Ágúst Borgþór Sverrisson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ágúst Borgþór Sverrisson er íslenskur smásagnahöfundur, fæddur 1962. Hann hefur gefið út fimm smásagnasöfn og eina ljóðabók.

Ágúst hefur unnið til ýmissa verðlauna í gegnum tíðina, þ.á m. 1. verðlaun hjá Strik.is fyrir söguna Hverfa út í heiminn árið 2000 og önnur verðlaun í smásagnasamkeppni MENOR sama ár.

Að eigin sögn er bandaríski rithöfundurinn Raymond Carver helsti áhrifavaldur hans.

Ágúst er einna þekktastur fyrir bloggsíðu sína, þar sem hann viðrar skoðanir sínar á mönnum, bókum og málefnum, tæpitungulaust.

[breyta] Verk höfundar

  • 1987 - Eftirlýst augnablik, ljóð
  • 1988 - Síðasti bíllinn, smásögur
  • 1995 - Í síðasta sinn, smásögur
  • 1999 - Hringstiginn, smásögur
  • 2001 - Sumarið 1970, smásögur
  • 2004 - Tvisvar á ævinni, smásögur

[breyta] Hlekkir