Menntaskólinn Hraðbraut

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Menntaskólinn Hraðbraut
Innsigli Menntaskólans Hraðbrautar Innsigli Menntaskólans Hraðbrautar
Einkunnarorð „Kláraðu menntaskólann á tveimur árum.“
Stofnaður Stofnaður: 1. ágúst 1996 [1]

Starfræktur: Ágúst 2003

Tegund Einkaskóli
Skólastjóri Ólafur Haukur Johnson
Nemendur 2006-2007: 150
Nemendafélag Autobahn
Staðsetning Faxafen 10 skólann[2]
Sími 517 5040
Fax 517 5041
Tölvupóstfang postur@hradbraut.is
Kennitala 490403-2210
Gælunöfn Hraðbraut, MH
Gælunöfn nemenda Hraðbrautingar, Hraðbrautlingar, Hraðlingar
Heimasíða www.hradbraut.is
Þessi grein fjallar um Menntaskólann Hraðbraut. Til að sjá greinina um vegi skaltu skoða Hraðbraut.

Menntaskólinn Hraðbraut eða einfaldlega Hraðbraut er íslenskur framhaldsskóli sem tók til starfa árið 2003 en var formlega stofnsettur, en þó ekki starfræktur, árið 1996 [3]. Nafnið Hraðbraut hlýst af því að hægt sé að ljúka stúdentsprófi á tveimur skólaárum í stað fjögurra, en aldrei fyrr hefur gefist kostur á tveggja ára námi á Íslandi [4]. Á þessum tveimur skólaárum skiptist námið upp í 15 tarnir, þar af 6 tarnir fyrsta skólaárið og 7 tarnir síðara skólaárið, þar sem hver törn er 6 vikur (nema síðasta törnin sem er aðeins 2 vikur). Nemendur geta valið um náttúrufræðibraut og málabraut, en báðar brautirnar leggja umtalsverða áherslu á raunvísindi; svo sem stærðfræði og líffræði og er auk þess löggð sterk áhersla á enskukennslu.

Efnisyfirlit

[breyta] Saga

Menntaskólinn Hraðbraut sem er til húsa í Faxafeni 10, í húsi Framtíðarinnar- séð að vetrarlagi.
Menntaskólinn Hraðbraut sem er til húsa í Faxafeni 10, í húsi Framtíðarinnar- séð að vetrarlagi.

Menntaskólinn Hraðbraut er einkarekinn framhaldsskóli og var formlega stofnaður þann 1. ágúst 1996[5] en skólinn tók til starfa haustið 2003. Skólinn er lítill í samanburði við aðra íslenska framhaldsskóla, sem flestir hafa um 200-500 nemendur. Fyrstu nemendur skólans útskrifuðust með stúdentspróf árið 2005.

[breyta] Um skólann

Menntaskólinn Hraðbraut er til húsa að Faxafeni 10skólann[6], í Reykjavík, í húsi Framtíðarinnar og nýtur góðra samgangna við allt höfuðborgarsvæðið [7]. Skólagjöld í honum nema um 190.000 kr. á ári og hann rúmar um 200 nemendur. Skólastjóri skólans er Ólafur Haukur Johnson.[8][9] Aðstoðarskólastjóri skólans er Jóhanna Magnúsdóttir.[10]

Skólastjórn er skipuð fjórum aðilum sem hafa það hlutverk að gæta hagsmuna nemenda, starfsmanna, foreldra og eigenda. Hlutverk skólastjórnar er að leggja áherslur í starfi skólans. Hún gerir árlega starfsáætlun fyrir skólann í samráði við skólastjóra. Skólastjórnin fylgist jafnframt með því að starfsáætluninni sé framfylgt og er þar að auki skólastjóra til aðstoðar við stjórnun skólans.[11]

Brottfall nemenda við Hraðbraut er hlutfallslega hærra en meðalbrottfall við aðra Íslenska menntaskóla sem er um 16,4% [12], en brottfall nemenda í Hraðbraut er um 17,6%.[13]

[breyta] Fyrirmynd

Fyrirmynd Menntaskólans Hraðbrautar er Sumarskólinn. Í Sumarskólanum hefur nemendum á framhaldsskólastigi boðist að taka áfanga sem fást viðurkenndir af þeirra framhaldsskóla í sumarfríi framhaldsskólanna til að flýta útskrift sinni.[14][15]

[breyta] Fjöldi nemenda og skipting kynja

Fjöldi nemanda við Menntaskólann Hraðbraut hefur aukist tiltölulega mikið síðustu árin. Að neðan er tafla sem sýnir fjölda karlkyns nemenda, kvenkyns nemenda og allra nemenda- auk þess að hafa hlutfallsbreytingu karla, kvenna og allra nemenda. Einnig kemur fram hlutfall kvenna og karla, en það vekur athygli að konur hafa alltaf verið fleiri en karlar í Hraðbraut.

Ár Karlar ♂ Konur ♀ Samtals Hlutfall karla ♂ Hlutfall kvenna ♀
2003 21[16] ( +21) 31[17] ( +31) 52 ( +52) 40% 60%
2004 55[18] ( +34) 76[19] ( +45) 131 ( +79) 42% 58%
2005 50[20] ( -5) 83[21] ( +7) 133 ( +2) 38% 62%
2006 150 ( +7)

[breyta] Námsskipulag

Skipulag náms við Menntaskólann Hraðbraut er með öðru móti en almennt gerist í skólum á framhaldskólastigi, þar sem hann sameinar skólakerfi sem hingað til hafa verið ráðandi; eða kosti bekkjarkerfis og áfangakerfis. Skólinn notast við bekkjarkerfi að því leyti að nemendur fylgja að mestu sama nemendahópnum frá upphafi skólaársins til enda, en hann notast við áfangakerfi að því leyti að námsárinu er skipt upp í lotur, og ljúka nemendur ákveðnum áföngum (oftast þremur) í hverri lotu, en á fyrsta árinu eru 7 lotur, og á því síðara eru 8.

[breyta] Fyrsta ár

Fyrra árið
Lota 1 Lota 2 Lota 3 Jólafrí Lota 4 Lota 5 Lota 6 Lota 7 Sumarfrí

Fyrsta árið er skólinn starfræktur frá miðjum ágúst og lýkur um miðjan júní, þar sem jólafríið hefst snemma í desember og lýkur í byrjun janúar. Á fyrra árinu eru teknar fyrir 7 tarnir þar sem í hverri eru þrír áfangar kenndir.

[breyta] Annað ár

Seinna árið
Lota 8 Lota 9 Lota 10 Jólafrí Lota 11 Lota 12 Lota 13 Lota 14 Lota 15 Útskrift

Annað árið er skólinn starfræktur frá miðjum ágúst til júní, þar sem jólafríið hefst snemma í desember og lýkur í byrjun janúar. Á síðara árinu eru teknar fyrir 8 tarnir þar sem í hverri eru þrír áfangar kenndir, nema í síðustu törninni þar sem aðeins tveir áfangar eru teknir fyrir.

[breyta] Tarnirnar

Námið í Hraðbraut samanstendur af 15 törnum þar sem hver törn er næst sex vikur að lengd[22] (samtals er allt námið um 90 vikur með 15 frívikum). Í hverri törn eru þrír þriggja eininga áfangar kenndir í senn (nema í fimmtándu og ennfremur síðustu törn skólans þar sem kenndir eru tveir þriggja eininga áfangar[23]), og að henni lokinni hefst næsta törn og þannig koll af kolli.

Ein törn
Kennsla Próf Frí
Vika 1 Vika 2 Vika 3 Vika 4 Vika 5 Vika 6

Í hverri törn er kennt í fjórar vikur og svo eru prófin þreytt í fimmtu vikunni. Að því loknu er hlé í eina viku (svo kölluð "frívika"), nema nemandi hafi ekki staðist próf, og þá þarf hann að taka próf úr námsgreinunum sem hann féll í, í sjöttu vikunni. Nemendur ljúka því 9 einingum í hverri lotu[24] að frátalinni síðustu lotu þar sem þeir klára aðeins 6 einingar.[25]

[breyta] Endurupptektarpróf

Ef nemandi fellur á upptektarprófi (þ.e.a.s. ef hann hefur fallið í sama fagi tvisvar) fær hann möguleika á að taka próf sem gildir hundrað prósent af einkunninni gegn gjaldi, eða endurupptektarpróf. Ef nemandi fellur líka í því prófi er hann fallinn í skólanum, þó mögulegt sé að semja um þetta við fulltrúa skóla.

