Spjall:Lengjubikarinn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Ekki eina nafnið á þessu móti
Þessi keppni hefur ekki alltaf heitið Lengjubikarinn, síður en svo. Held að þetta hafi upphaflega heitið Deildarbikarinn eða eitthvað þvíumlíkt, knattspyrnufróðir geta væntanlega leiðrétt mig. Fyrir áratug eða svo var Fyrirtækjabikar KKÍ kallaður Lengjubikarinn, ég man reyndar ekki hve lengi það var þannig. Það s.s. vantar betri lýsingu á þessari keppni. Fyrirsögnin ætti jafnvel frekar að vera "Deildarbikar KSÍ" eða eitthvað í þá áttina og síðan tekið fram í greininni að þetta heiti núna Lengjubikarinn. Svo ég taki annað hliðstætt dæmi, þá hét úrvalsdeild karla í körfubolta DHL-deildin í fimm ár ef ég man rétt. Nú er það efsta deildin í handboltanum sem heitir því nafni. Gunnar Freyr Steinsson 12:52, 15 júní 2007 (UTC)

