Persónufornafn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Persónufornöfnum í íslenskri málfræði er skipt í þrjár persónur:
- 1. persóna: Sá sem talar (ég)
- 2. persóna: Sá sem talað er við (þú)
- 3. persóna: Sá eða það sem talað er um (hann, hún, það)
Fornöfn 1. og 2. persónu hafa ekkert kyn og beygjast því alltaf eins:
| 1. p. | 2. p. | |
| nf. et. | ég | þú |
| þf. et. | mig | þig |
| þgf. et. | mér | þér |
| ef. et. | mín | þín |
| nf. ft. | við, vér | þið, þér |
| þf. ft. | okkur, oss | ykkur, yður |
| þgf. ft. | okkur, oss | ykkur, yður |
| ef. ft. | okkar, vor | ykkar, yðar |
Hinar fornu fleirtölumyndir vér og þér (í öllum föllum) er nú á tímum hátíðlegt mál: „Vér Íslendingar!“ Þér er auk þess notað þegar þérað er, þ.e. ein persóna ávörpuð með þér: „Gerið þér svo vel.“ Sagnir og lýsingarorð eru í fleirtölu þegar þérað er: „Þér eruð boðnir.“
Fornöfn 3. persónu beygjast eftir kynjum:
| kk. | kvk. | hk. | |
| nf. et. | hann | hún | það |
| þf. et. | hann | hana | það |
| þgf. et. | honum | henni | því |
| ef. et. | hans | hennar | þess |
| nf. ft. | þeir | þær | þau |
| þf. ft. | þá | þær | þau |
| þgf. ft. | þeim | þeim | þeim |
| ef. ft. | þeirra | þeirra | þeirra |

