Forest Whitaker

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Forest Whitaker

Forest Whitaker
Fæðingarnafn Forest Steven Whitaker
Fædd(ur) 15. júlí 1961 (1961-07-15) (46 ára)
Fáni Bandaríkjana Longview, Texas, USA
Maki/ar Keisha Whitaker (1996 - nú) (2 börn)
Börn Ocean Whitaker (f. 1990)
Autumn Whitaker (f. 1991, stjúpdóttir)
Sonnet Whitaker (f. 1996)
True Whitaker (f. 1998)
Helstu hlutverk
Charlie Parker í Bird
Jody í The Crying Game
Ghost Dog í Ghost Dog: The Way of the Samurai
Lt. Jon Kavanaugh í The Shield
Idi Amin í The Last King of Scotland
Óskarsverðlaun
Besti leikari
2006 The Last King of Scotland
Emmy-verðlaun
Framúrskarandi árangur í sjónvarpsþátt
2003 Door to Door
Golden Globe-verðlaun
Besti leikari
2007 The Last King of Scotland
BAFTA-verðlaun
Besti leikari
2007 The Last King of Scotland

Forest Steven Whitaker (f. 15. júlí 1961), best þekktur sem Forest Whitaker, er bandarískur leikari, kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri. Fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Last King of Scotland hlaut hann mörg virðingarfull verðlaun, þar á meðal Óskarsverðlaun, Golden Globe-verðlaun og BAFTA-verðlaun. Hann er fjórði hörundsdökki bandaríski leikarinn sem hlýtur Óskarsverðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki. Hinir þrír undanfarar hans eru Sidney Poitier, Denzel Washington og Jamie Foxx.[1]

Efnisyfirlit

[breyta] Ævi

Whitaker fæddist í Longview, Texas en fjölskylda hans flutti til Los Angeles þegar hann var fjagra ára gamall.[2] Faðir hans, Forest Whitaker, Jr., var tryggingasali. Móðir hans, Laura Francis Smith, var kennari sem komst í gegnum háskólann með tvær Masters-gráður. Whitaker á eina eldri systur, Deborah, og tvo yngri bræður, Kenn og Damon.

Sem unglingur gekk Whitaker í Palisades-menntaskólann[2] þar sem hann æfði amerískan fótbolta.[3] Þar lék hann í sínu fyrsta hlutverki sem leikari, aðalleikari í leikritinu Under Milk Wood.[2]

[breyta] Kvikmyndaferill

[breyta] Sem leikari

Ein af fyrstu hlutverkum hans sem leikari voru í kvikmyndunum Fast Times at Ridgemont High, The Color of Money, Platoon og Good Morning, Vietnam. Hans fyrsta stóra hlutverk var í kvikmyndinni Bird, í leikstjórn Clint Eastwood. Aðrar stórar kvikmyndir sem hann hefur leikið stór hlutverk í eru meðal annars myndirnar The Crying Game (1992), Ghost Dog: The Way of the Samurai (1999) og The Last King of Scotland (2006)

[breyta] Sem leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi

Myndir sem Whitaker hefur leikstýrt eru Waiting to Exhale (1995), Hope Floats (1998) og First Daughter (2004)

[breyta] Tilvísanir

  1. „Forest Whitaker wins Best Actor Oscar for Idi Amin role,“ ABCNewsOnline, 13. júlí 2007.
  2. 2,0 2,1 2,2 Patterson, John. "The bigger picture,". The Guardian, 20. april, 2002. Skoðað 13. júlí 2007
  3. Inside the Actors Studio, Bravo, skoðað 13. júlí, 2007.

[breyta] Tenglar