Spjall:Finnland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Greinin Finnland er gæðagrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera mjög vandaða grein. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug.

[breyta] Stærstu bæir og sveitafélög

Er þetta ekki listi yfir héruð í stað sveitarfélaga eða er ég að misskilja? Talað er um héruð, svo sveitarfélög og fólksfjöldalistinn segir Sveitarfélög? --Stalfur 16:10, 2 júlí 2007 (UTC)

Hmm, ég held að þetta sé listi yfir sveitarfélögin sjálf frekar en héruðin. Annars er þetta þýtt af ensku Wikipediunni og þetta gæti verið þýðingarvilla, ehmm. --Almar 16:39, 2 júlí 2007 (UTC)
Municipality er sveitarfélag eða bæjarfélag. --Cessator 16:50, 2 júlí 2007 (UTC)
Skv. sambærilegri töflu á ensku er þetta listi yfir fjölmennustu sveitarfélögin. --Bjarki 16:54, 2 júlí 2007 (UTC)

[breyta] Sjálfboðavinna

Hef ekki lesið greinina áður þannig að ég fetta fingur í fleira! Skv. hermennskuklausunni mega konur gegna hermennsku í sjálfboðavinnu. Eins og ég skil sjálfboðavinnu er hún ólaunuð sem ég efa að þær séu. Er ekki átt við að þær geti verið hermenn ef þær sækist eftir því (og standist væntanlega kröfur)? --Stalfur 16:57, 2 júlí 2007 (UTC)

Það sem átt er við er að konur geta gengið í herinn af fúsum vilja á meðan að það er herskylda fyrir karlmenn. Kannski svolítið klaufalega orðað. --Almar 17:17, 2 júlí 2007 (UTC)
Slípaði aðeins breytinguna þína, verst að herfrelsi passar ekki við svona, samanber herskylda ;) --Stalfur 17:22, 2 júlí 2007 (UTC)
Annars held ég að orðið „sjálfboðaliði“ hafi upprunalega átt við um þá sem gengu sjálfviljugir í herinn - en ekki fyrst og fremst um þá sem vinna ólaunaða vinnu af frjálsum vilja. --Akigka 22:27, 2 júlí 2007 (UTC)