Bratislava
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bratislava (framburður: [ˈbratjɪslava]) er höfuðborg og stærsta borg Slóvakíu. Í borginni búa 450.000 manns, en á stórborgarsvæðinu u.þ.b. 600.000. Bratislava er staðsett í suðvesturhluta Slóavíku og í gegnum borgina rennur áin Dóná. Bratislava er eina höfuðborg heims sem að á landamæri að tveimur löndum, Austurríki og Ungverjalandi.

