26. september
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Ágú – September – Okt | ||||||
| Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
| 1 | ||||||
| 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
| 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
| 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
| 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
| 30 | ||||||
| 2007 Allir dagar |
||||||
26. september er 269. dagur ársins (270. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 96 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1915 - Við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík var afhjúpaður minnisvarði um Kristján IX konung á afmælisdegi Kristjáns X. Styttan, sem er eftir Einar Jónsson, sýnir konung með stjórnarskrána í framréttri hendi.
- 1939 - Við Raufarhöfn neyddist bresk Catalina-sjóflugvél til að lenda vegna þoku.
- 1942 - Ríkið lagði niður einkasölu sína á bifreiðum, sem það hafði haft í sjö ár.
- 1950 - Vegna mengunar í lofti var dimmt fram eftir degi á landinu og virtist sólin vera bláleit. Talið var að þetta stafaði frá eldgosi á Filippseyjum eða af skógareldum í Norður-Ameríku.
- 1959 - Í Reykjavík mældist metúrkoma á einum sólarhring, 49,2 millimetrar.
- 1960 - Á leið sinni vestur um haf kom Harold McMillan, forsætisráðherra Breta, við á Keflavíkurflugvelli og ræddi við starfsbróður sinn, Ólaf Thors, um landhelgismálið.
- 1970 - Íslensk flugvél fórst á Mykinesi í Færeyjum. Þetta var Fokker Friendship farþegavél frá Flugfélagi Íslands og voru 30 farþegar um borð auk fjögurra manna áhafnar. Átta manns fórust, þar af einn Íslendingur.
- 2006 - Á bilinu 10-15 þúsund manns gagna mótmælagöngu niður Laugaveg til þess að mótmæla stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Ekki hafa jafn fjölmenn mótmæli verið á Íslandi frá því 24. maí 1973.
[breyta] Fædd
- 1948 - Olivia Newton-John, Leik og söngkona
[breyta] Dáin
- 1991 - Miles Davis, tónlistarmaður.
| Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
|---|
| Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |

