Krímstríðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bardaginn við Sinope eftir rússneska málarann Ivan Aivazovsky.
Bardaginn við Sinope eftir rússneska málarann Ivan Aivazovsky.

Krímstríðið var stríð sem var háð á árunum 18531856. Í því börðust bandalag á milli ríkja Ottóman-tyrkja, Breta, Sardiníu og Frakka gegn útþenslu Rússa við Svartahaf. Mest var barist á Krímskaganum en einnig við Eystrasaltið og í Tyrklandi. Krímstríðið er álitið fyrsta nútímastríðið og er talið að nýlegar tæknilegar nýjungar hafi verið prófaðar í því.

Eftir stríðið varð Balkanskaginn þrætuepli, síðan þá hefur órói endurtekið einkennt svæðið. Á meðan stríðinu stóð vann Florence Nightingale við hjúkrun og lækkaði þá dánartíðni særðra manna og hlaut góðan orðstír af. Í framhaldinu af stríðinu aflétti Alexander II. Rússakeisari bændaánauð 1861, iðnaður jókst og samgöngur voru bættar. Ríkisstjórn Rússlands harðnaði aftur eftir að keisarinn var myrtur 1881.

Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:
  Þessi sagnfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.