Vísindaleg flokkun
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vísindaleg flokkun er flokkun sem líffræðingar beita til að flokka lifandi og útdauðar lífverur. Nútíma flokkun á rætur sínar að rekja til verka Carolusar Linnaeusar sem flokkaði lífverur samkvæmt sameiginlegum líkamlegum einkennum. Þessi flokkun hefur verið endurbætt síðan Charles Darwin kom fram með þróunarkenningu sína.
[breyta] Dæmi
Meðfylgjandi er dæmi um venjulega flokkun á fimm tegundum en þær eru: Ávaxtafluga sem er svo algeng í erfðafræðirannsóknastofum (Drosophila melanogaster), maður (Homo sapiens), gráerta(Pisum sativum) sem Gregor Mendel notaði við uppgötvanir sínar í erfðafræði , berserkjasveppur (Amanita muscaria)og E.coli bakterían (Escherichia coli). Hinir átta flokkar eru feitletraðir. Einnig koma fram undirflokkar.
| Flokkur | Ávaxtafluga | Maður | Gráerta | Berserkjasveppur | E. coli |
|---|---|---|---|---|---|
| Lén | Heilkjörnungar | Heilkjörnungar | Heilkjörnungar | Heilkjörnungar | Gerlar |
| Ríki | Dýraríki | Dýraríki | Plönturíki | Svepparíki | |
| Fylking eða Skipting | Liðdýr | Seildýr | Dulfrævingar | Basidiomycota | Proteobacteria |
| Undirfylking eða undirskipting | Sexfætlur | Hryggdýr | Magnoliophytina | Hymenomycotina | |
| Flokkur | Skordýr | Spendýr | Tvíkímblöðungar | Homobasidiomycetae | Proteobacteria |
| Undirflokkur | Vængberar | Legkökuspendýr | Magnoliidae | Hymenomycetes | Gammaproteobacteria |
| Ættbálkur | Diptera | Primatar | Fabales | Agaricales | Enterobacteriales |
| Undirættbálkur | Brachycera | Haplorrhini | Fabineae | Agaricineae | |
| Ætt | Drosophilidae | Hominidae | Fabaceae | Amanitaceae | Enterobacteriaceae |
| Undirætt | Drosophilinae | Homininae | Faboideae | Amanitoideae | |
| Ættkvísl | Drosophila | Homo | Pisum | Amanita | Escherichia |
| Tegundir | D. melanogaster | H. sapiens | P. sativum | A. muscaria | E. coli |

