Laugaskarð
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Laugaskarð eða Laugahlið, stundum nefnt í fleirtölu Laugaskörð (grísku: Θερμοπυλαι (Þermopýlæ)) var til forna mjó landræma milli fjalls og sjávar í austurhluta Mið-Grikklands.
Þar varðist fámennt lið Grikkja, undir forystu hins spartverska Leonídasar, gegn miklum her Xerxesar Persakonungs til síðasta manns í orrustu sem nefnd hefur verið Orrustan við Laugaskarð árið 480 f.Kr. Þar sem þeir börðust var síðan reist súla með kvæði eftir Símonídes frá Keos og er þannig á grísku:
- Ὦ ξεῖν’, ἀγγέλλειν Λακεδαιμονίοις ὅτι τῇδε
- κείμεθα, τοῖς κείνων ῥήμασι πειθόμενοι.
- Ō xein', angellein Lakedaimoniois hoti tēide
- keimeþa tois keinōn hrēmasi peiþomenoi.
Sem Ásgeir Hjartarson þýðir svo:
- Vegfari, ber frá oss boð og borglýðnum seg það í Spörtu,
- fallnir að hvílum vér hér, hlýðnir við ættjarðarlög

