Hákon krónprins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hákon krónprins (Haakon Magnus) (f. 20. júlí 1973) er krónprins Noregs. Hann er sonur Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar.

[breyta] Fjölskylda

Þann 25. ágúst 2001 giftist Hákon Mette-Marit Tjessem Høiby, og við giftinguna varð hún krónprinsessa Noregs. Mette-Marit var einstæð móðir þegar þau kynntust, og varð það til þess að margir Norðmenn voru ekki alls kostar sáttir við konuefni prinsins. Nú er þó öldin önnur og flestir hafa tekið hana í sátt.

Hákon á tvö börn með Mette-Marit, Ingiríði Alexöndru (f. 21. janúar 2004) og Sverri Magnús (f. 3. desember 2005).


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það