Mýrin (bók)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mýrin er bók eftir rithöfundinn Arnald Indriðason. Tökur hófust á samnefndri bíómynd í mars mánuði árið 2006 í leikstjórn Baltasars Kormáks.

Mýrin hefst á því að rannsóknarlögreglumaðurinn Erlendur er kallaður til í Norðurmýrina. Þar hefur roskinn maður fundist myrtur og í skúffu er mynd af fjögurra ára gamalli stúlku sem tengist miklum fjölskylduharmleik. Á sama tíma hverfur ung kona úr brúðkaupi og óþægilegar minningar hellast yfir rannsóknarlögreglumanninn.


  Þessi grein sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.
Á öðrum tungumálum