Þvermál
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hér er M miðpunktur hringsins, r radíus hans og d þvermálið, og svarta línan ummál hans.
Þvermál hrings er lengd línu frá einum punkti á hringferli hans að öðrum í gegnum miðpunkt hringsins.
Með þvermáli hlutar er átt við mestu fjarlægð milli tveggja punkta á yfirborði hlutarins.
Þvermál mengis í firðrúmi er minnsta yfirtala allra firða milli tveggja staka mengisins, þ.e. ef A er mengi í firðrúmi þá er talan sup { d(x, y) | x, y ∈ A } þvermál mengisins A.

