Wikipedia:Vissir þú...
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- ... að Halldór H. Jónsson arkitekt sem m.a. teiknaði Háteigskirkju og Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi var nefndur „stjórnarformaður Íslands”?
- ... að einn eitraðasti sveppur heims, grænserkur (sjá mynd), fannst einu sinni í Kjarnaskógi í Eyjafirði?
- ... að viðgerð Niðaróssdómkirkju í Noregi hófst árið 1869 en lauk ekki fyrr en árið 2001?
- ... að haldin var listasýningin Tukt fyrir opnum dyrum í Síðumúlafangelsinu áður en fangelsinu var lokað?
- ... að ætlunin er að öll orka Íslands verði af endurnýjanlegum uppruna árið 2050?
- ... að Sovétmenn opnuðu Norðausturleiðina fyrir reglulega skipaumferð árið 1935?
Úr nýjustu greinunum – Eldra

