Gipsy Kings

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gipsy Kings er frönsk gítarhljómsveit best þekkt fyrir að spila Rumba Catalana, poppaða gerð flamenkótónlistar. Hljómsveitin hlaut fyrst vinsældir fyrir samnefnda plötu sína, Gypsy Kings, sem á voru meðal annars lögin Djobi, Djoba, Bamboleo og Un Amor. Eitt þekktasta lagið þeirra er Volare, en það er rúmbaútgáfa á lagi Domenico Modugnos Nel Blu Dipinto Di blu. Meðlimir hljómsveitarinnar koma úr tveimur spænskum sígaunafjölskyldum, Reyes og Baliardo, en þær eru skyldar og fluttu báðar frá Spáni í borgarastyrjöldinni. Meðlimir sveitarinnar eru:

  • Nicolas Reyes - söngur
  • Pablo Reyes - bakraddir, gítar
  • Canut Reyes - bakraddir, gítar
  • Patchai Reyes - bakraddir, gítar
  • Andre Reyes - gítar
  • Diego Baliardo - gítar
  • Paco Baliardo - gítar
  • Tonino Baliardo - fyrsti gítar

[breyta] Hljómplötur

Gipsy Kings hafa gefið út eftirfarandi plötur:

  • Allegria (1982)
  • Luna de Fuego (1983)
  • Gipsy Kings (1988)
  • Mosaique (1989)
  • Allegria (Bandaríkjaútgáfa) (1990)
  • Este Mundo (1991)
  • Live (1992)
  • Love and Liberté (1993)
  • Greatest Hits (1994)
  • The Best of the Gipsy Kings (1995)
  • Estrellas (1995)
  • Tierra Gitana (1996)
  • ''Compas (1997)
  • Cantos de Amor (1998)
  • Volare: The Very Best of the Gipsy Kings (1999, endurútgefin 2000)
  • Somos Gitanos (2001)
  • Tonino Baliardo (2003)
  • Roots (2004)
  • Pasajero (2006)

[breyta] Tenglar