Apokrýfur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Apokrýfur eða Apokrýfar bækur (eða Apókrýfískar bækur biblíunnar) eru utanbiblíurit, þ.e.a.s. rit í Gamla testamentinu sem ekki eru varðveitt í hebreska textanum heldur í grísku þýðingunni Septuaginta. Þetta eru bækur sem standa nærri viðurkenndum bókum Biblíunnar en eru ekki tekin í tölu þeirra. Gríska orðið απόκρυφος (apokryfos) þýðir í raun það sem dulið er. Árið 1994 kom út á íslensku Apókrýfar bækur (eða Apokrýfar bækur Gamla testamentisins) en þýðandi þeirra var Árni Bergur Sigurbjörnsson í samvinnu við Jón Sveinbjörnsson og Guðrúnu Kvaran.

Í annan stað er stundum einnig talað um apokrýfar bækur þegar átt er við rit sem standa ónefndu ritsafni nærri að efni og formi en eru af einhverjum ástæðum ekki tekin með.

[breyta] Tengill

  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.