Einar Már Sigurðarson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Einar Már Sigurðarson (EMS) | |
| Fæðingardagur: | 29. október 1951 (55 ára) |
| Fæðingarstaður: | Reykjavík |
| 7. þingmaður Norðausturkjördæmis | |
| Flokkur: | |
| Nefndir: | Forsætisnefnd, iðnaðarnefnd, menntamálanefnd og Íslandsdeild Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu |
| Þingsetutímabil | |
| 1999-2003 | í Austurl. fyrir Samf. |
| 2003-2007 | í Norðaust. fyrir Samf. |
| 2007- | í Norðaust. fyrir Samf. ✽ |
| ✽ = stjórnarsinni | |
| Embætti | |
| 2007- | Formaður Íslandsdeildar ÖSE-þingsins |
| Tenglar | |
| Æviágrip á vef Alþingis | |
Einar Már Sigurðarson (f. 29. október 1951 í Reykjavík) er 7. þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Samfylkinguna. Foreldrar hans eru Sigurður Guðgeirsson og Guðrún R. Einarsdóttir. Einar Már er giftur Helgu Magneu Steinsson og eiga þau fimm börn. Einar lauk stúdentsprófi 1971, kennaraprófi 1979 og prófi í náms- og starfsráðgjöf 1994. Hann hefur starfað sem kennari, skólastjóri og skólameistari og verið forstöðumaður Skólaskrifstofu Austurlands. Hann hefur setið á Alþingi síðan 1999.

