Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, skammstafað ÖSE (á ensku Organization for Security and Co-operation in Europe einnig skammstafað OSCE), er alþjóðastofnun sem var stofnuð árið 1973 sem CSCE (Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu skammastafað RÖSE[1]) en nafninu var breytt árið 1990 og verkefnin endurskilgreind í kjölfar hruns kommúnismans. 56 ríki frá Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku eiga aðild að stofnuninni. Tilgangur stofnunarinnar er að koma í veg fyrir vopnuð átök, stjórnun neyðarástands og enduruppbygging á átakasvæðum.
Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Vínarborg í Austurríki.
[breyta] Íslenskir þingmenn sem skipa ÖSE
- Sjá aðalsíðu: Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.
[breyta] Aðalmenn
- Pétur H. Blöndal varaformaður
- Einar Már Sigurðarson formaður
- Valgerður Sverrisdóttir
- Björk Guðjónsdóttir varamaður
- Lúðvík Bergvinsson varamaður
- Birkir J. Jónsson varamaður[2]
[breyta] Heimildir
- ↑ http://www.althingi.is/vefur/ose.html?lthing=.&nefnd=%D6se
- ↑ http://www.althingi.is/vefur/ose.html

