Gamanvísur og annað skemmtiefni
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Gamanvísur og annað skemmtiefni | ||
|---|---|---|
| Ómar Ragnarsson – SG - 007 | ||
| Gefin út | 1966 | |
| Tekin upp | {{{Tekin upp}}} | |
| Tónlistarstefna | Gamanmál | |
| Lengd | ||
| Útgáfufyrirtæki | SG - hljómplötur | |
| Upptökustjóri | ||
| Ómar Ragnarsson – Tímatal | ||
Ómar Ragnarsson er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1966. Á henni flytur Ómar Ragnarsson gamanvísur og annað skemmtiefni hljóðritað að viðstöddum áheyrendum sem voru nemendur Menntaskólans í Reykjavík fyrra kvöldið og nemendur Verzlunarskóla Íslands síðara kvöldið. Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar leikur undir í 1 og 6 á hlið A og 2 og 4 á hlið B. Jafnframt leikur Magnús einn undir, í 5 á hlið B. Allan annan undirleik annast Haukur Heiðar Ingólfsson, hinn reglulegi undirleikari Ómars. Ljósmynd á framhlið, Óli Páll Kristjánsson.
[breyta] Lagalisti
- Kappakstur - Lag - texti: Ómar Ragnarsson
- Hjólabragur - Lag - texti: Richard, Welch, Jararca, Pana — Ó. Ragnarsson
Hljóðdæmi. - Rafvirkjavísur - Lag - texti: Graham — Ó. Ragnarsson
- Bjargráðin - Lag - texti: Bagdasarian — Ó. Ragnarsson
- Greyið Jón - Lag - texti: Berlini, Taccani — Ó. Ragnarsson
- Pálína - Lag - texti: Gamalt sœnskt lag — G. Ásgeirsson & Sv. Björnsson
- Búðarvísur - Lag - texti: E. Thoroddsen — J. Thoroddsen
- Halló Dagný - Lag - texti: Herman — Ó. Ragnarsson
- Hott, hott á hesti - Lag - texti: Allan, Hill, Newman, Hoffman, Kent, Curtis — Ó. Ragnarsson
- Karlarnir heyrnarlausu - Lag - texti: Medley, Russel — Ó. Ragnarsson
- Skíðakeppnin - Lag - texti: Ómar Ragnarsson
- Amma húlar - Lag - texti: Carasone — Ó. Ragnarsson
- Stjórnmálasyrpa - Lag - texti: H. Helgason, F. Bjarnason — Ó. Ragnarsson
- Ökuferðin - Lag - texti: Ómar Ragnarsson
- Halló mamma - Lag - texti: Ponchíelli — Ó. Ragnarsson
[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags
| Síðasta LP-platan, sem SG-hljómplötur sendu frá sér á liðnu ári var sungin af Ómari Ragnarssyni, þessvegna má jafnvel segja, að borið sé í bakkafullan lækinn þegar fyrsta LP-platan, sem SG-hljómplötur gefa út á þessu nýja ári er líka með Ómari. En þegar þið hafið sett plötuna á fóninn þá munið þið komast að raun um að svo er ekki. Þessari nýju plötu Ómars verður áreiðanlega vel tekið af hinum mörgu aðdáendum hans um land allt og vildu vafalaust margir hafa fengið slíka plötu á markaðinn fyrr. Hér er Ómar í essinu sínu. Syngur gamanvísur; hermir eftir og fer með eina af sínum skemmtilegu íþróttalýsingum. Sumt af því, sem Ómar flytur á þessari plötu er með því bezta, sem hann hefur verið með á skemmtunum undanfarin ár og þó að einstaka efni sé tímabundið, svo sem Amma húlar, þá er það engu að síður skemmtilegt. En mest allur hluti efnisins er þó ekki tímabundinn og er því jafn skemmtilegt í dag og það var í fyrra eða hitteðfyrra og mun verða næsta ár og þarnæsta. | ||
|
— Svavar Gests
|

