27. ágúst
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Júl – Ágúst – Sep | ||||||
| Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
| 1 | 2 | 3 | 4 | |||
| 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
| 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
| 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
| 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
| 2007 Allir dagar |
||||||
27. ágúst er 239. dagur ársins (240. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 126 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1629 - Danir biðu ósigur fyrir her hins Heilaga rómverska ríkis í orrustunni við Lutter am Barenberg.
- 1729 - Hraun rann út í Mývatn umhverfis kirkjuna í Reykjahlíð í Mývatnseldum, sem stóðu með hléum frá 1724 og fram í september 1729.
- 1828 - Simón Bolívar tók sér alræðisvald í Stór-Kólumbíu.
- 1867 - Eldgos hófst í Vatnajökli og stóð í 13 daga. Talið er að gosið hafi verið nálægt Grímsvötnum.
- 1914 - Fjórir menn af 17 manna áhöfn togarans Skúla fógeta fórust er togarinn sigldi á tundurdufl og sökk. Þá var mánuður liðinn frá upphafi fyrri heimsstyrjaldar.
- 1946 - Einangrun Siglufjarðar var rofin er fyrsti bíllinn komst þangað eftir að unnið hafði verið að vegagerð um Siglufjarðarskarð í ellefu ár.
- 1951 - Sýningarsalir Listasafns Íslands í húsi Þjóðminjasafnsins voru formlega opnaðir.
- 1991 - Moldóva fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 1994 - Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Bíódagar, hlaut Amanda-kvikmyndaverðlaunin, sem eru norræn. Mat dómnefndar var að myndin væri þjóðleg og alþjóðleg í senn.
[breyta] Fædd
- 1770 - Georg Wilhelm Friedrich Hegel, þýskur heimspekingur (d. 1831).
- 1874 - Carl Bosch, þýskur efnafræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1940).
- 1890 - Man Ray, ljósmyndari og listamaður (d. 1976).
- 1908 - Lyndon B. Johnson, forseti Bandaríkjanna (d. 1973).
- 1910 - Móðir Teresa, mannréttindafrömuður og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1997).
- 1929 - Ira Levin, bandarískur rithöfundur.
- 1953 - Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur.
- 1962 - Sigurjón Birgir Sigurðsson (Sjón), skáld.
- 1976 - Sarah Chalke, kanadísk leikkona
- 1988 - Alexa Vega, bandarísk leikkona
[breyta] Dáin
- 1626 - Enevold Kruse, danskur hirðstjóri (f. 1561).
- 1963 - W.E.B. DuBois, bandarískur mannréttindafrömuður og fræðimaður (f. 1868).
- 1967 - Le Corbusier, svissneskur arkitekt (f. 1887).
- 1975 - Haile Selassie I, keisari Eþíópíu (f. 1892).
| Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
|---|
| Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |

