Dátar - Leyndarmál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Leyndarmál
Forsíða breiðskífu
Bakhlið breiðskífu
Dátar – SG - 512
Gefin út 1966
Tekin upp {{{Tekin upp}}}
Tónlistarstefna Dægurlög
Lengd
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjóri
Dátar – Tímatal

Dátar er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1966. Á henni flytja Dátar fjögur lög.

[breyta] Lagalisti

  1. Leyndarmál
  2. Alveg ær
  3. Kling - Klang Hljóð Hljóðdæmi.
  4. Cadillac

[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags

   
Dátar - Leyndarmál
Það eru ekki nema átta mánuðir síðan hljómsveitin Dátar var stofnuð. En á þessum átta mánuðum hefur hljómsveitin aflað sér slíkra vinsœlda hjá unga fólkinu að fátítt má telja.

Nú má ef til vill segja, að hljómsveit, sem ekki á lengri starfsaldur að baki en átta mánuði eigi ekkert erindi inn á hljómplötu. Þetta afsanna Dátar, því með þessari fyrstu plötu sinni skipa þeir sér í fremstu röð hljómsveita á Íslandi. Hljómsveitina skipa Hilmar Kristjánsson, sem leikur á sóló-gítar, Rúnar Gunnarsson leikur á rhythma-gítar og syngur, Jón Pétur Jónsson leikur á bassa-gítar og syngur og lestina rekur svo trommuleikarinn Stefán Jóhannsson. Þrjú laganna á þessari plötu eru eftir Þóri Baldursson í Savanna-tríóinu en hann leikur jafnframt með á rafmagnsorgel í þeim lögum. Textar við þau eru tveir eftir Ólaf Gauk og einn eftir Þorstein Eggertsson. Fjórða lagið er erlent og ber nafnið Cadillac. Er meðferð Dáta á þessu lagi mjög góð, sem og á öllum hinum lögunum.

   
Dátar - Leyndarmál
 
— Svavar Gests