Notandaspjall:Stebbifr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Velkomin(n) á íslensku Wikipediu!

Takk fyrir að skrá þig á frjálsa alfræðiritið. Við erum afar þakklát fyrir framlag þitt til þessa samvinnuverkefnis. Meginreglurnar eru einungis þrjár og þær eru afar einfaldar: á Wikipediu eru engar frumrannsóknir, allt er skrifað frá hlutlausu sjónarmiði og það þarf að vera hægt að staðfesta upplýsingar í öðrum heimildum.

  • Ef þú hefur ekki skoðað kynninguna, þá er þetta tilvalinn tími!
  • Leiðbeiningar um hvernig er best að byrja nýja síðu eru gagnlegar fyrir byrjendur.
  • Aðrir notendur hafa tekið saman nokkur atriði sem er gott að hafa í huga þegar þú semur fyrstu greinina þína. Hafðu engar áhyggjur af tæknilegum atriðum, því það er til svindlsíða.
  • Handbókin er ómissandi þegar þú ert að skrifa eða breyta greinum. Þar eru einnig gagnlegir tenglar á síður með frekari leiðbeiningum.
  • Í Pottinum geturðu tekið þátt í umræðum og spurt almennra spurninga og samfélagsgáttin hefur svo tengla á ýmislegt fróðlegt um aðra notendur og margt fleira sniðugt.
  • Ef þú vilt njóta handleiðslu reyndari notanda geturðu beðið um að verða „ættleiddur“.
  • Einnig er hljálpin ómissandi ef þú vilt fræðast nánar um Wikipediu.

Ég vona að þú njótir þín vel hér á íslensku Wikipediunni. Hikaðu ekki við að hafa samband við mig á spjallsíðu minni ef þú hefur einhverjar spurningar. Gangi þér vel!

--Cessator 22:00, 21 apríl 2007 (UTC)

Don't speak Icelandic? Post {{Notandi is-0}} on your user page or put it into your babel box.
Do you want to be adopted?

[breyta] Umdeildur metnaður

Þetta sjálfshagsmunapot þitt er að ná alveg hreint hæstu hæðum. Ég tala fyrir sjálfan mig þegar ég segi að mér þyki lítt til þess koma. Viljiru vera virkur meðlimur hér á wiki væri frekar við hæfi að þú reyndir að bæta við þekkingu frá hlutlausu sjónarmiði. Hvers vegna ekki að deila með okkur þekkingu þinni um Sjálfstæðisflokkinn eða einhverju áhugamáli þínu frekar en eigin frama? --Jabbi 03:30, 9 maí 2007 (UTC)

Ég bætti ekki inn umfjöllun um mig hér. Það var annar aðili sem gerði það. Greinilega til að gera grín að mér. Hinsvegar vildi ég skipta um mynd þarna. Fannst hin myndin ekki viðeigandi. Hinsvegar er ykkur hér frjálst að eyða þessari umfjöllun um mig ef þið viljið. Hana hef ég hvorki sett hér inn eða óskað eftir. Hinsvegar vil ég gjarnan hafa aðra mynd af mér á þessari persónulegu umfjöllun um mig. Ef það er ekki í lagi vil ég að þið hendið þessu út hið fyrsta! --Stebbifr
Að öðrum ólöstuðum get ég eytt greininni um þig. Með fullri virðingu. --Jabbi 03:56, 9 maí 2007 (UTC)
Það er meinalaust að minni hálfu að eyða þessu út. Sjálfur vildi ég taka út í upphafi skrf þar sem birt voru nöfn foreldra minna og systkina sem mér finnst óþarfi að birta. Þarna voru birt af vefsíðu minni upptalning sem átti bara að vera þar um verk mín í stjórnmálum. Það á ekkert erindi hér inn. Greinilega sett bara inn sem eitthvað grín hér, enda er sú upptalning varla viðeigandi hér, satt best að segja. Ég hef aldrei litið á mig sem fullkominn. Það eina sem ég hef í gegnum tíðina gert er að hafa skoðanir á veröldinni sem ég lifi í á vefsíðu minni og hef tekið smáþátt í því sem kallast stjórnmál. Þessi umfjöllun eins og hún var í upphafi var klárlega grín um mig. Tók út áðan þessa upptalningu og get alveg sætt mig við þetta svosem ins og það er núna. En ég geri svosem engar kröfur um þetta nema að það sé passað upp á það að þetta verði ekki uppsetning eins og var áður, upptalning á verkum sem þarf ekkert að telja upp hér. Annars vildi ég bara laga þetta. Til þess kom ég hingað Hrafn. Það er nú bara svo einfalt. --Stebbifr
Ég vil þakka þér fyrir þetta Hrafn. Fannst leiðinlegt að lesa upphafsinnleggið. Það hefur aldrei hvarflað að mér að birta einhverja svona grein um mig hér. Hinsvegar vildi ég laga það sem mér fannst afleitt enda kann ég ekki og gat ekki eytt þessu út. En kærar þakkir fyrir, hinsvegar hefði verið mjög einfalt bara að hafa samband við mig til að fyrirbyggja misskilning í þessum efnum, enda var þessi uppsetning um mig hér ekki sett upp í neinni virðingu við mig eða í mínu nafni upphaflega. Vona að við skiljum sáttir með þetta svona. Bestu kveðjur, Stefán Friðrik --Stebbifr
Alveg hreint sjálfsagt Stefán. Ég verð að viðurkenna að ég hef svolitla fordóma gagnvart Sjálfstæðismönnum en ég hef kannski hlaupið dáldið á mig í þessu tilviki. Ég vona innilega að þú sjáir ástæðu til þess að vera virkur í einhverjum mæli hér á wiki. Ég tel að wiki sé framtíðin og furða mikið mikið á því hversu fáir eru hér virkir notendur sem leggja eitthvað af mörkunum. Með von um að ríkisstjórnin falli ;) --Jabbi 04:33, 9 maí 2007 (UTC)