Dýnamó Höfn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fótboltafélagið Dýnamó Höfn
Fullt nafn Fótboltafélagið Dýnamó Höfn
Gælunafn/nöfn Mafían
Stytt nafn Dýnamó Höfn
Stofnað júlí 2004
Leikvöllur Mánagarður
Stærð ekki vitað
Stjórnarformaður Andri Indriðason
Knattspyrnustjóri Eysteinn Sindri Elvarsson
Deild Malarvinnslubikarinn
2007 5
Litir liðs Litir liðs Litir liðs
Litir liðs
Litir liðs
 
Heimabúningur
Litir liðs Litir liðs Litir liðs
Litir liðs
Litir liðs
 
Útibúningur

Dýnamó Höfn er knattspyrnulið frá Höfn í Hornafirði sem keppir í utandeild Austurlands, Malarvinnslubikarnum.

[breyta] Saga

Liðið var stofnað um mitt sumar 2004, en þá stóð til að keppa í litlu móti á Borgarfirði eystri sem kallast Álfasteinsspark. Heimavöllur Dýnamó, eins og það er oftast kallað, er Mánagarður í Nesjum. Eysteinn Sindri Elvarsson hefur þjálfað liðið frá upphafi með aðstoð Andra Indriðasonar.

Dýnamó hefur tekið þátt í Malarvinnslubikarnum síðan sumarið 2005 en þá lenti liðið í miklum hrakningum og náði ekki í stig fyrr en í næstsíðustu umferðinni, þegar liðið gerði markalaust jafntefli við U.M.F. Þórshöfn.

Sumarið 2006 gekk mun betur hjá liðinu. Þremur sigrum var landað og þremur jafnteflum.

[breyta] Tölfræði

  • Stærsti deildarsigur: 14-4 gegn KF. Fjarðaál 27. ágúst 2007
  • Stærsti heimasigur: 14-4 gegn KF. Fjarðaál 27. ágúst 2007
  • Stærsti útisigur: 1-5 gegn 06. Apríl 15. júlí 2007
  • Stærsta tap: 1-11 gegn K.E. 2005
  • Flestir leikir : 23, Eysteinn Sindri Elvarsson
  • Flestir deildarleikir: 18, Eysteinn Sindri Elvarsson
  • Flest deildarmörk: 16, Ingi Steinn Þorsteinsson
  • Flest deildarmörk á einu tímabili: 11, Ingi Steinn Þorsteinsson Malarvinnslubikarinn, 2007
  • Flest mörk á einu tímabili: 11, Ingi Steinn Þorsteinsson
  • Flest mörk skoruð í einum leik: 5, Ingi Steinn Þorsteinsson gegn Vetrarbruna 27. júní 2007
  • Flest mörk skoruð á tímabili (lið): 30, 2007
  • Flest stig á tímabili: 13 - 8 leikir 2007

[breyta] Tengill

Á öðrum tungumálum