Notandaspjall:Cessator/Eldra III
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eldri umræður |
|---|
Þýða meldingar
Varstu búinn að taka eftir þessu Notandi:Steinninn/MessagesIs. Sé að þú ert önnum kafinn við að þýða Meldingar á Wikiquote. Ef til vill viltu spara þér vinnuna með því að þýða þetta á síðunni minni og svo sendi ég þetta inn á MediaWiki og þá er þetta komið inn á öll systurverkefnin. --Steinninn 22:07, 23 júlí 2007 (UTC)
- Ég var ekki búinn að taka eftir þessu en ég er ekki að þýða meldingar, bara skella inn þýðingum sem eru hér svo þetta sé ekki allt á ensku. --Cessator 22:14, 23 júlí 2007 (UTC)
- Á Wikiquote ertu að þýða meldingarnar. Mér finnst það bara svo mikill tvíverknaður að gera það á Wikiquote og svo aftur á Wikibók og aftur á Wiktionary og svo aftur og aftur. Á meðan að það er hægt að gera það bara einu sinni og senda þetta inn á MediaWiki. Mundi það ekki spara tíma? Þá væri hægt að nota Wikitímann sinn í annað. Það er oft gott að geta haft meldingarnar mismunandi eftir verkefnum, en mikið að þessu er á hvort ið er að vera það sama allstaðar. --Steinninn 22:58, 23 júlí 2007 (UTC)
- Eins og ég segi, ég vissi ekki af þessu verkefni hjá þér. En ef ég hefði vitað af því og hefði beðið, þá væri þetta allt enn þá á ensku. Og eins og þú segir, þá verða sumar meldingar hvort sem er að vera mismunandi. --Cessator 23:44, 23 júlí 2007 (UTC)
- Á Wikiquote ertu að þýða meldingarnar. Mér finnst það bara svo mikill tvíverknaður að gera það á Wikiquote og svo aftur á Wikibók og aftur á Wiktionary og svo aftur og aftur. Á meðan að það er hægt að gera það bara einu sinni og senda þetta inn á MediaWiki. Mundi það ekki spara tíma? Þá væri hægt að nota Wikitímann sinn í annað. Það er oft gott að geta haft meldingarnar mismunandi eftir verkefnum, en mikið að þessu er á hvort ið er að vera það sama allstaðar. --Steinninn 22:58, 23 júlí 2007 (UTC)
Ég hélt að þú ætlaðir að senda þetta á "Bugzilla". --Stefán Örvarr Sigmundsson 23:19, 23 júlí 2007 (UTC)
- Ég vildi endilega fá meira þýtt af þessu. Fer kannski í það þegar ég er búinn með tónlistamyndband sem ég er að klippa í augnablikinu. --Steinninn 00:15, 28 júlí 2007 (UTC)
- Já, eins og ég segi, þá þýddi ég eiginlega ekki neitt, í mesta lagi 3-4 meldingar. --Cessator 01:07, 28 júlí 2007 (UTC)
- Mér sýndist þú þýða alveg helling á Wikiquote. --Steinninn 11:25, 28 júlí 2007 (UTC)
- Einmitt ekki, ég þýddi ekki nema 3-4. Hins vegar setti ég inn fjölmargar þýðingar sem voru þegar til þessum meldingum. --Cessator 19:22, 28 júlí 2007 (UTC)
- Mér sýndist þú þýða alveg helling á Wikiquote. --Steinninn 11:25, 28 júlí 2007 (UTC)
- Já, eins og ég segi, þá þýddi ég eiginlega ekki neitt, í mesta lagi 3-4 meldingar. --Cessator 01:07, 28 júlí 2007 (UTC)
Latína
Myndi maður ekki segja "contra mundum" en ekki "contra mundi"/"contra mundus"? --00:06, 28 júlí 2007 (UTC)
- Contra mundum. Þegar „contra“ er forsetning tekur það acc. og „mundus“ beygist eftir 2. beygingu eins og „servus“. --Cessator 00:57, 28 júlí 2007 (UTC)
- Ég var einmitt að pæla hvort maður ætti að nota atviksorðs eða forsetningunar útgáfu af contra. Kemur líklega í bakið á mér núna hvað ég fylgdist illa með í íslenskutímum. --Baldur Blöndal 01:45, 28 júlí 2007 (UTC)
Samsetning orða
Ég er með smá málfræðivangaveltur og fannst mér best að spyrja þig. Þegar orð er samsett af tvemur nafnorðum, hverning veit maður hver rétta "millistikkið" er, ef svo má að orði komast.
Dæmi: Tryggingafélag eða Tryggingarfélag?!?!
Dæmi: Tölvunafræði eða Tölvunarfræði?!?!
Ég veit svo sem svarið við þessum dæmum en oft vantar mig orð sem að er ekki notað í daglegu tali og þá er ég "lost". Er til einhver regla fyrir þetta eða þarf maður bara að leggja á minnið hvenær það er "a" eða "ar" sem að tengir orðin? --Stefán Örvarr Sigmundsson 02:11, 28 júlí 2007 (UTC)
- Það eru þrjár leiðir til að búa til samsett orð í íslensku, með eignarfallssamsetningu, bandstafssamsetningu og stofnsamsetningu. Þegar um stofnsamsetningu er að ræða er seinna orðinu skeytt beint aftan við orðstofn fyrra orðsins. Dæmi: heimspeki, Landspítalinn, landspilda. Þegar um bandstafssamsetningu er að ræða er notaður svokallaður bandstafur til að tengja orðin/orðstofnana. Dæmi: ruslafata, ráðuneyti. Þegar um eignarfallssamsetningu er að ræða er seinna orðinu skeytt aftan við eignarfall fyrra orðsins. Dæmi: háskólaráð, umferðarráð, tölvunarfræði. Stundum ruglast fólk á því hvort eignarfallið á að vera eignarfall eintölu eða fleirtölu, t.d. umferðaráð eða umferðarráð (í þessu tilviki er um að ræða umferðina (í eintölu) en ekki margar umferðir og því á eignarfallið að vera í eintölu, sem sagt umferðarráð). Dæmið þitt um „tryggingafélag“ er einmitt dæmi um þetta — er þetta félag einnar tryggingar eða margra trygginga? Nú, til að flækja málið, þá er það einfaldlega svo að stundum er ekki endilega rökrétt hvort eignarfallið er í eintölu eða fleirtölu. Hugleiddu t.d. orðið „sveitarfélag“, hvað ef það eru nú fleiri en ein sveit í sveitarfélaginu (þetta er kannski stórt sveitarfélag sem nær yfir mikið landsvæði)? Orðið er samt „sveitarfélag“ en ekki „sveitafélag“. Það verður bara að læra hvert orð fyrir sig. Á sama hátt er ekki alltaf rökrétt hvort orð er búið til með eignarfallssamsetningu eða stofnsamsetningu, t.d. Landspítalinn en ekki Landsspítalinn; um þetta gildir einnig að það verður bara að læra hvert orð fyrir sig. Ef þú ert ekki viss skaltu fletta í orðabók. Ef þú þarft að fletta sama orðinu oftar en þrisvar skaltu setjast niður og læra það. --Cessator 02:45, 28 júlí 2007 (UTC)
- Hvað um orðið fiskisaga? Það virðist vera samsett úr þágufalli orðsins fiskur. Gæti það verið útaf "fljótt flýgur sagan af fiski" eða eitthvað? Og í dæmunum með ruslafata, er það ekki einfaldlega orðið rusl í eignarfalli fleirtölu + fata? --Baldur Blöndal 07:49, 28 júlí 2007 (UTC)
- Fiskisaga gæti verið úr öðru nafnorði, því sem er "fiski" í nefnifalli og "fiskjar" í eignarfalli, sbr. "róa til fiskjar". Haukur 11:04, 28 júlí 2007 (UTC)
- Ah já það myndi passa, en ég sit hérna með 2-3 orðabækur í fanginu, nokkrar á skrifborðinu mínu og nokkrar í tölvunni og skv. einni þá er "samtengingarform" orðsins "fiski" ekki með i. heldur bara "fisk-"; fiskveiði, fiskafli. Það virðist hinsvegar að það séu tvö forákveðin samtengingarform af orðinu fiskur (þessi setning er nú byrjuð að hljóma svakalega asnalega..); sem eru "fisk-" og "fiski-" sem tengjast orðinu "fiski" ekki. Þannig skil ég þetta allavegana, en annars veit ég ekki. --Baldur Blöndal 11:52, 28 júlí 2007 (UTC)
- Ég hefði haldið að i í „fiskisaga“ væri bandstafur. Hvað segir Haukur um það? Ég er nokkuð viss um að a í „ruslafata“ sé bandstafur enda orðið „rusl“ ekki notað í fleirtölu og a er algengur bandstafur. --Cessator 19:08, 28 júlí 2007 (UTC)
- Bandstafur er svona ruslakistulausn þegar málfræðin virðist ekki ganga upp þannig að, jú, það má vel kalla hvort tveggja bandstaf. Haukur 00:29, 29 júlí 2007 (UTC)
- Mér finnst samt eins og "saga af fiski" hugmyndin sé fýsileg? Hvað veit ég annars, mér líkar bara illa við að henda þessu í ruslakistuna. --Baldur Blöndal 00:44, 29 júlí 2007 (UTC)
- Ef um algengan bandstaf er að ræða er það ólíklegra en líklegra ef önnur dæmi finnast ekki um i sem bandstaf. Man einhver eftir öðru dæmi? Hvað segir Björn Guðfinnsson um bandstafi? --Cessator 00:52, 29 júlí 2007 (UTC)
- Æ, hvernig var það nú aftur. Slökkvilið? Ég segi reyndar slökkvulið og er sjálfsagt ekki einn um það. Haukur 02:50, 29 júlí 2007 (UTC)
- U er líka algengur bandstafur :) --Cessator 04:08, 29 júlí 2007 (UTC)
- Æ, hvernig var það nú aftur. Slökkvilið? Ég segi reyndar slökkvulið og er sjálfsagt ekki einn um það. Haukur 02:50, 29 júlí 2007 (UTC)
- Ef um algengan bandstaf er að ræða er það ólíklegra en líklegra ef önnur dæmi finnast ekki um i sem bandstaf. Man einhver eftir öðru dæmi? Hvað segir Björn Guðfinnsson um bandstafi? --Cessator 00:52, 29 júlí 2007 (UTC)
- Mér finnst samt eins og "saga af fiski" hugmyndin sé fýsileg? Hvað veit ég annars, mér líkar bara illa við að henda þessu í ruslakistuna. --Baldur Blöndal 00:44, 29 júlí 2007 (UTC)
- Bandstafur er svona ruslakistulausn þegar málfræðin virðist ekki ganga upp þannig að, jú, það má vel kalla hvort tveggja bandstaf. Haukur 00:29, 29 júlí 2007 (UTC)
- Fiskisaga gæti verið úr öðru nafnorði, því sem er "fiski" í nefnifalli og "fiskjar" í eignarfalli, sbr. "róa til fiskjar". Haukur 11:04, 28 júlí 2007 (UTC)
- Hvað um orðið fiskisaga? Það virðist vera samsett úr þágufalli orðsins fiskur. Gæti það verið útaf "fljótt flýgur sagan af fiski" eða eitthvað? Og í dæmunum með ruslafata, er það ekki einfaldlega orðið rusl í eignarfalli fleirtölu + fata? --Baldur Blöndal 07:49, 28 júlí 2007 (UTC)
Hér er Guðrún Kvaran á Vísindavefnum að tjá sig um samsetningu orða. --Cessator 18:51, 28 ágúst 2007 (UTC)
- Þetta útskýrir þetta nokkuð betur. Það er semsagt
- (Fast samsett orð) Orð + orð
- (Laust samsett orð) Orð í eignarfalli et/ft + orð
- (Bandstafssamsetning) Orð + a/i/u/s + orð
- og orðið fiskisaga er þá líklega bandsstafssamsetning. --Baldur Blöndal 19:00, 28 ágúst 2007 (UTC)
-
- Þetta sem þarna er nefnt fastsamsetning er það sem ég nefndi stofnsamsetningu hér að ofan. Já, það lítur út fyrir að „fiskisaga“ sé bandstafssamsetning. --Cessator 19:05, 28 ágúst 2007 (UTC)
- Það er samt skemmtileg pæling hvor það sé ekki þriðji hópur þar sem þágufall orðsins eldur er sett í orðið eldiviður eða eins og ég benti á með fiskisaga. Hinsvegar finnst mér undarlegt að tvö síðustu dæmin sem Þorsteinn tekur um bandstafssamsetningu eru orðin "sessunautur" og "athyglisverður", það sem viðskeytta orðið virðist vera í eignarfalls formi (sessa, til sessu — athygli, til ahyglis... ok athygli virðist víst vera óbeygjanlegt..) --Baldur Blöndal 19:30, 28 ágúst 2007 (UTC)
