Kenning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kenning er vel rökstudd hugmynd um hvernig eitthvað er (t.d. líffræðikenning eða sagnfræðikenning) eða hvernig eitthvað eigi að vera (t.d. siðfræðikenning). Kenning er venjulega talin vera betur rökstudd og traustari en tilgáta, sem segja má að sé upplýst ágiskun. Í raunvísindum er kenning tækniheiti yfir tilgátu sem ítrekað hefur staðist raunprófanir og þykir þá lýsa viðfangi sínu vel. Vísindalegar kenningar verða að vera hrekjanlegar, þ.e. skilyrðin sem uppfylla þarf til þess að hrekja kenninguna þurfa að vera tilgreind.


 

Þessi grein sem fjallar um náttúruvísindi er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana