Karpfiskar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Wikipedia:Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Karpfiskar
Dreifing steingervinga: Paleósen - nútíma
Skraddarakarpi (Rhodeus sericeus)
Skraddarakarpi (Rhodeus sericeus)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Yfirættbálkur: Ostariophysi
Ættbálkur: Cypriniformes
Ættir
  • Balitoridae
  • Sogkarpar (Catostomidae)
  • Smerlar (Cobitidae)
  • Vatnakarpar (Cyprinidae)
  • Sogmunnar (Gyrinocheilidae)
  • Psilorhynchidae

Karpfiskar (fræðiheiti: Cypriniformes) eru ættbálkur geislugga. Áður innihélt þessi ættbálkur alla þá fiska sem tilheyra yfirættbálknum Ostariophysi nema grana sem mynduðu ættbálkinn Siluriformes. Karpfiskar voru þannig af samsíða þróunarlínum og nýlega hafa ættbálkarnir Gonorynchiformes, Characiformes og Gymnotiformes verið klofnir frá karpfiskum til að mynda einstofna ættbálka.

Ættbálkurinn telur sex ættir, 321 ættkvíslir og um það bil 3.268 tegundir. Flestar tegundir karpfiska lifa í Suðaustur-Asíu en engar tegundir af þessum ættbálki finnast í Suður-Ameríku eða Ástralíu.

Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:
  Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.