Karmídes (Platon)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Þessi grein fjallar um samræður eftir Platon |
| 1. fjórleikur: |
| Evþýfron |
| Málsvörn Sókratesar |
| Kríton — Fædon |
| 2. fjórleikur: |
| Kratýlos — Þeætetos |
| Fræðarinn |
| Stjórnvitringurinn |
| 3. fjórleikur: |
| Parmenídes — Fílebos |
| Samdrykkjan — Fædros |
| 4. fjórleikur: |
| Alkibíades I — Alkibíades II |
| Hipparkos — Elskendurnir |
| 5. fjórleikur: |
| Þeages — Karmídes |
| Lakkes — Lýsis |
| 6. fjórleikur: |
| Evþýdemos — Prótagóras |
| Gorgías — Menon |
| 7. fjórleikur: |
| Hippías meiri — Hippías minni |
| Jón — Menexenos |
| 8. fjórleikur: |
| Kleitofon — Ríkið |
| Tímajos — Krítías |
| 9. fjórleikur: |
| Mínos — Lögin |
| Epinomis — Bréf |
| Verk utan fjórleikja: |
| (Almennt talin ranglega eignuð Platoni |
| að eftirmælunum undanskildum) |
| Skilgreiningar — Um réttlætið |
| Um dygðina — Demodókos |
| Sísýfos — Halkýon |
| Eryxías — Axíokkos |
| Eftirmæli |
Karmídes er samræða eftir Platon sem fjallar um eðli og nytsemi hófstillingar.
Efnisyfirlit |
[breyta] Yfirlit yfir efni samræðunnar
Karmídes, hinn ungi og fagri Aþeningur sem samræðan er nefnd eftir, er að ræða við Sókrates og leggur í upphafi til að hófstilling sé að gera hvaðeina rólega og þannig að lítið fari fyrir því. Þessi skilgreining er hrakin, því Karmídes sjálfur fellst á að hófstilling sé að öllu leyti góð og engan vegin slæm; en stundum er betra að gera hlutina hratt og með látum. Þess vegna getur hófstilling - að því gefnu að hún sé alltaf góð - ekki verið það að gera hvaðeina rólega og án láta.
Karmídes setur þá fram skilgreiningu á hófstillingu sem hógværð. Sókrates hrekur þessa skilgreiningu einnig og vitnar í fullyrðingu Hómers í Ódysseifskviðu að hógværð sé ekki góð þurfandi manni. Og þar sem hófstilling er á endanum alltaf góð getur hún ekki verið hógværð.
Þegar hér er komið sögu segir Karmídes Sókratesi frá skilgreiningu sem hann heyrði annan mann halda fram: að skipta sér af sínum eigin málum.
Samræðunni lýkur án niðurstöðu.
[breyta] Tengt efni
[breyta] Tenglar
- Vísindavefurinn: „Hver eru helstu ritverk Platons?“
- Vísindavefurinn: „Hafa rit Platons og Aristótelesar verið útbreidd og þekkt frá því þau voru skrifuð?“
[breyta] Heimild
- Greinin „Charmides (dialogue)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. nóvember 2005.

