Kollafjarðarneskirkja
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Kollafjarðarneskirkja | ||
| Almennt | ||
| Prestakall: | Óþekkt | |
| Byggingarár: | 1909 | |
| Arkitektúr | ||
| Efni: | Steinsteypa | |
| Kirkjurýmið | ||
| Annað: | Friðuð | |
Kollafjarðarneskirkja stendur utarlega við norðanverðan Kollafjörð á Ströndum. Eftir að gömlu timburkirkjurnar á Felli í Kollafirði og Tröllatungu í Kirkjubólshreppi voru lagðar niður og sóknirnar sameinaðar, var ný kirkja reist þar árið 1909 og stendur hún enn. Kirkjan var reist á einu sumri og vígð þann 5. september. Kollafjarðarneskirkja er friðuð og er elsta steinsteypta hús í Strandasýslu.

