Kosóvó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kósóvó er hérað í sunnanverðri Serbíu sem einnig á landamæri að Svartfjallalandi, Albaníu og Makedóníu. Tilkall Serbíu til héraðsins hefur ekki verið dregið í efa af öðrum ríkjum en í raun hafa serbnesk stjórnvöld ekki haft þar nein völd síðan í Kósóvóstríðinu 1999, en í kjölfar þess tóku Sameinuðu þjóðirnar við stjórn þess. Framtíðarstaða Kósóvó er ennþá óráðin en alþjóðlegar viðræður um hana hófust 2006.

Íbúar Kósóvó eru rúmar tvær milljónir, þar af eru langflestir Albanir en einnig eru þar Serbar, Tyrkir, Bosníumenn og Sígaunar. Pristína er höfuðborg héraðsins og stærsta borg þess.