New Orleans

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

New Orleans (borið fram [nu ˈorlɪnz]; franska: La Nouvelle-Orléans) er stór hafnarborg í Louisiana í Bandaríkjunum og er sögulega stærsta borg Louisiana. Borgin er staðsett í suðausturhluta Louisiana, við ánna Mississippi. Borgin á landamæri við Pontchartrainvatn í norðri og Mexíkóflóa í austri. Borgin er nefnd eftir Philippe II, hertoganum af Orléans. Borgin er ein elsta borg Bandaríkjanna og er þekkt fyrir fjölmenningarlega sögu, tónlist og matargerð og er talin vera fæðingarstaður jazztónlistar.

  Þessi grein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.