Rachel Green
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rachel Karen Green (f. 5. maí 1970) er ein af persónunum í þáttunum Friends. Hún er leikin af leikkonunni Jennifer Aniston.
[breyta] Líf
Rachel er fædd 5. maí árið 1970. Foreldrar hennar eru Sandra Green og Leonard Green skurðlæknir. Rachel er elst þriggja barna Söndru og Leonards, hún á tvær yngri systur sem heita Jill Green og Amy Green. Foreldrar hennar voru mjög ríkir og fékk Rachel allt sem hún vildi. Foreldrar hennar skildu árið 1995. Þegar Rachel gekk í miðskóla kynntist hún Monicu Geller og voru þær bestu vinkonur öll skólaár sín. Rachel var líka allar þakkargjörðir heima hjá Monicu. 22. september árið 1994 ætlaði Rachel að giftast Barry Farber tannlækni. Þegar hún var að gera sig klára fyrir brúðkaupið leit hún á eina gjöfina sem var sósuskál. Hún komst að því að hún elskaði sósuskálina meira en Barry og flúði hann við altarið. Hún hljóp inn á kaffistaðinn Central Perk í brúðarkjólnum. Hún var að leita að Monicu því hún var sú eina sem hún þekkti í borginni (og hafði ekki verið boðið í brúðkaupið). Rachel flytur inn til Monicu og byrjar nýtt líf. Ross Geller bróðir Monicu hefur alltaf verið skotinn í Rachel og hafa Rachel og Ross oft verið saman. Þau urðu full eitt kvöld í Las Vegas og giftust en skildu svo fáum dögum seinna. Rachel á eina dóttur með Ross, Emma Geller-Green.

