Einir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

„Einir“ getur einnig átt við mannsnafnið Eini.
Wikipedia:Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Einir
Þroskuð og óþroskuð einiber á Saaremaa í Eistlandi.
Þroskuð og óþroskuð einiber á Saaremaa í Eistlandi.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Juniperus
Tegund: J. communis
Fræðiheiti
Juniperus communis
L.

Einir (fræðiheiti: Juniperus communis) er runni af einisætt. Einir er útbreiddastur allra trjáplantna heims og finnst um allt norðurhvel jarðar, í Norður-Ameríku, Asíu og Evrópu á kaldtempruðum norðlægum breiddargráðum.

Einirinn er með nálarlaga blöð, u.þ.b. 10 mm langar. Hér á landi vex einirinn í hrauni, kjarri og mólendi. Einirunnar eru oftast jarðlægir, en sumir runnar reisa upp greinarnar og geta þá orðið allt að 120 cm háir.

Fyrst þegar einiberið myndast er það grænt, en verður dökkblátt þegar það er orðið fullþroskað. Úr einiberjum er víða unnið Genever (=Sjenever eða gin).

[breyta] Notkun á Íslandi

Forn trú á Íslandi var að til að afstýra húsbruna væri ráð að hafa eini í húsinu. Einirinn var hér áður fyrr einnig notaður til að búa til jólatré (en einnig til að skreyta það), til að búa til te og til að reykja lax.

  Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.