Jórturdýr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Wikipedia:Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Jórturdýr
Amerísk fjallageit (Oreamnos americanus)
Amerísk fjallageit (Oreamnos americanus)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Klaufdýr (Artiodactyla)
Undirættbálkur: Ruminantia
Ættir

Jórturdýr (fræðiheiti: Ruminantia) nefnast þau dýr sem eru grasætur og með hófa (eða klaufir í flestum tilfellum).

Aðaleinkenni jórturdýra er að þau melta fæðuna í tveimur stigum. Í fyrsta lagi grípur jórturdýr niður, tyggur þá grasið og kyngir. Síðan elgir það fæðunni upp lítið eitt meltri (þ.e.a.s. selur henni upp í munnholið), tyggur hana þá aftur (jórtrar) og kyngir síðan enn á ný og þá taka bakteríur vambarinnar við og brjóta niður trénið í tuggunni.

Jórturdýr hafa fjóra magasekki sem kallast keppur (rumen), laki (psalterium), vinstur (abomasus) og vömb (reticulum).

Eiginleg jórturdýr (Pecora) greinast í slíðurhyrninga (með slóhorn, sem sitja alla æfi) og kvíslhyrninga með greinótt horn (sem falla tíðast árlega).

  Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.