Ragnar Bjarnason - Úti í Hamborg
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Úti í Hamborg | ||
|---|---|---|
| Ragnar Bjarnason og hljómsveit hans – SG - 526 | ||
| Gefin út | 1967 | |
| Tekin upp | {{{Tekin upp}}} | |
| Tónlistarstefna | Dægurlög | |
| Lengd | ||
| Útgáfufyrirtæki | SG - hljómplötur | |
| Upptökustjóri | ||
| Ragnar Bjarnason og hljómsveit hans – Tímatal | ||
Ragnar Bjarnason og hljómsveit hans er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1967. Á henni flytja Ragnar Bjarnason og hljómsveit hans fjögur lög. Forsíðumyndina tók Kristján Magnússon.
[breyta] Lagalisti
- Úti í Hamborg - Lag og texti: Jón Sigurðsson
Hljóðdæmi. - Þarna fer ástin mín - Lag - texti: D. Drazier — Jóhanna Erlingsson
- Yndælar stundir með þér - Lag - texti: Jón Sigurðsson — Jóhanna Erlingsson
- Hafið lokkar og laðar - Lag - texti: Sutton, Sherill — Jóhanna Erlingsson
[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags
| Árið 1967 samdi Jón Sigurðsson bankamaður revíuna „Úr heiðskýru lofti." Hún var aðeins sýnd í örfá skifti, en nógu oft til þess, að Ragnar Bjarnason heyrði lagið „Úti í Hamborg" á einni sýningunni og nokkrum vikum síðar söng Ragnar lag þetta í sjónvarpsþætti og vakti lagið þó nokkra athygli. Þar söng Jón Sigurðsson lagið með Ragnari. En það var ekki Jón Sigurðsson bankamaður heldur Jón Sigurðsson bassaleikari, sem þá var í hljómsveit Ragnars.
Jón Sigurðsson bankamaður hefur áður samið lög, sem kunn hafa orðið svo sem „Einsi kaldi úr Eyjunum " að ógleymdum öllum hans ágætu textum, sem eru óteljandi. Segir nú ekki meir af Jóni Sigurðssyni, bankamanni hér. Hins vegar skal nánar greint frá Jóni Sigurðssyni, bassaleikara. Hann syngur að sjálfsögðu „Úti í Hamborg" með Ragnari auk þess sem hann útsett: öll lögin á plötunni og samdi eitt þeirra. Síðan var það kona Jóns, Jóhanna Erlingsson, sem gerði hvorki meira né minna en þrjá texta á þessari plötu hvern öðrum betri. Segir nú ekki meir af Jóni Sigurðssyni bassaleikara, því nú er kominn tími til að setja plötuna á fóninn og hlusta á hinn ágæta söng Ragnars Bjarnasonar. |
||
|
— Svavar Gests
|

