Willum Þór Þórsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Willum Þór Þórsson (fæddur 17. mars 1963) er fyrrum knattspyrnumaður og núverandi þjálfari meistaraflokks Vals í knattspyrnu. Hann er kvæntur Ásu Brynjólfsdóttur og á með henni Willum Þór, Brynjólf Darra og Þyrí Ljósbjörgu.

Hann er rekstrarfræðingur að mennt og hefur kennt hagfræði undanfarin ár við Menntaskólann í Kópavogi. Willum var í ungmennalandsliðunum í körfubolta og knattspyrnu en valdi knattspyrnuna fram yfir körfuboltann.

Willum hefur tekið virkan þátt í starfi Framsóknarflokksins og verið á framboðslistum í bæjarstjórnarkosningum.

[breyta] Knattspyrnuferillinn

Willum hóf feril sinn sem leikmaður hjá KR, fór þaðan til Breiðabliks og síðar til Þróttar þar sem hann hóf feril sinn sem þjálfari.

1997 kom hann Þrótti í Úrvalsdeildina, liðið féll svo úr deildinni 1998 á markatölu. Árið 2000 tók hann við Haukum.

2002 var hann skipaður þjálfari KR og leiddi þá til sigurs í úrvalsdeildinni 2002 og 2003. 2004 varð KR um miðja deild og samningur Willums var ekki endurnýjaður.

Hann tók þá við Val sem voru að snúa aftur í Úrvalsdeildina og leiddi þá til annars sætis í deildinni 2005 ásamt því að vinna VISA-bikar karla. 2006 endaði Valur í þriðja sæti deildarinnar.

[breyta] Tenglar


Knattspyrnufélag Reykjavíkur - Sigurlið árið 2003

 Kristján Finnbogason |  Sigursteinn Gíslason |  Gunnar Einarsson |  Kristján Örn Sigurðsson |  Kristinn Hafliðason |  Bjarki Gunnlaugsson |  Sigurvin Ólafsson |  Einar Þór Daníelsson |  Veigar Páll Gunnarsson |  Arnar Gunnlaugsson |  Sigurður Ragnar Eyjólfsson |  Sigþór Júlíusson |  Jón Skaftason |  Þórhallur Hinriksson |  Valþór Halldórsson |  Garðar Jóhannsson |  Sölvi Davíðsson |  Jökull Elísabetarson | Stjóri: Willum

Á öðrum tungumálum