Einar Oddur Kristjánsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einar Oddur Kristjánsson (f. 26. desember 1942 á Flateyri, lést 14. júlí 2007 á Kaldbaki) var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Vestfjarðakjördæmi og síðar Norðvesturkjördæmi frá 1995 til dánardægurs.
Einar Oddur var framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Hjálms hf á Flateyri og var ennfremur stjórnarformaður Kambs hf og sat í hreppsnefnd Flateyrarhrepps í rúman áratug. Hann var formaður Vinnuveitendasambands Íslands árin 1989-1992 og var einn helsti lykilmaðurinn í hinni sögufrægu Þjóðarsátt.
Einar varð bráðkvaddur í fjallgöngu.
[breyta] Heimildir
- Mbl.is - Einar Oddur Kristjánsson látinn. Skoðað 15. júlí, 2007.

