Aristóteles

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vestræn heimspeki
Fornaldarheimspeki
Aristóteles
Nafn: Aristóteles
Fædd/ur: 384 f.Kr.
Dáin/n: 322 f.Kr.
Skóli/hefð: platonismi (umdeilt), aristótelismi
Helstu ritverk: Umsagnir; Fyrri rökgreiningar; Síðari rökgreiningar; Almæli; Um sálina; Eðlisfræðin; Frumspekin; Siðfræði Níkómakkosar; Stjórnspekin; Mælskufræðin; Um skáldskaparlistina; Rannsóknir á dýrum; Um tilurð dýra
Helstu viðfangsefni: rökfræði, háttarökfræði, vísindaheimspeki, þekkingarfræði, verufræði, frumspeki, náttúruspeki, hugspeki, sálfræði, siðfræði, stjórnspeki, mælskufræði, bókmenntarýni, veðurfræði, líffræði, líffærafræði, lífeðlisfræði, dýrafræði, grasafræði
Markverðar hugmyndir: verundir, frumverundir, frumhreyfillinn, rökhendur, dygðafræði, gullni meðalvegurinn, náttúrulegt þrælahald
Áhrifavaldar: Platon, Sókrates, Parmenídes, Empedókles
Hafði áhrif á: Þeófrastos, Demetríos frá Faleron, Alexander mikla, Alexander frá Afródísías, Plótínos, Averróes, Tómas frá Aquino, kristni, nær alla vestræna heimspeki og vísindi

Aristóteles (gríska: Αριστοτέλης Aristotelēs; 3847. mars 322 f.Kr.) var forngrískur heimspekingur frá borginni Stagíru. Hann var nemandi Platons og kennari Alexanders mikla. Aristóteles er, ásamt Platoni, af mörgum talinn áhrifamesti hugsuður í vestrænni heimspeki.[1] Hann var einnig mikilvirkur vísindamaður og fékkst við flestar greinar vísinda síns tíma. Hann skrifaði fjölmargar bækur m.a. um rökfræði (fræðigrein sem hann fann upp), verufræði, frumspeki, eðlisfræði, sálfræði, líffræði, líffærafræði, lífeðlisfræði, dýrafræði, grasafræði, mælskufræði, skáldskaparfræði, siðfræði, stjórnmálafræði og sögu heimspekinnar fram að hans tíma.

Efnisyfirlit

[breyta] Æviágrip

Aristóteles fæddist í borginni Stagíru við austurströnd Kalkidíku. Faðir hans hét Níkómakkos og móðir hans Fæstis.[2] Níkómakkos var líflæknir Amyntasar II frá Makedóníu. Þegar Aristóteles var 17 ára gamall var hann sendur til Aþenu til að stunda nám við Akademíu Platons. Þar var Aristóteles í tæpa tvo áratugi. Hann yfirgaf Akademíuna eftir að Platon lést árið 347 f.Kr. Þá ferðaðist hann ásamt Xenokratesi og heimsótti meðal annars hirð Hermeiasar frá Atarnevs í Litlu Asíu. Þar dvaldi Aristóteles í þrjú ár. Aristóteles ferðaðist um Asíu og grísku eyjarnar ásamt Þeófrastosi. Þeir fóru meðal annars til Lesbeyjar, þar sem þeir stunduðu rannsóknir í grasafræði og dýrafræði. Aristóteles kvæntist frænku (eða dóttur) Hermeiasar, Pyþías. Hún ól honum dóttur sem var nefnd Pyþías eftir móður sinni. Skömmu eftir að Hermeias lést fékk Aristóteles boð um að gerast kennari Alexanders, sonar Filipposar II frá Makedóníu.

Aristóteles varði nokkrum árum í Makedóníu þar sem hann kenndi Alexandri en sneri að því loknu aftur til Aþenu. Árið 335 f.Kr. stofnaði hann sinn eiginn skóla í borginni, Lýkeion. Þar kenndi hann og stundaði rannsóknir næstu tólf árin. Þegar Pyþías, kona hans, lést tók Aristóteles saman við Herpyllis frá Stagíru. Hún ól honum soninn Níkómakkos.

