Spjall:Haförn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Er þetta rétt að allir ernir séu hafernir? Spyr sá sem ekki veit. --Steinninn spjall 02:11, 2 júní 2007 (UTC)
- Nei, það er ekki rétt. --Cessator 03:10, 2 júní 2007 (UTC)
- Örn, mjög skrítið. Sjálfur þekki ég þetta svo lítið að ég þori ekki að breyta neinu. --Steinninn spjall 03:20, 2 júní 2007 (UTC)
- Það er ákveðin tilhneiging, sýnist mér, hjá sumum Íslendingum til að líta svo á að heiti á alls konar dýrum í íslensku vísi eingöngu til þeirra dýra sem lifa á Íslandi, t.d. að örn sé alltaf haförn því Íslendingar séu að tala um haferni þegar þeir tala um erni, enda séu engir aðrir ernir á Íslandi; að refur eigi við um heimskautaref eingöngu, af því að heimskautarefurinn er sá refur sem lifir á Íslandi og því hljóti Íslendingar að eiga við slíka refi þegar þeir nota orðið refur; að hákarl eigi aðeins við um grænlandshákarl af því að það er sá hákarl sem við þekkjum. Vandinn er bara að þótt önnur dýr sem einnig gætu kallast ernir og refir lifi ekki á Íslandi og orðin því kannski ekki eins oft notuð um þau, þá merkja þessi orð samt ekki eingöngu haferni og heimskautarefi og grænlandshákarla. Íslendingar geta t.d. talað um refaveiðar sem eiga sér stað á Bretlandi og þá er ekki átt við veiðar á heimskautaref, þeir geta talað um refinn sem fannst vínberin súr í dæmisögum Esóps og þá er ekki átt við heimskautaref, þeir geta talað um hákarlinn í kvikmyndinni Jaws og þá er ekki átt við grænlandshákarl og að lokum geta Íslendngar hæglega sagt — og alveg án þess að misnota orðið — að örninn sé þjóðarfugl Bandaríkjamanna en samt er ekki átt við haförn. Orðin merkja bara erni, refi og hákarla almennt, þótt í íslensku samhengi sé kannski átt við einhverja tiltekna tegund eða undirtegund dýranna. Eðlilegast þætti mér að orðið örn vísaði á grein um erni almennt. Sú grein er reyndar ekki til enn þá. --Cessator 03:36, 2 júní 2007 (UTC)
- Takk fyrir þetta. Svo má líka líta á Lundi, en það eru til þrjár tegundir af lunda, en ég veit bara ekki hvað íslenska heitið er á þeim algengasta. Það mun ábyggilega eitthver koma og laga það seinna. --Steinninn spjall 03:39, 2 júní 2007 (UTC)
- Það er ákveðin tilhneiging, sýnist mér, hjá sumum Íslendingum til að líta svo á að heiti á alls konar dýrum í íslensku vísi eingöngu til þeirra dýra sem lifa á Íslandi, t.d. að örn sé alltaf haförn því Íslendingar séu að tala um haferni þegar þeir tala um erni, enda séu engir aðrir ernir á Íslandi; að refur eigi við um heimskautaref eingöngu, af því að heimskautarefurinn er sá refur sem lifir á Íslandi og því hljóti Íslendingar að eiga við slíka refi þegar þeir nota orðið refur; að hákarl eigi aðeins við um grænlandshákarl af því að það er sá hákarl sem við þekkjum. Vandinn er bara að þótt önnur dýr sem einnig gætu kallast ernir og refir lifi ekki á Íslandi og orðin því kannski ekki eins oft notuð um þau, þá merkja þessi orð samt ekki eingöngu haferni og heimskautarefi og grænlandshákarla. Íslendingar geta t.d. talað um refaveiðar sem eiga sér stað á Bretlandi og þá er ekki átt við veiðar á heimskautaref, þeir geta talað um refinn sem fannst vínberin súr í dæmisögum Esóps og þá er ekki átt við heimskautaref, þeir geta talað um hákarlinn í kvikmyndinni Jaws og þá er ekki átt við grænlandshákarl og að lokum geta Íslendngar hæglega sagt — og alveg án þess að misnota orðið — að örninn sé þjóðarfugl Bandaríkjamanna en samt er ekki átt við haförn. Orðin merkja bara erni, refi og hákarla almennt, þótt í íslensku samhengi sé kannski átt við einhverja tiltekna tegund eða undirtegund dýranna. Eðlilegast þætti mér að orðið örn vísaði á grein um erni almennt. Sú grein er reyndar ekki til enn þá. --Cessator 03:36, 2 júní 2007 (UTC)
- Örn, mjög skrítið. Sjálfur þekki ég þetta svo lítið að ég þori ekki að breyta neinu. --Steinninn spjall 03:20, 2 júní 2007 (UTC)

