Elly og Ragnar - Hvít jól

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hvít jól
Forsíða breiðskífu
Bakhlið breiðskífu
Elly Vilhjálms og Ragnar Bjarnason – SG - 501b
Gefin út Endurútgáfa 1968
Tekin upp {{{Tekin upp}}}
Tónlistarstefna Jólalög
Lengd
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjóri
Elly Vilhjálms og Ragnar Bjarnason – Tímatal

Ellý Vilhjálms & Ragnar Bjarnason - Hvít jól er jólaplata með þeim Ragnari Bjarnsyni og Ellý Vilhjálms sem kom út árið 1968. Hún er endurútgáfa plötunnar Ellý Vilhjálms & Ragnar Bjarnason - Fjögur jólalög sem kom út 4 árum fyrr.

[breyta] Lagalisti

  1. Hvít jól
  2. Jólasveinninn minn
  3. Jólin alls staðar
  4. Litli trommuleikarinn

[breyta] Jólasveinninn minn - texti

Lag - texti: Autry & Haldeman - Ómar Ragnarsson

Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn
ætlar að koma í dag
með poka af gjöfum og segja sögur
og syngja jólalag.
Það verður gaman þegar hann kemur,
þá svo hátíðlegt er.
Jólasveinninn minn, káti karlinn minn
kemur með jólin með sér.
Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn
ætlar að koma í kvöld
ofan af fjöllum með ærslum og sköllum
hann arkar um holtin köld.
Hann er svo góður og blíður við börnin
bæði fátæk og rík.
Enginn lendir í jólakettinum,
allir fá nýja flík.
Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn
arkar um holtin köld
af þvi að litla jólabarnið
á afmæli í kvöld.
Ró í hjarta, frið og fögnuð
flestir öðlast þá.
Jólasveinninn minn.komdu karlinn minn,
kætast þá börnin smá.