Grímsey (Steingrímsfirði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lundi í Grímsey á Steingrímsfirði
Lundi í Grímsey á Steingrímsfirði

Grímsey á Steingrímsfirði er stærsta eyjan úti fyrir Ströndum. Í Grímsey var fyrrum býli og fram á 20. öld höfðu menn vetursetu á eyjunni og verbúðir. Í upphafi 20. aldar voru refir aldir í eyjunni og síðan veiddir þegar mest fékkst fyrir skinnin. Í eyjunni var reistur viti 1915 og síðan endurbyggður 1949, eftir að Þjóðverjar höfðu eyðilagt hann með loftárás í síðari heimsstyrjöld.

Í Grímsey er gríðarleg lundabyggð. Áætlað er að þar séu milli 25-30 þúsund pör af lundum. Frá Drangsnesi eru áætlunarferðir út í Grímsey yfir sumartímann. Það er rétt um 10 mínútna sigling.

  Þessi grein sem tengist landafræði Íslands er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.