15. ágúst
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Júl – Ágúst – Sep | ||||||
| Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
| 1 | 2 | 3 | 4 | |||
| 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
| 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
| 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
| 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
| 2007 Allir dagar |
||||||
15. ágúst er 227. dagur ársins (228. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 138 dagar eru eftir af árinu.
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
- 1309 - Rótey gafst upp fyrir Jóhannesarriddurum.
- 1914 - Panamaskurðurinn var opnaður fyrir skipaumferð.
- 1933 - Charles Lindbergh, sá sem fyrstur flaug yfir Atlantshafið, kom til Íslands frá Grænlandi ásamt konu sinni. Þau flugu áfram norður og austur um land og fóru frá Eskifirði til Færeyja þann 23. ágúst.
- 1936 - Tíu atvinnulausir stúdentar hófu að grafa fyrir grunni væntanlegs Háskóla Íslands við Suðurgötu í Reykjavík. Skólahúsið var svo formlega tekið í notkun 17. júní 1940.
- 1945 - Síðari heimsstyrjöldinni lauk með því að Japanir gáfust upp.
- 1945 - Kórea fékk sjálfstæði frá Japan.
- 1947 - Indland fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1960 - Vestur-Kongó fékk sjálfstæði frá Frakklandi.
- 1967 - Svifnökkvi kom til Íslands og voru gerðar tilraunir með hann á milli Vestmannaeyja og lands og Reykjavíkur og Akraness. Einnig var hann reyndur á Ölfusá.
- 1969 - Woodstock-tónlistarhátíðin hófst í New York-fylki í Bandaríkjunum.
- 1971 - Minnisvarði var afhjúpaður um Stefán Ólafsson skáld í Vallanesi í Suður-Múlasýslu, þar sem hann þjónaði sem prestur.
- 1971 - Barein varð sjálfstætt ríki.
- 1971 - Richard Nixon batt endi á gullfót Bandaríkjadals. Gengi bandaríska dalsins varð þar með fljótandi.
- 1979 - Kvikmynd Francis Ford Coppola, Apocalypse Now, var frumsýnd í Bandaríkjunum.
- 2005 - Ríkisstjórn Ariel Sharon hóf niðurrif landnemabyggða Ísraela á Gasaströndinni.
[breyta] Fædd
- 1769 - Napoleon Bonaparte, Frakkakeisari (d. 1821).
- 1771 - Sir Walter Scott, skoskur rithöfundur og ljóðskáld (d. 1832).
- 1863 - Alexei Krylov, rússneskur verkfræðingur (d. 1945).
- 1921 - Matthías Bjarnason, stjórnmálamaður.
- 1953 - Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur.
- 1967 - Tristan Elizabeth Gribbin, leikkona.
- 1975 - Steinar Bragi, rithöfundur.
[breyta] Dáin
- 423 - Honoríus, Rómarkeisari (f. 384).
- 1040 - Dungaður 1., Skotakonungur (f. 1001).
- 1936 - Grazia Deledda, ítalskur rithöfundur og handhafi Nóbelsverðlauna (f. 1871).
- 1982 - Hugo Theorell, sænskur læknir og handhafi Nóbelsverðlauna (f. 1903).
[breyta] Hátíðir
- Himnaför Maríu er minnst í rómversk kaþólsku-kirkjunni.
- Ferragosto markar upphaf sumarleyfistímabilsins á Ítalíu.
| Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
|---|
| Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |

