Kemal Atatürk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mustafa Kemal Atatürk
Mustafa Kemal Atatürk

Mústafa Kemal Atatürk (188110. nóvember 1938) var stofnandi og fyrsti forseti Lýðveldisins Tyrklands. Hann fór fyrir sæmilega friðsamri byltingu í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar þar sem höfuðborgin var flutt frá Istanbúl til Ankara og keisaraveldið afnumið. Hann var mikill frömuður í því að gera Tyrkland vestrænna en það hafði verið, meðal annars innleiddi hann latneskt stafróf fyrir tyrknesku og bannaði fjölkvæni. Enn í dag er hann í miklu uppáhaldi hjá mörgum Tyrkjum og myndir af honum hanga víða uppi í skólastofum, stofum og víðar.


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það


breyta Forsetar Tyrklands (1923-2007):

Atatürk | İnönü | Bayar | Gürsel | Sunay | Korütürk | Evren | Özal | Demirel | Sezer | Gül