Kútter
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Danskur kútter.
Kútter (úr ensku: cutter) er venjulega lítið þiljað seglskip með eitt mastur staðsett aftar en á slúppu, eitt stórsegl (gaffalsegl eða þríhyrnt segl), stundum gaffaltopp, minnst tvö framsegl og bugspjót að framan. Þessi tegund seglskips sem er upprunnin á Englandi var einnig vinsæl á Íslandi frá lokum 19. aldar og fram á 20. öld. Þeir gátu verið mjög stórir, og sumir voru með litla messansiglu að aftan. Þeir voru í notkun langt fram á vélbátaöld og fengu sumir vél og stýrishús síðar á lífsleiðinni.
Vélbátar með sama lagi og stýrishúsið að framan, upprunnir á Englandi, voru líka kallaðir kútterar.
| Tegundir seglskipa | ||
| Kjölbátar: | Gaflkæna · Julla · Kæna · Kútter · Slúppa · Tvíbytna | |
| Rásigld skip: | Djúnka · Langskip · Loggorta · Karavella · Karkari · Knörr · Kreari · Kuggur | |
| Hásigld skip: | Barkskip · Briggskip · Brigantína · Góletta · Korvetta · Skonnorta | |
| Fullbúin skip: | Flauta · Freigáta · Galíasi · Klippari · Línuskip | |

