Apple Inc.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Gerð: | Opinbert fyrirtæki |
|---|---|
| Stofnað: | |
| Staðsetning: | 1, Infinite Loop, Cupertino, Kaliforníu |
| Lykilmenn: | Steve Jobs, Steve Wozniak |
| Starfsemi: | Hugbúnaðargerð |
| Tekjur: | US$19,3 billjónir |
| Hagnaður fyrir skatta: | US$2,12 billjónir |
| Hagnaður eftir skatta: | US$1,73 billjónir |
| Fjöldi starfsmanna: | 17.787 fullt starf; 2.399 tímabundið starf |
| Vefslóð: | |
Apple Inc. (NASDAQ: AAPL, LSE: ACP, FWB: APC) er bandarískt raftækjafyrirtæki sem selur vörur um allan heim. Höfuðstöðvar Apple eru í Cupertino, Kaliforníu. Apple þróar, selur og markaðssetur einkatölvur, fartölvur, margmiðlunarspilara, forrit og aukahluti í tölvur. Apple er sífellt að búa til nýja hluti með nýrri tækni, eins og iPhone, Apple TV og marga fítusa í ný, óútkomin stýrikerfi, Mac OS X Leopard. Apple er líka með vefverslun sem inniheldur bæði forrit og vélbúnað. Einnig er Apple með iTunes Store sem inniheldur mikið úrval af stafrænni tónlist, geisladiska, leiki, tónlistarmyndbönd, sjónvarpsþætti og kvikmyndir. Þekktustu vörur Apple eru Macintosh-einkatölvurnar og iPodarnir, sem eru stafrænir margmiðlunaspilarar. Þekktasti hugbúnaður Apple er Mac OS-stýrikerfið og iLife-pakkinn sem fylgir öllum Macintosh-tölvum. Þar að auki býr Apple til atvinnuforrit fyrir tónlistar- og kvikmyndaiðnaðinn. Þau forrit keyra aðeins á Macintosh-tölvum, meðal annars Final Cut Pro, Logic Pro, Final Cut Studio og tengd forrit.
Apple IMC er fyritækið sem táknar Apple Inc. á Íslandi. Þeir hafa tvær verslunir á Íslandi, í Kringlunni og Laugavegi.
Efnisyfirlit |
[breyta] Saga
Apple var stofnað 1. apríl 1976 af Steve Jobs, Steve Wozniak og Ronald Wayne (fyrirtækið var innlimað 3. janúar 1977, án Wayne) og seldu þeir Apple I tölvur. Steve Wozniak byggði Apple I tölvurnar í stofu Steve Jobs á heimili hans. Þeir lýstu tölvunum sínum fyrir almenningi á Homebrew Computer Club. Með tíð og tíma byggðu þeir 200 tölvur. Apple I var selt sem móðurborð (með örgjörva, vinnsluminni og skjákorti), sem telst í dag ófullkomin tölva.
Jobs tókst að fá tölvuverslunina „The Byte Shop“ að kaupa 50 tæki á 500 dala stykkjaverði. Því næst pantaði hann rökrásarbúnað af Cramer Electronics, sem seldi einingar í rafeindatæki. Jobs seldi Volkswagen-rúgbrauðið sitt og átti þá nóg fyrir búnaðinum. Í millitíðinni handsmíðuðu Wozniak og Wayne tölvurnar.
Fyrirtækið hét Apple Computer, Inc. og hélt því nafni fyrstu 30 árin. Þann 9. janúar 2007 sleppti fyrirtækið orðinu „Computer“ úr nafninu af þeim sökum að Apple væri (og yrði) nú ekki einungis þekkt fyrir tölvur sínar, heldur einnig fyrir önnur skyld raftæki (t.d. iPod). Á sama tíma og Apple kynnti nafnabreytinguna kynnti það iPhone og Apple TV sem sýndi að fyrirtækið væri ekki einungis tölvufyrirtæki.
[breyta] Núgildandi afurðir
- Sjá einnig: Tímalína yfir Macintosh-tölvur
[breyta] Vélbúnaður
Apple setti á markað Macintosh-tölvur árið 1984. Núorðið framleiða þeir bæði einkatölvur og tölvur til atvinnunota. Mac mini er einkatölva sem var sett á markaðinn í janúar 2005. Hún var hönnuð til þess að höfða til notenda Windows-stýrikerfisins. iMac er borðtölva sem sett var á markaðinn árið 1998. Power Mac tölvunni var skipt út fyrir Mac Pro árið 2006, en hún notast við Intel Xeon 64-bita örgjörva. Xserve eru netþjónar frá Apple. Árið 2006 setti Apple á markaðinn MacBook, sem tók við af iBook-fartölvunni. MacBook er ódýr fartölva með Intel Core 2 Duo örgjörva og 13 þumlunga skjá. Þær eru annaðhvort hvítar eða svartar. MacBook Pro er fartölva ætluð til atvinnunotkunar.
Árið 2001 setti Apple á markað tónlistarspilarann iPod. Nú selur Apple iPod (með myndspilara), iPod nano og iPod shuffle. Apple selur einnig iPhone, sem er farsími með WiFi og Bluetooth og innbyggðum iPod og netvafra.
Þeir selja einnig Apple TV fyrir sjónvörp.
[breyta] Tölvuforrit
Apple framleiðir sitt eigið stýrikerfi, Mac OS X. Þeir selja einnig ýmis tölvuforrit, til dæmis iLife (iDVD, iMovie, iPhoto, iTunes, iWeb og GarageBand) og iWork (Keynote, Pages og Numbers). Atvinnuforrit Apple eru Mac OS X Server, Aperture, Final Cut Studio, Logic Pro og Shake. Vefforrit Apple er .Mac.
[breyta] Verslanir
- Aðalgrein: Apple Store
Apple rekur einnig 180 verslanir í Bandaríkjunum, Japan, Bretlandi, Kanada og Ítalíu. Búðirnar innihalda flestar Apple hluti og einnig vörur frá öðrum framleiðendum. Við þær er einnig tengt verkstæði fyrir Apple-vörur. Apple hefur meira en 20.000 starfsmenn um allan heim.
|
|
|
|---|---|
| Formenn: | Bill Campbell · Millard Drexler · Al Gore · Steve Jobs · Arthur D. Levinson · Eric E. Schmidt · Jerry York |
| Vélbúnaður: | Macintosh · iMac · Mac mini · MacBook · MacBook Pro · Mac Pro · Xserve |
| Tölvuforrit: | Aperture · Final Cut Studio · iLife · iWork · Logic Pro · Mac OS X · Mac OS X Server · QuickTime |
| Heimilistæki: | AirPort · Apple Cinema Display · Apple TV · iPhone · iPod (shuffle, nano, classic, touch) · iPod Hi-Fi · Xserve RAID |
| Þjónusta og verslanir: | AppleCare · Apple Store (vefverslun) · iTunes Store · .Mac · One to One · ProCare |
| Sjá einnig: | Auglýsingar · Saga Apple · Listi yfir áður framleiddar vörur · Málaferli |
| Tekjur: US$19,32 billjónir ( |
|

