Ráðherra Íslands
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ráðherra Íslands var ráðherraembætti í ríkisstjórn Danmerkur sem tók við af embætti Íslandsráðgjafa eftir stjórnarskrárbreytingu sem samþykkt var 1902 og tók gildi 1. febrúar 1904. Ráðherra Íslands hafði aðsetur á Íslandi (heimastjórn) og fór með framkvæmdavaldið í umboði Alþingis til 1917 þegar fyrsta samsteypustjórnin var mynduð og embætti forsætisráðherra Íslands búið til.
| Ráðherra Íslands | Skipun | Lausn | Flokkur | Aldur | Kjördæmi | |
|---|---|---|---|---|---|---|
| Hannes Hafstein | 1. febrúar 1904 | 31. mars 1909 | Heimastjórnaflokki | 43 ára | Eyjafjarðarsýsla | |
| Björn Jónsson | 31. mars 1909 | 14. mars 1911 | Landvarnaflokki | 62 ára | Barðastrandarsýsla | |
| Kristján Jónsson | 14. mars 1911 | 24. júlí 1912 | Utan flokka | 59 ára | Borgarfjarðarsýsla | |
| Hannes Hafstein | 25. júlí 1912 | 21. júlí 1914 | Sambandsflokki | 51 árs | Eyjafjarðarsýsla | |
| Sigurður Eggerz | 21. júlí 1914 | 4. maí 1915 | Sjálfstæðisflokki | 39 ára | Vestur-Skaftafellssýsla | |
| Einar Arnórsson | 4. maí 1915 | 4. janúar 1917 | Sjálfstæðisflokki þversum | 35 ára | Árnessýsla | |
[breyta] Tengt efni
- Íslandsráðgjafi
- Heimastjórnartímabilið
- Forsætisráðherrar á Íslandi

