8. september
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Ágú – September – Okt | ||||||
| Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
| 1 | ||||||
| 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
| 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
| 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
| 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
| 30 | ||||||
| 2007 Allir dagar |
||||||
8. september er 251. dagur ársins (252. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 114 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1208 - Víðinesbardagi milli liðs Ásbirninga og Svínfellinga og liðs Guðmundar Arasonar Hólabiskups.
- 1565 - Mölturiddurum tókst að aflétta umsátri Tyrkja um Möltu sem hófst 18. maí.
- 1636 - Elsti háskóli Bandaríkjanna, New College, síðar þekktur sem Harvard-háskóli, var stofnaður.
- 1891 - Brú yfir Ölfusá var vígð að viðstöddu miklu fjölmenni. Þetta var fyrsta hengibrú á Íslandi. Þessi brú var í notkun þar til annar burðarstrengur hennar slitnaði 6. september 1944.
- 1921 - Goðafoss, annað skip Eimskipafélags Íslands með þessu nafni, kom til Íslands í fyrsta sinn. Fyrsti Goðafoss strandaði 30. nóvember 1916. Þýskur kafbátur sökkti Goðafossi öðrum þann 10. nóvember 1944 og fórust þá 24 manns.
- 1931 - Staðfest voru lög um notkun bifreiða. Hámarkshraði var hækkaður úr 18 í 25 kílómetra á klukkustund í þéttbýli og 40 km/klst utan þéttbýlis.
- 1939 - Síðari heimsstyrjöldin: Þýski herinn náði til Varsjár í Póllandi.
- 1975 - Dagblaðið, frjálst og óháð dagblað, hóf göngu sína.
- 1977 - Þriðja hrina Kröfluelda hófst og gaus norðan við Leirhnjúk. Þetta gos stóð aðeins til næsta dags.
- 1979 - Tvö hundruð ár voru liðin frá andláti Bjarna Pálssonar, fyrsta landlæknis á Íslandi, og var þess minnst með minnisvarða, sem afhjúpaður var við Nesstofu á Seltjarnarnesi, en þar bjó Bjarni.
- 1987 - Fimmtíu króna mynt með mynd af bogakrabba var sett í umferð.
- 1989 - Fjórir fatlaðir menn komu til Reykjavíkur á hjólastólum eftir 5 daga ferð frá Akureyri til þess að kynna Sjálfsbjörgu.
[breyta] Fædd
- 1157 - Ríkharður ljónshjarta, konungur Englands og hertogi af Akvitaníu, Poitiers og Normandí. (d. 1199).
- 1474 - Ludovico Ariosto, ítalskt skáld (d. 1533).
- 1588 - Marin Mersenne, franskur munkur, stærðfræðingur og heimspekingur (d. 1648).
- 1841 - Antonín Dvořák, tékkneskt tónskáld (d. 1904).
- 1931 - James Dean, bandarískur leikari (d. 1955).
- 1947 - Halldór Ásgrímsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1958 - Margrét Sverrisdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1979 - Pink, bandarísk söngkona.
[breyta] Dáin
- 1779 - Bjarni Pálsson, landlæknir (f. 1719).
- 1999 - Lagumot Harris, nárúskur stjórnmálamaður (f. 1938).
- 2003 - Leni Riefenstahl, þýskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1902).
| Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
|---|
| Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |

