Spjall:Píka
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bara að hafa þetta hérna. Líforðasafnið hefur sem þýðingu á vaginu: vagina
[íslenska] leggöng [sh.] skeið [Líforðasafn ]. Hvað er í raun píka? Er það orðið að viðurkenndu heiti yfir leggöngin, blygðunarbarmana og góð og gild þýðing á vagina? Breyttu Píkusögurnar heiminum? Jafnvel þeim fræðilega líka? Hakarl 20:55, 7 maí 2007 (UTC)
- Píka er orð sem ætti að vera góð og gild íslenska fyrir ytri kynfæri kvenna, þ.e. ytri og innri barma (sem ekki ætti að kalla blygðarbarma, því að sú nafngift felur í sér hugmyndina um að kynfærin séu skammarleg), snípinn, ytra op þvagrásar og ytra op legganga utan meyjarhafts (sé það til staðar). Þetta hugtak ætti að öðlast sömu merkingu og enska orðið vulva (sem þar er reyndar tökuorð úr latínu), sem tekur til nákvæmlega þessara líkamsparta og felur ekki í sér leggöngin, sem heita vagina (það er líka latína). Í ensku er gerður stífur greinarmunur á vulva og vagina, eins og líka er gert í líffærafræði, og við ættum að gera sama greinarmun á píku og leggöngum. Píkusögurnar (sem er algjörlega röng þýðing úr e. Vagina monologues, en það skiptir svo sem ekki máli) hafa breytt því að íslenskar konur eru rétt að byrja að hugsa um það sem möguleika að taka sér í munn eitthvert heiti á kynfærum sínum, en það hefur fram undir þetta sýnst vera algjört tabú, nema því aðeins að tilgangurinn sé sá að klæmast. Í Íslenskri orðabók Menningarsjóðs er orðið píka tilfært með allar merkingar, sem hugsast geta aðrar en þessa, sem flestir munu þó hugsa fyrst er þeir heyra orðið. Meira að segja er gefin merkingin „vöðvahelmingur á fiskstirtlu“, sem engum mun detta í hug við notkun orðsins. --Mói 23:53, 7 maí 2007 (UTC)
- Ég veit nákvæmlega hvernig þér líður. Ég leitaði einusinni að orðinu píka í orðabók vegna þess að rakst á orðið fiskipíka í Sjálfstæðu Fólki, og varð hissa þegar að bara var gefin upp merkingin „ung stúlka“ og „vöðvi fisks“. Ég er þreyttur á því að þetta sé eitthvað skammarlegt orð. Tabú orð sucka. --Baldur Blöndal 21:19, 8 maí 2007 (UTC)
- Og svona btw, þá var íslenska útgáfan af vagina monologues ekki ætlað að vera bein þýðing, heldur var verið að reyna að gera orðið píka minna skammarlegt og láta fólk hætta að nota veigrunarorð. --Baldur Blöndal 09:47, 12 júní 2007 (UTC)
Það er samt dálítið ruglingslegt hvernig tengt er inn á erlendar síður, enska er vulva - sænska er slida (þýtt sem vagina) osfrv. Hakarl 01:19, 8 maí 2007 (UTC)
- Aldeilis hárrétt hjá þér. Ég er að vinna í því að breyta tenglunum þar sem það er hægt. --Mói 13:07, 8 maí 2007 (UTC)

