Snareðla
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Snareðla (Velociraptor) er risaeðlutegund sem lifði á seinni hluta krítartímabilsins. Af steingervingum virðist snareðlan hafa verið fótfrá ráneðla. Hún var allt að tveimur metrum á lengd og einn metri á hæð og vóg um 20 kg.
Í kvikmyndinni Júragarðinum voru sýndar snareðlur. Snareðlurnar í kvikmyndinni voru hafðar stærri en hinar raunverulegu snareðlur voru.
Í myndasögunum XKCD koma nokkrum sinnum fyrir persónur sem hafa orðið fyrir áfalli við að horfa á Júragarðinn og óttast árásir snareðla. Þessar persónur reyna að gera híbýli sín snareðluheld. Í raunveruleikanum er óþarfi að óttast snareðlur því þær eru útdauðar.

