Bing Crosby]] leikari og söngvari kom til Íslands og dvaldist í nokkra daga við laxveiðar.
* [[1971]] - [[Ítalía]] og [[Austurríki]] gerðu með sér samning um [[Suður-Týról]].
* [[1975]] - Mannað [[Appollóáætlunin|Appollógeimfar]] tengdist mönnuðu [[Sojúsáætlunin|Sojúsgeimfari]] á braut um jörðu.
* [[1976]] - [[Sumarólympíuleikarnir 1976|Sumarólympíuleikar]] voru settir í Montréal.
* [[1979]] - Einræðisherrann [[Anastasio Somoza Debayle]] í [[Níkaragva]] sagði af sér og flúði til Miami.
* [[1980]] - [[Saddam Hussein]] var valinn [[forseti Íraks]].
* [[1981]]
** Tvær göngubrýr á [[Hyatt Regency]]-hótelinu í Kansas City hrundu með þeim afleiðingum að 114 manns létust.
** [[Ísraelsher]] gerði sprengjuárás á byggingar í [[Beirút]] með þeim afleiðingum að 300 óbreyttir borgarar létust. Aðgerðin var fordæmd um allan heim.
* [[1987]] - [[Dow Jones-vísitalan]] náði 2.500 stigum í fyrsta sinn við lokun markaða.
* [[1989]]
** [[Langferðabíll]] með 27 farþega hrapaði niður í 40 metra djúpt gil er hann fór út af veginum á [[Möðrudalur|Möðrudalsöræfum]]. Farþegarnir voru norrænir jarðfræðingar og sluppu flestir þeirra lítt meiddir.
** Bandaríska sprengjuflugvélin [[Northrop Grumman B-2 Spirit]] flaug jómfrúarflug sitt.
** [[Austurríki]] sótti um aðild að [[Evrópubandalagið|Evrópubandalaginu]].
* [[1991]] - [[Arnór Guðjohnsen]] jafnaði afrek [[Ríkharður Jónsson|Ríkharðs Jónssonar]] með því að skora fjögur mörk í landsleik í knattspyrnu gegn [[Tyrkland|Tyrkjum]].
* [[1992]] - [[Slóvakíska þingið]] lýsti yfir sjálfstæði Slóvakíu.
* [[1994]] - [[Brasilía]] sigraði [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]] með 3-2 sigri á Ítalíu eftir vítaspyrnukeppni.
* [[1995]] - [[Samsetta Nasdaq-vísitalan]] lokaði í yfir 1000 stigum í fyrsta sinn.
* [[1996]]
** [[Samband portúgölskumælandi landa]] var stofnað.
** [[TWA flug 800]] sprakk undan strönd [[Long Island]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]. Allir um borð, 230 manns fórust.
* [[1998]]
** Bandaríska kvikmyndin ''[[Það er eitthvað við Mary]]'' var frumsýnd.
** 120 lönd samþykktu stofnun [[Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn|Alþjóðlega sakamáladómstólsins]].
** Jarðneskum leifum [[Nikulás 2.|Nikulásar 2.]] Rússakeisara og fjölskyldu hans var komið fyrir í kapellu í Sankti Pétursborg.
** [[Jarðskjálftinn í Papúu Nýju-Gíneu|Jarðskjálfti]] reið yfir Papúu Nýju-Gíneu með þeim afleiðingum að yfir 2000 létust.
* [[1998]] - [[Blóðbaðið í Klečka]] hófst.
* [[2000]] - [[Bashar al-Assad]] varð forseti Sýrlands.
* [[2002]] - Apple gaf út safn netþjónshugbúnaðar, [[.Mac]].
* [[2006]] - Sjávarflóð í kjölfar neðansjávarjarðskjálfta við eyjuna [[Java|Jövu]] í Indónesíu olli dauða 630 manns.
* [[2007]]
** Á alþjóðaflugvellinum Congonhas-São Paulo í [[Brasilía|Brasilíu]] rann farþegaþota út af flugbraut, yfir stóra umferðaræð á háannatíma og inn í vöruhús, þar sem hún sprakk. Allir um borð og nokkrir aðrir létust, samtals yfir 190 manns.
** Öflugur jarðskjálfti í [[Niigata]] í Japan olli bruna í stærsta kjarnorkuveri heims, [[Kashiwazaki-Kariwa-kjarnorkuverið|Kashiwazaki-Kariwa-kjarnorkuverinu]].
* [[2009]] - 9 létu lífið í tveimur [[sjálfsmorðssprengjuárás]]um í [[Jakarta]] í Indónesíu.
<onlyinclude>
* [[2011]] - [[Japan]] sigraði [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu kvenna 2011|HM kvenna 2011]] með sigri á liði Bandaríkjanna.
* [[2012]] - [[Rauði krossinn]] lýsti því yfir að [[borgarastyrjöldin í Sýrlandi|borgarastyrjöld]] væri hafin í Sýrlandi og þar með gildistöku [[alþjóðleg mannúðarlög|alþjóðlegra mannúðarlaga]].
* [[2014]]
** [[Malaysia Airlines flug 17]], með 298 manns innanborðs, var skotin niður yfir austurhluta [[Úkraína|Úkraínu]].
** [[Ísraelsher]] gerði innrás í Gasaströndina.
** [[Íþróttafélagið Mílan]] var stofnað á Selfossi.
* [[2015]] - Miklir [[skógareldur|skógareldar]] hófust í nágrenni [[Aþena|Aþenu]] á [[Grikkland]]i vegna hitabylgju.
* [[2018]]
** [[Frakkland|Frakkar]] sigruðu [[Króatía|Króatíumenn]] í úrslitaleik [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla|heimsmeistaramóti landsliða í knattspyrnu karla]] og hrepptu heimsmeistaratitilinn í annað skipti í sögu keppninnar.
** Stærsti tvíhliða viðskiptasamningur sögunnar var undirritaður milli [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]] og [[Japan]]s.
* [[2019]] – Eiturlyfjabaróninn [[Joaquín "El Chapo" Guzmán]] var dæmdur í lífstíðarfangelsi og 30 ár að auki.</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[607]] - [[Alí ibn Abu Talib]], fylgismaður Múhameðs (d. [[661]]).
* [[1674]] - [[Isaac Watts]], enskt sálmaskáld (d. [[1748]]).
* [[1744]] - [[Elbridge Gerry]], bandarískur stjórnmálamaður (d. [[1814]]).
* [[1814]] - [[Amanz Gressly]], svissneskur jarðfræðingur (d. [[1865]]).
* [[1846]] - [[Eiríkur Briem]], íslenskur stjórnmálamaður (d. [[1929]]).
* [[1880]] - [[Héctor Rivadavia Gómez]], úrúgvæskur knattspyrnuforkólfur (d. [[1931]]).
* [[1883]] - [[Mauritz Stiller]], sænskur leikstjóri (d. [[1928]]).
* [[1888]] - [[Shmuel Yosef Agnon]], ísraelskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. [[1970]]).
* [[1899]] - [[James Cagney]], bandarískur leikari (d. [[1986]]).
* [[1909]] - [[Guðmundur Í. Guðmundsson]], íslenskur stjórnmálamaður (d. [[1987]]).
* [[1917]] - [[Phyllis Diller]], bandarísk leikkona og grínisti (d. [[2012]]).
* [[1931]] - [[Caroline Graham]], enskt leikskáld.
* [[1935]] - [[Donald Sutherland]], kanadískur leikari.
* [[1938]] - [[Bragi Kristjónsson]], íslenskur bóksali.
* [[1939]] - [[Ali Khamenei]], æðstiklerkur Írans.
* [[1947]] - [[Camilla, hertogaynja af Cornwall|Camilla]], hertogaynja af [[Cornwall]].
* [[1948]] - [[Ögmundur Jónasson]], íslenskur stjórnmálamaður.
* [[1949]] - [[Geezer Butler]], breskur bassaleikari.
* [[1952]] - [[David Hasselhoff]], bandariskur leikari.
* [[1954]] - [[Angela Merkel]], þýskur stjórnmálamaður og [[kanslari Þýskalands]] frá [[2005]].
* [[1955]] - [[Valgerður Gunnarsdóttir]], íslenskur skólameistari.
* [[1961]] - [[António Costa]], forsætisráðherra Portúgals.
* [[1963]] - [[Ólafur Þór Gunnarsson]], íslenskur stjórnmálamaður.
* [[1966]] - [[Ármann Kr. Ólafsson]], íslenskur stjórnmálamaður.
* [[1970]] - [[Gavin McInnes]], breskur fjölmiðlamaður.
* [[1976]] - [[Anders Svensson]], saenskur knattspyrnuleikari.
== Dáin ==
* [[855]] - [[Leó 4.]] páfi.
* [[924]] - [[Játvarður eldri]] Englandskonungur.
* [[1048]] - [[Benedikt 9.]] páfi.
* [[1086]] - [[Knútur helgi]] Danakonungur (f. um [[1043]]).
* [[1210]] - [[Sörkvir yngri Karlsson]], Svíakonungur (f. [[1164]]).
* [[1399]] - [[Heiðveig Póllandskonungur|Heiðveig]], drottning (konungur) Póllands.
* [[1627]] - [[Jón Þorsteinsson píslarvottur]], íslenskur prestur (f. um 1570).
* [[1762]] - [[Pétur 3. Rússakeisari]] (f. [[1728]]).
* [[1790]] - [[Adam Smith]], skoskur heimspekingur og hagfræðingur (f. [[1723]]).
* [[1793]] - [[Charlotte Corday]], frönsk byltingarkona (f. [[1768]]).
* [[1845]] - [[Charles Grey, jarl af Grey]], forsætisráðherra Bretlands (f. [[1764]]).
* [[1918]] - [[Nikulás 2. Rússakeisari]] (f. [[1868]]), [[Alexandra Fjodorovna]] keisaraynja (f. [[1872]]) og börn þeirra: [[Olga Nikolaevna]] (f. [[1895]]), [[Tatjana Nikolaevna]] (f. 1897), [[Anastasia|Anastasía Nikolaevna]] (f. [[1901]]) og [[Alexei Nikolajevits]] (f. [[1904]]).
* [[1928]] - [[Giovanni Giolitti]], ítalskur stjórnmálamaður (f. [[1842]]).
* [[1944]] - [[Guðmundur Finnbogason]], íslenskur heimspekingur (f. [[1873]]).
* [[1947]] - (líklega]) [[Raoul Wallenberg]], sænskur athafnamaður (f. [[1912]]).
* [[1959]] – [[Billie Holiday]], bandarísk söngkona (f. [[1915]]).
* [[1996]] - [[Hringur Jóhannesson]], íslenskur myndlistarmaður (f. [[1932]]).
* [[2002]] - [[Joseph Luns]], hollenskur stjórnmálamaður (f. [[1911]]).
* [[2005]] - [[Edward Heath]], breskur stjórnmálamaður (f. [[1916]]).
* [[2009]] - [[Walter Cronkite]], bandarískur fréttamaður (f. [[1916]]).
* [[2011]] - [[Takaji Mori]], japanskur knattspyrnumaður (f. [[1943]]).
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Júlí]]
nx054kr0cparzsy53zqeadovswplnpt
1922937
1922936
2025-07-08T12:21:48Z
178.78.252.98
1922937
wikitext
text/x-wiki
{{Dagatal|júlí}}
'''17. júlí''' er 198. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (199. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 167 dagar eru eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[330 f.Kr.]] - [[Daríus 3.]] var myrtur af [[Bessus]]i landstjóra í [[Baktría|Baktríu]].
* [[561]] - [[Jóhannes 3. páfi|Jóhannes 3.]] varð páfi.
* [[1086]] - [[Knútur helgi|Knútur]] Danakonungur, Benedikt bróðir hans og fleiri voru myrtir í dómkirkjunni í [[Óðinsvé]]um eftir að kirkjugrið höfðu verið rofin.
* [[1203]] - Krossfararriddarar úr [[Fjórða krossferðin|Fjórðu krossferðinni]] réðust á Konstantínópel, lögðu borgina undir sig og rændu og rupluðu. [[Alexíus 3. Angelus]] Býsanskeisari flúði borgina og fór í útlegð.
* [[1212]] - [[Orrustan við Navas de Tolosa]]. Kristnu konungsríkin á [[Spánn|Spáni]] unnu öruggan sigur á [[Almóhadar|Almóhödum]].
* [[1310]] - Friðarsamningar voru undirritaðir í [[Helsingjaborg]] milli [[Svíþjóð|Svía]], [[Danmörk|Dana]] og [[Norengur|Norðmanna]].
* [[1328]] - [[Davíð 2. Skotakonungur|Davíð]], krónprins [[Skotland]]s (síðar Davíð 2.) giftist [[Jóhanna af Englandi, Skotadrottning|Jóhönnu]], dóttur [[Játvarður 2.|Játvarðs 2.]] Englandskonungs. Hann var þá fjögurra ára en brúðurin nýorðin sjö ára.
* [[1385]] - [[Karl 6. Frakkakonungur]] gekk að eiga [[Ísabella af Bæjaralandi|Ísabellu af Bæjaralandi]].
* [[1429]] - [[Karl 7. Frakkakonungur|Karl 7.]] var krýndur konungur Frakklands í [[Reims]].
* [[1453]] - [[Hundrað ára stríðið|Hundrað ára stríðinu]] lauk með sigri Frakka í [[orrustan við Castillon|orrustunni við Castillon]].
* [[1505]] - Norska ríkisráðið dæmdi [[Kai von Ahlefeldt]] frá hirðstjórn á Íslandi.
* [[1601]] - Elísabet, dóttir [[Tycho Brahe]], giftist aðalsmanninum [[Franz Tengnagel]] í [[Prag]].
* [[1676]] - [[Eiturmálið]] komst í hámæli í [[Frakkland]]i þegar [[Marie-Madeleine-Marguerite d'Aubray]] var tekin af lífi fyrir að hafa myrt föður sinn og bræður með eitri.
* [[1683]] - [[Orrustan um Penghu|Orrustunni um Penghu]] lauk á Taívan.
* [[1695]] - [[Skotlandsbanki]] var stofnaður.
* [[1743]] - [[Sunnefumál]]: [[Sunnefa Jónsdóttir]] lýsti því yfir á Alþingi að [[Hans Wium]] sýslumaður væri faðir að barninu sem hún ól á meðan hún var fangi hans, en ekki Jón bróðir hennar.
* [[1751]] - [[Innréttingarnar]], hlutafélag um eflingu iðnaðar á Íslandi, voru stofnaðar á Þingvöllum að frumkvæði Skúla Magnússonar landfógeta.
* [[1761]] - Fyrsti áfangi [[Bridgewater-skurðurinn|Bridgewater-skurðarins]] var opnaður í Bretlandi.
* [[1762]] - [[Katrín 2. Rússakeisaraynja|Katrín 2.]] varð einvaldur í Rússlandi eftir að Pétur 3. var myrtur.
* [[1897]] - [[Gullæðið í Klondike]] hófst.
* [[1918]] - [[Nikulás 2. Rússakeisari]], kona hans og börn ásamt þjónustufólki tekin af lífi í [[Ekaterínburg]] í Rússlandi.
* [[1930]] - [[Þýskaland|Þýska]] [[loftskip]]ið Graf Zeppelin kom til [[Ísland]]s og flaug yfir alla suðurströnd landsins. Það kom aftur ári síðar.
* [[1932]] - Á [[Skólavörðuholt]]i í [[Reykjavík]] var afhjúpuð stytta af [[Leifur Eiríksson|Leifi heppna Eiríkssyni]]. Styttan var gjöf [[Bandaríkin|Bandaríkjamanna]] til [[Ísland|Íslendinga]] í tilefni af þúsund ára afmæli [[Alþingi]]s árið [[1930]].
* [[1936]] - [[Spænska borgarastyrjöldin]] hófst.
* [[1942]] - [[Orrustan um Stalingrad]] hófst.
* [[1945]] - [[Potsdam-ráðstefnan]] hófst. Þar hitust Harry S Truman Bandaríkjaforseti, Jósef Stalín, leiðtogi Sovétríkjanna og Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands. Fundur þeirra stóð til [[2. ágúst]].
* [[1946]] - Fyrsti [[landsleikur]] Íslands í knattspyrnu var leikinn í Reykjavík og voru Danir andstæðingarnir. Leiknum lauk með sigri Dana, 3:0.
* [[1963]] - [[Minjasafnið á Akureyri ]] héraðs- og byggðasafn Eyfirðinga, opnaði formlega við Aðalstræti 58 á Akureyri
* [[1969]] - [[Bing Crosby]] leikari og söngvari kom til Íslands og dvaldist í nokkra daga við laxveiðar.
* [[1971]] - [[Ítalía]] og [[Austurríki]] gerðu með sér samning um [[Suður-Týról]].
* [[1975]] - Mannað [[Appollóáætlunin|Appollógeimfar]] tengdist mönnuðu [[Sojúsáætlunin|Sojúsgeimfari]] á braut um jörðu.
* [[1976]] - [[Sumarólympíuleikarnir 1976|Sumarólympíuleikar]] voru settir í Montréal.
* [[1979]] - Einræðisherrann [[Anastasio Somoza Debayle]] í [[Níkaragva]] sagði af sér og flúði til Miami.
* [[1980]] - [[Saddam Hussein]] var valinn [[forseti Íraks]].
* [[1981]]
** Tvær göngubrýr á [[Hyatt Regency]]-hótelinu í Kansas City hrundu með þeim afleiðingum að 114 manns létust.
** [[Ísraelsher]] gerði sprengjuárás á byggingar í [[Beirút]] með þeim afleiðingum að 300 óbreyttir borgarar létust. Aðgerðin var fordæmd um allan heim.
* [[1987]] - [[Dow Jones-vísitalan]] náði 2.500 stigum í fyrsta sinn við lokun markaða.
* [[1989]]
** [[Langferðabíll]] með 27 farþega hrapaði niður í 40 metra djúpt gil er hann fór út af veginum á [[Möðrudalur|Möðrudalsöræfum]]. Farþegarnir voru norrænir jarðfræðingar og sluppu flestir þeirra lítt meiddir.
** Bandaríska sprengjuflugvélin [[Northrop Grumman B-2 Spirit]] flaug jómfrúarflug sitt.
** [[Austurríki]] sótti um aðild að [[Evrópubandalagið|Evrópubandalaginu]].
* [[1991]] - [[Arnór Guðjohnsen]] jafnaði afrek [[Ríkharður Jónsson|Ríkharðs Jónssonar]] með því að skora fjögur mörk í landsleik í knattspyrnu gegn [[Tyrkland|Tyrkjum]].
* [[1992]] - [[Slóvakíska þingið]] lýsti yfir sjálfstæði Slóvakíu.
* [[1994]] - [[Brasilía]] sigraði [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]] með 3-2 sigri á Ítalíu eftir vítaspyrnukeppni.
* [[1995]] - [[Samsetta Nasdaq-vísitalan]] lokaði í yfir 1000 stigum í fyrsta sinn.
* [[1996]]
** [[Samband portúgölskumælandi landa]] var stofnað.
** [[TWA flug 800]] sprakk undan strönd [[Long Island]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]. Allir um borð, 230 manns, fórust.
* [[1998]]
** Bandaríska kvikmyndin ''[[Það er eitthvað við Mary]]'' var frumsýnd.
** 120 lönd samþykktu stofnun [[Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn|Alþjóðlega sakamáladómstólsins]].
** Jarðneskum leifum [[Nikulás 2.|Nikulásar 2.]] Rússakeisara og fjölskyldu hans var komið fyrir í kapellu í Sankti Pétursborg.
** [[Jarðskjálftinn í Papúu Nýju-Gíneu|Jarðskjálfti]] reið yfir Papúu Nýju-Gíneu með þeim afleiðingum að yfir 2000 létust.
* [[1998]] - [[Blóðbaðið í Klečka]] hófst.
* [[2000]] - [[Bashar al-Assad]] varð forseti Sýrlands.
* [[2002]] - Apple gaf út safn netþjónshugbúnaðar, [[.Mac]].
* [[2006]] - Sjávarflóð í kjölfar neðansjávarjarðskjálfta við eyjuna [[Java|Jövu]] í Indónesíu olli dauða 630 manns.
* [[2007]]
** Á alþjóðaflugvellinum Congonhas-São Paulo í [[Brasilía|Brasilíu]] rann farþegaþota út af flugbraut, yfir stóra umferðaræð á háannatíma og inn í vöruhús, þar sem hún sprakk. Allir um borð og nokkrir aðrir létust, samtals yfir 190 manns.
** Öflugur jarðskjálfti í [[Niigata]] í Japan olli bruna í stærsta kjarnorkuveri heims, [[Kashiwazaki-Kariwa-kjarnorkuverið|Kashiwazaki-Kariwa-kjarnorkuverinu]].
* [[2009]] - 9 létu lífið í tveimur [[sjálfsmorðssprengjuárás]]um í [[Jakarta]] í Indónesíu.
<onlyinclude>
* [[2011]] - [[Japan]] sigraði [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu kvenna 2011|HM kvenna 2011]] með sigri á liði Bandaríkjanna.
* [[2012]] - [[Rauði krossinn]] lýsti því yfir að [[borgarastyrjöldin í Sýrlandi|borgarastyrjöld]] væri hafin í Sýrlandi og þar með gildistöku [[alþjóðleg mannúðarlög|alþjóðlegra mannúðarlaga]].
* [[2014]]
** [[Malaysia Airlines flug 17]], með 298 manns innanborðs, var skotin niður yfir austurhluta [[Úkraína|Úkraínu]].
** [[Ísraelsher]] gerði innrás í Gasaströndina.
** [[Íþróttafélagið Mílan]] var stofnað á Selfossi.
* [[2015]] - Miklir [[skógareldur|skógareldar]] hófust í nágrenni [[Aþena|Aþenu]] á [[Grikkland]]i vegna hitabylgju.
* [[2018]]
** [[Frakkland|Frakkar]] sigruðu [[Króatía|Króatíumenn]] í úrslitaleik [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla|heimsmeistaramóti landsliða í knattspyrnu karla]] og hrepptu heimsmeistaratitilinn í annað skipti í sögu keppninnar.
** Stærsti tvíhliða viðskiptasamningur sögunnar var undirritaður milli [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]] og [[Japan]]s.
* [[2019]] – Eiturlyfjabaróninn [[Joaquín "El Chapo" Guzmán]] var dæmdur í lífstíðarfangelsi og 30 ár að auki.</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[607]] - [[Alí ibn Abu Talib]], fylgismaður Múhameðs (d. [[661]]).
* [[1674]] - [[Isaac Watts]], enskt sálmaskáld (d. [[1748]]).
* [[1744]] - [[Elbridge Gerry]], bandarískur stjórnmálamaður (d. [[1814]]).
* [[1814]] - [[Amanz Gressly]], svissneskur jarðfræðingur (d. [[1865]]).
* [[1846]] - [[Eiríkur Briem]], íslenskur stjórnmálamaður (d. [[1929]]).
* [[1880]] - [[Héctor Rivadavia Gómez]], úrúgvæskur knattspyrnuforkólfur (d. [[1931]]).
* [[1883]] - [[Mauritz Stiller]], sænskur leikstjóri (d. [[1928]]).
* [[1888]] - [[Shmuel Yosef Agnon]], ísraelskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. [[1970]]).
* [[1899]] - [[James Cagney]], bandarískur leikari (d. [[1986]]).
* [[1909]] - [[Guðmundur Í. Guðmundsson]], íslenskur stjórnmálamaður (d. [[1987]]).
* [[1917]] - [[Phyllis Diller]], bandarísk leikkona og grínisti (d. [[2012]]).
* [[1931]] - [[Caroline Graham]], enskt leikskáld.
* [[1935]] - [[Donald Sutherland]], kanadískur leikari.
* [[1938]] - [[Bragi Kristjónsson]], íslenskur bóksali.
* [[1939]] - [[Ali Khamenei]], æðstiklerkur Írans.
* [[1947]] - [[Camilla, hertogaynja af Cornwall|Camilla]], hertogaynja af [[Cornwall]].
* [[1948]] - [[Ögmundur Jónasson]], íslenskur stjórnmálamaður.
* [[1949]] - [[Geezer Butler]], breskur bassaleikari.
* [[1952]] - [[David Hasselhoff]], bandariskur leikari.
* [[1954]] - [[Angela Merkel]], þýskur stjórnmálamaður og [[kanslari Þýskalands]] frá [[2005]].
* [[1955]] - [[Valgerður Gunnarsdóttir]], íslenskur skólameistari.
* [[1961]] - [[António Costa]], forsætisráðherra Portúgals.
* [[1963]] - [[Ólafur Þór Gunnarsson]], íslenskur stjórnmálamaður.
* [[1966]] - [[Ármann Kr. Ólafsson]], íslenskur stjórnmálamaður.
* [[1970]] - [[Gavin McInnes]], breskur fjölmiðlamaður.
* [[1976]] - [[Anders Svensson]], saenskur knattspyrnuleikari.
== Dáin ==
* [[855]] - [[Leó 4.]] páfi.
* [[924]] - [[Játvarður eldri]] Englandskonungur.
* [[1048]] - [[Benedikt 9.]] páfi.
* [[1086]] - [[Knútur helgi]] Danakonungur (f. um [[1043]]).
* [[1210]] - [[Sörkvir yngri Karlsson]], Svíakonungur (f. [[1164]]).
* [[1399]] - [[Heiðveig Póllandskonungur|Heiðveig]], drottning (konungur) Póllands.
* [[1627]] - [[Jón Þorsteinsson píslarvottur]], íslenskur prestur (f. um 1570).
* [[1762]] - [[Pétur 3. Rússakeisari]] (f. [[1728]]).
* [[1790]] - [[Adam Smith]], skoskur heimspekingur og hagfræðingur (f. [[1723]]).
* [[1793]] - [[Charlotte Corday]], frönsk byltingarkona (f. [[1768]]).
* [[1845]] - [[Charles Grey, jarl af Grey]], forsætisráðherra Bretlands (f. [[1764]]).
* [[1918]] - [[Nikulás 2. Rússakeisari]] (f. [[1868]]), [[Alexandra Fjodorovna]] keisaraynja (f. [[1872]]) og börn þeirra: [[Olga Nikolaevna]] (f. [[1895]]), [[Tatjana Nikolaevna]] (f. 1897), [[Anastasia|Anastasía Nikolaevna]] (f. [[1901]]) og [[Alexei Nikolajevits]] (f. [[1904]]).
* [[1928]] - [[Giovanni Giolitti]], ítalskur stjórnmálamaður (f. [[1842]]).
* [[1944]] - [[Guðmundur Finnbogason]], íslenskur heimspekingur (f. [[1873]]).
* [[1947]] - (líklega]) [[Raoul Wallenberg]], sænskur athafnamaður (f. [[1912]]).
* [[1959]] – [[Billie Holiday]], bandarísk söngkona (f. [[1915]]).
* [[1996]] - [[Hringur Jóhannesson]], íslenskur myndlistarmaður (f. [[1932]]).
* [[2002]] - [[Joseph Luns]], hollenskur stjórnmálamaður (f. [[1911]]).
* [[2005]] - [[Edward Heath]], breskur stjórnmálamaður (f. [[1916]]).
* [[2009]] - [[Walter Cronkite]], bandarískur fréttamaður (f. [[1916]]).
* [[2011]] - [[Takaji Mori]], japanskur knattspyrnumaður (f. [[1943]]).
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Júlí]]
g1cto47ig0gbxuw4h00f6rlgdmn1n1f
1766
0
4448
1922965
1905120
2025-07-08T17:22:40Z
Berserkur
10188
/* Erlendis */
1922965
wikitext
text/x-wiki
{{Ár|
[[1763]]|[[1764]]|[[1765]]|[[1766]]|[[1767]]|[[1768]]|[[1769]]|
[[1751–1760]]|[[1761–1770]]|[[1771–1780]]|
[[17. öldin]]|[[18. öldin]]|[[19. öldin]]|
}}
[[Mynd:Formælingsballet 1766.jpg|thumb|right|Dansleikur í Riddarasalnum í Kristjánsborgarhöll í tilefni af brúðkaupi Kristjáns 7. og Karólínu Matthildar 1766.]]
Árið '''1766''' ('''MDCCLXVI''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]])
== Á Íslandi ==
* [[Heklugos árið 1766|Hekla]] gaus. Gosið stóð til [[1768]] og var það lengsta á sögulegum tíma og næstmesta hraungosið á eftir [[Skaftáreldar|Skaftáreldum]]. Einnig gaus vestanvert í Vatnajökli, sennilega í Bárðarbungu.
* [[Ólafur Stephensen|Ólafur Stefánsson]] varð [[amtmaður]] eftir að [[Magnús Gíslason (amtmaður)|Magnús Gíslason]] tengdafaðir hans lést.
* [[Holger Jacobaeus]], danskur kaupmaður, reisti veglegt timburhús í [[Keflavík]].
=== Fædd ===
=== Dáin ===
* [[3. nóvember]] - [[Magnús Gíslason (amtmaður)|Magnús Gíslason]] amtmaður (f. [[1704]]).
* [[Guðríður Gísladóttir]] biskupsfrú í [[Skálholt]]i, kona [[Finnur Jónsson (biskup)|Finns Jónssonar]] (f. [[1707]]).
== Erlendis ==
* [[14. janúar]] - [[Kristján 7.]] varð konungur [[Danmörk|Danmerkur]], tæplega 17 ára að aldri.
* [[20. janúar]] - Tugþúsundir búrmískra innrásarmanna réðust á höfuðborg taílenska konungsríksins [[Konungsríkið Ayutthaya|Ayutthaya]] og sátu um hana í 15 mánuði.
* [[5. mars]] - Antonio de Ulloa, fyrsti spænski ríkistjóri [[Louisiana]], kom til New Orleans.
* [[9. apríl]] - Fyrstu afrísku þrælarnir voru fluttir til bresku nýlendunnar Georgíu í Ameríku.
* [[29. maí]] - Breski vísindamaðurinn [[Henry Cavendish]] gerði tilraunir með uppleysta málma og tók eftir lofttegund sem reis upp frá þeim. Sjö árum síðar nefndi franski efnafræðingurinn [[Antoine Lavoisier]] það ''hydrogen'' eða [[vetni]].
* [[8. nóvember]] - [[Kristján 7.]] gekk að eiga [[Karólína Matthildur Danadrottning|Karólínu Matthildi]] Englandsprinsessu, 15 ára frænku sína.
* [[10. nóvember]] - [[Rutgers-háskóli]] var stofnaður í New York, þá Queen's College.
* [[2. desember]] - [[Svíþjóð]] varð fyrst ríkja til að lögleiða [[prentfrelsi]]. Það gilti þó ekki á öllum sviðum.
* [[5. desember]] - [[Christie's]]-uppboðið var stofnað í London af James Christie.
===Ódagsett===
* [[Poul Egede]] gaf út [[Nýja testamentið]] á [[grænlenska|grænlensku]].
* [[Botníska verslunarbannið]], einokun Svía á Norður-Eystrasalti var aflagt.
* [[Freigátan Boudeuse (1766)|Franska freigátan Boudeuse]] var sjósett.
=== Fædd ===
* [[13. febrúar]] - [[Thomas Malthus]], enskur hagfræðingur og félagsfræðingur (d. [[1834]]).
* [[11. október]] - [[Nólseyjar-Páll]], færeysk þjóðhetja (d. 1808/1809).
* [[Ludwig Erichsen]], dansk-íslenskur embættismaður sem var [[amtmaður]] á Íslandi (d. [[1804]]).
=== Dáin ===
* [[1. janúar]] - [[James Francis Edward Stuart]], „the Old Pretender“, sonur [[Jakob 2. Englandskonungur|Jakobs 2.]] Englandskonungs og kallaður Jakob 3. af stuðningsmönnum sínum (f. [[1688]]).
* [[13. janúar]] - [[Friðrik 5. Danakonungur|Friðrik 5.]] Danakonungur (f. [[1723]]).
* [[23. febrúar]] - [[Stanislaus Leszczyński]], konungur Póllands (f. [[1677]]).
* [[11. júlí]] - [[Elizabeth Farnese,]] Spánardrottning, kona [[Filippus 5. Spánarkonungur|Filippusar 5.]] (f. [[1692]]).
[[Flokkur:1766]]
gd0stpxqf8v60tnzd1pqwx47fn56op7
1631
0
5148
1922963
1832330
2025-07-08T17:17:38Z
Berserkur
10188
1922963
wikitext
text/x-wiki
{{Ár nav}}
'''1631''' ('''MDCXXXI''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) var 31. ár [[17. öldin|17. aldar]] sem hófst á [[miðvikudagur|miðvikudegi]] samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]] en [[laugardagur|laugardegi]] samkvæmt [[júlíska tímatalið|júlíska tímatalinu]] sem er tíu dögum á eftir.
== Ísland ==
* [[Jón lærði Guðmundsson]] dæmdur útlægur fyrir [[galdrar|galdrakukl]].
== Fædd ==
* [[11. nóvember]] - [[Gísli Þorláksson]], Hólabiskup (d. [[1684]]).
== Dáin ==
* [[10. febrúar]] - [[Gísli Hákonarson (lögmaður)|Gísli Hákonarson]], lögmaður í [[Bræðratunga|Bræðratungu]] (f. [[1583]])
== Erlendis ==
[[Mynd:Magdeburg_1631.jpg|thumb|right|Eyðing Magdeborgar.]]
* [[13. janúar]] - [[Þrjátíu ára stríðið]]: [[Svíþjóð|Svíar]] sömdu um að fá 400 þúsund ríkisdali árlega frá [[Frakkland]]i gegn því að nota 36 þúsund manna herlið í innrás í [[Þýskaland]]i.
* [[3. apríl]] - [[Svíþjóð|Svíar]] lögðu [[Frankfurt an der Oder]] undir sig.
* [[20. mars]] - Bandalag kaþólskra ríkja hóf umsátur um [[Magdeburg]] sem stóð í 2 mánuði.
* [[4. maí]] - [[Svíþjóð|Svíar]] gerðu bandalag með [[Brandenburg]].
* [[20. maí]] - [[Pappenheim greifi]] og [[Tilly]] rændu og brenndu [[Þýskaland|þýsku]] borgina [[Magdeburg]] í [[Þrjátíu ára stríðið|Þrjátíu ára stríðinu]]. Um 20.000 íbúar borgarinnar voru drepnir af herjum [[Ferdinand 2. keisari|keisarans]].
* [[30. maí]] - Gazette de France, fyrsta vikulega dagblað Frakklands, var fyrst gefið út.
* [[20. júní]] - Sjóræningjar frá [[Barbaríið|Barbaríinu]] undir stjórn [[Murat Reis]] ([[Jan Janszoon]]) rændu borgina [[Baltimore (Írlandi)|Baltimore]] á [[Írland]]i.
* [[16. júlí]] - [[Gústaf Adolf 2.]] Svíakonungur náðu yfirráðum yfir [[Würzburg]]. Þar höfðu farið fram miklar nornabrennur þar sem sem nálægt 1000 voru brennd á báli.
* [[Ágúst]] - [[Tilly]] réðist inn í [[Saxland]].
* [[1. september]] - [[Svíþjóð]] gerði bandalag við [[Saxland]].
* [[12. september]] - [[80 ára stríðið]]: Spænski flotinn vann sigur á þeim hollenska við strendur Brasilíu. Daginn eftir unnu Hollendingar sigur á Spánverjum við strendur Hollands og sökktu yfir 80 skipum.
* [[17. september]] - [[Gústaf Adolf 2.]] Svíakonungur vann sigur á hersveitum [[Tilly]]s í [[orrustan við Breitenfeld|orrustunni við Breitenfeld]].
* [[22. september]] - [[Svíþjóð|Svíar]] lögðu [[Erfurt]] undir sig.
* [[10. október]] - [[Saxland|Saxneskur]] her hertók [[Prag]].
* [[17. nóvember]] - [[Svíþjóð|Svíar]] lögðu [[Frankfurt am Main]] undir sig.
* [[16. desember]] - [[Vesúvíus]] gaus.
== Fædd ==
* [[1. janúar]] - [[Katherine Philips]], ensk-velskt skáld (d. [[1664]]).
* [[22. febrúar]] - [[Peder Syv]], danskur þjóðsagnasafnari (d. [[1702]]).
* [[15. júní]] - [[Jens Juel]], danskur stjórnmálamaður (d. [[1700]]).
* [[24. júlí]] - [[Jónas Trellund]] (Jonas Jensen Trellund), dansk/hollenskur kaupmaður sem starfaði á Íslandi (d. [[1681]])
* [[19. ágúst]] - [[John Dryden]], enskur rithöfundur (d. [[1700]]).
* [[14. desember]] - [[Anne Conway]], enskur heimspekingur (d. [[1679]]).
== Dáin ==
* [[31. mars]] - [[John Donne]], enskur rithöfundur (f. [[1572]]).
* [[21. júní]] - [[John Smith]], landnemi í Jamestown (f. [[1580]]).
[[Flokkur:1631]]
[[Flokkur:1631-1640]]
6awsiuasj2ppda2r0ltvarm0r5qigjf
1922964
1922963
2025-07-08T17:18:42Z
Berserkur
10188
1922964
wikitext
text/x-wiki
{{Ár nav}}
'''1631''' ('''MDCXXXI''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) var 31. ár [[17. öldin|17. aldar]] sem hófst á [[miðvikudagur|miðvikudegi]] samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]] en [[laugardagur|laugardegi]] samkvæmt [[júlíska tímatalið|júlíska tímatalinu]] sem er tíu dögum á eftir.
== Ísland ==
* [[Jón lærði Guðmundsson]] dæmdur útlægur fyrir [[galdrar|galdrakukl]].
== Fædd ==
* [[11. nóvember]] - [[Gísli Þorláksson]], Hólabiskup (d. [[1684]]).
== Dáin ==
* [[10. febrúar]] - [[Gísli Hákonarson (lögmaður)|Gísli Hákonarson]], lögmaður í [[Bræðratunga|Bræðratungu]] (f. [[1583]])
== Erlendis ==
[[Mynd:Magdeburg_1631.jpg|thumb|right|Eyðing Magdeborgar.]]
* [[13. janúar]] - [[Þrjátíu ára stríðið]]: [[Svíþjóð|Svíar]] sömdu um að fá 400 þúsund ríkisdali árlega frá [[Frakkland]]i gegn því að nota 36 þúsund manna herlið í innrás í [[Þýskaland]]i.
* [[3. apríl]] - [[Svíþjóð|Svíar]] lögðu [[Frankfurt an der Oder]] undir sig.
* [[20. mars]] - Bandalag kaþólskra ríkja hóf umsátur um [[Magdeburg]] sem stóð í 2 mánuði.
* [[4. maí]] - [[Svíþjóð|Svíar]] gerðu bandalag með [[Brandenburg]].
* [[20. maí]] - [[Pappenheim greifi]] og [[Tilly]] rændu og brenndu [[Þýskaland|þýsku]] borgina [[Magdeburg]] í [[Þrjátíu ára stríðið|Þrjátíu ára stríðinu]]. Um 20.000 íbúar borgarinnar voru drepnir af herjum [[Ferdinand 2. keisari|keisarans]].
* [[30. maí]] - Gazette de France, fyrsta vikulega dagblað Frakklands, var fyrst gefið út.
* [[20. júní]] - Sjóræningjar frá [[Barbaríið|Barbaríinu]] undir stjórn [[Murat Reis]] ([[Jan Janszoon]]) rændu borgina [[Baltimore (Írlandi)|Baltimore]] á [[Írland]]i.
* [[16. júlí]] - [[Gústaf Adolf 2.]] Svíakonungur náðu yfirráðum yfir [[Würzburg]]. Þar höfðu farið fram miklar nornabrennur þar sem sem nálægt 1000 voru brennd á báli.
* [[Ágúst]] - [[Tilly]] réðist inn í [[Saxland]].
* [[1. september]] - [[Svíþjóð]] gerði bandalag við [[Saxland]].
* [[12. september]] - [[Áttatíu ára stríðið]]: Spænski flotinn vann sigur á þeim hollenska við strendur Brasilíu. Daginn eftir unnu Hollendingar sigur á Spánverjum við strendur Hollands og sökktu yfir 80 skipum.
* [[17. september]] - [[Gústaf Adolf 2.]] Svíakonungur vann sigur á hersveitum [[Tilly]]s í [[orrustan við Breitenfeld|orrustunni við Breitenfeld]].
* [[22. september]] - [[Svíþjóð|Svíar]] lögðu [[Erfurt]] undir sig.
* [[10. október]] - [[Saxland|Saxneskur]] her hertók [[Prag]].
* [[17. nóvember]] - [[Svíþjóð|Svíar]] lögðu [[Frankfurt am Main]] undir sig.
* [[16. desember]] - [[Vesúvíus]] gaus.
== Fædd ==
* [[1. janúar]] - [[Katherine Philips]], ensk-velskt skáld (d. [[1664]]).
* [[22. febrúar]] - [[Peder Syv]], danskur þjóðsagnasafnari (d. [[1702]]).
* [[15. júní]] - [[Jens Juel]], danskur stjórnmálamaður (d. [[1700]]).
* [[24. júlí]] - [[Jónas Trellund]] (Jonas Jensen Trellund), dansk/hollenskur kaupmaður sem starfaði á Íslandi (d. [[1681]])
* [[19. ágúst]] - [[John Dryden]], enskur rithöfundur (d. [[1700]]).
* [[14. desember]] - [[Anne Conway]], enskur heimspekingur (d. [[1679]]).
== Dáin ==
* [[31. mars]] - [[John Donne]], enskur rithöfundur (f. [[1572]]).
* [[21. júní]] - [[John Smith]], landnemi í Jamestown (f. [[1580]]).
[[Flokkur:1631]]
[[Flokkur:1631-1640]]
t74r5bzc9sf9hrg2ks5ev21vhc7lpim
Indland
0
5625
1922945
1883024
2025-07-08T15:00:02Z
14.139.185.126
പ്രൊഫസർ പ്രേം രാജ് പുഷ്പാകരന്, എൻ.ഐ.റ്റി. കാലിക്കറ്റ് ♡ Professor P̂rém ráj P̂üshp̂ákárán, NIT Calicut 🌷🍀🌼🌻🌺🌹🌸🏵️💮
1922945
wikitext
text/x-wiki
{{Land
| nafn = Lýðveldið Indland
| nafn_á_frummáli = भारत गणराज्य<br />Bhārat Ganarājya
| fáni = Flag of India.svg
| skjaldarmerki = Emblem of India.svg
| nafn_í_eignarfalli = Indlands
| kjörorð = Satyameva Jayate ([[sanskrít]])<br /> Sannleikurinn einn sigrar
| þjóðsöngur = [[Jana Gana Mana]]
| staðsetningarkort = India-locator-map-blank.svg
| höfuðborg = [[Nýja-Delí]]
| tungumál = [[Hindí]], [[enska]] og 21 annað tungumál
| stjórnarfar = [[Sambandslýðveldi]]
| titill_leiðtoga1 = [[Forseti Indlands|Forseti]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Droupadi Murmu]]
| titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Indlands|Forsætisráðherra]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Narendra Modi]]
| staða = [[Sjálfstæði]]
| atburður1 = frá [[Bretland]]i
| dagsetning1 = [[26. janúar]] [[1950]]
| flatarmál = 3.287.263
| stærðarsæti = 7
| hlutfall_vatns = 9,6
| mannfjöldasæti = 1
| fólksfjöldi = 1.428.627.663
| íbúar_á_ferkílómetra = 426,7
| mannfjöldaár = 2023
| VLF_ár = 2024
| VLF_sæti = 2
| VLF = 14.594
| VLF_á_mann = 10.123
| VLF_á_mann_sæti = 125
| VÞL = {{hækkun}} 0.644
| VÞL_sæti = 134
| VÞL_ár = 2022
| gjaldmiðill = [[Indversk rúpía]]
| tímabelti = IST ([[UTC]] +5:30)
| tld = in
| símakóði = 91
}}
'''Indland''' er land í [[Suður-Asía|Suður-Asíu]]. Það er fjölmennasta land [[Jörðin|jarðarinnar]] og það sjöunda stærsta að flatarmáli. Þar búa yfir 1,4 milljarðar manna (2023) eða um 17,3% jarðarbúa. Landið markast af [[Indlandshaf]]i í suðri, [[Arabíuhaf]]i í suðvestri og [[Bengalflói|Bengalflóa]] í suðaustri. Indland á landamæri að [[Pakistan]] í vestri, [[Kína]], [[Nepal]] og [[Bútan]] í norðaustri, [[Mjanmar]] og [[Bangladess]] í austri. [[Srí Lanka]], [[Maldíveyjar]] og [[Indónesía]] eru nærliggjandi eyríki í Indlandshafi. [[Andaman- og Níkóbareyjar]] tilheyra Indlandi. Á Indlandi voru mörg af elstu siðmenningarsamfélögum heims og landið hefur getið af sér fjögur af stærstu trúarbrögðum okkar samtíma: [[hindúatrú]], [[búddatrú]], [[jainismi|jainisma]] og [[síkismi|síkisma]]. Landið var hluti af [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldinu]] frá [[19. öldin|19. öld]] til [[1947]] þegar það hlaut [[sjálfstæði]].
[[Nútímamaður]]inn kom til [[Indlandsskagi|Indlandsskaga]] fyrir meira en 55.000 árum síðan.<ref name="PetragliaAllchin">{{harvnb|Petraglia|Allchin|2007|p=[https://books.google.com/books?id=Qm9GfjNlnRwC&pg=PA10 10]}}</ref><ref name="Dyson2018p1">{{harvnb|Dyson|2018|p=[https://books.google.com/books?id=3TRtDwAAQBAJ&pg=PA1 1]}}</ref><ref name="Fisher2018p23">{{harvnb|Fisher|2018|p=[https://books.google.com/books?id=kZVuDwAAQBAJ&pg=PA23 23]}}</ref> Þessi langa saga og hlutfallsleg einangrun hópa veiðimanna og safnara hefur getið af sér mikla erfðafræðilega fjölbreytni íbúa.<ref name="Dyson2018-28a">{{harvnb|Dyson|2018|p=[https://books.google.com/books?id=3TRtDwAAQBAJ&pg=PA28 28]}}</ref> Landbúnaður hófst vestan megin við [[Indusfljót]] fyrir um 9000 árum og á [[3. árþúsundið f.Kr.|3. árþúsundinu f.o.t.]] kom [[Indusdalsmenningin]] fram.<ref>{{harvnb|Dyson|2018|pp=[https://books.google.com/books?id=3TRtDwAAQBAJ&pg=PA4 4–5]}}</ref><ref>{{harvnb|Fisher|2018|p=[https://books.google.com/books?id=kZVuDwAAQBAJ&pg=PA23 33]}}</ref> Um 1200 f.o.t. barst frumgerð [[sanskrít]] til Indlandsskaga. Safn trúarljóða sem talin eru hafa varðveist í munnlegri geymd frá þessum tíma eru tekin saman í ritinu ''[[Rigveda]]'', en elstu þekktu handrit þess eru frá því eftir árið 1000.<ref>{{citation |last=Witzel |first=Michael |title=Inside the Texts, Beyond the Texts: New Approaches to the Study of the Vedas |volume=2 |pages=257{{ndash}}348 |year=1997 |editor-last=Michael Witzel |access-date=22 September 2015 |archive-url=https://web.archive.org/web/20200804151138/http://www.people.fas.harvard.edu/~witzel/canon.pdf |url-status=live |series=Harvard Oriental Series, Opera Minora |chapter=The Development of the Vedic Canon and its Schools: The Social and Political Milieu |chapter-url=http://www.people.fas.harvard.edu/~witzel/canon.pdf |place=Cambridge |publisher=Harvard University Press |archive-date=4 August 2020 |author-link=Michael Witzel}}</ref> ''Rigveda'' segir frá upphafi [[hindúasiður|hindúasiðar]] á Indlandi. Í norður- og vesturhluta landsins tóku [[indóevrópsk tungumál]] við af [[dravidísk tungumál|dravidískum tungumálum]]. Um 400 f.o.t. var komin á föst [[stéttaskipting]] með [[erfðastétt]]um innan hindúasiðar. [[Búddatrú]] og [[jainismi]] boðuðu á sama tíma afnám erfðastétta. [[Mauryaveldið]] og [[Guptaveldið]] komu fram á flóðsléttu [[Gangesfljót]]s í [[fornöld]]. Þetta voru laustengd ríki þar sem listir og menning blómstruðu, en staða kvenna versnaði á sama tíma og hugmyndin um [[ósnertanleiki|ósnertanleika]] varð hluti af skipulegum trúarbrögðum. [[Miðríkin]] á Suður-Indlandi áttu í miklum viðskiptum við ríki [[Suðaustur-Asía|Suðaustur-Asíu]] og þaðan bárust trúarrit, siðir og hefðir á dravidísku.<ref name="AsherAsher2006-17">{{harvnb|Asher|Talbot|2006|p=[https://books.google.com/books?id=ZvaGuaJIJgoC&pg=PA17 17]}}</ref>
Snemma á miðöldum bárust [[kristni]], [[gyðingdómur]], [[sóróismi]] og [[íslam]] til norður- og vesturhéraða Indlands.<ref>{{harvnb|Ludden|2014|p=[https://books.google.com/books?id=pBq9DwAAQBAJ&pg=PA54 54]}}</ref><ref>{{harvnb|Asher|Talbot|2006|pp=[https://books.google.com/books?id=ZvaGuaJIJgoC&pg=PA78 78–79]}}</ref><ref>{{harvnb|Fisher|2018|p=[https://books.google.com/books?id=kZVuDwAAQBAJ&pg=PA76 76]}}</ref> Herir múslima frá [[Mið-Asía|Mið-Asíu]] lögðu norðurslétturnar undir sig og stofnuðu [[Soldánsdæmið Delí]] sem var hluti af hinum íslamska menningarheimi. Á 15. öld barst hindúasiður til Suður-Indlands með [[Vijayanagara-veldið|Vijayanagara-veldinu]]. Í [[Púnjab]] hófst [[síkismi]] sem hafnaði trúarstofnunum. Eftir að [[Mógúlveldið]] var stofnað 1526 tóku við tvær aldir sem einkenndust af friði. Frá þeim tíma eru sum þekktustu dæmin um indverska byggingarlist. [[Breska Austur-Indíafélagið]] stofnaði verslunarstaði við strönd Indlands og jók smám saman yfirráðasvæði sín þar til þau náðu yfir nær allan Indlandsskaga. Eftir [[uppreisnin á Indlandi|uppreisnina á Indlandi]] [[1858]] tók við stjórn bresku krúnunnar á [[Breska Indland]]i. Smám saman fengu Indverjar aukin réttindi og Bretar stóðu fyrir miklum tækniframförum ásamt umbótum í menntakerfi og stjórnsýslu. Á 20. öld kom fram [[Indverski kongressflokkurinn|þjóðernissinnuð grasrótarhreyfing]] sem barðist fyrir sjálfstæði án ofbeldis. Hreyfingin átti stóran þátt í að binda enda á stjórn Breta. Árið 1947 var landinu skipt í tvennt: Indland þar sem meirihluti íbúa var hindúar, og Pakistan þar sem meirihluti íbúa var múslimar. [[Skipting Indlands|Skiptingin]] olli mikilli þjáningu, með trúarbragðahreinsunum og þvinguðum fólksflutningum á báða bóga.<ref>{{harvnb|Copland|2001|pp=71–78}}</ref><ref>{{harvnb|Metcalf|Metcalf|2006|p=222}}.</ref>
Indland hefur verið [[lýðveldi]] frá 1950. Landið er [[fjölmenning]]arríki og þar eru töluð um 200 tungumál. Á síðustu 20 árum hefur það vaxið mikið bæði hvað varðar fólksfjölda og hnattræn áhrif. Frá 1951 til 2022 fór íbúafjöldinn úr 361 milljón í næstum 1,4 milljarða. Á sama tíma jukust tekjur á mann úr 64 dölum á ári í 2.601 dal, og [[læsi]] fór úr 16,6% í 74%. Indland er langfjölmennasta [[lýðræði]]sríki heimsins og vaxandi hernaðarveldi. Það hefur yfir að ráða [[kjarnorkuvopn]]um og einum stærsta herafla heimsins. Indland, Pakistan og Kína deila um yfirráð yfir [[Kasmír]]héraði. Indland er með [[ISRO|geimferðaáætlun]] og hefur staðið að nokkrum [[geimferð]]um. Indverskar kvikmyndir, tónlist og andleg leiðsögn hafa notið vaxandi vinsæla um allan heim.<ref>{{cite book|author=Metcalf, Barbara D.; Metcalf, Thomas R.|year=2012|title=A Concise History of Modern India|publisher=Cambridge University Press|isbn=978-1-107-02649-0}}</ref> Dregið hefur verulega úr [[fátækt]], en ójöfnuður hefur vaxið að sama skapi. Meðal áskorana sem indverskt samfélag stendur frammi fyrir eru [[kynjamismunun]], [[vannæring]] barna<ref name="NarayanJohn2018-lead">{{Cite journal |last1=Narayan |first1=Jitendra |last2=John |first2=Denny |last3=Ramadas |first3=Nirupama |year=2018 |title=Malnutrition in India: status and government initiatives |journal=[[Journal of Public Health Policy]] |volume=40 |issue=1 |pages=126–141 |doi=10.1057/s41271-018-0149-5 |issn=0197-5897 |pmid=30353132 |s2cid=53032234}}</ref> og vaxandi [[loftmengun]].<ref name="BalakrishnanDey2019-lead">{{Cite journal |last1=Balakrishnan |first1=Kalpana |author-link=Kalpana Balakrishnan |last2=Dey |first2=Sagnik |display-authors=etal |year=2019 |title=The impact of air pollution on deaths, disease burden, and life expectancy across the states of India: the Global Burden of Disease Study 2017 |journal=[[The Lancet Planetary Health]] |volume=3 |issue=1 |pages=e26–e39 |doi=10.1016/S2542-5196(18)30261-4 |issn=2542-5196 |pmc=6358127 |pmid=30528905}}</ref> Indland er 3,3 milljón ferkílómetrar að stærð og er eitt af löndum heims með mesta [[líffjölbreytni]].<ref name="IUCN-India">{{Citation |title=India |url=https://www.iucn.org/asia/countries/india |year=2019 |access-date=21 May 2019 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201101033802/https://www.iucn.org/asia/countries/india |url-status=dead |publisher=[[International Union for Conservation of Nature]] (IUCN) |archive-date=1 November 2020}}</ref> Skógar þekja 21,7% landsins. Á Indlandi voru árið 2023 106 [[þjóðgarður|þjóðgarðar]] sem þekja um 44 þúsund ferkílómetra, eða um 1,35% landsins.<ref>{{Cite web |date=4 January 2023 |title=National Parks, National Wildlife Database Cell |url=https://wii.gov.in/nwdc_national_parks |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20230325194443/https://wii.gov.in/nwdc_national_parks |archive-date=25 March 2023 |access-date=26 March 2023 |website=Wildlife Institute of India}}</ref>
== Heiti ==
Nafnið Indland (áður nefnt „Indíaland“ á íslensku) kemur í íslensku úr [[latína|latínu]], ''India'', sem aftur kemur úr [[hellenska|hellensku]] Ἰνδία ''India'', [[forngríska|forngrísku]] Ἰνδός ''Indos'', [[fornpersneska|fornpersnesku]] ''[[Hindush]]'' (austurhérað í ríki [[Akkamenídar|Akkamenída]]). Þessi heiti eru skyld orðinu ''Sindhu'' „fljót“, í [[sanskrít]], sem vísaði sérstaklega til [[Indusfljót]]s og byggðarinnar í kringum suðurhluta þess.<ref>{{Citation |title=India (noun) |url=https://www.oed.com/view/Entry/94384#eid677811 |work=[[Oxford English Dictionary]] |year=2009 |edition=3rd}} (subscription required)</ref>{{sfn|Thieme|1970|pp=447–450}} [[Grikkland hið forna|Forn-Grikkir]] töluðu um Indverja sem ''Indoi'', sem merkir „fólkið við Indusfljót“.{{sfn|Kuiper|2010|p = 86}}
Heitið ''Bharat'' sem kemur fyrir í sagnakvæðum Indverja og [[stjórnarskrá Indlands]]{{sfn|Clémentin-Ojha|2014}}<ref>{{Citation |title=The Constitution of India |date=1 December 2007 |url=https://lawmin.nic.in/coi/coiason29july08.pdf |access-date=3 March 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20140909230437/https://lawmin.nic.in/coi/coiason29july08.pdf |url-status=dead |publisher=[[Ministry of Law and Justice (India)|Ministry of Law and Justice]]|archive-date=9 September 2014}}</ref> eða afbrigði þess, er notað í mörgum indverskum tungumálum. Það er nútímaútgáfa sögulega heitisins ''Bharatavarsha'', sem upphaflega vísaði til [[Norður-Indland]]s.<ref name="Jha2014">{{Citation |last=Jha |first=Dwijendra Narayan |title=Rethinking Hindu Identity |url=https://books.google.com/books?id=dqDgBQAAQBAJ&pg=PA11 |page=11 |year=2014 |publisher=[[Routledge]] |isbn=978-1-317-49034-0}}</ref>{{sfn|Singh|2017|p=[https://books.google.com/books?id=dYM4DwAAQBAJ&pg=PA253 253]}} Frá miðri 19. öld var tekið að nota ''Bharat'' sem innlent heiti landsins alls.{{sfn|Clémentin-Ojha|2014}}{{sfn|Barrow|2003}}
''Hindústan'' er [[miðpersneska|miðpersneskt]] heiti á Indlandi sem varð útbreitt á 13. öld,<ref>{{Cite book |last1=Paturi |first1=Joseph |url=https://books.google.com/books?id=oCo5DAAAQBAJ |title=World Religions & Cults Volume 2: Moralistic, Mythical and Mysticism Religions |last2=Patterson |first2=Roger |date=2016 |publisher=New Leaf Publishing Group |isbn=978-0-89051-922-6 |editor-last=Hodge |editor-first=Bodie |location=United States |pages=59–60 |chapter=Hinduism (with Hare Krishna)|editor-last2=Patterson |editor-first2=Roger}}</ref> og var notað víða um heim frá tímum [[Mógúlveldið|Mógúlveldisins]]. Inntak orðsins var breytilegt, en það vísaði oft til landsvæðis sem náði yfir norðurhluta Indlandsskaga (núverandi Indland og Pakistan), eða til alls Indlandsskaga.{{sfn|Clémentin-Ojha|2014}}{{sfn|Barrow|2003}}<ref>{{Citation |title=Hindustan |url=https://www.britannica.com/EBchecked/topic/266465/Hindustan |encyclopedia=[[Encyclopædia Britannica]] |access-date=17 July 2011}}</ref>
== Saga ==
[[Mynd:Indischer_Maler_des_6._Jahrhunderts_001.jpg|thumb|left|Fornar myndir úr [[Ajanta-hellarnir|Ajanta-hellunum]] á Indlandi.]]
Elstu ummerki um ''[[Homo erectus]]'' á Indlandi eru 500.000 ára gömul og elstu merki um ''[[Homo sapiens]]'' eru 75.000 ára gömul. [[Indusdalsmenningin]] kom upp á svæði sem nú skiptist milli Indlands og Pakistan um 3300 f.Kr. Á eftir henni fylgdi [[Vedatímabilið]] þar sem grunnur var lagður að [[hindúatrú]] og indverskri menningu. Á [[3. öldin f.Kr.|þriðju öld f.Kr.]] sameinaði [[Ashoka]] keisari mikinn hluta Suður-Asíu og bjó til [[Maurya-veldið]]. Við endalok þess árið 180 f.Kr. braust út stríð sem stóð í tæpa öld.
Næstu aldirnar skiptist Indlandsskagi milli nokkurra [[Miðríki Indlands|Miðríkja]] eins og [[Guptaveldið|Guptaveldisins]]. Suðurhluti skagans skiptist milli ættarveldanna [[Chola-veldið|Chola]], [[Chalukya-veldið|Chalukya]], [[Pandya-veldið|Pandya]] og [[Pallava-veldið|Pallava]]. Á miðöldum blómstraði menning og trúarlíf hindúa á Suður-Indlandi sem hafði áhrif langt út fyrir skagann.
[[Tyrkísk mál|Tyrkískir]] og [[pastúnska|afganskir]] [[Íslam|múslimar]] stofnuðu nokkur ríki á Norður-Indlandi frá [[13. öldin|13. öld]]. Það fyrsta var [[Soldánsdæmið Delí]] sem stóð frá [[1206]] til [[1526]]. Á sama tíma urðu til öflug ríki hindúa; [[Vijayanagara-veldið]] ([[1336]]-[[1646]]), [[Gajapati-ríkið]] (15. og 16. öld) og furstadæmin í [[Rajputana]]. Á norðurhluta [[Deccan-hásléttan|Deccan-hásléttunnar]] komu upp nokkur [[soldánsdæmi]] á 16. og 17. öld. [[Mógúlveldið]] lagði norðurhluta Indlandsskagans undir sig á [[16. öldin|16. öld]]. Því tók að hnigna á [[18. öldin|18. öld]] um leið og [[Marattaveldið]] reis til áhrifa.
Seint á 18. öld lagði [[Breska Austur-Indíafélagið]] stóra hluta Indlandsskagans undir sig eftir nokkur átök við Marattaveldið. Óánægja með stjórn fyrirtækisins leiddi til [[Uppreisnin á Indlandi 1857|uppreisnarinnar 1857]]. Í kjölfar hennar innlimuðu Bretar Indland sem krúnunýlendu. Í upphafi 20. aldar hófst [[sjálfstæðisbarátta Indlands]]. Einn leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar var [[Mahatma Gandhi]] sem boðaði [[friðsamleg mótmæli]]. Þann [[15. ágúst]] [[1947]] hlaut Indland sjálfstæði undan [[Breska krúnan|breska konungsvaldinu]] og í kjölfarið var [[Breska Indland]]i skipt í [[Pakistan]] og Indland. [[Furstafylkin]] sem notið höfðu sjálfstæðis að nafninu til gengu öll inn í nýju ríkin. [[Stjórnarskrá Indlands]] tók formlega gildi þann [[26. janúar]] [[1950]]. Fyrsti lýðræðislega kjörni leiðtogi Indlands var forsætisráðherrann [[Jawaharlal Nehru]].
== Landfræði ==
Indland þekur megnið af Indlandsskaga, sem liggur á [[Indlandsflekinn|Indlandsflekanum]]. Indlandsflekinn er hluti af [[Indó-Ástralíuflekinn|Indó-Ástralíuflekanum]].{{sfn|Ali|Aitchison|2005}} Mótun Indlands hófst fyrir 75 milljón árum þegar Indlandsflekann, sem þá var hluti af suðurhluta [[Gondvanaland]]s, tók að [[landrek|reka]] í norðausturátt vegna [[botnrek]]s suðvestan, og síðar sunnan og suðvestan við hann.{{sfn|Ali|Aitchison|2005}} Á sama tíma tók hið mikla [[Teþyshaf]] norðaustan við hann að [[sökkbelti|sökkva]] undir [[Evrasíuflekinn|Evrasíuflekann]].{{sfn|Ali|Aitchison|2005}} Þessi tvö ferli sköpuðu bæði Indlandshaf og ýttu meginlandsskorpunni á Indlandsflekanum undir Evrasíuflekann þar sem [[Himalajafjöll]] risu.{{sfn|Ali|Aitchison|2005}} Sunnan við fjöllin varð til stórt hálfmánalaga [[trog (jarðfræði)|trog]] sem fylltist fljótt af seti{{sfn|Dikshit |Schwartzberg|2023|p=7}} og myndaði [[Indó-Gangessléttan|Indó-Gangessléttuna]].{{sfn|Prakash et al.|2000}} Indlandsflekinn birtist aftur undan setinu í hinum fornu [[Aravallifjöll]]um sem liggja í suðvestur frá [[Delíhryggurinn|Delíhryggnum]]. Vestan megin við Aravallifjöll er [[Thar-eyðimörkin]].<ref name="aravalli">{{harvnb|Kaul|1970|p=160}}</ref><ref name="prasad-aravalli">{{harvnb|Prasad|1974|p=372}}</ref><ref name="fisher-aravalli">{{harvnb|Fisher|2018|p=83}}</ref>
{{multiple image
| perrow = 1
| total_width = 220
| image_style = border:none;
| align = left
| image1 = Tungabhadra River and Coracle Boats.JPG
| caption1 = Áin [[Tungabhadra]] rennur út í [[Krishna-fljót]].{{sfn|Mcgrail|Blue|Kentley|Palmer|2003|p=257}}
| image2 = Parked boats at Anjarle Creek.jpg
| caption2 = Fiskibátar bundnir saman í fallastraumi við þorpið [[Anjarle]] í Maharashtra.
