Kristján Þór Júlíusson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Kristján Þór Júlíusson (KÞJ) | |
| Fæðingardagur: | 15. júlí 1957 (50 ára) |
| Fæðingarstaður: | Dalvík |
| 1. þingmaður Norðausturkjördæmis | |
| Flokkur: | |
| Nefndir: | Fjárlaganefnd, iðnaðarnefnd og Íslandsdeild Norðurlandaráðs |
| Þingsetutímabil | |
| 2007- | í Norðaust. fyrir Sjálfstfl. ✽ |
| ✽ = stjórnarsinni | |
| Tenglar | |
| Æviágrip á vef Alþingis | |
Kristján Þór Júlíusson (f. 15. júlí 1957 á Dalvík) er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi síðan 2007. Foreldrar hans eru Ragnheiður Sigvaldadóttir og Júlíus Kristjánsson. Kona hans er Guðbjörg Ringsted og eiga þau 4 börn.
Kristján lauk stúdentsprófi 1977, prófi í bókmenntafræði og íslensku með uppeldis- og kennslufræði 1984. Einnig hefur hann lokið fyrsta og öðru stigi skipstjórnar. Kristján hefur starfað sem stýrimaður og skipstjóri, kennari, ritstjóri. Hann var bæjarstjóri á Dalvík (1986-1994), Ísafirði (1994-1997) og á Akureyri (1998-2007). Kristján Þór hefur verið forseti bæjarstjórnar Akureyrar frá árinu 2007.

