Machu Picchu
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Machu Picchu (framburður: ['mɑ.tʃu 'pik.tʃu]) (stundum nefnd „Týnda borgin“) er forn borg byggð fyrir komu Kólumbusar til Ameríku af Inkunum. Borgin er 2.430 metra yfir sjávarmáli á fjallsbrún yfir Urubambadalnum í Perú, um 70 km norðvestur af Cusco. Borgin er ein af alþjóðleguarfleifðarstöðum UNESCO. Borgin var lengi gleymd umheiminum þó íbúar svæðisins vissu af henni. Fornleifafræðingurinn Hiram Bingham uppgötvaði hana svo 1911 og skrifaði um borgina metsölubók.

