Telpnakór Langholtsskóla - Litla ljót

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Litla ljót
Forsíða breiðskífu
Bakhlið breiðskífu
Hljómar – SG - 532
Gefin út 1968
Tekin upp {{{Tekin upp}}}
Tónlistarstefna Leikrit með söngvum
Lengd
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjóri Pétur Steingrímsson
Hljómar – Tímatal

Litla ljót er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1968. Litla ljót er ævintýri með söngvum eftir Hauk Ágústsson og flutt af telpnakór úr Langholtsskóla undir stjórn Stefáns Þengils Jónssonar. Útsetningar og hljómsveitarstjórn, Carl Billich. Hljóðritun fór fram í Ríkisútvarpinu og sá Pétur Steingrímsson um hana. Teikningu á framhlið gerði Halldór Pétursson.

[breyta] Leikendur

  1. Litla Ljót - Eyrún Antonsdóttir
  2. Skógardísin - Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona
  3. Sögumaður - Helgi Skúlason leikari

[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags

   
Telpnakór Langholtsskóla - Litla ljót
Síðari hluta ársins 1967 var æfintýrið Litla Ljót sýnt í íslenzka sjónvarpinu við miklar vinsældir yngstu áhorfendanna. Þarna var íslenzkt efni á ferðinni, sem gaf ekkert eftir mörgu því erlenda skemmtiefni, sem sýnt hafði verið í barnatíma sjónvarpsins. — Höfundur æfintýrisins, Haukur Ágústsson, samdi ekki aðeins leikinn sjálfan, heldur og alla söngtexta og lögin, sem mörg hver eru með skemmtilegri barnalögum, sem heyrzt hafa hér á landi. Á hljómplötu þessari hafa nokkrar smávægilegar breytingar verið gerðar á leiknum til þess að gera hann hæfari til flutnings á hljómplötu. Þá gera hinar skemmtilegu útsetningar Carls Billich sitt til að skapa þá réttu stemmingu, sem á að vera á hljómplötu ætlaðri börnum.
   
Telpnakór Langholtsskóla - Litla ljót
 
— Svavar Gests