Hljómsveit Ingimars Eydal - Á sjó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Litla sæta ljúfan góða
Forsíða breiðskífu
Bakhlið breiðskífu
Hljómar – SG - 510
Gefin út 1965
Tekin upp {{{Tekin upp}}}
Tónlistarstefna Dægurlög
Lengd
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjóri
Hljómar – Tímatal

Hljómsveit Ingimars Eydal er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1965. Á henni syngja Vilhjálmur Vilhjálmsson og Þorvaldur Halldórsson fjögur lög ásamt hljómsveit Ingimars Eydal.

[breyta] Lagalisti

  1. Litla sæta ljúfan góða
  2. Á sjó
  3. Komdu
  4. Bara að hann hangi þurr Hljóð Hljóðdæmi.

[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags

   
Hljómsveit Ingimars Eydal - Á sjó
Það kom fyrir hvað eftir annað í sumar (1965) að gestir Sjálfstæðishússins á Akureyri voru svo gagnteknir af hinum frábæra leik og söng hljómsveitar Ingimars Eydal að þeir gleymdu að fara út á dansgólfið. Þetta líktist miklu frekar hljómleikum, hvert lagið tók við af öðru, einsöngur eða tvísöngur að ógleymdu hinu ágæta söngtríói. Þarna var svo sannarlega á ferðinni ein allra bezta hljómsveit landsins. — Hið sama endurtók sig þegar hljómsveitin heimsótti Reykjavík í septemberlok og lék nokkur kvöld í Glaumbæ. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna og nokkur laga sinna varð hljómsveitin að leika aftur og aftur. — Þessi lög eru einmitt á þessari fyrstu hljómplötu hljómsveitar Ingimars Eydal. Litla sæta ljúfan góða, sem Vilhjálmur Vilhjálmsson syngur, Á sjó og Komdu, sem Þorvaldur Halldórsson syngur og er síðara lagið eftir hann og síðan hið skemmtilega lag Bara að hann hangi þurr sem söngtríóið syngur, en þar eru þeir Vilhjálmur, Þorvaldur og Andrés Ingólfsson. — Þessi fyrsta hljómplata þeirra félaga hefur tekist sérlega vel og vonandi koma margar fleiri á eftir.
   
Hljómsveit Ingimars Eydal - Á sjó
 
— Svavar Gests