1608
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Ár |
| Áratugir |
| Aldir |
Árið 1608 (MDCVIII í rómverskum tölum) var hlaupár sem hófst á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu eða föstudegi samkvæmt júlíska tímatalinu.
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
Kort af Nýja Frakklandi eftir Samuel de Champlain.
- Janúar - Hundrað landnemar komu til Jamestown í Virginíu. Þar voru þá aðeins 38 eftirlifandi af upprunalegum stofnendum bæjarins.
- 7. janúar - Öll hús inni í virkinu í Jamestown brunnu til grunna.
- 18. mars - Susenyos varð Eþíópíukeisari.
- 24. apríl - Kristján 4. boðaði að allar byggingar þýskra kaupmanna á konungsjörðum eða kirkjujörðum skyldu rifnar til grunna.
- 14. maí - Mótmælendasambandið var stofnað í Auhausen í Þýskalandi.
- Júní - Svíar unnu Dünamünde, Koknese og Fellin frá Pólsk-litháíska samveldinu.
- 3. júlí - Samuel de Champlain stofnaði borgina Quebec í Kanada.
- 24. ágúst - Fyrsti opinberi fulltrúi Bretlands steig á land við Surat á Indlandi.
- 1. október - Sjötíu nýir landnemar bættust í hóp þeirra sem fyrir eru í Jamestown í Virginíu.
- 2. október - Hollenski linsusmiðurinn Hans Lippershey sýndi fyrsta sjónaukann í hollenska þinginu.
[breyta] Ódagsettir atburðir
- Guðrún Þorsteinsdóttir úr Þingeyjarsýslu var brennd á báli fyrir að hafa soðið barn í grautarpotti.
- Spænskir hvalveiðimenn á þremur skipum komu á Strandir og rændu viðum og peningum.
- Þórdís Halldórsdóttir frá Sólheimum í Sæmundarhlíð ól barn eftir að hafa komið fram skírlífiseiði fimm mánuðum áður.
- Þriðji og síðasti morðbréfabæklingur Guðbrands Þorlákssonar kom út á Hólum.
- Viskýframleiðandinn Bushmills á Norður-Írlandi fékk leyfi til viskýframleiðslu frá Jakobi 6.
- Enevold Kruse tók við af Jørgen Friis sem hirðstjóri í Noregi.
- William Shakespeare hóf starfsemi í Blackfriars-leikhúsinu í London.
[breyta] Fædd
- 13. júlí - Ferdinand 3. keisari hins heilaga rómverska ríkis (d. 1657).
- 15. október - Evangelista Torricelli, ítalskur vísindamaður og stærðfræðingur (d. 1647).
- 9. desember - John Milton, breskt skáld (d. 1674).

