Árnasafn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Árnasafn (danska Den Arnemagneanske samling) er safn íslenskra handrita í Kaupmannahöfn í Danmörku. Handritasafnarinn Árni Magnússon, sem var prófessor við háskólann í Kaupmannahöfn, var stofnandi og eigandi þess. Mikið af handritum safnsins urðu eldi að bráð er Kaupmannahöfn brann á 18. öld. Safnið hefur verið starfrækt síðan á dögum Árna og er deild í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn.

  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.