Bæjarstjórnarkosningar á Akureyri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kosningar til bæjarstjórnar á Akureyri hafa verið haldnar reglulega frá því að bærinn endurheimti kaupstaðarréttindi sín 29. ágúst 1862. Fyrst var kosið 31. mars 1863.

Efnisyfirlit

[breyta] 1863

Kjörnir bæjarfulltrúar
Ari Sæmundsson (9 atkv.)
Edvald Eilert Möller (12 atkv.)
Jón Finsen (11 atkv.)
Jón Chr. Stephánsson (11. atkv.)
Jóhannes Halldórsson (9 atkv.)

Kosið var 31. mars. Kosningarétt höfðu allir heiðarlegir menn sem stóðu á eigin fótum, voru orðnir hálfþrítugir, uppfylltu viss búsetuskilyrði og greiddu tiltekna lágmarksupphæð í útsvar. 25 bæjarbúar uppfylltu þessi skilyrði en aðeins 12 greiddu atkvæði. Þar á meðal var ein kona, „madame“ Vihelmína Lever. Hún varð þannig fyrsta konan á Íslandi til að taka þátt í opinberum kosningum vegna þess að konur fengu í raun ekki takmarkaðan kosningarétt fyrr en 1882. Kosningaþátttaka Vilhelmínu skrifast mögulega á túlkun kjörstjórnar á orðinu „maður“ og merkingarmun á milli dönsku og íslensku að þessu leyti. Í tilskipun frá 29. ágúst 1862 varðandi kosningaréttinn er talað um: „alle fuldmyndige Mænd“. Væntanlega hafa Danirnir þó átt við karlmenn eingöngu. Það er heldur ekki ljóst hvort að sýslumaður setti Vilhelmínu ótilneyddur á kjörskrá eða hvort að hún sótti það sjálf með kæru.

Einnig voru þessar fyrstu bæjarstjórnarkosningar merkilegar fyrir það að verslunarstjórinn Edvald Eilert Möller sem hafði fengið öll greidd atkvæði í kosningunum neitaði í fyrstu að taka sæti í bæjarstjórn. Þetta gerði hann á þeirri forsendu að hann hefði hvorki kosningarétt né kjörgengi samkvæmt kaupstaðarreglugerðinni fyrir Akureyri sem meinaði hjúum að kjósa og vera í kjöri. Kjörstjórn skar þó úr um það að staða hans sem faktors (þ.e. verslunarstjóra) væri ekki sambærileg stöðu venjulegra vinnuhjúa. Eilert gaf sig þó ekki fyrr en úrskurður sama efnis kom frá Pétri Havstein amtmanni sem þá var staddur í Kaupmannahöfn. Í september hittist nýkjörin bæjarstjórn öll á fundi í fyrsta skipti og í október gekk aðskilnaður Akureyrar frá Hrafnagilshreppi formlega í gegn.[1]

[breyta] 1938

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
Alþ. Erlingur Friðjónsson
Fr.
Fr.
Fr.
Kom.
Kom.
Kom.
Sj. Axel Kristjánsson
Sj. Brynleifur Tobíasson
Sj. Indriði Helgason
Sj. Jakob Karlsson
Flokkur Atkvæði  % Bæjarf.
Alþýðuflokkurinn 230 9,6 1
Framsóknarflokkurinn 708 29,5 3
Kommúnistar 566 23,6 3
Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir borgarar 898 37,4 4
Gild atkvæði 2.402 100,00 11

Kosið var 30. janúar. Töluverðar tilfæringar urðu á lista Sjálfstæðisflokks og óháðra vegna útstrikana. Jón Sveinsson, fyrrverandi bæjarstjóri og efsti maður listans, var þannig strikaður svo mikið út að hann náði ekki kjöri þrátt fyrir að listinn fengi fjóra menn. Einnig var sjötti maður listans, Jakob Karlsson, færður svo mikið upp að hann náði kjöri á kostnað Arnfinnu Bjarnadóttur sem skipaði fimmta sætið.


[breyta] 1942

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
Alþ.
Fr.
Fr.
Fr.
Fr.
Kom.
Kom.
Kom.
Óh. Jón Sveinsson
Sj.
Sj.
Flokkur Atkvæði  % Bæjarf.
Alþýðuflokkurinn 272 10,5 1
Framsóknarflokkurinn 802 30,9 4
Kommúnistar 608 23,4 3
Óháðir borgarar 348 13,4 1
Sjálfstæðisflokkurinn 564 21,7 2
Gild atkvæði 2.594 100,00 11

Kosið var 25. janúar. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði þannig að sérstakt framboð óháðra borgara bauð fram. Efsti maður á lista óháðra náði ekki kjöri vegna útstrikana en annar maður listans, Jón Sveinsson fyrrverandi bæjarstjóri náði kjöri í hans stað.