Talið er að Aristóteles hafi samið mörg eða flest rita sinna á þessum tíma. Hann samdi fjölmargar samræður en einungis brot eru varðveitt úr þeim. Varðveitt rit hans eru ritgerðir og fyrirlestradrög sem voru ekki ætluð útgáfu. Meðal þeirra mikilvægustu má nefna Eðlisfræðina, Frumspekina, Siðfræði Níkómakkosar, Stjórnspekina, Um sálina, Um skáldskaparlistina og rökfræðiritin sem kallast einu nafni Organon.

Aristóteles lagði stund á nær allar greinar vísinda síns tíma, þar á meðal eðlisfræði, stjörnufræði, hagfræði, fósturfræði, landafræði, jarðfræði, veðurfræði, grasafræði, dýrafræði og líffærafræði. Í heimspeki fjallaði hann um siðfræði, stjórnspeki, rökfræði, vísindaheimspeki, frumspeki, sálfræði, fagurfræði, mælskufræði og guðfræði. Hann fékkst einnig við bókmenntarýni.

Eftir að Alexander lést árið 323 f.Kr. jókst andúð á Makedóníu í Aþennu. Evrymedon nokkur sakaði Aristóteles um að viðra ekki guðina. Aristóteles flúði þá borgina og hélt til Evboju. Kvaðst hann ekki leyfa Aþeningum að syndga tvisvar gegn heimspekinni. Hann lést ári síðar úr veikindum. Í erfðaskrá sinni bað hann um að verða grafinn við hlið konu sinnar.

[breyta] Heimspeki Aristótelesar

Fræðimenn eru ekki allir á einu máli um hvernig heimspeki Aristótelesar þróaðist.[3] Sumir telja að hann hafði í upphafi verið undir meiri áhrifum frá Platoni en hafi síðar orðið ósammála læriföður sínum um flest. Aðrir telja að Aristóteles hafi í upphafi verið um flest á öndverðum meiði við Platon en hafi með tímanum orðið æ meira sammála honum.

[breyta] Frumspeki

Aristóteles aðhylltist ekki frummyndakenninguna en hann gagnrýnir hana harkalega víða í ritum sínum. Frumspeki hans byggðist hugmyndinni um verund og eiginleika.[4] Í Umsögnum segir Aristóteles að verund sé það sem er ekki sagt um neitt annað. Eiginleikar eru hins vegar umsagnir verunda. Auk greinarmunarins á verundum og eiginleikum liggur greinarmunurinn á formi og efni til grundvallar allri frumspeki Aristótelesar. Ítarlegasta rannsókn Aristótelesar á verundum er í 7. bók Frumspekinnar. Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að verund sé eining forms og efnis. Efnið er megund verundarinnar en formið er raungerving hennar.

[breyta] Siðfræði

Siðfræði Aristótelesar var kerfisbundin dygðasiðfræði.[5] Í mikilvægasta riti sínu um siðfræði Siðfræði Níkomakkosar gerir Aristóteles ítarlega grein fyrir eðli dygðarinnar og ræðir samband dygðar og hamingju eða farsældar. Aristóteles færði rök fyrir því að dygð væri meðalhóf tveggja lasta; til dæmis væri hugrekki meðalvegur hugleysis og fífldirfsku. Hann taldi að dygðin væri nauðsynleg forsenda farsældar en þó ekki nægjanleg. Í siðfræði Aristótelesar liggur áherslan ekki á athöfnum manna heldur skapgerð þeirra, ekki á því hvað þeir gera í tilteknum aðstæðum, heldur hvernig menn þeir eru. Dygðafræði Aristótelesar hvílir á sálarfræði hans og greiningu hans á sálarlífi manna, t.d. löngunum og skapi, hvötum og breyskleika, skynjun, skynsemi og tilfinningum.[6]

[breyta] Útgáfur og þýðingar

[breyta] Útgáfur

Fræðileg útgáfa verka Aristótelesar á grísku með handritaskýringum er til í ritröðinni Oxford Classical Texts (Scriptorum Classicorum Bibliotheca Oxoniensis) sem Oxford University Press gefur út.

