Stuttur frakki
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Stuttur frakki | ||||
|---|---|---|---|---|
VHS hulstur |
||||
| Leikstjóri | Gísli Snær Erlingsson | |||
| Handrithöf. | Friðrik Erlingsson | |||
| Leikendur | Jean Philippe-Labadie Hjálmar Hjálmarsson Elva Ósk Ólafsdóttir Björn Karlsson Eggert Þorleifsson Örn Árnason Randver Þorláksson Ingibjörg Gréta Gísladóttir Móheiður Júníusdóttir Jón Bjarni Guðmundsson sem Óli |
|||
| Framleitt af | Kristinn Þórðarson Arni Þór Þórhallsson Art film |
|||
| Frumsýning | 1993 | |||
| Lengd | 95 mín. | |||
| Aldurstakmark | Leyfð | |||
| Tungumál | íslenska |
|
||
| Síða á IMDb | ||||
Stuttur frakki (eða Behind Schedule) er fyrsta kvikmynd Gísla Snæs Erlingssonar í fullri lengd. Hún segir í stuttu máli frá Rúnari (Hjálmar Hjálmarsson) sem er að halda stórtónleika í Laugardalshöllinni með mörgum af helstu hljómsveitum Íslands. Hann hefur fengið André (Jean Philippe-Labadie), tónlistafræðing frá Frakklandi, til að fljúga til Íslands og felja bestu hljómsveitina. Allt fer þó af stað þegar André villist í Reykjavík og Rúnar virðist ekki geta fundið hann fyrir tónleikana. Gísli Snær leikstjóri myndarinnar hefur sagt að hann hafi upphaflega ætlað að gera heimildarmynd um tónlistina á Íslandi og yrði það einskonar framhald af heimildarmyndarinnar Rokk í Reykjavík, en hafi fljótlega hætt við og ákveðið að gera leikna kvikmynd í staðinn. Titill myndarinnar er smá orðaleikur, þar sem hann gæti hvort sem er þýtt að André sé stuttur maður sem kemur frá Frakklandi, eða hins vegar stutta flík.

