Zenon frá Tarsos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Zenon frá Tarsos (forngríska: Ζηνων) var stóískur heimspekingur og nemandi Krýsipposar. Hann tilheyrði tímabili miðstóuspekinnar. Zenon nam ásamt Díogenesi frá Babýlon og Antípater frá Tarsos.

Kenningar Zenons í stóuspeki eru ókunnar en hann tók við af Krýsipposi. Díogenes tók síðar við af Zenoni en ekki er vitað hve lengi Zenon var í forsvari fyrir stóuspekina.

Svo virðist sem hann hafi fallist á allar kenningar stóuspekinnar fyrir utan að hann hafnaði því að heimurinn myndi farast í eldi.

[breyta] Tengt efni

[breyta] Heimild

  Þessi grein sem tengist fornfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.
  Þessi grein sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.
Á öðrum tungumálum