Spjall:Grænmetishyggja
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Grænmetisáta
Hvernig finnst fólki þetta nafn (sem og þýðingar mínar á lacto-ovo-vegetarianism og því öllu)? Það var ekki hægt að kalla síðuna grænmetisæta, og "grænmetisáta" var besta orðið sem ég fann fyrir enska orðið "vegetarianism". Athugasemdir takk. --Baldur Blöndal 12:03, 15 júlí 2007 (UTC)
- Ég fann enga þýðingu (í orðabókum, google, dictionary.com) á orðinu veganism þannig að ég þýddi það sem ‚veganismi‘. Mér datt líka í hug "kjötlaus grænmetisáta", "fullkomin grænmetisáta", einhverjar uppástungur? --Baldur Blöndal 12:05, 15 júlí 2007 (UTC)
- Strangt til tekið stangast nýorðasmíð við stefnu okkar um frumrannsóknir. Ég var einmitt að spá í því hvort ekki þyrfti að vera undantekning þar á ef ekki er til orð í íslensku máli yfir gefið hugtak og ef það er ekki til þá mætti smíða nýtt orð í samræmi við íslenska málvenju og málfræði. Einnig þyrfti að vera sátt um notkun þess meðal notenda, til þess að forðast það að menn smíði skrípi. En ég myndi leggja til þess að veganism væri kölluð grænhyggja og áhangendur hennar græningjar (þó svo að það sé notað um annan hóp einnig). Ef við myndum eltast við latneska stofn orðsins yrði þetta kannski fjörhyggja sem er kannski of vítt miðað við merkingu hugtaksins, en ég er ekki viss. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 12:48, 15 júlí 2007 (UTC)
- Þetta er daglegt brauð á latnesku Wikipediunni, að smíða nýyrði eins og fyrir gleraugu, leikjatölvu, Reykjavík (sem eftir mikið tuð varð Reykiavicia) og svo framvegis. Vatíkanið gefur öðruhverju út orðalista, en það getur einfaldlega ekki gefið út orð fyrir hvern einast hlut í heimi. Það er kannski málið að gera eins og á latneska wikipedia og einfaldlega koma með hugmyndir?
- Veganismi
- Grænhyggja
- Fjöhyggja
- Kjötleysishyggja (til að maður tengi þetta frekar við merkinguna)
- Einhverjar hugmyndir? --Baldur Blöndal 13:34, 15 júlí 2007 (UTC)
- Þetta er daglegt brauð á latnesku Wikipediunni, að smíða nýyrði eins og fyrir gleraugu, leikjatölvu, Reykjavík (sem eftir mikið tuð varð Reykiavicia) og svo framvegis. Vatíkanið gefur öðruhverju út orðalista, en það getur einfaldlega ekki gefið út orð fyrir hvern einast hlut í heimi. Það er kannski málið að gera eins og á latneska wikipedia og einfaldlega koma með hugmyndir?
- Strangt til tekið stangast nýorðasmíð við stefnu okkar um frumrannsóknir. Ég var einmitt að spá í því hvort ekki þyrfti að vera undantekning þar á ef ekki er til orð í íslensku máli yfir gefið hugtak og ef það er ekki til þá mætti smíða nýtt orð í samræmi við íslenska málvenju og málfræði. Einnig þyrfti að vera sátt um notkun þess meðal notenda, til þess að forðast það að menn smíði skrípi. En ég myndi leggja til þess að veganism væri kölluð grænhyggja og áhangendur hennar græningjar (þó svo að það sé notað um annan hóp einnig). Ef við myndum eltast við latneska stofn orðsins yrði þetta kannski fjörhyggja sem er kannski of vítt miðað við merkingu hugtaksins, en ég er ekki viss. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 12:48, 15 júlí 2007 (UTC)
-
-
- Já, undantekningar eru sjálfsagðar þar sem íslenska orðið er ekki til (eða jafnvel þar sem ekkert orð er í almennri notkun). Við verðum jú samt að geta fjallað um hvaðeina sem þarfnast umfjöllunar. (Það er m.a.s. hægt að ímynda sér aðstæður þar sem það væri brot gegn hlutleysisreglunni að sleppa umfjöllun af því að orðið væri ekki til.) Tilgangurinn er jú að fjalla um viðfangsefnið en ekki um nýja orðið sem einhver bjó til, ekki satt? Alla vega, mig minnir að ég hafi einhvern tímann heyrt talað um jurtaætur í þessu samhengi; get reyndar ekki fundið dæmi þess en doktor.is notar orðið alla vega á einum stað sem samheiti við grænmetisætu. Annars er tillaga Friðriks fín (fjörhyggja finnst mér gott orð) en ég sé reyndar ekkert að því að nota „veganismi“ um stundarsakir. — Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Cessator (spjall) · framlög
-

