Spjall:Jafnaðarstefna
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Greinin Jafnaðarstefna er gæðagrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera mjög vandaða grein. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug. |
Er jafnaðarstefna ekki það sem kallað er á ensku democratic socialism? Svo ég bæti við, sósíalismi hefur eftir því sem ég best veit verið þýtt félagshyggja, en jafnaðarstefna notað um sósíaldemócratisma (ef þið flettið upp jafnaðarstefna í Alfræðiorðabók Ö&Ö ættu þið að sjá hvað ég á við). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 1. febrúar 2006 kl. 23:19 (UTC)
- Hannes hefur sögulega orðnotkun í huga í þessari grein og það getur verið dálítið ruglandi þótt gerð sé nokkur grein fyrir mismunandi merkingu orðanna í greininni. Í daglegu tali núna merkja orðin "sósíalismi" og "jafnaðarstefna" ekki það sama og e.t.v. væri réttast að hafa sína grein fyrir hvort hugtakið.
- Hinar hefðbundnu greinar jafnaðarstefnu/sósíalisma eru tvær: byltingarstefna og lýðræðisstefna, sem ganga síðan undir ýmsum nöfnum - algengast er að tala um kommúnista og sósíal-demókrata. Fáir munu telja nasisma þriðju grein sósíalismans og sérstaklega ekki þeir sem nú kenna sig við jafnaðarstefnu (eins og Hannes bendir einmitt á í greininni). Hlutleysisins vegna verður hér að gera nokkrar breytingar. - Haukurth 2. febrúar 2006 kl. 10:53 (UTC)
-
- Málið er að ég var búin að skrifa smágrein um sósíalisma, þess vegna skil ég ekki af hverju grein birtist um sósíalisma undir jafnaðarstefna sem var tengill undir „Sjá einnig“ svæðinu í þeirri grein (hugmyndin var að gera greinarmun á þessum tveim hugtökum). Þetta er alveg út úr kú. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 2. febrúar 2006 kl. 16:18 (UTC)
-
-
- Félagshyggja er líka þýðing á „communitarianism“ og þeir sem kalla sig félagshyggjumenn eru sjaldnast að kalla sig sósíalista, þannig að það gæti verið ruglandi. --Cessator 4. maí 2006 kl. 08:30 (UTC)
-
-
-
-
- Það þyrft að endurvinna þetta eins og sagt er að ofan. Aðgreina sósíalisma, jafnaðarstefu og kommúnisma (á sama hátt og þessir ágætu pistlar um anarkisma). Það hefur lítið upp á sig að reyna að setja undir einn hatt stefnu Tony Blair, Jósef Stalín og Ingibjörgu Sólrúnu. Og eins og Cessator nefnir þá kölluðu samvinnuhreyfingarmenn (og voru flestir framsókn) sjálfa sig félagshyggjumenn. Masae 19. maí 2006 kl. 14:04 (UTC)
-
-
-
-
-
-
- Ég er sammála því að það þurfi að breyta þessari grein talsvert. Orðanotkunin er því miður á reiki, eins og við vitum sjálfsagt öll. Ég mundi skipta þessari grein upp, þannig að sósíaldemókratismi eða jafnaðarstefna væru ein grein, en sósíalismi eða félagshyggja væri önnur grein. Sú síðarnefnda mundi aftur skiptast í byltingarsinnaðan og umbótasinnaðan sósíalisma. Nasismi, eða þjóðernisjafnaðarstefna, held ég að eigi augljóslega ekki heima sem undirkafli í þessari grein! Þætti fólki þessi skipting ásættanleg? Vesteinn 10:41, 9 maí 2007 (UTC)
