Klettasalat
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
|
|||||||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Klettasalat (Eruca sativa)
|
|||||||||||||
| Vísindaleg flokkun | |||||||||||||
|
|||||||||||||
|
|
|||||||||||||
| Eruca sativa |
|||||||||||||
|
|
Klettasalat (fræðiheiti: Eruca sativa) er græn fjölær jurt af krossblómaætt sem líkist salati með löng og mjó blöð. Blöðin eru bragðmikil með beiskum keim og eru yfirleitt borðuð hrá. Þau innihalda mikið af C-vítamíni og járni.
Klettasalat hefur verið ræktað sem grænmeti við Miðjarðarhafið frá því í fornöld og Rómverjar töldu það vera kynörvandi. Ræktun í stórum stíl hófst þó ekki fyrr en á 10. áratug 20. aldar, einkum á Ítalíu, en um svipað leyti var farið að rækta það um allan heim, meðal annars á Íslandi. Við Miðjarðarhafið vex jurtin í sendnum og gljúpum jarðvegi frá ströndinni upp í 800 metra hæð yfir sjávarmáli.
[breyta] Ræktun
Klettasalat er hraðvaxta og verður fullvaxið á nokkrum vikum. Því er sáð beint í beðin og er hægt að taka af því smám saman eftir því sem blöðin ná nægilegri stærð. Það þolir ágætlega kulda en síður vind og er t.d. ræktað utandyra á Íslandi í skjóli þar sem sólar nýtur.
[breyta] Matseld
Klettasalat er yfirleitt borðað hrátt eitt og sér eða sem bragðbætir með hefbundnu salati. Það er algengt á flatbökur og þá yfirleitt sett yfir eftir bökun. Það er einnig soðið, svipað og spínat, og notað í mauk með osti og jafnvel í staðinn fyrir basil í pestó.

