Körfublómabálkur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
|
|||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Sólblóm (Helianthus annuus)
|
|||||||||
| Vísindaleg flokkun | |||||||||
|
|||||||||
|
|
|||||||||
|
Körfublómabálkur (fræðiheiti: Asterales) er stór ættbálkur tvíkímblöðunga sem inniheldur körfublómaætt (sólblóm, fífla, þistla o.fl.) og tengdar ættir. Einkenni á ættinni eru fimm bikarblöð og blómkollur með mörgum smáblómum sem mynda knippi (körfu). Nokkrar tegundir eru með mjólkurlitan safa í stilknum.

