Staðarkirkja (Hrútafirði)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Staðarkirkja (Hrútafirði) | ||
| Staður (3. júlí 2007) Eysteinn Guðni Guðnason | ||
| Almennt | ||
| Prestakall: | Prestbakkaprestakall | |
| Byggingarár: | 1884 | |
| Breytingar: | 1983-86 | |
| Arkitektúr | ||
| Efni: | Timbur | |
| Kirkjurýmið | ||
| Sæti: | 80 | |
Staðarkirkja er kirkja að Stað í austanverðum Hrútafirði. Kirkjan á Stað var reist árið 1884 úr timbri og tekur alls um 80 manns í sæti. Hún var endurbyggð á árunum 1983 til '86 sem næst að upprunalegri gerð. Yfir altarinu er tréskurðarskreyting. Forn altaristafla kirkjunnar sýnir heilaga kvöldmáltíð en hún er máluð á tré.
Staður var viðkomustaður landspóstsins áður en bílaumferð hófst yfir Holtavörðuheiði. Neðan við túnfótinn á Stað hefur risið verslunarstaðurinn Staðarskáli.

