Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
1948 öðlaðist Kópavogshreppur sjálfstæði sitt þegar hann var klofinn frá Seltjarnarneshreppi[1] að ósk Seltirninga eftir að Kópavogsbúar höfðu náð stjórnarvöldum í hreppsnefndinni í kosningunum 1946. Aðeins sjö ár liðu þar til Kópavogur öðlaðist kaupstaðarréttindi sökum hraðrar mannfjölgunar.
| Listi |
|
Hreppsnefndarmenn |
| A |
|
Finnbogi Rútur Valdimarsson |
| A |
|
Guðmundur Eggertsson |
| A |
|
Guðmundur Gestsson |
| A |
|
Ingjaldur Ísaksson |
| B |
|
Þórður Þorsteinsson |
| Listi |
Flokkur |
|
Atkvæði |
% |
Hreppsn. |
| A |
A-listinn |
|
262 |
67,35 |
4 |
| B |
B-listinn |
|
113 |
29,35 |
1 |
|
Auðir |
|
13 |
3,34 |
|
|
Ógildir |
|
1 |
0,26 |
|
|
Alls |
|
389 |
100,00 |
5 |
| Kjörskrá og kjörsókn |
441 |
88,21 |
|
Kosið var 29. janúar 1948. A-listinn eða Framfarafélagið Kópavogur vann hreinan meirihluta[2][3] undir forystu Finnboga Rúts Valdimarssonar.
| Listi |
|
Hreppsnefndarmenn |
| A |
|
Þórður Þorsteinsson |
| D |
|
Guðmundur Kolka |
| G |
|
Guðmundur Gestsson |
| G |
|
Finnbogi Rútur Valdimarsson |
| G |
|
Ingjaldur Ísaksson |
| Listi |
Flokkur |
|
Atkvæði |
% |
Hreppsn. |
| A |
Alþýðuflokkurinn |
|
122 |
23,33 |
1 |
| D |
Sjálfstæðisflokkurinn |
|
111 |
21,22 |
1 |
| G |
Framfarafjelagið |
|
290 |
55,45 |
3 |
|
Gild atkvæði |
|
523 |
100,00 |
5 |
| Kjörskrá og kjörsókn |
612 |
85,46 |
|
Kosið var 29. janúar 1950. Framfarafélagið hélt meirihluta sínum.[4][5][6]
| Listi |
|
Hreppsnefndarmenn |
| B |
|
Hannes Jónsson |
| D |
|
Jósafat Líndal |
| G |
|
Finnbogi Rútur Valdimarsson |
| G |
|
Ólafur Jónsson |
| G |
|
Óskar Eggertsson |
Mikil dramatík varð í kringum kosningarnar sem áttu upphaflega að fara fram 31. janúar 1954. Þeim var frestað til 14. febrúar af yfirkjörstjórn[7] eftir að sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu hafði ógilt undirbúning kosninga[8] sökum deilna Óháðra kjósenda og Sjálfstæðisflokksins um listabókstafinn D[9]. Þegar úrslitin úr kosningunum þann 14. febrúar voru gerð ljós[10] munaði aðeins einu atkvæði á milli A-lista og B-lista. 8. apríl gekk úrskurður sýslunefndar Kjósarsýslu varðandi kæru vegna ógiltra utankjörfundaratkvæða og dæmdi kosningarnar ómerktar[11]. Kjörræðismaður Íslendinga í Minneapolis hafði rifið fylgibréfin frá kjörseðlunum sjálfum og þannig ógilt atkvæðin. Aðeins hafði munað einu atkvæði á milli Framsóknarflokks og Alþýðuflokks og því ljóst að atkvæðin hefðu getað haft úrslitavægi þar á milli. Úrslitin voru því dæmd ómerk og sömu listar og frambjóðendur[12] því í framboði aftur. Kosið var því aftur 16. maí. Skipting hreppsnefndarfulltrúa breyttist ekki[13]. G-listi Óháðra kjósenda hélt meirihluta sínum.
Ári síðar fékk Kópavogur kaupstaðarréttindi og bæjarstjórnarkosningar voru haldnar í október 1955.
- ↑ Morgunblaðið 20. janúar 1948, bls. 7
- ↑ Morgunblaðið 20. janúar 1948, bls. 7
- ↑ Morgunblaðið 20. janúar 1948, bls. 11
- ↑ Morgunblaðið 31. janúar 1950, bls. 2
- ↑ Morgunblaðið 29. apríl 1951, bls. 2
- ↑ Morgunblaðið 10. júlí 1951, bls. 7
- ↑ Morgunblaðið 23. janúar 1954, bls. 15
- ↑ Morgunblaðið 13. febrúar 1954, bls. 1
- ↑ Morgunblaðið 22. janúar 1954, bls. 1
- ↑ Morgunblaðið 16. febrúar 1954, bls. 16
- ↑ Morgunblaðið 9. apríl 1954, bls. 16
- ↑ Morgunblaðið 16. maí 1954, bls. 6
- ↑ Morgunblaðið 18. maí 1954, bls. 16