Spjall:Stólpípa
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Endemis rugl frá upphafi til enda. - Eyðist!! (Stólpípa er annars íslenska heitið yfir enska orðið enema.) Thvj 10:04, 20 apríl 2007 (UTC)
Innhelling er læknisfræðilegt hugtak, skoðaðu orðabankann félagi. Sláðu upp enema og athugaðu málið. Stólpípa er verkfæri sem notað er til innhellingar. — Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 85.220.9.225 (spjall) · framlög
Þetta er rétt:
Úr orðasafninu Læknisfræði
[íslenska] innhelling
[skilgr.] Vökva, sem inniheldur lyf, næringu eða rannsóknarefni, rennt í endaþarm.
[enska] enema [sh.] enteroclysis [sh.] clyster
- Breytir því ekki að stólpípa er það orð sem oftast er notað um athöfnina, en ekki aðeins tækið. --Akigka 04:07, 21 apríl 2007 (UTC)
Stólpípa er ekki notað um athöfnina nema maður segi SETJA E-M STÓLPÍPU: sbr: Þegar sjúklingar hafa kveisu (kolik), skal setja þeim stólpípu og hafa lítið af (OH). Athöfnin heitir ekki stólpípa, það er tækið. Menn setja e-m stólpípu - eða
dás: (kv) 2. stólpípa: SETJA E-M DÁS: give en et Lavement (Vf). sáputappi: () SETJA E-M SÁPUTAPPA: þ.e. stólpípu.
Meðferðin nefnist innhelling. Æ, guð, er maður aftur kominn í það að deila um tittlingaskít.
Er hægt að sættast á þessa útgáfu? í bili þeas?

