Verðandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Menntaskólablaðið Verðandi er fríblað sem hóf göngu sína haustið 2006. Því er einkum dreift inn í skóla á framhaldsskólastigi, en einnig í fríblaðadreifingu í stærri byggðalögum. Mikið af efni blaðsins er skrifað af fólki á framhaldsskólaaldri.

Verðandi kemur út með reglulegu millibili yfir veturinn, en hefur enn sem komið er ekki verið gefið út að sumri til.