Viðskiptavild

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Viðskiptavild er hugtak í viðskiptafræði sem vísar til huglægra eigna fyrirtækis.

Við mat á verðmæti fyrirtækja eru fjármunir ávallt metnir skv. kostnaðar- eða markaðsverði. Skýring á þessu umframverðmæti getur legið í góðu orðspori fyrirtækisins, þekktra vörumerkja þess, vel uppbyggðs innra skipulags, góðum samböndum við verkalýðsfélög eða félagasamtök, góðu lánstrausti og viðskiptasamböndum.

[breyta] Ísland

Í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans þann 30. mars 2007 varaði Davíð Oddsson seðlabankastjóri við því að bókfærð viðskiptavild fyrirtækja skráð í Kauphöll Íslands í lok árs 2006 hefði numið 500 milljörðum kr. og dæmi væru um að viðskiptavild væri meira en helmingur bókfærðra eigna.[1]

[breyta] Tilvísanir

  1. Ræða Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, á ársfundi bankans 30. mars 2007.

[breyta] Tengill

  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.