Kennitala

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kennitala er einkvæmt 10-tölustafa númer sem einstaklingar, félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki nota til að auðkenna sig í viðskiptum og samskiptum við stofnanir, fyrirtæki og aðra einstaklinga.

[breyta] Uppbygging

Fyrstu 6 stafir kennitölu eru myndaðir af fæðingardagsetningu einstaklings. Ef um félagasamtök, stofnun eða fyrirtæki er að ræða er notuð stofndagsetning þess nema hvað tölunni 4 er bætt við fyrsta tölustafinn.

Dæmi:

  • Einstaklingur fæddur 17. júní 2007 fær fyrri hlutann 170607-
  • Fyrirtæki stofnað 17. júní 2007 fær fyrri hlutann 570607-

Næstu tveir stafir kennitölunnar eru valdir af handahófi, þó er varast að þeir verði eins og aðrir sem þegar var úthlutað þannig að einstaklingar fæddir sama dag fái ekki sömu tvo stafi.

Níundi stafur kennitölunnar er vartala, hún er fengin með því að beita reikniriti sem nefnist modulus 11 á fyrstu 8 tölurnar. Þannig er hægt að athuga hvort að kennitala sé löglega mynduð og hafna kennitölum sem slegnar eru inn sem ekki standast þetta vartölupróf.

Tíundi og síðasti stafur kennitölunnar táknar öldina sem aðilinn er fæddur eða stofnaður.

  • 8 er 19. öldin eða árabilið 1800-1899
  • 9 er 20. öldin eða árabilið 1900-1999
  • 0 er 21. öldin eða árabilið 2000-2099
  • 1 er 22. öldin eða árabilið 2100-2199

og svo framvegis.

[breyta] Heimildir

  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.