Eric Prydz

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eric Prydz (fæddur 19. júlí 1976) er sænskur plötusnúður og tónlistarmaður. Smáskífan hans Call on me, sem kom út árið 2004, komst í efsta sæti breska vinsældarlistans.

[breyta] Call on Me

Lagið er byggt á lagi Steve Woodward Valerie sem kom út árið 1982 og var endurútgefið 1987. Steve aðstoðaði Eric við að endurhljóðrita sönginn til að fella að nýju útgáfunni af laginu.

[breyta] Myndbandið

Myndbandið við lagið sýnir hóp aerobic-iðkenda í líkamsræktarstöð undir handleiðslu kvenkennara. Myndbandið er allt á kynferðislegu nótunum, og er sagt líkjast líkamsræktarstöðvar-atriði í myndinni Perfect (1985) með þeim John Travolta og Jamie Lee Curtis.

Grínútgáfa hefur verið gerð af myndbandinu og sýnir hún karlmenn stunda iðju kvennana í upprunalegu útgáfunni og karlkennara. Einnig hafa hermenn í bandaríska hernum gert myndband, þar sem þeir leika líkamsræktarkempurnar.

[breyta] Tengill