[breyta] Stundaskrá

Námsskipan á einni törn (samtals sex vikur); fjórar vikur til lærdóms, ein vika til prófs og ein vika annað hvort til upptöku eða frís.
Námsskipan á einni törn (samtals sex vikur); fjórar vikur til lærdóms, ein vika til prófs og ein vika annað hvort til upptöku eða frís.

Stundaskráin er þannig að kennt er þrjá daga í viku, þ.e. mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Þessa daga er kennt frá kl. 8:30 - 16:05. Hinsvegar er yfirseta á þriðjudögum og fimmtudögum þar sem yfirsetukennari situr yfir nemendum, sem þá læra á eigin spýtur. Setið er yfir nemendum hvern þessara daga frá kl. 8:30 - 16:05.

[breyta] Íþróttir

Annað atriði við námsskipulag sem er ólíkt öðrum skólum er íþróttakennsla við skólann, en gert er ráð fyrir því í námsskrá framhaldsskólanna að nemendur fái tilsögn í líkamsrækt allan námstímann en vegna þess að námið við skólann stendur aðeins 4 annir taka nemendur hans einungis fjóra áfanga í íþróttum. Verkleg íþróttakennsla skólans fer fram í líkamsræktarstöðinni Hreyfingu.

[breyta] Kennslustofur

Nemendur á síðara námsári við Menntaskólann Hraðbraut í enskutíma í stofu 4.
Nemendur á síðara námsári við Menntaskólann Hraðbraut í enskutíma í stofu 4.

Í hverri stofu er þráðlaust net og prentariskólann[26] en kennslustofur skólans eru sjö talsins, að meðtalinni einni raungreinastofu. Á veggjum allra skólastofa er texti; ljóð, brot eða úrtök úr sögum eða málsháttum, og var þetta sett upp við upphaf skólaársins 2006-2007.

[breyta] Raungreinastofan

Mynd af aðalrými Menntaskólans Hraðbrautar- stofur frá hægri til vinstri; viðverusvæði kennara, raungreinastofan, stofa 7 og stofa 6.
Mynd af aðalrými Menntaskólans Hraðbrautar- stofur frá hægri til vinstri; viðverusvæði kennara, raungreinastofan, stofa 7 og stofa 6.

Raungreinastofan er fjölnota stofa. Þar fer sjaldan fram kennsla nema við krufningar og tilraunir, en annars er hún notuð sem rannsóknarstofa; þar sem það eru nettengdar tölvur, sem nemendur geta nýtt sér við upplýsingaöflun og vinnslu verkefna og oftar en ekki er stærðfræðikennari þar á heimalærdómsdögum til að hjálpa nemendum með vandamál.

[breyta] Fundastofan

Fundastofan er stofa númer 1 í Hraðbraut. Þar eru skjávarpi, hátalari; stólar og sófar og hentar hún því vel fyrir fundi, samkomur, kynningar, leikrit o. s. frv.

[breyta] Nemendafélagsstofan

Nemendafélagsstofan er stofa þar sem kjörnir stjórnarmenn nemendafélagsins vinna, skipuleggja böll, uppákomur og ýmislegt fleira.

[breyta] Félagslíf

Félag nemenda í skólanum heitir Auobahn, og stendur það fyrir öflugu félagslífi og er þáttaka nemenda almennt virk. Sjórnen

[breyta] Þemadagar

Í hverri törn eru þemadagar þar sem nemendum er gefinn kostur á því að klæða sig eftir ákveðnu þema í einn ákveðinn dag. Dæmi um þema sem hafa komið upp eru bleikur dagur, klæðskiptinga dagur, veisluklæða dagur, her dagur og goth dagur. Að lokum dagsins eru gefin stjörnuverðlaun fyrir besta strákinn, bestu stelpuna og besta bekkin og fær sá bekkur sem hefur fengið flestar stjörnur í lok ársins verðlaun; eins og að fara út að borða eða ferð í bíó fyrir allan bekkinn.

