Sjálfstæðisflokkurinn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- „Sjálfstæðisflokkurinn“ getur einnig átt við Sjálfstæðisflokkinn stofnaðan 1907.
Sjálfstæðisflokkurinn er stjórnmálaflokkur sem kennir sig við hægristefnu á Íslandi, stofnaður 1928 við sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins, sem hvorir tveggja spruttu upp úr sjálfsstæðishreyfingunni og hefur hann verið stærsti flokkur landsins síðan, sé miðað við kjörfylgi sem flokkurinn hefur fengið í kosningum. Mestu kosningu fékk flokkurinn 1933 48,0% og lélegustu 1987 27,2%.
Stefna flokksins nefnist Sjálfstæðisstefnan, en hún er tvíþætt: Annarsvegar „að vinna að varðveislu hins íslenska lýðveldis, sjálfstæðis og fullveldis og hagnýtingu gæða landsins í þágu íslenskra þegna“ og hinsvegar „að efla í landinu þjóðlega, víðsýna og frjálslynda framfarastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis, atvinnufrelsis og séreignar, með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“[1]
Efnisyfirlit |
[breyta] Leiðtogar flokksins
Flokkurinn hefur verið aðili að ríkisstjórn síðan 1991. Formaður flokksins er Geir H. Haarde. Flokkurinn hefur nú 25 sæti á Alþingi eftir kosningarnar 2007 en hafði 22 þingsæti fyrir þær kosningar. Allir formenn flokksins hafa gengt embætti forsætisráðherra á Íslandi. Jón Þorláksson var forsætisráðherra 1926-1927. Jón var formaður Sjálfstæðisflokksins frá stofnun til 1934. Ólafur Thors var forsætisráðherra 1942, 1944-1947, 1949-1950, 1953-1956 og 1959-1963. Ólafur leiddi Sjálfstæðisflokkinn frá 1934 til 1961. Bjarni Benediktsson var forsætisráðherra 1963-1970. Jóhann Hafstein var forsætisráðherra 1970-1971, Jóhann gengdi formennsku í Sjálfstæðisflokknum til 1973. Geir Hallgrímsson var forsætisráðherra 1974-1978 en formaður Sjálfstæðisflokksins til 1983. Geir sigraði Gunnar Thoroddsen í varaformannskjöri á landsfundi 1971 og tók við formennsku á Flokksráðsfundi 1973 er Jóhann Hafstein sagði af sér formennsku af heilsufarsástæðum. Þorsteinn Pálsson var forsætisráðherra 1987-1988 og Davíð Oddsson var forsætisráðherra 1991-2003. Geir H. Haarde tók við forsætisráðuneytinu 15. júní 2006. Davíð sigraði Þorstein í formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1991, Það var eina skiptið sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur tapað formannskjöri. Auk þeirra var sjálfstæðismaðurinn Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra 1980-1983. Sigurður Eggerz, einn af stofnendum Sjálfstæðisflokkins var forsætisráðherra í tvígang, 1914-1915 og 1922-1924. Einar Arnórsson ráðherra Íslands 1915-1918, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1931-1932. Magnús Guðmundsson fyrsti varaformaður Sjálfstæðisflokksins gengdi störfum forsætisráðherra frá andláti Jóns Magnússonar uns stjórn Jóns Þorlákssonar tók við sumarið 1926.
