Colin Archer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fram - hönnun og smíði Colin Archer
Fram - hönnun og smíði Colin Archer

Colin Archer (22. júlí 1832 - 3. febrúar 1921) var skipaverkfræðingur og skipasmiður frá Larvik í Noregi. Var hann af skoskum uppruna en foreldrar hans fluttu til Noregs 1825.

Skipasmíðastöð hans var þekkt fyrir að smíða endingargóð og örugg skip. Þekktasta skipið sem Colin Archer byggði er án efa skipið Fram, sem tók þátt í leiðöngrum á norðurpólinn og seinna í leiðangri Roald Amundsen á suðurpólinn. Það er til sýnis í Fram safninu í Osló.

Einnig er Archer þekktur fyrir skip sín fyrir Redningsselkabet (norska björgunarbáta stofnunin) sem þeir notuðu í mörg ár. Í dag er þeir bátar venjulega kallaði Colin Archer. Fyrsti björgunarbáturinn Colin Archer RS 1 er enn til og er notaður sem fljótandi safngripur.

Archer eyddi miklum tíma í að reikna út hvernig góður skipsskrokkur ætti að vera. Verk hans eru jafnvel enn notuð í dag við hönnun nýrra skipa.

[breyta] Hlekkir


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það