Vínarhringurinn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vínarhringurinn (á þýsku: der Wiener Kreis) var hópur heimspekinga og vísindamanna í Vínarborg á 3. og 4. áratug 20. aldar. Skipuleggjandi hópsins var Moritz Schlick en meðal annarra meðlima má nefna Gustav Bergmann, Rudolf Carnap, Herbert Feigl, Philipp Frank, Kurt Gödel, Hans Hahn, Victor Kraft, Karl Menger, Marcel Natkin, Otto Neurath, Olga Hahn-Neurath, Theodor Radakovic, Rose Rand og Friedrich Waismann. Heimspekingar Vínarhringsins töldu að reynsla væri eina uppspretta þekkingar og að rökgreining með hjálp rökfræðinnar væri rétta leiðin til að leysa gátur heimspekinnar.

