16. september
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Ágú – September – Okt | ||||||
| Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
| 1 | ||||||
| 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
| 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
| 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
| 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
| 30 | ||||||
| 2007 Allir dagar |
||||||
16. september er 259. dagur ársins (260. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 106 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1408 - Síðustu heimildir um norræna menn á Grænlandi geta um brúðkaup í kirkjunni í Hvalsey þennan dag.
- 1508 - Ferja sökk á Ölfusá með tugi manna og fórust yfir 30 manns, sem voru að koma frá krossmessu í Kaldaðarnesi í Flóa, en þar var kross, sem var einn merkasti kirkjugripurinn í kaþólskri tíð á Íslandi. Krossinn var tekinn niður og eyðilagður eftir siðaskiptin.
- 1810 - Mexíkó lýsti yfir sjálfstæði frá Spáni.
- 1893 - Lög voru staðfest, sem tóku Austur-Skaftafellssýslu undan Suðuramti og lögðu hana til Austuramtsins.
- 1936 - Vísindamaðurinn Jean-Baptiste Charcot fórst ásamt 37 öðrum skipverjum þegar rannsóknaskipið Pourquoi-pas? fórst í ofviðri í skerjagarðinum við Álftanes á Mýrum.
- 1940 - Tvö íslensk skip, Arinbjörn hersir og Snorri goði, björguðu um 400 manns af franska flutningaskipinu Asca, en það fórst á Írlandshafi eftir árás þýskrar flugvélar.
- 1963 - Lyndon B. Johnson, varaforseti Bandaríkjanna, kom til Íslands í opinbera heimsókn og var vel tekið. Rúmum tveimur mánuðum síðar varð hann forseti Bandaríkjanna, þegar Kennedy var myrtur.
- 1970 - Hussein, konungur Jórdaníu setti herlög í landinu til að hindra palestínska uppreisnarmenn í að ná þar völdum.
- 1979 - Minnisvarði var afhjúpaður á Hólmavík um Hermann Jónasson ráðherra, sem var í áraraðir þingmaður Strandamanna og Vestfirðinga.
- 1989 - Erró, Guðmundur Guðmundsson listmálari, gaf Reykjavíkurborg tvö þúsund listaverk eftir sig og var safninu komið fyrir á Korpúlfsstöðum.
[breyta] Fædd
- 1098 - Hildegard von Bingen, þýsk abbadís og dulspekingur (d. 1179).
- 1584 - Matthias Gallas, austurrískur hershöfðingi (d. 1647).
- 1888 - Frans Eemil Sillanpää, finnskur rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1964).
- 1923 - Lee Kuan Yew, fyrsti forsætisráðherra Singapúr.
- 1940 - Ómar Ragnarsson, íslenskur söngvari, leikari og sjónvarpsmaður.
- 1972 - Atli Rafn Sigurðarson, íslenskur leikari.
[breyta] Dáin
- 1936 - Jean-Baptiste Charcot, franskur vísindamaður (f. 1867).
| Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
|---|
| Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |

