New Orleans
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
New Orleans (borið fram [nu ˈorlɪnz]; franska: La Nouvelle-Orléans) er stór hafnarborg í Louisiana í Bandaríkjunum og er sögulega stærsta borg Louisiana. Borgin er staðsett í suðausturhluta Louisiana, við ánna Mississippi. Borgin á landamæri við Pontchartrainvatn í norðri og Mexíkóflóa í austri. Borgin er nefnd eftir Philippe II, hertoganum af Orléans. Borgin er ein elsta borg Bandaríkjanna og er þekkt fyrir fjölmenningarlega sögu, tónlist og matargerð og er talin vera fæðingarstaður jazztónlistar.

