Draugur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Draugur (vofa eða afturganga) er yfirskilvitleg vera í þjóðtrú og goðsögnum. Á norðurlöndum átti draugur upprunarlega við uppvakning sem risið hafði úr gröf sinni, oftar en ekki vakinn upp með fjölkyngi til að sinna illviljuðum erindagjörðum sem galdramaðurinn fól honum í té. Það var almennt álitið að draugar gætu einnig risið upp úr grafarhaug sínum af sjálfsdáðum og oft voru sérstakar galdrarúnir ristar í steina við grafir stríðsmanna til að koma í veg fyrir að þeir gengju aftur, líkt og rúnasteinnin í Kalleby í Svíþjóð gefur til kynna.
[breyta] Draugategundir
- Dagdraugur er draugur sem er á ferð um daga sem nætur. Dæmi um slíkan draug var t.d.Höfðabrekku-Jórunn.
- fédraugur er draugur sem gengur aftur til eigna sinna (einkum til að leika sér að peningum sínum).
- gangári er flækingsdraugur, afturganga sem flakkar um.
- sjódraugur eða sædraugur er draugur sem hefst við í sjó.
- staðardraugur er draugur sem fylgir ákveðnum stað.
- ærsladraugur er húsdraugur sem gerir skarkala, hreyfir hluti úr stað og veldur ýmsum óútskýranlegum atvikum innanhúss.

