Ríki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjá greinina ríki fyrir flokkunarfræðilegt ríki.

Ríki er samtök stofnana sem hefur umboð til þess að búa til lög og vald til þess að framfylgja þeim innan samfélags sem hefur yfirráð yfir ákveðnu landsvæði. Oftast er notuð skilgreining Max Webers að ríki hafi einokun á lögmætri valdbeitingu á afmörkuðu landsvæði. Í þessu samhengi er talað um fullveldi ríkja. Innlent fullveldi hefur ríki ef íbúar þess líta á það sem lögmætt. Alþjóðlegt fullveldi hefur ríki hljóti það einnig slíka viðurkenningu frá samfélagi þjóðanna.

Ríkjaskipulagið sem nú er útbreitt um allan heim þróaðist yfir langan tíma. Með Vestfalíufriðnum við lok Þrjátíu ára stríðsins árið 1648 er almennt nokkur sátt um að marka megi upphaf nútímalegs ríkjaskipulags. Þá var gerður sáttmáli um að ráðamenn eins lands myndu ekki íhlutast í málefnum annars heldur virða landamæri þess.

Ríki getur einnig tilheyrt sambandsríki sem hefur miðstýrða ríkisstjórn yfir sér. Dæmi um slík ríki eru Bandaríkin og Þýskaland.

[breyta] Sjá einnig

  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.