Felipe Spánarkrónprins
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Felipe, Prinsinn af Asturias (Felipe Juan Pablo Alfonso de Todos los Santos de Borbón y de Grecia) (f. 1968), er þriðja barn og einkasonur Jóhanns Karls Spánarkonungs og konu hans Soffíu Spánardrottningar.
Hann á tvær systur: Elena, hertogaynjan af Lugo, (f. 1963) og Cristina, hertogaynjan af Palma, Mallorca, (f. 1965).
Þann 22. maí 2004 giftist Felipe Letiziu Ortiz, sem varð fyrir vikið prinsessan af Asturias.
Þau eignuðust sitt fyrsta barn, stúlkuna Leonor þann 31. október 2005.
Þann 29. apríl 2007 fæddist parinu önnur dóttir, og hefur henni verið gefið nafnið Sofía. Stúlkan mældist 50 cm og vó 3310 grömm.

