Michael Jordan
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Michael Jeffrey Jordan (fæddur 17. febrúar 1963 í Bandaríkjunum) er fyrrverandi körfuknattleiksmaður. Hann er af mörgum talinn einn af bestu körfuknattleiksmönnum allra tíma, ef ekki sá besti og var einn best markaðssetti íþróttamaður sinnar kynslóðar ásamt því að leika lykilhlutverk í að breiða út vinsældir körfuknattleiks á heimsvísu á 9. og 10. áratug 20. aldar. Hann lék allan sinn feril í NBA deildinni, lengst af með liði Chicago Bulls.

