Spjall:Fara í gegnum sig

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég dreg efni þessarar greinar í efa, hef aldrei nokkurn tíma heyrt þetta orðasamband og hef grun um að þetta sé uppspuni, þ.e. tilbúningur þess er ritaði greinina. Þetta þarf að skoða betur! Thvj 18:12, 14 júlí 2007 (UTC)

Þetta er rétt og má finna í Stóru orðabókinni undir uppflettiorðinu AFSTAÐA. Útskýringin er ístöðuleysi eða hringlandaháttur og kemur heim og saman við greinina. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 19:09, 14 júlí 2007 (UTC)
Heitir þetta samt ekki á eðlilegu máli að vera í mótsögn við sjálfan sig? Eða kannski að vera tvísaga? Ætti þetta ekki líka heima á Wiktionary? --Cessator 20:05, 14 júlí 2007 (UTC)
Það getur vel verið, ég var aðalega að láta Thvj vita að þetta væri í raun íslenskt orðasamband því ég efaðist um það eins og hann. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22:15, 14 júlí 2007 (UTC)
Einmitt Friðrik Bragi, eins og þú bendir réttilega á er hér er um orðasamband að ræða, en ekki fræðiheiti í heimspeki e.þ.h., þ.a. það hlýtur að vera mjög vafasamt að hafa grein um það í alfræðisafni? Thvj 21:21, 16 júlí 2007 (UTC)