Jón Einarsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jón Einarsson gelgja (um 1230 - 1306) varð lögsögumaður 1267 og aftur 1269-1270, lögmaður sunnan og austan 1277-1294. Hann var líklega sonur Einars Þorvaldssonar að Hruna, Gizurarsonar. Hann kom út til Íslands með Jónsbók og mun hafa átt mikinn þátt í henni, enda nefnd eftir honum. Var herraður af Noregskonungum, en sagður af nafnbót 1299. Sonur hans var síra Einar Jónsson er dó 1366.
[breyta] Heimild
- Íslenskar æviskrár, j/n, bls. 92.

