Vesturbær
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Hverfi í Reykjavík | |
|---|---|
| Vesturbær | |
| Miðborg | |
| Hlíðar | |
| Laugardalur | |
| Háaleiti | |
| Breiðholt | |
| Árbær | |
| Grafarvogur | |
| Kjalarnes | |
| Úlfarsfell | |
Vesturbær er hverfi í Reykjavík. Til hverfisins teljast Gamli Vesturbærinn, Bráðræðisholt , Grandar, Hagar, Melar, Skjól, Grímstaðaholt, Skildinganes og Litli Skerjafjörður.
Í austur markast hverfið af línu sem er dregin um eftirtaldar götur og skal miðað við miðju þeirra: Suðurbugt (austurendi), Geirsgötu, Norðurstíg, Vesturgötu, Garðastræti, Túngötu, Suðurgötu, Sturlugötu, Oddagötu, Eggertsgötu, Njarðargötu, beinni línu að horni Einarsness/Skeljaness, Skeljanes og þaðan í sjó.

