Siglingastofnun Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Siglingastofnun Íslands er stofnun íslenska ríkisins sem hefur það hlutverk að tryggja öryggi á sjó og við hafnir landsins og stuðla að hagkvæmum siglingum.

Frá og með 1935 hafa allir bátar lengri en 6 metrar verið skyldir til opinberrar skráningar og eftirlits. Aðalskrifstofa er í Kópavogi en útibú er einnig rekið á Ísafirði.

[breyta] Saga

Fyrsti vitinn sem byggður var á Íslandi var Reykjanesviti árið 1878. Fyrst um sinn sá landshöfðinginn um umsjón með vitanum og seinna, árið 1897, tók skólastjóri Stýrimannaskólans við. Þegar heimastjórn komst á 1904 var stofnað embætti landverkfræðings . Tveimur árum seinna var Thorvald Krabbe skipaður annar landverkfræðingur sem tók að sér vita- og hafnarmál. Árið 1918, þegar Ísland varð fullvalda var hann skipaður sérlegur vita- og hafnamálastjóri Vita- og hafnamálastofnunnar. Lög um skráningu skipa voru sett 1896, eftirlit skipa 1903 og lög um skoðun skipa 1922. Skipaskoðun ríkisins og Skipaskráningarstofa ríkisins voru stofnaðar 1930 og skipaskoðunarstjórinn Ólafur Th. Sveinsson sem áður hafði starfað sem skipaeftirlitsmaður. Árið 1970 breytti Skipaskoðun ríkisins um nafn og hét frá því Siglingamálastofnun ríkisins. Siglingamálastofnun og Vita- og hafnamálastofnun sameinuðust svo í Siglingastofnun Íslands 1. október 1996.

[breyta] Tenglar