Þakning
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þakning er hugtak í mengjafræði, sem á við vensl tilteknins mengjasafns, C við eitthvert mengi, X, þ.a. mengið X er hlutmengi í sammengi mengjasafnsins C. Er þá sagt að C sé þakning mengisins X. Opin þakning þýðir að öll mengin í mengjasafninu eru opin mengi.
Þakningu C tiltekins mengis X má t.d. tákna þannig: C = {Uα : α ∈ A}, þar sem mengin U, eru hlutmengi X og A er vísismengi.
Hlutþakning er önnur ,,þrengri" þakning sama mengis X, þannig að sammengi hluttþakningarinnar er eiginlegt hlutmengi í sammengi þakningarinnar C.
[breyta] Sjá einnig
- Heine-Borel skilyrði
- Þjappað mengi

