Hrútafjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hrútafjörður séður frá Stað
Hrútafjörður séður frá Stað

Hrútafjörður er um 36 km langur fjörður, sem liggur suður úr Húnaflóa. Næsti fjörður fyrir norðan hann er Bitrufjörður. Byggðin á vesturströndinni, Strandamegin, kallast Bæjarhreppur og er syðsta sveitarfélagið á Ströndum. Skráður íbúafjöldi í hreppnum er u.þ.b. 100 manns, sem hafa atvinnu af landbúnaði, verslun og þjónustu. Dálítið þéttbýli er á Borðeyri.

Við austanverðan fjörðinn var áður Staðarhreppur, en er nú hluti af Húnaþingi vestra. Þar er Reykjatangi þar sem er Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna og áður var rekinn Héraðsskólinn á Reykjum. Við miðjann Hrútafjörð er Hrútey.

Mörk Stranda og Húnaþings og þar með einnig mörk Vestfjarða og Norðurlands liggja frá botni Hrútafjarðar með Hrútafjarðará upp á Holtavörðuheiði.

Á öðrum tungumálum