Hulda Dóra Jakobsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hulda Dóra Jakobsdóttir (fædd 21. október 1911 í Reykjavík, lést 31. október 1998 í Reykjavík) var fyrsta konan á Íslandi sem varð bæjarstjóri, hún var bæjarstjóri Kópavogs frá 1957 til 1962. Hún náði kjöri sem bæjarfulltrúi í kosningunum 1970 og sat það eina kjörtímabil.

Hún var meðal þeirra sem stóðu að stofnun Leikfélags Kópavogs ásamt því að vera einn helsti hvatamaðurinn að byggingu Kópavogskirkju, hún var formaður sóknarnefndar í 10 ár.

Hún og eiginmaður hennar, Finnbogi Rútur Valdimarsson, voru kjörin fyrstu heiðursborgarar Kópavogs 8. október 1976. Eitt barna þeirra, Hulda Finnbogadóttir, náði kjöri sem bæjarfulltrúi í Kópavogi í kosningunum 1986.

Bókasafn Kópavogs opnaði sýningu um ævi og störf Huldu þann 4. júlí 2007, 50 árum upp á dag eftir að hún varð fyrst kvenna bæjarstjóri á Íslandi.


Fyrirrennari:
Finnbogi Rútur Valdimarsson
Bæjarstjóri Kópavogs
(19571962)
Eftirmaður:
Hjálmar Ólafsson


[breyta] Heimildir


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það