Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir Árna Thorsteinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir Árna Thorsteinsson
Forsíða breiðskífu
Bakhlið breiðskífu
Karlakór Reykjavíkur – SG - 044
Gefin út 1971
Tekin upp {{{Tekin upp}}}
Tónlistarstefna Kórlög
Lengd
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjóri
Karlakór Reykjavíkur – Tímatal

Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir Árna Thorsteinsson er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1971. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Einsöngvarar: Svala Nielsen, Guðmundur Jónsson og Friðbjörn G. Jónsson. Hljóðritun í stereo fór fram í Háteigskirkju í Reykjavik í maí og október 1971 undir stjórn Péturs Steingrimssonar.

[breyta] Lagalisti

  1. Landið vort fagra - Texti: Árni Thorsteinsson - Útsetning: Páll P. Pálsson
  2. Nótt - Texti: Magnús Gíslason - Útsetning: Páll P. Pálsson. Einsöngur: Guðmundur Jónsson
  3. Vorgyðjan kemur - Texti: Guðmundur Guðmundsson - Útsetning: Páll P. Pálsson. Einsöngur: Svala Nielsen
  4. Sumarnótt - Texti: Steingrímur Thorsteinsson
  5. Sumargleði - Texti: Bjarni Jónsson frá Vogi
  6. Við hafið - Texti: Þorsteinn Gíslason - Einsöngur: Guðmundur Jónsson
  7. Dalvísur - Texti: Jónas Hallgrímsson - Útsetning: Páll P. Pálsson
  8. Áfram - Texti: Hannes Hafstein - Útsetning: Páll P. Pálsson
  9. Friður á jörðu - Texti: Guðmundur Guðmundsson - Útsetning: Páll P. Pálsson. Einsöngur: Svala Nielsen
  10. Fyrstu vordægur - Texti: Þorsteinn Gíslason
  11. Er sólin hnígur - Texti: Hannes Hafstein - Einsöngur: Guðmundur Jónsson
  12. Fáninn - Texti: Bjarni Jónsson frá Vogi
  13. Þar sem háir hólar - Texti: Hannes Hafstein - Tvísöngur: Svala Nielsen og Friðbjörn G. Jónsson

[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags

   
Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir Árna Thorsteinsson
Þetta er önnur hljómplatan í útgáfuflokki SG-hljómplatna og Karlakórs Reykiavíkur, þar sem tekin eru fyrir lög íslenzkra tónskálda. Hér eru á ferðinni lög eftir hið kunna tónskáld Árna heitinn Thorsteinsson, en á þessu ári eru hundrað ár iðin frá fæðingu hans.

Fyrsta platan í þessum flokki kom út fyrr á þessu ári með lögum Sigvalda Kaldalóns]]. Þegar er hafinn undirbúningur að næstu plötu og verða á henni lög eftir Bjarna Þorsteinsson. Hljómplötur þessa hafa verið Karlakór Reykjavíkur verðugt verkefni og hefur kórinn ekki verið betri um árabil. Stjómandi kórsins, Páll Pampichler Pálsson, hefur útsett mikinn hluta laganna og blásið nýju lífi í mörg þeirra, m.a. með fjölbreyttari undirleik en áður tíðkaðist. Allt að fimmtán hljómlistarmenn úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika undir í mismunandi stórum hópum, ásamt Guðrúnu A. Kristinsdóttur pianóleikara. Hinir kunnu óperusöngvarar Svala Nielsen og Guðmundur Jónsson skipta á milli sín einsöngslögunum auk þess sem einn kórmeðlima, Friðbjöm G. Jónsson, syngur dúett með Svölu í einu lagi.

   
Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir Árna Thorsteinsson
 
— Svavar Gests