Spjall:Gítarskóli Ólafs Gauks

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eru einhver mörk fyrir því hvaða tónlistaskólar eða námskeið geta talist alfræðiefni? --Stefán Örvarr Sigmundsson 17. september 2007 kl. 23:02 (UTC)

Ábyggilega væri hægt að skrifa þau, en Gítarskóli Ólafs Gauks myndi falla innan þess ramma, það er ég viss um. Ólafur Gaukur er einn áhrifamesti gítarleikari íslands, ef ekki nema vegna þess hversu mörgum hann hefur kennt, og skóli hans er Gítarskóli Ólafs Gauks. Ef ég man rétt, er til dæmis Bubbi Morthens meðal hans fyrrverandi nemenda. Þetta er frekar vinsæll skóli, og rótgróinn. Greinin á heima hér. En ef spurningin var bara um reglur um tónlistarskóla almennt, þá væri e.t.v. hægt að skrifa einhverjar reglur um hvaða nám (skólar, námskeið o.s.frv.) teljist markvert efni, en þörfin hefur varla enn komið fram. --Sterio 17. september 2007 kl. 23:48 (UTC)