Nexus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nexus
Gerð: Sérvöruverslun
Stofnað: 1992
Staðsetning: Hverfisgata 103
Lykilmenn:
Starfsemi: Sala á spilum, anime-þáttum, manga-bókum, teiknimyndasögum, spunaspil. Heldur kvikmyndaforsýningar.
Vefslóð: http://www.nexus.is/
Verslunin Nexus mörgum klukkutímum áður en sala hófst á bókinni Harry Potter and the Deathly Hallows. Veggi búðarinnar prýða myndir úr Death Note og af Superman.
Verslunin Nexus mörgum klukkutímum áður en sala hófst á bókinni Harry Potter and the Deathly Hallows. Veggi búðarinnar prýða myndir úr Death Note og af Superman.

Nexus er sérvöruverslun á Hverfisgötu 103 í Reykjavík sem selur spil, bækur, leikföng, teiknimyndasögur (meðal annars manga) og DVD-mynddiska (anime). Nexus hefur starfað síðan 1992.[1]

Þema búðarinnar er vísindaskáldskapur og fantasíur.

Meðal spila sem búðin selur eru spunaspilin Warhammer og Dungeon and Dragons.

[breyta] Nexus-forsýningar

Nexus hefur í mörg ár staðið fyrir sérstökum forsýningum á kvikmyndum. Þær eru þá nokkrum dögum, jafnvel vikum á undan frumsýningunni á Íslandi. Miðaverð er hærra en á almennar sýningar, en stundum er boðið uppá fríar veitingar í staðin. Nexus-sýningar eru alltaf hlélausar og reynt er að hafa þær textalausar.

Eftirfarandi kvikmyndir hafa fengið Nexus-forsýningu:

Titill Nexus-forsýning Frumsýning
The Thirteenth Floor 1. júlí, 1999
Hringadróttinssaga: Föruneyti hringsins
Hringadróttinssaga: Hilmir snýr heim
Hringadróttinssaga: Tveggja turna tal
Köngulóarmaðurinn
Hellboy
Stjörnustríð: Kafli III - Hefnd Sith
Hulk
Tortímandinn 3
Star Trek: Nemesis
Sin City
Superman Returns
300
Transformers

[breyta] Heimildir

  1. http://www.harrypotter.is/hppage6.html Síða um Nexus á íslenska Harry Potter vefinum.

[breyta] Tenglar

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.