Tungumál í Evrópusambandinu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjölmörg tungumál eru töluð í ríkjum Evrópusambandsins, sum þeirra njóta sérstakrar stöðu innan þess og eru skilgreind sem opinber mál, það eru mál sem notuð eru innan stofnanna sambandsins. Til viðbótar finnast mörg tungumál í aðildarríkjunum sem ekki njóta slíkrar viðurkenningar en vaxandi hreyfing hefur verið í kringum að gera nokkur þeirra að opinberum málum, sérstaklega hvað varðar basknesku, katalónsku, gallísku og írsku en það síðastnefnda telst reyndar opinbert mál upp að vissu marki.

[breyta] Opinber mál og nöfn ESB á þeim