Spjall:Listi yfir forníslensk orð og merkingu þeirra í nútímamáli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

ég dreg í efa að þessi stafsetning á forníslensku(-norrænu) í greininni standist, t.d. eru að ég held notuð sérstök tákn fyriri hljóð í fornnorrænu, sem ekki finnast í nútímaíslensku. Thvj 11. september 2007 kl. 19:05 (UTC)

Ég átta mig ekki alveg á því hvað þú ert að segja. Þetta eru ekki svo gamalt að það var skrifað með rúnum eða svoleiðis. Hér má sjá svipaðan lista á ensku Wikipedia. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. september 2007 kl. 19:11 (UTC)
Það var náttúrulega ekki notað "á, ó, í, é" og fleira. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. september 2007 kl. 19:12 (UTC)
Orð er eitt og ritun þess annað. Fornbókmenntirnar eru bæði til með í útgáfum samræmdri stafsetningu fornri og nútímastafsetningu. En hvernig svo sem textinn er stafsettur á prenti eru sum orð í honum sem eru gömul en hafa e.t.v. fengið nýja merkingu í nútímamáli. Þau eiga að vera hér á þessum lista (með nútímastafsetningu). --128.112.204.2 11. september 2007 kl. 19:13 (UTC)
ok, þetta var bara ábending (tillaga) um að nota samræmda stafseningu á forníslensku, þ.e. ef táknin finnast í ritlinum. það væri gaman að sjá þá stafsetningu við hlið nútímastafsetningarinnar. Thvj 11. september 2007 kl. 19:19 (UTC)
Ég held líka að stafsetningin hafi ekki verið stöðluð á þeim tíma heldur bara farið eftir eyra hvers manns. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. september 2007 kl. 19:20 (UTC)
Í fornnorrænu voru karlkyns nafn- og lýsingarorð sem enda á -ur rituð án u-sins, ö var ritað ǫ og mörg orð voru bara stafsett öðruvísi. Mér finnst það megi huga að þessu. --Almar 11. september 2007 kl. 19:58 (UTC)
Þetta er listi yfir forníslensk orð. Það er ekki alveg það sama og jafn gamalt og fornnorræna. Svo er nútíma stafsetning notuð. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. september 2007 kl. 20:04 (UTC)

[breyta] Sveiti og fæðast?

Ég finn enga aðra merkingu fyrir orðið sveiti í Orðabók Menningarsjóðs, svo ég fjarlægði það. Og með fæðast, ætti sögnin ekki heldur að vera í germynd en í miðmynd? --Almar 11. september 2007 kl. 20:11 (UTC)

Sveiti fann ég í Snorra-Eddu með orðskýringu. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. september 2007 kl. 20:26 (UTC)
Og kunngur fann ég einnig þar og merkti það göldróttur. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. september 2007 kl. 20:42 (UTC)
Bókin er frá 13. öld svo þér er óhætt að taka mark á henni. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. september 2007 kl. 20:48 (UTC)

Úr Snorra-Eddu: Hann undraðist það mjög er ásafólk var svo kunnugt að allir hlutir gengu að vilja þeirra. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. september 2007 kl. 20:50 (UTC)

Ég finn þetta ekki í Orðabók Menningarsjóðs, sem yfirleitt hefur úreltar merkingar einnig með. Það væri gaman að fá álit Hauks og Cessators. --Almar 11. september 2007 kl. 20:55 (UTC)
Uuu... ég kem af fjöllum :/ --Cessator 12. september 2007 kl. 01:22 (UTC)