Sambandsríki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kort sem sýnir sambandsríki í heiminum.
Kort sem sýnir sambandsríki í heiminum.

Sambandsríki er samband tveggja eða fleiri fylkja eða ríkja með talsverða sjálfstjórn sem lúta miðstýrðri ríkisstjórn. Þetta fyrirkomulag er tryggt í stjórnarskránni og ekkert ríki getur sagt sig úr sambandsríkinu með einhliða ákvörðun. Andstæðan við sambandsríki er einingarríki eins og t.d. Ísland.

Sambandsríki eru algengust í stórum og víðáttumiklum löndum eða löndum þar sem eru hlutfallslega stórir eða margir minnihlutahópar.


 

Þessi grein sem fjallar um stjórnmál er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana