Notandaspjall:157.157.185.188

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sæll Hákarl. Þú vilt ekkert búa til notendanafn svo það sé auðveldara að þekkja þig? Mig langaði til að spurja þig hvar sé hægt að finna upplýsingar um svona gömul skaup eins og þú hefur sett inn. Ég er búinn að spurja á spjallinu, en ég er bara of spenntur að vita hvar þú fannst þetta svo ég ákvað að reyna að hafa samband í gegnum IP töluna. Væri meyra en til í að búa til fleyri greinar um skaupin. --Steinninn 17:56, 26 apríl 2007 (UTC)

Ég vona að þér sé sama að ég hafi sent inn þessa tilögu rétt áðan. Stundum taka ekki allir vel í tilögurnar mínar. Allt vel meint og mig langar bara til að þakka þér fyrir innleggið þitt í fróðleikinn hérna . Annars, mundu bara að skrifa undir með fjórum bilgjustrikum og það er mjög auðvelt að nota stubba snið með hakasvigum eins og Biekko og fleyri hafa svo hugulsamlega leiðrétt þig með. Þetta er allt bara gert til að gera leikinn léttari. Kveðja: --Steinninn 18:46, 26 apríl 2007 (UTC)

Ekkert mál. Ég er stundum innskráður sem Hákarl, en stundum byrja ég bara og gleymi að skrá mig. Er ekki að koma mér upp Wikipediu-ferilskrá - vil bara að íslenska Wikipedia verða sem allra best og á góðu máli. En já, áramótaskaupin. Þau ættirðu að finna með því að leita hér:

http://www.timarit.is/ordaleit.jsp?offset=0&lang=0&publication=400001&ordaleit=%E1ram%F3taskaup&is_ordaleit=Leita&month_from=0&year_from=1913&winsize=30&month_to=11&year_to=2000&orderby=score

Þú slærð bara inn árið sem þú vilt finna áramótaskaupið og reynir að hafa upp á upplýsingum þar. - Hákar.

Vinsamlegast "Ekki afrita beint texta hingað af öðrum vefsíðum án leyfis, honum verður eytt" eins og segir fyrir neðan breitingagluggan. Sé að þú ert með mikið af lýsingum beint úr morgunblaðinu, það getur varla talist sanngjörn notkun. Takk samt fyrir góðar upplýsingar. --Steinninn 02:34, 28 apríl 2007 (UTC)

Þetta er ekki allt beint upp úr Mogganum. Og ég býst ekki við að þeir verði með nein læti þó þetta standi þarna. Það væri afskaplega kjánalegt af þeim, þar eð textinn er stuttur.

Ekki láta þér bregða þótt eitthver taki þetta út, þótt ég muni láta þetta ósnert enn um sinn. --Steinninn 09:33, 28 apríl 2007 (UTC)

Þetta eru mjög stuttar tilvitnanir í Moggann og ég held að sá sem tæki texta sem væri ekki lengri en þetta út væri gaga. Þetta væri einsog að reyna verja veldi Moggans með því að handtaka fólk sem safnar úrklippum. Það eru til miklu lengri textar innan wikipediu - tilvitnanir - héðan og þaðan -en þetta - og þessi brot eru bara einhverjar öreindir - og það um áramótakaupið. Hakarl 11:00, 28 apríl 2007 (UTC)


Þetta er spjallsíða fyrir óskráðan notanda sem hefur ekki enn búið til aðgang eða notar hann ekki. Slíkir notendur þekkjast á IP-tölu sinni. Það getur gerst að margir notendur deili sömu IP-tölu þannig að athugasemdum sem beint er til eins notanda geta birst á spjallsíðu annars. Skráðu þig sem notanda til að koma í veg fyrir slíkan misskilning.