Föll í íslensku

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Föll í íslensku
Nefnifall
Þolfall
Þágufall
Eignarfall

Í íslensku eru fjögur föll, nefnifall, þolfall, þágufall og eignarfall. Auk þeirra má geta að orðmyndin Jesú er ávarpsfall af orðinu Jesús á latínu og er stundum notuð sem slík í íslensku. Annars er nefnifall notað í ávörpum á íslensku.

Form fallorða breytast eftir því í hvaða falli þau standa. Til fallorða teljast orðflokkar nafnorð, lýsingarorð, fornöfn og raðtölur auk töluorðanna einn, tveir, þrír og fjórir. Hlutverk orðs í setningu ræður því í hvaða falli það er. Til dæmis eru fallorð í þolfalli á eftir forsetningunni um, í þágufalli á eftir frá og í eignarfalli á eftir til. Algengt er að gefa fallbeygingar upp með hjálp þessara forsetninga:

Dæmi:

(Hér er) hestur (nefnifall)
um hest (þolfall)
frá hesti (þágufall)
til hests (eignarfall)
(Hér er) kýr
um kú
frá kú
til kýr


 

Þessi grein sem fjallar um málfræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana