Norðvesturkjördæmi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Norðvesturkjördæmi er eitt af kjördæmum Íslands, það hefur 10 sæti á Alþingi, þar af 1 jöfnunarsæti. Kjördæmið varð til þegar fyrrverandi kjördæmin Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra voru sameinuð með þeirri undantekningu að Siglufjörður sem áður tilheyrði Norðurlandi vestra tilheyrir nú Norðausturkjördæmi. Núverandi þingmenn þess eru:
| # | Þingmaður | Flokkur |
| 1 | Sturla Böðvarsson | D |
| 2 | Jóhann Ársælsson | S |
| 3 | Magnús Stefánsson | B |
| 4 | Einar K. Guðfinnsson | D |
| 5 | Guðjón A. Kristjánsson | F |
| 6 | Anna Kristín Gunnarsdóttir | S |
| 7 | Kristinn H. Gunnarsson | B |
| 8 | Jón Bjarnason | V |
| 9 | Einar Oddur Kristjánsson | D |
| 10 | Sigurjón Þórðarson | F |
Eftirfarandi sveitarfélög eru í Norðvesturkjördæmi: Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarstrandarhreppur, Skilmannahreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur, Skorradalshreppur, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur, Borgarbyggð, Kolbeinsstaðahreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær, Dalabyggð, Saurbæjarhreppur, Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Bæjarhreppur, Húnaþing vestra, Áshreppur, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Höfðahreppur, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur.
[breyta] Tengill
| Kjördæmi Íslands | |
|---|---|
|
Reykjavíkurkjördæmi norður | Reykjavíkurkjördæmi suður | Norðvesturkjördæmi | Norðausturkjördæmi | Suðurkjördæmi | Suðvesturkjördæmi | |

