Pyrrosarsigur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pyrrosarsigur er dýrkeyptur sigur þegar alltof miklu er fórnað til að hafa betur. Hugtakið á uppruna sinn að rekja til þess þegar Rómverjar voru sigraðir af Pyrrosi í orrustunni við Ascúlum árið 280 f.Kr. Rómverjar náðu að hörfa skipulega án mikils mannfalls meðan Pyrros var illa særður og missti meirihluta hins gríska liðs síns.
Heimildir segja að Pyrros hafi sagt eftir sigurinn: „Einn slíkur sigur enn á Rómverjum, og við erum sigraðir“.

