Spjall:Polýkleitos
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Cessator ætti ekki að vera til flokkur yfir Myndhöggvara fornaldar, kannski sem undirflokkur undir Listamenn fornaldar. Þar undir væri: Myndhöggvarar, listmálarar og rithöfundar fornaldar osfrv. Fornöld þá frá því sögur hófust til 476 eða svo. Þá væri auðveldara að finna þessa skratta. Og hvernig er það, er til yfirlit yfir alla flokkun sem til er í íslensku Wikipedíu (Vötn Svíþjóðar, firðir Íslands osfrv osfrv)? Þyrfti hún ekki að vera til og aðgengileg á forsíðunni - til að auðvelda fólki að finna það sem það er að leita að - þeas hefur grun um hvað er en er ekki alveg viss hvað það er? Gæti líka auðveldað þeim sem skrifa greinar yfirsýn yfir það sem þegar er til. Annars er þetta allt bara ein flækja. Hakarl 13:15, 4 maí 2007 (UTC)
- Já já. Það er bara spurning hvort það verði nógu margir myndhöggvarar til að réttlæta flokkinn en ætli það þurfi nema tvo í viðbót (venjulega er óþarfi að gera flokk fyrir færri en fimm síður, þ.e. ef útséð er að ekki verði nokkurn tímann nema 1-2 síður í flokknum en frá þessu eru undantekningar). Það er til svokallað Flokkatré. Einnig: Flokkar, eftirsóttir flokkar, mest ítengdu flokkar, ónotaðir flokkar, óflokkaðir flokkar og að lokum greinar eftir flokkum. --Cessator 13:33, 4 maí 2007 (UTC)
- Annars er spurning hvort það ættu að vera til flokkarnir forngrískir listamenn og rómverskir listamenn (sem væru væntanlega báðir í Listamenn fornaldar, sem væri í listamenn eftir tímabilum en væru jafnframt í flokkunum Grikkland hið forna og Rómaveldi tilsvarslega)?
Jæja, nú eru komnir nokkrir til viðbótar. Hakarl 18:26, 4 maí 2007 (UTC)
- Glæsilegt framtak! --Cessator 21:49, 4 maí 2007 (UTC)
Er þá ekki um að gera að stofna flokk fyrir þessa karla? - Hákarl.
- Jú, en hvernig finnst þér að við ættum að hafa þetta, skipt milli Rómaveldis og Grikklands eða hafa alla fornmenn saman? --Cessator 22:54, 4 maí 2007 (UTC)
Ætli það sé ekki best að hafa alla fornmenn saman fyrst - og þegar þeir eru orðnir nógu margir að skipta þeim niður. Hakarl 23:23, 4 maí 2007 (UTC)
- Það er ein leið. Gallinn við hana er þá sá að seinna þarf að fara í gegnum allar greinarnar og skipta um flokka. Kannski ekki verulegur ókostur. Annar möguleiki væri að flokka þá strax í gríska og rómverska listamenn (myndhöggvara o.s.frv.) og feta sig svo upp flokkatréð (forngrískir listamenn færi þá í flokkinn Forngrikkir annars vegar og grískir listamenn eftir tímabilum hins vegar... o.s.frv.) en þá verður maður í fyrsta lagi að vita hvar maður á að byrja og gæta þess hins vegar að búa ekki til vonlausa flokka (sem munu aldrei hafa fleiri en t.d. 5 greinar). Gerðu bara það sem þér líst best á :) --Cessator 00:05, 5 maí 2007 (UTC)
Þú heldur greinilega að ég sé tölvusnillingur, ég kann bara að vélrita. Haha. Nei, ég kann ekki að búa til flokka, en ég held þetta sé sjálfsagt best að skipta þeim strax einsog þú segir. Ég skal bara fylla út í ef það hanga bara tveir eða þrír í einhverjum flokknum. Hakarl 00:09, 5 maí 2007 (UTC)
- Kominn flokkur fyrir forngríska myndhöggvara. Aðalatriðið er ekki hvort það eru fáar greinar í flokknum þegar hann er búinn til, heldur hvort það verði e.t.v. aldrei nógu margar greinar í honum; það ætti samt ekki að búa til flokka fyrr en a.m.k. ein grein eða einn undirflokkur er kominn í hann svo að við búum bara til flokk fyrir Rómverja þegar þar að kemur. En það er mjög einfalt að búa til flokk. Maður flokkar síður með því að skrifa fyrir neðan meginmálið [[Flokkur: ]] og svo heiti flokksins á eftir tvípunktinum. Ef flokkurinn er til verður tengillinn blár en ef ekki þá rauður. Þá smellir maður á rauða tengilinn og skrifar einhvern texta um flokkinn (ef mann langar) og flokkar svo flokkinn rétt eins og greinar, með því að skrifa [[Flokkur: ]]. Og flokkurinn sem maður setur flokkinn í er þá annaðhvort til eða ekki og þannig endurtekur þetta sig. --Cessator 01:45, 5 maí 2007 (UTC)
Já, auðvitað, sauður er ég. Hakarl 02:13, 5 maí 2007 (UTC)

