Internet explorer
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Windows Internet Explorer (áður Microsoft Internet Explorer), oftast kallaður IE er vafri frá Microsoft og fylgir öllum Microsoft Windows stýrikerfum síðan árið 1995. Eftir fyrstu útgáfu vafrans, sem gerð var fyrir Windows 95, voru gerðar útgáfur af Internet Explorer fyrir önnur stýrikerfi, Mac OS og UNIX. Hætt var að framleiða vafrann fyrir önnur stýrikerfi og er hann núorðið einungis gerður fyrir Windows stýrikerfi.
IE er vinsælasti vafrinn síðan 1999 með næstum 90% markaðshlutfall og árið 2006 voru yfir 900 milljón notendur um allan heim. [1][2]

