Spjall:Gallastríðið (Caesar)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Commentarii - er heppilegt að þýða það með Athugasemdum? Athugasemdir um Gallastríðið? Commentarius þýðir í raun: notebook, private/historical journal; register; memo/note; commentary/treatise. Öðrum stað þýtt sem: commentarius -i m. [a memorandum , notebook]; as the title of a book, [a memoir] (usually plur.); legal, [a brief].

Í ensku wikipediu er aðeins tekið fram að latneski titilinn þýði bókstaflega: Commentaries on the Gallic War - en að bókin sé venjulega þýdd undir titlum einsog About the Gallic War, Of the Gallic War, On the Gallic War, The Conquest of Gaul, and The Gallic War. Þú segir ekkert um að bókin hafi verið þýdd, eða hvað hún heitir í íslenskri þýðingu.

Hvernig væri Minnisbók um Gallastríð sem bókstaflega þýðingu? Enska orðið Commentaries hefur öllu víðtækari merkingu en íslenska orðið Athugasemdir. Jafnvel Athuganir varðandi Gallastríð væri kannski nær lagi. Athugasemdir þýðir vissulega skýringar, athuganir og allt það skv orðabók, en manni verður aðeins hugsað til útásetninga einsog þessarar þegar talað er um athugasemdir.

Dæmi um minnisbók úr Viðeyjarbiblíu: frammi fyrir hans augliti liggur skrifud minnisbók um þá, sem óttast Drottinn. (úr Orðabók háskólans).Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 85.220.1.163 (spjall) · framlög

Eins og þú sérð er titillinn í aðalnafnrými bara Gallastríðið og allt annað eru tilvísanir á þann titil. Þetta er auðvitað bara stubbur, lítil byrjun á grein þannig að það er margt sem kemur ekki fram enn þá en það er auðvitað hægt að bæta við titlinum á íslensku þýðingunni. Það kemur ekki heldur fram enn þá að ritið sé í 8 bókum en að Caesar hafi einungis samið fyrst 7. Vitaskuld má deila um það hvort heppilegra er að hafa Minnisbók, Athuganir eða Athugasemdir. Athuganir gefur engan veginn til kynna hvers konar bók þetta er, mér finnst það hljóma eins og Rannsóknir eða eitthvað slíkt. Minnisbók er nær lagi en hljómar samt svolítið eins og lítil dagbók eða lítil prívat stílabók. Þetta er hins vegar útgefið verk af ákveðnu tagi, ætlað að vera efniviðurinn í sagnfræðiverk sem aðrir gætu skrifað. Kannski væri best að nefna það einfaldlega Minningar um Gallastríðið. Mér finnst samt Athugasemdir engan veginn gefa til kynna aðfinnslur eingöngu. --Cessator 12:10, 19 apríl 2007 (UTC)