Spjall:Híeron (Xenofon)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Cessator ég mælist til þess að Alþingi veiti þér laun fyrir starf þitt hérna. Að þú fáir svo sem þrjúhundruðþúsund kall á mánuði næstu tíu árin - þannig að þú getir einbeitt þér að þessu - ja, hvenær sem þig lystir. Þetta er ótrúlegt starf sem þú hefur unnið hérna. Ég tek ofan hattinn fyrir þér og hef sjálfsagt gert það áður og á sjálfsagt eftir að gera það enn á ný. - Hákarl.
- Haha, ágætis hugmynd. En megnið af þessu er nú bara stubbar. Auk þess flýti ég fyrir mér með því að byggja mikið á ensku greinunum. Ég er þá a.m.k. ekki að setja inn mínar eigin frumrannsóknir. --Cessator 02:28, 24 apríl 2007 (UTC)
Mjög fróðlegir stubbar margir hverjir - og ekki allt stubbar. - Og grísk menning heillar mig - og hefur alltaf gert. Þannig að ég vona að þú gefist ekki upp - eða fáir leið á þessu brölti. Eða hættir að skrifa um fornfræðingana, alla þessa brúsk-augabrýndu skeggbraga - með plástra á hnjánum af því að skoða of margar áletranir á kirkjugólfum. Þessar greinar hafa gert það að verkum að ég er mikið að velta fornfræði fyrir mér þessa dagana. Og svo er Toni Morrison fornfræðingur sá ég á ensku útgáfunni um fornfræðina!! - Hákarl.
- Gleður mig að heyra að ég hafi fengið þig til að velta fornfræðinni aðeins meira fyrir þér. Ég gefst ekki upp en það koma tímabil þar sem ég geri meira og önnur þar sem ég geri minna. Já, Toni Morrison, ég þýddi einmitt þann kafla og setti í íslensku greinina. --Cessator 02:56, 24 apríl 2007 (UTC)

