16. öldin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Árþúsund: | 2. árþúsundið |
| Aldir: | 15. öldin - 16. öldin - 17. öldin |
| Áratugir: |
Fyrsti Annar Þriðji Fjórði Fimmti |
| Flokkar: | Fædd - Dáin Stofnað - Lagt niður |
16. öldin er tímabilið frá byrjun ársins 1501 til enda ársins 1600.
[breyta] Helstu atburðir og aldarfar
Karl V keisari hins Heilaga rómverska ríkis af ætt Habsborgara, ríkti á Spáni sem Karl I. Hann réði yfir heimsveldi sem náði um allan hnöttinn, svo sagt var að sólin settist aldrei í ríki hans.
- Spunarokkurinn, sem var fundinn upp löngu fyrr í Kína eða á Indlandi, olli byltingu í vefnaðariðnaði í Evrópu.
- Mótmælendatrú fór eins og eldur í sinu um Norður-Evrópu í kjölfar þess að Marteinn Lúther negldi 95 greinar um trúarlegar umbætur á kirkjudyrnar í Wittenberg 1517. Siðaskiptin áttu sér síðan stað í nokkrum löndum, meðal annars á Íslandi 1541-1550 í kjölfar siðaskipta Kristjáns III í Danmörku 1537.
- Ferdinand Magellan leiddi fyrstu hnattferðina 1519-1522 og Evrópubúar hófu tilraunir til skipulegs landnáms í Nýja heiminum.
- Spánverjar og Portúgalar lögðu Suður-Ameríku, Mið-Ameríku og Karíbahafið undir sig og Gullöld Spánar stóð yfir á valdatíma Karls V 1516-1556.
- Elísabetartímabilið hófst í Englandi þegar Elísabet I varð drottning 1558.
- Tyrkjaveldi náði hátindi sínum undir Súleiman mikla (d. 1566).
- Hollendingar gerðu uppreisn gegn Spáni 1568 og Áttatíu ára stríðið hófst.
- Gregoríska tímatalið var tekið upp í flestum kaþólskum löndum eftir páfabullu Gregoríusar XIII páfa 24. febrúar 1581.
Ár og áratugir 16. aldar

