Spjall:N-reglur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

....skal skrifa skal tvö n í stað tveggja. Ha? Hvað þýðir þetta? --Mói 21:48, 27 júní 2007 (UTC)

Smá augljóst að þetta átti að vera "í stað eins", enda fjallaði þessi setning um orðin „þanneiginn“ og „hinseginn“.. Annars er ég búinn að breyta þessu. --Baldur Blöndal 21:53, 27 júní 2007 (UTC)

Hvaðan kemur þessi kerfing sem notuð er í greininni? Ég man ekki eftir að hafa séð þessar númeruðu reglur áður. Hér ætti að geta heimilda. Haukur 22:43, 27 júní 2007 (UTC)

Efnisyfirlit

[breyta] Framburður

Hvað á það að þýða að segja að það sé enginn greinarmunur í framburði? --Stefán Örvarr Sigmundsson 17:34, 8 júlí 2007 (UTC)

Það er rétt að segja að flest (ekki allt) gerir engan greinarmun í framburði þar sem linmælt er, Reykjavík og suðurland. En ég er nú frá norðurlandi og geri greinarmun á þessu. --Stefán Örvarr Sigmundsson 17:39, 8 júlí 2007 (UTC)
Í íslensku er ekki gerður greinarmunur á stuttum og löngum samhljóðum nema í áhersluatkvæðum og þar með ekki í beygingarendingum. Einnig er ómögulegt að gera greinarmun á stuttum og löngum samhljóðum á undan öðrum samhljóðum. Það eina í þessari grein sem fellur ekki undir þetta er munurinn á 'en' og 'enn'. Hann er hægt að gera í framburði og það gera sumir, en alls ekki allir. Það getur svo sem verið að fleiri geri það fyrir norðan en fyrir sunnan, en það hef ég samt aldrei heyrt. Haukur 18:36, 8 júlí 2007 (UTC)
Heyrir þú engan mun á "hin" og "hinn"? --Stefán Örvarr Sigmundsson 00:10, 9 júlí 2007 (UTC)
Ég heyri mun. --Steinninn 00:16, 9 júlí 2007 (UTC)
Jú, það er munur á 'hin' og 'hinn' enda er samhljóðið þar í áhersluatkvæði. Það er hins vegar ekki munur á 'listin' og 'listinn' eða 'arinn' og 'arin'. Haukur 00:21, 9 júlí 2007 (UTC)
Ég ætla að vona að þú sért ekker málhaltur en ég get vel sagt "arin" með einu og svo með tvemur "arinn". Ég lengi bara "n". Hitt er annað mál hvort að fólk geri þetta yfir höfuð. Fólk talar nú svo fáránlega hérna í borginni. --Stefán Örvarr Sigmundsson 00:31, 9 júlí 2007 (UTC)
Það er mögulegt að gera greinarmun með því að leggja áherslu á seinna atkvæðið. Þetta er stundum gert þegar rætt er um stafsetningu ("þú átt að skrifa góðaAN, ekki góðaANN") en ekki í neinu eðlilegu máli. Ef gerður væri greinarmunur í framburði væri enginn vandi að stafsetja en svo er ekki. Öldum saman var heldur enginn greinarmunur gerður í stafsetningu á einu eða tveimur ennum í endingum, þetta verðurðu fljótur að sjá ef þú ferð að skoða handrit. Haukur 00:56, 9 júlí 2007 (UTC)
Ég man eftir því þegar ég flutti í bæinn. Ég var enn í barnaskóla og við vorum að læra stafsetningu. Sumir nemendur (aðalega stelpurnar) voru rosalega pirraðir vegna þess að þeir gátu ekki munað svona hluti; fjölda "n" í orðum og fleira. Fyrir mér var þetta ekkert mál þar sem að ég skrifaði bara orðin eins og ég segi þau. Ég tala bara eins og mitt fólk að norðan. Bróðir minn sem að flutti með mér hefur nú tapað málfarinu, því hann var svo ungur, og nú segir hann "Reykjavíg" í staðinn fyrir "Reykjavík" og "Byrgir" í staðinn fyrir "Byrkir". Ég fæ oft að heyra það þegar ég segi sterkt "k" þar sem að Reykvíkingar segja "g", eða ef ég segi "f" í staðinn fyrir "p". --Stefán Örvarr Sigmundsson 01:19, 9 júlí 2007 (UTC)
Og ef þér væri sama þætti mér vænt um að þú tækir ekki aftur breytinguna. Þetta er ekki stór alhæfing svo það ætti ekki að þurfa heimildir. Ég hef séð stærra mál en þetta sem að ekki er vísað til heimilda vegna þess aðalega að það liggur í augum upp. Sem að ég hafði haldið að þetta gerði líka. --Stefán Örvarr Sigmundsson 01:39, 9 júlí 2007 (UTC)
Ef fullyrðing er dregin í efa í góðri trú og þú vilt hafa hana í grein verðurðu að geta vísað fram heimildum fyrir henni. Ég hef lesið ýmislegt um íslenskar mállýskur en aldrei séð því haldið fram að norðlenska hafi öðruvísi framburð en aðrar mállýskur á n-um í beygingarendingum. Reyndar hef ég heldur aldrei séð því haldið fram að Norðlendingar segi "Birkir" öðruvísi en aðrir landsmenn. Ég er heldur ekki viss um að mállýskumunur sé í framburði orðmynda eins og "vík". (Hins vegar er vissulega munur á því hvernig menn segja "víkur", "víkin" o.s.frv.) Haukur 10:07, 9 júlí 2007 (UTC)
Ég veit ekki hvar þú ert á landinu en ef þú hefur farið til RVK ættir þú að vita að fólk segir oft k sem g, nema í byrjun orðs. Það gerir norðmaðurinn ekki. Ég lærði einnig um þetta í barnaskóla. Er í lagi að vísa í heimanám ef ég finn gömlu blöðin og man hvað kennarinn hét? Það er mögulegt að þau hafi verið ljósrit úr einhverri bók. --Stefán Örvarr Sigmundsson 10:53, 9 júlí 2007 (UTC)
Ég þurfti að læra allt þetta dót fyrir samrændu í 10. bekk. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11:05, 9 júlí 2007 (UTC)
Í algjörri bakstöðu eru lokhljóð í íslensku stundum fráblásin og stundum ekki. Ég held hins vegar að það sé ekki mjög mállýskubundið, heldur frekar það sem heitir á ensku "free variation". Í innstöðu milli sérhljóða er hins vegar skýr mállýskumunur á framburði lokhljóða. Það er engin ástæða til að nota eigin glósur sem heimild, til er ýmislegt útgefið efni um mállýskumun í íslensku. Haukur 11:06, 9 júlí 2007 (UTC)
Ég var ekki að tala um glósur heldur ljósrit en ég nenni ekki að spá í þessu. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11:09, 9 júlí 2007 (UTC)
Það er algjör óþarfi fyrir ykkur að kenna hvort öðrum íslensku. Þið gætuð báðir lokað þessu með heimildum. Ef einstaklinar eru ósammála þá er sjálfsagt að taka þetta út ef hvorugur getur komið með heimildir fyrir staðhæfingum sínum. --Steinninn 12:45, 9 júlí 2007 (UTC)
Allt þetta rugl er í einhverri málfræðibók sem ég man ekki hvað heitir, en ég á í skúffunni minni. --Baldur Blöndal 18:58, 22 júlí 2007 (UTC)

[breyta] ...

Ég er kannski orðinn eitthvað þreyttur en er einhver munur á 4.1 Karlkyns nafnorð og 4.3 Karlkyns nafnorð? Mér sýnist þetta vera sama ruglið endurtekið. --Stefán Örvarr Sigmundsson 04:44, 18 júlí 2007 (UTC)


4.1 Karlkyns nafnorð

[breyta] Karlkyns nafnorð

[breyta] Regla eitt

Karlkynsorð sem hafa endinguna -ann, -inn og -unn í nefnifalli eintölu, hafa eitt n í öllum öðrum föllum (þolfalli, þágufalli og eignarfalli).

Dæmi:

Nefnifall Þolfall Þágufall Eignarfall
morgunn morgunn [um] morgun [frá] morgni [til] morguns
drottinn drottinn [um] drottin [frá] drottni [til] drottins
himinn himinn [um] himin [frá] himni [til] himins
arinn arinn [um] arin [frá] arni [til] arins

4.3 Karlkyns nafnorð

[breyta] Karlkyns nafnorð

[breyta] Regla eitt

Karlkynsorð sem hafa endinguna -ann, -inn og -unn í nefnifalli eintölu, hafa eitt n í öllum öðrum föllum (þolfalli, þágufalli og eignarfalli).

Dæmi:

Nefnifall Þolfall Þágufall Eignarfall
morgunn morgunn [um] morgun [frá] morgni [til] morguns
drottinn drottinn [um] drottin [frá] drottni [til] drottins
himinn himinn [um] himin [frá] himni [til] himins
arinn arinn [um] arin [frá] arni [til] arins

En hver er tilgangurinn með því að endurtaka efnið? --Stefán Örvarr Sigmundsson 03:45, 21 júlí 2007 (UTC)

[breyta] Hinn / hin

Í eðlilegum framburði eru lausu greinarnir alltaf áherslulausir og þar af leiðandi er sérhljóðið stutt. Til dæmis "Ég vildi spyrja hæstv. utanrrh. hvort von sé á fleiri slíkum ráðningum og framhaldi á þessu starfi í þeim anda sem hin fyrstu spor marka." (af vef Alþingis). Hér er orðið hin borið fram með stuttu sérhljóði og því óaðgreinanlegt frá orðmyndinni hinn. Hins vegar geta orðin hinn og hin haft áherslu þegar þau eru notuð sem ábendingarfornöfn (ef ég man rétt), til dæmis "Þessi dalur og þessi á eru stutt en hinn dalurinn og hin áin eru löng." Þá er hugsanlegt að munur sé á framburði. En örugga reglan til að þekkja í sundur eitt n og tvö í greini er að nota eignarfornöfnin þar sem (til allrar óhamingju) er munur á framburði þótt fornafnið sé áherslulaust. Dæmi "Stutti dalurinn minn og stutta áin mín." Stefán 19:12, 19 júlí 2007 (UTC)