Sagan um Ísfólkið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sagan um Ísfólkið (norska: Sagan om Isfolket) er bókasería eftir norska skáldsagnahöfundinn Margit Sandemo, hún hóf skrif á seríunni árið 1980.
"Fyrir löngu, fyrir mörgum öldum síðan, gekk Þengill hinn illi út í eyðimörkina til að selja Satan sál sína. Hann var ættfaðir Ísfólksins. Þengli var lofað jarðneskum gæðum gegn því að minnst einn afkomandi hans í hverri kynslóð gengi í þjónustu djöfulsins og ynni illvirki. Þeir áttu að þekkjast á gulum augum og yfirnáttúrulegum krafti. Einhvern tímann átti sá að fæðast, sem réði yfir meiri krafti en nokkru sinni hafði sést á jörðinni. Bölvunin átti að hvíla á ættinni uns menn fyndu staðinn sem Þengill hinn illi gróf niður pottinn með seiðnum, sem hann gól til að mana fram herra undirdjúpanna. Svo segir þjóðsagan"
[breyta] Þengill hinn góði
Árið 1548 fæddist bannfærður maður sem fékk nafnið Þengill eftir forföður sínum, bara af illkvittni afa síns. En þessi Þengill var góður og barðist gegn vondu hvötunum í sér. Fyrir það fékk hann heitið Þengill hinn góði. Saga ísfólksins er saga Þengils hins góða og afkomenda hans og baráttu þeirra gegn Þengli hinum illa.
Eftir Þengil hinn góða sneru margir bannfærðir sér gegn hinu illa í sér og urðu góðir, þó að margir væru á mörkunum með það að teljast til hins góða.
[breyta] Bækurnar
- Álagafjötrar - Trollbunden
- Nornaveiðar - Häxjakten
- Hyldýpið - Avgrunden
- Vonin - Längtan
- Dauðasyndin - Dödssynden
- Illur arfur - Det onda arvet
- Draugahöllin - Spökslottet
- Dóttir böðulsins - Bödelns dotter
- Skuggar fortíðar - Den ensamme
- Vetrarhríð - Vinterstorm
- Blóðhefnd - Blodshämnd
- Ástarfuni - Feber i blodet
- Fótspor Satans - Satans fotspår
- Síðasti riddarinn - Den siste riddaren
- Austanvindar - Vinden från öster
- Gálgablómið - Galgdockan
- Garður dauðans - Dödens trädgård
- Gríman fellur - Bakom fasaden
- Tennur drekans - Drakens tänder
- Hrafnsvængir - Korpens vingar
- Um óttubil - Vargtimmen
- Jómfrúin og vætturin - Demonen och jungfrun
- Vorfórn - Våroffer
- Í iðrum jarðar - Djupt i jorden
- Guðsbarn eða galdranorn - Ängel med dolda horn
- Álagahúsið - Huset i Eldafjord
- Hneyksli - Synden har lång svans
- Ís og eldur - Is och eld
- Ástir Lúsifers - Lucifers kärlek
- Ókindin - Människadjuret
- Hungur - Hunger
- Ferjumeistarinn - Färjkarlen
- Martröð - Nattens demon
- Konan á ströndinni - Kvinnan på stranden
- Myrkraverk - Vandring i mörkret
- Galdratungl - Trollmåne
- Vágestur - Stad i skräck
- Í skugga stríðsins - Små män kastar långa skuggor
- Raddirnar - Rop av stumma röster
- Fangi tímans - Fångad av tiden
- Djöflafjallið - Demonernas fjäll
- Úr launsátri - Lugnet före stormen
- Í blíðu og stríðu - En glimt av ömhet
- Skapadægur - Den onda dagen
- Böðullinn - Legenden om Marco
- Svarta vatnið - Det svarta vattnet
- Er einhver þarna úti? - Är det någon därute?
[breyta] Tenglar
Ísfólkið á hugi.is

