Baugur Group
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Gerð: | Hlutafélag |
|---|---|
| Stofnað: | 1993 |
| Staðsetning: | Reykjavík, Ísland |
| Lykilmenn: | Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður, Hreinn Loftsson, forstjóri |
| Starfsemi: | Rekstur fyrirtækja |
| Fjöldi starfsmanna: | ~75 þúsund[1] |
| Vefslóð: | www.baugurgroup.is |
Baugur Group er íslenskt fyrirtæki, fjárfestingarfélag, sem á og rekur matvælaverslanir auk þess að stunda verðbréfaviðskipti með hlutabréf í öðrum fyrirtækjum innanlands og erlendis. Það á í yfir 3700 verslunum víðsvegar í heiminum og starfa hjá því alls ríflega 70 þúsund manns. Í byrjun mars 2007 birti Morgunblaðið fréttir af því að Baugur væri kjölfestufjárfestir í ríflega 30 fyrirtækjum að andvirði 1300 milljónir króna.[1]
Efnisyfirlit |
[breyta] Saga
Sögu Baugs má rekja til stofnunar fyrstu Bónus verslunarinnar af feðgunum Jóhannesi Jónssyni og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni árið 1989. Fyrirtækið óx fljótt og dafnaði og þremur árum seinna voru verslanir Bónus orðnar þrjár talsins, allar á höfuðborgarsvæðinu. Sama ár keyptu eigendur Hagkaupa helmingshlut í Bónus verslununum. Ári seinna var stofnað nýtt fyrirtæki, Baugur, til þess að samhæfa innkaupin fyrir verslanirnar.
Árið 1994 hófst útrás Baugs þegar fyrirtækið opnaði verslun í Færeyjum. Vöxtur fyrirtækisins hélt áfram og á næstu árum yfirtók Baugur rekstur verslana Hagkaupa, Bónuss, Nýkaupa, Hraðkaupa, Vöruveltunnar, 10-11 og Útilífs, auk innkaupa- og dreifingarfélagsins Aðfanga. Jón Ásgeir Jóhannesson varð strax forstjóri hins sameinaða félags.
Á nýrri öld var nafninu breytt í Baugur Group. Eignarhaldsfélagið Mundur, sem er m.a. í eigu eigenda Baugs Group, gerði yfirtökutilboð í Baug Group. Á erlendri grundu eignaðist Baugur group leikfangaverslanakeðjuna Hamleys og einnig meirihluta í tískukeðjunni Oasis Stores og heilsuvörukeðjunni Julian Graves.
Árið 2003 eignaðist Baugur Group hluti í Frétt ehf., sem gefur út Fréttablaðið og DV, og fjölmiðlafyrirtækið Norðurljós sem á og rekur fjölmarga ljósvakamiðla. Næsta ár sameinuðust þessi fyrirtæki og átti Baugur Group þá 30% hlutafjár í því. Í kjölfarið spratt upp mikil umræða um eignarhald á fjölmiðlum (sjá fjölmiðlafrumvarpið).
Árið 2004 eignaðist Baugur Group eignast hluta í Magasin Du Nord, stórverslunarkeðju í Danmörku með langa sögu. Baugur Group reyndi áfram fyrir sér erlendis með kaupum á Big Food Group, Goldsmiths og MK One. Baugur kom einnig að kaupum Oasis á Karen Millen. Til þess að halda utan um fjárfestingar erlendis var stofnaður hlutabréfasjóðurin Ice Capital sem Baugur Group á meirihluta í.
Árið 2005 keypti Baugur Group raftækjaverslanakeðjuna Merlin, smásöluverslunarkeðjuna Mappin & Webb og te og kaffi félaginu Whittard of Chelsea. Auk þess eignaðist Baugur Group þriðjungshlut í danska fasteignafélaginu Keops og hluta í tískuvöruverslunarkeðjunni Jane Norman, fasteignafélaginu Nordicom A/S, FL Group og matvælafyrirtækinu Woodward Foodservice.
[breyta] Sjá einnig
[breyta] Tilvitnanir
- ↑ 1,0 1,1 "Baugur kjölfestufjárfestir í 30 erlendum fyrirtækjum sem velta 1300 milljónum", Morgunblaðið, 6-3-2007. Skoðað 6-3-2007. (íslenska)

