Tónakvartettinn og Grettir Björnsson - Svífur um mar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Svífur um mar
Forsíða breiðskífu
Bakhlið breiðskífu
Tónakvartettinn og Grettir Björnsson – SG - 542
Gefin út 1969
Tekin upp {{{Tekin upp}}}
Tónlistarstefna Dægurlög
Lengd
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjóri
Tónakvartettinn og Grettir Björnsson – Tímatal

Tónakvartettinn og Grettir Björnsson er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1969. Á henni flytja Tónakvartettinn og Grettir Björnsson fjögur lög. Ljósmynd á framhlið tók Þorsteinn Gíslason, skipstjóri.

[breyta] Lagalisti

  1. Svífur um mar - Lag - texti: Stig Olin — Friðrik A. Friðriksson - Hljóð Hljóðdæmi.
  2. Kostervalsinn - Lag - texti: D. Hellström — Baldur Pálmason
  3. Ég kveð - Lag - texti: Sænskt alþýðulag — Iðunn Steinsdóttir
  4. Stýrimannavalsinn - Lag - texti: Markussen — Iðunn Steinsdóttir

[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags

   
Tónakvartettinn og Grettir Björnsson - Svífur um mar
Tónakvartettinn frá Húsavík var því, sem nœst óþekktur þegar hann söng inn á sína fyrstu hljómplötu fyrir tœpum þremur árum. En platan vakti athygli á góðum söng kvartettsins og síðan hefur hann sungið víða um land og auk þess verið með sjálfstœða þœtti bœði í útvarpi og sjónvarpi. Á þessari plötu, sem hér er nú á ferðinni hefur Grettir Björnsson, hinn landskunni harmonikuleikari slegizt í hópinn og því ber hljómplatan heitið Tónakvartettinn og Grettir Björnsson. Þar að auki aðstoða við undirleik þeir Árni Scheving á bassa, Birgir Karlsson á gítar og Vilhjálmur Guðjónsson á klarinet. Útsetningar fyrir söng og undirleik gerði Magnús Ingimarsson. Teknir hafa verið fyrir fjórir gamalkunnir „sjómannavalsar" frá Norðurlöndunum. Þó að þetta séu ekki lög í þeim anda, sem þeir félagarnir frá Húsavík hafa tekið til meðferðar á sinni söngskrá, þá bregðast þeir ekki aðdáendum sínum hér, því lögin leiftra af fjöri í meðferð þeirra.
   
Tónakvartettinn og Grettir Björnsson - Svífur um mar
 
— Svavar Gests