Notandaspjall:Kfk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Velkomin/n á íslensku Wikipediu

  • Ef þú hefur ekki skoðað kynninguna, þá er þetta tilvalinn tími!
  • Handbókin er ómissandi þegar þú ert að skrifa eða breyta greinum. Þar eru einnig gagnlegir tenglar á síður með frekari leiðbeiningum.
  • Leiðbiningar um hvernig er best að byrja nýja síðu eru sérstaklega gagnlegar fyrir byrjendur
  • Hér má finna nokkur atriði sem er gott að hafa í huga þegar þú semur fyrstu greinina þína.
  • Sandkassinn er rétti staðurinn til að prufa sig áfram til að sjá hvernig greinar virka. Svindlsíðan hefur gagnlegar leiðbeiningar um nokkur tæknileg atriði.
  • Í Pottinum geturðu tekið þátt í umræðum og spurt almennra spurninga.
  • Samfélagsgáttin hefur svo tengla á ýmislegt sniðugt og fróðlegt um aðra notendur Wikipediu og margt fleira.
  • Ekki gleyma að skoða máttarstólpana.

Gangi þér vel!

--Cessator 00:55, 18 mars 2007 (UTC)

Don't speak Icelandic? Post {{user is-0}} on your user page or put it into your Babel box.




[breyta] Spjall:SG - hljómplötur

Það má ekki taka texta beint upp úr bókum eins og "Hugsað upphátt" án leifis. Ertu með það? Ef það kemur ekki formlegt leifi frá höfnudarréttshafa þá verður textanum eitt. Og þar sem lítið annað er í greininni þá gæti jafnvel verið að allri greininni verði eitt. Þetta væri mjög leitt að sjá þar sem þú hefur greinilega lagt mikið í að búa til listann. --Steinninn 17:29, 16 maí 2007 (UTC)

Listar eru ekki varðir höfundarétti svo hann fær að standa hvort sem hann er fenginn beint upp úr bókinni eða ekki. Svo má nota texta beint upp úr bókum ef farið er rétt með textann. Þessi texti er innan gæsalappa og vísað er í frumheimild og höfund svo mér þykir þetta í lagi. Ef þetta er bara textabrot úr heilli bók er þetta í lagi, ef þetta er stór hluti bókarinnar er það annað mál, en þá hlýtur þetta að vera afskaplega lítil bók. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:40, 16 maí 2007 (UTC)
Allt í góðu þá En mér finnst samt að það þurfi að vera lengri frumsaminn inngangur. --Steinninn 17:53, 16 maí 2007 (UTC)

Annað atriði er að plötunar heita ekki "SG-" + tala heldur er það raðnúmer útgáfufyrirtækisins. Væri ekki sniðugra að titill greinarinnar væri titill plötunnar? --Jabbi 12:18, 18 maí 2007 (UTC)

Það eru bara fáeinar plötur sem bera einhvern titil, flestar vísa á listamennina þannig að grein með titli myndi valda ruglingi. Þess vegna tel ég hentugast og best að hafa plötunúmerið, það gerir safnið einfalt og aðgengilegt. Ég mun svo bæta inn auknum og betrumbættum inngangi auk fleiri hugleiðinga Svavars um útgáfuna. Getur einhver frætt mig um hvort hægt sé að hafa hljóðdæmi með plötu?(Kristján Frímann Kristjánsson 12:40, 18 maí 2007 (UTC))

