Spjall:Brokey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hvað þýðir orðið mynni sem er í greininni? --Steinninn 04:58, 10 maí 2007 (UTC)

fjarðarmynni er yst í firðinum, andstætt fjarðarbotni sem er innst. --Akigka 10:05, 10 maí 2007 (UTC)

Þetta er frekar óskiljanlegt og uppbygging setninga súrrealísk:

Landslag á eyjunni líkist frekar landi stærðarinnar vegna og nálægðar við aðrar eyjar. Mikill munur er á flóði og fjöru við Brokey og eyjunnum í kring, það getur verið ófært á bát milli eyjanna vegna fjöru, þá fjara á milli þeirra og þær tengjast. Brokey tengist þá 5-6 öðrum eyjum á háfjöru þ.á.m. Öxney.

Og allt þetta í dag (hvað er að: um þessar mundir, núna osfrv?) sem þó það sé notað stendur hér út úr kú:

Myllan var staðsett við brú sem tengir Brokey við Norðurey, í dag stendur aðeins hús myllunar eftir. Búið var í eyjunni til 1980 en þá lagðist heilsárs búskapur af, í dag er ekki búið í eyjunni en hún notuð til beitingar fyrir fé, svo er æðardúnn enn nýttur sem og fyrstu Svartbakseggin.

Þetta þarf höfundur greinar að laga. Ég gæti gert það, en ég þarf fyrst að vita hvað þetta þýðir: Landslag á eyjunni líkist frekar landi stærðarinnar vegna... Og já, öll fyrsta tilvitnunin. Fróðleg grein samt sem áður, en dæmi um fljótvirknisleg skrif. Hakarl 10:13, 10 maí 2007 (UTC)

Bara að henda sér í að breyta... líklega er átt við að eyjan sé oft á tíðum meira eins og nes en eyja þar sem hún er nálægt landi og tengist öðrum eyjum á háfjöru. --Akigka 11:15, 10 maí 2007 (UTC)

Er það víst að um sé að ræða svartbaksegg - en ekki svartfuglsegg? Hef aldrei heyrt talað um svartbaksegg sem eitthvert góðgæti, en það má vera mína heimska. Hakarl 12:58, 10 maí 2007 (UTC)