Svanhildur og hljómsveit Ólafs Gauks

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Svanhildur og hljómsveit Ólafs Gauks
Forsíða breiðskífu
Bakhlið breiðskífu
Svanhildur Jakobsdóttir – SG - 050
Gefin út 1972
Tekin upp {{{Tekin upp}}}
Tónlistarstefna Dægurlög
Lengd
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjóri Pétur Steingrímsson
Svanhildur Jakobsdóttir – Tímatal

Svanhildur og hljómsveit Ólafs Gauks er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1972. Hljóðritun fór fram í Ríkisútvarpinu undir stjórn Péturs Steingrímssonar. Ljósmynd á plötuumslagi tók Óli Páll. Ólafur Gaukur hannaði hljómplötuumslagið.

[breyta] Lagalisti

  1. Ég kann mér ekki læti - Lag - texti: Barriere/Owen — Ólafur Gaukur
  2. Ég heyri grát - Lag - texti: Amerískt þjóðlag - Ólafur Gaukur
  3. Jói Jó - Lag - texti: Chapman/Chinn — Ólafur Gaukur
  4. Með Penna í hönd - Lag - texti: B Goldsbora — Ólafur Gaukur
  5. Ástin er allra meina bót - Lag - texti: D.R.Ziggy — Ólafur Gaukur
  6. Þú skalt ekki senda rósir - Lag - texti: H.J.Jensen — Ólafur Gaukur
  7. Betlað rænt og ruplað - Lag - texti: Cole/Hall/Wolfe — Ólafur Gaukur
  8. Ekkert svar - Lag - texti: Y.Dessca/M.Panas — Ólafur Gaukur
  9. Kötturinn klói - Lag - texti: K.Young — Ólafur Gaukur
  10. Letiblóð - Lag - texti: H.Carmichael — Ólafur Gaukur
  11. Blár varstu sær - Lag - texti: Jónatan Ólafsson — Ólafur Gaukur
  12. Það er óþarfi að láta sér leiðast - Lag - texti: A. Jaén/D.Vangarde — Ólafur Gaukur

[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags

   
Svanhildur og hljómsveit Ólafs Gauks
Svanhildur er fyrir löngu orðin landskunnur skemmtikraftur. Ber þar jafnvel hœst hinn skemmtilegi leikur hennar í sjónvarpsþáttunum góðkunnu. Og þá einnig söngur hennar og hin örugga sviðsframkoma á skemmtunum hljómsveitar Ólafs Gauks víða um land síðustu árin.

Og einnig viljum við hjá SG-hljómplötum þakka frœgð hennar hinum fallega söng hennar á hinum mörgu plötum, sem hún hefur sungið inn á, þar sem hver einasta plata hennar hefur hlotið fádæma vinsœldir. Er t.d. plata Svanhildar og hljómsveitar Ólafs Gauks, þar sem þau flytja lög Oddgeirs Kristjánssonar, einhver vinsœlasta og vandaðasta plata, sem við höfum gefið út. Á þessa nýjustu plötu Svanhildar valdi Ólafur Gaukur lög, sem flest öll eru létt og skemmtileg, sannkölluð sumarlög, en nokkur eru hér einnig, sem eru rólegri, svo sem MEÐ PENNA Í HÖND og BLÁR VARSTU SÆR. Og þá eru hér lögin, sem hlutu fyrstu og önnur verðlaun í söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu fyrir nokkrum vikum. Eru það lögin no. 1 og 2 á hlið B. Og þrekvirki er það út af fyrir sig hjá Ólafi Gauki, að gera alla textana á plötunni. Allir eru þeir vandaðir. Léttir og skemmtilegir, þar sem við á, en tregablandnir, þegar lagið gefur tilefni til þess. Auk þess útsetti Ólafur Gaukur helming laganna og stjórnaði hinni stóru hljómsveit, sem leikur undir. Hinn helminginn útsetti Jón Sigurðsson. Umsjón með hljóðritun skiftu þeir Ólafur Gaukur og Jón á milli sín.

   
Svanhildur og hljómsveit Ólafs Gauks
 
— Svavar Gests