Feðginin Sigurður Ólafsson og Þuríður Sigurðardóttir syngja saman
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Feðginin Sigurður Ólafsson og Þuríður Sigurðardóttir syngja saman | ||
|---|---|---|
| Sigurður Ólafsson og Þuríður Sigurðardóttir – SG - 042 | ||
| Gefin út | 1971 | |
| Tekin upp | {{{Tekin upp}}} | |
| Tónlistarstefna | Dægurlög | |
| Lengd | ||
| Útgáfufyrirtæki | SG - hljómplötur | |
| Upptökustjóri | Pétur Steingrímsson | |
| Sigurður Ólafsson og Þuríður Sigurðardóttir – Tímatal | ||
Feðgin syngja saman er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1971. Hljóðritun fór fram í Ríkisútvarpinu undir stjórn Péturs Steingrímssonar. Jón Sigurðsson stjórnar hljómsveitinni er leikur undir og útsetti öll lögin og veit ég, að margir eru mér sammála um, að hann hefur heldur betur blásið rykinu af þessum gömlu lögum og klætt þau í búning ársins 1971. Ljósmyndir á plötuumslagi tók Kristján Magnússon.
[breyta] Lagalisti
- Æskuminning - Bæði syngja - Lag - texti: Ágúst Pétursson - Jenni Jóns
- Rökkvar í runnum - Sigurður syngur - Lag - texti: Jónatan Ólafsson - Fríða Sæmundsdóttir
- Í Reykjavík - Þuríður syngur - Lag - texti: Hjördís Pétursdóttir - Jenni Jóns
- Hvar sem liggja mín spor - Bæði syngja - Lag - texti: N.R. Bakalainikov - Ókunnur
- Árin líða - Þuríður syngur - Lag - texti: Matthías Á. Mathiesen - Ólafur Pálsson
- Hreðarvatnsvalsinn - Bæði syngja - Lag - texti: Knútur R. Magnússon - Atli Þormar
- Vals Moderato - Bæði syngja - Lag - texti: Magnús Pétursson
- Ljósbrá - Sigurður Syngur - Lag - texti: Eiríkur Bjarnason - Ágúst Böðvarsson
- Kveðja förumannsins - Bæði syngja - Lag - texti: Gunnar Ingólfsson
- Játning - Þuríður syngur - Lag - texti: Sigfús Halldórsson - Tómas Guðmundsson
- Nóttin og þú - Sigurður syngur - Lag - texti: Steingrímur Sigfússon - Lárus Sigfússon
- Við gengum tvö - Bæði syngja - Lag - texti: Friðrik Jónsson - Valdimar Hólm Hallstað
[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags
| Ég hitti kunningja minn, Sigurð Ólafsson, á götu snemma á árinu 1971 og tók hann tali. Spyr hann, meðal annars, hvenœr hann hafi sungið inn á sína síðustu plötu. Hann fer yfir þetta í huganum og við verðum sammála um, að sennilega séu rúmlega tíu ár síðan. En á árunum 1955—60 kom út hver hljómplatan á fætur annarri með Sigurði, sem allar náðu miklum vinsœldum og heyrast margar hverjar enn þann dag í dag í útvarpinu. Ég skýt því að Sigurði, ef til vill meira í gamni en alvöru, að það sé svo sannarlega kominn tími til að hann syngi inn á eina plötu í viðbót. Hann þverneitaði, sagðist varla opna munninn, vera að verða 55 ára og þar að auki nýstaðinn upp úr veikindum. Þegar ég hafði heyrt þessar fortölur þá varð þetta orðið meira í alvöru en gamni hjá mér, og samtalinu lauk með því, að ég tók loforð af Sigurði um að hann myndi syngja inn á enn eina plötu, þó með því skilyrði, bœtti hann við, að hún Þuríður hjálpaði sér í nokkrum lögum.
Og hér er platan, hálfu ári að loknu fyrrgreindu samtali. Þuríður, dóttir Sigurðar, sem löngu er orðin kunn söngkona, ,,hjálpar" honum í sex lögum, hinum sex skipta þau jafnt á milli sin. Sigurður syngur þrjú og Þuríður önnur þrjú. Lögin eru flestöll valin frá þeim tíma þegar Sigurður var upp á sitt bezta, en þó hefur hann ekki sungið neitt þessara laga inn á plötu fyrr. Sum hafa alls ekki komið á plötu áður, eins og RÖKKVAR Í RUNNUM eftir Jónatan bróður Sigurðar, NÓTTIN OG ÞÚ eftir Steingrím Sigfússon, ÁRIN LÍÐA eftir Matthías Á. Mathiesen, KVEÐJA FÖRUMANNSINS eftír Gunnar Ingólfsson og Í REYKJAVÍK eftir Hjördísi Pétursdóttur. Eina erlenda lagið á plötunni er HVAR SEM LIGGJA MÍN SPOR, lag sem Sigurður söng á skemmtunum um árabil og heldur mikið upp á. Ljósmynd á forsíðu tók Kristján Magnússon og þótti ekki annað hlýða, en að hafa þessi kunnu feðgin á hestbaki, því Þuríður hefur umgengist hesta frá því að hún man eftir sér og Sigurður er landskunnur hestamaður. |
||
|
— Svavar Gests
|

