Margrét prinsessa, greifynjan af Snowdon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Margrét prinsessa, greifynjan af Snowdon (Margaret Rose) (21. ágúst 19309. febrúar 2002) var yngri dóttir Georgs VI og Elísabetar drottningar. Margrét prinsessa var ávallt umdeildur meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar vegna einkalífs hennar sem oftar en ekki lenti á forsíðum bresku blaðanna.

[breyta] Fjölskylda

Þann 6. maí 1960 giftist Margrét Antony Armstrong-Jones ljósmyndara, og fengu þau eftir brúðkaupið titilinn greifinn og greifynjan af Snowdon. Þau eignuðust tvö börn:

  • David Armstrong-Jones, Linley greifi (f. 1961)
  • Lafði Sarah Armstrong-Jones (f. 1964)

Mikið var fjallað um hjónaband þeirra en því var oft haldið fram, árin sem þau voru gift, að hjónaband þeirra stæði á brauðfótum. Þau skildu árið 1978.

Margét prinsessa lést 71 árs gömul, eftir að hafa fengið slag árið 2002.