Ævintýri á hafsbotni
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ævintýri á hafsbotni er unglingasaga eftir Henri Vernes.
Efnisyfirlit |
[breyta] Söguþráður
Í fornöld sukku mörg skip á leiðinni um Miðjarðahaf. Eitt slíkra skipa hafði meðferðis fornfræg ker og skartgripi. Fornfræðingur í París hefur áhuga á að kynnast þessu nánar og ræður hann Bob Moran til fararinnar. Moran klæðist nú froskmannabúningi, ásamt vini sínum einum, og kafa þeir saman um þau svæði hafsbotnsins, þar sem skipin áttu að liggja. En þá kemur í ljós að fleiri hafa áhuga á gömlum skipum með dýrmæta farma en Moran.
[breyta] Aðalpersónur
Bob Moran, Frank Reeves, Prófessor Aristide Clairembart, Leonide Scapalensi
[breyta] Sögusvið
París, Frakkland - Kasr El-Ama, Egyptaland
[breyta] Bókfræði
- Titill: Ævintýri á hafsbotni
- Undirtitill: Spennandi drengjabók um afreksverk hetjunnar Bob Moran
- Á frummáli: La galère engloutie
- Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
- Fyrst útgefið: 1954
- Höfundur: Henri Vernes
- Þýðandi: Magnús Jochumsson
- Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
- Útgáfuár: 1960

