Bessi Bjarnason - Vísur Stefáns Jónssonar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bessi Bjarnason
Forsíða breiðskífu
Bakhlið breiðskífu
Bessi Bjarnason – SG - 021
Gefin út 1969
Tekin upp {{{Tekin upp}}}
Tónlistarstefna Barnavísur
Lengd
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjóri Guðmundur R. Jónsson
Bessi Bjarnason – Tímatal

Bessi Bjarnason er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1969. Á henni syngur Bessi Bjarnason hinar góðkunnu barnavísur Stefáns Jónssonar. Útsetningar, kór- og hljómsveitarstjórn, Magnús Pétursson. Hljóðritun fór fram hjá Rikisútvarpinu undir stjórn Guðmundar R. Jónssonar. Ljósmyndir tók Óli Páll Kristjánsson.

[breyta] Lagalisti

  1. Aumingja Siggi - Lag - texti: Norskt þjóðlag — Stefán Jónsson
  2. Bréf til frænku - Lag - texti: Erl. barnalag — Stefán Jónsson
  3. Systa mín - Lag - texti: Skozkt þjóðlag — Stefán Jónsson
  4. Smalasaga - Lag - texti: Erl. alþýðulag — Stefán Jónsson
  5. Kvæðið um kálfinn - Lag - texti: Kuhlau — Stefán Jónsson
  6. Sagan af Gutta - Lag - texti: Erl. alþýðulag — Stefán Jónsson
  7. Hjónin á Hofi - Lag - texti: H. Kjerúlf — Stefán Jónsson
  8. Kiddi á Ósi - Lag - texti: Erl. alþýðulag — Stefán Jónsson
  9. Stutt saga - Lag - texti: Bellman — Stefán Jónsson
  10. Hjónin við tjörnina - Lag - texti: Erl. alþýðulag — Stefán Jónsson
  11. Hænsnadans - Lag - texti: Erl. alþýðulag — Stefán Jónsson
  12. Aravísur - Lag - texti: Ingibjörg Þorbergs — Stefán Jónsson
  13. Ási, Lási og Pjási í Ási - Lag - texti: Helgi Helgason — Stefán Jónsson
  14. Vögguvísa - Lag - texti: Bellman — Stefán Jónsson
  15. Stjáni - Lag - texti: Magnús Pétursson — Stefán Jónsson

[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags

   
Bessi Bjarnason - Vísur Stefáns Jónssonar
Á þessari hljómplötu er meiri hluti hinna góðkunnu kvœða, sem Stefán Jónsson gerði fyrir þremur áratugum. Flest af þessum kvœðum hafa orðið landskunn, svo sem Guttavísur, Hœnsnadans, Aravísur, Hjónin á Hofi og fleiri og fleiri. Hefur líklega ekkert efni, sem samið hefur verið fyrir íslenzk börn, orðið jafn vinsœlt og þessi skemmtilegu kvœði Stefáns. Hinn kunni leikari, Bessi Bjarnason, syngur vísurnar, en Bessa er einkar lagið að koma börnunum í gott skap og hann bregzt þeim ekki á þessari plötu, hér er hann í essinu sínu. Magnús Pétursson, píanóleikari, fœrði lögin í hljómsveitarbúning og valdi síðan nokkrar ungar stúlkur úr Melaskólanum, þar sem Magnús er söngkennari, og setti saman lítinn kór, sem aðstoðar Bessa.
   
Bessi Bjarnason - Vísur Stefáns Jónssonar
 
— Svavar Gests