Forest Whitaker
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Forest Whitaker | |
|---|---|
Forest Whitaker |
|
| Fæðingarnafn | Forest Steven Whitaker |
| Fædd(ur) | 15. júlí 1961 (46 ára) |
| Maki/ar | Keisha Whitaker (1996 - nú) (2 börn) |
| Börn | Ocean Whitaker (f. 1990) Autumn Whitaker (f. 1991, stjúpdóttir) Sonnet Whitaker (f. 1996) True Whitaker (f. 1998) |
| Helstu hlutverk | |
| Charlie Parker í Bird Jody í The Crying Game Ghost Dog í Ghost Dog: The Way of the Samurai Lt. Jon Kavanaugh í The Shield Idi Amin í The Last King of Scotland |
|
| Óskarsverðlaun | |
| Besti leikari 2006 The Last King of Scotland |
|
| Emmy-verðlaun | |
| Framúrskarandi árangur í sjónvarpsþátt 2003 Door to Door |
|
| Golden Globe-verðlaun | |
| Besti leikari 2007 The Last King of Scotland |
|
| BAFTA-verðlaun | |
| Besti leikari 2007 The Last King of Scotland |
|
Forest Steven Whitaker (f. 15. júlí 1961), best þekktur sem Forest Whitaker, er bandarískur leikari, kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri. Fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Last King of Scotland hlaut hann mörg virðingarfull verðlaun, þar á meðal Óskarsverðlaun, Golden Globe-verðlaun og BAFTA-verðlaun. Hann er fjórði hörundsdökki bandaríski leikarinn sem hlýtur Óskarsverðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki. Hinir þrír undanfarar hans eru Sidney Poitier, Denzel Washington og Jamie Foxx.[1]
Efnisyfirlit |
[breyta] Ævi
Whitaker fæddist í Longview, Texas en fjölskylda hans flutti til Los Angeles þegar hann var fjagra ára gamall.[2] Faðir hans, Forest Whitaker, Jr., var tryggingasali. Móðir hans, Laura Francis Smith, var kennari sem komst í gegnum háskólann með tvær Masters-gráður. Whitaker á eina eldri systur, Deborah, og tvo yngri bræður, Kenn og Damon.
Sem unglingur gekk Whitaker í Palisades-menntaskólann[2] þar sem hann æfði amerískan fótbolta.[3] Þar lék hann í sínu fyrsta hlutverki sem leikari, aðalleikari í leikritinu Under Milk Wood.[2]
[breyta] Kvikmyndaferill
[breyta] Sem leikari
Ein af fyrstu hlutverkum hans sem leikari voru í kvikmyndunum Fast Times at Ridgemont High, The Color of Money, Platoon og Good Morning, Vietnam. Hans fyrsta stóra hlutverk var í kvikmyndinni Bird, í leikstjórn Clint Eastwood. Aðrar stórar kvikmyndir sem hann hefur leikið stór hlutverk í eru meðal annars myndirnar The Crying Game (1992), Ghost Dog: The Way of the Samurai (1999) og The Last King of Scotland (2006)
[breyta] Sem leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi
Myndir sem Whitaker hefur leikstýrt eru Waiting to Exhale (1995), Hope Floats (1998) og First Daughter (2004)
[breyta] Tilvísanir
- ↑ „Forest Whitaker wins Best Actor Oscar for Idi Amin role,“ ABCNewsOnline, 13. júlí 2007.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 Patterson, John. "The bigger picture,". The Guardian, 20. april, 2002. Skoðað 13. júlí 2007
- ↑ Inside the Actors Studio, Bravo, skoðað 13. júlí, 2007.
[breyta] Tenglar
- Forest Whitaker á Internet Movie Database
- Forest Whitaker á Notable Names Database

