Stóll
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stóll (eða setgagn) er húsgagn til að sitja á. Hann er með fætur, setu, bak og arma (sem einnig nefnast bríkur eða stólbrúður). Í fornu máli var stóll nefndur sitill eða sjötull. Stóll án arma og baks, nefnist kollur.
[breyta] Ýmsar tegundir stóla
- armstóll er stóll með bríkum til að hvíla handleggina á. Einnig nefndur bríkastóll eða brúðarstóll.
- drumbstóll er stóll gerður úr einum viðarbút.
- hnallur er óvandað trésæti, stólkollur. Einnig nefndur hnakkur.
- hægindastóll er bólstraður, djúpur stóll til að halla sér aftur á bak í. Einnig nefndur reiðustóll, hvílstóll eða lenustóll (en það síðasttalda er gömul dönsk sletta).
- kjaftastóll er garðstóll, stóll sem auðveldlega má spenna sundur og leggja saman (dúkur þanninn á grind).
- skrúfstóll er stóll sem hækka má og lækka setuna á með því að snúa henni. Oft notaður við píanó.
- stólkollur er lítill, baklaus stóll. Einnig nefndur kollur, knakkur eða setuhnakkur.
- tröppustóll er stóll með tröppum, oft innfellanlegum undir stólinn sjálfan.

