Hólar í Hjaltadal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Torfkofar í Hólum í Hjaltadal.
Torfkofar í Hólum í Hjaltadal.

Hólar í Hjaltadal eru bær, kirkjustaður og skólasetur í Hjaltadal í Skagafjarðarsýslu. Þar var settur biskupsstóll þegar norðlendingar kröfðust þess að fá sinn eigin biskup til mótvægis við biskupinn í Skálholti. Fyrsti biskup á Hólum var Jón Ögmundsson. Á Hólum var löngum rekinn skóli og prentsmiðja var starfrækt þar lengi. Aðalhöfn fyrir Hóla fram að siðaskiptum var Kolbeinsárós (Kolkuós). Þar komu að landi þau skip sem biskupsstóllinn átti í förum á miðöldum.

Nú á dögum er rekinn þar skóli, Háskólinn á Hólum.

[breyta] Sjá einnig

  Þessi grein sem tengist landafræði Íslands er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.