Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (ISG) | |
| Fæðingardagur: | 31. desember 1954 (52 ára) |
| Fæðingarstaður: | Reykjavík |
| 2. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður | |
| Flokkur: | Samfylkingin |
| Þingsetutímabil | |
| 1991-1994 | í Reykjavík fyrir Kvennal. |
| 2005-2007 | í Reykv. n. fyrir Samf. |
| 2007- | í Reykv. s. fyrir Samf. ✽ |
| ✽ = stjórnarsinni | |
| Embætti | |
| 2007- | Utanríkisráðherra |
| Tenglar | |
| Æviágrip á vef Alþingis | |
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (fædd 31. desember 1954) er utanríkisráðherra í ríkisstjórn Íslands. Hún hefur verið formaður Samfylkingarinnar frá 2005.
Ingibjörg er dóttir Ingibjargar J. Níelsdóttur húsmóður og Gísla Gíslasonar kaupmanns í Reykjavík. Ingibjörg lauk stúdentsprófi árið 1974 frá Menntaskólanum við Tjörnina (sem núna nefnist Menntaskólinn við Sund) og BA-prófi í sagnfræði og bókmenntum við HÍ árið 1979. Borgarfulltrúi í Reykjavík var hún frá 1982-88 og aftur frá 1994-2006. Ingibjörg var ritstjóri kvennatímaritsins Veru á árunum 1988-90. Hún var þingkona Kvennalistans 1991-1994 og borgarstjóri Reykjavíkurborgar fyrir hönd Reykjavíkurlistans frá árinu 1994 til 2003. Á árunum 2003-05 var hún varaformaður Samfylkingarinnar.
[breyta] Tenglar
- Æviágrip á vef Alþingis
- Af ungum og öldnum, grein eftir Ingibjörgu sem birtist í Morgunblaðinu 23. febrúar 2007.
| Fyrirrennari: Valgerður Sverrisdóttir |
|
Eftirmaður: enn í embætti |
|||
| Fyrirrennari: Árni Sigfússon |
|
Eftirmaður: Þórólfur Árnason |
|||
| Fyrirrennari: Össur Skarphéðinsson |
|
Eftirmaður: enn í embætti |
|||
| Fyrirrennari: Margrét Frímannsdóttir |
|
Eftirmaður: Ágúst Ólafur Ágústsson |
|||

