Espresso

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Espresso í glæru glasi og ofan á sést gulleita froðan sem kölluð er „crema“
Espresso í glæru glasi og ofan á sést gulleita froðan sem kölluð er „crema“

Espresso (eða expressó) er afar sterkur og bragðmikill kaffidrykkur. Hann er búinn til með því að þvinga heitt vatn í gegnum hárfínt lag af kaffibaunum. Á ítölsku þýðir espresso „þrýst út“ eða „þanið út“, þaðan er orðið komið.

Espresso er notað í grunninn fyrir marga aðra kaffidrykki, svo sem sviss mokka (mokka), cappuccino og latte. Eitt lykilatriða bragðins er froðan, kölluð kremma (crema), sem samanstendur af olíum, sykrum og próteinum.

Á Ítalíu er espresso oft drukkið eftir mat, sérstaklega á veitingahúsum. Varast ber að panta aðrar kaffitegundir eftir mat og þá sérstaklega cappucino vegna þess að það gæti móðgað veitingahúsastarfsfólk.

  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.