Þorsteinn Sæmundsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur (fæddur 1935) var sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands frá stofnun hennar 1966, gegndi stöðu fræðimanns þar frá 1990 og stöðu vísindamanns frá 1999 til starfsloka 2005. Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954, B.Sc Honors í stjörnufræði frá háskólanum í St. Andrews á Skotlandi 1968 með stærðfræði, eðlisfræði og jarðfræði sem aukgreinar. Doktorspróf (Ph.D.) í stjörnufræði frá Lundúnarháskóla 1962. Félagi í breska stjörnuskoðunarfélaginu frá 1952 og félagi í konunglega breska stjörnufræðifélaginu frá 1962.

Deildarstjóri háloftadeildar Háskóla Íslands frá 1967 og annaðist útreikninga fyrir Almanak Háskóla Íslands og Sjómannaalmanakið. Sá um uppbyggingu og rekstur segulmælingastöðvar Háskólans frá 1963 (fyrstu þrjú árin með Þorbirni Sigurgeirssyni, prófessor, sem kom stöðinni á fót 1957). Aðstoðaði við uppsetningu norðurljósamyndavélar á Rjúpnahæð 1957, sá um uppsetningu annarrar slíkrar myndavélar við Egilsstaði 1965 og annaðist rekstur þeirra um árabil. Í stjórn Hins íslenska Þjóðvinafélags og ritstjóri almanaks þess frá 1967 til 1978.

Í stjórn sælgætisverksmiðjunnar Freyju frá 1965 til 1976. Einn af forgöngumönnum undirskriftasöfnunarinnar Varið land 1974.

[breyta] Heimildir

[breyta] Ritaskrá

[breyta] Tenglar