Spjall:Viðskeyti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Æta er ekki viðskeyti skv. skilgreiningunni hérna af því að æta er ekki bundið morfem. Þá er spurning hvort það ætti nokkuð að hafa -æta í tengdu efni. Það er villandi fyrir lesandann því strangt tekið eru engin tengsl. --Cessator 18:22, 7 ágúst 2007 (UTC)

Hm, kannski í 'sjá einnig' dálk? Fyrirgefðu að ég gerði þessa villu, ég ætti eiginlega ekki að bæta við málfræði á Wiki. --Baldur Blöndal 18:52, 7 ágúst 2007 (UTC)
Jú, bættu endilega við málfræði :) --Cessator 19:13, 7 ágúst 2007 (UTC)
He ég kann nú ekki betur á orðflokkana en svo að ég viti hvað nafnorð, sagnorð, lýsingarorð og fornöfn eru, og ég kann eiginlega ekki neitt í öllu sem lýtur að sagnbeygingum, eins og tíðir og þannig. Það að kunna ekki "pluperfect" eða hvað þetta heitir nú allt er ástæðan fyrir því að ég kann eiginlega bara latneskar sagnir í nútíð og þátíð (og reyndar boðhætti og nafnhætti, en það eru auðvitað mjög basic dót). --Baldur Blöndal 21:00, 7 ágúst 2007 (UTC)
Lærðirðu latínu í Hraðbraut? Voruð þið ekki látin læra utan að plusquamperfectum? --Cessator 22:00, 7 ágúst 2007 (UTC)
Latína var ekki á námsskránni hjá Hraðbraut. Ég er einmitt búinn að hafa samband við latínukennara MR og MS í sambandi við fjarnám í latínu, og þeir bentu mér á að hafa samband við rektorinn (og í MS, kon-rektorinn). Annars hef ég lúmskan grun um að ef latína HEFÐI verið á námsskránni í Hraðbraut þá hefði ég verið mjög latur við að stunda hana. Ég er mikið í því að leggja mig 100% fram við það sem ég hef áhuga á, en ef einhver segir mér að gera eitthvað þá missi ég allann áhuga. --Baldur Blöndal 22:13, 7 ágúst 2007 (UTC)
Langar þig að læra hana líka. Erum við eitthvað nálægt því að komast aftur í tíman. --Stefán Örvarr Sigmundsson 22:15, 7 ágúst 2007 (UTC)
Ég er mjög gömul og formleg sál. Ef það myndi ekki algjörlega sanna það fyrir heiminum að ég sé geðveikur, myndi ég ganga alla daga um í jakkafötum frá viktoríska tímabilinu með svona blúndu bindi, spila á sembal í silki slopp og tala latínu með pípu í munninum. Aah.. a man can dream --Baldur Blöndal 22:23, 7 ágúst 2007 (UTC)