Digimon Seríur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Digimon eru seríur af Toei Animation. Þær birtust frá 1999 til 2006. Söguþræðir fyrstu þvo seríanna eru tengdir, en hin eru alveg óháð.
Efnisyfirlit |
[breyta] Adventure
Digimon Adventure er nafn fyrstu seríunnar sem gerð var um Digimon. Hún inniheldur 54 þætti og var sá fyrsti sýndur 7. Mars 1999 á Fuji TV. Serían átti í byrjuninni erfitt, þó varð hún mjög vinsæl nokkurn tímann eftir.
Sagan fjallar um sjö krakka, sem lenda í stafræna heiminum og þurfa þar að berjast við mirkraöflin með hjálp digimonanna.
[breyta] Zero Two
Digimon Adventure 02 er önnur serían um Digimon. Hún tekur við þremur árum eftir fyrstu seríunni og gerist á árinu 2002. Fyrsti þátturinn var sýndur 2. apríl 2000 á Fuji TV.
Þremur árum eftir atvikunum í Odaiba er stafræni heimurinn í hættu á ný. Svokallaður Digimona Keisari hefur byrjað að undiroka þann heim. Ný kosin börn þurfa að fara í stafræna heiminn til að frelsa honum.
[breyta] Tamers
Digimon Tamers er óháð fyrstu tveimur seríunum. Hún var frumsýnd 1. apríl 2001.
Nokkrir krakkar, sem eru miklir aðdáendur af Digimon, komast að því að digimonar eru til í raun og veru. Þau fá digimona félaga og ala þau upp. En hver þeirra hefur aðra hugmynd um tilgang þeirra og hvernig á að ala þau upp.
[breyta] Frontier
Digimon Frontier er nafn fjórðu seríunar og er hún algerlega óháð hinum seríunum. Serían hefur fimmtíu þætti og var sá fyrsti sýndur 7. apríl 2002 á Fuji TV.
Nokkrir krakkar komast í stafræna heiminn og finna digisálir hinna tíu forna stríðsmannana, sem leyfa þeim að breytast í digimona.
[breyta] Savers
Digimon Savers er fimmta serían og er óháð hinum seríunum. Fyrsti þátturinn var sýndur á Fuji TV 2. apríl 2006.
Nokkrir unglingar, sem hafa komist í samband við digimona, eru ráðnir í starf hjá DATS, stofnun sem reynir að koma í veg fyrir því að digimonar komast á jörðina.

