J. M. Coetzee

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

J. M. Coetzee
J. M. Coetzee

John Maxwell Coetzee (fæddur 9. febrúar, 1940), oftast einfaldlega kallaður J.M. Coetzee, er suðurafrískur rithöfundur og kennari. Coetzee hefur hlotið margvísleg verðlaun á rithöfundarferli sínum, þ.á m. Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2003 og bresku Booker-verðlaunin (tvisvar). Hann býr nú í Ástralíu.