Wikipedia:Merkisáfangar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hér eru skrásettir nokkrir af þeim stóru og smáu sigrum sem íslenska Wikipedia og systurverkefnin íslensku hafa unnið frá upphafi, endilega bætið við listann.
- 06.12.2002: skandinavískur hópur Wikipedianörda sem kallar sig WIKIng setti inn kynningu á sjálfum sér, fyrsta hreyfingin.
- 23.11.2003: breyting númer tvö, grein um Finnland búin til á einhverju hrognamáli frá meginlandinu.
- 05.12.2003: fyrrnefnd grein um Finnland þýdd á íslensku, fyrsti votturinn um það tungumál, saga íslensku Wikipedia hefst í raun hér.
- 26.12.2003: glæsileg forsíða býður nýja höfunda velkomna, allt ætlar undan að láta vegna gífurlegrar ásóknar.
- 18.03.2004: hvorki meira né minna en 100 greinar!
- 29.03.2004: 200 greinar! hvar endar þetta?
- 11.06.2004: þrír notendur (Bjarki, Sindri og Smári) ná að sannfæra æðri yfirvöld um það að veita sér stjórnendatign, hefst þá skipulögð ógnarstjórn sem ekki sér fyrir endann á.
- 14.07.2004: Potturinn opnar (undir einhverju öðru nafni reyndar), samskipti millum notenda ná nýjum hæðum, ekki er aftur snúið.
- 18.07.2004: Ævar gerist möppudýr, íslenska Wikipedia er nú sjálfri sér næg um alla hluti.
- 27.08.2004: Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er fyrsta greinin sem samþykkt er sem úrvalsgrein, til hamingju.
- 27.08.2004: eitt þúsund greinar! #1000 var greinin 30. september.
- 07.09.2004: í andstöðu við allt sem er gott og réttlátt í þessum heimi framdi nafnlaus notandi hryðjuverk og skemmdi mikinn fjölda greina, því var kippt í liðinn hratt og örugglega.
- 18.09.2004: forsíða íslensku Wikibóka sett upp — saga íslenska Wikibókaverkefnisins hefst hér.
- 08.11.2004: Bjarki sækir um stjórnandaréttindi á íslenska Wikiquote og fær þau, ógnarstjórnin nemur lönd!
- 16.01.2005: forsíða íslenska Wikiquote formlega búin til; einhvers staðar verður allt að byrja.
- 16.01.2005: Snorri Sturluson er 1. greinin á íslenska Wikiquote!
- 20.02.2005: forsíðan sett í löngu tímabæra megrun, ný og fullkomin ásjóna Wikipedia laðar að.
- 21.02.2005: 2000 greinar! Skordýrafræði var kornið sem fyllti mælinn, heimsyfirráð blasa við.
- 06.08.2005: tengt er í lista yfir íslenskar hljómsveitir af b2.is, mikil þvæla fylgir í kjölfarið en einnig ein og ein ágætis breyting.
- 06.08.2005: sniðmengi er grein nr. 3000!
- 08.11.2005: rándýr er grein nr. 4000!
- 12.11.2005: Kjalar er grein nr. 5000!
- 13.11.2005: Bogey er grein nr. 6000!
- 13.11.2005: Pollý er grein nr. 7000!
- 29.12.2005: íslensk útgáfa Wikiheimildar hefur göngu sína.
- 24.02.2006: Hákarl er grein nr. 9000!
- 18.04.2006: Iceman er umbreytist í möppudýr á Wikibókum. Verkefnið er nú sjálfu sér nægt.
- 06.05.2006: Móðurborð er grein nr. 10000!
- 10.07.2006: skráðir notendur eru samtals 1000.
- 20.07.2006: útnefning gæðagreina hófst. Saharaverslunin og Sálfræði urðu fyrstar til að hljóta samþykki.
- 10.08.2006: Júpíter (guð) er grein nr. 11000!
- 05.11.2006: Hippías meiri (Platon) er grein nr. 12000!
- 22.01.2007: Catullus er grein nr. 13000!
- 20.03.2007: Íó (gyðjan) er grein nr. 14000!
- 04.05.2007: Alexander frá Afrodísías er grein nr. 15000!
- 22.06.2007: Sálin hans Jóns míns er grein nr. 16000!
- 25.06.2007: íslenska Wikiquote er sett upp spjallsvæði undir merkjum líðandi stundar (seinna breytt í Pottinn). Í kjölfarið ná samskipti notenda nýjum hæðum.
- 11.07.2007: íslenska Wikiheimild nær 1000 greinum með 201. kafla Ólafs sögu helga.
- 12.07.2007: Fréttablaðið birtir grein um íslensku Wikipediu undir fyrirsögninni: „Riddarar mannlegrar þekkingar“.
- 27.07.2007: List er 100. greinin á íslenska Wikiquote.
- 06.08.2007: Vínarhringurinn er grein nr. 17000!
- 11.08.2007: Möppudýrið og stjórnandinn sameinast í eina stöðu með því að allir stjórnendur eru gerðir að möppudýrum. Allsherjar ringulreið ríkir!
[breyta] Tengt efni
- Merkisáfangar íslensku Wikiheimildar
- Merkisáfangar íslensku Wikibóka
- Merkisáfangar íslenska Wikiquote
| Wikipedia samfélagið | |
|---|---|
| Potturinn | Samfélagsgátt | Gátlistinn | Handbókin | |
| Reglur: Hlutleysisreglan | Sannreynanleikareglan | Engar frumrannsóknir | Máttarstólpar Wikipedia | |
| Önnur stefnumál: Nafnavenjur | Flokkastaðall | Viðhald | Deilumál | Framkoma á Wikipediu | |
| Notendur: Möppudýr | Vélmenni | Aldur og búseta | Hver erum við? | Notendur eftir breytingafjölda | Notendakassar | |
| Annað: Samvinna mánaðarins | Tillögur að úrvalsgreinum | Tillögur að gæðagreinum | Bezt í heimi | Merkisáfangar | Hugtakaskrá | Wikistrætó | Ættleiða notanda |

