Knattspyrnufélag Vesturbæjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Knattspyrnufélag Vesturbæjar
Fullt nafn Knattspyrnufélag Vesturbæjar
Gælunafn/nöfn Vesturbæjarstórveldið [1]
Stytt nafn KV
Stofnað 2004
Leikvöllur KV-Park
Stærð 1 325
Deild 3.deild - B-riðill
2006 4. sæti
Litir liðs Litir liðs Litir liðs
Litir liðs
Litir liðs
 
Heimabúningur
Litir liðs Litir liðs Litir liðs
Litir liðs
Litir liðs
 
Útibúningur

Knattspyrnufélag Vesturbæjar (KV) var stofnað 17. september 2004. Stofnendur félagsins eru 11 ungir drengir úr Vesturbænum. Liðið er að mestu skipað KR-ingum og spilar félagið heimaleiki sína á gervigrasvelli KR við Frostaskjól, sem hefur fengið heitið KV-Park af KV-mönnum.

KV spilar í svörtum búningum og hvítum búningum frá íþróttavörumerkinu Le Coq.

Stjórn félagsins í dag skipa (í stafrófsröð): Björn Berg Gunnarsson, Guðmundur Óskar Pálsson, Páll Kristjánsson, Sveinbjörn Þorsteinsson og Sverrir Björgvinsson.

Liðið leggur áherslu á knattspyrnudeild sína, en þó tóku þeir einnig þátt í bikarkeppni karla í handknattleik tímabilið 2006-2007 og duttu þar út í 32-liða úrslitum fyrir margföldum Íslandsmeisturum FH. KV hóf innreið sína í íslenska knattspyrnu sumarið 2005 þegar þeir mættu Hrunamönnum í VISA-bikar karla í knattspyrnu. KV vann leikinn 4-2 með mörkum frá Magnúsi Bernhard Gíslasyni (2), Ómari Inga Ákasyni og Sverri Björgvinssyni.

Markahæsti leikmaður félagsins er Magnús Bernhard Gíslason og leikjahæsti leikmaður félagsins er Ómar Ingi Ákason.

KR-heimilið, þar eru höfuðstöðvar KR, sem þeir deila með KV
KR-heimilið, þar eru höfuðstöðvar KR, sem þeir deila með KV

Efnisyfirlit

[breyta] Heimavöllur

KV-Park er heimavöllur KV. Völlurinn heldur 1325 manns. Völlurinn hefur verið heimavöllur félagsins frá því fyrsti leikur þess var leikinn árið 2005.

[breyta] Upplýsingar

  • Stærð: 105 x 68 m
  • Opnunarleikur: 18. maí 2005 KV - Hrunamenn 4 - 2 (eftir framlengingu, 2-2 eftir venjulegan leiktíma)
  • Met aðsókn: 12. júní 2005 - 525 (KV - Grótta)
  • Meðaltal áhorfenda tímabilið 2005: 138 áhorfendur
Aðstaða Fjöldi
Sæti / bekkir undir þaki 0
Sæti / bekkir án þaks 0
Uppbyggð stæði með þaki 0
Uppbyggð stæði án þaks 1215
Önnur ósamþykkt aðstaða 100
Áhorfendur alls 1325

[breyta] Þekktir stuðningsmenn

Meðal þekktra stuðningsmanna KV eru: Arnaldur Indriðason

[breyta] Tenglar

Opinber heimasíða KV

  1. Víða notað á vefritinu Sammaranum