Steinn, skæri, blað
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() |
![]() |
![]() |
| Táknin sem notuð eru í leiknum vinna frá vinstri til hægri; steinn vinnur skæri, skæri vinna blað og blað vinnur stein. | ||
Steinn, skæri, blað (einnig ‚blað, skæri, steinn‘ eða ‚steinn, skæri, pappír‘ og aðrar samsetningar af þessum orðum) er vinsæll fingraleikur sem er er kunnur um heim allan, og stundum notaður á sama hátt og peningakast, teningakast eða úrtalningarvísur. Úrtalningavísur eru t.d. úllen, dúllen, doff og ugla sat á kvisti og eru notaðar til að velja einn úr hóp, þótt úrslitin séu raunar ekki alveg handahófskennd. Steinn, skæri, blað er talinn upprunninn í Kína, og hafa borist þaðan, eða frá Japan, til Vesturlanda á 19. öld.
[breyta] Leikurinn
Leikurinn fer fram þannig að leikmenn slá öðrum hnefanum þrisvar ofan á hinn með sama takti og telja "einn, tveir, þrír". Í þriðja skiptið breytir hvor leikmaður hnefanum í þá „hönd“ sem hann hefur ákveðið að nota:
- Steinn (krepptur hnefi)
- Skæri (vísifingur og langatöng mynda V)
- Blað (allir fingur vísa út)
Tilgangurinn er að vinna hönd andstæðingsins. Ef báðir sýna sömu hönd er jafntefli.
- 1. Steinn beyglar skæri (steinn vinnur)
- 2. Skæri klippa blað (skæri vinna)
- 3. Blað hylur stein (blað vinnur)
Stundum er leikurinn leikinn þannig að sá sem vinnur tvo leiki af þremur vinnur, eða sá sem vinnur flesta af vissum fjölda leikja.
[breyta] Tenglar
- Spilaðu „Steinn, skæri, blað“ á Wikigames
- Heimssamtök um steinn, skæri, blað
- Regional variations on Rock Paper Scissors, úr "Multiculturalpedia"
- RoShamBo Programming Competition
- BombBeatsThemAll, SSB botti sem gefur möguleika á að spila gegnum AIM.
- Stanford University's RoshamBot
- Javascript SSB frá CoolToons
- Steinn, skæri, blað um tölvupóst




