Spjall:Vetrarbrautin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

[breyta] Sjörnuþoka=Vetrarbraut

Skv. vísindavefinum merkja hugtökin vetrarbraut og stjörnuþoka hið sama (sjá hér). Hinsvegar er sá kostur gefinn að kalla það sem á ensku heitir the milky way, eða stjörnuþokan sem við búum í, mjólkurslæðuna. Legg hér með til að þessi síða verði nefnd það. --Baldur Blöndal 09:09, 10 apríl 2007 (UTC)

Sammála því. Það er ágætt að fylgja Vísindavefnum í þessu. --Cessator 16:54, 10 apríl 2007 (UTC)
Mér hefur reyndar verið bent á það að "mjólkurslæðan" sé bara beinþýtt orð úr ensku/latínu, sem enginn noti í alvörunni- en breyti engu að síður. --Baldur Blöndal 00:29, 20 maí 2007 (UTC)

Laxness kallaði þetta mjólkurhringi (ft). Mjólkurslæðan er frekar litlaust og gelt orð, búið til á smitsæfðri rannsóknarstofu.Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 157.157.207.5 (spjall) · framlög

Já, mjólkurhringir er samt meira skáldamál, og ekki líklegt að það sé notað í venjulegu samtali? --Baldur Blöndal 20:56, 1 júlí 2007 (UTC)
já það er sjálfsagt rétt hjá þér. Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 157.157.207.5 (spjall) · framlög
En það er samt satt að mjólkurslæðan sé dálítið dautt orð, þýtt beint úr latínu- en hvaða önnur orð höfum við? Það væri líka fínt ef þú myndir kannski búa til notanda?--Baldur Blöndal 21:06, 1 júlí 2007 (UTC)
Þessu get ég nú ekki verið sammála, það kallar þetta engin mjólkurslæðuna. Þetta er kallað Vetrarbrautin af flestum, það heiti hefur svo verið yfirfært á allar stjörnuþokur alveg eins og stjörnur eru kallaðar sólir o.s.frv. Þetta er ekkert meira ruglandi og að tala um reikistjörnuna jörð og jörðina sem ég byggi. Þetta brýtur í bága við alla hefð, auk þess er þetta heiti ekki notað almennt á Vísindavefnum heldur aðeins í tveimur greinum. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 21:03, 1 júlí 2007 (UTC)
Hvað leggur þú til? Kannski að skýra greinina Vetrarbrautin eða Vetrarbrautin (mjólkurslæðan)? --Baldur Blöndal 21:09, 1 júlí 2007 (UTC)
Vetrarbrautin, kemur ekki annað til greina í mínum huga. Það má gera grein fyrir því að menn nota nafnið um önnur sambærileg fyrirbrigði sem öllu jafna eru nefnd stjörnuþokur. Þetta er sama sagan með sólkerfið, sólina, tunglið o.s.frv. Allt eru þetta sérnöfn og svo eru samnöfn dregin af þeim, sólkerfi, sólir og tungl. Þetta ætti ekki að trufla neinn. Eins og ég segi, það kallar þetta engin mjólkurslæðuna. Það eru bara örfáir sérvitringa kannski. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 21:19, 1 júlí 2007 (UTC)
Í Lærdómsritinu Saga tímans eftir Hawking er þetta þýtt Vetrarbraut. Ég hef nú ýmislegt lesið um stjörnufræði og ég held ég hafi aldrei séð orðið „mjólkurslæða“ á prenti. Fyrir mér er þetta alveg fráleitt, ég er bara í áfalli hérna --Friðrik Bragi Dýrfjörð 21:32, 1 júlí 2007 (UTC)
Fyrirgefðu fyrir að koma þér í áfall, þarftu áfallahjálp? --Baldur Blöndal 22:57, 1 júlí 2007 (UTC)
Vetrarbrautin er heiti sem er upphaflega komið frá Jónasi Hallgrímssyni og er alls staðar notað, rétt eins og þyngdarafl og fleiri góð orð sem frá honum eru komin. 'Mjólkurslæðan' hef ég aldrei séð. Vetrarbrautin er ein stjörnuþoka af mörgum. --Akigka 23:58, 1 júlí 2007 (UTC)
Orðskrípið Mjólkurslæðan er bein þýðing á enska orðin Milky way (via lactea á latínu ef mig minnir rétt) og á ekki að sjást í íslensku alfræðiriti. - Eyði því. Mig grunar að sama gildi um grenndarhópinn, en ég læt það standa um sinn ef eihver getur staðfest tilvist þess. Thvj 15. september 2007 kl. 20:00 (UTC)
Orðið er nú samt notað hjá Vísindavefnum og það er vísað í heimildina svo ég setti það aftur inn. Orðið „grenndarhópurinn“ er líka notað á Vísindavefnum og ég benti á dæmi þess hér. --Cessator 15. september 2007 kl. 20:25 (UTC)
OK ef við lítum á Vísindavefinn sem fullgilda heimild (með einn mann í ritstjórn), þá skulum við láta orðið standa, þó það finnist hvorki í Orðabók háskólans né hjá Íslenskri málstöð. Orðið "grenndarhópur" virðist vera ok. Thvj 15. september 2007 kl. 20:35 (UTC)
Ég hef ýmislegt við þetta að athuga. Í fyrsta lagi er ekki bara einn maður í ritstjórn á Vísindavefnum, það er einn aðalritstjóri, einn aðstoðarritstjóri og tveir verkefnisstjórar í vinnu á vefnum. Í öðru lagi er aðalritstjóri vefsins sprenglærður maður í eðlisfræði og vísindasögu en ekki bara einhver vísindafréttamaður Moggans eða álíka. Í þriðja lagi er Orðabók Háskólans einungis góð til þess að sýna að orð sem þar eru séu raunverulega til; aftur á móti er það ekki endilega vísbending um að orðið sé ekki til ef það er ekki að finna í orðabókinni. Það er vegna þess að orðabókin er tiltölulega skammt á veg komin. Hún á að taka mið af íslenskum orðum frá miðri 16. öld en það eru bara engan veginn nægilega margir starfsmenn (og ekki nægt fjármagn) svo að verkinu miðar mjög hægt áfram. Það vantar fjölmörg orð og það vantar oft dæmi um notkun orða. Orðabók háskólans er því miður ekki Oxford English Dictionary, en hún er verk í vinnslu. --Cessator 15. september 2007 kl. 21:11 (UTC)
Þú gerir m.a. athugasemd við þá hugmynd að velta því fyrir sér hvort yfirleitt sé mögulegt að nota Vísindavefinn sem heimild eða ekki, en á sama tíma nefnir þú að Orðabók háskólans sé ekki orðin nein Oxford-orðabók og sé enn í vinnslu, sem er satt. Ég reikna nú með að sama gildi um Vísindavefinn; hann verði seint fullkláraður, en þú bendir á að ritsjórn þess vefs séu tveir menn, en ekki einn, eins og ég sagði: ok, tveggja manna ritsjórn ?! ÞV er reyndar sprenglærður og mikill nýyrðasmiður, en í greininni stakk hann upp á að nefna fyrirbærið mjólkurslæðu, þ.a. líklega er um nýyrði að ræða... -- Ok, ég læt gott heita í þessari umræðu. Thvj 16. september 2007 kl. 00:01 (UTC)