Breskt pund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sterlingspund eða breskt pund (ISO 4217 kóði: GBP, enska: pound sterling) er gjaldmiðill á Bretlandi. Eitt sterlingspund skiptist í 100 „pence“ (eintala: „penny“). Árið 1971 voru eftirtaldar upphæðir gildur gjaldmiðill á Bretlandi:

  • Seðlar: £50, £20, £10, £5
  • Mynt: £2, £1, 50p, 20p, 10p, 5p, 2p, 1p

Algengasta táknið fyrir breskt pund er £ („pundamerkið“), og p fyrir „pence“.

Upphaflega jafngilti verðmæti þess einu pundi (454 grömm) af 92,5% hreinu silfri með 7,5% eir, sem kallast sterling silfur. Af því er dregið nafnið sterlingspund.

Fyrir 1971 var einu pundi skipt í 20 skildinga (shillings), sem hver um sig jafgilti 12 pence. Þannig var eitt pund jafnt 240 pence. Frá og með 1971 voru skildingar lagðir niður og verðgildi á new pence varð 2,4 sinnum meira en áður hafði verið.

  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.