Wolfgang Amadeus Mozart

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipedia. Skoðaðu sýnigreinar og nafnavenjurnar til að bæta hana.
Wolfgang Amadeus Mozart
Wolfgang Amadeus Mozart

Wolfgang Amadeus Mozart (fæddur Johannes Chrysostomus Wolfgangus Theophilus Mozart, 27. janúar 1756 - 5. desember 1791) var eitt mikilvægasta og áhrifamesta tónskáld klassískrar tónlistar í Evrópu. Þrátt fyrir stutta ævi náði Mozart að koma frá sér rúmum sex hundruð verkum af ýmsum toga.

Hann fæddist í Salzburg (þá furstadæmi, nú hluti af Austurríki) og var skírður Johannes Chrysostomus Wolfgangus Theophilus Mozart. Frá unga aldri lærði hann hjá föður sínum, Leopold Mozart (1719–1787), og lærði Mozart að spila á bæði píanó og fiðlu. Hann skrifaði fyrsta tónverk sitt fimm ára að aldri og fyrstu sinfóníuna sjö ára. Eftir að hafa farið um nær allar borgir Evrópu í mörgum tónleikaferðalögum var hann ráðinn sem hirðtónskáld til erkibiskupsins af Salzburg, sem jafnframt var furstinn yfir borginni. Honum líkaði ekki við vinnuveitanda sinn og eftir nokkurra ára vist sagði hann upp og hélt til Vínar, en þar sem honum tókst ekki að fastráða sig vann hann lausavinnu, þ.e. hann samdi, og fékk borgað fyrir, eitt og eitt verk eftir pöntun. Nokkru eftir að Mozart kom til Vínar fór heilsu hans að hraka og um það leyti er hann sá fram á að hann mundi hugsanlega ekki ná sér af þeim veikindum keypti eldri maður af honum sálumessu til handa konunni sinni. Fljótlega fékk hann þó þá tilfinningu að hann væri að semja sína eigin sálumessu. 5. desember 1791 lést Wolfgang Amadeus Mozart af veikindum sínum í sárafátækt og var jarðaður í ómerktri gröf. Hann kláraði aldrei sálumessuna, en lærisveinn hans Franz Xaver Süssmayr lauk við hana eftir að Joseph Eybler, annar og virtari lærisveinn hans og vinur, hafði beðist undan verkinu. Goðsögnin segir að nokkrir vinir tónskáldsins hafi sungið messuna yfir honum, nokkru eftir greftrunina sjálfa. Eftir dauða hans hefur nafn Mozarts hinsvegar orðið eitt mesta og arðbærasta vörumerki heims þar sem það kemur nú fyrir, ásamt brjóstmynd af tónskáldinu, á flestu sem hægt er að ímynda sér þar með töldu bjór, marsipankúlum og Hollywood-kvikmynd.

Wolfgang Amadeus Mozart fæddist 27.janúar í Salzburg í Austurríki árið 1756. Hann var skírður Johannes Chrysostomus Wolfgangus Theophilus Mozart.

Leopold Mozart pabbi Wolfgangs var ættaður frá Bayern og var tónlistarmaður við hirð Sigismunds von Schrattenbach erkibiskupnum í Salzburg. Móðir Wolfgangs, Anna María fæddist í Pertl árið 1720, einu ári á eftir manni sínum. Anna María var hinsvegar Austurrísk. Þau Anna María og Leopold eignuðust sjö börn en aðeins tvö þeirra komust á legg.

Mozart litli var aðeins fjögurra ára þegar Leopold fannst tími til kominn að kenna stráknum á píanó. Leopold vissi ekki að Wolfgang hafði æft sig í laumi og varð yfir sig hissa þegar hann uppgötvaði að strákurinn gat leikið heilt lag á píanóið án þess að ruglast. Fimm ára gamall samdi hann svo sitt fyrsta verk. Frægðin sem hafði fylgt því að geta leikið snilldarlega á hljóðfæri ungur að árum dofnaði hratt þegar aldurinn færðist yfir og aðrir gátu orðið leikið jafnvel og undrabarnið.

Narrerl dreymdi um að verða góður fiðluleikari svo hún hafði ekki mikinn tíma til að leika við litla bróður og þess vegna leiddist Mozart, en í húsinu var píanó sem hann fór að leika sér að spila á.

Leopold ákvað árið 1762 að tími væri kominn til að kynna Mozart og systur hans fyrir fína fólkinu. Næsta ár fóru þau í langa ferð og stoppuðu í mörgum borgum. Í París bauð Lúðvík 15. konungur Frakklands þeim að stoppa í hálfan mánuð í Versölum. Víst er að þau hefðu unnið fyrir dvölinni í þessari glæstu höll með því að spila fyrir konung og gesti hans.

Tónverkin sem Mozart samdi á unga aldri urðu flóknari og flóknari og átta ára samdi hann sinfóníu. En sinfónía er tónverk fyrir heila sinfóníuhljómsveit. Orðstír Mozarts jókst jafnt og þétt, sem sést ágætlega á því, að hann var aðeins fjórtán ára að aldri þegar páfinn sló hann til riddara. Eftir að hafa farið um næstum allar borgir Evrópu í mörgum tónleikaferðalögum var hann ráðinn sem hirðtónskáld til erkibiskupsins af Salzburg, sem var líka furstinn yfir borginni. Honum líkaði ekki við vinnuveitanda sinn og eftir nokkurra ára vist sagði hann upp og hélt til Vínar, Þar samdi hann eitt og eitt tónverk í einu og fékk borgað eftir pöntun.

