Blágresi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Geranium sylvaticum | |||||||||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||
|
|||||||||||||||
|
|
|||||||||||||||
| Geranium sylvaticum L. |
|||||||||||||||
|
|
Blágresi, litunargras eða storkablágresi (fræðiheiti: Geranium sylvaticum) er algeng blómplanta í Evrópu. Blágresi blómgast upp úr miðjum júní þegar sól er hæst á lofti enda kalla Svíar það „midsommarblomster“ eða miðsumarsblóm. Blágresi er hávaxin jurt og með stórum fimmdeildum fjólubláum blómum. Það er algengt á Íslandi og vex sérstaklega vel í grónum brekkum og hvömmum sem snúa á móti suðri sem og í kjarrlendi og skógarbotnum.
[breyta] Heimildir
- Greinin „Wood Cranebill“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 5.október 2006.
- Landvernd - Blágresi
- Flóra Íslands - Blágresi

