Britney Spears

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Britney Spears á tónleikum.
Britney Spears á tónleikum.

Britney Spears eða Britney Jane Spears (fædd 2. desember 1981) er bandarísk söngkona. Hún syngur einkum popptónlist en hefur raunar einnig verið í hlutverki leikkonu, dansara, rithöfundar og söngvaskálds. Sem barn söng hún við ýmis tilefni og fór meðal annars á söngnámskeið og komst eftir þau að í þættinum The New Mickey Mouse Club á sjónvarpsstöðinni Disney Channel í Bandaríkjunum. Hún var í þeim þegar hún var 11-13 ára gömul. Nokkrum árum síðar gerði hún prufuupptöku sem komst í hendur stjórnanda hjá Jive Records plötufyrirtækinu og komst hún á samning þar. Árið 1998, þegar Spears var 17 ára, kom út fyrsta plata hennar, ...Baby One More Time og titillag plötunnar sló í gegn víða um heim. Tveimur árum síðar kom næsta plata út Oops!... I Did It Again. Árið 2001 kom þriðja platan, Britney, út og tveimur árum síðar In the Zone, nýjasta platan hennar. Á milli þessara platna, árið 2002, lék Spears í sinni fyrstu kvikmynd, Crossroads. Árið 2005 kom út fimmta plata söngkonunnar Britney Spears: Greatest Hits sem innihélt öll vinsælustu lög söngkonunnar. Ímynd Spears hafði á þessum tíma þróast mjög, frá því að vera saklaus skólastelpa yfir í að hafa mjög kynferðislega ímynd. Undanfarið hefur hún dregið sig nokkuð í hlé enda margt gerst í hennar persónulega lífi. Hún hefur eignast tvo syni með fyrrverandi eiginmanni sínum Kevin Federline, Sean Preston (fæddur 2005) og Jayden James (fæddur 2006).

Sögur hafa verið á kreiki um það að skilnaður hennar og Kevins Federline hafi að miklu leyti stafað af því að Britney hafi haldið framhjá honum með fjölda kvenna á meðan þau voru gift, Spears vill ekkert tjá sig um það. Stuttu eftir að Kevin og Britney skildu lét Britney gera sig sköllótta og fékk sér húðflúr. Hún fór líka í meðferð og reyndi tvisvar að fremja sjálfsmorð.

[breyta] Þekkt lög með Spears

  • My Pregoavite
  • Toxic
  • ...Baby One More Time
  • Oops!... I Did It Again
  • Stronger
  • (You drive me)
  • Me agents the music (ásamt Madonnu)
  • Everytime
  • I love Rock'N Roll
  • Lucky
  • Sometimes
  • Boys
  • Born to make you happy
  • My Diary
  • GimmeMore