Grímsey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

„Grímsey“ getur einnig átt við Grímsey í Steingrímsfirði á Ströndum.
Grímseyjarhreppur
Staðsetning sveitarfélagsins
6501
Kjördæmi Norðausturkjördæmi
Flatarmál
 – Samtals
78. sæti
5 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
74. sæti
99 (2006)
19,8/km²
Oddviti Brynjólfur Árnason
Þéttbýliskjarnar Grímsey
Póstnúmer 611
Vefsíða sveitarfélagsins

Grímsey er eyja staðsett 40 km norður af Íslandi. Þar er lítið þorp sem byggir afkomu sína á sjávarútvegi og er nyrsta mannabyggð Íslands. Norðurheimskautsbaugurinn gengur í gegnum eyjuna norðanverða. Samgöngur við eyjuna byggjast á reglulegum ferjusiglingum frá Dalvík og flugi frá Akureyri. Í eynni hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð frá 2005.


[breyta] Árið 1793

Þetta ár munaði litlu, að Grímsey legðist í auðn. Þá gekk í eynni taksótt, sem drap marga fullorðna karlmenn. Var sagt, að aðeins 6 fullfærir karlar væru þar eftir, og voru þeir sendir á báti til meginlandsins til að sækja aukinn liðsafla fyrir eyjarskeggja. En á leiðinni til lands fórst báturinn með öllum mönnunum svo að ekki var annað fullfærra karlmanna eftir í Grímsey en sóknarpresturinn einn.

Fuglabjarg í Grímsey
Fuglabjarg í Grímsey