Fighting Shit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fighting Shit er íslensk hljómsveit sem spilar hratt „hardcore pönk“. Hljómsveitin var stofnuð árið 2003 og spilaði hún fyrst um sinn svokallað „thrashcore“ en hefur með tímanum þróast út í að spila framsæknara „hardcore“. Sveitin hefur spilað á mörgum tónleikum hérlendis sem og erlendis.

Efnisyfirlit

[breyta] Saga sveitarinnar

Árið 2003 langaði þá Kolbein Þór Þorgeirsson og Þóri Georg Jónsson að stofna harðkjarnahljómsveit sem spilaði hraðan og hráan harðkjarna. Fyrst um sinn deildu þeir húsnæði með íslensku pönk-sveitinni Innvortis og spilaði Þórir á trommur og Kolbeinn söng. Þeir fengu til liðs við sig Loft nokkurn Einarsson á gítar. Seinna fengu þeir til liðs við sig Ólaf Þór Arnalds, trommuleikara og loks Inga Erni Árnason, bassaleikara. Eftir það spilaði Þórir á gítar ásamt Lofti og hélt liðskipan þannig.

Nafn sveitarinnar varð til í gríni en hefur haldist frá fyrsta degi. Liðsmenn sveitarinnar segja það þó nokkuð táknrænt á vissan hátt þar sem við „berjumst öll við skít á hverjum degi“.

Þeir spiluðu sína fyrstu tónleika í Undirheimum FB með bandarísku harðkjarnasveitinni Stretch Arm Strong. Þar fluttu þeir lög af fyrstu plötu sinni, sem bar heitið „Tuned For Thrash“. Hún kom út árið 2003 og var gefin út af Hryðjuverk Records. Platan þótti hröð og lögin sutt, en stutt lög eru oft einkennandi fyrir thrashcore tónlistarstefnuna.

Árið 2004 gáfu þeir svo út deiliskífu með metal-sveitinni Brothers Majere og bar hún titilinn „Thrash vs. Metal“. Á henni voru lögin ekki alveg jafnhröð og lagasmíðarnar þóttu þróaðri.

Árið 2005 gáfu þeir svo út aðra deiliskífu með bresku sveitinni Dead After School og bar hún heitið Bothered. Á henni þóttu lögin nokkuð melódískari og framsæknari en áður. Skífan var gefin út af breska útgáfufyrirtækinu Cat N' Cakey Records.

Um vorið 2006 kom svo út það verk sem þykir framsæknast hingað til, „Forgotten Daughters, Abandoned Sons“. Sú plata var einnig gefin út af Cat N' Cakey Records.

Fighting Shit hafa iðulega farið í tónleikaferðalög um Bretland í kjölfar útgáfna sinna og hefur sveitin vakið nokkurra athygli þar í landi.

[breyta] Útgefið efni

  • Tuned for Thrash (2003)
  • Thrash vs. Metal (ásamt Brothers Majere, 2004)
  • Bothered (ásamt Dead After School, 2005)
  • Forgotten Daughters, Abandoned Sons (2006)

[breyta] Meðlimir

[breyta] Heimild

[breyta] Tenglar