William Howard Taft
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
William Howard Taft (15. september 1857 – 8. mars 1930) var 27. forseti Bandaríkjanna fyrir repúblikana frá 4. mars 1909 til 4. mars 1913. Hann var stríðsmálaráðherra í ríkisstjórn Theodore Roosevelt. Taft hafði þau völd að hann varð í reynd forseti í fjarveru Roosevelts. Roosevelt studdi síðan framboð Tafts til forseta. Síðar varð ósætti milli þeirra sem klauf flokkinn fyrir forsetakosningarnar 1912. Það varð til þess að demókratinn Woodrow Wilson vann kosningarnar.
| Fyrirrennari: Theodore Roosevelt |
|
Eftirmaður: Woodrow Wilson |
|||