[breyta] Listi yfir formenn Sjálfstæðisflokksins
| Formaður | Kjörinn | Hætti | Kjördæmi | Þátttaka flokks í ríkisstjórnum | Forsætisráðherra |
| Jón Þorláksson | 29. maí 1929 | 2. október 1934 | Reykjavík | 1932-1934 | 1926-1927 |
| Ólafur Thors | 2. október 1934 | 22. október 1961 | Reykjanes | 1939-1942,1944-1956,1959-1961 | 1942, 1944-1947, 1949-1950, 1953-1956, 1959-1963 |
| Bjarni Benediktsson | 22. október 1961 | 10. júlí 1970 | Reykjavík | 1961-1970 | 1963-1970 |
| Jóhann Hafstein | 10. júlí 1970 | 12. október1973 | Reykjavík | 1970-1971 | 1970-1973 |
| Geir Hallgrímsson | 12. október1973 | 6. nóvember 1983 | Reykjavík | 1974-1978, 1983 | 1974-1978 |
| Þorsteinn Pálsson | 6. nóvember 1983 | 10. mars 1991 | Suðurland | 1983-1988 | 1987-1988 |
| Davíð Oddsson | 10. mars 1991 | 16. október 2005 | Reykjavík | 1991-2005 | 1991-2004 |
| Geir H. Haarde | 16. október 2005 | ? | Reykjavík | 2005-? | 2006-? |
[breyta] Listi yfir varaformenn Sjálfstæðisflokksins
| Varaformaður | Kjörinn | Hætti | Kjördæmi | Sat á Alþingi | Sat í ríkisstjórn fyrir flokkinn |
| Magnús Guðmundsson | 1929 | 1932 | Skagafjörður | 1916-1937 | 1920-1922, 1924-1927 & 1932-1934 |
| Ólafur Thors | 1932 | 1934 | Gullbringu og Kjósarsýsla | 1926-1964 | 1932, 1939-1942, 1944-1947, 1949-1956 & 1956-1963 |
| Magnús Guðmundsson | 1934 | 1937 | Skagafjörður | 1916-1937 | 1920-1922, 1924-1927 & 1932-1934 |
| Pétur Magnússon | 1937 | 1948 | Rangárvallasýsla | 1930-1937 Rangaárvallasýsla, 1942-1948 Reykjavík | 1944-1947 |
| Bjarni Benediktsson | 1948 | 1961 | Reykjavík | 1942-1970 | 1947-1956, 1959-1970 |
| Gunnar Thoroddsen | 1961 | 1965 | Reykjavík | 1934-1937 Snæfellsnes, 1942-1965 & 1971-1983 | 1959-1965, 1974-1978 |
| Jóhann Hafstein | 1965 | 1970 | Reykjavík | 1946-1978 | 1961, 1963-1971 |
| Geir Hallgrímsson | 1971 | 1973 | Reykjavík | 1970-1983 | 1974-1978, 1983-1986 |
| Magnús Jónsson frá Mel | 1973 | 1974 | Norðurland eystra | 1953-1974 | 1965-1971 |
| Gunnar Thoroddsen | 1974 | 1981 | Reykjavík | 1934-1937 Snæfellsnes, 1942-1965 & 1971-1983 | 1959-1965, 1974-1978 |
| Friðrik Sophusson | 1981 | 1989 | Reykjavík | 1978-1998 | 1987-1988, 1991-1998 |
| Davíð Oddsson | 1989 | 1991 | Reykjavík | 1991-2005 | 1991-2005 |
| Friðrik Sophusson | 1991 | 1999 | Reykjavík | 1978-1998 | 1987-1988, 1991-1998 |
| Geir H. Haarde | 1999 | 2005 | Reykjavík | 1987-? | 1998-? |
| Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir | 2005 | ? | Suðvestur | 1999-? | 2003-? |
[breyta] Kosningar
| Kosningar | Atkvæði | Sæti |
| 1946 | 39,5 | 20 |
| 1949 | 39,5 | 19 |
| 1953 | 37,1 | 21 |
| júní 1959 | 42,5 | 20 |
| október 1963 | 41,4 | 24 |
| 1967 | 37,5 | 23 |
| 1971 | 36,2 | 22 |
| 1974 | 42,7 | 25 |
| 1978 | 32,7 | 20 |
| 1979 | 35,4 | 21 |
| 1983 | 38,6 | 23 |
| 1987 | 27,2 | 18 |
| 1991 | 38,6 | 26 |
| 1995 | 37,1 | 25 |
| 1999 | 40,7 | 26 |
| 2003 | 33,7 | 22 |
| 2007 | 36,64 | 25 |
[breyta] Tengt efni
- Íslensk stjórnmál
- Stjórnmál
- Utanríkisráðherrar á Íslandi
- Forsætisráðherrar á Íslandi
- Reykjavík
- Fjármálaráðherrar á Íslandi
- SUS
- Frjálshyggja á Íslandi
[breyta] Heimildir
- ↑ http://vordur.hexia.net/faces/blog/list.do?id=9a4084b855dc16aa5f525455b1596110&category=L%C3%B6g%20f%C3%A9lagsins
[breyta] Tenglar
- Vefsíða Sjálfstæðisflokksins
- Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
- Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna
- Samband ungra sjálfstæðismanna
- Sjálfstæðiskonur
[breyta] Hliðstæðir flokkar erlendis
Á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins er vísað í eftirfarandi erlenda stjórnmálaflokka:
- Austurríki: Österreichische Volkspartei - ÖVP
- Bandaríkin: Republican National Committe - RNC
- Bretland: The Conservative Party
- Danmörk: Det Konservative Folkeparti
- Eistland: Pro Patria Union
- Finnland: Kokoomus
- Frakkland: Rassemblement pour la République
- Ítalía: Forza Italia
- Kanada: The Ontario PC Party
- Litháen: Lietuvos konservatorių
- Noregur: Hoyre
- Spánn: Partido Popular
- Svíþjóð: Moderata Samlingspartiet
- Þýskaland: Christlich Demokratische Union Deutschlands

