Spelt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Wikipedia:Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Spelt

Vísindaleg flokkun
Ríki: Plönturíki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasættbálkur (Poales)
Ætt: Grasaætt (Poaceae)
Ættkvísl: Hveiti (Triticum)
Tegund: T. spelta
Fræðiheiti
Triticum spelta
L.

Spelt (eða speldi) (fræðiheiti: Triticum spelta) er hveititegund sem er ræktuð í sumum fjallahéruðum Evrópu. Speltið hefur löng, grönn og opin öx og var mikið ræktuð á bronsöld og allt fram á miðaldir. Speltið er nú aftur orðið vinsælt vegna þess hversu hollt það er talið vera.