Spjall:Evrópu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég myndi segja að þetta væri gott dæmi um undalega tilgangslausar tilvísanir. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11:28, 17 júlí 2007 (UTC)

Ekkert svo, enska Wikipedían hefur tilvísanir frá fleirtölum (i.e. menn vísar til maður). Ekkert asnalegt fyrir íslensku Wikipedíuna að hafa tilvísanir frá orðarbókaformunum (nenfnifalli fleirtölu og eignarfalli eintölu), sérstaklega ekki þegar viðkomandi beygingarform er eins umfangsmikið og formið Evrópu sem er um ¾ af öllum formum. --Baldur Blöndal 11:49, 17 júlí 2007 (UTC)
Ég hef tekið eftir því hvað enska Wikipedia hefur mikið af tilvísunum. Maður getur meira að segja skrifað íslenska og þá lendir maður inn á greininu "Icelandic language". Ég get ekki ímyndað mér að einhverjum dytti í hug að leita af "Evrópu" nema kannski útlending en því miður er þessi Wikipedia frátekin íslensku. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12:04, 17 júlí 2007 (UTC)
Það er reyndar eðlilegt að "íslenska" vísi á "Icelandic language", enda er leitarkerfið á Wikipedia dálítið lélegt að því leiti að það leitar að krækjum, en ekki orðin per se. Og útlendingar eru ekki þeir einu sem gætu krækt á Evrópu, heldur gæti það bara verið einhver sem kann illa á kerfið og skrifar "Það búa 17 manns í Evrópu" og skilur svo ekki afhverju það kemur rauð krækja. --Baldur Blöndal 12:08, 17 júlí 2007 (UTC)
Mér þætti það annað mál ef Evrópu væri algeng málfræði villa en ef einhver gerir rauðan hlekk þá er það fljótlega lagað. Svo þyrfti líka eitthvað að vera að annað en lítil kunnátta á kerfið ef maður skrifaði að það væru 17 manneskjur í evrópu. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12:35, 17 júlí 2007 (UTC)
... Þetta var nú auðvitað arguendo.. það búa fleiri í hverfinu mínu en 17 manns, og hverfið mitt er í Evrópu. --Baldur Blöndal 12:41, 17 júlí 2007 (UTC)
Þetta flækist ekki fyrir neinum og er ekki talið upp í tölfræði um greinar þannig að það ætti að vera óþarfi að agnúast út í þetta. --Stalfur 12:49, 17 júlí 2007 (UTC)