Spjall:Boðháttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Út í hött að hafa ekki íslenskuna efst. Smáborgaraskapur af fyrstu gerð. Nei, ekki heimsborgaralegt, jafnvel þó einhver haldi það...

Vitleysa. --Bjarki 14. september 2007 kl. 19:57 (UTC)
Alls ekki, það er fullkomið vit í að útskýra boðhátt fyrir íslenskum lesendum fyrst á íslensku og bara almennt að útskýra hann fyrst í því tungumáli sem greinin er á, og taka síðan dæmi úr öðrum tungumálum. Það finnst mér ekki vera hlutdrægni eða smáborgaraskapur. Kannski mætti segja á móti að það að hafa íslenskuna neðar væri einhvers konar lágkúra. Alla vega, ég legg til að íslenskan verði efst og svo önnur mál. --Cessator 14. september 2007 kl. 20:30 (UTC)
Jamm það er sjálfsagt að hafa íslenskuna efst samkvæmt rökum Cessators, en varla af því að það sé smáborgaralegt. Annars, er bara til boðháttur í annarri persónu eintölu í latínu? Ef hann er til í fleirtölu líka væri gott að hafa dæmi um það. Stefán 14. september 2007 kl. 20:47 (UTC)
Nei, líka í fleirtölu og líka í framtíð 2. persónu et. og ft. og 3. persónu líka. Í forngrísku er boðháttur til í et. og ft. í 2. persónu og 3. persónu í flestum tíðum (en sagnir hafa reyndar bara tíðarmerkingu í framsöguhætti í grísku). --Cessator 14. september 2007 kl. 21:10 (UTC)
Í fyrsta lagi vil ég benda á það að þegar ég setti íslensku efst var það einfaldlega vegna þess að ég hugsa þetta fyrst á íslensku, fólk þarf að róa sig hérna. Annars kann ég því miður svo svakalega lítið í um boðhátt í latínu (nema þá bara einfalda 2. persónu et. og ft.), þannig að það væri fínt ef einhver kæmi með latnesk (eða þá jafnvel grísk) dæmi um flóknari boðhætti? --Baldur Blöndal 15. september 2007 kl. 14:36 (UTC)