Veiðivötn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frá Veiðivötnum
Frá Veiðivötnum


Veiðivötn eru vatnaklasi á Landmannaafrétti, sem samanstendur af allt að fimmtíu vötnum, bæði smáum og stórum. Mörg vötnin eru sprengigígar sem mynduðust í Veiðivatnagosinu 1477. Í vötnunum er mikil urriðaveiði en bleikju hefur einnig fjölgað á síðustu árum, sérstaklega í þeim vötnum sem eiga samgang við Tungnaá. Urriðinn í vötnunum þykir sérstaklega vænn og er af ísaldarstofni, þ.e. sjóbirtingur sem lokaðist inni við lok síðustu ísaldar.

Stangveiði er mikið stunduð í vötnunum og er fjöldi stanga takmarkaður við áttatíu stangir á dag.

[breyta] Tenglar