Hlutleysufall
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hlutleysufall er fall sem varpar mengi á sig sjálft, þ.a. sérhvert stak í formengi fallsins hefur eitt og aðeins eitt stak í bakmenginu, sem er jafnt stakinu úr formenginu. Hlutleysufall er gjarnan táknað með i og er þá skilgreint þannig:
. Fallgildi hlutleysufalls er stök í mengi fastapunkta fallsins og hlutleysufall er skv. skilgreiningu gagntækt fall.
Hlutleysa er ákveðið stak, sem á við tiltekna aðgerð, þ.e. aðgerðin hefur engin áhrif á stakið. Stakið "I" er hlutleysa aðgerðar * ef eftirfarandi gildir fyrir sérhvert stak x:
x * I = x og/eða I * x = x.
Talan núll er hlutleysa samlagningar, en talan "1" er hlutleysa margföldunar. Núllfylkið er sömuleiðis hlutleysa við samlagningu fylkja og einingarfylkið, en hlutleysa við margöldun fylkja.

