Byron lávarður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Byron í albönskum búningi á málverki eftir Thomas Phillips frá 1813.
Byron í albönskum búningi á málverki eftir Thomas Phillips frá 1813.

Byron lávarður eða George Gordon Byron, 6. barón af Byron (22. janúar 178819. apríl 1824) var enskt rómantískt skáld sem varð ekki síður frægur fyrir hneykslissögur sem um hann gengu en sagnakvæði sín eins og Bandingjann í Chillon, Manfreð og Don Júan. Hann átti í fjölmörgum ástarsamböndum, var talinn hafa átt barn við hálfsystur sinni og lést að lokum í Grikklandi þar sem hann hafði ætlað sér að berjast fyrir málstað Grikkja í sjálfstæðisstríðinu gegn Tyrkjaveldi. Dóttir hans (og eina skilgetna barn hans) var Ada Lovelace sem síðar varð fræg fyrir að lýsa virkni fyrstu eiginlegu tölvunnar; greiningarvélar Babbages.

[breyta] Tenglar

Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:
  Þessi grein sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.