Gránufélagið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gránufélagið var verslunarfélag á Norðurlandi. Það var stofnað 1870 og var Tryggvi Gunnarsson kosinn kaupstjóri þess 1871. Félagið hóf rekstur með 1 skipi og 1 farmi, en á árunum 1877-83 átti það 3 skip og flutti 10-15 skipsfarma til Íslands og rak eina stærstu verslun á Íslandi.
Fram að 1877 var ekkert flutt af saltfiski frá Norðurlandi til útlanda en þá hóf Gránufélagið að selja salt miklu ódýrara en áður og byggði salthús utarlega í fjörðum norðanlands. Þetta varð til að auka saltfiskverkun og saltfiskútflutning frá Norðurlandi.
Gránufélagið hóf gufubræðslu á hákarlalifur við Eyjafjörð.

