Barnamosi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sphagnum

Vísindaleg flokkun
Ríki: Plönturíki (Plantae)
Fylking: Mosar (Bryophyta)
Flokkur: Blaðmosar (Musci)
Undirflokkur: Svarðmosar (Sphagnidae)
Ættbálkur: Sphagnales
Ætt: Sphagnaceae
Ættkvísl: Sphagnum

Barnamosi (fræðiheiti: Sphagnum) er ættkvísl mosa sem eru afar rakadrægir. Íslenska heitið er komið til af því að hann var settur undir hjá ungbörnum og dró í sig þvag þegar þau migu undir. Hann hefur einnig notagildi eins og að vera jarðvegsumbót, einangrun, gleypir, og eldsneyti. Dæmi voru til þess að hann væri notaður sem nokkurs konar dömubindi með því að vefja hann í léreft og sem sáraumbúðir (í mosanum er bakteríudrepandi efni).

Barnamosi vex aðalega á norðurhveli jarðar í freðmýri, en einnig er að finna tegundir (þótt þær séu færri) á suðurhveli jarðar.

Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:
  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.