Spjall:Listi yfir algengar skammstafanir í íslensku

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

[breyta] Gn?

Ég held að það sé rétt að gn sé ekki algeng skammstöfun og eðlilegra sé að líta á hana sem msn-mál. En um það skal ég ekki þræta. Hitt veit ég að sannreynanleikakrafan gildir hér eins og annars staðar. Jafnvel þótt ekki væri dregið í efa að skammstöfnunin sé til þá heitir síðan samt „Listi yfir algengar skammstafanir í íslensku“ (leturbr. mín) og því jafngildir það að setja hana hér á listann fullyrðingu á borð við „‚Gn‘ er algeng skammstöfun í íslensku“. Nú, ef hér væri til grein um skammstöfunina gn — og ég er alls ekki að mæla með því að slík grein verði stofnuð — þá fengi slík fullyrðing ekki að standa nema til væru heimildir. Og nú hefur annar notandi einmitt dregið í efa að þetta sé algeng skammstöfun í íslensku og eigi tilkall til þess að vera á listanum og þá vaknar spurningin um heimildir. Er einhvers staðar minnst á þessa skammstöfun í handbókum? Hin geysivinsæla (en ofmetna) Handbók um ritun og frágang sem allmargir hafa aðgang að hefur t.d. lista yfir skammstafanir — er þessa skammstöfun að finna þar? Einhvers staðar? --Cessator 07:40, 17 júlí 2007 (UTC)

Það væri kannski mál að bæta henni við í grein um algengt vefmál. Ég hef ekki tekið þátt í öllum samtölum en ég sé samt "gn" sjaldan notað í annari merkingu en "good night", þar sem að útlendingar hafa aðalega notað þetta við mig. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11:18, 17 júlí 2007 (UTC)
Mamma mín notar þetta stundum á msn (sem og annað fólk sem nennir ekki að skrifa góða nótt). Kannski er þetta ekki algengt, en þetta er þó til og kannski sem mestu máli skiptir- þetta er íslenskt. Það eru ekki margar íslenskar netskammstafanir (allavegana færri en SMS-) þannig að það væri sniðugt að setja þær inn. Þetta er jú íslenska Wikipedían. --Baldur Blöndal 11:46, 17 júlí 2007 (UTC)
Það virðast allavega vera komnir fjórir af fjórum sem þekkja skammstöfunina. Ekki þekki ég allt sem kemur á listanum (alg, atr, hdr, m.a.s. svo aðeins nokkur séu talin). Þar sem ekki hefur verið gefin heimild fyrir neinni einustu skammstöfun finnst mér skrítið að ætlast til að ein sé lögð í „einelti“. Ef hún þarf heimild þá legg ég til að allar þurfi heimild. --Steinninn 16:36, 17 júlí 2007 (UTC)
Málið er að þetta er skammstöfun sem er einungis notuð í rauntíma-textaspjalli hvort sem það er á msn, irkinu eða í sms og það breytir litlu þótt allir hér þekki þetta. Ég man líka þann tíma þegar þetta var ekki til í málinu, enda ekki til gemsar, msn, irc o.s.frv. Þetta er ekki spurning um að „leggja eina í einelti“. Stundum er það svo að ákveðin fullyrðing er dregin í efa og þá þarf að finna heimildir fyrir henni. Þá er ekkert svar að segja að þessi tiltekna fullyrðing sé lögð í einelti og að allar fullyrðingar greinarinnar ættu þá að þurfa sérstaka tilvísun í einhverja heimild. Við vitum alveg að það þarf ekki að geta heimildar fyrir hverri einustu fullyrðingu. Það er leyfilegt að draga eina fullyrðingu í efa en ekki