Spjall:Sletta
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mér finnst þessi aðgreining á slangri og slettum æði furðuleg - jafnvel þó hún sé komin af Vísindavefnum og úr penna Guðrúnar Kvaran. Ég næ henni ekki. Sjitt er sletta en dissa er slangur. Hm?? Fer hún ekki einum of mikið eftir Edduorðabók og reynir svo að prjóna í eyðurnar? Hakarl 12:33, 5 maí 2007 (UTC)
- Er það ekki vegna þess að sjitt kemur úr enska orðinu shit? En orðið "to diss" er líka til í ensku reyndar.. --Baldur Blöndal 15:03, 5 maí 2007 (UTC)
Þetta er mjög óskýr aðgreining á slettu og slangri sem í mínum huga er samheiti. Svarið á Vísindavefnum er að minnsta kosti ekki upp á marga fiska. Hakarl 19:37, 5 maí 2007 (UTC)

