Guðmundur Jónsson - Lax lax lax

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Guðmundur Jónsson
Forsíða breiðskífu
Bakhlið breiðskífu
Guðmundur Jónsson – SG - 022
Gefin út 1969
Tekin upp {{{Tekin upp}}}
Tónlistarstefna Dægurlög
Lengd
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjóri Pétur Steingrímsson
Guðmundur Jónsson – Tímatal

Guðmundur Jónsson er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1969. Á henni flytur Guðmundur Jónsson tólf dægurlög ásamt eftirfarandi hljóðfœraleikurum og söngfólki: Magnús Ingimarsson, píanó, orgel og celeste; Pétur Östlund, trommur; Árni Scheving, bassi, óbó og klukkuspil; Birgir Karlsson, gítar; Þorvaldur Steingrímsson, fiðla; Jónas Dagbjartsson, fiðla; Herdís Gröndal, fiðla; Sveinn Ólafsson, lágfiðla; Jóhannes Eggertsson, celló; Rúnar Georgsson, tenór-saxó-fónn og flauta; Jósep Magnússon, flauta; Stefán Stephensen, horn og Örn Ármannsson, gítar. Söngfólk: Ásta Hannesdóttir, Eygló Viktorsdóttir, Ingunn Sigurðardóttir, Magnea Hannesdóttir, Oktavía Stefánsdóttir, Sigriður Guðmundsdóttir, Sigríður Maggý Magnúsdóftir, Aðalsteinn Guðlaugsson, Árni Sveinsson, Ásgeir Hallsson, Einar Ágústsson, Einar Þorsteinsson, Hákon Oddgeirsson og Þorsteinn Helgason. Útsetningar, kór- og hljómsveitarstjórn: Magnús Ingimarsson. Hljóðritun fór fram hjá Ríkisútvarpinu undir stjórn Péturs Steingrímssonar. SG-hljómplötur hafa ekki fyrr hvatt jafnmarga til starfa eins og á þessari hljómplötu, og kann fyrirtœkið öllu þessu fólki þakkir fyrir — því enginn vafi leikur á, að þessi plata, sem gefin er út í tilefni af fimm ára afmœli fyrirtœkisins, er einhver vandaðasta hljómplata, sem út hefur verið gefin hér á landi. Forsíðumynd: Óli Páll Kristjánsson.

[breyta] Lagalisti

  1. Eyjólfur - Lag - texti: D. Seltzer — Baldur Pálmason
  2. Ég man þig - Lag - texti: Joh. Strauss — Emil Thoroddsen
  3. Bernskunnar spor - Lag - texti: J. Hurley/R. Wilkins — Jón Örn Marinósson
  4. Lax, lax, lax - Lag - texti: B. Merrill — Ómar Ragnarsson
  5. Ég trúi - Lag - texti: E. Drake/ I. Graham /J. Shirl/ A. Stillman — Árelíus Níelsson
  6. Morgunn í maí - Lag - texti: N. & S. Miller — Ólafur Gaukur
  7. Ég snýst og snýst - Lag - texti: J. Shapiro L. Stallman — Jón Sigurðsson
  8. Lágnætti - Lag - texti: Karl O. Runólfsson — Þorsteinn Halldórsson
  9. Jón tröll - Lag - texti: J. Dean — Ómar Ragnarsson
  10. Klukkan hans afa - Lag - texti: H. C. Work — Guðm. Jónsson
  11. Það er eins og gerst hafi í gær - Lag - texti: G. Shane/E. V. Deane/M. Candy — Guðmundur Jónsson
  12. Sagnagestur - Lag - texti: S. Secunda — Baldur Pálmason

[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags

   
Guðmundur Jónsson - Lax lax lax
Guðmundur Jónsson hefur sennilega sungið fleiri óperuhlutverk hér á Íslandi en nokkur annar. Þá hefur túlkun hans á einsöngslögum löngum verið til fyrirmyndar, enda líður varla sú vikan að ekki heyrist til Guðmundar Jónssonar í útvarpinu.

Á þessari hljómplötu sýnir Guðmundur á sér alveg nýja hlið, þar sem hann tekur til meðferðar dœgurlög, þjóðlög og jafnvel gamanvísur. Lítið lagðist fyrir kappann, kann einhver að segja, en það er grunur minn, að lögin á þessari hljómplötu Guðmundar eigi eftir að heyrast oftar og lengur heldur en nokkuð annað, sem Guðmundur hefur sungið, nema ef vera skyldi hinir ódrepandi „Hraustu menn"! Þó lögin séu úr sitthverri áttinni, þá mynda þau samfellda heild á plötunni, enda var farið yfir mikinn fjölda laga áður en þessi tólf voru endanlega valin. Textar voru til við tvö þeirra, hinir voru gerðir fyrir þessa plötu, þá annaðhvort frumsamdir eða þýddir og staðfœrðir og eru þar skínandi höfundar á ferðinni, meira að segja Guðmudur sjálfur, sem „getur hnoðað saman vísu, þegar hann má vera að", eins og hann mundi líklega orða það.

   
Guðmundur Jónsson - Lax lax lax
 
— Svavar Gests