[breyta] Framhaldsskólakeppnir

Árlega tekur Hraðbraut þátt í ógrynni af framhaldsskólakeppnum svo dæmi má nefna; Morfís, Gettu Betur, stærðfræði-, paintball- og hæfileikakeppni.[27]

[breyta] Nefndir og klúbbar

Innan skólans er starfrækt nemendafélagið Autobahn, sem merkir einmitt Hraðbraut á þýsku, og hefur það verið starfrækt frá stofnun skólans og sér um að skipulagningu samkvæma- sem og þema-vikna; listafélag; málfunafélag; ritnefnd og vídeónefn, sem sér um að halda vídeo-kvöld.[28] Einnig er nýstarfræktur animeklúbbur, sem heitir Animeklúbbur Hraðbrautar.

[breyta] Samkvæmi og böll

Árlega eru haldin samkvæmi á vegum Hraðbrautar, og má þar helst nefna jólaböll, busaböll, árshátíðarböll og útskriftarball. Einnig eru haldin önnur böll, og taka nemendur oft upp á því að halda böll á eigin vegum.

[breyta] Gettu betur

Þegar Menntaskólinn Hraðbraut var nýstofnaður, voru fjölfróðir nemendur leitaðir uppi í spurningalið skólans þar sem þjálfari var fenginn til að undirbúa krakkana undir keppnina, en komst Hraðbraut þá í undanúrslit (árið 2004) í sinni fyrstu þátttöku.

[breyta] Gagnrýni, ádeilur og umfjöllun

Kort af rými Hraðbrautar.
Kort af rými Hraðbrautar.

[breyta] Of hröð yfirferð

Margir hafa gagnrýnt Menntaskólann Hraðbraut fyrir að fara yfir námsefnið á of skömmum tíma. Þar má til dæmis nefna ummæli varaformanns Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Katrínar Jakobsdóttur, sem hefur gagnrýnt námið þar fyrir að vera fljótafgreidd hraðsuða og að skólinn sé hentiaðgerð kerfiskalla. Hún telur líka að hann muni setja fordæmi og aðrir framhaldskólir muni fara að dæmi hans sem og að háskólar muni líka fara að mata nemendur meira.[29]

[breyta] Styttri námstími á kostnað félagslífs

Önnur algeng gagnrýni á skólann er að vegna þess hve hratt skólinn er tekinn njóti nemendur ekki eins mikils félagslífs og nemendur við aðra menntaskóla.

[breyta] Góð breyting

Einnig hefur verið bent á hvernig skólinn sé góð breyting miðað við menntaskóla á þeim tíma, og að hann veiti nemendum kost á hraðari yfirferð í námi, og námsskipulag sem henti þeim betur.

   
Menntaskólinn Hraðbraut
Það er mikilvægur og kærkominn áfangi í menntastefnu ríkisstjórnarinnar að sjá þennan skóla verða að veruleika. Það er skemmst að minnast þess að alþjóðleg rannsókn (PISA) sýndi að Íslendingar stæðu sig ekki nánda nógu vel í því að sinna þeim námsmönnum sem væru yfir meðaltali í skólanámi. Menntaskólinn Hraðbraut er einmitt settur fram sem valkostur fyrir þá nemendur sem standa sig mjög vel í skóla og þurfa hraðari yfirferð í námi sínu til að halda áhuga sínum og til að nálgast markmið sín.
   
Menntaskólinn Hraðbraut

[breyta] Sölumennska í Menntaskólanum Hraðbraut

Menntaskólinn Hraðbraut hefur ekki stefnu varðandi sölumennsku innan skólans samkvæmt könnun sem Neytendasamtökin gerðu árið 2003.[30] Það hefur komið fyrir að fyrirtækjum hefur verið gefið leyfi fyrir því að vera með kynningarbása eða sölustarfsemi í skólanum og nemendafélagið Autobahn hefur leyfi til þess að hafa samband við fyrirtæki í sambandi við sölumennsku sem tengist nemendum.[31] Skólinn hefur hinsvegar aldrei haft fjárhagslegan ávinning af því að fyrirtæki markaðsetji vörur sínar innan skólans. Árið 2003 veitti Hraðbraut nemendum sínum hvorki kennslu í fjármálum né neytendafræðslu[32], en árið 2005 hófst kennsla í lífsleikni 103 en þar er farið yfir hvort þessara efna.

