Notandaspjall:Rockstar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Velkomin(n) á íslensku Wikipediu!

Takk fyrir að skrá þig á frjálsa alfræðiritið. Við erum afar þakklát fyrir framlag þitt til þessa samvinnuverkefnis. Meginreglurnar eru einungis þrjár og þær eru afar einfaldar: á Wikipediu eru engar frumrannsóknir, allt er skrifað frá hlutlausu sjónarmiði og það þarf að vera hægt að staðfesta upplýsingar í öðrum heimildum.

  • Ef þú hefur ekki skoðað kynninguna, þá er þetta tilvalinn tími!
  • Leiðbeiningar um hvernig er best að byrja nýja síðu eru gagnlegar fyrir byrjendur.
  • Aðrir notendur hafa tekið saman nokkur atriði sem er gott að hafa í huga þegar þú semur fyrstu greinina þína. Hafðu engar áhyggjur af tæknilegum atriðum, því það er til svindlsíða.
  • Handbókin er ómissandi þegar þú ert að skrifa eða breyta greinum. Þar eru einnig gagnlegir tenglar á síður með frekari leiðbeiningum.
  • Í Pottinum geturðu tekið þátt í umræðum og spurt almennra spurninga og samfélagsgáttin hefur svo tengla á ýmislegt fróðlegt um aðra notendur og margt fleira sniðugt.
  • Ef þú vilt njóta handleiðslu reyndari notanda geturðu beðið um að verða „ættleiddur“.
  • Einnig er hljálpin ómissandi ef þú vilt fræðast nánar um Wikipediu.

Ég vona að þú njótir þín vel hér á íslensku Wikipediunni. Hikaðu ekki við að hafa samband við mig á spjallsíðu minni ef þú hefur einhverjar spurningar. Gangi þér vel!

Krun 13. mars 2006 kl. 17:00 (UTC)

Don't speak Icelandic? Post {{Notandi is-0}} on your user page or put it into your babel box.
Do you want to be adopted?

[breyta] Verkfræðingur eða tæknimaður

Sæll Rockstar,

þú settir inn komment á spjallsíðuna mína þar sem þú sagðir að einhver (væntanlega ekki verkfræðingur) gæti móðgast við að vera kallaður civil engineer?! Ef þú lýkur þínu námi, sem ég býst við að þú gerir, skaltu vera stoltur af starfsheiti þínu, verkfræðingur = civil engineer, en það er lögverndað, þ.e. enginn annar en sá sem hefur til þess bæra menntun má skv. lögum kalla sig verkfræðing!! Þú getur meira að segja fengið vottorð (gegn gjaldi) hjá iðnaðarráðuneyti um að þú megir kalla þig verkfræðing.

Ath. á ensku getur engineer þýtt tæknimaður, vélsjóri eða tæknifræðingur, en civil engineer þýðir ekkert annað en verkfræðingur, þó oft sé átt við byggingaverkfræðing í enskumælandi löndum.

Mbkv, Thvj 22:35, 20 mars 2007 (UTC) (verkfræðingur, með vottorð upp á vasann)

Tjah það sem ég meinti nú meira var að allaveganna myndi ég þýða verkfræði yfir á ensku sem engineering en byggingaverkfræði myndi ég þýða sem civil engineering. Þannig að það sem ég meinti með að einhver gæti móðgast, snerist um það að flokka alla verkfræði sem byggingaverkfræði, ef þú skilur. T.d. eru verkfræðideildir í háskólum erlendis yfirleitt kallaðar engineering department eða eitthvað þess háttar, sem skiptist svo í undirdeildir, þar sem að ein deildin myndi vera civil engineering og önnur t.d. electrical engineering. En þetta skiptir nú allt saman engu máli, ég var bara aðeins að pæla. :)
Bestu kveðjur - Rockstar 00:40, 21 mars 2007 (UTC)
Rétt eins og ég skrifaði á spjallsíðunni um greinina Verkfræði þá er civil engineer á ensku ekki það sama og sivilingeniör á skandenavískum málum (með mismunandi stafsetningu). Civil enginneer þýðir ALLTAF (ekki bara oft) byggingaverkfræðingur á ensku, nema hugsanlega þegar maður frá skandenavíu (eða allavega undir miklum skandenavískum áhrifum) er að tjá sig ensku og gerir ser ekki grein fyrir merkingarmuninum á orðunum milli mála. Það næsta sem kemst íslenska orðinu verkfræðingur á ensku er M.Sc in engineering (sem ég veit um).

--Orri 04:16, 21 mars 2007 (UTC)

[breyta] Ófullnægjandi upplýsingar um mynd

Ein eða fleyri myndir sem þú hefur hlaðið inn hafa ekki fengið nægilegar upplýsingar til að við getum haldið þeim hér á Wikipedia. Vinsamlegast bættu við þeim upplýsingum sem beðið er um á innhlaðningarsíðunni á þær myndir sem þú átt í flokknum Ófullnægjandi upplýsingar um mynd eða skrá 2007, vika 22. Ef þetta verður ekki gert innan við viku þá verður þeim eytt. Ef þú hefur eitthverjar spurningar, þá er þér velkomið að skrifa mér línu í spjallinu mínu. --Steinninn spjall 12:24, 2 júní 2007 (UTC)