2007
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Ár |
| Áratugir |
| Aldir |
Efnisyfirlit |
[breyta] Helstu atburðir
[breyta] Janúar
- 1. janúar - Búlgaría og Rúmenía gengu í Evrópusambandið.
- 1. janúar - Slóvenía tók upp evruna í stað hins slóvenska tolars.
- 1. janúar - Suður-Kóreumaðurinn Ban Ki-moon tók við af Kofi Annan sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
- 1. janúar - Angóla gekk í Samtök olíuframleiðenda.
- 11. janúar - Víetnam gekk í Alþjóðaviðskiptastofnunina.
- 13. janúar - Gríska skipið Server brotnaði í tvennt úti fyrir strönd Noregs. Um 200 lítrar af hráolíu láku í sjóinn.
[breyta] Febrúar
- 4. febrúar - Þjóðverjar unnu heimsmeistaratitilinn í handbolta á heimavelli.
- 11. febrúar - Portúgalir samþykktu með þjóðaratkvæðagreiðslu að leyfa fóstureyðingar.
[breyta] Mars
- 23. mars - Nýja leikjatölvan frá Sony, PlayStation 3, kom út.
[breyta] Apríl
- 2. apríl - Reykingabann á almannafæri og vinnustöðum tók gildi í Wales.
- 2. apríl - Jarðskjálfti að stærðargráðu 8,1 á Richter skók Salómonseyjar og olli flóðbylgju.
- 16. apríl - Nemandi framdi fjöldamorð í Virginia Tech háskólanum í Virginíu í Bandaríkjunum. Morðinginn skaut 32 til bana, særði fjölmarga og framdi síðan sjálfsmorð.
- 21. apríl - Forsetakosningar voru haldnar í Nígeríu.
- 22. apríl - Fyrsta umferð forsetakosninga haldin í Frakklandi.
- 24. apríl - Fóstureyðingar voru leyfðar í Mexíkóborg.
- 26. apríl - Óeirðir brutust út í Tallinn í Eistlandi í kjölfar þess að borgaryfirvöld létu færa umdeilda styttu.
- 30. apríl - Reykingabann á almannafæri og vinnustöðum tók gildi á Norður-Írlandi.
[breyta] Maí
- 6. maí - Nicolas Sarkozy var kosinn forseti Frakklands.
- 10. maí - Eiríkur Hauksson steig á svið í undankeppninni í Eurovision 2007.
- 12. maí - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi.
- 12. maí - Serbía sigraði Eurovision.
- 16. maí - Nicolas Sarkozy tók við embætti forseta Frakklands
[breyta] Júní
- 1. júní - Reykingabann tók gildi á öllum veitinga- og skemmtistöðum á Íslandi.
- 27. júní - Gordon Brown tók við forsætisráðherraembætti Bretlands
[breyta] Fædd
[breyta] Dáin
- 8. febrúar - Anna Nicole Smith fannst meðvitundarlaus inni á hótelherbergi sínu og lést stutttu seinna.

