Spjall:Skoska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hvaða er þetta? er átt við gelísku, þeas skoska gelísku (Scottish Gaelic)?

Er það ekki augljóst? --Stefán Örvarr Sigmundsson 16:51, 7 ágúst 2007 (UTC)

Afhverju stendur þá skoska? og svo ekkert meir? nei, þetta er ekkert svo augljóst. Aldrei minnst á gelísku... Þetta nefnist skosk-gelíska.

Þetta er alls ekki augljóst. Ef smellt er á en:Scottish language kemur í ljós að þetta getur átt við hvorki meira né minna en þrjú ólík tungumál. Að óreyndu hefði ég ætlað að þessi tiltekna grein fjallaði um 'Scots' enda algengara að nefna hitt einfaldlega 'gelísku' eða 'skosk-gelísku'. --Akigka 20:39, 7 ágúst 2007 (UTC)

Í raun getur þetta bara átt við tvö tungumál. Það er ekki beint hægt að telja skoska ensku sem eitt tungumál þar sem að það er ekki stór munur þar á milli og enskra ensku t.d. --Stefán Örvarr Sigmundsson 21:04, 7 ágúst 2007 (UTC):

En orðið 'skoska' getur engu að síður átt við um þá mállýsku og er eflaust oft notað þannig í daglegu tali. Ég held að greinin 'skoska' ætti að vera aðgreiningarsíða, líkt og samsvarandi grein á enskunni. --Akigka 21:11, 7 ágúst 2007 (UTC)
(breytingarárekstur) Þetta er en:Scots language, það er nú ekki séns að 1,5 milljón manns tali skosk-gelísku. Annars held ég að aðgreining sé málið. --Baldur Blöndal 21:15, 7 ágúst 2007 (UTC)
Já, en ef um mállýsku væri að ræða, væri það þá ekki augljóslega tekið fram í greininni. --Stefán Örvarr Sigmundsson 21:45, 7 ágúst 2007 (UTC)
Munurinn á mállýsku og tungumáli er óljós; það er ekki til viðunandi fræðileg skilgreining. Stundum er sagt að tungumál sé mállýska með landher og sjóher. Sannleikskornið í því er að það er stundum „pólitísk“ skilgreining hvað telst tungumál og hvað ekki. --Cessator 21:57, 7 ágúst 2007 (UTC)
Svo er auðvitað spurning hvort það talmál sem notað er af land- og sjóher sé ekki sérstök mállýska útaf fyrir sig. Svo maður tali ekki um vísindageirana; þar eru svo mikið af orðum sem enginn kannast við nema viðkomandi sé prófessor í því fagi. --Baldur Blöndal 22:17, 7 ágúst 2007 (UTC)

Munurinn á mállýsku og tungumáli er mjög ljós í þessu tilfelli. --Stefán Örvarr Sigmundsson 22:19, 7 ágúst 2007 (UTC)

...norska og sænska eru t.d. tvö tungumál en sikileyska og sardiníska tvær mállýskur. Ekki að það skipti öllu máli, heldur að orðið 'skoska' í íslensku máli getur hæglega átt við þegar maður er að tala um þann sérstaka framburð sem einkennir Skota þegar þeir tala ensku, rétt eins og 'norðlenska' er notað yfir ákveðna tegund af framburði á íslensku en hvorki mállýsku né sérstakt tungumál, og þýðir einfaldlega 'eins og þeir tala á Norðurlandi'. 'Skoska' getur þannig líka þýtt 'eins og þeir tala í Skotlandi'. Enska (með skoskum framburði) er raunar það mál sem nánast allir tala sem sitt móðurmál í Skotlandi. Ég held að gelíska sé alla vega ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður sér orðið 'skoska'. Mér finnst aðgreiningin eiga hér við af því að um er að ræða þrjú ólík tungumál (gelísku, scots og ensku með skoskum framburði) sem koma öll til greina sem viðfang hugtaksins. --Akigka 23:00, 7 ágúst 2007 (UTC)