Hellarannsóknafélag Íslands
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hellarannsóknafélag Íslands er áhugamannafélag um hraunhella á Íslandi. Félagið var stofnað þann 25. nóvember 1989 að frumkvæði jarðfræðinganna Björns Hróarssonar og Sigurðar Sveins Jónssonar. Markmiðið með starfsemi félagsins er skrásetning, vernd og varðveisla svo og rannsóknir á íslenskum hraunhellum.
Enskt heiti félagsins er „Icelandic Speleological Society“ en speleology er enska fræðiheitið fyrir hellafræði. Félagið gefur út félagsritið Surtur.

