Samúel Jónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kirkja Samúels í Selárdal
Kirkja Samúels í Selárdal

Samúel Jónsson (1884-1969) var bóndi í Brautarholti í Selárdal í Ketilsdalahreppi í Arnarfirði. Hann er oftast nefndur Samúel Jónsson í Selárdal og er einn frægasti alþýðulistamaður sem upp hefur komið á Íslandi í seinni tíð.

Samúel málaði mikið sem ungur maður, en ferill stærri verka hans hófst þegar hann reisti sér kirkju með laukturni á landareign sinni. Það gerði hann þegar sóknarnefndin vildi ekki hafa altaristöfluna sem hann hafði málað í Selárdalskirkju, en kirkjan átti gamla altaristöflu og hún fékk að vera. Samúel gerði einnig frægt líkan af Péturskirkjunni sem og líkan af indversku musteri, sem listasafn ASÍ tók að sér eftir andlát hans. Hann gerði einnig styttu af Leifi heppna og steypti upp eftirmynd af frægum gosbrunni sem er í Ljónagarðinum (Patio de los Leones) í Alhambra á Spáni. Mörg af þessum stærri verkum hans er enn að finna í Selárdal, en flest af þeim liggja undir skemmdum.

[breyta] Tenglar


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það