Játmundur járnsíða
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
||||
![]() |
||||
|
|
||||
| Ríkisár | 23. apríl, 1016 - 30. nóvember, 1016
|
|||
| Fædd(ur) | 989 | |||
| Wessex, Englandi | ||||
| Dáin(n) | 30. nóvember, 1016 | |||
| Glastonbury, Englandi | ||||
| Gröf | Glastonbury Abbey | |||
| Konungsfjölskyldan | ||||
| Faðir | Aðalráður ráðlausi | |||
| Móðir | Aelgifu frá Northampton | |||
| Börn |
|
|||
Játmundur járnsíða, Játmundur sterki eða Játmundur 2. (989 – 30. nóvember 1016) var konungur Englands frá 23. apríl 1016 þar til hann lést 30. nóvember sama ár. Hann barðist gegn innrás víkingahers Knúts ríka sem réðst á England 1015 og naut meiri stuðnings hluta enska aðalsins en Játmundur. Eftir að hafa tekist að verja London fyrir umsátri Knúts laut hann í lægra haldi 18. október í orrustu við Ashingdon (Assatún) í Essex. Konungarnir gerðu þá með sér samkomulag þar sem Játmundur hélt Wessex en Knútur fékk öll lönd norðan við ána Thames og að ríki þess sem fyrr félli frá gengi sjálfkrafa í arf til hins. Rúmlega mánuði síðar lést Játmundur í Oxford eða London og lönd hans gengu til Knúts.
| Fyrirrennari: Aðalráður ráðlausi |
|
Eftirmaður: Knútur mikli |
|||


