Goðar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
|
|||||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Flórgoði (Podiceps auritus)
|
|||||||||||
| Vísindaleg flokkun | |||||||||||
|
|||||||||||
|
|
|||||||||||
|
Goðar (fræðiheiti: Podicipediformes) eru ættbálkur vatnafugla sem inniheldur aðeins eina ætt: Podicipedidae og um tuttugu tegundir sem skiptast milli sex ættkvísla. Fuglarnir gera sér hreiður við stöðuvötn í Evrópu, Asíu og Kanada og á afviknum stöðum í Bandaríkjunum. Á veturna fara þeir að ströndinni. Þeir lifa á vatnaskordýrum, krabbadýrum og smáfiskum sem þeir kafa eftir.

