Kjarnakraftur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kjarnakraftur er krafturinn sem heldur kjarna atóma saman. Nánar tiltekið er þetta krafturinn sem kjarneindir, eins og róteindir og nifteindir, finna sín á milli. Kjarnakrafturinn er afskaplega staðbundinn kraftur að því leitinu að hann nær ekki yfir mikið rúm eins og þyngdarkrafturinn eða rafsegulkrafturinn heldur hverfur mjög nálægt kjarneindinni.
Helstu einkenni kjarnakraftsins eru:
- Hann finnst aðeins af sterkeindum.
- Við mjög lítinn aðskilnað kjarneinda er krafturinn sterk fráhrindandi sem heldur kjarneindunum aðskildum.
- Ef kjarneindir eru meira en 1.3 fm í burtu frá hvor anniri deyr krafturinn út mjög hratt.
- Hann er næstum óháður hleðslu.
- Hann er háður því hvort spunar kjarneindanna eru samsíða eða andsamsíða.

