Gerðarsafn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gerðarsafn er listasafn Kópavogs. Safnið er nefnt í höfuðið á Gerði Helgadóttur, myndhöggvara. Forsaga safnsins er sú að árið 1965 var stofnaður í Kópavogi lista- og menningarsjóður. Síðan þá hafa yfir 800 verk verið keypt eða gefin bænum.

Megin uppistaða verkasafns bæjarins er þó um 1400 verk sem erfingjar Gerðar Helgadóttur myndhöggvara gáfu Kópavogsbæ árið 1977. Árið 1983 var Kópavogsbæ gefin önnur merk gjöf þegar Minningarsjóður Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar gaf um 300 listaverk eftir þau hjónin. Árið 2001 tók Gerðarsafn eitt stærsta einkasafn landsins í sína vörslu, safn Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur sem hefur að geyma meira en 1000 verk.

Bygging Gerðarsafns var teiknuð af Benjamín Magnússyni.

[breyta] Tengill