- Nei, mér finnst ekki ásættanlegt að sósíalismi/félagshyggja sé ein grein, enda er þetta tvennt ólíkt. Sósíalismi og sósíaldemókratismi er hins vegar hvort tveggja jafnaðarstefnur, bara mislangt til vinstri, og ef þú vilt gera greinarmuninn á byltingarsinnaðri jafnaðarstefnu og umbótasinnaðri, þá væri sósíalismi byltingarsinnuð jafnaðarstefna en sósíaldemókratismi umbótasinnuð jafnaðarstefna. Þess vegna finnst mér að grein um jafnaðarstefnu ætti að fjalla um sósíalisma og sósíaldemókratisma og hvort tveggja mætti eiga sér undirgrein; hún mætti minnast á kommúnisma (sameignarstefnu) sem ætti að vera sér grein og hún ætti að minnast á félagshyggju sem ætti að vera sér grein (kannski jafnvel tvær greinar). Nasismi ætti að vera annars staðar, sama hverjar orðsifjarnar eru, þá er nasimi ein tegund fasisma en ekki jafnaðarstefnu. --Cessator 18:05, 9 maí 2007 (UTC)
- Hvað á þá að koma upp ef maður slær inn "félagshyggja"? Eigum við að líta á félagshyggju og jafnaðarstefnu sem samheiti, sem sé þýðing á bæði sósíalisma og sósíaldemókratisma? Það væri kannski einfaldast að hafa eina miðlungslanga yfirlitsgrein, og láta hana svo vísa í greinar um mismunandi leiðir, t.d. kommúnisma, samvinnustefnu o.s.frv. Ég held að okkur sé tæpast stætt á því að segja að sósíalismi sé byltingarsinnuð jafnarðarstefna. Ég, fyrir mitt leyti, lít reyndar sjálfur svo á, en ef við segjum það, hvað þá með t.d. Segoléne Royal? Hún er einatt kölluð sósíalisti og er m.a. í franska Sósíalistaflokknum, og ekki er hann nú byltingarsinnaður. Ég mundi m.ö.o. deila sósíalisma í byltingarsinnaðan og umbótasinnaðan sósíalisma, þar sem sá síðarnefndi teldist nokkuð vinstra megin við sósíaldemókratisma, sem mætti þýða sem lýðræðisjafnaðarstefnu. Væri þetta ásættanleg skipting? --Vesteinn 05:07, 10 maí 2007 (UTC)
-
- Cessator er hér að tala um félagshyggju sem þýðingu á orðinu communitarianism sem er tiltölulega ný stefna eða hvað? (en.wikipedia rekur hana til loka 20. aldar). Ég held raunar að félagshyggja sé mun hefðbundnari sem þýðing á socialism (sbr. t.d. orðabók háskólans). Ég held því það myndi skapa minnstan rugling ef við þýddum socialism sem félagshyggja og democratic socialism sem jafnaðarstefnu og fyndum svo bara eitthvað annað orð yfir þessa nýju stefnu, communitarianism. --Akigka 10:16, 10 maí 2007 (UTC)
- Þegar ég tók námskeið um stjórnmálaheimspeki hjá Þorsteini Gylfasyni á sínum tíma var orðið „communitarianism“ þýtt félagshyggja. (Gott ef það er ekki að finna í einhverjum af bókum hans líka.) Tilfinning mín segir mér að íslenskir stjórnmálamenn noti „félagshyggja“ („félagshyggjuöflin“ o.s.frv.) og „jafnaðarstefna“ („jafnaðarmenn“ o.s.frv.) meira og minna jöfnum höndum. Ef „félagshyggja“ verður fyrir valinu til að þýða orðið „sósíalismi“, þá verður væntanlega að færa núverandi grein um félagshyggju á félagshyggja (stjórnmálaheimspeki); communitarianism er þýtt „félagshyggja“ og það er engin önnur þýðing í notkun, þannig að við verðum bara að nota hana. --Cessator 16:03, 10 maí 2007 (UTC)
- Það sem ég að við með orðinu „félagshyggja“ er félagshyggja :) --Cessator 16:03, 10 maí 2007 (UTC)
- Er ekki bara málið það að þeir sem kenna sig við sósíalisma hafi mildast? Þegar ég heyri talað um sósíalisma hugsa ég um Lenín (nema hér í Bandaríkjunum, hér er talað um Norðurlöndin sem sósíalísk lönd). --Cessator 16:05, 10 maí 2007 (UTC)
- En grein um jafnaðarstefnu almennt ætti að kynna alla anga stefnunnar og svo væri hægt að hafa undirgreinar. Hún gæti kynnt lýðræðisjafnaðarstefnu, umbótasinnaðan sósíalisma, byltingarsinnaðan sósíalisma, og sameignarstefnu; umfjöllun um marxisma væri e.t.v. við hæfi í kafla um bakgrunn eða rætur jafnaðarstefnunnar. --Cessator 16:09, 10 maí 2007 (UTC)
