Frjálslyndi flokkurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tveir aðrir íslenskir stjórnmálaflokkar hafa heitið Frjálslyndi flokkurinn: Frjálslyndi flokkurinn (1) (1926-1929) og Frjálslyndi flokkurinn (2) (1973-1974).

Frjálslyndi flokkurinn er íslenskur stjórnmálaflokkur, stofnaður var árið 1998 af Sverri Hermannssyni, fyrrverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins og bankastjóra Landsbankans. Meginstefnumál flokksins hefur ávallt verið barátta gegn núverandi aflamarkskerfi (kvótakerfi í daglegu tali) í stjórnun fiskveiða við Ísland. Í fyrstu kosningum sínum árið 1999 fékk hann 2 menn kjörna á Alþingi en í þeim næstu árið 2003 tvöfaldaðist sú tala og munaði ekki nema 13 atkvæðum að hann fengi einn til. Erfitt er að staðsetja hann til hægri eða vinstri í stjórnmálum, því þó hann hafi kennt sig við miðju-hægristefnu hefur hann fylgt vinstriflokkum á Alþingi í flestum málum öðrum en baráttunni gegn núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.

Helsta vígi Frjálslynda flokksins er á Vestfjörðum sem eru hluti Norðvesturkjördæmis. Flokkurinn hefur þó fylgi út um allt land.


Núverandi formaður flokksins er Guðjón Arnar Kristjánsson

[breyta] Kjörfylgi

Alþingiskosningar
Kosningar  % atkvæða þingsæti
1999 4,2 2
2003 7,4 4
2007 7,26 4
Sveitarstjórnarkosningar
Kosningar  % atkvæða fulltrúar
2002:
Reykjavík
Ísafjarðarbær

6,1
13,4

1 (15)
1 (9)
  Þessi grein sem tengist íslenskum stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.