Laugarbakki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Laugarbakki er þorp sem liggur u.þ.b. 1 km frá þjóðvegi 1 í Miðfirði, Vestur-Húnavatnssýslu. Þar búa 76 manns.

Laugarbakki skiptist í þrjá kjarna, stærsti og nyrsti kjarninn (sem liggur næst þjóðvegi 1) er m.a. með félagsheimili, sundlaug (sem hefur verið breytt í 2 heita potta) og verslun, mið-kjarninn samanstendur af nokkrum húsum, þ.á m. íbúðum fyrir aldraða og loks er þriðji (og styðsti) kjarninn sem er skólahúsnæði og íbúðir kennara við skólann.

Eftir sameiningu hreppa og sveitarfélaga í Húnaþing vestra var grunnskólinn á Laugarbakka sameinaður grunnskóla Hvammstanga, starfsemi skólans er því skipt niður á þorpin tvö, þar sem eldri deildir eru á Laugarbakka, en yngri deildir á Hvammstanga.

Laugarbakkaskóli var áður heimavistarskóli, en nú er rekið Eddu-hótel þar yfir sumartímann.

Félagsheimilið Ásbyrgi á Laugarbakka er vettvangur fjölmargra ættarmóta yfir sumartímann.

Í hlíðinni fyrir ofan Laugarbakka, í landi Reykja, er hitaveita. Hún er í eigu Hitaveitu Húnaþings vestra og sér bæði Laugarbakka og Hvammstanga fyrir heitu vatni.

  Þessi grein sem tengist landafræði Íslands er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.
Á öðrum tungumálum