Fimleikar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fimleikar eru íþrótt sem getur verið keppnisíþrótt þá æfir fólk með það í huga að ætla að keppa við aðra. Aðrir æfa fimleika ekki til að keppa við aðra heldur bara til að stunda líkamsrækt og skemmta sér. Fimleika er hægt að stunda sem einstaklingsíþrótt eða hópíþrótt. Fimleikar skiptast í 4 greinar Almennir fimleikar, áhaldafimleikar, hópfimleikar og þolfimi.
Í fimleikum er gert æfingar á mismunandi áhöldum. Þau eru t.d. gólf, dýna, trampolín, hestur, slá og tvíslá. Markmiðið er að gera eins flóknar æfingar og hægt er. Ekki má gera of flóknar æfingar því að maður verður að geta ráðið við þær til að geta gert fallegra. Fimleikar reyna því mikið á kraft, jafnvægi, fimi og að geta hugsað um margt í einu
Þegar maður er að keppa er dómari sem gefur einkunn, sá vinnur sem fær hæðstu einkunn. og þar að leiðandi fá betri einkunn. Það sem er mest gefið einkunn er að vera með strekktar ristar, hendur og fætur, beinar eða bognar eftir því sem við á.
Efnisyfirlit |
[breyta] Saga
F.L. Jahn er talin vera faðir fimleikanna. Hann opnaði íþróttasvæði fyrir fimleika í Þýskalandi árið 1811 og það er talað um að saga fimleikanna hafi hafist þá. 5 árum seinna gaf hann út bókina Die deutsche Turnkunst (Þýska fimleikalistin). Hann samdi hana með nemenda sínum E. Eiselen. Rétt fyrir 1900 breiddust fimleikar út til annarra landa í Evrópu. Fyrsta íþróttafélagið á Íslandi sem hægt var að æfa fimleika var íþróttafélag Reykjavíkur (ÍR) Sem var stofnað árið 1907 og er akkurat 100 ár síðan. Því miður er ekki hægt að æfa fimleika lengur í ÍR. Fyrsta fimleikamót Íslands var haldið árið 1924 og það var hópfimleikamót og þar hlaut ÍR sigur. En fyrsta einstaklingsfimleikamótið var haldið 1927. Þá voru bara karlar í fimleikum. Það var haldið mót árlega þangað til 1938. Svo var aftur byrjað að halda mót árið 1968 og þá byrjuðu konur líka í fimleikum.
[breyta] Almennir fimleikar
Þegar fólk byrjar að æfa fimleika byrjar það í almennum fimleikum og velur svo hvort það ætli í áhaldafimleika, hópfimleika eða þolfimi.
[breyta] Áhaldafimleikar
Í áhaldafimleikum er keppt í þrepum. Byrjað er á 6. þrepi og svo er keppt til að komast í 5. þrep og koll af kolli. 6. til 3. þrep byggjast upp af hópæfingum sem hægt er að ná í hóp en 1. og 2. stigi er einungis hægt að ná með því að keppa í einstaklingskeppni. Í þeim eru skylduæfingar.
Í áhaldafimleikum keppir einn keppandi í einu og í þeim eru mun strangari reglur en í trompfimleikum. Stelpur keppa á slá, tvíslá, gólfi og í stökki. Strákum keppa í gólfæfingum, stökki, karlatvíslá, hringjum, bogahesti og svifrá.
[breyta] Hópfimleikar (Trompfimleikar)
Í Hópfimleikum er keppt í dansi, stökki og á fíberdýnu. Keppt er ýmist eftir Landsreglum eða Team gym reglum. Landsreglur eru reglur sem einungis eru notaðar hér á landi og meira svigrúm er fyrir keppendur að taka þátt í fleiri umferðum. Team gym reglur eru sam-evrópskar reglur sem notaðar eru þegar lið eru að keppast um að komast á norðurlanda- og/eða evrópumót. Reglurnar þar eru örlítið strangari hvað varðar fjölda keppenda og val æfinga. Einnig er keppt eftir Team-gum reglum á evrópu- og norðurlandamótum. Í hópfimleikum er keppt í þrem flokkum: Kvennalið, Karlalið og svo Mix-lið sem samanstendur af jafnmörgum keppendum af báðum kynjum. Árið 2006 kepptu fyrstu íslensku mix-liðin á íslandi en enn hefur ekkert karlalið keppt í mörg ár.
[breyta] Dans
Í dansi dansar allur hópurinn saman (6-20 keppendur í Landsreglum en 12 í Team gym reglum)og mikilvægt er að allir séu samtaka. Reglur eru um munstur, val æfinga, samsetningu og tónlist.
[breyta] Stökk
Í stökki er stokkið af litlu Trampolíni og gerðar eru kúnstir í loftinu; s.s. skrúfur eða heljarstökk. Í stökki er keppt í þremur umferðum, 2 umferðir án hests og ein á hesti. Á stökki er hámark keppenda 10 og lágmark 6 í hverri umferð í landsreglunum. Í Team-gym eru einungis 6 keppendur í hverri umferð. Alltaf eru framkvæmdar 3 umferðir. Í 1. umferð framkvæma allir sömu æfinguna en í 2. og 3. umferð má skipta út keppendum og æfingarnar meiga vera mismunandi en þó verða þær allar að vera úr sama flokki og með stíganda. Sama keppnisfyrirkomulag er á fíberdýnu og stökki.
[breyta] Dýnuæfingar
Á fíberdýnu er hámark keppenda 10 og lágmark 6 eins er það á stökki. Á dýnu er hámark keppenda 10 og lágmark 6 í hverri umferð í landsreglunum. Í Team-gym eru einungis 6 keppendur í hverri umferð. Alltaf eru framkvæmdar 3 umferðir. Í 1. umferð framkvæma allir keppendur sömu æfinguna. Í 2. og 3. umferð má skipta út keppendum og æfingarnar meiga mismunandi en þó verða þær allar að vera úr sama flokki og með stíganda.
Allar keppendur þurfa að vera í eins göllum og snyrtilega greiddar. Dómarar geta tekið frádrátt ef reglur um búninga eru brotnar.
[breyta] Þolfimi
Magnús Scheving er frægasti þolfimleikamaður Íslendinga.
[breyta] Heimildir
- Safnasvæðið á Akranesi - Saga keppnisgreinar. Skoðað 14. febrúar, 2007.

