Barín
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Strontín | ||||||||||||||||||||||||
| Sesín | Barín | Lantan | ||||||||||||||||||||||
| Radín | ||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||
Barín er frumefni með efnatáknið Ba og er númer 56 í lotukerfinu. Það er mjúkt, silfrað málmkennt frumefni. Barín er jarðalkalímálmur og bráðnar við mjög hátt hitastig. Það finnst aðallega í steintegundinni barít en finnst aldrei í sínu hreina formi sökum hvarfgirni þess við súrefni. Efnasambönd þessa málms eru notuð í litlum mæli í málningu og við glersmíði.

