Asksveppir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Asksveppir | |||||
|---|---|---|---|---|---|
Myrkill (Morchella esculenta)
|
|||||
| Vísindaleg flokkun | |||||
|
|||||
|
|
|||||
|
Asksveppir (fræðiheiti: Ascomycota) eru sveppir sem framleiða gróin í einkennandi gróhirslum sem eru kallaðar askar (úr grísku: askos, „poki“ eða „vínbelgur“) eða grósekkir. Þessi skipting taldi um 12.000 tegundir árið 1950 sem eru um 75% af öllum þekktum sveppum. Í þessum flokki eru meðal annars allir sveppir sem mynda skófir með þörungum, ásamt gersveppum, myrklum, jarðsveppum og sveppum af ættkvíslinni Penicillium.

