Ellert B. Schram

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ellert B. Schram (EBS)
Fæðingardagur: 10. október 1939 (1939-10-10) (67 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík
11. þingmaður Reykv. n.
Flokkur: Samfylkingin
Nefndir: Allsherjarnefnd, efnahags- og skattanefnd, heilbrigðis- og trygginganefnd, heilbrigðisnefnd og Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins
Þingsetutímabil
1971-1974 í Landsk. fyrir Sjálfstfl.
1974-1979 í Reykv. fyrir Sjálfstfl.
1983-1987* í Reykv. fyrir Sjálfstfl.
2007- í Reykv. n. fyrir Samf.
= stjórnarsinni
Embætti
1974-1978 Formaður allsherjarnefndar**
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis
*Tók ekki sæti á þinginu 1983-1984 **Í neðri deild og sameinuðu þingi

Ellert Björgvinsson Schram (fæddur 10. október 1939) situr á Alþingi fyrir Samfylkinguna, en hann var kosinn á þing í Alþingiskosningunum 2007.

Ellert útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands árið 1959 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1966[1]. Hann lék einnig knattspyrnu fyrir KR og var á lista yfir markahæstu menn Úrvalsdeildarinnar frá árinu 1959 til 1964[2] án þess þó að vera markahæstur. Ellert lék einnig með landsliði Íslands í knattspyrnu.

Ellert var kjörinn forseti Íþróttasambands Íslands árið 1991 og gengi því embætti til ársins 2006.

[breyta] Tilvísanir

  1. http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=141
  2. http://www.rsssf.com/tablesi/ijstops.html