Sólargangur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sólarupprás í gif myndskeiði
Sólarupprás í gif myndskeiði

Sólargangur á við hreyfingu sólar á himninum. Sólarupprás eða sólris telst þegar efri rönd sólar nemur við sjóndeildarhring (sjónbaug), en sólarlag eða sólsetur þegar sólin hverfur niður fyrir sjóndeildarhring. Lengd sólargangs miðast við tíma milli sólarupprásar og sólseturs. Í almanaki telst birting þegar sólmiðjan er 6° undir sjónbaug og sólin er á uppleið, en dögun þar hún er komin í 18°. Samsvarandi telst dagsetur þegar sólin er 6° undir sjónbaug og myrkur þegar hún er 18° undir sjónbaug, en á niðurleið. Hádegi er þegar sólmiðjan er í hásuðri, en miðnætti hálfum sólarhring síðar. (Reiknað er með 0,6° ljósbroti í andrúmsloftinu.)

[breyta] Heimild

[breyta] Sjá einnig