Greinir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ákveðinn greinir er aðeins eitt orð sem beygist eftir kynjum, tölum og föllum; í kk. hinn, í kvk. hin, í hk. hið. Í ft.; hinir (kk.), hinar (kvk.), hin (hk.). Óákveðinn greinir er ekki til í íslensku.
Greinirinn er ýmist á undan lýsingarorði (hinn góði maður) eða skeyttur aftan við nafnorð (maðurinn, konan, barnið) og fellur þá h framan af honum og stundum einnig i; tunga-n, hestar-nir, fjall-ið, einkum þegar fall nafnorðsins endar á sérhljóða eða r (í ft.).
Greinirinn beygist þannig:
| kk. | kvk. | hk. | |
| nf. et. | hinn | hin | hið |
| þf. et. | hinn | hina | hið |
| þgf. et. | hinum | hinni | hinu |
| ef. et. | hins | hinnar | hins |
| nf. ft. | hinir | hinar | hin |
| þf. ft. | hina | hinar | hin |
| þgf. ft. | hinum | hinum | hinum |
| ef. ft. | hinna | hinna | hinna |