}}
Afgangurinn af Indlandsflekanum sést á [[Suður-Indland]]i, sem er jarðsögulega elsti hluti Indlands, allt norður að [[Satpura-fjöll]]um og [[Vindhya-fjöll]]um á Mið-Indlandi. Þessir tveir fjallgarðar liggja samsíða frá strönd Arabíuhafs í Gujarat í vestri að [[Chota Nagpur-hálendið|Chota Nagpur-hálendinu]] í Jharkand í austri.{{sfn|Dikshit |Schwartzberg|2023|p=8}} Sunnan við þau er [[Deccan-hásléttan]], með strandfjöllin [[Vestur-Ghat-fjöll]] og [[Austur-Ghat-fjöll]] sitt hvorum megin.{{sfn|Dikshit |Schwartzberg|2023|pp=9–10}} Á hásléttunni er að finna elsta berg landsins, sem sumt er yfir milljarðs ára gamalt. Indland liggur norðan við miðbaug, milli 6˚44' og 35˚30' N og 68˚7' og 97˚25' A. [[Ríkisstjórn Indlands]] lítur svo á að allt héraðið sem áður tilheyrði furstadæminu [[Jammú og Kasmír]], þar á meðal [[Gilgit-Baltistan]] sem Pakistan ræður yfir, sé hluti af Indlandi og setur því nyrsta odda landsins við 37˚6'.{{sfn|Ministry of Information and Broadcasting|2007|p = 1}}
Strandlengja Indlands er 7.517 km að lengd. Þar af tiheyra 5.423 km Indlandsskaga og 2.094 km Andaman-, Níkóbar- og Lakshadweep-eyjum.{{sfn|Kumar|Pathak|Pednekar|Raju|2006}} Samkvæmt indverskum sjókortum er strönd meginlandsins 43% sandstrendur, 11% klettastrendur, og 46% leirur eða fen.{{sfn|Kumar|Pathak|Pednekar|Raju|2006}}
Helstu ár sem renna úr Himalajafjöllum eru [[Ganges]] og [[Brahmaputra]], sem báðar enda í [[Bengalflói|Bengalflóa]].{{sfn|Dikshit|Schwartzberg|2023|p=15}} Meðal helstu þveráa Gangesfljóts eru [[Yamuna]] og [[Kosi-fljót]]. Grynningar í því síðarnefnda, sem stafa af uppsöfnun sets, valda reglulega flóðum og breytingum á árfarveginum.{{sfn|Duff|1993|p = 353}}{{sfn|Basu|Xavier|2017|p=[https://books.google.com/books?id=nXmLDgAAQBAJ&pg=PA78 78]}} Sunnar á skaganum renna helstu ár milli hærri bakka sem koma í veg fyrir flóð. Meðal þeirra eru [[Godavari-fljót]], [[Mahanadi-fljót]], [[Kaveri-fljót]] og [[Krishna-fljót]], sem líka enda í Bengalflóa;{{sfn|Dikshit|Schwartzberg|2023|p=16}} og [[Narmada-fljót]] og [[Tapti-fljót]] sem renna út í Arabíuhaf.{{sfn|Dikshit|Schwartzberg|2023|p=17}} Við ströndina er að finna sjávarfitjarnar [[Rann í Kutch]] og [[Sundarban-skógarnir|Sundarban-fenjaviðarskógana]] við austurströndina. Skógarnir ná inn í Bangladess.{{sfn|Dikshit|Schwartzberg|2023|p=12}} Tveir stórir eyjaklasar tilheyra Indlandi: [[Lakshadweep]], kóraleyjar undan suðvesturströnd Indlands; og Andaman- og Níkóbareyjar, eldfjallaeyjar í [[Andamanhaf]]i.{{sfn|Dikshit|Schwartzberg|2023|p=13}}
Himalajafjöllin og Thar-eyðimörkin hafa mikil áhrif á veður á Indlandi, þar sem þau drífa áfram [[monsún]]veðrakerfið að sumri og vetri.{{sfn|Chang|1967|pp = 391–394}} Himalajafjöllin stöðva kalda vinda frá Mið-Asíu þannig að meginhluti Indlands er mun hlýrri en flestir aðrir staðir á svipuðum breiddargráðum.{{sfn|Posey|1994|p = 118}}{{sfn|Wolpert|2003|p = 4}} Thar-eyðimörkin leikur lykilhlutverk við að draga til sín raka sumarmonsúnvinda sem sjá Indlandi fyrir megninu af sinni ársúrkomu frá júní til október.{{sfn|Chang|1967|pp = 391–394}} Á Indlandi eru ríkjandi fjögur loftslagsbelti: rakt hitabeltisloftslag, þurrt hitabeltisloftslag, rakt hlýtemprað loftslag og fjallaloftslag.{{sfn|Heitzman|Worden|1996|p=97}}
Á milli 1901 og 2018 hefur hiti á Indlandi hækkað um 0,7˚ C.<ref>{{Cite web |last=Sharma |first=Vibha |date=15 June 2020 |title=Average temperature over India projected to rise by 4.4 degrees Celsius: Govt report on impact of climate change in country |url=https://www.tribuneindia.com/news/nation/average-temperature-over-india-projected-to-rise-by-4-4-degrees-celsius-govt-report-on-impact-of-climate-change-in-country-99583 |access-date=30 November 2020 |website=[[The Tribune]]}}</ref> Það er talið ein afleiðing [[loftslagsbreytingar|loftslagsbreytinga]]. Hop jökla í Himalajafjöllum frá 1850 hefur dregið úr rennsli í helstu ám, þar á meðal Gangesfljóti og Brahmaputra.<ref>{{Cite web |last=Sethi |first=Nitin |date=3 February 2007 |title=Global warming: Mumbai to face the heat |url=https://timesofindia.indiatimes.com/india/global-warming-mumbai-to-face-the-heat/articleshow/1556662.cms |access-date=11 March 2021 |website=[[The Times of India]]}}</ref> Samkvæmt spám munu þurrkar aukast og lengjast verulega fyrir lok þessarar aldar.<ref>{{Cite journal |last1=Gupta |first1=Vivek |last2=Jain |first2=Manoj Kumar |year=2018 |title=Investigation of multi-model spatiotemporal mesoscale drought projections over India under climate change scenario |url=https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S002216941830773X |journal=[[Journal of Hydrology]] |volume=567 |pages=489–509 |bibcode=2018JHyd..567..489G |doi=10.1016/j.jhydrol.2018.10.012 |issn=0022-1694 |s2cid=135053362}}</ref>
== Stjórnmál ==
=== Stjórnsýslueiningar ===
Indland er sambandsríki 28 [[fylki Indlands|fylkja]] og 8 [[alríkissvæði|alríkissvæða]].{{sfn|Library of Congress|2004}} Öll fylkin, auk alríkissvæðanna [[Jammú og Kasmír]], [[Puducherry]] og [[Delí]], hafa kosið sér löggjafarþing og ríkisstjórnir, samkvæmt [[Westminster-kerfið|Westminster-kerfinu]]. Hin fimm alríkissvæðin eru undir beinni stjórn miðstjórnarinnar með skipaða umdæmisstjóra. Árið 1956 voru fylkin endurskipulögð á grundvelli tungumála.{{sfn|Sharma|2007|p = 49}} Alls eru um 250 þúsund stjórnsýslueiningar á ýmsum stjórnsýslustigum (borgir, bæir, hverfi og þorp) á Indlandi.<ref>{{Cite web |title=India |url=https://www.clgf.org.uk/regions/clgf-asia/india/ |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20190715203036/https://www.clgf.org.uk/regions/clgf-asia/india/ |archive-date=15 July 2019 |access-date=7 September 2019 |website=[[Commonwealth Local Government Forum]]}}</ref>
[[Mynd:Political map of India EN.svg|330px|right|Fylki Indlands númeruð.]]
==== Fylki ====
{{div col|colwidth=18em}}
# [[Andhra Pradesh]]
# [[Arunachal Pradesh]]
# [[Assam]]
# [[Bihar]]
# [[Chhattisgarh]]
# [[Góa (Indlandi)|Góa]]
# [[Gujarat]]
# [[Haryana]]
# [[Himachal Pradesh]]
# [[Jharkhand]]
# [[Karnataka]]
# [[Kerala]]
# [[Madhya Pradesh]]
# [[Maharashtra]]
# [[Manipur]]
# [[Meghalaya]]
# [[Mizoram]]
# [[Nagaland]]
# [[Odisha]]
# [[Púnjab (Indlandi)|Púnjab]]
# [[Rajasthan]]
# [[Sikkim]]
# [[Tamil Nadu]]
# [[Telangana]]
# [[Tripura]]
# [[Uttar Pradesh]]
# [[Uttarakhand]]
# [[Vestur-Bengal]]
{{div col end}}
==== Alríkissvæði ====
{{div col|colwidth=18em}}
<ol type="A">
<li>[[Andaman- og Níkóbareyjar]]</li>
<li>[[Chandigarh]]</li>
<li>[[Dadra og Nagar Haveli|Dadra og Nagar Haveli og Daman og Diu]]</li>
<li>[[Jammú og Kasmír]]</li>
<li>[[Ladakh]]</li>
<li>[[Lakshadweep]]</li>
<li>[[Delí]]</li>
<li>[[Puducherry]]</li>
</ol>
{{div col end}}
== Íbúar ==
[[Mynd:South Asian Language Families.png|thumb|Tungumálaættir í Suður-Asíu.]]
Áætlað var að Indverjar væru 1.428.627.663 árið 2023, sem gerir Indland að fjölmennasta ríki heims.<ref name="WPP UN">{{Cite web |title=World Population Prospects |url=https://population.un.org/wpp/ |access-date=2 July 2023 |website=Population Division – United Nations }}</ref> Í manntali árið 2011 voru taldir 1.210.193.422 íbúar.{{sfn|Provisional Population Totals Paper 1 of 2011 India|p=160}} Fólksfjöldinn óx um 17,64% frá 2001 til 2011,{{sfn|Provisional Population Totals Paper 1 of 2011 India|p=165}} borið saman við 21,54% vöxt áratuginn á undan (1991–2001).{{sfn|Provisional Population Totals Paper 1 of 2011 India|p=165}} Samkvæmt manntalinu frá 2011 var kynjahlutfallið 940 konur á hverja 1000 karla.{{sfn|Provisional Population Totals Paper 1 of 2011 India|p=160}} Miðaldur var 28,7 ár (2020).{{sfn|Central Intelligence Agency}} Fyrsta manntalið sem gert var eftir að landið fékk sjálfstæði, árið 1951, taldi 361 milljón íbúa.<ref>{{cite web|url=https://indiabudget.nic.in/es2006-07/chapt2007/tab97.pdf|title=Population Of India (1951–2001)|website=[[Census of India]]|publisher=[[Ministry of Finance (India)|Ministry of Finance]]|url-status=dead|archive-url=https://web.archive.org/web/20110812042806/https://indiabudget.nic.in/es2006-07/chapt2007/tab97.pdf|archive-date=12 August 2011|access-date=13 February 2013}}</ref> Framfarir í læknisfræði síðustu 50 ár, og aukin framleiðni landbúnaðar vegna „[[græna byltingin|grænu byltingarinnar]]“ urðu til þess að fólksfjöldinn hefur vaxið mjög hratt.{{sfn|Rorabacher|2010|pp = 35–39}}
Lífslíkur á Indlandi eru um 70 ár; 71,5 ár hjá konum og 68,7 ár hjá körlum.{{sfn|Central Intelligence Agency}} Um 93 læknar eru á hverja 100.000 íbúa.<ref>{{cite web|title=Physicians (per 1,000 people) – India|url=https://data.worldbank.org/indicator/SH.MED.PHYS.ZS?locations=IN&most_recent_value_desc=true|publisher=[[World Bank]]|year=2019|access-date=27 March 2022}}</ref> Síðustu ár hefur þéttbýlisvæðing einkennt indverskt samfélag. Hlutfall fólks í þéttbýli jókst um 31,2% milli 1991 og 2001.{{sfn|Garg|2005}} Samt sem áður bjuggu yfir 70% í dreifbýli árið 2001.{{sfn|Dyson|Visaria|2005|pp = 115–129}}{{sfn|Ratna|2007|pp = 271–272}} Þéttbýlisvæðingin jókst enn frá 27,81% í manntalinu árið 2001 í 31,16% 2011. Hægst hefur á fólksfjölgun í heildina vegna þess að vöxturinn í dreifbýli hefur hrapað frá 1991.{{sfn|Chandramouli|2011}} Samkvæmt manntalinu 2001 eru 53 þéttbýlisstaðir með yfir milljón íbúa á Indlandi. Meðal þeirra eru [[Mumbai]], [[Delí]], [[Kolkata]], [[Chennai]], [[Bangalore]], [[Hyderabad]] og [[Ahmedabad]].<ref name="censusindia 2011">{{cite web | url=https://censusindia.gov.in/2011-prov-results/paper2/data_files/India2/Table_3_PR_UA_Citiees_1Lakh_and_Above.pdf | title=Urban Agglomerations/Cities having population 1 lakh and above | publisher=[[Office of the Registrar General & Census Commissioner]], India | access-date=12 May 2014 | archive-url=https://web.archive.org/web/20131017153124/https://censusindia.gov.in/2011-prov-results/paper2/data_files/India2/Table_3_PR_UA_Citiees_1Lakh_and_Above.pdf | archive-date=17 October 2013}}</ref> Læsi var 74,04%; 65,46% hjá konum og 82,14% hjá körlum.{{sfn|Provisional Population Totals Paper 1 of 2011 India|p=163}} Munurinn á læsi í dreifbýli og þéttbýli var 21,2% árið 2001, en hafði fallið í 16,1% árið 2011. Læsi í dreifbýli hefur vaxið tvöfalt á við læsi í þéttbýli.{{sfn|Chandramouli|2011}} Hlutfall læsis er hæst í [[Kerala]] þar sem það er 93,91%, en lægst í [[Bihar]] þar sem það er 63,82%.{{sfn|Provisional Population Totals Paper 1 of 2011 India|p=163}}
Af þeim sem tala [[indversk mál]], tala 74% [[indóarísk mál]], austurgrein [[indóevrópsk mál|indóevrópskra mála]]; 24% tala [[dravidísk mál]] sem eru upprunnin í [[Suður-Asía|Suður-Asíu]] og voru töluð víðar áður en indóevrópsku málin breiddust þar út; og 2% tala [[ástróasísk mál]] eða [[sínótíbetsk mál]]. [[Hindí]] sem er algengasta einstaka tungumálið, er opinbert stjórnsýslumál.{{sfn|Ottenheimer|2008|p = 303}}{{sfn|Mallikarjun|2004}} [[Enska]] er notuð víða í viðskiptum og stjórnsýslu og hefur stöðu „opinbers hjálparmáls“.{{sfn|Ministry of Home Affairs 1960}} Enska er líka mikilvæg í menntakerfinu, sérstaklega í framhaldsskólum. Hvert fylki og sambandssvæði hefur eitt eða fleiri opinber tungumál, og stjórnarskráin nefnir 22 „skráð tungumál“.
Samkvæmt manntalinu frá 2011 var [[hindúasiður]] þau trúarbrögð sem flestir íbúar aðhylltust (79,8%). Þar á eftir koma [[íslam]] (14,23%), [[kristni]] (2,3%), [[síkismi]] (1,72%), [[búddatrú]] (0,7%), [[jaínismi]] (0,36%) og önnur (0,9%).<ref name="Census2011religion">{{cite web|url=https://www.censusindia.gov.in/2011census/C-01/DDW00C-01%20MDDS.XLS |title=C −1 Population by religious community – 2011 |publisher=[[Office of the Registrar General & Census Commissioner]] |access-date=25 August 2015 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20150825155850/https://www.censusindia.gov.in/2011census/C-01/DDW00C-01%20MDDS.XLS |archive-date=25 August 2015}}</ref> Indland er í þriðja sæti yfir lönd eftir fjölda múslima og það fjölmennasta þar sem múslimar eru ekki í meirihluta.<ref>{{cite news|url=https://www.thehindu.com/features/friday-review/religion/global-muslim-population-estimated-at-157-billion/article30568.ece|title=Global Muslim population estimated at 1.57 billion|archive-url=https://web.archive.org/web/20130601012428/https://www.thehindu.com/features/friday-review/religion/global-muslim-population-estimated-at-157-billion/article30568.ece|archive-date=1 June 2013|work=[[The Hindu]]|date=8 October 2009|access-date=18 October 2021}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.uscirf.gov/sites/default/files/resources/2012ARChapters/india%202012%20two-pager.pdf|title=India Chapter Summary 2012|publisher=[[United States Commission on International Religious Freedom]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20140407100620/https://www.uscirf.gov/sites/default/files/resources/2012ARChapters/india%202012%20two-pager.pdf|archive-date=7 April 2014|access-date=18 October 2021}}</ref>
=== Stærstu borgir ===
Taflan sýnir tíu stærstu borgir á Indlandi og hvaða fylkjum þær tilheyra.
{|class="wikitable sortable"
! Borg
! Íbúafjöldi
! Ríki
|-
| [[Mumbai]] || 13.662.885 || [[Maharashtra]]
|-
| [[Delí]] || 11.954.217 || [[Delí]]
|-
| [[Kolkata]] || 7.780.544 || [[Vestur-Bengal]]
|-
| [[Hyderabad]] || 6.893.640 || [[Telangana]]
|-
| [[Bangalore]] || 5.180.533 || [[Karnataka]]
|-
| [[Chennai]] || 4.562.843 || [[Tamil Nadu]]
|-
| [[Ahmedabad]] || 3.867.336 || [[Gujarat]]
|-
| [[Pune]] || 3.230.322 || [[Maharashtra]]
|-
| [[Surat]] || 3.124.249 || [[Gujarat]]
|-
| [[Kanpur]] || 3.067.663 || [[Uttar Pradesh]]
|-
|}
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Heimildir ==
{{refbegin|30em}}
* {{citation|last1=Asher|first1=C. B.|last2=Talbot|first2=C.|year=2006|title=India Before Europe |publisher=[[Cambridge University Press]]|isbn=978-0-521-80904-7|url=https://books.google.com/books?id=ZvaGuaJIJgoC}}
* {{cite journal |last=Barrow |first=Ian J. |title=From Hindustan to India: Naming change in changing names |journal=South Asia: Journal of South Asian Studies |volume=26 |pages=37–49 |number=1 |year=2003 |doi=10.1080/085640032000063977|s2cid=144039519}}
* {{citation|last=Copland|first=I.|year=2001|title=India 1885–1947: The Unmaking of an Empire|publisher=[[Longman]]|isbn=978-0-582-38173-5|url=https://books.google.com/books?id=Dw1uAAAAMAAJ}}
* {{citation|last1=Basu|first1=Mahua|last2=Xavier|first2=Savarimuthu|year=2017|title=Fundamentals of Environmental Studies |url=https://books.google.com/books?id=nXmLDgAAQBAJ&pg=PA78 |publisher=[[Cambridge University Press]] |isbn=978-1-316-87051-8}}
* {{citation|last1=Dikshit|first1=K. R.|last2=Schwartzberg|first2=Joseph E.|author2-link=Joseph E. Schwartzberg|title=India: Land|url=https://www.britannica.com/EBchecked/topic/285248/India|encyclopedia=[[Encyclopædia Britannica]]|date=2023 |pages=1–29}}
* {{citation|last=Duff|first=D.|author-link = Donald Duff (geologist and author)|year=1993|title=Holmes Principles of Physical Geology|edition=4th|publisher=[[Routledge]]|isbn=978-0-7487-4381-0|url=https://books.google.com/books?id=E6vknq9SfIIC&pg=PT353}}
* {{citation|last=Dyson|first=Tim|title=A Population History of India: From the First Modern People to the Present Day|year=2018|publisher=[[Oxford University Press]]|isbn=978-0-19-882905-8 |url=https://books.google.com/books?id=3TRtDwAAQBAJ}}
* {{citation|last1=Dyson|first1=T.|last2=Visaria|first2=P.|editor-last=Dyson|editor-first=T.|editor2-last=Casses|editor2-first=R.|editor3-last=Visaria|editor3-first=L.|year=2005|title=Twenty-First Century India: Population, Economy, Human Development, and the Environment|chapter=Migration and Urbanisation: Retrospect and Prospects|publisher=[[Oxford University Press]]|isbn=978-0-19-928382-8|chapter-url=https://books.google.com/books?id=bqU9T5c0wlYC |url-access=registration|url=https://archive.org/details/twentyfirstcentu0000unse_v0c4}}
* {{citation|last=Fisher|first=Michael H.|year=2018|title=An Environmental History of India: From Earliest Times to the Twenty-First Century|location=Cambridge and New York|publisher=[[Cambridge University Press]] |isbn=978-1-107-11162-2 |lccn=2018021693|doi=10.1017/9781316276044|s2cid=134229667 |url=https://books.google.com/books?id=kZVuDwAAQBAJ|doi-access=free}}
* {{citation|last=Garg|first=S. C.|date=19 April 2005|title=Mobilizing Urban Infrastructure Finance in India|publisher=[[World Bank]]|url=https://siteresources.worldbank.org/INTMF/Resources/339747-1105651852282/Garg.pdf|access-date=27 January 2010|archive-url=https://web.archive.org/web/20090824063911/https://siteresources.worldbank.org/INTMF/Resources/339747-1105651852282/Garg.pdf|archive-date=24 August 2009|url-status=dead}}
* {{citation|last1=Heitzman|first1=James|last2=Worden|first2=Robert L.|year=1996|title=India: A Country Study|series=Area Handbook Series|publisher=[[Library of Congress]]|place=Washington, D.C.|isbn=978-0-8444-0833-0|url=https://archive.org/details/indiacountrystud0000unse}}
* {{citation|last=Kaul|first=R. N.|editor-last=Kaul|editor-first=R. N.|year=1970|chapter=The Indian Subcontinent: Indo-Pakistan|title=Afforestation in Arid Zones|isbn=978-94-010-3352-7|location=The Hague|publisher=Dr. W. Junk, N.V., Publishers}}
* {{citation|editor-last=Kuiper|editor-first=K.|year=2010|title=The Culture of India|url=https://books.google.com/books?id=LiqloV4JnNUC|access-date=24 July 2011|publisher=[[Britannica Educational Publishing]]|isbn=978-1-61530-203-1}}
* {{citation|last=Ludden|first=D.|year=2014|title=India and South Asia: A Short History|publisher=[[Oneworld Publications]]|isbn=978-1-85168-936-1|edition=2nd, revised|url=https://books.google.com/books?id=pBq9DwAAQBAJ}}
* {{citation|last=Mallikarjun|first=B|date=November 2004|title=Fifty Years of Language Planning for Modern Hindi – The Official Language of India|journal=Language in India|volume=4|issue=11|issn=1930-2940 |url=https://www.languageinindia.com/nov2004/mallikarjunmalaysiapaper1.html|access-date=24 July 2011|archive-date=10 January 2018|archive-url=https://web.archive.org/web/20180110230215/http://www.languageinindia.com/nov2004/mallikarjunmalaysiapaper1.html|url-status=dead}}
* {{citation|last1=Mcgrail|first1=Sean|last2=Blue|first2=Lucy|last3=Kentley|first3=Eric|last4=Palmer |first4=Colin|year=2003|title=Boats of South Asia|url=https://books.google.com/books?id=v1eBAgAAQBAJ |publisher=[[Routledge]] |isbn=978-1-134-43130-4}}
* {{citation|last1=Metcalf|first1=Barbara D.|last2=Metcalf|first2=Thomas R.|author1-link=Barbara Metcalf |author2-link=Thomas R. Metcalf|year=2006|title=A Concise History of Modern India|edition=2nd|publisher=[[Cambridge University Press]] |isbn=978-0-521-68225-1|url=https://books.google.com/books?id=iuESgYNYPl0C}}
* {{citation|last=Ottenheimer|first=H. J.|year=2008|title=The Anthropology of Language: An Introduction to Linguistic Anthropology|publisher=[[Cengage]]|isbn=978-0-495-50884-7|url=https://books.google.com/books?id=d4QHsORbZs4C}}
* {{citation|date=27 April 1960 |title=Notification No. 2/8/60-O.L |publisher=[[Ministry of Home Affairs (India)|Ministry of Home Affairs]], [[Government of India]] |url=https://rajbhasha.nic.in/UI/pagecontent.aspx?pc=Mzc%3d |access-date=13 May 2011 |ref={{sfnRef|Ministry of Home Affairs 1960}} |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20141001005409/https://www.rajbhasha.nic.in/UI/pagecontent.aspx?pc=Mzc%3D |archive-date=1 October 2014}}
* {{citation|last1=Petraglia|first1=Michael D. |last2=Allchin|first2=Bridget |author-link2=Bridget Allchin|editor=Michael Petraglia |editor2=Bridget Allchin|title=The Evolution and History of Human Populations in South Asia: Inter-disciplinary Studies in Archaeology, Biological Anthropology, Linguistics and Genetics|chapter-url=https://books.google.com/books?id=Qm9GfjNlnRwC&pg=PA6|year=2007|publisher=[[Springer Publishing]]|isbn=978-1-4020-5562-1| chapter=Human evolution and culture change in the Indian subcontinent}}
* {{citation|last=Posey|first=C. A.|year= 1994|title=The Living Earth Book of Wind and Weather|publisher=[[Reader's Digest Association|Reader's Digest]]|isbn=978-0-89577-625-9 |url=https://archive.org/details/livingearthbooko00pose}}
* {{citation|last1=Prakash|first1=B.|last2=Kumar|first2=S.|last3=Rao|first3=M. S.|last4=Giri|first4=S. C.|year=2000|title=Holocene Tectonic Movements and Stress Field in the Western Gangetic Plains|journal=[[Current Science]] |volume=79|issue=4|pages=438–449|url=https://www.ias.ac.in/currsci/aug252000/prakash.pdf|ref={{sfnRef|Prakash et al.|2000}}}}
* {{citation|last=Prasad|first=Ishwar|editor-last=Mani|editor-first=M. S.|year=1974|chapter=The Ecology of Vertebrates of the Indian Desert|title=Ecology and Biogeography in India|location=The Hague|publisher=Dr. W. Junk bv Publishers|isbn=978-94-010-2333-7}}
* {{citation|title=Provisional Population Totals Paper 1 of 2011 India|publisher=[[Registrar General and Census Commissioner of India|Office of the Registrar General and Census Commissioner]]|url=https://censusindia.gov.in/2011-prov-results/prov_results_paper1_india.html|ref={{sfnRef|Provisional Population Totals Paper 1 of 2011 India}}|access-date=18 October 2021}}
* {{citation|last=Ratna|first=U.|editor-last=Dutt|editor-first=A. K.|editor2-last=Thakur|editor2-first=B. |year=2007|title=City, Society, and Planning|chapter=Interface Between Urban and Rural Development in India |volume=1|publisher=Concept|isbn=978-81-8069-459-2|chapter-url=https://books.google.com/books?id=QDmZeW1H37IC}}
* {{citation|last=Rorabacher|first=J. A.|year=2010|title=Hunger and Poverty in South Asia|publisher=Gyan|isbn=978-81-212-1027-0|url=https://books.google.com/books?id=u6hriMcSsE4C}}
* {{citation|last=Sharma|first=B. K.|year= 2007|title=Introduction to the Constitution of India|edition=4th|publisher=[[Prentice Hall]]|isbn=978-81-203-3246-1|url=https://books.google.com/books?id=srDytmFE3KMC&pg=PA161}}
* {{citation|last=Singh|first=Upinder|title=Political Violence in Ancient India|year=2017|publisher=[[Harvard University Press]]|isbn=978-0-674-98128-7|url=https://books.google.com/books?id=dYM4DwAAQBAJ}}
* {{cite book |last=Thieme |first=P. |chapter=Sanskrit ''sindu-/Sindhu-'' and Old Iranian ''hindu-/Hindu-'' |editor1=Mary Boyce |editor2=Ilya Gershevitch |year=1970 |title=W. B. Henning Memorial Volume |publisher=[[Lund Humphries]] |isbn=978-0-85331-255-0 |url=https://books.google.com/books?id=e3UBAAAAMAAJ}}
* {{citation|last=Wolpert|first=S.|author-link=Stanley Wolpert|year=2003|title=A New History of India|edition=7th|publisher=[[Oxford University Press]]|isbn=978-0-19-516678-1}}
{{refend}}
== Tenglar ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2196929 ''Indland''; grein í Lögbergi 1930]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1189261 ''Uppreistnin á Indlandi''; grein í Vísi 1957]
{{Fylki og alríkishéruð á Indlandi}}
{{Breska samveldið}}
{{Asía}}
{{G-20}}
[[Flokkur:Indland]]
96gtxqwavnz2hsr042fbbszfrwh4soi
1922947
1922945
2025-07-08T15:02:29Z
Akigka
183
Tók aftur breytingu frá [[Special:Contributions/14.139.185.126|14.139.185.126]] ([[User talk:14.139.185.126|spjall]]), til baka í síðustu útgáfu frá [[User:TKSnaevarr|TKSnaevarr]]
1883024
wikitext
text/x-wiki
{{Land
| nafn = Lýðveldið Indland
| nafn_á_frummáli = भारत गणराज्य<br />Bhārat Ganarājya
| fáni = Flag of India.svg
| skjaldarmerki = Emblem of India.svg
| nafn_í_eignarfalli = Indlands
| kjörorð = Satyameva Jayate ([[sanskrít]])<br /> Sannleikurinn einn sigrar
| þjóðsöngur = [[Jana Gana Mana]]
| staðsetningarkort = India_(orthographic_projection).svg
| höfuðborg = [[Nýja-Delí]]
| tungumál = [[Hindí]], [[enska]] og 21 annað tungumál
| stjórnarfar = [[Sambandslýðveldi]]
| titill_leiðtoga1 = [[Forseti Indlands|Forseti]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Droupadi Murmu]]
| titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Indlands|Forsætisráðherra]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Narendra Modi]]
| staða = [[Sjálfstæði]]
| atburður1 = frá [[Bretland]]i
| dagsetning1 = [[26. janúar]] [[1950]]
| flatarmál = 3.287.263
| stærðarsæti = 7
| hlutfall_vatns = 9,6
| mannfjöldasæti = 1
| fólksfjöldi = 1.428.627.663
| íbúar_á_ferkílómetra = 426,7
| mannfjöldaár = 2023
| VLF_ár = 2024
| VLF_sæti = 2
| VLF = 14.594
| VLF_á_mann = 10.123
| VLF_á_mann_sæti = 125
| VÞL = {{hækkun}} 0.644
| VÞL_sæti = 134
| VÞL_ár = 2022
| gjaldmiðill = [[Indversk rúpía]]
| tímabelti = IST ([[UTC]] +5:30)
| tld = in
| símakóði = 91
}}
'''Indland''' er land í [[Suður-Asía|Suður-Asíu]]. Það er fjölmennasta land [[Jörðin|jarðarinnar]] og það sjöunda stærsta að flatarmáli. Þar búa yfir 1,4 milljarðar manna (2023) eða um 17,3% jarðarbúa. Landið markast af [[Indlandshaf]]i í suðri, [[Arabíuhaf]]i í suðvestri og [[Bengalflói|Bengalflóa]] í suðaustri. Indland á landamæri að [[Pakistan]] í vestri, [[Kína]], [[Nepal]] og [[Bútan]] í norðaustri, [[Mjanmar]] og [[Bangladess]] í austri. [[Srí Lanka]], [[Maldíveyjar]] og [[Indónesía]] eru nærliggjandi eyríki í Indlandshafi. [[Andaman- og Níkóbareyjar]] tilheyra Indlandi. Á Indlandi voru mörg af elstu siðmenningarsamfélögum heims og landið hefur getið af sér fjögur af stærstu trúarbrögðum okkar samtíma: [[hindúatrú]], [[búddatrú]], [[jainismi|jainisma]] og [[síkismi|síkisma]]. Landið var hluti af [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldinu]] frá [[19. öldin|19. öld]] til [[1947]] þegar það hlaut [[sjálfstæði]].
[[Nútímamaður]]inn kom til [[Indlandsskagi|Indlandsskaga]] fyrir meira en 55.000 árum síðan.<ref name="PetragliaAllchin">{{harvnb|Petraglia|Allchin|2007|p=[https://books.google.com/books?id=Qm9GfjNlnRwC&pg=PA10 10]}}</ref><ref name="Dyson2018p1">{{harvnb|Dyson|2018|p=[https://books.google.com/books?id=3TRtDwAAQBAJ&pg=PA1 1]}}</ref><ref name="Fisher2018p23">{{harvnb|Fisher|2018|p=[https://books.google.com/books?id=kZVuDwAAQBAJ&pg=PA23 23]}}</ref> Þessi langa saga og hlutfallsleg einangrun hópa veiðimanna og safnara hefur getið af sér mikla erfðafræðilega fjölbreytni íbúa.<ref name="Dyson2018-28a">{{harvnb|Dyson|2018|p=[https://books.google.com/books?id=3TRtDwAAQBAJ&pg=PA28 28]}}</ref> Landbúnaður hófst vestan megin við [[Indusfljót]] fyrir um 9000 árum og á [[3. árþúsundið f.Kr.|3. árþúsundinu f.o.t.]] kom [[Indusdalsmenningin]] fram.<ref>{{harvnb|Dyson|2018|pp=[https://books.google.com/books?id=3TRtDwAAQBAJ&pg=PA4 4–5]}}</ref><ref>{{harvnb|Fisher|2018|p=[https://books.google.com/books?id=kZVuDwAAQBAJ&pg=PA23 33]}}</ref> Um 1200 f.o.t. barst frumgerð [[sanskrít]] til Indlandsskaga. Safn trúarljóða sem talin eru hafa varðveist í munnlegri geymd frá þessum tíma eru tekin saman í ritinu ''[[Rigveda]]'', en elstu þekktu handrit þess eru frá því eftir árið 1000.<ref>{{citation |last=Witzel |first=Michael |title=Inside the Texts, Beyond the Texts: New Approaches to the Study of the Vedas |volume=2 |pages=257{{ndash}}348 |year=1997 |editor-last=Michael Witzel |access-date=22 September 2015 |archive-url=https://web.archive.org/web/20200804151138/http://www.people.fas.harvard.edu/~witzel/canon.pdf |url-status=live |series=Harvard Oriental Series, Opera Minora |chapter=The Development of the Vedic Canon and its Schools: The Social and Political Milieu |chapter-url=http://www.people.fas.harvard.edu/~witzel/canon.pdf |place=Cambridge |publisher=Harvard University Press |archive-date=4 August 2020 |author-link=Michael Witzel}}</ref> ''Rigveda'' segir frá upphafi [[hindúasiður|hindúasiðar]] á Indlandi. Í norður- og vesturhluta landsins tóku [[indóevrópsk tungumál]] við af [[dravidísk tungumál|dravidískum tungumálum]]. Um 400 f.o.t. var komin á föst [[stéttaskipting]] með [[erfðastétt]]um innan hindúasiðar. [[Búddatrú]] og [[jainismi]] boðuðu á sama tíma afnám erfðastétta. [[Mauryaveldið]] og [[Guptaveldið]] komu fram á flóðsléttu [[Gangesfljót]]s í [[fornöld]]. Þetta voru laustengd ríki þar sem listir og menning blómstruðu, en staða kvenna versnaði á sama tíma og hugmyndin um [[ósnertanleiki|ósnertanleika]] varð hluti af skipulegum trúarbrögðum. [[Miðríkin]] á Suður-Indlandi áttu í miklum viðskiptum við ríki [[Suðaustur-Asía|Suðaustur-Asíu]] og þaðan bárust trúarrit, siðir og hefðir á dravidísku.<ref name="AsherAsher2006-17">{{harvnb|Asher|Talbot|2006|p=[https://books.google.com/books?id=ZvaGuaJIJgoC&pg=PA17 17]}}</ref>
Snemma á miðöldum bárust [[kristni]], [[gyðingdómur]], [[sóróismi]] og [[íslam]] til norður- og vesturhéraða Indlands.<ref>{{harvnb|Ludden|2014|p=[https://books.google.com/books?id=pBq9DwAAQBAJ&pg=PA54 54]}}</ref><ref>{{harvnb|Asher|Talbot|2006|pp=[https://books.google.com/books?id=ZvaGuaJIJgoC&pg=PA78 78–79]}}</ref><ref>{{harvnb|Fisher|2018|p=[https://books.google.com/books?id=kZVuDwAAQBAJ&pg=PA76 76]}}</ref> Herir múslima frá [[Mið-Asía|Mið-Asíu]] lögðu norðurslétturnar undir sig og stofnuðu [[Soldánsdæmið Delí]] sem var hluti af hinum íslamska menningarheimi. Á 15. öld barst hindúasiður til Suður-Indlands með [[Vijayanagara-veldið|Vijayanagara-veldinu]]. Í [[Púnjab]] hófst [[síkismi]] sem hafnaði trúarstofnunum. Eftir að [[Mógúlveldið]] var stofnað 1526 tóku við tvær aldir sem einkenndust af friði. Frá þeim tíma eru sum þekktustu dæmin um indverska byggingarlist. [[Breska Austur-Indíafélagið]] stofnaði verslunarstaði við strönd Indlands og jók smám saman yfirráðasvæði sín þar til þau náðu yfir nær allan Indlandsskaga. Eftir [[uppreisnin á Indlandi|uppreisnina á Indlandi]] [[1858]] tók við stjórn bresku krúnunnar á [[Breska Indland]]i. Smám saman fengu Indverjar aukin réttindi og Bretar stóðu fyrir miklum tækniframförum ásamt umbótum í menntakerfi og stjórnsýslu. Á 20. öld kom fram [[Indverski kongressflokkurinn|þjóðernissinnuð grasrótarhreyfing]] sem barðist fyrir sjálfstæði án ofbeldis. Hreyfingin átti stóran þátt í að binda enda á stjórn Breta. Árið 1947 var landinu skipt í tvennt: Indland þar sem meirihluti íbúa var hindúar, og Pakistan þar sem meirihluti íbúa var múslimar. [[Skipting Indlands|Skiptingin]] olli mikilli þjáningu, með trúarbragðahreinsunum og þvinguðum fólksflutningum á báða bóga.<ref>{{harvnb|Copland|2001|pp=71–78}}</ref><ref>{{harvnb|Metcalf|Metcalf|2006|p=222}}.</ref>
Indland hefur verið [[lýðveldi]] frá 1950. Landið er [[fjölmenning]]arríki og þar eru töluð um 200 tungumál. Á síðustu 20 árum hefur það vaxið mikið bæði hvað varðar fólksfjölda og hnattræn áhrif. Frá 1951 til 2022 fór íbúafjöldinn úr 361 milljón í næstum 1,4 milljarða. Á sama tíma jukust tekjur á mann úr 64 dölum á ári í 2.601 dal, og [[læsi]] fór úr 16,6% í 74%. Indland er langfjölmennasta [[lýðræði]]sríki heimsins og vaxandi hernaðarveldi. Það hefur yfir að ráða [[kjarnorkuvopn]]um og einum stærsta herafla heimsins. Indland, Pakistan og Kína deila um yfirráð yfir [[Kasmír]]héraði. Indland er með [[ISRO|geimferðaáætlun]] og hefur staðið að nokkrum [[geimferð]]um. Indverskar kvikmyndir, tónlist og andleg leiðsögn hafa notið vaxandi vinsæla um allan heim.<ref>{{cite book|author=Metcalf, Barbara D.; Metcalf, Thomas R.|year=2012|title=A Concise History of Modern India|publisher=Cambridge University Press|isbn=978-1-107-02649-0}}</ref> Dregið hefur verulega úr [[fátækt]], en ójöfnuður hefur vaxið að sama skapi. Meðal áskorana sem indverskt samfélag stendur frammi fyrir eru [[kynjamismunun]], [[vannæring]] barna<ref name="NarayanJohn2018-lead">{{Cite journal |last1=Narayan |first1=Jitendra |last2=John |first2=Denny |last3=Ramadas |first3=Nirupama |year=2018 |title=Malnutrition in India: status and government initiatives |journal=[[Journal of Public Health Policy]] |volume=40 |issue=1 |pages=126–141 |doi=10.1057/s41271-018-0149-5 |issn=0197-5897 |pmid=30353132 |s2cid=53032234}}</ref> og vaxandi [[loftmengun]].<ref name="BalakrishnanDey2019-lead">{{Cite journal |last1=Balakrishnan |first1=Kalpana |author-link=Kalpana Balakrishnan |last2=Dey |first2=Sagnik |display-authors=etal |year=2019 |title=The impact of air pollution on deaths, disease burden, and life expectancy across the states of India: the Global Burden of Disease Study 2017 |journal=[[The Lancet Planetary Health]] |volume=3 |issue=1 |pages=e26–e39 |doi=10.1016/S2542-5196(18)30261-4 |issn=2542-5196 |pmc=6358127 |pmid=30528905}}</ref> Indland er 3,3 milljón ferkílómetrar að stærð og er eitt af löndum heims með mesta [[líffjölbreytni]].<ref name="IUCN-India">{{Citation |title=India |url=https://www.iucn.org/asia/countries/india |year=2019 |access-date=21 May 2019 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201101033802/https://www.iucn.org/asia/countries/india |url-status=dead |publisher=[[International Union for Conservation of Nature]] (IUCN) |archive-date=1 November 2020}}</ref> Skógar þekja 21,7% landsins. Á Indlandi voru árið 2023 106 [[þjóðgarður|þjóðgarðar]] sem þekja um 44 þúsund ferkílómetra, eða um 1,35% landsins.<ref>{{Cite web |date=4 January 2023 |title=National Parks, National Wildlife Database Cell |url=https://wii.gov.in/nwdc_national_parks |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20230325194443/https://wii.gov.in/nwdc_national_parks |archive-date=25 March 2023 |access-date=26 March 2023 |website=Wildlife Institute of India}}</ref>
== Heiti ==
Nafnið Indland (áður nefnt „Indíaland“ á íslensku) kemur í íslensku úr [[latína|latínu]], ''India'', sem aftur kemur úr [[hellenska|hellensku]] Ἰνδία ''India'', [[forngríska|forngrísku]] Ἰνδός ''Indos'', [[fornpersneska|fornpersnesku]] ''[[Hindush]]'' (austurhérað í ríki [[Akkamenídar|Akkamenída]]). Þessi heiti eru skyld orðinu ''Sindhu'' „fljót“, í [[sanskrít]], sem vísaði sérstaklega til [[Indusfljót]]s og byggðarinnar í kringum suðurhluta þess.<ref>{{Citation |title=India (noun) |url=https://www.oed.com/view/Entry/94384#eid677811 |work=[[Oxford English Dictionary]] |year=2009 |edition=3rd}} (subscription required)</ref>{{sfn|Thieme|1970|pp=447–450}} [[Grikkland hið forna|Forn-Grikkir]] töluðu um Indverja sem ''Indoi'', sem merkir „fólkið við Indusfljót“.{{sfn|Kuiper|2010|p = 86}}
Heitið ''Bharat'' sem kemur fyrir í sagnakvæðum Indverja og [[stjórnarskrá Indlands]]{{sfn|Clémentin-Ojha|2014}}<ref>{{Citation |title=The Constitution of India |date=1 December 2007 |url=https://lawmin.nic.in/coi/coiason29july08.pdf |access-date=3 March 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20140909230437/https://lawmin.nic.in/coi/coiason29july08.pdf |url-status=dead |publisher=[[Ministry of Law and Justice (India)|Ministry of Law and Justice]]|archive-date=9 September 2014}}</ref> eða afbrigði þess, er notað í mörgum indverskum tungumálum. Það er nútímaútgáfa sögulega heitisins ''Bharatavarsha'', sem upphaflega vísaði til [[Norður-Indland]]s.<ref name="Jha2014">{{Citation |last=Jha |first=Dwijendra Narayan |title=Rethinking Hindu Identity |url=https://books.google.com/books?id=dqDgBQAAQBAJ&pg=PA11 |page=11 |year=2014 |publisher=[[Routledge]] |isbn=978-1-317-49034-0}}</ref>{{sfn|Singh|2017|p=[https://books.google.com/books?id=dYM4DwAAQBAJ&pg=PA253 253]}} Frá miðri 19. öld var tekið að nota ''Bharat'' sem innlent heiti landsins alls.{{sfn|Clémentin-Ojha|2014}}{{sfn|Barrow|2003}}
''[[Hindústan]]'' er [[miðpersneska|miðpersneskt]] heiti á Indlandi sem varð útbreitt á 13. öld,<ref>{{Cite book |last1=Paturi |first1=Joseph |url=https://books.google.com/books?id=oCo5DAAAQBAJ |title=World Religions & Cults Volume 2: Moralistic, Mythical and Mysticism Religions |last2=Patterson |first2=Roger |date=2016 |publisher=New Leaf Publishing Group |isbn=978-0-89051-922-6 |editor-last=Hodge |editor-first=Bodie |location=United States |pages=59–60 |chapter=Hinduism (with Hare Krishna)|editor-last2=Patterson |editor-first2=Roger}}</ref> og var notað víða um heim frá tímum [[Mógúlveldið|Mógúlveldisins]]. Inntak orðsins var breytilegt, en það vísaði oft til landsvæðis sem náði yfir norðurhluta Indlandsskaga (núverandi Indland og Pakistan), eða til alls Indlandsskaga.{{sfn|Clémentin-Ojha|2014}}{{sfn|Barrow|2003}}<ref>{{Citation |title=Hindustan |url=https://www.britannica.com/EBchecked/topic/266465/Hindustan |encyclopedia=[[Encyclopædia Britannica]] |access-date=17 July 2011}}</ref>
== Saga ==
[[Mynd:Indischer_Maler_des_6._Jahrhunderts_001.jpg|thumb|left|Fornar myndir úr [[Ajanta-hellarnir|Ajanta-hellunum]] á Indlandi.]]
Elstu ummerki um ''[[Homo erectus]]'' á Indlandi eru 500.000 ára gömul og elstu merki um ''[[Homo sapiens]]'' eru 75.000 ára gömul. [[Indusdalsmenningin]] kom upp á svæði sem nú skiptist milli Indlands og Pakistan um 3300 f.Kr. Á eftir henni fylgdi [[Vedatímabilið]] þar sem grunnur var lagður að [[hindúatrú]] og indverskri menningu. Á [[3. öldin f.Kr.|þriðju öld f.Kr.]] sameinaði [[Ashoka]] keisari mikinn hluta Suður-Asíu og bjó til [[Maurya-veldið]]. Við endalok þess árið 180 f.Kr. braust út stríð sem stóð í tæpa öld.
Næstu aldirnar skiptist Indlandsskagi milli nokkurra [[Miðríki Indlands|Miðríkja]] eins og [[Guptaveldið|Guptaveldisins]]. Suðurhluti skagans skiptist milli ættarveldanna [[Chola-veldið|Chola]], [[Chalukya-veldið|Chalukya]], [[Pandya-veldið|Pandya]] og [[Pallava-veldið|Pallava]]. Á miðöldum blómstraði menning og trúarlíf hindúa á Suður-Indlandi sem hafði áhrif langt út fyrir skagann.
[[Tyrkísk mál|Tyrkískir]] og [[pastúnska|afganskir]] [[Íslam|múslimar]] stofnuðu nokkur ríki á Norður-Indlandi frá [[13. öldin|13. öld]]. Það fyrsta var [[Soldánsdæmið Delí]] sem stóð frá [[1206]] til [[1526]]. Á sama tíma urðu til öflug ríki hindúa; [[Vijayanagara-veldið]] ([[1336]]-[[1646]]), [[Gajapati-ríkið]] (15. og 16. öld) og furstadæmin í [[Rajputana]]. Á norðurhluta [[Deccan-hásléttan|Deccan-hásléttunnar]] komu upp nokkur [[soldánsdæmi]] á 16. og 17. öld. [[Mógúlveldið]] lagði norðurhluta Indlandsskagans undir sig á [[16. öldin|16. öld]]. Því tók að hnigna á [[18. öldin|18. öld]] um leið og [[Marattaveldið]] reis til áhrifa.
Seint á 18. öld lagði [[Breska Austur-Indíafélagið]] stóra hluta Indlandsskagans undir sig eftir nokkur átök við Marattaveldið. Óánægja með stjórn fyrirtækisins leiddi til [[Uppreisnin á Indlandi 1857|uppreisnarinnar 1857]]. Í kjölfar hennar innlimuðu Bretar Indland sem krúnunýlendu. Í upphafi 20. aldar hófst [[sjálfstæðisbarátta Indlands]]. Einn leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar var [[Mahatma Gandhi]] sem boðaði [[friðsamleg mótmæli]]. Þann [[15. ágúst]] [[1947]] hlaut Indland sjálfstæði undan [[Breska krúnan|breska konungsvaldinu]] og í kjölfarið var [[Breska Indland]]i skipt í [[Pakistan]] og Indland. [[Furstafylkin]] sem notið höfðu sjálfstæðis að nafninu til gengu öll inn í nýju ríkin. [[Stjórnarskrá Indlands]] tók formlega gildi þann [[26. janúar]] [[1950]]. Fyrsti lýðræðislega kjörni leiðtogi Indlands var forsætisráðherrann [[Jawaharlal Nehru]].
== Landfræði ==
Indland þekur megnið af Indlandsskaga, sem liggur á [[Indlandsflekinn|Indlandsflekanum]]. Indlandsflekinn er hluti af [[Indó-Ástralíuflekinn|Indó-Ástralíuflekanum]].{{sfn|Ali|Aitchison|2005}} Mótun Indlands hófst fyrir 75 milljón árum þegar Indlandsflekann, sem þá var hluti af suðurhluta [[Gondvanaland]]s, tók að [[landrek|reka]] í norðausturátt vegna [[botnrek]]s suðvestan, og síðar sunnan og suðvestan við hann.{{sfn|Ali|Aitchison|2005}} Á sama tíma tók hið mikla [[Teþyshaf]] norðaustan við hann að [[sökkbelti|sökkva]] undir [[Evrasíuflekinn|Evrasíuflekann]].{{sfn|Ali|Aitchison|2005}} Þessi tvö ferli sköpuðu bæði Indlandshaf og ýttu meginlandsskorpunni á Indlandsflekanum undir Evrasíuflekann þar sem [[Himalajafjöll]] risu.{{sfn|Ali|Aitchison|2005}} Sunnan við fjöllin varð til stórt hálfmánalaga [[trog (jarðfræði)|trog]] sem fylltist fljótt af seti{{sfn|Dikshit |Schwartzberg|2023|p=7}} og myndaði [[Indó-Gangessléttan|Indó-Gangessléttuna]].{{sfn|Prakash et al.|2000}} Indlandsflekinn birtist aftur undan setinu í hinum fornu [[Aravallifjöll]]um sem liggja í suðvestur frá [[Delíhryggurinn|Delíhryggnum]]. Vestan megin við Aravallifjöll er [[Thar-eyðimörkin]].<ref name="aravalli">{{harvnb|Kaul|1970|p=160}}</ref><ref name="prasad-aravalli">{{harvnb|Prasad|1974|p=372}}</ref><ref name="fisher-aravalli">{{harvnb|Fisher|2018|p=83}}</ref>
{{multiple image
| perrow = 1
| total_width = 220
| image_style = border:none;
| align = left
| image1 = Tungabhadra River and Coracle Boats.JPG
| caption1 = Áin [[Tungabhadra]] rennur út í [[Krishna-fljót]].{{sfn|Mcgrail|Blue|Kentley|Palmer|2003|p=257}}
| image2 = Parked boats at Anjarle Creek.jpg
| caption2 = Fiskibátar bundnir saman í fallastraumi við þorpið [[Anjarle]] í Maharashtra.
}}
Afgangurinn af Indlandsflekanum sést á [[Suður-Indland]]i, sem er jarðsögulega elsti hluti Indlands, allt norður að [[Satpura-fjöll]]um og [[Vindhya-fjöll]]um á Mið-Indlandi. Þessir tveir fjallgarðar liggja samsíða frá strönd Arabíuhafs í Gujarat í vestri að [[Chota Nagpur-hálendið|Chota Nagpur-hálendinu]] í Jharkand í austri.{{sfn|Dikshit |Schwartzberg|2023|p=8}} Sunnan við þau er [[Deccan-hásléttan]], með strandfjöllin [[Vestur-Ghat-fjöll]] og [[Austur-Ghat-fjöll]] sitt hvorum megin.{{sfn|Dikshit |Schwartzberg|2023|pp=9–10}} Á hásléttunni er að finna elsta berg landsins, sem sumt er yfir milljarðs ára gamalt. Indland liggur norðan við miðbaug, milli 6˚44' og 35˚30' N og 68˚7' og 97˚25' A. [[Ríkisstjórn Indlands]] lítur svo á að allt héraðið sem áður tilheyrði furstadæminu [[Jammú og Kasmír]], þar á meðal [[Gilgit-Baltistan]] sem Pakistan ræður yfir, sé hluti af Indlandi og setur því nyrsta odda landsins við 37˚6'.{{sfn|Ministry of Information and Broadcasting|2007|p = 1}}
Strandlengja Indlands er 7.517 km að lengd. Þar af tiheyra 5.423 km Indlandsskaga og 2.094 km Andaman-, Níkóbar- og Lakshadweep-eyjum.{{sfn|Kumar|Pathak|Pednekar|Raju|2006}} Samkvæmt indverskum sjókortum er strönd meginlandsins 43% sandstrendur, 11% klettastrendur, og 46% leirur eða fen.{{sfn|Kumar|Pathak|Pednekar|Raju|2006}}
Helstu ár sem renna úr Himalajafjöllum eru [[Ganges]] og [[Brahmaputra]], sem báðar enda í [[Bengalflói|Bengalflóa]].{{sfn|Dikshit|Schwartzberg|2023|p=15}} Meðal helstu þveráa Gangesfljóts eru [[Yamuna]] og [[Kosi-fljót]]. Grynningar í því síðarnefnda, sem stafa af uppsöfnun sets, valda reglulega flóðum og breytingum á árfarveginum.{{sfn|Duff|1993|p = 353}}{{sfn|Basu|Xavier|2017|p=[https://books.google.com/books?id=nXmLDgAAQBAJ&pg=PA78 78]}} Sunnar á skaganum renna helstu ár milli hærri bakka sem koma í veg fyrir flóð. Meðal þeirra eru [[Godavari-fljót]], [[Mahanadi-fljót]], [[Kaveri-fljót]] og [[Krishna-fljót]], sem líka enda í Bengalflóa;{{sfn|Dikshit|Schwartzberg|2023|p=16}} og [[Narmada-fljót]] og [[Tapti-fljót]] sem renna út í Arabíuhaf.{{sfn|Dikshit|Schwartzberg|2023|p=17}} Við ströndina er að finna sjávarfitjarnar [[Rann í Kutch]] og [[Sundarban-skógarnir|Sundarban-fenjaviðarskógana]] við austurströndina. Skógarnir ná inn í Bangladess.{{sfn|Dikshit|Schwartzberg|2023|p=12}} Tveir stórir eyjaklasar tilheyra Indlandi: [[Lakshadweep]], kóraleyjar undan suðvesturströnd Indlands; og Andaman- og Níkóbareyjar, eldfjallaeyjar í [[Andamanhaf]]i.{{sfn|Dikshit|Schwartzberg|2023|p=13}}
Himalajafjöllin og Thar-eyðimörkin hafa mikil áhrif á veður á Indlandi, þar sem þau drífa áfram [[monsún]]veðrakerfið að sumri og vetri.{{sfn|Chang|1967|pp = 391–394}} Himalajafjöllin stöðva kalda vinda frá Mið-Asíu þannig að meginhluti Indlands er mun hlýrri en flestir aðrir staðir á svipuðum breiddargráðum.{{sfn|Posey|1994|p = 118}}{{sfn|Wolpert|2003|p = 4}} Thar-eyðimörkin leikur lykilhlutverk við að draga til sín raka sumarmonsúnvinda sem sjá Indlandi fyrir megninu af sinni ársúrkomu frá júní til október.{{sfn|Chang|1967|pp = 391–394}} Á Indlandi eru ríkjandi fjögur loftslagsbelti: rakt hitabeltisloftslag, þurrt hitabeltisloftslag, rakt hlýtemprað loftslag og fjallaloftslag.{{sfn|Heitzman|Worden|1996|p=97}}
Á milli 1901 og 2018 hefur hiti á Indlandi hækkað um 0,7˚ C.<ref>{{Cite web |last=Sharma |first=Vibha |date=15 June 2020 |title=Average temperature over India projected to rise by 4.4 degrees Celsius: Govt report on impact of climate change in country |url=https://www.tribuneindia.com/news/nation/average-temperature-over-india-projected-to-rise-by-4-4-degrees-celsius-govt-report-on-impact-of-climate-change-in-country-99583 |access-date=30 November 2020 |website=[[The Tribune]]}}</ref> Það er talið ein afleiðing [[loftslagsbreytingar|loftslagsbreytinga]]. Hop jökla í Himalajafjöllum frá 1850 hefur dregið úr rennsli í helstu ám, þar á meðal Gangesfljóti og Brahmaputra.<ref>{{Cite web |last=Sethi |first=Nitin |date=3 February 2007 |title=Global warming: Mumbai to face the heat |url=https://timesofindia.indiatimes.com/india/global-warming-mumbai-to-face-the-heat/articleshow/1556662.cms |access-date=11 March 2021 |website=[[The Times of India]]}}</ref> Samkvæmt spám munu þurrkar aukast og lengjast verulega fyrir lok þessarar aldar.<ref>{{Cite journal |last1=Gupta |first1=Vivek |last2=Jain |first2=Manoj Kumar |year=2018 |title=Investigation of multi-model spatiotemporal mesoscale drought projections over India under climate change scenario |url=https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S002216941830773X |journal=[[Journal of Hydrology]] |volume=567 |pages=489–509 |bibcode=2018JHyd..567..489G |doi=10.1016/j.jhydrol.2018.10.012 |issn=0022-1694 |s2cid=135053362}}</ref>
== Stjórnmál ==
=== Stjórnsýslueiningar ===
Indland er sambandsríki 28 [[fylki Indlands|fylkja]] og 8 [[alríkissvæði|alríkissvæða]].{{sfn|Library of Congress|2004}} Öll fylkin, auk alríkissvæðanna [[Jammú og Kasmír]], [[Puducherry]] og [[Delí]], hafa kosið sér löggjafarþing og ríkisstjórnir, samkvæmt [[Westminster-kerfið|Westminster-kerfinu]]. Hin fimm alríkissvæðin eru undir beinni stjórn miðstjórnarinnar með skipaða umdæmisstjóra. Árið 1956 voru fylkin endurskipulögð á grundvelli tungumála.{{sfn|Sharma|2007|p = 49}} Alls eru um 250 þúsund stjórnsýslueiningar á ýmsum stjórnsýslustigum (borgir, bæir, hverfi og þorp) á Indlandi.<ref>{{Cite web |title=India |url=https://www.clgf.org.uk/regions/clgf-asia/india/ |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20190715203036/https://www.clgf.org.uk/regions/clgf-asia/india/ |archive-date=15 July 2019 |access-date=7 September 2019 |website=[[Commonwealth Local Government Forum]]}}</ref>
[[Mynd:Political map of India EN.svg|330px|right|Fylki Indlands númeruð.]]
==== Fylki ====
{{div col|colwidth=18em}}
# [[Andhra Pradesh]]
# [[Arunachal Pradesh]]
# [[Assam]]
# [[Bihar]]
# [[Chhattisgarh]]
# [[Góa (Indlandi)|Góa]]
# [[Gujarat]]
# [[Haryana]]
# [[Himachal Pradesh]]
# [[Jharkhand]]
# [[Karnataka]]
# [[Kerala]]
# [[Madhya Pradesh]]
# [[Maharashtra]]
# [[Manipur]]
# [[Meghalaya]]
# [[Mizoram]]
# [[Nagaland]]
# [[Odisha]]
# [[Púnjab (Indlandi)|Púnjab]]
# [[Rajasthan]]
# [[Sikkim]]
# [[Tamil Nadu]]
# [[Telangana]]
# [[Tripura]]
# [[Uttar Pradesh]]
# [[Uttarakhand]]
# [[Vestur-Bengal]]
{{div col end}}
==== Alríkissvæði ====
{{div col|colwidth=18em}}
<ol type="A">
<li>[[Andaman- og Níkóbareyjar]]</li>
<li>[[Chandigarh]]</li>
<li>[[Dadra og Nagar Haveli|Dadra og Nagar Haveli og Daman og Diu]]</li>
<li>[[Jammú og Kasmír]]</li>
<li>[[Ladakh]]</li>
<li>[[Lakshadweep]]</li>
<li>[[Delí]]</li>
<li>[[Puducherry]]</li>
</ol>
{{div col end}}
== Íbúar ==
[[Mynd:South Asian Language Families.png|thumb|Tungumálaættir í Suður-Asíu.]]
Áætlað var að Indverjar væru 1.428.627.663 árið 2023, sem gerir Indland að fjölmennasta ríki heims.<ref name="WPP UN">{{Cite web |title=World Population Prospects |url=https://population.un.org/wpp/ |access-date=2 July 2023 |website=Population Division – United Nations }}</ref> Í manntali árið 2011 voru taldir 1.210.193.422 íbúar.{{sfn|Provisional Population Totals Paper 1 of 2011 India|p=160}} Fólksfjöldinn óx um 17,64% frá 2001 til 2011,{{sfn|Provisional Population Totals Paper 1 of 2011 India|p=165}} borið saman við 21,54% vöxt áratuginn á undan (1991–2001).{{sfn|Provisional Population Totals Paper 1 of 2011 India|p=165}} Samkvæmt manntalinu frá 2011 var kynjahlutfallið 940 konur á hverja 1000 karla.{{sfn|Provisional Population Totals Paper 1 of 2011 India|p=160}} Miðaldur var 28,7 ár (2020).{{sfn|Central Intelligence Agency}} Fyrsta manntalið sem gert var eftir að landið fékk sjálfstæði, árið 1951, taldi 361 milljón íbúa.<ref>{{cite web|url=https://indiabudget.nic.in/es2006-07/chapt2007/tab97.pdf|title=Population Of India (1951–2001)|website=[[Census of India]]|publisher=[[Ministry of Finance (India)|Ministry of Finance]]|url-status=dead|archive-url=https://web.archive.org/web/20110812042806/https://indiabudget.nic.in/es2006-07/chapt2007/tab97.pdf|archive-date=12 August 2011|access-date=13 February 2013}}</ref> Framfarir í læknisfræði síðustu 50 ár, og aukin framleiðni landbúnaðar vegna „[[græna byltingin|grænu byltingarinnar]]“ urðu til þess að fólksfjöldinn hefur vaxið mjög hratt.{{sfn|Rorabacher|2010|pp = 35–39}}
Lífslíkur á Indlandi eru um 70 ár; 71,5 ár hjá konum og 68,7 ár hjá körlum.{{sfn|Central Intelligence Agency}} Um 93 læknar eru á hverja 100.000 íbúa.<ref>{{cite web|title=Physicians (per 1,000 people) – India|url=https://data.worldbank.org/indicator/SH.MED.PHYS.ZS?locations=IN&most_recent_value_desc=true|publisher=[[World Bank]]|year=2019|access-date=27 March 2022}}</ref> Síðustu ár hefur þéttbýlisvæðing einkennt indverskt samfélag. Hlutfall fólks í þéttbýli jókst um 31,2% milli 1991 og 2001.{{sfn|Garg|2005}} Samt sem áður bjuggu yfir 70% í dreifbýli árið 2001.{{sfn|Dyson|Visaria|2005|pp = 115–129}}{{sfn|Ratna|2007|pp = 271–272}} Þéttbýlisvæðingin jókst enn frá 27,81% í manntalinu árið 2001 í 31,16% 2011. Hægst hefur á fólksfjölgun í heildina vegna þess að vöxturinn í dreifbýli hefur hrapað frá 1991.{{sfn|Chandramouli|2011}} Samkvæmt manntalinu 2001 eru 53 þéttbýlisstaðir með yfir milljón íbúa á Indlandi. Meðal þeirra eru [[Mumbai]], [[Delí]], [[Kolkata]], [[Chennai]], [[Bangalore]], [[Hyderabad]] og [[Ahmedabad]].<ref name="censusindia 2011">{{cite web | url=https://censusindia.gov.in/2011-prov-results/paper2/data_files/India2/Table_3_PR_UA_Citiees_1Lakh_and_Above.pdf | title=Urban Agglomerations/Cities having population 1 lakh and above | publisher=[[Office of the Registrar General & Census Commissioner]], India | access-date=12 May 2014 | archive-url=https://web.archive.org/web/20131017153124/https://censusindia.gov.in/2011-prov-results/paper2/data_files/India2/Table_3_PR_UA_Citiees_1Lakh_and_Above.pdf | archive-date=17 October 2013}}</ref> Læsi var 74,04%; 65,46% hjá konum og 82,14% hjá körlum.{{sfn|Provisional Population Totals Paper 1 of 2011 India|p=163}} Munurinn á læsi í dreifbýli og þéttbýli var 21,2% árið 2001, en hafði fallið í 16,1% árið 2011. Læsi í dreifbýli hefur vaxið tvöfalt á við læsi í þéttbýli.{{sfn|Chandramouli|2011}} Hlutfall læsis er hæst í [[Kerala]] þar sem það er 93,91%, en lægst í [[Bihar]] þar sem það er 63,82%.{{sfn|Provisional Population Totals Paper 1 of 2011 India|p=163}}
Af þeim sem tala [[indversk mál]], tala 74% [[indóarísk mál]], austurgrein [[indóevrópsk mál|indóevrópskra mála]]; 24% tala [[dravidísk mál]] sem eru upprunnin í [[Suður-Asía|Suður-Asíu]] og voru töluð víðar áður en indóevrópsku málin breiddust þar út; og 2% tala [[ástróasísk mál]] eða [[sínótíbetsk mál]]. [[Hindí]] sem er algengasta einstaka tungumálið, er opinbert stjórnsýslumál.{{sfn|Ottenheimer|2008|p = 303}}{{sfn|Mallikarjun|2004}} [[Enska]] er notuð víða í viðskiptum og stjórnsýslu og hefur stöðu „opinbers hjálparmáls“.{{sfn|Ministry of Home Affairs 1960}} Enska er líka mikilvæg í menntakerfinu, sérstaklega í framhaldsskólum. Hvert fylki og sambandssvæði hefur eitt eða fleiri opinber tungumál, og stjórnarskráin nefnir 22 „skráð tungumál“.
Samkvæmt manntalinu frá 2011 var [[hindúasiður]] þau trúarbrögð sem flestir íbúar aðhylltust (79,8%). Þar á eftir koma [[íslam]] (14,23%), [[kristni]] (2,3%), [[síkismi]] (1,72%), [[búddatrú]] (0,7%), [[jaínismi]] (0,36%) og önnur (0,9%).<ref name="Census2011religion">{{cite web|url=https://www.censusindia.gov.in/2011census/C-01/DDW00C-01%20MDDS.XLS |title=C −1 Population by religious community – 2011 |publisher=[[Office of the Registrar General & Census Commissioner]] |access-date=25 August 2015 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20150825155850/https://www.censusindia.gov.in/2011census/C-01/DDW00C-01%20MDDS.XLS |archive-date=25 August 2015}}</ref> Indland er í þriðja sæti yfir lönd eftir fjölda múslima og það fjölmennasta þar sem múslimar eru ekki í meirihluta.<ref>{{cite news|url=https://www.thehindu.com/features/friday-review/religion/global-muslim-population-estimated-at-157-billion/article30568.ece|title=Global Muslim population estimated at 1.57 billion|archive-url=https://web.archive.org/web/20130601012428/https://www.thehindu.com/features/friday-review/religion/global-muslim-population-estimated-at-157-billion/article30568.ece|archive-date=1 June 2013|work=[[The Hindu]]|date=8 October 2009|access-date=18 October 2021}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.uscirf.gov/sites/default/files/resources/2012ARChapters/india%202012%20two-pager.pdf|title=India Chapter Summary 2012|publisher=[[United States Commission on International Religious Freedom]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20140407100620/https://www.uscirf.gov/sites/default/files/resources/2012ARChapters/india%202012%20two-pager.pdf|archive-date=7 April 2014|access-date=18 October 2021}}</ref>
=== Stærstu borgir ===
Taflan sýnir tíu stærstu borgir á Indlandi og hvaða fylkjum þær tilheyra.
