Þorvaldur víðförli
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þorvaldur Konráðsson víðförli var túlkur Friðriks trúboðsbiskups frá Þýskalandi, þegar trúboð hins síðarnefnda fór fram á Íslandi í kringum 981. Þetta trúboð var jafnframt hið fyrsta sem fór fram á Íslandi.
Þorvaldur var frá Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu og er þar minnisvarði um þá félaga alveg við þjóðveginn beint á móti bænum.
Árni Bergmann samdi skáldsögu um Þorvald.

