11. september
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Ágú – September – Okt | ||||||
| Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
| 1 | ||||||
| 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
| 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
| 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
| 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
| 30 | ||||||
| 2007 Allir dagar |
||||||
11. september er 254. dagur ársins (255. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 111 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1755 - Á Norðurlandi varð mikill jarðskjálfti með skriðuföllum og sprungumyndunum. Hús féllu á Húsavík og Tjörnesi og tveir bátar fórust í flóðbylgju frá skjálftanum.
- 1953 - Fjórða ríkisstjórn Ólafs Thors tók við völdum og sat í þrjú ár.
- 1967 - Síldarleitarskipið Árni Friðriksson kom til landsins. Skipið er nefnt eftir Árna Friðrikssyni (1898 - 1966), sem stundaði rannsóknir á síld og þorski við Ísland.
- 1973 - Ógnarstjórn Augustos Pinochets rændi völdum í Chile með stuðningi Bandaríkjanna.
- 1976 - Farþegaþota frá TWA, sem hafði verið rænt, hafði viðkomu á Keflavíkurflugvelli til þess að taka eldsneyti. Vélin stóð við í tvær klukkustundir, en fór síðan til Parísar, þar sem ræningjarnir gáfust upp.
- 1976 - Fjölbrautaskóli Suðurnesja var settur í fyrsta skipti.
- 2001 - Hryðjuverkamenn flugu þremur breiðþotum á Tvíburaturnana í New York og Pentagon í Virginíu. Turnarnir hrundu báðir og hluti af Pentagon brann. Fjórða þotan sem var rænt hrapaði til jarðar í Pennsylvaníu.
- 2003 - Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, dó á sjúkrahúsi, daginn eftir að hún ráðist var á hana og hún stungin margsinnis í verslanamiðstöðinni Nordiska Kompaniet.
[breyta] Fædd
- 1965 - Moby, bandarískur tónlistarmaður.
- 1971 - Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, íslenskur bókmenntafræðingur.
[breyta] Dáin
- 1823 - David Ricardo, breskur hagfræðingur (f. 1772).
- 1971 - Nikita Krústsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins (f. 1894).
- 1973 - E. E. Evans-Pritchard, breskur mannfræðingur (f. 1902).
- 1973 - Salvador Allende, forseti Chile (f. 1908).
| Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
|---|
| Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |

