Wikipedia:Grein mánaðarins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Greinar mánaðarins: 200520062007

Í dag er laugardagur, 22. september 2007; klukkan er 04:59 (GMT)

Hreinsa síðuminni

Flýtileið:
WP:GM

Grein mánaðarins er stutt textabrot á forsíðunni sem er uppfærður í upphafi hvers mánaðar með útdrætti úr valdri grein, gjarnan með mynd.

Núverandi grein mánaðarins á forsíðunni er:

Hollenski fáninn.

Hollenska (Nederlands; Hljóð framburður.), einnig nefnd niðurlenska, er lággermanskt tungumál sem talað er af u.þ.b. 24 milljónum manna, aðallega í Hollandi og Belgíu. Þær hollensku mállýskur sem talaðar eru í Belgíu eru stundum kallaðar flæmska, og stundum er talað um þær sem sérstakt tungumál, þó sjaldan af mælendunum sjálfum. Hollenska er stundum í daglegu tali kölluð Hollands í heimalandinu, en þessi orðnotkun fer minnkandi.

Fornt handritsbrot á hollensku segir: „Hebban olla vogala nestas hagunnan, hinase hic enda tu, wat unbidan we nu“ („Allir fuglar hafa hafist handa við að byggja hreiður, nema ég og þú, eftir hverju bíðum við nú“). Handritið var skrifað um 1100 af flæmskum munki í nunnuklaustri í Rochester á Englandi.

[breyta] Tilnefningar fyrir greinar mánaðarins

Formleg tilnefning greina til að birta úr á forsíðu Wikipediu fer fram á spjalli viðkomandi mánaðar; Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/MM, ÁÁÁÁ (þar sem MM er mánaðarnúmer og ÁÁÁÁ er árið). Þannig eru tilnefningar fyrir næsta mánuð á Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/10, 2007. Eingin mörk hafa verið sett á hversu langt fram í tímann hægt er að tilnefna greinar. Eina sem þarf að gera er að hefja viðkomandi spjallsíðu.