Fjórtán fóstbræður - Syngið með

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjórtán fóstbræður - Syngið með
Forsíða breiðskífu
Bakhlið breiðskífu
Fjórtán fóstbræður – SG - 001
Gefin út 1964
Tekin upp {{{Tekin upp}}}
Tónlistarstefna Sönglög
Lengd
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjóri
Fjórtán fóstbræður – Tímatal

Fjórtán fóstbræður er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1964. Á henni flytja Fjórtán fóstbræður með hljómsveit svavars gests lagasyrpurnar úr útvarpsþættinum „Sunnudagskvöld með Svavari Gests". Hljómsveit Svavars Gests leikur undir í öllum lagasyrpunum og er þannig skipuð. Svavar Gests, trommur; Garðar Karlsson, gítar og banjó; Gunnar Pálsson, kontrabassi; Grettir Björnsson, harmoníka; Gunnar Ormslev tenór-saxófónn í syrpu 1 og Guðmundur Steingrímsson bongo-trommur í syrpu 7. Magnús Ingimarsson raddsetti fyrir kór og hljómsveit. Forsiðumyndina tók Rafn Hafnfjörð og er hún frá Hellisgerði í Hafnarfirði. Myndina á baksíðu tók Kristján Magnússon. Setningu á umslagi annaðist Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Myndamót, prentun og umslag gerði Kassagerð Reykjavíkur. Hljómplatan er tekin upp hjá Ríkisútvarpinu en steypt hjá NERA, Oslo.

[breyta] Lagalisti

  1. Syrpa af hröðum lögum - Lag - texti: Tóta Iitla (erl. lag — P. Skúlas. & G. Jónss.) Ekki fædd í gœr (B. Mayhew — G. Guðmundss.) Gunna var í sinni sveit (Bj. Guðmundss., M. Ottesen & H. Á. Sig.) Ó. nema ég (D. Gibson — Jón Sigurðss.) Ég er komin heim (Hambler — L. Guðmundsson.)
  2. Sigurðar Þórarinssonar-syrpa - Lag - texti: Þórsmerkurljóð (þýzkt alþýðulag — Sig. Þórarinss.) Landafræði og ást (T. Cottrou — Sig. Þórarinss.) Spánarljóð (H. Seligmann — Sig. Þórarinss.) Vorkvöld í Reykjavík (E. Taube — Sig. Þórarinss.) Að lífið sé... (Schubert — Sig. Þórarinss.)
  3. Syrpa af íslenskum lögum - Lag - texti: Brúnaljósin brúnu (Jenni Jóns) Litla stúlkan (Steingr. Sigfúss.) Æskuminning (Ágúst Péturss. — Jenni Jóns)Þú kemur vina min (Óskar Cortes — V. H. Hallstað.) Við bjóðum góða nótt (Bj. Böðvarss. — Ág. Böðvarss.)
  4. Syrpa af hægum lögum - Lag - texti: Ég hef elskað þig frá okkar fyrstu kynnum (K. N. Andersen — Bj. Guðmundss.) Lukta-Gvendur (C. Tobias — E. Karl Eiríkss.) Nótt í Moskvu (Soboliev — J. Á. ) Vegir ástarinnar (Weiseman — Númi) Ber þú mig þrá (J. A. Bland — Snæbj.Einarss.)
  5. Sjómannavalsa-syrpa - Lag - texti: Tipitin (M. Grever — R. Jóh.) Síldarvalsinn (Steingr. Sigfúss. — Har. Sófaníass.) Landleguvalsinn (Jónatan Ólafss. — Númi) Kokkur á kútter frá Sandi (01. Gaukur — Örnólfur í. Vík) Þórður sjóari (Ágúst Péturss. — Kristján frá Djúpalæk)
  6. Savanna-syrpa - Lag - texti: Maja, Maja, Maja (S. Weiss — Númi) Kynntumst fyrst í Keflavik hún Kata mín og ég (sænskt alþýðulag — NN) Selja litla (Jón Jónssson frá Hvanná — Guðm. Ingi Kristjánss.) Hulda (J. R. Cash — Sig. Þórðars.) Anna í Hlíð (Thomas — E. Karl Eiríkss.)
  7. Rúmbu-syrpa - Lag - texti: Dimmbláa nótt (L. Scmid-seder — Jóhannes úr Kötlum) Ljósbrá (Eiríkur Bjarnas. — Skafti Sigþórss.) Komdu Utla ljúfa (O. Harback — Jón frá Ljárskógum ) Við geng-um tvö (Friðrik Jónss. — V. H. Hallstað) Suður um höfin (J. Kennedy, M. Carr — Skafti Sigþórss.)
  8. Syrpa af hröðum lögum - Lag - texti: Mikið var gaman að því (Steingr. Sigfúss.) Ó, María mig langar heim (Wilkins, Tillis — 01. Gaukur) Komdu í kvÖld (Jón Sigurðss.) Lítið lag (Þórh. Stefánss. — Örnólfur í Vík) Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig (J. McCarthy, H. Johnson, J. Monaco — Jón Sigurðss.)

[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags

   
Fjórtán fóstbræður - Syngið með
Hinir Fjórtán Fóstbræður vöktu strax athygli þegar þeir komu fram í útvarpsþættinum „ Sunnudagskvöld með Svavari Gests" í fyrsta sinn.

Dægurlög höfðu verið sungin á Íslandi í fjölda ára, en það var eins og menn færu ekki að gefa þeim gaum fyrr en þeir heyrðu til þessa hressilega kórs og áður en varði var söngur hinna Fjórtán Fóstbræðra orðinn stór hluti að útvarpsþættinum og fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum söng með, hver við sitt útvarpstæki þegar Fjórtán Fóstbræður rifjuðu upp gamalkunn erlend dægurlög eða yngri lög eftir íslenzka höfunda. Hér eru á einni og sömu plötunni átta lagasyrpur, eða 40 lög alls. Mörg þessara laga þekkja flestir en hér er einnig að finna nokkur íslenzk lög, sem ekki hafa verið gefin út á hljómplötum, þó þau hafi notið mikilla vinsælda á Íslandi svo að þetta er um leið einkar eiguleg plata fyrir þá, sem vilja kynnast íslenzkri dægurlagamúsik.

   
Fjórtán fóstbræður - Syngið með
 
— Svavar Gests