Vertigo
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Vertigo | |
| Leikstjóri | Alfred Hitchcock |
| Handritshöf. | Pierre Boileau (bók), Thomas Narcejac (bók), Alec Coppel, Samuel A. Taylor |
| Leikarar | James Stewart, Kim Novak, Barbara Bel Geddes, Tom Helmore |
| Framleitt af | Herbert Coleman, Alfred Hitchcock |
| Dreifingaraðili | Paramount Pictures |
| Útgáfudagur | 9. maí 1958 |
| Sýningartími | 128 mín. |
| Tungumál | enska |
| Ráðstöfunarfé | . |
| Síða á IMDb | |
Kvikmyndin Vertigo í leikstjórn Alfred Hitchcock var framleidd í Bandaríkjunum árið 1958.
Efnisyfirlit |
[breyta] Aðalhlutverk
- James Stewart sem John Ferguson rannsóknarlögreglumaður
- Kim Novak sem Madeleine Elster og Judy Barton
- Barbara Bel Geddes sem Midge Wood
- Tom Helmore sem Gavin Elster, eiginmaður Madeleine
[breyta] Söguþráður
James Stewart leikur rannsóknarlögreglumanninn John Ferguson sem hefur þurft að láta af störfum vegna mikillar lofthræðslu (e. Vertigo}. Gamall vinur hans, Gavin Elster fær honum það verkefni að fylgjast með eiginkonu sinni Madeleine Elster, sem hefur sýnt undarlega hegðun. Málið flækist svo þegar Ferguson verður ástfanginn af Madeleine.
[breyta] Gerð myndarinnar
Myndin sem tekin var upp í San Francisco er af mörgum talin ein af bestu myndum Hitchcocks. Tónlistina í myndinni samdi Bernard Hermann og á hún stóran þátt í að skapa hið dularfulla andrúmsloft sem einkennir myndina.

