Jakobínarína
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hljómsveitin Jakobínarína var stofnuð í lok árs 2004 af félögunum Gunnari Bergman Ragnarssyni, sem syngur, Hallberg Daða Hallbergssyni, sem spilar á gítar, Ágústi Fannari Ásgeirssyni, sem spilaði á gítar en leikur nú á hljómborð, Sigurði Möller Sívertsen, sem leikur á trommur og Björgvini Inga Péturssyni sem plokkar bassann. Þeir spiluðu á nokkrum tónleikum og tóku svo þátt í Músíktilraunum 2005 þar sem þeir unnu. Eftir Músiktilraunir bættist einn í hópinn, Heimir Gestur Valdimarsson. Hann var áður í hljómsveitinni Lödu Sport og spilar á gítar. Þeir hafa nú gefið út þrjár smáskífur með lögunum His Lyrics are disastrous, Jesus og This is an advertisment. Jakobínarína hefur notið mikillar hylli og hefur spilað á tveimur seinustu Airwaves hátíðum og tólistarhátíðinni South by Southwest í Texas við miklar undirtektir. Hafa þeir nú lokið upptökum á fyrstu breiðskífu sinni sem mun koma út í september og bera nafnið The first Crusade..

