Kurt Vonnegut

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kurt Vonnegut, yngri (f. 10. nóvember 1922 - d. 11. apríl 2007) var bandarískur rithöfundur af þýskum ættum. Kurt barðist í seinni heimsstyrjöldinni og var tekinn til fanga af Þjóðverjum. Hann var færður til Dresden sem Bandamenn jöfnuðu við jörðu skömmu síðar með sprengjuherferð dagana 13.-15. febrúar 1945. Kurt lifði þennan hildarleik af þar sem hann hafði flúið í skjól í Sláturhús 5, sem seinna varð titill frægustu bókar hans. Eftir þetta var Kurt gert að safna saman líkum látinna í hrúgur sem var svo kveikt í með eldvörpum. Hann lést á heimili sínu 11. apríl 2007 skömmu eftir að hafa fengið slæma byltu sem olli alvarlegum höfuðáverkum.


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það