Hamrarnir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Hamrarnir | |||||||||||||||||||||||||||||||||
| Fullt nafn | Hamrarnir | ||||||||||||||||||||||||||||||||
| Gælunafn/nöfn | Hamrar | ||||||||||||||||||||||||||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Stofnað | 29. desember 2001 | ||||||||||||||||||||||||||||||||
| Leikvöllur | KA-völlur | ||||||||||||||||||||||||||||||||
| Stærð | 500 | ||||||||||||||||||||||||||||||||
| Stjórnarformaður | Þorgeir Rúnar Finnsson | ||||||||||||||||||||||||||||||||
| Knattspyrnustjóri | Stefán Rúnar Árnason | ||||||||||||||||||||||||||||||||
| Deild | 3. deild karla | ||||||||||||||||||||||||||||||||
| 2007 | 3. sæti D-riðils | ||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Hamrarnir eru knattspyrnufélag frá Akureyri. Liðið var upprunalega stofnað 29. desember 2001 af fjölmörgum félögum í framhaldsskólunum á Akureyri. 30. október árið 2005 var félagið formlega stofnað og tók sumarið 2006 þátt í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í fyrsta skiptið.
Árangur liðsins var ekki góður á fyrsta ári þess í 3. deildinni. Liðið sigraði aðeins einn leik, gerði eitt jafntefli en tapaði tíu leikjum og endaði í neðsta sæti D-riðils. Hamrarnir tóku þátt í VISA-bikarkeppninni féll félagið út í fyrstu umferð í fyrsta alvöru keppnisleik liðsins. Markahæsti leikmaður liðsins var Gunnar Þórir Björnsson með fjögur mörk. Á lokahófi félagsins var varnarmaðurinn Magnús Stefánsson valinn besti leikmaður tímabilsins. Þjálfari var Einar Sigtryggsson.
Miklar breytingar urðu á liði Hamranna eftir fyrsta tímabil félagsins. Stefán Rúnar Árnason tók við stjórn Hamranna og sankaði félagið að sér nýjum leikmönnum flesta frá KA og árangur liðsins bættist til muna. Liðið sigraði sex leiki, gerði tvo jafntefli og tapaði fjórum leikjum og enduðu í 3.sæti D-riðils með 20 stig og markatöluna 37-25. Hamrarnir tóku einnig þátt í VISA-bikar keppni karla og komust í 2. umferð eftir að hafa unnið Snört í forkeppni og Hvöt í fyrstu umferð. Bjarni Pálmason var markahæsti leikmaður liðsins með sextán mörk í ellefu deildarleikjum. Á lokahófi félagsins var Bjarni síðan einnig kosinn leikmaður ársins.
Stofnuð var kvennadeild innan Hamranna árið 2007 og tók kvennalið félagsins þátt í B-riðli 1. deildar. Kvennaliðið endaði í 3.sæti og voru því eins og karlaliðið einu sæti frá því að komast í úrslitakeppni um sæti í efri deild. Liðið sigraði sex leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði fimm leikjum. Þátttakan í VISA-bikarkeppni kvenna var stutt því Hamrarnir duttu út í fyrstu umferð. Markahæst var Guðrún Soffía Viðarsdóttir með níu mörk í ellefu leikjum.
Hamrarnir eru núverandi Íslandsmeistarar (2006) í bandý.
Stjórn Hamranna:
- Formaður: Þorgeir Rúnar Finnsson
- Varaformaður: Hannes Rúnar Hannesson
- Gjaldkeri: Gunnar Þórir Björnsson
- Ritari: Sindri Kristjánsson
- Meðstjórnandi: Bjarni Herrera Þórisson
[breyta] Núverandi leikmenn
- Markmenn:
- Varnarmenn:
- Miðjumenn:
- Framherjar:

