Nafnháttarmerki
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nafnháttarmerkið er óbeygjanlega smáorðið að á undan sögn í nafnhætti; t.d. að tala, að lesa. Nafnháttarmerki er ekki notað á eftir sögnunum munu, skulu, mega, vilja; t.d. ég skal koma, ekki heldur í samhliða upptalningu í síðari lið eða liðum; hann kann hvorki að lesa né skrifa.
[breyta] Heimild
- Björn Guðfinnson. Íslensk málfræði. Námsgagnastofnun, án árs.

