Suðvesturkjördæmi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Þingmenn -kjördæmakjörnir -jöfnunarmenn |
12 10 2 |
|
| Mannfjöldi | 76.079 | |
| Sveitarfélög | 7 | |
| Kosningar | 2003 | 2007 |
| Kjósendur á kjörskrá | 48.842 | 54.584 |
| Fjöldi á bakvið hvert þingsæti | 4.440 | 4.549 |
| Kjörsókn | 88,5% | 84,3% |
Suðvesturkjördæmi er eitt af kjördæmum Íslands. Það er fjölmennasta kjördæmið og hefur tólf sæti á Alþingi, þar af tvö jöfnunarsæti. Í kjördæminu eru öll sveitarfélög Höfuðborgarsvæðisins utan Reykjavíkur sem áður voru hluti af Reykjaneskjördæmi. Það var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000, en fyrst var kosið samkvæmt þeirri skipan í Alþingiskosningum 2003. Kjördæmið er stundum kallað Kraginn vegna þess hvernig það umlykur Reykjavík.
Upphaflega var ákveðið að ellefu þingsæti skyldu fylgja kjördæminu, en fjöldi kjósenda á kjörskrá fyrir hvert þingsæti var 4.440 í kosningunum 2003 sem var meira en helmingi meira en fjöldi á kjörskrá á bak við hvert þingsæti í Norðvesturkjördæmi. Fyrir Alþingiskosningar 2007 fluttist því eitt þingsæti frá Norðvesturkjördæmis til Suðvesturkjördæmis sem hafði þá tólf þingsæti. Þrátt fyrir flutninginn á sætinu munaði litlu að það sama yrði upp á teningnum í kosningunum 2007 þar sem kjósendum á kjörskrá hafði fjölgað mikið í Suðvesturkjördæmi en fækkað lítillega í Norðvesturkjördæmi.
[breyta] Sveitarfélög
Í Suðvesturkjördæmi eru sveitarfélögin: Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Álftanes, Kópavogsbær, Seltjarnarneskaupstaður, Mosfellsbær og Kjósarhreppur.
[breyta] Skipting þingsæta og þingmenn
| Þing | 1. þingm. | Fl. | 2. þingm. | Fl. | 3. þingm. | Fl. | 4. þingm. | Fl. | 5. þingm. | Fl. | 6. þingm. | Fl. | 7. þingm. | Fl. | 8. þingm. | Fl. | 9. þingm. | Fl. | 10. þingm. | Fl. | 11. þingm. | Fl. | 12. þingm. | Fl. |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 129. | Árni M. Mathiesen | D | Guðmundur Árni Stefánsson | S | Gunnar Birgisson | D | Rannveig Guðmundsdóttir | S | Siv Friðleifsdóttir | B | Sigríður Anna Þórðardóttir | D | Þórunn Sveinbjarnardóttir | S | Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir | D | Katrín Júlíusdóttir | S | Gunnar Örlygsson* | F | Bjarni Benediktsson | D | ||
| 130. | ||||||||||||||||||||||||
| 131. | ||||||||||||||||||||||||
| 132. | Rannveig Guðmundsdóttir | Sigríður Anna Þórðardóttir | Þórunn Sveinbjarnardóttir | Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir | Katrín Júlíusdóttir | Bjarni Benediktsson | Valdimar Leó Friðriksson** | D | Sigurrós Þorgrímsdóttir | |||||||||||||||
| 133. | F | |||||||||||||||||||||||
| 134. | Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir | Gunnar Svavarsson | Bjarni Benediktsson | Ármann Kr Ólafsson | D | Katrín Júlíusdóttir | S | Ögmundur Jónasson | V | Jón Gunnarsson | D | Þórunn Sveinbjarnardóttir | S | Ragnheiður Elín Árnadóttir | D | Siv Friðleifsdóttir | B | Ragnheiður Ríkharðsdóttir | Árni Páll Árnason | S | ||||
(*) Á síðasta þingdegi 131. löggjafarþings gekk Gunnar Örlygsson úr Frjálslynda flokknum og til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.
(**) Á haustþingi 133. löggjafarþings gekk Valdimar Leó Friðriksson úr Samfylkingunni. á vorþingi 133. þings gekk hann svo til liðs við Frjálslynda flokkinn[breyta] Tengill
Frá 2003:
Reykjavíkurkjördæmi norður · Reykjavíkurkjördæmi suður · Norðvesturkjördæmi · Norðausturkjördæmi · Suðurkjördæmi · Suðvesturkjördæmi
1959-2003:
Reykjavík · Reykjanes · Vesturland · Vestfirðir · Norðurland vestra · Norðurland eystra · Austurland · Suðurland
1844-1959:
Akureyri · Austur-Húnavatnssýsla · Austur-Skaftafellssýsla · Árnessýsla · Barðastrandarsýsla · Borgarfjarðarsýsla · Dalasýsla · Eyjafjarðarsýsla · Gullbringu- og Kjósarsýsla · Hafnarfjörður · Húnavatnssýsla · Ísafjörður · Ísafjarðarsýsla · Mýrasýsla · Norður-Ísafjarðarsýsla · Norður-Múlasýsla · Norður-Þingeyjarsýsla · Rangárvallasýsla · Reykjavík · Skaftafellssýsla · Seyðisfjörður · Siglufjörður · Skagafjarðarsýsla · Suður-Múlasýsla · Snæfellsnessýsla · Strandasýsla · Suður-Þingeyjarsýsla · Vestur-Húnavatnssýsla · Vestur-Ísafjarðarsýsla · Vestmannaeyjar · Vestur-Skaftafellssýsla · Þingeyjarsýsla

