EJS
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() |
|
| Gerð: | Upplýsingafyrirtæki |
|---|---|
| Slagorð: | Það er til lausn á öllu |
| Stofnað: | 1937 |
| Staðsetning: | Grensásvegi 10 Reykjavík Ísland |
| Lykilmenn: | Bjarni Birgisson, stjórnarformaður EJS hf. |
| Starfsemi: | Upplýsingatækni |
| Vefslóð: | Heimasíða EJS hf. |
Fyrirtækið EJS hf. (áður Einar J. Skúlason) er umboðsaðili Dell á Íslandi. EJS hf. var stofnað af Einari J. Skúlasyni árið 1937 en fyrirtækið einbeitir sér nú að nútíma upplýsinga- og samskiptatækni.
[breyta] Saga
Starfsemin hófst með rekstri á skrifvélaverkstæði sem síðar varð að verslun og innflutnings- og þjónustufyrirtæki fyrir skrifstofuvélar. Fljótlega bættist einnig við sala á búðarkössum.
Í byrjun níunda áratugarins hóf fyrirtækið að þreifa fyrir sér í tölvumálum. Helstu bankastofnanir landsins gerðu við það langtímasamning um beinlínutengingu og heildartölvuvæðingu á afgreiðslukerfum. Í kjölfarið, árið 1984, var fyrirtækið gert að hlutafélagi. Skömmu síðar seldi Einar, stofnandi þess, nokkrum starfsmönnum hlut sinn og hætti alfarið afskiptum af fyrirtækinu fyrir aldurs sakir. Einar er nú látinn.
[breyta] Heimildir
- Um EJS. Skoðað 14. apríl, 2007.


