Stýrivextir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stýrivextir eru vextir sem stjórnvöld nota til að hafa áhrif á markaðsvexti, einkum vextir seðlabanka í viðskiptum við lánastofnanir.
Seðlabanki Íslands útskýrir stýrivexti þannig á heimasíðu sinni:
- Stýrivextir eru þeir vextir sem yfirvöld nota til að reyna að hafa áhrif á markaðsvexti. Víðast eru þetta vextir á einhvers konar seðlabankaútlánum eða -innlánum. Tilgangur með hækkun slíkra vaxta getur verið að draga úr ofþenslu og verðbólgu eða hækka gengi gjaldmiðils. Hér á landi eru stýrivextir þeir vextir sem Seðlabanki Íslands ákveður á fyrirgreiðslu við lánastofnanir í formi svokallaðra endurhverfra verðbréfaviðskipta, en í þeim viðskiptum geta lánastofnanir fengið fé að láni frá Seðlabankanum í fjórtán daga gegn veði í skuldabréfum.

