Djúpárhreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Djúpárhreppur var hreppur neðst í Holtum í Rangárvallasýslu. Hann varð til við uppskiptingu Ásahrepps hinn 1. janúar 1936. Fyrsti oddviti Djúparhrepps var Tyrfingur Björnsson bóndi í Hávarðarkoti.

Innan Djúparhrepps er byggðakjarninn Þykkvibær en þar eru ræktaðar um 60% af kartöflum landsmanna.

Hinn 9. júní 2002 sameinaðist Djúpárhreppur Rangárvallahreppi og Holta- og Landsveit undir nafninu Rangárþing ytra.

  Þessi grein sem tengist landafræði Íslands er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.