Spjall:Leturfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Það er alltof mikill spjallkeimur yfir þessari grein. Svona einsog rabb yfir kaffibolla. Skoðum t.d. þessa setningu: Þegar við skoðum skrift og letur rekumst við á orð sem öðlast hafa sess í mörgum tungumálum og eiga rætur að rekja til erlendra tungumála. Bara þetta Þegar við... Hér er svo einnig farið á hossandi stökki úr letri yfir í orðsifjafræði á einhvern undarlegan máta. Þetta á líka við um greinina um týpografíuna: . Þegar við segjum að eitthvað sé týpískt þá meinum við eitthvað dæmigert,.... Hvað kemur það týpógrafíu við, þeas týpískt (sem er dálítil barnaleg þýsku eða sænskusletta)? (og nefnist ekki týpógrafía prentlist eða prentiðn á íslensku (eða prentfrágangur?). Allt um það þá er það ekki bara þessar setningar sem ég bendi á sem eru furðulegar, heldur allur stíll greinanna. Nei, ég er ekki að reyna vera leiðinlegur, en þessi spjallstíll á þessari grein virkar ekki hér. Hann á heima á bloggsíðum, í pistlum - rabbi yfir kaffibolla.Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 157.157.187.157 (spjall) · framlög

Og þessi óundirritaði stíll á ekki heima hér á spjallsíðunum, hann á heima í greinunum sjálfum — en ekki á spjallsíðunum. --Cessator 08:18, 14 ágúst 2007 (UTC)

Hvað máli skiptir það þó að athugasmdir á spjalli séu óundirritaðar? skil það ekki. Það er engin niðurníslubragur á þessu. Eða hvað? Þetta átti alltént að vera saklaus ábending um að höfundur orðaði hlutina skýrar og færi ekki úr einu í annað og hefði öllu fræðilegri stíl á greininni - einsog þann sem tíðkast í alfræðiflettum hér innan Wikipedíu. - Hákarl.

Þegar margar breytingar hafa verið gerðar á spjallsíðu er erfiðara að rekja óundirrituð innlegg til höfundar. Undirskriftin afmarkar einnig innleg notandans svo maður sér auðveldlega hvar eitt innlegg endar og annað byrjar. — Jóna Þórunn 12:45, 14 ágúst 2007 (UTC)
Þessi grein er vægast sagt ófullkomin, mest eitthvert orðsifjasnakk án þess að fjallað sé um meginefnið. Thvj 12:52, 14 ágúst 2007 (UTC)
Bættu hana þá ;) — Jóna Þórunn 12:53, 14 ágúst 2007 (UTC)
Já, bætið hana endilega :) --Cessator 18:57, 14 ágúst 2007 (UTC)
Hákarl: Á síðunni Wikipedia:Framkoma á Wikipediu stendur m.a. „skrifaðu undir innlegg þitt á spjallsíðum (en ekki skrifa undir greinar!) nema þú hafir góða ástæðu til að gera það ekki.“ Fyrir ofan breytingaboxið sem þú skrifar athugasemdirnar inn í stendur líka „Skrifaðu undir ummæli þín með fjórum tildum (~~~~).“ Ástæðurnar eru þær sem Jóna nefnir auk þess sem þá sést tímasetning athugasemdarinnar. Þetta er ekki svona erfitt. Það geta þetta allir :) --Cessator 18:57, 14 ágúst 2007 (UTC)
Það er ekkert íhlaupaverk að bæta greinina, mér sýnist að hana þurfi að endurskrifa og samræma við greinna um týpógrafíu. Ég veit ekki hvort ég sé rétti maðurinn til þess, en réttast væri að stofnandinn gerði fyrstur tilraun til þess. Thvj 19:45, 15 ágúst 2007 (UTC)