Spjall:Stjórnleysisstefna
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þetta er „efnileg“ grein gæti alveg orðið úrvalsgrein með smá vinnu og viðbótum. --Cessator 1. apríl 2006 kl. 23:20 (UTC)
- Jább. --Jóna Þórunn 1. apríl 2006 kl. 23:21 (UTC)
- Sammála. Mætti setja fleiri myndir; t.d. ef að einhverjar eru til frá þessum fundum og mótmælagöngum og hvaðeina. --Smári McCarthy 20. maí 2006 kl. 00:22 (UTC)
- Þess má geta að ég gerði þess athugasemd að ofan áður en greinin var stytt mjög og þótt ég sé ekki að draga í land beinlínis ætla ég að hafa fyrirvara á mínum stuðningi þar til ég hef lesið nýju útgáfuna almennilega. --Cessator 20. maí 2006 kl. 02:18 (UTC)
- Sammála. Mætti setja fleiri myndir; t.d. ef að einhverjar eru til frá þessum fundum og mótmælagöngum og hvaðeina. --Smári McCarthy 20. maí 2006 kl. 00:22 (UTC)
[breyta] Heiti á stjórnleysisstefnum
Það er einn galli finnst mér á að nota lýsingarorðið „stjórnlaus“ í heitum á hinum ýmsu stjórnleysisstefnum, eins og „stjórnlaus einstaklingshyggja“, og hann er sá að orðið „stjórnlaus“ hljómar svolítið eins og „taumlaus“ og „botnlaus“; ekki viljum við gefa í skyn að stjórnlaus einstaklingshyggja sé taumlaus einstaklingshyggja, er það? Því það hljómar eins og skammaryrði. Með það í huga mætti e.t.v. færa rök fyrir að „stjórnleysiseinstaklingshyggja“ eða kannski „stjórnleysis-einstaklingshyggja“ séu betra. Ég veit ekki hvort ég beri að einhverju leyti ábyrgð á einhverjum þessara íslensku þýðinga því í greininni voru að mestu slettur úr erlendum málum áður en ég gerði breytingar og setti inn íslensk nöfn, en ég vil alla vega vekja athygli á þessu. Hvað finnst fólki um þetta? --Cessator 19. maí 2006 kl. 19:15 (UTC)
- Þetta var í einu orði fyrst. Ég stakk upp á því að skipta þessu upp í tvö orð því mér þykja svona löng heiti frekar ógeðfeld. Það væri indælt ef að það væru til orð yfir þetta sem væru stutt og lýsandi. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 19. maí 2006 kl. 20:17 (UTC)
- Íslenskan ræður við níu atkvæða orð en varla neitt mikið lengra en það. --Cessator 19. maí 2006 kl. 20:41 (UTC)
- Það er nefnilega vandinn... Væri flottast ef hægt væri að finna svoleiðis orð. Einstaklingsstjórnleysi? Nah. Félagsstjórnleysi ... gæti mögulega gengið, en það kemur illa út af það ekki samræmi í orðunum... --Odin 20. maí 2006 kl. 00:20 (UTC)
- „Stjórnleysiseinstaklingshyggja“ er bara átta atkvæði (í aukaföllum m. ákv. gr. er orðið bara níu atkvæði, sbr. „stjórnleysiseinstaklingshyggjunni“); „stjórnleysisfélagshyggja“ er bara sjö atkvæði og „stjórnleysiskvenhyggja“, „stjórnleysisfeminismi“, „stjórnleysisjafnréttishyggja“, „stjórnleysissamvinnuhyggja“, „stjórnleysissamtakahyggja“, „stjórnleysissamyrkjustefna“, „stjórnleysisumhverfishyggja“ og „stjórnleysissameignarstefna“ eru sömuleiðis átta eða færri atkvæði. --Cessator 20. maí 2006 kl. 02:16 (UTC)
Ég var að spá í þessum nafnamálum og kom upp með "valdleysi" yfir "anarchy". Mér finnst það passa betur en "stjórnleysi", sbr. höfnun á yfirvaldi. Einnig finnst mér "hyggja" (e. tendency) eiga betur við en "stefna". Valdleysishyggja. Hvað finnst ykkur? --Hinrik 20. júní 2006 kl. 09:09 (UTC)
- „Valdleysi“ er svo sem ekki verra orð en hvað annað. Það sem ég sé að því er hins vegar eftirfarandi: (1) það er löngu rótgróin hefð að tala um stjórnleysisstefnu, stjórnleysingja o.s.frv. og Wikipedia er ekki staðurinn til að búa til ný orð þegar orð eru þegar til um sama hlut; (2) það leysir ekki vandann sem rætt er um að ofan varðandi langar og óþjálar samsetningar. --Cessator 20. júní 2006 kl. 09:20 (UTC)
