Feidías

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Feidías eða Fidías (forngrísku Φειδίας) (um 491 f.Kr. - 430 f.Kr.) var aþenskur myndhöggvari. Hann er almennt talinn hafa verið merkasti myndhöggvari fornaldar.

Feidías hannaði Meyjarhofið á Akrópólíshæð í Aþenu og Seifsstyttuna í Ólympíu. Í Aþenu var Feidías ráðinn til verka af Períklesi, sem greiddi honum laun úr sjóði Deleyska sjóbandalagsins.

  Þessi grein sem tengist fornfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.