Spjall:Stefán Friðrik Stefánsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leyfist mér að skrifa um mig grein hérna á Wikipedia ef ég stofna bloggsíðu, skrifa nokkrar greinar í blöðin, gegni ritarastarfi í félagi skógarhöggsmanna og kaupi mér leðurjakka og skoskköflótt bindi? Haha. - Hákarl.
- Ekki finnst mér það. --Bjarki 11:44, 24 apríl 2007 (UTC)
Ég vona að hæðni mín hafi komið fram í þessu fyrra innleggi mínu. Ef ekki þá var þetta auðvitað grín. Ég myndi aldrei skrifa um sjálfan mig grein - þó ég væri Nebúkadnesar sjálfur. - Hákarl.
- Ég hef aldrei óskað eftir þessari umfjöllun um mig hér. Hún var klárlega sett í upphafi upp sem grín um mig. Það blasir við. Þarna var í upphafi birt nöfn foreldra minna og systkina og komið með orð um mig sem voru bara grín. Ég hef reynt nokkrum sinnum að gera breytingar á þessu og þær eru jafnharðan teknar út þó ég geri það prívat og persónulega. Frekar kostulegt allt saman. Það yrði mér alveg að meinalausu að henda þessu út. --Stefán Friðrik Stefánsson
[breyta] Heimildir
Um suma hluti nægir að vísa í heimild sem er frá manninum sjálfum, t.d. er hans eigin heimasíða fullgild heimild um hvenær hann fæddist og hvar hann er menntaður og eins í hvaða nefndum hann hefur setið. Wikipedia gerir ekki endilega kröfu um sjálfstæðar heimildir fyrir slíkum fullyrðingum. Sjá hér. --Cessator 18:08, 6 maí 2007 (UTC)
[breyta] Spjallsíðan endurvakin
Hvort sem síðan, sem nú er komin aftur, fær að vera eða ekki, þá er kannski eðlilegt að leyfa spjallinu að vera. Annars ætti að ræða það fyrst hér hvort það ætti að eyða greininni eða ekki. --Cessator 20:23, 9 maí 2007 (UTC)
- Mér finnst hún ætti að fara. Hún virðist hafa verið búin til í e-um hálfkæringi og notuð fyrst og fremst til að hæðast að viðfangsefni hennar (á malefnin.is og e.t.v. víðar). Stefán er varla þjóðþekktur maður, þótt hann sé vissulega heldur ekki með öllu óþekktur. En ef greininni er ekki eytt væri a.m.k. til mikilla bóta að eyða myndinni, enda höfum við engar upplýsingar um notkunarrétt á henni. Haukur 15:24, 10 maí 2007 (UTC)
[breyta] Eyðing?
Hvað á það að þýða að taka út þessa síðu sem ég setti hér inn? Er þetta alfræðiorðabók um menn og málefni eða ráða menn sjálfir hvort þeirra er getið hér á hlutlausan og sanngjarnan hátt fyrir leik sinn og störf? Gæti Árni Johnsen látið taka út síðuna um sig ef honum mislíkaði að minnst væri á fangelsisvistun hans t.d. ? — Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Sjalfstaedur (spjall) · framlög
- Þú verður að átta þig á að Wikipedia er alfræðirit og ekki allt á erindi í alfræðirit. Til þess að greinar geti átt heima hér, þá verða þær að vera skrifaðar á hlutlausan hátt, vera sannreynanlegar og mega ekki fela í sér frumrannsóknir. Enn fremur er oft miðað við að greinar geti vaxið og verði ekki eilífðarstubbar (sjá hér). Það mætti færa rök fyrir því að þessi grein sé ekki sannreynanleg með þeim hætti sem hún þyrfti að vera (allar heimildir eru frá viðfangsefninu sjálfu komnar), það mætti færa rök fyrir því að greinin feli í sér frumrannsóknir og það er ekki fullljóst hvort hún verði nokkurn tímann mikið lengri (hún gæti talist stubbur eins og er). Ég er sjálfur á báðum áttum um hvort greinin eigi heima hérna. --Cessator 20:39, 9 maí 2007 (UTC)
Hvað þá með þessa grein?: http://is.wikipedia.org/wiki/Wikipedia. Ég fæ ekki betur séð en að þarna séu heimildirnar komnar frá viðfangsefninu sjálfu. Hvernig á Grein um Stefán síðan að geta vaxið þegar hann styttir hana og styttir sjálfur t.d. með því að kippa út upplýsingum um ætterni sitt sem þykja sjálfsagðar í íslenskum æviskrám? - Sjálfstæður.
