Fyrsta konungsættin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Tímabil og konungsættir í Egyptalandi hinu forna |
| Forsaga Egyptalands |
|---|
| Fornkonungar Egyptalands |
| Elstu konungsættirnar |
| 1. 2. |
| Gamla ríkið |
| 3. 4. 5. 6. |
| Fyrsta millitímabilið |
| 7. 8. 9. 10. |
| 11. (aðeins í Þebu) |
| Miðríkið |
| 11. (Allt Egyptaland) |
| 12. 13. 14. |
| Annað millitímabilið |
| 15. 16. 17. |
| Nýja ríkið |
| 18. 19. 20. |
| Þriðja millitímabilið |
| 21. 22. 23. 24. 25. |
| Síðtímabilið |
| 26. 27. 28. |
| 29. 30. 31. |
| Grísk-rómverska tímabilið |
| Alexander mikli |
| Ptólemajaríkið |
| Rómaveldi |
Fyrsta konungsættin er listi yfir fyrstu konungana sem ríktu yfir sameinuðu Egyptalandi á 31. öld f.Kr. Höfuðborg ríkisins var í Tinis sem ekki er vitað hvar stóð. Upplýsingar um þessa konungsætt er að finna á nokkrum minnismerkjum og hlutum þar sem nöfn konunga eru rituð. Þekktastur þessara hluta er Narmerspjaldið. Engar nákvæmar heimildir eru til um fyrstu tvær konungsættirnar nema listar sem eru á Palermósteininum frá tímum fimmtu konungsættarinnar.
Narmerspjaldið er talið sýna Narmer sameina Efra og Neðra Egyptaland.
Grafir konunga og aðalsmanna frá þessum tíma er að finna í Abýdos, Nakada og Sakkara. Þær eru að mestu byggðar úr tré og leirhleðslum.
| Nafn | Athugasemdir | Ártöl |
|---|---|---|
| Narmer | - | um 3100–3050 f.Kr. |
| Hor-Aha | Menes í eldri listum | um 3050 f.Kr. |
| Djer | - | 41 ár (Palermósteinninn) |
| Merneið | Ríkisstjóri fyrir Den. | - |
| Djet | - | - |
| Den | - | 14 til 50 ár |
| Anedjib | - | 10 ár (Palermósteinninn) |
| Semerket | - | 9 ár (Palermósteinninn) |
| Káa | - | 2916?–2890 f.Kr. |

