Harry Potter og fanginn frá Azkaban

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Harry Potter og fanginn frá Azkaban er þriðja bókin um galdrastrákinn Harry Potter eftir J.K. Rowling. Bókin kom upprunalega út á ensku árið 1999 og heitir á frummálinu Harry Potter and the Prisoner of Azkaban. Bókaútgáfan Bjartur gaf bókina út á Íslandi á íslensku árið 2000.

Samnefnd kvikmynd sem gerð var eftir bókinni var frumsýnd árið 2004. Daniel Radcliffe, Rupert Grint og Emma Watson fóru með aðalhlutverkin.