Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn var opnað 1. desember 1994 eftir sameiningu Landsbókasafns Íslands og Háskólabókasafns. Það starfar samkvæmt lögum nr. 71 11. maí 1994 frá Alþingi.
Landsbókavörður er forstöðumaður safnsins.
Safnið hefur mörg verkefni á sinni könnu, þeirra helst eru:
- að varðveita handritasöfn
- að sinna þörfum kennslu og rannsóknarstarfsemi í Háskóla Íslands
- að halda uppi bókasafns- og upplýsingaþjónustu í þágu atvinnuvega, stjórnsýslu og rannsókna.
Aðalstarfsemi safnsins fer fram í Þjóðarbókhlöðunni. Safnið hefur einnig yfir öðru húsnæði að ráða til geymslu gagna. Að auki rekur það útibú í nokkrum byggingum Háskóla Íslands.
Upplýsingatækni verður æ stærri þáttur í rekstri safnsins og meðal helstu verkefna á því sviði eru
- Timarit.is
- Vefsöfnun íslenskra vefsíðna
- Sagnanetið
Efnisyfirlit |
[breyta] Þjóðarbókhlaðan
Þjóðarbókhlaðan var tekin í notkun á 50 ára afmæli lýðveldisins 1994. Ákveðið var að húsið yrði gjöf þjóðarinnar til sjálfrar sín á 1.100 ára afmæli Íslandsbyggðar 1974. Vinna við verkið hófst hins vegar nokkrum árum seinna.
Byggingarsagan spannaði rúm 15 ár, byggingarsjóðurinn var fjársveltur og þrátt fyrir sérstakan skatt sem var lagður á í nafni byggingarinnar þá skilaði sér ekki neitt af þeim pening í sjálfa framkvæmdina.
Þann 1. desember 1994 var byggingin loks opnuð almenningi.
[breyta] Byggingin
- 4 hæðir auk kjallara
- Gólfflötur byggingarinnar er 13.000 fermetrar
- Rúmmál byggingarinnar eru 51.000 rúmmetrar
- 105 kílómetrar af netsnúrum
[breyta] Aðstaða
- Um 100 starfsmenn hafa aðgang að rúmlega 100 tölvum
- Um 100 einkatölvur eru til staðar fyrir gesti og nemendur Háskóla Íslands.
- 517 sæti eru til staðar fyrir lestur handrita, handbóka, tímarita og bóka
- Mötuneyti og nestisaðstaða er til staðar fyrir gesti.
- Sýningarými þar sem settar hafa verið upp til dæmis sýningar um handrit og japanskar bækur
- Fundarsalur þar sem ýmsar kynningar fyrir gesti og nemendur fara fram
- Raka-, hita- og aðgangsstýrt geymslurými þar sem má finna Guðbrandsbiblíur og fleiri dýrgripi íslenskrar menningar
- Þráðlaust net fyrir þá sem eru hjá Reiknistofnun og að auki þráðlaust net í boði HIVE

