Jólin hennar ömmu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jólin hennar ömmu
Forsíða breiðskífu
Bakhlið breiðskífu
Ýmsir – SG - 024
Gefin út 1969
Tekin upp {{{Tekin upp}}}
Tónlistarstefna
Lengd
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjóri Pétur Steingrímsson
Ýmsir – Tímatal

Jólin hennar ömmu er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1969. Á henni flytja ýmsir efni tengt jólum. Útsetningar, píanóleikur, kór- og hljómsveitarstjórn var Magnús Pétursson. Hljóðfæraleikarar: Sigurður Ísólfsson á orgel, Karl Lilliendahl á gítar og Árni Scheving á bassa. Hljóðritun samtals ömmu og barnanna fór fram í Ríkisútvarpinu. Hljóðritun sálmasöngs í Fríkirkjunni í Reykjavík. En hljóðritun heimsóknar jólasveinsins í veitingahúsi í Reykjavík fyrir fáum árum. Hljóðritun meginefnis annaðist Pétur Steingrímsson. Teikningu á framhlið gerði Halldór Pétursson, en ljósmynd á bakhlið tók Óli Páll Kristjánsson. Efnið er sett saman í leikritsform af Svavari Gests,

[breyta] Efni

  1. Jólakvœði eftir Jóhannes úr Kötlum.
  2. Jólasálmar, barnasálmar, jólalög.
  3. jólaguðspjallið.
  4. Heimsókn jólasveins á jólatrésskemmtun.

[breyta] Flytjendur

Amma: Guðrún Sthepensen.
Börnin, sem tala við ömmu: Ólafur Flosason og Dóra Björgvinsdóttir.
Börnin, sem syngja fyrir ömmu: Telpur úr Melaskóla (sjá myndina).
Pabbi: Guðmundur Jónsson.
Jólasveinninn: Ólafur Magnusson frá Mosfelli.

[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags

   
Jólin hennar ömmu
Hópur barna kemur í heimsókn til ömmu um jólin og gerist þar margt skemmtilegt, því það er ekki aðeins að börnin syngja fyrir ömmu skemmtileg jólalög, heldur líka barnasálma og jólasálmana og þar kemur reyndar pabbi við sögu, því hann syngur jólasálmana með börnunum. Amma segir börnunum hins vegar frá jólunum í gamla daga og er fléttað inn í frásögn hennar hinum góðkunnu kvœðum Jóhannesar úr Kötlum um Jólasveinana, Jólaköttinn að ógleymdum Grýlu og Leppalúða. Og einnig fer amma með Jólaguðspjallið fyrir börnin í söguformi, sem á að gera það öllum börnum skiljanlegt. Þá kemur jólasveinn við sögu, því börnin rifja upp fyrir ömmu heimsókn jólasveins á jólatrésskemmtun, sem þau voru á og er þar um einstœða hljóðritun að rœða, sem gerð var fyrir nokkrum árum, þegar Ólafur Magnússon frá Mosfelli hreyf œsku Reykjavíkur í gervi Kertasnýkis.
   
Jólin hennar ömmu
 
— Svavar Gests