Mac OS
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mac OS, sem stendur fyrir Macintosh Operating System, er nafn á seríu af stýrikerfum frá Apple fyrir Macintosh tölvurnar. Það var fyrst kynnt árið 1984 með upprunalegu Macintosh 128K. Til eru margar útgáfur af kerfinu s.s. Mac OS X, Mac OS X Tiger, Mac OS X Panther og Mac OS X Leopard . Mac OS er oft kallað í daglegu máli "System" eða "Kerfi".
Apple reyndi strax að hanna betri stýrikerfi en þau sem þegar voru á markaðinum, flest stýrikerfi þess tíma voru tæknilega flókin, ófullkomin og frekar einhæf.
Fyrstu útgáfur Mac OS virkuðu bara með Motorola 68000-tölvum. Þegar Apple kynnti fyrstu tölvurnar með PowerPC vélbúnaði var stýrikerfi uppfært til þess að styðja þessa nýju tegund örgjörva.
Uppá síðkastið, hefur Mac OS X (útgáfa 10) verið uppfærð til þess að styðja x86-örgjörva.
[breyta] Útgáfur
Fyrstu Macintosh stýrikerfin stóðu saman af tveim hlutum, "Kerfinu" og "Finder". Í Kerfi 7.5.1 var Mac OS lógóið kynnt, breytt útgáfa af broskalli "Finder".
[breyta] Classic
"Classic" kerfið er þekkjanlegt á því að það er nær ómögulegt að komast í skipannalínu, stýrikerfið er eingöngu gluggakerfi.
| Apple forrit | |
|---|---|
| Stýrikerfi: | Mac OS X • Mac OS 9 |
| Pakkar: | .Mac • iLife • iTunes • iWork • AppleWorks |
| iLife: | iTunes • iPhoto • iWeb • iDVD • iMovie • GarageBand |
| Áhugamannaforrit: | Final Cut Express • Logic Express |
| Atvinnuforrit: | Aperture • Final Cut Studio • Logic Pro • Shake |
| Forrit sem fylgja Mac OS X: | Front Row • iChat • Photo Booth • QuickTime • Safari • TextEdit • Core Animation |
| Þjónar: | Apple Remote Desktop • Mac OS X Server • WebObjects • Xsan |
| Hætt við: | HyperCard • MacDraw • Mac OS • MacPaint • MacProject • MacTerminal • MacWrite |

