Háskólinn á Bifröst
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Stofnaður: | 1918 |
| Gerð: | Sjálfseignarstofnun |
| Rektor: | Ágúst Einarsson |
| Nemendafjöldi: | 1100 |
| Staðsetning: | Bifröst, Ísland |
| Vefsíða | |
Háskólinn á Bifröst er íslenskur háskóli staðsettur í Norðurárdal í Borgarbyggð, inn af Borgarfirði. Í kringum skólann hefur myndast lítið þorp, Bifröst, þar sem búa um 700 manns.
Skólinn var stofnaður árið 1918 undir nafninu Samvinnuskólinn og var þá staðsettur í Reykjavík. Skólinn var rekinn af Sambandi íslenskra samvinnufélaga og var ætlaður fyrir meðlimi samvinnuhreyfingarinnar. Fyrsti skólastjórinn var Jónas Jónsson frá Hriflu. Hann var að einhverju leyti mótaður eftir Ruskin College, Oxford í Englandi, þar sem Jónas hafði sjálfur numið. Skólinn flutti árið 1955 þangað sem hann er núna. Það var svo árið 1988 að hann varð að háskóla. Skólinn hefur gengið í gegnum nokkrar nafnabreytingar, en hann hefur, auk fyrsta nafnsins (Samvinnuskólinn) og þess núverandi (Háskólinn á Bifröst) heitað Samvinnuháskólinn og Viðskiptaháskólinn á Bifröst. Skólinn hefur verið sjálfseignarstofnun síðan árið 1990 en fyrir það var hann deild innan SÍS.
Rektor er Ágúst Einarsson, en hann tóku við embætti haustið 2006 í kjölfar skyndilegrar uppsagnar fyrri rektors, Runólfs Ágústssonar. Við skólann stunda rúmlega 1100 manns nám og búa flestir á stúdentagörðum í þorpinu. Skólanum er skipt upp í nokkrar deildir, félagsvísinda- og hagfræðideild, lagadeild og viðskiptadeild. Þar að auki er til staðar frumgreinadeild, sem er hugsuð sem undurbúningur undir nám í hinum deildunum. Skólinn útskrifar nemendur með eftirtaldar gráður: BS, BA, MS, MA, ML og MPA.
| Íslenskir háskólar |
|---|
|
Háskóli Íslands | Háskólinn á Akureyri | Háskólinn á Bifröst | Háskólinn í Reykjavík | Hólaskóli | Kennaraháskóli Íslands | Landbúnaðarháskóli Íslands | Listaháskóli Íslands | |

