16. ágúst
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Júl – Ágúst – Sep | ||||||
| Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
| 1 | 2 | 3 | 4 | |||
| 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
| 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
| 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
| 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
| 2007 Allir dagar |
||||||
16. ágúst er 228. dagur ársins (229. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 137 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1854 - Amerískur ofursti, Shafner að nafni, fékk leyfi konungs til að leggja ritsíma milli Danmerkur og Vesturheims með viðkomu á Íslandi. Ekkert varð úr þessu og varð hálfrar aldar bið eftir ritsíma á Íslandi.
- 1920 - Sveinn Björnsson var skipaður sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Hann var áður forstjóri Brunabótafélagsins og síðar varð hann fyrsti forseti Íslands.
- 1941 - Winston Churchill, forsætisráðherra Breta, hafði viðkomu í Reykjavík á leið sinni heim af fundi með Franklin D. Roosevelt, Bandaríkjaforseta, sem þeir héldu á Nýfundnalandi. Vakti koma hans mikla athygli.
- 1958 - Grunnur var lagður að Kópavogskirkju.
- 1960 - Kýpur fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1963 - Guðrún Bjarnadóttir, tvítug Njarðvíkurmær, var kjörin Miss Universe í alþjóðlegri fegurðarsamkeppni á Langasandi í Bandaríkjunum.
- 1991 - Úrkomumet varð í Reykjavík er niður komu 18 millimetrar á einni klukkustund, en það samsvarar rúmlega fjórðungi af venjulegri mánaðarúrkomu.
- 1992 - Íslendingar unnu Norðurlandameistaratitil í golfi.
[breyta] Fædd
- 1596 - Friðrik 5. kjörfursti í Pfalz (d. 1632).
- 1604 - Bernharður af Sachsen-Weimar, hertogi og herforingi (d. 1639).
- 1709 - Ludvig Harboe, biskup (d. 1783).
- 1820 - Sölvi Helgason, landshornaflakkari (d. 1895).
- 1832 - Wilhelm Wundt, þýskur sálfræðingur (d. 1920).
- 1845 - Gabriel Lippmann, franskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1921).
- 1888 - T. E. Lawrence (Arabíu-Lawrence), breskur rithöfundur og hermaður (d. 1935).
- 1920 - Charles Bukowski, bandarískt ljóðskáld (d. 1994).
- 1932 - Róbert Arnfinnsson, leikari.
- 1958 - Madonna, bandarísk söngkona.
[breyta] Dáin
- 1900 - Eça de Queirós, portúgalskur rithöfundur (f. 1845).
- 1977 - Elvis Presley, söngvari (f. 1935).
- 2003 - Idi Amin, forseti Úganda (f. um 1925).
- 2005 - Þorsteinn Gylfason, heimspekingur (f. 1942).
| Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
|---|
| Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |

