Wikipedia:Hugtakaskrá
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hugtakaská Wikipediu hefur þann tilgang að kynna nýliðum og vönum notendum þau hugtök sem notuð eru á íslenska hluta Wikipediu.
| Efnisyfirlit |
|---|
|
0–9 A Á B C D Ð E É F G H I Í J K L M N O Ó P Q R S T U Ú V W X Y Ý Z Þ Æ Ö |
[breyta] A
[breyta] Aðgreiningarsíða
„Aðgreiningarsíða“ (e. disambiguation) er síða sem þjónar þeim tilgangi að veita yfirlit yfir margar merkingar á sama orði eða heiti. Dæmi um aðgreiningarsíðu er Mars (aðgreining). Til að tengja í aðgreiningarsíðu frá aðalnafni hennar skal skrifa {{aðgreiningartengill}} efst í greinina eins og gert er á Mars.
[breyta] B
[breyta] Breytingarárekstur
„Breytingarárekstur“ á sér stað þegar tveir eða fleiri gera breytingar á sömu síðu samtímis og getur það oft valdið misskilningi og ruglingi. Sjá nánar: Breytingarárekstur.
[breyta] Breytingastríð
„Breytingastríð“ eða „ritstjórnarstríð“ er það þegar tveir eða fleiri notendur breyta grein ítrekað þannig að hún falli að smekk þeirra eða taka ítrekað aftur breytingar, sem hafa verið gerðar. Breytingastríð eru óæskileg og stafa oft af því að notendur hafa ekki getað komist að samkomulagi um breytingar á spjallsíðu greinar og hafa ekki getað fengið neinn til að miðla málum.
[breyta] C
[breyta] Commons
„Commons“ er eitt af samstarfsverkefnum Wikimedia. Verkefnið hefur það markmið að safna saman skrám sem falla undir frjálst afnotaleyfi.
[breyta] F
[breyta] Flokkur
„Flokkur“ er safn greina um svipað efni sem að búinn er til sjálfkrafa í samræmi við flokkamerkingar sem settar eru í greinar. Slíkar flokkamerkingar eru á forminu [[Flokkur:Saga Íslands]] þar sem hlutinn eftir tvípunktinn er nafn flokksins. Flokkarnir falla svo undir yfirflokka og þannig á flokkakerfið að vera nokkurskonar tré sem að veitir aðgang að öllu efni Wikipediu. Sjá einnig: grunnflokkar
[breyta] G
[breyta] GFDL
„GFDL“ stendur fyrir GNU Free Documentation License sem er það frjálsa afnotaleyfi sem Wikipedia er gefin út samkvæmt. Sjá einnig grein um GFDL og Wikipedia:Höfundaréttur.
[breyta] Grein
„Greinar“ eru færslur eða uppflettiorð í alfræðiritinu. Þær eru síður í aðalnafnrýminu, sem eru ekki tilvísanir og innihalda strenginn „[[“.
[breyta] Grein mánaðarins
„Grein mánaðarins“ er stutt textabrot á forsíðunni sem er uppfært í upphafi hvers mánaðar með útdrætti úr valdri grein, gjarnan úrvalsgrein með mynd.
[breyta] Gæðagrein
Gæðagrein er vönduð grein sem gerir efni sínu góð skil. Sjá Wikipedia:Gæðagrein.
[breyta] H
[breyta] Hreingerning
„Hreingerning“ er viðgerð á grein, sem miðar að því að leiðrétta stafsetningar- og innsláttarvillur, bæta málfar og frágang, tenglaprýða o.s.frv. þannig að greinin falli vel að stöðlum Wikipediu. Hreingerning krefst einungis ritstjórnarhæfileika en ekki sérfræðiþekkingar á efni greinar, sem gæti þurft til þess að laga innihald hennar.
[breyta] I
[breyta] Interwiki
„Interwiki“ er leið til að tengjast greinum á öðrum tungumálum á sama efni. Það er gert með því að skrifa t.d. [[en: Mars (Planet)]] neðst í grein til að tengja við grein á ensku um plánetuna Mars. Þessir tenglar koma fram vinstra megin á þeim síðum sem innihalda Interwiki-tengla. Athugið að Interwiki-tenglar eru settir neðst í hverja grein.
[breyta] K
[breyta] Kerfissíða
„Kerfissíður“ eru sjálfvirkt uppfærðar síður sem sýna ýmsa gagnlega tölfræði um verkefnið. Sjá yfirlitið yfir kerfissíður.
[breyta] N
[breyta] Nafnrými
„Nafnrými“ eru flokkar sem allar síður Wikipediu falla undir. Aðalnafnrýmið er frátekið undir greinar en önnur nafnrými eru til dæmis notendasíður eða spjallsíður. Nafnrýmið þekkist á forskeytinu við titil síðunnar, þessi síða tilheyrir t.d. Wikipedia: nafnrýminu en það er notað til að halda utan um allskyns upplýsingar varðandi verkefnið. Greinar hafa ekkert slíkt forskeyti.
[breyta] M
[breyta] MediaWiki
„MediaWiki“ er hugbúnaðurinn sem Wikipedia og önnur Wikimedia-verkefni keyra á. MediaWiki er frjáls hugbúnaður.
[breyta] Melding
„Meldingar“ eru textastrengir sem notendaviðmót MediaWiki-vefja (þ.á.m. Wikipediu) byggist á. Þeim má breyta, t.d. þegar hugbúnaðurinn er þýddur á nýtt tungumál. Sjá lista yfir allar meldingar.