aðra, það þarf ekki að vera ómálefnalegt. En eins og ég sagði, þá þarf ekki einu sinni að draga í efa að skammstöfunin þessi sé til og ekki einu sinni að hún sé algeng; það nægir að draga í efa að það sé hægt að finna heimild fyrir henni og þá er sýnt að hún á ekki heima hér; með því á ég ekki við að það þurfi að sýna heimild fyrir hverri einustu skammstöfun, bara að það ætti að vera hægt — Er það hægt í þessu tilviki? Er hægt að finna þessa skammstöfun einhvers staðar á prenti yfirleitt? Ef svarið er nei, þá skiptir bara engu máli þótt allir notendur Wikipediu kannist við skammstöfunina eða hvort við notum hana á hverjum degi og mamma okkar líka. Látum eiga sig að finna þurfi heimild fyrir því að skammstafanirnar hér séu beinlínis algengar (þótt vera á listanum jafngildi fullyrðingu um slíkt); við ættum samt að hafa einhverja verklagsreglu til leiðbeiningar; til að draga úr kröfunum um heimildir í þessu tilviki legg ég til að það verði að vera hægt að finna skammstöfunina á prenti í útbreiddum miðli ef einhver dregur hana í efa, t.d. í einhverju dagblaðanna eða á Tímarit.is, jafnvel bara eitt dæmi. Ef það er ekki hægt, ekki eitt einasta dæmi, þá ætti ekki að þurfa að sannfæra neinn um að taka út skammstöfunina, þá væri undarlegt ef það væri ekki hver einasti notandi á einu máli um þetta, líka þeir sem nota skammstöfunina sem um ræðir á hverjum degi og amma þeirra líka. --Cessator 17:42, 17 júlí 2007 (UTC)
Á wiktionary væri þetta líklega ekki deilumál en á wikipediu má deila um þetta, enda hugmyndafræðin á bakvið þessi tvö verkefni ólík. --Stalfur 17:43, 17 júlí 2007 (UTC)
Ég er ekki reyndur notandi Wiktionary, hvað yrði um svona skammstöfun þar? Þarf ekki að vera hægt að finna orð, orðasambönd og skammstafanir einhvers staðar til að það megi setja það inn á Wiktionary? --Cessator 17:52, 17 júlí 2007 (UTC)
Vanalega ekki, ég man ekki eftir neinu tilviki þar sem þarf að finna dæmi um orðið á íslenska Wiktionary, það er nú reyndar þannig hér, en þetta eru oftast orð sem eru annaðhvort eitthvað sem viðkomandi notandi bjó til, eða enginn hefur heyrt um. --Baldur Blöndal 19:09, 17 júlí 2007 (UTC)
Í það minnsta þarf að setja þetta í sérstaka grein og taka fram að um slangur sé að ræða eða eitthvað sem er ekki orðið að hefð enn. Það er fáránlegt að setja skammstafanir líkt og „r.b.b.“ við hlið „þ.e.a.s.“ eins og þetta séu jafn algengar og eðlilegar skammstafanir. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 19:24, 17 júlí 2007 (UTC)
Á ekki að vera punktur sem að aðskilur "g" frá "n"? Svona: g.n?
Jú, skv. íslenskum stafsetningarreglum, rétt hjá þér. En „..að setja skammstafanir líkt og „r.b.b.“ við hlið „þ.e.a.s.““? Jafn algengar og eðlilegar skammstafanir? Hljómar dálítið eins og þú eigir við að nýrri skammstafanir séu ekki nógu góðar að vera við hlið þeirra „góðu gömlu“. Ég vil nú benda á að margar af þessum skammstöfunum hef ég aldrei heyrt (og tel ég mig vera nokkuð bókhneigður og fróður), og sumar eru orð sem ég hef aldrei áður séð skammstöfuð (e.g. skál. skáletur). Hver er svo mælikvarðinn á eðlilegleika skammstafananna hérna Friðrik? --Baldur Blöndal 19:42, 17 júlí 2007 (UTC)