[breyta] 1946

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Friðjón Skarphéðinsson
A Steindór Steindórsson
B Jakob Frímannsson
B Þorsteinn M. Jónsson
B Marteinn Sigurðsson
C Steingrímur Aðalsteinsson
C Tryggvi Helgason
C Elísabet Eiríksdóttir
D Indriði Helgason
D Svavar Guðmundsson
D Jón G. Sólnes
Listi Flokkur Atkvæði  % Bæjarf.
A Alþýðuflokkurinn 684 21,1 2
B Framsóknarflokkurinn 774 23,9 3
C Sósíalistaflokkurinn 819 25,3 3
D Sjálfstæðisflokkurinn 808 24,9 3
Auðir og ógildir 155 4,8
Alls 3.240 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 3.790 85,5

Kosið var 27. janúar.

[breyta] 1950

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A
A
B
B
B
C
C
D
D
D
D
Listi Flokkur Atkvæði  % Bæjarf.
A Alþýðuflokkurinn 548 16,6 2
B Framsóknarflokkurinn 945 28,6 3
C Sósíalistaflokkurinn 728 22,0 2
D Sjálfstæðisflokkurinn 1084 32,8 4
Gild atkvæði 3.305 100,00 11

Kosið var 29. janúar.

[breyta] 1954

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Steindór Steindórsson
B Jakob Frímannsson
B Þorsteinn M. Jónsson
B Guðmundur Gunnlaugsson
C Björn Jónsson
C Tryggvi Helgason
D Helgi Pálsson
D Jón G. Sólnes
D Guðmundur Jörundsson
D Sverrir Ragnarsson
F Marteinn Sigurðsson
Listi Flokkur Atkvæði  % Bæjarf.
A Alþýðuflokkurinn 546 14,8 1
B Framsóknarflokkurinn 952 25,7 3
C Sósíalistaflokkurinn 644 17,4 2
D Sjálfstæðisflokkurinn 1141 30,8 4
F Þjóðvarnarflokkurinn 354 9,6 1
Auðir og ógildir 63 1,7
Alls 3.700 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 4.531 81,7

Kosið var 31. janúar.

[breyta] 1958

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Bragi Sigurjónsson
B Jakob Frímannsson
B Guðmundur Guðlaugsson
B Stefán Reykjalín
D Jónas G. Rafnar
D Jón G. Sólnes
D Helgi Pálsson
D Árni Jónsson
D Gísli Jónsson
G Björn Jónsson
G Jón Rögnvaldsson
Listi Flokkur Atkvæði  % Bæjarf.
A Alþýðuflokkurinn 556 14,0 1
B Framsóknarflokkurinn 931 23,5 3
D Sjálfstæðisflokkurinn 1630 41,1 5
G Alþýðubandalagið 797 20,1 2
Auðir og ógildir 48 1,2
Alls 3.962 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 4.803 83,6

Kosið var 26. janúar.

[breyta] 1962

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Bragi Sigurjónsson
B Jakob Frímannsson
B Stefán Reykjalín
B Sigurður Óli Brynjólfsson
B Arnþór Þorsteinsson
D Jón G. Sólnes
D Helgi Pálsson
D Árni Jónsson
D Jón H. Þorvaldsson
G Ingólfur Árnason
G Jón Ingimarsson
Listi Flokkur Atkvæði  % Bæjarf.
A Alþýðuflokkurinn 505 12,0 1
B Framsóknarflokkurinn 1285 30,5 4
D Sjálfstæðisflokkurinn 1424 33,8 4
G Alþýðubandalagið 932 22,1 2
Auðir og ógildir 66 1,6
Alls 4.212 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 5.016 84%

Kosið var 27. maí. Magnús E. Guðjónsson var kosinn bæjarstjóri með samhljóða atkvæðum allra bæjarfulltrúa.

