Tuttugasta og önnur konungsættin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Tímabil og konungsættir í Egyptalandi hinu forna |
| Forsaga Egyptalands |
|---|
| Fornkonungar Egyptalands |
| Elstu konungsættirnar |
| 1. 2. |
| Gamla ríkið |
| 3. 4. 5. 6. |
| Fyrsta millitímabilið |
| 7. 8. 9. 10. |
| 11. (aðeins í Þebu) |
| Miðríkið |
| 11. (Allt Egyptaland) |
| 12. 13. 14. |
| Annað millitímabilið |
| 15. 16. 17. |
| Nýja ríkið |
| 18. 19. 20. |
| Þriðja millitímabilið |
| 21. 22. 23. 24. 25. |
| Síðtímabilið |
| 26. 27. 28. |
| 29. 30. 31. |
| Grísk-rómverska tímabilið |
| Alexander mikli |
| Ptólemajaríkið |
| Rómaveldi |
Tuttugasta og önnur konungsættin í sögu Egyptalands hins forna var önnur konungsætt þriðja millitímabilsins. Þessi konungsætt ríkti frá Tanis í neðra Egyptalandi. Konungar þessarar ættar voru messúessar (berbar) frá Líbýu sem höfðu sest að í Egyptalandi frá tímum tuttugustu konungsættarinnar. Þeir ríktu frá 943 f.Kr. til 720 f.Kr. Tuttugasta og þriðja konungsættin sem ríkti yfir efra Egyptalandi var líklega afsprengi þessarar konungsættar.
[breyta] Konungar 22. konungsættarinnar
| Nafn | Athugasemdir | Ártöl |
|---|---|---|
| Sosenk 1. | Líklega Sísak úr Biblíunni | 943 – 922 f.Kr. |
| Osorkon 1. | 922 – 887 f.Kr. | |
| Takelot 1. | 887 – 874 f.Kr. | |
| Sosenk 2. | ríkti sem sjálfstæður konungur í Tanis í tvö ár samkvæmt Von Beckenrath | 874 – 872 f.Kr. |
| Horsaset | sjálfstæður konungur í Þebu sem ríkti samhliða Osorkon 1. og Takelot 1. | 880 – 860 f.Kr. |
| Osorkon 2. | bandamaður Ísraels sem barðist gegn Salmaneser 3. frá Assyríu í orrustunni við Karkar 853 f.Kr.. | 872 – 837 f.Kr. |
| Sosenk 3. | 837 – 798 f.Kr. | |
| Sosenk 4. | ekki rugla saman við Sosenk 6. sem var kallaður Sosenk 4. í útgefnum ritum frá því fyrir 1993. | 798 – 785 f.Kr. |
| Pami | gróf tvö Apisnaut á valdatíma sínum | 785 – 778 f.Kr. |
| Sosenk 5. | 778 – 740 f.Kr. | |
| Osorkon 4. | ríkti frá eystri Nílarósum samtímis Tefnakte frá Saís og Iuput 2. í Leontopolis | 740 – 720 f.Kr. |

