Vopnafjörður
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hnit: 65°45.45′ N 14°49.78′ V
Vopnafjörður er fjörður á austurströnd Íslands, en samnefnt þorp er á Kolbeinstanga í firðinum. Í Vopnafjörð renna laxveiðiárnar Selá og Hofsá. Sjávarútvegur er helsta atvinnugrein Vopnfirðinga, einnig er á Vopnafirði mikill landbúnaður. Íbúafjöldi er um 700-750 manns. Við Vopnafjörð er ein mönnuð veðurathugunarstöð á Skjaldþingsstöðum og ein ómönnuð í Bjarnarey.

