Torfbær
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Torfbær (þó einnig sé talað um torfhús) er hús sem er reist úr torfi. Torfbæir voru með timburgrind (og/eða steinhleðslum), og var helsta hústegund á Íslandi frá 9. til 19. aldar.
[breyta] Viðhald
Torfbærinn var lélegur húsakostur, og oft þurfti að lappa upp á slíkar byggingar. Í Þjóðólfi, árið 1862, er því lýst hvað gerði það að verkum að skjanna þurfti oft upp á torfbæi og sagt frá því að Íslendingar séu:
- ... alltaf að byggja sama [Torfbæinn] svoað segja árs árlega; eitt árið hefir vatn hlaupið í einhvern vegginn eðr gaflaðið eða frostið klofið og sprengt inn, annað árið er þaktróðið orðið ónýtt og fúið svo að þaktorfið liggur inná viðum, og þarf að rífa þakið og leggja nýtt tróð á húsið, fjórða árið brotinn sperrukjálki eða 1-2 langbönd eða mæniás og þarf enn að rífa þakið fyrir þá sök, fimta árið er ytra þekjan rofin og þarf að tyrfa allt húsið að nýu o.s.frv. Þetta er vanalegi gángurinn í húsbyggíngum hér á landi yfir höfuð að tala.
[breyta] Sjá einnig
[breyta] Tenglar
- Þróun íslenska torfbæjarins; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1987
- Landnámsbærinn; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1975

