Ólafur Teitur Guðnason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ólafur Teitur Guðnason

Ólafur Teitur með konu sinni
Fædd(ur) 2. október 1973
Reykjavík
Búseta Reykjavík
Titill Blaðamaður
Maki Engilbjört Auðunsdóttir
Foreldrar Guðni Þór Ólafsson
Herbjört Pétursdóttir

Ólafur Teitur Guðnason (fæddur 2. október 1973) er íslenskur blaðamaður. Hann gekk í Verslunarskólann og tók þá þátt í Morfís, þá þýddi hann einnig leikrit Verslunarskólans The Wall, eftir Roger Waters, sem sýnt var í Háskólabíó árið 1995. Síðar var hann fréttamaður á Ríkisútvarpinu, blaðamaður hjá DV og svo hjá Viðskiptablaðinu. Hann var um skeið þáttastjórnandi Sunnudagsþáttsins á Skjá einum. Ólafur ritstýrði með Gísla Marteini Bók aldarinnar og hefur einnig gefið út bækurnar Fjölmiðlar 2004 og Fjölmiðlar 2005 þar sem hann leitast við að greina fréttaumfjöllun íslenskra fjölmiðla með gagnrýnu hugarfari. Hann býr núna með, Engilbjörtu Auðunsdóttur, eiginkonu sinni og tveimur sonum í Reykjavík.

[breyta] Tengill