Haust
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
|
||||||||||||
Haust er ein af árstíðunum fjórum. Hinar eru vetur, vor og sumar. Á norðurhveli jarðar eru mánuðirnir september, október og nóvember almennt taldir til hausts, en á suðurhveli eru mánuðurnir mars, apríl og maí haustmánuðir. Veðurstofa Íslands telur haust vera október og nóvember. Á haustin styttir dag mjög hratt og í kjölfarið kólnar og gróður sölnar.

