Arete frá Kýrenu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Arete frá Kýrenu (4. öld f.o.t.) var dóttir Aristipposar frá Kýrenu, lærisveins Sókratesar. Nafn hennar þýðir „dygð“ eða „ágæti“. Hún er stundum talin hafa tekið við af föður sínum sem höfuð skóla Kýreninga en í raun er ekki vitað hvort Aristippos faðir hennar eða dóttursonur hans — sem einnig hét Aristippos frá Kýrenu — stofnaði skólann. Engu að síður kann að vera ástæðulaust að hafna því að Arete hafi sjálf verið heimspekingur. Sonur hennar var kallaður „hinn móðurmenntaði“, að því er virðist af því að helsti kennari hans í heimspeki hafi verið móðir hans, Arete.

[breyta] Heimild

[breyta] Tengt efni

[breyta] Tengill

  Þessi grein sem tengist fornfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.
  Þessi grein sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.
Á öðrum tungumálum