Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árið 1914 var Íslandsmótið í knattspyrnu haldið í þriðja skipti. Fram vann sinn annan titil. Lið Fótboltafélags Reykjavíkur neitaði að skrá sig í mótið vegna deilna sem þá stóðu yfir um Íslandsmótið. Fram og Fótboltafélagið áttu í deilum um það hvenær mótið skyldi haldið. Fram vildi keppa í byrjun júní áður en menntaskólapiltar þeirra dreifðust um landið. Fótboltafélagið vildi keppa í lok júní því þá voru leikmenn liðsins komnir í betri æfingu. Fótboltafélagið var einnig ósátt við að Fram hirti allan ágóða af mótinu.[1] Fram vann því sjálfkrafa. Hér varð Fram titilhæsta lið landsins og hélt þeim titli til ársins 1952.
| Sæti |
|
Félag |
L |
U |
J |
T |
Sk |
Fe |
Mm |
Stig |
| 1 |
 |
Fram |
0 |
0 |
0 |
0 |
0 |
0 |
+0 |
0 |
Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur
| Sigurvegari úrvalsdeildar 1914 |

Fram
2. Titill |
- ↑ Víðir Sigurðsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Knattspyrna í heila öld. Prentsmiðjan Oddi, 1997. ISBN 9979-60-299-6
http://www.rsssf.com/tablesi/ijshist.html