Tildra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Wikipedia:Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Tildra
Tildra
Tildra
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Strandfuglar (Charadriiformes)
Ætt: Snípuætt (Scolopacidae)
Ættkvísl: Arenaria
Brisson, 1760
Tegundir
  • Arenaria interpres
  • Arenaria melanocephala

Tildra (fræðiheiti Arenaria interpres) er vaðfugl af snípuætt. Hún er 22-24 sm löng og vænghafið er 43-49 sm. Tildra er umferðarfugl sem verpir á Norðurslóðum. Hún er fargestur á Íslandi og kemur hér við vor og haust á ferð sinni milli varpstöðva og vetrarstöðva. Hún hefur hér einnig vetrarsetu. Tildrur koma frá Bretlandseyjum og alla leið frá Máritaníu í Norðvestur-Afríku. Þær koma í maíbyrjun og dvelja á fjörusvæðum í 3-4 vikur og safna fituforða fyrir för sína til varpstöðva á Grænlandi og Norður-Kanada.

Fæða tildru er ýmis konar lindýr, gljásilfri, þangdoppa og þarastrútur. Hún veltir oft við steinum til að ná í æti og er enskt nafn hennar turnstone dregið af því. Talið er að um 40.000 tildrur fljúgi um Ísland. Tildran er alfriðuð.


[breyta] Heimildir

Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt: