Neslistinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Merki Neslistans

Bæjarmálafélag Seltjarnarness var stofnað 23. apríl 1990. Félagið er fyrsta bæjarmálafélag í sveitarfélögum landsins. Síðan hefur félagshyggjufólk víða um land fylgt fordæmi þess. Helsti hvatamaður að stofnun Bæjarmálafélagsins var Hallgrímur Magnússon læknir. Fyrsti formaður félagsins var Stefán Bergmann. Síðan hafa Þorvaldur Árnason og Ingibjörg Benediktsdóttir gegnt formennsku. Núverandi formaður er Kristján Þorvaldsson.

Bæjarmálafélag Seltjarnarness hefur boðið fram Neslistann til sveitarstjórnarkosninga síðan 1990. Í kosningunum 1990 hlaut listinn 34,4% atkvæða og tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Kjörtímabilið á eftir, 1994, hlaut listinn 45,7% og þrjá fulltrúa í bæjarstjórn. Árið 1998 fékk Neslistinn 34,7% og tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Í kosningunum 2002 hlaut Neslistinn 39,7% atkvæða og þrjá fulltrúa í bæjarstjórn. Í kosningum árið 2006 hlaut framboðið 32,8% atkvæða og tvo fulltrúa í bæjarstjórn. (Sjá einnig: Bæjarstjórnarkosningar á Seltjarnarnesi)

Bæjarfulltrúar frá stofnun hafa verið: Siv Friðleifsdóttir, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Eggert Eggertsson, Högni Óskarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Árni Einarsson.

[breyta] Tenglar