Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (skammstafað ÍSÍ) eru heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi og æðsti aðili frjálsar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum.

ÍSÍ varð til árið 1997 þegar Íþróttasamband Íslands (st. 1912) og Ólympíunefnd Íslands sameinuðust.

Forseti ÍSÍ frá árinu 2006 er Ólafur Rafnsson, lögmaður og fyrrverandi formaður Körfuknattleikssambands Íslands.

  Þessi grein sem tengist íþrótt er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.