Örlygur Hálfdánarson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Örlygur Hálfdánarson (f. 21. desember 1929) er íslenskur bókaútgefandi. Hann rak lengi vel Bókaútgáfuna Örn og Örlyg, en þegar hún fór á hausinn, stofnaði hann Íslensku bókaútgáfuna.
Örlygur fæddist í Viðey, og átti heima í þorpinu sem stóð á Sundabakka á austurenda eyjarinnar til tólf ára aldurs. Hann ólst þar upp í húsi sem var byggt á fjölunum af kútter Ingvari sem fórst við Viðey 1906. Örlygur er virkur meðlimur í Viðeyjarfélaginu og hefur stundum leiðsagt fólki um eynna, enda æði fróður um sögu þorpsins sem þar stóð í byggð í 36 ár.
Örlygur er einnig talsmaður þess að reisa Viðeyjarstofu eftir upprunalegum teikningum þess, þegar hús Strætisvagna Reykjavíkur á Lækjartorgi verður rifið og segir að þar komi þá bygging sem rími vel við Stjórnarráðið. Viðeyjarstofa átti að vera tveggja hæða hús samkvæmt upphaflegum teikningum, en varð aldrei nema einlyft.

