Brjóst
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Brjóst á við um það svæði sem er ofarlega á brjóstkassa margra spendýra. Í daglegu tali er þó oftast átt við brjóst kvenna. Konur hafa almennt stærri brjóst en karlar þar sem í þeim safnast fyrir meiri fita. Í brjóstum manna eru mjólkurkirtlar, þegar konur eignast börn verða þeir virkir og úr þeim seytlar mjólk. Annað kann þó að valda mjólkurframleiðslu.
Efnisyfirlit |
[breyta] Stærð, útlit og samanburður
Brjóst kvenna eru mjög ólík að stærð og lögun.
Það er algengt að brjóst kvenna séu ójöfn í stærð, sérstaklega á meðan á vexti þeirra stendur. Það er hlutfallslega algengara að vinstra brjóstið sé stærra.[1].
[breyta] Vöxtur
Vöxtur brjósta kvenna verður aðalega fyrir tilstilli hormónsins estrógen og gerist það um kynþroskaaldur.
[breyta] Sjá einnig
- Brystill
- Júgur
- Vörtubaugur
- Brjóstagjöf
- Geirvarta
[breyta] Tenglar
[breyta] Heimildir
- ↑ C.W. Loughry, et al (1989). „Breast volume measurement of 598 women using biostereometric analysis“. Annals of Plastic Surgery 22 (5): 380 – 385.

