Skógræktarfélag Íslands
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skógræktarfélag Íslands er landssamband 61 staðbundinna skógræktarfélaga sem hefur það markmið að rækta skóga á Íslandi. Samtals telja félagar um átta þúsund talsins. Félagið var stofnað á Alþingishátíðinni 1930.
Félagið gefur út félagsritið Skógræktarritið, fréttablaðið Laufblaðið og sérritið Frækornið, stendur fyrir námskeiðum og fyrirlestrum tengdum skógrækt og útnefnir á hverju ári Tré ársins.

