Lada Sport (hljómsveit)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hljómsveitin Lada Sport var stofnuð sumarið 2002 en síðan þá hafa orðið nokkrar mannabreytingar. Haraldur Leví og Stefnir stofnuðu hljómsveitina og héldu sig í bílskúrnum og snemma árið 2003 kom Friðrik S. í hljómsveitina og þá fóru hlutirnar að ganga og eru þeir nú allir enn meðlimir í hljómsveitinni.
Friðrik spilar á bassa, Haraldur á trommur og Stefnir spilar á gítar og syngur. Í lok ársins 2003 gekk svo Heimir Gestur til liðs við hljómsveitina en hann spilar á gítar. Lada Sport tók svo þátt í Músíktilraunum 2004 og endaði í 2. sæti á úrslitakvöldinu. Í september 2004 gáfu svo strákarnir út sína fyrstu EP plötu, Personal Humour, sem þeir tóku upp sjálfir í bílskúrnum sumarið 2004 og gáfu svo sjálfir út í 200 eintökum og hún seldist upp á 3 mánuðum. Snemma árið 2005 tóku þeir svo upp í stúdíó Sýrlandi fyrir tímana sem þeir unnu sér inn á Músíktilraunum. Upptökuna sendu þeir svo á útvarpsstöðina XFM þar sem lagið náði miklum vinsældum og náði hæst 9. sæti á X-Dominoslistanum. Á sama tíma hætti Heimir Gestur í hljómsveitinni en stuttu seinna gekk gítarleikarinn Jón Þór Ólafsson (Isidor) til liðs við hljómsveitina.
Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar kom út 9. júlí 2007 hjá keflvísku útgáfunni Geimsteinn. Hún inniheldur 11 lög og heitir Time and Time Again
[breyta] Hljómsveitarmeðlimir
- Friðrik Sigurbjörn Friðriksson / bassi
- Haraldur Leví Gunnarsson / trommur
- Stefnir Gunnarsson / gítar og söngur
- Jón Þór Ólafsson / gítar og söngur
[breyta] Tenglar
- Lada Sport á Myspace.com
- Lada Sport á rokk.is
- Lada Sport á allmusic.com

