Önnur ríkisstjórn Geirs H. Haarde

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Önnur ríkisstjórn Geirs H. Haarde er núverandi ríkisstjórn Íslands. Í henni sitja ráðherrar frá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingunni. Hún tók við völdum 24. maí 2007 í kjölfar þess að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ákváðu að slíta samstarfi sínu vegna naums þingmeirihluta eftir Alþingiskosningarnar 2007. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefur mjög einn rúmasta meirihluta sem ríkisstjórn hefur haft á Alþingi, 43 menn á meðan einungis 20 þingmenn eru í stjórnarandstöðu.

Stór hluti viðræðnanna í aðdraganda stjórnarmyndunarinnar fór fram á Þingvöllum og þar undirrituðu formenn stjórnarflokkana jafnframt stjórnarsáttmálann 23. maí 2007. Þess vegna hefur stjórnin verið kölluð Þingvallastjórnin

Ráðherrar stjórnarinnar eru:


Fyrirrennari:
Fyrsta ríkisstjórn Geirs H. Haarde
Ríkisstjórn Íslands
(24. maí 2007 – enn í embætti)
Eftirmaður:
enn í embætti