Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árið 1616 (MDCXVI í rómverskum tölum) var sextánda ár 17. aldar og hlaupár sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en mánudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Verslunarhús Hollenska Austur-Indíafélagsins í Hirado.
- 11. mars - Galileo Galilei hitti Pál 5. páfa í eigin persónu og ræddi við hann um afstöðu hans til sólkerfisins.
- 3. maí - Loudun-sáttmálinn batt endi á röð uppþota húgenotta gegn Frakkakonungi.
- Ágúst - Tokugawa-veldið í Japan lagði bann við verslun og heimsóknum útlendinga annars staðar en í hafnarborgunum Nagasaki og Hirado.
[breyta] Ódagsettir atburðir
- Reykjavík var seld konungi og varð konungsjörð þar til hún var seld Innréttingunum árið 1752.
- Kolbeinsey var fyrst mæld og sögð vera 100 metra breið og 700 metra löng.
- Bókin De revolutionibus eftir Nikulás Kóperníkus var sett á bannlista kaþólsku kirkjunnar.
- Styrjöld braust út milli Feneyja og Austurríkis vegna ránsferða úskoka frá Króatíu.
- Byggingu Bláu moskunnar í Konstantínópel lauk.
- Svissneski vörðurinn varð hluti af lífverði Loðvíks 13. Frakkakonungs.
- Ngawang Namgyal flúði frá Tíbet og stofnaði fyrsta klaustrið í Bútan.
- 19. maí (skírður) - Johann Jakob Froberger, þýskt tónskáld (d. 1667).
- 25. maí - Carlo Dolci, ítalskur listmálari (d. 1686).
- 20. október - Thomas Bartholin, danskur læknir og stærðfræðingur (d. 1680).