Spjall:Andhverfa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein er ófullnægjandi (sjá aðrar greinar um stærðfræði)! Thvj 08:22, 25 maí 2007 (UTC)

Hún er stubbur og það merkir að hún er ófullgerð. Hún er ekki ófullnægjandi meðan það sem hún segir er satt og rétt. Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Akigka (spjall) · framlög

Ég dreg í efa að greinin standist kröfur um stærðfræðilega nákvæmni, var því að hugsa um að sameina hana við grein um gagntækt fall. Thvj 10:15, 25 maí 2007 (UTC)

Bíddu aðeins með það, er ekki viss um hvert enska orðið fyrir gagntækt fall er, en andhverfa er held ég ábyggilega "inverse function" sem er held ég ekki gagntækt fall. --ojs 10:22, 25 maí 2007 (UTC)

það mun rétt vera, en mér finnst greinin í núverandi formi ekki standa undir nafni, þ.a. ég var að velta fyrir mér að bæta smá skýringu á andhverfu í greinina um gagntækt fall, og setja vísun í hana. Thvj 10:27, 25 maí 2007 (UTC)

Það er rétt, greinin eins og hún er stendur ekki uppi undir miklu, en það má alltaf bæta, þessvegna notum við stubbahugtakið. Mér finnst það ekki rétt að sameina þessar tvær greinar en þær eiga svo sannarlega að benda á hvora aðra (má nota "Sjá einnig" hlekki neðst í síðunni). Það þarf líka að skilgreina hver munurinn á andhverfri vörpun og gagntækri vörpun sé og það má vera slíkur hluti í báðum greinum, endurtekning er allt í lagi finnst mér. Þetta skiptir máli í t.d. x^2 fallinu og ennþá meira máli held ég í grúpufræði. --ojs 10:39, 25 maí 2007 (UTC)