Sextett Ólafs Gauks - Út við himinbláu sundin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Út við himinbláu sundin
Forsíða breiðskífu
Bakhlið breiðskífu
Sextetts Ólafs Gauks – SG - 533
Gefin út 1968
Tekin upp {{{Tekin upp}}}
Tónlistarstefna Dægurlög
Lengd
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjóri
Sextetts Ólafs Gauks – Tímatal

Sextetts Ólafs Gauks er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1968. Á henni flytja Sextetts Ólafs Gauks Svanhildur og Rúnar fjögur lög. Forsíðumyndina tók Óli Páll Kristjánsson.

[breyta] Lagalisti

  1. Út við himinbláu sundin - Lag - texti: Gullman/'Morris — Bj. Guðmundsson
  2. Tvisvar tveir - Lag - texti: Ólafur Gaukur
  3. Kóngur í Kína - Lag - texti: Ólafur Gaukur
  4. Fáð´ ér sykurmola - Lag - texti: Rúnar Gunnarsson — Ólafur Gaukur

[breyta] Textabrot af bakhlið plötuumslags

   
Sextett Ólafs Gauks - Út við himinbláu sundin
Ennþá tekur Svanhildur fyrir gamlan og góðan vals í líkingu við Húrra, nú œtti að vera ball og Bjössi á Hól, sem voru á tveimur síðustu fjögurra laga plötum sextetts Ólafs Gauks. Valsinn Út við himinbláu sundin er erlendur en varð vinsæll í revíu, sem sýnd var hér á landi fyrir þrjátíu árum. Á þessari plötu eru svo tvö lög eftir Ólaf Gauk og báðir textarnir eftir hann. Þetta eru afbragðs lög, sem vafalaust eiga eftir að njóta sömu vinsælda og fyrri lög Ólafs Gauks. Fjórða lagið er síðan eftir Rúnar Gunnarsson, en hann hefur gert nokkur lög, sem kunn hafa orðið. Textinn er eftir Ólaf Gauk. Fjölbreytni í efnisvali er mikil á þessari hljómplötu og er þetta tvímælalaust bezta fjögurra laga plata sextettsins og sannar hann enn einu sinni ágæti sitt.
   
Sextett Ólafs Gauks - Út við himinbláu sundin
 
— Svavar Gests