Merki Kópavogsbæjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Merki Kópavogsbæjar var valið í samkeppni árið 1965 og var tekið í notkun það sama ár í tilefni 10 ára afmæli bæjarins.

Allmargar tillögur bárust og greiddi bæjarstjórn atkvæði um tillögurnar 26. mars 1965 á bæjarstjórnarfundi. Sigurtillagan er núverandi merki sem hlaut 9 atkvæði. Höfundar þess eru Sigurveig Magnúsdóttir arkitekt og Ingvi Magnússon auglýsingateiknari.

Merkið sýnir boga Kópavogskirkju með selkópi fyrir neðan.

[breyta] Heimild