Italo Balbo
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Italo Balbo (1896-1940) var ítalskur flugmaður, flugmálaráðherra og fasistaleiðtogi. Hann átti drjúgan þátt í að byggja upp flugher Ítala og gekkst fyrir flugsýningum víða um heim m.a. með flugsveit til Íslands, þann 5. júlí 1933. Italo Balbo fórst er ítalskir hermenn skutu flugvél hans niður, í misgripum að talið er.
[breyta] Hlekkir
- Lýsing Morgunblaðsins (6. júlí 1933) á komu Italo Balbo til landsins
- Enn um komu Balbo til Íslands; Frá flugmönnunum, Morgunblaðið (7. júlí 1933)

