Helgi og hljóðfæraleikararnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Helgi og hljóðfæraleikararnir er hljómsveit úr Eyjafjarðarsveit. Upphaf sveitarinnar má rekja til ársins 1987 þegar að elstu meðlimir hennar voru á lokaárum grunnskólaferils síns. Árið 1990 gaf hljómsveitin út rokkóperuna Landnám sem að tekin var upp á einu bretti og á henni má heyra leikið á blokkflautu í bland við hefðbundnari hljóðfæri. Sú útgáfa var þó að sögn meðlima einungis undirbúningur fyrir næsta disk, sem svo loks kom út árið 1992. Það var geisladiskur sem að hlaut nafngiftina Helgi og hljóðfæraleikararnir. Í dagblaðinu Degi var diskurinn valinn einn af tíu bestu diskum ársins 1992. Stuttu eftir útgáfu disksins lagði hljómsveitin upp laupana.

Eftir að hafa verið sundurslitin í nokkur ár kom þó hljómsveitin saman á ný árið 1998. Bætti hljómsveitin þá við sig fiðlu- og flautuleikurum og hóf að leika ótt og títt á tónleikum um land allt. Stuttu eftir endurfundi hljómsveitarinnar gaf hún út disk sem nefndist Endanleg hamingja og hefur hún verið mjög virk við tónleikahald og plötuútgáfu síðan.

[breyta] Útgáfur

  • 1990 - Landnám
  • 1992 - Helgi og hljóðfæraleikararnir
  • 1998 - Endanleg hamingja
  • 1999 - Bréf til stínu
  • 2000 - Launblót í 1000 ár
  • 2002 - Til Afríku
  • 2003 - Týnda platan
  • 2004 - Meira helvíti
  • 2007 - Veislan á Grund
  •  ???? - Ég veit hvað þú gerðir síðustu jól
  •  ???? - Græni Fuglinn

[breyta] Ítarefni