Kláfur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kláfferja á Ítalíu
Kláfur (loftferja eða kláfferja) er farartæki, dregið á línu yfir ófærur (s.s. vatnsföll) eða upp fjöll. Áður en vegasamgöngur komust í nútímalegt horf á Íslandi voru kláfar yfir margar ár í alfaraleið, og voru flestir knúnir áfram með handsnúinni sveif. Voru slíkir staðir nefndir ferjustaðir. Sumir kláfar eru enn þann dag í dag notaðir til að ferja sauðkindur yfir vatnsföll.

