Knattspyrnufélag Vesturbæjar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Knattspyrnufélag Vesturbæjar | |||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
| Fullt nafn | Knattspyrnufélag Vesturbæjar | ||||||||||||||||||||||||||||||||
| Gælunafn/nöfn | Vesturbæjarstórveldið [1] | ||||||||||||||||||||||||||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Stytt nafn | KV | ||||||||||||||||||||||||||||||||
| Stofnað | 2004 | ||||||||||||||||||||||||||||||||
| Leikvöllur | KV-Park | ||||||||||||||||||||||||||||||||
| Stærð | 1 325 | ||||||||||||||||||||||||||||||||
| Deild | 3.deild - B-riðill | ||||||||||||||||||||||||||||||||
| 2006 | 4. sæti | ||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Knattspyrnufélag Vesturbæjar (KV) var stofnað 17. september 2004. Stofnendur félagsins eru 11 ungir drengir úr Vesturbænum. Liðið er að mestu skipað KR-ingum og spilar félagið heimaleiki sína á gervigrasvelli KR við Frostaskjól, sem hefur fengið heitið KV-Park af KV-mönnum.
KV spilar í svörtum búningum og hvítum búningum frá íþróttavörumerkinu Le Coq.
Stjórn félagsins í dag skipa (í stafrófsröð): Björn Berg Gunnarsson, Guðmundur Óskar Pálsson, Páll Kristjánsson, Sveinbjörn Þorsteinsson og Sverrir Björgvinsson.
Liðið leggur áherslu á knattspyrnudeild sína, en þó tóku þeir einnig þátt í bikarkeppni karla í handknattleik tímabilið 2006-2007 og duttu þar út í 32-liða úrslitum fyrir margföldum Íslandsmeisturum FH. KV hóf innreið sína í íslenska knattspyrnu sumarið 2005 þegar þeir mættu Hrunamönnum í VISA-bikar karla í knattspyrnu. KV vann leikinn 4-2 með mörkum frá Magnúsi Bernhard Gíslasyni (2), Ómari Inga Ákasyni og Sverri Björgvinssyni.
Markahæsti leikmaður félagsins er Magnús Bernhard Gíslason og leikjahæsti leikmaður félagsins er Ómar Ingi Ákason.
Efnisyfirlit |
[breyta] Heimavöllur
KV-Park er heimavöllur KV. Völlurinn heldur 1325 manns. Völlurinn hefur verið heimavöllur félagsins frá því fyrsti leikur þess var leikinn árið 2005.
[breyta] Upplýsingar
- Stærð: 105 x 68 m
- Opnunarleikur: 18. maí 2005 KV - Hrunamenn 4 - 2 (eftir framlengingu, 2-2 eftir venjulegan leiktíma)
- Met aðsókn: 12. júní 2005 - 525 (KV - Grótta)
- Meðaltal áhorfenda tímabilið 2005: 138 áhorfendur
| Aðstaða | Fjöldi |
| Sæti / bekkir undir þaki | 0 |
| Sæti / bekkir án þaks | 0 |
| Uppbyggð stæði með þaki | 0 |
| Uppbyggð stæði án þaks | 1215 |
| Önnur ósamþykkt aðstaða | 100 |
| Áhorfendur alls | 1325 |
[breyta] Þekktir stuðningsmenn
Meðal þekktra stuðningsmanna KV eru: Arnaldur Indriðason
[breyta] Tenglar
- ↑ Víða notað á vefritinu Sammaranum


