Hákon háleggur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Konungur Noregs
Ætt Sverris konungs
Hákon háleggur
Ríkisár 1. nóvember 1299 - 8. maí 1319
Skírnarnafn Hákon Magnússon
Fædd(ur) 1270
Dáin(n) 8. maí 1319
  Túnsberg
Gröf Maríukirkjan í Ósló
Konungsfjölskyldan
Faðir Magnús lagabætir
Móðir Ingibjörg Eríksdóttir
Drottning Eufemia af Rügen
Börn Ingibjörg Hákonardóttir
Agnes Hákonardóttir

Hákon háleggur, eða Hákon V Magnússon (1270–1319), konungur Noregs frá 1. nóvember 1299 til dauðadags 8. maí 1319. Tók við af bróður sínum Eiríki Magnússyni. Sonur Magnúsar Hákonarsonar lagabætis og Ingibjargar Eríksdóttur, sem var dóttir Eiríks plógpenings Danakonungs. Hákon var hertogi að nafninu til frá 1273, og í raun frá 1284.

Hákon háleggur var mun sterkari leiðtogi en Eiríkur bróðir hans, m.a. hreinsaði hann til í ríkisráðinu þegar hann tók við völdum, og lét árið 1302 hengja valdamesta manninn þar Audun Hugleiksson hestakorn. Hákon flutti miðstöð stjórnsýslunnar frá Björgvin til Akershúss í Ósló, en virkið þar er meðal helstu framkvæmda sem hann er þekktur fyrir. Hákon lét kristin viðhorf ráða miklu um stjórn ríkisins, og eftir dauða hans var hann af mörgum talinn helgur maður. Eimdi eftir af því fram til siðaskipta.

Kona Hákonar háleggs (1299) var Eufemia drottning. Dóttir þeirra var Ingibjörg Hákonardóttir (1301 -um 1360). Laungetin dóttir Hákonar, með Gró Sigurdardóttur, var Agnes Hákonardóttir (1290-1319). Með Hákoni hálegg dó út karlleggurinn af ætt Sverris konungs.


Fyrirrennari:
Eiríkur Magnússon prestahatari
Noregskonungur
(1299 – 1319)
Eftirmaður:
Magnús VII Eiríksson