Kvennalistinn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Íslensk stjórnmál Þessi grein er hluti af greinaflokknum: Íslensk stjórnmál |
Kvennalistinn var stjórnmálaflokkur á Íslandi sem starfaði frá 13. mars 1983 þangað til hann sameinaðist Alþýðuflokki og Alþýðubandalaginu til að mynda Samfylkinguna árið 1998.
Forverar Kvennalistans voru Kvennaframboðin í Reykjavík og á Akureyri sem fengu fulltrúa kjörna í sveitastjórnarkosningum 1982.
Kvennalistinn bauð fram til Alþingis í þremur kjördæmum vorið 1983 og fékk 5,5 % atkvæða og þrjár konur komust þá á þing.


