Appelsína
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Appelsína er ávöxtur sítrustrésins Citrus sinensis. Appelsínur eiga uppruna sinn að rekja til Suðaustur-Asíu, en til greina sem upprunastaðir appelsínunar koma Indland, Pakistan, Víetnam eða Kína til greina.
[breyta] Orðið appelsína
Í sumum tungumálum, t.d. hollensku (Sinaasappel) og íslensku, merkir orðið appelsína epli frá Kína. Endingin -sína í orðinu appelsína er í raun gamalt heiti á Kína, en það var nefnt Sína hér áður fyrr. Eldra íslenskt heiti á appelsínu er eyjarepli, en það er þannig til komið að fyrstu appelsínurnar sem Íslendingar kynntust komu frá Sikiley.

