Spjall:Klassík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ætti það kannski að vera "sígildi"? --Stefán Örvarr Sigmundsson 04:03, 4 júlí 2007 (UTC)

Það er aldrei talað um sígilda tónlist, það er nær alltaf talað um klassíska tónlist, a.m.k. þegar verið er að tala um það sem á ensku kallast classical music. Mér finnst ekki hægt að kalla tónlistarstefnuna einungis klassík (og þaðan af síður sígild/sígildi). --Cessator 04:08, 4 júlí 2007 (UTC)
Ég veit hverning fólk talar. Þó myndi ég ekki segja að það væri aldrei talað um sígilda tónlist. Ef sígild er notuð þá er það oftast sagt "sígild píanótónlist". Ég hafði bara gert betri vonir til alfræðirits en að nota "classic". --Stefán Örvarr Sigmundsson 01:06, 5 júlí 2007 (UTC)
En við erum ekki að nota „classic“, við erum að nota „klassísk“. Þú minnist á píanó og píanótónlist, hvers vegna ekki að tala um slaghörpu og slaghörputónlist? --Cessator 01:15, 5 júlí 2007 (UTC)
Mér finnst orðið slagharpa íllskára orð. Minnir of mikið á enska orðið "harp". Það er ekkert orð í mínum íslenskuorðaforða sem heitir "klassík". --Stefán Örvarr Sigmundsson 01:27, 5 júlí 2007 (UTC)
Samt hefur Orðabók Háskólans orðið. Mér finnst öfgahreintungustefna vera óskynsamleg og beinlínis ósamrýmanleg eðlilegri málrækt. --Cessator 01:32, 5 júlí 2007 (UTC)
Ég myndi nú ekki kalla þetta öfgar. Ég gef lítið fyrir "Orðabók" Háskólans enda er ég ekkert að leggja til að við skiptum orðum eins og "skóli" út fyrir "námshús". Það er bara það að við höfum ágætist orð fyrir þetta og mér finnst sind að nota það ekki. --Stefán Örvarr Sigmundsson 01:39, 5 júlí 2007 (UTC)
Sé lítinn mun á orðum eins og námshús, slagharpa, sjálfrennireið og bjúgaldin, satt að segja. --Cessator 01:51, 5 júlí 2007 (UTC)
Ég verð nú að viðurkenna að eins mikið og mér er í nöp við "þvingað-en-samt-rétt" tungumál, þá tel ég að orðið 'sígildur' flokkist ekki undir það. Ég er ekki að segja að það ætti að breyta þessu, en ég nota reyndar hugtakið "sígild tónlist" jafnt "klassískri tónlist" án þess að vera með eitthvað orðasnobb. Orð eins og slagharpa (sem ég gerði ensku wiktionary greinina fyrir FYI) set ég hinsvegar í sama flokk og orðið "Alnet"; það á ekki að nota það í nútímamáli nema í gríni. Mamma mín segir t.d. allt "jæja varstu ekki búinn að rita mér rafpóst á alnetinu?" --Baldur Blöndal 14:30, 22 ágúst 2007 (UTC)

[breyta] Sígildi, klassisismi og klassíski tíminn

Þarf ekki að gera skýran greinarmun á þessu þrennu? --Akigka 13:33, 22 ágúst 2007 (UTC)

Hvaða klassíski tími? Er það tíminn 479-322 f.Kr. eða 80 f.Kr.-14 e.Kr.? --Cessator 18:39, 22 ágúst 2007 (UTC)
Ég hefði haldið að það gæti átt við ótal tímabil, þ.e.a.s. allt eftir menningu o.s.frv. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18:52, 22 ágúst 2007 (UTC)
Ef til vill er það rétt. Samt, sjálft hugtakið klassík er fengið úr fornfræði. Í grunninn vísar orðið „klassík“ alltaf aftur til Rómar og Aþenu, beint eða óbeint; og klassískur tími hefur alltaf sterkari skírskotun til klassískrar fornaldar en einhvers annars. --Cessator 19:09, 22 ágúst 2007 (UTC)
Klassísk tónlist vísar eiginlega til allrar tónlistar annarrar en popptónlistar, djass og nútímatónlistar. Klassísk myndlist og klassískur arkitektúr getur vísað bæði til listar frá klassískri fornöld og klassisismans sem var áberandi í Norður-Evrópskri mynd- og byggingarlist frá 18. öld fram til byrjunar 20. aldar (Iðnó er t.d. dæmi um "klassíska byggingarlist" í þessum skilningi. Klassískar bókmenntir vísa hins vegar alltaf (held ég) til bókmennta fornaldar - svo þetta er margrætt hugtak. --Akigka 20:39, 22 ágúst 2007 (UTC)
Meira að segja klassísk tónlist vísar óbeint til klassískrar fornaldar. Ekki bara vegna áhrifa fornaldarmenningar, t.d. af því að tónlistarstefnur eins og óperur voru beinlínis eftirhermur af grískum harmleikjum eins og menn héldu að þeir hefðu verið (Um skáldskaparlistina er áhrifamesta ritið í sögu óperunnar og nútímaleikhúss), heldur líka af því að hugtakið klassík er fyrst fengið frá klassískri fornöld og í yfirfærðri merkingu er svo talað um klassíska tónlist og klassískt hitt og þetta. Klassisismi hefur að sjálfsögðu beina skírskotun til klassískrar fornaldar. --Cessator 21:05, 22 ágúst 2007 (UTC)
Breytingin var mjög að mínu skapi. Og var ég þó ekki að tuða til að fá neinu breytt svo sem :) --Cessator 22:05, 22 ágúst 2007 (UTC)
svona gengur þetta... Ég var aðallega ósáttur við þennan inngang sem fjallaði um þriðju merkinguna og svo tengla fyrir neðan sem vísuðu á fyrstu merkinguna. --Akigka 22:18, 22 ágúst 2007 (UTC)