Spjall:Getnaðarlimur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Reður
Ég legg til að þessi síða verði flutt á "typpi" í stað "reðurs". Þetta er eins og internet og alnet. Enginn notar alnet í daglegu tali, þetta hljómar afar teprulegt. --Baldur Blöndal 15:14, 5 maí 2007 (UTC)
- Typpi er talmál. Læknisfræðin notar held ég limur. --Jabbi 16:44, 5 maí 2007 (UTC)
- Ég hefði haldið að það væri ekki ráðlegt að nefna síðuna "limur" enda er það svo vítt hugtak. --Baldur Blöndal 19:43, 7 maí 2007 (UTC)
Er reður orðið teprulegt? Mamma mía. Typpi er það alteprulegasta orð sem ég hef heyrt fólk taka sér í munn. Hehe. Afhverju ætti það ekki að vera getnaðarlimur, sem hefur mjög hlutlausa ímynd og er notað af læknum? Hakarl 19:45, 5 maí 2007 (UTC)
- Að mínu mati er typpi alls ekki teprulegt, allavegana ekki þegar það er séð í samanburði við eitthvað eins og "félaginn" eða álíka. Ekki er enska síðan skírð "male genitalia" þótt að það gæti vel verið 'hlutlaust orð'. Síður eru oftast skírðar eftir því hvað viðkomandi hlutur er oftast kallaður í daglegu tali, eins og greinin um forhúð væri ekki kölluð prepucium. Ég legg til að síðan verði skírð typpi en ef það verður ekki samþykkt þá, af tvennu illu, getnaðarlimur. --Baldur Blöndal 19:39, 7 maí 2007 (UTC)
- Síður ættu að heita það sem er eðlilegast að fyrirbærið, sem þær fjalla um, kallist í alfræðiriti. Oft er það kannski orðið sem notað er um fyrirbærið í daglegu tali en stundum er hversdagslega orðið kannski of „talmálslegt“ fyrir alfræðirit. Með það í huga styð ég „getnaðarlimur“ (en annars „typpi“); mér finnst „reður“ full þurrt orð. Samanburðurinn við enska orðið fyrir forhúð finnst mér hins vegar ekki eiga við, því þar er um að ræða hversdagslegt orð annars vegar og latneskt fræðiheiti hins vegar. Orðið „getnaðarlimur“ er Íslendingum hins vegar engan veginn eins framandi og prepucium er enskumælandi fólki. --Cessator 19:53, 7 maí 2007 (UTC)
Veforðabók Eddu gefur upp: pe-nis n., ft. -nis-es eða -nes . getnaðarlimur, reður. Líforðasafnið gefir upp: [enska] penis [íslenska] limur [sh.] reður [sh.] getnaðarlimur. Ég held að getnaðarlimur sé langbesta þýðingin á penis. Og svo verða tilvísanir frá (í nefnifalli): typpi, limur, reður. Hakarl 19:57, 7 maí 2007 (UTC)
Hér eru svo önnur heiti yfir þetta furðulega líffæri: árgali / bergisfótur / besefi / beytill / brúsi / böllur / drengur / döndull / eineygður - þeas - SÁ EINEYGÐI / erður / félagi / flanni / fugl / fyðill / gráni / gregur / göndull / görn / hnókur / hreður / hrókur / hörund / jarl / kompán / kompáni / leyndarlimur / limur / lostaliður / lókur / lunti / migi / möndull / nosi / Oddur - þeas - ODDUR Í SKÓGARKOTI / pissi / písari / ponni / puntur / reður / riddari / serðisprjónn / sin / skaufi / skrípur / skökull / sköndull / snípur / snudda / snýta / stíll / sverð / ters / tilli / tippi / titja / tittlingur / títa / toti / Tómas - þeas - TÓMAS Í TUTLU / trýtill / typpi / tytja / völsi / ögn Hakarl 20:08, 7 maí 2007 (UTC)
- Legg til orðið döndull bara upp á grínið. :P En það virðist þá sem getnaðarlimur hefur unnið. --Baldur Blöndal 20:27, 7 maí 2007 (UTC)

