Samfellutilgátan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samfellutilgátan er tilgáta í mengjafræði, sett fram af Georg Cantor, um samanburð á hugsanlegri stærð óendanlegra mengja. Samfelllutilgátan segir að ekki sé til fjöldatala, sem sé stærri en fjöldatala náttúrlegru talnanna og jafnframt minni en fjöldatala rauntalnanna. Er ósönnuð og umdeild tilgáta meðal stærðfræðinga.