Halldór Laxness
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Halldór (Kiljan) Laxness (fæddur Halldór Guðjónsson 23. apríl 1902 – dáinn 8. febrúar 1998) var íslenskur rithöfundur og skáld, jafnan talinn einn helsti íslenski rithöfundurinn á 20. öld.
Halldór var sonur Sigríðar Halldórsdóttur (fædd 1872) og Guðjóns Helgasonar (fæddur 1870). Fyrstu æviárin bjó hann í Reykjavík en flutti að Laxnesi í Mosfellssveit árið 1905.
Hann tók fljótt að lesa bækur og skrifa sögur, og þegar hann var 14 ára gamall fékk hann sína fyrstu grein birta í Morgunblaðinu undir nafninu H.G. Ekki löngu síðar birti hann grein í sama blaði undir sínu eigin nafni og var sú grein um gamla klukku.
Á ferli sínum skrifaði Halldór 51 bók, margar blaðagreinar, samdi ljóð, leikrit og fleira. Til að sjá þau rit sem hann gaf út er hægt að skoða bókalistann hér að neðan.
Halldór hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1955. Hann var tvígiftur og eignaðist fjögur börn.
Frá árinu 1945 átti Halldór fast heimili á Gljúfrasteini í Mosfellssveit. Að frumkvæði Davíðs Oddsonar, forsætisráðherra keypti ríkissjóður Gljúfrastein af Auði Laxness, ekkju Halldórs, ásamt innbúi og opnaði þar safn til minningar um skáldið haustið 2004.
Efnisyfirlit |
[breyta] Nafn
Halldór Laxness fæddist sem Halldór Guðjónsson, árið 1995 hóf fjölskylda hans búskap í Mosfellssveit í Laxnesi, og kenndi Halldór sig við þann bæ æ síðar.[1] Millinafnið Kiljan tók hann upp þegar hann skírðist til kaþólskrar trúar.[1]
[breyta] Deilur um ævisögu Laxness
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor sagði frá því opinberlega sumarið 2003, að hann væri að skrifa ævisögu Laxness, en í kjölfarið reyndi Auður Laxness að meina honum aðgang að bréfasafni skáldsins á handritadeild Þjóðarbókhlöðunnar og tókst það. Ástæðan var sú að hún taldi Hannes ekki færan um að skrifa óhlutdræga ævisögu Laxness. Eftir að fyrsta bindi ævisögunnar, Halldór kom út gagnrýndu Helga Kress, prófessor og fleiri Hannes harðlega fyrir að fara frjálslega með tilvitnanir í texta skáldsins án þess að geta heimilda. (Hannes hefur síðar viðurkennt í viðtölum að hann hefði átt að geta heimilda í ríkara mæli en hann gerði.) Haustið 2004 höfðaði Auður mál gegn Hannesi fyrir brot á lögum um höfundarrétt. Hannes var sýknaður af öllum kröfum hennar í Héraðsdómi Reykjavíkur 2006.
Auður Laxness og fjölskylda hennar hefur lagt blessun sína yfir ævisögu skáldsins, sem rituð var af Halldóri Guðmundssyni, rithöfundi og veitti honum góðfúslega aðgang að bréfasafni og gögnum, sem voru í vörslu fjölskyldunnar.
[breyta] Meint afskipti íslenskra ráðamanna af útgáfu rita Laxness í Bandaríkjununm
Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri og dóttir skáldsins, sagði í Kastljósþætti sjónvarpsins 18. mars 2007 að Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra hefði lagt stein í götu föður síns sem varð til þess að honum reyndist illmögulegt að gefa út bækur sínar á Bandaríkjamarkaði.
[breyta] Verk
[breyta] Skáldsögur
[breyta] Smásögur
[breyta] Leikrit |
[breyta] Ljóð
[breyta] Ritgerðir og greinar
[breyta] Ferðasögur[breyta] Minningasögur |
[breyta] Neðanmálsgreinar
- ↑ 1,0 1,1 Heimir Pálsson. Sögur, ljóð og líf. Vaka-Helgafell, 1998. ISBN 997921306X bls. 65
[breyta] Heimildir
- Heimir Pálsson. Sögur, ljóð og líf. Vaka-Helgafell, 1998. ISBN 997921306X bls. 65
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 2003. Halldór. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 2004. Kiljan. Bókafélagið, Reykjavik.
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 2005. Laxness. Bókafélagið, Reykjavík.
- Halldór Guðmundsson. 2004. Halldór Laxness. JPV, Reykjavík. Sjá hér
- Ritaskrá. 2004, 12. Mars. Sjá: http://www2.mbl.is/mm/serefni/laxness/ritaskra.html
- Halldór Laxness. 2004, 12. Mars. Sjá: http://www2.mbl.is/mm/serefni/laxness/
[breyta] Tenglar
[breyta] Vefir
- Sérvefur Morgunblaðsins um Halldór Laxness
- Vefur RÚV um afhendingu Nóbelsverðlaunanna 1955: [1]
- Gljúfrasteinn - Hús skáldsins
[breyta] Eitt og annað
- Kvæði eftir Halldór frá Laxnesi, Morgunblaðið 1922
- Ása (frá Jämtlandi 1920); saga eftir Halldór frá Laxnesi, Morgunblaðið 1922
- Fegursta sagan í bókinni; saga eftir Halldór frá Laxnesi, Morgunblaðið 1922
- Kálfkotungaþáttur; brot úr uppkasti, eftir Halldór frá Laxnesi; Morgunblaðið 1923
[breyta] Kvikmyndir gerðar eftir bókum Laxness
- Salka Valka (1954)
- Brekkukotsannál (1972)
- Paradísarheimt (1981)
- Atómstöðin (1984)
- Kristnihald undir Jökli (1989)
- Ungfrúin góða og húsið (1999)

