Tónkvíslin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tónkvíslin er söngkeppni sem nemendur Framhaldsskólans á Laugum halda og keppa þar 5 grunnskólar auk Framhaldsskólans á Laugum í tvískiptri keppni. Annars vegar er valið framlag framhaldsskólans fyrir Söngkeppni framhaldsskólanema og hinsvegar er valið besta atriðið úr grunnskólunum. Keppnin er haldin í íþróttahúsinu við tjörnina á Laugum í Reykjadal.
Grunnskólarnir sem taka þátt í keppninni eru allir úr Þingeyjarsýslu, það eru Litlulaugaskóli á Laugum, Stórutjarnaskóli í Ljósavatnsskarði, Borgarhólsskóli á Húsavík, Hafralækjarskóli í Aðaldal og Reykjahlíðarskóli í Mývatnssveit.
[breyta] 2007
Tónkvíslin 2007 fór fram 18. mars og alls tóku 18 atriði þátt í keppninni. 7 úr grunnskólunum en 11 úr Framhaldsskólanum á Laugum. Kynnar keppninnar voru Jónas Stefánsson og Elín Frímannsdóttir. Dómnefnd skipuðu Pétur Ingólfsson, Stefán Jakobsson og Ína Valgerður Pétursdóttir .
- 2007 - Framhaldsskólinn á Laugum
- 1. sæti: Björn Benedikt Benediktsson / Svört sól
- 2. sæti: Haukur Ægir Hauksson og Sigurjón Sindri Skjaldarson / Skuggabörn
- 3. sæti: Óli Jón Gunnarsson / Móðir
- 2007 - Grunnskólar
- 1. sæti: Auðbjörg María Gunnlaugsdóttir, Þorbjörg Unnsteinsdóttir, Sigríður Rún Karlsdóttir og Ílóna Sif Ásgeirsdóttir / Move Along / Borgarhólsskóli
- 2. sæti: Hólmfríður Agnes Grímsdóttir / Too much love will kill you / Borgarhólsskóli
- 3. sæti: Dagur Þorgrímsson og Sigrún Helga Andrésdóttir / Hallelujah / Hafralækjarskóli
[breyta] 2006
Tónkvíslin 2006 fór fram 6. mars og alls tóku 20 atriði þátt í keppninni 2006. 11 úr grunnskólunum en 9 úr Framhaldsskólanum á Laugum. Kynnar keppninnar voru Guðmundur Rúnar Ingvarsson og Jóhann Gunnar Kristjánsson. Dómnefnd skipuðu Guðni Bragason, Guðmundur Jónsson og Erna Þórarinsdóttir.
- 2006 - Framhaldsskólinn á Laugum
- 1. sæti: Ingvar Óli Eymundsson / Fake Plastic Trees
- 2. sæti: Arna Benný Harðardóttir, Fanney Vala Arnórsdóttir og Sigrún Gyða Matthíasdóttir / I Will Survive
- 3. sæti: Kristín Lea Henrýsdóttir / Weak
- 2006 - Grunnskólar
- 1. sæti: Gunnar Sigfússon og Arna Kristín Sigfúsdóttir / What if / Litlulaugaskóli
- 2. sæti: Auðbjörg, Þorbjörg, Sigríður, Ílóna Sif og Sunneva / Slipped away / Borgarhólsskóli
- 3. sæti: Indíana Þórsteinsdóttir og Gígja Valgerður Harðardóttir / Island in the Sun / Litlulaugaskóli
- 3. sæti: Ísey Dísa, Ásta Rún, Lilja Björg og Sigríður Harpa / Til hamingju Ísland / Stórutjarnaskóli

