Þingræði
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þingræði er sú stjórnskipunarregla að ríkisstjórn geti aðeins setið með stuðningi löggjafarþingsins. Það er grundvallarregla í flestum lýðræðisríkjum en í öðrum er stuðst við forsetaræði. Þingræðisreglan er ekki skráð réttarregla heldur er hún mótuð af margra alda þróun, í fyrstu aðallega á Bretlandi en fluttist síðan til annarra landa. Reglan mótaðist af baráttu þings og konungs og er samofin minnkandi völdum þjóðhöfðingjans - yfirleitt konungs - í þingræðislöndum. Þingræðisreglan var ekki fullmótuð fyrr en á 19. öld í Bretlandi.
Stuðningurinn við löggjafarþingið þarf ekki að vera fólginn í beinum stuðningi meirihluta. Dæmi eru um minnihlutastjórnir sem njóta óbeins stuðnings flokks eða flokka sem verja hana vantrausti og styðja þá að jafnaði mikilvægustu mál hennar svo sem afgreiðslu fjárlaga.
[breyta] Ísland
Á Íslandi er þingræði en í 1. gr. stjórnarskrár segir: „Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn”. Fá dæmi eru um minnihlutastjórnir í sögu lýðveldisins.
[breyta] Heimild
- Þingræðisreglan, Námsritgerð við Háskóla Íslands, Jón Sigurgeirsson, 1978

