Freðmýri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Freðmýri í Rússlandi
Freðmýri í Rússlandi

Freðmýri eða túndra er heiti á nyrsta gróðurbelti jarðar, þar sem sífreri er við -1°C. Þar er hiti of lágur og vaxtartími of stuttur til að tré geti dafnað. Orðið „túndra“ kemur úr samískri mállýsku og þýðir "trjálaus slétta", en þó vaxa sums staðar tré í túndru. Mörkin á milli góðurbelta freðmýrar og skóglendis er kölluð trjálína (skógarmörk). Á túndru vaxa lágvaxnar jurtir eins og lágvaxnar víðitegundir, fjalldrapi, grös, starir, mosi og fléttur.

Frostið í freðmýrum getur mótað landslagið og lyft því upp og skapað freðmýrarfyrirbæri eins og rústir og melatígla.

[breyta] Heimild

  Þessi grein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.