Auga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nærmynd af mannsauga
Nærmynd af mannsauga

Auga er líffæri sem þróast hefur í þeim tilgangi að skynja ljós. Einföldustu augu geta aðeins skynjað hvort umhverfið er dimmt eða bjart. Flóknari augu geta á hinn bóginn veit fullkomna sjón.

[breyta] Mannsaugað

Mannsauganu er skipt í nokkra hluta:

  • Augnknötturinn, bulbus oculi, liggur í augntóftinni, en hann er myndaður úr þremur hjúpum:
    • Trefjahjúp, tunica fibrosa
    • Æðuhjúp, tunica vasculosa
    • Innhjúp, tunica interna
  • Hvíta, sclera, er hvít og ávöl og er gerð úr bandvef. Hvítan rennur saman við glæru, sem einnig er nefnd hornhimna, cornea.
  • Æða, choroidea, er gerð úr sortufrumum sem draga til sín ljósgeisla.
  • Lita, iris, er litaði hluti augans. Hún er ýmist blá, græn eða brún, allt eftir litkornamagni. Svartur blettur í miðju litunnar er sjáaldrið, sem einnig heitir ljósop, pupilla, en það minnkar og stækkar eftir birtuástandi og líkams- og/eða hugarástandi.


  • a = sjóntaug
  • b = sjóntaugardoppa
  • c = hvíta, augnhvíta
  • d = æða, æðahimna
  • e = sjóna, nethimna, sjónhimna
  • f = brárgjörð
  • g = aftara augnhólf
  • h = lithimna, lita, regnbogahimna
  • i = sjáaldur, ljósop
  • j = glæra, hornhimna
  • k = fremra augnhólf (fullt af augnvökva)
  • l = brárvöðvi
  • m = augasteinn
  • n = burðarband
  • o = augnhlaup
  • p = sjónugróf
Mannsauga
Mannsauga
  1. afturhólf
  2. laufarönd
  3. brárvöðvi
  4. brárgjörð
  5. blástokkur hvítu
  6. sjáaldur, ljósop
  7. framhólf
  8. glæra, hornhimna
  9. lithimna, lita, regnbogahimna
  10. [[]]
  11. augasteinskjarni
  12. brárklakkar
  13. tára, augnslímhúð
  14. neðri skávöðvi
  15. neðri beinn
  16. miðlægur beinn
  17. sjónuslagæðir og sjónubláæðir
  18. sjóntaugardoppa
  19. heilabast
  20. sjónumiðjuslagæð
  21. miðjubláæð sjónu
  22. sjóntaug
  23. sveipbláæðar
  24. augnknattarslíður
  25. depill
  26. sjónugróf
  27. hvíta, augnhvíta
  28. æða, æðahimna
  29. efri beinn
  30. sjóna, nethimna, sjónhimna
Mannsauga
Mannsauga


[breyta] Algengir augnkvillar

  • Augnangur, conjunctivitis, bólga/erting í slímhúð, sem klæðir augu að framan og augnlok að innanverðu.
  • Ellifjarsýni, presbyopia, aðlögunarhæfni augasteins minnkar þegar aldur færist yfir og veldur því að fólk sér síður það sem er nær því.
  • Fjarsýni, hypermetropia/hyperopia, sjónímynd lendir aftan við sjónu, mögulega vegna þess að augnknötturinn getur verið of stuttur eða ljósbrotshæfni augasteins er léleg. Fjarsýni hefur sömu eða svipuð áhrif og ellifjarsýni á sjón, fólk sér síður það sem er nær því.
  • Gláka, glaucoma, aukinn þrýsingur í auga vegna fyrirstöðu á rennsli glervökva milli augasteins og liturótar. Gláka veldur blindu ef meðferð dregst á langinn.
  • Nærsýni, myopia, sjónímynd lendir framan við sjónu. Nálægir hlutir sjást greinilega en fjarlægir hlutir illa.
  • Rangeygð, tileygð, skjálgi, strabismus er þegar augun eru ekki samstillt, annað augað gæti beinst að nefi og hitt til hliðar. Það auga sem ekki er ríkjandi er sagt vera latt.
  • Sjónskekkja, tvístursýni, glámskyggni, astigmatismus, galli eða annmarki á bugðu glæru veldur sjónskekkju. Sjónin verður léleg þar sem ljósgeislarnir tvístrast og ná ekki saman í sjónpunkti.
  • Starblinda, drer, vagl eða ský á auga, cataracta, myrkvaði hluti augasteinsins blindast alveg eða að hluta. Sést alloft hjá öldruðu fólki en einnig hundum og þykir það mikill kvilli t.d. í íslenskri hundarækt.

Með sjóntækjum er mögulegt að bæta sjóngalla, sem stafa af algengustu augnkvillum.

[breyta] Sjá einnig

Wikiorðabókin er með skilgreiningu tengda: