Tölt
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tölt er fjögrra spora gangtegund íslenska hestsins sem lýsir sér þannig að alltaf er einn fótur sem nemur við jörðina sem leiðir til þess að engin „högg“ eru á ganginum. Knapinn situr rólegur í hnakknum og „líður“ hreinlega áfram. Töltið getur verið þó nokkuð hraðskreitt og kallast þá yfirferðartölt.
[breyta] Afbrigði tölts (tölt skiptist í þrennt)
- brokktölt er þegar hesturinn spyrnir vinstra afturfæti, þá hægra framfæti, þá hægra afturfæti og síðan vinstra framfæti.
- hreinatölt (fetgangstölt) er sömu spor og við fetgang, en hraðari („hlaup-fetgangur), hesturinn spyrnir vinstra afturfæti, þá vinstra framfæti, þá hægra afturfæti og loks hægra framfæti.
- skeiðtölt er þegar hesturinn spyrnir vinstra afturfæti, svífur svo, þá hægra afturfæti, síðan hægra framfæti og svífur.

