Spánn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Reino de España
Fáni Spánar Skjaldarmerki Spánar
(Fáni Spánar) (Skjaldarmerki Spánar)
Kjörorð: Plus Ultra
Þjóðsöngur: Marcha Real
Kort sem sýnir staðsetningu Spánar
Höfuðborg Madrid
Opinbert tungumál spænska (kastillíska)
(katalónska, baskneska og galisíska eru einnig opinber tungumál í sumum héruðum.)
Stjórnarfar
Konungur
Forsætisráðherra
Þingbundin konungsstjórn
Jóhann Karl I
Jose Luis Rodríguez Zapatero
Aðild að Evrópusambandinu 1. janúar 1986

Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)

50. sæti
506.030 km²
1,04
Mannfjöldi
 • Samtals (2007)
 • Þéttleiki byggðar
28. sæti
45.061.274
88,39/km²
VLF (KMJ)
 • Samtals
 • á mann
áætl. 2005
1.141.000.000 millj. dala (11. sæti)
27.522 dalir (27. sæti)
VÞL 0,938 (19. sæti)
Gjaldmiðill Evra (€) (EUR)
Tímabelti UTC+1 (UTC+2 á sumrin)
Þjóðarlén .es
Landsnúmer 34

Spánn er konungsríki á Íberíuskaga í Suðvestur-Evrópu. Lönd sem liggja að Spáni eru Portúgal að vestan og Frakkland að austan. Auk þess er örríkið Andorra í Pýreneafjöllum á landamærum Spánar og Frakklands. Syðst á Spáni er svo Gíbraltar, sem er lítið landsvæði undir yfirráðum Breta. Að norðan liggur Biskajaflói að Spáni, Atlantshafið að suðvestan og að sunnan er Gíbraltarsund og svo Miðjarðarhafið að suðaustan og austan. Syðsti oddi Spánar er jafnframt syðsti oddi meginlands Evrópu. Þar er smábær sem heitir Tarifa. Hann er á nákvæmlega 36°N. Hið opinbera heiti landsins er Reino de España. Spáni tilheyra Baleareyjar í Miðjarðarhafi (Majorka, Menorka og Íbísa), Kanaríeyjar í Atlantshafi og útlendurnar Ceuta og Melilla í Norður-Afríku. Landið er rúmlega 500.000 ferkílómetrarflatarmáli, eða um það bil fimm sinnum stærra en Ísland. Á Spáni búa um 43 milljónir manna.

Stærstu borgir Spánar eru höfuðborgin, Madríd og Barselóna. Í Madríd búa um 5,5 milljónir manna og tæpar 5 í Barselóna. Spánn er fornfrægt menningarríki. Arabar og Berbar lögðu hluta af Spáni undir sig á miðöldum og voru þar kallaðir Márar. Miklar menningarminjar eru um dvöl þeirra á Spáni og er Alhambrahöllin líklega merkust þeirra. Barselóna þykir mjög athyglisverð fyrir nútímabyggingarlist og ber þar helst að nefna Antonio Gaudí, en byggingar hans eru víða í borginni.

Spánn var einræðisríki undir stjórn Franciscos Franco einræðisherra frá 1939 til 1975. Síðan er konungur Spánar Juan Carlos I frá 1975.


  Þessi grein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.
Á öðrum tungumálum