Sviðlingur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sviðlingur er nafn á mat sem etinn var á Íslandi fyrr á tímum og er hann gott dæmi um nýtni fólks og matargerð á fyrri öldum. Þegar vanfær urta veiddist (en reynt var að forðast að veiða slíkan sel) var ófæddi kópurinn tekinn innan úr henni og síðan sviðinn í heilu lagi. Var síðan tekið innan úr honum og hann soðinn og súrsaður og síðan etinn.

  Þessi grein sem tengist mat eða drykk er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.