Björgólfur Hideaki Takefusa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Björgólfur Hideaki Takefusa (11. maí 1980) er íslenskur knattspyrnumaður sem spilar í stöðu sóknarmanns hjá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. Björgólfur hóf feril sinn hjá Þrótti Reykjavík og var þeim drjúgur í baráttunni í 1. deild, en hann skoraði mörg mörk í þeim leikjum sem hann spilaði í, en hann var einnig í námi í Bandaríkjunum. Björgólfur fékk gullskóinn árið 2003, en þá féll Þróttur úr efstu deild. Björgólfur skipti yfir í Fylki það ár og spilaði með þeim í 2 ár. Hann gekk til liðs við KR í október árið 2005 og hefur skorað 21 mark fyrir liðið í 48 leikjum. Björgólfur hefur spilað 1 landsleik með íslenska landsliðinu.

Afi Björgólfs Takefusa er Björgólfur Guðmundsson, viðskiptamaður og formaður bankaráðs Landsbanka Íslands. Systir Björgólfs er fyrrum sjónvarpskonan Dóra Takefusa.


Knattspyrnufélag Reykjavíkur - Núverandi lið

1 Kristján | 2 Sigþór | 3 Tryggvi | 4 Gunnlaugur | 5 Kristinn | 6 Bjarnólfur | 7 Ágúst | 8 Atli Jóhanns. | 9 Jóhann | 10 Björgólfur | 11 Grétar | 12 Rúnar | 13 Pétur | 14 Sigmundur | 15 Skúli Jón | 16 Atli Jónas. | 18 Óskar Örn | 19 Brynjar Orri | 20 Tómas | 21 Vigfús Arnar | 22 Stefán Logi | 23 Guðmundur Reynir | 24 Guðmundur Pétursson | 25 Eggert | 26 Skúli Jónsson | 27 Ingimundur Níels | 28 Henning | 29 Ásgeir Örn | 30 Halldór | 31 Jón Kári | Stjóri: Logi

Á öðrum tungumálum