Menntaskóli Borgarfjarðar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Menntaskóli Borgarfjarðar er einkarekinn menntaskóli með aðsetur í Borgarnesi. Skólinn var stofnaður árið 2006 en kennsla hófst haustið 2007. Hann er eini menntaskólinn í Borgarfirði og þjónar nokkuð stóru svæði en fyrir eru tveir háskólar í sveitarfélaginu.

Skólahúsið var ekki fullbúið við skólasetningu á fyrsta starfsári svo kennt er í öðrum húsnæðum í Borgarnesi. Skólahúsið er hannað af arkitektastofunni Kurtogpí[1].

Stærstu hluthafar í skólanum eru Sparisjóður Mýrasýslu, Borgarbyggð, Skorradalshreppur, Loftorka, Kaupfélag Borgfirðinga og Nepal hugbúnaður en að auki eru 150 minni hluthafar í fyrirtækinu[2].

Nám til stúdentsprófs við skólann tekur að jafnaði 3 ár en alls býður skólinn upp á 3 námsbrautir. Annarpróf tíðkast ekki heldur er notað námsmat sem byggist á virkni nemandans jafnt og þétt allt árið. Skólastjóri er Ársæll Guðmundsson.

[breyta] Neðanmálsgreinar

  1. Menntaskóli Borgarfjarðar - Skólahúsið. Skoðað 24. ágúst, 2007.
  2. Menntaskóli Borgarfjarðar. Skoðað 24. ágúst, 2007.

[breyta] Tengill

Íslenskir framhaldsskólar

Borgarholtsskóli | Fjölbrautaskóli Snæfellinga | Fjölbrautaskóli Suðurlands | Fjölbrautaskóli Suðurnesja | Fjölbrautaskóli Vesturlands | Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki | Fjölbrautaskólinn í Breiðholti | Fjölbrautaskólinn í Garðabæ | Fjölbrautaskólinn við Ármúla | Flensborgarskólinn í Hafnarfirði | Framhaldsskólinn á Húsavík | Framhaldsskólinn á Laugum | Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu | Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum | Iðnskólinn í Hafnarfirði | Iðnskólinn í Reykjavík | Kvennaskólinn í Reykjavík | Landbúnaðarháskóli Íslands | Menntaskóli Borgarfjarðar | Menntaskólinn á Akureyri | Menntaskólinn á Egilsstöðum | Menntaskólinn á Ísafirði | Menntaskólinn í Kópavogi | Menntaskólinn að Laugarvatni | Menntaskólinn í Reykjavík | Menntaskólinn Hraðbraut | Menntaskólinn við Hamrahlíð | Menntaskólinn við Sund | Sjómannaskólinn í Reykjavík| Verkmenntaskóli Austurlands | Verkmenntaskólinn á Akureyri | Verzlunarskóli Íslands