{|class="wikitable sortable"
! Borg
! Íbúafjöldi
! Ríki
|-
| [[Mumbai]] || 13.662.885 || [[Maharashtra]]
|-
| [[Delí]] || 11.954.217 || [[Delí]]
|-
| [[Kolkata]] || 7.780.544 || [[Vestur-Bengal]]
|-
| [[Hyderabad]] || 6.893.640 || [[Telangana]]
|-
| [[Bangalore]] || 5.180.533 || [[Karnataka]]
|-
| [[Chennai]] || 4.562.843 || [[Tamil Nadu]]
|-
| [[Ahmedabad]] || 3.867.336 || [[Gujarat]]
|-
| [[Pune]] || 3.230.322 || [[Maharashtra]]
|-
| [[Surat]] || 3.124.249 || [[Gujarat]]
|-
| [[Kanpur]] || 3.067.663 || [[Uttar Pradesh]]
|-
|}
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Heimildir ==
{{refbegin|30em}}
* {{citation|last1=Asher|first1=C. B.|last2=Talbot|first2=C.|year=2006|title=India Before Europe |publisher=[[Cambridge University Press]]|isbn=978-0-521-80904-7|url=https://books.google.com/books?id=ZvaGuaJIJgoC}}
* {{cite journal |last=Barrow |first=Ian J. |title=From Hindustan to India: Naming change in changing names |journal=South Asia: Journal of South Asian Studies |volume=26 |pages=37–49 |number=1 |year=2003 |doi=10.1080/085640032000063977|s2cid=144039519}}
* {{citation|last=Copland|first=I.|year=2001|title=India 1885–1947: The Unmaking of an Empire|publisher=[[Longman]]|isbn=978-0-582-38173-5|url=https://books.google.com/books?id=Dw1uAAAAMAAJ}}
* {{citation|last1=Basu|first1=Mahua|last2=Xavier|first2=Savarimuthu|year=2017|title=Fundamentals of Environmental Studies |url=https://books.google.com/books?id=nXmLDgAAQBAJ&pg=PA78 |publisher=[[Cambridge University Press]] |isbn=978-1-316-87051-8}}
* {{citation|last1=Dikshit|first1=K. R.|last2=Schwartzberg|first2=Joseph E.|author2-link=Joseph E. Schwartzberg|title=India: Land|url=https://www.britannica.com/EBchecked/topic/285248/India|encyclopedia=[[Encyclopædia Britannica]]|date=2023 |pages=1–29}}
* {{citation|last=Duff|first=D.|author-link = Donald Duff (geologist and author)|year=1993|title=Holmes Principles of Physical Geology|edition=4th|publisher=[[Routledge]]|isbn=978-0-7487-4381-0|url=https://books.google.com/books?id=E6vknq9SfIIC&pg=PT353}}
* {{citation|last=Dyson|first=Tim|title=A Population History of India: From the First Modern People to the Present Day|year=2018|publisher=[[Oxford University Press]]|isbn=978-0-19-882905-8 |url=https://books.google.com/books?id=3TRtDwAAQBAJ}}
* {{citation|last1=Dyson|first1=T.|last2=Visaria|first2=P.|editor-last=Dyson|editor-first=T.|editor2-last=Casses|editor2-first=R.|editor3-last=Visaria|editor3-first=L.|year=2005|title=Twenty-First Century India: Population, Economy, Human Development, and the Environment|chapter=Migration and Urbanisation: Retrospect and Prospects|publisher=[[Oxford University Press]]|isbn=978-0-19-928382-8|chapter-url=https://books.google.com/books?id=bqU9T5c0wlYC |url-access=registration|url=https://archive.org/details/twentyfirstcentu0000unse_v0c4}}
* {{citation|last=Fisher|first=Michael H.|year=2018|title=An Environmental History of India: From Earliest Times to the Twenty-First Century|location=Cambridge and New York|publisher=[[Cambridge University Press]] |isbn=978-1-107-11162-2 |lccn=2018021693|doi=10.1017/9781316276044|s2cid=134229667 |url=https://books.google.com/books?id=kZVuDwAAQBAJ|doi-access=free}}
* {{citation|last=Garg|first=S. C.|date=19 April 2005|title=Mobilizing Urban Infrastructure Finance in India|publisher=[[World Bank]]|url=https://siteresources.worldbank.org/INTMF/Resources/339747-1105651852282/Garg.pdf|access-date=27 January 2010|archive-url=https://web.archive.org/web/20090824063911/https://siteresources.worldbank.org/INTMF/Resources/339747-1105651852282/Garg.pdf|archive-date=24 August 2009|url-status=dead}}
* {{citation|last1=Heitzman|first1=James|last2=Worden|first2=Robert L.|year=1996|title=India: A Country Study|series=Area Handbook Series|publisher=[[Library of Congress]]|place=Washington, D.C.|isbn=978-0-8444-0833-0|url=https://archive.org/details/indiacountrystud0000unse}}
* {{citation|last=Kaul|first=R. N.|editor-last=Kaul|editor-first=R. N.|year=1970|chapter=The Indian Subcontinent: Indo-Pakistan|title=Afforestation in Arid Zones|isbn=978-94-010-3352-7|location=The Hague|publisher=Dr. W. Junk, N.V., Publishers}}
* {{citation|editor-last=Kuiper|editor-first=K.|year=2010|title=The Culture of India|url=https://books.google.com/books?id=LiqloV4JnNUC|access-date=24 July 2011|publisher=[[Britannica Educational Publishing]]|isbn=978-1-61530-203-1}}
* {{citation|last=Ludden|first=D.|year=2014|title=India and South Asia: A Short History|publisher=[[Oneworld Publications]]|isbn=978-1-85168-936-1|edition=2nd, revised|url=https://books.google.com/books?id=pBq9DwAAQBAJ}}
* {{citation|last=Mallikarjun|first=B|date=November 2004|title=Fifty Years of Language Planning for Modern Hindi – The Official Language of India|journal=Language in India|volume=4|issue=11|issn=1930-2940 |url=https://www.languageinindia.com/nov2004/mallikarjunmalaysiapaper1.html|access-date=24 July 2011|archive-date=10 January 2018|archive-url=https://web.archive.org/web/20180110230215/http://www.languageinindia.com/nov2004/mallikarjunmalaysiapaper1.html|url-status=dead}}
* {{citation|last1=Mcgrail|first1=Sean|last2=Blue|first2=Lucy|last3=Kentley|first3=Eric|last4=Palmer |first4=Colin|year=2003|title=Boats of South Asia|url=https://books.google.com/books?id=v1eBAgAAQBAJ |publisher=[[Routledge]] |isbn=978-1-134-43130-4}}
* {{citation|last1=Metcalf|first1=Barbara D.|last2=Metcalf|first2=Thomas R.|author1-link=Barbara Metcalf |author2-link=Thomas R. Metcalf|year=2006|title=A Concise History of Modern India|edition=2nd|publisher=[[Cambridge University Press]] |isbn=978-0-521-68225-1|url=https://books.google.com/books?id=iuESgYNYPl0C}}
* {{citation|last=Ottenheimer|first=H. J.|year=2008|title=The Anthropology of Language: An Introduction to Linguistic Anthropology|publisher=[[Cengage]]|isbn=978-0-495-50884-7|url=https://books.google.com/books?id=d4QHsORbZs4C}}
* {{citation|date=27 April 1960 |title=Notification No. 2/8/60-O.L |publisher=[[Ministry of Home Affairs (India)|Ministry of Home Affairs]], [[Government of India]] |url=https://rajbhasha.nic.in/UI/pagecontent.aspx?pc=Mzc%3d |access-date=13 May 2011 |ref={{sfnRef|Ministry of Home Affairs 1960}} |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20141001005409/https://www.rajbhasha.nic.in/UI/pagecontent.aspx?pc=Mzc%3D |archive-date=1 October 2014}}
* {{citation|last1=Petraglia|first1=Michael D. |last2=Allchin|first2=Bridget |author-link2=Bridget Allchin|editor=Michael Petraglia |editor2=Bridget Allchin|title=The Evolution and History of Human Populations in South Asia: Inter-disciplinary Studies in Archaeology, Biological Anthropology, Linguistics and Genetics|chapter-url=https://books.google.com/books?id=Qm9GfjNlnRwC&pg=PA6|year=2007|publisher=[[Springer Publishing]]|isbn=978-1-4020-5562-1| chapter=Human evolution and culture change in the Indian subcontinent}}
* {{citation|last=Posey|first=C. A.|year= 1994|title=The Living Earth Book of Wind and Weather|publisher=[[Reader's Digest Association|Reader's Digest]]|isbn=978-0-89577-625-9 |url=https://archive.org/details/livingearthbooko00pose}}
* {{citation|last1=Prakash|first1=B.|last2=Kumar|first2=S.|last3=Rao|first3=M. S.|last4=Giri|first4=S. C.|year=2000|title=Holocene Tectonic Movements and Stress Field in the Western Gangetic Plains|journal=[[Current Science]] |volume=79|issue=4|pages=438–449|url=https://www.ias.ac.in/currsci/aug252000/prakash.pdf|ref={{sfnRef|Prakash et al.|2000}}}}
* {{citation|last=Prasad|first=Ishwar|editor-last=Mani|editor-first=M. S.|year=1974|chapter=The Ecology of Vertebrates of the Indian Desert|title=Ecology and Biogeography in India|location=The Hague|publisher=Dr. W. Junk bv Publishers|isbn=978-94-010-2333-7}}
* {{citation|title=Provisional Population Totals Paper 1 of 2011 India|publisher=[[Registrar General and Census Commissioner of India|Office of the Registrar General and Census Commissioner]]|url=https://censusindia.gov.in/2011-prov-results/prov_results_paper1_india.html|ref={{sfnRef|Provisional Population Totals Paper 1 of 2011 India}}|access-date=18 October 2021}}
* {{citation|last=Ratna|first=U.|editor-last=Dutt|editor-first=A. K.|editor2-last=Thakur|editor2-first=B. |year=2007|title=City, Society, and Planning|chapter=Interface Between Urban and Rural Development in India |volume=1|publisher=Concept|isbn=978-81-8069-459-2|chapter-url=https://books.google.com/books?id=QDmZeW1H37IC}}
* {{citation|last=Rorabacher|first=J. A.|year=2010|title=Hunger and Poverty in South Asia|publisher=Gyan|isbn=978-81-212-1027-0|url=https://books.google.com/books?id=u6hriMcSsE4C}}
* {{citation|last=Sharma|first=B. K.|year= 2007|title=Introduction to the Constitution of India|edition=4th|publisher=[[Prentice Hall]]|isbn=978-81-203-3246-1|url=https://books.google.com/books?id=srDytmFE3KMC&pg=PA161}}
* {{citation|last=Singh|first=Upinder|title=Political Violence in Ancient India|year=2017|publisher=[[Harvard University Press]]|isbn=978-0-674-98128-7|url=https://books.google.com/books?id=dYM4DwAAQBAJ}}
* {{cite book |last=Thieme |first=P. |chapter=Sanskrit ''sindu-/Sindhu-'' and Old Iranian ''hindu-/Hindu-'' |editor1=Mary Boyce |editor2=Ilya Gershevitch |year=1970 |title=W. B. Henning Memorial Volume |publisher=[[Lund Humphries]] |isbn=978-0-85331-255-0 |url=https://books.google.com/books?id=e3UBAAAAMAAJ}}
* {{citation|last=Wolpert|first=S.|author-link=Stanley Wolpert|year=2003|title=A New History of India|edition=7th|publisher=[[Oxford University Press]]|isbn=978-0-19-516678-1}}
{{refend}}
== Tenglar ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2196929 ''Indland''; grein í Lögbergi 1930]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1189261 ''Uppreistnin á Indlandi''; grein í Vísi 1957]
{{Fylki og alríkishéruð á Indlandi}}
{{Breska samveldið}}
{{Asía}}
{{G-20}}
[[Flokkur:Indland]]
huuaojjhc3q361psfcx02dhukgzw3k6
Heimsminjaskrá UNESCO
0
8351
1922938
1922928
2025-07-08T12:46:02Z
Akigka
183
Tók aftur breytingu frá [[Special:Contributions/178.197.223.131|178.197.223.131]] ([[User talk:178.197.223.131|spjall]]), til baka í síðustu útgáfu frá [[User:Akigka|Akigka]]
1601657
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Unesco_world_heritage_sites.png|thumb|right|Kort sem sýnir staðsetningu heimsminja.]]
'''Heimsminjaskrá UNESCO''' er skrá yfir staði (t.d. [[skógur]], [[fjall]], [[stöðuvatn]], [[eyðimörk]], [[bygging]] eða [[borg]]) sem hafa verið útnefndir heimsminjar innan alþjóðlegrar heimsminjaáætlunar [[UNESCO]] (''International World Heritage Programme''). Tilgangur skrárinnar er varðveisla staða sem teljast sérstaklega merkilegir frá menningarlegu og/eða náttúrufræðilegu sjónarmiði og eru taldir hluti af [[menningararfur|menningararfi]] mannkyns. Áætluninni var hleypt af stokkunum af UNESCO [[16. nóvember]] [[1972]]. Skráin innihélt 1007 staði um allan heim árið 2014. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að vera mjög Evrópumiðuð og eins fyrir hið stranga verndunarsjónarmið sem liggur henni til grundvallar og er skilyrði fyrir að staður sé tekinn á listann. Þetta síðasta atriði leiddi til stofnunar [[Listi UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf|Lista UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf]] árið 2008.
190 lönd hafa undirritað samninginn um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins. Hann er því einn viðteknasti alþjóðasamningur heims. Aðildarríkin tilnefna atriði á heimsminjaskrána og tilnefningar eru metnar af [[Alþjóðaráð um minnisvarða og sögustaði|Alþjóðaráði um minnisvarða og sögustaði]] (ICOMOS) og [[Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin|Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum]] (IUCN). Þessir aðilar mæla síðan með tilnefningum við [[Heimsminjaráðið]] skipað fulltrúum 21 aðildarlands sem kjörnir eru af allsherjarþingi UNESCO.
== Listar yfir heimsminjar ==
* [[Listi yfir heimsminjar í Afríku]]
* [[Listi yfir heimsminjar í Ameríku]]
* [[Listi yfir heimsminjar í Asíu og Eyjaálfu]]
* [[Listi yfir heimsminjar í Evrópu]]
* [[Listi yfir heimsminjar á Norðurlöndum]]
* [[Listi yfir heimsminjar sem eru í hættu]]
== Tenglar ==
* [http://whc.unesco.org/pg.cfm?cid=1 Heimasíða skrárinnar]
[[Flokkur:Heimsminjar| ]]
68937haegahsx7r8pcu726g63ingqgg
Black Sabbath
0
19904
1922976
1922829
2025-07-08T22:46:42Z
Berserkur
10188
1922976
wikitext
text/x-wiki
{{Hljómsveit
| heiti = Black Sabbath
| mynd = Black Sabbath (1970).jpg
| myndatexti = Black Sabbath árið 1970.
| uppruni = Aston í [[Birmingham]]
| land = {{ENG}} England
| ár = 1968–2006, 2011–2017, 2025
| stefna = [[þungarokk]], [[harðrokk]]
| útgefandi = Fontana, Vertigo, Mercury, Virgin, EMI, Universal, Warner Bros., I.R.S., Sanctuary
| dreifing =
| meðlimir = Tony Iommi <br> Bill Ward <br> Geezer Butler <br> Ozzy Osbourne
| fyrri_meðlimir =
| vefsíða = http://blacksabbath.com/
| sveit = já
|}}
[[Mynd:Black Sabbath logo.svg|thumb|Gamla einkennismerki hljómsveitarinnar.]]
[[Mynd:Black Sabbath (2013).jpg|thumbnail|Sabbath í Brasilíu árið 2013 (án Bill Ward).]]
'''Black Sabbath''' var ensk hljómsveit sem stofnuð var [[1968]] af [[Tony Iommi]], [[Ozzy Osbourne]], [[Geezer Butler]] og [[Bill Ward]]. Hún starfaði til [[2017]] (ásamt kveðjutónleikum upprunameðlima [[2025]]). Hljómsveitin er talin ein sú áhrifamesta í þróun [[þungarokk]]s. Viðfangsefni sveitarinnar hafa verið úr ýmsum áttum: Stríð, trúarbrögð, vímuefni, sálræn barátta og samfélagsmál.
== Saga ==
Hljómsveitin kom fyrst saman í [[Birmingham]] á Englandi árið 1968 og hét þá raun ''Polka Tulk Blues Band'' (seinna stytt í ''Polka Tulk'') en breytti loks nafninu í ''Earth''. Hljómsveitin spilaði [[blúsrokk]] þangað til Geezer Butler, sem spilaði á bassa, samdi drungalegt lag sem hann nefndi ''Black Sabbath'' eftir samnefndri kvikmynd [[Boris Karloff]]. Síðan þegar hljómsveitinni var ruglað saman við aðra sem kallaði sig líka Earth breyttu meðlimirnir nafninu endanlega í '''Black Sabbath''' árið 1969. Hljómsveitin ákvað að einbeita sér að drungalegri tónlistarnálgun en meðlimirnir bjuggu í Aston, iðnaðarhverfi Birminghamborgar og fannst hippatónlistin sem fjallaði um ást og frið ekki eiga við sinn veruleika. <ref>[http://www.bbc.com/news/uk-england-birmingham-38768573 Black Sabbath: 'We hated being a heavy metal band'] BBC. skoðað 9. feb. 2016</ref>
Upphafleg liðskipan með Tony Iommi, Geezer Butler, Ozzy Osbourne og Bill Ward er oft talin raunverulega eða sígilda útgáfan af bandinu. Árið 1970 gáfu þeir út tímamótaverkið ''Paranoid'' og öfluðu sér vinsælda beggja vegna Atlantshafs. Lög eins og ''Paranoid'' og ''Iron Man'' nutu vinsælda. Eftir því sem vinsældirnar jukust jókst einnig áfengis- og vímuefnaneysla meðlima sem náði hámarki þegar Ozzy var rekinn árið 1977. Hann kom síðar árið 1978 aftur í sveitina en var rekinn aftur árið 1979.
Við hljóðnemanum tók [[Ronnie James Dio]] fyrrum söngvari [[Rainbow]]. Dio hóf að semja lög og texta með sveitinni og fyrsti ávöxtur þess samstarfs var platan ''Heaven and Hell'' sem náði töluverðum vinsældum og gaf hljómsveitinni nýjan kraft. Bill Ward, trommari, gekk úr sveitinni áður en tónleikaferðalag fyrir plötuna hófst. <ref>[http://www.allmusic.com/album/heaven-hell-mw0000649895 Heaven and Hell -Album] Allmusic.com</ref> Dio kom með öðruvísi söngstíl og notaði óspart fantasíukennda texta og látbragð á tónleikum (djöflahorn).<ref>[http://news.bbc.co.uk/2/hi/8687002.stm Dio's two-finger gesture - what does it mean?] BBC News</ref> Þó að vel hafi farið með Dio og Sabbath í upphafi myndaðist núningur milli Geezer Butler og Tony Iommi annars vegar og Dio og Vinnie Appice hins vegar. Niðurstaðan úr því varð að Dio og Appice hættu í Sabbath. Dio átti endurkomu í Sabbath árin 1991-1993 með plötunni ''Dehumanizer'' og síðar. Sveitin spilaði á [[Skagarokk]]i á Akranesi 26. september [[1992]].
Eftir að Dio hætti skipti sveitin títt um meðlimi og Iommi hélt beinlínis nafninu gangandi frá miðjum níunda áratugarins til miðs tíunda áratugarins. Nefna má [[Ian Gillan]], söngvara [[Deep Purple]] sem söng á plötunni ''Born Again'' og söngvarann Tony Martin og plötuna ''Headless Cross'' á því tímabili. Martin söng á alls 5 breiðskífum með Sabbath frá 1987-1995.
Árið 1997 komu upphaflegu meðlimirnir saman aftur og fóru í tónleikaferðalög til ársins 2005 ásamt því að gefa út plötuna ''Reunion'' sem var tónleikaplata en hún innihélt einnig tvö ný stúdíólög.
Eftir að safnskífa með Dio-efninu í Sabbath kom út árið 2006 ákváðu þeir sem komu að því tímabili í bandinu að túra undir nafninu ''Heaven and Hell'' auk þess að gefa út eina breiðskífu. Dio lést árið 2010 og árið 2011 ákváðu upprunalegu meðlimirnir sveitarinnar að koma saman aftur og taka upp nýja breiðskífu. Hún fékk heitið ''13''. Bill Ward hætti við vegna ágreinings og Brad Wilk ([[Rage Against The Machine]]) var fenginn til að spila á trommur á plötunni. Tony Clufetos ([[Rob Zombie]], Ozzy Osbourne) lék trommur á tónleikum. Sveitin hlaut [[Grammy-verðlaun]] fyrir lagið ''God is Dead?'' af plötunni árið 2014.
Árið 2015 ákvað Sabbath að fara í sitt síðasta tónleikaferðalag um heiminn, ''The End'' og hófst það í byrjun árs 2016. Tony Iommi lýsti því yfir að hann hafði fengið nóg af tónleikaferðalögum og vildi taka því hægar. Hann hafði greinst með krabbamein nokkrum árum áður. <ref>[http://www.blabbermouth.net/news/black-sabbaths-tony-iommi-on-the-end-tour-i-cant-actually-do-this-anymore/ BLACK SABBATH's TONY IOMMI On 'The End' Tour: 'I Can't Actually Do This Anymore'] Blabbermouth.net</ref>
Fyrirhugað var að gefa út nýja breiðskífu en að lokum var tekið fyrir það. Þó ákvað Sabbath að gefa út plötu með m.a. 4 óútgefnum lögum sem tekin voru upp á tímabili plötunnar 13. Stuttskífan hlaut nafnið ''The End'' og var seld á tónleikum sveitarinnar. <ref>[http://www.blabbermouth.net/news/black-sabbath-four-previously-unreleased-songs-from-13-sessions-to-be-made-available-on-the-end-cd/ BLACK SABBATH: Four Previously Unreleased Songs From '13' Sessions To Be Made Available On 'The End' CD] Blabbermouth. Skoðað 15. janúar 2016.</ref> Tónleikar Sabbath þann 4. febrúar árið [[2017]] í heimaborginni [[Birmingham]] voru nefndir síðustu tónleikar sveitarinnar. Iommi útilokaði þó ekki einstaka tónleika og nýtt efni. <ref>[http://www.blabbermouth.net/news/do-the-members-of-black-sabbath-have-any-regrets/ Do the members og Black Sabbath have any regrets?] Blabbermouth. Skoðað 20. jan, 2017</ref>
Black Sabbath ákvað hins vegar árið 2025 að koma einu sinni saman á lokatónleikum með upphafsmeðlimunum á [[Villa Park]] í Birmingham. Fjöldi þekktra þungarokks- og rokksveita komu fram á einum degi. Ozzy Osbourne kom fram með sólósveit sinni áður en Sabbath kláraði með nokkrum lögum. Sveitin endaði með laginu ''Paranoid''. <ref>[https://www.bbc.com/news/articles/c805m3l02v5o Ozzy Osbourne and Black Sabbath announce final show] BBC News, sótt 5. febrúar, 2025</ref>
==Arfleifð==
Tónlistarsjónvarpsstöðin [[MTV]] gaf sveitinni nafnbótina: ''Stórkostlegasta þungarokkssveit allra tíma''. Sabbath voru á topp-100 lista tímaritsins [[Rolling Stone]] yfir mestu listamenn allra tíma og eru kallaðir ''Bítlar þungarokksins'' af tímaritinu.
Sabbath hefur veitt hljómsveitum innblástur eins og: [[Iron Maiden]], [[Slayer]], [[Metallica]], [[Nirvana]], [[Korn]], [[Venom]], [[Judas Priest]], [[Guns N' Roses]], [[Soundgarden]], [[Alice in Chains]], [[Anthrax]], [[Death]], [[Opeth]], [[Pantera]], [[Megadeth]], [[Smashing Pumpkins]], [[Slipknot]], [[Foo Fighters]], [[Fear Factory]], [[Candlemass]] og [[Van Halen]]. Tónlistarstefnur innan þungarokks hafa margar hverjar verið undir áhrifum Sabbath, sér í lagi [[stóner-rokk]] og [[doom-metal]]. Á heimsvísu hefur hljómsveitin selt yfir 70 milljón plötur.
==Upphaflegir meðlimir==
*[[Tony Iommi]] – Gítar (1968–2017, 2025)
*[[Geezer Butler]] – Bassi (1968–1979, 1980–1985, 1987, 1990–1994, 1997–2017, 2025)
*[[Ozzy Osbourne]] – Söngur (1968–1977, 1978–1979, 1985, 1997–2017, 2025)
*[[Bill Ward]] - Trommur (1968–80, 1982–83, 1984–85, 1994, 1995–98, 1998–2006, 2011–12, 2025)
===Aðrir meðlimir===
<small>''Listinn er ekki tæmandi''</small>
*[[Ronnie James Dio]] - Söngur (1979–1982, 1991–1992, 2006–2010)
*[[Tony Martin]] - Söngur (1987–1991, 1993–1997)
*[[Vinnie Appice]] - Trommur (1980–82, 1991–93, 1998, 2006–2010)
*[[Geoff Nichols]] - Hljómborð (1979–2004)
*[[Ian Gillan]] - Söngur (1982–1984)
*[[Cozy Powell]] - Trommur (1988–1991, 1994–1995)
*[[Neil Murray]] - Bassi (1988–1990, 1994–1997)
*[[Bobby Rondinelli]] - Trommur (1993–1994, 1995–1997)
== Útgefið efni ==
=== Breiðskífur ===
* ''[[Black Sabbath (breiðskífa)|Black Sabbath]]'' ([[1970]])
* ''[[Paranoid (breiðskífa)|Paranoid]]'' (1970)
* ''[[Master of Reality]]'' ([[1971]])
* ''[[Black Sabbath, Vol. 4]]'' ([[1972]])
* ''[[Sabbath Bloody Sabbath]]'' ([[1973]])
* ''[[Sabotage (breiðskífa)|Sabotage]]'' ([[1975]])
* ''[[Technical Ecstasy]]'' ([[1976]])
* ''[[Never Say Die!]]'' ([[1978]])
* ''[[Heaven and Hell (breiðskífa)|Heaven and Hell]]'' ([[1980]])
* ''[[Mob Rules]]'' ([[1981]])
* ''[[Born Again (breiðskífa)|Born Again]]'' ([[1983]])
* ''[[Seventh Star]]'' ([[1986]])
* ''[[The Eternal Idol]]'' ([[1987]])
* ''[[Headless Cross]]'' ([[1989]])
* ''[[Tyr]]'' ([[1990]])
* ''[[Dehumanizer]]'' ([[1992]])
* ''[[Cross Purposes]]'' ([[1994]])
* ''[[Forbidden (breiðskífa)|Forbidden]]'' ([[1995]])
* ''[[13 (plata)|13]]'' ([[2013]])
===Stuttskífur===
*''[[The End]] ([[2016]])
=== Safn og tónleikaskífur ===
* ''[[We Sold Our Soul for Rock 'n' Roll]]'' ([[1976]])
* ''[[Live at last]]'' ([[1980]])
* ''[[Live evil]]'' ([[1982]])
* ''[[The Sabbath Stones (breiðskífa)|The Sabbath Stones]]'' ([[1996]])
* ''[[Reunion (breiðskífa)|Reunion]]'' ([[1998]])
* ''[[Past Lives (breiðskífa)|Past Lives]]'' ([[2002]])
* ''[[Symptom of the Universe: The Original Black Sabbath 1970-1978]]'' (2002)
* ''[[Black Box: The Complete Original Black Sabbath (1970-1978)]]'' ([[2004]])
* ''[[Black Sabbath: The Dio years]]'' ([[2006]])
*''[[The End]]'' ([[2017]])
==Heimild==
{{commonscat|Black Sabbath}}
{{wpheimild|tungumál= en|titill= Black Sabbath|mánuðurskoðað= 5. feb.|árskoðað= 2017 }}
== Tilvísanir ==
[[Flokkur:Enskar hljómsveitir]]
[[Flokkur:Enskar þungarokkshljómsveitir]]
[[Flokkur:Stofnað 1968]]
[[Flokkur:Lagt niður 2025]]
nh1pqatxeuucsveeiw4d8n2qghtnkp6
Sveinbjörn Egilsson
0
20945
1922959
1907918
2025-07-08T16:33:44Z
Андрей Бондарь
47843
Árni Helgason (f. 1777)
1922959
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Sveinbjörn Egilsson
| búseta =
| mynd = Sveinbjörn Egilsson (cropped).jpg
| myndastærð = 300px
| myndatexti = {{small|Sveinbjörn í Kaupmannahöfn 1850}}
| alt = Sveinbjörn Egilsson. Teikning eftir norska sagnfræðinginn [[Rudolf Keyser]] (1803-64).
| fæðingarnafn =
| fæðingardagur = [[24. febrúar]] [[1791]]
| fæðingarstaður = í [[Innri-Njarðvík]] í [[Gullbringusýsla|Gullbringusýslu]]
| dauðadagur = [[17. ágúst]] [[1852]]
| dauðastaður =
| orsök_dauða =
| virkur =
| þekktur_fyrir = Ljóð sín, þýðingar á Kviðum Hómers og "Pereatið"
| þekkt_fyrir =
| þjóðerni = Íslendingur
| starf = [[Guðfræðingur]], [[kennari]], [[þýðandi]], [[skáld]] og fyrsti [[rektor]] [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólans í Reykjavík]].
| titill =
| verðlaun =
| trú =
| maki = Helga Gröndal, dóttir [[Benedikt Gröndal eldri|Benedikts Gröndals eldra]], yfirréttardómara.
| börn = [[Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal|Benedikt Gröndal yngri]]
| foreldrar = Egill Sveinbjarnarson, bóndi.
| háskóli = [[Hafnarháskóli]]
| stjórnmálaflokkur =
| tilvitnun =
| undirskrift =
| heimasíða =
| kyn = kk
}}
:''Getur líka átt við [[Sveinbjörn Egilsson (ritstjóri)|Sveinbjörn Egilsson]], ritstjóra''.
[[Mynd:Keyser_Rudolf.jpg|thumb|Teikning af Sveinbirni eftir norska sagnfræðinginn [[Rudolf Keyser]] (1803-64).]]
'''Sveinbjörn Egilsson''' ([[24. febrúar]] [[1791]] í [[Innri-Njarðvík]] í [[Gullbringusýsla|Gullbringusýslu]] á [[Ísland]]i – [[17. ágúst]] [[1852]]) var [[Ísland|íslenskur]] [[guðfræðingur]], [[kennari]], [[þýðandi]] og [[skáld]]. Hann er einna best þekktur sem fyrsti [[rektor]] [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólans í Reykjavík]] (sem þá hét Lærði skólinn) og sem þýðandi [[Hómer]]s.
</onlyinclude>
Faðir hans, Egill Sveinbjarnarson, var lítið þekktur en þó efnaður bóndi. Sveinbjörn var í fóstri hjá [[Magnús Stephensen (f. 1762)|Magnúsi Stephensen]] og hlaut menntun sína frá ýmsum aðilum. Hann gekk aldrei í latínuskóla, en þess í stað brautskráðist hann úr heimaskóla [[Árni Helgason (f. 1777)|Árna Helgasonar]] [[1810]]. Hann komst ekki í háskóla strax vegna ófriðar, en hóf [[1814]] guðfræðinám við Hafnarháskóla, sem hann lauk árið [[1819]]. Við komu sína aftur til Íslands fékk hann kennarastöðu við [[Bessastaðaskóli|Bessastaðaskóla]], en þegar skólinn flutti til [[Reykjavík]]ur var hann gerður rektor. Hann var því fyrsti rektor Lærða skólans í Reykjavík. Aðalkennslugrein hans var [[forngríska]]. Sveinbjörn var giftur Helgu Gröndal, dóttur [[Benedikt Gröndal eldri|Benedikts Gröndals eldra]], yfirréttardómara.
Á meðan hann gegndi kennara- og rektorsembætti vann hann mikið að ýmiss konar þýðingum, oft fyrir skólann (t.d. skólaþýðingu á ''[[Menón]]'' eftir [[Platón]]), en einnig á öðrum vettvangi. Frægastar eru sennilega þýðingar hans á kviðum [[Hómer]]s, ''[[Ilíonskviða|Ilíonskviðu]]'' og ''[[Ódysseifskviða|Ódysseifskviðu]]''. Fyrir [[Fornfræðafélagið]], sem hann var stofnfélagi að, þýddi hann [[Íslendingasögur]]nar á [[latína|latínu]] (''[[Scripta historica Islandorum]]''). Hann tók saman orðabók yfir íslenskt skáldamál ''[[Lexicon poeticum antiquæ linguæ septentrionalis]]'' sem varð grundvallar-uppsláttarrit fyrir allar framtíðarrannsóknir á fornum íslenskum kveðskap síðar meir. Hann þýddi einnig [[Snorra-Edda|Snorra-Eddu]] á [[Latína|latínu]] og gaf út með frumtexta og vísnaskýringum. Hann samdi að auki nokkuð af ljóðum, meðal annars sálminn ''[[Heims um ból]]'' og tvo aðra sálma í sálmabókinni. Þegar hann dó var hann enn að vinna að þýðingu ''[[Ilíonskviða|Ilíonskviðu]]'' í bundnu máli, en sonur hans, [[Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal|Benedikt Gröndal yngri]], lauk við verkið.
Veturinn [[1849]]-[[1850|50]] gerðist í Lærða skólanum atburður sá, sem kallaðist ''[[Pereat]]''. Forsagan var sú Sveinbjörn vildi þröngva skólapilta að ganga í [[bindindi]]sfélag skólans. Þeir gengu þó flestir fljótlega úr félaginu, en við það reiddist Sveinbjörn mjög og flutti þeim harða skammaræðu [[17. janúar]] [[1850]]. Skólapiltar brugðust við með því að heimsækja rektor og hrópa ''pereat'', sem er latneskt [[afhróp]] og þýðir ''farist hann!'' Sveinbjörn fór þá til Kaupmannahafnar að leita liðsinnis danskra skólayfirvalda, sem kváðust styðja hann. Hann lét þó af störfum [[1851]] og lést rúmu ári síðar.
== Heimild ==
* ''Skólaræður Sveinbjarnar Egilssonar''. Almenna bókafélagið. Reykjavík, 1968.
== Tenglar ==
* [http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3312184 „Ljóðskáldið Sveinbjörn Egilsson“; grein í ''Lesbók Morgunblaðsins'' 1997]
* [http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3280407 „Sveinbjörn Egilsson skáld“; grein í ''Lesbók Morgunblaðsins'' 1952]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3602112 „Nýi húmanisiminn og Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar“; grein í ''Lesbók Morgunblaðsins'' 2004]
{{Wikiheimild|Höfundur:Sveinbjörn Egilsson|Sveinbirni Egilssyni}}
[[Flokkur:Íslenskir guðfræðingar]]
[[Flokkur:Íslenskir þýðendur]]
[[Flokkur:Íslensk skáld]]
[[Flokkur:Menntaskólinn í Reykjavík]]
{{fd|1791|1852}}
6wdh282kj17z571rf4zop8uj1x1ab1b
Míkhaíl Gorbatsjov
0
23335
1922979
1917553
2025-07-08T23:46:16Z
TKSnaevarr
53243
1922979
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Míkhaíl Gorbatsjov
| nafn_á_frummáli = {{Nobold|Михаи́л Горбачёв}}
| myndastærð = 240px
| mynd = GorbachevMS.jpg
| myndatexti1 = Gorbatsjov árið 1991.
| titill = [[Forseti Sovétríkjanna]]
| stjórnartíð_start = [[15. mars]] [[1990]]
| stjórnartíð_end = [[25. desember]] [[1991]]
| vara_forseti = [[Gennadíj Janajev]]
| forveri = ''Embætti stofnað''
| eftirmaður = ''[[Hrun Sovétríkjanna|Embætti lagt niður]]''
| titill2 = [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]
| stjórnartíð_start2 = [[10. mars]] [[1985]]
| stjórnartíð_end2 = [[24. ágúst]] [[1991]]
| forveri2 = [[Konstantín Tsjernenko]]
| eftirmaður2 = [[Vladímír Ívashko]] {{small|(''starfandi'')}}
| titill3 = Forseti [[Æðstaráð Sovétríkjanna|Æðstaráðs Sovétríkjanna]]
| stjórnartíð_start3 = [[25. maí]] [[1989]]
| stjórnartíð_end3 = [[15. mars]] [[1990]]
| forveri3 = Hann sjálfur sem forseti forsætisnefndar Æðstaráðsins
| eftirmaður3 = [[Anatolíj Lúkjanov]]
| titill4 = Forseti forsætisnefndar [[Æðstaráð Sovétríkjanna|Æðstaráðs Sovétríkjanna]]
| stjórnartíð_start4 = [[1. október]] [[1988]]
| stjórnartíð_end4 = [[25. maí]] [[1989]]
| forveri4 = [[Andrej Gromyko]]
| eftirmaður4 = Hann sjálfur sem forseti Æðstaráðsins
| fæðingarnafn = Míkhaíl Sergejevítsj Gorbatsjov
| fæddur = {{Fæðingardagur|1931|3|2}}
| fæðingarstaður = [[Prívolnoje]], [[Stavropolfylki]], [[Sovétlýðveldið Rússland|rússneska sovétlýðveldinu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| dánardagur = {{Dánardagur og aldur|2022|8|30|1931|3|2}}
| dánarstaður = [[Moskva|Moskvu]], [[Rússland]]i
| starf = Stjórnmálamaður
| stjórnmálaflokkur = [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna]] (1952–1991)
| laun =
| trúarbrögð =
| vefsíða = [http://gorby.ru/ gorby.ru]
| maki = [[Raísa Gorbatsjova]] (g. 1953; d. 1999)
| börn = 1
| háskóli = [[Ríkisháskólinn í Moskvu]]
| verðlaun = [[File:Nobel prize medal.svg|15px]] [[Friðarverðlaun Nóbels]] (1990)
| undirskrift = Gorbachev Signature.svg
}}
'''Míkhaíl Sergejevítsj Gorbatsjov''' ([[rússneska]]: Михаи́л Серге́евич Горбачёв; framburður: /mɪxaˈiɫ sɪrˈgejɪvɪtʃ gərbaˈtʃof/) (fæddur [[2. mars]] [[1931]] í Privolnoje, látinn [[30. ágúst]] [[2022]]) var rússneskur stjórnmálamaður sem var síðasti leiðtogi [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]], frá 1985-1991.
Gorbatsjov gekk í [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|Kommúnistaflokk Sovétríkjanna]] árið 1952, kvæntist [[Raísa Gorbatsjova|Raísu]] í september 1953, fór fyrir sendinefnd Sovétríkjanna í Belgíu 1972-1974, kom til fundar við [[Ronald Reagan]] á Íslandi 1986. Við dauða [[Konstantín Tsjernenko]] varð Gorbatsjov [[aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]] þann 11. mars 1985, þar sem hann reyndi að breyta pólitísku kerfi Sovétríkjanna og dreifa efnahag landsins betur.
Hann reyndi að breyta ásýnd flokksins með [[glasnost]] (opnun) og [[perestrojka]] (endurskipulagning) en talið er að það hafi orðið kommúnistaflokknum að falli og þar með valdið [[Hrun Sovétríkjanna|sundrungu Sovétríkjanna]]. Ólíkt fyrirrennurum sínum sendi hann ekki sovéskar herdeildir til að kveða niður frelsisbaráttu íbúa Mið-Evrópu 1989. Hann meinaði ekki þýsku ríkjunum sameiningu 1990 og hlaut [[friðarverðlaun Nóbels]] 1990. Hann var andvígur sundrungu Sovétríkjanna 1991. Hann var settur í þriggja daga stofufangelsi af harðlínumönnum í ágúst 1991. Hann sagði af sér embætti 25. desember 1991.<ref name="1,1">{{Vefheimild|titill=Biography|url=http://www.gorby.ru/en/Gorbachev/biography/|mánuðurskoðað=8. desember|árskoðað=2013|útgefandi=Heimasíða Míkhaíls Gorbatsjov|vefsíða=gorby.ru|tungumál=enska}}</ref>
== Uppruni ==
Míkhaíl Gorbatsjov fæddist bændasonur í þorpinu [[Prívolnoje]] í [[Stavropolfylki]] í suðvesturhluta [[Rússland]]s.<ref>{{Tímarit.is|3336641|Mikhail Gorbatsjov: Maðurinn sem breytti heiminum|blað=[[Alþýðublaðið]]|höfundur=Kristján Kristjánsson|útgáfudagsetning=10. mars 1990|blaðsíða=7-8}}</ref> Fjölskylda hans var hálf rússnesk og hálf úkraínsk. Faðir hans, Sergej Andrejevítsj Gorbatsjov, var bóndi á sameignabóndabýli sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni og móðir hans, María Pantelejevna Gorbatsjova, vann á sameignabóndabýli eða Kolkhoz.
Gorbatsjov ólst mestmegnis upp hjá afa sínum og ömmu áður en hann byrjaði í skóla. Þar gekk honum mjög vel og varð fljótt mjög áhugasamur um það að læra og hafði áhuga á öllu nýju sem hann lærði. Hann hafði sérstaklega mikinn áhuga á leiklist. Leiklistahópurinn sem hann var í setti einu sinni upp leikrit sem þau ferðuðust milli bæja og þorpa með, sýndu fyrir smá aur og notuðu gróðann í að kaupa 35 skópör handa fátækustu börnunum í skólanum sem höfðu þurft að vera berfætt fram að því.<ref name="1,2">{{Vefheimild|url=http://www.britannica.com/EBchecked/topic/238982/Mikhail-Gorbatsjov|titill=Mikhail Gorbachev|útgefandi=''[[Encyclopaedia Britannica]]''|mánuðurskoðað=8. desember|árskoðað=2013|tungumál=enska}}</ref>
Hann vann sjálfur á eins bóndabýlum og foreldrar sínir og gekk 15 ára til liðs við [[Komsomol]] sem var ungliðahreyfing kommúnista. Árið 1952 hóf Gorbatsjov lögfræðinám við [[Ríkisháskólinn í Moskvu|háskólann í Moskvu]] og gerðist hluti af sovéska kommúnistaflokknum. Hann útskrifaðist með lögfræðigráðu 1955 og varð virkur þátttakandi í bæði Komsomol-hreyfingunni og innan kommúnistaflokksins. Meðan á lögfræðináminu stóð kynntist Gorbatsjov eiginkonu sinni, [[Raísa Gorbatsjova|Raísu Títarenko]], sem var ári yngri en hann og að læra heimspeki í sama skóla. Þau gengu í hjónaband 25. september 1953.<ref name="1,1"/>
==Stjórnmálaferill==
Gorbatsjov flutti ásamt Raísu til [[Stavropolfylki]]s eftir útskrift úr háskóla og áttu þau eftir að dvelja þar næstu 23 árin. Gorbatsjov vann sig hratt upp metorðastigann í Kommúnistaflokknum í Stavropol og varð aðalritari fylkisdeildar flokksins árið 1970. Á árum sínum í Stavropol kynnti Gorbatsjov sér [[Landbúnaður|landbúnaðarmál]] og útskrifaðist árið 1967 með háskólagráðu í landbúnaðarvísindum.<ref>{{Tímarit.is|4044289|Hver er maðurinn Gorbatsjov og hver er saga hans og ferill? Fyrri hluti|blað=[[Tíminn]]|útgáfudagsetning=2. febrúar 1988|blaðsíða=10}}</ref>
Forveri Gorbatsjovs sem aðalritari í Stavropol, [[Fjodor Kúlakov]], hafði verið gerður landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn Sovétríkjanna. Talið er að Kúlakov, sem pólitískur lærifaðir Gorbatsjovs, hafi komið nafni Gorbatsjovs á framfæri við stjórnvöld í [[Kreml (Moskva)|Kreml]] á þessum tíma.<ref name=tíminn2>{{Tímarit.is|4044313|Hver er maðurinn Gorbatsjov og hver er saga hans og ferill? Seinni grein|blað=[[Tíminn]]|útgáfudagsetning=3. febrúar 1988|blaðsíða=6-7}}</ref>
Gorbatsjov vakti þjóðarathygli í fyrsta skipti árið 1977 þegar viðtal við hann um nýja uppskeruaðferð á korni í Stavropol var birt á forsíðu ríkisdagblaðsins ''[[Pravda]]''.<ref name=tíminn2/> Þegar Kúlakov lést árið 1978 var Gorbatsjov kjörinn arftaki hans sem landbúnaðarráðherra og flutti því til Moskvu ásamt fjölskyldu sinni. Árið 1979 hlaut Gorbatsjov sæti án atkvæðisréttar í [[Stjórnmálanefnd Kommúnistaflokks Sovétríkjanna|stjórnmálanefnd Kommúnistaflokksins]] og árið á eftir varð hann fullgildur meðlimur í nefndinni.<ref>{{Tímarit.is|1757054|Síðasti Kremlarbóndinn bregður búi|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=29. desember 1991|blaðsíða=12-15|höfundur=Steingrímur Sigurgeirsson}}</ref> Talið er að [[Leoníd Brezhnev]], þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, hafi valið Gorbatsjov sem eftirmann Kúlakovs vegna meðmæla frá [[Míkhaíl Súslov]] og [[Júríj Andropov]], sem höfðu hrifist af Gorbatsjov sem aðalritara í Stavropol. Gorbatsjov var þá yngsti meðlimur stjórnmálanefndarinnar og 21 árum undir meðalaldri nefndarmanna.<ref name=tíminn2/>
Þegar Brezhnev lést árið 1982 varð Andropov nýr aðalritari Kommúnistaflokksins. Gorbatsjov varð þá nánasti samstarfsmaður Andropovs og aðstoðaði hann í aðgerðum gegn spillingu innan sovéska stjórnkerfisins. Gorbatsjov skrifaði jafnframt ræður fyrir Andropov og mætti oft á fundi fyrir hönd hans þar sem Andropov var oft veikur.<ref>{{Tímarit.is|6368231|Hann ruddi veginn að falli múrsins|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|útgáfudagsetning=19. júní 2009|blaðsíða=42|höfundur=Anna Larsdotter}}</ref>
== Aðalritari ==
Þann 11. mars valdi stjórnmálanefnd miðstjórnar flokksins lögfræðinginn Míkhaíl Gorbatsjov til þess að gegna starfi [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins|aðalritara]] innan Kommúnistaflokksins eftir andlát [[Konstantín Tsjernenko|Konstantíns Tsjernenko]]. Hann hafði smátt og smátt unnið sér betri sess innan flokksins og þrátt fyrir fyrsta flokks einkunnir í lögfræðináminu hafði hann helgað líf sitt stjórnmálunum. Gorbatsjov minntist tíma [[Níkíta Khrústsjov]] sem tíma opnunar og bjartsýni, tilraunum til þess að endurbæta sovétkerfið, og leit á það sem skyldu sína að halda því áfram sem Khrústsjov hafði byrjað á. Í upphafi valdatíð hans hafði hann ómótaðar hugmyndir um hvernig skyldi umbylta kerfinu, en byrjaði á að reyna að koma aga á ríkisfjármálin og skipta út gömlum íhaldsmönnum fyrir unga og efnilega menn sem eins og hann vildu sjá breytingar á kerfinu.<ref>{{Tímarit.is|2521173|Bóndasonurinn frá Stavropol|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|útgáfudagsetning=11. október 1986|blaðsíða=55-56}}</ref>
== Hugmyndafræði ==
[[Mynd:President Ronald Reagan says goodbye to Soviet General Secretary Mikhail Gorbachev.jpg|thumb|left|Gorbatsjov (til hægri) ræðir við [[Ronald Reagan]] Bandaríkjaforseta á [[Höfði|Höfða]] í [[Reykjavík]] árið 1986.]]
=== Perestrojka ===
Á flokksþingi kommúnistaflokksins í febrúar 1986 lét Gorbatsjov fyrst til skara skríða. Perestrojka varð orð fundarins en það þýddi endurskipulag og skyldi nota til þess að umbylta samfélaginu og efnahag landsins. Einstaklingsframlag var ekki lengur bannorð og var fólki gefið leyfi til þess að stofna eigin fyrirtæki, en það hafði lengi verið bannað í Sovétríkjunum. Ef efnahagurinn átti að taka við sér yrði að leyfa litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem ekki væru í eigu ríkisins, að blómstra. Vinna þurftu bug á þeirri [[firring]]u að almenningur ætti ekki að fá að taka þátt í stjórnun ríkisins og koma frekar valdinu til fólksins með [[lýðræði]] og félagslegu [[jafnrétti]]. Umskiptin virtust erfið þar sem fara þurfti inn að innsta kjarna kerfisins til þess að hægt væri að hafa áhrif og hvatti elítan þar til mikilla andstöðu.
Perestrojka hafði ekki tilætluð áhrif og á stjórnarárum Gorbatsjovs var stöðugur samdráttur í efnahagslífinu. Bent hefur verið á ýmsar ástæður fyrir þessu, meðal annars að Gorbatsjov hafi ekki getað notfært sér til fullnustu eða beinlínis litið fram hjá tækjum sem voru nauðsynleg til að framkvæma endurbæturnar sem hann vildi. Skortur á nauðsynjavörum varð daglegt brauð fyrir sovéska borgara og vinsældir Gorbatsjovs minnkuðu því stöðugt.<ref name=vísindavefurinn>{{Vísindavefurinn|22451|Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna?|höfundur=Gunnar Hólmsteinn Ársælsson|dags=8. janúar 2015|skoðað=7. apríl 2024}}</ref>
=== Glasnost ===
Það var svo ekki fyrr en 1988 sem Gorbatsjov kynnti stefnu sína Glasnost eða opnun samfélagsins. Sú aðgerð taldi Gorbatsjov að myndi auka gegnsæi allra ríkisstofnanna og koma á [[upplýsingafrelsi]]. Aftur lenti hann í eins mótstöðu og með perestroiku-stefnuna en mótstaðan var núna ekki bara hjá forréttindafólki heldur líka hjá [[Þjóðernishyggja|þjóðernissinnum]], harðlínukommúnistum og fleiri hópum.
== Fall Gorbatsjovs og Sovétríkjanna ==
[[Mynd:Bush Gorba P15623-25A.jpg|thumb|right|Gorbatsjov með [[George H. W. Bush]] í [[Helsinki]] árið 1990.]]
Við [[fall Berlínamúrsins]] árið 1989 jukust vandamál Gorbatsjov. Landið var á barmi [[borgarastyrjöld|borgarastyrjaldar]], var að leysast upp í frumeindir sínar og menn voru ráðþrota á öllum vígstöðvum, þar sem kommúnismanum var smátt og smátt sópað frá völdum um alla Austur-Evrópu. Sovétríkin voru nú á barmi hruns og var skuldinni skellt á Gorbatsjov. Það skipti ekki máli að vandamálið ætti upptök sín í upphafi áttunda áratugsins en ekki 1985, heldur bara það að fólki hefði ekki liðið svo illa í marga áratugi.
Í júní árið 1991 var keppinautur Gorbatsjovs, [[Borís Jeltsín]], kosinn nýr [[forseti Rússlands]] innan [[Sovétlýðveldið Rússland|rússneska sovétlýðveldisins]] og hafði Gorbatsjov þá misst nánast öll völd sem [[forseti Sovétríkjanna]], en þeirri stöðu hafði hann sinnt síðan 1990.<ref>{{Tímarit.is|1723530|Upphefð Borís Jeltsíns eykur óvissu um framtíð Gorbatsjovs|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=24|útgáfudagsetning=30. maí 1990}}</ref>
Í ágúst 1991 reyndi hópur harðlínumanna að [[Sovéska valdaránstilraunin 1991|steypa Gorbatsjov af stóli]] til þess að hægt væri að snúa við þeirri þróun sem hann hafði komið af stað og var hann settur í [[stofufangelsi]] við [[Svartahaf]].<ref>{{Vefheimild|url=https://visindi.is/gorbachev-tekinn-i-gislingu/|titill=Gorbachev tekinn í gíslingu|dags=31. ágúst 2022
|skoðað=8. mars 2023|útgefandi=''Lifandi saga''}}</ref> Valdaránið misheppnaðist algjörlega en í upplausnarástandinu sem skapaðist á meðan Gorbatsjov var fangi var það Jeltsín sem fylkti almenningi að baki sér. Eftir valdaránstilraunina var Gorbatsjov alfarið rúinn völdum og Jeltsín stóð uppi sem raunverulegur leiðtogi Rússlands.<ref name=vísindavefurinn/> Þann 8. desember 1991 fundaði Jeltsín með [[Leoníd Kravtsjúk]], forseta [[Úkraína|Úkraínu]], og [[Stanislav Sjúskevitsj]], leiðtoga [[Hvíta-Rússland]]s, í [[Minsk]], og gaf með þeim út yfirlýsingu um að [[Hrun Sovétríkjanna|Sovétríkin væru ekki lengur til]].<ref>{{Tímarit.is|4066454|Sovétríkin horfin út af landakortinu|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=8-9|útgáfudagsetning=10. desember 1991}}</ref>
Þrátt fyrir að vera enn forseti Sovétríkjanna að nafninu til var Gorbatsjov orðinn forseti án ríkis. Þann 25. desember 1991 var sovéski fáninn tekin niður af [[Kreml (Moskva)|Kreml]] í síðasta skiptið og Gorbatsjov sagði formlega af sér sem forseti Sovétríkjanna.<ref name="1,4">{{Vefheimild|url=http://skemman.is/stream/get/1946/6345/18114/1/Lokaritger%C3%B0_Karl_F._Thorarensen.pdf|titill=Rússneska hagkerfið 1970-2010|safnslóð=https://web.archive.org/web/20160305161733/http://skemman.is/stream/get/1946/6345/18114/1/Lokaritger%C3%B0_Karl_F._Thorarensen.pdf |safnár=2016|safnmánuður=03-05|mánuðurskoðað=8. desember|skoðað=2013|útgefandi=Skemman|höfundur=Karl F. Thorarensen}}</ref>
== Friðarverðlaun Nóbels ==
Árið 1990 fékk Míkhaíl Gorbatsjov friðarverðlaun Nóbels. Gorbatsjov var mikilvægur hluti í því að koma á betri samskiptum milli austurs og vesturs og betrumbæta þannig alþjóðleg samskipti til muna. Hann kom á ákveðinni sátt milli Banda-og Sovétríkjanna með kröftugum friðarviðræðum við þáverandi forseta þeirra [[Ronald Reagan]] og mætti segja að hann hafi leyft [[Austurblokkin|austurblokkinni]] að leysast upp. Á valdatíð hans hafði hröð framleiðsla fyrir [[Kjarnorkuvopn|kjarnorkuvopna kapphlaupið]] farið dalandi og erjur milli landa minnkað. Valnefnd friðarverðlaunanna gaf það út í október 1990 að þrátt fyrir að margir hefðu haft áhrif á þessar framfarir, hefði Gorbatsjov á svo víðtækan og umfangsmikinn hátt haft áhrif að hann ætti helst skilið viðurkenninguna og heiðurinn af verðlaununum. Með stefnu sinni um Glasnost hafði honum tekist opna hið sovéska samfélag, bæði að innan sem og út á við, sem leiddi til styrkingu alþjóðlegs trausts. Fannst nefndinni Gorbatsjov hafa haft svo mikil áhrif á alþjóðleg friðarmál að það myndi veita möguleika á því að alheims þjóðfélagið gæti frekar byrjað að vinna úr sínum erjum tengdum hugmyndafræði, [[Trúarbrögð|trúarbrögðum]] og annarskonar menningarlegum mun.<ref name="1,5">{{Vefheimild|url=http://www.nobelprize.org/nobel_prizes/peace/laureates/1990/press.html|titill=The Nobel Peace Prize 1990|mánuður=15. október|ár=1990|mánuðurskoðað=8. desember|árskoðað=2013|tungumál=enska}}</ref>
==Andlát==
Míkhaíl Gorbatsjov lést þann 30. ágúst árið 2022, þá 91 árs gamall. Hann lést á sjúkrahúsi í Moskvu eftir langvarandi veikindi.<ref>{{Vefheimild|titill=Mikhaíl Gorbatsjov er látinn|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/08/30/mik_hail_gor_batsjov_er_latinn/|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=31. ágúst|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=30. ágúst}}</ref>
== Tilvísanir ==
<references />
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]
| frá = 1985
| til = 1991
| fyrir = [[Konstantín Tsjernenko]]
| eftir = [[Vladímír Ívashko]]<br>{{small|(starfandi)}}
}}
{{Töfluendir}}
{{Leiðtogar Sovétríkjanna}}
{{Friðarverðlaun Nóbels}}
{{fde|1931|2022|Gorbatsjov, Míkhaíl}}
{{DEFAULTSORT:Gorbatsjov, Míkhaíl}}
[[Flokkur:Aðalritarar sovéska kommúnistaflokksins]]
[[Flokkur:Frambjóðendur til embættis forseta Rússlands]]
[[Flokkur:Handhafar friðarverðlauna Nóbels]]
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
[[Flokkur:Þjóðhöfðingjar Sovétríkjanna]]
4fs0kstsbzf7t035dso9jci5pjlcd41
Freigáta
0
26451
1922954
1922671
2025-07-08T15:35:31Z
Elvar14
83773
1922954
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:La Boudeuse.jpg|thumb|right|Franska freigátan ''Boudeuse'' um 1766.]]
'''Freigáta''' er heiti sem notað hefur verið yfir ýmsar tegundir [[herskip]]a í gegnum tíðina. Á [[skútuöld]] komu freigátur fram á sjónarsviðið undir lok [[17. öldin|17. aldar]] sem herskip með tvö [[dekk (skip)|dekk]] þar sem aðeins það efra var [[byssudekk]] en það neðra hýsti áhöfnina. Freigátur voru því minni en [[orrustuskip]] þess tíma sem voru með tvö byssudekk. [[Línuherskip|Línuskipin]] voru of þung í vöfum til að berjast óstudd og virkuðu best þegar þau börðust sem stór floti sem myndaði eina lína með visst millibil og jöfnum hraða.<ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=Skipabók Fjölva|ár=1979|bls=91-92|útgefandi=Fjölvi útgáfa|höfundur=Enzo Angelucci|höfundur2=Attilio Cucari}}</ref>
Því þróaðist 4. flokkur herskipa (breski flotinn flokkaði herskip í sex flokka á þessum tíma) sem voru notuð sem fylgdarskip fyrir línuskipin auk þess að henta vel fyrir nýlendusiglingar, skyndiárásir og árásir á kaupskip. Freigátur voru framleiddar í ýmsum stærðum og algengt að þær hefðu 32-60 [[Fallbyssa|fallbyssur]].<ref name=":0" />
Breskar og franskar freigátur heimsóttu Ísland reglulega á 18. og 19 öld. Til dæmis stoppuðu frönsku freigáturnar ''Revanche'' og ''Sirene'' undir stjórn [[Amand Leduc]] nokkrar vikur á [[Patreksfjörður|Patreksfirði]] 1806.<ref>{{Bókaheimild|titill=Histoire de la marine française sous le consulat et l'empire|höfundur=Édouard Chevalier|ár=1866|bls=260-263|útgefandi=Librairie L. Hachette}}</ref>
Freigátur voru [[fullreiðaskip]], hraðskreiðar og þóttu mjög meðfærilegar. Þær voru yfirleitt þrímastra með trjónu að framan, en lausar við íburðamiklar [[lyfting]]ar sem einkenndu fyrri skipstegundir.
Á síðari hluta [[19. öldin|19. aldar]] var hætt að nota þetta heiti og skip sem áður voru kölluð freigátur voru kölluð [[beitiskip]]. Eftir [[síðari heimsstyrjöldin]]a eru herskip sem eru minni en [[tundurspillir]] en stærri en korvettur kölluð freigátur.
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{Seglskútur}}
{{Stubbur|skip}}
[[Flokkur:Herskip]]
[[Flokkur:Seglskútur]]
ohdp2fwvfnvgwsgdn9o4018qx5wvoj1
1922966
1922954
2025-07-08T17:32:37Z
Elvar14
83773
1922966
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:La Boudeuse.jpg|thumb|right|Franska freigátan ''[[Freigátan Boudeuse (1766)|Boudeuse]]'' um 1766.]]
'''Freigáta''' er heiti sem notað hefur verið yfir ýmsar tegundir [[herskip]]a í gegnum tíðina. Á [[skútuöld]] komu freigátur fram á sjónarsviðið undir lok [[17. öldin|17. aldar]] sem herskip með tvö [[dekk (skip)|dekk]] þar sem aðeins það efra var [[byssudekk]] en það neðra hýsti áhöfnina. Freigátur voru því minni en [[orrustuskip]] þess tíma sem voru með tvö byssudekk. [[Línuherskip|Línuskipin]] voru of þung í vöfum til að berjast óstudd og virkuðu best þegar þau börðust sem stór floti sem myndaði eina lína með visst millibil og jöfnum hraða.<ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=Skipabók Fjölva|ár=1979|bls=91-92|útgefandi=Fjölvi útgáfa|höfundur=Enzo Angelucci|höfundur2=Attilio Cucari}}</ref>
Því þróaðist 4. flokkur herskipa (breski flotinn flokkaði herskip í sex flokka á þessum tíma) sem voru notuð sem fylgdarskip fyrir línuskipin auk þess að henta vel fyrir nýlendusiglingar, skyndiárásir og árásir á kaupskip. Freigátur voru framleiddar í ýmsum stærðum og algengt að þær hefðu 32-60 [[Fallbyssa|fallbyssur]].<ref name=":0" />
Breskar og franskar freigátur heimsóttu Ísland reglulega á 18. og 19 öld. Til dæmis stoppuðu frönsku freigáturnar ''Revanche'' og ''Sirene'' undir stjórn [[Amand Leduc]] nokkrar vikur á [[Patreksfjörður|Patreksfirði]] 1806.<ref>{{Bókaheimild|titill=Histoire de la marine française sous le consulat et l'empire|höfundur=Édouard Chevalier|ár=1866|bls=260-263|útgefandi=Librairie L. Hachette}}</ref>
Freigátur voru [[fullreiðaskip]], hraðskreiðar og þóttu mjög meðfærilegar. Þær voru yfirleitt þrímastra með trjónu að framan, en lausar við íburðamiklar [[lyfting]]ar sem einkenndu fyrri skipstegundir.
Á síðari hluta [[19. öldin|19. aldar]] var hætt að nota þetta heiti og skip sem áður voru kölluð freigátur voru kölluð [[beitiskip]]. Eftir [[síðari heimsstyrjöldin]]a eru herskip sem eru minni en [[tundurspillir]] en stærri en korvettur kölluð freigátur.
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{Seglskútur}}
{{Stubbur|skip}}
[[Flokkur:Herskip]]
[[Flokkur:Seglskútur]]
lmiran8de9gqmp0wktfemlnqw0pz596
Liverpool (knattspyrnufélag)
0
33095
1922961
1922266
2025-07-08T16:54:08Z
Berserkur
10188
1922961
wikitext
text/x-wiki
{{Fyrir|úrúgvæska knattspyrnuliðið|Liverpool F.C. (Montevídeó)}}
{{Knattspyrnulið
| Fullt nafn = Liverpool Football Club
| Mynd = [[Mynd:LFC.svg|185px|Merki]]
| Gælunafn = ''Rauði Herinn'', ''Þeir rauðu (The Reds)''
| Stytt nafn = Liverpool F.C.
| Stofnað = 1892
| Leikvöllur = [[Anfield]]
| Stærð = 60.725
| Knattspyrnustjóri = [[Arne Slot]]
| Deild = [[Enska úrvalsdeildin]]
| Tímabil =2024-2025
| Staðsetning = 1. sæti
| pattern_la1 = _liverpool2425h
| pattern_b1 = _liverpool2425h
| pattern_ra1 = _liverpool2425h
| pattern_sh1 = _liverpool2425h
| pattern_so1 = _liverpool2425hl
| leftarm1 = E00000
| body1 = E00000
| rightarm1 = E00000
| shorts1 = E00000
| socks1 = E00000
| pattern_la2 = _liverpool2425a
| pattern_b2 = _liverpool2425a
| pattern_ra2 = _liverpool2425a
| pattern_sh2 = _liverpool2425a
| pattern_so2 = _liverpool2425al
| leftarm2 = 141414
| body2 = 141414
| rightarm2 = 141414
| shorts2 = 141414
| socks2 = 141414
| pattern_la3 = _liverpool2425t
| pattern_b3 = _liverpool2425t
| pattern_ra3 = _liverpool2425t
| pattern_sh3 = _liverpool2425t
| pattern_so3 = _liverpool2425tl
| leftarm3 = ffffff
| body3 = ffffff
| rightarm3 = ffffff
| shorts3 = 000000
| socks3 = ffffff
}}
'''Liverpool Football Club''' er [[England|enskt]] [[Knattspyrna|knattspyrnufélag]] sem var stofnað árið 1892 og hefur spilað á [[Anfield]], [[Liverpool]] frá upphafi. Liðinu er nú stjórnað af Hollendingnum [[Arne Slot]].
Liverpool hefur unnið 20 titla í efstu deild, 8 FA-bikara, 9 deildarbikara, 15 samfélagsskildi. Í Evrópu hefur liðið unnið 3 Europa League titla, 6 Meistaradeildartitla, 4 ofurbikara. Auk þess vann félagið 1 FIFA Club World Cup.
Félagið varð Englandsmeistari árið 2020 í fyrsta skipti í 30 ár undir stjórn [[Jürgen Klopp]] og vann [[Meistaradeild Evrópu]] árið 2019. Klopp kom liðinu þrisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Eftir nær 3 og hálft ár þar sem félagið tapaði ekki leik á Anfield þá tapaði það 6 leikjum í röð tímabilið 2020-2021 sem er met.
Á 8. og 9. áratugunum var sigurganga liðsins mikil, knattspyrnustjórar eins og [[Bill Shankly]], [[Bob Paisley]], [[Joe Fagan]] og [[Kenny Dalglish]] færðu liðinu 11 titla og 4 Evrópubikara. Helsti rígur liðsins er gegn [[Manchester United]] og [[Everton]]. Lag liðsins og slagorð er "You'll Never Walk Alone" sem var frægt með hljómsveitinni Gerry and the Pacemakers á 6. áratug 20. aldar.
