Óðmenn - Bróðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bróðir
Forsíða breiðskífu
Bakhlið breiðskífu
Óðmenn – SG - 551
Gefin út 1970
Tekin upp {{{Tekin upp}}}
Tónlistarstefna Dægurlög
Lengd
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjóri Derek Wordsworth
Óðmenn – Tímatal

Óðmenn er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1970. Á henni flytja Óðmenn tvö lög

[breyta] Lagalisti

  1. Bróðir - Lag - texti: Jóhann Jóhannsson og Guðm. Reynisson - Jóhann Jóhannsson Hljóð Hljóðdæmi.
  2. Flótti - Lag - texti: Finnur T. Stefánsson

[breyta] Bróðir

Mér, mér líður vel
mig skortir ekkert af lífsins gæðum.
Ég hef meir en nóg.
Get gert flest, sem mig langar til,
en samt finnst mér alltaf eitthvað að.
Þú, þú, sem sveltur
þig skortir allt, sem ég bruðla með.
Þér, þér hjálpa fáir.
Flestum virðist sama hvað verður um þig.
Bilið á milli okkar er breitt.
Ég veit — ef þú værir ég,
já, ef þú værir ég og ég væri þú,
það, það breytti engu.
Ég mundi sjálfsagt svelta eins og þú.
En hvað getum við gert?
Já, ef þessu heldur áfram
Þverðum við jafnir áður en yfir lýkur.
Því við, sem lifum við allsnægtir
erum smátt og smátt að eyðileggja heiminn:
Andrúmsloftið, höfin, moldina.
Og hvað gerum við þá, bróðir?

[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags

   
Óðmenn - Bróðir
Þetta er síðari plata Óðmanna, sem hljóðrituð var í stereo í London fyrir nokkrum mánuðum. Umsjón með hljóðritun hafði Derek Wordsworth, hljómlistarmaður í söngleiknum „Hair", sem enn er sýndur í London. Leikur Derek á píanó í laginu Flótti, en Vic Ash, kunnur jazzleikari, sem áður hefur komið við sögu á SG-hljómplötum leikur á flautu í laginu Bróðir. Myndina á framhlið, af þeim Reyni Harðarsyni, trommuleikara, Jóhanni og Finni tók Kristinn Benediktsson fyrir stuttu, en Ólafur Garðarsson leikur á trommur á plötunni, en hann var meðlimur Óðmanna.
   
Óðmenn - Bróðir
 
— Svavar Gests