Jón Sigurðsson (forseti)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jón Sigurðsson (f. 17. júní 1811 - 7. desember 1879). Hann var helsti leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld.
Jón fluttist til Kaupmannahafnar árið 1833 og bjó þar til æviloka. Í fyrstu stundaði hann þar nám í málfræði og sögu við Kaupmannahafnarháskóla en lauk þó aldrei prófi. Hann vann þó sem málvísindamaður, m.a. hjá Árnasafni. Viðurnefnið forseti fékk hann upphaflega vegna þess að hann var frá 1851 forseti Hafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags. Hann gegndi jafnframt oft embætti forseta Alþingis, en hann var þingmaður Ísafjarðarsýslu frá 1844 til dauðadags. Eiginkona Jóns var Ingibjörg Einarsdóttir, sem sat í festum heima á Íslandi í 12 ár frá 1833, en þau giftust loks þegar hann kom heim á þingið 1845. Hjónin voru bræðrabörn, en eignuðust engin börn. Þau ólu upp systurson Jóns, Sigurð Jónsson, frá því hann var átta ára. Jón var aðalmaðurinn á bak við Ný félagsrit allan tímann sem þau komu út.
[breyta] Sjá líka
| Fyrirrennari: Þórður Sveinbjörnsson |
|
Eftirmaður: Hannes Stephensen |
|||
| Fyrirrennari: Hannes Stephensen |
|
Eftirmaður: Jón Guðmundsson |
|||
| Fyrirrennari: Halldór Jónsson |
|
Eftirmaður: Pétur Pétursson |
|||
[breyta] Tengt efni
Jón Sigurðsson átti tvö syskini þau Jens og Margrét.
[breyta] Heimildir
- Guðjón Friðriksson. 2002. Jón Sigurðsson- Ævisaga- Fyrra bindi. Mál og menning, Reykjavík.
- Guðjón Friðriksson. 2003. Jón Sigurðsson- Ævisaga- Seinna bindi. Mál og menning, Reykjavík.


