Marie Curie
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Marie Curie-Skłodowska (á pólsku: Maria Curie-Skłodowska) (7. nóvember 1867 - 4. júlí 1934) var pólskur efnafræðingur og hlaut tvisvar Nóbelsverðlaunin. Jafnframt var hún eina konan sem kenndi við Sorbonne háskóla. Maður hennar var Pierre Curie og bjuggu þau að mestu í París.
Hjónin rannsökuðu geislavirkni og voru brautryðjendur á því sviði.
Eva, yngri dóttir Marie, ritaði ævisögu móður sinnar. Sagan var þýdd á íslensku af Kristínu Ólafsdóttur lækni, heitir Frú Curie, og kom út hjá Ísafoldarprentsmiðju árið 1939. Sagan er góð heimild um hjónin Marie og Pierre sem voru einstök í sinni röð, vísindamenn í fremstu röð. Einnig má lesa stuttar greinar um Marie Curie og vísindarannsóknir hennar á vefnum nobelprize.org. Marie ritaði sjálf ágrip af sögu Pierre, eiginmanns síns, sem hún missti snemma þegar hann varð undir vagni á götum Parísar.


