Karl Bretaprins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Karl Bretaprins
Karl Bretaprins

Karl Bretaprins, prinsinn af Wales (Charles Philip Arthur George) (f. 14. nóvember 1948), er elsta barn Elísabetar Bretadrottningar og er hann því ríkisarfi móður sinnar að Bretlandi.

[breyta] Fjölskylda

29. júlí 1981 giftist Karl fyrri konunni sinni, Lafði Díönu Spencer að viðstöddum 3.500 gestum í St Pauls dómkirkjunni í London. Brúðkaupið var sent út í sjónvarpi og er áætlað að um 750 milljón manns hafi horft á athöfnina. Þau eiga tvo drengi:

Hjónaband Karls og Díönu var ekki hamingjusamt í seinni tíð og stóðu þau bæði í framhjáhöldum. Þau skildu árið 1996.

Þekktasta frilla Karls var Camilla Parker-Bowles sem er í dag eiginkona hans en þau giftu sig árið 2005.