18. júlí
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Jún – Júlí – Ágú | ||||||
| Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
| 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
| 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
| 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
| 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
| 29 | 30 | 31 | ||||
| 2007 Allir dagar |
||||||
18. júlí er 199. dagur ársins (200. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 166 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 64 - Eldur kviknaði í Róm og brann í níu daga. Sagt var að Neró keisari hafi leikið á hörpu meðan eldarnir geisuðu.
- 1323 - Tómas frá Aquino var tekinn í heilagra manna tölu af Jóhannesi 22. páfa.
- 1553 - María, dóttir Hinriks 8. og Katrínar af Aragon, var krýnd drottning Englands og Írlands. Lafði Jane Grey sagði sjálfviljug af sér.
- 1918 - Undirritaðir voru samningar milli Íslands og Danmerkur um frumvarp til sambandslaga milli landanna tveggja. Frumvarpið var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 19. október um haustið og gekk í gildi þann 1. desember. Varð þá Ísland sjálfstætt, frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku.
- 1925 - Minningabók Adolfs Hitlers, Mein Kampf, kom út í Þýskalandi.
- 1931 - Hafin var bygging verkamannabústaða við Hringbraut, Bræðraborgarstíg og Ásvallagötu í Reykjavík.
- 1963 - Gasverksmiðjan Ísaga við Hlemmtorg í Reykjavík brann. Miklar sprengingar urðu í brunanum og skemmdust nálæg hús.
- 1995 - Eldgos hófst í Soufriere Hills-eldfjallinu á Montserrat og stendur enn.
[breyta] Fædd
- 1853 - Hendrik Antoon Lorentz, hollenskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1928).
- 1863 - Frans Ferdinand erkihertogi (d. 1914).
- 1910 - Eðvarð Sigurðsson, verkalýðsforingi (d. 1983).
- 1918 - Nelson Mandela, suðurafrískur stjórnmálamaður.
- 1930 - Vilborg Dagbjartsdóttir, rithöfundur.
- 1948 - Ólafur Gunnarsson, rithöfundur.
- 1951 - Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur.
- 1952 - Eggert Þorleifsson, íslenskur leikari.
- 1970 - Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur og rithöfundur.
- 1970 - Sverrir Jakobsson, sagnfræðingur.
- 1975 - Daron Malakian, gítarleikari í System of a Down.
- 1980 - Kristen Bell, bandarísk leikkona.
[breyta] Dáin
- 1698 - Johann Heinrich Heidegger, svissneskur heimspekingur (f. 1633).
- 1817 - Jane Austen, enskur rithöfundur (f. 1775).
- 1872 - Benito Juárez, forseti Mexíkó (f. 1806).
- 1892 - Thomas Cook, bresku ferðasölumaður (f. 1808).
- 1899 - Horatio Alger, Jr., bandarískur rithöfundur (f. 1832).
- 1982 - Roman Jakobson, rússneskur málfræðingur (f. 1982).
| Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
|---|
| Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |

