Notandaspjall:Steinninn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Velkominn á notendaspjallið mitt!

Vinsamlegast notaðu titil síðunar sem þú vilt spjalla um sem fyrirsögn og skrifaðu undir með fjórum tiltum „ ~~~~“ Takk!

Athugið: Ég mun svara hér, og ef ég hef haft samband við þig, þá skaltu svara þar.


Eldri umræður
Steinninn

Efnisyfirlit

[breyta] Meira SG - hljómplötur

Búinn að setja LP plöturnar (sem voru komnar inn) í nýja formið. Ég verð að segja að þetta er allt annað líf! Enn og aftur Takk fyrir hjálpina. P.S. Get ég eytt öllu þessu gamla spjalli eða mokað því í eitthvert síló? - Kristján Frímann Kristjánsson 31. ágúst 2007 kl. 20:21 (UTC)

Gaman að geta hjálpað til. Ef spjallið er á grein þá ætti ekki að eyða þeim. Ef þær eru úreltar þá máttu hins vegar geyma þær „til hliðar“ eins og gert er til dæmis í Pottinum. Þú getur lesið leiðbeiningar um hvernig er best að gera það á en:Help:Archiving a talk page. Þú mátt hins vegar hreynsa spjallsíðuna þína um leið og þú ert búinn að lesa þau. Svo lengi sem það eru ekki viðvaranir um að verða blockaður, en þú hefur ekki fengið nei svoleiðis skilaboð. Öll önnur skilaboð eru hugsuð bara fyrir þig og því allt í lagi að hreynsa það. Sumir notendur (þar á meðal ég) hafa hins vegar kosið að geyma spjallið sitt og gera það oft á sama veg og að geyma aðrar greinar. Gangi þér vel. --Steinninn 31. ágúst 2007 kl. 20:50 (UTC)

Reyndi að færa tvær plötur (SG 509 og 510) og breyta titli en eitthvað gengur það brösulega því hvorug opnast eftir að vera færð, heldur kemur tilvísun. Viltu kíkja á þetta? Takk - Kristján Frímann Kristjánsson 1. september 2007 kl. 23:31 (UTC)

Ég lagaði Karíus. Svo að þú kunnir þetta: Farðu á Litla sæta ljúfan góða og færðu hana á Hljómsveit Ingimars Eydal. Farðu svo á Kerfissíða:DoubleRedirects og athugaðu hvort það séu eitthverjar síður þar. Gallinn var að SG 510 var tilvísun á Hljómsveit Ingimars Eydal sem var tilvísun á Litla sæta ljúfan góða, þetta kallast tvöfölduð tilvísun og getur valdið vandræðum. Best er að fara alltaf á listann yfir tvöfaldar tilvísanir eftir að þú færir eitthvað og lagfæra það. --Steinninn 1. september 2007 kl. 23:39 (UTC)

Sé ekkert á kerfissíðu enda skil ég þetta ekki almennilega. Var búinn að færa allar hinar plöturnar og gefa nýtt nafn og allt gekk eins og í sögu fram að SG 509 og 510, þá kom babbið (og hvers vegna allt í einu nú, skil ég ekki). Getur þú breytt þessum titlum fyrir mig þannig að 509 heiti Karíus og Baktus en ekki Karíus og Baktus (hljómplata) og 510 í Litla sæta ljúfan góða en ekki Hljómsveit Ingimars Eydal. - Takk - Kristján Frímann Kristjánsson 2. september 2007 kl. 00:02 (UTC)

Karíus og Baktus er ekki bara hljómplata heldur koma þeir framm í mörgum öðrum sögum svo ég vil helst hafa (hljómplata) aðgreininguna. Þú virðist vera búinn að fatta hvernig hægt var að lata 510. --Steinninn 2. september 2007 kl. 03:39 (UTC)

Ég er búinn að fatta þetta með tvöfaldar tilvísanir en hvernig tek ég til baka tilvísun tvö og set tilvísun þrjú í staðinn? Það þarf ekki að skilgreina Karius og Baktus sérstaklega sem hljómplötu þegar það liggur ljóst fyrir að þetta er hljómplata eins og allar hinar. Takk -Kristján Frímann Kristjánsson 2. september 2007 kl. 11:02 (UTC)

Ég á erfit með að hjálpa þér meira. Ég hélt að þetta útskýri sig sjálft. --Steinninn 3. september 2007 kl. 01:04 (UTC)

OK, takk kærlega fyrir alla hjálpina og gangi þér vel í skólanum. -Kristján Frímann Kristjánsson 3. september 2007 kl. 14:17 (UTC)

Tvennt! Mig langar að breyta fyrirsögnum á plötusíðum úr nafni á lagi í hljómsveit og nafn á lagi (plötu), er það hægt? Hitt. Get ég tengt (link) beint á síður á netinu með upplýsingum um efnið, t.d. 45 snúninga plötur ? - Kristján Frímann Kristjánsson 13. september 2007 kl. 22:53 (UTC)

Eitthvað á ég erfit með að skilja hvað það er sem þú vilt gera. Ef þú ert með síðu sem er ekki á Wikipedia og vilt tengja á hana, þá ættiru aðeins að gera það á grein um málefnið, en ætti ekki að koma í staðin fyrir greinina. Ef þú ert til dæmis með síðu um 45 snúninga plötur þá ættir þú að gera stutta grein um þær, og þar getur þú sett tengil á eitthverja síðu á netinu um það. Hins vegar ættir þú helst ekki að setja þann tengil á til dæmis grein um SG - hljómplötur. --Steinninn 13. september 2007 kl. 23:33 (UTC)

En hvað með að breyta titlunum? Til dæmis SG-019 sem heitir nú "Gáttaþefur á jólaskemmtun" en yrði eftir breytingu "Ómar Ragnarsson - Gáttaþefur á jólaskemmtun", sama gilti um aðrar plötur sem bera nú bara nafn á lagi eða plötu (mín mistök að fatta það ekki strax að hafa bæði höfund og nafn á lagi eða plötu strax í byrjun). -Kristján Frímann Kristjánsson 14. september 2007 kl. 21:19 (UTC)

Það er allt matsathriði. Mæli með en:WP:NAME ef þú ert í vafa. VIð erum að sjálfsögðu ekki með sömu reglur og enska wikipedian, en þó eitthvað í sama dúr. Í stuttu máli segja þeir „Almennt ættu titlar á greinar að vera það sem meirihluti íslenskumælandi fólks mundi þekkja, og á sama tíma að tenglar á síðuna auðvelda„ ("Generally, article naming should prefer what the majority of English speakers would most easily recognize, with a reasonable minimum of ambiguity, while at the same time making linking to those articles easy and second nature.") En best er þó að lesa greinina alla. Á meðan ég er að skrifa þetta finn ég líka að við erum með stutta grein á íslensku um þetta sama Hjálp:Handbók#Nafnavenjur. Endilega lestu það. Gangi þér vel. --Steinninn 14. september 2007 kl. 22:01 (UTC)

Ég skil þetta með nafnavenjur en þegar ég breytti öllu útlitinu á síðunum og gaf hverri nafn í stað númers setti ég inn nafn lags en ekki nafn lags og hljómsveitar eins og ég hefði átt að gera (sjá plötuna Frelsi sg-553 sem dæmi). Ég áttaði mig ekki fyrr en of seint að þetta veldur ruglingi við aðrar síður með sama nafni. Í tilfelli Mána ætti að standa: Frelsi með Mánum. Þessu langar mig að breyta - Kristján Frímann Kristjánsson 15. september 2007 kl. 11:23 (UTC)

Þá þarftu einfaldlega að taka hverja síðu fyrir sig og færa þær. --Steinninn 15. september 2007 kl. 14:33 (UTC)

Ég gerði eins og þú sagðir við tvær síður, SG - 501, Fjögur jólalög og Mánar - Frelsi SG - 553, en þetta er ekki að virka því nú kemur jólasíðan upp sem tilvísun en ekki beint eins og hún á að gera. Sama er með Mána síðuna. Viltu kíkja á þetta fyrir mig? Svo langar mig að vita hvers vegna gæsalappirnar um greinar Svavars eru að stökkbreytast, ýmist í stafi eða gæsalappir. Takk - Kristján Frímann Kristjánsson 15. september 2007 kl. 22:17 (UTC)

Þetta er útskýrt á en:Wikipedia:Double_redirects: „How to fix a double redirect“. Listi yfir tvöfaldar tilvísanir eru á Kerfissíða:DoubleRedirects en sá listi er ekki alltaf „up to date“. Hann er uppfærður um það bil á 24 tíma fresti. --Steinninn 16. september 2007 kl. 23:04 (UTC)

Þetta gekk fínt með Mána og Fjögur jólalög en að breyta titlum á öðrum síðum með þessu fyrirkomulagi gengur ekki, getur þú vísað mér á rétt fyrirkomulag? Takk -Kristján Frímann Kristjánsson 17. september 2007 kl. 20:58 (UTC)