- Ég tók þá ákvörðun að henda greininni vegna 1. Stefán er ekki það mikilsmetinn maður að ég telji það kalla á umfjöllun hér (Hákarl kemst skemmtilega að orði hér að ofan) og 2. hann óskaði eftir því sjálfur. Það að viðkomandi vilji ekki að fjallað sé um sig er á engan hátt góð ástæða en hlýtur að koma til álita. Þegar þetta tvennt fer saman virðist mér einsýnt að beri að henda henni. --Jabbi 20:57, 9 maí 2007 (UTC)
- Gætum samt gert greinarmun á því að vera sama um hvort grein um mann yrði eytt og að vilja beinlínis ekki hafa grein um sig sé hérna. Það dregur úr mætti þessara raka að hér sagði viðkomandi að sér þætti „meinlaust“ ef greininni yrði eytt. En eins og þú segir breytir vilji þess sem greinin er um ekki svo miklu. --Cessator 21:32, 9 maí 2007 (UTC)
- Í fyrsta lagi eru „já en þessi er ekkert skárri“-rök engan veginn sannfærandi, þau einfaldlega hjálpa ekki. Í öðru lagi, já, ættfræðiupplýsingar um nánustu fjölskyldu eru sjálfsagðar í íslenskum æviskrám en Wikipedia er ekki æviskrá. Um sannreynanleika: Stundum mega upplýsingar vera frá viðfangsefninu sjálfu (enda skrifaði ég það hér að ofan þegar beðið var upp óháðar heimildir fyrir því litla sem þarna stendur) en ef greinin á að geta orðið stærri (fyrir utan ættfræðiupplýsingar), þá verður að vera hægt að sannreyna margt af því í öðrum, sjálfstæðum og óháðum heimildum og það er ekki ljóst að það sé hægt. Og ef það er ekki hægt, þá er ljóst að allt sem gæti verið sagt í greininni yrði frumrannsóknir. Nemurðu spekina? --Cessator 21:32, 9 maí 2007 (UTC)
-
- Mér finnst ástæðulaust að halda í þessa grein og mæli með því að henni verði eytt. Ef is.wikipedia yrði fyllt með greinum um alla íslenska samfélagsrýna, sem hafa áhuga á stjórnmálum, starfa Sjálfstæðisflokknum (nú eða einhverjum öðrum flokki) og tjá sig á bloggsíðu, þá yrði hún ámóta merkileg og símaskráin. --Mói 15:54, 10 maí 2007 (UTC)
Það virðist vera meiri vilji fyrir því að eyða greininni en halda henni. Mín vegna má eyða henni. En kannski við hinkrum í smástund lengur og gefum færi á að verja tilvistarrétt greinarinnar. Ef ekkert stórkostlegt gerist má hún bara fara. Ég legg samt til að við höldum spjallsíðunni. --Cessator 16:53, 10 maí 2007 (UTC)
Ég hef verið að fylgjast með þessari undarlegu umræðu og skil þetta ekki. Hvað ræður því hvernig greinar mega vera á Wiki? Hvernig getur ein grein verið svo alvond að henni á að eyða meðan aðrar sem mér sýnist að séu algerlega svipaðar fá að standa? Til að fyrirbyggja misskilning þá er ég að spyrja um hvaða almennu reglur gilda hérna. Mér sýnist nefnilega að þær reglur séu ákaflega mikið á reiki og þetta mat í raun lagt í geðþóttaákvörðun einhverra sem telja sig vita hvað er mikilvægt til framtíðar og hvað ekki. Hugleiðið aðeins hversu mikils virði slíkt upplýsingarrit verður í framtíðinni. Ég þekki svosem lítið til þessa máls annað en að ég rak augun í þessa grein fyrir einhverjum dögum og fannst hún bara ágæt. Þarna hafði einhver tekið saman