Spjall:SI grunneining
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þessi "tákn" hafa ekkert að gera með grunneiningarnar, vinsamlegast fjarlægið þau! Thvj 16:26, 20 apríl 2007 (UTC)
- Hvað meinaru að þau hafa ekkert að gera með einingar? Þessi tákn eru mjög mikilvæg og mér fannst stórskrýtið að þau voru ekki í þessari töflu, svo ég bætti þeim við. Í hvaða formúlu, skilgreiningu eða reglu sem þú getur fundið er notast við þessi tákn, án þeirra gætirðu aldrei fundið út hvaða mælieining er hvað. Sennap 16:57, 20 apríl 2007 (UTC)
Sennap, þessi tákn eru oft notuð, það er rétt, en þau eru engan vegin einhlít og alls ekki hluti SI-kerfisins. Því eiga þau ekkert erindi í töflu yfir SI-grunneiningar. Thvj 17:04, 20 apríl 2007 (UTC)
- Alls ekki sammála.. þau eiga mikið erindi í þessa töflu. En ég skil ekki hvað vandamálið er, taktu þau bara í burtu ef þau þurfa að vera svona afskaplega mikið fyrir þér! Sennap 17:15, 20 apríl 2007 (UTC)
Jú sennap, ég veit, en ég er að reyna að komast að samkomulagi við þig; mér finnst það full brútal að taka þetta út án samráðs við "wikikollega". E.t.v. mætti frekar setja táknin í greinarnar sem fjalla um grunneiningarna? Thvj 17:18, 20 apríl 2007 (UTC)
- Haha, komast að samkomulagi? Ég ætla að vitna aðeins í fyrsta póstinn þinn. Thvj skrifaði: "Þessi "tákn" hafa ekkert að gera með grunneiningarnar, vinsamlegast fjarlægið þau!". Basically skipar "ykkur" (stjórnendum?) að fjarlægja þetta samstundis, flott samkomulag... En svona án alls gríns þá máttu gera hvað sem þú villt með þessi tákn mín vegna. Sennap 17:32, 20 apríl 2007 (UTC)

