Spjall:Nítíða saga
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frábær grein. Fékk mig til að fara huga að því að taka til við að lesa eitthvað af riddarasögunum. Hvað er annars galdraþröskuldur? - Hákarl.
- Þakka þér fyrir :) Ég man heldur ekki eftir að hafa lesið um galdraþröskuld fyrr en í Clári sögu. Haukur 10:01, 24 apríl 2007 (UTC)
Hættu að skrifa á ensku Wikipediu drengur - og einbeittu þér að íslensku wikipediu. Hér er þörf á efnilegu fólki. - Hákarl.
- Nei, það er mjög þarft verk að skrifa um ýmislegt tengt Íslandi á ensku. --Cessator 14:01, 24 apríl 2007 (UTC)
Nei, það er algjör óþarfi. Haha. Það er nóg af fólki að djöflast í því. Það þarf aftur á móti að fara einbeita sér að því að gera íslensku wikipediu að vitrænni alfræðiorðabók - þeas leggja meiri kraft í hana. Enskan bjargar sér, en íslenskuna verður að mylja dálítið undir. - Hákarl.
- Enskan bjargar sér og dafnar mjög vel, en ekki endilega um efni tengd Íslandi nema Íslendingar skrifi. En það er rétt, við þurfum fleiri virka notendur hér, miklu fleiri. --Cessator 14:07, 24 apríl 2007 (UTC)
Ég byrjaði að vinna á ensku Wikipediu áður en sú íslenska var einu sinni orðin til. Ég velti því þá fyrir mér hvort ástæða væri til að stofna slíka og taldi að svo væri ekki. Ég hélt að þeir sem bæði töluðu íslensku og hefðu nennu til að taka þátt í svona verkefni væru of fáir til að nokkuð kæmi út úr því. Þegar íslenska Wikipedia var svo stofnuð hafði ég því ekki mikla trú á henni og skráði mig ekki einu sinni fyrr en 2005. Ég fór þó að reka mig á að af og til fékk ég upp síður af henni í Google-leitum; gagnlegar síður með upplýsingunum sem ég var að leita að. Þá fór ég að hugsa þetta aðeins öðruvísi - jafnvel þótt hægt gangi að koma upp fróðleikssafni sem getur kallast alfræðibók þá er hver einstök góð grein gagnleg í sjálfri sér. Jafnvel stuttar stúfgreinar sem innihalda lítið annað en skilgreiningar geta verið gagnlegar, sérstaklega ef þær eru interwiki-hlekkjaðar. Einnig má nefna að Alfræðibók Arnar og Örlygs hefur ekki nema 35.000 uppflettiorð og það er ekki alveg örvænt um að við getum á endanum gert verk sem er meira að vöxtum (auðvelt) og svipað að gæðum (erfitt).
Hvers vegna hef ég þá ekki gert meira af því að leggja til greinar hérna? Ég veit það ekki alveg - sjálfagt er það aðallega af vana að ég skrifa mest á ensku Wikipediu. Haukur 14:55, 24 apríl 2007 (UTC)
Haukur, skrifaðu meira á íslensku Wikipediu. Gerðu það fyrir mig í guðs bænum. Skil ekki þetta viðhorf (þitt upphaflega og flestra Íslendinga) að Íslendingar eru svo fáir og litlir og miklir aumingjar að það taki því ekki að vinna neinu stóru - svosem að íslenskri Wikipediu. Eða að við getum ekkert, nema með peningum í útlandinu. Þetta er þessi doðahugsunarháttur sem liggur yfir allri íslenskri mennningu - einhver svona laissez-faire - og svo snúa menn sér að enskumælandi heiminum og hugga sig við að vera hluti af hinu stóra og mikla. Það þarf sinnep í rassgatið á þjóðinni, alltént þegar kemur að eigin menningu og tungu. Og Wikipedia er íslensk menning - alþýðumenning - og ætti að geta risið hátt. Held það séu fá tungumál - ef nokkur - sem töluð eru af 300.000 manns sem er komin upp í næstum 15. þúsund greinar. En við eigum ekki að hugsa þannig, við eigum að hugsa stórt og koma hlutunum í verk. Og ef við gætum ljósritað menn einsog Cessator í svosem hundrað eintökum, þá værum við á góðu róli. - Hákarl.
- Jæja, "me skal koma om ikkje så brått", eins og Ivar Aasen sagði. Haukur 09:47, 30 apríl 2007 (UTC)