hlutlausar upplýsingar um einstakling sem er mjög áberandi í ákveðnum geirum þjóðfélagsins. Ég sá aldrei neitt meiðandi eða rangt í þessu og mér sýnist að þarna hafi verið vitnað í heimildir sem hann sjálfur hefur gefið. Það fyrsta sem mér datt í hug var að þetta væri sniðugt því þarna væri kominn vísir að flokki um ungpólitíkusa sem maður veit annars ekkert um en rekst oft á, til dæmis á bloggum. Það fannst mér einfaldlega stórsniðugt og get alls ekki skilið hvernig slíkar síður hérna á Wiki geta dregið út gildi þessa vefs sbr. vísunina til símaskrárinnar (sem er annars mjög nytsöm og fróðlegt rit, ég efast um að nokkur gæti verið án hennar). Þetta á að vera upplýsingavefur er það ekki? Af hverju mega sumar upplýsingar ekki vera hérna? Ég skil auðvitað að það er eðlilegt að taka út rangfærslur, meiðyrði eða annað þvíumlíkt en það er bara engu slíku til að dreifa hérna. Ef grein inniheldur réttar upplýsingar, af hverju má hún þá ekki standa? Loks varðandi myndina, er þetta ekki mynd sem er í dreifingu á netinu hjá þessum einstakling sjálfum til kynningar á honum? Hún hlýtur þá að falla undir eitthvað common leyfi? Ég spyr því ég skil ekki heldur athugasemdina um þessa myndnotkun. Ég botna eiginlega ekkert í þessu máli. — Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 68.231.166.251 (spjall) · framlög
- Þú segir að Stefán sé gott dæmi um upprennandi ungpólitíkus sem gott sé að geta nálgast einhverjar upplýsingar um. Þú bendir sömuleiðis, réttilega viðurkenni ég, á að það virðist vera háð geðþótta hverju sé haldið og hverju ekki. (Þetta er að vísu fyrsta umræðan í þessum dúr sem ég verð var við hér á wiki og mér er ljóst að þörf sé á henni). Ég sé það nú að það voru mistök hjá mér að eyða greininni. Með því er ég ekki að viðurkenna tilvistarrétt hennar. Vissulega rekur Stefán blogg og hefur verið virkur í staðbundnu stjórnmálastarfi Sjálfstæðisflokksins. Þar með er ekki sagt að umfjöllun um hann sé markverð. Ég fylgist nokkuð náið með pólitík, þó elti ég ekki upp hvaðeina sem xD-plebbarnir láta út úr sér en að halda því fram að Stefán sé „mjög áberandi í ákveðnum geirum þjóðfélagsins“ er ámóta raunsæ fullyrðing og, tjahh, að segja að Hákarl haldi úti bloggsíðu, skrifi nokkrar greinar í blöðin, gegni ritarastarfi í félagi skógarhöggsmanna og gangi um í leðurjakka og skoskköflóttu bindi. Punkturinn minn er að ég tel sjálfan mig vera alveg jafn merkilegan "ungpólitíkus" og Stefán. Að vísu stunda ég ekki virkt félagastarf. Það gerir kunningi minn hins vegar og ekki dettur mér í hug að skrifa um hann. Veistu afhverju? Vegna þess að þá er orðið svo erfitt að gera upp á milli félagasamtaka/stjórnmálaflokka. Hversu aktívur/frægur þarf maður að vera? Ég undirstrika samt að ég hef skipt um skoðun og er hér með hlutaus í þessu máli. Ég hljóp á mig. Virðingarfyllst --Jabbi 18:02, 10 maí 2007 (UTC)