- Félagshyggja er held ég (aftur) hefðbundin þýðing á sósíalisma, en það er rétt að orðið jafnaðarstefna er oft notað um það þótt vinstriflokkarnir á íslandi noti það yfir þann anga sósíalismans sem gekk í gegnum ákveðna endurskoðun og ákvað að aðhyllast lýðræði í stað byltingar. Hvað varðar hugtakanotkun Þorsteins Gylfasonar þá er þar um að ræða afar sannfærandi authority varðandi hugtakanotkun en bendi aðeins á að hann var sjálfur óhræddur við að margræðni hugtaka og hvatti raunar til endurnýtingar þar sem hún ætti við. --Akigka 22:27, 10 maí 2007 (UTC)
- Það er rétt að Þorsteinn var óhræddur við margræðni orða. Og við þurfum ekki að vera það heldur. Það er hægt að færa núverandi grein um félagshyggju á „félagshyggja (stjórnmálaheimspeki)“ þannig að rúm skapist fyrir aðra umfjöllun um félagshyggju. Ég er samt efins um að félagshyggja sé venjulega þýðingin á sósíalisma en ég ætla að hætta að nöldra um það. Hins vegar er raunveruleg spurning hvort það sé ef til vill best að nota bara orðin „sósíalismi“ og „kommúnismi“; „kommúnismi“ er jú margfalt þekktara og meira notað í íslensku en „sameignarstefna“ og orðið „sósíalismi“ er ekki sletta heldur tökuorð sem er í almennri notkun, það var til sósíalistaflokkur á millistríðsárunum og orðið er enn notað þótt enginn stjórnmálaflokkur kenni sig beint við sósíalisma (sbr. Vísindavefinn). Með þessum hætti væri hægt að gera greinarmun þannig að jafnaðarstefna væri annars vegar sósíalismi (sem er bæði byltingarkenndur og umbótasinnaður) og hins vegar lýðræðisjafnaðarstefna (sem er alltaf umbótasinnuð); byltingarkenndi sósíalisminn rennur svo saman við kommúnismann (sem fær þó að sjálfsögðu sérstaka greinum sig). --Cessator 03:58, 11 maí 2007 (UTC)
- Öll þessi hugtök eru heldur vandmeðfarin þar sem engin samstaða er um hvað þau þýða nákvæmlega. Félagshyggjan er ekki minnst vandmeðfarin, það er nefnilega ekki rétt að það sé algengasta þýðingin á sósíalisma. Meðal annars hefur Framsóknarflokkurinn alltaf kallað sig félagshyggjuflokk, sjá [1] en aldrei sósíalískan né jafnaðarmannaflokk. Þeirra stefna er nánast það sem samsvarandi flokkar á Norðurlöndum hafa nefnt social-liberalisma.Masae 09:02, 11 maí 2007 (UTC)
- Segir nokkuð - Social liberalism - verulega áhugavert :) En ég held engu að síður félagshyggja (sem vel að merkja er nánast bein þýðing á orðinu) sé hin hefðbundna þýðing á sósíalisma þótt það kunni líka að vera notað yfir ýmislegt annað. Get samt ekki beinlínis bent á neina sérstaka heimild fyrir því aðra en orðabók háskólans, sem gefur líka upp sem samheiti, jafnaðarstefna og sameignarstefna. En það er rétt hjá Cessator að orðin sósíalismi og kommúnismi eru vel þekkt orð og kannski ættum við bara að nota þau. Hins vegar sýnist mér "jafnaðarstefna" vera almennt notuð (alla vega af þeim tveim flokkum sem kenna sig við hana hér á landi) sem þýðing á social democracy. Lýðræðisjafnaðarsttefna (eða lýðræðisfélagshyggja) finnst mér að ætti strictu sensu að eiga við en:Democratic socialism en jafnaðarstefna, eins og orðið er notað á Íslandi nú um stundir, á miklu fremur við um en:Social democracy, sem er allt annað. Annars er þetta vandmeðfarið, og afar ruglingslegt allt saman, eins og komið hefur fram. --Akigka 09:28, 11 maí 2007 (UTC)
