Mól

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mól er grunnmælieining SI-kerfisins fyrir efnismagn, táknuð með mol. Eitt mól er skilgreint sem sá fjöldi agna sem samsvarar fjölda frumeinda í 12 g af kolefnissamsætunni 12C. Þessi fjöldi er kenndur við ítaska vísindamanninn Amadeo Avogadro og er oft kallaður Avogadrosar tala eða Loschmidts tala. Í einu móli eru u.þ.b. 6,0221415 · 1023 einingar.

[breyta] Deilur vegna mólsins

Lengi vel voru eðlisfræðingar og efnafræðingar ósammála um hvernig bæri að skilgreina mól. Samtök eðlisfræðinga skilgreindu mól sem þann fjölda súrefnisatóma sem höfðu massann 16 g í gasi af 16O, en samtök efnafræðingar skilgreindu mól sem þann fjölda súrefnisatóma sem hefði massann 16 g í náttúrulegu súrefni. Þar sem súrefni kemur fyrir á jörðinni sem fleiri en ein samsæta var nokkur munur á þessum skilgreiningum. Sá ágreiningur hefur nú verið lagður til hliðar og báðar fylkingarnar styðjast við skilgreininguna sem getur í upphafi greinarinar.

[breyta] Alþjóðlegi mól dagurinn

Alþjóðlegi mól dagurinn er 23. október. Bandarísku mólsamtökin (á ensku: National Mole Day Foundation) halda ráðstefnu ár hvert þann 23. október kl. 06:02 (e.h.) til að fagna skilgreiningu mólsins. 1 mól er 6.02 · 1023 einingar og því var ákveðið að halda ráðstefnuna kl. 6:02 (e.h.) þann 23.10 (23. október).

[breyta] Tenglar

Heimasíða bandarísku mólsamtakanna (National Mole Day Foundation)