Liechtenstein

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fürstentum Liechtenstein
Furstadæmið Liechtenstein
Fáni Liechtenstein Skjaldarmerki Liechtenstein
(Fáni Liechtenstein) (Skjaldarmerki Liechtenstein)
Kjörorð: ekkert
Þjóðsöngur: Oben am jungen Rhein
(Hátt yfir ungu Rín)
Kort sem sýnir staðsetningu Liechtenstein
Höfuðborg Vaduz
Opinbert tungumál þýska
Stjórnarfar Stjórnarskrárbundin konungsstjórn
Otmar Hasler

Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)

215. sæti
160 km²
-
Mannfjöldi
 • Samtals (2006)
 • Þéttleiki byggðar
211. sæti
33.987
210/km²
VLF (KMJ)
 • Samtals
 • á mann
áætl. 2006
$2.850 mill. millj. dala (. sæti)
$83.700 dalir (. sæti)
VÞL {{{VÞL}}} ({{{VÞL_sæti}}}. sæti)
Gjaldmiðill Svissneskur franki (CHF)
Tímabelti UTC+1
Þjóðarlén .li
Landsnúmer 423

Liechtenstein er fjalllent smáríki í mið-Evrópu, á milli Sviss og Austurríkis. Landið er aðeins 160 ferkílómetrar að stærð. Höfuðborg Liechtenstein heitir Vaduz og opinbert tungumál er þýska.

Efnisyfirlit

[breyta] Saga

Liechtenstein var stofnað 1342 sem greifadæmi. Það fékk nafn sitt árið 1719. Á 18. og 19. öld var landið sjálfstætt konungsríki í hinu heilaga, rómverska keisaradæmi og tengt Habsborgurum í Austurríki efnahagslega. Árið 1984 voru samþykkt lög sem veittu konum kosningarétt.

Liechtenstein gerði varnarbandalag við Austurríki 1852-1918. Síðar tengdist Liechtenstein Sviss með viðskiptasambandi. Svissneskur franki er gjaldmiðill landsins og tollur og póstþjónusta eru sameiginleg þó Liechtenstein gefi út eigin frímerki. Liechtenstein gekk í EFTA árið 1991. Liechtenstein er eitt tækni- og iðnvæddasta ríki heims og meðaltekjur með þeim allra hæstu í heimi.

[breyta] Náttúra

Upp í hæðum Alpanna eru beitilönd og á Rínarsléttunni er stundaður landbúnaður.

[breyta] Lýðfræði

Lífslíkur í Liechtenstein eru um 75 ár á meðal karla og 82. ár meðal kvenna. Innfæddir íbúar Liechtenstein eru afkomendur Germana (Alemanna), sem settust þarna að 500 e.kr. Um 87% íbúanna eru rómversk-kaþólskar trúar.

[breyta] Stjórnsýsla

Liechtenstein er þingbundið konungsríki. Á þingi landsins starfa 25 þingmenn sem eru kosnir á fjögurra ára fresti. Furstinn tilnefnir forsetisráðherrann að tillögu þingsins.

Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:
  Þessi grein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.