Norðurskautsráð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Norðurskautsráðið er vettvangur þar sem ríki sem eiga land á norðurslóðum vinna að sameiginlegum málefnum sem varða norðurslóðir. Í ráðinu eiga sæti átta lönd. Þau eru Ísland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland, Rússland, Kanada og Bandaríkin. Einnig eiga samtök eftirfarandi sex frumbyggjahópa fastafulltrúa í ráðinu: Alþjóðasamtök Aleúta, Alþjóðarráð Gwich'inþjóðarinnar,Norðurskautsráð Atabaksa, Norðurskautlæg svæðissamtök Inúíta (Svæðissamtök Inúíta á norðurslóðum), Samtök þjóða í Rússlandi sem eiga uppruna sinn á norðurslóðum og Samaráðið.

Starfssemi Norðurskautsráðsins miðar að því að vernda umhverfi norðurskautssvæðisins og vinna að velfarnaði íbúa þess í efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu tilliti.

  Þessi grein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.