8. maí
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Apr – Maí – Jún | ||||||
| Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
| 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
| 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
| 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
| 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
| 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
| 2007 Allir dagar |
||||||
8. maí er 128. dagur ársins (129. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 237 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1360 - Brétigny-sáttmálinn var undirritaður. Hann markaði lok fyrsta hluta Hundrað ára stríðsins.
- 1636 - Eldgos varð í Heklu.
- 1933 - Mohandas Gandhi hóf þriggja vikna hungurverkfall til þess að mótmæla kúgun Breta í Indlandi.
- 1945 - Síðari heimsstyrjöldinni lauk í Evrópu með uppgjöf Þjóðverja.
- 1945 - Sétif-fjöldamorðin: Hundruð Alsírbúa voru myrt af franska hernum.
- 1970 - Tólfta og síðasta breiðskífa Bítlanna, Let It Be, kom út.
- 1979 - Félag frjálshyggjumanna var stofnað á Íslandi.
- 1987 - Á Norður-Írlandi sat breska sérsveitin (SAS) fyrir Austur-Tyrone-herdeild IRA, 8 manns, og drap þá.
- 1996 - Stjórnarskrá Suður-Afríku tók gildi. Stjórnarskráin þykir nokkuð nýstárleg því hún tryggir ríkisborgurum víðtæk réttindi og valddreifingu.
[breyta] Fædd
- 1737 - Edward Gibbon, breskur sagnfræðingur (d. 1794).
- 1739 - Hannes Finnsson, biskup í Skálholti (d. 1796).
- 1884 - Harry S. Truman, Bandaríkjaforseti (d. 1972).
- 1899 - Friedrich A. von Hayek, austurrísk-breskur hagfræðingur og stjórnmálaheimspekingur (d. 1992).
- 1925 - Ali Hassan Mwinyi, forseti Tansaníu.
- 1926 - David Attenborough, breskur heimildamyndagerðarmaður.
- 1937 - Thomas Pynchon, bandarískur rithöfundur.
- 1946 - Jonathan Dancy, breskur heimspekingur.
[breyta] Dáin
- 1319 - Hákon háleggur Noregskonungur (f. 1270).
- 1794 - Antoine Lavoisier, franskur efnafræðingur (f. 1743)
- 1873 - John Stuart Mill, breskur heimspekingur (f. 1806).
- 1880 - Gustave Flaubert, franskur rithöfundur (f. 1821).
| Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
|---|
| Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |

