Ingi Bárðarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ingi Bárðarson (118523. apríl 1217) var konungur Noregs frá 1204 til dauðadags. Hann var sonur Sesselju, systur Sverris konungs og Bárðar Guttormssonar á Rein. Hann var kjörinn konungur af birkibeinum og sat í Þrándheimi.

Konungsefni baglanna voru Erlingur steinveggur til 1207 og síðan Filippus Símonsson og réðu þeir yfir Víkinni. Ingi og Filippus gerðu með sér sátt á Hvítingsey árið 1208 og þegar þeir létust báðir árið 1217 var Hákon gamli kjörinn konungur af báðum hópum.


Fyrirrennari:
Hákon harmdauði
Konungur Noregs
(1204 – 1217)
Eftirmaður:
Hákon gamli



Þessi grein sem fjallar um sagnfræðilegt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana