Árvakur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Árvakur HF
Gerð: Hlutafélag
Stofnað: 1919
Staðsetning: Hádegismóum 2,
110 Reykjavík
Lykilmenn: Haraldur Sveinsson, formaður
Stefán P. Eggertsson, varaformaður
Halldór Þór Halldórsson, ritari
Hulda Valtýsdóttir, meðstjórnandi.
Friðþjófur Ó. Johnson, meðstjórnandi
Starfsemi: Útgáfa og eignarhald á Morgunblaðinu og öðrum skyldum miðlum
Vefslóð: http://www.mbl.is/

Árvakur hf er útgáfufélag stofnað árið 1919 í Reykjavík og keypti það Morgunblaðið litlu síðar það ár. Félagið gefur Morgunblaðið út enn þá og auk þess mörg önnur smærri blöð og tímarit. Einnig sá það um prentun á Dagblaðinu Vísi áður en það var keypt af Norðurljósum. Aðaláhersla Árvakurs er að gefa út Morgunblaðið en það er stærsta dagblaðið á landinu sem er dreift í gegnum áskrift. Í desember 2005 keypti Árvakur 50% hlut í fyrirtækinu Ár og dagur, sem er útgáfufélag Blaðsins.

[breyta] Sjá einnig

[breyta] Tenglar

  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.