Askur (ílát)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Þessi grein fjallar um matarílát, til að sjá aðrar greinar um ask má sjá askur.
Askur er matarílát sem helst var notað af Íslendingum eftir að húsakynni fóru smækkandi vegna kólnandi veðurs, og ekki lengur var mögulegt að matast við borð. Oft var skammtað í askinn hvert kvöld og var borðað úr honum á rúmi sínu, en á milli mála var hann geymdur á hillu. Efniviður aska var oft rekaviður og stundum hafði fólk skorið hann út.[1]

