Alþingiskosningar 1987

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íslensk stjórnmál

Þessi grein er hluti af greinaflokknum:
Íslensk stjórnmál
Forsetakosningar 2004
Sveitarstjórnarkosningar 2006
Þingiskosningar 2007
Framsóknarflokkurinn
Frjálslyndi flokkurinn
Samfylkingin
Sjálfstæðisflokkurinn
Vinstri hreyfingin - grænt framboð

breyta

Flokkar: stjórnmál, réttur og ríkisvald

Alþingiskosningar 1987 voru kosningar til Alþingis sem fram fóru 25. apríl 1987. Á kjörskrá voru 171.402 og kosningaþátttaka var 90,1%. Nýr flokkur Alberts Guðmundssonar, Borgaraflokkurinn, bauð fram í fyrsta skipti og fékk sjö þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fimm. Kvennalistinn tvöfaldaði fylgi sitt og fékk sex þingmenn.

Stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tapaði þingmeirihluta sínum en Þorsteinn Pálsson myndaði þá ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Alþýðuflokki. Steingrímur Hermannsson var utanríkisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra. Þessi ríkisstjórn hélt velli í rúmt ár og var gagnrýnd meðal annars fyrir að ná ekki samkomulagi um brýnar aðgerðir í efnahagsmálum. Hún sprakk, að sagt er, í beinni útsendingu á Stöð 2, en eftir það myndaði Steingrímur Hermannsson vinstristjórn með stuðningi Alþýðuflokks og Alþýðubandalags og síðar Borgaraflokksins, en Sjálfstæðismenn fóru í stjórnarandstöðu.

[breyta] Niðurstöður

Niðurstöður kosninganna voru þessar:

Flokkur Atkvæði  % Þingmenn
Alþýðuflokkurinn 23.265 15,2 10
Framsóknarflokkurinn 28.902 18,9 13
Sjálfstæðisflokkurinn 41.490 27,2 18
Alþýðubandalagið 20.387 13,3 8
Borgaraflokkurinn 16.588 10,9 7
Kvennalistinn 15.470 10,1 6
Aðrir og utan flokka 4.727 0,2 0
Alls 152.722 100 63


Fyrir:
Alþingiskosningar 1983
Alþingiskosningar Eftir:
Alþingiskosningar 1991
Á öðrum tungumálum