- Já ég átti víst við "fjórði hópur". --Baldur Blöndal 19:32, 28 ágúst 2007 (UTC)
- Já, ef. orðsins „athygli“ er bara „athygli“. Svo eru spurning hvort orðið „sessunautur“ sé sett saman úr orðinu „sessa“ eða e.t.v. orðinu „sess“. --Cessator 21:11, 28 ágúst 2007 (UTC)
- Ah já reyndar. --Baldur Blöndal 21:38, 28 ágúst 2007 (UTC)
- Það er samt skemmtileg pæling hvor það sé ekki þriðji hópur þar sem þágufall orðsins eldur er sett í orðið eldiviður eða eins og ég benti á með fiskisaga. Hinsvegar finnst mér undarlegt að tvö síðustu dæmin sem Þorsteinn tekur um bandstafssamsetningu eru orðin "sessunautur" og "athyglisverður", það sem viðskeytta orðið virðist vera í eignarfalls formi (sessa, til sessu — athygli, til ahyglis... ok athygli virðist víst vera óbeygjanlegt..) --Baldur Blöndal 19:30, 28 ágúst 2007 (UTC)
- Þetta sem þarna er nefnt fastsamsetning er það sem ég nefndi stofnsamsetningu hér að ofan. Já, það lítur út fyrir að „fiskisaga“ sé bandstafssamsetning. --Cessator 19:05, 28 ágúst 2007 (UTC)
Latína... ...aftur
Me paenitet, en nennirðu nokkuð að hjálpa mér aftur? Gæti verið að orðið "mella" komi frá orðinu femella (kona, ung kona) eða fleirtölu orðsins mel (= mella) (sætir hlutir, elskur)? Ég verð að viðurkenna að ég á engar orðsifjafræðibækur þótt ég hafi áhuga á þessum hlutum, er einhver bók sem þú gætir ráðlaggt mér? --Baldur Blöndal 10:55, 28 júlí 2007 (UTC)
- Þetta er eiginlega spurning um íslensku frekar en latínu. Ég verð að játa að ég þekki ekki uppruna orðsins „mella“. Maður þyrfti að komast að því hvenær það komst inn í málið, hver notaði það, hvers konar menntun hann hafði o.s.frv. Ef orðið komst t.d. inn í málið hjá skólapiltum í Skálholti, þá er orðið býsna líklegt að það sé úr latínu. Ef þetta er ekki að finna í íslensku orðsifjabókinni, þá er sennilega best að spyrja bara Guðrúnu Kvaran (sem sagt Vísindavefinn). Mér þykir leitt að geta ekki sagt þér neitt meira. --Cessator 19:15, 28 júlí 2007 (UTC)
- Nei ekki þykja þetta leitt. Mjög flott hjá þér að nenna að svara einhverjum pælingum og vangaveltum hjá mér með ítarlegum og löngum svörum. Ég athuga með íslensku orðsifjabókina, og legg kannski fyrir spurningu á Vísindavefnum. --01:13, 29 júlí 2007 (UTC)
"Uppruni óviss" segir orðsifjabók ÁBM. Hann reynir að tengja þetta við orð í öðrum germönskum málum en nefnir engar latínutilgátur. Þetta er samt ekkert vitlaus hugmynd hjá þér. Haukur 02:48, 29 júlí 2007 (UTC)
- Já, þrátt fyrir tiltörulega litla latínukunnáttu er ég mikið í því að skoða latnesk orð og þegar ég rakst á femella orðið hringdi þetta nokkrum bjöllum hjá mér. Annars er ég að reyna að bæta við orðum á wiktionary:en:Category:is:Latin derivations, ef þú Cessator, eða einhver annar hefur íslenskt orð sem kemur úr latínu væri æðislegt að heyra um það og frá hvaða orði það kemur (eða bara búa greinina til). Hvað segiði? Kunnið þið einhver þannig orð? Ruddi kemur frá orðinu rusicus er það ekki? --19:25, 29 júlí 2007 (UTC)
- Það er aragrúi af orðum úr latínu. Orðin „rusti“ og „dóni“ eru úr ljóðlínu eftir Virgil, rusticus es Korydon — „Þú ert sveitadurgur, Korydon!“. Orðið „rassmalagestur“ kemur frá frasanum res mala gesta. Þetta eru sennilega skemmtilegustu dæmin sem ég þekki en það eru mörg önnur: klassískur, keisari, mínus, náttúra, persóna, plebbi, prósenta, pervert, plús, predika, predikun, prins, prinsessa, prófessor, púls, regla, stíll... Og nöfn: Ágúst, Ágústa, Magnea, Magnús, Markús, Júlía, Júlíus, Kornelíus, Viktor, Voktoría... --Cessator 20:28, 29 júlí 2007 (UTC)
- Vanilla (vagina), skrifa (scribo) og mamma að sjálfsögðu. Mannsnafnið María (haf). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 21:30, 29 júlí 2007 (UTC)
- Nafnið María er reyndar úr grísku, grísk útg. af Miriam, sem breiddist út með Nýja Testamentinu sem er auðvitað samið á forngrísku. Það er samt rétt að maria á latínu er fleirtalan af mare sem þýðir haf. --Cessator 21:46, 29 júlí 2007 (UTC)
- Kemur orðið vanilla samt af orðinu vagina? Í þeim orðabókum sem ég hef þá er vanilla sagt vera neo-latneskt orð. --Baldur Blöndal 23:14, 29 júlí 2007 (UTC)
- Þetta kemur fram í Oxford English Dictionary: „[In earlier use a. and ad. older Sp. vaynilla, now vainilla, dim. of vaina (:L. vāgīna VAGINA) sheath. Subsequently a. mod. botanical L. Vanilla, from the same source. Cf. It. vainiglia, Pg. bainilha, baunilha, F. vanille VANILLE.]“
- Já ok, bætti þessu með vanilluna inn. Hinsvegar þetta með rassmalagestinn, þá finn ég það orð hvergi? Á google finn ég 3 tilvitnanir, þar af ein frá þér og ekkert um þetta í orðabókum. --Baldur Blöndal 00:29, 30 júlí 2007 (UTC)
- Það er í Orðabók menningarsjóðs 2. útg. 1983, Árni Böðvarsson ritstj. (Kannski í 1. útg. 1963 líka, hef aldrei athugað það.) --Cessator 00:34, 30 júlí 2007 (UTC)
- Hvað þýðir það eiginlega og hvert myndi hið enska heita fyrir það vera? --Baldur Blöndal 01:02, 30 júlí 2007 (UTC)
- Það þýðir „að vera eins og illa gerður hlutur“, að vera skussi, auli. Samsvarandi enskt orð er best að finna með því að finna þýðingu fyrir samheiti (eins og skussi, auli...) --Cessator 01:05, 30 júlí 2007 (UTC)
- res er eitt af mest basic orðum í latínu og þýðir bara "hlutur" og mala er líka mjög algengur og þýðir bara "slæmur" eða "vondur", en hvað um orðið gesta? Kemur það af sagnarforminu gestus eða "berandi" (og myndi þá þýða "berandi slæman hlut")? Og kemur orðið "gestur" einnig af þessari sömu sögn? --Baldur Blöndal 01:22, 30 júlí 2007 (UTC)
- Sögnin gero getur þýtt „að gera“, gesta er part. pf. pass. fem. nom. sing. — frasinn þýðir bókstaflega „hlutur illa gerður“. --Cessator 01:28, 30 júlí 2007 (UTC)
- Íslenska orðið „gestur“ er komið úr frumnorrænu, „gastir“ (áhersla á seinna atkvæði). Þegar áherslan færðist fremst í öllum orðum (eins og gildir enn um öll orði í íslensku sem yfirleitt hafa áherslu, að undanskildum nokkrum tökuorðum) veikluðust sérhljóðar í atkvæðum aftar í orðum og duttu jafnvel út úr framburði; það hafði áhrif á sérhljóðana fremst í orðunum eins og a í „gastir“ sem opnaðist og varð e. Orðið hafði þá umbreyst í „gestr“. Og þetta er það málstig sem kallast norræna (eða fornnorræna) og var talað þegar Ísland var numið. Annað dæmi er orðið „sök“ sem er komið úr „saku“ (með áherslu á seinna atkvæði); þegar áherslan færðist fram féll seinna atkvæðið brott og það hafði áhrif á a-ið sem varð ö. Hins vegar var orðið tekið inn í finnsku (eins og nokkur önnur orð) fyrir breytinguna og mér skilst að það sé hægt að rekja nokkur finnsk orð með þessum hætti aftur til frumnorrænu. Sem sagt, orðið „gestur“ hefur ekkert að gera með latnesku sögnina gero. --Cessator 01:36, 30 júlí 2007 (UTC)
- Ah ok, þannig ég álykta að sögnin "að gera" sé komin af sögninni "gerere"? --Baldur Blöndal 01:42, 30 júlí 2007 (UTC)
- Veit ekki, prófaðu að fletta henni upp. Það er líka munur á orðum „komnum af“ latneskum orðum og orðum sem eru skyld latneskum orðum, þ.e. sem eru komin af sama indóevrópska orði (e. cognates), t.d. „pater“ og „faðir“. Það má vera að „gera“ og „gero“ séu skyld orð. --Cessator 01:47, 30 júlí 2007 (UTC)
- Ah ok, þannig ég álykta að sögnin "að gera" sé komin af sögninni "gerere"? --Baldur Blöndal 01:42, 30 júlí 2007 (UTC)
- res er eitt af mest basic orðum í latínu og þýðir bara "hlutur" og mala er líka mjög algengur og þýðir bara "slæmur" eða "vondur", en hvað um orðið gesta? Kemur það af sagnarforminu gestus eða "berandi" (og myndi þá þýða "berandi slæman hlut")? Og kemur orðið "gestur" einnig af þessari sömu sögn? --Baldur Blöndal 01:22, 30 júlí 2007 (UTC)
- Það þýðir „að vera eins og illa gerður hlutur“, að vera skussi, auli. Samsvarandi enskt orð er best að finna með því að finna þýðingu fyrir samheiti (eins og skussi, auli...) --Cessator 01:05, 30 júlí 2007 (UTC)
- Hvað þýðir það eiginlega og hvert myndi hið enska heita fyrir það vera? --Baldur Blöndal 01:02, 30 júlí 2007 (UTC)
- Það er í Orðabók menningarsjóðs 2. útg. 1983, Árni Böðvarsson ritstj. (Kannski í 1. útg. 1963 líka, hef aldrei athugað það.) --Cessator 00:34, 30 júlí 2007 (UTC)
- Já ok, bætti þessu með vanilluna inn. Hinsvegar þetta með rassmalagestinn, þá finn ég það orð hvergi? Á google finn ég 3 tilvitnanir, þar af ein frá þér og ekkert um þetta í orðabókum. --Baldur Blöndal 00:29, 30 júlí 2007 (UTC)
- Þetta kemur fram í Oxford English Dictionary: „[In earlier use a. and ad. older Sp. vaynilla, now vainilla, dim. of vaina (:L. vāgīna VAGINA) sheath. Subsequently a. mod. botanical L. Vanilla, from the same source. Cf. It. vainiglia, Pg. bainilha, baunilha, F. vanille VANILLE.]“
- Vanilla (vagina), skrifa (scribo) og mamma að sjálfsögðu. Mannsnafnið María (haf). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 21:30, 29 júlí 2007 (UTC)
- Það er aragrúi af orðum úr latínu. Orðin „rusti“ og „dóni“ eru úr ljóðlínu eftir Virgil, rusticus es Korydon — „Þú ert sveitadurgur, Korydon!“. Orðið „rassmalagestur“ kemur frá frasanum res mala gesta. Þetta eru sennilega skemmtilegustu dæmin sem ég þekki en það eru mörg önnur: klassískur, keisari, mínus, náttúra, persóna, plebbi, prósenta, pervert, plús, predika, predikun, prins, prinsessa, prófessor, púls, regla, stíll... Og nöfn: Ágúst, Ágústa, Magnea, Magnús, Markús, Júlía, Júlíus, Kornelíus, Viktor, Voktoría... --Cessator 20:28, 29 júlí 2007 (UTC)
Já, ég hef nú reyndar engar bækur til að sannreyna það. Anars er ég búinn að bæta flestum orðunum inn, en veit annars ekki (eða er ekki viss) hvaðan sum orð koma:
- klassískur
- predika/predikun (propheto?)