[breyta] Atvik

[breyta] Esjugangan

Þann 26. maí 2006 löggðu nemendur Hraðbrautar af stað í viðtekna og valfrjálsa Esjugöngu, sem hækka átti hvern þátttakanda um 2,5 í íþróttaeinkunn. Háll snjór var á staðnum þegar komið var á topp Esjunnar. Nemandi á öðru ári, Magnús Dan, missti fótfestu við það að fara niður ísilaggða hlíð, og lenti með bakið á stórgrýttu svæði og slasaðist illa við það. Við það renndi annar nemandi á öðru ári, Sveinn Enok, niður á eftir honum til að gæta að honum. Magnús lá á jörðinni og náði að gera hinum nemunum það viðvart að ekki væri allt í lagi með sig og kvartaði yfir verki í mjóbakinu. Var þá hringt í neyðarlínuna og henni gert viðvart. Þá rann grjóthnullungur af stað niður hlíðina, og stefndi beint í átt að Sveini og Magnúsi. Hnullungurinn lenti ekki í Magnúsi, og slapp Sveinn með lítilsháttar tognun í hásininni. Var björgunarsveit Ársæls og landhelgisgæslunni gert viðvart. Á endanum náði þyrla landhelgisgæslunnar á staðinn fyrr og hífði Magnús, sem þá var í losti, upp í þyrluna og var flogið með hann á Borgarspítalann til frekari rannsóknar. Tveimur tímum síðar á leiðinni niður, mætti björgunarsveitin á svæðið og keyrði Svein Enok ásamt nokkrum öðrum krökkum aftur í byggð.

