Logi Ólafsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Logi Ólafsson (14. nóvember 1954) er íslenskur knattspyrnuþjálfari og núverandi þjálfari Knattspyrnufélags Reykjavíkur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Logi hefur verið þjálfari frá árinu 1987, en þá þjálfaði hann kvennalið Vals í tvö ár. Hann þjálfaði síðan Víkinga frá 1990 til 1992 og gerði liðið að Íslandsmeisturum árið 1991. Þá þjálfaði hann Íslenska kvennalandsliðið á árunum 1993-1994 og fór síðan til Skagamanna árið 1995 og gerði liðið að Íslandsmeisturum. Á árunum 1996-1997 stýrði hann Íslenska landsliðinu. Hann tók aftur við liði ÍA árin 1997-1998.
Logi stýrði FH-ingum til sigurs í 1. deild árið 2000 og var þar til 2001. Á sama tíma stjórnaði hann kvennalandsliðinu. Árið 2001 varð hann aðstoðarþálfari Lilleström og tók síðan við Íslenska landsliðinu árið 2003 og var þar til ársins 2005 með Ásgeiri Sigurvinssyni.[1]
Logi hefur um nokkurt skeið verið íþróttakennari við Menntaskólann við Hamrahlíð.[2]
[breyta] Heimildir
- ↑ http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=50258
- ↑ http://mh.is/?m=mmod_mh&f=getStaffPerson&id=68
| Knattspyrnufélag Reykjavíkur - Núverandi lið |
|---|
|
1 Kristján | 2 Sigþór | 3 Tryggvi | 4 Gunnlaugur | 5 Kristinn | 6 Bjarnólfur | 7 Ágúst | 8 Atli Jóhanns. | 9 Jóhann | 10 Björgólfur | 11 Grétar | 12 Rúnar | 13 Pétur | 14 Sigmundur | 15 Skúli Jón | 16 Atli Jónas. | 18 Óskar Örn | 19 Brynjar Orri | 20 Tómas | 21 Vigfús Arnar | 22 Stefán Logi | 23 Guðmundur Reynir | 24 Guðmundur Pétursson | 25 Eggert | 26 Skúli Jónsson | 27 Ingimundur Níels | 28 Henning | 29 Ásgeir Örn | 30 Halldór | 31 Jón Kári | Stjóri: Logi |