[[Mynd:John_Houlding.jpg|thumb|John Houlding, stofnandi Liverpool]]
== Titlar ==
* [[Enska úrvalsdeildin]] og [[gamla enska fyrsta deildin]]) '''20'''
** 1900-01, 1905-06, 1921-22, 1922-23, 1946-47, 1963-64, 1965-66, 1972-73, 1975-76, 1976-77, 1978-79, 1979-80, 1981-82, 1982-83, 1983-84, 1985-86, 1987-88, 1989-90, [[Enska úrvalsdeildin 2019-20|2019-20]], 2024-2025
* [[Enska önnur deildin]] '''3'''
** 1893-94, 1895-96, 1904-05, 1961-62
* [[Enski bikarinn]] '''8'''
** 1964, 1974, 1986, 1989, 1992, 2001, 2006, 2022
* [[Enski deildabikarinn]] '''10'''
** 1981, 1982, 1983, 1984, 1995, 2001, 2003, 2012, 2022, 2024
* [[Meistaradeild Evrópu]] '''6'''
** 1977, 1978, 1981, 1984, 2005, 2019
* [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópukeppni félagsliða (UEFA Cup)]] '''3'''
** 1973, 1976, 2001
* [[Evrópski ofurbikarinn]] '''4'''
** 1977, 2001 ,2005, 2019
* [[Góðgerðaskjöldurinn]]/Samfélagsskjöldurinn '''16'''
** 1964*, 1965*, 1966, 1974, 1976, 1977*, 1979, 1980, 1982, 1986*, 1988, 1989, 1990*, 2001, 2006, 2022
*[[Heimsmeistaramót félagsliða]] '''1'''
**2019
(* sameiginlegir sigurvegarar)
== Rígar ==
=== Rígurinn við Manchester United ===
Liverpool á í miklum ríg við [[Manchester United]] og er rígurinn á milli liðanna einn sá stærsti í [[Evrópa|Evrópu]]. Þessi rígur hefur haldist lengst af öllum rígum í sögu enska boltans. Rígurinn er nánast jafn gamall liðunum sjálfum því borgirnar eru aðeins í 50km fjarlægð hvor frá annari. [[Manchester]] var mikil iðnaðarborg á meðan [[Liverpool]] var hafnarborg og mismunandi menning borganna leiddi til metings og rígs á milli íbúanna sem birtist í leikjum Liverpool og Manchester United. Árið 1887 hófu nokkrir athafnamenn í Manchester að grafa skipaskurð til sjávar þrátt fyrir andstöðu stjórnmálamanna í Liverpool sem sáu fram á að höfnin þar myndi missa viðskipti. Skurðurinn jók óvildina sem var nú þegar á milli íbúa borganna.
[[Mynd:2009-3-14 ManUtd vs LFC Red Card Vidic.JPG|thumb|Leikmaður Manchester United fær rautt spjald í leik gegn Liverpool]]
[[Ultras|Fótboltabullur]] á meðal stuðningsmanna beggja liða hika ekki við að nota harmleiki úr sögu liðanna til að láta í ljós fyrirlitningu á andstæðingnum. Til dæmis má heyra stuðningsmenn Manchester United syngja níðsöngva um [[Hillsborough slysið|harmleikinn við Hillsborough]] og eins syngja stuðningsmenn Liverpool stundum söngva um [[flugslysið í München]] í febrúar 1958.<ref>{{Cite web|url=https://apnews.com/article/chants-fans-liverpool-united-hillsborough-munich-3499c7729403340b145dc40d4cdbdb30|title=Liverpool and United call on fans to stop 'tragedy chanting'|date=2023-03-04|website=AP News|language=en|access-date=2023-12-24}}</ref>
=Leikmenn 2025-2026=
==Markmenn==
*[[Alisson Becker]]
*[[Giorgi Mamardashvili]]
*[[Ármin Pésci]]
*[[Freddie Woodman]]
==Varnarmenn==
*[[Ibrahima Konaté]]
*[[Joe Gomez]
*[[Virgil van Dijk]] (fyrirliði)
*[[Andrew Robertson]]
*[[Rhys Williams]]
*[[Kostas Tsimikas]]
*[[Conor Bradley]]
*[[Milos Kerkez]]
*[[Calvin Ramsey]]
==Miðjumenn==
*[[Harvey Elliott]]
*[[Curtis Jones]]
*[[Alexis Mac Allister]]
*[[Dominik Szoboszlai]]
*[[Wataru Endo]]
*[[Ryan Gravenberch]]
*[[Stefan Bajcetic]]
*[[Federico Chiesa]]
*[[Jeremie Frimpong]]
*[[Tyler Morton]]
==Sóknarmenn==
*[[Mohamed Salah]]
*[[Luis Díaz]]
*[[Darwin Núñez]]
*[[Cody Gakpo]]
*[[Florian Wirtz]]
*[[Ben Doak]]
[[Mynd:Shankly Gates.jpg|thumb|Toppurinn á Shankly-hliðinu, þar sem stendur „You`ll never walk alone“]]
=== Leikjahæstir ===
{| class="wikitable"
|+'''Tíu leikjahæstu leikmenn í sögu Liverpool'''
! style="background:#ffdead;"|Númer
! style="background:#ffdead;"|leikmaður
! style="background:#ffdead;"|Ár
! style="background:#ffdead;"|Leikir
|-
|style="text-align:right;"|''1''
|''[[Ian Callaghan]]''
|1959–1978
|style="text-align:center;"|''857''
|-
|style="text-align:right;"|''2''
|''[[Jamie Carragher]]''
|1996–2013
|style="text-align:center;"|''700''
|-
|style="text-align:right;"|''3''
|''[[Ray Clemence]]''
|1968–1981
|style="text-align:center;"|''665''
|-
|style="text-align:right;"|''4''
|''[[Emlyn Hughes]]''
|1966–1979
|style="text-align:center;"|''665''
|-
|style="text-align:right;"|''5''
|''[[Ian Rush]]''
|1980–1987, 1988–1996
|style="text-align:center;"|''660''
|-
|style="text-align:right;"|''6''
|''[[Phil Neal]]''
|1974–1986
|style="text-align:center;"|''650''
|-
|style="text-align:right;"|''7''
|''[[Tommy Smith (fotbollsspelare född 1945)|Tommy Smith]]
|1962–1979
|style="text-align:center;"|''638''
|-
|style="text-align:right;"|''8''
|''[[Bruce Grobbelaar]]''
|1981–1994
|style="text-align:center;"|''628''
|-
|style="text-align:right;"|''9''
|''[[Alan Hansen]]'''
|1977–1990
|style="text-align:center;"|'''620'''
|-
|style="text-align:right;"|'''10'''
|'''[[Steven Gerrard]]'''
|1998–2015
|style="text-align:center;"|'''586'''
|}
[[Mynd:Ian Rush.jpg|thumb|Ian Rush er sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk í sögu Liverpool]]
=== Markahæstir ===
<small>''Uppfært í ágúst 2024''</small>
{| class="wikitable"
|+'''Tíu markahæstu leikmenn í sögu Liverpool
! style="background:#ffdead;"|Númer
! style="background:#ffdead;"|Leikmaður
! style="background:#ffdead;"|Ár
! style="background:#ffdead;"|Mörk
|-
|style="text-align:right;"|'''1''
|''[[Ian Rush]]''
|1980–1987, 1988–1996
|''346''
|-
|style="text-align:right;"|''2''
|''[[Roger Hunt]]''
|1959–1970
|''285''
|-
|style="text-align:right;"|''3''
|''[[Gordon Hodgson]]''
|1925–1936
|''241''
|-
|style="text-align:right;"|''4''
|''[[Billy Liddell]]''
|1945–1961
|''228''
|-
|style="text-align:right;"|''5''
|''[[Mohamed Salah]]''
|2017–
|''213''
|-
|style="text-align:right;"|''6''
|''[[Steven Gerrard]]''
|1998-2015
|''186''
|-
|style="text-align:right;"|''7''
|''[[Robbie Fowler]]''
|1993–2001, 2006–2007
|''183''
|-
|style="text-align:right;"|''8''
|''[[Kenny Dalglish]]
|1977–1990
|''172''
|-
|style="text-align:right;"|''9''
|''[[Michael Owen]]''
|1997–2004
|'''158'''
|-
|style="text-align:right;"|'''10'''
|'''[[Harry Chambers]]'''
|1919–1928
|'''151'''
|-
|}
==Þekktir leikmenn sem hafa spilað fyrir félagið ==
{|
|valign="top"|
* [[Ephraim Longworth]]
* [[Elisha Scott]]
* [[Gordon Hodgson]]
* [[Billy Liddell]]
* [[Roger Hunt]]
* [[Ian Callaghan]]
* [[Ron Yeats]]
* [[Tommy Smith]]
* [[Ray Clemence]]
* [[Emlyn Hughes]]
* [[Markus Babbel]]
* [[Kevin Keegan]]
* [[Phil Thompson]]
* [[Phil Neal]]
* [[Alan Hansen]]
* [[Kenny Dalglish]]
* [[Øyvind Leonhardsen]]
* [[John Arne Riise]]
|width="85"|
|valign="top"|
* [[Graeme Souness]]
* [[Ronnie Whelan]]
* [[Ian Rush]]
* [[Bruce Grobbelaar]]
* [[Steve Nicol]]
* [[Jan Mölby]]
* [[John Aldridge]]
* [[John Barnes]]
* [[Peter Beardsley]]
* [[Steve McManaman]]
* [[Jamie Redknapp]]
* [[David James]]
* [[Robbie Fowler]]
* [[Michael Owen]]
* [[Jamie Carragher]]
* [[Dietmar Hamann]]
* [[Stig Inge Bjørnebye]]
* [[Vegard Heggem]]
|width="85"|
|valign="top"|
* [[Sami Hyypiä]]
* [[Emile Heskey]]
* [[Jerzy Dudek]]
* [[John Arne Riise]]
* [[Milan Baroš]]
* [[Steve Finnan]]
* [[Harry Kewell]]
* [[Luis Garcia]]
* [[Xabi Alonso]]
* [[Peter Crouch]]
* [[Daniel Agger]]
* [[Fernando Torres]]
* [[Luis Suárez]]
* [[Javier Mascherano]]
* [[Steven Gerrard]]
* [[Philippe Coutinho]]
* [[Glenn Hysèn]]
* [[Frode Kippe]]
* [[Bjørn Tore Kvarme]]
* [[Sadio Mané]]
* [[Roberto Firmino]]
* [[James Milner]]
* [[Jordan Henderson]]
|}
== Stærstu sigrar og töp ==
{| class="wikitable"
|+'''5 stærstu sigrarnir'''
!Dagsetning
!Úrslit
!Andstæðingur
!Keppni
|-
|1974-09-17
|style="text-align:center;"|11–0
|[[Strømsgodset IF|Strømsgodset]]
|[[Evrópukeppni bikarhafa]]
|-
|1969-09-16
|style="text-align:center;"|10–0
|[[Dundalk F.C]]
|[[Inter-Cities Fairs Cup]]
|-
|1986-09-23
|style="text-align:center;"|10–0
|[[Fulham FC|Fulham]]
|[[Enski deildabikarinn]]
|-
|1896-02-18
|style="text-align:center;"|10–1
|[[Rotherham United]]
|[[Enska fyrsta deildin (1888-1992)]]
|-
|1980-10-01
|style="text-align:center;"|10–1
|[[Oulun Palloseura]]
|[[Meistaradeild Evrópu]]
|}
{| class="wikitable"
|+'''Fimm stærstu töpin'''
!Dagsetning
!Úrslit
!Andstæðingur
!Keppni
|-
|1954-12-11
|style="text-align:center;"|1–9
|[[Birmingham City]]
|[[Enska fyrsta deildin (1888-1992)]]
|-
|1934-11-10
|style="text-align:center;"|0–8
|[[Huddersfield Town AFC]]
|[[Enska fyrsta deildin (1888-1992)]]
|-
|1934-01-01
|style="text-align:center;"|2–9
|[[Newcastle United FC]]
|[[Enska fyrsta deildin (1888-1992)]]
|-
|1932-05-07
|style="text-align:center;"|1–8
|[[Bolton Wanderers FC]]
|[[Enska fyrsta deildin (1888-1992)]]
|-
|1934-09-01
|style="text-align:center;"|1–8
|[[Arsenal FC]]
|[[Enska fyrsta deildin (1888-1992)]]
|}
== Heimildir ==
{{Reflist}}
== Tenglar ==
* [http://www.liverpool.is Liverpoolklúbburinn á Íslandi]
* https://web.archive.org/web/20171028043343/http://www.lfchistory.net/Stats/GamesBiggestWinsHome
{{Enska úrvalsdeildin}}
{{S|1892}}
[[Flokkur:Ensk knattspyrnufélög]]
[[Flokkur:Knattspyrnufélög frá Liverpool]]
o6xims734md2hktokrorunyczzd3p10
2014
0
42036
1922931
1855953
2025-07-08T12:15:35Z
178.78.252.98
1922931
wikitext
text/x-wiki
{{Ár nav}}
Árið '''2014''' ('''MMXIV''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) var 14. [[ár]] 21. aldar samkvæmt [[Gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]] og almennt ár sem hófst á miðvikudegi.
== Atburðir ==
=== Janúar ===
[[Mynd:Radically_oriented_protesters_throwing_Molotov_cocktails_in_direction_of_Interior_troops_positions._Dynamivska_str._Euromaidan_Protests._Events_of_Jan_19,_2014-5.jpg|thumb|right|Átök milli mótmælenda og lögreglu í Kíev.]]
* [[1. janúar]]
** [[Lettland]] tók upp [[Evra|evruna]].
** Fyrstu [[kannabis]]verslanirnar voru opnaðar í [[Colorado]] í Bandaríkjunum.
* [[7. janúar]] - Metkuldi mældist í Bandaríkjunum og Kanada með allt að 53° frosti í [[Montana]].
* [[16. janúar]] - Ný [[stjórnarskrá Egyptalands]] var samþykkt með 90% atkvæða en aðeins 38,5% kjörsókn.
* [[17. janúar]] - [[Hery Rajaonarimampianina]] var kosinn forseti Madagaskar.
* [[18. janúar]] - [[Bruninn í Lærdal 2014]]: 40 byggingar í [[Lærdal]] í Noregi eyðilögðust í bruna.
* [[21. janúar]] - [[Fiat]] keypti upp afgang hlutabréfa í bílaframleiðandanum [[Chrysler Group]] og varð við það sjöundi stærsti bílaframleiðandi heims.
* [[22. janúar]]
** [[Önnur friðarráðstefnan í Genf]] samþykkti að leita diplómatískra leiða til að binda endi á [[borgarastyrjöldin í Sýrlandi|borgarastyrjöldina í Sýrlandi]].
** [[Úkraínukreppan]]: 5 létust í átökum mótmælenda og lögreglu í [[Kíev]].
* [[27. janúar]] - [[Eldsvoðinn í Flatanger 2014]]: 64 byggingar í bænum [[Flatanger]] í Noregi eyðilögðust eða skemmdust í bruna.
* [[29. janúar]] - [[Úkraínukreppan]]: Ríkisstjórnin sagði af sér og aflétti neyðarlögum.
=== Febrúar ===
[[Mynd:Clashes_in_Kyiv,_Ukraine._Events_of_February_18,_2014-4.jpg|thumb|right|Mótmælendur í Kíev 18. febrúar.]]
* [[Febrúar]] - Alvarlegur [[Ebóla|ebólufaraldur]] hófst í [[Vestur-Afríka|Vestur Afríku]].
* [[1. febrúar]] - 14 létust þegar eldfjallið [[Sinabung]] á Súmötru gaus.
* [[2. febrúar]] - [[Sýrlandsher]] varpaði [[tunnusprengja|tunnusprengjum]] á hverfi í [[Aleppó]] með þeim afleiðingum að 85 létust.
* [[4. febrúar]] - [[Óeirðirnar í Bosníu og Hersegóvínu 2014|Óeirðir]] brutust út í Bosníu og Hersegóvínu.
* [[7. febrúar]] - [[Vetrarólympíuleikarnir 2014]] hófust í [[Sotsjí]] í [[Rússland]]i.
* [[13. febrúar]] - [[Belgía]] lögleiddi [[dánaraðstoð]] á dauðvona sjúklingum.
* [[16. febrúar]] - 13 suðurkóreskir ferðamenn létust í sprengjuárás á rútu í [[Kaíró]].
* [[20. febrúar]] - [[Úkraínukreppan]]: 100 létust í átökum lögreglu og mótmælenda í Kíev.
* [[22. febrúar]]
** [[Úkraínska byltingin 2014|Úkraínska byltingin]]: [[Úkraínska þingið]] vísaði [[Víktor Janúkovytsj]], forseta landsins, úr embætti og skipaði [[Oleksandr Túrtsjynov]] sem nýjan forseta í kjölfar mannskæðra mótmæla í [[Kænugarður|Kænugarði]].
** [[Matteo Renzi]] tók við embætti sem forsætisráðherra Ítalíu.
** [[Ísland]] dró aðildarumsókn sína að Evrópusambandinu til baka.
* [[25. febrúar]] - 59 drengir voru myrtir í árás á skóla í [[Yobe-fylki]] í Nígeríu. Talið er að [[Boko Haram]] beri ábyrgð á árásinni.
* [[27. febrúar]] - [[Rússland]] sendi óeinkennisklædda hermenn til [[Krímskagi|Krímskaga]] í [[Úkraína|Úkraínu]] og hélt því fram að þeir væru aðskilnaðarsinnar frá Krímskaga. Skömmu síðar var Krímskagi [[Innlimun Rússlands á Krímskaga|innlimaður í Rússland]] eftir umdeilda atkvæðagreiðslu íbúa.
=== Mars ===
[[Mynd:VOA-Crimea-unmarked-soldiers.jpg|thumb|right|Ómerktir hermenn í [[Simferopol]] á Krímskaga.]]
* [[1. mars]] - [[Rússland]] sendi herlið til [[Krímskagi|Krímskaga]].
* [[5. mars]] - [[Venesúela]] sleit öll stjórnmálatengsl við [[Panama]] og sakaði stjórn Panama um samsæri gegn venesúelskum stjórnvöldum.
* [[8. mars]] - [[Malaysian Airlines flug 370]], með 239 manns innanborðs, hvarf af ratsjám á leið sinni frá [[Kuala Lumpur]] til [[Peking]].
* [[13. mars]] - 301 námuverkamaður fórst í [[námuslysið í Soma|sprengingu í námu í Soma]], Tyrklandi.
* [[16. mars]] - [[Þjóðaratkvæðagreiðslan á Krímskaga 2014|Umdeild atkvæðagreiðsla]] meðal íbúa Krímskaga, hvort skaginn skyldi verða hluti af Rússlandi, fór fram.
* [[21. mars]] - [[Krímskagi]] var formlega innlimaður í Rússland.
* [[24. mars]] - [[Rússland]] var rekið úr [[Átta helstu iðnríki heims|G8]] af hinum sjö ríkjunum í kjölfar innlimunar [[Krímskagi|Krímskaga]].
* [[27. mars]] - [[Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna]] ályktaði að [[Krímskagi]] tilheyrði [[Úkraína|Úkraínu]] en ekki [[Rússland]]i.
* [[31. mars]] - [[Alþjóðadómstóllinn]] úrskurðaði að [[hvalveiðar]] Japana í Suður-Íshafi gætu ekki talist í vísindaskyni og ættu ekki að fá fleiri leyfi.
=== Apríl ===
[[Mynd:2014-04-06._Протесты_в_Донецке_011.jpg|thumb|right|Mótmæli í Donetsk 6. apríl.]]
* [[6. apríl]] - Rússneski fáninn var dreginn að húni í mótmælum í [[Donetsk]] og [[Karkiv]] í Úkraínu.
* [[7. apríl]]
** [[Alþýðulýðveldið Donetsk]] lýsti yfir sjálfstæði frá Úkraínu.
** Fjölmennustu kosningar sögunnar fóru fram þegar [[þingkosningar á Indlandi 2014|þingkosningar hófust á Indlandi]]. 815 milljónir voru á kjörskrá.
* [[10. apríl]] - [[Evrópuráðið]] svipti Rússland atkvæðisrétti sínum tímabundið vegna innlimunar Krímskaga.
* [[14. apríl]] - [[Ránið á stúlkunum frá Chibok|276 stúlkum var rænt]] úr skóla í [[Chibok]] í [[Nígería|Nígeríu]]. Hryðjuverkasamtökin [[Boko Haram]] lýstu yfir ábyrgð á mannránunum. Skömmu síðar sluppu 53 stúlkur frá mannræningjunum en hinar voru seldar í hjónabönd með meðlimum samtakanna.
* [[14. apríl]] - 75 létust þegar [[bílsprengja]] sprakk í höfuðborg Nígeríu, [[Abuja]].
* [[16. apríl]] - 304 manns létust þegar ferjunni ''[[Sewol]]'' hvolfdi í [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]].
* [[18. apríl]] - 16 nepalskir fjallaleiðsögumenn fórust þegar [[snjóflóðið á Everest 2014|snjóflóð]] féll í [[Everestfjall]]i nærri [[grunnbúðir Everest|grunnbúðum Everest]].
* [[27. apríl]] - Páfarnir [[Jóhannes 23.]] og [[Jóhannes Páll 2.]] voru teknir í dýrlinga tölu.
* [[28. apríl]] - [[Bandaríkin]] beittu viðskiptaþvingunum gegn [[Rússland]]i vegna deilunnar um [[Krímskagi|Krímskaga]].
=== Maí ===
[[Mynd:Soma_mine_disaster12.JPG|thumb|right|Björgunaraðgerðir eftir námuslysið í Soma.]]
* [[2. maí]]
** [[Bruninn í verkalýðsbyggingunni í Odesa 2014]]: 42 andstæðingar stjórnarinnar í Kænugarði létust í bruna í byggingu í Odesa eftir fjölmenn mótmæli.
** Yfir 2000 manns fórust í skriðuföllum í norðurhluta [[Afganistan]].
* [[5. maí]] - [[Alþjóðaheilbrigðisstofnunin]] lýsti því yfir að útbreiðsla [[lömunarveiki]] í 10 löndum væri orðin að alþjóðlegu heilbrigðisvandamáli.
* [[5. maí]] - Hryðjuverkasamtökin [[Boko Haram]] drápu um 300 manns í árás á [[Gamboru Ngala]] í [[Nígería|Nígeríu]].
* [[8. maí]] - [[Luis Guillermo Solís]] tók við embætti forseta Belís.
* [[10. maí]] - [[Conchita Wurst]] sigraði [[Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2014]] fyrir Austurríki með laginu „Rise Like a Phoenix“.
* [[12. maí]] - [[Alþýðulýðveldið Luhansk]] lýsti yfir sjálfstæði frá Úkraínu.
* [[13. maí]] - Yfir 300 fórust í [[námuslysið í Soma|sprengingu í kolanámu]] í [[Soma]] í Tyrklandi.
* [[14. maí]] - [[Besti flokkurinn]] bauð sig ekki fram að öðru sinni í sveitarstjórnarkosningum og var þar af leiðandi lagður niður.
* [[15. maí]] - [[National September 11 Memorial & Museum|Safn um hryðjuverkin 11. september 2001]] var vígt í Bandaríkjunum.
* [[18. maí]] - Hersveitir [[Khalifa Haftar]] frömdu valdarán í [[Líbýa|Líbýu]], hertóku [[Trípólí]] og gerðu loftárásir á [[Benghazi]].
* [[20. maí]] - 118 manns látast í sprengjuárás í [[Jos]] í [[Nígería|Nígeríu]].
* [[22. maí]]
** [[Taílandsher]] steypti bráðabirgðastjórn [[Niwatthamrong Boonsongpaisan]] af stóli eftir að henni hafði mistekist að taka á óeirðum í landinu.
** Alþýðulýðveldin [[Alþýðulýðveldið Lúhansk|Luhansk]] og [[Alþýðulýðveldið Lúhansk| Donetsk]] lýstu yfir stofnun [[Nýja-Rússland]]s.
* [[24. maí]] - 4 létust þegar maður hóf skothríð á [[Gyðingasafnið í Brussel]].
=== Júní ===
[[Mynd:Arena_Corinthians_Opening_LED_Ball.jpg|thumb|right|Opnunarhátíð heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2014.]]
* [[2. júní]] - [[Jóhann Karl 1.]] Spánarkonungur tilkynnti að hann hygðist afsala sér völdum og láta krúnuna í hendur syni sínum, [[Filippus 6. Spánarkonungur|Filippusi 6.]]
* [[3. júní]] - [[Bashar al-Assad]] var kjörinn forseti Sýrlands með 88% atkvæða þrátt fyrir [[Sýrlenska borgarastyrjöldin|borgarastyrjöldina]] í landinu.
* [[5. júní]] - Vopnaður hópur súnnímúslima sem kallaði sig [[Íslamska ríkið]] í Írak og Mið-Austurlöndum hóf [[sóknin í Norður-Írak 2014|sókn í Norður-Írak]].
* [[7. júní]] - [[Petró Pórósjenkó]] tók við völdum sem forseti Úkraínu.
* [[11. júní]] - [[Íslamska ríkið]] náði [[Tikrit]] á sitt vald.
* [[12. júní]]
** Þrír ísraelskir táningar hurfu þegar þeir ferðuðust frá [[Betlehem]] til [[Hebron]].
* [[12. júní]]-[[13. júlí]] - [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2014|Heimsmeistaramót í knattspyrnu karla]] var haldið í [[Brasilía|Brasilíu]].
* [[14. júní]] - [[Úkraínukreppan]]: 49 áhafnarmeðlimir úkraínskrar flutningavélar fórust þegar hún var skotin niður af aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins með flugskeyti.
* [[16. júní]] - 48 voru drepin þegar hryðjuverkamenn [[al-Shabab]] réðust á bæinn [[Mpeketoni]] í Kenýa.
* [[19. júní]] - [[Filippus 6. Spánarkonungur|Filippus 6.]] var krýndur Spánarkonungur.
* [[28. júní]] - [[Skotárásin í Sarajevó|Skotárásarinnar í Sarajevó]] 1914 var minnst víða um heim.
* [[29. júní]] - [[Íslamska ríkið]] lýsti yfir stofnun [[kalífadæmi]]s með [[Abu Bakr al-Baghdadi]] sem kalífa.
=== Júlí ===
[[Mynd:Armored_Corps_Operate_Near_the_Gaza_Border_(14754144934).jpg|thumb|right|Ísraelskir hermenn og skriðdrekar við landamærin að Gasa.]]
* [[1. júlí]] - Hálf milljón íbúa [[Hong Kong]] mótmæltu fyrirhugaðri aukningu áhrifa kínverska miðstjórnarvaldsins í borginni.
* [[2. júlí]] - [[Morðið á Mohammed Abu Khdeir]]: Ísraelskir landnemar rændu og myrtu palestínskan táning í hefndarskyni fyrir [[morðið á þremur ísraelskum táningum 2014|þrjá ísraelska táninga]] sem [[Hamas]] myrti 12. júní.
* [[8. júlí]] - [[Gasastríðið 2014|Átök milli Ísraels og Hamas]] hófust þegar [[Ísraelsher]] hóf hernaðaraðgerðir á [[Gasaströndin]]ni.
* [[13. júlí]] - Þýskaland vann [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2014|heimsmeistaratitil í knattspyrnu karla]] eftir sigur gegn Argentínu.
*[[14. júlí]] - [[Ashraf Ghani]] var kjörinn forseti [[Afganistan]]s í annarri umferð forsetakosninga þar í landi.
* [[17. júlí]]
** [[Malaysia Airlines flug 17]], með 298 manns innanborðs, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu.
** [[Ísraelsher]] gerði innrás í Gasaströndina.
* [[23. júlí]] - [[Samveldisleikarnir 2014]] hófust í Glasgow.
* [[24. júlí]] - [[Air Algérie flug 5017]], með 116 manns innanborðs, fórst í [[Malí]].
* [[28. júlí]] - Ísraelskt flugskeyti lenti á skóla sem rekinn var á vegum Sameinuðu þjóðanna.
=== Ágúst ===
[[Mynd:Bárðarbunga_Volcano,_September_4_2014_-_15146259395.jpg|thumb|right|Eldgosið í Holuhrauni.]]
* [[1. ágúst]] - [[Ansar al Sharia]] lýsti yfir stofnun íslamsks [[emírat]]s í [[Benghazi]] í Líbýu.
* [[3. ágúst]] - 7 börn létust og 30 slösuðust þegar flugskeyti frá [[Ísraelsher]] lenti á skóla Sameinuðu þjóðanna á Gasaströndinni.
* [[7. ágúst]] - Tveir leiðtogar Rauðu kmeranna, [[Nuon Chea]] og [[Khieu Samphan]], voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir [[glæpur gegn mannkyni|glæpi gegn mannkyni]].
* [[8. ágúst]] - [[Bandaríkjaher]] hóf loftárásir gegn hryðjuverkasamtökunum [[íslamska ríkið|íslamska ríkinu]] í Norður-Írak.
* [[9. ágúst]] - Hvítur lögreglumaður skaut þeldökka táninginn [[Michael Brown]] til bana í [[Ferguson (Missouri)]] sem leiddi til öldu mótmæla.
* [[10. ágúst]] - Fyrstu beinu forsetakosningarnar fóru fram í [[Tyrkland]]i samkvæmt nýrri stjórnarskrá. [[Recep Tayyip Erdoğan]] var kjörinn forseti með 52% atkvæða.
* [[16. ágúst]] - Sveitir [[Íslamska ríkið|Íslamska ríkisins]] myrtu 312 [[jasídar|jasída]] í bænum [[Kojo]] í Norður-Írak.
* [[18. ágúst]] - Fornleifauppgröftur hófst við [[Borgring]] í Danmörku. Hann leiddi í ljós [[hringborg]] frá víkingatímanum.
* [[26. ágúst]] - Samið var um vopnahlé milli [[Ísrael]]s og [[Palestínuríki|Palestínumanna]] eftir 7 vikna átök.
* [[29. ágúst]] - Eldgos hófst í [[Holuhraun]]i norðan við [[Bárðarbunga|Bárðarbungu]] í Vatnajökli. Gosið stóð í 6 mánuði samfleytt.
=== September ===
[[Mynd:Night_launch_of_F-18s_from_USS_GHW_Bush_(CVN-77)_in_September_2014.JPG|thumb|right|Bandarískar sprengjuflugvélar taka af stað í átt að skotmörkum í Sýrlandi.]]
* [[5. september]] - Samið var um vopnahlé milli [[Úkraína|Úkraínustjórnar]] og rússneskra aðskilnaðarsinna.
* [[8. september]] - Breska konungsfjölskyldan tilkynnti að [[Vilhjálmur Bretaprins]] og [[Kate Middleton|Katrín, hertogaynja af Cambridge]], ættu von á sínu öðru barni.
* [[13. september]] - [[Bandaríkin]] lýstu [[Íslamska ríkið|Íslamska ríkinu]] stríð á hendur.
* [[18. september]] - [[Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands 2014]] fór fram. Tillaga um sjálfstæði var felld með 55% atkvæða.
* [[20. september]] - [[Tyrkland]] opnaði landamæri sín fyrir 70.000 Kúrdum á flótta undan Íslamska ríkinu í Sýrlandi.
* [[22. september]] - [[Bandaríkjaher]] ásamt bandamönnum hóf loftárásir á [[Íslamska ríkið]] í Sýrlandi.
* [[26. september]] - Þúsundir andstæðinga stjórnar [[Islam Karimov]] í [[Úsbekistan]] voru handteknir.
* [[27. september]] - 63 fórust þegar eldfjallið [[Ontake]] á Japan hóf að gjósa.
* [[28. september]] - [[Mótmælin í Hong Kong 2014]]: Þúsundir mótmælenda tóku yfir skrifstofur stjórnar Hong Kong.
=== Október ===
[[Mynd:Coalition_Airstrike_on_ISIL_position_in_Kobane.jpg|thumb|right|Bandaríkjaher varpar sprengjum á Íslamska ríkið í Kobani.]]
* [[3. október]] - [[Borgarastyrjöldin í Malí]]: 9 friðargæsluliðar létu lífið í árás á bílalest Sþ milli [[Menaka]] og [[Ansongo]].
* [[5. október]]
** [[Umsátrið um Kobanî]]: [[Íslamska ríkið]] réðist inn í borgina [[Kobanî]] í norðurhluta Sýrlands.
** Fjöldagröf með líkamsleifum 30 kennaranema sem [[mannránin í Iguala|hafði verið rænt]] af lögreglu í Iguala í Mexíkó fundust.
** [[Svíþjóð]] varð fyrsta Evrópusambandslandið sem viðurkenndi sjálfstæði [[Palestínuríki]]s.
* [[18. október]] - 20 létust í árás uppreisnarmanna í [[ADF-Nalu]] á bæinn [[Byalos]] í [[Austur-Kongó]].
* [[20. október]] - [[Joko Widodo]] tók við embætti sem forseti Indónesíu.
* [[28. október]] - [[HTML5]] varð að formlegum [[W3C-tilmæli|W3C-tilmælum]].
* [[31. október]]
** Forseti Búrkína Fasó, [[Blaise Compaoré]], sagði af sér eftir að herinn tók völdin.
** Geimfarið ''[[VSS Enterprise]]'', af gerðinni [[SpaceShipTwo]], hrapaði. Einn flugmaður fórst.
=== Nóvember ===
[[Mynd:NAVCAM_top_10_at_10_km_–_8_(15765234852).jpg|thumb|right|Ljósmynd af yfirborði halastjörnunnar 67P/Thurjumov-Gerasimenko.]]
* [[2. nóvember]] - [[Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar]] birti lokahluta [[Fimmta matsskýrslan|Fimmtu matsskýrslu]] sinnar sem talaði um „alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar“ loftslagsbreytinga.
* [[3. nóvember]] - Skýjakljúfurinn [[One World Trade Center]] í New York-borg var opnaður almenningi.
* [[9. nóvember]] - [[Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu]] var haldin. Yfir 80% samþykktu að lýsa yfir sjálfstæði. [[Hæstiréttur Spánar]] hafði áður dæmt þjóðaratkvæðagreiðsluna ólöglega.
* [[12. nóvember]] - [[Evrópska geimferðastofnunin]] losaði lendingarfarið „Philae“ frá geimfarinu ''[[Rosetta (geimfar)|Rosetta]]'' og lenti því á halastjörnunni [[67P/Tjurjumov-Gerasienko]]. Þetta var í fyrsta sinn sem geimfar lenti á halastjörnu.
* [[19. nóvember]] - 150 cm snjór féll á skömmum tíma við [[Buffalo]] í New York-fylki í Bandaríkjunum.
* [[25. nóvember]] - Hörð átök milli mótmælenda og lögreglu áttu sér stað í [[Ferguson (Missouri)]] vegna morðsins á [[Michael Brown]].
=== Desember ===
* [[3. desember]] - Japanska geimferðastofnunin [[JAXA]] sendi ómannaða geimfarið ''[[Hayabusa2]]'' til loftsteinsins [[162173 Ryugu]].
* [[16. desember]] - 145 skólabörn og kennarar létust þegar [[Talíbanar]] gerðu árás á skóla í [[Peshawar]] í Pakistan.
* [[17. desember]] - [[Barack Obama]] forseti Bandaríkjanna og [[Raúl Castro]] forseti Kúbu tilkynntu að ríkin hygðust taka upp stjórnmálasamband á ný eftir 52 ára fjandskap.
* [[22. desember]] - [[Beji Caid Essebsi]] varð forseti Túnis.
* [[23. desember]] - [[Úkraínska þingið]] samþykkti að leggja hlutleysisstefnu landsins niður og sækja um aðild að [[NATO]].
* [[28. desember]] - Farþegaþotan [[Indonesia AirAsia flug 8501]] fórst í [[Jövuhaf]]i með 162 manns innanborðs.
* [[28. desember]] - Eldur kom upp í ferjunni ''[[Norman Atlantic]]'' á Adríahafi. 11 fórust í eldinum.
* [[28. desember]] - [[Atlantshafsbandalagið]] lýsti yfir formlegum endalokum aðgerða í Afganistan.
* [[31. desember]] - 30 létust þegar sprengja sprakk í mosku í [[Ibb]] í Jemen þar sem hundruð sjíamúslima höfðu komið saman.
== Dáin ==
* [[5. janúar]] - [[Eusébio]], portúgalskur knattspyrnumaður (f. [[1942]]).
* [[9. janúar]] - [[Dale Mortensen]], bandarískur hagfræðingur og [[Nóbelsverðlaunin|Nóbelsverðlaunahafi]] (f. [[1939]]).
* [[11. janúar]] - [[Ariel Sharon]], forsætisráðherra Ísraels (f. [[1928]]).
* [[20. janúar]] - [[Claudio Abbado]], ítalskur hljómsveitarstjóri (f. [[1933]]).
* [[27. janúar]] - [[Pete Seeger]], bandarískur söngvari (f. [[1919]]).
* [[1. febrúar]] - [[Maximilian Schell]], austurrísk-svissneskur leikari (f. [[1930]]).
* [[2. febrúar]] - [[Philip Seymour Hoffman]], bandarískur leikari (f. [[1967]]).
* [[5. febrúar]] - [[Carlos Borges]], úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. [[1932]]).
* [[9. febrúar]] - [[Gabriel Axel]], danskur leikari og kvikmyndaleikstjóri (f. [[1918]]).
* [[10. febrúar]] - [[Shirley Temple]], bandarísk leikkona (f. [[1928]]).
* [[13. febrúar]] - [[Ralph Waite]], bandarískur leikari (f. [[1928]]).
* [[14. febrúar]] - [[Tom Finney]], enskur knattspyrnumaður (f. [[1922]]).
* [[24. febrúar]] - [[Harold Ramis]], bandarískur leikari og kvikmyndaleikstjóri (f. [[1944]]).
* [[1. mars]] - [[Alain Resnais]], franskur leikstjóri (f. [[1922]]).
* [[23. mars]] - [[Adolfo Suárez]], forsætisráðherra Spánar (f. [[1932]]).
* [[6. apríl]] - [[Mickey Rooney]], bandarískur leikari (f. [[1920]]).
* [[17. apríl]] - [[Gabriel Garcia Marquez]], kólumbískur rithöfundur (f. [[1927]]).
* [[29. apríl]] - [[Bob Hoskins]], enskur leikari (f. [[1942]]).
* [[3. maí]] - [[Gary Becker]], bandarískur hagfræðingur (f. [[1930]]).
* [[4. maí]] - [[Tatiana Samoilova]], rússnesk leikkona (f. [[1934]]).
* [[15. maí]] - [[Jean-Luc Dehaene]], forsætisráðherra Belgíu (f. [[1940]]).
* [[17. maí]] - [[Gerald Edelman]], bandarískur læknir (f. [[1929]]).
* [[25. maí]] - [[Wojciech Jaruzelski]], pólskur leiðtogi (f. [[1923]]).
* [[28. maí]] - [[Maya Angelou]], bandarískur rithöfundur (f. [[1928]]).
* [[15. júní]] - [[Casey Kasem]], bandarískur leikari (f. [[1932]]).
* [[24. júní]] - [[Eli Wallach]], bandarískur leikari (f. [[1915]]).
* [[7. júlí]] - [[Eduard Shevardnadze]], forseti Georgíu (f. [[1928]]).
* [[7. júlí]] - [[Alfredo Di Stéfano]], argentínsk-spænskur knattspyrnumaður (f. [[1926]]).
* [[13. júlí]] - [[Nadine Gordimer]], suður-afrískur rithöfundur (f. [[1923]]).
* [[19. júlí]] - [[James Garner]], bandarískur leikari (f. [[1928]]).
* [[11. ágúst]] - [[Robin Williams]], bandarískur leikari og grínisti (f. [[1951]]).
* [[12. ágúst]] - [[Lauren Bacall]], bandarísk leikkona (f. [[1924]]).
* [[24. ágúst]] - [[Richard Attenborough]], breskur leikari og kvikmyndaleikstjóri (f. [[1923]]).
[[Flokkur:2014]]
[[Flokkur:2011-2020]]
jwkbp19n7szpiumddwdwidsmqys1p9q
1922932
1922931
2025-07-08T12:16:29Z
178.78.252.98
1922932
wikitext
text/x-wiki
{{Ár nav}}
Árið '''2014''' ('''MMXIV''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) var 14. [[ár]] 21. aldar samkvæmt [[Gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]] og almennt ár sem hófst á miðvikudegi.
== Atburðir ==
=== Janúar ===
[[Mynd:Radically_oriented_protesters_throwing_Molotov_cocktails_in_direction_of_Interior_troops_positions._Dynamivska_str._Euromaidan_Protests._Events_of_Jan_19,_2014-5.jpg|thumb|right|Átök milli mótmælenda og lögreglu í Kíev.]]
* [[1. janúar]]
** [[Lettland]] tók upp [[Evra|evruna]].
** Fyrstu [[kannabis]]verslanirnar voru opnaðar í [[Colorado]] í Bandaríkjunum.
* [[7. janúar]] - Metkuldi mældist í Bandaríkjunum og Kanada með allt að 53° frosti í [[Montana]].
* [[16. janúar]] - Ný [[stjórnarskrá Egyptalands]] var samþykkt með 90% atkvæða en aðeins 38,5% kjörsókn.
* [[17. janúar]] - [[Hery Rajaonarimampianina]] var kosinn forseti Madagaskar.
* [[18. janúar]] - [[Bruninn í Lærdal 2014]]: 40 byggingar í [[Lærdal]] í Noregi eyðilögðust í bruna.
* [[21. janúar]] - [[Fiat]] keypti upp afgang hlutabréfa í bílaframleiðandanum [[Chrysler Group]] og varð við það sjöundi stærsti bílaframleiðandi heims.
* [[22. janúar]]
** [[Önnur friðarráðstefnan í Genf]] samþykkti að leita diplómatískra leiða til að binda endi á [[borgarastyrjöldin í Sýrlandi|borgarastyrjöldina í Sýrlandi]].
** [[Úkraínukreppan]]: 5 létust í átökum mótmælenda og lögreglu í [[Kíev]].
* [[27. janúar]] - [[Eldsvoðinn í Flatanger 2014]]: 64 byggingar í bænum [[Flatanger]] í Noregi eyðilögðust eða skemmdust í bruna.
* [[29. janúar]] - [[Úkraínukreppan]]: Ríkisstjórnin sagði af sér og aflétti neyðarlögum.
=== Febrúar ===
[[Mynd:Clashes_in_Kyiv,_Ukraine._Events_of_February_18,_2014-4.jpg|thumb|right|Mótmælendur í Kíev 18. febrúar.]]
* [[Febrúar]] - Alvarlegur [[Ebóla|ebólufaraldur]] hófst í [[Vestur-Afríka|Vestur Afríku]].
* [[1. febrúar]] - 14 létust þegar eldfjallið [[Sinabung]] á Súmötru gaus.
* [[2. febrúar]] - [[Sýrlandsher]] varpaði [[tunnusprengja|tunnusprengjum]] á hverfi í [[Aleppó]] með þeim afleiðingum að 85 létust.
* [[4. febrúar]] - [[Óeirðirnar í Bosníu og Hersegóvínu 2014|Óeirðir]] brutust út í Bosníu og Hersegóvínu.
* [[7. febrúar]] - [[Vetrarólympíuleikarnir 2014]] hófust í [[Sotsjí]] í [[Rússland]]i.
* [[13. febrúar]] - [[Belgía]] lögleiddi [[dánaraðstoð]] á dauðvona sjúklingum.
* [[16. febrúar]] - 13 suðurkóreskir ferðamenn létust í sprengjuárás á rútu í [[Kaíró]].
* [[20. febrúar]] - [[Úkraínukreppan]]: 100 létust í átökum lögreglu og mótmælenda í Kíev.
* [[22. febrúar]]
** [[Úkraínska byltingin 2014|Úkraínska byltingin]]: [[Úkraínska þingið]] vísaði [[Víktor Janúkovytsj]], forseta landsins, úr embætti og skipaði [[Oleksandr Túrtsjynov]] sem nýjan forseta í kjölfar mannskæðra mótmæla í [[Kænugarður|Kænugarði]].
** [[Matteo Renzi]] tók við embætti sem forsætisráðherra Ítalíu.
** [[Ísland]] dró aðildarumsókn sína að Evrópusambandinu til baka.
* [[25. febrúar]] - 59 drengir voru myrtir í árás á skóla í [[Yobe-fylki]] í Nígeríu. Talið er að [[Boko Haram]] beri ábyrgð á árásinni.
* [[27. febrúar]] - [[Rússland]] sendi óeinkennisklædda hermenn til [[Krímskagi|Krímskaga]] í [[Úkraína|Úkraínu]] og hélt því fram að þeir væru aðskilnaðarsinnar frá Krímskaga. Skömmu síðar var Krímskagi [[Innlimun Rússlands á Krímskaga|innlimaður í Rússland]] eftir umdeilda atkvæðagreiðslu íbúa.
=== Mars ===
[[Mynd:VOA-Crimea-unmarked-soldiers.jpg|thumb|right|Ómerktir hermenn í [[Simferopol]] á Krímskaga.]]
* [[1. mars]] - [[Rússland]] sendi herlið til [[Krímskagi|Krímskaga]].
* [[5. mars]] - [[Venesúela]] sleit öll stjórnmálatengsl við [[Panama]] og sakaði stjórn Panama um samsæri gegn venesúelskum stjórnvöldum.
* [[8. mars]] - [[Malaysian Airlines flug 370]], með 239 manns innanborðs, hvarf af ratsjám á leið sinni frá [[Kuala Lumpur]] til [[Peking]].
* [[13. mars]] - 301 námuverkamaður fórst í [[námuslysið í Soma|sprengingu í námu í Soma]], Tyrklandi.
* [[16. mars]] - [[Þjóðaratkvæðagreiðslan á Krímskaga 2014|Umdeild atkvæðagreiðsla]] meðal íbúa Krímskaga, hvort skaginn skyldi verða hluti af Rússlandi, fór fram.
* [[21. mars]] - [[Krímskagi]] var formlega innlimaður í Rússland.
* [[24. mars]] - [[Rússland]] var rekið úr [[Átta helstu iðnríki heims|G8]] af hinum sjö ríkjunum í kjölfar innlimunar [[Krímskagi|Krímskaga]].
* [[27. mars]] - [[Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna]] ályktaði að [[Krímskagi]] tilheyrði [[Úkraína|Úkraínu]] en ekki [[Rússland]]i.
* [[31. mars]] - [[Alþjóðadómstóllinn]] úrskurðaði að [[hvalveiðar]] Japana í Suður-Íshafi gætu ekki talist í vísindaskyni og ættu ekki að fá fleiri leyfi.
=== Apríl ===
[[Mynd:2014-04-06._Протесты_в_Донецке_011.jpg|thumb|right|Mótmæli í Donetsk 6. apríl.]]
* [[6. apríl]] - Rússneski fáninn var dreginn að húni í mótmælum í [[Donetsk]] og [[Karkiv]] í Úkraínu.
* [[7. apríl]]
** [[Alþýðulýðveldið Donetsk]] lýsti yfir sjálfstæði frá Úkraínu.
** Fjölmennustu kosningar sögunnar fóru fram þegar [[þingkosningar á Indlandi 2014|þingkosningar hófust á Indlandi]]. 815 milljónir voru á kjörskrá.
* [[10. apríl]] - [[Evrópuráðið]] svipti Rússland atkvæðisrétti sínum tímabundið vegna innlimunar Krímskaga.
* [[14. apríl]]
** [[Ránið á stúlkunum frá Chibok|276 stúlkum var rænt]] úr skóla í [[Chibok]] í [[Nígería|Nígeríu]]. Hryðjuverkasamtökin [[Boko Haram]] lýstu yfir ábyrgð á mannránunum. Skömmu síðar sluppu 53 stúlkur frá mannræningjunum en hinar voru seldar í hjónabönd með meðlimum samtakanna.
** 75 létust þegar [[bílsprengja]] sprakk í höfuðborg Nígeríu, [[Abuja]].
* [[16. apríl]] - 304 manns létust þegar ferjunni ''[[Sewol]]'' hvolfdi í [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]].
* [[18. apríl]] - 16 nepalskir fjallaleiðsögumenn fórust þegar [[snjóflóðið á Everest 2014|snjóflóð]] féll í [[Everestfjall]]i nærri [[grunnbúðir Everest|grunnbúðum Everest]].
* [[27. apríl]] - Páfarnir [[Jóhannes 23.]] og [[Jóhannes Páll 2.]] voru teknir í dýrlinga tölu.
* [[28. apríl]] - [[Bandaríkin]] beittu viðskiptaþvingunum gegn [[Rússland]]i vegna deilunnar um [[Krímskagi|Krímskaga]].
=== Maí ===
[[Mynd:Soma_mine_disaster12.JPG|thumb|right|Björgunaraðgerðir eftir námuslysið í Soma.]]
* [[2. maí]]
** [[Bruninn í verkalýðsbyggingunni í Odesa 2014]]: 42 andstæðingar stjórnarinnar í Kænugarði létust í bruna í byggingu í Odesa eftir fjölmenn mótmæli.
** Yfir 2000 manns fórust í skriðuföllum í norðurhluta [[Afganistan]].
* [[5. maí]] - [[Alþjóðaheilbrigðisstofnunin]] lýsti því yfir að útbreiðsla [[lömunarveiki]] í 10 löndum væri orðin að alþjóðlegu heilbrigðisvandamáli.
* [[5. maí]] - Hryðjuverkasamtökin [[Boko Haram]] drápu um 300 manns í árás á [[Gamboru Ngala]] í [[Nígería|Nígeríu]].
* [[8. maí]] - [[Luis Guillermo Solís]] tók við embætti forseta Belís.
* [[10. maí]] - [[Conchita Wurst]] sigraði [[Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2014]] fyrir Austurríki með laginu „Rise Like a Phoenix“.
* [[12. maí]] - [[Alþýðulýðveldið Luhansk]] lýsti yfir sjálfstæði frá Úkraínu.
* [[13. maí]] - Yfir 300 fórust í [[námuslysið í Soma|sprengingu í kolanámu]] í [[Soma]] í Tyrklandi.
* [[14. maí]] - [[Besti flokkurinn]] bauð sig ekki fram að öðru sinni í sveitarstjórnarkosningum og var þar af leiðandi lagður niður.
* [[15. maí]] - [[National September 11 Memorial & Museum|Safn um hryðjuverkin 11. september 2001]] var vígt í Bandaríkjunum.
* [[18. maí]] - Hersveitir [[Khalifa Haftar]] frömdu valdarán í [[Líbýa|Líbýu]], hertóku [[Trípólí]] og gerðu loftárásir á [[Benghazi]].
* [[20. maí]] - 118 manns látast í sprengjuárás í [[Jos]] í [[Nígería|Nígeríu]].
* [[22. maí]]
** [[Taílandsher]] steypti bráðabirgðastjórn [[Niwatthamrong Boonsongpaisan]] af stóli eftir að henni hafði mistekist að taka á óeirðum í landinu.
** Alþýðulýðveldin [[Alþýðulýðveldið Lúhansk|Luhansk]] og [[Alþýðulýðveldið Lúhansk| Donetsk]] lýstu yfir stofnun [[Nýja-Rússland]]s.
* [[24. maí]] - 4 létust þegar maður hóf skothríð á [[Gyðingasafnið í Brussel]].
=== Júní ===
[[Mynd:Arena_Corinthians_Opening_LED_Ball.jpg|thumb|right|Opnunarhátíð heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2014.]]
* [[2. júní]] - [[Jóhann Karl 1.]] Spánarkonungur tilkynnti að hann hygðist afsala sér völdum og láta krúnuna í hendur syni sínum, [[Filippus 6. Spánarkonungur|Filippusi 6.]]
* [[3. júní]] - [[Bashar al-Assad]] var kjörinn forseti Sýrlands með 88% atkvæða þrátt fyrir [[Sýrlenska borgarastyrjöldin|borgarastyrjöldina]] í landinu.
* [[5. júní]] - Vopnaður hópur súnnímúslima sem kallaði sig [[Íslamska ríkið]] í Írak og Mið-Austurlöndum hóf [[sóknin í Norður-Írak 2014|sókn í Norður-Írak]].
* [[7. júní]] - [[Petró Pórósjenkó]] tók við völdum sem forseti Úkraínu.
* [[11. júní]] - [[Íslamska ríkið]] náði [[Tikrit]] á sitt vald.
* [[12. júní]]
** Þrír ísraelskir táningar hurfu þegar þeir ferðuðust frá [[Betlehem]] til [[Hebron]].
* [[12. júní]]-[[13. júlí]] - [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2014|Heimsmeistaramót í knattspyrnu karla]] var haldið í [[Brasilía|Brasilíu]].
* [[14. júní]] - [[Úkraínukreppan]]: 49 áhafnarmeðlimir úkraínskrar flutningavélar fórust þegar hún var skotin niður af aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins með flugskeyti.
* [[16. júní]] - 48 voru drepin þegar hryðjuverkamenn [[al-Shabab]] réðust á bæinn [[Mpeketoni]] í Kenýa.
* [[19. júní]] - [[Filippus 6. Spánarkonungur|Filippus 6.]] var krýndur Spánarkonungur.
* [[28. júní]] - [[Skotárásin í Sarajevó|Skotárásarinnar í Sarajevó]] 1914 var minnst víða um heim.
* [[29. júní]] - [[Íslamska ríkið]] lýsti yfir stofnun [[kalífadæmi]]s með [[Abu Bakr al-Baghdadi]] sem kalífa.
=== Júlí ===
[[Mynd:Armored_Corps_Operate_Near_the_Gaza_Border_(14754144934).jpg|thumb|right|Ísraelskir hermenn og skriðdrekar við landamærin að Gasa.]]
* [[1. júlí]] - Hálf milljón íbúa [[Hong Kong]] mótmæltu fyrirhugaðri aukningu áhrifa kínverska miðstjórnarvaldsins í borginni.
* [[2. júlí]] - [[Morðið á Mohammed Abu Khdeir]]: Ísraelskir landnemar rændu og myrtu palestínskan táning í hefndarskyni fyrir [[morðið á þremur ísraelskum táningum 2014|þrjá ísraelska táninga]] sem [[Hamas]] myrti 12. júní.
* [[8. júlí]] - [[Gasastríðið 2014|Átök milli Ísraels og Hamas]] hófust þegar [[Ísraelsher]] hóf hernaðaraðgerðir á [[Gasaströndin]]ni.
* [[13. júlí]] - Þýskaland vann [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2014|heimsmeistaratitil í knattspyrnu karla]] eftir sigur gegn Argentínu.
*[[14. júlí]] - [[Ashraf Ghani]] var kjörinn forseti [[Afganistan]]s í annarri umferð forsetakosninga þar í landi.
* [[17. júlí]]
** [[Malaysia Airlines flug 17]], með 298 manns innanborðs, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu.
** [[Ísraelsher]] gerði innrás í Gasaströndina.
* [[23. júlí]] - [[Samveldisleikarnir 2014]] hófust í Glasgow.
* [[24. júlí]] - [[Air Algérie flug 5017]], með 116 manns innanborðs, fórst í [[Malí]].
* [[28. júlí]] - Ísraelskt flugskeyti lenti á skóla sem rekinn var á vegum Sameinuðu þjóðanna.
=== Ágúst ===
[[Mynd:Bárðarbunga_Volcano,_September_4_2014_-_15146259395.jpg|thumb|right|Eldgosið í Holuhrauni.]]
* [[1. ágúst]] - [[Ansar al Sharia]] lýsti yfir stofnun íslamsks [[emírat]]s í [[Benghazi]] í Líbýu.
* [[3. ágúst]] - 7 börn létust og 30 slösuðust þegar flugskeyti frá [[Ísraelsher]] lenti á skóla Sameinuðu þjóðanna á Gasaströndinni.
* [[7. ágúst]] - Tveir leiðtogar Rauðu kmeranna, [[Nuon Chea]] og [[Khieu Samphan]], voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir [[glæpur gegn mannkyni|glæpi gegn mannkyni]].
* [[8. ágúst]] - [[Bandaríkjaher]] hóf loftárásir gegn hryðjuverkasamtökunum [[íslamska ríkið|íslamska ríkinu]] í Norður-Írak.
* [[9. ágúst]] - Hvítur lögreglumaður skaut þeldökka táninginn [[Michael Brown]] til bana í [[Ferguson (Missouri)]] sem leiddi til öldu mótmæla.
* [[10. ágúst]] - Fyrstu beinu forsetakosningarnar fóru fram í [[Tyrkland]]i samkvæmt nýrri stjórnarskrá. [[Recep Tayyip Erdoğan]] var kjörinn forseti með 52% atkvæða.
* [[16. ágúst]] - Sveitir [[Íslamska ríkið|Íslamska ríkisins]] myrtu 312 [[jasídar|jasída]] í bænum [[Kojo]] í Norður-Írak.
* [[18. ágúst]] - Fornleifauppgröftur hófst við [[Borgring]] í Danmörku. Hann leiddi í ljós [[hringborg]] frá víkingatímanum.
* [[26. ágúst]] - Samið var um vopnahlé milli [[Ísrael]]s og [[Palestínuríki|Palestínumanna]] eftir 7 vikna átök.
* [[29. ágúst]] - Eldgos hófst í [[Holuhraun]]i norðan við [[Bárðarbunga|Bárðarbungu]] í Vatnajökli. Gosið stóð í 6 mánuði samfleytt.
=== September ===
[[Mynd:Night_launch_of_F-18s_from_USS_GHW_Bush_(CVN-77)_in_September_2014.JPG|thumb|right|Bandarískar sprengjuflugvélar taka af stað í átt að skotmörkum í Sýrlandi.]]
* [[5. september]] - Samið var um vopnahlé milli [[Úkraína|Úkraínustjórnar]] og rússneskra aðskilnaðarsinna.
* [[8. september]] - Breska konungsfjölskyldan tilkynnti að [[Vilhjálmur Bretaprins]] og [[Kate Middleton|Katrín, hertogaynja af Cambridge]], ættu von á sínu öðru barni.
* [[13. september]] - [[Bandaríkin]] lýstu [[Íslamska ríkið|Íslamska ríkinu]] stríð á hendur.
* [[18. september]] - [[Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands 2014]] fór fram. Tillaga um sjálfstæði var felld með 55% atkvæða.
* [[20. september]] - [[Tyrkland]] opnaði landamæri sín fyrir 70.000 Kúrdum á flótta undan Íslamska ríkinu í Sýrlandi.
* [[22. september]] - [[Bandaríkjaher]] ásamt bandamönnum hóf loftárásir á [[Íslamska ríkið]] í Sýrlandi.
* [[26. september]] - Þúsundir andstæðinga stjórnar [[Islam Karimov]] í [[Úsbekistan]] voru handteknir.
* [[27. september]] - 63 fórust þegar eldfjallið [[Ontake]] á Japan hóf að gjósa.
* [[28. september]] - [[Mótmælin í Hong Kong 2014]]: Þúsundir mótmælenda tóku yfir skrifstofur stjórnar Hong Kong.
=== Október ===
[[Mynd:Coalition_Airstrike_on_ISIL_position_in_Kobane.jpg|thumb|right|Bandaríkjaher varpar sprengjum á Íslamska ríkið í Kobani.]]
* [[3. október]] - [[Borgarastyrjöldin í Malí]]: 9 friðargæsluliðar létu lífið í árás á bílalest Sþ milli [[Menaka]] og [[Ansongo]].
* [[5. október]]
** [[Umsátrið um Kobanî]]: [[Íslamska ríkið]] réðist inn í borgina [[Kobanî]] í norðurhluta Sýrlands.
** Fjöldagröf með líkamsleifum 30 kennaranema sem [[mannránin í Iguala|hafði verið rænt]] af lögreglu í Iguala í Mexíkó fundust.
** [[Svíþjóð]] varð fyrsta Evrópusambandslandið sem viðurkenndi sjálfstæði [[Palestínuríki]]s.
* [[18. október]] - 20 létust í árás uppreisnarmanna í [[ADF-Nalu]] á bæinn [[Byalos]] í [[Austur-Kongó]].
* [[20. október]] - [[Joko Widodo]] tók við embætti sem forseti Indónesíu.
* [[28. október]] - [[HTML5]] varð að formlegum [[W3C-tilmæli|W3C-tilmælum]].
* [[31. október]]
** Forseti Búrkína Fasó, [[Blaise Compaoré]], sagði af sér eftir að herinn tók völdin.
** Geimfarið ''[[VSS Enterprise]]'', af gerðinni [[SpaceShipTwo]], hrapaði. Einn flugmaður fórst.
=== Nóvember ===
[[Mynd:NAVCAM_top_10_at_10_km_–_8_(15765234852).jpg|thumb|right|Ljósmynd af yfirborði halastjörnunnar 67P/Thurjumov-Gerasimenko.]]
* [[2. nóvember]] - [[Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar]] birti lokahluta [[Fimmta matsskýrslan|Fimmtu matsskýrslu]] sinnar sem talaði um „alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar“ loftslagsbreytinga.
* [[3. nóvember]] - Skýjakljúfurinn [[One World Trade Center]] í New York-borg var opnaður almenningi.
* [[9. nóvember]] - [[Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu]] var haldin. Yfir 80% samþykktu að lýsa yfir sjálfstæði. [[Hæstiréttur Spánar]] hafði áður dæmt þjóðaratkvæðagreiðsluna ólöglega.
* [[12. nóvember]] - [[Evrópska geimferðastofnunin]] losaði lendingarfarið „Philae“ frá geimfarinu ''[[Rosetta (geimfar)|Rosetta]]'' og lenti því á halastjörnunni [[67P/Tjurjumov-Gerasienko]]. Þetta var í fyrsta sinn sem geimfar lenti á halastjörnu.
* [[19. nóvember]] - 150 cm snjór féll á skömmum tíma við [[Buffalo]] í New York-fylki í Bandaríkjunum.
* [[25. nóvember]] - Hörð átök milli mótmælenda og lögreglu áttu sér stað í [[Ferguson (Missouri)]] vegna morðsins á [[Michael Brown]].
=== Desember ===
* [[3. desember]] - Japanska geimferðastofnunin [[JAXA]] sendi ómannaða geimfarið ''[[Hayabusa2]]'' til loftsteinsins [[162173 Ryugu]].
* [[16. desember]] - 145 skólabörn og kennarar létust þegar [[Talíbanar]] gerðu árás á skóla í [[Peshawar]] í Pakistan.
* [[17. desember]] - [[Barack Obama]] forseti Bandaríkjanna og [[Raúl Castro]] forseti Kúbu tilkynntu að ríkin hygðust taka upp stjórnmálasamband á ný eftir 52 ára fjandskap.
* [[22. desember]] - [[Beji Caid Essebsi]] varð forseti Túnis.
* [[23. desember]] - [[Úkraínska þingið]] samþykkti að leggja hlutleysisstefnu landsins niður og sækja um aðild að [[NATO]].
* [[28. desember]] - Farþegaþotan [[Indonesia AirAsia flug 8501]] fórst í [[Jövuhaf]]i með 162 manns innanborðs.
* [[28. desember]] - Eldur kom upp í ferjunni ''[[Norman Atlantic]]'' á Adríahafi. 11 fórust í eldinum.
* [[28. desember]] - [[Atlantshafsbandalagið]] lýsti yfir formlegum endalokum aðgerða í Afganistan.
* [[31. desember]] - 30 létust þegar sprengja sprakk í mosku í [[Ibb]] í Jemen þar sem hundruð sjíamúslima höfðu komið saman.
== Dáin ==
* [[5. janúar]] - [[Eusébio]], portúgalskur knattspyrnumaður (f. [[1942]]).
* [[9. janúar]] - [[Dale Mortensen]], bandarískur hagfræðingur og [[Nóbelsverðlaunin|Nóbelsverðlaunahafi]] (f. [[1939]]).
* [[11. janúar]] - [[Ariel Sharon]], forsætisráðherra Ísraels (f. [[1928]]).
* [[20. janúar]] - [[Claudio Abbado]], ítalskur hljómsveitarstjóri (f. [[1933]]).
* [[27. janúar]] - [[Pete Seeger]], bandarískur söngvari (f. [[1919]]).
* [[1. febrúar]] - [[Maximilian Schell]], austurrísk-svissneskur leikari (f. [[1930]]).
* [[2. febrúar]] - [[Philip Seymour Hoffman]], bandarískur leikari (f. [[1967]]).
* [[5. febrúar]] - [[Carlos Borges]], úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. [[1932]]).
* [[9. febrúar]] - [[Gabriel Axel]], danskur leikari og kvikmyndaleikstjóri (f. [[1918]]).
* [[10. febrúar]] - [[Shirley Temple]], bandarísk leikkona (f. [[1928]]).
* [[13. febrúar]] - [[Ralph Waite]], bandarískur leikari (f. [[1928]]).
* [[14. febrúar]] - [[Tom Finney]], enskur knattspyrnumaður (f. [[1922]]).
* [[24. febrúar]] - [[Harold Ramis]], bandarískur leikari og kvikmyndaleikstjóri (f. [[1944]]).
* [[1. mars]] - [[Alain Resnais]], franskur leikstjóri (f. [[1922]]).
* [[23. mars]] - [[Adolfo Suárez]], forsætisráðherra Spánar (f. [[1932]]).
* [[6. apríl]] - [[Mickey Rooney]], bandarískur leikari (f. [[1920]]).
* [[17. apríl]] - [[Gabriel Garcia Marquez]], kólumbískur rithöfundur (f. [[1927]]).
* [[29. apríl]] - [[Bob Hoskins]], enskur leikari (f. [[1942]]).
* [[3. maí]] - [[Gary Becker]], bandarískur hagfræðingur (f. [[1930]]).
* [[4. maí]] - [[Tatiana Samoilova]], rússnesk leikkona (f. [[1934]]).
* [[15. maí]] - [[Jean-Luc Dehaene]], forsætisráðherra Belgíu (f. [[1940]]).
* [[17. maí]] - [[Gerald Edelman]], bandarískur læknir (f. [[1929]]).
* [[25. maí]] - [[Wojciech Jaruzelski]], pólskur leiðtogi (f. [[1923]]).
* [[28. maí]] - [[Maya Angelou]], bandarískur rithöfundur (f. [[1928]]).
* [[15. júní]] - [[Casey Kasem]], bandarískur leikari (f. [[1932]]).
* [[24. júní]] - [[Eli Wallach]], bandarískur leikari (f. [[1915]]).
* [[7. júlí]] - [[Eduard Shevardnadze]], forseti Georgíu (f. [[1928]]).
* [[7. júlí]] - [[Alfredo Di Stéfano]], argentínsk-spænskur knattspyrnumaður (f. [[1926]]).
* [[13. júlí]] - [[Nadine Gordimer]], suður-afrískur rithöfundur (f. [[1923]]).
* [[19. júlí]] - [[James Garner]], bandarískur leikari (f. [[1928]]).
* [[11. ágúst]] - [[Robin Williams]], bandarískur leikari og grínisti (f. [[1951]]).
* [[12. ágúst]] - [[Lauren Bacall]], bandarísk leikkona (f. [[1924]]).
* [[24. ágúst]] - [[Richard Attenborough]], breskur leikari og kvikmyndaleikstjóri (f. [[1923]]).
