Æskýlos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brjóstmynd af Æskýlosi.
Brjóstmynd af Æskýlosi.

Æskýlos (gríska: Αἰσχύλος; 525 f.Kr. – 456 f.Kr.) var leikskáld frá Aþenu í Grikklandi. Hann var einn þriggja mestu harmleikjaskálda Grikkja (hinir tveir eru Evripídes og Sófókles).

[breyta] Verk

Vitað er að Æskýlos skrifaði 76 leikrit, en aðeins sex eru þekkt í dag:

  • Persar
  • Sjö gegn Þebu
  • Meyjar í nauðum
  • Óresteia (þríleikur):
    • Agamemnon
    • Sáttafórn eða Dreypifórnfærendur
    • Hollvættir eða Refsinornir

Að auki er varðveitt verkið Prómeþeifur bundinn (stundum nefnt Prómeþeifur fjötraður eða bara Prómeþeifur) sem var eignað Æskýlosi í fornöld en nútímafræðimenn hafa dregið í efa að verkið sé réttilega eignað Æskýlosi.

[breyta] Tenglar

Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:
  Þessi grein sem tengist fornfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.
  Þessi grein sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.


Varðveitt leikrit Æskýlosar
Persar | Sjö gegn Þebu | Meyjar í nauðum | Agamemnon | Sáttarfórn | Hollvættir | Prómeþeifur bundinn (deilt um höfund)