Hlutleysufall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hlutleysufall er fall sem varpar mengi á sig sjálft, þ.a. sérhvert stak í formengi fallsins hefur eitt og aðeins eitt stak í bakmenginu, sem er jafnt stakinu úr formenginu. Hlutleysufall er gjarnan táknað með i og er þá skilgreint þannig: \forall x \in Y: i_Y(x)=x. Fallgildi hlutleysufalls er stök í mengi fastapunkta fallsins og hlutleysufall er skv. skilgreiningu gagntækt fall.

Hlutleysa er ákveðið stak, sem á við tiltekna aðgerð, þ.e. aðgerðin hefur engin áhrif á stakið. Stakið "I" er hlutleysa aðgerðar * ef eftirfarandi gildir fyrir sérhvert stak x:

x * I = x og/eða I * x = x.

Talan núll er hlutleysa samlagningar, en talan "1" er hlutleysa margföldunar. Núllfylkið er sömuleiðis hlutleysa við samlagningu fylkja og einingarfylkið, en hlutleysa við margöldun fylkja.


  eiπ  

Þessi grein sem fjallar um stærðfræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Á öðrum tungumálum