Ég kannast ekki við af hafa sett r.b.b hliðin á þ.e.a.s. --Stefán Örvarr Sigmundsson 19:50, 17 júlí 2007 (UTC)
Hann á við þetta myndrænt; þ.e.a.s. (sorry, stóðst ekki mátið) að setja skammst. r.b.b. á sama "stall" og skammst. þ.e.a.s.. --Baldur Blöndal 19:52, 17 júlí 2007 (UTC)
Ég legg það í efa að hægt sé að finna heimild fyrir að skál. sé til. --Steinninn 19:53, 17 júlí 2007 (UTC)
Ég hugsa að það sé hægt að finna þetta t.d. þegar orð í beinni tilvitnun er skáletruð til að leggja áherslu á þau en höfundur vill taka fram að skáletrun sé hans; þá gæti hann átt til að skrifa „skál. mín“ í sviga, þótt sennilega sé algengara að fólk skrifi „leturbr. mín“. --Cessator 20:04, 17 júlí 2007 (UTC)
Sem minnir mig á það Letingi, væri ekki sniðugt að bæta "leturbr." inn á listann? --Baldur Blöndal 20:06, 17 júlí 2007 (UTC)
Mín vegna mætti það. --Cessator 20:20, 17 júlí 2007 (UTC)
Nei það var ástæðan fyrir að ég spurði þig, ég veit ekki hvað það þýðir. --Baldur Blöndal 20:22, 17 júlí 2007 (UTC)
Komið :) --Cessator 20:28, 17 júlí 2007 (UTC)
Takk. =] --Baldur Blöndal 20:29, 17 júlí 2007 (UTC)
Hann á við að þetta sé á sama lista. --Cessator 19:56, 17 júlí 2007 (UTC)
En afhverju er það fáránlegt að ein meðalalgeng skammstöfun sé á sama lista og aðrar algengar, meðalalgengar og sjaldgæfar skammstafanir? --Baldur Blöndal 20:07, 17 júlí 2007 (UTC)
Sjá rök annars staðar í þessari umræðu. --Cessator 20:20, 17 júlí 2007 (UTC)
Nákvæmlega, hver er mælikvarðinn? Ég setti fram tillögu um hann hér að ofan, það væri gaman að sjá aðrar tillögur líka en ef þær koma ekki fram og ekki heldur mótrök, þá held ég að við ættum bara að notast við hann. --Cessator 19:56, 17 júlí 2007 (UTC)
Það er auðvitað svo erfitt að finna heimildir fyrir skammstafanir eins og "gn" þótt margir noti hana, og auðvitað eru margar skammstafanir ekki að finna í Handbók um ritun og frágang (þó maður minnist nú ekki á netslangur og SMS mál, sem eru nú samt íslenskar skammstafanir). --Baldur Blöndal 20:10, 17 júlí 2007 (UTC)
Einmitt, það er erfitt. Og þess vegna ættirðu einmitt að velta því fyrir þér gn eigi heima hér, þótt þetta sé skammstöfun sem fólk notar í rauntímaspjalli. En af því að það er óvenjuerfitt erfitt að finna heimildir um skammstafanir, þá legg ég til að verði að vera hægt að finna þetta á prenti eða í útbreiddum miðli: bara eitt dæmi. Ef það er ekki hægt, þá ættirðu sjálfur að hafa áhyggjur af þessu og það ætti ekki að þurfa að sannfæra þig. --Cessator 20:19, 17 júlí 2007 (UTC)
Ég skil vel hvað þú átt við, þótt þetta sé reyndar það sem mér líkar illa við við Wikipediu, þ.e.a.s. svona skriffinskurugl. Ég hef án efa rangt fyrir mér, en mér finnst að ef einhver leitar á Wikipediu að "gn" og veit ekki hvað það þýðir, þá ætti hann ekki að fá rauðan link í fésið á sér þegar það er búið að setja þennann upplýsingardropa í hafið og svo taka hann aftur vegna þess að hann fylgir ekki reglugerðum, þótt þetta gæti hjálpað einhverjum.
