Philippa Foot

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vestræn heimspeki
Heimspeki 20. aldar,
Heimspeki 21. aldar
Nafn: Philippa Ruth Foot
Fædd/ur: 1920
Skóli/hefð: Rökgreiningarheimspeki
Helstu viðfangsefni: siðfræði
Markverðar hugmyndir: dygðafræði, lestarvandinn
Áhrifavaldar: Aristóteles, Tómas frá Aquino, Ludwig Wittgenstein, G.E.M. Anscombe, Thomas Nagel
Hafði áhrif á: Bernard Williams, Rosalind Hursthouse, John McDowell

Philippa Ruth Foot (fædd Bosanquet) (f. 1920) er breskur heimspekingur. Hún er þekktust fyrir framlag sitt til siðfræði. Hún er ásamt G.E.M. Anscombe einn af upphafsmönnum nútíma dygðafræði í siðfræði. Líta má á verk hennar sem tilraun til þess að nútímavæða aristótelíska heimspeki; til að sýna að hana megi laga að málefnum samtímans og þar meðað hún sé samkeppnishæf við vinsæla strauma í nútímasiðfræði, svo sem skyldusiðfræði og nytjastefnu.

Foot er fædd og uppalin í Bretlandi. Hún er barnabarn Grovers Cleveland, forseta Bandaríkjanna. Hún hóf feril sinn í heimspeki sem nemandi og síðar kennari við Somerville College, Oxford. Árum saman gegndi Foot stöðu Griffin Professor of Philosophy við University of California, Los Angeles.

[breyta] Helstu verk

  • Virtues and Vices and Other Essays in Moral Philosophy (Berkeley: University of California Press; Oxford: Blackwell, 1978).
  • Natural Goodness (Oxford: Clarendon Press, 2001).
  • Moral Dilemmas: And Other Topics in Moral Philosophy (Oxford: Clarendon Press, 2002).

[breyta] Heimild

  Þessi grein sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.
Á öðrum tungumálum