Kristján Danaprins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kristján Danaprins skírður Christian Valdemar Henri John (fæddur í Kaupmannahöfn, 15. október 2005) er sonur Friðriks krónprins Danmerkur og Maríu krónprinsessu og annar í röðinni á eftir föður sínum að dönsku krúnunni.

Kristján prins á fyrsta afmælisdeginum sínum í október 2006
Kristján prins á fyrsta afmælisdeginum sínum í október 2006

Prinsinn var skírður þann 21. janúar 2006 í kirkju Kristjánsborgarhallar. Hann á átta guðforeldra; Hákon og Mette-Marit af Noregi, Viktoríu, krónprinsessu Svía, Jóakim Danaprins (bróður Friðriks), Pavlos, krónprins Grikklands (að nafninu til), Jane Stephens (elstu systur Maríu) og tvo vini Maríu og Friðriks. Hann á eina yngri systur, Ísabellu.


[breyta] Tenglar

Kristján Danaprins (danska)