Danslagakeppni Útvarpsins
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Danslagakeppni Útvarpsins | ||
|---|---|---|
| Ýmsir – SG - 008 | ||
| Gefin út | 1966 | |
| Tekin upp | {{{Tekin upp}}} | |
| Tónlistarstefna | Dægurlög | |
| Lengd | ||
| Útgáfufyrirtæki | SG - hljómplötur | |
| Upptökustjóri | ||
| Ýmsir – Tímatal | ||
Úrslitalögin í Danslagakeppni Útvarpsins er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1966. Á henni flytja Ýmsir Úrslitalögin í Danslagakeppni Útvarpsins, veturinn 1966. Útsetningar og hljómsveitarstjórn, Magnús Ingimarsson. Ljósmynd á framhlið tók Gunnar Hannesson.
[breyta] Lagalisti
- Anna María - Savanna tríóið syngur - Lag - texti: Hjörtur Guðbjartsson — Árni Reynisson
- Reykjavíkurnætur - Elly Vilhjálms syngur - Lag - texti: Ingólfur Sveinsson — Ólafur Gaukur
- Bréfið - Vilhjálmur Vilhjálmsson syngur - Lag - texti: Theódór Einarsson
- Ég vildi - Björn R. Einarsson syngur - Lag - texti: Ásla Sveinsdóttir — Kristján frá Djúpalæk
- Við laufaþyt í lundi - Anna Vilhjálms syngur - Lag - texti: Asta Sveinsdóttir — Ingólfur Davíðsson
- Aðeins vegna þín - Óðinn Valdimarsson syngur - Lag - texti: Hjörtur Guðbjartson — Árni Reynisson
- Lipurtá - Ragnar Bjarnason syngur - Lag - texti: Jenni Jóns
- Sem ljúfur draumur - Helena Eyjólfs syngur - Lag - texti: Vilhehnína Baldvinsdóttir — Ólafur Gaukur
- Ólafur sjómaður - Þorvaldur Halldórsson syngur - Lag - texti: Jenni Jóns
- Dönsum og syngjum saman - Sigurður Ólafsson syngur - Lag - texti: Guðjón Matthíasson — Magnús Ólafsson
- Vinarhugur - Elly Vilhjálms syngur - Lag - texti: Lúlla Nóadáttir — Þorsteinn Mattlhíasson
- Anna-Maja - Berti Möller syngur - Lag - texti: Henni Rasmus — Tómas Guðmundsson
[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags
| Á þessari hljómplötu eru öll tíu lögin, sem komust í úrslit í danslagakeppni Ríkisútvarpsins, sem fram fór í útvarpsþœttinum Á góðri stund veturinn 1966. Og til að hafa tólf lög á plötunni þá er tveimur lögum bœtt við. Það fyrra ber nafnið Vinarhugur og hlaut það önnur verðlaun í danslagakeppni SKT 1961. Síðara lagið kom hins vegar fram í fyrstu danslagakeppni, sem fram fór á Íslandi. Var það veturinn 1938 að Hótel Íslandi. Lagið heitir Anna-Maja.
Fyrsta lagið á þessari plötu er útsett af Þóri Baldurssyni í Savanna-tríóinu, en hin ellefu lögin eru útsett af Magnúsi Ingimarssyni og annast hljómsveit undir hans stjórn undirleik. Söngvarar eru allir hinir sömu á plötunni og sungu lögin í útvarpinu, en að Savannatríóinu meðtöldu eru þetta þrettán söngvarar. Þetta er þvi fjölbreyttasta platan í þessum dúr, sem út hefur verið gefin á Íslandi. Íslenzkir, textar, íslenzk lög, íslenzkir hljóðfœraleikarar og íslenzkir söngvarar. Þjóðleg og skemmtileg hljómplata. |
||
|
— Svavar Gests
|

