Spjall:Innyflaspámaður
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ég hef aldrei heyrt orðið innyflaspámaður, en getur einhver kunnugur staðfest tilvist þess? Thvj 17:30, 26 júlí 2007 (UTC)
- Ég man ekki eftir því heldur en þetta er samt vissulega það sem um ræðir, haruspex er innyflaspámaður eins og greinin lýsir. Sennilega er best að athuga hvernig þetta hefur verið þýtt í t.d. Rómaveldi eftir Will Durant. Ásgeir Hjartarson samdi líka bók um sögu fornaldar og þótt ég sé yfrleitt ósammála honum um þýðingar og meðferð nafna má svo sem athuga hvort hann noti orðið. Og það eru til fleiri bækur og þýðingar, bara spurning um nenna að athuga. Ég hef því miður ekki aðgang að þessum bókum sem stendur. --Cessator 17:45, 26 júlí 2007 (UTC)
- Virgill, notar orðið haruspex í línu 739 í 11. bók Eneasarkviðu. Og Eneasarkviða er til í íslenskri þýðingu, þannig að nú er bara að fletta þessu upp. Ég hef því miður ekki hjá mér íslensku þýðinguna á Virgli. Það er auðvitað ekki sjálfsagt að nota hér sömu þýðingu orðsins og er notið í Eneasarkviðu þótt það sé vissulega fróðlegt að sjá hvaða þýðing er notuð þar; en það er vitaskuld enn mögulegt að finna þessa þýðingu eða aðrar jafngóðar eða betri í þeim ritum sem ég nefndi hér að ofan og öðrum slíkum. --Cessator 18:06, 26 júlí 2007 (UTC)
- Iðrablótsmaður er hljómfagurt orð, samanborið við orðskrípið "innyflaspámaður", en geta wiki-fornfræðingar sammælst um að nota eingöngu það orð? Thvj 15:47, 6 ágúst 2007 (UTC)
- Iðrablótsmaður er í Ilíonskviðu en ég man ekki eftir hinu orðinu. Aðalatriðið finnst mér er að nota orð sem er til en ekki finna upp nýtt. Það skiptir minna máli hvort orðin eru vel heppnuð eða ekki. Við erum ekki hér til að gagnrýna orðasmíð annarra. Við eigum að sjálfsögðu ekki heldur að „prómótera“ eitt orð öðru fremur. Ef það eru til fleiri orð, þá nefnum við þau líka. Lesandinn á að finna greinina hvoru orðið sem hann leitar að. Það er svo annað mál að við getum valið að hafa algengasta orðið í titli greinarinnar. Ef Haukur Hannesson þýðir t.d. „iðrablótsmaður“ í Eneasarkviðu og orðið er einnig í Ilíonskviðu, þá finnst mér minna máli skipta hvað er að finna í Skírnisgreinum. --Cessator 18:01, 6 ágúst 2007 (UTC)
- Iðrablótsmaður er hljómfagurt orð, samanborið við orðskrípið "innyflaspámaður", en geta wiki-fornfræðingar sammælst um að nota eingöngu það orð? Thvj 15:47, 6 ágúst 2007 (UTC)
- Virgill, notar orðið haruspex í línu 739 í 11. bók Eneasarkviðu. Og Eneasarkviða er til í íslenskri þýðingu, þannig að nú er bara að fletta þessu upp. Ég hef því miður ekki hjá mér íslensku þýðinguna á Virgli. Það er auðvitað ekki sjálfsagt að nota hér sömu þýðingu orðsins og er notið í Eneasarkviðu þótt það sé vissulega fróðlegt að sjá hvaða þýðing er notuð þar; en það er vitaskuld enn mögulegt að finna þessa þýðingu eða aðrar jafngóðar eða betri í þeim ritum sem ég nefndi hér að ofan og öðrum slíkum. --Cessator 18:06, 26 júlí 2007 (UTC)
Ég mæli með að þið kynnið ykkur málið áður en þið breytið. Innyflaspá er í Skírni og held að innyflaspámaður sé í Blöndal, Heggstadt eða Fritzner. Að mig minnir. Iðrablótsmaður er í Ilionskviðu. - Hákarl.
-
-
-
-
- Mér þykja það sterk rök fyrir orðinu iðrablótsmanni ef það er að finna í þýðingu Sveinbjarnar á Ilíonskviðu. Ég legg því til að orðin hafi vistaskipti í greininni. (En hvað með orðið iðraspá eða innyflaspá, er þau að finna í litteratúrnum?) Thvj 18:58, 6 ágúst 2007 (UTC)
- Ég bara man ekki hvaða orð eru notuð og ég hef ekki bækurnar hjá mér. Orðabók Háskólans virðist ekki hafa neitt af þessum orðum. Það segir svo sem ekki mikið. --Cessator 19:07, 6 ágúst 2007 (UTC)
- Mér þykja það sterk rök fyrir orðinu iðrablótsmanni ef það er að finna í þýðingu Sveinbjarnar á Ilíonskviðu. Ég legg því til að orðin hafi vistaskipti í greininni. (En hvað með orðið iðraspá eða innyflaspá, er þau að finna í litteratúrnum?) Thvj 18:58, 6 ágúst 2007 (UTC)
-
-
-

