Spjall:Ítalía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Greinin Ítalía er gæðagrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera mjög vandaða grein. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug.

[breyta] Taflan: Héruð

Það er svolítið fyndið að taflan segir: "Nafn á íslensku" og "Nafn á ítölsku"; þar sem að flest nöfnin eru ekki á íslensku heldur bara "íslenskuð" í stafsetningu. Væri ekki frekar lýsandi að kalla þetta: "Nafn á ítölsku" og svo þar á eftir "Íslenskun" eða eitthvað? Annars er þetta dúndurgóð grein! --Stefán Örvarr Sigmundsson 01:00, 28 júlí 2007 (UTC)

En hvað með bara "hérað" og svo "nafn á ítölsku" ? Flest íslensku nöfnin eru íslenskun á latnesku heiti héraðsins (eins og t.d. í ensku) en sum eru þýðing (Langbarðaland, Ágústudalur, Fjallaland). --Akigka 01:15, 28 júlí 2007 (UTC)