27. júní
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Maí – Júní – Júl | ||||||
| Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
| 1 | 2 | |||||
| 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
| 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
| 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
| 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
| 2007 Allir dagar |
||||||
27. júní er 178. dagur ársins (179. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 187 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1835 - Vísur Íslendinga („Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur“) eftir Jónas Hallgrímsson fyrst sungnar opinberlega. Söngurinn fór fram í Hjartakershúsum í Danmörku.
- 1855 - Danska gufuskipið Thor kom til Reykjavíkur og var það fyrsta gufuskip sem kom til Íslands.
- 1857 - Fyrsta gufuskipið kom til Akureyrar og var það enska eftirlitsskipið HMS Snake.
- 1903 - Fyrsta kvikmyndasýningin á Íslandi fór fram í Góðtemplarahúsinu á Akureyri.
- 1920 - Fyrsta slys af völdum flugvélar á Íslandi varð er barn varð fyrir flugvél í Vatnsmýrinni í Reykjavík og beið bana.
- 1921 - Rafstöðin við Elliðaár var vígð.
- 1925 - Lög um mannanöfn gengu í gildi á Íslandi og var eftir það bannað að taka sér ættarnafn.
- 1930 - Skógræktarfélag Íslands var stofnað á Þingvöllum.
- 1930 - Samband ungra sjálfstæðismanna var stofnað.
- 1951 - Rafmagnsveita Reykjavíkur hóf skógrækt í Elliðaárhólmanum og voru 3000 plöntur settar niður fyrsta daginn.
- 1951 - Krabbameinsfélag Íslands var stofnað.
- 1969 - Lögregla réðist inn á Stonewall-barinn í New York, samastað samkynhneigðra
- 1977 - Djíbútí fékk sjálfstæði.
- 1990 - Bob Dylan hélt tónleika í Laugardalshöll á vegum Listahátíðar.
- 2006 - Hópslys varð á Eskifirði og þurftu um 30 manns að leita sér læknishjálpar eftir að klórgas losnaði út í andrúmsloftið í sundlauginni á Eskifirði fyrir mannleg mistök.
- 2006 - Samkynhneigðir á Íslandi fengu jafna réttarstöðu á við gagnkynhneigða varðandi skráningu í sambúð.
- 2007 - Gordon Brown tók við embætti forsætisráðherra Bretlands.
[breyta] Fædd
- 1806 - Augustus De Morgan, breskur rökfræðingur (d. 1871).
- 1840 - Ingram Bywater, enskur fornfræðingur (d. 1914).
- 1869 - Emma Goldman, pólsk baráttukona (d. 1940).
- 1880 - Helen Keller, bandarískur rithöfundur og fyrirlesari (d. 1968).
[breyta] Dáin
- 1574 - Giorgio Vasari, ítalskur listmálari, arkitekt og ævisagnaritari (f. 1511).
- 1648 - Arngrímur Jónsson lærði, um 80 ára.
- 1989 - Alfred Jules Ayer, breskur heimspekingur (f. 1910).
- 2001 - Tove Jansson, finnskur rithöfundur (f. 1914).
| Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
|---|
| Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |

