26. maí
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Apr – Maí – Jún | ||||||
| Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
| 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
| 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
| 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
| 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
| 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
| 2007 Allir dagar |
||||||
26. maí er 146. dagur ársins (147. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 219 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1056 - Ísleifur Gissurarson vígður biskup til Skálholts, þá um fimmtugt. Hann var fyrsti íslenski biskupinn.
- 1421 - Mehmet 1. soldán dó og sonur hans Múrat 2. tók við.
- 1885 - Garðyrkjufélag Íslands var stofnað.
- 1892 - Kristján konungur níundi og drottning hans, Louise af Hessen-Kassel, áttu gullbrúðkaup, sem haldið var upp á með hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni.
- 1896 - Dow Jones-vísitalan var gefin út í fyrsta skipti.
- 1929 - Björgunarbáturinn Þorsteinn, sá fyrsti sem Slysavarnafélag Íslands eignaðist, var vígður í Sandgerði. Báturinn er enn til og er geymdur þar.
- 1940 - Orrustan um Dunkerque hófst.
- 1945 - Íþróttamenn fögnuðu 100 ára dánarafmæli Jónasar Hallgrímssonar, en eitt af því sem hann þýddi á íslensku fyrstur manna voru sundreglur.
- 1966 - Gvæjana fékk sjálfstæði frá Bretum.
- 1968 - Hægri umferð gekk í gildi á Íslandi, en ekið hafði verið vinstra megin frá upphafi bílaaldar hér. Áður hafði staðið til að breyta í hægri umferð árið 1940, en því hafði verið frestað vegna hernáms Breta.
- 1973 - Varðskipið Ægir skaut föstum skotum á togarann Everton, sem var að veiðum 20 sjómílur innan 50 mílna markanna. Mikill leki kom að togaranum, en ekki urðu slys á mönnum.
- 1983 - Fyrsta ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók við völdum.
[breyta] Fædd
- 1892 - Héðinn Valdimarsson, íslenskur verkalýðsforingi (d. 1948).
- 1898 - Brynjólfur Bjarnason, íslenskur heimspekingur (d. 1989).
- 1907 - John Wayne, bandarískur kvikmyndaleikari (d. 1979).
- 1930 - Ragnhildur Helgadóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1954 - Allan Hollinghurst, breskur rithöfundur.
- 1968 - Friðrik Danakrónprins.
[breyta] Dáin
- 1845 - Jónas Hallgrímsson, náttúrufræðingur, skáld og einn Fjölnismanna (f. 1807).
- 1928 - John Burnet, skoskur fornfræðingur (f. 1863).
- 1976 - Martin Heidegger, þýskur heimspekingur (f. 1889).
| Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
|---|
| Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |

