Hlutfall
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hlutfall er samband tveggja talna (yfirleitt náttúrlegra talna), n og m, þar sem n < m, gefið með setningunni „n á móti m“ eða „n af hverjum m“ . Hlutfall má einnig setja fram sem almennt brot: n/m eða n:m, sem tugabrot eða hundraðshluta. Algeng hlutföll eru hálfur, þriðjungur og fjórðungur. Dæmi: „Helmingurinn féll á prófinu“, „1 af hverjum 3 lesa blöðin daglega“, eða „25% þjóðarinnar eru ólæs“.
Hlutföll geta einnig verið óræð, t.d. pí, sem er ummál hrings á móti þvermáli og gullinsnið, sem algengt er í byggingarlist og myndlist.

