1610
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Ár |
| Áratugir |
| Aldir |
Árið 1610 (MDCX í rómverskum tölum) var ár sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu eða mánudegi samkvæmt júlíska tímatalinu.
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
- 7. janúar - Galileo Galilei uppgötvaði tungl Júpíters; Íó, Evrópu, Ganýmedes og Kallistó.
- 12. mars - Sænskur her undir stjórn Jacob de la Gardie lagði Moskvu undir sig.
- 13. mars - Galileo Galilei gaf út niðurstöður fyrstu athugana sinna með sjónauka í ritinu Sidereus Nuncius.
- 7. júní - Eftirlifandi landnemar í Jamestown ákváðu að yfirgefa nýlenduna og snúa aftur til Englands.
- 4. júlí - Sænsk-rússneskur her beið ósigur fyrir Pólsk-litháíska samveldinu í orrustunni við Klusjino.
- 5. júlí - John Guy hélt af stað ásamt hópi enskra landnema til Nýfundnalands þar sem þeir ætluðu að stofna nýlendu.
- Ágúst - Ingermanlenska stríðið hófst milli Svíþjóðar og Rússlands.
- 17. október - Loðvík 13. var krýndur konungur Frakklands.
- 16. nóvember - Karl 9. undirritaði vopnahléssamning við Rússa í Ivangorod.
[breyta] Ódagsettir atburðir
- Franski stjörnufræðingurinn Nicolas-Claude Fabri de Peiresc uppgötvaði Óríon-stjörnuþokuna.
[breyta] Fædd
[breyta] Dáin
- 11. maí - Matteo Ricci, ítalskur trúboði (f. 1552).
- 14. maí - Hinrik 4. Frakkakonungur myrtur af trúarofstækismanninum François Ravaillac (f. 1553).
- 11. desember - Falsdimítríj 2.

