Spjall:Trúfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Legg til að tilvísuninni verði eytt. Ef einhver er á móti, lát heyra í sér! --Cessator 18:36, 15 ágúst 2007 (UTC)

Tilvísunin er nú inn á greinina guðfræði en eins og fram kemur í greininni er trúfræði bara ein grein innan guðfræðinnar. Það er því betra að hafa rauðan tengil sem minnir á að það á eftir að skrifa greinina. --Cessator 18:58, 15 ágúst 2007 (UTC)
Ég hélt að þetta væri samheit. Það er það alla vega í orðabókinni minni, en hún er samt bara þriðjaflokks. --Stefán Örvarr Sigmundsson 19:00, 15 ágúst 2007 (UTC)
Tja, guðfræðingarnir hljóta að geta útskýrt greinarmuninn sem þeir gera. --Cessator 19:07, 15 ágúst 2007 (UTC)
Ég hefði haldið að orðið væri samheiti við annað hvort guðfræði eða trúarbragðafræði. -- Einhver? Thvj 20:16, 15 ágúst 2007 (UTC)
Tja, almenn trúarbragðafræði (e. comparative religion) fjallar um líkindi milli trúarbragða og hvað ber á milli. Guðfræðideild HÍ býður upp á námskeið í trúarbragðafræði, en líka í trúfræði. Hún snýst (sýnist mér) öðru fremur um kristnar kreddur (eðli Krists, meyfæðinguna, upprisuna o.s.frv.). --Cessator 20:28, 15 ágúst 2007 (UTC)
Ok, en veit einhver hvað trúfræði nefnist á ensku? Thvj 20:42, 15 ágúst 2007 (UTC)
Því miður. --Cessator 20:56, 15 ágúst 2007 (UTC)
Kalla þeir þetta ekki bara allt "Theology"? --Stefán Örvarr Sigmundsson 21:03, 15 ágúst 2007 (UTC)
Jú, en theology=guðfræði er regnhlíf og undir henni er allt hitt, trúarbragðafræði, trúfræði og hvað þetta nú allt heitir. En okkur vantar enska nafnið á trúfræðinni. Er enginn hér guðfræðimenntaður eða að læra guðfræði? --Mói 21:09, 15 ágúst 2007 (UTC)
Gæti orðið verið "Theodicy"? --Stefán Örvarr Sigmundsson 21:13, 15 ágúst 2007 (UTC)
Nei, það er guðspeki.
Nei, held ekki. --Stefán Örvarr Sigmundsson 21:15, 15 ágúst 2007 (UTC)
Það var miklu skemmtilegra að fíflast í trúarbragðafræði en að hlusta á kennaran. --Stefán Örvarr Sigmundsson 21:16, 15 ágúst 2007 (UTC)
Já, en það er svo sem ekkert skrítið að orð sem á einu máli er tvírætt sé það ekki á öðru máli. Enska orðið er þá tvírætt og getur átt við bæði guðfræði og trúfræði en ekki íslenska orðið. --Cessator 21:52, 15 ágúst 2007 (UTC)
Já, Cessator á kollgátuna, skv. Ensk íslenskri orðabók Arnar og Örlygs 1984 er theology 1. guðfræði, 2. almenn trúarbragðafræði, 3. trúfræði, kenningakerfi, 4. trúarskoðanir. Hér er greinilega verið að fjalla um merkingu 3. --Mói 22:01, 15 ágúst 2007 (UTC)