Spjall:Einkatölva
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mér finnst dálítið skrýtið að setja hér undir einn hatt hugtökin 1) einkatölva/heimilistölva, 2) PC-tölva/Pési, 3) Borðtölva. IW-tengillinn hér bendir á skilning 1) en greinin sjálf er byggð á skilningi 3). Undarlegheitin „PC-tölva“, eins og hugtakið er notað hér á Íslandi, vísar svo einfaldlega til allra einkatölva sem ekki eru Macintosh, held ég. --Akigka 19:51, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Og þannig voru Macintosh tölvur markaðssettar, eins og þær væru eitthvað annað en PC-tölvur. En þær eru nú samt PC-tölvur. 1) og 2) að ofan eru eitt og sama fyrirbærið þótt Macintosh hafi skapað sér sérstöðu með markaðssetningu. Þetta er svipað og að segja að Coke sé Coke en ekki gosdrykkur; svo myndi skapast málvenja þannig að Coke væri alltaf kallað Coke og orðið „gosdrykkur“ yrði bara notað um alla hina drykkina. --Cessator 20:02, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Getur verið en sem slíkt er hugtakið PC-tölva/pési allsendis óþarft á íslensku og eina ástæðan fyrir því að það hefur ílenst í málinu sú að það þýðir í reynd (samkvæmt málvenju) eitthvað annað en hið ágæta orð einkatölva, eins furðulegt og það kann að hljóma. Hugtökin tvö einkatölva og PC-tölva eru sum sé ekki samheiti í huga flestra þeirra sem á annað borð nota orðið 'PC-tölva'. --Akigka 20:12, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Mér finnst í raun að orðið PC-tölva sé óþarft nema sem curiosity, neðanmálsgrein í íslenskri málsögu raunar og megi alveg missa sín. Fartölva er hins vegar klárlega ein tegund einkatölvu/heimilistölvu en ekki andstæða hennar eins og þetta var sett upp í upphafi. --Akigka 20:15, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Já, en Wikipedia er ekki orðabók heldur alfræðiorðabók. Við þurfum ekki að hafa sérstakar greinar til að útskýra málnotkun. Vísum bara PC-tölvu hingað. --Cessator 20:35, 19 ágúst 2007 (UTC)
- PC í skilningnum "ekki makki" er reyndar aðeins stytting á "IBM PC compatible" frá þeim tíma er vélbúnaður makkans var frábrugðinn öðrum einkatölvum. Það er ekki raunin lengur en þessari hugtakanotkun hefur verið haldið áfram af einhverjum völdum. Það er ekkert deilt um það að makkinn sé í raun PC eins og hvað annað. Það má alveg sleppa þessu pésarugli og tala einfaldlega um Windows-vélar. --Bjarki 20:18, 19 ágúst 2007 (UTC)
-
-
-
-
- Þegar ég hugsa um þetta frekar þá getur líklega verið andstæða milli hugtakanna heimilistölva/fartölva. Þetta fer að verða svona klassískt Hjelmslev-dæmi í merkingarfræði sem endar með því að við sitjum uppi með sérgrein um hvert hugtakið fyrir sig. ....
- Af hverju getur heimilstölva ekki verið fartölva? Mér finnst ekki vera neinn merkingarfræðilegur vandi. --Cessator 20:35, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Bof... datt það bara svona í hug. Og ég var ekki að tala um vanda heldur svona flókið skema. Fartölva getur væntanlega verið heimilistölva ef heimilistölva er andstæða við atvinnutölvu... Mér datt bara í hug að heimilistölva ætti við tölvuna sem heimilistæki. Svo er bara að rökræða hvort t.d. farsími, myndavél, fartölva og aðrar slíkar græjur geti talist vera heimilistæki :) --Akigka 20:59, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Af hverju getur heimilstölva ekki verið fartölva? Mér finnst ekki vera neinn merkingarfræðilegur vandi. --Cessator 20:35, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Þegar ég hugsa um þetta frekar þá getur líklega verið andstæða milli hugtakanna heimilistölva/fartölva. Þetta fer að verða svona klassískt Hjelmslev-dæmi í merkingarfræði sem endar með því að við sitjum uppi með sérgrein um hvert hugtakið fyrir sig. ....