Jú, það er um að gera að hafa hljóðdæmi. Svo lengi sem það er í "Sanngjörn notkun". Það þarf að hlaða því inn í svokölluðu ogg file. Þú getur séð dæmi um það hér. Svo langaði mér til að benda á að það væri kanski sniðugra að hafa nota titilinn á plötunni ef hann er annar en á listamanninum. Til dæmis mætti Fjögur jólalög vera titillinn og SG 501 vera tilvísun. --Steinninn 22:30, 19 maí 2007 (UTC)
Hvernig set ég inn hljóðdæmi? Þarf sérstakan spilara? Hvaða upplýsingar þurfa að fylgja? Kristján Frímann Kristjánsson 00:04, 20 maí 2007 (UTC)
Já, ég skal reyna að hjálpa þér eins og ég get. Ertu með Apple? Ef svo er þá geturu náð í Audio Hijack sem breytir mp3 og öðrum skrám yfir í .ogg. Kanski er sama forit líka til fyrir Windows. Ef þú ert ekki kominn með löginn inn í tölvuna, þá veit ég ekki hvað þú getur gert. Þarft eitthvernvegin að hlaða þeim inn. Ég held að það hafi enginn hlaðið inn hljóðfæl inn á íslenska Wikipedia, ef svo er, þá þarf eitthver að búa til rétt snið sem lýsir því yfir að þetta sé hljóðfæll. Þá þarf í raun bara að segja hvaðan hljóðdæmið kemur (hlekk á wikipedia greinina) og setja sniðið. Ég skal reyna að finna sniði, og ef ég finn það ekki, gera mitt besta að búa til eitt. --Steinninn 01:29, 20 maí 2007 (UTC)
Í rauninni geturu alveg notað Snið:Sanngjörn notkun1 þegar þú hleður hljóðdæminu inn. Skrifaðu einfaldlega {{Sanngjörn notkun1}}. Hins vegar þarf að búa til snið sem þú getur notað í sjálfri greininni. Það er á leiðinni... --Steinninn 01:43, 20 maí 2007 (UTC)
Þetta virkaði ekki alveg Snið:Hlusta. Það er eitthvað JavaScript í ensku Wikipedia sem við erum ekki með. Þetta er svosem nothæft, en það væri kanski rétt ef eitthver annar reyndi að bæta útlitið. --Steinninn 02:26, 20 maí 2007 (UTC)

Það kom aftur upp umræða um hvort þetta sé brot á höfundarétti. Ef þú hefur ekki gert það nú þegar, þá vil ég benda þér á að það er best að breyta stillingunum þannig að síður sem þú býrð sjálfur til fari á vaktalistann. En þá þarfut líka að fylgjast með vaktalistanum. En þetta er samt allt undir þér komið. Hins vegar þá væri gott að fá þitt innslag inn á Spjall:SG - hljómplötur áður en eitthver tekur út allann textann. --Steinninn 08:48, 23 maí 2007 (UTC)

Ég talaði við Senu sem á útgáfuréttinn og veitti mér góðfúslega leyfi til birtingar myndanna. Sjá svar Senu: Sæll Skemmtileg hugmynd og leyfið er hér með veitt af hálfu Senu.

Kær kveðja/Best regards, Eiður Arnarsson Forstöðumaður tónlistardeildar/Manager - Music Division Sena --Kristján Frímann Kristjánsson 09:05, 23 maí 2007 (UTC)

Tilgangur minn með þessu baksi er að heiðra minningu Svavars Gests með því að birta í heild allt sem hann hefur lagt til íslenskrar tónlistarsögu og þar sem hann skrifaði æfisögu sína tel ég eðlilegast að hann sjálfur segi frá útgáfunni innan gæsalappa.--Kristján Frímann Kristjánsson 09:23, 23 maí 2007 (UTC)

Já, það er allt í góðu að hafa myndirnar í sanngjarnri notkun. En hins vegar er ekki víst að það megi nota textann svona. Annars þekki ég þetta ekki alveg nógu vel. Best að ræða þetta á spjallinu: Spjall:SG - hljómplötur --Steinninn 09:16, 23 maí 2007 (UTC)



[breyta] Auckland Grammar School

Good Afternoon Kfk,

Could you please help write a stub http://is.wikipedia.org/wiki/Auckland_Grammar_School - just a few sentences based on http://en.wikipedia.org/wiki/Auckland_Grammar_School? Just 2-5 sentences would be sufficient enough. Please. --Per Angusta 02:22, 1 júlí 2007 (UTC)

Done -Kristján Frímann Kristjánsson 12:15, 1 júlí 2007 (UTC)

Thankyou so much Kristján Frímann Kristjánsson for your Fantastic translation effort!
I am very very Grateful.
May you be blessed and may Íslenska Wikipedia prosper!
Yours Sincerely, --Per Angusta 09:26, 2 júlí 2007 (UTC)

[breyta] SG 026

Greininni SG 026 hefur verið eytt því það telst vera meiri vinna við að endurskrifa hana heldur en að skrifa hana aftur. Sjá: eyðingarskránna. Þér er velkomið að skrifa hana aftur í samræmi við Handbók Wikipediu. --Steinninn 18:34, 20 ágúst 2007 (UTC)