[[Flokkur:2014]]
[[Flokkur:2011-2020]]
c4hmetzomnsgnpf6yb1c6iygjzafowx
Knattspyrnufélagið Víkingur
0
43147
1922943
1917205
2025-07-08T13:49:39Z
31.209.146.104
Búningar uppfærðir og gamlir linkar í 2023 í núverandi deild
1922943
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnulið
| Fullt nafn = Knattspyrnufélagið Víkingur
| Mynd = [[Mynd:Vikingur.svg|150px]]
| Gælunafn = ''Víkingar'', ''Vikes''
| Stytt nafn =Víkingur
| Stofnað = [[21. apríl]] [[1908]]
| Leikvöllur = [[Víkin (íþróttahús)|Víkin]] - [[Víkingsvöllur]]
| Stærð = 1449 + <ref>{{cite web|url=https://www.ksi.is/mannvirki/vellir/knattspyrnuvellir/vollur/?vollur=102|title=Víkingsvöllur - Knattspyrnusamband Íslands|website=www.ksi.is}}</ref>
| Stjórnarformaður Knd.= Friðrik Magnússon
| Knattspyrnustjóri = [[Sölvi Geir Ottesen]]
| Deild = [[Úrvalsdeild karla í knattspyrnu|Úrvalsdeild 2025]]
| pattern_la1 = _vikingurr24h
| pattern_b1 = _vikingurr24h
| pattern_ra1 = _vikingurr24h
| pattern_sh1 =
| pattern_so1 = _vikingurr24hl
| leftarm1 = 000000
| body1 = 000000
| rightarm1 = 000000
| shorts1 = 000000
| socks1 = 000000
| pattern_la2 = _vikingurr24a
| pattern_b2 = _vikingurr24a
| pattern_ra2 = _vikingurr24a
| pattern_sh2 =
| pattern_so2 =
| leftarm2 = FFFFFF
| body2 = FFFFFF
| rightarm2 = FFFFFF
| shorts2 = FFFFFF
| socks2 = FFFFFF
|pattern_name3 = European
| pattern_la3 = _blackborder
| pattern_b3 = _vikingurr2425h
| pattern_ra3 = _blackborder
| pattern_sh3 = _macronshedeco2425br
| pattern_so3 = _vikingurr24hl
| leftarm3 = FF0000
| body3 = FF0000
| rightarm3 = FF0000
| shorts3 =000000
| socks3 = 000000
|
|Staðsetning=[[Reykjavík]], [[Ísland]]|Stjórnarformaður=Friðrik Magnússon|Vefsíða=www.vikingur.is}}
'''Knattspyrnufélagið Víkingur''' er [[Reykjavík|reykvískt]] hverfaíþróttafélag sem hefur aðstöðu í [[Víkin (íþróttahús)|Víkinni]] við Traðarland í [[Fossvogsdalur|Fossvogsdal]]. Félagið er eitt af mörgum hverfafélögum í borginni og afmarkast megin þjónustusvæði þess af [[Fossvogur|Fossvogsdal]], [[Kringlumýrarbraut]], [[Suðurlandsbraut|Suðurlandsbraut]] og [[Reykjanesbraut]]. Víkingur er eitt af elstu og sigursælustu knattspyrnufélögum landsins.<ref>{{cite web|url=https://www.vikingur.is/felagidvikingur/um-viking|title=Um Víking|website=www.vikingur.is}}</ref> Félagsaðstaðan fékk nafnið '''Víkin''' eftir þeim stað sem víkingar til forna lögðu skipum sínum, söfnuðu kröftum, öfluðu vista og æfðu vopnfimi áður en þeir héldu á ný í víking.<ref>{{cite web|url=https://www.vikingur.is/felagidvikingur/vikin|title=Víkin|website=www.vikingur.is}}</ref> Víkingur er skilgreint sem fjölgreinafélag, en það er íþróttafélag með fleiri en eina íþróttagrein.
Deildir Víkings eru sjö talsins: Almennings-, [[borðtennis]]<nowiki/>-, [[Handbolti|handknattleiks]]<nowiki/>-, [[karate]]<nowiki/>-, [[Knattspyrna|knattspyrnu]]<nowiki/>-, [[Skíðaíþróttir|skíða]]<nowiki/>- og [[Tennis|tennisdeild]].<ref>{{cite web|url=https://www.vikingur.is/felagidvikingur/fraedhsla/ithrottanamskra-vikings|title=Íþróttanámskrá Vikings|website=www.vikingur.is|access-date=2019-05-12|archive-date=2019-05-12|archive-url=https://web.archive.org/web/20190512193233/https://www.vikingur.is/felagidvikingur/fraedhsla/ithrottanamskra-vikings|url-status=dead}}</ref>
== Saga Víkings ==
{{Athuga|Texti er byggður á umfjöllun á vefsíðu félagsins: http://soguvefur.vikingur.is/.}}
=== Stofnun félagsins og fyrstu skrefin ===
==== Frumherjar Víkings (1908) ====
Knattspyrnufélagið Víkingur var stofnað 21. apríl árið 1908 í kjallaranum að [[Túngata|Túngötu 12]] í Reykjavík, þar sem [[Emil Thoroddsen]] átti heima (Túngatan liggur frá [[Suðurgata|Suðurgötu]] í austri til [[Bræðraborgarstígur|Bræðraborgarstígs]] í vestri. [[Landakotskirkja]] og [[Landakotsspítali]] standa nærri, auk þess sem sendiráð [[Rússland]]s, [[Þýskaland]]s og [[Frakkland]]s eiga hvert sitt hús þar). Á stofnfund félagsins mættu 32 drengir, fullir af áhuga og ástríðu fyrir því að skipuleggja félagsskap Víkinga til að æfa knattspyrnu.
Aðalhvatamenn og í fyrstu stjórn voru fyrirliði hópsins og fyrsti Víkingurinn, [[Axel Andrésson]] 12 ára gamall, formaður, [[Emil Thoroddsen]] 9 ára, ritari og [[Davíð Jóhannesson]], 11 ára, gjaldkeri. Aðrir stofnendur voru [[Páll Andrésson]] 8 ára bróðir [[Axel Andrésson|Axels]], og [[Þórður Albertsson]], 9 ára.<ref>{{cite web|url=http://soguvefur.vikingur.is/?page_id=451|title=1908-1919 – VÍKINGUR SÖGUVEFUR|publisher=}}</ref>
Tilgangurinn með stofnun Víkings var ánægjan að spila fótbolta; „Einn góðviðrisdag vorum við fimm drengir saman komnir á [[Austurstræti 14|Gulllóðinni]]. Við fengum þá flugu í höfuðið aö stofna knattspyrnufélag eins og þeir fullorðnu höfðu gert. Þetta fannst okkur snjöll hugmynd og létum þetta berast.“, er haft eftir [[Axel Andrésson|Axel]]. En þá þurfti að afla fjármagns til boltakaupa. Fyrsti gjaldkerinn, [[Davíð Jóhannesson]], fékk það hlutskipti að særa aura upp úr vösum félaga þar til hafðist að mestu fyrir fyrsta boltanum. [[Egill Jacobsen]] stórkaupmaður, sem flutti til landsins frá [[Danmörk|Danmörku]] upp frá aldamótunum er talinn hafa hjálpað til með það sem upp á vantaði.<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2475952|title=Timarit.is|first=Landsbókasafn Íslands-|last=Háskólabókasafn|website=timarit.is}}</ref> [[Egill Jacobsen|Egill]] var síðar sæmdur titli heiðursfélaga í Víkingi.
==== Taplausir í tíu ár (1908-1918) ====
Fyrstu árin í sögu Víkings voru sannkölluð sigurár og stóð knattspyrnuliðið taplaust eftir fyrstu 10 árin í sinni sögu. Á því tímabili skoraði Víkingsliðið 58 mörk og fékk á sig 16. Flestir leikir félagsins á þessum árum voru leiknir gegn öðrum hverfafélögum úr bænum, svo sem [[Fótboltafélag Miðbæinga|Fótboltafélagi Miðbæinga]] og báru Víkingar ávallt betri hlut gegn þeim. Félagar í því munu um árið 1912 hafa gefist upp og gengið í raðir Víkinga.
Árið 1914 hafði Víkingur sigur úr býtum gegn [[KR]], 2-1, í fyrsta opinbera kappleiknum undir skipulagi [[UMFÍ|Ungmennafélags Íslands]]. Verðlaunaskjalið er varðveitt í Víkinni.
Á aðalfundi í [[Bárubúð]] þann 24 apríl 1917, samkomuhúsi Sjómannafélagsins í [[Reykjavík]] við [[Vonarstræti]], var [[Knattspyrnufélagið Knöttur]] tekið inn í félagið og fékk heitið ''Junior-Víkingur''. Liðið hreppti þó ekki neinn titil á þessum tíma sökum þess að leikmenn Víkinga höfðu ekki náð aldri til að leika í meistaraflokki á [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1918|Íslandsmóti]] fyrr en um árið [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1918|1918]], samkvæmt þágildandi reglum [[Íþróttasamband Íslands|Íþróttasambandsins]].<ref name="vikingur.is">{{cite web |url=http://www.vikingur.is/forsiea/soegubrot/stiklae-a-storu |title=Geymd eintak |access-date=2015-04-15 |archive-date=2016-03-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160303233833/http://www.vikingur.is/forsiea/soegubrot/stiklae-a-storu |url-status=dead }}</ref>
==== Fyrstu Íslandsmeistaratitlarnir (1918-1938) ====
Fyrstu leikir Víkinga á [[Úrvalsdeild karla í knattspyrnu|Íslandsmóti]] fóru ekki fram fyrr en árið [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1918|1918]] - þegar liðið tryggði sér auðveldan 5-0 sigur á keppinautum [[Knattspyrnufélagið Valur|Vals]] og 3-2 sigur á [[KR]].<br>Til að geta haft þátttökurétt til að keppa í mótinu sóttu Víkingar undanþágur fyrir fimm leikmenn, þar sem þeir voru undir 18 ára aldri. <br>Grátlegt tap gegn [[Fram]] í miklum markaleik kom í veg fyrir að Víkingur hreppti Íslandsmeistaratitilinn á aldursundanþágum og það í fyrstu tilraun.
Ungur aldur leikmanna félagsins fyrstu árin kom hvergi að sök - Víkingar þurftu ekki að bíða lengur en tvö ár eftir því að fagna sínum fyrstu titlum. Árið [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1920|1920]] kom sá fyrsti eftir sigra á [[KR]] og [[Fram]] og bættist síðar annar titill við árið [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1924|1924]] eftir sigra á [[KR]], [[Val]] og að lokum [[Fram]] í framlengdum og fjörugum úrslitaleik. Er sá leikur sagður hafa verið einn sá allra besti sem spilaður hafði verið á [[Íþróttavöllurinn á Melunum|Gamla Íþróttavellinum á Melunum]] - fyrsta fullgerða knattspyrnuvellinum á Íslandi.
Í bæði skiptin stóð félagið uppi sem sigurvegari á [[Úrvalsdeild karla í knattspyrnu|Íslandsmóti karla]]. Árin [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1921|1921]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1922|1922]] og [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1925|1925]] höfnuðu Víkingar í öðru sæti.
<br>Meðalaldur leikmanna Víkings sem sóttu titilinn árið [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1920|1920]] var aðeins 18,4 ár og er það lægsti meðalaldur nokkurs meistaraliðs á Íslandsmótinu í fótbolta.
Í kjölfar þess að [[Íþróttavöllurinn á Melunum|Gamli Melavöllurinn]] var dæmdur ónothæfur þurftu félögin að leita annarra ráða. Hafist var handa við að byggja [[Melavöllur|Nýja Melavöllinn]] árið 1925 og var hann vígður þann 17. júní árið 1926. Víkingurinn [[Helgi Eiríksson]] á heiðurinn að fyrsta markinu sem skorað var á vellinum, en það kom í 4-1 sigri á [[Valur|Valsmönnum]].
Fyrsta erlenda knattspyrnuliðið sem heimsótti [[Ísland]] var [[Akademisk Boldklub]] frá [[Danmörk]]u í ágústmánuði 1919. Tveir Víkingar voru í úrvalsliðinu sem lagði [[Danmörk|Danina]] 4:1 í sögufrægum leik, [[Óskar Norðmann]] stórsöngvari og [[Páll Andrésson]]. Segja má að þarna hafi [[Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu|landslið Íslands í knattspyrnu]] verið valið í fyrsta skipti, því í úrvalsliðið voru tilnefndir bestu leikmenn landsins til að etja kappi við erlenda mótherja. Lið frá háskólanum í [[Glasgow]] í [[Skotland|Skotlandi]] kom til Íslands 1928 og gerði Víkingur 2:2 jafntefli við gestina. Mun það hafa verið fyrsta stigið sem íslenskt félagslið fékk í keppni við erlent lið.
Íslenskt úrvalslið fór til [[Færeyjar|Færeyja]] árið 1930 til að keppa við Færeyinga á [[Ólafsvaka|Ólafsvöku]] - mun það hafa verið fyrsta utanför íslensks knattspyrnuliðs. [[Axel Andrésson]] þáverandi formaður Víkings var þjálfari en einnig dómari í ferðinni. Víkingarnir [[Tómas Pétursson]] og [[Þórir Kjartansson]] voru meðal leikmanna. Íslenska liðið vann alla þrjá leiki sína í ferðinni, samtals 8-0. [[Tómas Pétursson]] skoraði fyrsta mark Íslendings í opinberum kappleik á erlendri grund en markið setti hann gegn [[Havnar Bóltfelag]].
==== Árangursríkt félagsstarf (1938-1946) ====
Veturinn 1937-1938 fengu Víkingar afnot af gamla [[Tjarnarbíó]]i, sem áður var [[íshús]], og æfðu fótbolta á moldargólfi. Um sumarið enduðu Víkingar í 2. sæti á [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1938|Íslandsmóti]].
Árið [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1938|1938]] hófust æfingar í [[handbolti|handknattleik]] í Víkingi. Víkingur sá um framkvæmd fyrsta Íslandsmótsins árið 1940. Mótið var haldið í [[Íþróttahús Jóns Þorsteinssonar|íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar]], en það var stærsta íþróttahús [[Reykjavík]]ur í þá daga. Víst er að það hamlaði áætlunum Víkinga um sigur í mótinu að nokkrir þeirra, svo sem [[Brandur Brynjólfsson]] og [[Björgvin Bjarnason]] léku, að beiðni [[Rektor|rektors]], með liði [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] sem varð í öðru sæti. Vonir stóðu til að árangur sterks lið Háskólans gæti haft þau áhrif að framkvæmdum við [[Íþróttahús Háskóla Íslands|íþróttahús Háskólans]] yrði flýtt. Það var svo árið 1945 sem fyrsta [[Reykjavíkurmótið í knattspyrnu|Reykjavíkurmótið]] fór fram í [[Íþróttahúsið Hálogaland|bragganum á Hálogalandi]], en hann var áður í eigu [[Bandaríkjaher|bandaríska hersins]] og kallaðist þá Andrew's Hall. Víkingur sendi tvö stúlknalið til keppni á þessu móti.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1208617/|title=Meistarar|website=www.mbl.is|url-access=subscription}}</ref>
Skíðaskáli Víkings í [[Sleggjubeinaskarð|Sleggjubeinsskarði]] var vígður [[29. október 1944]] að viðstöddum fjölmörgum gestum. Í [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] var honum lýst þannig að hann standi „ á mjög fallegum stað við bestu skíðabrekkur og það er ekki meira en 15 mínútna gangur upp í [[Innstidalur|Innstadal]], en þar er, sem kunnugt er, besta skíðaland í nágrenni Reykjavíkur. Frágangur skálans er allur hinn vandaðasti. Hafa nokkrir Víkingsfjelagar sýnt fádæma dugnað við að koma skálanum upp og margir velunnarar fjelagsins hafa sýnt fórnfýsi og lagt til bæði vinnu og fjárframlög til skálabyggingarinnar.“
Víkingurinn [[Brandur Brynjólfsson]] var fyrsti fyrirliði [[Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu]]. Fyrsti landsleikurinn fór fram árið 1946 gegn [[Danmörk|Dönum]] en ásamt [[Brandur Brynjólfsson|Brandi]] tóku Víkingarnir [[Haukur Óskarsson]] og [[Anton Sigurðsson]] þátt í leiknum.
[[Guðjón Einarsson]], sem lengi var formaður félagsins, öðlaðist fyrstur Íslendinga réttindi sem [[Knattspyrnudómarar|milliríkjadómari]] árið 1946.<ref name="vikingur.is"/><br />
[[Agnar Klemens Jónsson]], einn af gullaldarmarkvörðum Víkings, var kjörinn fyrsti formaður [[KSÍ]] árið 1947 en hann var lengi [[sendiherra]] og ráðuneytisstjóri.
<br>Víkingurinn [[Árni Árnason]] var kosinn fyrsti formaður [[Handknattleikssamband Íslands|HSÍ]] sem var stofnað árið 1957.<ref>http://www.ksi.is/frettir/nr/11679{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
===Starfsumhverfi og félagsaðstaða===
==== Suðurgata (1946-1950) ====
Fyrstu 40 árin í sögu Víkings hafði félagið ekki yfir eigin félagsaðstöðu að ráða, að undanskildum skíðaskálanum í [[Sleggjubeinsskarði]] frá árinu 1944. Víkingstrákarnir áttu fyrstu árin flestir heima á [[Suðurgata|Suðurgötu]], [[Tjarnargata|Tjarnargötu]] og neðsta hluta [[Túngata|Túngötu]], í hjarta bæjarins. Víkingar iðkuðu íþrótt sína gjarnan fyrstu árin á [[Austurstræti 14|Gulllóðinni]] sem svo var kölluð. Þar stendur nú hús [[Oddfellowreglan|Oddfellow-reglunnar]]. [[Nýjabæjartúnið]] var sömuleiðis vinsæll vettvangur til knattspyrnuiðkunar.<ref name="vikingur.is"/>
Fyrsti samastaður Víkinga var fyrrverandi ''Iglo officers club'' í [[Camp Tripoli]] á [[Suðurgata|Suðurgötu]], sem félagið tók á leigu fyrir félagsheimili á árunum 1946-1950 eftir gefin loforð um landspildu sunnan [[Háskóli Íslands|Háskólans]]. Herbragginn var félagsstarfinu lyftistöng um tíma því fyrstu áratugina í sögu félagsins höfðu fundir verið haldnir á hinum ýmsu stöðum og íþróttaaðstaða engin. Bragginn var hluti af svokölluðum [[Camp Tripoli|Trípólíkamp]], sem var braggahverfi frá stríðsárunum og stóð umhverfis [[Loftskeytastöðin á Melunum|Loftskeytastöðina á Melunum]] og þar vestur af, annars staðar er staðsetningu braggans lýst þannig að hann hafi staðið á [[Grímsstaðaholt]]i við [[Fálkagata|Fálkagötu]]. [[Grímsstaðaholt]] er skilgreint sem svæðið sunnan [[Melarnir|Melanna]] og vestan [[Vatnsmýri|Vatnsmýrar]] og [[Skerjafjörður|Skerjafjarðar]]. Það er kennt við býlið [[Grímsstaðir|Grímsstaði]] sem stóð þar sem síðar reis [[Ægisíða]] 62. Í öðrum bragganna var rekið „[[Trípólíbíó|Trípolí-bíó]]“ í umsjón [[Tónlistarfélag Reykjavíkur|Tónlistarfélags Reykjavíkur]].
Víkingi var síðar úthlutað félagssvæði að [[Njarðargata|Njarðargötu]] í [[Vatnsmýri]] ásamt [[Íþróttafélag Reykjavíkur|Íþróttafélagi Reykjavíkur]] en svæðið þótti óhentugt, ekki síst vegna nábýlis við flugvöllinn og var fljótlega farið að líta eftir fýsilegri staðsetningum innan [[Reykjavík]]ur. Svæðið þótti þröngt, en þar átti bæði að vera félagsheimili Víkings og einn eða tveir fótboltavellir. Víkingur og [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] tókust á um mörk á milli svæða félaganna og jafnvel var talað um samstarf félaganna tveggja um nýtingu svæðisins.
Um málefni framtíðarsvæðis Víkinga á aðalfundi félagsins árið 1952 á [[Gunnlaugur Lárusson]], gjaldkeri, að hafa mælt eitthvað á þessa leið: „Svæðið í [[Vatnsmýri|Vatnsmýrinni]] er ónothæft – ekki vegna stærðarinnar, heldur vegna staðarins. Ég legg til og mæli eindregið með, að athugað verði strax hvort annað svæði í einu af nýju úthverfum bæjarins sé fáanlegt. Þar mundi Víkingur koma til með að verða þróttmikið hverfisfélag, sem að fáum árum liðnum stæði jafnfætis bestu félögum þessa bæjar“.<ref>{{cite web|url=http://soguvefur.vikingur.is/?page_id=539|title=1951-1960 – VÍKINGUR SÖGUVEFUR|publisher=}}</ref>
Skiptar skoðanir voru í félaginu á þessu frumkvæði Gunnlaugs og vildu sumir halda ótrauðir áfram í [[Vatnsmýri|Vatnsmýrinni]]. Fannst sumum erfitt að „[[Aristokratiā|aristókratafélag]]“ í miðbænum flytti austar - á svæði sem í þá daga hefði talist [[úthverfi]] bæjarins. Þeim fannst það svo fjarlægt upphafinu og gerðu sér auk þessi ekki grein fyrir nauðsyn þess að fá nýtt blóð inn í félagið, en í miðbænum var þá orðið fátt eftir af ungu fólki til að efla starfið. Eftir miklar umræður var tillaga Gunnlaugs samþykkt.
==== Hæðargarður (1953-1976) ====
Straumhvörf urðu fyrir félagið þann 27. febrúar 1953 þegar [[Borgarráð Reykjavíkur]] samþykkti að úthluta Víkingi félagssaðstöðu milli [[Hæðargarður|Hæðargarðs]] og [[Breiðagerðisskóli|Breiðagerðisskóla]] í [[Smáíbúðahverfið|Smáíbúðahverfinu]] sem þá var í hraðri og mikilli uppbyggingu. Þá um haustið tók [[Axel Andrésson]] fyrstu skóflustungu að félagsheimili Víkings við [[Hæðargarður|Hæðargarð]] þar sem varð ný vagga félagsins. [[Óli Flosa]] lýsir aðdragandanum með eftirtektaverðum hætti í minningarbrotum sínum: „Okkur spekingunum hafði ætíð yfirsézt aðalvandamálið, ég vil segja eina vandamálið. Við höfðum grafið of djúpt, það lá nefnilega á yfirborðinu, rétt við tærnar á okkur, og 20 árum hafði verið eytt í að berjast við vindmyllur. Við áttum nóg af forystumönnum. Okkur vantaði íþróttafólk í öllum aldursflokkum. Vandamál Víkings var mannfæð.“ Ólafur bendir á að allt starf félagsins hafi á einn eða annan hátt verið tengt miðbænum, sem hafi smátt og smátt verið að tæmast af lifandi fólki. Þá á [[Gunnlaugur Lárusson]] að hafa mælt svo: „Fólkið kemur ekki til okkar. Ef félagið á að lifa verðum við að fara til þess.“
Víkingur sendi í fyrsta skipti kvennalið til keppni í handbolta veturinn 1957–1958. [[Brynhildur Pálsdóttir]] var einn leikmanna og fyrirliði liðsins og rifjar upp í Víkingsbókinni „Áfram Víkingur“ að þær höfðu aðeins æft í einn mánuð þegar þær hófu keppni. Þær enduðu eigi að síður í úrslitum á mótinu gegn [[Glímufélagið Ármann|Ármanni]], en biðu lægri hlut. „Andinn innan félagsins var mjög skemmtilegur, mikil samheldni og fólk taldi ekki eftir sér að vinna þau verk, sem vinna þurfti. Að vísu var þetta ekki stór hópur, en þeim mun samhentari. Um helgar var það skíðaskálinn með sínum ævintýrum og síðan handboltinn virka daga,“ segir Brynhildur í Víkingsbókinni. Ári síðar, 1959, fór kvennalið Víkings í handbolta í keppnisferð til [[Færeyjar|Færeyja]] og mun þetta hafa verið fyrsta keppnisför handboltaliðs úr Víkingi til útlanda. Farið var með farþegaskipinu [[Dronning Alexandrine]]. Móttökur voru einstaklega góðar en búið var á einkaheimilum. Víkingskonur hrepptu sinn fyrsta titil þegar þær urðu [[Reykjavíkurmótið í knattspyrnu|Reykjavíkurmeistarar]] árið 1970.
[[Rósmundur Jónsson]] var fyrstur Víkinga til að vera valinn í landsliðið í handknattleik, en árið 1963 var hann valinn í landsliðið sem útileikmaður. Tólf árum síðar, eða árið 1975, var hann á ný kominn í [[Landslið|landsliðið]], en þá í stöðu markvarðar. Af kvenfólkinu varð [[Rannveig Laxdal]] fyrst Víkinga til að leika í landsliði í meistaraflokki. Í kjöri um [[Íþróttamaður ársins|íþróttamann ársins]] 1971 varð [[Gunnar Gunnarsson (íþróttamaður)|Gunnar Gunnarsson]], fyrirliði Víkings, í tíunda sæti og varð hann fyrstur Víkinga til að komast í þann hóp.
Árið 1963 fékk Víkingur amerísku söngsveitina [[Delta Rhythm Boys]] hingað til lands og stóð til að þeir héldu ferna tónleika. Fljótlega seldist upp á tónleikana og tókst skipuleggjendum að fá þá til að halda tvo tónleika til viðbótar. Tveimur árum síðar, í febrúar 1965, kom sjálfur [[Louis Armstrong|Louis „Satchmo“ Armstrong]], eitt stærsta nafnið í sögu jazz-tónlistar, til Íslands á vegum Víkings. [[Ólafur P. Erlendsson]] hafði veg og vanda af þessum heimsóknum ásamt knattspyrnudeild. [[Louis Armstrong|Armstrong]] hélt ferna [[Tónleikar|tónleika]] og var vitaskuld troðfullt á þá alla.
Það bar til tíðinda á Íslandsmóti í knattspyrnu árið 1970 að [[Jóhann Gíslason]] varði frá Þórði Þórðarsyni og varð fyrstur til að verja vítaspyrnu í deildaskiptu Íslandsmóti. Jóhann átti síðar eftir að verða þekktur handknattleiksmaður og fékk viðurnefnið „skotharði vélstjórinn“
Árið 1971 varð Víkingur [[bikarkeppni karla í knattspyrnu|bikarmeistari í knattspyrnu]] undir stjórn [[Eggert Kr. Jóhannesson|Eggerts Jóhannessonar]], en lið úr næst efstu deild hafði ekki áður unnið þennan eftirsótta titil. [[Jón Ólafsson]] skoraði í úrslitaleiknum gegn [[Breiðablik]]i. Í [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] var markið sagt „stórkostlega fallegt“ og í [[Vísir (dagblað)|Vísi]] sagði Hallur Símonarson að þetta hefði verið „eitthvert fallegasta skallamark“ sem hann hefði séð. Þá sigraði liðið einnig [[2. deild karla í knattspyrnu 1971|næst efstu deild]] árið [[2. deild karla í knattspyrnu 1971|1971]] - sigraði 12 af 14 leikjum sínum og fékk einungis á sig 5 mörk. [[Hafliði Ragnarsson]] var markakóngur með 20 mörk.
Þrjár nýjar deildir voru stofnaðar innan félagsins sumarið 1973, [[badminton]]<nowiki/>-, [[blak]]<nowiki/>- og [[Borðtennis|borðtennisdeildir]]. Allar náðu þær sér vel á strik á næstu árum, Víkingur eignaðist Íslandsmeistara í greinunum þremur og í mörg ár kom íþróttamaður Víkings úr röðum [[Borðtennis|borðtennismanna]].
==== Fossvogur (síðan 1976) ====
Fyrstu umræður og fundir með fulltrúum [[Reykjavík|Reykjavíkurborgar]] um útivistar- og íþróttasvæði til handa félaginu í [[Fossvogur|Fossvogi]] fóru fram árið 1973. Það var þó ekki fyrr en félagið fær úthlutað svæði að Traðarlandi í [[Fossvogur|Fossvogi]] árið 1976 að farið er að byggja upp íþróttaaðstöðu og félagsheimili, til handa kynslóðum framtíðarinnar. <span>Byrjað var að ræsa fram svæðið og girða árið 1981 og rúmum þremur árum síðar gátu iðkendur loks hafið æfingar á grasi í [[Fossvogur|Fossvoginum]].</span>
Víkingur varð Íslandsmeistari í handknattleik karla í fyrsta sinn árið [[Handknattleiksárið 1974-75|1975]] og í hönd fóru glæsileg ár í handboltasögu félagsins. Árið [[Handknattleiksárið 1977-78|1978]] sigraði Víkingur [[Handknattleiksárið 1977-78|bikarkeppnina í handbolta]] í fyrsta skipti og aftur ári seinna eða árið [[Handknattleiksárið 1978-79|1979]].
Víkingar unnu það frækilega afrek, undir stjórn [[Bogdan Kowalczyk]], að verða [[Handknattleiksárið 1979-80|Íslandsmeistarar]] fjögur ár í röð árin: [[Handknattleiksárið 1979-80|1980]], [[Handknattleiksárið 1980-81|1981]], [[Handknattleiksárið 1981-82|1982]], [[Handknattleiksárið 1982-83|1983]]. Sigruðu þeir einnig árin [[Handknattleiksárið 1985-86|1986]] og [[Handknattleiksárið 1986-87|1987]]. Þá urðu Víkingar bikarmeistarar fjögur ár í röð frá [[Handknattleiksárið 1992-93|1983]]<nowiki/>-<nowiki/>[[Handknattleiksárið 1995-96|1986]]. [[Karl Benediktsson]] stýrði liðinu að bikartitlinum árið [[Handknattleiksárið 1984-85|1985]] og [[Árni Indriðason]] árið [[Handknattleiksárið 1985-86|1986]]. Þriðji [[Úrvalsdeild karla í knattspyrnu|Íslandsmeistaratitilinn]] í [[Knattspyrna|knattspyrnu]] skilaði sér heim árið [[1. deild karla í knattspyrnu 1981|1981]] eftir 57 ár bið, eða allt frá árinu [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1924|1924]] og sá fjórði kom einungis ári seinna, árið [[1. deild karla í knattspyrnu 1982|1982]] Þjálfari liðsins var Sovétmaðurinn [[Youri Sedov]].
Undir stjórn [[Logi Ólafsson|Loga Ólafssonar]] þjálfara urðu Víkingar Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla í fimmta skiptið í sinni sögu árið [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|1991.]] Ótrúleg spenna var í Íslandsmótinu þetta ár, og þá sérstaklega í lokaumferðinni, en Víkingar tryggðu sér titilinn í lokaleiknum gegn [[Knattspyrnufélagið Víðir|Víði]] í [[Sveitarfélagið Garður|Garði]].
Víkingur varð Íslandsmeistari í handbolta kvenna í fyrsta skipti árið [[Handknattleiksárið 1991-92|1992]] og einnig bikarmeistari undir stjórn [[Gústaf Björnsson|Gústafs Björnssonar]]. Stúlkurnar urðu einnig Íslandsmeistarar árin [[Handknattleiksárið 1992-93|1993]] og [[Handknattleiksárið 1993-94|1994]] og að auki bikarmeistarar seinna árið undir stjórn [[Theodór Guðfinnsson|Theodórs Guðfinnssonar]].
Framkvæmdir við íþróttahúsið í [[Fossvogur|Fossvogi]] voru þegar hafnar í febrúar árið [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|1991]]. Húsið og sambyggt félagsheimili voru tekin í notkun í október sama ár. Víkingshúsið fékk nafnið '''Víkin''' eftir þeim stað sem víkingar til forna lögðu skipum sínum, söfnuðu kröftum, öfluðu vista og æfðu vopnfimi. Í Víkinni er að finna sali til innanhússíþrótta af ýmsu tagi og á vallarsvæðinu er [[Víkingsvöllur|knattspyrnuvöllurinn]] með stúku sér við hlið, grasvellir til æfinga og tennisvellir Víkingsstúkan var vígð árið 2004 og tekur um 1200 manns í sæti. Þá var fyrst tekið til æfinga á nýlögðum gervigrasvelli til æfinga á svæði félagsins sumarið 2009.<ref>{{cite web |url=http://www.vikingur.is/forsiea/vikin-og-blafjoell |title=Geymd eintak |access-date=2015-04-07 |archive-date=2015-03-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20150311042226/http://www.vikingur.is/forsiea/vikin-og-blafjoell |url-status=dead }}</ref>
Vorið 2018 samdi Víkingur við [[Reykjavíkurborg]] um lagningu gervigrass á [[Víkingsvöllur|keppnisvöll]] meistaraflokks karla og kvenna í [[Víkin (íþróttahús)|Víkinni]]. [[Borgarráð Reykjavíkur|Borgarráð]] samþykkti að bjóða framkvæmdina út við lok ársins og lauk þeim í júnímánuði árið 2019. Jafnframt samþykkti [[Borgarráð Reykjavíkur|Borgarráð]] samhljóða að ganga til samninga við Víkinga um að taka við rekstri íþróttamannvirkja í [[Safamýri|Safamýri]] eftir að [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]] flutti sig um set á svæði sitt í [[Grafarholt og Úlfarsárdalur|Úlfarsárdal]] sem hefur verið í uppbyggingu síðustu ár. Litið var sérstaklega til sterkrar framtíðarsýnar félagsins fyrir [[Safamýri|Safamýrina]]<ref>{{cite web|url=https://www.vikingur.is/felagidvikingur/54260-vikingur-tekur-vidh-ithrottamannvirkjum-i-safamyri|title=Víkingur tekur við íþróttamannvirkjum í Safamýri|website=www.vikingur.is|access-date=2019-10-02|archive-date=2019-10-02|archive-url=https://web.archive.org/web/20191002201204/https://www.vikingur.is/felagidvikingur/54260-vikingur-tekur-vidh-ithrottamannvirkjum-i-safamyri|url-status=dead}}</ref> Í núverandi hverfi Víkings eru um 9.000 íbúar og samkvæmt áætlunum munu þeir verða 14.500 miðað við nýja hverfaskiptingu.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/07/04/vikingur_tekur_vid_safamyri/|title=Víkingur tekur við Safamýri|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2019-10-02}}</ref>
Aðsóknarmet á [[Víkingsvöllur|Víkingsvelli]] var slegið þann 15. ágúst 2019 þegar karlaliðið lék gegn [[Breiðablik]] í undanúrslitum [[Bikarkeppni karla í knattspyrnu|Mjólkurbikarsins]]. Fjöldi áhorfenda var að minnsta kosti 1.848 en fyrra met var sett gegn [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]] árið 2015 í [[Úrvalsdeild karla í knattspyrnu|Úrvalsdeildinni]], voru þá 1.747 áhorfendur mættir.<ref>{{Cite web|url=http://www.ksi.is/mot/leikskyrsla/?leikur=362346|title=Leikskýrsla: Víkingur R. - Valur - Knattspyrnusamband Íslands|website=www.ksi.is|language=is|access-date=2019-10-07}}</ref><ref>{{Cite web|url=http://www.ksi.is/mot/leikskyrsla/?leikur=458122|title=Leikskýrsla: Víkingur R. - Breiðablik - Knattspyrnusamband Íslands|website=www.ksi.is|language=is|access-date=2019-10-07}}</ref>
Þann 14.september árið [[Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla 2019|2019]] urðu Víkingar [[Bikarkeppni karla í knattspyrnu|bikarmeistarar í knattspyrnu karla]] eftir frækinn [[Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla 2019|1-0]] sigur gegn FH á [[Laugardalsvöllur|Laugardalsvelli]]. Óttar Magnús Karlsson skoraði mark Víkinga. Þetta er annar bikarmeistaratitillinn í sögu knattspyrnudeildar og sá fyrsti í 48 ár, síðan 1971.
Í lok september árið 2019 var ákveðið að slíta samstarfi við [[Handknattleiksfélag Kópavogs|HK]] um rekstur meistaraflokks HK/Víkings, 2. flokks og 3. flokks kvenna í knattspyrnu sem hefur staðið samfleytt frá aldamótum.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2019/09/26/hk_og_vikingur_slita_samstarfinu/|title=HK og Víkingur slíta samstarfinu|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2019-10-07}}</ref> Meistaraflokkur Víkings mun því taka þátt í [[1. deild kvenna í knattspyrnu|1.deild kvenna]] árið 2020.
Leiktímabilið 2021 unnu Víkingar það frækilega afrek að verða tvöfaldir meistarar í knattspyrnu karla undir stjórn þjálfarans Arnars Gunnlaugssonar.
Víkingsliðið sigraði þá í efstu deild karla í sjötta sinn í sögunni og enduðu þar með 30 ára bið Víkinga eftir Íslandsmeistaratitlinum. Daninn knái, Nikolaj Hansen, var kjörinn leikmaður Íslandsmótsins af leikmönnum og þjálfurum en hann var langmarkahæsti leikmaður mótsins með 16 mörk í 21 leik. Kristall Máni Ingason var kjörinn efnilegasti leikmaðurinn og Arnar Gunnlaugsson þjálfari Íslandsmótsins. Þá sigraði Víkingsliðið einnig Bikarkeppnina og varði jafnframt bikarmeistaratitilinn frá árinu 2019, Mjólkurbikarinn. Bikarmeistaratitillinn er sá þriðji í sögu félagsins en 50 ár höfðu liðið frá fyrsta sigri liðsins í keppninni.
== Búningur og merki félagsins ==
*Víkingar hafa leikið í rauð- og svartröndóttum búningum allt frá stofnun félagsins en til vara er leikið í svörtum búningum með útfærðum rauðum línum.<ref name="ksi.is"> http://www.ksi.is/um-ksi/adildarfelog/adildarfelag/?Felag=103</ref>
*Þess ber að geta að á árunum í kringum 1970 var um tíma leikið í rauðum buxum og hvítum peysum, m.a. til að leikmenn sæjust betur í flóðljósunum á [[Melavöllurinn|Melavellinum]].<ref>{{Cite web|url=http://soguvefur.vikingur.is/?page_id=545|title=1971-1980 – VÍKINGUR SÖGUVEFUR|language=en-US|access-date=2019-09-25}}</ref>
*Í forgrunni á merki Víkings er 19. aldar leðurbolti á hvítum skildi með rauðum og svörtum röndum í miðju.
*[[Þorbjörn Þórðarson]] málarameistari, sem var formaður Víkings árin 1943-1944, hannaði Víkingsmerkið sem þykir stílhreint og fallegt.<ref name="vikingur.is"/>
== Þjónustusvæði félagsins ==
[[Mynd:Reykjavík map (D05-Háaleiti og Bústaðir).png|thumb|Kort sem sýnir þjónustusvæði félagsins. Víkingshverfin eru blálituð.|alt=|vinstri|150x150px|border]]
Megin þjónustusvæði félagsins afmarkast af [[Fossvogur|Fossvogsdal]], [[Kringlumýrarbraut]], [[Suðurlandsbraut]] og [[Reykjanesbraut]].
Til Víkingshverfanna teljast: [[Háaleiti]], [[Múlahverfi|Múlar]], [[Kringla (hverfahluti)|Kringla]], [[Bústaðir]], [[Fossvogur]], [[Smáíbúðahverfið]] og [[Blesugróf]].
Viðskeyti íbúagatna í hverfunum eru meðal annars: Endar, Fen, Garðar, Gerði, Grófir, Leiti, Lönd, Múlar, Mýrar og Vegir.
Grunnskólar í hverfunum eru eftirtaldir: [[Breiðagerðisskóli]], [[Fossvogsskóli]], [[Réttarholtsskóli]], [[Háaleitisskóli|Hvassaleitis- og Álftamýrarskóli]].
Mannfjöldi innan þjónustusvæðis félagsins er talinn liggja einhversstaðar á bilinu 14-15.000
<br />
== Samfélög Víkinga ==
=== Vikingur.is ===
Víkingar halda úti vinsælli vefsíðu þar sem finna má allar helstu upplýsingar tengdar félaginu: http://www.vikingur.is
=== Söguvefur Víkinga ===
Þann [[21. apríl|21. apríl 2018]] fögnuðu Víkingar þeim áfanga að 110 ár hafi liðið frá því að Knattspyrnufélagið Víkingur var stofnað í miðbæ Reykjavíkur.
Á þeim merkilegu tímamótum var Söguvef Víkings hleypt af stokkunum á slóðinni: http://soguvefur.vikingur.is/.
Áfram verður unnið að skráningu efnis og eru Víkingar og aðrir áhugamenn hvattir til að leggja söguvefnum til efni, bæði myndir og minningar. Söguvefur Víkings á að vera lifandi og stöðugt á að uppfæra hann og bæta við nýjum upplýsingum um félagið og fólkið sem staðið hefur að baki félaginu frá upphafi og fram á þennan dag.
=== Stuðningslög ===
Í tilefni af 100 ára afmæli félagsins árið 2008 efndi stuðningsmannafélag Víkinga til sönglagakeppni vegna stuðningslags Víkings.<br>
''Víkingslagið'' - Við viljum sigur í dag! er samið af Stefáni Magnússyni og Frey Eyjólfssyni. Þeir félagar flytja lagið saman og það er Freyr sem syngur.
=== Víkings Podcastið - Hlaðvarp ===
Á vormánuðum 2019 hleyptu stuðningsmenn Víkings af stokkunum hlaðvarpsútgáfu um málefni knattspyrnudeildar: https://soundcloud.com/vikings-podcastid/tracks.
== Titlasaga knattspyrnudeildar ==
=== Meistaraflokkur karla ===
*[[Úrvalsdeild karla í knattspyrnu|Íslandsmeistaratitlar '''(7):''']] [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1920|1920]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1924|1924]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1981|1981]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1982|1982]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|1991]], [[Pepsimaxdeild karla í knattspyrnu 2021|2021]], [[Pepsimaxdeild karla í knattspyrnu 2023|2023]]
<small>
annað sæti (7): [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1918|1918]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1921|1921]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1922|1922]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1925|1925]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1938|1938]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1940|1940]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1948|1948]]</small>
*[[1. deild karla í knattspyrnu|Meistaratitlar 1. deildar ''(5):'']] [[2. deild karla í knattspyrnu 1969|1969]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1971|1971]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1973|1973]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1987|1987]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2010|2010]]
<small>
annað sæti (4): [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|1998]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2003|2003]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2005|2005]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2013|2013]]</small>
*[[Reykjavíkurmótið í knattspyrnu|Reykjavíkurmót ''(5):'']] [[Reykjavíkurmótið í knattspyrnu|1940]], [[Reykjavíkurmótið í knattspyrnu|1974]], [[Reykjavíkurmótið í knattspyrnu|1976]], [[Reykjavíkurmótið í knattspyrnu|1980]], [[Reykjavíkurmótið í knattspyrnu|1982]]
*[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu|Bikarmeistarar ''(5):'']] [[Bikarkeppni karla í knattspyrnu|1971]], [[Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla 2019|2019]], [[Mjólkurbikar karla í knattspyrnu 2021|2021]], 2022, 2023
<small>
annað sæti: [[Bikarkeppni karla í knattspyrnu|1967]]</small>
*[[Meistarakeppni karla í knattspyrnu|Meistarakeppni karla]] ''(2):'' 1982, 1983
<small>
annað sæti: 1992</small>
''Íslandsmeistarar innanhúss'' (2): 1977, 1981<br>
''Vormeistarar'' (1): 1951
=== Meistaraflokkur kvenna ===
*[[Bikarkeppni kvenna í knattspyrnu|Bikarmeistarar ''(1):'']] [[Bikarkeppni kvenna í knattspyrnu|2023]]
==Titlasaga Handknattleiksdeildar==
=== Meistaraflokkur karla===
*[[Úrvalsdeild karla í handknattleik|Íslandsmeistaratitlar ''(7):'']] [[Handknattleiksárið 1974-75|1975]], [[Handknattleiksárið 1979-80|1980]], [[Handknattleiksárið 1980-81|1981]], [[Handknattleiksárið 1981-82|1982]], [[Handknattleiksárið 1982-83|1983]], [[Handknattleiksárið 1985-86|1986]], [[Handknattleiksárið 1986-87|1987]]
*[[Bikarkeppni HSÍ (karlar)|Bikarmeistarar ''(6):'']] [[Handknattleiksárið 1977-78|1978]], [[Handknattleiksárið 1978-79|1979]], [[Handknattleiksárið 1982-83|1983]], [[Handknattleiksárið 1983-84|1984]], [[Handknattleiksárið 1984-85|1985]], [[Handknattleiksárið 1985-86|1986]]
*[[1. deild karla í handknattleik|Meistaratitlar 1.deildar ''(5):'']] [[Handknattleiksárið 1960-61|1961]], [[Handknattleiksárið 1965-66|1966]], [[Handknattleiksárið 1968-69|1969]], [[Handknattleiksárið 1996-97|1997]], [[Handknattleiksárið 1998-99|1999]]
=== Meistaraflokkur kvenna===
*[[Úrvalsdeild kvenna í handknattleik|Íslandsmeistaratitlar ''(3):'']] [[Handknattleiksárið 1991-92|1992]], [[Handknattleiksárið 1992-93|1993]], [[Handknattleiksárið 1993-94|1994]]
*[[Bikarkeppni HSÍ (konur)|Bikarmeistarar ''(2):'']] [[Handknattleiksárið 1991-92|1992]], [[Handknattleiksárið 1993-94|1994]]
== <big>[[Mynd:Knattspyrnufélagið_Víkingur.png|20x20dp]]</big> ''Íþróttamaður Víkings '' ==
{| class="wikitable"
|+
!<big>Ár</big>
!<big>Íþróttamaður</big>
!<big>Deild</big>
|-
|''1991''
|Atli Helgason
|Knattspyrnudeild
|-
|''1992''
|Inga Lára Þórisdóttir
|Handknattleiksdeild
|-
|''1993''
|Bjarki Sigurðsson
|Handknattleiksdeild
|-
|''1994''
|[[Guðmundur E. Stephensen|Guðmundur Stephensen]]
|Borðtennisdeild
|-
|''1995''
|Halla María Helgadóttir
|Handknattleiksdeild
|-
|''1996''
|[[Guðmundur E. Stephensen|Guðmundur Stephensen]]
|Borðtennisdeild
|-
|''1997''
|Birgir Sigurðsson
|Handknattleiksdeild
|-
|''1998''
|[[Guðmundur E. Stephensen|Guðmundur Stephensen]]
|Borðtennisdeild
|-
|''1999''
|[[Guðmundur E. Stephensen|Guðmundur Stephensen]]
|Borðtennisdeild
|-
|''2000''
|Helga Torfadóttir
|Handknattleiksdeild
|-
|''2001''
|[[Guðmundur E. Stephensen|Guðmundur Stephensen]]
|Borðtennisdeild
|-
|''2002''
|[[Guðmundur E. Stephensen|Guðmundur Stephensen]]
|Borðtennisdeild
|-
|'''2003'''
|Daníel Hjaltason
|Knattspyrnudeild
|-
|'''2004'''
|Bjarki Sigurðsson
|Handknattleiksdeild
|-
|'''2005'''
|[[Guðmundur E. Stephensen|Guðmundur Stephensen]]
|Borðtennisdeild
|-
|'''2006'''
|Viktor Bjarki Arnarsson
|Knattspyrnudeild
|-
|'''2007'''
|[[Guðmundur E. Stephensen|Guðmundur Stephensen]]
|Borðtennisdeild
|-
|'''2008'''
|[[Guðmundur E. Stephensen|Guðmundur Stephensen]]
|Borðtennisdeild
|-
|'''2009'''
|Diego Björn Valencia
|Karatedeild
|-
|'''2010'''
|Helgi Sigurðsson
|Knattspyrnudeild
|-
|'''2011'''
|Brynjar Jökull Guðmundsson
|Skíðadeild
|-
|'''2012'''
|Kristján Helgi Carrasco
|Karatedeild
|-
|'''2013'''
|Ingvar Þór Kale
|Knattspyrnudeild
|-
|'''2014'''
|Igor Taskovic
|Knattspyrnudeild
|-
|'''2015'''
|Ægir Hrafn Jónsson
|Handknattleiksdeild
|-
|'''2016'''
|Óttar Magnús Karlsson
|Knattspyrnudeild
|-
|'''2017'''
|Magnús Kristinn Magnússon
|Borðtennisdeild
|-
|'''2018'''
|Tinna Óðinsdóttir
|Knattspyrnudeild
|-
|'''2019'''
|[[Sölvi Geir Ottesen]]
|Knattspyrnudeild
|-
|'''2020'''
|Hilmar Snær Örvarsson
|Skíðadeild
|-
|'''2021'''
|[[Kári Árnason]]
|Knattspyrnudeild
|-
| rowspan="2" |'''2022'''
|Nevena Tasic
|Borðtennisdeild
|-
|Júlíus Magnússon
|Knattspyrnudeild
|}
== Leikjahæstir í mfl karla knattspyrna ==
Leikjahæsti leikmaður í sögu Víkings er Magnús Þorvaldsson en á sínum glæsta ferli spilaði hann 351 leik fyrir félagið. Jóhannes Bárðarson lék 314 leiki fyrir Víkinga.
Í núverandi leikmannahópi er Halldór Smári reyndastur með 380 leiki, Dofri Snorrason á að baki 185 leiki, Davíð Örn Atlason 140 leiki og Sölvi Geir Ottesen 82 leiki.
{|
|-
|valign="top"|
{| class="wikitable" border="1"
|-
!Leikjafjöldi
!Leikmaður
|-
|'''''380'''''||{{flagicon|Iceland}} Halldór Smári Sigurðsson
|-
|'''''351'''''||{{flagicon|Iceland}} Magnús Þorvaldsson
|-
|'''''314'''''||{{flagicon|Iceland}} Jóhannes Bárðarson
|-
|'''''273'''''||{{flagicon|Iceland}} Diðrik Ólafsson
|-
|'''''251'''''||{{flagicon|Iceland}} Daníel Hjaltason
|-
|''219''||{{flagicon|Iceland}} Sigurjón Þorri Ólafsson
|-
|''212''||{{flagicon|Iceland}} Egill Atlason
|-
|''206''||{{flagicon|Iceland}} Jón Ólafsson
|-
|''200''||{{flagicon|Iceland}} Atli Einarsson
|-
|''193''||{{flagicon|Iceland}} Björn Bjartmarz
|-
|''192''||{{flagicon|Iceland}} Aðalsteinn Aðalsteinsson
|-
|''192''||{{flagicon|Iceland}} Gunnar Örn Kristjánsson
|-
|''192''||{{flagicon|Iceland}} Ragnar Gíslason
|-
|''187''||{{flagicon|Iceland}} Eiríkur Þorsteinsson
|-
|''187''||{{flagicon|Iceland}} Hörður Theódórsson
|-
|''185''||{{flagicon|Iceland}} Dofri Snorrason
|-
|''181''||{{flagicon|Iceland}} Lárus Huldarsson
|-
|''171''||{{flagicon|Iceland}} Bjarni Lárus Hall
|-
|''167''||{{flagicon|Iceland}} Heimir Karlsson
|-
|''166''||{{flagicon|Iceland}} Atli Helgason
|-
|''166''||{{flagicon|Iceland}} Jóhann Þorvarðarson
|-
|''165''||{{flagicon|Iceland}} Haukur Armin Úlfarsson
|-
|''160''||{{flagicon|Iceland}} Ívar Örn Jónsson
|-
|''160''||{{flagicon|Iceland}} Kristján Jóhannes Magnússon
|-
|''159''||{{flagicon|Iceland}} Gunnar Örn Kristjánsson
|-
|''154''||{{flagicon|Iceland}} Ómar Torfason
|-
|''153''||{{flagicon|Iceland}} Hafliði Pétursson
|-
|''153''||{{flagicon|Iceland}} Þórður Marelsson
|-
|''151''||{{flagicon|Iceland}} Milos Glogovac
|-
|''145''||{{flagicon|Iceland}} Trausti Ívarsson
|-
|''142''||{{flagicon|Iceland}} Kjartan Dige Baldursson
|-
|''142''||{{flagicon|Iceland}} Óskar Tómasson
|-
|''142''||{{flagicon|Iceland}} Þorvaldur Sveinn Sveinsson
|-
|''140''||{{flagicon|Iceland}} Andri Marteinsson
|-
|''140''||{{flagicon|Iceland}} Davíð Örn Atlason
|-
|''134''||{{flagicon|Iceland}} Sumarliði Árnason
|-
|''133''||{{flagicon|Iceland}} Ögmundur Kristinsson
|-
|''132''||{{flagicon|Iceland}} Sigurður Egill Lárusson
|-
|''128''||{{flagicon|Iceland}} Tómas Guðmundsson
|-
|''126''||{{flagicon|Iceland}} Bjarni Gunnarsson
|-
|''126''||{{flagicon|Iceland}} Ingvar Þór Kale
|-
|''126''||{{flagicon|Iceland}} Stefán Halldórsson
|-
|''126''||{{flagicon|Iceland}} Viktor Bjarki Arnarsson
|-
|''126''||{{flagicon|Iceland}} Ögmundur Viðar Rúnarsson
|-
|''124''||{{flagicon|Iceland}} Marteinn Guðgeirsson
|-
|''122''||{{flagicon|Iceland}} Hólmsteinn Jónasson
|-
|''120''||{{flagicon|Iceland}} Hörður Sigurjón Bjarnason
|-
|''119''||{{flagicon|Iceland}} Höskuldur Eiríksson
|-
|''119''||{{flagicon|Iceland}} Valur Adolf Úlfarsson
|}
|}
==Leikjahæstar í mfl kvenna knattspyrna==
== Leikmenn meistaraflokks knattspyrna ==
===Mfl. karla í knattspyrnu 2022===
{{Fs start}}
{{Fs player|no= 1|nat=Iceland|name=Ingvar Jónsson|pos=GK}}
{{Fs player|no= 3|nat=Iceland|name=Logi Tómasson|pos=DF}}
{{Fs player|no= 19|nat=Iceland|name=Axel Freyr Hardarson|pos=MF}}
{{Fs player|no= 12|nat=Iceland|name=Halldór Smári Sigurðsson|pos=DF}}
{{Fs player|no= 7|nat=Iceland|name=Erlingur Agnarsson|pos=MF}}
{{Fs player|no= 8|nat=Iceland|name=Sölvi Ottesen|pos=DF}}
{{Fs player|no= 9|nat=Iceland|name=Helgi Gudjónsson|pos=FW}}
{{Fs player|no=13|nat=Iceland|name=Viktor Örlygur Andrason|pos=MF}}
{{Fs player|no=16|nat=Iceland|name=Thórdur Ingason|pos=GK}}
{{Fs player|no=17|nat=Iceland|name=Atli Barkarson|pos=DF}}
{{Fs player|no= 22|nat=Iceland|name=Karl Fridleifur Gunnarsson|pos=MF}}
{{Fs mid}}
{{Fs player|no=11|nat=Iceland|name=Adam Pálsson|pos=MF}}
{{Fs player|no=20|nat=Iceland|name=Júlíus Magnússon|pos=MF}}
{{Fs player|no=21|nat=Iceland|name=[[Kári Árnason]]|pos=DF}}
{{Fs player|no=10|nat=SLV|name=Pablo Punyed|pos=MF}}
{{Fs player|no=23|nat=Denmark|name=Nikolaj Hansen|pos=FW}}
{{Fs player|no= 80|nat=Iceland|name=Kristall Máni Ingason|pos=MF}}
{{Fs player|no=27|nat=Iceland|name=Tómas Guðmundsson|pos=DF}}
{{Fs player|no=28|nat=Iceland|name=Halldór Thórdarson|pos=DF}}
{{Fs player|no= 77|nat=SLE|name=Kwame Quee|pos=MF}}
{{Fs player|no= 6|nat=Iceland|name=Uggi Jóhann Auðunsson|pos=GK}}
{{Fs end}}
=== Mfl. kvenna í knattspyrnu ===
==Stjórn og þjálfarateymi==
===Knattspyrnudeild karla===
*'''Þjálfari''': Sölvi Geir Ottesen
*'''Aðstoðarþjálfari:''' Viktor Bjarki Arnarsson
*'''Aðstoðarþjálfari''' : Aron Baldvin Þórðarson
*'''Markmannsþjálfari''': Hajrudin Cardaklija
*'''Styrktarþjálfari''': Kári Sveinsson
*'''Sjúkraþjálfari''': Rúnar Pálmarsson
*'''Liðsstjóri:''' Þórir Ingvarsson
*'''Framkvæmdastjóri''': Haukur Hinriksson
*'''Fjölmiðlafulltrúi:''' Hörður Ágústsson
*'''Íþróttastjóri''': Ívar Orri Aronsson
**'''Stjórnarformaður''': Heimir Gunnlaugsson
**'''Varaformaður''': Sverrir Geirdal
**'''Gjaldkeri''': Valdimar Sigurðsson
**'''Stjórnarmaður''': Hrannar Már Gunnarsson
**'''Stjórnarmaður''': Katla Guðjónsdóttir
**'''Stjórnarmaður:''' Tryggvi Björnsson
**'''Stjórnarmaður:''' Guðjón Guðmundsson
**'''Stjórnarmaður:''' Berglind Bjarnadóttir
**'''Stjórnarmaður:''' Guðmundur Auðunsson
**'''Stjórnarmaður:''' Kári Þór Guðjónsson
<ref name="ksi.is"/>
=== Knattspyrnudeild kvenna ===
== Tilvísanir ==
<references />
== Tenglar ==
* [http://www.vikingur.is Vefsíða félagsins - Víkingur.is]
*[https://www.facebook.com/vikingurfc/ Facebook síða Víkings]
*[https://twitter.com/vikingurfc Twitter síða Víkings]
*[https://soundcloud.com/vikings-podcastid Víkings Podcastið - Hlaðvarp]
* [http://www.vikingur.net Víkingur.net, stuðningsmannasíða Víkings]
*[http://www.nordicstadiums.com/vikingsvollur/ Nordic Stadiums - Víkingsvöllur]
*[https://www.oldfootballshirts.com/pt/teams/k/knattspyrnufelagid-vikingur/old-knattspyrnufelagid-vikingur-football-shirts-t2145.html Old Football Shirts - Víkingur]
*[https://www.transfermarkt.com/vikingur-reykjavik/startseite/verein/5849 Transfermarkt - Víkingur]
*[http://www.icelandfootball.net/viacutekingur-reykjaviacutek.html IcelandFootball.net - Víkingur]
*[https://us.soccerway.com/teams/iceland/knattspyrnufelagidh-vikingur/1139/ Soccerway - Víkingur]
*[https://www.fctables.com/teams/vikingur-reykjavik-196942/ FC Tables - Tölfræðisíða Víkingur]
{{Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla}}
{{Úrvalsdeild karla í handknattleik}}
{{Aðildarfélög ÍBR}}
{{S|1908}}
[[Flokkur:Íþróttabandalag Reykjavíkur]]
[[Flokkur:Íslensk knattspyrnufélög]]
[[Flokkur:Íslensk handknattleiksfélög]]
[[Flokkur:Íslensk borðtennisfélög]]
[[Flokkur:Íslensk tennisfélög]]
[[Flokkur:Íslensk karatefélög]]
[[Flokkur:Íslensk skíðaíþróttafélög]]
[[Flokkur:Íþróttafélög í Reykjavík]]
6p0whenoyd4f5jjg2kqqro017gnv2qe
Lækjargata
0
56119
1922996
1711980
2025-07-09T11:42:25Z
Андрей Бондарь
47843
Helgi G. Thordersen
1922996
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Lækjargata.JPG|thumb|275px|Lækjargata]]
[[Mynd:Siemsenhus-og-kalkofninn.jpg|Siemsenshús í forgrunni og kalkofninn í bakgrunni. Lækurinn sem rann um Lækjargötu til hægri|thumbnail]]
[[Mynd:Lækurinn og Lækjargata 2-14, 1905-1907.jpg|thumb|Lækurinn og Lækjargata 1905-1907.]]
'''Lækjargata''' er gata í miðbæ [[Reykjavík]]ur sem dregur nafn sitt af læk sem rann upphaflega opinn meðfram allri götunni, frá [[Tjörnin í Reykjavík|Tjörninni]] til sjávar en var síðar settur í stokk og liggur nú undir götunni.
Lækjargata var upphaflega lítil gata, enda voru þar í fyrstu aðeins tvö hús. Hún var í þá daga kölluð ''Heilagsandastræti''. Nafngiftin kom til vegna þess að í öðru þessara húsa bjó [[Helgi G. Thordersen]] [[biskup]] og í hinu [[Ólafur Pálsson]] [[dómkirkjuprestur]]. Smám saman, þegar íbúafjöldinn í Reykjavík jókst, lengdist gatan suður með læknum alla leið að Tjörninni.
== Lækurinn ==
Á fyrstu árum Reykjavíkur rann lækurinn á milli steinhlaðinna bakka en Lækjargata var þá eina „breiðgata“ miðbæjarins. Steinbrýr lágu yfir lækinn á þremur stöðum, niður af [[Bankastræti]], önnur frá [[Þingholt]]i og sú þriðja niður undan [[Stöðlakot]]i. Þegar lækurinn var settur í bunustokk og farvegur hans fylltur árið [[1911]], breikkaði gatan um helming. Lækjargata var kölluð „hin ilmandi slóð“ í hálfkæringi meðan lækurinn var opinn vegna þess fnyks sem lagði af honum en í hann lágu mörg opin [[skolpræsi]] áður fyrr.
Í ''[[Innansveitarkronika|Innansveitarkroniku]],'' eftir [[Halldór Laxness]], segir:
:Í þann tíma rann opinn lækur í gegnum höfuðborg vora og var kallaður Lækurinn; í honum voru hornsíli. Stundum mátti sjá þar ál sem var að koma úr Saragossahafinu og gánga í tjörn þá sem kölluð er Tjörnin og liggur á bak við Alþingishúsið og Dómkirkjuna.
== Tengt efni ==
* [[Menntaskólinn í Reykjavík]]
* [[Búnaðarfélagshúsið]]
== Tengill ==
* [http://www.timarit.is/?issueID=418865&pageSelected=3&lang=0 ''Ahrentzhús''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1962]
{{Stubbur}}
[[Flokkur:Götur í Reykjavík]]
[[Flokkur:Miðborg Reykjavíkur]]
rs0cowwftc8frqm2gt28jljif01qsu8
Hallgrímskirkja (Hvalfirði)
0
67845
1922948
1921185
2025-07-08T15:04:53Z
Akigka
183
Tók aftur breytingu frá [[Special:Contributions/149.126.87.185|149.126.87.185]] ([[User talk:149.126.87.185|spjall]]), til baka í síðustu útgáfu frá [[User:Steinninn|Steinninn]]
1728154
wikitext
text/x-wiki
{{Kirkja
| mynd = HallgrímskirjaHvalfjörður.JPG
| staður = Saurbær á Hvalfjarðarströnd
| dags =17. ágúst 2007
| ljósmyndari= Tómas Adolf Ísleifur Bickel
| prestur =
| prestakall =
| byggingarár = Vígð 28.7.1957
| breytingar =
| kirkjugarður =
| tímabil =
| arkitekt = Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson
| tækni =
| efni = Steinsteypa og múrsteinn að innan
| stærð =
| turn = 20 m hár
| hlið =
| kór =
| skip =
| predikunarstóll =
| skírnarfontur =
| altari = Lennart Segerstråle
| sæti =
| annað =
| flokkur =
|}}
'''Hallgrímskirkja í Saurbæ''' (einnig þekkt sem '''Saurbæjarkirkja''') er kirkja að [[Saurbær á Hvalfjarðarströnd|Saurbæ]] á [[Hvalfjarðarströnd]] í [[Hvalfjarðarsveit]]. Kirkjan er helguð minningu [[Hallgrímur Pétursson|Hallgríms Péturssonar]] en hann var sóknarprestur í Saurbæjarprestakalli á árunum 1651 til 1669.
[[Guðjón Samúelsson]] teiknaði fyrstu gerð að kirkjunni og voru undirstöður steyptar eftir hans teikningu. Árið 1953 teiknuðu Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson nýja kirkju. Kirkjan er steinsteypt og klædd [[múrsteinn|múrsteini]] að innan. Þakið er [[kopar]]klætt. Turninn er 20 metra hár. [[Gerður Helgadóttir]] gerði glerlistaverk kirkjunnar en verk hennar eru sótt í [[Passíusálmarnir|Passíusálmana]]. [[Finnland|Finnski]] listamaðurinn [[Lennart Segerstråle]] gerði [[freska|fresku]] sem er í stað [[altaristafla|altaristöflu]]. Á altari er [[róðukross]] sem talinn er frá því um 1500. Róðukrossinn var í kirkju Hallgríms á 17. öld.
== Sjá einnig ==
* [[Hallgrímskirkja (Reykjavík)|Hallgrímskirkja]] í Reykjavík.
== Heimild ==
* [http://www.nat.is/Kirkjur/Kirkjur%20VL%20hallgrimskirkja_saurba.htm Hallgrímskirkja í Saurbæ] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120530035131/http://www.nat.is/Kirkjur/Kirkjur%20VL%20hallgrimskirkja_saurba.htm |date=2012-05-30 }}
==Tenglar==
*[http://kirkjukort.net/kirkjur/hallgrimskirkja-i-saurbae_0124.html Hallgrímskirkja á kirkjukort.net] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110723173030/http://kirkjukort.net/kirkjur/hallgrimskirkja-i-saurbae_0124.html |date=2011-07-23 }}
[[flokkur:Kirkjur á Íslandi]]
3j970onhzrhobjasskuobsj42pyd4yj
Svartbakur
0
74390
1922960
1771824
2025-07-08T16:47:01Z
Bücherfresser
10785
hefur fækkað
1922960
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Svartbakur
| image = Great Black-backed Gull.jpg
| image_width = 250px
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Strandfuglar]] (''Charadriiformes'')
| familia = [[Máfar]] (''Laridae'')
| genus = ''[[Larus]] ''
| species = '''''L. marinus'''''
| binomial = ''Larus marinus''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758, [[Gotland]], [[Svíþjóð]]
| range_map = RangeMap Lmarinus.jpg
| range_map_caption= Dreifing á norðlægum slóðum
}}
[[File:Larus marinus MHNT.ZOO.2010.11.127.9.jpg|thumb| ''Larus marinus'']]
'''Svartbakur''' (fræðiheiti ''[[wikt:en:larus#Latin|Larus]] [[wikt:en:marinus#Latin|marinus]]'', sem þýðir á [[latína|latínu]] „hafmáfur“ eða „sjávarmáfur“) er stærstur [[máfur|máfa]] og er oft nefndur '''veiðibjalla'''.<ref>[http://www2.lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=529825&s=649982&l=vei%F0ibjalla&rm=vei%F0ibjalla&r=p Orðið „veiðibjalla“]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans</ref> Hann er svartur og hvítur á lit, goggur hans er gulur og sterklegur og rauður blettur finnst fremst í neðri [[skoltur|skolti]]. Fætur svartbaksins eru ljósbeikir og augu hans ljós.
