Ingvar Eggert Sigurðsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ingvar Eggert Sigurðsson
Fæðingarnafn Ingvar Eggert Sigurðsson
Fædd(ur) 22. nóvember 1963 (1963-11-22) (43 ára)
Fáni Íslands Reykjavík, Ísland
Ár virk(ur) 1990 - nú
Börn Snæfríður Ingvarsdóttir
Áslákur Ingvarsson
Helstu hlutverk
Grjóni
í Djöflaeyjan (1996)
Óli
í Sporlaust (1998)
Páll
í Englar alheimsins (2000)
Grímur eldri
í Kaldaljós (2004)
Erlendur
í Mýrin (2006)
Edduverðlaun
Leikari/leikkona ársins í aðalhlutverki
2006 Mýrin
2004 Kaldaljós
Leikari ársins í aðalhlutverki
2000 Englar alheimsins
Leikari ársins
1998 Slurpinn & Co.

Ingvar Eggert Sigurðsson (f. 22. nóvember 1963), oft nefndur Ingvar E. Sigurðsson, er íslenskur leikari og edduverðlaunahafi. Hann hefur leikið í leikhúsi, útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Hann hefur einnig starfað sem handritshöfundur og kvikmyndaframleiðandi.

Efnisyfirlit

[breyta] Ævi

Ingvar fæddist 22. nóvember 1963 í Reykjavík. Árið 1990 útskrifaðist hann úr Leiklistarskóla Íslands. Ári síðar var hann ráðinn til Þjóðleikhússins þar sem hann hefur farið með fjölda hlutverka.[1]

[breyta] Ferill

[breyta] Ferill í leikritum

Hlutverk sem Ingvar hefur leikið í Þjóðleikhúsinu eru: Pétur Gaut í Pétur Gautur, Vitju í Kæra Jelena, Tíbalt í Rómeó og Júlíu, Ingimund í Elínu Helgu Guðríði, Scullery í Stræti, Svenna í Kjaftagangi, drenginn í Stund gaupunnar, Leonardó í Blóðbrullaupi, Ormur Óðinsson í Gauragangi, Fernando Krapp í Sönnum karlmanni, Don Carlos í Don Juan, Ketil í Tröllakirkju, Prófstein í Sem yður þóknast, Sergé í Listaverkinu, Túzenbach barón í Þremur systrum og Kládíus konungur í Hamlet.

[breyta] Ferill í kvikmyndum

Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
1990 Sérsveitin laugarnesvegi 25
1992 Ingaló Skúli
1994 Skýjahöllin Pabbi Alla
1995 Í draumi sérhvers manns
1996 Djöflaeyjan Grjóni
1997 A Legend to Ride Gunnar
Perlur og svín Viktor
Stikkfrí
1998 Slurpinn & Co.
Incest
Sporlaust Óli
Áramótaskaupið 1998
1999 Áramótaskaupið 1999
2000 Englar alheimsins Páll
2001 Villiljós Sölvi
Skrímsli Dr. Svendsen
Áramótaskaupið 2001
2002 Fálkar Lögregla
K-19: The Widowmaker Gorelov
2003 Second Nature Franz
Stormy Weather Gunnar
2004 Njálssaga Njáll
Kaldaljós Eldri Grímur
2005 Bjólfskviða Grendel
2006 Mýrin Erlendur
Áramótaskaupið 2006
Börn Framleiðandi
2007 Foreldrar Óskar Sveinn, framleiðandi og handritshöfundur
Stóra planið Magnús
2008 Country Wedding Prestur

[breyta] Verðlaun og tilnefningar

[breyta] Edduverðlaunin

Ingvar hefur hlotið Edduverðlaunin alls fjórum sinnum. Fyrst sem leikari ársins árið 1998 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Slurpinn & Co. Árið 2000 hlaut hann aftur verðlaun sem leikari ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt sem Pál í kvikmyndinni Englar Alheimsins. Þá hlaut hann verðlaun árið 2004 sem leikari eða leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt sem Grímur eldri í Kaldaljós. Loks hlaut hann sömu verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Erlendur í kvikmyndinni Mýrin.

[breyta] Gríman

Ingvar hefur hlotið Íslensku leiklistarverðlaunin (Grímuna) einu sinni. Það var árið 2006 sem hann hlaut verðlaunin sem leikari ársins í aukahlutverki fyrir leik sinn í leikritinu Pétur Gautur.

[breyta] Tilvísanir

  1. Ingvar E. Sigurðsson, Leikfélag.is, skoðað 13. júlí 2007

[breyta] Tengill


Verðlaun
Fyrirrennari:
Ný verðlaun
Edduverðlaunin fyrir leikara ársins í aðalhlutverki
1999-2000
Eftirfari:
Jón Gnarr


Á öðrum tungumálum