Spjall:Maður ræður 35 ára karlmann bana
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ég var ekki viss hvort þetta ætti að vera hérna, það eru oft nokkuð líkar greinar á ensku wikipediunni eins og w:2007 United Kingdom floods. En ef þetta myndi vera á íslensku Wikipediunni, undir hverju væri þetta? Íslensk morð? Íslensk sakamál? --Baldur Blöndal 23:34, 29 júlí 2007 (UTC)
- Mér finnst titillinn nokkuð loðinn. Ætti greinin ekki að heita bara Morð í Reykjavík, 29. júlí 2007 eða eitthvað? --Almar 23:36, 29 júlí 2007 (UTC)
- Jú reyndar, ég gerði titilinn með þeim fyrirvara að einhverjum myndi breyta honum. --Baldur Blöndal 23:39, 29 júlí 2007 (UTC)
- Ætti þetta ekki að vera á Wikifréttir eða eitthvað? Höfum við ekki eitthvað svoleiðis? --Stefán Örvarr Sigmundsson 23:51, 29 júlí 2007 (UTC)
- Jú reyndar, ég gerði titilinn með þeim fyrirvara að einhverjum myndi breyta honum. --Baldur Blöndal 23:39, 29 júlí 2007 (UTC)
Glæpir geta auðvitað verið markvert umfjöllunarefni sem er eðlilegt að fjalla um í alfræðiriti en ég held að það verði þá að íhuga það vandlega hvort að umfjöllunin standist 100-ára prófið. Á grein um morð í Reykjavík 2007 eftir að eiga eitthvað erindi við lesendur eftir 10 ár? Hvað þá eftir lengri tíma? Það er vissulega möguleiki, sum mál eru þess eðlis að um þau er fjallað mikið og lengi í fjölmiðlum (Guðmundar- og Geirfinnsmálið t.d.) og eiga örugglega erindi í alfræðirit en um flest gildir að þau eru mjög heit í skamman tíma og hverfa svo í gleymsku, enda eru morð því miður framin á hverjum degi og eru flest eins. Á enskunni stendur þetta um notability varðandi fréttir:
Wikinews, not Wikipedia, is better suited to present topics receiving a short burst of present news coverage. Thus, this guideline properly considers the long-term written coverage of persons and events7. In particular, a short burst of present news coverage about a topic does not necessarily constitute objective evidence of long-term notability. Conversely, if long-term coverage has been sufficiently demonstrated, there is no need to show continual coverage or interest.
Ég held að best sé að eyða þessari grein að svo stöddu, það má vel vera að einhverntímann verði réttlætanlegt að skrifa hana en það verður bara að koma í ljós. --Bjarki 23:54, 29 júlí 2007 (UTC)
- Hm, á ensku Wikipediunni hef ég séð nokkrar umfjallanir um sprengjutilræði í Bagdad, sem mörkuðu engin sérstök spor í heiminn. Annars ætla ég ekkert að þræta um þetta ef það er hin almenna skoðun að þetta eigi að fjúka. --Baldur Blöndal 23:56, 29 júlí 2007 (UTC)
- Ég er fylgjandi því að færa þetta á Wikinews. Síðast þegar við vorum með glæpamál endaði það í algjörri vitleysu. --Stalfur 00:00, 30 júlí 2007 (UTC)
- Nei þetta er heldur ekki formleg regla neinsstaðar og alveg örugglega hafa ekki allir sömu skoðun á þessu. Það er þó mín skoðun að þetta sé skynsamlegt viðmið. --Bjarki 00:01, 30 júlí 2007 (UTC)
- Já ok. Ég legg líka til að vegna margra harmleika þessa helgi verði opnaðar íslenskar Wiki-fréttir? Eða er það þegar til/hefur verið búið til en gekk ekki upp? --Baldur Blöndal 00:05, 30 júlí 2007 (UTC)
- Þetta er staðurinn til þess að leggja fram beiðni um stofnun íslenskra wikifrétta. Þetta er samt ekki alveg þannig að þetta sé bara afgreitt um leið og einhver biður um það. Þetta er ekki gert nema það sé vissa fyrir því að wiki-samfélag viðkomandi máls sé nógu stórt til að standa undir þessu. Það er auðvitað ekkert því til fyrirstöðu að skrifa þessa frétt á ensku inn á ensku wikinews samt. --Bjarki 00:13, 30 júlí 2007 (UTC)
- Sammála því að þetta sé ekki alfræðileg grein. Það má alveg athuga hvort áhugi sé fyrir stofnun Wiki-frétta. Ef 6-7 notendur eða fleiri eru til í að taka þátt í þessu, þá gæti þetta kannski gengið. --Cessator 00:32, 30 júlí 2007 (UTC)
- You Are Terminated! Ég styð við eyðingu. --Stefán Örvarr Sigmundsson 06:01, 30 júlí 2007 (UTC)
- Gott að hafa einhvern til að styðja við sig. --Almar 12:07, 30 júlí 2007 (UTC)
- You Are Terminated! Ég styð við eyðingu. --Stefán Örvarr Sigmundsson 06:01, 30 júlí 2007 (UTC)
- Sammála því að þetta sé ekki alfræðileg grein. Það má alveg athuga hvort áhugi sé fyrir stofnun Wiki-frétta. Ef 6-7 notendur eða fleiri eru til í að taka þátt í þessu, þá gæti þetta kannski gengið. --Cessator 00:32, 30 júlí 2007 (UTC)
- Þetta er staðurinn til þess að leggja fram beiðni um stofnun íslenskra wikifrétta. Þetta er samt ekki alveg þannig að þetta sé bara afgreitt um leið og einhver biður um það. Þetta er ekki gert nema það sé vissa fyrir því að wiki-samfélag viðkomandi máls sé nógu stórt til að standa undir þessu. Það er auðvitað ekkert því til fyrirstöðu að skrifa þessa frétt á ensku inn á ensku wikinews samt. --Bjarki 00:13, 30 júlí 2007 (UTC)
- Já ok. Ég legg líka til að vegna margra harmleika þessa helgi verði opnaðar íslenskar Wiki-fréttir? Eða er það þegar til/hefur verið búið til en gekk ekki upp? --Baldur Blöndal 00:05, 30 júlí 2007 (UTC)
Held það sé nokkuð ljóst að best sé að enska þetta og setja á Wikinews ef einhverjum er annt um að halda þessu, þar á bæ er reyndar morð almennt ekki fréttnæmt en ef það er morð (og sjálfsmorð) á Íslandi, þá er það fréttnæmt. --Stalfur 09:42, 30 júlí 2007 (UTC)
- Getum líka geymt þessa grein í svona mánuð og séð hver staðann verður þá, hvort það verður skýrt frekar frá atburðarrásinni og hvort fólk gleymi þessu. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 12:41, 30 júlí 2007 (UTC)
- Já, liggur svo sem ekkert á. --Cessator 18:12, 30 júlí 2007 (UTC)

