Steingrímur J. Sigfússon
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Steingrímur J. Sigfússon (SJS) | |
| Fæðingardagur: | 4. ágúst 1955 (52 ára) |
| Fæðingarstaður: | Gunnarsstaðir í Þistilfirði |
| 4. þingmaður Norðausturkjördæmis | |
| Flokkur: | |
| Nefndir: | Utanríkismálanefnd og Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins |
| Þingsetutímabil | |
| 1983-1988 | í Norðurl. e. fyrir Alþb. |
| 1988-1991 | í Norðurl. e. fyrir Alþb. ✽ |
| 1991-1998 | í Norðurl. e. fyrir Alþb. |
| 1998-1999 | í Norðurl. e. fyrir Óh. |
| 1999-2003 | í Norðurl. e. fyrir Vg. |
| 2003- | í Norðaust. fyrir Vg. |
| ✽ = stjórnarsinni | |
| Embætti | |
| 1987-1988 | Þingflokksformaður (Alþb.) |
| 1988-1991 | Landbúnaðarráðherra |
| 1988-1991 | Samgönguráðherra |
| 1995-1998 | Formaður sjávarútvegsnefndar |
| Tenglar | |
| Æviágrip á vef Alþingis | |
Steingrímur Jóhann Sigfússon (fæddur 4. ágúst 1955), er alþingismaður og formaður Vinstri hreyfingarinnar — græns framboðs. Áður var hann þingmaður Alþýðubandalags og varaformaður flokksins 1989-1995. Hann hefur setið á Alþingi frá árinu 1983. Steingrímur var samgönguráðherra og landbúnaðarráðherra frá 28. september 1988 til 30. apríl 1991.
Þann 16. janúar 2006 lenti Steingrímur í blílslysi rétt hjá Blöndósi, en náði sér aftur eftir það.
Steingrímur býr í Reykjavík en er fæddur og uppalinn á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Hann er þekktur fyrir að vera mikið fyrir útivist og hreyfingu, sumarið 2005 gekk hann frá Reykjanestá að Langanesi. Í nóvember 2006 kom út eftir hann bókin Við öll - íslenskt velferðarsamfélag á tímamótum hjá Bókaútgáfunni Sölku.
[breyta] Tilvitnanir
2. apríl 2005 - Um efnahagsmál
- „Eini aðilinn sem sefur værum svefni í hlýju eldanna sem loga í hagkerfinu er ríkisstjórnin með forsætisráðherra í broddi fylkingar. Spurningin er hvort Halldór kann á fiðlu.“
Greinin „Eldarnir loga en kann Halldór á fiðlu?“ í Morgunblaðinu 2. apríl 2005
14. maí 2004 - Alþingisumræður um fjölmiðlafrumvarpið
- „Það skal þá standa, að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla, að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig!"
Mbl.is - Steingrímur segir forsætisráðherra vera „gungu og druslu“.
[breyta] Tengill
- Stutt æviágrip á heimasíðu Alþingis
- Defending the welfare system, viðtal við Steingrím í tímaritinu Grapevine
| Fyrirrennari: Jón Helgason |
|
Eftirmaður: Guðmundur Bjarnason |
|||
| Fyrirrennari: Mattías Á. Mathiesen |
|
Eftirmaður: Halldór Blöndal |
|||