Fyrir mér mætti alveg fjarlægja þetta, en ég kýki oft á ensku Wikipediu til að finna út hvað skammstafanir þýðir, og það er ergjandi tilfinning þegar maður finnur ekki það sem maður leitar að; sérstaklega þegar maður þarf að finna það innan tímaramma. --Baldur Blöndal 20:27, 17 júlí 2007 (UTC)
Ég er ekki að tala um neinar reglugerðir. En við þurfum að geta metið hvað á að hafa með og hvað ekki með skynsamlegum hætti. M.a.s. þú ert ekki talsmaður þess að gefa upp á bátinn sannreynanleikaregluna eða leyfa frumrannsóknir, eða hvað? En hér er ekki einu sinni verið að skýla sér á bak við þessar grundvallarreglur; hér er engin bókstafstrú; hér er enginn ósveigjanleiki. Og samt þurfum við að geta vegið og metið þetta með einhverjum hætti. Hvað tökum við þá til bragðs? Það er allt í lagi að koma sér saman um þumalfingursreglu, það er ekkert skrifræði fólgið í því. Og þetta eru algerar lágmarkskröfur sem lagðar eru til: að það sé hægt að finna eitt einasta dæmi. Come on, Baldur, þú getur ekki sagt mér að ég sé að þjösnast með skriffinnsku og reglugerðir. Það er frábært að geta fundið alls konar dót á Wikipediu. Það væri líka gott að geta treyst því að það sem hér er að finna sé a.m.k. nokkurn veginn rétt. Þess vegna höfum við nú þessar grundvallarreglur okkar. Ég er ekki að leggja til að við stöndum föst á þeim sama hvað, ég er bara leggja til að við höfum ekki skammstafanir á listanum sem hvergi er hægt að finna dæmi um. Það er allt í lagi þótt ekki sé fjallað um allt. --Cessator 20:45, 17 júlí 2007 (UTC)
Mér finnst að eina aðferðin til að geta metið hvort skammstöfun eigi heima á þessum lista sé hvort það sé til heimild fyrir henni. Allar skammstafanir sem ekki finnst heimild fyrir skal eyða. Þetta hefur meðal annars verið gert á en:List of Internet slang phrases og ég sé enga ástæðu afhverju við ættum ekki að geta gert slíkt hið sama --Steinninn 20:50, 17 júlí 2007 (UTC)
Já, þetta er líklegast rétt hjá ykkur. En eitt sem ég skil ekki alveg; segjum að á Wikipediu sé fullyrðing um að "vatn sé blautt". Allir vita það að vatn sé blautt, en það er kannski ekki minnst á það í alfræðiritum. Myndi það þá flokkast undir frumrannsókn? (vel á minnst, duga bloggsíður? [1] [2] [3] [4] [5]) --Baldur Blöndal 21:11, 17 júlí 2007 (UTC)
Vatn er blautt en ekki þurrt; sjá einnig hér :D Þetta er samt aðeins öðruvísi. Högum umræðunni eftir því sem er viðeigandi hverju sinni; hér erum við að tala um skammstafanir í rituðu máli og því ekki óeðlilegt að miða við að dæmi þess finnist. Það þarf ekki að finna heimild fyrir öllu (breytum dæminu um vatnið fyrst heimild fannst, t.d. „snjór er hvítur“, „gras er grænt“ eða „himinninn er blár“), það ætti samt að vera hægt að finna heimild fyrir öllu, en einkum þó þar sem einhver gæti dregið fullyrðinguna í efa. Við myndum ekki líta sömu augum á þann sem dregur í efa fullyrðingar eins og „vatn er blautt“ og þann sem dregur í efa að gn sé íslensk skammstöfun. Það getur jú verið vafamál hvar mörkin liggja milli skammstöfunar og msn-venju eða hvort orð er íslenskt orð eða sletta o.s.frv. --Cessator 21:27, 17 júlí 2007 (UTC)
Ég fyrir mitt leyti skal samþykkja þessar bloggsíður sem heimildir. Mér finnst mörkin samt enn þá vera óljós en ég læt þetta í friði. --Cessator 21:31, 17 júlí 2007 (UTC)
Já satt, mörkin eru óljós- en þú hefur samt útskýrt þetta með heimildirnar nokkuð vel. Það væri auðvitað fáránlegt ef að það væri heimild um þriðja hvert orð. Eigum við þá að hafa þetta sem þumalputtareglu um slangur skammstafanir? Að það sé hægt að finna þær á síðum (og helst fleiri en einni)? --Baldur Blöndal 21:34, 17 júlí 2007 (UTC)
Mér finnst það a.m.k. áhyggjuefni ef skammstöfunin finnst hvergi. Bloggsíður eru ekki bestu heimildirnar en nægja kannski í sumum tilfellum. --Cessator 21:39, 17 júlí 2007 (UTC)