[breyta] 1966

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Þorvaldur Jónsson
A Bragi Sigurjónsson
B Jakob Frímannsson
B Stefán Reykjalín
B Sigurður Óli Brynjólfsson
B Arnþór Þorsteinsson
D Jón G. Sólnes
D Árni Jónsson
D Jón H. Þorvaldsson
G Ingólfur Árnason
G Jón Ingimarsson
Listi Flokkur Atkvæði  % Bæjarf.
A Alþýðuflokkurinn 846 18,1 2
B Framsóknarflokkurinn 1466 31,4 4
D Sjálfstæðisflokkurinn 1356 29,1 3
G Alþýðubandalagið 934 20,0 2
Auðir 51 1,1
Ógildir 14 0,3
Alls 4.667 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 5.244 89%

Kosið var 22. maí. Jakob Frímannsson (B) var kjörinn forseti bæjarstjórnar með stuðningi Framsóknar og Alþýðflokksins. Magnús E. Guðjónsson var kosinn til að gegna áfram stöðu bæjarstjóra með 9 atkvæðum en fulltrúar Alþýðuflokks sátu hjá.

[breyta] 1970

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Þorvaldur Jónsson
B Stefán Reykjalín
B Sigurður Ó. Brynjólfsson
B Valur Arnþórsson
B Sigurður Jóhannesson
D Gísli Jónsson
D Ingibjörg Magnúsdóttir
D Lárus Jónsson
D Jón G. Sólnes
F Ingólfur Árnason
G Soffía Guðmundsdóttir
Listi Flokkur Atkvæði  % Bæjarf.
A Alþýðuflokkurinn 753 14,2 1
B Framsóknarflokkurinn 1663 31,3 4
D Sjálfstæðisflokkurinn 1588 29,9 4
F Samtök frjálslyndra og vinstrimanna 727 13,7 1
G Alþýðubandalagið 514 9,7 1
Auðir og ógildir 73 1,4
Alls '5.318 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 6.059 87,8

Kosið var 31. maí. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu meirihluta og Jón G. Sólnes var kjörinn forseti bæjarstjórnar. Bæjarstjóri var áfram Bjarni Einarsson með einróma samþykki allra bæjarfulltrúa.

[breyta] 1974

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Sigurður Óli Brynjólfsson
B Stefán Reykjalín
B Valur Arnþórsson
D Gísli Jónsson
D Sigurður Hannesson
D Sigurður J. Sigurðsson
D Jón G. Sólnes
D Bjarni Rafnar
G Soffía Guðmundsdóttir
J Freyr Ófeigsson
J Ingólfur Arnason
Listi Flokkur Atkvæði  % Bæjarf.
B Framsóknarflokkurinn 1708 30,7 3
D Sjálfstæðisflokkurinn 2228 40,1 5
G Alþýðubandalagið 695 12,5 1
J Alþýðuflokkurinn og SFV 927 16,7 2
Gild atkvæði 5.558 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 6.874 80,8
Kjörsókn og hlutfallstölur framboða reiknuð út frá gildum atkvæðum, upplýsingar vantar um auð og ógild.

Kosið var 26. maí. Framsóknarflokkurinn, Alþýðubandalagið og sameiginlegt framboð Alþýðuflokks og Framtaka frjálslyndra og vinstrimanna mynduðu nýjan meirihluta. Valur Arnþórsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar Bjarni Einarsson var endurkjörinn í embætti bæjarstjóra með samhljóða atkvæðum allra bæjarfulltrúa.

[breyta] 1978

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Freyr Ófeigsson
A Þorvaldur Jónsson
B Sigurður Óli Brynjólfsson
B Tryggvi Gíslason
B Sigurður Jóhannesson
D Gísli Jónsson
D Sigurður J. Sigurðsson
D Sigurður Hannesson
F Ingólfur Árnason
G Soffía Guðmundsdóttir
G Helgi Guðmundsson
Listi Flokkur Atkvæði  % Bæjarf.
A Alþýðuflokkurinn 1326 21,1 2
B Framsóknarflokkurinn 1537 24,5 3
D Sjálfstæðisflokkurinn 1735 27,7 3
F Samtök frjálslyndra og vinstrimanna 624 10,0 1
G Alþýðubandalagið 943 15,0 2
Auðir og ógildir 106 1,7
Alls 6.271 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 7.581 82,7

Kosið var 28. maí. Meirihlutinn hélt velli og bætti raunar við sig á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Samstarfið hélt áfram en nú með þátttöku fjögurra framboða í stað þriggja þar sem Alþýðuflokkurinn og Samtök frjálslyndra og vinstrimanna buðu fram í sitthvoru lagi í þetta skipti. Samkomulag varð um að forsæti bæjarstjórnar kæmi úr röðum Framsóknarflokksins árin '78 og '81 en Alþýðflokksins á árunum '79 og '80. Nýr bæjarstjóri, Helgi M. Bergs, var kjörinn með samhljóða atkvæðum allra bæjarfulltrúa.

