Jarfi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
Ástand stofns: Í hættu
|
|||||||||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||
|
|||||||||||||||
|
|
|||||||||||||||
| Gulo gulo (Linnaeus, 1758) |
|||||||||||||||
Útbreiðsla jarfa
|
|||||||||||||||
|
|
Jarfi (fræðiheiti: Gulo gulo) er stærsta landdýrið af marðarætt. Jarfi verður allt að 23 kíló að þyngd og getur unnið á stórum dýrum, og til eru dæmi þess að hann hafi ráðist á veikburða elg, en það er þó talið sjaldgæft. Jarfann er að finna allt frá norðanverðri Skandinavíu, og á stórum svæðum í Síberíu og sömuleiðis í norðanverðri Norður-Ameríku (Kanada og Alaska) og allt suður til Washingtonfylkis og Oregon í Bandaríkjunum. Jarfar hafa einnig fundist svo sunnarlega sem í Snæfjöllum (Sierra Nevada) í Kaliforníu.
Í einni af Fornaldarsögum Norðurlanda (Egils sögu einhenda og Ásmundar Berserkjabana) er talað um hjasa og sumar skýringar telja að þar sé átt við jarfann. Það er þó alveg ósannað. Kaflinn er þannig:
Nú sem þær búast heim úr skóginum, kemur eitt mikið dýr, það er hjasi heitir, fram að þeim. Það var mikið vexti og grimmt. Það á lengstan aldur af dýrum, og er það fornmæli, að sá, sem gamall er, sé aldraður sem einn hjasi. Það er skapt sem glatúnshundur og hefir eyru svo stór, að þau nema jörð.“
— Egils saga einhenda og Ásmundar berserkjabana,.
Hér mætti þó nefna að jarfinn hefur lítil eyru, en einnig það að jarfinn nefnist glotón á spænsku.

