Elísabet Ólafsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Elísabet Ólafsdóttir eða Beta rokk (f. 1977) er fjöllistakona og bókmenntafræðingur. Hún var söngkona í rokkhljómsveitinni Á túr á árunum 1996 til 1998, en árið 2002 gaf Edda útgáfa út bók hennar „Vaknað í Brussel“. Bókin er samantekt á dagbókarfærslum skrifuðum í svokölluðum blogg-stíl. Útgáfa bókarinnar var umdeild þar sem Elísabet hafði ekki hefðbundinn bakgrunn rithöfundar, en einnig vakti bókin umræðu meðal rithöfunda og áhugamanna um menningarlegt virði bloggsins.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.