Frumspekin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Þessi grein fjallar um rit eftir Aristóteles |
| Umsagnir • Um túlkun |
| Fyrri rökgreiningar • Síðari rökgreiningar |
| Almæli • Spekirök |
| Eðlisfræðin • Um himininn |
| Um tilurð og eyðingu • Háloftafræði |
| Um heiminn • Um sálina |
| Um skynjun og skynjanlega hluti |
| Um minni og upprifjun |
| Um svefn og vöku • Um drauma |
| Um draumspá • Um ævilengd |
| Um æsku og elli • Um líf og dauða |
| Um öndun • Um anda |
| Rannsóknir á dýrum • Um hluta dýra |
| Um hreyfingu dýra • Um göngulag dýra |
| Um tilurð dýra • Um liti |
| Um hljóð • Svipfræðin |
| Um jurtir • Um kynlega kvitti |
| Vélfræðin • Vandamál |
| Um óskiptanlegar línur • Staða vinda |
| Um Melissos, Xenofanes og Gorgías |
| Frumspekin • Siðfræði Níkomakkosar |
| Stóra siðfræðin • Siðfræði Evdemosar |
| Um dyggðir og lesti • Stjórnspekin |
| Hagfræðin • Mælskufræðin |
| Mælskufræði handa Alexander |
| Um skáldskaparlistina |
| Stjórnskipan Aþenu • Brot |
Frumspekin (gr., ta meta ta fysika, lat. Metaphysica) er eitt af meginritum forngríska heimspekingsins Aristótelesar. Verkið er fremur sundurlaust safn ritgerða í 14 bókum, sem var fyrst safnað saman og steypt í eina heild á 1. öld f.Kr. af Andróníkosi frá Ródos, sem ritstýrði útgáfu á verkum Aristótelesar. Ritgerðirnar fjalla allar um frumspeki (sem Aristóteles nefndi hina fyrstu heimspeki (gr. he prote filosofia) eða guðfræði (gr. þeologia)) en titill verksins er kominn til vegna þess að í útgáfu Andróníkosar voru bækurnar um frumspekina á eftir bókunum um eðlisfræðina (gr. ta fysika).
Meginviðfangsefni Frumspekinnar er „vera sem vera“ eða „vera sem slík“. Hún er rannsókn á því hvað það er að vera, hvað það er sem er og hvað er hægt að segja um það sem er í ljósi þess að það er, en ekki í ljósi einhvers annars. Í Frumspekinni fjallar Aristóteles einnig um ólíkar tegundir orsaka, form og efni og guð eða frumhreyfilinn.
Efnisyfirlit |
[breyta] Útgáfur
[breyta] Útgáfur textans og skýringarrit
- Aristotle, Aristotelis Metaphysica. W. Jaeger (ritstj.) (Oxford: Clarendon Press, 1957).
- Aristotle, Metaphysics: A Revised Text with Introduction and Commentary, í tveimur bindum. W.D. Ross (ritstj.) (Oxford: Clarendon Press, 1924).
[breyta] Þýðingar
- Aristotle, The Metaphysics.Hugh Lawson-Tancred (þýð.) (London: Penguin Books, 1998).
- Aristotle, Aristotle XVII: Metaphysics Books I-IX. Hugh Tredennick (þýð.) (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1933).
- Aristotle, Aristotle XVIII: Metaphysics Books X-XIV, Oeconomica, Magna Moralia Hugh Tredennick og C. Cyril Armstrong (þýð.) (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1935).
- Aristóteles, Frumspekin I. Svavar Hrafn Svavarsson (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1999).