- regla (frá regula er það ekki?)
- stíll?
Held að ég hafi náð öllu öðru. --Baldur Blöndal 01:52, 30 júlí 2007 (UTC)
- Oh, klassískur kemur frá classicus (tilheyrandi efsta flokki/stétt). --Baldur Blöndal 01:54, 30 júlí 2007 (UTC)
- Já, classicus. Predika frá praedico (að segja fyrir, að spá fyrir um), regla frá regula (regla), stíll frá stilus (skriffæri eða ritstíll, sbr. próf í enskum stíl, þýskum stíl, íslenskum stíl, stílabók o.s.frv.). --Cessator 02:03, 30 júlí 2007 (UTC)
- Æðislegt! Varla hefurðu einhver önnur orð sem eru beint (eða bara óbeint) úr latínu? --Baldur Blöndal 02:07, 30 júlí 2007 (UTC)
- Tjah.. jú, þau eru auðvitað fleiri en engin sem ég man svona eftir kvöldmat. En það eru nú nokkur komin: keisari frá Caesar (nafni þess fræga manns), mínus frá minus (minna), náttúra frá natura (náttúra eða eðli), persóna frá persona (leikgríma), plebbi frá plebs (almúgi), prósenta frá pro centum (hlutfall af hundraði), pervert frá perverto (umturna, snúa við, misnota, spilla, skemma), plús frá plus (meira), prins og prinsessa frá princeps (fyrstur), prófessor frá profiteor (að lýsa yfir opinberlega), púls frá pello að ýta, slá). --Cessator 02:15, 30 júlí 2007 (UTC)
- Úps.. ég skrifaði víst að wiktionary:púls væri komið af pulsus. --Baldur Blöndal 02:16, 30 júlí 2007 (UTC)
- Það er rétt, pulsus er lýsingarh. þát. af pello: pello, pellere, pepuli, pulsus :) --Cessator 02:20, 30 júlí 2007 (UTC)
- Ah já, certe. --Baldur Blöndal 02:23, 30 júlí 2007 (UTC)
- Pendúll! Það er vitaskuld komið af lýsingarorðinu pendulus. Hana, þarna fékkstu eitt í viðbót. --Cessator 02:24, 30 júlí 2007 (UTC)
- Kóróna, frá corona. --Cessator 02:25, 30 júlí 2007 (UTC)
- Ah, búinn að bæta við kórónunni, en takk fyrir pendúllinn. Persónulega varð er stoltur þegar ég fattaði orðið dorma. --Baldur Blöndal 02:27, 30 júlí 2007 (UTC)
- Ákavíti, frá aqua vitae, kommúna, kommúnismi o.s.frv. frá communis. --Cessator 02:28, 30 júlí 2007 (UTC)
- Hugsanlega kjallari, frá cella (felustaður, geymsla, hirsla), sbr. celare (fela). --Cessator 02:31, 30 júlí 2007 (UTC)
- Ég er búinn að bæta flestu inn nema kjallari, bara útaf því að það er ekki alveg öruggt. Annars er þetta svakalega skemmtilegt. Svo skilur fólk ekki afhverju maður hefur áhuga á latínu. =] --Baldur Blöndal 02:46, 30 júlí 2007 (UTC)
- Mér finnst hún nú skemmtilegust vegna þess sem hægt er að lesa á latínunni: Lucretius, Cicero, Seneca, Caesar, Tacitus, Virgill, Ovidius, Horatius, Catullus, Sallustius, Suetonius, Livius,Tibullus, Propertius, Quintilianus, Plinius... --Cessator 03:07, 30 júlí 2007 (UTC)
- Tja, ég er ennþá ekki kominn á það stig að ég geti almennilega lesið (ég hef eitthvað reynt fyrir mér með Seneca), þannig að ég verð að láta orðsifjafræði mér nægja. --Baldur Blöndal 03:16, 30 júlí 2007 (UTC)
- Ah, hefur reyndar alltaf langað til að lesa The Divine Comedy eftir Vergil. --Baldur Blöndal 03:17, 30 júlí 2007 (UTC)
- Gleðileikurinn guðdómlegi er reyndar eftir Dante Alighieri en Virgill kemur þar fyrir sem persóna. Þú skellir þér bara í latínu eða fornfræði í HÍ, þá kemur þetta :) --Cessator 03:25, 30 júlí 2007 (UTC)
- Haha skammast mín smá núna.. En reyndar þótt undarlegt megi virðast hef ég mjög lítin áhuga á fornfræði og sögu, þótt ég hafi gífurlegan áhuga á Latínu. Alveg eins með Japan, ég hef nær engan áhuga á sögu Japans, samt elska ég allt annað við það. Ég er obsessive-áhuga-manneskja; fæ sjúklegan áhuga á einhverju og held mig við það. --Baldur Blöndal 04:15, 30 júlí 2007 (UTC)
- Skelltu þér þá í latínu og japönsku, nú eða grísku (ef þér finnst latínan skemmtileg, þá er grískan ekki síðri). --Cessator 04:31, 30 júlí 2007 (UTC)
- Eins undarlega og það hljómar þá er gríska of.. lillablá.. og kringlótt. Latína er meira svona græn og svakalega regluleg (ég held að það sé vegna þess að latína hefur -us endinguna, sem er reyndar blá en í staðin hefur grískan þessa -os endingu sem er...hvít...).... um... öö.. samskynjun. --Baldur Blöndal 15:58, 31 júlí 2007 (UTC)
- Skelltu þér þá í latínu og japönsku, nú eða grísku (ef þér finnst latínan skemmtileg, þá er grískan ekki síðri). --Cessator 04:31, 30 júlí 2007 (UTC)
- Haha skammast mín smá núna.. En reyndar þótt undarlegt megi virðast hef ég mjög lítin áhuga á fornfræði og sögu, þótt ég hafi gífurlegan áhuga á Latínu. Alveg eins með Japan, ég hef nær engan áhuga á sögu Japans, samt elska ég allt annað við það. Ég er obsessive-áhuga-manneskja; fæ sjúklegan áhuga á einhverju og held mig við það. --Baldur Blöndal 04:15, 30 júlí 2007 (UTC)
- Gleðileikurinn guðdómlegi er reyndar eftir Dante Alighieri en Virgill kemur þar fyrir sem persóna. Þú skellir þér bara í latínu eða fornfræði í HÍ, þá kemur þetta :) --Cessator 03:25, 30 júlí 2007 (UTC)
- Mér finnst hún nú skemmtilegust vegna þess sem hægt er að lesa á latínunni: Lucretius, Cicero, Seneca, Caesar, Tacitus, Virgill, Ovidius, Horatius, Catullus, Sallustius, Suetonius, Livius,Tibullus, Propertius, Quintilianus, Plinius... --Cessator 03:07, 30 júlí 2007 (UTC)
- Ég er búinn að bæta flestu inn nema kjallari, bara útaf því að það er ekki alveg öruggt. Annars er þetta svakalega skemmtilegt. Svo skilur fólk ekki afhverju maður hefur áhuga á latínu. =] --Baldur Blöndal 02:46, 30 júlí 2007 (UTC)
- Hugsanlega kjallari, frá cella (felustaður, geymsla, hirsla), sbr. celare (fela). --Cessator 02:31, 30 júlí 2007 (UTC)
- Ákavíti, frá aqua vitae, kommúna, kommúnismi o.s.frv. frá communis. --Cessator 02:28, 30 júlí 2007 (UTC)
- Ah, búinn að bæta við kórónunni, en takk fyrir pendúllinn. Persónulega varð er stoltur þegar ég fattaði orðið dorma. --Baldur Blöndal 02:27, 30 júlí 2007 (UTC)
- Kóróna, frá corona. --Cessator 02:25, 30 júlí 2007 (UTC)
- Pendúll! Það er vitaskuld komið af lýsingarorðinu pendulus. Hana, þarna fékkstu eitt í viðbót. --Cessator 02:24, 30 júlí 2007 (UTC)
- Ah já, certe. --Baldur Blöndal 02:23, 30 júlí 2007 (UTC)
- Það er rétt, pulsus er lýsingarh. þát. af pello: pello, pellere, pepuli, pulsus :) --Cessator 02:20, 30 júlí 2007 (UTC)
- Úps.. ég skrifaði víst að wiktionary:púls væri komið af pulsus. --Baldur Blöndal 02:16, 30 júlí 2007 (UTC)
- Tjah.. jú, þau eru auðvitað fleiri en engin sem ég man svona eftir kvöldmat. En það eru nú nokkur komin: keisari frá Caesar (nafni þess fræga manns), mínus frá minus (minna), náttúra frá natura (náttúra eða eðli), persóna frá persona (leikgríma), plebbi frá plebs (almúgi), prósenta frá pro centum (hlutfall af hundraði), pervert frá perverto (umturna, snúa við, misnota, spilla, skemma), plús frá plus (meira), prins og prinsessa frá princeps (fyrstur), prófessor frá profiteor (að lýsa yfir opinberlega), púls frá pello að ýta, slá). --Cessator 02:15, 30 júlí 2007 (UTC)
- Æðislegt! Varla hefurðu einhver önnur orð sem eru beint (eða bara óbeint) úr latínu? --Baldur Blöndal 02:07, 30 júlí 2007 (UTC)
- Já, classicus. Predika frá praedico (að segja fyrir, að spá fyrir um), regla frá regula (regla), stíll frá stilus (skriffæri eða ritstíll, sbr. próf í enskum stíl, þýskum stíl, íslenskum stíl, stílabók o.s.frv.). --Cessator 02:03, 30 júlí 2007 (UTC)
Lýsingarháttur þátíðar
Sæll. Það virðist vera orðin nokkurs konar vani að beina spurningum sem tengjast málfræði, íslensku og latínu að þér, svo mig langar að spyrja þig að einu sem ég hef verið að velta fyrir mér upp á síðkastið. Í íslensku eru sagnir í lýsingarhætti þátíðar ef þær standa með sögninni geta, en í ensku er sögnin í nafnhætti (án nafnháttarmerkis). Veist þú hver ástæðan fyrir þessu er, og hvort þetta fyrirfinnist í einhverjum öðrum málum?
