Forsætisráðherra Bretlands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Forsætisráðherra Bretlands er í raun stjórnmálaleiðtogi Sameinaða konungdæmisins (United Kingdom). Hann kemur fram sem höfuð ríkisstjórnar hennar hátignar, drottningarinnar, og er í raun sameiningarafl bresku ríkisstjórnarinnar. Sem slíkur hefur hann á hendi þau svið framkvæmdavaldsins, sem oft eru kölluð konunglegur einkaréttur (royal prerogative). Samkvæmt venju ber forsætisráðherrann og ríkisstjórn hans ábyrgð gagnvart þinginu, en ráðherrarnir eiga sæti þar.

Forsætisráðherrar Bretlands síðan 1976.

Forsætisráðherra Mynd Frá Til Flokkur
James Callaghan 5. apríl 1976 4. maí 1979 Verkamannaflokkurinn
Margaret Thatcher 4. maí 1979 28. nóvember 1990 Íhaldsflokkurinn
John Major 28. nóvember 1990 2. maí 1997 Íhaldsflokkurinn
Tony Blair 2. maí 1997 27. júní 2007 Verkamannaflokkurinn
Gordon Brown 27. júní 2007 Verkamannaflokkurinn