Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árið 1604 (MDCIV í rómverskum tölum) var hlaupár sem hófst á fimmtudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu, eða sunnudegi samkvæmt júlíska tímatalinu.
Undirritun Lundúnasáttmálans í Somerset House.
- 14. janúar - Hampton Court-fundurinn milli fulltrúa púritana og ensku biskupakirkjunnar átti sér stað.
- 22. mars - Karl hertogi var hylltur sem konungur Svíþjóðar á stéttaþingi í Norrköping í kjölfar þess að Jóhann hertogi af Austur-Gautlandi afsalaði sér kröfu til krúnunnar.
- 19. maí - Í Kanada var borgin Montreal stofnuð, þá Ville-Marie eða Borg Maríu en nafninu var síðar breytt.
- 15. september - Svíar biðu ósigur fyrir Pólsk-litháíska samveldinu í orrustunni við Weissenstein.
- 20. september - Spánverjar, undir stjórn Ambrosio Spinola, lögðu Oostende undir sig eftir þriggja ára umsátur.
- 24. október - Za Dengel var drepinn í orrustu og Jakob 1. varð aftur keisari Eþíópíu.
- 1. nóvember - Leikrit William Shakespeare, Óþelló, var sýnt í fyrsta skipti í Whitehall-höll í Englandi.
[breyta] Ódagsettir atburðir