- Nei, Wikipeda á einmitt ekki að vera „upplýsingavefur“, hvað svo sem það er nákvæmlega; hún á að vera alfræðirit, eins og Íslenska alfræðiorðabókin sem kom út hjá Erni og Örlygi 1990, eins og Encyclopedia Britannica og fleiri rit — nema hvað Wikipedia er á neitinu, ókeypis og skrifuð af lesendum. Þetta hefur ákveðnar afleiðingar, við getum t.d. leyft okkur að hafa fleiri greinar og lengri af því að Wikiedia er ekki prentaður miðill, en hér skiptir samt nákvæmt orðaval máli, því það er ekki víst að allir skilji orðið „upplýsingavefur“ sama skilningi; flestir gætu skilið orðið mun víðari skilningi en orðið „alfræðirit“. Wikipedia á alls ekki að vera upplýsingavefur í sama skilningi og t.d. Símaskráin er upplýsingavefur. Það er auðvitað enginn að lýsa frati í símaskrána, hún er frábær og bráðnauðsynleg og aðrar samskonar upplýsingaveitur líka, en Wikipedia er samt alfræðirit, ekki upplýsingaveita í víðari skilningi. Það skiptir máli að átta sig á því. Og hún er ekki æviskrá eða ættfræðigrunnur og greinar í Wikipediu ættu þess vegna ekki að vera skrifaðar eins og greinar í alþingismannatali, læknatali eða tannlæknatali (þær ættu að vera skrifaðar eins og greinar í Íslensku alfræðiorðabókinni). Wikipedia er ekki safn upplýsinga, safn minningargreina, lagatexta, ferðaleiðbeininga eða annarra leiðbeininga og ekki listi yfir algengar spurningar (allt hefði þetta samt mikið notagildi, bæði í dag og síðar meir). Wikipedia er ekki heldur „sniðugi vefurinn þar sem maður getur gert alls konar sniðugt sem mann langar að gera“, sjá nánar á síðunni Það sem Wikipedia er ekki. Að því gefnu að þetta sé á hreinu — að Wikipedia sé alfræðirit — má samt spyrja hvort eitthvað eigi heima í alfræðiritinu eða ekki, enda þótt það sé meira og minna alfræðilegs eðlis (en sé ekki t.d. eitthvað af ofantöldu). Reglurnar sem ráða því hvað fær að vera hérna eru hlutleysisreglan, sannreynanleikareglan og reglan um engar frumrannsóknir. Svo eru til alls kyns viðmið, sbr. Markverðugleiki: Fólk (sjá einnig ýmis almenn fordæmi). Þessar reglur eru hornsteinn Wikipediu, án þeirra er óljóst hvernig óritstýrt alfræðirit getur haldið áfram að vaxa og dafna án þess að innihalda alls konar rugl (og já, það kemur reglulega alls konar rugl, sem þarf að eyða; þess vegna eru þessi tól sem við höfum til að verjast slíku kannski meira virði en að eitthvert saklaust efni fái að vera hér áfram). Kynntu þér endilega síðurnar sem ég benti á (það liggur ekki allt í augum uppi þótt nöfnin virðist gegnsæ, t.d. útskýrir sannreynanleikareglan hvers vegna ekki allt sem er satt og rétt fær að standa). --Cessator 18:11, 10 maí 2007 (UTC)
- Loks varðandi myndina, er þetta ekki mynd sem er í dreifingu á netinu hjá þessum einstakling sjálfum til kynningar á honum? Hún hlýtur þá að falla undir eitthvað common leyfi? Manni þætti ekki óeðlilegt að lögin væri e-n veginn þannig en það eru þau því miður ekki. Allur réttur er áskilinn nema annað sé sérstaklega tekið fram. Haukur 10:48, 11 maí 2007 (UTC)
Það ætti að eyða þessu. Mói hitti naglann á höfuðið hér að ofan. --Bjarki 11:55, 12 maí 2007 (UTC)

