Listahátíð í Reykjavík
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Listahátíð í Reykjavík er listahátíð sem fram fer í Reykjavík í maí á hverju sumri. Hátíðin er safn margra menningarviðburða með þátttöku bæði íslenskra og erlendra listamanna og hefur stundum tekist að fá til landsins listamenn á barmi heimsfrægðar. Hún var fyrst sett 20. júní árið 1970 og var haldin annað hvert ár til ársins 2004.
Hátíðin er aðili að European Festivals Association.