Getur þú sagt mér hvers vegna þessum upplýsingum á bakhlið plötuumslags SG-026 var eytt? Þessar upplýsingar eru ekkert öðruvísi en á bakhliðum annarra platna sem þegar eru komnar inn á Wikipedia undir SG - hljómplötur. -Kristján Frímann Kristjánsson 21:34, 20 ágúst 2007 (UTC)
Það ætti ef til vill að eyða þeim líka. Þær eru illa settar upp, með mikið af hástöfum. Tvípunktar ekki rétt notaðir. Feitletrun misnotuð. Línubil oft of langt. Undarleg greinarskil og margt fleira sem lítur ekki út fyrir að vera alfræðigrein Wikipediu. --Steinninn 23:14, 20 ágúst 2007 (UTC)
Ef þú skoðar ljósmyndir af bakhliðum SG – hljómplatna sem birtast með hverri plötu, t.d. SG – 022 eða SG – 025 þá er textinn sem birtist til hliðar nákvæmlega sá sami og á myndinni. Ég tek semsagt textann eins og hann kemur fyrir en breyti honum ekki enda er tilgangurinn með birtingunni eingöngu til hagræðis fyrir notendur Wikipedia. Ég tel það varasamt gagnvart höfundi og notendum Wikipedia að fara að breyta textanum eða umskrifa hann enda væri það varla í samræmi við höfundarrétt og að auki ruglandi fyrir notendur Wikipedia sem vildu fræðast um SG – hljómplötuútgáfuna. -Kristján Frímann Kristjánsson 12:40, 21 ágúst 2007 (UTC)
Það er ekki það sem ég er að tala um, heldur hvernig textinn er settur upp. Skoðaðu Wikipedia:Handbók og vinsamlegast ekki nota svona mikið af hástöfum. --Steinninn 13:00, 21 ágúst 2007 (UTC)
Textinn er settur upp eins og hann kemur fyrir á plötunni, einnig hástafirnir. Textinn er því sem næst kópía af textanum á ljósmyndinni. -Kristján Frímann Kristjánsson 13:19, 21 ágúst 2007 (UTC)
Þú ættir ekki að gera það. --Steinninn 13:41, 21 ágúst 2007 (UTC)
Getur þú sýnt mér dæmi um uppsetningu sem fellur að ykkar kröfum og er í samræmi við textann sem birtist á bakhlið hvers umslags? -Kristján Frímann Kristjánsson 13:45, 21 ágúst 2007 (UTC)
Ég endurvakti, breytti og færði SG 026 og svo svaraði ég og Bjarki líka nokkrum spurningum á spjallinu mínu. --Steinninn 01:43, 27 ágúst 2007 (UTC)
Þolinmæðin var greinilega þess virði. Þetta er alveg að verða komið hjá þér. Hins vegar á ég erfit með að sætta mig við að setningar á borð við:
„Orgelleikur: Sigurður Ísólfsson. Gítarleikur: Karl Lilliendahl. Bassaleikur: Árni Scheving“
í greininni SG 024 séu efni í alfræðirit. Gætir þú ef til vill haft þetta í samfeldu máli í framtíðinni. Til dæmis svona. Þetta er nú bara smáatriði og í stórum dráttum er þetta farið að verða flott. --Steinninn 30. ágúst 2007 kl. 01:06 (UTC)
Lagaði hljóðfæraleikara en þótt platan hafi verið gefin út fyrir margt löngu er hún alltaf sem ný í skilningi hlustunar og því talar maður ekki um flytjendur í þátíð. - Kristján Frímann Kristjánsson 30. ágúst 2007 kl. 10:09 (UTC)

Greinarnar eiga að lenda bæði í Flokkur:SG-hljómplötur og Flokkur:Hljómplötur gefnar út árið x. — Jóna Þórunn 4. september 2007 kl. 22:42 (UTC)

Komið, sátt? -Kristján Frímann Kristjánsson 4. september 2007 kl. 23:36 (UTC)
Jebb. Flott. — Jóna Þórunn 4. september 2007 kl. 23:36 (UTC)