Jennifer Aniston

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jennifer Aniston

Jennifer Aniston árið 2005
Fædd(ur) 11. febrúar 1969 (1969-02-11) (38 ára)
Fáni Bandaríkjana Sherman Oaks, Los Angeles, Kalifornía, Bandaríkin
Helstu hlutverk
Rachel Green í Friends
Justine Last í The Good Girl
Brooke Meyers í The Break-Up
Emmy-verðlaun
Framúrskarandi leikkona í gamanþáttum
2002 Friends
Golden Globe-verðlaun
Besta leikkona í tónlistar- eða gamanþáttum
2003 Friends
Screen Actors Guild-verðlaun
Besta leikkona í gamanþáttum
1995 Friends

Jennifer Joanne Aniston (f.11. febrúar 1969) er bandarísk leikkona, sem hefur bæði leikið í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum og hefur hlotið hvortveggja Golden Globe og Emmy-verðlaunin.

Frægðarsól hennar reis árið 1994 þegar hún lék Rachel Green í gamanþáttunum vinsælu Friends. Áður en hún byrjaði að leika í þáttunum hafði hún aðeins leikið gestahlutverk í óvinsælum prufuþáttum. Jennifer varð geysivinsæl leikkona þegar Freinds sló í gegn og hún tók að leika í kvikmyndum á borð við Along came Polly, Bruce Almighty, Rumor has it og The Break up. Árið 2000 giftist hún Brad Pitt en þau skildu árið 2005.

[breyta] Ævi

Jennifer fæddist í Sherman Oaks í Kalforníu en ólst upp í New York. Faðir hennar er hálf grískur sápuóperuleikari, John Aniston(upphaflega Ioannis Anastasakis). Hann fæddist á Krít. Afi hennar Gordon McLean Dow kom af skoskum og enskum ættum en amma hennar Louise Grieco var af ítalskri ætt. Guðfaðir Jennifer var gríski/ameríski leikarinn Telly Savalas, besti vinur föður hennar. Jennifer á tvo hálfbræður; John Melick og Alex Aniston. Hluta af æsku sinni eyddi hún í Grikklandi en samt mest í New York þar sem faðir hennar lék í sápuóperunum Search for Tomorrow og Love of life. Árið 1985 þegar Jennifer var 16 ára flutti hún með fjölskyldu sinni til Los Angeles þar sem faðir hennar byrjaði að leika Victor Kiriakis í sápunni Days of Our lives. Jennifer flutti aftur til New York og byrjaði í myndlistarnámi við Manhattan's Fiorello H. Laguardia High School of Music & Arts and Performing Arts. Eftir að hafa útskrifast úr honum gerðist hún leikkona og flutti árið 1990 til Hollywood.

[breyta] Tenglar