- Við getum líka miðað við spurninguna "hvers vænta lesendur þegar þeir fletta upp orðinu?" fyrir bæði orðin félagshyggja og jafnaðarstefna. --Akigka 09:42, 11 maí 2007 (UTC)
- Já, þetta getur verið býsna ruglingslegt. Steingrímur J. segir í bókinni sinni Við öll: "Nota má ýmis hugtök til að lýsa þeirri hugmyndafræði eða hugsun sem liggur til grundvallar samþættingu umhverfisverndar og félagshyggju. Vinstri hreyfingin - grænt framboð ber í nafni sínu að þar er byggt á slíkri hugmyndafræði, slíkri samþættingu. Við getum kallað það græna félagshyggju eða vinstri stefnu, græna jafnaðarstefnu, grænan nýsósíalisma." Hér er þá allt lagt að jöfnu; vinstri stefna, jafnaðarstefna, félagshyggja og (ný)sósíalismi. Almennt held ég að VG kenni sig mest við "róttæka vinstri stefnu". En stundum er líka talað um sósíalisma, til dæmis kallar Stefán Pálsson Steinunni konuna sína sósíalista á blogginu sínu í dag.[2] Ég held að fólk í Samfylkingunni noti ekki það orð en hafi ekkert á móti hinum. Framsóknarmenn kenna sig stundum við félagshyggju - hér kallar einn frambjóðandi þeirra hana "grundvallarhugmyndafræði flokksins" [3] - en ekki, held ég, við jafnaðarstefnu og alls ekki sósíalisma. Ég held því að eins og orðin eru notuð núna nái 'félagshyggja' yfir allt vinstra megin við Sjálfstæðisflokkinn, 'jafnaðarstefna' sé þrengra orð og lengra til vinstri og 'sósíalismi' enn þrengra orð og enn lengra til vinstri. Haukur 14:06, 11 maí 2007 (UTC)
- Mér líst ekki vel á að blanda nýsósíalisma í málið. Ég held að það sem Haukur er að benda á endurspegli sennilega almenna málnotkun að einhverju leyti, þ.e. að því marki sem hún er ekki á reiki. Þegar hvert hugtak um sig fær eigin undirgrein verður hver grein samt að útskýra að hugtakanotkun sé á reiki og mörkin séu engan veginn alltaf ljós (t.d. að kommúnismi og sósíalismi geti nefnt það sama, sem og sósíalismi og jafnaðarstefna). Einn vandi við að hafa þetta svona væri sá að interwikitenglar í félagshyggju myndu þá tegja í socialism en í greininnu um sósíalisma í eitthvað annað, því á ensku er socialism samheiti fyrir allt heila klabbið (Framsóknarflokkurinn væri sennilega kallaður sósíalískur flokkur hér í Bandaríkjunum). --Cessator 15:34, 11 maí 2007 (UTC)
- Segir nokkuð - Social liberalism - verulega áhugavert :) En ég held engu að síður félagshyggja (sem vel að merkja er nánast bein þýðing á orðinu) sé hin hefðbundna þýðing á sósíalisma þótt það kunni líka að vera notað yfir ýmislegt annað. Get samt ekki beinlínis bent á neina sérstaka heimild fyrir því aðra en orðabók háskólans, sem gefur líka upp sem samheiti, jafnaðarstefna og sameignarstefna. En það er rétt hjá Cessator að orðin sósíalismi og kommúnismi eru vel þekkt orð og kannski ættum við bara að nota þau. Hins vegar sýnist mér "jafnaðarstefna" vera almennt notuð (alla vega af þeim tveim flokkum sem kenna sig við hana hér á landi) sem þýðing á social democracy. Lýðræðisjafnaðarsttefna (eða lýðræðisfélagshyggja) finnst mér að ætti strictu sensu að eiga við en:Democratic socialism en jafnaðarstefna, eins og orðið er notað á Íslandi nú um stundir, á miklu fremur við um en:Social democracy, sem er allt annað. Annars er þetta vandmeðfarið, og afar ruglingslegt allt saman, eins og komið hefur fram. --Akigka 09:28, 11 maí 2007 (UTC)
