Þuríður formaður
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þuríður Einarsdóttir (Þuríður formaður) var fædd árið 1777 og lést árið 1863. Hún byrjaði á sjó 11 ára gömul á bát föður síns og 17 ára varð hún háseti upp á fullan hlut hjá bróður sínum. Hún stundaði sjó til ársins 1843 og var lengst af formaður á bát en það þótti einstakt fyrir konur á hennar tíma. Hún klæddist karlmannsfötum vegna sjómennskunnar en til þess þurfti sérstakt leyfi sýslumanns.
Þuríðarbúð á Stokkseyri var reist árið 1949 til minningar um Þuríði formann. Búðin stendur nálægt þeim stað sem búð Þuríðar stóð.
Þuríður varð fræg fyrir að koma upp um Kambsránið, en það var rán, sem framið var á bænum Kambi í Flóa.

