Plótínos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Plótínos (gríska: Πλωτῖνος) (204/205–270) var heimspekingur í fornöld og er yfirleitt talinn vera faðir nýplatonismans. Nær allt sem vitað er um ævi hans og störf er fengið úr formála Porfyríosar að útgáfu sinni á verkum Plótínosar, Níundunum. Rit Plótínosar um frumspeki hafa haft mikil áhrif á kristna heimspeki, heimspeki gyðinga, íslamska hugsun og trúarlega dulspeki. Plótínos naut gríðarlegra vinsælda á endurreisnartímanum.

[breyta] Tengt efni

  Þessi grein sem tengist fornfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.
  Þessi grein sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.