Hauganes
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hnit: 65°55.54′ N 18°19.69′ V
Hauganes er lítið þorp í Eyjafirði, 22 km norðan við Akureyri og 12 km sunnan við Dalvík. Þar búa um 140 manns. Hauganes tilheyrir Árskógsströnd og er hluti af sveitarfélaginu Dalvíkurbyggð.
Á Hauganesi eru nokkur sjávarútvegsfyrirtæki sem og smábátaútgerð. Íbúar á Hauganesi sækja mest alla þjónustu á Akureyri en þar er þó Stærra-Árskógskirkja rétt hjá, Árskógarskóli og Leikskólinn í Árskógi, ásamt íþróttasvæði.