Með fyrirfram þökkum, --Almar 14:13, 30 júlí 2007 (UTC)
- Sæll. Það er bara mismunandi eftir málum hvort sagnir mynda einstakar tíðir með hjálparsögnum eða ekki. Það er rétt að sagnir sem standa með „geta“ eru í lýsingarhætti þátíðar en í íslensku er lýsingarháttur þátíðar samt ekki myndaður með hjálparsögninni „geta“. Hins vegar er hjálparsögn (oftast „hafa“) notuð til að mynda núliðna og þáliðna tíð með lýsingarhættinum í íslensku. Til dæmis er lýsingarháttur þátíðar af íslensku sögninni „skrifa“ skrifað, núliðin tíð er „hef skrifað“ og þáliðin tíð er „hafði skrifað“. Í latínu er núliðin og þáliðin tíð oftast ekki mynduð með hjálparsögnum, sögnin „að skrifa“ er scribo, núliðin tíð (perfectum) er scripsi (ég hef skrifað) og þáliðin tíð (plusquamperfectum) er scripseram (ég hafði skrifað), lýsingarháttur þátíðar er hins vegar scriptus. Í ensku er þetta eins og í íslensku, hátturinn er ekki myndaður með hjálparsögnum en tíðirnar eru það; lýsingarháttur þátíðar í ensku er síðasta kennimynd sagnarinnar, t.d. „written“ af sögninni „to write“ en núliðin tíð er „have written“ og þáliðin tíð „had written“. Það sem er ólíkt í ensku er að „can“ (ólíkt „geta“) stýrir ekki lýsingarhætti heldur nafnhætti („ég get skrifað“ en „I can write“, aftur á móti er þetta eins í -ðrum sögnum, t.d. „ég verð að skrifa“ og „I must write“); sum orð í ensku taka nafnháttinn með nafnháttarmerkinu („I am able to write“, „I choose to write“, „I forgott to write“); sum taka lýsingarhátt nútíðar („I look forward to writing“, „I dread writing“, „I enjoy writing“). Þetta eru bara ólíkar málvenjur í ólíkum málum. --Cessator 18:06, 30 júlí 2007 (UTC)
- Þakka þér fyrir. --Almar 22:48, 30 júlí 2007 (UTC)
Heimspekiboltinn
Datt þú í hug þegar ég sá þessa klippu... [1] --Stalfur 13:03, 2 ágúst 2007 (UTC)
- Haha, já þessi er frábær :) --Cessator 16:52, 2 ágúst 2007 (UTC)
- SNILD! Ó, mér hefur alltaf þó heimspeki vera ein leiðinlegasta og tilgangslausasta "fræðigrein", ef svo má kalla það, af þeim öllum. To be or not to be - that's no bloody question for me!
--Stefán Örvarr Sigmundsson 05:10, 4 ágúst 2007 (UTC)
- SNILD! Ó, mér hefur alltaf þó heimspeki vera ein leiðinlegasta og tilgangslausasta "fræðigrein", ef svo má kalla það, af þeim öllum. To be or not to be - that's no bloody question for me!
Wikibækur
Það er lítið um að gerast á Wikibókunum og mig vantar að ræða um eitt mál, og fannst best að beina því að þér. Wikibókunum hafa verið, ef svo má orða það, breytt í Wiki-kennsluáætlun fyrir KHÍ af Salvöri Gissurardóttir. Má þetta? Ég hef ekki sé svona fyrirkomulag á neinni Wikibók. Mér finnst þetta mjög ósmekklegt enda eru margar síðurnar bara safn fyrir tengla á einhverjar aðrar utanaðkomandi síður. --Stefán Örvarr Sigmundsson 04:05, 4 ágúst 2007 (UTC)
- Kennslubókaæði eða ekki, þá verða síður að sjálfsögðu að innihalda meira en tengil eða tengla. Ég treysti mér bara ekki til að fjölyrða um hitt hvort og að hvaða marki það er leyfilegt eða eðlilegt að nota wikibækur í kennslu. --Cessator 04:08, 4 ágúst 2007 (UTC)
- Ég hef ekkert á kennslubókum eða öðrum bókum, mér finnst bara að Wikibækur séu notaðar eðlilega en ekki gerður leikvangur KHÍ. Þessum síðum er líka oft beint að einhverju sérstöku nemendurm fólki og það nafngreint. Lítu á þessa síðu: [2] myndir þú segja að hún réttlæti tilveru sína? --Stefán Örvarr Sigmundsson 04:23, 4 ágúst 2007 (UTC)
- Ég bara veit það ekki, er ekki svo reyndur wikibókanotandi. --Cessator 05:02, 4 ágúst 2007 (UTC)
- Ég hef ekkert á kennslubókum eða öðrum bókum, mér finnst bara að Wikibækur séu notaðar eðlilega en ekki gerður leikvangur KHÍ. Þessum síðum er líka oft beint að einhverju sérstöku nemendurm fólki og það nafngreint. Lítu á þessa síðu: [2] myndir þú segja að hún réttlæti tilveru sína? --Stefán Örvarr Sigmundsson 04:23, 4 ágúst 2007 (UTC)
Ég vil ekki vera að búa til reglurnar "as I go" svo ég ætla bara að spurja eitthvað möppudýr á ensku Wikibooks, og lýsa nákvæmlega hvað málið er. --Stefán Örvarr Sigmundsson 05:16, 4 ágúst 2007 (UTC)
- Amm, Stalfur og Friðrik hafa líka meiri reynslu af wikibókum en ég. Kannski hafa þeir einhverjar skoðanir á þessu. --Cessator 05:21, 4 ágúst 2007 (UTC)
- Kannski ég byrji á þeim bara. --Stefán Örvarr Sigmundsson 05:23, 4 ágúst 2007 (UTC)
- Var að spyrja um þetta málefni í Pottinum á Wikibókum... Tómas A. Árnason 21:42, 5 ágúst 2007 (UTC)
- Kannski ég byrji á þeim bara. --Stefán Örvarr Sigmundsson 05:23, 4 ágúst 2007 (UTC)
- Tómas Árnason hefur ekki skilning á hvað þær wikibækur sem nemendur mínir hafa gert ganga út á og það er ljóst af þessum athugasemdum að hann áttar sig m.a. ekki á því að nánast allar þær síður sem hann nefnir sem dæmi um "safn fyrir tengla á einhverjar utanaðkomandi síður" eru það ekki, þetta eru síður sem eru tenglar í wikipedia greinar og síður sem eru efnisyfirlit og vísa í undirsíður. Það er ljóst af vinnubrögðum hans á wikibooks að hann hefur ekki áttað sig á mörgu í wikipedia-wikibooks og ekki skilning á vinnubrögðum þar. Eftir því sem ég sé var hann gerður að stjórnanda samstundis og hann skráði sig á wikibooks og hófst hann strax handa við ýmsar undarlegar eyðingar margar að mér virðist af handahófi og vegna þess að hann áttaði sig ekki á og hefur annað hvort ekki skilið eða ekki lesið hvað í bókunum var. --Salvör Gissurardóttir 03:16, 11 ágúst 2007 (UTC)
Muse
Það virðist vera orðinn vani hjá mér og öðru fólki að líta á þig sem viskubrunn alls sannleika svo ég ætla að ráðfæra mig við þig, once again. Mér þætti vænt um að greinin mín Muse yrði gerð af gæðagrein og mig langaði að vita hvort þú gætir gefið mér ráð um það sem helst þarf að laga svo hún eigi möguleika á því að verða ein slík grein. --Stefán Örvarr Sigmundsson 06:57, 5 ágúst 2007 (UTC)
- Ég veit nú ekki hvort ég stend undir væntingum sem viskubrunnur, hvað þá alls sannleika. Í fljótu bragði sýnist mér að það ætti alls ekki að vera ómögulegt að gera greinina að gæðagrein. En ég hef áhyggjur af því hvort hún er stöðug, sbr. kafla sem er merktur sem hugsanlega óstöðugur kafli. Greinin er ekki of stutt en ég er hræddur um að ég viti ekki nóg um Muse til að meta hvort hún gerir viðfangsefninu góð skil. Ef við gerum ráð fyrir að hún geri efninu góð skil og þessi merkti kafli verði einhvern tímann stöðugur, þá er þetta fyrst og fremst spurning um málfar, stafsetningu, uppsettningu og frágang. Sumir hafa líka áhyggjur af rauðum tenglum. Ég myndi gera eftirfarandi:
- Bíddu þar til greinin er stöðug.
- Gættu að stafsetningu og málfari.
- Fækkaðu rauðum tenglum.
- Fjölgaðu heimildum.
