Baltimore
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Baltimore er borg í Marylandríki í Bandaríkjunum. Íbúar borgarinnar sjálfrar voru árið 2006 631.366 en á Baltimore-Washington stórborgarsvæðinu svonefnda eru taldar búa rúmar 8 milljónir manna. Borgin er ein mikilvægasta hafnarborg Bandaríkjanna og hefur verið það síðan á 19. öld þegar næstflestir innflytjendur til Bandaríkjanna komu um hana. Þá var hún einnig næststærsta borg landsins.

