Richard Dawkins
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Clinton Richard Dawkins (fæddur 26. mars 1941) er breskur líffræðingur, rithöfundur og prófessor við Oxford-háskóla. Hann er einna þekktastur fyrir að vera málsvari trúleysis.
Dawkins hlaut fyrst eftirtekt árið 1976 með bók sinni The Selfish Gene, sem jók mjög vinsældir erfðafræðilegra sjónarmiða í þróunarlíffræði. Þar kynnti hann til sögunnar hugtakið „meme“ sem er undirstöðuhugtak í menningarþróunarfræðum. Árið 1982 kom út annað meginrit hans um þróun, The Extended Phenotype. Dawkins hefur í kjölfarið samið fjölda vinsælla bóka um vísindi og komið fram í sjónvarpi og útvarpi þar sem hann hefur fjallað um þróunarlíffræði, sköpunarhyggju, vithönnun (e. intelligent design) og trúarbrögð.
Dawkins er yfirlýstur trúleysingi og efahyggjumaður. Hann hefur verið nefndur „rottweiler-hundur Darwins“ fyrir staðfasta vörn sína fyrir þróunarkenninguna.
[breyta] Helstu rit
- The Selfish Gene (1976, 1989, 2006)
- The Extended Phenotype (1982, 1999)
- The Blind Watchmaker (1986, 1991, 2006)
- River Out of Eden (1995)
- Climbing Mount Improbable (1996)
- Unweaving the Rainbow (1998)
- A Devil's Chaplain (2003)
- The Ancestor's Tale (2004)
- The GOD Delusion (2006)

