Brazzaville
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Brazzaville er höfuðborg og stærsta borg Lýðveldisins Kongó og stendur við Kongófljót. Árið 2005 var íbúafjöldi borgarinnar 1.174.000 manns. Rúmlega þriðjungur íbúa landsins búa í Brazzaville og fer þar fram 40% af allri atvinnu sem ekki tengist landbúnaði. Hún er einnig efnahags- og stjórnsýsluleg miðja landsins.

