Systkinin Vilhjálmur og Elly Vilhjálms

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Systkinin Vilhjálmur og Elly Vilhjálms
Forsíða breiðskífu
Bakhlið breiðskífu
Vilhjálmur og Elly Vilhjálms – SG - 020
Gefin út 1969
Tekin upp {{{Tekin upp}}}
Tónlistarstefna Dægurlög
Lengd
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjóri Knútur Skeggjason
Vilhjálmur og Elly Vilhjálms – Tímatal

Vilhjálmur og Elly Vilhjálms er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1969. Á henni flytja systkinin Vilhjálmur og Elly Vilhjálms tólf lög.

Magnús Ingimarsson hefur útsett lögin, hann leikur einnig á píanó og orgel auk þess sem hann stjórnar hljómsveit og kór. Hljóðritun fór fram hjá Ríkisútvarpinu undir stjórn Knúts Skeggjasonar. Forsíðumynd tók Óli Páll Kristjánsson.

[breyta] Lagalisti

  1. Ramóna - Bæði syngja - Lag - texti: M. Waync — Þorsteinn Gíslason
  2. Sumarauki - Vilhjálmur syngur - Lag - texti: Mantx/Tueker — Ómar Ragnarsson
  3. Ein ég vaki - Elly syngur - Lag - texti: Beratta/AneBi — Ólafur Gaukur
  4. Fátt er með svo öllu illt - Bæði syngja - Lag - texti: B. Owens — Ómar Ragnarsson
  5. Heimkoma - Vilhjálmur syngur - Lag - texti: Putnam — Ómar Ragnarsson
  6. Ljúga líf - - Bæði syngja - Lag - texti: T. Hateh/J. Trent — Ómar Ragnartson
  7. Ástarsorg - Bæði syngja - Lag - texti: A. Föltskog — Ómar Ragnarsson
  8. Minningar - Elly syngnr - Lag - texti: J. Hartford — Jón Örn Marinósson
  9. Ég fer í nótt - - Vilhjálmur syngur - Lag - texti: J. Allison — Ómar Ragnarsson
  10. Langt, langt út í heim - Bæði syngja - Lag - texti: J. Webb — Jón Örn Marinósson
  11. Ó, að það sé hann - Elly syngur - Lag - texti: M. David/G. Becaud — Baldur Pálmason
  12. Alparós - Bæði syngja - Lag - texti: R. Rodgers — Baldur Pálmason

[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags

   
Systkinin Vilhjálmur og Elly Vilhjálms
Um svipað leyti og Elly Vilhjálms söng inn á sína síðustu hljómplötu árið 1965 söng Vilhjálmur bróðir hennar inn á sína fyrstu plötu.

Það er sömu sögu að segja af öllum þeim hljómplötum, sem Vilhjálmur hefur sungið inn á síðan og hljómplötum Ellýar, að þœr hafa allar orðið vinsœlar og í hópi söluhœstu hljómplatna á Íslandi. Og eru þau systkinin reyndar með tvær söluhœstu plötur, sem út hafa komið á Íslandi, Elly með lagið Brúðkaupið og Vilhjálmur með lagið Litla sœta ljúfan góða.

Þeirri hugmynd hefur stöku sinnum skotið upp kollinum að þau Elly og Vilhjálmur syngju saman á plötu, en ekki orðið úr framkvœmdum fyrr en nú. Á þessari plötu syngja þau sex lög saman, síðan syngur Elly þrjú lög og Vilhjálmur önnur þrjú. Lögin hafa flest verið valin með það í huga að þau hœfðu röddum þessara kunnu söngvara og kennir þar því margra grasa, elzt er Ramóna, sem var samið 1927 og yngst er líklega Ljúfa líf, eða The Two Of Us, sem er rétt árs gamalt.

   
Systkinin Vilhjálmur og Elly Vilhjálms
 
— Svavar Gests