Bolzanosetningin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bolzanosetningin er setning kennd við tékkneska stærðfræðinginn Bernard Bolzano.
Hún segir að ef að fall f er samfellt á lokuðu bili [a, b], og að f(a) og f(b) hafa gagnstæð formerki, þá sé til tala c á opna bilinu ]a,b[ þannig að f(c) = 0. Orða má setninguna lauslega þannig að ef samfellda fallið skipti um formerki á bilinu, þá skeri það x-ásinn einhvers staðar á bilinu.

