Eyraþing
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eyraþing var þingstaður Þrændalaga á Niðarósi í Þrándheimi. Haraldur hárfagri var tekinn til konungs þar og reisti þar bæinn Hlaðir. Í tíð Haraldar harðráða varð hylling á Eyraþingi forsenda þess að konungur gæti talist réttmætur konungur Noregs. Frá 1204 þurfti konungsefnið að sverja konungseiða við skrín Ólafs helga sem geymt var í Niðarósdómkirkju.