-
-
-
- Varðandi þetta síðasta þá er ekki hægt að tala um Windows-vélar þar sem Windows er hugbúnaður sem keyrir á alls konar vélbúnaði, ólíkt gamla MacOS þar sem vélbúnaður og stýrikerfi voru í vissum skilningi samlæst. --Akigka 20:22, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Já en það er yfirleitt ekki verið að tala um vélbúnað í þessum eilífa Mac vs. PC debat heldur er verið að tala um Mac OS vs. Windows, þá er eðlilegra að tala um windows-vélar. Það er það sem ég meina. --Bjarki 20:28, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Af hverju má ekki kalla vél sem keyrir Windows-stýrikerfi Windows-vél? Orðið gefur út af fyrir sig ekki til kynna að vélin sé öðru vísi en t.d. Linux-vél. Það hefði verið hægt að setja Linux upp á Windows-vélina en við settum upp Vista svo nú er hún Windows-vél, nánar tiltekið Vista-vél en ekki XP-vél... --Cessator 20:35, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Jú, það getur verið. Ég vildi bara benda á að það er (var?) ákveðinn eðlismunur á IBM PC og Mac þar sem í öðru tilvikinu var vélbúnaður sem ýmis stýrikerfi keyrðu á (CP/M, OS/2, DOS, Windows o.s.frv.) og hins vegar tölvukerfi þar sem sami framleiðandi hannaði vélbúnað og stýrikerfi í tengslum við hvert annað þannig að makkar gátu ekkert keyrt nema MacOS og MacOS keyrði ekki á neinum öðrum vélbúnaði. Þess vegna finnst mér kannski dálítið önnur merking liggja í bandstrikinu þegar talað er um Makka eða Macintosh-vél en þegar talað er um Windows-vél þar sem í fyrra tilvikinu er raunverulega átt við vélbúnaðinn + stýrikerfi en í hinu aðeins stýrikerfi. --Akigka 20:53, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Eftir intel-væðingu makkans hefur verið hægt að keyra öll stýrikerfi á honum sem hægt er að keyra á „venjulegum“ einkatölvum. Ég man hinsvegar ekki eftir því að Mac OS hafi verið keyrt á öðrum tölvum en makkanum, það styttist sjálfsgt í það samt. --Bjarki 20:57, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Það var hægt að þýða Darwin fyrir Intelvélar frá upphafi og það voru einhverjar síður til um það hvernig ætti að búa til dual boot á intel vél með MacOSX, en mig minnir að maður hafi þurft að kaupa einhvern íhlut frá Apple til þess að ná að keyra allt stýrikerfið. --Akigka 21:02, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Eftir intel-væðingu makkans hefur verið hægt að keyra öll stýrikerfi á honum sem hægt er að keyra á „venjulegum“ einkatölvum. Ég man hinsvegar ekki eftir því að Mac OS hafi verið keyrt á öðrum tölvum en makkanum, það styttist sjálfsgt í það samt. --Bjarki 20:57, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Jú, það getur verið. Ég vildi bara benda á að það er (var?) ákveðinn eðlismunur á IBM PC og Mac þar sem í öðru tilvikinu var vélbúnaður sem ýmis stýrikerfi keyrðu á (CP/M, OS/2, DOS, Windows o.s.frv.) og hins vegar tölvukerfi þar sem sami framleiðandi hannaði vélbúnað og stýrikerfi í tengslum við hvert annað þannig að makkar gátu ekkert keyrt nema MacOS og MacOS keyrði ekki á neinum öðrum vélbúnaði. Þess vegna finnst mér kannski dálítið önnur merking liggja í bandstrikinu þegar talað er um Makka eða Macintosh-vél en þegar talað er um Windows-vél þar sem í fyrra tilvikinu er raunverulega átt við vélbúnaðinn + stýrikerfi en í hinu aðeins stýrikerfi. --Akigka 20:53, 19 ágúst 2007 (UTC)
-
- Getur verið en sem slíkt er hugtakið PC-tölva/pési allsendis óþarft á íslensku og eina ástæðan fyrir því að það hefur ílenst í málinu sú að það þýðir í reynd (samkvæmt málvenju) eitthvað annað en hið ágæta orð einkatölva, eins furðulegt og það kann að hljóma. Hugtökin tvö einkatölva og PC-tölva eru sum sé ekki samheiti í huga flestra þeirra sem á annað borð nota orðið 'PC-tölva'. --Akigka 20:12, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Það má taka þetta allt fram í greininni. PC hefur stundum, ranglega, verið notað sem samheiti x86 arkitektúrsins og tölva sem keyra Windows stýrikerfið. Held samt að þessi misskilningur sé ekki algengur, enda nördar vanir að leiðrétta slíka dellu :) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 21:36, 19 ágúst 2007 (UTC)

