Spjall:Brjóst

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

[breyta] Karlmenn hafa líka brjóst

Mig minnir endilega að síðast þegar ég leit í spegilinn hafi ég haft brjóst líkt og aðrir karlmenn þó að fituvefurinn sé all mun minni og geirvartan ekki eins áberandi? Hvað heitir það annars sem er utan á brjóstkassanum mínum? --Stalfur 13:12, 12 júlí 2007 (UTC)

Man tittiez. --Baldur Blöndal 14:51, 12 júlí 2007 (UTC)
Moobs --Bjarki 15:29, 12 júlí 2007 (UTC)
Lol.. moobs. En samt í alvöru, hafa karlar ekki bara brjóstkassa? Hvað stendur um þetta á enska Wiki.. kæru samriddarar hinnar mannlegu þekkingar? --Baldur Blöndal 15:30, 12 júlí 2007 (UTC)
 :D moobs --Ís201 15:34, 12 júlí 2007 (UTC)
Úps.. þetta fólk er greinilega kallað moobs.. ~~,( -__-), --Baldur Blöndal 15:38, 12 júlí 2007 (UTC)
Er þetta ekki annars dæmi um kynbundin tvíbreytni, þar sem karlar hafa bara ekki brjóst? Bara þegar fituvefirnir hafa vaxið ákveðið mikið, þá hafa þeir eitthvað sem líkjast brjóstum. --Baldur Blöndal 15:42, 12 júlí 2007 (UTC)
Auðvitað hafa karlar líka brjóst, orðatiltækið "að berja sér á brjóst" á ekki bara við um konur. --Bjarki 15:50, 12 júlí 2007 (UTC)
En þá er verið að meina brjóst sem "bringa" eða "barmur", en ekki sem "brystil" sem er í raun það sem þessi grein fjallar um. --Baldur Blöndal 16:07, 12 júlí 2007 (UTC)
Jah, ef út í það er farið þá hafa karlar líka (óvirka) mjólkurkirtla í brjóstum sínum. Alls kyns hormónabreytingar (t.d. í kjölfar steranotkunar eða neyslu hormónabætts kjöts) getur haft áhrif á það þannig að karlar fari beinlínis að „mjólka“ (að vísu bara nokkra dropa venjulega). --Cessator 16:57, 12 júlí 2007 (UTC)
Þekkt dæmi um þetta var kínverskur karlmaður sem hafði eigið barn á brjósti og var raunar fullfær um að fæða það. Karlar hafa brjóst og það þarf ekkert að fjölyrða um það. Auk þess hafa aðrir apar brjóst o.s.frv. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18:46, 12 júlí 2007 (UTC)
Á þá að setja mynd af brjóstum karlmanns á greinina? --Baldur Blöndal 19:00, 12 júlí 2007 (UTC)
Ef ég vildi það sérstaklega hefði ég sett myndina í greinina án þess að spyrja ykkur álits, þú getur alveg treyst því. En það bætti alveg eins setja inn brjóst á apa þarna inn eða einhverjum öðrum kynþætti ef menn vilja reyna draga úr einhverju ímynduðu óvægi í greininni (sem er óumflýjanlegt vegna stærðar greinarinnar). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 19:23, 12 júlí 2007 (UTC)