Sæl öll sömul, ég segi persónulega aldrei að ég sé stjórnleysingi, eða aðhyllist stjórnleysisstefnu. Ég tala einfaldlega um að ég sé anarkisti eða aðhyllist anarkíska hugmyndafræði. Vandamálið er fyrir mér að íslenska orðið stjórnleysi lýsir fremur ensku orðunum chaos eða entropy, en ekki samfélagi eða samskiptum án kúgunar eða stjórnanda sem er það sem sem hugsunin á bakvið orðið. Ég legg því til að þangað til að betra íslenskt orð hefur verið fundið verði notast við alþjóðlegu orðin anarkismi og anarkisti. Kveðja frá Almari Anarkista
- Því miður er það ekki í verkahring Wikipediu að finna ný eða betri orð. Við notum bara það sem almennt er notað. Á íslensku er „stjórnleysisstefna“ viðtekin þýðing á „anarkismi“ þótt til séu anarkistar sem kjósi heldur að nota eitthvað annað. Orðið „stjórnleysi“ er tökuþýðing — og bókstafleg þýðing á orðinu „anarkisti“ sem er af grískum rótum: αρχη þýðir byrjun, uppspretta, vald eða stjórn, α- er neitandi forskeyti í grísku (svokallað alpha privativum) en verður αν- á undan sérhljóða. Þú nefnir „kaos“ en það hefur ekkert með stjórnleysi að gera, það þýðir „óreiða“ (upphaflega þýddi það eitthvað svipað og „ginnungargap“ í íslensku). Þú nefnir líka „entropy“ en það er einnig af grískum rótum εν- (í) og τρεπω (snúa); orðið gefur til kynna (bókstaflega) breytingu, að eitthvað sé í breytingu eða í snúningi en er svo notað einkum í eðlisfræði til að tala um óreiðu og óvissu í tilteknu kerfi. Hvort sem orðin „stjórnleysi“ og „stjórnleysisstefna“ eru heppilegar þýðingar á orðinu „anarksimi“ eða ekki, þá er ljóst að þau eru miklu nær bæði merkingu or blæbrigðum orðsins „anarkismi“ en nokkurn tíman „kaos“ en „entropy“. --Cessator 21:32, 5 júní 2007 (UTC)
-
- Ég er ósammála því að "stjórnleysi" sé þýðing á "chaos" -- chaos er óreiða, öngþveiti, óregla, skipulagsleysi. Stjórnleysi þýðir ekki sama og skipulagsleysi -- það sem vantar er ekki skipulag heldur stjórnvald. Ég sá Sigga pönk, frægasta anarkista Íslands, einhvers staðar vitna í (þáverandi) heimasíðu ASÍ, þar sem hann hafði rekist á þýðinguna stjórnvaldsleysisstefna -- það orð er meira lýsandi en einu atkvæði lengra og óþjálla eftir því. Það fær samt mitt atkvæði, ef fólki finnst á annað borð ástæða til að þýða anarkisma, og me´r finnst ekki ástæða til þess. Ég meina, ég hef aldrei heyrt neinn kalla sig stjórnleysingja. -- Vesteinn 02:10, 13 júní 2007 (UTC)
- En það er samt ekki sjálfgefið að þeir sem aðhyllast stefnuna eigi að ráða hvað hún heitir. Jafnvel þótt allir raunhyggjumenn Íslands færu héðan í frá að kalla sig „empírisista“ myndi stefnan samt heita raunhyggja af því að það er bara viðtekin þýðing. Og eins ef allir náttúruhyggjumenn kölluðu sig framvegis „natúralista“. Sama gildir hér. „Stjórnleysisstefna“ er almennt notað sem þýðing á „anarchism“. --Cessator 02:19, 13 júní 2007 (UTC)
- Ég er ósammála því að "stjórnleysi" sé þýðing á "chaos" -- chaos er óreiða, öngþveiti, óregla, skipulagsleysi. Stjórnleysi þýðir ekki sama og skipulagsleysi -- það sem vantar er ekki skipulag heldur stjórnvald. Ég sá Sigga pönk, frægasta anarkista Íslands, einhvers staðar vitna í (þáverandi) heimasíðu ASÍ, þar sem hann hafði rekist á þýðinguna stjórnvaldsleysisstefna -- það orð er meira lýsandi en einu atkvæði lengra og óþjálla eftir því. Það fær samt mitt atkvæði, ef fólki finnst á annað borð ástæða til að þýða anarkisma, og me´r finnst ekki ástæða til þess. Ég meina, ég hef aldrei heyrt neinn kalla sig stjórnleysingja. -- Vesteinn 02:10, 13 júní 2007 (UTC)

