Hexía de Trix
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hexía de Trix er persóna í veröld Andrésar andar. Hún birtist fyrst árið 1961 í sögunni The Midas Touch eftir Carl Barks. Hún er norn og býr á Vesúvíusarfjalli í Ítalíu. Hún er svarinn óvinur Jóakims Aðalandar vegna þess að hún vill stela fyrstu krónunni sem hann vann sér inn (sem er honum mjög kær) til þess að bræða hana í hálsmen sem myndi gefa henni hæfileika til að breyta öllu sem hún snerti í gull. Tilgangur hennar fyrir því að stela skildingnum hefur breyst eftir því hvaða höfundar nota hana; í sumum sögum vill hún bara búa til öflugan töfragrip með honum; í öðrum heldur hún bara að gæfa fylgi honum. Hexía á hrafn sem heitir Rottufés/Pjakkur (nafnið breyrist með þýðendunum)