[breyta] 1982

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Freyr Ófeigsson
B Sigurður Óli Brynjólfsson
B Sigurður Jóhannesson
B Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
D Gísli Jónsson
D Gunnar Ragnars
D Jón G. Sólnes
D Sigurður J. Sigurðsson
G Helgi Guðmundsson
V Valgerður Bjarnadóttir
V Sigríður Þorsteinsdóttir
Listi Flokkur Atkvæði  % Bæjarf.
A Alþýðuflokkurinn 643 9,7 1
B Framsóknarflokkurinn 1.640 24,6 3
D Sjálfstæðisflokkurinn 2.261 12,8 4
G Alþýðubandalagið 855 25,3 1
V Kvennaframboðið 1.136 17,1 2
Auðir og ógildir 120 1,8
Alls 6.655 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 8.433 78,9

Kosið var 22. maí. Sérstök kvennaframboð komu fram í Reykjavík og á Akureyri og fengu tvo fulltrúa á hvorum stað. Hlutfallslega naut framboðið á Akureyri þó meira fylgis og myndaði meirihluta með Alþýðubandalagi og Framsókn. Bæjarstjóri var áfram Helgi M. Bergs.

[breyta] 1986

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Freyr Ófeigsson
A Gísli Bragi Hjartarson
A Áslaug Einarsdóttir
B Sigurður Jóhannesson
B Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
D Gunnar Ragnarsson
D Sigurður J. Sigurðsson
D Bergljót Rafnar
D Björn Jósef Arnviðarson
G Sigríður Stefánsdóttir
G Heimir Ingimarsson
Listi Flokkur Atkvæði  % Bæjarf.
A Alþýðuflokkurinn 1.544 21,3 3
B Framsóknarflokkurinn 1.522 21,0 2
D Sjálfstæðisflokkurinn 2.504 34,5 4
G Alþýðubandalagið 1.406 19,4 2
M Flokkur mannsins 129 1,8 0
Auðir og ógildir 147 2,0
Alls 7.252 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 9.494 76,4

Kosið var 31. maí. Kvennaframboðið frá 1982 var ekki með núna. A-flokkarnir bættu við sig töluverðu fylgi en Alþýðuflokkurinn myndaði meirihluta með Sjálfstæðisflokki. Sigfús Jónsson var ráðinn bæjarstjóri.

[breyta] 1990

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Gísli Bragi Hjartarson
B Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
B Þórarinn E. Sveinsson
B Jakob Björnsson
B Kolbrún Þormóðsdóttir
D Sigurður J. Sigurðsson
D Björn Jósef Arnviðarson
D Birna Sigurbjörnsdóttir
D Jón Kr. Sólnes
G Sigríður Stefánsdóttir
G Heimir Ingimarsson
Listi Flokkur Atkvæði  % Bæjarf.
A Alþýðuflokkurinn 862 12,3 1
B Framsóknarflokkurinn 1.959 27,9 4
D Sjálfstæðisflokkurinn 2.253 32,1 4
G Alþýðubandalagið 1.000 14,2 2
Þ Þjóðarflokkurinn 361 5,1 0
Auðir og ógildir 239 3,4
Alls 7.024 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 9.802 71,7

Kosið var 26. maí. Alþýðuflokkurinn tapaði töluverðu fylgi og tveimur fulltrúum og því féll meirihlutinn. Sjálfstæðismenn stofnuðu til nýs meirihlutasamstarfs með Alþýðubandalagi. Halldór Jónsson var ráðinn bæjarstjóri.

