Ultra Mega Technobandið Stefán
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ultra Mega Technobandið Stefán (skammstafað UMTBS) er íslensk hljómsveit sem hefur ekki gefið út neina breiðskífu, aðeins tvær smáskífur sem nefnast „Story of a Star“ og „Cockpitter“.
Efnisyfirlit |
[breyta] Saga
Hljómsveitin lenti í 2. sæti á Músíktilraunum 2006, en undanúrslitakvöldið var fyrsta skiptið sem þeir spiluðu á tónleikum. Þegar þeir lentu í 2. sæti voru meðlimir hljómsveitarinnar fimm talsins, en síðan þá hefur Ingvar Baldursson, sem spilaði á hljóðgervil, hætt í hljómsveitinni.
Eftir Músíktilraunir var þeim boðið að spila á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni árið 2006 á Pravda, þeir voru svo beðnir um að spila aftur, á lokakvöldi hátíðarinnar. Síðar fékk hljómsveitin boð um að spila á norsku tónlistarhátíðinni By:Larm.
Hljómsveitin mun líklega gefa út fyrstu plötu sína seint á þessu ári, en lag þeirra, Story Of A Star, var mikið spilað í útvarpi og seldist vel á vefnum Tonlist.is, en þar var það lag vikunnar.[heimild vantar]
[breyta] Meðlimir
[breyta] Núverandi meðlimir
- Sigurður Ásgeir Árnason - hljóðgervill og söngur
- Arnþór Jóhann Jónsson - hljóðgervill
- Arnar Freyr Gunnsteinsson - bassi
- Guðni Dagur Guðnason - trommur og forritun
[breyta] Fyrrverandi meðlimir
- Ingvar Baldursson - hljóðgervill
[breyta] Útgefið efni
[breyta] Smáskífur
- Story of a Star
- Cockpitter
[breyta] Tenglar
- Ultra Mega Technobandið Stefán á MySpace
- Ultra Mega Technobandið Stefán á Rokk.is
- Ultra Mega Technobandið Stefán á Tónlist.is

