Neðanjarðarlestakerfi Lundúnaborgar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skilti við Epping brautarstöðina.
Skilti við Epping brautarstöðina.

Neðanjarðarlestakerfi Lundúnaborgar (enska: London Underground) er neðanjarðarlestakerfi á Lundúnasvæðinu á Bretlandi. Það er elsta neðanjarðarlestakerfi heims. Rekstur þess hófst 9. janúar 1863 sem Metropolitan-járnbrautin (sem nú er Hammersmith & City leiðin). Þrátt fyrir nafnið er 55% neðanjarðarlestakerfisins ofanjarðar. Bretar kalla kerfið gjarnan the Underground eða the Tube, sem útleggst sem rörið á íslensku.

Kerfið er 408 km langt og hefur 275 brautarstöðvar. Síðan 2003 hefur það verið hluti af Transport for London.

[breyta] Uppbygging

Lest í „rörinu“.
Lest í „rörinu“.

Ekið er á tólf meginleiðum, sem hver um sig er auðkennd með eigin lit.

Meginleiðir neðanjarðarlestakerfisins
Leið Litur Opnuð árið Fyrsti hluti
opnaði
Nefnd Dýpi Lengd
(km)
Fjöldi stoppi- stöðva Fjöldi ferða á ári
Bakerloo-leiðin Brúnn 1906 1906 1906 Djúpt 23,2 25 95.947
Central-leiðin Rauður 1900 1856 1900 Djúpt 74 49 183.582
Circle-leiðin Gulur 1884 1863 1949 Grunnt 22,5 27 68.485
District-leiðin Grænn 1868 1858 1868-1905 Grunnt 64 60 172.879
East London leiðin Appelsínugulur 1884 1869 1980s Grunnt 7,4 8 10.429
Hammersmith & City leiðin Bleikur 1863 1858 1988 Grunnt 26,5 28 45.845
Jubilee-leiðin Grár 1979 1879 1979 Djúpt 36,2 27 127.584
Metropolitan-leiðin Fjólublár 1863 1863 1863 Grunnt 66,7 34 53.697
Northern-leiðin Svartur 1890 1867 1937 Djúpt 58 50 206.734
Piccadilly-leiðin Dökkblár 1906 1869 1906 Djúpt 71 52 176.177
Victoria-leiðin Ljósblár 1968 1968 1968 Djúpt 21 16 161.319
Waterloo & City leiðin Grænnblár 1898 1898 1898 Djúpt 2,5 2 9.616
  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.