Valgerður Bjarnadóttir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Valgerður Bjarnadóttir (fædd 13. janúar 1950) er viðskiptafræðingur og varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Valgerður er dóttir Bjarna Benediktssonar, fyrrum forsætisráðherra og systir Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra. Valgerður var gift Vilmundi Gylfasyni, fyrrum dómsmálaráðherra og þingmanni Alþýðuflokks og Bandalags jafnaðarmanna. Hann lést árið 1983.
Valgerður skrifar reglulega pistla í Fréttablaðinu.

