Spjall:Nasismi á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mér þykir þessi grein heldur þunnur þrettándi, þótt efnið sé vissulega greinarvert... Finnst eins og tilgangurinn hafi fyrst og fremst verið að geta sett tengil á Nasismi á Íslandi á greinina um Sjálfstæðisflokkinn. Legg alla vega til að þeim tengli verði eytt, þar til hér kemur fram nákvæmlega hvaða tengsl þetta voru. --Akigka 11:28, 30 apríl 2007 (UTC)

Tók viðkomandi tengil út. Fæ ekki séð, þótt Þjóðernishreyfing Íslendinga hafi haft kosningabandalag við Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórnarkosningum 1934, að mikil rök séu fyrir því að meðlimir Flokks þjóðernissinna (sem er hinn eiginlegi íslenski nasistaflokkur) hafi komið fyrst og fremst úr röðum Sjálfstæðisflokksins, eða að hugmyndafræðileg tengsl hafi verið milli þessara flokka umfram aðra (t.d. Framsóknarflokkinn). Að minnsta kosti þykir mér ástæða til að hafa heimildir fyrir fullyrðingum í þá átt áður en við "eignum" Sjálfstæðisflokknum nasisma á Íslandi. Mér finnst líka spurning hvort þessi grein sem hér er eigi betur heima á grein um Flokk þjóðernissinna fremur en sem sérgrein, nema ætlunin sé að fara ofaní saumana á stjórnmálaskoðunum almennt á 4. áratugnum, umfram þær sem kristallast í þeim flokki og sögu hans. --Akigka 12:35, 30 apríl 2007 (UTC)

Greinin hefur ekkert upplýsingagildi og ætti því að eyðast, hins vegar mættu þeir sem hafa eitthvað fram að færa um efnið prjóna við greinina nasismi. Thvj 12:42, 30 apríl 2007 (UTC)

Sögulega séð er þetta merkilegt mál sem vel væri vert að einhver kunnugur skrifaði ýtarlega um. Á netinu má finna tvær greinar sem styðja þessa fullyrðingu um tengsl Stjálfstæðisflokksins (og einnig Framsóknarflokksins) og nasista.

Annars vegar á vef Sjálfstæðisflokksins [1], þar sem segir undir árinum 1933: "Þjóðernishreyfing Íslendinga var stofnuð um vorið og höfðu margir liðsmenn hnnar hrifist af þýska þjóðernis-sósíalismanum en einnig voru þar ýmsir sem töldu Sjálfstæðisflokkinn ekki ganga nógu hart fram í baráttunni við sameignarmenn." Undir árinu 1934 er einnig nefnt kosningasamstarfið við "Þjóðernishreyfinguna svonefndu".

Hins vegar má á vefnum http://www.sigurfreyr.com [2] lesa grein eftir Snorra G. Bergsson (án þess að geta heimilda) segir m.a.: "ÞHÍ (það er Þjóðernishreyfing Íslendinga) var sett saman úr tveimur andstæðum öflum: annars vegar óánægðum sjálfstæðis- og framsóknarmönnum og hins vegar ungum mönnum, sem smitast höfðu af þýska nasismanum. Eftir að margt hafði gengið á, klofnaði hreyfingin og eftir stóð Flokkur þjóðernissinna, en leifar ÞHÍ runnu fljótlega inn í Sjálfstæðisflokkinn." Masae 13:20, 30 apríl 2007 (UTC)

Áhugavert, ég legg til að þessari grein verði eytt, en að í staðinn verði settur kafli um Nasisma á Íslandi í greinina nasismi. Thvj 13:24, 30 apríl 2007 (UTC)

Þetta hefur oft verið fullyrt, þótt þarna sé minnst á Framsóknarflokkinn líka, sem er held ég nýtt. Hins vegar gæti það verið um ritklif að ræða, einfaldlega af því menn gera ráð fyrir því að þeir hafi ekki komið úr röðum kjósenda alþýðuflokksins eða kommúnistaflokksins. Samt er ekkert því til fyrirstöðu í sjálfu sér að þjóðernishyggja eða þjóðleg íhaldsstefna hafi átt upp á pallborðið hjá kjósendum allra þessara flokka. Ef kjósendur/stuðningsmenn/félagar í flokknum hafa verið "óánægðir sjálfstæðis- og framsóknarmenn" sem síðan "runnu fljótlega inn í Sjálfstæðisflokkinn" þá hljóta að vera einhverjar heimildir fyrir því. --Akigka 13:29, 30 apríl 2007 (UTC)
Í öllu falli þykir mér þetta efni best eiga heima á grein um Flokk þjóðernissinna fremur en grein um nasisma á Íslandi. Greinin hans Snorra sem bent var á er tilraun í þá átt að tala um stefnumál fasismans almennt í samhengi við stjórnmálaskoðanir félaga í ýmsum flokkum á Íslandi sem koma m.a. fram í stjórnmálaritum þess tíma (þjóðernishyggju, gyðingahatur, kynþáttahyggju, korporatívisma o.s.frv.) og sýnir hvað það er flókið mál að rekja. --Akigka 13:35, 30 apríl 2007 (UTC)
Það er til bók um nasisma á Íslandi, Íslenskir nasistar, eftir Hrafn Jökulsson og Illuga Jökulsson (1988). Ég veit ekki betur en að bókin sé vel og fræðilega unnin. Það eru til ritdómar um hana líka sem ættu að hjálpa fólki að leggja mat á hana, ef þurfa þykir. En í þessari bók kemur margt fram um sögu þessarar hugmyndafræði á Íslandi, hverjir þessir nasistar voru o.s.frv. Þeir sem vilja skrifa þessa grein (eða grein um nasistaflokkinn íslenska, flokk þjóðernissinna, nú eða kafla um íslenskan nasisma í greininni um nasisma) ættu að byggja á þessari heimild. --Cessator 17:08, 30 apríl 2007 (UTC)

Skrifandinn herðu sorrí ég var að skrifa þessa grein en þá þurfti ég aðeins að fara og vistaði hana bara en síðan gleimdi ég að ég var að skrifa þessa grein þess vegna er ég ekki búinn með hana. ein eithvern veginn fór þetta yfir á tengilið við Sjálfstæðisflokkinn og var alls ekki áætlun mín að tengja Sjálfstæðisflokkinn við Nasista. en ekki eyða þessari grein því að ég á eftir að bæta helling við hana. Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Mhstebbi (spjall) · framlög