Fjallafoxgras

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Wikipedia:Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Fjallafoxgras

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasættbálkur (Poales)
Ætt: Grasætt (Poaceae)
Ættkvísl: Phleum
Tegund: P. alpinum
Fræðiheiti
Phleum alpinum
Linnaeus

Fjallafoxgras (fræðiheiti: Phleum alpinum) er gras af ættkvíslinni phleum. Fjallafoxgras hefur 8-12 mm breiðan og 1-3 sm langan axpunt og smáöxin eru einblóma. Slíðurhimnan er stutt.

Fjallafoxgras verður 15-40 sm á hæð og vex í grasi gefnu landi, gjarnan inn til landsins eða upp til heiða. Það þekkist frá vallarfoxgrasi á styttra axi og útblásnu blaðslíðri.

Á öðrum tungumálum