Macintosh
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Macintosh 128K, fyrsta Macintosh tölvan
Macintosh er vörumerki tölvulínu frá Apple. Nafnið kemur frá McIntosh sem er eplategund. Fyrsta Macintosh-tölvan kom á markaðinn þann 24. janúar 1984: Macintosh 128K.
[breyta] Núverandi vörulína
| Mynd | Nafn | Tegund | Markaður | Lýsing |
|---|---|---|---|---|
| Mac mini | Heimilistölva | Ódýr neytenda | Mac mini er ódýrasta Mac tölvan sem er í boði. Henni fylgir enginn skjár, lyklaborð né mús. Tvær útgáfur eru í boði, báðar með Core 2 Duo örgjörva. | |
| iMac | Heimilistölva | Neytenda | iMac er aðal heimilstölva Apple fyrir neytendur og er með Intel Core 2 Duo. | |
| Mac Pro | Heimilistölva | Atvinnu | Mac Pro er dýrasta tölva Apple og kemur í stað Power Mac G5. | |
| MacBook | Fartölva | Neytenda | MacBook er neytenda fartölva Apple. Hún notar Intel Core 2 Duo örgjörva. | |
| MacBook Pro | Fartölva | Atvinnu | MacBook Pro er atvinnu fartölva Apple. | |
| Xserve | Netþjónn | Enterprise | Xserve er netþjónn frá Apple. |

