Jórturdýr
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
|
|||||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Amerísk fjallageit (Oreamnos americanus)
|
|||||||||||
| Vísindaleg flokkun | |||||||||||
|
|||||||||||
|
|
|||||||||||
|
Jórturdýr (fræðiheiti: Ruminantia) nefnast þau dýr sem eru grasætur og með hófa (eða klaufir í flestum tilfellum).
Aðaleinkenni jórturdýra er að þau melta fæðuna í tveimur stigum. Í fyrsta lagi grípur jórturdýr niður, tyggur þá grasið og kyngir. Síðan elgir það fæðunni upp lítið eitt meltri (þ.e.a.s. selur henni upp í munnholið), tyggur hana þá aftur (jórtrar) og kyngir síðan enn á ný og þá taka bakteríur vambarinnar við og brjóta niður trénið í tuggunni.
Jórturdýr hafa fjóra magasekki sem kallast keppur (rumen), laki (psalterium), vinstur (abomasus) og vömb (reticulum).
Eiginleg jórturdýr (Pecora) greinast í slíðurhyrninga (með slóhorn, sem sitja alla æfi) og kvíslhyrninga með greinótt horn (sem falla tíðast árlega).


