Skutur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skutur er aftari hluti skips. Stýrið er oftast staðsett í skutnum. Þar var einnig aðstaða skipstjórans og hefðarmanna fyrr á öldum. Verulega var vandað við skreytingar á þessum hluta skipsins og gjarnan útskornar myndir o.fl. sem prýddi híbýlin.

