Sigvaldi Kaldalóns

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigvaldi Kaldalóns (Stefánsson) (13. janúar 1881-1946) var íslenskt tónskáld og læknir. Eitt þekktasta lag hans er Ísland ögrum skorið.

Sigvaldi nam læknisfræði við Læknaskólann í Reykjavík og hélt að því loknu í framhaldsnám til Kaupmannahafnar. Þar kynnti hann sér danska og erlenda tónlist. Í Kaupmannahöfn kynntist hann einnig verðandi eiginkonu sinni, Karen Margrethe Mengel Thomsen. Þegar heim kom fékk hann veitingu fyrir læknishéraði við Inn-Djúpið og bústað á Ármúla í Nauteyrarhreppi nálægt Kaldalóni. Hann hreifst mjög af náttúrunni þar í kring og tók síðar upp ættarnafnið Kaldalóns. Frostaveturinn mikla 1917-18 veiktist Sigvaldi af taugaveiki og náði sér aldrei almennilega eftir það. Hann dvaldist á Vífilstaðahæli og fór síðan utan til Kaupmannahafnar á heilsuhæli. Þegar honum hafði batnað sótti hann um Flateyjarhérað og var veitt það. Þar samdi hann lagið við ljóð Eggerts Ólafssonar, Ísland ögrum skorið og þar söng bróðir hans það fyrst opinberlega. Þar var hann þar til hann fluttist í Keflavíkurhéraðið. Sigvaldi var læknir við héraðslæknisembættið í Keflavík árin 1929-45, búsettur í Grindavík.

Sigvaldi Kaldalóns var yfirleitt mjög hógvær í garð laga sinna en um Ísland ögrum skorið, sem er eitt þekktasta lag hans, sagði hann þó að ætti eftir að verða þjóðsöngur Íslands.

[breyta] Nokkur valin lög eftir Sigvalda

Á Sprengisandi, Suðurnesjamenn, Ísland ögrum skorið


[breyta] Hlekkir


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það