Svartbakur getur vegið rúm 2 kg og vænghafið getur orðið allt að 1,5 metrar. Hann verpir snemma á vorin í dyngju á jafnsléttu og eru [[Egg (matvæli)|eggin]] að meðaltali þrjú talsins, og tekur það þau um fjórar vikur að klekjast út. Svartbakur verður kynþroska við 4-5 ára aldur.
Svartbakur er [[staðfugl]] á Íslandi og hefur þeim fjölgað mjög á Íslandi vegna aðgangs að [[lífrænn úrgangur|lífrænum úrgangi]] sem kemur aðallega frá [[Sjávarútvegur|sjávarútveginum]]. Stofnstærð var talin í kringum 20 þúsund varppör árið 2000 en hefur fækkað.<ref>{{Vefheimild |url=https://www.natt.is/is/biota/animalia/chordata/aves/charadriiformes/svartbakur-larus-marinus |titill=Svartbakur (Larus marinus) |vefsíða=natt.is |skoðað=2025-07-08}}</ref>
== Hin ýmsu nöfn ==
Svartbakurinn sem stundum er kallaður ''veiðibjalla'' eða ''bjalla'' er stundum líka nefndur ''kaflabringur'', ''kaflabrinki'' og ''skári''.
== Neðanmálsgreinar ==
<references/>
== Heimild ==
* ''Íslenskir fuglar'' (Reykjavík: Iðunn, 1992): bls. 48.
== Tenglar ==
* {{Vísindavefurinn|3547|Hvað eru svartbaksegg lengi að klekjast út?}}
{{commonscat|Larus marinus|svartbaki}}
{{Wikilífverur|Larus marinus|svartbaki}}
[[Flokkur:Máfar]]
[[Flokkur:Íslenskir fuglar]]
94vhczdprgm1vxsnd1fz9og5isgezt5
1922987
1922960
2025-07-09T08:56:17Z
Akigka
183
1922987
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Svartbakur
| image = Great Black-backed Gull.jpg
| image_width = 250px
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Strandfuglar]] (''Charadriiformes'')
| familia = [[Máfar]] (''Laridae'')
| genus = ''[[Larus]] ''
| species = '''''L. marinus'''''
| binomial = ''Larus marinus''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758, [[Gotland]], [[Svíþjóð]]
| range_map = RangeMap Lmarinus.jpg
| range_map_caption= Dreifing á norðlægum slóðum
}}
[[File:Larus marinus MHNT.ZOO.2010.11.127.9.jpg|thumb| ''Larus marinus'']]
'''Svartbakur''' (fræðiheiti ''[[wikt:en:larus#Latin|Larus]] [[wikt:en:marinus#Latin|marinus]]'', sem þýðir á [[latína|latínu]] „hafmáfur“ eða „sjávarmáfur“) er stærstur [[máfur|máfa]] og er oft nefndur '''veiðibjalla'''.<ref>[http://www2.lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=529825&s=649982&l=vei%F0ibjalla&rm=vei%F0ibjalla&r=p Orðið „veiðibjalla“]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans</ref> Hann er svartur og hvítur á lit, goggur hans er gulur og sterklegur og rauður blettur finnst fremst í neðri [[skoltur|skolti]]. Fætur svartbaksins eru ljósbeikir og augu hans ljós.
Svartbakur getur vegið rúm 2 kg og vænghafið getur orðið allt að 1,5 metrar. Hann verpir snemma á vorin í dyngju á jafnsléttu og eru [[Egg (matvæli)|eggin]] að meðaltali þrjú talsins, og tekur það þau um fjórar vikur að klekjast út. Svartbakur verður kynþroska við 4-5 ára aldur.
Svartbakur er [[staðfugl]] á Íslandi og hefur þeim fjölgað mjög á Íslandi vegna aðgangs að [[lífrænn úrgangur|lífrænum úrgangi]] sem kemur aðallega frá [[Sjávarútvegur|sjávarútveginum]]. Stofnstærð var talin í kringum 20 þúsund varppör árið 2000 en hefur fækkað mikið síðan. Árið 2016 var stofninn talinn kominn niður í 6-8.000 pör.<ref>{{Vefheimild |url=https://www.natt.is/is/biota/animalia/chordata/aves/charadriiformes/svartbakur-larus-marinus |titill=Svartbakur (Larus marinus) |vefsíða=natt.is |skoðað=2025-07-08}}</ref> Svartbaksstofninn á Íslandi er því talinn í hættu og er fuglinn friðaður.<ref>{{cite web|url=https://www.natt.is/is/midlun/utgafa/valistar/fuglar/valisti-fugla/mat-fugla-valista|title=Mat fugla á válista|website=Náttúrufræðistofnun|access-date=9.7.2025}}</ref>
== Hin ýmsu nöfn ==
Svartbakurinn sem stundum er kallaður „veiðibjalla“ eða „bjalla“ er stundum líka nefndur „kaflabringur“, „kaflabrinki“ og „skári“.
== Neðanmálsgreinar ==
<references/>
== Heimild ==
* ''Íslenskir fuglar'' (Reykjavík: Iðunn, 1992): bls. 48.
== Tenglar ==
* {{Vísindavefurinn|3547|Hvað eru svartbaksegg lengi að klekjast út?}}
{{commonscat|Larus marinus|svartbaki}}
{{Wikilífverur|Larus marinus|svartbaki}}
[[Flokkur:Máfar]]
[[Flokkur:Íslenskir fuglar]]
8i2s8fu6pv0uae0dpylmj77eu20o6py
1922988
1922987
2025-07-09T08:57:14Z
Akigka
183
1922988
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Svartbakur
| image = Great Black-backed Gull.jpg
| image_width = 250px
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Strandfuglar]] (''Charadriiformes'')
| familia = [[Máfar]] (''Laridae'')
| genus = ''[[Larus]] ''
| species = '''''L. marinus'''''
| binomial = ''Larus marinus''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758, [[Gotland]], [[Svíþjóð]]
| range_map = RangeMap Lmarinus.jpg
| range_map_caption= Dreifing á norðlægum slóðum
}}
[[File:Larus marinus MHNT.ZOO.2010.11.127.9.jpg|thumb| ''Larus marinus'']]
'''Svartbakur''' (fræðiheiti ''[[wikt:en:larus#Latin|Larus]] [[wikt:en:marinus#Latin|marinus]]'', sem þýðir á [[latína|latínu]] „hafmáfur“ eða „sjávarmáfur“) er stærstur [[máfur|máfa]] og er oft nefndur '''veiðibjalla'''.<ref>[http://www2.lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=529825&s=649982&l=vei%F0ibjalla&rm=vei%F0ibjalla&r=p Orðið „veiðibjalla“]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans</ref> Hann er svartur og hvítur á lit, goggur hans er gulur og sterklegur og rauður blettur finnst fremst í neðri [[skoltur|skolti]]. Fætur svartbaksins eru ljósbeikir og augu hans ljós.
Svartbakur getur vegið rúm 2 kg og vænghafið getur orðið allt að 1,5 metrar. Hann verpir snemma á vorin í dyngju á jafnsléttu og eru [[Egg (matvæli)|eggin]] að meðaltali þrjú talsins, og tekur það þau um fjórar vikur að klekjast út. Svartbakur verður kynþroska við 4-5 ára aldur.
Svartbakur er [[staðfugl]] á Íslandi og hafði fjölgað mjög á Íslandi vegna aðgangs að [[lífrænn úrgangur|lífrænum úrgangi]] sem kom aðallega frá [[Sjávarútvegur|sjávarútveginum]]. Stofnstærð var talin í kringum 20 þúsund varppör árið 2000 en hefur fækkað mikið síðan. Árið 2016 var stofninn talinn kominn niður í 6-8.000 pör.<ref>{{Vefheimild |url=https://www.natt.is/is/biota/animalia/chordata/aves/charadriiformes/svartbakur-larus-marinus |titill=Svartbakur (Larus marinus) |vefsíða=natt.is |skoðað=2025-07-08}}</ref> Svartbaksstofninn á Íslandi er því talinn í hættu og er fuglinn friðaður.<ref>{{cite web|url=https://www.natt.is/is/midlun/utgafa/valistar/fuglar/valisti-fugla/mat-fugla-valista|title=Mat fugla á válista|website=Náttúrufræðistofnun|access-date=9.7.2025}}</ref>
== Hin ýmsu nöfn ==
Svartbakurinn sem stundum er kallaður „veiðibjalla“ eða „bjalla“ er stundum líka nefndur „kaflabringur“, „kaflabrinki“ og „skári“.
== Neðanmálsgreinar ==
<references/>
== Heimild ==
* ''Íslenskir fuglar'' (Reykjavík: Iðunn, 1992): bls. 48.
== Tenglar ==
* {{Vísindavefurinn|3547|Hvað eru svartbaksegg lengi að klekjast út?}}
{{commonscat|Larus marinus|svartbaki}}
{{Wikilífverur|Larus marinus|svartbaki}}
[[Flokkur:Máfar]]
[[Flokkur:Íslenskir fuglar]]
dvtzmmkfgkvoe9tmwi6bk74997frpz4
1922989
1922988
2025-07-09T08:59:05Z
Akigka
183
1922989
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Svartbakur
| image = Great Black-backed Gull.jpg
| image_width = 250px
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Strandfuglar]] (''Charadriiformes'')
| familia = [[Máfar]] (''Laridae'')
| genus = ''[[Larus]] ''
| species = '''''L. marinus'''''
| binomial = ''Larus marinus''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758, [[Gotland]], [[Svíþjóð]]
| range_map = RangeMap Lmarinus.jpg
| range_map_caption= Dreifing á norðlægum slóðum
}}
[[File:Larus marinus MHNT.ZOO.2010.11.127.9.jpg|thumb| ''Larus marinus'']]
'''Svartbakur''' (fræðiheiti ''[[wikt:en:larus#Latin|Larus]] [[wikt:en:marinus#Latin|marinus]]'', sem þýðir á [[latína|latínu]] „hafmáfur“ eða „sjávarmáfur“) er stærstur [[máfur|máfa]] og er oft nefndur '''veiðibjalla'''.<ref>[http://www2.lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=529825&s=649982&l=vei%F0ibjalla&rm=vei%F0ibjalla&r=p Orðið „veiðibjalla“]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans</ref> Hann er svartur og hvítur á lit, goggur hans er gulur og sterklegur og rauður blettur finnst fremst í neðri [[skoltur|skolti]]. Fætur svartbaksins eru ljósbeikir og augu hans ljós.
Svartbakur getur vegið rúm 2 kg og vænghafið getur orðið allt að 1,5 metrar. Hann verpir snemma á vorin í dyngju á jafnsléttu og eru [[Egg (matvæli)|eggin]] að meðaltali þrjú talsins, og tekur það þau um fjórar vikur að klekjast út.<ref>{{Vísindavefurinn|3547|Hvað eru svartbaksegg lengi að klekjast út?|höfundur=Jón Már Halldórsson|dags=2.7.2003}}</ref> Svartbakur verður kynþroska við 4-5 ára aldur.
Svartbakur er [[staðfugl]] á Íslandi og hafði fjölgað mjög á Íslandi vegna aðgangs að [[lífrænn úrgangur|lífrænum úrgangi]] sem kom aðallega frá [[Sjávarútvegur|sjávarútveginum]]. Stofnstærð var talin í kringum 20 þúsund varppör árið 2000 en hefur fækkað mikið síðan. Árið 2016 var stofninn talinn kominn niður í 6-8.000 pör.<ref>{{Vefheimild |url=https://www.natt.is/is/biota/animalia/chordata/aves/charadriiformes/svartbakur-larus-marinus |titill=Svartbakur (Larus marinus) |vefsíða=natt.is |skoðað=2025-07-08}}</ref> Svartbaksstofninn á Íslandi er því talinn í hættu og er fuglinn friðaður.<ref>{{cite web|url=https://www.natt.is/is/midlun/utgafa/valistar/fuglar/valisti-fugla/mat-fugla-valista|title=Mat fugla á válista|website=Náttúrufræðistofnun|access-date=9.7.2025}}</ref>
== Heiti ==
Svartbakurinn sem stundum er kallaður „veiðibjalla“ eða „bjalla“ er stundum líka nefndur „kaflabringur“, „kaflabrinki“ og „skári“.
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Heimild ==
* ''Íslenskir fuglar'' (Reykjavík: Iðunn, 1992): bls. 48.
[[Flokkur:Máfar]]
[[Flokkur:Íslenskir fuglar]]
tqmnqmkne7ksjipsfkwh94f3uhl4tgh
Málþóf
0
82537
1922939
1492726
2025-07-08T12:49:13Z
149.126.87.185
1922939
wikitext
text/x-wiki
'''Málþóf''' kallast það þegar [[þingmaður]] eða þingmenn í [[löggjafarþing]]i reyna að hindra kosningu um [[frumvarp]]. Ein leið til þess er að draga umræður um frumvarpið á langinn með ræðuhöldum þangað til að flytjendur þess gefast upp á umræðunum og draga frumvarpið til baka. Á sumum löggjafarþingið er málþóf bannað og þá hefur lengi verið tekist á um hvort banna eigi málþóf á Bandaríkjaþingi.
== Bandaríkin ==
Þingmenn í [[fulltrúadeild Bandaríkjaþings]] beittu málþófi í fyrsta sinn árið [[1854]] til þess að koma í veg fyrir að [[Kansas-Nebraska lögin]] yrðu samþykkt.
== Ísland ==
Málþófi hefur oft verið beitt á [[Alþingi]] Íslendinga. Þar sem Ísland er [[þingræði]]sríki og meirihlutastjórnir tíðkast er málþóf eitt af fáum tækjum [[stjórnarandstaða|stjórnarandstöðunnar]] til þess að láta í ljós óánægju sína.
== Tengt efni ==
* [[Málþóf í öldungadeild Bandaríkjaþings]]
== Tengill ==
* [http://www.visir.is/thingraedid-og-meint-malthof/article/2012705309989 Þingræðið og meint málþóf], grein eftir [[Ragnheiður Elín Árnadóttir|Ragnheiði Elínu Árnadóttur]], þingsflokksformann Sjálfstæðisflokksins 30. maí 2012
{{stubbur|stjórnmál}}
[[Flokkur:Stjórnmál]]
d86yi96a5ufgihdvsu11j9m47joxz5o
Würzburg
0
84677
1922962
1864766
2025-07-08T17:10:28Z
Berserkur
10188
/* Furstabiskupar */
1922962
wikitext
text/x-wiki
{{Byggð
| nafn = Würzburg
| skjaldarmerki = DEU Würzburg COA.svg
| kort = Würzburg-Position.png
|undirskipting_gerð = Sambandsland
| undirskipting_nafn = [[Bæjaraland]]
| flatarmál_heild_km2 = 87,63
| mannfjöldi_heild = 128.000
| mannfjöldi_frá_og_með = 2019
| mannfjöldi_þéttleiki_km2 = 1423
| hæð_m = 177
| vefsíða =[http://www.wuerzburg.de/ www.wuerzburg.de]
}}
[[Mynd:Marienberg wuerzburg.jpg|thumb|Kastalavirkið Marienberg]]
'''Würzburg''' er fjórða stærsta borg [[Bæjaraland]]s í [[Þýskaland]]i með 128 þúsund íbúa ([[2019]]). Borgin er helst þekkt fyrir hinn mikla kastala biskupanna, en biskuparnir í borginni voru furstar. Biskupahöllin þar er á [[heimsminjaskrá UNESCO]]. Würzburg er einnig þekkt vínræktarsvæði. Þar í borg uppgötvaði [[wilhelm Conrad Röntgen|Conrad Röntgen]] geislana sem eftir hann eru nefndir.
== Lega ==
Würzburg liggur við ána [[Main]] norðvestarlega í Bæjaralandi, í héraðinu Unterfranken og örstutt frá norðausturhorni [[Baden-Württemberg]]. Næstu borgir eru [[Frankfurt am Main]] til norðvesturs (120 km), [[Nürnberg]] til suðausturs (115 km) og [[Stuttgart]] til suðvesturs (140 km).
== Skjaldarmerki ==
Skjaldarmerki Würzburg er gult og rautt flagg á svörtum skildi. Flaggið kemur fyrst fyrir síðla á [[16. öldin|16. öld]] og er líkt flaggi hertogadæmisins Franken, nema hvað litirnir eru öðruvísi. Til samans mynda litirnir sömu liti og [[Þýski fáninn|fáni Þýskalands]] í dag (svart, rautt, gult).
== Orðsifjar ==
[[Mynd:Dom Wuerzburg.jpg|thumb|Kiljanskirkjan í Würzburg var dómkirkja furstabiskupanna]]
Ekki er einhlíta ljóst hvaðan heitið er dregið. Þó er álitið að heitið Würzburg sé dregið af ''würz'', sem merkir ''krydd''. Þar sem kastalavirkið fyrir ofan borgina er elsta mannvirki borgarinnar, er talið að þar hafi áður fyrr verið nóg til af kryddi. Heitið er ef til vill uppnefni eða gæluheiti í upphafi, sem hafi svo haldist við.
== Saga Würzburg ==
=== Upphaf ===
Mjög litlar upplýsingar eru til um tilurð Würzburg. Þar var kastalavirki á 7. öld, þar sem hertogar í [[Frankaveldi|Frankaríkinu]] sátu. Virkið er staðsett nálægt vaði yfir ána Main. Seint á þeirri öld voru írsku kristniboðarnir Kiljan, Kolonat og Totnan á svæðinu. Würzburg sem bær kemur hins vegar fyrst við skjöl árið [[704]]. Bærinn mun hafa dafnað vel, því [[741]] eða [[742]] var biskupsstóll stofnaður í borginni.
=== Furstabiskupar ===
[[Mynd:Wuerzburg-1650-Merian.jpg|thumb|Würzburg 1650. Mynd eftir Matthäus Merian.]]
Würzburg var oft sótt heim af [[Keisari|keisurum]] [[Heilaga rómverska ríkið|þýska ríkisins]]. [[1127]] fóru fyrstu burtreiðar ríksisins fram í borginni. [[1156]] hélt keisarinn [[Friðrik Barbarossa]] upp á brúðkaup sitt með Beatrix frá Búrgúnd í borginni, en hún var dóttir Rainalds III og höfuðerfingi Búrgúnds (Franch-Comté í [[Frakkland]]i í dag). [[1168]] hélt Friðrik keisari ríkisþing í borginni. Þá veitti hann biskupnum Herold furstaembættið og veitt honum Würzburg að léni. Síðan þá hefur borgin meira eða minna verið undir stjórn furstabiskupa. [[1402]] stofnaði biskupinn Jóhann frá Egloffstein háskóla í borginni, en háskólinn í Würzburg er sá fimmti elsti í þýska ríkinu. Þegar bændauppreisnin mikla náði hámarki snemma á 16. öld, réðist bændaher á kastalavirkið við Würzburg ([[1525]]). Þeir náðu hins vegar ekki að komast inn fyrir varnarmúrana. Biskupinn hótaði að tortíma borginni. Einn þekktasti myndhöggvari Þýskalands, Tilman Riemenschneider, sem var borgarstjóri í Würzburg til fjögurra ára, gekk til liðs við bændurna. En allt kom fyrir ekki. Furstaherinn kom aðvífandi og það dró til orrustu, en í henni voru bændur gjörsigraðir. 8000 bændur týndu lífi á þessum degi. Riemenschneider var fangelsaður og pyntaður. [[30 ára stríðið]] geysaði [[1618]]-[[1648]]. Lengi vel fór stríðið framhjá borginni. En biskuparnir kenndu [[norn]]um um hildarleikinn mikla og hófust þá grimmilegustu nornaveiðar þýska ríkisins. Á árunum [[1626]]-[[1630]] voru 200 meintar nornir brenndar á báli í borginni einni saman, en 900 í biskupadæminu öllu. Slíkar tölur finnast varla úr öðrum þýskum borgum. Brennurnar fóru fram á torginu fyrir framan Maríukirkjuna. Á [[8. áratugurinn|8. áratug]] [[20. öldin|20. aldar]] fundust merki um miklar brennur á torginu þegar verið var að grafa fyrir bílakjallara. Ummerkin voru þá orðin 300 ára gömul. [[1631]] hættu allar brennur snögglega. Þá stóð sænskur her við borgardyrnar. [[Gústaf Adolf 2.|Gústaf Adolf II]] [[Svíþjóð|Svíakonungur]] hertók borgina í [[október]] það ár. Í hartnær þrjú ár sátu Svíar þar og létu borgarbúa og nærsveitamenn skaffa sér vistir. Svíar yfirgáfu héraðið [[1634]]. Síðasta nornabrennan í borginni fór fram [[1749]].
=== Nýrri tímar ===
Á Napoleonstímanum var furstabiskupadæmið lagt niður. Würzburg var innlimuð í Bæjaralandi [[1803]]. Þar var München höfuðborg, en konungarnir notuðu Würzburg sem dvalarstað og sátu gjarnan í biskupahöllinni. [[Iðnbyltingin]] kom seint til borgarinnar. Þar var lítill [[iðnaður]]. Seint á [[19. öldin|19. öld]] bjó eðlisfræðingurinn Conrad Röntgen í borginni, en 1895 uppgötvaði hann samnefnda geisla í húsi sínu í miðborginni. Fyrir þá uppgötvun verður hann fyrsti maðurinn til að hljóta [[Nóbelsverðlaun í eðlisfræði|Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði]] árið [[1901]]. Borgin varð að stórborg [[1933]] þegar íbúafjöldinn fór yfir 100 þús. Á tímum [[Nasismi|nasista]] voru útrýmingarbúðirnar Flossenbürg starfræktaðar við borgarmörkin. Würzburg varð fyrir loftárásum aðeins einu sinni, [[16. mars]] [[1945]]. Þá gerðu breskar flugvélar skæðar árásir á borgina í aðeins 17 mínútur. Samt sem áður urðu skemmdirnar gífurlegar. Um 90% miðborgarinnar þurrkaðist út. Eftir stríð var borgin hreinsuð. Ónýt hús voru rifin og götur lagfærðar. Allir múrsteinar og annað sem hrunið hafði á göturna var sett í pramma og því siglt í burtu. Öllum sem misst höfðu íbúðir sínar var meinað að koma aftur til borgarinnar. Þannig fór íbúatalan í upphafi stríðs 1939 úr 107 þús niður í 53 þús í stríðslok 1945. Würzburg var á bandaríska hernámssvæðinu. Þar var einnig bandarísk herstöð. Síðustu hermennirnir fóru ekki þaðan fyrr en [[2006]].
== Íþróttir ==
[[Mynd:Dirk 41.jpg|thumb|left|Dirk Nowitzki í NBA-deildinni er frá Würzburg]]
Í Würzburg er stærsta starfandi sundfélag Evrópu, SV Würzburg 05, sem fimm sinnum hefur orðið þýskur meistari í sundbolta.
[[Körfubolti|Körfuboltafélag]] borgarinnar var árum saman í toppbaráttu í fyrstu deild í Þýskalandi. Þar ólst þýski landsliðsmaðurinn Dirk Nowitzki upp, en síðan [[1998]] spilar hann í [[NBA|NBA-deildinni]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]. [[2005]] varð félagið hins vegar gjaldþrota.
Knattspyrnufélögin [[Würzburger FV]] og [[Würzburger Kickers]] leika í neðri deildum [[Bundesliga|Bundesligunnar]].
== Viðburðir ==
* '''Africa-Festival''' er heiti á hátíð eða sýningu sem tengist menningu og tónlist frá [[Afríka|Afríku]]. Verkefni þetta var sett á laggirnar [[1989]] til að kynna og auka afríska menningu í Þýskalandi og í borginni. Hátíðin fer ætíð fram síðustu helgi í [[maí]] og er mest sótta hátíð sinnar tegundar í Evrópu.
== Frægustu börn borgarinnar ==
* ([[1901]]) [[Werner Heisenberg]], kjarneðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði
* ([[1978]]) [[Dirk Nowitzki]] körfuknattleiksmaður í NBA
== Byggingar og kennileiti ==
[[Mynd:WuerzburgerResidenz-small.jpg|thumb|Residenz var aðsetur biskupanna í Würzburg]]
* [[Kastalavirkið Marienberg]] er elsta mannvirki borgarinnar og stendur á hæð við ána Main. Það var aðsetur greifanna áður, en síðar sátu þar furstabiskuparnir.
* [[Residenz (Würzburg)|Residenz]] er heiti á höll biskupana sem þeir reistu sér sem aðsetur síðla á 18. öld. Höllin er á heimsminjaskrá UNESCO.
== Heimildir ==
{{Commons|Würzburg}}
* {{wpheimild|tungumál=de|titill=Würzburg|mánuðurskoðað=febrúar|árskoðað=2010}}
{{Borgir í Þýskalandi}}
[[Flokkur:Würzberg|Würzberg]]
[[Flokkur:Borgir í Þýskalandi]]
5worcsjxiwm2blv2szf9ozvn5i85obs
Ungt jafnaðarfólk
0
93221
1922968
1916029
2025-07-08T17:54:50Z
CommonsDelinker
1159
Skráin Social_Democratic_Youth_-_New_Logo.png var fjarlægð og henni eytt af Commons af [[c:User:EugeneZelenko|EugeneZelenko]] vegna þess að Copyright violation; see [[:c:Commons:Licensing|]] ([[:c:COM:CSD#F1|F1]]): Non-trivial political party logo
1922968
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálaflokkur
| flokksnafn_íslenska = Ungt Jafnaðarfólk
| mynd =
| vefsíða = https://www.politik.is/
| stofnár = 2000
| forseti = Lilja Hrönn Ö. Hrannarsdóttir
| varaforseti = Ármann Leifsson
}}
'''Ungt jafnaðarfólk''' er ungliðahreyfing [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] og var stofnuð 11. mars árið 2000. Forseti samtakanna árið 2023 er Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannasdóttir. Hreyfingin hefur það markmið að efla nýsköpun og frumkvæði ungs [[Jafnaðarstefna|jafnaðar-]] og [[félagshyggja|félagshyggjufólks]]. Um fimm þúsund félagar eru skráðir í hreyfinguna á landsvísu.
Málgagn Ungs jafnaðarfólks kallast ''Jöfn og frjáls'', og er gefið út einu sinni á ári að jafnaði.
[[Katrín Júlíusdóttir]] var formaður félagsins 2000–2001, [[Ágúst Ólafur Ágústsson]] var formaður 2001–2003, en þau settust bæði á þing fyrir Samfylkinguna árið 2003.
== Forsetar frá upphafi<ref>{{Cite web|url=https://politik.is/folkid-og-felogin/fyrri-stjornir/|title=Fyrri stjórnir|website=Politik|language=is-IS|access-date=2025-03-14}}</ref> ==
2000-2001 Katrín Júlíusdóttir
2001-2003 Ágúst Ólafur Ágústsson
2003-2006 Andrés Jónsson
2006-2007 Magnús Már Guðmundsson
2007-2009 Anna Pála Sverrisdóttir
2009-2010 Dagný Ósk Aradóttir Pind
2010-2012 Guðrún Jóna Jónsdóttir
2012-2014 Stefán Rafn Sigurbjörnsson
2014-2016 Eva Indriðadóttir
2016-2018 Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
2018-2020 Nikólína Hildur Sveinsdóttir
2020-2022 Ragna Sigurðardóttir
2022-2023 Arnór Heiðar Benónýsson
2023- Lilja Hrönn Ö. Hrannarsdóttir
== Tenglar ==
* [http://politik.is/ Vefsíða Ungs jafnaðarfólks]
* [http://politik.is/upplysingar/adildarfelog/ Listi yfir aðildafélög]
{{stubbur|stjórnmál|Ísland}}
[[Flokkur:Samfylkingin]]
{{DEFAULTSORT:Ungt_jafnaðarfólk}}
{{DEFAULTSORT:Ungt_jafnaðarfólk}}
96r5osx61yj4v6d6dyi4wuu4tdckppv
Taugaveiki
0
96326
1922970
1904755
2025-07-08T19:39:42Z
Berserkur
10188
1922970
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Fievre typhoide.png|250px|thumb|Útbreiðsla taugaveiki. Rauður táknar háa landlæga sjúkdómstíðni og brúnn táknar miðlungs landlæga sjúkdómstíðni.]]
'''Taugaveiki''' (áður fyrr stundum nefnd '''tyfussótt''', [[fræðiheiti]]: ''febris typhoidea'') er óloftbær bakteríu-[[smitsjúkdómur]] sem berst einkum með [[vatn]]i og [[matur|matvælum]], einkum í suðlægum löndum. Nefnd baktería ber heitið ''salmonella typhi'' og hún herjar á [[meltingarvegur|meltingarveg]] líkamans.<ref name="Kamilla">Kamilla Sigríður Jósefsdóttir [http://www.heilsugaeslan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=4845 Taugaveiki]</ref>
Veturinn 1906-1907 braust út taugaveikifaraldur í [[Skuggahverfið|Skuggahverfinu]] í [[Reykjavík]]. <ref>[https://lemurinn.is/2016/07/31/taugaveiki-a-islandi/ Taugaveiki á Íslandi] Lemúrinn</ref> Alls veiktust 98 manns og var orsökin rakin til bakteríumengunar í ''Móakotslind'' sem var brunnur og eitt helsta vatnsbólið í hverfinu og stóð við horn [[Vatnsstígur|Vatnsstígs]] og [[Lindargata|Lindargötu]] en báðar þessar götur draga nafn sitt af henni.
== Útbreiðsla ==
17 milljón sýkingartilfelli eru áætluð á hverju ári og mesta útbreiðslan er í [[Asía|Asíu]], [[Afríka|Afríku]], [[Mið-Ameríka|Mið-]] og [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]].<ref name="Kamilla"></ref> Taugaveiki var nokkuð algengur sjúkdómur á [[Ísland]]i á árum áður og voru menn þá stundum settir í einangrun vegna smithættu. <ref>[http://www.heimaslod.is/index.php/Taugaveiki Taugaveiki] Heimaslóð</ref> Áður fyrr létust um 10 - 20 af hundraði þeirra sem veiktust en í dag er þessi tala komin undir 1 %.
== Heimildir ==
<div class="references-small">{{reflist}}</div>
== Tenglar ==
* {{vísindavefur|66356|Hvað er taugaveiki?}}
* [http://www.visir.is/taugaveikis-maeja-/article/2016160318630 Taugaveikis-Mæja], grein í Fréttablaðinu eftir [[Stefán Pálsson]]
{{Stubbur|heilsa}}
[[Flokkur:Smitsjúkdómar]]
gyt1py7k0ftos188e6qk09poiw8ikma
Kerala
0
114793
1922946
1885344
2025-07-08T15:00:05Z
14.139.185.126
പ്രൊഫസർ പ്രേം രാജ് പുഷ്പാകരന്, എൻ.ഐ.റ്റി. കാലിക്കറ്റ് ♡ Professor P̂rém ráj P̂üshp̂ákárán, NIT Calicut 🌷🍀🌼🌻🌺🌹🌸🏵️💮
1922946
wikitext
text/x-wiki
'''Kerala''' er [[fylki]] á Suðvestur-[[Indland]]i.
[[Mynd:Kerala in India (claimed and disputed hatched).svg|300px|]]
{{stubbur}}
{{Fylki og alríkishéruð á Indlandi}}
[[Flokkur:Fylki Indlands]]
ts6c52vzh71cya8sh7c4vs82pmuf1t6
Sadiq Khan
0
134005
1922984
1909165
2025-07-09T00:31:48Z
TKSnaevarr
53243
1922984
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| forskeyti = Sir
| nafn = Sadiq Khan
| mynd = Sadiq Khan 2020.png
| titill= Borgarstjóri Lundúna
| stjórnartíð_start = [[9. maí]] [[2016]]
| forveri = [[Boris Johnson]]
| myndatexti1 = Sadiq Khan árið 2020.
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1970|10|8}}
| fæðingarstaður = [[Tooting]], [[London]], [[England]]i
| þjóderni = [[Bretland|Breskur]]
| maki = Saadiya Ahmed (g. 1994)
| stjórnmálaflokkur = [[Verkamannaflokkurinn (Bretland)|Verkamannaflokkurinn]]
| börn = 2
| atvinna = Stjórnmálamaður
| háskóli = [[University of North London]]<br>[[University of Law]]
| trúarbrögð = [[Súnní]]
}}
'''Sir Sadiq Aman Khan''' (f. [[8. október]] [[1970]] í Tooting, London) er núverandi borgarstjóri í [[London]]. Hann var kjörinn í maí 2016 með 57% atkvæða <ref>[http://www.aljazeera.com/news/2016/05/british-muslim-sadiq-khan-set-win-london-mayor-vote-160506152611855.html British Muslim Sadiq Khan sworn in as London mayor] Al Jazeera. Skoðað 9. maí, 2016 </ref> og tók við af [[Boris Johnson]]. Khan er meðlimur [[Verkamannaflokkurinn (Bretland)|Verkamannaflokksins]] og er lýst sem [[sósíaldemókrati|sósíaldemókrata]].
Khan er af [[Pakistan|pakistönstum]] ættum og unnu foreldrar hans verkamannastörf; faðir hans sem strætisvagnabílstjóri og móðir hans sem saumakona. Hann lærði lögfræði og sérhæfði sig í [[mannréttindi|mannréttindum]]. Khan hefur gegnt þingmennsku í Bretlandi og var meðal annars samgönguráðherra í stjórn [[Gordon Brown]] árið 2008.
Hann er fyrsti [[múslimi]]nn til að gegna borgarstjórastöðu í evrópskri höfuðborg. Við kjör sitt lofaði hann að vera borgarstjóri allra Lundúnabúa og beita sér gegn ójöfnuði.<ref>[http://www.bbc.com/news/election-2016-36232392 Elections: Labour's Sadiq Khan elected London mayor] BBC. Skoðað 9. maí 2016.</ref>
Khan hefur kosið með [[hjónaband samkynhneigðra|hjónaböndum samkynhneigðra]] og sótti minningarathöfn um [[helförin]]a í byrjun borgarstjórnartíðar sinnar.<ref>[http://www.haaretz.com/jewish/news/1.718546 Sadiq Khan Attends Holocaust Memorial as First Official Mayoral Act] Haaretz. Skoðað 9. maí, 2016.</ref>
Khan var kjörinn til þriðja kjörtímabils síns í borgarstjóraembætti í sveitarstjórnarkosningum árið 2024.<ref>{{Vefheimild|titill=Íhaldsflokkurinn galt afhroð í sveitarstjórnarkosningum|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/2024-05-04-ihaldsflokkurinn-galt-afhrod-i-sveitarstjornarkosningum-411903|útgefandi=[[RÚV]]|dags=4. maí 2024|skoðað=4. maí 2024|höfundur=Róbert Jóhannsson}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Khan, Sadiq}}
[[Flokkur:Borgarstjórar Lundúna]]
[[Flokkur:Breskir Pakistanar]]
{{fe|1970|Khan, Sadiq}}
[[Flokkur:Stjórnmálamenn í breska Verkamannaflokknum]]
igi8ph4vn0b6irkpi2tughh7vg05kaq
Koparreynir
0
134288
1922981
1607456
2025-07-09T00:24:05Z
Berserkur
10188
lagfæring
1922981
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Koparreynir
| image = Sorbus fruticosa 2.jpg
| image_width = 220px
| image_caption = Koparreynir í haustskrúða í [[Grasagarður Reykjavíkur|Grasagarði Reykjavíkur]]
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'')
| ordo = [[Rósaættbálkur]] (''Rosales'')
| familia = [[Rósaætt]] (''Rosaceae'')
| subfamilia = [[Reynisætt]] (''Maloideae'')
| genus = [[Reyniviður]] (''Sorbus'')
| species = '''Koparreynir''' (''S. frutescens'')
| binomial = ''Sorbus frutescens''
| binomial_authority = McAll<ref>McAll., 2005 ''In: Gen. Sorbus 233''</ref>
| synonyms = ''Sorbus fruticosa'' <small>Steud.</small><ref>The International Plant Name Index (IPNI, útgáfa 1.1.2.1.1.2.1.1). [http://www.ipni.org/ipni/idPlantNameSearch.do?id=741747-1&back_page=%2Fipni%2FeditSimplePlantNameSearch.do%3Ffind_wholeName%3DSorbus%2Bfruticosa%26output_format%3Dnormal Rosaceae - ''Sorbus fruticosa'' Steud.] Sótt 12. september 2018.</ref><br>
''Pyrus frutescens''<small> (McAll) M.F.Fay & Christenh.</small><ref>Hassler M. (2018). [http://www.catalogueoflife.org/col/details/species/id/42f1f2a6d0ee0067eeb53b90dfc0c5ef World Plants: Synonymic Checklists of the Vascular Plants of the World (útgáfa apríl 2018).] Í Roskov Y., Orrell T., Nicolson D., Bailly N., Kirk P.M., Bourgoin T., DeWalt R.E., Decock W., De Wever A., Nieukerken E. van, Zarucchi J., Penev L. (ritstjórar). Species 2000 & ITIS Catalogue of Life, 31st July 2018. Species 2000: Naturalis, Leiden, Hollandi. ISSN 2405-8858.</ref>
}}
[[Mynd:Sorbus fruticosa.jpg|250px|thumb|Ber og blöð á Koparreyni að haustlagi.]]
[[Mynd:Koparreynir (6178391982).jpg|250px|thumb|Hvít ber koparreynis í Reykjavík.]]
'''Koparreynir''' ([[fræðiheiti]]: ''Sorbus frutescens'') er [[reyniviður]] sem svipar til [[postulínsreynir|postulínsreynis]]. Hann er ræktaður sem skrautrunni. Blómin og berin eru hvít. Koparreynir verður allt að 5 metra hár.
==Tenglar==
*[https://www.skogur.is/is/nyskograekt/trjategundir-og-trjaheilsa/lauftre/reynitegundir/koparreynir Skógræktin - Koparreynir] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20230426121413/https://www.skogur.is/is/nyskograekt/trjategundir-og-trjaheilsa/lauftre/reynitegundir/koparreynir |date=2023-04-26 }}
==Tilvísanir==
{{Reflist}}
{{stubbur|líffræði}}
{{commonscat|Sorbus frutescens}}
{{Wikilífverur|Sorbus frutescens}}
[[Flokkur:Reynisætt]]
pasohln0sp9fiavr06nznbvpnq48j1v
1922982
1922981
2025-07-09T00:25:07Z
Berserkur
10188
Berserkur færði [[Sorbus frutescens]] á [[Koparreynir]]: tengi
1922981
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Koparreynir
| image = Sorbus fruticosa 2.jpg
| image_width = 220px
| image_caption = Koparreynir í haustskrúða í [[Grasagarður Reykjavíkur|Grasagarði Reykjavíkur]]
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'')
| ordo = [[Rósaættbálkur]] (''Rosales'')
| familia = [[Rósaætt]] (''Rosaceae'')
| subfamilia = [[Reynisætt]] (''Maloideae'')
| genus = [[Reyniviður]] (''Sorbus'')
| species = '''Koparreynir''' (''S. frutescens'')
| binomial = ''Sorbus frutescens''
| binomial_authority = McAll<ref>McAll., 2005 ''In: Gen. Sorbus 233''</ref>
| synonyms = ''Sorbus fruticosa'' <small>Steud.</small><ref>The International Plant Name Index (IPNI, útgáfa 1.1.2.1.1.2.1.1). [http://www.ipni.org/ipni/idPlantNameSearch.do?id=741747-1&back_page=%2Fipni%2FeditSimplePlantNameSearch.do%3Ffind_wholeName%3DSorbus%2Bfruticosa%26output_format%3Dnormal Rosaceae - ''Sorbus fruticosa'' Steud.] Sótt 12. september 2018.</ref><br>
''Pyrus frutescens''<small> (McAll) M.F.Fay & Christenh.</small><ref>Hassler M. (2018). [http://www.catalogueoflife.org/col/details/species/id/42f1f2a6d0ee0067eeb53b90dfc0c5ef World Plants: Synonymic Checklists of the Vascular Plants of the World (útgáfa apríl 2018).] Í Roskov Y., Orrell T., Nicolson D., Bailly N., Kirk P.M., Bourgoin T., DeWalt R.E., Decock W., De Wever A., Nieukerken E. van, Zarucchi J., Penev L. (ritstjórar). Species 2000 & ITIS Catalogue of Life, 31st July 2018. Species 2000: Naturalis, Leiden, Hollandi. ISSN 2405-8858.</ref>
}}
[[Mynd:Sorbus fruticosa.jpg|250px|thumb|Ber og blöð á Koparreyni að haustlagi.]]
[[Mynd:Koparreynir (6178391982).jpg|250px|thumb|Hvít ber koparreynis í Reykjavík.]]
'''Koparreynir''' ([[fræðiheiti]]: ''Sorbus frutescens'') er [[reyniviður]] sem svipar til [[postulínsreynir|postulínsreynis]]. Hann er ræktaður sem skrautrunni. Blómin og berin eru hvít. Koparreynir verður allt að 5 metra hár.
==Tenglar==
*[https://www.skogur.is/is/nyskograekt/trjategundir-og-trjaheilsa/lauftre/reynitegundir/koparreynir Skógræktin - Koparreynir] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20230426121413/https://www.skogur.is/is/nyskograekt/trjategundir-og-trjaheilsa/lauftre/reynitegundir/koparreynir |date=2023-04-26 }}
==Tilvísanir==
{{Reflist}}
{{stubbur|líffræði}}
{{commonscat|Sorbus frutescens}}
{{Wikilífverur|Sorbus frutescens}}
[[Flokkur:Reynisætt]]
pasohln0sp9fiavr06nznbvpnq48j1v
Robert Walser
0
141239
1922969
1782220
2025-07-08T19:05:31Z
Torsade de Pointes
38786
Gehiilfe >> Gehilfe
1922969
wikitext
text/x-wiki
{{Rithöfundur
| nafn = Robert Walser
| mynd = Robert Walser (cropped).jpg
| myndastærð = 200px
| myndalýsing = Robert Walser árið 1900
| fæðingardagur = {{Fæðingardagur||1878|4|15|df=y}}
| fæðingarstaður = [[Biel/Bienne]], [[Sviss]]
| dauðadagur = {{dauðadagur|1956|12|25|1878|4|15|df=y}}
| dauðastaður = nálægt [[Herisau]], Sviss
| þjóðerni = Svissneskur
| starf = Rithöfundur
| tegund =
| dulnefni =
| umfangsefni =
| stefna = [[Módernismi]]
| frumraun =
| maki =
| börn =
| undiráhrifumfrá =
| varáhrifavaldur =
| undirskrift =
| viðurkenningar =
| vefsíða =
}}
'''Robert Walser''' (f. 15. apríl 1878, d. 25. desember 1956) var [[Þýskaland|þýskumælandi]] [[Sviss|svissneskur]] [[rithöfundur]]. Walser hafði áhrif á marga rithöfunda, þar á meðal [[Robert Musil]], [[Hermann Hesse]], [[Stefan Zweig]], [[Walter Benjamin]] og [[Franz Kafka]]. Fleyg eru orð Hermann Hesse sem sagði " Heimurinn væri betri ef Robert Walser ætti hundrað þúsund lesendur". Walser dáði [[Heinrich von Kleist]] og var fyrir áhrifum frá þeim brotakennda frásagnarmáta sem einkennir Kleist. Frans Kafka var aðdáandi Walser og varð fyrir svo miklum árhifum af stílbrögðum hans að fyrsta bók Kafla ''Betrachtung'' var kölluð "stæling á Robert Walser". Walser hefur verið kallaður týndi hlekkurinn milli Kleist og Kafka.
Walser var alla tíð fátækur og sá fyrir sér með að skrifa smásögur, pistla og ritgerðir í dagblöð og tímarit í Prag, Berlín og Zurich. Hann bjó lengst af í Sviss. Walser skrifaði sína fyrstu bók 26 ára gamall en þá starfaði hann í banka í Zurich. Það var bókin Ritgerðir Fritz Kochers. Walser flutti síðar til Berlínar og gekk þar um hríð í þjónaskóla en sneri sér svo að skáldskap og samdi sögurnar ''Geschwister Tanner'', ''Der Gehilfe'' og ''Jakob von Gunten''. Walser flutti svo til Biel í Sviss og síðar til Bern. Hann samdi stutta prósatexta en bjó við kröpp kjör og gerðist einrænn og undarlegur og lagðist inn á geðveikrahæli árið 1929 og bjó þar til æviloka.
Skáldsagan Jakob von Gunten kom út í íslenskri þýðingu Níels Rúnars Gíslasonar árið 2017.
==Ritverk==
*''Schneewittchen'', 1901,
*''Fritz Kochers Aufsätze'', 1904 {{ISBN|3-518-37601-2}}
*''Geschwister Tanner'', 1907 {{ISBN|3-518-39982-9}}
*''Der Gehülfe'', 1908 {{ISBN|3-518-37610-1}}
*''Poetenleben'', 1908 {{ISBN|3-518-01986-4}}
*''Jakob von Gunten'', 1909 {{ISBN|3-518-37611-X}}
*''Gedichte'', 1909
*''Kleine Dichtungen'', 1914 {{ISBN|3-518-37604-7}}
*''Prosastücke'', 1916
*''Der Spaziergang'', 1917 {{ISBN|3-518-37605-5}}
*''Kleine Prosa'', 1917
*''Poetenleben'', 1917 {{ISBN|3-518-01986-4}}
*''Komödie'', 1919
*''Seeland'', 1920 {{ISBN|3-518-37607-1}}
*"Ophelia", 1924
*''Die Rose'', 1925 {{ISBN|3-518-37608-X}}
*''Der Räuber'', 1925 (veröffentlicht 1978) {{ISBN|3-518-37612-8}}
*''Große Welt, kleine Welt'', 1937
*''Dichterbildnisse'', 1947
*''Dichtungen in Prosa'', 1953
*''Robert Walser – Briefe'', 1979
*''Geschichten'', 1985 {{ISBN|3-518-37602-0}}
*''Der Spaziergang. Prosastücke und Kleine Prosa.'', 1985 {{ISBN|3-518-37605-5}}
*''Aufsätze'', 1985 {{ISBN|3-518-37603-9}}
*''Bedenkliche Geschichten. Prosa aus der Berliner Zeit 1906-1912'', 1985 {{ISBN|3-518-37615-2}}
*''Träumen. Prosa aus der Bieler Zeit 1913-1920'', 1985 {{ISBN|3-518-37616-0}}
*''Die Gedichte'', 1986 {{ISBN|3-518-37613-6}}
*''Komödie. Märchenspiele und szenische Dichtung'', 1986 {{ISBN|3-518-37614-4}}
*''Wenn Schwache sich für stark halten. Prosa aus der Berner Zeit 1921-1925'', 1986 {{ISBN|3-518-37617-9}}
*''Zarte Zeilen. Prosa aus der Berner Zeit 1926'', 1986 {{ISBN|3-518-37618-7}}
*''Es war einmal. Prosa aus der Berner Zeit 1927-1928'', 1986 {{ISBN|3-518-37619-5}}
*''Für die Katz. Prosa aus der Berner Zeit 1928-1933'', 1986 {{ISBN|3-518-37620-9}}
*''Aus dem Bleistiftgebiet Band 1. Mikrogramme 1924/25'', 1985 {{ISBN|3-518-03234-8}}
*''Aus dem Bleistiftgebiet Band 2. Mikrogramme 1924/25'', 1985 {{ISBN|3-518-03234-8}}
*''Aus dem Bleistiftgebiet Band 3. Räuber-Roman, Felix-Szenen'', 1986 {{ISBN|3-518-03085-X}}
*''Aus dem Bleistiftgebiet Band 4. Mikrogramme 1926/27'', 1990 {{ISBN|3-518-40224-2}}
*''Aus dem Bleistiftgebiet Band 5. Mikrogramme 1925/33'', 2000 {{ISBN|3-518-40851-8}}
*''Aus dem Bleistiftgebiet Band 6. Mikrogramme 1925/33'', 2000 {{ISBN|3-518-40851-8}}
*''Unsere Stadt. Texte über Biel.'', 2002 {{ISBN|3-907142-04-7}}
*''Feuer. Unbekannte Prosa und Gedichte.'', 2003 {{ISBN|3-518-41356-2}}
* ''Tiefer Winter. Geschichten von der Weihnacht und vom Schneien''. Hg. v. Margit Gigerl, Livia Knüsel u. Reto Sorg. Frankfurt: Insel Taschenbuch Verlag 2007 (it; 3326), {{ISBN|978-3-458-35026-2}}
== Heimildir ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6719483 Sérrit um Robert Walser, Bjartur og frú Emilía: Ttímarit um bókmenntir og leiklist, Nr. 19 (01.04.1995)]
{{Stubbur|æviágrip}}
{{fde|1878|1956|Walser, Robert}}
[[Flokkur:Þýskir rithöfundar|Walser, Robert]]
fiy9fv6p6aoxpmf9ab1i31rx9oyw3vx
Þriðji orkupakkinn
0
147583
1922940
1863795
2025-07-08T12:51:51Z
149.126.87.185
1922940
wikitext
text/x-wiki
'''Þriðji orkupakki Evrópusambandsins''' (nefnt „pakki“ því þetta er safn af reglum) er [[Lög|lagabálkur]] sem lýtur að sameiginlegum orkumarkaði innan [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]] (ESB) og [[Evrópska efnahagssvæðið|evrópska efnahagssvæðisins]] (EES). Regluverkinu er ætlað að efla samkeppni, einkum yfir landamæri, á mörkuðum fyrir [[gas]] og [[Raforka|raforku]], og auka sjálfstæði eftirlitsstofnana á orkumarkaði. Það tók gildi innan Evrópusambandsins árið 2009.
Regluverkið kveður m.a. á um að skilja skuli að eignarhald raforkuvinnslunnar annars vegar og flutningskerfisins hins vegar, og að stofnuð verði sameiginleg orkustofnun, {{ill|ACER|en|European Union Agency for the Cooperation of Energy Regulators}}, sem hafi eftirlit með hinum samevrópska markaði og leysi úr ágreiningi milli eftirlitsstofnana í aðildarlöndum vegna samtenginga yfir landamæri.
Þriðji orkupakkinn var lagður fram á [[Alþingi]] í apríl 2019 og samþykktur 2. september sama ár eftir lengstu þingumræður í sögu Alþingis. <ref>''[https://kjarninn.is/frettir/2019-09-02-thridji-orkupakkinn-samthykktur/ Þriðji orkupakkinn samþykktur]'' Kjarninn, 2019.</ref>
Löggjöfin á við á Íslandi þar sem landið er eitt af þeim þremur löndum (ásamt [[Noregur|Noregi]] og [[Liechtenstein]]) sem tilheyra evrópska efnahagssvæðinu en eru ekki í Evrópusambandinu. Orkumálefni falla undir EES-samninginn. Löndin þrjú þurftu öll að samþykkja orkupakkann til þess að hann tæki gildi innan EES.
== Deilur á Íslandi ==
Orkupakkinn hefur verið umdeildur á Íslandi þar sem áhyggjur eru uppi um að hann geti stuðlað að breytingum á eignarhaldi orkufyrirtækja eða þvingað fram lagningu [[Sæstrengur|sæstrengs]] til [[Meginland Evrópu|meginlandsins]] í þeim tilgangi að selja raforku úr landi,<ref name=":0">''[http://www.ruv.is/frett/efast-um-thatttoku-i-samevropska-orkukerfinu Efast um þátttöku í samevrópska orkukerfinu].'' RÚV, 2018.</ref> og að það feli í sér framsal framkvæmdavalds til eftirlitsstofnunar EFTA.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.althingi.is/altext/pdf/149/fylgiskjol/s1237-f_XIII.pdf|titill=Álitsgerð um stjórnskipuleg álitamál tengd framsali ríkisvalds til stofnanna ESB/EFTA vegna þriðja orkupakka ESB|höfundur=Friðrik Árni Friðriksson Hirst og Stefán Már Stefánsson|útgefandi=|mánuður=|ár=2019|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref>
Nokkrir prófessorar við Háskóla Íslands á sviði orku- og auðlindamála gáfu út skýrslu þar sem þeir lýstu samningnum sem varasömum,<ref>{{Cite book|author=Jónas Elíasson, Stefán Arnórsson og Haraldur Ólafsson (ritstjórar)|url=https://orkanokkar.is/wp-content/uploads/2019/08/SkyrslaOrkusamband_160819.pdf?fbclid=IwAR1OfS8yghHl8lQ5Lo8r-IPKliJeRdowjRwhmTEOFLN_5ba_piz75Mr84YA|title=Áhrif inngöngu íslands í Orkusamband ESB|last=|first=|publisher=Orkan okkar|year=Ágúst 2019|isbn=|location=|pages=}}</ref> en sérfræðingar sem stjórnvöld hafa leitað til telja í álitsgerðum sínum að þessar áhyggjur séu óþarfar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=37407db8-c32c-11e8-942c-005056bc4d74|titill=Greinargerð um ýmis álitaefni sem tengjast þriðja orkupakka ESB og innleiðingu hans í íslenskan rétt|höfundur=Birgir Tjörvi Pétursson|útgefandi=|mánuður=september|ár=2018|mánuðurskoðað=apríl|árskoðað=2019|safnár=}}</ref>
== Tilvitnanir ==
<references />
{{stubbur|lögfræði}}
[[Flokkur:Evrópusambandið]]
rlc09h7twl8e9jhpqemlyq46pow1run
Kevin Durant
0
161069
1922971
1921259
2025-07-08T20:19:32Z
Berserkur
10188
1922971
wikitext
text/x-wiki
{{Körfuknattleiksmaður
|nafn=Kevin Durant
|mynd=[[File:Kevin Durant (Wizards v. Warriors, 1-24-2019) (cropped).jpg|thumb|250px]]
|fullt nafn=Kevin Wayne Durant
|fæðingardagur=29. september 1988
|fæðingarbær=[[Washington D.C.]]
|fæðingarland= Bandaríkin
|hæð=208 cm.
|þyngd=109 kg.
|staða=[[kraftframherji]], [[Lítill framherji]]
|núverandi lið= [[Houston Rockets]]
|númer=
|ár í háskóla=2006-2007
|háskóli=Texas
|ár=2007-2016<br>2016-2019<br>2019-2023<br>2023-2025<br>2025-
|lið=[[Oklahoma City Thunder]]<br>[[Golden State Warriors]]<br>[[Brooklyn Nets]]<br>[[Phoenix Suns]]<br>[[Houston Rockets]]
|landsliðsár=2010-
|landslið=Bandaríkin
|landsliðsleikir=
|mfuppfært=
|lluppfært=
}}
'''Kevin Durant''' er bandarískur körfuknattleiksmaður sem spilar fyrir [[Houston Rockets]] í [[NBA]]-deildinni. Hann er fjölhæfur leikmaður í sókn og vörn og góður 3 stiga skotmaður.
Durant spilaði eitt tímabil í háskólaboltanum með Texas-háskóla áður en hann var valinn af [[Seattle SuperSonics]] árið 2007 sem varð að [[Oklahoma City Thunder]] árið 2008. Hann var með liðinu í 9 ár en árið 2016 hélt hann til [[Golden State Warriors]] þar sem hann vann NBA titla 2017 og 2018. Hann var valinn MVP; besti leikmaðurinn í úrslitum bæði árin.
Durant hefur 12 sinnum verið valinn í stjörnulið NBA og er 8. stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi með tæp 28.000 stig. Með landsliði Bandaríkjanna hefur hann unnið þrjú ólympíugull: 2012, 2016 og 2021.
==Heimild==
* {{wpheimild|tungumál= en|titill= Kevin Durant|mánuðurskoðað= 6. jan.|árskoðað= 2021 }}
{{DEFAULTSORT:Durant, Kevin}}
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1988]]
[[Flokkur:Bandarískir körfuknattleiksmenn]]
[[Flokkur:Bandarískir Ólympíuverðlaunahafar]]
[[Flokkur:NBA leikmenn]]
217gvpvhvuir1n4suww0h5dih2uroqg
Við Djúpið
0
162554
1922942
1922926
2025-07-08T13:42:56Z
Steinninn
952
Tók út óþarfa lista um samstarfsaðila
1922942
wikitext
text/x-wiki
'''Tónlistarhátíðin Við Djúpið''' er árleg tónlistarhátíð og sumarnámskeið fyrir tónlistarnemendur á [[Ísafjörður|Ísafirði]] og nágrenni. Aðaláhersla tónleikadagskrárinnar er gömul og ný kammertónlist í flutningi erlendra og innlendra tónlistarmanna. Hátíðin er að jafnaði haldin um sumarsólstöður.<ref>{{Cite web|url=https://heimildin.is/grein/22181/thad-er-draumur-ad-koma-til-isafjardar-alltaf/|title=„Það er draumur að koma til Ísafjarðar – alltaf“|last=Jónsdóttir|first=Auður|date=2024-06-20|website=Heimildin|access-date=2025-01-21}}</ref>[[Mynd:Viddjupid banner midnightsun.jpg|thumb|Miðnætursól á fjallatoppum umhverfis Ísafjörð.]]Við Djúpið var fyrst haldin sumarið 2003 og hefur frá upphafi samanstaðið af sumarnámskeiðum fyrir lengra komna tónlistarnemendur og tónleikahaldi. Þungamiðja tónlistarhátíðarinnar er á Ísafirði en tónleikahald var líka í [[Bolungarvík]], [[Flateyri]], [[Súðavíkurhreppur|Súðavík]] og víðar á upphafsárum hennar. Lengst af hefur Greipur Gíslason verið í forsvari hátíðarinnar, fyrst ásamt Tinnu Þorsteinsdóttur, píanóleikara, og síðar Dagnýju Arnalds, píanóleikara og -kennara, organista og kórstjóra. Síðan 2022 hafa Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, söngkennari og kórstjóri og Pétur Ernir Svavarsson tekið við ásamt Greipi. Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari er listrænn ráðgjafi hátíðarinnar síðan 2022.
Hátíðin og dagskrá hennar hefur vakið athygli um árabil og námskeiðin voru eftirsótt. [[Rás 1]] hljóðritaði marga tónleika hátíðarinnar og sendi einnig út beint.<ref>{{Cite web|url=https://annit.is/dagatal/ras-1-vi%c3%b0-djupi%c3%b0-i-beinni/|title=Rás 1 við Djúpið í beinni|date=2007-06-23|website=ANNIT.IS|language=is-IS|access-date=2021-03-16}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
== Fyrstu árin (2003–5) ==
[[Mynd:Húsmæðraskólinn Ósk 2021.jpg|alt=Skólabygging Tónlistarskóla Ísafjarðar, áður Húsmæðraskólinn Ósk. Stórt steinsteypt hús á 3 hæðum.|thumb|Tónlistarskóli Ísafjarðar við Austurveg.]]
Í kjölfar fjárveitingar úr Menningarborgarsjóði og smá umhugsun stóðu Guðrún Birgisdóttir flautuleikari og Pétur Jónasson gítarleikari fyrst fyrir tónlistarhátíð við Djúpið. Þau vildu leggja áherslu á gott samstarf við heimamenn og stofnuð til samtals við tónlistarskólana á Ísafirði og í Bolungarvík og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. Þau lögðu líka áherslu á að tengjast náttúrunni, efna til gönguferða og fleira. Auk Guðrúnar og Péturs komu Martial Nardeau, Ólafur Kjartan Sigurðsson og heiðursgesturinn Jónas Ingimundarson fram á fyrstu hátíðinni auk þess að kenna á námskeiðunum.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3474321?iabr=on#page/n40/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Morgunblaðið - 175. tölublað (01.07.2003) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
Árið eftir var talið í aðra tónlistarhátíðina Við Djúpið. Guðrún og Pétur í fararbroddi en nú með Jóhönnu Linnet, Árna Heiðari Karlssyni og Halldóri Haraldssyni sem var heiðursgestur.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3724344?iabr=on#page/n46/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Fréttablaðið - 149. tölublað (03.06.2004) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
Það dró til tíðinda í sögu hátíðarinnar árið 2005 þegar hún var færð framar í júní en áður og þannig vera í samstarfi við [[Listahátíð í Reykjavík]]. Fram að því hafði hátíðin verið haldin í kringum [[sumarsólstöður]].
== 2006–8 ==
Árið 2006 höfðu heimamenn á Ísafirði milligöngu um að fá Tinnu Þorsteinsdóttur, píanóleikara til liðs við hátíðina sem listrænan stjórnanda í kjölfar þess að frumkvöðlarnir Guðrún og Pétur sögðu skilið við verkefnið. Ísfirðingurinn Greipur Gíslason var svo fenginn til að starfa við hlið Tinnu sem framkvæmdastjóri.
Fyrsta ár þeirra við stjórnvölinn var hátíðin mjög hefðbundin. Guðrún Birgisdóttir mætti til leiks og kenndi á flautu, [[Sigrún Hjálmtýsdóttir]] og Anna Guðný Guðmundsdóttir kenndu söng og Peter Máté kenndi á píanó. Öll komu þau fram á tónleikum á hátíðinni auk Tinnu sjálfrar og tríósins Flís. Með þátttöku þeirra má segja að sleginn hafi verið nýr tónn í skipulagningu hátíðarinnar.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3901956?iabr=on#page/n11/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Fréttablaðið - 162. tölublað (19.06.2006) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
=== Öðruvísi tónlist og hádegistónleikar 2007 ===
5. tónlistarhátíðin Við Djúpið, 2007, sker sig úr meðal hátíðanna fram að því. Breidd tónlistarinnar er meiri og boðið upp á fjölbreyttari námskeið. Evan Ziporyn frá Bandaríkjunum kenndi Gamelan-tónlist ásamt konu sinni Christine Southworth. Þau stöldruðu svo við í Reykjavík á heimleið og héldu einnig tónleika þar. Davíð Þór Jónsson kenndi spunapíanóleik á vinsælu námskeiði og hélt eftirminnilega tónleika.
Við Djúpið og Háskólasetur Vestfjarða efna sumarið 2007 í fyrsta sinn til hádegistónleikaraðar. Tónleikarnir voru haldnir í nýbyggðu anddyri Grunnskólans á Ísafirði við Aðalstræti. Þar komu fram fyrsta árið Davíð Þór annarsvegar og ATON hinsvegar. Hádegistónleikarnir voru eftir þetta fastur liður í dagskrá hátíðarinnar, allt fram á síðasta ár hennar. Oftast í grunnskólanum en einnig í [[Ísafjarðarkirkja|Ísafjarðarkirkju]] og árið 2008 alfarið í Bryggjusal [[Edinborgarhúsið|Edinborgarhússins]].
Á hátíðinni léku og kenndu einnig Erling Blöndal Bengtsson, sellóleikari og píanóleikarinn Vovka Stefán Ashkenazy. Stærri hluti hátíðarinnar fór nú fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði en áður þó svo að Tónlistarskóli Ísafjarðar hafi verið þungamiðjan sem fyrir. Til stóð að danska tónskáldið Simon Steen-Andersen yrði með tónskáldasmiðju á hátíðinni en hann forfallaðist. Íslenski samtímatónlistarhópurinn Aton kom einnig fram.
Í fyrsta sinn sendi Rás 1 beint frá tónleikum á hátíðinni en á þeim komu allir listamenn hennar fram. <ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4163996?iabr=on#page/n54/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Morgunblaðið - 162. tölublað (16.06.2007) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
=== Norrænir risar 2008 ===
Tveir norrænir listamenn sóttu hátíðina heim árið 2008. Finnski fiðluleikarinn Pekka Kuusisto lék á opnunartónleikum 17. júní ásamt Simon Crawford-Philips frá Englandi og einn aðalkennari hátíðarinnar það ár var norski píanóleikarinn Håkon Austbø. Ætla má að með komu Evans Ziporyns og Erlings Blöndal Bengtssonar árið áður og þeirra Pekka og Håkons 2008 hafi hátíðin endanlega skipað sér í fremstu röð tónlistarhátíða Íslands.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4182390?iabr=on#page/n13/mode/2up/search/vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0|title=Morgunblaðið - 29. tölublað (30.01.2008) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-16}}</ref>
Auk Austbø kenndu Una Sveinbjarnardóttir á fiðlu og Hanna Dóra Sturludóttir söng. Með Hönnu Dóru var Kurt Kopecky. Að auki kenndi Agnar Már Magnússon á vinæslu spunapíanónámskeiði og fylgdi þannig í fótspor Davíðs Þórs frá árinu áður.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4192091?iabr=on#page/n19/mode/2up/search/%22vi%C3%B0%20dj%C3%BApi%C3%B0%22|title=Morgunblaðið - 161. tölublað (14.06.2008) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-16}}</ref>
Á tónleikadagskrá hátíðarinnar voru fernir hádegistónleikar í Bryggjusal Edinborgarhússins. Á einum þeirra Lék Anna Guðný Guðmundsdóttir kafla úr 20 tillit til Jesúbarnsins eftir Olivier Messiaen í fyrsta sinn.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4192091?iabr=on|title=Morgunblaðið - 161. tölublað (14.06.2008) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-09-16}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/4193249?iabr=on|title=Lesbók Morgunblaðsins - 06. september (06.09.2008) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-09-16}}</ref> Hún átti síðar eftir að hljóta Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónlstarflytjandi ársins fyrir flutning sinn á öllu verkinu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.iston.is/verdlaun|titill=Íslensku tónlistarverðlaunin|útgefandi=Samtónn}}</ref>
=== Ný ásýnd ===
[[Mynd:Viddjupid 2008 synishorn.jpg|thumb|Sýnishorn af kynningarefni hátíðarinnar 2007 eftir Gunnar Vilhjálmsson grafískan hönnuð.]]
Árið 2007 kvað við nýjan tón í grafísku útliti hátíðarinnar. Aðstandendur Við Djúpið fengu Vinnustofu Atla Hilmarssonar til að gera kynningarefni fyrir hátíðina um sumarið. Gunnar Vilhjálmsson lagði til letur en fleiri hönnuðir á vinnustofunni komu að hönnun efnisins. Þetta samstarf hélt áfram 2008 þegar aðalmynd kynningarefnisins var af bifhárum í innra eyra mannsins. Útlitið tók svo nýja stefnu 2009 þegar Gunnar Vilhjálmsson tók yfir listræna stjórn útlits hátíðarinnar og kynnti til leiks notkun siglingafána sem áttu eftir að verða einkenni tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið til enda.
[[Mynd:Viddjupid 2010 kynningarefni.jpg|thumb|Bæklingur og boðskort, hluti kynningarefnis tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið 2010. Heildarútlitið, hannað af Gunnari Vilhjálmssyni, hlaut aðalverðlaun FÍT, Félags íslenskra teiknara.]]
