Hraun (hljómsveit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipedia. Skoðaðu sýnigreinar og nafnavenjurnar til að bæta hana.

Hljómsveitin Hraun var stofnuð 16. júní árið 2003 þegar hljómsveitarmeðlimir komu saman með engum fyrirvara og spiluðu í partýi á kaffihúsinu Kaffi Vín. Hljómsveitin umbreyttist fljótt og fór að spila meira frumsamið efni. Varð sveitin reglulegt húsband á grasrótartónlistarstaðnum Café Rósenberg auk þess að leika reglulega tónleika á kaffihúsinu Langa Manga á Ísafirði. Hljómsveitin hefur gefið út fjórar jólaplötur auk Partýplötu (Partýplatan partý). Plata með frumsömdu efni sveitarinnar kom út hjá plötufyrirtækinu Dimmu 11. júní 2007 og ber nafnið I can't believe it's not happiness. Platan var m.a. plata vikunnar á Rás 2.[1] Útgáfutónleikar voru haldnir í Þjóðleikhúskjallaranum.[2] Sveitin vinnur nú að upptökum annarar LP plötu sinnar, sem er beint framhald af I can't believe it's not happiness.

Meðlimir sveitarinnar eru:

  • Svavar Knútur - Söngur, gítar, harmónikka, píanó
  • Guðmundur Stefán - Gítar og söngur
  • Jón Geir - Trommur og söngur
  • Hjalti Stefánsson - Söngur, mandólín, flauta, ásláttarhljóðfæri
  • Loftur Sigurður - Bassagítar og söngur
  • Gunnar Ben - Hljómborð, óbó, söngur og fleira

[breyta] Tenglar


  

Þessi grein sem tengist tónlist er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana