Laddi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Laddi
Fæðingarnafn Þórhallur Sigurðsson
Fædd(ur) 20. janúar 1947 (1947-01-20) (60 ára)
Fáni Íslands Hafnarfjörður, Ísland
Önnur nöfn Laddi
Ár virk(ur) 1970 - nú
Börn Marteinn
Ívar
Þórhallur
Helstu hlutverk
Doktor Saxi
í Heilsubælið (1986)
Salómon
í Stella í orlofi (1986)
Theódór Ólafsson
í Magnús (1989)
Salómon
í Stella í framboði (2002)

Þórhallur Sigurðsson (fæddur 20. janúar 1947), best þekktur sem Laddi, er íslenskur leikari, söngvari, tónskáld og skemmtikraftur. Hann hefur gefið út plötur og leikið í kvikmyndum og gert fjöldann allan af skemmtiþáttum, t.d Heilsubælið , Imbakassinn og leikið í Áramótaskaupum. Hann hefur skapað fjöldann allan af karakterum sem margir kannast við eins og Eirík Fjalar, Saxa lækni, Skúla rafvirkja og svo mætti lengi telja. Kvikmyndir sem hann hefur verið í eru t.d Stella í orlofi, Stella í framboði, Magnús, Regína, Íslenski draumurinn og fleiri. Einnig hefur hann starfað mikið í leikhúsi og frægast er þegar hann lék Fagin í Óliver Twist og Tannlækninn í Litlu Hryllingsbúðinni en hann hefur leikið í fjöldamörgum öðrum líka.

Laddi var í tvíeykinu Halli og Laddi en þeir hafa sungið fræg lög og sprellað. Lög Ladda, sem hann hefur gert fræg, eru Sandalar, Í Austurstræti, Of feit fyrir mig og Búkolla ásamt tugum fleiri laga. Hann hefur talsett heilan helling af teiknimyndum og kvikmyndum og má þar nefna Aladdin, Lion King, Mulan, Strumpana, Brakúla og margar fleiri. Laddi á þrjá syni: Martein, Ívar og Þórhall, sem vann keppnina "Fyndnasti maður Íslands" árið 2007.

[breyta] Tenglar

  Þetta æviágrip sem tengist kvikmyndum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Á öðrum tungumálum