Austurvöllur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Austurvöllur er lítill garður í miðborg Reykjavíkur. Hann afmarkast af Vallarstræti, Pósthússtræti, Kirkjustræti og Thorvaldsensstræti. Síðastnefnda gatan er einmitt nefnd eftir Bertel Thorvaldsen, en stytta af honum stóð lengi á miðjum Austurvelli. Nú stendur stytta af Jóni Sigurðssyni þar sem hún stóð áður. Í kring um Austurvöll standa margar af merkari byggingum borgarinnar, þar á meðal Alþingishúsið, Hótel Borg og Landssímahúsið (en þar voru höfuðstöðvar Landsíma Íslands lengst af) og Dómkirkjan í Reykjavík liggur að hluta upp að honum. Austurvöllur er vinsæll meðal ungra Reykvíkinga til að koma saman á á góðviðrisdögum. Nokkur kaffihús, í byggingum sem tilheyra Austurstræti en einnig að Vallarstræti, hafa borð og stóla utandyra þegar veður leyfir.
[breyta] Óeirðir á Austurvelli 30. mars 1949
Miðvikudagurinn 30. mars 1949 stóð til að samþykkja lög um inngöngu Íslands í NATO, en á Austurvelli hafði þá samfnast mikill mannfjöldi, sem hugðist mótmæla lagasetningunni. Múgurinn hóf fyrirvaralaust að kasta grjóti á Alþingishúsið þ.a. stöðva varð þinghald um stundar sakir. Lögregla beitti síðar táragasi og kylfum til að dreifa mannjöldanum og þing gat haldið áfram og samþykkti lögin, sem ólgunni ollu.

