Spjall:SG - hljómplötur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þessi notkun á tilvitnunum eins og hún er hér er held ég brot á höfundalögum. --Akigka 13:33, 21 maí 2007 (UTC)
- Tekid af notendaspjalli Kfk: "Tilgangur minn með þessu baksi er að heiðra minningu Svavars Gests með því að birta í heild allt sem hann hefur lagt til íslenskrar tónlistarsögu og þar sem hann skrifaði æfisögu sína tel ég eðlilegast að hann sjálfur segi frá útgáfunni innan gæsalappa.--Kristján Frímann Kristjánsson 09:23, 23 maí 2007 (UTC)" Steinninn
- --219.121.95.42 10:23, 23 maí 2007 (UTC)
- Ég er sammála Akigka, þetta er gríðarleg ofnotkun á beinum tilvitnunum langt út fyrir skynsamleg mörk. Plís ekki koma með rök á borð við þetta sé gert með einhverskonar leyfi eða að öllum sé sama hvorteðer... Það skiptir engu máli, annaðhvort fellur textinn undir GFDL eða honum er hent, gæsalappir eru ekki aðferð til að komast hjá þessari grunnkröfu. --Bjarki 23:29, 8 júní 2007 (UTC)
- Sammála. Meir en góðu hófi gegnir. --Jabbi 23:33, 8 júní 2007 (UTC)
Búinn að fá leyfi hjá sonum Svavars Gests til að birta hvaðeina úr bókinni "Hugsað upphátt" hér á Wikipedia. Bréf Nökkva Svavarssonar: Sæll Kristján. Við Máni gefum þér fullt leyfi til að vitna í bók pabba "Hugsað Upphátt". Með kveðju. Nökkvi Svavarsson Lækjasmára 104 201 Kópavogur Gsm. 669-8312 -Kristján Frímann Kristjánsson 23:17, 3 júlí 2007 (UTC)
- Jú, ég er sammála að þetta séu of miklar beinar tilvitnanir. Geturðu umritað þetta Kristján og vísað frekar í bókina með neðanmálsgreinum. Bókin er mjög góð heimild og er hægt að ná fantagóðri grein um efnið; séu beinar tilvitnanir skildar eftir þar sem þær eiga að vera (í bókinni). Ég ætla að fara yfir plötugreinarnar þegar fer að hægjast um hjá mér - hvenær sem það verður nú. — Jóna Þórunn 15:38, 19 júlí 2007 (UTC)
Það er ákveðinn stíll að láta höfundinn sjálfan segja frá og þar sem ég hef fengið leyfi hjá sonum Svavars til að birta tivitnanir liggur beinast við að Svavar segi sjálfur frá eigin útgáfu frekar en ég umskrifi hans orð. Svavar er einnig höfundur að baksíðutextum á plötuumslögum og það væri hálf ankanalegt að umskrifa þá, líkt og að taka mynd af framhlið umslags og breyta henni í mína mynd um þá mynd! -Kristján Frímann Kristjánsson 21:09, 20 júlí 2007 (UTC)
- Þetta er bara því miður ekki í anda Wikipediu. Ef þetta er þér mikið hjartans mál þá mæli ég með að þú setjir þetta á aðra síðu sem tekur við þessu eða einn betra, stofnir þína eigin síðu. Á Wikipediu er lögð áhersla á efni sem er skrifað af höfundinum (okkur). --Steinninn 21:18, 20 júlí 2007 (UTC)
- Ef að upprunalegur höfundur (eða rétthafi að verkum hans) gefur leyfi sitt til frjálsra þá er það í samræmi við anda Wikipediu. Sjá til dæmis þær greinar sem innihalda ad verbatim texta úr alfræðiorðabókinni 1907 á ensku wikipediu. --Stalfur 21:19, 20 júlí 2007 (UTC)
- Já. Hins vegar er ekki nóg að fá "fullt leyfi til að vitna í". Leyfið verður að hljóða einhvern veginn svona: "Við gefum öllum leyfi til að nota textann, að hluta eða í heild, í hvaða tilgangi sem er, þ.m.t. að breyta honum, skera hann niður eða bæta við hann hvernig sem er og að selja hann gegn gjaldi." Einnig væri nóg að fá: "Við gefum öllum leyfi til að nota textann samkvæmt skilmálum GFDL-leyfisins" en þá verður að vera ljóst að rétthafar skilji hvað felst í GFDL-leyfinu. Haukur 12:19, 21 júlí 2007 (UTC)
- Sammála Hauki. Það er alls ekki ljóst af tilvitnun í bréf frá rétthöfum hér að ofan að þeir viti hvað þeir eru að leyfa. --Cessator 17:56, 22 júlí 2007 (UTC)
- Já. Hins vegar er ekki nóg að fá "fullt leyfi til að vitna í". Leyfið verður að hljóða einhvern veginn svona: "Við gefum öllum leyfi til að nota textann, að hluta eða í heild, í hvaða tilgangi sem er, þ.m.t. að breyta honum, skera hann niður eða bæta við hann hvernig sem er og að selja hann gegn gjaldi." Einnig væri nóg að fá: "Við gefum öllum leyfi til að nota textann samkvæmt skilmálum GFDL-leyfisins" en þá verður að vera ljóst að rétthafar skilji hvað felst í GFDL-leyfinu. Haukur 12:19, 21 júlí 2007 (UTC)
- Ef að upprunalegur höfundur (eða rétthafi að verkum hans) gefur leyfi sitt til frjálsra þá er það í samræmi við anda Wikipediu. Sjá til dæmis þær greinar sem innihalda ad verbatim texta úr alfræðiorðabókinni 1907 á ensku wikipediu. --Stalfur 21:19, 20 júlí 2007 (UTC)
Búinn að hafa samband við rétthafa um frekara leyfi en er einnig að endurskrifa greinina svo hún henti betur Wikipedia -Kristján Frímann Kristjánsson 21:38, 22 júlí 2007 (UTC)

