Eddukórinn - Jól yfir borg og bæ

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jól yfir borg og bæ
Forsíða breiðskífu
Bakhlið breiðskífu
Eddukórinn – SG - 039
Gefin út 1971
Tekin upp {{{Tekin upp}}}
Tónlistarstefna Jólalög
Lengd
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjóri Pétur Steingrímsson
Eddukórinn – Tímatal

Jól yfir borg og bæ er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1971. Hljóðritun fór fram í stereo í Háteigskirkju í Reykjavík undir stjórn Péturs Steingrímssonar. Útsetningar, undirleik og stjórn hljómsveitar sá Jón Sigurðsson um. Ljósmyndir á plötuumslagi tók Gunnar Hannesson af Árbæjarkirkju. Eddukórinn skipa: Hjónin Sigríður Sigurðardóttir (sópran) og Friðrik Guðni Þórleifsson (bassi), hjónin Sigrún Jóhannesdóttir (sópran)og Gunnar Guttormsson (tenór), hjónin Sigrún Andrésdóttir (alt) og Sigurður Þórðarson (bassi) og svo Guðrún Ásbjörnsdóttir (alt), Ásta Valdimarsdóttir (alt) og Örn Gústafsson (tenór). (Þó að þau séu níu, þá syngja þau aldrei fleiri en átta á plótunni, þar sem Ásta Valdimarsdóttir og Sigrún Andrésdóttir skipta nokkrum lögum á milli sín).


[breyta] Lagalisti

  1. Bráðum koma jólin - Lag - texti: Franskt þjóðlag — Friðrik Guðni Þórleifsson
  2. Grenitré - Lag - texti: Grieg — Friðrik G. Þórleifsson
  3. Jólin eru að koma - Lag - texti: Elín Eiríksdóttir
  4. Höldum heilög jól - Lag - texti: Franskt þjóðlag — Friðrik G. Þórleifsson
  5. Betlehem - Lag - texti: P. Brooks — Friðrik G. Þórleifssonl
  6. Þeir koma þar (Göngusöngur hirðingjanna) - Lag - texti: Franskt þjóðlag — Friðrik G. Þórleifsson
  7. Á jólunum er gleði og gaman - Lag - texti: Spœnskt þjóðlag — Friðrik G. Þórleifsson
  8. Jól yfir borg og bæ - Lag - texti: Austurrískt þjóðlag — Friðrik G. Þórleifsson
  9. Jólasveinarnir - Lag - texti: Ingunn Björnsdóttir — Jóhannes úr Kötlum
  10. Kom allir hér - Lag - texti: Þýzkt þjóðlag — Friðrik G. Þórleifsson
  11. Hring, þú bjallan fagra - Lag - texti: Sœnskt þjóðlag — Friðrik G. Þórleifsson
  12. Upp, þér hirðar - Lag - texti: Amerískur negrasálmur — Friðrik G. Þórleifsson

[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags

   
Eddukórinn - Jól yfir borg og bæ
Ætla mætti, að það unga fólk, sem komizt hefur til vits og þroska á árunum 1960—1970, legði ekki eyrun að annarri tónlist en þeirri, sem varð til með tilkomu þeirra John Lennons, Paul McCartney og annarra slíkra. Þ. e. a. s. þeirri tónlist, sem hér á landi gengur almennt undir nafninu bítlamúsik. En svo er nú ekki. Sem betur fer er sjóndeildarhringur íslenzks æskufólks víðari. Það unga fólk, sem syngur á þessari hljómplötu og er flest á aldrinum 20 —30 ára, hefur haft það að tómstundagamni að hittast einu sinni eða tvisvar í viku og syngja saman. Þetta eru reyndar þrenn hjón og þrír kunningjar þeirra, en allt á þetta fólk eitt sameiginlegt: því þykir gaman að syngja. Meðal þess, sem þau tóku fyrir síðari hluta ársins 1970, voru nokkur erlend jólalög, og þá datt einhverju þeirra í hug að gaman væri að fá við þessi lög íslenzka texta og gera eitthvað meira en að syngja þau heima í stofu hjá einhverju þeirra. Einn úr hópnump Friðrik Guðni Þórleifsson, sem er vel hagmæltur, gerði texta við lögin og um jólin 1970 voru þau flutt í tveimur kirkjum.

Þegar þau höfðu sungið lögin í kirkjunum fæddist önnur hugmynd og það var, hvort ekki væri hugsanlegt að koma lögunum inn á hljómplötu. Þegar ég fékk að heyra nokkur laganna hjá kórnum, var ég ekki lengi að samþykkja þessa hugmynd þeirra um plötu. En ekki fannst mér alveg nóg að láta kórinn syngja einan, heldur fannst mér þurfa undirleik af einhverju tagi, en þó þannig, að hann skyggði aldrei á sönginn. Ég er ekki í minnsta vafa um að þessi hljómplata Eddukórsins (en það heiti fékk kórinn skömmu eftir að hljómplötuupptaka fór fram) á eftir að verða tekin fram á íslenzkum heimilum jól eftir jól.

   
Eddukórinn - Jól yfir borg og bæ
 
— Svavar Gests