Windows Vista

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Windows Vista er nýjasta útgáfan af Microsoft Windows. Áður en það var kynnt þann 22. júlí 2005, var það þekkt sem Longhorn. Þann 8. nóvember 2006 var stýrikerfið tilbúið og gefið út til fyrirtækja. 30. janúar var það gefið út til almennings. Útgáfan kom fimm árum eftir þá seinustu sem gerir það lengsta bil milli tveggja útgáfna af Windows. Það er búið að endurskrifa NT kjarnan. Það er notendavænt stýrikerfi og búið er að bæta öryggi þess mikið miðað við hinar útgáfurnar af Windows. Þetta stýrikerfi er mjög stórt og tekur 15 gígabæt af hörðum disk og þess vegna er gott að vera með tölvu með 40 gígabæta stóran harðan disk eða meira, 500 megabæta vinnsluminni eða meira, minnsta kosti 1ghz örgjörva og meira en 62 megabæta skjákort. Vista inniheldur fjöldann allan af nýjum möguleikum, sumir bættu verulega notandaviðmótið, bætt leit, ný forrit eins og Windows DVD Maker og fleira. Vista eykur einnig samskipti véla í heimiliskerfinu og notar peer-to-peer tæknina sem gerir það auðveldara að deila skjölum og stafrænum hlutum milli tölva. Vista er innig með útgáfu 3.0 af .NET Framework sem gerir auðveldara fyrir forritara að skrifa hágæða forrit heldur enn með Windows API.

Efnisyfirlit

[breyta] Útgáfur

Windows Vista kemur í sex útgáfum, Windows Vista Starter, Windows Vista Home Basic, Windows Vista Home Premium, Windows Vista Business, Windows Vista Enterprise og Windows Vista Ultimate.

[breyta] Windows Vista Starter

Mjög líkt Windows XP Starter Edition verður þessi útgáfa fyrir lönd eins og Brasilíu, Kólumbíu, Indland, Taíland, Indónesíu og Filipseyjar, aðalega til að bjóða löglegar útgáfur til að fólk steli ekki öðrum útgáfum. Hún er ekki fáanleg í Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu eða Ástralíu.

[breyta] Windows Vista Home Basic

Mjög líkt Windows XP Hone Edition er Home Basic fyrir notendur sem þurfa ekki margmiðlun heima og er þessi útgáfa ódýr. Windows Aero þemað fylgir ekki þessari útgáfu. 64-bita Home Basic styður allt að 8 GB af vinnsluminni og verður stutt til ársins 2012.

[breyta] Windows Vista Home Premium

Þessi útgáfa inniheldur alla fítusa frá Home Basic og fleira, til dæmis HDTV stuðning. Þessi útgáfa er sambærileg Windows XP Media Center Edition. Windows Aero fylgir með þessari útgáfu.

[breyta] Windows Vista Business

Þessi útgáfa er sambærileg Windows XP Professional og Windows XP Tablet PC Edition. Henni er beint að fyrirtækjamarkaði. Hún inniheldur alla fítusa Home Premium nema Windows Media Center og allt sem því fylgir. Hún inniheldur í staðin fyrirtækja fítusa.

[breyta] Windows Vista Enterprise

Þessi útgáfa er einnig fyrir fyrirtæki. Hún er með alla fítusa Windows Vista Business og nokkra til viðbótar.

[breyta] Windows Vista Ultimate

Þessi útgáfa inniheldur alla fítusa úr Home Premium og Enterprise útgáfunum og fleira. Meðal annars hreyfanlegan bakgrunn á skjáborðið.