Fortálknar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fortálknar (Prosobranchia) eru undirhópur snigla sem hafa möttulhol og loku úr hornkenndri plötu sem gerir þeim kleift að loka munna kuðungsins. Flestar tegundir þeirra lifa í sjó en færri í ferskvatni og nokkrar eru landsniglar. Fortálknar hafa augu efst á þreifurum á höfði. Meðal fortálkna eru kóngar svo sem beitukóngur og hafkóngur og doppur eins og fjörudoppa. Það eru þekktar um 33.000 tegundir af fortálknum.