[breyta] Svipmyndir

[breyta] Neðanmálsgreinar

  1. ^  Stofnun skólans Þar stendur undir „Stofnun skólans“ að „Menntaskólinn Hraðbraut er einkarekinn framhaldsskóli. Hann var formlega stofnaður 1. ágúst 1996. Sá dagur var jafnframt gildisdagur nýrra laga um framhaldsskóla á Íslandi, laga nr. 80/1996. Með lögum þessum opnaðist möguleiki á að stofna einkarekinn framhaldsskóla.“
  2. ^  Prentari og þráðlaust net Skólinn er staðsettur í glæsilegum húsakynnum að Faxafeni 10 í Reykjavík.Búnaður og aðstaða í skólanum er ein sú besta sem þekkist á þessu skólastigi og fer því vel um nemendur í björtu og rúmgóðu húsnæði sem nýtur góðra samgangna við allt höfuðborgarsvæðið. Kennslustofur eru stórar og nemendur sitja við rúmgóð borð í þægilegum skrifstofustólum. Nemendur hafa aðgang að þráðlausu neti um allan skólann ásamt því að prentari er í hverri stofu.
  3. ^  Af framhald.is undir „Aðstaða“ Skólinn er staðsettur í [...] húsakynnum að Faxafeni 10 í Reykjavík. Búnaður og aðstaða í skólanum er ein sú besta sem þekkist á þessu skólastigi og fer því vel um nemendur í björtu og rúmgóðu húsnæði sem nýtur góðra samgangna við allt höfuðborgarsvæðið. Kennslustofur eru stórar og nemendur sitja við rúmgóð borð í þægilegum skrifstofustólum. Nemendur hafa aðgang að þráðlausu neti um allan skólann ásamt því að prentari er í hverri stofu.
  4. ^  Er hægt að ljúka stúdentsprófi á 2 árum? Ástæðan fyrir því að [starfsmenn Menntaskólans Hraðbrautar] geta fullyrt það er að [þeir hafa] þrautreynt námsfyrirkomulagið í 10 ár í öðrum skóla, Sumarskólanum, sem hefur lengst af starfað í Háskóla Íslands. Sumarskólinn er að mörgu leyti fyrirmynd Menntaskólans Hraðbrautar, að því er námið varðar, en Sumarskólann hafa fjölmargir nemendur lokið 9 eininga námi í júní á hverju ári. Námsfyrirkomulagið hefur gefist vel og námið reynst nemendum viðráðanlegt. Nám við Menntaskólann Hraðbraut er lagað að þörfum duglegra og metnaðarfullra námsmanna. Um langt árabil var námsþörfum slíkra nemenda ekki sinnt í menntakerfinu og allir nemendur sveigðir undir sama fjögurra ára fyrirkomulagið. Meiri sveigjanleika hefur gætt í seinni tíð þar sem sums staðar er möguleiki á að ljúka námi til stúdentprófs á þremur árum en aldrei fyrr hefur gefist kostur á tveggja ára námi.
  5. ^  Umfjöllun um skólastjórn Hraðbrautar.
  6. ^  Listi yfir Stjórnendur og starfsmenn á heimasíðu Hraðbrautar.
  7. ^  Blaðsíða 3- Brottfall alls: 3.170 af 19.347 eða 16,4%.
  8. ^  Blaðsíða 3- Brottfall Hraðbrautar alls: 23 af 13 eða 17,6%.
  9. ^  "Sumarskólinn ehf. er nú að hefja sitt 14 starfsár."
  10. ^  tafla yfir fjölda nemenda
  11. ^  Námsfyrirkomulag
  12. ^  Undir „Félgaslíf“ Á stuttum starfstíma hafa nemendur skólans tekið þátt í öllum keppnum framhaldsskólanema svo sem Morfís, Gettur Betur, Stærðfræði -, knattspyrnu-, paintball- og hæfileikakeppni, svo eitthvað sé nefnt. Meðal nefnda og klúbba sem starfrækt eru innan veggja skólans eru skemmtinefnd, listafélag, málfundafélag, ritnefnd og videónefnd. Skólinn hverut [sic] og styrkir nemendur eindregið til þátttöku í hvers kyns athöfnum sem stuðla að heilbrigðri og jákvæðri lífssýn.
  13. ^  Frétt á www.tíkin.is
  14. ^  Spurningar og svör 1. Hefur skólinn markað sér stefnu varðandi sölumennsku innan veggja skólans? [...] Nei. [...] 2. Fá fyrirtæki að vera með kynningarbása eða sölustarfsemi á göngum eða í kennslustofum skólans? [...] Já, það hefur gerst. [...] 3. Fær nemendafélagið að vera í samstarfi við fyrirtæki varðandi sölumennsku er beinist að nemendum? [...] Já. [...] 4. Hefur skólinn haft fjárhagslegan ávinning af samstarfi við fyrirtæki sem hafa markaðsett vörur sínar innan skólans? [...] Nei. [...] 5. Veitir skólinn nemendum sínum ráðgjöf eða kennslu í fjármálum? [...] Það mun væntanlega verða gert í áfanganum Lkn-103 eftir því sem áfangalýsing í námskrá gefur tilefni til. [...] 6.. Er neytendafræðsla hluti af einhverjum námsgreinum skólans og þá hvaða námsgreinum og hvaða námsefni er notað? [...] Væntanlega verður einhver slík fræðsla í áfanganum Lkn-103, en sá áfangi verður væntanlega kenndur í fyrsta sinn vorið 2005. Spurningar og svör sem framhaldskólar landsins fengu tækifæri til að svara og til er vitnað í Neytendablaðinu 4. tbl. 2003.

[breyta] Heimildir

[breyta] Tenglar

Íslenskir framhaldsskólar

Borgarholtsskóli | Fjölbrautaskóli Snæfellinga | Fjölbrautaskóli Suðurlands | Fjölbrautaskóli Suðurnesja | Fjölbrautaskóli Vesturlands | Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki | Fjölbrautaskólinn í Breiðholti | Fjölbrautaskólinn í Garðabæ | Fjölbrautaskólinn við Ármúla | Flensborgarskólinn í Hafnarfirði | Framhaldsskólinn á Húsavík | Framhaldsskólinn á Laugum | Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu | Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum | Iðnskólinn í Hafnarfirði | Iðnskólinn í Reykjavík | Kvennaskólinn í Reykjavík | Landbúnaðarháskóli Íslands | Menntaskóli Borgarfjarðar | Menntaskólinn á Akureyri | Menntaskólinn á Egilsstöðum | Menntaskólinn á Ísafirði | Menntaskólinn í Kópavogi | Menntaskólinn að Laugarvatni | Menntaskólinn í Reykjavík | Menntaskólinn Hraðbraut | Menntaskólinn við Hamrahlíð | Menntaskólinn við Sund | Sjómannaskólinn í Reykjavík| Verkmenntaskóli Austurlands | Verkmenntaskólinn á Akureyri | Verzlunarskóli Íslands

Þetta er gæðagrein|
Á öðrum tungumálum