Háskólinn á Akureyri
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Stofnaður: | 1987 |
| Gerð: | Ríkisháskóli |
| Rektor: | Þorsteinn Gunnarsson |
| Nemendafjöldi: | 1.500 |
| Staðsetning: | Akureyri, Ísland |
| Vefsíða | |
Háskólinn á Akureyri var stofnaður á Akureyri árið 1987 og hefur vaxið mikið síðan og í dag eru þar skráðir í kringum 1.500 nemendur en af þeim eru um 500 í fjarnámi en um 900 í staðbundnu námi. Skólinn er meðal þeirra fremstu á Íslandi á sviði fjarnáms.
Fjórar deildir eru starfræktar við skólann veturinn 2006-07 , þær eru:
- Félagsvísinda- og lagadeild
- Heilbrigðisdeild
- Kennaradeild
- Viðskipta- og raunvísindadeild

