Wikipedia:Vissir þú.../Eldra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

  • ... að PostSecret er vefur þar sem fólk sendir inn nafnlaus póstkort með leyndarmálum sínum?
  • ... að dæmi eru um að fyrirtæki á Íslandi séu með meira en helming af bókfærðum eignum í formi viðskiptavildar?
  • ... að Hoba-loftsteinninn (sjá mynd) hefur legið óhreyfður þar sem hann lenti nálægt Hoba West-bóndabænum í Namibíu fyrir um 80.000 árum síðan?
  • ... að Dyrhólaey er ekki eyja heldur móbergsstapi sem skagar út í sjó?
  • ... að kakemono er austurasískt málverk á pappírs- eða silkirenningum sem eru festir við kefli að neðanverðu?
  • ... að maurar eru félagsskordýr sem tilheyra ættbálki æðvængja líkt og vespur og býflugur?
  • ... að varpasveifgras þykir ágætis beitarplanta en þykir ekki æskileg í túnum og er talin til illgresis?
Sænska almannakið árið 1712