Terry Pratchett
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Terence David John Pratchett OBE (28. apríl 1948) er enskur ævintýrarithöfundur, líklega þekktastur fyrir Discworld bókaröðina. Af öðrum verkum hans má nefna Johnny Maxwell þríleikinn og Bromeliad þríleikinn. Hann vinnur einnig náið með þeim sem yfirfæra verk hans á önnur form, t.d. tölvuleiki og leikrit.
Pratchett hóf að skrifa 13 ára gamall, og 15 ára gamall hafði hann fengið sín fyrstu verk birt opinberlega. Fyrsta skáldsagan hans, The Carpet People, var gefin út 1971. Fyrsta Discworld bókin, The Colour of Magic, kom út 1983, og síðan þá hefur Pratchett skrifað u.þ.b. tvær bækur á ári.
Terry Pratchett var söluhæsti rithöfundur Bretlandseyja á tíunda áratug 20. aldar. Í febrúar 2007 höfðu bækur hans selst í u.þ.b. 50 milljónum eintaka á heimsvísu og verið þýddar á 33 tungumál. Um þessar mundir er Pratchett næstmest lesni rithöfundurinn í Bretlandi, og í sjöunda sæti yfir erlenda rithöfunda í Bandaríkjunum. Lesendahópi Pratchetts er oft lýst sem "költ" (e. cult).

