Philippa Foot
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Vestræn heimspeki Heimspeki 20. aldar, Heimspeki 21. aldar |
|
|---|---|
| Nafn: | Philippa Ruth Foot |
| Fædd/ur: | 1920 |
| Skóli/hefð: | Rökgreiningarheimspeki |
| Helstu viðfangsefni: | siðfræði |
| Markverðar hugmyndir: | dygðafræði, lestarvandinn |
| Áhrifavaldar: | Aristóteles, Tómas frá Aquino, Ludwig Wittgenstein, G.E.M. Anscombe, Thomas Nagel |
| Hafði áhrif á: | Bernard Williams, Rosalind Hursthouse, John McDowell |
Philippa Ruth Foot (fædd Bosanquet) (f. 1920) er breskur heimspekingur. Hún er þekktust fyrir framlag sitt til siðfræði. Hún er ásamt G.E.M. Anscombe einn af upphafsmönnum nútíma dygðafræði í siðfræði. Líta má á verk hennar sem tilraun til þess að nútímavæða aristótelíska heimspeki; til að sýna að hana megi laga að málefnum samtímans og þar meðað hún sé samkeppnishæf við vinsæla strauma í nútímasiðfræði, svo sem skyldusiðfræði og nytjastefnu.
Foot er fædd og uppalin í Bretlandi. Hún er barnabarn Grovers Cleveland, forseta Bandaríkjanna. Hún hóf feril sinn í heimspeki sem nemandi og síðar kennari við Somerville College, Oxford. Árum saman gegndi Foot stöðu Griffin Professor of Philosophy við University of California, Los Angeles.
[breyta] Helstu verk
- Virtues and Vices and Other Essays in Moral Philosophy (Berkeley: University of California Press; Oxford: Blackwell, 1978).
- Natural Goodness (Oxford: Clarendon Press, 2001).
- Moral Dilemmas: And Other Topics in Moral Philosophy (Oxford: Clarendon Press, 2002).
[breyta] Heimild
- Greinin „Philippa Foot“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. mars 2006.