Síðustu tíu árin sem hann lifði gerði hann hvað sem er til að lifa það af. Hann fór að kenna, hélt konserta, stjórnaði hljómsveitum og samdi tónlist.

     Frá honum streymdu allskonar sinfóníur, strengjakvartettar, píanó-tríó og  kvartettar, serenöður fyrir blásturshljóðfæri, allskonar stofutónlist og hinn stórkostlegi klarínettukvintett, en þar urðu svo stóru óperurnar hans til, Búðkaup Fígarós, Don Giovanni og Töfraflautan full af frímúraratáknum.
     Svo fór heilsu hans að hraka og um það leiti er hann sá fyrir sér að hann mundi hugsanlega ekki verða heilli heilsu af þeim veikindum keypti eldri maður af honum sálumessu til handa konunni sinni. Fljótlega fékk hann þá tilfinningu að hann væri að semja sína eigin sálumessu. 

Wolgang Amadeus Mozart lést svo 5.desember árið 1791 og var grafinn í ómerktri fjöldagröf fyrir fátæklinga. Þar sem hann kláraði aldrei sálumessuna lauk lærisveinn hans Franz Xaver Süssmayr lauk við hana. Sagan segir að nokkrir vinir Mozarts hafi sungið messuna yfir honum stuttu eftir að hann var jarðaður. Parísarborgar og láta hann reyna að láta eitthvað af sér verða þar. Honum var tekið ágætlega en bar lítinn árangur sem erfiði annan en að semja nokkrar simfóníur. En Leopold kallaði Mozart aftur heim þar sem að hann var búinn að fá góða stöðu í Salzburg við hirðina þar. Mozart sneri heim en hann var sorgmæddur, hann kom aleinn heim því móðir hans hafði látist í París. Mozart var í Salzburg frá 1779 til 1780 því árið 1780 var honum boðið til München til að semja eina alvarlega óperu og afraksturinn birtist í óperunni Idomeneo sem sló í gegn. Mozart var síðan boðaður til Vínar frá München vegna krýningar nýs keisara. Mozart var mjög ánægður vegna velgengni óperunnar í München og því urðu vonbrigðin mikil þegar að hann kom á áfangastað. Honum var enginn sómi sýndur, hann var látinn borða með þjónunum og erkibiskupinn lítilsvirti hann til dæmis þannig að leifa honum ekki að leika við athafnir sem að konungur sótti á. Mozart sagði upp stöðu sinni eða var rekinn þann 1.maí 1781. Mozart sótti um stöðu við keisarahirðina en fékk ekki vinnu þar en framfleytti sér með kennslu á tónlist og tónlistarflutning hjá fína fólkinu, eins og það er kallað. Hann samdi tónverk eftir pöntunum, og þá sérstaklega óperur. En árið 1782 kvæntist hann Constönsu Weber, systur Aloysíu Weber sem hann kynntist og varð ástfanginn af í Mannheim. Frægð Mozarts fór vaxandi og var flutt óperan Brottnámið úr kvennabúrinu sem braut öll hefðbundin mörk söngleikja með löngun. Mozart gekk frekar vel og samdi fjöldann allan af píanókonsertum, og árið 1786 samdi hann fyrstu 3 af gamanóperum sínum; Brúðkaup Fígarós og árið eftir kom Don Giovanni sem flutt var í Prag og 1790 hin gamansama Cosi fan tutte sem var vel tekið en ekki eins vel og fyrri óperum hans, aðeins sýnd níu sinnum frá janúar til ágúst. Árið 1787 fékk hann minniháttar stöðu sem kammerleikari og fékk dágóð laun fyrir það. Hann hafði ágætis tekjur af tónlista manni að vera og átti hestavagn og hafði þjóna en peninga kunni hann ekki að fara með og lenti því stundum í fjárhagslegum vandamálum.Mozart bjó í Vín það sem hann átti eftir ólifað en ferðaðist samt mikið. Hann fór til Salzburg 1783 til að kynna Constönsu, konu sína fyrir fjölskyldu sinni, til Berlínar 1789 þar sem hann átti von að fá stöðu, hann fór þrívegis til Prag til þess að halda tónleika og setja upp óperur sínar, til Frankfurt árið 1790 til að vera við krýningarhátíð en seinasta ferð hans var til Prag árið 1791 til að vera við frumsýningu La clemenza di Tito. Wolfgang Amadeus Mozart lést af völdum hitasóttar í Vínarborg. En sú kjaftasaga hefur gengið um að honum hafi verið byrlað eitur en það er enganveginn satt. Þegar að hann lést var hann að semja sálumessu og nemandi hans Süssmeyer tók að sér að ljúka við hana. Mozart var jarðaður í ómerktri gröf í úthverfi Vínarborgar. Mozart var svo lýst að hann væri smágerður og fínvaxinn en hann hafi verið með stórt nef og hann gerði oft grín að þeirri staðreynd. Hans ástríða í lífinu var tónlist, og hann var með fullann hugann af tónlist og hann fullvann of einhver verk áður en hann náði að festa þau á blað. Mozart er hreint út sagt mesti tónlistarsnillingur sem uppi hefur verið. Eini veikleiki hans var að hann átti oft í basli með að semja kirkjulega tónlist. Hann var lífsglaður maður og skýr hugsun hans og andagift, kemur berlega fram í tónlist hans. -->