Básendar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Básendar (Bátsandar) voru fyrrum kaupstaður og útræði á Reykjanesskaga vestanverðum. Básendar eru sunnarlega á Miðnesi (Romshvalanesi), nálægt Höfnum. Höfnin var langt og mjótt lón, sem var eins og bás austur og inn í landið. Básendar voru verslunarstaður að minnsta kosti frá 1484 til 1800 þar var ein af höfnum einokunarverslunarinnar og náði verslunarsvæðið yfir Hafnir, Stafnes og Miðnes. Hinrik Hansen var kaupmaður á Básendum í lok 18. aldar og hefur verið nefndur síðasti kaupmaðurinn á Básendum enda var aldrei verslað né búið á Básendum eftir að hann fór þaðan. Yfir Básenda gekk Básendaflóðið árið 1799 og lagðist þá verslun þar af.
[breyta] Heimildir
- Básendaflóðið 1799 - Lýður Björnsson. Skoðað 27. júní, 2006.
- Básendar (kort). Skoðað 27. júní, 2006.

