Spjall:Yfirnáttúrleiki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þetta orð er að ég held ekki til, auk þess sem skilgreiningin er út í hött. Ég legg til að greininni verði breytt þ.a. hún fjalli í staðinn um yfirskilvitlegan anda (yfirnáttúruleg vera), en vísanir finnast í hann (sjá guð). Thvj 19:20, 15 ágúst 2007 (UTC)

Ja, ég veit ekki. Hef ekki hugmynd hvaðan ég fékk orðið. Var bara að gera hlekk, "yfirnáttúrulega", setti svo pípu og skrifaði "Yfirnáttúruleiki". Hvað skilgreininguna varðar var hún bara þýdd. --Stefán Örvarr Sigmundsson 19:24, 15 ágúst 2007 (UTC)
En hverning myndum við þá tengja þetta í erlenda -pedia ef við myndum ekki hafa eitt samheiti heldur bara, svona, undirheiti. --Stefán Örvarr Sigmundsson 19:26, 15 ágúst 2007 (UTC)
Orðið „yfirnáttúrleiki“ er til (sjá hér). Svo mætti greinin líka heita bara „yfirnáttúra“. --Cessator 19:29, 15 ágúst 2007 (UTC)
Ok (mea culpa) orðið er til, en ég treysti mér ekki til að skilgreina yfirskilvitlega veru. Getur einhver guðfróður wiki-limur skrifað þá grein, eða er það e.t.v. ekki mögulegt? Af greininni að dæma virðist ekki auðvelt að skilja yfirnáttúruleikann;) Thvj 19:35, 15 ágúst 2007 (UTC)
Nei, það má til sanns vegar færa, það er ógjörningur að skilja og skilgreina hið yfirnáttúrlega. Við getum þó kannski gefið einhverja gagnlega lýsingu á hugmyndum fólks um hið yfirnáttúrlega. --Cessator 19:42, 15 ágúst 2007 (UTC)
Orðið wiki-limur hljómar svo rangt.. --Baldur Blöndal 19:56, 15 ágúst 2007 (UTC)
Erum við það ekki, flest hérna? --Stefán Örvarr Sigmundsson 20:09, 15 ágúst 2007 (UTC)
Kannski er orðið „wikipenni“ betra? Gefur til kynna að maður sé penni (þ.e. skrifi) en sé ekki bara notandi (lesendur nota jú ritið líka, án þess að taka þátt í að búa það til). --Cessator 20:20, 15 ágúst 2007 (UTC)