Pergament

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þýskur bókbindari á 16. öld.
Þýskur bókbindari á 16. öld.

Pergament eða bókfell var verkað skinn sem notað var til að skrifa á bækur og önnur rit. Íslendingasögurnar voru skrifaðar á pergament (oftast talað um bókfell). Bækur í slíku formi eru oftast kallaðar skinnhandrit.

Pergament er ósútað skinn, rotað, skafið og sléttað. Skinnið er einkum af kálfum, kindum og geitum. Farið var að nota pergament í handrit á 2. öld og hélst svo uns pappír leysti það af hólmi. Pergament var (og er) einnig notað við bókband og í trumbur.

[breyta] Tengill

  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.