Öræfajökull

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hvannadalshnúkur horft frá Skaftafelli. Í forgrunni er Hrútafell.
Hvannadalshnúkur horft frá Skaftafelli. Í forgrunni er Hrútafell.

Öræfajökull er eldfjall á Suðurlandi (Skaftafellssýslu). Yfir fjallinu er jökulhetta sem er hluti af Vatnajökli. Á norðausturhlið fjallsins er Hvannadalshnúkur, hæsti tindur Íslands, 2.110 m. Öræfajökull er að hluta innan þjóðgarðsins í Skaftafelli sem markast af Öræfajökli í austri og Skaftafellsjökli í vestri.

Öræfajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma; fyrst 1362 þegar Litlahérað var lagt í eyði, og síðan minna gosi 1727.

  Þessi grein sem tengist landafræði Íslands er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.