Michael Carrick

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipedia. Skoðaðu sýnigreinar og nafnavenjurnar til að bæta hana.
Michael Carrick í leik með Manchester United í desember 2006.
Michael Carrick í leik með Manchester United í desember 2006.

Michael Adrian Carrick (f. 28. júlí 1981 í Wallsend á Englandi) er breskur knattspyrnumaður sem leikur sem miðjumaður með Manchester United. Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, greiddi 14 milljónir punda fyrir hann sem gæti hækkað upp í 18,6 milljónir punda, en það fer eftir árangri í deild og evrópukeppnum. Hann tók við treyju nr. 16, sá síðast var í henni var Roy Keane sem var af mörgum talinn goðsögn.

[breyta] Ferill

Michael hóf ferilinn í neðri deildunum. Byrjaði hjá smáliði sem heitir Wallsend Boys Clup, en frá þeim klúbbi hafa hvorgi minni né stærri nöfn en Alan Shearer og Peter Beardsley. Þar var hann þangað til hann skrifaði undir atvinnumannasamning við West Ham United árið 1998 ásamt Joe Cole. Hann var lykilmaður í akademíu liði West Ham sem vann hinn eftirsótta FA Youth Cup ári seinna.

Hann lék sinn fyrsta leik í byrjun tímabilsins 1990-2000. Hann varð síðan fljótt fastamaður í lið West Ham og seinna meir stórt hlutverk í liði þess. Carrick braust svo í U-21 lið Englands og var í hópnum þeirra sem fór á evrópumótið í Slóvakíu árið 2000. Tímabilið 2002-03 var hann að mestu meiddur hjá West Ham en inn á milli átti hann fína leiki í efstu deild, en því miður fyrir West Ham féll liðið og var þá talið að Carrick myndi fara frá félaginu eins og leikmenn á borði við Freddie Kanoute, Jermaine Defoe og Joe Cole, en hann ákvað að vera áfram og var það í eitt tímabil eða þar til þeir töpuðu í úrslitum útlsáttarkeppni liðanna sem lenda í 2. til 6 sæti í 1. deild. Sumarið 2004 var hann svo seldur til Tottenham fyrir tæpar 3 milljónir punda. Síðan þá hefur stjarna hans skinið skært, hann var góður fyrsta tímabil sitt þar, en 2005-06 var hann einn af máttarstólpum liðsins. Hann var viðloðandi enska landsliðið og var svo valinn í HM-Hóp enskra fyrir mótið 2006 þar sem hann spilaði einn heilan leik og var þar af mörgum talinn maður leiksins á móti Ekvador, en fékk ekki fleiri tækifæri. Hann hafði spilað 14 U-21 landsleiki og hefur til þessa spilað 7 landsleiki fyrir England.

Á meðan HM stóð staðfesti Tottenham að Manchester United hefði gert tilboð í Carrick, upp á 11. milljónir punda sem var hafnað umsvifalaust. Þeir sögðust vilja að minnsta kosti helmingi hærri upphæð. Eftir það var talið að minnsta kosti tveim öðrum tilboðum hefði verið hafnað, og var einnig talið Ferguson væri hættur að eltast við hann. En Ferguson var ákveðinn í að ná í hann, enda hafði hann ekki enn fengið neinn til viðbótar við leikmannahóp sinni og eftir HM, þann 31. júlí barst mörgum að óvörum tilkynning frá Tottenham að félögin tvö þ.a.s Tottenham og Man Utd hefðu komist að samkomulagi um kaup Man Utd á Michael Carrick á verði sem gæti numið allt að, 18.6 milljónum punda. Mörgum fannst þetta of hátt verð, en Ferguson segir að hann sé þess virði og vonandi verður hann það. Ef hann verður í toppformi alltaf, og laus við meiðsl þá ætti hann vel að geta staðið undir þessari fjárhæð, enda á góðum degi getur hann verið einn af betri miðjumönnum enska boltans. Ferill hans hjá United byrjaði hins vegar ekki vel því hann meiddist á æfingamóti með liðinu rétt fyrir byrjun tímabilsins og missir af fyrstu leikjum þess.


Manchester United F.C. - Núverandi lið

1 van der Sar | 2 Neville | 3 Evra | 4 Heinze | 5 Ferdinand | 6 Brown | 7 Ronaldo | 8 Rooney | 9 Saha | 11 Giggs | 13 Park | 14 Smith | 15 Vidić | 16 Carrick | 18 Scholes | 19 Rossi | 20 Solskjær | 21 Dong | 22 O'Shea | 23 Richardson | 24 Fletcher | 26 Bardsley | 27 Silvestre | 28 Pique | 29 Kuszczak | 32 Cathcart | 33 Eagles | 35 Lee | 38 Heaton | -- Foster | Stjóri: Ferguson


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það