Geir H. Haarde
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Geir H. Haarde (GHH) | |
| Fæðingardagur: | 8. apríl 1951 (56 ára) |
| Fæðingarstaður: | Reykjavík |
| 1. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður | |
| Flokkur: | |
| Þingsetutímabil | |
| 1987-1991 | í Reykv. fyrir Sjálfstfl. |
| 1991-2003 | í Reykv. fyrir Sjálfstfl. ✽ |
| 2003- | í Reykv. s. fyrir Sjálfstfl. ✽ |
| ✽ = stjórnarsinni | |
| Embætti | |
| 1988-1998 | Formaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins |
| 1991-1998 | Formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs |
| 1989-1991 | 1. varaforseti neðri deildar |
| 1991-1998 | Þingflokksformaður |
| 1995-1998 | Formaður utanríkismálanefndar |
| 1998-2005 | Fjármálaráðherra |
| 2005-2006 | Utanríkisráðherra |
| 2006- | Forsætisráðherra |
| Tenglar | |
| Æviágrip á vef Alþingis | |
Geir Hilmar Haarde (fæddur 8. apríl 1951) er formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra Íslands frá 15. júní 2006.
Geir lauk stúdentsprófi frá MR 1971. Geir starfaði sem blaðamaður Morgunblaðsins um sumrum 1972-1977. BA-próf í hagfræði frá Brandeis-háskóla, Bandaríkjunum, 1973. MA-próf í alþjóðastjórnmálum frá Johns Hopkins-háskóla, Bandaríkjunum, 1975. MA-próf í hagfræði frá Minnesota-háskóla, Bandaríkjunum, 1977. Árið 2007 veitti Minnesota-háskóli honum heiðursdoktorsnafnbót. Geir vann sem hagfræðingur í alþjóðadeild Seðlabanka Íslands 1977-1983. Aðstoðarmaður Alberts Guðmundssonar, fjármálaráðherra 1983-85 og Þorsteins Pálssonar 1985-87.
Geir hefur setið á Alþingi síðan 1987 fyrir Reykjavík. Áður var Geir skipaður fjármálaráðherra árið 1998. Geir var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar. Geir tók við embætti utanríkisráðherra og formennsku í Sjálfstæðisflokknum af Davíð Oddssyni, er hann hvarf af vettvangi stjórnmála á árinu 2005.
| Fyrirrennari: Halldór Ásgrímsson |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |
|||
| Fyrirrennari: Davíð Oddsson |
|
Eftirmaður: Valgerður Sverrisdóttir |
|||
| Fyrirrennari: Friðrik Sophusson |
|
Eftirmaður: Árni M. Mathiesen |
|||
| Fyrirrennari: Davíð Oddsson |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |
|||
| Fyrirrennari: Friðrik Sophusson |
|
Eftirmaður: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir |
|||
| Fyrirrennari: Jón Magnússon |
|
Eftirmaður: Vilhjálmur Egilsson |
|||
[breyta] Tengill
Flokkar: Æviágripsstubbar | Formenn Sjálfstæðisflokksins | Forsætisráðherrar Íslands | Utanríkisráðherrar Íslands | Fjármálaráðherrar Íslands | Alþingismenn | Þingmenn Sjálfstæðisflokksins | Handhafar stórriddarakross með stjörnu Hinnar íslensku fálkaorðu | Handhafar stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu | Fólk fætt árið 1951

