Félagshyggja (stjórnmálaheimspeki)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Félagshyggja er stefna í stjórnmálaheimspeki sem varð til á seinni hluta 20. aldar. Félagshyggja er andstæð róttækri einstaklingshyggju en leggur áherslu á samfélag og samfélagslega ábyrgð. Félagshyggja er ekki nauðsynlega ósamrýmanleg frjálslyndisstefnu og á oft samleið með jafnaðarstefnu.
Upphaf félagshyggjunnar má rekja til viðbragða ýmissa heimspekinga við riti bandaríska stjórnmálaheimspekingsins Johns Rawls, Kenning um réttlæti, sem kom út árið 1971. Töldu þeir að í riti Rawls væri of mikil áhersla lögð á einstaklinginn óháð samfélaginu sem hann býr í.
Meðal hugsuða félagshyggjunnar má nefna:
- Alasdair MacIntyre — After Virtue
- Michael Sandel — Liberalism and the Limits of Justice
- Charles Taylor — Sources of the Self
- Michael Walzer — Spheres of Justice
Á Íslandi hafa stjórnmálahreyfingar á vinstri væng stjórnmálanna, sem kjósa að kenna sig ekki við jafnaðarstefnu, stundum kennt sig við félagshyggju.

