Austurvöllur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nýja Kökuhúsið á Austurvelli árið 1975
Nýja Kökuhúsið á Austurvelli árið 1975

Austurvöllur er lítill garður í miðborg Reykjavíkur. Hann afmarkast af Vallarstræti, Pósthússtræti, Kirkjustræti og Thorvaldsensstræti. Síðastnefnda gatan er einmitt nefnd eftir Bertel Thorvaldsen, en stytta af honum stóð lengi á miðjum Austurvelli. Nú stendur stytta af Jóni Sigurðssyni þar sem hún stóð áður. Í kring um Austurvöll standa margar af merkari byggingum borgarinnar, þar á meðal Alþingishúsið, Hótel Borg og Landssímahúsið (en þar voru höfuðstöðvar Landsíma Íslands lengst af) og Dómkirkjan í Reykjavík liggur að hluta upp að honum. Austurvöllur er vinsæll meðal ungra Reykvíkinga til að koma saman á á góðviðrisdögum. Nokkur kaffihús, í byggingum sem tilheyra Austurstræti en einnig að Vallarstræti, hafa borð og stóla utandyra þegar veður leyfir.

[breyta] Óeirðir á Austurvelli 30. mars 1949

Miðvikudagurinn 30. mars 1949 stóð til að samþykkja lög um inngöngu Íslands í NATO, en á Austurvelli hafði þá samfnast mikill mannfjöldi, sem hugðist mótmæla lagasetningunni. Múgurinn hóf fyrirvaralaust að kasta grjóti á Alþingishúsið þ.a. stöðva varð þinghald um stundar sakir. Lögregla beitti síðar táragasi og kylfum til að dreifa mannjöldanum og þing gat haldið áfram og samþykkti lögin, sem ólgunni ollu.

  Þessi grein sem tengist landafræði Íslands er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.