Spjall:Alexander Nehamas
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Edmund hvað?
| Hann er „Edmund N. Carpenter II Class of 1943 Professor í hugvísindum“ |
Ég átta mig ekki alveg á hvað þessi klausa þýðir og hvort hún er hálf-ensk eða alensk. --Stalfur 14:08, 30 júní 2007 (UTC)
- Hún er íslensk en þetta er heitið á prófessorsstöðunni. Banadrískt skólakerfi virkar svolítið öðruvísi en íslenskt. Margar prófessorsstöður er kostaðar af sjóðum sem auðmenn hafa gefið skólunum. Það kostar um 3,5 milljónir dollara að setja upp svona sjóð. Arðurinn nægir þá til að borga prófessornum laun og auka jafnt og þétt höfuðstólinn til að vinna gegn verðbólgu og hækka launin síðar meir. Með þessu móti er kostnaður við kennslu ekki að öllu leyti háður skólagjöldum og þ.a.l. nemendafjölda (eins og er vandi HÍ). Þegar maður setur upp svona sjóð til að kosta prófessorsstöðu fær maður að nefna hana eftir sér. Í þessu tilviki heitir staðan „Edmund N. Carpenter II Class of 1943 Professor of Humanities“. Edmund N. Carpenter II gaf sem sagt stöðuna og hann útskrifaðist 1943. Kannski gaf hann stöðuna í nafni útskriftarárgangs síns. Fyrstur til að gera þetta var sennilega rómverski keisarinn Hadríanus sem bjó til stöður við alla megin heimspekiskólana í Aþenu (í skólum stóumanna og epikúringa og við Akademíuna...). Breskir kóngar tóku upp á þessu þegar Oxford og Cambridge háskólarnir voru stofnaðir; þeir stólar eru enn til og kallast „Regius Professor of...“ (af rex sem þýðir kóngur). Stephen Hawking er núna Lucasian Professor of Mathematics (sem Isaac Newton gegndi m.a. á sínum tíma). Það mætti kannski breyta orðinu „professor“ í „prófessor“ en meira getum við ekki gert, því þetta er heiti stöðunnar, hún heitir þessu nafni rétt eins og skólinn heitir sínu. --Cessator 19:15, 30 júní 2007 (UTC)
- Ég er sammála því að þetta kemur hálfundarlega út á íslensku, alveg eins og t.d. setningin „Jón var nemandi í University of Cambridge í tvö ár og lærði þar hjá Chris sem var Barbara Bell Visiting Lecturer í Faculty of Mathematics... Hér er auðvitað notast við „rétt“ heiti en íslenskan hefur bara einstaklega litla getu til að fella inn í texta ensk heiti eins og þau koma af kúnni. Ofangreind setning væri eðlilegasti hlutur í heimi ef hún væri t.d. á dönsku. Á íslensku hljómar hún hins vegar stórundarlega. --Akigka 20:47, 30 júní 2007 (UTC)
- Og þar með afsannast að til sé á íslensku orð yfir allt sem er hugsað á jörðu. Nei, reyndar ekki, en þýðing á þessu heiti er samt ekki til og það er enn fremur engin hefð fyrir því að þýða heiti af þessu tagi, þaðan af síður hvernig þær eigi að vera. Undarlegt eða ekki, þá sé ég ekki betur en að þetta sé það sem við sitjum uppi með. Við erum þó ekki eins illa stödd og þú gefur í skyn; það er jú hefð fyrir því að tala um stærðfræðideild í stað Faculty of Mathematics eða Department of Mathematics. Og við erum að nota íslenskuð heiti háskólanna. Við gætum þess vegna auðveldlega sagt „Jón var nemandi á/við Cambridge-háskóla í tvö ár og lærði þar hjá Chris sem var Barbara Bell gestafyrirlesari við stærfræðideild háskólans.“ Ég sé ekki hvernig er hægt að komast hjá því að nefna stöðuna „Barbara Bell gestafyrirlesari“ þótt við þýðum allt annað yfir á íslensku. Þá er spurning hvað við gerum við Edmund N. Carpenter II Class of 1943 prófessorsstöðuna í hugvísindum. Við komumst ekki hjá því að nefna hana eftir Edmund N. Carpenter II; það er út í hött að breyta nafninu í Edmund N. Carpenter 2. sama hvað reglur um kóngafólk segja — slíkar hefðir eru ekki fyrir hendi nema hjá aðlinum. Við erum með „prófessor í hugvísindum“ nú þegar og spurningin er þá hvað við gerum við „Class og 1943“. Ætlum við að þýða það og segja að Nehamas gegni stöðu Edmund N. Carpenter II útskriftarárgangi 1943 prófessors í hugvísindum? Kemur það eitthvað betur út á íslensku? Ég held ekki. Og það sem meira er, enskan er tvíræð en tvíræðnin helst ekki í þýðingu og það er slæmt. Á heiti stöðunnar að endurspegla að hann hafi verið í útskriftarárgangi 1943 eða gaf hann stöðuna fyrir hönd og til heiðurs árgangsins? Þá ætti þetta að vera Edmund N. Carpenter II prófessor 1943 útskriftarárgansins í hugvísindum. --Cessator 21:33, 30 júní 2007 (UTC)
