1607
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Ár |
| Áratugir |
| Aldir |
Árið 1607 (MDCVII í rómverskum tölum) var ár sem hófst á mánudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu eða fimmtudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
- 13. janúar - Genúabanki varð gjaldþrota eftir að spænska ríkið lýsti sig gjaldþrota.
- 20. janúar - Flóð í Bristolsundi olli 2000 dauðsföllum í Englandi.
- 15. mars - Karl hertogi var krýndur í Uppsölum.
- 10. apríl - Jakob 1. stofnaði tvö Virginíufélög, í London og Plymouth, með einkaleyfi á verslun við nýlendurnar í Nýja heiminum.
- 25. apríl - Hollenskur floti sigraði spænskan flota í orrustunni við Gíbraltar.
- 26. apríl - Fyrstu ensku landnemarnir komu á land við Cape Henry í Virginíu.
- 13. maí - Jamestown, fyrsti bær enskra landnema í Nýja heiminum, var stofnaður í Virginíu.
- Júní - Svíar náðu Weissenstein í Eistlandi aftur á sitt vald.
- 27. október - Halastjarna Halleys var sem næst sólu.
- 15. og 16. desember - Gísli Oddsson ritaði um halastjörnu sem síðar varð þekkt sem halastjarna Halleys.
[breyta] Ódagsettir atburðir
- Jarlaflóttinn átti sér stað á Írlandi þegar Hugh O'Neill, jarl af Tyrone, og Rory 'Donnell, greifi af Tyrconnell, flúðu úr haldi Englendinga og komust frá Donegal til Frakklands.
- Galileo Galilei smíðaði fyrsta hitamælinn.
- Magnus Brahe varð ríkismarskálkur í Svíþjóð.
- Bók um Ísland, Islandia, sive populorum et mirabilium quæ in ea insula reperiuntur accuratior descriptio eftir Dithmar Blefken, kom út í Leyden.
- Havana var gerð að höfuðstað spænsku nýlendunnar Kúbu.
- Henry Hudson uppgötvaði Jan Mayen sem hann kallaði Hudson's Tutches.
- Fyrsta Biblíuþýðing á dönsku úr frumtexta kom út í Danmörku, Biblíuþýðing Resens.
- Yfirráðum í Andorra var skipt milli Urgell-biskupsdæmis og Frakkakonungs.
[breyta] Fædd
- 15. nóvember - Madeleine de Scudéry, franskur rithöfundur (d. 1701).
[breyta] Dáin
- 22. ágúst - Bartholomew Gosnold, enskur landkönnuður og sjóræningi (f. 1572).
- 21. september - Alessandro Allori, ítalskur listamaður (f. 1535).

