Spjall:Stóra planið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hvað þýðir þetta? mun sjá um að myndin verðir tekin upp með HD myndavélum - Verður maðurinn á verði og ef þeir nota aðrar myndavélar þá verða þeir flengdir opinberlega? Nei, ég skil þetta ekki. Hakarl 22:35, 15 júlí 2007 (UTC)

Þetta var innsláttavilla sem nú hefur verið löguð. --Sennap 22:57, 15 júlí 2007 (UTC)

[breyta] Eyðing leikaralistans

Nú áðan var eytt listanum yfir leikara kvikmyndarinnar alveg upp úr þurru, með útskýringunum „óþarfa endurtekningu úr upplýsingasniðinu“. Mig langaði bara að benda á, svona áður en ég tek þessa breytingu til baka, að tilgangurinn með upplýsingaboxunum er að gefa stuttan útdrátt og helstu upplýsingar af efni greinarinnar, það er ekki öfugt. Ef listinn á að vera einhversstaðar, þá er það í greininni. Upplýsingabox sýnir svo bara hnitmiðaðri útgáfu af honum.

Svo sakar ekki að ræða um svona stórar eyðingar áður en þær eru framkvæmdar. Takk --Sennap 22:55, 15 júlí 2007 (UTC)

Jú, ég er sammála því að fólk mætti vera duglegara að ræða um breytingar en þú verður samt að passa að rjúka ekki upp til handa og fóta og taka breytingarnar tilbaka áður en fólk er búið að ræða málið út í gegn ;). — Jóna Þórunn 22:57, 15 júlí 2007 (UTC)
„En hann byrjaði!“ :) Mér finnst reyndar það ekki alvarlegt að taka aftur óræddar breytingar svo það sé hægt að ræða þær áður. En ég er búinn að breyta þessu til baka núna en ég skal bíða með það næst. Takk --Sennap 23:02, 15 júlí 2007 (UTC)
Nei, nú eru þið alveg út á þekju. Maður á einmitt ekki að ræða hverja breytingu, endilega bara breyta og vera dugleg að setja útskýringar í litla boxið fyrir neðan merkt „Breytingar“. Í þessu tilfelli hefði sjálfsagt nægt að setja listann aftur inn með útskýringu, enda afstaða þín alveg skiljanleg. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 23:06, 15 júlí 2007 (UTC)
Stærri breytingar og það sem við erum að einhverju leyti ósátt við eigum við auðvitað að ræða um; ekki byrja á einhverju breytingastríði. — Jóna Þórunn 23:09, 15 júlí 2007 (UTC)
"Be Bold" If you think you can improve an article, do it. Mér þótt greinin líta betur út án endurtekninga. Ef það ætti að vera upplýsingar í sjálfri greininni um hverjir leika í myndinni, þá finnst mér að það ætti ekki að vera gert með svona lista, heldur í samfeldu máli. Listinn ætti hins vegar að vera í upplýsingasniðinu (í takmörkuðu magni, 9 er fínt). Haldið þið að það sé hægt að skipta þessu út fyrir texta í samfeldu máli? Ef til vill er það erfit því myndin er ekki einusinni komin út. Það væri kannski hægt að taka þetta út þar til betri upplýsingar eru til taks. --Steinninn 01:23, 16 júlí 2007 (UTC)
Málið er að þetta eru ekki bara endurtekningar. Þessi listi er lengri en sá sem fram kemur til hliðar í þessu sniði. Það ætti frekar að fjarlægja sniðið sem er þarna aðeins til þæginda (og óþæginda fyrir suma). Frumsýningardagurinn er endurtekin þarna og svo margt annað, af hverju eyddir þú því ekki? Ég held það hljóti að vera augljóst að upplýsingar ættu frekar að tilheyra greininni en ekki einhverju sniði. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 01:36, 16 júlí 2007 (UTC)