Átækt fall
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Átækt fall er fall þar sem bakmengið og myndmengið eru eitt og sama mengið. Dæmi: fallið f(x) =x3, með rauntalnaásinn sem for- og bakmengi, er átækt, því myndmengið er einnig rauntalnaásinn. Fallið
, með mengi heiltalna sem for- og bakmengi, er ekki átækt því myndmengið inniheldur aðeins sléttar tölur. Fall, sem er bæði eintækt og átækt kallast gagntækt fall.

