Tuttugasta og fimmta konungsættin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Tímabil og konungsættir í Egyptalandi hinu forna |
| Forsaga Egyptalands |
|---|
| Fornkonungar Egyptalands |
| Elstu konungsættirnar |
| 1. 2. |
| Gamla ríkið |
| 3. 4. 5. 6. |
| Fyrsta millitímabilið |
| 7. 8. 9. 10. |
| 11. (aðeins í Þebu) |
| Miðríkið |
| 11. (Allt Egyptaland) |
| 12. 13. 14. |
| Annað millitímabilið |
| 15. 16. 17. |
| Nýja ríkið |
| 18. 19. 20. |
| Þriðja millitímabilið |
| 21. 22. 23. 24. 25. |
| Síðtímabilið |
| 26. 27. 28. |
| 29. 30. 31. |
| Grísk-rómverska tímabilið |
| Alexander mikli |
| Ptólemajaríkið |
| Rómaveldi |
Tuttugasta og fimmta konungsættin í Egyptalandi hinu forna kom frá borgríkinu Napata í Kús þaðan sem Píje lagði allt Egyptaland undir sig. Maneþon minnist hvorki á fyrsta konunginn, Píje, né þann síðasta, Tanútamon, en nægilegar heimildir eru fyrir tilveru þeirra beggja. Tuttugasta og fimmta konungsættin er síðasta konungsætt þriðja millitímabilsins.
| Nöfn | Ártöl |
|---|---|
| Kasta | – |
| Píje | um 752 f.Kr. – 721 f.Kr. |
| Sjabaka | 721 f.Kr. – 707 f.Kr. |
| Sjebitku | 707 f.Kr. – 690 f.Kr. |
| Taharka | 690 f.Kr. – 664 f.Kr. |
| Tanútamon | 664 f.Kr. – 656 f.Kr. (lést 653 f.Kr.) |
Frá valdatíma Taharkas voru konungar þessarar ættar reknir æ lengra suður til Núbíu, fyrst af Assýringum og síðan af konungum tuttugustu og sjöttu konungsættarinnar. Afkomendur þeirra settust að í Núbíu þar sem þeir stofnuðu konungsríki í Napata (656 f.Kr. - 590 f.Kr.) og síðar í Meróe (590 f.Kr. - 4. aldar).

