Kleifahreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kleifahreppur var hreppur í Vestur-Skaftafellssýslu, kenndur við bæinn Kleifar á Síðu.

Árið 1892 var Kleifahreppi skipt í tvennt um Geirlandsá. Varð vestari hlutinn að Kirkjubæjarhreppi og hinn eystri að Hörgslandshreppi. Þeir sameinuðust á ný hinn 10. júní 1990, ásamt Álftavershreppi, Leiðvallarhreppi og Skaftártunguhreppi undir nafninu Skaftárhreppur.

  Þessi grein sem tengist landafræði Íslands er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.