Rut Hallgrímsdóttir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rut Hallgrímsdóttir er íslenskur ljósmyndari og hefur starfrækt eigin ljósmyndastofu, Ljósmyndir Rutar, frá árinu 1988. Á ljósmyndastofu sinni hefur Rut lagt metnað sinn í vinnslu svart-hvítra ljósmynda auk litmynda. Rut hefur unnið jöfnum höndum við ýmis verkefni; ljósmyndun fyrir tímarit, auglýsingaljósmyndun og portrettljósmyndun. Barnaljósmyndun hefur verið stór hluti af störfum hennar. Í portretljósmyndun hefur kjörorð Rutar alltaf verið að ná sambandi við þá sem sitja fyrir.
Rut lærði ljósmyndun í Iowa, Bandaríkjunum við Hawkeye Institute of Technology á árunum 1978 til 1979, Hún stundaði nám hjá Sigurgeiri Sigurjónssyni ljósmyndara og öðlaðist meistararéttindi árið 1986. Rut er félagi í Ljósmyndarafélagi Íslands og hefur starfað þar í stjórn og prófnefnd.

