Funaborg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Funaborg er einn af leikskólunum sem rekinn er af Leikskólasviði Reykjavíkurborgar. Leikskólinn er í Grafarvogi og var opnaður 1994. Leikskólastjóri frá upphafi er Sigríður Jónsdóttir. Í starfi leikskólans er lögð áhersla á leik, samskipti, sjálfstyrk barnanna og möguleika þeirra til að velja sjálf. Þessar áherlsur eru í senn markmið og leiðir. Að segja já í 99% tilfella er regla sem starfsfólkið hefur gert sér til að auðvelda sér að vinna vel með börnunum og vinna að markmiðum skólastarfsins.