Árni Þór Sigurðsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) | |
| Fæðingardagur: | 30. júlí 1960 (47 ára) |
| Fæðingarstaður: | Reykjavík |
| 9. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður | |
| Flokkur: | |
| Nefndir: | Samgöngunefnd, umhverfisnefnd og Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA |
| Þingsetutímabil | |
| 2007- | í Reykv. n. fyrir Vg. |
| ✽ = stjórnarsinni | |
| Tenglar | |
| Æviágrip á vef Alþingis – Vefsíða | |
Árni Þór Sigurðsson (f. 1960 í Reykjavík) er íslenskur stjórnmálamaður og alþingismaður. Hann ólst upp í Reykjavík. Árni lauk cand.mag. prófi í hagfræði og málvísindum frá Oslóarháskóla og stundaði framhaldsnám í háskólunum í Stokkhólmi og Moskvu. Hann starfaði að námi loknu við fjölmiðla, m.a. við Ríkisútvarpið og Þjóðviljann en síðan um árabil við kjara- og félagsmál hjá Kennarasambandi Íslands.
Árni Þór var kjörinn alþingismaður í Alþingiskosningunum 12. maí 2007 og er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður. Hann á sæti í samgöngunefnd og umhverfisnefnd Alþingis og einnig í þingmannanefnd EFTA.
Árni Þór hefur langa reynslu af sveitarstjórnarmálum sem borgarfulltrúi í Reykjavík og stjórnarmaður í Sambandi íslenskra sveitarfélaga og var forseti borgarstjórnar Reykjavíkur 2002-2007. Hann hefur stýrt mikilvægum málaflokkum á vettvangi borgarstjórnar, s.s. leikskólamálum, skipulagsmálum og umhverfismálum. Þá hefur hann víðtæka reynslu af alþjóðasamstarfi á sviði sveitarstjórnarmála.
Árni Þór er kvæntur Sigurbjörgu Þorsteinsdóttur ónæmisfræðingi og eiga þau þrjú börn á aldrinum 12-20 ára, Sigurð, Arnbjörgu og Ragnar.

