Samband íslenskra samvinnufélaga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samband íslenskra samvinnufélaga
Gerð: Félagasamtök
Stofnað: 20. febrúar 1902
Staðsetning: Borgarbraut 58-60
310 Borgarnesi
Lykilmenn:
Starfsemi: Rekstur eignarhaldsfélaga

Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS), Sambandið eins og það er kallað í daglegu tali eða Samband eins og það var kallað erlendis var stofnað á Ysta-Felli Þingeyjasýslu 20. febrúar 1902 sem Sambandskaupfélag Þingeyinga en fékk síðan nafn sitt endanlega árið 1906.

SÍS var stofnað af íslenskum samvinnufélögum til að vera samvinnuvettvangur þeirra á sviði út og innflutnings og til að ná hagstæðum samningum erlendis vegna þess taks sem danskir kaupmenn höfðu enn á íslensku viðskiptalífi á þeim tíma. Meðal annars rak SÍS skipadeild sem var stofnuð 1946 og sá um vöruflutninga í samkeppni við Eimskipafélag Íslands. Stuttu áður en annar samkeppnisaðili, Hafskip, varð gjaldþrota í lok árs 1985 stóð til að SÍS myndi kaupa fyrirtækið en á stjórnarfundi var kosið gegn því og munaði einu atkvæði. Svo fór að Hafskip var lýst gjaldþrota og Eimskipafélag Íslands keypti þrotabú þess en annars hefði Skipadeild SÍS eflst og hún hugsanlega ekki verið lögð niður.

Þegar leið á 20. öldina varð SÍS öflugasta viðskiptaveldi Íslands og með ítök á flestum sviðum viðskiptalífsins allt fram til ársins 1992 þegar starfsemi þess var orðin nánast engin vegna skulda þess við lánardrottna sína.

  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.