Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG)
Fæðingardagur: 4. október 1965 (1965-10-04) (41 árs)
Fæðingarstaður: Reykjavík
1. þingmaður Suðvesturkjördæmis
Flokkur: Sjálfstæðisflokkurinn
Þingsetutímabil
1999-2003 í Reykn. fyrir Sjálfstfl.
2003- í Suðvest. fyrir Sjálfstfl.
= stjórnarsinni
Embætti
1999-2003 Formaður allsherjarnefndar
2003 Formaður Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA
2003- Menntamálaráðherra
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (f. 4. október 1965) er íslenskur stjórnmálamaður, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Þorgerður er dóttir Gunnars H. Eyjólfssonar, leikara, og Katrínar Arason deildarstjóra hjá Flugmálastjórn. Þorgerður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1985. Þar var hún Ármaður skólafélagsins á lokaári sínu, fyrst kvenna til að vera kjörin sem ármaður í MS. Hún lauk lögfræðinámi frá Háskóla Íslands 1993. Þorgerður starfaði sem lögmaður í eitt ár og sem yfirmaður samfélags- og dægurmáladeildar Ríkisútvarpsins 1997-1999.

Þorgerður hefur setið á Alþingi síðan 1999 og í stjórnum LÍN og Vinnumálastofnunar síðan 1997. Hún er gift Kristjáni Arasyni, viðskiptafræðingi og fyrrum handboltakappa og eiga þau saman þrjú börn.


Fyrirrennari:
Tómas Ingi Olrich
Menntamálaráðherra
(31. desember 2003 – enn í embætti)
Eftirmaður:
enn í embætti
Fyrirrennari:
Geir H. Haarde
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins
(15. október 2005 – enn í embætti)
Eftirmaður:
enn í embætti


[breyta] Tengill


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það

Á öðrum tungumálum