Menntun Kýrosar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Þessi grein fjallar um rit eftir Xenofon |
| Sagnfræðileg verk og ævisögur: |
| Austurför Kýrosar |
| Menntun Kýrosar |
| Grikklandssaga |
| Agesilás |
| Rit um Sókrates: |
| Minningar um Sókrates |
| Hagstjórnin |
| Samdrykkjan |
| Varnarræða Sókratesar |
| Híeron |
| Styttri rit: |
| Um reiðmennsku |
| Riddaraliðsforinginn |
| Um veiðar með hundum |
| Leiðir og aðferðir |
| Stjórnskipan Spörtu |
| Ranglega eignað Xenofoni: |
| Stjórnskipan Aþenu |
Menntun Kýrosar (á latínu Cyropaedia) er ævisaga Kýrosar mikla eftir aþenska rithöfundinn Xenofon. Ritið fjallar um ævi Kýrosar frá fæðingu til andláts. Nútímasagnfræðingar hafa dregið í efa að allir hlutar verksins séu sannleikanum samkvæmir heldur séu þeir ef til vill skáldaðir.
Menntun Kýrosar var þegar í fornöld talin sígilt rit um stjórnkænsku og stjórnmálafræði og naut á ný vinsælda fyrir þær sakir á endurreisnartímanum. Sagan hermir að Scipio Africanus hafi ætíð haft með sér eintak af bókinni. Í fornöld var talið að ritið væri viðbragð við Ríkinu eftir Platon (eða öfugt) og Lögin eftir Platon virðast vísa til Menntunar Kýrosar.

