Notandaspjall:Jabbi/Hafskip

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

[breyta] Fyrsta uppkast

Nú er ég búinn að vinna töluvert í þessari grein. Hún er nokkuð langt á veg komin. Samt er eftir að fjalla um málaferlin sjálf og eftirmála, allt það sem gerist eftir áramótin 1985-86. Þetta er mikill texti og spurning hvort hyggilegt sé að aðgreina sögu Hafskips hf. annars vegar og Hafskipsmálið og þannig stytta greinarnar. Annars þyrfti kannski að grysja textann.

Ég mun klára þetta hérna í skrefum á notendasíðunni. Allar ábendingar eru vel þegnar. --Jabbi 22:45, 22 ágúst 2007 (UTC)

Þetta er mjög flott en mætti ekki verða lengra. Ef það er hægt að skipta þessu í tvær greinar með rökréttum hætti þá væri það held ég til bóta. Vel gert! --Bjarki 23:10, 22 ágúst 2007 (UTC)
Já, mér segist svo hugur að best sé að ljúka greininni í einu lagi og hyggja svo að því hvernig hægt sé að búta hana í sundur ellegar grisja textann rækilega. Eftir sem áður er þetta merkilegt og flókið mál sem ég held að réttlæti nokkuð langa og ítarlega umfjöllun. --Jabbi 11:32, 23 ágúst 2007 (UTC)
Það er spurning hvort hægt sé að gera þessu skil í styttra máli. Mér finnst þetta fantagott uppkast og virkilega upplýsandi. Tvennt sem ég myndi gera athugasemdir við er hugsanlega of langar tilvitnanir í einhverjum tilfellum og dálítil ofnotkun á Helga sem heimild. Mann grunar eiginlega að frásögnin hér fylgi frásögn Helga fullnáið og taki þar með undir hans sjónarhorn á málið án þess að ræða það sérstaklega með gagnrýnum hætti. --Akigka 11:59, 23 ágúst 2007 (UTC)
Ég undirstrika að þetta sé uppkast. Það efni sem er frá og með umræðunum á Alþingi 14. nóvember 1985 á ég alfarið eftir að fara yfir og er fyrsta uppkast í bókstaflegri merkingu. Varðandi bók Helga Magnússonar þá vitna ég mest í hana vegna þess að sú bók er eina heildstæða heimildin sem til er um Hafskipsmálið. Önnur heimild er rit Lárusar Jónssonar Útvegsbankaþáttur Hafskipsmálsins sem kom út 2004 í tilefni af sjötugsafmæli hans. Þessi rit eiga það sameiginlegt að báðir voru höfundarnir sóttir til saka f. aðild sína að Hafskipsmálinu og því augljóslega hlutdræg. Í riti Helga Skúla, Saga Íslands á 20. öld, er tæpum 2 bls eytt í Hafskip. Ég hef ekki skoðað önnur almenn söguyfirlet því ég á ekki von á því að finna neitt mjög gagnlegt. Ein grein hefur verið skrifuð í tímaritið Þjóðmál (Björn Jón Bragason. „Pólitískar afleiðingar Hafskipsmálsins“.) og veitir hún einhverja innsýn, en hún er ekki skrifuð af hlutlausum sjónarhóli heldur fyrst og fremst sem gagnrýni á tiktúrur stjórnarandstöðu í sambandi við þetta mál. Þá standa eftir dagblöðin: MBL, DV, Nýji Tíminn, Helgarpósturinn og Alþýðublaðið. En ég nenni ekki þeirri fyrirhöfn ;) Það er rétt að ég er örlátur á beinar tilvitnanir. Það er bæði vegna þess að mér sjálfum finnst gott að geta áttað mig á frumheimildinni þegar ég sjálfur les efni. Og hin ástæðan er sú að þá hef ég bút úr frumheimildinni sem ég mun seinna ákveða hvort að dettur alveg út, verður endursögð eða fær að standa. Ég er meðvitaður um það að ég reiði mig alltof mikið á bók Helga eins og málin standa nú. Það stendur til að breyta því. --Jabbi 12:22, 23 ágúst 2007 (UTC)
Voru ekki einhverjar áhugaverðar samsæriskenningar í einhverjum af öllum þessum kolkrabbabókum sem komu út á tímabili? --Akigka 12:45, 23 ágúst 2007 (UTC)
Ég hef séð eitthvað um þetta í bók Örnólfs Árnasonar, Á slóð kolkrabbans en sú bók er rituð, í hálfu gríni, eftir frásögn „kunningja” hans, Nóra að nafni, með hann sem sögumann. Þ.a.l. er sú bók ekki mjög traustvekjandi heimild, burtséð frá því hvort að það sem fram komi sé rétt eða ekki. --Jabbi 16:17, 23 ágúst 2007 (UTC)