Mesópótamía
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Mesópótamía |
|---|
| Efrat – Tígris |
| Assýríufræði |
| Borgir & heimsveldi |
| Súmer: Uruk – Úr – Eridu |
| Kisj – Lagash – Nippur |
| Akkaðaveldi: Akkad |
| Babýlón – Isin – Súsa |
| Assýría: Assur – Nineveh |
| Nuzi – Nimrud |
| Babýlónía – Kaldea – |
| Elamítar – Amorítar |
| Húrrítar – Mitanni – Kassítar |
| Tímatal |
| Konungar Súmer |
| Konungar Assýríu |
| Konungar Babýlón |
| Tungumál |
| Fleygrúnir |
| Súmerska – Akkaðíska |
| Elamíska – Húrríska |
| Goðafræði |
| Enûma Elish |
| Gilgamesarkviða – Marduk |
| Nibiru |
Mesópótamía (gríska: Μεσοποταμία; þýtt úr forn–persnesku: Miyanrudan „milli fljótanna“; aramíska: Beth-Nahrain „hús tveggja áa“) er það svæði sem að liggur á milli ánna Efrat og Tígris. Almennt er þó átt við allt árframburðar svæðið sem afmarkast við sýrlensku eyðimörkin í vestri, þá arabísku í suðri, Persaflóa í suðaustri, Zagrosfjöll austri og Kákasusfjöll í noðri. Einhver elstu umerki um siðmenningu í veröldinni er að finna á þessu svæði og því er það stundum kallað „vagga siðmenningar“. Súmerar réðu þar ríkjum í kringum 3500 f.Kr. og þróuðu með sér eitt fyrsta ritmál sem þekkt er í sögunni og síðar voru rituð þar niður ein elstu lög sem þekkt eru. Nokkrar elstu siðmenningar heims byggðu þetta svæði, m.a. Súmerar, Akkaðar, Babýlóníumenn og Assýringar. Í dag er þetta svæði hluti af Írak, Sýrlandi og Tyrklandi.
Mesópótamía hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir mjög næringarríkan jarðveg, og er þetta því tilvalinn staður fyrir mannabyggð. Mikla jarðolíu er að finna á þessu svæði, en þetta er jafnframt austasti hlutinn af frjósama hálfmánanum.

