9. september
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Ágú – September – Okt | ||||||
| Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
| 1 | ||||||
| 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
| 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
| 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
| 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
| 30 | ||||||
| 2007 Allir dagar |
||||||
9. september er 252. dagur ársins (253. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 113 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1000 - Svoldarorrusta átti sér stað í Eystrasalti þar sem Ólafur Tryggvason lést.
- 1208 - Víðinesbardagi háður í Hjaltadal, en þó gæti hann hafa verið daginn áður. Höfðingjar sóttu með mikinn her að Guðmundi góða Arasyni, biskup á Hólum. Í þessum bardaga féll Kolbeinn Tumason.
- 1877 - Þingeyrarkirkja, sem Ásgeir Einarsson alþingismaður lét reisa, var vígð.
- 1905 - Sogsbrú, 38 metra löng og 2,5 metra breið hengibrú, var vígð. Um 1000 manns voru viðstödd vígsluna.
- 1926 - Snjókoma var og vöknuðu Reykvíkingar við alhvíta jörð að morgni. Talið er að aldrei hafi gert alhvítt fyrr að hausti í Reykjavík.
- 1942 - Breskum flugmanni tókst á síðustu stundu að beina flugvél sinni frá húsi í Elliðaárdalnum er hann brotlenti þar í kartöflugarði.
- 1998 - Háhyrningurinn Keikó kom til Vestmannaeyja.
[breyta] Fædd
- 1829 - Lev Tolstoj, rússneskur rithöfundur (d. 1910).
- 1925 - Valdimar Indriðason, íslenskur stjórnmálamaður.
[breyta] Dáin
- 1000 - Ólafur Tryggvason, Noregskonungur (f. 963).
- 1087 - Vilhjálmur bastarður, Englandskonungur.
- 1569 - Pieter Brueghel eldri, flæmskur listmálari (f. um 1525).
- 1810 - Halldór Jakobsson, sýslumaður (f. 1734).
- 1976 - Mao Tsetung, leiðtogi Kína (f. 1893).
| Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
|---|
| Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |

