Elliðaár
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Elliðaár eru ár sem renna frá Elliðavatni skammt frá Reykjavík, um Elliðaárdal og út í Faxaflóa. Árnar kvíslast og því heita þær Elliðaár en ekki Elliðaá.
Árnar og vatnið eru kenndar við skip Ketilbjörns gamla landnámsmanns sem getið er í Landnámu. Við Elliðaár var fyrsta virkjunin á Íslandi byggð árið 1921. Í ánum veiðist lax og silungur. Það er hefð fyrir því að borgarstjóri Reykjavíkur veiði fyrsta laxinn á hverju sumri.

