Jón Þórarinsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jón Þórarinsson (fæddur 13. september 1917) er íslenskt tónskáld og tónlistarkennari. Jón stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og hjá Paul Hindemith við Yale háskólann. Jón var yfirkennar 1947 til 1968 við Tónlistarskólann í Reykjavík, yfirmaður lista- og skemmtideildar Sjónvarpsins frá 1968 til 1979, auk fjölmargra annara vekefna á sviði tónlistar. Jón hefur aðallega samið kammer- og söngverk, en meðal þekktra sönglaga eru Fuglinn í fjörunni og Íslenskt vögguljóð á hörpu. Jón samdi einnig hljómsveitar-/kórverkið Völuspá. Þorsteinn M. Jónsson, athafnamaður er sonur hans.

