Dýragras
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
|
|||||||||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||
|
|||||||||||||||
|
|
|||||||||||||||
| Gentiana nivalis L. |
|||||||||||||||
|
|
Dýragras (fræðiheiti: Gentiana nivalis) er einær jurt af maríuvandarætt. Blómin eru dökkblá eða fjólublá og 1 til 2 sentimetra löng en 7 til 8 millimetra í þvermál. Bikarblöðin eru 5 talsins. Alls verður jurtin 4-12 sm há.
Dýragras vex í móum eða á snöggum flötum; gjarnan þar sem beitarþungi er mikill.

