Spjall:Innrásarstríð
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árásarstríð er vissulega til en einnig árásarstyrjöld.
http://lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=562050&s=33538&l=%E1r%E1sarstyrj%F6ld
http://lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=562049&s=33536&l=%E1r%E1sarstr%ED%F0
- Það er bara svolítið „overkill“ að tala um styrjaldir alltaf. --Cessator 01:31, 6 júlí 2007 (UTC)
Ég á bágt með að samþykkja að styrjöld geti verið annað hvort árásar eða varnarstríð; stríð milli ríkja verða jú með þeim hætti að annar aðilinn ræðst á hinn, sem fer þá í vörn. Hugtökin "árás" og "vörn" eiga frekar við um ákvðna hernaðartækni (taktík), en hafa auðvitað einnig pólitíska skírskotun: "óvinurinn" hefur "árásarstríð" á "hina friðelskandi þjóð", sem þarf þá að verjast. Fyrir þá sem taka þátt í styrjöld er því afstætt hver er "óvinurinn" og hver er "góði gæinn"! Mín tillaga er að stofna grein um hernaðatækni og skrifa þar um sókn og vörn o.s.frv, en eyða fyrrnefndum greinum um innrásar- og varnarstríð. Thvj 01:36, 6 júlí 2007 (UTC)
- Afhverju? Er ekki hægt að hafa þetta sérhæft og svo almennt og útvíkkandi í allar áttir í einhverji alvitri grein?
- Hugtökin innrásarstríð og varnarstríð eru til. Þau eru notuð til að lýsa ekki hvernig stríðinu vindur fram heldur af hverju þau eru háð. Það eru ekki öll stríð innrásarstríð eða varnarstríð; þau geta t.d. hafist vegna landamæradeilna eða vegna trúarbragða. í stjórnmálaheimspeki hefur verið fjallað um varnarstríð sem réttlát stríð undir hugtakinu ius ad bellum. Hugtakið nær aftur til Clausewitz. Sjá Defensive war --Cessator 02:28, 6 júlí 2007 (UTC)
Vissulega er þau að finna, en skilgreiningar eru vandmeðfarnar og ég hef þegar bent á afstæðið í notkun orðanna ([Þjóðverjar, 1. september 1939]: "...frá kl. 5 í morgun höfum við svarað skothríð þeirra [þ.e. Pólverjanna]). Hins vegar mun ég ekki gera neina athugasemd við góða þýðingar á skilgreiningum fengnum úr smiðju von Clausewitz. Thvj 03:51, 6 júlí 2007 (UTC)
- Þetta er smámunasemi í mér kannski en ég fellst ekki á dæmið þitt. Hugtakið er ekki afstætt þótt Þjóðverjar hafi vísvitandi haldið fram ósannindum um að þeir ættu í varnarstríði. Alveg eins og það breytir engu um hver er forseti Íslands þótt ég ljúgi því að Davíð Oddsson gegni embættinu. Enn fremur skiptir ekki máli um hugtakið sjálft þótt það geti stundum verið erfitt að átta sig á hvenær það eigi við; þ.e.a.s. varnarstríð er varnarstríð þótt það geti verið erfitt að dæma hvort eitthvert tiltekið stríð sé varnarstríð eða ekki. Alveg eins og stundvísi er stundvísi og leti er leti þótt það geti verið erfitt að meta hvort tiltekinn maður teljist stundvís eða ekki eða hvort hann er latur eða ekki. --Cessator 06:58, 6 júlí 2007 (UTC)
[breyta] Sameina?
