Sýslumenn á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íslensk stjórnmál

Þessi grein er hluti af greinaflokknum:
Íslensk stjórnmál
Forsetakosningar 2004
Sveitarstjórnarkosningar 2006
Þingiskosningar 2007
Framsóknarflokkurinn
Frjálslyndi flokkurinn
Samfylkingin
Sjálfstæðisflokkurinn
Vinstri hreyfingin - grænt framboð

breyta

Flokkar: stjórnmál, réttur og ríkisvald

Sýslumenn á Íslandi eru 25 talsins. Verkefni þeirra eru af tvennum toga. Annars vegar eru það verkefni sem allir sýslumenn fara með, svosem aðfarargerðir, dánarbú, nauðungarsölur, þinglýsingar og leyfi. Hinsvegar er það lögreglustjórn og ákæruvald. Ekki eru þó allir sýslumenn lögreglustjórar í sínum umdæmum, skipulagsbreytingar hjá lögreglunni sem tóku gildi 1. janúar 2007 fækkuðu umdæmunum og þar með lögreglustjórum en fyrir hafði sýslumaðurinn í Reykjavík verið sá eini sem ekki var einnig lögreglustjóri.

Sýslumannsembættin eru svo einnig tengiliðir við Tryggingastofnun ríkisins og Hagstofu Íslands vegna þjóðskrár og hlutafélagaskrár.

[breyta] Aðsetur og umdæmi sýslumanna

Hin gamla sýsluskipting ræður oft mörkum umdæmanna í dag en það er þó ekki algilt.

[breyta] Heimildir

[breyta] Tenglar