Grænserkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Wikipedia:Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Grænserkur
Í engri hættu

Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Skipting: Kólfsveppir (Basidiomycota)
Flokkur: Homobasidiomycetes
Undirflokkur: Beðsveppir (Hymenomycetes)
Ættbálkur: Hattsveppir (Agaricales)
Ætt: Reifasveppsætt (Amanitaceae)
Ættkvísl: Reifasveppir (Amanita)
Tegund: A. phalloides
Fræðiheiti
Amanita phalloides
(Vaill. ex Fr.) Link

Grænserkur (fræðiheiti: Amanita phalloides) er stór hvítur reifasveppur sem vex um alla Evrópu. Hann er einn af eitruðustu sveppum heims og ber einn ábyrgð á meirihluta dauðsfalla af völdum sveppaeitrunar í heiminum. Hann inniheldur eitrið alfaamanítín sem eyðileggur nýru og lifur. Ekkert móteitur er til við alfaamanítíni og oft er ígræðsla nýrra líffæra eina leiðin til að bjarga lífi sjúklinga. Talið er að neysla grænserks hafi valdið dauða Claudíusar keisara og Karls 6. keisara. Sveppurinn líkist ýmsum algengum ætisveppum sem eykur hættuna á neyslu af gáleysi.

Grænserkur hefur einu sinni fundist á Íslandi; í Kjarnaskógi í Eyjafirði.[1]

[breyta] Tilvísanir

  Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.