Hafnarfjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hafnarfjarðarkaupstaður
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
1400
Kjördæmi Suðvesturkjördæmi
Flatarmál
 – Samtals
63. sæti
143 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
3. sæti
23.674 (2006)
0,17/km²
Bæjarstjóri Lúðvík Geirsson (S)
Þéttbýliskjarnar Hafnarfjörður
Póstnúmer 220, 221, 222
Vefsíða sveitarfélagsins

Hafnarfjörður er bær á höfuðborgarsvæðinu. Þar bjuggu 23.674 manns 1. desember árið 2006 og hefur bærinn vaxið gríðarlega á síðustu árum og áratugum líkt og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa gert. Höfnin sem bærinn er kenndur við var ein stærsta verslunarhöfn landsins allt frá 16. öld og mikil útgerð hefur verið stunduð þaðan í sögunni.

Hafnarfjörður heyrði undir Álftaneshrepp framan af en eftir skiptingu hans árið 1878 varð bærinn hluti hins nýmyndaða Garðahrepps. Hinn 1. júní 1908 fékk Hafnarfjörður kaupstaðarréttindi og varð þá að sjálfstæðu bæjarfélagi. Íbúar voru þá orðnir 1469 talsins.

Skammt sunnan Hafnarfjarðarbæjar er Straumsvík þar sem Alcan á Íslandi rekur álver. Þann 31. mars, árið 2007 fóru fram íbúakosningar um stækkun álversins í Hafnarfirði. Stækkunin var felld með aðeins 88 atkvæðum.

Fyrsta almenningsrafveitan á Íslandi var sett upp 12. desember 1904 í Hafnarfirði af Jóhannesi Reykdal, veitan liggur í gegnum Hamarskotslæk.

[breyta] Bæjarstjórn

Kosningar til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fóru síðast fram 27. maí 2006.

Núverandi skipting bæjarfulltrúa Í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru ellefu bæjarfulltrúar, skipting fulltrúa er eftirfarandi kjörtímabilið 2006-2010, Samfylkingin hefur sjö bæjarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn þrjá bæjarfulltrúa og Vinstri hreyfingin grænt framboð einn bæjarfulltrúa. Bæjarstjóri er Lúðvík Geirsson (Samfylkingu) og forseti bæjarstjórnar er Ellý Erlingsdóttir (Samfylkingu). Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið á landinu þar sem Samfylkingin hefur hreinan meirihluta.

[breyta] Skólar

Leikskólar: Arnarberg, Álfaberg, Álfasteinn, Garðavellir, Hlíðarberg, Hlíðarendi, Hvammur, Hörðuvellir, Kató, Norðurberg, Smáralundur, Stekkjarás, Tjarnarás, Vesturkot, Víðivellir.

Grunnskólar: Áslandsskóli, Engidalsskóli, Hraunvallaskóli, Hvaleyrarskóli, Lækjarskóli, Setbergsskóli, Víðistaðaskóli og Öldutúnsskóli.

Framhaldsskólar: Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, Iðnskólinn í Hafnarfirði

[breyta] Tenglar