Viti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Reykjanesviti
Reykjanesviti

Viti er háreist, turnlaga bygging, með öflugum ljósgjafa efst. Í myrkri sjá skipstjórnarmenn ljósið og vita þá hvar land er. Hver viti hefur sitt ljóseinkenni, t.d. hvítur þríblossi með 25 sekúndna millibili. Þannig er hægt að gera sér grein fyrir hvaða vita er verið að horfa á frá sjó og staðsetja sig nánar út frá því. Siglingastofnun Íslands hefur umsjón með vitum á Íslandi.

Vitar eru gjarnan á annesjum, og stundum á skerjum, en vitar eru einnig hafðir á baujum á hafi úti. Áður fyrr voru sums staðar notuð vitaskip.

Radíóviti er viti sem sendir útvarpsbylgjur í stað ljóss og er notaður af flugvélum.

[breyta] Tenglar

  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.