Nasismi á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipedia. Skoðaðu sýnigreinar og nafnavenjurnar til að bæta hana.
Íslensk stjórnmál

Þessi grein er hluti af greinaflokknum:
Íslensk stjórnmál
Forsetakosningar 2004
Sveitarstjórnarkosningar 2006
Þingiskosningar 2007
Framsóknarflokkurinn
Frjálslyndi flokkurinn
Samfylkingin
Sjálfstæðisflokkurinn
Vinstri hreyfingin - grænt framboð

breyta

Flokkar: stjórnmál, réttur og ríkisvald

Nasisminn féll ekki í frjóan jarðveg á Íslandi. Hér starfaði Þjóðernishreyfing Íslendinga en hún klofnaði og nokkrir félagar hennar gengu til liðs við Sjálfstæðisflokkinn sem margir þeirra höfðu stutt áður. Hinir yngri og ákafari, margir ekki enn komnir með kosningarétt, stofnuðu Flokk þjóðernissinna sem var hreinræktaður nasistaflokkur. Þeim tókst stundum að vekja á sér athygli með fánaburði og áflogum við kommúnista. Í blaði íslenskra nasista var Hitler kallaður mikilhæfasti núlifandi stjórnmálamaðurinn, sem hefði unnið slík þrekvirki að ekki þekktust þess dæmi. Fylgi flokksins varð mest í bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík árið 1934, 2,8% en það voru 399 atkvæði.

Íslensk stjórnvöld voru varkár gagnvart þýsku nasistasjórninni. Líkt og víða annars staðar var gyðingum, sem hröktust undan ofsóknum í Þýskalandi, ekki tekið opnum örmum hér á landi og mörgum var neitað um landvistaleyfi.

[breyta] Tengt efni