Grjótaþorpið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grjótaþorpið nefnist gamall hluti miðbæjar Reykjavíkurborgar. Grjótaþorpið er nefnt eftir bæ sem nefndist Grjóti og var upphaflega hjáleiga frá Vík og er þannig talið í Jarðabókinni. Fyrir norðan bæinn var Grjótatún. Þegar farið var að byggja Dómkirkjuna, var grjótið til hennar rifið upp úr Grjótatúni og það ónýtt. Komu þar þá kálgarðar. Um miðbik 18. aldar var komið þarna bæjahverfi sem nefndist Grjótaþorpið.


[breyta] Hlekkir



  

Þessi grein sem tengist Reykjavík er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana