Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR) | |
| Fæðingardagur: | 23. júní 1949 (58 ára) |
| 12. þingmaður Suðvesturkjördæmis | |
| Flokkur: | |
| Nefndir: | Forsætisnefnd, heilbrigðisnefnd, menntamálanefnd og Íslandsdeild Norðurlandaráðs |
| Þingsetutímabil | |
| 2007- | í Suðvest. fyrir Sjálfstfl. ✽ |
| ✽ = stjórnarsinni | |
| Embætti | |
| 2007- | 6. varaforseti Alþingis |
| Tenglar | |
| Æviágrip á vef Alþingis | |
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (f. 23. júní 1949) er fyrrverandi bæjarstjóri Mosfellsbæjar og er hún þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur kjördæmi.
Ragnheiður er menntaður íslenskufræðingur. Hún starfaði um margra ára bil sem íslenskukennari í Gagnfræðaskólanum í Mosfellsbæ sem nú heitir Varmárskóli. Ragnheiður var jafnframt skólastjóri í Gagnfræðaskólanum um tíma og þar á eftir skólastjóri í Hjallaskóla í Kópavogi.
Í kosningum til Alþingis þann 12. maí 2007 var Ragnheiður kjörin á þing sem sjötti þingmaður Suðvesturkjördæmis.
Faðir Ragnheiðar er Ríkharður Jónsson fyrrum knattspyrnumaður.
Sonur Ragnheiðar er Ríkharður Daðason knattspyrnumaður.
Dóttir Ragnheiðar, Hekla Daðadóttir handboltakona.

