Vamm

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vamm var íslenskt tímarit sem kom út mánaðarlega. Því var dreift á heimilisföng ungs fólks á aldrinum 16-25 ára og í götudreifingu. Það kom fyrst út í júní 2004 og útgáfu var hætt í maí 2005. Ritstjórn blaðsins skipuðu meðal annarra Halldóra Þorsteinsdottir, Sveinbjörn Pálsson og Björn Þór Björnsson. Stofnandi þess var Baldur Ingi Baldursson, sem hætti sem auglýsingastjóri hjá Undirtónum til að stofna Vamm. Undirtónar hættu að koma út skömmu síðar.

Tímaritið fjallaði um lífsstíl, tónlist og menningu ungs fólks á Íslandi.

Blaðið náði aldrei almennilegri fótfestu á auglýsingamarkaði, náðarhöggið í rekstri blaðsins var þegar dægurmálaútvarp Rásar 2 tók fyrir forsíðuviðtal blaðsins við Andra Frey, útvarpsmann á X-inu, og hvatti auglýsendur til að endurskoða birtingar sínar í tímaritinu.

  Þessi grein sem tengist dagblöðum eða tímaritum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.