Spjall:RBB (slangur)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þetta er ekki netslangur, skammstöfunin er eldri en almenn notkun internetsins og veraldarvefsins (1993/1994) og eldri en sms (svo þetta er ekki sms-mál heldur). --Cessator 21:22, 25 maí 2007 (UTC)
- Hm, orðið er notað núna sem netslangur er það ekki? Varla segir fólk þetta upphátt (ég þekki nú reyndar nokkra sem segja LOL eða STFU upphátt, en samt).. --Baldur Blöndal 21:29, 25 maí 2007 (UTC)
- Jú, það var nú einmitt gert. --Cessator 21:33, 25 maí 2007 (UTC)
- En það er varla sannreynanlegt að þetta sé þá netslangur í þessum skilningi. --Cessator 21:33, 25 maí 2007 (UTC)
Ég tók út setninguna: „Þessi skammstöfun er fyrst og fremst notuð í samtölum á netinu til að gefa til kynna áhuga á skyndikynnum eða einnar nætur gaman.“ Í fyrsta lagi er þetta villandi, því uppruni þessarar skammstöfunar er ekki í samtölum á netinu. Í öðru lagi er ég ekki viss um að það sé hægt að sannreyna hvort hún sé fyrst og fremst notuð á netinu eða öðru fremur til að gefa til kynna áhuga á skyndikynnum. Ég hef t.d. oft heyrt þetta notað í neikvæðri merkingu („viðkomandi er rbb-gæi“). Ég tók líka út úr skilgreiningunni að þetta væri netslangur „(og netslangur)“ því það er villandi og óljóst (hvað er netslangur, eitthvað sem er fyrst og fremst notað á netinu? Þyrfti þá að sannreyna það. Eða eitthvað sem á uppruna sinn á netinu? Það væri þá rangt). --Cessator 21:33, 25 maí 2007 (UTC)
Miðað við ensku skilgreininguna „Internet slang/language is slang that Internet users have coined and promulgated“ er þetta ekki netslangur. Í ljósi þess færi ég síðuna á RBB (slangur). --Cessator 21:47, 25 maí 2007 (UTC)

