Sniðaspjall:Stubbur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ég tók aftur breytingar Magnúsar Þórs vegna þess að ég tel að þetta sé rangt. Frekar ætti að búa til nýtt snið, t.d. {{Óflokkaður stubbur}}, en ekki eyðileggja þetta snið sem er notað á svo mörgum stöðum. Ekki allar greinar falla undir aðrar stubbamerkingar, þess vegna þarf þetta að vera til í sinni núverandi mynd. --Jóna Þórunn 2. ágúst 2006 kl. 13:25 (UTC)
- Já, það er fullt af stubbagreinum sem eru flokkaðar.
- --Gdh 2. ágúst 2006 kl. 13:33 (UTC)
- OK, ef consensusinn er að meginþorrinn af þeim tæplega 2500 greinum sem eru stubbamerktar séu í raun stubbar frekar en óflokkaðir stubbar ætla ég svosem ekki að deila um það. Vil reyndar benda þeim sem telja að svo sé að kíkja á Flokkur:Stubbar, og eins vil ég benda á að á ensku Wikipediunni er lagst gegn því að fólk noti {{stub}}, einmitt vegna þessa vandamáls. Hvað sem því líður þarf þetta snið að breytast til að það samræmist sameiningu Wikipedia:Stubbastuð og Wikipedia:Stubbur, sem var lögð til fyrir nokkrum dögum síðan. Ég geri þá minimal breytingar til að uppfylla það. --Magnús Þór 2. ágúst 2006 kl. 13:59 (UTC)
Breytti sniðmáti eftir umræður í Pottinum. Stubbarnir eru ekki kallaðir óflokkaðir, en bent er á að þeir hafi ekki verið settir í undirflokka og tilvísun á flokkunarsíðuna er bætt við.
[breyta] Glæ nýtt snið
Vil vekja athyggli á að það er komið glæ nýtt snið í gagnið. Gallinn er að það er örlítð flóknara fyrir byrjendur að búa til nýtt stubbasnið því þeir skilja líklega ekki upp né niður í þessu. Hins vegar finnst mér þetta snið mun þægilegtra í notkun á greinunum. Auðvitað látum við hin sniðin standa (allavega um sinn), en vinsamlegast notið þetta nýja snið þegar þið skrifið nýjar greinar. --Steinninn 13:54, 11 júlí 2007 (UTC)

