Ögmundur Jónasson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ögmundur Jónasson (ÖJ)
Ögmundur Jónasson
Fæðingardagur: 17. júlí 1948 (1948-07-17) (59 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík
6. þingmaður Suðvesturkjördæmis
Flokkur: Vinstri hreyfingin - grænt framboð
Nefndir: Efnahags- og skattanefnd, félags- og tryggingamálanefnd
Þingsetutímabil
1995-1998 í Reykv. fyrir Alþb.
1998-1999 í Reykv. fyrir Óh.
1999-2003 í Reykv. fyrir Vg.
2003-2007 í Reykv. s. fyrir Vg.
2007- í Suðvest. fyrir Vg.
= stjórnarsinni
Embætti
1998-1999 Þingflokksformaður (Óh.)
1999- Þingflokksformaður (Vg.)
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Ögmundur Jónasson (f. 17. júlí 1948 í Reykjavík) er þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og formaður BSRB.

Hann útskrifaðist sem stúdent frá menntaskólanum í Reykjavík 1969 og lauk MA-prófi í sagnfræði og stjórnmálafræði frá háskólanum í Edinborg 1974. Hann hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands síðan 1979 og formaður BSRB síðan 1988 og hefur sinnt því starfi ásamt þingmennsku síðan hann var kjörinn á þing.

Ögmundur var kjörinn á Alþingi sem óháður frambjóðandi á lista Alþýðubandalagsins, sat sem slíkur 1995-1998, var formaður þingflokks Óháðra 1998-1999, en hefur verið þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs síðan 1999. Hann hefur, ásamt flokkssystkinum sínum, mótmælt stríðinu í Írak og virkjanaframkvæmdunum við Kárahnjúka.

[breyta] Tengill