Einkatölva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Einkatölva eða heimilstölva er heiti á tölvum, sem komu fyrst á markað á 8. áratug 20. aldar og voru nægjanlega smáar og ódýrar til að einstaklingar hefðu efni á að kaupa þær og nota heima fyrir. Með tilkomu einkatölva og notendavænna stýrikerfa og forrita hefst tölvubyltingin. Orðið einkatölva á yfirleitt við tölvukassann, sem inniheldur m.a. móðurborð, örgjörva og harðan disk, stýrikerfi, tölvuskjá og lyklaborð. Sumar einkatölvur hafa sambyggðan tölvukassa og skjá, t.d. Macintosh 128K og flestir nota einnig tölvumús. Fyrirtækið Microsoft hefur frá upphafi tölvubyltingar haft algjöra yfirburði í framleiðslu og markaðssetningu stýrikerfa fyrir einkatölvur, fyrst með DOS og síðar með Windows. Notkun fartölva hefur á síðari árum aukist mjög á kostnað borðtölva.