[breyta] Möppudýr
„Möppudýr“ eru notendur sem hafa aðgang að nokkrum tæknilegum valmöguleikum umfram aðra notendur. Þeir geta m.a. eytt myndum og greinum, verndað greinar, bannað aðra notendur, breytt notandanöfnum og gert aðra notendur að möppudýrum. Sjá einnig: Möppudýr
[breyta] P
[breyta] Potturinn
„Potturinn“ er almenn umræðusíða íslensku Wikipediu. Sjá Pottinn.
[breyta] R
[breyta] Ritstjórnarstríð
„Ritstjórnarstríð“: sjá „breytingastríð“ að ofan.
[breyta] S
[breyta] Síða
„Síður“ eru einstakar færslur á Wikivefnum, þær geta verið greinar, spjall, flokkar, kerfissíður o.s.frv.
[breyta] Snið
„Snið“ eru síður í sniðanafnrýminu sem hægt er að fella inn í aðrar síður með því að gera {{nafn sniðs}}. Þau eru hentug til að búa til stöðluð skilaboð til að birta á mörgum síðum eða staðlaðar upplýsingatöflur. Sjá einnig lista yfir snið
[breyta] Spjall
„Spjallsíður“ fylgja flestum síðum á Wikipediu, þær eru ætlaðar til umræðu um viðkomandi síðu.
[breyta] Stjórnandi
„Stjórnandi“ er gamalt heiti yfir þann hóp notenda sem hafði aðgang að nokkrum valmöguleikum umfram venjulega notendur. Í ágúst 2007 var ákveðið að veita öllum stjórnendum svokölluð möppudýrsréttindi að auki og var nafnið stjórnandi fellt niður um leið. Sjá einnig: Möppudýr
[breyta] Stubbur
„Stubbur“ er stutt grein sem engan veginn nær að gera viðfangsefni sínu full skil. Stubbarnir eru merktir með {{stubbur}} í breytingarglugganum. Lista yfir alla merkta stubba er að finna í flokknum Stubbar.
[breyta] T
[breyta] Tenglaprýða
Að „tenglaprýða“ er það sama og „wikify“ á ensku og felur í sér að tengja greinar Wikipedia innbyrðis. Sjá Wikipedia:Handbók#Tenglar fyrir leiðbeiningar um hvernig hægt er að búa til tengla.
[breyta] Tilvísun
„Tilvísun“ er það sama og „Redirect“ á ensku. Þeim er ætlað að leiða lesandann á rétta grein þó að hann noti ekki nákvæmt nafn hennar í leitinni. Tilvísun er sett inn í grein á með því að gera: #tilvísun [[Grein sem vísa skal í]]. Dæmi um þetta er Seinni heimsstyrjöldin sem leiðir lesandann á Síðari heimsstyrjöldin.
[breyta] Ú
[breyta] Úrvalsgrein
„Úrvalsgrein“ er grein sem er á allan hátt til fyrirmyndar, vel skrifuð og hnitmiðuð en gerir efni sínu fullnægjandi skil. Sjá einnig Úrvalsgrein
[breyta] W
[breyta] Wiki
„Wiki“ er vefsíða sem notendur geta breytt með beinum hætti. Wiki-vefir eru notaðir af samvinnuverkefnum á borð við Wikipediu.
[breyta] Wikimedia
„Wikimedia Foundation Inc.“ eru samtök sem að halda utan um Wikipediu og systurverkefni hennar og reka vélbúnaðinn sem til þarf.
[breyta] Wikibooks
„Wikibooks“ eða „Wikibækur“ er systurverkefni Wikipediu sem hefur að markmiði að búa til frjálst kennsluefni og leiðbeiningar. Sjá Wikibooks á íslensku.
[breyta] Wikisource
„Wikisource“ eða „Wikiheimild“ er systurverkefni Wikipediu sem safnar saman frumtextum sem ekki eru háðir höfundarétti. Sjá Wikisource á íslensku.
[breyta] Wiktionary
„Wiktionary“ eða „Wikiorðabók“ er systurverkefni Wikipediu sem gengur út á að búa til frjálsa orðabók. Sjá Wiktionary á íslensku.
[breyta] Wikiquote
„Wikiquote“ er systurverkefni Wikipediu þar sem safnað er saman tilvitnunum. Sjá Wikiquote á íslensku.
| Efnisyfirlit |
|---|
|
0–9 A Á B C D Ð E É F G H I Í J K L M N O Ó P Q R S T U Ú V W X Y Ý Z Þ Æ Ö |
| Wikipedia samfélagið | |
|---|---|
| Potturinn | Samfélagsgátt | Gátlistinn | Handbókin | |
| Reglur: Hlutleysisreglan | Sannreynanleikareglan | Engar frumrannsóknir | Máttarstólpar Wikipedia | |
| Önnur stefnumál: Nafnavenjur | Flokkastaðall | Viðhald | Deilumál | Framkoma á Wikipediu | |
| Notendur: Möppudýr | Vélmenni | Aldur og búseta | Hver erum við? | Notendur eftir breytingafjölda | Notendakassar | |
| Annað: Samvinna mánaðarins | Tillögur að úrvalsgreinum | Tillögur að gæðagreinum | Bezt í heimi | Merkisáfangar | Hugtakaskrá | Wikistrætó | Ættleiða notanda |

