Jólasveinar ganga um gólf
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jólasveinar ganga um gólf er íslenskt jólalag eftir ókunnan höfund. Til eru nokkrar útgáfur af laginu.
| Útgáfa eitt | Útgáfa tvö | Útgáfa þrjú |
|---|---|---|
| Jólasveinar ganga um gólf | Jólasveinar ganga um gólf | Jólasveinar ganga um gátt |
| með gylltan staf í hendi, | með gildan staf í hendi. | með gildan staf í hendi. |
| móðir þeirra sópar gólf | móðir þeirra sópar gólf | Móðir þeirra hrín við hátt |
| og flengir þá með vendi. | og flengir þá með vendi. | og hýðir þá með vendi. |
| Upp á stól | Upp á hól | Upp á hól |
| stendur mín kanna | stend ég og kanna | stend ég og kanna |
| níu nóttum fyrir jól | níu nóttum fyrir jól | níu nóttum fyrir jól |
| fer ég til manna. | þá kem ég til manna. | þá kem ég til manna. |
Flokkar: Stubbar | Jólalög | Jólasveinar