[breyta] 1994

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Gísli Bragi Hjartarson
B Jakob Björnsson
B Sigfríður Þorsteinsdóttir
B Þórarinn E. Sveinsson
B Guðmundur Stefánsson
B Ásta Sigurðardóttir
D Sigurður J. Sigurðsson
D Björn Jósef Arnviðarson
D Þórarinn B. Jónsson
G Sigríður Stefánsdóttir
G Heimir Ingimarsson
Listi Flokkur Atkvæði  % Bæjarf.
A Alþýðuflokkurinn 931 11,2 1
B Framsóknarflokkurinn 3.194 38,4 5
D Sjálfstæðisflokkurinn 2.160 25,9 3
G Alþýðubandalagið 1.665 20,0 2
Auðir og ógildir 374 4,5
Alls 8.324 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 10.514 79,2

Kosið var 28. maí. Framsóknarflokkurinn vann töluvert á og fékk sína bestu útkomu í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri. Hrein stjórnarskipti urðu þegar Framsókn myndaði svo meirihluta með Alþýðuflokki. Jakob Björnson, oddviti framsóknarmanna, var ráðinn bæjarstjóri og var það í fyrsta skipti sem sitjandi bæjarfulltrúi gegndi stöðu bæjarstjóra.

[breyta] 1998

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Jakob Björnsson
B Ásta Sigurðardóttir
B Sigfríður Þorsteinsdóttir
D Kristján Þór Júlíusson
D Valgerður Hrólfsdóttir
D Þórarinn B. Jónsson
D Sigurður J. Sigurðsson
D Vilborg Gunnarsdóttir
F Ásgeir Magnússon
F Oktavía Jóhannesdóttir
L Oddur H. Halldórsson
Listi Flokkur Atkvæði  % Bæjarf.
B Framsóknarflokkurinn 2.184 26,1 3
D Sjálfstæðisflokkurinn 3.131 37,4 5
F Akureyrarlistinn 1.828 21,8 2
L Listi fólksins 931 11,1 1
Auðir og ógildir 299 3,6
Alls 8.373 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 10.817 80,8

Kosið var 23. maí. Sjálfstæðisflokkurinn endurtók leik framsóknarmanna frá 1994 og fékk fimm menn kjörna. Alþýðuflokkurinn, Alþýðubandalagið og Kvennalistinn stóðu saman að Akureyrarlistanum en þessir flokkar voru á landsvísu í sameiningarviðræðum sem leiddu til stofnunar Samfylkingarinnar. Framsókn tapaði töluverðu fylgi þegar Oddur Helgi Halldórsson sagði sig úr flokknum og stofnaði Lista fólksins. Meirihluta mynduðu Akureyrarlistinn og Sjálfstæðisflokkur. Kristján Þór Júlíusson, oddviti sjálfstæðismanna, var kjörinn bæjarstjóri en hann hafði áður verið bæjarstjóri á Dalvík og Ísafirði.

[breyta] 2002

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Jakob Björnsson
B Gerður Jónsdóttir
B Jóhannes Gunnar Bjarnason
D Kristján Þór Júlíusson
D Þóra Ákadóttir
D Þórarinn B. Jónsson
D Sigrún Björk Jakobsdóttir
L Oddur H. Halldórsson
L Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
S Oktavía Jóhannesdóttir
U Valgerður Hjördís Bjarnadóttir
Listi Flokkur Atkvæði  % Bæjarf.
B Framsóknarflokkurinn 2.124 23,5 3
D Sjálfstæðisflokkurinn 3.144 34,7 4
L Listi fólksins 1.568 17,3 2
S Samfylkingin 1.225 13,5 1
U Vinstri hreyfingin - grænt framboð 769 8,5 1
Auðir og ógildir 224 2,5
Alls 9.054 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 11.240 80,6

Kosið var 25. maí. Akureyrarlistinn bauð ekki fram aftur en Samfylkingin var arftaki hans í bæjarstjórn, auk þess sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð bauð fram í fyrsta skipti. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur náðu saman um myndun nýs meirihluta, Kristján Þór Júlíusson (D) var áfram bæjarstjóri (fyrsti pólitískt ráðni bæjarstjórinn til að sitja fleiri en eitt kjörtímabil), Þóra Ákadóttir (D) var kjörin forseti bæjarstjórnar og Jakob Björnsson (B) varð formaður bæjarráðs. Í fyrsta skipti voru konur meirihluti bæjarfulltrúa á Akureyri. [2] Í desember 2005 gekk Oktavía Jóhannesdóttir úr Samfylkingunni og til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og var Samfylkingin því án bæjarfulltrúa það sem eftir var af kjörtímabilinu.[3]

[breyta] Heimildir

  1. Jón Hjaltason. Saga Akureyrar I. bindi. Akureyrarbær, 1990.
  2. Mbl.is - Konur skipa meirihluta í fyrsta sinn (12. júní 2002).
  3. Mbl.is - Oktavía gengin til liðs við Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri (2005).