Spjall:Tvíundarkerfið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tvíundakerfið á að vera í öllum tölvum í dag. Tölvur hafa samt analog tengi sem geta tekið öll möguleg gildi. Eitthvað hef ég heyrt að rússar reyndu að gera tölvur með þríundar og fjórundarkerfi í einhverjum sparnaðarhugleiðingum en flækjustigið er mjög mikið við það. Held að það taki því ekki einusinni að grafa það upp. Tölvur eru stafræn fyrirbrigði og sem slík notast við tvíundarkerfi. Hinsvegar er hægt að vinna með og reikna tvíundatölur á marga vegu.

Kíki á þetta fljótlega. Jóhann Haukur Gunnarsson 10. mars 2006 kl. 22:49 (UTC)

Dæmið sem hér er sýnt, tugakerfistalan 63, er illa valið, vegna þess að tvíundarkerfistalan inniheldur eingöngu einn. Betra dæmi væri t.d. talan 43, sem er 1*32+0*16+1*8+0*4+1*2+1*1 eða 101011 í tvíundarkerfi. Þ.e. 4310 = 1010112. --213.190.107.34 17:38, 4 júní 2007 (UTC) og gleymdi að logga mig inn! --Mói 18:40, 4 júní 2007 (UTC)