Djúpalónssandur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Djúpalónssandur.
Djúpalónssandur.

Djúpalónssandur er ströndin fyrir neðan Beruvíkurhraun fyrir vestan Purkhóla. Hraunið nær niður í sjó og þar eru djúpar gjár sem ganga inn í það. Við sandinn er sérkennilegur klettur sem kallast Gatklettur og við hann er tjörnin Svörtulón.

Vinsæl og auðveld gönguleið liggur á milli Djúpalónssands og Dritvíkur. Hún er tæplega 1 km. Á Djúpalónssandi eru steintök sem vermenn reyndu afl sitt á.

[breyta] Heimildir

  Þessi grein sem tengist landafræði Íslands er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.