Úlfur (dýrategund)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
Úlfur Ástand stofns: Í lítilli hættu
|
|||||||||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||
|
|||||||||||||||
|
|
|||||||||||||||
| Canis lupus Linnaeus, 1758 |
|||||||||||||||
|
|
Úlfur (fræðiheiti: Canis lupus) er spendýr af hundaættkvísl, náskyldur hundinum (Canis familiaris). Margir fræðimenn telja hunda og úlfa vera deilitegundir sömu dýrategundarinnar. Úlfar voru áður algengir um alla Norður-Ameríku, Evrasíu og Mið-Austurlönd en mikið hefur dregið úr stofnstærð vegna veiða og eyðingu náttúrulegra heimkynna af mannavöldum.

