Helgi Hóseasson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Helgi Hóseasson
Helgi Hóseasson

Helgi Hóseasson (f. 21. nóvember 1919 í Höskuldsstaðaseli í Breiðdal) er þekktur fyrir mótmæli sín allt frá árinu 1962 gegn meintu órétti sem honum finnst hann hafa verið beittur af íslenska ríkinu allt frá því að hann fæddist. Í seinni tíð hefur hann einnig mótmælt stuðningi Íslensks ríkisvalds við stríð og ójöfnuð.

Óréttlætið sem Helgi segist þurfa að líða felst í því að hann geti ekki fengið kirkju, dómstóla eða annað yfirvald til að rifta skírnarsáttmála sínum. Kirkjan og samfélagið vilji ekki viðurkenna að hann sé ekki lengur bundinn loforðum gefnum við skírn og fermingu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og aðstoð lögfræðings hefur Helgi ekki fengið kröfum sínum framgengt.

Helgi er einnig þekktur fyrir að hafa skvett skyri á forseta Íslands, biskup og alþingismenn við þingsetningu árið 1972. Þegar Helgi var spurður í viðtali á Útvarpi Sögu í júní 2007 afhverju hann hefði skvett skyri en ekki einhverju öðru sagðist hann ekki hafa viljað skaða sjón mannanna með sýru eða öðru hættulegu. Seinna skvetti Helgi svo tjöru og ryðvarnarefni á alþingishúsið ásamt því að brjóta í því rúðu.

Árið 2003 kom út heimildarmyndin Mótmælandi Íslands, sem fjallar um Helga, eftir Þóru Fjelsted og Jón Karl Helgason. Myndin var tilnefnd til Eddunnar fyrir bestu heimildarmyndina sama ár.

[breyta] Tenglar

[breyta] Lesefni

  • Helgi Hóseasson 1919: Ríó og rögn þess / Helgi Hóseasson, Reykjavík , [1976].

[breyta] Heimildir


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það