Hunangsfluga
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Bombus | ||||||||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
|
||||||||||||||
| Tegundir | ||||||||||||||
|
Sjá grein |
Hunangsfluga er vængjað og fljúgandi félagsskordýr af samnefndri ættkvísl af hunangsfluguætt (einnig kölluð býflugnaætt). Hunangsflugur, líkt og býflugur sem þær eru skyldar í gegnum hunangsfluguætt, nærast á blómasafa og safna frjódufti til að fæða afkvæmi sín.
Á Íslandi eru þrjár tegundir hunangsflugna: móhumla (Bombus jonellus) sem hefur líklega verið á Íslandi frá lokum síðustu ísaldar, garðhumla (Bombus hortorum), sem nam land um 1960, og húshumla (Bombus lucorum), sem nam land árið 1979.

