Spjall:Um reiðmennsku (Xenofon)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ætli Pliny eldri hafi haft þessa bók til hliðsjónar þegar hann skrifaði De jaculatione equestri? Ég spyr svona út í loftið. - Hákarl.

Það kæmi ekki á óvart ef í ljós kæmi að hann hefði þekkt til ritsins af því að rit Xenofons voru þekkt á þessum tíma, Plinius var mjög lærður maður og það er haft eftir honum að hann hafi aldrei lesið svo slæma bók að hún hafi ekki gagnast honum á einn veg eða annan. Aftur á móti er og verður erfitt að leggja mat á það hvort og að hve miklu leyti hann studdist við Xenofon þegar hann samdi De iaculatione equestri vegna þess að það er ekki varðveitt. Ef það fyndist einn daginn, þá gæti komið í ljós að hann hafi ekki stuðst við það nema að litlu leyti; á hans tíma voru reiðtygi t.d. notuð en sumir halda að svo hafi ekki verið á tíma Xenofons (m.a. vegna þess hvernig hann talar í þessu riti, Um reiðmennsku), þannig að aðstæður hefðu þá ekki verið alveg þær sömu. En svo má líka vera að Xenofon hafi verið rangtúlkaður. Ég er engan veginn sérfróður um þessi rit en þetta er býsna áhugavert. --Cessator 02:47, 24 apríl 2007 (UTC)

Er nauðsynlegt að hafa (Xenofon) sem aðgreiningu fyrir þessa grein? — Jóna Þórunn 22:29, 12 ágúst 2007 (UTC)

Ef til vill ekki. --Cessator 22:33, 12 ágúst 2007 (UTC)