Vikur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vikur er frauðkennt berg, lítt kristallað. Það er til ljós vikur (líparít) eða dökkur (andesít, basalt). Vikurinn fellur harðstorknaður til jarðar. Hann er mjög efnisléttur, enda flýtur hann ef hann er lagður á vatn. Vikrar nefnist landsvæði sem þakið er þykku vikurlagi.

  Þessi grein sem tengist jarðfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.