Andhverfa
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Andhverfa í stærðfræði er ákveðið, gagntækt fall sem venslað er tilteknu gagntæku falli á þann hátt að andhverfa fallsins varpar fallinu aftur í breytu fallsins, m.ö.o andhverfa af falli er samsemdarvörpun. Dæmi: f er tiltekið gagntækt fall og andhverfa þess er f − 1, en þá má tákna vensl fallanna þannig
x = f − 1(y) < = > y = f(x).

