Falur Harðarson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Falur Harðarson (fæddur 1968 í Keflavík) er íslenskur körfuknattleiksmaður. Hann hóf ungur að æfa körfuknattleik og lék lengst af með Keflavík en lék einnig eitt ár með finnska liðinu ToPo Honka og einn vetur með KR. Hann lék einnig í fjögur ár í háskóla í Suður-Karólínu, Bandaríkjunum.
Falur lék 106 A-landsleiki á ferlinum, síðast árið 2000.
Eftir farsælan feril sem leikmaður tók Falur við þjálfun meistaraflokks karla hjá Keflavík ásamt Guðjóni Skúlasyni (2004-2005) og leiddu þeir félagar liðið til sigurs í Íslandsmótinu.

