Muggur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- „Muggur“ getur einnig átt við mannsnafnið Mugg.
Guðmundur Pétursson Thorsteinsson, betur þekktur sem Muggur, (5. september 1891 - 26. júlí 1924) var íslenskur listamaður frá Bíldudal. Hann vann fjölbreytt verkefni með olíu, vatnslitum, kolum og klippimyndum, meðal annars „Sjöundi dagur í Paradís“ sem er eitt af hans frægustu verkum og barnabókina Sagan af Dimmalimm. Hann myndskreytti líka íslensk spil sem urðu mjög vinsæl. Hann lék eitt af aðalhlutverkunum í Sögu Borgarættarinnar sem var tekin á Íslandi 1919. Hann lést um aldur fram úr brjóstveiki.

