Sviss

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Confoederatio Helvetica
Eiðsambandið Sviss
Fáni Sviss Skjaldarmerki Sviss
Fáni Sviss Skjaldarmerki Sviss
Kjörorð ríkisins: latinu: Unus pro omnibus, omnes pro uno
Opinber tungumál franska, ítalska, rómanska, þýska
Höfuðborg Bern
Stærsta borg Zürich
Alríkisráð Moritz Leuenberger (varaforseti 2005)

Pascal Couchepin
Joseph Deiss (forseti 2004)
Samuel Schmid (forseti 2005)
Micheline Calmy-Rey
Christoph Blocher
Hans-Rudolf Merz

Flatarmál
 - Samtals
 - % vatn
132. sæti
41.293 km²
3,7%
Fólksfjöldi
 - Samtals (2003)
 - Þéttleiki byggðar
92. sæti
7.318.638
184/km²
Sjálfstæði
 - yfirlýst
 - viðurkennt
Sambandssáttmálinn
1. ágúst 1291
24. október 1648
Gjaldmiðill Svissneskur franki (CHF)
Tímabelti UTC+1 (UTC+2 á sumrin)
Þjóðsöngur Schweizerpsalm = Svissneski sálmur
Þjóðarlén .ch
Landsnúmer 41

Sviss er landlukt sambandsríki í Mið-Evrópu sem á landamæri að Frakklandi, Þýskalandi, Liechtenstein, Austurríki og Ítalíu.

Landið er þekkt fyrir hlutleysisstefnu sína og tók ekki þátt í stríðsátökum á 20. öld. En þrátt fyrir hlutleysið er landið mjög virkt í ýmsu alþjóðasamstarfi og hýsir höfuðstöðvar margra alþjóðastofnana, þar á meðal stofnana á vegum Sameinuðu þjóðanna þó að Sviss gerðist ekki aðili að þeim fyrr en 2002. Sviss er ekki í Evrópusambandinu en er nánast umkringt aðildarlöndum þess, aðeins Liechtenstein stendur einnig utan sambandsins.

Opinbert heiti landsins, Confoederatio Helvetica („Sambandsríkið Sviss eða Eiðsambandið Sviss“), er á latínu til þess að forðast að gera upp á milli hinna fjögurra tungumála landsins. Landið á einnig opinber heiti á öllum fjórum tungumálum sínum og eru þau þessi: Schweizerische Eidgenossenschaft (þýska); Confédération Suisse (franska); Confederazione Svizzera (ítalska); Confederaziun Svizra (rómanska).

[breyta] Sjá einnig