17. september
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Ágú – September – Okt | ||||||
| Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
| 1 | ||||||
| 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
| 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
| 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
| 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
| 30 | ||||||
| 2007 Allir dagar |
||||||
17. september er 260. dagur ársins (261. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 105 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1605 - Sænski herinn beið ósigur fyrir Pólsk-litháíska samveldinu í orrustunni við Kircholm.
- 1630 - Borgin Boston í Bandaríkjunum var stofnuð af breskum landnemum.
- 1631 - Þrjátíu ára stríðið: Gústaf Adolf 2. Svíakonungur vann sigur á hersveitum Tillys í orrustunni við Breitenfeld.
- 1844 - Fyrstu Alþingiskosningar í Reykjavík. Sveinbjörn Egilsson hlaut flest atkvæði, 15, en neitaði þingsetu og varð því Árni Helgason þingmaður, en hann hlaut 11 atkvæði.
- 1896 - Eldur sást í hafi frá Landeyjum, suðvestur af Hellisey þrjú kvöld í röð.
- 1917 - Verslunarráð Íslands var stofnað.
- 1939 - Seinni heimsstyrjöldin: Sovétríkin réðust inn í Pólland úr austri í samræmi við samkomulag þeirra við Þýskaland.
- 1948 - Folke Bernadotte greifi var myrtur af meðlimum ísraelsku hryðjuverkasamtakanna Stern (einnig kölluð Lehi).
- 1966 - Vegur fyrir Ólafsfjarðarmúla var formlega opnaður.
- 1987 - Fréttaþátturinn 19:19 hóf göngu sína á Stöð 2.
- 1988 - Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson létu þau orð falla í viðtali í fréttaskýringaþætti á Stöð 2 að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar væri fallin þar sem ekki væru forsendur fyrir samstarfi eftir tillögur forsætisráðherra um 6% gengisfellingu til að mæta vanda sjávarútvegsins.
- 1992 - Landsbankinn tók eignir Sambands íslenskra samvinnufélaga upp í skuldir og innlimaði þar með Samvinnubankann.
- 1994 - Óperan Vald örlaganna var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu og sungu Kristján Jóhannsson og Elín Ósk Óskarsdóttir aðalhlutverkin.
- 2001 - Mesta stigafall í sögu Dow Jones-vísitölunnar varð á fyrsta viðskiptadegi bandarísku kauphallarinnar eftir 11. september.
[breyta] Fædd
- 1826 - Georg Friedrich Bernhard Riemann, þýskur stærðfræðingur (d.1866).
[breyta] Dáin
- 1179 - Hildegard von Bingen, þýsk abbadís og dulspekingur (f. 1098).
- 1948 - Folke Bernadotte greifi og friðarsinni.
- 1994 - Karl Popper, austurrísk-enskur vísinda- og stjórnmálaheimspekingur (f. 1902).
| Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
|---|
| Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |

