Guðni Ágústsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Guðni Ágústsson (GÁ) | |
| Fæðingardagur: | 9. apríl 1949 (58 ára) |
| Fæðingarstaður: | Brúnastaðir í Hraungerðishreppi |
| 3. þingmaður Suðurkjördæmis | |
| Flokkur: | |
| Nefndir: | Iðnaðarnefnd, samgöngunefnd og Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins |
| Þingsetutímabil | |
| 1987-1991 | í Suðurl. fyrir Framsfl. ✽ |
| 1991-1995 | í Suðurl. fyrir Framsfl. |
| 1995-2003 | í Suðurl. fyrir Framsfl. ✽ |
| 2003-2007 | í Suðurk. fyrir Framsfl. ✽ |
| 2007 | í Suðurk. fyrir Framsfl. |
| ✽ = stjórnarsinni | |
| Embætti | |
| 1989-1990 | 2. varaforseti sameinaðs þings |
| 1995-1999 | 3. varaforseti Alþingis |
| 1995-1999 | Formaður landbúnaðarnefndar |
| 1995-1999 | Landbúnaðarráðherra |
| Tenglar | |
| Æviágrip á vef Alþingis | |
Guðni Ágústsson (f. á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi 9. apríl 1949) er formaður Framsóknarflokksins og leiðtogi hans og þingmaður í Suðurkjördæmi. Guðni tók við formennsku eftir afsögn Jóns Sigurðssonar hinn 23. maí 2007 og hefur verið alþingismaður frá árinu 1987.
Faðir Guðna, Ágúst Þorvaldsson var einnig þingmaður Framsóknarflokksins. Guðni var formaður Félags ungra framsóknarmanna í Árnessýslu 1972-75. Hann starfaði sem mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna árin 1976-1987. Hann sat í stjórn Hollustuverndar ríkisins 1982-86 og bankaráðs Búnaðarbanka Íslands 1990-98, þar af var hann formaður 1990-93. Hann var landbúnaðarráðherra frá 28. maí 1999 til 24. maí 2007.
| Fyrirrennari: Jón Sigurðsson |
|
Eftirmaður: enn í embætti |
|||
| Fyrirrennari: Guðmundur Bjarnason |
|
Eftirmaður: Einar K. Guðfinnsson |
|||

