Kársnes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kársnes er nes sem liggur milli voganna Kópavogs og Fossvogs. Það er vestasti hluti Kópavogsbæjar. Sumir kölluðu það Kórsnes áður fyrr. Efst á Kársnesi stendur Borgarholt.

Uppi eru nokkrar kenningar varðandi nafngiftina[1]

  • snjór fauk af fremsta hluta nessins í norðanátt, því kennt við vindinn eða öðru nafni Kára
  • Kórsnes, kennt við skúta fremst á nesinu sem var nefndur Kór
  • laut hafi verið á nesinu sem var nefnd Kór og þar hafi ormur legið ef hann var ekki á skerjum úti fyrir nesinu.

Fyrir 1936 var aðeins að finna ríkisjörðina Kópavog á nesinu og samnefndan bæ sem þar stóð. Síðan byrjaði Kópavogur að byggjast.

Á nesinu er að finna helstu menningarstofnanir Kópavogs, Listasafn Kópavogs Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs og tónleikahúsið Salinn. Þar er líka Kópavogskirkja og Kársnesskóli.

Bæjarhlutinn á Kársnesi hefur yfirleitt verið nefndur Vesturbærinn af Kópavogsbúum, landamörkin voru miðuð við Hafnarfjarðarveginn sem í áratugi sleit byggð á Kársnesi frá öðrum hlutum Kópavogs.

[breyta] Heimildir

  1. Örnefnastofnun Íslands - fyrirspurnir, Svavar Sigmundsson