Sankti Brendan
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sankti Brendan (Bréanainn of Clonfert) (u.þ.b. 484 - u.þ.b. 578) var írskur dýrlingur sem ferðaðist víða ef mark má taka á hinu latneska riti Navigatio Sancti Brendani Abbatis. Samkvæmt því má gera ráð fyrir því að hann hafi fundið Færeyjar og Ísland og jafnvel Vesturheim. Og vegna þessara meintra ferðalaga sinna hefur hann löngum verið viðurnefndur Sæfarinn (the Navigator) eða Ferðalangurinn (the Voyager).

