24. júní
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Maí – Júní – Júl | ||||||
| Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
| 1 | 2 | |||||
| 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
| 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
| 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
| 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
| 2007 Allir dagar |
||||||
24. júní er 175. dagur ársins (176. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 190 dagar eru eftir af árinu. 24. júní er líka Jónsmessudagur, og heitir svo því það er afmælisdagur Jóhannesar skírara. Eini fæðingardagur dýrlings sem haldinn var helgur.
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
- 1000 - Kristni var lögtekin á Alþingi.
- 1128 - Portúgal varð sjálfstætt ríki eftir orrustuna við São Mamede.
- 1497 - Giovanni Caboto kom að landi í Norður-Ameríku.
- 1535 - Uppreisnin í Münster: Anabaptistaborgin Münster féll.
- 1556 - Oddur Gottskálksson, lögmaður, lést. Hann þýddi Nýja testamentið á íslensku fyrstur manna og var það fyrsta bók sem prentuð var á íslensku. Oddur var sonur Gottskálks biskups grimma á Hólum.
- 1618 - Morðbréfamálið: Jón Ólafsson lögréttumaður kærði Guðbrand Þorláksson biskup fyrir eftirlitsmönnum konungs.
- 1724 - Appolónía Schwarzkopf lést á Bessastöðum. Hún var heitkona Fuhrmanns amtmanns sem vildi ekkert með hana hafa.
- 1865 - Fyrsti keisaraskurður var framkvæmdur á Íslandi. Móðirin lést en barnið lifði. Þetta var fyrsta svæfing á Íslandi við fæðingu.
- 1875 - W. L. Watts, enskur vísindamaður, fór ásamt fjórum Íslendingum norður yfir Vatnajökul og komu þeir til byggða á Hólsfjöllum eftir mikla hrakninga í rúman hálfan mánuð.
- 1886 - Stórstúka Íslands stofnuð.
- 1900 - 900 ára afmælis kristnitökunnar á Íslandi var minnst við messur í landinu.
- 1956 - Hræðslubandalag Framsóknarflokks og Alþýðuflokks bauð fram í Alþingiskosningum.
- 1961 - Sigurhæðir á Akureyri, hús Matthíasar Jochumssonar, voru opnaðar sem safn í minningu skáldsins.
- 1968 - Atlantshafsbandalagið hélt ráðherrafund á Íslandi í fyrsta sinn.
[breyta] Fædd
- 1842 - Ambrose Bierce, bandarískur háðsdeiluhöfundur, gagnrýnandi, skáld, smásöguhöfundur, ritstjóri og blaðamaður (d. 1913).
- 1944 - Pétur Blöndal, íslenskur stjórnmálamaður.
[breyta] Dáin
- 1245 - Órækja Snorrason, lést í útlegð (f. 1205).
- 1519 - Lucrezia Borgia, ítölsk hertogaynja (f. 1480).
- 1556 - Oddur Gottskálksson, lögmaður (f. 1514/1515).
[breyta] Hátíðir
- Jónsmessa, fæðingardagur Jóhannesar skírara, í kristnum sið.
| Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
|---|
| Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |

