Spjall:Menntaskólinn í Reykjavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Greinin Menntaskólinn í Reykjavík er gæðagrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera mjög vandaða grein. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug.

Hér þarf að bæta miklu við.

Saga skólans, almenn
Byggingar og saga þeirra
Breytingar á skólanum, t.d. fækkun bekkja
Breytingar á námsefni, t.d. niðurfelling fornmálanna
Rektorar skólans, listi
Þekktir kennarar og nemendur

O.s.frv. Hver vill byrja á einhverju af þessu? --Moi 14:15, 10 feb 2005 (UTC)

o\ —Ævar Arnfjörð Bjarmason 14:16, 10 feb 2005 (UTC)


Það er ansi villandi það sem segir í greinni um grísku og latínu. Latínukennsla er á öllum málabrautum og valfag fyrir sumar náttúrufræðibrautir. Gríska er kennd á fornmálabraut. Eins hún er nú býður greinin upp á misskilning um hvernig kennslu er háttað nú. -- BR

[breyta] Nafn fyrir 1846

Hvað hét skólinn fyrir 1846? Lærði skólinn? —Ævar Arnfjörð Bjarmason 29. okt. 2005 kl. 03:25 (UTC)

Bessastaðaskóli frá 1805 en þar áður Hólavallaskóli. --Akigka 29. okt. 2005 kl. 10:20 (UTC)
Ef þessa heimild er að marka það er. --Akigka 29. okt. 2005 kl. 10:21 (UTC)

Ég sé ekki fram á að það að hægt sé að hafa svona grein án þess að minnast á Braga Halldórsson.

Bragi Halldórsson, já, þú segir nokkuð. Ég þekki hann og hann er alls góðs maklegur og merkur maður. En hvers vegna hann frekar en mörg hundruð annarra? --Mói 18. maí 2006 kl. 17:16 (UTC)

[breyta] Hólavalla(r)skóli

Heimildum sem finnast á netinu ber engan veginn saman um það hvort skólinn hét Hólavallarskóli eins og hér segir, eða Hólavallaskóli eins og ég hef vanist að kalla hann. Alla vega gengur hann undir senna nafninu á vef Bessastaða. Gatan í Reykjavík heitir líka Hólavallagata en ekki Hólavallargata. Fyrir mína parta þá hallast ég að seinni útgáfu nafnsins, það er án r. Ég er samt ekki nógu viss í minni sök til að breyta nokkru öðru en götuheitinu. Þar á ekki að vera r. --Mói 18. maí 2006 kl. 17:31 (UTC)

Skólinn var byggður á Hólavelli (skv. bókinni Fornir tímar eftir Gunnar Karlsson) þannig að eintölu errið ætti að vera í nafninu, ef að það er rétt (í bókinni eru villur..). --JB 18. maí 2006 kl. 17:44 (UTC)

[breyta] ÓU Myndir

Mikið af myndunum sem notaðar eru í þessari gæðagrein eru ekki með nægilegar upplýsingar. Ég ætlaði að eyða þeim, en þar sem þetta er gæðagrein gef ég nokkra daga í viðbót og sé hvort ekki er hægt að bæta úr þessu. --Steinninn 06:31, 28 júní 2007 (UTC)

Eru þetta ekki bara tvær myndir: kortið og hólavallaskóli. Myndin af hólavallaskóla er hugsanlega eftir Jón Helgason biskup (d. 1942). Hún er birt í fjölda bóka svo það ætti að vera hægur vandi að finna upplýsingar um hana, en hún ætti auðvitað að vera í lit ef heimilt er að nota hana hér. --Akigka 09:56, 28 júní 2007 (UTC)
Jú, þær eru tvær (voru þrjár). --Steinninn 05:45, 30 júní 2007 (UTC)