Spjall:Föll í íslensku
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Í kubbnum sem vísar á þessa síðu er íslenska skrifuð með stórum staf. Ég kann ekki að lagfæra það. -dhk
[breyta] Ávarpsfall
Er Jesú ekki eina orðið sem er notað í ávarpsfalli í íslensku? Annars er ávarpsfall varla meira notað sem greiningartæki en til dæmis verkfærisfall, eða hvað? Stefán 14. september 2007 kl. 20:31 (UTC)
- Ekki meira notað kannski. En hvort tveggja er notað sem greiningartæki. Munurinn er kannski sá að tækisfall er sagt vera tækisþágufall o.s.frv., þ.e. ákveðin notkun þágufallsins (í latinu er t.d. munur á abl. loci annars vegar og locativus hins vegar, þ.e. staðarsviptifalli og staðarfalli; það fyrrnefnda er notkun sviptifallsins en hið síðarnefnda er sérstakt fall sem er meira eða minna dottið úr málinu, þó ekki alfarið). Hins vegar er aldrei talað um að ávarpsfall sé í raun ávarpsnefnifall. --Cessator 14. september 2007 kl. 20:47 (UTC)
- Hmm, ok ég get samþykkt að það er ekki talað um ávarpsnefnifall en það sem ég er að meina er það að í íslensku hafa annars vegar nefnifall og ávarpsfall runnið saman og útkoman er kölluð nefnifall og hins vegar hafa tækisfall og þágufall runnið saman og útkoman er kölluð þágufall. (Það má vera að þetta sé einföldun hjá mér en svona er þetta í grófum dráttum.) Alla vega, er einhver ósáttur við breytingarnar mínar? Væri of langt gengið hjá mér að taka ávarpsfall út úr kassanum til hægri á síðunni en setja í staðinni hlekk á það í greininni um nefnifall? Stefán 14. september 2007 kl. 20:58 (UTC)
- Ég myndi ekki æsa mig. --Cessator 14. september 2007 kl. 21:11 (UTC)
- Hmm, ok ég get samþykkt að það er ekki talað um ávarpsnefnifall en það sem ég er að meina er það að í íslensku hafa annars vegar nefnifall og ávarpsfall runnið saman og útkoman er kölluð nefnifall og hins vegar hafa tækisfall og þágufall runnið saman og útkoman er kölluð þágufall. (Það má vera að þetta sé einföldun hjá mér en svona er þetta í grófum dráttum.) Alla vega, er einhver ósáttur við breytingarnar mínar? Væri of langt gengið hjá mér að taka ávarpsfall út úr kassanum til hægri á síðunni en setja í staðinni hlekk á það í greininni um nefnifall? Stefán 14. september 2007 kl. 20:58 (UTC)

