Vélhjólaíþróttaklúbburinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vélhjólaíþróttaklúbburinn (skammstafað VÍK) er íslenskur klúbbur og félag sem vinnur að framgangi torfæruvélhjólaíþróttarinnar.

Efnisyfirlit

[breyta] Saga

Félagið var stofnað árið 1978 en gekk þá erfiðlega að fá æfingar- og keppnisaðstöðu fyrir félagsmenn. Loks árið 2003 fékk félagið úthlutað aðstöðu frá Reykjavíkurborg og árið 2005 samdi félagið við sveitarfélagið Ölfus um afnot af bolaöldusvæðinu og Jósepsdal.[1] Brautirnar við Bolaöldu eru þrjár og voru teknar í notkun í maí 2006.[2]

Í dag stendur félagið fyrir ýmsum keppnum og stærst þeirra er Trans Atlantic Off-Road Challenge keppnin en hún er stærsta akstursíþróttakeppni og ein fimmta fjölmennasta íþróttakeppni sem haldin er hérlendis.[1] Síðast, í Trans Atlantic Off-Road Challenge 2007 kepptu um 500 manns.[3]

[breyta] Keppnir á vegum félagsins

VÍK stendur fyrir fjölda keppna á hverju ári bæði motocross-keppnum og enduro-keppnum.[1]

[breyta] Tilvísanir

[breyta] Tenglar

  Þessi grein sem tengist íþrótt er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.