Spjall:Fullreiðaskip

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þetta hefur alltaf verið nefnt Fullreiðaskip á íslensku. Ég er nokkuð viss um það.

Fullriggari og fullrikkari er líka til... og „fullbúið skip“. Ég er alveg viss um það. Fullreiðaskip hef ég hins vegar ekki séð (fyrr en núna). --Akigka 01:42, 19 mars 2007 (UTC)

Sláðu fullreiðaskipi endilega upp í Bókinni um skipið eða einhverju slíku riti. Reyndu að finna þar Fullbúið skip. Þú hlýtur annars að vera með einhverjar skrifaðar heimildir þegar þú setur þetta á blað. Hvaða heimildir eru það? Minnið og grunurinn eru venjulega verstu óvinir sannleikans, eða svo er mér sagt. Eða var það bara mitt minni og allt það hafurtask sem eru verstu óvinir sannleikans. Æ, ég man það ekki. En reyndu að finna þetta í einhverju riti og segðu mér frá því hvaða doðrantur það er. Ég hef áhuga á þeirri bók, hef alltaf langað til að vita meira um skip. Hakarl 03:43, 19 mars 2007 (UTC)

Í skipabókinni sem Almennnabókafélagið gaf út 1974 er hvergi talað um fullbúið skip, aðeins fullreiðaskip. Þar er einnig talað um Fjórsiglu fullreiðaskip og þrísiglufullreiðaskip. Held að þetta fullbúið skip sé tilbúningur. Eða hvað? Hakarl 16:25, 23 maí 2007 (UTC)

Fyrst þú ert svona vel bókum búinn... gætirðu þá nokkuð fundið betra orð yfir það sem á enskur heitir "ship of the line"? Línuskip er á íslensku notað um fiskiskip en ekki orrustuskip og ég velti því fyrir mér hvort til sé eitthvað annað sæmilegt heiti á þessum stóru 18. og 19. aldar fallbyssuskipum. --Akigka 20:31, 23 maí 2007 (UTC)

Já, ég skal reyna að finna þetta. - Hákarl.

Ég fann þetta í orðabók háskólans. http://www.lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=leit&l=l%EDnuherskip - Gæti þetta hugsanlega verið línuherskip? - Hákarl.

Líka þetta, bara svo ég hljómi ekki einsog apaköttur: The Savannah, a full-rigged sailing ship, may have used a steam engine, but it did not even use it as auxiliary power most of the trip. Her record is not universally accepted. (Af netinu) Og bera þetta svo saman við þetta (Fyrsta gufuskipið yfir Atlantshafið), og þá er þýðingin komin á full-rigged ship - þeas fullreiðaskip: http://timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=431646&pageSelected=5&lang=0 Bara svo heimildirnar séu aðrar og betri en minn stóri kjaftur. Haha - Hákarl.