1. september
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Ágú – September – Okt | ||||||
| Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
| 1 | ||||||
| 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
| 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
| 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
| 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
| 30 | ||||||
| 2007 Allir dagar |
||||||
1. september er 244. dagur ársins (245. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 121 dagur er eftir af árinu.
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
- 1436 - Engelbrektsuppreisninni lauk og Eiríkur af Pommern varð aftur viðurkenndur sem konungur Svíþjóðar.
- 1870 - Orrustunni við Sedan lauk með sigri Prússa á Frökkum.
- 1910 - Fyrstu gasljósin við götur í Reykjavík voru tendruð og þusti fólk út á götur með blöð og bækur til þess að athuga hvort lesbjart væri við ljósin.
- 1910 - Vífilsstaðaspítali var opnaður.
- 1930 - Í Reykjavík hófu bæði kvikmyndahúsin sýningu talmynda. Í Gamla bíói var sýnd Holliwood-revían og í Nýja bíói var það Sonny Boy. Voru sýningar fjölsóttar, en fæstir skildu hvað sagt var.
- 1939 - Þjóðverjar réðust inn í Pólland.
- 1958 - Fiskveiðilögsaga Íslands var færð út í tólf sjómílur en var áður fjórar. Bretar mótmæltu harkalega og lauk þeim deilum með samkomulagi í mars 1961.
- 1971 - Bann við hundahaldi gekk í gildi í Reykjavík. Þrettán árum síðar var hundahald leyft með skilyrðum.
- 1972 - Fiskveiðilögsaga Íslands var færð úr tólf mílum í fimmtíu og mótmæltu Bretar á sama veg og fyrr og reyndu fiskveiðar undir herskipavernd. Samkomulag var gert haustið 1973.
- 1972 - Bobby Fischer sigraði Boris Spasskí í „einvígi aldarinnar“ í Reykjavík með 12,5 vinningum gegn 8,5.
- 1978 - Síðari ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar tók við völdum. Að henni stóðu Framsóknarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið. Þessi stjórn sat til 15. október 1979.
- 1984 - Verkmenntaskóli Akureyrar var settur í fyrsta skipti.
- 1988 - Fyrsta kona sem gegndi embætti ráðuneytisstjóra tók til starfa sem slík. Var það Berglind Ásgeirsdóttir, þá 33 ára gömul.
- 2004 - Hryðjuverkamenn tóku skólabörn í gíslingu í Beslan í Rússlandi. Skömmu síðar réðst herinn til inngöngu í skólann og kostaði sú aðgerð fjöldamörg mannslíf.
- 2006 - Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari, sigraði Héðin Steingrímsson í einvígi um Íslandsmeistaratitil í skák. Með því setti hann tvö met: Hann varð Íslandsmeistari í áttunda sinn, en enginn hefur áður unnið þann titil svo oft, einnig varð hann Íslandsmeistari í sjötta sinn í röð og er það einnig met.
[breyta] Fædd
- 1934 - Ketill Larsen, íslenskur leikari.
- 1942 - António Lobo Antunes, portúgalskur rithöfundur.
- 1943 - Harald G. Haraldsson, íslenskur leikari.
[breyta] Dáin
- 1235 - Þorvaldur Gissurarson, kanoki í Viðeyjarklaustri (f. 1155).
- 1557 - Jacques Cartier, franskur landkönnuður (f. 1491).
- 1648 - Marin Mersenne, franskur munkur, stærðfræðingur og heimspekingur (f. 1588).
- 1715 - Loðvík 14. Frakkakonungur (f. 1638).
- 1990 - Geir Hallgrímsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1925).
- 1991 - Hannibal Valdimarsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1903).
[breyta] Hátíðis- og tyllidagar
| Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
|---|
| Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |

