Spjall:Alþingi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Greinin Alþingi er gæðagrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera mjög vandaða grein. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug.

Er ekki best að færa þessa síðu á Alþingi íslendinga eða eitthvað álíka og hafa þessa sem umfjöllun um alþingi almennt, eða er betra að hafa það annars staðar. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 05:23, 16 okt 2004 (UTC)

Alþingi almennt? Í útlöndum eru þingin bara nefnd „þing“. Þing Íslendinga heitir Alþingi og finnst mér að það ætti að halda því nafni og sínum stað hér á Wikipedia. - Svavar L 10:48, 16 okt 2004 (UTC)

Eins og Svavar segir þá er bara eitt Alþingi í heiminum margar þjóðir nefna löggjafarþing sín sérstökum nöfnum. Þjóðverjar hafa Bundestag, Svíar hafa Riksdag, Norðmenn hafa Storting, Danir hafa Folketing, Ísrael hefur Knesset og Rússar Dúmuna o.s.frv. --Bjarki Sigursveinsson 11:40, 16 okt 2004 (UTC)

Já það er víst rétt hjá ykkur, ég þegi þá bara. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 10:57, 19 okt 2004 (UTC)
Ein vangavelta. Er hægt að segja að alþingismenn séu kosnir beinni kosningu? Er ekki forsetinn kosinn beinni kosningu? En alþingismenn raðað eftir listakosningu? --Sigatlas 16:47, 6 nóv 2004 (UTC)
Þá meina ég auðvitað forseti Íslands en ekki forseti Alþingis. --Sigatlas 16:49, 6 nóv 2004 (UTC)
Jú það er sennilega rétt hjá þér. Er ekki talað um hlutfallskosningu í þessu samhengi?--Bjarki Sigursveinsson 19:21, 6 nóv 2004 (UTC)

[breyta] Mögulegar viðbætur

Hvað með upplýsingar um helstu deilumál á Alþingi? --85.220.120.100 00:42, 23 nóvember 2006 (UTC)

Ég komst að því við rannsóknir fyrir lofsöngsgreinina að ekki er að finna upplýingar í þessari grein um hvaða ferli frumvarp fer í gegnum á alþingi áður en það er samþykkt (eða því hafnað). Væri ágætt að fá svoldið um það á grein þessari frá mönnum fróðum um það (sem ég sjálfur mun án efa flokkast sem áður en yfir líkur). --Ævar Arnfjörð Bjarmason 04:22, 9 feb 2005 (UTC)

Hvað um að vísa bara á frumvarp í staðinn fyrir að endurtaka þessar upplýsingar á Wikipedia? -- Svavar L 07:24, 9 feb 2005 (UTC)


[breyta] Mögulegar viðbætur 2

Hvernig væri að seigja frá því að Alþingi var einu sinni í tvemur deildum það stendur eginlega ekkert um það hérna og líka gera lista yfir aldursforseta á Alþingi Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Larsson (spjall) · framlög

Það er kafli sem heitir kjördæmaskipan og deildaskipting sem lýsir þessu ágætlega, þótt eflaust mætti bæta aðeins við hann. Ég sé ekki hvernig aldursforseti kemur málinu beinlínis við, nema sem trivia. Hefur það að vera aldursforseti þingsins einhverja sérstaka þýðingu? --Akigka 16:20, 2 maí 2007 (UTC)