12. öldin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Árþúsund: | 2. árþúsundið |
| Aldir: | 11. öldin - 12. öldin - 13. öldin |
| Áratugir: |
Fyrsti Annar Þriðji Fjórði Fimmti |
| Flokkar: | Fædd - Dáin Stofnað - Lagt niður |
12. öldin er tímabilið frá upphafi ársins 1101 til loka ársins 1200.
[breyta] Atburðir og aldarfar
Bygging gotnesku dómkirkjunnar Notre Dame í París hófst árið 1163 í valdatíð Loðvíks unga sem tókst naumlega að sleppa undan her Seljúktyrkja þar sem hann fór fyrir frönskum her í annarri krossferðinni í Sýrlandi árið 1147. Krossferðin endaði illa og Loðvík sneri heim með her sinn tveimur árum síðar.
- Öldin er hluti hámiðalda, ásamt 11. og 13. öld.
- Bernharður frá Clairvaux stofnaði klaustrið í Clairvaux 1115 sem hafði mikil áhrif á klausturlifnað. Sistersíanareglan, angi af reglu heilags Benedikts, óx hratt alla öldina.
- Krossferðir stóðu sem hæst á þessari öld. Konungsríkið Jerúsalem hafði verið stofnað í kjölfar fyrstu krossferðarinnar 1099 og stóð þar til það beið ósigur fyrir Saladín soldán í orrustunni við Hattin 1187.
- Fyrstu riddarareglurnar urðu til í tengslum við krossferðirnar.
- Endurheimt Spánar úr höndum mára hélt áfram. Portúgal lýsti yfir stofnun sjálfstæðs konungsríkis undir stjórn Afonsos 1. eftir orrustuna við Ourique 1139. Í Marokkó náðu Almóhadar völdum af Almoravídum um miðja öldina.
- Átökin við hinn íslamska heim og aukin samskipti við Austrómverska ríkið leiddu til enduruppgötvunar texta klassískrar fornaldar og hefur verið kallað tólftu aldar endurreisnin sem var undanfari ítölsku endurreisnarinnar á 14. öld.
- Um miðja öldina hófst gotneskur stíll í byggingarlist í Frakklandi sem tilraun til að skapa mynd af hinni himnesku Jerúsalem á jörðu.
- Kaþólska kirkjan sóttist eftir auknu sjálfsforræði gagnvart veraldlegum höfðingjum varðandi skipan embætta, málefni klerka og forráð kirkjujarða í kjölfar sáttagerðarinnar í Worms 1122. Deilur Hinriks 2. og Thomas Becket í Englandi sem leiddu til morðsins á Becket 1170 voru angi af þessu líkt og staðamálin fyrri sem Þorlákur helgi Þórhallsson hóf á Íslandi 1179.
- Norski innanlandsófriðurinn hófst við lát Sigurðar Jórsalafara 1130 og lauk að mestu með sigri birkibeina og konungdæmi Sverris Sigurðssonar árið 1184.
- Í Kína missti Songveldið norðurhluta Kína til Jursjena sem stofnuðu þar Jinveldið 1115. Í suðurhlutanum kom Songveldið á fót fyrsta fasta herflota Kína sem sigraði stærri flota Jinveldisins í orrustunni við Tangdao á Jangtsefljóti 1161, meðal annars með því að nota sprengjur með byssupúðri sem varpað var á skip óvinanna með valslöngvum.
[breyta] Ár 12. aldar
Ár og áratugir 12. aldar
| 1091-1100 | 1091 | 1092 | 1093 | 1094 | 1095 | 1096 | 1097 | 1098 | 1099 | 1100 |
| 1101-1110 | 1101 | 1102 | 1103 | 1104 | 1105 | 1106 | 1107 | 1108 | 1109 | 1110 |
| 1111-1120 | 1111 | 1112 | 1113 | 1114 | 1115 | 1116 | 1117 | 1118 | 1119 | 1120 |
| 1121-1130 | 1121 | 1122 | 1123 | 1124 | 1125 | 1126 | 1127 | 1128 | 1129 | 1130 |
| 1131-1140 | 1131 | 1132 | 1133 | 1134 | 1135 | 1136 | 1137 | 1138 | 1139 | 1140 |
| 1141-1150 | 1141 | 1142 | 1143 | 1144 | 1145 | 1146 | 1147 | 1148 | 1149 | 1150 |
| 1151-1160 | 1151 | 1152 | 1153 | 1154 | 1155 | 1156 | 1157 | 1158 | 1159 | 1160 |
| 1161-1170 | 1161 | 1162 | 1163 | 1164 | 1165 | 1166 | 1167 | 1168 | 1169 | 1170 |
| 1171-1180 | 1171 | 1172 | 1173 | 1174 | 1175 | 1176 | 1177 | 1178 | 1179 | 1180 |
| 1181-1190 | 1181 | 1182 | 1183 | 1184 | 1185 | 1186 | 1187 | 1188 | 1189 | 1190 |
| 1191-1200 | 1191 | 1192 | 1193 | 1194 | 1195 | 1196 | 1197 | 1198 | 1199 | 1200 |
| 1201-1210 | 1201 | 1202 | 1203 | 1204 | 1205 | 1206 | 1207 | 1208 | 1209 | 1210 |

