Spjall:Harry Potter
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Heimavistir
Ætti þessi grein ekki að vísa í greinarnar um heimavistirnar víst þær eru nú þarna...? Karih 10:48, 2. maí 2005 (UTC)
[breyta] Hallow
Ég veit ekki hverning á að þýða "Hallow" þar sem að u.þ.b 5 merkingar á orðinu koma til huga og allar líklegar. Hefur einhver lesið hvað JK á við? --Stefán Örvarr Sigmundsson 00:55, 24 júlí 2007 (UTC)
- Eigum við ekki bara að bíða og sjá hver opinbera þýðingin verður? --Cessator 01:46, 24 júlí 2007 (UTC)
- Ég var að spá í því, jú. --Stefán Örvarr Sigmundsson 01:53, 24 júlí 2007 (UTC)
- Átt er við hallow í merkingunni helgur gripur. Þess vegna er líka til "aukatitillinn" Harry Potter and the Relics of Death. Þýðir í raun það sama, en hljómar ekki næstum jafn vel. Ég er sammála því að best sé að bíða eftir hinum opinbera íslenska titli, sem þýðandinn sagði í einhverju blaðinu í dag að væri alveg að koma, en með orðinu hallow er allavega átt við helgann grip, eða helgar menjar (fyrst orðið relic er notað). Þýðing gæti til dæmis verið Helgidómar dauðans, eða eitthvað þannig. --Sterio 13:56, 24 júlí 2007 (UTC)

