Tyndareifur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tyndareifur er persóna í grískri goðafræði. Hann var konungur í Spörtu, eiginmaður Ledu og faðir Klýtæmnestru, Helenar fögru, Pólýdevkesar (Polluxar), Kastors auk annarra.

Seifur tældi Ledu, eiginkonu Tyndareifs, í líki svans. Leda verpti tveimur eggjum. Úr hvoru eggi um sig komu tvö börn, Pólýdevkes og Helena fagra úr öðru og voru þau Seifsbörn; Kastor og Klýtæmnestra úr hinu en þau voru börn Tyndareifs.

  Þessi grein sem tengist fornfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.
  Þessi grein sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.