[breyta] Þýðingar

[breyta] Enskar þýðingar
Heildarútgáfa á verkum Aristótelesar er fáanleg hjá:
  • Barnes, Jonathan (ritstj.), The Complete Works of Aristotle: The Revised Oxford Translation 2 bindi (Princeton: Princeton University Press, 1995). ISBN 0691099502
Þýðingar á stökum verkum:
  • Aristotle, Categories and De Interpretatione. J.L. Ackrill (þýð.) (Oxford: Clarendon Press, 1962). ISBN 0198720866
  • Aristotle, De Anima : Books II and III (With Passages From Book I) D.W. Hamlyn og Cristopher Shields (þýð.) (Oxford: Clarendon Press, 1993). ISBN 0198240856
  • Aristotle, Metaphysics : Books Z and H. David Bostock (þýð.) (Oxford: Clarendon Press, 1995). ISBN 019823600X
  • Aristotle, Nicomachean Ethics. Sarah Broadie og Cristopher Rowe (þýð.) (Oxford: Oxford University Press, 2002). ISBN 0198752717
  • Aristotle, Nicomachean Ethics. Terence Irwin (þýð.) (Indianapolis: Hackett, 1985). ISBN 0872204642
  • Aristotle, The Politics and the Constitution of Athens. Stephen Everson (þýð.) (Cambridge: Cambridge University Press, 1996). ISBN 0521484006
  • Aristotle, Posterior Analytics. Jonathan Barnes (þýð.) (Oxford: Clarendon Press, 2. útg. 1994). ISBN 0198240899
  • Aristotle, Prior Analytics. Robin Smith (þýð.) (Indianapolis: Hackett, 1989). ISBN 0872200647
  • Aristotle, Topics Books I & VIII : With excerpts from related texts. Robin Smith (þýð.) (Oxford: Clarendon Press, 1997). ISBN 0198239424

[breyta] Íslenskar þýðingar
  • Aristóteles, Frumspekin I. Svavar Hrafn Svavarsson (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1999).
  • Aristóteles, Siðfræði Níkomakkosar. Svavar Hrafn Svavarsson (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1995).
  • Aristóteles, Umsagnir. Sigurjón Halldórsson (þýð.) (Akureyri: Ararit, 1992).
  • Aristóteles, Um sálina. Sigurjón Björnsson (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1985/1993).
  • Aristóteles, Um skáldskaparlistina. Kristján Árnason (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1976/1997).

[breyta] Tilvísanir

  1. Sjá m.a. Ólaf Pál Jónsson, „Hver var Aristóteles?“, Vísindavefurinn 21.6.2004. (Skoðað 8.8.2007); Gunnar Harðarson, „Hvaða áhrif hafði Aristóteles á miðöldum og fyrir hvað var hann þekktur?“ Vísindavefurinn 21.6.2002. (Skoðað 9.8.2007); og Geir Þ. Þórarinsson, „Hvaða áhrif höfðu kenningar Platons á aðra heimspekinga, vísindamenn og fólk almennt?“, Vísindavefurinn 8.6.2006 (Skoðað 9.8.2007).
  2. Díogenes Laertíos, V.1. Um ævi og störf Aristótelesar, sjá inngang Svavars Hrafns Svavarssonar að Aristótelesi, Siðfræði Níkomakkosar (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélags, 1995), einkum bls. 19-69. Sjá einnig Barnes (2000): 1-13; Randall (1960): 9-31; Ólaf Pál Jónsson, „Hver var Aristóteles?“, Vísindavefurinn 21.6.2004. (Skoðað 8.8.2007); og „Aristotle (384-322 BCE): General Introduction“ í The Internet Encyclopedia of Philosophy (2006) (Skoðað 8.8.2007).
  3. Greinargott yfirlit yfir heimspeki Aristótelesar er að finna hjá Ackrill (1981) og Barnes (2000). Ítarlegri umfjöllun er að finna hjá Guthrie (1981) og Lear (1988).
  4. Um frumspeki Aristótelesar, sjá S. Marc Cohen, „Aristotle's Metaphysics“, Stanford Encyclopedia of Philosophy (2003) (Skoðað 9.8.2007); og Joe Sachs, „Aristotle (384-322 BCE.): Metaphysics“, The Internet Encyclopedia of Philosophy (2006) (9.8.2007).
  5. Um siðfræði Aristótelesar, sjá Bostock (2000); Broadie (1993); Kraut (1991); Urmson (1988); og Rorty (1980). Einnig, Richard Kraut, „Aristotle's Ethics“, Stanford Encyclopedia of Philosophy (2007) (Skoðað 9.8.2007); og Joe Sachs, „Aristotle (384-322 BCE.): Ethics“, The Internet Encyclopedia of Philosophy (2006) (Skoðað 9.8.2007).
  6. Sjá Cooper (1986); og Kraut (1991).

