Hljómsveit Ingimars Eydal - S.O.S. Ást í neyð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

S.O.S. ást í neyð
Forsíða breiðskífu
Bakhlið breiðskífu
Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar – SG - 531
Gefin út 1968
Tekin upp {{{Tekin upp}}}
Tónlistarstefna Dægurlög
Lengd
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjóri
Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar – Tímatal

Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1968. Á henni flytja Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Þuríður OG Vilhjálmur fjögur lög. Ljósmynd á framhlið, Kristján Magnússon.

[breyta] Lagalisti

  1. Ég bið þig - Lag - texti: Donaggio/Pallavicini — Ómar Ragnarsson
  2. S.O.S. ást í neyð - Lag - texti: Moroder/Holm — Ómar Ragnarsson Hljóð Hljóðdæmi.
  3. Ég er í ofsastuði - Lag - texti: R. og I. Berns — Ómar Ragnarsson
  4. Bónorðið - Lag - texti: Lydiate — Ómar Ragnarsson

[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags

   
Hljómsveit Ingimars Eydal - S.O.S. Ást í neyð
Þó fyrr hefði verið, munu þeir líklega segja, sem fá þessa hljómplötu í hendur — því það eru liðin tvö ár síðan hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar sendi frá sér hljómplötu. Það er allt of langur tími á milli hljómplatna, þegar um er að ræða jafn vinsæla hljómsveit og þessa.

En Magnús Ingimarsson og hans fjölhæfa samstarfsfólk hefur ekki setið auðum höndum, því það hefur leikið í Röðli sex kvöld í viku, leikið í fjölda útvarpsþátta og tekið að sér nokkra sjónvarpsþætti, sem hlotið hafa góða dóma, hinn síðasti fyrir nokkrum dögum, en í þeim þætti voru einmitt tvö lög flutt, sem eru á þessari plötu, „Ég bið þig" og „Ég er í „ofsastuði"." Fyrra lagið syngur Vilhjálmur Vilhjálmsson, sem verið hefur söngvari og bassaleikari hljómsveitarinnar allt frá upphafi, en síðara lagið syngur Þuríður Sigurðardóttir, sem sungið hefur með hljómsveitinni í tæpt ár. Hún söng inn á SG-hljómplötu fyrir tveimur árum lagið „Elskaðu mig", sem náði miklum vinsældum, en þá var Þuríður aðeins sautján ára. Næstu tvö lög á þessari plötu eru „S.O.S. ást í neyð", sem Vilhjálmur syngur og síðan lítið, létt lag með bráðskemmtilegum texta Ómars Ragnarssonar, heitir það „Bónorðið".

Hinar fjölbreyttu útsendingar laganna eru allar gerðar af Magnúsi Ingimarssyni.

   
Hljómsveit Ingimars Eydal - S.O.S. Ást í neyð
 
— Svavar Gests