- Enska Wikipedia hefur grein um social liberalism en:Social liberalism og eins eru fleiri wikipediur. Þar er að finna þá flokka sem Framsókn hefur haft nánast samstarf við (t.d. í Norðurlandaráði). Það er ekki alveg rétt að socialism sé notað fyrir "allt heila klabbið" þó svo geti verið í Bandaríkjunum. Í greininni um socialism á ensku Wikipedia en:Socialism er það fremur notað sem andstæða við kommúnisma, það er í merkingunni sósíaldemókratía. Og ég vil enn draga í efa að félagshyggja hafi verið notað sem samheiti yfir sósíalisma í pólitískri umræðu á 20.öld. Öllu heldur sem samheiti yfir "vinstri stefna" (og eru bæði hugtökin jafn mikið í móðu og geta táknað nánast hvað sem er).Masae 16:25, 11 maí 2007 (UTC)
- Ef þú skoðar ensku greinina um sósíalisma sem þú bentir á, þá sérðu þar snið til hægri á síðunni og þar eru undir sósíalisma m.a. kommúnismi, libertarian sósíalismi, sósíaldemókratismi... meira og minna allt sem finnst á vinstri vængnum. Þess vegna sagði að ég að sósíalismi nái yfir allt heila klabbið. Það sem er í gangi þarna er kannski einmitt það að fólk notar orðið socialism bæði í víðari og þrengri merkingu, í víðari merkingu nær það einmitt yfir allan vinstri vænginn, en í þrengri merkingu er það ekki nema ein hugmyndafræði meðal annarra á vinstri vængnum (eins og orðið jafnaðarstefna hefur verið notað hér). Það er rétt að það er enginn tengill þarna á social liberalism en það er af því að liberalismi er hægri og miðjustefna (nema í Bandaríkjunum þar sem menn halda að allt vinstra megin við repúblikanana sé á vinstri væng stjórnmálanna...) og Framsókn hefur alltaf kennt sig við miðjustefnu, þótt þeir hafi getað átt samstarf bæði með hægri og vinstri flokkum í gegnum tíðina. --Cessator 17:11, 11 maí 2007 (UTC)
- Hvernig líst ykkur á að gera félagshyggju að aðgreiningarsíðu, færa þessa á sósíalismi og gera grein um social democracy undir jafnaðarstefna? Ég held að það væri nær current use en núverandi fyrirkomulag, þótt það sé vissulega ekki fullkomin lausn... --Akigka 20:46, 11 maí 2007 (UTC)
- Áttu þá við að þessi grein héti sósíalismi og fjallaði um sósíalisma í víðum skilningi, þ.á m. jafnaðarstefnu, sem fnegi eigin grein? Ég andmæli því ekki. --Cessator 21:09, 11 maí 2007 (UTC)
- Ágæt lausnMasae 13:37, 12 maí 2007 (UTC)
- Áttu þá við að þessi grein héti sósíalismi og fjallaði um sósíalisma í víðum skilningi, þ.á m. jafnaðarstefnu, sem fnegi eigin grein? Ég andmæli því ekki. --Cessator 21:09, 11 maí 2007 (UTC)
- Hvernig líst ykkur á að gera félagshyggju að aðgreiningarsíðu, færa þessa á sósíalismi og gera grein um social democracy undir jafnaðarstefna? Ég held að það væri nær current use en núverandi fyrirkomulag, þótt það sé vissulega ekki fullkomin lausn... --Akigka 20:46, 11 maí 2007 (UTC)
- Ef þú skoðar ensku greinina um sósíalisma sem þú bentir á, þá sérðu þar snið til hægri á síðunni og þar eru undir sósíalisma m.a. kommúnismi, libertarian sósíalismi, sósíaldemókratismi... meira og minna allt sem finnst á vinstri vængnum. Þess vegna sagði að ég að sósíalismi nái yfir allt heila klabbið. Það sem er í gangi þarna er kannski einmitt það að fólk notar orðið socialism bæði í víðari og þrengri merkingu, í víðari merkingu nær það einmitt yfir allan vinstri vænginn, en í þrengri merkingu er það ekki nema ein hugmyndafræði meðal annarra á vinstri vængnum (eins og orðið jafnaðarstefna hefur verið notað hér). Það er rétt að það er enginn tengill þarna á social liberalism en það er af því að liberalismi er hægri og miðjustefna (nema í Bandaríkjunum þar sem menn halda að allt vinstra megin við repúblikanana sé á vinstri væng stjórnmálanna...) og Framsókn hefur alltaf kennt sig við miðjustefnu, þótt þeir hafi getað átt samstarf bæði með hægri og vinstri flokkum í gegnum tíðina. --Cessator 17:11, 11 maí 2007 (UTC)
