Spjall:Listi yfir íslenskar kvikmyndir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Greinin Listi yfir íslenskar kvikmyndir er gæðagrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera mjög vandaða grein. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug.
Eldri umræður
Eldri umræður

[breyta] Tengill á IMDb

Ég ætti auðvita að vera en:Wikipedia:Be boldBold en ég er ekki viss um hvernig best er að hafa þetta. Mér datt í hug að hafa efst Tenglar og niðri tengla á borð við IMDb. En ef þetta á að vera gæðagrein, þá ættum við eitthverstaðar að setja tengil á IMDb greinina. Þá dettur mér í hug að hafa 'IMDb efst og svo tenglana á borð við Tengill niður, en þegar fólk er komið langt niður er óvíst að það viti hvaða tengill þetta er, því útskýringin er lengst uppi. Eitthverjar hugmyndir? --Steinninn 23:08, 30 júlí 2007 (UTC)

Jæja, ég bætti þessu bara eitthvernvegin við. Hugsanlega set ég líka inn Wikiquote tengla og annað tilfallandi þegar nóg er til af þeim. --Steinninn 00:31, 7 ágúst 2007 (UTC)

[breyta] Aukaflokkar

Það mætti alveg vera eitthvað annað þarna- bara einhverjar hugmyndir:

  • Lita flokkana eftir...
    ...framleiðslustað (ég hef tekið eftir að margar myndirnar eru ekki alíslenskar)
    ...tegund? (spennumynd, gamanmynd, safnfræðileg mynd?)
  • Gefa til kynna ef ákveðin mynd hefur unnið verðlaun?
  • Skipta upp milli áratuga?
  • Gefa upp lengd?
  • Gefa upp nokkra af aðalleikurunum?

... dettur ekki meira í hug, en þetta eru bara hugmyndir. Endilega komið með athugasemdir. =) --Baldur Blöndal 01:36, 31 júlí 2007 (UTC)

Ef við förum út í svona hluti þá gæti verið að taflan verði of stór fyrir 800x600 skjástærð. Er hægt að bæta því við og hafa svona sýna takka á því. Einnig er ekki til upplýsingar um lengd allra myndanna, svo það gæti orðið erfit að hafa hann „tæmandi“. Ef við förum að skipta listanum upp eftir áratugum þá virkar wikisort ekki nógu vel, Þá væri til dæmis erfit að raða þeim eftir leikstjóra. --Steinninn 16:34, 31 júlí 2007 (UTC)
Já satt, hafði ekki hugsað út í það. Feedback FTW --Baldur Blöndal 16:36, 31 júlí 2007 (UTC)
Mér líst samt mæta vel á að bæta við tegund, lengd og aðalleikurum ef það er hægt að fela það og sýna að vild. Sjáðu til dæmis {{Evrópa}}, reyndar er það falið upp og niður, en vil viljum fela þetta frá hægri til vinstri. --Steinninn 16:45, 31 júlí 2007 (UTC)
Það er nú ekki allklikkuð hugmynd. Heldurðu að þú getir reddað því? --01:01, 7 ágúst 2007 (UTC)
Ég fór að lesa um gæðalista á en: og þar var mælt með að stórar töflur (eins og þessi) sé skipt niður til að auðvelda leiðréttingar. Það var mjög erfit að finna eina mynd frá 1995 til að leiðrétta. Spurning hvort við ættum að skipta þessu aftur niður, það er, á fimm ára fresti. Kannski ekki. --Steinninn 13:38, 20 ágúst 2007 (UTC)

[breyta] Hvíti víkingurinn

Ein spurning: Af hverju var Hvíti víkingurinn tekinn út? --Akigka 14:14, 20 ágúst 2007 (UTC)

Út af framleiðslulandinu - eg skil... :) --Akigka 14:14, 20 ágúst 2007 (UTC)