1. ágúst
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Júl – Ágúst – Sep | ||||||
| Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
| 1 | 2 | 3 | 4 | |||
| 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
| 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
| 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
| 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
| 2007 Allir dagar |
||||||
1. ágúst er 213. dagur ársins (214. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 152 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- Ásgeir Ásgeirsson (1952), Kristján Eldjárn (1968), Vigdís Finnbogadóttir (1980) og Ólafur Ragnar Grímsson (1996) tóku öll við embætti forseta Íslands þennan dag.
- 1836 - Jón Espólín, sýslumaður Skagfirðinga, lést. Hann var einn allra afkastamesti annálaritari Íslendinga.
- 1874 - Ný stjórnarskrá fyrir Ísland gekk í gildi. Sérstakt stjórnarráð fyrir Ísland var stofnað í Kaupmannahöfn.
- 1876 - Aurafrímerki tóku við af skildingafrímerkjum á Íslandi.
- 1897 - Oddfellowreglan á Íslandi var stofnuð með áherslu á bræðralag og samhjálp.
- 1914 - Þýskaland lýsti stríði á hendur Rússlandi.
- 1935 - Opnað var talsímasamband við útlönd, en frá 1906 hafði verið ritsímasamband. Fyrsta símtalið var samtal Hermanns Jónassonar forsætisráðherra og Kristjáns konungs tíunda.
- 1954 - Sambandsríki Ródesíu og Nýasalands var stofnað.
- 1960 - Benín hlaut sjálfstæði frá Frakklandi.
- 1964 - Franskir vísindamenn stóðu fyrir eldflaugarskoti af Mýrdalssandi til að mæla rafeindir og róteindir í gufuhvolfinu. Annarri eldflaug var skotið viku síðar. Þær náðu um 400 kílómetra hæð.
- 1996 - Menntaskólinn Hraðbraut var stofnaður.
- 2005 - Abdullah bin Abdul Aziz al-Saud tók við embætti konungs Sádí-Arabíu við lát hálfbróður síns Fahd.
[breyta] Fædd
- 10 f.Kr. - Claudíus, keisari Rómar (d. 54).
- 1837 - Mary Harris, írskur verkalýðsleiðtogi (d. 1930).
- 1906 - W.K.C. Guthrie, skoskur fornfræðingur (d. 1981).
[breyta] Dáin
- 1464 - Cosimo de'Medici, leiðtogi lýðveldisins Flórens (f. 1389).
- 1836 - Jón Espólín, sýslumaður og annálaritari (f. 1769).
- 2004 - Sidney Morgenbesser, bandarískur heimspekingur (f. 1921).
- 2005 - Fahd bin Abdul Aziz al-Saud, konungur Sádí-Arabíu (f. 1923).
| Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
|---|
| Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |

