Spjall:Tölva
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hvenær breyttist inntak og úttak í ílag og frálag? -- Akigka
[breyta] Talva??
Þetta er bara rugl - að mínu viti - að hafa tilvísun af talva inn á tölva. Vafasöm fagurfræði svo ekki sé meira sagt. - Hákarl --85.220.62.34 18:06, 29 ágúst 2007 (UTC)
- Heldur þú ekki að fólk sem slær inn "Talva" í leitarboxið til vinstri vilji komast á síðuna þar sem er fjallað um tölvur, eða hvað? Stefán 18:10, 29 ágúst 2007 (UTC)
- Nei, tilvísanir eru einmitt fyrir samheiti og algengar stafsetningarvillur. Þetta er því í góðu lagi. Það er verra þegar menn eru að búa til tilvísanir fyrir hverja einustu fallbeygingu o.s.frv. Það er tæknilegt vandamál sem á ekki að leysa með tilvísunum. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 29. ágúst 2007 kl. 19:01 (UTC)
- Það eru margir sem halda að nf. orsins tölva sé talva, og það kemur meira að segja fram í greininni. Ergo eru margir sem slá inn talva í leitarboxið til að komast á þessa síðu. Þetta er ekki nærrum því það sama og að skrá inn allar fallbeygingarmyndir. --Baldur Blöndal 29. ágúst 2007 kl. 22:09 (UTC)