Þú þarft fyrst að færa þær, og síðan að laga tvöföldu tilvísunina. --Steinninn 17. september 2007 kl. 21:03 (UTC)

Þetta gengur en soldið maus, lenti bara í smá veseni með 503, Hljómar - Fyrsti kossinn, virðist eitthvað of, viltu kíkja á hana? Líka 521, Sextett Ólafs Gauks, sló óvart e í stað tveggja téa. Takk. - Kristján Frímann Kristjánsson 18. september 2007 kl. 19:42 (UTC)

Ég nenni eiginlega ekki að fara í endalausar sendiferðir fyrir þig. Ég bjó til Wikipedia:Tvöfaldar tilvísanir þar sem þetta er útskýrt. Aðrir notendur munu vonandi bæta við bráðlega, en þetta ætti að útskýra flest. Myndin er mjög barnaleg (enda er ég ekki með photoshop) en eins og ég segi, hún útskýrir þetta vonandi. Ef þú átt í erfiðleikum með grein, athugaðu þá daginn eftir og þá er hún líklega komin á listann. --Steinninn 18. september 2007 kl. 21:16 (UTC)

Mér þykir leitt að hafa truflað þig með spurningum og mér þykir ennþá leiðinlegra að þurfa að trufla þig meira en ég get því miður ekki fundið þessa tvöföldu tilvísunarsíðu sem þú bentir mér á (og gerðir mynd af) til að laga rangfærslur á þrem SG - síðum, SG - 503, 521 og 556. Takk fyrir og fyrirgefðu ónæðið. -Kristján Frímann Kristjánsson 20. september 2007 kl. 10:57 (UTC)

Gæti verið að þær vísi á sjálfan sig? --Steinninn 20. september 2007 kl. 15:09 (UTC)

Þú hefur víst ekki tíma til að útskýra nánar fyrir mér hvernig ég geti lagað þetta? -Kristján Frímann Kristjánsson 20. september 2007 kl. 20:09 (UTC)

[breyta] Common.css

Er MSN að leika þig grátt? Allavega, mig vantar að uppfæra common.css á Wikibókum til að geta notað klasa á borð við "noprint". Á ég ekki bara að afrita allt heila draslið yfir af þeirri ensku? Það mun ekkert tappast held ég þar sem að við notum alltaf enska klasa í staðinn fyrir að búa þá til sjálf, eftir minni bestu vitund. --Stefán Örvarr Sigmundsson 2. september 2007 kl. 21:53 (UTC)

Eftir að hafa litið á þetta tek ég eftir því að slatti er á íslensku. --Stefán Örvarr Sigmundsson 2. september 2007 kl. 21:59 (UTC)
Skil þig ekki. Er þetta komið? Það er ekki góð hugmynd að taka allt Commons.css af einu verkefni og setja það yfir á annað blindandi, þótt það sé sama tungumál (is.wikipedia yfir á is.wikibooks) eða sama verkefni (en.wikibooks yfir á is.wikibooks). Hins vegar hef ég stundum tekið heilt js frá þeirri ensku án þess að breyta því vegna þess að ég vissi hvað það var. --Steinninn 3. september 2007 kl. 01:04 (UTC)
Búinn að átta mig á þessu. --Stefán Örvarr Sigmundsson 4. september 2007 kl. 19:32 (UTC)

[breyta] Eyðingar

Vegna fjölda eyðinga. Þú getur stofnað botta sem notast við WP:AWB. Þá yfirflæðir ekki eyðingartilkynningar í breytingunum. Ég kann ekki að búa til botta en það ku vera einfalt. --Jabbi 4. september 2007 kl. 17:37 (UTC)

Verst að ég er með PC MAC. --Steinninn 4. september 2007 kl. 17:46 (UTC)
Það væri verra ef þú værir með Mac en ekki PC. --Jabbi 4. september 2007 kl. 18:13 (UTC)
Ha ha, svona getur maður mismælt misritað sig. --Steinninn 4. september 2007 kl. 18:15 (UTC)

[breyta] Humpf

Takk fyrir að bæta mér sem dæmi um léleg vinnubrögð í Hjálp:Breytingarágrip‎. :P Svei þér --Baldur Blöndal 12. september 2007 kl. 15:56 (UTC)

Svona er þetta, við verðum að taka okkur á. --Steinninn 12. september 2007 kl. 16:09 (UTC)