Kílógramm

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kílógramm (skammstafað: kg) er grunneining SI-kerfisins fyrir massa.

Nokkrar mælieiningar eru notaðar til að mæla massa sem eru nátengdar kílógramminu:

  • 1 tonn er 1000 kílógrömm. (Samkvæmt forskeytum í SI–kerfinu ætti þetta réttilega að heita megagramm en í daglegu tali er tonn algengara.)
  • 1 gramm er 1/1000 úr kílógrammi.
  • 1 milligramm er 1/1000000 (einn–milljónasti) úr kílógrammi eða 1/1000 (einn–þúsundasti) úr grammi.

Kílógrammið var upphaflega skilgreint sem massi 1 lítra af vatni við 4° Celcius og 1 atm (staðalaðstæður þrýstings). Þessi skilgreining olli nokkrum vandkvæðum þar sem þéttleiki vatns er háður þrýstingi og þrýstingur er háður massa (og þannig er skilgreiningin á mælieiningunni orðin háð sjálfri sér).

Kílógrammið var því endurskilgreint sem massi ákveðins sívalnings úr Platiníu og Iridíum, sem er geymdur í Bureau International des Poids et Mesures.

Þrátt fyrir algengan misskilning er kílógrammið ekki mælieining á þyngd. Þyngd er í eðlisfræðilegum skilningi kraftur og er mæld með einingum krafts, (sem er Newton í alþjóðlega einingakerfinu).

  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.