Lalli Johns
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Samnefnd kvikmynd hefur verið gerð um Lalla Johns, hana má finna á Lalli Johns (kvikmynd).
Lalli Johns (fæddur 12. september 1951) er íslenskur smáglæpamaður. Hans raunverulega nafn er Lárus Björn Svavarsson.
Sagan segir að viðurnefnið hafi Lalli fengið þegar hann stal Johnson skrúfumótor.[heimild vantar] Lalli er þekktur smáglæpamaður á Íslandi. Árið 2001 gerði Þorfinnur Guðnason heimildarmynd um Lalla sem bar hinn stutta en lýsandi titil Lalli Johns.
[breyta] Auglýsing Öryggismiðstöðvarinnar
Árið 2007 lék Lalli í auglýsingum fyrir Öryggismiðstöðina, sem sýndar voru í sjónvarpi við mismunandi viðbrögð áhorfenda. Öryrkjabandalagið kærði auglýsingastofuna Himin og haf, sem framleiddi auglýsingarnar, til Sambands íslenskra auglýsingastofa.
Í bréfi Örykjabandalagsins segir að slík myndbirting sem átti sér stað brjóti gegn almennri velsæmiskennd sbr. 1.gr. siðareglna SÍA. Í 4. gr. siðareglnanna segir m.a að augýsingar skuli ekki brjóta í bága við allmenna góða siði og skuli ekki vanvirða mannlega sæmd.[1] Auglýsingarnar voru seinna teknar úr sýningu.
[breyta] Heimildir
Öryrkjabandalagið kærir auglýsingar með Lalla Johns
- ↑ Vefsíða SÍA: Siðareglur. Skoðað 4. ágúst, 2007.