- Ég kem aldrei auga á innsláttarvillur o.s.frv. í mínum eigin greinum en það þarf bara að lesa yfir aftur og aftur og leiðrétta það sem betur má fara. Uppsetning greinarinnar er í lagi og greinin er flokkuð og allt slíkt. Til að gera greinina álitlegri myndi ég fækka rauðum tenglum. Það mega auðvitað vera rauðir tenglar en óneitanlega lítur greinin betur út með bláum tenglum en rauðum. Ég myndi líka fara í ensku greinina sem þessi grein var þýdd upp úr og setja inn heimildirnar sem þar er vísað í. Heimildir gera allar greinar álitlegri og þótt það hafi ekki verið formleg krafa hjá gæðagreinum hingað til, þá var nýverið andmælt á þeim forsendum (eins og þú veist). Hvort sem það er krafa um heimildir eða ekki, þá er það alltaf betra að vísa í heimildir en ekki síst ef umdeilanlegar fullyrðingar eru í greininni. --Cessator 16:39, 5 ágúst 2007 (UTC)
-
- Til dæmis felur setningin „Hljómsveitin er þekkt fyrir að vera framúrskarandi tónleikahljómsveit, bæði fyrir sviðsframkomu sem og hljóðgæði.“ óbeint í sér gildisdóm sem betra væri að hafa heimild fyrir. Það má að sjálfsögðu segja að sviðsframkoma og tónlist þyki frábær en þá er vissara að vísa í heimild, t.d. greinar eftir viðurkennda tónlistargagnrýnendur annaðhvort í dagblöðum eða tónlistartímaritum. Annars er aldrei að vita nema þetta sé eingöngu skoðun höfundar greinarinnar og það gengur auðvitað ekki. --Cessator 16:45, 5 ágúst 2007 (UTC)
- Okay, ég sé fram á að ég ætti ekki að eiga erfitt með 3 og 4. Kannski meiri vinna númer 2. Muse var fyrsta greinin sem að ég byrjaði á, ef svo má segja, þegar ég kom að hérna fyrst, og var maður ekki mikill penni þá, hef samt skánað í skrifum, á því að skoða aðrar greinar. Þessi grein var töluvert beinþýtt í byrjun, þar sem að ég var ekki mikið að spá í lypurleika textans. Samt sé ég ekki hverning ég á að vinna að 1. Ef ég skil þetta rétt þá er stöðug grein, grein sem að er ekki sífelt að breytast. Ég hef litið á allar gæða- og úrvalsgreinarnar og þær fjalla annað hvort um hluti, lönd eða löngu dautt fólk (fyrir utan Davíð Oddson). Ég býst ekki við því að Muse greinin hætti að lengjast, breytast eða því um líkt, neitt á næstunni þar sem að þeir eru allir á iði og ekkert lát á þeim. Er kannski málið að bíða þar til að þeir hrökkvi upp af? Það er ein grein um hljómsveit sem gæðagrein; System of a Down en engin er að vinna neitt í henni lengur, alla vega ekki af neinni alvöru og mér finnst hún ekkert svo mergjuð hvort eð er, alla vega helmingi styttri en Muse. Og þar af auki án heimilda og með slatta af rauðum tenglum. Náttúrulega ekki eins marga og Muse þar sem að Muse er miklu lengri. --Stefán Örvarr Sigmundsson 20:49, 5 ágúst 2007 (UTC)
- Greinin þarf auðvitað ekki að vera um dautt fólk til að vera stöðug (það geta meira að segja komið í ljós nýjar upplýsingar um dautt fólk). Til að vera stöðug má greinin ekki vera vettvangur breytingastríð í fyrsta lagi en í öðru lagi nógu stöðug til að geta staðið óbreytt í dálítinn tíma. Og ef það er ástæða til að merkja einhvern hluta greinarinnar sem óstöðugan, þá er það áhyggjuefni. Gæðagreinar mega alveg vera stuttar, bara ekki of stuttar, t.d. ekki stubbar. Upphaflega var gæðagreinastimpillinn hugsaður annars vegar fyrir greinar sem eru góðar en uppfylla samt ekki öll skilyrði sem gerð eru til úrvalsgreina, þyrftu t.d. ekki að gera efninu tæmandi skil ef þær gerðu þeim góð skil eða skorti tilvísanir í heimildir (það þarf samt heimildir fyrir umdeilanlegum fullyrðingum). Hins vegar fyrir greinar sem uppfylla öll skilyrði sem gerð eru til úrvalsgreina en eru samt of stuttar til að vera úrvalsgreinar (ef einhverjar síkar greinar eru til). --Cessator 20:59, 5 ágúst 2007 (UTC)
- Ég er á fullu að vinna í þessu!
--Stefán Örvarr Sigmundsson 04:41, 8 ágúst 2007 (UTC)
Listi
Ég þarf smá ráðlegningu "once again". Mig langar að gera lista/grein um algeng orð sem notuð eru í nótnaskrifum. Þ.e.a.s orð úr ítölsku, latínu, frönsku, þýsku og ensku sem að eru mjög mikið notuð í nótnabókum og voru sem vinsælust á tíma Mozart, Beethoven og enn í dag. Á ensku heitir þessi listi "List of musical terminology" en mig vantar gott nafn fyrir hann á íslensku. Er eitthvað vit í "Listi yfir tónlistaríðorðafræði"? --Stefán Örvarr Sigmundsson 04:41, 8 ágúst 2007 (UTC)
- Jah, varla listi yfir íðorðafræði, það væri þá frekar listi yfir íðorð, en hvað með bara „Listi yfir tónfræðihugtök“? --Cessator 04:50, 8 ágúst 2007 (UTC)
- Ætti maður ekki að skrifa um hugtök eins og "dúr", "moll", "brotinn hljómur", "taktstrik" og fleira í "lista yfir tónfræðihugtök". Þetta eru ekki beynt hugtök er það? Meira eins og lýsingarorð úr mörgum tungumálum eða eitthvað. --Stefán Örvarr Sigmundsson 04:54, 8 ágúst 2007 (UTC)
- adagio
- ad libitum
- stretto
Þetta eru ekki beint hugtök. --Stefán Örvarr Sigmundsson 04:57, 8 ágúst 2007 (UTC)
- (breytingarárekstur) Ég ætla að prufa að svara smá, sem áhugamaður um tónlist og latínu, en það fyrsta latneska sem mér dettur í hug er ad libitum sem þýðir eiginlega "eins og manni lystir" eða "eftir löngun", og þýðir að maður megi spila eins og maður vill. Annars eru flest hugtökin komin úr ítölsku eða þýsku, en þar var mesta stuðið í tónlistarbransanum um 16.. 17.. öld-ish. Annars er orðið caesura sem þýðir felling eða eitthvað..(niðurskurður?) og þýðir að stöðva lagið algjörlega. Svo er orðið quasi (sem er bæði ítalska og latína, og er t.d. að finna í laginu quasi una fantasia eftir Beethoven, og þýðir það "næstum". Annars eru nokkur algeng orð:
- a tempo (í [sama] tíma)- spila skal með sama tíma og fyrir hraðabreytingu
- accelerando (kemur úr latínu, accelerare; að hraða) - hraðar og hraðar
- adagio (ítalska bara?) -hægt
- andante (ítalska?)- með gönguhraða, svona taktfast, dam dam eitthvað
- cantabile (latína, cantare=að syngj a?) - syngjandi
- crescendo (latína, crescere=að vaxa) - vaxandi
- dolce (dulcis þýðir blíður/blíð á latínu)- blíðlega
- forte (latína fortis = sterkur/sterk) - sterkt
- fortissimo - mjög sterkt
- fortefortissimo - mjööög sterkt
- legato -bundið
- opus (latína. þýðir verk) - verk
- opera (latína, fleirtala af opus, þýðir mörg verk) - ópera
- piano -veikt
- pianissimo - gegt veikt
- pianopianissimo -super gegt veikt
- poco a poco (ítalska..) - lítið í einu, smám saman
- presto (prestar lifa hraðri ævi.. eða eitthvað)- mjög hratt
- sempre (ítalska = alltaf, á latínu segir maður semper og í spænsku siempre) - alltaf
- sforzando (wtf) - mjög sterk áhersla
- simile (latína. similis = líkt) - eins
- vivace (ítalska = líflega, úr latínu vivax =langlífur, líflegur)- hratt, fjörlega, líflega
- Var þetta ekki annars það sem þú vildir? --Baldur Blöndal 05:07, 8 ágúst 2007 (UTC)
- Oh fjandinn hafi það, ég las það sem þú sagðir vitlaust.. god damn, ég fer og skýt mig. --Baldur Blöndal 05:09, 8 ágúst 2007 (UTC)
- Óþarfi að skjóta sig :) Ég veit afskaplega lítið um klassíska tónlist, það er best að þið sjáið um þetta. Geri eina tillögu að lokum. Hvernig væri „Listi yfir erlend orð í tónfræði“? --Cessator 05:12, 8 ágúst 2007 (UTC)
- Hummm.. það hljómar ekki jafn "Professional" og Listi yfir tónlistaríðorð en ætti að virka samt. --Stefán Örvarr Sigmundsson 05:14, 8 ágúst 2007 (UTC)
- "Listi yfir orð í tónfræði"? Þarf ekki beint að taka fram að þetta sé listi yfir erlend orð, enda eru engin "íslensk orð" notuð per se; og það mun ekki verða gerður "listi yfir íslensk orð í tónfræði" --Baldur Blöndal 05:16, 8 ágúst 2007 (UTC)
- Listi yfir fræðiheiti í tónlist. Það gengur. --Baldur Blöndal 05:17, 8 ágúst 2007 (UTC)
- Í tónlist? Eru það þá fræðiheiti sem einhver hefur sungið um? --Cessator 05:19, 8 ágúst 2007 (UTC)
- ..*Gapir* ég skil ekki .__. --05:20, 8 ágúst 2007 (UTC)
- Þetta eru ekki fræðiheiti í tónlist ...sem er leikin/sungin/samin/o.s.frv., heldur í tónfræði. --Cessator 05:25, 8 ágúst 2007 (UTC)
- Bah.. undarlegt hvað maður er tregur klukkan 5:29. --Baldur Blöndal 05:30, 8 ágúst 2007 (UTC)
- Þetta eru ekki fræðiheiti í tónlist ...sem er leikin/sungin/samin/o.s.frv., heldur í tónfræði. --Cessator 05:25, 8 ágúst 2007 (UTC)
- ..*Gapir* ég skil ekki .__. --05:20, 8 ágúst 2007 (UTC)
- Í tónlist? Eru það þá fræðiheiti sem einhver hefur sungið um? --Cessator 05:19, 8 ágúst 2007 (UTC)
- Listi yfir fræðiheiti í tónlist. Það gengur. --Baldur Blöndal 05:17, 8 ágúst 2007 (UTC)
- "Listi yfir orð í tónfræði"? Þarf ekki beint að taka fram að þetta sé listi yfir erlend orð, enda eru engin "íslensk orð" notuð per se; og það mun ekki verða gerður "listi yfir íslensk orð í tónfræði" --Baldur Blöndal 05:16, 8 ágúst 2007 (UTC)
- Oh fjandinn hafi það, ég las það sem þú sagðir vitlaust.. god damn, ég fer og skýt mig. --Baldur Blöndal 05:09, 8 ágúst 2007 (UTC)
Þú mátt einnig líta hér. Ég var með tvær spurningar sem að engin gat svarað. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. september 2007 kl. 01:31 (UTC)
Þýðing
Ég er að reyna átta mig á því hverning þýða eigi "Record label". "Record company" myndi vera "plötufyrirtæki" en hitt er ég ekki svo viss með. "Upptökumerki", "upptökuvörumerki" eða bara "útgáfuvörumerki"? --Stefán Örvarr Sigmundsson 05:57, 9 ágúst 2007 (UTC)
- Útgáfufyrirtæki? Eða útgefandi? Það eru eðlilegustu íslensku orðin og sennilega engin ensk orð sem samsvara þeim betur í þessu samhengi. Ég myndi ekki kalla þetta vörumerki. Skífan er t.d. hljómplötuútgefandi en við myndum ekki segja að hún væri vörumerkið í þessu samhengi (myndum t.d. ekki segja „Geisladiskurinn kom út hjá vörumerkinu Skífunni“ eða eitthvað þvíumlíkt). Oxford University Press er bókaútgefandi; fyrirtækið á einnig vörumerkið Clarendon Press en við myndum samt ekki segja á íslensku að tiltekin bók hafi komið út hjá vörumerkinu Clarendon, við myndum bara segja að hún hafi komið út hjá Clarendon-útgáfunni. Þetta er, held ég, bara eins. --Cessator 07:19, 9 ágúst 2007 (UTC)
- Takk fyrir það. --Stefán Örvarr Sigmundsson 07:44, 9 ágúst 2007 (UTC)
Hjálp?
