Stjórnmálahneyksli á Íslandi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Íslensk stjórnmál Þessi grein er hluti af greinaflokknum: Íslensk stjórnmál |
|
Stjórnmálahneyksli á Íslandi eru stjórnmálahneyksli sem komið hafa upp í Íslandssögunni og tengjast íslenskum stjórnmálamönnum:
- (1930) Stóra bomba
- (1937) Kollumálið - Hermann Jónasson þáverandi lögreglustjóri í Reykjavík og bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn sakaður um að hafa skotið æðarfugl sem var friðaður.
- (1976) Ólafur Jóhannesson var dæmdur sekur fyrir meiðyrði fyrir ummælin „Mafía er hún og mafía skal hún heita“ og átti þá við hina svokölluðu Vísismafíu.
- Grænubaunamálið - Steingrímur Hermannsson sem þá var framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs keypti grænar baunir og annan mat fyrir Surtseyjarfélagið sem hann var formaður í. Reikningur vegna kaupanna fannst svo í bókhaldi Rannsóknaráðs, en þar voru grænu baunirnar skráðar sem viðhald á bifreið Rannsóknarráðs.
- (1987) Albert Guðmundsson sagði af sér embætti ráðherra vegna greiðslna sem fyrirtæki hans fékk frá Hafskip og höfðu ekki verið taldar fram
- Áfengiskaupamálið 1988 - Jón Baldvin Hannibalsson og Magnús Thoroddsen forseti Hæstaréttar eru gagnrýndir harðlega fyrir að kaupa áfengi á kostnaðarverði til persónulegra nota á árunum 1987-1988. Magnúsi vikið úr embætti af Halldóri Ásgrímssyni þáverandi dómsmálaráðherra til bráðabrigða vegna kaupa á rúmlega 2000 flöskum.
- Guðmundur Árni Stefánsson sagði af sér embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í nóvember 1994 eftir harða gagnrýni á embættisfærslur hans í skýrslu Ríkisendurskoðunar.
- (2001) Árni Johnsen segir af sér þingmennsku 2001. Hann er síðan dæmdur í fangelsi í framhaldinu fyrir ýmis auðgunarbrot.
- (2004) Þórólfur Árnason segir upp embætti borgarstjóra Reykjavíkur í nóvember 2004 eftir ásakanir um að hann hafi verið brotlegur í samráði olíufélaganna.
- (2005- 2006) Baugsmálið.
- (2006) Lundamálið - Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra verður uppvís að ólöglegri lundaveiði í Grímsey á Steingrímsfirði án þess að vera með tilskilið veiðikort.

