Savanna tríóið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Savanna tríóið | ||
|---|---|---|
| Savanna Tríóið – SG - 015 | ||
| Gefin út | 1968 | |
| Tekin upp | {{{Tekin upp}}} | |
| Tónlistarstefna | Þjóðlög | |
| Lengd | ||
| Útgáfufyrirtæki | SG - hljómplötur | |
| Upptökustjóri | Tony Russell | |
| Savanna Tríóið – Tímatal | ||
Savanna tríóið er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1968. Á henni flytur Savanna tríóið Þjóðleg lög. Yfirumsjón með hljóðritun hafði Tony Russell. Káputeikning, Jón Guðmundsson.
[breyta] Lagalisti
- Eitt sinn var ég ógiftur - Lag - texti: Þórir Baldursson — Sig. þórarinsson
- Barn - Lag - texti: Ragnar Bjarnason — Steinn Steinarr
- Eiríkur formaður - Lag - texti: Þórir Baldursson — Grímur Thomsen
- Suliram (Vögguljóð) - Lag - texti: Indónesískt þjóðlag — Jón Örn Marinósson
- Gestur - Lag - texti: Þórir Baldursson — Davíð Stefánsson
- Teitur tinari - Lag - texti: Írskt þjóðlag — Jón Örn Marinósson
- Einn ég fer um auða slóð - Lag - texti: T. Paxton — Hinrik Bjarnason
- Vindur blés - Lag - texti: I. Tyson — Hinrik Bjarnason
- Nikkólína - Lag - texti: erl. alþýðulag — Ingimundur
- Á Dökkumiðum - Lag - texti: Þórir Baldursson — Davíð Stefánsson
- Yfir græði og grundum - Lag - texti: Franskt þjóðlag — Sig. Þórannsson
- Bílavísur - Lag - texti: erl. alþýðulag — Ingimundur
[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags
| Þeir Þórir Baldursson, Troels Bendtsen og Björn Björnsson (í þeirri röð að ofan) áttu það eitt sameiginlegt þegar þeir voru litlir strákar, að hafa verið ljósmyndaðir standandi upp við hina ómissandi súlu, sem Loftur ljósmyndari kom sér upp í lok síðasta stríðs. (Það er sennilega varla til það barn í Reykjavik fætt á árunum 1945—50, sem ekki var ljósmyndað upp við súluna hans Lofts).
Fimmtán árum síðar hittust þeir Þórir, Troels og Björn í fyrsta sinn og fóru að syngja saman. Síðan hafa þeir liklega ekki verið ljósmyndaðir hver í sínu lagi, heldur allir saman. Þeir héldu nefnilega hópinn; skírðu flokkinn Savanna-tríóið og slíkur er frami Savanna-tríósins á þessum fáu árum, sem það starfaði, að einstætt er í íslenzku skemmtanalífi. Þeir sungu í fjölda útvarpsþátta; komu fram á skemmtunum um land allt. Voru fengnir sérstaklega til að skemmta erlendum fyrirmönnum er Ísland heimsóttu. Hafa sungið inn á þrjár tólflaga plötur, sem allar hafa komist í flokk söluhæstu hljómplatna á Íslandi. Þeir hafa komið fram á Íslendingaskemmtunum erlendis; komið fram í sjónvarpi á öllum Norðurlöndunum svo og Bretlandi, að því ógleymdu, að þeir voru fyrstu skemmtikraftarnir, sem komu fram í hinu unga, íslenzka sjónvarpi. Þar voru þeir strax í upphafi fengnir til að annast sérstakan dagskrárlið einir. En þegar þeir tóku að sér sjónvarpsþættina voru þeir hættir að koma fram opinberlega. Ætluðu aðeins að ljúka við eina tólflaga plötu, (sem kom út um vorið 1967) og hætta síðan alveg að syngja. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Þegar sjónvarpsþáttunum var lokið kom í ljós, að þeir áttu í fórum sínum mörg frábær lög með skínandi góðum textum. Þessvegna varð það að ráði, að þeir fóru til London á vegum SG-hljómplatna og hljóðrituðu þau tólf lög, sem eru á þessari plötu. |
||
|
— Svavar Gests
|

