Óðmenn - Spilltur heimur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Spilltur heimur
Forsíða breiðskífu
Bakhlið breiðskífu
Óðmenn – SG - 546
Gefin út 1970
Tekin upp {{{Tekin upp}}}
Tónlistarstefna Dægurlög
Lengd
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjóri Derek Wordsworth
Óðmenn – Tímatal

Óðmenn er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1970. Á henni flytja Óðmenn tvö lög. Hljóðritun fór fram í Olympic Sound Studios í London. Tæknimaður, George Chris. Umsjón með hljóðritun (producer), Derek Wordsworth. Ljósmynd á umslagi, Sigurgeir Sigurjónsson.

[breyta] Lagalisti

  1. Spilltur heimur - Lag - texti: Jóhann Jóhannsson
  2. Komdu heim - Lag - texti: Jóhann Jóhannsson

[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags

   
Óðmenn - Spilltur heimur
Hljómplata þessi er að mörgu leyti einstök í sinni röð. Fyrst er að geta þeirra er leika og syngja á henni, þeirra Óðmanna, Jóhanns Jóhannssonar, sem leikur á bassagítar, Finns Stefánssonar, sem leikur á gítar, og Ólafs Garðarssonar, sem leikur á trommur. Þó að þeir félagar hafi ekki verið mikið í sviðsljósinu undanfarna mánuði, þá hefur leikur þeirra og söngur engu að síður vakið slíka athygli, að það er talið með því allra bezta af þessu tagi á Íslandi. Hljóðritun plötunnar fór fram í einu fullkomnasta hljóðritunar-,,stúdíói" í London og er þetta í fyrsta skipti, sem íslenzk hljómsveit fer utan til að hljóðrita tveggja laga plötu. Þá ber þess jafnframt að geta, að hér er um stereo-hljóðritun að ræða, sem er algjör nýjung á íslenzkri tveggja laga plötu. Umsjón með hljóðritun hafði ungur brezkur tónlistarmaður, Derek Wordsworth, sem m.a. er kunnur fyrir hljóðfæraleik og hljómsveitarstjórn í söngleiknum „Hair", sem um þessar mundir er sýndur í London.

Ýmislegt fleira mætti segja um þessa einstæðu hljómplötu, en nú skal staðar numið, því platan sjálf, tónlist Óðmanna, segir sannast sagna allt sem segja þarf.

   
Óðmenn - Spilltur heimur
 
— Svavar Gests