- Öll þessi hugtök eru heldur vandmeðfarin þar sem engin samstaða er um hvað þau þýða nákvæmlega. Félagshyggjan er ekki minnst vandmeðfarin, það er nefnilega ekki rétt að það sé algengasta þýðingin á sósíalisma. Meðal annars hefur Framsóknarflokkurinn alltaf kallað sig félagshyggjuflokk, sjá [1] en aldrei sósíalískan né jafnaðarmannaflokk. Þeirra stefna er nánast það sem samsvarandi flokkar á Norðurlöndum hafa nefnt social-liberalisma.Masae 09:02, 11 maí 2007 (UTC)
- Það er rétt að Þorsteinn var óhræddur við margræðni orða. Og við þurfum ekki að vera það heldur. Það er hægt að færa núverandi grein um félagshyggju á „félagshyggja (stjórnmálaheimspeki)“ þannig að rúm skapist fyrir aðra umfjöllun um félagshyggju. Ég er samt efins um að félagshyggja sé venjulega þýðingin á sósíalisma en ég ætla að hætta að nöldra um það. Hins vegar er raunveruleg spurning hvort það sé ef til vill best að nota bara orðin „sósíalismi“ og „kommúnismi“; „kommúnismi“ er jú margfalt þekktara og meira notað í íslensku en „sameignarstefna“ og orðið „sósíalismi“ er ekki sletta heldur tökuorð sem er í almennri notkun, það var til sósíalistaflokkur á millistríðsárunum og orðið er enn notað þótt enginn stjórnmálaflokkur kenni sig beint við sósíalisma (sbr. Vísindavefinn). Með þessum hætti væri hægt að gera greinarmun þannig að jafnaðarstefna væri annars vegar sósíalismi (sem er bæði byltingarkenndur og umbótasinnaður) og hins vegar lýðræðisjafnaðarstefna (sem er alltaf umbótasinnuð); byltingarkenndi sósíalisminn rennur svo saman við kommúnismann (sem fær þó að sjálfsögðu sérstaka greinum sig). --Cessator 03:58, 11 maí 2007 (UTC)
- Félagshyggja er held ég (aftur) hefðbundin þýðing á sósíalisma, en það er rétt að orðið jafnaðarstefna er oft notað um það þótt vinstriflokkarnir á íslandi noti það yfir þann anga sósíalismans sem gekk í gegnum ákveðna endurskoðun og ákvað að aðhyllast lýðræði í stað byltingar. Hvað varðar hugtakanotkun Þorsteins Gylfasonar þá er þar um að ræða afar sannfærandi authority varðandi hugtakanotkun en bendi aðeins á að hann var sjálfur óhræddur við að margræðni hugtaka og hvatti raunar til endurnýtingar þar sem hún ætti við. --Akigka 22:27, 10 maí 2007 (UTC)
- Cessator er hér að tala um félagshyggju sem þýðingu á orðinu communitarianism sem er tiltölulega ný stefna eða hvað? (en.wikipedia rekur hana til loka 20. aldar). Ég held raunar að félagshyggja sé mun hefðbundnari sem þýðing á socialism (sbr. t.d. orðabók háskólans). Ég held því það myndi skapa minnstan rugling ef við þýddum socialism sem félagshyggja og democratic socialism sem jafnaðarstefnu og fyndum svo bara eitthvað annað orð yfir þessa nýju stefnu, communitarianism. --Akigka 10:16, 10 maí 2007 (UTC)
-
