AA-samtökin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
AA-samtökin,(e. Alcoholics Anonymous) oft einfaldlega kölluð AA, eru óformleg samtök um tveggja milljóna einstaklinga víða um heim sem eru virkir eða óvirkir alkóhólistar. Þessir einstaklingar hittast í hópum í sínu samfélagi og geta hóparnir verið mjög misstórir, allt frá undir tíu einstaklingum til hundruða.
Yfirlýst markmið AA-félaga er að halda sér óvirkum og hjálpa öðrum alkóhólistum til að gera það sama. AA var fyrsta 12-spora kerfið og er fyrirmynd annarra kerfa. Samkvæmt AA ættu alkóhólistar að halda sér algjörlega frá áfengi dags-daglega.

