Níhílismi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Níhílismi er stefna í heimspeki, sem staðhæfir að alheimurinn, einkum þó tilvist mannskepnunnar, sé án einhvers raunverulegs gildis, markmiðs, sannleika eða ómissandi tilgangs.

Níhilistar trúa ýmist öllum eða einhverju af eftirfarandi hugmyndum: það er engin rökbundin sönnun fyrir tilvist „æðri drottnara“ eða skapara, „sannur“ siðaboðskapur er með öllu óþekktur og einhver sönn siðferðisgildi sem ná eiga yfir alla veröldina eru ómöguleg; lífið hefur engann ósvikinn æðri „sannleika“ að geyma og engar gjörðir manna né dýra séu í raun „ákjósanlegri“ eða „betri“ en einhverjar aðrar.

Orðið kemur frá latneska orðinu nihil, sem þýðir einfaldlega ekkert.

[breyta] Heimild

Vefur Íslenskra Níhílista