Spjall:Stólpípa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Endemis rugl frá upphafi til enda. - Eyðist!! (Stólpípa er annars íslenska heitið yfir enska orðið enema.) Thvj 10:04, 20 apríl 2007 (UTC)

Innhelling er læknisfræðilegt hugtak, skoðaðu orðabankann félagi. Sláðu upp enema og athugaðu málið. Stólpípa er verkfæri sem notað er til innhellingar. Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 85.220.9.225 (spjall) · framlög

Þetta er rétt:

Úr orðasafninu Læknisfræði

[íslenska] innhelling

[skilgr.] Vökva, sem inniheldur lyf, næringu eða rannsóknarefni, rennt í endaþarm.  

[enska] enema [sh.] enteroclysis [sh.] clyster

Breytir því ekki að stólpípa er það orð sem oftast er notað um athöfnina, en ekki aðeins tækið. --Akigka 04:07, 21 apríl 2007 (UTC)

Stólpípa er ekki notað um athöfnina nema maður segi SETJA E-M STÓLPÍPU: sbr: Þegar sjúklingar hafa kveisu (kolik), skal setja þeim stólpípu og hafa lítið af (OH). Athöfnin heitir ekki stólpípa, það er tækið. Menn setja e-m stólpípu - eða

dás: (kv) 2. stólpípa: SETJA E-M DÁS: give en et Lavement (Vf). sáputappi: () SETJA E-M SÁPUTAPPA: þ.e. stólpípu.

Meðferðin nefnist innhelling. Æ, guð, er maður aftur kominn í það að deila um tittlingaskít.

Er hægt að sættast á þessa útgáfu? í bili þeas?

Stólpípa... innhelling er kannski læknisfræðilega hugtakið, en stólpípa er það orð sem langflestir nota, by extension, um athöfnina. Líttu bara á google. --Akigka 03:16, 22 apríl 2007 (UTC)
Þessi útgáfa er fín btw. --Akigka 03:17, 22 apríl 2007 (UTC)