Spjall:Horvatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sviti sem rennur af horuðum manni? En er þetta ekki samt sviti af sama tagi og allur annars sviti? Ef þetta er sama tegund af svita og sviti venjulegs fólks, þá legg ég til að þetta verði annaðhvort sameinað almennri grein um svita eða fært á Wiktionary. --Cessator 19:12, 28 maí 2007 (UTC)

Jú þetta er eins sviti og sviti sem rennur af öllu fólki. Alveg eins og það rennur (tiltölulega) eins vatn í ám og sjóm. --Baldur Blöndal 21:03, 28 maí 2007 (UTC)
Vúps.. þetta "makear ekki mikið sense" eins og maður segir á góðri íslensku, en þrátt fyrir lélega röksemdarfærlu finnst mér að þessi grein eigi alveg rétt á sér.--Baldur Blöndal 21:06, 28 maí 2007 (UTC)

Þetta orð, Horvatn, held ég að eigi frekar heima í wiki-orðabókinni. Horvatn er samkvæmt Hallgrími Scheving sviti úr mögrum mönnum. Og skv. Edduorðabók: sviti á mögrum manni. Þetta er í raun það afmarkað að þetta á heima í Wiki-orðabókinni - ásamt: SVITINN BOGAR AF E-M / KALDUR SVITI HLEYPUR UM E-N / ÞAÐ SLÆR ÚT Á E-M SVITA / SVITI SPRETTUR ÚT UM E-N og svo orð einsog.. .sveitast...svitast og svitna. Ásamt löðursviti, kaldur sviti, svitabað, svitakóf... Osfrv. Osfrv. Hakarl 21:08, 28 maí 2007 (UTC)

Það sakar ekki að hafa þetta á báðum síðunum ef það næst að stækka þessa síðu eitthvað í framtíðinni, t.d. hvenær/hvar þetta orð kom fyrst fram, jafnvel mynd? Hver veit. --Baldur Blöndal 21:11, 28 maí 2007 (UTC)
Þessi rök myndi ég samþykkja ef ég vissi til þess að það væri hægt að skrifa mikið meira en þetta; en í þessu tilviki sýnist mér alls ekki ljóst að það sé hægt að skrifa mikið lengri grein. Þess vegna finnst mér mun ákjósanlegra að færa þetta í Wikitionary og geta kannski þessa heitis í greininni um svita. --Cessator 21:30, 28 maí 2007 (UTC)

Þetta orð er fullkomið orðabókarorð - og á í raun alls ekki heima í alfræðiorðabók. Þetta er meira segja merkt sem staðbundið orð í fyrri orðabókum - að mig minnir. Og einnig sbr. þetta af netinu: Loks tekur Hægstad upp úr safni Schevings orðið horvatn sem haft sé vestra um svita úr mögrum mönnum! Orðið er nokkuð einkennilegt og býsna sértækt; ekki þykir mér sennilegt að það hafi verið algengt og hefur vafalaust helst verið notað í gamni eða kaldhæðni. Hakarl 21:19, 28 maí 2007 (UTC)

Ég verð nú að vera safmála Hákarlinum. Ég efast um að þetta muni nokkurtíma stækka umfram stubbinn. --Steinninn spjall 21:22, 28 maí 2007 (UTC)
En mun þá vera tilvísun af greininni 'sviti' á síðuna 'horvatn' í Wikiorðabókinni?--Baldur Blöndal 21:45, 28 maí 2007 (UTC)
Greinin „sviti“ getur vísað á orðið sviti í orðabókinni. Ætli það sé ekki eðlilegast að vísa í samheiti innan orðabókarinnar? --Cessator 21:47, 28 maí 2007 (UTC)
Ég er bara að pæla, ef einhver myndi vilja vita hvað horvatn er, leitar á Wikipedia.. og lendir á síðunni "sviti". Ef þetta er nýr notandi (eða jafnvel tiltörulega vanur notandi) er ekki líklegt að viðkomandi muni smella á "Orðabókaskilgreiningu fyrir svita er að finna í Wikiorðabókinni", og svo smella á samheitið horvatn. Og þá er Wikipedia nokkuð tilgangs laus. Fæstir kíkja oftast ekki á Wikiorðabókina- geri það sjaldan sjálfur enda er hún eitthvað svo ljótt sett upp. --Baldur Blöndal 22:14, 28 maí 2007 (UTC)
Það er ekki einusinni síða um orðið sviti á Wikiorðabókinni.. -Baldur Blöndal 22:16, 28 maí 2007 (UTC)
Auðvitað má vera tilvísun frá „horvatn“ á „sviti“ í Wikipediu. Ég hélt þú værir að spyrja um annað þegar þú spurðir hvort það yrði „tilvísun af greininni 'sviti' á síðuna 'horvatn' í Wikiorðabókinni“. En Wikipedia er samt ekki tilgangslaus þótt lesandi finni ekki grein um hvert einasta orð sem hann gæti langað að fletta upp; í fyrsta lagi gætu orð vísað á aðrar greinar, í öðru lagi er ekki þörf á umfjöllun um og útskýringu á hverju einasta orði. Íslenska alfræðiorðabókin er (eða var alla vega) mjög gagnleg þótt þar væri t.d. ekki færsla um horvatn. En það er annað mál. --Cessator 22:20, 28 maí 2007 (UTC)
Já ég er bara að tala um að nú þegar það er bæði grein á Wikipedia (eins og er) og á Wiktionary um hugtakið horvatn, væri synd að eyða síðunni þannig að ef einhver ætlaði sér að finna eitthvað um horvatn, finndi viðkomandi það ekki (nú geri ég reyndar grein fyrir eins og áðan að hann fari ekki inn á Wikiorðabók- en mjög fáir vita jafnvel af henni). --22:27, 28 maí 2007 (UTC)
Eitthvertíma vissi enginn hvað Wikipedia var, en fólk skrifaði nú samt í þessa skrítnu síðu. Og núna vita það allir. Wikiorðabók gæti orðið vinsælari ef fólk skrifaði í hana. Núna getur fólk fundið „horvatn“ með því að skrifa það hér - tilvísun á sviti - hlekkur á Wikiorðabók fyrir sviti - sjá einnig horvatn þar. Soldið löng leið, en þannig er þetta byggt upp. --Steinninn spjall 22:37, 28 maí 2007 (UTC)

Ég bjó til tilvísunina, ég held að flestir séu safmála því, eða geti allavega sætt sig við það. Hressandi að sjá að hversu langt fólk getur farið í umræðu um hor og vatn. --Steinninn spjall 22:31, 28 maí 2007 (UTC)