Svarta María (kvikmyndaver)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

‚Svarta María‘ vísar hingað. Til að sjá fleiri hluti sem heita því nafni má sjá Svarta María (aðgreining) nánar.

Svarta María (enska. Black Maria) er fyrsta kvikmyndaver sögunnar, byggt af Thomas Alva Edison í West Orange í New Jersey í Bandaríkjunum. Þetta kvikmyndaver er lítið hús, svart á lit og er með opnanlegu þaki til þess að hleypa inn dagsbirtunni. Auk þess er húsinu fyrirkomið á sporbraut eða járnbrautarteinum, svo að snúa má því í hring, þannig að sólarljósið falli alltaf inn undir sama horni. Þetta hús er til sýnis við Edison-safnið, þar sem rannsóknarstofur Edisons voru, síðustu áratugina sem hann starfaði. Þær eru í tveimur stórum verksmiðjuhúsum og kemur stærð þeirra og umfang verulega á óvart.

Á öðrum tungumálum