Facon - Ég er frjáls
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Ég er frjáls | ||
|---|---|---|
| Facon – SG - 538 | ||
| Gefin út | 1969 | |
| Tekin upp | {{{Tekin upp}}} | |
| Tónlistarstefna | Dægurlög | |
| Lengd | ||
| Útgáfufyrirtæki | SG - hljómplötur | |
| Upptökustjóri | ||
| Facon – Tímatal | ||
Facon er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1969. Á henni flytur hljómsveitin Facon ásamt söngvaranum Jóni Kr. Ólafssyni fjögur lög.
[breyta] Lagalisti
[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags
| Hljómsveitin Facon er frá Bíldudal. Hún var stofnuð fyrir 5—6 árum. En það er með Facon eins og aðrar hljómsveitir á fámennum stöðum út á landi, það eru tíðar mannabreytingar. Gítarleikarinn, sem allir hrifust af í sumar er kannski kominn í skóla til Reykjavíkur næsta haust og trommuleikarinn, sem ætlaði aldrei að gera annað en spila á trommur allt sitt líf, er ef til vill orðinn kokkur á rækjubáti í næstu viku. En þó að ekki fari mikið fyrir þessum hljómsveitum, þá standa þær oft og tíðum fyrir sínu. Þrjú laganna af fjórum á þessari plötu eru eftir meðlimi Facon og þá einnig tveir textar og hljóðfæraleikur og söngur Facon stenzt fyllilega samanburð við stóran hluta þess, sem komið hefur út á íslenzkum hljómplötum. Þessa stundina skipa þessir menn hljómsveitina: Pétur Bjarnason bassi, Ástvaldur Jónsson gítar og píanó, Grétar Ingimarsson trommur og Jón Kr. Ólafsson söngvari. | ||
|
— Svavar Gests
|

