Postojnska jama
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Postojnska jama eða Postojna-hellar er um 20 km langt hellakerfi í suðvesturhluta Slóveníu, skammt frá bænum Postojna. Hellakerfið er það stærsta í Slóveníu og með þeim stærstu í Evrópu. Postojna-hellarnir eru einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Slóveníu.
[breyta] Saga
Hellunum var fyrst lýst á 17. öld af Janez Vajkard Valvasor. Luca Cec uppgötvaði nýjan hluta hellisins á 18. öld. Rafljósum var komið fyrir í hellunum árið 1872 og við það jukust vinsældir hellanna gífurlega.
[breyta] Dýrategundir
Í hellinum lifa ýmsar tegundir dýra sem finnast hvergi annarsstaðar. Merkilegastur þykir blinda salamandran (l.proteus anguinus), mannlegi fiskurinn, sem er svo kallaður sökum þess að hann skortir litarefni. Hún getur lifað í allt að 100 ár, og getur lifað í allt að 5 ár í senn án matar.

