Basi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Basi er efni, sem skv. Brønsted-Lowry kenningunni getur tekið á móti róteindum. Aðrar skilgreiningar eru að basar geta gefið frá sér rafeinda par eða sem uppspretta hydroxíð forjóna. Einnig er hægt að hugsa um basa sem efnafræðilega andstöðu sýrna. Þetta er algengt sjónarmið vegna þess að þegar sýru og basa er blandað saman mynda þau oft vatn og salt en einnig vegna þess að sýra eykur innihald hydroníum jónarinnar H3O+ í vatni, en basi minnkar innihald hennar.
Basar hafa sýrustig hærra en 7.

