Barn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tvær ungar stúlkur
Tvær ungar stúlkur

Barn er ófullvaxinn einstaklingur, og er orðið yfirleitt aðeins notað um ófullvaxna menn. Yfirleitt er æviskeiði manna þannig skipt í tvennt, þannig að einstaklingurinn telst vera barn þar til hann er orðinn fullvaxinn, og telst hann þá fullorðinn. Þó er til í dæminu að rætt sé um að unglingar séu þeir einstaklingar sem eru ekki lengur börn, en eru þó ekki orðnir fullorðnir.

Ekki er til nein ákveðin skilgreining á því hvenær menn hætta að teljast börn, og fer það að miklu leyti eftir samfélögum. Á Íslandi teljast allir einstaklingar undir 18 ára aldri vera börn, en sums staðar myndu einstaklingar allt niður í 14 ára aldur teljast fullorðnir. Karlkyns barn nefnist strákur eða drengur, en kvenkyns barn stelpa eða stúlka.

[breyta] Barn sem afkvæmi

Í íslensku er orðið barn einnig notað til að lýsa því að tiltekinn einstaklingur sé afkvæmi annars einstaklings, annaðhvort sonur hans eða dóttir. Þegar orðið er notað í þeim skilningi er ekki alltaf um sérstaka aldursskiptingu að ræða, þótt oftast sé orðið einnig notað um ófullvaxna einstaklinga þegar það er notað í þessari merkingu.

[breyta] Sjá einnig

Ungbarn

  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.