National Basketball Association

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

National Basketball Association
Merki NBA deildarinnar
Íþrótt Körfubolti
Stofnuð 1946
Fjöldi liða 30
Land Bandaríkin

Kanada

Núverandi meistarar San Antonio Spurs
Sigursælasta liðið Boston Celtics (16 titlar)
Opinber heimasíða www.NBA.com

National Basketball Association, sem í daglegu tali kallast NBA, er almennt talin langsterkasta atvinnumannadeild heims í körfuknattleik. Margir af bestu leikmönnum heims leika í NBA deildinni, enda samkeppnin töluvert meiri í þeirri deild en annars staðar.

[breyta] Saga

NBA-deildin var sett á laggirnar í New York borg þann 6. júní 1946, og hét þá Basketball Association of America (BAA). Nafninu var breytt í National Basketball Association haustið 1949 eftir að nokkur lið úr National Basketball League (NBL), deild sem var í samkeppni við BAA, höfðu runnið inn í BAA.

Í deildinni voru upphaflega aðeins hvítir leikmenn og þjálfarar en hún varð fyrsta atvinnumannadeildin í Bandaríkjunum þar sem ráðinn var þeldökkur þjálfari (árið 1966), þeldökkur framkvæmdastjóri (1972), og þeldökkur meirihlutaeigandi liðs (2002).

[breyta] Lið

Í NBA deildinni leika nú 30 lið, þar af 29 staðsett í Bandaríkjunum og eitt í Kanada. Boston Celtics er sigursælasta lið deildarinnar en það hefur unnið meistaratitilinn 16 sinnum, Lakers hefur unnið titilinn 14 sinnum og Chicago Bulls 6 sinnum. San Antonio Spurs eru núverandi meistarar en liðið lék gegn Cleveland Cavaliers í úrslitunum 2007 og sigraði í fjórum leikjum án þess að tapa.

[breyta] Heimildir