Útvegsbanki Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Útvegsbanki Íslands var íslenskur banki sem var stofnaður 12. apríl 1930. Eins og nafnið gefur til kynna var honum ætlað að styðja við íslenskan sjávarútveg og aðrar atvinnugreinar. Íslandsbanki sem stofnaður hafði verið 1904 sameinaðist Útvegsbankanum við stofnun hans. Árið 1957 var bankanum breytt úr hlutafélagi í ríkisbanka. Á miðjum níunda áratugnum varð Útvegsbankinn gjaldþrota vegna vangoldinna skulda eins stærsta viðskiptavinar síns, Hafskips. Árið 1990 var Útvegsbankanum ásamt Iðnaðarbankanum, Verslunarbankanum og Alþýðubankanum sameinaður í Íslandsbanka, í dag Glitni h.f..

[breyta] Heimildir