Jón Víðis Jakobsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jón Víðis Jakobsson er (fæddur 7. janúar 1970). Hann hefur undanfarin ár starfað sem töframaður og sýnt víða, bæði á Íslandi og erlendis. Hann kemur reglulega fram sem töframaður og er félagi í alþjóða sambandi töframanna, IBM. Jón var kjörinn fyrsti forseti Hins íslenska töframannagildis, sem er hringur númer 371 innan IBM. Hann skrifaði Töfrabragðabókina, sem JPV útgáfa gaf út 2005. (ISBN-9979-791-23-3). Jón safnar alls kyns höttum, húfum og öðrum höfuðfötum og telur safn hans nú um 500 slíka gripi.


