Wikipedia:Wikimedia Ísland/Samþykkt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stofnun félags á Íslandi krefst þess að samin sé samþykkt fyrir félagið sem byggir á þessu sniðmáti. Wikimedia gerir einnig kröfur til samþykktarinnar (e. bylaws) þannig að þýða þarf hana á ensku og leggja hana fyrir stofnunina til samþykkis.

[breyta] Drög

1. gr. Félagið heitir Wikimedia Ísland.

2. gr. Heimili félagsins og varnarþing er heimili formanns.

3. gr. Tilgangur félagsins er að framfylgja markmiðum Wikimedia Foundation á Íslandi. Þau markmið eru að gera fólki um allan heim kleift, og hvetja það til, að safna saman og þróa fræðsluefni sem fellur undir frjálst afnotaleyfi eða er ekki háð íþyngjandi skilyrðum höfundaréttar þannig að dreifing þess sé sem auðveldust og nái sem víðast.

Í þessu skyni reka samtökin mörg wiki-verkefni á vefnum á fjölmörgum tungumálum og hyggjast tryggja að þær upplýsingar sem þar verða til verði aðgengilegar án endurgjalds til frambúðar.

Wikimedia Ísland mun halda þessum markmiðum á lofti á Íslandi og einbeita sér sérstaklega að framgangi þeirra Wikimedia-verkefna sem eru á íslensku.

(Þessi markmiðsyfirlýsing þarf að samræmast almennum markmiðum Wikimedia).

4. gr. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að kynna frjáls wikiverkefni fyrir almenningi og styðja við gerð þeirra eftir þeim leiðum sem félagsmenn kjósa.

5. gr. Stofnfélagar eru: Hér þarf nöfn, heimilisföng og kennitölur allra stofnenda, þetta fyllist út á stofnfundi af þeim sem þar verða viðstaddir.

6. gr. Rétt á að ganga í félagið eiga allir þeir sem eru hlynntir markmiðum þess.

7. gr. Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum þ.e. formanni og 4 meðstjórnendum. Stjórnarmenn skulu kosnir til eins árs í senn en formaður skal kosinn á hverjum aðalfundi. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir.

Daglega umsjón félagsins annast X

Firmaritun félagsins er í höndum meirihluta stjórnar.

8. gr. Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.

9. gr. Árgjald félagsins er 1.000 kr. og skal það innheimt fyrir aðalfund ár hvert.

10. gr. Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang félagsins.

11. gr. Ákvörðun um slit félags verður tekin á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Wikimedia Foundation.

Hér kæmu aðrar greinar í samþykktunum/lögunum sem félagið hefur sett sér sjálft.

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins og öðlast gildi…


Dagsetning og undirskriftir allra stofnenda eða stjórnarmanna.