Vísindaheimspeki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vísindaheimspeki er undirgrein heimspekinnar, sem rannsakar heimspekilegan grundvöll og heimspekilegar afleiðingar vísindanna, þ.á m. formlegra vísinda, náttúruvísindann og félagsvísindanna. Vísindaheimspeki er nátengd þekkingarfræði og málspeki.

Vísindaheimspeki leitast við að skýra hluti á borð við:

  • eðli vísindalegra fullyrðinga, hugtaka og niðurstaðna og hvernig þær verða til
  • tegundir raka sem notast er við til þess að komast að niðurstöðum og til að setja fram vísindalega aðferð, þ.á m. takmörk hennar
  • hvernig skuli ákvarða gildi upplýsinga (þ.e. hlutlægni)
  • hvernig vísindin útskýra, spá fyrir um og hagnýta náttúruna
  • þýðingu vísindalegra aðferða og módela fyrir samfélagið í heild, þ.á m. fyrir þau sjálf

[breyta] Tengill

  Þessi grein sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.