Klósigar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Klósigar (latína: Cirrus) eru ein gerð háskýja sem tilheyra blikum, þau eru samansett úr ískristöllum og myndast í yfir 7 kílómetra hæð og eru, vegna þess hve hátt þau liggja, fyrstu skýin sem roðna við sólarupprás. Þegar þau eru bogin upp í annan endann nefnast þau vatnsklær. Þessi ský myndast við hægt hitauppstreymi (um 0,3m/s) og við skil loftmassa eða í kjölfar rigningar eða þrumuveðurs.
[breyta] Heimild
- Ský. Skoðað 30. maí, 2007.

