NFVÍ

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

NFVÍ (skammstöfun á Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands) er nemendafélag Verzlunarskóla Íslands. Félagið er skipað nemendum í Verzlunarskólanum og stendur fyrir ýmsum viðburðum. Félagið mun skiptast í alls 18 nefndir á skólaárinu 2007-08.

Efnisyfirlit

[breyta] Helstu viðburðir

  • NEMÓ
  • Stuttmyndahátíð
  • Söngvakeppni
  • Sönglagakeppni ( DEMÓ )
  • Ljósmyndakeppni
  • Skemmtikvöld
  • Dragkeppni

[breyta] Blöð og tímarit

Félagið gefur út þrjú blöð eða tímarit. Þau eru:

  • Viljinn
  • Verzlunarskólablaðið
  • Kvasir

[breyta] Nefndir NFVÍ 2007-08

[breyta] Ritari stjórnar

Hlutverk ritara stjórnar er að sjá um ritun fundagerða á stjórnarfundum.

[breyta] 12:00

Hlutverk nefndarinnar er að gefa út frétta- og skemmtiþáttinn 12:00

[breyta] Kvasir

Hlutverk nefndarinnar er að gefa út frétta- og afþreyingarblaðið Kvasi.

[breyta] Ívarsmenn

Hlutverk nefndarinnar er að spila tónlist á atburðum nemendafélagsins sem og í hléum á marmara.

[breyta] Ljóslifandi

Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja stuttmyndasamkeppnina Ljósið og kvikmyndahátíð í tengslum við það.

[breyta] Annálsritarar

Hlutverk annálsritara er að halda utan um öll gögn sem tengjast viðburðurm félagslífsins það árið. Auk þess að semja annál félagslífsins í máli og myndum.

[breyta] Vefnefnd

Hlutverk nefndarinnar er að yfirumsjón með heimasíðu nemendafélagsins, www.nfvi.is.

[breyta] Hljómsveitin

Hlutverk hljómsveitarinnar er að spila á lifandi tónlist á atburðum nemendafélagsins sem og í hléum á marmara.

[breyta] Vídjónefnd

Hlutverk nefndarinnar er að sjá um upptöku og myndbandsvinnslu fyrir nemendafélagið.

[breyta] Ljósmyndanefnd

Hlutverk nefndarinnar er að sjá um ljósmyndun fyrir atburði nemendafélagsins sem og á völdum atburðum.

[breyta] Auglýsingaráð

Hlutverk ráðsins er að auglýsa atburði nemendafélagsins á þann hátt að tekið sé eftir í skólanum.

[breyta] Lögsögumaður

Hlutverk Lögsögumanns er að stjórna klappliði skólans ásamt því að stjórna röðum í miðasölur á hina ýmsu atburði innan skólans.

[breyta] DGH

Hlutverk nefndarinnar er að setja upp og vinna ýmsa útgáfu á vegum nemendafélagsins svosem miða og veggsjöld.

[breyta] DHT

Hlutverk nefndarinnar er að hafa yfirumsjón með allri hljóðuppsetningu á viðburðum nemendafélagsins.

[breyta] Útvarpið

Hlutverk nefndarinnar er að sjá um uppsetningu og skipulagningu útvarpsins.

[breyta] GVÍ

Hlutverk nefndarinnar er að sjá um undirbúning og skipulagningu áheitadags NFVÍ.

[breyta] IEEE 802.3

Hlutverk nefndarinnar er að sjá um skipulagningu LAN móta á vegum NFVÍ.

[breyta] VW (VerzlóWaves)

Hlutverk nefndarinnar er að sjá um skipulagningu VerzlóWaves tónlistarhátíðarinnar.

                                                                                           

[breyta] Klúbbar

'Baldursbrá'

Hlutverk klúbbsins er að halda tónsmíðakeppnina Demó.

[breyta] Tenglar