Einkavæðingarstjórnin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Stjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 1995-2004
Alþýðuflokkurinn hafði klofnað 1994, þegar Jóhanna Sigurðardóttir gekk úr honum og stofnaði Þjóðvaka. Ríkisstjórnin hélt þó meiri hluta sínum í kosningunum 1995, en aðeins með einu atkvæði. Davíð myndaði því ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og varð Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, utanríkisráðherra. Davíð sagði á blaðamannafundi sumarið 1995, að kreppu síðustu ára væri lokið og góðæri tekið við. Við tók mikill vöxtur í atvinnulífinu næstu ár. Einnig voru tveir ríkisbankar seldir, Búnaðarbankinn og Landsbankinn, og mörg önnur opinber fyrirtæki. Sala bankanna sætti nokkurri gagnrýni, aðallega vegna þess að kaupendur Búnaðarbankans voru taldir tengjast Framsóknarflokknum, en ríkisendurskoðandi komst að þeirri niðurstöðu í sérstakri skýrslu, að ekkert hefði verið athugavert við hana. Davíð Oddsson gaf út smásagnasafnið Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar 1997, en þegar hann varð fimmtugur 1998, kom út mikið afmælisrit eftir fjölda manns, helgað honum. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig fylgi í þingkosningunum 1999, þótt hann hefði haft stjórnarforystu í átta ár. Davíð gaf út annað smásagnasafn 2002, Stolið frá höfundi stafrófsins.
Samskipti Davíðs og ýmissa frammámanna úr viðskiptalífinu hafa oft verið stirð. Þar má nefna Jón Ólafsson, sem oft er kenndur við Skífuna, og Jón Ásgeir Jóhannesson og aðra stjórnendur Baugs, en Jónarnir hafa báðir sakað Sjálfstæðisflokkinn um óeðlileg afskipti af fyrirtækjum sínum. Davíð hefur á móti látið í ljós áhyggjur af fákeppni á matvörumarkaði, þar sem Baugur hefur stóra hlutdeild, og einnig vegna eignarhalds sama fyrirtækis í stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins (sem nú heitir Dagsbrún hf.). Í kosningunum vorið 2003 tapaði Sjálfstæðisflokkurinn talsverðu fylgi. Þrátt fyrir það hélt ríkisstjórnin þingmeirihluta sínum, og sömdu stjórnarflokkarnir um að halda samstarfi sínu áfram, og tæki Halldór Ásgrímsson við stöðu forsætisráðherra eftir eitt og hálft ár. Var ákveðið að ráðast í frekari skattalækkanir, og er tekjuskattur fyrirtækja nú 18%, eignarskattur hefur verið felldur niður og erfðaskattur stórlega lækkaður. Tekjuskattur einstaklinga hefur einnig verið lækkaður, en á móti hefur komið, að útsvar, sem rennur til sveitarfélaga, hefur hækkað. Vegna bættra kjara greiða einnig fleiri tekjuskatt nú en áður.
Davíð beitti sér vorið 2004 fyrir frumvarpi, sem setti hömlur við eignarhaldi stórfyrirtækja á fjölmiðlum og samþjöppun eignarhalds. Fjölmiðlafrumvarpið svonefnda var mjög umdeilt, enda blasti við að það myndi aðallega bitna á Norðurljósum hf. (nú Dagsbrún hf.), fjölmiðlafyrirtæki sem var að stórum hluta í eigu Baugsfeðga. Frumvarpið var samþykkt eftir talsverðar breytingar sumarið 2004. En forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, synjaði frumvarpinu staðfestingar og var það í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins að forseti synjaði frumvarpi frá Alþingi staðfestingar. Davíð gagnrýndi þá ákvörðun bæði vegna persónulegra tengsla forsetans við Baug og einnig vegna þess að stjórnarskrárákvæðið sem hann beitti væri í raun óvirkt þar sem lög hafa aldrei verið sett um hvernig framkvæma eigi þá þjóðaratkvæðagreiðslu sem mælt er fyrir um í því. Eftir nokkurt þóf samþykkti Alþingi að taka frumvarpið aftur, og varð því ekki úr þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið. Skömmu eftir þessar málalyktir greindist Davíð með krabbamein í nýrum og hálsi, en hann náði fullum bata og tók við stöðu utanríkisráðherra haustið 2004.
[breyta] Einkavæðingarstjórninn
Einkavæðingarstjórn sat frá 23. apríl 1995 til 15. september 2004 og var undir forsæti Davíðs Oddssonar.
[breyta] Ráðherrar í annarri ríkisstjórn Davíðs Oddssonar
| Forsætis | Hagstofan | Utanríkis | Fjármála | Sjávarútvegs | Dóms | Iðnaðar og Viðskipta |
Heilbrigðis | Mennta | Landbúnaðar | Samgöngu | Félags | Umhverfis | |
| 23. apríl 1995 | Davíð Oddsson | Halldór Ásgrímsson | Friðrik Sophusson | Þorsteinn Pálsson | Finnur Ingólfsson | Ingibjörg Pálmadóttir | Björn Bjarnason | Guðmundur Bjarnason | Halldór Blöndal | Páll Pétursson | Guðmundur Bjarnason | ||
| 1996 | |||||||||||||
| 1997 | |||||||||||||
| 1998 | |||||||||||||
| 16. apríl 1998 | Geir H. Haarde | ||||||||||||
| 1999 | |||||||||||||
| 11. maí 1999 | Davíð Oddsson | Halldór Ásgrímsson | Halldór Ásgrímsson | ||||||||||
| 28. maí 1999 | Árni M. Mathiesen | Sólveig Pétursdóttir | Guðni Ágústsson | Sturla Böðvarsson | Siv Friðleifsdóttir | ||||||||
| 31. desember 1999 | Valgerður Sverrisdóttir | ||||||||||||
| 2000 | |||||||||||||
| 2001 | |||||||||||||
| 14. apríl 2001 | Jón Kristjánsson | ||||||||||||
| 2002 | |||||||||||||
| 2. mars 2002 | Tómas Ingi Olrich | ||||||||||||
| 2003 | |||||||||||||
| 23. maí 2003 | Björn Bjarnason | Árni Magnússon | |||||||||||
| 31. desember 2003 | Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir | ||||||||||||
| 15. september 2004 | |||||||||||||
| Fyrirrennari: Viðeyjarstjórnin |
|
Eftirmaður: Ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar |
|||

