Alþingishúsið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alþingishúsið er bygging sem stendur við Austurvöll í Reykjavík þar sem Alþingi Íslendinga situr. Það var teiknað af Ferdinand Meldahl, forstöðumanni listaakademínunnar í Kaupmannahöfn og reist árið 1881 af Bald dönskum byggingarverktaka. Áður, á árunum 1845-1881, hafði Alþingi starfað í gamla Latínuskólanum sem í dag hýsir Menntaskólann í Reykjavík. Grágrýti (dólerít) var notað sem byggingarefni.

