Sólskinskórinn - Sól skín á mig

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sól skín á mig
Forsíða breiðskífu
Bakhlið breiðskífu
Sólskinskórinn – SG - 573
Gefin út 1973
Tekin upp {{{Tekin upp}}}
Tónlistarstefna Barnalög
Lengd
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjóri
Sólskinskórinn – Tímatal


Sólskinskórinn er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1973. Á henni flytur Sólskinskórinn fjögur ný barnalög. Kórstjórn, hljómsveitarstjórn og útsetningar, Magnús Pétursson. Ljósmynd á framhlið, Kristinn Benediktsson.

[breyta] Lagalisti

  1. Sól skín á mig - Lag - texti: S. Gilmark — Magnús Pétursson og Sveinbjörn Einarsson
  2. Kisu tango - Lag - texti: Japanskt barnalag — Magnús Pétursson
  3. Dönsum dátt - Lag - texti: S. Gilmark — Magnús Pétursson
  4. Sirkusinn er hér - Lag - texti: S. Gilmark — Magnús Pétursson

[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags

   
Sólskinskórinn - Sól skín á mig
Á þessari hljómplötu eru fjögur barnalög, sem Hermann Ragnar Stefánsson danskennari valdi. En barnadansar hafa verið samdir við öll þessi lög og þeir kenndir í dansskóla hans sem og öðrum dansskólum hér á landi.

Falli þessi plata í góðan jarðveg má eiga von á annarri síðar með þessum sama kór, því fleiri skemmtileg lög eru fyrir hendi, sem notuð eru við kennslu í barnaflokkum dansskólanna. Sólskinskórinn er skipaður telpum, sem allar eru nemendur Magnúsar Péturssonar í Melaskólanum í Reykjavík, þar sem hann er söngkennari. En telpur úr Melaskólanum og Magnús Pétursson hafa nokkrum sinnum áður komið við sögu á SG-hljómplötum.

   
Sólskinskórinn - Sól skín á mig
 
— Svavar Gests