Geirfinnsmálið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Geirfinnsmálið (einnig nefnt Guðmundar- og Geirfinnsmál) er viðamikið sakamál, kennt við Geirfinn Einarsson (fæddur 7. september 1942, horfinn 19. nóvember 1974).

Efnisyfirlit

[breyta] Upphaf málsins

Upphafið má rekja til dularfulls hvarfs Geirfinns Einarssonar kvöldið 19. nóvember 1974. Ókunnur maður hafði hringt í hann úr Hafnarbúðinni í Keflavík og mælt sér mót við hann kvöldið sem hann hvarf. Eftir lýsingum vitna á ókunna manninum var gerð leirstytta, sem í hálfkæringi var kölluð ,,Leirfinnur". Seinna meir beindu rannsóknamenn sjónum sínum að hvarfi annars manns, Guðmundar Einarssonar (fæddur 1956, horfinn 25. janúar 1974), sem horfið hafði aðfaranótt 25. janúar sama ár. Töldu þeir að hvarf Gumundar tengdist hvarfi Geirfinns (mennirnir tveir voru þó ekki venslaðir, þrátt fyrir sama föðurnafn).

[breyta] Sakborningar

Hópur ungmenna var hnepptur í gæsluvarðhald í Síðumúlafangeslinu vegna hvarfa þeirra Guðmundar og Geirfinns og svokallaðs póstsvikamáls. Þau bentu á fjóra þekkta menn sem flestir tengdust skemmtistaðnum Klúbbnum. Voru þeir allir hnepptir í gæsluvarðhald og hafðir í haldi svo mánuðum skipti.

[breyta] Lokastig rannsóknar

Þýskur rannsóknarforingi á eftirlaunum, Karl Schütz, var fenginn til að stýra rannsókn málsins sem þá var í miklum hnút. Í janúar 1977 lauk svo rannsókn Karl Schütz eftir sviðsetningu atburða við Dráttarbrautina í Keflavík en þar töldu rannsóknarlögreglumenn að Geirfinni hefði verið ráðinn bani. Þrátt fyrir umfangsmikla leit fannst ekki lík Guðmundar.

[breyta] Dómur í Hæstarétti

Dómur féll í Hæstarétti árið 1980. Ungmennin voru fundin sek og dæmd til fangelsisvistar. Geirfinnsmálið hefur verið í umræðu í þjóðfélaginu í a.m.k. í tvo áratugi og hefur umræðan síðustu ár snúist um rannsóknaaðferðir lögreglu og meint harðræði við rannsókn málsins.

[breyta] Endurupptaka Geirfinnsmálsins

Einn sakborninga, Sævar Ciesielski reyndi að fá málið tekið upp að nýju árið 1996, en án árangurs.

[breyta] Heimild

  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.