Sextándakerfið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Hex | Bin | Dec |
|---|---|---|
| 0 | 0000 | 0 |
| 1 | 0001 | 1 |
| 2 | 0010 | 2 |
| 3 | 0011 | 3 |
| 4 | 0100 | 4 |
| 5 | 0101 | 5 |
| 6 | 0110 | 6 |
| 7 | 0111 | 7 |
| 8 | 1000 | 8 |
| 9 | 1001 | 9 |
| A | 1010 | 10 |
| B | 1011 | 11 |
| C | 1100 | 12 |
| D | 1101 | 13 |
| E | 1110 | 14 |
| F | 1111 | 15 |
Sextándakerfið er talnakerfi með grunntöluna 16. Það er að öllu jöfnu ritað með tölunum 0-9 og bókstöfunum A-F sem tákna í rauninni tölustafina 10-15 í tugakerfinu (A er 10, B er 11 o.s.frv.).
Sextándakerfi er mikið notað í forritun, vegna þess hve auðvelt er að vinna með tvíundatölur samhliða sextándakerfinu, þar sem að hverjir fjórir bitar samsvara einum tölustaf í sextándakerfinu. Til dæmis má rita töluna 79 sem rituð er með tvíundakerfinu 01001111 sem 4F í sextándakerfinu (0100 = 4 og 1111 = F).
Sextándakerfið er oft kallað „hex“, sem er stytting á enska orðinu „hexadecimal“. Orðið hex þýðir 6 á grísku, og deca þýðir tíu. Þannig merkir hexa-deci-mal einfaldlega „eins og sextán“.