[breyta] Heimildir og frekari fróðleikur

  • Greinin „Aristotle á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. nóvember 2005.
  • Ackrill, J.L., Aristotle the Philosopher (Oxford: Clarendon Press, 1981). ISBN 0192891189
  • Barnes, Jonathan, Aristotle: A Very Short Introduction (Oxford: Oxford University Press, 1982/2000). ISBN 0192854089
  • Barnes, Jonathan (ritstj.), Articles on Aristotle: Psychology and Aesthetics (Duckworth Publishing, 1979). ISBN 0715609327
  • Barnes, Jonathan (ritstj.), The Cambridge Companion to Aristotle (Cambridge: Cambridge University Press, 1995). ISBN 0521411335
  • Bostock, David, Aristotle's Ethics (Oxford: Oxford University Press, 2000). ISBN 0198752652
  • Broadie, Sarah, Ethics With Aristotle (Oxford: Oxford University Press, 1993). ISBN 0195085604
  • Cooper, John M., Reason and Human Good in Aristotle (Inianapolis: Hackett, 1986). ISBN 0872200221
  • Gotthelf, Allan og Lennox, James G. (ritstj.), Philosophical Issues in Aristotle's Biology (Cambridge: Cambridge University Press, 1987). ISBN 0521310911
  • Guthrie, W.K.C., A History of Greek Philosophy, Vol 6: Aristotle: An Encounter (Cambridge: Cambridge University Press, 1981). ISBN 0521387604
  • Hughes, Gerard, Routledge Philosophy Guidebook to Aristotle on Ethics (London: Routledge, 2001). ISBN 0415221870
  • Jori, Alberto, Aristotele (Milan: Bruno Mondadori, 2003). ISBN 8842497371
  • Kraut, Richard, Aristotle on the Human Good (Princeton: Princeton University Press, 1991). ISBN 069102071X
  • Lear, Jonathan, Aristotle: The Desire to Understand (Cambridge: Cambridge University Press, 1988). ISBN 0521347629
  • Mann, Wolfgang-Rainer, The Discovery of Things (Princeton: Princeton University Press, 2000). ISBN 069101020X
  • Nussbaum, Martha C., Aristotle's De Motu Animalium (Princeton: Princeton University Press, 1986). ISBN 0691020353
  • Nussbaum, Martha C. og Rorty, Amélie Oksenberg (ritstj.), Essays on Aristotle's De Anima (Oxford: Oxford University Press, 1995). ISBN 019823600X
  • Patterson, Richard, Aristotle's Modal Logic : Essence and Entailment in the Organon (Cambridge: Cambridge University Press, 2002). ISBN 0521522331
  • Politis, Vasilis, Routledge Philosophy GuideBook to Aristotle and the Metaphysics (London: Routledge, 2004). ISBN 0415251486
  • Randall, John Herman Jr., Aristotle (New York: Columbia University Press, 1960).
  • Rorty, Amélie Oksenberg (ritstj.), Essays on Aristotle's Ethics (Los Angeles: University of California Press, 1980). ISBN 0520040414
  • Rorty, Amélie Oksenberg (ritstj.), Essays on Aristotle's Poetics (Princeton: Princeton University Press, 1992). ISBN 0691014981
  • Rorty, Amélie Oksenberg (ritstj.), Essays on Aristotle's Rhetoric (Los Angeles: University of California Press, 1996). ISBN 0520202287
  • Ross, David, Aristotle (London: Routledge, 1995). ISBN 0415120683
  • Urmson, J.O., Aristotle's Ethics (Oxford: Blackwell, 1988). ISBN 0631159460
  • Whitaker, C.W.A., Aristotle's De Interpretatione : Contradiction and Dialectic (Oxford: Oxford University Press, 2002). ISBN 0199254192

[breyta] Tengt efni

[breyta] Tenglar

Wikivitnun hefur upp á að bjóða safn tilvitnana á síðunni: