Fornenska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fornenska (Englisc) var germanskt tungumál sem varð til úr máli Saxa og Engla, sem komu til Englands nokkru eftir að Rómverjar hurfu þaðan. Saxar og Englar komu frá Saxlandi og Slésvík.

Efnisyfirlit

[breyta] Þróun

[breyta] Germanskur uppruni

Mestu áhrif að mótun fornensku í orðaforða og myndun setninga komu frá arfleifð germanskra mála.

Eins og mörg germönsk mál var sterk fallbeyging í fornensku. Hún beygðist í 5 föllum; nefnifalli, þolfalli, þágufalli, eignarfalli og tækisfalli.

[breyta] Fornenskar bókmenntir

Merkar bókmenntir eru til á fornensku, t.d. Bjólfskviða. Meðal helstu rithöfunda má nefna Alfreð mikla, öðru nafni Elfráð ríka og Ælfric eða Elfrík munk.

[breyta] Fornenska og íslenska

Fornensku svipar til nútíma íslensku að mörgu leyti en nútíma enska varð fyrir miklum áhrifum frá frönsku eftir að Normannar náðu völdum á Englandi 1066. Fyrir neðan er tafla með nokkrum dæmum um skyldleika málanna:

Enska Fornenska Íslenska
age ealdor aldur
appearance onsyn ásýnd
art list list
bane bana bani
bow boga bogi
commander heretoga herforingi
embrace fæðmian faðma
entry ongong inngangur
happiness sæl sæla
know cunnan kunna
neck hals háls
peace frið friður
whale hwæl hvalur
Wikipedia
Wikipedia: Fornenska, frjálsa alfræðiritið
  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.