1614

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ár

1611 1612 161316141615 1616 1617

Áratugir

1601–16101611–16201621–1630

Aldir

16. öldin17. öldin18. öldin

Árið 1614 (MDCXIV í rómverskum tölum) var fjórtánda ár 17. aldar sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en laugardegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.

Efnisyfirlit

[breyta] Atburðir

Kort af Nýja Hollandi sem byggir á leiðangri Adriaen Block 1614.
Kort af Nýja Hollandi sem byggir á leiðangri Adriaen Block 1614.
  • Febrúar - Danska ríkisráðið, dönsku biskuparnir og konungur hittust á þinginu í Kolding þar sem biskupinn og kalvínistinn Oluf Kock var gerður útlægur.
  • 5. apríl - Pocahontas og John Rolfe gengu í hjónaband í Jamestown.
  • Júní - Enskir sjóræningjar undir forystu Williams Clark og James Gentleman rændu tveimur dönskum skipum og fóru ránshendi um Vestmannaeyjar í tvær vikur.
  • 14. júlí - Svíar sigruðu Rússa í orrustunni við Bronnicy.
  • 23. ágúst - Groningenháskóli stofnaður.
  • 11. október - Adriaen Block og hópur kaupmanna í Amsterdam óskuðu eftir því við hollenska þingið að fá einkaleyfi á verslun í Nýja Hollandi.
  • 19. nóvember - Umsátrið um Ósaka hófst.

[breyta] Ódagsett

  • Síðustu fundir franska stéttaþingsins fram að frönsku byltingunni.
  • Svíar gerðu varnarbandalag við Holland og Lýbiku.
  • John Napier gaf út ritið Mirifici Logarithmorum Canonis Descriptio þar sem hann setur fram hugmyndina um lógaritma.
  • Fyrsta stefnuyfirlýsing Rósakrossreglunnar, Fama Fraternitatis Rosae Crucis, var gefin út í Þýskalandi.

[breyta] Fædd

[breyta] Ódagsett

[breyta] Dáin