Útselur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Útselur | |||||||||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||
|
|||||||||||||||
|
|
|||||||||||||||
| Halichoerus grypus (Fabricius, 1791) |
|||||||||||||||
Útbreiðsla útsels með bláum lit
|
|||||||||||||||
|
|
Útselur (fræðiheiti: Halichoerus grypus) er stór selur sem er útbreiddur báðum megin Norður-Atlantshafsins. Hann er eina tegundin í ættkvíslinni Halichoerus. Hann er með stórt og langt höfuð, grár að lit með dökkum flekkjum að ofan, en ljósari á kviðinn. Útselur er önnur tveggja selategunda sem kæpa við Ísland - hin tegundin er landselur. Útselir verða allt að helmingi stærri en landselir: fullorðinn brimill getur náð yfir þriggja metra lengd og orðið 300 kíló að þyngd. Hann hefur líka verið nefndur haustselur þar sem hann kæpir á haustin, ólíkt landsel sem kæpir á vorin.

