Guðbrandsbiblía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Guðbrandsbiblía 1584.
Guðbrandsbiblía 1584.

Guðbrandsbiblía er fyrsta heildarútgáfa biblíunnar á íslensku, kennd við Guðbrand Þorláksson biskup. Biblían var prentuð á Hólum í Hjaltadal, þar sem Guðbrandur var biskup. Nýja testamenti hennar var að megninu til þýðing Odds Gottskálkssonar frá 1540 en gamla testamentið þýddi Guðbrandur sjálfur. Hún var nokkur ár í vinnslu og mun prentun hennar hafa verið lokið árið 1584, og það ártal stendur á titilblaði.

Á öðrum tungumálum