Heldurðu að þú getir hjálpað mér að þýða eitthvað af {{Snið:Infobox Officeholder}} og bæta því á fleiri stjórnmálasíður? (sjá einnig w:Template:Infobox Officeholder/example) --Baldur Blöndal 15:04, 9 ágúst 2007 (UTC)
- Úff, ég er ekki vel að mér um svona snið og þetta snið er hrikalega flókið. Ég þori eiginlega ekki að fara að krukka í því. Sum hugtökin eru snúin því þau eiga sérstaklega við um bandarísk stjórnmál. Ætli ég myndi ekki þýða alla vega eftirfarandi svona:
- | Officeholder = embættismaður | name = nafn | image = mynd | imagesize = myndastærð | caption = myndatexti | order = röð | office = embætti | term_start = upphaf kjörtímabils | term_end = lok kjörtímabils | vicepresident = varaforseti | viceprimeminister = varaforsætisráðherra | president = forseti | primeminister = forsætisráðherra | governor = ríkisstjóri | succeeding = tekur við af [þetta á við þegar einhver hefur verið kjörinn en „forveri“ er enn í embætti] | predecessor = forveri | successor = eftirmaður | ambassador = sendiherra | ambassador_from = sendiherra frá [frá hvaða landi] | country = land [í hvaða landi] | appointed = skipaður í embætti | judge = dómari | member of Parliament = þingmaður | congressman = þingmaður | state = ríki [eða fylki] | state representative = fulltrúi | state_assembly = ríkisþing | senator = öldungaráðsmaður | majority_leader3 = leiðtogi meirihluta | minority_leader3 = leiðtogi minnihluta | birth_date = fæðingarár [og dagsetning] | birth_place = fæðingarstaður | death_date = dánarár [og dagsetning] | death_place = dánarstaður | nationality = þjóðerni | party = flokkur | spouse = maki | relations = ættingjar | children = börn | residence = búsettur | alma_mater = háskóli [grunnnám] | occupation = starf | religion = trú | signature = undirskrift | website = heimasíða | footnotes = neðanmálsgreinar
- En þetta eru bara auðveldu hugtökin. Það er hellingur eftir sem ekki er ljóst hvað ætti að heita á íslensku. --Cessator 17:38, 9 ágúst 2007 (UTC)
Stjórnendaréttindi
Ég bað um stjórnunarréttindi en hef sennilega skrifað það á síðu sem búið var að loka og þú hefur eytt til breytingu en segir að umræðan hafi verið flutt. Ég finn hins vegar ekki aftur beiðni mína um stjórnunarstöðu á neinni síðu. Vildi bara spyrja áður en ég set þetta inn aftur --Salvör Gissurardóttir 03:18, 11 ágúst 2007 (UTC)
- Hana má finna hér. --Stefán Örvarr Sigmundsson 03:35, 11 ágúst 2007 (UTC)
- Ég flutti hana á síðuna sem Stefán vísar á. Hún hét áður Wikipedia:Stjórnendur en heitir núna Wikipedia:Möppudýr. Þar er tengill sem heitir „Gamlar kosninganiðurstöður“ og hann vísar á síðuna þar sem þú settir umsóknina. Þar hefði hún sennilega ekki fengið mikla athygli. Þess vegna flutti ég hana. --Cessator 03:58, 11 ágúst 2007 (UTC)
Latína.. aftur.. aftur
Er orðið ævi komið af orðinu aevum? --Baldur Blöndal 00:30, 13 ágúst 2007 (UTC)
- Og er sögnin af "hafa" komin af habeo? --Baldur Blöndal 01:02, 13 ágúst 2007 (UTC)
- Tja, nú hreinlega veit ég ekki nóg um uppruna íslensku orðanna. Ég gæti sagt þér hvað aevum og habeo þýða en þú veist það. Ég veit a.m.k. ekkert sem útilokar að orðin sem þú nefnir séu annaðhvort komin af latnesku orðunum eða skyld þeim, þ.e. af komin af sama indóevrópska orði. Þriðji möguleikinn er að líkindin milli orðanna og merkingar þeirra sé bara tilviljun. Ég veit ekki heldur um neitt sem útilokar þann möguleika. --Cessator 01:30, 13 ágúst 2007 (UTC)
- Orðin hljóma nokkuð líkt, og þýða það sama þannig að mér datt þetta í hug. --Baldur Blöndal 02:39, 13 ágúst 2007 (UTC)
- Ég þyrfti eiginlega að kaupa íslenska orðsifjafræðibók í staðin fyrir að bögga þig alltaf. --Baldur Blöndal 02:40, 13 ágúst 2007 (UTC)
- Habeo og hafa eru ekkert skyldar sagnir. Samkvæmt ensku orðsifjafræðibókinni Etymonline, er enska sögnin have komin af fornensku sögninni habban, sem er komin af frumgermönsku sögninni khaf (fornnorræna: hafa; fornsænska: hebbjan; fornfrísneska: habba; þýska: haben; gotneska: habere) og þetta er ekkert skylt latínu. En ein spurning: af hverju í ósköpunum ætti grundvallarsögn sem þessi að vera tökuorð úr latínu? --Almar 02:59, 13 ágúst 2007 (UTC)
- Ekki komin af latnesku sögninni en hún er samt skyld henni, eins og t.d. orðin pater og faðir, sem eru komin af sama indóevrópska orði. Hér er það sem Oxford English Dictionary segir um orðsifjar sagnarinnar have: [A Common Teutonic vb.: OE. habban, hæfde, hæfed, = OFris. hebba, hêde, heved, hevd, OS. hebbian, hada, habda, -habd, -hadd (MDu., Du. hebben, hadde, gehad, MLG. hebben, (hân), hadde, gehat), OHG. habên, habêta, gihabêt (MHG. habên, hâte, gehabet, Ger. haben, hatte, gehabt), ON. hafa, hafa, haft (Sw. hafva, hafvde, haft, Da. have, havde, havt), Goth. haban, habaida, habaid-:OTeut. stem *haê-. On account of its correspondence in form and sense with L. hab-re, generally referred to a hypothetical Aryan radical form *khabhê-. The OE., OFris., and OS. had in all parts of the present, exc. 2nd and 3rd sing. pres. Ind., the stem haj- (from ha-), reduced by gemination to habb- (hæbb-, hbb-), while these two persons and the past retained ha- (hav-, haf-); hence OE. habban, hæbbe, habba, hæbbende, etc., beside hafast (hæfst), hafa (hæf), hæfde, hæfed. In ME. the habb- forms were gradually reduced by levelling to hav- (have(n, I have, they have(n, having); while the original haf- (= hav-) forms at length lost their f(v), before the following consonant (ha-st, ha-th, ha-s, ha-d). Even the later v, for OE. bb, was worn down in colloquial and dialect speech, so that OE. habban passed through ME. habben, haven, han, to later ha, ha', Sc. hae. These phonetic weakenings, due largely to the weakness and stresslessness of the word in many uses, both as principal verb and as auxiliary, have given rise to a very great number of historical forms for every inflected part, a number further increased by the graphic interchange of f, v, and u, and by the frequent dropping of initial h. The ne plus ultra of all these tendencies is seen in the reduction of OE. habban to a, or its entire elision, as in I would a been, occas. Sc. I wad been. In ordinary English, contracted forms are now only colloquial or metrical, in I've, thou'st, he's, we've, I'd, he'd, we'd. By coalescence with ne, this verb had also, in OE. and early ME., as in OFris., a negative form nabban, nave, which held in OE. the rank of an independent word (cf. will, nill, L. volo, nlo); it is here included under the positive form.] --Cessator 03:13, 13 ágúst 2007 (UTC)
- Samkvæmt Etymonline (sem er kannski ekki jafn marktæk Oxfordorðabókinni) er latneska sögnin capere af sama stofni og hafa. --Almar 03:31, 13 ágúst 2007 (UTC)
- Almar, þú segir að sögnin "to have" komi af gotnesku sögninni habere. Já, það er einmitt latneski nafnháttur sagnarinnar að hafa á latínu! --Baldur Blöndal 03:39, 13 ágúst 2007 (UTC)
- Í fyrsta lagi er þetta eiginleg beinþýðing af etymonline.com, og í öðru lagi þá sagði ég að enska sögnin væri komin af fornensku sögninni habban. --Almar 03:52, 13 ágúst 2007 (UTC)
- Samkvæmt Oxford Latin Dictionary er latneska sögnin capio skyld hafjan í gotnesku, hebban í fornensku, kapatī í sanskrít og κάπτω í grísku. Sögnin habeo gæti verið skyld haf(íar) í oskísku og habia í umbrísku, einnig gaibim í fornírsku. Habeo og capio eru samt nær örugglega skyldar (indóevrópsku ræturnar eru *ghabb- og *kap-). Ég tók einu sinni námskeið um söguleg málvísindi og grískar mállýskur og lærði aðallega það að málvísindamenn eru alls ekki alltaf sammála um meintar orðsifjar sem er að finna í jafnvel virtum ritum. (Þeir eru stórundarlegur hópur fólks sem þekkist allt innbyrðis og hefur sterkar skoðanir á kenningum hvert annars.) Ég er svo heppinn að þekkja mann sem er prófessor í sögulegum málvísindum í klassíkurdeild í virtum háskóla og hann kann íslensku (eða alla vega norrænu) líka. Ég skal athuga hvort hann er við á skrifstofu sinni á morgun. --Cessator 04:38, 13 ágúst 2007 (UTC)
- Haha, hljómar eins og orðsifjafræðingar séu einir af undarlegustu manneskjum í heiminum. --Baldur Blöndal 05:42, 13 ágúst 2007 (UTC)
- Ef þú bara vissir. Sumir þeirra hafa sérstakt dálæti á greifingjum, hafa farið í greifingjaskoðanaferðir til Englands og eru með greifingjabangsa á skrifstofum sínum. Þeir hafa líka dálæti á orðsifjum gríska orðsins fyrir greifingja sem mig minnir að sé komið af indóevrópsku orði fyrir eistu (ég gæti verið að rugla smáatriðunum eitthvað, þetta hafði eitthvað að gera með greifingja og eistu og frumindóevrópsk orð). Baldur, átt þú ekki að vera farinn að sofa? Eða varstu að vakna? ;)--Cessator 05:51, 13 ágúst 2007 (UTC)
- Úff.. Það hefði verið betra ef ég hefði verið að vakna.. Ég fór svo seint að sofa að ég svaf yfir mig og missti af því að borða hádegismat með krökkunum úr Hraðbraut. Fyrsti skóladagurinn í dag, og ég ætlaði að hitta þá en.. jæja.. -.-' Annars var ég fyrst ekki viss hvort þú ættir við dýrið greifingi, hélt fyrst að þú hefðir ætlað að skrifa "greifi" eða eitthvað. Greifingjabangsar? Guð hvað þeir eru furðulegir. :F --Baldur Blöndal 13:18, 13 ágúst 2007 (UTC)
- Ef þú bara vissir. Sumir þeirra hafa sérstakt dálæti á greifingjum, hafa farið í greifingjaskoðanaferðir til Englands og eru með greifingjabangsa á skrifstofum sínum. Þeir hafa líka dálæti á orðsifjum gríska orðsins fyrir greifingja sem mig minnir að sé komið af indóevrópsku orði fyrir eistu (ég gæti verið að rugla smáatriðunum eitthvað, þetta hafði eitthvað að gera með greifingja og eistu og frumindóevrópsk orð). Baldur, átt þú ekki að vera farinn að sofa? Eða varstu að vakna? ;)--Cessator 05:51, 13 ágúst 2007 (UTC)
- Haha, hljómar eins og orðsifjafræðingar séu einir af undarlegustu manneskjum í heiminum. --Baldur Blöndal 05:42, 13 ágúst 2007 (UTC)
- Samkvæmt Oxford Latin Dictionary er latneska sögnin capio skyld hafjan í gotnesku, hebban í fornensku, kapatī í sanskrít og κάπτω í grísku. Sögnin habeo gæti verið skyld haf(íar) í oskísku og habia í umbrísku, einnig gaibim í fornírsku. Habeo og capio eru samt nær örugglega skyldar (indóevrópsku ræturnar eru *ghabb- og *kap-). Ég tók einu sinni námskeið um söguleg málvísindi og grískar mállýskur og lærði aðallega það að málvísindamenn eru alls ekki alltaf sammála um meintar orðsifjar sem er að finna í jafnvel virtum ritum. (Þeir eru stórundarlegur hópur fólks sem þekkist allt innbyrðis og hefur sterkar skoðanir á kenningum hvert annars.) Ég er svo heppinn að þekkja mann sem er prófessor í sögulegum málvísindum í klassíkurdeild í virtum háskóla og hann kann íslensku (eða alla vega norrænu) líka. Ég skal athuga hvort hann er við á skrifstofu sinni á morgun. --Cessator 04:38, 13 ágúst 2007 (UTC)
- Í fyrsta lagi er þetta eiginleg beinþýðing af etymonline.com, og í öðru lagi þá sagði ég að enska sögnin væri komin af fornensku sögninni habban. --Almar 03:52, 13 ágúst 2007 (UTC)
- Ekki komin af latnesku sögninni en hún er samt skyld henni, eins og t.d. orðin pater og faðir, sem eru komin af sama indóevrópska orði. Hér er það sem Oxford English Dictionary segir um orðsifjar sagnarinnar have: [A Common Teutonic vb.: OE. habban, hæfde, hæfed, = OFris. hebba, hêde, heved, hevd, OS. hebbian, hada, habda, -habd, -hadd (MDu., Du. hebben, hadde, gehad, MLG. hebben, (hân), hadde, gehat), OHG. habên, habêta, gihabêt (MHG. habên, hâte, gehabet, Ger. haben, hatte, gehabt), ON. hafa, hafa, haft (Sw. hafva, hafvde, haft, Da. have, havde, havt), Goth. haban, habaida, habaid-:OTeut. stem *haê-. On account of its correspondence in form and sense with L. hab-re, generally referred to a hypothetical Aryan radical form *khabhê-. The OE., OFris., and OS. had in all parts of the present, exc. 2nd and 3rd sing. pres. Ind., the stem haj- (from ha-), reduced by gemination to habb- (hæbb-, hbb-), while these two persons and the past retained ha- (hav-, haf-); hence OE. habban, hæbbe, habba, hæbbende, etc., beside hafast (hæfst), hafa (hæf), hæfde, hæfed. In ME. the habb- forms were gradually reduced by levelling to hav- (have(n, I have, they have(n, having); while the original haf- (= hav-) forms at length lost their f(v), before the following consonant (ha-st, ha-th, ha-s, ha-d). Even the later v, for OE. bb, was worn down in colloquial and dialect speech, so that OE. habban passed through ME. habben, haven, han, to later ha, ha', Sc. hae. These phonetic weakenings, due largely to the weakness and stresslessness of the word in many uses, both as principal verb and as auxiliary, have given rise to a very great number of historical forms for every inflected part, a number further increased by the graphic interchange of f, v, and u, and by the frequent dropping of initial h. The ne plus ultra of all these tendencies is seen in the reduction of OE. habban to a, or its entire elision, as in I would a been, occas. Sc. I wad been. In ordinary English, contracted forms are now only colloquial or metrical, in I've, thou'st, he's, we've, I'd, he'd, we'd. By coalescence with ne, this verb had also, in OE. and early ME., as in OFris., a negative form nabban, nave, which held in OE. the rank of an independent word (cf. will, nill, L. volo, nlo); it is here included under the positive form.] --Cessator 03:13, 13 ágúst 2007 (UTC)
- Orðin hljóma nokkuð líkt, og þýða það sama þannig að mér datt þetta í hug. --Baldur Blöndal 02:39, 13 ágúst 2007 (UTC)
- Sannleikurinn mun vera sá að sagnirnar „hafa“ og „have“ eru bara alls ekki skyldar „habere“ á einn eða neinn hátt. En þær eru skyldar „capio“. Þannig er nú það. --Cessator 00:31, 24 ágúst 2007 (UTC)
- Það finnst mér mjög undarlegt; það er satt að merking orðsins capere er nokkuð nálæg sögninni "að hafa", en habere er bein þýðing orðsins "að hafa" (og hljómar meira að segja mjög líkt). --Baldur Blöndal 01:05, 24 ágúst 2007 (UTC)
- Truth is sometimes stranger than fiction. --Cessator 01:59, 24 ágúst 2007 (UTC)
- Hlýtur allavegana að vera eitthvað.. smá tengt. Annars er þetta big-ass tilviljun. --Baldur Blöndal 02:22, 24 ágúst 2007 (UTC)
- Truth is sometimes stranger than fiction. --Cessator 01:59, 24 ágúst 2007 (UTC)
- Það finnst mér mjög undarlegt; það er satt að merking orðsins capere er nokkuð nálæg sögninni "að hafa", en habere er bein þýðing orðsins "að hafa" (og hljómar meira að segja mjög líkt). --Baldur Blöndal 01:05, 24 ágúst 2007 (UTC)
- Tja, nú hreinlega veit ég ekki nóg um uppruna íslensku orðanna. Ég gæti sagt þér hvað aevum og habeo þýða en þú veist það. Ég veit a.m.k. ekkert sem útilokar að orðin sem þú nefnir séu annaðhvort komin af latnesku orðunum eða skyld þeim, þ.e. af komin af sama indóevrópska orði. Þriðji möguleikinn er að líkindin milli orðanna og merkingar þeirra sé bara tilviljun. Ég veit ekki heldur um neitt sem útilokar þann möguleika. --Cessator 01:30, 13 ágúst 2007 (UTC)
Aftur og aftur..
Veistu hvar er best að finna enskar þýðingar á íslenskum orðum? Einnig, veistu hver ensk þýðing orðanna "paxblað"/"paxspjald" og "bókfellsblað" er? --Baldur Blöndal 23:55, 13 ágúst 2007 (UTC)
- Nei, ég veit það ekki, því miður. Það er hægt að prófa orðabankann á síðu Íslenskrar málstöðvar. Ég á líka íslensk-enska orðabók heima en ég er ekki með hana hérna hjá mér og man ekki hver ritstjórinn er. --Cessator 00:14, 14 ágúst 2007 (UTC)
- Já ok, oft erfitt að finna þýðingar. --Baldur Blöndal 00:16, 14 ágúst 2007 (UTC)
Aðgreiningar
Ég var að velta fyrir mér hvort væri réttar í íslensku, teldir réttara eða jafnvel fjölnotaðra. --Stefán Örvarr Sigmundsson 06:32, 14 ágúst 2007 (UTC)
Dæmi 1:
Lagið þeirra „Shrinking Universe“ frá...
eða
Lagið þeirra Shrinking Universe frá...
Dæmi 2:
að þeir hljómuðu – eins og svo margir samtímamenn þeirra – of mikið...
eða
að þeir hljómuðu, eins og svo margir samtímamenn þeirra, of mikið...
- Tja, ég held að það sé engin regla um hvort það eigi að nota gæsalappir þegar maður nefnir lagaheiti. Ég nota gæsalappir fyrir beinar tilvitnanir og fyrir titla blaða- og tímaritsgreina en ég skáletra bókatitla, heiti tímarita og dagblaða og latínuslettur (eins og er almenn venja að gera). Ég nota líka gæsalappir þegar ég er að nefna orð en ekki nota það (einmitt til þess að það sé ljóst að ég er ekki að nota orðið, heldur tala um það); og stundum fyrir vandræðaleg orð eða slettur.
- Íslensk málstöð birtir á vefsíðu sinni ritreglur. Í reglunum er minnst á þankastrik (þ.e. langstrik sem aðgreinir innskot frá málsgreininni sem því er skotið inn í): „Strik má nota til að afmarka ýmis innskot eða viðauka. Ræður stíll og merking hvort valin eru strik fremur en kommur eða svigar í hverju tilviki. Ávallt er haft bil framan og aftan við strik.“ (gr. 94) Þetta er sem sagt bara spurning stíl. Ég nota þankastrikin til að aðgreina innskot sem mér finnst tengjast hugsun málsgreinarinnar minna en innskot sem ég afmarka með kommum eða ef ég vil leggja áherslu á eitthvað — það er líka hægt að nota bara eitt strik í lok málsgreinar eins og ég er að gera núna. --Cessator 07:48, 14 ágúst 2007 (UTC)
- Í dæmunum hér að ofan myndi ég persónulega velja seinni útgáfuna (í bæði skiptin). --Cessator 07:51, 14 ágúst 2007 (UTC)
-
- Ég mundi hafa titilinn skáletraðann. (Shrinking Universe) --Steinninn 16:00, 14 ágúst 2007 (UTC)
- Já reyndar. Kannski þýðingu í sviga fyrir afan? --Baldur Blöndal 16:04, 14 ágúst 2007 (UTC)
- Myndi velja þá fyrri í bæði skiptin. Hefur alltaf þótt þessi notkun þankastrika undarleg í íslensku. --Akigka 16:06, 14 ágúst 2007 (UTC)
- Ég myndi nota skáletrun á titil lagsins en kommur eða sviga frekar en þankastrik í seinna dæminu. Ég er ekki strikasinnaður. --Mói 16:25, 14 ágúst 2007 (UTC)
- Ég skil ekki, myndirðu velja þankastrikin þótt þér finnist þau undarleg? Það er svo sem ekki bannað... --Cessator 18:52, 14 ágúst 2007 (UTC)
- Myndi velja þá fyrri í bæði skiptin. Hefur alltaf þótt þessi notkun þankastrika undarleg í íslensku. --Akigka 16:06, 14 ágúst 2007 (UTC)
- Já reyndar. Kannski þýðingu í sviga fyrir afan? --Baldur Blöndal 16:04, 14 ágúst 2007 (UTC)
- Ég mundi hafa titilinn skáletraðann. (Shrinking Universe) --Steinninn 16:00, 14 ágúst 2007 (UTC)
Hingað til hef ég notað skáletur fyrir bókaheiti og plötuheiti og reynt að forðast að nota það á lögum til að rugla ekki fólk. --Stefán Örvarr Sigmundsson 16:34, 14 ágúst 2007 (UTC)
- Já, þú ættir ekki að nota skáletrun fyrir bæði plötuheiti og lagaheiti. Ef eitthvað, þá væri hægt að líta á lag eins og grein og plötu eins og bók. Titill plötunnar væri þá skáletraður og titill lagsins innan gæsalappa. --Cessator 18:52, 14 ágúst 2007 (UTC)
- En hvort er betra að segja:
kvikmyndarinnar 28 Weeks Later, sem gefin eða kvikmyndarinnar „28 Weeks Later“, sem gefin? --Stefán Örvarr Sigmundsson 22:51, 14 ágúst 2007 (UTC) - Og svo, ... stilltur á „overdrive“, „distortion“ eða „synthesiser“ með hljóðbreyti. eða ...stilltur á overdrive, distortion eða synthesiser með hljóðbreyti.? --Stefán Örvarr Sigmundsson 23:05, 14 ágúst 2007 (UTC)
- Ég myndi skáletra titil kvikmyndar (eða gera ekkert við hann) en ekki setja hann í gæsalappir. Ég myndi tvímælalaust hafa gæsalappir utan um slettur eins og „overdrive“. --Cessator 23:13, 14 ágúst 2007 (UTC)
- En hvort er betra að segja:
Þýðing
Getur þú sagt mér hvort það sé munur á "single" og "extra play eða EP" í íslensku? Ég hef hingað til notað smáskífa fyrir bæði heitin. --Stefán Örvarr Sigmundsson 06:55, 17 ágúst 2007 (UTC)
- Greinarmunurinn hefur venjulega ekki verið gerður á íslensku. EP-plötur eru annaðhvort kallaðar smáskífur eða bara EP-plötur. Þannig var það a.m.k. á síðustu öld, þegar ég var plötusnúður.
