Wikipedia:Tillögur að úrvalsgreinum
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
|
|
Þessi síða er ætluð til þess að ákveða hvaða greinar geti fallið undir flokkinn úrvalsgreinar sem er frátekinn undir bestu greinar Wikipedia á íslensku, þangað eiga aðeins erindi greinar sem gera viðfangsefni sínu góð skil í vel skrifuðum og hnitmiðuðum texta.
Ef þú hefur tillögu að grein sem á heima í þessum flokki þá getur þú bætt henni við á listann hér fyrir neðan þar sem atkvæði verða greidd um hana. Ef grein er ekki alveg tilbúin til þess að verða úrvalsgrein alveg strax er kjörið að vekja athygli á henni á spjallsíðu hennar eða Pottinum til að fá gagnrýni og tillögur um það sem betur má fara í greininni.
Áður en þú greiðir atkvæði um tillögu er að sjálfsögðu mikilvægt að þú lesir greinina sem er til umræðu vel yfir fyrst.
- Ef þú ert sammála tilnefningunni þá skrifar þú # {{Samþykkt}} við hana og rökstuðning ef einhver er.
- Ef þú ert ósammála tilnefningunni þá skrifar þú # {{Á móti}} við hana auk rökstuðnings.
- Ef þú vilt svo draga mótmæli til baka, t.d. ef að greinin hefur verið löguð til að bregðast við gagnrýninni, þá strikar þú yfir mótmælin með <s> ... </s>.
- Ef þú vilt taka þátt í kosningaumræðunni en vilt undirstrika hlutleysi þitt skrifar þú # {{Hlutlaus}}.
- Tillaga þarf 75% greiddra atkvæða og aldrei færri en 4 atkvæði til þess að teljast samþykkt, þó skal ávallt leitast við að ná fram sem víðtækastri sátt um úrvalsgreinar.
- Tillaga skal vera til umfjöllunar í eina viku að lágmarki.
- Kosningarétt hafa allir skráðir notendur sem hafa verið skráðir í mánuð eða lengur og hafa a.m.k. 100 breytingar í aðalnafnrými.
Einnig má flytja tillögu hér um það að grein verði fjarlægð af listanum yfir úrvalsgreinar og fer það ferli fram á sama hátt og það sem lýst hefur verið að ofan.
Afgreiddar tillögur ásamt umræðum um þær eru geymdar á Afgreiddar tillögur að úrvalsgreinum

