Víðavangshlaup ÍR

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Víðavangshlaup ÍR er víðavangshlaup sem hlaupið er árlega á sumardaginn fyrsta. Hlaupið er skipulagt af Íþróttafélagi Reykjavíkur og hefst og lýkur í miðbænum. Hlaupið var fyrst skipulagt árið 1916 og er því elsta víðavangshlaup á Íslandi. Fyrsta árið var það 2,5 km á lengd en árið eftir var það lengt í 4 km. Upphaflega var hlaupið yfir móa, girðingar, skurði og fleiri hindranir, en nú er það orðið götuhlaup.

  Þessi grein sem tengist íþrótt er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.