Spjall:Kjördæmi Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

[breyta] Feedback óskast

Ég hef aðeins verið að dútla við að setja saman kort af kjördæmunum. Við erum með fín staðsetningarkort eins og er en ég er að spá meira í stærri kort með meiri upplýsingum á borð við helstu þéttbýliskjarna og sveitarfélög. Meðfylgjandi er kort af Norðausturkjördæmi eins og ég hef verið að hugsa þetta. Hin landsbyggðarkjördæmin eru líka nánast tilbúin. Hugmyndin með litunum er að skipta kjördæmunum upp í svæði og gefa upp mannfjölda á hverju svæði í upplýsingatöflu sem fer á kjördæmasíðurnar, til þess að gefa hugmynd um vægi hvers þeirra innan kjördæmisins. Nálgunin á höfuðborgarsvæðið verður eitthvað öðruvísi, ekki viss ennþá hvernig ég geri það. Hvernig hljómar þetta? --Bjarki 22:52, 8 maí 2007 (UTC)

Þetta er fantaflott!! :) :) Væri nokkuð hægt að hafa nöfn sveitarfélaganna í sömu leturstærð og þéttbýlisstaðina, þótt þau séu ljósari? Annað: Áttu orginal svg-útgáfu af þessum kortum? Kosturinn við það er að það verður einfalt að editera þau eftirá. --Akigka 22:58, 8 maí 2007 (UTC)
Hef ekki komist upp á lagið með það að vinna alveg með svg. Útlínurnar og sveitarfélagamörkin eru úr svg sem ég exporta yfir í png og vinn svo í gimp. Held samt í xcf skrárnar þannig að ég geti breytt þessu að vild eftir á. --Bjarki 23:27, 8 maí 2007 (UTC)
Stækkaði letrið á nöfum sveitarfélagana úr 16 í 25, nöfn þéttbýlisstaða eru með 30 punkta letri. Ef sveitarfélaganöfnin eru mikið stærri verður erfitt að koma þeim fyrir þannig að vel sé. --Bjarki 02:03, 9 maí 2007 (UTC)
Lofar góðu. Brýn þörf á skýringarmyndum. En eftir hverju ferðu við skiptingu kjördæmanna í litasvæði? --Jabbi 00:15, 9 maí 2007 (UTC)
Þetta er aðallega óformleg skipting eftir mínum eigin geðþótta... eða svona. Ég reyni að láta þetta fylgja þeim línum sem maður heyrir gjarnan í fréttum og þannig. Norðausturkjördæmi skiptist hér í Eyjafjarðarsvæðið, Þingeyjarsýslur og Austurland, ég skipti hinum landsbyggðarkjördæmunum í þrennt líka. Norðvesturkjördæmi í Vesturland, Vestfirði og Norðurland vestra og Suðurkjördæmi í Suðurnes, Suðurlandsundirlendi+Vestmannaeyjar og Skaftafellssýslur. Kjördæmunum á höfuðborgarsvæðinu skipti ég ekki. --Bjarki 01:01, 9 maí 2007 (UTC)
Bravó --Jabbi 03:25, 9 maí 2007 (UTC)