Sletta
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sletta er orð eða orðasamband sem borist hefur inn í tungumál úr öðru máli en er ekki viðurkennt mál, þar eð það hefur ekki aðlagast hljóð- eða beygingarkerfinu. Og jafnvel þó það aðlagist, þá tekur það oft langan tíma til að fá viðurkenningu sem íslenska. Flestar slettur hverfa þó með þeirri kynslóð sem tók þær upp, og nýjar koma í staðin. Sumar verða þó langlífar og öðlast viðurkenningar. Í íslensku máli er mest um dönsku- og enskuslettur.
[breyta] Dæmi um slettur
- att: (< ensku: At (sign)). Dæmi: Siggisigg-att-yahoo-punktur.komm. Íslensk þýðing: hjá.
- beib: (< ensku: babe: falleg stúlka, skutla). Dæmi: Þetta er megabeib.
- besservisser: (< þýsku: Besserwisser: „sá sem veit betur“). Íslensk þýðing: viskubessi.
- blódjobb: (<ensku: blow-job: (typpa)tott).
- eipa: (s) (< ensku: ape (sbr.: He went Ape): tapa sér, ruglast). Dæmi: Ertu alveg að eipa þarna uppi í ljósastaurnum, Nonni!
- emeil: (< ensku: email: tölvupóstur).
- fokka: (s) (ensku: Fuck). Dæmi um orðasambönd: fokka e-u upp / fokkaðu þér!
- fortó: (gamalt) (< dönsku: fortov: gangstétt). Dæmi: Ég fann hjólapumpu á fortóinu hérna fyrir utan í gær. Átt þú hana?
- hint: (< ensku: hint: vísbending, óljós ábending).
- húkt: (l.ób) (< ensku: Hooked < hook: krókur). Dæmi: Ég er húkt á bananasplitti.
- kverúlant: (< ??: sá sem barmar sér): Íslensk þýðing: Barlómskráka.
- meika: (s) (< ensku: make). Dæmi: Ég er hættur að vinna sem bréfberi, ég ætla að meika það.
- næs: (< ensku: nice: snotur, fallegur, smekklegur eða þægilegur). Dæmi: Þetta er næs hús, sundlaug og allt.
- svít: (< ensku: sweet: snotur, fallegur, smekklegur eða þægilegur). Dæmi: Þetta er svít bíll, hvað eyðir hann miklu á kílómeter?
- okei: (< ??: allt í lagi; skilurðu?; það er einmitt það...).
- perri eða pervert: (< ensku: pervert: öfuguggi, maður með afbrigðilega kynhneigð).

