Gjøa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gjøa
Gjøa

Gjøa var fyrsta skipið til sigla norðvesturleiðina milli Atlantshafsins og Kyrrahafsins norður fyrir Grænland. Áhöfn sex manna með Roald Amundsen við stjórnvölinn fór leiðina á þremur árum. Var siglt frá Osló 1903 og kom skipið til Nome í Alaska 1906.

Skipið var frosið fast allt að tvö ár af þeim þremur sem ferðin tók og minnir því um margt á ferðalag Fram sem Fridtjof Nansen stýrði 1895. Leiðangursmenn Gjøa notuðu tímann til mælinga svo hægt væri að ákvarða staðsetningu segulnorðurs og einnig var áhersla á að rannsaka og kynnast menningu Inúíta.

[breyta] Tenglar


Þessi grein sem fjallar um skip eða skylt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Á öðrum tungumálum