Austurför Kýrosar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Þessi grein fjallar um rit eftir Xenofon |
| Sagnfræðileg verk og ævisögur: |
| Austurför Kýrosar |
| Menntun Kýrosar |
| Grikklandssaga |
| Agesilás |
| Rit um Sókrates: |
| Minningar um Sókrates |
| Hagstjórnin |
| Samdrykkjan |
| Varnarræða Sókratesar |
| Híeron |
| Styttri rit: |
| Um reiðmennsku |
| Riddaraliðsforinginn |
| Um veiðar með hundum |
| Leiðir og aðferðir |
| Stjórnskipan Spörtu |
| Ranglega eignað Xenofoni: |
| Stjórnskipan Aþenu |
Austurför Kýrosar (á forngrísku Aνάβασις, latínu Anabasis]] er frægasta rit forngríska rithöfundarins Xenofons. Ferðalagið sem hún lýsir er jafnfram þekktasta afreksverk hans.
Í Persaveldi slógust bræðurnir Kýros yngri og Astaxerxes II um völdin. Kýros ætlaði sér að ná völdum af Artaxerxesi og réð tíu þúsund gríska málaliða í þeim tilgangi. Xenofon var með þeim í för. Í orrustunni við Kunxa höfðu Grikkirnir betur en Kýros lét lífið. Grísku málaliðarnir höfðu því enga ástæðu til þess að dvelja í Persaveldi lengur. Flestir herforingjar Grikkja létu lífið, þ.á m. spartverski herforinginn Klearkos. Xenofon átti mikinn þátt í því að sannfæra Grikkina um að halda í norður í átt að Svartahafi. Grikkir urðu oft að berjast á leiðinni en náðu að endingu að ströndum Svartahafs við mikinn fögnuð hermannanna sem hrópuðu θαλασσα, θαλασσα („hafið, hafið!“) Hafið merkti að þeir gætu loks komist heim til Grikklands.

