Colin Maclaurin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Colin Maclaurin (febrúar 169814. júní 1746) var skoskur stærðfræðingur. Hann skaraði fram úr breskum stærðfræðingum í næstu kynslóð á eftir Newton. Hann dýpkaði og bætti við örsmæðarreikning. Í kennslubók hans koma fram margar mikilvægar niðurstöður, en Maclaurin-röð, sem við hann er kennd er í raun bara sérútgáfa af Taylor-röð, sem var þekkt alllöngu áður og er kennd við Brook Taylor.

  Þetta æviágrip sem tengist stærðfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.