Bob Moran
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bob Moran (franska: Bob Morane) er flokkur unglingabóka eftir franska rithöfundinn Charles-Henri Dewisme undir rithöfundarnafninu Henri Vernes. Skrifaðar hafa verið yfir 200 bækur um Bob Moran síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1953. Vinsældir Bob Morans hafa einnig leitt af sér eina kvikmynd árið 1960, nú týnd, sjónvarpsseríu 1963, röð teiknimyndasagna síðan 1959 og teiknimyndaseríu fyrir sjónvarp 1998.
Efnisyfirlit |
[breyta] Aðalpersónur
[breyta] Bob Moran
Róbert 'Bob' Moran. Frakki sem barðist sem sjálfboðaliði í Breska flughernum RAF í seinni heimsstyrjöldinni. Eftir stríðið ferðast hann um heiminn sem sjálfstætt starfandi blaða- og ævintýramaður. Bob er hár og sterklega vaxinn, er liðtækur í ýmsum bardagaíþróttum og kann að beita margskonar vopnum. Talar mörg tungumál reiprennandi og í upphafi margra bóka er hann staddur á framandi stöðum.
[breyta] Bill Ballantine
Besti vinur Bobs. Skoti og heljarmenni að vexti. Var vélvirki í Breska flughernum og vann við flugvél Bob Morans.
[breyta] Guli skugginn
Herra Ming, öðru nafni Guli skugginn. Mongóli og með ofurgreind. Stefnir á að leggja vestræna menningu í rúst. Beitir margvíslegum brögðum til að ná fram áætlun sinni, launmorð og hryðjuverk auk margra flókinna áætlana. Hefur uppgötvað leyndarmálið um eilíft líf, klónum manna og tímaflakk.
[breyta] Roman Orgonetz
Roman Orgonetz, einnig þekktur sem Artúr Greenstreet eða "Maðurinn með gulltennurnar". Leigunjósnari í þjónustu árásarveldanna, samviskulaus og djöfullega slægur. Stór, herðabreiður, þungur og "með frámunalega andstyggilegt andlit, sem að lit og þéttleika minnti einna helzt á hlaup með stórum ljósrauðum kufungi í miðjuni, sem átti að heita nef, útstandandi, sljó augu og þykkar opnar varir, svo skein í logagylltan tanngarðinn, og yfir þessu öllu skalli, jafnfægður og marmarakúla."
[breyta] Bækur
Bækur um Bob Moran voru gefnar út af Prentsmiðjunni Leiftri Hf. í íslenskri þýðingu. (Innan sviga er upprunalegt heiti, útgefandi og útgáfuár). Magnús Jochumsson þýddi sögurnar. Kápur teiknaðar af Pierre Joubert.
- Ungur ofurhugi (La vallée infernale, Gérard & Co, 1953) 1960
- Ævintýri á hafsbotni (La galère engloutie, Gérard & Co, 1954) 1960
- Græna vítið (Sur la piste de Fawcett, Gérard & Co, 1954) 1961
- Eldklóin (La griffe de feu, Gérard & Co, 1954) 1962
- Ógnir í lofti (Panique dans le ciel, Gérard & Co, 1954) 1962
- Fjársjóður sjóræningjans (L'héritage du flibustier, Gérard & Co, 1954) 1963
- Rauða perlan (Le sultan de Jarawak, Gérard & Co, 1955) 1963
- Kjarnorkuleyndarmálið (Les mangeurs d'atomes, Gérard & Co, 1961 ) 1964
- Smyglaraskipið (Trafic aux Caraïbes, Gérard & Co, 1961) 1964
- Njósnarinn með þúsund andlitin (L'espion aux cent visages, Gérard & Co, 1960) 1965
- Maðurinn með gulltennurnar (L'homme aux dents d'or, Gérard & Co, 1960) 1965
- Guli skugginn (L'Ombre Jaune, Gérard & Co, 1959) 1966
- Eyðumerkurrotturnar (Les faiseurs de désert, Gérard & Co, 1955) 1966
- Hefnd gula skuggans (La revanche de l'Ombre Jaune, Gérard & Co, 1959 ) 1967
- Dalur fornaldardýranna (La vallée des brontosaures, Gérard & Co, 1955) 1967
- Refsing Gula skuggans (Le châtiment de l'Ombre Jaune, Gérard & Co, 1960) 1968
- Stálhákarlarnir (Les requins d'acier, Gérard & Co, 1955) 1968
- Vin “K” svara ekki (Oasis K ne répond plus, Gérard & Co, 1955) 1969
- Endurkoma Gula skuggans (Le retour de l'Ombre Jaune, Gérard & Co, 1960) 1970
- Svarta höndin (Echec à la Main Noire, Gérard & Co, 1957) 1970
- Njósnarinn ósýnilegi (L'ennemi invisible, Gérard & Co, 1959) 1971
- Tvífarar gula skuggans (Les sosies de l'Ombre Jaune, Gérard & Co, 1961) 1971
- Leyndardómur Mayanna (Le secret des Mayas, Gérard & Co, 1956) 1972
- Augu Gula skuggans (Les yeux de l'Ombre Jaune, Gérard & Co, 1962) 1972
- Leynifélag löngu hnífanna (Le club des longs-couteaux, Gérard & Co, 1962) 1973
- Arfur Gula skuggans (L'héritage de l'Ombre Jaune, Gérard & Co, 1963) 1973
- Hermenn Gula skuggans (Les guerriers de l'Ombre Jaune, Gérard & Co, 1965) 1974
- Kóróna drottningarinnar (La Couronne de Golconde, Gérard & Co, 1959) 1975

