Spjall:Málvenja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Er þetta rétt skilgreining? Ég hélt að „málvenja“ væri einmitt notað sem rök fyrir því að eitthvað væri „gott mál“ þar sem ekki er hægt að nota annars konar rök (t.d. málfræðileg rök). Að tala um að eitthvað sé í samræmi við málvenju eða að eitthvað sé málvenja þýðir bara að það er almennt notað - ekki að það sé ótækt eða óvenjulegt mál - þvert á móti raunar... nema ég sé að misskilja eitthvað. Orðabankinn þýðir þetta einfaldlega sem "language usage" en ég held að "málnotkun" nái þeirri merkingu betur. --Akigka 13:42, 15 júní 2007 (UTC)