Sextett Ólafs Gauks - Bjössi á hól
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Undarlegt með unga menn | ||
|---|---|---|
| Sextett Ólafs Gauks – SG - 529 | ||
| Gefin út | 1968 | |
| Tekin upp | {{{Tekin upp}}} | |
| Tónlistarstefna | Dægurlög | |
| Lengd | ||
| Útgáfufyrirtæki | SG - hljómplötur | |
| Upptökustjóri | ||
| Sextett Ólafs Gauks – Tímatal | ||
Sextett Ólafs Gauks er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1968. Á henni flytja Sextett Ólafs Gauks, Svanhildur og Rúnar fjögur lög.
[breyta] Lagalisti
- Bjössi á hól
- Ef bara ég væri orðin átján
- Undarlegt með unga menn
- Ef ég væri ríkur
[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags
| Það var í upphafi ársins 1967, sem lögin Segðu ekki nei, segðu kannski og Bara þig fóru að heyrast í óskalagaþáttum útvarpsins. Þau voru á fyrstu hljómplötu Svanhildar og sextetts Ólafs Gauks. Lögin náðu miklum vinsældum og þá fékk næsta plata þeirra ekki lakari móttökur, því hún var einhver vinsælasta plata ársins 1967. Þar söng Svanhildur það lagið, sem vinsælast varð á plötunni: Húrra, nú ætti að vera ball Þetta lag er frá fyrsta áratug aldarinnar, endurvakið og yngt upp í smekklegri útsetningu Ólafs Gauks.
Þessi þriðja plata, sem sextett Ólafs Gauks sendir frá sér, er nokkuð frábrugðin hinum tveim fyrstu. Hér endurvekur Svanhildur og sextettinn reyndar annað gamalt lag, Bjössi á hól. En síðan kynnumst við nýrri hlið á Svanhildi með hinum ágæta söng hennar í laginu Ef bara ég væri orðin átján. Þá lætur sjálfur Ólafur Gaukur til sín taka í söngnum, því hann syngur ásamt Rúnari Gunnarssyni lagið Ef ég væri ríkur. Rúnar, sem kunnur er fyrir metsölulag sitt Gvendur á eyrinni, byrjaði í sextett Ólafs Gauks sem bassaleikari og söngvari fyrir nokkrum mánuðum og syngur hann nýtt lag eftir sjálfan sig á þessari plötu. Það heitir Undarlegt með unga menn. |
||
|
— Svavar Gests
|

