30. maí
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Apr – Maí – Jún | ||||||
| Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
| 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
| 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
| 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
| 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
| 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
| 2007 Allir dagar |
||||||
30. maí er 150. dagur ársins (151. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 215 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1431 - Jóhanna af Örk (Jeanne d'Arc, Mærin frá Orleans) var brennd á báli í Rúðuborg (Rouen) í Frakklandi.
- 1434 - Bæheimsku styrjaldirnar: Orrustan við Lipan.
- 1768 - Eggert Ólafsson skáld og varalögmaður fórst á Breiðafirði ásmt konu sinni og sex öðrum mönnum. Voru þau að koma frá vetursetu í Sauðlauksdal.
- 1829 - Jónas Hallgrímsson flutti prófræðu sína í Bessastaðakirkju.
- 1836 - Paul Gaimard kom með leiðangur sinn til Reykjavíkur og fóru þeir víða um land. Einn leiðangursmanna, August Mayer, teiknaði fjölda mynda hérlendis og hafa þær verið gefnar út.
- 1851 - Jón Sigurðsson var kosinn forseti Kaupmannahafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags og gegndi þeirri stöðu til dauðadags. Af því var hann jafnan nefndur Jón forseti. Um skeið var hann einnig forseti Alþingis.
- 1889 - Hallgrímur Sveinsson vígður biskup.
- 1894 - Eldey var klifin í fyrsta skipti. Var þar að verki Eldeyjar-Hjalti (Hjalti Jónsson) og tveir aðrir Vestmannaeyingar. Var þetta talin hættuför hin mesta.
- 1919 - Fyrsti íslenski ríkisráðsfundurinn var haldinn í Fredensborgarhöll í Danmörku. Fyrsti slíkur fundur hérlendis var haldinn tveimur árum síðar.
- 1940 - Róstur urðu eftir knattspyrnuleik milli Fram og Víkings í Reykjavík. Þrjátíu manns voru handteknir.
- 1977 - Kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Blóðrautt sólarlag, var frumsýnd og urðu um hana deilur.
- 1982 - Spánn varð sextándi meðlimur NATO og fyrsta ríkið til að gerast meðlimur frá því Vestur-Þýskaland gekk í bandalagið árið 1955.
- 1984 - Alþingismönnum var fjölgað úr 60 í 63 og einnig var kosningaaldur lækkaður úr 20 í 18 ár.
[breyta] Fædd
- 1672 - Pétur Mikli, keisari Rússlands (d. 1725).
- 1814 - Mikhail Bakunin, rússneskur byltingarsinni (d. 1876).
- 1955 - Richard Janko, bandarískur fornfræðingur.
- 1980 - Steven Gerrard, breskur knattspyrnumaður.
[breyta] Dáin
- 1431 - Jóhanna af Örk (Jeanne d'Arc, Mærin frá Orleans).
- 1574 - Karl 9., konungur Frakklands (f. 1550).
- 1640 - Peter Paul Rubens, flæmskur listmálari (f. 1577).
- 1744 - Alexander Pope, bresk skáld (f. 1688).
- 1768 - Eggert Ólafsson skáld og varalögmaður (f. 1726).
- 1778 - Voltaire, franskur heimspekingur (f. 1694).
- 1912 - Wilbur Wright, frumkvöðull í flugi (f. 1867).
- 1960 - Boris Pasternak, rússneskur rithöfundur (f. 1890).
| Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
|---|
| Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |

