Wikipedia:Tillögur að gæðagreinum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Flýtileið:
WP:TG

Þessi síða er ætluð til þess að ákveða hvaða greinar geti fallið undir flokkinn Gæðagreinar sem er flokkur greina sem hafa hlotið gæðastimpil íslenska Wikipedia samfélagsins. Þangað eiga aðeins erindi vandaðar greinar og vel skrifaðar sem gera viðfangsefni sínu góð skil í hnitmiðuðum og læsilegum texta. Gæðagreinar þurfa ekki að vera jafn ítarlegar og úrvalsgreinar og mega vera styttri greinar. (Nánar um kröfur sem gerðar eru til gæðagrein hér.)

Ef þú hefur tillögu að grein sem á heima í þessum flokki, þá getur þú bætt henni við á listann hér fyrir neðan þar sem atkvæði verða greidd um hana. Ef grein er ekki tilbúin til þess að verða gæðagrein alveg strax er kjörið að vekja athygli á henni á spjallsíðu hennar eða í Pottinum til að fá gagnrýni og tillögur um það sem betur má fara í greininni.

Áður en þú greiðir atkvæði um tillögu er að sjálfsögðu mikilvægt að þú lesir fyrst greinina sem er til umræðu vel yfir.

  • Ef þú ert sammála tilnefningunni þá skrifar þú # {{Samþykkt}} við hana og rökstuðning ef einhver er.
  • Ef þú ert ósammála tilnefningunni þá skrifar þú # {{Á móti}} við hana auk rökstuðnings.
    • Ef þú vilt svo draga mótmæli til baka, t.d. ef að greinin hefur verið löguð til að bregðast við gagnrýninni, þá strikar þú yfir mótmælin með <s> ... </s>.
  • Ef þú ert hlutlaus, en vilt samt vera með í kosningaumræðunni skrifar þú # {{Hlutlaus}} og rökstyður ef þú telur þess þörf.
  • Tillaga þarf minnst 2 atkvæði til þess að teljast samþykkt. Andmæli skulu aldrei vera meiri en 25% atkvæða. Þó skal ávallt leitast við að ná fram sem víðtækastri sátt um gæðagreinar.
  • Tillaga skal vera til umfjöllunar í þrjá daga að lágmarki.
  • Einungis atkvæði skráðra notenda eru tekin gild.
  • Kosningarétt hafa allir skráðir notendur sem hafa verið skráðir í mánuð eða lengur og hafa a.m.k. 100 breytingar í aðalnafnrými.

Einnig má flytja tillögu hér um það að grein verði fjarlægð af listanum yfir gæðagreinar og fer það ferli fram á sama hátt og það sem lýst hefur verið að ofan.

Afgreiddar tillögur ásamt umræðum um þær eru geymdar á Afgreiddar tillögur að gæðagreinum

Efnisyfirlit

[breyta] Tillögur

[breyta] Sveitarstjórnakosningagreinar

Hef þetta pínu óhefðbundið uppsett þar sem greinarnar eru allar keimlíkar en gera úrslitum eins góð skil og hægt er og nefna að auki meirihlutamyndanir og sumar bæjarstjóra eða oddvita.

  1. Samþykkt Samþykkt Mér finnast þetta mjög fróðlegar og skemmtilegar greinar. Væri mikið mál að finna þessi nöfn sem vantar? Haukur 13:48, 2 júlí 2007 (UTC)
    Eru þau ekki hérna? [1] Haukur 13:51, 2 júlí 2007 (UTC)
    Glæsilegt, uppfærði nöfnin. Spurning hvort að maður þurfi að fletta Mogganum fyrir hreppsnefndarnöfnin næstu dagana eftir kosningar, fann ekkert með orðaleitinni þar sem vantar á. --Stalfur 14:00, 2 júlí 2007 (UTC)
    Hérna er mynd af kjörseðli 1954: [2] Af honum má ráða hverjir náðu kjöri fyrst þú veist hvernig sæti féllu á flokka. Er það ekki nógu traust? Haukur 14:04, 2 júlí 2007 (UTC)
  2. Á móti Á móti Mér finnst að hér þurfi að huga að því hvað WP sé ekki, nánar tiltekið ekki gagnagrunnur og ekki einfaldlega safn upplýsinga (eins klunnalega og það er orðað). Þær litlu efnislegu upplýsingar sem koma fram eru slitróttar og samhengislausar. Þessar greinar eru góð byrjun en ekki gæðagreinar. Kveðja, --Jabbi 14:32, 2 júlí 2007 (UTC)
    Ég hefði haldið að orð þín um Mér finnst að hlutverk íslensku wikipediu eigi að vera að hlúa sérstaklega að íslenskri sögu, frá hlutausu sjónarhorni að sjálfsögðu ættu vel við? Kosningum er auðvitað gerð misgóð skil, en ég er á því að ef að við hverjar kosningar væru álíka klásúla og við Kópavogshrepp 1954 þá færi þetta líklega frekar í úrvalsgrein en gæðagrein. Seltjarnarnesgreinin er efnislega séð mun lakari en Kópavogsgreinarnar. --Stalfur 14:56, 2 júlí 2007 (UTC)
Eftirfarandi er öll umfjöllunin um síðustu kosningar (2006).

Kosið var 27. maí 2006. B-listi og D-listi héldu áfram samstarfi. Gunnar I. Birgisson var áfram bæjarstjóri. Vinstri-grænir skiptu um listabókstaf.

Það er nú ekki beint margt hægt að læra á þessu....Stíllinn minnir líka á þrjár upphrópanir í röð (setningarnar eru eins og fyrirsagnir). Kannski geri ég miklar kröfur en hvað get ég svosum annað gert en að segja mína skoðun? Í það minnsta mætti orða þessar þrjár setningar í einhvers konar samhengi. En jafnvel þá þætti mér ýmsar tilfallandi uppl vanta eins og t.d. stefnuáherslur flokka, hvað hefði verið mest í umræðunni (Kópavogsblaðið [3]??). Þess utan finnst mér það ekki góður vinnuháttur að gera grein sem er rétt rúmlega vikugömul að gæðagrein. Kveðja --Jabbi 15:13, 2 júlí 2007 (UTC)
Vissulega er það skoðun annara sem er leitað eftir. Hvað aldur greinarinnar varðar þá sé ég ekki að það sé neitt sem máli skiptir, greinin hefur ekki verið í sífelldum breytingum (nema til að bæta við því sem á vantaði), engin edit-stríð eru eða annað. Mín skoðun er sú að þú sért að tala meira um úrvalsgrein þegar þú vilt sjá stefnuáherslur og annað, minnir kröfur eru til gæðagreina varðandi þetta mál eins og ég skil þetta enda lagði ég þetta ekki fram sem úrvalsgreinar. Greinarnar gera það sem stendur á kassanum (eins og sagt er á ísl-ensku), ef ég les yfir Wikipedia:Gæðagrein þá myndi ég amk fyrir mitt leyti segja hiklaust að 2abde, 3ab, (4 á ekki við) og 5 eigi hiklaust við, 1 er svo matsatriði hvers og eins. Svo ég vitni nú: Þá gerir gæðagrein efni sínu góð skil en úrvalsgrein gerir efninu tæmandi skil. Ég tel að þú sért að fara fram á tæmandi skil en ekki góð skil. --Stalfur 15:24, 2 júlí 2007 (UTC)
Ég þykist sjá að þessir listar séu ekki stöðugir (enda rétt orðnir vikugamlir, það bættist á þá rétt áðan), þær hafa ekki stuttan inngang sem útskýra viðfangsefnið og einu undirkaflarnir eru til komnir vegna nauðsynjar á framsetningu tölfræðilegra gagna. Sjá nánari gagnrýni:

Mikil dramatík varð í kringum kosningarnar sem áttu upphaflega að fara fram 31. janúar 1954. Þeim var frestað til 14. febrúar af yfirkjörstjórn[7] eftir að sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu hafði ógilt undirbúning kosninga[8] sökum deilna Óháðra kjósenda og Sjálfstæðisflokksins um listabókstafinn D[9]. Þegar úrslitin úr kosningunum þann 14. febrúar voru gerð ljós[10] munaði aðeins einu atkvæði á milli A-lista og B-lista. 8. apríl gekk úrskurður sýslunefndar Kjósarsýslu varðandi kæru vegna ógiltra utankjörfundaratkvæða og dæmdi kosningarnar ómerktar[11]. Kjörræðismaður Íslendinga í Minneapolis hafði rifið fylgibréfin frá kjörseðlunum sjálfum og þannig ógilt atkvæðin. Aðeins hafði munað einu atkvæði á milli Framsóknarflokks og Alþýðuflokks og því ljóst að atkvæðin hefðu getað haft úrslitavægi þar á milli. Úrslitin voru því dæmd ómerk og sömu listar og frambjóðendur[12] því í framboði aftur. Kosið var því aftur 16. maí. Skipting hreppsnefndarfulltrúa breyttist ekki[13]. G-listi Óháðra kjósenda hélt meirihluta sínum.

Ári síðar fékk Kópavogur kaupstaðarréttindi og bæjarstjórnarkosningar voru haldnar í október 1955. - úr Hreppsnefndarkosningar í Kópavogi, 1954 - allur textinn
  1. Ekki kemur skilmerkilega fram hver þessi mikla dramatík er.
  2. Afhverju er s.k. kjörræðismaður Íslendinga staddur í Minneapolis?
Upplýsingarnar um Bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi og Bæjarstjórnarkosningar á Seltjarnarnesi eru á heildina litið skiljanlegri en þó ekki nema beinagrind að mínu viti. Með gagnrýni minni er ég á engan hátt að segja að greinarnar séu ómerkilegar heldur aðeins að mér finnst þær ekki verðugar gæðagreinar. --Jabbi 18:23, 2 júlí 2007 (UTC)
Þetta eru orðnar umræður um hvað grein þarf að fara djúpt í viðfangsefnið sem er svo sem gott og gilt. Ég tel það ekki innan "skóps" greinarinnar að tilgreina af hverju kjörræðismaðurinn er í Minneapolis, til þess þyrfti að skilgreina kjörkerfið og hvernig hægt er að greiða atkvæði utan kjörstaða. Hvað varðar dramatíkina þá myndi ég halda að það að fresta þurfti kosningum vegna deilna um listabókstaf og svo endurtaka þær vegna mistaka sé nokkuð dramatískt miðað við aðrar kosningar þar sem kosið var og búið. Varðandi stöðugleika upplýsinganna þá var verið að bæta inn þeim nöfnum sem vantaði á, mér finnst mjög ómakleg gagnrýni að bera fyrir aldur þeirra þegar þær gera skilgreindu viðfangsefninu (kosningum) öll skil sem hægt er að gera varðandi kosningar. Það sem við gerum á Wikipediunni er að búa til greinar um afmarkað efni, við smíðum ekki ritgerðir þar sem í sömu grein er verið að útskýra utankjörfundakerfi og greint frá kosningaúrslitum og því sem gekk á þar. Ég játa fyllilega að gaman væri að fá meiri upplýsingar um allar kosningarnar og málefnin þar en ítreka aftur að á þeirri forsendu hefði ég lagt þetta fram sem úrvalsgreinar. Telurðu nöfn kjörinna manna til tölfræði? Mér finnst að greiða eigi atkvæði á þeim forsendum hvort þær standist þær kröfur sem gerðar eru, ég tel að þær standist þessar kröfur en þú gerir að ekki, sem er gott og blessað. --Stalfur 19:07, 2 júlí 2007 (UTC)
  1. Samþykkt Samþykkt Það er ekki deilt um það að upplýsandi og vel strúktúraðir listar (ekki þó hrá tölfræði) eiga heima á Wikipediu, við höfum meira að segja gert tvo slíka að gæðagreinum hérna. Þessar greinar eiga svo sannarlega skilið þessa nafnbót líka. --Bjarki 15:52, 2 júlí 2007 (UTC)
    Ef reglurnar eru teknar bókstaflega þá má segja að þessi tillaga sé samþykkt með þremur (ef tilnefningin sjál telst til stuðningsatkvæða) atkvæðum gegn einu. Það er þó afar tæpt og vegna umræðunnar hér að ofan vil ég gjarnan halda þessu opnu aðeins lengur. Það vantar fleiri til að segja sitt álit. --Bjarki 17:50, 28 júlí 2007 (UTC)
    Sammála því að leyfa þessu að gerjast lengur. Svo það komi nú einhvers staðar fram þá var það Stalfur sem tilnefndi greinarnar (sjá hér). --Cessator 22:18, 29 júlí 2007 (UTC)
  2. Samþykkt Samþykkt --Stalfur 00:56, 7 ágúst 2007 (UTC) (kunni fyrst ekki við að kjósa þar sem þetta var mín smíði, hélt ég hefði samt undirritað?)
  3. Samþykkt Samþykkt --Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Ice-72 (spjall) · framlög
  4. Á móti Á móti samála Jabba wp er ekki bara eintómur gagnagrunnur þó svo að það geti verið skemmtilegt Að skoða svoleiðis þá held ég að það eigi ekki heima sem gæðagrein eiginlega á mörkunum að vera grein. Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Aron Ingi (spjall) · framlög

