Dalalæða
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dalalæða (eining nefnd kerlingarvella, útgeislunarþoka eða næturþoka) er þoka, sem myndast á kyrrum nóttum eftir hlýjan sólskinsdag, en er varla meira en mittisdjúp. Neðsta loftlagið kólnar niður fyrir daggarmark vegna útgeislunar og myndar þokuslæðu nálægt yfirborðinu. Sumstaðar á landinu er dalalæðan nefnd kerlingarlæða, láreykur og völsavilla.

