Snorra-Edda
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Hluti af greinaflokknum Norræn goðafræði |
| Helstu goð |
| Æsir: Óðinn, Þór, Baldur, Loki, Höður, Bragi, Mímir Ásynjur: Frigg, Iðunn, Sif Vanir: Njörður, Freyja, Freyr |
| Aðrir |
| Jötnar: Ýmir, Bor, Bestla, Angurboða, Skaði, Hel, Ægir Skepnur: Auðhumla, Fenrisúlfur, Sleipnir, Miðgarðsormur, Heiðrún, Tanngnjóstur og Tanngrisnir, Huginn og Muninn Aðrir: Askur og Embla; Urður, Verðandi og Skuld; Dvergar, Álfar |
| Staðir |
| Ásgarður, Miðgarður, Útgarður, Niflheimur, Hel, Bifröst, Askur Yggdrasils |
| Rit |
| Sæmundaredda, Snorra-Edda, Heimskringla, Gesta Danorum |
| Trúfélög |
| Íslenska ásatrúarfélagið, Danska ásatrúarfélagið, Ásatrúarfélagið Bifröst, Reykjavíkurgoðorð. |
Snorra-Edda var rituð af Snorra Sturlusyni á 13. öld. Bókin skiptist í fjóra hluta: Prologus, Gylfaginningu, Skáldskaparmál og Háttatal. Prologus fjallar um upphaf ásatrúar og er hann einungis stuttur formáli af bókinni. Á eftir honum kemur Gylfaginning en þar ræðir hinn fáfróði Gylfi konungur við Óðin um ásatrú. Þessi kafli er á samtalsformi eins og oft tíðkaðist um kennslubækur að fornu. Því næst er komið að Skáldskaparmálum en þar spjallar Snorri um heiti í skáldskap. Síðasta kaflinn er Háttatal en það er 102 erinda kvæði til Skúla jarls og Hákons konungs. Hver vísa er undir sínum hætti.
Snorra-Edda er mikilvægasta heimild sem við höfum í dag um norræna goðafræði og fornan átrúnað. Hún var hinsvegar upprunalega skrifuð sem kennslubók í skáldskap og þjónaði næstu aldirnar mikilvægu hlutverki á því sviði.

