1609
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Ár |
| Áratugir |
| Aldir |
Árið 1609 (MDCIX í rómverskum tölum) var ár sem hófst á fimmtudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu eða sunnudegi samkvæmt júlíska tímatalinu.
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
- 15. janúar - Eitt af fyrstu fréttablöðum heims Avisa Relation oder Zeitung, kom fyrst út í Ágsborg.
- Mars - Holland og Spánn gerðu með sér tólf ára vopnahlé.
- 4. apríl - Filippus 3. gaf út tilskipun um að kristnir márar skyldu reknir frá Spáni.
- 6. júlí - Bæheimur fékk trúfrelsi.
- 28. júlí - Bermúda var byggð enskum skipbrotsmönnum af skipinu Sea Venture sem voru á leið til Virginíu.
- 25. ágúst - Galileo Galilei sýndi nokkrum feneyskum kaupmönnum stjörnukíki sem hann notaði til að skoða tungl Júpíters og afsanna þannig jarðmiðjukenninguna.
- 28. ágúst - Henry Hudson uppgötvaði Delawareflóa.
- 2. september - Henry Hudson kom í New York-flóa.
- 12. september - Henry Hudson kom að ósum Hudsonfljóts.
- 12. október - Vísan Þrjár blindar mýs eftir Thomas Ravenscroft kom út á prenti í London.
[breyta] Ódagsettir atburðir
- Upphaf galdrafársins í Baskalandi, umfangsmestu galdraofsókna sem Spænski rannsóknarrétturinn réðist í.
- William Keeling uppgötvaði Kókoseyjar.
- Crymogæa eftir Arngrím lærða kom út í Hamborg.
- Vestmannaeyjar urðu sjálfstæð sýsla.
- Johannes Kepler setti fram lögmál sín um hreyfingar reikistjarnanna í Astronomia Nova.
- Varsjá tók við af Kraká sem höfuðborg Pólsk-litháíska samveldisins
- Óperan Orfeus eftir Claudio Monteverdi kom út.
- Sonnettur Shakespeares voru fyrst gefnar út á prenti í London.
[breyta] Fædd
- Hannibal Sehested, ríkisstjóri Noregs (d. 1666).
- 28. mars - Friðrik 3. Danakonungur (d. 1670).

