Símonídes frá Keos
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Símonídes frá Keos (um 556 f.Kr. — 469 f.Kr.) var forngrískt lýrískt skáld. Hann var einn af lýrísku skáldanna níu, sem fræðimenn í Alexandríu á hellenískum tíma töldu öðrum fremri.
Símonídesi samdi m.a. frægt kvæði um Spartverja þá er létu lífið í orrustunni við Laugaskörð:
- Ὦ ξεῖν’, ἀγγέλλειν Λακεδαιμονίοις ὅτι τῇδε
- κείμεθα, τοῖς κείνων ῥήμασι πειθόμενοι.
- Ō xein', angellein Lakedaimoniois hoti tēide
- keimeþa tois keinōn hrēmasi peiþomenoi.
Sem Ásgeir Hjartarson þýðir svo:
- Vegfari, ber frá oss boð og borglýðnum seg það í Spörtu,
- fallnir að hvílum vér hér, hlýðnir við ættjarðarlög
Þorleifur H. Bjarnason:
- Farðamaður! segðu Spartverjum, að vér hvílum hér,
- af því að vér hlýddum lögum þeirra.
og Helgi Hálfdánarson:
- Hverf þú til Spörtu heim; þar skaltu segja,
- að hlýðnir lögum kusum vér að deyja.
eða
- Flyt heim til Spörtu þá fregn, þú ferðalangur, að
- trúir lögunum hvílum við hér hjúpaðir gróandi mold.
| Lýrísku skáldin níu | Forngrískar bókmenntir |
|---|
| Alkman | Saffó | Alkajos | Anakreon | Stesikkóros | Ibykos | Símonídes frá Keos | Pindaros | Bakkylídes |

