Oreida.net

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Oreida.net eða Óreiðan er íslensk vefsíða að sama sniði og síður eins og 4chan.org, Gurochan.net og 12chan.org. Þessar síður virka þannig að notendur síðunnar senda inn myndir. Þessar myndir geta verið myndir sem notandinn hefur teiknað eða tekið sjálfur. En það sem Oreida.net gekk út á eins og flestar aðrar svona síður var það sem er kallað á ensku shock humor, sem út á það gengur að finna eins ógeðfeldar myndir og mögulegt er. Þetta er mjög óskiljanlegt fyrir þá sem eru ekki af netvæddu kynslóðinni. En fyrir þá sem sækja þessar síður er þetta eins og hver önnur skemmtun.

Þann 3. maí 2007 var vefurinn tekinn fyrir í sjónvarpsþættinum Ísland í dag þar sem aðstandendur þáttarins létu lögreglu vita af tilvist síðunnar. Sýndar voru myndir af síðunni í sjónvarpinu, meðal annars myndir af íslenskum stelpum. Talað var við hýsingaraðila síðunnar, fyrirtækið Hive. Stjórnanda síðunnar var gefinn kostur á því að loka síðunni og gerði hann það. Síðan opnaði síðan aftur þann 5. maí á nýjum vefþjóni, en var samdægurs lokað á ný vegna lögreglurannsóknar.

[breyta] Heimildir