Seres (dvergstjarna)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Seres (einnig ritað Ceres) er dvergreikistjarna í smástirnabeltinu. Seres var uppgötvuð 1. janúar 1801 af Guiseppe Piazzi (1746-1826). Hún var upphaflega flokkuð sem reikistjarna, síðar sem smástirni og frá 2006 sem dvergreikistjarna.