Dolly
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dolly eða Dollý (5. júlí 1996 – 14. febrúar 2003) var sauðkind og fyrsta klónaða spendýrið. Dolllý var klónuð í Roslin-stofnuninni í Edinborg, Skotlandi og ól þar sína ævi.[1]
Efnisyfirlit |
[breyta] Um ævi Dollýar
[breyta] Burðurinn
Fruman, sem Dollý var klónuð úr, var tekin úr 6 ára gamalli finnskri Dorset-kind.[2] Dollý var eina tilraunin til klónunar sem tókst af samtals 277 tilraunum, sem Roslin-stofnunin framkvæmdi á sauðfé.[3] Fæðing Dolly var ekki kynnt fyrr en í febrúar 1997.
[breyta] Dauðinn
Dollý dó 14. febrúar 2003 af sjúkdómi í lungum[1] og þann 9. apríl 2003 var hún stoppuð upp og sett til sýnis á Royal-safnið í Edinborg.
[breyta] Nafnið
Kindin Dollý gekkk upprunalega undir dulnefninu 6LL3. Einn aðilanna, sem aðstoðaði við burð kindarinnar, stakk upp á nafninu „Dolly“ í höfuðið á kántrísöngkonunni Dolly Parton.[4]
[breyta] Hagur af tilrauninni
Eftir Dollý hefur orðið ör þróun á sviði klónanna. Vísindamenn Roslin-stofnunarinnar hafa síðar klónað stærri spendýr, þ.á m. hesta og nautgripi.[5] Hugmyndir eru um að nota klónun í framtíðinni til að bjarga dýrum í útrýmingarhættu.[6]
[breyta] Tilvísanir
- ↑ 1,0 1,1 "First cloned sheep Dolly dies at 6", CNN.com, 14. febrúar 2003.
- ↑ Campbell, K.H.S., McWhir, J., Ritchie, W.A. and Wilmut, A. (1996). "Sheep cloned by nuclear transfer from a cultured cell line". Nature 380 (6569): 64-66.
- ↑ „Research in the News: Creating a Cloned Sheep Named Dolly“, science-education.nih.gov , 4. júlí 2007
- ↑ "Listen to public, says Dolly scientist", BBC News. 2000.
- ↑ Lozano, Juan A. (27. júní 2005). A&M Cloning project raises questions still. Bryan-College Station Eagle. Sótt 30. apríl 2007
- ↑ „Texas A&M scientists clone world’s first deer“, Innovations Report, 23. desember 2003. Sótt 1. janúar 2007.