Önnur útgáfa útlitsins, fyrir hátíðina 2010, hlaut aðalverðlaun [[Félag íslenskra teiknara|Félags íslenskra teiknara]] á verðlaunahátíð þeirra í mars 2011. Heildarútlitið hlaut líka verðlaun í flokknum Mörkun ársins og veggspjald hátíðarinnar verðlaun í veggspjaldaflokk.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/5362337?iabr=on#page/n33/mode/2up/search/%22f%C3%A9lags%20%C3%ADslenskra%20teiknara%22|title=Morgunblaðið - 70. tölublað (24.03.2011) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2021-03-15}}</ref>
== Ris og fall (2009–2013) ==
Blómaskeið tónlistarhátíðarinnar er án efa árin 2007–2012. Dagný Arnalds tók við listrænni stjórn af Tinnu Þorsteinsdóttur eftir hátíðina 2008. Samstarfið við ameríska kammerhópinn ACJW, síðar Declassified / Decoda hafði mikið að segja um gæði dagskrárinnar og samfellu. Þar skipti sköpum aðstoð og áhugi sellóleikarans Sæunnar Þorsteinsdóttur en hún var fastur gestur á hátíðinni frá 2011. Fjárstuðningur bandarískra stjórnvalda með fulltingi sendiráðs þeirra í Reykjavík tryggði það samstarf. Góð dagskrá og áhugaverðir tónleikar auk tónskáldavinnustofunnar gerði hátíðina einnig áhugaverða til upptöku og útsendinga á Rás 1 sem jók orðspor Við Djúpið á Íslandi.
[[Mynd:Viddjupid2009 Isafold.jpg|thumb|Kammersveitin Ísafold að afloknum tónleikum í Ísafjarðarkirkju á hátíðinni 2009. Þar frumflutti hún 3 verk eftir ný tónskáld sem sóttu tónskáldasmiðju hátíðarinnar. Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjóri, er lengst til vinstri.]]
=== Ný tónskáld ===
[[Mynd:Ný tónskáld, Við Djúpið 2011.jpg|alt=Hljóðfæraleikarar æfa nýtt tónverk á í skólastofu. |thumb|Úr vinnustofu nýrra tónskálda 2011. Ensamble ACJW æfa verk Halldórs Smárasonar undir handleiðslu Daníels Bjarnasonar.]]
Árið 2009 stóð hátíðin í fyrsta sinn, í samstarfi við Rás 1 og Kammersveitina Ísafold fyrir tónskáldakeppni og vinnustofu. Þremur tónskáldum var boðið að semja stutt hljómsveitarverk fyrir kammersveitina og fá það flutt á hátíðinni. Samhliða æfingum bauðst tónskáldunum að vinna náið með hljóðfæraleikurum Ísafoldar, hljómsveitarstjóranum Daníel Bjarnasyni og leiðbeinanda vinnustofunnar, tónskáldinu Bent Sørensen. Árið eftir stóð þremur tónskáldum til boða að semja verk fyrir blásarakvintett skipuðum hljóðfæraleikurum úr Nordic Chamber Soloists. Daníel Bjarnason tók þá við handleiðslu vinnustofunnar og gerði árin á eftir. 2011 hófst samstarf við hljóðfærahóp tengdum Carnegie Hall í Bandaríkjunum sem hélt áfram árin á eftir (fyrst Ensamble ACJW, næst The Declassified og svo Decoda).<ref>Morgunblaðið, 22. janúar 2011, bls. 46.</ref>
=== Eyrarrósin ===
Tónlistarhátíðin Við Djúpið var tilnefnd til [[Eyrarrósin|Eyrarrósarinnar]] 2012 sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Fulltrúar hátíðarinnar voru viðstödd afhendingu viðurkenningarinnar á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] í febrúar 2012. Safnasafnið á Svalbarðsströnd hlaut Eyrarrósina það ár. Skjal til staðfestingar tilnefningunni hangir í Tónlistarskóla Ísafjarðar við Austurveg á Ísafirði.
=== Vegleg afmælishátíð 2012 ===
10. árlega tónlistarhátíðin Við Djúpið fór fram 19.–24. júní 2012. Segja má að á afmælishátíðinni allir þættir hátíðarinnar, nýir og þeir sem höfðu verið hornsteinar frá upphafi, náð einhverskonar hápunkti. Glæsilegt námskeiðshald með fjölda nemenda, framúrskarandi tónleikum, hádegistónleikum, síðkvöldstónleikaröð og tónskáldastofu. Erlendir og innlendir listamenn og fjöldi áheyrenda. Aðalkennararnir voru bandaríski fiðluleikarinn Jorja Fleezanis, flautuleikarinn Stefán Ragnar Höskuldsson og góðvinur hátíðarinnar Vovka Ashkenazy kenndi á píanó. Daníel Bjarnason leiddi tónskáldastofu með kvintett úr The Declassified / Decoda og ný síðkvöldstónleikaröð, Söngvaskáldin, hóf göngu sína á Húsinu við Hafnarstræti á Ísafirði.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/5771062?iabr=on|title=Fréttablaðið - 137. tölublað (13.06.2012) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2025-01-21}}</ref>
Aukin velgengni og athygli virtist ekki gera auðveldara að afla fjár fyrir hátíðina. Engin leið var að gera samninga til lengri tíma en árs í senn og náðu endar því ekki saman, þrátt fyrir aukningu í aðsókn.
=== Síðasta árlega hátíðin 2013 ===
Dagana 19.– 23. júní 2013 fór síðasta árlega tónlistarhátíðin Við Djúpið fram á Ísafirði. Þá hafði Dagný Arnalds sagt skilið við aðstandendateymið og Greipur Gíslason einn eftir. Fáir nemendur sóttu hátíðina en framboð sumarnámskeiða hafði aukist á Íslandi, meðal annars í Reykjavík, sem dróg úr aðsókninni. Hátíðin var þó frambærileg með tónskáldastofu þátttöku Decoda frá Bandaríkjunum. Efnt var öðru sinni til síðkvöldstónleikaraðar á Húsinu á Ísafirði. Þar komu fram Valdimar Olgeirsson, Hjalti Þorkelsson , Skúli Mennski og [[Sigríður Thorlacius]]. Þrennir hádegistónleikar í Grunnskóla Ísafjarðar voru í boði í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða.
Það fór vel á því að lokatónleikar síðustu hátíðarinnar væri tileinkaðir minningu sellóleikarans og Ísfirðingsins Erlings Blöndal Bengtssonar en hann lést nokkrum vikum áður. Á tónleikunum í Ísafjarðarkirkju lék breski organistinn James McVinnie meðal annars tónlist [[Johann Sebastian Bach|J.S. Bach]]<nowiki/>s en tónlist hans var Erlingi hugleikin.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1470375/|title=Meistara minnst Við Djúpið|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2021-03-16|url-access=subscription}}</ref>
=== Sérstök útgáfa 2015 ===
[[Mynd:Viddjupid 2015 NEC.jpg|thumb|Hljómsveit yngri nemenda við New England Conservatory æfir í íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði fyrir tónleika á Við Djúpið 23. júní 2015.]]
Dagana 23.–25. júní 2015 komu góðir gestir til Ísafjarðar. Eftir áralangt samstarf hátíðarinnar við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi var komið á samband við New England Conservatory í Boston og skólahljómsveit þaðan, Youth Philharmonic Orchestra, kom til Íslands þetta sumar. Hljómsveitin hélt tónleika í íþróttahúsinu á Torfnesi. Einleikari á tónleikunum var Ari Vilhjálmsson, fyrrum nemandi við skólann. auk þess sem minni hópar buðu upp á ókeypis hádegistónleika í Grunnskólanum á Ísafirði. Nemendur úr skólahljómsveitinni gisti á ísfirskum heimilum og nutu aðstöðu í [[Menntaskólinn á Ísafirði|Menntaskólanum á Ísafirði.]]<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/6295168?iabr=on|title=Fréttablaðið - 149. tölublað (27.06.2015) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-06-15}}</ref>
== Við Djúpið hefur sig til flugs á ný (2022–) ==
Vorið 2022 var tilkynnt um upprisu hátíðarinnar þegar efnt var til lítillar tónlistarhátíðar dagana 17.–19. júní. Tveir kennarar buðu upp á námskeið og fernir tónleikar voru á dagskrá hátíðarinnar. Kennararnir voru Sæunn Þorsteinsdóttir, sellóleikari, sem hafði verið haukur horni í hátíðarinnar á árum áður og James Laing, kontratenór, frá Englandi. Hvort um sig komu fram á einleikstónleikum auk þess sem píanóleikarinn Erna Vala Arnardóttir kom fram á einleikstónleikum. Hátín var sett með útitónleikum á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn.[[Mynd:Viddjupid2023 decoda.jpg|alt=Tríó skipað flautuleikara, píanóleikara og sellóleikara á tónleikasviði á Ísafirði. |thumb|Tríó skipað meðlimum Decoda frá New York leikur á lokahátíð tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið 2023. Catherine Gregory á flautu, David Kaplan á píanó og Sæunn Þorsteinsdóttir á selló.]]
=== 2023: Við Djúpið sýnir styrk sinn ===
Dagana 17.–21. júní 2023 fór hátíðin á ný fram á Ísafirði. Aðalkennarar voru meðlimir kammerhópsins Decoda frá New York í Bandaríkjunum; David Kaplan á píanó, Catherine Gregory á flautu og Sæunn Þorsteinsdóttir á selló. Lögð var áhersla á kennslu í kammertónlist en einnig boðið upp á meistarakennslu á hljóðfæri sem og einkatíma. Tónleikar voru haldnir öll kvöld hátíðarinnar við góðar undirtektir sem á hádegistónleikar hennar sem fram fóru í Edinborgarhúsinu.
Kanadíska Asteio-tríóið var til aðstoðar á námskeiðum hátíðarinnar og kom fram á tónleikum.<ref>Heimildin, 14. júlí 2023
</ref>
=== 2025: Glæsileg og fjölbreytt hátíð ===
Hátíðin fór fram dagana 17.–21. júní 2025. Meðal listamanna sem tóku þátt voru píanóleikarinn Helga Karen, arkitektinn og kantele-leikarinn Tuomas Toivonen, bæði frá Finnlandi, kammertónlistarhóparnir Decoda og Antigone-tríóið frá Bandaríkjunum, auk íslenskra tónlistarmanna. Söngkonurnar Sigríður Thorlacius og Hildigunnur Einarsdóttir fluttu tónlist eftir Kurt Weill á sérstökum tónleikum með nýjum útsetningum eftir Þór Magnússon. Owen Dalby fiðluleikari og Helga Karen leiddu námskeið í kammertónlist á hátíðinni.
Auk tónleikahalds bauð hátíðin upp á vinnustofu fyrir söngvaskáld, leidda af Ellis Ludwig-Leone, Sorchu Richardson og Bridie Monds-Watson (SOAK), og myndlistarsýningu í Gallerí Úthverfu með verkum eftir finnsku listakonurnar Karoliinu Hellberg og Josefinu Nelimarkka.
Sumarjazz veitingastaðarins Jómfrúarinnar í Reykjavík tók yfir veitingastaðinn Logn með smurbrauði og jazztríóinu Djúpmönnum.<ref>Morgunblaðið, 7. júní 2025. Bls. 42.</ref>
== Listamenn og kennarar ==
*Anna Guðný Guðmundsdóttir {{ISL}} 2006, 2008, 2010, 2012.
*Andrew Quartermain {{GBR}}
*Árni Heimir Ingólfsson {{ISL}} 2012.
*Bent Sørensen {{DNK}} 2009.
*Berglind María Tómasdótir {{ISL}} 2008.
*Carol McGonnell {{IRL}} 2025.
*Catherine Gregory {{USA}} {{AUS}} 2023.
*Christine Southworth {{USA}} 2007.
*Clara Lyon {{USA}} 2023.
*Daníel Bjarnason {{ISL}} 2009–2013.
*David Kaplan {{USA}} 2023.
*Ellis Ludwig-Leone {{USA}} 2012, 2023–2025.
*Eliza Bagg {{USA}} 2024.
*Elizabeth Roe {{USA}} 2013.
*Erna Vala Arnardóttir {{ISL}} 2022.
*Erling Blöndal Bengtsson {{ISL}} {{DNK}} 2007
*Evan Ziporyn {{USA}} 2007.
*Goran Stevanovich {{BIH}} 2024.
*Guðrún Sigríður Birgisdóttir {{ISL}} 2003–2006.
*Halldór Haraldsson {{ISL}}
*Halldór Smárason {{ISL}} 2023, 2024, 2025.
*Hanna Dóra Sturludóttir {{ISL}} 2008.
*Hannah Collins {{USA}} 2023.
*Håkon Austbø {{NOR}} 2008.
*Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir {{ISL}} 2025
*Helga Karen {{FIN}} 2025.
*Helgi Hrafn Jónsson {{ISL}} 2012.
*Herdís Anna Jónasdóttir {{ISL}} 2024.
*Hildugunnur Einarsdóttir {{ISL}} 2025.
*James Laing {{GBR}} 2022.
*James McVinnie {{GBR}} 2012, 2013.
*Jorja Fleezanis {{USA}} 2010.
*Josefina Nelimarkka {{FIN}} 2025.
*Jónas Ingimundarson {{ISL}}
*Jussanam da Silva {{BRA}} 2012.
*Karoliina Hellberg {{FIN}} 2025.
*Kurt Kopecky {{AUT}} 2005.
*Kurt Nikkanen {{FIN}}
*Meena Bhasin {{USA}} 2011–2013, 2025.
*Owen Dalby {{USA}} 2011–2013, 2025
*Ólafur Kjartan Sigurðsson {{ISL}} 2003.
*Pekka Kuusisto {{FIN}} 2008.
*Pétur Jónasson {{ISL}} 2003–5, 2009.
*Sif Margrét Tulinius {{ISL}} 2010, 2012.
*Sigríður Thorlacius {{ISL}} 2013, 2025.
*Simon Crawford Philips {{GBR}} 2008.
*Skúli Mennski {{ISL}} 2013, 2024.
*Sorcha Richardson {{IRL}} 2025.
*SOAK, Bridie Monds-Watson {{GBR}} 2025.
*Stefán Ragnar Höskuldsson {{ISL}} 2012.
*Sæunn Þorsteinsdóttir {{ISL}} {{USA}} 2009, 2011–2013, 2022–2025.
*Tinna Þorsteinsdóttir {{ISL}} 2006–2008.
*Tuomas Toivonen {{FIN}} 2025.
*Una Sveinbjarnardóttir {{ISL}} 2008, 2009.
*Vovka Stefán Ashkenazy {{ISL}} 2007, 2012.
=== Tónlistarhópar ===
* Pasifica-kvartettinn {{USA}} 2005.
* Flís tríó {{ISL}} 2006.
*ATON {{ISL}} 2007.
* Kammersveitin Ísafold {{ISL}} 2009.
* Nordic Chamber Soloists {{ISL}} {{NOR}} {{SWE}} {{GER}} 2010.
* Ensemble Connect (ACJW) {{USA}} 2011.
*Dúó Harpverk {{ISL}} 2011.
* Decoda {{USA}} 2012, 2013, 2023, 2025.
* Asteío-tríó {{CAN}} 2023.
* Orchester im Treppenhaus {{GER}} 2024.
* Antigone Music Collective {{USA}} 2024, 2025.
* Hljómórar {{ISL}} 2025.
==Tilvísanir==
{{s|2003}}
[[Flokkur:Íslenskar tónlistarhátíðir]]
[[Flokkur:Ísafjörður]]
eghragm8wt6c8ahgnrnzjevj1gjl2gj
Hibatullah Akhundzada
0
164789
1922977
1885089
2025-07-08T23:31:36Z
TKSnaevarr
53243
1922977
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Hibatullah Akhundzada
| nafn_á_frummáli = {{nobold|ھیبت الله اخوندزاده}}
| búseta =
| mynd =
| myndastærð =
| myndatexti1 =
| titill= Æðsti leiðtogi Afganistans
| stjórnartíð_start = [[7. september]] [[2021]]
| stjórnartíð_end =
| forsætisráðherra = [[Hasan Akhund]] {{small|(starfandi)}}
| forveri = [[Ashraf Ghani]] {{small|(sem forseti)}}
| titill2= Leiðtogi [[Talíbanar|Talíbana]]
| stjórnartíð_start2 = [[25. maí]] [[2016]]
| stjórnartíð_end2 =
| forveri2 = [[Akhtar Mansúr]]
| fæðingarnafn =
| fæddur = [[1961]]
| fæðingarstaður = [[Panjwayi]], [[Afganistan]]
| stjórnmálaflokkur = [[Talíbanar]]
| þjóderni = [[Afganistan|Afganskur]]
| trúarbrögð = [[Súnní]]
}}
'''Hibatullah Akhundzada''' ([[pastú]]: ھیبت الله اخوندزاده; f. 1961) er [[Afganistan|afganskur]] [[Íslam|múslimaklerkur]] sem er þriðji og núverandi leiðtogi [[Talíbanar|Talíbanahreyfingarinnar]]. Sem leiðtogi Talíbana hefur Akhundzada í reynd verið þjóðhöfðingi Afganistans frá því að Talíbanar lögðu undir sig höfuðborgina [[Kabúl]] í ágúst 2021.
Akhundzada tók við sem leiðtogi Talíbana eftir að forveri hans, [[Akhtar Mansúr]], var drepinn í [[Drónaárásir|drónaárás]] Bandaríkjamanna árið 2016.<ref>{{Vefheimild|titill=Talibanar skipa nýjan leiðtoga|url=https://www.visir.is/g/2016239606d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Tryggvi Páll Tryggvason|mánuður=25. maí|ár=2016|mánuðurskoðað=1. september|árskoðað=2021}}</ref> Hann hafði áður verið yfirmaður dómstóla Talíbana og hægri hönd Mansúrs. Hann hefur fremur verið talinn trúarlegur leiðtogi en herforingi.<ref>{{Vefheimild|titill=Nýr leiðtogi talibana í Afganistan|url=https://www.ruv.is/frett/nyr-leidtogi-talibana-i-afganistan|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Kristján Róbert Kristjánsson|mánuður=25. maí|ár=2016|mánuðurskoðað=10. janúar|árskoðað=2022}}</ref>
Eftir að Talíbanar tóku yfir Kabúl og endurheimtu stjórn á Afganistan í ágúst 2021 tilkynnti hreyfingin að Akhundzada væri staddur í [[Kandahar]] og myndi brátt koma opinberlega fram.<ref>{{Vefheimild|titill=Æðsti leiðtogi talíbana staddur í Afganistan|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/08/29/aedsti_leidtogi_talibana_staddur_i_afganistan/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=29. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=1. september|árskoðað=2021}}</ref> Hann ávarpaði stuðningsmenn sína opinberlega í fyrsta skipti þann 31. október 2021 í Kandahar.<ref>{{Vefheimild|titill=Fyrsta ávarp æðsta leiðtoga talíbana|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/10/31/fyrsta_avarp_aedsta_leidtoga_talibana/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=31. október|ár=2021|mánuðurskoðað=2. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Akhundzada lýsti yfir að [[sjaríalög]] yrðu tekin upp í Afganistan á ný eftir fund með dómurum í landinu þann 14. nóvember 2022.<ref>{{Vefheimild|titill=Talibanar innleiða sjaría-lög að fullu|url=https://www.ruv.is/frett/2022/11/14/talibanar-innleida-sjaria-log-ad-fullu|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Róbert Jóhannsson|dags=14. nóvember 2022|skoðað=15. nóvember 2022}}</ref>
Þann 8. júlí 2025 gaf Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn út handtökuskipun gegn Akhundzada, ásamt [[Abdul Hakim Haqqani]], æðsta dómara Afganistans, fyrir kynbundnar ofsóknir.<ref>{{Vefheimild|titill=Handtökuskipanir á hendur tveggja háttsettra Talíbana|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-07-08-handtokuskipanir-a-hendur-tveggja-hattsettra-talibana-447967|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Guðmundur Atli Hlynsson|dags= 8. júlí 2025 |skoðað=8. júlí 2025}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = Æðsti leiðtogi Afganistans
| frá = [[7. september]] [[2021]]
| til =
| fyrir = [[Ashraf Ghani]]<br>{{small|(sem forseti)}}
| eftir = Enn í embætti
}}
{{Erfðatafla
| titill = Leiðtogi Talíbana
| frá = [[25. maí]] [[2016]]
| til =
| fyrir = [[Akhtar Mansúr]]
| eftir = Enn í embætti
}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Akhudzada, Hibatullah}}
{{f|1961}}
{{stubbur|æviágrip|stjórnmál}}
[[Flokkur:Talíbanar]]
[[Flokkur:Þjóðhöfðingjar Afganistans]]
r61ru3ya9ftx62g934cx1chq8xypixg
1922978
1922977
2025-07-08T23:31:47Z
TKSnaevarr
53243
1922978
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Hibatullah Akhundzada
| nafn_á_frummáli = {{nobold|ھیبت الله اخوندزاده}}
| búseta =
| mynd =
| myndastærð =
| myndatexti1 =
| titill= Æðsti leiðtogi Afganistans
| stjórnartíð_start = [[7. september]] [[2021]]
| stjórnartíð_end =
| forsætisráðherra = [[Hasan Akhund]] {{small|(starfandi)}}
| forveri = [[Ashraf Ghani]] {{small|(sem forseti)}}
| titill2= Leiðtogi [[Talíbanar|Talíbana]]
| stjórnartíð_start2 = [[25. maí]] [[2016]]
| stjórnartíð_end2 =
| forveri2 = [[Akhtar Mansúr]]
| fæðingarnafn =
| fæddur = [[1961]]
| fæðingarstaður = [[Panjwayi]], [[Afganistan]]
| stjórnmálaflokkur = [[Talíbanar]]
| þjóderni = [[Afganistan|Afganskur]]
| trúarbrögð = [[Súnní]]
}}
'''Hibatullah Akhundzada''' ([[pastú]]: ھیبت الله اخوندزاده; f. 1961) er [[Afganistan|afganskur]] [[Íslam|múslimaklerkur]] sem er þriðji og núverandi leiðtogi [[Talíbanar|Talíbanahreyfingarinnar]]. Sem leiðtogi Talíbana hefur Akhundzada í reynd verið þjóðhöfðingi Afganistans frá því að Talíbanar lögðu undir sig höfuðborgina [[Kabúl]] í ágúst 2021.
Akhundzada tók við sem leiðtogi Talíbana eftir að forveri hans, [[Akhtar Mansúr]], var drepinn í [[Drónaárásir|drónaárás]] Bandaríkjamanna árið 2016.<ref>{{Vefheimild|titill=Talibanar skipa nýjan leiðtoga|url=https://www.visir.is/g/2016239606d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Tryggvi Páll Tryggvason|mánuður=25. maí|ár=2016|mánuðurskoðað=1. september|árskoðað=2021}}</ref> Hann hafði áður verið yfirmaður dómstóla Talíbana og hægri hönd Mansúrs. Hann hefur fremur verið talinn trúarlegur leiðtogi en herforingi.<ref>{{Vefheimild|titill=Nýr leiðtogi talibana í Afganistan|url=https://www.ruv.is/frett/nyr-leidtogi-talibana-i-afganistan|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Kristján Róbert Kristjánsson|mánuður=25. maí|ár=2016|mánuðurskoðað=10. janúar|árskoðað=2022}}</ref>
Eftir að Talíbanar tóku yfir Kabúl og endurheimtu stjórn á Afganistan í ágúst 2021 tilkynnti hreyfingin að Akhundzada væri staddur í [[Kandahar]] og myndi brátt koma opinberlega fram.<ref>{{Vefheimild|titill=Æðsti leiðtogi talíbana staddur í Afganistan|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/08/29/aedsti_leidtogi_talibana_staddur_i_afganistan/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=29. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=1. september|árskoðað=2021}}</ref> Hann ávarpaði stuðningsmenn sína opinberlega í fyrsta skipti þann 31. október 2021 í Kandahar.<ref>{{Vefheimild|titill=Fyrsta ávarp æðsta leiðtoga talíbana|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/10/31/fyrsta_avarp_aedsta_leidtoga_talibana/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=31. október|ár=2021|mánuðurskoðað=2. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Akhundzada lýsti yfir að [[sjaríalög]] yrðu tekin upp í Afganistan á ný eftir fund með dómurum í landinu þann 14. nóvember 2022.<ref>{{Vefheimild|titill=Talibanar innleiða sjaría-lög að fullu|url=https://www.ruv.is/frett/2022/11/14/talibanar-innleida-sjaria-log-ad-fullu|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Róbert Jóhannsson|dags=14. nóvember 2022|skoðað=15. nóvember 2022}}</ref>
Þann 8. júlí 2025 gaf [[Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn]] út handtökuskipun gegn Akhundzada, ásamt [[Abdul Hakim Haqqani]], æðsta dómara Afganistans, fyrir kynbundnar ofsóknir.<ref>{{Vefheimild|titill=Handtökuskipanir á hendur tveggja háttsettra Talíbana|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-07-08-handtokuskipanir-a-hendur-tveggja-hattsettra-talibana-447967|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Guðmundur Atli Hlynsson|dags= 8. júlí 2025 |skoðað=8. júlí 2025}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = Æðsti leiðtogi Afganistans
| frá = [[7. september]] [[2021]]
| til =
| fyrir = [[Ashraf Ghani]]<br>{{small|(sem forseti)}}
| eftir = Enn í embætti
}}
{{Erfðatafla
| titill = Leiðtogi Talíbana
| frá = [[25. maí]] [[2016]]
| til =
| fyrir = [[Akhtar Mansúr]]
| eftir = Enn í embætti
}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Akhudzada, Hibatullah}}
{{f|1961}}
{{stubbur|æviágrip|stjórnmál}}
[[Flokkur:Talíbanar]]
[[Flokkur:Þjóðhöfðingjar Afganistans]]
ditaexczl8a64mfd6gvpmw0wjcpgc1e
Fernando Alonso
0
181593
1922975
1922062
2025-07-08T22:32:23Z
Elmar Skúli
46995
1922975
wikitext
text/x-wiki
{{Formúlu 1 ökumaður
|name = Fernando Alonso
|image = Alonso-68 (24710447098).jpg
|image_size =
|alt =
|caption = Alonso árið 2017
|birth_name = Fernando Alonso Díaz
|birth_date = {{birth date and age|1981|7|29|df=y}}
|birth_place = [[Oviedo]], Asturias, Spain
|death_date =
|death_place =
|relatives = <!-- family members who are independly notable i.e. have their own article -->
|nationality = {{flagicon|Spánn}} Spænskur
|years =
|teams = <!-- or |team = See "Teams field" section below -->
|2025 Team = [[Aston Martin F1 lið|Aston Martin]]-[[Mercedes-Benz í Formúlu 1|Mercedes]]
|car_number = 14
|races = {{F1stat|ALO|entries}} ({{F1stat|ALO|starts}} ræsingar)
|championships = 2 ([[Formúla 1 2005|2005]], [[Formúla 1 2006|2006]])
|wins = {{F1stat|ALO|wins}}
|podiums = {{F1stat|ALO|podiums}}
|points = {{F1stat|ALO|careerpoints}}
|poles = {{F1stat|ALO|poles}}
|fastest_laps = {{F1stat|ALO|fastestlaps}}
|first_race = Ástralski kappaksturinn 2001
|first_win = Ungverski kappaksturinn 2003
|last_win = Spænski kappaksturinn 2013
|last_race = {{F1stat|ALO|lastgp}}
|last_season = [[Formúla 1 2024|2024]] sæti
|last_position = 9. (70 stig)
| prev series = {{plainlist|
* IndyCar Series
* FIA WEC
* 24 Hours of Le Mans
* International 3000
* Euro Open by Nissan
}}
| prev series years= {{plainlist|
* 2017, 2020
* 2018-2019
* 2018-2019
* 2000
* 1999
}}
|titles = {{plainlist|
* 24 Hours of Daytona
* Euro Open by Nissan
}}
| title years = {{plainlist|
* 2019
* 1999
}}
|website =
|signature = File:FernandoAlonsoSignature.svg
|signature_size =
|module =
|module2 =
|module3 =
|module4 =
|module5 =
|updated =
}}
'''Fernando Alonso Díaz '''(f. 29. júlí, 1981) er spænskur ökumaður sem keppir í [[Formúla 1|Formúlu 1]] með [[Aston Martin F1 lið|Aston Martin]]. Alonso hefur tvisvar sinnum unnið heimsmeistartitillinn í [[Formúla 1|Formúlu 1]] á árunum 2005 og 2006 með [[Renault í Formúlu 1|Renault]] liðinu.
Á ferli sínum í Formúlu 1 hefur Alonso hefur unnið 32 keppnir, náð 22 ráspólum, 26 hröðustu hringjum og staðið 106 sinnum á verðlaunapalli.
Árið 2018 hætti Alonso í Formúlu 1 og fór að keppa í þolakstri. Hann vann [[FIA World Endurance Championship]] (WEC) og [[24 tíma Le Mans kappaksturinn]] á árunum 2018 og 2019.<ref>{{Vefheimild|titill=Fernando Alonso wins Le Mans again and World Endurance title|url=https://www.skysports.com/f1/news/30778/11741769/fernando-alonso-wins-le-mans-again-and-world-endurance-title|útgefandi=[[Sky Sports]]|dags=17. júní 2019|skoðað=23. júlí 2024|höfundur=Galloway, James}}</ref> Árið 2021 kom hann aftur í Formúlu 1 með [[Alpine F1 Lið|Alpine]] liðinu.
==Yngri ferillinn==
Fernando Alonso var aðeins 3 ára gamall þegar hann byrjaði að æfa go-kart. Faðir hans José Luis Alonso bjó til litlar go-kart brautir fyrir son sinn sem hann gat æft sig á. Þegar Fernando Alonso var 8 ára gamall var hann byrjaður að vinna keppnir nálægt heimaborg sinni Oviedo og þegar leið á fór hann einnig að keppa á héraðsmeistaramótaröðum á Spáni. Alonso var 10 ára þegar vann hann héraðsmeistaramótaröðina í go-kart í Asturias héraðinu.<ref>{{Vefheimild|titill=The Little One With Big Dreams: The Rise Of Fernando Alonso’s Go-Karting Career|url=https://www.pksgokarts.com/fernando-alonso-karting-career/|útgefandi=[[PKS Go-Karts]]|dags=29. mars 2023|skoðað=8. júlí 2025|höfundur=Godfrey, Charles}}</ref>
Uppgangur Alonso hélt áfram í go-kart, fjögur ár í röð varð hann spænskur unglingameistari í go-kart(Spanish Junior Karting Championship) frá árinu 1993 til 1996. Árið 1996 var stórt ár fyrir Alonso því hann varð einnig heimsmeistari í go-kart(World Karting Championship).<ref>{{Vefheimild|titill=Fernando Alonso in the Spanish Kart Championship 1997|url=https://kartingvendrell.com/en/fernando-alonso-in-the-spanish-kart-championship-1997/|útgefandi=[[Karting Vendrell]]|dags=12. maí 2022|skoðað=8. júlí 2025|höfundur=Juan}}</ref> Árið 2000 fékk Fernando Alonso sæti í Formúlu 3000 með belgíska liðinu Team Astromega. Keppt var á 10 brautum víðsvegar um Evrópu og Alonso endaði mótaröðina í 4.sæti með 17 stig og vann eina keppni sem haldinn var á Spa í Belgíu.<ref>{{Vefheimild|titill=FIA Formula 3000 Int. Championship - Season 2000: Results|url=https://www.speedsport-magazine.com/motorsport/formula-level2/gp2-series-formula-3000/2000-results.html|útgefandi=[[Speedsport Magazine]]|skoðað=8. júlí 2025}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
==Heimildir==
*[https://www.formula1.com/en/drivers/fernando-alonso Fernando Alonso] á formula1.com
{{f|1981}}
[[Flokkur:Formúlu 1 ökumenn]]
[[Flokkur:Spænskir akstursíþróttamenn]]
0wof0k7vw1igcstpbjiv8a9ickfrgp4
Mark Webber
0
186769
1922974
1921261
2025-07-08T22:17:09Z
Örverpi
89677
1922974
wikitext
text/x-wiki
{{Formúlu 1 ökumaður
|name = Mark Webber
|image = Mark Webber 2017 United States GP (cropped).jpg
|image_size =
|alt =
|caption = Webber árið 2017
|birth_name = Mark Alan Webber
|birth_date = {{fæðingardagur og aldur|1976|8|27}}
|birth_place = Queanbeyan, [[Nýja-Suður-Wales]], Ástralía
|death_date =
|death_place =
|relatives =
|nationality = {{flagicon|Ástralía}} Ástralskur
|years = [[Formúla 1 2002|2002]]-[[Formúla 1 2013|2013]]
|teams = [[Minardi]], [[Jaguar Racing|Jaguar]], [[Williams Racing|Williams]], [[Red Bull Racing|Red Bull]]
|2025 Team =
|car_number =
|races = 217 (215 ræsingar)
|championships = 0
|wins = 9
|podiums = 42
|points = 1047.5
|poles = 13
|fastest_laps = 19
|first_race = Ástralski kappaksturinn 2002
|first_win = Þýski kappaksturinn 2009
|last_win = Breski kappaksturinn 2012
|last_race = Brasilíski kappaksturinn 2013
|last_season =
|last_position =
| prev series = {{plainlist|
* [[World Endurance Championship|FIA WEC]]
* [[24 Klukkustundir af Le Mans]]
}}
| prev series years= {{plainlist|
* 2014-2016
* 1998-1999, 2014-2016
}}
|titles = {{plainlist|
* FIA WEC <small>(LMP1)</small>
}}
| title years = {{plainlist|
* 2015
}}
|website = {{URL|https://markwebber.com/}}
|signature =
|signature_size =
|module =
|module2 =
|module3 =
|module4 =
|module5 =
|updated =
}}
'''Mark Alan Webber''' (f. 27. ágúst 1976) er ástralskur akstursíþróttamaður sem keppti í [[Formúla 1|Formúlu 1]] á árunum [[Formúla 1 2002|2002]] til [[Formúla 1 2013|2013]]. Á ferli sínum í Formúlu 1 vann hann níu keppnir yfir 12 tímabil. Í þolakstri vann hann [[FIA World Endurance Championship]] árið 2015 með Porsche.
Webber byrjaði í Formúlu 1 með [[Minardi]] liðinu árið [[Formúla 1 2002|2002]]<ref>{{Vefheimild|url=https://www.autosport.com/f1/news/official-webber-confirmed-at-minardi-5058807/5058807/|titill=Official: Webber Confirmed at Minardi|höfundur=|útgefandi=|tilvitnun=|dags=28. janúar 2002|vefsíða=autosport.com|skoðað=23. júní 2025|archive-url=|archive-date=}}</ref> og náði fimmta sæti í sinni fyrstu keppni á heimavelli í Ástralíu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.formula1.com/en/latest/article/webber-explains-the-trick-he-pulled-on-salo-to-ensure-points-on-his-f1-debut.4yrbYjsjJN3ln3ZMTgOupX|titill=Webber explains the trick he pulled on Salo to ensure points on his F1 debut with Minardi|höfundur=|útgefandi=|tilvitnun=|dags=24. ágúst 2020|vefsíða=formula1.com|skoðað=23. júní 2025|archive-url=|archive-date=}}</ref> Hann fór yfir til [[Jaguar Racing|Jaguar]] árin [[Formúla 1 2003|2003]] og [[Formúla 1 2004|2004]]<ref>{{Vefheimild|url=https://www.autosport.com/f1/news/jaguar-signs-webber-and-pizzonia-5035436/5035436/|titill=Jaguar signs Webber and Pizzonia|höfundur=|útgefandi=|tilvitnun=|dags=1. nóvember 2002|vefsíða=autosport.com|skoðað=23. júní 2025|archive-url=|archive-date=}}</ref> en komst fyrr af samning sínum við Jaguar og fór til [[Williams Racing|Williams]] árið [[Formúla 1 2005|2005]]<ref>{{Vefheimild|url=https://www.autosport.com/f1/news/webber-signs-for-williams-5007036/5007036/|titill=Webber signs for Williams|höfundur=|útgefandi=|tilvitnun=|dags=28. júlí 2004|vefsíða=autosport.com|skoðað=23. júní 2025|archive-url=|archive-date=}}</ref> og náði fyrsta verðlaunapalli sínum með liðinu í Mónakó það ár.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.abc.net.au/news/2005-05-23/webber-takes-3rd-in-monaco/1575942|titill=Webber takes 3rd in Monaco|höfundur=|útgefandi=|tilvitnun=|dags=22. maí 2005|vefsíða=abc.net.au|skoðað=23. júní 2025|archive-url=|archive-date=}}</ref> Árið [[Formúla 1 2007|2007]] fór hann til [[Red Bull Racing|Red Bull]] og var þar til hann hætti árið [[Formúla 1 2013|2013]].<ref>{{Vefheimild|url=https://au.motorsport.com/f1/news/webber-to-red-bull-in-2007/1352780/|titill=Webber to Red Bull in 2007|höfundur=|útgefandi=|tilvitnun=|dags=10. ágúst 2006|vefsíða=motorsport.com|skoðað=23. júní 2025|archive-url=|archive-date=}}</ref> Hann vann níu keppnir, náði þrettán ráspólum, 42 verðlaunapöllum og endaði í þriðja sæti í móti ökumanna árin [[Formúla 1 2010|2010]], [[Formúla 1 2011|2011]] og [[Formúla 1 2013|2013]].
Hann hætti í Formúlu 1 eftir 2013 tímabilið<ref>{{Vefheimild|url=https://www.bbc.com/sport/formula1/23074108|titill=Mark Webber to leave Formula 1 at the end of 2013 season|höfundur=Andrew Benson|útgefandi=|tilvitnun=|dags=27. júní 2013|vefsíða=bbc.com|skoðað=23. júní 2025|archive-url=|archive-date=}}</ref> og færði sig yfir í þolakstur þar sem hann keppti Í Le Mans Prototype 1 flokknum frá 2014 til 2016.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.24h-lemans.com/en/news/mark-webber-from-formula-1-to-endurance-13474|titill=Mark Webber from Formula 1 to endurance|höfundur=|útgefandi=|tilvitnun=|dags=11. desember 2013|vefsíða=24h-lemans.com|skoðað=23. júní 2025|archive-url=|archive-date=}}</ref> Hann vann FIA World Endurance Championship árið 2015 með Porsche liðinu ásamt ökumönnunum [[Timo Bernhard]] og [[Brendon Hartley]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.bbc.com/sport/motorsport/34892233|titill=Mark Webber wins World Endurance Championship|höfundur=|útgefandi=|tilvitnun=|dags=21. nóvember 2015|vefsíða=bbc.com|skoðað=23. júní 2025|archive-url=|archive-date=}}</ref> Hann hætti í akstursíþróttum eftir 2016 og hefur starfað í sjónvarpi og sem umboðsmaður ökumanna síðan þá. Hann er núverandi umboðsmaður [[Oscar Piastri]].<ref>{{Vefheimild|url=https://formulascout.com/webbers-most-important-work-as-piastris-manager-yet-to-begin/68192|titill=Webber’s “most important work” as Piastri’s manager yet to begin|höfundur=Ida Wood|útgefandi=|tilvitnun=|dags=15. september 2020|vefsíða=formulascout.com|skoðað=23. júní 2025|archive-url=|archive-date=}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{f|1976}}
{{DEFAULTSORT:Webber, Mark}}
[[Flokkur:Formúlu 1 ökumenn]]
[[Flokkur:Ástralskir akstursíþróttamenn]]
bx69rc97jl6yk3ah7futvwvqr9k138i
Notandi:Elvar14/sandkassi
2
186907
1922949
1922909
2025-07-08T15:21:15Z
Elvar14
83773
1922949
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:La_Boudeuse.jpg|hægri|thumb|Franska freigátan ''La Boudeuse'' um 1766.]]
== Boudeuse (1766) ==
Boudeuse var [[Frakkland|frönsk]] freigáta með 32 [[Fallbyssa|fallbyssur]]. Smíði á henni hófst 1765 og hún var sjósett 1766. Boudeuse var skip franska landkönnuðarins Louis Antoine de Bougainville. Seinna var skipið notað í [[Bandaríska frelsisstríðið|Bandaríska frelsisstríðinu]] og [[Franska byltingin|frönsku byltingunni]]. Ferill þess endaði á [[Malta|Möltu]] árið 1800 þar sem skipið var rifið og timbrið notað sem eldiviður.<ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=French Warships in the Age of Sail 1786 – 1861: Design Construction, Careers and Fates|höfundur=Rif Winfield|höfundur2=Stephen S. Roberts|útgefandi=Seaforth Publishing|ár=2015}}</ref>
== Saga skipsins ==
=== Smíði skipsins og ferðin í kringum jörðina ===
[[Mynd:Ducreux - Louis Antoine de Bougainville.jpg|thumb|Málverk af landkönnuðinum Louis Antoine de Bougainville sem sigldi Boudeuse í kringum jörðina.]]
Boudeuse var hannað af Jean-Hyacinthe Raffeau og smíði þess hófst í Indret (Indre) 1765, skipið var sjósett 1766. Heildarlengd þess var 40,6 metrar, breidd 10,5 metrar og djúprista þess 5,35 metrar. Skipið var aðeins minna en aðrar freigátur franska flotans á þessum tíma sem voru að meðaltali 42 metra langar, 11 metra breiðar og djúprista þeirra 5.5 metrar. Skipið var vopnað með 26 tólf punda fallbyssum. Landkönnuðurinn Louis Antoine de Bougainville valdi Boudeuse sem flaggskip sitt fyrir siglingu sína í kringum jörðina. Áhöfn skipsins í leiðangrinum samanstóð af 210 mönnum, þar af 30 hermönnum.
Leiðangurinn lagði af stað frá Nantes 1766. Um borð var náttúrufræðingurinn Philibert Commerson og hjákona hans Jeanne Baret en hún var fyrsta konan til að sigla hringinn í kringum jörðina. Leiðangurinn sigldi suður fyrir [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] og inn á [[Kyrrahaf]]. Þaðan lá leiðin til [[Tahítí|Tahíti]]. Þar gekk maður að nafni Ahutoru til liðs við leiðangurinn og varð aðal túlkur Bougainville í samskiptum hans við eyjaskeggja. Ahutoru ákvað síðan að fylgja Bougainville alla leiðina til Frakklands. Eftir að stoppa í Indónesíu sigldi Bougainville suður fyrir [[Góðrarvonarhöfði|Góðrarvonahöfða]] og þaðan til Frakklands. Leiðangurinn kom heim 16. mars 1769. Bougainville varð þannig fyrsti franski landkönnuðurinn til að fara hringinn í kringum jörðina. Einungis 7 áhafnarmeðlimir létust í siglingunni sem þótti einstaklega lítið á þeim tíma.<ref>{{Bókaheimild|titill=Journal de la Société des Océanistes|höfundur=L. Denoix|ár=1968|bls=55-58|útgefandi=Les bateaux du voyage de Bougainville La Boudeuse et l'Étoile}}</ref> Eftir leiðangurinn var Boudeuse endurnýjað í Brest 1775-1776.<ref name=":0" />
=== Bandaríska frelsisstríðið og Franska byltinging ===
Árið 1778 var Boudeuse hluti af flotasveit sem [[Loðvík 16.|Loðvík 16]]. sendi til [[Karíbahaf|Karabbíahafsins]] til að herja á bresk skip þar. Þetta var hluti af stuðningi hans við uppreisnarmennina í Bandaríska frelsisstríðinu. Frakkland viðurkenndi sjálfstæði Bandaríkjanna 6. febrúar 1778 og Bretar svöruðu með því að lýsa yfir stríði gegn Frakklandi. Frönsk flotasveit var því send til að herja á Breskar nýlendur í Karabbíahafinu. 13. janúar var ''Boudeuse'' á siglingu undan ströndum Sint Eustatius undir stjórn Jacques de Grenier lautinants þegar áhöfnin kom auga á HMS ''Weazel''. HMS hafði einungis 16 fallbyssur og gafst því upp. 28. febrúar tók Boudeuse þátt í því að hertaka [[Sankti Martin]] og 6. júlí tók skipið þátt í sjóorrustu undan strönd [[Grenada]] þar sem franska flotasveitin neyddi breska flotann á Karabbíahafi til að hörfa frá eyjunni.<ref>{{Bókaheimild|titill=La Marine de Louis XVI: Nomenclature des navires français de 1774 À 1792|höfundur=Alan Demerliac|ár=1996|útgefandi=Éditions OMEGA}}</ref>
Árið 1794 var skipið endurbyggt til að bera 32 fallbyssur. Sex 6-punda fallbyssum var bætt við auk tveggja 36-punda [[sprengjuvarpa]]. Það var síðan flutt í [[Miðjarðarhafið|Miðjarðarhafs]] sveit franska flotans. 8. júní 1794 kom flotasveitin auga á HMS ''Alceste''. Alceste var frönsk freigáta sem Bretar höfðu tekið í umsátrinu við [[Toulon]]. ''Boudeuse'' elti ''Alceste'' og eftir tveggja klukkustunda bardaga gafst HMS Alceste upp. Bretar höfðu yfirráð yfir Miðjarðarhafi og settu hafnarbann á Frakkland. Setulið Frakka á Möltu var því á barmi hungursneyðar. Uppreisn Maltverja neyddi franska setuliðið til að hörfa inn í virkin í kringum Grand Harbour. ''Boudeuse'' var því fyllt af vistum og Calaman lautinant var skipað að sigla til Möltu og reyna að komast fram hjá hafnarbanni Breta til að koma vistunum til franska setuliðsins. Vont veður gerði Calaman auðveldara að komast framhjá bresku herskipunum og 4. febrúar 1799 kom ''Boudeuse'' til hafnar í Grand Harbour. Það reyndist hins vegar ógerlegt fyrir skipið að sleppa frá Möltu og frekari hjálp frá Frakklandi barst ekki. Í júlí 1800 var skipið í lélegu ástandi eftir að liggja í höfninni í meira en ár. Eldiviður var af skornum skammti og ekki lengur hægt að baka brauð fyrir setuliðið. ''Boudeuse'' var því rifið í höfninni og timbrið notað sem eldiviður fyrir [[Bakarí|bakaríið]] í virkinu.<ref name=":0" />
<references />
fwwfxhc6ay4jxxjr5tyad93415rf41h
1922950
1922949
2025-07-08T15:27:18Z
Elvar14
83773
1922950
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:La_Boudeuse.jpg|hægri|thumb|Franska freigátan ''La Boudeuse'' um 1766.]]
== Boudeuse (1766) ==
Boudeuse var [[Frakkland|frönsk]] freigáta með 32 [[Fallbyssa|fallbyssur]]. Smíði á henni hófst 1765 og hún var sjósett 1766. Boudeuse var skip franska landkönnuðarins Louis Antoine de Bougainville. Seinna var skipið notað í [[Bandaríska frelsisstríðið|Bandaríska frelsisstríðinu]] og [[Franska byltingin|frönsku byltingunni]]. Ferill þess endaði á [[Malta|Möltu]] árið 1800 þar sem skipið var rifið og timbrið notað sem eldiviður.<ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=French Warships in the Age of Sail 1786 – 1861: Design Construction, Careers and Fates|höfundur=Rif Winfield|höfundur2=Stephen S. Roberts|útgefandi=Seaforth Publishing|ár=2015}}</ref>
== Saga skipsins ==
=== Smíði skipsins og ferðin í kringum jörðina ===
[[Mynd:Ducreux - Louis Antoine de Bougainville.jpg|thumb|Málverk af landkönnuðinum Louis Antoine de Bougainville sem sigldi Boudeuse í kringum jörðina.]]
Boudeuse var hannað af Jean-Hyacinthe Raffeau og smíði þess hófst í Indret (Indre) 1765, skipið var sjósett 1766. Heildarlengd þess var 40,6 metrar, breidd 10,5 metrar og djúprista þess 5,35 metrar. Skipið var aðeins minna en aðrar freigátur franska flotans á þessum tíma sem voru að meðaltali 42 metra langar, 11 metra breiðar og djúprista þeirra 5.5 metrar. Skipið var vopnað með 26 tólf punda fallbyssum. Landkönnuðurinn Louis Antoine de Bougainville valdi Boudeuse sem flaggskip sitt fyrir siglingu sína í kringum jörðina. Áhöfn skipsins í leiðangrinum samanstóð af 210 mönnum, þar af 30 hermönnum.
Leiðangurinn lagði af stað frá Nantes 1766. Um borð var náttúrufræðingurinn Philibert Commerson og hjákona hans Jeanne Baret en hún var fyrsta konan til að sigla hringinn í kringum jörðina. Leiðangurinn sigldi suður fyrir [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] og inn á [[Kyrrahaf]]. Þaðan lá leiðin til [[Tahítí|Tahíti]]. Þar gekk maður að nafni Ahutoru til liðs við leiðangurinn og varð aðal túlkur Bougainville í samskiptum hans við eyjaskeggja. Ahutoru ákvað síðan að fylgja Bougainville alla leiðina til Frakklands. Eftir að stoppa í Indónesíu sigldi Bougainville suður fyrir [[Góðrarvonarhöfði|Góðrarvonahöfða]] og þaðan til Frakklands. Leiðangurinn kom heim 16. mars 1769. Bougainville varð þannig fyrsti franski landkönnuðurinn til að fara hringinn í kringum jörðina. Einungis 7 áhafnarmeðlimir létust í siglingunni sem þótti einstaklega lítið á þeim tíma.<ref>{{Bókaheimild|titill=Journal de la Société des Océanistes|höfundur=L. Denoix|ár=1968|bls=55-58|útgefandi=Les bateaux du voyage de Bougainville La Boudeuse et l'Étoile}}</ref> Eftir leiðangurinn var Boudeuse endurnýjað í Brest 1775-1776.<ref name=":0" />
=== Bandaríska frelsisstríðið og Franska byltinging ===
Árið 1778 var Boudeuse hluti af flotasveit sem [[Loðvík 16.|Loðvík 16]]. sendi til [[Karíbahaf|Karabbíahafsins]] til að herja á bresk skip þar. Þetta var hluti af stuðningi hans við uppreisnarmennina í Bandaríska frelsisstríðinu. Frakkland viðurkenndi sjálfstæði Bandaríkjanna 6. febrúar 1778 og Bretar svöruðu með því að lýsa yfir stríði gegn Frakklandi. Frönsk flotasveit var því send til að herja á Breskar nýlendur í Karabbíahafinu. 13. janúar var ''Boudeuse'' á siglingu undan ströndum Sint Eustatius undir stjórn Jacques de Grenier lautinants þegar áhöfnin kom auga á HMS ''Weazel''. HMS hafði einungis 16 fallbyssur og gafst því upp. 28. febrúar tók Boudeuse þátt í því að hertaka [[Sankti Martin]] og 6. júlí tók skipið þátt í sjóorrustu undan strönd [[Grenada]] þar sem franska flotasveitin neyddi breska flotann á Karabbíahafi til að hörfa frá eyjunni.<ref>{{Bókaheimild|titill=La Marine de Louis XVI: Nomenclature des navires français de 1774 À 1792|höfundur=Alan Demerliac|ár=1996|útgefandi=Éditions OMEGA}}</ref>
Árið 1794 var skipið endurbyggt til að bera 32 fallbyssur. Sex 6-punda fallbyssum var bætt við auk tveggja 36-punda [[sprengjuvarpa]]. Það var síðan flutt í [[Miðjarðarhafið|Miðjarðarhafs]] sveit franska flotans. Það var hluti af sveit Pierre Martin varaaðmíráls þegar hann sigldi með birgðir til Korsíku. Meðan á siglingunni stóð 8. júní 1794 kom flotasveitin auga á HMS ''Alceste''. Alceste var frönsk freigáta sem Bretar höfðu tekið í umsátrinu við [[Toulon]]. ''Boudeuse'' elti ''Alceste'' og eftir tveggja klukkustunda bardaga gafst HMS ''Alceste.''
Bretar höfðu yfirráð yfir Miðjarðarhafi og settu hafnarbann á Frakkland. Setulið Frakka á Möltu var því á barmi hungursneyðar. Uppreisn Maltverja neyddi franska setuliðið til að hörfa inn í virkin í kringum Grand Harbour. ''Boudeuse'' var því fyllt af vistum og Calaman lautinant var skipað að sigla til Möltu og reyna að komast fram hjá hafnarbanni Breta til að koma vistunum til franska setuliðsins. Vont veður gerði Calaman auðveldara að komast framhjá bresku herskipunum og 4. febrúar 1799 kom ''Boudeuse'' til hafnar í Grand Harbour. Það reyndist hins vegar ógerlegt fyrir skipið að sleppa frá Möltu og frekari hjálp frá Frakklandi barst ekki. Í júlí 1800 var skipið í lélegu ástandi eftir að liggja í höfninni í meira en ár. Eldiviður var af skornum skammti og ekki lengur hægt að baka brauð fyrir setuliðið. ''Boudeuse'' var því rifið í höfninni og timbrið notað sem eldiviður fyrir [[Bakarí|bakaríið]] í virkinu.<ref name=":0" />
<references />
qdgmicr0zc4p8scz88c3t5omcigxw5i
1922951
1922950
2025-07-08T15:27:58Z
Elvar14
83773
1922951
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:La_Boudeuse.jpg|hægri|thumb|Franska freigátan ''La Boudeuse'' um 1766.]]
== Boudeuse (1766) ==
Boudeuse var [[Frakkland|frönsk]] freigáta með 32 [[Fallbyssa|fallbyssur]]. Smíði á henni hófst 1765 og hún var sjósett 1766. Boudeuse var skip franska landkönnuðarins Louis Antoine de Bougainville. Seinna var skipið notað í [[Bandaríska frelsisstríðið|Bandaríska frelsisstríðinu]] og [[Franska byltingin|frönsku byltingunni]]. Ferill þess endaði á [[Malta|Möltu]] árið 1800 þar sem skipið var rifið og timbrið notað sem eldiviður.<ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=French Warships in the Age of Sail 1786 – 1861: Design Construction, Careers and Fates|höfundur=Rif Winfield|höfundur2=Stephen S. Roberts|útgefandi=Seaforth Publishing|ár=2015}}</ref>
== Saga skipsins ==
=== Smíði skipsins og ferðin í kringum jörðina ===
[[Mynd:Ducreux - Louis Antoine de Bougainville.jpg|thumb|Málverk af landkönnuðinum Louis Antoine de Bougainville sem sigldi Boudeuse í kringum jörðina.]]
Boudeuse var hannað af Jean-Hyacinthe Raffeau og smíði þess hófst í Indret (Indre) 1765, skipið var sjósett 1766. Heildarlengd þess var 40,6 metrar, breidd 10,5 metrar og djúprista þess 5,35 metrar. Skipið var aðeins minna en aðrar freigátur franska flotans á þessum tíma sem voru að meðaltali 42 metra langar, 11 metra breiðar og djúprista þeirra 5.5 metrar. Skipið var vopnað með 26 tólf punda fallbyssum. Landkönnuðurinn Louis Antoine de Bougainville valdi Boudeuse sem flaggskip sitt fyrir siglingu sína í kringum jörðina. Áhöfn skipsins í leiðangrinum samanstóð af 210 mönnum, þar af 30 hermönnum.
Leiðangurinn lagði af stað frá Nantes 1766. Um borð var náttúrufræðingurinn Philibert Commerson og hjákona hans Jeanne Baret en hún var fyrsta konan til að sigla hringinn í kringum jörðina. Leiðangurinn sigldi suður fyrir [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] og inn á [[Kyrrahaf]]. Þaðan lá leiðin til [[Tahítí|Tahíti]]. Þar gekk maður að nafni Ahutoru til liðs við leiðangurinn og varð aðal túlkur Bougainville í samskiptum hans við eyjaskeggja. Ahutoru ákvað síðan að fylgja Bougainville alla leiðina til Frakklands. Eftir að stoppa í Indónesíu sigldi Bougainville suður fyrir [[Góðrarvonarhöfði|Góðrarvonahöfða]] og þaðan til Frakklands. Leiðangurinn kom heim 16. mars 1769. Bougainville varð þannig fyrsti franski landkönnuðurinn til að fara hringinn í kringum jörðina. Einungis 7 áhafnarmeðlimir létust í siglingunni sem þótti einstaklega lítið á þeim tíma.<ref>{{Bókaheimild|titill=Journal de la Société des Océanistes|höfundur=L. Denoix|ár=1968|bls=55-58|útgefandi=Les bateaux du voyage de Bougainville La Boudeuse et l'Étoile}}</ref> Eftir leiðangurinn var Boudeuse endurnýjað í Brest 1775-1776.<ref name=":0" />
=== Bandaríska frelsisstríðið og Franska byltinging ===
Árið 1778 var Boudeuse hluti af flotasveit sem [[Loðvík 16.|Loðvík 16]]. sendi til [[Karíbahaf|Karabbíahafsins]] til að herja á bresk skip þar. Þetta var hluti af stuðningi hans við uppreisnarmennina í Bandaríska frelsisstríðinu. Frakkland viðurkenndi sjálfstæði Bandaríkjanna 6. febrúar 1778 og Bretar svöruðu með því að lýsa yfir stríði gegn Frakklandi. Frönsk flotasveit var því send til að herja á Breskar nýlendur í Karabbíahafinu. 13. janúar var ''Boudeuse'' á siglingu undan ströndum Sint Eustatius undir stjórn Jacques de Grenier lautinants þegar áhöfnin kom auga á HMS ''Weazel''. HMS hafði einungis 16 fallbyssur og gafst því upp. 28. febrúar tók Boudeuse þátt í því að hertaka [[Sankti Martin]] og 6. júlí tók skipið þátt í sjóorrustu undan strönd [[Grenada]] þar sem franska flotasveitin neyddi breska flotann á Karabbíahafi til að hörfa frá eyjunni.<ref>{{Bókaheimild|titill=La Marine de Louis XVI: Nomenclature des navires français de 1774 À 1792|höfundur=Alan Demerliac|ár=1996|útgefandi=Éditions OMEGA}}</ref>
Árið 1794 var skipið endurbyggt til að bera 32 fallbyssur. Sex 6-punda fallbyssum var bætt við auk tveggja 36-punda [[sprengjuvarpa]]. Það var síðan flutt í [[Miðjarðarhafið|Miðjarðarhafs]] sveit franska flotans. Það var hluti af sveit Pierre Martin varaaðmíráls þegar hann sigldi með birgðir til [[Korsíka|Korsíku]]. Meðan á siglingunni stóð 8. júní 1794 kom flotasveitin auga á HMS ''Alceste''. Alceste var frönsk freigáta sem Bretar höfðu tekið í umsátrinu við [[Toulon]]. ''Boudeuse'' elti ''Alceste'' og eftir tveggja klukkustunda bardaga gafst HMS ''Alceste.''
Bretar höfðu yfirráð yfir Miðjarðarhafi og settu hafnarbann á Frakkland. Setulið Frakka á Möltu var því á barmi hungursneyðar. Uppreisn Maltverja neyddi franska setuliðið til að hörfa inn í virkin í kringum Grand Harbour. ''Boudeuse'' var því fyllt af vistum og Calaman lautinant var skipað að sigla til Möltu og reyna að komast fram hjá hafnarbanni Breta til að koma vistunum til franska setuliðsins. Vont veður gerði Calaman auðveldara að komast framhjá bresku herskipunum og 4. febrúar 1799 kom ''Boudeuse'' til hafnar í Grand Harbour. Það reyndist hins vegar ógerlegt fyrir skipið að sleppa frá Möltu og frekari hjálp frá Frakklandi barst ekki. Í júlí 1800 var skipið í lélegu ástandi eftir að liggja í höfninni í meira en ár. Eldiviður var af skornum skammti og ekki lengur hægt að baka brauð fyrir setuliðið. ''Boudeuse'' var því rifið í höfninni og timbrið notað sem eldiviður fyrir [[Bakarí|bakaríið]] í virkinu.<ref name=":0" />
<references />
6r2dpdo87nvco2k4u4rudadnlq4vqk8
Veiðigjald
0
186917
1922991
1922844
2025-07-09T10:46:55Z
149.126.87.119
1922991
wikitext
text/x-wiki
<nowiki>{{Alþjóðavæða}}</nowiki>
'''Veiðigjald''' er gjald sem greiða þarf [[Ísland|íslenska]] ríkinu af öllum lönduðum afla. [[Fiskistofa]] leggur gjaldið á eigendur [[Sjávarútvegur á Íslandi|íslenskra fiskiskipa]] en upphæð þess ræðst af bæði magni og tegundum sem landað er. Yfirlýst markmið veiðigjaldsins er að mæta kostnaði ríkisins af [[Hafrannsóknastofnun Íslands|rannsóknum]], [[Fiskveiðistjórnun|stjórn]], eftirlit og umsjón með [[Fiskveiðar|fiskveiðum]] og [[Fiskvinnsla|fiskvinnslu]]. Þá er gjaldið hugsað sem afnotagjald fyrir aðgang að sameiginlegri náttúruauðlind sem eru nytjastofnar í [[efnahagslögsaga|efnahagslögsögu]] Íslands. Veiðigjaldi var upphaflega komið á árið 2002<ref>{{Vefheimild|url=https://www.althingi.is/altext/144/s/1166.html|titill=Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld, nr. 74/2012|útgefandi=Alþingi}}</ref> en gjaldið hefur ávallt verið mikið bitbein í íslenskum stjórnmálum þar sem deilt er um hversu hátt það skuli vera og hvort það eigi yfir höfuð rétt á sér.{{heimild vantar}}
==Sjá einnig==
* [[Sjávarútvegur á Íslandi]]
* [[Íslenska kvótakerfið]]
==Tilvísanir==
<references/>
==Tenglar==
* [https://island.is/veidigjald Upplýsingavefur Fiskistofu um veiðigjald]
{{stubbur}}
[[Flokkur:Íslenskur sjávarútvegur]]
[[Flokkur:Íslensk stjórnmál]]
ah0mxblw18jwxef1ad5e6w8s7ns1jqv
1922992
1922991
2025-07-09T10:47:11Z
149.126.87.119
1922992
wikitext
text/x-wiki
'''Veiðigjald''' er gjald sem greiða þarf [[Ísland|íslenska]] ríkinu af öllum lönduðum afla. [[Fiskistofa]] leggur gjaldið á eigendur [[Sjávarútvegur á Íslandi|íslenskra fiskiskipa]] en upphæð þess ræðst af bæði magni og tegundum sem landað er. Yfirlýst markmið veiðigjaldsins er að mæta kostnaði ríkisins af [[Hafrannsóknastofnun Íslands|rannsóknum]], [[Fiskveiðistjórnun|stjórn]], eftirlit og umsjón með [[Fiskveiðar|fiskveiðum]] og [[Fiskvinnsla|fiskvinnslu]]. Þá er gjaldið hugsað sem afnotagjald fyrir aðgang að sameiginlegri náttúruauðlind sem eru nytjastofnar í [[efnahagslögsaga|efnahagslögsögu]] Íslands. Veiðigjaldi var upphaflega komið á árið 2002<ref>{{Vefheimild|url=https://www.althingi.is/altext/144/s/1166.html|titill=Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld, nr. 74/2012|útgefandi=Alþingi}}</ref> en gjaldið hefur ávallt verið mikið bitbein í íslenskum stjórnmálum þar sem deilt er um hversu hátt það skuli vera og hvort það eigi yfir höfuð rétt á sér.{{heimild vantar}}
==Sjá einnig==
* [[Sjávarútvegur á Íslandi]]
* [[Íslenska kvótakerfið]]
==Tilvísanir==
<references/>
==Tenglar==
* [https://island.is/veidigjald Upplýsingavefur Fiskistofu um veiðigjald]
{{stubbur}}
[[Flokkur:Íslenskur sjávarútvegur]]
[[Flokkur:Íslensk stjórnmál]]
8yqqchp938wce9fs0qb0rwwyk7ptsz8
Freigátan Boudeuse (1766)
0
186924
1922952
2025-07-08T15:30:10Z
Elvar14
83773
Bjó til síðu fyrir freigátuna Boudeuse
1922952
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:La_Boudeuse.jpg|hægri|thumb|Franska freigátan ''La Boudeuse'' um 1766.]]
Boudeuse var [[Frakkland|frönsk]] [[freigáta]] með 32 [[Fallbyssa|fallbyssur]]. Smíði á henni hófst 1765 og hún var sjósett 1766. Boudeuse var skip franska landkönnuðarins Louis Antoine de Bougainville. Seinna var skipið notað í [[Bandaríska frelsisstríðið|Bandaríska frelsisstríðinu]] og [[Franska byltingin|frönsku byltingunni]]. Ferill þess endaði á [[Malta|Möltu]] árið 1800 þar sem skipið var rifið og timbrið notað sem eldiviður.<ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=French Warships in the Age of Sail 1786 – 1861: Design Construction, Careers and Fates|höfundur=Rif Winfield|höfundur2=Stephen S. Roberts|útgefandi=Seaforth Publishing|ár=2015}}</ref>
== Saga skipsins ==
=== Smíði skipsins og ferðin í kringum jörðina ===
[[Mynd:Ducreux_-_Louis_Antoine_de_Bougainville.jpg|thumb|Málverk af landkönnuðinum Louis Antoine de Bougainville sem sigldi Boudeuse í kringum jörðina.]]
Boudeuse var hannað af Jean-Hyacinthe Raffeau og smíði þess hófst í Indret (Indre) 1765, skipið var sjósett 1766. Heildarlengd þess var 40,6 metrar, breidd 10,5 metrar og djúprista þess 5,35 metrar. Skipið var aðeins minna en aðrar freigátur franska flotans á þessum tíma sem voru að meðaltali 42 metra langar, 11 metra breiðar og djúprista þeirra 5.5 metrar. Skipið var vopnað með 26 tólf punda fallbyssum. Landkönnuðurinn Louis Antoine de Bougainville valdi Boudeuse sem flaggskip sitt fyrir siglingu sína í kringum jörðina. Áhöfn skipsins í leiðangrinum samanstóð af 210 mönnum, þar af 30 hermönnum.
