Kópavogur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kópavogsbær
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Merki Kópavogsbæjar
Staðsetning sveitarfélagsins
1000
Kjördæmi Suðvesturkjördæmi
Flatarmál
 – Samtals
67. sæti
80 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
2. sæti
27.536 (2006)
0,34/km²
Bæjarstjóri Gunnar Ingi Birgisson
Þéttbýliskjarnar Kópavogur
Póstnúmer 200, 201, 202, 203
Vefsíða sveitarfélagsins

Kópavogur (opinberlega Kópavogsbær) er sveitarfélag og bær á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélagið er hið næstfjölmennasta á Íslandi, með 27.525 íbúa í lok árs 2006.[1]

Þar var Kópavogsfundurinn haldinn árið 1662, en allt fram á 20. öld voru í Kópavogi einungis nokkrir bústaðir og býli. Kópavogshreppur klofnaði frá Seltjarnarneshreppi árið 1948 og fékk svo kaupstaðarréttindi 1955.

Undir lok 20. aldarinnar og í byrjun 21. aldar hefur orðið mikil uppbygging í Kópavogi. Íbúafjöldi bæjarins hefur hækkað mikið í takt við mikla atvinnuþróun í bænum; þar er stærsta verslunarmiðstöð landsins, Smáralind, og mikil viðskiptastarfsemi.

Efnisyfirlit

[breyta] Saga

Saga Kópavogs sem bæjarfélags er ekki löng, ekki er öld síðan að í Kópavogi mátti aðeins finna örfá býli og nokkra sumarbústaði.

Elstu merki um mannaferðir eru frá 9. öld[4] við Kópavogsþing, bærinn Kópavogur reis þar skammt frá. Fram að fyrri hluta 20. aldar var aðeins að finna nokkra bóndabæi í því landi sem nú tilheyrir Kópavogi, uppbygging Kópavogs hefst ekki fyrr en í kreppunni miklu upp úr 1930.

Aðalgrein: Saga Kópavogs

[breyta] Bæjarstjórn

Fyrst var kosið í bæjarstjórn í október 1955 eftir að kaupstaðarréttindi tóku gildi í maí það ár. Líkt og í öllum þremur hreppsnefndarkosningunum hélt meirihluti Framfarafélagsins (eða kommúnista eins og Morgunblaðið kallaði þá) við stjórnvölinn eftir það undir forystu Finnboga Rúts Valdimarssonar og það var ekki fyrr en 1962 að breyting varð á þegar Framsóknarflokkurinn gekk í lið með þeim til að mynda meirihluta og svo síðar Sjálfstæðisflokkurinn.

Síðan 1990 hefur stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verið við lýði. Í kosningunum 2006 hrapaði fylgi Framsóknar en þó náðu flokkarnir að halda meirihluta.

Sjá nánar um kosningaúrslit, bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í:

[breyta] Íþróttafélög

  • Breiðablik UBK
  • HK
  • Íþróttafélagið Gerpla
  • Siglingafélagið Ýmir
  • Hestamannafélagið Gustur
  • Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
  • Dansíþróttafélag Kópavogs
  • Dansfélagið Hvönn
  • Tennisfélag Kópavogs
  • Skotfélag Kópavogs

[breyta] Íþróttamannvirki

Hátíðahöld á Rútstúni 17. júní 2007
Hátíðahöld á Rútstúni 17. júní 2007
  • Sundlaug Kópavogs
  • Sundlaugin Versalir
  • Íþróttahúsið Digranes
  • Íþróttahúsið Smárinn
  • Kópavogsvöllur
  • Fífan

[breyta] Menntastofnanir

Framhaldsskólar

Grunnskólar

  • Digranesskóli við Skálaheiði
  • Hjallaskóli við Álfhólsveg
  • Hörðuvallaskóli við Baugakór 38
  • Kársnesskóli við Skólagerði og við Kópavogsbraut (sem áður hét Þinghólsskóli)
  • Kópavogsskóli við Digranesveg
  • Lindaskóli Núpalind 7
  • Salaskóli Versölum 5
  • Smáraskóli við Dalsmára
  • Snælandsskóli við Víðigrund
  • Vatnsendaskóli við Funahvarf
  • Waldorfskólinn í Lækjabotnum

Leikskólar


Tónlistarskólar

  • Tónlistarskóli Kópavogs

[breyta] Menning

Flestar þær byggingar sem viðkoma menningarstarfsemi í Kópavogi eru staðsettar við Borgarholtið vestan megin gjána sem aðskilur Vesturbæ Kópavogs frá Austurbæ Kópavogs. Þar er Menningarmiðstöð Kópavogs staðsett. Menningarmiðstöðin hýsir í einni byggingu bæði aðstöðu fyrir Tónlistaskóla Kópavogs og 300 manna sérhannaðan sal fyrir tónlistaflutning. Í annarri byggingu er safnahús sem hýsir bæði Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Vestan við Menningarmiðstöðina er síðan Listasafn Kópavogs,Gerðarsafn. Leikfélag Kópavogs er síðan til húsa vestan við gjána í Fannborg 2.

[breyta] Vinabæir

[breyta] Heimildir

  • Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir (ritstj.). Íslenska Alfræðiorðabókin, 2. bindi. Bókaútgáfan Örn og Örlygur, 1990.
  • Árni Waag (ritstj.). Saga Kópavogs - Saga lands og lýðs á liðnum öldum. Lionsklúbbur Kópavogs, 1990.
  • Adolf J. E. Petersen (ritstj.). Saga Kópavogs - Frumbyggð og hreppsár 1935-1955. Lionsklúbbur Kópavogs, 1983.
  • Andrés Kristjánsson og Björn Þorsteinsson (ritstj.). Saga Kópavogs - Þættir úr kaupstaðarsögunni 1955-1985. Lionsklúbbur Kópavogs, 1990.
  1. Hagstofa Íslands - Hagtölur (ágúst 2007).
  2. Lögberg-Heimskringla 15. desember 1977, bls. 16
  3. Lögberg-Heimskringla 12. maí 1978, bls. 1
  Þessi grein sem tengist landafræði Íslands er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.