29. ágúst

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

JúlÁgústSep
Su Þr Mi Fi La
  1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
2007
Allir dagar

29. ágúst er 241. dagur ársins (242. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 124 dagar eru eftir af árinu.

Dagurinn er kallaður höfuðdagur, vegna píslarvættis Jóhannesar skírara. Dagurinn er einnig tengdur íslenskri hjátrú, en menn trúðu því að veðurfarið þennan dag héldist næstu þrjár vikur.

[breyta] Atburðir

  • 1521 - Tyrkir náðu Belgrad á sitt vald.
  • 1791 - Skip James Cook, HMS Endeavor, strandaði á Kóralrifinu mikla undan strönd Ástralíu.
  • 1862 - Akureyri fékk kaupstaðarréttindi í annað sinn. Fyrstu kaupstaðarréttindin voru veitt 1786 um leið og Reykjavík varð kaupstaður.
  • 1910 - Fyrsti keisaraskurður á Íslandi, þar sem bæði móðir og barn lifðu, var framkvæmdur í Reykjavík.
  • 1914 - Ráðherra gaf út tilskipanir vegna ófriðarins í Evrópu til að tryggja hlutleysi Íslands. Íslendingum var bannað að veita ófriðarríkjunum eða ganga í heri þeirra.
  • 1971 - Eldur kom upp í kirkjunni á Breiðabólstað á Skógarströnd vegna gastækja og brann hún algjörlega. Á sama tíma kviknaði í bíl sóknarprestsins.
  • 1992 - Kvikmyndin Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannesdóttur var frumsýnd. Myndin fjallar um strand franska rannsóknarskipsins Pourquoi pas?
  • 2005 - Fellibylurinn Katrina olli yfir 1600 dauðsföllum og gríðarlegri eyðileggingu á suðurströnd Bandaríkjanna.

[breyta] Fædd

  • 1632 - John Locke, enskur heimspekingur (d. 1704).
  • 1876 - Charles F. Kettering, bandarískur uppfinningamaður (d. 1958).
  • 1915 - Ingrid Bergman, sænsk leikkona (d. 1982).
  • 1923 - Richard Attenborough, breskur heimildarmyndagerðarmaður.
  • 1938 - Robert Rubin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
  • 1936 - John McCain, bandarískur þingmaður.
  • 1958 - Michael Jackson, bandarískur söngvari.
  • 1980 - David Desrosiers, kanadískur bassaleikari (Simple Plan).

[breyta] Dáin

  • 1123 - Eysteinn Magnússon, Noregskonungur (f. um 1088).
  • 1688 - Stefán Ólafsson, prestur og skáld í Vallanesi (f. um 1619)
  • 1904 - Murad V, Ottómanskur soldán (f. 1840).
  • 1966 - Sayyid Qutb, Egypskur fræðimaður (f. 1906).


Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31)