Grafarvogur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Hverfi í Reykjavík |
|---|
| Vesturbær |
| Miðborg |
| Hlíðar |
| Laugardalur |
| Háaleiti |
| Breiðholt |
| Árbær |
| Grafarvogur |
| Kjalarnes |
| Úlfarsfell |
Grafarvogur er hverfi í Reykjavík, sem afmarkast af ósum Elliðaár í vestri, samnefndum vogi í suðri og Vesturlandsvegi í austri, sveitafélagsmörkum að Mosfellsbæ og sjó. Hverfið er fjölbýlt og er það enn í uppbyggingu.
Til Grafarvogshverfis teljast Hamrar, Foldir, Hús, Rimar, Borgir, Víkur, Engi, Spöng, Staðir, Höfðar, Bryggjuhverfi, Geirsnef, Gufunes og Geldinganes.

