Slavnesk tungumál
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Slavnesk tungumál eru hópur skyldra indóevrópskra mála sem töluð eru af Slövum, mest í Austur-Evrópu, á Balkanskaganum, í Mið-Evrópu og Norður-Asíu.
[breyta] Greinar
- Austur-slavnesk tungumál (þar á meðal rússneska, úkraínska og hvítrússneska).
- Vestur-slavnesk tungumál sem skiptast í:
- tékknesku og slóvakísku,
- efri- og neðri-sorbnesku,
- lekítísku málin (pólska, pómeraníska/kassúbíska og pólabíska).
- Suður-slavnesk tungumál sem skiptast í:
- vesturflokkinn sem í eru slóvenska, serbneska, króatíska og bosníska,
- austurflokkinn sem í eru búlgarska og makedónska.
[breyta] Samanburður nokkurra orða
| Pólska | Tékkneska | Rússneska | Úkraínska | Slóvenska | Króatíska | Búlgarska | Íslenska |
| Książka | Kniha | Книга (Kníga) | Книжка (Knýžka) | Knjiga | Knjiga | Книга (Kníga) | Bók |
| Dzień | Den | День (D’en’) | День (Den’) | Dan | Dan | Ден (Den) | Dagur |
| Jabłko | Jablko | Яблоко (Jábloko) | Яблуко (Jabluko) | Jabolko | Jabuka | Ябълка (Jabǎlka) | Epli |
| Noc | Noc | Ночь (Noč’) | Ніч (Nič) | Noč | Noć | Нощ (Nošt) | Nótt |
| Śnieg | Sníh | Cнег (Sneg) | Сніг (Sníh) | Sneg | Snijeg | Cняг (Snjag) | Snjór |
| Woda | Voda | Вода (Vodá) | Вода (Vodá) | Voda | Voda | Вода (Vodá) | Vatn |