[breyta] Inkaveldið

Ég legg til að þessi grein verði svipt gæðagreinarnafnbótinni. Ástæðan er sú að málfari á greininni er ábótavant og upplýsingar illa settar fram. Dæmi: „Einnig gat maður orðið meðlimur annars hóps með því að biðja um aðild.” Þetta er síðasta setningin í umfjöllun um „Þegar stúlkur voru giftar” hér er verið að greina frá því hvernig samfélag Inka samanstóð af einhvers konar hópum. Hlutverk þessara hópa virðist í fljótu bragði sambærilegt stétta en til þess að komast að því þyrfti ég að lesa ensku greinina. Ég fór hratt yfir greinina í gærkvöldi en mér sýnist þörf á frekari yfirholningu. [4]. Greinin er engu að síður fræðandi og margt gott í henni. --Jabbi 11. september 2007 kl. 11:13 (UTC)

Já, ég er sammála. Kaflaröðunin er líka eitthvað undarleg. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. september 2007 kl. 11:17 (UTC)
  1. Samþykkt Samþykkt. Ég held að það mætti líka einfaldlega vera meira efni í greininni. --Cessator 11. september 2007 kl. 12:51 (UTC)

[breyta] Rómaveldi

Legg til að Rómaveldi Verði gerð að Gæðagrein. ´Hún er vel upp sett og frábær lesning svolítið stutt en wikipediu til sóma. so what do you say? --Aron Ingi Ólason 14. september 2007 kl. 22:42 (UTC)

  1. Hlutlaus Hlutlaus. Það er margt prýðilegt í greininni en mér finnst samt að það mætti vera meira í menningarkaflanum, t.d. um tungumál, trúarbrögð og tómstundir, og eins í samfélagskaflanum, t.d. um stjórnkerfið, herinn, fjölskyldulíf og menntun. Enska greinin hefur þessa undirkafla og hugmyndin var sú að bæta þeim við einhvern tímann við tækifæri, alla vega í styttri útgáfu (það er auðvitað ekki nauðsynlegt að hafa gjörsamlega allt með sem er að finna í ensku greininni, en aðeins meira myndi ekki saka). --Cessator 15. september 2007 kl. 03:47 (UTC)
  2. Samþykkt Samþykkt--194.144.73.134 15. september 2007 kl. 20:47 (UTC) sem er í raun --Aron Ingi Ólason 15. september 2007 kl. 21:07 (UTC) þegar hann er ekki innskráður.


Wikipedia samfélagið
Potturinn | Samfélagsgátt | Gátlistinn | Handbókin
Reglur: Hlutleysisreglan | Sannreynanleikareglan | Engar frumrannsóknir | Máttarstólpar Wikipedia
Önnur stefnumál: Nafnavenjur | Flokkastaðall | Viðhald | Deilumál | Framkoma á Wikipediu
Notendur: Möppudýr | Vélmenni | Aldur og búseta | Hver erum við? | Notendur eftir breytingafjölda | Notendakassar
Annað: Samvinna mánaðarins | Tillögur að úrvalsgreinum | Tillögur að gæðagreinum | Bezt í heimi | Merkisáfangar | Hugtakaskrá | Wikistrætó | Ættleiða notanda