Gráserkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Wikipedia:Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Gráserkur
Amanita vaginata
Amanita vaginata
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Skipting: Kólfsveppir (Basidiomycota)
Flokkur: Kólfsveppaflokkur (Basidiomycetes)
Ættbálkur: Hattsveppir (Agaricales)
Ætt: Reifasveppsætt (Amanitaceae)
Ættkvísl: Reifasveppir (Amanita)
Tegund: A. vaginata
Fræðiheiti
Amanita vaginata
(Bull.) Lam.

Gráserkur eða Fjallaskeiðsveppur (fræðiheiti: Amanita vaginata) er reifasveppur sem er eitraður hrár en ætur eftir suðu. Ekki er þó mælt með því að tína hann til neyslu vegna þess hve líkur hann er nokkrum náskyldum baneitruðum sveppum, eins og grænserk og hvíta reifasvepp.

Gráserkur er með silfurgráan hatt og stafurinn er með slíður en ekki hring eins og t.d. grænserkurinn er með.

Gráserkur finnst víða á Íslandi í lyngmóum.

  Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.
Á öðrum tungumálum