Cortona
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Cortona er um 22 þúsund manna bær í sýslunni Arezzo í Toskana á Ítalíu. Bærinn var stofnaður af Etrúrum í brattri hlíð fyrir með útsýni yfir Val di Chiana, en núverandi bæjarmynd er frá miðöldum að stærstum hluta. Cortona er heimabær fútúríska listmálarans Gino Severini og popptónlistarmannsins Jovanotti.