- Ein leiðin er að einangra setninguna frá textanum með því að nota gæsalappir eða skáletrun. Þá gegndi hann stöðu „Edmund N. Carpenter II Class of 1943“-prófessors við hugvísindadeild Princeton-háskóla. Veit ekki hvort það er betra samt. En þessi ósveigjanleiki íslenskunnar held ég að sé í beinu sambandi við málstefnuna eins og hún hefur verið á 20. öld. Mér finnst ég alltaf vera að lenda á stöðum þar sem er hvorki til þýðing né hefð fyrir þýðingu eða þýðingaraðferð. Eina leiðin er að búa til og finna upp, þótt það sé almennt séð ekki góð latína í alfræðiriti. --Akigka 21:41, 30 júní 2007 (UTC)
- Gæsalappir eru svo sem ekki slæm hugmynd (þær voru reyndar þarna fyrst). Íslenskan finnur sjálfsagt einhver úrræði þegar auðmenn hætta að gefa hús og byrja að gefa prófessorsstöður svo eitthvað af viti geti farið fram í húsunum. Þangað til neyðumst við hreinlega til að finna okkar eigin úrræði. Þær systur Þörf og Nauðsyn hafa mátt til þess að beygja reglur Wikipediu um hugtakaþýðingar :) --Cessator 21:52, 30 júní 2007 (UTC)
- Ég reyndar vissi af þessari sponsor-hefð í Ameríkunni en vildi endilega fá að vita hvort hægt væri að fegra þetta aðeins því að eins og þetta kemur af kúnni þá er bragðið rammt! --Stalfur 22:32, 30 júní 2007 (UTC)
- Gæsalappir eru svo sem ekki slæm hugmynd (þær voru reyndar þarna fyrst). Íslenskan finnur sjálfsagt einhver úrræði þegar auðmenn hætta að gefa hús og byrja að gefa prófessorsstöður svo eitthvað af viti geti farið fram í húsunum. Þangað til neyðumst við hreinlega til að finna okkar eigin úrræði. Þær systur Þörf og Nauðsyn hafa mátt til þess að beygja reglur Wikipediu um hugtakaþýðingar :) --Cessator 21:52, 30 júní 2007 (UTC)
- Ein leiðin er að einangra setninguna frá textanum með því að nota gæsalappir eða skáletrun. Þá gegndi hann stöðu „Edmund N. Carpenter II Class of 1943“-prófessors við hugvísindadeild Princeton-háskóla. Veit ekki hvort það er betra samt. En þessi ósveigjanleiki íslenskunnar held ég að sé í beinu sambandi við málstefnuna eins og hún hefur verið á 20. öld. Mér finnst ég alltaf vera að lenda á stöðum þar sem er hvorki til þýðing né hefð fyrir þýðingu eða þýðingaraðferð. Eina leiðin er að búa til og finna upp, þótt það sé almennt séð ekki góð latína í alfræðiriti. --Akigka 21:41, 30 júní 2007 (UTC)
- Og þar með afsannast að til sé á íslensku orð yfir allt sem er hugsað á jörðu. Nei, reyndar ekki, en þýðing á þessu heiti er samt ekki til og það er enn fremur engin hefð fyrir því að þýða heiti af þessu tagi, þaðan af síður hvernig þær eigi að vera. Undarlegt eða ekki, þá sé ég ekki betur en að þetta sé það sem við sitjum uppi með. Við erum þó ekki eins illa stödd og þú gefur í skyn; það er jú hefð fyrir því að tala um stærðfræðideild í stað Faculty of Mathematics eða Department of Mathematics. Og við erum að nota íslenskuð heiti háskólanna. Við gætum þess vegna auðveldlega sagt „Jón var nemandi á/við Cambridge-háskóla í tvö ár og lærði þar hjá Chris sem var Barbara Bell gestafyrirlesari við stærfræðideild háskólans.“ Ég sé ekki hvernig er hægt að komast hjá því að nefna stöðuna „Barbara Bell gestafyrirlesari“ þótt við þýðum allt annað yfir á íslensku. Þá er spurning hvað við gerum við Edmund N. Carpenter II Class of 1943 prófessorsstöðuna í hugvísindum. Við komumst ekki hjá því að nefna hana eftir Edmund N. Carpenter II; það er út í hött að breyta nafninu í Edmund N. Carpenter 2. sama hvað reglur um kóngafólk segja — slíkar hefðir eru ekki fyrir hendi nema hjá aðlinum. Við erum með „prófessor í hugvísindum“ nú þegar og spurningin er þá hvað við gerum við „Class og 1943“. Ætlum við að þýða það og segja að Nehamas gegni stöðu Edmund N. Carpenter II útskriftarárgangi 1943 prófessors í hugvísindum? Kemur það eitthvað betur út á íslensku? Ég held ekki. Og það sem meira er, enskan er tvíræð en tvíræðnin helst ekki í þýðingu og það er slæmt. Á heiti stöðunnar að endurspegla að hann hafi verið í útskriftarárgangi 1943 eða gaf hann stöðuna fyrir hönd og til heiðurs árgangsins? Þá ætti þetta að vera Edmund N. Carpenter II prófessor 1943 útskriftarárgansins í hugvísindum. --Cessator 21:33, 30 júní 2007 (UTC)
- Ég er sammála því að þetta kemur hálfundarlega út á íslensku, alveg eins og t.d. setningin „Jón var nemandi í University of Cambridge í tvö ár og lærði þar hjá Chris sem var Barbara Bell Visiting Lecturer í Faculty of Mathematics... Hér er auðvitað notast við „rétt“ heiti en íslenskan hefur bara einstaklega litla getu til að fella inn í texta ensk heiti eins og þau koma af kúnni. Ofangreind setning væri eðlilegasti hlutur í heimi ef hún væri t.d. á dönsku. Á íslensku hljómar hún hins vegar stórundarlega. --Akigka 20:47, 30 júní 2007 (UTC)

