Elísabet 2. Bretadrottning
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Elísabet II (fullt nafn: Elizabeth Alexandra Mary, fædd 21. apríl 1926) er drottning og þjóðhöfðingi Antígva og Barbúda, Ástralíu, Bahamaeyja, Barbados, Belís, Kanada, Grenada, Jamaíku, Nýja Sjálands, Papúu Nýju Gíneu, Sankti Kristófer og Nevis, Sankti Lúsíu, Sankti Vinsent og Grenadíneyja, Salómonseyja, Túvalú, og Bretlands.
Þar að auki er hún höfuð breska samveldisins, æðsti yfirmaður ensku biskupakirkjunnar og bresku heraflanna og lávarður Manar. Þessum embættum hefur hún gegnt síðan faðir hennar Georg VI lést árið 1952.
Hún er þjóðhöfðingi um 125 milljón manns. Eiginmaður hennar er Filippus prins, hertoginn af Edinborg. Saman eiga þau fjögur börn, í aldursröð Karl, prinsinn af Wales, (sem er ríkisarfi hennar), Anna prinsessa, Andrés prins, hertoginn af York og Eðvarð prins, jarlinn af Wessex.

