Boðháttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Boðháttur er einn af mörgum háttum sagna sem getur til kynna skipun, bann eða boð. Oft er notkun boðháttarins talin dónaleg, og því er gott að nota hana í hófi.

Efnisyfirlit

[breyta] Í íslensku

Í íslensku er þrenns konar boðháttur:

  • Boðháttur annarrar persónu eintölu er samruni stofns sagnar og persónufornafnsins þú.
    Dæmi: Komdu hingað!
  • Boðháttur annarrar persónu fleirtölu hefur sama form og framsöguháttur nútiðar. Persónufornafninu þið er ýmist sleppt eða haft á eftir boðhættinum.
    Dæmi: Farið (þið) út! (Samanber "Þið farið út" þar sem sögnin er í framsöguhætti.)
  • Í formlegu máli getur boðháttur annarrar persónu eintölu verið stofn sagnarinnar. Það kallast stýfður boðháttur.
    Dæmi: Tak sæng þína og gakk!

[breyta] Boðháttur í öðrum tungumálum

[breyta] Í ensku

Í enska hafa boðháttur ("Jump!" (hoppaðu)) og nafnháttur (to jump (að hoppa)) sama form. Dæmi:

  • Paul, do your homework now!
    íslensku bókstaflega: Páll, gerðu heimaverkefnin þín núna!
    íslensku: Páll, lærðu heima núna!)
  • Go to Cindy's place and get some sugar.
    íslensku: Farðu heim til Cindy og náðu í sykur.)

Boðháttur fyrstu persónu fleirtölu (us, „við“) er gefinn til kynna með orðasambandinu let's (bókstaflega lof okkur en samsvarar frekar við skulum). Dæmi:

  • Let's go.“ (Let us go.)
    íslensku: Förum.)

[breyta] Í latínu

Í latínu er boðháttur notaður. Dæmi:

  • Festina! Cibus defrigescet.
    íslensku: Flýttu þér. Maturinn mun kólna.)
  • Cave canem!“
    íslensku: Varastu hundinn!)
  • Vade retro me!
    íslensku: Farðu/Vík [burt] frá mér!)

Þegar boðháttur í latínu er settur í fleirtölu bætist oftast -te við boðháttinn í fleirtölu.

  • I adverso flumine.“
    íslensku: Gakktu [á] móti strauminum.)
  • Ite adverso flumine.“
    íslensku: Gangiði [á] móti strauminum.)
  • Plaudite, amici, comedia finita est.“
    íslensku: Klappiði, vinir, því gamanleikinum er lokið.)

[breyta] Krækjur