Ættu þessar tvær greinar ekki heima í greininni stríð? Skæruhernaður á kannski rétt á sér sem sérgrein en varla innrásarstríð og varnarstríð - eða hvað? Eða eru þetta ekki bara tvær hliðar á hefðbundnu stríði? --Akigka 09:43, 6 júlí 2007 (UTC)
- Annar möguleiki væri að færa þær á innrás og hervarnir... --Akigka 09:44, 6 júlí 2007 (UTC)
- Nei, hér er einmitt ekki verið að tala um innrásir og varnir, þ.e. hvernig stríðið er háð, heldur upptök þess, þ.e. af hverju stríðið er háð. --Cessator 17:25, 6 júlí 2007 (UTC)
Afhverju þarf að sameina allt og hræra allt út? vissulega mætti nefna þetta allt undir stríð, ekkert að því, en að fletturnar megi ekki vera til aðgreindar - og þá vonandi í framtíðinni sem nánari útskýring - finnst mér óskiljanlegt. Nefnið sem flest í yfirlitsflettu, það er alltaf gott, en leyfið undirflettunum að verða mýflugulesning, þ.e.a.s. nánari útskýringu á fyrirbærinu. Til hvers þarf annars að vera sérfletta um John Lennon og Yoko Ono, væri ekki nóg að vísa því öllu inn á Bítlana. Jafnvel Oasis líka. Nei, ég segi svona.
- Spurningin er hvort allt það sem maður gæti hugsanlega viljað segja um varnarstríð og innrásarstríð eigi ekki jafnvel heima á greininni stríð. Ef efni þessara greina skarast það mikið að þær verði einfaldlega dren á hver annarri eða endurtekningar þá er eins gott að sameina þær... finnst mér. --Akigka 12:55, 6 júlí 2007 (UTC)
Hjartanlega sammála þér, Akigka! Ég mun e.t.v. sameina þær síðar ef ég hef tíma og nennu :) Thvj 19:29, 6 júlí 2007 (UTC)
- Fyrir mér er nokkuð augljóst að þetta ætti að heyra undir stríð. Þetta er eins og að búa til tvær skilgreiningar á fótbolta, varnarbolti og sóknarbolti, með fullri virðingu fyrir þeim hörmungum sem tilheyra stríðum. --Stalfur 21:21, 6 júlí 2007 (UTC)
- Nei, þetta eru önnur hugtök en vörn og sókn, líkingin við varnar- og sóknarbolta á ekki við. --Cessator 22:39, 6 júlí 2007 (UTC)
- Til dæmis háðu Þjóðverjar ekki varnarstríð í seinni heimsstyrjöldinni, ekki einu sinni eftir að þeir voru komnir í vörn; og sömuleiðis háðu Sovétmenn ekki innrásarstríð gegn Þjóðverjum (þótt þeir hafi gert það gegn Pólverjum). --Cessator 22:42, 6 júlí 2007 (UTC)
- Nei, þetta eru önnur hugtök en vörn og sókn, líkingin við varnar- og sóknarbolta á ekki við. --Cessator 22:39, 6 júlí 2007 (UTC)
Eigum við þá ekki að reyna að sameina þessar greinar ;) Thvj 21:28, 6 júlí 2007 (UTC)
Hvaða sameiningarfíkn er þetta eiginlega? Ég skil hana ekki. Væri ekki best að hafa allt undir einni flettu í íslensku Wikipediu: Allt - og undir henni væri svona farið yfir - ja, mest allt. Og svo vísað í hana hvað sem slegið er upp. En svona grínlaust þá er ég þeirrar skoðunar að það ætti auðvitað að nefna þetta tvennt í stríðsgreininni, en þessar flettur væru til (þær eiga sjálfsagt eftir að stækka)... Jájá.... Og svo ég segi nú upp og ofan af sjálfum mér þá myndi ég sjálfsagt ekki missa svefn ef þetta væri allt sameinað stríðsgreininni - ef hugur ykkar er stækur á að sameina þeas, ágætu furðufuglar.
- Eins og er líta þessa greinar út eins og orðabókarskilgreiningar. Ég er svo ósammála Cessator sem sýnir þarna þekkingu á stríðum en vanþekkingu á fótbolta, til eru lið sem spila ekki varnarbolta þó svo að þau séu 3-0 undir heldur sóknarbolta allan tímann og öfugt. --Stalfur 12:49, 7 júlí 2007 (UTC)

