Lurkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lurkur (eða Þjófur) er nafn á harðindavetrinum 1601-1602, en það er einhver harðasti vetur sem hér hefur komið.

Í Ballarárannál segir, að komið hafi fjúk og jarðbönn með hallærum og harðindum, svo að kolfellir hafi orðið um allt landið, en um Jónsmessu á vori hafi enginn gróður verið, og raunar hafi sumarið eftir verið nær graslaust. Í Mannfækkun af hallærum eftir Hannes Finnsson er talað um veturinn 1600-1601.

Í íslensku er talað um að eitthvað hafi gerst árið fyrir hann Lurk, og átt við að það hafi gerst fyrir langalöngu síðan.

  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.