Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar - Bréfið hennar Stínu
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Bréfið hennar Stínu | ||
|---|---|---|
| Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar – SG - 543 | ||
| Gefin út | 1970 | |
| Tekin upp | {{{Tekin upp}}} | |
| Tónlistarstefna | Dægurlög | |
| Lengd | ||
| Útgáfufyrirtæki | SG - hljómplötur | |
| Upptökustjóri | ||
| Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar – Tímatal | ||
Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1970. Á henni flytja Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar fjögur lög.
[breyta] Lagalisti
[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags
| Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar er venjulega kennd við Selfoss. Þar býr Þorsteinn og er hljómsveit hans orðin sex ára gömul. Nokkrar breytingar hafa orðið á hljómsveitinni á þessum tíma, en síðustu tvö árin hefur hún verið skipuð þeim Hauki Ingibergssyni og Kristni Alexanderssyni auk Þorsteins. Þetta eru aðeins þrír menn og hljómsveitin því ekki stór, en annað kemur reyndar í ljós á þessari plötu, því þeir Haukur og Þorsteinn leika á þrjú hljóðfæri hvor. Haukur á tvær tegundir gítara auk ragmagnsbassa og Þorsteinn síðan á harmoniku, tenór-saxófón og chordovox. Og báðir syngja þeir, og stundum raddir með sjálfum sér, en allt er þetta mögulegt með nútímatækni í hljóðritun. Kristinn leikur síðan á trommur.
Tvö laganna á plötunni eru eftir Þorstein og gefa þau til kynna, að hann er lipur lagasmiður. Þriðja lagið er hið gamalkunna „Vakna Dísa" og síðan er fjórða lagið eftir hinn kunna lagasmið Steingrím Sigfússon. Er það gert við hið landsfræga ljóð Davíðs, „Bréfið hennar Stínu". Mun þetta vera eitt allra vinsælasta lagið í meðferð þeirra félaga, hvort sem þeir leika á réttarballi í Landeyjum, blómaballi í Hveragerði eða héraðsmóti í Dölunum. |
||
|
— Svavar Gests
|