Munurinn á single og EP-plötu er annars sá að single inniheldur færri lög, oft 2-3 og oft bara mismunandi útgáfur af sama laginu. EP-plata inniheldur venjulega 4-5 lög og oft ekki bara ólíkar útgáfur af sama laginu. Lengd EP-plötu í mínútum er líka venjulega meiri en lengd single. Hér á Wikipediu var brugðið á það ráð að kalla EP-plötur stuttskífur. --Cessator 07:04, 17 ágúst 2007 (UTC)
- Þá nota ég breiðskífur, stuttskífur og smáskífur. Mér líst ekkert á EP-plötur. En þetta eru allt bara venjulegir greisladiskar. Er ekki undarlegt að kalla geisladiska, plötur eða skífur? --Stefán Örvarr Sigmundsson 07:08, 17 ágúst 2007 (UTC)
- Enginn munur á skífu og diski. Og ekki heldur plötu ef út í það er farið. Það er að segja, það er ekkert sem kemur í veg fyrir að við köllum disk skífu eða plötur eða hljómplötu og öfugt. --Cessator 07:19, 17 ágúst 2007 (UTC)
- Allt í lagi. Samt minnir þetta mig alltaf á gömlu, svörtu, stóru, undarlegu plöturnar sem að gamla spilaði, í gamladaga. --Stefán Örvarr Sigmundsson 07:21, 17 ágúst 2007 (UTC)
- Þá nota ég breiðskífur, stuttskífur og smáskífur. Mér líst ekkert á EP-plötur. En þetta eru allt bara venjulegir greisladiskar. Er ekki undarlegt að kalla geisladiska, plötur eða skífur? --Stefán Örvarr Sigmundsson 07:08, 17 ágúst 2007 (UTC)
- Ég myndi segja að greinin sé orðin nokkuð vegleg. --Stefán Örvarr Sigmundsson 07:37, 17 ágúst 2007 (UTC)
- Þú ert búinn að vera duglegur að gera tengla bláa. Ég held samt að áður en þú leggur fram tillögu aftur ættirðu að athuga fullyrðingar eins og „Hljómsveitin er þekkt fyrir að vera framúrskarandi [...]“ og athuga hvort það sé ekki hægt að finna heimildir fyrir þeim í ensku greininni. Þótt alla vega mér persónulega finnist ekki nauðsynlegt að gæðagreinar hafi heimildaskrár, þá er þetta dæmigerð fullyrðing sem þarf heimild. Kannski eru fleiri svona fullyrðingar. Þú getur ímyndað þér að það sé einhver að lesa greinina sem hatar þessa hljómsveit og að sá hinn sami muni andmæla tillögunni út af svona fullyrðingum; þá er best að þagga niður í honum fyrirfram með því að vísa bara í heimild fyrir þessu :) --Cessator 08:36, 17 ágúst 2007 (UTC)
Hæ!
I have noticed that you have been cleaning up my shoddy Icelandic edits as I create new articles, thank you very much! Because you’re an administrator, I wanted to direct your attention to a message I left at Potturinn. Would it be possible for you to do something like this? Apologies for speaking in English, if only my Icelandic were better! Þakka þér fyrir! Max Naylor 21:36, 18 ágúst 2007 (UTC)
- Hi. You're welcome. My English isn't perfect either.
I think Friðrik Bragi Dýrfjörð has already made some changes. Did that not take care of the problem? If not, I'm sure we can fix it. --Cessator 21:51, 18 ágúst 2007 (UTC)
Four Horsemen of the Apocalypse
Ég veit að þú er ekki kristinn maður (eins og ég sjálfur) svo það er kannski fool's hope að spurja þig að þessu. Hefur þú einhverja hugmynd hvað "Four Horsemen of the Apocalypse" eru kallaðir á íslensku? --Stefán Örvarr Sigmundsson 03:09, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Ég held að það sé oftast þýtt sem "fjórmenningarnir" eða "Fjórir riddarar". --Baldur Blöndal 03:23, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Í opinberunarbókinni er hvorki minnst á nafn þeirra (Four horsemen..) né heiti þeirra, nema hjá Dauðanum. Hitt er allt gefið í skyn (..og út gekk annar hestur, rauður, og þeim sem á honum sat var gefið vald að taka burt friðinn af jöfðunni, svo að menn brytjuðu hverjir aðra niður... = Stríð). --Baldur Blöndal 03:29, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Ég ælta þá bara að kalla þá Fjórmenningarnir. Einhver mun væntanlega leiðrétta mig ef þetta er vitleysa. --Stefán Örvarr Sigmundsson 04:58, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Ég veit ekkert um þetta. Því miður. --Cessator 04:59, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Það væri auðvitað alltaf hægt að lánsþýða þetta og skýra þá "hinir fjóru hestmenn heimsendis", en það hljómar smá þvingað. Kannski "fjórmenningar heimsendisins" eða eitthvað álíka. --Baldur Blöndal 05:24, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Ragnarakakvartett Ragnars? --Cessator 05:29, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Riðlingar Ragnaröka? --Baldur Blöndal 05:30, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Ég vil ekki nota orðið "ragnarök" því það hefur eitthvað að gera með heimsendi eins og ásatrúarmenn sáu hann, eða einhverir. En veit einhver um góða bók um íslenska orðsifjafræði? --Stefán Örvarr Sigmundsson 02:25, 29 ágúst 2007 (UTC)
- Þetta með ragnarakakvartettinn hans Ragnars var líka bara spaug :) --Cessator 07:23, 29 ágúst 2007 (UTC)
- Ég vil ekki nota orðið "ragnarök" því það hefur eitthvað að gera með heimsendi eins og ásatrúarmenn sáu hann, eða einhverir. En veit einhver um góða bók um íslenska orðsifjafræði? --Stefán Örvarr Sigmundsson 02:25, 29 ágúst 2007 (UTC)
- Riðlingar Ragnaröka? --Baldur Blöndal 05:30, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Ragnarakakvartett Ragnars? --Cessator 05:29, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Það væri auðvitað alltaf hægt að lánsþýða þetta og skýra þá "hinir fjóru hestmenn heimsendis", en það hljómar smá þvingað. Kannski "fjórmenningar heimsendisins" eða eitthvað álíka. --Baldur Blöndal 05:24, 19 ágúst 2007 (UTC)
Áminning
- bíp* Farðu að sofa Geir. *bíp* --Áminnir 05:31, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Geir? Hver er það? Klukkan er meira hjá áminni en Cessator (ef hann er á GMT). --Cessator 05:49, 19 ágúst 2007 (UTC)
Ok of gott til að sleppa því
Varð að senda þér þetta. --Baldur Blöndal 18:29, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Gaman að þessu :) --Cessator 19:56, 19 ágúst 2007 (UTC)
- Flest af þessum er nokkuð slappt, en þessi Martinus- Martini brandari var fínn. Svo líka einn sem er kannski of auðveldur "I'm going to pay with asses, but we can't use the as precum.".. Ok þessir voru eiginlega verri. -_- --Baldur Blöndal 00:12, 20 ágúst 2007 (UTC)
Islenska at Betawiki
Hi Cessator. Together with three other users from the Icelandic Wikipedia you have done a lot of translation work on the MediaWiki messages at Betawiki[3]. I was wondering if you were still going to work on them and if we should maybe commit the currently changed messages to Subversion so they will be used everywhere. Please let us know at Process/tasks at Betawiki. Tip: also take a look at the MediaWiki extensions that are available for translation. Cheers! Siebrand 12:14, 28 ágúst 2007 (UTC)
Listi
Sæll. Gætir þú nokkuð litið á þetta og ráðlagt mér í sambandi við uppsetningu og fleira. Takk! --Stefán Örvarr Sigmundsson 9. september 2007 kl. 05:33 (UTC)
- Tja, ég veit ekki. Mér líst ágætlega á þriðju tillöguna sem heiti á listanum, þótt hún sé lengst. Það er sennilega ágæt hugmynd að skipta listanum upp eftir orðflokkum. En það gæti þurft að setja einhver viðmið til að afmörkunin sé skýr. T.d. væri hægt að marka þá stefnu að hafa ekki með eldri rithátt fyrir sama orð. Núna er t.d. orðið Selund með á listanum. Það er gamalt heiti á Sjálandi eða gamall ritháttur en hefur Selund út af fyrir sig öðlast nýja merkingu í nútíma máli? Er það ekki bara dottið úr notkun? --Cessator 9. september 2007 kl. 05:57 (UTC)
- Hvað um Listi yfir forníslensk orð og nýja merkingu þeirra í nútíma máli? --Baldur Blöndal 9. september 2007 kl. 13:19 (UTC)
- Frábær hugmynd!!!
--Stefán Örvarr Sigmundsson 9. september 2007 kl. 17:41 (UTC)
- Hehe ekkert mál ^_^ --Baldur Blöndal 9. september 2007 kl. 18:50 (UTC)
- Frábær hugmynd!!!
- Hvað um Listi yfir forníslensk orð og nýja merkingu þeirra í nútíma máli? --Baldur Blöndal 9. september 2007 kl. 13:19 (UTC)
Væri fínt ef þú gætir litið á spjallsíðuna. Einn notandi vildi álit þitt. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. september 2007 kl. 00:52 (UTC)

