Írska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Írska (Gaeilge) er keltneskt tungumál sem enn er talað víða á Írlandi, sérstaklega á svokölluðum Gaeltácht-svæðum, sem flest eru á vesturströnd Írlands, sérstaklega í nágrenni Galway. Margir Írar sem hafa áhuga á tungu sinni og menningu reyna að halda henni lifandi, en enn sem komið er hafa tilraunir þessar borið takmarkaðan árangur.

  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.