Watergate-hneykslið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipedia. Skoðaðu sýnigreinar og nafnavenjurnar til að bæta hana.

Í Bandaríkjunum setti watergatehneykslið allt á annan endann. Rætur þess lágu í innbroti inn í höfuðstöðvar Demókrataflokksins, Watergate-bygginguna í Washington. Við rannsókn á innbrotinu kom í ljós að háttsettir embættismenn í Hvíta húsinu voru viðriðnir það og böndin bárust loks að sjálfum forseta Bandaríkjanna, repúblikananum Richard M. Nixon. Hann hafði verið kjörinn forseti 1968 og aftur 1972 en í ljósi kom að hann og hans nánustu samstarfsmenn höfðu beitt ýmsum bolabrögðum í kosnigabaráttunni. Lyktir málsins urðu þær að Nixon neyddist til að segja af sér á árinu 1974 en það er einsdæmi í sögu Bandaríkjanna.