Leikfélag Kópavogs
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leikfélag Kópavogs er áhugaleikfélag í Kópavogi sem var stofnað 5. janúar 1957. Fyrsta verkefni félagsins var Spanskflugan eftir Arnold og Bach og var sýnt í barnaskólanum Kópavogsskóla þar sem ekki var til húsnæði í bænum fyrir leiksýningar.
Starfsemi félagsins fluttist yfir í Félagsheimili Kópavogs árið 1959 og var það aðsetur félagsins allt til ársins 2007 þegar neðsta hæð Félagsheimilisins var tekin undir skrifstofur bæjarins.
Leikfélag Kópavogs hefur verið aðili að Bandalagi íslenskra leikfélaga frá stofnun þess.

