Adam Curtis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Adam Curtis staddur á San Francisco International Film Festival árið 2005
Adam Curtis staddur á San Francisco International Film Festival árið 2005

Adam Curtis (f. 1955) er breskur heimildarmyndargerðamaður sem nú starfar hjá bresku sjónvarpsstöðinni BBC. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir heimildarmyndir sínar, sem taka skýra afstöðu til umfjöllunarefnisins og verða oft mjög umdeildar.

[breyta] Myndir eftir Adam Curtis

  • Pandora’s Box (1992): Þessi þáttaröð fjallar um hversu varhugaverð tækniveldi og hugmyndafræði skynsemishyggju getur verið. Curtis vann til BAFTA-verðlaunanna fyrir vikið.
  • The Living Dead (1995): Myndin fjallar um valin tilvik þar sem stjórnmálamenn og aðrir hafa breytt sögunni sér til framdráttar.
  • 25 Million Pounds (1996): Myndin fjallar um það hvernig verðbréfamiðlarinn Nick Leeson náði einn síns liðs að knésetja Barings bankann, einn elsta og virtasta banka Bretlands.
  • The Way of the Flesh (1997): Myndin segir frá Henrietta Lacks, konu sem dó úr krabbameini árið 1951 en leyfði lækni að taka frumusýni úr illkynja æxlinu og viðhalda þeim með frumuskiptingu. Til þess að hægt væri að rannsaka krabbamein.
  • The Century of The Self (2002): Myndin fjallar um það hvenig kenningar Sigmund’s Freuds um einstaklingin og brautryðjendastarf frænda hans, Edward Bernays, í auglýsingasálfræði lögðu grunninn að neyslusamfélagi nútímans.
  • The Power of Nightmares (2004): Myndin fjallar um stríðið gegn hryðjuverkum. Í henni er sett fram sú kenning að bæði stjórnmálamenn á Vesturlöndum og öfgasinnaðir Múslimar í Arabaheiminum hagnist báðir á því að skapa goðsögn um hættulegan óvin.

[breyta] Tengill

Á öðrum tungumálum