Öreind
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Öreind er heiti smæstu efniseinda, sem mynda alheiminn.
Samkvæmt Staðallíkaninu skiptast öreindirnar í tvo hópa, fermíeindir og bóseindir (bósónur). Minnstu fermíeindirnar, sem ekki virðast samsettar úr öðrum smærri eindum, eru létteindir og kvarka. Hver kjarneind (þungeind), sem samsett er úr þremur kvörkum, myndar ásamt rafeindum (létteind) frumeindir, sem eru bygginareiningar efnis. Miðeindir (mesónur) eru samsettar úr tveimur kvörkum. Samkvæmt fyrrnefndu líkani miðla bóseindir kröftum: ljóseindir rafsegulkrafti, kvarðabóseindir veika kjarnakraftinum, en límeindir þeim sterka. Higgs-bóseindin gegnir lykilhlutverki í staðallíkaninu, en hún hefur þrátt fyrir mikla leit ekki fundist enn. Helsti galli staðallíkansins er að það skýrir ekki þyngdarafl.

