6. júlí
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Jún – Júlí – Ágú | ||||||
| Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
| 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
| 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
| 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
| 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
| 29 | 30 | 31 | ||||
| 2007 Allir dagar |
||||||
6. júlí er 187. dagur ársins (188. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 178 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1483 - Ríkharður 3. var krýndur konungur Englands.
- 1859 - Queensland varð sjálfstæð nýlenda Breta í Ástralíu.
- 1946 - Íslendingar tóku við Reykjavíkurflugvelli af Bretum við hátíðlega athöfn.
- 1950 - Fyrsta landsmót hestamanna var sett á Þingvöllum.
- 1958 - Eyjólfur Jónsson sundkappi synti frá Reykjavík til Akraness, en það er 22 km leið. Sundið tók rúmlega 13 klukkustundir.
- 1964 - Malaví hlaut sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1976 - Hljómsveitin The Damned kom fyrst fram sem upphitunarhljómsveit fyrir The Sex Pistols í 100 Club í London.
- 1987 - Sænska rokkhljómsveitin Europe hélt vel sótta tónleika í Laugardalshöll.
[breyta] Fædd
- 1907 - Frida Kahlo, mexíkósk listakona (d. 1954).
- 1946 - George W. Bush, 43. forseti Bandaríkjanna.
- 1946 - Sylvester Stallone, bandarískur leikari.
- 1951 - Geoffrey Rush, ástralskur leikari
- 1955 - Sigurður Sigurjónsson, leikari.
- 1975 - 50 Cent, bandarískur rappari.
[breyta] Dáin
- 1189 - Hinrik 2. Englandskonungur (f. 1133).
- 1553 - Játvarður 6. Englandskonungur (f. 1537).
- 1962 - William Faulkner, bandarískur rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1897).
| Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
|---|
| Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |

