TF-SIF

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

TF-SIF

TF-SIF
Tegund: Aerospatiale Dauphin II SA-365 N
Árgerð: 1985
Hreyflar Tveir Turbomeca Arriel 1C

TF-SIF er elsta þyrla Landhelgisgæslu Íslands en hún kom til landsins árið 1985.

TF-SIF er af gerðinni Aerospatiale Dauphin II SA-365 N og rúmar alls 5 áhafnarmeðlimi og 8 farþega. Hreyflar þyrlunnar eru tveir, báðir af gerðinni Turbomeca Arriel 1C og eru 700 hestöfl hvor um sig.

Efnisyfirlit

[breyta] Hremmingar

Þyrlan hefur lent í ýmsu á u.þ.b 22 ára starfsævi.

[breyta] 2001

Árið 2001 var þyrlan í eftirlitsflugi og var stödd á Snæfellsnesi þegar þyrlan flaug í lágréttann vindstrók með þeim afleiðingum að spaðar þyrlunnar skárust í stél og jafnvægisstýri.

[breyta] 2007

Þann 16. júlí 2007, neyddist flugstjóri þyrlunnar til þess að nauðlenda henni á sjó við Straumsvík. Þyrlan missti skyndilega afl á öðrum hreyfli. Öllum áhafnarmeðlimum var bjargað stuttu eftir að þyrlan lenti. Þyrlan er talin ónýt.

[breyta] Heimildir

  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.