Þetta fannst þó allavegana. Sannar að ég sé ekki geðsjúklingur sem býr til skammstafanir... nema auðvitað f.í.s. (fíll í sundskýlu). *crazy eyes* --Baldur Blöndal 21:44, 17 júlí 2007 (UTC)
Reyndar ætti líka að vera punktur á eftir n, þ.e. „g.n.“ því punkturinn er notaður til að sýna að verið sé að stytta orðið (það skýrir hvers vegna það er ekki punktur á eftir á í „þ.á m.“, því orðið er skrifað í fullri lengd); frá þessu eru undantekningar en þetta yrði varla undantekning. --Cessator 19:56, 17 júlí 2007 (UTC)
Er p.s íslensk skammstöfun? Notum við ekki e.s (eftir skrift) eða eitthvað. Ekki hef ég séð þetta í bréfum. --Stefán Örvarr Sigmundsson 19:57, 17 júlí 2007 (UTC)
Nei. P.s. kemur úr latínu: postscriptum (það-sem-er-á-eftir-skrifað). E.s. er hin íslenska hliðstæða þess, og því ætti p.s. strangt til tekið ekki að vera á listanum, þótt hægt væri reyndar að minnast á hann í e.s. kaflanum. --Baldur Blöndal 19:59, 17 júlí 2007 (UTC)

[breyta] RBB

Er RBB viðeigandi hér? --Stefán Örvarr Sigmundsson 14. september 2007 kl. 11:10 (UTC)

Nei. Það finnst mér ekki. En mér finnst raunar g.n. (þrátt fyrir efri umræðu) ekki eiga það heldur, svo ég veit ekki. --Sterio 14. september 2007 kl. 11:15 (UTC)
Já, g.n á ekki heima hérna. Þetta ætti frekar að heita Listi yfir algengar bókmenntaskammstafanir í íslensku eða eitthvað því flest orðin þarna eru notuð eins og í orðabókum og því um líkt. En svo kemur eitthvað eins og g.n sem er alveg út í belju. --Stefán Örvarr Sigmundsson 14. september 2007 kl. 11:18 (UTC)
Samkvæmt ykkar rökum þá er það frekar meirihluti orðanna sem er út úr kú. Greinin heitir "Listi yfir algengar skammstafanir í íslensku" og ég veit nú ekki betur en að r.b.b. og g.n. séu íslenska skammstafanir, og jafnvel algengari en e.k., ennfr. eða f.o.t.. --Baldur Blöndal 14. september 2007 kl. 15:48 (UTC)
Nei, meirihluti þessara skamstafanna er alls ekki út úr kú. Ég er bara ósammála því að g.n. og r.b.b. séu algengar íslenskar skammstafanir. Raunar hef ég aldrei séð þá síðarnefndu fyrr. F.o.t. er vissulega óalgeng, enda tölum við ekki oft um annað en fyrir Krist á íslensku, en fyrst við höfum þá skammstöfun þarna er rétt að hafa þennan valkost líka, svona til að vera nú almennilega písí ;) Hinar tvær sem þú nefnir, ennfr. og e.k. hef ég oft séð og finnst mér þær einmitt falla undir lýsinguna *algengar*. En þetta verður sennilega aldrei útkljáð svona, því það er hægt að segja "mér finnst þetta algengt", "nei mér finnst það óalgengt" endalaust. Gaman væri að sjá annaðhvort einhverja tölfræði, eða breyta titli greinarinnar, í til dæmis það´sem Stefán lagði til, eða jafnvel sleppa algengar og hafa þetta bara um bókmenntaskammstafanir. Eða þá að sleppa algengar og hafa bara lista yfir allar skammstafanir. Þá skal ég viðurkenna tilvistarrétt g.n. og r.b.b. Eða allavega g.n. En sá listi yrði ansi langur, svo þá mætti líka hafa lista yfir bókmenntaskammstafanir, lista yfir msn-máls skammstafanir o.s.frv. --Sterio 14. september 2007 kl. 16:00 (UTC)
Væri það ekki best að kannski breyta titlinum núna í "Listi yfir skammstafanir í íslensku" og svo þegar hann væri orðinn of langur þá væri honum bara skipt upp eftir upphafsstöfum "Listi yfir skammstafanir í íslensku (A-G)". Það væri dálítið varasamt að skipta þessu upp sem "bókmenntaskammstafanir", "netskammstafanir", "náttúrufræðiskammstafanir" eða "bréfritunarskammstafanir" enda væru örugglega einhverjar skammstafanir sem væru á 'mörkunum'. T.d. lægi enginn vafi um það að b.t. væri undir "Listi yfir íslenskar skammstafanir (A-G)", en það gæti verið einhver smá vafi um hvort það væri undir "bókmenntaskammstafanir" eða "bréfritunarskammstafanir". Það er örugglega til betra dæmi en það er samt skiljanlegt hvað ég meina? --Baldur Blöndal 14. september 2007 kl. 16:19 (UTC)