Listi yfir algengar skammstafanir í íslensku

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Listi yfir algengar skammstafanir í íslensku:

Efnisyfirlit: A Á B D E É F G H I Í J K L M N O Ó P R S T U Ú V X Y Ý Þ Æ Ö

[breyta] A

Skammstöfun Frasi Athugasemdir
af. ?? sá sem sendir bréf
a.m.k. að minnsta kosti
alm. almennur
alg. algengur
a.n.l. að nokkru leyti
ath. athuga, athugið
aths. athugasemd
atr. atriði

[breyta] B

Skammstöfun Frasi Athugasemdir
bls. blaðsíða oft notað til að gefa upp ákveðna blaðsíðu í bók
Flettið á bls 196.
b.t. berist til notað til að gefa til kynna hvert og á hvern pakki/böggull/bréf skal sendast
b.t. hagstofu Íslands.

[breyta] D

Skammstöfun Frasi Athugasemdir
dr. doktor

[breyta] E

Skammstöfun Frasi Athugasemdir
e.h. eftir hádegi
e.k. einhvers konar
e.Kr. eftir Krist
et. eintala
ennfr. ennfremur
erl. erlendur, erlend, erlent
e.t.v. ef til vill
e.þ.h. eða þess háttar

[breyta] F

Skammstöfun Frasi Athugasemdir
fél. félag, félagi
fskj. fylgiskjal Til að gefa til kynna að eitthvað hafi fylgiskjal.
f.hl. fyrri hluti Fyrri hluti einhvers; bókar, handrits, sögu...
f.m. fyrra mánaðar
frh. framhald Notað til að gefa til kynna framhald af einhverju.
f.Kr. fyrir Krist Notað fyrir ártöl til að gefa til kynna að viðkomandi ár hafi verið fyrir Kristburð.
f.o.t. fyrir okkar tímatal
ft. fleirtala Notað til að sýna að eitthvað sé í fleirtölu.
fv. fyrrverandi Gefur til kynna að eitthvað/einhver sé fyrrverandi.
*Frv. forsætisráðherra
*frv. kærasta/kærasti...
fyrrn. fyrrnefndur
fyrrv. fyrrverandi Sjá fv..

[breyta] G

  • gr. grein
  • g.n. góða nótt

[breyta] H

  • hdr. handrit
  • hf. hlutafélag
  • hl. hluti
  • hr. herra
  • h.u.b. hér um bil
  • hv. háttvirtur
  • hvk. hvorugkyn
  • höf. höfundur
  • hk. : hvorugkyn

[breyta] Í

  • íb. íbúi
  • ísl. íslenska eða íslensk(ur)

[breyta] K

  • kap. kapituli
  • Khöfn Kaupmannahöfn
  • kk. : karlkyn
  • kl. klukkan
  • klst. klukkustund
  • kr. króna
  • kvk. : kvenkyn

[breyta] L

  • leturbr. : leturbreyting
  • L.s. : loca sigilli; í stað innsiglis, notað við undirskriftir
  • l.s.g. : lof sé Guði
  • ltr. : lítri

[breyta] M

  • m.a.o. meðal annarra orða
  • m.a.s. meira að segja
  • m.a. : meðal annars
  • m.m. : með meiru
  • m.t.t. : með tillit til
  • m.ö.o. : með öðrum orðum
  • m.fl. með fleiru
  • mgr. málsgrein
  • mín. mínúta

[breyta] N

  • n.á. næsta ár
  • nk. : næstkomandi
  • n.k. : nokkurs konar
  • nmgr. neðanmálsgrein
  • núv. núverandi
  • nr. númer

[breyta] O

  • o.áfr. og áfram
  • o.m.fl. og margt fleira
  • o.fl. : og fleira
  • o.s.frv. : og svo framvegis
  • o.þ.h. : og þess háttar
  • o.þ.u.l. : og því um líkt

[breyta] P

  • p.s. (post scriptum) eftirskrift

[breyta] R

[breyta] S

  • s.á. sama ár
  • s.d. sama dag
  • sbr. samanber
  • sek. sekúnda
  • sf. sameignarfélag
  • s.hl. síðari hluti
  • sk. svokallaður
  • skv. samkvæmt
  • sl. síðastliðinn
  • s.m. sama mánaðar
  • sn. svonefndur
  • s.ó. svar óskast
  • s.st. sama stað
  • samþ. samþykkt
  • sbr. samanber
  • shlj. samhljóða
  • sign. eiginhandarundirskrift
  • skál. skáletur
  • skv. samkvæmt
  • sl. síðastliðinn
  • stk. stykki
  • s.s. : svo sem, einnig oft notað fyrir sem sagt
  • sþ. samþykkt

[breyta] T

  • t.a.m. : til að mynda
  • t.d. : til dæmis
  • t.h. til hægri
  • t.v. til vinstri
  • tbl. tölublað
  • teg. tegund
  • till. tillaga

[breyta] U

  • umr. umræða
  • uppl. upplýsingar

[breyta] Ú

  • útg. útgáfa
  • u.þ.b. um það bil

[breyta] Þ

  • þ.á. þessa árs
  • þ.h. þess háttar
  • þ.m. þessa mánaðar
  • þ.u.l. því um líkt
  • þýð. þýðandi
  • þ.a.l. : þar af leiðandi
  • þ.á m. : þar á meðal
  • þ.e. : það er
  • þ.e.a.s. : það er að segja
  • þ.m.t. : þar með talinn


Efnisyfirlit: Efst A Á B D E É F G H I Í J K L M N O Ó P R S T U Ú V X Y Ý Þ Æ Ö