Spjall:Hraun (hljómsveit)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Eyðingartillaga
Hljómsveitin Hraun er sannarlega markverð. Þar koma saman fínir tónlistarmenn sem hafa spilað í öðrum þekktum hljómsveitumog þeir eru um það bil að gefa út plötu. Ég skil ekki hvaða ofsóknir það eru að ætla að eyða þeim hér út. 82.221.36.18 11:24, 25 maí 2007 (UTC)
- Engar ofsóknir, einfaldlega efi um að þessi grein uppfylli skilyrði okkar um sannreynanleika og markverðugleika. Ábendingar um annað eru vel þegnar. --Bjarki 11:31, 25 maí 2007 (UTC)
- Jamm, held að það sé þarna allt satt or rétt nema kannski að stofn dagurinn er kannski aðeins of ýktur. Held ekki að það hafi verið neinn ákveðinn dagur sem þessi hljómsveit var stofnuð (er yfirleitt ekki hjá hljómsveitum) en það má sjá á blogginu hans Svavars að þann 16 júní 2003 héldu einhverjir smá djamm í Vín. Hvað varðar markverðugleika þá er þessi hljómsveit eins markverð og hver önnur hérna á landi og finnst mér í góðu að hafa hana hérna inni :-) --ojs 12:53, 25 maí 2007 (UTC)
- Eflaust er þetta satt, en það er ekki nóg, það verður líka að vera hægt að benda á traustar og áreiðanlegar heimildir fyrir því, út á það gengur þessi sannreynanleiki sem ég minntist á. Ekki líta svo á heldur að orðið markverðugleiki sé hér notað til þess að gefa í skyn að þessi hljómsveit sé ekki merkilegur pappír, augljóslega getur allt og allir verið markvert fyrir þeim sem standa því næst. Það er hinsvegar ekki nóg til þess að réttlæta grein um efnið á Wikipedíu, þá verður að sýna fram á almennan markverðugleika, einhverja lágmarksfrægð. --Bjarki 13:30, 25 maí 2007 (UTC)
- Jamm, held að það sé þarna allt satt or rétt nema kannski að stofn dagurinn er kannski aðeins of ýktur. Held ekki að það hafi verið neinn ákveðinn dagur sem þessi hljómsveit var stofnuð (er yfirleitt ekki hjá hljómsveitum) en það má sjá á blogginu hans Svavars að þann 16 júní 2003 héldu einhverjir smá djamm í Vín. Hvað varðar markverðugleika þá er þessi hljómsveit eins markverð og hver önnur hérna á landi og finnst mér í góðu að hafa hana hérna inni :-) --ojs 12:53, 25 maí 2007 (UTC)
Ég þurfti að fletta hljómsveitinni Hraun upp og var mjög fegin að finna hana hér. Þetta var mjög gagnlegt fyrir mig og mér finnst það nóg ástæða til að halda færslunni inni. Eruð þið með svona takmarkað pláss? 193.4.111.164 21:36, 7 júní 2007 (UTC)
- Nei, ekki takmarkað pláss. En ef við höldum ekki í sannreynanleikaregluna og regluna um engar frumrannsóknir, þá getum við bara hætt þessu, sleppt því að hafa þetta alfræðirit. --Cessator 00:40, 8 júní 2007 (UTC)
- Tja þeir voru spilaðir á Rás 2 þó nokkuð man ég og haldið gigg á nokkrum skemmtistöðum í gegnum árin. --Stalfur 00:53, 8 júní 2007 (UTC)
- Plötudómar í Morgunblaðinu fyrir þá sem eru með gagnasafnsaðgang (ég er ekki með): [1] [2] --Stalfur 00:55, 8 júní 2007 (UTC)
- Já, ég er ekkert að segja hver niðurstaðan á að vera úr umræðum um greinina, bara að útskýra hvaða sjónarmið liggja að baki því þegar efast er um tilverurétt greina. --Cessator 01:04, 8 júní 2007 (UTC)
- Ég styð eyðingu þessara greinar. --S.Örvarr.S 15:43, 21 júní 2007 (UTC)
- Já, ég er ekkert að segja hver niðurstaðan á að vera úr umræðum um greinina, bara að útskýra hvaða sjónarmið liggja að baki því þegar efast er um tilverurétt greina. --Cessator 01:04, 8 júní 2007 (UTC)
- Plötudómar í Morgunblaðinu fyrir þá sem eru með gagnasafnsaðgang (ég er ekki með): [1] [2] --Stalfur 00:55, 8 júní 2007 (UTC)
- Leitið og þér munið finna. Eitthvað er hægt að vitna í það sem hljómsveitin segir um sjálfa sig hér. — Jóna Þórunn 15:53, 21 júní 2007 (UTC)
- Vá, þeir geta talað um sjálfan sig á netinu! Þetta er bara rugl hljómsveit og ekki hæft efni fyrir Wikipedia. --S.Örvarr.S 15:59, 21 júní 2007 (UTC)
- Tja þeir voru spilaðir á Rás 2 þó nokkuð man ég og haldið gigg á nokkrum skemmtistöðum í gegnum árin. --Stalfur 00:53, 8 júní 2007 (UTC)
- Ég viðurkenni það reyndar að ég er hlutdrægur enda mjög hrifin af Hraun (Kysstu tímaglasið í miklu metum hjá mér). Hins vegar held ég að ný útgefin plata hljómsveitarinnar, framkoma í Kastljósinu og umfjöllun í Poppland geri hljómsveitina nægilega markverða á íslenskan mælikvarða. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16:07, 21 júní 2007 (UTC)
- Enn og aftur, ég er hlutdrægur, en ég tel nú nægar heimildir fyrir mikilvægustu fullyrðingunum sem fram koma í greininni. Auk þess tel ég þá markverða eins og áður sagði, svo hafa þeir verið í spilunn í útvarpinu [3] (en ég hlusta ekki á útvarp svo ég hef ekki tekið eftir því) sem gerir þá enn markverðari. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16:31, 21 júní 2007 (UTC)
- Andvígur eyðingu, stenst þó nokkra punkta á en:Wikipedia:Notability (music). Þetta er meira en bílskúrsband. --Stalfur 16:40, 21 júní 2007 (UTC)
- Jæja, jæja. Fyrst að allir ætla að vera svona miklir grænfriðungar þá dreg ég til baka mín andmæli og er að spá í að fjarlæga sniðið {{Eyða}} ef öllum er sama. --S.Örvarr.S 17:12, 21 júní 2007 (UTC)
- Þetta er ekki um stjórnmálaskoðanir heldur hvort að greinin standist staðlana, af þessari ensku síðu þá stenst Hraun í fljótu bragði liði 1,2,5,7,11. --Stalfur 17:18, 21 júní 2007 (UTC)
- Jæja, jæja. Fyrst að allir ætla að vera svona miklir grænfriðungar þá dreg ég til baka mín andmæli og er að spá í að fjarlæga sniðið {{Eyða}} ef öllum er sama. --S.Örvarr.S 17:12, 21 júní 2007 (UTC)
Sko. hljómsveitinni var gefið þetta nafn á 16. júní djamminu og þar af leiðandi er það official stofn dagur. þannig að sú stðreind stenst. við höfum einig gefið út (óopinberlega) 1 Partýplötu og 4 jólaplötur. Svo rétt sé rétt Heiti ég Hjalti stefán en er ekki Stefánsson og einnig hefur okkur fjölgað og ber 6. maðurinn nafnið Gunnar Ben — Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 194.144.156.15 (spjall) · framlög 18:31, 28 ágúst 2007

