Reðursafnið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reðursafnið er safn á Húsavík sem hefur til sýnis getnaðarlimi undan hinum ýmsu dýrum og bráðum einnig undan manni. Páll Arason, framkvæmdastjóri í Hörgárdal, hefur heitið því að gefa safninu lim sinn þegar hann deyr. Á safninu er þó hægt að skoða eistu og forhúð af manni. Reðursafnið var upphaflega við Laugaveginn í Reykjavík, en fluttist síðan til Húsavíkur. Reðursafnið er hugarfóstur Sigurðar Hjartarsonar, og er hann safnstjóri Reðursafnsins. Samkvæmt heimasíðunni OddEdge.com er safnið það skrýtnasta í heimi.

