Spjall:Wicca

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi maður var varla heimspekingur (allavega ekki lærður eða þekktur sem slíkur í neinum heimspekiritum). Ævintýramaður er frekar óupplýsandi, hvað gerði hann svona ævintýralegt? Bjó erlendis? Svo eru þetta trúarbrögð, trúarregla er eitthvað eins og jesúítarnir innan kaþólsks siðar eða benediktsreglan (munkar). Það er allavega minn skilningur á orðinu, svo er þetta kallað religion á ensku en ekki religious order. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16:14, 29 júní 2007 (UTC)

Þessi maður var mikill heimspekingur (hann skapaði sína eigin sértrúarreglu) og ævintýramaður líkt og flestar þær bækur sem ritaðar um hann segja frá, Wicca (et) er ekki trúarbrögð, trúarbrögð flokkast undir mismunandi brögð trúar út frá einu trúarkerfi. Kristni og íslam eru til að mynda tvö mismunandi trúarbrögð út frá hinu Abrahamíska trúarkerfi Semíta. Wicca var upprunarlega og hefur alltaf verið raunverulega "trúarregla", trúarregla byggð á reglum og stigvöldum kerfum frá öðrum trúarreglum líkt og Golden Dawn og OTO, þótt margir nýaldarbókaútgefendur hafi gert "Wicca" að ruslakistu-hugtaki yfir allt sem getur selst sem "trúarbragð" í dag. Að kalla Wicca trúarbrögð er það sama og að segja að Golden Dawn, OTO eða Múrarareglan séu trúarbrögð. Wicca var og er raunverulega "Cult" ekki "Religion" 85.220.40.109 17:14, 29 júní 2007 (UTC)

Var einmitt að pæla hvort það væri rétt að lýsa honum sem heimspekingi. Hef aldrei heyrt um hann. Það er ekki trygging fyrir neinu út af fyrir sig en samt... --Cessator 03:27, 30 júní 2007 (UTC)
Maður er ekki heimspekingur ef maður stofnar sértrúarreglu. Það þarf nú eitthvað meira að koma til að mínu mati. Ævintýramaður segir ekki neitt eitt og sér þótt svo menn sem skrifi um hann leyfi sér að nota það orð, þetta á allavega ekki heima í grein sem fjallar ekki um hann sjálfan. Enda kemur það ekki málinu við hvort Wicca var stofnað af ævintýramanni eða t.d. gráhærðum manni. Í það minnsta þyrfti að koma fram af hverju hann er kallaður ævintýramaður og hver kallaði hann það. En það rétt hjá þér að þetta eru örugglega ekki trúarbrögð, hins vegar er ég ekki viss hvort þetta er trúarregla. Ég bara finn hvergi íslenska texta í fljótu bragði sem útskýrir þessi hugtök vel trúarbrögð (religion), trúarregla (religious order/cult eða sect), sértrúarsöfnuður(cult eða sect) o.s.frv. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 11:21, 1 júlí 2007 (UTC)
Orðið „heimspekingur“ er auðvitað ekki lögverndað starfsheiti. En einhvern veginn verðum við að skera úr um hver er heimspekingur og hver ekki. Fyrir nútímafólk mætti kannski miða við að viðkomandi hafi annaðhvort prófgráðu í heimspeki, kenni heimspeki eða hafi skrifað um heimspeki í viðurkennt fræðitímarit um heimspeki. Þetta er í raun mjög opinn mælikvarði sem setur algerar lágmarkskröfur sem margir fleiri en bara heimspekingar uppfylla; en sennilega uppfylla allir heimspekingar t.d. 20. aldar og 21. aldar (það sem af er henni) þessi skilyrði. Á eitthvað af þessu við um upphafsmann Wicca? Ef ekki, þá fæ ég ekki séð að hann uppfylli lágmarksskilyrði þess að við köllum hann heimspeking. --Cessator 15:53, 1 júlí 2007 (UTC)
Það kemur málinu ekki við að orð sé lögverndað starfsheiti hér á landi. Ef til eru ritaðar (markverðar) heimildir þar einstaklingur er kallaður heimspekingur er allt í lagi að það komi fram. Hér á þetta samt ekki að vera vandamál, það einfaldlega kemur þessari grein ekkert við hvort sá sem stofnaði Wicca var ævintýramaður eða heimspekingur. Það kemur alveg eins hvergi fram í greininni um Einstein að hann hafi verið stærðfræðingur eða heimspekingur þótt hann sé það í margra augum, enda var hann fyrst og fremst kennilegur eðlisfræðingur og það er það sem máli skiptir. Svo er í grein um afstæðiskenninguna hvergi minnst á það að Einstein hafi verið kennilegur eðlisfræðingur, enda skiptir það engu máli fyrir kenninguna sjálfa sem hefði verið alveg jafn góð ef að listamaður hefði sett hana fram. Það ætti einfaldlega að taka þetta út því þetta er óviðeigandi, alveg eins og það kemur málinu ekki við hver hárlitur stofnandans var eða kynhneigð. Ef eina ástæðan fyrir því að hann er kallaður heimspekingur hérna er vegna þess að hann stofnaði sértrúarreglu ætti líka að taka það út, því slík túlkun er ekkert eðlileg. Ef sumum þykir menn hljóta vera heimspekingar ef þeir stofna sértrúarreglu þá kemur það sjálfkrafa fram þegar ég hef sagt að Gardner hafi stofnað Wicca. Þetta er í raun bara fáránlegt á alla vegu, ef menn vilja að þetta komi fram verður að koma fram af hverju þetta skiptir máli og hver kallar hann heimspeking, því ég sé ekki hvernig þetta kemur málinu við. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 20:47, 3 júlí 2007 (UTC)
Ehm, já það var víst búið að taka þetta aftur svo ég hætti að agnúast um þetta. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 20:49, 3 júlí 2007 (UTC)
Þetta er laukrétt hjá þér. --Cessator 21:16, 3 júlí 2007 (UTC)

[breyta] Trúarbrögð

Ég skil ekki alveg eitt: Í ensku greininni stendur (fyrsta setningin) "Wicca is a religion..." Er það rangt? Ættum við þá ekki að benda á það á spjallsíðunni þar? --Akigka 16:34, 3 júlí 2007 (UTC)

Ég held þetta sé rétt. Það er merkingarmunur á orðinu trúarbrögð og religion miðað við það sem einhver ónefndur segir hér að ofan. Hins vegar er ég alveg hand viss um að þetta sé rétt á þeirri ensku, ég hef bara enn ekki fundið góðar skilgreiningar á þessum hugtökum (trúarbrögð, trúarregla, sértrúarsöfnuður). „A religion is a set of beliefs and practices generally held by a community, involving adherence to codified beliefs and rituals and study of ancestral or cultural traditions, writings, history, and mythology, as well as personal faith and mystic experience. The term "religion" refers to both the personal practices related to communal faith and to group rituals and communication stemming from shared conviction.“ Þetta á augljóslega við Wicca og því er greinin örugglega rétt. Mér finnst samt túlkunin að ofan, á orðinu trúarbrögð, frekar vafasöm. Það er ekkert víst að það eigi nauðsynlega um brögð trúarkerfa þótt svo nafnið gefi það í skyn, það er mjög líklegt að merking orðsins hafið víkkað með tímanum og sé nær enska orðinu. Mér þykir hins vegar alveg öruggt að trúarregla sé rangt orð, enda er það notað um Jesúíta o.s.frv. (reglur innan annarra trúarbragða). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 20:31, 3 júlí 2007 (UTC)
Raunar er ég aftur farin að halda að trúarbrögð eigi vel við, þetta eru ekkert endilega „brögð trúarkerfis“. Mín orðabók segir að trúarbrögð séu bara guðadýrkun samkvæmt einhverju hugmyndakerfi, hér á það við. Auk þess er trúarbrögð notað sem fleirtölumynd orðsins trú, í þeirri merkingu einnig rétt. Hitt er svo annað mál hvort trúarbragðafræðingar taki svo einfalda skilgreiningu í mál, þeir þurfa þá bara að láta heyra í sér. En okkar eigin skilgreining á trúarbrögðum virðist eiga við um Wicca. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22:36, 3 júlí 2007 (UTC)
Þótt meginþorrinn álíti Wicca í flokki "trúarbragða" þá er eitt víst að Wicca hófst sem sértrúarsöfnuður undir stjórn Geralds Gardner, margar bækur eftir breska sagnfræðinga sem fjalla um uppruna "galdrareglna nútímans" líkt og "Triumph of the Moon" eftir Ronald Hutton hafa bent á þá staðreynd. Það er munur á því hvað Wicca var í upphafi og svo því hvað Wicca er í dag, enda er Wicca lauslega skipulögð sértrú sem varð markaðnum að bráð og er komin langt frá rótum sínum. Wicca í dag getur flokkast undir "trúarbrögð" en getur líka flokkast sem sértrúarsöfnuður. --Hati Hróðvitnis 00:37, 4 júlí 2007 (UTC)
Já, þetta getur allt komið fram í greininni bara. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22:49, 4 júlí 2007 (UTC)