Fjórtán fóstbræður og Elly - Lagasyrpur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Fjórtán fóstbræður - Lagasyrpur | ||
|---|---|---|
| Fjórtán fóstbræður – SG - 003 | ||
| Gefin út | 1965 | |
| Tekin upp | {{{Tekin upp}}} | |
| Tónlistarstefna | Sönglög | |
| Lengd | ||
| Útgáfufyrirtæki | SG - hljómplötur | |
| Upptökustjóri | ||
| Fjórtán fóstbræður – Tímatal | ||
Fjórtán fóstbræður er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1965. Á henni flytja Fjórtán fóstbræður ásamt Elly Vilhjálms og hljómsveit Svavars Gests lagasyrpur. Ríkisútvarpið annaðist hljóðritun hljómplötunnar, en hún var steypt hjá Nera a.s. Noregi. Rafn Hafnfjörð tók forsíðumyndina, sem er úr garði Alþingis hússins. Mynd á baksíðu tók Pétur Þorsteinsson. Setningu á plötuumslagi annaðist Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Myndamót, prentun og umslag annaðist Kassagerð Reykjavíkur. Hljómsveit Svavars Gests er þannig skipuð: Svavar Gests, trommur; Garðar Karlsson, gítar; Grettir Björnsson, harmonika; Reynir Sigurðsson, bassi; Pétur Björnsson, bassi í syrpu 1 og Gunnar Pálsson, bassi í syrpu 2 og 7. Magnús Ingimarsson raddsetti fyrir kór og hljómsveit.
[breyta] Lagalisti
- Syrpa af hröðum lögum - Lag - texti: Litla Reykjavíkur-mær (Melle — Ragnar Jóh.) Komdu vina (Gay & Furber — NN) Kenndu mér að kyssa rétt (erl. lag — Skafti Sigþórss.) Viltu með mér vaka í nótt (Henni Rasmus — V.E.B.) Káta Víkurmær (erl. lag — Jón frá Ljárskógum).
Hljóðdæmi. - Jóns Múla-syrpa - Lag - texti: Fröken Reykjavik (Jón M. Árnason — Jónas Árnason) Einu sinni á ágústkvöldi (Jón M. Árnason — Jónas Árnason) Söngur jólasveinanna (Jón M. Árnason — Jónas Árnason) Gettu hver hún er? (Jón M. Árnason — Jónas Árnason) Augun þín blá (Jón M. Árnason — Jónas Árnason).
- Valsa-syrpa - Lag - texti: Elly Vilhjálms syngur með. Kvöld við Signu (G. Lafarge — Helgi Jónasson) Hvítu mávar (Lange — Björn Bragi) Ég líð með lygnum straumi (Beadell & Tollerton — Eiríkur Karl Eiríksson) Vogun vinnur-vogun tapar (R. Arnie — Guðm. Sigurðsson) Þetta er ekki hægt (Árni Ísleifsson — Guðm. Sigurðsson).
- Rúmbu-syrpa - Lag - texti: Nú liggur vel á mér (Óðinn G. Þórarinsson — Númi Þorbergss.) Mærin frá Mexíkó (L. Burgess — Ólafur Gaukur) Allt á floti (L. Bart — Jón Sigurðsson) Einsi kaldi úr Eyjunum (Jón Sigurðsson) Ástarljóðið mitt (H. Salvador — Björn Bragi).
- Sjómannavalsa-syrpa - Lag - texti: Vertu sæl, mey (Ási í Bæ) Ship-o-hoj (Oddgeir Kristjánsson — Loftur Guðmundsson) Baujuvaktin (Svavar Benediktsson — Kristján frá Djúpalæk) Síldarstúlkan (Árni Björnsson — Bj. Guðmundsson) Sjómannavalsinn (Svavar Benediktsson — Kristján frá Djúpalæk).
- Sigfúsar-syrpa - Lag - texti: Við eigum samleið (Sigfús Halldórsson — Tómas Guðmundsson) Játning (Sigfús Halldórsson — Tómas Guðmundsson) Íslenzkt ástaljóð (Sigfús Halldórsson — Vilhjálmur frá Skáholti) Tondeleyo (Sigfús Halldórsson — Tómas Guðmundsson) Litla flugan (Sigfús Halldórsson — Sigurður Elíasson).
- My Fair Lady-syrpa - Lag - texti: Elly Vilhjálms syngur með. (Sértu hundheppinn (F. Loewe — Egill Bjarnason) Yrði það ei dásamlegt (F. Loewe — Egill Bjarnason) Áður oft ég hef (F. Loewe — Egill Bjarnason) Eg vildi dansa í nótt (F. Loewe — Egill Bjarnason) Ég á að kvænast kellu á morgun (F. Loewe — Egill Bjarnason).
- Polka-syrpa - Lag - texti: Einu sinni var (Svavar Benediktsson — Kristján frá Djúpalæk) Piparsveinapolki (Guðjón Matthíasson — Númi Þorbergsson) Kátir dagar (erl. lag — Jenni Jóns) Æ, Ó, aumingja ég (erl. lag — Ólafur Gaukur) Ef leiðist mér heima (Lee & Manners — Ágúst Böðvarsson).
[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags
| Hér eru Fjórtán Fóstbræður aftur á ferðinni og að þessu sinni með hljómplötu, sem vafalaust verður talin enn betri en fyrsta hljómplata þeirra, sem þó vakti meiri athygli heldur en nokkur önnur hljómplata, sem út hefur verið gefin á Íslandi fyrir fjölbreytt lagaval og frábæran söng.
Hinar átta lagasyrpur á þessari hljómplötu hafa tekizt sérlega vel; gömul og góð innlend og erlend dægurlög, sem allir kannast við ásamt lagasyrpu úr söngleiknum ,,My Fair Lady", þar sem hin frábæra söngkona Elly Vilhjálms syngur með auk þess, sem hún er líka með í annarri syrpu. Þá er syrpa af lögum eftir hið vinsæla tónskáld Sigfús Halldórsson og önnur ekki lakari eftir Jón Múla Árnason. Af þeim 40 lögum, sem á plötunni eru þá er 21 íslenzkt, svo þetta er ekki aðeins eiguleg plata fyrir þá, sem halda upp á hin gömlu góðu lög, heldur er þetta líka hin ákjósanlegasta hljómplata fyrir útlendinga, því hér er sitt lítið af hverju af því bezta í íslenzkri dægurlagamúsik. |
||
|
— Svavar Gests
|

