Tækniháskóli Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tækniháskóli Íslands (THÍ) fyrrum Tækniskóli Íslands var sameinaður Háskólanum í Reykjavík sumarið 2005 undir nafni Háskólans í Reykjavík. Tækniskóli Íslands var færður uppá háskólastig árið 2002 og var nafn skólans breytt í Tækniháskóla Íslands. THÍ er staðsettur við Höfðabakka 9, 110 Reykjavík.


[breyta] Námið

Í Tækniháskóla Íslands er Frumgreinadeild, en þar er námið á framhaldsskólastigi og er það ein sérstaða skólans. Nám á frumgreinadeild er ætlað að tengja saman iðnaðar- og háskólanám. Nemendur sem útskrifast úr frumgreinadeild hafa forgang til náms í öðrum greinum skólans sem eru á háskólastigi.

Nám á háskólastigi:

  • Iðnfræði
  • Iðnaðartæknifræði
  • Tæknifræði
  • Geislafræði
  • Lífeindafræði
  • Rekstrarfræði

Metaðsókn var í Tækniháskólann árin 2003 og 2004 og fengu færri að stunda nám við skólann en vildu.

Þessi grein sem fjallar um skóla eða skylt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana