Exista
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Gerð: | Hlutafélag |
|---|---|
| Stofnað: | 2001 |
| Staðsetning: | Reykjavík, Ísland |
| Lykilmenn: | Lýður Guðmundsson stjórnarformaður, Erlendur Hjaltason forstjóri, Sigurður Valtýsson, forstjóri |
| Starfsemi: | rekstur fyrirtækja, fjárfestingar, eignaleiga, tryggingar, o.fl. |
| Vefslóð: | www.exista.is |
Exista er íslenskt fjármálaþjónustufyrirtæki stofnað í júní 2001. Það er eitt stærsta íslenska fyrirtækið mælt í eigin fé. Fyrirtækið var skráð á íslenskan hlutabréfamarkað í september 2006.[1]
Meðal eigna Exista eru Vátryggingarfélag Íslands, Lífís og Lýsing, sem Exista á að öllu leyti. Exista á um fjórðungshlut í Kaupþingi Banka, 39,6% í Bakkavör Group og er stærsti hluthafinn í Símanum með 43.6% hlut.
Í febrúar 2007 tilkynnti fyrirtækið methagnað upp á ríflega 37 miljarða króna.[2] Jafnframt voru tilkynnt kaup á hlutum í finnska tryggingafélaginu Sampo Oyj að andvirði um 170 milljarða króna, samanlagður hlutur Exista er því 15,48% í fyrirtækinu.[3]
Í ágúst 2007 lauk Exista lántöku upp á 43 milljarða króna (~€500 milljónir). Mikil eftirspurn var hjá bankastofnunum eftir þáttöku og var því ákveðið að hækka lánsfjárhæðina um 300 milljónr króna.Alls taka 27 bankar frá 12 löndum þátt í sambankaláninu. Umsjónarbankar eru Bayerische Landesbank, Fortis Bank, HSH Nordbank og Raiffeisen Zentralbank Österreich.[4]
[breyta] Heimildir
- ↑ Skráning Exista einn af hápunktum ársins. Skoðað 9. febrúar, 2007.
- ↑ Hagnaður Exista fram úr vonum. Skoðað 9. febrúar, 2007.
- ↑ Exista eignast 15,48% hlut í Sampo. Skoðað 9. febrúar, 2007.
- ↑ Exista tekur 43 milljarða lán. Skoðað 31. ágúst, 2007.

