Ellý Vilhjálms - Ég veit þú kemur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég veit þú kemur
Forsíða breiðskífu
Bakhlið breiðskífu
Elly Vilhjálms – SG - 535
Gefin út 1968
Tekin upp {{{Tekin upp}}}
Tónlistarstefna Dægurlög
Lengd
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjóri
Elly Vilhjálms – Tímatal

Elly Vilhjálms syngur er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1968. Á henni flytur Elly Vilhjálms fjögur lög.

[breyta] Lagalisti

  1. Heyr mína bæn
  2. Brúðkaupið
  3. Ég veit þú kemur
  4. Lítill fugl

[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags

   
Ellý Vilhjálms - Ég veit þú kemur
Á þessa hljómplötu hefur verið safnað saman fjórum vinsœlustu lögunum af fjórum öðrum hljómplötum, sem allar hafa verið ófáanlegar um langt skeið. Ber þar fyrst að telja lagið Lítill fugl eftir Sigfús Halldórsson við ljóð Arnar Arnarsonar. Það má eiginlega segja, að þetta lag hafi orðið til þess að vekja athygli á Elly Vilhjálms fyrir frábœran söng. Siðan kemur hið fallega lag Oddgeirs Kristjánssonar við texta Ása í Bœ, Ég veit þú kemur. Þetta lag var á sínum tíma gefið út á hliómplötu í mjög litlu upplagi, en þó nógu stóru til þess, að hinn ágœti söngur Ellyar gerði lagið vinsœlt. Þá kemur Brúðkaupið, sem er erlent lag með texta eftir Árelíus Nielsson. Þetta lag söng Elly inn á hljómplötu snemma á árinu 1965 og hefur engin hljómplata selzt í eins stóru upplagi hér á landi, enda varð lagið gífurlega vinsœlt. Síðar á sama ári söng hún svo Heyr mína bæn á hljómplötu, en það lag er jafnvel enn betra en Brúðkaupið og er það sennilega eitt allra vinsœlasta lag Ellyar, því að ennþá heyrist það af og til í óskalagaþáttum útvarpsins. Lagið er erlent en textinn eftir Ólaf Gauk.
   
Ellý Vilhjálms - Ég veit þú kemur
 
— Svavar Gests