Týpógrafía
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Í upplýsinga- og fjölmiðlatækni er upplýsingum miðlað á myndrænan hátt og þarf hönnuður að hafa skilning á efninu og væntanlegum leshóp til að geta haft hámarkslæsileika að leiðarljósi. Þegar við segjum að eitthvað sé týpískt þá meinum við eitthvað dæmigert, eitthvað sem hefur sömu einkenni. Þannig var upprunalega orðið notað í grísku. Í stafa- og leturgerð lýsir orðið týpa ákveðnum flokkum leturs. Týpógrafía er notað sem samheiti yfir leturfræði: leturval, leturstærð, leturhæð og leturbreidd og uppsetningu á leturflötum. Týpógrafía er öll starfsemin eða aðgerðirnar sem þarf að framkvæma til að koma upplýsingum hins talaða orðs í myndrænt form.

