Spjall:LOL (netslangur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein má sannarlega við því að fá tilvísanirnar af ensku greininni til að styðja fullyrðingarnar. --Cessator 21:36, 25 maí 2007 (UTC)

Hvaða fullyrðingar? --Baldur Blöndal 23:17, 25 maí 2007 (UTC)
„Þessi skammstöfun er fyrst og fremst notuð á vefsíðum og í rauntímaspjalli sem fer fram á netinu“ en ekki t.d. í sms'i. Er til heimild fyrir þessu? --Cessator 23:25, 25 maí 2007 (UTC)
Er ekki nokkuð öruggt að segja bara: „Þessi skammstöfun er gjarnan notuð í skrifum á rafrænum miðlum.“ LOL. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 23:31, 25 maí 2007 (UTC)
LOLZOMFG júmmz það gæti genginz. --Baldur Blöndal 01:00, 26 maí 2007 (UTC)
Þetta mæti nú alveg heita LOL (slangur). Finnst óþarfi að búa til óþarfa langar útskýringar. --Steinninn spjall 05:54, 26 maí 2007 (UTC)
Já það væri líka hægt að kalla þetta LOL (orð) eða LOL (upphrópun), þetta heitir reyndar netslangur á enska Wikipedia og mér finnst að við ættum að gera allt nákvæmlega eins og á ensku Wikipedia sem og að hafa eins langa titla og við getum mögulega haft. --Baldur Blöndal 12:59, 26 maí 2007 (UTC)
Góður. En svona í alvöru, eigum við ekki að fara að klára að þýða allar greinarnar af en: yfir á íslensku og þá getum við loksins lokað þessari óþarfa ensku Wikipedia rugli. Það var jú alltaf áætlunin. --Steinninn spjall 13:26, 26 maí 2007 (UTC)

Ensk skammstöfun, sem á ekki heima á íslensku Wikipediu. ---Eyðist!! Thvj 13:54, 26 maí 2007 (UTC)

Þetta er nú svo rótgróið inn í íslenska tungu að mér finnst þetta eiga fyllilega rétt á sér á íslensku Wikipedia. --Steinninn spjall 14:05, 26 maí 2007 (UTC)
Og jafnvel þótt það væri ekki rótgróið í íslenskri tungu; það er eins og að eyða latneskum málsháttum af ensku Wikipediu vegna þess að það er ekki enska og þarafleiðandi eigi ekki heima á Ensku wikipediu. --Baldur Blöndal 14:34, 26 maí 2007 (UTC)
Latnesku málshættirnir eru einmitt margir rótgrónir í enska tungu. --Cessator 16:39, 26 maí 2007 (UTC)
Geri mér nú grein fyrir því, en ég er ekki að tala um málshætti eins og "pro bono" eða "id est" heldur frekar einhverja sem eru aldrei notaðir í ensku. --Baldur Blöndal 18:26, 26 maí 2007 (UTC)