Leiðangurinn lagði af stað frá Nantes 1766. Um borð var náttúrufræðingurinn Philibert Commerson og hjákona hans Jeanne Baret en hún var fyrsta konan til að sigla hringinn í kringum jörðina. Leiðangurinn sigldi suður fyrir [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] og inn á [[Kyrrahaf]]. Þaðan lá leiðin til [[Tahítí|Tahíti]]. Þar gekk maður að nafni Ahutoru til liðs við leiðangurinn og varð aðal túlkur Bougainville í samskiptum hans við eyjaskeggja. Ahutoru ákvað síðan að fylgja Bougainville alla leiðina til Frakklands. Eftir að stoppa í Indónesíu sigldi Bougainville suður fyrir [[Góðrarvonarhöfði|Góðrarvonahöfða]] og þaðan til Frakklands. Leiðangurinn kom heim 16. mars 1769. Bougainville varð þannig fyrsti franski landkönnuðurinn til að fara hringinn í kringum jörðina. Einungis 7 áhafnarmeðlimir létust í siglingunni sem þótti einstaklega lítið á þeim tíma.<ref>{{Bókaheimild|titill=Journal de la Société des Océanistes|höfundur=L. Denoix|ár=1968|bls=55-58|útgefandi=Les bateaux du voyage de Bougainville La Boudeuse et l'Étoile}}</ref> Eftir leiðangurinn var Boudeuse endurnýjað í Brest 1775-1776.<ref name=":0" />
=== Bandaríska frelsisstríðið og Franska byltinging ===
Árið 1778 var Boudeuse hluti af flotasveit sem [[Loðvík 16.|Loðvík 16]]. sendi til [[Karíbahaf|Karabbíahafsins]] til að herja á bresk skip þar. Þetta var hluti af stuðningi hans við uppreisnarmennina í Bandaríska frelsisstríðinu. Frakkland viðurkenndi sjálfstæði Bandaríkjanna 6. febrúar 1778 og Bretar svöruðu með því að lýsa yfir stríði gegn Frakklandi. Frönsk flotasveit var því send til að herja á Breskar nýlendur í Karabbíahafinu. 13. janúar var ''Boudeuse'' á siglingu undan ströndum Sint Eustatius undir stjórn Jacques de Grenier lautinants þegar áhöfnin kom auga á HMS ''Weazel''. HMS hafði einungis 16 fallbyssur og gafst því upp. 28. febrúar tók Boudeuse þátt í því að hertaka [[Sankti Martin]] og 6. júlí tók skipið þátt í sjóorrustu undan strönd [[Grenada]] þar sem franska flotasveitin neyddi breska flotann á Karabbíahafi til að hörfa frá eyjunni.<ref>{{Bókaheimild|titill=La Marine de Louis XVI: Nomenclature des navires français de 1774 À 1792|höfundur=Alan Demerliac|ár=1996|útgefandi=Éditions OMEGA}}</ref>
Árið 1794 var skipið endurbyggt til að bera 32 fallbyssur. Sex 6-punda fallbyssum var bætt við auk tveggja 36-punda [[sprengjuvarpa]]. Það var síðan flutt í [[Miðjarðarhafið|Miðjarðarhafs]] sveit franska flotans. Það var hluti af sveit Pierre Martin varaaðmíráls þegar hann sigldi með birgðir til [[Korsíka|Korsíku]]. Meðan á siglingunni stóð 8. júní 1794 kom flotasveitin auga á HMS ''Alceste''. Alceste var frönsk freigáta sem Bretar höfðu tekið í umsátrinu við [[Toulon]]. ''Boudeuse'' elti ''Alceste'' og eftir tveggja klukkustunda bardaga gafst HMS ''Alceste.''
Bretar höfðu yfirráð yfir Miðjarðarhafi og settu hafnarbann á Frakkland. Setulið Frakka á Möltu var því á barmi hungursneyðar. Uppreisn Maltverja neyddi franska setuliðið til að hörfa inn í virkin í kringum Grand Harbour. ''Boudeuse'' var því fyllt af vistum og Calaman lautinant var skipað að sigla til Möltu og reyna að komast fram hjá hafnarbanni Breta til að koma vistunum til franska setuliðsins. Vont veður gerði Calaman auðveldara að komast framhjá bresku herskipunum og 4. febrúar 1799 kom ''Boudeuse'' til hafnar í Grand Harbour. Það reyndist hins vegar ógerlegt fyrir skipið að sleppa frá Möltu og frekari hjálp frá Frakklandi barst ekki. Í júlí 1800 var skipið í lélegu ástandi eftir að liggja í höfninni í meira en ár. Eldiviður var af skornum skammti og ekki lengur hægt að baka brauð fyrir setuliðið. ''Boudeuse'' var því rifið í höfninni og timbrið notað sem eldiviður fyrir [[Bakarí|bakaríið]] í virkinu.<ref name=":0" />
<references />
bcvusjgqp8ah8qn7ag0bfb0qkh7h763
1922953
1922952
2025-07-08T15:31:12Z
Elvar14
83773
1922953
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:La_Boudeuse.jpg|hægri|thumb|Franska freigátan ''Boudeuse'' um 1766.]]
Boudeuse var [[Frakkland|frönsk]] [[freigáta]] með 32 [[Fallbyssa|fallbyssur]]. Smíði á henni hófst 1765 og hún var sjósett 1766. Boudeuse var skip franska landkönnuðarins Louis Antoine de Bougainville. Seinna var skipið notað í [[Bandaríska frelsisstríðið|Bandaríska frelsisstríðinu]] og [[Franska byltingin|frönsku byltingunni]]. Ferill þess endaði á [[Malta|Möltu]] árið 1800 þar sem skipið var rifið og timbrið notað sem eldiviður.<ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=French Warships in the Age of Sail 1786 – 1861: Design Construction, Careers and Fates|höfundur=Rif Winfield|höfundur2=Stephen S. Roberts|útgefandi=Seaforth Publishing|ár=2015}}</ref>
== Saga skipsins ==
=== Smíði skipsins og ferðin í kringum jörðina ===
[[Mynd:Ducreux_-_Louis_Antoine_de_Bougainville.jpg|thumb|Málverk af landkönnuðinum Louis Antoine de Bougainville sem sigldi Boudeuse í kringum jörðina.]]
Boudeuse var hannað af Jean-Hyacinthe Raffeau og smíði þess hófst í Indret (Indre) 1765, skipið var sjósett 1766. Heildarlengd þess var 40,6 metrar, breidd 10,5 metrar og djúprista þess 5,35 metrar. Skipið var aðeins minna en aðrar freigátur franska flotans á þessum tíma sem voru að meðaltali 42 metra langar, 11 metra breiðar og djúprista þeirra 5.5 metrar. Skipið var vopnað með 26 tólf punda fallbyssum. Landkönnuðurinn Louis Antoine de Bougainville valdi Boudeuse sem flaggskip sitt fyrir siglingu sína í kringum jörðina. Áhöfn skipsins í leiðangrinum samanstóð af 210 mönnum, þar af 30 hermönnum.
Leiðangurinn lagði af stað frá Nantes 1766. Um borð var náttúrufræðingurinn Philibert Commerson og hjákona hans Jeanne Baret en hún var fyrsta konan til að sigla hringinn í kringum jörðina. Leiðangurinn sigldi suður fyrir [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] og inn á [[Kyrrahaf]]. Þaðan lá leiðin til [[Tahítí|Tahíti]]. Þar gekk maður að nafni Ahutoru til liðs við leiðangurinn og varð aðal túlkur Bougainville í samskiptum hans við eyjaskeggja. Ahutoru ákvað síðan að fylgja Bougainville alla leiðina til Frakklands. Eftir að stoppa í Indónesíu sigldi Bougainville suður fyrir [[Góðrarvonarhöfði|Góðrarvonahöfða]] og þaðan til Frakklands. Leiðangurinn kom heim 16. mars 1769. Bougainville varð þannig fyrsti franski landkönnuðurinn til að fara hringinn í kringum jörðina. Einungis 7 áhafnarmeðlimir létust í siglingunni sem þótti einstaklega lítið á þeim tíma.<ref>{{Bókaheimild|titill=Journal de la Société des Océanistes|höfundur=L. Denoix|ár=1968|bls=55-58|útgefandi=Les bateaux du voyage de Bougainville La Boudeuse et l'Étoile}}</ref> Eftir leiðangurinn var Boudeuse endurnýjað í Brest 1775-1776.<ref name=":0" />
=== Bandaríska frelsisstríðið og Franska byltinging ===
Árið 1778 var Boudeuse hluti af flotasveit sem [[Loðvík 16.|Loðvík 16]]. sendi til [[Karíbahaf|Karabbíahafsins]] til að herja á bresk skip þar. Þetta var hluti af stuðningi hans við uppreisnarmennina í Bandaríska frelsisstríðinu. Frakkland viðurkenndi sjálfstæði Bandaríkjanna 6. febrúar 1778 og Bretar svöruðu með því að lýsa yfir stríði gegn Frakklandi. Frönsk flotasveit var því send til að herja á Breskar nýlendur í Karabbíahafinu. 13. janúar var ''Boudeuse'' á siglingu undan ströndum Sint Eustatius undir stjórn Jacques de Grenier lautinants þegar áhöfnin kom auga á HMS ''Weazel''. HMS hafði einungis 16 fallbyssur og gafst því upp. 28. febrúar tók Boudeuse þátt í því að hertaka [[Sankti Martin]] og 6. júlí tók skipið þátt í sjóorrustu undan strönd [[Grenada]] þar sem franska flotasveitin neyddi breska flotann á Karabbíahafi til að hörfa frá eyjunni.<ref>{{Bókaheimild|titill=La Marine de Louis XVI: Nomenclature des navires français de 1774 À 1792|höfundur=Alan Demerliac|ár=1996|útgefandi=Éditions OMEGA}}</ref>
Árið 1794 var skipið endurbyggt til að bera 32 fallbyssur. Sex 6-punda fallbyssum var bætt við auk tveggja 36-punda [[sprengjuvarpa]]. Það var síðan flutt í [[Miðjarðarhafið|Miðjarðarhafs]] sveit franska flotans. Það var hluti af sveit Pierre Martin varaaðmíráls þegar hann sigldi með birgðir til [[Korsíka|Korsíku]]. Meðan á siglingunni stóð 8. júní 1794 kom flotasveitin auga á HMS ''Alceste''. Alceste var frönsk freigáta sem Bretar höfðu tekið í umsátrinu við [[Toulon]]. ''Boudeuse'' elti ''Alceste'' og eftir tveggja klukkustunda bardaga gafst HMS ''Alceste.''
Bretar höfðu yfirráð yfir Miðjarðarhafi og settu hafnarbann á Frakkland. Setulið Frakka á Möltu var því á barmi hungursneyðar. Uppreisn Maltverja neyddi franska setuliðið til að hörfa inn í virkin í kringum Grand Harbour. ''Boudeuse'' var því fyllt af vistum og Calaman lautinant var skipað að sigla til Möltu og reyna að komast fram hjá hafnarbanni Breta til að koma vistunum til franska setuliðsins. Vont veður gerði Calaman auðveldara að komast framhjá bresku herskipunum og 4. febrúar 1799 kom ''Boudeuse'' til hafnar í Grand Harbour. Það reyndist hins vegar ógerlegt fyrir skipið að sleppa frá Möltu og frekari hjálp frá Frakklandi barst ekki. Í júlí 1800 var skipið í lélegu ástandi eftir að liggja í höfninni í meira en ár. Eldiviður var af skornum skammti og ekki lengur hægt að baka brauð fyrir setuliðið. ''Boudeuse'' var því rifið í höfninni og timbrið notað sem eldiviður fyrir [[Bakarí|bakaríið]] í virkinu.<ref name=":0" />
<references />
dvxd9kp6s4t9ci6a98l60azy5y7gs5s
1922955
1922953
2025-07-08T15:39:57Z
Elvar14
83773
Elvar14 færði [[Boudeuse (1766)]] á [[Freigátan Boudeuse (1766)]]: Aðgreining: Vildi aðeins nákvæmari titil.
1922953
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:La_Boudeuse.jpg|hægri|thumb|Franska freigátan ''Boudeuse'' um 1766.]]
Boudeuse var [[Frakkland|frönsk]] [[freigáta]] með 32 [[Fallbyssa|fallbyssur]]. Smíði á henni hófst 1765 og hún var sjósett 1766. Boudeuse var skip franska landkönnuðarins Louis Antoine de Bougainville. Seinna var skipið notað í [[Bandaríska frelsisstríðið|Bandaríska frelsisstríðinu]] og [[Franska byltingin|frönsku byltingunni]]. Ferill þess endaði á [[Malta|Möltu]] árið 1800 þar sem skipið var rifið og timbrið notað sem eldiviður.<ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=French Warships in the Age of Sail 1786 – 1861: Design Construction, Careers and Fates|höfundur=Rif Winfield|höfundur2=Stephen S. Roberts|útgefandi=Seaforth Publishing|ár=2015}}</ref>
== Saga skipsins ==
=== Smíði skipsins og ferðin í kringum jörðina ===
[[Mynd:Ducreux_-_Louis_Antoine_de_Bougainville.jpg|thumb|Málverk af landkönnuðinum Louis Antoine de Bougainville sem sigldi Boudeuse í kringum jörðina.]]
Boudeuse var hannað af Jean-Hyacinthe Raffeau og smíði þess hófst í Indret (Indre) 1765, skipið var sjósett 1766. Heildarlengd þess var 40,6 metrar, breidd 10,5 metrar og djúprista þess 5,35 metrar. Skipið var aðeins minna en aðrar freigátur franska flotans á þessum tíma sem voru að meðaltali 42 metra langar, 11 metra breiðar og djúprista þeirra 5.5 metrar. Skipið var vopnað með 26 tólf punda fallbyssum. Landkönnuðurinn Louis Antoine de Bougainville valdi Boudeuse sem flaggskip sitt fyrir siglingu sína í kringum jörðina. Áhöfn skipsins í leiðangrinum samanstóð af 210 mönnum, þar af 30 hermönnum.
Leiðangurinn lagði af stað frá Nantes 1766. Um borð var náttúrufræðingurinn Philibert Commerson og hjákona hans Jeanne Baret en hún var fyrsta konan til að sigla hringinn í kringum jörðina. Leiðangurinn sigldi suður fyrir [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] og inn á [[Kyrrahaf]]. Þaðan lá leiðin til [[Tahítí|Tahíti]]. Þar gekk maður að nafni Ahutoru til liðs við leiðangurinn og varð aðal túlkur Bougainville í samskiptum hans við eyjaskeggja. Ahutoru ákvað síðan að fylgja Bougainville alla leiðina til Frakklands. Eftir að stoppa í Indónesíu sigldi Bougainville suður fyrir [[Góðrarvonarhöfði|Góðrarvonahöfða]] og þaðan til Frakklands. Leiðangurinn kom heim 16. mars 1769. Bougainville varð þannig fyrsti franski landkönnuðurinn til að fara hringinn í kringum jörðina. Einungis 7 áhafnarmeðlimir létust í siglingunni sem þótti einstaklega lítið á þeim tíma.<ref>{{Bókaheimild|titill=Journal de la Société des Océanistes|höfundur=L. Denoix|ár=1968|bls=55-58|útgefandi=Les bateaux du voyage de Bougainville La Boudeuse et l'Étoile}}</ref> Eftir leiðangurinn var Boudeuse endurnýjað í Brest 1775-1776.<ref name=":0" />
=== Bandaríska frelsisstríðið og Franska byltinging ===
Árið 1778 var Boudeuse hluti af flotasveit sem [[Loðvík 16.|Loðvík 16]]. sendi til [[Karíbahaf|Karabbíahafsins]] til að herja á bresk skip þar. Þetta var hluti af stuðningi hans við uppreisnarmennina í Bandaríska frelsisstríðinu. Frakkland viðurkenndi sjálfstæði Bandaríkjanna 6. febrúar 1778 og Bretar svöruðu með því að lýsa yfir stríði gegn Frakklandi. Frönsk flotasveit var því send til að herja á Breskar nýlendur í Karabbíahafinu. 13. janúar var ''Boudeuse'' á siglingu undan ströndum Sint Eustatius undir stjórn Jacques de Grenier lautinants þegar áhöfnin kom auga á HMS ''Weazel''. HMS hafði einungis 16 fallbyssur og gafst því upp. 28. febrúar tók Boudeuse þátt í því að hertaka [[Sankti Martin]] og 6. júlí tók skipið þátt í sjóorrustu undan strönd [[Grenada]] þar sem franska flotasveitin neyddi breska flotann á Karabbíahafi til að hörfa frá eyjunni.<ref>{{Bókaheimild|titill=La Marine de Louis XVI: Nomenclature des navires français de 1774 À 1792|höfundur=Alan Demerliac|ár=1996|útgefandi=Éditions OMEGA}}</ref>
Árið 1794 var skipið endurbyggt til að bera 32 fallbyssur. Sex 6-punda fallbyssum var bætt við auk tveggja 36-punda [[sprengjuvarpa]]. Það var síðan flutt í [[Miðjarðarhafið|Miðjarðarhafs]] sveit franska flotans. Það var hluti af sveit Pierre Martin varaaðmíráls þegar hann sigldi með birgðir til [[Korsíka|Korsíku]]. Meðan á siglingunni stóð 8. júní 1794 kom flotasveitin auga á HMS ''Alceste''. Alceste var frönsk freigáta sem Bretar höfðu tekið í umsátrinu við [[Toulon]]. ''Boudeuse'' elti ''Alceste'' og eftir tveggja klukkustunda bardaga gafst HMS ''Alceste.''
Bretar höfðu yfirráð yfir Miðjarðarhafi og settu hafnarbann á Frakkland. Setulið Frakka á Möltu var því á barmi hungursneyðar. Uppreisn Maltverja neyddi franska setuliðið til að hörfa inn í virkin í kringum Grand Harbour. ''Boudeuse'' var því fyllt af vistum og Calaman lautinant var skipað að sigla til Möltu og reyna að komast fram hjá hafnarbanni Breta til að koma vistunum til franska setuliðsins. Vont veður gerði Calaman auðveldara að komast framhjá bresku herskipunum og 4. febrúar 1799 kom ''Boudeuse'' til hafnar í Grand Harbour. Það reyndist hins vegar ógerlegt fyrir skipið að sleppa frá Möltu og frekari hjálp frá Frakklandi barst ekki. Í júlí 1800 var skipið í lélegu ástandi eftir að liggja í höfninni í meira en ár. Eldiviður var af skornum skammti og ekki lengur hægt að baka brauð fyrir setuliðið. ''Boudeuse'' var því rifið í höfninni og timbrið notað sem eldiviður fyrir [[Bakarí|bakaríið]] í virkinu.<ref name=":0" />
<references />
dvxd9kp6s4t9ci6a98l60azy5y7gs5s
1922957
1922955
2025-07-08T15:41:33Z
Berserkur
10188
1922957
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:La_Boudeuse.jpg|hægri|thumb|Franska freigátan ''Boudeuse'' um 1766.]]
'''Boudeuse''' var [[Frakkland|frönsk]] [[freigáta]] með 32 [[Fallbyssa|fallbyssur]]. Smíði á henni hófst 1765 og hún var sjósett 1766. Boudeuse var skip franska landkönnuðarins Louis Antoine de Bougainville. Seinna var skipið notað í [[Bandaríska frelsisstríðið|Bandaríska frelsisstríðinu]] og [[Franska byltingin|frönsku byltingunni]]. Ferill þess endaði á [[Malta|Möltu]] árið 1800 þar sem skipið var rifið og timbrið notað sem eldiviður.<ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=French Warships in the Age of Sail 1786 – 1861: Design Construction, Careers and Fates|höfundur=Rif Winfield|höfundur2=Stephen S. Roberts|útgefandi=Seaforth Publishing|ár=2015}}</ref>
== Saga skipsins ==
=== Smíði skipsins og ferðin í kringum jörðina ===
[[Mynd:Ducreux_-_Louis_Antoine_de_Bougainville.jpg|thumb|Málverk af landkönnuðinum Louis Antoine de Bougainville sem sigldi Boudeuse í kringum jörðina.]]
Boudeuse var hannað af Jean-Hyacinthe Raffeau og smíði þess hófst í Indret (Indre) 1765, skipið var sjósett 1766. Heildarlengd þess var 40,6 metrar, breidd 10,5 metrar og djúprista þess 5,35 metrar. Skipið var aðeins minna en aðrar freigátur franska flotans á þessum tíma sem voru að meðaltali 42 metra langar, 11 metra breiðar og djúprista þeirra 5.5 metrar. Skipið var vopnað með 26 tólf punda fallbyssum. Landkönnuðurinn Louis Antoine de Bougainville valdi Boudeuse sem flaggskip sitt fyrir siglingu sína í kringum jörðina. Áhöfn skipsins í leiðangrinum samanstóð af 210 mönnum, þar af 30 hermönnum.
Leiðangurinn lagði af stað frá Nantes 1766. Um borð var náttúrufræðingurinn Philibert Commerson og hjákona hans Jeanne Baret en hún var fyrsta konan til að sigla hringinn í kringum jörðina. Leiðangurinn sigldi suður fyrir [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] og inn á [[Kyrrahaf]]. Þaðan lá leiðin til [[Tahítí|Tahíti]]. Þar gekk maður að nafni Ahutoru til liðs við leiðangurinn og varð aðal túlkur Bougainville í samskiptum hans við eyjaskeggja. Ahutoru ákvað síðan að fylgja Bougainville alla leiðina til Frakklands. Eftir að stoppa í Indónesíu sigldi Bougainville suður fyrir [[Góðrarvonarhöfði|Góðrarvonahöfða]] og þaðan til Frakklands. Leiðangurinn kom heim 16. mars 1769. Bougainville varð þannig fyrsti franski landkönnuðurinn til að fara hringinn í kringum jörðina. Einungis 7 áhafnarmeðlimir létust í siglingunni sem þótti einstaklega lítið á þeim tíma.<ref>{{Bókaheimild|titill=Journal de la Société des Océanistes|höfundur=L. Denoix|ár=1968|bls=55-58|útgefandi=Les bateaux du voyage de Bougainville La Boudeuse et l'Étoile}}</ref> Eftir leiðangurinn var Boudeuse endurnýjað í Brest 1775-1776.<ref name=":0" />
=== Bandaríska frelsisstríðið og Franska byltinging ===
Árið 1778 var Boudeuse hluti af flotasveit sem [[Loðvík 16.|Loðvík 16]]. sendi til [[Karíbahaf|Karabbíahafsins]] til að herja á bresk skip þar. Þetta var hluti af stuðningi hans við uppreisnarmennina í Bandaríska frelsisstríðinu. Frakkland viðurkenndi sjálfstæði Bandaríkjanna 6. febrúar 1778 og Bretar svöruðu með því að lýsa yfir stríði gegn Frakklandi. Frönsk flotasveit var því send til að herja á Breskar nýlendur í Karabbíahafinu. 13. janúar var ''Boudeuse'' á siglingu undan ströndum Sint Eustatius undir stjórn Jacques de Grenier lautinants þegar áhöfnin kom auga á HMS ''Weazel''. HMS hafði einungis 16 fallbyssur og gafst því upp. 28. febrúar tók Boudeuse þátt í því að hertaka [[Sankti Martin]] og 6. júlí tók skipið þátt í sjóorrustu undan strönd [[Grenada]] þar sem franska flotasveitin neyddi breska flotann á Karabbíahafi til að hörfa frá eyjunni.<ref>{{Bókaheimild|titill=La Marine de Louis XVI: Nomenclature des navires français de 1774 À 1792|höfundur=Alan Demerliac|ár=1996|útgefandi=Éditions OMEGA}}</ref>
Árið 1794 var skipið endurbyggt til að bera 32 fallbyssur. Sex 6-punda fallbyssum var bætt við auk tveggja 36-punda [[sprengjuvarpa]]. Það var síðan flutt í [[Miðjarðarhafið|Miðjarðarhafs]] sveit franska flotans. Það var hluti af sveit Pierre Martin varaaðmíráls þegar hann sigldi með birgðir til [[Korsíka|Korsíku]]. Meðan á siglingunni stóð 8. júní 1794 kom flotasveitin auga á HMS ''Alceste''. Alceste var frönsk freigáta sem Bretar höfðu tekið í umsátrinu við [[Toulon]]. ''Boudeuse'' elti ''Alceste'' og eftir tveggja klukkustunda bardaga gafst HMS ''Alceste.''
Bretar höfðu yfirráð yfir Miðjarðarhafi og settu hafnarbann á Frakkland. Setulið Frakka á Möltu var því á barmi hungursneyðar. Uppreisn Maltverja neyddi franska setuliðið til að hörfa inn í virkin í kringum Grand Harbour. ''Boudeuse'' var því fyllt af vistum og Calaman lautinant var skipað að sigla til Möltu og reyna að komast fram hjá hafnarbanni Breta til að koma vistunum til franska setuliðsins. Vont veður gerði Calaman auðveldara að komast framhjá bresku herskipunum og 4. febrúar 1799 kom ''Boudeuse'' til hafnar í Grand Harbour. Það reyndist hins vegar ógerlegt fyrir skipið að sleppa frá Möltu og frekari hjálp frá Frakklandi barst ekki. Í júlí 1800 var skipið í lélegu ástandi eftir að liggja í höfninni í meira en ár. Eldiviður var af skornum skammti og ekki lengur hægt að baka brauð fyrir setuliðið. ''Boudeuse'' var því rifið í höfninni og timbrið notað sem eldiviður fyrir [[Bakarí|bakaríið]] í virkinu.
==Tilvísanir==
<ref name=":0" />
<references />
{{Sa|1766|1800}}
[[Flokkur:Frönsk skip]]
qmd63iiqyu42kt2vsob7upty2q9hf6p
1922958
1922957
2025-07-08T15:44:12Z
Berserkur
10188
1922958
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:La_Boudeuse.jpg|hægri|thumb|Franska freigátan ''Boudeuse'' um 1766.]]
'''Boudeuse''' var [[Frakkland|frönsk]] [[freigáta]] með 32 [[Fallbyssa|fallbyssur]]. Smíði á henni hófst 1765 og hún var sjósett 1766. Boudeuse var skip franska landkönnuðarins Louis Antoine de Bougainville. Seinna var skipið notað í [[Bandaríska frelsisstríðið|Bandaríska frelsisstríðinu]] og [[Franska byltingin|frönsku byltingunni]]. Ferill þess endaði á [[Malta|Möltu]] árið 1800 þar sem skipið var rifið og timbrið notað sem eldiviður.<ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=French Warships in the Age of Sail 1786 – 1861: Design Construction, Careers and Fates|höfundur=Rif Winfield|höfundur2=Stephen S. Roberts|útgefandi=Seaforth Publishing|ár=2015}}</ref>
== Saga skipsins ==
=== Smíði skipsins og ferðin í kringum jörðina ===
[[Mynd:Ducreux_-_Louis_Antoine_de_Bougainville.jpg|thumb|Málverk af landkönnuðinum Louis Antoine de Bougainville sem sigldi Boudeuse í kringum jörðina.]]
Boudeuse var hannað af Jean-Hyacinthe Raffeau og smíði þess hófst í Indret (Indre) 1765, skipið var sjósett 1766. Heildarlengd þess var 40,6 metrar, breidd 10,5 metrar og djúprista þess 5,35 metrar. Skipið var aðeins minna en aðrar freigátur franska flotans á þessum tíma sem voru að meðaltali 42 metra langar, 11 metra breiðar og djúprista þeirra 5.5 metrar. Skipið var vopnað með 26 tólf punda fallbyssum. Landkönnuðurinn Louis Antoine de Bougainville valdi Boudeuse sem flaggskip sitt fyrir siglingu sína í kringum jörðina. Áhöfn skipsins í leiðangrinum samanstóð af 210 mönnum, þar af 30 hermönnum.
Leiðangurinn lagði af stað frá Nantes 1766. Um borð var náttúrufræðingurinn Philibert Commerson og hjákona hans Jeanne Baret en hún var fyrsta konan til að sigla hringinn í kringum jörðina. Leiðangurinn sigldi suður fyrir [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] og inn á [[Kyrrahaf]]. Þaðan lá leiðin til [[Tahítí|Tahíti]]. Þar gekk maður að nafni Ahutoru til liðs við leiðangurinn og varð aðal túlkur Bougainville í samskiptum hans við eyjaskeggja. Ahutoru ákvað síðan að fylgja Bougainville alla leiðina til Frakklands. Eftir að stoppa í Indónesíu sigldi Bougainville suður fyrir [[Góðrarvonarhöfði|Góðrarvonahöfða]] og þaðan til Frakklands. Leiðangurinn kom heim 16. mars 1769. Bougainville varð þannig fyrsti franski landkönnuðurinn til að fara hringinn í kringum jörðina. Einungis 7 áhafnarmeðlimir létust í siglingunni sem þótti einstaklega lítið á þeim tíma.<ref>{{Bókaheimild|titill=Journal de la Société des Océanistes|höfundur=L. Denoix|ár=1968|bls=55-58|útgefandi=Les bateaux du voyage de Bougainville La Boudeuse et l'Étoile}}</ref> Eftir leiðangurinn var Boudeuse endurnýjað í Brest 1775-1776.<ref name=":0" />
=== Bandaríska frelsisstríðið og Franska byltinging ===
Árið 1778 var Boudeuse hluti af flotasveit sem [[Loðvík 16.|Loðvík 16]]. sendi til [[Karíbahaf|Karíbahafsins]] til að herja á bresk skip þar. Þetta var hluti af stuðningi hans við uppreisnarmennina í Bandaríska frelsisstríðinu. Frakkland viðurkenndi sjálfstæði Bandaríkjanna 6. febrúar 1778 og Bretar svöruðu með því að lýsa yfir stríði gegn Frakklandi. Frönsk flotasveit var því send til að herja á breskar nýlendur í Karíbahafinu. 13. janúar var ''Boudeuse'' á siglingu undan ströndum Sint Eustatius undir stjórn Jacques de Grenier lautinants þegar áhöfnin kom auga á HMS ''Weazel''. HMS hafði einungis 16 fallbyssur og gafst því upp. 28. febrúar tók Boudeuse þátt í því að hertaka [[Sankti Martin]] og 6. júlí tók skipið þátt í sjóorrustu undan strönd [[Grenada]] þar sem franska flotasveitin neyddi breska flotann á Karíbahafi til að hörfa frá eyjunni.<ref>{{Bókaheimild|titill=La Marine de Louis XVI: Nomenclature des navires français de 1774 À 1792|höfundur=Alan Demerliac|ár=1996|útgefandi=Éditions OMEGA}}</ref>
Árið 1794 var skipið endurbyggt til að bera 32 fallbyssur. Sex 6-punda fallbyssum var bætt við auk tveggja 36-punda [[sprengjuvarpa]]. Það var síðan flutt í [[Miðjarðarhafið|Miðjarðarhafs]] sveit franska flotans. Það var hluti af sveit Pierre Martin varaaðmíráls þegar hann sigldi með birgðir til [[Korsíka|Korsíku]]. Meðan á siglingunni stóð 8. júní 1794 kom flotasveitin auga á HMS ''Alceste''. Alceste var frönsk freigáta sem Bretar höfðu tekið í umsátrinu við [[Toulon]]. ''Boudeuse'' elti ''Alceste'' og eftir tveggja klukkustunda bardaga gafst HMS ''Alceste.''
Bretar höfðu yfirráð yfir Miðjarðarhafi og settu hafnarbann á Frakkland. Setulið Frakka á Möltu var því á barmi hungursneyðar. Uppreisn Maltverja neyddi franska setuliðið til að hörfa inn í virkin í kringum Grand Harbour. ''Boudeuse'' var því fyllt af vistum og Calaman lautinant var skipað að sigla til Möltu og reyna að komast fram hjá hafnarbanni Breta til að koma vistunum til franska setuliðsins. Vont veður gerði Calaman auðveldara að komast framhjá bresku herskipunum og 4. febrúar 1799 kom ''Boudeuse'' til hafnar í Grand Harbour. Það reyndist hins vegar ógerlegt fyrir skipið að sleppa frá Möltu og frekari hjálp frá Frakklandi barst ekki. Í júlí 1800 var skipið í lélegu ástandi eftir að liggja í höfninni í meira en ár. Eldiviður var af skornum skammti og ekki lengur hægt að baka brauð fyrir setuliðið. ''Boudeuse'' var því rifið í höfninni og timbrið notað sem eldiviður fyrir [[Bakarí|bakaríið]] í virkinu.
==Tilvísanir==
<ref name=":0" />
<references />
{{Sa|1766|1800}}
[[Flokkur:Frönsk skip]]
1ltcha9qxc4ubfg7z4ubkkuo52mnznh
1922967
1922958
2025-07-08T17:33:25Z
Elvar14
83773
1922967
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:La_Boudeuse.jpg|hægri|thumb|Franska freigátan ''Boudeuse'' um 1766.]]
'''Boudeuse''' var [[Frakkland|frönsk]] [[freigáta]] með 32 [[Fallbyssa|fallbyssur]]. Smíði á henni hófst 1765 og hún var sjósett 1766. Boudeuse var skip franska landkönnuðarins Louis Antoine de Bougainville. Seinna var skipið notað í [[Bandaríska frelsisstríðið|Bandaríska frelsisstríðinu]] og [[Franska byltingin|frönsku byltingunni]]. Ferill þess endaði á [[Malta|Möltu]] árið 1800 þar sem skipið var rifið og timbrið notað sem eldiviður.<ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=French Warships in the Age of Sail 1786 – 1861: Design Construction, Careers and Fates|höfundur=Rif Winfield|höfundur2=Stephen S. Roberts|útgefandi=Seaforth Publishing|ár=2015}}</ref>
== Saga skipsins ==
=== Smíði skipsins og ferðin í kringum jörðina ===
[[Mynd:Ducreux_-_Louis_Antoine_de_Bougainville.jpg|thumb|Málverk af landkönnuðinum Louis Antoine de Bougainville sem sigldi ''Boudeuse'' í kringum jörðina.]]
Boudeuse var hannað af Jean-Hyacinthe Raffeau og smíði þess hófst í Indret (Indre) 1765, skipið var sjósett 1766. Heildarlengd þess var 40,6 metrar, breidd 10,5 metrar og djúprista þess 5,35 metrar. Skipið var aðeins minna en aðrar freigátur franska flotans á þessum tíma sem voru að meðaltali 42 metra langar, 11 metra breiðar og djúprista þeirra 5.5 metrar. Skipið var vopnað með 26 tólf punda fallbyssum. Landkönnuðurinn Louis Antoine de Bougainville valdi Boudeuse sem flaggskip sitt fyrir siglingu sína í kringum jörðina. Áhöfn skipsins í leiðangrinum samanstóð af 210 mönnum, þar af 30 hermönnum.
Leiðangurinn lagði af stað frá Nantes 1766. Um borð var náttúrufræðingurinn Philibert Commerson og hjákona hans Jeanne Baret en hún var fyrsta konan til að sigla hringinn í kringum jörðina. Leiðangurinn sigldi suður fyrir [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] og inn á [[Kyrrahaf]]. Þaðan lá leiðin til [[Tahítí|Tahíti]]. Þar gekk maður að nafni Ahutoru til liðs við leiðangurinn og varð aðal túlkur Bougainville í samskiptum hans við eyjaskeggja. Ahutoru ákvað síðan að fylgja Bougainville alla leiðina til Frakklands. Eftir að stoppa í Indónesíu sigldi Bougainville suður fyrir [[Góðrarvonarhöfði|Góðrarvonahöfða]] og þaðan til Frakklands. Leiðangurinn kom heim 16. mars 1769. Bougainville varð þannig fyrsti franski landkönnuðurinn til að fara hringinn í kringum jörðina. Einungis 7 áhafnarmeðlimir létust í siglingunni sem þótti einstaklega lítið á þeim tíma.<ref>{{Bókaheimild|titill=Journal de la Société des Océanistes|höfundur=L. Denoix|ár=1968|bls=55-58|útgefandi=Les bateaux du voyage de Bougainville La Boudeuse et l'Étoile}}</ref> Eftir leiðangurinn var Boudeuse endurnýjað í Brest 1775-1776.<ref name=":0" />
=== Bandaríska frelsisstríðið og Franska byltinging ===
Árið 1778 var Boudeuse hluti af flotasveit sem [[Loðvík 16.|Loðvík 16]]. sendi til [[Karíbahaf|Karíbahafsins]] til að herja á bresk skip þar. Þetta var hluti af stuðningi hans við uppreisnarmennina í Bandaríska frelsisstríðinu. Frakkland viðurkenndi sjálfstæði Bandaríkjanna 6. febrúar 1778 og Bretar svöruðu með því að lýsa yfir stríði gegn Frakklandi. Frönsk flotasveit var því send til að herja á breskar nýlendur í Karíbahafinu. 13. janúar var ''Boudeuse'' á siglingu undan ströndum Sint Eustatius undir stjórn Jacques de Grenier lautinants þegar áhöfnin kom auga á HMS ''Weazel''. HMS hafði einungis 16 fallbyssur og gafst því upp. 28. febrúar tók Boudeuse þátt í því að hertaka [[Sankti Martin]] og 6. júlí tók skipið þátt í sjóorrustu undan strönd [[Grenada]] þar sem franska flotasveitin neyddi breska flotann á Karíbahafi til að hörfa frá eyjunni.<ref>{{Bókaheimild|titill=La Marine de Louis XVI: Nomenclature des navires français de 1774 À 1792|höfundur=Alan Demerliac|ár=1996|útgefandi=Éditions OMEGA}}</ref>
Árið 1794 var skipið endurbyggt til að bera 32 fallbyssur. Sex 6-punda fallbyssum var bætt við auk tveggja 36-punda [[sprengjuvarpa]]. Það var síðan flutt í [[Miðjarðarhafið|Miðjarðarhafs]] sveit franska flotans. Það var hluti af sveit Pierre Martin varaaðmíráls þegar hann sigldi með birgðir til [[Korsíka|Korsíku]]. Meðan á siglingunni stóð 8. júní 1794 kom flotasveitin auga á HMS ''Alceste''. Alceste var frönsk freigáta sem Bretar höfðu tekið í umsátrinu við [[Toulon]]. ''Boudeuse'' elti ''Alceste'' og eftir tveggja klukkustunda bardaga gafst HMS ''Alceste.''
Bretar höfðu yfirráð yfir Miðjarðarhafi og settu hafnarbann á Frakkland. Setulið Frakka á Möltu var því á barmi hungursneyðar. Uppreisn Maltverja neyddi franska setuliðið til að hörfa inn í virkin í kringum Grand Harbour. ''Boudeuse'' var því fyllt af vistum og Calaman lautinant var skipað að sigla til Möltu og reyna að komast fram hjá hafnarbanni Breta til að koma vistunum til franska setuliðsins. Vont veður gerði Calaman auðveldara að komast framhjá bresku herskipunum og 4. febrúar 1799 kom ''Boudeuse'' til hafnar í Grand Harbour. Það reyndist hins vegar ógerlegt fyrir skipið að sleppa frá Möltu og frekari hjálp frá Frakklandi barst ekki. Í júlí 1800 var skipið í lélegu ástandi eftir að liggja í höfninni í meira en ár. Eldiviður var af skornum skammti og ekki lengur hægt að baka brauð fyrir setuliðið. ''Boudeuse'' var því rifið í höfninni og timbrið notað sem eldiviður fyrir [[Bakarí|bakaríið]] í virkinu.
==Tilvísanir==
<ref name=":0" />
<references />
{{Sa|1766|1800}}
[[Flokkur:Frönsk skip]]
ka2wk7ub7tl3m6g7ihuhr7zd5hhg6nr
1922985
1922967
2025-07-09T08:25:55Z
Akigka
183
snurfus
1922985
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:La_Boudeuse.jpg|hægri|thumb|Franska freigátan ''Boudeuse'' um 1766.]]
'''Boudeuse''' var [[Frakkland|frönsk]] [[freigáta]] með 32 [[Fallbyssa|fallbyssur]]. Smíði á henni hófst 1765 og hún var sjósett 1766. Boudeuse var skip franska landkönnuðarins [[Louis Antoine de Bougainville]]. Seinna var skipið notað í [[Bandaríska frelsisstríðið|bandaríska frelsisstríðinu]] og [[Franska byltingin|frönsku byltingunni]]. Ferill þess endaði á [[Malta|Möltu]] árið 1800 þar sem skipið var rifið og timbrið notað sem eldiviður.<ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=French Warships in the Age of Sail 1786 – 1861: Design Construction, Careers and Fates|höfundur=Rif Winfield|höfundur2=Stephen S. Roberts|útgefandi=Seaforth Publishing|ár=2015}}</ref>
== Saga ==
=== Smíði skipsins og ferðin í kringum jörðina ===
[[Mynd:Ducreux_-_Louis_Antoine_de_Bougainville.jpg|thumb|Málverk af landkönnuðinum Louis Antoine de Bougainville sem sigldi ''Boudeuse'' í kringum jörðina.]]
''Boudeuse'' var hannað af Jean-Hyacinthe Raffeau og smíði þess hófst í [[Indret]] (Indre) 1765, skipið var sjósett 1766. Heildarlengd þess var 40,6 metrar, breidd 10,5 metrar og djúprista þess 5,35 metrar. Skipið var aðeins minna en aðrar freigátur franska flotans á þessum tíma sem voru að meðaltali 42 metra langar, 11 metra breiðar og djúprista þeirra 5.5 metrar. Skipið var vopnað með 26 tólf punda fallbyssum. Landkönnuðurinn Louis Antoine de Bougainville valdi ''Boudeuse'' sem flaggskip sitt fyrir siglingu sína í kringum jörðina. Áhöfn skipsins í leiðangrinum samanstóð af 210 mönnum, þar af 30 hermönnum.
Leiðangurinn lagði af stað frá [[Nantes]] 1766. Um borð voru náttúrufræðingurinn [[Philibert Commerson]] og hjákona hans [[Jeanne Baret]] en hún var fyrsta konan til að sigla hringinn í kringum jörðina. Leiðangurinn sigldi suður fyrir [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] og inn á [[Kyrrahaf]]. Þaðan lá leiðin til [[Tahítí]]. Þar gekk maður að nafni Ahutoru til liðs við leiðangurinn og varð aðal túlkur Bougainville í samskiptum hans við eyjaskeggja. Ahutoru ákvað síðan að fylgja Bougainville alla leiðina til Frakklands. Eftir að stoppa í Indónesíu sigldi Bougainville suður fyrir [[Góðrarvonarhöfði|Góðrarvonahöfða]] og þaðan til Frakklands. Leiðangurinn kom heim 16. mars 1769. Bougainville varð þannig fyrsti franski landkönnuðurinn til að fara hringinn í kringum jörðina. Einungis 7 áhafnarmeðlimir létust í siglingunni sem þótti einstaklega lítið á þeim tíma.<ref>{{Bókaheimild|titill=Journal de la Société des Océanistes|höfundur=L. Denoix|ár=1968|bls=55-58|útgefandi=Les bateaux du voyage de Bougainville La Boudeuse et l'Étoile}}</ref> Eftir leiðangurinn var Boudeuse endurnýjað í Brest 1775-1776.<ref name=":0" />
=== Bandaríska frelsisstríðið og franska byltingin ===
Árið 1778 var ''Boudeuse'' hluti af flotasveit sem [[Loðvík 16.]]. sendi til [[Karíbahaf]]sins til að herja á bresk skip þar. Þetta var hluti af stuðningi hans við uppreisnarmennina í bandaríska frelsisstríðinu. Frakkland viðurkenndi sjálfstæði Bandaríkjanna 6. febrúar 1778 og Bretar svöruðu með því að lýsa yfir stríði gegn Frakklandi. Frönsk flotasveit var því send til að herja á breskar nýlendur í Karíbahafinu. 13. janúar var ''Boudeuse'' á siglingu undan ströndum [[Sint Eustatius]] undir stjórn Jacques de Grenier liðsforingja þegar áhöfnin kom auga á HMS ''Weazel''. HMS hafði einungis 16 fallbyssur og gafst því upp. 28. febrúar tók ''Boudeuse'' þátt í því að hertaka [[Sankti Martin]] og 6. júlí tók skipið þátt í sjóorrustu undan strönd [[Grenada]] þar sem franska flotasveitin neyddi breska flotann á Karíbahafi til að hörfa frá eyjunni.<ref>{{Bókaheimild|titill=La Marine de Louis XVI: Nomenclature des navires français de 1774 À 1792|höfundur=Alan Demerliac|ár=1996|útgefandi=Éditions OMEGA}}</ref>
Árið 1794 var skipið endurbyggt til að bera 32 fallbyssur. Sex 6-punda fallbyssum var bætt við auk tveggja 36-punda [[sprengjuvarpa]]. Það var síðan flutt í [[Miðjarðarhaf]]ssveit franska flotans. Það var hluti af sveit [[Pierre Martin aðmíráll|Pierre Martin]] varaaðmíráls þegar hann sigldi með birgðir til [[Korsíka|Korsíku]]. Meðan á siglingunni stóð 8. júní 1794 kom flotasveitin auga á HMS ''Alceste''. ''Alceste'' var frönsk freigáta sem Bretar höfðu tekið í umsátrinu við [[Toulon]]. ''Boudeuse'' elti ''Alceste'' og eftir tveggja klukkustunda bardaga gafst HMS ''Alceste'' upp.
Bretar höfðu yfirráð yfir Miðjarðarhafi og settu hafnbann á Frakkland. Setulið Frakka á Möltu var því á barmi hungursneyðar. Uppreisn Maltverja neyddi franska setuliðið til að hörfa inn í virkin í kringum Grand Harbour. ''Boudeuse'' var því fyllt af vistum og Calaman liðsforingja var skipað að sigla skipinu til Möltu og reyna að komast fram hjá hafnbanni Breta til að koma vistunum til franska setuliðsins. Vont veður gerði Calaman auðveldara að komast framhjá bresku herskipunum og 4. febrúar 1799 kom ''Boudeuse'' til hafnar í Grand Harbour. Það reyndist hins vegar ógerlegt fyrir skipið að sleppa frá Möltu og frekari hjálp frá Frakklandi barst ekki. Í júlí 1800 var skipið í lélegu ástandi eftir að hafa legið í höfninni í meira en ár. Eldiviður var af skornum skammti og ekki lengur hægt að baka brauð fyrir setuliðið. ''Boudeuse'' var því rifið í höfninni og timbrið notað sem eldiviður fyrir [[bakarí]]ið í virkinu.
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{Sa|1766|1800}}
[[Flokkur:Frönsk skip]]
czed00kfh2n32qsuf77y0e1fwtw5694
Boudeuse (1766)
0
186925
1922956
2025-07-08T15:39:57Z
Elvar14
83773
Elvar14 færði [[Boudeuse (1766)]] á [[Freigátan Boudeuse (1766)]]: Aðgreining: Vildi aðeins nákvæmari titil.
1922956
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Freigátan Boudeuse (1766)]]
rstf39tahb6y7mvdjacr4a83zov3nqx
Zohran Mamdani
0
186926
1922972
2025-07-08T22:14:11Z
TKSnaevarr
53243
Bjó til síðu með „{{Persóna | nafn = Zohran Mamdani | mynd = Zohran Mamdani 05.25.25 (3x4 cropped).jpg | myndatexti = Mamdani árið 2025. | fæðingarnafn = Zohran Kwame Mamdani | fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1991|10|18}} | fæðingarstaður = [[Kampala]], [[Úganda]] | stjórnmálaflokkur = [[Demókrataflokkurinn]] | háskóli = [[Bowdoin-háskóli]] (BA) | faðir = [[Mahmood Mamdani]] | móðir = [[Mira Nair]] | maki = {{gifting|Rama Duwaji|2025}} |...“
1922972
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Zohran Mamdani
| mynd = Zohran Mamdani 05.25.25 (3x4 cropped).jpg
| myndatexti = Mamdani árið 2025.
| fæðingarnafn = Zohran Kwame Mamdani
| fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1991|10|18}}
| fæðingarstaður = [[Kampala]], [[Úganda]]
| stjórnmálaflokkur = [[Demókrataflokkurinn]]
| háskóli = [[Bowdoin-háskóli]] (BA)
| faðir = [[Mahmood Mamdani]]
| móðir = [[Mira Nair]]
| maki = {{gifting|Rama Duwaji|2025}}
| undirskrift = Zohran Mamdani Signature.svg
}}
'''Zohran Kwame Mamdani''' (f. 18. október 1991) er [[Bandaríkin|bandarískur]] stjórnmálamaður af [[Indland|indverskum]] og [[Úganda|úgöndskum]] uppruna. Hann er frambjóðandi [[Demókrataflokkurinn|Demókrataflokksins]] í borgarstjórakosningum [[New York-borg|New York]] árið 2025. Auk þess að vera Demókrati er Mamdani meðlimur í [[Sósíalískir demókratar Bandaríkjanna|Sósíalískum demókrötum Bandaríkjanna]] og er kunnur fyrir skýra [[Vinstristefna|vinstristefnu]] sína. Ef Mamdani vinnur verður hann fyrsti [[Íslam|músliminn]] til að gegna embætti borgarstjóra New York.
==Æviágrip==
Zohran Mamdani fæddist í [[Úganda]] en fluttist til Bandaríkjanna þegar hann var sjö ára gamall.<ref name=vísir1>{{Vefheimild|titill= 33 ára sósíalisti hafði betur gegn Cuomo í New York|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags= 25. júní 2025 |skoðað=26. júní 2025|url=https://www.visir.is/g/20252743169d/33-ara-sosialisti-hafdi-betur-gegn-cuomo-i-new-york|höfundur=Atli Ísleifsson }}</ref> Foreldrar hans eru stjórnmála- og mannfræðingurinn [[Mahmood Mamdani]], sem kennir við [[Columbia-háskóli|Columbia-háskóla]], og kvikmyndagerðarkonan [[Mira Nair]].<ref name=heimildin>{{Vefheimild|titill= Borgarstjóraefni New York sem rappaði um ömmu sína|útgefandi=[[Heimildin]]|dags= 29. júní 2025 |skoðað=8. júlí 2025|url=https://heimildin.is/grein/24833/borgarstjoraefni-new-york-sem-rappadi-um-ommu-sina/|höfundur=Erla Hlynsdóttir}}</ref>
Mamdani stundaði nám í afrískum fræðum við [[Bowdoin-háskóli|Bowdoin-háskóla]] í [[Maine]]. Þar stofnaði hann samtök stúdenta um réttlæti fyrir [[Palestínuríki|Palestínu]].<ref>{{Vefheimild|titill= Lítt þekktur frjálslyndur frambjóðandi skaut fyrrverandi ríkisstjóra ref fyrir rass|útgefandi=[[RÚV]]|dags= 25. júní 2025 |skoðað=8. júlí 2025|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-06-25-litt-thekktur-frjalslyndur-frambjodandi-skaut-fyrrverandi-rikisstjora-ref-fyrir-rass-446959|höfundur=Guðmundur Atli Hlynsson}}</ref>
Mamdani var kjörinn á ríkisþing [[New York (fylki)|New York]] fyrir kjördæmi í [[Queens]] árið 2020. Hann hafði lagt áherslu á húsnæðismál, samgöngur, umönnun barna og umhverfisvernd. Hann boðaði jafnframt frystingu húsaleiguverðs, ókeypis dagvistun, ókeypis almenningssamgöngur og aukna skattlagningu auðkýfinga til að fjármagna félagsleg umbótakerfi.<ref name=heimildin/>
Mamdani hefur verið áberandi talsmaður réttinda Palestínumenna og hefur opinberlega stutt [[Boycott, Divestment and Sanctions|BDS-hreyfinguna]] um sniðgöngu á ísraelskum útflutningsvörum. Andstæðingar Mamdani hafa sakað hann um [[gyðingahatur]] vegna afstöðu hans en hann hafnar slíkum ásökunum og segir gagnrýni sína byggða á mannréttindasjónarmiðum.<ref name=heimildin/>
Mamdani gaf kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir borgarstjórakosningar New York árið 2025. Öldungadeildarþingmaðurinn [[Bernie Sanders]] og fulltrúadeildarþingkonan [[Alexandria Ocasio-Cortez]] lýstu yfir stuðningi við framboð hans. Mamdani vakti athygli fyrir nýstárlega kosningabaráttu sem byggðist meðal annars á stuttum og gamansömum myndböndum á samfélagsmiðlum eins og [[TikTok]] og [[Instagram]].<ref name=heimildin/>
Í forvalinu þótti [[Andrew Cuomo]], fyrrverandi ríkisstjóri New York, langsigurstranglegasti frambjóðandinn. Því kom það verulega á óvart þegar Mamdani hafði betur gegn Cuomo í forvalinu með 43% atkvæða gegn 36% sem Cuomo hlaut. Cuomo dró framboð sitt í kjölfarið til baka.<ref>{{Vefheimild|titill= Sósíalískur múslími borgarstjóraefni í New York|útgefandi=[[mbl.is]]|dags= 25. júní 2025 |skoðað=8. júlí 2025|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/06/25/sosialiskur_muslimi_borgarstjoraefni_i_new_york/}}</ref><ref name=vísir1/> Mamdani var formlega útnefndur borgarstjóraefni Demókrata í New York þann 1. júlí 2025.<ref>{{Vefheimild|titill= Zohran Mamdani útnefndur borgarstjóraefni Demókrata í New York|útgefandi=[[RÚV]]|dags= 1. júlí 2025 |skoðað=8. júlí 2025|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-07-01-zohran-mamdani-utnefndur-borgarstjoraefni-demokrata-i-new-york-447429|höfundur=Guðmundur Atli Hlynsson}}</ref>
Bandarískir íhaldsmenn og hægrisinnar brugðust illa við tilnefningu Mamdani. [[Donald Trump]] Bandaríkjaforseti sagði koma til greina að svipta New York fjárhagslegum stuðningi ef Mamdani næði kjöri og færi ekki rétt að.<ref>{{Vefheimild|titill= Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags= 30. júní 2025|skoðað=8. júlí 2025|url=https://www.visir.is/g/20252745069d/hefur-i-hotunum-vid-new-york-vegna-kommun-istans-mamdani|höfundur=Hólmfríður Gísladóttir}}</ref> Áhrifavaldurinn [[Laura Loomer]] varaði við því að sigur Mamdani myndi leiða til fleiri hryðjuverka í New York.<ref>{{Vefheimild|titill= Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“|útgefandi=[[DV]]|dags= 1. júlí 2025 |skoðað=8. júlí 2025|url=https://www.dv.is/eyjan/2025/07/01/ny-vonarstjarna-demokrata-gaeti-komist-mikilvaegt-embaetti-trumpistar-kalla-hann-hrydjuverkamann/}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Mamdani, Zohran}}
{{f|1991}}
[[Flokkur:Demókratar]]
pvvjk3i39thukhlpdzbzsyalu4xqs61
1922980
1922972
2025-07-08T23:47:47Z
TKSnaevarr
53243
1922980
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Zohran Mamdani
| mynd = Zohran Mamdani 05.25.25 (3x4 cropped).jpg
| myndatexti = Mamdani árið 2025.
| fæðingarnafn = Zohran Kwame Mamdani
| fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1991|10|18}}
| fæðingarstaður = [[Kampala]], [[Úganda]]
| stjórnmálaflokkur = [[Demókrataflokkurinn]]
| háskóli = [[Bowdoin-háskóli]] (BA)
| faðir = [[Mahmood Mamdani]]
| móðir = [[Mira Nair]]
| maki = {{gifting|Rama Duwaji|2025}}
| undirskrift = Zohran Mamdani Signature.svg
}}
'''Zohran Kwame Mamdani''' (f. 18. október 1991) er [[Bandaríkin|bandarískur]] stjórnmálamaður af [[Indland|indverskum]] og [[Úganda|úgöndskum]] uppruna. Hann er frambjóðandi [[Demókrataflokkurinn|Demókrataflokksins]] í borgarstjórakosningum [[New York-borg|New York]] árið 2025. Auk þess að vera Demókrati er Mamdani meðlimur í [[Sósíalískir demókratar Bandaríkjanna|Sósíalískum demókrötum Bandaríkjanna]] og er kunnur fyrir skýra [[Vinstristefna|vinstristefnu]] sína. Ef Mamdani vinnur verður hann fyrsti [[Íslam|músliminn]] til að gegna embætti borgarstjóra New York.
==Æviágrip==
Zohran Mamdani fæddist í [[Úganda]] en fluttist til Bandaríkjanna þegar hann var sjö ára gamall.<ref name=vísir1>{{Vefheimild|titill= 33 ára sósíalisti hafði betur gegn Cuomo í New York|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags= 25. júní 2025 |skoðað=26. júní 2025|url=https://www.visir.is/g/20252743169d/33-ara-sosialisti-hafdi-betur-gegn-cuomo-i-new-york|höfundur=Atli Ísleifsson }}</ref> Foreldrar hans eru stjórnmála- og mannfræðingurinn [[Mahmood Mamdani]], sem kennir við [[Columbia-háskóli|Columbia-háskóla]], og kvikmyndagerðarkonan [[Mira Nair]].<ref name=heimildin>{{Vefheimild|titill= Borgarstjóraefni New York sem rappaði um ömmu sína|útgefandi=[[Heimildin]]|dags= 29. júní 2025 |skoðað=8. júlí 2025|url=https://heimildin.is/grein/24833/borgarstjoraefni-new-york-sem-rappadi-um-ommu-sina/|höfundur=Erla Hlynsdóttir}}</ref>
Mamdani stundaði nám í afrískum fræðum við [[Bowdoin-háskóli|Bowdoin-háskóla]] í [[Maine]]. Þar stofnaði hann samtök stúdenta um réttlæti fyrir [[Palestínuríki|Palestínu]].<ref>{{Vefheimild|titill= Lítt þekktur frjálslyndur frambjóðandi skaut fyrrverandi ríkisstjóra ref fyrir rass|útgefandi=[[RÚV]]|dags= 25. júní 2025 |skoðað=8. júlí 2025|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-06-25-litt-thekktur-frjalslyndur-frambjodandi-skaut-fyrrverandi-rikisstjora-ref-fyrir-rass-446959|höfundur=Guðmundur Atli Hlynsson}}</ref>
Mamdani var kjörinn á ríkisþing [[New York (fylki)|New York]] fyrir kjördæmi í [[Queens]] árið 2020. Hann hafði lagt áherslu á húsnæðismál, samgöngur, umönnun barna og umhverfisvernd. Hann boðaði jafnframt frystingu húsaleiguverðs, ókeypis dagvistun, ókeypis almenningssamgöngur og aukna skattlagningu auðkýfinga til að fjármagna félagsleg umbótakerfi.<ref name=heimildin/>
Mamdani hefur verið áberandi talsmaður réttinda Palestínumenna og hefur opinberlega stutt [[Boycott, Divestment and Sanctions|BDS-hreyfinguna]] um sniðgöngu á [[ísrael]]skum útflutningsvörum. Andstæðingar Mamdani hafa sakað hann um [[gyðingahatur]] vegna afstöðu hans en hann hafnar slíkum ásökunum og segir gagnrýni sína byggða á mannréttindasjónarmiðum.<ref name=heimildin/>
Mamdani gaf kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir borgarstjórakosningar New York árið 2025. Öldungadeildarþingmaðurinn [[Bernie Sanders]] og fulltrúadeildarþingkonan [[Alexandria Ocasio-Cortez]] lýstu yfir stuðningi við framboð hans. Mamdani vakti athygli fyrir nýstárlega kosningabaráttu sem byggðist meðal annars á stuttum og gamansömum myndböndum á samfélagsmiðlum eins og [[TikTok]] og [[Instagram]].<ref name=heimildin/>
Í forvalinu þótti [[Andrew Cuomo]], fyrrverandi ríkisstjóri New York, langsigurstranglegasti frambjóðandinn. Því kom það verulega á óvart þegar Mamdani hafði betur gegn Cuomo í forvalinu með 43% atkvæða gegn 36% sem Cuomo hlaut. Cuomo dró framboð sitt í kjölfarið til baka.<ref>{{Vefheimild|titill= Sósíalískur múslími borgarstjóraefni í New York|útgefandi=[[mbl.is]]|dags= 25. júní 2025 |skoðað=8. júlí 2025|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/06/25/sosialiskur_muslimi_borgarstjoraefni_i_new_york/}}</ref><ref name=vísir1/> Mamdani var formlega útnefndur borgarstjóraefni Demókrata í New York þann 1. júlí 2025.<ref>{{Vefheimild|titill= Zohran Mamdani útnefndur borgarstjóraefni Demókrata í New York|útgefandi=[[RÚV]]|dags= 1. júlí 2025 |skoðað=8. júlí 2025|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-07-01-zohran-mamdani-utnefndur-borgarstjoraefni-demokrata-i-new-york-447429|höfundur=Guðmundur Atli Hlynsson}}</ref>
Bandarískir íhaldsmenn og hægrisinnar brugðust illa við tilnefningu Mamdani. [[Donald Trump]] Bandaríkjaforseti sagði koma til greina að svipta New York fjárhagslegum stuðningi ef Mamdani næði kjöri og færi ekki rétt að.<ref>{{Vefheimild|titill= Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags= 30. júní 2025|skoðað=8. júlí 2025|url=https://www.visir.is/g/20252745069d/hefur-i-hotunum-vid-new-york-vegna-kommun-istans-mamdani|höfundur=Hólmfríður Gísladóttir}}</ref> Áhrifavaldurinn [[Laura Loomer]] varaði við því að sigur Mamdani myndi leiða til fleiri hryðjuverka í New York.<ref>{{Vefheimild|titill= Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“|útgefandi=[[DV]]|dags= 1. júlí 2025 |skoðað=8. júlí 2025|url=https://www.dv.is/eyjan/2025/07/01/ny-vonarstjarna-demokrata-gaeti-komist-mikilvaegt-embaetti-trumpistar-kalla-hann-hrydjuverkamann/}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Mamdani, Zohran}}
{{f|1991}}
[[Flokkur:Demókratar]]
19tn4n7j902seogdvlllllh7fe4kxda
Spjall:Zohran Mamdani
1
186927
1922973
2025-07-08T22:16:37Z
TKSnaevarr
53243
Bjó til síðu með „{{Æviágrip lifandi fólks}}“
1922973
wikitext
text/x-wiki
{{Æviágrip lifandi fólks}}
b75xrfi0grej1bw61lv8tkm8pd648up
Sorbus frutescens
0
186928
1922983
2025-07-09T00:25:07Z
Berserkur
10188
Berserkur færði [[Sorbus frutescens]] á [[Koparreynir]]: tengi
1922983
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Koparreynir]]
axhvb72dznde13kdapz0jck1dsxvq8h
La Boudeuse
0
186929
1922986
2025-07-09T08:26:40Z
Akigka
183
Tilvísun á [[Freigátan Boudeuse (1766)]]
1922986
wikitext
text/x-wiki
#TILVÍSUN[[Freigátan Boudeuse (1766)]]
aibadth2ug8zaz063stavoftqhayps4
Spjall:Veiðigjald
1
186930
1922993
2025-07-09T10:48:52Z
149.126.87.119
Nýr hluti: /* Alþjóðavæða */
1922993
wikitext
text/x-wiki
== Alþjóðavæða ==
Þarf ekki að alþjóðavæða þessa síðu? [[Kerfissíða:Framlög/149.126.87.119|149.126.87.119]] 9. júlí 2025 kl. 10:48 (UTC)
dlsrzictfreyj259hgjj4lvihrx5e69
1922994
1922993
2025-07-09T11:20:38Z
Bjarki S
9
/* Alþjóðavæða */ Svar
1922994
wikitext
text/x-wiki
== Alþjóðavæða ==
Þarf ekki að alþjóðavæða þessa síðu? [[Kerfissíða:Framlög/149.126.87.119|149.126.87.119]] 9. júlí 2025 kl. 10:48 (UTC)
:Veiðigjald í íslenskum sjávarútvegi, útfærsla þess og pólitískar umræður er a.m.k. efni sem stendur undir eigin grein (kannski undir "Veiðigjald á Íslandi"). Þar fyrir utan er líklega best að fjalla um auðlindaskatta og gjöld í stærra samhengi og á alþjóðavísu í annarri grein. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 9. júlí 2025 kl. 11:20 (UTC)
0j097mzfakq0xp9dhwkr7ifpmad5qnp
1922995
1922994
2025-07-09T11:28:53Z
Akigka
183
/* Alþjóðavæða */ Svar
1922995
wikitext
text/x-wiki
== Alþjóðavæða ==
Þarf ekki að alþjóðavæða þessa síðu? [[Kerfissíða:Framlög/149.126.87.119|149.126.87.119]] 9. júlí 2025 kl. 10:48 (UTC)
:Veiðigjald í íslenskum sjávarútvegi, útfærsla þess og pólitískar umræður er a.m.k. efni sem stendur undir eigin grein (kannski undir "Veiðigjald á Íslandi"). Þar fyrir utan er líklega best að fjalla um auðlindaskatta og gjöld í stærra samhengi og á alþjóðavísu í annarri grein. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 9. júlí 2025 kl. 11:20 (UTC)
::Raunar spurning hvort þetta ætti ekki að vera kafli í [[Íslenska kvótakerfið]]? Svo er spurning hvort ekki ætti að alþjóðavæða þá grein (og flytja á [[Kvótakerfi]] með iw-tengla á [[:en:Individual fishing quota]])? Hættan er alltaf með tvístrun greinarefna að þær dagi uppi sem stubbar. [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 9. júlí 2025 kl. 11:28 (UTC)
eg8pugq04u21xdfpw9a8z099xe8m83k
1922997
1922995
2025-07-09T11:54:47Z
149.126.87.119
/* Alþjóðavæða */ Svar
1922997
wikitext
text/x-wiki
== Alþjóðavæða ==
Þarf ekki að alþjóðavæða þessa síðu? [[Kerfissíða:Framlög/149.126.87.119|149.126.87.119]] 9. júlí 2025 kl. 10:48 (UTC)
:Veiðigjald í íslenskum sjávarútvegi, útfærsla þess og pólitískar umræður er a.m.k. efni sem stendur undir eigin grein (kannski undir "Veiðigjald á Íslandi"). Þar fyrir utan er líklega best að fjalla um auðlindaskatta og gjöld í stærra samhengi og á alþjóðavísu í annarri grein. [[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 9. júlí 2025 kl. 11:20 (UTC)
::Raunar spurning hvort þetta ætti ekki að vera kafli í [[Íslenska kvótakerfið]]? Svo er spurning hvort ekki ætti að alþjóðavæða þá grein (og flytja á [[Kvótakerfi]] með iw-tengla á [[:en:Individual fishing quota]])? Hættan er alltaf með tvístrun greinarefna að þær dagi uppi sem stubbar. [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 9. júlí 2025 kl. 11:28 (UTC)
:Ég er sammála ykkur, veiðigjöld á Íslandi er efni í heila grein þar sem þetta er búið að vera mjög stórt efni í íslenskum stjórnmálum undanfarna áratugi. Nefni ég þar bæði þá umræðu sem nú stendur yfir á Alþingi sem og önnur þingmál tengd málaflokknum. En mér finnst titill greinarinnar gefa tilefni til að horfa á málið í víðara samhengi. [[Kerfissíða:Framlög/149.126.87.119|149.126.87.119]] 9. júlí 2025 kl. 11:54 (UTC)
h7653zsu6y2xzea5042ok67rwlanf88