- Hvað á þá að koma upp ef maður slær inn "félagshyggja"? Eigum við að líta á félagshyggju og jafnaðarstefnu sem samheiti, sem sé þýðing á bæði sósíalisma og sósíaldemókratisma? Það væri kannski einfaldast að hafa eina miðlungslanga yfirlitsgrein, og láta hana svo vísa í greinar um mismunandi leiðir, t.d. kommúnisma, samvinnustefnu o.s.frv. Ég held að okkur sé tæpast stætt á því að segja að sósíalismi sé byltingarsinnuð jafnarðarstefna. Ég, fyrir mitt leyti, lít reyndar sjálfur svo á, en ef við segjum það, hvað þá með t.d. Segoléne Royal? Hún er einatt kölluð sósíalisti og er m.a. í franska Sósíalistaflokknum, og ekki er hann nú byltingarsinnaður. Ég mundi m.ö.o. deila sósíalisma í byltingarsinnaðan og umbótasinnaðan sósíalisma, þar sem sá síðarnefndi teldist nokkuð vinstra megin við sósíaldemókratisma, sem mætti þýða sem lýðræðisjafnaðarstefnu. Væri þetta ásættanleg skipting? --Vesteinn 05:07, 10 maí 2007 (UTC)
- Nei, mér finnst ekki ásættanlegt að sósíalismi/félagshyggja sé ein grein, enda er þetta tvennt ólíkt. Sósíalismi og sósíaldemókratismi er hins vegar hvort tveggja jafnaðarstefnur, bara mislangt til vinstri, og ef þú vilt gera greinarmuninn á byltingarsinnaðri jafnaðarstefnu og umbótasinnaðri, þá væri sósíalismi byltingarsinnuð jafnaðarstefna en sósíaldemókratismi umbótasinnuð jafnaðarstefna. Þess vegna finnst mér að grein um jafnaðarstefnu ætti að fjalla um sósíalisma og sósíaldemókratisma og hvort tveggja mætti eiga sér undirgrein; hún mætti minnast á kommúnisma (sameignarstefnu) sem ætti að vera sér grein og hún ætti að minnast á félagshyggju sem ætti að vera sér grein (kannski jafnvel tvær greinar). Nasismi ætti að vera annars staðar, sama hverjar orðsifjarnar eru, þá er nasimi ein tegund fasisma en ekki jafnaðarstefnu. --Cessator 18:05, 9 maí 2007 (UTC)
- Ég er sammála því að það þurfi að breyta þessari grein talsvert. Orðanotkunin er því miður á reiki, eins og við vitum sjálfsagt öll. Ég mundi skipta þessari grein upp, þannig að sósíaldemókratismi eða jafnaðarstefna væru ein grein, en sósíalismi eða félagshyggja væri önnur grein. Sú síðarnefnda mundi aftur skiptast í byltingarsinnaðan og umbótasinnaðan sósíalisma. Nasismi, eða þjóðernisjafnaðarstefna, held ég að eigi augljóslega ekki heima sem undirkafli í þessari grein! Þætti fólki þessi skipting ásættanleg? Vesteinn 10:41, 9 maí 2007 (UTC)
-
-
-
-
-
-
-
- Enska Wikipedia er með töluvert umfangsmikla flokkun á þessu:
- Socialism ; Currents: Communism, Democratic socialism, Guild socialism, Libertarian socialism, Market socialism, Revolutionary socialism, Social democracy, Utopian socialism; Regional variants: African socialism, Arab socialism, Labor Zionism; Religious socialism: Buddhist socialism, Christian socialism, Islamic socialism; Key issues: Criticisms of socialism, History of socialism, Socialist economics, Socialist state, Types of socialism; People and organizations: List of socialists, First International, Second International, Third International, Fourth International, Socialist International; Related subjects: Anarchism, Class struggle, Democracy, Dictatorship of the proletariat, Egalitarianism, Equality of outcome, Internationalism, Marxism, Proletarian revolution, Socialism in one country, Trade union, Utilitarianism.
- Það væri kannski fullmikið að fara að þýða þetta allt saman yfir á íslensku, eða hvað finnst ykkur? -- Vesteinn 10:49, 9 maí 2007 (UTC)
-
-
-
-
-
-
-
-
-
- Alla vega full ástæða til að taka greinina í gegn... það er morgunljóst. --Akigka 11:14, 9 maí 2007 (UTC)
-
-
-
-
-

