Baldvin Einarsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Baldvin Einarsson má telja einn af upphafsmönnum íslensku sjálfsstæðishreyfingarinnar. Byrjaði hann að gefa út ritið Ármann á Alþingi árið 1829 til að koma skoðunum sínum á framfæri.
Hann var einn af þeim mönnum sem ruddu brautina fyrir sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Með skrifum sínum í Ármann á Alþingi var hann fyrstur til að vekja Íslendinga af löngum dvala sinnuleysis og andlegrar deyfðar. Ef brautryðjendastarfs hans hefði ekki notið við er óvíst hvert framhaldið hefði orðið. Baldvin lést fyrir aldur fram árið 1833 og var harmdauði allra frelsisþenkjandi Íslendinga.
Baldvin Einarsson var fæddur að Molastöðum í Fljótum (1800) og var sonur hjónanna Einars Guðmundssonar á Lambanesi í Fljótum, hreppstjóra og Guðrúnar Pétursdóttur. Hann nam lögfræði við Kaupmannahafnarháskóla.

