Rípurhreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rípurhreppur var hreppur í miðri Skagafjarðarsýslu, kenndur við kirkjustaðinn Ríp í Hegranesi.

Hinn 6. júní 1998 sameinaðist Rípurhreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Staðarhreppi, Seyluhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.

  Þessi grein sem tengist landafræði Íslands er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.